12 08 2016

Page 1

frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 45. tölublað 7. árgangur

Föstudagur 12.08.2016

Kraftakonur í heimsklassa Svekkjandi að vera of létt fyrir mót

24

Brúnir Íslendingar

Stöðugt spurðir hvaðan þeir séu

Litríkir leiðsögumenn í Reykjavík Elta ketti og vísa á drauga 18

34

Leslie Jones óvænt stjarna ólympíuleikanna Lýsingar hennar slá í gegn

44

Óhollusta fyrir veganista

46 FÖSTUDAGUR

12.08.16

Mynd | Víðir Guðmundsson

Í bókinni Á mannamáli tók Þórdís Elva saman hve oft krafist hefur verið gæsluvarðhalds yfir grunuðum kynferðisbrotamönnum. Hún telur að beita eigi úrræðinu miklu oftar.

Linkind yfirvalda illskiljanleg Telur að krefjast hefði átt gæsluvarðhalds þegar 19 ára piltur var sakaður um nauðgun í fyrra sinnið. Kynferðisbrot Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur gagnrýnir að pilturinn, sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur 15 ára stelpum, hafi ekki verið settur í gæsluvarðhald strax þegar fyrra málið kom upp. Yfirvöld hafi ekki beitt þeim úrræðum, sem þó eru fyrir hendi. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

„Það lítur út fyrir að enn eitt dæmið hafi bæst í íslenska réttarsögu, þar sem konur – eða í þessu tilviki fimmtán ára stúlkur – verða fyrir ofbeldi vegna þess að yfirvöld nýttu ekki þau úrræði sem þó eru fyrir hendi, og komu of beldismönnunum í gæsluvarðhald. Þetta nýja mál gæti verið dæmi um slíkt. Í bókinni Á mannamáli skrifaði ég kafla um linkind yfirvalda við

að beita gæsluvarðhaldsúrræðinu gegn grunuðum kynferðisafbrotamönnum. Baráttan gegn kynferðisofbeldi er og verður erfið og því er svo mikilvægt að nýta þau úrræði sem við þó höfum,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. Einn þyngsti nauðgunardómur sem fallið hefur á Íslandi var yfir hinum svokallaða kjötaxarmanni sem hlaut í tvígang fimm ára dóma fyrir nauðgun, árin 2006 og 2007, en í öðru tilvikinu misþyrmdi hann brotaþolanum með kjötexi á meðan á nauðguninni stóð. Þórdís Elva fjallaði um málið í grein sem birtist í Stundinni í haust. „Þegar hann greip til kjötaxarinnar var þegar búið að dæma hann sekan í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfelldar líkamsárásir á tvær konur og hrottalega naugðun á annarri þeirra. Þriðju konunni hefði auðveldlega mátt bjarga ef maðurinn hefði setið í

gæsluvarðhaldi. Þjáningar hennar skrifast á reikning íslenskra yfirvalda.“ Þórdís Elva bendir á að þar sem maðurinn hafi ekki verið hnepptur í gæsluvarðhald hafði hann tækifæri til að fremja þriðja brotið. „Og það er ástæða til að rifja upp hið hörmulega mál frá árinu 2000, sem kom upp í Keflavík, þar sem sakborningur í nauðgunarmáli myrti vitni í málinu; bestu vinkonu brotaþola. Þótt lögregla hefði undir höndum myndbandsupptöku, eins haldbæra sönnun og þær gerast, var maðurinn samt ekki hnepptur í gæsluvarðhald. Því hafði hann tækifæri til að fremja morð stuttu síðar. Þetta eru dæmi um voðaverk sem koma hefði mátt í veg fyrir. Þetta mannslíf skrifast á reikning yfirvalda sem kusu að nota ekki þau úrræði sem þó voru fyrir hendi.“ Í lögum segir að vista megi menn í gæsluvarðhaldi þegar almanna-

DJI vörurnar fást í iStore

hagsmunir eru í húfi. „Telja yfirvöld að hagsmunir kvenna og hagsmunir almennings sé aðskildir með einhverjum hætti? Teljast konur ekki til almennings, ef það flokkast ekki til almannahagsmuna, að hneppa menn sem beita konur svona gríðarlega alvarlegu ofbeldi, í varðhald?“ Það er auðvelt að vera vitur eftir á og segja að pilturinn, sem nú er grunaður um tvær nauðganir á barnungum stúlkum, hafi augljóslega verið svo hættulegur að hann ætti að vista í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. En ég vil bara sjá að gæsluvarhaldsúrræðinu sé beitt á skilvirkari hátt í kynferðisbrotamálum almennt. Ég skora á stjórnvöld að endurskoða þetta.“

KOMDU ÞÉR Í RÚTÍNU EFTIR FRÍIÐ LAILA LÆTUR DRAUMANA RÆTAST HEITUSTU TRENDIN Í HAUST

KATRÍN SNAPCHAT-STJARNA FYRIRMYND STÚLKNA EDDA OGÍSLENSKRA 20 SÍÐNA AUKABLAÐ UM SKÓLA OG NÁMSKEIÐ Mynd | Rut

Allt að gerast ÚTSALAN ER HAFIN

30-60%

AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM Bláu húsin Faxafeni

S. 555 7355 | www.selena.is

Selena undirfataverslun

Lögreglumenn hefðu viljað piltinn í gæsluvarðhald 2 Kynferðisbrot

Phantom 4

iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili DJI á Íslandi

+ 1 aukarafhlaða

Frá 239.990 kr.

Sérverslun með Apple vörur

Inspire 1 v.2.0

Phantom 4

Phantom 4

Verð áður 379.990 kr.

Verð áður 249.990 kr.

Frá 259.990 kr.

Tilboð 309.990 kr.

Tilboð 219.900 kr.

+ 2 aukarafhlöður

KRINGLUNNI ISTORE.IS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.