12 08 2016

Page 1

frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 45. tölublað 7. árgangur

Föstudagur 12.08.2016

Kraftakonur í heimsklassa Svekkjandi að vera of létt fyrir mót

24

Brúnir Íslendingar

Stöðugt spurðir hvaðan þeir séu

Litríkir leiðsögumenn í Reykjavík Elta ketti og vísa á drauga 18

34

Leslie Jones óvænt stjarna ólympíuleikanna Lýsingar hennar slá í gegn

44

Óhollusta fyrir veganista

46 FÖSTUDAGUR

12.08.16

Mynd | Víðir Guðmundsson

Í bókinni Á mannamáli tók Þórdís Elva saman hve oft krafist hefur verið gæsluvarðhalds yfir grunuðum kynferðisbrotamönnum. Hún telur að beita eigi úrræðinu miklu oftar.

Linkind yfirvalda illskiljanleg Telur að krefjast hefði átt gæsluvarðhalds þegar 19 ára piltur var sakaður um nauðgun í fyrra sinnið. Kynferðisbrot Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur gagnrýnir að pilturinn, sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur 15 ára stelpum, hafi ekki verið settur í gæsluvarðhald strax þegar fyrra málið kom upp. Yfirvöld hafi ekki beitt þeim úrræðum, sem þó eru fyrir hendi. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

„Það lítur út fyrir að enn eitt dæmið hafi bæst í íslenska réttarsögu, þar sem konur – eða í þessu tilviki fimmtán ára stúlkur – verða fyrir ofbeldi vegna þess að yfirvöld nýttu ekki þau úrræði sem þó eru fyrir hendi, og komu of beldismönnunum í gæsluvarðhald. Þetta nýja mál gæti verið dæmi um slíkt. Í bókinni Á mannamáli skrifaði ég kafla um linkind yfirvalda við

að beita gæsluvarðhaldsúrræðinu gegn grunuðum kynferðisafbrotamönnum. Baráttan gegn kynferðisofbeldi er og verður erfið og því er svo mikilvægt að nýta þau úrræði sem við þó höfum,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. Einn þyngsti nauðgunardómur sem fallið hefur á Íslandi var yfir hinum svokallaða kjötaxarmanni sem hlaut í tvígang fimm ára dóma fyrir nauðgun, árin 2006 og 2007, en í öðru tilvikinu misþyrmdi hann brotaþolanum með kjötexi á meðan á nauðguninni stóð. Þórdís Elva fjallaði um málið í grein sem birtist í Stundinni í haust. „Þegar hann greip til kjötaxarinnar var þegar búið að dæma hann sekan í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfelldar líkamsárásir á tvær konur og hrottalega naugðun á annarri þeirra. Þriðju konunni hefði auðveldlega mátt bjarga ef maðurinn hefði setið í

gæsluvarðhaldi. Þjáningar hennar skrifast á reikning íslenskra yfirvalda.“ Þórdís Elva bendir á að þar sem maðurinn hafi ekki verið hnepptur í gæsluvarðhald hafði hann tækifæri til að fremja þriðja brotið. „Og það er ástæða til að rifja upp hið hörmulega mál frá árinu 2000, sem kom upp í Keflavík, þar sem sakborningur í nauðgunarmáli myrti vitni í málinu; bestu vinkonu brotaþola. Þótt lögregla hefði undir höndum myndbandsupptöku, eins haldbæra sönnun og þær gerast, var maðurinn samt ekki hnepptur í gæsluvarðhald. Því hafði hann tækifæri til að fremja morð stuttu síðar. Þetta eru dæmi um voðaverk sem koma hefði mátt í veg fyrir. Þetta mannslíf skrifast á reikning yfirvalda sem kusu að nota ekki þau úrræði sem þó voru fyrir hendi.“ Í lögum segir að vista megi menn í gæsluvarðhaldi þegar almanna-

DJI vörurnar fást í iStore

hagsmunir eru í húfi. „Telja yfirvöld að hagsmunir kvenna og hagsmunir almennings sé aðskildir með einhverjum hætti? Teljast konur ekki til almennings, ef það flokkast ekki til almannahagsmuna, að hneppa menn sem beita konur svona gríðarlega alvarlegu ofbeldi, í varðhald?“ Það er auðvelt að vera vitur eftir á og segja að pilturinn, sem nú er grunaður um tvær nauðganir á barnungum stúlkum, hafi augljóslega verið svo hættulegur að hann ætti að vista í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. En ég vil bara sjá að gæsluvarhaldsúrræðinu sé beitt á skilvirkari hátt í kynferðisbrotamálum almennt. Ég skora á stjórnvöld að endurskoða þetta.“

KOMDU ÞÉR Í RÚTÍNU EFTIR FRÍIÐ LAILA LÆTUR DRAUMANA RÆTAST HEITUSTU TRENDIN Í HAUST

KATRÍN SNAPCHAT-STJARNA FYRIRMYND STÚLKNA EDDA OGÍSLENSKRA 20 SÍÐNA AUKABLAÐ UM SKÓLA OG NÁMSKEIÐ Mynd | Rut

Allt að gerast ÚTSALAN ER HAFIN

30-60%

AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM Bláu húsin Faxafeni

S. 555 7355 | www.selena.is

Selena undirfataverslun

Lögreglumenn hefðu viljað piltinn í gæsluvarðhald 2 Kynferðisbrot

Phantom 4

iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili DJI á Íslandi

+ 1 aukarafhlaða

Frá 239.990 kr.

Sérverslun með Apple vörur

Inspire 1 v.2.0

Phantom 4

Phantom 4

Verð áður 379.990 kr.

Verð áður 249.990 kr.

Frá 259.990 kr.

Tilboð 309.990 kr.

Tilboð 219.900 kr.

+ 2 aukarafhlöður

KRINGLUNNI ISTORE.IS


2|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016

Dularfullt kattadráp í Hveragerði endurtekur sig Dýraníð Grunur leikur á að dýraníðingur eitri aftur fyrir köttum í Hveragerði, nákvæmlega ári eftir að samskonar mál komu upp í bæjarfélaginu. Grunur leikur á að tveimur köttum hafi verið byrluð ólyfjan sem dró þá til dauða í Hveragerði, en nákvæmlega ár er síðan greint var frá samskonar máli í bæjarfélaginu. Annar kötturinn drapst í vikunni en samkvæmt upplýsingum Hallgerðar Hauksdóttur, formanns Dýraverndarsambands Íslands (DÍS), var um kvalafullan dauð-

Sakamál

Réðst á sérsveitarmann vopnaður hnífi Rannsókn er vel á veg komin í máli karlmanns sem réðist vopnaður á sérsveitarmann í heimahúsi síðasta þriðjudagskvöld. Sérsveitarmaðurinn var við skyldustörf þegar atvikið kom upp en neyðarkall barst til lögreglu sem leiddi til þess að sérsveitarmaðurinn, sem var næstur vettvangi, svaraði kallinu. Þegar hann kom á vettvang á maðurinn að hafa ráðist á hann vopnaður hnífi og til átaka kom þeirra á milli sem lyktaði með því að sérsveitarmaðurinn náði að yfirbuga hann. Litlar upplýsingar er að fá um málið aðrar en að rannsókn sé vel á veg komin en sé þó á viðkvæmum tímapunkti. Vitað er hver árásarmaðurinn er. Ekki þótti ástæða til þess að úrskurða hann í gæsluvarðhald. Sérstakur saksóknari rannsakar málið. | vg

Útvap

Laumulist útvarpað frá Hrísey Ný útvarpsstöð sendir nú út í Hrísey. Útsendingar munu standa fram á sunnudag. Hópur listamanna, Laumulistasamsteypan, stendur að stöðinni og kemur nú til eyjarinnar í þriðja sinn með list sína. Þarna hljóma hljóðverk, óhljóð, búkhljóð, talað mál og bollaleggingar um hitt og þetta. Hægt er að hlusta á tíðninni 105,9 nærri eyjunni, en líka á vefslóðinni laumulistasamsteypan. com í formi hlaðvarps. | gt

daga að ræða. Fyrsta skoðun dýralæknis leiddi það í ljós að kötturinn hefði drepist af völdum eiturefna. „Frumathugun leiðir það í ljós að um kemísk efni hafi verið að ræða,“ segir Hallgerður en enn á eftir að kryfja dýrið. Hallgerður óttast að sami einstaklingur hafi eitrað fyrir köttunum tveimur og grunur lék á að eitraði fyrir köttum fyrir nákvæmlega ári síðan. Þá greindu fjölmiðlar frá því að sex kettir hefðu drepist eftir að óprúttinn aðili kom fyrir eitruðum fiskflökum í bænum. „Við hvetjum íbúa í Hveragerði til þess að hafa varann á,“ segir

Hallgerður alvöruþrungin. Kattadrápin rötuðu inn á borð til lögreglu á síðasta ári, enda varða slík brot við hegningarlög. Málið nú er skoðað í samvinnu við Matvælastofnun. Í yfirlýsingu frá Dýraverndarsambandinu er eigendum kattanna vottuð samúð og almenningur hvattur til þess að vera á varðbergi og senda póst á sudurland@ logreglan.is. Svo segir í tilkynningunni: „Dýrahald þarf að ræða á samfélagslegum grunni. Ef fólk er á móti gæludýrahaldi þarf samtal um það að eiga sér stað á milli manna –

ekki með því að ráðast að dýrunum. Hér er um að ræða aðila sem fremur dýraníð með því að leggja vísvitandi eitur út fyrir ketti.“ Kristján Jónsson, dýraeftirlitsmaður Hveragerðisbæjar, sagði í samtali við Fréttatímann að hann hefði heyrt af tilvikunum, en það ætti eftir að skoða málin betur, því væri ótímabært að tjá sig um þau. | vg Kötturinn sem drapst hlaut kvalarfullan dauðdaga. Hann verður krufinn á næstu dögum eða vikum.

Lögreglumenn hefðu viljað piltinn í gæsluvarðhald Kynferðisbrot Kurr er í nokkrum lögreglumönnum sem Fréttatíminn hefur rætt við, yfir því að pilturinn sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur fimmtán ára stelpum með sex daga millibili, hafi ekki verið settur í gæsluvarðhald þegar fyrra málið kom upp. Það var ekki fyrr en hann var handtekinn í seinna skiptið að lögregla á höfuðborgarsvæðinu krafðist gæsluvarðhaldsúrskurðar. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Fyrra málið kom upp á Suðurnesjum. Lýsir brotaþoli því hvernig pilturinn reyndi að kyrkja hana, stappaði ofan á hálsinum á henni og nauðgaði henni í tvígang. Auk þess voru skýr merki um að hann hafi reynt að losa sig við sönnunargögn. Honum var sleppt að yfirheyrslu lokinni. Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, vill ekki svara neinum spurningum Fréttatímans um málið og segir fréttaflutning af því ekki koma rannsókn málsins vel. Heimildir Fréttatímans herma að það hafi verið mat lögreglunnar á Suðurnesjum að rannsóknarhagsmunir stæðu ekki til þess að fá piltinn úrskurðaðan í gæsluvarðhald. Þá hafi óreynd afleysingarmanneskja komið að rannsókn málsins og reyndasta fólkið í þessum málaflokki hafi verið í sumarfríi þegar málið kom upp. Eftir nokkra eftirgrenslan Fréttatímans virðist vera ólíkt verklag eft-

Við gerum betur í þjónustu með skjótum og sveigjanlegum vinnubrögðum. Ef tæki keypt hjá okkur bilar lánum við samskonar tæki á meðan viðgerð stendur.

iPad Mini 4 Í lófa lagt

Frá 69.900 kr.

KRINGLUNNI ISTORE.IS

Heimildir Fréttatímans herma að það hafi verið mat lögreglunnar á Suðurnesjum að rannsóknarhagsmunir stæðu ekki til þess að fá piltinn úrskurðaðan í gæsluvarðhald. Þá hafi óreynd afleysingarmanneskja komið að rannsókn málsins og reyndasta fólkið í þessum málaflokki hafi verið í sumarfríi þegar málið kom upp.

ir lögregluembættum, þegar kemur að því að ákveða hvort krefjast eigi gæsluvarðhalds yfir grunuðum kynferðisbrotamönnum. Tölfræðin sýnir þó að nokkur aukning hafi orðið á því að úrræðinu sé beitt í þessum málaflokki. Ólafur Helgi Kjartansson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann hefur áður verið harkalega gagnFjöldi einstaklinga sem voru í gæsluvarðhaldi grunaðir um kynferðisbrot

2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016*

0 1 2 4 1 3 5 9 18 8 2 16 3 15 11 7 7

Eins og sést er sýnileg aukning á að gæsluvarðhaldi sé beitt í kynferðisbrotamálum, á undanförnum árum. Tölurnar byggja á svari frá Fangelsismálastofnun og miða við upphaflegar skráningar um mál, þegar menn koma inn í gæsluvarðahald. *til dagsins í dag

rýndur fyrir að krefjast ekki gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir manni sem grunaður var um kynferðisbrot gegn börnum í Vestmannaeyjum. Þá var hann lögreglustjóri á Suðurlandi. Þá gekk grunaður barnaníðingur laus í Vestmannaeyjum í um það bil eitt ár eftir að myndir sem hann tók af fórnarlambi sínu komust í hendur lögreglu. Hulda Elsa Björgvinsdóttir saksóknari lýsti því sem mistökum

Ólafur Helgi hefur áður verið gagnrýndur fyrir að krefjast ekki gæsluvarðhalds yfir grunuðum kynferðisbrotamanni.

Ólafs Helga að hafa ekki gert kröfu um gæslu yfir meintum geranda. Björgvin Björgvinsson, sem þá var yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, gagnrýndi Ólaf Helga sömuleiðis.

Skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi

Í lögum segir að krefjast megi gæsluvarðhalds þegar rökstuddur grunur leiki á að sakborningur hafi gerst sekur um háttsemi sem varðar fangelsisrefsingu og: a. að ætla megi að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum ellegar hafa áhrif á samseka eða vitni, b. að ætla megi að hann muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með

öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, c. að ætla megi að hann muni halda áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið eða rökstuddur grunur leiki á að hann hafi rofið í verulegum atriðum skilyrði sem honum hafa verið sett í skilorðsbundnum dómi, d. að telja megi gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings ellegar hann sjálfan fyrir árásum eða áhrifum annarra manna.

Um þúsund manns hafa tekið þátt í prófkjöri Pírata Stjórnmál Hátt í þúsund manns höfðu tekið þátt í prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu, Suðurkjördæmi og á Norðvesturkjördæmi í gær, fimmtudaginn 11. ágúst. „Það eru sjö hundruð búnir að kjósa á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, en prófkjöri flokksins lýkur á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi klukkan sex í kvöld.

Um 700 hafa kosið í prófkjörinu á höfuðborgarsvæðinu, en þar er farin sú leið að kjósa í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík suður og norður. Prófkjörinu í Norðvesturkjördæmi lýkur svo á sunnudaginn. Sigríður Bylgja segir að kosningakerfið sem Píratar notast við, og er eingöngu á netinu, hafi reynst vel. Það þurfi þó að skerpa á ýmsu. „Við erum ánægð með kerfið, en það er ýmislegt sem þarf að laga,“ segir Sigríður Bylgja og útskýrir að aldurshópurinn í flokknum sé breiður og tölvukunnátta misjöfn.

Um þúsund manns hafa tekið þátt í prófkjöri Pírata, að sögn Sigríðar Bylgju.

Því hefur flokkurinn brugðist við því með að bjóða upp á aðstoð í höfuðstöðvum flokksins á Fiskislóð í Vesturbæ Reykjavíkur. Búist er við að úrslit prófkjaranna verði kynnt skömmu eftir klukkan 18 í kvöld í höfuðstöðvum flokksins. |vg


Nýr

Tiguan frumsýndur á morgun

an ýjan Tigu sýnum n m ðum: u fr tö s ið i V irfarand ft e á is samtím

i Akureyr • Höldur Selfoss • Bílasala ranesi k • Bílás A eykjanesbæ R la k e •H

Tilhlökkunin er aftur komin í umferð. Við frumsýnum nýjan Volkswagen Tiguan á morgun, laugardag, milli kl. 12 og 16. Skarpari hönnun, ríkulegra innanrými og ótal tækninýjungar sameinast í þessum frábæra bíl sem hægt er að fá með allt að 240 hestafla vél. Komdu og prófaðu nýjan Tiguan. Við tökum vel á móti þér með ís frá Valdísi, kaffi frá Kaffitári og andlitsmálningu fyrir börnin. Hlökkum til að sjá þig!

www.volkswagen.is

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði


4|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016

Kynlífsánauð eða dauði í Afganistan Flóttafólk Magnea Marínós­ dóttir, alþjóðastjórnmála­ fræðingur og sérfræðing­ ur í málefnum kvenna í Afganistan, segir það ganga þvert á öll verndar- og mannúðarsjónarmið að senda mæðgurnar Maryam Raísi og Torpikey Farrash aftur til Afganistan. Úrsku rðu r kærunefndar útlendingamála í máli afgönsku mæðgnanna Maryam Raísi og Torpikey Farrash hefur enn ekki verið birtur. Þær bíða því enn í óvissu um framtíð sína, samkvæmt

upplýsingum frá Arndísi Gunnarsdóttur, lögfræðingi hjá Rauða krossi Íslands. Fréttatíminn fjallaði um málið þann 8. júlí síðastliðinn. Þar kom fram að mæðgurnar hafa verið á flótta síðastliðin fimmtán ár en komu hingað til lands fyrir ellefu mánuðum eftir að hafa verið synjað um hæli í Svíþjóð. Eftir þriggja mánaða dvöl á Íslandi var umsókn þeirra um hæli hafnað, sem kom lögfræðingi þeirra, Arndísi Gunnarsdóttur, mjög á óvart, sérstaklega í ljósi þess að móðirin er mjög heilsuveil og minnislaus af áfallastreituröskun. Arndís kærði

niðurstöðu Útlendingastofnunar. Verði úrskurður kærunefndar sá að mæðgunum verði ekki veitt hæli af mannúðarástæðum verða þær sendar aftur til Afganistan. Magnea Marínósdótttir og Lilja Hjartardóttir, alþjóðastjórnmálafræðingar með sérþekkingu á málefnum kvenna í Afganistan, sendu kærunefnd útlendingamála áskorun um að taka málið til endurskoðunar þann 14. júlí síðastliðinn í ljósi sérstakra aðstæðna kvennanna, sem tilheyra ofsóttum minnihlutahópi Hazara, og mjög slæmrar heilsu Torpkey. „Ofsóknum í garð Hazara hef-

ur ekki linnt og þann 23. júlí síðastliðinn gerðu ISIS liðar, sem eru sunni múslímar, sjálfsmorðsárás á friðsæmleg mótmæli þeirra í Kabúl, 80 manns létust og 230 særðust. Hlutskipi kvenna, sem tilheyra hópum sem eru ofsóttir af ISIS og lenda í klóm þeirra, er kynlífsánauð og dauði. Það að senda þær mæðgur til baka til Afganistan undir þessum kringumstæðum getur jafngilt því að senda þær út í opinn dauðann, í óeiginlegum og eiginlegum skilningi, og gengur þvert á öll verndar- og mannúðarsjónarmið,“ segir Magnea Marínósdóttir. | hh

Mæðgurnar Maryam og Torpikey bíða milli vonar og ótta eftir niðurstöðu kærunefndar útlendingamála. Mynd | Hari

Upplifðu tilfinninguna að svífa í þyngdarleysi

EINA DÝNAN OG KODDINN SEM VIÐURKENND ERU AF NASA OG VOTTUÐ AF GEIMFERÐASTOFNUNINNI

TEMPUR® HYBRID HEILSUDÝNAN Frumlegasta hönnun TEMPUR til þessa!

Bræðurnir Marcin (t.v.) og Rafal Nabakowski.

Bræður í gæsluvarðhaldi vegna skotárásar Sakamál Skotárásina, sem átti sér stað í Iðufelli um síðustu helgi, má rekja til innbrots fyrr í mánuðinum. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

Stillanleg heilsurúm í sérflokki

Bræðurnir Marcin og Rafal Nabakowski eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa skotið á bifreið í Iðufelli um síðustu helgi með afsagaðri haglabyssu. Mennirnir eru Íslendingar af pólskum uppruna og hafa báðir hlotið refsidóma fyrir afbrot. Annar þeirra, Rafal, hefur áður verið dæmdur fyrir hrottalega líkamsárás þar sem hann svipti mann frelsi sínu og neyddi meðal annars foreldra hans til þess að afhenda sér muni í eigu mannsins. Skotárásina síðustu helgi má rekja til innbrots í byrjun mánaðarins og tengist íslenskum karlmanni sem vinnur við sælgætisgerð og er um fertugt. Sá er sagður vel tengdur þegar kemur að undirheim-

Óskað eftir aðstoð

Fjölbreytt úrval

heilsukodda

FAXAFEN I 5 Reykjavík 588 8477

DA L SBR AUT 1 Akureyri 588 1100

SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði í gær eftir aðstoð almennings vegna málsins þar sem nokkur atriði eru enn óljós. Þess vegna biður lögreglan alla þá sem telja sig hafa vitneskju um atvikið, eiga myndir af vettvangi eða myndbandsupptökur, að setja sig í samband við lögreglu. Hægt er að hringja í 4441000 eða senda tölvupóst á abending@lrh.is. Þá er einnig hægt að senda einkaskilaboð í gegnum Facebook-síðu embættisins.

Skotárásin átti sér stað við sjoppuna í Iðufelli. Mynd | Rut

um Reykjavíkur og er sagður hafa stundað okurlánastarfsemi. Í stað þess að kæra innbrotið á hann að hafa stefnt hópi smáglæpamanna á hinn meinta innbrotsþjóf. Sá féllst á að hitta hópinn fyrir utan sjoppuna í Iðufelli í Breiðholti síðasta föstudagskvöld. Þar biðu hans tugir íslenskra smáglæpamanna. Vitni lýstu hópnum þannig að þeir hefðu verið með hvíta klúta um hálsinn, eða taubleyjur, líkt og einn sjónarvottur orðaði það í viðtali við mbl.is. Það hafa þeir líklega gert til þess að aðgreina sig frá þeim sem til stóð að ráðast á. Hinn meinti innbrotsþjófur kom á vettvang snemma á föstudagskvöldinu en leist ekki á blikuna þegar hann sá taubleyjugengið sem beið eftir honum. Úr varð að annar bræðranna á að hafa tekið upp afsagaða haglabyssu og skotið á bílinn með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Hinn meinti innbrotsþjófur forðaði sér þá hið snarasta. Eins og fram hefur komið í frétt-

um var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð út í kjölfarið. Hinir grunuðu fundust þó ekki fyrr en nokkrum dögum síðar. Hafa bræðurnir nú verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 12. ágúst. Ekki liggur fyrir hver það var sem hleypti af. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar, sagðist ekki geta gefið upplýsingar um það hvort aðild Íslendings, sem vinnur við sælgætisgerð hér á landi, væri könnuð sérstaklega. Þá sagði hann fórnarlamb árásarinnar vera með stöðu vitnis, ekki væri kannað hvort hann hefði brotið af sér sjálfur í tengslum við málið. Þá staðfestir Friðrik að vopnið hafi fundist. Bræðurnir tveir eru nokkuð þekktir í Breiðholti og hafa oft komið við sögu lögreglu. Þeir eru um þrítugt og eru sagðir nánir. Báðir eiga langan sakaferil að baki en Marcin, ólíkt bróður sínum, hefur ekki verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot.


NÝR TALISMAN

E N N E M M / S Í A / N M 7 6 6 6 6 R e n*Miðað a u l tviðTa l i s m atölur n framleiðanda S ý n i n g um á m o r g u n 5 xí 3 8 uppgefnar eldsneytisnotkun blönduðum akstri

FRUMSÝNING Á MORGUN FRÁ 12–16

NÝR RENAULT TALISMAN

DÍSIL, ELDSNEYTISNOTKUN FRÁ 3,7 L/100 KM*

Renault Talisman er nýja flaggskipið í Renault fjölskyldunni. Hann var valinn fallegasti bíll ársins af samtökum bílaframleiðenda og er eini bíllinn í sínum stærðarflokki sem fáanlegur er með Multi Sense akstursstillingakerfi og fjórhjólastýringu.

VERÐ FRÁ: 4.190.000 KR. Staðalbúnaður í Expression útgáfu: 5 stjörnur í EuroNCAP árekstarprófunum - 17" álfelgur - 7" snertiskjár og íslenskt leiðsögukerfi - Brekkuaðstoð (Hill Start assist) - LED dagljós - Þokuljós á framstuðara - Afturljós 3D LED - Dekkjaþrýstingskerfi - Hraðastillir (Cruise control) - Rafdrifnar rúður - Leðurklætt stýri með aðgerðahnöppum - Handfrjáls símabúnaður (Bluetooth) með raddstýringu - 2ja svæða tölvustýrð loftkæling - Hiti í framsætum - Hæðarstillanlegt sæti fyrir ökumann - Armpúði milli framsæta - Rafdrifnir upphitaðir útispeglar - Fjarlægðarvari að framan og aftan - Regnskynjari fyrir rúðuþurrkur - Sjálfvirk birtuskynjun á aðalljósum (High beam assist) - Akreinavari (Lane departure warning) - Vegaskiltanemi (Roadsign recognition) - Rafdrifin handbremsa.

„ÞÚ TANKAR SJALDNAR Á RENAULT“

Aukalega í Dynamic útfærslu: 8,7" spjaldtölvuskjár - 18" álfelgur - Lykillaust aðgengi LED aðalljós - Skyggðar afturrúður - MULTI SENSE akstursstillingakerfi. Verð frá 5.190.000 kr.

GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400

Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622

Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533

Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070

IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080

BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516

BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is


6|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016

Þeir sem högnuðust geta borgað fyrir skaðann Með því að láta veiðileyfagjöld renna til sveitarfélagana yrði hluti af auðlindarentunni af Íslandsmiðum aftur fluttur til fólksins sem missti hana. Kvótakerfið kom með hagkvæmni í sjávarútveginn en ekkert réttlæti. Kvótakerfið hefur leikið margar sjávarbyggðir illa. Auðlindarentan hefur verið færð frá þeim, aflanum landað annars staðar, atvinna lagst af og verðmæti íbúða hríðfallið. Eftir því sem byggðarlögin hafa hrörnað hafa þau átt erfiðara með að mæta erfiðri stöðu. Ein leið til að mæta þessu er að láta sveitarfélögin njóta góðs parts af hækkandi veiðigjöldum. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is

Árin 1982 til 1984 var um 7,9 prósent af öllu aflaverðmæti landað í bæjum sem nú tilheyra Ísafjarðarbæ; Flateyri, Þingeyri. Suðureyri og Hnífsdal, auk Ísafjarðar. Í fyrra var þetta hlutfall komið niður í 4,5 prósent af samanlögðu aflaverðmæti af Íslandsmiðum. Mismunurinn er 3,4 prósent af heildaraflanum sem jafngildir um 4,7 milljörðum króna. Það eru þau verðmæti sem vantar inn í bæjarfélagið frá því sem áður var. Íbúar í sveitarfélaginu eru nú um 3623 talsins. Tekjutapið vegna minni landaðs afla jafngildir því rétt tæplega 1300 þúsund krónum á hvern íbúa á hverju ári. Auðvitað er ekki hægt að fullyrða að allt tekjutapið megi rekja til kvótakerfisins. En skaðinn af kerfinu er umtalsverður. Vestfirðir hafa komið einkar illa út úr kerfinu. Mikið magn af kvóta hefur verið selt úr landshlutanum. Hluti af skýringunni er að Vestfirðir liggja verr við ferskfiskmörkuðum en önnur landsvæði. Þegar minna fékkst upp úr þurrkun, salti og frystingu en ferskfiskútflutningi styrktust útgerðir sem lágu betur við þeim mörkuðum og þær höfðu bolmagn til að kaupa upp kvóta af þeim sem voru ekki eins vel í sveit settar. En þótt ekki megi rekja alla hrörnun sjávarútvegs í Ísafjarðar-

bæ til kvótakerfisins er ljóst að kerfið vegur þungt. Innan þess missti sveitarfélagið um 40 prósent af því aflaverðmæti sem áður fór í gegnum bæinn. Á sama tíma fækkaði íbúunum úr 5101 í 3623 eða um nærri 1500 manns. Það er fækkun upp á 29 prósent á sama tíma og landsmönnum fjölgaði um 45 prósent. Ef Ísafjarðarbær hefði haldið í við fjölgun landsmanna byggju tvöfalt fleiri í Ísafjarðabæ en gera í dag. Sveitarfélagið er því ekki nema helmingurinn af því sem það væri ef það hefði haldið í við vöxt landsins alls. Kvótakerfið étur upp byggðir Þótt skýra megi hrörnun sjávarútvegs á Vestfjörðum með fjarlægð frá mörkuðum þá heldur sú skýring illa. Það má til dæmis benda á að á sunnanverðum Vestfjörðum hefur á skömmum tíma vaxið upp fiskeldisfyrirtæki sem flytur út hátt í 1500 tonn af ferskum laxi árlega. Þá má einnig benda á byggðarlög utan Vestfjarða þar sem sjávarútvegur hefur hrörnað hratt innan kvótakerfisins. Landaður afli á Seyðisfirði var í fyrra innan við helmingur þess sem hann var árin fyrir kvótakerfið. Bærinn hefur misst um 1,7 milljarða króna virði af sjávarfangi frá því kvótakerfið var sett á. Þetta jafngildir meira en 2,6 milljónum króna árlega á hvern íbúa. Árið 1980 bjuggu rétt tæplega eitt þúsund manns á Seyðisfirði. Ef bærinn hefði þroskast eins og Ísland almennt ættu að búa þar í dag um 1447 manns. Seyðfirðingar eru hins vegar ekki nema 658. Meira en helmingur þeirra er fluttur burt og lifir og starfar annars staðar. Af öðrum stöðum utan Vestfjarða, sem hafa orðið fyrir þungum áföllum innan kvótakerfisins, má nefna Húsavík og Norðurþing, Þorlákshöfn og Ölfus og Keflavík og Reykjanesbæ. Það er ekki hægt að skýra áföll þessara

KVÓTAKERFIÐ

SEM BREYTTI

Phantom 4 Fljúgandi ofurhlutur!

iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili DJI á Íslandi

Frá 219.900 kr.

KRINGLUNNI ISTORE.IS

Ísafjörður hefur tapað 4,7 milljörðum króna Fyrir kvótakerfið var verðmæti landaðs afla í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Ísafjarðarbæ um 7,86 prósent af heildarverðmæti alls afla á landinu. Í fyrra var landaður afli í Ísafjarðarbæ aðeins 4,51 prósent af heildinni. Mismunurinn jafngildir um 4,7

milljörðum króna árlega í töpuðum tekjum eða um 1,3 milljón króna á hvern íbúa í sveitarfélaginu. Með því að láta 15 milljarða króna veiðileyfagjald renna til sveitarfélaga eftir lönduðu aflaverðmæti fyrir kvótakerfi myndu um 1179 milljónir renna til

Ísafjarðarbæjar. Þótt það hljómi sem há upphæð er það aðeins rúmur fimmtungur af þeim tekjum sem kvótakerfið hefur sogað út úr byggðarlaginu, aðeins hluti af þeirri auðlindarentu sem íbúar bæjarins hafa misst vegna uppbyggingar kerfisins.

bæja og hrörnun sjávarútvegs innan þeirra með fjarlægð frá ferskfiskmörkuðum. Áföll af manna völdum Það bæjarfélag sem hefur misst mest aflaverðmæti frá sér á hvern íbúa er Súðavík. Á árunum 1982 til 1984 var landað í Súðavík um 0,84 prósent af öllu verðmæti sjávarafla á Íslandi. Í fyrra var þetta hlutfall komið niður í 0,18 prósent. Þótt þetta kunni að virðast líti breyting er hún gríðarleg í ljósi þess hversu fáir búa í Súðavík. Deilt niður á 184 íbúa byggðarlagsins jafngildir þessi samdráttur rúmum 5 milljónum. Það er næstum ómögulegt að skilja slíka stærð. Ef við flytjum hana yfir á Reykvíkinga væri hún sambærileg því að 617 milljarðar hyrfu út úr hagkerfi borgarinnar. Reykjavík myndi ekki lifa það af, ekki nema í mikið breyttri og mikið hrörnaðri mynd. Og það er einmitt það sem henti Súðavík. Sem kunnugt hafa alvarlegri áföll dunið yfir Súðavík en kvótakerfið. Þar féll mannskætt snjóflóð sem veitti bænum þungt högg. En snjóflóðið skýrir ekki hrörnun Súðavíkur, þótt það hafi breytt bæjarfélaginu varanlega á svo margan máta. Það sjáum við þegar við skoðum aðrar sjávarbyggðir og sjáum sambærilegt áfall vegna hrörnunar sjávarútvegs innan kvótakerfsins. Íbúar Súðavíkur voru 387 árið 1980 og ættu því að vera um 576 í dag ef Súðvíkingum hefði fjölgað jafn mikið og Íslendingum almennt. Þeir eru hins vegar aðeins 184. 68 prósent Súðvíkinga búa utan bæjarins. Tálknfirðingar hafa misst um 2,5 milljónir króna af aflaverðmæti á mann, eða um 655 milljónir króna árlega út úr byggðarlaginu. Frá 1980 hefur Tálknfirðing-

Kvótinn stækkar Reykjavík Sá útgerðarstaður sem hefur mest vaxið innan kvótakerfisins er Reykjavík. Fyrir kvótakerfi var landaður afli í Reykjavík um 7,57 prósent af heildaraflaverðmæti Íslendinga. Í fyrra var hlutfall Reykjavíkur komið upp í 16,27 prósent. Þessi aukning jafngildir því að til Reykjavíkur renni um 12,2 milljörðum meira af tekjum af auðlindum hafsins en fyrir kvóta-

kerfi. Þar sem Reykvíkingar eru margir skiptist tekjuaukningin á marga íbúa og er því lítil á þann mælikvarða í samanburði við hlutfallslegt tap fámennra byggðarlaga. En sogkraftur Reykjavíkur innan kvótakerfisins sýnir ágætlega að innan þess vaxa hest þeir stóru og síst þeir smáu. Það er ekki algilt, en það má glögglega sjá að það er meginregla.


TAKMARKALAUS AKSTURSGLEÐI ER STAÐALBÚNAÐUR

MAZDA2 FRÁ 2.390.000 KR. SKYACTIV Technology

Mazda2 er einn sá allra glæsilegasti í sínum flokki. Sportlegt útlit og spennandi aksturseiginleikar spila þar stórt hlutverk. Mazda2 er meðal annars fáanlegur með 7“ snertiskjá, margmiðlunarkerfi með GPS vegaleiðsögn, nálægðarskynjurum, Bluetooth, 16“ álfelgum og leðursætum. Þú getur jafnframt fengið Mazda2 með ýmsum öryggisbúnaði líkt og veglínuskynjara, LED aðalljósum með sjálfvirkri hæðarstýringu og snjallhemlunarkerfi sem varar ökumann við ef stefnir í árekstur og grípur inn í ef þörf krefur. Byltingarkennd SkyActiv tæknin sem sameinar mikinn vélarkraft, lága eyðslu og takmarkalausa akstursgleði er alltaf staðalbúnaður í Mazda.

Komdu og reynsluaktu Mazda2 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.

Mazda2_akstursgleði_5x38_20160727_END.indd 1

11.8.2016 10:02:04


8|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016

um fækkað á sama tíma og Íslendingum hefur fjölgað. Þeir ættu að vera um 493 ef sveitarfélagið hefði haldið í við íbúaþróun landsins en í dag búa aðeins 267 manns á Tálknafirði. 46 prósent Tálknfirðinga lifir og starfar annars staðar en í bænum.

Húsavík hefur týnt tveimur þriðju hluta aflans Aflaverðmæti landaðs afla á Húsavík og annars staðar í Norðurþingi hefur dregist saman um tvö þriðju innan kvótakerfsins. Fyrir kvótann var landaður afli á Húsavík, Raufarhöfn og annars staðar í byggðarlaginu um 3,06 prósent af heildarverðmæti landaðs sjávarfangs. Í fyrra var hlutfallið komið niður í 1,01 prósent. Miðað við aflaverðmæti síðasta árs jafngildir þetta um 2,9 milljörðum króna

í tapaðar árstekjur, sem gerir rúma milljón króna á hvern íbúa á ári. Ef 15 milljarða króna veiðileyfagjaldi yrði deilt út í sjávarbyggðir miðað við landaðan afla fyrir kvótakerfi fengi Norðurþing um 459 milljónir króna árlega sem hlutdeild í auðlindarentu hafsins. Það væri uppbót fyrir tapaðan kvóta þótt það næði ekki að vega upp þau áföll sem sveitarfélagið hefur orðið fyrir innan kvótakerfsins.

Hver íbúi Seyðisfjarðar hefur misst 2,6 milljónir króna Fyrir kvótakerfi var landaður afli á Seyðisfirði um 2,14 prósent af verðmæti alls sjávarfangs á Íslandi. Í fyrra var aðeins landað fiski á Seyðisfirði að andvirði um 0,90 prósent af heildarverðmæti landaðs afla á Íslandi. Mismunurinn jafngildir um 1,7 milljörðum króna, sem gera um 2,6 milljónir króna á hvern íbúa í bænum. Seyðisfjörður hefur miðað við þetta farið einkar illa út úr þeim

breytingum sem kvótakerfið hefur valdið í sjávarútvegi. Hlutfallslega er aðeins áfall Súðavíkur stærra en þar nema tapaðar tekjur meira en 5 milljónum króna á hvern íbúa. Ef 15 milljarða króna veiðileyfagjaldi yrði dreift til sveitarfélaga eftir hlutfalli í auðlindarentunni fyrir kvótakerfi yrði hlutur Seyðisfjarðar um 321 milljón króna á ári eða um 488 þúsund krónur á íbúa.

E T S E L E S UMGJÖRÐ Á:

1 kr. við kaup á glerjum

KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI

Rentan til fárra Eins og fram hefur komið í Fréttatímanum á undanförnum vikum hefur kvótakerfið haft gríðarleg áhrif á byggðir landsins. Kvótakerfið verndaði fiskstofna, dró úr offjárfestingu og stuðlaði að aukinni hagkvæmni í greininni. Við það fluttist auðlindarentan, sá hagnaður sem fæst af því að nýta villta fiskistofna, frá óhagkvæmum rekstri hringinn í kringum landið til fárra stórra útgerðarfyrirtækja. Auðlindarentan dró áfram uppbyggingu sjávarbyggðanna þótt hún hafi ekki endað sem hagnaður í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Hún dreifðist á mörg fyrirtæki sem veittu fjölda fólks vinnu og skilaði sér þannig áfram inn í byggðarlögin þótt ekki hafi verið hægt að benda á hana sem hreinan hagnað af rekstri. Þegar aðgengi að auðlindinni var takmarkað var hægt að safna auðlindarentunni saman. Hún dreifðist ekki um mörg fyrirtæki í slælegum rekstri heldur safnaðist að miklum mun færri fyrirtækjum sem gátu hagrætt, dregið úr fjárfestingum og nýtt aflann mun betur. Óréttlætið í kerfinu er að auðlindarentan var með þessu færð frá íbúum sjávarbyggðanna til örfárra fjölskyldna sem áttu stærstu útgerðarfélögin. Einfeldningslegar röksemdir stuðningsmanna kvótakerfisins hafa verið þær að benda á hagnað útgerðarfyrirtækjanna og segja að þar sem áður var tap eða lítill sem enginn hagnaður væri kominn myndarlegur rekstrarafgangur og mikil fjárfestingageta. Því er haldið fram að kvótakerfið hafi búið þennan hagnað til úr engu. Réttara að líta svo að kvótakerfið hafið flutt auðlindarentuna til, frá offjárfestingu og óhagkvæmni dreifðrar en tiltölulega öflugrar byggðar með mörgum fyrirtækjum til fárra fyrirtækja og örfárra eigenda. Gagnrýni á kerfið beinist ekki að hagkvæmninni sem skömmtun veiðileyfa getur af sér heldur hvernig auðlindarentan af Íslandsmiðum var gefin fáum. Rentan færð heim Til að halda í kosti kerfisins en sníða af því gallanna mætti gera ráð fyrir sanngjörnu auðlindagjaldi sem rynni til sjávarbyggðanna sem byggðust upp af auðlindarentunni og eru háðastar henni. Í töflunni sem fylgir greininni er sýnt hvernig 30 milljarða króna auðlindagjald, sem fengist með skattheimtu eða uppboðum, myndi skiptast milli sveitarfélaga ef helmingur gjaldsins rynni til ríkis og helmingur til sveitarfélaga eftir því hvernig landað aflaverðmæti skiptist milli þeirra árin fyrir kvótakerfi, 1982 til 1984. Samkvæmt slíkri útdeilingu rynni stærsti hluti auðlindagjaldsins til Fjarðabyggðar, 1267 milljónir króna árlega þótt að í ár sé Reykjavík kvótaríkasta sveitarfélagið. Ef litið er til tekna á íbúa kæmi mest í hlut Súðvíkinga eða 687 þúsund krónur á mann. Þetta fyrirkomulag felur ekki í sér fullkomið réttlæti enda er það varla til. En þar sem auðlindagjaldið myndi skiptast eftir aflaverðmæti fyrir kvótakerfið á íbúafjöldann í dag er tilhneiging innan svona skiptingar að íbúar þeirra byggðarlaga sem hafa farið verst út úr kvótakerfinu fái hlutfallslega mest. Skattheimtan gæti þá nýst íbúunum til að umbreyta atvinnulífi sinna byggðarlaga til að mæta nýjum raunveruleika, sjávarbyggðinni eftir kvótakerfi.

Mest af auðlindarentunni til sjávarbyggðanna

Hlutur VeiðileyfasveitarHlutur Íbúar gjald á félags í ríkis í 2016 mann í kr. m. kr. m. kr. Súðavíkurhreppur 184 126.5 8 732.377 Skagaströnd 489 253.5 22 563.582 Tálknafjarðarhreppur 267 134.6 12 549.089 Seyðisfjarðarkaupstaður 658 320.8 30 532.630 Breiðdalshreppur 183 80.1 8 482.897 Bolungavíkurkaupstaður 904 333.5 41 414.062 1.663 605.0 75 408.895 Snæfellsbær Kaldrananeshreppur 103 36.3 5 397.588 Vesturbyggð 1.013 356.5 46 397.022 Ísafjarðarbær 3.623 1.179.3 163 370.606 Fjallabyggð Grundafjarðarbær Langanesbyggð Djúpavogshreppur Stykkishólmsbær Sandgerðisbær Vestmannaeyjabær Fjarðabyggð Ölfus Garður

2.025 650.4 899 262.6 505 146.1 456 130.8 1.113 319.0 1.577 443.5 4.282 1.197.6 4.693 1.267.6 1.956 502.5 1.425 354.9

91 366.282 41 337.175 23 334.399 21 331.881 50 331.706 71 326.318 193 324.791 212 315.220 88 302.033 64 294.140

Vopnafjarðarhreppur Grýtubakkahreppur Hornafjörður Grindavíkurbær Borgarfjarðarhreppur Dalvíkurbyggð Strandabyggð Norðurþing Akraneskaupstaður Vogar

650 357 2.171 3.126 124 1.840 467 2.825 6.908 1.148

29 261.186 16 259.405 98 255.715 141 249.515 6 243.003 83 235.220 21 226.020 127 207.523 312 114.281 52 108.579

140.5 76.5 457.2 639.0 24.5 349.8 84.5 458.8 477.8 72.9

Skagafjörður 3.902 204.4 176 97.499 Húnaþing vestra 1.160 53.8 52 91.512 Reykjanesbær 15.233 647.6 687 87.621 Akureyrarkaupstaður 18.294 692.8 825 82.981 8.206 289.8 370 80.421 Árborg 865 20.1 39 68.301 Blönduósbær Hafnarfjarðarkaupstaður 28.189 420.7 1.272 60.032 122.460 1.134.9 5.524 54.377 Reykjavíkurborg Kópavogsbær 34.140 51.2 1.540 46.608 557 0.3 25 45.627 Hörgársveit 200 55 218 979 3.637 678 138 1.035 74 3.443

0.0 9 45.109 0.0 2 45.109 0.0 10 45.109 0.0 44 45.109 0.0 164 45.109 0.0 31 45.109 0.0 6 45.109 0.0 47 45.109 0.0 3 45.109 0.0 155 45.109

619 Flóahreppur Garðabær 14.717 Grímsnes- og Grafningshreppur 465 Helgafellssveit 55 Hrunamannahreppur 807 Húnavatnshreppur 403 Hvalfjarðarsveit 622 Hveragerðisbær 2.463 Kjósarhreppur 217 Mosfellsbær 9.481

0.0 28 45.109 0.0 664 45.109 0.0 21 45.109 0.0 2 45.109 0.0 36 45.109 0.0 18 45.109 0.0 28 45.109 0.0 111 45.109 0.0 10 45.109 0.0 428 45.109

525 Mýrdalshreppur Rangárþing eystra 1.774 Rangárþing ytra 1.526 Reykhólahreppur 267 4.415 Seltjarnarnes 470 Skaftárhreppur Skagabyggð 109 Skeiða- og Gnúpverjahreppur 521 Skorradalshreppur 53 408 Skútustaðahreppur Svalbarðshreppur 99 Svalbarðsstrandarhreppur 438 Tjörneshreppur 60 Þingeyjarsveit 918

0.0 24 45.109 0.0 80 45.109 0.0 69 45.109 0.0 12 45.109 0.0 199 45.109 0.0 21 45.109 0.0 5 45.109 0.0 24 45.109 0.0 2 45.109 0.0 18 45.109 0.0 4 45.109 0.0 20 45.109 0.0 3 45.109 0.0 41 45.109

Akrahreppur Árneshreppur Ásahreppur Bláskógabyggð Borgarbyggð Dalabyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Eyjafjarðarsveit Fljótdalshreppur Fljótsdalshérað

Alls:

332.529 15.000 15.000 90.212*

*Meðaltal á íbúa

Taflan sýnir hvernig leigutekjur ríkis og sveitarfélaga myndu skiptast á milli sveitarfélagana ef helmingur af tekjunum af auðlindarentunni yrði settur í ríkissjóð en helmingnum skipt á milli sveitarfélaga í hlutfalli við landað aflaverðmæti árin áður en kvótakerfið umbreytti öllu. Gert er ráð fyrir að auðlindarentan til hins opinbera verði 30 milljarðar króna og skiptist jafnt á illi ríkis og sveitarfélaga. Þetta er há upphæð miðað við innheimtu veiðileyfagjalds í dag en lág upphæð í samanburði við tekjur Færeyinga af uppboði á kvóta í sumar.


ALLAR TÖSKUR! VILDARAFSLÁTTUR 30%

LÁTTU SJÁ ÞIG, EKKI MISSA AF ÞESSU! VÖRUÚRVAL MISMUNDANDI EFTIR VERSLUNUM

Austurstræti 18

Álfabakka 16, Mjódd

Hafnarfirði - Strandgötu 31

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Skólavörðustíg 11

Kringlunni norður

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Bárustíg 2

Laugavegi 77

Kringlunni suður

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Húsavík - Garðarsbraut 9

Hallarmúla 4

Smáralind

Akranesi - Dalbraut 1

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími vildarverðs er 12. ágúst, til og með 14. ágúst, eða meðan birgðir endast. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.


10 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016 Trumpfeðgar. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs hafa átt erfitt með að skýra heimsókn elsta sonar Trump til Louisiana á fyrsta degi hinnar eiginlegu kosningabaráttu. Þar sem Trump er öruggur um að vinna í Louisiana var heimsókninni líklega ætlað annað hlutverk en að tryggja atkvæði heimamanna. Myndir | Getty

Hundaflautur og hatur Kynþáttafordómar hafa leikið lykilhlutverk í bandarískum stjórnmálum síðustu áratugi. Magnús Sveinn Helgason ritstjorn@frettatiminn.is

Í forsetakosningunum árið 1980 var Mississippi-fylki það sem kallað er „a swing state“: Hvorugur stóru flokkanna gat reiknað með því að vera öruggur um að sigra þar. Repúblikanaflokkurinn hafði verið í sókn um nokkurt skeið í Mississippi, líkt og öðrum ríkjum Suðurríkjanna, en þrátt fyrir það áttu demókratar enn mikinn hljómgrunn meðal kjósenda, enda stóð flokkurinn sögulega traustum fótum í suðrinu. Í kosningunum 1976 hafði Jimmy Carter t.d. unnið Gerald Ford í Mississippi með 2 prósentustigum. Philadelphia 1980: Ronald Reagan Það var því í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að fyrsti kosningafundur Ronald Reagan að loknum landsfundi væri í Mississippi. Staðurinn sem Reagan valdi fyrir þennan fund, á uppskeruhátíð Neshoba sýslu, rétt utan við bæ að nafni Philadelphia, og efni ræðunnar sem hann flutti á fundinum, réttindi fylkjanna,

„states rights“, tryggði hins vegar að þessi kosningafundur rataði í sögubækurnar sem dæmi um eitt mikilvægasta stef bandarískra stjórnmála síðustu hálfa öld. Philadelphia 2016: Donald Trump Jr. Fyrsti kosningafundur frambjóðenda í upphafi hinnar eiginlegu kosningabaráttu, sem hefst eftir að báðir f lokkarnir hafa lokið landsfundum sínum, er oftast táknrænn: Hann setur tóninn fyrir kosningabaráttu haustsins og getur kallað fram mikilvægar sögulegar tengingar. Það vakti því athygli að eina uppákoma kosningateymis Donald Trump daginn eftir að Demókrataflokkurinn lauk landsfundi sínum í Philadelphiu í Pennsylvaníu var einmitt á uppskeruhátíð Neshoba sýslu í Mississippi. Trump hafði að vísu boðað að eftir landsfundinn myndi hann hefja stórsókn til að bæta ímynd sína meðal innflytjenda og kjósenda af suður-amerískum uppruna en aðeins einn fundur í þeirri fundaherferð hafði verið ákveðinn,

Við gerum betur í þjónustu með skjótum og sveigjanlegum vinnubrögðum. Ef tæki keypt hjá okkur bilar lánum við samskonar tæki á meðan viðgerð stendur.

MacBook Pro Retina 13" Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa

Frá 242.990 kr.

KRINGLUNNI ISTORE.IS

daginn eftir landsfund Demókrataflokksins og það vakti því athygli þegar honum var aflýst. Eina uppákoman sem framboðið stóð fyrir þennan dag var heimsókn elsta sonar Trump, Donald Trump Jr., til Mississippi. Á fundinum var Trump Jr. spurður út í Suðurríkjafánann og svaraði með því að segjast „trúa á mikilvægi hefða“. Mississippi er eina fylki Suðurríkjanna sem enn flaggar Suðurríkjafánanum opinberlega, en hann er hluti af fána fylkisins. Réttindi ríkjanna Fyrir utan að hafa haldið fundi á sömu héraðshátíðinni áttu Trump yngri og Reagan annað sameiginlegt: Þeir voru komnir til Mississippi til að slá á sömu, eða svipaða strengi, og tala við sömu kjósendurna. Eitt megininntak ræðu Reagan var mikilvægi réttinda fylkjanna gagnvart alríkinu. Þeir sem hlýddu á Reagan árið 1980 velktust ekki í nokkrum vafa um að með þessu var hann að gagnrýna afskipti alríkisins af „innanríkismálum“ Suðurríkjanna, t.d. framkvæmd kosninga. Á sjöunda áratugnum hafði alríkisstjórnin neytt fylkisstjóra og þing í Suðurríkjunum til að afnema aðskilnaðarstefnu þá sem hafði verið við lýði allt frá lokum borgarastríðsins á 19. öld. Stuðningsmenn aðskilnaðarstefnunnar, afturhaldssamir demókratar, svokallaðir „Dixiekratar“, höfðu barist hatrammlega gegn breytingunum á þeim forsendum að aðskilnaðarstefnan væri hluti af „menningu“ Suðurríkjanna, og pólitíkusar eða hæstaréttardómarar í Washington DC ættu ekkert með að skipta sér af málum sem best væru leyst heima í héraði. Staðarval fundarins var skuggalegra í ljósi þess að árið 1964 höfðu þrír baráttumenn fyrir réttindum blökkumanna verið myrtir af Klansmönnum skammt frá í einu þekktasta hermdarverki sjöunda áratugarins.

Höfundur sigurgöngu Repúblíkanaflokksins. „Suðurríkjastrategía“ Richard Nixon tryggði að repúblíkanar hafa átt öruggt vígi í suðurríkjum Bandaríkjanna síðan á áttunda áratugnum.

Umpólun Reagan vann öruggan sigur í Mississippi í kosningunum þá um haustið, og þó óvíst sé hvort kosningafundurinn á héraðshátíðinni í Neshoba County hafi ráðið úrslitum, er óumdeilt að Reagan gat þakkað sigurinn því að flokknum hafði tekist að sannfæra hvíta kjósendur í Suðurríkjunum og stóran hluta hvítrar verkalýðsstéttar í „ryðbelti“ Miðvesturríkjanna um að snúa baki við Demókrataflokknum. Hvít verkalýðsstétt sem starfaði við bandarískan bílaiðnað, sem tekið hafði að hnigna á áttunda áratugnum, þótti Demókrataflokkurinn hafa yfirgefið sig og fylktu sér undir fána Reagan. Frægasta dæmið er Macomb sýsla í Michigan: Hvítir verkamenn sem bjuggu í Macomb sýslu og unnu við bílaiðnað í Detroit höfðu verið öruggir kjósendur demókrata. Árið 1960 höfðu 2/3 þeirra kosið John F. Kennedy en árið 1980 kusu 2/3 þeirra Reagan. Síðan þá hafa repúblíkanar getað treyst á þessa kjósendahópa. Ómenntaðir hvítir karlar í verkalýðsstétt, íbúar hnignandi iðnað-

arborga í Norðurríkjunum og þó sérstaklega íhaldssamir hvítir kjósendur í Suðurríkjunum, hafa verið mikilvægustu stoðir flokksins. Reagan-demókratar og Trumpókratar Þeir eru líka uppistaðan í kjósendahópi Donald Trump. Hinn dæmigerði Trumpkjósandi var hvítur karl sem hefur ekki lokið háskólanámi, er með tekjur undir meðallagi og býr í sveitarfélagi sem hefur orðið fyrir efnahagslegum áföllum og þar sem fátækt er yfir meðallagi. Kannanir hafa ennfremur sýnt að frá fyrstu stundu voru kjósendur Trump í prófkjörum flokksins líklegri en kjósendur annarra frambjóðenda til að taka undir fullyrðingar sem einkenndust af fordómum í garð minnihlutahópa og innflytjenda. Það er ekki óvanalegt að kjósendur með kynþáttafordóma þjappi sér með afgerandi hætti að baki einum frambjóðenda flokksins en það hefur ekki gerst áður að sá frambjóðandi, sem rasískir kjósendur flokksins velji sem sinn mann, beri sigur úr býtum. Segja má að útnefning Trump


ÁRNASYNIR

O P N U N A R T I L B O Ð Á S N A P C H AT � UNDERARMOURISL

NÝ UNDER ARMOUR BÚÐ Á BÍÓGANGI KRINGLUNNAR O P N U N A R T I L B O Ð A L L A H E LG I N A


12 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016

sé lógísk niðurstaða þeirrar strategíu sem lá til grundvallar umpólunar þeirrar sem bar Reagan til valda. Suðurríkjastrategían og Dixiekratar Sigur Reagan byggðist ekki síst á „Suðurríkjastrateg íu“ R ichard Nixon. Nixon hafði dregið þann lærdóm af kosningunum 1964, þegar Barry Goldwater tapaði fyrir Lyndon B. Johnson, að Repúblikanaflokkurinn gæti unnið yfir svokallaða „Diexiekrata“, íhaldssama demókrata í Suðurríkjunum. Með því að höfða til reiði Suðurríkjademókrata og hræðslu vegna mannréttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna og stuðnings demókrata við hana, mætti gera Suðurríkin, sem til þessa höfðu nánast alltaf kosið demókrata, að öruggu vígi Repúblíkanaflokksins. Þessari umpólun var í raun lokið í kosningunum 1980, en síðan þá hafa repúblikanar verið nánast öruggir með að vinna 100 kjörmenn í forsetakosningum í Suðurríkjunum, sem er meira en þriðjungur þeirra 270 kjörmanna sem þarf til sigurs. Það voru vitaskuld margar ástæður fyrir þessari þróun. Hnattvæðing, kvenréttindabaráttan og mannréttindabarátta hinseginfólks grófu undan svokölluðum hefðbundnum fjölskyldugildum og heimsmynd eftirstríðsáranna en rannsóknir félagsfræðinga hafa þó sýnt að andstaða við réttindabaráttu blökkumanna og kynþáttafordómar voru afgerandi þáttur í breytingunum. Ekki bara í Suðurríkjunum, þar sem Diexiekratar grétu endalok aðskilnaðarstefnunnar: Mörgum hvítum iðnverkamönnum í ryðbeltinu gramdist líka að horfa upp á blökkumenn bæta samfélagslega stöðu sína og kjör á sama tíma og kjör

hvítra versnuðu og efnahagslegt óöryggi jókst. Sérstaklega að hið opinbera hefði veitt blökkumönnum fríðindi og forréttindi sem þeim stæðu ekki til boða. Í þeirra hugum var það alríkið, hið opinbera, sem hafði lagst á sveif með minnihlutahópum, blökkumönnum, til að grafa undan samfélagsgerð sem hafði reynst þeim vel. Reagan lofaði að hann myndi endurreisa þetta samfélag, endurheimta fortíðina. Hundaflautur Hjá stórum hópi hvítra kjósenda fléttaðist þannig saman andstaða við hið opinbera og kynþáttafordómar: Hið opinbera æki undir svart fólk sem lægi eins og mara á velferðarkerfinu. Þegar útgjöld voru skorin niður til velferðarmála var því auðvelt að segja þessum kjósendum að vandinn væri sá að latt fólk, sem hefði ekki tileinkað sér heilbrigð fjölskyldugildi og siðgæði, nennti ekki að vinna. Reagan talaði t.d. um nauðsyn þess að skera upp herör gegn „welfare queens“, ógiftum mæðrum í fátæktarhverfum stórborga, sem unguðu út lausaleikskrógum og lifðu svo í vellystingum á framfæri hins opinbera. Þó Reagan, og aðrir stjórnmálamenn sem töluðu um bótasvik, sóun í bótakerfinu og nauðsyn þess að taka það til róttækrar endurskoðunar, segðu sjaldnast hreint út að svart fólk væri vandamálið duldist engum að þetta lata vandræðafólk væri upp til hópa svart: Minnihlutahópar sem hrifsuðu til sín gæði sem heiðarlegt og harðduglegt hvítt fólk ætti með réttu skilið. Bótasvik og kynþáttafordómar Með því að matreiða hluti eins og endurskoðun bótakerfisins og gagn-

„Skattalækkanir“ hljóma betur en „surtur“ Lee Atwater, einn fremsti kosningaráðgjafi Repúblíkanaflokksins á níunda áratugnum og formaður landsnefndar flokksins 1989-1991, lýsti því hvernig þessi hundaflautupólítík virkaði í viðtali sem tekið var árið 1981: „Þú byrjaðir árið 1954 með því að segja „surtur, surtur, surtur.“ En 1968 var ekki lengur hægt að segja „surtur“ – það hefur öfug áhrif, þú færð það í bakið. Svo þú þarft að nota önnur orð og hugtök, eins og að tala um busing* og réttindi fylkjanna, og allt það, og þú verður æ meira abstrakt. Nú ertu farinn að tala um skattalækkanir og alla þá hluti sem eru spurningar um efnahagsstefnu, en hliðaráhrif þessara aðgerða eru að þær koma verr niður á blökkumönnum en hvítum. [...] „Við viljum skera niður hér“ er miklu meira abstrakt en að tala um busing og fjandanum meira abstrakt en að segja „surtur, surtur“.“

* Á sjöunda áratugnum var kynþáttaaðskilnaður í skólum afnuminn með því að keyra svarta nemendur í skólabílum úr hverfum blökkumanna í skóla í hvítum hverfum.

rýni á bótasvik með snjöllum hætti gátu frambjóðendur þannig talað til kynþáttafordóma kjósenda án þess að viðurkenna að þeir væru í raun að kynda undir rasisma. Það hefur líka margsinnis sýnt sig að ódulbúinn rasismi á ekki upp á pallborðið í bandarískum stjórnmálum. Rasískir frambjóðendur hafa náð árangri í fylkisþingum og í einstaka þingkosningum, enda tiltölulega auðvelt að finna kjördæmi þar sem hugmyndir manna um veröldina hafa lítið breyst síðan á fyrri hluta 20. aldar en tilraunir slíkra stjórnmálamanna til að ná frama á landsvísu hafa hins vegar sjaldnast gengið vel. Rasismi þarf að vera undir rós Bush eldra hefur verið hrósað fyrir afdráttarlausa afstöðu sína gegn David Duke (sjá rammagrein) en um leið er hans líka minnst fyrir eina íllræmdustu hundaflautuherferð bandarískrar stjórnmálasögu. Þessi herferð birtist skýrast í sjón-

iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili DJI á Íslandi

DJI vörurnar fást í iStore

David Duke, fyrrum Grand Wizard Ku Klux Klan bauð sig fram sem fylkisstjóra Louisiana árið 1991.

Stóru flokkarnir og KKK Inspire 1 v.2.0

Tilboð 309.990 kr.

Verð áður 379.990 kr.

Phantom 4

Tilboð 219.900 kr.

Verð áður 249.990 kr. + 1 aukarafhlaða

Frá 239.990 kr.

10.000 kr. afsláttur af iPad Mini 4 með keyptum Phantom drónum. Tilboðið gildir til 30. ágúst

+ 2 aukarafhlöður

Frá 259.990 kr.

KRINGLUNNI ISTORE.IS

Fram á miðja 20 öld var pólitískt heimili rasista í Suðurríkjunum Demókrataflokkurinn og margir liðsmenn Ku Klux Klan voru í framvarðasveit flokksins. Flestir höfðu hins vegar yfirgefið flokkinn á áttunda og níunda áratugnum. Gott dæmi er David Duke, formaður KKK, sem gerðist repúblikani árið 1988 og náði árið eftir kjöri sem fylkisþingmaður í Lousiana fyrir Repúblíkanaflokkinn. Duke ætlaði sér að nota þennan sigur sem stökkpall inn í landsmálin, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náði hann ekki lengra. Árin 1990, 1996 og 1999 bauð hann sig fram til Bandaríkjaþings, 1991 sem fylkisstjóra Lousiana og 1992 tók hann þátt í prófkjöri Repúblíkanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Duke tapaði í öllum þessum kosningum vegna þess að í huga almennings var hann ekki annað en fyrrverandi formaður KKK, talsmaður yfirburða hvíta kynstofnsins og nýnasisti. Önnur ástæða þess að Duke hefur aldrei náð lengra en á fylkisþing Lousiana er sá að flokkurinn beitti sér afdráttarlaust gegn honum. Bæði formaður landsstjórnar flokksins, Lee Atwater og forseti Bandaríkjanna, George H.W. Bush, tóku opinbera afstöðu gegn Duke og með mótframbjóðanda hans, demókratanum Bennett Johnston.

Karl Rove síns tíma. Lee Atwater var tvímæalaust áhrifamesti kosningastjóri níunda áratugarins. Áhrif hans á bandarísk stjórnmál hefðu vafalaust orðið enn meiri hefði hann ekki látist fyrir aldur fram, árið 1991, þá aðeins 40 ára gamall.

varpsauglýsingu sem sýnd var í aðdraganda kosninganna 1988, „Willie Horton auglýsingunni.“ Í henni var ýjað að því að mótframbjóðandi Bush, Michael Dukakis, bæri ábyrgð á hrottafengnum glæpum sem svartur maður að nafni William Horton hafði framið árið áður. Horton, sem hafði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Massachussetts árið 1974, hafði árið 1986 fengið helgarfrí til að heimsækja fjölskyldu sína, en skilaði sér ekki aftur og árið eftir var hann svo handtekinn fyrir hrottalega líkamsárás, rán og nauðgun. Bush hamraði á máli Horton í kosningaræðum sínum og því að Dukakis hafði stutt rétt fanga til að fá helgarfrí með fjölskyldum sínum meðan hann var fylkisstjóri Massachussetts. Lee Atwater, kosningastjóri Bush, lýsti því yfir að markmiðið væri að „sannfæra kjósendur um að Willie Horton væri varaforsetaefni Dukakis.“ Í september keyptu svo stuðningsmenn Bush sjónvarpsauglýsingu sem sýndi illilegar myndir af Horton. Rasískir undirtónar auglýsingarinnar fóru ekki framhjá neinum enda athygli beint að hörundslit Horton. Frá Bushfeðgum til Donald Trump Svipað dæmi kom upp í prófkjörsslag repúblikana árið 2000 þegar Bush yngri tryggði sér sigur eftir að hafa knésett John McCain í Suður Karólínu, þökk sé orðrómi sem stuðningsmenn hans dreifðu um að McCain ætti lausaleiksbarn með svartri konu. Í báðum tilfellum duldist engum að skilaboðin spiluðu á kynþáttafordóma né að þau kæmu frá frambjóðandanum sjálfum. Í báðum tilfellum héldu Bushfeðgar sig þó í hæfilegri fjarlægð frá ógeðfelldustu árásunum en reiddu sig sjálfir á hefðbundnar hundaflautur á borð við þær sem Atwater lýsti, eins og nauðsyn þess að skera upp herör gegn bótasvikum. Eitt af því merkilega við framboð Donald Trump er að hann hefur sleppt öllum hundaflautum eða því að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá hreinum kynþáttafordómum. Um leið og hann tilkynnti um þátttöku sína í prófkjöri flokksins síðasta sumar lýsti Trump því yfir að það yrði að byggja ókleifan múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó: „Þegar Mexíkó sendir okkur fólk eru þeir ekki að senda okkur sitt besta fólk. Þeir eru ekki að senda fólk eins og þig. Þeir eru að senda fólk sem ber með sér vandamál, og það kemur með þessi vandamál sín til okkar. Þeir koma með eiturlyf. Þeir koma með glæpi. Þeir eru nauðgarar.“ Prófkjör flokksins sýndu að það var eftirspurn eftir málflutningi af þessu tagi og Trump virðist trúa því að eftirspurnin sé nægilega mikil til að það dugi honum til að verða forseti Bandaríkjanna. David Duke hefur líka dregið þá ályktun að sín stund sé runnin upp og býður sig fram í prófkjöri flokksins í Lousiana, „til að standa vörð um réttindi Bandaríkjamanna af evrópskum uppruna.“

Eftir niðurlægjandi ósigur fyrir John McCain í prófkjöri Repúblíkanaflokksins í New Hampshire þar sem Bush fékk 30% atkvæða gegn 49% McCain réðst kosningamaskína Bush, sem stýrt var af Karl Rove, í ófrægingarherferð gegn McCain í Suður Karólínu, þar sem næsta prófkjör var haldið.

Endalok Suðurríkjastrategíunnar Uppskera Suðurríkjastrateg íunnar og hundaflautustjórnmála Repúblikanaflokksins hefur verið góð. Flokkurinn getur reitt sig á öruggt vígi í Suðurríkjunum og þakkað kosningasigra sína undanfarna áratugi stuðningi hvítra karlmanna en Ronald Reagan og Bush eldri unnu t.d. 63% hvítra karlmanna. En á meðan þessi stefna getur tryggt flokknum gott gengi meðal hvítra kjósenda þá hefur hún fælt frá minnihlutahópa, sem er vandamál þegar haft er í huga að hvítum kjósendum fjölgar mun hægar en fólki af minnihlutahópum. Þó 64% hvítra karlmanna hafi kosið Mitt Romney dugði það ekki lengur til að vinna kosningarnar 2012. Árið 1980 voru nærri 90% kjósenda hvítir en í kosningunum 2012 voru þeir rétt 72% og verða að líkum enn færri í kosningunum í haust. Hvítir karlmenn, sem voru 45% kjósenda 1980 eru ekki nema 35% þeirra í dag. Á sama tíma hefur hluti minnihlutahópa vaxið. Kjósendur af suður-amerískum uppruna voru ekki nema 2% af heildinni 1980 en eru nú 12% og vaxandi hundaflautuleikur flokksins gegn innflytjendum hefur fælt þessa kjósendur frá. Fram til ársins 2008 kusu sjaldnast færri en þriðjungur kjósenda af suður-amerískum uppruna repúblikana. Í kosningunum 2004 kusu 44% þeirra Bush. 2012 kusu hins vegar ekki nema 27% þeirra Romney og kannanir benda til þess að Trump njóti stuðnings 10-20% kjósenda af suður-amerískum uppruna. Kannanir hafa mælt Trump með 0% stuðning meðal blökkumanna. Þó Trump hafi unnið prófkjör Repúblíkanaflokksins með því að spila á örvæntingu og reiði fátækra hvítra kjósenda er því ólíklegt að það dugi honum til að vinna í kosningunum í nóvember. Það er minni eftirspurn eftir endurreisn fortíðar sem er einsleit og hvít í dag en árið 1980.


R A G A D SPARfyrIir heimilin í landinu

49”

55”

55”

UHD • 4K • 8 milljón pixlar • 1500 PQI • Nýtt Smart viðmót • Quad-Core örgjörfi 55” KU6475 kr. 229.900.SPARIDAGAVERÐ: 195.900,-

LED • 1920X1080 • 400 PQI • Nýtt Smart viðmót 49” K5505 kr. 139.900.SPARIDAGAVERÐ: 118.900,-

R1

M3

R7

UHD • Curved • 4K • 8 milljón pixlar • 1500 PQI • Nýtt Smart viðmót • Quad-Core örgjörfi 55” KU6655 kr. 249.900.SPARIDAGAVERÐ: 209.900,-

HW-J460

R6

Hljómtæki í góðu úrvali

Tilboð • Afslættir • Verðlækkun

Sjónvörp • Soundbar • Heimabíó • Heyrnartól • Tölvuskjáir • Prentarar • Þvottavélar • Uppþvottavélar • Þurrkarar • Kæli- og frystiskápar • Örbylgjuofnar • Ofnar og helluborð MS23-F301EAS

800w Örbylgjuofn: Keramik-emeleraður að innan

Kr. 23.900,- Nú kr. 19.900,MS28J5255UB

Samsung Ofn

Samsung Ofn

Spanhelluborð

Stærðí mm (b x h x d): 595 x 595 x 566

Stærð í mm (b x h x d): 595 x 595 x 550

Stærð í mm:575x505x56

Verð: 89.900,- kr Tilboðsverð: 59.900,-

Verð: 99.900,- kr Tilboðsverð: 49.900,-

Verð: 144.900,- kr Tilboðsverð: 99.900,-

NV75J3140BW

BF64CCBW

NZ633NCNBK

1000w Örbylgjuofn: Keramik-emeleraður að innan

Kr. 32.900,- Nú kr. 27.900,-

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900


14 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016

lóaboratoríum

lóa hjálmtýsdóttir

GASTROPUB

MIMOSA fylgir öllum aðalréttum í hádeginu á föstudögum.

HAPPY HOUR

15–18 ALLA DAGA Allir kokteilar, léttvín í glösum og bjór á krana á hálfvirði.

ALLIR KOKTEILAR á hálfvirði á föstudagskvöldum frá kl. 22–24.

C

PRINS Í EYÐIMÖRK STEIN­ STEYPUNNAR

it y, f jármálahver f ið í London, er ekki hlýlegt. Þröngar götur, köld steinsteypa, járn og gler og himinháir turnar gera það að verkum að stórir hlutar hverfisins eru heldur óvistlegir. Háhýsunum fjölgar og hraðinn á skrifstofufólkinu er mikill. Allir eru að flýta sér á eftir pundum og pensum. Í seinni heimsstyrjöld varð þetta fjármálahverfi fyrir miklum loftárásum en síðan hófst uppbygging á stórum svæðum í City. Milli allra bankanna er menningarmiðstöðin Barbican Centre sem seint verður talin falleg, enda er hún talin dæmi um svokallaðan brútalisma í byggingarlist. Framtíðarhyggja sjöunda áratugarins skín í gegn: Þessum húsum var ætlað að standa þarna um aldur og eilífð. Og þarna í miðri harðneskjunni spretta þessa dagana falleg íslensk blóm. Þau hefur myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson gróðursett í þessa harðneskju en sýning með verkum Ragnars var opnuð í Barbican um miðjan síðasta mánuð. Sýningin hefur vakið mikla athygli og hlotið mikið lof víða í erlendum fjölmiðlum. Neonverk Ragnars, Skandinavískur sársauki, tekur á móti gestinum þegar gengið er að þessari þungu og ljótu byggingu. Verkið er einfaldlega þessi tvö orð, Scandinavian Pain, í bleikum neonstöfum, pass-

SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is

ar einhvern veginn fullkomlega á þessum stað. Sársaukinn í heiminum er nefnilega yrkisefni sem fáir listamenn snúa betur á en einmitt Ragnar Kjartansson. Í fyrsta verkinu inni á sýningunni taka við ungir menn sem hangsa þar í anddyrinu í lufsulegum skyrtum vikum saman. Þeir liggja á dýnum eða sitja í sófum og syngja og leika á gítara allan daginn, inn og út. Það er dáleiðandi tónlist, innblásin af litlu atriði úr kvikmyndinni Morðsögu frá 1977 þar sem foreldrar Ragnars, Guðrún Ásmundsdóttir og Kjartan Ragnarsson, koma fram. Atriðið er sýnt á skjá en tilgangsleysið í tónlistargjörningi ungu mannanna er dásamlegt á meðan bjórflöskurnar hrúgast upp í kringum þá. Á sýningunni má líka sjá mörg eldri verka Ragnars. Þarna er til dæmis vídeóverkið The Visitors sem verður að teljast hans besta verk til þessa. Þessi marglaga tónlistargjörningur, sem tekinn var upp í yfirgefnu herrasetri, gengur í hringi á mörgum skjám. Verkið virkar eins og gamall vinur þegar maður hittir það á ný. Og einmitt þannig eru góð listaverk, á náðir þeirra má leita aftur og aftur. Maður getur varla beðið eftir endurfundum. Í öðru vídeóverki, Samviskubiti, frá góðærisárinu 2007, tókst Ragnari að umbreyta sjálfum Ladda í einhverja eftirminnilegustu fígúru ís-

lenskrar myndlistar á síðari árum. Þar ráfar þessi ástmögur þjóðarinnar um snævi þakta jörð með bónuspoka (það venjulegasta af öllu venjulegu) og skýtur úr haglabyssu út í alhvítt tómið, án sýnilegrar ástæðu. Í London virkar Laddi eins og sjálft breska konungsveldið, að liðast í sundur og bugast undan eigin þunga. Ragnar Kjartansson leikur sér að klisjum úr vestrænni menningu. Þá menningarheild höfum við viljað flokka niður í stigveldi og fjalla um á skipulegan hátt í endalausum fræðigreinum og bókum, en Ragnar dregur allt sundur og saman. Verkin eru full af leik en samt líka öfugsnúin hvað varðar virðingu listamannsins fyrir þessum efnivið sem aldirnar hafa skilið eftir sig. Það sem gerst hefur á undanförnum árum í ferli Ragnars Kjartanssonar má fyllilega líkja við ljóðræna umbreytingu. Ragnar hefur sprungið út. Hann er ekki lengur skrýtin púpa, heldur orðinn fallegt og furðulegt fiðrildi með loðna og litríka vængi. Himininn er hans, hvert hann flýgur veit enginn. Á tjörn milli þessara þungu húsa í Barbican Centre, þar sem Ragnar er í öndvegi fram í byrjun september, fljóta síðan tvær ungar kennslukonur á árabáti í nýjasta verki Ragnars. Þær eru í klæðnaði enskra kennslukvenna frá upphafsárum 20. aldar og varir þeirra mætast í eilífum kossi. Verkið er fallegt og áhrifaríkt á ljósmyndum enda konurnar tvær í hrópandi ósamræmi við umhverfi sitt, en verkið er betra á staðnum. Vatnaliljur fljóta á tjörninni, í bakgrunni er stúlknaskóli í einum af hörðu steinsteypuklumpunum á svæðinu og upp í hugann kemur samanburður við margt það besta sem myndlistarsagan hefur upp á að bjóða. Það er til marks um margslungin gæði sem leynast í hugarheimi og myndsýn Ragnars Kjartanssonar.

Guðni Tómasson

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.


Don't enlarge the this template. The size of this template can be reduced.

NISSAN PULSAR

ENNEMM / SÍA /

við uppgefnar N M 7 5 2 2 1 N*Miðað issan P uls a r 5 x 3 8 Mtölur a i a framleiðanda l l m n n n u u p a aum m eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.

EINN BEST ÚTBÚNI BÍLLINN Í SÍNUM FLOKKI

VISIA DÍSIL EYÐSLA 3,6 L/100 KM*

3.090.000 KR.

ACENTA DÍSIL EYÐSLA 3,6 L/100 KM*

3.390.000 KR.

STAÐALBÚNAÐUR Í NISSAN PULSAR ACENTA ER MEÐAL ANNARS:

LED dagljósabúnaður, NissanConnect upplýsingakerfi með 7" snertiskjá, íslenskt leiðsögukerfi og samþætting við snjallsíma fyrir Facebook og Google leit, Bluetooth handfrjáls síma- og hljómtækjabúnaður, leðurklætt stýri með aðgerðahnöppum, bakkmyndavél, aðalljós með birtuskynjun, upplýsingatölva með 5" litaskjá, sjálfvirkur regnskynjari á rúðuþurrkum, tvískipt sjálfvirk loftkæling, 16" álfelgur, lykillaust aðgengi og ræsing.

GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400

Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622

Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533

Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070

IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080

BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516

BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is


Birt með fyrirvara um prentvillur og verðbreytingar.

MacBook Verð frá 229.990.-

Þú gætir fengið fartölvuna þína endurgreidda Allir sem versla fartölvu hjá Epli fyrir 15. september 2016 eiga möguleika á að fá fartölvuna endurgreidda. **Vaxtalaus greiðsludreifing Epli býður handhöfum VISA og Mastercard greiðslukorta vaxtalaus kortalán í verslunum Epli í allt að 6 mánuðum. Við kaupverð leggst 3,5% lántökugjald og færslugjald, nú 405 kr., við hvern gjalddaga.

* Allir sem versla fartölvu hjá Epli frá 1. ágúst til 30. september 2016 fá 12.000.- krónur námsmannastyrk í formi úttektar hjá Epli.


Mabook Air Verð frá 169.990.-

Verslanir á Laugavegi 182 og í Smáralind · sími 512 1300 · epli.is

*Allir sem versla fartölvu hjá Epli fyrir 30. september 2016 fá 12.000.- krónur námsmannastyrk í formi úttektar hjá Epli.


18 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016

Ferðabransinn lokkar

Draugar, músík, Hrunið og krókaleiðir Reykjavíkur

Síðustu misseri hefur allskonar fólk sogast inn í ferðabransann og fólk á vappi um bæinn með túrhesta í eftirdragi verður æ algengari sjón. Fréttatíminn tók nokkur þeirra tali. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Valdi mér kolrangt fag „Það hefur verið svo mikill áhugi á íslenskri tónlist hjá útlendingum lengi að mér fannst nánast skrítið að þetta væri ekki til staðar,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarblaðamaður og stundakennari við HÍ, sem hefur frá því í vor stundað enn eitt starfið, sem tónlistarleiðsögumaður. „Konan mín er að vinna í ferðamannabransanum og hefur séð þetta túrhestaf lóð gerast hér í Reykjavík. Við fórum að velta því fyrir okkur hvernig væri hægt að verða sér út um einhverjar aukatekjur því mann vantar auðvitað alltaf pening. Ég lifi og hrærist í þessum tónlistarheimi, hér og úti, og hef atvinnu af því og þannig varð þessi hugmynd til, bara uppi í skýjunum. Þetta bara small, enda hljómar þetta svo vel, Reykjavík Music Walk.“ Músíkganga Arnars hefst á táknrænan hátt við Hörpuna og fer um höfnina, gamla Vesturbæinn, Grjótaþorpið og að Fríkirkjunni. „Þetta er klukkutíma ganga þar sem ég bendi á gömul æfingarhúsnæði og tónleikastaði og tengi inn í söguna um íslenska popp-og rokk tónlist. Ég tala til dæmis um Airwaves við Fríkirkjuna en Sigurrós hélt svakalegan konsert þar árið 2000. Maður hamrar auðvitað á því sem fólk vill heyra en það er um Björk og

Músíkgangan: Harpan, Búllan, Ránargata, Grjótaþorpið og Fríkirkjan: um 1 km.

Sigur Rós. Þetta eru það stór nöfn að ef þú getur nefnt þau og bent í leiðinni þá standa bara augu allra á stilkum.“ Arnar segir 99,9% kúnna sinna vera ferðamenn og langflesta koma frá Bandaríkjunum og Kanada. „Þetta eru túrhestar en líka eiginlega alltaf miklir tónlistaráhugamenn sem býr alltaf til mjög skemmtilega stemningu. Ég valdi mér auðvitað kolrangt fag upp á peninga að gera, háskólakennari og tónlistarblaðamaður. En þetta er skemmtileg og fín aukavinna sem tengist ástríðunni, allt sem ég geri tengist

„Mér finnst alveg skelfilegt hvernig er komið fram við litlu fröken Reykjavík.“ Mynd | Ómar Óskarsson

Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarblaðamaður og stundakennari við HÍ, sem hefur frá því í vor starfað sem tónlistarleiðsögumaður.

tónlist, hvort sem það er í skrifum eða kennslu og þetta er rökrétt framhald af því.

Fæstir trúa á drauga „Það fyrsta sem ég segi í göngunni er að ég hafi aldrei séð draug en að ég, og allir sem ég þekki, þekki einhvern sem hafi séð draug,“ segir sögukennarinn Óli Kári Ólason sem hefur frá árinu 2007 rekið Hauntedwalks.is. „Þetta er mjög þægilegt sumarstarf, að ganga um bæinn og tala um drauga, álfa, tröll og huldufólk. Ég legg mikla áherslu á staðinn þar sem Dillonshús stóð áður en það var flutt á Árbæjarsafnið, á bílastæðinu á horni Túngötu og Suðurgötu. Það voru rosalegir reimleikar í þessu

Draugagangan: Fischersund, Grjótaþorpið, Dillonshús, Hallgrímskirkja, Fógetagarðurinn, Alþingisgarðurinn, Ráðhúsið og Hólavallakirkjugarður: Um 1,2 km.

húsi og eru víst enn, eftir að það var flutt. En svo er Steinunn Sveinsdóttir aðalnúmerið í göngunni hjá mér. Hún bjó á Rauðasandi og var dæmd fyrir morð árið 1805. Hún var dysjuð á Skólavörðuholtinu en það hefur sést til hennar ansi víða um bæinn. Gangan endar svo í Hólavallakirkjugarði þar sem Steinunn var jörðuð.“ Óli segir mikinn minnihluta ferðamannanna trúa á drauga. „Langflestir eru bara að leita að sögulegum fróðleik. Það hefur reyndar einstaka sinnum komið fólk sem sér drauga og þá breytist gangan dálítið mikið, það breytir aðeins stemningunni í hópnum. Það furðulegasta sem ég hef samt lent í er þegar það mætti bara einn maður í göngu og sá maður var mjög sérstakur. Hann vildi standa svo nálægt mér að það var eiginlega eins og hann væri að reyna að sleikja á mér nefið. Hann virti engin persónuleg mörk og kunni greinilega ekkert inn á reglur um persónulegt rými. Það fer auðvitað eftir menningarsamfélögum en vanalega ferðu ekki mikið nær en einn metra að fólki. Þessi maður var allan tímann svona 10 cm frá andlitinu á mér. Mig langaði ekkert til að standa svona nálægt honum, né nokkrum manni ef út í það er farið. Þetta er sennilega erfiðasta ganga

Sögukennarainn Óli Kári hefur sagt ferðamönnum draugasögur í níu ár. Mynd | Rut

sem ég hef gengið. Ég var allan tímann að reyna að finna hluti sem gætu komið upp á milli okkar, eins og brunahana, ljósastaura eða ruslafötur. Þessir tveir tímar liðu mjög hægt.“

Kettirnir þekkja bestu staðina Leiðin er aldrei eins

„Ég hafði unnið í 17 ár sem útgáfuritstjóri hjá Læknablaðinu sem var ljómandi starf. En svo var að því komið að annað hvort héldi ég bankabókinni í lagi eða geðheilsunni,“ segir Birna Þórðardóttir sem valdi geðheilsuna og hefur síðan unnið við að skipuleggja gönguleiðir um miðborgina. „Ég hef aldrei verið mjög vinsæl á vinnumarkaði svo ég vissi að ég þyrfti að búa eitthvað til sjálf. Ég fór að hugsa og datt í hug að þeir staðir sem standa upp úr hjá mér eru þeir sem ég hef fengið tækifæri til að kynnast í gegnum heimafólk, eins og Belfast, París og Rómarborg. Staðir eiga sér sögu en það er þegar tilfinningarnar mæta sögunni sem hún verður áhugaverð. Ég hef alltaf sagt að miðborg verður ekki til í tómarúmi. Miðborg er saga, menning og mannlíf.“ Birna fer ekki eftir neinu plani í sínum ferðum og engin ferð er eins. Fjöldi gesta í göngunni er heldur aldrei eins og hefur verið frá einum og yfir í hundrað manns. „Mér finnst alltaf skemmtilegra að ganga krókaleiðir heldur en að fara hina beinu braut, og mér finnst gaman að fara í húsasund og kíkja í bakgarða og á eitthvað sem blasir kannski ekki daglega við og jafnvel kemur á óvart þeim sem hafa búið hér alla sína ævi. Ég nýti mér ákveðin grunnatriði en svo reyni ég að laga mig að áhugasviðum gestanna, það er svo miklu skemmtilegra en að tuða alltaf um sömu hlutina. Ég notfæri mér það að hafa gott samband við fólk sem starfar í miðbænum, hvort sem það er í hönnun, matargerð eða tónlist. Ég hef nú löngum sagt að ég feti í fótspor miðborgarkattanna því

?

kettirnir þekkja alltaf bestu staðina, þeir fara þangað sem rjóminn er þykkastur. En það er því miður verið að henda svo miklu í burtu vegna græðgisvæðingarinnar innan ferðaþjónustunnar, sem sér því miður ekki fyrir endann á. Mér finnst alveg skelfilegt hvernig er komið fram við litlu fröken Reykjavík.“ Einn af þeim stöðum sem Birna heimsækir í flestum sínum ferðum er gamla hegningarhúsið við Skólavörðustíg. „Nían er mjög merkilegt hús. Fyrir utan Stjórnarráðið, sem var byggt sem fangelsi, þá þetta eina fangelsið á Íslandi sem var byggt sem fangelsi, og það skapaði ægilegt vesen því það var byggt svo langt út úr bænum. Það var varla hægt að leggja það á heiðvirða lögreglumenn að leggja á sig þessa löngu leið með „delinquenta“ þarna upp eftir. Svo var hæstiréttur þarna og þingsalur og böll á loftinu,“ segir Birna sem hefur sína skoðun á framtíð Níunnar. „Ég vildi helst hafa þetta hús til umráða sjálf og bjóða þar upp á vatn og brauð, nú eða kampavín og kavíar fyrir þá sem vilja, á öðrum prís. Það þyrfti heldur ekki að vera svo dýrt að fá eitt stykki svipuhögg með kampavínsglasinu.“


Rekstraraðilar óskast fyrir Sælkerahöll í Holtagörðum Spennandi tækifæri í líflegu umhverfi Vægi ferðaþjónustu hefur aukist í Holtagörðum sem gegna nú hlutverki nýrrar samgöngumiðstöðvar með um 600 þúsund heimsóknum ferðamanna á hverju ári. Reitir vinna að endurskipulagningu Holtagarða og fyrirhuga að setja upp veitinga- og matarmarkað í bland við þann rekstur og þjónustu sem fyrir er.

Einnig er leitað að rekstraraðilum með sérvöru, ferðaþjónustu eða afþreyingu. Umsóknarfrestur er til 1. september 2016. Frekari upplýsingar á www.reitir.is/saelkeraholl.

Kringlan 4–12

103 Reykjavík

www.reitir.is

575 9000

• jl.is • JÓNSSON & LE’MACKS

Sælkerahöllin verður í anda Torvehallerne og Borough Market þar sem matur, menning og umhverfi tvinnast saman í skemmtilegri upplifun fyrir gesti og gangandi. Sælkerahöllinni er ætlað að höfða bæði til ferðamanna og heimamanna þar sem áhersla verður lögð á ferska, íslenska matargerð, hráefni beint frá býli og sjávarfang ýmist til að njóta á staðnum eða hafa með heim.

SÍA

Auglýst er eftir rekstraraðilum til þátttöku í uppbyggingu og rekstri á nýjum veitinga- og matarmarkaði. Markaðurinn verður með básafyrirkomulagi þar sem 12 m² og stærri rými eru í boði, með eða án bakrýma.


20 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016

Hafnarstrætið er Wall Street Íslands „Það eru tveir hlutir sem allir vita um Ísland. Það muna allir eftir Eyjafjallajökli og það muna allir eftir fjármálaundrinu,“ segir sagnfræðingurinn Magnús Sveinn Helgason sem bjó til göngu í kringum Hrunið sem hann kallar Walk the Crash. „Ég fékk hugmyndina fyrir nokkru og ákvað að fara bera hana undir City Walk sem leist strax vel á. Við höfum tekið eftir því að það er allt öðruvísi kúnnahópur í þessari göngu en í City Walk túrn-

Leiðin: Austurvöllur, Arnarhóll, Tollhúsið, Hafnarstrætið, Grjótaþorpið, Suðurgatan, Tjarnargatan og Alþingishúsið.

$

$ $ $

$ $

$ $

um sem er almennur kynningartúr þar sem er fjölbreyttur hópur fólks með allskonar bakgrunn og stjórnmálaskoðanir. Í mínum túr eru fyrst og fremst menntaðir Bandaríkjamenn og Bretar, mikið af háskólafólki og úr fólki úr fjármálageiranum.“ Íslenska fjármálaumhverfið, Hrunið og eftirleikur þess er ekki beint viðfangsefni sem einfalt er að miðla í tveggja tíma göngu en Magnús hefur nokkra reynslu af því eftir að hafa skrifað blaðagreinar á ensku um efnið, gert útvarpsþætti og kennt fjármálasögu á Bifröst. Hann segir áskorunina felast í því að miðla efninu á sem einfaldastan og aðgengilegastan máta. „Ég kann söguna afturábak og áfram en þetta er flókið og vandmeðfarið efni. Menn vita að hér varð Hrun og að bankamennirnir voru settir í fangelsi, en ekki mikið meira en það. Ég reyni að útskýra þetta eins og ég útskýri fyrir nemendum sem vita ekkert fyrir. Ég leitast við að útskýra hvað gerðist á Íslandi 2008, af hverju það gerðist og hvað hefur gerst síðan. Á sama tíma reyni ég að kynna menninguna, land og þjóð því það er eitthvað sem

alla útlendinga þyrstir í að kynnast.“ Í göngunni fer Magnús á nokkra lykilstaði úr fjármálasögunni, eins og til dæmis um Hafnarstrætið. „Þar erum við með Landsbankann, Búnaðarbankann, fjárfestingafélagið og Eimskipafélagið, svo það má eiginlega segja að það sé hið sögulega Wall Street Íslands. Á þriðja áratugnum var til að mynda gerð fyrsta tilraunin til að stofna kauphöll á Íslandi í Eimskipafélagshúsinu.“ „Þetta starf er lítil aukabúgrein, ekki nema nokkrir klukkutímar á viku, og því bara mjög skemmtileg tilbreyting. Ég hitti fólk sem hefur brennandi áhuga á því sem ég er að segja svo þetta er mjög gefandi, rétt eins og það er gefandi að koma stórum og flóknum viðfangsefnum til nemenda á skiljanlegan máta, án þess að þeir sóni út eða sofni. Það sónar engin út eða sofnar í þessari göngu. Enda er þetta mjög spennandi og áhugaverð saga.“ Magnús Sveinn Helgason sagnfræðingur gengur um miðbæinn og segir frá Hruninu. Í gamla Búnaðarbankanum, þar sem nú er ferðamannaverslun, talar Magnús um einkavæðingu bankanna.

ERTU Á LEIÐ TIL ÚTLANDA?

OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ KAUPAUKI

Með öllum margskiptum glerjum** fylgir annað par FRÍTT með í sama styrkleika. Tilvalið sem sólgleraugu eða varagleraugu.

** Lindberg umgjörð m/ Hoya Progressive glerjum, 1.6 Index. ** Margskipt gler á við Varilux, Multifocal, Progressive og tvískipt gler.

ÁBYRGÐAR- OG ÞJÓNUSTUAÐILAR:

Optical Studio Smáralind Optical Studio Keflavík

Módel: Hrönn Johannsen Gleraugu: Lindberg


Ástir, harmur og hugrekki kvenna á stríðstímum Ö r l AG A S AG A S E m h E f u r l AG t h E i m i n n A ð f ó t u m S é r 1,5 m i l lJó n E i n t Ök S E l d

1. s æ t i m e t s öl u l i s t a Wa l l S t r e e t J o u r n a l Ein a f bók um á r sins á A m a zon Besta sögulega sk á ldsaga á r sins á Goodr e a ds Þ ý dd á meir a en 30 t u ngu m á l

A m a z on.c om

G o odr e a ds.c om w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39


NÝ UPPSKERA AF ÍSLENSKU GRÆNMETI

Spergilkál

Grænkál

Sellerí

Hvítkál

Kínakál

Hnúðkál

VEGAN

Pots & Co

Coconut Bliss

Sælkera eftirréttir í fallegum keramik formum.

Mjólkurlaus, glúteinlaus og án Soya.

Lizi´s granola

Belgian Chocolate, Low Sugar, Mango Macadamia, Original og Treacle and Pecan

Gildir til 14. ágúst á meðan birgðir endast.

TILBOÐ

20% afsláttur á kassa

NOW vítamín

Öll NOW vítamín á 20% afslætti.

Himneskt olíur

Jómfrúar ólífuolía og kókosolía.

ÞESSAR VERÐUR ÞÚ AÐ SMAKKA!


TILBOÐ

20% afsláttur á kassa

KJÚKLINGALUNDIR

2.319kr/kg

Að hætti Eyþórs matgæðingur Hagkaups og sjónvarpskokkur

verð áður 2.899

HÆGELDAÐAR KJÚKLINGALUNDIR MEÐ STEIKTUM HRÍSGRJÓNUM OG HVÍTLAUKS-CHILIDRESSINGU 800 gr kjúklingalundir Sjávarsalt

Hvítlauks-chilidressing 400 ml ab mjólk 1 stk rauður chili 2 hvítlauksgeiri 70 gr tómatpurré 2 msk sojasósa 1 msk fiskisósa

Setjið allt hráefnið í blender og vinnið saman þar til allt er maukað saman. Hellið helmingnum af dressingunni yfir kjúklingalundirnar og látið liggja á þeim í 6-12 tíma. Takið hinn helminginn af dressingunni og smakkið til með salti ef þurfa þykir og berið fram með kjúklingnum. Takið lundirnar upp úr dressingunni og setjið í eldfast form og inn í 150°C heitan ofninn í 35 mín. Takið út úr ofninum og saltið eftir smekk.

Steikt hrísgrjón

1 msk sesamolía 2 msk fiskisósa 3 msk sojasósa Olía til steikingar Sjávarsalt 1 stk lime

2 hvítlauksrif (fínt skorin) 1 stk rauður chili (fínt skorið) 1 msk engifer (fínt skorið) ½ box sykurbaunir (fínt skornar) 75 gr radísur (fínt skornar) 100 gr smjör 400 gr soðin hrísgrjón ½ bréf kóriander 2 msk salthnetur

Hitið pönnu með olíu og setjið hvítlaukinn, chiliið og engiferið á pönnuna og steikið við vægan hita.

Bætið sykurbaununum og radísunum út á ásamt hrísgrjónunum og smjörinu. Hellið næst fiskisósunni, sesamolíunni og sojasósunni út á pönnuna og bætið í lokin salthnetunum og kóriandernum út í. Smakkið til með saltinu og limesafanum.

TILBOÐ

TILBOÐ

TILBOÐ

30%

20%

LAMBAFILE

KJÚKLINGALEGGIR

HEIÐARLAMB

verð áður 4.399

verð áður 999

verð áður 1.898

10%

afsláttur á kassa

afsláttur á kassa

3.959 kr/kg

699 kr/kg

TILBOÐ

afsláttur á kassa

1.518 kr/kg

TILBOÐ

15%

25%

afsláttur á kassa

afsláttur á kassa

GRILLLÆRI HAGKAUPS PIPARLEGIÐ

GRÍSAHNAKKASNEIÐAR kr/kg 1.875 499

1.954 kr/kg verð áður 2.299

verð áður 2.

KJÚKLINGAVÆNGIR V-laga, tilbúnir á grillið eða í ofninn

TILBOÐ

30% afsláttur á kassa

Fulleldaðir, þarf aðeins að hita, 4 tegundir af sósum

∙Kaldi BBQ ∙Kaldi rótarbjórs BBQ

∙Sweet Baby Ray´s BBQ HO T ∙Sweet Baby Ray´s Buffaló


24 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016

Myndir | Rut

Arnhildur, Þuríður, Sunna Rannveig og Fanney, eru meðal sterkustu kvenna á Íslandi.

Konur á Íslandi þurfa ekki leyfi til að vera sterkar Þær Sunna, Arnhildur, Fanney og Þuríður eiga það allar sameiginlegt að vera ungar og sterkar. Þær eru sammála um að hér á landi sé konum velkomið að vera jafn sterkar og þær vilja og ekki sé litið niður á slíkt eins og erlendis þar sem konur eiga frekar að vera léttar og grannar. Það sé einfaldlega niðurbrjótandi að æfa íþróttir þegar markmiðið er að skera niður frekar en að byggja sig upp. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is

Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is

E T S E L E S UMGJÖRÐ Á:

1 kr. við kaup á glerjum

KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI

„Ég byrjaði að lyfta í kjölfarið á því að mamma byrjaði í kraftlyftingum fyrir sex árum. Hún er formaður Kraftlyftingasambands Íslands í dag. Þó það séu bara sex ár síðan voru konur í kraftlyftingum miklu meira tabú þá, það mátti enginn sjá hana keppa og svona. Þegar mamma byrjaði í þessu fór hún út fyrir þægindarammann með því að keppa í keppnisgallanum sem er svolítið eins og sundbolur. Í dag myndi ég segja að allir vilji vera í þeim galla,“ segir Arnhildur. Fanney: Við Arnhildur erum búnar að vera bestu vinkonur síðan við vorum tveggja ára og það er hundrað prósent mömmu hennar að þakka að við byrjuðum í þessu. Við vorum báðar í fimleikum en ég fór sjálf illa í bakinu og byrjaði því á endanum bekkpressu. Dóttirin byrjuð að æfa Sunna er atvinnumaður í MMA bardagaíþróttinni og hóf ferilinn fyrir aðeins þremur árum í Mjölni. „Maður var alltaf í íþróttum sem barn en þegar ég byrjaði í Mjölni varð ég strax „húkt“. Ég var samt alltaf í frekar hörðum íþróttum eins og fótbolta og íshokkíi.“ „Já, það var sama hjá mér,“ segir Þuríður. „Ég var lengi í fimleikum og síðan bara alls konar. Það er kannski ekkert skrítið því í CrossFit eru íþróttirnar svo blandaðar. Maður þarf að geta synt, hlaupið, lyft og veit aldrei fyrirfram í hverju verður keppt á CrossFit móti. Þetta snýst um að vera góður í öllu en ekki eitthvað geggjað góður í einu.“

„Það er svo miklu skemmtilegra að æfa eitthvað til að verða betri, byggja sig upp og lyfta þyngra en að æfa til að verða grennri og léttari.“ Þuríður Erla

Eru íslenskar konur óvenju sterkar? „Maður æfir náttúrulega stíft, eins og fyrir CrossFit leikana. Ég er búin að æfa í fimm til sex tíma á dag síðan í febrúar.“ Fanney: „Ja, ég æfi fjórum sinnum í viku.“ Sunna: „Mér sýnist konur bara vera svaka sterkar á Íslandi og það er mikill áhugi fyrir til dæmis bardagalistum hér á landi. Mjölnir er með prógram fyrir börn alveg niður í fimm ára. Dóttir mín er byrjuð að æfa á fullu, gerði það strax og hún mátti, en hún er tólf ára.“ Hvers vegna eru þær svona sterkar? Sunna: Við höfum frelsi til að vera sterkar. „Já. Í útlöndum er litið niður á konur sem eru sterkar – að ég sé sterk – en það er hreinlega ekki neitt svoleiðis í gangi hér,“ segir Þuríður. „Ég held það sé því við eigum sterkar fyrirmyndir. Sterkar konur drífa sterkar stelpur áfram. Það var til dæmis alveg magnað að sjá Fanneyju vinna á heimsmeistaramótinu tvisvar í bekkpressu. Svo merkilegt hvað þetta er eitthvað nálægt manni,“ segir Arnhildur.

Þuríður: Ég held að flest allir CrossFittarar geti verið sammála mér um að Katrín Tanja og Annie Mist séu fyrirmyndir í þeim geira. Við erum að tala um að tvær íslenskar konur hafi sigrað á heimsmeistaraleikunum í Cross Fit, fjórum sinnum af níu skiptum. Fanney: Borghildur Erlingsdóttir, mamma Arnhildar er mín fyrirmynd. Hún kom mér náttúrulega í þetta. Ég keppti við hana einu sinni og hún vann mig. Sunna: Gunnar Nelson er og hefur alltaf verið mín fyrirmynd. Hann er svo rólegur og með góða nærveru. Það er bara þannig. Konur þurfa ekki alltaf að eiga kvenkynsfyrirmyndir. Það sama á við um karla. Oft betra að vera þungur en léttur „Það má líka bæta því við, með að vera sterk kona, að það er svo miklu skemmtilegra að æfa eitthvað til að verða betri, byggja sig upp og lyfta þyngra. Það er allt annað en að æfa eitthvað til að verða grennri og léttari. Það er bara niðurbrjótandi og í þversögn við að æfa eitthvað þar sem maður vill byggja eitthvað upp,“ segir Þuríður. „Já, einmitt. Eins og fyrir okkur í lyftingum. Það er bara venjulegt að vera spurður: Hvað ertu þung í dag? Það eru ekki allir sem fíla það,“ segir Fanney og hlær. „Sama hér,“ segir Þuríður. „Stundum hringjumst við Arnhildur á og önnur spyr: Hvað ertu þung? Já, ókei! „You are getting there!“ Rétt fyrir mót get ég orðið stressuð og þá verður mér óglatt


1 Veldu svæði

Kaupauki

Merktir límmiðar

2 Veldu skóla

Kaupauki

Fatamerkipenni

3 Veldu bekk

Frí

heimsending

Senda heim

Samdægurs afhending*

-30

-30

-25

-33

Explore skólataska

Explore skólataska

14.990 kr. 10.490 kr.

Tulipop Maddy pennaveski

1.990 kr. 1.490 kr.

Walker pennaveski

-20

-18

-31

-29

Dönsk/íslensk íslensk/dönsk

Sebra Village vatnsbrúsi

Casio vasareiknir

Tulipop nestisbox 3 stk

14.990 kr. 10.490 kr.

4.990 kr. 3.990 kr.

2.750 kr. 2.250 kr.

2.890 kr. 1.990 kr.

2.990 kr. 1.990 kr.

2.390 kr. 1.690 kr.

Stærsta íslenska vefverslunin Frí heimsending ef verslað er fyrir 4.000 eða meira *Afhendum samdægurs á höfuðborgarsvæðinu! Gildir út 14. ágúst 2016

www.heimkaup.is | Smáratorgi 3 | 201 Kóp. | S: 550-2700


26 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016

Lyftir nærri tvöfaldri líkams­ þyngd sinni eins og ekkert sé Þuríður Erla Helgadóttir er 25 ára gömul CrossFit stjarna og Norðurlandameistari í -58 kg. flokki kvenna í ólympískum lyftingum. Hún hefur verið að keppa á heimsmeistaramótum CrossFit frá árinu 2011, og var ein af aðeins fimm keppendum af Evrópuog Afríkusvæði sem komust á heimsleikanana í CrossFit árin 2012, 2015 og 2016.

og er með minni matarlyst en þarf samt á sama tíma að vera að vigta sig. Þegar maður fer á vigtina fyrir mót og er of léttur þá er það alveg mega svekkelsi. „Oh, damn!“,“ segir Fanney. Þuríður: „Oft þarf maður nefnilega að þyngja sig til að verða sterkari. Maturinn skiptir líka miklu máli. Að borða rétt. Þetta er eitthvað sem hefur alveg verið minn

Heimsmeistari þrjú ár í röð Fanney Hauksdóttir er tuttugu og þriggja ára kraftlyftingakona úr Gróttu sem var heimsmeistari unglinga í bekkpressu árin 2014 og 2015. Þá varð hún Evrópumeistari í bekkpressu á síðasta ári í 63 kg flokki fullorðinna og nýverið tók hún þátt á heimsmeistaramóti fullorðinna í Suður-Afríku þar sem hún varð heimsmeistari í klassískri bekkpressu. Þess má geta að Fanney og Arnhildur hafa verið vinkonur frá tveggja ára aldri. helsti vandi: að vera oft á tíðum of létt! Finnst ykkur nóg fjallað um sterkar konur í þeirra íþróttum? Arnhildur: Það hefur aukist undanfarið, en það mætti alveg vera meira. Fanney: Já, ég myndi jafnvel segja að það sé meira fjallað um konur í kraftlyftingum en karla.

Sterkar konur drífa sterkar stelpur áfram Arnhildur Anna Árnadóttir úr Gróttu á Íslandsmet í hnébeygju í opnum flokki, þar sem hún lyfti 200 kg, og í réttstöðulyftu með 195 kg. Á Evrópumóti unglinga í Ungverjalandi í fyrra hlaut hún þrenn bronsverðlaun fyrir árangur sinn í hnébeygju, réttstöðulyftu og bekkpressu. Hún keppti á árinu í fyrsta sinn í kraftlyftingum án útbúnaðar, og varð bikarmeistari kvenna.

„Þegar maður fer á vigtina fyrir mót og er of léttur þá er það alveg mega svekkelsi. „Oh, damn!“ Fanney

Best í hörðum íþróttum Sunna Rannveig Davíðsdóttir er fyrsta íslenska konan til þess að fá atvinnumannasamning í MMA-íþróttinni. Samningurinn er til þriggja ára við Invicta Fighting Championship. Sunna er 31 árs og hefur náð þessum árangri á aðeins þremur árum í íþróttinni. Hún er þrefaldur Íslandsmeistari í brasilísku jiu-jitsu og varð Evrópumeistari áhugamanna í MMA á síðasta ári. Hún á 12 ára dóttur sem þegar er byrjuð að feta í fótspor mömmu sinnar í Mjölni. „Já, líka í CrossFit. Við erum með svo mikið af góðum konum í þessari íþrótt. Erum til dæmis með tvær konur sem hafa verið heimsmeistarar,“ segir Þuríður. „Það er mikill áhugi á kvennabardögum í MMA og margir segja jafnvel að kvennabardagarnir séu skemmtilegri að horfa á, konurnar eru sneggri og oft grimmari,“ segir Sunna og hlær.

SUMARTILBOÐ Á GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM

34 mm bjálki / Tvöföld nótun

TILBOÐ - GARÐHÚS 4,4m² kr. 169.900,- án fylgihluta

www.volundarhus.is

kr. 199.900,- m/fylgihlutum

VH/16- 03

50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustustöðvar Flytjanda. 34 mm bjálki / Tvöföld nótun

TILBOÐ - GARÐHÚS 4,7m² m/opnanlegum glugga

GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður 70 mm bjálki / Tvöföld nótun

VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m² með 9 m² yfirbyggðri verönd kr. 1.699.900,- án fylgihluta. kr. 1.999.900,- með fylgihlutum og byggingarnefndar teiknisetti.

Vel valið fyrir húsið þitt volundarhus.is · Sími 864-2400

Grunnmynd og nánari upplýsingar á heimasíðu volundarhus.is

kr. 189.900,- án fylgihluta kr. 219.900,- m/fylgihlutum

Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði

á heimasíðunni volundarhus.is

ATH! 34 mm bjálki / Tvöföld nótun

TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m² kr. 299.900,- án fylgihluta kr. 359.900,- m/fylgihlutum


E T S SELEJÖRÐ Á:

til ir st ild gú G .á 22

www.prooptik.is

UMG

. r k 1 jum við kaup á gler

Fullt verð: 14.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:

Fullt verð: 14.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:

Fullt verð: 21.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:

1kr. við kaup á glerjum.

1kr. við kaup á glerjum.

1kr. við kaup á glerjum.

Fullt verð: 14.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:

Fullt verð: 19.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:

Fullt verð: 21.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:

1kr. við kaup á glerjum.

1kr. við kaup á glerjum.

1kr. við kaup á glerjum.

KRINGLUNNI 2. HÆÐ

SÍMI 5 700 900

HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI


28 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016

Úr víðáttu jöklanna í grámyglu blokkar P Greinin var skrifuð eftir heimsókn til Grænlands. Nánar er fjallað um Grænland í tilefni af Alþjóðlegum degi frumbyggja 9. ágúst í Norrænu fréttabréfi UNRIC, www.unric.org/is/frettabref.

„Blokk P“ 1% íbúa Grænlands en hún var stærsta íbúðarhús danska ríkisins þegar hún var reist 1965-1966. Sáttanefndin Hugmyndin um sáttanefndina var kynnt í kosningabaráttunni á Grænlandi árið 2014. Aleqa Hammond, þá verðandi og nú fyrrverandi forsætisráðherra sagði þá: „Sættir og fyrirgefning eru nauðsyn til þess að segja skilið við nýlendustefnuna í landi okkar.“ Viðbrögð danskra stjórnvalda voru ótvíræð: „Við höfum enga þörf fyrir sættir,“ sagði þáverandi forsætisráðherra Dana, Helle Thorning-Schmidt. Umræðan í Danmörku snérist fyrst og fremst um hvort fjalla bæri um stjórn Dana í Grænlandi á sama hátt og stjórn hvítra manna í Suður-Afríku, en þar var skipuð svokölluð sannleiksnefnd þegar apartheid-stefnan leið undir lok. Ekki leit að sökudólgum Meðlimir sáttanefndarinnar vísa því hins vegar á bug að hún sé sambærileg við suður-afrísku nefndina.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Árni Snævarr upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna

Aðeins tveggja tíma sigling er frá Nuuk, höfuðstað Grænlands í samnefndum firði, til eyjarinnar Qoornoq. Á fallegum vordegi stinga litskrúðug húsin í stúf við gróðurlaust landslagið og snæviþakin fjöll í fjarska, en engan mann er að sjá á ferli. Það er engin furða því fyrir löngu ákváðu yfirvöld að íbúarnir skyldu hafa sig á brott, flestir til Nuuk. Þegar við siglum inn í innsiglinguna til Nuuk gnæfa yfir okkur íbúðablokkir, eins og lóðréttir hamrar. „Þangað fluttust margir íbúanna,“ segir Pétur kapteinn mér. Eitt af þeim málefnum sem sáttanefnd, sem grænlenska landsstjórnin skipaði árið 2014, brýtur til mergjar, er sú stefna að leggja niður fámennar og afskekktar byggðir á þeim forsendum að þær væru „óhagkvæmar, óheilnæmar og gamaldags,“ samkvæmt áætlun stjórnvalda fyrir Grænland frá því á sjöunda áratugnum. Um tíma hýsti hin alræmda

Fitul’til og pr—teinr’k ... … og passar með öllu

www.ms.is

„Það hefur enginn viljað fara illa með Grænlendinga,“ Mogens Lykketoft

„Byggðum var bara lokað og íbúarnir fluttir á brott með valdi. Margir voru sárir og þau særindi hafa flust á milli kynslóða til barna og barnabarna. Það er ekki talað um þetta, þetta er tabú.“ Ida Matthiason.

„Goggunarröðin var sú að Danir voru fyrirmynd, voru þróaðastir, best menntaðir, auðugastir og hamingjusamastir, en Grænlendingar voru andstaða alls þessa.“ Jens Heinrich.

„Okkar sáttanefnd er einstök að því leyti að þetta er ekki sannleiksnefnd,“ segir Ida Matthiasson, fulltrúi í nefndinni frá austur-Grænlandi. „Þess er ekki krafist af Dönum eða fulltrúum nýlendustefnunnar, að þeir biðjist afsökunar eða greiði bætur, heldur snýst þetta meira um skilning innan grænlensks samfélags.“ Nefndarmaðurinn Jens Heinrich tekur í sama streng. „Starf nefndarinnar felst ekki í að leita að sökudólgum,“ segir hann. „Það hefur enginn viljað fara illa með Grænlendinga,“ segir Mogens Lykketoft, fyrrverandi forseti Folketinget, danska þingsins og forseti 70. Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur haft talsvert af grænlenskum málefnum að segja sem utanríkis- og fjármálaráðherra til margra ára og formaður danska Jafnaðarmannaflokksins. „Langsamlega flest af því sem Danmörk hefur tekið sér fyrir hendur á Grænlandi hefur vissulega einkennst af landsföðurhyggju en ætíð í góðri trú,“ sagði Lykketoft í viðtali við danska blaðamanninn Martin


GJUM FRAMLEN

2AF5SLÁ% TT AF ÖLLUM KUM SKÓLATÖS

og PULSE skólatöskur í miklu úrvali

Gildir til 14. ágúst á meðan birgðir endast. Allt úrval fæst í Smáralind, Kringlunni, Skeifunni og á hagkaup.is, minna úrval í öðrum verslunum. Skólatöskur fást ekki á Eiðistorgi.

989kr

Trélitir þrístrendir 24 stk.

Tússlitir 20 stk.

1.099kr

239kr

Stílabók A4 70 bls.

1.899kr

Trélitir Jumbo þrístrendir 12 stk.

Vaxlitir Neocolor 10 stk.

989kr

479kr

Tímaritabox

639kr

Bréfabindi 8 cm.

Staedtler Rapsol strokleður stórt

199kr


30 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016

Breum, höfund bókarinnar Balladen om Grönland. Risablokkirnar í Nuuk Risavöxnu íbúðarblokkirnar í Nuuk eru vitaskuld sýnilegasta dæmið um forsjárhyggju Dana. Slíkar blokkir höfðu reynst ágætlega til að skjóta skjólshúsi fyrir hina hjólandi alþýðu Kaupmannahafnar en hins vegar var ekki tekið tillit til sér-grænlenskra aðstæðna. Gangar þrengdu að veiði- og fiskimönnum og það var jafnvel torsótt fyrir þá að komast inn og út um þröngar dyr í fullum vetrarskrúða. Og evrópskir fataskápar voru einu hirslurnar og allt of litlir til að geyma veiðarfæri. Baðkör voru ekki hönnuð til að gera að veiddum sel og fljótlega stíf luðust pípulagnir. En mesti vandinn var þó sálrænn. Veiðimennirnir og fjölskyldur þeirra voru vanir snæviþaktri víðáttunni. Gráar blokkirnar þrengdu að þeim og fólk fylltist innilokunarkennd. Ida Matthiasson segir að viss bannhelgi hafi hvílt yfir því að ræða tilfinningar þeirra sem þvingaðir voru til búferlaflutninga.„Það var enginn spurður álits,“ segir Ida Matthiasson. „Byggðum var bara lokað og íbúarnir fluttir á brott með valdi. Margir voru sárir og þau særindi hafa flust á milli kynslóða til barna og barnabarna. Það er ekki talað um þetta, þetta er tabú.“ Tabú Nefndin hefur safnað munnlegum frásögnum fólks um fjölda málefna. „Fólk ákveður sjálft um hvað það vill tala,“ segir Magdalene Møller, starfsmaður nefndarinnar, í samtali við fréttabréfið. „Stundum er það um fortíðina, það sem fólk hefur upplifað, oft og tíðum um arf nýlendustjórnarinnar. En það getur

FRY

líka snúist um samtímann, þá vegatálma sem fólk rekst á eða áskoranir sem við er að glíma. Þá spyrjum við líka um hvaða svör fólkið hefur fyrir framtíðina.“ „Það sem nefndin stefnir að er að koma því til skila að einstaklingar geri sér grein fyrir að þeir geti opnað munninn og lagt sitt af mörkum til þeirrar frásagnar sem hvert einasta samfélag hefur þörf fyrir, til þess að skilgreina sig,“ segir nefndarmaðurinn Jens Heinrich. Hann bendir á að enn hafi Grænlandssagan sjaldnast verið sögð af Grænlendingum sjálfum. „Rétturinn til að skilgreina sjálfan sig er einn mikilvægasti þáttur nefndarstarfsins. Saga Grænlands og umfjöllun um Grænlendinga hefur hingað til oftast verið verk annarra en þeirra sjálfra.“ „Danir eru enn um sinn ábyrgir fyrir Grænlandi og ef ríkjasambandið á að eiga framtíð fyrir sér er nauðsynlegt að endurskoða söguna.“ Nýlenda og amt Frá þriðja tug átjándu aldar til 1953 var Grænland dönsk nýlenda, en þá var eyjan innlimuð í Danmörku. Ein af ástæðunum var sú að Sameinuðu þjóðirnar hófu að beina sjónum sínum þangað þegar nýlendur urðu sjálfstæðar hver af annari. Breytingin var liður í nýrri stjórnarskrá Danmerkur og var borin undir dönsku þjóðina, en ekki Grænlendinga sjálfa. Heinrich segir að nýlendutíminn hafi ekki endað árið 1953 þegar Grænland varð amt í Danmörku. „Í Danavæðingunni varð hvaðeina sem var grænlenskt annars flokks. Sú tilfinning sem fylgir því að beitt hafi verið rangindum, fylgir Grænlandi enn í dag. Ekki var gert upp við þetta þegar Grænland fékk heimastjórn 1979.“

FER

Mynd | Ásgeir Pétursson

Skriðjökull við Nuuk-fjörð.

Ida Matthiason tekur í sama streng. „Manni finnst að maður standi ekki jafnfætis Dönum, svo dæmi sé tekið. Við viljum stuðla að því að fólk sé meðvitað um þetta og að samtal eigi sér stað innan samfélagsins í stað þess að sniðganga umræðuefnið. Ef ekki þá flyst þetta einfaldlega á milli kynslóða.“ Grænlendingar annars flokks Danmörk brást, eins og fyrr segir, ókvæða við skipan nefndarinnar og í fyrstu vildu Danir sem minnst hafa af henni að segja. „Að mínu mati skorar nefndin á hólm hvaða augum Danir og Grænlendingar líta hvorir aðra og sjálfa sig, segir

Heinrich sem býr í Danmörku eins og þúsundir annara Grænlendinga. „Goggunarröðin var sú að Danir voru fyrirmynd, voru þróaðastir, best menntaðir, auðugastir og hamingjusamastir, en Grænlendingar voru andstaða alls þessa. Og vissulega er erfitt að venjast því að slíkt breytist. Í einföldum dráttum má segja að markmiðið sé að auka stolt og sjálfsvirðingu Grænlendinga, svo að jafnrétti verði ekki nafnið tómt innan ríkjasambandsins.“ Ekkert enn komið í stað blokkar P Í miðri Nuuk er stór og tóm lóð, þar sem áður stóð hin illræmda Blokk

– P. Hún var rifin 2012 en enn hefur ekkert verið byggt í staðinn. Á sama tíma snúa íbúarnir aftur til Qoornoq-eyjar til að gera vorhreingerningu og dytta að gömlu heimilum sínum sem nú eru notuð sem sumarbústaðir. Þar varð rafmagnslaust þegar ákveðið var að „loka“ byggðinni, en lýsing og kynding eru ekki lengur óyfirstíganleg vandamál, þökk sé sólarorku. . Nú minna sólarorkunemar og rauð-hvítir grænlenskir fánar, sem prýða nánast hvert hús, á að nýir tímar eru gengnir í garð og að lítil þjóð í risastóru landi er tilbúin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar.

TVÖ SJÓ Ð RP A N T ISTU V Æ Ö K R RP BLA I BÍL TÆK NDA RA I Ú

STIK

R H ÁFA YFIR R 2000 ALLT VÖRUTEGU NDIR AÐ 7 5

Sjá allt úrvalið á ht.is

% AF

TAKMARKAÐ MAGN Fyrstur kemur – fyrstur fær!

SL.

Mynd | Ásgeir Pétursson

Qoornoq eyja hefur verið í byggð eins lengi og elstu menn. Þar var nyrsta og vestasta byggð norrænna manna, og þar hafa fundist leifar fornrar byggðar Inúíta.

Barn í Nuuk.

Mynd | Ásgeir Pétursson

SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - SÍMI 569 1500

E T S E L E S UMGJÖRÐ Á:

1 kr. við kaup á glerjum

KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI

Mynd | Ásgeir Pétursson

Sífellt gengur á jökla og ís Grænlands.

Mynd | UNRIC/Árni Snævarr

Blokkir við innsiglinguna til Nuuk.

Olía og gull og „grænir“ málmar Grænlendingar eru aðeins hálfdrættingar við Reykvíkinga hvað íbúafjölda varðar, en þeir eru um 58 þúsund talsins. Grænland er hins vegar um tuttugu og tvisvar sinnum stærra en Ísland og álíka stórt og Þýskaland, Frakkland, StóraBretland, Ítalía, Spánn og Portúgal samtals. Samkvæmt samkomulagi við Dani 2009 voru Grænlendingar viðurkenndir sem sérstök þjóð sem hefði sjálfsákvörðunarétt og yfirráð yfir 1

auðlindum sínum. Samkvæmt vegvísi til sjálfstæðis gæti Grænland orðið sjálfstætt ríki þegar styrkja frá Dönum er ekki lengur þörf en þeir nema nú tveimur þriðju hlutum fjárlaga. Grænland státar svo sannarlega af miklum auðæfum. Talið er að í iðrum jarðar leynist járn, demantar, gull, kopar, hvítagull og títan, auk svokallaðra searths, sjaldgæfra jarðmálma.1 Jarðmálmarnir sjaldgæfu eru alls

sautján mismunandi málmar sem finnast óvíða í vinnanlegu magni. Það er kaldhæðnislegt að ástæðuna fyrir því að hægt er nálgast þá nú á Grænlandi má rekja til þess að jöklar hopa af völdum loftslagsbreytinga; en á sama tíma gagnast þeir einkum í því sem kallað er „græna hagkerfið“ og er sett til höfuðs sömu loftslagsbreytingum. Þessir málmar eru þannig notaðir í vindtúrbínur og rafmagnsbíla en líka í tölvur, snjallsíma og rafhlöður.

https://www.unric.org/is/component/content/article/34-february-2013/25889-barattan-um-sjaldseea-graena-malma)


OPIÐ ALLA

HELGINA SKOÐAÐU NÝJUSTU BÆKLINGANA Á WWW.TOLVUTEK.IS

8 B L S FAR TÖLVUR

ALLA FARTÖLVR HEITUSTU URNA SKÓLANNR FYRIR :)

Birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl

ís

A L L A R FYRI R EMMESS

S L 8BGRÆJUR

NGU LJÚFFE OÐI MEÐAN ÍS Í B NDAST E R I Ð BIRG

A L USTU T Ó I E K H S ALLAR AR FYRIR RN GRÆJUKÓLANN:) S

OPIÐ ALLA HELGINA Í dag Föstudag

10:00 - 18:00

Laugardag

11:00 - 18:00

Sunnudag

13:00 - 17:00

Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900


PÁSKA TILBOÐ

NÝJAR VÖRUR

DROPLET VASI GULUR/BLÁR 950,-

NEST BASTLAMPI 34.500,-

HUGO BAÐVARA VERÐ FRÁ 1450,-

NÝJAR VÖRUR FRÁ HABITAT

BLYTH YELLOW 24.500,-

CITRONADE 9800,-

EMMANUELLE LJÓS HVÍT/SVÖRT 11.900,-

TRIPOD BORÐLAMPI 12.500,-

COULEUR DISKUR 950,-

TREPIED GÓLFLAMPI 19.900,TILBOÐ 14.900,-

20%

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HAL PÚÐI 5.900,-

AFRICA STÓLL 11.250,-

HELENA TEPPI 9.800,-

SHADI HANDKLÆÐI 2400,-

DENA ARMSTÓLL GRÁR/SVARTUR 145.000,-

AGNES MOTTA (120X180) 19.500,-

GRETA SKRIFBORÐ 48.000,-

GULUM VÖRUM

OKEN HLIÐARBORÐ HVÍTT/SVART 24.500,-


HANNAÐU ÞINN EIGIN SÓFA

20%

AFSLÁTTUR AF EININGASÓFUM VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND

NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI

TEKK COMPANY OG HABITAT SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI TEKK COMPANY | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMIOG 564HABITAT 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS


34 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016 „Það er svo mikilvægt að skoða hvernig hvítur húðlitur hefur verið gerður að viðmiði og hvernig ýmislegt í samfélaginu viðheldur þessu viðmiði. Eitt dæmi upplifi ég sjálf þegar ég fer í apótek að kaupa farða og það standa mér margir ljósir tónar til boða en bara einn dökkur. Annað eru húðlitaðar sokkabuxur, sem eru auðvitað ekkert húðlitaðar.“ Myndir | Rut

Þarf alltaf að útskýra hver ég er Sanna Magdalena Mörtudóttir hefur þurft að svara spurningum forvitinna um uppruna sinn og húðlit frá því hún man eftir sér. Hún svaraði samviskusamlega án þess að hugsa þar til hún fór að sjá hlutina í nýju ljósi. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

„Frá því að ég var lítil hefur fólk reglulega spurt mig að því hvaðan ég eiginlega sé. Þessi spurning er alltaf jafn óvænt og skrítin fyrir mig því ég er íslensk. Fyrst fannst mér allt í lagi að svara samviskusamlega og svala þannig forvitni ókunnugra þar sem ég lít ekki út eins og hinn hefðbundni Íslendingur, en svo fór ég að

sjá hlutina í nýju ljósi,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir. Sanna vinnur nú að mastersverkefni sínu í mannfræði þar sem hún rannsakar upplifanir fólks af því að alast upp brúnt á Íslandi. Þegar Sanna talar um brúna einstaklinga á hún við fólk sem á eitt hvítt íslenskt foreldri, með engan erlendan bakgrunn, og eitt svart foreldri, sem á ættir að

rekja til Afríkuríkis, eyja í Karíbahafinu eða Bandaríkjanna. Vill vera kölluð brún „Á ensku hefur þetta verið kallað mixed race, en það er vandasamt að nota orðið af blönduðum kynþætti því það er búið að afbyggja kynþáttahugmyndina og því erfitt að tala um kynþáttaflokkanir þegar talað er um blandaða einstaklinga. Það eru til margir tónar af litarhætti en mér finnst umræðan oft vera þannig að fólk sé annaðhvort hvítt, svart eða brúnt. Mér finnst ég ekki vera svört og þess vegna kalla ég mig brúna, þó mörgum finnst ég vera svört. En það er merkilegt að fólki finnst ég vera svört þegar ég á eitt svart foreldri og annað hvítt. Ég væri aldrei kölluð hvít þrátt fyrir að vera jafn hvít og ég er svört!“ „Mér finnst orðið svertingi ekki fallegt því það er eins og stimpill, eða merkimiði, dálítið eins og maður sé bara það, svertingi. En ef þú segir að manneskja sé svört þá ertu að segja að hún sé með svartan húðlit og mér finnst það betra, því við tölum um hvítt og svart fólk. Ekki svertingja og hvítingja. En ég vil frekar vera kölluð brún,“ segir Sanna sem hefur nú þegar talað við nokkra einstaklinga vegna rannsóknarinnar. „Mig langar að halda áfram að rannsaka upplifanir fólks og svo langar mig að opna fyrir þessa umræðu í íslensku samfélagi. Það er svo mikilvægt að tala um þessi mál því þau geta valdið svo mikilli sjálfsmyndarklípu. Fókusinn hefur verið á innflytjendur og hælisleitendur, sem er gott, og hvernig þeir geta upplifað sig utangátta í íslensku samfélagi en það eru fleiri hópar hérna sem upplifa að þeir tilheyri ekki landinu sem þeir hafa alla tíð búið í. Við þurfum líka að ræða það.“ Flókin fjölskyldusaga Sanna segir sína upplifun af því að alast upp brún á Íslandi fyrst og fremst hafa mótast af forvitni fólks sem geri ráð fyrir því að hún sé ekki Íslendingur. „Mér finnst krakkar ekki spá mikið í þetta, það er miklu frekar fullorðið fólk sem er upptekið af því að vera að skilgreina mann. Ég lenti sem betur fer aldrei í neinni stríðni sem krakki og það eru í raun bara tvö leiðinleg atvik sem ég man eftir sem hægt er að tengja við húðlitinn minn. Eitt atvikið er úr grunnskóla en þá kallaði strákur á eftir mér „hey negri, ég skeit á þig á áðan“ og svo var einu sinni stelpa að hreyta í mig ljótum

„Sjálfri finnst mér negri ljótt orð og nota það aldrei þrátt fyrir að skilja það sem hipp-hopp heimurinn er að gera.“

orðum á skemmtistað og banna mér að sitja með sér við borð.“ „Þegar ég var yngri að alast upp í Reykjavík sagði ég fólki að ég væri héðan, en að pabbi væri frá Afríku og mamma frá Íslandi og þess vegna væri ég brún. Pabbi er frá Tansaníu en þegar ég var barn leit ég á Afríku sem eina heild og vissi ekkert um Tansaníu. Mamma og pabbi kynntust í London en hættu saman þegar ég var ungbarn. Ég hef aldrei verið í neinu sambandi við hann en ég er í góðu sambandi við fjölskyldu hans sem býr í London,“ segir Sanna og rekur þar með hluta sögunnar sem hún hefur svo oft þurft að þylja upp. „Spurningin um upprunann er ekkert einföld því hún krefst þess að ég útskýri flókna fjölskyldusögu sem er ekkert auðvelt fyrir mig. Auðvitað veit ég að fólk meinar þetta ekki illa en þetta gerir mig samt alltaf meðvitaða um að þó að ég líti á mig sem Íslending, þá gera aðrir það ekki alltaf.“ Ókunnugir snerta hárið Sanna segist alla tíð hafa haft áhuga á fólki og mannlegum samskiptum og því hafi mannfræðin verið eðlilegt val. Hún heillaðist af fræðunum í menntaskóla og ákvað að fara beinustu leið í HÍ og læra fagið. „Í mannfræðinni lærir maður að setja spurningamerki á bak við hluti sem virðast eðlilegir. Allt í einu fór ég að hugsa um það af hverju ókunnugt fólk gengur upp að mér til að spyrja hvaðan ég sé eða til að snerta á mér hárið,“ segir Sanna sem hefur oft lent í því að ókunnugir gangi upp að henni til að snerta á henni hárið. „Svo lendi ég oft í því að fólk tali ensku við mig og svo þegar ég svara á íslensku horfir fólk hissa á mig og hrósar mér fyrir að tala góða íslensku. Af hverju ætti ég ekki að gera það ef ég er íslensk?“ Í BA ritgerðinni sinni fjallaði Sanna um hugtakið negri og hvernig það hefur þróast í sögulegu samhengi. „Maður er alltaf að heyra orðið negri í rapplögum og sjónvarpsþáttum en samt veit maður


S K Ó L A DA GA R MEÐ HVERRI SELDRI DÚNÚLPU FYLGIR 3 . 0 0 0 K R . Á V Í S U N Á BA R N A F Ö T *

30%

A F S L Á TT U R A F Ö LL U M BA R N A F A T N A Ð I

ÍSLENSK HÖNNUN

100% Dúnúlpa 15.980 kr 1 - 10 ára * I N N E I G N M I Ð A S T V I Ð V E R Ð Á N A F S L Á TTA R

LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS


36 |

Hverjir tilheyra þjóðinni? „Eftir að hafa skoðað negrahugtakið í BA ritgerðinni fannst mér mikilvægt að skoða upplifun fólks af því að alast upp með brúnan húðlit. Ég hef talað við svo mikið af fólki í gegnum tíðina sem hefur lent í svipuðum aðstæðum og ég. Það er greinilega eitthvað sérstakt við brúna einstaklinga á Íslandi og þó að það liggi beinast við að það sé húðliturinn þá langar mig til að kryfja af hverju þetta er svona.“ „Hugtakið kynþáttur hafði einstaka sinnum verið notað frá því á 16. öld til að vísa til einstaklinga en sjaldan notað yfir hópa í heild sinni. Það var ekki fyrr en á 18. öld sem það fékk skýra merkingu í tengslum við mannfólk en fyrir þann tíma hafði það verið notað sem flokkunarhugtak til að vísa t.d. í kynbætur og ræktun hunda og hesta. Smám saman var farið að nota hugtakið til að flokka fólk í aðgreinda hópa út frá útlitseinkennum og húðlit. Meðfram þeirri þróun fæddist sú hugmynd að fólk af ólíkum kynþáttum væri eðlinu samkvæmt öðruvísi. Þrátt fyrir að ákveðinn hluti almennings trúi þessu enn hefur

„Allt í einu fór ég að hugsa um það afhverju ókunnugt fólk gengur upp að mér til að spyrja hvaðan ég sé eða til að snerta á mér hárið.“

þessi hugmynd verið afbyggð af vísindunum, líffræðilega á þetta ekki við nein rök að styðjast, því það er svo lítið af erfðamenginu okkar sem stjórnar húðlit fólks. Það þarf miklu meiri aðgreiningu til að geta talað um ólíka kynþætti, munurinn er ekki líffræðilegur heldur félagslegur. Þessi hugmynd um eðlislega ólíka kynþætti er svo slæm því það hefur haft svo gífurlegar félagslegar afleiðingar fyrir okkur að trúa því að við séum í eðli okkar ólík,“ segir Sanna og bendir á að í framhaldinu sé hægt að velta fyrir sér hugtakinu þjóð, hvað geri okkur að þjóð, hver fái að tilheyra henni félagslega og hver ekki. „Þó að fólk sé ekki að meina neitt neikvætt með þessari forvitni þá lít ég á þetta sem visst ferli til staðsetja mann utan þjóðarímyndarinnar. Sú ímynd byggir á hugmynd um einsleitan hóp af fólki og þess vegna get ég ekki verið íslensk í hugum fólks, það bara passar ekki og þess vegna verð ég alltaf að útskýra hver ég er. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að fræða og upplýsa fólk um þessi hugtök sem móta samfélagið svona mikið.“

Sanna Magdalena Mörtudóttir vinnur að mastersrannsókn í mannfræði við HÍ undir handleiðslu Kristínar Loftsdóttur. Vinnuheiti hennar er Brúnir Íslendingar. Viðhorf, upplifun og að tilheyra íslensku samfélagi.

100% ÁSTRÍÐA

VERTU KLÁR 27. ÁGÚST 2016 Eitt flottasta götuhjólamót landsins, RB Classic

Skráning og nánari upplýsingar www.rbclassic.is

REIKNISTOFA BANKANNA | Höfðatorg | Katrínartúni 2 | 105 Reykjavík | Sími: 569 8877 | www.rb.is

ÁRNASYNIR

að það er ljótt orð sem má helst ekki nota. Hvítir notuðu orðið sem niðrandi hugtak á nýlendutímanum til að undiroka hóp af fólki sem var talið óæðra til þess að réttlæta slæma meðferð á Afríkubúum. Í hipp-hopp heiminum fór orðið svo að heyrast mjög mikið á nýjan leik, í nýrri útgáfu sem er nigga í stað nigger, því svartir einstaklingar fóru að taka orðið upp og eigna sér það. Breyta þannig merkingu orðsins og nota það sem tæki til valdeflingar. Sjálfri finnst mér negri ljótt orð og nota það aldrei þrátt fyrir að skilja það sem hipp-hopp heimurinn er að gera.“

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016


A

ÚTSALA

A L A S T Ú

A L A S T Ú

20A L A S T Ú

A L A S T Ú

A L A S T Ú A L A S T Ú Ú

A A L L A A ÚTS ÚTS A A A L L L A A A S S S T T T Ú LA Ú LA Ú A L A A A S S S T T T A A A A Ú Ú L L L L A A A A S S S S T T T T Ú Ú Ú Ú A Fatnaður 20 til 70% afsl. Tjöld 30% afsl. L A S T A A A A Ú L L L L A A A A S S S S Skór 20 til 70% afsl. Hitabrúsar 20 til T T T T Ú Ú Ú Ú 50% afsl. Buxnaslá tilboð 3995 A Svefnpokar 30% afsl. A A A A L L L L L A A A A A TS Aafsl. ÚTS ogÚ TS fleiraÚ margt ...TS ÚTSBakpokarÚ30% A A A A A L L L L L A A A A A S S S S S T T T T T Ú Ú Ú LA Ú Ú Ú u A k S s n e l s Í T A A A Ú Ekki missa L LA af þessu L L A A A S S S T T T Ú Ú LA Ú LA A Takmarkað magn! L A A A S S S T T T Ú Ú Ú

A

ALPARNIR

Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • sími 534 2727 • e-mail: alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is

A S T Ú


Sannkölluð ofurfæða

Grímur kokkur sendir frá sér fiskibollur og grænmetispottrétt með viðbættu omega 3 Unnið í samstarfi við Grím kokk

V

ið kynntum þessar vörur á Fiskideginum mikla á Dalvík um síðustu helgi og fengum gríðarlega góð viðbrögð. Fólki fannst þetta gott og algjör bónus að þetta væri svona hollt,“ segir Grímur Þór Gíslason, betur þekktur sem Grímur kokkur. Grímur kokkur hóf í vikunni sölu á tveimur nýjum tilbúnum réttum sem seldir eru undir merkjum Heilsarétta fjölskyldunnar. Annars vegar er um að ræða fiskibollur og hins vegar grænmetispottrétt. Báðir réttirnir eru glútenlausir, eggjalausir, gerlausir og laktósalausir. Þá er í þeim viðbætt omega 3. „Það gerir holla vöru enn hollari,“ segir Grímur. Fiskibollurnar eru seldar í 550 gramma pakka og grænmetispottrétturinn er í 800 gramma pakka. Grímur er bjartsýnn á viðtökurnar og stefnir á frekari vöruþróun. „Já, ef vel gengur þá koma fleiri réttir í þessari omega-línu. Ég bind miklar vonir við að þetta verði framtíðin.“ Mikil vinna liggur að baki þessum vörum. „Þetta var fimm ára þróunarferli og meðal annars afrakstur úr Evrópuverkefni sem við tókum þátt í með aðilum frá Noregi, Finnlandi, Hollandi og Ítalíu. Við erum þeir fyrstu sem koma með vörur á markað með viðbættu omega 3. Þetta eru hollustuvörur alveg í gegn og það að bæta omega 3 út í gerir þetta að

Fiskibollurnar eru seldar í 550 gramma pakka og grænmetispottrétturinn er í 800 gramma pakka. Grímur er bjartsýnn á viðtökurnar og stefnir á frekari vöruþróun.

Girnilegt Grænmetispottréttur frá Heilsuréttum fjölskyldunnar.

Sáttur Grímur Þór Gíslason kokkur.

sannkallaðri ofurfæðu.“ Grímur og samstarfsfólk hans hefur unnið náið með Matís að þróuninni. Það var enda ekki lítið verkefni að finna upp aðferð sem heldur áhrifum omega 3 í elduðum mat. „Það hafa margir bætt lýsi út í rétti en með okkar aðferð finnurðu ekkert aukabragð,“ segir Grímur. Hann segir öllum sé hollt að auka neyslu á omega 3 enda sé það frábært fyrir sjónina og heilastarfsemina. „Ef þú borðar 200 grömm af þessum réttum færðu þinn omega 3 skammt fyrir daginn. Við getum staðið við þá fullyrðingu.“

Hollt Fiskibollur frá Heilsuréttum fjölskyldunnar með viðbættu omega 3..

Alþjóðleg samvinna sem skilaði frábærum vörum Matís vann að þróun varanna með Grími kokki

É

g er mjög glöð að þetta skyldi enda í svona frábærum vörum,“ segir Kolbrún Sveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís, sem hefur unnið að þróun varanna með Grími kokki. Kolbrún segir að Grímur kokkur hafi fyrir nokkrum árum komið með þá hugmynd til Matís að gera hollan mat ennþá hollari með því að bæta hollustuefnum í tilbúna rétti. „Við byrjuðum að kanna hvort þetta væri eitthvað sem fólk hefði áhuga á. Það var vitað að það getur verið vandasamt verk að koma fiskiolíu í mat án þess að finnist bragð af henni. Við komumst í samband við norskan aðila sem var að framleiða omega 3-duft og olíur og vorum sömuleiðis í sambandi við rannsóknarfyrirtæki í Finnlandi. Það voru gerðar prufugerðir af réttum svo hægt væri að kanna hvort þetta skilaði í raun

hollustuaukningu.“ aðir með omega 3. Hin greinin, Kolbrún og hennar samstarfssem er rétt nýlega birt, sýnir fram fólk gerðu íhlutandi rannsókn þar á að blóðþrýstingur þeirra sem sem þátttakendur borðuðu í fjórborðuðu omega 3 auðgaða rétti ar vikur í röð rétti sem höfðu lækkaði.“ verið auðgaðir með omega Þessi samvinna hefur 3. Þátttakendum var haldið áfram undir Þetta skipt í þrjá hópa þar merkum Evrópusem einn hópur neytti verkefnisins Enskilaði sér fæðu með viðbættu RichMar. „Þar m u ð u k k í hæ omega 3, annar fékk höfum við unnið og omega í duftformi gildum EPA m í samstarfi við sem hrært var út í rannsóknastofnDHA fitusýru vatn og sá þriðji fékk anir í Finnlandi og i. ð ló íb ekkert omega. Hollandi sem og há„Niðurstaðan var sú skóla á Ítalíu og öðrum að fólk sem borðaði réttinn framleiðendum í Evrópu með omega 3 bætti sinn omega sem höfðu áhuga á að auðga 3 balans, að upptakan á fitusýrvörur sínar með efnum úr hafinu. unum var góð. Þetta skilaði sér í Auk Gríms höfum við unnið með hækkuðum gildum á EPA og DHA mjólkurframleiðanda í Hollandi fitusýrum í blóði. Við höfum unnið og framleiðanda af rúg snakki. tvær vísindagreinar úr þessari Kveikjan var þessi hugmynd frá rannsókn. Önnur greinin sýnir Grími og vörurnar hans eru þær fram á þetta, að það skilar sér að fyrstu sem koma á markað.“ borða rétti sem hafa verið auðgKolbrún segir að vörur Gríms

Niðurstaðan var sú að fólk sem borðaði réttinn með omega 3 bætti sinn omega 3 balans, að upptakan á fitusýrunum var góð.

hafi farið í gegnum ýmis skref í þróuninni og það skili sér í frábærum vörum. „Það finnst ekki lýsisbragð af þessum réttum svo dæmi sé tekið. En samt innihalda þeir nægilegt magn af omega 3 til að uppfylla kröfur um heilsufullyrðingar varðandi omega 3.“

Matís. Kolbrún Sveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís.


Eftir að bækurnar okkar Heilsuréttir fjölskyldunnar og Nýir heilsuréttir komu út kom í ljós að fólk hefur því miður ekki alltaf tíma til þess að elda næringarríkan mat frá grunni eins og það vildi gera, m.a. til þess að forðast aukaefni og of mikinn sykur. Þannig að fljótlega varð okkar næsta verkefni að búa til heilsurétti án aukaefna, viðbætts sykurs, eins og maturinn væri í raun matreiddur í eldhúsinu heima, en samt hægt að kaupa tilbúna úti í búð. Nú eru komnir tveir nýir réttir frá okkur, Grænmetispottréttur með viðbættu Omega-3 og Fiskibollur með viðbættu Omega-3. Bragðgóðir réttir, fullir af þarflegum næringarefnum. Bestu kveðjur, Berglind og Siggi.


40 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016 Ég elska fólkið hérna og fólkið elskar mig. Mér finnst ég hafa fundið nýtt heimili með Njarðvíkurliðinu, segir körfuknattleikskonan Carmen Thyson-Thomas. Mynd | Rut

McDonald’s það eina sem ég sakna Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

„Það eina sem Ameríkanar vita um Ísland er að Ísland er grænt og að Grænland er hvítt. Það er það eina sem við heyrum í skóla og fyrir utan það þá vissi ég ekkert um landið þegar ég kom,“ segir körfuknattleikskonan Carmen Thyson-Thomas sem flutti til Íslands árið 2014. Carmen er frá Philadelfiu en spilaði með Syracuse-liðinu á sínum háskólaárum en fór svo á samning í Chile og síðar í Slóveníu. Hún leiddi bæði liðin til sigurs sem fyrirliði.

„Mér leist vel á að koma hingað þrátt fyrir að vita ekkert um landið svo ég skrifaði undir samning við Keflavík haustið 2014. Við unnum hvorki bikarkeppnina né Dominosdeildina það árið, en það munaði litlu, segir Carmen sem nú er komin í Njarðvíkurliðið og hefur þegar sýnt svakalega takta. „Við tökum þessa titla á næsta tímabili,“ segir hún og hlær. „Borgin mín er mun stærri en allt Ísland svo ég vissi ekkert við hverju ég ætti að búast. En ég elska að vera hérna, algjörlega elska það. Ég elska

fólkið hérna og fólkið elskar mig. Mér finnst ég hafa fundið nýtt heimili með Njarðvíkurliðinu. Ég hlakka svo mikið til að takast á við næsta keppnistímabil en líka til að hjálpa til við uppbygginguna hér og að vera góð fyrirmynd fyrir ungu stelpurnar. Svo þekkjumst við amerísku stelpurnar líka allar, höngum mikið saman og erum mjög nánar.“ „Ég bý í Njarðvík sem er stórkostlegt, í dag. Ég man fyrsta daginn sem ég kom hingað í tíu stiga hita og rigningu í september og hugsaði með mér hvernig í ósköpunum væri

„Borgin mín er mun stærri en allt Ísland svo ég vissi ekkert við hverju ég ætti að búast. En ég elska að vera hérna, algjörlega elska það.“ hægt að búa hér! En ég kann svo vel að meta þetta núna. Ég fer í göngu­ túra í öllum veðrum og nýt þess í botn,“ segir Carmen sem hefur þar að auki fundið ástina. „Kærastan mín er einkaþjálfari í Keflavík og þar sem Keflavík er lítill bær þá vita flest allir að við erum saman. Og mér finnst það fínt, ég fíla vel þessa

bæjarstemningu og ég verð bara að segja að þetta er vinalegasta samfélag sem ég hef kynnst.“ „Það eina sem ég sakna frá Bandaríkjunum er McDonald’s! Ég er Ameríkani og alin upp á skyndibita, ég get ekki að því gert. En þegar ég er að deyja þá fer ég út að grilla, í hvaða veðri sem er.“

ENNEMM / SÍA / NM69402

Enn meira rafmagn í umferð í sumar

Fylltu á rafbílinn með Orku náttúrunnar Orka náttúrunnar hefur opnað tvær hraðhleðslustöðvar á Akureyri. Stöðvarnar eru orðnar 13 talsins og er meðal annars að finna á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á Selfossi og í Reykjanesbæ. Straumurinn liggur svo sannarlega í vistvænni ferðamáta og ON er stolt af því að leggja sitt af mörkum í þessu hljóðláta samgönguátaki. ON selur hreina og endurnýjanlega íslenska orku til heimila og fyrirtækja um allt land og nú ganga sífellt fleiri rafbílar fyrir orku náttúrunnar.

ORKA NÁTTÚRUNNAR · Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is

Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn um allt land og sér höfuðborgarbúum fyrir heitu vatni. Við nýtum auðlindir af ábyrgð til að bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð.



E T S E L E S UMGJÖRÐ Á:

42 |

GOTT UM HELGINA

1 kr. við kaup á glerjum

KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI

GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI

Öðruvísi menntun um helgina Róttæki sumarháskólinn hefur í vikunni staðið fyrir ókeypis fyrirlestrum fyrir hvern þann sem áhuga hefur á að fræðast um ýmis málefni, sem ekki oft gefst tækifæri til að kynna sér í hefðbundnum háskólum. Þátttaka er opin öllum óháð reynslu, bakgrunni eða menntun þátttakenda. Óþarfi er að skrá sig í skólann heldur er fólki einfaldlega frjálst að mæta í húsnæði skólans að Suðurgötu 10. Fyrirlestrar síðustu þriggja daga háskólans taka á ýmsum málefnum, til dæmis hvernig skuli byrja byltingu, staða kvenna innan íslamstrúar og reynsla doktor Mads Gilbert við læknisstörf á Gaza-svæðinu í Palestínu. Föstudagur: How to start a revolution, and win: Jamie McQuilkin. Laugardagur: Brúnir Íslendingar: Viðhorf, upplifun og að tilheyra íslensku samfélagi: Sanna Magdalena Mörtudóttir. Anarkismi, syndikalismi og spænska byltingin: Jón Karl Stefánsson, Pétur Stefánsson, Hjalti Hrafn Hafþórsson og Plume. Sunnudagur: Women’s position within Islam: Fatíma Hussaini. Hugleiðingar um beinar aðgerðir á Íslandi: Arna Magnúsardóttir. The relief industry in the era of neocolonialism: What have I learned from Gaza?: Mads Gilbert.

Rix spilar á Tivoli

Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.

VERÐ FRÁ 87.900.BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október.

WWW.TRANSATLANTIC.IS

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016

SÍMI: 588 8900

Allir hústónlistaraðdáendur landsins munu sameinast undir þaki Tivoli bars í kvöld þar sem enginn annan er tónlistarmaðurinn Rix mun þeyta skífum fram á rauða nótt. Bannað að láta sér þetta einstaka tækifæri framhjá sér fara. Rix er einfaldlega maðurinn. Hvar? Tivoli Bar Hvenær? 23.30

Einn á móti einum Anna Júlía Friðbjörnsdóttir opnar sýninguna 1:1 í Harbinger galleríi við Freyjugötu á morgun, klukkan 16. Anna Júlía er með hugann við Miðjarðarhafið en efniviður hennar eru forsíður ferðatímarita sem sýna ferðamannastaði við hafið. Þær hefur hún látið prenta á gipsplötur með purpuralit sem, eins og litgreindir vita, er ólíkur fjólubláum. Purpuraliturinn tengist líka hafinu því hann var á öldum áður gerður með litarefni úr sæsniglum. Staðina og litinn tengir Anna Júlía flóttamannavanda samtímans. Titill sýningarinnar vísar í viðbrögð Evrópulandanna sem hafa boðist til að taka við einum flóttamanni af Tyrkjum fyrir hvern þann sem sendur er til baka. 1:1 er fyrsta einkasýning Önnu Júlíu en hún hefur lengi verið viðloðandi íslenska myndlist í störfum sínum.

Latneska Ameríka í Mengi Tónlistararfur Mið- og Suður-Ameríku er viðfangsefni hins kólumbíska La Maye tríós sem býður gestum Mengi í spennandi tónlistarferðalag föstudagskvöldið 12. ágúst klukkan 12. Við sögu koma þjóðlög frá Kúbu, Kólumbíu, Venezúela, Perú, Brasilíu og Argentínu. Hljóðheimurinn samanstendur af þjóðlegum strengja- og slagverkshljóðfærum og meðlimir tríósins syngja á þjóðtungum sínum, spænsku og portúgölsku. Hvar? Mengi Hvenær? 21.00 Hvað kostar? 2000 kr.

Kynngimagnað Breiðholt

Grípandi laglínur og taktur

Í dag fer fram hin kynngimagnaða hátíð Breiðholtsfestival. Búast má við miklu fjöri en ýmisar hljómsveitir munu koma fram, eins og asdfgh og Hermigervill, kórar munu syngja söngva og hægt verður að skoða skemmtilega myndlist. Hvar? Skúlptúragarðinum í Ystaseli, Ölduselslaug og Vogaseli Hvenær? Í dag

Hljómsveitirnar Antimony og Nero Deep munu troða upp á Kex hostel í kvöld. Frítt er inn en um stórgóða tónlistarmenn er að ræða og má vænta þess að gestir muni dansa og syngja með grípandi laglínum og takti hljómsveitanna tveggja. Hvar? Kex Hostel Hvenær? 21.00

Bullandi djass um helgina

alla föstudaga og laugardaga

Jazzhátíð Reykjavíkur stendur nú sem hæst, en hátíðin hófst á miðvikudag. Harpa er heimili hátíðarinnar og þar raðast tónleikarnir nú upp dag eftir dag, allt þar til hátíðinni lýkur á sunnudag. Það er ekki á hverjum degi sem tveir píanistar leiða saman hesta sína á djasstónleikum hér á landi en það gerist í kvöld klukkan 19 þegar Sunna Gunnlaugsdóttir og þýski píanistinn Julia Hülsmann setjast hvor við sitt píanóið til að leika saman eigin tónsmíðar og leita inn á óvissar lendur spunans. Julia Hülsmann er á mála hjá ECM útgáfunni virtu og er margverðlaunuð fyrir leik sinn. Aðall Jazzhátíðar er að blanda saman íslenskri og erlendri tónlist. Þannig mun bandaríski trommarinn John Hollenbeck stýra Stórsveit Reykjavíkur á tónleikum í kvöld klukkan 21.20. Hollenbeck

stjórnar þar eigin verkum og sest líka við trommusettið til að leika með sveitinni, sem jafnan er skipuð einvala liðsmönnum íslenskrar djasssenu. Á morgun, laugardag, heldur hátíðin áfram, m.a. með fjölskyldudjassi Gretu Salóme í Hörpuhorninu svokallaða á annari hæð Hörpu, klukkan 15. Síðar um kvöldið er komið að einum af aðaltónleikum hátíðarinnar að þessu sinni, en þá mætir sænski píanistinn Bobo Stenson með tríó sitt í Norðurljós. Stenson hefur á undanförnum árum verið einn þekktasti djasspíanisti heims og notið mikilla vinsælda. Á lokadeginum eru síðan á dagskrá hvorki fleiri né færri en þrennir útgáfutónleikar með íslenskum djassi. Agnar Már Agnarsson, Secret Swing Society og Þorgrímur Jónsson kynna þá nýja útgáfu

Þýski píanistinn Julia Hülsmann er einn af gestum Jazzhátíðar Reykjavíkur. Hún kemur fram á tónleikum með Sunnu Gunnlaugsdóttur í kvöld.

sína. Allar nánari upplýsingar um dagskrá Jazzhátíðar Reykjavíkur er að finna á vefslóðinni reykjavikjazz.is | gt


20-70%

AFSLÁTTUR Heilsurúm

Margar stærðir - 120cm - 160cm - 180cm

40%

9.800

Birt með fyrirvara um prentvillur og verðbreytingar

Handklæðasett

Fussenegger eldri týpur

Verð: 93.675

25%

40%

AFSLÁTTUR

Handklæði á Outlet markaði

AFSLÁTTUR

Yankee Candle - kerti og ilmur

Verð frá

20-70%

12.540

AFSLÁTTUR

Fataefni - mikið úrval

Ruggustóll Dawood

50%

AFSLÁTTUR

Skern sófi

45.520

AFSLÁTTUR

Rúmteppi - 180x270cm

Púðar

30% AFSLÁTTUR

Sængur og koddar í miklu úrvali - Microfiber/dúnn

4.764 Sumarsæng og koddi

9.900 Dúnsæng og koddi

Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504


44 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016

Óskir Breiðhyltinga rætast um helgina Mikilvægt að orða óskir sínar „Við gerðum gjörning á Breiðholt Festival í fyrra þar sem Breiðhyltingar skrifuðu óskir sínar á tauefni sem við strengdum á bönd. Þetta er hefð sem er upprunnin í Japan og okkur fannst falleg. Í ár gerum við ljósmyndaverk úr óskunum í samstarfi við Birki Brynjarsson ljósmyndara og endurtökum jafnframt gjörninginn með aðeins öðru sniði,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir um verk sitt „Óskir Breiðhyltinga,“ sem verður hluti

af dagskrá Breiðholt Festival á sunnudag. „Óskirnar voru allt frá því að óska þess að Breiðholt Festival yrði endurtekið að ári, til þess að óska heimsfriðar. Það er svo mikilvægt að orða óskir sínar og vonandi hafa margar þeirra ræst síðasta árið,“ segir Ragnheiður. Það er í það minnsta ljóst að ein óskanna rætist í ár, enda verður Breiðholt Festival haldið á sunnudaginn. | sgþ

Bráðfyndnar íþróttalýsingar Ghostbusters-stjörnu

Leslie Jones er mætt á ólympíuleikana Ghostbusters-leikkonan Leslie Jones hefur átt í misjöfnu sambandi við Twitter í gegnum tíðina, en hún tók sér pásu frá miðlinum eftir mikið rasískt og kvenfjandsamlegt áreiti sem hún varð fyrir þar. Hún er nú snúin aftur og rúmlega það, en í vikunni hóf hún að lýsa ólympíuleikunum úr stofunni heima hjá sér á Twitter. Föðurlandsást, húmor og hreint brjálæði skín í gegn í bráðfyndnum myndböndum sem hún tístir, þar sem hún meðal annars spyr sig hvort fimleikamennirnir geti breikdansað eða dáist að þriggja

Óskir Breiðhyltinga eru jafn mismunandi og þeir eru margir.

barna móður í blaki með orðunum: „SO. DAMN. WARRIOR.“ Lýsingar hennar hafa vakið athygli fjölmargra, en NBC-sjónvarpsstöðin var fljót að grípa gæsina og bjóða Leslie til Ríó að lýsa leikunum fyrir hönd stöðvarinnar. Þangað er hún komin í dag þar sem hún mun fylgjast með sundi, blaki, fimleikum og hlaupi. | sgþ

Íþróttalýsingar Leslie Jones hafa vakið athygli.

Leita að starfsfólki fyrir stuttmynd Um þessar mundir standa yfir tökur á stuttmyndinni Örlög á Eskifirði. Leikstjóri myndarinnar, Elsa G. Björnsdóttir, er ættuð frá Stöðvarfirði en tökuliðið er fámennt og leitar eftir starfsfólki til að aðstoða við að klára tökurnar. Elsa, leikstjóri myndarinnar, er heyrnarlaus og það eru margir leikaranna í myndinni líka. Áður hefur Elsa unnið til verðlauna fyrir stuttmyndina Sagan endalausa.

Tveggja kvenna teymi sem enginn gat stöðvað Dúettinn Cyber gaf út sína fyrstu plötu á miðvikudaginn, en á henni blandast saman í rapptextum barnaefni, kynlíf og Aspen Barbí. Cyber er skipaður þeim Jóhönnu Rakel Jónasdóttur og Sölku Valsdóttur sem margir þekkja úr Reykjavíkurdætrum. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is

P

latan er svolítið „exclusive,“ ekki vegna þess að við séum algjörar tussur heldur af því við höfum bara ekki efni á að prenta boli eða geisladiska í miklu upplagi,“ segir Jóhanna, en ný plata þeirra, sem ber nafnið Crap, kom á miðvikudag út á rafrænu formi, en í aðeins 30 áþreifanlegum eintökum sem seld verða á útgáfutónleikum Cyber. „En ef gengur vel búum við bara til fleiri.“ Aðspurð hvað skilgreini hljómsveitina vitnar Jóhanna lauslega í Kristmund Axel: „Við erum tveggja manna teymi sem enginn gat stöðvað,“ en Salka segir að öllu gríni slepptu Cyber vera þeirra vettvang til að feta skrýtnari og ótroðnari slóðir en áður, þó þær haldi sig við rappið á plötunni. Er tónlist Cyber ólík því sem þið hafið gert innan Reykjavíkurdætra? Salka: „Mjög. Með Cyber finnst mér ég hugsa meira um tónlistina en hvernig við ætlum að setja fram einhver pólitísk skilaboð.“ Jóhanna: „Já, við erum ekki með nein sérstök skilaboð nema að fá að vera til. Reykjavíkurdætur eru búnar að vera okkar þægindarammi í þrjú ár og það er áskorun að þurfa að redda öllu sjálfur og hafa ekki tíu manns til að segja manni að lagið sem mann langar að gera sé góð hugmynd.“ „Það er miklu meiri ábyrgð í að vera einn á báti,“ segir Salka og bætir við: „Svo á eftir að koma í ljós hvort það verði erfitt að aðskilja okkur. Fólk á nógu erfitt nú þegar með

Hljómsveitin Cyber er óhrædd við að fara skrýtnar og ótroðnar slóðir. Mynd | Hrefna Björg Gylfadóttir

að greina á milli allra meðlima Reykjavíkurdætra, hvað þá að það sé önnur hljómsveit innan sveitarinnar.“ Þær segjast spenntar og stressaðar í bland að halda uppi tónleikum tvær síns liðs en ekki tylft eins og með Reykjavíkurdætrum. Cyber segja möguleikana endalausa í rappinu, enda sé hægt að rappa við hvaða tónlist sem er og fjölmargar slóðir ótroðnar. Á Crap vinna þær með fjölbreyttu tónlistarfólki. Lagið Vegas er til dæmis unnið með DJ Flugvél og Geimskipi og Mávar með TY úr Geimförum: „Það kom á óvart að hvert sem við leituðum var hæfileikaríkt fólk sem var til í að vinna með okkur,“ segir Jóhanna. Cyber eru ánægðar með útkomuna og undirbúa nú útgáfutónleika sína, sem verða haldnir í stúdíói þeirra á Fiskislóð 45, þann 17. ágúst: „Það er eitthvað nýtt við þessa plötu,“ segir Salka. Crap má nálgast á SoundCloud, Spotify og Tidal.

Textar Cyber: „Mínir eru eiginlega ekki um neitt, ég er ekki með neitt markmið með textunum mínum fyrir utan þeir séu skemmtilegir,“ segir Jóhanna, en Salka er á öðru máli. „Ég pæli mjög mikið í textunum mínum, ég vann til dæmis mikið með að blanda saman barnalegum hlutum og næstum of grófum hlutum í bland, til að búa til andstæður á milli þeirra.“ Texti eftir Sölku: Plánetur hreyfast í hringi og ég kyngi alltaf Ég hringi oft og enginn svarar, nema suma betri daga Segi: „Halló pabbi, halló mamma, plís ekki fara!“ Ég er á uppleið Og mér leiðist

Texti eftir Jóhönnu: Oh lordie ég er tardy „Gurl etter brahh eitthvað teiti“ neigh what er zetta partý Whooop imma chug Bacardi Damn ég gleymdi deiti „gurl das er allt í dandý“ nah bisch, hvar er þessi heiti OMÆGAHHD ég sendi óvart skeyti



46 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016

Lestrarhesturinn Ólöf, 7 að verða 8 ára

Fíasól í hosiló í uppáhaldi „Ég er búin að vera ansi dugleg að lesa í sumar og meðal þeirra bóka sem ég hef lesið eru Fíasól, Skúli Skelfir og Hulda Vala dýravinur. Skemmtilegast fannst mér þó að lesa um Fíusól í hosiló en hún er jafn gömul mér og algjör gleðisprengja sem nýtur lífsins í botn. Samt býr hún í hrikalega herberginu Grænalundi þar sem draugahópur hangir undir rúminu hennar. Fíasól fer þess vegna alltaf uppí rúm til Pippu, systur sinnar, þegar hún fer að sofa,“ segir Ólöf. „Það fyndnasta fannst mér samt þegar Fíasól sagði í bókinni: Ég ætla bara að borða þetta nammi!

og tróð súkkulaðimola upp í sig en sagði svo „ég er hætt að borða súkkulaði, mér finnst það vont! og ég hata súrefni!“ og þá sagði Pippa, systir hennar: En þú getur ekki lifað án súrefnis og þá svara Fíasól: Nei, sko súr-efni. Mér finnst þetta efni ógeðslegt!“ segir Ólöf og skellir upp úr. Hún segist oft ímynda sér að hún sé Fíasól þegar hún les bækurnar um hana. „En ég borða samt alveg nammi. Alltaf á föstudögum.“ | bg

Mynd | Rut

Óvæntar himnasendingar veganista Tilviljanakenndar vörur án dýraafurða Með hverjum deginum bætist í hóp þeirra sem velja að sleppa alfarið dýraafurðum í mataræði sínu. Samtímis verður úrval sérfæðis fyrir vegana í stórmörkuðum og veitingastöðum landsins æ meira. Oft getur reynst erfitt að neita sér um ýmist góðgæti, enda leynir oft á sér hvaða

kextegundir innihalda afurðir dýra og hverjar ekki. Þó getur komið á óvart að ótrúlegustu vörur eru lausar við dýraafurðir fyrir tilviljun. Fréttatíminn tók saman nokkrar slíkar eftir ábendingum notenda Facebook-síðunnar Vegan Ísland. | sgþ

Þau Sascha og Lóa selja alvöru þýskar pylsur. Myndir | Rut

Red bull

BBQ sósa

Ritz kex

Oreo

Doritos

Póló kex

Pylsugerðarmaðurinn á horninu: Frumþróuðu ekta þýskar Bratwurst Hjónakornin Lóa og Sascha söknuðu þýsku pylsunnar og tóku málin í sínar hendur.

Þ

Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is

Suðusúkkulaði frá Nóa Síríusi

Snúðar

– í það minnsta þeir sem seldir eru í Bakarameistaranum, Jóa Fel og súkkulaði- og karamellusnúðarnir í Bónus.

Dökkar súkkulaðirúsínur

au Lóa Bjarnadóttir og eiginmaður hennar, Sascha Trajkovic frá Essen í Þýskalandi, reka saman ísbúðina Laugalæk sem raunar er margrómuð fyrir ljúffengar pylsur, Bratwurst og Kurrywurst, en inni í ísbúðinni er að finna ekta þýskan pylsubás. Ísbúðin gamla við Laugalæk fór á hausinn í hruninu og eftir að hafa gengið fram hjá auðu húsnæðinu um nokkurt skeið slógu Lóa og Sascha til: „Við vorum bæði atvinnulaus og hugsuðum með okkur: Hvað væri sniðugt að gera þegar ástandið er þetta? Ég, sem hef alist upp hér á Laugalæk, hef sterka tengingu við ísbúðina og fannst góð hugmynd að við myndum bara reka þetta sjálf. Úr því varð að við keyptum plássið og rekum ísbúðina í dag. Fyrsta árið vorum við bara með ís en síðan fórum við að búa til pylsur að þýskri fyrirmynd enda saknaði Sascha þýsku pylsanna svo mikið. Á sama tíma opnaði Frú Lauga hérna við hliðina á okkur og Pylsumeistarinn á móti. Það má því segja að nóg sé af pylsum í Laugardal – svo ég nefni nú ekki pylsuvagninn hjá Laugardalslauginni sem hefur staðið hér í áratugi!“ Pylsugerðin var því hugmynd Sascha sem hann frumþróaði en um ekta þýskar Bratwurst er að ræða. „Pylsurnar innihalda svínsbóg og krydd en það er allt og sumt. Ekkert vatn og allt er án aukaefna. Síðan

Ekta þýsk pylsu­ gerðar­ vél sem sneiðir pylsuna í bita.

Bratwurst með frönsku Dijon-sinnepi.

Til vinstri má sjá ekta Bratwurst en til hægri Curry­ wurst (með karrísósu til hliðar).

erum við með salöt sem við lögum hér og sérstaka karrísósu sem við gerum sjálf en það er líka hægt að fá sér Currywurst.“ Hjónin segja að pylsurnar hafi hreinlega slegið í gegn og margur Íslendingurinn geri sér sérstaka ferð til þeirra að fá sér pylsur auk þess sem þau selji pylsur í pakkningum. „Það var eiginlega hugmynd fólks-

ins að selja þetta í pökkum svo það gæti grillað heima. Kartöflusalatið seljum við líka í umbúðum. Þetta er voða vinsælt. Þess má líka geta að það eru ekki bara Íslendingar sem koma hingað heldur fjölmargir Þjóðverjar sem búsettir eru hérlendis og líta inn. Svo eru túristar farnir að líta hingað inn og það er alveg nýtt fyrir okkur.“


FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016

| 47


GOTT UM HELGINA

Fólkið mælir með… Katrín Tanja Sumarleyfisstaður: Ísland! Núna eg er byrjuð að sakna þess svo að vera heima að mér dettur ekki í hug að segja nokkuð annað. Íslensk sumur eru engu lík með fjölskyldunni og í góðra vina hópi. Afþreying: CrossFit! Hvort sem það er til heilsubótar eða keppni, þá er það fyrir alla. Maður er alltaf að gera eitthvað nýtt á hverjum einasta degi og sama á hvaða aldri maður er eða formi maður er í þá er hægt að aðlaga hverja einustu æfingu að manni sjálfum. Ekki að minnast á hvað þetta er skemmtilegt! Tónlist: Á Heimsleikunum voru þessi þrjú lög þau sem komu mér alltaf í rétta gírinn: Major Lazer Cold Water. Mø - Final Song. Zara Larson - This one’s for you.

Soffía Björg Sumarleyfisstaður: Látum okkur sjá. Ég er svo mikil heimalningur að ég verð bara að segja sveitin mín í Borgarfirði sé besti sumarleyfisstaðurinn. Fínt að slaka þar og semja músík. Afþreying: Út að skokka. Það er flott svar. Tónlist: Fullt af fínu dóti til. Þessa stundina er ég frekar hrifin af Iggy Pop/Josh Homme samstarfinu. Er mikið búin að hlusta á Gardenia af nýju plötunni. Mjög kúl.

Áslaug Arna Sumarleyfisstaður: Kjósin er dásamlegur staður til að vera á í sumarleyfinu sínu, þar eigum við fjölskyldan sumarbústað og fátt finnst mér dásamlegra en að fara þangað í afslöppun. Afþreying: Hestaferðir eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hef ferðast víða um landið og að njóta íslenskrar náttúru á hestbaki í góðra vina hóp er eitt það besta sem hugsast getur. Tónlist: Í sumarleyfinu er gott að hlusta á íslenska tónlist, á sumrin fá Friðrik Dór og Nýdönsk að heyrast mjög reglulega hjá mér.

ÓTAKMARKAÐUR LJÓSLEIÐARI ÓTAKMARKAÐUR FARSÍMI + 4GB

WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400

4.5X9MM.indd 1

2.6.2016 13:04:43

Gott að hlaða batteríin Það er stutt stórra högga á milli í Reykjavík þessa dagana: Hinsegin dagar síðustu helgi og Menningarnótt þá næstu, svo það er gott að muna að hlaða batteríin á milli stórviðburða, hafa vídeókvöld eða fara í fótabað.

Gott að skreppa í bíltúr Nú fer sumarfríinu senn að ljúka hjá flestum og tilvalið að nýta tækifærið meðan enn er hægt að fara í sunnudagsbíltúr, til dæmis í Borgarnes á listahátíðina Plan B eða bara í sund og pylsu á Selfossi.

Gott að finna sér föt fyrir haustið Það er ekki ónýtt að nýta helgina í flóamarkaðaráp, en haldinn verður flóamarkaður á Óðinstorgi á laugardag milli 13 og 18, auk þess sem Kolaportið góða er alltaf opið á laugardögum og sunnudögum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.