13 05 2016

Page 1

frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 20. tölublað 7. árgangur

Föstudagur 13.05.2016

Innlit til Lilju Pálma Ný vefsíða um íslensk heimili

Loftur vopnasali í Panama-skjölum Í viðskiptum við CIA, Stasi og einræðis­herra 22

30

Handleggsbraut mann Gæs réðst á starfsmenn Verkís

Hrært upp í majónesinu

42

6

Kleópatra Kristbjörg tjáir sig um sakamálið

Lögbrot segir landlæknir

Tvöfalt heilbrigðiskerfi. Íslenskar konur fara á einkaklíník í Ármúla

Innan við hundrað manns hirða 33 milljarða árlega Þrír fjórðu kvótans fara til rúmlega tuttugu fyrirtækja. 90 einstaklingar hafa fengið meira en 230 milljarða frá árinu 2008. Ingimar Karl Helgason ritstjorn@frettatiminn.is

Um þrír fjórðu alls fiskveiðikvóta við Ísland falla í skaut rúmlega tuttugu fyrirtækja. Innan við eitthundrað einstaklingar hirða árlega 33 milljarða af auðlindarentunni í gegnum eignarhald sitt á þessum fyrirtækjum sem telja má á fingrum og tám. Frá árinu 2008 leggur auðlindarentan sig á yfir 300 milljarða króna, samkvæmt útreikningum Indriða H. Þorlákssonar. 22 fyrirtæki fá þannig úthlutað einu prósenti eða meira af fiskveiðikvóta við Ísland. Samanlagt fá þau í eigin nafni yfir 70 prósent af kvótanum. Þegar könnuð eru eignatengsl þessara fyrirtækja við önnur sjávarútvegsfyrirtæki má ætla að hlutfall heildarkvótans sem þeim er úthlutað aukist upp í 73% eða jafnvel meira. Þegar eigendakeðja kvótahafanna hefur verið rakin í gegnum ýmis fé-

DJI vörurnar fást í iStore

lög, standa eftir um 90 einstaklingar. Sá hópur kemst fyrir í einum strætisvagni og hefur samtals fengið í sinn hlut vel yfir 230 milljarða króna af 322 milljarða króna auðlindarentu landsmanna. Hér er miðað við stöðuna árið 2015. Þegar ársreikningar þessara fyrirtækja fyrir árið 2014 eru kannaðir með tilliti til eignarhalds sést glögglega að enda þótt hluthafar í sumum þeirra séu margir – skipti jafnvel hundruðum – þá eru þeir fáir sem eiga bróðurpartinn í fyrirtækjunum, hafa áberandi yfirráð og/eða fá megnið af arðinum í eigin vasa.

Grætt á tá og fingri Örfáir raka til sín arðinum af auðlindinni

10

SkápaÍslendingar

Fimm milljónir Norðmanna halda með Íslendingum á EM í fótbolta

Tíu efstu

Þorsteinn Már Baldvinsson Samherji • 10 milljarðar Kristján V. Vilhelmsson Samherji • 10 milljarðar Helga S. Guðmundsdóttir Samherji • 10 milljarðar Guðmundur Kristjánsson Brim • 10 milljarðar Gunnar Tómasson Þorbjörn • 5,6 milljarðar Eiríkur Tómasson Þorbjörn • 5,6 milljarðar Gerður Sigríður Tómasdóttir Þorbjörn • 5,6 milljarðar Guðbjörg Matthíasdóttir Ísfélagið • 5 milljarðar Kristján Loftsson HB Grandi • 2,7 milljarðar Birna Loftsdóttir HB Grandi • 2,7 milljarðar

Phantom 4

4

20 FER OFTAR Á LÆKNAVAKTINA EN Í SUND EKKI SPARA SÓLARVÖRNINA Í SUMAR MAGGA PÁLA: ÞARF BARNIÐ AÐ FARA Í LEIKSKÓLA?

HARPA EINARS

SÝNIR NÝJA HÖNNUN Í CANNES EFTIR AÐ HAFA MISST FYRIRTÆKI Í HENDUR FJÁRFESTA, TEKIST Á VIÐ GEÐHVARFASÝKI OG VERIÐ HEIMILISLAUS

5 ATRIÐI SEM STUÐLA AÐ HEILBRIGÐRI HÚÐ FÖSTUDAGUR

13.05.16

FYRSTA KONAN SEM STJÓRNAR FÓTBOLTAÞÆTTI Á ÍSLANDI

ARNAR FREYR RAPPARI Í NÝJU HLUTVERKI

Alltaf með Fréttatímanum

Viðurkenndur endursöluaðili

OSMO

Inspire 1 v2.0

væntanlegur aftur 15. maí

30

KRINGLUNNI ISTORE.IS


FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

2|

Panamaskjölin Skattrannsóknarstjóri hefur óskað eftir upplýsingum um félag formanns FH

Skattstjóri rannsakar formann FH vegna Panamaskjalanna Jón Rúnar Halldórsson var með félag á Bresku Jómfrúreyjunum. Hann segir það hafa verið notað vegna hlutabréfakaupa. Valur Grettisson Valur@frettatiminn.is

„Ég kannast við félagið og kannski það merkilegasta við það er að nafnið er ansi f lott,“ svarar Jón Rúnar Halldórsson, formaður stjórnar FH, en nafn hans er í Panamaskjölunum. Þar var hann skráður fyrir félaginu Sutherland

Consultancy sem var stofnað á Bresku Jómfrúreyjunum árið 2007. Félagið var raunar stofnað tveimur mánuðum eftir að Jón Rúnar seldi hlut sinn í Saltkaup í ágúst árið 2007. „Ég fékk samt ekki félagið fyrr en árið 2008,“ útskýrir Jón Rúnar spurður út í tímasetninguna. Hann bætir svo við: „Ríkisskattstjóri sendi mér einmitt bréf um daginn vegna málsins og ég er búinn að svara því. Núna vill hann frekari upplýsingar.“ Það er því ljóst að skattayfirvöld hér á landi voru ekki upplýst um

tilvist félagsins, sem var endanlega slitið árið 2012. Jón Rúnar segir að hann hafi ákveðið að kaupa hlutabréf rétt fyrir hrun og starfsmenn Landsbankans í Lúxemborg sem bjuggu félagið til. „Svo kom þetta ágæta hrun og allt fór á hausinn. Ég fór bara og afskrifaði þetta,“ segir hann. Mikil uppbygging hefur verið á svæði FH síðastliðin ár, meðal annars í gegnum finnska fyrirtækið Best-Hall, sem Jón Rúnar er umboðsaðili fyrir hér á landi. Fréttablaðið ræddi við Jón á síðasta ári þar

sem hann var spurður hvort einhver hagsmunaárekstur væri á milli hans og FH þar sem hann væri umboðsaðili fyrirtækis sem FH keypti húsin af. Því þverneitaði hann í viðtalinu og sagðist ekki fá krónu fyrir uppbygginguna. Aðspurður hvort hann standi við þau ummæli, svarar Jón Rúnar höstugur: „Ég stend við það. Best-Hall kemur þessu ekkert við.“ Spurður hvort hann telji málið hafa áhrif á setu hans sem formanns félagsins svarar Jón Rúnar einfaldlega: „Nei, engin áhrif.“

Jón Rúnar Halldórsson hefur staðið í brúnni hjá FH og leitt félagið í gegnum umfangsmikla uppbyggingu. Nafn hans er í Panamaskjölunum vegna félags sem hann segist hafa notað til hlutabréfakaupa.

Stjórnmál Yfirlýsing Sigmundar er götótt

Wintris skilaði ekki tilskildum gögnum Mynd | Hari

Stúlkan hefur mátt þola einelti í Austurbæjarskóla. Foreldrar stúlkunnar vilja rannsókn á því hvernig skólinn tók á málinu.

Einelti Foreldrar kvörtuðu til fagráðs gegn einelti vegna meints aðgerðarleysis

Vilja að borgarstjóri rannsaki einelti Fjölskylda hefur beðið um aðstoð borgarstjóra vegna alvarlegs eineltismáls Fjölskylda unglingsstúlku í Austurbæjarskóla, sem lenti í líkamsárás um miðja síðustu viku skammt frá Laugalækjarskóla, hefur sett sig í samband við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur vegna málsins. Faðir stúlkunnar segir í samtali við Fréttatímann að hann hafi fundaði með Degi í síðustu viku og lagði faðirinn til að fulltrúi menntamálaráðuneytisins og fagfólk myndi sitja í nefndinni. Hlutverk hennar væri þá að rannsaka bæði aðstæður unglingsstúlkunnar sem mátti þola hrottalega líkamsárás af hálfu þriggja stúlkna og var sú árás kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Myndskeið af árásinni, sem fjórða stúlkan tók upp, var sláandi og vakti hörð viðbrögð í samfélaginu. Barnaverndanefndir Reykjavíkur og Hafnarfjarðar eru með

málið á sínu borði en lögreglan er langt komin í rannsókn sinni. Þá vill fjölskylda stúlkunnar að nefndin skoði einnig lagaleg úrræði. Stúlkan sem varð fyrir árásinni er fimmtán ára gömul og hefur mátt þola einelti til langs tíma. Það einelti hefur ekki eingöngu verið rafrænt að sögn föður stúlkunnar, heldur hefur það helst átt sér stað innan veggja skólans. Fjölskylda stúlkunnar hefur barist gegn eineltinu og ítrekað reynt að bæta aðstæður hennar. Þannig kvörtuðu foreldrarnir til fagráðs gegn einelti viku áður en stúlkan varð fyrir árásinni þar sem þau voru ósátt við stjórnendur Austurbæjarskóla og hvernig þeir tóku á málinu. Fagráðið miðar að því að foreldrar, sem og raunar aðrir aðilar innan skólasamfélagsins, geta óskað eftir aðkomu fagráðs ef ekki tekst að finna fullnægjandi lausn innan skólans. Foreldrar geta jafnframt vísað máli til fagráðs vegna meints aðgerðaleysis skóla eða sveitarfélags. | vg

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra staðfestir með yfirlýsingu um skatttekjur vegna félagsins Wintris, að hann hafi ekki skilað þeim gögnum sem honum ber samkvæmt lögum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson birtir á heimasíðu sinni upplýsingar um eignir og skattgreiðslur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, og Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, frá árinu 2007 til 2015. Þar kemur fram að félagið hafi ekki skilað ársreikningi fyrir félagið og ekki upplýsingum um tekjur vegna félags í atvinnustarfsemi (CFC). Einu félögin sem þurfa ekki að gera það eru sérstaklega undanþegin, eins og góðgerðarfélög og sveitarfélög, nema þau hafi með höndum atvinnustarfsemi í viðkomandi ríki og greiði skatta af þeim þar. Með öðrum orðum, þá þyrfti eiginkona Sigmundar Davíðs ekki að framvísa gögnunum ef þau hefðu rekið gistihús á Tortóla og talið fram og greitt skatta þar. Þá virðist ráðherrann fyrrverandi telja fram söluhagnað og vaxtatekjur sem fjármagnstekjur frá Wintris, en samkvæmt lögum á að telja það fram sem almennar tekjur og skattleggja þær sem slíkar. Einu fjármagnstekjurnar yrðu að vera vegna arðgreiðslna, vaxta eða húsaleigu

eða söluhagnaðar af félaginu sjálfu. Félagið er hins vegar að kaupa og selja verðbréf eins og lesa má úr gögnum og greiða milljónir á ári í þóknun fyrir þjónustu. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og sagðist ekki tjá sig um mál einstaklinga. Líklegt má þó telja að skattayfirvöld kalli eftir frekari gögnum enda ómögulegt að sannreyna að greiddir hafi verið allir skattar af félaginu þegar upplýsingar vantar. Sigmundur Davíð segir í yfirlýsingu sinni að upplýsingarnar séu þær ítarlegustu sem nokkur íslenskur stjórnmálamaður hefur veitt um eigin fjármál eða fjölskyldu sinnar. Hann hvetur aðra kjörna fulltrúa til að gera slíkt hið sama, einkum þá sem hafa haft frumkvæði að því að gera fjármál annarra að pólitísku bitbeini hvort sem þeir ætla að bjóða sig áfram fram til opinberra starfa eða ekki.

Sigmundur segir upplýsingarnar þær ítarlegustu sem nokkur íslenskur stjórnmálamaður hafi birt.

Kosningabandalag eða sameining kemur til greina „Við höfum fengið nokkra flokka og ný nöfn á vinstri vængnum án þess að það hafi leyst vandann,” segir Helgi Hjörvar sem býður sig fram til formanns Samfylkingarinnar. Magnús Orri Schram sem einnig gefur kost á sér vill leggja niður Samfylkinguna og stofna nýjan flokk. Helgi segir að hugmyndin eigi vel rétt á sér enda eigi formannskosningar að kalla eftir ólíkum hugmyndum um hvernig snúa megi vörn í sókn. Kjósendur vilji skýra valkosti, það megi ekki ráðast í bakherbergjum hverjir vinni saman eftir kosningar. „Ég vil

Ég vil ganga eins langt í samvinnu við aðra stjórnarandstöðuflokka og mögulegt er.

ganga eins langt í samvinnu við aðra stjórnarandstöðuflokka og mögulegt er. Kosningabandalag gjarnan og sameining kemur líka til greina, en aðeins ef hún næst fram um málefni.” | þká

Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar býður sig fram til formanns.


Nýr Passat GTE.

Rafmagn, bensín og hrein skemmtun.

Volkswagen Passat GTE er öflugur tengiltvinnbíll sem gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni. Snerpan og mýktin sem hann býr yfir gera aksturinn að hreinni skemmtun. Sjaldan hefur jafn umhverfisvænn og ástríðufullur fjölskyldubíll sameinast í eins glæsilegum bíl og Passat GTE. Komdu og prófaðu nýjan Passat GTE. Þú verður ekki lengi að sjá að hér er enginn venjulegur bíll á ferð. Góða skemmtun! Verð frá 4.990.000 kr. Volkswagen Passat GTE, sjálfskiptur með 218 hestafla bensín- og rafmótor. Drægni allt að 50 km á rafmagni. Frítt í gjaldskyld bílastæði í allt að 90 mínútur. Staðalbúnaður meðal annars: Leðurklætt aðgerðastýri með skiptingu í flipa, Alcantara sæti með rafmagnsstillanlegum bakstuðningi, hiti í framsætum, lyklalaus ræsing, LED lýsing í innanrými, Bluetooth búnaður fyrir síma og tónlist, margmiðlunartæki með 6,5" litaskjá, geislaspilari, SD, AUX, USB, regnskynjari, viðvörunarkerfi ökumanns, “Hill assist” sjálfvirk handbremsa, 7 loftpúðar, hraðastillir, nálgunarvarar að aftan og framan, bakkmyndavél, litað gler í afturrúðum, rafmagnsopnun á afturhlera, LED aðal- og dagljósabúnaður, 17" Montpellier álfelgur.

www.volkswagen.is

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði


FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

4|

Alþingi Frumvarp um almennar íbúðir afgreitt úr þingnefnd

Of lítið fé fylgir húsnæðisfrumvörpunum Húsaleigubætur hafa ekki hækkað allt kjörtímabilið en frumvarp velferðarráðherra um leigubætur er enn til meðferðar í velferðarnefnd. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

Frumvarp um almennar íbúðir hefur verið afgreitt úr velferðarnefnd í góðri sátt nefndarmanna. Markmiðið var að tryggja framboð á leiguhúsnæði fyrir lágtekjufólk á verði í samræmi við greiðslugetu, en það var liður í að-

gerðum til að greiða fyrir kjarasamningum. Nú er búið að bæta heimild í frumvarpið sem leyfir að fólk með hærri tekjur síðustu þrjú árin, getur fengið að vera í íbúðunum gegn hærri leigu. Þá er verið að leggja inn viðbótarframlög vegna húsnæðis fyrir þá sem eru með allra lægstu tekjurnar. Eftir er að afgreiða frumvarp um húsnæðisbætur til leigjenda. „Húsaleigubætur hafa ekki hækkað allt kjörtímabilið, áttatíu milljarðar króna fóru í niðurfærslu lána til húseiganda en leigufélögin voru látin sitja

hjá,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. „Ráðherra lofaði síðan hækkun húsaleigubóta til mótvægis við matarskattinn, það var ekki staðið við það og nú er liðið nær eitt og hálft ár. Hvernig sem þetta frumvarp fer, þá verður að hækka bæturnar, það getur ekki beðið lengur.“ Hún segir velferðar­nefnd í viðræðum við ráðuneytið um hvort hægt sé að hækka framlögin sem fylgja frumvarpinu. Húsaleigubætunar hafi átt að ná til fleiri tekjuhópa en þeirra lægstlaunuðu. Ljóst sé að þá þurfi að

hækka framlagið. Að óbreyttu stefni í að þeir tekjulægstu sitji eftir en þeirra staða á leigumarkaði sé verst. „Frumvarpið nýtur stuðnings verkalýðshreyfingarinnar en markmið þess var að koma til móts við fólk með meðaltekjur og jafna milli húsnæðisbóta og leigubóta svo fólk væri jafnsett í leiguhúsnæði og í séreignakerfinu,” segir

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ. „Það var partur af samkomulagi fyrir kjarasamninga. Ef það á að víkja verulega frá markmiðinu munum við skoða það alvarlega. Ég ætla að gefa mér það að ríkisstjórnin ætli ekki að ganga á bak orða sinna,“ segir hann.

Að óbreyttu stefnir í að þeir tekjulægstu sitji eftir, segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir

Heilbrigðismál Landlækni var ókunnugt um aðgerðir á íslenskum konum

Tvöfalt heilbrigðiskerfi brýtur í bága við lög Hópur íslenskra kvenna sem er í áhættuhópi fyrir brjóstakrabbamein hefur látið fjarlægja brjóstin og byggja upp ný og greitt fyrir það úr eigin vasa Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

Mynd | Getty Images

Einn listamaður hefur fengið diplómatapassa en það er Vladimir Askenazhy

Stjórnsýsla 490 með diplómatísk vegabréf

Einn listamaður með diplómatapassa Í dag eru í gildi 490 diplómatísk vegabréf en meðal þeirra sem eiga rétt á slíku eru forseti Íslands og maki, forseti þingsins, núverandi ráðherrar og fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherrar auk hæstaréttardómara og annarra æðstu embættismanna ríkisins, sendiherra og starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Utanríkisráðherra getur einnig úthlutað listamönnum sem skara fram úr á alþjóðavettvangi slíku vegabréfi, en einungis einn íslenskur listamaður, Vladimir Askenazhy, hefur slíkt vegabréf. Vegabréfinu er ætlað að greiða götu handhafa þess í útlöndum en veitir afar takmörkuð réttindi

á Íslandi. Það er mismunandi eftir löndum hve mikillar friðhelgi handhafar þess njóta en samkvæmt Vínarsamkomulaginu er hverju landi i sjálfsvald sett hvaða reglur það setur. Dorrit Moussaieff er með diplómatískt vegabréf sem eiginkona forseta Íslands. Það var útgefið árið 2006, eftir að Dorrit fékk ríkisborgararétt talsverðu eftir að hún giftist forsetanum, en það er einungis gefið út fyrir íslenska ríkisborgara. Í nýjasta blaði Stundarinnar er látið að því liggja að forsetafrúin hafi haft diplómatainnsigli, en samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu stenst það ekki skoðun. Slík innsigli séu afar sjaldan notuð í dag og það gildi um þau strangar reglur. | þká

„Ef konur í áhættuhópi geta greitt fyrir fyrirbyggjandi brjóstnám á einkaklíník til að losna við bið á Landsspítalanum, þá er það tvöfalt heilbrigðiskerfi sem brýtur í bága við lög,” segir Birgir Jakobsson landlæknir en honum var ókunnugt um að íslenskar konur færu í brjóstnámsaðgerðir á Klíníkinni við Ármúla. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur tekur í sama streng og landlæknir: Það er verið að brjóta fyrstu grein sjúkratryggingalaga, sem kveður á um að tryggja bestu, fáanlegu læknismeðferð óháð efnahag. „Það hljóta að vakna spurningar um hvort allir hafi sama aðgang að þjónustunni út frá fjárhagslegum forsendum,“ segir María Heimisdóttir læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH. Hún segir að Landspítalinn hafi veitt þessa þjónustu lengi og staðið sig vel í alþjóðlegum samanburði. „Aðalatriðið er að það náist sátt um hvar best er að veita þessa þjónustu og að það sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga,“ segir María. Hún segir að þetta séu ekki skurðaðgerðir sem hægt sé að hoppa í með engum fyrirvara. „Við lítum ekki svo á að konur sem ætla í svona aðgerð séu sjálfkrafa á einhverjum biðlista. Það fer virkur undirbúningstími í hönd, bæði út af erfðaráðgjöf og svo þarf að vega og meta kosti og galla aðgerðarinnar.“ Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir segir að stjórnvöld hafi minna svigrúm til að skipuleggja og forgangs-

María Heimisdóttir læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH.

Birgir Jakobsson segir að ef íslenskar konur séu að greiða fyrir aðgerðir á einkaklíník sem séu framkvæmdar á Landspítala, sé það brot á lögum.

raða þjónustunni meðan stór hluti lækna sé í einkarekstri og bundinn einkaréttarlegum samningum við sjúkratryggingar. Þá sé enn fremur grafið undan tiltrú almennings á opinbera kerfinu. Læknar séu voldugasta stéttin innan heilbrigðiskerfisins og meðan ekki sé hægt að skipuleggja með hliðsjón af almannahagsmunum sé hætta á frekara fjársvelti sem ýti enn frekar undir einkavæðingu. Sigurbjörg segir að eftir því sem notendagjöldin í heilbrigðisþjónustunni hækki, sjái tryggingafélögin sér leik á borði og bjóði alls kyns sjúkdómatryggingar. Þar með sé hluti þess sem er greitt til heilbrigðisþjónustunnar farinn út úr kerfinu. Einkafyrirtækin velji síðan úr auðveldustu sjúklingahópana og bjóði upp á meðferð. Erfiðustu tilfellin sitji eftir inni á opinberu sjúkrahúsunum. Klíníkin hefur tilkynnt dagbundna starfsemi til landlæknis, þar sem fólk fer heim að lokinni aðgerð, en hefur ekki tilkynnt rekstur legudeildar eða sjúkrahúss, þar sem fólk liggur inni yfir nótt. Enginn frá Klíníkinni vildi tjá sig um málið.

Fylgdu lækninum sínum

Álfurinn 2016

- fyrir unga fólkið

Klíníkin hefur ekki náð samkomulagi við Sjúkratryggingar um slíkar aðgerðir og því er þær ekki niðurgreiddar Samkvæmt BRCA samtökum kvenna sem eru í áhættuhópi vegna brjóstakrabbameins fylgdi hópur kvenna Kristjáni Skúla Ásgeirssyni brjóstaskurðlækni þegar hann flutti sig yfir á Klíníkina og vildi frekar fara í aðgerð hjá honum þótt þær þyrftu að greiða fyrir hana sjálfar. „Ég var á biðlista, eignaðist barn í millitíðinni og hitti síðan Kristján Skúla, sem er núna á Klíníkinni,” segir Inga Lillý Brynjólfsdóttir formaður Brakka-sam-

takanna, samtaka, BRCA arfbera. „Hann er eini læknirinn sem hefur sérhæft sig í fyrirbyggjandi brjóstnámi og ég ákvað að fylgja honum. Það voru langir biðlistar á Landspítalanum og ég veit um tvö dæmi þess að konur sem voru að bíða greindust með krabbamein. Ég efast ekki um að allir séu að vinna frábært starf en það skiptir máli að velja sér lækni. Þetta er persónulegt svæði og það skiptir máli að líða vel með lækninn sinn og tengjast honum. Eins og þetta er í dag, er þetta kannski tvöfalt heilbrigðiskerfi, en mér finnst

að niðurgreiðslan eigi að fylgja okkur en ekki lækninum eða sjúkrahúsinu, það er synd að það eigi að ráðast af efnahag hvert konur geti leitað.“

Inga Lillý segir Kristján Skúla eina lækninn sem hafi sérhæft sig í fyrirbyggjandi brjóstnámi.


Umsóknarfrestur er til 15. maí

Góður leiðtogi nær betri árangri Meistaranám í forystu og stjórnun Meistaranám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst er sérsniðið að þörfum þeirra sem vilja styrkja sig í starfi og efla leiðtogahæfileika sína fyrir forystu og stjórnunarstörf. Námið hefur hlotið frábærar móttökur og samanstendur af fjölbreyttum áföngum sem veita nemendum víðtæka þekkingu og sérstökum áföngum um ólíkar kenningar innan

forystu- og stjórnunarfræða. Til að mynda er sérstakur áfangi í þjónandi forystu (e. servant leadership). Í náminu er sérstök áhersla lögð á að efla samskiptahæfni nemenda. Markmið skólans er að mennta samfélagslega ábyrga leiðtoga fyrir fjölbreytt atvinnulíf og samfélag.

Nám í forystu og stjórnun er kennt í fjarnámi og nemendur geta tekið námið á eigin hraða. Umsóknarfrestur fyrir haustönn 2016 er til 15. maí.

- hvar sem þú ert og hvert sem þú stefnir


FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

6|

Stuðningur við forseta Íslands í kosningum 32.924

kusu Ásgeir Ásgeirsson forseta árið 1952, sem var fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í forsetakjöri hér á landi og hlaut hann 46,7%. Tveir buðu sig fram með Ásgeiri en aðeins munaði um 2000 atkvæðum á milli Ásgeirs og mótframbjóðandans, Bjarna Jónssonar sem hlaut 44,1% atkvæða. Ásgeir sat sem forseti til 1968.

67.544

kusu Kristján Eldjárn árið 1968 og hlaut hann 65% kosningu í embætti forseta Íslands. Mótframbjóðandi hans var Gunnar Thoroddsen sem fékk aðeins 35.428 atkvæði eða 34,1%.

Heimsþekktu amerísku heilsurúmin frá Spring Air.

Nú í Dorma

33,6%

kusu Vigdísi Finnbogadóttur árið 1980 og hlaut hún því 43.611 atkvæði í kosningunum. Hún var með þrjá mótframbjóðendur. Aðeins munaði tæplega 1911 atkvæðum á henni og Guðlaugi Þorvaldssyni, ríkissáttasemjara, sem fékk 32,2% atkvæða í kosningunum.

Fáanlegt í stærðunum 120/140/160/180 x 200 cm

Komdu og leggstu í draumarúmið! Regency er sérlega vandað heilsurúm frá Spring Air, einum þekktasta rúmaframleiðanda Bandaríkjanna. Gerðu kröfur um gæði – Spring Air stenst þær. • Fimm svæðaskipt pokagormakerfi

• Silkiblandað bómullar­ áklæði

• Tvöfalt gormakerfi

• Steyptur svampur í köntum

• Hægindalag í yfirdýnu

• Sterkur botn

Kynningartilboð 180 x 200 cm Fullt verð: 279.900 kr.

Aðeins 209.925 kr. Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafjörður

Afgreiðslutími Rvk. Mán. til fös. kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–16 www.dorma.is

1.556

atkvæði eru fæst atkvæði sem hafa verið greidd einum frambjóðanda í forsetaskosningum. Það var Hannes Bjarnason sem hlaut þann umdeilda heiður að vera atkvæðaminnsti forsetaframbjóðandi sögunnar í forsetakosningunum árið 2012. Þar sló hann met Ástþórs Magnússonar Wium frá kosningunum árið 2004. Þá fékk Ástþór 2001 atkvæði.

Kleópatra greiddi ekkert fyrir Gunnars Majónes Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni.

atkvæðaseðlar voru ógildir og auðir í forsetakosningunum árið 2004. Þá fékk Ólafur Ragnar Grímsson tvo mótframbjóðendur, Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon Wium. Mikil ólga var í kringum Ólaf Ragnar eftir að hann hafði beitt málskotsréttinum í fyrsta skipti og neitað að undirrita lög um fjölmiðlafrumvarp. Í þeim kosningum hlaut Ólafur 67,5% greiddra atkvæða, eða 90.662 atkvæði.

Dómsmál Sökuð um að hafa sölsað undir sig fjölskyldufyrirtæki

Sérstakur saksóknari rannsakar hvort Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir hafi brotið lög þegar hún keypti majónesframleiðslu í Hafnarfirði

Spring Air REGENCY heilsurúm með classic botni

28.461

„Ég fór í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara í nóvember síðastliðnum,“ segir Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir, en hún hefur stöðu sakbornings þar sem hún var framkvæmdastjóri hjá Gunnars Majónesi rétt fyrir gjaldþrot auk þess sem kaup hennar á fyrirtækinu eru sögð óeðlileg. Þrotabússtjóri Gunnars Majónes sakar hana um að hafa sölsað undir sig fyrirtækið og greitt fyrir það 62,5 milljónir króna, sem hann vill meina að sé langt undir markaðsvirði. Dómkvaddur matsmaður mat fyrirtækið 180 milljóna króna virði, en því er Kleópatra ósammála og hefur fengið yfirmatsmenn til þess að meta virði fyrirtækisins. „Það er ekkert þarna nema lógóið. Þarna eru gamlar vélar sem hafa verið þarna frá stofnun fyrirtækisins. Það er hætt að framleiða varahluti í sum af þessum tækjum og ég hef borgað stórfé í viðhald á þeim,“ segir Kleópatra. Gu n na r Jónsson lést árið 1998, en hann stofnaði fyrirtækið árið 1960. Það voru dætur hans tvær, Helen Gunnarsdóttir Jónsson og systir hennar, Nancy R. Gunnarsdóttir, sem sátu í stjórn félagsins og sáu um rekstur þess ásamt aldraðri

Helen Gunnarsdóttir Jónsdóttir var dæmd til þess að endurgreiða tæplega 14 milljónir í ofgreidd laun. Í dómnum kom fram að laun hennar snarhækkuðu úr rúmlega 200 þúsundum upp í rúmlega milljón á mánuði þrátt fyrir að gjaldþrot blasti við. Þá kom fram í dómnum að Helen er grunuð um að hafa tekið út samtals 36 milljónir í tveimur færslum af viðskiptamannareikningi félagsins og nýtt í eigin þágu og var upplýst í dómnum að fyrirtækið væri til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara.

móður sinni. Upp úr 2002 fór að halla verulega undan fæti í rekstri félagsins. Að lokum ráku systurnar félagið í þrot eftir tíu ára taprekstur og sæta þær einnig rannsókn fyrir að hafa nýtt fé félagsins í eigið uppihald. Sjálf sagði Nancy í pistli sem hún ritaði á vefsíðuna Spegilinn árið 2014, að faðir hennar hefði lýst því margsinnis yfir að hann vildi ekki að fjölskylda sín tæki við fyrirtækinu. Í sama pistli upplýsti Nancy að hún hefði verið í sértrúarsöfnuðum og systir sín hefði verið algleypir og étið allt upp til agna í fyrirtækinu. Aðeins brot af skuldum félagsins fengust greiddar upp í kröfur og var gert árangurslaust fjárnám í fyrirtækið í sumarbyrjun árið 2014. Systurnar samþykktu örskömmu síðar að selja Kleópötru einni félagið. Hún greiddi ekki krónu fyrir, heldur gaf út skuldabréf til tíu ára, sem fyrirtækið, sem nú heitir Gunnarsson ehf, greiðir árlega af, samkvæmt ársreikningi félagsins. Í sama ársreikningi kom fram að félagið skilaði rétt tæplega 35 milljónum í hagnað fyrir rekstrarárið 2014. Spurð út í sterka stöðu fyrirtækisins og skuldabréfið svaraði Kleópatra: „Ég borgaði það ekki vegna þess að þetta var gert í dauðans ofboði. Það stóð aldrei til að hafa þetta svona nema til bráðabirgða, til þess að koma í veg fyrir framleiðslustopp. En þetta er allt annað fyrirtæki en var. Nú rek ég fyrirtækið eftir mínu nefi.“ Rannsókn sérstaks saksóknara er langt komin en ákærur hafa ekki verið gefnar út. Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir er sögð hafa sölsað undir sig fyrirtækið.

Bæring styður Andra Snæ Sigrún friðar Bæring Ólafsson sem dró forsetaframboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar Grímsson ákvað að bjóða sig fram að nýju, segir að ákvörðun hans sé óbreytt þótt Ólafur Ragnar hafi nú dregið sig í hlé. Hann segist óska öllum frambjóðendum góðs gengis vilji þó benda á að það eru fleiri kostir en þeir tveir sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur vakið athygli á. „Ég held að valið standi milli gamla og nýja tímans og vil benda á að Andri Snær Magnason er að mínu mati mjög góður talsmaður fyrir nýja tíma. Andri er skarpgáfaður, mikill atorkumaður, strangheiðarlegur, ákveðinn, traustur og hugrakkur,“ segir Bæring sem lýsir yfir stuðningi við hann sem næsta forseta Íslands. | þká

Kerlingarfjöll

Andri Snær Magnason og Bæring Ólafsson

Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra undirbýr að friðlýsa Kerlingarfjöll og næsta nágrenni þeirra. Samkvæmt heimildum Fréttatímans hyggst hún kynna málið á afmælisdaginn sinn 15. júní. Kerlingarfjöll eru fjallabálkur skammt suðvestur af Hofsjökli. Svæðið er að mestu ósnortið víðerni sem einkennist af stórbrotnu og litríku landslagi. | þká


Pétur Pétursson forseti Reykjavíkurdeildar Hins íslenska bókmenntafélags á fundi í Reykjavík 13. apríl 1866:

„Í þessu trausti viljum vèr, hátt­ virtu fèlagsmenn! vinna ótrauðir, leitast við að auka mentun og fróðleik sjálfra vor og landa vorra, og reyna til að vinna fèlagi voru sem flesta fèlagsbræður, svo að því enn geti aukizt kraptar og það unnið sem mest gagn fyrir land og lýð.“ Hið íslenska bókmenntafélag fagnar um þessar mundir 200 ára afmæli sínu. Af því tilefni opnar glæsileg sýning í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni um sögu félagsins sem á sér ótal marga snertifleti við sögu þjóðarinnar. Rasmus Christian Rask Upphafsmaður að stofnun Hins íslenska bók mennta­ félags var danski mál­ fræðingurinn Rasmus Christian Rask (1787­ 1832). Rask var mikill áhugamaður um íslenska tungu og menningu og var meðal þeirra sem töldu að æskilegt væri að stofna félag til að efla íslenska tungu því hún ætti á hættu að deyja út á næstu 100 til 300 árum. Hið íslenska bókmenntafélag Stofnfundur félagsins fór fram á lofti Þrenningar­ kirkju í Kaupmannahöfn 30. mars 1816 og í ágúst sama ár var annar stofn­ fundur haldinn á Íslandi. Árið 1818 tók Bókmennta­ félagið formlega við búi Hins konunglega íslenska lærdómslistafélags sem starfað hafði frá 1779 og var fyrirrennari HÍB.

www.hib.is

Skírnir Bókmenntafélagið hóf öflugt útgáfu­ starf ári eftir stofnun og 1827 leit fyrsta tölublað Skírnis dagsins ljós. Skírnir hefur komið út óslitið síðan og er elsta tímarit á Norðurlöndum. Skírnir er sendur út til félagsmanna Hins ís­ lenska bókmenntafélags tvisvar á ári, að vori og hausti. Jón forseti Jón Sigurðsson var kjörinn forseti Kaup­ mannahafnar­ deildar félags­ ins árið 1851. Þaðan er komið viður nefnið „Jón forseti.“ Raunar var kosningin tvísýn og þurfti að kjósa tvisvar milli Jóns og Brynjólfs Pétursson­ ar. Jón sat síðan sem forseti félagsins til dauðadags árið 1879 eða í tæp þrjátíu ár.

Starfsemi félagsins var fyrstu öldina samofin sjálf­ stæðisbaráttu þjóðarinnar. Útgáfa Bókmenntafélagið er fræðafélag þótt það sé kennt við bókmenntir. Við stofnun félagsins merkti orðið bók menntir hvers konar menntir sem bundnar voru við bækur og þá ekki síður fræði en skáld­ skap. Félagið hefur frá stofnun gefið út mikinn fjölda rita, bæði íslensk og erlend öndvegis­ verk. Þar á meðal má nefna Lærdómsritin svonefndu, en þar er að finna nokkur „tíma­ mótaverk í sögu mannlegrar

KLASSÍSKUR FRÓÐLEIKUR Í 200 ÁR

Afmælissýning Hins íslenska bókmenntafélags í Þjóðarbókhlöðunni frá 12. maí 2016 SÝNINGIN ER OPIN 9–17 VIRKA DAGA OG 10–14 Á LAUGARDÖGUM

hugsunar“ auk annarra fræðilegra rita sem þykja framúrskarandi góð. Til framtíðar Bókmennta­ félagið fagnar 200 ára afmæli sínu með veglegri dagskrá, sem hófst með undirritun samstarfssamnings við gamma sem er þar með bak hjarl félagsins næstu fjögur ár. Við sama tæki­ færi kynnti Jón Sigurðs­ son, forseti félagsins, nýja Twitter­síðu Bókmennta­ félagsins og ritaði fyrstu færslu félagsins á þeim vettvangi: „Hér hefjast næstu tvö hundruð ár í sögu Hins íslenska bókmenntafélags.“

Öllum opið Bókmenntafélagið er vitaskuld öllum opið. Um leið og við bjóðum alla velkomna á afmælis­ sýninguna hvetjum við þá sem láta sig markmið félagsins varða að gerast félagar og njóta um leið glæsilegrar útgáfu félagsins á markverðum fræðiritum.

Félagssk írteini

Jónas Hallg rímsson 161107–5258 Sank t Peder s Stræde 20 DK 1453 Kaupmann ahöfn

www.hib.is

styrkir HÍB á tveggja alda afmæli félagsins


26. maí í 11 nætur

Frá kr.

67.195 FYRIR

21 á flugsæti m/gistingu

KRÍT G

ríska eyjan Krít lætur engan ósnortinn með fegurð sinni, menningu og yndislegum eyjaskeggjum! Krít er stærsta gríska eyjan og

hefur fengið gælunafnið þröskuldur Evrópu vegna einstakrar staðsetningar sinnar, en hún liggur við mörk Evrópu, Asíu og Afríku. Krít er 260 km að lengd og breiðust er hún um 56 km. Hér skiptast á stórkostlegt fjalllendi með snæviþöktum fjallstoppum og dásamleg strandlengjan sem ávallt heillar sólþyrstan ferðalanginn.

Frá kr. 114.435

21 FYRIR

Sirios Village m/allt innifalið

Netverð á mann frá kr. 114.435 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 148.195 m.v. 2 í herbergi. 26. maí í 11 nætur.

ENNEMM / SIA • NM75312

Netverð á mann frá kr. 67.195 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 87.395 m.v. 2 í stúdíó.

Porto Platanias Village Frá kr. 109.995 m/allt innifalið

Netverð á mann frá kr. 109.995 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 159.895 m.v. 2 í stúdíó. 26. maí í 11 nætur.

Borgin Börn vanskilafólks komast ekki á sumarnámskeið

Átta börn sett hjá vegna vanskila foreldra Átta börn fengu ekki að taka þátt í sumarstarfi frístundaheimilanna í Reykjavík í fyrra af því foreldrar þeirra skulduðu fyrir dvöl á frístundaheimili. Ekki er vitað hversu stór hópur þarf að sitja hjá í sumar vegna vanskila foreldra en skráningu á þó á ljúka í þessari viku. Sigrún Sveinbjarnardótt­ ir verkefnastjóri hjá borginni segist vona að flestir foreldrar nái að vinna úr sínum skuldavanda í samvinnu við þjónustumiðstöðvarnar áður en frí­ stundastarfið hefst en það sé markmið­ ið að flest börn geti notið sumarstarfs­ ins. Ekki stendur þó til að breyta þessu fyrirkomulagi. | þká

Átta börn fá ekki að fara á sumarnámskeið.

Velferð Þeir veikustu bíða lengst eftir félagslegu húsnæði

189 manns hafa beðið í 3-5 ár eftir húsnæði hjá borginni Veikustu einstaklingarnir sem ekki geta séð um sig sjálfir vegna fíknar- eða geðrænna vandamála, eða hvors tveggja, eru líklegastir til að festast á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði. Valgerður Halldórsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is

„Sumir umsækjenda um félags­ legt leiguhúsnæði hafa misst hús­ næði á vegum borgarinnar vegna húsaleiguskulda þar sem ekki er hægt að taka beint af bótum við­ komandi til að greiða húsaleigu eins og gert er í Danmörku,“ segir Svan­ hildur Sif Haraldsdóttir meistara­ nemi í félagsráðgjöf. „Ef húsaleigan væri tekin beint af bótum væri fólk alltaf með húsnæði þó það félli eða veiktist. Það er þörf á kerfi þar sem hægt er að vinna sig upp en ekki út úr því eins og staðan er í dag,“ segir Svanhildur. „Eins og staðan er í dag er fénu oft sóað í skyndilausnir. Húsaleigu­ trygging og húsbúnaðarstyrkur upp á 3-400 þúsund krónur tapast og viðkomandi verður aftur heimilis­ laus. Þessum peningum væri bet­ ur varið í úrræði sem tekur mið af þörfum umsækjenda en margir hverjir geta ekki séð alveg um sig sjálfir,“ segir Svanhildur. Flestir umsækjenda sem hafa ver­ ið á biðlista eftir félagslegu leigu­ „Það eru kostir og gallar við skilyrðingar. Það felst mikil forsjárhyggja í að ákveða fyrir fólk hvernig það ráðstafar tekjum sínum. Almennt hlýtur það að vera betri kostur að fólk beri sjálft ábyrgð á því að greiða húsaleigu eins og aðra reikn-

húsnæði hjá Reykjavíkurborg búa í leiguíbúð (25%) eða hjá ættingj­ um (25%). Ekki fengust upplýsingar um dvalarstað 15% einstaklinga og 2,6% dvelja á stofnun. Aðeins einn einstaklingur býr í eigin íbúð en ríf­ lega 30% féllu undir flokkinn annað sem á við um einstaklinga sem ekki hafa fastan samastað. Rúmlega 58% umsækjenda eru einhleypir karlmenn en einhleypar konur eru um 25%. Einstæðar mæð­ ur eru rúmlega 13% umsækjenda og einstæðir feður tæp 3%. inga. Í ákveðnum tilvikum þegar fólk glímir við mikinn vanda og er ekki fært um að bera ábyrgð á fjármálum sínum þá getur þessi aðferð verið mikill stuðningur við viðkomandi en svona fjárhagslegt inngrip þarf að vera í samráði við aðilann sjálfan og/

Svanhildur Sif Haraldsdóttir bendir á að ekki sé hægt að ráðstafa bótum beint í húsaleigu. Mynd/Rut

eða ættingja hans,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir formaður Velferðarráðs. Svanhildur Sif Haraldsdóttir bendir á að ekki sé hægt að ráðstafa bótum beint í húsaleigu eins og í Danmörku.

Umhverfismál Svifryksmælir reyndist bilaður og sýna rangar upplýsingar

26. maí í 11 nætur.

21 FYRIR

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

Frá kr. 67.195

21 FYRIR

Omega Apartments

FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

8|

Mældu ítrekað röng loftgæði Akureyringar fá ekki skýra mynd af loftgæðum í sveitarfélaginu

„Það hefur komið fyrir að loftgæðin voru léleg, maður fann það í loftinu, en allar mælingar sögðu svo ann­ að,“ segir Dagbjört Elín Pálsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður Umhverfisnefndar Akur­ eyrar, en í ljós kom eftir áramót að svifryksmælir á Akureyri er búinn að bila ítrekað og sýnt kolrangar tölur þegar kemur að mælingu loftgæða. Úr varð að Dagbjört Elín bókaði á fundi umhverfisnefndar að skora á Umhverfisstofnun að gera bragar­ bót á svifryksmæli á Akureyri vegna ítrekaðra bilana. Það er þó ekki endilega hlaupið að

því að endurnýja tækjabúnaðinn, en tveir svifryksmælar sem ríkið festi kaup á fyrir allnokkrum árum síðan, kostuðu samanlagt um 6 milljónir króna að sögn Dagbjartar. „Þá hafa loftgæði aldrei verið mæld samfleytt í eitt ár á svæðinu,“ segir Dagbjört sem lýsir ástandinu sem bagalegu, sérstaklega fyrir bæj­ arfélag sem þarf að standa skil á upp­ lýsingum um loftgæði. „Það er erfitt að sinna stefnumörk­ un þegar kemur að loftslagsmálum hér í bæ, þegar þú ert ekki með mæli sem mælir rétt,“ segir Dagbjört, enda segir í niðurlagi bókunar um­ hverfisnefndar að það sé nauðsyn­ legt að hafa virkan mæli svo að hægt sé að meta árangur í baráttunni við svifryk. | vg

Dagbjört Elín Pálsdóttir er formaður umhverfisnefndar á Akureyri.


finnur rétta starfsmanninn fyrir þig. er starfsmannaþjónusta sem sér um að finna starfsfólk í fjölbreytt störf um allt land, til lengri eða skemmri tíma.

sér fjölbreyttum atvinnugreinum fyrir sérhæfðu og ófaglærðu vinnuafli frá ríkjum innan EES með skömmum fyrirvara.

er íslenskt fyrirtæki sem styður við uppbyggingu íslensks atvinnulífs og starfar samkvæmt lögum og reglugerðum.

sér um umsýslu launa, launatengdra gjalda og skatta samkvæmt íslenskum lögum og útvegar starfsfólki húsnæði.

Elja starfsmannaþjónusta Hátúni 2b 105 Reykjavík 415 0140 www.elja.is elja@elja.is

leggur kapp á að starfa í sátt við vinnumarkaðinn, starfsgreinafélög, verkalýðsfélög og opinbera aðila.


FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

10 |

Eiríkur Tómasson

Guðbjörg Matthíasdóttir

Þorbjörn hf.

Ísfélag Vestmannaeyja

Systkinin á bak við Þorbjörn hf. í Grindavík fá þúsundir milljóna króna af auðlindaarði þjóðarinnar í sinn hlut.

Ætla má að ekki minna en fimm milljarðar króna af auðlindaarði hafi runnið til Guðbjargar frá hruni.

Kristján Loftsson HB Grandi

Kristján V. Vilhelmsson

Guðmundur Kristjánsson

Þorsteinn Már Baldvinsson

Einn af helstu eigendum HB Granda sem ætla má að hafi fengið 32 milljarða í sinn hlut af auðlindaarði þjóðarinnar frá Hruni. Kristján, ásamt fáum öðrum, hefur mikil ítök í fyrirtækinu.

Um tíu þúsund milljóna króna auðlindaarður safnast á hendur Kristjáns V. Vilhelmssonar. Hann er einn þeirra sem Panamaskjölin sýna að var með félag í skattaskjólinu Tortóla.

Þeir eru ófáir milljarðarnir sem fara til Guðmundar Kristjánssonar í Brimi, af auðlindaarði þjóðarinnar, ef miðað er við útreikninga Indriða H. Þorlákssonar.

Tíu milljarðar króna af reiknuðum auðlindaarði hafa runnið til Þorsteins Más frá hruni.

Samherji

Græða á tá og fingri Innan við hundrað manns hirða 33 þúsund milljóna króna auðlindarentu á hverju ári Ingimar Karl Helgason ritstjorn@frettatiminn.is

Ætla má að auðlindarenta í sjávarútvegi leggi sig á 46 milljarða króna árlega, miðað við árin 2008-2014. Um þrír fjórðu alls fiskveiðikvóta við Ísland falla í skaut rúmlega tuttugu fyrirtækja. Innan við eitthundrað einstaklingar hirða bróðurpartinn af auðlindarentunni í gegnum eignarhald sitt á þessum fyrirtækjum sem telja má á fingrum og tám. Þessir einstaklingar hirða 33 milljarða af auðlindarentunni í sjávarútvegi á hverju ári. Frá hruni og þar til í hittiðfyrra lagði auðlindarentan sig á um 322 milljarða króna, sam-

kvæmt útreikningum Indriða H. Þorlákssonar. 22 fyrirtæki fá úthlutað einu prósenti eða meira af fiskveiðikvóta við Ísland. Samanlagt fá þau í eigin nafni yfir 70 prósent af kvótanum. Þegar könnuð eru eignatengsl þessara fyrirtækja við önnur sjávarútvegsfyrirtæki má ætla að hlutfall heildarkvótans sem þeim er úthlutað aukist upp í 73% eða jafnvel meira. Hér er miðað við stöðuna árið 2015. Þegar ársreikningar (2014) þessara fyrirtækja eru kannaðir með tilliti til eignarhalds sést glögglega að enda þótt hluthafar í sumum þeirra séu margir – skipti jafnvel hundruðum – þá eru þeir fáir sem eiga bróðurpartinn í fyrirtækjunum, hafa áberandi yfirráð og/eða fá megnið af arðinum í eigin vasa.

Brim

Samherji

Í strætó Það er reyndar svo að þegar eigendakeðja hefur verið rakin í gegnum ýmis félög, að þá standa eftir um 90 einstaklingar. Með öðrum orðum sá hópur sem tekur til sín megnið af 46 milljarða króna árlegri auðlindarentu kemst fyrir í einum strætisvagni. Þetta fólk, sem raunar má efast um að fari sinna daglegu erinda með strætó hefur samtals fengið í sinn hlut vel yfir 230 milljarða króna af 322 milljarða króna auðlindarentu landsmanna. Það skiptist raunar ekki svo jafnt milli fólks. En hverjir eru þessir einstaklingar og hvaða fyrirtæki er um að ræða? Stærstu fyrirtækin HB Grandi er það fyrirtæki sem mestan kvóta fær í sinn hlut, yfir 10 prósent. Þar á eftir kemur Samherji með um 6 prósent. Fyrirtækið Þorbjörn í Grindavík fær um 5 prósentum af kvótanum úthlutað, svo FISK seafood á Sauðárkróki og Brim í Reykjavík. Vísir í Grindavík og Vinnslustöðin í Eyjum fá um 4 prósent hvort. Svipað fá Rammi í Fjallabyggð og Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði. Síldarvinnslan á Seyðisfirði og Gunnvör fyrir vestan fá ríflega 3 prósent. Nesfiskur, Gjögur, Ísfélagið í Vestmannaeyjum, Ögurvík og Útgerðarfélag Akureyringa í kringum 2 prósent. Bergur-Huginn, Jakob Valgeir, Loðnuvinnslan, Eskja, Guðmundur Runólfsson og Stakkavík milli 1 og 2 prósent af heildarkvótanum kemur í þeirra hlut. Hafa ber í huga að innbyrðis eignatengsl eru milli sumra þessara fyrirtækja. Þannig á Samherji 100 prósent í Útgerðarfélagi Akureyringa, auk þess að eiga stóran hlut í Síldarvinnslunni ásamt Gjögri. Síldarvinnslan á svo aftur Berg-Hugin. Enn hefur Samherji bein ítök í útgerðunum Pólaris sem fær 0,7 prósentum af heildarkvótanum úthlutað, og auk þess Gullberg í gegnum Síldarvinnsluna. Þá hefur Ísfélagið í Vestmannaeyjum eignast útgerðina Dala-Rafn og Brim tengist

Það er reyndar svo að þegar eigendakeðja hefur verið rakin í gegnum ýmis félög, að þá standa eftir um 90 einstaklingar.

jafnframt öðrum fyrirtækjum, auk þess að eiga stóran hlut í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Samþjöppun er því mun meiri en fjöldi fyrirtækja gefur til kynna og færri einstaklingar á bak við stærri hluta af heildinni en virðist á yfirborðinu. Fáir græða mest á Granda Enda þótt HB Grandi sé almenningshlutafélag með hátt í 2000 hluthafa, eru örfáir einstaklingar sem eiga þar áberandi stóra hluti og hafa ítök og völd í samræmi við það. Systkinin Kristján Loftsson, kenndur við Hval, og Birna Loftsdóttir eiga áberandi stóra hluti í gegnum félagið Vogun, sem er að lang mestu leyti í eigu Hvals hf. Þar er jafnframt Sigríður Vilhjálmsdóttir. Öll eru þau stórir hluthafar í Fiskveiðihlutafélaginu Venusi, sem á bróðurpartinn í Hval hf. Eignatengsl eru einnig við Hampiðjuna sem á beinan hlut í HB Granda. Erfingjar Ragnhildar Skeoch sem átti ríflega 10 prósenta hlut í Hval hf., eru nú eigendur að verðmætum


sumarblómatilboð mArgArIta 1.290kr iðna lísA 1.390kr

GrillTilboÐ

WEbeR Q2200 49.900kr oUtDooR cHeF aMbRi 59.900kr 20% aF ölLum gRilLaUkaHlUtuM

Tími til að slá!

ertu að berjast við illgresi?

20% afsláttur af öllum sláttuvélum

nýr illgresiseyðir til eyðingar á gróðri Hindrar spírun á nýju illgresi í 3 til 4 mánuði

Moldin er komin!

Opnunartími moldarafgreiðslu: Virka daga 9-17 X Helgar 10-16

afgreiðslutími yfir hvítasunnu sunnudag 11-19 mánudag 10-21 Garðheimar • Stekkjarbakka 6 • 540 3300 • gardheimar.is


FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

12 |

ÚTSALA Barskápar B arsk kápar Glerskápar Skenkar Speglar Sófaborð Bókahillur Púðar

10-70

Sófasett Tungusófar Hornsófar Stakir sófar af Borðstofuborð Sjónvarpsskápar Fjarstýringavasar

%

afsláttur völdum vörum

139.900 kr. Verð áður 244.443 kr.

Arður Samherjafólksins frá hruni er ígildi 1600 ára vinnu manneskju með meðallaun.

hlutum. Ragnhildur lést í hárri elli í fyrra. Eigur hennar voru metnar á hátt í þrjá milljarða króna. Þá eru Geir, Þórdís, Jakobína Birna, Geir Magnús og Ragnhildur Zoega áberandi hluthafar í Hval hf. Áttu þegar síðast fréttist rétt innan við 4 prósent í Hval. Ætla má miðað við ríkidæmi Ragnhildar Skeoch að hlutur þeirra í Hval reiknist til um eittþúsund milljóna króna. Eiríkur Vignisson og Ingimundur Ingimundarson eiga einnig áberandi stóra hluti í HB Granda, um 5 prósent sá fyrrnefndi og 2,6 prósent hinn síðarnefndi, samkvæmt hluthafaskrá sem birt er á vef HB Granda. Tíundi hluti auðlindarentunnar nemur að jafnaði 4,6 milljörðum króna frá hruni. Ætla má að þessir örfáu einstaklingar sem hér eru nefndir hafi fengið stóran hlut af 32 þúsund milljóna króna auðlindarentu í eigin vasa frá hruni. Tíu milljarðar á mann

Sjónvarpsskápur Salsa

Stól á hjólum Meubar

frá

15.900 kr.

19.900 kr.

Verð áður 44.900 kr.

Verð áður 40.900 kr.

Barnarúm stærð 106x213

5.000 kr.

*Verð án dýnu Þú sparar 34.900 kr.

Borð

Dýnustærð 193x200

155.330kr.

7.500kr.

frá

Verð áður 83.900 kr.

Skenkur 216,5x55x84 cm

Verð 221.900 kr.

69.900 kr.

*Verð á dýnu Verð með botni 99.000 kr.

Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is

Eignarhald á Samherja er í rauninni einfalt. Þrír einstakingar eiga megnið af fyrirtækinu: Þorsteinn Már Baldvinsson, Helga S. Guðmundsdóttir og Kristján V. Vilhelmsson. Sá síðastnefndi er meðal eigenda félagsins Hornblow Continental corp. sem kemur fyrir í Panamaskjölunum. Flóknara er að finna út hversu mikið af auðlindarentunni í sjávarútvegi lendir í vösum þeirra þriggja, því Samherji er eigandi útgerðarfélags Akureyringa, auk þess að eiga stóran hlut í Síldarvinnslunni. Það fyrirtæki á aftur útgerðina Berg-Hugin. Samherji fær úthlutað um 6 prósentum af heildarkvótanum og ÚA um 2 prósentum. Þegar þau 8 prósent og helmingurinn af kvóta Síldarvinnslunnar – í takti við eignarhald Samherja – eru lögð saman, má ætla að þessir þrír einstaklingar fái í kringum

9,5 prósent af kvótanum úthlutað og þannig sama hlutfall af auðlindarentunni. Það gera hátt í tíu þúsund milljónir króna á mann frá hruni. Það er vissulega gróflega áætlað, en sjálfsagt nærri lagi. Gróði í Grindavík Fyrirtækið Þorbjörn í Grindavík fær fimm og hálft prósent af heildarkvótanum í sinn hlut. Eigendur eru þrír. Gunnar, Eiríkur og Gerður Tómasbörn, sem eiga um þriðjung hvert. Þau þrjú skipta með sér um það bil tveimur og hálfum milljarði króna árlega af auðlindarentunni, miðað við útreikninga Indriða H. Þorlákssonar. Auðlindarentan frá hruni sem hafnað hefur hjá þeim nemur í kringum 17 þúsund milljónum króna. Brim Guðmundur Kristjánsson, kenndur við Brim, er vafalaust í þeim hópi sem mest fær. Brim fær fjórum og hálfu prósenti af heildarkvótanum úthlutað. Upplýsingar um eignarhald Brims liggja ekki að fullu fyrir, en Guðmundur Kristjánsson ásamt bróður sínum Hjálmari Þór með mesta eign og ítök. Þeir eiga jafnframt fjórðungshlut í Vinnslustöðinni í Vestannaeyjum. Að auki má nefna KG fiskverkun. Gróflega má áætla að auðlindaarður sem þeir taka til sín, miðað við útreikninga Indriða H. Þorlákssonar, nemi um fimm prósentum af heildinni. Það gera 17 þúsund milljónir króna frá hruni, ríflega tveir og hálfur milljarður króna á þá bræður á ári. Samhengi Til að setja þessar upphæðir í samhengi mætti nefna að rúmlega áttræður einstaklingur sem hefur fengið milljón á mánuði, frá fæðingu, nær ekki að vinna sér inn milljarð meðan hann dregur andann. Venjulegur launamaður

Guðmundur Kristjánsson, kenndur við Brim, er vafalaust í þeim hópi sem mest fær. Brim fær fjórum og hálfu prósenti af heildarkvótanum úthlutað.

með hálfa milljón á mánuði þarf að vinna í 160 ár áður en hann nær milljarði. Auðlindaarður Samherjafólksins frá hruni er ígildi eitt þúsund og sex hundruð ára vinnu manneskju með meðallaun. Enda þótt eigendur annarra fyrirtækja í hópi hinna allra stærstu fái í sinn hlut gríðarlegar upphæðir í formi auðlindaarðs þjóðarinnar, þá má í grófum dráttum ætla að þessir sem hér hafa verið nefndir fái hvað mest. Eigendur annarra sjávarútvegsfyrirtækja fá drjúgan hlut af auðlindaarðinum. Svo tekið sé eitt dæmi til viðbótar, þá má gróflega áætla að upp undir tveir milljarðar króna af auðlindaarðinum fari til Ingólfs Ásgrímssonar, bróður Halldórs heitins, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarf lokksins, í gegnum hlut hans í Skinney-Þinganesi, sem ætla má að sé um 16 prósent. Þá er einungis miðað við auðlindaarðinn frá hruni. Þá má gera ráð fyrir að ekki minna en fimm þúsund milljónir króna í formi auðlindaarðs hafi runnið til Guðbjargar Matthíasdóttur, aðaleiganda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum frá Hruni.


SamSUngSetrid.iS

Sjáðu alla leikina á EM í Samsung háskerpu EM

Leikir í F-riðli

Ð O B L TI

65” Samsung JS9005

EM verðlækkun kr. 110.000,- Nú kr:

539.900.-

EM

EM

OÐ B L I T

55” Samsung JU6075

55” Samsung JU8005

Verð áður kr. 379.900,-

R3

WAM3500

OÐ B L I T

Lægsta 55” verðið!

Nú: 329.900.-

Verð áður kr. 239.900,-

30% afsláttur

af MultiRoom hátölurum og Soundbar bæði bognum og beinum

Nú: 189.900.-

HW-J8511

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900


FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

14 |

Helstu eigendur í sjávarútvegi HB Grandi hf.

Nesfiskur ehf.

99,97% Línuskip ehf. 0,03% Guðmundur Kristjánsson

45,00% Þorbjörg Bergsdóttir 21,00% Bryndís Arnþórsdóttir 21,00% Bergþór Baldvinsson 13,00% Aðrir

4,51% af kvótanum

Vísir hf.

4,05% af kvótanum

10,67% af kvótanum Fyrirtækið er skráð í kauphöll og eru hluthafar alls um 1.750. Lífeyrissjóðir eru áberandi á hlutafaskránni en í hópi stærstu eigenda eru ýmsir sem hafa fylgt fyrirtækinu lengi og verður ekki annað séð en að þeir eigi yfirburðahlut í félaginu. 33,51% Vogun hf. 99% Hvalur hf. 39,5% Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. 21% Kristján Loftsson 21,00% Birna Loftsdóttir 20,50% Fiskveiðihlutaf. Venus hf. 12,50% Sigríður Vilhjálmsdóttir 25,00% Aðrir. 10,70% Ragnhildur Skeoch (látin) 5,87% Hvalur hf. 3,49% Skipabryggja ehf. 47% Geir Zoega 10% Þórdís Zoega 10% Jakobína Birna Zoega 10% Geir Magnús Zoega 10% Ragnhildur Zoega 9,97% Lífeyrissjóður verslunarmanna 8,79% Hampiðjan hf. 37,61% Vogun hf. 14,59% Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. 6,02% Gildi –Lífeyrissjóður 5,98% Arion banki 5,49% Eignarhaldsfélagið VGJ ehf. 90% Eiríkur Vignisson 4,45% Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild. … 0,65% Fiskveiðihlutafélagið Venus hf.

Samherji Ísland ehf. 5,98% af kvótanum

90,50% Samherji hf. 36,10% Eignarhaldsfélagið Steinn ehf. 51% Þorsteinn Már Baldvinsson 49% Helga S. Guðmundsdóttir 35,70% Kristján V Vilhelmsson 14,80% Fjárfestingafélagið Fjörður ehf. 40% Eignarhaldsfélagið Steinn 40% Kristján V Vilhelmsson 20% Fjárfestingaf. Fjörður ehf. 11,70% Bliki ehf. 27,5% FramInvest Sp/f

Þorbjörn hf.

5,49% af kvótanum

13,60% Páll Hreinn Pálsson 13,60% Pétur Hafsteinn Pálsson 13,60% Margrét Pálsdóttir 13,60% Svanhvít Daðey Pálsdóttir 13,60% Margrét Sighvatsdóttir 13,60% Kristín Elísabet Pálsdóttir 13,60% Sólný Ingibjörg Pálsdóttir 4,80% Páll Jóhann Pálsson 18,4% Aðrir

Vinnslustöðin hf. 3,99% af kvótanum

39,87% Seil ehf. 34,70% Kristín Elín Gísladóttir 31,87% Haraldur Gíslason 13,62% Öxnafell ehf. 100% Kvika ehf. 66,6% Sigurgeir Brynjar 33,30% Hjörtur Sigurðsson 19,81% Aðrir 25,91% Stilla útgerð ehf. 100% Kristján Guðmundsson hf. 6,16% Leifur Ársælsson 5,32% Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 4,17% Guðmundur Kristjánsson 3,44% Kristín Elín Gísladóttir 1,92% KG Fiskverkun ehf. 99,00% Hjálmar Þór Kristjánsson 13,21% Aðrir

Rammi hf.

3,98% af kvótanum 34,70% Marteinn Haraldsson ehf. 30,70% Marteinn Haraldsson 30,24% Haraldur Marteinsson 26,11% Ólafur Helgi Marteinsson 12,95% Rúnar Marteinsson 14,94% Gunnar Sigvaldason 12,72% Svavar Berg Magnússon 8,19% Sigurður Guðmundsson 4,29% Egill Sigvaldason 4,29% Jón Ingvar Þorvaldsson 2,20% Karlsberg ehf. 100% Unnar Már Pétursson 1,97% Arion banki 1,93% Rammi hf. 1,41% Ólafur Helgi Marteinsson 13,36% Aðrir

Skinney-Þinganes

32,98% Blika ehf 93,34% Gunnar Tómasson 32,94% Skagen ehf 87,95% Eiríkur Tómasson 31,25% Tabula Rasa ehf 95,00% Gerður Sigríður Tómasdóttir 2,83% Aðrir/óþekktir

FISK –Seafood 4,84% af kvótanum 100%

Brim hf.

Kaupfélag Skagfirðinga Kaupfélagið er í eigu 1390 félagsmanna. Kaupfélagsstjóri síðan 1988 er Þórólfur Gíslason.

3,81% af kvótanum

19,96% Tvísker ehf. 20,00% Ingvaldur Ásgeirsson 20,00% Ingólfur Ásgrímsson 20,00% Gunnar Ásgeirsson 20,00% Birgir Sigurðsson 20,00% Aðalsteinn Ingólfsson 13,72% Ingvaldur Ásgeirsson 11,15% Ingólfur Ásgrímsson 10,48% Gunnar Ásgeirsson 10,37% Birgir Sigurðsson 34,32% Aðrir

Síldarvinnslan hf. 3,19% af kvótanum

PLUSPLUS kubbana fáið þið í verslun við Gylfaflöt 7 Kíktu á vefverslun krumma.is

PICK&MIX Þú velur sjálf/ur hvaða liti þú vilt í þinn poka 50% afsláttur af PLUSPLUS PICK&MIX barnum á laugardögum

Gylfaflöt 7

112 Reykjavík

587 8700

Opið 08.30 - 18.00 mán-fös / 11.00 - 16.00 lau

krumma.is

2,39% af kvótanum

Gjögur hf.

2,32% af kvótanum 22,03% Ingi Jóhann Guðmundsson 22,03% Anna Guðmundsdóttir 8,47% Sigríður Jóhannsdóttir 8,47% Oddný Jóhannsdóttir 8,47% Guðjón A Jóhannsson 8,47% Björgólfur Jóhannsson 8,47% Aðalheiður Jóhannsdóttir 3,77% Freyr Njálsson 3,77% Þorbjörn Trausti Njálsson 3,77% Marínó Njálsson 1,13% Sigríður Indriðadóttir 1,13% Guðjón Indriðason

Ísfélag Vestmannaeyja hf. 2,09% af kvótanum

88,00% ÍV Fjárfestingafélag ehf. 100% Fram ehf. 90% Guðbjörg M. Matthíasdóttir

Útgerðarfélag Akureyringa ehf. 1,98% af kvótanum 100%

Samherji hf.

Ögurvík hf.

1,86% af kvótanum 93,76% Gísli Jón Hermannsson 6,24% Brynjólfur Gunnar Halldórsson

Bergur –Huginn ehf. 1,51% af kvótanum 100%

Síldarvinnslan hf.

Jakob Valgeir ehf. 1,33% af kvótanum

43,50% F84 ehf. 100% Björg Hildur Daðadóttir 35,97% Flosi Valgeir Jakobsson 20,53% Aðrir

Eskja ehf.

1,29% af kvótanum 99,99% Eignarhaldsfélagið Eskja ehf. 64% Hólmi ehf. 100% Björk Aðalsteinsdóttir 22,15% Fiskimið ehf. 76% Þorsteinn Kristjánsson

Loðnuvinnslan ehf. 1,14% af kvótanum

82,87% Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga svf. Kaupfélagsstjóri: Gísli Jónatansson 4,62% Vátryggingafélag Íslands Almenningshlutafélag 3,64% Ker ehf. 96,30% Súlusker ehf. 96% Ólafur Ólafsson

Guðmundur Runólfsson hf.

44,64% Samherji hf. 34,23% Gjögur hf. 10,97% Samvinnufélag útgerðarmanna 5,29% Eignarhaldsfélagið Snæfugl ehf. 54,25% Halldór Jónasson 25,80% JóPá ehf. 100% Jóhannes Pálsson 15% Kaldbakur ehf. 100% Samherji hf. 1,62% Hraunlón ehf. … 0,84% Síldarvinnslan hf.

14,87% 14,62% 14,60% 12,90% 11,85% 11,83% 9,04% 7,07% 3,14%

Hraðfrystihúsið –Gunnvör hf.

Stakkavík ehf.

3,10% af kvótanum

1,04% af kvótanum

28,35% Ísfirsk fjárfesting ehf. 50% Inga Steinunn Ólafsdóttir 50% Kristján G. Jóhannsson 11,39% Langeyri ehf. 100% Einar Valur Kristjánsson 6,89% Einar Valur Kristjánsson 5,73% Kristján G. Jónhannsson 4,92% Cató ehf. 97,42% Ólöf Jóna Kristjánsdóttir 2,58% Björgvin Hjörvarsson

30% Margrét Þóra Benediktsdóttir 30% Gestur Ólafsson 30% Hermann Thorstensen Ólafsson 10% Óþekkt/Aðrir

1,06% af kvótanum

Kristján Guðmundsson Runólfur Guðmundsson Guðmundur Smári Guðmundsson Móses Geirmundsson Páll Guðfinnur Guðmundsson Ingi Þór Guðmundsson Unnsteinn Guðmundsson María Magðalena Guðmundsdóttir Guðmundur Runólfsson hf.


Himneskar handbækur! vika 18

1.

Metsölulisti Eymundsson Handbækur

Fyrir þá sem eru forvitnir um víðáttu hugans og víddir mannssálarinnar. Hér mætast presturinn og manneskjan Hildur Eir í einstakri og afar persónulegri frásögn af baráttu við sjúkdóm sem engin grið gefur.

vika 18

2. Metsölulisti Eymundsson Handbækur

Hlýjar og þægilegar flíkur sem auðvelt er að klæða sig í. Flestar uppskriftirnar miðast við að nota megi hvort heldur er innflutt garn eða íslenska ull.

w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39


FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

16 |

HVERT VILTU FARA? LO N D O N

lóaboratoríum

lóa hjálmtýsdóttir

frá

7.999 kr.

*

júní - sept.

B R I S TO L

frá

7.999 kr.

*

maí - des.

DUBLIN

frá

7.999 kr.

*

júní - des.

S TO K K H Ó L M U R

frá

7.999 kr.

*

maí - okt.

A M S T E R DA M

frá

9.999 kr. *

sept. - des.

KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

Í

HVERJIR EIGNAST ÍSLAND

Fréttatímanum í dag er fjallað um hversu fáir fá stóran hlut af arðinum af sjávarauðlindunum. Fréttatíminn hefur áður vakið athygli á ógnargróða sjávarútvegsfyrirtækja. Og blaðið mun án efa fjalla frekar um það á næstu vikum og mánuðum. Misskipting arðs af auðlindinni er eitt helsta mein íslensks samfélags og verður án efa helsta mál komandi þingkosninga. Sögulega hefur það verið helsta verkefni efnahagsstjórnar á Íslandi að ákveða hvað gera skuli við auðlindarentuna. Lengst af fólst stjórnunin í að hækka gengi krónunnar svo hluti rentunnar rynni til almennings í formi ódýrari innflutnings. Ef hækkunin var of mikil eða langvarandi var gengið fellt til að beina rentunni aftur til útgerðarmanna. Með því að láta þetta jafnvægi stýra genginu var haldið aftur af eðlilegri uppbyggingu annarra atvinnugreina. Aðrar útflutnings- og samkeppnisgreinar stóðust ekki háa gengið þegar nauðsynlegt var að tappa af hagnaði útgerðarinnar. Meðan ekki voru til önnur tæki til að jafna rentunni út eyddi auðlindin því öllum vaxtarbroddum í öðrum greinum. Hún reyndist bölvun en ekki blessun. Meðan veiðar voru frjálsar leiddi hin mikla auðlindarenta til offjárfestingar í útgerð. Þrátt fyrir of mörg skip og of marga báta var eftir sem áður skynsamlegra fyrir Íslending að fjárfesta í útgerð en að fjárfesta í öðrum greinum. Hagnaðarvonin var svo miklum mun meiri. Þetta leiddi annars vegar til ofveiði og hins vegar til offjárfestingar. Stór hluti auð-

lindarentunnar glataðist vegna hennar. Rentan brann upp í óhagkvæmni þess að alltof mörg skip sóttu of fáa fiska. Kvótakerfinu var ætlað að vernda auðlindina fyrir ofveiði og draga um leið úr óþurftarfjárfestingu. Og kvótinn hafði fljótt þessi áhrif. Fiskistofnarnir byggðust hægt upp en það dró fljótt úr offjárfestingunni. Kvótinn var skynsamleg ráðstöfun í sjálfu sér. Gallinn var að stjórnvöld leystu ekki vandann þegar auðlindarentan glataðist ekki heldur hlóðst upp hjá útgerðinni. Hvort sem það var raunverulegt markmið stjórnvalda eða ekki; varð niðurstaðan sú að útgerðarmenn máttu eiga rentuna. Stjórnvöld gripu ekki til neinna aðgerða til að deila rentunni út í samfélagið, öðrum en að halda genginu ívið of háu. Það lækkaði innkaupsverð en gerði aðrar greinar óhagkvæmar og skakkar. Á tíunda áratug síðustu aldar og fram að Hruni dró úr offjárfestingu og útgerðarmenn auðguðust hratt. Þar sem fiskvinnsla býr í raun við sama umhverfi og aðrar útflutnings- og samkeppnisgreinar, sem ekki njóta auðlindarentu, leitaði féð ekki inn í fiskvinnslu á Íslandi. Það er einfaldlega óskynsamlegt að fjárfesta í einhverju öðru en útgerð á Íslandi þegar gengis- og efnahagsumhverfi er fyrst og síðast lagað að útgerð. Af þessum sökum fjárfestu útgerðarmenn mest erlendis á þess-

um árum; í sjávarútvegsfyrirtækjum í Þýskalandi, Chile, Kanada, Aríku og víðar. Þessi fyrirtæki voru keypt fyrir auðlindarentuna. Þegar fjármálageirinn blés út virtist sem loks kæmu fjárfestingatækifæri á Íslandi sem stæðust samanburð við útgerðina og kvótaeigendur tóku virkan þátt í bankabólunni. Eftir Hrun voru sett á gjaldeyrishöft og þá gat kvótafólk ekki fjárfest erlendis lengur þrátt fyrir að gengis­fellingin við Hrunið margfaldaði auðlindarentuna. Veiðigjöld voru hækkuð lítillega, en sú hækkun var smámunir í samanburði við aukna auðlindarentu. Eftir að hafa lagað neikvætt eigið fé í sumum fyrirtækjanna árin eftir Hrun tóku útgerðarmenn til við að fjárfesta í öðrum atvinnugreinum á Íslandi. Þar sem lífeyrissjóðirnir voru einnig lokaðir inni í höftum keyptu þeir upp öll skráð hlutabréf. Útgerðarmennirnir einbeittu sér að þeim óskráðu. Og sú er staðan á Íslandi í dag. Fjárfestingaþörf lífeyrissjóða hreinsar upp hluti í öllum stærstu fyrirtækjum landsins. Og ógnargróði af auðlindarentu útgerðarinnar kaupir upp stærstu óskráðu fyrirtækin. Það mun ekkert sem kemur í veg fyrir að lífeyrissjóðirnir kaupi upp svo til öll skráð fyrirtæki, að öllu óbreyttu. Og að óbreyttu kemur ekkert í veg fyrir að útgerðarmenn kaupi upp restina af Íslandi. Þegar ein atvinnugrein skilar fjórföldum hagnaði á við allar hinar, vegna ókeypis aðgengis að auðlindinni, er óhjákvæmilegt að eigendur fyrirtækja í þessari grein eignist öll hin fyrirtækin. Nema við fáum stjórnvöld sem grípa inn í og deila auðlindarentunni jafnt út um samfélagið. Þetta mál snýst ekki um hvort sumir megi vera ríkir þótt aðrir séu það ekki. Það snýst um hvort Ísland eigi í framtíðinni að verða verstöð í eigu fárra eða virkt, opið, frjálst og lýðræðislegt samfélag aðlagað að þörfum fjöldans.

Gunnar Smári

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.


Don't enlarge the this template. The size of this template can be reduced.

NISSAN PULSAR

ENNEMM / SÍA /

við uppgefnar um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. N M 7 5 2 2 1 N*Miðað issan P uls a r 5 x 3 8 Mtölur a i a framleiðanda llmnn

EINN BEST ÚTBÚNI BÍLLINN Í SÍNUM FLOKKI

VISIA DÍSIL EYÐSLA 3,6 L/100 KM*

3.290.000 KR.

ACENTA DÍSIL EYÐSLA 3,6 L/100 KM*

3.590.000 KR.

STAÐALBÚNAÐUR Í NISSAN PULSAR ACENTA ER MEÐAL ANNARS:

LED dagljósabúnaður, NissanConnect upplýsingakerfi með 7" snertiskjá, íslenskt leiðsögukerfi og samþætting við snjallsíma fyrir Facebook og Google leit, Bluetooth handfrjáls síma- og hljómtækjabúnaður, leðurklætt stýri með aðgerðahnöppum, bakkmyndavél, aðalljós með birtuskynjun, upplýsingatölva með 5" litaskjá, sjálfvirkur regnskynjari á rúðuþurrkum, tvískipt sjálfvirk loftkæling, 16" álfelgur, lykillaust aðgengi og ræsing.

GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400

Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622

Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533

Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070

IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080

BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516

BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is


2.998

1.598

kr./kg

kr./kg

sVínaLundir

Lambaprime

verð áður 2.398 kr./kg

verð áður 3.698 kr./kg

558

1.298

sVínahnakki úrb.

kr./kg

aLi kryddaðar grísakótiLettur verð 1.638 kr./kg

148 kr./pk.

ramiro paprika 200g verð 148 kr./pk.

498 kr.

verð 498 kr.

Snertilausar greiðslur

kF LambaLærisneiðar sirLoin

verð áður 620 kr./pk.

1.598 kr./kg

aLi grísa FiLLet verð 1.598 kr./kg

1.928 kr./kg

kF Víkingagrís verð 1.928 kr./kg

2.798 kr./kg

rjómaostur 400g

kr.

hamborgarar 115g 2 í pk.

verð áður 1.660 kr./kg

1.638

1.729

kr./pk.

kr./kg

FL sirLoinsneidar þurrkryddaðar verð 2.798 kr./kg

- Tilvalið gjafakort

OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

verð 1.729 kr./kg

948 kr./kg

móar 1/2 kjúkLingur steiktur bbQ verð 948 kr./kg

3.178 kr./kg

FL kótiLettur þurrkryddaðar verð 3.178 kr./kg.

98

kr./pk.

maryLand 4 mismunandi gerðir verð 98 kr./pk.

1.678 kr./kg

FL skyndigriLL þurrkryddað verð 1.678 kr./kg

3.128 kr./kg

FL Lærissneiðar þurrkryddaðar verð 3.128 kr./kg

498 kr.

Freyju hrís 200g verð 498 kr.


238 kr.

298

frá

kr./pk.

398

448

kr.

kr.

Frón matarkex verð 238 kr.

238 kr./pk.

Lays bbQ verð 298 kr.

Lays sour Cream verð 298 kr.

Lays papriku verð 298 kr.

498

senseo kaFFi, ýmsar gerði

537

kr.

kr.

Ljótur bLámygLuostur mjóLkurkex Fínt eða gróFt verð 238 kr./pk.

verð 537 kr.

myLLu hamingjukaka 3 gerðir

senseo hot ChoCo

verð frá 398 kr.

verð frá 448 kr.

538

439

kr.

kr.

auður 170g verð 439 kr.

daLahringur 200g verð 538 kr.

verð 498 kr.

gott verð FJAR-DARKAUP

298 kr./pk.

rískubbar, Freyju smádraumur eða Lakkrís spyrnur

13. - 14. maí

verð 298 kr./pk.

198

998

kr.

kr.

798

598

kr.

kr.

319 kr.

sumarostakaka m/sítrónum verð 998 kr.

1.998 kr.

kremkex 260g verð 319 kr.

póLó súkkuLaðikex verð 198 kr.

CoCa CoLa 4 x 2L

Freyju mix

verð 798 kr.

verð 598 kr.

199

298

kr.

kr.

199 kr.

prins póLo 23 x 17,5g verð 1.998 kr.

myLLu ostasLauFur verð 298 kr.

doritos ChiLLi verð 199 kr.

13. maí. Föstudagur 9:00 - 19:00 14. maí. Laugardagur 10:00 - 16:00 15. maí. Hvítasunnudag LOKAÐ 15. maí. Annar í hvítasunnu LOKAÐ

doritos bbQ verð 195 kr.

doritos n.Cheese verð 199 kr.

doritos CooL ameriCan verð 199 kr.


FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

20 |

Hvers vegna halda Norðmenn alltaf með Íslandi?

Þegar Ísland fer á EM munu þeir hafa fimm milljónir norskra stuðningsmanna að baki sér. Svíarnir, hins vegar, þurfa að sjá um sig sjálfir. Mímir Kristjánsson ritstjorn@frettatiminn.is

Nú þegar mánuður er eftir í að EM í fótbolta hefjist í Frakk­ landi eru væntingarnar farnar að stíga, einnig í Noregi. Þótt norska landsliðið þurfi að sitja heima í sumar eftir skelfilega út­ reið í undankeppninni, þá hafa

flestir Norðmenn fundið sér nýtt lið til að halda með, nefnilega Ísland. Við sem berum íslenskuleg nöfn í Noregi höfum orðið vör við hinn mikla áhuga á íslenska landsliðinu. Auglýsingamynd­ band fyrir bensínstöðvar N1 sem sýnir íslensku leikmennina spila fótbolta á barnsaldri hefur gengið manna á milli á sam­ skiptamiðlum í landi þar sem fæstir geta stafað nöfnin á leik­ mönnunum. Helsta íþróttablað Noregs, VG, birti strax í septem­ ber síðastliðnum fjögurra blað­

síðna umfjöllun um liðið undir fyrirsögninni „Íslenska undr­ ið.“ Verkamannablaðið Klasse­ kampen, þar sem ég vinn, ætlar jafnvel að senda mig á EM til að fylgjast með Íslandi í sumar. Og þegar menn tippa í Lengjunni hér, „Tippeligaen,“ veðja þeir á Eið Guðjohnsen hjá félaginu Molde.

Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi Á Fosshótel Reykjavík, Þórunnartúni 1 8.30 9.00 9.10

Skráning Setning Aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins 15.00 Samantekt og áætluð fundarslit Nánari upplýsingar í síma 570 4000

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 6 – 1 4 6 6

Laugardaginn 21. maí kl. 9.00

Sænski fíllinn í herberginu Í sjálfu sér er ekkert undarlegt að Norðurlöndin styðji hvert við annað á stórum alþjóðlegum mótum. En hér leynist þó fíll í herberginu, nánar tiltekið fíll sem er blár og gulur að lit. Sví­ þjóð er líka með á EM í sumar og þar er sjálfur Zlatan Ibrahimovic fyrirliði. Noregur og Svíþjóð deila 1630 kílómetra löngum landamærum. Vegalengdin á milli Noregs og Íslands er álíka löng, eða 1473 kílómetrar. Hvers vegna eru það þá Íslendingar sem standa fótboltahjörtum Norðmanna næst, en ekki Svíar? Augljósasta ástæðan er sú að Ísland er lítilmagninn í þessum leik. Á meðan Svíar spiluðu síð­ ast á undanúrslitum í HM árið 1994 eru Íslendingar að taka þátt í sinni fyrstu bikarkeppni og eru þeir minnsta land í EM nokkurn tímann (Lettland, sem fékk að vera með 2002, hefur næstum tvær milljónir íbúa). Sagan um litla þjóð frá veðurbörðum kletti í Norður-Atlantshafi sem komst á EM mun heilla marga í sumar – ekki einungis Norðmenn. En hvað Norðmenn varðar er það fleira sem spilar inn í. Alveg síðan Ingólfur Arnarson sigldi á brott frá Rivedal í Sognfirði árið 874 hafa böndin á milli Noregs og Íslands verið þétt. Í norskum grunnskólum rembast börnin ennþá við að lesa sögurnar um Gunnlaug Ormstungu og Gísla Súrsson. Saga Noregs væri varla til í bókarformi ef Snorri Sturlu­ son hefði ekki skráð konunga­ sögur Noregs. Hinir raunverulegu Norðmenn Í Noregi hefur sú hugmynd lengi verið á kreiki að Ísland sé á einhvern hátt Noregur eins og landið hefði orðið ef Danirn­ ir hefðu aldrei náð yfirráðum. Á meðan ritmál Norðmanna er nokkurs konar danska, hafa Ís­ lendingar varðveitt hið gamla fornnorræna mál. Og á meðan Norðmenn hafa glatað þeirri hefð að gefa börnum föðurnöfn hafa Íslendingar haldið í hana. Áhugi Norðmanna á Ís­ landi, íslenskum bókmennt­ um og íslenskri tungu er því ekki áhugi á framandi landi, heldur áhugi á okkar eigin

týndu sögu. Þessi áhugi er svo sterkur að hann verður stundum að hreinum stuldi, eins og þegar Snorri Sturlu­ son var fyrir nokkrum árum talin með­ al „25 helstu rithöfunda Norðmanna“ eða þegar Leifur Ei­ ríksson verð­


FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

Hrækjandi Íslendingar Þess vegna hafa Norðmenn þróað með sér það sem má kalla „vinsamlega fyrirlitningu“ á Svíum. Norðmenn segja gjarnan Svíabrandara, sem ganga í sem stystu máli sagt út á hversu vitlausir Svíar eru. Dæmigerður Svíabrandari er eftirfarandi: „Hefurðu heyrt um Svíann sem lagðist á gólfið til að sjá hvað verðin voru orðin lág?“ Það eru engir álíka brandarar til um Íslendinga. Á árunum eftir hrun hefur fjöldi Íslendinga í Noregi næstum því fjórfaldast. Samt eru engir fordómar gegn Íslendingum sem erlendum starfskrafti, á meðan fólk talar í niðrandi tón um „partí-Svía,“ sænsk ungmenni sem koma til Noregs til að vinna og skemmta sér. Vissulega eru til nokkrar staðalmyndir um Íslendinga, til dæmis að þeir séu harðir af sér eða að þeir hræki í glasið þegar þeir drekka, en þetta eru ímyndir sem aftur sýna fram á að Íslendingar séu hinir „upprunalegu Norðmenn,“ samkvæmt okkar eigin þjóðarsjálfsmynd. „Við erum af sama blóði,“ eins og norskur stjórnmálamaður sagði á þinginu þegar umræður voru um hvort veita skyldi Íslendingum krísulán árið 2008. „Skápa-Íslendingar“ í hverri stofu Fyrir utan söguna eiga Íslendingar og Norðmenn hafið sameiginlegt. Hvort sem það er í kringum siglingar, sjávarútveg eða olíuvinnslu hefur hafið alltaf verið þýðingarmikið fyrir Norðmenn. Norskir bæir eru byggðir í kringum hafnir. Vinsælustu skáldsögurnar fjalla gjarnan um sjómenn. Söfnin eru byggð upp í kringum skip, svosem Pólfaraskipið Fram eða forn víkingaskip. Svíarnir, hins vegar, þjást af því að hafa ekkert stórt úthaf að líta til, heldur bara smá sjó í kring. Hér er vissulega munur á milli strandsvæða Noregs og þeirra sem búa inni í landi, þar sem hinir síðarnefndu minna meira á Svíþjóð, en mikilvægasta saga Noregs snýr til vesturs, til Íslands og Norður-Ameríku, ekki austurs eins og hjá Svíum. Þann fyrsta júní kemur íslenska landsliðið í heimsókn á Ullevaal Stadion til að spila vináttuleik gegn Noregi. Tekið mun verða á móti þeim eins og heimkomnum sonum, með mikilli virðingu og aðdáun gagnvart þessari þjóð með rétt yfir 300.000 íbúa sem tókst að komast á EM. Margir af leikmönnunum, svo sem Birkir Bjarnason, Birkir Már Sævarsson, og nú Eiður Guðjohnsen munu vera kunnir frá „Tippeligaen.“ Norðmenn munu að sjálfsögðu halda með Noregi í grannaeinvígi þessu. En þegar leiknum lýkur munu Íslendingar verða í aðalhlutverki, líka í Noregi. Fimm milljónir „skápa-Íslendinga“ munu sitja í norskum stofum og hvetja þá áfram.

Í Noregi hefur sú hugmynd lengi verið á kreiki að Ísland sé á einhvern hátt Noregur eins og landið hefði orðið ef Danirnir hefðu aldrei náð yfirráðum... á meðan Norðmenn hafa glatað þeirri hefð að gefa börnum föðurnöfn hafa Íslendingar haldið í hana.

ÍSLENSKUR

GÓÐOSTUR – GÓÐUR Á BRAUÐ –

ÍSLENSKA/SIA.IS/MSA 73303 03/15

ur norskur í samræðum við bandaríska ferðamenn. Hvað Svía varðar er þessu öðruvísi farið. Ísland og Noregur eiga sér langa sameiginlega sögu, ekki síst sem danskar nýlendur (Ísland á sér líka sögu sem norsk nýlenda). Í Noregi kallast þessar fjórar aldir undir danskri stjórn „fjögurhundruðáranóttin“ og þegar hún loks tók enda hófst sænska nóttin. Árið 1814 voru yfirráð yfir Noregi flutt frá Danmörku til Svíþjóðar. Þessi sögulega reynsla er allt öðruvísi heldur en reynsla Dana og Svía. Að þessu leyti má skipta Norðurlöndunum í tvo hópa, annars vegar nýlendurnar Ísland, Noreg og Finnland og hins vegar stórveldin gömlu Svíþjóð og Danmörku.

|21


FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

22 |

Loftur Jóhannes­ son stundaði vopnasmygl um áratuga skeið og átti viðskipti jafnt við leyni­ þjónustur eins og CIA, Stasi og einræðisherra í Afríku og austantjalds­ löndum.

Íslenskur flugmaður varð alræmdur vopnasmyglari Loftur Jóhannesson er einn þeirra Íslendinga sem finna má í Panamaskjölunum, en samkvæmt þeim rak hann fjölda aflandsfélaga í gegnum panamísku lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Loftur er bendlaður við vafasöm viðskipti. Næsta víst er að hann stundaði vopnasmygl um áratuga skeið og átti viðskipti jafnt við leyniþjón­ ustur eins og CIA, Stasi og einræðisherra í Afríku og austantjaldslöndum. Vera Illugadóttir skrifar

Loftur Jóhannesson fæddist á Þorláksmessu 1930, sonur Jóhannesar Loftssonar verslunarmanns og Bjarnveigar Bjarnadóttur, sem stýrði Ásgrímssafni um árabil, og ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur. Loftur og yngri bróðir hans, Bjarni Markús, hrifust ungir af háloftunum og lærðu báðir til flugmanns. L of t u r lau k at v i n nu f lugmannsprófi hér á landið 1949, aðeins nítján ára gamall, en flutti svo til Bretlands og lauk blindflugs- og flugstjóraprófi þar ári síðar. Næstu árin starfaði hann fyrir ýmis flugfélög í Bretlandi og víðar um heim. Hann

flaug til fjölda framandi áfangastaða á borð við Singapúr, Möltu, Bahrein, Pakistan, Suður-Ródesíu og dvaldi meðal annars um skeið í Beirút í Líbanon þar sem hann flaug pílagrímum til Mekka. Stórhögnuðust á hjálparstarfi Undir lok sjöunda áratugarins lýstu Igbo-menn í austanverðri Nígeríu yfir sjálfstæðu ríki, Bíafra, og borgarastyrjöld braust út. Nígerísk stjórnvöld lokuðu öllum flutningsleiðum til Bíafra svo að fljótlega blasti hungursneyð við íbúum klofningsríkisins. Rauði krossinn og fleiri hjálparsamtök sömdu þá við flugfélög um að fljúga með vistir og hjálpargögn til nauðstaddra í Bíafra. Þó nokkrir íslenskir flugmenn fóru slíkar ferðir og á árunum 1969-1970 tók Loftur þátt í hjálparfluginu til Bíafra með svissneska flugfélaginu Balair. Loftur staldraði þó ekki lengi við hjá Balair. Ásamt fleiri Íslendingum sem einnig höfðu unnið í Bíafra undirbauð hann samninga félagsins við Rauða krossinn. Þeir keyptu tvær gamlar DC-6-vélar frá Japan og stofnuðu sitt eigið félag, Fragtflug. Pressan fjallaði um Loft 21. maí 1992. Þar er meðal annars fullyrt að Íslendingarnir hafi hver

Góðar Salomo n Tollalæfermingargjafir u s k kór á enn k n Salomon Quest Origin GTX

beSNJÓBRETTAPAKKAR tra ve en áðurrði 0% !

3

Leynilegur viðskiptavinur Uppdrag granskning, fréttaskýringaþáttur sænska ríkissjónvarpsins, hefur fjallað mikið um Panamaskjölin og áhrif þeirra. Nordea var sá sænski banki sem mest viðskipti hafði við panamísku lögfræðistofuna Mossack Fonseca, og þann 4. maí síðastliðinn tók Uppdrag granskning fyrir tölvupóstsamskipti starfsmanns Nordea í Lúxemborg og Mossack Fonseca frá 2013

vegna félaga ákveðins viðskiptavinar. Starfsmaður Nordea leggur þar mikla áherslu á að halda nafni viðskiptavinarins leyndu, jafnvel þó að reglur Mossack Fonseca á þessum tíma hafi kveðið á um annað. Loks er þó upplýst að viðskiptavinurinn leynilegi sé íslenskur og hafi fluttst yfir til Nordea úr Landsbankanum eftir hrun íslensku bankanna: maður að nafni Loftur Jóhannesson. Loftur var með að minnsta kosti fjögur fyrirtæki skráð í gegnum Mossack Fonseca, að því er fram kemur í þættinum. Þar á meðal eru Aviation Finance and Services, sem var stofnað 1972, og félag að nafni Techaid. Uppdrag granskning segist hafa leitað eftir viðbrögðum frá Lofti Jóhannessyni vegna málsins án árangurs. Ónafngreindur talsmaður Lofts lét hafa eftir sér í þættinum að ekkert vafasamt væri við viðskipti hans; Loftur væri „alþjóðlegur kaupsýslumaður, aðallega í flugtengdri starfsemi“. „Íslendingurinn“ Þó margt sé á huldu um viðskipti og umsvif Lofts í gegnum árin bendir ótalmargt til þess að hann hafi

Drykkjusjúkur aðalsmaður með eldflaug í farangrinum

Stærðir 36-48 MONTANA, 3000mm vatnsheld

2. manna 16.995 kr. 12.796 kr. 3. manna 19.995 kr. 15.996 kr. 4. manna 26.995 kr. 21.596 kr.

Verð áður 49.995 kr. nú 39.995 kr.

SWALLOW 250 Kuldaþol: -8 þyngd: 1,7 kg.

11.995 kr. 9.596 kr.

Í s le n s k u alparnir.is

um sig hagnast um tugi milljóna á Bíafrafluginu, enda flug yfir þetta stríðshrjáða svæði afar áhættusamt og flugmennirnir fengu því háar greiðslur fyrir. „[F]lugvélar sambandshersins reyna í sífellu að kasta sprengjum á flugvöllinn,“ sagði Loftur um reynslu sína í Bíafa við Vísi 2. apríl 1969, í einu af fáum viðtölum sem hann hefur veitt íslenskum fjölmiðlum. „Flugvöllurinn er aðeins hluti af gömlum þjóðvegi, — að vísu ágætum þjóðvegi, en hann er sannast sagna mjög lélegur flugvöllur.“ Eftir að Bíafrastríðinu lauk hélt Fragtflug áfram starfsemi bæði hér á landi og erlendis. 1972 klufu svo félagar Lofts sig frá fyrirtækinu og stofnuðu eigið félag, Íscargó. Loftur hélt eftir annarri DC-6-vélinni, en sú fórst í maí 1974 á leið frá Nice til Nürnberg með þriggja manna áhöfn.

ALPARNIR FAXAFENI 8, SÍMI 534 2727

Loftur tók þátt í hjálpar­ fluginu til Bíafra með svissneska flugfé­ laginu Balair.

Í viðtali við Vísi um Bíafraflugið 1969, segir Loftur einnig frá því að hann reki fyrirtæki í Lundúnum, eins konar flugvélaleigumiðstöð. Félagi hans í þeim viðskiptum sé Sir William Lindsay-Hogg, þriðji barónett af Rotherfield Hall. Sá hefur verið nefndur í tengslum við leynilega aðstoð breska hersins við skæruliða í Afganistan eftir innrás Sovétmanna, og dúkkar einnig upp í bók Kens Silverstein, Private Warriors, í upptalningu á ýmsum karakterum sem viðriðnir voru starfsemi Techaid, félags Lofts. Silverstein lýsir Lindsay-Hogg sem „drykkjusömum barónett sem hafði sólundað stórum arfi“ og nefnir atvik þegar hann fékk það verkefni að koma sovéskri eldflaug, sem Techaid hafði komist yfir frá skæruliðum í Afganistan, í hendur bandarískra hersins. Ekki lukkaðist það þó betur en svo að barónettinn var stöðvaður á Heathrow-flugvelli með eldflaugina í farangrinum, breskum og bandarískum stjórnvöldum báðum til nokkurs pirrings.

vissulega óhreint mjöl í pokahorninu, og að einhvern tímann á áttunda áratuginum hafi hann byrjað að stunda viðskipti með vopn og stríðstól. Bandaríski blaðamaðurinn Ken Silverstein gaf árið 2000 út bókina Private Warriors um vopnasala sem störfuðu náið með bandarískum yfirvöldum í kalda stríðinu. Loftur, kallaður „The Icelander“, kemur ítrekað fyrir í bókinni og Silverstein ræðir við marga af félögum hans í vafasömum viðskiptum frá þessum árum. Meðal þeirra er Bandaríkjamaðurinn John Miley, fyrrverandi hermaður sem fór að vinna fyrir Loft árið 1978 eftir að hafa unnið um skeið í bandaríska sendiráðinu í Lundúnum. Í þá daga var Loftur búsettur í Roebuck House, steinsnar frá Buckingham-höll. Þaðan rak hann fyrirtækið Techaid, sem var stofnað 1977 og skráð á Panama. Annar íbúi í Roebuck House á þessum tíma var sádíski auðjöfurinn og vopnasalinn Adnan Khashoggi, sem lengi var einn af ríkustu mönnum heims. Silverstein skrifar að eitt af arðbærustu viðskiptum Techaid hafi verið 1979, þegar Loftur og Miley útveguðu bandarísku leyniþjónustunni, CIA, riffla og fleiri vopn sem svo fóru í hendur mujahedin-skæruliða í Afganistan sem börðust gegn stjórnvöldum kommúnista. Vopnin fengu þeir frá kínverska ríkisvopnaframleiðandanum NORINCO í gegnum sambönd sem Miley hafði myndað áður en hann gekk til liðs við Techaid, við starfsmenn kínverska sendiráðsins í Lundúnum. Milljónasamtal á hótelherbergi Silverstein hefur eftir Miley að bandarísk stjórnvöld hafi verið „bestu viðskiptavinir“ Techaid á þessum tíma. Í umfjöllun Pressunnar um Loft frá 1992 er meðal annars vísað í ónefndan viðmælanda sem rifjar upp að hafa verið einhverju sinni með Lofti á hótelherbergi. Hann heyrði þá Loft ræða í símann við einhvern í bandaríska utanríkisráðuneytinu og kvarta


ÍSLENSKA/SIA.IS/NAT 79739 05/16

Takk fyrır skemmtilegt mót! Við viljum þakka öllum þeim sem mættu á Cheerios-mótið á Víkingsvellinum kærlega fyrir þátttökuna. Hlökkum til að sjá ykkur aftur á næsta ári!


FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

24 |

undan því að „8 milljónir dollara [...] hefðu ekki skilað sér inn á bankareikning sinn. Hann orðaði það svo að þeir hefðu verið „cleared by the state department“.“ Samkvæmt bók Silversteins var Loftur einnig í samstarfi við alræmdan vesturþýskan vopnasala, Ernst Werner Glatt, sem fullyrt er að hafi verið einn af eftirlætis viðskiptamönnum stjórnvalda í Washington á þessu sviði á árum kalda stríðsins. Glatt þessi er dularfullur karakter sem sumir fullyrða að hafi verið hallur undir nasisma en aðrir að hann hafi í raun verið gyðingur. Árið 1977 höfðu þeir Glatt og Loftur milligöngu um að Bandaríkastjórn útvegaði sómalíska einræðisherranum Siad Barre vopn. Sómalía og Eþíópía áttu þá í stríði um yfirráð í Ogaden, eyðimerkurhéraði á landamærum ríkjanna tveggja. Undir stjórn Siad Barres hafði Sómalía verið tryggur bandamaður Sovétríkjanna, en í Kreml ákváðu menn nú að styðja Eþíópíu í stríðinu, enda voru vinstrimenn nýlega komnir þar til valda. Opinberlega tóku Bandaríkin enga afstöðu í Ogaden-stríðinu en bak við tjöldin var stefnan að lokka Barre til að ganga Vesturlöndum endanlega á hönd með því að útvega honum vopn og herbúnað. Var það gert með flókinni fléttu í gegnum þýska vopnasalann Glatt, fjársterka vini Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu, vopnasölufyrirtæki í Lichtenstein og ríkisvopnaframleiðenda Ungverjalands. Hlutverk Lofts var að koma góssinu — alls 580 tonnum af hríðskotarifflum og fleiri skotvopnum — til Sómalíu. Að því er fram kemur í Private Warriors réð hann til þess félaga sinn, þýsk-bandaríska flugmanninn og ævintýramanninn Hank Warton, en sá hafði einnig tek-

ið þátt í hinu arðbæra hjálparflugi í Bíafrastríðinu. Warton átti þrjár Boeing 707-þotur sem notaðar voru til að ferja vopnin frá Búdapest til Mógadishu, með viðkomu í Jeddah í Sádi-Arabíu — alls tuttugu og átta ferðir í ágúst til desember 1977. Allir græddu á tá og fingri en vopnin urðu Sómölum ekki til mikils góðs — sómalski herinn hörfaði frá Ogaden 1978 eftir harða bardaga og mikið mannfall beggja vegna víglínunnar. Skriðdrekar á farþegaskipi Ásamt Glatt tók Loftur einnig þátt í leynilegri áætlun Bandaríkjahers sem nefndist Foreign Materiel Acquisition Program (FMA), og gekk út á að kaupa vopn frá óvinveittum ríkjum handan járntaldsins til rannsókna og þjálfunar. Samkvæmt Private Warriors hafði Loftur þannig umsjón með kaupum Bandaríkjamanna á skotvopnum frá Búlgaríu árið 1977 (vinur hans Hank Warton var þá einnig fenginn til að fljúga vopnunum frá búlgörsku höfuðborginni Sofíu á herflugvöll í Maryland), og svo kaupum á rússneskum skriðdrekum af kommúnistastjórninni í Rúmeníu 1979. Marin Ceausescu, eldri bróðir einræðisherrans Nicolae Ceasescu, mun hafa haft milligöngu um þau viðskipti, og í kjölfarið runnu háar fjárhæðir úr vösum bandarískra skattgreiðenda inn á svissneskar bankabækur Ceasescu-fjölskyldunnar. Ætla má að aðrir sem komu að þessum vafasömu viðskiptum hafi einnig hagnast talsvert. Allt fór þó ekki samkvæmt áætlun. Þrátt fyrir hina miklu leynd sem átti að hvíla á viðskiptunum voru skriðdrekarnir fluttir yfir Atlantshafið um borð í júgóslavnesku flutningaskipi. Það flutti einnig farþega og fylgdust þeir forviða með því þegar skipið

Loftur og Miley útveguðu bandarísku leyniþjónustunni, CIA, riffla og fleiri vopn sem svo fóru í hendur mujahedin-skæruliða í Afganistan sem börðust gegn stjórnvöldum kommúnista.

Loftur tók einnig þátt í leynilegri áætlun Bandaríkjahers sem nefndist Foreign Materiel Acquisition Program (FMA), og gekk út á að kaupa vopn frá óvinveittum ríkjum handan járntaldsins

lagðist óvænt að bryggju við sjóhersstöð í New Jersey og skriðdrekarnir voru affermdir. Einhverjir tóku meira að segja myndir og málið rataði í kjölfarið í blöðin. Associated Press skrifaði um það 2. ágúst 1979 að Bandaríkjaher virtist hafa eignast sovéska skriðdreka „á dularfullan hátt“ í gegnum „einkafyrirtæki hvers nafni væri haldið leyndu“. Varnarmálaráðuneytið verðist allra fregna. Varð þetta klúður til þess að það kastaðist í kekki milli þeirra Glatts og Lofts og samstarfi þeirra lauk. Enda

var Loftur fljótlega búinn að finna sér aðra samstarfsmenn. Upplýsingar úr leyniskjölum Árið 1992 birti þýska vikuritið Der Spiegel grein undir fyrirsögninni „Góðir kúnnar CIA“. Greinin var unnin upp úr leyniskjölum austurþýsku leyniþjónustunnar Stasi og fjallar um vopnaviðskipti í Austur-Þýskalandi fyrir fall múrsins. Landið hafi þá verið miðstöð alþjóðlegrar vopnasölu, og austurþýskir vopnasalar stundað viðskipti jafnt við vestrænar leyniþjónustustofn-

Stundum þarf maður bara smá frið hljóðlátu vifturnar

íshúsið S:566 6000 ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur


FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

anir sem austurlenska hryðjuverkamenn. Meðal þeirra sem nefndir eru til sögunnar í grein Spiegel er Loftur Jóhannesson og fyrirtæki hans, Techaid. Í Spiegel segir að Loftur hafi notið mikil trausts hjá Stasi og meðal annars fengið að geyma vopn og stríðstól í sinni eigu í vopnageymslum austurþýska hersins. Þá hafi hann jafnframt haft náin tengsl við CIA, og þannig meðal annars haft milligöngu um sölu á tólf „herfarartækjum“ frá austurþýska vopnafyrirtækinu IMES — sem var hluti af ríkissamsteypunni KoKo — til CIA árið 1987. Eftir uppljóstranirnar í Spiegel rannsakaði þýsk þingnefnd málið og kom þá í ljós meira um þessi viðskipti. Breska blaðið Sunday Times fjallaði um skýrslu þingnefndarinnar í desember 1994. Í frétt blaðsins segir meðal annars að bresk fyrirtæki að nafni Techaid hafi átt í viðskiptum við Stasi fyrir milljónir sterlingspunda með eldflaugabyssur, Kalashnikov-riffla og fleira. Loftur Jóhannesson hafi haft umsjón með flutningi á tólf sovéskum T-72-skriðdrekum frá IMES til íraska einræðisherrans Saddams Hússeins — viðskipti sem voru 26 milljón dollara virði. Ljóst er að Loftur hefur hagnast mikið á viðskiptum sínum í gegnum tíðina og var árið 2001 einn 52 íslenskra milljarðamæringa í samnefndri bók Pálma Jónassonar. Samkvæmt þjóðskrá er Loftur nú skráður til heimilis á Barbados í Karíbahafi. Hann bjó lengi í Maryland í Bandaríkjunum, í stórhýsi sem hann mun hafa keypt af einum erfingja DuPont-veldisins. Þá hafi hann dvalið á vínekrubúgarð í Suður-Frakklandi sem síðari eiginkona hans, hin franska Sophie Genevieve Dumas, erfði.

|25

Ferill Lofts Jóhannessonar (sem vitað er til) 1930

fæðist 23. desember í Reykjavík.

1950

lýkur flugstjóraprófi í Englandi. Starfar næstu árin fyrir bresk flugfélög víða um heim.

1953

giftist Irmgard Toft ballettdansara. Þau skilja 1958.

1969-1970

tekur þátt í hjálparflugi til Bíafra. Stofnar Fragtflug.

1972

stofnar sitt fyrsta aflandsfélag á Panama, Aviation Finance and Services.

1977

stofnar fyrirtækið Techaid, einnig skráð á Panama. Útvegar Sómalíu 580 tonn af vopnum vegna stríðsins við Eþíópíu að ósk Bandaríkjanna. Hefur umsjón með leynilegum kaupum Bandaríkjamanna á vopnum frá Búlgaríu.

1979

hefur milligöngu um kaup CIA á rússneskum skriðdrekum frá Rúmeníu. Útvegar CIA vopn sem enda hjá skæruliðum í Afganistan.

1987

selur Saddam Hússein í Írak tólf sovéska skriðdreka í gegnum austurþýsku leyniþjónustuna Stasi fyrir 26 milljónir dollara.

NÝTT FRÁ OAKLEY

PRIZM RX Lenses OAKLEY TRUE DIGITAL II

gleraugu með styrkleika

Birgir Gilbertsson járnkarl


FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

26 |

Guðlaugur Sæmundsson innkaupastjóri Íslandshótela flokkar rusl í frumeindir

Lítur á rusl sem hráefni Þó ekki væri nema til að spara peninga, ættu fyrirtæki í ferðaþjónustu að huga betur að ruslflokkun. Annars verða allar grundir og gryfjur fullar af rusli. Þetta segir Guðlaugur Sæmundsson innkaupastjóri Íslandshótela sem hefur staðið að róttækri umhverfisbyltingu fyrirtækisins. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Þær sögur fara af Guðlaugi hjá Ís­ landshótelum að hann sé leynt og ljóst að gera samstarfsmenn sína gráhærða, með stöðugum úrbót­ um á umhverfisstefnu fyrirtæk­ isins. Einfaldast fyrir starfsmenn og gesti hótelsins væri auðvitað að allt rusl færi í eina tunnu, en það líðst ekki lengur. Eftir að keðjan bætti við sig þremur hótelum eru þau orðin átján talsins og ruslið sem hótelgestir skilja eftir sig hleypur á mörg hundruð tonnum á hverju ári. Grandhótelið í Sigtúni er það sem lengst er komið í að fram­ fylgja umhverfisstefnu. „Árið 2011 fór allt rusl í sama gáminn. Í fyrra skilaði þetta hús, Grand hótel, samtals 190 tonnum af rusli en að­ eins 25% af því fór óflokkað beint í urðun. Við stefnum á að lækka það hlutfall enn frekar og að minna en 20% af rusli fari óflokk­ að frá okkur. Ég held að þetta sé árangur sem gæti náðst víðar.“ Mynd | Rut

FRÍTT VERÐMAT ENGAR SKULDBINDINGAR HRINGDU NÚNA

820 8081

Sylvía G. Walthersdóttir Löggiltur fasteignasali

Salvör Davíðsdóttir Nemi til löggildingar fasteignasala

María K. Jónsdóttir

Nemi til löggildingar fasteignasala

Sjöfn Ólafsdóttir

Skrifstofa

www.fr.is sylvia@fr.is

Grand hótel er með svokallaða Svansvottun og því fylgja ýmsar kvaðir, svo sem að færa svokallað grænt bókhald yfir flokkun á rusli. „Við skráum því hjá okkur hvern­ ig ruslið er flokkað og getum líka notað bókhaldið sem innkaupa­ tæki. Svanurinn gerir ákveðnar lágmarkskröfur eins og að aðeins 10% af hreinsiefnum í þvottahús­ inu megi vera óvottuð. Við erum komin á þann stað að öll hreinsi­ efni í eldhúsi og herbergisþrifum eru vottuð, sama gildir um allar sápur á herbergjum. Við skiptum ruslinu okkar niður í 20 flokka og greinum mjúkt plast frá hörðu plasti, pappa og bylgjupappa, lífrænt rusl fer á einn stað og svo framvegis.“ Guðlaugur lét hótelin fjárfesta í forláta flokkunartunnum sem komið var fyrir á herbergjum. Þær eru þrískiptar, nokkuð fyrir­ ferðamiklar og vöktu misjafna lukku meðal fagurkera. „Aðal­ atriðið er að hver hótelgestur flokki sem mest. Okkur reiknast til að hver gestur skilji eftir sig 600 grömm af rusli á sólarhring en okkur tekst að flokka 75% af því og þá eru eftir 150 grömm. Mér fannst sniðugt að hafa svona ruslatunnur á öllum herbergjum, þá fer það heldur ekkert framhjá gestinum að við erum að flokka. Í móttökunni erum við svo með sérstakar tunnur fyrir rafhlöður og skilagjaldsumbúðir. Ég er al­ veg sannfærður um að við getum flokkað enn meira.“ Guðlaugur segir að nauðsyn­ legt sé að líta á ruslið sem hrá­ efni. „Sorphirðufyrirtækin rukka um 20 krónur fyrir hvert kíló af óflokkuðu sorpi sem þeir sækja til okkar. Sömu fyrirtækin eru svo tilbúin til að greiða okkur fyrir hluta af sorpinu sem við flokkum og hægt er að endurnýta. Stór fyr­ irtæki geta sparað háar fjárhæðir með því að standa vel að ruslflokk­ un.“ Guðlaugur segir rýnt í hvern

Guðlaugur Sæmundsson þykir nokkuð róttækur í ruslflokkun

Ruslið á Grand hótel vó

190 tonn 25% í fyrra. Þar af fór aðeins

óflokkað í urðun. Árið 2014 fóru

171 kíló af rafhlöðum í ruslið á Íslandshótelum en með því að taka í notkun endingarbetri rafhlöður fóru aðeins

16 kíló

af þeim í ruslið árið 2015. Í stærsta sal Grand hótels lækkaði rafmagnsreikningurinn um

85%

við að taka í notkun LED ljósaperur.

einasta kostnaðarlið hjá hótel­ unum og við það hefur ýmislegt komið í ljós. Til dæmis voru raf­ hlöður í dyralæsingum hótel­ herbergjanna kostnaðarsamar, endingarstuttar og afar mengandi. „Með því að taka í notkun nýjar og endingarbetri rafhlöður minnk­ aði rafhlöðuruslið úr 171 kílói árið 2014 í 16 kíló árið 2015. Þá var skipt um ljósaperur á hótelunum og LED perur teknar í notkun. Við það eitt, lækkaði rafmagnsnotkun í stóra salnum í Sigtúni um 85%,“ segir Guðlaugur.


ÞAKKIR fyrir greiðslufrestinn og einfalt líf Borgaðu á einfaldan og öruggan máta í verslun eða á netinu með Netgíró. 14 DAGA GREIÐSLUFRESTUR

ÍSLENSKA/SIA.IS/NEG 79780 05/16

12 MÁNAÐA RAÐGREIÐSLUR

Yfir 40.000 manns hafa skráð sig hjá okkur, þú skráir þig á www.netgiro.is

Verslaðu með símanum


FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

28 |

Það eru ekki bara smástelpur sem halda upp á smáhesta

Karlar sem elska Ponyhesta Eflaust kannast margir við dúkku sem og þessa frá níunda áratugnum.

Tvö hundruð Íslendingar eru í lokuðum Facebookhópi til heiðurs My Little Pony. Fullorðnir karlmenn eru í miklum meirihluta. Um er að ræða alþjóðlegt fyrirbæri sem á rætur að rekja til skúmaskota internetsins

Aðdáendur klæða sig eins og smáhestar á ráðstefnu.

Hjálmar Friðriksson ritstjorn@frettatiminn.is

Ríflega tvö hundruð Íslendingar eru í lokaða Facebook-hópnum „Íslenskir bronies“ en þar er á ferðinni aðdáendahópur teiknimyndaþáttanna My Little Pony. Ugglaust halda flestir að helsti markhópur teiknimyndaþátta sem fjalla um vináttu smáhesta sé ungar stúlkur, en svo er ekki, fullorðnir karlmenn eru þar í meirihluta. Um er að ræða alþjóðlegt fyrirbæri sem á rætur að rekja til skúmaskota internetsins. Fréttatíminn ræddi við Sigmund Þóri Jónsson, einn stjórnenda íslenska Facebook-hópsins, um hvað valdi því að fullvaxta karlmenn taki ástfóstri við teiknimyndir um smáhesta. Hann segir ástæðuna margþætta en það sem skiptir meginmáli er að þættirnir séu einfaldlega fantavel skrifaðir og höfði því til allra aldurshópa. Þess má geta að Sigmundur er einn stofnenda Pírata og er varamaður í framkvæmdaráði flokksins. „My Little Pony er ekki bara fyrir litlar stelpur. Hvort sem þú ert stelpa, strákur, karl eða kona og hefur gaman af því að horfa á skemmtilegar teiknimyndir um hestavinkonur, þá er þessi hópur

„Skemmtilegar teiknimyndir um hestavinkonur.“

fyrir þig,“ segir í lýsingu hópsins á Facebook. Reagan og 4chan Rekja má upphaf My Little Pony til níunda áratugar síðustu aldar en þá setti leikfangarisinn Hasbro á markað litla plasthesta, nokkurs konar hestaútgáfu af Barbie, og þekkja vafalaust flestir Íslendingar vörumerkið þannig. Á þeim tíma var Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna og stefna hans að draga úr regluverki varð til þess að bann á auglýsingum, dulbúnum sem barnaefni, var aflétt. Það varð til þess að leikfangaframleiðendur, eins og Hasbro, gátu framleitt 20 mínútna auglýsingar sem barnaefni. Sem dæmi um slíkt má nefna G.I. Joe, Transformers, He-Man og auðvitað My Little Pony.

Eftir fjölda þáttaraða og kvikmyndir var ákveðið árið 2010 að byrja með nýja þáttaröð af My Little Pony og var Lauren Faust falið það verkefni að endurræsa vörumerkið. Síðla það sama ár gerist nokkuð sérstakt, notendur hinnar umdeildu vefsíðu 4chan fengu dálæti á teiknimyndaþáttunum og fóru að kalla sig brony, samsuðu af bro og pony. Í kjölfarið varð My Little Pony og Brony að nokkurs konar brandara á netinu. „Það var mikið hatur á móti ponies fyrst,“ skýrir Sigmundur Þórir. Varð að karlaklúbbi Sigmundur Þórir segir að rekja megi að hluta vinsældir þáttanna hjá fullorðnum karlmönnum til þessarar tengingar við vefsíðuna 4chan. „Partur af ástæðunni teng-

ist hvernig þetta byrjaði, að ég held. Fyrsta fólkið kom mest af 4chan og karlmenn eru í miklum meirihluta þar,“ segir Sigmundur Þórir en hann bendir á að í upphafi hafi margir horft á þættina í nokkurs konar kaldhæðni. Hvað sem því líður þá fengu þættirnir byr undir báða vængi og sumir netverjar áttuðu sig á því að þeim fundust þættirnir í raun og veru góðir. „Lauren Faust ákvað að gera sjónvarpsþáttinn þannig að allir gætu horft á þetta, sem sagt systkini, foreldrar og aðrir gætu haft gaman af því horfa með börnum á þættina. Ofan á þetta er gott fólk sem skrifar handritið, persónurnar eru mjög vel gerðar og ekki „one dimensional“ eins og gerist oft með einfaldara barnaefni,“ segir Sigmundur Þórir. Hann telur að eina ástæða þess að það séu fyrst og fremst karlar sem séu yfirlýstir aðdáendur þáttanna vera að margar konur forðist karlaklúbba. „Hin ástæðan er, held ég, sú sama og með nördahópa í heild, karlmenn eiga til að draga ekki dul á sín áhugamál. Þegar hópur er nú þegar troðfullur af karlmönnum, þá er lítið af konum sem þora vera þær fyrstu. Og eins og gerist stundum þá eru alltaf einhverjir sem skemma fyrir og eru með neikvætt viðmót gagnvart konum, sem hægir á aukningu á nýjum konum í hópinn,“ segir Sigmundur sem bendir þó á að þetta hafi skánað mikið í seinni tíð. Til marks um það eru um fjórðungur meðlima í íslenska Facebook-hópnum kvenkyns. „Ekkert helvítis clop!“

crocs fyrir sumarið Barna 4.995 Barna stígvél 5.995 Fullorðins 6.995

Í hinum lokaða hópi íslenskra brony á Facebook eru aðeins fjórar reglur sem ganga flestar út á að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Ein undantekning er á því og það er sú fjórða: „EKKERT HELVÍTIS CLOP“. Til að einfalda málið má segja að stunda hófaskell sé slangur brony-a yfir að fróa sér yfir myndum þar

sem búið er að teikna persónur úr My Little Pony í erótískum stellingum. Rétt er að taka fram að einungis minnihluti brony-a stundar það og í flestum tilvikum er ást þeirra á My Little Pony platónsk. „Það er frekar lítill partur af bronies sem fílar það,“ skýrir Sigmundur. Tíu þúsund manna ráðstefna Líkt og fyrr segir er um alþjóðlegt fyrirbæri að ræða. Fjölmennar ráðstefnur eru haldnar bæði í Bandaríkjunum og Evrópu og til dæmis mættu tíu þúsund manns á BronyCon sem haldið var í Baltimore í fyrra. Sigmundur Þórir segir að hér á Íslandi hafi verið velheppnaðir og fjölmennir „hittingar“. Fyrsta skiptið gekk þó ekki hnökralaust fyrir sig. „Ég man að í fyrra skiptið þá var ég að plana „hitting“ og hann var stilltur á „public“ á Facebook. Það voru alveg 150 manns sem ætluðu að mætta, en svo var viðburðinum póstað á einhvern asnalegan „cringe“ hóp og þá kom fullt af tröllum og eyðilögðu þetta,“ segir Sigmundur. Seinni „hittingar“ gengu þó betur og hittust íslenskir brony-ar og horfðu á þætti og spjölluðu saman. Ljóst er að brony-ar mæta nokkrum fordómum og er það algengt umræðuefni í lokaða Facebookhópnum. Í upphafi þessa mánaðar birti einn ungur maður mynd af My Little Pony rúmfötum úr Rúmfatalagernum og skrifar: „Rakst á þessi í rúmfó, bað mömmu um svona í afmælisgjöf. Hún sagði að ég væri klikkaður. Af hverju geta foreldrar ekki samþykkt áhugamál krakkanna sinna?“ Félagi hans svarar á móti: „mamma þín er alltaf með stæla þegar við horfum á My Little Pony.“

Sigmundur Þórir er einn stjórnenda íslenska Facebookhópsins.


„Það jók sjálfstraust mitt að takast á við aðstæður sem gjarnan vekja kvíða og ótta. Ég fékk þjálfun í að nýta hæfileikana sem í mér búa. Með því að leysa krefjandi verkefni lærði ég jákvæðari leiðir í samskiptum við aðra. Námskeiðið gaf mér þor til að standa með mínum eigin skoðunum. Ég fékk nýja sýn á sjálfa mig. Í staðinn fyrir hindranir sé ég núna fleiri tækifæri í lífinu.“

ÍSLENSKA SIA.IS DAL 79833 05/16

// Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir, markaðsráðgjafi

SKRÁÐU ÞIG NÚNA Dale Carnegie námskeið Á námskeiðinu færðu þjálfun í að nýta hæfileika þína til fulls og ná betri árangri í lífinu. Lærðu að vera öruggari í framkomu og betri í samskiptum við aðra. Finndu þinn innri leiðtoga og farðu út í lífið með meira sjálfstraust og jákvætt viðhorf. Skráðu þig núna!

// Ókeypis kynningartímar

//3ja daga Dale Carnegie námskeið

Kynningartímar í Reykjavík, Ármúla 11, 3. hæð:

Dale Carnegie á þremur dögum.........................20. maí Dale Carnegie á þremur dögum.........................11. júlí

Fullorðnir

17. maí

kl. 20.00 til 21.00

//Sumarnámskeið fyrir ungt fólk Ungt fólk, 10 til 15 ára

19. maí

kl. 19.00 til 20.00

Aldur

Hefst

Fyrirkomulag

Tími

Ungt fólk, 10 til 15 ára

24. maí

kl. 19.00 til 20.00

10 til 12 ára

13. júní

8 skipti

kl. 9 - 13

Ungt fólk, 16 til 25 ára 19. maí

kl. 20.00 til 21.00

10 til 12 ára

3. ágúst

8 skipti

kl. 9 - 13

Ungt fólk, 16 til 25 ára 24. maí

kl. 20.00 til 21.00

13 til 15 ára

6. júní

8 skipti

kl. 17 - 21

13 til 15 ára

3. ágúst

8 skipti

kl. 14 - 18

Upplýsingar um fleiri kynningartíma og skráning

16 til 20 ára

31. Maí

8 skipti

kl. 18 - 22

á www.dale.is

16 til 20 ára

8. ágúst

8 skipti

kl. 18 - 22

21 til 25 ára

30. maí

8 skipti

kl. 18 - 22

21 til 25 ára

6. júní

8 skipti

kl. 18 - 22

21 til 25 ára

9. ágúst

8 skipti

kl. 18 – 22

Nánari upplýsingar á www.dale.is

S k r á n i n g á d a l e . i s N á n a r i u p p l ý s i n g a r í s í m a 5 5 5 70 8 0

Ármúla 11, 108 Reykjavík ı Sími 555 7080 ı www.dale.is


FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

30 |

Persónulegt eldhús. Öll endurgerð gamla hússins var í höndum smiða sem búa í Skagafirðinum. Eldhúsinnréttingin er síðan smíðum úr gömlum spýtum úr húsinu sem varð að fjarlægja þegar það var gert upp. Verkið á veggnum er frá foreldrum Lilju og er eftir Temmu Bell sem er dóttir Louisu Matthiasdóttur og Lelands Bell mannsins hennar. Temma er gift Ingimundi Kjarval og búa þau í New York fylki. Okkurguli liturinn fannst á eldhúsinu eftir að búið var að fjarlægja mörg lög af málningu, Lilja fann svo sama litinn frá norskum málningarframleiðanda.

Griðastaður Lilju Pálma í Skagafirði Listakonan og hrossaræktandinn Lilja Pálmadóttir hefur komið sér vel fyrir í Skagafirði, þaðan sem hún er ættuð. Á ættarjörðinni hefur hún byggt fjölskyldu sinni nýtt og fallegt hús sem er löngu orðið þekkt út fyrir landsteinana, var teiknað af Studio Granda og hlaut meðal annars Arkitektaverðlaun Evrópusambandsins. Færri vita þó að í grennd við húsið stendur Hof, ættaróðal Lilju, sem hún hefur gert upp í sínum persónulega stíl til að hýsa gesti sína.

Islanders.is er vefsíða þar sem íslensk heimili og eigendur þeirra eru í forgrunni. Með síðunni vilja upphafskonur hennar, innanhúsarkitektinn Auður Gná og ljósmyndarinn Íris Ann, veita innsýn í líf ólíkra Íslendinga í gegnum heimili þeirra og miðla því hvernig ólík, falleg og sérkennileg heimili endurspegla skapara sína. „Okkar áhugasvið eru hönnun og listir en við erum líka að velta því fyrir okkur af hverju fólk býr eins og það býr, næstum eins og mannfræðingur myndi gera og grafa aðeins ofan í sálfræðina á bak við híbýli hvers og eins. Við höfum áhuga á að fjalla um alls konar fólk og fá að vita af hverju það kýs að búa eins og það býr og reyna að skilja af hverju heimili eru stundum svona mikil framlenging af persónu og lífsstíl eigandans. Við erum að vinna með hugmyndina um að heimilið sé í raun paradís þess sem þar býr, griðastaður þar sem fólk kýs að endurspegla ákveðnar hugmyndir um lífið og hvernig það vill lifa því,“ segir Auður Gná. Islanders-síðan

Listakonan og hrossaræktandinn Lilja Pálmadóttir hefur gert ættaróðal sitt Hof á Höfðströnd að gestahúsi fjölskyldunnar.

er verk í stöðugri vinnslu og stefna þær Auður Gná og Íris Ann á að gefa innlitin út í fallegri bók. Þær deila hér heimsókn sinni í gestahús og griðastað Lilju Pálmadóttur, Hofi í Skagafirði, með lesendum Fréttatímans. | hh

Garðsláttuvélar Mikið úrval garðsláttuvéla - með rafmótor eða bensínmótor

Þessi fallega lokrekkja er upprunaleg. Þegar húsið var tekið í gegna lét Lilja smíða aðra nákvæmlega eins í sama herbergi.

Saga í öllum hornum. Lilja stundaði listnám í Barcelona og þaðan er svarta jómfrúin frá Montserrat komin.

Lilja er mikill listaverkasafnari en þessi mynd á baðherbergisveggnum er eftir hana sjálfa, kolamynd frá því hún var í námi í Parsons-skólanum í New York.

Hof í Skagafirði Húsið stóð á jörðinni þegar amma og afi Lilju keyptu hana. Þetta var alla tíð þeirra íbúðarhús og þegar Lilja tók við húsinu fyrir nokkrum árum gerði hún það allt upp með mikilli virðingu fyrir sögunni en líka með sínum persónulega stíl.

Tvær stofur Nær allir munirnir í húsinu koma annars vegar frá ömmu og afa Lilju og hins vegar frá foreldrum hennar. Lilja hefur þó bætt við nokkrum persónulegum munum og saman myndar þetta fallega heild í Hofi í dag.

ÞÓR

H F

Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500

Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555

Vefsíða og Opnunartími: Opið alla virka daga netverslun: frá kl 8:00 - 18:00 www.thor.is Lokað um helgar


SUMAR *

ÚRVALIÐ ER Í STÆRSTU TÖLVUVERSLUN LANDSINS! 4K

ULTRA HD 38 SNJALLAR 40x2160 A SJ

P747

SPJALDTÖLVA

HÖNNUÐ FYRIR YNGRI KYNSLÓÐINA Spjaldtölva fyrir yngri kynslóðina með öflugum örgjörva og hlíf sem ver tölvuna fyrir höggi, hágæða heyrnartól í stíl fylgja með ;)

ROCK100 HEYRNARTÓL FYLGJA

SILICON BUMPER VARNARHLÍF

13. Maí 2016 • Birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabreng

5 0% A

4 LITIR

GW2870H

TENGD

U ALLT 2x HDM TENGI;)

• • • • • • •

VERÐ ÁÐ

UR

UR 14.90

FISLÉTT HEYRNARTÓL

• • • • • • •

Glæsileg heyrnartól frá Creative Kristaltær hljómur og þéttur bassi Stórir lokaðir ‘’Ultra’’ mjúkir púðar 30mm Neodymium driverar Svarhnappur og hljóðnemi á snúru Einstaklega létt fyrir langtíma notkun 1.2 metra flöt flækjulaus snúra

Örsmár Seagate USB3.0 ferðaflakkari Einstaklega falleg Slim Metal hönnun Fær straum úr USB tengi Hugbúnaður fyrir PC, MAC og snjallsíma One-Click Plan afritunarhugbúnaður Örþunnur og fisléttur aðeins 150 gr. SuperSpeed USB 3.0 / USB 2.0

DIXXOBT

ÞRÁÐLAUS PARTÝ HÁTALARI

Frábær bluetooth ferðahátalari frá Trust með kraftmiklu hljóði, fjölda tengingarmöguleika, góðri rafhlöðu endingu og flottri sérstillanlegri 360 gráðu LED lýsingu.

0

LEIEN D LÝSING •

Ótrúlegur Bluetooth ferðahátalari • Kraftmikið hljóð 10W RMS 20W Peak STAKLEGA FL OTT SÉRSTILLAN • Fjöldi ljósastillinga sem hreyfast í takt GRÁÐU LED LEG 360 • Spilar einnig af microSD korti og USB LÝSING. • Endurhlaðanleg rafhlaða, allt að 15 tímar! • Svarhnappur og hljóðnemi fyrir símtöl • Frábær drægni, allt að 10 metrar • Ómissandi í útileguna eða bústaðinn!

2.495

12.990

9.900

FÁST Í 4 FLOTTUM LITUM;)

2TB AÐEINS 19.990

BLUETOOTH ÞRÁÐLAUST

6” KINDLE

10

14.990

ÞÚSUND

X USB3 TENGIST Í SÍGA

RA

RETTUKVEIKJA 7200mA

TRIPLE USB

3.490

Verð frá:

1.990

AFSLÁTT

VERÐ ÁÐ

119.990

15

AFSLÁTT

Hágæða 48’’ snjallara 4K snjallsjónvarp 1000Hz CMP 4K Ultra-HD 3840x2160 178° True to Life Ultra Wide sjónarhorn 300.000:1 Dynamic skerpa(4000:1 Native) Innbyggt Netflix, Youtube, Facebook o.fl. Fullkominn USB UHD Media spilari H.264 20W RMS Dolby Digital Plus hljóðkerfi 4xHDMI (2x2.0), 1xScart, 3xUSB, nettengi

MEÐ INNBYGGÐU

5

ÞÚSUND

• • • • • • •

• • • • • • • •

28” VA-LED FULL HD 1080p 16:9 20 milljón:1 DCR og Senseye3 tækni 5ms GTG viðbragðstími fyrir leikina 1920x1080 FULL HD upplausn 2x HDMI HDCP og VGA D-SUB tengi 178° True to Life Ultra Wide sjónarhorn Aukin myndgæði með True Black tækni

49.990

1TBSlim

SNJALLARA 4K SNJALLSJÓNVARP

FULL HD VA-LED

22” 24.990 | 24” 29.990

HÁGÆÐA FERÐAFLAKKARI

48”SJÓNVARP

28”VALED

14.990

LITUM!

CREATIVE HITZ

I

FRÁBÆR FYRIR KRAKKANA;)

FJÓRUM

R

UR 4.995

7’’ LED fjölsnertiskjár 1024x600 Quad Core 1.2GHz Cortex A8 örgjörvi MultiCore Mali 400MP 1080p 3D skjákjarni 8GB SSD pláss og allt að 32GB microSD 300Mbps WiFi n þráðlaust net USB2 micro og Micro SD kortalesari Tvær myndavélar 2MP og 0.3MP að framan Silicon varnarhlíf og ROCK 100 heyrnartól Android 5.1 Lollipop og fjöldi forrita

KEMUR Í

FSLÁTTU

VERÐ ÁÐ

• • • • • • • • •

MEÐ INNBYGÓNVARP GÐ 4K NETFLIX U

UR

UR 24.900

KINDLE LESTÖLVA

BÍLA HLEÐSLUTÆKI

BÍLFESTINGAR

5 0% AF

VERÐ FRÁ

745

SLÁ

AF ÖLLUM TTUR KORTUM MINNISMEÐAN B Í MAÍ Á IRG ENDAST! ÐIR

SD KORT Á TILBOÐI

** GILDIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU • ALLT AÐ 10KG • EF PANTAÐ ER FYRIR KL. 15:00;)

OPNUNARTÍMAR

Virka daga 10:00 - 18:00 Laugardaga 11:00 - 16:00

NDUM

HRAÐSE

500KR Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900

EIM ÖRUR H ALLAR V ** S R U G SAMDÆ

*Tölvutek er stærsta sérhæfða tölvuverslun landsins í fermetrum verslunarrýmis talið, samkvæmt niðurstöðu Neytendastofu þann 10.05.2016

SMELLIR


32 |

FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

SUNNUDAGS LAMBALÆRI með öllu tilheyrandi

ALLA SUNNUDAGA FRÁ 12–14.30 Frá Svartahafi til Reykjavíkur „Rússar eru alltaf með ferskan hvítlauk á matarborðinu og borða hann hráan með mat og kefírsveppurinn er algjört undrameðal. Hann heldur þörmunum góðum sem er nauðsynlegt fyrir geðheilsuna því það er bein tenging á milli þarmanna og hugans. Í Rússlandi er kefír notaður við öllum kvillum og þú getur alltaf nálgast sveppinn hjá nágranna þínum.“

Hvítlaukur, súrkál og kefír eru allra meina bót SUNNUDAGSSTEIKIN SVÍKUR EKKI! HÆGELDAÐ LAMBALÆRI MEÐ RÓSMARÍN OG HVÍTLAUK „Crispy“ kartöfluteningar með rósmarín og hvítlauk Heimalagað rauðkál Pönnusteiktir blandaðir sveppir Ofnbakaðar gulrætur Grænar baunir með myntu Maís Bjór- hollandaisesósa Sveppasósa 2.900 kr. á mann Aðeins framreitt fyrir allt borðið. Austurstræti 16

Sími 551 0011

Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

„Ég ólst upp í stórborginni Krasnodar sem er hafnarborg við Svartahafið. Þegar ég var ung dreymdi mig um að komast eitthvað langt í burtu með einu þessara stóru skipa sem sigla um hafið og þar sem ég hafði líka gaman af því að elda langaði mig til að verða kokkur á skipi.“ „En svo höguðu örlögin því þannig að ég giftist ung og flutti til Þýskalands með manninum mínum. Og svo fluttum við hingað,“ segir Marina Lazareva brosandi. Marina flutti til Íslands frá rússnesku borginni Sotchi árið 1999 þegar eiginmaður hennar, sem er atvinnumaður í handbolta, fékk samning á Íslandi. Marina vinnur sem matráður hjá styrktarfélaginu Ási, sem er vinnustaður fyrir fólk með skerta vinnugetu, en áður hafði hún unnið sem matráður í þremur leikskólum.

Sykurbrúnaðar kartöflur

APOTEK KITCHEN+BAR

Í heimaborg Marinu Lazareva, Krasnodar við Svartahaf, mætast matarhefðir Rússlands, SuðurEvrópu og Mið-Austurlanda. Marina er matráður hjá Styrktarfélaginu Ási þar sem hún eldar allan mat frá grunni eftir uppskriftum formæðra sinna og hefur orðspor hennar sem galdrakonu í eldhúsinu farið víða.

apotek.is

Eldar allan mat frá grunni „Að elda í leikskóla hentaði mér ekki vel því það er svo mikil rútína. Manni eru settar svo fastar skorður því það þarf að fylgja ákveðnum matseðli, maður hefur því engin

tækifæri til að vera mjög skapandi í vinnunni. Það sem mér líkar svo vel hér á Ási er að ég ræð öllu sjálf. Ég þarf auðvitað að vinna eftir ákveðinni upphæð, sem er töluvert lægri en í leikskólum, en innan þess ramma sem ég hef get ég búið til matseðilinn sjálf og get verið skapandi, segir Marina sem eldar fyrir um 40 manns í hverju hádegi auk þess að halda utan um öll matarinnkaup. Hún er víst algjör galdrakona þegar kemur að því að töfra fram dýrindismat innan þess ramma sem henni er settur og það þarf ekki að eyða löngum tíma á vinnustofunni til að sjá að hún er dáð og dýrkuð af öllum, hún eldar víst besta mat í heimi. Hver er galdurinn? „Að elda matinn frá grunni,“ svarar Marina án þess að hugsa sig um. Hrár hvítlaukur, súrkál og kefír „Þaðan sem ég kem eru allir með sinn eigin grænmetisgarð, líka þeir sem búa í stórborgum. Þeir sem eiga ekki garð leigja garð rétt fyrir utan borgina. Amma mín var með stóran garð og vann við að rækta og selja grænmeti. Mamma erfði svo garðinn hennar og ræktar enn allt sitt grænmeti sjálf. Þetta er eitthvað sem ég ólst upp við og heimili mitt hér á Íslandi er fullt af grænmeti og jurtum í pottum því ég á ekki garð. Ég byrjaði ung að elda súpur úr grænmeti og komst snemma að því hvað það er gaman að gleðja fólk með góðum mat,“ segir Marina en í heimaborg hennar við Svartahafið mætast matarhefðir Rússlands, Suður-Evrópu og Mið-Austurlanda. Maturinn byggist að mestu leyti upp á grænmeti, baun-

um og ferskum kryddjurtum á borð við kóríander, steinselju, hvítlauk, kúmín og dilli. Þar eru líka sýrðar mjólkurvörur og sýrt grænmeti ein helsta uppistaðan í matnum sem, að sögn Marinu, hefur haldið fólkinu hraustu í gegnum kreppur og erfiða tíma. Í Kákasusfjöllunum er mikið um geita- og lambakjöt en við hafið er meira um kjúkinga-, gæsaog kanínukjöt. „Þetta er bragðmikill matur og heilsusamlegur. Rússar eru alltaf með ferskan hvítlauk á matarborðinu og borða hann hráan með mat. Súrsaður matur og kefírsveppurinn eru algjör undrameðul. Kefírinn heldur þörmunum góðum sem er nauðsynlegt fyrir geðheilsuna því það er bein tenging á milli þarmanna og hugans. Í Rússlandi er kefír notaður við öllum kvillum og þú getur alltaf nálgast sveppinn hjá nágranna þínum.“ Góður matur gleður „Hér eru litlir peningar til að spila með en ég leysi það með því að hafa ódýrar en kraftmiklar súpur suma daga en dýrari rétti aðra daga. Til að spara baka ég líka allt brauðið sjálf og geri mikið af grænmetis- og baunaréttum. Það eru ýmsar leiðir til að spara og vera með hollan mat á sama tíma,“ segir Marina sem eldaði bara íslenskan mat í upphafi en fór svo smám saman að prófa sig áfram með rússnesku áhrifin. „Ég fór að gefa fólki að smakka hitt og þetta og það voru allir mjög ánægðir með nýjungarnar. Það gleður fólk svo mikið að fá góðan mat og líka að láta koma sér á óvart,“ segir Marina brosandi. „Og þá finnst öllum gaman að koma í vinnuna.“


FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

Borcht; Rússnesk rauðrófusúpa. Til að styrkja námsferð til Brussel ákváðu Marina og samstarfskona hennar, Marta Sigríður Pétursdóttir, að búa til litla matreiðslubók og selja áhugasömum um heilnæma matargerð með rússneskum áhrifum. Þar er að finna gómsætar en einfaldar uppskriftir sem Marina hefur gert að sínum, eins og þessa austur-evrópsku Borscht súpu. Bókin kostar 1500 krónur og er hægt að nálgast hana á Vinnustofu Áss.

|33

En svo höguðu örlögin því þannig að ég giftist ung og flutti til Þýskalands með manninum mínum. Og svo fluttum við hingað

Kraftmikið kjötsoð: 1 kg Osso buco (nautaskanki á beini) 2-3 lárviðarlauf Piparkorn 1 laukur Látið sjóða í 3 tíma. Sigtið svo í gegnum klút, takið kjötið af beininu og skerið í bita og setjið til hliðar.

BAKARÍ

1 meðalstór rauðrófa 3 laukar 4 stórar gulrætur 2 paprikur 1 kg kartöflur Hálfur haus af meðalstóru hvítkáli Einn heill hvítlaukur Alt, pipar 2 lárviðarlauf Hakkaðir tómatar ( ½ dós) 1/2 dós tómatpúrra Borðedik 1 msk hveiti Fersk steinselja Aðferð: Skerið rauðrófur í strimla og steikið við meðalhita upp úr matarolíu þar til þær brúnast aðeins. Bætið við 2-3 msk. af borðediki, því næst kjötsoðinu og látið malla þar til rauðrófan breytir um lit. Skerið gulrætur, lauk, paprikur og steikið þar til brúnast. Stráið 1 matskeið af hveiti yfir og hrærið saman. Bætið við hökkuðum tómötum, tómatpúrru og smá soði þar til áferðin verðu grautarkennd. Látið malla á pönnunni. Bætið skrældum og niðurskornum kartöflum í rauðrófusoðið þegar rauðrófurnar eru orðnar brúnar. Látið malla í 5 mínútur og bætið þá steikta grænmetinu út í.

Nýbakað á hverjum degi • Kökur og bakkelsi • Súrdeigsbrauð Í Fjarðarkaupum færðu allt á einum stað. Í bakaríinu okkar færðu daglega ilmandi nýbökuð brauð og bakkelsi. Áhersla er lögð á góða þjónustu og fjölbreytt úrval.

Smakkið til með salt og pipar. Bætið heilum piparkornum og lárviðarlaufum við súpuna.

Hvort sem smyrja á nesti í skólann eða ferðalagið eða gera sér dagamun þá er bakaríið okkar góður staður til að byrja á.

Skerið hvítkál í strimla og bætið í súpuna. Þegar það er meyrt smakkið þá til með salti og pipar.

Við tryggjum þér ferskleika, gæði og úrval.

Ef súpan er súr má bæta sykri við. Að lokum er kjötbitum bætt við og súpan soðin þar til kjötið er heitt í gegn. Þá er slökkt undir súpunni og hvítlaukurinn pressaður út í. Fínsaxið steinselju og blandið við súpuna og látið svo standa í 15 mínútur. Borið fram með sýrðum rjóma, ferskri steinselju og súrdegisbrauði.

Verið velkomin í Fjarðarkaup

OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is


FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

34 |

GOTT UM HELGINA

Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið. Það er kraftur Guðs sem frelsar hvern þann mann sem trúir...

Rapp í Reykjavík

Steve Wynn í Mengi Bandaríski tónlistarmaðurinn Steve Wynn verður með tónleika í Mengi í kvöld, föstudag. Steve Wynn er gítarleikari og stofnandi rokkhljómsveitarinnar The Dream Syndicate sem starfaði á árunum 1981 til 1989. Undanfarinn aldarfjórðung hefur hann sinnt einkar glæstum sólóferli með útgáfu fjölda platna og tónleikum um allan heim. Hvar: Mengi Hvenær: Föstudaginn klukkan 21.00

Innsýn í listheim framtíðarinnar

Hvar: Húrra Hvenær: 13.-15. maí klukkan 20.00 Föstudagur 13.

Um 120 nemendur munu sýna afrakstur vetrarins á vorsýningu Myndlistarskólans í Reykjavík, sem opnuð var í gær. Nemendurnir eru ýmist í listnámsdeild, sjónlistadeild, keramikdeild, teiknideild eða textíldeild. Meðal þess sem sjá má á sýningunni verða postulínsverk, teikningar, málverk, og vídeóverk. Þetta árið var fyrsta ár nemenda í nýju diplómanámi í myndlist fyrir þroskahamlaða og munu nemendur þeirrar brautar sýna vídeóverk, sem unnið var á nýliðinni önn, á sýningunni. Hvar? Myndlistarskólanum í Reykjavík við Hringbraut Hvenær? 12.-17.maí

Forgotten Lores Kött Grá Pje Geimfarar Shades of Reykjavík Heimir Rappari Laugardagur:

AUGLÝSING ÁRSINS – HHHH – M.G. Fbl.

Sunnudagur:

2015

Djammið um helgina

Play (Stóra sviðið)

AU S

TU

RS T

TI

BA N

Prikið Föstudagur: Verkfall, Egill Cali / Björn Valur Laugardagur: Spegill, Nazareth og Logi Pedro

KA

ST

TI

T.

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is

ND SU LTU VE

American Bar Föstudagur: Ellert Breiðfjörð og Hlynur Ben

TI

.S AV

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is

ÓL SK

Þri 31/5 kl. 19:30 Listahátíð í Reykjavík

Bravó Föstudagur: DJ Ísar Logi Laugardagur: DJ Styrmir Dansson TI

TI RÆ

Mið 1/6 kl. 19:30

RS T

TI

22

Mið 18/5 kl. 19:30 Mið 25/5 kl. 19:30 Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!

Tívólí Föstudagur: Herra Hnetursmjör, Joe Frazier og Aron Can Laugardagur: Simon FKNHNDSM

TU

RST Æ

GI

Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)

Lau 11/6 kl. 19:30 Lokasýn

AÐ AL

ST

Sun 29/5 kl. 19:30 77.sýn Lau 4/6 kl. 19:30 78.sýn Sun 5/6 kl. 19:30 79.sýn

AU S

F NA

E AV UG LA

Lau 21/5 kl. 15:00 74.sýn Lau 21/5 kl. 19:30 75.sýn Lau 28/5 kl. 19:30 76.sýn Sýningum lýkur í vor!

Paloma Laugardagur: RVK Sound­ system

HA

Gaukurinn Föstudagur: Hljómsveitin Erik Laugardagur: Eurovision partí og karaoke keppni

TR YG GV AG AT A

TI N

Húrra Rapp í Reykjavík alla helgina

DAVID FARR

Hvar: Sjóminjasafnið Hvenær: Föstudaginn klukkan 17.00

FS ST

Fös 20/5 kl. 20:00 Sun 22/5 kl. 20:00 Tvö ný dansverk eftir þrjá danshöfunda

ÓL

Persóna (Nýja sviðið)

ING

Sun 22/5 kl. 14:00 Höfundasmiðja FLH og Borgarleikhússins

GA TA

Afhjúpun (Litla sviðið)

KJ AR

Fös 20/5 kl. 20:00 108.sýn Lau 28/5 kl. 20:00 109.sýn Kenneth Máni stelur senunni

Kenneth Máni (Litla sviðið)

Önnur nýliðaæfing sumarsins í drifti á vegum Driftdeilar AÍH er á föstudaginn. Æfingin er ætluð þeim sem eru að æfa sig í drifti og vilja leiðsögn við næstu skref. Það er frítt fyrir áhorfendur á æfinguna og ef veður leyfir verða grillaðar pylsur og gos til sölu. Félagsmenn keyra frítt en 2.000 krónur kostar fyrir aðra. Allar tegundir af bílum er velkomnar, fram-, aftur - eða fjórhjóladrifnar. Hvar: Aksturssvæði AÍH við Ásbraut (Krýsuveg), Hafnarfjörður Hvenær: Föstudagur klukkan 19.00

„Er við skoðum verk Chöndru erum við bæði hér og nú og líka fyrir 1000 árum. En verkin hennar fást við nútímann, við nútíðina. Þá sem leið og þá sem er og þá sem kemur, og allar þær sem fylgja í hringrás á eftir þeim sem voru,“ segir í texta Steinunnar Önnudóttur um verk sænsku listakonunnar Chandra Sen sem opnar einkasýningu sína í Harbinger Gallerí á Freyjugötu í dag. Á sýningunni verða málverk Chöndru til sýnis og ber sýningin nafnið Finding Home. Hvar? Harbinger Gallerý, Freyjugötu 1 Hvenær? Frá deginum í dag klukkan 17.

I

sýn.

Ærslafullur og andstyggilegur gleðileikur eftir Tyrfing Tyrfingsson

Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)

Á Sjóminjasafninu um helgina verður saga þorskastríðsins sett fram á sjónrænan og skemmtilegan máta. Sagan er rík og margslungin, í henni koma við sögu fagurklæddir sjómenn frá Hull, ármenn Íslands eða strákarnir okkar, grjótkast og árekstrar bæði á hafi og í landi. Það eru meistaranemar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur sem standa að sýningunni.

ÆT

Lau 21/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 síðasta

65

Málverk utan tíma Þorskurinn og stríðið Brumm brumm og drift

Auglýsing ársins (Nýja sviðið)

1950

Úlfur Úlfur Cell7 Aron Can Krabba Mane Herra Hnetusmjör

SST R

Sun 19/6 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 20:00 Fös 9/9 kl. 20:00 Lau 10/9 kl. 20:00 Sun 11/9 kl. 20:00 Fös 16/9 kl. 20:00 Lau 17/9 kl. 20:00 Sun 18/9 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00

TH Ú

Fös 13/5 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00 Lau 14/5 kl. 14:00 Mið 1/6 kl. 20:00 Þri 17/5 kl. 20:00 Fim 2/6 kl. 20:00 Mið 18/5 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Fim 19/5 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Fös 20/5 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 14:00 Þri 7/6 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 20:00 Mið 8/6 kl. 20:00 Sun 22/5 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Þri 24/5 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Fim 16/6 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00 Leikhúsmatseðill frá kl 19 í forsalnum, tónlist og kokteilar

NA US

MAMMA MIA! (Stóra sviðið)

Fös 13/5 kl. 20:00 Fim 19/5 kl. 20:00

Vaginaboys Krakk & Spaghettí Sturla Atlas GKR Reykjavíkurdætur

PÓS

www.versdagsins.is

Rapp er allsráðandi í Reykjavík þessa dagana. Á skemmtistaðnum Húrra um helgina verður uppskeruhátíð rappsenunnar haldin við hátíðlega athöfn. Það kostar 6.000 krónur á alla hátíðina, 3.000 krónur á stakt kvöld. Heyrst hefur að Ripp og Rupp ætli að mæta til að styðja við bróður sinn Rapp.


FRÉTTATÍMINN

Verk eftir nemanda á starfsbraut Fjölbrautarskólans í Garðabæ en sýning þeirra er í Hinu Húsinu í Pósthússtræti

List án landamæra um land allt Ýmsir viðburðir verða á dagskrá Listar án landamæra um helgina. Listahátíðin leggur áherslu á fjölbreytileika mannlífsins.

Hlökkum til að sjá þig

Í HÁSKÓLABÆNUM AKUREYRI

HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ Hjúkrunarfræði Iðjuþjálfunarfræði

VIÐSKIPTA- OG RAUNVÍSINDASVIÐ

Líftækni Sjávarútvegsfræði Viðskiptafræði Tölvunarfræði Diplóma - í samstarfi við HR

HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Félagsvísindi Fjölmiðlafræði Kennarafræði (leikskóla-, grunnskóla- og íþróttakjörsvið) Lögfræði Nútímafræði Sálfræði Allt nám við HA er einnig kennt í fjarnámi. Umsóknarfrestur er til 5. júní.

Hvala­safnið á Húsavík, Fjúk Art Centre og leikskólinn Grænuvellir opna sýningu um hvali í samstarfi við Miðjuna hæfingu, dagþjónustu og geðræktarmiðstöð. Um 50 einstaklingar hafa unnið að stórum hvalaskúlptúr, 6,5 metra löngum, sem verður fyrir utan Hvalasafnið í sumar. Auk þess verður sýning innandyra þar sem heill veggur verður undirlagður af alls konar verkum eftir hópinn.

unak.is

Graníthellur

Þú færð landslagsráðgjöf og garðlausnir hjá okkur

Steypustöðin býður upp á mikið úrval af fallegum hellum og mynstursteypu fyrir heimili, garða, göngustíga og bílaplön.

4 400 400 Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina.

20 YFIR

TEGU N AF HE DIR LLUM

Malarhöfða 10 110 Reykjavík

Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður

Hrísmýri 8 800 Selfoss

Berghólabraut 9 230 Reykjanesbær

Smiðjuvegi 870 Vík

Skoðaðu úrvalið á www.steypustodin.is

Sími 4 400 400 www.steypustodin.is

ÍSLENSKA / SÍA 05.16 HAK 79758

Á föstudaginn verður opið hús í Skógarlundi á Akureyri, miðstöð virkni og hæfingar. Gestum gefst tækifæri til að kynna sér starfsemina, skoða listaverk og gera góð kaup á textíl, leir, gleri og pappír. Á laugardaginn opnar Gígja Guðfinna Thoroddsen sýningu á Safnasafninu á Svalbarðsströnd klukkan 14. Þar sýnir hún 31 verk, bæði málverk og teikningar. Verk hennar hafa sterka skírskotun í samtímann, listasöguna og samfélagið, sem listamaður er hún í stöðugri þróun hvað varðar nálgun, myndefni og efnisval. Samsýningin Þríhöfði opnar í Slátur­húsinu á Egilsstöðum á laugardaginn klukkan 14. Sýningin er samstarf austfirsku listamannanna Arons Kale, Daníels Björnssonar og Odee. Sýningin fjallar ekki einungis um verkin sjálf heldur ferðalagið frá upphafi til enda verkefnisins, þar sem ýmsar skissur og ljósmyndir frá samstarfinu fylgja.


20%

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ETHNICRAFT HÚSGÖGNUM


HANNAÐU ÞINN EIGIN SÓFA

LOKAÐ SUNNUDAGINN 15. MAÍ OPIÐ FRÁ 13-17 MÁNUDAGINN 16. MAÍ

20%

AFSLÁTTUR AF EININGASÓFUM

VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND

NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS


FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

38 |

VERTU WOW Í SUMAR

Á náttborðinu Galdrar, kúrekatímabilið og Dalton-bræður Freyja Sigrún er 11 ára gömul körfuboltakempa og lestrarhestur: „Uppáhaldsbækurnar mínar eru Harry Potter-bækurnar sem Snærós stjúpmamma mín las fyrir mig. Við lásum allar sjö bækurnar á þremur árum. Þær eru í uppáhaldi því ég elska galdra og karakterunum er svo vel lýst í bókunum.“ Þegar Freyja les sjálf segist hún oft lesa teiknimyndasögur á borð við Viggó Viðutan, Tinna, Lukku-Láka og Hinrik og Hagbarð. „Lukku-Láki er samt uppáhaldið mitt af þessum, því ég er

mjög hrifin af kúrekatímabilinu og Dalton-bræðrum: Þeir eru svo fyndnir og vitlausir.“ Þessa dagana eru þær Snærós að lesa saman fyrstu bókina í trílóg­ íunni um Hungurleikana: „Hún er um Katniss, stelpu sem á systur sem er valin til að berjast upp á líf og dauða í Hungurleikunum, leikum sem sá vinnur sem er á lífi við enda þeirra. Katniss býður sig þá fram í staðinn fyrir systur sína. Nú erum við Snærós staddar þar sem hún er að æfa sig fyrir Hungurleikana. Þetta er rosalega spennandi bók,“ segir Freyja. |sgþ

Stúdentagarðarnir #2

ALICANTE

frá

12.999 kr.

*

júlí - okt.

B A RC E LO N A

frá

12.999 kr.

*

maí - okt.

LYO N

frá

9.999 kr.

*

júní - sept.

NICE

frá

9.999 kr.

*

júní - sept.

E D I N B O RG

frá

9.999 kr.

*

júlí - okt.

Garðarnir þar sem foreldrar hjálpast að Hvernig er best að nýta smáhýsi? Litla fjölskyldan á Eggertsgötu, þau Elinóra, Bragi og Sebastian, eru viðmælendur vikunnar í myndaröðinni Stúdentagarðarnir, þar sem litið er inn til námsmanna sem búa á stúdentagörðum. Skoðað er hvernig ungt fólk nýtir rými þar sem nægjusemi einkennir búskapinn. Leigumarkaðurinn er til umræðu og kynslóðin sem dreymir ekki um einbýlishúsið.

Þ

Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is

au Elinóra Guðmundsdóttir og Bragi Marinósson búa í 50 fermetra stúdentaíbúð á Eggertsgötu. Bæði stunda þau nám við Háskóla Íslands, hann í rafmagns- og tölvuverkfræði og hún í ferðamálafræði. Sonur þeirra Sebastian fagnar í dag tveggja og hálfs árs afmæli sínu, sáttur með lífið japlandi á snúð með mjólkurglasi. „Við erum hæstánægð hérna, þetta er eins og lítil kommúna þar sem allir hjálpast að. Krakkarnir leika sér á ganginum og heima hjá hvort öðru,“ segir Elinóra og Bragi tekur undir. „Það er auðveldara að vera með tvö börn en eitt, þau dunda sér tímunum saman sem gefur okkur svigrúm til þess að læra.“ Þrátt fyrir stofnanalegan brag á stúdentagörðunum, þar sem ekki má hengja myndir á veggina og litaður dúkur liggur á gólfunum, hefur parinu tekist einkar vel að gera rýmið heimilislegt og fallegt. „Þessar íbúðir eru svolítið fyrirfram ákveðnar. Allt er áætlað á ákveðinn stað og lítið hægt að endurraða þeirri uppsetningu. Það er greinilega búið að stúdera hvernig má nýta þessa 50 fermetra sem best,” útskýrir Bragi. Elinóra og Bragi eru sammála um það að stuðningur við námsmenn með börn sé frábær. LÍN framfærslan eru rúmar 200.000 krónur á mánuði fyrir foreldra í sambúð með eitt barn. Húsaleigan eru tæpar 90.000 krónur svo eftir stendur sæmileg fjárhæð til uppihalds. Elinóra segir þó stuðninginn einkenn-

Myndir | Hari

Bragi, Sebastian og Elínóra búa í 50 fermetra stúdentaíbúð og segja nóg pláss fyrir alla. Í blokkinni hjálpast foreldrar að við innkaupaferðir og barnapössun.

ast af fleiru en framfærslu „Á svæðinu eru tvær dagvistir, leikskóli og stuðningsnet fólks sem er í sömu stöðu og við. Einnig eru kennarar mjög skilningsríkir gagnvart okkur sem foreldrum. Hins vegar er kerfið afar úrelt á meðan á óléttu stendur og í fæðingarorlofi. Þá miðast framfærsla frá ríkinu við ákveðið hlutfall af lágmarkslaunum sem er löngu úrelt upphæð. Það er nánast ómögulegt að komast af á henni eingöngu því gert er ráð fyrir að það sé einhver fyrirvinna.“ Það veldur því fjölskyldunni hugarangri hvað tekur við eftir stúdentagarðana. Reynsla þeirra á leigumarkaðinum vekur ekki upp öryggistilfinningu. „Á tímabili leigðum við íbúð á Baldursgötu sem var aðeins stærri, en nýttist verr,“ segir Bragi. „Leigan var töluvert hærri og

alltaf hætta á að innilokast í sífellt hækkandi verði leigumarkaðarins. Það er staðreynd að margir hérna halda sér við námið til þess eins að halda íbúðunum.“ Fjölskyldan lifir bíllausum lífsstíl og segir Elinóra það ósköp einfalt á svæði þar sem skólarnir og aðrar nauðsynjar eru innan seilingar. „Sebastian elskar að fara í strætó og við erum duglega að hjóla. Flest er í göngufæri fyrir utan Bónus.“ Þar kemur samvinna nágranna sterk inn og er Bragi gjarnan samferða nágrönnunum í búðina. „Ég fæ oftast far hjá vini mínum sem býr hinu megin við götuna, við förum samferða í Bónus úti á Granda.“

 Fleiri myndir á frettatiminn.is

KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

Lífsstíll fjölskyldunnar er minimalískur þó er alltaf rúm fyrir nýjar vínylplötur.



FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

40 |

Missir ekki af sýningu Improv Ísland er gott fyrirpartý Stefán Ingvar Vigfússon er líklega einn dyggasti áhorfandi spunasýninga Improv Ísland, en hann hefur farið á tólf sýningar hópsins af fimmtán í vetur. „Mér fannst reyndar ekkert mjög gaman á minni fyrstu Improv-sýningu, en svo fór ég á námskeið í Haraldinum (innsk.blm. spunaforminu sem notað er í sýningunum) og þar var mælt með að fara á sýningarnar því maður lærir mikið af því. Ég fór því aftur og fannst ótrúlega skemmtilegt.“ Stefán fer nú á sýningu í hverri viku en hefur þó misst af þremur sýningum vegna skóla eða vinnu: „Þetta er ódýr dægra-

12/15

Hver óttast föstudaginn 13? „Triskaidekaphobia“ = ótti við föstudaginn þrettánda Svo lamandi er ótti manna við daginn að margir sleppa því jafnvel að fara fram úr. Þó verða færri slys þennan dag, líklega vegna þess að margir fara sérstaklega varlega eða halda sig einfaldlega heima. Ástæða þess að dagurinn er alræmdur óhappadagur er óljós. Margir rekja hjátrúna til kristni, enda var Kristur krossfestur á föstudegi og 13 manns sátu til borðs í síðustu kvöldmáltíðinni.

stytting á miðvikudagskvöldi. Svo hefur hitt svo á að það er frídagur á fimmtudegi og þá eru miðvikudagssýningarnar gott fyrirpartý fyrir djammið,“ bendir Stefán á. Spurður um uppáhalds spunaformin sín í sýningunni nefnir hann Martröð leikarans, þegar leikari fer með senu úr leikriti og spunaleikari spinnur á móti, og Follow the fun, spunaform þar sem hópurinn fær orð að vinna með og einu reglurnar eru í raun að elta fjörið, hvar sem þar er í senunni. Þegar Fréttatíminn náði tali af Stefáni var hann svo að sjálfsögðu á leið á Improv Ísland sýningu um kvöldið – hvað annað? |sgþ

Lögmaður á daginn spunadrottning á kvöldin Katrín Oddsdóttir lögmaður segir spunaleikhúsið kenna sér að lifa í núinu. Við erum aldrei of gömul til þess að gera okkur að fíflum, bulla og fara í þriggja tíma hláturskast. Lögmaðurinn Katrín Oddsdóttir er ein þeirra sem stígur á stokk hvern miðvikudag í Þjóðleikhúskjallaranum ásamt spunahópnum Improv Ísland. Uppselt hefur verið á allar sýningar Improv í vetur og virðast Íslendingar sólgnir í skemmtunina, enda fá áhorfendur töluvert fyrir sinn snúð en sýningin kostar litlar 1.500 krónur. Katrín er hluti af söngleikjahópn-

um sem spinnur söngleiki út frá orðum og sögum áhorfenda. Áður sótti hún nokkur spunanámskeið hjá Haraldinum. „Ég hafði heyrt vel til látið af námskeiðunum hjá henni Dóru Jóhanns. Ég ákvað því að skella mér og stíga langt út fyrir þægindarammann. Í dag er ég algjör spunafíkill.“ Katrín segir fyrsta tíma námskeiðsins einkennast af þriggja tíma hláturskasti og frelsi til þess að leika sér. „Ég var með harðsperrur í maganum ég hló svo mikið. Ég skil ekki á hvaða tímapunkti við hættum að leika okkur. Allt í einu er maður orðinn fullorðinn að taka á móti gluggapósti, sitjandi á

skrifstofu. Í spunaleikhúsinu leyfi ég mér allavega einu sinni í viku að bulla, leika mér og vera frjáls.“ Að stíga á svið með óskrifað handrit er bæði stressandi og frelsandi samkvæmt Katrínu. Hún segir alltof stóran hluta lífs okkar fyrirfram ákveðinn. „Maður veit í raun hvað dagurinn ber í skauti sér þegar maður vaknar, nema kannski mætir einhver óvænt með kanilsnúða í vinnuna. Spunaleikhúsið er andstæðan við það, þú ferð inn og veist ekkert hvað gerist. Hvort þú þurfir að bregða þér í hlutverk krókódílaömmu eða gospelsöngvara. Þetta þvingar mann til þess að lifa í núinu sem er

meinhollt fyrir fólk í þessu hraða nútímasamfélagi.“ Heimspeki spunans segir Katrín nýtast öllum í lífinu. Að segja frekar já en nei, treysta og gefa af sér. „Maður lærir fljótt að treysta mótleikurum sínum. Við styðjum hvert annað, gerum okkur að fíflum og lærum að það er bara allt í lagi.“ | sgk

„Ég var með harðsperrur í maganum ég hló svo mikið. Ég skil ekki á hvaða tímapunkti við hættum að leika okkur.“ Mynd | Hari

Tölum um matarskammta Hvað eigum við að borða?

Við leitum að listaverkum

erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur. Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar, Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving.

Í heimi þar sem bragðarefirnir í Vesturbæjarís virðast stækka sífellt og Ikea-kjötbollunum á diskinum okkar fjölga getur verið erfitt að meta sjálfur hversu mikill matur er of mikill matur. En það er kannski ekki okkur að kenna - aðeins lítil börn hafa náttúrulega getu til að hætta að borða þegar þau eru södd. Og sá öfundsverði eiginleiki hverfur við þriggja eða fjögurra ára aldurinn. Þegar við höfum enga skynjun sjálf um hvað við þurfum mikinn mat treystum við á að matariðnaðurinn segi okkur það og þar erum við komin í klandur. Matariðnaðurinn vill miklu frekar selja okkur mikið af mat í einu fyrir meiri peninga en minni mat á sama verði – það segir sig sjálft. Vandamálið er að enginn neytandi vill fá minna en hann fær nú þegar og því er erfitt að snúa þróuninni til baka. En það er hægt að vera meðvitaður um þessa þróun. Til að sjá hversu hröð hún er er nóg að kíkja á matarstellin í næstu antíkbúð. Það sem virðast vera einhvers konar matardiskar í dúkkustærð eru einfaldlega aðalréttadiskar eins og þeir voru fyrir öld síðan. | sgþ

Hér eru skammtastærðirnar eins og þær ættu í raun að vera

80 g af kjöti sem er eins og spilastokkur

Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–14, sunnud. lokað Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is

180 g af kartöflum sem er eins og tölvumús

150 g af pasta eða hrisgrjónum sem er eins og tennisbolti

25 g af snakki sem er eins og venjulegur tebolli

30 g af osti sem er eins og eldspýtustokkur

inn.i s www .fret tatim inn.i s atim ritstj orn@ frett ttati minn .is augly singa r@fre

7. árga ngur 14. tölu blað aprí l 2016 • 8. aprí l–10 . Hel garb lað

in

Panama-skjöl

Sven Bergman g Illnauðsynle inu aðferð í viðtal

pu r í Vestur-Evró ir 332 ráðherra þar af 3 íslensk 4 í skattaskjóli

Heimildir í grafi: Food Standards Agency Ris og fall Sigmundar etta, Upp eins og rak prik niður eins og Bless 18

ðin 10

aðurinn 8

Sænski blaðam

Spilltasta þjó


LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL FRÁBÆRT ÚRVAL AF RÚMUM, SÓFUM OG HVÍLDARSTÓLUM

10 ára FRÁBÆ R AFMÆL ISTILBO Ð!

RÚM • SÓFAR • HVÍLDARASTÓLAR LJÓS • HÚSGÖGN • GJAFAVÖRUR

HEILSUKODDAR SÆNGUR • BORÐ

VERIÐ VELKOMIN Í HEIMSÓKN Í NÝJU VERSLUNINA Á SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK Opið alla virka daga 10 -18. Lau.11-16


FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

42 |

Vinnustofan Smíðar skó frá grunni í heimahúsi Guðrún Margrét er með vinnustofu sína heima hjá sér á Vesturvallagötu, þar sem hún vinnur ýmist að skósmíði, myndlist eða saumar töskur. Þessa dagana er hún að sauma skó fyrir tvítugan son sinn: „Þetta eru randsaumaðir skór, sem þýðir að ég bý til sauminn og geri allt frá grunni.“ Guðrún gerir allt sjálf þegar kemur að skósmíðinni: Býr til listana, mælir fótinn sem setur holurnar í sólann. Guðrún lærði skósmíði á Spáni og í London, en saumavélin sem hún notar á vinnustofunni var einmitt í eigu Pítú, hennar gamla skósmíðameistara á Spáni. Guðrún segir starfsheiti skósmiðsins misskilið í dag, enda séu þeir sem kalli sig skósmiði á Íslandi í fæstum tilvikum skósmiðir heldur skóviðgerðarmenn. Nokkrir skósmiðir eru starfandi á Íslandi og vinna nær allir við að smíða sjúkraskó. Vegna þess hve lítil greinin er hér á landi er aðgengi Guðrúnar að verkfærum til skógerðarinnar takmarkað. Hún sankar því að sér verkfærum á Ebay, í gegnum vini og á ferðum sínum til Barcelona eða London. Góður skógerðarmeistari segir Guðrún væri um 52 klukkustundir að sauma eitt vandað skópar, en sjálf segist hún ekki viss hve lengi hún hafi þegar unnið í skóparinu fyrir son sinn, enda geri hún það meðfram öðrum verkefnum.

Mynd | Hari

Íslenskar konur sækja í taubindi Halldóra Kristjánsdóttir Larsen fór að sauma sín eigin taubindi, fjölnota dömubindi, þegar hún hafði ekki efni á að kaupa þau. Í dag framleiðir hún og selur taubindi til íslenskra kvenna og heldur námskeið í taubindasaum. „Ég fór að kynna mér taubindasaum þegar ég hætti að hafa efni á að kaupa þau frá öðrum. Sem einstæð móðir með lítið á milli handanna snéri ég mér að saumaskapnum. Ég er sæmilega fær, þó ég segi sjálf frá, og prófaði mig áfram með efnum sem ég komst í og reyndi að framleiða þau ódýrt,“ segir Halldóra Kristjánsdóttir Larsen sem í dag selur fjölnota dömubindi til kvenna um land allt. Halldóra leiðir námskeið í taubindasaumi um helgina. Þau hafa notið vaxandi vinsælda á Íslandi sem umhverfisvænn og þægilegur kostur. Á námskeiðinu verður farið í grunninn á taubindasaumi, hvaða efni er best að nota og hvar þau fást. „Ég finn fyrir vaxandi áhuga á þessum valkosti. Á Facebook er taubindahópur þar sem ég sýndi konunum afraksturinn. Þeim þótti þetta ferlega flott svo saumaskapurinn vatt upp á sig. Ég tók að framleiða mín eigin bindi og selja til kvenna. Þannig stofnaði ég

Halldóra Kristjánsdóttir Larsen leiðir námskeið í taubindasaumi um helgina.

spjallþráð „taubindasaumaspjall“ þar sem konur geta deilt sniðum og ráðum.“ Skráning á námskeiðið fer fram á matrikastudio.com og má nálgast taubindi Halldóru á Facebook síðunni Touch of clouds. Hvenær: 13. og 15. maí klukkan 18–22 Hvar: Matrika Studio í Stangarhyl 7

Að meðaltali fer kona á

456

blæðingar á lífsleiðinni í 38 ár. Það gera

2280

daga á blæðingum eða 6,25 ár. Ef miðað er við

2.000

krónur á mánuði í túrtappa og dömubindi gera það

912.000 krónur yfir ævina.

Myndir | Arnór Sigfússon

Móðureðlið er sterkt hjá gæsinni en hún réðst á tvo starfsmenn Verkís á meðan hún kom upp hreiðri.

Árásargjörn gæs handleggsbraut mann Gæs réðst á tvo starfsmenn Verkís á meðan hún kom sér upp hreiðri við starfsmannainngang fyrirtækisins. Annar handleggsbrotnaði og hinn missti símann sinn á meðan á upptöku stóð svo atvikið náðist á myndband. Svæðið hefur verið girt af til þess að veita gæsinni frið.

V

ið suður vegg verkfræðistofunnar Verkís, þar sem sólin varpar geislum sínum liðlangan daginn hefur gæs komið sér upp hreiðri og verpt eggjum. Hreiðrið er staðsett í beði við starfsmannainngang Verkís og er mikill umgangur þaðan og út á bílastæðið. Varp gæsarinnar gekk ekki áfallalaust fyrir sig en það stóð yfir í fimm daga og verpti hún alls fimm eggjum. Á því tímabili hélt gæsin verndarhendi yfir hreiðri sínu og gerðist óvenju árásargjörn þegar henni stóð ógn af vegfarendum. Þegar Már Hallgrímsson, starfsmaður Verkís var á heimleið í lok dags og átti leið hjá gæsinni, réðst hún til atlögu. „Ég var á leiðinni út í bíl og sá nokkrar gæsir þarna útundan mér. Ég sýndi þeim enga sérstaka athygli né reyndi að nálgast þær,“ segir Már sem bjóst ekki við árásinni. „Ein þeirra ræðst síðan að mér svo að ég hrökklast afturábak. Mér brá svo að ég datt á rassinn og setti vinstri hendina undir mig eins og maður gerir ósjálfrátt. Ég stóð rakleiðis upp aftur og kom mér út í

Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is

bíl, þótti það nú ekki mikið tjón að detta aðeins á rassinn. Daginn eftir varð ég hins vegar svo bólginn á hendinni að ég kíkti á slysó og það kom í ljós að ég var lítilsháttar brotinn.“ Már og gæsin hafa grafið stríðsöxina og lifa góðu samlífi hjá Verkís, hún er orðin hluti af vinnustaðnum. „Ég heiti Már og er því einnig fugl, maður getur ekki verið fúll út í sína. Hún er dauðspök núna eftir að hún lagðist á eggin og hefur varla hreyft sig. Við erum góðir vinir og ég losna úr gifsinu á sama tíma og ungarnir koma.“ Már er ekki sá eini sem lenti í gæsinni en annar starfsmaður Verkís, fuglafræðingurinn Arnór Sigfússon, varð einnig fyrir árás og náði atvikinu á myndband. „Borgargæsir eða Tjarnargæsir eins og þær kallast eru sérstaklega gæfar og óhræddar við að verpa í borgum. Ég fylgist með fuglalífinu hér í kring og hafði séð hana á vappi um bílastæðið og á grasblettinum fyrir utan,“ segir Arnór sem ákvað að heilsa upp á gæsina þegar hún byrjaði að verpa í beðið.

„Gæsir eru vanar að verja eggin sín en sjaldan ráðast þær að stórum mönnum. Ég gekk til hennar og vildi mynda hana eins og ég geri með aðra fugla hér í kring. Þær hvæsa stundum, elta menn og gera sig líklegar til þess að vernda hreiðrið sitt. Þessi flaug hins vegar á mig og sló símann úr höndunum á mér eins og sést í myndbandinu.“ Frá því gæsin lauk varpinu hefur hún verið sú rólegasta samkvæmt Arnóri. Ungarnir eru væntanlegir í lok mánaðar og hefur umferðarkeilum verið raðað í kringum hreiðrið til þess að girða svæðið af. „Hún þarf sinn frið til að liggja á eggjunum í 28 daga.“ Aðspurður hvort það megi búast við slíku varnareðli móðurinnar þegar ungarnir klekjast, segir Arnór erfitt að spá fyrir um það. „Hún mun líklegast hvæsa og gera allt til þess að vernda þá. Líklegast þykir mér þó að hún forði sér og komi ungunum sínum annað.“

 Sjá myndband á frettatiminn.is

Starfsmenn Verkís hafa girt hreiðrið af með umferðarkeilum til að veita gæsinni frið. Ungarnir eru væntanlegir í lok mánaðar.


Fylgstu með á Facebook – Lindex Iceland #LindexIceland

Stuttbuxur,

1915,-


GOTT UM HELGINA

Spurt er... Hver er uppskriftin að góðu Eurovision-partíi?

ALÞJÓÐLEGU PARTÍIN SKEMMTILEGUST

Laufey Björk Ólafsdóttir

Verður að vera mikið af góðu fólki sem er betra að hafi áhuga á keppninni, þó það sé ekki algilt. Skemmtilegast er að fá fólk frá alls konar löndum og halda alþjóðlegt partý. Svo er nauðsynlegt að partígestir gefi lögum stig, fólk veðji á sigurvegara og fái verðlaun. Eins er snilld að finna land til að halda með, og auðvitað er nauðsyn að vera með gott að borða í Eurovision-partíinu.

Nauðsynlegt á Eurovisionplaylistann Framlag Svíþjóðar til keppninnar í ár og auðvitað Euphoria með Loreen

GÓÐ HÁRKOLLA OG DRYKKUR

Fannar Ingi Friðþjófsson

Það er nauðsynlegt að leggja upp með góðan búning. Lykilatriði í því er að fjárfesta í góðri hárkollu, góð hárkolla skilar þér margvíslegum búningum. Þú getur í raun verið Selma Björns og Eyþór Ingi í sama partíinu með því að hneppa frá skyrtunni og setja hárið í snúð. Sterkur kokkteill og góðir búningar er uppskrift að góðu kvöldi.

Nauðsynlegt á Eurovisionplaylistann Divine með Sebastien Tellier

BER AÐ OFAN EÐA GLIMMERBÚNINGUR

Elísabet Ólafsdóttir

Uppskriftin að síðasta góða Eurovision-partíi var að horfa á keppnina ber að ofan til að fá manninn minn til að horfa með mér. Þess utan er uppskriftin að finna sér glimmerbúning og fara á Pallaball - Þá byrjar partýið kl. 19 og stendur alla nóttina. Á milli keppni og Pallaballs er svo YouTube-karókí.

Nauðsynlegt á Eurovisionplaylistann Heaven með Jónsa - Geggjað vangalag

Gott að horfa á Eurovision Þrátt fyrir að framlag Íslendinga sé ekki í keppninni á laugardaginn þá heldur stuðið áfram. Gott er að fara í Eurovision-partí, bregða sér í gervi Eurovisionfara, velja sér framlag og drekka í hvert skipti sem einhver veifar í myndavélina.

Gott að kaupa notað Undraheimurinn Tulipop, fatahönnunarfyrirtækið As We Grow og barnaskóbúðin Fló verða með barnafatamarkað á laugardaginn klukkan 11 á Fiskislóð 31. Á Loft Hostel selja ellefu glæsikvendi af sér spjarirnar klukkan 1 á laugardaginn.

Gott að rappa Fyrir alla sem vilja ekkert með Eurovision hafa þá er uppskeruhátíð íslensku rappsenunnar á Húrra tilvalið skjól. Hátíðin, Rapp í Reykjavík, fer fram dagana 13.-15. maí og stíga á stokk allar stærstu rapphljómsveitir landsins.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.