13. júlí 2012

Page 1

Baltasar Kormákur

Undirbýr tökur á spennumynd á Vatnajökli Fréttir

6

Eymd á Grænlandi

Agnes Björt

úttekt 22

dægurmál 52

Facebook er ástin í lífi mínu

Mörg grænlensk börn vanrækt og misnotuð

13.-15. júlí 2012 28. tölublað 3. árgangur

 viðtal Sigga beinteins

Dóri DNA

Grét þegar tvíburarnir fæddust

Ótímabærar fréttir af dauða hipstersins dægurmál 54

Líf Siggu Beinteins hefur tekið algjörum stakkaskiptum frá fæðingu tvíburanna Viktors Beinteins og Alexöndru Lífar í apríl á síðasta ári. Börnin eignaðist hún með sambýliskonu sinni, Birnu Maríu Björnsdóttur. Sigga stendur á fimmtugu og er staðráðin í að eyða eins miklum tíma með börnunum og hún getur því þessi tími komi aldrei aftur.

Paulina og Friðfinnur

Erfið ákvörðun að fækka fóstrunum í þrjú

viðtal 8

Íris Telma

Með brúðarkjól frá ömmu í fegurðarsamkeppni 12

síða 14 Ljósmynd Hari

viðtal

GÖNGUGREINING AÐEINS 1.990 KR. PIPAR \ TBWA

SÍA

122034

Áður 3.990 kr. / tilboðið gildir í júlí 2012

30% afsláttur af öllum DeRoyal hlífum Tilboðið gildir í júlí 2012

Orkuhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 108 Reykjavík / S. 517 3900 / www.flexor.is


2

fréttir

Helgin 13.-15. júlí 2012

 Neytendamál Minni pok ar í ríkinu

Bjórsvelgir kaupa bara kassa í dag Höskuldur Daði Magnússon hdm@ frettatiminn.is

„Þetta er tilraun sem við erum með í gangi en það hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort þetta verður svona til frambúðar,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Viðskiptavinir í Vínbúðunum hafa veitt því athygli undanfarið að búið er að skipta út hefðbundnum plastpokum fyrir aðra minni. Þeir kosta eftir sem áður 20 krónur. Nýju pokarnir rúma til að mynda ekki tvær bjórkippur með góðu móti, ekki nema annarri sé staflað ofan á hina. „Bæði pakkningar og neysluvenjur hafa verið að breytast en pokarnir hafa verið óbreyttir. Það hefur færst í vöxt að fólk kaupi bjórinn í magninnkaupum og þá kaupir það ekki poka. Nýju pokarnir henta til

að mynda betur fyrir tvær eða þrjár léttvínsflöskur,“ segir Sigrún. Hún segir að þetta sé líka hugsað út frá umhverfissjónarmiðum; Vínbúðirnar hafi selt 1,9 milljónir plastpoka á síðasta ári. „Við höfum boðið til sölu margnota poka á góðu verði til að benda fólki á að það séu til betri kostir.“ Sigrún kannast við að hafa heyrt gagnrýniraddir um nýju pokana, sér í lagi frá bjórþyrstum. „Þessi tilraun er meðal annars gerð til að fá fram ábendingar og við tökum mark á gagnrýni sem kemur fram. Við eigum enn gömlu pokana. Svo kemur í ljós hvað verður.“ Nýju pokarnir í Vínbúðunum rúma bara tvær bjórkippur ef þeim er staflað. Ljósmynd/Teitur

Samdráttur í lánum Íbúðalánasjóðs Íbúðalánasjóður hefur lánað mun minna af almennum íbúðalánum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir 20% meiri veltu á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Heildarútlán sjóðsins námu 1,9 milljörðum króna í júní, en þar af voru 1,3 milljarðar almenn útlán. Í júní í fyrra voru almenn útlán 1,7 milljarðar króna. Sé tekið mið af fyrri helmingi ársins voru almenn íbúðalán 611, eða 45 prósent færri en á sama tímabili í fyrra þegar lánin voru 1.119. Sömu sögu er að segja um heildarútlán sjóðsins sem námu um 7,7 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins en höfðu verið 12,7 milljarðar króna á sama tímabili í fyrra. „Má rekja þessa þróun,“ segir Greining Íslandsbanka, „til þess að sjóðurinn hefur átt á brattann að sækja í samkeppni við banka og lífeyrissjóði. Þannig hefur almenningur sótt í óverðtryggð íbúðalán bankanna undanfarið ár, auk þess sem bankar og lífeyrissjóðir bjóða hagstæðari verðtryggð lán (lægri vexti og/eða meiri sveigjanleika) en ÍLS.“ - jh

20% meiri velta á fasteigna-

Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs var neikvætt um 15,1 milljarð króna fyrstu fimm mánuði ársins en var neikvætt um 21,7 milljarða á sama tímabili 2011, að því er fram kemur á síðu fjármálaráðuneytisins en greiðsluuppgjör ríkissjóðs liggur nú fyrir. Tekjur reyndust 33 milljörðum króna hærri en í fyrra á meðan að gjöldin jukust um 17,4 milljarða króna milli ára. „Þetta er betri niðurstaða en gert var ráð fyrir í áætlunum þar sem gert var ráð fyrir að handbært fé frá rekstri yrði neikvætt um 37,9 milljarða króna,“ segir enn fremur. Stór hluti af frávikinu skýrist með greiðsludreifingu útgjalda. - jh

Laumufarþeginn og sporðdrekinn Ottó er allur

markaði en á sama tíma í fyrra 1. júlí 2012 Greining Íslandsbanka

Fá ekki að sigla að tveimur arnarhreiðrum

Staða ríkissjóðs betri en áætlað var

Dýr alíf Sporðdreki og sniglaplága á Íslandi

Umhverfisstofnun hefur hafnað umsókn Sæferða í Stykkishólmi um undanþágu til að sigla að tveimur arnarhreiðrum í Seley og Skjaldarey á Breiðafirði. Ekki verður því hægt að sigla nærri hreiðrum en 500 metra fyrr en að loknu banntímabilinu sem lýkur 15. ágúst, að því er fram kemur í Skessuhorni. „Ástæðurnar eru fyrst og fremst slakur árangur í varpi í báðum hreiðrum undanfarin ár,“ segir enn fremur. „Í ákvörðun Umhverfisstofnunar segir að auki að ábendingar hafi borist stofnuninni þess efnis að Sæferðir hafi þegar og án leyfis hafið siglingar nærri arnarhreiðrum. Einnig kom fram í skýrslu Sæferða um siglingar ársins 2011 að fyrirtækið hafi siglt fleiri ferðir að hreiðrum en gert var að skilyrði í þágildandi leyfi og byggði á ábendingum Náttúrufræðistofnunar. - jh

Starfsmenn ónefndrar matvöruverslunar tilkynntu skjálfraddaðir um óvæntan laumufarþega í bananakassa − sporðdreka − til Náttúrufræðistofnunar Íslands. Útsendarar stofnunarinnar sóttu kvikindið, sem hlaut nafnið Ottó, en hann drapst þar saddur lífdaga.

Hulda Sif Ólafsdóttir með sporðdrekann Ottó í glasi en næsta dag var Ottó dauður. Ljósmynd Hari

S

porðdreki barst nýverið til Íslands með bananasendingu. Hann vakti nokkra skelfingu meðal þeirra sem í matvöruverslunni voru, þá er þeir tóku banana upp og sporðdrekinn lét sjá sig. Þau þar tilkynntu fundinn til Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) titrandi röddu. En áður en yfir lauk náði kvikindið að vinna hug og hjörtu þeirra í versluninni, sem af tillitsemi af hálfu NÍ er ónefnd, og var orðið hálfgert gæludýr þar áður en útsendarar NÍ komu og sóttu sporðdrekann.

Óvíst hvers kyns sporðdrekinn er

Meðan sporðdrekinn Ottó var í umsjá NÍ fékk hann margfætlu í matinn og kom það því mönnum, í ljósi þess, frekar á óvart að hann dræpist...

Ekki náðist í Erling Ólafsson hjá NÍ, eina skordýrafræðing landsins, en hann er við rannsóknir úti á landi né heldur Jón Gunnar Ottósson forstjóra stofnunarinnar, sem er í fríi. En, meðan Fréttatíminn fylgdist með veru og líðan sporðdrekans hjá NÍ þar sem hann beið þess að hitta Erling til greiningar gerðist það að kvikindið, sem hafði í gamni fengið nafnið Ottó, drapst. Ekki liggur því fyrir hvers konar sporðdreka eru um að ræða, en um fjölda tegunda er að ræða, né heldur hversu hættulegur Ottó hefði getað reynst. Án ábyrgðar og við lauslega „googlun“ og myndasamanburð líkist Ottó einna helst „The Bark Scorpion “ sem er með hættulegri sporðdrekum. Meðan sporðdrekinn Ottó var í umsjá NÍ fékk hann margfætlu í matinn og kom það því mönnum, í ljósi þess, frekar á óvart að hann dræpist þó ekki væri hann við kjöraðstæður og það að Ottó var vankaður eftir ferðalagið. Samkvæmt upplýsingum frá NÍ er það afar fátítt að hingað til lands berist sporðdrekar.

Sniglaplága

Sporðdrekar eru þó ekki það sem einkum h rel l i r la nds menn um þessar

Spánasnigillinn viðbjóðslegi. Plága í Skandinavíu og menn óttast að hann leggi til atlögu á Íslandi.

mundir heldur varð vart mikillar snigla­plágu í kjölfar vætutíðar sem var fyrir fáeinum dögum; þeir fóru um í stórum hópum á göngustígum og í görðum. Nokkur fjöldi fólks setti sig í sambandi við NÍ og komið með snigla þangað til greiningar. Nýverið var greint frá því í sænskum fjölmiðlum að þarlend kona hafi af miklu harðfylgi gengið á hólm við Spánarsnigil, eða morðsnigil eins og Svíar kalla hann, sem var að leggja undir sig garð hennar. Spánarsnigillinn er verulega ógeðfelldur og étur allt sem að kjafti kemur, meira að segja hræ sinnar eigin tegundar. Þessi rauðbrúni snigill er plága í Skandinavíu og óttast menn að hann sé að koma undir sig fótum hér á landi. Meinlausari eru tegundir snigla sem komu fram í dagsljósið í kjölfar vætutíðar í stórum stíl svo sem Pardussnigill, en þeir geta orðið allt að 20 sentímetrar og rugla margir honum saman við hinn hræðilega Spánarsnigil. Þá eru svokallaðir skuggasniglar að gera sig gildandi í görðum og náttúru Íslands; og samkvæmt upplýsingum NÍ kom kona nokkur, sem hafði fundið mikið magn þeirra í garði sínum, með þá til greiningar. Þeir voru mjög feitir og geta orðið 5 til 7 sentímetra langir. Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettatiminn.is


ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 60023 07/12

ALWAYS A BETTER WAY

Og borgin varð orðlaus. Nýr Yaris Hybrid. Umferðarljósin stoppa og stara á hann renna hljóðlaust hjá. Stöðumælarnir kyngja klinki af aðdáun meðan bensíndælurnar stinga fingrum í eyrun og láta sem hann sé ekki til. Fimmtán ára þróun Toyota á hybrid-tækninni hefur skilað sér í þessum hljóðláta snillingi, nýjum Yaris Hybrid sem með lágmarksútblæstri (79g/km) og aðeins 3,5 lítrum á hundraðið líður hávaðalaust um stræti og torg.

Nýr Yaris Hybrid. Sjáðu borgina þagna. Fáðu nánari upplýsingar á www.toyota.is Erum á Facebook - Toyota á Íslandi

5 ÁRA ÁBYRGÐ

Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070

Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.

Verð: 3.490.000 kr. Notar aðeins frá 3,5 lítrum á 100 km í blönduðum akstri.

Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600

Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000


4

fréttir

Helgin 13.-15. júlí 2012

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

Dregur fyrir sólu, en áfram hlýtt Í dag föstudag er áfram gert ráð fyrir að heiðríkja

14

verði á landinu. Veik skil fara hins vegar suður yfir landið aðfararnótt laugardagsins og sums staðar

15

12

16

13

12

14

11

10

verður lítilsháttar væta frá þeim um tíma, en síðan rofar aftur til þegar kemur fram á daginn. Meiri

15

gjóla verður, en verið hefur undanfarna daga og vindur af N eða NV. Á

14

19

sunnudag er gert ráð fyrir háum og

15 17

16

þunnum skýjum yfir landinu, en þurrt verður, utan Austurlands þar sem rignir um tíma.

Einar Sveinbjörnsson

Dæmalaust gott veður um land allt, heiðríkt, en víða dálítil gola.

Skýjað framan af, en léttir til þegar líður á daginn. N- og NV-átt.

Úrkoma austast frá miðjum degi. Annars þurrt en sólarlítið.

Höfuðborgarsvæðið: Hafgola og nánast heiðríkt. Hiti 15-16 stig.

Höfuðborgarsvæðið: Skýjað með kÖflum, en sólríkt aftur síðdegis

Höfuðborgarsvæðið: N-gola og nokkuð bjart. Enn nokkuð hlýtt.

vedurvaktin@vedurvaktin.is

OYSTER PERPETUAL GMT-MASTER II

sykursýki Engin skýring á fjölgun tilfella

Brotalamir í eftirliti á flugvallarsvæðinu Michelsen_255x50_H_0612.indd 1

Isavia fer nú yfir hvað fór úrskeiðis þegar tveir menn komust inn á flugvallarsvæðið í Keflavík og upp í flugvél Flugleiða. Ekki tókst þeim það ætlunarverk sitt að komast úr landi sem laumufarþegar. Hins vegar er ljóst að í eftirlitinu eru brotalamir, segir á heimasíðu innanríkisráðuneytisins en Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að mikilvægt sé að öryggi sé í samræmi við settar reglur og hefur hann óskað eftir greinargerð frá Flugmálastjórn þegar at-

01.06.12 07:22

hugun hennar er lokið. Isavia mun skila skýrslu til Flugmálastjórnar sem annast yfirumsjón og eftirlit með öryggismálum á flugvöllum og öllum flugrekstri og svarar til Alþjóðaflugmálastofnunar um sín verk. „Isavia annast öryggiseftirlitið,“ segir enn fremur á síðu ráðuneytisins, „en aðkoma lögreglunnar á Suðurnesjum er fyrst og fremst rannsóknarhlutverk.“ - jh

Agnes setur arftaka Skorradalsviður í Almannagjá sinn í embætti Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, fer á heimaslóð um helgina en á sunnudaginn messar biskup í Ísafjarðarkirkju og setur nýjan prófast Vestfjarða, séra Magnús Erlingsson sóknarprest á Ísafirði, í embætti. Agnes var prófastur Vestfjarða áður en hún var kjörin biskup og jafnframt sóknarprestur Bolvíkinga. Messan hefst klukkan 11. Kór Ísafjarðarkirkju syngur en organisti er Hulda Bragadóttir, að því er fram kemur á vef Skutuls. Eftir messuna verður kaffi í safnaðarheimilinu með nýjum biskupi og nýjum prófasti. - jh

„Við lögðum metnað okkar í að hafa íslenskt efni í þessari brú og erum ákaflega stolt af því að megnið af því efni sem notað var er greni úr Skorradal. Þetta eru engar renglur því dekkið er klætt með sjö á hálfs sentímetra þykkum plönkum,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, í viðtali við Skessuhorn en timbur í dekk nýrrar brúar í Almannagjá kemur allt frá Skógrækt ríkisins í Skorradal. Ólafur sagði brúna þurfa að vera trausta og því séu svo þykkir plankar í dekkinu. „Þarna fara margir um,“ segir hann í viðtalinu, „og á góðri viku getur fjöldi ferðamanna sem fer um brúna verið um tuttugu þúsund.“ - jh

Unglingarnir sem voru í sumarbúðum Dropans, styrktarfélags barna með sykursýki. Sumarbúðirnar eru mikilvægur þáttur í fræðslu barna og unglinga um sjúkdóminn. Ljósmynd Skessuhorn

Sykursjúkum börnum fjölgar stöðugt Börnum sem greinast með sykursýki hér á landi fjölgar um þrjú prósent milli ára og hefur sú þróun varað í nokkurn tíma á Vesturlöndum án þess að hægt sé að greina orsakirnar. Alls eru 120 íslensk börn með sykursýki og greinast 16-17 árlega.

Æ

Er frá Þýskalandi

16.900

8.900

34.900 Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400

Öll börn á Íslandi sem þjást af sykursýki greinast.

fleiri börn greinast með sykursýki hér á landi og er fjölgunin um 3 prósent á milli ára að sögn Ragnars Bjarnasonar, yfirlæknis á Barnaspítala Hringsins. „Þessi þróun hefur orðið á öllum Vesturlöndum og hefur verið undanfarna áratugi,“ segir Ragnar. Þrátt fyrir fjölda rannsókna sem gerðar hafa verið á sykursýki barna um allan heim hefur ekkert komið í ljós sem getur skýrt þessa þróun, að sögn Ragnars. „Þetta virðist á einhvern hátt tengt vestrænu líferni en þó ekki á sama hátt og sykursýki 2 sem tengist offitu,“ segir Ragnar. Alls eru 120 börn greind með sykursýki hér á landi. Árlega greinast 16-17 börn, oftast um fimm ára aldur en einnig greinist nokkur hluti barna um unglingsaldurinn, að sögn Ragnars. Aðeins líða í mesta lagi fáeinar vikur frá því að fyrstu einkenni koma fram og þangað til börn greinast. „Öll börn á Íslandi sem þjást af sykursýki greinast,“ segir Ragnar. Sjúkdómurinn leiðir fólk til dauða á mjög skömmum tíma fái það ekki meðhöndlun. Aðspurður segir Ragnar að árangur meðferðar við sykursýki sé mjög góður hér á landi. Jón Sólmundarson er formaður Dropans, styrktarfélags barna með sykursýki, og faðir unglingsdrengs með sykursýki. Hann segir þjónustu við börn með sykursýki á Íslandi framúrskarandi. „Hún er eins og best gerist

í heiminum. Á Barnaspítalanum er teymi sérfræðinga sem fylgist mjög vel með börnunum,“ segir hann. Að sögn Ragnars er ábyrgðin á meðferð sykursýkisjúklings mestmegnis á höndum sjúklingsins sjálfs eða fjölskyldu hans þó svo að hún sé í samvinnu við sérfræðinga. Jón segir að stuðningur foreldrasamfélagsins sé mjög mikilvægur, jafnt fyrir foreldra sem börnin sjálf og Dropinn sinni þar veigamiklu hlutverki. „Dropinn heldur reglulega fræðslufundi fyrir foreldra og börn. Annað hvort ár eru jafnframt haldnar sumarbúðir fyrir börn sem eru nýafstaðnar. Unglingarnir hittast einnig í sumarbúðum, annað hvort ár hér á landi og annað hvort ár með öðrum sykursjúkum unglingum erlendis,“ segir Jón. Hann segir að sumarbúðirnar séu mjög mikilvægur þáttur í fræðslu barna um sjúkdóminn. „Þau hittast og fræðast hvort af öðru um sjúkdóminn en það er ekki síður mikilvægt að þau skemmta sér vel og koma ánægð og glöð heim,“ segir hann. Í sumarbúðunum er læknir og hjúkrunarfræðingur sem sjá um eftirlit með börnunum allan sólarhringinn og eru þau því í mjög öruggum höndum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


„Nilli, þegar maður fær 10 gígabæt fyrir 500 kall þá er tími það eina sem mann vantar.“

10 GB Stærsta 3G net landsins 500 kr. Tal kynnir til sögunnar niðurhal á stærsta 3G neti landsins á áður óþekktu verði. Það þýðir að viðskiptavinir Tals sem eru með farsíma í áskrift geta gert ótrúlegustu hluti á netinu á ótrúlegustu stöðum. Jafnvel horft á heilu maraþonin í útilegunni. Kynntu þér 10 GB fyrir 500 krónur í síma 6-123456 eða á www.tal.is.

Svona á samband að vera.

3G 2G

Tal er á 3G neti Símans


6

fréttir

Helgin 13.-15. júlí 2012

Meðferð MS-lyfsins Gilenya samþykkt

ferðar. Í byrjun munu 5-10 sjúklingar hefja meðferð á Gilenya, en áætlað er að fljótlega muni 20-25 bætast í hópinn. - jh

Sjúkratryggingar Íslands hafa veitt heimild fyrir greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í MS-lyfinu Gilenya og verður meðferð veitt þeim MS-sjúklingum sem þegar hafa reynt MS-lyfið Tsyabri og orðið að hætta notkun þess, að því er fram kemur á síðu velferðarráðuneysisins. Einnig hefur verið ákveðið að Gilenya-meðferð verði veitt þeim MS-sjúklingum sem eiga eftir að greinast með alvarlegustu einkenni MS-sjúkdómsins. Fallist var á beiðni Landspítala frá 28. júní síðastliðnum um að Sjúkratryggingar Íslands veittu umsókn um innleiðingu lyfsins flýtimeðferð. Þar sem Gilenya er afar vandmeðfarið lyf mun meðferð með því verða undir ströngu eftirliti hjá LSH með sérstakri vöktun sjúklinga, ekki síst í upphafi með-

Landamæri milli

listgreina afmáð Eftir vel heppnaða Vinnslu í maí, þar sem um 30 listamenn komu saman og settu upp verk sín og um 300 áhorfendur mættu til þess að njóta, verður leikurinn endurtekinn með Vinnslu 2 laugardaginn 14. júlí. Vinnslan gengur út á að listafólk geti látið reyna á verk eða hugmynd í Vinnslu fyrir framan áhorfendur. Stefnt er, að því er fram kemur í tilkynningu, að afmá landamæri milli listgreina og að skapa samræður milli fremjenda og njótenda lista um sköpun. Vinnslan verður haldin á Norðurpólnum og verður húsið opið fyrir

SUMARKILJUR

áhorfendur frá klukkan 19.30 til miðnættis þar sem áhorfendur hafa tækifæri til þess að njóta verk í vinnslu frá 22 listamönnum og hópum úr mismunandi listgreinum. - jh

Átján þúsundasti íbúinn leystur úr með gjöfum Akureyringar fagna því að íbúar bæjarins eru orðnir 18 þúsund. Því marki var náð þegar Haukur Leó Sveinsson, sonur Sveins

Arnarssonar og Elísabetar Þórunnar Jónsdóttur, kom í heiminn. Fyrr í vikunni komu Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjarstjórnar, færandi hendi heim til fjölskyldunnar og leystu hana út með gjöfum, að því er Vikudagur greinir frá. Fulltrúar bæjarins færðu foreldrunum jafnframt árnaðaróskir og sagði Eiríkur Björn að það væri vel við hæfi að veita viðurkenningu á tímamótum sem þessum en sautján þúsundasti íbúinn fæddist fyrir um 5 árum. Sjálfur lét drengurinn litli sér fátt um finnast og svaf værum blundi á meðan fulltrúar bæjarins voru í heimsókn. - jh

Refir vaktaðir í Hornvík Flest refapör á Hornströndum eru þessa dagana á fullu við að afla matar handa

ört vaxandi yrðlingum. Þetta kom fram í síðustu ferð Melrakkasetursins sem annast vöktun íslenska refastofnsins í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands, Háskóla Íslands og Náttúrustofu Vestfjarða, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta. Melrakkasetrið var fengið til að halda áfram rannsóknum sem dr. Páll Hersteinsson hóf fyrir rúmlega þremur áratugum. Farið var með hóp í refaskoðunarferð á dögunum á vegum Vesturferða en slíkar ferðir eru liður í prófun á viðmiðunarreglum The Wild North, eða hins villta norðurs, sem er samnorrænt verkefni um þróun sjálfbærrar náttúrulífsferðamennsku á norðurslóðum. Með í för var Jón Örn Guðbjartsson frá Háskóla Íslands ásamt Konráð Gylfasyni kvikmyndatökumanni en verið er að vinna að gerð heimildarþátta um störf háskólafólks við rannsóknir í náttúru Íslands. - jh

 Kvikmyndagerð Baltasar Kormákur á tökustað í Louisiana

Með milljarða kvikmynd í tökum Baltasar Kormákur planar næstu skref eftir að tökum á stórmyndinni 2 Guns lýkur. Á teikniborðinu er pilot-þáttur fyrir HBO og stórmynd sem hann vonast til að tekin verði upp á Vatnajökli.

„Fínt stöff.“ PÁ L L B A L DV I N B A L DV I N S S ON F R É T TA T Í M I N N

04–11.07.12

Vasabrotsbækur – skáldverk

„Höfundurinn nær slíku tangarhaldi á lesandanum að hann vill alltaf vita meira og meira ...“ S VA N H V Í T L JÓ S B JÖRG MORGU N BL A ÐI Ð

Baltasar var beðinn um að mæta í prufur í allstórt hlutverk fyrir myndina sem Ben Stiller er að fara að taka á Íslandi.

Baltasar Kormákur. Eftir gerð pilot-þáttar fyrir HBO-sjónvarpsstöðina er Baltasar væntanlegur til Íslands með risastórt verkefni í farteskinu; tökur kvikmyndarinnar Everest.

D

enzel hleypur ekkert inn á settið, hann labbar. Og labbar hægt,“ segir Baltasar Kormákur sem nú er staddur í Louisiana í Bandaríkjunum við tökur stórmyndarinnar 2 Guns en í aðalhlutverkum eru Denzel Washington og Mark Wahlberg.

Með milljarða kvikmynd í tökum

04–11.07.12

PÁ L L B A L DV I N B A L DV I N S S ON F R É T TA T Í M I N N

Vasabrotsbækur – skáldverk

„Koch er afhjúpandi höfundur.“

„Það er eitthvað einstakt við þessa bók.“ I NG V E L DU R GE I R S D Ó T T I R MORGU N BL A ÐI Ð

www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu

Baltasar er að útskýra fyrir blaðamanni það sem nýtt er í þessu fyrir sig sem kvikmyndaleikstjóra. Þó allt sé þetta hið sama í grunninn og fátt sem komi á óvart gerir „stærð“ myndarinnar það að verkum að allt gengur hægar fyrir sig. Framleiðendur 2 Guns verja 80 milljónum dollara til gerðar myndarinnar (10.284.000.000 ISK), 55 milljónum dollara ef tekið er inn í dæmið skattaafsláttur og aðrar endurgreiðslur. Ástæðan fyrir því að Baltasar er við tökur í Louisiana er meðal annars sú að þar er skattalegt umhverfi kvikmyndagerðarmönnum hagstætt. „Ég hef verið við undirbúning í marga mánuði. En, þetta er lengsta tökuferli sem ég hef farið í eða þrír mánuðir. Það þykir þó ekki langur tími þegar svo stór mynd er undir. Frekar stuttur. Denzel segist vanur því að vera fjóra til fimm mánuði við tökur. Ég verð búinn í september en hef nú verið við tökur í þrjár vikur. Þetta gengur rosalega vel. En, þetta segir maður svo sem alltaf þegar maður er að taka,“ segir Baltasar og hlær.

Sjónvarpsþáttagerð á dagskrá Nýir leikarar sem tekið hafa að sér smærri hlutverk eru meðal annarra Bill Paxton og James Marsden (Straw Dogs, 2011) og enn er verið að skipa í hlutverk. Baltasar lætur vel af sér í Louisiana. Þar er hitabylgja og hann segist vera orðinn eins og arabi útlits í sólinni: „Já, það er geðveikislega heitt hérna. Sandnegrinn kemur upp í manni. En, þetta er frábær staður, djasskúltúr, góður fílingur og frábært hér að vera í alla staði.“ Baltasar kemur heim til Íslands í september, til að frumsýna kvikmyndina Djúpið sem þá verður fullgerð. Þá kemur örlítið hlé áður en Baltasar heldur aftur til Bandaríkjanna til að vinna að eftirvinnslu 2 Guns. „Þá tekur við undirbúningur gerðar pilot-þáttar fyrir HBO.“ Baltasar útskýrir að um sé að ræða stærstu kapalsjónvarsstöð í heimi, sem framleiði sjónvarpsþáttaraðir á borð við Sopranos og Boardwalk Empire. „Alvöru efni. Sjónvarpið nartar stöðugt meira í hælana á bíóinu í gerð kvikmyndaefnis. Þetta virkar þannig að þekktur leikstjóri er fenginn til að gera fyrsta þáttinn, eða pilot-þátt, og leggja þannig línurnar.“ Baltasar segir handrit þáttanna alveg einstaklega spennandi en þeir gerast í Berlín árið 1969 og fjalla um prest sem hjálpar fólki að komast yfir múrinn. Ótrúlega vel skrifað inní þær aðstæður. Ég fór austur

fyrir múrinn áður en hann féll og kannast aðeins við þetta.“

Með risastórt verkefni til Íslands

Ekkert skortir á verkefnin hjá Baltasar en þegar pilot-þáttagerðinni lýkur stefnir Baltasar á að koma með risastórt verkefni til Íslands, eða kvikmyndina Everest, sem fjallar um stærsta slys í sögu fjallsins sem var 1996, sem Baltasar stefnir að því að tekið verði að verulegu leyti á Vatnajökli. Baltasar saknar þess ekki að vera á Íslandi meðan stórstórstjörnur á borð við Tom Cruse, Ben Stiller og Russell Crowe eru á landinu og sér sér hag í því: „Frábært fyrir íslenska kvikmyndagerð. Eins og Boot Camp heima núna. Fínt að menn heima séu í góðri þjálfum.“ Og þó nóg sé að gera við kvikmyndaleikstjórn hefur hann ekki gefið frá sér leik og var Baltasar reyndar beðinn um að mæta í prufur í allstórt hlutverk fyrir myndina sem Ben Stiller er að fara að taka á Íslandi. En taldi sig ekki hafa tíma til þess. „En, þetta er þröngur heimur. „Casting director“ þar er besta vinkona þeirra sem var með búningana í Contraband, og ég hef verið í stöðugu sambandi við hana að undanförnu og bent henni á íslenska leikara sem gætu verið góðir í hlutverk þar.“ Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettatiminn.is


Alltaf lágt verð ÖRTREFJAKLÚTUR

Rauða multi afþurrkunarklútinn er hentugt að nota í lokaumhirðu eftir að lakkið hefur verið bónað. Klúturinn er einstaklega rakadrægur og fjarlægir leifar af vaxi og bóni þannig að lakkið fær skínandi gljáa. Best er að nota klútinn þurran.

580.-

ALHLIÐA SVAMPUR

Multi svampurinn er einstaklega vökvadrægur. Hann er með tvær mismunandi hliðar, gráa hliðin er mýkri og er fyrir alhliða þrif en hvíta hliðin er fyrir grófari þrif og hentar á erfið óhreinindi eins og skordýraleifar.

605.-

VÍNILGLJÁI OG HREINSIR 300ML. Vínilgljái og hreinsirinn er hágæða umhirðuefni fyrir plast og gúmmí. Efnið hreinsar, viðheldur og ver plasthluti bílsins innan sem utan. Það smýgur djúpt inn í yfirborðið og veitir virkni innan frá. Efnið ver gegn öllum loftlagsbreytingum og kemur í veg fyrir rafmögnun, lífgar uppá lit og skilur eftir góðan ilm.

1.190.-

HARD WAX

1000ML. Þvottalögurinn virkar fljótt og rækilega gegn dæmigerðum vegaóhreinindum. Má nota á allt lakk, málm, gler, plast og gúmmí. Jafnframt má nota þvottalöginn á flísar, postulín og gljábrennt yfirborð.

HÁÞRÝSTIDÆLA C115

• Háþrýstidæla C 115. 3-6 PCA X-TRA • Hámarksþrýstingur 115 bör • Hámarksflæði vatns 440 l/klst • Sambyggður hjólavagn • 6 m háþrýstislanga.

820.-

500ML. Vaxbónið er þægilegt að vinna með. Bónið myndar skínandi gljáa, dýpkar litinn og veitir langvarandi vörn.

1.465.-

GLANSÞVOTTALÖGUR

XTREME FELGUHREINSIR

750ML. Xtreme felguhreinsirinn er mjög áhrifaríkur og hentar á allar gerðir af ál og stálfelgum. Efnið fjarlægir auðveldlega erfið óhreinindi, svo sem bremsuryk, olíu og gúmmileifar.

1.520.-

24.995.-

Nú bónum við bílinn með

Krakkar, Það verða andlitsmálarar í á laugardaginn frá kl 12-17, og allir krakkar fá ókeypis ís frá Kjörís.

Í Bauhaus bjóðum við upp á hágæðavörur fyrir bílinn þinn. Laugardaginn 14.júlí frá 12:00 til 17:00 verður fulltrúi frá Sonax í verslun okkar og mun hann aðstoða og fræða gesti við val á bílavörum, einng verður bílaumboðið Hekla með nokkra af bílum sínum til sýnis í versluninni á sama tíma. Komdu og upplifðu stemninguna í og leyfðu okkur að koma þér á óvart með ótrúlegu vöruúrvali.

Auglýst verð gildir frá fimmtudeginum 12. júlí til og með laugardagsins 14. júlí 2012. Gildir á meðan birgðir endast.

GÆÐI

ÞJÓNUSTA

GJAFVERÐ

BAUHAUS REYKJAVIK - Lambhagavegur 2-4 - 113 Reykjavik - www.bauhaus.is

VÖRUÚRVAL


8

viðtal

Helgin 13.-15. júlí 2012

Hjónin Paulina Garcia Romero og Friðfinnur Finnbjörnsson ákváðu að vandlega íhuguðu máli að fækka fóstrunum úr fimm í þrjú. Læknar höfðu ráðlagt þeim að fækka þeim í tvö. Ljósmynd Hari

Erfiðasta ákvörðun lífs míns að fækka fóstrunum í þrjú Hjónin sem áttu von á fimmburum og Fréttatíminn hefur fengið að fylgjast með eru þakklát fyrir þá hjálp sem þau fengu eftir að hafa sagt sögu sína í blaðinu. Þau komust í samband við fólk sem hafði gengið í gegnum svipaða reynslu og sérfræðinga erlendis sem hjálpaði þeim að taka þá erfiðu ákvörðun sem þau stóðu frammi fyrir; hvort þau ættu að taka þá miklu áhættu sem felst í fimmburameðgöngu eða fækka fóstrunum eins og íslenskir læknar ráðlögðu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir ræddi við hjónin.

H

jónin Paulina Garcia Romero og Friðfinnur Finnbjörnsson ákváðu að vandlega íhuguðu máli að fækka fóstrunum í þrjú. „Læknar höfðu ráðlagt okkur að fækka þeim í tvö og ég held að við hefðum ekki treyst okkur til þess að taka ákvörðun um annað nema vegna þeirrar hjálpar sem við fengum frá fólki eftir að saga okkar birtist í Fréttatímanum. Við erum mjög þakklát fyrir það,“ segir Friðfinnur. Paulina tekur undir það með honum: „Ég veit að það munu margir hafa skoðun á því að við fórum með þetta mál í fjölmiðla en fyrir okkur var það rétt, það hjálpaði okkur sannarlega við þessa erfiðu ákvörðun,“ segir hún. “Þetta var erfiðasta ákvörðun lífs míns.” Þau segjast sátt við að hafa tekið þá ákvörðun að fækka fóstrunum um tvö þótt það hafi verið þeim mjög erfitt. „Ég vissi að þetta var það rétta í stöðunni eftir að hafa ráðfært mig við íslenska móður sem gekk í gegnum svipaða reynslu og þurfti að fækka fóstrum úr fjórum, og eftir að hafa talað við

„Ég var alveg að því kominn að biðja læknana að hætta við þegar að þessu kom.“

bandarískan sérfræðing í fjölburameðgöngum. Íslenska konan fór að ráðleggingum lækna og fækkaði í tvö. Við vorum ekki tilbúin til þess að fækka um þrjú enda er áhættan á fósturláti fyrir eftirlifandi fóstur meiri eftir því sem fóstrin sem fækkað er eru fleiri, eftir því sem bandaríski læknirinn sagði okkur,“ segir Paulina.

Þarf teymi reyndra lækna

Sérfræðingurinn sagði þeim líka að hann mælti ekki með fimmburameðgöngu nema með mjög reyndu og færu teymi lækna. „Læknarnir hér á Íslandi hafa enga reynslu af fimmburameðgöngu og aðeins einu sinni hafa fæðst fjórburar hér á landi, fyrir tuttugu árum,“ bendir Friðfinnur á. „Okkur fannst því að ef við ættum að vera örugg með þessa meðgöngu yrðum við að fara

til Bandaríkjanna. Við könnuðum þann möguleika og það hefði einfaldlega reynst of kostnaðarsamt,“ segir hann. Paulina og Friðfinnur kynntust haustið 2009 þegar Paulina kom sem háskólaskiptinemi í Háskólann í Reykjavík en hún er frá Mexíkó „Ég ætlaði bara að vera hér í hálft ár en svo breyttist það því ég kynntist Fridda,“ segir Paulina. „Ég var búin að vera sex mánuði í Kanada og sex mánuði hér og háskólinn sem ég var í í Mexíkó leyfir aðeins eins árs skiptidvöl. Mamma hringdi hins vegar í skólann og útskýrði að ég væri búin að eignast kærasta á Íslandi og þá gerði skólinn undantekningu og mér var leyft að vera lengur,“ segir Paulina brosandi. Friðfinnur grípur inn í: „Raunveruleg ástæða er hins vegar sú að

hún er afburðanemandi, með 9,6 í meðaleinkunn í virtasta háskóla Mexíkó þannig að skólinn vildi einfaldlega allt fyrir hana gera.“ Paulina fór síðan út aftur í fimm mánuði til að ljúka BA-námi sínu í viðskiptafræði og flutti síðan aftur til Íslands. „Við giftum okkur samt fyrst, áður en hún fór út,“ segir Friðfinnur. Það var 12. maí 2010. Þegar þau eru spurð af hverju það hafi legið svona á að gifta sig segir Friðfinnur: „Við vissum að þetta var það sem við vildum.“ Paulina tekur við: „Það var eins og við hefðum alltaf þekkst. Við erum ennþá stundum hissa á því hvað við erum tengd.“ Friðfinnur bætir við: „Við erum mjög ástfangin,“ og kyssir Paulinu á vangann. Paulina segir að vinir og fjölskylda hafi undrað sig á því hvað þau hefðu gift sig eftir skamma


Tómatsósa fer yfirleitt undir, en sumir vilja setja hana báðum megin.

Sinnepið skal ávallt vera ofan á pylsunni, það er óskrifuð regla.

Brauðið þarf að vera volgt og mjúkt.

Sumum finnst hrár laukur of bragðmikill á pylsu, en sitt sýnist hverjum. Lína af remúlaði gleður alla sanna sælkera. Steiktur laukur er ómissandi á pylsuna.

Hafðu fjölbreytni í fyrirrúmi í sumar. Grillaðu pylsur frá öllum heimsins hornum og upplifðu þig sem sannan heimsborgara í garðinum heima.

Amerískar pylsur. Með eplum og kanil.

Bratwurst. Frábærar á grillið.

FI042814 FÍTON / SÍA

Ostapylsur. Ómótstæðilegar á grillið, af frönskum ættum.

Pólskar pylsur. Bragðgóðar og kjötmiklar.

Ítalskar pylsur. Grillpylsur með ítölskum kryddkeim.

Sumarpylsur. Færa þér sumarið frá Rínarlöndum.

Danskar pylsur. Vi er røde. SS vínarpylsur. Þessar ómissandi.

Léttar vínarpylsur. Á léttum nótum.

www.ss.is facebook.com/ss.slaturfelag.sudurlands


10

viðtal

Helgin 13.-15. júlí 2012

ÓDÝRASTI ÍSINN Í BÓNUS

398 kr. 12 stk.

498 kr. 8 stk.

sambúð. „Ég heyrði það á fólki að sumir héldu að við værum að giftast svo ég gæti verið hér lengur, en það var sko alls ekki ástæðan. Ég þurfti þess ekkert. Ég þurfti ekkert að komast frá Mexíkó. Ég kem frá vel stæðri fjölskyldu og hafði það mjög gott þar. Það var bara Friddi sem gerði það að verkum að ég vildi vera áfram á Íslandi,“ segir hún og hlær. „Um leið og fólk kynntist mér betur sá það náttúrulega hver raunverulega ástæðan var,“ bætir hún við.

Missti fóstur 2011

298 kr. 3 stk.

Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ EURO SHOPPER VÖRUTEGUNDIR Í BOÐI

Friðfinnur var á Íslandi á meðan Paulina var í Mexíkó að ljúka námi sínu. „Þá fórum við að plana fjölskyldu. Stuttu eftir að ég kom aftur til Íslands, í desember 2010, varð ég ófrísk en ég missti fóstrið í febrúar. Þá kom í ljós að ég hefði í raun ekki átt að geta orðið ófrísk með náttúrulegum hætti því ég var með blöðrur á eggjastokkunum. Við reyndum samt áfram í ár með hjálp kvensjúkdómalæknis og lyfja en loks var okkur sagt að við yrðum að leita til Art Medica og fá hjálp. Við gerðum það og eftir meðferð í mánuð var tæknisæðing framkvæmd og það tókst svona vel,“ segir hún. Alls frjóvguðust fimm egg í tæknisæðingunni en að sögn Guðmundar Arasonar, frjósemislæknis á Art Medica, er afar sjaldgæft á heimsvísu að slíkt gerist og einsdæmi hér á landi, eins og áður sagði. Tæknisæðing fer þannig fram að konunni er gefið hormón til að örva vöxt og þroska eggbúa. Síðan eru sæðisfrumur settar upp í leghol konunnar með örfínum plastlegg. Í annarri sónarskoðun á Art Medica kom í ljós að fóstrin voru fimm og var hjónunum í framhaldi vísað til fæðingalæknis á kvennadeild Landspítala Íslands, Huldu Hjartardóttur yfirlæknis. Hún staðfesti með sónarskoðun að fóstrin væru fimm og þau döfnuðu vel og virtust öll heilbrigð. „Það voru bæði góðar og slæmar fréttir,“ segir Paulina. „Auðvitað vildum við að börnin væru öll heilbrigð en við vorum líka smá að vona að við myndum ekki þurfa að taka þessa ákvörðun sjálf,“ segir hún. Þau höfðu um mánuð til að taka ákvörðun um framhaldið. „Ég held, að ef við hefðum ekki komist í samband við þetta fólk sem hafði samband við okkur í gegnum Fréttatímann, hefðum við látið undan þrýstingi lækna og fækkað fóstrunum í tvö,“ segir Paulina. „Við hefðum aldrei orðið fyllilega sátt við það og hefðum alltaf hugsað: Hvað ef við hefðum eignast þrjú?“

Erfitt andlega og líkamlega

Rúm vika er liðin síðan Paulina fór í aðgerðina þar sem fóstrunum var fækkað. Hún segir það hafa verið erfiða stund. „Þetta var mjög sárt, bæði andlega og líkamlega, en ég vissi að sá möguleiki var

„Ég kem frá vel stæðri fjölskyldu og hafði það mjög gott þar. Það var bara Friddi sem gerði það að verkum að ég vildi vera áfram á Íslandi.“

ekki raunverulega fyrir hendi að eignast þau öll því það hefði verið of mikil áhætta, bæði fyrir mig og börnin,“ segir hún. Friðfinnur bætir við: „Ég var alveg að því kominn að biðja læknana að hætta við þegar að þessu kom.“ Paulina fékk staðdeyfingu og tók aðgerðin um 15 mínútur. „Ég var hjá henni og hélt í höndina á henni en fylgdist með því sem fram fór á sónarskjánum sem læknarnir notuðu til að staðsetja fóstrin,“ segir Friðfinnur. „Það var hræðilegt að fylgjast með þessu en ég vildi samt gera það til að vera viss um að það yrðu engin mistök gerð,“ segir hann. Fóstrunum tveimur var eytt með því að sprauta efni í hjarta þeirra. Farið er með sprautunál í gegnum kvið konunnar og legvegg. „Við eigum myndband af sónarnum þar sem öll fimm fóstrin eru lifandi. Það er mjög dýrmætt,“ segir Friðfinnur. „Við fengum líka að sjá þegar við fórum í sónar nú í vikunni að þrjú fóstrin eru heilbrigð og virðast vaxa eðlilega en tvö eru látin,“ segir Friðfinnur. „Við höfum fengið að eiga sónarmynd af öllum þeim skiptum sem við höfum farið í sónar, en við vildum ekki fá mynd í þetta skipti,“ bætir Paulina við. „Það er of erfitt. Við ætlum bara að bíða þangað til börnin þrjú eru orðin stærri.“ Paulina er undir ströngu eftirliti á Kvennadeild Landspítalans þar sem þríburameðganga er talin áhættusöm meðganga. Enn sem komið er gengur allt vel og eru hjónin bjartsýn um framhaldið, eru búin að reikna það út að þríburarnir muni koma til með að nota sjö þúsund bleyjur fyrsta árið. „Það eru nokkrir bleyjupakkar,“ segir Friðfinnur og dæsir í gríni. „Svo er allt hitt: þrír bílstólar, þríburakerra, þrjú barnarúm... Þetta verður ævintýri,“ segir hann og brosir. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


Nýtt: „doll eyes“ og Artliner

Fyrsti „doll eyes“ maskarinn

HYPNÔSE

DOLL EYES

HRÍFANDI AUGNHÁR - OPNARA AUGNARÁÐ NÝIR LITIR: 011 extra svartur og 04 dökk lillablár NÝTT: DOLL EYES vatnsheldur maskari ARTLINER blár, grænn og lillablár.

LANCÔME TILBOÐSÖSKJUR:

Hydra Zen 50 ml rakakrem og 100 ml hreinsimjólk og andlitsvatn. Algengt verð 8.672 kr. Verðmæti 12.913 kr. Einnig tilboð á Hydra Zen 30 ml lituðu dagkremi nr 03. Algengt verð 3.300 kr. www.facebook.com/LancomeIceland


12

viðtal

Helgin 13.-15. júlí 2012

Fer með brúðarkjól frá ömmu sinni í fegurðarsamkeppni Tvö ár eru liðin síðan Íris Telma Jónsdóttir varð í öðru sæti í keppninni um Ungfrú Ísland. Hún var því ekki alveg í gírnum þegar hún var beðin með skömmum fyrirvara að taka þátt í Miss World fyrir Íslands hönd. Íris sló samt til og er á leið í mánaðarferð til Kína.

É

g bjóst alls ekki við þessu. Mig hefur alltaf langað að fara út til að keppa en ég bjóst kannski ekki við að komast í Miss World,“ segir Íris Telma Jónsdóttir, 21 árs Hafnarfjarðarmær sem er á leið til Kína í næstu viku til að keppa í Miss World. Íris Telma lenti í öðru sæti í Ungfrú Ísland árið 2010 og því var ekki ráðgert að hún yrði fulltrúi Íslands að þessu sinni. Miss World fer fram 18. ágúst næstkomandi en ný Ungfrú Ísland verður ekki krýnd fyrr en í september og þess vegna var leitað til hennar. „Ég fékk rosa stuttan fyrirvara, það er bara rúm vika síðan talað var við mig. Sem betur fer var ég í þokkalegu standi.“

Voltaren Gel 100g

15% afsláttur kr.

58 kr.

Stífar æfingar í ræktinni „Ég hef ekkert verið voðalega dugleg í ræktinni en ég hef passað að borða hollan mat, hreyfa mig og sofa nóg,“ segir Íris sem kveðst hafa snúið lífi sínu á hvolf þegar henni bárust gleðifregnirnar fyrir tveimur vikum. „Það fór allt á fullt þegar ég fékk að vita þetta. Ég er búin að vera hjá einkaþjálfaranum, Aðalheiði Ýr í Laugum, og það er ýmislegt búið að gerast á þessum stutta tíma.“ Auk þess að æfa stíft í ræktinni er að mörgu að huga í undirbúningi fyrir mánaðardvöl í Kína. Íris Telma fór í myndatöku hjá ljósmyndaranum Arnold Björnssyni en meðfylgjandi mynd af henni er úr þeirri töku. Mikill tími hefur líka farið í að velja réttu fötin. „Þetta er rosalega mikið af kjólum sem ég þarf að hafa með mér. Mig langaði að vera í öðrum kjól en ég var í á keppninni hér heima svo ég reddaði mér honum sjálf að utan. Það eru 120 stelpur í keppninni og maður þarf að vera áberandi og í flottum kjól,“ segir Íris. Hún pantaði aðalkjólinn að utan og hefur því enn ekki getað mátað hann. „Ég fæ hann sendan – það er eins gott að hann passi!“ segir hún og hlær. Íris segir að kjóllinn sé „nude“ og það sama gildi um skóna sem hún fái frá Gyðju. Kjóllinn er alsettur steinum og skórnir eru úr roði. „Þeir eru rosalega flottir“ segir fegurðardrottningin. Þegar mikið liggur við er gott að eiga góða að. Það sannast hjá Írisi Telmu því ef kjóllinn sem hún pantaði að utan passar ekki er hún með varakjól sem amma hennar lét henni í té. „Amma gaf mér gamlan brúðarkjól sem er verið að breyta. Hún átti brúðarkjólaleigu í gamla daga og ég fékk einn flottan sem ég er að vísu að gjörbreyta.“

Foreldrarnir fylgja með til Kína

Það getur ekki verið auðvelt að rífa sig upp fyrir mánaðarferð með litlum fyrirvara. Íris Telma er einhleyp og gat því stokkið til. Hún starfar sem snyrtifræðingur á snyrtistofunni Caritu í Hafnarfirði og tók sér langt sumarfrí frá störfum þar. Hún segir að samstarfskonurnar þar styðji vel við bakið á sér og hún sé þegar farin að sakna þeirra. Foreldrar Írisar ætla að koma út til Kína og styðja við bakið á henni. „Þau koma út tíu dögum fyrir keppnina. Þetta er náttúrlega bara eitthvað sem maður gerir bara einu sinni.“ Framundan er langt ferðalag í austurveg. „Flugið er 29 tímar og það er ekki skemmtilegt fyrir mig sem er ein sú flughræddasta. Þetta verður eitthvert ævintýri,“ segir Íris Telma. Íris Telma kveðst ekki gera sér háleitar hugmyndir um árangur í keppninni, hún ætli bara að taka þátt og gera sitt besta. „Ég er voða hógvær með þetta,“ segir hún. Keppendur í Miss World mega ekki vera á Facebook meðan á keppninni stendur en Íris ætlar að greina frá ævintýrum sínum á bloggsíðunni iristelma.blogspot.com. Íris Telma Jónsdóttir er á leið í 29 tíma ferðalag til Kína í næstu viku. Þar fara í hönd æfingar og undirbúningur fyrir Miss World sem fer fram 18. ágúst. Ljósmynd/Arnold Björnsson


Allt gott í útiverkin Frábært verð á stál- og plastþakrennum. Sjá verðlista á www.murbudin.is DEKA PRO þakmálning, 10 lítrar

9.995,-

DEKAPRO útimálning, 10 lítrar (A stofn)

6.995,-

Hágæða sænsk málning 10% gljástig, 10L

Dicht-Fix þéttiefni. 750ml

5.290,-

1.795,-

allir ljósir litir

ODEN þekjandi viðarvörn. 1 líter

1.795,-

ODEN EÐAL OLÍA á palla. Hágæða Silikonalkyd efni. 2,7 lítrar

Tréolía 3O, 3 lítrar á pallinn og annað tréverk

2.790,- 4.290,-

DEKA SÍLAN vatnsfæla, 5 lítrar

Deka Spartl LH. 3lítrar

5.890,- 1.745,-

Besta þekjandi viðarvörn í A4 og A2 ryðfríar Skandinavíu skrúfur. Mikið úrval samkvæmt prófun Folksham í Svíþjóð.

GAH þýskir byggingarvinklar. Mikið úrval

Sjá www.murbudin.is

HLA-205 Áltrappa 5 þrep, tvöföld

5.990,-

TVÖFALDUR STIGI Stigi SM-LLA218B með reipi 338-550cm

4 þrepa 4.990,6 þrepa 6.990,-

26.900,CLA-403p Fjölnota trappa stigi/pallur 4x3 þrep

13.990,pallur fylgir

LLA-308 PRO álstigi 3x8 þrep 2,27-5,05 m

16.990,3x7 þrepa 15.990,-

LLA-211 PRO álstigi/trappa 2x11 þrep 3,11-5,34 m Áltrappa 4 þrep

4.990,-

Áltrappa 3 þrep 4.490,Áltrappa 5 þrep 5.690,-

Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18

Akureyri

Furuvöllum 15.

Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-14

Húsavík

Garðarsbraut 50.

Opið virka daga kl. 8-18

Vestmannaeyjar Flötum 29.

Opið virka daga kl. 8-18

14.990,-

San-SM-RLB01 stubbastækkari

1.990,– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!


14

viðtal

Helgin 13.-15. júlí 2012

Ég er í raun tvær Siggur Sigga Beinteins heldur upp á fimmtugsafmælið sitt með stórtónleikum á afmælisdaginn sinn, 26. júlí og fagnar um leið þrjátíu ára tónlistarferli. Í einlægu og opinskáu viðtali segir hún frá tvíburunum sínum, sem fæddust fyrir rúmu ári og voru kúvending í lífi hennar, hvað henni þótti erfitt að verða fræg, feimninni og æskudraumnum, sem var að standa á sviðinu í Eurovision.

S

igga Beinteins er feimin að eðlisfari og þótti erfitt að verða á skömmum tíma þekkt andlit sem gat ekki farið út í búð án þess að fólk velti því fyrir sér hvað væri í innkaupakörfunni hennar. Hún byrjaði að syngja þriggja ára og átti þá ósk sem barn að standa á sviðinu í Eurovision og syngja fyrir hönd Íslands. Hún segist vera mikil tilfinningavera og þver heima fyrir þótt það sé alveg hægt að tala hana til. Stærsta gjöfin er hins vegar börnin tvö sem hún og sambýliskona hennar, Birna María Björnsdóttir, eignuðust fyrir fimmtán mánuðum. Hún segir að fæðing tvíburanna, Alexöndru Lífar og Viktors Beinteins, þann 24. apríl fyrir rúmu ári, hafi verið stærsta stund lífs síns. „Það var stórkostlegt að sjá þau fæðast. Þau komu að vísu með keisara, en það var dásamleg stund. Ég gat ekki annað en grátið, þetta var svo stórfenglegt,“ segir Sigga. Hún segir að líf sitt hafi tekið algjöra kúvendingu með fæðingu barnanna. „Þetta er dásamlegt en ég hefði ekki verið tilbúin í þetta fyrr. Ég hef alla tíð verið mikið með börn systkina minna og alltaf þótt rosalega gaman að vera með börnum og vinna með börnum. Innst inni langaði mig alltaf í mín eigin börn. Það var alltaf draumurinn. Og svo þegar við ákváðum að prófa að eignast börn komu tvö frekar en eitt! Og það náttúrulega toppaði allt að fá strák og stelpu. Þetta er toppurinn á öllu. Þetta er sko besta gjöf sem ég hef á ævinni fengið. Þetta er það yndislegasta í heimi.“

Aldurinn er afstæður

Aðspurð segist hún ekkert hafa velt því fyrir sér hvort hún væri of gömul til að eignast börn, 49 ára. „Ég hugsaði það aldrei þannig, því það skipti ekki máli. Aldurinn er svo afstæður. Ef maður getur gefið af sér eins og maður þarf, og gert það sem þarf að gera, er aldurinn aukaatriði. Og ég held að því seinna á ævinni sem maður eignast börn, því betra, myndi ég segja. Þegar maður er kominn á minn aldur er maður kominn á svo góðan stað í lífinu, búin að eignast allt sem maður þarf á að halda, hús og bíl og innbú og allt það, og maður er orðinn svo tilbúinn. Annars var það bara mjög sniðugt hjá mér að gera þetta svona seint. Ég framleiddi fyrst barnaefnið og svo börnin“, segir hún og hlær. „Kannski var ég bara ómeðvitað að undirbúa þetta allan tímann sem ég hef verið með Söngvaborg.“ Tvíburunum finnst skemmtilegast af öllu að syngja með Siggu mömmu. Eitt af fyrstu orðunum þeirra var La sem þýðir Söngvaborg. „Uppáhaldslag Alexöndru er rólega lagið úr Ávaxtakörfunni, Í réttu ljósi, og þeim þykir báðum Fugladansinn rosalega skemmtilegur. Þeim finnst voða gaman að horfa á Söngvaborg, en ég held þau hafi ekki hugmynd um að þetta sé ég þarna á skjánum, ég held þau séu ekkert búin að kveikja á því,“ segir Sigga. Sigga segist ætla að aðlaga vinnuna sína að hinu nýja fjölskyldulífi því hún sé staðráðin í að eyða eins miklum tíma með börnunum og hún getur. „Þessi tími kemur ekki aftur.“ Hún ætlar að minnka viðveru sína í söngskólanum sem hún hefur rekið með systur sinni í Noregi frá árinu 2003 og er að innrétta söngstúdíó á neðri hæðinni hjá sér í húsi þeirra Birnu í Kópavoginum og ætlar að byrja að kenna söng þar í haust.

Hefur ekkert sofið

En hvernig hefur gengið að samræma líf söngkonunnar og tvíburamömmunnar? „Það hefur bara gengið þannig að maður hefur ekkert sofið,“ segir hún og hlær. „Það hefur verið lítið um svefn. Þetta

Sigga Beinteins og Birna María Björnsdóttir með tvíburunum sínum, Viktori Beinteini og Alexöndru Líf sem fæddust fyrir 15 mánuðum.

„Ég hef nú alltaf trúað því að ef mann langar eitthvað og óskar sér einhvers þá kemur það til manns, bara spurning um hvenær það kemur.“

tekur á en Birna er rosalega skilningsrík og leyfir mér að sofa þegar ég get sofið. Svefninn er reyndar það mikilvægasta ef maður ætlar að halda röddinni, maður verður að hvíla nóg annars fer röddin. Maður verður bara hás og ef maður sefur ekki nóg aukast líkurnar á kvefi og pestum og það er algjört eitur fyrir söngfólk.“

Tvenn merkileg tímamót

Sigga heldur upp á tvenn merkileg tímamót um þessar mundir. Hún verður fimmtug þann 26. júlí og á jafnframt þrjátíu ára söngafmæli á árinu. Hún fagnar áfanganum með stórtónleikum á afmælisdaginn þar sem allar helstu stjörnur íslenskrar tónlistar koma fram með henni. „Þetta verður rosalega skemmtilegt. Ég verð með flottustu bakraddir á Íslandi, Friðrik Ómar, Regínu Ósk og Ernu Hrönn. Maður fær ekki betra fólk. Svo er ég með æðislegt níu manna band. Og svo koma vinir mínir í bransanum og syngja með mér, Björgvin Halldórsson, Grétar Örvarsson og Páll Óskar Hjálmtýsson. Þetta verða mjög flottir tónleikar enda stór dagur.“ Þegar hún er spurð út í hvað standi nú uppúr á þessum þrjátíu ára tónlistarferli svarar hún: „Þátttakan í Eurovision og tíminn með Stjórninni, öll sveitaböllin sem við spiluðum á, hugsa ég. Það er allavega það fyrsta sem kemur í hugann,“ segir

Sigga og bætir við: „Það er rosalega skemmtilegt að taka þátt í Eurovision. Þótt það sé mikil vinna og kostnaður er þetta svo mikil upplifun. Maður kemst í tæri við og upplifir svo margt. Svo er náttúrulega æðislegt að syngja fyrir landið sitt.“ Sigga hefur fjórum sinnum tekið þátt í Eurovision, árið 1990 með Eitt lag enn sem hún söng með Grétari Örvarssyni, árið 1992 þegar hún söng lagið Nei eða já með Sigrúnu Evu og loks árið 1994 með lagið Nætur. Auk þess söng hún bakraddir árið 2006 þegar Silvía Nótt tók þátt fyrir Íslands hönd. „Ég get alveg sagt þér smá leyndarmál. Ég horfði alltaf á hverja einustu Eurovisionkeppni þegar ég var lítil, á hverju einasta ári. Og ég var alltaf að ímynda mér að ég stæði þarna á sviðinu og væri að syngja. Ég held ég hafi meira að segja sagt það við mömmu einhvern tímann, að ég ætlaði sko að vera þarna á sviðinu einn daginn og syngja. „Ég ætla að standa á þessu sviði einhvern tímann og syngja. Ég ætla að fara í Eurovision!“.“

Byrjaði að syngja þriggja ára

En hvenær byrjaði Sigga Beinteins að syngja? „Ég var víst byrjuð að syngja þriggja ára. Ég man náttúrulega ekkert eftir því. Ég man hins vegar að Framhald á næstu opnu


3% MINNI EYÐSLA Sparnaður p á bensíni m.v. meðalaðstæður, skv. þý þýsku rannsóknarstofunni APL

ÞÚ FÆRÐ MEIRA ÚT ÚR ELDSNEYTINU Á N1 N1 blandar sér sérstökum rst stökum fjölvirkum

Bætiefnin eru í raun nauðsynleg til

bætiefnum í alltt b ensín og díselolíu bensín

að standast ströngustu kröfur

án viðbótarkostnaðar fyrir viðskipta-

helstu bílaframleiðenda heims.

vini. Bætiefnin hreinsa vélina og

Víða um heim er raunar bundið í

draga úr mengun auk þess að auka

lög að blanda skuli efnum af þessu

afl bílsins og draga þannig úr

tag í eldsneyti. Aðrar reglur gilda tagi

eldsneytiskostnaði.

hé á landi og er blöndun bætihér efn efnanna í birgðastöðvum N1 því að eigin frumkvæði með hagsmuni við viðskiptavina að leiðarljósi.

„Bæ „Bætiefnin Bæ ætiefnin í eldsney eldsneytinu á N1 skila sér í meira me eira afli og lægri eldsneytiskostnaði.“ Herbert Herbertsson, He rbert Herbertsso eldsneytisráðgjafi N1. eld dsneytisráðgjafi N

WWW.N1.IS

Svona virk virka ka bæ bætiefnin ætiefnin í eldsneytinu á N1 Allt að 8% meira afl í vélum, miðað við þær sem nota eldsneyti án bætiefna* A.m.k. 3% minni eldsneytiseyðsla, miðað við eldsneyti án bætiefna* Minni útblástursmengun Vörn gegn tæringu og sliti í eldsneytiskerfi Hreinni vél og hreinni smurolía Minna kaldræsiglamur og reykur í díselvélum Freyðivörn í díselolíu (áfylling fljótlegri og hreinlegri) *Skv. prófunum þýsku rannsóknarstofunnar APL á 2.0L Daimler-Chrysler bensínvél

Meira í leiðinni


16

viðtal

Helgin 13.-15. júlí 2012

þegar ég var sjö eða átta ára og þurfti alltaf að taka hlé á ákveðnum tímum þegar ég var úti að leika mér. Ég var alltaf á klukkunni því ég vildi tryggja að ég missti ekki af uppáhalds tónlistarþáttunum mínum í útvarpinu sem voru Óskalög sjúklinga, Óskalög sjómanna og Lög unga fólksins, því þá kom músík,“ segir hún. „Ég lærði á píanó í tvö eða þrjú ár en fannst miklu skemmtilegra að syngja. Svo fékk ég kassagítar, þegar ég var unglingur, og pikkaði gripin upp úr bítlabók.“ Hún söng fyrir sjálfa sig, ein inni í herbergi, og sökum feimni passaði hún sig á því að enginn heyrði til hennar. „Einu sinni stóð víst vinkona mín fyrir utan herbergið hjá mér og hlustaði á mig syngja án þess að ég vissi af því. Þegar hún kom hún inn sagði hún að ég yrði að fara að syngja í hljómsveit! Ég svaraði: „Nei, kemur ekki til greina. Ég myndi aldrei þora, ekki að ræða það!“ En hún gaf sig ekki og sagði að ef einhver myndi auglýsa eftir söngkonu yrði ég að sækja um. Og svo einn daginn kom hún með Dagblaðið þar sem hljómsveit var að auglýsa eftir söngvara. „Sigga, hringdu!“, sagði hún. Ég sagði að það kæmi ekki til greina þannig að ég held að hún hafi bara hringt og sagt mér svo að við ættum að mæta á einhvern stað klukkan átta og hitta hljómsveitina og ef ég færi ekki myndi hún hætta að vera vinkona mín,“ segir Sigga og hlær. „Mig langaði ekki að missa hana sem vinkonu – og auðvitað kraumaði löngunin undir niðri. Feimnin var bara yfirsterkari. En svo lét ég mig hafa það að fara á þessa æfingu og þar var Dr. Gunni aðalmaðurinn í hljómsveitinni. Ég söng þarna eitthvað fyrir þá, ég man ekki hvað, og svo var ég bara ráðin,“ segir hún hlæjandi. „Þessi hljómsveit hét því hrikalega nafni Geðfró! Það kom alveg frá strákunum, ég átti ekkert í því nafni. Mér fannst alltaf svo vandræðalegt að segja þetta nafn því það var svo hrikalega ljótt,“ segir hún og hlær.

Úr Geðfró í Meinvillingana

Hún segir að hljómsveitin með ljóta nafnið hafi verið mjög dugleg að æfa og koma fram. „Við spiluðum til dæmis á Félagsstofnun stúdenta þar sem oft voru haldnir tónleikar með nýjum böndum sem voru að koma sér á framfæri. Einhvern tímann þegar ég var þar komu að máli við mig aðrir strákar sem buðu mér að koma með sér í hljómsveit. Sú var meiri popphljómsveit en Geðfró sem var meira í nýbylgjunni og á þeim tíma fannst mér það spennandi tilhugsun að geta farið að spila á böllum og svona, og syngja „cover-lög“ þó svo að í dag hefði mér fundist gaman að gera eitthvað nýtt og spennandi. Það var úr að þeir buðu mér í sitt band sem hét nú ekki skárra nafni, Meinvillingarnir,“ segir hún og hlær. „Við tókum þátt í Músíktilraunum og lentum bara þó nokkuð ofarlega. Það er svo fyndið hvernig þetta gerist með feril minn, eins og þetta leiði allt hvert af öðru. Ég hef nú alltaf trúað því að ef mann langar eitthvað og óskar sér einhvers þá kemur það til manns, bara spurning um hvenær það kemur.“ „Þegar við erum að taka þátt í Músíktilraunum

ENNEMM / SÍA / NM51727

Hvaða lag af þeim sem þú hefur sungið þykir þér vænst um? Það er rosalega erfitt að setja til um það hvaða lag manni þykir vænst um. Mér þykir mjög vænt um jóladiskinn minn, Desember, sem ég gaf út árið 1993. Mér þykir afskaplega vænt um þann disk í heild og ég lagði mjög mikið í hann. Svo er annar diskur sem mér þykir mjög vænt um, Til eru

“Það var bara mjög sniðugt hjá mér að gera þetta svona seint,” segir Sigga Beinteins sem hér er með dóttur sína, Alexöndru Líf, í fanginu. “Ég framleiddi fyrst barnaefnið og svo börnin.”

eru strákar að horfa á, meðal annars Gummi Jóns í Sálinni og Sveinn Kjartansson sem á Stúdíó Sýrland í dag, og fleiri strákar. Þeir komu síðan til mín daginn eftir og spurðu hvort ég vildi ekki koma á æfingu með þeim. Ég gerði það og við fórum svo að spila út um allt. Svo var okkur boðinn plötusamningur hjá Steinum og gáfum út eina plötu. Þessi hljómsveit hét Kikk. Þegar við vorum í stúdíóinu kom Björgvin Halldórsson þangað inn, hann var eitthvað að þvælast þar, og hann hringir í mig nokkrum dögum síðar og býður mér að syngja með sér eitt lag. Þá var það lagið Vertu ekki að plata mig. Og þá byrjaði ferillinn fyrir alvöru. Þetta var fyrsta lagið sem ég söng sem sló í gegn,“ segir Sigga.

Frægðin óþægileg

„Það var stórkostlegt að sjá þau fæðast. Ég gat ekki annað en grátið.“

fræ, sem ég gerði eftir að mamma mín dó árið 2007. Mamma dó úr krabbameini og ég komst í kynni við þann sjúkdóm mjög náið á þessum tíma því ég var mjög mikið með henni og hjá henni. Það var mikil og erfið reynsla. Maður lærir mikið af því að ganga í gegnum svona tímabil og metur hlutina öðruvísi á eftir. Ég gaf út þennan disk í kjölfarið og þar tók

Hún segir að hún hafi átt erfitt með það á þessum tíma að vera allt í einu orðið þekkt andlit. „Þetta gerðist svo hratt. Ég tók þetta mjög nærri mér. Ég hef alla tíð síðan reynt að halda prívatlífinu mínu svolítið til hliðar. Núna finnst mér það reyndar ekki skipta eins miklu máli og áður en á þessum árum, í kringum 1990, mátti ég ekki fara út í búð án þess að fólk væri að pæla í því og kjamsa á því hvað væri í innkaupakörfunni minni. Ég var farin að fara út í

ég lagið Til eru fræ af því að það var hennar uppáhaldslag og ég hafði aldrei sungið það. Mér þykir mjög vænt um það í dag. Einnig þykir mér mjög vænt um annað lag sem er á annarri sólóplötunni minni, Sigga, sem kom út árið 1998 og heitir Minning þín og er eftir Gunnar Þórðarson. Ég man að það var svo mikið mál að taka

það upp því ég einhvern veginn fann ekki rétta karakterinn í sönginn. Við vorum komin á það að sleppa því bara. En ég er svo þver, ég get verið hrikalega mikill þverhaus stundum, þannig að ég hætti ekki, ég var alla nóttina að syngja það inn og ég fann rétta karakterinn fyrir rest. Mér þykir rosa vænt um þetta lag. Það er ofboðslega fallegt.

búð á þeim tímum þegar sem fæstir voru að versla. Þetta var mjög mikið áreiti á tímabili. Ég var til dæmis hætt að fara í sund því mér fannst það bara svo óþægilegt.“ Hún segist hafa tekist á við þetta með því að setja upp hálfgerða brynju. „Ég hugsaði með mér að það væru bara tvær Siggur og ég er þannig enn þann dag í dag. Það er bara ég, þessi venjulega Sigga, og svo er það hin, þessi sem er almenningseign, sviðskonan. Það hefur alltaf verið þannig, eiginlega tvær Siggur. Ég hef viljað hafa einkalífið fyrir mig en þeim sem líkar við sönginn minn fá að eiga hann.“ Hún segir að inn í þetta spili eflaust feimnin sem hún hefur strítt við alla tíð. „Ég get verið alveg ofboðslega feimin. Ég verð feimin í margmenni enn þann dag í dag, til að mynda í boðum þar sem er fullt af fólki. Það eru nú ekki margir sem vita það. En músíkin og söngurinn hefur hjálpa mér mikið við að takast á við þessa feimni. Ég hef einmitt séð það gerast með krakka sem eru feimnir og fara að læra söng, að söngurinn hjálpar þeim.“ Eitt af því sem hún úttalaði sig ekki um við fjölmiðla á þessum tíma var að hún kom út úr skápnum. „Mér fannst það ekkert erfitt en hinsvegar var ég ekkert að útvarpa því. Þetta er eðlilegasti hlutur í heimi, fólk er bara eins og það er, og maður á ekki að vera að draga það í einhverja dilka. Þetta var aldrei neitt tiltökumál og mér fannst engin ástæða til að vera útvarpa þessu. Enda vildi ég vera prívat.“ En hvað ætlarðu að halda áfram að syngja lengi? „Ég held ég haldi áfram að syngja eins lengi og ég get og fólk vill hlusta á mig. Það er svo skemmtilegt. Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem manni þykir skemmtilegt, ég þakka fyrir það á hverjum degi.“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

tvær nýjar bragðtegundir! Ný bragðtegu N - bÉarNaise d

Ný bragðtegu - sítróNa oNd g Karrí


Aktu

Sparklega ...lifðu Sparklega

Bíll á mynd: Chevrolet Spark LT Nánari upplýsingar á www.benni.is

rt æ b Frá erð v

Chevrolet SPARK er svalur og skynsamlegur valkostur Sparlegur = Sparklegur: Hagnýtu atriðin skipta nú mun meira máli í lífstíl okkar. Chevrolet Spark uppfyllir allar helstu kröfur dagsins í dag um sparneytna bíla á skynsamlegu verði. Hann eyðir litlu og mengar lítið. Sparnaðurinn skilar sér því bæði í budduna þína og í betra andrúmslofti.

Chevrolet SPARK L bensín, bsk.

kr. 1.790 þús.

Frítt í stæði fyrir SPARK Komdu í heimsókn og reynsluaktu Chevrolet

CAPTIVA

VOLT

CRUZE

Bílabúð Benna • Tangarhöfða 8 • S: 590 2000 Njarðarbraut 9 • Reykjanesbæ • S: 420 3330

ORLANDO

MALIBU

Bílaríki • Glerárgötu 36 Akureyri • S: 461 3636

Nánari upplýsingar á www.benni.is

AVEO


18

úttekt

Helgin 13.-15. júlí 2012

Alkaafmælisbörnin hans Smára Þeir sem hafa drukkið og dópað sig yfir móðuna miklu eru, eðli málsins samkvæmt, hugleiknir formanni SÁÁ. Gunnar Smári Egilsson hefur að undanförnu birt á Facebook-vegg hóps félaga og velunnara SÁÁ athyglisverða mola um þau frægðarmenni sem hafa orðið undir í glímunni við Bakkus konung. Kennir þar margra grasa. Jakob Bjarnar Grétarsson heyrði ofan í Gunnar Smára og skoðaði þetta merkilega dagatal hans.

G

unnar Smári Egilsson, for­ maður SÁ Á, segir Face­ book skrítið öngstræti í fjölmiðlum. Smári var blaðamaður og ritstjóri til fjölda ára og hann yddar blýantinn sinn reglulega á Facebooksíðu Vinahóps SÁ Á. Þar hefur myndast dagatal um fallnar stjörnur; þeir sem drukku sig í hel og svo fá reyndar nokkrir sem hefur tekist að halda sjúkdómn­ um í skefjum og lifað af, þar inni einnig. „Ég er bara að athuga hvort þetta sé efni; að draga upp mynd af áfengis- og vímuefnasýki í sögunni, hvort það auki skilning eða styrki heimsmynd okkar í dag. Við lifum í menningarheimi, saga er hluti hans,” segir Smári spurður hver sé hugmyndin á bak við alkaafmælis­ börnin.

Fleiri alkar í Rússlandi en Egyptalandi

Hinn augljósi tilgangur dagatals­ ins er vitaskuld forvarnargildi, að vekja athygli á því að alkóhólismi er lífshættulegur sjúkdómur. En, það hangir meira á spýtunni. Gunnar Smári segir að mannskepnan lifi ekki bara í þekkingarheimi; „þar sem lausnin er handan hornsins; og við þurfum því ekki að hugsa um sögu eða menningu af því að þekkingin mun úrelda þetta. Að lifa þykkari sagnaheimi er eins og að borða betri mat. Ekki bara af því það er skynsamlegt eða gerir þig hæfari, það bætir líka lífið og gerir áhugaverðara.“ Smári segir jafnframt að sér þyki mikilsvert að þeir sem eru með áfengis- og vímuefansýki upplifi sig tengda þeim sem hafa glímt við sama sjúkdóm. „Þetta er okkar fólk. Svo er Facebook góð að því leyti að þú setur eitthvað inn og þeir sem áhuga hafa lesa það en það truflar aðra ekki neitt það tekur ekki pláss

frá öðru og er því ekki uppáþrengj­ andi. Þú getur fóðrað séráhuga á sérstakan hátt á Facebook.“ Þeir sem fá pláss á dagatalinu eru frægir einstaklingar, einkum tónlistarmenn. Gunnar Smári er þó ekki endilega þeirrar skoðunar að þeir séu líklegri til að reynast alkó­ hólistar en aðrir. „Alkóhólismi er í sjálfu sér ekki algengari eða hefur meiri áhrif á listamenn en aðra, það er reyndar meira framboð af dópi og brennivíni í poppheimum og því fleiri veikir þar alveg eins og það eru fleiri alkar í Rússlandi en Eg­ yptalandi.“

Nokkur dæmi um alkaafmælisbörn

Með alka dagsins fylgir oft hlekkur á YouTube þar getur að líta dæmi um afrek viðkomandi. En hér á eftir fara nokkur dæmi úr alkaafmælis­ dagbókinni sem höfundurinn, Gunnar Smári, veitti góðfúslegt leyfi til að birta:

Pabbi Love gaf henni LSD

Alka-afmælisbarn dagsins er Co­ urtney Love; hún er 48 ára í dag, 9. júlí. Courtney hefur glímt við áfeng­ is- og vímuefnafíkn nánast allt sitt líf; faðir hennar var sakaður um að hafa gefið henni LSD þegar hún var þriggja ára og hún var orðin háð heróíni rétt rúmlega táningur. Þótt hún sé ef til v ill kunn ­ ust fyrir að hafa verið gift Kurt Cobain, aðalmanni Nirvana; þá hef ur Co ­ urtney hald­ ið úti eigin hljómsveit, Hole, síðan

Heilsueldhúsið heilsurettir.is

1989, verið í fleiri hljómsveitum og leikið í mörgum bíómyndum; átti meðal annars stórleik í The People vs. Larry Flynt. Courtney hefur far­ ið í margar meðferðir; ýmist sjálf­ viljug eða verið dæmd í meðferð (eins og tíðkast í Bandaríkjunum); og átt mislöng edrútímabil og síðan vond föll; sem yfirleitt eru rækilega tíunduð í fjölmiðlum. Síðast var hún dæmd í 90 daga meðferð 2007; og hún segist hafa verið edrú síðan þá.

Dó úr áfengiseitrun í köldum bíl

Bon Scott fæddist á þessum degi, 9. júlí, fyrir 66 árum; árið 1946; í Skot­ landi, en flutti sex ára gamall með fjölskyldu sinni til Ástralíu. Hann hætti ungur skóla, byrjaði snemma að drekka og þvældist á milli hljóm­ sveita og verkamannastarfa, komst í kast við lögin, var hafnað af hern­ um og var á engan hátt efnilegur eða líklegur til stórræða; allt þar til hann fór í prufu sem söngvari í hljómsveit sem bræðurnir Malcolm og Angus Young höfðu stofnað og hét AC/DC. Bræðurnir réðu Bon þótt hann væri næstum af annarri kynslóð (hann var næstum þrí­ tugur en þeir aðeins um tvítugt)

Music Hall-skemmtanir Ringós

Alki dagsins er Ringo Starr; hann fæddist þennan dag, 7. júlí, árið 1940 og er því 72 ára í dag. Hann hefur sagt frá því í viðtölum þegar hann og eig­ inkona hans, Barbara Bach, fór u bæði í með­ ferð 1988 og þau hafa ver­ ið edrú síð­ an; að því er best er vitað. Hér syngur R i ngo la g s em ha n n gerði vinsælt 1974 og fjallar um dóp og brennivín. Þetta er tekið upp á tónleikum 2001; en Ringo ferðast reglulega um heiminn með AllStarr band sitt og flytur dagskrá sem minnir ef til vill meira á Mu­ sic Hall-skemmtanir æsku hans en rock&roll.

Þruglaði samhengislaust klukkustundum saman

og helst þekktur fyrir vandræði. Hann söng með hljómsveitinni á leið þeirra frá því að vera óþekkt glamrokkband í Sydney og þar til sjötta platan, Highway to Hell, náði inn á vinsældarlista í Bandaríkj­ unum og víðar. AC/DC voru langt komnir með næstu plötu, Back in Black, þegar Bon Scott (eins og oft áður) lognaðist út af eftir nætur­ langa drykkju á næturklúbbi í London og var dröslað út í bíl til að sofa úr sér. Hann vakn­ aði hins vegar ekki aftur og dó þarna í köldum bílnum 33 ára gamall; úr áfengis­ eitrun. Young-bræður kláruðu hins vegar Back in Black sem varð þriðja mest selda plata sög­ unnar; á eftir Dark Side of the Moon með Pink Floyd og Thriller með Michael Jackson.

Bill Haley fæddist þennan dag, 6. júlí, árið 1925. Með hljómsveit sinni Haley’s Co­ mets víkkaði hann út áhangendahóp rock & roll; textar hans voru ekki eins tvíræðir og taktur­ inn ekki eins rykkj­ óttur og dónlegur og hann þótti vera hjá öðr­ um rokkurum; eink­ um þeim svörtu. Bill Haley varð fyrstur til að koma rokk-lagi á lista í Bretlandi, fyrstur rokkara til að selja plötu í yfir milljón eintökum (Shake, Rattle and Roll) og lag hans Rock A round the Clock er

líklega það lag sem tryggast er tengt upphafsárum rokksins. En þegar aðrar stjörnur rokksins fóru að skína af krafti; og ekki síst eft­ ir að Elvis sló í gegn; var eins og dofnaði yfir dýrðarljóma Bill Ha­ leys. Hann hélt þó áfram að ferðast um heiminn allt fram yfir fimmtugt þar til hann gat ekki meir. Hann var þá orðinn helsjúkur af alkóhólisma; bjó í herbergi inn af sundlaugar­ geymslu á heimili eiginkonu sinn­ ar (hún hafði hent honum út en hann komst ekki lengra); drakk og hringdi í gamla kunningja á síð­ kvöldum til að þrugla samhengis­ laust klukkustundum saman. Undir lokin var augljóst að drykkjan hafði skaðað hann varanlega; hann virk­ aði stundum fullur þótt hann hefði ekki drukkið. Hann gat ekki hætt að drekka þrátt fyrir hvatningu lækna. Bill Haley dó úr hjartaáfalli sem rekja mátti til ofneyslu áfengis 55 ára gamall árið 1981. Framhald á næstu opnu


20%

ÍSLENSKT KJÖT

afsláttur

laMbHagaSalat

255

kr./Pk.

649

kr./kg

TB KJÖ ORÐ

B

Glæsilegt Glæsilegt úrval úrvalmeðlætis meðlætis í íkjötborði kjötborði Nóatúns Nóatúns

beStir í kJÖti Ú

laMbainnralæri, kryddað að þínuM óSkuM

R

I

afsláttur

529

nektarínur

I

afsláttur

KJÖTBORÐ

20%

Ú

20%

rins

naða á m r u t x ö v Á

R

319

Við gerum meira fyrir þig

3198

kryddSMJÖr, 3 tegundir

179

kr./kg

3998

kr./Stk.

ÍSLENSKT KJÖT

ÍSLENSKT KJÖT Myllu fitty SaMlokubrauð

afsláttur

Ú

beStir í kJÖti

kr./kg

KJÖTBORÐ

100% akjöt! Naut

ÍSLENSKT KJÖT

B

I

Ú

I

R

2298

TB KJÖ ORÐ

KJÖTBORÐ

1838

R

1

Ú

1759

beStir í kJÖti

laMbakótilettur, kryddað að þínuM óSkuM

2

I

kr./kg

B

Ú

1390

R

TB KJÖ ORÐ

I

gríSaHnakki, úrbeinaðar Sneiðar

R

afsláttur

fyrir

20%

20%

FERSk ÓÐ! OG G

JaMie oliver krydd, Margar gerðir

459

kr./kg

ÐI

Ú

I

1998

F

ferSkir í fiSki Ú

R

KJÖTBORÐ

kr./Stk.

ISKBORÐ

ISKBOR

beStir í kJÖti

RF

I

B

bleikJu flÖk

RF

TB KJÖ ORÐ

Ú

169

R

I

ungnauta HaMborgari, 90 g

Ú

kr./Stk.

Crawford´S Súkkulaði-eða vanillukreMkex

339

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

kr./Pk.

MCCain Sætar kartÖflur, Sléttar, 454 g

629

Milt fyrir barnið, 2 kg

MJólka Skyrtertur, 5 tegundir

kr./Pk.

998

kr./Stk.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

1099 kr./Pk.


20

úttekt

Helgin 13.-15. júlí 2012

Hin óhamingjusama Lohan

Það er meira framboð af dópi og brennivíni í poppheimum og því fleiri veikir þar.

Lindsay Lohan er 26 ára í dag, 2. júlí. Hún hefur háð glímu við áfengis- og vímuefnafíkn mörg undanfarin ár; eins og rækilega hefur verið sagt frá í fjölmiðlum út um allan heim. Hún hefur farið í margar meðferðir; stundum sjálfviljug en hún hefur líka verið dæmd til ýmisskonar meðferðar eða fræðslu um áfengis- og vímuefni; eins og hefur tíðkast við bandaríska dómstóla undanfarin ár. Lindsay Lohan er nú að leika Elizabetu Taylor í mynd um þá merku leikkonu og alkóhólista. Í kjölfar dauða A my Wine house úr áfengiseitrun var nokkuð rætt um siðferðislegar hliðar þess að fjölmiðlar veltu sér linnulaust upp úr sjúkdómsglímu frægs fólks; en sú umræða fjaraði fljótt út. Og fréttir af óhamingjusömu lífi Lindsay Lohan berast nær daglega um heimsbyggðina.

frábær kóngur til að byrja með en alveg óhæf manneskja þegar á leið æfina. Í sjálfu sér er ekki hægt að fullyrða að Hinrik hafi verið alkóhólisti; það hugtak var ekki til á hans dögum og brennd vín höfðu ekki einu sinni borist til Englands þegar hann dó. En miðað við gögn frá hirðinni er talið að hann hafi drukkið um fjóra og hálfan lítra af öli á dag öll sín fullorðins ár; og þótt við gerum ráð fyrir að ölið hafi ekki verið sterkara en 4% þá jafngildir það neyslu á um 65 áfengislítrum á ári (meðalneyslan í Rússlandi er um 15 lítrar á mann). Líklega gæti enginn drukkið slíkt magn án þess að þróa með sér alkóhólisma.

Maquire heldur sér edrú

Ágætisleikarinn Tobey Maguire á afmæli í dag, 27. júní; hann er 37 ára gamall. Og hann mun líklega einnig halda upp á 12 ára edrú-afmælið sitt í ár en Tobey hefur verið edrú frá því hann var 25 ára. Meðal mynda sem hann hefur leikið í má nefna The Ice Storm, Pleasantville, The Cider House Rules, Wonder Boys, Cats & Dogs og Spiderman; og brátt munum við sjá hann í Life of Pi og The Great Gatsby. Saga dagsins er því ekki svo sorgleg að þessu sinni; þær verða oft gleðilegri sögurnar af ölkunum þegar dregur nær okkar tíma.

Ódæll kántrísukkari

K ris K ristof ferson fæddist þennan dag, 22. júní, 1936 og á því 76 ára afmæli í dag. Hann var einn af ódælu drengjum kántrítónlistarinnar (og menn þurfa að vera mjög ódælir til að falla í þann flokk) þar til að hann hætti að drekka fertugur og mun því líklega fagna 36 ára edrúafmæli í ár. Kris hefur samið mörg lög og texta um drykkju og drykkjumenn; meðal annar Sunday Morning Coming Down á hátindi drykkju sinnar; sem hann syngur hér með öðrum alkóhólista, Johnny Cash, í jólaþætti Cash frá 1978. Þá hafði Johnny Cash ekki drukkið í tíu ár en var nýfallinn í amfetamínneyslu sem hann glímdi við ævina á enda; átti löng edrútímabil en svo mislöng neyslutímabil þess á milli.

Í meðferð tæplega áttræð

Afmælisbarn dagsins er kynbomban Jane Russell. Hún lifði engu venjulegu lífi. Ofan á hefðbundinn Hollywood-glamúr og raðkvæni bættist sótsvört íhaldsmennska og logandi trú á lifandi Krist; hún reyndi meir að segja að snúa Marilyn Monroe til trúar við tökur á Gentlemen Prefer Blondes. Drykkja var ekki teljandi vandamál fyrir Jane Russell, ekki fyrr en hún eltist og það hægði á starfsemi líkamans; þá drakk hún í sig alkóhólima og fór að misnota lyf. 79 ára gömul dreif hún sig hins vegar í meðferð og lifði edrú síðustu tíu ár æfinnar. Undir lokin lýsti hún sér svona: „These days I am a teetotal, mean-spirited, right-wing, narrow-minded, conservative Christian bigot, but not a racist.“

Yfirgengilegt hóglífi Hinriks áttunda

1 2 - 1 1 9 4 H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Hinrik 8. Bretakóngur fæddist þennan dag, 28. júní, 1491 (fyrir 521 ári síðan). Hann dó saddur lífdaga 55 ára; margfalt of þungur vegna matarfíknar og útjaskaður á sál og líkama af hóglífi, drykkjuskap, meiðslum sem hann varð fyrir undir áhrifum og taumlausri spilafíkn — og líklega yrði hann í dag talinn illa haldinn af kynlífsfíkn (alla vega sambandsfíkn); giftur sex sinnum og hélt auk þess óteljandi hjákonur. Það leit ekki svona illa út fyrir Hinrik sem ungum manni; hann var í raun fyrsti vel menntaði kóngur Englendinga; altalandi og -skrifandi á ensku, latínu og frönsku og var vel heima í þeirra tíma þekkingarheimi; var listfengur, orti ljóð og samdi tónlist. Hinrik var í raun

Law & Order í spjaldtölvuna: 330 MB Með öllum snjallsímum, spjaldtölvum og 3G búnaði hjá Vodafone fylgir 30 daga aðgangur að NetFrelsi SkjásEins. Veldu rétta gagnamagnspakkann fyrir fjölskylduna, svo hún geti horft á sína uppáhaldsþætti hvar og hvenær sem er.

Þín ánægja er okkar markmið

5 GB 1.990 kr. á mánuði iPad 16 GB 7.660 kr. á mán. í 18 mánuði.

Þóknun til Borgunar nemur 340 kr. á hverja greiðslu. Tölur um gagnamagn miðast við meðalsjónvarpsþátt, 45 mín. að lengd.



22

úttekt

Helgin 13.-15. júlí 2012

3

Þetta er þriðja greinin í greinaflokki Sigríðar Daggar Auðunsdóttur um endurreisn grænlensks samfélags sem nú hillir undir að geti orðið að ungu kynslóðinni á Grænlandi er að takast að innleiða. Hugarfarsbreytingin felst í aukinni sjálfstæðisvitund og ábyrgð sem er jafnframt nauðsynleg

Sigríður Dögg Auðunsdóttir

til þess að Grænlendingum takist að skapa sér það heilbrigða samfélag sem þeir kjósa að búa í.

sigridur@ frettatiminn.is

veruleika. Sigríður Dögg fór til Grænlands og kynnti sér þá þróun sem orðið hefur á samfélaginu á undanförnum árum og þá hugarfarsbreytingu sem

Misnotkun, vanræksla og hungur veruleiki margra grænlenskra barna Eitt af ungmennunum sem býr á meðferðarheimili Aja í Nuuk á Grænlandi. Börnin sem þar búa hafa verið tekin af heimilum sínum vegna slæmrar meðferðar og þjást af geðsjúkdómum á borð við geðhvarfasýki eða persónuleikaraskanir. Þau hafa nær öll verið misnotuð kynferðislega. Mynd SDA

Ein af hverjum þremur mæðrum misnotuð sem barn Í rannsókn sem gerð var árið 2008 voru tekin viðtöl við 8 prósent allra barna undir 14 ára aldri á Grænlandi. Börn 11 ára og eldri voru sjálf til viðtals en þegar um yngri börn var að ræða var talað við móður í langflestum tilfellum. Viðtölin voru ítarleg og tóku að meðaltali 45 mínútur hvert. Niðurstöðurnar vöktu gríðarlega athygli. • Fram kom að 30 prósent barna búa á heimili þar sem annað eða báðir foreldrar eiga við eða hafa átt við áfengisvandamál að stríða. • Helmingur barnanna hefur þurft að leita skjóls utan heimilis síns yfir nótt. • Um 13 prósent barna alast jafnframt upp við misnotkun foreldra á hassi. • Eitt af hverjum fimm börnum hefur alist upp við að móðir þeirra hefur verið beitt ofbeldi af maka sínum eða við hótanir á ofbeldi. • Rúmlega þriðjungur mæðranna sagði frá því að þær hafi orðið fyrir kynferðislegri misnotkun sem börn. Þar sem könnunin náði til líðanar og heilsu barna voru mæðurnar oftast fyrir svörum og því eru ekki til sambærilegar rannsóknir á kynferðislegri misnotkun á feðrum sem börn. • Tengsl eru milli þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun og segjast misnota áfengi í dag. • Hægt er að greina sterk tengsl á milli þeirra barna sem eru vanrækt og foreldra sem eiga við áfengis- eða vímuefnavandamál að stríða eða þar sem móðir er beitt ofbeldi af maka. Því má leiða að því líkur að foreldrar sem svona er ástatt um séu of djúpt sokknir í eigin erfiðleika, að þeir ráði ekki við að sinna börnum sínum, að því er fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar.

Kynferðisleg misnotkun, vanræksla, fátækt og hungur er veruleiki sem allt of mörg börn á Grænlandi búa við. Nýjustu rannsóknir gefa það til kynna að þriðjungur grænlenskra barna búi við erfiðleika, allt frá einelti yfir í kynferðislega misnotkun og tíðni sjálfsvíga meðal barna og ungmenna er sú mesta sem þekkist í vestrænum heimi. Yfirvöld á Grænlandi leggja nú ofurkapp á að búa börnum betra líf eins og Sigríður Dögg Auðunsdóttir komst að raun um.

Í

Nýjung!

D-vítamínbætt LÉttmJÓLK

miðborg Nuuk er starfandi neyðarmóttaka f yrir börn. Þangað kemur lögreglan með börn á aldrinum 3-14 ára sem ýmist hafa verið tekin af heimili sínu í neyð vegna ofbeldis, drykkju eða misnotkunar eða hafa hreinlega ekki verið sótt á leikskólann í lok dags og ekki næst í foreldrana sem oftar en ekki eru jafnvel frávita af drykkju. Sum yngstu börnin hafa verið skilin eftir heima, eftirlitslaus, að kvöldi til á meðan mamma og pabbi fara á fyllirí. Alls eru 24 vistheimili fyrir börn á Grænlandi. Árið 2010 bjuggu 7 prósent grænlenskra barna annars staðar en hjá foreldrum sínum. Foreldrarnir eru óhæfir til að hugsa um þau, mest vegna misnotkunar áfengis og vímuefna. Þetta samsvarar því að á Íslandi væru rúmlega 5.600 börn vistuð utan heimilis síns. Það eru fleiri en öll börn undir 18 ára aldri á Akureyri. Fjórðungur barnanna býr á vistheimilum en þrír fjórðu hlutar hjá fósturfjölskyldum. Mikill skortur er á plássum á vistheimilum sem og hjá fósturfjölskyldum og neyðast fjölmörg grænlensk börn því við að búa við óviðunandi aðstæður heima

fyrir sem ekki er hægt að bregðast við. Afleiðingarnar eru skelfilegar, að sögn Fie Hansen, forstöðumanns Aja, sem er meðferðarstofnun fyrir börn með brothætta persónuleika og er í Nuuk. Fie er jafnframt formaður samtaka vistheimila á Nuuksvæðinu. „Við lýsum börnunum sem hér búa sem brothættum persónuleikum. Þeim fellur betur við það en lýsinguna sem við notuðum áður, að hér væru bör n með geðsjúkdóma eða persónuleikaraskanir,“ segir Fie. Aja rekur nokkrar deildir fyrir börn og ungmenni með brothættan Fie Hansen persónuleika. Fréttatíminn heimsótti deild þar sem 16 ungmenni á aldrinum 7-21 árs búa. Nær öll þau ungmenni sem eru vistuð hjá Aja koma af heimilum þar sem foreldrar misnota áfengi eða vímuefni. „Bakgrunnur

þeirra er í 95 prósent tilfella alvarleg vanræksla“, að sögn Fie. Vistheimilum á Grænlandi er skipt upp í almenn vistheimili og meðferðarheimili og er börnum sem eru á biðlista eftir plássum deilt niður á þau eftir þörfum barnanna. „Það eru þó mjög fá börn í dag sem ekki hafa neinar sérþarfir. Þær stofnanir þar sem ekki er boðið upp á þjónustu fyrir börn með sérþarfir þurfa oft að taka inn börn sem eru alvarlega sködduð. Þetta snýst ekki lengur um að búa börnum öruggt heimili eins og markmiðið var áður fyrr. Þetta snýst um börn sem hafa frá unga aldri búið við skelfilegar aðstæður sem þau hafa hlotið alvarlegan, geðrænan skaða af,“ segir Fie. Að sögn Fie ræða sálfræðingar sem meðhöndla börn á Grænlandi um það sín á milli að fyrir nokkrum árum hafi ekki verið svona mörg ung börn sem höfðu hlotið skaða. „Þau börn sem voru sködduð bjuggu þó yfir ákveðinni hæfni til að tengjast öðru fólki. Það hefur breyst og kenning eins sálfræðings sem ég var að ræða þetta við er að fyrr á árum var betra aðgengi að ömmum og öfum eða eldri frænkum Framhald á næstu opnu


FRÍHAFNARDAGAR Dagana 12. - 15. júlí afnemum við virðisaukaskatt* af öllum snyrtivörum.

TAX

FREE

SNYRTIVÖRU

DAGAR

*Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 25,5% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 20,32% er alfarið á kostnað Hagkaups. Tilboðin gilda út sunnudaginn 15. júlí 2012.


24

úttekt

Helgin 13.-15. júlí 2012

við að byggja vistheimili þar sem nú búa sex börn varanlega. Þetta er eins konar míní-barnaheimili sem við höfum innréttað eins og fjölskylduheimili og börnin geta búið þar í lengri tíma,“ segir Kirsten. Hún segist gjarna vilja byggja fleiri heimili fyrir börn, þörfin sé svo sannarlega til staðar þótt fjármagn skorti. Samtökin eru rekin nær alfarið fyrir fé sem Mælkebøtten hefur fengið að gjöf, sem framlag frá einstaklingum, félagasamtökum og stofnunum.

Félagslegur arfur milli kynslóða

Sjö prósent grænlenskra barna búa annars staðar en á heimilum vegna slæmrar meðferðar á borð við kynferðislega misnotkun, ofbeldi og vanrækslu. Alls eru 24 barnaheimili í landinu sem vista fjórðung þessara barna. Hin eru á fósturheimilum. Fjöldinn samsvarar því að öll börn á Akureyri og fleiri til hefðu verið tekin af foreldrum sínum. Mynd SDA

eða frændum. Ef allt fór til fjandans á heimilinu var þó að minnsta kosti einhver sem tók að sér ungbarnið ef mamma og pabbi voru ekki í ástandi til þess. En nú býr stórfjölskyldan ekki endilega í nálægð við börnin sem þurfa á henni að halda og það er þá kannski enginn sem getur gripið inn í. Börnin neyðast bara til að mæta örlögum sínum, ef svo má að orði komast. Ástandið getur verið allt frá því að börn fá ekki að borða og yfir í að þau eru misnotuð kynferðislega,“ segir Fie, en næstum öll börnin hjá Aja hafa verið hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun, að sögn Fie. „Maður er mjög upptekinn af þessu því maður ímyndar sér að það sé það versta sem nokkur börn þurfa að ganga í gegnum. En raunin er hins vegar sú að þau segja sjálf að kynferðislega misnotkunin hafi ekki verið það versta. Það var verra að horfa upp á pabba lemja litla bróður eða mömmu,“ segir hún.

Barnahús stofnað fyrir ári

Fyrir tæpu ári var barnahúsi komið á fót á Grænlandi. Barnahúsið gengur undir heitinu Saaffik og

hefur það að markmiði að öll þjónusta gagnvart börnum sem grunur er að hafi sætt kynferðislegu ofbeldi sé á einum stað. Saaffik er starfrækt að íslenskri fyrirmynd en Barnahús var stofnað á Íslandi árið 1998. Kynferðisleg misnotkun á börnum er gífurlegt vandamál á Grænlandi. Í könnun sem gerð var árið 2006 kom fram að 9 prósent drengja og 28 prósent stúlkna hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun fyrir 12 ára aldur. Niðurstöður þessarar könnunar vöktu mikla athygli og urðu þær ákveðin vatnaskil í umræðunni um kynferðislega misnotkun á börnum sem hafði fram til aldamóta verið mikið tabú. Fyrsta tilraunin til að færa umræðuna upp á yfirborðið var árið 1999 þegar ráðstefna var haldin í Nuuk um kynferðislega misnotkun. Eitt helsta markmið hennar var að rjúfa þögnina. Í framhaldinu voru gerðar rannsóknir á þessum málaflokki og árið 2006 kom í ljós að vandamálið var jafnvel stærra en fólk hafði órað fyrir. Barátta gegn kynferðislegri misnotkun á börnum hefur farið stigvaxandi undanfarin ár og var

stofnun Saaffik barnahúss stórt skref á þeirri vegferð. Mimi Karlsen, ráðherra fjölskyldumála, segir að miklu fjármagni hafi verið varið til fjölskyldumála undanfarin ár og ríkisstjórnin sem tók við árið 2009 hafi lagt mikla áherslu á þann málaflokk. „Markmiðið er að styðja við fjölskyldur sem eiga við erfiðleika að stríða. Við verðum að horfast í augu við það að hér á landi er stór hópur „dysfunctional“ fjölskyldna sem eiga við erfiðleika að stríða. Mörg vandamál þeirra tengjast misnotkun áfengis eða annarra vímuefna,“ segir Mimi. Síðar á þessu ári verður jafnframt að sett á stofn miðstöð fyrir fullorðna þolendur kynferðisofbeldis og hafa komið fram óskir um að þar verði einnig hægt að bjóða upp á meðferð fyrir fólk sem þurfti að þola kynferðisofbeldi í æsku. Kirsten Ørgaard er forstöðumaður og stofnandi Mælkebøtten, en undir þeim hatti er rekin neyðarmóttaka fyrir börn, vistheimili og einnig afdrep fyrir ungmenni sem opið er að degi til. Mælkebøtten var opnað árið 2006 og hefur þróast í takt við þarfir barna í samfélaginu,

Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Þú velur GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir)

Íslensk framleiðsla

og draumasófinn þinn er klár

HÚSGÖGN Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is

Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18

að sögn Kirsten. „Flest börn dveljast hjá okkur í 3-6 mánuði vegna þess að við gerum félagslega og sálfræðilega greiningu á barninu með tilliti til þess að hjálpa því áfram til einhvers betra en það kom frá. Þetta er því eins konar greiningarstöð og markmiðið er að börnin fari á betri stað en þau komu f rá . Ef ástandið hefur batnað á heimi l i nu f a r a þau að sjálfKirsten Ørgaard sögðu heim aftur annars fara þau til fósturfjölskyldu eða vistheimilis eða meðferðarheimilis eftir þörfum,“ segir Kirsten. „Svo þróuðust mál þannig að sum af börnunum voru farin að vera hjá okkur allt of lengi, ílengdust hjá okkur, og það vantaði fleiri pláss fyrir börn, það er skortur á fósturfjölskyldum, vistheimilum og meðferðarstofnunum og því ákváðum

Basel

Þegar Kirsten er spurð hverjar skýringarnar séu á því hvers vegna kynferðisleg misnotkun barna sé jafn útbreidd á Grænlandi og raun ber vitni svarar hún: „Foreldrar, sem hafa alist upp við ofbeldi og kynferðislega misnotkun sem þau hafa aldrei fengið tækifæri til að vinna úr, eru nú að flytja þennan félagslega arf áfram til næstu kynslóðar. Þessir foreldrar hafa ekki fengið þá meðferð sem þeir hafa þurft á að halda og erfast því hin félagslegu vandamál milli kynslóða,“ segir Kirsten. „Í fyrsta lagi var ekki nógu mikið til af fagfólki til að geta boðið upp á þau meðferðarúrræði sem nauðsynleg voru og í öðru lagi var þetta tabú. Viðhorfið var: „Ef við tölum ekki um þetta þá líður þetta hjá“. En það gerir það að sjálfsögðu ekki. Við, sem fagfólk, vitum að það veldur andlegum skaða að alast upp við aðstæður á borð við ofbeldi og kynferðislega misnotkun. Ef fólk fær ekki hjálp við að bæta úr þessum skaða á bernskuárunum veldur það skaða sem getur verið enn erfiðara fyrir fólk að vinna úr á fullorðinsárum,“ segir Kirsten. Fie Hansen segist þeirra skoðunar að flestir þeir sem misnota börn kynferðislega geri það ekki vegna þess að þeir séu pedófílar. „Þetta eru menn sem er sama um allt. Öll mörk eru gufuð upp. Menn taka bara það sem er hendi næst. Ég held ekki að þetta sé fólk sem myndi gera þessa hluti án þess að vera svo drukkið að það er næstum út úr heiminum. Það hefur sjálfsagt sjálft alist upp við svona hörmungar. Þetta lýtur allt að misnotkun áfengis og þetta fer líka niður kynslóðir. Börn sem hafa þróað með sér geðsjúkdóma vegna slæmrar meðferðar fara sjálf ef til vill illa með sín börn og svo framvegis. Það verður að klippa á þessa keðju,“ segir Fie. „Enda hef ég barist lengi fyrir því að gripið verði fyrr inn í mál þeirra barna sem búa við erfiðar aðstæður heima fyrir,“ segir hún. Fie segir mikið rætt um nauðsyn þess að grípa snemma inn í þegar aðstæður eru þess eðlis og að margþætt átak sé í gangi sem miði að því.


úttekt 25

Helgin 13.-15. júlí 2012

„Ljósmæður hafa til að mynda vakandi auga yfir mæðrum sem koma í mæðraskoðun í því skyni að greina strax ef vandamál eru í fjölskyldunni svo hægt sé að veita nauðsynlegan stuðning þannig að foreldrarnir geti haldið börnum sínum. En mín sýn á þetta er ef til vill meira á faglegu nótunum, meira klínísk ef svo má að orði komast: þetta gengur ekki! Hvers vegna á barnið að þurfa að ganga í gegnum það að látið sé á það reyna hvort það gangi að hafa barnið heima, sérstaklega í þeim tilfellum þar sem það er ljóst að það mun ekki ganga? Það er svo fullkomlega óásættanlegt að ungbarn þurfi að verða fyrir alls kyns hörmungum sem eru svo hræðilegar að það er næstum ekki hægt að tala um þær,“ segir hún.

nokkur skipti sér af því. Fjölskyldan verður svona fljótandi. Mörkin þurrkast út. Eldri systkini hugsa um þau yngri og svo framvegis,“ segir Fie. „Ég hef heyrt frásagnir barna sem eru svo hryllilegar að það er í raun ekki hægt að meðtaka þær. Börn hafa sagt frá því að þau hafi þurft að horfa upp á mömmu sína drepa pabba sinn og frá hryllilegri kynferðislegri misnotkun. Ég varð mjög snortin eitt skipti þegar stúlka hér sagði frá því að allt hefði farið í loft upp á heimilinu í fylliríi og slagsmálum. Hún tók litlu systur sína og þær klifruðu niður í grunninn undir húsinu eins og er svo oft er að finna í húsum hér í Grænlandi, þetta eru ekki venjulegir kjallarar

heldur húsgrunnar sem hægt er að komast inn í og stundum eru notaðir sem kaldar geymslur. Stúlkan lýsti því hvernig hún þrýsti systur sinni upp að líkama sínum til þess að halda á henni hita. Þetta var lýsing á aðstæðum sem ég gat ekki ímyndað mér. Oft á tíðum eru frásagnir barnanna hér svo langt frá því lífi sem ég þekki að ég bara get ekki gert mér það í hugarlund hvernig það er að vera hluti af fjölskyldu þar sem svona hlutir gerast. Það er mikið um sjálfsvíg og slys eru tíð í fjölskyldum þessara barna. Það eru hins vegar ekki endilega hin einstöku atvik í lífi barnsins sem skipta máli þegar hér er komið við sögu heldur hvernig barnið brást við þeim og hvort það hafi fengið

einhverja hjálp. Mjög mörg þjást af áfallastreituröskun því það er alltaf eitthvað að gerast á heimilinu sem veldur þeim streitu,“ segir Fie. Að sögn Aaja Chemnitz Larsen hefur orðið viðurkenning í samfélaginu á því að Grænlendingar eigi við stórt vandamál að stríða gagnvart áfengisneyslu. Verkefnið sem samfélagið stendur frammi fyrir er hins vegar að bregðast við því. „Við vitum heilmikið um þessa hluti. Nú er kominn tími til að gera eitthvað í þeim! Markmið mitt er að tryggja að sjónarmið barnsins verði tekin með í myndina. Eitt af því sem skiptir máli í þessu samhengi er að grípa fljótt inn í. Öryggi barnsins vegur þyngra en tilraunir til að fá foreldrana til að hætta að drekka

– svona í fyrstu atlögu. Hins vegar ber að virða hagsmuni barnsins um að fá að búa hjá foreldrum sínum. Það tekur suma foreldra hins vegar lengri tíma en aðra að komast út úr neyslu og það er mjög erfitt að ná til foreldra sem hafa ekki getu til þess að breyta lífi sínu, eru ef til vill of langt leiddir. Við erum því mjög upptekin af næstu kynslóð, hvernig getum við komið í veg fyrir að næsta kynslóð leiðist á sömu braut, hvernig getum við brugðist eins fljótt við og þörf er á?“ spyr Aaja. „Eitt af því sem ég hef áhyggjur af er hversu mikið börn þurfa að þola áður en þau fá hjálp. Þau þurfa að upplifa ansi mikið áður inni á heimilinu áður en þau fá þá hjálp sem þau þarfnast,“ segir hún.

Nýtilkominn talsmaður barna

Götubörn sem sjá um sig sjálf

Fie Hansen segir að dæmi séu um að börnin í Nuuk hafi verið þátttakendur í götugengjum og nánast lifað sem götubörn. „Þau koma úr fjölskyldum þar sem þau hafa ekkert að spila úr. Ég trúi því ekki að neinir foreldrar séu vondir eða vilji börnunum sínum illt. Ég held að allir foreldrar vilji börnum sínum allt það besta. Þau ráða einfaldlega ekki við það og berjast dag frá degi til að fá hlutina til að hanga saman. Oftar en ekki er um áfengismisnotkun að ræða. Foreldrar eru ekki endilega í ástandi til að fylgjast með því hvað mörg börn eru farin í háttinn, hvort það eru þrjú af fimm eða kannski átta því það eru þrjú börn til viðbótar á heimilinu án þess að

NÝTT ÍSLENSKA SIA.IS MSA 59849 06/12

Aaja Chemnitz Larsen er talsmaður barna. Stofnun hennar, Mio, er ný og tók til starfa þann 1. apríl síðastliðinn. Eitt af því sem hún mun berjast fyrir er að gripið verði fyrr inn í málefni barna sem þess þurfa. Til þess þarf að fjölga félagsráðgjöfum og mun Mio leggja það til að settar verði reglur um hámarksmálafjölda á hvern félagsráðgjafa svo hægt sé að tr yggja að hann einfaldlega ráði við að sinna þeim málum sem eru á hans borði. „ Eins og er eru þeir með allt of mörg má l Aaja Chemnitz Larsen sem veldur því að þeim er ef til vill ekki sinnt nægilega vel og það tekur of langan tíma til að bregðast við þeim málum sem koma upp. Félagsþjónustu sveitarfélagsins er ef til vill kunnugt um mál sem nauðsynlegt er að bregðast við en vegna mikils málafjölda félagsráðgjafanna er ekki hægt að veita barninu þá hjálp sem það þarf fyrr en miklu seinna en æskilegt væri,“ bendir Aaja á. „Reynsla okkar og rannsóknir sýna að ósjaldan er þörf á að taka börn af heimilum sínum strax við fæðingu. Flest börn fara hins vegar á fósturheimili á aldrinum 5-10 ára þannig að oft eru börn búin að þurfa að upplifa hluti í fimm til tíu ár áður en þau eru tekin burt úr þeim aðstæðum. Hitt vandamálið er að þegar þau eru loksins tekin af foreldrum sínum er miklu erfiðara fyrir þau að lifa eðlilegu lífi því þau eru búin að þurfa að þola svo margt og eru í raun orðin svo sködduð,“ segir Aaja. Hún bendir á að hvorki sé nægilegt framboð af fósturfjölskyldum né vistheimilum til þess að sinna þeirri þörf sem er í dag. „Það kemur einnig niður á gæðunum á þjónustunni sem börnin fá þegar þau eru komin á stofnun eða til fósturfjölskyldu. Í stað þess að geta valið saman börn og úrræði eftir þörfum neyðumst við til þess að taka næsta pláss sem býðst,“ segir hún.

100% HÁGÆÐA PRÓTEIN

Ríkt af

mysupróteinum

HLEÐSLUSKYR ER HOLL NÆRING. ÞAÐ HENTAR VEL Í BOOST-DRYKKI EÐA SEM MÁLTÍÐ OG ER RÍKT AF MYSUPRÓTEINUM. SMAKKAÐU ÞAÐ HREINT EÐA BRAGÐBÆTT.

Lífið er æfing - taktu á því


26

fréttir vikunnar

Helgin 13.-15. júlí 2012

Vikan í tölum Áformar að reisa jarðvarmavirkjun Landsvirkjun áformar að reisa 45 megawatta jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi í Mývatnssveit eða á Þeistareykjasvæðinu sem ætlað er að sjái kísililmálverksmiðju við Húsavík fyrir raforku.

Íslenskt timbur fyrir milljarð Íslenskir nytjaskógar hafa vaxið mun hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Skógarbændur gætu framleitt þúsundir rúmmetra af timbri fyrir um milljarð króna á ári áður en langt um líður.

Áhyggjur af gömlum bílaleigubílum Samtök ferðaþjónustunnar hafa í nokkur ár reynt að fá yfirvöld til að herða eftirlit með bílaleigum hér á landi – ekki síst vegna aukins fjölda fyrirtækja sem leigja út gamla bíla.

Mótmæla hótelbyggingu Hópurinn Björgum Ingólfstorgi og Nasa

Þúsundkall fyrir köfun í Silfru Frá og með næstu áramótum þurfa kafarar í Silfru að greiða 1000 krónur á mann í gjald fyrir köfunina. Gjaldið er miðað við tólf mánaða þjónustu og fyrirhugaða uppbyggingu við Silfru.

Frystitogarinn Guðmundur í Nesi kom að landi með einn verðmætasta afla sem um getur. Aflaverðmætið nemur um 450 milljónum króna eftir mánaðar veiðiferð. Uppistaða aflans var grálúða.

Gamla hlaupakempan Michael Johnson hljóp með Ólympíueldinn við Stonehenge í gær. Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir leikana en þeir hefjast eftir tvær viku.

Vill erlend fyrirtæki í borgina Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að borgin hafi áhuga á að laða til sín erlend fyrirtæki sem vilji nýta fólk með háskólamenntun. Sóknarfæri séu í tengslum við uppbyggingu nýs Landspítala.

Heitustu kolin á

Hamingja og húrrahróp!

Jóhanna Vigdís Arnardóttir You go girls!:-)

Tobba Marinósdóttir

HEYRNARÞJÓNUSTA

Heyrn · Hlíðasmári 11 201 Kópavogur · heyrn.is

40

ár eru liðin frá því Einvígi aldarinnar milli Boris Spassky og Bobby Fischer hófst í Reykjavík.

Nordicphotos/ Getty

Gríðarlegur fögnuður braust út á Facebook, ekki síst meðal blaðamanna, þegar þær fréttir bárust á þriðjudaginn að Erla Hlynsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, og Björk Eiðsdóttir, ritstjóri Séð og Heyrt, hefðu báðar unnið dómsmál sín gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu.

Tímapantanir 534 9600

manns búa nú á Akureyri eftir að sonur Sveins Arnarsonar og Elísabetar Þórunnar Jónsdóttur kom í heiminn á dögunum.

ár eru liðin síðan Stjarnan í Garðabæ komst síðast í undanúrslit í bikarkeppni karla í knattspyrnu en þeim árangri náði liðið í vikunni.

Verðmætur afli

Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu

18.000

18

hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem hótelbyggingu á Landsímareitnum svokallaða í miðborginni er mótmælt.

Það er hamingjudagur í dag!

Kolbrún Björnsdóttir Til hamingju Erla Hlynsdóttir og Björk Eiðsdóttir sem og allir íslenskir blaðamenn!

Sif Sigmarsdóttir í gegnum Sjon Sigurdsson Húrra!

Elín Arnar TIL HAMINGJU BLAÐAMENN!

og dómstóla að fara að verja og vernda tjáningarfrelsið?

Helgi Seljan Hurra!!! Enn einu sinni sækja samleigjendur smákónga­ thjodarinnar rettlætid ad utan. Og enn lengist sakaskra islenska rikisins.

Reynir Traustason Þá blasir við að sækja bætur vegna dómsmorðsins á Jóni Bjarka sem Hæstiréttur dæmdi til að greiða bætur vegna ummæla þriðja aðila.

Nasa og djúpsteiktur déskotinn Umhverfismálin komu við sögu á samskiptavefnum af miklum þunga vegna skemmtistaðarins Nasa, sem á að víkja vegna hótelbyggingar; tónlistarmenn voru áberandi meðal mótmælenda.

Birgitta Jonsdottir (deildi vefslóð).

Björn Þorláksson Lifi tjáningarfrelsið!

G. Pétur Matthíasson Frábærar fréttir og mikill sigur fyrir tjáningarfrelsið, og kominn tími til. Það þarf að hætta þessu rugli sem hefur verið í gangi í dómsmálum hér á landi. Er þá ekki ráð fyrir stjórnvöld

ENN er von: Ég ásamt 4373 öðrum hafa síðan í gær kvittað undir eftirfarandi: Ég undirritaður/uð mótmæli því að hótel rísi við Ingólfstorg, Fógetagarð og Austurvöll í samræmi við verðlaunatillögu sem nú liggur fyrir sjá hér.

361

Samúel Jón Samúelsson Ég vil ekki búa í Hótel Borg!

Bragi Valdimar Skúlason Hvernig í djúpsteiktum déskotanum náði Ingólfstorg að troða sínu vindbarða rokrassgati inn í réttindabaráttu NASA?

Að vera gerilsneyddur eða ekki – þar er efinn Þá bar það og til tíðinda í vikunni að bann við innflutningi á ógerilsneyddum osti hafi verið aflagt, og vakti það athygli nokkurra glöggra Facebookverja.

Ari Matthíasson Skil ekki hvernig hægt er að viðhalda banni við innflutning á ógerilsneyddum osti á grundvelli smitsjúkdómavarna á sama tíma og þessi sami innflutningur er heimilaður til einkanota! Ég vil fá góðan ost og ekkert kjaftæði.

Páll Ásgeir Ásgeirsson Í gær barst til landsins stór sending af mannréttindum frá Evrópudómstólnum og nú virðist mega flytja inn osta úr ógerilsneyddri mjólk og fleira góðgæti. Hvar endar þetta eiginlega? Á bara að gera Ísland að alvöruríki sisona? Ha! HA!

tonn hefur komið að landi með strandveiðibátum í sumar sem er fimm tonnum meira en í fyrra.

8

sinnum var írski leikarinn Peter O’Toole tilnefndur til Óskarsverðlauna án þess að hljóta þau. Hann er nú hættur að leika eftir 63 ár í bransanum, rétt tæplega áttræður að aldri.

15

röntgenmyndir voru teknar af Einari Bárðarsyni eftir að keyrt var á hann í hjólaferð. Hann slapp með skrámur.

Góð vika

Slæm vika

fyrir Steingrím J. Sigfússon „fjölráðherra“

fyrir Björgólf Thor Björgólfsson athafnamann

Bætti enn einu ráðuneytinu í sarpinn Fríkirkjuvegurinn friðaður Vart munu dæmi þess í Íslandssögunni að einn og sami maðurinn fari með jafn mörg ráðuneyti og Steingrímur J. Sigfússon gerir nú. Þegar Jón Bjarnason og Árni Páll Árnason hurfu úr ríkisstjórninni tók Steingrímur við ráðuneytum beggja en eftirlét Oddnýju Harðardóttur fjármálaráðuneytið. Oddný fór raunar einnig með ráðuneytið iðnaðar þar sem Katrín Júlíusdóttir er í fæðingarorlofi. Nú undirbýr Steingrímur nýtt aðvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og tók því til sín iðnaðarráðuneytið frá Oddnýju. Sem stendur er Steingrímur því sjávarútvegsráðherra, landbúnaðarráðherra, efnahagsráðherra, viðskiptaráðherra og iðnaðarráðherra. Bregði Jóhanna Sigurðardóttir sér í frí tekur Steingrímur enn fremur að sér forsætisráðuneytið á meðan.

Allar fyrirhugaðar áætlanir Björgólfs Thors Björgólfssonar, hvað Fríkirkjuveg 11 varðar, húsið sem Thor Jensen langafi hans byggði og barnabarnabarnið keypti dýrum dómum, eru í uppnámi eftir að mennta- og menningarmálaráðherra ákvað að friða innra byrði hússins að tillögu Húsafriðunarnefndar. Húsið er þar með alfriðað því ytra byrði þess var friðað árið 1978. Talsmaður Björgólfs Thors segir hann hafa ráðið arkitekt sem sérhæft hafi sig í breytingum á gömlum húsum. Þegar fyrir liggi að breytingar á húsinu verði ekki að veruleika hljóti menn að setjast niður og endurmeta stöðuna. Talsmaðurinn vill þó ekki tjá sig um það hvort til greina komi að selja húsið.


fréttir vikunnar 27

Helgin 13.-15. júlí 2012

Fært til bókar

J-ið stendur einfaldlega fyrir Jóhann Þeir eru sammála um það Eiður Guðnason, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og sendiherra, og Egill Helgason dagskrárgerðarmaður að fordæma Staksteinaskrif Morgunblaðsins síðastliðinn miðvikudag, raunar aðeins stafinn J í þeim pistli. Þeir voru ekki í vafa til hvers var vísað, það er að segja illræmdustu svika sögunnar er Júdas Ískaríot framseldi Jesús til rómverskra yfirvalda fyrir 30 silfurpeninga. Í Staksteinum var fjallað um makríldeiluna og afstöðu forystumanna VG í þeim efnum og er vitnað til

skrifa Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, á Evrópuvaktinni. Voru þeir Steingrímur J. Sigfússon og Árni Þór Sigurðsson sakaðir í Staksteinum um að vera að undirbúa uppgjöf í málinu og að eina leiðin til að koma í veg fyrir að „Steingrímur J. svíki“ í málinu sé að grasrótin í VG „láti hann finna rækilega fyrir því í sumar að hún taki ekki þátt í þeim svikum.“ Greininni lýkur á þessum orðum: Veit Styrmir ekki hvað J. í nafninu stendur fyrir? Eiður segir á síðu sinni: „Staksteinahöfundur Morgunblaðsins náði nýjum botni í skrifum sínum

á miðvikudag (11.07.2012). Djúpt var niður á botninn áður. Enn dýpra nú. Hann skrifar um umfjöllun Styrmis Gunnarssonar um Steingrím J. Sigfússon ráðherra og segir: Veit Styrmir ekki hvað J. í nafninu stendur fyrir? Júdasartilvísunin æpir á lesandann.

Verri getur nokkur maður varla verið en svikarinn Júdas. Áhangendur Morgunblaðseigenda og skrifara nota gjarnan nasistatilvísanir og tala um föðurlandssvikara þegar rætt um þá sem styðja Evrópusamstarfið. Nú hefur nýr maður verið leiddur til leiks á síðum Moggans, – svikarinn Júdas. Svona hefði Matthías aldrei skrifað, – ekki Styrmir heldur. Þetta er heldur ógeðfellt.“ Egill grípur boltann á lofti og segir, undir fyrirsögninni Brigsl: „Manni nokkrum sem lengi hefur stundað pólitísk skrif varð það á fyrir næstum tveimur áratugum að kalla mig

Júdas – það var vegna greinar sem ég hafði skrifað í Alþýðublaðið sáluga. Hann iðraðist eftir þetta og bað mig margfaldlega afsökunar. Ég tók það til greina og hef ekki erft það við manninn. Hann sá að sér – þetta eru brigsl sem eru ekki notuð í siðaðri umræðu. En í fyrrum virðulegasta blaði landsmanna er búið að draga pólitísk skrif niður á plan slíks hamsleysis og haturs að brigsl af þessu tagi eru orðin nánast daglegt brauð. Það er ólíklegt að nokkur iðrun fylgi.“ Rétt er að minna á að J-ið í millinafni Steingríms stendur einfaldlega fyrir Jóhann.

 Vik an sem var Þessir lausgirtu lögmenn „Mér er slétt sama hjá hverjum hann leggst en kannski leiðinlegra ef Baltasar ætti systkini út um allar trissur.“ Kristrún Ösp var í óvenju hispurslausu viðtali í barnablaði Vikunnar meðan barnsfaðir hennar, Sveinn Andri Sveinsson lögmaður, hafði í nægu að snúast í réttarsal og hafði sigur fyrir hönd WikiLeaks gegn kortafyrirtækjum.

Engin vinsældakeppni hjá Brynjari „Það er ekki gæfuleg framtíðin þegar menn, sem eiga að semja fyrir okkur nýja stjórnarskrá, gaspra um að rétt sé að reka dómara sem gerðir hafa verið afturreka með ranga dóma af æðri erlendum dómstóli.“ Beint í inn í gríðarleg fagnaðarlæti sem brutust út í vefheimum þegar spurðist að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði dæmt tveimur blaðakonum í vil, skrifaði Brynjar Níelsson lögmaður Pressu-pistil þar sem hann sagði fögnuðinn einkennast af fávisku og sjálfhverfu gaspri. Veit Jón Bjarnason af þessu? „Reykjavíkurborg fer með skipulagsvaldið á svæðinu og það verður ráðherra að virða eins og aðrir.“ Dagur B. Eggertsson sendir Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra tóninn, en Ögmundur segir að flugvöllurinn sé ekki að fara eitt né neitt. En 2024 verður hann farinn, að sögn Dags.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Það sem höfðingjarnir hafast að „Með þessum hætti blandar hann sér beint sem eins manns stjórn­ málaflokkur í umræður í samfélaginu jafnt og á Alþingi enda þótt hann hafi sagt í fyrri sjónvarpsumræðunum að hlutverk forsetans fælist ekki í að blanda sér í umræður á þingi.“ Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur og forsetaframbjóðandi, hefur eitt og annað við framgöngu forseta lýðveldisins að athuga.

silkimjúkt kallar á stökkt og sætt Stráðu múslí yfir gríska jógúrt og bættu í hana örlitlu fljótandi hunangi. Svo tínirðu á diskinn girnilega osta og brauð. Kannski færðu þér kaffi – en rólega því ekkert á að gerast hratt í sumarmorgunverðinum.

Uppskriftir á gottimatinn.is


2 fyrir 1 til Mallorca 24. júlí

Frá kr.

34.950

Ótrúlegt tilboð - Allra síðustu sætin til Mallorca í sumar. Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu flugsætunum til Mallorca 24. júlí í 14 nætur. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Við bjóðum þér fjölbreytta gistingu meðan á dvölinni stendur.

Verð kr. 34.950

Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 24. júlí í 14 nætur. Netverð á mann. Verð áður kr. 69.900. Verðdæmi fyrir gistingu:

kr. 41.000 á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn á Cala D´Or Park 24. júlí í 14 nætur. Verð á mann m.v. tvo fullorðna í íbúð með einu svefnherbergi kr. 90.000 í 14 nætur.

28

viðhorf

Helgin 13.-15. júlí 2012

Leið að bættum lífskjörum

Auka þarf arðbæra fjárfestingu

E

Eina leiðin fyrir okkur til að bæta lífskjör og draga úr atvinnuleysinu er að auka verðmætasköpun þjóðarbúsins. Aðgerðir til að auka hagvöxt og skapa ný störf verða því að beinast að því að auka arðbæra fjárfestingu. Svo sagði Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, þegar hann fylgdi hagspá sambandsins úr hlaði. Þetta er rétt að hafa í huga þegar fagnað er auknum hagvexti á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sem er að talsverðu leyti drifinn af einkaneyslu. Á sömu nótum talar Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, þegar hann bendir á að sjálfbær hagvöxtur til lengri tíma krefjist annarra drifkrafta en aukinnar neyslu, það er að segja verulega aukinna fjárfestinga, einkum í Jónas Haraldsson útflutningsstarfsemi. jonas@frettatiminn.is Árin 2009 og 2010 náði atvinnuvegafjárfesting botni og var um 7,8 prósent af vergri landsframleiðslu. Fjárfestingin jókst í 9,4 prósent á síðasta ári en er eigi að síður, eins og fram kemur í nýrri Þjóðhagsspá, langt undir langtímameðaltali. Það er 12,3 prósent þegar miðað er við síðustu 20 ár. Vöxtur frá því að fjárfestingin var lægst árin 2009 og 2010 hefur, sem mörgum kann að koma á óvart, að mestu verið í stóriðju og orkuframkvæmdum tengdum þeim. Þar ber hæst framkvæmdir við stækkun álversins í Straumsvík og Búðarhálsvirkjun. Vöxtur hefur líka verið í almennum fjárfestingum, utan stóriðju, skipa og flugvéla. Það er vel, þótt ekki hafi hann verið nægur, enda verður að huga að fjölbreytni, hvort heldur er áframhaldandi fjárfesting í stóriðju með afleiddum verkefnum, í sjávarútvegi, þar sem menn hafa haldið að sér höndum vegna óvissu um gjaldtöku, eða ferðaþjónustu þar sem uppgangur er – eða öðru. Horft er til frekari orkubeislunar og um leið hverju þau fyrirtæki sem orkuna nýta, einkum álfyrirtækin, skila til þjóðarbúsins. Engin framkvæmd hér á landi hefur verið umdeildari en

Kárahnjúkavirkjun. Fjarðaál kaupir orku hins mikla mannvirkis. Í samantekt um starfsemi Alcoa Fjarðaáls árið 2011 kemur fram að ál nemur nú um 40 prósent af vöruútflutningi frá Íslandi, sem er svipað hlutfall og útflutningur sjávarafurða. Á síðasta ári var hlutur Fjarðaáls um 17 prósent af heildarvöruútflutningi, en ekkert annað fyrirtæki flytur út meira vörumagn. Álfyrirtækið flutti út vörur fyrir um 95 milljarða króna á árinu. Um 35 prósent af útflutningstekjum Fjarðaáls urðu eftir í landinu, um 33 milljarðar króna, meðal annars í formi opinberra gjalda, launa, innkaupa frá innlendum birgjum á vöru og þjónustu og samfélagsstyrkja. Það munar um minna. Fjárfesting hins opinbera, sem einkum eru ýmsar bygginga- og samgönguframkvæmdir, dróst saman að raunvirði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Þetta er fjórða árið í röð sem hún dregst saman, að því er fram kemur í Þjóðhagsspá. Einkum hafa stjórnvöld þó verið gagnrýnd fyrir að styðja ekki nægilega við atvinnuvegafjárfestingu. Ef litið er til markmiða ríkisstjórnarinnar, Fjárfestingaáætlunar fyrir Ísland 2013-2015 – nýrra áherslna í atvinnumálum, er markmiðið að styðja við hagvöxt og fjölbreytni í atvinnulífi. Áætlunin gerir ráð fyrir því að ríkissjóður endurheimti stóran hluta af þeim fjármunum sem lagðir voru fram til að endurfjármagna bankakerfið og að með nýjum lögum um fiskveiðistjórnun og veiðigjöld fái þjóðin aukna hlutdeild af arði sjávarauðlinda. Harðar deilur stóðu fram á sumar um aukna skattlagningu á sjávarútvegsfyrirtækin – og sýnist sitt hverjum – en um bankapeningana þarf vart að deila. Þá þarf að endurheimta og verja skynsamlega. Stjórnvöldum ber, auk opinberrar fjárfestingar, að stuðla að því að atvinnuvegafjárfestingar séu fýsilegar. Það gerist með hófsamri skattlagningu og því, meðal annars, að orkunýtingarkostir séu skýrir. Enn skal síðan ítrekað það brýna hagsmunamál að gjaldeyrishöft verði afnumin eins fljótt og unnt er. Nútíma atvinnulíf þrífst ekki við þau.

Tjáningarfrelsi

Tvær konur í Strassbourg

N

Allt í grillmatinn Grillpakkar fyrir hópa og samkvæmi www.noatun.is

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

ýr dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli tveggja blaðakvenna gegn íslenska ríkinu ætti að öllu jöfnu að hafa verulega áhrif á dómaframkvæmd hér á landi og styrkja um leið stöðu tjáningarfrelsisins. Um leið hlýtur dómurinn að kalla á viðbrögð löggjafarvaldsins en ljóst er að tjáningarfrelsinu eru settar of þröngar skorður á Hjálmar Jónsson mörgum sviðum. En af hverju þarf að minna ís- formaður BÍ lenska stjórnsýslu og dómstóla á mikilvægi tjáningarfrelsisins? Rétturinn til tjáningar er staðfestur í öllum mannréttindaskrám Vesturlanda og er tryggður í 73. gr. íslensku stjórnarskrárinnar. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kveður á um að hver maður skuli vera frjáls skoðana sinna og að því að láta þær í ljós. Íslendingar eru aðilar að öllum þessum yfirlýsingum og við höfum skuldbundið okkur til að fara eftir þeim eins og á við um Mannréttindadómstól Evrópu. Eigi að síður vefst það sífellt fyrir íslenskum dómstólum að átta sig á því að tjáningarfrelsi er grunnstoð mannréttinda því ef þess nýtur ekki við er erfitt að tryggja önnur mannréttindi. Rétturinn til að segja frá og upplýsa tryggir að við getum vitað eitthvað með nokkuð öruggri vissu um það sem fer fram í samfélaginu. Á þann eina hátt getum við skilið hvað er að gerast í kringum okkur og mótað eigin ákvarðanir og athafnir. Þannig má segja að trúfrelsi sé til lítils án tjáningarfrelsis, svo dæmi sé tekið. Notkun tjáningarfrelsis hefur á sér margar hliðar og þáttur fjölmiðla er mikilvægur. Þeir tryggja þann farveg skoðana- og tjáskipta sem öllum samfélögum er nauðsyn. Ef sá farvegur er stíflaður eða hindraður að einhverju leyti hætta upplýsingarnar að streyma og rangfærslur og blekkingar taka við. Öflugir, sterkir og frjálsir fjölmiðlar eru ein af forsendum menningar í okkar samfélagi. Mikilvægt er að fjölmiðlum sé tryggt heilbrigt starfsumhverfi svo þeir geti gegnt hlutverki sínu. Með því að berja stöðugt á þeim með illa grund-

uðum málsóknum hefur verið dregið úr getu þeirra til að gegna hlutverki sínu sem vörn almennings fyrir mistökum og vanhæfni stjórnsýslunnar. Um leið hafa blaðamenn mátt sitja undir ómálefnalegri umræðu. Það er einkennandi fyrir umræðuna í seinni tíð að reynt er að grafa undan trausti og trúverðugleika blaðamanna með ómálefnalegri gagnrýni og Sigurður Már Jónsson upphrópunum sem byggjast á misskilningi og vanþekkingu. varaformaður BÍ Þegar niðurstaða dómsins er lesin sést að málsmeðferð í þessum tveimur málum var mjög ábótavant og meira að segja áhöld um að um sanngjarna málsmeðferð sé að ræða. Og það gagnvart tveimur blaðakonum hjá fjárvana fjölmiðlum sem eru að reyna að varpa ljósi á jafn alvarleg vandamál og vændi og mansal. Ekki verður annað séð en að Hæstiréttur Íslands sé sérstaklega átalinn fyrir málsmeðferðina sjálfa og getur dómurinn ekki skýlt sér á bak við að hann hafi aðeins verið að dæma eftir lögunum. Blaðamannafélag Íslands taldi mikilvægt að nýta þann rétt að geta skotið málinu til æðra dómsvalds. Því ákvað félagið að leggja til fjármagn svo málinu yrði komið til Strassborgar. Það hefur nú borið þann ávöxt að skýr skilaboð hafa komið sem ekki verða hundsuð. Eða hvað, sagan gæti sagt okkur annað. Mörgum finnst að niðurstaða Þorgeirsmálsins svokallað frá 1992 hafi ekki orðið sú lexía sem í dómnum fólst. Í þeim dómi benti Mannréttindadómstóllinn íslenskum dómurum hæversklega á að málfrelsi sé ekki einungis til að tíunda almælt tíðindi heldur sé það einmitt lögfest til að tryggja fólki rétt til að segja það sem fáheyrt er og sumum kann jafnvel að þykja móðgandi. Einnig væntu menn þess á þeim tíma að í framtíðinni myndu íslenskir dómstólar líta meira á tilefni ummæla og að hverjum þau beindust í stað þess að líta til orðanna sjálfra. Það virðist ekki hafa verið raunin og nú er spurningin hvort þarf að leiða íslenska stjórnsýslu og dómstóla til Strassborgar á 20 ára fresti til að útskýra fyrir þeim merkingu og inntak tjáningarfrelsisins.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


DORMA FJÖLSKYLDUDAGAR Í JÚLÍ! Settu þig í stellingu sem lætur þreytuna líða úr þér! Aðeins kr.

34.754,-

n Inndraganlegur botn n 2x450 kg lyftimótorar n Mótor þarfnast ekki viðhalds n Tvíhert stál í burðargrind n Hliðar- og endastopparar svo dýnur færist ekki í sundur n Botn er sérstaklega hannaður fyrir Shape heilsudýnur n Val um lappir með hjólum eða töppum n 5 ára ábyrgð

í 12 mánuði*

STÆRÐ 2X90X200

STILLANLEGT •

SHAPE BY NATURE’S BEDDING

Tilboðsverð C&J + Shape dýna

Stærð cm. Með still. botni 2x80x200 375.800,2x90x200 399.800,2x90x210 405.800,2x100x200 423.800,120x200 230.900,140x200 257.900,* afborgun pr. mán. í 12 mán. Vaxtalaust lán. 3,5% lántökugj.

Nature‘s Shape heilsurúm Heilsudýna sem: n Lagar sig fullkomlega að líkama þínum n 24 cm þykk heilsudýna n Engin hreyfing n AloaVera áklæði n 5 ára ábyrgð!

Aðeins kr.

14.477,í 12 mánuði*

STÆRÐ 160X200

HJÓNARÚM •

Dorma-verð Shape dýnur

Stærð cm. Dýna Með botni 80x200 59.900,83.900,90x200 65.900,97.900,120x200 85.900,- 121.900,140x200 99.900,- 143.900,160x200 114.900,- 163.900,180x200 129.900,- 181.900,* afborgun pr. mán. í 12 mán. Vaxtalaust lán. 3,5% lántökugj.

SHAPE BY NATURE’S BEDDING

Nature‘s Rest n Mjúkt og slitsterkt áklæði n Svæðaskipt gormakerfi n Aldrei að snúa n Sterkur botn n Frábærar kantstyrkingar n Gegnheilar viðarlappir n 320 gormar pr fm2

Aðeins kr.

10.250,í 12 mánuði*

STÆRÐ 160X200

FRÁBÆR KAUP •

Nature’s Luxury n Mjúkt og slitsterkt áklæði með flauelsáferð n 7cm Shape þrýstijöfnunarefni í yfirdýnu n Svæðaskipt pokagormakerfi n Frábærar kantstyrkingar n Aldrei að snúa n Sterkur botn n Gegnheilar viðarlappir n 320 gormar pr fm2

OPIÐ

Holtagörðum Virka daga frá kl. 10-18 Lau frá kl. 11-16

ATH!

Nature’s Rest

Sumarhúsaeigendur í Grímsnesi, Úthlíð og Borgarfirði; ef verslað er fyrir 100 þúsund eða meira í júlí afhendum við vörur án endurgjalds heim að bústað.

Stærð cm. Dýna Með botni 90x200 44.900,76.900,100x200 46.900,80.900,120x200 53.900,89.900,140x200 55.900,99.900,160x200 65.900,- 114.900,180x200 75.900,- 127.900,* afborgun pr. mán. í 12 mán. Vaxtalaust lán. 3,5% lántökugj.

Kveðja Dormi

Nature’s Comfort Pillowtop n Mjúkt og slitsterkt áklæði n Heilsu- og hægindalag í yfirdýnu sem hægt er að taka af n Svæðaskipt pokagormakerfi n Aldrei að snúa n Sterkur botn n Gegnheilar viðarlappir n Steyptar kantstyrkingar

Dorma-verð

Aðeins kr

13.097,í 12 mánuði*

STÆRÐ 160X200

DORMA VERÐ •

Dorma-verð Nature’s Comfort Pillowtop Stærð cm. Dýna Með botni 120x200 77.900,- 113.900,140x200 87.900,- 131.900,160x200 89.900,- 147.900,180x200 107.900,- 159.900,* afborgun pr. mán. í 12 mán. Vaxtalaust lán. 3,5% lántökugj.

Svefnsófar í sumarbústaðinn og gestaherbergið. Svefnsvæði 120x195 cm Einnig til án arma.

Daisy svefnsófi

kr. 89.900,BRÚNN & GRÁR •

Með rúmfatageymslu

Aðeins kr.

15.425,í 12 mánuði*

STÆRÐ 160X200

DRAUMA RÚM •

Dorma-verð

Milano hægindastóll á frábæru verði!

Nature’s Luxury

Stærð cm. Dýna Með botni 120x200 89.900,- 125.900,140x200 103.900,- 147.900,160x200 125.900,- 174.900,180x200 141.900,- 193.900,* afborgun pr. mán. í 12 mán. Vaxtalaust lán. 3,5% lántökugj.

Hægindastóll

kr. 39.900,FJÓRIR LITIR

Pöntunarsími

( 512 6800 www.dorma.is


30

viðhorf

Helgin 13.-15. júlí 2012

Með Jesú í Múlasveitinni

H

HELGARPISTILL

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Það verður að viðurkennast að kirkjusókn mín hefur verið takmörkuð, það er að segja almenn messusókn. Vonandi fyrirgefst það á efsta degi, reyni maður að öðru leyti að haga sér skikkanlega í þessu jarðlífi. Þótt kirkjusóknin hafi verið svona og svona hef ég engu að síður dálæti á gömlum sveitakirkjum sem geyma mikla sögu í hógværð sinni. Hið sama á við um konu mína. Því stoppum við gjarna hjá vinalegum litlum kirkjum á ferð um landið. Þær freista okkar frekar en hátimbraðar kirkjubyggingar samtímans, með fullri virðingu þó fyrir þeim. Sveitakirkjunum er víðast vel við haldið, að utan jafnt sem innan, enda fólgin í þeim mikil menningarverðmæti. Bekkirnir eru harðari en bólstraðar sætaraðir stórkirkna þéttbýlisins en halda kirkjugestum betur vakandi. Loftið er oftar en ekki blámálað, í ýmsum tónum og stundum skreytt gylltum stjörnum. Predikunarstóla prýða undantekningarlítið málverk löngu genginna listamanna og pílárar í altari bera vitni um hagleik. Kirkjugripir eru forvitnilegir og eiga margir langa og merka sögu. Sumar þessara sveitakirkna eru þar sem enn er myndarlega búið en aðrar í eyðibyggðum þar sem engir eru eftir nema sumargestir, afkomendur þeirra sem þar áttu sína daga og hvíla í kirkjugörðum sem fróðlegt er að skoða. Þegar boðuð var sumarmessa í kirkju eyðisveitar vestur á fjörðum um liðna helgi stóðumst við ekki mátið. Messa átti í Skálmarnesmúlakirkju, í hinum gamla Múlahreppi, vestasta hluta Austur-Barðastrandarsýslu, sem nú tilheyrir Reykhólahreppi eftir að allir hreppar austursýslunnar voru samein-

aðir. Breytti engu um ákvörðun okkar að drjúgan spöl er að fara, jafnvel um malarvegi sem Ögmundur samgönguog kirkjuráðherra hefur enn ekki látið endurgera. Það er ekki alslæmt því eftir hverja ferð vestur kemur maður með svolítið af hinni helgu jörð Vestfjarða með sér í bæinn, innan og utan á brettum bílsins. Skálmarnesmúlakirkja er í eyðisveit og raunar ekki gömul miðað við margar aðrar sveitakirkjur, byggð á árunum eftir miðja síðustu öld og vígð sumarið 1960 af Sigurbirni Einarssyni biskupi, föður Karls biskups. Kirkjan er hlaðin úr holsteini og tók bygging hennar um áratug, áður en bílvegur var lagður. Byggingarefni í kirkjuna var því flutt á bátum og síðan klakka og kerru heim á staðinn, eins og séra Ágúst Sigurðsson frá Möðruvöllum segir frá í ritverki sínu um kirkjustaði á Vestfjörðum og getið er um á vef Reykhólahrepps. Kirkja var að fornu á Skálmarnesmúla, eða Múla eins og bærinn kallast í daglegu tali og Múlahreppur heitir eftir, án þess að getið sé nema um einn prest sem þar sat, snemma á þrettándu öld. Í hinn ágæta Múlahrepp á ég ættir að rekja í móðurætt og var þar drengur í sveit er kirkjan var vígð og fylgdi afabróður mínum og hans fólki í Skálmardal til athafnarinnar. Oft síðan hef ég heimsótt þessa látlausu kirkju, eða fremur kirkjugarðinn þar sem forfeður mínir liggja, meðal annars langamma og langafi, en aldrei setið messu.

Nú var tækifærið. Séra Elína Hrund Kristjánsdóttir, prestur á Reykhólum, kallaði til guðsþjónustu en messað er í kirkjunni einu sinni á ári. Það voru því fleiri á ferð á Múlanesinu um helgina en endranær, þótt sumarnot séu af jörðunum á nesinu og hlunninda gætt, meðal annars æðarvarps. Betra er að vera á háfættum fjórhjóladrifnum bíl til þess að komast til messu í Múlakirkju og þeirrar gerðar voru bílar á kirkjuhlaðinu, að undanskildum einum virðulegum Benz. Ökumaður hans hafði með lagi komið honum á nesið án þess að keyra undan honum hljóðkút eða setja gat á pönnuna. Sólin baðaði kirkjuna geislum, hvítmálaða með rauðu þaki, þegar gestir

gengu til messu og fylltu hvern bekk, nema þann fremsta. Múlhreppingar trana sér ekki fram. Ræða séra Elínu, langt að kominn kór Reykhólakirkju, harmonikkuleikur og harðir bekkirnir héldu mönnum við efnið. Söfnuðurinn, að minnsta kostir sumir, tóku vel undir í sálmasöng. Á eftir var kirkjukaffi sem Þuríður á Múla, Ásta á Deildará og fleiri góðar konur sáu um. Borð svignuðu undan hnallþórum, kleinum og flatbrauði. Stundin var dásamleg þar sem frá kirkjunni sást yfir nes, sker og eyjar Breiðafjarðar. Þótt sveitin sé löngu farin í eyði sækja æ fleiri þangað á ný, leita kyrrðar og dásemdar náttúrunnar og tengja sig þeim sem gengnir eru en voru með hugann við sína sveit þótt aðstæður leyfðu ekki lengur búskap og þeir flyttust á mölina. Í draumum voru þeir vestra. Víða í Múlahreppi, eins og fleiri eyðihreppum, hafa hús verið gerð upp og sumarhús reist. Félög hafa verið stofnuð um viðhald og uppbyggingu húsa sumra jarðanna og átthagafélag hreppsins minnir menn vetrarlangt á þær sælu sumarstundir sem í vændum eru. Ég stóðst það ekki í fjölskylduboði, eftir heimkomu úr messuferðinni, að monta mig aðeins af því að hafa verið viðstaddur vígslu Múlakirkju á sínum tíma. Barnabarni mínu, sem aðeins er farið að læra biblíusögurnar, þótti þetta ekki síður merkilegt, en nokkuð langt aftur í fortíðinni, og spurði því í einlægni: „Afi, voru þið Jesús þá að leika ykkur saman í Múlasveitinni þegar þið voruð litlir?“

Fljúgandi byrjun á frábærum degi Núna fylgir frisbí-diskur með hverjum pakka af Honey Cheerios.

Honey Cheerios – fullt af fjöri.


Gullverðlaun Holta Kjúklinga - Bratwurstpylsur unnu til gullverðlauna í fagkeppni meistarafélags kjötiðnaðarmanna sem haldin var nú á dögunum. Einnig voru pylsurnar valdar sem besta varan unnin úr alifuglakjöti. Kjúklinga-Bratwurstpylsur eru óreyktar og unnar úr sérvöldu gæðahráefni. Þær eru kryddaðar til með jurtum og kryddkornum þannig að úr verður bragð sem fær sælkera til að kikna í hnjáliðunum og brosa framan í heiminn.

®

Grunnur að góðri máltíð www.holta.is


32

Golfferðir

ferðir

Helgin 13.-15. júlí 2012

ferðir Skemmdir vegna utanvega aksturs að Fjallabaki bættar

NÝR

UR! GOLFSTAÐ

Lingfield Park London Nýr frábær golfstaður aðeins 20 mín. frá Gatwick. Lingfield Park Marriott hótelið 4* er nýlegt glæsilegt hótel sem býður upp á frábæran mat og mjög góða heilsulind. Golfvöllurinn er einstakur par 72, 18 holu parkland völlur í fallegu landslagi, hæðóttur með fjölda hindrana. Hefur þú kynnt þér nýja Iceland Express GOLF klúbbinn okkar.

F í t o n / S Í A

17.–20. sept., 12.–15. okt. og 1.–4. nóv. Verð á mann í tvíbýli

105.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á 4* Lingfield Park Marriott Hótel í 3 nætur með morgunverðarhlaðborði, þrisvar x þriggja rétta kvöldverður og 3 golfhringir.

Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100

Lagfæringartúr á Fjallabak syðra. Mynd: Magnús Guðmundsson

Útivist og Ferðaklúbburinn 4x4 í umhverfisbótaferð

Gönguferðin þín er á utivist.is

Ferðin var farin eftir uppástungu þar um í umræðum hjá Fésbókarhópnum Ferðafrelsi, en þar spunnust í nóvember miklar umræður um aðgerðir vegna utanvegaaksturs eftir að fréttir af miklum skemmdum á Fjallabaksleið syðri komu fram í fjölmiðlum.

Ú Skoðaðu ferðir á utivist.is

tivist og Ferðaklúbburinn 4x4 stóðu fyrir umhverfisbótaferð á Fjallabak á dögunum. Megintilgangur ferðarinnar var að reyna að bæta sem mest þær skemmdir sem þarna urðu sem og að reyna eftir bestu getu að bæta aðrar þær skemmdir sem á vegi hópsins yrðu. Víða hafði verið ekið langtímum saman utan við veginn, farið í hringi og upp á hæðir, en verstu ummerkin voru þau sem urðu tilefni umræðunnar; ljót för í mýrlendu gróðursvæði norðan við Laufa­hraun og voru þau allt að 30 sentimetra djúp. Hópurinn gerði sem

hægt var til þess að laga sárin og bæta sem mest úr skemmdum. Þá var villuslóðum lokað og rakað yfir utanvegaför þar sem þau lágu í sandi. Þó ljóst sé að förin hverfi ekki með öllu strax og væntanlega ekki á næstu árum, eru góðar líkur á að aðgerðir félaganna flýti fyrir því að sárin grói og vonandi koma aðgerðir sem þessar og umræða um þær í veg fyrir frekari skemmdir á svæðinu. Að afloknu góðu dagsverki var haldið í Dalakofann þar sem Útivist rekur myndarlegan fjallaskála og grillað handa þátttakendum í boði

Ferðalangar allir verða að sameinast um að verjast utanvegaakstri og vera góð fyrirmynd.

góðir ferðafélagar í suMar Margverðlaunaðir bakpokar seM þú getur treyst!

ÍSLENSKA SIA.IS UTI 60208 06/12

KOMDU VIÐ OG SJÁÐU ÚRVALIÐ.

verð: 25.990 kr.

tilboð: 23.192 kr.

verð: 49.990 kr.

verð: 59.990 kr.

Deuter Futura 28 Léttur vandaður dagpoki. Aircomfort bak sem loftar betur. Regnvörn fylgir.

Deuter Futura 32 Vinsælasti dagpokinn. Frábært burðarkerfi með loftun. Einnig til aðrar stærðir og dömuútfærslur. Regnvörn fylgir.

Deuter aircontact 50 + 10 SL Frábær verðlaunabakpoki til notkunar í lengri ferðir. Vandað stillanlegt burðarkerfi. Einnig til aðrar stærðir og herraútfærslur. Regnvörn fylgir.

Deuter aircontact Pro 55 +15 SL Sá vandaðasti úr smiðju Deuter. Frábært stillanlegt burðarkerfi. Öll smáatriði þaulhugsuð. Regnvörn fylgir. Einnig til aðrar stærðir og herraútfærslur.

Almennt verð: 28.990 kr.

NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS


ferðir 33

Helgin 13.-15. júlí 2012 

ferðir Björgunarsveit endurvakin undir Eyjafjöllum

Útivist og verslunin Íslensku Alparnir styrkja björgunarsveit Ferðafélagið Útivist og verslunin Íslensku Alparnir hafa tekið höndum saman um styrk til björgunarsveitarinnar Bróðurhöndin undir Eyjafjöllum. Björgunarsveitin hefur nú verið endurvakin af vöskum Eyfellingum, en starfsemi hennar hafði verið í lægð um allnokkurt skeið. Styrkurinn er í formi gjafabréfs á vörur frá versluninni Íslensku Alparnir. Að sögn Skúla H. Skúlasonar framkvæmdastjóra Útivistar er það mikið fagnaðarefni að fá virka björgunarsveit undir Eyjafjöllum. Er þar einkum horft

Við upphaf lagfæringa. Mynd: Óskar Andri

Eftir lagfæringar. Mynd: Óskar Andri

Ferðaklúbbsins 4x4. Að sögn Skúla H. Skúlasonar hjá Útivist, hafa bæði Útivist og Ferðaklúbburinn 4x4 að markmiði sínu að stuðla að góðri umgengni við náttúruna samhliða því að vera vettvangur fyrir áhugafólk um ferðalög um hana og sveið marga að sjá þau ummerki sem þarna var að finna og var auðsótt mál að fá félaga með í leiðangurinn. Í umræðunum sem spunnust í nóvember kom meðal annars fram sú hugmynd hjá Þorleifi Eggertssyni að hvetja alla jeppaferðalanga á hálendinu til að fjárfesta í hrífu og hafa með sér á ferð um landið. Þeir gætu hæglega fest hana á bílinn með skóflunni og járnkarl­i num. Síðan er hægt að taka stopp í um 10 mínútur á dag á ferðum sínum og laga sjáanlegar skemmdir sem á veginum verða: Að þetta væri bæði góð hvíld frá akstri og um leið hin besta hreyfing. Ferðalangar allir verða að sameinast um að verjast utanvegaakstri og vera góð fyrirmynd.

Lokað á gervislóða. Mynd: Óskar Andri

til gönguleiðarinnar yfir Fimmvörðuháls en umferð göngumanna um hálsinn hefur aukist mikið eftir eldgosið árið 2010. Útivist hefur um langt skeið látið sig varða öryggismál á gönguleiðinni, rekur þar gönguskála og stendur þar ár hvert fyrir fjölda ferða undir leiðsögn. Alltof algengt er að göngumenn sem ferðast þar á eigin vegum eru vanbúnir til slíkrar ferðar, bæði hvað varðar fatnað og öryggisbúnað, auk þess sem margir hafa ekki til að bera þá þekkingu sem þarf til slíkra ferða. Því er full þörf á að björgunarsveit sé til taks í næsta nágrenni

og Útivist vill með þessu leggja ofurlítið lóð á vogarskálarnar til að styrkja við starfsemi sveitarinnar. Guðmundur Gunnlaugsson eigandi verlsunarinnar Íslensku Alparnir segir það ánægjulegt að geta stutt við stofnun nýrrar björgunarsveitar. Verslunin býður mikið og gott úrval að búnaði til fjallamennsku og vonast til að gjöfin nýtist starfsemi björgunarsveitarinnar sem best. Starfsemi björgunarsveita er grunnstoð í fjallamennsku og útivist á Íslandi og fjölmargir kynnast þessu áhugamáli í gegnum starfsemi þeirra.

Við gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi. Mynd Fanney Gunnarsdóttir


34

veiði 

Helgin 13.-15. júlí 2012

fluga vikunnar Jón Ósk ar

Schumacher setur ekki sjálfur bensín á bíl sinn

M

yndlistarmaðurinn Jón Óskar er einn þeirra fjölmörgu listamanna sem sér fegurðina í fluguveiði. Hann hefur þó ekki gengið svo langt að hefja fluguhnýtingar,

Jock Scott-fluga en hana tók stærsti flugulax sem veiðst hefur á Íslandi.

sem þó ætti að liggja vel fyrir listamanninum. „Nei, veistu... það hefur bara aldrei hvarflað að mér því ekki setur Schumacher sjálfur bensín á bílinn sinn.“ Jón Óskar, sem þykir taka sig sérstaklega vel út á bakkanum og lítur helst ekki við tvíhendu, því henni fylgir of mikill „göslaragangur“ hefur á

móti náð góðum tökum á einhendu; „hún er miklu flottari“, velur flugu vikunnar að þessu sinni. Og það vefst ekki fyrir honum. „Jock Scott! Einstaklega fallegt reist bak á þeirri flugu og það hvín í loftinu þegar maður skýtur henni þessa 40 metra, eða svo, út í ána.“ Ástæðan fyrir þessu vali Jóns, fyrir utan hinn fagurfræðilega, er sú saga sem honum var sögð þegar hann var sem

oftar við veiðar í Aðaldalnum; af stærsta flugulaxi sem veiðst hefur á Íslandi en þar var að verki Jakob Hafstein í Höfðahyl 10. júlí árið 1942 og vó hann 36,5 pund. „Á Jock Scott. Ég er fixeraður á að taka „þennan sama“ fisk og þá á Jock Scott. Ég hef aldrei fengið neitt á þessa flugu en mér finnst notalegt að hugsa til þess, þegar ég dorma á bakkanum, nákvæmlega þar sem hann tók þann lax.“

Jón Óskar gramsar í fluguboxi sínu: „Er þetta ekki örugglega Green Butt sem hann Hilmar Hansson er alltaf að reyna að koma mér uppá að nota – þessar grænu flugur?“

 Veiði Veiðifélagið Bíttá helvítið þitt

Úr lögum Bíttá helvítið þitt

Reglur félagsins eru nokkuð strangar og um margt forvitnilegar: Í 1. grein segir að stjórn félagsins sé alráð og í 3. grein er skýrt kveðið á um að kvenmenn séu með öllu bannaðir í félaginu. Þar segir meðal annars: „Spúsur meðlima eru þó leyfilegar með í veiðiferðir en þá eingöngu til yndisauka og nestissmurninga. Einnig er spúsum meðlima leyfilegt að hafa tilbúinn heitan málsverð eftir erfiða ferð við að draga björg í bú.“ Önnur grein kveður á um að stjórn ráði því hver fái inni í félaginu og ... „til að fá inngöngu þarf til þess fyrsta að eiga nógu ódýran veiðibúnað eða úr sér genginn. Undanþágur um gæði og verð veiðibúnaðar eru aðeins gerðar af stjórnarlimum. Næsta mál fyrir möguleika á nýlimun er að leysa þraut sem viðkomandi stjórnarlimur leggur fyrir hann. Síðasta skilyrði innlimunar er að standast erfitt sálfræðipróf sem stjórnin leggur fyrir verðandi nýlim.“ Fjórða grein er afdráttarlaus og svohljóðandi: „Bíttá helvítið þitt aðhyllist ALLS EKKI veiða/sleppa stefnuna nema viðkomandi fiskur teljist óhæfur til átu vegna smæðar eða vanskapnaðar. Komi upp vafamál mun stjórnin taka ákvörðun í hverju einstöku máli.“

Veiða og henda Veiðifélagið Bíttá helvítið þitt var stofnað árið 2004 af ungum mönnum sem þótti nóg um fínimennskuna sem var að yfirtaka stangveiði á Íslandi. Framkvæmdastjóri félagsins heitir Sveinn Elmar Magnússon og hann segir hér undan og ofan af þessu sérstæða veiðifélagi sem stofnað var árið 2004.

É

g er nú að þróa, í samstarfi við bróður minn, nýja veiðiaðferð sem ég kalla „veiða og henda“. Ég var við veiðar um daginn og þá veiddi ég einn sem var umsvifalaust drepinn og honum hent, enda óhæfur til átu – lítill, og hálfvanskapaður,“ segir Sveinn Elmar Magnússon framkvæmdastjóri veiðfélagsins Bíttá helvítið þitt – Fyrst og fremst bjargræðisfélag.

Fékk ógeð á silungi Exceed flugustangirnar hafa slegið í gegn á Íslandi, enda frábærar stangir hannaðar af einum besta flugukastara heims Klaus Frimor.

Klárlega bestu kaupin á markaðnum í dag! Tvíhendur frá 64.900 kr. Einhendur frá 43.900 kr. Switch 52.900 kr.

LANGHOLTSVEGI 111 REYKJAVÍK SÍMI 527 1060 www.veidiflugur.is hilmar@veidiflugur.is

Þetta sérstæða veiðifélag hefur verið misfyrirferðarmikið en það var stofnað árið 2004 og er því komið til ára sinna. Þeir í Bíttá mega heita frumkvöðlar í veiðibloggi en þeir hafa haldið úti veiðisíðu þar sem greint er frá ævintýrum sem félagsmenn lenda í, aflatölur og meira að segja hafa þeir gert sérstaka sjónvarpsþætti sem þeir birta á síðunni, reyndar með óreglubundnum hætti. „Já, maður sér sama orðaforðann og við byrjuðum með víða á veiðisíðum, þannig að ætli það megi ekki heita svo,“ segir Sveinn Elmar. Síðan er enn virk og fjölsótt: http:// bitta.123.is. Starfsemin hefur ekki verið mikil að undanförnu en það horfir til bóta. Niðursveifla í starfseminni kemur ekki af góðu en framkvæmdastjórinn fékk ógeð á silungi – sem er ekki gott fyrir mann í hans stöðu. „Já, þetta hefur verið með hálffullu fjöri að undanförnu. Ég var alveg hættur að veiða. Ég veiði bara þegar ég er svangur. Og þar sem ég var kominn með ógeð á silungi, þá hætti ég að veiða. Sumir veiða og sleppa. Ég sleppti því að veiða. En ég er að mjaka mér til baka. Og ætla að fara að moka upp silungi bráðum.“

Rauður dropi er málið

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

Bíttá helvítið þitt leggur allt uppúr sem ódýrustu græjunum auk þess sem félagsmenn hafa megnustu skömm á þessu „veiða og sleppa kjaftæði“ sem hefur vaðið uppi í heimi veiðimennskunnar undanfarin árin. Reyndar er það að félagið hafi verið hálfvankað að undanförnu ekki eingöngu því um að kenna að framkvæmdastjórinn hafði borðað yfir sig af silungi heldur hafa sumir í félaginu farið í að kaupa sér dýrari búnað, farið í fluguveiði en þetta er bannað samkvæmt lögum félagsins. „Ég var sjálfur farinn að veiða á flugu. En, er nú að færa

Sveinn Elmar framkvæmdastjóri Bíttá helvítið þitt lætur fara vel um sig í klappstól á veiðislóð nú í sumar. H E LG A R BLA Ð

mig aftur til baka. Það er best. Að vera með ódýra teleskópíska stöng og Rauðan dropa (spinner) – það er best.“ Sveinn Elmar segir svo frá að það hafi haft gríðarleg áhrif á þá foringja í félaginu þegar þeir sáu fyrsta þátt veiðiþáttaraðarinnar Sporðaköst: „Dásamlegur þáttur. Menn voru að veiða í Veiðivötnum, á Lödu Sport og töluðu mikið um að það væri nauðsynlegt að vera á góðum bíl. Og veiða með rauðum dropa. Þegar við fórum svo að gera okkar eigin sjónvarpsþætti, en það er gerður einn þáttur á tveggja ára fresti, vorum við einmitt í Apavatni

Lítil og vansköpuð bleikja sem fékk að finna fyrir veiðiaðferðinni Veitt og hent.

og þá sagði bóndinn þar að Rauður dropi gæfi best. Þetta þótti okkur gott.“

Smíðar sér reykgræju úti á svölum

Sveinn Elmar segir að þrátt fyrir að hafa boðað veiðimennsku sem ekki á uppi á pallborðið, svo sem að veiða með ódýrum bensínstöðvagræjum, ryðguðum spún og sleppa aldrei, þá hafi þeir í Bíttá aldrei orðið fyrir aðkasti. „Nei, þeir þora ekki í okkur. Þusið í þeim er sennilega tilkomið af öfund. Þeir eru hræddir um að við séum að veiða meira en þeir á spún.“ Sveinn telur þetta á misskilningi byggt, að menn veiði ekkert síður á flugu. Og framkvæmdastjórinn er allur að færast í aukana eftir því sem á líður sumarið: „Ég er nú að smíða mér sérstaka reykgræju úti á svölum til að reykja aflann. Ég reykti hreindýrshjarta í fyrra á prótótýpunni og það kom vel út. Ég veit ekki hvort nágrannarnir verði mjög ánægðir,“ segir Sveinn Elmar – en það verður ekki við öllu séð. Jakob Bjarnar Grétarsson ritstjorn@frettatiminn.is


Viltu lækka forgjöfina? Golfferðir á enn betra verði

Bonalba Verð frá, á mann í tvíbýli:

La Manga

4 og 7 daga ferðir í boði.

112.800 kr. La Sella Verð frá, á mann í tvíbýli:

Verð frá, á mann í tvíbýli:

7 og 11 daga ferðir í boði.

173.900 kr.

7 og 11 daga ferðir í boði.

157.800 kr. Oliva Nova Verð frá, á mann í tvíbýli:

7 daga ferðir í boði.

152.700 kr.

Fararstjórar í golfferðum WOW ferða eru Björn Eysteinsson og golfkennararnir Jón Karlsson, Karl Ómar Karlsson og Sigurpáll Geir Sveinsson. Golfkennsla er í boði í völdum ferðum. Hafið samband við lilja@wowferdir.is eða í síma 590 3002 fyrir bókanir, framlengingu á ferðum eða frekari upplýsingar. Flogið er með WOW air í dagflugi, með miklu sætaplássi og nóg af brosi um borð.

wowferdir.is WOW ferðir | Höfðatún 12 | 105 Reykjavík | +354 590 3000 | wowair@wowair.is

Innifalið í öllum ferðum er flug með sköttum, frítt fyrir golfsettið, gisting með hálfu fæði og golf.


36

bílar

Helgin 13.-15. júlí 2012

 Volvo Nýir V40 og V60 kynntir

Bíll með vegfarendavörn

Nýr Volvo V 40. Bílinn er búinn vegfarendavörn.

Framhjól V60 bílsins eru knúin af dísilvél en afturhjólin af rafmótor Volvo kynnti nýja V40 og V60 á sýningu í Bretlandi um mánaðamótin. Nýi Volvo V40 er í flokki lúxus hlaðbaka, ríkulega útbúinn hágæða tækninýjungum, segir á síðu umboðsins, Brimborgar. „Bíllinn markar tímamót þar sem í fyrsta skipti kemur á markað bíll með vegfarandavörn. Hún virkar þannig að um leið og stjórnstöð móttekur neyðarmerkið losnar um hjöruliði vélarhlífarinnar og hún lyftist upp við framrúðu bílsins um leið og loftpúði fyllist á örfáum millisekúndum. Það hefur í för með sér að það dregur úr högginu sem myndast við að vegfarandi skellur á vélarhlífinni í kjölfar ákeyrslu. Auk þess er bíllinn með borgaröryggi sem staðalbúnað en það er búnaður sem er sjálfvirk bremsa. Hann metur fjarlægð að bílnum fyrir framan og hægir sjálfkrafa á ferðinni fari ökumaður óeðlilega nálægt honum eða stöðvar bílinn

alveg sé hætta á aftanákeyrslu. Í Volvo V40 virkar borgaröryggi upp í 50 km/klst í stað 30 km/klst í eldri tegundum. Útblástur koltvísýrings í Volvo V40 D2 er 94 g/km og eldsneytisnotkun í beinskiptu gerðinni 3,60 l / 100 km í blönduðum akstri. Hann er með sex þrepa sjálfskiptingu og 1,6 lítra dísilvélin skilar 115 hestöflum og 270 Nm í togi auk þess að vera með start/stop tækni sem slekkur á vél bílsins þegar hann er kyrrstæður, eins og t.d. í þungri umferð eða á ljósum. Með þeirri tækni sem Volvo V40 státar af leiðir til þess að rekstrarkostnaður bílsins lækkar.“ Á sýningunni var einnig nýi hlaðanlegi dísil tengil-tvinnbíllinn, Volvo V60 D6 AWD kynntur til sögunnar. „Hann er tæknilegasti Volvo-bíllinn og klárist rafmagnið tekur öflug dísilvélin við,“ segir á síðu Brimborgar.

Prius+ væntanlegur

Toyota Prius+, sjö manna fólksbíll, var kynntur á bílasýningunni í Frankfurt í fyrra. Fram kemur á síðu Toyota að bíllinn sé væntanlegur hingað til lands. Þar segir að Prius+ sé ný hönnun. Bíllinn rúmar fullorðna í öllum þremur sætaröðum og er hver sætaröð 45mm hærri en sú fyrir framan og hafa þar með allir gott útsýni. „Að utan er Prius+ með blöndu af mjúkum og ávölum línum til að minnka loftmótstöðu og auka þar með sparneytni bílsins. Mjög svo fyrirferðarlítill lithium-ion rafhlöðupakki er staðsettur á milli framsætanna og tekur þar af leiðandi ekkert pláss frá farþegum eða farangursrými. Í annarri sætaröðinni er hægt að fella niður sætin hvert fyrir sig og er þriðja sætaröðin niðurfellanleg í 50/50. Þetta fyrirkomulag hámarkar nýtingu á plássi og sveigjanleika.“ Prius+ er búinn nýjustu útgáfu af „Toyota Hybrid Synergy Drive“. Eins og í Prius eru þrjár akstursstillingar: EV-stilling sem keyrir eingöngu á rafmagni, allt að 2 kílómetra, ECO-stilling fyrir sparneytinn akstur og Power-stilling fyrir hámarksafl. Upplýsingaskjár í framrúðu og lyklalaust aðgengi er staðalbúnaður og valmöguleikar í öryggisbúnaði eru til dæmis aðlögunarhæfur hraðastillir og árekstrarforvarnarkerfi. Prius+, eins og aðrir bílar í Prius-fjölskyldunni, býður upp Sjö manna fólksbíll sem væntanlegur er frá Toyota, Prius+. á val margmiðlunar og leiðsögukerfa.

-þegar gæði verða lífsstíll

Vantar glæsivagna í salinn. Frítt í júlí og ágúst.

Fylgstu með okkur á Facebook

Funahöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | hofdahollin@hofdahollin.is

Framhjól Volvo V60 tengil-tvinnbílsins eru knúin áfram af fimm strokka 2,4 lítra túrbó dísilvél sem er 215 hestöfl með hámarkstogi upp á 440 Nm. Afturhjólin eru hinsvegar knúin áfram af rafmótor sem skilar 70 hestöflum og er samanlögð losun koltvísýrings 49 g/km.

 Skoda Flaggskipið Superb

Forstjóratilfinning og forsetaveifa Bíllinn er stór og rúmgóður enda eru afturhurðirnar þær stærstu sem framleiddar hafa verið fyrir Skoda

V

ilji menn fá svolitla forstjóratilfinningu er val á flaggskipi Skoda, Superb, freistandi. Bíllinn er stór og rúmgóður og plássið aftur í leyfir létta forsetaveifu fyrir þá sem láta aka sér milli staða. Áherslan er lögð á góða aksturseiginleika og þægindi enda segir á heimasíðu Heklu, þar sem fjallað er um Suberb: „Afturhurðirnar eru þær stærstu sem framleiddar hafa verið fyrir Skoda bifreið. Fyrir vikið er allt aðgengi að aftursætunum með þægilegra móti. Glæsilegt form er á framhluta bílsins. Áberandi vatnskassahlífin er með krómumgjörð og innfellt í hana er Skoda merkið. Krómlistar umhverfis gluggarammana og innfelld stefnuljós í hliðarspeglunum gefa bílnum áberandi hliðarsvip. Afturljósin mynda C-laga form sem er einkennandi fyrir allar Skoda bifreiðar. Mælaborðið og stýri með þægilegu gripi eru þeir þættir sem fanga athyglina í innanrýminu. Í breiðum miðjustokknum er að finna sjálfvirkt loftfrískunarkerfi, meira að segja í grunngerð bílsins. Í öllum gerðum Superb er efri hluti mælaborðsins lagður svörtu Onyx efni. Neðri hlutinn er fáanlegur í þeim litum sem best fara við það áklæði sem valið er. Skreytilistar úr völdum efnum á miðjustokki, dyraspjöldum og loft-

Skoda Superb, rúmgóður og þægilegur, með „lúxustilfinningu“.

túðum skapa þægilegt andrúmsloft og lúxustilfinningu inni í bílnum.“ Þá sameinar tvískiptur afturhleri Suberb helstu kosti skutbíls og venjulegs fólksbíls. Í Superb eru ýmsar nýjungar í búnaði. Má þar nefna öryggispúða fyrir hné ökumanns ásamt hliðarpúðum aftur í, alls 9 öryggispúðar, hindrunarvara og Bi-Xenon aðalljóker með beygjubúnaði. Bíllinn fæst bæði með bensín- og dísilvélum. Með 160 hestafla bensínvélinni er í boði ný gerð af sjálfskiptum gírkassa með tvítengsli sem hægt er að stjórna með rofum í stýrishjóli. Hröðun með þeirri vél

úr 0 í 100 km/klst er 8.5 sekúndur. Skoda Superb A mbition 1.8 TSI með 160 hestafla vél og sjálfskiptingu kostar 4.930.000 krónur. Eyðsla hans er 7,1 lítri á hverja hundrað kílómetra. Ambition 2.0 TDI, 140 hestafla sjálfskiptur kostar 4.990.000 krónur, eyðslan er 5,9 lítrar. Ambition TDI, sjálfskiptur með 170 hestafla vél kostar 5.220.000 krónur, eyðslan er 6 lítrar og Ambition 2.0 TDI 4x4, sjálfskiptur með 140 hestafla vél kostar 6.190.000 krónur. Eyðslan 6,2 lítrar. Skutbíllinn, Skoda Superb Combi með sömu vélum kostar frá 5.120.000 til 6.380 króna.

 Hyundai Aukin sparneytni með dísil eða metan

Við seljum bílinn þinn meðan þú slappar af Mikil sala! Vilt þú selja bílinn þinn? Settu hann á skrá hjá okkur frítt!

Hyundai Santa Fe fæst með metanbúnaði Vinsæll jepplingur fæst með dísilvél eða bensínvél og metanbúnaði.

Funahöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 580 8900 | bilalind.is

67% *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011

... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

Hyundai Santa Fe kostar frá 5.990 krónum til 7.790 króna eftir gerð og búnaði.

Hyundai Santa Fe er vinsæll jepplingur í íslenskum bílamarkaði. Hann er með nýja sparneytna 197 hestafla dísilvél sem togar 437 Nm við 2000 snúninga á mínútu. Eyðsla í langkeyrslu er 6,2 lítrar á ekna 100 kílómetra. Bíllinn er með 6 þrepa sjálfskiptingu, tölvustýrða stöðugleikastýringu og spólvörn, leður-

innréttingu með rafstýrðum sætum, sóllúgu, Bluetooth-símabúnað, hljómtæki, aksturstölvu, tvískipta miðstöð með lofthreinsibúnaði og kemur á álfelgum Hyundai Santa Fe er nú fáanlegur með metanbúnaði sem er hefur verið sérstaklega hannaður fyrir Santa Fe, að því er fram kemur á síðu umboðsins, BL. Metanbúnaðurinn í Santa Fe gerir það að verkum að aðflutnings- og bifreiðagjöld bílsins lækka og því fæst rúmgóður fjóhjóladrifsbíll á hagstæðu verði með 2,4 lítra, 174 hestafla bensínvél, fjórhjóladrifi, stöðugleikastýringu, spólvörn, skriðstilli og tvöfaldri loftkælingu. „Fyrir þá sem aka 20.000 km á ári,“ segir enn fremur, „er hægt að spara allt að 160.000 kr. í eldsneytiskostnað á sama tímabili með metnabúnaðinum. Auk þess sem viðkomandi leggur verulega af mörkum í minnkun gróðurhúsalofttegunda því þegar bílnum er ekið á metani fer CO2 útblásturinn á bílnum í 0gr/km.“



38

heilsa

Helgin 13.-15. júlí 2012

Næringarinnihald í einum bolla af strengjabaunum (100 g) Næringarefni Hlutfall af ráðlögðum dagsskammti C-vítamín 20.3% K-vítamín 17.7% A-vítamín 13.8% Mangan 11% Trefjar 8. 10.8% Fólínsýra 8.2% B6-vítamín 7% Mólýbden 6.6% Magnesíum 6.2% Tryptófan 6.2% Kalín 6% B2-vítamín 5.8% Járn 5.7% B1-vítamín 5.3% Fosfór 3.8% Kalk 3 7% Prótein 3.6% B3-vítamín 3.6% Kólín 3.6% Kopar 3.5% Omega-3 fitusýrur 2.9% Hitaeiningar (31) 1%

 Heilsa R annsókn á áhrifum tes á slæmt kólesteról

Grænt te lækkar kólesteról Grænt te hefur löngum verið talið mikill heilsudrykkur en nú hefur enn einn kvilli bæst á lista yfir þá sem grænt te gagnast gegn, of hátt kólesteról. Samkvæmt nýjum rannsóknum sem gerðar voru í Western University í Bandaríkjunum kom í ljós að grænt te hefur jákvæð áhrif á magn slæms kólesteróls í blóði. Hversu mikil áhrif á hins vegar eftir að rannsaka nánar, sem og magn tesins og hversu oft þarf að neyta þess svo það hafi áhrif. Rannsóknin skipti hópi fólks í tvennt. Annar hlutinn drakk grænt te og neytti dufts sem unnið var úr grænu te. Hinn hlutinn neytti ekki græns tes. Varði rannsóknin allt frá nokkrum vikum upp í þrjá mánuði. Niðurstöðurnar sýndu að hópurinn sem neytti græna tesins sýndi mun meiri lækkun á slæmu kólesteróli. Grænt te þykir enn heilnæmara en svart te vegna mismunar í vinnsluaðferð. Grænt te er þurrkað en svart te er gerjað og síðan þurrkað og inniheldur græna teið því meira af þeim efnum sem þykja heilnæm. -sda

 Fæðuóþol Óhefðbundnar lækningar

Jógúrt inniheldur gagnlegar bakteríur sem hjálpa til við meltinguna.

Má lækna fæðuóþol með góðum bakteríum? Bandarískur sérfræðingur í frumurannsóknum segir að oft megi koma í veg fyrir einkenni fæðuóþols með því að koma jafnvægi á meltingarflóruna. Það megi gera með því að neyta í auknu magni nauðsynlegra baktería sem styrkja meltingarflóruna.

R

aunverulegt fæðuofnæmi er mjög sjaldgæft en einungis eitt prósent fullorðinna og um tvö til átta prósent barna þjást af fæðuofnæmi. Hins vegar virðist sem þeim hafi fjölgað sem þjást af einkennum fæðuóþols, að því er fram kemur á heilsufréttavefnum naturalnews.com. Einkenni fæðuóþols eru almenn þreyta, þaninn kviður eða niðurgangur sem koma fram nokkrum klukkustundum eftir máltíð. Þessi síðbúnu einkenni eru þess valdandi að erfiðara er að greina nákvæmlega hvað olli einkennunum. Fæðuóþol kemur oft ekki fram á hefðbundnum ofnæmisprófum hjá læknum. Fæðuofnæmi og fæðuóþol lýsa sér oft með svipuðum einkennum en eru tvö ólík fyrirbæri, samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Jóhannessyni, prófessor í læknisfræði við HÍ, sem birtar eru á Vísindavefnum. „Fæðuofnæmi, eins og allt annað ofnæmi, stafar af eins konar ofvirkni í ónæmiskerfinu gegn vissum efnum og við það myndast mótefni í líkamanum,“ segir Magnús. Þegar þessi mótefni tengjast ofnæmisvaldinum í fæðunni losna úr læðingi ýmis taugaboðefni og hormón sem valda einkennum. Einkennin geta verið frá húð (útbrot, kláði, ofsakláði), blóðrás (blóðþrýstingsfall), öndunarfærum (hósti, hrygla, nefrennsli, hnerrar, barkakýlisbjúgur og öndunar­ erfiðleikar) og meltingarfærum (ógleði, uppköst, samdráttarverkir, vindgangur, niðurgangur og ristilbólga), að sögn Magnúsar.

„Fæðuóþol stafar hins vegar oftast af því að ekki er hægt að brjóta niður viss efni í fæðunni vegna þess að líkamann skortir viðkomandi ensím (efnahvata), og af því hljótast ýmis óþægindi, sem í mörgum tilfellum eru þau sömu og verða við fæðuofnæmi,“ segir Magnús. Bandarískur sérfræðingur í frumurannsóknum með áherslu á meltingu og fæðuóþol, dr. Art Ayers, heldur úti bloggsíðu um rannsóknir sínar og kenningar undir slóðinni coolinginflammation.blogspot. com. Þar heldur hann því meðal annars fram að fæðu­ óþol orsakist af skorti á bakteríum í meltingarfærunum fremur en skorti á ensímum. Hann heldur því fram að hægt sé að lækna flestar tegundir fæðuóþols með því að breyta samsetningu baktería í meltingarkerfinu, meltingarflórunni, frekar en að reyna að útiloka úr mataræðinu fæðutegundina sem veldur einkennunum. Einkennin komi fram meðal annars vegna skorts á þessum bakteríum, hugsanlega vegna veikinda eða lyfjagjafar. Dr. Art Ayers mælir með mörgum aðferðum til að koma nauðsynlegum bakteríum aftur inn í meltingarkerfið. Hann mælir með mjólkursýrugerlum, sem meðal annars finnast í AB-mjólk og jógúrt, en einnig með því að neyta lífræns ræktaðs grænmetis, sem gæta verður að þvo eins lítið og hægt er áður en þess er neytt. Það inniheldur náttúrulegar bakteríur sem hjálpa til við meltingu.

ÓTRÚLEGI

ÚTSÖLUMARKAÐURINN

99 VERÐ FR Á

HEFST Í DAG Í LAUGARDALSHÖLLINNI

KR.

RÚMLEGA 45.000 VÖRUR · NÝ TILBOÐ DAGLEGA - OPIÐ 11 - 19 ALLA DAGA


barnagæsla

Fjarstýrð Pan / Tilt

Þráðlaus samskipti

Greinir hreyfingu og sendir boð

Hljóðnemi og hátalari

Nætursjón

Verð: 34.750 kr.

Foscam er leiðandi á sínu sviði með mest seldu öryggismyndavélar í Bandaríkjunum.

Kíktu inn - gæsla og öryggi

• • • • • •

Þráðlaus samskipti við tölvur og snjallsíma Myndavél fjarstýrð með símanum Sendir myndir í tölvupósti við hreyfingu Nýjasta tækni í myndgæðum Einföld uppsetning – Íslenskar leiðbeiningar Gæsla í þínum höndum – Engin áskriftargjöld

-til öryggis Verslaðu á vefnum

Frí sending að 20 kg

1 árs skilaréttur

Bjóðum úrval öryggis- og eftirlitsmyndavéla frá Foscam til notkunar innandyra og utan. Verð frá 19.750 kr. Bendum á reglur um rafræna vöktun á personuvernd.is foscam.is

í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18 • Eirberg ehf. • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is


40

bækur

Sumarhefti Spássíunnar komið í verslanir Það merkilega menningartímarit Spássían heldur lífi og er reyndar spriklandi fjörugt í sumarheftinu sem smó inn um bréfalúguna seint í liðinni viku. Margt spennandi efni geymir ritið: viðtöl við Auði Jónsdóttur og Hildi Knútsdóttur. Tíu umsagnir um nýlegar bækur, íslenskar og erlendar. Þorgeir Tryggvason skrifar um leiksýningar vorsins og dáist að Simon Callow, leikara, leikstjóra, fræðimanni og rithöfundi. Sesselja Magnúsdóttir fjallar um tónlist og dans. David Nickel fjallar um ofurhetjur myndasagna. Þá er í heftinu viðtal við Bjarna Harðarson bóksala með meiru og Helga Birgisdóttir skoðar útgáfur sumarsins. Spássía fæst í öllum skárri bókaverslunum og er brýnt að fólk fylgist með þessu ágæta tímariti.

ritdómur Dr augaverkir

Helgin 13.-15. júlí 2012

Vinsæl ljósmyndabók

Iceland Small World eftir ljósmyndarann Sigurgeir Sigurjónsson nýtur áfram mikilla vinsælda. Bókin situr í efsta sæti metsölulista Eymundsson þessa vikuna.

Hugleikur og Skúli skelfir Í ritröðinni Létt að lesa er komin úr harðspjaldabókin Skúli skelfir og íþróttadagurinn eftir Francescu Simon með lituðum myndum eftir Tony Ross. Er þetta þriðja bókin fyrir unga lesendur um þann andfélagslega pörupilt. Guðni Kolbeinsson þýðir sem fyrr hrekkjabálkinn þann. JPV gefur út. Frá sama útgefanda er komin nett smábók eftir Hugleik í ritröðinni Íslensk dægurlög þar sem teiknarinn heldur áfram þeirri þokkalegu iðju að leggja

út af línum í íslenska dægurlagasafninu af algeru virðingarleysi og víðkunnu smekkleysi. Bókin geymir margar áleitnar myndir lesendum til skemmtunar.

ritdómur Ég læðist fr amhjá öxi

Tómas teygir lopann

 Draugaverkir Thomas Enger Halla Sverrisdóttir þýddi. Undirheimar, 480 s. 2012. Mynd: 9348 og 9398

Látlaust streyma norrænu krimmarnir fram: Undirheimar sendu í liðinni viku frá sér þýðingu Höllu Sverrisdóttur á annarri sögu Thomas Enger, en í fyrra kom út Skindauði. Af endalokum Draugaverkja má ráða að þriðja sagan um Henning Juul komi að ári. Henning er blaðamaður á netmiðli, vinnur býsna sjálfstætt og fær til þess frið af yfirmönnum sínum. Hann lifir í skugga andláts sonar síns sem brann inni í íbúð þeirra, það sorglega slys fylgir honum á veg í þessari sögu: dæmdur morðingi kveðst hafa upplýsingar um tildrög brunans en þær fær Henning aðeins ef hann getur grafist fyrir um morðið sem sá dæmdi situr inni fyrir. Leiðin liggur því um vinahóp morðingjans, steratröll í líkamsræktarstöðvum og strippbúllum, athyglisvert svæði sem sögusvið. Draugaverkir er lengi í gang og er býsna löng, nær sér ekki almennilega á strik fyrr en langt er liðið á söguna, rétt 480 síður. Sem afþreying líður hún nokkuð fyrir það: lesandi heimtar streituvaldandi spennu fyrst sækist hann á annað borð eftir afþreyingu á borð við þessa. Það má reyndar segja um velflestar sakamála/spennusögur frá Norðurlöndunum að þar teygja menn lopann, fylla sögurnar smáatriðaflaumi, aukasamböndum aðalpersónu í rannsókn eða atburðarás sem oft er veigalitlar. Áhugi lesandans verður að undirgangast langhundinn vilji hann komast á leiðarenda. Síðasta saga Nesbo var hátt í sexhundruð síður, og eftilvill leið Enger fyrir að þessi lesandi hafði nýlokið þeirri yfirsetu þegar Draugaverkir var lesin. Það er í slíkum samanburði sem hugleiðingar kvikna um hvað greinir á milli þess besta og hinna sem eru lakari: plottið jú með öllum sínum snúningum, aðalpersónan sem verður að vera í senn geðfelld og vera í þróun: Henning þessi er ekki ýkja spennandi karakter; nú og svo þarf umhverfi atburðanna að vera stráð spennandi aukapersónum, smáum og stórum, persónulýsingar eru drjúgur hluti af því sem heldur áhuga lesanda gangandi. Svo ef þess er nokkur kostur verður að koma til atburðaröð sem viðheldur spennunni. Hér er til dæmis áhugaverð persónulýsing á illmenni, líka er millikafli í verkinu sem lýsir því hvernig saklaus maður er dreginn inn í atburðarás sem hann á endanum flýr frá og kýs að fara huldu höfði. Þannig eru partar í þessar sögu sem eru vel heppnaðir þótt í heild verði að telja Draugaverki frekar slaka afþreyingu. -pbb

Sunnudagsbarnið Lydía B ... merkilegar sögur og því mikilvægt að þær nái til lesenda hér á landi í sem mestum mæli.

 Ég læðist framhjá öxi Beate Grimsrud Hjalti Rögnvaldsson þýddi. Salka, 259 s. 2012.

eate Grimsrud var hlaðin verðlaunum fyrir síðustu skáldsögu sína, En dåre fri: gagnrýnandaverðlaunin norsku 2010, skáldsöguverðlaun sænska ríkisútvarpsins 2011, tilnefnd til Braga-verðlaunanna í Noregi og tilnefnd bæði fyrir Noreg og Svíþjóð til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Beate á að baki nokkrar skáldsögur, en hefur að auki unnið með leikræna texta, gert kvikmyndahandrit, bæði að leiknum myndum og heimildaverkum. Ferill hennar er stráður viðurkenningum. Á heimasíðu Cappelen sem gefur hana út í Noregi, en hún skrifar verk sín samtímis á norsku og sænsku, má sjá að Ég læðist framhjá öxi var seld til Íslands 2005, það er því á sjöunda ár sem þýðing Hjalta Rögnvaldssonar hefur verið í vinnslu og nú er hún komin út á íslensku hjá forlagi Sölku. Það er að bera í bakkafullan að telja þær viðurkenningar sem sagan fékk á sínum tíma, tilnefning til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs verður að duga en sagan kom út 1998 og henni var fylgt eftir með skáldsögunni Hva er det som finns í skogen barn? Hér er því á ferðinni mikilvægur höfundur í samhengi hinna skandinavísku skáldsögu. Ég læðist... er ekki löng saga, 259 síður, sett nokkuð smáu letri en lesvæn með stuttum brotum texta sem skipt er í stutta kjarna sem gjarna hvelfast um atvik eða svið. Vitundin sem ræður sögunni er að þroskast, Lýdia er þriggja ára þegar sagan hefst, um nær tólf ára skeið fylgjum við ferli hennar, hugsunum, atburðum í lífi fjölskyldu hennar, upplifun hennar af kynnum og árekstrum við umhverfi sitt og þá nánustu. Þar eru faðirinn ljúfi, atvinnulaus sveimhugi, og móðirin sem stýrir sjö barna fjölskyldu mest áberandi, en hugur Lydíu reikar víða. Frásagnarmátinn er impúlsifur, stekkur frá fyrstu persónu upplifun í þriðju persónu frásögn yfir í eintal, snögga skynjun, sikksakkar

gegnum sjónsvið; frásögnin er því margbrota, margradda eftir opinni og gljúpri barnsskynjun. Að baki er stríður hlutveruleiki, örbirgð en samfélagsmyndin er norrænt land, Noregur ef rýnt er í upplýsingar, á áttunda og níunda áratugnum. Beate er fædd 1963 og hefur sent frá sér sögur síðan 1990. Hér er margt að athuga: til dæmis hvernig höfundurinn nær að sneiða hjá kynlífsvæðingu textaheimsins, hvað sparlega er farið með umhverfislýsingar og hversu djörf hún er að beita rofi í framgangi hverrar myndar, treystir á vit lesandans og möguleika hans á upplifun textaheimsins. Heimur barnsins er grimmur, einkum í samkeppnisröð sjö systkina. Elsta systirin Rakel heyr harða baráttu fyrir að koma skikk á líf sitt í þeirri sundrungu sem stórt heimili er, sækir í regluna; Lydía hefur aftur til að bera þverúðarfullt þolgæði og vill alltaf teygja sig að ystu mörkum, keppnismanneskja, ekki í þeim skilningi sem tíðastur er að hún vilji keppa við aðra, heldur keppa við eigin getu, sín eigin þolmörk. Þannig bregður Beate upp flóknum persónuleika sem við göngum nær og nær eftir því sem á söguna líður. Á fáum vikum hafa komið út tveir merkilegir textar frá Noregi/Svíþjóð sem eru að nokkru á skjön við flest annað sem hefur rekið hingað í þýðingum, Allt er ást eftir Kristian Lundberg og svo Ég læðist... Báðar merkilegar sögur og því mikilvægt að þær nái til lesenda hér á landi í sem mestum mæli.

Bækur

Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is



heilabrot

42

Helgin 13.-15. júlí 2012

8 manna úrslit

Spurningakeppni fólksins

Sudoku

6

9 5

7

Spurningar

1

1. Fréttatíminn hefur undanfarið verið til húsa í Sætúni 8. Heimilisfangið breytist á næstunni þegar gatan fær nýtt nafn. Hvað mun Sætún heita hér eftir?

4 9 2

8 7

2. Hvað á fyrirsætan Ósk Norðfjörð mörg börn? 3. Hvaða leikmaður mun bera númerið 7 á treyju sinni hjá Manchester United á næstu leiktíð?

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

4. Hvaða íslenski tónlistarmaður átti fimm plötur á topp 20 á Tónlistanum í síðustu viku?

fyrrum framkvæmdastjóri Já Ísland 1. Guðrúnartún.

6. Í hvaða borg í Svíþjóð fer Eurovisionkeppnin fram á næsta ári?

1. Kristínartún.

2. Fimm.

7. Eru salamöndrur hryggdýr?

2. Ég held þau séu orðin fimm.

3. Evra.

8. Hvar er umfangsmesta jarðarberjarækt landsins?

3. Wayne Rooney.

4. Bubbi.

9. Sigur Grindvíkinga á Valsmönnum í efstu deild karla í fótbolta á dögunum fer ekki bara í sögubækurnar sem fyrsti sigurleikur liðsins í sumar. Hann markaði líka tímamót hjá þjálfaranum Guðjóni Þórðarsyni. Hver voru þau?

4. Helgi Björns.

 

5. Vopnaskak.

8. Silfurtún á Flúðum.

9. Hundraðasti leikurinn sem hann vann. 10. Elín Hirst.

11. 37. 13. 450 krónur. 14. Á Hólmavík. 15. Nolan.

7. Já.

9 rétt.

8. Í Silfurtúni á Flúðum.

11. 27.

5 7 4

2

12. Pass.

13. Hvað kostar fyrir fullorðinn að fara í sund í Reykjavík? 14. Hvar á landinu er kvenfélagið Glæður starfrækt?

14. Á Hólmavík.

15. Christopher Nolan.

15. Batmanmyndin The Dark Knight Rises verður frumsýnd síðar í mánuðinum. Hver er leikstjóri hennar?

8 rétt.

1 4 7

2 5 6

10. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

13. 400 krónur.

Bryndís Ísfold hafði betur og heldur áfram í undanúrslit.

9. Þetta var hundraðasti sigurleikur hans.

11. Hvað keppa margir íslenskir íþróttamenn á Ólympíuleikunum í London síðar í sumar?

Sudoku fyrir lengr a komna

8

6. Gautaborg.

12. Hvað heitir stjórnandi sjónvarpsþáttarins Diners, Drive-Ins and Dives á sjónvarpsstöðinni Food Network?

12. Veit ekki.

 5. Vopnaskak. 

10. Hver er formaður menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur?

9 8 5 3 4

krossgátan

1 4 1 5

6 3 8 7

9 4 2 8

ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 94

HÁRSKERI

NÆGILEGT

SORTI

SKJÖN

LOFTTEGUND

RYK

GORTA

SÍVINNANDI

KVALNAUTNAMAÐUR mynd: Piet SPaanS (CC By-Sa 3.0)

AR NÆÐA BUR LÆRA

LANGINTES

FLAN

RANNSAKA

LEIKUR

HÉLDU BROTT

SVIKULL KYNBLENDINGUR

SMÁTT

SKEL

FJANDMANNA

AÐRAKSTUR ENDAVEGGUR

Í RÖÐ NÝJA

ÞEGJANDALEGUR

OFSTOPI ALGENGUR

HLÝJA

HÚSFREYJA

ARÐA

DYLJA

ANDSPÆNIS

UPPHRÓPUN

EYÐING

TALA

SAMTÖK

EKKI

HÖGNI

FUGL

AFKOMANDI

GARÐI

YNDI

GRÆNMETI

Opið 24/7 Í Domino’s Skeifunni í júlí og ágúst Aðeins fyrir sóttar pantanir

GÆSLU

SKORA

FORMÓÐIR

VERNDARI

GEF NAFN

FUGL

KRAFTUR

GLJÁI RÓTARTAUGA

HORFÐU

SJÚKDÓM

MÆLIEINING

HEIMTING

ÁKAFLEGA

DRAUP

Í RÖÐ

DRENGPATTI

HREINN

NET

NÚMER

GANA

HÁR

GORM GÆTA

ÓBYGGÐIR

HERBERGI

LEGGJA AF ANGAN

TVEIR EINS

STÆKKA

SKAP MÓÐURLÍF

SKRIFARA

JÁRNSKEMMD MJÓLKURAFURÐ

KK GÆLUNAFN

KLAKI

TVEIR EINS

BLÓM

BARDAGI

FEIKNA FALDA JAÐAR

KVENFLÍK

RÖR

7. Já.

læknakandídat

1. Guðrúnartún. 2. Sex. 3. Antonio Valencia. 4. Helgi Björnsson. 5. Vopnaskak. 6. Malmö. 7. Já. 8. Í Silfurtúni á Flúðum. 9. Þetta var 100. sigurleikur hans í efstu deild. 10. Elín Hirst. 11. 27. 12. Guy Fieri. 13. 500 krónur. 14. Á Hólmavík. 15. Christopher Nolan.

6. Malmö.

2

5 6 4 1 9 8 2

Ásgeir Pétur Þorvaldsson

5. Hvað heitir árleg bæjarhátíð sem fram fór um síðustu helgi á Vopnafirði?

4

FÓSTRA FYRST FÆDD


ÚTSALAN HEFST Í DAG!

AF ÖLLUM VÖRUM

Ráðandi - auglýsingastofa ehf

mán. - mið. fimmtudaga föstudaga laugadaga sunnudaga Fylgstu með okkur á Facebook

OPIÐ 10:00 - 18:30 10:00 - 21:00 10:00 - 19:00 10:00 - 18:00 13:00 - 18:00

KRINGLUNNI • SÍMI 551 3200


44

sjónvarp

Helgin 13.-15. júlí 2012

Föstudagur 13. júlí

Föstudagur RUV

20:05 Evrópski draumurinn Hörkuspennandi og skemmtilegur þáttur um tvö lið sem þeysast um Evrópu þvera og endilanga í kapplaupi við tímann. allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

20:30 Minute To Win It Einstakur skemmtiþáttur undir stjórn þúsundþjalasmiðsins Guy Fieri.

Laugardagur

16.20 Það er svo geggjað 17.20 Leó (36:52) 17.23 Snillingarnir (51:54) 17.50 Galdrakrakkar (58:59) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Hið sæta sumarlíf (6:6) Dönsk matreiðsluþáttaröð. Mette Blomsterberg reiðir fram kræsingar sem henta vel á sumrin. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Popppunktur (2:8) 20.45 101 dalmatíuhundur Ævintýramynd frá 1996. Kvenvargur rænir 99 hvolpum og ætlar að 5 6 sauma sér pels úr feldum þeirra en foreldrar hvolpanna safna liði til að bjarga þeim úr prísundinni. 22.30 Lewis – Rangsnúið réttlæti (2:4) 00.05 Heimsendir 02.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn

22.25 Bjargvættur Beethovens Mynd um síðustu ár Beethovens og samskipti hans við unga konu sem er honum til aðstoðar

22:00 King of California Michael Douglas fer hér með hlutverk andlega veiks föður sem reynir að sannfæra dóttur sína um að gull sé grafið undir úthverfum Kaliforníu.

Sunnudagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

21.20 Benjamín dúfa Íslensk bíómynd frá 1995 byggð á sögu Friðriks Erlingssonar sem hlaut íslensku barnabókaverðlaunin 1992.

21:00 Law & Order (18:22) Lögreglan rannsakar morð á kvenkyns rappara og þarf meðal annars að glíma við skuggalegan plötuútgefandi og skartgripasala sem segir ósatt.

06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Rachael Ray (e) 08:45 Pepsi MAX tónlist 16:25 Hæfileikakeppni Íslands (4:6) (e) 17:15 Rachael Ray 18:00 90210 (24:24) (e) 18:50 America's Funniest Home Videos 19:15 Will & Grace (23:27) (e) 19:40 The Jonathan Ross Show (4:21) Kjaftfori séntilmaðurinn Jonathan Ross er ókrýndur konungur spjallþáttanna í Bretlandi. Jonathan er langt í frá óumdeildur en í hverri viku fær hann til sín góða gesti. Helen Mirren, Harry Hill, Louie Spence eru gestir Jonathans að þessu sinni. 20:30 Minute To Win It 21:15 The Biggest Loser (10:20) Bandarísk raunveruleikaþáttaröð um baráttu ólíkra einstaklinga við mittismálið í heimi skyndibita og ruslfæðis. 22:45 HA? (20:27) (e) 23:35 Prime Suspect (11:13) (e) 00:20 The River6 (4:8) (e) 5 01:10 Jimmy Kimmel (e) 01:55 Jimmy Kimmel (e) 02:40 Pepsi MAX tónlist

Laugardagur 14. júlí

STÖÐ 2

RUV

08.00 Morgunstundin okkar / Lítil 07:00 Barnatími Stöðvar 2 prinsessa / Háværa ljónið Urri (/ Kioka 07:25 Gulla og grænjaxlarnir / Snillingarnir / Skotta skrímsli (22:26) 07:35 Barnatími Stöðvar 2 / Spurt og sprellað /Teiknum dýrin / 08:45 Malcolm in the Middle (10:16) Grettir / Engilbert ræður / Kafteinn 09:10 Bold and the Beautiful Karl / Nína Pataló / Skoltur skipstjóri / 09:30 Doctors (166:175) Hið mikla Bé / Geimverurnar / Hanna 10:15 Sjálfstætt fólk (9:30) Montana / Geimurinn (7:7) 10:55 The Glades (10:13) 11:45 Cougar Town (4:22) allt fyrir áskrifendur11.05 Skólahreysti 12:10 Kalli Berndsen - Í nýju ljósi (6:10) 11.50 Popppunktur (2:8) 12.55 Dagbækur prinsessunnar 12:35 Nágrannar fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14.50 Til eilífðar 13:00 Night at the Museum 16.10 Horfnir heimar (4:6) 14:40 The Cleveland Show (10:21) 17.05 Ástin grípur unglinginn (44:61) 15:05 Tricky TV (5:23) 17.50 Táknmálsfréttir 15:30 Sorry I've Got No Head 18.00 Ólympíuvinir (9:10) 16:00 Barnatími Stöðvar 2 4 5 18.25 Með okkar augum 17:05 Bold and the Beautiful 18.54 Lottó 17:30 Nágrannar 19.00 Fréttir 17:55 Simpson-fjölskyldan (1:22) 19.30 Veðurfréttir 18:23 Veður 19.40 Ævintýri Merlíns (12:13) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 20.30 Jötuninn ógurlegi (The Incre18:47 Íþróttir dible Hulk) Erfðafræðingurinn dr. 18:54 Ísland í dag Bruce Banner varð fyrir óhappi 19:06 Veður þegar hann var að gera tilraun og 19:15 American Dad (5:19) eftir það breytist hann í grænan 19:40 Simpson-fjölskyldan (17:22) jötun ef hann kemst í uppnám. 20:05 Evrópski draumurinn (3:6) 22.25 Bjargvættur Beethovens 20:40 So You Think You Can Dance 00.10 Kvöld 22:05 I, Robot Hörkuspennandi 02.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok framtíðartryllir með Will Smith í aðalhlutverki. 00:00 Thirteen 01:40 Children of the Corn 03:05 Night at the Museum: Battle of the Smithsonian 04:50 The Cleveland Show (10:21) 05:15 Simpson-fjölskyldan (17:22) 05:40 Fréttir og Ísland í dag

SkjárEinn

06:00 Pepsi MAX tónlist 13:25 Rachael Ray (e) 14:10 Rachael Ray (e) 14:55 Design Star (2:9) (e) 15:45 Eldhús sannleikans (10:10) (e) 16:05 The Firm (20:22) (e) 16:55 The Biggest Loser (10:20) (e) 18:25 Duran Duran - One Night Only Upptaka frá einstökum tónleikum 07:00 Pepsi deild karla hljómsveitarinnar sem skilgreindi 17:30 Sumarmótin 2012 tónlist níunda áratugsins. 18:20 Pepsi deild kvenna 19:25 Minute To Win It (e) 20:10 Kraftasport 20012 20:10 The Bachelor (7:12) 20:50 Sergio Garcia á heimaslóðum 21:40 Teen Wolf (6:12) 21:35 UFC Live Events 22:30 Olivia Lee: Dirty, Sexy, Funny allt fyrir áskrifendur 22:55 Look Who's Talking Too (e) 00:25 Lost Girl (10:13) (e) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 01:10 Jimmy Kimmel (e) 18:15 Chelsea - Liverpool 01:55 Jimmy Kimmel (e) 20:00 1001 Goals 02:40 Pepsi MAX tónlist 21:00 Heimur úrvalsdeildarinnar 21:30 Fulham - Man. Utd. allt fyrir áskrifendur 23:15 Football Legends 4 5 23:40 PL Classic Matches 08:00 Make It Happen

08:00 The Painted Veil fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 10:05 Prince and Me II allt fyrir áskrifendur SkjárGolf 12:00 Spy Next Door 06:00 ESPN America 13:55 The Painted Veil 08:10 John Derre Classic (1:4) 16:00 Prince and Me II fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 11:10 Golfing World4 18:00 Spy Next Door 12:00 John Derre Classic (1:4) 20:00 I Could Never Be Your Woman 15:00 PGA Tour - Highlights (25:45) 22:00 The A Team 16:00 John Derre Classic (1:4) 00:00 Paris 4 John Derre Classic(2:4) 5 19:00 02:05 Rendition 22:00 Golfing World 04:05 The A Team 06:00 Cirque du Freak: The Vampire's 22:50 John Derre Classic(2:4) 01:50 ESPN America Assistant

STÖÐ 2

Sunnudagur RUV

08.00 Morgunstundin okkar / Poppý 07:00 Strumparnir / Lalli / Brunabílkisukló / Herramenn/ Franklín og arnir / Algjör Sveppi / Hvellur vinir hans / Stella og Steinn / Smælki keppnisbíll / Latibær 09.00 Disneystundin / Finnbogi og 09:55 Fjörugi teiknimyndatíminn Felix /Sígildar teiknimyndir / Gló 10:20 Lukku láki magnaða / Litli prinsinn / Hérastöð 10:45 M.I. High 10.30 Stundin okkar 11:15 Glee (13:22) 11.00 Ævintýri Merlíns (12:13) 12:00 Bold and the Beautiful 11.45 Skólahreysti 13:40 So You Think You Can Dance allt fyrir áskrifendur 12.30 Golfið (2:11) 15:05 How I Met Your Mother (14:24) 13.00 Wallis og Játvarður 15:30 Drop Dead Diva (6:13) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14.35 Úti í mýri 16:15 Modern Family (6:24) 15.05 Karlakórinn Þrestir 16:40 ET Weekend 16.00 Anna 17:30 Íslenski listinn 16.20 Galdrakarlinn í Oz 17:55 Sjáðu 17.20 Póstkort frá Gvatemala (4:10) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 4 5 6 17.30 Skellibær (37:52) 18:49 Íþróttir 17.40 Teitur (40:52) 18:56 Lottó 17.50 Krakkar á ferð og flugi (13:20) 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 18.15 Táknmálsfréttir 19:29 Veður 18.25 Innlit til arkitekta (2:8) 19:35 Wipeout USA (13:18) 19.00 Fréttir 20:20 I Love You Phillip Morris 19.30 Veðurfréttir Rómantísk ástarsaga tveggja 19.35 Róið til sigurs Leikin mynd frá manna þar sem ástin kviknar BBC byggð á sannri sögu tveggja innan veggja fangelsinsin. ungra manna af ólíkum uppruna 22:00 King of California sem kepptu fyrir Bretland í 23:35 Rising Sun æsispennandi róðri á Ólympíu01:40 Inglourious Basterds leikunum 1948. 04:10 Living Out Loud 21.10 Kviksjá (Benjamín dúfa) 05:40 Fréttir 21.20 Benjamín dúfa 22.55 Loforðið (3:4) 00.20 Wallander – Þjófurinn 11:40 KF Nörd 01.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 12:20 Borgunarbikarinn 2012 14:10 Borgunarmörkin 2012 SkjárEinn 14:40 Sumarmótin 2012 06:00 Pepsi MAX tónlist 15:30 Pepsi mörkin 14:35 Rachael Ray (e) 16:40 Herminator Invitational (2:2) 15:20 Rachael Ray (e) 17:25 Pepsi deild karla allt fyrir áskrifendur 16:05 Rachael Ray (e) 19:15 Spænski boltinn 16:50 90210 (24:24) (e) 21:00 Spænski boltinn fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:40 The Bachelor (7:12) (e) 22:45 Box: Khan - Peterson 19:10 Unforgettable (12:22) (e) 00:30 Box: Morales - Garcia 20:00 Top Gear (4:7) (e) 02:00 Amir Khan - Danny Garcia 21:00 Law & Order (18:22) 21:45 Californication (11:12) 4 5 22:15 Lost Girl (11:13) 23:00 Blue Bloods (22:22) (e) 17:00 Bestu ensku leikirnir 23:50 Teen Wolf (6:12) (e) 17:30 Heimur úrvalsdeildarinnar 00:40 The Defenders (15:18) (e) 18:00 Man. Utd. - Wigan 01:25 Californication (11:12) (e) 19:45 PL Classic Matches allt fyrir áskrifendur 01:55 Psych (10:16) (e) 20:15 Swansea - Arsenal 02:40 Camelot (5:10) (e) 22:00 Goals of the season fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 6 Tottenham - Newcastle 22:55

SkjárGolf 10:00 Come See The Paradise allt fyrir áskrifendur 06:00 ESPN America 12:10 Kapteinn Skögultönn 07:40 PGA Tour - Highlights (18:45) 14:00 Make It Happen 4 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 08:35 John Derre Classic (2:4) 16:00 Come See The Paradise 11:35 Golfing World 5 18:10 Kapteinn Skögultönn 6 12:25 John Derre Classic (2:4) 20:00 Cirque du Freak: The Vampire's 15:25 Golfing World Assistant 16:15 John Derre Classic (2:4) 22:00 Romancing the Stone 4 5 6 19:00 John Derre Classic (3:4) 00:00 The New Monsters Today 22:00 Inside the PGA Tour (28:45) 02:00 Zodiac 22:25 John Derre Classic (3:4) 04:00 Romancing the Stone 01:25 ESPN America 06:00 Slumdog Millionaire

6

6

08:00 Mamma Mia! 10:00 Knight and Day allt fyrir áskrifendur 512:00 Marmaduke 6 14:00 Mamma Mia! fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:00 Knight and Day 18:00 Marmaduke 20:00 Slumdog Millionaire 22:00 Taken 6 We Own the Night 00:00 4 02:00 Journey to the End of the Night 04:00 Taken 06:00 The Hoax

Betri gæði á góðu verði Rúm, dýnur, hægindasófar, svefnsófar, gjafavörur og fleira

Hlíðasmára 1 | 201 Kópavogur | Sími: 554-6969 | www.lur.is


sjónvarp 45

Helgin 13.-15. júlí 2012

15. júlí

STÖÐ 2 07:00 Stubbarnir / Villingarnir / Hello Kitty / Algjör Sveppi / Dóra könnuður/ Algjör Sveppi / Tommi og Jenni / Maularinn / iCarly / Ofurhetjusérsveitin 12:00 Nágrannar 13:45 Evrópski draumurinn (3:6) 14:35 New Girl (22:24) 15:00 2 Broke Girls (10:24) 15:25 Drop Dead Diva (6:13) allt fyrir áskrifendur 16:10 Wipeout USA (13:18) 16:55 Grillskóli Jóa Fel (1:6) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:15 Frasier (15:24) 19:40 Last Man Standing (3:24) 20:05 Dallas (5:10) 4 20:50 Rizzoli & Isles (5:15) Önnur þáttaröðin um leynilögreglukonuna Jane Rizzoli og lækninnn Mauru Isles sem eru afar ólíkar en góðar vinkonur sem leysa glæpi Boston-mafíunnar saman. 21:35 The Killing (10:13) 22:20 Treme (2:10) 23:20 60 mínútur 00:05 The Daily Show: Global Edition 00:30 Suits (5:12) 01:15 Silent Witness (9:12) 02:10 Supernatural (19:22) 02:50 Boardwalk Empire (3:12) 03:40 Nikita (2:22) 04:25 The Event (18:22) 05:10 Dallas (5:10) 05:55 Fréttir

Í sjónvarpinu Arrested Development á Stöð 2

Yndislegar endursýningar

Ég var tíu ára þegar Stöð tvö fór í loftið. Ég man eftir því að labba eða hjóla úr austurbæ Kópavogs heim til ömmu og afa í vesturenda sama sveitarfélags til þess að njóta teiknimyndanna á laugardagsmorgnum. Þegar afruglarinn kom svo loksins heim fékk að njóta þátta eins og Hunter, Alf og að sjálfsögðu Seinfeld þegar tíundi áratugurinn gekk í garð. Ég horfi enn á teiknimyndir á morgnana, nú með mínum börnum, og kann sérstaklega að meta Svamp Sveinsson, mörgæsirnar úr Madagaskar myndaflokknum og ef 5

sýna gamla og góða skemmtiþætti á matmálstímanum. Þetta er ágætt framtak því á þessum tíma dags er athyglin kannski ekki öll á skjánum og því oft notalegt að geta gjóað öðru auganu á réttum tíma til að ná brandaranum. Nú er verið að sýna þættina um vandræðagemlingana í Bluth fjölskyldunni úr þáttunum Arrested Development sem eru gargandi snilld þótt þeir hafi ekki átt upp á pallborðið hjá ameríska pöplinum og því ekki til jafn margir þættir og margur vildi óska. Þótt auðvitað megi gagnrýna margt er það svo að það er ekki hægt

að höfða til allra. Því verður ekkert minnast á allt of langa dagskrárliði eins og American Idol og So you think you can dance sem taka yfir heilu kvöldin, lögguþáttamönnum eins og mér til mikils ama. Haraldur Jónasson

6

SagaPro sannar sig

11:00 Amir Khan - Danny Garcia 12:30 Evrópudeildin 14:25 Kraftasport 20012 15:05 Sergio Garcia á heimaslóðum 15:50 Spænski boltinn 17:35 Spænski boltinn 19:20 The Science of Golf allt fyrir áskrifendur 19:45 Pepsi deild karla 22:00 Úrslitakeppni NBA fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:50 Pepsi deild karla

17:00 Football Legends 17:30 PL Classic Matches 18:00 Wolves - Man.United 19:45 Heimur úrvalsdeildarinnar allt fyrir áskrifendur 20:15 Swansea - Newcastle 22:00 PL Classic Matches fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:30 Norwich - Liverpool

Batman hrasar í mynd er nokkuð ljóst að ég sit kyrr. Stubbana og Hello Kitty reyni ég að leiða hjá mér að mestu. Það er náttúrlega Stöð 2 að þakka að við erum með sjónvarp á fimmtudögum og í júlímánuði. Að halda úti dagskrárgerð allan sólarhringinn allt árið um kring er þó ekki ókeypis og því er oft gripið til þess að endursýna efni, sérstaklega seint á kvöldin og næturnar, svo ekki þurfi að sýna stillimynd eins og ríkissjónvarpsstöðin gerir. Þeir á Stöðinni bættu um betur og tóku fyrir nokkru upp á því að endur-



Virkni staðfest í vísindarannsókn Rýmri blaðra · Dregur úr tíðni þvagláta · Betri svefn

4

5

6

SkjárGolf 06:00 ESPN America 07:20 PGA Tour - Highlights (25:45) 4 08:15 John Derre Classic (3:4) 11:15 Golfing World 12:05 Inside the PGA Tour (28:45) 12:30 The Scottish Open (2:2) 16:00 John Derre Classic (3:4) 19:00 John Derre Classic (4:4) 22:00 The Scottish Open (2:2) 01:30 ESPN America

5

6

Fyrir konur og karla Með aðstoð fjölmargra þátttakenda í klínískri rannsókn SagaMedica hefur verið staðfest að SagaPro dregur úr þvaglátatíðni hjá þeim sem hafa ofvirka blöðru og leiðir þannig til betri svefns. Einnig að SagaPro er örugg vara og getur gagnast konum jafnt sem körlum. SagaMedica þakkar öllum þeim sem gáfu sér tíma til að taka þátt í rannsókninni og sömuleiðis þeim sem hafa sýnt SagaPro áhuga og prófað vöruna. SagaPro er náttúruvara úr íslenskri ætihvönn – sæktu styrk í náttúru Íslands!

www.sagamedica.is


46 

bíó

Helgin 13.-15. júlí 2012

bíódómur The Amazing Spider-Man 

Hefnd köngulóarlúðans Fyrir tíu árum sveiflaði leikstjórinn Sam Raimi Köngulóarmanninum í bíó með stórgóðri mynd um þessa unglingaveiku ofurhetju. Hann fylgdi myndinni eftir með enn öflugri framhaldsmynd en lauk þríleik sínum hálf dapurlega með þvældri Spider-Man 3 árið 2007. Það er því full stutt síðan Tobey Maguire fór úr búningi Köngulóarmannsins í síðasta sinn og óneitanlega hafði maður nokkrar efasemdir um tilgang þess að hverfa aftur á byrjunarreit og segja sögu Lóa upp á nýtt jafn fljótt og raun ber vitni. En um þetta er óþarfi að ræða frekar.

The Amazing Spider-Man er svo ferlega skemmtileg, flott, krúttleg og gerð af svo mikilli natni að annars ágætar myndir Raimis verða nú ekkert annað en fjarlæg minning. Andrew Garfield malbikar með frammistöðu sinni í titilhlutverkinu yfir Tobey Maguire og leikur Peter Parker/Spider-Man af slíkri ástríðu og væntumþykju fyrir persónunni að hann gerir Spider-Man algerlega að sínum. Hér er ansi drjúgum tíma eytt í Peter Parker áður en hann verður Köngulóarmaðurinn og hann fer ekki í búninginn fyrr en rétt fyrir

hlé. Samt er aldrei dauðan punkt að finna í myndinni sem er framan af hið fínasta unglingadrama þar sem lúðinn Peter Parker læðist með veggjum skólans, bálskotinn í Gwen Stacy sem sú einkar geðþekka leik-

 FrumsýndAR

kona Emma Stone túlkar frábærlega. Samleikur Stone og Garfield er burðarás myndarinnar en þegar hasarinn byrjar fyrir alvöru þá er hvergi slegið af og í snörpum lokakafla fáum við magnað uppgjör og

Lói sýnir geggjaða loftfimleika sem unun er á að horfa. Síðan eru bara allir svo ofboðslega geðþekkir og krúttlegir í myndinni sem er feykivel mönnuð. Martin Sheen er auðvitað elskulegasti leikari í heimi og nær manni alveg sem Ben frændi og Sally Field er dúlla í hlutverki May frænku. Rhys Ifans er tragískur í hlutverki Curt Connors sem því miður breytist í illfyglið The Lizard og Denis Leasry er grjótharður á yfirborðinu en mjúkur innra í hlutverki föður Gwen og lögreglustjórans í New York. The Amazing Spider-Man er frábær skemmtun. Ekta sumarmynd sem leggur grunninn að einhverju sem gæti orðið yfirþyrmandi góð Spider-Man- sería. Þórarinn Þórarinsson

soderbergh Teflir fr am stæltum str ákum

Landrek hleypir öllu í rugl

Tölvuteiknimyndin Ice Age sló hressilega í gegn fyrir tíu árum. Þar fóru mammútinn Manni, letidýrið Lúlli og sverðtennta tígrisdýrið Dýri á kostum í forsögulegu gríni þar sem þessi undarlegi hópur bjargaði mannsbarni og lenti í miklum ævintýrum í kjölfarið. Fjórða Ísaldar-myndin er komin í bíó og rétt eins og í þremur fyrri myndunum stelur furðudýrið Scrat senunni og hleypir atburðarásinni af stað í endalausum eltingarleik við draumahnetuna sína. Nú hleypir Scrat öllu í bál og brand þegar barátta hans við hnetuna setur landrekið mikla af stað. Heimsálfurnar slitna hver frá annarri í miklum hamförum sem verður til þess að Manni, Dýri og Lúlli verða strandaglópar á stórum ísjaka sem rekur eitthvert út í buskann þar sem þeir rekast meðal annars á sjóræningja. Góð ráð eru því dýr að þessu sinni og

Manni, Dýri og Lúlli kynnast nýjum vinum og hættum í Ísöld 4.

hetjurnar leggja allt í sölurnar til þess að komast aftur heim en á vegi þeirra verða ekki aðeins sjóræningar, heldur einnig risakrabbar og amma Lúlla. Manni er auðvitað þunglyndur að vanda enda búinn að týna fjölskyldunni sinni en er tilbúinn til að leggja ýmislegt á sig til þess að finna aftur eiginkonu sína og dóttur. Aðrir miðlar: Imdb:7.0, Rotten Tomatoes: 52%, Metacritic: 55%

Bangsinn Ted truflar ástarlífið

Seth MacFarlane hefur gert það býsna gott í sjónvarpi á liðnum árum með teiknimyndaþáttunum Family Guy og American Dad þar sem hann gerir út á groddahúmor og fetar þar þá smekkleysisbraut sem Trey Parker og Matt Stone mörkuðu með South Park. Farlane er nú mættur með nokkrum látum og góðu gríni í bíó með sína fyrstu leiknu bíómynd í fullri lengd. Hér segir frá hinum vinalausa John Bennett (Mark Wahlberg) sem í æsku óskar sér þess að bangsinn hans, Ted, vakni til lífsins. Það gengur eftir og hann fer í gegnum lífið með talandi bangsann sem sinn besta félaga. Málin vandast verulega þegar hann verður fullorðinn og verður ástfanginn

Magic Mike, sem Channign Tatum leikur, fer yfir málin með eiganda nektarklúbbsins sem hann dansar á en Matthew McConaughey leikur þann hressa náunga.

Karlkynsfatafellur í vondum málum Leikstjórinn Steven Soderbergh er með þeim flinkustu og fjölhæfustu í Hollywood. Hann er jafnvígur á mannlega dramatík, glæpamyndir og heiladauða spennu eins og til dæmis Haywire. Þrátt fyrir að vera á besta aldri og hafa varla stigið feilspor frá því hann stormaði fram á sjónarsviðið með Sex, Lies, and Videotape árið 1989 hefur hann látið þau boð út ganga að hann ætli að hætta störfum fljótlega. Því má ætla að fatafellugrínið Magic Mike verði í hópi síðustu mynda hans.

Mark Wahlberg lendir í basli með hinn kjaftfora bangsa, Ted.

af Lori, sem Mila Kunis leikur. Ted er þriðja hjólið í sambandi þeirra og veldur ýmsum vandræðum, eins og við er að búast. Seth MacFarlane talar fyrir bangsann sem gefur persónum í Family Guy ekkert eftir og fer langt út yfir öll velsæmismörk með kjaftagangi sínum og dónaskap. Aðrir miðlar: Imdb: 7.8, Rotten Tomatoes: 68%, Metacritic: 62%

Heimilis

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

GRJÓNAGRAUTUR

Alveg mátulegur

S Mike drýgir tekjurnar sem fatafella og er einn sá besti og eftirsóttasti í bransanum.

íðustu tvær myndir Soderberghs eru býsna ólíkar en í Haywire djöflaðist MMA-bardagagellan Gina Carano í spennuhlöðnu hefndardrama og eirði engum sem á vegi hennar varð en í Contagion tefldi leikstjórinn fram herskara stórleikara í mynd sem fjallaði um banavænan vírus sem fór sem eldur í sinu um heimsbyggðina. Gwyneth Paltrow, Matt Damon, Laurence Fishburne, Jude Law, Marion Cotillard, Kate Winslet, Elliott Gould og Bryan Cranston urðu þar ýmist fyrir barðinu á veirunni, reyndu að finna mótefni gegn henni eða hindra útbreiðslu hennar. Slíkur úrvalshópur leikara er að vísu engin stórfrétt þegar Soderbergh er annars vegar enda sækjast stórstjörnurnar eftir því að starfa með honum. Í Magic Mike er í raun óvenju lítið um stórstjörnur og í leikhópnum er sá lúmski leikari Matthew McConaughey helsti reynsluboltinn. Nýstirnið Channing Tatum (G.I. Joe: Retaliation, 21 Jump Street, Haywire) fer með titilrulluna en hann og McConaughey hafa síðan þau Alex Pettyfer, Olivia Munn, Matt Bomer og Joe Manganiello sér til halds og trausts. Alex Pettyfer leikur Adam, landeyðu sem missir skólastyrk eftir slagsmál við ruðningsþjálfara sinn. Hann heldur þá til Flórída þar sem hann ætlar að setjast upp hjá systur sinni. Hann kemst í byggingavinnu og kynnist þar Mike Lane (Channing Tatum). Adam kemst síðar að því að Mike drýgir tekjurnar sem fatafella og er einn sá besti og eftirsóttasti í bransanum. Fyrir tilviljun álpast Adam á svið og reytir af sér spjarirnar með slíkum tilþrif-

um að Mike, sem er þekktur sem Magic Mike í bransanum, ákveður að taka nýliðann undir sinn verndarvæng og kenna honum öll trixin í bókinni. Sem ganga aðallega út á að krækja sér í sem mestan pening og auðvitað stelpur. Mike dreymir sjálfan um að koma undir sig fótunum og skipta um lífsstíl og sér Adam, sem nefndur er The Kid, sem arftaka sinn á klúbbnum sem Dallas (Matthew McConaughey) rekur. Leiðin út úr heimi fatafellunnar er þó grýtt og þeir félagar lenda í ýmsum kostulegum hremmingum ekki síst í tengslum við mislukkuð fíkniefnaviðskipti. Næsta verkefni Soderberghs verður spennumyndin Bitter Pill eftir handriti Scott Z. Burns en hann hefur áður kvikmyndað Contagion og Informant! eftir handritum Burns. Bitter Pill fjallar um þunglynda konu í persónulegum vandræðum sem hrúgar í sig læknadópi til þess að slá á kvíðann sem fylgir því að eiginmaður hennar er við það að losna úr fangelsi. Lítið meira er vitað og ljóst að sagan getur farið í ýmsar áttir en handritið hét upphaflega The Side Effects, eða Aukaverkanir, og sagt vera kraumandi þriller í anda Basic Instinct og The Jagged Edge. Soderbergh stefnir á tökur í seint í vetur eða vorið 2012 en þegar hann hefur lokið við Bitter Pill snýr hann sér að því sem á að vera hans síðasta mynd, ævisögu Liberace, Behind the Candelabra.

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


VILTUA VINNA? MIÐ

KOMIN Í BÍÓ Í

9. HVER VINNUR! FJÖLDI AUKAVINNINGA

SENDU SMS SKEYTIÐ EST IS4 Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! FULLT AF VINNINGUM:

BÍÓMIÐAR TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA! VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 199 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB.

WWW.SENA.IS/ISOLD4


48

tíska

Helgin 13.-15. júlí 2012

Í gallapils fyrir sumarið Gallapilsin hafa verið að koma sterk inn þetta sumarið hjá helstu tískudrottningum í Hollywood. Þessi flík hefur lengi legið í dvala og gerir enn hér á landi en ekki er ólíklegt að hún farið að sjást á götum Reykjavíkur eftir stuttan tíma. Þau eru vinsæl í öllum sniðum og þetta er flík sem er hægt að para við nærri hvað sem er, við öll tilefni.

Leikkonan Jamie King.

Raunveruleikastjarnan Olivia Palermo.

Hönnuðurinn Rebecca Minkoff.

Tískudrósin Poppy Delevigne.

Enn meiri verðlækkun! 40-60% afsláttur af útsöluvöru

Vertu vinur okkar á Facebook

Jessica hannar brúðarkjóla

Söngkonan og nýbakaða móðirin Jessica Simpson, sem mun ganga í það heilaga síðar á þessu ári, hefur ákveðið að hanna sinn eigin brúðarkjól. „Ég hef átt í miklu basli við að finna hinn fullkomna brúðarkjól og hef því ákveðið að hanna kjólinn sjálf,“ sagði hin verðandi brúður í viðtali við tímaritið In Touch á dögunum. „Ég hef haft mikla ánægju af að hanna þennan fallega kjól og ætla því ekki að hætta. Ég stefni að því að bæta brúðarkjólalínu á ferilskrána og mun hún að öllum líkindum koma seinna á þessu ári með fleiri tugi fallegra kjóla.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jessica spreytir sig í fatahönnun en hún rekur fatafyrirtæki sem býður fjölbreytt kvenog barnaföt á viðráðanlegu verði en þau föt hannar hún sjálf. Söngkonan Jessica Simpson hannar ekki aðeins eigin brúðarkjól heldur bætir við brúðarkjólalínu.


tíska 49

Helgin 13.-15. júlí 2012

Klæðist aðeins flíkum frá Topshop

Lítil eftirspurn eftir hönnun Kanye Rapparinn og hönnuðurinn Kanye West frumsýndi nýju fatalínuna sína Air Yeezy fyrr í vikunni en hún er unnin í samstarfi við fyrirtækið Nike. Línan er ekki væntanleg á Bandaríkjamarkað fyrr en í lok þessa árs en Kanye ákvað þó að leyfa Enn hefur enginn boðið heppnum aðila að í bol rapparans og

Þrátt fyrir að vera ein af ríkustu táningastjörnunum í Hollywood kaupir Demi Lovato fötin sín á sama stað og við hin. Fataskápur hennar virðist innihalda lítið annað en föt frá tískurisanum Top­shop þessa dagana. Hún hefur klæðst fatnaði frá tísku­f yrir­t ækinu frá toppi til táar á opinberum viðburðum síðastliðinn mánuð. 8. júní.

6. júlí.

27. júní.

hönnuðarins Kanye West.

kaupa sér bol úr línunni gegnum uppboðsvefinn eBay. Bolurinn, sem framleiddur verður í takmörkuðu magni, var settur á rúmar 12 milljónir íslenskra króna en enn hefur enginn boðið í bolinn.

B RO N Z I N G G E L Sensai Bronzing gelið frá Kanebo er framleitt úr 70% vatni og hinu einstaka Koishimaru silki. Það sveipar húðina frískandi raka og gegnsæjum lit sem heldur húðinni rakri og geislandi fallegri.

„Þetta gel er bara snilld! Ég hef notað það í mörg ár, bæði eitt og líka blandað við Make Up. Húðin fær aukinn ljóma. Elska Tavi Gavinson gefur tískutímaritið Rookie út á prenti í september.

Tavi tekur tímaritið skrefi framar Nettímaritið Rookie, sem táningstískubloggarinn Tavi Gevinson hefur ritstýrt undanfarna mánuði, mun koma út á prenti í fyrsta sinn undir nafninu Rookie Yearbook One, í september næstkomandi. Tavi, sem vakti athygli í netheimum aðeins þrettán ára gömul, hefur unnið vel að tímaritinu og er það nú í flokki með stærri tímaritum á borð við Vogue og ID. Aðrir ritstjórar tískutímarita, eins og Anna Wintour og Carine Roitfeld, hafa lýst yfir ánægju sinni og tilhlökkun vegna þessa. Eftirvæntingin er mikil eftir blaðinu sem verður 296 síður og efnið verður eingöngu tískutengt.

þetta gel og nota það daglega. Mæli algjölega með því!“ Ásdís Oddgeirsdóttir „Þetta er vara sem er alveg ómissandi. Hef alltaf verið í vand­ ræðum með að nota meik því ég er með svo þurra húð. Eftir að ég kynntist Sensai Bronzing gelinu var öllu mínu meiki hent og nota ég gelið eingöngu og á hverjum degi. Þetta er sko mitt uppáhalds.“ Guðrún Viðarsdóttir „Bronzing gelið frá Kanebo er án efa ein mesta snilldar uppfinning í húðvörum sem framleidd hefur verið fyrir konur og karla. Það er göldrum líkast því þetta hefur svo margslungna eiginleika s.s. þetta „Natural Glow“, raka, fallegan lit og hæfi­ lega þekju. Yfir sumartímann er þetta nóg eitt og sér og yfir veturinn er þetta „lifesaver“ fyrir okkur þegar húðin er orðin föl og litlaus. Einn af mörgum kostum er að gelið smitast ekki í föt og þess vegna er óhætt að setja það á háls og bringu. Segi það og skrifa, get ekki verið án þess. Love it! “ Sif Davíðsdóttir „Bronzing gelið er ómissandi eins og maskarinn! Gefur full­ kominn lit og er svo léttur farði á húðina. Mér líður allavega ekki eins og ég sé með grímu eins og oft þegar ég reyni að setja á mig meik! Mér finnst húðin alltaf í góðu jafnvægi því gelið gefur svo mikinn raka. Það er nauðsynlegt þegar maður til dæmis flýgur mikið eins og ég, þar sem ég vinn sem flugfreyja á sumrin og bý í Noregi og flakka mikið á milli til Íslands.“ Birna Ósk Sigurbjartsdóttir

16. júní.


Helgin 13.-15. júlí 2012

Góðar kiljur í sumarfríið

Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu

.

Tímapantanir 534 9600 HEYRNARÞJÓNUSTA

Heyrn · Hlíðasmári 11 201 Kópavogur · heyrn.is

Undirbúðu fæturna fyrir ferðalagið Þú færð Heelen fóta-og húðvörurnar í apótekum

www.portfarma.is

ÚTSALA!

FLOTT FÖT FYRIR FLOTTA KRAKKA Allt fyrir börnin Reykjavík: Bíldshöfða 20 - S: 562 6500 Akureyri: Kaupvangsstræti 1 - S: 462 6500

Opið: Mán. - Fös: 10-18 Lau.: 10-16 - Sun.: 13-17 Opið: Mán. - Fös: 10-18 Lau.: 12-16

www.fifa.is


dægurmál 51

Helgin 13.-15. júlí 2012

Það er nóg að gera hjá Katie Holmes. Hún stendur í skilnaði við Tom Cruise en undirbýr um leið nýja fatalínu með stílistanum Jeanne Yang.

Holmes & Jang á tískuvikuna í New York

Leikkonan Katie Holmes, sem stendur nú í skilnaði við Tom Cruise, tilkynnti fyrr í vikunni að fatalínan hennar og stílistans Jeanne Yang sé væntanleg í fyrsta sinn á tískuvikuna í New York í september næstkomandi. Fatalínan þeirra, sem heitir Holmes & Jang, var stofnuð árið 2009 og hefur fyrirtækið stækkað mikið síðan, úr litlu fyrirtæki í tískurisa sem sérhæfir sig í hátísku kvenmannsfatnaði. Á tískupallinum í september verður vor- og sumarlínan fyrir 2013 frumsýnd og ríkir mikil eftirvænting fyrir frumraun þeirra tveggja á sýningarpallinum.

HAMBORGARI ÚR FERSKU HREFNUKJÖTI Hrefna er ómótstæðilegur hamborgari úr fersku, alíslensku hrefnukjöti. Með piparosti, klettasalati, rauðlauki, tómötum, Bostonkáli og Sinnepspiparsósu Fabrikkunnar sem rammar þetta allt saman inn. Prinsessurnar gefa tóninn fyrir förðunarlínuna.

Ævintýraleg Disney-förðunarlína

Snyrtivörufyrirtækið Sephora, sem selur vörur sínar út um allan heim, tilkynnti í vikunni að ný förðunarlína sé væntanleg í október næstkomandi. Hún er unnin í samstarfi við kvikmyndafyrirtækið Disney. Í línunni verða alls konar litríkar förðunarvörur og naglalökk en innblásturinn er sóttur til kvennanna í helstu teiknimyndum Disney, Jasmine, Öskubusku, Mjallhvítar og Þyrnirósar. Förðunarlínan verður seld í öllum verslunum Sephora víða um heim frá októberlokum og hún verður svo sannarlega ævintýraleg.

Hrefna fæst aðeins í takmarkaðan tíma og það er orðið allt of seint að bóka skoðunarferðir til að sjá hana! HREFNA ER BORIN FRAM MEDIUM RARE SVO AÐ BRAGÐGÆÐI KJÖTSINS NJÓTI SÍN TIL FULLS.

BORÐAPANTANIR

TAKE AWAY

FLJÓTLEGT Í HÁDEGINU

S. 575 7575 fabrikkan@fabrikkan.is

× Komdu á staðinn eða hringdu í síma 5757575

× Fljótleg og hröð afgreiðsla


52

dægurmál

Helgin 13.-15. júlí 2012

 í takt við tímann Agnes Björt Andr adóttir Njóttu gæðanna og bragðsins og kældu þig niður í leiðinni með hollustu. Joger - hollur og góður og fæst víða.. Prófuaðu bara!

Löggiltur 101 hipster Agnes Björt Andradóttir er 21 árs söngkona í hljómsveitinni Sykri. Hún býr og vinnur í miðbænum og kann best við sig þar. Staðalbúnaður

MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  CAFÉ/BAR, opið 17-23

NÝTT Í BÍÓ PARADÍS!

HEIMSFRUMSÝNING!

Frábær sálfræðitryllir í anda The Sixth Sense

Ég er að vinna í Fatamarkaðinum á Laugavegi og hann er eigin­ lega fataskápurinn minn, ég kaupi mestallt þar. Ég geng eiginlega bara í notuðum fötum en stundum þegar ég er í útlöndum kaupi ég nýtt, til dæmis í H&M. Ég kaupi aldrei dýr föt. Mér finnst best að ganga á strigaskóm og á ótrúlega mikið af þeim, ég skil ekki að fólk geti gengið mikið í hælaskóm. Það eina sem ég fer ekki út úr húsi án er síminn minn og kortið. Ef ég þarf eitthvað annað þá kaupi ég það bara.

Hugbúnaður

ROBERT DE NIRO | SIGOURNEY WEAVER CILLIAN MURPHY

RED LIGHTS

Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis!

VERTU FASTAGESTUR!

Þegar ég djamma fer ég stundum á Dillon og á Celtic Cross en ég enda samt alltaf á Ellefunni. Ég fíla hvað það er skítugt og klístrað þar, þar sleppa sér allir og detta rækilega í það. Besta kaffihúsið er Hemmi og Valdi. Þar getur maður setið með einhverjum án þess að þurfa að halda uppi samræðum. Ég fer aldrei í bíó eða leikhús. Og mér finnst ógeðslega leiðinlegt að lesa. Ég get hins vegar ekki farið að

Ódýrara í bíó með aðgangskortum!

sofa án þess að horfa á Southpark eða Family Guy. Svo hef ég verið að horfa á Adventure Time sem er steiktasti þáttur sem hefur verið gerður, hann fjallar um hund og strák sem eru alltaf í ævintýraleit. Ég held ég fái minn skammt af elektrótónlist með Sykri svo ég hlusta sjálf mikið á eldri tónlist. Ég er mikið inni í Black Sabbath, Pink Floyd, Led Zeppelin og Jimi Hendrix.

Vélbúnaður

Ég er löggiltur 101 hipster og á Macbook Pro, iPod og iPhone. Uppáhalds app­ ið mitt heitir Fluffy Di­ ver sem er leikur um sel sem er að finna mömmu sína. Þetta hljómar eins og ég sé veik á geði en ég elska að leika mér í þessu þegar ég er að bíða. Stundum spila ég líka Tetriz á Game­ boy, Super Mario er alltaf klassík og Crash Bandicoot líka. Og ég elska að spila Tony Hawk ef ég kemst í Playstation! Facebook er samt ástin í líf mínu. Ég á 1093 vini og þarf alltaf að vera að athuga hvað er að gerast þar. Ég er sjúk.

Aukabúnaður

Ég á heima í miðbænum og labba allt sem ég fer. Besti maturinn er ítalskur og mexíkanskur. Ég borða stundum á Vegamótum eða Sólon og ef ég vil eitthvað geðveikt gott fer ég á Caruso. Ég fíla ekki „fancy“ stöff, ég nenni ekki að borða tvær rækjur af steini fyrir milljón. Mér finnst fólk voða áhugavert og sit oft og horfi á það og pæli í hvað það er að gera í lífinu. Ég er stundum að sálgreina fólk á djamminu. Ég hef mikinn áhuga á bjór og finnst gaman að smakka nýjar tegundir. Ég hataði alltaf Tuborg Classic en nú er hann uppáhaldið mitt. Planið er svo að fara að stúdera viskí.

 Plötudómar dr. gunna

multi-function 5100-31

Michelsen_5100-31_H200XB151.indd 1

6/5/12 9:34 AM

Felines Everywhere

Óbyggðir

Ljúfar stundir







Klaufar

Hafsteinn Reykjalín

Mikael Lind

Léttir í lopapeysu

Úr skúffunni

Saklaust dúllerí

Á þriðju plötu Klaufanna hefur sveitin tekið upp náið samstarf við Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson. Hann semur lungann af lögum og textum en söngvari Klaufanna, Guðmundur Annas Árnason, er einnig liðtækur og á þrjú lög. Innihaldið er íslenskt lopapeysukántrý, oftast léttleikandi, vel útfært og viðkunnalega grípandi; textarnir í sveitagír og meira að segja stundum kryddaðir með ágætri lífsspeki. Á köflum eru útsetningarnar safaríkar og fyrirtaks gestagangur (Selma og Maggi Eiríks) auka á fjölbreytnina, svo útkoman er hin ágætasta skemmtiplata sem smellpassar við íslenskt sumar.

Kópavogsbúinn, vélfræðingurinn, leigubílstjórinn og frístundamálarinn Hafsteinn Reykjalín tekur hér upp úr skúffunni tólf lög og ljóð og fær þau valinkunnu Helgu Möller og Ara Jónsson til að syngja þau og snjalla hljóðfæraleikara með Hilmar Sverrisson í fararbroddi til að leika undir. Stíllinn er rammíslenskur. Sum lögin hefðu getað tekið þátt í danslagakeppni SKT á 6. áratugnum, en önnur eru meira nýmóðins og hljóma eins og úr Söngvakeppninni á 9. áratugnum. Í boði eru ljúfsárar ballöður, harmóníkuvalsar og Geirmundarlegt fjör, en þótt margt sé ágætt hefði líklega ekkert laganna komist á verðlaunapall.

Mikael er sænskur en hefur búið hér um hríð. Þetta er önnur platan hans en Alltihop kom árið 2009 og vakti nokkra athygli. Tónlistin er ósungin og bæði lífræn og tölvukeyrð, stundum bregður fyrir klassískum áherslum en mest er um draumkennt og fingrahörpulegt plinkplonk. Mikael kann vissulega á tæknina en gerir ekkert til að losna við hinn vafasama „krútt“ merkimiða því hið sakleysislega dúllerí minnir full mikið á bæði Amiinu og ódramatíska Sigur Rós. Lögin birtast feimnisleg og skjálfa um stund eins og kandíflos í golu. Þótt áferðin sé vandvirknisleg er hér fátt eftirminnilegt sem kallar á endurtekna hlustun.


LÉTTIR Á DOMINO’S íTALSKUR - Þynnri botn - 25% minna deig

FÍTON / SÍA

LAUFLÉTTUR - Léttari botn - 20% spelt - Enginn sykur

ENGINN! SYKUR

I R N N Y Þ N! BOT


54

dægurmál

Helgin 13.-15. júlí 2012

tímamót Poppstjarna á leið í leiklistarskóla

Haraldur Ari flytur til London É

g er ekki hættur í hljómsveitinni, ég spila eins mikið með henni og ég get,“ segir Haraldur Ari Stefánsson, einn liðsmanna hljómsveitarinnar Retro Stefson. Haraldur flytur til London í haust þar sem hann ætlar í leiklistarnám. Hann hefur fengið inni í hinum virta Central School of Speech and Drama. Haraldur er sonur Stefáns Jónssonar, leikara

Haraldur Ari er á leið í leiklistarnám í London en ætlar samt að spila áfram með Retro Stefson.

Sölvi í Sakamálin

og prófessors í leiklist við Listaháskóla Íslands, svo hann á ekki langt að sækja hæfileikana. Hann var viðloðandi leikhúsin frá unga aldri og lék í leiksýningum í menntaskóla. „Já, ég hef alltaf stefnt á leiklistina,“ segir Haraldur. Haraldur hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína með Retro Stefson en hann þykir mikill stuðbolti á tónleikum sveitarinnar. Ný plata er væntanleg

frá Haraldi og félögum á næstunni og mikil spilamennska. „Við erum að spila mikið á Íslandi í júlí og svo förum við bæði á G!-Festival í Færeyjum og LungA sömu helgina. Í byrjun ágúst förum við svo á tveggja vikna túr um Evrópu,“ segir Haraldur Ari. -hdm

götutísk a í Reykjavík Dóri DNA

Þáttaröðin Sönn íslensk sakamál verður endurvakin á Skjá einum næsta vetur. Það er framleiðslufyrirtækið Purkur sem hyggst gera átta þætti og er rannsóknarvinna fyrir þá þegar hafin. Meðal þeirra sakamála sem verða til umfjöllunar eru Líkfundarmálið, Landsímamálið, mál Atla Helgasonar og Catalínumálið en handritsgerð, viðtöl og undirbúningvinnu er þau mál varðar hefur Sölvi Tryggvason sjónvarpsmaður með höndum.

Kameldýr og Ferrari fyrir Maríu

Stiller á leið til landsins

Stórleikarinn Ben Stiller mun vera væntanlegur til landsins um helgina. Eins og kunnugt er verður kvikmynd hans, The Secret Life of Walter Mitty, að hluta til tekin upp á Íslandi. Tökurnar fara fram í haust en Stiller leggur nú lokahönd á undirbúning áður en tökur hefjast; meðal annars ákveða endanlega hvar tökurnar fara fram. Það er framleiðslufyrirtækið Truenorth sem sér um að þjónusta tökuliðið, rétt eins og tökulið Oblivion með Tom Cruise og Noah sem Darren Aronofsky stýrir.

Leikkonan og verslunarkonan María Birta Bjarnadóttir hefur verið á ferðalagi um Túnis ásamt móður sinni, hinni geðþekku flugfreyju Sigurlaugu Halldórsdóttur, eða Dillý eins og hún er alltaf kölluð. Þær mæðgur eru glæsikvendi eins og alþjóð veit og karlpeningurinn í Túnis bókstaflega slefaði þegar þær fóru þar um. Munu einhverjir þeirra hafa gert hosur sínar grænar fyrir þeim og raunar hreinlega

boðið í þær. Verðhugmyndir Túnisbúa hljóðuðu upp á fjöldann allan af kameldýrum og tíu Ferraribíla. Pálma Gestssyni, eiginmanni Dillýar, kemur þessi áhugi ekki á óvart og segir aðspurður að hann myndi aldrei tíma að selja.

Dóri DNA segir að það sem koma skal í tísku verði alveg jafn fáránlegt og venjulega. Ljósmynd Teitur

Hipsterinn lifir góðu lífi M

arga sem fylgjast með tískufyrirbærum, straumum og stefnum, rak í rogastans þegar þeir lásu um það í DV um síðustu helgi að hipsterinn væri dauður – tískufyrirbæri sem hefur verið að hasla sér völl að undanförnu; vart vaknaður áður en steinrotaður var. Sá maður sem hefur gert sér hipsterinn að sérstöku umfjöllunarefni er Halldór Halldórsson, eða Dóri DNA, hugmynda- og textagerðarmaður hjá Fíton; skemmtikraftur, tónlistarmaður og lífskúnstner. Aðspurður bregst Dóri ókvæða við þessum fréttum sem hann gefur reyndar ekki mikið fyrir:

Hinn kjánalegi tíðarandi Í Vegahandbókina er komin ný, ýtarleg 24 síðna kortabók, á bls. 574-599. Hér færð þú skýra yfirsýn yfir landsvæði Íslands - í mælikvarðanum 1:500 000. Auðvelt er að fletta á milli bókarinnar og kortabókarinnar til að fá yfirsýn yfir það svæði sem ferðast er um. Tilvísanir leiða þig á rétta blaðsíðu. Ef þú ert t.d. að aka til Búðardals og ert á bls. 281 í bókinni og vilt fá meiri yfirsýn yfir svæðið er tilvísun á síðunni sem vísar þér á kort nr. 3 á bls. 578 í kortabókinni.

1. Sæti

1000 kr. afsláttur ef þú kemur með gömlu bókina

Eymundsson metsölulisti 27.06.12 - 04.07.12.

(einungis hægt að skipta í bókabúðum, ekki bensínstöðvum)

vegahandbokin.is

Vegahandbókin • Sundaborg 9 • Sími 562 2600

Hipsterinn er ekkert dauður, ekki frekar en töffarinn, slackerinn, lúðinn eða nördinn.

„Auðvitað er hipsterinn ekkert dauður. Þetta er bara múður í liði sem elskar að vera öðruvísi og vælir um leið og það er dregið í dilka. Hipsterinn er ekkert dauður, ekki frekar en töffarinn, slackerinn, lúðinn eða nördinn. Hipster er heiti yfir lið sem eltir trend – stundum í blindni, stundum ekki. Svo lengi sem trend eru á lífi og lofti þá lifir hugtakið um hipster – breytingin þarf að eiga sér stað í tungumálinu, ekki á einhverjum helvítis heitt/kalt lista,“ segir Dóri og dregur ekki af sér. Sjálfur hefur hann lagt heila vefsíðu, Hverjir voru hvar (hverjirvoruhvar.tumblr. com), undir umfjöllun um hipsterinn. Dóri segist ekki geta fest fingur á hvenær og hvar áhugi hans vaknaði á hipsternum sem slíkum, hann gengur meira að segja, þrátt fyrir allt, svo langt að vísa spurningunni á bug. „Hef engan áhuga á þessu fyrirbæri. Ég elti bara trend eins og hver annar. Það eina sem ég hef áhuga á er að

brosa og hlæja yfir daginn. Ég er alveg jafn kjánalegur og asnalegur og allir aðrir, ef ekki helmingi verri. Þetta hipstera-dæmi lá bar vel við höggi. Það er bara svo yndislegt hvernig svona atburðarás virkar. Það er eitthvað hipstera-klimax í gangi hjá kynslóðum í kringum mann, hverjirvoruhvar reynir að skrásetja það og gera grín í leiðinni, hipsterar í spíttskóm birtast í blöðum og reyna að þvo hendur sínar af því að hafa verið nokkurntímann hipsterar. Þetta er frábært, þetta er raunveruleikhús. Þetta er hinn áþreifanlegi tíðarandi.“

Skræpóttar buxur og loð-derhúfur

Dóri segir að síða sín sé einfaldlega í því að elta það sem er í gangi, gleðja þá sem standa á bakvið síðuna og vonandi aðra í leiðinni. „Bara til að búa til eitthvað haldbært úr einhverju huglægu. Síðan deyr ekkert þó fólk hætti að ganga í converse-skóm eða köflóttum skyrtum. Fólk mun áfram vera einhverstaðar að gera eitthvað – og þá er hægt að segja frá því á hverjirvoruhvar. Ég er bara gamall reportari úr blaðamannaskóla Jónasar Kristjánssonar, það eina sem ég kann er að segja frá.“ Eins og ljóst má vera er Dóri með puttann á púlsinum þegar tískufyrirbæri eru annars vegar, hvers má vænta? Hvurskonar týpur má búast við að sjá á götum Reykjavíkur næstu vikurnar og mánuðina? Ekki stendur á svörum: „Það verður eitthvað alveg fáránlegt eins og venjulega. Skræpóttar buxur með höri á hliðunum, skósíðir leðurfrakkar og loð-derhúfur. Og að sjálfsögðu mun ég taka þátt í því, vegna þess að það er gaman. Maður á ekki að vera í stöðugu stríði við tímana sem maður lifir á. Eða stanslaust þykjast vita betur en aðrir og hefja sig yfir hverskonar múgæsing. Stundum er bara skemmtilegra að taka þátt og hafa gaman, í alvöru.“ Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettatiminn.is



Hrósið ...

HE LG A RB L A Ð

... fær Jakob Frímann Magnússon, sem nú leitar uppruna síns af þeirri miklu einurð og þeirri atorku sem alla tíð hefur einkennt þennan hinn ötula baráttumann fyrir framgangi nýgildrar tónlistar. Á fortíð skal framtíð byggja og kæmi engum á óvart ef lífssýni úr skáldinu góða, Davíð Stefánssyni, leiddi í ljós að Jakob eigi ættir að rekja í það ágæta genamengi.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is

Allt fyrir svefninn Kári Steinn Karlsson Hlaupari og Ólympíufari

Queen til Íslands? Aðstandendur Mandela Days Reykjavík eru nú staddir í London þar sem þeir eiga í viðræðum um að fá stórhljómsveitina Queen hingað til lands til tónleikahalds. Þetta staðfesti Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn aðstandendanna, við Fréttatímann en vildi ekki tjá sig frekar. Mikill hugur virðist vera í Steinþóri og félögum eftir vel heppnaða tónleika Bryans Ferry hér í vor. Queen treður upp um þessar mundir með söngvaranum Adam Lambert og munu Steinþór og félagar sækja tónleika með sveitinni um helgina. Ekkert er frágengið með tónleika á Íslandi en ef af verður má reikna með að þeir verði á næsta ári.

Krakkar kynnast Björk Krakkar í New York fá um þessar mundir að kynnast tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur, tónlist hennar og starfsháttum í Biophiliusmiðjum. Á föstudaginn síðasta byrjuðu smiðjur hjá Children’s Museum of Manhattan og í gær i Borgarbókasafninu í New York. Á báðum stöðum verða smiðjur starfræktar út þetta ár. Í smiðjunum er unnið með smáforrit á iPad sem bera sömu nöfn og lögin af Biophiliu, plötu Bjarkar. Krakkar fá þarna að kynnast áhugaverðri leið til að læra um tónlist en á sama tíma fræðast þeir um vísindi og fleira. Stefnt er að því að fleiri slíkar smiðjur verði starfræktar á næstunni, til að mynda í Noregi og San Francisco.

STÆRÐ: 120 X 200 SM. FULLT VERÐ: 69.950

49.950

FYLGJA

SPA RI Ð

0 0 0 . 20

ANGEL DREAM DýNA Vönduð og góð, miðlungsstíf dýna með fallegu áklæði. Rúmbotn er með PU áklæði sem auðvelt er að þrífa. Rúmbotn og fætur fylgja með. Fáanlegar í stærðum: 90 x 200 sm. 59.950 120 x 200 sm. Fullt verð 69.950 nú: 49.950 140 x 200 sm. 74.950 153 x 203 sm. 79.950

SPA RI

Ð

5.000 FULLT VERÐ: 14.950

HANDY DÝNA

6.995

Sívinsæll Helgi Helgi Björns á vinsælustu plötu landsins aðra vikuna í röð. Ný plata hans og Reiðmanna vindanna, Heim í heiðardalinn, var sú söluhæsta en fyrri þrjár plötur sveitarinnar eru einnig á topp 20 á listanum. Fimmta plata Helga, Íslenskar dægurperlur í Hörpu, fellur hins vegar niður í 24. sæti listans.

G FÆTUR MBOTN O

HANDY DýNA Flott og handhæg dýna sem hægt er að leggja saman. Tekur lítið pláss!

9.950

DELUXE viNDsæNG Sniðug lausn fyrir þá sem þurfa að taka á móti gestum en hafa lítið pláss. Auðveldara getur þetta ekki verið! Innbyggð rafmagnspumpa sem dælir í og úr rúminu á aðeins 3,5 mínútur. Taska fylgir. Stærð: B157 x L203 x H48 sm.

HøiE UNiqUE sæNG oG koDDi Vönduð thermosæng fyllt með 2 x 600 gr. af holtrefjum. Stærð: 140 x 200 sm. Koddinn er fylltur með 500 gr. af holtrefjum. Stærð: 50 x 70 sm. Sængurtaska fylgir.

FULLT VERÐ: 9.995

STÆRÐ: 90 x 200 SM.

7.995

2.995

SÆNGURTASKA FYLGIR

SPA RI

Ð

2.000

kRoNBoRG LUX tEYGjULök Mjög góð teygjulök. Efni: 100% bómull. Nokkrir litir. Ath. mismunandi litir á milli stærða. Stærðir: Stærð: 90 x 200 x 35 sm. 2.995 Stærð: 140 x 200 x 35 sm. 3.495 Stærð: 180 x 200 x 35 sm. 3.995

60

www.rumfatalagerinn.is TILBOÐIN GILDA TIL 15.07


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.