Rússar líklegastir
Gabby Maiden
Arshavin og félagar ættu að taka sinn riðil á EM Fótbolti 18
Snjóbrettatöffari sem elskar Ísland
30
Dægurmál 54
Suðurlandsbraut 20
™
ára
ábyrgð á viðarparketi www.egillarnason.is 13.-15. apríl 2012 15. tölublað 3. árgangur
Ljósmynd/Hari
VIÐTAL Þóra Arnórsdóttir og Svavar
Halldórsson
Fjölskyldan, framboðið og syndir fortíðar
síða 22
Páll Sverrisson Segir mannorð sitt í rúst
Fréttir 14
Jo Nesbø og Snjókarlinn fá fullt hús
Bækur 34
Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi og Svavar Halldórsson, eiginmaður hennar, eru í einlægu og opinskáu viðtali við Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur.
Íslendingar kaupa tvöfalt dýrari bíla en Danir Á meðan Danir kaupa eyðslugranna smábíla selst mest af Toyota Land Cruiser á Íslandi. Hátt eldsneytisverð og bílaverð stoppa ekki Íslendinga í að kaupa að meðaltali bíla sem eru helmingi dýrari en Danir kaupa; eyða 16,4 prósent meira fé til bílakaupa.
Í
slendingar kaupa bæði dýrari og eyðslufrekari bíla en Danir samkvæmt úttekt Fréttatímans. Bornir voru saman tíu söluhæstu bílarnir á Íslandi í síðasta mánuði og í Danmörku í febrúar. Ef mið er tekið af fimm söluhæstu bílunum í báðum löndum, sem allir fást á Íslandi, kaupa Íslendingar tvöfalt dýrari bíla en Danir. Hátt eldneytisverð kemur ekki í veg fyrir að jeppinn Toyota Land Cruiser 150 trónir á toppnum yfir vinsælustu bíla meðal Íslendinga. Sá bíll kostar á bilinu 10,1 til 14,2 milljónir. Samsvarandi bíll kostar á bilinu 17,3 til 24,4 milljónir í Danmörku en það verð er fengið að teknu tilliti til ógnarsterkrar danskrar krónu gagnvart þeirri íslensku. Jafnframt þurfa Land Cruiser-eigendur í Danmörku að greiða grænan skatt upp á tæplega 170 þúsund krónur á ári. Á lista yfir tíu söluhæstu bílanna á Íslandi eru fimm fólksbílar, þrír litlir bílar, einn jeppi og einn jepplingur en á danska listanum eru fimm smábílar, fjórir litlir og einn fólksbíll.
Þá virðast Íslendingar hafa litlar áhyggjur af eldsneytiseyðslu bílanna í samanburði við Dani. Þegar eyðsla tíu söluhæstu bílanna í hvoru landi er borin saman kemur í ljós að íslensku bílarnir eyða að meðaltali 16,4 prósentum meira en þeir dönsku á listanum. Vissulega hjálpar til að smábílar í Danmörku eru svipað dýrir og Íslandi en bilið eykst og bílar verða dýrari í Danmörku eftir því sem þeir og vélar þeirra stækka. Þannig má segja að dönsk stjórn völd stýri bílainnkaupum þjóðar sinnar með verð- og skattlagningu. Til að allrar sanngirni sé gætt er rétt að taka tillit til ólíkra aðstæðna í löndunum tveimur sé litið til vegakerfis, landslags og veðurfars. Óskar Hrafn Þorvaldsson og Jónas Haraldsson oskar@frettatiminn.is, jonas@frettatiminn.is
JL-húsinu Hringbraut 121 Við opnum kl:
Og lokum kl:
Sjá nánar síðu 14.
Með einfaldan smekk Stíllinn hennar Thelmu Tíska 46
www.lyfogheilsa.is Opnunartímar 08:00-22:00 virka daga 10:00-22:00 helgar
JL-húsinu
2
fréttir
Helgin 13.-15. apríl 2012
Heilsa Íslenskir fyrirbur ar telja líðan sína lak ari en meðaltal segir
Fyrirburar eiga erfitt uppdráttar Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is
F
yrirburar á unglingsaldri, sem vega að kílói við fæðingu, telja lífsgæði sín slakari en jafnaldrar þeirra sem fæddust yfir 2,5 kílói. Þeir mælast bæði með minni líkamlega og andlega vellíðan og finnst lundarfar sitt og tilfinningar lakari. Þetta er niðurstaða meistararitgerðar Hólmdísar Freyju Methúsalemsdóttur, iðjuþjálfa í lýðheilsuvísindum. „Niðurstöður mínar gefa til kynna að það þurfi að hlúa sérstaklega vel að þessum hópi barna og fylgja þeim betur eftir á
unglingsárum,“ segir hún, „en það var ánægjulegt að sjá að enginn munur kom fram á spurningum sem sneru að sjálfræði, heimilislífi og tengslum við foreldra, fjárhag, félagslegum stuðningi og jafnöldrum auk skóla og félagslegrar viðkenningar. Og þetta er þrátt fyrir að þessi hópur barna hafi þurft að ganga í gegnum erfiða tíma og hremmingar á fyrstu vikum og mánuðum lífsins. Þau eru jú fædd undir 1000 grömmum, sem er minna en sem nemur mjólkurfernu.“
Ingibjörg Georgsdóttir, barnalæknir, hefur fylgst með þessum Þau eru jú fyrirburum frá fæðingu. Rannsókn Hólmdísar er hluti af langtíma eftfædd undir irfylgni með heilsu og líðan þrjátíu 1000 grömmfyrirbura af þeim 35 sem lifðu eftir fimm ára aldur og fæddust á árum, sem er unum 1991 til 1995 á Íslandi. minna en Í grein Ingibjargar, sem birtist í vefútgáfu Acta Pædiatrica í janúar, sem nemur segir að 57 prósent unglinganna mjólkurfernu. glími við námserfiðleika, tuttugu prósent þeirra séu í sérkennslubekkjum og 37 prósent þeirra fái stuðning við lærdóminn. Hólmdís Freyja Methúsalemsdóttir iðjuþjálfi. Ljósmynd Hari.
Matvöruverslanir Segir keppinauta reyna að bola Kosti af markaði
Innihaldslýsing PIP sögð afar ónákvæm
Innihaldslýsing fölsuðu PIP-sílikonpúðanna, sem velferðaráðuneytið áframsendi í tölvupósti til konu sem lét fjarlægja 17 ára tilraunapúða í febrúar, er afar ónákvæm. Þetta er mat Ingvars Árnasonar, prófessors í efnafræði við HÍ. Ráðuneytið vísar í skýrslu Vísindanefndar Evrópusambandsins og segir meginuppistöðuna metýlsílíkonolía, sílíkonolía og efni sem kallast RHODORSIL RTV 141 A og B. „Að tala um sílikonolíu og metýlsílikonolíu er rétt eins og að tala um mjólk og súrmjólk,“ segir Ingvar. Sílikonefni eru mjög fjölbreytileg og metýlsílikonið langalgengasta sílikonolían. - gag
Þorskárgangurinn sá stærsti frá 1985 Þorskárgangurinn frá því í fyrra er sá stærsti sem mælst hefur frá því árið 1985, samkvæmt mælingum Hafrannsóknastofnunar. Stofnvísitala þorsksins hækkaði fimmta árið í röð og hefur ekki verið hærri í 25 ár, að því er fram kom á Vísi í gær. Þá er meðalþyngd þorsks, sem farið hefur vaxandi undanfarin ár, komin vel yfir meðallag. Við sunnanvert landið var meðalþyngd með því besta í tíu ár, eða frá því vigtun hófust. Fyrir norðan var þorskurinn í betri holdum en verið hefur síðan 1996. Þetta eru niðurstöður úr svonefndu togararalli, þar sem nokkrir togarar toga á sömu veiðislóðum á sama tíma ár eftir ár. - jh
Orkustrengur til Evrópu til skoðunar Orkusala til Evrópu var aðal umfjöllunarefni ársfundar Landsvirkjunar sem haldinn var í gær. Mikill áhugi er á verkefninu meðal ráðamanna á meginlandinu. Ráðherra orkumála í Bretlandi kemur hingað í næsta mánuði til að ræða málið.
Í frétt Ríkisútvarpsins sagði að Landsvirkjun hefði lengi skoðað þann möguleika að leggja sæstreng til Evrópu. Tæknilega hefur það verið framkvæmanlegt um langt skeið, en ekki talið hagkvæmt. Nú virðist annað hljóð komið í strokkinn. Margt bendir til að framkvæmdin geti borgað sig upp á tiltölulega skömmum tíma vegna þess að verðmæti umhverfisvænnar orku hefur aukist í Evrópu. Áhugi virðist vera fyrir verkefninu í nokkrum Evrópulöndum; í Þýskalandi og Hollandi auk Bretlands. - jh
Frístundabílnum lagt „Sorglegt,“ segir Gísli H. Guðlaugsson, formaður Foreldrafélags Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði um þá ákvörðun bæjaryfirvalda að leggja Frístundabílnum. Bæjaryfirvöld ákváðu þetta þar sem ljóst var, eftir þriggja ára tilraunaverkefni, að fjöldi notenda væri ekki nægur auk þess sem styrkir og stuðningur fyrirtækja stæði ekki undir rekstrinum. Gísli krossleggur fingur og vonar að bænum takist að semja um fleiri ferðir Strætós, eins og stefnt er að. Hann segir bílinn hafa nýst Haukum vel, þar sem hann komi að körfuknattleiksdeildinni. „Krakkarnir notuðu bílinn til að komast á æfingar og því mjög sorglegt ef raunin verður sú að þjónustan verði ekki áfram í boði.“ - gag
Saga, sól og söngvar Davíðs
á Ítalíu Brottför: 16. júní Örfá sæti laus
15 dagar á Ítalíu undir fararstjórn Garðars Cortes óperusöngvara á söngvaleiðir skáldsins Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Sunnuferðir bjóða nú viðburðarríka ferð til Ítalíu þar sem fetað verður í fótspor skáldsins frá Fagraskógi alla leið frá Flórens suður til Kaprí. Garðar syngur lög skáldsins og segir söguna um hvernig þau urðu til. Ógleymanleg menningarferð um Ítalíu!
Nánari upplýsingar og bókanir í síma 555 4700 og á www.sunnuferdir.is
384.000 kr. Innifalið í verði: Sjá á www.sunnuferðir.is
Komið með röksemdir fyrir því að við megum skaða okkur með brennivíni, sígarettum og munntóbaki en ekki þessu. Þetta er Cocoa Puffs!
Hér er Jón Gerald Sullenberger við bréfabunkann með athugasemdum um að matvælamerkingar verslunarinnar séu ekki að evrópskum lögum. Ljósmynd/Hari
Hóta að loka Kosti vegna Cocoa Puffs Jón Gerald Sullenberger situr með tíu sentimetra bunka af bréfum frá lögmönnum og heilbrigðiseftirlitinu sem að efni fela í sér kröfur um að vörur séu annað hvort teknar úr sölu og urðaðar eða þær merktar samkvæmt evrópskum reglugerðum. Einelti, segir Jón Gerald. Kostnaðurinn við að mæta kröfunum lendi óhjákvæmilega á neytendum.
H
eilbriðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis hótar að loka lágvöruversluninni Kosti verði sölu á Cocoa Puffs, Lucky Charms og Twix ekki hætt. Jón Gerald Sullenberger, eigandi Kosts, líkir tíðum bréfaskriftunum eftirlitsins og lögmanna við einelti sem hafi vaxið í réttu hlutfalli við aukna velgengni verslunarinnar. Í bréfunum sé farið fram á að vörurnar séu teknar úr sölu og þær urðaðar. „Það er verið að reyna að knésetja okkur og sjá til þess að við gefumst upp,“ segir Jón Gerald og telur að fjármunum heilbrigðiseftirlitsins væri betur varið í annað en að koma í veg fyrir að Íslendingar borði til dæmis Cocoa Puffs. Hann bendir á að Kókó-kúlurnar séu á ríflega 500 milljóna manna markaði án athugasemda; það er í norður-, mið- og suður Ameríku. Eftirlitið heldur því fram að í þessum vörum séu óheimil litar- og þráavarnarefni. Jón Gerald segir þráavarnarefnin víða í lyfjum hér á landi og telur þessar reglur fyrst og fremst settar til verndar evrópskri framleiðslu, sem sé 20 til 30 prósentum dýrari en sú ameríska. „Það sorglega er að þessar merkingar og þetta eftirlit kostar fullt af peningum. Hver borgar það? Neytendinn,“ segir hann. „Komið með röksemdir fyrir því að við megum skaða okkur með brennivíni,
Bretti af möndlum urðað þegar Jón var í fríi Mánuði eftir að ný reglugerð var sett sem krefst vottorða með möndlum frá þriðja heims ríkjum og Bandaríkjunum segir Jón Gerald Sullenberger að hann hafi fengið bretti af möndlum frá Bandaríkjum. Hann hafi verið í fríi þegar heilbrigðiseftirlitið mætti, gerið brettið upptækt og urðaði þar sem vottorðin voru ekki uppsett að samkvæmt evrópskum stöðlum. „Tjónið var ábyggilega milljón,“ segir Jón, sem fékk ekki að endursenda vöruna. „Núna get ég keypt þessa nákvæmlega sömu vöru, í nákvæmlega eins pokum, í Bretlandi á 18 prósenta hærra verði.“ - gag
sígarettum og munntóbaki en ekki þessu. Þetta er Cocoa Puffs!“ Páll Stefánsson, heilbrigðisfulltrúi segir eftirlitið fara að lögum. „Við förum ekki út í þvingurnaraðgerðir nema að tilefni sé til. Það getur verið vegna bráðanauðsynja eða ítrekaðra brota,“ segir hann. Spurður hvort ítrekuð brot teljist þrjú eða tuttugu? „Það fer eftir alvarleika brots hversu harkalega er stigið til jarðar.“ Jón segist ekki vita hverjir standi á bakvið kvartanir og kærur til heilbrigðiseftirlitisins en bréfin séu send frá Lögmannsstofunni Mörk sem Gestur Jónsson og Ragnar Hall fari fyrir. Hann reiknar því með að það geri þeir í umboði Haga. Hann segir að auglýsi Kostur nýja sendingu mæti starfsmaður Aðfanga/ Haga, týni nýju vörurnar í körfu og kaupi . „Svo leggjast þeir yfir þær og kæra okkur.“ Markmiðið sé að ýta vörum hans út af markaði til þess að knýja kaupendur til að kaupa þær hjá sér. En hverjar eru líkurnar á því að hann hætti? „Engar. Eins lengi og neytendur koma til okkar, versla við okkur og standa með okkur verðum við hér.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
1.000 kr. notkun á mán. í 12 mán. fylgir þessum farsíma!
500 kr. notkun á mán. í 12 mán. fylgir þessum farsíma! Samsung Galaxy S II
Samsung Galaxy Y
6.490 kr. í 18 mán.
2.290 kr. í 12 mán.
99.990 kr. stgr.
24.990 kr. stgr.
500 kr. notkun á mán. í 6 mán. fylgir þessum farsíma!
dagur & steini
1.000 kr. notkun á mán. í 12 mán. fylgir þessum farsíma! 500 kr. notkun á mán. í 12 mán. fylgir þessum farsíma!
HTC Wildfire S
3.690 kr. í 12 mán.
LG Optimus L3
HTC Explorer
2.290 kr. í 12 mán.
2.790 kr. í 12 mán.
24.990 kr. stgr.
29.990 kr. stgr.
39.990 kr. stgr.
ærstitsitaður Setm m
sk Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, Miðgarði Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter Símnotkun fylgir með 0 kr. Nova í Nova og Eitt verð í alla, áskrift og frelsi. Mánaðarleg afborgun greidd með kreditkorti + 325 kr./mán. greiðslugjald. Það er ódýrara að staðgreiða og þá þarf ekki kreditkort.
í heimi!
4
fréttir
Helgin 13.-15. apríl 2012
veður
Föstudagur
laugardagur
sunnudagur
Góðviðri og frekar milt syðra Fremur svalt verður um helgina og mun veðrið einkennast af sól á daginn og næturfrosti. Norðaustan- og austanlands verður éljagangur í dag, föstudag, en síðan léttir til. Vestanlands er að sjá sem úrkomusvæði ætli að verða viðloðandi á laugadag, en óvissa er um umfang þess og hvort það sýni sig. Snjóað gæti á fjallvegum. Hiti hækkar lítið eitt á sunnudag og strax eftir helgi hlýnar.
1
1
4
2
0
0
3
4
Fremur svalt og léttskýjað, en smá él eða slydduél verða norðaustan- og austanlands.
Höfuðborgarsvæðið: Hægur vindur léttskýjað og hiti allt að 5 stigum. vedurvaktin@vedurvaktin.is
5
5
Höfuðborgarsvæðið: Slydda annað veifið og hiti 1 til 3 stig.
Svipað veður en hitinn tosast lítið eitt upp. Höfuðborgarsvæðið: Skýjað með köflum en að mestu úrkomlaust.
Fr amtakssjóður Brynjólfur Bjarnason
Michelsen_255x50_A_0511.indd 1
Leiðrétt
Eign lífeyrissjóða hækkaði um nær 50 milljarða
Samtals var 445 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í mars og nam veltan rétt rúmum 14,5 milljörðum króna, samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. Meðalupphæð á hvern kaupsamning var 32,6 milljónir króna. Þetta er umtalsverð aukning frá fyrri mánuði eða um fjórðung í fjölda samninga talið og um 38 prósent í veltu. Þá er einnig um að ræða aukningu frá sama mánuði fyrra árs en í mars í fyrra voru gerðir 409 kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu og hefur samningunum því fjölgað um 9 prósent á milli ára, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Á fyrsta ársfjórðungi var 1.171 kaupsamningi þinglýst á höfuðborgarsvæðinu samanborið við 908 samninga á sama tíma fyrir ári, sem er fjölgun um 30 prósent milli ára. Veltan nam 36 milljörðum miðað við 25 milljarða á sama tímabili fyrra árs. Fjöldi samninga á fyrsta ársfjórðungi er svipaður og hann var á sama tímabili árið 2008. - jh
Hrein eign lífeyrissjóðanna hækkaði um 49,5 milljarða króna í febrúar eða um 2,3 prósent. Þetta er mesta aukning sem orðið hefur á milli mánaða í þrjú ár, en undanfarna 12 mánuði hafa eignir sjóðanna hækkað um að meðaltali um 19,3 milljarða króna í mánuði hverjum. Þessi aukning kemur í kjölfar mikillar aukningar í janúar þegar eignir sjóðanna jukust um 36,5 milljarða króna og fer því árið mjög vel af stað hjá lífeyrissjóðunum, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka en vitnað er til talna Seðlabankans. Hrein eign lífeyrissjóðanna nam í lok febrúar 2.182 milljörðum króna eða sem 134 prósent af vergri landsframleiðslu síðasta árs. Hrein eign lífeyrissjóðanna jókst um 201 milljarð undanfarna 12 mánuði sem samsvarar aukningu um 12,2 prósent. Að teknu tilliti til verðbólgu var raunaukning eigna sjóðanna 5,5 prósent. Raunávöxtun hefur þó verið lakari enda nema iðgjaldagreiðslur sjóðfélaga mun hærri fjárhæð en greiðslur til lífeyrisþega og úttektir séreignasparnaðar. - jh
05.05.11 14:24
Brynjólfur Bjarnason nýtur ekki trausts sjöunda stærsta hluthafa Framtakssjóðsins. Ljósmynd/365
Lagahöfundur íslenska Eurovision-lagsins heitir að sjálfsögðu Greta Salóme Stefánsdóttir og ekkert annað. Fréttatíminn biðst velvirðingar á því að hafa oftar en einu sinni farið rangt með nafn hennar í síðasta blaði.
Íbúðamarkaður líflegur í mars
5
5
Úrkomusvæði við vesturströndina, en annars bjartviðri og sólríkt. Áfram fremur svalt.
Einar Sveinbjörnsson
4
4
0
GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST
„Út í hött að ráða þennan mann“ Stjórnarformaður Stafa lífeyrissjóðs, sjöunda stærsta hluthafans í Framtakssjóði Íslands, blæs á þær fullyrðingar formanns sjóðsins að framkvæmdastjórinn Brynjólfur Bjarnason njóti fyllsta trausts allra sem koma að sjóðnum. Samkeppnislagabrot og afskriftir á skuldabréfum veikja stöðu framkvæmdastjórans.
B Það er ótrúlegt að ekki sé hægt að finna mann sem ekki er með þessa fortíð.
44.900 FULLT VERÐ
54.900
YFIR 30 GERÐIR GASGRILLA
Guðmundur Gunnarsson, stjórnarformaður Stafa lífeyrissjóðs.
rynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, situr ekki óumdeildur í stöðu sinni. Ítrekuð samkeppnislagabrot hjá Símanum og Skiptum á meðan hann stýrði félögunum og háar afskriftir og niðurfærslur lífeyrissjóðanna á skuldabréfum áðurnefndra félaga, rúmlega 900 milljónir, hafa gert það að verkum að kurr ríkir á meðal nokkurra hluthafa sjóðsins. Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður sjóðsins, sagði í Fréttatímanum í síðustu viku að Brynjólfur, sem var ráðinn fyrir rúmum mánuði, nyti fyllsta trausts innan félagsins. Ekki er þó allir sammála því. Guðmundur Gunnarsson, stjórnarformaður Stafa lífeyrissjóðs, bloggaði í kjölfar orða Þorkels í Fréttatímanum og sagði það ekki rétt að Brynjólfur nyti fyllsta trausts allra. Stafir eru sjöundi stærsti hluthafi Framtakssjóðsins með rúmlega fimm prósenta hlut og segir Guðmundur í samtali við Fréttatímann að hann og aðrir stjórnarmenn Stafa hefðu verið agndofa þegar þeir lásu orð Þorkels. „Það er margoft búið mótmæla þessu enda vorum við ósáttir
við þessa ráðningu. Það var út í hött að ráða þennan mann og við munum koma okkar skoðun enn skýrar á framfæri við stjórnina. Það er ótrúlegt að ekki sé hægt að finna mann sem ekki er með þessa fortíð. Menn ætluðu að reyna að vinna lönd í trausti en vinna í staðinn svona. Þessi ráðning hefur ekki okkar stuðning,“ segir Guðmundur. Þráinn Valur Hreggviðsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verkfræðinga, sem þurfti samkvæmt skýrslu úttektarnefndar Landssamtaka lífeyrissjóða, að afskrifa eða færa niður skuldabréf Símans og Skipta um rúman hálfan milljarð, segir í samtali við Fréttatímann að það sé réttmætt að velta upp spurningunni um hæfni Brynjólfs til að stýra Framtakssjóðnum. „Stjórnin hjá okkur hefur ekki fjallað um þessa ráðningu enda er hún ný tilkomin. Það er fundur á þriðjudag og þá verður þetta rætt,“ segir Þráinn Valur en sjóðurinn á 1,1 prósent hlut í Framtakssjóðnum. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is
FÍTON / SÍA
FIMM ÁRA AFMÆLI! FIMMFALDIR N1 PUNKTAR! N1 er fimm ára í dag og í tilefni dagsins bjóðum við N1 korthöfum fimmfalda N1 punkta af öllum viðskiptum um allt land í dag.* Nýttu tækifærið! Fylltu á tankinn, fáðu þér bita og fimmfaldaðu punktasöfnunina!
*nema af tóbaki, tímaritum og Íslenskri getspá.
Mundu að einn N1 punktur jafngildir einni m krónu í öllum viðskiptum við N1 auk þess sem hægt er að margfalda virði punktanna með því að nýta sér regluleg tilboð.
FÖSTUDAGURINN 13. ER SANNKALLAÐUR HAPPADAGUR DAGUR FYRIR KORTHAFA. N1 KOR THAFA. FIMMFÖLD N1 PUNKTASÖFNUN Í DAG Þú safnar venjulega 3% í formi N1 punkta en færð 15% í dag Þú safnar venjulega 2 punktum af hverjum eldsneytislítra en færð 10 punkta í dag
WWW.N1.IS
Meira í leiðinni
6
fréttir
Helgin 13.-15. apríl 2012
Afmæli Stærsti fótboltavefur landsins
Fótbolti.net tíu ára um helgina
F
ótboltasíðan vinsæla Fótbolti. net heldur upp á tíu ára afmæli sitt um helgina. Vefurinn er stærsti fótboltavefur landsins og hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Magnús Már Einarsson, annar ritstjóra vefsins, segir í samtali við Fréttatímann að vefurinn hafi vaxið jafnt og þétt og það sama megi segja um fjölda lesenda. „Ef maður horfir aftur í tíðina er ekki hægt að bera saman fréttirnar í árdaga síðunnar og fréttirnar okkar í dag, gæðin eru allt önnur í dag. Ég held að 99 prósent af viðbrögðum sem maður hefur fengið um síðuna séu jákvæð og
það líður varla sá dagur að fólk komi ekki og hrósi fyrir okkar starf,“ segir Magnús Már en hann hefur starfað við vefinn nánast frá byrjun – byrjaði þegar hann var þrettán ára. Auk Magnúsar Más eru tveir starfsmenn í fullu starfi við vefinn; Elvar Geir Magnússon, meðritstjóri hans og Hafliði Breiðfjörð, stofnandi og framkvæmdastjóri. „Sjálfboðaliðar sem leggja okkur lið eru margir, sérstaklega á sumrin þegar við reynum að fjalla um allar deildir í íslenska boltanum sem best við getum. Heilt yfir hafa örugglega vel yfir 100 manns komið að starfi síðunnar
á einn eða annan hátt í gegnum tíðina og það góða fólk á mikið hrós skilið,“ segir Magnús Már og bætir því við að Hafliði Breiðfjörð hafi stofnað vefinn árið 2002 og upphaflega átti hann að vera einungis í kringum HM í SuðurKóreu og Japan það árið. Áhuginn hafi hins vegar verið svo mikill að síðan hélt áfram. Og afmælisbarnið er enn fullt metnaðar. „Stefnan er að gera vefinn betri á hverjum degi. Vonandi verður hægt að horfa til baka eftir 10 ár í viðbót og sjá jafnmiklar framfarir á vefnum og hafa verið á fyrstu 10 árunum,“ segir Magnús Már. -óhþ
Elvar Geir Magnússon, Magnús Már Einarsson og Hafliði Breiðfjörð, forsprakkar Fótbolta.net. Ljósmynd/Hari
Rjúpnahæð Hundur drapst á háskajárnum
KAFFIVÉLAR Mest seldu sjálfvirku kaffivélarnar á Íslandi um árabil.
Járn og gaddavír er enn að finna þar sem útvarpsmöstrin voru á Rjúpnahæð. Allt á að fjarlægja. Ljósmynd Selma Olsen
Drápsjárn fjarlægð af Rjúpnahæð Ríkisútvarpið lét fjarlægja hluta hættulegra járna sem voru í undirstöðum útvarpsmastra en enn er mikið eftir. Allt verður fjarlægt og gengið frá málum þannig að ekki stafi hætta af, segir talsmaður Ríkisútvarpsins.
Þ Saeco HD8743 • Sjálfvirk kaffivél • Ketill úr ryðfríu stáli • Kvörn úr keramík • Panarello flóunarstútur • Baunahólf: 170 gr
• Vatnstankur: 1 lítrar • Korgskúffa: 8 bollar • Þrýstingur: 15 bör • Til heimilisnotkunar • 1500 wött
TILBOÐ 49.990 VERÐ ÁÐUR 69.990
eir hafa tekið niður járnin sem drápu Eldar og járn sem voru eins og þau á nokkrum stöðum en enn er hins vegar er enn mikið af járnum eftir og gaddavír sem ekki hefur verið gert neitt við,“ segir Selma Olsen, eigandi hundins Eldars, sem drapst eftir að hafa lent á hvössum járnum sem stóðu út úr fyrrum undirstöðum útvarpsmastra sem voru á Rjúpnahæð, ofan Seljahverfis í Reykjavík. Fréttatíminn greindi frá málinu í liðinni viku en iður hundsins lágu úti og bein og tennur brotnuðu. Dýralæknar gátu ekki bjargað lífi hans. Starfsmenn Ríkisútvarpsins brugðust skjótt við, eftir að Selma greindi þeim frá slysinu, og fjarlægðu járnin sem urðu hundinum að aldurtila. Eyjólfur Valdimarsson, forstöðumaður þróunarsviðs Ríkisútvarpsins, segir að brugðist hafi verið við þegar slysið varð en hafi málið ekki verið klárað þurfi að fara betur yfir það. „Við ætlum að ganga þannig frá málum að ekki
stafi hætta af, förum yfir þetta og gerum þetta sómasamlega. Svo verður girðing lögðuð en svæðið var afgirt en girðingin hefur væntanlega farið niður að hluta. Auðvitað geta krakkar farið inn fyrir og þetta er slysagildra,“ segir Eyjólfur. Hann segir að annað útvarpsmastrið hafi fokið niður árið 1991 og hitt hafi verið sprengt niður í framhaldi af því. Sú er skýring þess að járnin standa út úr undirstöðunum. Annars staðar á landinu hafi svipuð mannvirki verið tekin niður og seld, til dæmis í Skjaldarvík. Þá hafi mastur verið tekið niður á Hornafirði og gengið frá eftir það. Eyjólfur vill þó taka fram að varhugavert sé að fólk sé að viðra hunda og jafnvel sleppa þeim á svæðinu enda búi húsvörður eða staðarhaldari í húsi á Rjúpnahæðinni með börn. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn
27 MILLJÓNIR
SÓPAÐU TIL ÞÍN MILLJÓNUM!
FÍ TO N / SÍ A
Fjórfaldur Lottópottur stefnir í 27 milljónir. Leyfðu þér smá Lottó!
Skráðu þig sem aðdáanda Lottó á facebook.com/lotto.is
012 14/0 4 2
.IS .LOT TO | WWW
8
fréttir
Helgin 13.-15. apríl 2012
Batnandi staða Akureyrarbæjar
Haltu þér fast! Þriðja bókin í bókaflokknum
um krakkana í Rökkurhæðum er væntanleg.
Ekki fyrir myrkfælna!
Föstudaginn 13. apríl? ...Engin tilviljun!
Rekstur Akureyrarbæjar gekk heldur betur en áætlanir gerðu ráð fyrir árið 2011. Sjóðsstreymi var einnig ágætt, að því er Vikudagur greinir frá. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 1.100 milljónir króna en var neikvæð um 419 milljónir króna eftir fjármagnsliði og skatta. Er það liðlega 226 milljóna króna betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir - jh
Rætt um örlög kúttersins Á fundi Akranesstofu nýverið voru á dagskrá málefni Kútters Sigurfara sem legið hefur undir skemmdum á Safnasvæðinu í Görðum um árabil. Á fundinum kom fram, að því er segir í Skessuhorni, að um það væri að velja að koma kútternum í skjól, hefja viðgerðir á honum eða fjarlægja hann af svæðinu. Á fundinum var forstöðumanni Byggðasafnsins í Görðum falið að gera áætlun um það hvernig standa megi að því að fjarlægja kútterinn af Safnasvæðinu. - jh/ Ljósmynd Safnasvæðið á Akranesi
Borgar fyrir að fá að reka tjaldsvæðið Fjögur einkahlutafélög buðust til að reka tjaldsvæði Ísafjarðarbæjar í Tungudal í Skutulsfirði. Reksturinn var boðinn út fyrir skömmu. Mikill munur var á þeim tilboðum sem bárust, að því er fram kemur í héraðsblaðinu Skutli en G. I. Halldórsson bauðst til að taka að sér reksturinn og borga bænum 300.000 krónur fyrir. Það var lægsta boð og bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti að ganga til samninga við fyrirtækið um rekstur tjaldsvæðisins í sumar. Næsta tilboð var frá Kagrafelli ehf, sem rekur tjaldvagnastæði í Neðsta á Ísafirði, sem bauðst til að taka að sér reksturinn fyrir ekki neitt, 0 krónur. Önnur tvö tilboð bárust, frá Stóli ehf sem vildi fá 980.000 krónur í meðgjöf með rekstrinum og Kaldasker ehf sem vildi fá 5.600.000 krónur fyrir að taka að sér reksturinn. - jh
UNICEF Safnað fyrir börn á Sahel svæðinu
www.rokkurhaedir.is
Hjálpum heima
PIPAR\TBWA
•
SÍA
•
120744
Hjálparstarf kirkjunnar veitir fjölbreytta aðstoð á Íslandi. Við hjálpum til sjálfshjálpar. Einnig er hægt að hringja í söfnunarsímann 9O7 2OO2, gefa framlag á framlag.is, gjofsemgefur.is eða á söfnunarreikning O334-26-886, kt. 45O67O-O499.
Valgreiðsla hefur verið send í heimabanka þinn. Með því að greiða hana styður þú innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar og hjálpar til sjálfshjálpar.
Moustapha 22 mánaða og er frá Tsjad. Hann fékk næringarmjólk frá UNICEF í æð. Binda þurfti um hendur hans svo hann tæki ekki af sér slönguna, en hún heldur í honum lífinu. Moustapha er enn mjög veikburða en hefur þó þegar náð miklum bata síðan hann kom á miðstöðina fyrir átta dögum. Ljósmynd/UNICEF/ Duvillier
Yfir milljón barna í bráðri hættu UNICEF hringdi í síðustu vikum viðvörunarbjöllum á sama tíma um allan heim og bað fólk að beina sjónum að Sahel-svæðinu og grípa inn í þegar í stað. Þurrkar og uppskerubrestur ógna lífi barna á þessu harðbýla svæði í Afríku.
S
www.help.is
Háaleitisbraut 66, 1O3 Reykjavík, Sími 528 44OO
Nú eru AllAr VerSlANIr NÓATúNS OPNAr FrÁ 08:00 TIl 24:00 AllA DAGA. www.noatun.is Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt
öfnun UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, fyrir börn í lífshættu á Sahel-svæðinu hefur gengið vonum framar að sögn Stefáns Inga Stefánssonar, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi. Alls hafa 14 milljónir króna safnast hjá UNICEF á Íslandi og söfnunin er enn í fullum gangi en UNICEF er á staðnum í öllum átta ríkjunum á Sahel-svæðinu þar sem þurrkar og uppskerubrestur hafa valdið neyðarástandi. Stefán Ingi segir að framlögin frá Íslandi verði meðal annars notuð til að meðhöndla börn sem þjást af alvarlegri bráðavannæringu. Meðal þess sem börnin fá er vítamínbætt jarðhnetumauk, svokallað plumpy-nut, sem er sérstaklega þróað fyrir bráðavannærð börn og er fullt af próteinum og nauðsynlegum snefilefnum. Börnin fá þrjá skammta á dag í fáeinar vikur eða þar til þau ná sér. Einn pakki kostar 56 krónur. Með framlögunum frá Íslandi getur UNICEF, sem dæmi, útvegað 214.000 skammta af þessari kraftaverkafæðu. Styrkja má neyðarsjóð UNICEF á Íslandi á með því að hringja í söfnunarsímanúmerin: 908-1000 (1.000 krónur) 908-3000 (3.000 krónur) 908-5000 (5.000 krónur) Einnig má styrkja neyðarstarfið á Sahel-svæðinu í gegnum heimasíðu UNICEF á Íslandi (www.unicef.is) eða með því að leggja inn á neyðarreikning samtakanna: 701-26-102040 (kt. 481203-2950).
Nana er átta mánaða og býr í Níger. Hún er alvarlega vannærð og hér er móðir hennar að gefa henni vítamínbætt jarðhnetumauk á heilsugæslu sem UNICEF styður í bænum Mirriah. Með maukinu binda menn vonir við að Nana nái fullum styrk á ný. Reynslan sýnir að 95 prósent vannærðra barna á Sahel-svæðinu sem fá meðhöndlun lifa af og flest barnanna ná sér á fáeinum vikum. Ljósmynd/UNICEF/ Asselin Sahel er arabíska og þýðir bókstaflega strönd. Nafnið er dregið af því hvernig gróður svæðisins mætir sandauðn Sahara líkt og strönd hafi á þessum 5.400 kílómetrum sem teygja sig frá Atlantshafsströnd Senegal í vestri til Rauðahafsstrandar Súdans og Eretríu í austri. Þar á milli liggur Sahel um Mauritaníu, Malí, Burkína Faso, Alsír, Níger, Nígería, Tjsad og Kamerún. Að minnsta kosti 50 milljónir draga fram lífið á þessu harðbýla svæði þar sem tilveran verður óbærileg þegar regntíminn bregst. Yfirleitt kemur ekki dropi úr lofti frá október til maí og hitinn getur farið í um 50 °C. Neyðarástand ríkir ekki á Sahel svæðum Alsírs, Súdans og Eríetreu.
STEAMPUNK
MADE WITH PARTS OF TITANIC www.romainjerome.ch
10
fréttir
Helgin 13.-15. apríl 2012
70 prósent stráka og 65 prósent stúlkna í sjöunda bekk í fyrra finnst þau hæfilega þung. Þrettán prósent stúlkna en tíu prósent stráka telja sig of mjóa, en 18 prósent stráka og 25 prósent stúlkna að þau séu of feit.
70% 65%
Heimild: Rannsóknir og greining.
Ákvörðun Ara Trausta á sumardaginn fyrsta
Einn Sindrastóll fyrir hvert ár
Ari Trausti Guðmundsson tekur endanlega ákvörðun um framboð til embættis forseta Íslands og kynnir hana á blaðamannafundi á sumardaginn fyrsta, það er að segja næstkomandi fimmtudag, 19. mars. Þetta kom fram í tilkynningu hans en í viðtali við Fréttatímann 9. mars síðastliðinn kom fram að hann íhugaði forsetaframboð af alvöru. „Það á ekki að hafa áhrif á ákvörðunina hverjir eru meðframbjóðendur,“ sagði Ari Trausti þá. „Þá er ekki verið að hugsa um það sem skiptir máli, hvort menn telji sig hafa eitthvað fram að færa.“ - jh/Ljósmynd Valdimar Leifsson
Um þessar mundir er unnið að endurgerð Sindrastólsins svokallaða sem naut mikill vinsælda á Íslandi á sjöunda áratug síðustu aldar. Stólinn er kenndur við framleiðandann, Sindra hf í Reykjavík. Það er fyrirtækið GÁ húsgögn í Reykjavík sem stendur að endurgerðinni. Sindrastóllinn er íslensk hönnun og kom fyrst á markað árið 1961. Meðal þeirra sem koma að framleiðslu stólsins nú er fyrirtækið Ikan ehf, bátasmiðja og frumkvöðlasetur í Brákarey í Borgarnesi, að því er Skessuhorn greinir frá. Sólóhúsgögn í Reykjavík sjá um smíði stálgrindar undir stólinn, Sjávarleður á Sauðárkróki framleiðir gæruna sem klæðir skelina og GÁ húsgögn annast bólstrun. Ásgeir Einarsson hannaði stólinn en hann hefur verið ófáanlegur síðan 1970. Fimmtíu stólar verða búnir til í sérstakri hálfrar aldar endurgerð – einn stóll fyrir hvert ár. - jh
Njóttu þess að heyra betur með ósýnilegu heyrnartæki!
Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 og fáðu heyrnartæki til prufu í vikutíma
Stærð á Intigai í samanburði við kaffibaunir
Intigai eru fyrstu ósýnilegu heyrnartækin frá Oticon. Intigai eru sérsmíðuð og liggja svo djúpt í eyrnagöngunum að enginn mun sjá þau eða átta sig á því að þú sért með heyrnartæki. Intigai eru fullkomlega sjálfvirk og aðlaga sig að því hljóðumhverfi sem þú ert í hverju sinni. G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s
Situr uppi með tjón vegna veggjatítlna nágrannans Bjartmar Sigurðsson situr uppi með hripleka, óeinangraða íbúð í parhúsi eftir að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði ákváðu í flýti í upphafi ársins 2009 að rífa hina íbúðina vegna veggjatítlna. Ástæðan: „Það þurfti að bjarga brennu kvöldsins.“ Bjartmar hefur ekki getað leigt húsið út en fyrri leigjendur hrökkluðust úr húsinu eftir að þau komu að því rafmagns- og vatnslausu úr jólaleyfi í útlöndum.
B
jartmar Sigurðsson situr uppi með ónothæfa, þriggja hæða íbúð í 87 ára gömlu parhúsi við Hverfisgötu í Hafnarfirði eftir að hinn helmingur hússins var rifinn vegna veggjatítlna í ársbyrjun 2009. Íbúðin lekur þar sem milliveggur íbúðanna er orðinn að útvegg, lagnirnar sem lágu um hluta nágrannans standa óvarðar og heita vatnið segir hann kalt á vetrarkvöldum. Aðeins nú nýlega var neglt fyrir glugga og göt á strípaða helmingnum. Bjartmar segir bæjaryfirvöld hafi fengið lögregluna til að brjóta sér leið inn í íbúðina, sem var í útleigu, til þess að taka rafmagn og vatn af henni fyrir niðurrifið. Bæjaryfirvöld hafi ekki gefið sér tíma til að ná tali af honum þar sem nýta hafi átt timbrið á þrettándabrennu þá um kvöldið. Bærinn vísar hins vegar til almannahagsmuna í dómi Héraðsdóms Reykjaness frá júnílokum í fyrra. Húseigendur í kring hefðu líklegast óttast um eignir sínar fréttu þeir af veggjatítlunum. „Í samtali við Erling Ólafsson, skordýrafræðing, sagði hann við mig að engin ummerki um veggjatítlur væru í mínum helmingi hússins en hann vildi þó ekki útiloka það. Hann hefur einnig sagt mér að ekki hafi legið svona á að rífa hinn helming hússins enda hafi þær verið þar í tugi ára,“ segir Bjartmar. Í vitnisburði
Erlings fyrir dómi segir að hann telji besta tímann til að eyða sýktu timbri vera frá miðjum september til loka apríl. „Mér finnst því líklegra að sú saga sem ég heyrði að þáverandi bæjarstjórnendur hafi fengið þá frábæru hugmynd að slá tvær flugur í einu höggi, rífa húsið og útvega eldsmat á brennu hjá Haukum um kvöldið,“ segir Bjartmar og vitnar í frétt RÚV frá miðjum janúar 2009, sem sagði frá brennunni sem veggjatítlutimbrið prýddi. Þar frétti Bjartmar fyrst af niðurrifinu og krossbrá.
Bjartmar berst í bökkum
Samkvæmt dómnum voru framkvæmdirnar á ábyrgð eigandans en á kostnað framkvæmdasviðs bæjarins. Fyrirtækið Fura sá um það, en Haraldur Þór Ólason, framkvæmdastjóri Furu ehf, sat þá í bæjarstjórn. Í fundargerðum bæjarins má lesa að starfsmenn hafi ekki gert sér grein fyrir því að íbúð Bjartmars stæði óeinangruð eftir niðurrifið. Bjartmar, sem er að ljúka námi í óperusöng í Skotlandi, missti leigjendurna fljótlega eftir niðurrifið. Hann hefur ekki getað leigt húsið út að nýju vegna þessara galla og því ekki getað greitt af lánum sínum. Leigutekjurnar voru 140 þúsund á mánuði. Hann stefndi bænum og
Hér má sjá ástand hússins eftir að önnur íbúðin var rifin í janúar 2006. Eftir stóð íbúð Bjartmars ónothæf vegna kulda og leka. Nú nýlega var neglt fyrir glugga og dyr.
Steig í gegnum baðherbergisgólfið Bjartmar Sigurðsson.
eiganda hins helmingsins til greiðslu bóta og dæmdi héraðsdómur meðeigandann bótaskyldan en sá stóð ekki undir greiðslunni. Fallni helmingurinn er nú í eigu Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna. Staða Bjartmars er ekki björt. „Ég berst í bökkum,“ segir hann. „Mér finnst sem ég hafi lent í náttúruhamförum.“ Hann hefur rætt við sölumann sem freistar þess að selja fyrir lífeyrissjóðinn. „Hann sagði að þetta hús verði alltaf veggjatítluhús í huga fólks. Sama þótt það verði lagað.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
Upphaf veggjatítlumálsins í Hafnarfirði var sú að eigandi veggjatítluíbúðarinnar, sem bjó í húsinu ásamt börnum sínum, steig niður úr baðherbergisgólfi hússins að Hverfisgötu 41A síðla árs 2008. Sérfræðingur var þá kallaður til sem staðfesti veru títlnanna og að þær hefðu verið þar lengi. Fyrir dómi var Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, spurður hvort eigandi íbúðarinnar hefði átt að geta gert sér grein fyrir ástandi hússins kvað sagði hann ástandið hafa verið það slæmt að það gæti ekki dulist neinum. Í kjallara hússins hefðu til dæmis verið göt á viðnum eins og eftir haglabyssuárás. Erling sagði að allt tréverk hússins hafi verið ónýtt og ástand þess það versta sem hann hefði séð. „Það fór ekki milli mála að allur viður var sýktur og gataður eftir veggjatítlur,“ sagði hann. „Suma viðina mátti hreinlega dufta milli fingurgóma svo illa voru þeir farnir.“ - gag
laus lán a t x a v dí ðum Við bjó og Mastercar frá Visa 2 mánuði allt að 1
Sumar
dekk
Sendibíla
dekk
Heilsárs
dekk
Jeppa
lið ! a v r ú ja dekk i.is/dekk u ð a Skoð ww.benn w kjavík Rey
Re
ykj
an esb
æ
Sérfræðingar í bílum
Bílabúð Benna - Tangarhöfða 8 - Reykjavík - S: 590 2000 / 590 2045 - www.benni.is Nesdekk - Fiskislóð 30 - Reykjavík - S: 561 4110 / Nesdekk - Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - S: 420 3333 Umboðsmenn um land allt - Upplýsingar í síma 590 2000
dekk
fréttir
12
Helgin 13.-15. apríl 2012
Persónuvernd Sjúkr askr ár
Segir landlækni vera með allt niður um sig Páll Sverrisson er ekki sáttur við vinnubrögð landlæknis eftir að viðkvæmar upplýsingar um hann birtust opinberlega í úrskurði siðanefndar lækna varðandi meiðyrðamál á milli tveggja lækna. Læknirinn sem ljóstraði upp upplýsingum úr sjúkraskrá Páls var áminntur og sagt að ganga af virðingu um trúnaðarupplýsingar sjúklinga af landlækni en Páll segir augljóst að embættinu hafi borið að kæra málið til lögreglu.
Páll Sverrisson berst fyrir því að maðurinn sem rústaði mannorð hans verði gerður ábyrgur. Ljósmynd/Hari
L
andlæknir er með allt niður um sig í þessu máli. Það er ósköp einfalt,“ segir Páll Sverrisson sem varð fyrir þeirri ömurlegu lífsreynslu að viðkvæmar persónuupplýsingar úr sjúkraskrá hans birtust á opinberum vettvangi – nánar tiltekið í úrskurði siðanefndar lækna þar sem fjallað var um kæru eins læknis á hendur öðrum og var Páll vitni í málinu. Málið snerist um að Skúli Bjarnason, læknir á slysadeild Landspítalans, kærði annan lækni, Magnús Kolbeinsson, lækni á Neskaupsstað, fyrir að hafa kallað sig fyllibyttu úr Borgarnesi og að hafa ekki hundsvit á beinbrotum í samtali við Pál sem átti erindi við báða læknana vegna olnbogabrots. Hinn kærði læknir Magnús notaði upplýsingar úr sjúkraskrá Páls í andmælum sínum til siðanefndarinnar. Þau andmæli rötuðu í úrskurðinn og þótt Páll væri
Geir Gunnlaugsson landlæknir. Ljósmynd/ Hari
ekki nafngreindur áttu þeir sem til hans þekkja ekki erfitt með sjá um hvern var að ræða. Landlæknir áminnti Magnús um að gæta sín í meðferð upplýsinga úr sjúkraskrám en Páli dugar það ekki.
Átti að kæra til lögreglu
„Landlæknir átti auðvitað að vísa málinu til lögreglu eins og 22. grein laga um sjúkraskrár segir til um. Persónuvernd er búin að úrskurða að birting þessara gagna stangist á við lög um persónuvernd og fyrir mér þetta einfalt. Læknirinn braut lög og á að fá meðhöndlun við hæfi,“ segir Páll en brot eins og þessi varða allt að þriggja ára fangelsi. Honum finnst einnig athyglisvert að embætti landlæknis úrskurðaði í máli Magnúsar aðeins fjórum dögum eftir að það sendi
UPPFÆRUM ÍSLAND AÐALFUNDUR SAMTAKA ATVINNULÍFSINS 2012 MIÐVIKUDAGINN 18. APRÍL Á HILTON REYKJAVÍK NORDICA. Fundarstjóri er Ari Edwald, forstjóri 365 miðla.
Persónuvernd svör þess efnis að embættið hefði eftirlit með aðgengi lækna að sjúkraskrám og mögulegum brotum á lögum um persónuvernd. Í ljósi ábyrgðar landlæknis tók Persónuvernd þá ákvörðun að fjalla ekki um mál Magnúsar heldur eingöngu um birtingu upplýsinganna í úrskurði siðanefndar.
Bréfaskriftir
Páll setti sig í samband við velferðarráðuneytið eftir ábendingu umboðsmanns Alþingis og standa nú yfir bréfaskipti á milli ráðuneytisins og embættis landlæknis um málið. Ráðuneytið hefur farið fram á að embættið endurskoði úrskurð sinn en landlæknir þráast við ef mið er tekið af bréfum sem hafa gengið á milli og Fréttatíminn hefur undir höndum.
Páll segir í samtali við Fréttatímann að málið hafi rústað líf hans og er hneykslaður á embætti landlæknis sem hann segir svo sannarlega ekki vinna fyrir fólkið í landinu. „Það er grátbroslegt að horfa á landlækni koma fram í fjölmiðlum og biðla til fólks um að leggja fram kvartanir ef það hafi eitthvað út á störf þeirra sem heyra undir eftirlit embættisins að setja. Ég spyr nú bara til hvers á fólk að vera kvarta? Ég get ekki séð að landlæknir geri neitt þegar kvartað heldur frekar að hann haldi hlífiskildi yfir læknunum sem þó hafa klárlega brotið lög,“ segir Páll. Hann vill meina að með aðgerðarleysi sínu hafi landlæknir hugsanlega brotið 130. grein hegningarlaga sem taka til brota í opinberu starfi.
FERÐAMANNALANDIÐ HÁTÆKNILANDIÐ ÞJÓNUSTULANDIÐ
LAND SKÖPUNAR OG AFÞREYINGAR LAND IÐNAÐAR OG ORKUNÝTINGAR
OPIN DAGSKRÁ KL. 14-16 • Ávarp: Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins • Ávarp: Christoffer Taxell, forystumaður í finnsku atvinnulífi og fyrrverandi menntamálaráðherra Finnlands
SJÁVARLANDIÐ
UPPFÆRUM STRAX • • • •
Sjöfn Sigurgísladóttir, einn stofnenda Íslenskrar Matorku Edda Lilja Sveinsdóttir, sviðsstjóri verkfræðisviðs Actavis Marín Magnúsdóttir, eigandi Practical Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands
Netagerð og spjall • Vetur kvaddur og sumri fagnað. Létt uppfærð nútímatónlist.
SKRÁNING Á WWW.SA.IS
WWW.UPPFAERUMISLAND.IS
MATVÆLALANDIÐ LITLA ÍSLAND
Hver ræður? Páll er heldur ekkert sérstaklega ánægður með velferðaráðuneytið. „Ég fer nú bara fram á að lögum sé fylgt og spyr sjálfan mig hver ræður eiginlega? Er það ráðherra eða skúringarkonan?“ spyr Páll og furðar sig á aðgerðarleysi ráðuneytisins. Það hafi þegar sent tvö bréf til landlæknis og beðið um að málið sé skoðað á nýjan leik en ekkert meira. „Fyrir mér lítur þetta út eins og ráðuneytið sé að þykjast gera eitthvað.“
BIKINÍ-ÁSKORUN
Ekki sama þingmaður og venjulegur Páll
Og Páll segir að ekki gildi hið sama fyrir alla í þessu þjóðfélagi. „Ég veit ekki betur en að allt hafi farið á annan endann þegar bankaupplýsingum þingmanns var lekið. Starfsmaðurinn var rekinn og lögreglurannsókn sett í gang. Þegar hinn almenni borgari verður fyrir því að viðkvæmum persónuupplýsingum er flaggað í trássi við lög þá er ekkert gert. Bara áminning og síðan haldið áfram,“ segir Páll og bætir við að hann sé að berjast fyrir alla Íslendinga í þessum slag sínum. „Ég er meira að segja að berjast fyrir Magnús Kolbeinsson. Það er algjört prinsippmál að hægt sé að treysta því að þessi gögn séu ekki opin almenningi.“
Ekki ástæða til að ganga lengra Geir Gunnlaugsson landlæknir segir í samtali við Fréttatímann að í þessu tiltekna máli hafi ekki verið talin ástæða til að ganga lengra en raun ber vitni. „Ég finn til samúðar með Páli í þessu máli en hann lenti í skotlínunni í deilu tveggja lækna. Við skoðuðum þetta mál ítarlega og komumst að þessari niðurstöðu,“ segir Geir. Hann játar því að málinu sé ekki lokið. „Málið er í ferli á milli velferðarráðuneytis og okkar og ekki ljóst hvernig það fer,“ segir Geir. Aðspurður um að þá gagnrýni Páls að lítið þýði að leggja fram kvörtum við landlækni þar sem ekkert sé gert segir Geir að embættið skoði allar kvartanir. „Það er hins vegar ljóst að stundum verða niðurstöður slíkrar athugunar á þann hátt að þeir sem kvarta verða ekki ánægðir. Við lofum ekki fólki þeirri niðurstöðu sem það sækist eftir. Við tökum hins vegar þessi mál alvarlega og skoðum þau vandlega,“ segir Geir og bætir við að hann geti ekki tekið undir þau orð Páls að embættið sé með allt niður um sig í þessu máli. „Það er hans skoðun en ég er ekki sammála henni.“
Taktu áskorun og vertu í þínu allra besta formi í sumar. Vertu léttari á þér, léttari í lund, sterkari og flottari! Innifalið í námskeiðinu: •
Þjálfun og mataræði tekið í gegn
•
Sérhannað æfingakerfi sem miðar að því að komast úr stöðnun
og tryggja að þú komist í þitt allra besta form
•
Auka æfingaáætlun til að tryggja þátttakendum hámarksárangur
•
Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu – jarðsjávarpotti
og gufuböðum
•
Dagleg hvatning, fróðleikur og aðgangur að uppskriftum frá
Ágústu Johnson á lokuðu heimasvæði inni á www.hreyfing.is
•
Sérstakt mataræði sem er byggt upp á sama hátt og vinsælt
er hjá Hollywood-stjörnum sem þurfa að koma sér í toppform
Allar nánari upplýsingar um
fyrir rauða dregilinn –við tryggjum að það er heilsusamlegt
námskeiðin, tímasetningu,
og skynsamlegt!
verð og skráningu finnur
•
Mælingar – vigtun og fitumælingar – fyrir og eftir
•
Kvöldstund í Blue Lagoon spa
þú á www.hreyfing.is
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is
Verð frá 2.124 kr.
– Lifið heil Nicorette forðaplástrar Verð frá 3.535 kr.
15%
afsláttur
af Nicorette þrennu Gildir til 30. apríl.
Nicorette fruitmint lyfjatyggigúmmí
www.lyfja.is
Verð frá 679 kr.
Lægra verð í Lyfju
ÍSLENSKA /SIA.IS/ LYF 59258 04/12
Nicorette innsogslyf
14
fréttaskýring
Helgin 13.-15. apríl 2012
Toyota Land Cruiser var mest seldi bíllinn á Íslandi í nýliðnum mars, jeppi sem kostar frá 10,1 milljón til 14,1 milljónar króna. Þrátt fyrir hátt eldsneytisverð eru aðeins þrír smábílar meðal tíu söluhæstu hérlendis. Í Danmörku eru níu af tíu söluhæstu bílunum smábílar. Ljósmynd Toyota
Smábílar einoka sölulista í Danmörku – Landkrúser á toppnum hér Níu af tíu söluhæstu nýjum bílum í Danmörku eru smábílar en þrír á Íslandi þar sem lúxusjeppinn Toyota Land Cruiser selst best allra nýrra bíla.
V
erð á bensíni og dísilolíu er hærra en nokkru sinni. Rekstur bíla setur því verulegt strik í heimilisreikninginn. Hið háa verð á olíu kemur ekki aðeins niður á Íslendingum. Heimsmarkaðsverðið er með þeim hætti að menn finna fyrir því í öllum löndum. „Við kaupum minnstu og ódýrustu bílana,“ sagði til dæmis í fyrirsögn í danska Jótlandspóstinum nýverið. Þar var greint frá tíu söluhæstu nýjum bílum í Danmörku í febrúar. Allt voru það smábílar eða bílar í minni kantinum, utan einn sem er í hópi þokkalega stórra fjölskyldubíla. Helmingur bílanna kostar undir 100 þúsund dönskum krónum, eða innan við 2,3 milljónir króna þar í landi. Söluhæsti bíllinn í Danmörku í febrúar var smábíllinn Chevrolet Spark, 609 seldir. Chevrolet Aveo kom næstur, 461 seldur, þá Toyota Aygo, 459 og Kia Picanto, 421. Fræg voru kaup Íslendinga á lúxusjeppum á bólguárunum þegar Range Rover seldist meira hér en í nálægum löndum og var þá ekki litið til höfðatöluútreikninga. Þá settist jeppi Toyota, Land Cruiser, efst á sölulista og þótti nokkrum tíðinum sæta enda óneitanlega um dýran bíl að ræða. Því er fróðlegt að skoða sölutölur nýrra bíla á Íslandi nú, þegar bílasala er að glæðast á nýjan leik eftir langt stöðnunartíma-
Tíu söluhæstu bílar í Danmörku Bíltegund
Fjöldi seldra bíla
Verð
Tíu söluhæstu bílar á Eyðsla
Bíltegund
Fjöldi seldra bíla
Verð
1. Chevrolet Spark
609
1.859.000 kr.
5,1 lítri
1. Toyota Land Cruiser 150 34 10.140.000 kr.
2. Chevrolet Aveo
461
2.890.000 kr.
5,1 lítri
2.-3. Skoda Octavia
22
3.570.000 kr.
3. Toyota Aygo
459
2,195.000 kr.
4,3 lítrar
2.-3. Toyota Yaris
22
2.670.000 kr.
4. Kia Picanto
421
2.067.000 kr.
4,2 lítrar
4. Toyota Avensis
16
4.420.000 kr.
5. Kia Rio 386
386
2.585.777 kr.
3,2 lítrar
5. Suzuki Swift
14
2.450.000 kr.
6. Hyundai i30
378
3.190.000 kr.
6,0 lítrar
6.-7. Nissan Micra
13
2.390.000 kr.
7. Opel Corsa
295
Upplýsingar liggja ekki fyrir
6.-7. Chevrolet Captiva
13
6.790.000 kr.
8. Opel Insignia
293
Upplýsingar liggja ekki fyrir
8. Renault Megane
12
3.290.000 kr.
9. Fiat 500
285
9.-10. Volkswagen Passat
11
3,990.000 kr.
10. Peugeot 107
284
9.-10. Ford Focus
11
3.390.000 kr.
Krabbamein, astmi, ofnæmi, exem, treg blóðrás, blöðruhálskirtilsbólga, parkinsonveiki, umgangspestir .......
Lúpínuseyðið gæti hjálpað Lúpínuseyðið sem Ævar Jóhannesson gaf fólki í rúma tvo áratugi gerði mörgum gott eins og lesa má í æviminningum hans og á vefsíðunni www.lupinuseydi.is. Hér verður ekkert fullyrt, en það skaðar ekki að lesa sögurnar og meta það sjálf hvort seyðið gæti gert ykkur gott.
www.lupinuseydi.is s. 517 0110 Fæst í heilsubúðum
2.570.481 kr.
4,8 lítrar
Upplýsingar liggja ekki fyrir
Sala fólksbíla í Danmörku í febrúar. Miðað er við uppgefið verð á Íslandi. Alls staðar er miðað við ódýrustu gerð bílsins. Eyðsla er uppgefin af umboðum. Miðað er við blandaðan akstur.
*Verð Volkswagen Passat er miðað við metanbíl. Sam dísilbíl sem er næstur í verði er 5.290.000 kr. og eyð staðar er miðað við ódýrustu gerð. Eyðsla er gefin up
fréttaskýring 15
Helgin 13.-15. apríl 2012
bil í kjölfar efnahagshrunsins – og gleymum því ekki að eldsneytisverð fer með himinskautum. Og hver ætli hafi þá setið efstur á sölulista nýrra bíla á Íslandi í nýliðnum mars? Jú, það var lúxusjeppinn Toyota Land Cruiser 150, bíll sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við og láta hvorki kreppu né olíuverð hafa áhrif á sig. Samkvæmt upplýsingum umboðsins kostar slíkur vagn frá rúmlega 10,1 milljón til rúmlega 14,1 milljónar, eftir gerð og búnaði. Alls seldust 34 Land Cruiser jeppar af 150 gerðinni í mars. Miðlungsstærðarbíllinn Skoda Octavia og smábíllinn Toyota Yaris fylgdu í kjölfarið, 22 bílar seldir. Þar á eftir kom Toyota Avensis, nokkuð stór fjölskyldubíll, 16 seldir. Meðal tíu söluhæstu bíla á Íslandi í mars er enginn sem telst meðal minnstu bíla en þrír eru í hópi smærri bíla, Toyota Yaris, Suzuki Swift og Nissan Micra. Fyrir utan Land Cruiser-jeppann er jepplingur í 6.-7. sæti listans, Chevrolet Captiva. Smábílar eru heldur ekki meðal þeirra sem koma næst á eftir topp-tíu listanum, Hyundai IX 35, Nissan Qashqai, Volkswagen Polo og Toyota Rav 4. Af þeim tegundum seldust 9 bílar í mánuðinum, tveimur færri en af Volkswagen Passat og Ford Focus sem voru í 9.-10. sæti. Af Chevrolet Spark, söluhæsta bílnum í Danmöku í febrúar, seldust 6 bílar hér á landi í mars.
Bílak aup Landkrúserk aupendur eru ekki að derr a sig
Þeir sem kaupa bíla núna eiga peninga Lágtekju- og millitekjufólk er ekki að kaupa bíla nú eins og var fyrir hrun, að mati Péturs Tyrfingssonar sálfræðings. Líklega er það frekar gamalt fólk og þeir sem áttu peninga fyrir og eru að endurnýja. Eðlilegra er að bera ástandið nú við árin 2003-2004 fremur en tímann rétt fyrir hrun. „Þegar kreppir að og fólk hefur aðeins minni fjárráð fer það gjarnan í fjárfestingu niður á næsta stig,“ segir Pétur Tyrfingsson sálfræðingur sem vill þó fremur líta á mismun bílakaupa Íslendinga og Dana frá neytendasjónarmiðum en sálfræði. „Fyrir hrun hefðum við hjónin til dæmis farið í tíu daga ferð til Barcelona en nú er líklegra, miðað við okkar
fjárráð, að við kaupum okkur nýjan ísskáp í staðinn. Með sama hætti getum við velt því fyrir okkur hverjir kaupa Landkrúsera – og hverjir eru að kaupa nýja bíla. Lágtekju- og millitekjufólk er ekki að kaupa nýja bíla. Það er líklega fremur gamalt fólk og þeir sem áttu peninga fyrir og eru að endurnýja bíla sína núna. Það er líklegra en ein-
hver sálfræðilega skýring, það er að segja að þetta fólk sé að derra sig. Við verðum að hafa í huga í hvað fólk eyðir peningum sem það hefur aflögu. Stóri breiði hópurinn sem var að kaupa nýja bíla fyrir hrun er ekki að því núna. Þeir sem kaupa bíla núna eiga peninga. Það skekkir myndina. Því er ekki rétt að bera ástandið nú
saman við það sem var rétt fyrir hrun heldur frekar árin 2003 til 2004 en kaupmáttur launa er sagður svipaður nú og var þá. Hvernig bíla keypti fólk þá? Þetta er eins og var með verslunarferðirnar í fyrra til Boston. Þá var alhæft og sagt að nóg væri til af peningum en það verður að horfa á það hverjir fara í slíkar ferðir.“ -jh
Þá var alhæft og sagt að nóg væri til af peningum.
Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is
Íslandi Eyðsla
Guðríður Lilla Sigurðardóttir • MSc í verkfræði frá HR • BSc í fjármálaverkfræði frá HR • Sérfræðingur á fjármálastöðuleikasviði Seðlabanka Íslands
8,1 lítri
4,5 lítrar
„Námið í HR gaf mér ekki bara góða þekkingu til að sinna fjölbreyttum störfum, heldur einnig aga og skipulagningu í vinnubrögðum og tengsl til að leita ráða og upplýsinga þegar á þarf að halda.“
4,8 lítrar
6,5 lítrar
5,0 lítrar
5,0 lítrar
7,7 lítrar
4,4 lítrar
Meistaranám í verkfræði Traust undirstaða til framtíðar Opið fyrir umsóknir í meistaranám til 30. apríl
6,9 lítrar*
5,3 lítrar.
ma á við um eyðsluna. Verð á sambærilegum ðslan 5,3 lítrar. Miðað er við selda bíla í mars. Alls pp af umboðum. Miðað er við blandaðan akstur.
www.hr.is
saga club
enn öflugri fríðindaklúbbur
safnaðu fleiri Vildarpunktum Icelandair – Njóttu þess Við kynnum nýja og betri möguleika til að nota Vildarpunkta og safna þeim. I I I I
Þú safnar Vildarpunktum fyrir öll flug með Icelandair Þú færð fleiri Vildarpunkta fyrir hærra fargjald Þú færð Vildarpunkta fyrir öll viðskipti um borð í vélum Icelandair Gleymdu ekki að athuga hvort kreditkortið þitt sé ekki örugglega að safna Vildarpunktum
18
fótbolti
Helgin 13.-15. apríl 2012
Baráttan í
A-riðli
A-riðillinn á EM í sumar er sennilega sá sem telst síst spennandi af riðlunum fjórum í þeim skilningi að ekkert stórliða er í honum og lítið um stórstjörnur. Ljóst er þó að keppnin verður grimm í riðlinum sem telur heimamenn og þrjá fyrrverandi Evrópumeistara. Spá Fréttatímans er að Rússar vinni riðilinn og Tékkar fylgi þeim áfram í 8-liða úrslitin.
Tékkland
Spá Fréttatímans: 2. sæti (detta út í 8-liða úrslitum) Íbúafjöldi: 10,6 milljónir Höfuðborg: Prag Staða á heimslista: 29 Besti árangur á EM: Evrópumeistarar árið 1976 undir merkjum Tékkóslóvakíu. Annað sæti árið 1996 undir merkjum Tékklands. Stjarna liðsins: Markvörðurinn Petr Cech er einn besti markvörður heims og lykilmaður í tékkneska liðinu. Frægasti leikmaðurinn: Miðjumaðurinn Pavel Nedved var á sínum tíma einn af betri miðjumönnum í heimi og átti frábæran feril í ítalska boltanum – með Juventus og Lazio. Leikir liðsins á EM: Rússland 8. júní, Grikkland 12. júní og Pólland 16. júní. Vissir þú að ... hinn hávaxni Jan Koller er markahæsti leikmaður Tékka frá upphafi með 55 mörk í 91 landsleik eða 0,6 mörk að meðaltali í leik?
Grikkland
Spá Fréttatímans: 3. sæti
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Íbúafjöldi: 10,8 milljónir
oskar@frettatiminn.is
Höfuðborg: Aþena Staða á heimslista: 13 Besti árangur á EM: Evrópumeistarar 2004 Stjarna liðsins: Miðjumaðurinn Giorgos Karagounis hefur verið akkeri á miðju liðsins undanfarin ár og þykir sérstaklega góður skotmaður. Frægasti leikmaðurinn: Theodoros Zagorakis var fyrirliði Grikkja á EM 2004 og var valinn besti leikmaður mótsins. Átti fínan feril á Englandi, Ítalíu og Grikklandi áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2007. Leikir liðsins á EM: Pólland 8. júní, Tékkland 12. júní og Rússland 16. júní. Vissir þú að ... Grikkir hafa aldrei tapað fyrir Tékkum? Í fjórum leikjum hafa þeir unnið tvo leiki og gert tvö jafntefli.
Rússland
Spá Fréttatímans: 1. sæti (detta út í 8-liða úrslitum)
56 dagar í Evrópukeppnina 2012
Spá Fréttatímans: 4. sæti Íbúafjöldi: 38,5 milljónir
Íbúafjöldi: 143 milljónir
Höfuðborg: Varsjá
Höfuðborg: Moskva
Staða á heimslista: 75
Staða á heimslista: 12
Besti árangur á EM: 14. sæti árið 2008 (eina skiptið sem liðið hefur tekið þátt í lokakeppni EM)
Besti árangur á EM: Evrópumeistarar árið 1960 undir merkjum Sovétríkjanna. Undanúrslit árið 2008 undir merkjum Rússlands Stjarna liðsins: Þótt framherjinn Andrei Arshavin hafi átt erfitt uppdráttar hjá Arsenal spilar hann yfirleitt frábærlega með rússneska landsliðinu. Hann var besti maður liðsins í síðustu Evrópukeppni. Frægasti leikmaðurinn: Markvörðurinn Lev Yashin er af flestum talinn vera besti markvörður allra tíma. Leikir liðsins á EM: Tékkland 8. júní, Pólland 12. júní og Grikkland 16. júní. Vissir þú að ... stærsta tap Rússlands var 7-1 tap gegn Portúgal 13. nóvember 2004?
Léttöl Léttöl
Pólland
Stjarna liðsins: Framherjinn Robert Lewandowski er einn mesti markaskorarinn í þýsku úrvalsdeildinni og sá sem Pólverjar treysta á að skori mörk. Frægasti leikmaðurinn: Zbigniew Boniek var einn af bestu framherjum heims, lykilmaður í pólska landsliðinu sem vann brons á HM á Spáni 1982 sem og Juventus á níunda áratug síðustu aldar. Boniek var eldfljótur og skotfastur og var valinn einn af 100 bestu leikmönnum sögunnar af Alþjóða knattspyrnusambandinu. Leikir liðsins á EM: Grikkland 8. júní, Rússland 12. júní og Tékkland 16. júní. Vissir þú að ... Pólverjar áttu markakóng heimsmeistarakeppninnar í Vestur Þýskalandi árið 1974? Þá skoraði Grzegorz Lato sjö mörk.
Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni
TB KJÖ ORÐ
R
B
I
Ú
Við gerum meira fyrir þig
R
KJÖTBORÐ
LamBaKóTILETTur
Ú
I
BEsTIr í KJÖTI
1898
ÍSLENSKT KJÖT
Kr./KG
ÍSLENSKT KJÖT
UR KRYDDAÐ ALI! AÐ EIGIN V
ÍSLENSKT KJÖT
Ora GrILLsósur í úrvaLI
Kr./sTK.
afsláttur
1698
Ú
B
BEsTIr í KJÖTI
Kr./KG
I
Ú
1358
TB KJÖ ORÐ
E.FINNssON sósur 4 TEGuNDIr
10%
Ú
Ú
I
BEsTIr í KJÖTI
R
I
B
GrísaHNaKKI
KJÖTBORÐ
TB KJÖ ORÐ
I R
KJÖTBORÐ
Kr./KG
R
R
uNGNauTaHamBOrGarI 120Gr
229
296
20%
afsláttur
ÍSLENSKT KJÖT
Ú
I
Ú
F
FErsKIr í FIsKI
Kr./KG.
FISKBORÐ
I
ISKBORÐ
Ú
R
KJÖTBORÐ
Kr./KG
1998
RF
R
BEsTIr í KJÖTI
LaXa sTEIK GLJÁÐ mEÐ maNGó CHILI
I
B
Ð
Ú
2898
R
I
LamBa PrImE
TB KJÖ OR
sKYr.Is JarÐarBErJa/ BLÁBErJa, 250 mL
161 Kr./sTK.
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillu og/eða myndabrengl
FróN ÁLFur súKKuLaÐI-/ vaNILLuKEX
269 Kr./PK.
LamBa súPuKJÖT 1. FLOKKur
799
PasTELLa FErsKT PasTa
10% Kr./KG
afsláttur
Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt
svarTIr rusLaPOKar, 10 sTK. í PK.
399 Kr./PK.
20
viðtal
Helgin 13.-15. apríl 2012
Hótel Saga í hálfa öld Það verður mikið um dýrðir á Hótel Sögu í dag, föstudag, þegar núverandi og fyrrverandi starfsmenn hótelsins fagna því að Saga er orðin fimmtug. Hótelstjóri Hótels Sögu var ekki fædd þegar hótelið tók til starfa, en hún er tveimur árum yngri en það. Anna Kristine ræddi við Ingibjörgu Ólafsdóttur hótelstýru.
I
ngibjörg Ólafsdóttir hótelstýra segir að haldið verði upp á hálfrar aldar afmæli Hótels Sögu með ýmsum viðburðum. „Í dag (föstudag) er einn þeirra sem við hlökkum mest til; að hóa saman fyrrverandi og núverandi starfsmönnum og rifja upp góða tíma. Það eru svo mikil tengsl ennþá og sterk bönd milli starfsfólks. Líklega er það þessi 24 tíma viðvera ásamt miklu álagi sem þjappar fólki saman. Til margra hjónabanda hefur verið stofnað hér á hótelinu og mikil fjölskyldutengsl – systkini, foreldrar og börn starfsmanna. Til dæmis vann mamma mín hér, systur mínar báðar, dóttir mín og systursynir. Við vonumst til að fá í kring um 200 manns, við höfum reynt að dreifa þessu eins og hægt er, Facebook er aðalsamskiptamiðillinn í þessu en við höfum beðið alla að bera út boðskapinn og láta vita,“ segir Ingibjörg.
Tvær fráteknar hæðir í upphafi
Ingibjörg var tvítug að aldri þegar hún byrjaði að vinna á Hótel Sögu, þá í gestamóttökunni. „Fyrir utan tveggja ára hlé, þegar ég kenndi á Ísafirði, vann ég þar með háskólanámi, en ég lagði stund á dönsku og þýsku. Árið 1991 tók ég við Hótel Íslandi þar sem ég starfaði í fimmtán ár. Þá lá leiðin til Leeds þar sem ég tók við stjórnun Radisson SAS þar. Eftir fimm ára dásamlega dvöl í ensku sveitasælunni komum við aftur og ég var svo lánsöm að fá að taka við Hótel Sögu núna um áramótin. Við hjónin eigum þrjú börn, 28 ára dóttur sem er í mastersnámi í New York, 26 ára son sem er sölustjóri hjá Rezidor í Hollandi og 18 ára son sem er í Kvennaskólanum, en maðurinn minn heitir Helgi Jósteinsson og er kennari. Börnin hafa alist upp við langa vinnudaga og lítinn fyrirvara á fríum og þess háttar en okkur hefur tekist að púsla öllu saman alveg ágætlega og börnin okkar virðast ekki hafa borið skaða af. Ingibjörg segir að Hótel Saga sé og hafi alltaf verið í eigu Bændasamtakanna og þegar hótelið var opnað voru þar sextíu herbergi. „Ein hæð var frátekin fyrir Bændasamtök Íslands og önnur fyrir Flugfélag Íslands. Árið 1977 voru Flugfélagsherbergin hins vegar tekin í almenna notkun og stækkaði þá hótelið sem slíkt í 106 herbergi.“
Grillið er gourmet veitingastaður Eins og mörgum góðum sögum fylgir framhaldssaga og Hótel Sögu fylgir ein slík. „Árni 1986 var svo „Framhaldssagan“ byggð og fjölgaði þá herbergjum í 216 og einnig jókst til muna aðstaða til funda- og ráðstefnuhalds. Undanfarin ár hafa verið gerðar breytingar – herbergi voru meðal annars sameinuð, og núna er hótelið með 209 herbergi; tíu funda- og veislusalir eru í húsinu, tveir veitingastaðir auk þess sem á Hótel sögu er boðið upp á margvíslega þjónustu sem hótelgestir geta nýtt sér svo sem Mecca Spa, hárgreiðslustofu, rakarastofu, minjagripaverslun og fleira. Grillið var alltaf aðalstaðurinn, þar var öll matarþjónustan og opið frá morgni til kvölds. Það var svo ekki fyrr en árið 1986, með opnun viðbyggingarinnar, að morgunverðurinn fluttist, fyrst á aðra hæðina og svo seinna í Skrúð. Nú er Grillið gourmet kvöldstaður með einstöku útsýni og sem betur fer hefur ýmsum sérkennum verið haldið frá upphafi, eins og stjörnumerkjunum í loftinu og fleiru. Mímisbar var bar þar sem tónlist var flutt, hann var afmarkaður frá gestamóttökunni svo hægt var að dansa þar og mikið fjör oft á tíðum. Eftir breytingar var hann opnaður og er meiri hótelbar þar sem gott er að sitja og horfa á hótellífið. Skrúður er okkar aðal veitingastaður, opinn allan daginn og þar er líka notalegt að skoða mannlífið og á veturna að ylja sér við arineld.“ Að jafnaði eru um 100 starfsmenn sem starfa á Hótel Sögu og Ingibjörg segir að margir frábærir starfmenn annarra hótela og veitingahúsa hafi hafið feril sinn á Sögu: „Það hefur alltaf verið mikill metnaður í þjónustu og það sýnir sig að þeir sem hér lærðu hafa aldeilis komið sér vel áfram í lífi og starfi.“
Mörg fyrirmenni gist á Sögu
Hún segir töluverða endurnýjun hafa átt sér stað á Sögu og svo muni verða á allra næstu mánuðum og árum: „Draumur okkar er að Saga sé aðalhótelið í hugum fólks. Við erum að fara í miklar endurbætur en viljum halda í gamla sjarmann og einblína áfram á frábæra þjónustu og framúrskarandi mat. Það hefði verið gaman að halda aðeins meira í „sixties“
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA 08-2386
með kryddblöndu
með sólþurrkuðum tómötum
Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstýra Hótels Sögu. „Við erum að fara í miklar endurbætur en viljum halda í gamla sjarmann.” Ljósmynd/Hari
Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is
útlitið en það eru enn nokkrir staðir sem halda sér og verður vonandi ekki breytt,“ segir hún brosandi, greinilega hrifin af þeirri tísku sem þá ríkti. „Viðskiptahópur Sögu er stór og fólk kemur hvaðanæva að úr heiminum. Hér hafa mörg fyrirmenni gist í forsetasvítunni okkar, kóngafólk hvaðanæva að; Hillary Clinton, Leonard Cohen, Louis Armstrong, Vacláv Havel fyrrum Tékklandsforseti og miklu fleiri. Flestir viðskiptavina okkar koma frá Norðurlöndunum og Norður-Evrópu, og svo eigum við
Frá árdögum Hótels Sögu. Þegar hótelið opnaði árið 1962 voru þar sextíu herbergi. Nú er hótelið með 209 herbergi og þar eru tíu fundaog veislusalir.
Mikið úrval rjómaosta við öll tækifæri
Nú er Grillið gourmet kvöldstaður með einstöku útsýni og sem betur fer hefur ýmsum sérkennum verið haldið frá upphafi, eins og stjörnumerkjunum í loftinu og fleiru.
með appelsínulíkjör
með hvítlauk
hreinn
með svörtum pipar
auðvitað dyggan hóp Íslendinga, þar á meðal bændur, eigendur hótelsins, sem sumir hverjir hafa verið viðloðandi hótelið í mörg ár.“
Að mæta þörfum gestanna
Hótelstjórastarf virðist ákaflega heillandi – í það minnsta þegar maður sér það í kvikmyndum – en er raunveruleikinn eins? „Já, það sem heillar mig við hótelstjórastarfið er þjónustuþátturinn og fólkið. Eins og ég nefndi fyrr hef ég unnið með fjöldanum öllum af frá-
ms.is
bæru fólki sem hefur dekrað við gestina okkar með góðri þjónustu og dásamlegum mat. Mér finnst mitt starf fyrst og fremst fólgið í því að mynda heildarhóp sem lítur á Sögu sem sína eigin og leggur metnað sinn í að allt sé betra en búist var við. Hótelvinna er vinna allan sólarhringinn alla daga vikunnar, svo áreiti er á öllum tímum. En ég á dásamlegt samstarfsfólk sem er sjálfstætt, hæft og vel þjálfað og getur tekist á við alls kyns óvæntar uppákomur sem eru margar og tíðar. Auðvit-að koma upp atvik þar sem hringt er og ég kem. Ég er svo heppin að búa nálægt og get stokkið til með litlum fyrirvara.“ En hvað með Súlnasalinn, verður hann efldur og gerður að þeim frábæra dansstað sem hann var? „Já, Súlnasalur var aðalballstaðurinn hér á árum áður og hver veit nema við náum þeim status aftur – þetta er alltaf spurning um eftirspurn, hvað er það sem gestirnir okkar sækja í – og við hættum ekki fyrr en við vitum hvað þeir vilja!“
Bráðfyndinn sjóntónleikur
Sýningadagar Lau 14.4. Kl. 20 UPPSELT Mið 18.4. Kl. 20 Sun 15.4. Kl. 20 UPPSELT Fim 19.4. Kl. 20 Fös 20.4. Kl. 20 Örfá sæti
Sýningum lýkur í apríl
Íslandssagan á hundavaði í tali og tónum Saga þjóðar er samstarfsverkefni Hunds í óskilum, Leikfélags Akureyrar og Borgarleikhússins
Miðasala | 568 - 8000 | borgarleikhus.is
22
viðtal
Helgin 13.-15. apríl 2012
Svavar og Þóra eru með stórt heimili, mörg börn og Þóra segir ólíklegt að hún verði djammandi forseti ef hún nær kjöri. Ef hún er ekki að vinna þá vill hún vera heima hjá sér.
Barneignir eiga ekki að útiloka konur Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi er á miklu flugi og hefur nú þegar safnað tilskildum fjölda meðmælenda úr öllum landshlutum. Henni er því ekkert að vanbúnaði að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. En fyrst þarf hún bara að eignast eitt lítið barn. Heiðdís Lilja ræddi við Þóru og mann hennar, Svavar Halldórsson, um sýn þeirra á forsetaembættið, heimilislífið og gamalt líkamsárásarmál úr fortíð Svavars. Ljósmyndir/Hari
H
eimili Þóru og Svavars í Hafnarfirði er heimilislegt og hlýlegt. Hér hefur bókum, tónlistardiskum og myndaalbúmum ekki verið úthýst í þágu mínímaliskra tískusveiflna, heldur fá að skipa virðingarsess í stofunni. Þóra og Svavar bjóða upp á kaffi og pönnukökur að þjóðlegum sið og segja móður Þóru hafa komið færandi hendi með bakkelsið fyrr um daginn. „Við vorum viðbúin því að þetta yrði rifjað upp,“ byrjar Þóra á að nefna. Þar vísar hún til tuttugu ára gamals máls þar sem Svavar fékk tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárás. Orðrómur um þetta gamla dómsmál hefur verið hávær síðustu daga og þeim Svavari og Þóru finnst því rétt og sjálfsagt að gera grein fyrir því um hvað málið snýst. „Við vissum fyrirfram að ef það fyndist ekkert misjafnt um okkur þá yrðu hlutir ýktir eða eitthvað skáldað upp,“ segir Svavar. „Við höfum lent í því margoft áður. Við höfum jafnvel heyrt sögur af okkar eigin skilnaði, einnig sögur af tugmilljóna skuld í erlendum húsnæðislánum þegar við vorum ennþá að leigja húsnæði og höfðum ekki tekið nein húsnæðislán. Það eru alls konar sögur í gangi. Uppáhaldið okkar er samt sagan um að Þóra hafi látið ráða systur sína sem umsjónarmann Útsvars og sú hafi enga reynslu úr sjónvarpi. Eins mikið og hún óskaði þess að eiga systur, þá á hún bara fjóra bræður og Brynja Þorgeirsdóttir hefur starfað í sjónvarpi í tíu til fimmtán ár.“
Slagsmál eftir ball
Þegar Svavar var tuttugu og tveggja ára lenti hann í slagsmálum eftir ball. „Það upphófst rifrildi út af stelpu sem endaði með því að ég slasaði jafnaldra minn þannig að það brotnuðu í honum tvær tennur. Þetta hefur hvílt á mér alla tíð og ég sé mjög eftir þessu.“ Hann segist hafa verið svolítið
villtur unglingur. „Ég var lengi að klára stúdentsprófið. Fór á sjó og vann við löndun niðri á bryggju. Þessum lífsstíl fylgdi að maður fór á sveitaböll og sletti úr klaufunum um helgar. Á þessum tíma lenti maður í ýmsu. Ég keyrði of hratt og missti bílprófið um tíma og svo gerðist það að maður lenti í þessum örlagaríku slagsmálum.“ Slagurinn fyrir utan ballstaðinn hafði eftirmál. Maðurinn sem Svavar slasaði kærði hann og fékk Svavar tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm. „Ég hélt það skilorð. Nokkrum árum seinna lágu leiðir okkar, mín og þessa drengs, saman. Við settumst niður og ræddum þetta mál alveg ofan í kjölinn og ég komst að því hversu einstaklega góður drengur hann er. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það sem ég gerði honum var verulega slæmt og eftirsjá mín er einlæg. Þetta er líklega það versta sem ég hef nokkurn tímann gert nokkrum manni á ævi minni. Sjaldan er ein báran stök því á svipuðum tíma fór fyrirtæki tengt fjölskyldu minni á hausinn, ég lenti í ábyrgðum vegna þess og þar af leiðandi í fjárhagskröggum. Það tók mig nokkur ár að vinna mig út úr þeim.“ Þegar Svavar og umræddur maður kynntust nokkrum árum eftir dómsmálið kom í ljós að þeir áttu stóran hóp af sameiginlegum vinum og kunningjum. „Við hittumst í matarboðum, drukkum saman bjór og svoleiðis. Hann var síðan í sinni vinnu og ég í minni og við höfum ekki haft mikið samband síðustu ár. Mér er verulega hlýtt til hans og er honum þakklátur fyrir hversu stórmannlega hann tók afsökunum mínum fyrir áratug. Ég hef hins vegar fengið af honum reglulegar fréttir í gegnum sameiginlega vini á RÚV. Þannig frétti ég af því að hann væri orðinn alvarlega veikur. Það sem hefur gert þetta verra er að einhverjir hafa verið að tengja þetta saman. Það er líka erfitt fyrir hann, í sínum veikindum, að standa í að svara fyrir
slíkt. Við höfum fengið mjög truflandi, nafnlaus bréf þar að lútandi. Við vitum einnig til þess að fólk hafi verið að dreifa mjög ýktum og röngum sögum af þessu. En svona var þetta ömurlega atvik sem ég sé gríðarlega eftir og hef í raun fátt mér til málsbóta annað en að ég var ungur og vitlaus og að þetta gerðist eftir ball. Ég mat aðstæðurnar þannig að ég taldi mér vera ógnað. Þetta var dómgreindarskortur af minni hálfu. Þetta er erfitt fyrir alla. Ef ég gæti tekið þetta til baka þá myndi ég gera það á svipstundu. Ábyrgðin liggur algerlega á mínum herðum.“ Þóra grípur inn í: „Það er ekkert að því að tala um þetta mál á meðan sagt er satt og rétt frá. Að lenda í slagsmálum tvítugur og fá skilorðsbundinn dóm er alvarlegt mál fyrir þann unga mann sem í því lendir. Það er samt sem áður bara það sem gerðist. Margir lenda í því að slást eftir ball. En þegar ég fæ nafnlaust bréf um það að menn liggi alvarlega veikir eftir manninn minn… Auðvitað vissum við að það yrðu alltaf einhverjar sögur en þetta er ekki fallegt. Hin sagan, þessi um meintan skilnað okkar Svavars, kom upp í tengslum við sambandsslit nöfnu minnar í Kastljósinu og hana var auðvelt að leiðrétta. En þetta er miklu verra. Vinir okkar hafa fengið símtöl um þetta. Sagan sem þeim er sögð er mjög ljót og í engu samræmi við það sem gerðist.“ Svavar, hefurðu áhyggjur af því að þetta mál muni leggja stein í götu Þóru? „Ég held að enginn kjósi Þóru út af mér – og að enginn hætti við að kjósa Þóru út af mér. Hún hefur það áberandi kosti að þetta skiptir engu máli. Menn sjá líka í hendi sér að það er langt síðan þetta gerðist,“ segir Svavar ákveðinn. „Þegar ég var fréttamaður á fréttastofu útvarps lærði ég þá grunnreglu að maður er að vinna fyrir hlustandann og engan annan. Sumir vilja ekki trúa því að til sé eitthvað sem
Heiðdís Lilja Magnúsdóttir hlm@frettatiminn.is
Það upphófst rifrildi út af stelpu sem endaði með því að ég slasaði jafnaldra minn þannig að það brotnuðu í honum tvær tennur.
heitir fagleg blaðamennska. Ótrúlega margir halda að eitthvað búi að baki. Í þessari tilraun til faglegrar blaðamennsku hef ég troðið mönnum um tær. Ég veit að fréttir sem ég hef skrifað eru yfirfarnar á lögfræðistofum að beiðni þeirra sem um hefur verið fjallað. Ég reyni ávallt að vera heiðarlegur og vanda mig við að sinna mínu hlutverki. En auðvitað líkar ekki öllum að um þeirra mál sé fjallað. Maður verður bara að sætta sig við að þessar sögur sem farið hafa á kreik eru eitthvað sem fylgir því að stíga fram í sviðsljósið. Sem betur fer er margt fólk sem þekkir mann af góðu einu. Það skiptir mestu máli og skilar sér á svona stundum. Meðal annars í því að rúmlega þrjú hundruð manns hlupu út um daginn og söfnuðu meðmælendum fyrir okkur. Það voru bara vinir og ættingjar og fólk sem við þekkjum.“ Hvað með þig, Þóra? Hefur þú einhvern tímann komist í kast við lögin? „Ég hef einu sinni verið tekin fyrir of hraðan akstur. Það var árið 2001 eða 2002. Ég held ég hafi verið á 108 km hraða norður í landi,“ svarar Þóra að bragði og kímir. „Ég þekki enga konu sem er samviskusamari en Þóra og held meira að segja að hún hafi til dæmis aldrei borgað gíróseðil of seint,“ skýtur Svavar inn í. „Stundum hef ég mætt allt of seint með gíróseðlana út í banka og komist þá að því að hún er löngu búin að borga þá í heimabankanum.“
Snýst um að vinna í þágu þjóðarinnar
Af hverju þurfum við forseta? Hvað mælir á móti því að leggja forsetaembættið niður? „Í eina tíð var ég var þeirrar skoðunar að það ætti að leggja forsetaembættið niður,“ upplýsir Þóra. „Þetta væri bara prjál og peningaeyðsla. En þegar ég flutti út og lærði alþjóðasamskipti og hagfræði, sá ég tækifærin sem liggja í embættinu. Þau eru tvenns konar: Forsetinn, í krafti síns embættis sem þjóðhöfðingi, hefur aðgang að fólki og áhrif á fólk sem getur skipt miklu máli. Hann getur komið á mikilvægum, persónulegum tengslum í þágu þjóðarinnar. Það eitt og sér er eitthvað sem ekki er hægt að gera með öðrum hætti. Einnig hef ég komist á þá skoðun að það væri gott að hafa eins konar sameiningartákn, þótt það sé kannski
viðtal 23
Helgin 13.-15. apríl 2012
ákveðnum þætti. Ég held að í fyrsta lagi sé það ekki hægt. Í öðru lagi að sem betur fer þá skipti það ekki máli.“
Of ung fyrir embættið?
Ég held að enginn kjósi Þóru út af mér – og að enginn hætti við að kjósa Þóru út af mér.
Þóra er 37 ára og talað hefur verið um að íhaldssamir kjósendur muni hugsanlega setja ungan aldur hennar fyrir sig. Hún segist hafa hugsað þetta líka. „Á móti kemur að kjörgengisaldurinn er 35 ár. Ef það ætti nauðsynlega að vera eldri manneskja í þessu embætti þá væri kjörgengisaldurinn hærri. Margt eldra fólk hefur haft samband, fagnað framboðinu og sagst vilja ungt fólk. Kannski er það þörfin fyrir eitthvað nýtt? Þörfin fyrir einhver þáttaskil og að fara að horfa til framtíðar. Aðalspurningin er hvort maður geti
sinnt embættinu með sóma, hversu gamall sem maður er. Ég stend í þeirri trú að ég geti þetta og að það skipti ekki öllu máli hvað ég er gömul. Svo er eins og einhver sagði, að ef menn telja ungan aldur minn vera vandamál, þá lagast það með tímanum. Ég veit líka að margir hafa áhyggjur af því að ég verði á launum í fjörutíu ár eftir að kjörtímabilinu lyki. Þannig er það ekki í dag. Þegar forseti lætur af störfum fær hann sex mánaða biðlaun, gangi hann ekki beint inn í annað starf. Svo fer hann á eftirlaun við 67 ára aldur, eins og aðrir ríkisstarfsmenn. Áður fyrr var þetta þannig að forseti hélt ákveðnu hlutfalli launa sinna en þessu var breytt árið 2009. Fólk þarf því ekki að hafa áhyggjur af því að ég verði baggi á þjóðinni fram á gamals aldur!“
segir Þóra og brosir í kampinn. Á borðinu liggur þriggja síðna, handskrifað bréf sem barst Þóru í frímerktu umslagi sama morgun og viðtalið er tekið. „Ég fæ alltaf eitt og eitt handskrifað bréf, yfirleitt frá eldra fólki. Það er dálítið gaman,“ segir Þóra. „Bara það að fólk skuli setjast niður og skrifa mér bréf, kaupa frímerki og koma bréfinu í póst, hlýjar mér um hjartaræturnar.“ „Svo fengum við símskeyti frá Pétri Hafstein og konunni hans og Guðrún Pétursdóttir safnaði meðmælendum. Það vantaði eiginlega bara Guðrúnu Agnarsdóttur – og Ólaf Ragnar!“ bætir Svavar við og glottir. Þóra, náirðu kjöri, muntu þá sem ungur forseti vera virkur í samkvæmislífi borgarinnar?
Ostabakki - à la franskur Dalahringur, steyptur piparostur, gráðaostur, kryddaður Havarti, hvítur Kastali og Stóri Dímon. Undirstaðan á þessum ostabakka eru ferskir ávextir, gott og frekar gróft brauð, hunang, hnetur, ávaxtamauk og portvín. Það er um að gera að prófa sig áfram með hina ýmsu osta og bragðsamsetningar.
Stóri Dímon
Hvít- og blámygluostur. Þéttur ostur þar sem myglan er einnig inni í ostinum. Milt og rjómakennt bragð. Langt eftirbragð. Ómissandi ostur hjá öllum ostaaðdáendum. Einn af stóru ostunum frá MS.
OSTAVEISLA FRÁ MS Fylltir ostar
Gullostur fylltur með rommlegnum rúsínum, þurrkuðum apríkósum og sultuðum fíkjum. Síðan er sætu apríkósumauki smurt yfir ostinn. Stóri Dímon fylltur með fersku basil, grilluðu eggaldini og ofneða sól-þurrkuðum tómötum. Pinnum með ferskum tómötum, basil og steyptum ítölskum osti er síðan stungið ofan í ostinn. Dala-brie með gráðaostafyllingu, þ.e. 2 msk. af stöppuðum gráðaosti ásamt 2 msk. af mascarpone-osti. Skreytið ostinn með pekanhnetum og hellið síðan hunangi yfir.
Ostasamlokur
·Með bræddum Óðalsosti, skinku, sætu sinnepi, basil og papriku. ·Með heitum camembert, hálfum rauðum vínberjum, fínsöxuðu rósmaríni og svörtum pipar. ·Með Dala-Yrju, eggaldini og hráskinku, sýrðum rjóma og basil.
Ostasnittur
·Með salati, krydduðu mangó, stórri ostsneið, Dalahring, tveimur risarækjum, límónu og kóríander ·Með sól- eða ofnþurrkuðum tómat, grillaðri papriku, ólífu, basillaufi, hráskinku og sneið af Dalahring. ·Með salati, sneið af hvítum Kastala, grillaðri papriku og grilluðu eggaldini.
FA B R I K A N
svolítið væmið hugtak. Forsetinn er eini þjóðkjörni embættismaðurinn. Hann á að sameina þjóðina, vinna að sameiningu þjóðarinnar inn á við. Ég held að við eigum að halda í forsetaembættið út af þessum tveimur ástæðum. En þá skiptir líka máli að embættið taki mið af því við erum bara lítil þjóð. Við þurfum ekki bíla með skyggðar rúður. Það er ósköp venjulegt fólk sem gegnir embættinu hverju sinni. Þetta snýst ekki um að búa til kóngafólk.“ Einhverjir hafa reynt að hengja pólitíska merkimiða á Þóru og telja hana fulltrúa Samfylkingar og ESBsinna. Hverju svarar hún því? „Þetta er nú svolítið í anda þess tíðaranda sem við lifum að reynt sé að setja alla í eitthvað box og spyrða fólk saman við öfl sem því koma ekkert við,“ svarar Þóra. „En við erum ákveðin í að láta það ekki trufla okkur. Forsetakosningar eru ekki flokkspólitískar og þetta framboð er ekki flokkspólitískt. Þótt það megi auðvitað segja að allar kosningar séu pólitískar á einhvern hátt þá er þetta persónukjör. Við Svavar höfum ekkert að fela í pólitískri fortíð. Við vorum bæði virk í pólitískum störfum í kringum tvítugt. Ég var í Alþýðuflokknum, sem var Evrópusinnaður flokkur, og í framboði til Alþingiskosninga. Ég var einnig í Grósku, samtökum ungs fólks sem vildi sameina flokkana á vinstri vængnum, og í Röskvu í Háskólanum. Fór svo út í nám, kom heim og hef verið í fjölmiðlum síðan. Svavar var formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og var á framboðslista fyrir Sjálfstæðisflokkinn. En allt þetta var fyrir óralöngu síðan, rúmur þriðjungur ævi okkar hefur liðið frá því að við vorum í pólitísku vafstri og það er ekki það sem framboðið snýst um. Ég er að reyna að láta það ekki fara í taugarnar á mér að fólk segist vita hvaða skoðanir ég hafi á allskyns málum, án þess að hafa hugmynd um það. Það er dálítið merkilegt að dæma fólk ævilangt fyrir það sem það sagði um tvítugt.“ Á borðstofuborði frammi í holi liggja bunkar af þéttskrifuðum undirskriftalistum, til stuðnings framboði Þóru. „Menn hafa verið með einhverjar kenningar, heyri ég, að meðmælendasöfnunin hafi verið undirbúin mánuðum saman, kostað háar fjárhæðir og verið framkvæmd af kosningmaskínu einhverra stjórnmálaflokka ,“ segir Svavar. En við vorum fjögur sem skipulögðum þetta; ég, Þóra og tveir vinir okkar, maður og kona. Hvorugt þeirra hefur verið í stjórnmálaflokki. Við settumst niður með þetta Íslandskort,“ segir Svavar, tekur upp túristakort af Íslandi og breiðir úr því. „… sem verður rammað inn einhvern tíma,“ segir Þóra, sposk á svip. „… og sögðum: Hérna og hérna verðum við að vera,“ heldur Svavar áfram og bendir á nokkra staði á kortinu. „Við sóttum excel-skjal og skrifuðum niður nokkur nöfn á vinum og vandamönnum úti um allt land. Svo settumst við niður með gemsana okkar, hér í þessari stofu og við eldhúsborðið, og hringdum í fólk. Þetta voru til dæmis vinir okkar og tengdaforeldrar systkina okkar og nánast allir sögðu: Já, frábært, ég er með. Þegar margir taka höndum saman og fólk er svona jákvætt eins og það virðist vera gagnvart framboði Þóru þá gerast svona kraftaverk eins og þessi undirskriftasöfnun á einum degi. Þóra nefnir að sér finnist þessi umræða örlítið dónaleg gagnvart öllu því fólki sem hafi verið að vinna að framboðinu á sínum forsendum. „Þetta er mest utanflokkafólk sem hugsar þetta ekki pólitískt. Við látum þetta ekki trufla okkur. Það er að vissu leyti mannlegt eðli að vilja setja fólk í box og flokka það með
24
viðtal
Þóra hlær. „Þetta er dálítið góð spurning. Ég á síður von á því. Við erum ekki sérlega mikið í samkvæmislífinu. Við vinnum mikið og erum með stóra fjölskyldu. Ef ég er ekki í vinnunni þá er ég heima hjá mér.“ Talandi um vini. Hverjir eru þínir helstu ráðgjafar? „Við höfum verið heppin því í kringum okkur hefur myndast sterkur hópur fólks sem hefur mikla reynslu af kosningum og sjálfboðaliðastarfi. Fólk sem hefur til dæmis unnið með Rauða krossinum og í ýmsu félagsstarfi. Þetta er ekki endilega fólk sem vill hafa sig mikið í frammi eða flagga því að það sé að vinna með okkur. Ég ætla ekki að telja upp nöfn, því þá byrjar strax greiningin og flokkunin. Ég held að það þjóni engum tilgangi en ég get sagt þér að þetta er afar góður hópur. Foreldrar okkar, systkini og tengdafólk eru öll með okkur í þessu. Ég á fjóra bræður og Svavar á tvær systur og einn bróður. Allir eru boðnir og búnir.“ Undir sjónvarpinu eru staflar af DVDteiknimyndum fyrir börn. Á borðinu liggur bæklingur um öryggi barna. Bros og hlátur skín af fjölskyldumyndum sem raðað hefur verið upp á gömlum skenk í stofunni. Hér búa börn. Tvö þeirra standa hæstánægð við stofuborðið og laumast í myndarlegan pönnukökustaflann frá ömmu sinni. Stundum eru börnin tvö, stundum fimm – og eitt í viðbót er á leiðinni. Verður ekki að teljast dálítið djarft af þér að demba þér í framboð, eigandi von á barni í maí? „Já, það var eitthvað sem ég þurfti að hugsa mjög vel. Hvað ef eitthvað kemur fyrir? En það getur alltaf eitthvað komið fyrir. Ég get alltaf lent í umferðarslysi. Það að eignast börn er það eðlilegasta í heimi. Barneignir eiga ekki að útiloka konur frá því að sækjast eftir ábyrgðarmiklum störfum. Við Svavar eigum tvö börn. Fyrir átti Svavar þrjár dætur, sem búa hjá móður sinni, en þær eru líka stundum hjá okkur. Barnið kemur í maí. Þá fer ég í fæðingarorlof, tek mér hlé frá kosningaskyldum og safna kröftum. Svo komum við aftur í þetta af fullum krafti í júní. Ef ég næ kjöri þá tek ég við embætti 1. ágúst og sinni því. Ég geri ekki ráð fyrir að taka lengra orlof en það sem mér gefst í sumar. Svavar lætur svo af störfum sem fréttamaður og verður heimavinnandi, að minnsta kosti til að byrja með. Svo er það líka
Helgin 13.-15. apríl 2012
Svavar er afskaplega ánægður með konuna sína. „Hún tekur gáfurnar og setur þær í einhvern skynsemisog mannúðarkokteil sem gerir hana að frábærri manneskju.“
að fólk í ábyrgðarstörfum eignast börn. Það eru börn í Hvíta húsinu og í Downingsstræti 10. Bjarni Ben var að eignast barn. Katrín Jakobsdóttir. Katrín Júlíusdóttir. Allir ráða sem betur fer vel við þetta. Auðvitað ætla ég ekki að draga úr því að það er álag að eignast barn í miðri kosningabaráttu. En það er líka skemmtileg áskorun. Margar konur ganga í gegnum erfiða meðgöngu og fæðingar. Ég hef verið svo heppin að allt hefur gengið vel hjá mér. Ég hlakka bara til!“
Ástfangin á RÚV
Þóra og Svavar kynntust í gegnum vinnuna árið 2004. Hún var nýkomin heim frá námi í alþjóðasamskiptum og hagfræði í Bandaríkjunum og starfaði á fréttastofu Sjónvarps.
Hann var í mastersnámi í stjórnsýslufræðum við Háskólann og vann á fréttastofu útvarps. Það var glæpamál með sænsku ívafi sem leiddi þau saman. „Við vorum stundum að vinna sömu mál, ég fyrir sjónvarp og hann fyrir útvarp. Fyrst velti ég honum ekkert fyrir mér. Mér fannst hann stundum svo æstur. „Hvaða náungi er þetta,“ hugsaði ég í mesta lagi,“ rifjar Þóra upp. En Svavar var ekki lengi að vinna hug hennar. „Hann er lífsglaðasta manneskja sem ég þekki. Hann hefur gengið í gegnum ýmislegt í lífinu, eignaðist sínar þrjár dætur og svo skildu hann og móðir þeirra. Það voru erfiðir tímar. Þegar við kynntumst var hann á kafi í námi og þurfti að leggja mikið á sig, en var samt alltaf í svo góðu skapi. Það var aldrei nein biturð eða tuð yfir liðinni tíð. Alltaf
Lífeyrissparnaður með trausta og góða ávöxtun Landsbankinn býður fjölbreyttar leiðir í lífeyrissparnaði og er traustur bakhjarl. Íslenski lífeyrissjóðurinn og Lífeyrisbók Landsbankans hafa skilað góðri ávöxtun undanfarin þrjú ár.
horfði hann fram á við. Ég held að það sé hluti af því af hverju ég féll fyrir honum upphaflega. Svo rann þetta upp fyrir mér. Að þetta væri líklega bara maðurinn minn! Það er svo merkilegt hvernig það gerist. Þá hugsaði ég: „Heyrðu, þetta er bara hann!“ Ég fór til mömmu og sagði henni að ég væri búin að hitta manninn minn. Hún hafði óttast að ég myndi ílengjast í útlöndum því ég hafði átt útlenska kærasta og svona. Mikið varð hún glöð þegar ég sagði henni frá Svavari,“ segir Þóra og brosir breitt. „Þess vegna er hún alltaf að koma með pönnukökur,“ skýtur Svavar inn í og bendir á pönnukökustaflann. Þóra hlær.„Svavar er eini tengdasonur hennar því ég á fjóra bræður,“ útskýrir hún. „Hún elskar hann sem sinn eigin son. Maður verður stundum afbrýðisamur.“
viðtal 25
Helgin 13.-15. apríl 2012
Það að eignast börn er það eðlilegasta í heimi. Barneignir eiga ekki að útiloka konur frá því að sækjast eftir ábyrgðarmiklum störfum. fórn. Þveröfugt.“ Fylgist þið eitthvað með dönsku sjónvarpsþáttunum, Borgen? „Já, við höfum horft á nokkra þætti. Ég lofa að verða ekki eins fúll og karlinn í Borgen þáttunum! Ég er vanur því að konan mín sé þekkt og vinsæl og mér finnst það bara frábært.“ Þú ert tilbúinn að gefa frá þér góða stöðu. Hafði þið rætt um það hvort þetta geti haft neikvæð áhrif á ykkar hjónaband, líkt og í umræddum sjónvarpsþáttum. „Nei, okkur hefur eiginlega ekki dottið það í hug. Ég hef líka velt því fyrir mér í langan tíma að fara í doktorsnám. Þegar og ef mér fer að leiðast hugsa ég að ég vindi mér í það. Ég myndi vilja vinna meira að fræðistörfum og rannsóknum í stjórnmálafræði. Ég er í alþjóðlegum blaðamannasamtökum þar sem alls kyns spennandi hlutir eru í gangi. Ég á líka óklippta heimildamynd um íslenska glímu sem væri mjög gaman að klára. Verkefnin eru fjölmörg. Þegar Þóra talar um að hún væri til í að vera forseti í tvö eða þrjú kjörtímabil þá segi ég á móti að ég hafi verkefni í fjögur til sex.“ „Þú verður með svuntuna,“ skýtur ljósmyndarinn inn í en Svavar lætur ekki slá sig út af laginu. „Já, það vill svo til að ég er með svuntusöfnunaráráttu,“ segir hann íbygginn. „Ég á eitthvað í kringum fimmtán svuntur.“ „Hann er að ýkja,“ segir Þóra að bragði, þar sem hún sest niður með ærslafullan soninn í fanginu. Börnin tvö eru farin að ókyrrast. Finnst foreldrar sínir sjálfsagt búnir að vera allt of lengi að tala við þetta ókunnuga fólk. „Allt í lagi, við fjölskyldan eigum samtals um fimmtán svuntur hérna inni í skáp,“ segir Svavar þá. Rétt skal vera rétt.
Af hverju
Þóra, af hverju langar þig til að verða næsti forseti Íslands? „Ég velti þessu svo lengi fyrir mér. Ég fékk
•
jl.is
•
sÍa
mánuðunum. Við vorum fljót að kynnast mjög djúpt. Maður rakst aldrei á neitt sem manni líkaði ekki við. Það bara kom ekkert að því. Svo er Þóra mjög klár og hefur ríka skynsemi til að bera. Hún tekur gáfurnar og setur þær í einhvern skynsemis- og mannúðarkokteil sem gerir hana að frábærri manneskju.“ Nú vinnið þið á sama vinnustað. Hvernig kemur það út? „Við vinnum ekki beint saman. Við erum ekki á sömu deild. Við getum farið saman í mat og saman í vinnuna. Við erum einbílandi með strætókort. Svo skiptumst við á strætókorti og bíllyklum. Það okkar sem sækir börnin hefur bílinn en hitt tekur strætó. Þetta hefur gengið mjög vel. Það eru margir kostir við að vinna á sama vinnustað. En við vinnum ekki það náið saman. Hún er að gera sitt í Kastljósinu og ég mitt í fréttunum segir Svavar, og þetta eru aðskildar ritstjórnir.“ Talið þið um vinnuna þegar þið komið heim? „Já, mjög mikið. Við tölum um vinnuna og þjóðfélagsmál. Ég er er stjórnmálafræðingur með áhuga á heimspeki og hagfræði. Hún er menntuð í heimspeki og svo í alþjóðasamskiptum og hagfræði – og hefur áhuga á stjórnmálum. Við getum gleymt okkur við að ræða kvótakerfið langt fram á nætur! Það er mjög skemmtilegt að eiga maka sem hægt er að tala við af viti um allt sem manni býr í brjósti. Sumir þurfa að fara í málfundafélög til að fá góðan félagsskap en ég er bara með hann heima hjá mér. Það er ofsalega gott.“ Þú hefur lýst því yfir að þú munir hætta störfum ef Þóra nær kjöri. Líturðu á það sem fórn af þinni hálfu? „Nei. Eftir að börnin okkar tvö fæddust tók ég fæðingarorlof, í bæði skiptin. Það var frábær tími. Ég lít á það sem forréttindi að fá að eyða tíma með börnunum. Faðir minn og afi nutu ekki þessara forréttinda. Mér finnst börnin mín skemmtileg – það er gaman að vera með þeim. Ég lít alls ekki á þetta sem
falleg, handskrifuð bréf og skilaboð í tölvupósti og hugsaði með mér að þetta skyldi ég geyma. Mér fannst falleg tilhugsun að fólk legði á sig að skrifa mér sínar hugleiðingar um að það teldi mig passa í þetta hlutverk. Svo fjölgaði þessum sendingum svo mikið þegar líða fór á árið að mér fannst mér bera skylda til að hugsa þetta í alvöru. En það er fjarri því að það hafi verið hluti af einhverri áætlun í mínum huga. Ég spurði sjálfa mig tveggja spurninga: Langar mig til að gera þetta? Og gæti ég gert þetta vel? Myndi ég geta sinnt þessu vel og af sóma? Svarið tengist því hvaða sýn ég hef á embættið og hvernig mér finnst það eigi að vera og virka. Ég komst að þeirri niðurstöðu að já, þetta væri eitthvað sem mig langaði að gera, og já, að ég gæti gert það vel. Það sem mig langar að gera er að beina sjónum fram á við. Við höfum verið föst í því að horfa um öxl. Auðvitað viljum við gera upp efnahagshrunið 2008 og skilja hvernig þetta gat gerst og hverju og hverjum er um að kenna. En í stað þess að síðustu ár hafi verið uppbyggingarferli þá hafa þau sundrað þjóðinni. Menn hafa hent sér ofan í skotgrafir og dregið víglínur. Oft snýst rifrildið um eitthvað sem við getum ekki sagt að skipti meginmáli. Samkvæmt mælingum nýtur Alþingi trausts 10 prósenta almennings. Það er ekki viðunandi í lýðræðissamfélagi. Talað er af virðingarleysi um helstu stoðir samfélagsins; um dómstólana, Alþingi og forsetann. Það er eins og stoðirnar séu að bresta. Auðvitað breytir ekki forsetinn ekki einn allri umræðuhefðinni og andrúmsloftinu en það skiptir máli hvað hann segir og gerir. Hann getur haft mikil áhrif með því að beina sjónum að því sem sameinar okkur – og það er svo margt. Við höfum svo margt til að vera stolt af, sem við eigum bæði að endurspegla út í heim og inn á við. Þetta er andinn í framboði mínu. Það snýst um árið 2012 og áfram. Ekki fortíðina. Þetta eru skilaboðin sem við höfum fengið frá fólki úti um allt land og þetta er andinn sem við viljum starfa í.“ Þóra og Svavar eru sammála um að mestu máli skipti í augnablikinu að njóta þess tímabils sem framundan er: Sjálfrar kosningabaráttunnar. „Hvernig sem allt fer vonum við að við getum vaknað daginn eftir kjördag, horfst í augu og sagt með sanni að þetta hafi verið skemmtilegt.“
Meðalávöxtun þriggja ára*
Íslenski lífeyrissjóðurinn er almennur sjálfstæður lífeyrissjóður sem tekur bæði við lögbundnum lífeyrissparnaði og viðbótarlífeyrissparnaði almennings. Íslenski lífeyrissjóðurinn býður sveigjanlegar leiðir til útgreiðslu lögbundins lífeyrissparnaðar og fjölbreyttar ávöxtunarleiðir.
Líf
1
Hentar þeim sem eiga 20 ár eða meira eftir af söfnunartíma.
Líf
2
Hentar þeim sem eiga meira en 5 ár eftir af starfsævi.
Líf
3
Hentar þeim sem eiga skamman tíma eftir af söfnunartíma.
Líf
4
Fyrir þá sem nálgast töku lífeyris eða eru þegar að taka hann út.
Sameign
Fyrir þá sem vilja samtvinna ævilanga sameign og séreignasparnað.
Meðalávöxtun þriggja ára*
Lífeyrisbók Landsbankans Verðtryggt Innlánsreikningur fyrir lífeyrissparnað sem hentar þeim sem vilja ávaxta sparnað sinn Óverðtryggt á einfaldan og gagnsæjan hátt.
13,0% 12,3% 11,9% 11,6% 8,7%
Verðtryggð Lífeyrisbók Óverðtryggð Lífeyrisbók
9,7% 6,7%
* Meðaltal nafnávöxtunar á ári 01.01.2009 – 01.01.2012 Íslenski lífeyrissjóðurinn er almennur lífeyrissjóður sem starfar skv. lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Íslenski lífeyrissjóðurinn er með rekstrarsamning við Landsbankann hf. Nánari upplýsingar um sjóðinn og ávöxtun hans má finna á islif.is. Landsbankinn er rekstrar- og vörsluaðili Lífeyrisbókar Landsbankans samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Nánari upplýsingar um Lífeyrisbók og ávöxtun hennar má finna á landsbankinn.is.
Kynntu þér lífeyrissparnað Landsbankans í síma 410 4040, í næsta útibúi eða reiknaðu þitt dæmi þitt til enda á landsbankinn.is.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
Jónsson & Le’macks
Hún segir Svavar hafa staðið vel að því að kynna dæturnar fyrir sér. „Hann kynnti mig sem vinkonu sína. Ég var bara ein af mörgum vinum. Svo sagði hann við dætur sínar: „Stelpur! Þarf ég að fara að eignast kærustu?“ Þær svöruðu: „Já, pabbi. Þú þarft að eignast kærustu.“ Þá voru þær nýorðnar fimm, sex og sjö ára. „Hvernig á hún að vera?“ spurði hann þá. „Hún á að vera ljóshærð eins og við.“ Þá var hann búinn að vera að mæra mig við þær þannig að þær lýstu mér bara. Svo stungu þær upp á þessu: „Af hverju býðurðu ekki Þóru í mat og spyrð hana hvort hún vilji verða kærastan þín?“ Svo gat hann tilkynnt þeim að ég hefði sagt já og þá fögnuðu þær gríðarlega. Ég held að þær standi ennþá í þeirri trú að þær hafi valið mig handa honum. Sambandið við þær hefur alltaf verið mjög gott. Systkinin eru öll mjög náin og það er mikið ríkidæmi fyrir mín börn að eiga þessar stóru systur sem hafa borið þau á höndum sér,“ segir Þóra. „Þær búa núna mestmegnis hjá mömmu sinni í Kópavogi,“ útskýrir Svavar „en hafa alltaf verið mikið hjá okkur. Þær eru svo heppnar að eiga tvö ástrík heimili, enda eru þær frábærlega vel heppnaðar. Á foreldrafundum fær maður lofræðu í hvert einasta skipti. Þær verða þrettán, fjórtán og fimmtán ára núna í sumar,“ segir hann stoltur. Þegar Svavar er spurður að því hvað hafi heillað hann við Þóru er Þóra fljót að afsaka sig og láta sig hverfa. Ljósmyndari Fréttatímans er líka mættur á staðinn og hún þarf að gera sig klára fyrir myndatökuna. „Mér fannst hún rosalega sæt,“ segir Svavar. „Ég vissi hver hún var en Ríkisútvarpið er stór vinnustaður þar sem hver vinnur í sínu horni. En svo kynntumst við fyrir alvöru þegar við vorum bæði að vinna að íslensku glæpamáli sem teygði anga sína til Svíþjóðar. Ég hafði fundið lögguna í Svíþjóð, sem vissi allt um málið og talaði einhverja sænska mállýsku. Ég skildi ekki bofs í henni. Vissi að Þóra var í þessu máli sjónvarpsmegin og fór og hóaði í hana. Hún var voða hneyksluð á því hvað ég væri lélegur í sænsku því hún skildi þetta hrognamál alveg á nóinu. Síðan fórum við að spjalla og smullum saman. Við höfum svipaða lífssýn. Þegar við byrjuðum saman má segja að við höfum verið saman allan sólarhringinn, vikum og mánuðum saman. Ég held að við höfum tekið út ársskammt af samverustundum kærustupars á fyrstu
26
fréttir vikunnar
Helgin 13.-15. apríl 2012
Vikan í tölum
7,1
Tundurdufl í trollið 350 kílóa tundurdufl kom í troll Sóleyjar Sigurjóns GK aðfararnótt miðvikudags, þegar báturinn var á togveiðum á Búrbanka. Landhelgisgæslan kom um borð og tók hvellhettu úr duflinu. Það var síðan flutt yfir í hafnsögubát og gert óvirkt í landi.
Vel heppnað en gengur hægt Samkvæmt nýrri rannsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru aðgerðir íslenskra stjórnvalda til handa heimilum í skuldavanda vel heppnaðar en ganga of hægt.
Veiða í færeyskri lögsögu Um tugur íslenskra skipa er farinn til kolmunnaveiða í færeysku lögsögunni. Veiðin fer vel af stað og kolmunni er þegar farinn að berast til Íslands.
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi telur að fjölmiðlar mismuni forsetaframbjóðendum. Á blaðamannafundi fyrr í vikunni kvartaði hann undan því að fá minni umfjöllun í fjölmiðlum en aðrir frambjóðendur. Með því ráðskist fjölmiðlar með lýðræðið. Ástþór líkir forsetakosningunum við kosningar í Rússlandi. Hann skorar á fjölmiðla að veita frambjóðendum jafnan aðgang til að kynna stefnumál sín. Ástþór býður sig nú fram í embætti forseta Íslands í fjórða sinn. Ljós-
Forsætisráðherra Kína væntanlegur Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands 20. apríl, ásamt fjölmennu fylgdarliði.
Samherji hefur ekki fengið nein gögn Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur ekki fengið nein gögn frá Seðlabankanum um rannsókn gjaldeyriseftirlits bankans á meintum brotum fyrirtækisins á lögum um gjaldeyrismál.
ir
Heitustu kolin á
stro & B Bi a
Ge y
s
mynd Hari
r m
i
T& FERSKandi T FREiS ú
SpennAndi
Fa
gme
nnska
y í F
r ri
r
sjávarrétta tilBoð
Ástþór Magnússon hefur gert nokkrar atrennur að Bessastöðum og er síður en svo af baki dottinn þótt illa hafi árað í fyrri leiðöngrum. Hann boðaði til blaðamannafundar og ljóstraði upp um samsæri 365 miðla og RÚV að koma Þóru Arnórsdóttur á forsetastól. Og vakti þó nokkra athygli með þeim ummælum.
Aðalsteinn Kjartansson Djöfull er þetta orðið þreytt hjá Ástþóri. Það er akkúrat engin eftirspurn eftir honum. Það er heldur ekki eins og hann sé að gera eitthvað, eða segja eitthvað nýtt. Um hvað eiga fjölmiðlar að fjalla? Þessu samsæri er augljóslega beint gegn Ástþóri. Fjölmiðlaklíkan hefur óttast að hann myndi sigra ÓRG og ákveðið að finna aðra sjónvarpsstjörnu til höfuðs honum.
Jónína Ben
2.950 kr.
Hvítvínssoðin bláskel úr Breiðafirði ásamt hvítvínsglasi.
Ég læt ykkur vita innan tíðar hvort að ég boða til blaðamannafundar. Eru það blöðin sem kjósa forsetann? Getur verið að Ástþór hafi á réttu að standa það er að fjölmiðlarnir hafa valið þjóðinni þjóðhöfðingja? Fyndið land og fjölmiðlamenn enn á egótrippi.
Leitin að forseta Lorem Ipsum-lands Þrátt fyrir ákafa Ástþórs og bandalag fjandvinanna og fjölmiðlakónganna Ara Edwald og Páls Magnússonar eru fleiri forsetaframbjóðendur til umræðu á Facebook.
Garðar Örn Úlfarsson Ávarp forsetaframbjóðanda til Íslendinga: „Lorem Ipsum is simply dummy text of the printing
Humarsalat & Hvítvín 2.250 kr. Humarsalat með hægelduðum smátómötum, mangó, sultuðum rauðlauk og ristuðum cashew-hnetum ásamt hvítvínsglasi.
Borðapantanir í síma 517-4300
Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is
sinnum hefur fjöldamorðingjanum alræmda Charles Manson verið neitað um reynslulausn af dómstólum í Kaliforníu. Hann afplánar lífstíðarfangelsi fyrir sjö morð á árunum 1968 til 1969.
3
krónur er kostnaðurinn við að slá eina krónumynt.
and typesetting industry.“ Spes. Nánar á heimasíðu dr. Herdísar Þorgeirsdóttur:
Heiða B Heiðars Ástþór klikkar ekki
Eva Hauksdottir
Bláskel & Hvítvín
12
milljarður er munurinn á rekstarafkomu Icelandair og Iceland Express á síðasta ári. Icelandair hagnaðist um 4,4 milljarða en Iceland Express tapaði 2,7 milljörðum.
Pólitík er allsstaðar. Hvernig forseta fengjum við eiginlega ef hann hefði engar pólitískar skoðanir? Skoðanalausa skinku eða tripaltattoo dúdda?
Gunnar Grímsson Engir nýir forsetaframbjóðendur í dag?
Sveinn Andri Sveinsson Ég hef einfaldan smekk. Ég ætla að kjósa þann frambjóðanda sem ég tel líklegastan til að bera sigurorð af Ólafi Ragnari. Ekki orð um það meir.
676
milljónir er upphæðin sem leikarinn George Clooney ætlar að safna fyrir Barack Obama í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum.
Hvað er málið með þetta velferðarkerfi? Alda Jóhanna Hafnadóttir, 21 árs einstæð móðir úr Keflavík, birti pistil um sjálfa sig og efnahagsástandið á bleikt.is en uppskar tæpast þá athygli sem hún ætlaði. Fólki á Facebook virðist konan bara hafa það ágætt og málsháttur um kálfa og ofeldi bergmálar í æsingnum.
Kolbeinn Marteinsson Þessi unga móðir fær um 180 þús frá almannatryggingum þessa lands en hana vantar meira til að verða hamingjusöm. „Ríkisstjórnin ætti að skammast sín að vera ekki búin að laga þetta og láta þegna landsins þjást á þennan hátt. Finnið einhverja lausn á þessu vandamáli sem ríkir í landinu og förum að vera hamingjusöm aftur!“
Teitur Atlason Er í skóla og er BLÖNK !!! Skamm ríkisstjórn - Skamm !!!
Sandra Sigurjónsdóttir Er gellan ekki að grínast? nennir eh að hringja á vælubílinn !!
Snædís Högnadóttir
47
sekúndur var tíminn sem Lionel Messi var inn á vellinum í sínum fyrsta landsleik fyrir Argentínu. Hann kom inn á 63. mínútu og var rekinn útaf 47 sekúndum síðar.
Æji cry me a river maður!!
Góð vika
Slæm vika
fyrir Einar Má Guðmundsson rithöfund
fyrir Stefán Eiríksson lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins
Sjö milljón krónum ríkari
Talsmaður stjórnvalda í Falun Gong málinu
Einar Már Guðmundsson fékk í vikunni Norrænu bókmenntaverðlaunin fyrir framlag sitt til bókmennta en þau hafa verið veitt árlega frá 1986. Verðlaunin eru einhver þau virtustu sem norrænir rithöfundar geta fengið og eru oft kölluð litli Nóbelinn eða norrænu nóbelsverðlaunin. Og þeim fylgir ekki aðeins heiður og virðing heldur bólgnar veski Einars líka hraustlega því verðlaununum fylgir fé upp á 350.000 sænskar krónur, sem gera um það bil sjö milljónir íslenskar krónur samkvæmt gengisskrá Seðlabankans. Þar á bæ fagna menn líka örugglega vegsemd Einars því þjóðarbúinu veitir ekki af erlendum gjaldeyri. Einar er þriðji Íslendingurinn sem hlýtur Norrænu bókmenntaverðlaunin. Thor Vilhjálmsson fékk þau árið 1992 og Guðbergur Bergsson árið 2004.
Þingsályktunartillaga um að íslenska ríkið biðjist afsökunar og greiði skaðabætur til iðkenda Falun Gong vegna meðferðarinnar á þeim í júní 2002 er örugglega óþægileg fyrir Stefán Eiríksson lögreglustjóra. Stefán var ungur skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneyti Sólveigar Pétursdóttur þegar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók á móti forseta Kína Jiang Zemin. Hluti af undirbúningi ráðuneytisins fyrir heimsóknina var að loka landinu fyrir Falun Gong. Var Stefán talsmaður stjórnvalda og gekk fram af miklum ákafa í fjölmiðlum. Aðgerðirnar náðu til ellefu alþjóðlegra flugvalla þar sem meira en 150 manns var meinað að ganga um borð í vélar Flugleiða. Um 75 manns náðu til landsins en voru handteknir og haldið í Njarðvíkurskóla í 36 klukkustundir. Persónuvernd úrskurðaði ári eftir atburðina að dómsmálaráðuneytið hefði brotið lög með því að senda nöfn meðlima í Falun Gong til Flugleiða og sendiráða Íslands. Falun Gong átti sér aðeins sögu um friðsamleg mótmæli. Enginn á listanum var stöðvaður eða handtekinn á þeim forsendum að hann hefði framið glæp. Ástæðan var eingöngu trú og lífsskoðun þessa fólks.
t s m e r f g o t s r y –f
ódýr!
745 1978 799 1198 a G n i L kr. kg
Ísl. matvæli, kjúklingabringur
kr. kg
Ísl. matvæli, ferskur kjúklingur kr. kg
K ú j K
kr. stk.
Lamba súpukjöt, 1. flokkur
a L s i e v 998 989 998 Grillaður heill kjúklingur
kr. kg
kr. kg
Bautabúrs blandað nauta- og grísahakk
Krónu lasagna
kr. pk.
GLK ýsubitar, roð- og beinlausir, 800 g
1198 1998 595 690 kr. kg
kr. kg
Kjúklingur með lime og rósmarín
Ísl. matvæli, kjúklingalundir
kr. kg
Ísl. matvæli, kjúklingabitar
% 0 3
kr. kg
Ísl. matvæli, kjúklingaleggir
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl
afsláttur
s Þarf aðetain! að hi
489 745 398 2895 kr. fatan
kr. kg
Ísl. matvæli, kjúklingalæri
Krónan Krónan Krónan Árbæ Bíldsöfða Breiðholti
kr. kg
verð áður 698 kr. fatan Holta kjúklingavængir, BBQ Ísl. matvæli, kjúklingavængir og Buffalo, 800 g
Krónan Granda
Krónan Krónan Hvaleyrarbraut Lindum
Krónan Mosfellsbæ
kr. kg
indverskar kjúklingalundir á spjóti
Krónan Krónan Krónan Krónan Krónan Reykjavíkurvegi Akranesi Reyðarfirði Selfossi Vestmannaeyjum
28
viðhorf
Helgin 13.-15. apríl 2012
Efnisatriði áfram víðsfjarri Icesave-umræðu
I
Að hætti siðaðra þjóða
Icesave er enn á ný komið á dagskrá og áfram heldur stærsti hluti umræðunnar að snúast um flest annað en efnisatriði þessarar langvinnu milliríkjadeilu. Í stað þess að vinna saman að því leysa málið með sem minnstum skaða fyrir land og þjóð halda stjórnmálafylkingar áfram að nota það sem eldsmat í átökum milli flokka og innan flokka. Þannig hefur það verið allt frá því að Icesave lenti í fanginu á stjórnvöldum við fall Landsbankans haustið 2008. Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn voru þar innanborðs helstu talsmenn samningaleiðarinnar. „Það er Jón Kaldal siðaðra þjóða háttur að ljúka kaldal@frettatiminn.is deilum með samkomulagi,“ skrifaði til dæmis þáverandi dómsmálaráðherra en skipti svo snarlega um skoðun nokkrum mánuðum síðar þegar flokkur hans var kominn í stjórnarandstöðu. Um leið og ábyrgðin á því að leysa Icesave var orðin annarra varð deilan að vígtóli í klassískri valdabaráttu, jafnvel þó miklir möguleikar væru á því að þau átök gætu haft verulega slæm áhrif á efnahag landsins. Andstæðingar Icesave-samningaleiðarinnar hafa löngum haldið því fram að með því að fella síðasta Icesave-samning í þjóðaratkvæðagreiðslu hafi þjóðarbúinu verið forðað frá tugmilljarða kostnaði. Á það mun reyna frammi fyrir dómstóli EFTA. Töluverð áhætta er á því að íslenska ríkið verði dæmt til að ábyrgjast mun hærri fjárhæð heldur en hefði orðið raunin ef samningurinn hefði verið samþykkur. Sú áhætta hefur alltaf legið ljóst fyrir. Það er hins vegar mikil einföldun að líta eingöngu til mögulegs beins kostnaðar af Icesave út af fyrir sig, sama á hvaða veg dómsmálið fer, þegar efnahagsleg
áhrif deilunnar er metin. Málið er öllu flóknara en svo. Það er kristalstært að ef stjórnvöld landsins hefðu ekki sýnt eindreginn samningsvilja eftir að hafa dregið lappirnar í nokkra daga haustið 2008, þá hefði áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins aldrei farið af stað. Hér hefði ekki orðið nein endurreisn. Ísland hefði einangrast efnahagslega eins og kom skýrast fram þegar Norðurlöndin settu sem skilyrði að samið yrði um Icesave áður en lán til landsins yrðu afgreidd. Sú afstaða varð til þess að fyrsta endurskoðun áætlunarinnar AGS tafðist um marga mánuði. Og líka að hver endurskoðun þar á eftir gekk brösuglega, enda hélt Icesave áfram að þvælast fyrir. Það kom í hlut Steingríms J. Sigfússonar umfram aðra að berjast bæði fyrir samningum um Icesave og halda utan um samskiptin við AGS. Sama hvaða skoðun maður hefur á stjórnmálaskoðunum Steingríms til eða frá, er full ástæða til að rifja upp þau orð Lee Buchheits, eins af sjóuðustu samningamönnum heims, að frammistaða Steingríms á fundi með sjóðnum í Washington sé með þeim merkilegri sem hann hafi orðið vitni að. Eina ástæðan fyrir því áætlun AGS gekk allt til enda var sú skýra stefna allra þriggja ríkisstjórna frá hruni að samið yrði um Icesave. Um það fylktu sér á endanum ríkisstjórnarflokkarnir og meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins og líka forsvarsmenn stærstu aðildarfélaga á vinnumarkaði, Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands. Allt þetta fólk gerði sér grein fyrir því að endurreisn efnahagsins hvíldi á þeirri áætlun. Það er staðreynd sem er nauðsynlegt að hafa bak við eyrað frammi fyrir ósæmilegum ásökunum um að eitthvað annað hafi verið að baki samningsviljanum en að ljúka deilunni að hætti siðaðra þjóða.
Kirkjuleg hjónavígsla
Samviskufrelsi og samviskuábyrgð
É
sama frelsi til samvisku og þjónar trúarg horfði á kvikmynd í síðustu bragðanna. Eðlilega. viku sem er byggð á metsöluRéttur til friðhelgi heimilis og fjölbókinni The Help eftir Kathryn skyldu er staðfestur í 1. mgr. 71. gr. Stockett. Sögusviðið er Missisippi árið íslensku stjórnarskrárinnar. Þó þar sé 1962 og umfjöllunarefnið staða svartra ekki berum orðum rætt um rétt einkvenna sem unnu við barnauppeldi og staklinga til að ganga í hjúskap má leiða heimilishjálp á heimilum hvítra. Ein hússlíkan rétt af ákvæðinu og fjölda mannmóðirin í sögunni leggur allt í sölurnar réttindasamninga og yfirlýsinga sem til þess að fá samþykktar reglur um Ísland hefur staðfest. Í þessu samhengi að hvítir kúki ekki í sama klósett og má einnig benda á jafnræðisreglu sem svartir. Röksemdir hvítu húsmóðurinnar er orðuð í 65. gr. stjórnarskrárinnar. Þar eru margvíslegar og þó hún grípi ekki birtast ekki einungis sjónarmið um bann samkvæmt orðanna hljóðan til samvisku við mismunun einstaklinga heldur boð sinnar þá eru slík sjónarmið undirliggjÞóra Hallgrímsdóttir, um að gæta almennt jafnræðis í samandi. stundakennari við lagadeild félaginu og bera virðingu fyrir mannNú er árið 2012 og við erum stödd á Háskólans í Reykjavík. eskjum. Samt sem áður telur þjóðkirkjan Íslandi í aðdraganda biskupskjörs. Verið ástæðu til þess að hanga á því að til staðar þurfi að er að fjalla um samviskufrelsi þjóna þjóðkirkjunnar í vera sérreglur fyrir samvisku þjóna hennar til að neita tengslum við framkvæmd kirkjulegrar hjónavígslu. að framkvæma hjónavígslu einstaklinga sem hafa Takið eftir, við erum að tala um þjóðkirkjuna. lagalegan rétt til að ganga í hjúskap. Löggjafinn tekur Hér á landi gilda ein hjúskaparlög (nr. 31/1993 með undir þetta með umræddu ákvæði 1. mgr. 22. gr. hjúsíðar breytingum). Í fyrstu grein laganna kemur fram skaparlaga og viðheldur með því hugsun sem erfitt er að þau gildi um hjúskap tveggja einstaklinga, óháð að sjá að sé í samræmi við mannréttindaákvæði þau kyni. Í 16.gr. laganna kemur fram að stofna megi til sem hér voru rakin. Þetta ákvæði segir nefnilega að hjúskapar fyrir presti og forstöðumanni skráðs trútilteknir embættismenn landsins (prestar) geti misfélags sem hefur sérstaka vígsluheimild samkvæmt lögunum eða svokölluðum borgaralegum vígslumanni munað öðrum einstaklingum á grundvelli kynhneigðar en það geti borgaralegir vígslumenn ekki gert. (sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra). Í 1. mgr. Margir þykjast sjá mun á kúk og skít. Það skyldi þó 22. gr. sömu laga kemur fram að hjónaefni eigi rétt ekki vera að skíturinn á Íslandi árið 2012 sé eitthvað á að stofna til hjúskapar fyrir borgaralegum vígslusvipaður kúknum í Missisippi 1962. Getur verið að manni hvort sem þau eiga kröfu á kirkjulegri hjónaþjóðkirkjan og löggjafinn sem fylgir hennar sjónarvígslu eða ekki. Af þessu ákvæði hefur verið leitt miðum séu jafn rökþrota og húsmóðirin suður í Misssvokallað samviskufrelsi presta og forstöðumanna isippi? Ef við viljum hafa samviskufrelsi þá verðum við trúfélaga að geta neitað að framkvæma kirkjulega líka að bera samviskuábyrgð og virða mannréttindi hjónavígslu, til dæmis þegar um er að ræða hjónaefni allra óháð kynhneigð. Við þurfum ekkert sérstakt af sama kyni. Fyrir þá kaldhæðnustu er auðvitað augprestaklósett. ljóst að löglærðir sýslumenn fulltrúar þeirra hafa ekki
67%
... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
viðhorf 29
Helgin 13.-15. apríl 2012
Fært til bókar
Bloggarar í hár saman Björn Bjarnason bloggari og fyrrum ráðherra hefur tekið illa vangaveltum Teits Atlasonar, kollega síns í rafheimum, um hvernig netmiðillinn Evrópuvaktin hefur varið 4,5 milljón króna styrk frá Alþingi. Björn veitir Evrópuvaktinni forstöðu ásamt öðrum eftirlaunaþega, Styrmi Gunnarssyni fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, en styrkinn fengu þeir félagar til að leggja sitt af mörkum við umræður um aðildarumsókn Íslands að ESB. Áhugi Teits á ráðstöfun milljónanna vaknaði í kjölfar þess að Björn sakaði Gísla Einarsson og fólk hans í fréttaskýringaþættinum Landanum á RÚV um að vera á mála hjá ESB þegar fjallað var um landsbyggðastyrki innan sambandsins.
Nýtt fiskiveiðistjórnarkerfi
Kvótafrumvarpið í hnotskurn
N
ý frumvörp um fiskveiðistjórnun hafa þrjú meginmarkmið. Í fyrsta lagi eru gefin út nýtingarleyfi til kvótahafa. Þannig er skerpt á þeim skilningi að þjóðin eigi auðlindina en að gefin séu út leyfi til nýtingar hennar. Leyfið gildir til 15 ára og þannig er útgerðarmönnum veitt miklu meira rekstraröryggi en þeir búa við í dag. Í öðru lagi er settur upp pottur af aflaheimildum sem eiga að nýtast byggðunum og nýliðum sem vilja leigja kvóta. Þannig er reynt að mæta sjónarmiðum um jafnt aðgengi að auðlindinni. Í þriðja lagi
er svo kynnt útfærsla á veiðigjaldi sem tekur mið af rekstrarafgangi útgerðarfyrirtækja. Hugmyndin að útfærslunni í frumvarpinu kemur frá útgerðarmönnunum sjálfum. Þegar þeir hafa staðið skil á kostnaði (laun, olía og fleira) og tekið til sín eðlilegan hagnað, ( 8 til 10 prósent af starfseminni), mun í góðu ári eitthvað standa eftir og þeim sérstaka hagnaði er skipt með þjóðinni. Þannig verður aukaarðinum af nýtingu auðlindar deilt á milli þess sem á auðlindina og þess sem nýtir auðlindina. Gríðarlegur hagnaður sjávarút-
að arður af auðlindum vegsfyrirtækja undanrenni meðal annars til farin ár er fyrst og fremst eflingar rannsóknartilkominn vegna lækkunsjóða, mannaflsfrekra ar á gengi krónunnar og byggingarverkefna hækkunar á verði afurða. og til alvöru byggðaÁ sama tíma hefur alstefnu. Þess vegna vill menningur þurft að taka stjórnarmeirihlutinn á sig auknar byrðar vegna samþykkja lög um fiskgengisfallsins sem hefur veiðistjórnun á þessu lýst sér í verðbólgu og Magnús Orri Schram minni kaupmætti. Það er þingmaður Samfylkingarinnar þingi. Þau lög tryggja jafnræði, nýliðun, því ekki nema sjálfsagt rekstraröryggi útgerðar og ekki að arður auðlindar létti undir með síst – munu þau í góðu árferði gefa heimilum landsins og skapi grundþjóðinni hlutdeild í arði sem hlýst af völl viðspyrnu í atvinnu- og efnanýtingu auðlinda í eigu hennar. hagsmálum. Ný frumvörp tryggja
Farið með fleipur Sú ásökun Björns reyndist alröng, eins og Gísli var snöggur að benda á, en Teitur kom hins vegar auga á að Björn sjálfur var á mála við að fjalla um ýmsa þætti aðildarviðræðnanna við ESB. Lék Teiti forvitni á að vita hvernig Björn hefði uppfyllt tiltekið skilyrði þess að styrkurinn var veittur og lagði fram fyrirspurn þess efnis. Sendi Björn honum í framhaldinu lista yfir 14 bloggpistla. Og tóku þá leikar mjög að æsast. Teitur deildi umsvifalaust tölu pistlana í upphæð styrksins og fékk út að hver og einn hefði kostað 320 þúsund krónur. Það reyndist skot yfir markið því eins og Björn benti á hafði aðeins hluti milljónanna verið nýttur fyrir þessi skrif og lagði hann fram yfirlit því til sönnunar.
Komið við í Kaufhaus? Bloggpistlarnir 14 voru sem sagt afrakstur um það bil eins mánaðar rannsóknarreisu Björns bakvið víglínur óvinarins í ESB. Kom hann við í Brussel, Berlín og Frankfurt á ferð sinni sem kostaði alls 911 þúsund krónur en þar að auki hefur Evrópuvaktin bókfært 300 þúsund krónur vegna skrifa greinanna 14. Samkvæmt yfirliti Björns voru útgjaldafrekustu liðir ferðalagsins flug, gisting og dagpeningar. Sérstaka athygli vekur að Alþingi greiddi líka kostnað vegna „aukakílóa sem höfðu bæst í töskurnar á ferðlaginu“, eins og Björn orðar það á heimasíðu sinni, alls 30.132 krónur. Björn hefur ekki útskýrt af hverju öll þessi aukakíló hrönnuðust upp á ferðalaginu en ef miðað er við gjaldskrá Icelandair fyrir yfirvigt þá hafa þau verið um það bil 21 talsins. Hitt er þekkt að vöruúrval er gott í þeim borgum sem Björn heimsótti. Verslunarmiðstöðin KaDeWe (Kaufhaus des Westens) í Berlín er til dæmis ein sú glæsilegasta í gjörvallri Evrópu.
r i d m æ v k m Fra agsljósið sem þola d
Allir vinna hefur verið framlengt til 1. a janúar 2013. Það þýðir að þeir sem gríp tækifærið og ráðast í framkvæmdir núna, geta fengið 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti af keyptri vinnu á byggingarstað.
nýtum tækifærið og ráðumst í framkvæmdir með allt uppi á borðinu HVÍTA HÚSIÐ - SÍA
Evrópuvigtin Uppljóstrun Björns um aukakílóin sem bættust við í töskurnar á ferðalaginu og hann lét Alþingi borga undir heim til Íslands varð tilefni fyrir Ingmar Karl Helgason, blaðamann og bloggara á Smugunni, til að slá í eina færslu undir fyrirsögninni Verslunarferð Evrópuvigtarinnar þar sem hann leggur til að Evrópuvaktin verði hér eftir kölluð Evrópuvigtin. Er Ingimar þar í stellingum sem Björn á að þekkja vel hjá vinum sínum á vefnum AMX þar sem fimmaurabrandarar og uppnefningar þykja það allra fyndnasta.
u getur þú in ð r o b á i p p Með allt u durgreiðslu á n e % 0 10 ið g fen yptri vinnu. e k f a i t t a k s virðisauka
30
Krumma
Börnin sem koma í heimsókn í Krumma-búðina fá sumarglaðning
viðhorf
Fært til bókar
Sjónvarpsfrægðin aðgöngumiðinn
LikeAbike: 34.950 19.900
Helgin 13.-15. apríl 2012
Línur eru nokkuð farnar að skýrast varðandi forsetakosningarnar í sumar. Þegar hafa sex manns gefið kost á sér, Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Jón Lárusson lögreglumaður, Ástþór Magnússon athafnamaður, Hannes Bjarnason landfræðingur, Herdís Þorgeirsdóttir lögmaður og Þóra Arnórsdóttir fréttamaður. Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor kynnir ákvörðun sína um framboð í þessari viku og Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur á sumardaginn fyrsta. Þá efnir hann til blaðamannafundar svo meiri líkur en minni eru á því að gefi kost á sér. Elín Hirst, fyrrverandi
sjónvarpsmaður, gaf framboðshugleiðingar frá sér á dögunum. Fyrr á árinu var talsvert rætt um Stefán Jón Hafstein, starfsmann Þróunarsamvinnustofnunar, sem hugsanlegan frambjóðanda. Afstaða hans liggur ekki fyrir. Sama gildir um Salvöru Nordal, forstöðumann Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Margir orðuðu hana við forsetaframboð en hún hefur hvorki játað slíku né neitað. Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður veltir forsetakjöri fyrir sér á fésbókarsíðu sinni og vitnar Smugan til skrifa hans þar: „Sjónvarpsfrægð hefur ráðið úrslitum í forsetakosningum á Íslandi síðan 1968. Kristján Eldjárn sló í gegn í þætt-
inum Munir og minjar, Vigdís Finnbogadóttir í frönskukennslu.“ Gunnar Smári bætir því við að Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, hafi fyrst vakið athygli í fréttaskýringarþáttum í sjónvarpi og sé af fyrstu kynslóð íslenska stjórnmálamanna sem sjónvarp hafi fleytt á þing. „Í raun,“ segir Gunnar Smári, „er erfitt að ímynda sér að nokkur frambjóðandi geti unnið sér nægt fylgi í forsetakosningum án þess að vera þegar landsþekktur af sjónvarpsskjánum. Forsetakosningar eru fyrir þá sem þegar eru þekktir; ekki vettvangur til að kynnast fólki. Þeir sem njóta ekki sjónvarpsfrægðar ættu að sækja um annað starf.“
Ísrael og Íran
Vont ljóð eftir vafasaman mann – eða útrýming írönsku þjóðarinnar Standur: 19.950
17.900
18.900
52.290
139.800
Gylfaflöt 7, 112 Reykjavík 587-8700 www.krumma.is
G
Eitt af því sérstaka við samhengi þessa ljóðs er að nýverið, eða árið 2006, ljóstraði Günter Grass því upp að hann hefði sem ungur maður gengið til liðs við Waffen-SS, sérsveit í þýska nasistahernum. Grass veit því mætavel að það fyrsta sem hann fær að heyra eftir birtingu ljóðs með slíku innihaldi er að þar fari maður sem þvert á allar væntingar og öndvert við samfélagsrýni hans um áratuga skeið hafi reynst gamall nasisti og sé þar með gyðingahatari sem tortryggi Ísrael. Það varð enda raunin, þýski dálkahöfundurinn Henryk M. Broder var ekki seinn á Hermann Stefánsson sér að lýsa Grass erkitýpu hins hámenntrithöfundur aða gyðingahatara, velmeinandi gagnvart gyðingum og þjakaðan af sektarkennd. Ljóðið sjálft segir fyrir um viðtökur sínar því þar segir: „„Gyðingahatur“ nefnist dómurinn.“ Það skiptir máli hver talar. Það skiptir máli hver Hvers vegna þegi ég, hef þagað of lengi, segir hlutina. Það skiptir máli hvernig þeir eru sagðir yfir því sem blasir við og var æft og af hvaða ástæðum. En var það rétt sem ýmsir á hernaðaræfingum og að þeim loknum gerðu eftir árið 2006 að afskrifa alla samfélagsgagnrýni Günters Grass á þeim forsendum að hann hefði enduðum við, eftirlifendur, tilheyrt Waffen-SS þegar hann var sautján ára? Ég veit í besta falli sem neðanmálsgreinar. það ekki. Sá gjörningur að greina frá þeirri ósvinnu Það er hinn yfirlýsti réttur til árásar í forvarnarskyni seint og um síðir er kannski flóknari en hann virðist gegn kokhraustum undirokandi kjaftaski í fyrstu en varla er nokkur maður stoltur af þvílíkri fortíð. sem kynni að útrýma írönsku þjóðinni Þvert á alla ramma sem stjórnmálahugsunin leitast við að setja okkur mætti segja mér að þarna fari frekar vont ljóð eftir kannski dálítið vafasaman mann Nú verður því ekki neitað að mér þykir ljóðið frekar en með réttu innihaldi og góðum málsstað. Það mætti vont. Mér finnst sem sé varla að það geti kallast ljóð jafnvel segja mér að þessi skilaboð komi einmitt heldur frekar pistill með óreglulegri línuskiptingu. úr mátulega rangri átt, úr ljóði eftir Günter Grass Orðin hafa að vísu hljómlist á þýsku og eru að sönnu sem lesendur geta gúgglað á mörgum tungumálum. ekki valin af handahófi en til þess að vera gott ljóð Hvernig er það, er Ísland enn á lista yfir viljugar skortir ljóðið, allavega í þýðingum á þeim málum sem ég kann betur en þýsku, eiginlega allt - nema persónu- þjóðir, eða hvar er sá listi eiginlega? Það veit enginn, þannig listar eru skrifaðir með uppgufandi bleki þótt lega nálægð. Nokkurn veginn þannig líta þau stundritmálið sitji hinsvegar fast í samvisku þjóða sem nú um út, ljóðin sem miklir skáldsagnahöfundar yrkja, geta séð að Írak er ónýtt land eftir framgöngu hinna ljóð full af abstrakt hugmyndum og skáldsagnalegri frelsisunnandi. Sök bítur sekan. Íslendingar viðurhugsun. Og Grass er góður skáldsagnahöfundur, það kenndu nýverið Sjálfstæði Palestínu. Í því er ekki veit hver sem hefur lesið Blikktrommuna. endilega fólgin viðurkenning á óhæfuverkum sem Eða kannski er efnið ekki hentugt í lýrík. Ég man framin hafa verið í nafni þess sjálfstæðis en vissulega að rétt áður en Íraksstríðið skall á birti spænski ritkunna að felast í slíkri viðurkenningu nokkrar efahöfundurinn Manuel Rivas ljóð í einu útbreiddasta semdir um athæfi Ísraels gagnvart Palestínu. dagblaðinu á Spáni um það sem við blasti. Það ljóð Það hendir að fólk læri af reynslunni. Sá lægsti og þótti mér eiginlega ekki nógu gott heldur, þó er Rivas efsti var að birta ljóð í helstu blöðum heimsins. Kann talsvert lýrískari höfundur en Grass og þó var getið að hugsast að þar sé talað af nokkurri reynslu? Kann í ljóðinu bæði Íslands og lóunnar og mér er hlýtt til að vera að þjóð á ósýnilegum lista hæfði vel að taka beggja. Günter Grass hefur af því áhyggjur, er raunar réttan kúrs eftir vondu ljóði manns með vafasama forsannfærður um, að Ísraelsmenn hyggist ráðast inn tíð? Það er hægt að hafa nákvæmlega jafn mikla óbeit í Íran undir því yfirvarpi að Íranir séu að koma sér á gyðingahatri og herskárri utanríkisstefnu þjóða á upp kjarnorkuvopnum sem ógni öryggi Ísraels. Hann hefur til þess góðar ástæður og áhyggjur af vopnabún- borð við Ísrael og gereyðingarstefnu þess ríkis á að fordæma með fullu og öllu, algerlega og undanbragðaaði Íran eru heldur ekki nýjar: Íran auðgar úran og laust. Því það er rétt sem segir í ljóðinu vonda, það er úran auðgar Íran er mantra sem hefur dunið á okkur ekki hægt að þegja yfir þessu. svo árum skiptir. ünter Grass heitir maður. Hann er rithöfundur, fæddur árið 1927 og fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1999. Frægasta bókin hans heitir Blikktromman og er til í prýðilegri íslenskri þýðingu. Skáldskapur hans er stundum kallaður upp á þýsku „Vergangenheitsbewältigung“ sem merkir í lauslegri þýðingu: Baráttan við að sætta sig við fortíðina. Günter Grass birti nýverið eitt og sama ljóðið samdægurs í nokkrum af stærstu dagblöðum heimsins, Süddeutsche Zeitung, The New York Times, La Repubblica og El país. Ljóðið heitir: „Það sem verður að segja“ (þ. „Was gesagt werden muss“) og fjallar um yfirvofandi innrás Ísraelsmanna í Íran. Það hefst svona, í lauslegri þýðingu:
Það er hægt að hafa nákvæmlega jafn mikla óbeit á gyðingahatri og herskárri utanríkisstefnu þjóða á borð við Ísrael og gereyðingarstefnu þess ríkis á að fordæma með fullu og öllu, algerlega og undanbragðalaust. Því það er rétt sem segir í ljóðinu vonda, það er ekki hægt að þegja yfir þessu.
L A V R Ú A MEIR -20.00
-10.000
0 14”
TOSHIBA SATELLITE C660-2JX
15,6“ með Intel Core i3, 6GB vinnsluminni og 750GB diski.
15,6”
NAGA 5600DPI MMO
LEIKJAMÚS
Vinsælasta Razer MMO leikjamúsin.
ACER A4755G-2334G50MN
14“ Acer Aspire með Intel Core i3, 4GB minni og 500GB hörðum diski.
12.990
109.990
119.990
19.990 Fullt verð 1
39.990
Fullt verð 1
-5.000
2TB EPSON V330
WD ELEMENTS
Hágæða skanni fyrir ljósmyndir, 35mm filmur og skjöl.
Traustur 2TB flakkari fyrir gögnin, kvikmyndirnar og tónlistina.
EPSON SX430W
19.990
18.990
Þráðlaus prentari, skanni og ljósritunarvél með LCD skjá.
4.990 Fullt verð 2
13.990
S
SJÓNVARP
FLAKKARI
21,5” 0 21,5” 24.99 23” 29.990
ACER ASPIRE X1930
Öflug en nett turnvél frá Acer með 2.6GHz Intel Pentium SandyBridge, 6GB vinnsluminni og 500 GB diski.
UNITED 9560
Full HD sjónvarpsflakkari með 1TB diski. 21.5” AOC E2243FW WLED
99.990
+ 1TB
FULL HD
29.990
23” AOC E2343F
Flottir skjáir á frábæru verði.
OPNUNARTÍMI:
Virka daga 9-18 Laugardag 11-16
6 VERSLANIR UM ALLT LAND
REYKJAVÍK
AKUREYRI
EGILSSTAÐIR
KEFLAVÍK
SELFOSS
HAFNARFJÖRÐUR
SUÐURLANDSBRAUT 26 Sími 414 1700
GLERÁRGÖTU 30 Sími 414 1730
KAUPVANGI 6 Sími 414 1735
HAFNARGÖTU 90 Sími 414 1740
AUSTURVEGI 34 Sími 414 1745
REYKJAVÍKURVEGI 66 Sími 414 1750
viðhorf
Helgin 13.-15. apríl 2012
Naglalakksbleikt
Y
HELGARPISTILL
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is
VILTU VINNA MIÐA?
SENDU SMS SKEYTIÐ ESL SHIP Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
Yngri dóttir okkar hjóna er hrifin af bleikum lit – eins og margar stelpur og konur. Æskuherbergið hennar var málað æpandi bleikt og hélst svo þar til hið ágæta uppeldishús barnanna var selt. Minnisstætt er mér augnatillit ungrar stúlku, verðandi heimsætu í því húsi, þegar foreldrar hennar skoðuðu það og keyptu síðan. Greinilegt var að hanni þótti bleika herbergið æðislegt. Hvort foreldrarnir hafa haldið bleika litnum skal ósagt látið. Fleira var bleikt en veggirnir í meyjarskemmunni. Dúkkukjólar voru gjarna í þeim lit og leikföng af mörgum gerðum. Enn er til í okkar eigu dásamlega bleikur pallbíll með gulum hjólum, keyptur hjá Guðlaugi, kaupmanni á Eyrarbakka, sem varð allra karla elstur og stundaði verslunarrekstur fram á tíræðisaldur. Pallbíllinn gengur nú milli barna af nýrri kynslóð, jafn dáður og var á æskudögum dóttur okkar. Bleiki liturinn fylgdi dóttur okkar þegar hún stofnaði sitt eigið heimili. Sparistóllinn í stofunni hennar er unaðslega bleikur, sannkallað stofustáss. Einnig þótti henni vel valið þegar hún sá myndir úr stofu frænku sinnar þar sem sást í tvo bleika svani, það er að segja víðkunna stóla sem hinn frægi danski hönnuður, Arne Jacobsen, hannaði á sínum tíma. Íhaldsamara fólk sem kaupir þær gersemar heldur sig yfirleitt við hefðbundnari liti. Bleiki liturinn er umdeildari en margir aðrir litir, eins vinsæll og hann er þó hjá konum, raunar táknlitur þeirra. Vegna þeirrar stöðu eru karlar sennilega hræddir við hann. Fágætt er að sjá bleikklæddan karl þótt þeir djörfustu skarti stundum bleikri skyrtu og stöku sveinar splæsi í bleikt bindi. Bleikir bílar eru líka umdeildir og tiltölulega fáséðir þótt sjálfur Elvis Prestley hafi ekið í bleikum Kadillakk á sínum tíma. Það var því að vonum að kona á skærbleikum trukki vekti athygli á íslenskum götum fyrir fjórum árum, eða svo. Hún réðst ekki aðeins inn í karlavígi með sorpakstri á stærstu gerð dráttarbíls heldur var voldugt hús bílsins naglalakksbleikt. Í viðtölum við blöð á þeim tíma greindi konan frá því að ferðamenn víða um land, sem litu bleika trukkinn augum, stoppuðu ýmist til að taka myndir eða veifa henni. Engum dytti í hug að stoppa til að taka mynd af hvítum, grænum eða bláum sorpflutningavagni. Jafnvel tímaritið Globetrotter, sem Volvo Trucks gefur út, stóðst ekki mátið og sagði frá Bleiku frúnni, en svo nefndist þetta tröllvaxna flutningatæki. Vegna þess að hve bleikir bílar eru sjaldgæfir á okkar ágæta yngri dóttir bíl í hefðbundnari lit, skærrauðum þó.
Bleiki draumurinn lifir samt enn því hún fór á stúfana og kíkti í sýningarsal bílaumboðs sem auglýsti fallegan smábíl, neonbleikan. Þegar betur var að gáð kom í ljós að bleika litinn þurfti að sérpanta á dýrustu útgáfu þessa bíls. Fjárráð ungar konu, sem nýbyrjuð er að búa, leyfðu ekki slíkan munað. Það má samt alltaf láta sig dreyma. Það þekkjum við hjónakornin að dætur okkar hafa sjálfstæðan litasmekk þegar að bílakaupum kemur. Þegar eldri dóttir okkar keypti sinn fyrsta bíl ráðlagði pabbi gamli henni að kaupa annað hvort hvítan eða rauðan, klassíska liti sem auðvelduðu endursölu. Sá boðskapur fór fyrir ofan garð og neðan hjá 17 ára skvísunni sem ók alsæl út á sítrónugulum bíl. Hann var alltaf eins og sólargeisli á stæðinu fyrir framan húsið okkar. Sumir bílar eru sagðir stelpulegri en aðrir. Frá því var til dæmis greint á dögunum að útliti Volkswagen bjöllu hefði verið breytt svo bíllinn höfðaði einnig til karla. Sölutölur sýna að konur hafa frekar keypt bjölluna en karlar. Kannski er það vegna útlits bílsins, sem er nokkuð sérstakt og sker sig frá ýmsum öðrum sem erfitt er að þekkja í sundur. Mjúkar línur einkenna bílinn, hvort heldur horft er á hann að framan eða aftan. Bandarískir fræðingar hafa reiknað út að hvaða bílum konur laðast helst. Þar fer Volvo S40 fremstur í flokki en meðal annarra, auk fyrrnefndrar bjöllu, er á þeim lista að finna blæjuVolkswagen og jepplingana Honda CR-V, Toyota R AV4 og Hyundai Tucson. Meðal minna þekktra bíla á bandaríska listanum er Nissan Rogue, sem seldur er sem Nissan Qashqai hérlendis, Nissan Juke og Jeep Compass. Fljótt á litið er svo að sjá að konur velji trausta og örugga bíla en Volvo hefur til dæmist slíkt orð á sér og fjórhjóladrifna jepplinga sem treysta má þótt eitthvað sé að færð eða veðri. Á flestum þessara bíla eru línur bogadregnar fremur en kantaðar – sem kannski má voga sér að segja að séu kvenlegar. Bætist bleikur litur á þessa bíla er verkið fullkomnað en fæstir bílaframleiðendur virðast þó treysta sér til að setja bleika framleiðslu á oddinn. Skrýtið er það samt, að minnsta kosti frá leikmannssjónarmiði séð, að breyta bíl sérstaklega vegna þess að konur hrífast af lagi hans og kaupa þess vegna. Konur eru jú sagðar stjórna innkaupum heimilanna frekar en karlar. Eðlilegra væri að ýkja fremur þau útlitseinkenni sem konur sækjast eftir þegar kemur að vali bíla. En kannski er það svo að síðasta vígi karlsins sé tegundarval bíls – og frestandi neitunarvald ef frúin sækir það stíft að hafa hann bleikan!
FRUMSÝND 13. APRÍL
I OÐS IÐB M
BOÐSM
9. HVER VINNUR! FJÖLDI
IÐI
AUKAVINNINGA
FULLT AF VINNINGUM:
BÍÓMIÐAR
TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR GOS OG FLEIRA! VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB.
Teikning/Hari
32
Helgin 13.-15. apríl 2012
Dýravernd
Mannsins grimmd
Þ
þær voru fluttar í að er alKattholt. Þessar veg öruggt frásagnir eru að sá sem aðeins brotabrot er grimmlyndur af því sem við við dýrin er ekki upplifum um góður maður.“ grimmd manna. (A. Schopenhauer). Skaddaðar Þetta eru orð sálir að sönnu og því miður höfum Hvað gengur við í Kattavinafólki til? Í dýrafélaginu uppverndarlögum lifað mikinn er skýrt kveðið á Anna Kristine óhugnað gagnum að dýr skuli Magnúsdóttir vart köttum. aflífa á sársaukaformaður kattavinafélagsins Mörgum er lausan hátt. kannski enn Hvers vegna í fersku minni þegar níu hlýðir fólk ekki lögunum? Hvers kisur fundust í kartöflupoka í vegna láta kattaeigendur ekki Heiðmörk rétt fyrir jólin 2010. gelda högna og gera ófrjósemAðeins tveimur þeirra var hægt isaðgerðir á læðum? Með því að bjarga. Í janúar skaut lögað framfylgja ekki einföldum reglumaður kött í hrauni í Vestbeiðnum er hér offjölgun á mannaeyjum, hitti hann í augað köttum, sem fá ekki allir heimili. og kötturinn slapp. Hann kom Kattholt er eina dýraathvarfið á heim til sín tíu dögum síðar Íslandi og getur ekki endalaust mikið slasaður og lést skömmu tekið á móti kisum. síðar. Við höfum fengið fréttir Það er beiðni mín til þeirra af köttum sem eru skildir sem ekki geta haldið kisunum eftir einir í íbúð, matarlausir sínum að fara með þær til dýraog vatnslausir. Við finnum ketti læknis og lofa þeim á sofna á fyrir utan Kattholt, nú síðast mannúðlegan hátt. Ein sprauta, kisu í kassa með hálfa kartöflu og þær eru komnar á eilífðar með sér, daginn fyrir skírdag. veiðilendur kisuhimna. Tveimur dögum áður hafði köttHina, dýraníðingana, sem ur verið skilinn eftir fyrir utan hafa svo skaddaða sál að þeir Kattholt um nótt. Maður sem murka lífið úr dýrum sínum er var á leið til Keflavíkur sá kælilítið hægt að gera fyrir nema box í hrauninu við Kúagerði, sitja fyrir þeim og ná þeim svo furðaði sig á hvers vegna það þeir fái þá refsingu sem þeim væri þar og fór að athuga málið. ber. Í kæliboxinu voru sex dauðÞað er erfitt fyrir okkur í skelfdar kisur, allar fárveikar stjórn Kattavinafélagsins og þegar komið var með þær í starfsmenn Kattholts að upplifa Kattholt. Í fyrradag voru tvær slíka grimmd sem við höfum stúlkur á göngu með hundana horft upp á bara núna síðustu sína í Heiðmörk þegar þær sáu daga. Við erum ekki með hjarta svartan ruslapoka sem rækilega úr steini. Við vinnum sjálfboðavar bundið fyrir. Í pokanum starf til að bjarga köttum og ekkvar læða með átta kettlinga úr ert er sárara og erfiðara fyrir tveimur gotum. Einn þeirra var okkur en horfa upp á þá grimmd með vatnshöfuð. Stúlkurnar sem býr í sumu fólki. komu kisunum umsvifalaust Tómas Guðmundsson segir í á Dýraspítalann í Víðidal þar minningarljóði sínu til hundsins sem hlúð var að þeim þar til síns, Stubbs:
Úr langri reynslu vann ég vissu þá, að vonlaust sé að finna mönnum bjá þá kosti, er hrjáðum heimi megi duga og hroka, grimmd og morðfýsn yfirbuga. Hversu sönn þessi orð eru.
Fært til bókar
Þýðandi og eiginmaður Illugi Jökulsson hvetur fólk til þess að sjá Dagleiðina löngu í Þjóðleikhúsinu en verkið hefur fengið góða dóma. Í pistli á Eyjunni segir hann: „Ég sé á auglýsingum að sýningum á Dagleiðinni löngu fer nú fækkandi í Þjóðleikhúsinu. Ég ætla því að leyfa mér að hvetja fólk til að drífa sig. Þetta leikrit Eugene O´Neill er heilmikið fjölskyldudrama og alveg sérstaklega vel skrifað. Þessi fjölskylda sem þarna velkist um eina langa dagleið í lífinu verður manni ógleymanleg. Hið sérstaka vandamál fjölskyldunnar er svo fyrirbrigði sem því miður er enn á fullri ferð í fjórða hverju húsi í Reykjavík – og leikritið hefur enn sitt að segja um þetta efni. Önnur ástæða er fyrir fólk til
að missa ekki af þessu: Leikur þeirra fjórmenninga á sviðinu. Það er eitthvað, eins og börnin segja. Stórleikur er stundum sagt, en það er kannski ekki rétta orðið, því þarna eru leikarar sem geta gert mikið með hinu smáa. Svo er náttúrlega þýðingin alveg hreint snilldarleg en það er önnur saga!!“ Eitt upphrópunarmerki vegna hinnar snilldarlegu þýðingar dugar Illuga ekki en væntanlega veit hann að flestir lesendur pistilsins eru meðvitaðir um það að þýðandinn er enginn annar en hann sjálfur. Svo má ekki gleyma því að Guðrún Gísladóttir leikkona er meðal þeirra sem stórleik sýna í verki Eugene O´Neill – en hún er jú eiginkona þýðandans.
Sætar franskar frá McCain
Nýtt!
Sætu kartöflurnar frá McCain eru ómótstæðilega bragðgóðar og ríkar af A-vítamíni. Þú skellir þeim í ofninn og áður en þú veist af ertu komin(n) með girnilegt og gómsætt meðlæti. Prófaðu núna!
34
bækur
Helgin 13.-15. apríl 2012
Ábyrgð í 2. sæti
Hver vill skrifa fyrir börn og unglinga? Af sérstökum ástæðum auglýsir stjórn Íslensku barnabókaverðlaunanna að nýju eftir handritum að sögum fyrir börn og unglinga í samkeppni ársins. Handritið skal vera að lágmarki 50 ritvinnslusíður að lengd og á það að geta staðið án mynda. Skilafrestur er til og með 27. apríl 2012. Handritum skal skilað í fjórriti, merkt með dulnefni en rétt nafn höfundar fylgi í lokuðu umslagi, til: Forlagið / Íslensku barnabókaverðlaunin Bræðraborgarstíg 7 101 Reykjavík. -pbb
Ábyrgðakver Gunnlaugs Jónssonar vippar sér beint í annað sæti metsölulista Eymundssonar. Bókin geymir hugleiðingar höfundar um bankahrunið og þann lærdóm sem megi af því draga.
Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur fékk íslensku barnabókaverðlaunin í fyrra.
Ritdómur Morðið á Bessastöðum
Fastir liðir
Morðið á Bessastöðum er slök spennusaga, klisjukennd, ófrumleg og óspennandi.
Morðið á Bessastöðum Stella Blómkvist Mál og menning, 287 síður, 2012.
Höfundurinn á bak við Stellu Blómkvist hefur merkt sig kirfilega á spjöld bókmenntasögunnar. Í hartnær áratug hefur honum tekist að sitja í felum og skrifa spennubækur um lögfræðinginn Stellu, höfundurinn hefur rambað milli forlaga og þrátt fyrir sannindin þjóð veit þá þrír vita er Blómkvist enn stærsta gátan í höfundatalinu – að því leytinu til að ekki er almennt kunnugt hver felst á bak við nafnið. Þrátt fyrir frægðina og forvitni blaðamanna er Blómkvist ekki söluhár höfundur – vafalítið hafa margir sökum forvitni hnusað að bókum karlmannsins sem skrifar undir nafni konu en kynnin af sögunum um Stellu, sem eru að nálgast tuginn, hafa líklegast orðið til þess að frekari forvitni var fljótsvalað. Sögur Stellu um Stellu eru frumstæðar spennubókmenntir. Þótt textinn renni lipurlega er klisjan hér í hávegum höfð, persónusköpun er ófrumleg og kunnugleg, samtölin kaldir réttir og plottin gömul og slitin. Nú má í sjálfu sér fagna því að þagmælska útgefenda dugi svo vel sem raun ber vitni, líka má fagna því að þeir telji ekki eftir sér að skella fram slökum spennusögum eftir innfædda – jafnvel þó þær séu undir dulnefni. Afþreyingartextar eftir innlenda höfunda eiga fullan rétt á sér og almenningur hefur undanfarna áratugi tekið þeim fagnandi, jafnvel bundnum í spjöld og á háu verði. Slíkar bækur hafa runnið út í þúsundatali og haft yfirhöndina í slagnum við höfunda sem eiga brýnna erindi á markað, afþreyingin hefur lagt undir sig markaðinn og á sumum bæjum má sjá merki þess að útgefendur vilji eiga það sitt helsta erindi í lífinu að telja almenningi trú um að sumir reyfarahöfundar séu hreinir snillingar í frásagnarlistinni, vitna gjarna til erlendra blaða því til sönnunar, fara gjarnan offari í oflofinu sem þeir sveipa sína dýrmætustu skjólstæðinga í trausti þess að fjölmiðlamenn gleypi bullið hrátt og komi því á framfæri við trúgjarna lesendur. Sem gengur eftir. Stella ætti þannig að skipa svipaðan sess og Yrsa – svo dæmi séu nefnd. En slíkar barbabrellur takast ekki alltaf. Morðið á Bessastöðum er slök spennusaga, klisjukennd, ófrumleg og óspennandi. -pbb
Fjórar ljóðabækur Þrjár ljóðabækur koma út í byrjun næstu viku hjá forlagi Uppheima: Leitin að upptökum Orinoco eftir Ara Trausta Guðmundsson sem hefur að geyma ný ljóð eftir náttúrufræðinginn þjóðkunna sem hefur á undanförnum árum sent frá sér jöfnum hönum bundið mál og sögur, Hér vex enginn sítrónuviður eftir Gyrði Elíasson, nýtt safn ljóða eftir þann afkastamikla höfuðsnilling og Skrifað í stein, úrval ljóða hins sænska Kjells Espmark í þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Skömmu fyrir páska kom frá sama forlagi ljóðabókin Birtan er brothætt, braghendur og hækur, eftir Njörð P. Njarðvík. -pbb
Birtan er brothætt er ný ljóðabók eftir Njörð P. Njarðvík.
Ritdómur Þr jár norr ænar glæpasögur
Úr Undirheimum Nesbö er langflinkastur þessara þriggja höfunda sem allir standa þó fyrir sínu.
Camilla Lackberg.
A
kranessforlagið Uppheimar skiptir um nafn á þremur nýútkomnum norrænum krimmum –
kallar sig Undirheima – svona til gamans. Sögurnar eru Snjókarlinn eftir Jo Nebö, Englasmiðurinn eftir Camillu Läckberg og Aðeins eitt líf eftir Söru Blædel: Norðmaður, Svíi og Dani – öll þrjú metsöluhöfundar í heimalandi sínu, öll þrjú komin vel á veg með að leggja undir sig heiminn í þýðingum, öll þrjú vel þekkt hér á landi af fyrri verkum: Snjókarlinn er fimmta bók Nesbö á íslensku, Aðeins eitt líf er fjórða bók Söru og Camilla á fyrir átta verk í íslenskri þýðingu. Þau eru semsagt engir byrjendur, kunna öll vel til verka, eru öll að skrifa aftur og aftur um sömu lykilpersónur: Harry Hole, Patrik, Eriku og Önnu, Louise og Camillu. Með sama sviði komast höfundarnir hjá að kynna aðalpersónurnar, treysta á fyrri kynni lesenda af kringumstæðum í lífi þessa rannsóknarfólks, samstarfsmanna, vina og ættingja. Blædel skrifaði Aðeins eitt líf snemma á ferlinum. Hún vann áfram með frásagnir af grimmd í fjölskyldum innfluttra í Danmörku, Camilla vinnu enn með blöndu af löngu liðnum atburðum að Fjallabaki, ívaf í hennar sögum er stéttskipt samfélag í Svíþjóð, hvernig alþýðufólk verður undir, um leið og hún lýsir aðstæðum hjá millistéttarfólki, félagslegum erfiðleikum í bland við átök í hjónabandi okkar daga. Nesbö er langflinkastur þessara þriggja höfunda, ekki aðeins að hann sýni mesta hugkvæmni í grunnstefjum fléttunnar, heldur leggur hann enn meiri vinnu en áður í að skapa í plottinu falska botna og taka úr þeim í sögulokum veltu sem skilur lesandann eftir undrandi. Hans hetjur eru, eins og kvennanna tveggja, ekki djúpar persónur – bara hjól í vél til að skapa afþreyingu – en hann er einfaldlega meiri vélvirki í smíði sinni á plotti en stöllur hans tvær. Í Snjókarlinum dregur hann inn í plottið fátíða sjúkdóma og hvernig þeir erfast. Kann allt að vera uppsuða og bull en í framgangi sögunnar trúir lesandinn hverju orði og gleypir agnið. Öll þrjú stefna þau svo í sögulokum í mikið crescendo, mikinn spenning, mikil læti, mikið fjör. Þetta hafa þau gert áður og fastir lesendur ætlast enda til þess að fá sinn fiðring við lestur lokakaflanna. Þessar þrjár sögur munu enda skemmta mörgum lesanda fram eftir sumri, inn í eintakið mitt af Snjókarli Nesbö er kominn pöntunarlisti, hinar tvær fara fljótt í lán. Vonandi dugar sala þessara reyfara yfir vor og sumar til að tryggja Uppheimum útgáfu á saðsamari bókmenntum.
Bækur
Snjókarlinn
Englasmiðurinn
Aðeins eitt líf
Jo Nesbö Bjarni Gunnarsson þýddi. Uppheimar, 509 síður, 2012.
Camilla Lackberg Sigurður Þór Salvarsson þýddi. Uppheimar, 472 síður, 2012.
Sara Blædel Árni Óskarsson þýddi. Uppheimar, 350 síður, 2012.
Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is
MANNBÆTANDI SUMARGJAFIR! FÓR BEINT Á TOPPINN! „Hvetjandi lesning!“
FS
TJÓRI NÝS LÍ DÓTTIR, RITS
DYNAMO R EYK JAVÍK
ÞÓRA TÓMAS
ir Yfir 4 milljónra i eintaka í me ! m en 40 löndu
„Hrífandi og auðlesin“ PUBLISHERS W EEKLY
36
bílar og dekk
Helgin 13.-15. apríl 2012
Hjólbarðar Kostir sumar- og vetr ardekkja sameinaðir
Hjólbarðar Að hámark a ánægju og gæði
Hinn gullni meðalvegur Gott að eiga sumar- og vetrardekk E S ggert B. Eggertsson hjá Kletti hefur starfað í rúman aldarfjórðung við sölu á hjólbörðum. Hann segir heilsársdekkin vera að sækja í sig veðrið. „Munurinn á sumar- og vetrardekkjum er í grófum dráttum sá að gúmmíið í sumardekkjunum er stífara og harðara en í vetrardekkjunum. Harða gúmmíið hentar betur á sumrin þegar lofthitinn er hærri því að dekk slitna hraðar í hita. Hitinn er helsti óvinurinn. Mjúku dekkin eyðast fyrr í heitu loftslagi og þá strokast mynstrið út. En til að vetrardekk geti verið gott í kulda þarf mýkra gúmmí. Erfitt getur reynst að finna þennan gullna meðalveg. Í sumardekkjum er mikið gert út á grip í vatni og að þau séu hljóðlát og því eru þau með langar vatnsraufar en heilsársdekkin eru grófmynstraðari og með svokölluðum míkróskurði til þess að grípa í hálku og snjó.“ Að mati Eggerts er í ströngustu merkingu orðsins ekki til neitt sem heitir heilsársdekk heldur aðeins ónegld vetrardekk. Hann bætir því þó við að sífellt sé verið að fikra sig nær sumardekkjunum með sérstökum gúmmíblöndum sem sameina eiga eiginleika sumar- og vetrardekkja og stuðla að því að mynstrið strokist ekki út yfir heitari tíma ársins. „Heilsársdekk eru í raun hugsuð þannig að þau eigi að duga manni innanbæjar á veturna. Miðað við þessa venjulegu fjölskyldubíla hérna í Reykjavík og miðað við hvernig veðurfarið er orðið þá duga heilsársdekkin vel. Oftast er nú byrjað að salta áður en maður er vaknaður og stundum er ennþá verið að salta þegar maður fer að sofa.“
Gæðamunurinn felst í öryggi og endingu
Aðspurður segir Eggert að gæðamunur dekkja felist í því að gúmmíið sé misgott. Lélegri dekk séu blönduð með aukaefnum sem minnki endinguna. „Við erum með mjög góðar tegundir svo sem Goodyear sem eru úrvalshjólbarðar en svo bjóðum við líka upp á ódýrari týpur. Að sjálfsögðu getur verið töluverður gæðamunur á milli tegunda en framfarirnar eru svo miklar í hjólbörðum í dag að það er varla til neitt sem heita léleg dekk lengur. Munurinn felst aðallega í öryggi og endingu en það er ekki hægt að segja að þú finnir mikinn mun á akstrinum, nema þú sért þeim mun næmari bílakall,“ segir Eggert og hlær. „Framþróunin í tækninni er samt sem áður þannig en þú er klárlega að fá meira fyrir peninginn ef þú kaupir dýrari merkin.“
igurður Ævarsson, sölustjóri hjá Pitstop, segir þá sem eiga góð vetrardekk eigi skilyrðislaust að fá sér góð sumardekk frekar en heilsársdekk. Það sé lang skynsamlegast. „Svo er líka miklu skemmtilegra að keyra á sumardekkjum en heilsársdekkjum, en fyrir þá sem nota bílinn minna, eiga ekki vetrarumgang og ætla aðallega að keyra í borginni henta heilsársdekkin samt sem áður ágætlega. Munurinn á því að keyra á sumardekkjum og heilsársdekkjum á sumrin er sá að það er meiri ending í sumardekkjunum, þau eru hljóðlátari og svo er bætist líka við örlítill bensínsparnaður, en eins og verðið á bensíni er í dag þá skiptir það ansi miklu máli.“ Sigurður bætir því við að heilsársdekkin séu meira skorin og þar af leiðandi séu þau opnari dekk og grófari. „En þetta fer samt sem áður langmest eftir því hvað fólk er að keyra bílana mikið. Heilsársdekkin eru ágætiskostur ef þú ert ekki að keyra mjög mikið eða bara við innanbæjarakstur. Þau duga ágætlega í hálku og snjó en þegar allt kemur til alls þá eru vetrardekkin samt alltaf betri á veturna. Heilsársdekk eru ákveðin málamiðlun, þau eru hvorki frábær á sumrin né veturna. En hins vegar eru komin dekk af ýmsum tegundum sem nálgast það að uppfylla allar þarfir. Þetta eru mikið skorin klassadekk eins og til dæmis Continental sem eru að mínu mati yfirburðardekk.“
Heilsársdekk eða sumar- og vetrardekk?
„Ef þú ert bara að nota bílinn þinn á höfuðborgarsvæðinu eru heilsársdekk klárlega málið. En ef þú ert mikið að fara út fyrir bæinn myndi ég kjósa góð vetrar- og sumardekk. Það sem er að hrjá okkur mest er saltið og tjörusöfnunin sem verður í dekkinu og þá er alveg sama hversu mikið munstruð dekkin eru. Ef þau eru full af tjöru og salti duga þau illa. Það þarf að þvo þau reglulega til að viðhalda gripinu. Þegar komið er út á land þar sem búast má við mikilli hálku og ekki er saltað þá eru naglarnir mjög mikilvægir.“
Hjólbarðaþjónusta
sumardekkin fyrir bílinn þinn fást Hjá PitstoP!
fólksbíladekk Frá Continental gæðadekkjum til traustra sumar– dekkja frá Wanli. Úrvalið er hjá okkur. jePPadekk Mastercraft dekkin eru þekkt fyrir gæði, endingu og gott verð. Míkróskerum! sendibíladekk Fyrir allar gerðir smærri og stærri sendibíla.
mundu að tími nagladekkja er til 15. aPríl.
rauðHellu Hfj dugguvogi rvk
HelluHrauni Hfj
568 2020 sími
austurvegi selfoss PitstoP.is www
Helgin 13.-15. apríl 2012
Sameina kosti sumar- og vetrardekkja
Dekk er ekki aukabúnður á bílum heldur er algjört grundvallaratriði að þau séu í lagi.
Á íslenskum heimilum verður það æ algengara að fólk sé með tvo bíla til afnota og þá er annar oft útbúinn til að henta vel í ferðir út á land en hinn með heilsársdekk sem henta vel innanbæjar. „Heilsársdekkin eru í rauninni málamiðlun í báðar áttir hvað varðar mýkt á dekkjunum. Þar er verið að sameina kosti sumar og vetrardekkja. Til eru mjög margar tegundir á markaðnum og segir Sigurður mikinn gæðamun á dekkjum í dag. „Munurinn felst þá aðallega í veggripi, bæði í keyrslu og í hemlun og hávaða. Í dag er tækniþróunin svo ör að dekkin eru alltaf að verða betri og betri. Það hefur til dæmis orðið mikil framför í míkróskurðinum sem gefur býsna gott grip. Við bjóðum upp á að míkróskera dekk en það er þegar mjög fíngerðir skurðir eru gerðir í slitflöt dekkja.“
Hjólbarðar?
Það verður að vera almennilegt grip.
Góð dekk eru grundvallaratriði
Að mati Sigurðar ættu þeir sem ætla að leggja land undir fót og mögulega ferðast um malarvegi að vera á sumardekkjum því meira grjótkast fylgi heilsársdekkjunum. „Annars er nú óskaplega lítið orðið eftir af malarvegum á landinu nema kannski vestur á Ísafirði og nágrenni. Ég vil bara hvetja fólk til að fylgjast vel með dekkjunum sínum. Að renna við á verkstæðunum og láta skoða þau og fá góð ráð því að það skiptir öllu máli að þetta sé í lagi. Dekk er ekki aukabúnður á bílum heldur er algjört grundvallaratriði að þau séu í lagi. Gott er að koma og láta mæla loftþrýstinginn og víxla fram og aftur dekkjunum ef fólk er á heilsársdekkjum til að hámarka öryggið. Sérstaklega ef fólk er að fara út á land eða í lengri ferðir.“ EHÞ
- örugg bifreiðaskoðun Sími 570 9000 - Þjónustuver og tímapantanir 570 9090 - www.frumherji.is
Gæða dekk...
...á góðu verði
GOODYEAR EfficientGrip dekkin hafa fengið umhverfisvottun, frábær gæði og frábær fyrir umhverfið
Klettagörðum 8-10 | 104 Reykjavík | Sími: 590-5100 | www.klettur.is
38
framkvæmdir
Helgin 13.-15. apríl 2012
Húshornið Sérfr æðingar Húseigendafélagsins og Si leysa vandann
Hvenær þarf byggingarleyfi? Húshornið er helgað framkvæmdum og viðhaldi húsa. Þátturinn er einnig með útibú í Samfélaginu í nærmynd á Rás eitt á þriðjudögum en í aðalhlutverkum á báðum stöðum eru vitringar frá Húseigendafélaginu og Samtökum iðnaðarins. Lesendur og hlustendur geta sent inn fyrirspurnir á netfangið: hushorn@huso.is og verður þeim svarað af sérfræðingunum.
sala Bláa naglans hefst 19. apríl um land allt
Vertu nagli
sýndu stuðning www.blainaglinn.is
Hönnuðir og byggingarstjóri hafa lögboðna starfsábyrgðartryggingu sem bætir tjón vegna mistaka, sem þeir kunna að gera, upp að vissu marki.
Hvað er byggingarleyfi ? Byggingarleyfi er skriflegt leyfi byggingarfulltrúa í viðkomandi sveitarfélagi til að byggja hús og önnur mannvirki, breyta þeim eða rífa, eða breyta notkun þeirra, útliti eða formi. Í leyfinu felst að samþykktir eru aðal- og séruppdrættir, skráðir ábyrgðarmenn á verkframkvæmdina, þ.e. löggiltir iðnmeistarar og byggingarstjóri, sem hefur í gildi lögbundna starfsábyrgðartryggingu. Byggingarleyfi fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan eins árs frá útgáfu þess. Framkvæmdir teljast hafnar hafi byggingarfulltrúi gert úttekt á úttektarskyldum verkþætti. Hvers vegna að vera að sækja um byggingarleyfi? Meginmarkmið með lögum um mannvirki nr.160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 er að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og virkt eftirlit með því að kröfum um öryggi mannvirkja og heilnæmi sé fullnægt. Þá verða framkvæmdir að vera í samræmi við gildandi deiliskipulag. Ef þær eru það ekki, kann að vera gengið á rétt annarra, sem getur leitt til kærumála og verulegra óþæginda auk kostnaðar. Í fjöleignarhúsum verður samþykki meðeigenda að liggja fyrir við samþykkt byggingarleyfisumsóknar, í samræmi við lög um fjöleignarhús nr. 26/1994. Með umsókn um byggingarleyfi er tryggt að löggiltir hönnuðir, iðnmeistarar og byggingarstjóri komi að hönnun og verkframkvæmd. Hönnuðir og byggingarstjóri hafa lögboðna starfsábyrgðartryggingu sem bætir tjón vegna mistaka, sem þeir kunna að gera, upp að vissu marki. Þarf að sækja um byggingarleyfi vegna viðhaldsverka ? Meginreglan er sú að ekki þarf að sækja um byggingarleyfi fyrir þeim viðhaldsverkum sem ekki hafa breytingar í för með sér; það er að notuð eru sömu efni og útfærslur og viðhafðar voru við upphaflegt byggingarverk. Ef ætlunin er að breyta út fá því er ráðlegt að kanna hjá byggingarfulltrúa hvort gerðar séu athugasemdir vegna fyrirhugaðra áforma. Í þeim tilvikum að gera verði við burðarvirki ber alltaf að afla leyfis byggingarfulltrúa. Í grein 2.3.5 í nýrri byggingarreglugerð er fjallað nánar um þá þætti sem undanþegnir eru byggingarleyfi og í grein 2.3.6 er skilgreind ábyrgð eiganda vegna framkvæmda sem undanþegnar eru byggingarleyfi. Byggingarreglugerðina má sjá á vef Mannvirkjastofnunar á www.mvs.is Eru til upplýsingar um viðhald mannvirkja? Húsafriðunarnefnd ríkisins hefur gefið út þrjá vandaða bæklinga sem fjalla um tiltekna viðhaldsþætti. Einn fjallar um viðhald á gluggum úr timbri, en reynslan hefur sýnt að oft er vel viðgerðarhæfum gluggum skipt út án þess að á því sé þörf og er það oft hrein fjársóun. Annar bæklingurinn fjallar um viðgerðir, endurbætur og nýsteiningu steinsteyptra húsa. Múrarar hafa náð mikilli leikni við endursteiningu eldri húsa, en steinaðir veggfletir geta verið nær viðhaldslausir í áratugi. Þriðji bæklingurinn er um útveggi, grind og klæðningu eldri timburhúsa. Bæklinga Húsfriðunarnefndar er hægt að skoða á vef stofnunarinnar www. husafridun.is. Magnús Sædal hushorn@huso.is
Aline 136 Chrome
Aline 137 Chrome
JAzz – ACCENT – YARIS – NOTE 205/40R16 Nankang NS2 215/40R16 Hankook K104 225/60R16 Nankang RX615 16x7,0 4x100 Aline 137 Chrome 16x7,5 4x100 Aline 136 Chrome ImPRESA – PRIUS - AVENSIS - CELICA 16x7,0 5x100 Aline 137 Chrome
16” kr. 95
.900
4 dekk & 4
felgur
Lenso RT6 Metal
Aline 501 Chrome
JAzz – ACCENT – YARIS – NOTE 205/40R17 Interstate IXT 17x7,0 4x100 Aline 501 Chrome HILUX - LANDCRUISER 90 275/55R17 Nankang N809 275/60R17 Hankook RF08 17x8,0 6x139,7 Lenso RT6
17” kr.129
.900
HILUX - LANDCRUISER 285/60R18 Nankang N890 18x9,0 6x139,7 Aline 704 Chrome LEXUS - HONDA CRV 225/60R18 Dunlop 18x7,5 5x100/114,3 Aline 552 Silver
felgur
Aline 704 Chrome
OKTAVIA – ImPRESA – GOLF 215/35R18 Nankang NS2 225/40R18 Continental TS810 18x7,5 4x100/114,3 Aline 321Chrome BORA – AUDI - BENS 18x7,5 5x100/112 Aline 321 Chrome
Aline 321 Chrome
4 dekk & 4
18” kr. 14 9.900 4 dekk & 4
Aline 552 Silver
felgur
TILBOÐSPAKKAR Gilda einungis fyrir tilteknar felgur og dekk á meðan birgðir endast
HILUX - LANDCRUISER 295/45R20 Nankang N990 305/50R20 Nankang N990 20x8,5 6x139,7 Aline 554 Silver
Aline 554 Silver
TILBOÐSPAKKAR
Dekk og felgur
20” kr.159
.900
4 dekk & 4
felgur
SÓLNING - SKIPTIR UM DEKK
KÓPAVOGUR - SELFOSS - NJARÐVÍK & BARÐINN SKÚTUVOGI
40
heilabrot
Helgin 13.-15. apríl 2012
Spurningakeppni fólksins
Sudoku
6 4 1
Spurningar
8 4
1. Í hvaða vík finnast bæirnir Sæból og Látrar?
8 6 2 3 7 7 2
2. Hvar finnur þú hótelið Finna hótel? 3. Hvað heitir nýfæddur sonur leikkonunnar Hillary Duff? 4. Fyrir hvaða tónlistarmann trommar Arnar Gíslason gjarnan? 5. Hver stýrir Framtakssjóði Íslands? 6. Hvað heitir nýjasta bók Stellu Blómkvist?
Arnar Þór Stefánsson,
7. Hvað heitir höfuðborg Norður-Írlands?
Dóri DNA,
lögmaður.
8. Hvað heitir eiginmaður Þóru Arnórsdóttur forsetafram-
skemmtikraftur og textagerðarmaður hjá Fíton.
1. Breiðuvík? 2. Pass.
5. Finnbogi Jónsson? 6. Veit það ekki.
3. Lucas.
10. Hvaða forseti Íslands sat styst í embætti?
4. Mugison.
11. Hvaða tveir leikarar fara með aðalhlutverkin í uppfærslu
10. Sveinn Björnsson. 9. Kristján Eldjárn. 11. Veit það ekki.
13. Günter Grass.
12. Rick Santorum. 14. Stykkishólmi.
15. Herdísi Þorgeirsdóttur.
7 rétt.
forsetaframbjóðandi flokks þeirra? 13. Hvaða nóbelsverðlaunahafi reytti Ísraelsmenn til reiði með
13. Gunter Grass.
smíða sjóbát úr pípulagningaefni?
15. Hann styður sinn mann Ólaf Ragnar Grímsson.
13 rétt.
forsetakosningum?
krossgátan
7 9 3 4 7
5
14. Húsavík.
15. Hvaða frambjóðanda styður Bubbi Morthens í komandi
Arnar Þór skorar á Viðar Lúðvíksson hæstaréttarlögmann og lífskúnstner.
2
8 9
3 2
12. Rick Santorum.
14. Hvar á landinu er pípulagningamaður langt kominn með að
7 9
5
11. Ilmur Kristjánsdóttir og Þröstur Leó.
ljóði sínu What Must Be Said?
5
1
6. Morðið á Bessastöðum. 7. Belfast. 8. Svavar Halldórsson. 9. Kristján Eldjárn. 10. Sveinn Björnsson.
12. Hver dró sig í vikunni úr kapphlaupi repúblíkana um að verða
5
Sudoku fyrir lengr a komna
5. Brynjólfur Bjarnason.
Borgarleikhússins á Svari við bréfi Helgu sem byggt er á metsölubók Bergsveins Birgissonar?
8. Svavar Halldórsson.
3 7 1 8 5 2 1
9
4 6 8 H E LG4A R BLA Ð 3 2
9 6
Svör:1. Í Aðalvík á Hornstöndum, 2. Á Hólmavík, 3. Luca Cruz Comrie, 4. Mugison, 5. Brynjólfur Bjarnason, 6. Morðið á Bessastöðum 7. Belfast, 8. Svavar Halldórsson, 9. Kristján Eldjárn, 10. Sveinn Björnsson (8 ár), 11. Ilmur Kristjánsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson, 12. Rick Santorum, 13. Günter Grass, 14. Á Djúpavogi, 15. Ólaf Ragnar Grímsson.
4. Mugison.
7. Belfast.
2. Ég var þar um helgina. Það er á Hólmavík.
9. Hver var þriðji forseti Íslands?
3. Ekki hugmynd.
1. Aðalvík.
bjóðanda?
1 7 6 9
5
ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. VÉLFLAUTA
MEIÐSLI
HEPPNAST
HAMINGJU
FISKILÍNA
LENGDAREININGU
ÖNDUNARFÆRA
SÖNGLA
KLUKKA mynd: luc legay (cc By-Sa 2.0)
SKIP RÁNDÝR TONN ÍLÁT
KJÖT
ÖNDUN
NÚMER TVÖ
GLJÚFUR FLÆKJA
ÁRATALA
Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt
ÓSLITINN
KRÁ
FLANA
HEITI
ÖFUG RÖÐ
GOLF ÁHALD
LYFTIDUFT
FRUMEFNI
TIL DÆMIS
TÆKIFÆRI
FERÐA
ÁÆTLUN
GAGN
HUGSA EFTIR HÁDEGI
HLJÓÐFÆRI LÓFI SÆGUR
DRÍFA
HÁR
DÁLÍTIÐ
HNAPPUR
TÓFT
HVORT
SANNFÆRINGAR
MÁLMUR
SLEIKJA
PABBI
KLETTUR MANNGERÐ
FAÐMLAG SKJÓTUR NEMA
PATTI
ROF
ÞJÁLFAÐUR
SMÁPENINGAR
VIÐLAG
ANDLITSPARTUR
SKST.
OF
HEIMUR
ÖRLÁTUR
BÖGGULL
KEYRA
FERMA
RÁNFUGL
FISKUR
BEIN
MOKA
LÚSAEGG
MUN ÁRÁSAR RÁKIR
GANA
GLEÐI
LÆKNA PEDALI
KUSK
DREIFA
VAFI
KK NAFN
SÚGUR MÝKJAST
VEIÐARFÆRI AÐ BAKI
ÞJÁLFUN
TVEIR EINS
Á FÆTI
SEINNA
STRIT
GRANDI
KORN RÁÐGERA
SIÐA
SKÍTUR
Feikilegt úrval veggskreytinga
Skoðaðu fjölbreytt úrval á facebook síðunni okkar!
Límmyndirnar eru auðveldar í uppsetningu - Þær má losa aftur og festa annars staðar
Looney Tunes kr. 2.490,-
Gíraffi kr. 3.600,-
Túlípanar kr. 3.600,-
Borgarlandslag kr. 5.600,-
Villigæsir kr. 2.490,Zebra hestur kr. 3.600,-
SKÓLAVÖR‹USTÍG 12 SÍMI 578 6090 www. minja.is Ævintýraheimur kr. 3.600,-
Fíat 500 kr. 3.600,-
Kenia safari kr. 5.600,-
Facebook: Minja
42
sjónvarp
Helgin 13.-15. apríl 2012
Föstudagur 13. apríl
Föstudagur RUV
20.10 Útsvar Grindavík Reykjavík
19:45 Týnda kynslóðin Týnda kynslóðin er frábær skemmtiþáttur í stjórn Björns Braga Arnarssonar og Þórunnar Antoníu Magnúsdóttur.
Laugardagur allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
19:35 Coraline Skemmtileg teiknimynd fyrir alla fjölskylduna og fjallar um stúlkuna Coraline sem uppgötvar ævintýraheim. Sýnd með íslensku tali. allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
21:15 Once Upon A Time Frá framleiðendum Lost koma þessir vönduðu og skemmtilegu þættir.
Sunnudagur
20.15 Höllin Danskur myndaflokkur um valdataflið í dönskum stjórnmálum.
20:10 Titanic - Blood & Steel Glæný þáttaröð í tólf hlutum sem segir frá því hvernig lúxusskipið Titanic varð að veruleika.
16.35 Leiðarljós e 17.15 Smælki (1:26) 17.20 Leó (25:52) 17.23 Músahús Mikka (76:78) 17.50 Óskabarnið (13:13) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Andraland (5:7) e 19.00 Fréttir / Veðurfréttir / Kastljós 20.10 Útsvar Grindavík - Reykjavík 21.20 Titanic (1:2) Hér er sögð sagan af því þegar stærsta skip heims, Titanic, rakst á borgarísjaka og sökk í jómfrúarferð sinni fyrir einni öld. Meðal leikenda eru Ben Bishop, Glen Blackhall og Ruth Bradley. Ný bresk sjónvarpsmynd í tveimur hlutum. Handritið skrifaði Julian Fellowes, höfundur þáttanna Downton Abbey. Seinni hlutinn á laugardagskvöld. 22.55 Hlaupið með skæri 00.55 Síðustu dagar Sophie Scholl e. 02.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 5
6 SkjárEinn
06:00 Pepsi MAX tónlist 07:30 Game Tíví (11:12) e 08:00 Dr. Phil e 08:45 Dynasty (17:22) e 09:30 Pepsi MAX tónlist 12:00 Solsidan (10:10) e 12:25 Game Tíví (11:12) e 12:55 Pepsi MAX tónlist 15:05 Girlfriends (2:13) e 15:35 Britain's Next Top Model e 16:25 The Good Wife (11:22) e 17:15 Dr. Phil 5 6 18:00 Hæfileikakeppni Íslands e 18:50 America's Funniest Home Vid e 19:15 America's Funniest Home Vid e 19:40 Got to Dance (7:15) 20:30 Minute To Win It 21:15 Hæfileikakeppni Íslands (3:6) 22:15 Mobbed (3:11) 23:05 The Jonathan Ross Show 23:55 Once Upon A Time (14:22) e 00:45 Franklin & Bash (1:10) e 01:35 Saturday Night Live (14:22) e 02:25 Jimmy Kimmel e 03:55 Whose Line is it Anyway? e 04:20 Smash Cuts (46:52) e 04:45 Pepsi MAX tónlist
STÖÐ 2
Laugardagur 14. apríl RUV
08.00 Morgunstundin okkar 06:10 The Simpsons (14/23) 08.02 Lítil prinsessa / Sæfarar /Kioka 06:30 Fréttir og Ísland í dag / Múmínálfarnir / Skotta skrímsli / 07:00 Barnatími Stöðvar 2 Spurt og sprellað / Engilbert ræður / 08:15 Oprah Teiknum dýrin / Kafteinn Karl / Nína 08:55 Í fínu formi Pataló /Skoltur skipstjóri / Grettir / 09:10 Bold and the Beautiful Geimverurnar / Tóti og Patti / Óvænt 09:30 Doctors (55/175) heimsókn 10:15 Covert Affairs (10/11) 11:00 Hell’s Kitchen (8/15) allt fyrir áskrifendur11.00 Hvað veistu? - Íspólarnir þrír 11.30 Leiðarljós e 11:45 Human Target (9/12) 12.10 Leiðarljós e 12:35 Nágrannar fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 12.55 Kastljós e 13:00 Ofurmennið 13.30 Íslandsmótið í hópfimleikum 13:25 Duplicity 15.15 Páskaeggjahræra Hljómsk. e 15:25 Friends (9/24) 15.55 Útsvar Grindavík - Reykjavík e 15:50 Tricky TV (15/23) 17.05 Ástin grípur unglinginn (37:61) 16:15 Barnatími Stöðvar 2 4 5 17.50 Táknmálsfréttir 17:05 Bold and the Beautiful 17.58 Bombubyrgið (26:26) e. 17:30 Nágrannar 18.25 Úrval úr Kastljósi 17:55 The Simpsons (10/22) 18.54 Lottó 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 / 18:47 Íþróttir 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 18:54 Ísland í dag 19.40 Ævintýri Merlíns (1:13) 19:11 Veður 20.30 Hljómskálinn (6:6) 19:20 The Simpsons (3/22) 21.05 Titanic (2:2) 19:45 Týnda kynslóðin (30/32) 22.40 Arnarauga Atriði í myndinni 20:10 American Idol (27 & 28/40) eru ekki við hæfi barna. 22:20 Stoned 00.35 Brettagaurinn e. 00:05 Tyson 01.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 01:55 Black Sheep 03:25 Duplicity 05:25 Friends (9/24) 05:45 Fréttir og Ísland í dag
STÖÐ 2
Sunnudagur RUV
08.00 Morgunstundin okkar 07:00 Strumparnir / Lalli / 08.01 Poppý kisukló / Teitur / FriðStubbarnir / Algjör Sveppi / Latibær þjófur forvitni / Stella og Steinn / / Lukku láki / Grallararnir Disneystundin / Finnbogi og Felix / 10:30 Hvellur keppnisbíll Sígildar teiknimyndir / Gló magnaða / 10:45 Tasmanía Enyo / Hérastöð / Melissa og Joey 11:10 Ofurhetjusérsveitin 10.52 Hljómskálinn (6:6) e. 11:35 Njósnaskólinn 11.30 Djöflaeyjan e. 12:00 Bold and the Beautiful 12.10 Svellkaldar konur e. 13:20 American Idol (27/40)allt fyrir áskrifendur 12.30 Silfur Egils 14:45 The Block (2/9) 13.50 Heimskautin köldu (6:6) e. 15:30 New Girl (9/24) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14.40 Gerð Heimskautanna köldu e. 15:55 Two and a Half Men (15/16) 14.55 Emilíana Torrini á tónleikum e. 16:15 Týnda kynslóðin (30/32) 15.50 Snóker beint 16:40 ET Weekend 17.20 Táknmálsfréttir 17:25 Íslenski listinn 17.30 Skellibær (27:52) 17:556 Sjáðu 4 5 17.40 Teitur (30:52) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17.50 Veröld dýranna (52:52) 18:49 Íþróttir 17.55 Pip og Panik (9:13) e. 18:56 Lottó 18.00 Stundin okkar 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 18.25 Basl er búskapur (5:7) 19:29 Veður 19.00 Fréttir / Veðurfréttir 19:35 Coraline 19.40 Landinn 21:15 500 Days Of Summer 20.15 Höllin (12:20) 22:50 Gifted Hands: The Ben Carson 21.15 Sigfús Halldórsson 00:20 Aliens 22.15 Tígurinn og snjórinn Leikstjóri 02:35 The Ugly Truth er Roberto Benigni. Tom Waits 04:10 Seven Pounds kemur fram. Ítalía 2005. 00.05 Silfur Egils e 01.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 08:35 Iceland Expressdeildin 2012
6
SkjárEinn 10:20 Fréttaþáttur Meistaradeildar 06:00 Pepsi MAX tónlist SkjárEinn 10:50 FA Cup - Preview Show 11:30 Dr. Phil e 12:05 Dr. Phil e 11:20 Liverpool - Everton Beint 12:15 Dr. Phil e 14:20 Dynasty (17:22) e 13:30 Kína - Tímataka 13:00 Dynasty (16:22) e 15:05 90210 (12:22) e 15:10 Spænsku mörkin 16:50 Þýski handboltinn: Lemgo - Kiel 13:45 Got to Dance (7:15) e 15:55 Britain's Next Top Model e 15:50 Flensburg - Fuchse Berlin 18:15 Barcelona - Getafe allt fyrir áskrifendur 14:35 Mobbed (3:11) e 16:45 Once Upon A Time (15:22) e 17:20 La Liga Report 20:00 Fréttaþáttur Meistaradeildar 15:25 Hæfileikakeppni Íslands (3:6) e 17:35 Franklin & Bash (1:10) e 17:50 Real Madrid - Sporting Beint 20:30 La Liga Report fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:15 The Firm (7:22) (e) 18:25 Girlfriends (4:13) 19:50 Levante - Barcelona Beint 21:00 FA Cup - Preview Show 17:05 The Jonathan Ross Show e 18:55 Solsidan (10:10) e 22:00 Flensburg - Fuchse Berlin 21:30 The Trial of Allen Iverson 19:20 The Office (26:27) e 23:25 Liverpool - Everton 23:00 Orlando - Atlanta Beint allt fyrir áskrifendur17:55 Girlfriends (3:13) 18:25 Necessary Roughness (1:12) e 19:45 America's Funniest Home Vid e 01:10 Real Madrid - Sporting 02:55 F1 Kína - Æfing 3 Beint 19:15 Minute To Win It e 20:10 05:50 F1 Kína - Tímataka fréttir, Beint 4 Titanic - Blood & Steel 5 - NÝTT 6 fræðsla, sport og skemmtun 20:00 America's Funniest Home Vid 21:00 Law & Order (5:22) 20:25 Eureka (14:20) 21:50 The Walking Dead (11:13) 08:20 Premier League Review 21:15 Once Upon A Time (15:22) 22:40 Blue Bloods (9:22) e 09:15 Fulham - Chelsea 14:05 Premier League Review 22:05 Saturday Night Live (15:22) 23:30 Prime Suspect (12:13) e 11:05 Premier League Preview 15:00 Liverpool - Aston Villa 22:55 00:20 The Defenders (2:18) e 4 Silence of the Lambs 5 e 6 11:35alltNorwich - Man. City Beint 16:50 Tottenham - Norwich fyrir áskrifendur 00:55 Jimmy Kimmel e 01:05 The Walking Dead (11:13) e 13:45 Swansea - Blackburn Beint 18:40 Southampton - Reading allt fyrir áskrifendur 02:25 Whose Line is it Anyway? e 01:55 Whose Line is it Anyway? e 16:15 WBA - QPR 20:45 Football League Show 02:50 Real Hustle (11:20) e 02:20 Smash Cuts (48:52) e fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:05 Sunderland - Wolves 21:15 Premier League Preview 03:15 Smash Cuts (47:52) e 02:45 Pepsi MAX tónlist fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:55 Norwich - Man. City 21:45 Premier League World 03:40 Pepsi MAX tónlist 21:45 Swansea - Blackburn 22:15 Man United - Ipswich. 1994 23:35 Southampton - Reading 22:45 Premier League Preview 06:15 Temple Grandin 23:15 Southampton - Reading 4 508:00 Rain man 6 08:00 30 Days Until I’m Famous 08:00 10 Items of Less SkjárGolf allt fyrir áskrifendur 4 5 10:00 A Walk In the Clouds 6 10:10 Prince and Me II 10:00 The Last Song allt fyrir áskrifendur06:00 ESPN America allt fyrir áskrifendur SkjárGolf 12:00 Arctic Tale 12:00 Ævintýraferðin 12:00 Fame 08:10 RBC Heritage 2012 (2:4) 06:00 ESPN America fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:00 Rain man 14:00 30 Days Until I’m Famous 14:00 10 Items of Less 11:10 Ryder Cup Official Film 1999 08:10 RBC Heritage 2012 (1:4) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:10 Prince and Me II 16:00 A Walk In the Cloudsfréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:00 The Last Song 12:45 Inside the PGA Tour (15:45) 11:10 Golfing World 18:00 Arctic Tale 18:00 Ævintýraferðin 18:00 Fame 13:10 RBC Heritage 2012 (2:4) 12:00 RBC Heritage 2012 (1:4) 20:00 Temple Grandin 20:00 Stuck On You 20:00 Couple’s Retreat 16:10 Golfing World 15:00 Champions Tour - Highlights 22:00 Stephanie Daley 22:00 Black Swan 22:00 Valkyrie 17:00 RBC Heritage 2012 (3:4) 16:00 RBC Heritage 2012 (1:4) 4 00:00 We Own the Night 00:00 The Last House on the Left 00:00 In the Name of the Father 22:00 Presidents Cup Official Film 19:00 4 5 6 4 RBC Heritage 20125 (2:4) 6 02:00 How Much Do You Love Me? 02:00 Pride 02:10 A Number 22:50 US Open 2006 - Official Film 22:00 Inside the PGA Tour (15:45) 04:00 Stephanie Daley 04:00 Black Swan 04:00 Valkyrie 23:50 ESPN America 22:25 PGA Tour - Highlights (13:45) 06:00 Goya’s Ghosts 06:00 Stuck On You 23:20 ESPN America
20%
afsláttur af öllum húsgögnum Kauptúni og Kringlunni – www.tekk.is Opið laugardag kl. 10 –17 og sunnudag kl. 13–17. Opið virka daga kl. 10 –18.
Bjóðum vaxtalausar afborganir til 12 mánaða
sjónvarp 43
Helgin 13.-15. apríl 2012
15. apríl
Í sjónvarpinu new girl
STÖÐ 2 06:10 Two and a Half Men (15/16) 07:00 Elías 07:10 Stubbarnir 07:35 Villingarnir 08:00 Algjör Sveppi 09:05 Maularinn 09:30 Krakkarnir í næsta húsi 09:50 Histeria! 10:10 Scooby Doo allt fyrir áskrifendur 12:00 Nágrannar 13:25 American Dad (14/18) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13:50 American Idol (28/40) 14:40 Friends (6/24) 15:05 Hannað fyrir Ísland (4/7) 15:50 Mad Men (1/13) 16:40 The Middle (7/24) 4 17:05 Mið-Ísland (4/8) 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 F 19:45 Sjálfstætt fólk (26/38) 20:20 The Mentalist (16/24) 21:05 Homeland (6/13) 21:55 Boardwalk Empire (9/12) 22:40 60 mínútur 23:30 The Daily Show: Global Edition 23:55 Smash (6/15) 00:40 Game of Thrones (2/10) 01:35 Medium (5/13) 02:20 The Event (5/22) 03:05 Sicko 05:05 The Mentalist (16/24)
Raunverulegt hversdagslíf sem heillar Það er orðið hluti af mínu daglega lífi að setjast fyrir framan sjónvarpið öll miðvikudagskvöld og kveikja á nýja grínþættinum New Girl sem sýndur er Stöð 2. Áður en þættirnir voru frumsýndir í vetur hafði ég séð þáttinn auglýstan og var ekki spennt. Fyrir slysni horfði ég á fyrsta þáttinn og var hugfangin frá byrjun. Þættirnir fjalla um brussuna Jess sem flytur inn til þriggja stráka eftir erfið sambandsslit og einkennist heimilislífið af mikilli gleði, vináttu og vandræðum Jess. Zoey Deschanel, sem fer með hlutverk Jess, er engri annarri lík og fer manni að þykja meira vænt um þennan karakter eftir því sem maður kynnist henni betur. 5
4
HRAÐAR
en venjulegar Panodil töflur
4
5
Þættirnir eru góð afþreying, lausir við óþarfa drama sem einkennir svo marga þætti nú til dags. Þeir minna mikið á gömlu góðu Friends þar sem maður lifir sig inn í raunverulegt hversdagslíf persóna og fylgist með vináttunni vaxa með hverjum þættinum. Þessir grínþættir eru vel skrifaðir, ótrúlega fyndnir og fylgir skemmtilegur boðskapur hverjum þætti. En svo virðist sem þeir höfði ekki til allra. Á vegi mínum hef ég hitt nokkra sem ekki eru eins hrifnir af þessum þáttum og ég. Mörgum finnast þeir vera of ýktir og með leiðinlegan aulahúmor. Þannig er það: Þú annað hvort elskar þessa þætti eða hatar. Ekkert þar á milli. Kolbrún Pálsdóttir
6
06:40 Formúla 1 2012 09:10 Liverpool - Everton 10:55 Muhammed and Larry 11:50 Formúla 1 2012 14:20 Real Madrid - Sporting 16:20 FA Cup - Preview Show 16:50 Tottenham - Chelsea Beint allt fyrir áskrifendur 19:00 KR - Þór Beint 21:00 Tottenham - Chelseafréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:45 Levante - Barcelona 00:30 KR - Þór
09:25 Southampton - Reading 11:10 Swansea - Blackburn 13:00 Norwich - Man. City 14:50 Man. Utd. - Aston Villa Beint allt fyrir áskrifendur 17:00 Sunnudagsmessan 18:20 Sunderland - Wolves fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:10 Sunnudagsmessan 21:30 Man. Utd. - Aston Villa 23:20 Sunnudagsmessan 00:40 WBA - QPR 02:30 Sunnudagsmessan
5
6
6
SkjárGolf 07:00 RBC Heritage 2012 (3:4) 10:45 Golfing World 11:35 RBC Heritage 2012 (3:4) 16:35 Inside the PGA Tour (15:45) 17:00 RBC Heritage 2012 (4:4) 22:00 Golfing World 22:50 Presidents Cup Official Film 23:40 ESPN America
ÁHRIFARÍKT GEGN VERKJUM OG HITA Panodil Zapp frásogast hraðar en venjulegar Panodil töflur, þannig nást fyrr hin vel þekktu verkjastillandi og hitalækkandi áhrif. Panodil Zapp (parasetamól, 500 mg). Ábendingar: Höfuðverkur, tannverkur, hiti sem fylgir kvefi, tíðaverkir, vöðva- og liðverkir, verkjastillandi við gigtarverkjum, hár hiti. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára: 1-2 töflur á 4-6 klst. fresti, að hámarki 8 töflur á sólarhring. Börn 10-15 mg/kg líkamsþyngdar á 4-6 klst. fresti, að hámarki 4 sinnum/sólarhring. Gæta skal varúðar ef um skerta nýrnastarfsemi og lifrarsjúkdóm er að ræða. Skal ekki notað með öðrum verkjalyfjum sem innihalda parasetamól (t.d. samsettum lyfjum). Hærri skammtar en ráðlagðir eru geta valdið hættu á mjög alvarlegum lifrarskemmdum. Aukaverkanir: Mjög sjaldgæfar: Almennar: Ofnæmisviðbrögð. Útbrot, ofsakláði, ofsabjúgur. Lifrarskemmdir. Lifrarskemmdir af völdum parasetamóls hafa komið fram í tengslum við misnotkun áfengis. Við langtímanotkun er ekki hægt að útiloka hættuna á nýrnaskemmdum. Pakkning: Filmuhúðaðar töflur 500 mg, 20 stk. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli lyfsins. Nánari upplýsingar eru á http://www.serlyfjaskra.is. Panodil er skrásett vörumerki GlaxoSmithKline fyrirtækjasamstæðunnar.
bíó
44
Helgin 13.-15. apríl 2012
Furðulegt fr amhald R aging Bull II
Forsaga LaMotta
E
in af fjölmörgum rósum í troðfullu hnappagati meistara Martin Scorsese er hnefaleikamyndin Raging Bull sem var frumsýnd fyrir rúmum þremur áratugum. Þá var Robert De Niro upp á sitt besta og fór hamförum í hlutverki boxarans Jake LaMotta, dyggilega studdur Joe Pesci og Cathy Moriarty. Fljótt á litið er vandséð að eitthvað sé enn ósagt á filmu um feril LaMotta en engu að síður er nú verið að hita upp í
Michael Bay Pain and Gain
Bræðir saman Fargo og Pulp Fiction
Stórmynda- og sumarsmella leikstjórinn Michael Bay ætlar sér að halda áfram með Transformers-delluna með fjórðu myndinni í flokknum. Megan Fox yfirgaf partíið eftir tvær myndir og Shia LaBeouf lauk leik í þriðju myndinni þannig að Bay mun tefla fram nýjum mannskap í mynd fjögur. Áður en hann snýr sér að því verkefni sendir hann frá sér hasargrínið Pain and Gain. Þar leika Mark Mark Whalberg er rétt nógu Whalberg og Dwayne Johnson tvo líkamsræktarbola massaður til þess að standa sem ætla að hasla sér völl á dópmarkaðnum á Miami. við hlið Dwayne Johnson. Þeir hyggjast verða sér út um stofnfé með því að ræna forríkum viðskipajöfri sem Tony Shaloub (Monk) leikur. Áætlunin fer síðan öll úr böndunum og kapparnir tveir lenda í meiri og hættulegri vandræðum en þá óraði fyrir. Hermt er að söguþráður myndarinnar sé einhvers konar samsuða úr Tarantinio-myndinni Pulp Fiction og Coen-snilldinni Fargo. Auk þremenninganna koma Ed Harris, Rebel Wilson og Ken Jeong við sögu í myndinni.
Raging Bull II sem verður að vísu forleikur að mynd Scorsese og greinir frá fyrstu skrefum LaMotta í hnefaleikahringnum. Martin Guigui leikstýrir myndinni eftir eigin handriti en William Forsythe hefur tekið að sér það vandasama verk að feta í fótspor De Niro. Scorsese sjálfur kemur hvergi nærri þessu brölti og hefur látið hafa eftir sér að verkefnið sé tilgangslaust. Robert De Niro var frábær í Raging Bull árið 1980.
FrumsýndAR
Iron Sky Geimár ás nasista
Samsæri á Spáni Henry Cavill leikur í The Cold Light of Day ungan Bandaríkjamann sem heldur til Spánar til fundar við fjölskyldu sína. Harðjaxlinn Bruce Willis leikur föður hans sem tekur á móti honum á flugvellinum. Samband feðganna er stirt og eftir að þeim lendir saman á skemmtisiglingu stingur ungi maðurinn sér í sjóinn og syndir í land. Þegar honum rennur reiðin syndir hann aftur út í bát fjölskyldunnar. Báturinn er mannlaus og ljóst að mikil átök Það reynir á fjölskylduböndin og samband fúlla feðga þegar ill hafa farið fram áður en fjölskylda samsærisöfl ógna lífi og limum fjölskyldumeðlima. hans var numin á brott. Okkar maður kemst fljótt að raun um að lögreglunni er ekki treystandi í þessu dularfulla máli og hann flækist í margslungið samsæri og lendir í kapphlaupi við tímann og illmenni þar sem líf hans og allrar fjölskyldunnar eru undir. Flotinn á við ofurefli að etja í viðureign sinni við innrásarher utan úr geimnum.
úr geimnum hefur komið sér fyrir undir yfirborði sjávar og að þar verði því fyrsta varnarlínan í stríðinu um framtíð mannkyns dregin. Töffarinn Liam Neeson mætir hér ferskur til leiks eftir að hafa glímt við blóðþyrsta úlfa í The Gray en hann leikur aðmírál sem stýrir aðgerðum gegn innrásarliðinu. Taylor Kitsch og Alexander Skarsgård leika bræður og sjóliða sem taka þátt í vörninni. Kitsch stóð síðast í ströngu á Mars í floppinu John Carter en Skarsgård hefur undanfarin ár farið á kostum í hlutverki hinnar kynþokkafullu víkingavampíru Eric Northman í sjónvarpsþáttunum True Blood. Hann hefur verið að fikra sig yfir í bandarískar bíómyndir en fór illa af stað í endurgerð Straw Dogs en fær nú tækifæri til þess að sanna sig í hressilegum vísindatrylli með reynsluboltann Neeson sér við hlið.
Neðansjávarorrusta um framtíð mannkyns Leikarinn (The Last Seduction) og leikstjórinn (Very Bad Things) Peter Berg teflir fram leikurunum Liam Neeson, Alexander Skarsgård og Taylor Kitsch að ógleymdu söngstirninu Rihönnu í Battleship þar sem floti bandaríska hersins fer til móts við drápsóðan innrásarher utan úr geimnum. Skyndilega fellur vígahnöttur til jarðar og rústar öllu sem fyrir verður. Í kjölfarið fylgja fleiri slíkir með tilheyrandi hörmungum og manntjóni. Það liggur í augum uppi að árásin er ekki gerð af öflum af okkar heimi og við frekari eftirgrennslan kemur í ljós að innrásarher utan
Hópur nasista sem tókst að flýja til tunglsins skömmu fyrir stríðslok 1945 hreiðraði um sig á myrku hliðinni. Þar hafa þeir í 70 ár undirbúið árás á jörðina og eru nú til í tuskið.
Vondu karlarnir í tunglinu Söguþráður Iron Sky er svo geggjaður að myndin hefur eðlilega vakið bæði athygli og eftirvæntingu. Rétt fyrir stríðslok tókst hópi nasista sem unnu að geimferðaáætlun Þriðja ríkisins að forða sér til tunglsins þar sem þeir hreiðruðu um sig á skuggahlið tunglsins. Sjötíu árum síðar telja þeir sig tilbúna til þess að uppfylla draum Hitlers og leggja heiminn að fótum sér og beina geimskipaflota sínum að jörðinni.
Á
remst
– fyrst og f
ódýr!
t rems
t og f
– fyrs
mst
g fre
to – fyrs
K
ódýr!
a g n i l K ú j a
l s i ve
Blaðið gildir til 29. apríl
Skoð blað ið kro ið á
Ð RTILBO l HELGA12.– 16. aprí
– fullt nan.is af tilboðugóðum m
398 8 Nýtt KRÓNUBLAÐ 7 19 kr. kg
kr. kg
abringur
li, kjúkling
Ísl. matvæ
avængir
li, kjúkling
Ísl. matvæ
1
Sameinuðu þjóðirnar eru kallaðar saman til þess að mæta ógninni utan úr geimnum.
rið er 2018. Bandaríkjamenn senda mannað geimfar til tunglsins. Geimfarið lendir illu heilli aðeins of nálægt höfuðstöðvum nasistanna og annar tveggja geimfaranna lendir í klóm illmennanna. Nasistalæknirinn Richter er kallaður til og látinn skoða fangann og uppgötvar snjallsíma geimfarans og kemst að því, sér til nokkurrar undrunar, að tækið er miklu fullkomnara en allar þær græjur sem tunglherinn hefur yfir að ráða. Hann tengir símann við flaggskip nasistaflotans en þegar hann ætlar að sýna yfirboðurum sínum, með nýja foringjann Wolfgang Kortzfleisch fremstan í flokki, verður síminn rafmagnslaus. Nasistarnir vilja ólmir komast yfir annað svona furðutæki og nýta sér tæknina sem síminn hefur að geyma í hernaðarlegum tilgangi. Tveir tunglnasistar eru því sendir til jarðar til þess að finna snjallsíma en blandast þar meðal annars í örvæntingarfulla baráttu forseta Bandaríkjanna fyrir endurkjöri. Kosningabaráttan nær góðu flugi með nasískum áróðursráðum og forsetinn er nokkuð hress með aðstoðina, grunlaus um að ráðgjafarnir ætli sér að jafna Bandaríkin við jörðu. Útsendararnir sitja einnig á svikráðum við Foringjann á tunglinu sem áttar sig á að ekki er allt með felldu og heldur því sjálfur af stað til jarðar með allan innrásarflota sinn. Sameinuðu þjóðirnar eru kallaðar saman til þess að mæta ógninni utan úr geimnum og Bandaríkjaforseti er himinlifandi yfir því að fá nú loksins almennilegt stríð sem mun gulltryggja annað kjörtímabil í Hvíta húsinu. Forsetinn teflir fram geimskipinu George W.
Bush fram en það er á sporbaug umhverfis jörðu hlaðið kjarnorkuvopnum. Þegar aðrar þjóðir heims átta sig á hættunni sem að steðjar kemur á daginn að flest ríki, að Finnum undanskildum, hafa yfir að ráða vopnuðum geimskipum sem fylkja sér að baki George W. Bush. Iron Sky er finnsk, þýsk og áströlsk framleiðsla. Timo Vuorensola leikstýrir myndinni en undirbúningur að gerð hennar hófst árið 2006. Tveimur árum síðar mætti framleiðsluliðið með sýnishorn úr myndinni á kvikmyndahátíðina í Cannes til þess að næla sér í meðframleiðendur. Eftir það komst almennilegur skriður á verkefnið og Iron Sky var frumsýnd í Finnlandi, Þýskalandi og víðar í Evrópu fyrr í þessum mánuði og nú eru nasistarnir loks lentir á Íslandi. Þýski leikarinn Udo Kier er þekktasta nafnið í myndinni en hann hefur komið víða við á löngum ferli og meðal annars skotið upp kollinum í Melancholia, Grindhouse, Dancer in the Dark, Shadow of the Vampire og jafn ólíkum sjónvarpsþáttum og Chuck og The Borgias. Kier leikur nýja Foringjann Kortzfleisch en í öðrum helstu hlutverkum eru Kym Jackson og Julia Dietze.
bíó
Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
Í KVÖLD KL. 21.15 Á SKJÁEINUM!
ENNEMM / SÍA / NM51502
Hver kemst áfram í úrslitaþáttinn? Hringdu núna í 595 6000 og við opnum strax
arnar ingi ólafsson Reykjavík
ásta birna Mosfe llsbæ
Tveir Kassar Reykjavík
Sigurður Bachman Akranesi
Óla fur Helgi Akr anes i
bjargey birgis Reykjavík
Sönghópurinn Laglegar Dalvík
radioactive pants Reykjavík
kristin n gauti Akran esi
jair vega Reykjavík
hrafnhildur magnea Reykjavík
Guðbjörg linda Reykjavík
halldór örn rúnars son Hafnarfirði
sölvi snær jökuls Selfoss i
kristín harpa Ísafirði
Skoðaðu myndir af keppendum inn á facebook síðu keppninnar #hkeppni
elvar og sara Kópavogi og Reykjavík
eydís elfa Mosfellsbæ
melkorka og marín Reykjavík
46
tíska
Helgin 13.-15. apríl 2012
Byeonce opnar aðdáendum dyrnar Söngkonan, og hin nýbakaða móðir, Beyonce hefur heldur betur látið til sín taka í netheimum. Nú er hægt að fylgjast grannt með lífi hennar á nýju heimasíðunni Beyonce.com ásamt því að skoða myndasíðuna hennar beyonce.tumblr.com þar sem hún setur inn myndir frá sínu daglegu lífi. Einnig stofnaði hún aðgang á samskiptavefnum Twitter þar sem hún ætlar að tjá skoðanir sínar daglega. Allar síðurnar voru opnaðar á sama degi og segir hún það löngu tímabært að leyfa aðdáendum að fylgjast með ferðum sínum og fjölskyldu.
Stelur hugmyndum frá hátískuhönnuðum Ólétta söngkonan og hönnuðurinn Jessica Simpson halaði inn meira en sem nemur einum milljarði bandaríkjadala á fatalínu sinni á síðasta ári sem eru rúmir 128 milljarðar íslenskra króna. Hún hefur lagt mikið í línuna en nú er komið babb í bátinn – aðrir hátískuhönnuðir hafa sakað söngkonuna fyrir stuld. Skóhönnuðurinn Christian Louboutin er sá síðasti sem hefur látið Jessicu heyra það, en Evangela-sandlarnir hennar eru nákvæm eftirlíking Staratata-sandala sem Louboutin framleiddi á sínum tíma. Lítill sem enginn munur er á skófatnaðinum annar en sá að Louboutin-skórnir eru með rauðum sóla en Jessicu ekki. Skór Jessicu til hægri og skór Louboutin til vinstri
Franska Vogue á ensku Nú hafa lesendur frönsku tískubiblíunnar Vogue, þeir sem ekki hafa frönsku að móðurmáli, talsverðu að fagna en stjórn tímaritsins tilkynnti á dögunum að blaðið verði einnig prentað á ensku í nánustu framtíð. Hingað til hefur blaðið aðeins verið prentað á frönsku og eru þetta því sérlega góðar fréttir fyrir aðdáendur tímaritsins, þeirra sem ekki skilja tungumálið. Nú er bara að vona að ítalska Vogue taki kollega sína í Frakklandi sér til fyrirmyndar og skrifi sitt tímarit jafnframt á ensku.
5
Gestapistlahöfundur vikunnar er
Birta Ísólfsdóttir fatahönnuður
dagar dress
Saumakonumisskilningur Mig langar að ræða málefni sem er mér mjög hugleikið og hefur oft komið upp í umræðum við fólk með sömu menntun og ég. Ég er menntaður fatahönnuður og fór í það nám til að læra hvernig fatahönnun virkar í raun og veru, til að læra að hanna. Áður en ég fór í þetta nám hafði ég örlítið aðrar hugmyndir um hvað fatahönnun er í raun og veru. Fatahönnuður rannsakar, býr til nýja stíla, hugsar um litasamsetningar, sér heildarmynd fatalínu og mótar nýjar hugmyndir. Alltof margir halda að starf fatahönnuðarins sé einungis það að sauma og hef ég oftar en ekki fengið spurningar eins og: „Hey, ert þú ekki svona fatahönnuður? Getur þú saumað buxur handa mér alveg eins og þessar sem ég er í?“ Eða þetta: „Værir þú til í að sérsauma á mig kjól, ég vil hafa hann svona og svona?“ Svo ég fari nú ekki útí blessaðar saumaviðgerðirnar sem margir halda að ég hafi mikla ánægju af.
Þriðjudagur Skór: Gs Skór Buxur: Kron Kron Skyrta: Gk Reykjavík Jakki: Topshop
Miðvikudagur SKór: Bossanova Buxur: Kron Kron Skyrta: Weekdays Jakki: Weekdays
Mánudagur Skór: Spúútnik Kjóll: Sautján Peysa: Topshop Hálsmen: Nostalgía
Með einfaldan en fjölbreytilegan stíl
Ekki það að ég sé ekki fær um að gera þessa hluti, heldur hefði ég þá bara farið í viðeigandi nám og titlað mig saumakonu í símaskránni, væru þetta verkefni sem ég vildi taka að mér. Að sjálfsögðu eru margir ungir hönnuðir sem byrja feril sinn á því að sauma allt sjálfir sem er náttúrulega ekkert annað en frábært mál. Ég held að meðal annars þar liggi misskilningurinn um að fatahönnuðir séu saumakonur.
13
Fimmtudagur Skór: Kúltúr Skyrta: Monki Pels: Amma mín átti hann
Thelma Haraldsdóttir er 18 ára nemi við Menntaskólanum í Hamrahlíð og starfar samhliða námi í versluninni GS Skóm. „Ég er með mjög einfaldan stíl en á sama tíma er hann fjölbreyttur,“ segir Thelma þegar hún er spurð út í klæðaval sitt. „Ég er ekki mikið fyrir að velja mér ýkt eða öðruvísi föt og er þetta allt rosa „plein“ held ég. Það fer mjög mikið eftir dögunum hvernig ég klæðist og þá því hvað dagurinn hefur upp á að bjóða. Stundum nenni ég ekki að hafa mikið fyrir því að gera mig upp, en aðra morgna dunda ég mér og eyði tíma í það.“ Þegar Thelma er spurð afhverju hún klæðir sig eins og hún gerir segir hún helst fólkið í kringum sig hafa þessi áhrif. „Auðvitað er internetið stór hluti af innblæstrinum en ætli það séu þó ekki helst bæði vinkonur mínar og annað fólk í kringum mig eru helstu áhrifavaldarnir afhverju ég klæði mig eins og ég geri.“
Föstudagur Skór: GK reykjavík Kóll: Velvet.is Langermabolur: Sautján Toppur: Kúltúr
tíska 47
Helgin 13.-15. apríl 2012
Rappað um Önnu Wintour Vogue-ritstýran Anna Wintour telst ákjósanlegt umfjöllunarefni meðal amerískra söngvara um þessar mundir en bæði Kanye West og Nicki Minaj rappa um Wintour í nýjustu lögum sínum. Kanye minnist lítillega á hana í laginu Theraflu þar sem hann segist hafa borðað kvöldverð með tískuíkoninu en Nicki Minaj tileinkar Önnu heilt erindi í laginu sínu Pink Friday: Roman Reloaded sem kom út í síðustu viku. Bæði Nicki og Kanye hafa komið sér vel fyrir í tískuheiminum síðustu mánuði og hafa kynnst ritstýrunni vel á sínum stutta ferli.
Hatar orðið Boho
Ný sending góð verð
Breska leikkonan Sienna Miller var helsti frumkvöðull Boho-tískunnar á sínum tíma og gerði hún þennan villta hippastíl ódauðlegan. Í nýlegu viðtali við breska tímaritið Vogue segist hún þó hata orðið Boho. „Þessi stíll var búin til af fjölmiðlum, ekki mér. Þetta er frjálslegur klæðnaður sem lýsir persónuleika fólks. Þú getur ekki klæðst þessum stíl ef þú ert ekki með þennan frjálslega persónuleika í anda hippatímans.“ Í viðtalinu segist Sienna þó hafa vaxið örlítið upp úr þessum stíl og er farin að meta betur hátískuklæðnað. „Þrátt fyrir að ég sé aðeins farin að færa mig frá hippastílnum yfir í fágaðri klæðnað, þá held ég að hippinn verði aldrei tekin úr mér.“
Ökklahælar/reimaðir
9.995.-
Hælar m/platform
Njóttu lífsins með heilbrigðum lífsstíl
9.995.-
Ökklahælar/reimaðir
9.995.-
Ökklahælar m/teyg ju
9.995.-
Ökklaskór m/teyg ju
Fegurð - Hreysti - Hollusta KEA-skyr er frábær hollustuvara sem einungis er unnin úr náttúrulegum hráefnum. KEA-skyr er einstaklega næringarríkt, það inniheldur hágæðaprótein og er fitulaust.
Ný nd. bragðtegu ! Karamella
9.995.-
KEA-skyr er góður kostur fyrir alla þá sem hafa hollustuna í fyrirrúmi og vilja lifa á heilsusamlegan hátt.
Kringlan - Smáralind s.512 1733 - s.512 7733 www.ntc.is | erum á
tíska
Helgin 13.-15. apríl 2012
Stjörnurnar með
ERUM AÐ TAKA UPP NÝJA SENDINGU
FULL BÚÐ AF FLOTTUM FÖTUM VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI
á milli
48
Unga kynslóðin í Hollywood virðist vera á einu máli um að bert á milli sé málið um þessar mundir. Stelpurnar úr þeim ranni hafa flestar látið sjá sig á rauða dreglinum í stuttum toppi og pisli við, svo ber maginn blasir við. Þetta er tilvalinn klæðaburður í heitu sumarveðri og verður án efa eitt af því sem mun einkenna tísku sumarsins.
NÝTT
90210 leikkonan AnnaLynne McCord í svörtum toppi við hvítt pils á rauða dreglinum í mars.
Flottar yfirhafnir
Söngkonan Katy Perry mætti í neongrænum toppi, í pilsi og skóm á Kids’ Choice Awards í lok síðasta mánaðar.
fyrir flottar konur Stærðir 42-58
Disney stjarnan Selena Gomez valdi hvítan topp og pils í sama lit fyrir Kids’ Choise Awards. Demi Lovato mætti í svörtum toppi og áberandi pilsi við á The 54th Annual GRAMMY Awards í febrúar.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is
Miley Cyrus valdi svartan topp og pils í stíl frá hönnuðnum Emilio Pucci þegar hún mætti á frumsýningu The Hunger Games í síðasta mánuði.
Hjálp náttúrunnar við aukakílóum KONJAK er ný grenningarvara fyrir fullorðna í ofþyngd. KONJAK inniheldur náttúrulegar trefjar, (glucomannan) sem eru unnar úr konjak plöntunni sem vex í Asíu
Glucomannan eru fyrsta náttúrulega efnið sem sérfræðingar Matvælaöryggisstofnunar Evrópu hafa viðurkennt að raunverulega hjálpi við þyngdartap.
Þegar KONJAK er notað samhliða léttu mataræði má auka þyngdartap um allt að 60%. Það þýðir að fyrir hvert kíló sem þú missir af eigin rammleik getur þú með hjálp KONJAK misst allt að 1,6 kg.
Glucomannan eru vatnsuppleysanlegar trefjar sem eru þeim eiginleikum búnar að þær geta dregið til sín 2-300 falda þyngd sína af vatni. Þegar töflurnar leysast upp í maga myndast því massi sem fyllir upp í magann og flýtir fyrir seddu tilfinningu. Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is
Fæst í apótekum, heilsubúðum, heilsuhillum stórmarkaða og á www.femin.is
VIÐUR KENNT A AF EFS
Helgin 13.-15. apríl 2012
Fyrsti karlmaðurinn sem prýðir forsíðu Elle Fótboltakappinn David Beckham mun verða fyrsti karlmaðurinn sem prýðir forsíðu breska tískutímaritsins Elle – það er þá sá sem er í aðalhlutverki. Beckham mun birtast lesendum á forsíðu júlítölublaðsins sem tileinkað verður Ólympíuleikunum sem haldnir verða á Bretlandi í sama mánuði. Ritstýra tímaritsins, Lorraine Candy, segir alveg gráupplagt að brjóta blað með þessum hætti þar sem Beckham er bresk íþróttastjarna og mikið tískuíkon sem bæði karlmenn og konur elska, dýrka og dá.
Eftirmaður Galliano valinn Fyrir rúmu ári var hönnuðurinn John Galliano rekinn sem aðalhönnuður tískuhússins Dior og hafa síðan verið miklar vangaveltur um hver taki við? Hönnuðir á borð við Marc Jacobs og Stella McCartney voru meðal annarra orðuð við starfið en nú hefur stjórn Dior tilkynnt að eftirmaður Galliano verði belgíski hönnuðurinn Raf Simons. Stíll hans þykir einkennilegur og öðruvísi og er fyrsta lína hans fyrir Dior væntanleg í júlí næstkomandi.
Mósel
Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum
Stjörnurnar með bleika lokka
Basel
Þú velur
GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir)
Íslensk framleiðsla
og draumasófinn þinn er klár
3 0% af sl át tu r af vö ld um só fu m Söngkonurnar Katy Perry og Nicki Minaj eru ekki þær einu sem þora að lita á sér hárið með áberandi bleikum lit. Fleiri stelpur í Hollywood hafa dýft lokkunum
sínum í sama bleika litin en helst virðast það vera ljóskurnar sem stíga það skref. Þær January Jones, Ashley Benson og Chloe Grace Moretz eru meðal þeirra sem
sést hafa með bleika lokka á rauða dreglinum nýlega. Jafnvel má ætla að hér sé um að ræða eitt heitasta sumartrendið í ár fyrir ljóskur.
Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað
HÚSGÖGN Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is
GALLABUXUR
5990,Verð
STUTTERMASKYRTUR
4490,Verð
ÁVALLT VEL KLÆDDUR AKUREYRI S:4627800. SMÁRALIND S:5659730. KRINGLUNNI S:5680800. LAUGAVEGI S:5629730
50 Tengdó – HHHHH –JVJ. DV Hótel Volkswagen
(Stóra sviðið)
Galdrakarlinn í Oz
(Stóra sviðið)
Lau 14/4 kl. 14:00 Lau 28/4 kl. 14:00 Lau 12/5 kl. 14:00 Sun 29/4 kl. 14:00 Sun 13/5 kl. 14:00 Sun 15/4 kl. 14:00 Lau 5/5 kl. 14:00 Lau 21/4 kl. 14:00 Sun 6/5 kl. 14:00 Sun 22/4 kl. 14:00 Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma. Síðustu sýningar!
Rómeó og Júlía
(Stóra svið )
NEI, RÁÐHERRA!
Fös 11/5 kl. 20:00 Fim 17/5 kl. 20:00 Fös 18/5 kl. 20:00 ára sýningarafmæli.
(Stóra svið)
Lau 14/4 kl. 20:00 Lau 28/4 kl. 20:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011. Síðustu sýningar!
Bræður - fjölskyldusaga
Lau 19/5 kl. 20:00
(Stóra sviðið)
Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00 Í samstarfi við Vesturport, Malmö Stadsteater, Teater Får302. Sýnt á Listahátíð
Svar við bréfi Helgu
(Nýja sviðið)
Fös 27/4 kl. 20:00 frums Fös 11/5 kl. 20:00 6.k Sun 29/4 kl. 20:00 2.k Lau 12/5 kl. 20:00 7.k Mið 2/5 kl. 20:00 3.k Sun 13/5 kl. 20:00 aukas Fim 3/5 kl. 20:00 4.k Þri 15/5 kl. 20:00 aukas Fös 4/5 kl. 20:00 aukas Mið 16/5 kl. 20:00 8.k Lau 5/5 kl. 17:00 aukas Fim 17/5 kl. 20:00 9.k Sun 6/5 kl. 20:00 5.k Fös 18/5 kl. 20:00 aukas Þri 8/5 kl. 20:00 aukas Sun 20/5 kl. 20:00 10.k Mið 9/5 kl. 20:00 aukas Mið 23/5 kl. 20:00 11.k Fim 10/5 kl. 20:00 aukas Fim 24/5 kl. 20:00 12.k Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga
Tengdó
Fös 25/5 kl. 20:00 13.k Þri 29/5 kl. 20:00 14.k Mið 30/5 kl. 20:00 15.k Fim 31/5 kl. 20:00 16.k Lau 2/6 kl. 20:00 17.k Sun 3/6 kl. 20:00 18.k Mið 6/6 kl. 20:00 19.k Lau 9/6 kl. 20:00 20.k Sun 10/6 kl. 20:00 um þrá og eftirsjá
(Litla sviðið)
Fös 13/4 kl. 20:00 4.k Fim 26/4 kl. 20:00 Fös 11/5 kl. 20:00 Fös 27/4 kl. 20:00 Fim 17/5 kl. 20:00 Lau 21/4 kl. 20:00 5.k Fös 4/5 kl. 20:00 Fös 18/5 kl. 20:00 Sun 22/4 kl. 20:00 Eina litaða barnið í Höfnum. Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense
Saga Þjóðar
(Litla sviðið)
Lau 14/4 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00 Fös 20/4 kl. 20:00 Sun 15/4 kl. 20:00 Fim 19/4 kl. 20:00 Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum.
Beðið eftir Godot
(Litla sviðið)
Lau 5/5 kl. 20:00 frums Lau 19/5 kl. 20:00 4.k Lau 12/5 kl. 20:00 2.k Sun 20/5 kl. 20:00 5.k Sun 13/5 kl. 20:00 3.k Mið 23/5 kl. 20:00 6.k Tímamótaverk í flutningi pörupilta
Gói og baunagrasið
Fim 24/5 kl. 20:00
7.k
(Litla sviðið)
Sun 15/4 kl. 13:00 Sun 22/4 kl. 13:00 Sun 15/4 kl. 14:30 Lau 28/4 kl. 13:00 Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri
568 8000 | borgarleikhus.is
Les Misérables - Vesalingarnir
Fös 13/4 kl. 19:30 AUKAS. Lau 14/4 kl. 19:30 AUKAS. Sun 15/4 kl. 19:30 15.sýn Fös 20/4 kl. 19:30 AUKAS. Lau 21/4 kl. 15:00 AUKAS. Lau 21/4 kl. 19:30 16.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 17.sýn Mið 25/4 kl. 16:00 AUKAS. Fim 26/4 kl. 19:30 AUKAS. Fös 27/4 kl. 19:30 18.sýn Aukasýningar komnar í sölu
(Stóra sviðið)
Lau 28/4 kl. 19:30 19.sýn Sun 29/4 kl. 19:30 20.sýn Fim 3/5 kl. 19:30 AUKAS. Fös 4/5 kl. 19:30 21.sýn Lau 5/5 kl. 15:00 AUKAS. Lau 5/5 kl. 19:30 22.sýn Sun 6/5 kl. 19:30 23.sýn Fim 10/5 kl. 19:30 AUKAS. Fös 11/5 kl. 19:30 24.sýn Lau 12/5 kl. 15:00 AUKAS. - aðeins sýnt fram í júní.
Dagleiðin langa
(Kassinn)
Afmælisveislan
(Kassinn)
Fös 13/4 kl. 19:30 19.sýn Lau 21/4 kl. 19:30 22.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 20.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 23.sýn Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar
Fös 27/4 kl. 19:30 Frums Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Sun 29/4 kl. 19:30 3.sýn Mið 2/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 3/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 AUKAS. Frumsýnt 27. apríl
Lau 5/5 kl. 19:30 6.sýn Sun 6/5 kl. 19:30 7.sýn Mið 9/5 kl. 19:30 8.sýn Fim 10/5 kl. 19:30 9.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 AUKAS. Lau 12/5 kl. 19:30 10.sýn
Lau 12/5 kl. 19:30 25.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 26. sýn Fös 18/5 kl. 19:30 Lau 19/5 kl. 19:30 Sun 20/5 kl. 19:30 Fim 24/5 kl. 19:30 Fös 25/5 kl. 19:30 Lau 26/5 kl. 15:00
Fös 18/5 kl. 19:30 24.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 Síð.sýn.
Mið 23/5 kl. 19:30 11.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 12.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 13.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 14.sýn Mið 30/5 kl. 19:30 15.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 16.sýn
Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu Sun 15/4 kl. 13:30 Sun 22/4 kl. 15:00 Sun 15/4 kl. 15:00 Sun 29/4 kl. 13:30 Sun 22/4 kl. 13:30 Sun 29/4 kl. 15:00 Hjartnæm og fjörmikil sýning
Klassík, popp og allt þar á milli Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík var kynnt á fimmtudaginn en segja má að hátíðin leggi borgina undir sig frá 18. maí til 3. júní og óhætt er að spá fjörugum og andríkum vorkvöldum í Reykjavík. Klassískir tónar og popp munu óma frá Hörpu þar sem jafn ólíkir menn og Berlioz og Brian Ferry koma við sögu. Þá munu GusGus og Íslenski dansflokkurinn sameinast um að láta reyna á öll skilningarvit hátíðargesta.
Í
nýju óhefðbundnu verki bjóða Íslenski dansf lokkurinn og GusGus hátíðargestum í framandi ferðalag fyrir öll skilningarvitin. Ferðalagið hefst í Norðurljósasal Hörpu en berst á fleiri staði í húsinu þar sem dans, ný tónlist frá GusGus og frumsýningar stuttmynda Reynis Lyngdal og Katrínar Hall leiða gesti inn í veröld iðandi af lífi og óvæntum uppákomum. Þegar tónlistin er annars vegar verður úr ýmsu að velja. Franski frumkvöðullinn Yann Tiersen flytur ásamt hljómsveit órafmagnað tónleikaprógramm í Norðurljósasal Hörpu og á lokadegi hátíðarinnar syngur spænsk/afríska söngdrottningin Buika lög frá öllum ferli sínum ásamt hljómsveit á sviði Eldborgar. Hún á fjölmarga aðdáendur á Íslandi sem fjölgaði án efa umtalsvert eftir að hún kom fram í síðustu bíómynd Pedro Almodovars. Stórskotalið íslenskrar dægurtónlistar kemur svo saman á einum tónleikum í Eldborg undir heitinu Hljómskálinn á lokahelgi hátíðarinnar. Þá verður rússneski píanósnillingurinn Arcadi Volodos með einleikstónleika í Eldborg. Kammersveit Reykjavíkur heldur einnig fyrstu Bachtónleikana í Eldborg undir stjórn eins eftirsóttasta stjórnanda heims, Richard Egarr. Og Sinfóníuljómsveit Íslands verður með stórtónleika á hátíðinni og flytur sinfóníuna Rómeó og Júlíu eftir Berlioz í fyrsta sinn á Íslandi ásamt einsöngvurum og þremur kórum. Listahátíð og Útvarpsleikhúsið pöntuðu í haust fjögur verk hjá leikskáldunum Hrafnhildi Hagalín, Jóni Atla Jónassyni, Sigtryggi Magna-
Einstök rödd Buiku mun hljóma í Hörpu á Listahátíð.
syni og Kviss Búmm Bang. Verkin verða flutt fyrir áhorfendur á óvenjulegum stöðum víða um borgina: í fornbókaverslun, kampavínsklúbbi, heimahúsi og heilsulind. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir verkinu og semur handritið ásamt bandaríska handritshöfundinum Richard Lagravense. Pétur Gautur, verðlaunasýning Þorleifs Arnar Arnarsonar frá Luzern-leikhúsinu í
(Kúlan)
Fös 20/4 kl. 19:30
Aukas.
(Kúlan)
SÍA
Fim Allar 19/4 kl. 13:30 kvöldsýningar
hefjast kl. 19.30
•
120868
4 sýningar á 11.900 kr. Uppistand - Mið-Ísland (Stóra sviðið) með leikhúskorti
Mið 18/4 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Orð skulu standa
Barnamenningar hátið í Reykjavík
(Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 26/4 kl. 21:00 Gestir 12. apríl eru hjónin Logi Bergmann Eiðsson og Svanhildur Hólm Konráðsd.
Barnamenningarhátíð verður haldin öðru sinni dagana 17. til 22. apríl. Hátíðin hefst á litskrúðugu opn unaratriði í Hörpu þriðjudaginn 17. apríl klukkan en þá munu tólf hundruð nemendur í fjórðu bekkjum grunn skóla Reykjavíkur dansa Dans ársins á göngum Hörpu. Eftir það fara allir saman í Eldborg og horfa á tónleika með á Ingó og Bláum Ópal. Dagskráin stendur svo yfir fram á sunnudaginn 22. apríl en þá mun lokahátíð Barna menningarhátíðar fara fram með stórtónleikum í Laugardalslaug.
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS CAFÉ/BAR, opið 17-23
NÝTT Í BÍÓ PARADÍS!
-betra bíó
IRON SKY KÖLT-GRÍNMYND ÁRSINS!
11.-20. APRÍL
INDVERSK
KVIKMYNDAHÁTÍÐ
Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur
gegn framvísun skírteinis!
toti@frettatiminn.is
•
Skýjaborg
Lau 14/4 kl. 13:30 Lau 14/4 kl. 15:00 TRYGGÐU ÞÉR Danssýning ætluð börnum fráSÆTI! sex mánaða til þriggja ára
Þórarinn Þórarinsson
Sun 6/5 kl. 13:30 Sun 6/5 kl. 15:00
(Kúlan)
Sun 15/4 kl. 19:30 Mið 18/4 kl. 19:30 Ný leiksýning um morðin á Sjöundá
Sviss, verður sýnd einu sinni á stóra svið i Þjóðleikhússins svo fátt eitt sé nefnt. Heildardagskrá og ítarlegar upplýsingar um alla viðburði er að finna á vefnum www.listahatid.is þar sem miðasala er einnig hafin.
PIPAR \ TBWA
Sjöundá
Helgin 13.-15. apríl 2012
Listahátíð Leggur undir sig borgina
Fös 13/4 kl. 20:00 4.k Sun 22/4 kl. 20:00 6.k Lau 5/5 kl. 20:00 Sun 29/4 kl. 20:00 Sun 13/5 kl. 20:00 Sun 15/4 kl. 20:00 5.k Nýtt íslenskt verk eftir Jón Gnarr í leikstjórn Benedikts Erlingssonar
Fös 20/4 kl. 20:00 3.k Fös 27/4 kl. 20:00 Fös 4/5 kl. 20:00 Lau 21/4 kl. 21:00 4.k Fim 10/5 kl. 20:00 Fim 26/4 kl. 20:00 5.k Ógleymanleg uppfærsla Vesturports - hátíðarsýningar á 10
menning
VERTU FASTAGESTUR!
Ódýrara í bíó með aðgangskortum!
Sýningar á sunnudaginn kl. 13:30 og 15:00
menning 51
Helgin 13.-15. apríl 2012 Bókmenntir Ítölsk verðlaun
Jón Kalman tilnefndur
J
ón Kalman Stefánsson hefur verið tilnefndur til virtra ítalskra bókmenntaverðlauna – en Himnaríki og helvíti kom út á Ítalíu í frábærri þýðingu Silviu Cosimini á síðasta ári. Verðlaunin, Premi Bottari Lattes Grinzane, þykja með þeim virðulegri á Ítalíu. Himnaríki og helvíti kom út í fyrra og er fyrsta prentun, 5 þúsund eintök, uppseld og önnur á leiðinni. Harmur englanna, er væntanleg í haust og mun Jón Kalman halda til Ítalíu og fylgja útgáfunni úr hlaði með upplestrum og uppákomum. „Grinzane verðlaun er ein stærstu bókmenntaverðlaun á Ítalíu og voru stofnuð upphaflega til að hvetja ungt fólk lestrar dásamlegra bóka,“ segir Silvia, þýðandi. Dómnefnd hefur sem sagt valið þrjá höfunda sem að þessu sinni eru tvær ítalskar skáldkonur, þær Laura Pariani og Romana Petri, og svo Jón Kalman. Ungir lesendur, á aldrinum 14-19 ára, greiða atkvæði og ráða úrslitum um hver þessara þriggja hlýtur aðalverðlaunin.
Fermingartilboð Dúnsæng
3 ára
Stærð 140x200
ábyrgð
100% dúnn 100% bómull 790 grömm dúnfylling engin gerfiefni ekkert fiður sendum frítt úr vefverslun
Jón Kalman Stefánsson gerir það gott á Ítalíu.
áður 33.490 kr
nú 24.990 kr
Háskólakórinn á ungverskum nótum Háskólakórinn heldur vortónleika sína í Neskirkju laugardaginn 14. apríl 2012 klukkan 16. Á efnisskrá eru einkum íslensk og ungversk kórlög enda undirbýr kórinn söngferðalag til Ungverjalands í sumar. Þá flytur kórinn verkið Hear my Prayer eftir Mendelssohn. Einsöngvari með kórnum er Helga
Margrét Marzellíusardóttir, söngnemandi við LHÍ. Háskólakórinn er skipaður 60 nemendum úr öllum deildum Háskóla Íslands. Kórinn gaf út geisladiskinn Álfavísur á 100 ára afmæli Háskóla Íslands árið 2011 og í ár fagnar kórinn 40 ára afmæli sínu. Stjórnandi Háskólakórsins er Gunnsteinn Ólafsson.
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu Listvinafélag Hallgrímskirkju 30. starfsár
MOZART
Wolfgang Amadeus
Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is
MESSA Í C-MOLL & REQUIEM HALLGRÍMSKIRKJU
LAUGARDAGINN 21. OG SUNNUDAGINN 22. APRÍL KL. 17
Listmunauppboð Gallerís Foldar Síðustu forvöð til að koma verkum á næsta uppboð er mánudaginn 16. apríl ÞÓRA EINARSDÓTTIR - HERDÍS ANNA JÓNASDÓTTIR AUÐUR GUÐJOHNSEN - ELMAR GILBERTSSON - MAGNÚS BALDVINSSON MÓTETTUKÓR HALLGRÍMSKIRKJU 30 ÁRA - KAMMERSVEIT HALLGRÍMSKIRKJU stjórnandi: HÖRÐUR ÁSKELSSON
Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16, sunnud. 14–16
67%
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is
Aðgangseyrir 4.500 kr. / 3.500 kr. Miðasala á midi.is og í Hallgrímskirkju, s. 510 1000, opið kl. 9-17 alla daga.
... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011
Helgin 13.-15. apríl 2012
VILTU VINNA MIÐA?
Að föndra gadda á spjarir S
íðustu misseri hefur verið vinsælt að fegra flíkur með göddum. Þessi gaddatíska er orðin áberandi og eru verslanir farnar að selja fatnað með slíku skrauti. Það þarf þó ekki að fjárfesta í nýjum flíkum til þess að halda sér í tísku og er auðvelt og því fylgir ekki mikill kostnaður að föndra sjálfur gaddana á gömlu spjarirnar. Hægt er að fá gadda í ýmsum verslunum eins og í föndurbúðum en einnig er hægt að taka gadda af ónýtu gaddabelti sem hefur verið til á nærri hvaða heimili sem er. Það er auðveld aðgerð að festa gaddana í flíkur en gæta þarf þess að efni fatnaðarins sé nægilega þunnt svo að gaddarnir komist í gegn. Töng eða hníf þarf maður að hafa við hendina til þess að beygja endana á aftanverðum göddunum svo þeir festist í flíkinni. Internetið býður upp á margt eins og við flest vitum og nálgast má góða útlistun og sýnikennslu á myndbandavefnum Yout ube.com undir heitinu DIY stud.
FRUMSÝND 13. APRÍL
SENDU SMS SKEYTIÐ
ESL SKY
Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
9. HVER VINNUR! FJÖLDI AUKAVINNINGA
FULLT AF VINNINGUM:
BÍÓMIÐAR TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA! VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB.
Jeffrey Campbell gaddaskórnir hafa verið vinsælir hér á landi.
Söngkonan Rihanna er dugleg að nota flíkur með göddum á.
Hérna hafa verið festir gaddar á brjóstahaldara.
Taska með litlum og flottum göddum.
54
dægurmál
Helgin 13.-15. apríl 2012
Alþjóðahreyfing Leita fr amúrsk ar andi Íslendings
Í fótspor Presley, Kennedy eða Kristínar Rósar
M
eiriháttar tækifæri, mikill ferskleiki og mannbætandi,“ segir Guðjón Már Guðjónsson, oftast kenndur við OZ, spurður um ávinning þess að hafa verið valinn framúrskarandi Íslendingur af alþjóðlegu hreyfingunni JCI árið 2009 og í kjölfarið einn þeirra tíu þeirra sem helst teljast framúrskarandi einstaklingar á heimsvísu það ár. Guðjón situr í ár í dómnefnd samtakanna og leitar til landsmanna eftir tilnefningum sem lagðar verða fyrir nefndina. Hún velur þann sem keppir fyrir Íslands hönd og kemst á heimsþing samtakanna í Taívan nái hann á
topp tíu. Guðjón segir að þótt samtökin fari ekki hátt hér á landi séu þau þekkt bæði í Asíu og Bandaríkjunum. Þaðan hefur hann hitt ótrúlega hæfileikaríkt fólk og einstaklinga sem hafi náð langt á sínu sviði á heimsþinginu. Með Guðjóni í dómnefnd er forseti samtakanna, Viktor Ómarsson, ásamt ólympíuleikafaranum Kristínu Rós Hákonardóttur, en Kristín Rós var meðal tíu hlutskörpustu í heiminum árið 2003. Viktor segir merkilegt hversu margt ungt fólk í heiminum hafi hreppt hnossið áður en það náði heimsfrægð og séu nú jafnvel goðsagnir.
Nýtt tvíeyki með Sveppa og Audda
„Já, hver er þess verðugur að feta í fótspor stórstjörnunnar Elvis Presley eða alþýðuforsetans John F. Kennedy,“ spyr hann en þeir voru valdir á sínum tíma. Guðjón bendir þeim sem vilja tilnefna verðuga Íslendinga á aldrinum átján til fjörutíu ára að senda þær á netfangið jci@jci.is. En hvað þarf til? „Að vera tilbúinn að halda áfram þótt vindar blási á móti og einnig að vera drifinn áfram af hugrekki til að gera góða hluti,“ segir Guðjón. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
Guðjón Már Guðjónsson, frumkvöðull og athafnamaður, verður í dómnefnd JCI, sem leitar í fyrsta sinn út fyrir samtökin eftir dómurum. Mynd/Hari
Gabby Maiden Keppir fyrir Nikita á AKExtreme
Vinirnir Sveppi og Auddi lögðu land undir fót fyrir nokkrum misserum og þvældust í gegnum ýmsar hressilegar þrautir um Bandaríkin þver og endilöng ásamt félögum sínum Gillzenegger og Villa naglbít. Ferðalaginu voru gerð skil í sjónvarpsþáttunum Ameríski draumurinn á Stöð 2 árið 2010 við talsverðar vinsældir auk þess sem þátturinn var tilnefndur til Eddunnar það árið sem skemmtiþáttur ársins. Nú stendur til að endurtaka leikinn og þvælast um Evrópu, meðal annars með viðkomu í Mónakó. Ekki er ólíklegt að Auðunn Blöndal hafi pantað þann áfangastað vegna þess að þar er nóg af spilavítum en drengurinn sá er mikið fyrir póker og spilavíti. Gillz og Villi verða ekki með í för að þessu sinni en ferðafélagar Audda og Sveppa eru þó ekki af verri endanum þar sem fregnir herma að Steindi Jr. og Pétur Jóhann Sigfússon fylli skarð þeirra sem fóru til Ameríku sem viðhengi.
Skúli Branson
Svarteyg baun á Íslandi
Printz Board, tónlistarstjóri og hljómsborðsleikari ofursveitarinnar Black Eyed Peas, er staddur hér á landi í skemmtiferð. Eftir því sem heimildir Fréttatímans herma hefur hann ferðast vítt og breitt um landið og kíkt á næturlífið. Board hefur getið sér gott orð í tónlistarbransanum undanfarin ár, samið mörg af vinslæstu lögum Black Eyed Peas og unnið fyrir listamenn á borð við Macy Gray, Kate Perry, Shakiru og Busta Rhymes. Þótt Will.I.am og Fergie sé líklegast þekktust af meðlimum Black Eyed Peas er mál þeirra sem til þekkja að Board hafi átt einna mestan þátt í velgengni sveitarinnar.
Lággjaldaflugfélagið WOW Air hóf að fljúga til þrettán áfangastaða í Evrópu þann 1. júní. Félagið hefur verið áberandi frá stofnun þótt starfsemi þess sé enn ekki komin á fullt. Auglýsingar frá félaginu hafa vakið athygli og ljóst að Matthías Imsland og stjórnarformaðurinn Skúli Mogensen ætla sér að taka flugið með stæl. Sagan segir að Skúli íhugi að skella sér í fjólubláan flugþjónabúning WOW og þjóna farþegum í jómfrúarferð flugfélagsins. Sjálfur Virgin-flugmógúllinn Richard Branson hefur áður tekið upp á slíku og gengt starfi flugþjóns þannig að ekki er leiðum að líkjast ef Skúli lætur verða að þessu. Branson er flestum mönnum flinkari við að vekja athygli á sjálfum sér og fyrirtækjum sínum en hann þjónaði um borð í einni véla Air-Asia á sínum tíma eftir að hafa tapað veðmáli við Tony Fernandes, forstjóra félagsins.
NJÓTUM ÞESS AÐ HREYFA OKKUR
5afs0lát%tur
„Ég er frá Los Angeles og aðal skíðasvæðið í Suður-Kaliforníu er aðeins um tvo klukkutíma frá borginni við Big Bear Lake. Þetta er einn af fáum stöðum þarna sem hægt er að renna sér á brettum og þetta er alveg frábær staður,“ segir Gabby sem var tólf ára þegar hún byrjaði að æfa sig við Big Bear Lake. Mynd/Hari
Brettatöffari og tískufyrirsæta Gabby Maiden kynntist Íslandi í tengslum við vinnu sína fyrir Nikita-fatalínuna. Hún er ískaldur snjóbrettatöffari sem byrjaði að renna sér tólf ára gömul í hlíðum fjallanna við Big Bear Lake í Kaliforníu. Hún hefur unnið fyrir sér sem atvinnumaður á snjóbretti um árabil, keppir undir merkjum Nikita og er einnig fyrirsæta hjá fataframleiðandanum.
É Mér finnst ég eiga mér mitt annað líf hérna.
Þórarinn Þórarinsson
Skipholti 50b • 105 Reykjavík
toti@ frettatiminn.is
g held ég hafi komið til Íslands í fyrsta skipti fyrir um þremur árum,“ segir Gabby Maiden, snjóbrettatöffari og fyrirsæta. Hún er löngu kolfallin fyrir Reykjavík en landslagið í dreifbýlinu og fólkið þar heillaði hana áður en hún leit höfuðborgina augum. „Við vorum bara úti á landi að mynda útivistarfatnað Nikita og ég heillaðist strax af því sem ég sá þar.“ Gabby segist hafa komið hingað reglulega til þess að leika sér og sitja fyrir hjá Nikita en hún hefur aldrei dvalið hér jafn lengi í einu og núna. „Myndatökurnar hafa alltaf verið hérna á sama tíma og Airwaves og ég hef aldrei verið lengur en í svona tvær vikur í senn. Ég kynntist samt ótrúlega mörgu fólki í þessum heimsóknum og nú síðast ákvað ég að vera lengur og það er að verða komið hálft ár. Mér finnst ég eiga mér mitt annað líf hérna,“ segir Gabby sem leiðist ekki eitt augnablik á Íslandi. „Þetta hefur verið meiriháttar. Ég er búin að renna mér dálítið á brettinu, ekki bara á fjöllum heldur líka um göturnar,“ segir Gabby sem er dugleg að kvikmynda ævintýri sín í miðborginni. „Ég hef lika spilað tónlist hérna en ég leik á ukulele og syng.“ Gabby hefur einnig tekið nokkra snúninga sem plötusnúður og tekið að sér fyrirsætuverkefni. „Ég hef verið að gera helling hérna enda eru tækifærin hérna svo mörg. Ísland er svo frábært.“ Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AKExtreme
verður haldin í sjötta sinn á Akureyri um helgina. Hátíðin nýtur sívaxandi vinsælda og í fyrra fylgdust um 7000 manns með besta snjóbrettafólki landsins keppa fyrir norðan. Gabby ætlar ekki að láta sig vanta og keppir undir merkjum Nikita í Burn Jib keppni í göngugötunni á morgun. Heiða, sem kennd er við Nikita og fleira fólk verður með henni í för en ferðina norður ætla þau að nota til þess að ljós- og kvikmynda Gabby í hasar í Nikitafatnaði í Hlíðafjalli. Gabby er frá Los Angeles og var tólf ára þegar hún byrjaði að renna sér á snjóbretti við Big Bear Lake. Átján ára var hún komin í atvinnumennsku og þá strax sýndi Nikita henni áhuga. „Þeim líkaði stíllinn minn og byrjuðu að senda mér vörur. Síðan vatt þetta upp á sig. Nikita er minn helsti bakhjarl og útvegar mér keppnisfatnað og líka bretti en þau byrjuðu að framleiða bretti nýlega og ég verð með allar þessar græjur með mér á Akureyri um helgina.“ Gabby segist hafa verið mjög spennt þegar henni var boðið fyrir nokkrum árum að ganga til liðs við Nikita-fjölskylduna. „Þegar ég var nítján ára bauð Heiða mér að koma í myndatöku í San Francisco fyrir götufatnaðinn og að hitta sig og Nikita-liðið. Þau buðu mér svo að keppa undir merkjum Nikita. Brettakeppnin var fyrst aðal málið en síðan fór ég að sitja meira fyrir hjá þeim líka en ég hef unnið fyrir mér bæði í atvinnumennsku á snjóbrettunum og sem fyrirsæta.“
™
.......................................................................... Eik Super Rustic plankaparket á sérstöku tilboðsverði. Mattlakkað, burstað með viðarlæsingu.
kr. 9.900 m² kr. 6.690 m²*
32%
afsláttur
*Einungis 1.000 m2 í boði!
30 ára ábyrgð Öllu Baltic Wood parketi fylgir 30 ára verksmiðjuábyrgð.
Íslenskar leiðbeiningar Íslenskar lagningar- og viðhaldsleiðbeiningar fylgja Baltic Wood.
Viðarlæsing
Lengri borð
Einstök viðarlæsing með stórri smellu er eitt af einkennum hágæða gólfefna.
Borðin eru 2.2 m á lengd sem gefur fallegra yfirbragð og auðveldar lögn.
.
Egill Árnason Suðurlandsbraut 20 108 Reykjavík Sími: 595 0500 www.egillarnason.is Opnunartímar: Mánudaga - föstudaga kl. 9 - 18 og laugardaga kl. 11 - 15
Hrósið ...
HE LG A RB L A Ð
... fær hljómsveitin Of Monsters and Men sem hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum á undanförnum vikum og meðal annars selt 55 þúsund eintök af plötu sinni My Head is an Animal.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Stórsveitarmaraþon í Ráðhúsinu
Stórsveit Reykjavíkur stendur fyrir árlegu Stórsveitamaraþoni í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, laugardaginn 14. apríl, milli klukkan 13 til 16.30 Að vanda býður Stórsveitin til sín yngri og eldri stórsveitum landsins og leikur hver hljómsveit í um 30 mínútur. Að þessu sinni koma eftirfarandi stórsveitir fram: Stórsveit Reykjavíkur, Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Big Bang Lúðrasveitar verkalýðsins, Stórsveit Tónlistarskóla Garðabæjar, Stórsveit Öðlinga, Stórsveit Skólahljómsveita Reykjavíkurborgar og Stórsveit Tónlistarskóla FÍH. Stórsveitamaraþonið er nú haldið í sextánda sinn, en þessi skemmtilega uppákoma er liður í uppeldisviðleitni Stórsveitar Reykjavíkur.
Magni á toppnum
Magni Ásgeirsson trónir á toppi Lagalistans, lista Félags hljómplötuframleiðenda yfir mest spiluðu lögin í útvarpi í síðustu viku, með laginu Hugarró eftir Svein Rúnar Sigurðsson við texta Þórunnar Ernu Clausen. Lagið hafnaði í öðru sæti í Söngvakeppni sjónvarpsins fyrir skömmu. Eurovision-framlag Íslendinga, lagið Never Forget með Gretu Salóme og Jónsa, er hins vegar í níunda sæti. Það kemur líklega fáum á óvart að platan My Head is an Animal með Of Monsters and Men er á toppi Tónlistans.
PLuS B10 BoxdýNA 120 x 200 SM. Tvöfalt gormalag. Fallegt og vatterað, jaquardofið áklæði. Í efra lagi eru 206 LFK gormar pr. m2 og í neðra lagi dýnunnar eru 150 BONELL gormar pr. m2. Miðlungsstíf dýna. Innifalið í verði er 5 sm. þykk og góð yfirdýna. Grindin er úr sterkri, ofnþurrkaðri og gegnheilli furu. Stærð: 120 x 200 sm. Verð án fóta. Fætur verð frá: 6.995
PLUS
SPARIÐ
ÞÆ G IN D I & GÆÐI
0 0 0 . 5 1
120 X 200 SM.
STÆRÐ: 120 X 200 SM. FULLT VERÐ: 59.950
44.950
A DÝN YFIR FALIN I N IN
ALLT Í SVEFNHERBERGIÐ
á frábæru verði !
4S0LÁ% TTUR
135 X 200 SM. FULLT VERÐ: 4.995
FRÁBÆRT VERÐ
AF
3.995
FULLT VERÐ: 2.495
2S0LÁ% TTUR
Glæsilegar yfirhafnir í úrvali
AF
GoTLANd SæNG Góð sæng, fyllt með 80% af gráandafiðri og 20% af dúni. Þyngd: 1.350 gr. Má þvo við 40°C. Stærð: 135 x 200 sm.
1.495
VERÐ
AF
KOMMÓÐA FULLT VERÐ: 19.950
14.950
MEGAN MyrkvuNArGArdíNur Einlitar rúllumyrkvunargardínur. Fást í svörtu og hvítu. Stærðir: 80 x 170 sm. 1.695 90 x 210 sm. 2.495 100 x 170 sm. 1.995 120 x 170 sm. 2.495 140 x 170 sm. 2.995 180 x 170 sm. 3.995
NUSTA OPPÞJÓ T • R U R TOPPVÖ
Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16, www.topphusid.is
NÆG BÍLASTÆÐI
HØIE TrEfjAkoddI Fylltur með 500 gr. af holtrefjum. Stærð: 50 x 70 sm. Ath. koddinn er lítilsháttar útlitsgallaður.
FRÁBÆRT
2S5LÁ% TTUR
Mörkinni 6 - Sími 588 5518
TILBOÐIN GILDA TIL 15.04
MYRKVUNARGARDÍNA
80 X 170 SM.
TACoMA koMMóður Fáanlegar í hvítum og svörtum lit. Stærð: B77 x D50 xH107 sm.
www.rumfatalagerinn.is
1.695