13. april 2012

Page 1

Rússar líklegastir

Gabby Maiden

Arshavin og félagar ættu að taka sinn riðil á EM Fótbolti 18

Snjóbrettatöffari sem elskar Ísland

30

Dægurmál 54

Suðurlandsbraut 20

ára

ábyrgð á viðarparketi www.egillarnason.is 13.-15. apríl 2012 15. tölublað 3. árgangur

Ljósmynd/Hari

 VIÐTAL Þóra Arnórsdóttir og Svavar

Halldórsson

Fjölskyldan, framboðið og syndir fortíðar

síða 22

Páll Sverrisson Segir mannorð sitt í rúst

Fréttir 14

Jo Nesbø og Snjókarlinn fá fullt hús

 Bækur 34

Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi og Svavar Halldórsson, eiginmaður hennar, eru í einlægu og opinskáu viðtali við Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur.

Íslendingar kaupa tvöfalt dýrari bíla en Danir Á meðan Danir kaupa eyðslugranna smábíla selst mest af Toyota Land Cruiser á Íslandi. Hátt eldsneytisverð og bílaverð stoppa ekki Íslendinga í að kaupa að meðaltali bíla sem eru helmingi dýrari en Danir kaupa; eyða 16,4 prósent meira fé til bílakaupa.

Í

slendingar kaupa bæði dýrari og eyðslufrekari bíla en Danir samkvæmt úttekt Fréttatímans. Bornir voru saman tíu söluhæstu bílarnir á Íslandi í síðasta mánuði og í Danmörku í febrúar. Ef mið er tekið af fimm söluhæstu bílunum í báðum löndum, sem allir fást á Íslandi, kaupa Íslendingar tvöfalt dýrari bíla en Danir. Hátt eldneytisverð kemur ekki í veg fyrir að jeppinn Toyota Land Cruiser 150 trónir á toppnum yfir vinsælustu bíla meðal Íslendinga. Sá bíll kostar á bilinu 10,1 til 14,2 milljónir. Samsvarandi bíll kostar á bilinu 17,3 til 24,4 milljónir í Danmörku en það verð er fengið að teknu tilliti til ógnarsterkrar danskrar krónu gagnvart þeirri íslensku. Jafnframt þurfa Land Cruiser-eigendur í Danmörku að greiða grænan skatt upp á tæplega 170 þúsund krónur á ári. Á lista yfir tíu söluhæstu bílanna á Íslandi eru fimm fólksbílar, þrír litlir bílar, einn jeppi og einn jepplingur en á danska listanum eru fimm smábílar, fjórir litlir og einn fólksbíll.

Þá virðast Íslendingar hafa litlar áhyggjur af eldsneytiseyðslu bílanna í samanburði við Dani. Þegar eyðsla tíu söluhæstu bílanna í hvoru landi er borin saman kemur í ljós að íslensku bílarnir eyða að meðaltali 16,4 prósentum meira en þeir dönsku á listanum. Vissulega hjálpar til að smábílar í Danmörku eru svipað dýrir og Íslandi en bilið eykst og bílar verða dýrari í Danmörku eftir því sem þeir og vélar þeirra stækka. Þannig má segja að dönsk stjórn­ völd stýri bílainnkaupum þjóðar sinnar með verð- og skattlagningu. Til að allrar sanngirni sé gætt er rétt að taka tillit til ólíkra aðstæðna í löndunum tveimur sé litið til vegakerfis, landslags og veðurfars. Óskar Hrafn Þorvaldsson og Jónas Haraldsson oskar@frettatiminn.is, jonas@frettatiminn.is

JL-húsinu Hringbraut 121 Við opnum kl:

Og lokum kl:

Sjá nánar síðu 14.

Með einfaldan smekk Stíllinn hennar Thelmu Tíska 46

www.lyfogheilsa.is Opnunartímar 08:00-22:00 virka daga 10:00-22:00 helgar

JL-húsinu


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
13. april 2012 by Fréttatíminn - Issuu