14 02 2014

Page 1

tvö blöð fylgja Fréttatímanum í dag

Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir er aðeins 39 ára gömul en er dauðvona vegna krabbameins.

nýársblað Konfúsíusarstofnunar og líftíminn fylgja blaðinu í dag.

Sérhæfðri fyrirburamóttöku hefur nú verið lokað og öll þjónusta við fyrirbura færst yfir á heilsugæslustöðvarnar. 4

Viðtal 24

Fréttir

2

Heimsreisan breyttist í nám

3

Verðlaun fyrir Qigong

7

Kínverskar bardagamynd yndir ir

Heillaðist af Hong H

Kong

14. febrúar 2014

Íslenski heilbrigðisklasinn Fyrirtæki og stofnanir í heilbrigðisgeiranum hafa tekið sig saman starfsskilyrði. Hugmyndi um að skapa betri n er að heilbrigðis tengd starfsemi geti atvinnugreinunum orðið ein af undirstöðu á Íslandi í framtíðinn i. Efla á læknisteng da ferðaþjónustu og hlúa að hátæknify rirtækjum.

Síða 8 Ljónadans er samofin kínverskri menningu dansi árið um kring. og Kínverska nýárið gekk kínverskum hátíðarhöldum. Þessi mynd í garð 31. janúar í er tekin í Dalí í Yunnan-héraði ár en Íslendingar geta í suðvestur Kína þar tekið þátt í kínverskri r sem ferðalangar fferðalangar geta fylgst nýárshátíð á Háskólatorgi með ljónaí Háskóla la Íslands á morgun.

Fag na kín vers ka

nýá rinu

Mynd: Þorgerður

Anna Björnsdóttir

Kínversk fræði í HÍ

Kínverskt mál og kínversk ing er þema nýárshátíðarmenn- „Þemað á hátíðinni í ár er kínsem verskt mál haldin verður á og kínversk menning,“ Háskólatorgi segir Þorgerður Anna Björnsdóttí Háskóla Íslands á Drekadans, ferðaráð, morgun. ir, viðburðarstjóri KonfúsíusarKínversk fræði hafa tedrykkja stofnunar. verið kennd og tónlist er meðal í Háskóla Íslands þess sem um nokkurra Meðal dagskrárliða stendur gestum til boða. ára skeið. Auk þess drekadans, Heilsudrekinn eru stendur nemendum til boða að sýnir kínverskar bardagalistir taka kjörsvið „Kínverska menningarhátíðin viðskiptatengdrar er verður með tónlistaratriði.og KK tilvalið tækifæri kínversku til að kynnast sem sameinar nám „Við munum kynna í kínverskum betur kínverskri menningu, kínverska fræðum og viðskiptafræði. mat matarmenningu, og siðum,“ segir Magnús Velji en á boðstólum nemendur að taka Björns- verður 180 einingar í son forstöðumaður kínverskur matur kínverskum fræðum Konfúsíusar- segir og te,“ eða viðskiptastofnunar Norðurljósa. Magnús. Nemendur viðskiptatengdri kínversku í kínStofnunin verskum stendur stendur í ár rétt fræðum verða með eins og í fyrra til boða að ljúka náminu þeim bása þar sem gestir og fyrir kínverskri menningarhátíð við kíngangandi geta, verskan háskóla. á meðal annars, Háskólatorgi Háskóla kynnt sér ferðaKjarni kínverskraa Íslands. lög um Kína, kínverskt fræða felst Á hátíðinni er kínverska f Frá hátíðarhöldunum ritmál og í kínverskunámi. nýárí fyrra. skrautskrift. Í náminu er inu fagnað og haldið Mynd: Konfúsíusrastofnunin kennt staðlað kínverskt upp „Fólk getur fengið arhátíð um leið. Kínverska á lukttalmál nafnið sitt sem einnig er kennt nýárið ritað með við mandarín gekk í garð þann 31. kínverskum táknum (embættismál fyrri janúar síðast- og Þann 31. janúar gekk tíma), guoyu uppi á sviðinu verður liðinn en luktarhátíð ár hestsins („þjóðtunga“) og má líkja við að í garð og tók við af hægt versk stjörnumerki putonghua („almáta kínversk föt ári snáksins. Kínþrettándann hér á eru tólf en í dýrahringnum og láta taka menn tunga“). Í kínverskunáminu landi, kanína, dreki, snákur, eru rotta, uxi, tígur, haldin í lok hátíðarhalda hún er mynd af sér. Sem er sérstaklega hestur, geit, api, hani, er markmiðið að gera í tengsl- skemmtilegt ur um ár hestsins hundur og svín. Spurðnemendum um við kínverska fyrir börnin,“ segir segir Magnús það nýárið. kleift að skilja og vera drastískt ár Þorgerður tjá vinnusemi sig á hversgeti gerst ef hestinum Hér verður þessum Anna. „Þetta verður en margt dagslegu máli. tveimur há- hátíð er hleypt á skeið. Samkvæmt fræðunum tíðum slegið saman fyrir alla fjölskylduna eru fólk sem fætt er Þá hefur námið að í skemmti- margt og aríkt í samskiptum, á ári hestsins hæfileikgeyma lega menningarhátíð spennandi í gangi. greint og hjartahlýtt. félags- og menningartengd samÉg hvet en dag- alla til Fólk fætt á þessu ári sér líka gjarnan stöðu skrá hennar hefst að námtekur í sviðsljósinu. skeið. Þar á meðal klukkan tvö á lokum. mæta,“ segir Magnús að á ári hestsins eru yfirborðsmennska Veikleikar þeirra sem fæddir fær löng og viðmorgun laugardaginn eru burðarík saga Kína 15. febrúar og óþolinmæði. Þar sem kínverski talsvert rými og stendur til hálf stjörnuhringurinn fimm. en nemendur fá einnig hleypur á tólf árum hestsins síðast árið innsýn inn var ár -Kristín Clausen 2002. í samfélagsþróun tunglinu og er dagsetninginHefðbundið kínverskt tímatal byggist í Kína, á brotið samfélag samtímans margá áramótum því breytileg. kín verskt viðskiptaumhverfi. og kín-

Hesturinn tekur við

HelGarblað

2. tölublað 2. árgangur

8 Konfúsíusarstof nunin Norður ljós

af snáknum

Útlendingar í augnaðgerðir hér Allt að helmingi ódýrara hér en í Danmörku.

Síða 4

Samræmd rafræn SjÚkraSkrá Allar opinberar heilbrigðisstofnanir fá aðgang í sumar.

æSkudraumur að Skera í fólk

Jóhannes Árnason starfar sem lýtalæknir í þremur löndum.

rannSaka krabbameinSmeðferð

Kannað verður hvort meðferð við brjóstakrabbameini henti öllum.

14.–16. febrúar 2014 7. tölublað 5. árgangur Síða 7

Síða 10

Síða 12

ókeypis  Viðtal Guðrún Gunnarsdóttir sönGkona setur börnin í fyrsta sæti

Ástfangin og ánægð með lífið Guðrún Gunnarsdóttir söngkona fagnar þrjátíu ára söngafmæli um þessar mundir. Líf hennar tók stakkaskiptum fyrir fimm árum þegar hún sagði skilið við barnsföður sinn og tók saman við sér tólf árum yngri mann, Hannes Friðbjörnsson, trommara í hljómsveitinni Buff. Fjölskylda hennar er því dæmigerð, samsett stjúptengslafjölskylda því auk þriggja dætra á hún stjúpson og einnig stjúpdóttur af fyrra hjónabandi sem á þrjú börn sem kalla hana ömmu.

Kiddi kanína snýr aftur gafst upp á Hljómalind og fór í garðyrkju Viðtal 28

Sara Djeddou tæklar adHd með fitnessi og hollum mat 30 Viðtal

síða 20

ljósmynd/Hari

ei nn ig í Fr ét tat ímanu m í dag: Samtíminn: gunnar Smári Fjallar um gerla í matvælum – Komdu elSKunni á óvart á valentínuSardaginn – menning

Finnur sáttina Ósáttir barnalæknar fyrir dauðann leita lausna

Á annan tug barna staðgöngumæðruð

Á

annan tug barna hér á landi hafa fæðst fyrir tilstuðlan staðgöngumæðrunar þrátt fyrir að staðgöngumæðrun sé ólögleg hér á landi. Foreldrar hafa ýmist fengið staðgöngumóður erlendis eða hér á landi. Foreldrar barna sem fædd eru með staðgöngumæðrun lenda í miklum vandræðum þegar kemur að skráningu barnsins í kerfið því íslensk stjórnvöld hafa ekki en brugðist við þeim veruleika að verðandi foreldrar sæki sér þjónustu staðgöngumæðra erlendis. Engin opin-

ber skrá er til yfir fjölda barna fæddra með tilstuðlan staðgöngumæðrunar en samkvæmt heimildum Fréttatímans eru þau á annan tug og hefur fjölgunin orðið mest á síðustu tveimur árum. Samkvæmt heimildum Fréttatímans munu fleiri íslensk börn fæðast fyrir tilstuðlan staðgöngumæðrunar í ár en nokkru sinni fyrr og þó nokkur fjöldi foreldra bíður þess að breyting verði á íslenskri löggjöf. Óvissa ríkir um réttarstöðu þessara barna, hverjir teljist foreldrar eða forsjármenn eða

hvort eða hvernig börnin eru skráð. Eins og staðan er í dag eru flest börn skráð með lögheimili hjá forsjármönnum og einhverjir þessara foreldra eru í ættleiðingarferli. Soffía Fransiska Heder, talskona Staðgöngu, stuðningsfélags staðgöngumæðrunar á Íslandi, veit af foreldrum sem eru í ættleiðingarferli á sínu eigin barni. Fimmtíu félagsmenn eru í Staðgöngu, bæði foreldrar og fólk sem hefur áhuga á ferlinu. -hh Sjá nánar síðu 18

NÝNÝJAR SENDING Peysa 6990 VÖRUR Toppur 6990 KRINGLUNNI/SMÁRALIND

Buxur 7990

Kringlunni og Smáralind

Facebook.com/veromodaiceland Instagram @veromodaiceland


2

fréttir

Helgin 14.-16. febrúar 2014

 Heilbrigðismál K annað Hvort HeilbrigðisKerfið geti orðið undirstöðuatvinnuvegur

Undirbúa stofnun íslensks heilbrigðisklasa Þekkingarfyrirtækið Gekon í samvinnu við heilbrigðisráðuneyti, Félag atvinnurekenda, Læknafélagið, Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands og fjölda fyrirtækja í heilbrigðistengdri starfsemi vinna nú að stofnun íslensks heilbrigðisklasa. Við undirbúninginn hefur verið kannað hvort vannýtt tækifæri séu í heilbrigðiskerfinu og hvort formleg stofnun á heilbrigðisklasasamstarfi myndi flýta því að tækifærin yrðu nýtt. Í gær, fimmtudag, var haldið málþing undir yfirskriftinni Gæti

heilbrigðistengd starfsemi orðið ein af undirstöðuatvinnugreinum Íslands á næstu áratugum? Á málþinginu hélt Stig Jørgensen erindi en hann er framkvæmdastjóri Medicon Valley, heilbrigðisklasa á Kaupmannahafnarsvæðinu og Skáni. Friðfinnur Hermannsson, sérfræðingur hjá Gekon, segir ýmsar áhugaverðar áskoranir í heilbrigðiskerfinu á Íslandi á næstu árum. „Mikil gróska er í starfsemi nýrra fyrirtækja á heilbrigðissviði og hér eru sterk fyrirtæki í fremstu röð á sínu sviði í heiminum. Núna

er unnið að breytingum á heilbrigðisþjónustu og fara þær vel við hugmyndir um heilbrigðisklasa. Til dæmis verða rýmri reglur um rekstrarform sem bjóða upp á einkarekstur.“ Hann segir einnig mikilvægt að fyrirtæki í klasasamstarfi geti talað til stjórnvalda einni röddu. „Því upplýstari sem umræðan er og því betri upplýsingar sem berast, því auðveldara er fyrir yfirvöld að taka réttar ákvarðanir.“ Meðal þeirra hugmynda sem skoðaðar eru í tengslum við klasann er að markaður fyrir heilbrigð-

isþjónustu á Íslandi verði stækkaður með því að veita útlendingum í meira mæli þjónustu hér á landi. „Það er kominn vísir að slíku hjá augnlæknafyrirtækjum en þennan þátt mætti efla mikið. Með stærri markaði yrði umhverfið fjölbreyttara, bæði fyrir notendur þjónustunnar og starfsfólkið.“ Sjá nánar Líftímann í miðju Fréttatímans. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is

Friðfinnur Hermannsson, sérfræðingur hjá Gekon.

 HásKólabíó stiKla úr nympHomaniac fylgdi barnamynd

Samið um orkuflutning fyrir kísilver á Bakka Landsnet hefur undirritað samkomulag um raforkuflutninga við PCC BakkiSilicon hf., dótturfyrirtæki þýska félagsins PCC SE, sem hyggst byggja kísilver á Bakka við Húsavík. Þetta er fyrsti samningurinn sem Landsnet gerir vegna fyrirhugaðrar iðnaðaruppbyggingar á Bakka. Áætluð aflþörf fyrsta áfanga verksmiðunnar er 52 megavött og miðast samkomulagið við að starfsemin hefjist árið 2017. PCC SE er alþjóðleg samsteypa fyrirtækja með höfuðstöðvar í Duisburg í Þýskalandi. Áætluð framleiðslugeta fyrirhugaðs kísilvers á Bakka er 32 þúsund tonn af kísilmálmi á ári, með möguleika á stækkun upp í 64 þúsund tonna árlega framleiðslu. „Undirbúningur og hönnun fer á fullan skrið hjá okkur á þessu ári og áætlað að framkvæmdir hefjast strax á næsta ári. Það sem gerir okkur kleift að hefja framkvæmdir svo skjótt er að nauðsynlegar skipulagsbreytingar og umhverfismat framkvæmda hefur þegar farið fram í tengslum við fyrri áform

Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, Peter Wenzel, aðstoðarforstjóri þróunarsviðs PCC SE og Dietmar Kessler, fulltrúi framkvæmdastjórnar PCC SE.

um uppbyggingu á Bakka,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. Áætlaður kostnaður við tengingu iðnaðarsvæðisins á Bakka við meginflutningskerfi Landsnets með 220 kílóvolta háspennulínu hljóðar upp á tæpa fimm milljarða króna.

Skýjað með klámi á köflum Foreldrum og börnum sem sátu sýningu á teiknimyndinni Skýjað með kjötbollum 2 í Háskólabíói brá heldur betur í brún þegar klámfengið sýnishorn úr Nyphomaniac, nýjustu kvikmynd Lars von Triers, var sýnt á undan barnamyndinni. Feðrum sem voru með börnum sínum á myndinni var ekki skemmt og hjá Háskólabíói er fólk miður sín. Uppákoman er rakin til hugbúnaðarvillu sem hefur verið leiðrétt þannig að slík ósköp ættu ekki að endurtaka sig.

Þrettán auglýsingastofur tilnefndar til Lúðursins Þrettán auglýsingastofur eru tilnefndar til Lúðursins, Íslensku auglýsingaverðlaunanna, fyrir athyglisverðustu og árangursríkustu auglýsingar ársins. Viðurkenningar verða veittar fyrir alls fimmtán flokka. Lúðurinn 2014 verður haldinn hátíðlegur í Eldborgarsal Hörpu, föstudaginn 21. febrúar. ÍMARK, Samband íslensks markaðsfólks, stendur fyrir viðburðinum í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA). Íslenska auglýsingastofan, Hvíta húsið og ENNEMM fengu flestar tilnefningar eða tólf hver um sig. Brandenburg fékk tíu tilnefningar, Janúar Markaðshús og Jónsson & Le‘macks fengu sex tilnefningar hvor, H:N markaðssamskipti fékk fimm og framleiðslufyrirtækið Tjarnargata einnig fimm tilnefningar. Ármann Agnarsson og

Kjötbollurigning var í kortunum á laugardaginn en enginn átti von á klámi.

Jónas Valtýsson fengu þrjár tilnefningar, Pipar/TBWA fékk tvær og Döðlur, Silent og Vinnustofan og Nielsen eina tilnefningu hver. Í sumum tilnefningunum er um samstarfsverkefni að ræða. „Þetta er í tuttugasta og áttunda skipti sem Lúðurinn er afhentur við hátíðlega athöfn. Tilgangur Lúðursins er að vekja athygli á vel gerðu auglýsingaefni og veita aðstandendum þess verðskuldaða athygli. Keppnin er opin öllum sem stunda gerð eða dreifingu auglýsinga á Íslandi,“ segir Friðrik Larsen, stjórnarformaður ÍMARK.

Ertu búin að smakka skyr með bökuðum eplum? Próteinríkt og fitulaust

aKolvetn skert

Charlotte Gainsbourg leikur enga barnaleiki í opinskárri kvikmynd um kynlífsbrölt brókarsjúklings.

Þarna er bara fullt af allsberum konum og verið að rasskella eina með einhverjum voða tilfæringum.

t

alsvert uppnám varð á þrjú sýningu á barnamyndinni Skýjað með kjötbollum 2 í Háskólabíói á laugardag þegar sýnishorn úr hinni vægast sagt bersöglu mynd Lars von Trier, Nympomaniac Volume I, birtist grandalausum bíógestum. Íslenskur titill myndarinnar gæti helst verið Brókarsjúklingurinn en hún er frumsýnd í dag, föstudag, og getur tæpast talist við hæfi viðkvæmra sála. „Ég hef nú alveg dálæti á Lars von Trier og hef séð flestar myndirnar hans en mér fannst þetta ekki alveg viðeigandi þarna þegar maður er að fara á laugardagsbíó með börnin,“ segir Stefán, einn feðranna sem fékk þessar óvæntu trakteringar. Aðspurður hvort það sem fyrir augu bar hafi verið gróft svarar hann: „Já, blessaður vertu. Ég kem akkúrat inn þegar þetta er að byrja og það er bara fullt af allsberum konum og verið að rasskella eina með einhverjum voða tilfæringum. Svo var þarna lesbíusena. Sem betur fer stóðum við pabbarnir strax upp og löbbuðum eiginlega bara strax út með börnin. Þannig að þau þurftu ekki að horfa mikið á þetta,“ segir Stefán og bætir við að svo vel hafi viljað til að fáir hafi verið í salnum. „Þetta hefur ekki borist í tal á heimilinu eftir þetta og maður vonar bara að börnin hafi horft annað og hafi gleymt þessu,“ segir Skúli Eiríksson um eftirmál innsýnar í

hugarheim von Triers. „Það sauð svolítið á manni fyrst,“ segir Magnús Þór Þorbergsson sem var á sýningunni með tveimur dætrum sínum. „Yngri dóttir mín grúfði sig nú bara niður en þeirri eldri, sem er þrettán ára, var ekki jafn brugðið en sagði að þetta væri mjög óviðeigandi.“ Magnús hafði samband við Háskólabíó og segist hafa fengið góðar skýringar á hvað olli þessum ósköpum. Jón Eiríkur Jóhannson, rekstrarstjóri Háskólabíós, segir hugbúnaðarvillu í sýningarvél hafa valdið því að hún hljóp yfir þrjú sýninguna og rúllaði myndinni sem átti að hefjast klukkan 18 af stað. „Við sendum öll gögn úr vélinni til Dolby og þeir gangast við þessu sem hugbúnaðarvillu. Það er búið að uppfæra hugbúnaðinn þannig að þetta ætti ekki að gerast aftur. Þetta er alveg hrikalega vont og eins slæmt og það getur orðið fyrir okkur. Okkur þykir þetta mjög miður.“ Auk hugbúnaðaruppfærslunnar hefur verið farið yfir verkferla í Háskólabíói til þess að gulltryggja að svona nokkuð endurtaki sig ekki. „Fyrst virtust þetta vera mannleg mistök og við lögðumst bara í þunglyndi en sáum að allt hafði verið rétt gert þegar við fórum yfir þetta. En hugbúnaðurinn hljóp einhverra hluta vegna yfir þessa sýningu.“ Jón Eiríkur og hans fólk í bíóinu vill endilega heyra í þeim sem lentu í hinni óvæntu nektarsýningu. „Við höfum verið að reyna að ná sambandi við fólk sem lenti í þessu höfum ekki upplýsingar um alla en við viljum reyna að bæta fólki þetta upp. Það voru sextán miðar seldir á þessa sýningu og við höfum náð sambandi við um það bil helminginn. Hinn helmingurinn má endilega hafa samband við okkur,“ segir Jón Eiríkur og prísar sig sælan að þetta hafi ekki gerst í næsta sal við hliðina þar sem hundrað manns sátu. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


mazda.is

mazda.is

m

-

m oo

o zo

z

mazda cx-5 4WD

hlaðinn verðlaunum

KOMDU Í REYNSLUAKSTUR. MAZDA. DEFY CONVENTION.

BEINSKIPTUR 4WD FRÁ 5.590.000 KR. SJÁLFSKIPTUR 4WD FRÁ 5.890.000 KR.

L’ANNUEL DE L’AUTOMOBILE

2014

TOP SAFETY PICK 2014 _ Bandaríska umferðaröryggisstofnunin IIHS

MESTA ÁNÆGJAN

_ J.D. Power | 2013

MAZDA CX-5 er sigurvegarinn í sínum flokki í ánægjukönnun J.D. Power en niðurstöðurnar byggja á svörum frá 83.000 eigendum nýrra bíla.

BÍLL _ ÁRSINS Í JAPAN 2012-2013 ein virtustu verðlaun bílgreinarinnar

LÆGSTI 5 ÁRA REKSTRARKOSTNAÐURINN _ Kelleys Blue Book

BESTI SPORTJEPPINN 2014 _ L’Annuel de l’automobile

ALL-STAR 2013 _AUTOMOBILE The Best Cars in America, AUTOMOBILE

BESTI SPORTJEPPINN 2013

_ Best Crossover, Auto Express

BESTI SPORTJEPPINN

_ Best SUV, Green Awards WHATCAR

Mazda bílar hafa lægsta 5 ára rekstrarkostnaðinn skv. könnun Kelley Blue Book.

Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is Mazda CX-5 er vel að þessum verðlaunum kominn. Hann er búinn SKYACTIV spartækni MAZDA, er einstaklega fallegur á að líta og með miklum staðalbúnaði: skynvætt fjórhjóladrif (4WD), snjallhemlunarkerfi (Smart City Break Support), blindpunktsaðvörunarkerfi (Rear Vehicle Monitoring), i-stop spartækni, Bluetooth síma- og tónhlöðutengi, 17” álfelgur, nálægðarskynjari, upplýsingasnertiskjár í mælaborði, hraðastillir (cruise) og regnskynjari í framrúðu. Dráttargetan er 1800-2000 kg og veghæðin er 21 cm. Komdu í reynsluakstur. Mazda CX-5 4WD 2,0i SkyActiv bensín. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 6,6 l/100 km. og 5,5 l/100 km. með sjálfskiptingu og 2,2 lítra SkyActiv dísilvél. Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Mazda_CX5_verðlaunaherferð_heilsíða_11.02.2014.indd 1

12.2.2014 13:44:11


4

fréttir

Helgin 14.-16. febrúar 2014

veður

föstudAgur

lAugArdAgur

sunnudAgur

skánar mikið, lægir og fínt veður víða um helgina Þá róast loks og tími var til kominn. framan af verður reyndar nokkur strekkingur af -1 norðaustri og skafrenningur á fjallvegum 0 -1 þar sem lausasnjór er yfir, en smámsaman lægir vind á laugardag. stöku él verða á vestfjörðum og eins 3 austast á landinu. Á sunnudag 2 er síðan spáð víðast fremur hægum vindi og léttskýjað verður um mikinn hluta landsins. talsvert frost við NA-strekiNgur, og Að mestu úrkomulAust. þessar aðstæður til landsÁfrAm frostlAust Á lÁgleNdi. ins, allt að 10 stigum. einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is

-3

-7

-5

-3

-6

-6

-2 -4

-9

kólNANdi. HægAri viNdur, él NorðAustANog AustANlANds.

Þurrt, NA-blÁstur eðA Hægvirði og Nokkurt frost til lANdsiNs.

HöfuðborgArsvæðið: LéttskýjAÐ og fREkAR HæguR vinDuR.

HöfuðborgArsvæðið: nA-goLA og LéttskýjAÐ.

HöfuðborgArsvæðið: DÁLÍtiLL BLÁstuR og skýjAÐ AÐ MEstu.

 ferðAmenn fleiri utAn Há AnnAr

-4

 Heilbrigðismál Arfgeng kólesterólHækkun

Þrefalt fleiri ferða­ menn en íbúar hér Alls komu 914 þúsund ferðamenn til landsins í fyrra – þar af 781 þúsund í gegnum flugstöðina á Keflavíkurflugvelli.

H

fjölgun ferðamanna er stöðug og hver mánuður slær met. Heildarfjöldi þeirra sem hingað lögðu leið sína í fyrra var vel yfir 900 þúsund og nálgast að vera þrefalt fleiri en íbúar landsins.

20,7% Aukning Á fjÖLDA fERÐAMAnnA Árið 2012 samanborið við árið 2013 Netið Markaðs- og rekstrarráðgjöf

eildarfjöldi allra ferðamanna sem komu til landsins á liðnu ári var um 914 þúsund, segir í samantekt Netsins, markaðs- og rekstrarráðgjafar. Það er nærri þreföld íbúatala landsins og aukningin milli ára er um 19%, segir í samantektinni. Þar eru taldir saman allir ferðamenn sem til landsins komu, að undanskildum áhöfnum skemmtiferðaskipa, það er að segja þeir sem fóru um Leifsstöð, í gegnum aðra flugvelli á landinu, auk farþega skemmtiferðaskipa, Norrænu og skúta sem hingað lögðu leið sína. Netið bendir auk þess á þau tímamót að nú koma fleiri ferðamenn til landsins utan háannar, það er að segja vetur, vor og haust. Hlutfall sumarfarþega, þeirra sem komu á tímabilinu frá júní til ágúst, var 46% en hinna 54%. „Heildarfjöldi ferðamanna árið 2013 um Leifsstöð var um 781.000 og aukning 20,7% miðað við 2012. Hver mánuður á árinu var metmánuður, fjölmennastir yfir árið voru Bretar, því næst Bandaríkjamenn og Þjóðverjar þar á eftir. Talningar Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ná til um 96% erlendra ferðamanna sem koma til landsins. Þannig koma um 32.500 farþegar um flugvellina í Reykjavík, á Egilsstöðum og Akureyri, og skipafarþegar með Norrænu. Þær tölur er þó ekki hægt að greina eftir þjóðernum, líkt og hægt er með farþega sem fara um Leifsstöð. Þannig er heildarfjöldi hér 813,500. Oft er eingöngu miðað við þessar tölur í umræðunni um fjölda ferðamanna,“ segir í samantekt Netsins. „Auk þessa fjölda komu um 92.500 farþegar með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur (80 skip) eða tæplega 1% fleiri en á árið 2012. Tæplega 94% skemmtiferðaskipa til landsins hafa viðkomu í Reykjavík og því er heildarfjöldinn um 99.500,“ segir enn fremur. „Auk þess eru áhafnir á skipunum en þær eru ekki taldar með, heildarfjöldi áhafnarmeðlima er um 38.000 með þessum skipum. Svo allt sé tekið til komu að auki um 1.000 manns með skútum til Reykjavíkur á 60 skútum (en 55 árið 2012)!“ -jh

ÍSLENSKUR

GÓÐOSTUR

ÍSLENSKA SIA.IS MSA 65552 09/13

– GÓÐUR Á BRAUÐ –

Erfðapróf hjálpa til við að finna ættir sem ekki enn eru greindar með erfðasjúkdóminn.

Áætlað er að um það bil 300 einstaklingar séu enn ógreindir með arfgenga kólesterólhækkun í blóði. Ef tíðni sjúkdómsins er sú sama og í nágrannalöndunum, um 1/1500, má áætla að um 600 Íslendingar hafi kólesterólhækkun í blóði vegna erfða. Helmingur þessa fjölda hefur þegar greinst, en væntanlega er svipaður fjöldi ennþá ógreindur.

Þrjú hundruð ein­ staklingar ógreindir H jartavernd, í samvinnu við Hjartaheill og barnalækna, hefur skimað eftir sjúkdómnum sem alþjóðlega hefur verið kallaður familial hypercholesterolaemia, skammstafað FH. Bolli Þórsson, starfandi læknir hjá Hjartavernd, segir nokkrar ættir vera á skrá en enn sé mikil vinna fyrir höndum við að finna nýjar ættir. „Leitin gengur frekar hægt um þessar mundir. Við erum með nokkrar þekktar ættir en enn er mikil vinna eftir. Núna ætlum við að byrja gera erfðapróf á fólki sem kom í Áhættuþáttakönnun Hjartaverndar og er með mjög hátt kólesteról. Það gæti hjálpað okkur að finna nýjar ættir en þegar nýjar ættir finnast kemst skriður á greininguna og nýjir einstaklingar finnast. Við erum alltaf að reyna að kalla fólk úr þekktum ættum en þeir sem eru ókomnir hafa ekki endilega mikinn áhuga á því að koma. Sumir kjósa að hugsa sem minnst um svona mál.“ Áhrif sjúkdómsins koma fram þegar við fæðingu og valda ævilangri kólesterólhækkun sé kólesterólið ekki meðhöndlað með lyfjum. Það voru bandarísku vísindamennirnir Goldstein og Brown sem sýndu fyrstir fram á undirliggjandi erfðagalla í þessum sjúkdómi. Þeir sýndu fram á að erfðagallinn var bundinn við gen sem tjáir viðtakann á yfirborði frumna fyrir svokölluðu LDL -kólesteróli. Gallinn veldur því að kólesteról er ekki tekið upp í eðlilegu magni inn í lifrarfrumurnar og safnast því upp í blóðinu og smám saman leiðir þetta til fyrstu stiga æðakölkunar, sem er uppsöfnun á kólesteróli í æðaveggnum. Þessi uppgötvun, sem veitti félögunum Goldstein og Brown Nóbelsverðlaun, lagði grunninn að lyfjameðferð við sjúkdómnum sem hefur gjörbreytt horfum þeirra sem bera hann.

Bolli Þórsson, læknir hjá Hjartavernd, mælir með því að allir með of hátt kólesteról og einhverskonar hjartasjúkdóma láti skoða sig.

Nýleg rannsókn sýnir að einstaklingar með FH sem nota lyfin frá unga aldri hafa nú svipaðar lífslíkur og jafnaldrar þeirra. „Meðferðin gengur í flestum tilfellum vel þó að sumir þoli lyfin illa. En vegna þeirra er nú hægt að lifa mjög góðu lífi með sjúkdóminn,“ segir Bolli. Hjartavernd er nú farin að kalla ung börn til greiningar. „Þar sem kólesteról þeirra sem hafa erfðagallann er hækkað frá fæðingu er mikilvægt að greina þessa einstaklinga á unga aldri. Það má gera með einfaldri blóðprufu á kólesteróli. Ef erfðagallinn er þekktur í öðru foreldri er hæfilegt að hyggja að greiningu barna milli átta og tíu ára aldurs. Árni Þórsson barnalæknir hefur aðstoðað okkur við leitina að ungum börnum sem gætu borið erfðagallann.“ Bolli mælir með því að fólk með hátt kólesteról eða með ættarsögu einhverskonar hjartasjúkdóma fari til heimilislæknis eða í Hjartvernd og láti skoða sig. Mikilvægt sé að allir hafi hugmynd um sitt kólesterólmagn í blóði. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


ENNEMM / SÍA / NM60657


6

fréttir

Helgin 14.-16. febrúar 2014

 TæknisTörf sTuðningur við konur í Tæknigeir anum

Marel og konur í tækni í samstarf Átaksverkefninu Konur í tækni var hleypt af stokkunum til höfuðs þeirri mýtu að tæknistörf séu fyrst og fremst fyrir karlmenn. Upphafskonur verkefnisins eru þær: Armina Ilea, Auður Alfa Ólafsdóttir og Paula Gould sem allar starfa hjá GreenQloud og vilja byggja upp samfélag á Íslandi sem byggist á samvinnu og er til þess fallið að styðja við konur í tæknigeiranum. Þær standa fyrir mánaðarlegum viðburðum með það að markmiði að hvetja konur til þess að leggja fyrir sig nám í tæknigreinum, efla konur innan tæknigeirans

og styrkja tengslanet sitt. Aðstandendur átaksverkefnisins, Armina Ilea og Auður Alfa Ólafsdóttir ásamt Nancy Valenttina Griffin, Guðrúnu Laugu Ólafsdóttur og Ragnheiði Halldórsdóttur frá Marel komu saman fyrr í vikunni en næsti viðburður verkefnisins verður haldinn í Marel 19. febrúar. Þar munu Guðrún Lauga Ólafsdóttir, Rósa Björg Ólafsdóttir og Gunnlaug Ottesen deila reynslu sinni af tækniheiminum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Marel. „Það er mikilvægt að efla umræðu

og vitund um tækni og nýsköpun í samfélaginu og hvetja konur til að taka þátt í þeirri umræðu og deila reynslu sinni. Sömuleiðis að styrkja samböndin og læra af öðrum,“ segir Ragnheiður Halldórsdóttir, gæðastjóri Marel. „Við sjáum mikil verðmæti í því að fara í samstarf við fleiri fyrirtæki sem geta haldið viðburði og tekið þátt en það mun koma til með að styrkja verkefnið á marga vegu,“ segir Armina, fulltrúi viðskiptaþróunnar GreenQloud. Nánari upplýsingar er að finna á

Ragnheiður Halldórsdóttir, Guðrún Lauga Ólafsdóttir, Nancy Valenttina Griffin, Auður Alfa Ólafssdóttir og Armina Ilea.

marel.is og Facebook síðu Konur í tækni en þar er hægt að skrá sig á viðburði félagsins. Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Ís-

lands og í fararbroddi í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. -jh

 sk álholT ekki ríkir eining um veiTingareksTur og gisTingar

Kemur næst út 14. mars

SÓFAR Í MIKLU ÚRVALI Sófinn þinn útfærður eftir þ þínum óskum

Þjóðkirkjan hefur um árabil séð um gistingu- og veitingarekstur í Skálholti en kirkjuráð hefur af fjárhagsástæðum samþykkt að auglýsa eftir tilboðum frá fagaðilum í reksturinn. NordicPhotos/Getty

Basel

Deilt um rekstur gistiþjónustu í Skálholti

Torino

20% afsláttur af öllum sófum / sófasettum í völdum áklæðum

Sjónvarpsskápur

55.900

Skenkar

77.000

Barskápur

89.000

Verið velkomin! Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is

Biskupsstofa hyggst auglýsa eftir fagaðilum til að reka veitinga- og gistiþjónustu í Skálholti en reksturinn er nú í höndum Þjóðkirkjunnar. Vígslubiskup hefur frá upphafi gagnrýnt fyrirhugaða leigu á rekstrinum og telur honum best komið hjá kirkjunni.

B

iskupsstofa undirbýr gerð auglýsingar þar sem óskað er eftir tilboðum í rekstur veitinga- og gistiþjónustu í Skálholti en reksturinn heyrir nú undir þjóðkirkjuna. Kirkjuráð samþykkti um mitt síðasta ár að fela framkvæmdastjóra og fjármálastjóra að vinna tillögur að því að reksturinn í Skálholti verði leigður út, þar sem ákveðin tímabil eru ætluð fyrir kirkjuleg námskeið og ráðstefnur. „Ekki er ljóst hvaða dag auglýsingin verður birt en það fer að líða að því. Búið er að fara yfir öll helstu atriði sem hafa þarf í huga áður en af því verður,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sem ennfremur er formaður kirkjuráðs. Fyrirhuguð leiga hefur frá upphafi mætt mikilli andstöðu Kristjáns Vals Ingólfssonar, vígslubiskups í Skálholti. „Þetta er stórmál sem bara vefur utan á sig og er engan veginn lokið. Ég lýsti því strax yfir að ég væri algjörlega mótfallinn þessum áformum og ég tel að þau spilli fyrir þeirri starfsemi sem við erum með á vegum kirkjunnar í Skálholti. Ég hef líka lýst því yfir að það fari illa á því að vera með hótel undir kirkjuveggnum,“ segir hann. Skálholtsskóli hefur um árabil rekið gistiþjónustu og samkvæmt vefsíðu Skálholts eru þar 23 herbergi til leigu, 11 herbergi í Skálholtsbúðum auk þriggja orlofshúsa. Kristján Valur segir þá þjónustu af allt öðrum toga en hefðbundin gistiherbergi og sé rekin á grundvelli sérstakra laga um Skálholtsskóla. „Okkar leyfi byggir á því að ef ekki er starfsemi

á vegum kirkjunnar þá eru herbergi látin eftir ferðamönnum og við höfum þá haft sama háttinn á og gert er á Hótel Eddu á Laugarvatni og fleiri stöðum,“ segir hann. Séra Gunnlaugur Stefánsson situr einnig í kirkjuráði og lítur svo á að þjóðkirkjan standi í hótel- og veitingarekstri. „Auk þess hefur verið tap á þessum rekstri og það er ekki forsvaranlegt fyrir kirkjuna að niðurgreiða hótel- og veitingarekstur þegar kristilegt menningarstarf líður fyrir fjárskort,“ segir hann. Biskup tekur undir að aðalástæðan séu fjárhagsleg sjónarmið en leggja þurfi áherslu á helgi staðarins. „Skálholt er sérstakur staður, þetta er helgistaður, sögustaður, ferðamannastaður, kyrrðarsetur og fræðasetur, og sá sem leigir verður að taka tillit til þess sem þarna fer fram,“ segir Agnes. Hún segir að það sé vissulega óheppilegt að leiga á rekstrinum sé ekki í sátt við vígslubiskup í Skálholti. „Þegar gera á breytingar er auðvitað best að það náist samstaða um það hjá öllum aðilum sem að málinu koma. Hins vegar er það þannig að kirkjuráð ber ábyrgð á Skálholti, og þar með fjárhagslega ábyrgð, og kirkjuráð þarf að standa undir þeirri ábyrgð,“ segir hún. Í dag, föstudag, er fyrirhugaður óformlegur vinnufundur þar sem biskup og fjármálastjóri Biskupsstofu hitta skólaráð Skálholtsskóla og vígslubiskup í Skálholti fara yfir hvar málið er statt. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


Kvikmyndatónlist, slagverk og Midori

Jabba-dabba-dú!

Doctor Atomic

Midori leikur Mendelssohn

Lau. 15. feb. » 14:00

Fim. 20. feb. » 19:30

Tónleikar fyrir alla fjölskylduna þar sem hljómsveitin býður upp á tónlistarveislu úr teiknimyndum og kvikmyndum. Stjörnustríð, Mary Poppins og Steinaldarmennirnir koma m.a. við sögu.

Hin glæsilega Doctor Atomic sinfónía eftir John Adams hljómar í fyrsta sinn á Íslandi og slagverksleikarinn Colin Currie er kraftaverkamaður þegar kemur að slagverksleik.

Fim. 6. mars » 19:30 Fös. 7. mars » 19:30

Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri Gói kynnir

Áskell Másson Slagverkskonsert Samuel Barber First Essay John Adams Doctor Atomic Symphony

Barnastund » 11:30 - aðgangur ókeypis. Tónlistarstund fyrir þau allra yngstu í Hörpuhorninu. Gott er að taka með sér púða til að sitja á. - Maxímús mætir!

Baldur Brönniman hljómsveitarstjóri Colin Currie einleikari

Japanski fiðlusnillingurinn Midori leikur fiðlukonsertinn eilífa eftir Mendelssohn. Allt frá 6 ára aldri hefur þessi magnaði tónlistarmaður vakið aðdáun og komið fram með virtustu sinfóníuhljómsveitum heims. Oliver Kentish Glaðsheimr Felix Mendelssohn Fiðlukonsert í e-moll Pjotr Tsjajkovskíj Sinfónía nr. 4 Eivind Aadland hljómsveitarstjóri Midori einleikari Tónleikakynning » 18:00

Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar


8

fréttir

Helgin 14.-16. febrúar 2014

 HeilsugæslA sérHæfðu fyrirbur Aeftirliti Hefur verið lok Að

Ósáttir barnalæknar leita lausna A

llir litlir fyrirburar þurfa sérhæft eftirlit fyrstu árin og hluti þeirra áfram öll uppvaxtarárin. Hvar eftirlitið er staðsett er pólitísk ákvörðun en aðalatriðið er að saman þurfa að vinna heilbrigðisstarfmenn Barnaspítalans og heilsugæslunnar og þörf er aðkomu sérfræðinga með þverfaglega þekkingu,“ segir Ingibjörg Georgsdóttir, barnalæknir á Greiningarmiðstöð ríkisins, en hún hefur nýlega lokið doktorsrannsókn á fyrirburum. Rannsókn Ingibjargar snerist um að kanna afdrif lítilla fyrirbura með tilliti til heilsufars, þroska og framtíðarhorfa. Hún segir niðurstöður staðfesta að léttburar þurfi meiri umönnun, þjálfun, kennslu og stuðning en jafnaldrar þeirra en að spurningum um langtímahorfur þeirra hafi ekki verið svarað að fullu. Rannsóknir hennar sýna að helstu heilsufarsvandamál fyrirbura um 5 ára aldurinn eru astmi, krampar og næringarvandi en þar að auki koma fram einbeitingarerfiðleikar, tilfinningavandi og félagslegir erfiðleikar. Þessir erfiðleikar höfðu farið vaxandi þegar komið var fram á unglingsár. Almennt sýna niðurstöður rannsóknar Ingibjargar að fyrirburar geta þurft að glíma við meiri heilsufarsvanda og þroskafrávik lengur en áður var talið. Áslaug Heiða Pálsdóttir barna-

Sérhæfðri fyrirburamóttöku, sem hafði verið starfrækt frá árinu 2006, hefur nú verið lokað og öll þjónusta við fyrirbura færst yfir á heilsugæslustöðvarnar þar sem þeir munu fara í reglulegt ungbarnaeftirlit. Eftirlitið var stofnað til þess að styðja vel við bæði fyrirbura og foreldra þeirra eftir útskrift af vökudeild en einnig til að bregðast við rannsóknum sem sýna að fyrirburar eru mun líklegri en önnur börn til að kljást við heilsufarsvandamál og frávik í þroska og hegðun. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

læknir vann við fyrirburamóttökuna, sérhæfða ungbarnavernd lítilla fyrirbura, frá árinu 2008 til lokunar. Hún er ekki sátt við lokun hennar. „Ég tel, líkt og margir aðrir barnalæknar, að þessi hópur þurfi sérhæfða þjónustu og eftirfylgd. Auk barnalæknis unnu við móttökuna hjúkrunarfræðingar með mikla þekkingu á fyrirburum, m.a. vegna starfa á vökudeildinni og eftirfylgd með börnunum frá upphafi.“ Núna verður ungbarnaeftirlit þessa hóps dreift á heilsugæslustöðvarnar, sem eru 17 talsins. Áslaug

ÚR

r u t t á fsl esel

i a % ssil - D o F 0 5 NY - Casio DK

GULL

30% afsláttur

R U F L I S ur t t á l s f a % 50

LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 | SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660

telur að svo sérhæft eftirlit þurfi að vera á einum stað, þar sem þekking og reynsla geti byggst upp. Hún segir mjög mikilvægt að veita foreldrunum góðan stuðning þar sem það að eignast barn mikið fyrir tímann, þar sem því í sumum tilfellum er vart hugað líf, sé mikið áfall. „Auðvitað er margt gott starfsfólk á heilsugæslustöðvunum sem er vant ungbarnavernd en það var farið af stað með þetta verkefni í upphafi þar sem ljóst var að þetta er hópur sem þarf sérhæfðara eftirlit og því talið

rétt að halda utan um hópinn á einum stað. Við erum enn að læra hvernig best er að hugsa um fyrirbura og stöðugt koma fram nýjar rannsóknir sem sýna að það þarf að fylgja þessum börnum vel eftir og í lengri tíma en áður var talið,“ segir Áslaug. Á Norðurlöndunum er verið að móta módel varðandi eftirfylgd fyrirbura og hér á landi er einnig hópur að skoða hvernig þjónustunni við þennan hóp verði sem best háttað. „Menn eru sammála um að eftirlitið eigi að vera sérhæft og þverfaglegt.“

Verslunin í Spönginni LOKAR – allt á að seljast

Nýjar rannsóknir sýna að fyrirburar geta þurft að glíma við heilsufarsvanda og þroskafrávik lengur en áður var talið, jafnvel langt fram á unglingsár. Mynd/Getty


10

% afsláttur

Aðeins

íslenskt

ÍM heill kjúklingur, ferskur

829 969

kr./kg

kr./kg

kjöt

14

í kjötborði

er

Við g

afsláttu% r

ir þig

a fyr

eir um m

Hrossalundir

ri balæ kryddað m a L t eða fersk

2968 3298

8 9 2 1

g kr./k

kr./kg

kr./kg

g

kr./k 8 9 6 1

Aðeins

íslenskt kjöt

Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

í kjötborði

23

Bestir í kjöti

afsláttu% r

Ungnautahamborgari, 120 g

269 298

kr./stk.

kr./stk.

Helgartilboð! 18

11

% afsláttur

% afsláttur

MS smurostur með rækjum, 250 g

359 407

Rauð og græn vínber, 500 g

399 489

kr./pk.

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

kr./pk.

Pink Lady epli 8 í pakka

499 599

kr./pk.

22

15

% afsláttur

% afsláttur

Coca-Cola, 1 lítri

198 255

kr./stk.

kr./stk.

kr./pk.

kr./pk.

kr./pk.

Lay´s snakk, 3 tegundir, 175 g

329

kr./pk.

16

% afsláttur

2 fyrir 1

Gæðabaksturs heilkorna rúgbrauð

219 258

kr./pk.

kr./pk.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Myllu sólkjarnabrauð


10

fréttaskýring

Helgin 14.-16. febrúar 2014

 Námsbækur samfélagsmyNd skólabarNa

Umtöluð þjóðfélagsfræðibók endurspeglar ekki flóruna Staðalímyndir kynjanna í kennslubók í þjóðfélagsfræði hafa verið til umræðu undanfarna daga. Fréttatíminn fékk sérfræðing í kynjafræði til að rýna í kennslubækur Námsgagnastofnunar og komst að því að hún endurspeglar engan veginn þá samfélagsmynd sem birtist nemendum í námsbókaflóru stofnunarinnar.

s

ú kynjaumræða sem spunnist hefur um námsbók í þjóðfélagsfræði undanfarna daga endurspeglar ekki þá samfélagsmynd sem birtist almennt íslenskum skólabörnum í námsefni sem kennurum stendur til boða að nota til kennslu. Þetta eru niðurstöður skoðunar Fréttatímans á þeim námsbókum sem Námsgagnastofnun hefur gefið út og eru í notkun. Blaðamaður fékk Svandísi Önnu Sigurðardóttur, kynjafræðing hjá Háskóla Íslands, til að rýna stuttlega í bækurnar með sér í ljósi þeirra gagnrýni sem stofnunin hefur fengið vegna kennslubókar í þjóðfélagsfræði. Bókin Þjóðfélagsfræði eftir Garðar Gíslason hefur verið mikið til umræðu síðustu daga eftir að Sveinn Arnarson birti gagnrýni á hana í pistli á vefsíðunni Akureyri vikublað. Hann tekur dæmi af myndbirtingu að konu í fæðingu í gylltum pinnahælum sem og brot úr texta um kynhlutverk sem honum finnst alls ekki endurspegla þau jafnréttislegu gildi sem viljum að börn okkar nemi í skólum. Þá birti foreldri barns í 2. bekk í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu mynd á Facebook af eyðufyllingarverkefni í íslensku þar sem börnum var kennt að nota niðrandi orð um dregin af húðlit fólks: „Svartir menn kallast negrar og gulir menn kallast mongólar“. Fram hefur komið í fjölmiðlum að eyðufyllingarverkefnið sé ekki gefið út á vegum Námsgagnastofnunar heldur var ljósrit sem umsvifalaust var tekið úr notkun í skólanum eftir að umræðan kviknaði.

Enginn á tvo pabba

sem og t.d. fólk í hjólastól og þess háttar,“ segir Svandís Anna. „Það sem helst má gagnrýna í fljótu bragði er að öll börnin sem sögurnar fjalla um í bókunum sem eiga foreldra eiga mömmu og pabba og/ eða afa og ömmu þótt stundum sjáist aðeins eitt foreldri. Það á enginn tvo pabba í þeim bókum sem ég skoðaði,“ segir Svandís Anna. „Námsgagnastofnun leggur mikla áherslu á að jafnrétti í sinni víðustu mynd birtist í því námsefni sem stofnunin gefur út,“ segir Ellen Klara Eyjólfsdóttir, ritstjóri og kynningarstjóri Námsgagnastofnunar. „Námsgögn eru framleidd í takti við þær línur sem menntamálaráðuneytið leggur með aðalnámsskrá og höfum við til að mynda útbúið sérstakan gátlista fyrir höfunda til þess að tryggja að áherslur aðalnámsskrár séu til grundvallar í öllu okkar námsefni, þar með talið áherslur á sviði jafnréttis,“ segir hún.

PIPAR\TBWA • SÍA • 132503

„Það virðist helst vera þjóðfélagsfræðibókin sem má gagnrýna, en hún hefur einmitt verið mikið til umræðu á síðustu dögum,“ segir Svandís Anna. „Það virðist sem verið sé markvisst að passa birtingarmyndir í námsbókum, hlutfall kynjanna er að mestu jafnt og fólk af öðrum uppruna en íslenskum og svart fólk sést víða

Myndskreyting úr bókinni Þjóðfélagsfræði þar sem flestar teikningar af konum sýna þær í háum hælum með þrýstinn barm og rass, og helst mínípilsum eða aðsniðnum kjólum.

Öflug fjáröflun fyrir hópinn Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins

Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.

Skeifunni 11 | Sími 515 1100

www.rekstrarland.is

Endurskoðun stendur yfir

Sigrún Sóley Jökulsdóttir ritstýrir endurskoðun á bókinni umtöluðu, Þjóðfélagsfræði, sem framundan er. Hin gagnrýna umræða um bókina nú kemur henni eilítið á óvart í ljósi þess að allar kannanir sem Námsgagnastofnun hefur gert undanfarin ár sýnir mikla ánægju meðal kennara með bókina. „Við fögnum hins vegar þessum ábendingum og munum taka mið af þeim við þá endurskoðun bókarinnar sem nú stendur yfir,“ segir Sigrún Sóley. Texti bókarinnar er með ágætum, en fyrst og fremst eru það myndirnar í bókinni sem má gagnrýna. Í henni eru fjölmargar teikningar sem sýna konur nær alltaf í stuttu pilsi og háum hælum með þrýstinn vöxt. Þess má einnig geta að í bókinni birtist stór mynd af Agli Einarssyni, sem kallar sig Gillz, á upphafssíðu kaflans með yfirskriftinni: Hvað er að vera Íslendingur? Þess má geta að myndin var sett inn við síðustu endurskoðun bókarinnar, árið 2009, og hafði Egill þá þegar hlotið mikla gagnrýni fyrir kvenfyrirlitningu sem sögð var endurspeglast meðal annars í bók hans, Biblía fallega fólksins, sem kom út árið 2006 og hafði meðal annars eftirfarandi setningu að geyma: „The bottom-line er samt: Ef þú ert myndarlegur þá þarftu ekki bíl til þess að ná þér í kellingar – en það skemmir ekki fyrir. Ef þú ert ljótur og langar að tappa af í kellingar þá geturðu fengið þér flottan bíl og náð þannig í kell-

ingar. Það er að segja ef þú ert álfelgaður og græjaður í drasl.“ Ellen Klara segir að myndin hafi fyrst og fremst verið valin vegna fánans sem Gillz var með á bakinu sem þótti lýsandi fyrir yfirskrift kaflans. Gillz-málið svokallaða hafi ekki komið upp fyrr en eftir bókin var komin út.

Konur sem landnámsmenn

Flestar samfélagsfræðibækur sem kenna sögu hafa verið endurskoðaðar í þeim tilgangi að auka hlut kvenna. Í bókinni Landnámið í bókaflokknum Komdu og skoðaðu er konu landnámsmannsins Ingólfs Arnarsonar, Hallveigu Fróðadóttur, til að mynda gert jafnhátt undir höfði og honum, jafnt í texta sem myndskreytingu. Þá eru frásagnir af landnámskonunum Auði djúpúðgu og Þorgerði og sagt frá því hvernig konur námu land. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatíminn.is


NÚ GETUR ÞÚ FENGIÐ PÓSTINN RAFRÆNT Með Skönnunarþjónustu Póstsins nýtir þú þér nútímatæknina og minnkar pappírsflóðið. Við skönnum inn nafnamerktan póst og sendum þér rafrænt. Þú kemur skipulagi á póstinn þinn og getur nálgast hann þegar þér hentar.

Kynntu þér málið á www.postur.is

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

13-2830

VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA – RAFRÆNT


12

viðhorf

Helgin 14.-16. febrúar 2014

 Vik an sem Var Prjónabyltingin Séu þetta djörfustu mótmælaaðgerðirnar í Sotsjí getur Vladimir Pútín og 100.000 manna öryggisliðið andað léttar. Björn Bjarnason gefur ekki mikið fyrir litríkt andóf Illuga Gunnarssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar á vetrarólympíuleikunum, en sá fyrrnefndi skartaði trefli í regnboalitum og sá síðarnefndi litríkum fingravettlingum. Öll dýr eru jöfn... Það er eitthvað grátbroslegt við það þegar hamborgaraétandi KFC fíklar syrgja gíraffa. Sigurður Hólm Gunnarsson benti á Facebook-síðu sinni snaggaralega á tvískinnung þeirra sem æðruðust yfir örlögum gíraffans Maríusar. Sendum gömmunum bara reikninginn Það er ekki með nokkru móti hægt að krefja skattgreiðendur um þetta. Sigmundur Davíð Gunn-

laugsson forsætisráðherra sýknar skattgreiðendur í fyrirhuguðum málaferlum hollenska seðlabankans og breska innistæðusjóðsins á hendur að fara í mál við Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta vegna Icesave. Tóm froða! Þetta er algjör þvæla. Viðar Már Friðfinnsson, eigandi kampavínsstaðarins Strawberries, kannaðist í samtali við DV ekkert við að klúbbnum hefði verið lokað fyrir fullt og allt eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fögur er hlíðin Ég er með algjörlega hreina samvisku í þessu máli. Hanna Birna Kristjánsdóttir kann því illa að henni sé endalaust nuddað upp úr lekanum.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri:

Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

Herþotur djöflast yfir óðulum arna

Umhverfisráðherra hnippi í utanríkisráðherra

Ö

Öld var liðin frá því 1. janúar síðastliðinn að haförninn var friðaður hér á landi, fyrstur fugla. Jafnframt varð Ísland fyrsta landið í heiminum til að friða örninn. Það var mikil framsýni þegar þessi konungur fuglanna var friðaður en þá höfðu um skeið staðið yfir skipulagðar ofsóknir gagnvart honum, einkum vegna usla sem hann olli í æðarvarpi. Fram til ársins 1905 voru veitt verðlaun fyrir hvern drepinn örn. Útburður á eitruðum dýrahræjum til refadráps gekk einnig nærri erninum enda fækkaði áfram í stofninum þrátt fyrir friðunina allt þar til bannað var að eitra með þessum hætti fyrir hálfri öld. Þá lá við að örninn væri aldauða hér á landi. Örfá pör tórðu á vestanverðu landinu, einkum við Breiðafjörð. Stofninn hefur síðan rétt úr kútnum, vaxið hægt en örugglega. Varppörin eru talin vera um 70 en innan Jónas Haraldsson við helmingi para sem verpa tekst að jonas@frettatiminn.is koma upp ungum. Arnarstofninn á enn undir högg að sækja vegna óvarlegrar umgengni, þótt flestir fagni og stuðli að viðgangi stofns þessa tignarlega fugls. Örninn er viðkvæmur á varptíma og ekki þarf mikið til að spilla varpi. Fuglarnir parast til æviloka en örninn er mjög átthagabundinn og dvelst arnapar meira og minna allt árið í nánd við óðal sitt. Tilhugalíf hefst upp úr áramótum og því fylgir mökum og varp. Því sætir það furðu að á svo viðkvæmum tíma skuli herþotum stefnt með ærandi gný og djöfulskap einmitt í fuglaparadísina við Breiðafjörð þar sem örninn á sitt griðland, enda er óheimilt lögum samkvæmt að koma nærri arnarsetrum eða trufla örninn á annan hátt. „Loftið hefur titrað af herþotugný hér við Breiðafjörðinn... Núna dögum saman hafa fuglar og fólk við innanverðan Breiðafjörð þurft að sæta þessu rétt eina ferðina enn,“ sagði Ása Björg Stefánsdóttir í Árbæ á Reykjanesi í viðtali við Reykhólavefinn en Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður hans, fjallar þar um lágflug herþotna á þessu svæði.

Flugið er þjálfunarverkefni flugsveita í tengslum við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hér við land. Hlynur Þór minnir í grein sinni á lög um vernd Breiðafjarðar sem taka til allra eyja, hólma og skerja á Breiðafirði ásamt fjörum í innri hluta fjarðarins. Þetta svæði er á norrænum lista yfir strandsvæði sem mikilvægt er talið að vernda. Verndun svæðisins felst hins vegar ekki í þeirri truflun sem fylgir lágflugi herþotna yfir helstu varpsvæðum og fuglaparadísum Íslands, mikilvægt sem það er annars að hyggja að landvörnum og æfingum þar að lútandi, en í kjölfar brottfarar varnarliðsins árið 2006 samþykkti fastaráð Atlantshafsbandalagsins að komið yrði á reglulegri loftrýmisgæslu umhverfis Ísland. Vandalítið hlýtur að vera að æfingar átján herþotna fari fram annars staðar en einmitt þar sem fáliðaður og viðkvæmur arnarstofninn á sín óðul. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt á sér stað. Hlynur Þór vitnar til harðorðra mótmæla Einars Arnar Thorlacius, þáverandi sveitarstjóra Reykhólahrepps, vegna svona háttalags. „Þá hafði,“ segir á Reykhólavefnum, „æfingatími hinna útlendu hersveita við innanverðan Breiðafjörð verið valinn akkúrat þegar varp stóð sem hæst. Svo virðist sem æðarfuglinn og örninn og aðrar tegundir fugla væru látnar „leika“ óvininn. Þoturnar þræddu helstu varpsvæðin í lágflugi og fóru inn í litlu firðina í Reykhólahreppi svo að enginn slyppi nú við þetta. Allt frá því að Einar mótmælti þessu fyrir hátt í áratug hafa heræfingarnar verið fastur liður í boði stjórnvalda.“ Umhverfisráðherra fer með stjórn mála er varða vernd Breiðafjarðar. Vær ekki ráð að Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra hnippti í flokksbróður sinn, Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra, og bæði hann vinsamlega að sjá til þess að herþoturnar færðu sig lengra út á haf, fjær óðulum arnarins, fuglsins sem forverar þeirra í nafni stjórnvalda hafa reynt eftir mætti að vernda í rétta öld?

Hagsmunamál sjúklinga

Endurgreiðsla mikils lækniskostnaðar

Í

Opið til kl. 21 alla daga í Faxafeni

starfi mínu sem félagsþess sjúkratryggða og fjölráðgjafi í Ráðgjafarskyldu hans. Tryggingaþjónustu Krabbameinsstofnun ríkisins sér um að félags Íslands hef ég tekið afgreiða umsóknir varðandi eftir að krabbameinssjúkendurgreiðsluna. lingar vita ekki að hægt er Bent skal á að á heimasíðu Tryggingastofnunar að sækja um endurgreiðslu mikils lækniskostnaðar. (www.tr.is) er að finna eyðuÞetta er í samræmi við niðblað um umsókn um endururstöður rannsóknar Fégreiðslu kostnaðar vegna lagsvísindastofnunar fyrir læknishjálpar, lyfja og þjálfGunnjóna Una árið 2013 sem sýna að þriðji unar. Þar má sækja um endGuðmundsdóttir hver Íslendingur frestaði urgreiðslu þriggja undanfélagsráðgjafi. að leita sér nauðsynlegrar genginna mánaða í senn. læknisþjónustu á síðasta ári Endurgreiðslurnar eru þrátt fyrir að telja sig þurfa á þjónust- háðar viðmiðunartekjum næsta almanunni að halda. Fram kemur að hlutfall- aksárs á undan og er gert ráð fyrir að ið er hæst meðal öryrkja og að tæpur tekjulágt fólk greiði sjálft 0,7% kostnhelmingur þeirra neitaði sér um nauð- aðarins en fái afslátt af þeim kostnaði synlega læknisþjónustu í fyrra. Hlut- sem umfram er. Sem dæmi má taka að ef viðmiðunfallið er einnig hátt meðal námsmanna og lágtekjufólks. artekjur einstaklings almanaksárið á Niðurstöðurnar sýna að flestir sem undan eru 1.820.000 kr. eða lægri þá neita sér um læknisþjónustu gera það er endurgreiðslan 90% af kostnaði umvegna mikils kostnaðar og að þeir sem fram kr. 12.740, ef viðmiðunartekjur eiga við alvarleg veikindi að stríða fjölskyldu næsta almanaksár á undan fresta því einnig að leita sér lækninga eru 2.960.000 kr. þá er endurgreiðslan vegna mikils kostnaðar. Aðstandendur 90% af kostnaði umfram 20.720 kr. og rannsóknarinnar segja þróunina mikið ef tekjur fjölskyldu árið á undan eru 4 áhyggjuefni sem geti hæglega endað miljónir króna þá er endurgreiðslan með því að vandanum sé frestað og að 75% af því sem er umfram 28.000 kr. fólk þurfi dýrari úrræði síðar. Þannig lækka endurgreiðslurnar með Þrátt fyrir þessa vitneskju urðu tals- auknum tekjum og hverfa þegar tekjur verðar hækkanir á gjaldskrá Sjúkra- fjölskyldu eru orðnar 6.340.000 kr. trygginga Íslands um síðustu áramót Einnig má geta þess að fólk á vinnuog má reikna með að enn færri hafi markaði getur í sumum tilvikum sótt efni á að greiða fyrir læknisþjónustu um endurgreiðslu mikils lækniskostná þessu ári. aðar til sjúkrasjóðs síns stéttarfélags Eins og fyrr segir er mörgum og er upphæðin þá háð reglum viðkomókunnugt um að samkvæmt reglu- andi sjúkrasjóðs. gerð um endurgreiðslu á umtalsverðHjá Ráðgjafarþjónustu Krabbaum kostnaði við læknishjálp, lyf og meinsfélagsins er sjúklingum og aðþjálfun getur tekjulágt fólk sótt um standendum þeirra veittar upplýsingendurgreiðslu útgjalda vegna læknis- ar og ráðgjöf varðandi hagsmunamál hjálpar, lyfja, sjúkraþjálfunar, iðju- sjúklinga, veikindi og margt fleira þjálfunar og talþjálfunar, enda teljist sem sjá má nánar á heimasíðu Krabbaútgjöldin umtalsverð miðað við tekjur meinsfélagsins www.krabb.is


style

living with

útsölulok

16. febrúar - enn meiri afsláttur carma

89.900

Leikfangagítar

1.995

sparaðu 1.000

KIds leikfangagítar, bleikur eða blár. Áður 3.995,- NÚ 1.995,- sparaðu 2.000,-

sparaðu 50.000

carma legubekkur + 2½ sæta sófi. Svart/grátt áklæði. 51,6% pólýester, 48,4% akrýl. L 253 x D 178 cm. Áður 139.900,-

NÚ 89.900,- sparaðu 50.000,- Einnig hægt að fá tungu hægra megin.

job veggLampi

Sparaðu

14.995

30%

sparaðu 5.000

industry

8.995

sparaðu 6.000

af MaTrIX NEW matarstelli

Sparaðu

25% matrIX New matarstell. Matardiskur. Ø 26 cm. Áður 695,- NÚ 485,- Drykkjarkanna. H 10 cm. Áður 595,- NÚ 395,- Skál. Ø16 cm. Áður 495,- NÚ 345,- Súpudiskur. Ø22,5 cm. Áður 595,- NÚ 415,Fylgidiskur. Ø22 cm. Áður 495,- NÚ 345,ardenne borÐstofuborÐ

69.900

sparaðu 50.000

af JOB vegglampa

job vegglampi, hvítur. Ø 13,5 cm. Áður 19.995,- NÚ 14.995,sparaðu 5.000,-

romea stóLL

19.900

sparaðu 10.000

INdustry loftljós, hvítt eða svart. Ø 42 cm. Áður 14.995,NÚ 8.995,- sparaðu 5.000,heLLo kitty pÚÐi

1.995

sparaðu 1.000

Sparaðu

30% af rOMEa skrifborðsstól

ardeNNe borðstofuborð, álmur. 90 x 180 cm. Áður 119.900,NÚ 69.900,- sparaðu 50.000,-

romea skrifborðsstóll. Stillanlegt bak. Áður 29.900,NÚ 19.900,- sparaðu 10.000,-

lagersala 40-80% afsláttur sýningareintök, lítið útlitsgölluð húsgögn og smávara Aðeins þessa helgi 15. og 16. febrúar

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30

hello KItty púði, bleikur. 40 x 40 cm. Áður 2.995,- NÚ 1.995,sparaðu 1.000,- Bleikur/orange. 40 x 40 cm. Áður 2.995,- NÚ 1.995,- sparaðu 1.000,-

Laxabeygla

Reyktur lax, egg, graflaxsósa og salatblanda. Verð 995,-

nú 695,-

lag

40

af

sýning gölluð h


14

viðhorf

Helgin 14.-16. febrúar 2014

 Vik an Sem Var

Kynjahalli í myndbirtingum

S

Dónaherinn óstöðvandi Menn hafa berað sig óumbeðnir fyrir framan mig. Ég hef ítrekað lent í rassa-, brjósta-, píkuklípum á skemmtistöðum. Ég hef verið elt heim oftar en ég kæri mig um að muna. Vera Sölvadóttir skrifaði kjarnyrta grein kynferðislega áreitni dónakalla sem er svo lúmsk og almenn að hún telst vera norm.

Spurðu Berlusconi Hvað má og þarf að ganga á til að ráðherra segi af sér? Bjarkey Gunnarsdóttir, Vinstri grænum, furðaði sig á þaulsetu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í stóli innanríkisráðherra í skugga „lekamálsins“. Illt er þeirra réttlæti Ég fæ skítkast alls staðar þar sem ég kem, meira að segja á pósthúsinu. Mig langar bara að loka mig og son minn inni, mig langar ekki út. Af hverju er fólk að dæma mig fyrir það sem barnsfaðir minn gerði? Á ég að þurfa að gjalda fyrir það? Og strákurinn minn líka. Birna Járnbrá Hrólfsdóttir, barnsmóðir manns sem setti ósmekklegar myndir af sér á netið, bað Grindvíkinga í opnu bréfi um að hugsa sinn gang og sýna aðgát í nærveru sálar.

Við berum ábyrgð

heryl Sandberg, sem er ein áhrifamesta konan í bandarísku viðskiptalífi, stofnaði í fyrra samtökin LeanIn í kjölfar útgáfu samnefndar bókar þar sem hún hvetur konur til að láta að sér kveða í viðskiptalífinu. Samtökin gerðu í vikunni samning við einn stærsta myndabanka veraldSjónarhóll ar, GettyImages, um að bæta í myndabankann jákvæðum myndum af konum í hinum ýmsu aðstæðum. Samtökin höfðu áður gagnrýnt hið takmarkaða úrval sem bankinn býður upp á þegar leitað er að myndum af konum og bent á Sigríður hversu miklar steríótýpur þar Dögg væri verið að setja fram. Auðunsdóttir Þegar hefur bæst fjöldi frásigridur@ bærra mynda við safn Getty. frettatiminn.is Þar má nú finna stúlkur í karate, stúlkur á hjólabrettum, konur í kafarabúningum, vöðvastæltar konur í líkamsrækt og konur að stýra fundi í fyrirtæki, svo fátt eitt sé nefnt. Við Svandís Anna Sigurðardóttir, sérfræðingur í kynjafræði, heimsóttum Námsgagnastofnun í vikunni í því skyni að skoða kynhlutverk í

námsbókum íslenskra barna í kjölfar umræðu undanfarinna daga um kynjahalla í námsbókum eins og ég lýsi í fréttaskýringu hér í blaðinu. Eitt af því sem mér fannst hvað gagnrýniverðast í þeim bókum sem við skoðuðum voru myndskreytingar í bókinni Þjóðfélagsfræði – eins og ég kem reyndar inn á í fréttaskýringunni. Mér fannst magnað að í öll þau 13 ár sem bókin hefur verið notuð, hafi enginn kennari fundið hjá sér þörf að hafa samband við Námsgagnastofnun og benda á hversu óviðeigandi teikningarnar eru í bókinni, af þrýstnum konum í mínípilsum og hælaskóm. Eitt af því sem gagnrýnt hefur verið við bókina undanfarna daga er mynd af konu í gylltum pinnahælum að fæða barn. Myndin er einmitt tekin úr ofangreindum myndabanka, Getty. Þó svo að ábyrgð þeirra sem framleiða og selja myndefnið sé rík er ábyrgð þeirra sem velja myndir og birta þær opinberlega, ýmist í kennsluefni, afþreyingarskyni, í auglýsingum eða fjölmiðlum enn ríkari. Það er okkar að velja myndefni með það fyrir augum að endurspegla þá heimsmynd sem við búum í eða

jafnvel að ögra þeim staðalímyndum sem við reynum að brjótast út úr. Við getum valið að segja við teiknarann sem teiknaði konur í mínípilsum og hælum að hann verði að gera betur. Við getum valið að birta ekki mynd af manni sem gerir út á kvenfyrirlitningu í kafla um það hvað gerir fólk að Íslendingum. Við höfum val – og við berum ábyrgð. Eins og ég sagði frá í pistli í síðasta blaði stofnaði ég í síðustu viku Facebook-síðu undir heitinu fullklædd.is þar sem markmið mitt var einmitt að benda á fyrirmyndir í tónlistarmyndböndum í ljósi þess að æ fleiri kvenkyns tónlistarmenn virðast fara þá leið að fækka fötum og dansa á eggjandi hátt til að vekja á sér athygli. Þúsundir hafa þegar „lækað“ síðuna sem sýnir hversu mikill áhugi er á jákvæðum fyrirmyndum. Dóttir mín, 8 ára, sem var í raun kveikjan að síðunni, er farin að spyrja mig hvort hún megi „fara á fullklædd“. Það leyfi ég henni með ánægju því þá veit ég að hún er einungis að skoða myndbönd af tónlistarkonum sem ég vonast til að geti eflt sjálfsmynd hennar á jákvæðan hátt. Því allt skiptir máli.

Við getum valið að segja við teiknarann sem teiknaði konur í mínípilsum og hælum að hann verði að gera betur.

Audi Q5. Notadrjúgur og glæsilegur. Fullkomlega samstillt hönnun.

Skilvirkni er undirstöðuþáttur í hverju einasta smáatriði. Hönnun Audi Q5 skartar rennilegum línum sem gefa útlitinu sérlega tilkomumikinn blæ. Staðalbúnaður er m.a. rafdrifin opnun og lokun á afturhlera, skyggðar rúður, 3ja svæða loftkæling, leðuráklæði, bluetooth símkerfi, bi-xenon aðalljós og díóðuljós (LED). Audi Q5 kostar frá kr. 9.040.000.


GERUM GOTT BETUR OG BJÓÐUM FJÖLBREYTT ÚRVAL FRÁBÆRRA RAFTÆKJA Á GÓÐU VERÐI DEH-1600UB

SKEIFAN 11 SJÓNVARP

VERÐ:

DEH-X3500UI

TILBOÐSVERÐ:

L I S TA V E R Ð :

17.900

22.900

4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár. TILBOÐSVERÐ:

L I S TA V E R Ð :

23.900

28.900

PIX-SMC00

iPod dokka

iPod/iPhone dokka · 20W · Geislaspilari (CD-R/CD-RW/WMA/MP3) USB afspilun · FM útvarp með 30 stöðva minni ·LCD skjár með klukku · Fjarstýring fylgir

VERÐ:

39.900

Blutooth hátalari · 10W, aux in tengi. Einfaldur í notkun · Til bæði hvítir og svartir TILBOÐSVERÐ:

L I S TA V E R Ð :

16.900

22.500

79.900

VERÐ:

FM útvarp með 40 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA, iPod, iPad (gegnum usb) · USB, RCA, Heyrnartól, Video out (f. iPod) · 2 x 15W hátalarar · Spilar og hleður iPod L I S TA V E R Ð :

45.900

VERÐ:

26.900

15,6"

69.900

36.900

NP275E5E-K01SE Stýrikerfi: Windows 8 (64-bit)

Ódýr og hagkvæm tölva fyrir skólafólk. Flottur skjár og glæsileg hönnun.

94.900

X-HM11-K

Hljómtækjastæða

FM útvarp með 40 stöðva minni Spilar: CD, MP3, WMA, CD-R/RW 2 x 15W hátalarar 4 Ohm · USB, RCA, Heyrnartól L I S TA V E R Ð :

34.900

TILBOÐSVERÐ:

29.900

53955

Vefmyndavél+heyrnartól Pottþétt fyrir Skype

5.1 rása DVD heimabíókerfi m. FM útvarpi og Karaoke 300W magnari · Spilar; DVD-R/RW, CD-R/RW, MP3, JPEG, PNG, WMA, DivX og fl., HD upscaling L I S TA V E R Ð :

49.900

TILBOÐSVERÐ:

39.900

VERÐ:

5.990

BÚINN MEÐ

LEIKINN?

ÞÁ KAUPUM VIÐ HANN ÞÉR Við kaupum hann AF af þér!

KOMDU OG GERÐU GÓÐ KAUP

í spiluðum leikjum

15,6"

Ativ Book 2

VERÐ:

VERÐ:

TILBOÐSVERÐ:

DVD–Heimabíókerfi 5.1 rása

Birt með fyrirvara um villur í texta og/eða myndabrengl

Mario Kart leikur fylgir með.

99.900

DCS-222K

Nintendoland eða Zelda Windwaker leikur fylgir með. Hægt að fá hana í tveimur útfærslum.

NÝTT

1920x1080–FULL HD · 4.000.000:1 Dynamic Contrast · 200Hz endurnýjunartíðni · DVB-T og DVB-C sjónvarpsmóttakarar · 2xHDMI, SCART, VGA · USB afspilun

X-CM31

XW-BTS1

Blutooth hátalari

SJÓNVARP

C800HF

G610CF

1920x1080–FULL HD · 4.000.000:1 Dynamic Contrast · 100Hz endurnýjunartíðni · DVB-T og DVB-C sjónvarpsmóttakarar · 2xHDMI, SCART, USB

Hljómtækjastæða

4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in að framan.

39"LED

32"LED

Ativ Book 2

NP270E5G-K03SE Stýrikerfi: Windows 8 (64-bit)

Vinnsluminni: 4GB · Harður diskur: 500 GB Töff hönnun · Frábær tölva fyrir fólk á ferðinni. VERÐ:

119.900 SAMSUNG NX210 20.3MP MYNDAVÉL + GALAXY TAB 2 7.0  20.3 MP APS-C CMOS  3.0” AMOLED Skjár  Allt að 8 myndir á sekúndu  ISO 100–12800  1920x1080@30fps myndbandsupptaka  Innbyggt þráðlaust net  18-55mm i-Function OIS linsa og flass fylgja  Samsung Galaxy Tab 2

OPIÐ: ALLA DAGA TIL KL. 18.00 SKEIFUNNI 11 · SÍMAR: 550·4444 · www.bt.is


Öskudagsbúningar Ö skudagsbúningar frá 1999,-

Spiderman

Vöðvabolur & gríma

Ein stærð 3-6

Allt vöruúrvalið fæst í Kringlunni, Skeifunni, Smáralind og Garðabæ, minna úrval í öðrum verslunum. Fylgihlutir með prinsessubúningum eru seldir sér.

1.699

Svarthöfði Ein stærð 6+

Ein stærð (110/116)

3.299

3.499

Spiderman

Súperman

Hulk

Ein stærð 4-6

2.999

Iron Man

Ein stærð 4-6

Batman

St. M-L

2.999

Ein stærð 6+

2.999

3.499

rvali! Vopn í ú

Svarthöfði Gríma & slá

Ein stærð 6+

Hárkollur Verð frá

549

2.299

Batman

Gríma & slá G

Ein stærð 6+

1.999

Töfrasproti Blikkandi Blikkandi

499 499

Bósi Ljósár St. L

3.999

Viddi St. S-L

3.599

Gríma

499

Kóróna

5 599


Hárkollur

1.999

Frankie Stein St. M-L

4.999 4 .999

Clawdeen Wolf

Kóróna

1.299

St. S-L

4.999

TöfraT öfrasproti

999

Jinafire Long

Draculaura D raculaura St. M-L

4.999

St. S-L

4.999

H Hárkolla

Ein stærð

1.999

Hársprey H

399

Andlitslitir A ndlitslitir Verð frá V

Fríða St. S-L

2.999

Mjallhvít St. M

2.999

Öskubuska Ö skubuska Garðabrúða St. S-L

2.999

St. S-L

2.999

599

b Til

Þyrnirós

% ur tt 2s0 á l

St. M

2.999

Af

Mína Mús

Hello H ello Kitty

2 tegundir

Mikki Mús

3.999

3.999

St. S-L

St. S-L

St. t. 1-2 ára

3.999 .999

Latibær,

Mína Mús St. 1-2 ára

1.999

Íþróttaálfur, Solla stirða

St. st. 3-5

3.999

Verð áður 4.999


18

fréttaskýring

Helgin 14.-16. febrúar 2014

 Staðgöngumæður miSjafnar Skoðanir á umdeildu málefni Vitað er til þess að nokkrir Íslendingar hafi fæðst með aðstoð staðgöngumæðra en engar opinberar tölur eru til um fjöldann þar sem ferlið er ólöglegt. Ljósmynd/Getty

Frjálst val hverrar konu eða vændi? Flestir hafa mjög sterka skoðun á staðgöngumæðrun. Stuðningsmenn telja hana eiga að vera frjálst val hverrar konu á meðan hörðustu andstæðingar telja hana vera eina birtingarmynd vændis. Eitt er þó víst og það er að málefnið veltir fram mörgum siðferðislegum álitamálum. Helga Finnsdóttir mannfræðingur og Jónína Einarsdóttir, prófessor í mannfræði við félags-og mannvísindadeild Háskóla Íslands, hafa rannsakað staðgöngumæðrun og hugmyndir íslenskra fjölmiðla og áhugafólks um staðgöngumæðrun. Þær kynntu niðurstöður sínar á fyrirlestri á vegum MARK, Miðstöðvar margbreytileika-og kynjarannsókna við Háskólann, í Árnagarði í vikunni.

S

Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

taðgöngumóðir er kona sem gengur með barn fyrir annan en sjálfa sig. Verðandi foreldar barnsins eru oftast pör sem eiga við ófrjósemi að stríða. Stundum er egg staðgöngumóður frjóvgað með sæði frá verðandi föður en oftast er notast við frjóvgað egg verðandi móður og þá er talað um „fulla“ staðgöngumæðrun. Helga

bendir á að hugmyndir fólks virðast skiptast aðallega í þrjá hópa. Stuðningsmenn telja flestir að konur séu best fallnar til þess sjálfar að taka ákvörðun um að gerast staðgöngumæður en finnst þó flestum að slíkt eigi bara að leyfa í velgjörðarskyni. Andstæðingar lögleiðingar telja engan hafa rétt til að nýta sér líkama annarra, hvorki með greiðslum né félags-

legum þrýstingi. Svo eru það þeir sem ekki taka afstöðu og telja þörf á meiri umræðu og auknum rannsóknum.

Frjálsar og fórnfúsar konur

Yfirskrift fyrirlestursins var „Staðgöngumæður: Frjálsar og fórnfúsar konur“. „Yfirskriftin kemur frá þessari staðalímynd sem sumir draga upp af staðgöngumæðrum. Annars vegar eru það þeir sem sjá staðgöngumæður fyrir sér sem frjálsar konur og fórnfúsar því hvatinn hjá þeim sé hjálpsemi, og hins vegar er það hugmyndin um konur sem verkfæri fyrir aðra, segir Helga Finnsdóttir mannfræðingur. Helga segir eitt helsta ágreiningsmálið snúast um það hvort hægt sé að draga skýr mörk milli staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni eða hagnaðar-

SIMPLY CLEVER

NÝR ŠKODA RAPID

Láttu þér líða vel. ŠKODA Rapid er nýr og glæsilega hannaður fjölskyldubíll frá ŠKODA sem uppfyllir kröfur þeirra sem vilja gott innanrými og mikil þægindi fyrir fjölskylduna. Heildarlengd Rapid er 4,48 metrar, haganleg hönnun gefur gott rými fyrir fimm farþega og farangursrýmið rúmar 550 lítra sem er með því besta sem gerist í þessum stærðarflokki.

Velkomin í reynsluakstur á frábærum fjölskyldubíl

Komdu víð í HEKLU eða hjá umboðsmönnum um allt land og reynsluaktu nýjum og frábærum ŠKODA Rapid.

Nýr ŠKODA Rapid kostar aðeins frá:

3.090.000,-

m.v. ŠKODA Rapid Ambition 1.2TSI, 86 hestöfl, beinskiptur.

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

Eyðsla frá 4,2 l/100 km

CO2 frá 114 g/km

5 stjörnur í árekstrar­ prófunum EuroNcap


fréttaskýring 19

Helgin 14.-16. febrúar 2014

skyni. Áhugavert sé að það virðist vera gerður greinarmunur á staðgöngumæðrun gegn greiðslu eftir því hvort hún er framkvæmd á Vesturlöndum eða í fátækum löndum. Umræðan virðist snúast upp í tvo andstæða póla. „Það virðist vera gerður greinarmunur á siðferðilegum vandamálum eftir því hvar greiðslan er framkvæmd, bæði í rannsóknum og skrifum en einnig í fréttaumfjöllun. Það virðist frekar samþykkt að vestrænar konur séu færar um að þessa ákvörðun, hvort sem það er gegn greiðslu eða ekki, en í fátækari löndum sé frekar reiknað með þvingun kvenna, þrátt fyrir að innan rannsóknanna séu líka til indverskar konur sem segjast vilja gera þetta af fórnfýsi eða til að hjálpa fjölskyldunni. Erkitýpan af hinni þvinguðu konu er indversk, en það er sjaldan rætt að á Indlandi eru ekki bara staðgöngumæður heldur líka indverskt fólk sem nýtir sér þjónustu þeirra. En auk þess má nefna að ásókn í þjónustu indverskra staðgöngumæðra hefur aukist í löndum eins og Bretlandi og Ástralíu eftir að hún hefur verið lögleidd. Þannig að lögleiðing kemur ekki til með að koma í veg fyrir að þjónustu staðgöngumæðra sé leitað erlendis, með tilheyrandi vandamálum eins og að koma barninu heim.“

Andstæðir pólar úr öllum áttum

Sárvantar rannsóknir

Helga segir furðulítið vera til af rannsóknum, hvort sem er á staðgöngumæðrunum sjálfum eða á börnunum, mögulega vegna þess hversu nýlega tæknifrjóvgun blandaðist inn í. Verið sé að vinna langtímarannsókn í Bretlandi þar sem fylgst verður með börnum, fæddum með aðstoð tæknifrjóvgunar. Nýjustu niðurstöður, á börnunum sem eru þriggja ára, virðast jákvæðar. Það sé þó nauðsynlegt að framkvæma fleiri og ítarlegri rannsóknir til að fá betri skilning á öllu ferlinu og líðan þeirra sem að því koma. Vitað er til þess að nokkrir Íslendingar hafi fæðst með aðstoð staðgöngumæðra en engar opinberar tölur eru til um fjöldann þar sem ferlið er ólöglegt. Árið 2008 lagði Ragnheiður Elín Árnadóttir fram fyrirspurn til Alþingis um staðgöngumæðrun og í kjölfarið var stofnaður vinnuhópur sem skilaði áfangaskýrslu. Niðurstaða hópsins var að leggja til að staðgöngumæðrun yrði ekki heimiluð að svo stöddu. Árið 2010 var lögð fram þingsályktunartillaga þar sem lagt var til að staðgöngumæðrun yrði heimiluð í velgjörðarskyni. Í janúar 2013 stofnaði Guðbjartur Hannesson, þáverandi velferðarráðherra, vinnuhóp sem skyldi vinna að gerð lagafrumvarps. Niðurstöðu hópsins er enn beðið.

Helga Finnsdóttir mannfræðingur segir áhersluna á staðgöngumæður sem fórnfúsar velgjörðarkonur áberandi í íslenskri orðræðu. Hún segir sárvanta rannsóknir til að fá betri skilning á öllu ferlinu. Ljósmynd/Hari

NM61452

Á Íslandi virðist mikil áhersla vera lögð á velgjörð sem aðalhvata staðgöngumæðra. „Já, okkur Jónínu finnst áherslan á velgjörð vera leið til að draga það fram að konur séu í raun að velja þetta því þær virkilega vilji það. Ég ræddi við nokkrar manneskjur sem eru femínískt þenkjandi og þær bentu á að ef þetta er í lagi og ef konur eru að gera þetta einungis í velgjörðarskyni, af hverju má þá ekki umbuna þeim fyrir þetta erfiða verk.“ En svo eru það þeir sem telja staðgöngumæðrun vera eina birtingarmynd kúgunar kvenna, og sumir tala um leigu á legi og vændi. „Já þau sjónarmið eru hér til staðar. Ég bendi á pistil um staðgöngumæðrun sem birtist fyrst 2007 en vakti nánast enga athygli þá. Hann var svo dreginn upp á frekar ósanngjarnan hátt og settur í sam-

Það virðist vera gerður greinarmunur á siðferðilegum vandamálum eftir því hvar greiðslan er framkvæmd, bæði í rannsóknum og skrifum en einnig í fréttaumfjöllun.

hengi við Jóelsmálið sem kom upp 2011 og vakti þá gífurlega hörð viðbrögð. Í þeim pistli kom fram að samfélagið gæti sett fram mikla pressu á konur til að verða við ósk um staðgöngumæðrun ef hún væri lögleg. Þannig séu konur í raun aldrei alveg frjálsar þar sem samfélagið hafi alltaf mótandi áhrif á gjörðir þeirra. Lögleiðing myndi þannig búa til pressu á konur sem annars er ekki til staðar. Höfundar áfangaskýrslu sem unnin var fyrir heilbrigðisráðuneytið bentu á sömu hættu. Svo eru líka til femínistar sem telja þessa tækni hafa í för með sér aukið frelsi kvenna og að staðgöngumæðrun sé bara öllum til hagsbóta. Það eru andstæðir pólar úr öllum áttum þegar kemur að þessu málefni.“

Sterkara samband á heimilinu með Ljósneti Símans www.siminn.is/ljosnet

Háhraðatenging fyrir stór og lítil heimili Með Ljósnetinu fær heimilið örugga háhraðatengingu fyrir sjónvörpin, tölvurnar, snjalltækin, netleikina, tónlistina, matarbloggið, kosningabaráttuna, kærustuna hinum megin á hnettinum og yfirleitt flest það sem fjölskyldan vill gera á netinu.

Yfir 70% íslenskra heimila geta tengst Ljósnetinu. Kynntu þér möguleikana á siminn.is eða í 800 7000.


20

viðtal

Helgin 14.-16. febrúar 2014

Söng fyrir bangsana www.fi.is

g o u l s ð Fræ d l ö v k a d myn

ni eð leysitæk m la k jö ra slóðum rnun íslensk iðir á Víkna le Mæling á rý r ra æ rf to ur eystra, Borgarfjörð

Í sal FÍ 19. febrúar, kl. 20:00 Mæling á rýrnun íslenskra jökla með leysitækni Tómas Jóhannesson eðlisfræðingur fræðir okkur um rannsóknir sínar á rýrnun íslenskra jökla með leysitækni.

Borgarfjörður eystra, torfærar leiðir á Víknaslóðum Að loknu kaffihléi mun Þórhallur Þorsteinsson frá Egilsstöðum fara með okkur um torfærar leiðir í Víkunum á Borgarfirði eystra. Aðgangseyrir kr. 600, innifalið kaffi og kleinur

Allir velkomnir!

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is

Guðrún Gunnarsdóttir byrjaði á barnsaldri að halda tónleika fyrir leikföngin sín. Í grunnskóla kenndi Ólafur Þórðarson úr Ríó Tríó henni tónmennt og áttu leiðir þeirra eftir að liggja saman um árabil. Á aukatónleikum sem hún heldur í tilefni af 30 ár söngafmæli sínu kemur hinn fornfrægi MK kvartett saman í fyrsta skipti í 25 ár. Sambýlismaður Guðrúnar, Hannes Friðbjarnarson, er í hljómsveitinni sem spilar með henni á tónleikunum en mikil fjölmiðlaumfjöllun um þau þegar sambandið var nýhafið kom afar illa við fjölskyldur þeirra og börn.

E

in af mínum fyrstu minningum er þegar ég var ein heima í herberginu mínu, í mesta lagi fimm ára gömul, og hélt tónleika fyrir bangsana mína og dúkkurnar. Ég raðaði þeim um herbergið sem áhorfendum en var sjálf upp í glugga að syngja, dró gluggatjöldin fyrir og frá á milli atriða og ég kynnti meira að segja atriðin,“ segir Guðrún Gunnarsdóttir sem um þessar mundir fagnar þrjátíu ára söngafmæli, auk þess sem hún varð fimmtug á síðasta ári. „Bróðir minn dró vini sína heim til að liggja á gægjum og skoða þessa skrýtnu systur. Ég man að mér sárnaði mikið þegar ég komst að því,“ segir hún og hlær. Á þessum tíma söng Guðrún helst þau lög sem hún hafði heyrt í útvarpinu, meðal annars lög hinnar ástsælu Ellýjar Vilhjálmsdóttur og bandarísku djasssöngkonunnar Ellu Fitzgerald. Hún vissi þá ekki að það ætti fyrir henni að liggja að syngja lög Ellýjar á fjölda tónleika síðar meir og gefa út metsöluplötuna Óður til Ellýjar sem hún hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir. Guðrún hélt sérstaka afmælistónleika í lok síðasta árs og seldust miðarnir upp á örskömmum tíma. Vegna þess hversu mikil eftirspurnin var mikil heldur hún aukatónleika í Salnum næstkomandi fimmtudagskvöld og aðra tónleika á Akureyri tveimur dögum síðar í Menningarhúsinu Hofi. Á efnisskránni verða ýmis lög af ferlinum en mörg þeirra var að finna á plötunni Bezt sem Guðrún gaf út fyrir síðustu jól í tilefni af þessum tveimur stórafmælum þar sem bestu lögin af fyrri plötum hennar voru saman komin.

Lítur á Ólaf sem velgjörðarmann sinn Í fyrsta bekk grunnskóla var Guðrún svo heppin að fá Ólaf heitinn Þórðarson, oftast kenndan við hljómsveitina Ríó Tríó, sem tónmenntakennara. „Ég man vel eftir því þegar hann lét mig koma upp að töflu og syngja lagið „Ef væri ég söngvari.“ Ég lít á Ólaf sem velgjörðarmann minn. Við eigum oft velgjörðarmenn í lífinu sem maður fattar ekki fyrr en eftir á hvað þeir áttu stóran þátt í að greiða götu manns á hverjum tíma og opna fyrir manni dyr. Í gagnfræðaskóla var ég aftur með Ólaf sem tónmenntakennara. Hann setti þá saman risastóra hljómsveit og bjó til heilu söngleikina. Hann var ástríðufullur tónmenntakennari og hreif alla með sér.“ Guðrún er fædd og uppalin í Kópavogi, gekk í Digranesskóla, Víghólaskóla og fór síðan í Menntaskólann í Kópavogi. Á menntaskólaárunum stofnaði Guðrún ásamt félögum sínum hinn fornfræga MK kvartett sem gerði það gott í upphafi níunda áratugarins, kom fram á skemmtunum víða um land, í sjónvarpi og útvarpi. „Við lágum saman á stofugólfinu heima hjá hvert öðru með heyrnartól, hlustuðum á plötur með Manhattan Transfer og pikkuðum upp raddirnar. Ólafur Þórðar tók þennan kvartett upp á sína arma og við vöktum mikla athygli.“ MK kvartettinn kemur í fyrsta skipti saman eftir 25 ár á tónleikunum nú í febrúar. „Við hlustuðum á upptökurnar um daginn og vorum satt að segja hissa á því hvað við vorum góð. Þetta var mjög flott tónlist sem við vorum að flytja og erfiðar raddsetningar. Þetta var virkilega skemmtilegur tími. Vonandi náum við að skapa þessa stemningu aftur á tónleikunum.“


viðtal 21

Helgin 14.-16. febrúar 2014

Á ferðalagi með hrekkjalómi

Guðrún Gunnarsdóttir hefur aldrei gefið út eigið efni og segist líta á sig sem lagamiðlara. Hún á þó efni vel geymt ofan í skúffu og útilokar ekki að koma fram með eigið efni, jafnvel í kring um sextugsafmælið. Guðrún er hér með yngstu dóttur sinni, Hannesi manninum sínum og stjúpsyni.

Ég man vel eftir því þegar hann lét mig koma upp að töflu og syngja lagið „Ef væri ég söngvari.“

Sérstakur gestasöngvari á tónleikunum er Friðrik Ómar en þau hófu samstarf sitt með plötunni „Ég skemmti mér“ árið 2005 sem inniheldur gamla dúetta systkinanna Vilhjálms og Ellýjar auk fjölda annarra. Á næstu árum sendu þau frá sér tvær aðrar vinsælar plötur, „Ég skemmti mér í sumar“ og „Ég skemmti mér um jólin.“ „Við Friðrik Ómar áttum okkar glamúrtíma fyrir tíu árum. Ég var að fara að halda tónleika úti á landi, hafði verið að syngja með Stefáni Hilmarssyni og vantaði söngfélaga til að ferðast um landið með. Hera Björk benti mér þá á þennan unga dreng á Dalvík, þar sem hún hafði búið, sem hún mælti með. Við þvældumst síðan saman um allt land. Hann hafði aldrei komið á Ísafjörð, aldrei til Vestmannaeyja og fyrst eftir að hann flutti til Reykjavíkur þurfti hann leiðsögn til að finna Þjóðleikhúsið þegar við áttum að halda tónleika þar í grenndinni. Við smullum strax vel saman og þeir sem fara á tónleika með okkur fá alltaf svolitla skemmtun í leiðinni þar sem við segjum sögur og gerum grín. Friðrik Ómar er mikill hrekkjalómur en ég held reyndar að hann

hafi ekki verið að grínast í mér eftir fyrstu tónleikana okkar saman á Sauðárkróki. Þá keyrði ég suður og hann til Dalvíkur en sendi mér sms þar sem hann sagði: „Kæra Guðrún. Það er yndislegt að vinna með þér. Í mínum huga verður þú alltaf amma rokk.“ Þá var ég fertug,“ segir hún og hlær sínum smitandi hlátri. „Mér finnst virkilega gaman að hafa hann með á tónleikunum. Sérstaklega fyrir norðan því hann er auðvitað þaðan.“ Guðrún fór með hlutverk Maríu Magdalenu í söngleiknum Superstar sem gekk lengi fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu en hún lék líka í Kysstu mig Kata hjá Leikfélagi Akureyrar. „Mér fannst það mjög gaman en ég held að ég sé sjúklega léleg leikkona. Þarna bjó ég á Akureyri í tvö ár og þó ég hafi ekki búið þar lengur halda margir að ég sé frá Akureyri, en ég hef líka haldið mikið af tónleikum á Norðurlandi. Það hefur svolítið verið mitt landsvæði.“

Settu börnin í forgang við skilnaðinn

Utan þess að búa um hríð í Noregi og á Akureyri hefur

Ljósmynd/Hari

PIPAR \ TBWA PIPA

sína

SÍA •

140321

Elti kærastann til Noregs

Alls starfaði MK kvartettinn í tíu ár. Auk Guðrúnar var hann skipaður þeim Skarphéðni Hjartarsyni sem er organisti í Fríkirkjunni og tónmenntakennari, Hrafnhildi Halldórsdóttur, dagskrárgerðarkonu á Rás 1, Þór Heiðari Ásgeirssyni sem starfar hjá Hafrannsóknarstofnun, og Þuríði Jónsdóttur tónskáldi. Kvartettinn var því skipaður fimm manns, þar af þremur konum sem skiptu með sér kvenröddunum því á þessum tíma voru Guðrún og Hrafnhildur til skiptis búsettar í útlöndum, og þau koma öll fimm fram á tónleikunum. „Við erum öll um fimmtugt í dag og það hefur verið mjög skemmtilegt að rifja þetta allt upp. Það eru líka margir sem muna eftir þessum tíma og hópur fólks úr Menntaskólanum í Kópavogi sem ætlar að mæta.“ Guðrún tók líka virkan þátt í Vísnavinum og á menntaskólaárunum mætti hún á flesta tónleika Vísnavina. Sem félagi fór hún á námskeið hjá norskum leikhópi sem kom hingað til lands, Guðrún varð ástfangin af einum meðlimi leikhópsins og flutti til Noregs. „Ég var þar bara að vinna og syngja. Vinir mínir úr Vísnavinum, Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg, ásamt kærastanum mínum, stofnuðum vísnaband í Noregi og ferðuðumst og sungum íslenska tónlist. Þetta er eina skiptið sem ég hef búið erlendis en Norðurlöndin eru sannarlega mitt svæði. Við kærastinn vorum saman í tvö ár og þegar það var búið flutti ég aftur heim.“

Ljúffen ga

r s a f r ta n g i r k á E m m e s s í s ra k fyr k a ir kát

með dýfu


22

viðtal

Guðrún hins vegar alið manninn í Kópavogi þar sem hún býr nú ásamt fjölskyldu sinni. „Ég bý þar með manninum mínum, Hannesi Friðbjarnarsyni, sem er trommari í Buffinu. Hann er Kópavogsbúi eins og ég. Svo á ég stjúpson á ellefta ári og þrjár dætur, en auk þess á ég eina 25 ára stjúpdóttur í Kaupmannahöfn sem á þrjú börn þannig að ég er löngu orðin amma,“ segir hún en þar er um að ræða dóttur fyrrverandi eiginmanns og barnsföður Guðrúnar, Valgeir Skagfjörð. „Svona er hin samsetta nútímastjúpfjölskylda og þetta gengur mjög vel.“ Fimm ár eru síðan þau tóku saman og vakti það mikla fjölmiðlaathygli, óþægilega mikla fyrir fjölskyldur þeirra. „Hannes er tólf árum yngri en ég og líklega er það hluti þess að sambandið vakti svona mikla athygli sem í raun eru ákveðnir fordómar því enginn hefði kippt sér upp við þetta ef kynjaskiptingin hefði verið öfug. Við vorum bæði í sambúð, og ég gift, þegar við kynntumst og í framhaldi af því gengum við í gegnum skilnað. Þegar við Valgeir skildum var fjallað um það á forsíðu Séð og heyrt og skrifað um alls konar smáatriði sem ég hef aldrei séð fjallað um í tengslum við skilnað á Íslandi, hvorki fyrr né síðar,“ segir Guðrún en samband hennar Valgeirs hafði varað í rúm 23 ár. „Maður á bara þetta eina líf og það var aldrei vafi í mínum huga að þetta væri það sem ég vildi en skilnaður er alltaf erfiður og átak fyrri alla. Við Hannes höfum verið saman frá árinu 2009 og höfum reynt að vinna eins vel úr aðstæðum og við getum, og alltaf sett börnin í forgang. Óneitanlega voru börnin og fjölskyldur okkar óvarðar fyrir fjölmiðlaumfjölluninni. Ég hef alltaf litið á mig sem venjulega húsmóður í Kópavogi þó ég sé söngkona þannig að það kom mér óþægilega á óvart hvað það var mikið fjallað um þetta. Við erum mikið fjölskyldufólk og höfum reynt að vera svolítið prívat og þess vegna finnst mér eiginlega óþarfi að tala um þetta.“

Helgin 14.-16. febrúar 2014

Best að syngja í kirkjum

Hannes er í hljómsveitinni sem spilar á tónleikum Guðrúnar en upphaflega kynntust þau í gegn um tónlistina og hefur Guðrún tekið þátt í fjölbreytilegum verkefnum í gegnum tíðina, en best af öllu finnst henni að syngja í kirkjum. „Kirkjan er minn staður. Það hefur bara einhvern veginn æxlast þannig og ég hef sungið mikið í jarðarförum. Lagið „Umvafin englum“ er mitt lag og ég syng það nánast í hverri jarðarför, og svo lagið hennar Ellýjar „Heyr mína bæn.“ Ég hef aldrei samið neitt og lít meira á mig sem lagamiðlara. Reyndar hef ég samið eitthvað sem er vel geymt ofan í skúffu en kannski á ég eftir að stökkva fram með mitt efni, kannski um sextugt. Ég hef alltaf lagt áherslu á að flytja góðan texta og túlkun.“ Hún hefur líka sungið mikið með karlakórum, meðal annars Karlakór Kjalnesinga og Karlakórnum Heimi, og ferðast með þeim um allt land. „Mér finnst það rosalega skemmtilegt að vera með þessum frábæru körlum sem bera mig á höndum sér og komið er fram við mig eins og prinsessu. Þetta eru góðir karlar og skemmtilegir.“ Litla stelpan sem hélt tónleika fyrir dúkkurnar sínar og bangsana, og söng „Ef væri ég söngvari“ fyrir bekkinn, lagði sönginn sannarlega fyrir sig. „Mér finnst gaman að vera á þessum stað, að eiga 30 ára söngafmæli og vera enn að. Það er ekki sjálfgefið. Ég hef alltaf verið að bíða eftir því að ferillinn fjari út en svo gerist það aldrei, og ég er afskaplega þakklát. Ég var alltaf syngjandi sem barn og unglingur og ég held að það sé bara þannig, annað hvort fæðist maður með þessum ósköpum eða ekki. Miðdóttir mín hefur til dæmis afskaplega mikinn áhuga á hundum og hestum, en hún er ekki alin upp þannig heldur bara fæddist hún svona. Ég er ánægð með líf mitt í dag, ég mjög hamingjusöm – og ástfangin, við bæði.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

ipti sa ma n ke mur í fy rs ta sk MK kv ar te ttinn úa r. Þe ssi ikunum nú í fe br ef tir 25 ár á tó nle ll á sæ vin ar af ar te tt va r me nnta skóla kv nv ar pi og sjó í ði bæ m fra m sínum tíma og ko ein ka saf ni út va rpi. My nd úr

„Vanabindandi

akstursánægja“ Ford Focus.

5 dyra frá 3.490.000 kr. Station frá 3.640.000 kr. Brimborg fagnar 50 árum í bílgreininni og af því tilefni fylgja ný Nokian vetrardekk að verðmæti 145.000 kr. öllum Ford Focus í febrúar. Nýttu tækifærið. Prófaðu vinsælasta bíl í heimi búinn sparneytinni EcoBoost vél sem hefur hlotið titilinn vél ársins, tvö ár í röð. Öflug 125 hestafla vélin skapar einstaka sparneytni 5,0 l/100 km og lágt CO2 114 g/km. Komdu og prófaðu Focus. Tryggðu þér eintak.

Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000

Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050

ford.is

Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16

Viltu vita meira um Ford Focus? Ford Focus hefur svo margt. Hann er búinn 16“ álfelgum og meðal staðalbúnaðar er Ford SYNC raddstýrt samskiptakerfi með Bluetooth búnaði fyrir GSM síma og neyðarhringingu. Tölvustýrð miðstöð viðheldur því hitastigi sem þú velur og með aksturstölvunni fylgist þú með með lágri eyðslunni. 3,5 tommu upplýsingaskjár er í mælaborði og sérstakt hitaelement er í miðstöð. Hann er því mjög fljótur að hitna á köldum vetrarmorgnum. CO2 gildin eru óvenju lág fyrir bensínvél og hann fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur. Start stop spartæknin er í öllum beinskiptum Ford Focus. Komdu í reynsluakstur. Við tökum vel á móti þér. Ford Focus 5 dyra/station, EcoBoost bensín 125 hö. 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,0/5,1 l/100 km. CO2 losun 114/117 g/km. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Ford_Focus_5x18_14.01.2013.indd 1

31.1.2014 15:21:46


4200 ljós Verð frá 94.900 kr.

Catifa hægindastóll Verð frá 269.900 kr.

M-sófi Verð frá 229.900 kr.

Eclipse sófaborð Verð frá 29.900 kr.

Patchwork gólfmotta

Góð hönnun gerir heimilið betra

Sniðin eftir máli. Verð pr. fm 75.900 kr.

Við leggjum mikinn metnað í að bjóða aðeins vandaðar vörur og tefla fram því besta í evrópskri hönnun. Úrvalið einkennist af fallegri og fjölbreyttri hönnun sem

P I PA R \ T BWA

S ÍA

stenst tímans tönn. Markmið okkar er að aðstoða viðskiptavini við að fegra heimili sín.

MARGIR LITIR Omaggio vasi 20 sm / Verð frá 3.890 kr.

Lalinde sófaborð / Verð frá 44.900 kr.

Wave stóll / Verð frá 169.900 kr.

Miho hreindýr / Verð frá 5.500 kr.

TILBOÐ

Nido hægindastóll / Ullaráklæði verð frá 169.900 kr., leðuráklæði verð frá 239.900 kr. Kynningarverð til 01.06.2014

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18 • LAUGARDAGA KL. 11–16 • HLÍÐASMÁRA 1 • 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is

Cucu klukka 33 sm / 12.900 kr.


24

viðtal

Helgin 14.-16. febrúar 2014

Finnur sáttina fyrir dauðann

tíminn. Síðan hugsuðum við að ef við værum alltaf að bíða eftir rétta tímanum myndum við aldrei fá okkur hund, þannig að við ákváðum fyrir ári að rétti tíminn væri núna og fengum okkur hvolp. Auðvitað átti það ekki að vera þannig að ég gæti ekki gengið stigann ein, heldur ætlaði ég að vera dugleg að fara ein með hann út að ganga. Nú þarf alltaf einhver að vera viðstaddur ef ég geng stigann en Bjartur hefur sannarlega veitt mér félagsskap.“ Sigrún greindist fyrst með krabbamein árið 2010. „Ég greindist þá með brjóstakrabbamein og við tók níu mánaða ferli, sem ég hugsa alltaf um sem eins konar meðgöngu, og að því loknu sagði læknirinn minn að ég væri læknuð og hann hvatti mig til að fara út og lifa lífinu. Ég var þegar í góðu formi, hafði hjólað í allar geislameðferðirnar – 25 skipti sem telst víst nokkuð gott. Ég tók þátt í 5 kílómetra hlaupum og var nokkuð virk. Eftir að læknirinn sagði mér að fara að lifa bætti ég því við að fara í ræktina. Þarna var ég hætt að vinna og var bara að einbeita mér að því að koma mér á rétta braut og bæta heilsuna.“

Þegar reiðin kom

Á þessum tímapunkti hafði Sigrún aldrei fyllst reiði yfir því að fá krabbamein. „Ég hugsaði aldrei: „Af hverju ég?“ Ég hugsaði frekar: „Af hverju ekki ég?“ Margir í kringum mig urðu reiðir, og ég hugsa að maðurinn minn sé bæði sorgmæddur og hræddur. Þegar við vorum að kynnast og ég komst að því að móðir hans væri látin þá fékk ég þá óútskýranlegu tilfinningu að hans örlög yrðu að missa konuna sína einnig ungur. Síðan þegar ég greinist þá hugsaði ég bara: „Já, ég vissi það.“ Ég var alltaf sannfærð um að ég myndi greinast með eitthvað og það myndi taka mig fyrr en hann. Ég var alveg viss um að hann ætti eftir að ganga í gegn um það sama og pabbi hans, og kannski getað lært af því hvernig hann tókst á við missinn.“ Sigrún segist hafa talað um þetta opinskátt við sína nánustu en lítið gert úr þessari tilfinningu sinni. Eftir að hún var sögð læknuð styrkti það trú fjölskyldu hennar að tilfinningin hafi verið úr lausu lofti gripin. En fljótt fór að bera á bakverk sem lagaðist ekki hvað sem Sigrún reyndi, hvort sem hún fór í heitt bað eða nudd. „Síðan er það í eitt skiptið sem við vinkonurnar úr vinnunni hittumst sem ein þeirra fór að tala um að kona sem hún þekkti hefði verið að greinast aftur með brjóstakrabbamein í bakinu. Hún fór síðan að lýsa mínum verkjum og ég bókstaflega hvítnaði. Daginn eftir hringdi ég í lækni sem sendi mig strax í myndatöku og í ljós kom að ég var komin með meinvarp í hryggjarliðina og í heilann, og fór í geislameðferð.“ Þetta var árið 2011, aðeins um þremur mánuðum eftir að Sigrúnu var sagt að hún væri læknuð. „Þarna kom reiðin. Mér fannst þetta ótrúlega ósanngjarnt því ég stóð mig svo vel í mataræði og gerði allt eftir bókinni. Ég gerði allt rétt og samt kom krabbameinið aftur. Í dag trúi ég ekki að mataræði skipti öllu eða hreyfing. Auðvitað hjálpar að vera í góðu formi en það kemur ekki í veg fyrir að þú fáir krabbamein.“ Sigrún fór í geislameðferð vegna meinvarpsins í heilanum og missti hárið að hluta. Hún er nú með stutt dökkt hár í stað ljósra lokka áður. „Ég ákvað bara að breyta til,“ segir hún, en meinvarpið í heilanum hefur horfið – öllum til mikilla gleði.

Fékk morfínið í sokk

Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir er með morfín í æð og gengur með það í lítilli hliðartösku sem fylgir henni meira að segja þegar hún sefur. Ljósmynd/Hari

Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir er aðeins 39 ára gömul en hefur verið tilkynnt að hún sé dauðvona vegna krabbameins. Sigrún hefur í áratug bloggað undir nafninu Barbietec og hafa reynslusögur hennar verið mörgum hvatning til að taka líf sitt föstum tökum. Hún er nú með morfín í æð og eiginmaður hennar fylgist með henni í gegnum þráðlausa myndavél ef hún þarf að vera ein heima, en yfirleitt lítur móður Sigrúnar eftir henni. Þau eiga saman fimm ára son sem Sigrún vonar að komi til með að muna eftir mömmu sinni.

H

Ég gerði allt rétt og samt kom krabbameinið aftur. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

vernig á mér að líða þegar læknirinn segir við mig að ég sé dauðvona og sérfræðingarnir sem eru að hjálpa mér geta ekki gert meira fyrir mig nema bara verkjastilla mig og láta mér líða þokkalega þar til að ég muni deyja?,“ skrifaði Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir á bloggsíðuna sína Barbietec.com þann 28. janúar. Hún hefur haldið blogginu úti í tíu ár og þrátt fyrir að bloggsíðan sé fyrst og fremst fyrir hana sjálfa til að fá útrás fyrir tilfinningar sínar hefur mikill fjöldi fólks fylgst með henni í gegnum árin þar sem hún hefur skrifað um skilnað við fyrri eiginmann sinn, breytingar á mataræði og heilsurækt, og margir líta á hana sem fyrirmynd þegar kemur að því að taka líf sitt í gegn. „Ég mun ekki deyja í dag, það kemur að því, ef til vill bráðlega en sennilega ekki en samt fyrr en ég á að deyja. Það er búið að skjóta mér fram fyrir í biðröðinni eins og mamma segir alltaf. En svo ég svari spurn-

ingunni, þá brást ég við með tárum. Ég brást við með því að gráta,“ skrifar Sigrún um að fá þær fregnir frá lækninum að hún sé dauðvona. Sigrún er 39 ára gömul, hún býr á fjórðu hæð í blokk í Álfheimum ásamt eiginmanni sínum, Kim Björgvin Stefánssyni, átján ára dóttur af fyrra hjónabandi, Erlu Diljá og fimm ára syni þeirra, Stefáni Steini. Á leiðinni upp stigann velti ég fyrir mér hvort það sé ekki erfitt fyrir Sigrúnu að ganga þá en þegar ég er komin á fjórðu hæð blasir við hjólastóll sem Sigrún segir mér síðar að sé búinn aukabúnaði þannig að Kim geti ekið með hana upp og niður stigann þegar hún er of veikburða til að ganga.

Hjólaði í allar geislameðferðir

Hún er ekki fyrr búin að opna dyrnar fyrir mér en glaðvær Shih Tzu smáhundur birtist í gættinni. „Þetta er Bjartur. Hann er eins árs. Okkur hafði alltaf langað í hund og velt mikið fyrir okkur hvenær væri rétti

Útidyrnar eru opnaðar og mamma Sigrúnar, Hlíf Anna Dagfinnsdóttir, kemur inn. Vegna veikindanna reynir alltaf einhver að vera hjá Sigrúnu yfir daginn, yfirleitt mamma hennar. „Hún þurfti aðeins að skreppa áðan og þá fór ég bara upp í rúm og hvíldi mig. Kim er búinn að koma upp þráðlausri myndavél í herberginu og ef mamma þarf að fara þá hringir hún í Kim og hann fylgist með mér í gegnum myndavélina. Mamma er annars mjög mikið hjá mér,“ segir hún. Hlíf tekur fram að hún vilji ekkert frekar en að veita dóttur sinni öryggi og félagsskap. „Ég er dagmamma,“ segir hún og kímir. „Ég keyri hana líka upp á líknardeild og sæki hana þangað,“ segir Hlíf. Sigrún byrjaði að fara á líknardeild í desemberbyrjun, fyrir um hálfum þriðja mánuði. Fyrst var hún þar í um þrjár vikur, hún dvaldi síðan heima um tíma og fór aftur á líknardeildina. Undanfarnar vikur hefur hún farið þangað þrisvar í viku á dagdeild. „Ég er ótrúlega ung, ég er að ég held langyngst á deildinni en mér finnst það ekki skipta máli. Starfsfólkið þarna er dásamlegt,“ segir hún. Skyndilega kippist fótleggurinn á Sigrúnu til og hún segir: „Sástu kippinn? Þetta er út af öllum lyfjunum sem ég er á. Þessir kippir geta verið mjög erfiðir.“ Á undanförnum mánuðum hafa skipst á skin og skúrir hjá Sigrúnu. „Verkirnir hafa farið versnandi og um tíma var ég eiginlega alveg slegin út af verkjum. Ég var hætt að geta drukkið sjálf úr glasi því ég kipptist svo mikið til. Ég fékk morfínplástra en eftir að ég fékk morfíndælu hefur þetta batnað mikið,“ segir hún og sýnir mér litla handtösku sem hún ber og þar ofan í er morfínsprauta. Hún er tengd slöngu sem er fest við nál undir húð Sigrúnar á bringunni og er stillt þannig að ákveðnu magni af morfíni er sprautað á fyrirfram ákveðnum tíma. „Þetta er stillt mjög nákvæmlega og á Framhald á næstu opnu


Komdu út að keyra… Berlín · Amsterdam · París Róm · Barcelóna?

á Skr gæ w w á ð tir w. u þ un sm ig á ni yr p ð ill ós fe in tl rð e is til .is tan Fæ og n re þú yj a

FÆREYJAR ÖRK DANM orðnir

2 full með fólksbíl rir 1. mars Staðgreitt fy

frá

64.200

2 fullorðnir með fólksbíl

Staðgreitt fy rir 1. mars

frá

32.700 á mann

á mann

1 0 % af

B ó ka ð u nú n a !

sláttur

Staðgr eitt fy rir 1. m Á ferðu a rs m f ra m og til b gildir e aka, kki me ð tilboðu öðrum m.

Hópferð með Fúsa á Brekku 6. árið í röð

Húsbíla/Hjólhýsatilboð

10. - 15. september

26. júní eða 3. júlí

Færeyjaferð með Fúsa á Brekku og Svenna frá Hafursá. Skoðunarferðir, skemmtun, matur, gisting og íslensk fararstjórn.

Stoppað í fallegu Færeyjum á útleið í 3 daga, siglt til Danmerkur á sunnudagskvöldi. Góða ferð! Takmarkað pláss, bókaðu snemma.

Verð á mann frá kr.

Staðgr. frá kr.

Miðað við 2 saman.

139.900

Innifalið í verði: • Ferð með Norrænu • Hótel Færeyjar í 4 nætur • Morgunmatur og kvöldverður • Skoðunarferðir • Íslensk fararstjórn

B ó ka ð snemm u a! Uppse lt öll ári n

570-8600 / 472-1111 · www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is

104.900

Á mann miðað við 2 fullorðna

Innifalið í verði: • Ferð með Norrænu fram og til baka • 2ja manna klefi án glugga

Staðgr. frá kr.

56.400

Á mann miðað við 2 fullorðna + 2 börn (3-11 ára)

B ó ka ð u a! snemm Uppselt 2013

Frábæ rt tilboð

Innifalið í verði: • Ferð með Norrænu fram og til baka • 4ra manna klefi án glugga * Lengd farartækis allt að 12 metrum. Aukagjald greiðist fyrir hvern umfram metra. Síðasta brottför frá Danmörku er 29.07.14.

Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is


26

viðtal

Helgin 14.-16. febrúar 2014

hverjum morgni koma tveir hjúkrunarfræðingar. Þetta er svo hættulegt efni að það þurfa að vera fjögur augu á stillingunum. Ég finn mikinn mun á mér og er farin að geta bloggað aftur, þó það sé kannski ekki þægilegt að ganga alltaf með dæluna á mér í töskunni. Ég meira að segja sef með töskuna. Þú getur haft það í fyrirsögn: Konan sem sefur með tösku,“ segir hún og hlær. „Þegar ég fór af spítalanum með dæluna hafði hulstrið utan af henni týnst og þeir afhentu mér hana í sokk, svona hvítum sokki sem er merktur eign þvottahúsa spítalanna. Ég sagði að þetta væri lýsandi fyrir efnahaginn á Íslandi að ganga með morfínsprautu í sokk út af spítalanum. En ég fór þá og keypti þessa fínu tösku. Hún rétt rúmar dæluna, gemsann minn, veskið og kort til að geta lagt í bílastæði fyrir fatlaða.“ Stutt er síðan Sigrún fékk morfíndæluna. Það var eftir helgina örlagaríku þegar henni var tilkynnt að hún væri dauðvona. Það var þá sem Sigrún missti stjórn á skapi sínu við háaldraða konu sem lá við hliðina á henni, nokkuð sem Sigrún er ekki stolt af. „Fjölskylda konunnar kom í heimsókn hálftíma fyrir matartímann og hún gerði athugasemdir við að þau væru að koma þetta stuttu fyrir matartímann. Ég varð svo reið að ég öskraði á konuna hvað hún væri eiginlega að pæla að kvarta yfir því hvenær fjölskyldan hennar gæfi sér tíma til að heimsækja hana, á sama tíma og ég væri að fá þær fréttir að ég væri að deyja. Hjúkrunarkonur komu hlaupandi inn í stofuna en það gat enginn róað mig. Mamma hélt utan um mig og ég brotnaði alveg niður.“ Sigrún tekur fram að hún hafi beðið dóttur konunnar afsökunar næsta dag og því hafi verið vel tekið.

„Pabbi, ekki deyja“

Sigrún Þöll fór fyrst á líknardeildina í desemberbyrjun og dvaldi í nokkrar vikur, en þangað mætir hún nú að jafnaði þrisvar í viku. Ljósmynd/Hari

Það er búið að skjóta mér fram fyrir í biðröðinni eins og mamma segir alltaf.

Bíll á mynd: Honda Civic 1.6i-DTEC Executive.

Sigrún og móðir hennar eru annars sammála um að læknirinn hafi komið þessum upplýsingum til skila á mjög fagmannlegan en jafnframt afslappaðan hátt. „Hann var heiðarlegur og það er þannig sem ég vil láta koma fram við mig. Hann spurði mig líka erfiðra spurninga sem ég þurfti virkilega að grafa til að finna svör við. Hann spurði hvar ég vildi deyja, og ég vildi deyja á líknardeild eða á spítala því ég er hrædd við að deyja heima.“ Hlíf, mamma Sigrúnar, heldur áfram: „Það var í raun algjör snilld hvernig læknirinn fór að þessu og hann á heiður skilinn. Hann var að færa þessar erfiðu fréttir en tókst að gera þetta á svo þægilegan hátt. Þetta varð á endanum eins og við værum að tala um jafn hversdagslegan hlut og að fara til Hveragerðis þegar hann sagði Sigrúnu að það væri einmitt svo frábært að deyja heima,“

segir Hlíf. „Þetta var stund þar sem maður ætti í raun bara að gráta en honum tókst að gera þetta þannig að við fórum að hlæja.“ Næsta dag, á sunnudegi, var haldinn stór fundur með fjölskyldu Sigrúnar á spítalanum ásamt, krabbameinslækni, lækni, hjúkrunarfræðingi og heimilislækni. „Það er alltaf verið að segja að heilbrigðiskerfið sé svo slæmt en þarna var allt þetta fólk tilbúið til að mæta á sunnudegi til að ræða mín mál. Eftir fundinn var mér svo létt. Ég hef aldrei sest niður með fólki og talað um tilfinningar mínar eins og ég gerði þarna,“ segir Sigrún. Eitt af því sem var rætt voru áhyggjur hennar af fimm ára syni sínum, Stefáni. „Ég hef áhyggjur af litla stráknum mínum. Hann er svo ungur. Dóttir mín er orðin það gömul að ég er eiginlega búin að koma henni á legg en ég veit ekki einu sinni hvort strákurinn á eftir að muna eftir mér. Ég held samt að hann eigi eftir að gera það. Við höfum mikið talað við hann, hann veit að ég er með krabbamein, að ég er mikið veik og skilur að stundum þarf að hafa hljótt því ég er lasin. Stundum segir hann við pabba sinn: „Pabbi, ekki deyja!“ og pabbi hans svarar: „Ég ætla ekki að deyja,“ og þar með er það útrætt: „Ókei!“ Hann hefur aldrei sagt svona beint við mig en mér finnst hann vera orðinn hlýrri við fólkið í kringum sig og knúsar mig oft alveg í klessu. En við ætlum bara að halda okkur við þær aðferðir sem við höfum notað gagnvart honum og hafa reynst vel: Að vera opin og hreinskilin, ekki fela neitt og ekki plata.“ Sigrún segist vera trúuð en á sinn eiginn hátt. „Ég trúi því að við komum aftur og að ef við veljum rétt þá getum við valið hvernig við komum til baka og með hverjum við verðum í næsta lífi. Kannski maki manns í þessu lífi verði aftur maki manns, að maður bíði bara eftir að hann deyi líka og svo förum við saman í nýtt líf.“ Á stuttri ævi hefur Sigrún þegar náð hafa áhrif á líf fjölda landsmanna sem hún hefur veitt innblástur með bloggskrifum sínum, auk þess sem hún hefur alltaf látið til sín taka á vinnustöðum þar sem hún hefur undantekningalítið setið í hinum ýmsu nefndum og stjórnum. Sigrún hefur snert marga og hvatt þá áfram. „En nú þarf fólk að leiða mig,“ segir hún. Heilt yfir er hún sátt við líf sitt og sátt við að hafa fengið sannar upplýsingar frá læknum um stöðu sína og lífshorfur. „Ég er sátt en ég óttast samt að ég verði mjög hrædd þegar kemur að stundinni að deyja. Þess vegna er svo mikilvægt að finna þessa sátt og reyna að afla sér upplýsinga um hvernig maður á að ganga í gegnum dauðann.“

HONDA CIVIC 1.6 DÍSIL 2

3.940.000

Umboðsaðilar:

Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 Bílver, Akranesi, sími 431 1985 Höldur, Akureyri, sími 461 6020 Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535

www.honda.is

Komdu í reynsluakstur og prófaðu Honda Civic dísil, með nýrri Earth Dreams Technology dísilvél, sem býður upp á einstakt samspil sparneytni og krafts.

3,6

4,0

/100km

Innanbæjar akstur

L

/100km

Blandaður akstur

Utanbæjar akstur

3,3

L

HONDA CIVIC 1.4 BENSÍN - BEINSKIPTUR, KOSTAR FRÁ KR. 3.490.000 HONDA CIVIC 1.8 BENSÍN - SJÁLFSKIPTUR, KOSTAR FRÁ KR. 3.940.000

/100km

HONDA CIVIC 1.6 DÍSIL KOSTAR FRÁ KR.

ÚTBLÁSTUR AÐEINS 94 g

L

3,6 L/100KM Í BLÖNDUÐUM AKSTRI C0

CO2 94 / g

útblástur

km

Áreiðanlegasti bílaframleiðandinn Samkvæmt What Car og Warranty Direct hefur Honda verið valin áreiðanlegasti bílaframleiðandinn átta ár í röð.

Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is


% 0 2

F A R U T T ALTITUDE AFSFLSÁ OG 8848 G O R A ÚTIVIST NAÐI

HAGLÖ

AT F A Ð Í K S

39.990 FULLT VERÐ:

49.990

20%

51.990 FULLT VERÐ:

64.990

HAGLÖFS UTVAK PANT

Skíðabuxur með 20.000 mm vatnsheldni og QUAD FUSION hágæða einangrun.

TUR AFSLÁT

M AF ÖLLU KÓM GÖNGUS

HAGLÖFS UTVAK JACKET

Skíðajakki með 20.000 mm vatnsheldni og OUAD FUSION hágæða einangrun. Vatnsvarðir rennilásar. Rennilásar undir handarkrikum.

31.990 FULLT VERÐ:

39.990

31.990 FULLT VERÐ:

20%

39.990

TUR AFSLÁT

31.990

M AF ÖLLU UM BAKPOK

FULLT VERÐ:

39.990

8848 ALTITUDE MIRAGE JACKET Hágæða skíðajakki úr durAtec supreme efni. Vindheldur og vatnsvarinn.

8848 ALTITUDE LOWE JACKET

Hágæða skíðajakki úr durAtec supreme efni. Vindheldur og vatnsvarinn.

8848 ALTITUDE RITHA PANT

Hágæða skíðabuxur úr durAtec supreme efni. Vindheldar og vatnsvarðar.

22.990

HAGLÖFS BREEZE 30

30 lítra dagspoki með stillanlegum axlarólum og neti á baki.

EXPO • www.expo.is

TILBOÐIN GILDA 13. – 17. FEBRÚAR 2014 INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / BILDSHOFDI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 18. SUN. 13 - 17.

INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4890 / AKUREYRI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / SELFOSS@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.

FULLT VERÐ:

28.990


28

viðtal

Helgin 14.-16. febrúar 2014

Kristinn Sæmundsson, Kiddi í Hljómalind, hefur látið lítið fyrir sér fara síðasta áratug. Hann er nú snúinn aftur í tónlistarbransann og hyggst gera Hafnarfjörð að yfirvinabæ Færeyja. Ljósmynd/Hari

Upprisa Kidda Kristinn Sæmundsson var áberandi í tónlistarlífinu þar til hann lokaði versluninni Hljómalind fyrir áratug og sneri sér að garðyrkju og blómaskreytingum. Eftir vinnuslys stóð hann á tímamótum og ákvað að snúa sér aftur að því sem hann kann best, að auðga menningu landsmanna með tónlist og tónleikahaldi.

Á

rið 2003 gafst ég endanlega upp. Þá henti ég Hljómalind; lyklunum, tölvunum og símanúmerabókunum og ákvað að koma aldrei nálægt þessum bransa aftur. Ég hefði alveg staðið við það ef Færeyingarnir hefðu ekki fundið mig,“ segir Kristinn Sæmundsson, sem flestir þekkja sem kaupmanninn í hljómplötuversluninni Hljómalind. Nú eða Kidda kanínu ef því er að skipta. Kiddi hefur látið lítið fyrir sér fara síðan búðin lagði upp laupana. Nú er hann hins vegar aftur kominn í hringiðu tónlistarlífsins og undirbýr stórsókn færeyskra listamanna á íslenska markaðinn auk þess að hefja veg Hafnarfjarðar sem menningarbæjar á hærri stall.

Fékk Visakort Bjarkar lánað

Kiddi opnaði Hljómalind 13. nóvember 1991 en hafði fram að því verið með póstverslun með plötur og selt þær í Kolaportinu um helgar. Búðin lifði því í tólf ár en meðfram versluninni var Kiddi dugmikill tónleikahaldari. Óhætt er að halda því fram að menningarlífið hefði verið fátækara ef hans hefði ekki notið við. Meðal hljómsveita og listamanna sem komu hingað á hans vegum voru Will Oldham, Blonde Redhead, Modest Mouse, Trans Am og Propellerheads svo fáeinir séu nefndir. Þar að auki var hann einn skipuleggjenda Uxa og var umboðsmaður Sigur Rósar í árdaga sveitarinnar. Kiddi er nýorðinn 48 ára. Hann ólst upp í Breiðholti og rifjar upp að hann og vinir hans hafi verið sjö ára gamlir þegar þeir byrjuðu að hlaða brennur

um áramót. Þetta varð mikið sport og þrisvar náðu þeir því að vera með stærstu brennurnar í bænum. Kiddi segir að allur ferill hans hafi í raun verið svipaður og vinnan við að hlaða brennur; mikil vinna við að byggja eitthvað upp sem svo klárast á einu kvöldi í einum blossa. Hann var viðriðinn Medúsahópinn, Smekkleysu og Grammið á sínum tíma. Fyrsti stóri viðburðurinn sem hann skipulagði var Kúltúrpakkið árið 1988 og í kjölfarið komu Rokkskógar árið 1990. Þá voru haldnir fjölmargir tónleikar um allt land til styrktar skógrækt í landinu, þar á meðal stórtónleikar í Höllinni með Sykurmolunum, Bubba, Megasi og Todmobile. Svo kom að Uxa sem var með umdeildari hátíðum. Mikið tap var á hátíðinni og kom það niður á Hljómalind í kjölfarið. „Það var eiginlega Björk sem bjargaði mér eftir Uxa, hún lánaði mér Visakortið sitt. Búðin mín tæmdist því það þurfti að kæla niður klósettþrifagengið, gæslulið og fleiri sem höfðu ekki fengið borgað. Með Visakortinu hennar gátum við keypt plötur inn sem við smygluðum til landsins í handfarangri til að geta haldið búðinni gangandi,“ segir Kiddi sem getur hlegið að minningunni í dag, þó honum hafi ekki verið hlátur í huga á sínum tíma.

Lenti í slysi á lagernum

Við Kiddi ræðum saman á kaffihúsinu Kaffibrennslunni. Það er í sama húsi og hann rak Hljómalind lengst af. Þá bjó hann meira að segja uppi á efri hæðinni. En hvað varð um Kidda í Hljómalind eftir að búðin lokaði? Hvert fórstu? „Ég fór bara út í garð að vinna,

hellti mér í garðyrkju af mikilli ástríðu. Svo fann ég mér konu og stofnaði fjölskyldu. Ég er með níu ára strák og annan sjö ára og svo einn tvítugan af fyrra sambandi. Ég hef semsagt starfað sem garðyrkjumaður og blómaskreytingamaður og hef notið þess til hins ítrasta.“ Kiddi hvarf snögglega úr tónlistarsenunni þar sem hann hafði verið í farabroddi. Ýmsar sögur voru um afdrif hans en þær hafa flestar verið tröllasögur. „Nei, ég hvarf ekkert. Ég gaf bara ekki færi á mér. Ég var ekki í símaskránni og fór ekki inn á Facebook fyrr en í sumar. Ég var náttúrlega reiður yfir hvernig þetta endaði allt saman. Ég var búinn að búa til mörg tækifæri og koma mönnum í réttu samböndin svo þeir gætu látið drauma sína rætast og eina sem ég fékk var spark í rassinn alls staðar. Jújú, ég fékk eitt og eitt klapp á bakið en þú lifir ekki lengi á því. Það dugar illa til að fæða fjölskylduna. En ég reyndi að bögga aðra sem minnst með fýlunni í mér.“ Kiddi segist hafa unað vel við sitt í garðyrkjunni en þegar lítið var að gera á veturna greip hann stundum í lagerstörf meðfram. Og það var á lagernum sem ógæfan bankaði upp á þegar Kiddi slasaði sig. „Ég fékk hálshnykk. Nú hef ég ekki getað unnið erfiðisvinnu í eitt og hálft ár, ég get ekki bograð eða beygt mig lengur, ég var bara stoppaður af.“ Kiddi kveðst hafa lent í alls konar erfiðleikum eftir slysið. Vinnuveitandinn hafi ekki viljað skrifa upp á hann hafi lent í vinnuslysi og hann hafi rekið á sig veggi þegar hann reyndi að fá stuðning frá hinu opinbera.

Hann segir að þetta hafi tekið mikið á sig. Auk þess að vera frá vinnu hafi slysið haft áhrif á daglega lífið. „Það er margt sem ég get ekki gert eins og ég vildi lengur, ég get ekki veitt, ég get ekki spilað fótbolta eða synt.“

Rómantískur í Firðinum

Á síðasta ári urðu tvenn tímamót í lífi Kidda. Hann flutti í Hafnarfjörð og hóf í kjölfarið afskipti af tónlistarbransanum á nýjan leik þegar hann endurnýjaði gömlu samböndin í Færeyjum. „Ég flutti til Hafnarfjarðar í júlí og það breytti lífi mínu. Það er alger draumur að búa þarna, mér finnst eins og heimurinn fæðist fyrir framan mig á hverjum degi. Svona er ég orðinn rómantískur,“ segir hann og hlær. Kiddi segist reyndar alltaf hafa haft sterkar tengingar við Hafnarfjörð, dyggustu kúnnar hans hafi verið þaðan og hann hafi unnið með hljómsveitum þaðan á borð við Bubbleflies, Botnleðju og Súrefni. „Það er einstök þorpsstemning í Hafnarfirði, meira að segja krakkarnir bjóða góðan daginn. Í öðru hverju húsi eru listamenn og sófaskáld, góður hippaandi, og mér leið strax eins og ég væri kominn heim. En ég sá líka að þarna væru gullin tækifæri á hverju strái og fór strax að tala við fólk um hvað væri hægt að gera.“

Færeyska innrásin

Seint á síðasta ári fór Kiddi í starfsendurhæfingu hjá Virk. Þar tókst honum að spegla hvar styrkleikarnir lægju sem hjálpaði honum að taka skrefið aftur yfir í tónlistarbransann. „Ég ákvað að leggja niður allar

varnir og sjá hvert Guð leiddi mig. Það fyrsta sem hann gerir er að leiða mig beint til Færeyja,“ segir Kiddi sem hitti Jón Týril, stjórnanda G!festival í Færeyjum á Airwaves-hátíðinni í nóvember. Í kjölfarið var honum boðið til Færeyja á tónlistarhátíðina Heima. Úr varð að Kiddi hefur tekið að sér að vera Færeyingum innan handar hér á landi. Á næstunni mun fjöldi færeyskra tónlistarmanna sækja Ísland heim og dreifing og kynning á tónlist þeirra verður stóraukin. Allt byrjar þetta með Færeyskum febrúar sem nú stendur yfir. Og í ofanálag er Kiddi einn stofnmeðlima Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar sem hyggst láta til sín taka í menningarlífinu á næstunni. Með honum í stjórn félagsins eru Erla Ragnarsdóttir úr Dúkkulísunum, Ingvar Björn Þorsteinsson myndlistarmaður, Tómas Axel Ragnarsson úr Fjallabræðrum og Óli Palli á Rás 2. Hægt er að kynna sér starfsemi félagsins á heimasíðunni mlh.is. Fyrsti viðburðurinn á vegum félagsins verður á sunnudaginn þegar Eivör Pálsdóttir heldur tvenna tónleika í Bæjarbíói, einmitt í tengslum við Færeyskan febrúar. „Þetta lá eitthvað svo beint við. Hafnarfjörður er svo menningarlega sinnaður og hér er mikið um laumulistamenn. Mér finnst tilvalið að tengja þetta saman, að hnýta saman vináttutengsl Íslands og Færeyja og auðga um leið menningarlífið í Hafnarfirði. Og í raun og veru leiða saman smáþjóðirnar sem búa á þessum skemmtilega leikvelli sem norðrið er.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is

ÓÐALSOSTUR TIGNARLEGUR Óðalsostur hefur verið á borðum landsmanna frá árinu 1972 þegar Mjólkursamlag KEA hóf framleiðslu hans á Akureyri. Fyrirmynd hans er Jarlsberg, frægasti ostur Norðmanna. Óðalsostur er mildur með örlítinn möndlukeim og skarpa, sæta, grösuga tóna. Frábær á morgunverðarborðið, hádegishlaðborð eða bara einn og sér. www.odalsostar.is


H V E R N I G H L J Ó M A F Æ R E Y J A R ? Á V E T R A R H ÁT Í Ð 13 . 0 2 - 15 . 0 2 . 2 014

Ótrúlegur sjón- og tónlistargjörningur þar sem barsmíðum og borunum frá fimm jarðfræðirannsóknarstöðum á Færeyjum er breytt í magnað sjón- og tónverk. Er hægt að dansa við land?

OPNUN GA M L A S A LT F É L AG I Ð , G R A N DAGA R Ð U R 2 , R E Y K JAV Í K , FIMMTUDAG 13. FEBRÚAR KL. 12.00

– LÉTTAR

FÆREYSKAR VEITINGAR OG ÍSLENSKUR BJÓR

Verkið er sýnt á klukkutímafresti og hefst á heila tímanum FIMMTUDAG FÖSTUDAG

12 . 0 0 — 19 . 0 0 14 . 0 0 — 19 . 0 0

LAUGARDAG

14 . 0 0 — 19 . 0 0

Lengd : 25 min.

LESA MEIRA UM VERKIÐ HÉR:

“THE SINGLE MOST EXCITING SERIES OF SOUNDS THAT IʼVE EVER HEARD“ Matthew Workman (US journalist, Faroe Podcast)


30

viðtal

Helgin 14.-16. febrúar 2014

Tæklar ADHD með fitnessi og hollum mat Sara Djeddou hefur alla sína tíð tekist á við ofvirkni og athyglisbrest. Hún segist vera öll önnur eftir að hún byrjaði að æfa fitness og gerbreytti mataræði sínu. Hún segir fitness fyrst og fremst vera keppni við sjálfa sig og að ofvirknin sé styrkur á þessu sviði. Athyglisbresturinn er erfiðari viðureignar og til þess að þola hann sé nauðsynlegt að hafa húmor fyrir meininu.

O

fvirkni og athyglisbrestur höfðu gert Söru Djeddou lífið leitt alla hennar tíð. Sara er lesblind, ofvirk og með athyglisbrest. Þessir kvillar hafa háð henni svo lengi sem hún man eftir sér en með mikilli hreyfingu og breyttum lífsstíl hefur hún náð tökum á þessum erfiðu vöggugjöfum og hnyklar nú vöðvana á móti þeim. „Mér gengur ágætlega að einbeita mér en þarf að vera mjög skipulögð og þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem ég þarf að nota dagbók til þess að halda utan um allt sem ég þarf að gera. Vinnuna, æfingarnar og allt annað,“ segir Sara Dejddou sem hefur náð tökum á athyglisbresti og ofvirkni með breyttu mataræði og stífum fitness-æfingum. Sara segist hálfpartinn hafa slysast í tískusportið fitness og hún hafi alls ekki lagt upp með að leggja það fyrir sig. En það var meðal annars ákaft keppnisskapið sem togaði hana í þessa átt.

„Þetta var alveg óvart. Ég ætlaði ekkert að fara í þetta en ákvað bara að fara að hreyfa mig. Ég freistaðist svo til þess að taka þetta alla leið, ganga skrefinu lengra og athuga hversu mikinn sjálfsaga ég hefði.“ Um leið og Sara byrjaði að hreyfa sig gerbreytti hún mataræði sínu og mögnuð áhrif þeirrar ákvörðunar áttu heldur betur eftir að koma henni á óvart. „Það er ótrúlegt hvað mataræðið getur gert fyrir mann og ég mun aldrei hvika frá þessari breytingu, “ segir Sara sem losaði sig við allan sykur og hveiti, nánast allt kolvetni. „Ég borða helst lífrænt og forðast öll aukaefni. Ég er með rosalega mikinn athyglisbrest og hef alltaf verið á lyfjum. Þetta hefur lagast geðveikt mikið og ég get einbeitt mér mikið betur núna. Ég hefði ekki búist við þessu en mér líður alveg tíu sinnum betur og get hugsað miklu skýrar.“

Að sigra sjálfa sig

Sara segist í byrjun hafa ætlað

sér að æfa af kappi til þess að keppa í greininni. „Í byrjun hugsaði ég mikið um að mig langaði að vinna keppnir en síðan fattaði ég að þetta snýst engan veginn um það heldur bara um mann sjálfan. Maður er fyrst og fremst reyna að sigra sjálfa sig og þarf ekkert endilega að vera í einhverri keppni við aðra.“ Og það tekur á að glíma við sjálfan sig í fitnessinu. „Þetta er erfiðara en ég bjóst við. Mikið erfiðara. Maður þarf að vera í mjög góðu andlegu jafnvægi þegar maður þarf að huga að mataræðinu og öllu sem þessu fylgir. Það segir sig alveg sjálft. Auðvitað er líka hægt að fara með þetta út í öfgar og það getur verið varasamt en fitness hlýtur alltaf að vera hollara en að fá sér skyndibita á hverjum degi.“ Sara heldur sér við efnið með því að skrifa allt niður sem hún gerir og þarf að gera enda veitir ekki af þar sem hugurinn staldrar ekki alltaf við þar sem hann á helst að vera. „Það er svo mikið að gera og til að geta fylgst með hvað ég borða þá skrifa ég það allt niður. Ég held matardagbók og venjulega dagbók.

Að virkja ofvirknina

Athyglisbresturinn og ofvirknin hafa vitaskuld háð Söru í lífinu en hún segir þetta þó ekki alslæmt. „Já, það má segja að þetta sé búið að há mér í lífinu. Ég er ofvirk, lesblind og með athyglisbrest og hef bara alltaf verið svona. Ég er samt ekki viss um að ég gæti gert allt sem ég geri og æft af kappi nema vegna þess að ég er ofvirk. Og þó. Ég gæti þetta sjálfsagt en það hjálpar að vera ofvirk. Það býr kraftur í ofvirkninni og maður þarf bara að læra að meta hana. Athyglisbresturinn er ekki alveg jafn skemmtilegur og það þarf að hafa smá húmor fyrir honum. Það var til dæmis hægara sagt en gert fyrir mig að taka bílpróf með athyglisbrest og ég féll tvisvar á verklega prófinu út af því að ég datt alltaf út. Hausinn er stundum einhvers staðar allt annars staðar eða bara út um allt að fylgjast með öllu frekar en að einbeita sér að einhverju ákveðnu. Þannig að þetta hafa alveg verið smá leiðindi að burðast með þetta og vera í skóla og svona. En það lærist alveg að lifa með þessu og ég myndi ekkert endilega segja að þetta væri galli.“ Eins og fyrr segir náði Sara góðum tökum á athyglisbrest-


viðtal 31

Helgin 14.-16. febrúar 2014

Maður er fyrst og fremst reyna að sigra sjálfan sig.

viss að aukaefni í mat séu ekki síður skaðvaldur í þessu sambandi. „Ég er ekki viss um að þetta sé endilega bara sykurinn, heldur líka öll þessi aukaefni. Mér finnst ekkert eðlilegt við það að helmingur allra barna séu allt í einu með ADHD. Það er bara ekki eðlilegt. Ég held að sykurinn og aukaefnin geri þetta allt miklu verra. Það getur ekki annað verið.“

Yrði vart óhætt í Alsír

Sara er alsírsk í aðra ættina en faðir hennar er frá Alsír. Hún er ekki í neinu sambandi við hann og hefur aldrei heimsótt landið og efast um að henni sé í raun óhætt að fara til Alsír vegna þess að hún er svo dökk yfirlitum og yrði varla sýnt nokkurt umburðarlyndi, ólíkt kannski konum

sem eru greinilega frá Vesturlöndum. „Ég fer vonandi á þessar slóðir á næstu árum en veit samt ekki hvort ég hætti mér til Alsír. Ætli ég færi ekki frekar til Marokkó eða eitthvert þar sem hætturnar eru ekki jafn margar. Ég held að það sé meira en segja það að fara til Alsír en maður verður náttúrlega bara að virða siðina í öðrum löndum. Það er bara þannig.“ Sara vinnur á asíska veitingastaðnum Bambus og þar sem hún er alltaf á þönum fékk hún eigendur staðarins til þess að bæta réttum á matseðilinn sem falla að breyttum lífsstíl hennar. „Það var rosa vesen fyrir mig að borða og ekki mikið af stöðum í boði þar sem ég gat farið

og fengið mér eitthvað. Maður hefur ekkert alltaf tíma til að elda þegar maður er alltaf á hlaupum, þannig að ég fékk þau hérna til að setja eitthvað á matseðilinn sem ég og fleiri gætum borðað vegna þess að ég veit alveg að það eru margir sem borða svipað og ég og þetta er alveg vandamál vegna þess að það er ekkert mikið í boði. Þau eru rosa góð við mig og elda fyrir mig sem er mjög þægilegt og hjálpar mér mjög mikið að fá góðan, heitan mat,“ segir Sara sem keppir við sjálfa sig í fitness um leið og hún notar sportið til þess að halda aftur af neikvæðum áhrifum ADHD.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

KAUPTU FJÓRAR OG FÁÐU SEX FERNUR HLEðSLA Í FERNU MEð SÚKKULAðIBRAGðI ER KJÖRIN EFTIR GÓðA ÆFINGU EðA BARA Í DAGSINS ÖNN. HÚN ER GÓðUR KOSTUR MILLI MÁLA OG ER RÍK AF PRÓTEINUM. HENTAR FLESTUM ÞEIM SEM HAFA MJÓLKURSYKURSÓÞOL.

Sara Djeddou hefur snúið ADHD niður með ströngum fitness æfingum og breyttu mataræði. Hún hefur í mörg horn að líta og til þess að halda fókus skrifar hún allt niður sem hún þarf að gera og heldur tvær dagbækur, matardagbók og aðra yfir allt annað. Ljósmynd/Hari

inum með breyttu mataræði og þrátt fyrir að henni hafi oft verið bent á þennan möguleika kom breytingin henni virkilega á óvart.

Laus við sykur og lyf

„Allir hafa auðvitað heyrt að það sé gott að borða hollan mat og að mataræðið hafi áhrif og allt það. Fólk var alveg búið að segja við mig að það gæti hjálpað að borða ákveðinn mat og sleppa öðru en ég lét það bara alveg fram hjá mér fara og var ekkert að pæla í því enda var ég búin að heyra þetta svo oft. En svo fór ég bara að borða holt og fór bara allt í einu að sofa rosalega vel í fyrsta skipti á ævinni og er búin að vera án lyfja í dágóðan tíma. Ég er ekkert að segja að lyfin séu endilega slæm en ég vil ekki vera á þeim og ætla ekki á þau aftur. Ég hef fundið fyrir leiðinda aukaverkunum en þau virka fyrir fjölda fólks þannig að ég ætla ekki að segja neitt slæmt um lyf.“ Sara segir að sykur sé að sjálfsögðu örvandi og því blasi það kannski við að hann henti ofvirkum ekki en hún er þess þó full-


32

K

HELGARPISTILL

1

HHhH Laurent Binet

2

Sannleikurinn um mál Harrys Quebert Joel Dicker

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

5:2 Mataræðið Unnur Guðrún Pálsdóttir

4

Tímakistan Andri Snær Magnason

5

Mánasteinn Sjón

6

Sandmaðurinn Lars Kepler

7

30 dagar - leið til betra lífs Davíð Karlsson

8

Skuggasund Arnaldur Indriðason

9

Vísindabók Villa Vilhelm Anton Jónsson

Teikning/Hari

3

10

Iceland Small World - lítil Sigurgeir Sigurjónsson

SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT

Helgin 14.-16. febrúar 2014

Dagur elskenda

METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 06.02.14 - 12.02.14

viðhorf

„Kynþokki rennur aldrei út.“ Svo sagði á Smartlandinu hjá Mörtu smörtu, ágætri frænku minni og kollega í blaðamennskunni, á Moggavefnum. Greinilegt var að til tíðinda taldist. Þetta þótti mér eðlilegt að skoða í tilefni dagsins í dag, 14. febrúar, Valentínusardagsins sem eignaður er elskendum. Þar sagði Smartlandið frá amerísku fataframleiðslufyrirtæki sem notaði 62 ára fyrirsætu í auglýsingaherferð sína. Þetta þóttu mér líka tíðindi nokkur, ekki síður en frænku, enda módelið nánast jafnaldri minn. Ég reiknaði frekar með því að konan, komin á svo virðulegan aldur, væri að auglýsa síðkjóla eða pelsa en svo var alls ekki. Hún var andlit en aðallega kroppur nærfatalínu fyrirtækisins og sat því fyrir í blúndunærfötum einum klæða. Ekki var annað að sjá en limaburður fyrirsætunnar væri bærilegur þar sem hún lá á vinstri lendinni íklædd vínrauðum naríum, hefðbundum en ekki þveng. Sá hefði varla verið við hæfi – eða hvað?. Brjóstahaldið var í öðrum litatóni, fjólublátt og huldi það sem það átti að hylja. Á annarri mynd, sem tekin var við sama tækifæri, teygði konan hægri gangliminn til lofts án þess þó að vera áberandi glyðruleg. Hárið var sítt og slegið, ljóst að lit. Líklegt þykir mér að æskulit þess, hafi hann verið ljós, sé viðhaldið með öðrum litarefnum en náttúrunnar, en auðvitað á ekki að fullyrða neitt um konur sem maður þekkir ekki. Það var tilbreyting að sjá þroskaða konu í þessu hlutverki, í stað þeirra unglingsstúlkna sem því gegna að jafnaði. Ekki var annað að sjá en fólki líkaði framtakið því Marta sagði frá því á Smartlandinu að margir aðdáendur nærfataframleiðandans hefðu „lækað“ við myndirnar af leggjalöngu blúndukonunni. Það er vitaskuld uppörvandi að sjá það svart á hvítu að kynþokkinn rennur ekki út, heldur helst ævilangt, eða að minnsta kosti vel fram eftir aldri. Það kom að vísu ekki fram á Smartlandinu, biblíu kynþokkans, hvort þetta ætti

aðeins við um konur, að karlar á aldri fyrirsætunnar væru komnir fram yfir síðasta söludag. Það er kannski eins gott að vita það ekki. Hitt liggur fyrir – og er þá stuðst við sömu heimild – að konur ku laðast að breiðleitum karlmönnum. Ástæðan gæti verið, segir Smartlandið og vitnar í nýja erlenda rannsókn, að breiðleitir karlmenn eru taldir ákveðnari og ágengari en aðrir. Þarna tóku 150 einhleypar konur á aldrinum 18-32 ára afstöðu og voru, að því er Marta María segir kinnroðalaust, til í stutt kynni með þeim breiðleitu og tilbúnar til að hitta þá á öðru stefnumóti. Máli sínu til stuðnings birti Smartlandið mynd af þremur kyntröllum, leikaranum Brad Pitt sem hún segir virkilega aðlaðandi „enda með enga smá kjálka.“ Þar fylgir fast á eftir Daniel Craig „með breitt andlit og heldur betur vinsæll meðal kvenna,“ eins og þar segir. Daniel hefur leikið harðjaxlinn og flagarann James Bond í nýjustu myndunum um njósnara hennar hátignar. Loks klykkir vefur draumóranna út með mynd af leikaranum Robert Pattinson sem sagður er flottur og karlmannlegur. Þann pilt kannast pistilskrifarinn ekki við, en af myndinni að dæma er þar á ferð heldur snyrtilegt ungmenni, í jakkafötum með bindi. Þetta hljómar ekki vel fyrir þá sem mjóslegnari eru í andliti en hagur þeirra vænkast heldur þegar áfram er lesið. Marta smarta segir nefnilega, og styðst enn við álit einhleypu kvennanna, að kynni við þá breiðleitu gætu þótt eftirsóknarverð í einhvern tíma en ekki eins heillandi til lengri tíma litið. Þær vildu sem sagt ekki fara í langtímasambönd með þeim. Aðrir eiginleikar en breiðu kjálkarnir þykja, samkvæmt þessu, fýsilegri þegar kemur að vali á eiginmanni. Ágengni er ekki spennandi til lengdar. Þetta er rétt að hafa í huga nú á degi elskenda, 14. febrúar. Það er ekki allt sem sýnist. Það breytir ekki því að margir elskendur, hvort heldur þeir eru ungir eða gamlir, rölta eftir blómstertum í dag. Það er ágætt að nota tækifærið og gleðja þá sem manni þykir vænt um. Janúar og febrúar eru dagar blómabænda, þá koma þrír blómadagar í röð. Bóndadagur, fyrsti dagur þorra, var 23. janúar síðastliðinn. Túlípanar bænda eru nú fölnaðir og því tilvalið að splæsa í nýtt búnt í tilefni Valentínusardagsins. Hann er að sönnu ekki eins þjóðlegur og bóndadagurinn og stenst engan samanburð við konudaginn, fyrsta dag Góu, en samt. Tilefnið er ærið, jafnvel þótt fyrirbærið sé amerískt að uppruna. Frá því stóra landi höfum við meðtekið ýmislegt, bæði gott og vont. Valentínusardagurinn geldur nokkuð fyrir nálægð konudagsins, sunnudagsins 23. febrúar næstkomandi, en sá dagur er aðal blómadagur ársins. Karlar hysja þá yfirleitt upp um sig brækurnar, breiðleitir jafnt sem mjóslegnir, og kaupa blóm handa konum sínum eða kærustum. En það er sjálfsagt að kaupa blóm líka í dag, hvað sem líður uppruna Valentínusardagsins. Þau verða hvort sem er fölnuð annan sunnudag þegar kemur að næsta vendi. Litskrúðug blóm skreyta hvert heimili, gleðja viðtakanda og minna okkur um leið á vorið sem fram undan er. Það á raunar ekki síst við um konudagsblómin því á fyrsta degi Góu minnast bændur og eiginmenn húsfreyjunnar en Góa færir með sér vaxandi birtu og voringanginn. Svo mikið þykist ég vita, vegna þess að ég er næstum því jafnaldri blúndunærfatafyrirsætunnar og hef því marga Góuna lifað, að þegar kominn er 23. febrúar er skammdegið að baki. Rósir, túlípanar og annað fínirí frá blómabændum viðhalda kynþokkanum. Hafi menn það í huga rennur sá þokki ekki út, hvað sem líður aldri. Það segir Smartlandið að minnsta kosti, sérfræðirit sambandanna.


Helgin 14.-16. febrúar 2014  Mannréttindi Milljarður rís í Hörpu

Dansað gegn kynbundnu ofbeldi

Ljósmynd/UN Women

K

ynbundið ofbeldið verður ekki stöðvað á einni nóttu. Það er nauðsynlegt að veita þolendum stuðning til að stíga fram og segja sína sögu. Við gerum það núna með dansi,“ Soffía Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Í dag, 14. febrúar, heldur UN Women viðburðinn „Milljarður rís“ til stuðnings þolendum kynbundins ofbeldis og til að vekja athygli og auka meðvitund á stöðu kvenna og stúlkna í heiminum. Ein af hverjum þremur konum upplifir ofbeldi á lífsleiðinni og það endurspeglar þann milljarð manna í 207 löndum sem reis upp í fyrra þegar UN Women skipulagði í fyrsta skipti dans fyrir breyttum heimi. Íslendingar létu þá sitt ekki eftir liggja og 2100 konur, karlar og börn á öllum aldri komu saman í Hörpu og dönsuðu. „Nú er markmiðið að 3000 manns taki þátt. Því hvetur UN Women alla Íslendinga til að taka þátt og dansa af lífi og sál,“ segir Soffía. Dansinn hefst stundvíslega klukkan 12 í Hörpu en í ár verður einnig dansað á Hofi á Akureyri, á Ísafirði og í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði. Ein af hverjum þremur konum á

heimsvísu verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Samkvæmt gögnum UN Women er heimilisofbeldi helsta dánarorsök evrópskra kvenna á aldrinum 16-44 ára, konu er nauðgað á 26 sekúndna fresti í Suður-Afríku og 40-50% kvenna á evrópska efnahagssvæðinu hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Nýleg rannsókn UNICEF á Íslandi sýnir að líklegra sé að íslensk stúlka í 10. bekk hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni en að hún reyki. UN Women hvetur alla til að taka þátt í Milljarður rís og láta að sér kveða. Samtökin skora jafnframt á fyrirtæki, stofnanir og skóla til að hvetja starfsfólk sitt að mæta í Hörpu og sýna samstöðu. „Dönsum af gleði og krafti fyrir mannréttindum kvenna, fyrir heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að líða ofbeldi vegna kyns síns,“ segir Soffía. Hægt er að taka þátt í herferðinni á samfélagsmiðlunum með því að setja inn myndir/myndbönd með leitarorðinu/hashtag #milljardurris14 Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

{Skápar}

{Skenkir} {Myndir}

{Styttur} {Postulín} {Silfur} {Stólar} {Borð}

F 30 – 50 % A m húsgögnu

50 % AF bókum 20 % AF smáhlutum

Antik

útsAlA

20 – 50 % Afsláttur 552-8222 / 867-5117


34

valentínusardagurinn

10 Valentínusardagurinn gefur okkur tækifæri til að halda upp á ástina og hressa upp á hversdagsleikann. Ekki láta þetta tækifæri úr hendi sleppa, fylltu daginn af ást, stjanaðu við makann og komdu á óvart.

Helgin 14.-16. febrúar 2014

hugmyndir fyrir Valentínusardaginn

1

Skrifaðu eitthvað dásamlega fallegt til makans á blaðsnepil og límdu á baðherbergisspegilinn. Gefðu hrós og segðu hvað það er sem láti þig dýrka elskuna þína og dá.

3

Blóm gleðja alltaf. Sendu elskunni blómvönd í vinnuna. Blómaval býður upp á sérstaka Valentínusarvendi í dag á 3.490 kr. – og blandaðan túlípanavönd á 1.200 kr.

undir kertaljósi. Grillið á Hótel Sögu er með valentínusartilboð um helgina. Þriggja rétta málsverður, bleikur freyðivínsfordrykkur og rós á 8.900 kr.

4

6

Brunið vestur á Reykhóla og farið í sleipt og ástríðufullt þarabað hjá Sjávarsmiðjunni. Verðið er frá 2.900 kr. og svo er hægt að kaupa þar baðsölt og olíur til að nýta í baðið heima. Gefið hvort öðru Valentínusarnudd í heitu baðinu. Tímar eftir hentugleika, sími: 577 4800.

Feldu eitthvað fallegt í veski eða vasa makans. Þetta gæti verið allt frá rándýrum skartgrip til lítillar orðsendingar eða hjartalaga súkkulaðimola. Rómantíkin þarf ekki að kosta neitt, það er hið óvænta sem gleður.

8

Leikið ykkur. Útbúið bæði tvö 10 litla miða og skrifið á þá það sem þið viljið segja og gera við makann. Setjið miðana í krukku og skiptist á að draga. Bannað að svindla! Það verður að segja og gera allt sem stendur á miðunum.

9

Gerðu heimilið að rómantísku athvarfi, pantaðu mat heim í hádeginu og náðu svo í ástina þína í vinnuna. Ekki slæmt að eiga óvænt saman rómantískan klukkutíma með ástinni fjarri amstri dagsins.

2

Komdu elskunni á óvart. Fáðu næturpössun fyrir börnin og pantaðu nótt á hóteli rétt utan við bæinn. Hótel Frost og Funi í Hveragerði, með heitum pottum og saunu, er frábær staður til að upplifa ást og rómantík. Helgartilboð fyrir tvo: Herbergi, 3 rétta kvöldverður og morgunmatur á 29.500 kr.

7

5

Pantaðu borð fyrir tvo á rómantískum stað, fáið ykkur freyðivín og daðrið

Farið saman í göngutúr með nesti og nýja skó. Notið tækifærið og ræðið um drauma ykkar því þeir eru nauðsynleg olía á ástareldinn. Ostabúðin útbýr nestiskörfur fullar af ljúfmeti fyrir minnst 4.500 kr.

10

Ef þið ætlið að eiga saman rómantíska kvöldstund heima, skelltu þá í uppáhaldseftirrétt makans og hafðu hann hjartalaga í tilefni dagsins.

Brunið vestur á Reykhóla og farið í sleipt og ástríðufullt þarabað hjá Sjávarsmiðjunni.

Menú del amor Tapas barinn er í rómantísku skapi í dag, á Valentínusardaginn Matseðill dagsins hefst með Fresita freyðivíni í fordrykk 5 sérvaldir tapas réttir fylgja síðan í kjölfarið • Beikonvafin hörpuskel og döðlur með sætri chilli sósu • Hvítlauksbakaðir humarhalar • Nautalund í Borgunion sveppasósu • Grillaðar lambalundir Samfaina • Lax með kolagrillaðri papriku og paprikusósu Og í lokin tveir gómsætir eftirréttir ... • Ekta súkkulaðiterta Tapas barsins • Hvítsúkkulaði-skyrmousse með ástríðusósu

5.990 kr. RESTAURANT- BAR Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is


Nýtt Eau de Parfum

Life is beautiful. Live it your way.


36

matur & vín

Helgin 14.-16. febrúar 2014

 vín vikunnar

Dansar í takt við ástarhitann

Dagur heilags Valentínusar er í dag. Við Íslendingar kunnum svo sem lítið sem ekkert að fara með þennan mikla markaðsdag ástarinnar en neitum okkur ekki um gott tilefni til að lyfta okkur upp. Og í dag er tilvalið að pör taki frá tíma til að njóta saman. Það er ekki einfalt að velja vín ástarinnar enda gerum við ekki tilraun til þess hér. Þessi ágæta rauðvínsblanda frá Kaliforníu stendur aftur á móti vel fyrir sínu og er ekki verri amorsdrykkur en hver annar. Gnarly Head Authentic Red er stórmerkileg blanda af fjórum þrúgum. Blandan skilar merkilega mjúku víni þrátt fyrir að vera töluvert alkóhólrík. Gnarly Head yljar fólki vel um hjartaræturnar og hinn kryddaði keimur þess dansar í takt við hitann í ástinni.

Gnarly Head Authentic Red Gerð: Rauðvín. Þrúgur: Zinfandel, Merlot, Cabernet

Sauvignon, Petite Sirah.

Fréttatíminn mælir með

Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson

Uppruni: Bandaríkin, 2010 . Styrkleiki: 14,5%

The Wolftrap

ritstjorn@frettatiminn.is

Verð í Vínbúðunum: 2.699 kr. (750 ml)

Gerð: Hvítvín. Þrúgur: Viognier,

Chenin Blanc, Grenache Blanc.

Gerð: Rauðvín.

Þrúga: Chardonnay.

Þrúga: Tempranillo.

Uppruni: Argentína,

Uppruni: Suður-

2012.

Afríka, 2012.

Uppruni: Spánn,

2010.

Styrkleiki: 13,5%

Styrkleiki: 13,5%

Styrkleiki: 13,5%

Verð í Vínbúðunum:

Verð í Vínbúðunum:

Verð í Vínbúðunum:

2.098 kr. (750 ml)

2.298 kr. (750 ml)

Umsögn: Þetta er

Umsögn: Ís-

létt og fersk týpa af víni úr Chardonnayþrúgunni þar sem sítrus og sýra er áberandi. Hentar vel með feitari fiski og öðru sjávarmeti.

2.199 kr. (750 ml) Umsögn: Létt og

ávaxtaríkt hvítvín frá Suður-Afríku. Gott vín til að hefja Valentínusardagskvöldið á.

bakaðar kjúklingabringur Prófaðu bökuðu kjúklingabringurnar, fylltar með ferskum kryddjurtum og rjómaosti. Gottimatinn.is

Beronia Viticultura Alamos Ecologica Chardonnay Tempranillo Gerð: Hvítvín.

lendingar ættu að kunna ágætlega við þetta Beronia-vín enda er það frá hinu sívinsæla Rioja-svæði á Spáni. Eins og flest vín þaðan er það úr Tempranillo-þrúgunni en að þessu sinni er hún lífrænt ræktuð. Það finnst kannski ekki beinlínis á bragðinu en þetta er engu að síður skemmtilegt Rioja-vín.

Uppskrift vikunnar

Sjóðheitt ástarkonfekt

Kemur næst út 14. mars

t og fremst

– fyrs

remst – fyrst og f

ódýr!

R U D N DÚ Ð! 39% TILBO

afsláttur

9 9 2

kr. pk.

.

kr. pk 2 9 4 r áðu k, 6 í pk. Verðóm jól Kók

Á degi ástarinnar er tilvalið að pör reiði fram eitthvað rómantískt saman í eldhúsinu. Til að prófa eitthvað nýtt væri ekki vitlaust að gera saman konfekt. Opnaðu góða rauðvínsflösku og njóttu kvöldsins. Halldór Kristján Sigurðsson, lærður bakari og konditor, hefur haldið námskeið í konfekt- og kransakökugerð um árabil og leggur hér til tvær sjóðheitar uppskriftir að Valentínusardagskonfekti. Halldór kennir á næstunni námskeið bæði í páskaeggjagerð og kransakökugerð. Kransakökunámskeiðin eru á vegum Blómavals og fara fram nú í

febrúar. Nánari upplýsingar má finna á blomaval.is. Páskaeggjanámskeiðin fara fram í mars. Upplýsingar um þau má finna á alltikoku. is.

Ástarjátning Innihald: 100 g möndlur Hunang 150 g Carletti Nougat Dökkt súkkulaði Aðferð: Húðið möndlurnar með hunangi, setjið þær síðan inn í ofn við um 180c hita í um 10-15 mín, takið út úr ofninum og látið kólna vel. Myljið síðan niður með kökukefli í litla bita,

blandið síðan saman við nougat og kælið, búið síðan til ástarkúlur er þetta er orðið kalt, húðið með dökku súkkulaði.

Karamellu losti Innihald: 100 g Karamellu Pipp 60 g rjómi Kakó Aðferð: Bræðið Karamellu Pipp í potti eða örbylgju, látið suðuna koma upp í rjómanum, hellið honum síðan yfir bræddu karamelluna í smá skömmtum, látið samlagast vel, kælið. Formið síðan að vild í t.d. kúlur og veltið upp úr kakó.

Delicato Shiraz Gerð: Rauðvín. Þrúgur: Shiraz. Uppruni:

Hámark 1 kassi

á mann meða birgðir endastn!

Bandaríkin, 2010. Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: 1.999 kr.

(750 ml)


EKTA ÍTALSKT LASAGNE Einfaldlega ljÚffengt

ÞÚ BÆTIR AÐEINS VIÐ:

500 g kjöthakki 3 dl mjólk

Kokteilar um alla borg

Reykjavík Cocktail Weekend verður haldin um helgina. Veitingastaðir munu vera með sérstakan kokteilseðil með völdum drykkjum og einum óáfengum drykk á tilboðsverði um helgina. Á sunnudeginum verður síðan haldið Íslandsmót barþjóna á Hilton Reykjavík Nordica. Íslandsmótið hefur verið haldið síðan 1964 ásamt vinnustaðakeppni barþjóna. Á Íslandsmóti barþjóna keppa barþjónar landsins eftir reglum alþjóðasamtaka barþjóna (International Bartender Association) en í vinnustaðakeppninni má keppandi nota sérlagað hráefni sem vinnustaður hans notar í kokteilgerð, sýna fagmennsku og fylgja þeim reglum sem Barþjónaklúbbur Íslands setur. Keppnin stendur frá klukkan 15 til 21 og munu styrktaraðilar keppninnar kynna vörur sínar á meðan keppni stendur. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Meðal þeirra staða sem taka þátt í Reykjavík Coctail Weekend eru Sushisamba, Nora Magasin, Loftið, K-bar, Lebowski bar, b5 og Austur.

KNORR KEMUR MEÐ GÓÐA BRAGÐIÐ!

Fáðu meira út úr Fríinu Bókaðu sértilboð á gistingu og gerðu verðsamanBurð á hótelum og bílaleigum út um allan heim á túristi.is

TÚRISTI


38

ferðalög

Helgin 14.-16. febrúar 2014

 Kennileiti bændamarK aður

Soltinn í Seattle Mættu með tóman maga í matarkistu miðborgar Seattle. Þar er nefnilega mikið úrval af girnilegum skyndibita fyrir ferðamenn

Pike Place Market í Seattle er einn elsti bændamarkaðurinn í Bandaríkjunum og er hann skyldustopp hjá ferðamönnum og sælkerum borgarinnar. Mynd/Howard Frisk

Vinsæll veitingarstaður óskar eftir bókara til starfa. Viðkomandi þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði: · Reynsla af færslu bókhalds er skilyrði · Þekking á söluuppgjörum · Þekking og/eða reynsla af DK er kostur · Launaútreikningur og afstemming launa og launatengdra gjalda · Skil á virðisauka · Góð excelkunnátta auk almennar tölvuþekkingar · Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð · Jákvæðni, þjónustulund og góðir samstarfshæfileikar

astagudrun@gmail.com sími 770-0085

Fermingatertur Skírnartertur Útskriftartertur

Í

meira en öld hafa íbúar Seattle getað sótt sér í matinn á Pike Place Market niðri við höfnina. Þessi bændamarkaður er einn sá elsti í Bandaríkjunum og er fyrir löngu orðinn eitt af kennileitum borgarinnar. Ferðalangar eru því fjölmennir á svæðinu en heimamenn láta það ekki slá sig út af laginu og markaðurinn enn meðal þess sem íbúarnir kunna best við í borginni. En þar sem erfitt er að taka með sér nautasteikur, krækling eða grænmeti heim úr fríinu þá verða ferðamenn að láta sér nægja að borða á staðnum. Og það er sko ekki amalegt hlutskipti. Hér eru fjórir skyndibitastaðir sem vert er að mæla með á markaðssvæðinu.

Penne í ostabúð

Það gerist víst ekki hversdagslegra á bandarískum heimilum en að bjóða upp á Mac & Cheese, pasta í ostasósu. Í ostabúðinni Beecher´s er þessum rétti lyft upp á hátt plan enda er osturinn búinn til að staðnum og matargestir geta horft á ostagerðarmanninn að störfum á meðan þeir snæða. Lítið box af Mac & Cheese kostar rúma fimm dollara (tæpar 600 krónur) og þar sem rétturinn er ansi mettandi þá dugar minni skammturinn. Sérstaklega þar sem það þarf að gera fleiri stöðum skil. Beecher’s er á horni Pine St. og Pike. Pl., beint á móti aðalbyggingu markaðarins.

Besta súpa landsins ár eftir ár

Skipholti 50 b, Hólagarði og Arnarbakka S. 557-2600 Sveinsbakarí

Fyrir nokkrum árum síðan sendi kokkurinn á Pike Place Chowder inn uppskrift í eina þekktustu súpukeppni Bandaríkjanna. Hann vann og hefur haldið fyrsta sætinu allar götur síðan. Aðstandendum keppninnar til mikillar mæðu því skiljanlega minnkar áhuginn á keppninni þegar gullið er eiginlega veitt fyrirfram. Þeir sem vilja bragða á þessum matarmiklu súpum ættu að rata á góðu lyktina í Post Alley, huggulegu húsasundi við markaðinn. New England Clam Chowder er verðlaunasúpa staðarins og kostar skammturinn um 5 dollara.

Hressandi engiferdrykkur

Við hliðina á súpustaðnum er Rachel´s

Ginger Beer til húsa. Drykkur hússins er blandaður úr fersku engifer og hann rífur svo sannarlega í hálsinn, þó á jákvæðan hátt og það er ekki laust við að allur kroppurinn fagni þessari hressandi blöndu um leið og áhrifa hans gætir í öllu kerfinu. Það er líka seldir kokteilar á staðnum.

1

Kleinuhringir hússins

Í aðalbyggingu Pike Place Market er að finna hinn raunverulega matarmarkað þar sem sælkerar Seattle geta keypt í matinn. En ætli margir þeirra freistist ekki til að taka með sér poka af litlum kleinuhringjum frá Daily Dozen Doughnuts sem seldir eru eftir vigt. Lítill poki af þessum djúpsteiktu sprengjum kostar um þrjá dollara (340 krónur) og feitin er fljót að setja mark sitt á bréfpokann. Það er því um að gera að háma góðgætið í sig á staðnum. En þeir sem vilja kaffi með geta sótt það á fyrsta Starbucks staðinn sem er einmitt á markaðnum. Þar er þó alla jafna löng röð.

2

Hótel hússins

Þeir sem vilja gista sem næst þessum freistingum ættu að kanna stöðuna á hinu sjarmerandi hóteli Inn at the Market sem er rétt við markaðinn og frá sumum herbergjum er útsýni yfir markaðinn og Elliot flóa. Það er flogið daglega frá Keflavík til Seattle og þó borgin sé á vesturströndinni þá er flugferðin þangað aðeins tæpum tveimur tímum lengri en til Boston og New York.

Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is

Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is

3 1. Hressandi engiferdrykkur í Rachel´s Ginger Beer. 2. Freistandi er að taka poka af litlum kleinuhringjum frá Daily Dozen Doughnuts sem seldir eru eftir vigt. 3. Pasta í ostasósu. Í ostabúðinni Beecher´s er þessum rétti lyft upp á hátt plan.


ferðalög 39

Helgin 14.-16. febrúar 2014 KYNNING Silja Rún Gunnlaugsdóttir og hennar fólk hjá Vita Sport bjóða upp á skemmtilegar hjóla- og gönguferðir.

Komið er við í fallegum þorpum og klaustrum á leiðinni meðfram Dóná Í Austurríki

Gengið og hjólað á vit ævintýranna

Hjólað er meðfram Dóná í Passau-héraði í stórbrotinni náttúrufegurð fjarri umferðargötum.

Áhugi landsmanna á göngu- og hjólaferðum hefur farið vaxandi síðustu ár. Um er að ræða hópferðir þar sem farið er á milli viðkomustaða og gist á sögulegum slóðum. Í ferðunum samtvinnast fallegt umhverfi, góður matur, hreyfing og félagsskapur á einstakan hátt.

F

erðaskrifstofan Vita Sport hefur boðið upp á hjólaferðir á Ítalíu frá upphafi og hefur nú bætt við hjólaferð í Austurríki, frá Passau til Vínar, sem verður farin í ágúst. „Þetta er alveg ný ferð. Hjólaleiðin fer fram á flatlendi og í fallegu umhverfi meðfram Dóná, fjarri umferðargötum. Hún er frábær fyrir fólk sem er að fara í sína fyrstu hjólaferð,“ segir Silja Rún Gunnlaugsdóttir, skrifstofustjóri Íþróttadeildar Vita Sport. Silja Rún segir ferðina fjölskylduvæna og að börn sem eru vön hjólreiðum njóti sín vel. „Hjólin eru útveguð úti og það er passað upp á að fá mælingar á fólki hvað það er hátt og þungt þannig að fólk er að fá hjól sem henta hverjum og einum,“ segir Silja Rún. Í ferðunum er hjólað á milli staða og gist á mismunandi hótelum undir fararstjórn Kristínar Einarsdóttur, sem þekkir vel til svæðisins. Farangurinn er keyrður á milli staða og eru hjólin því lítið hlaðin. „Á kvöldin fer hópurinn saman út að borða. Það er alltaf voða spennandi, hópurinn er mjög samheldinn,“ segir Silja Rún. Hjólaferðin á Ítalíu, milli Feneyja og Flórens, fer fram með svipuðu sniði. „Þetta er 18 manna hópur sem hjólar sveitaleiðir og gistir í miðalda borgum á við Avenna og Flórens,“ segir Silja Rún. „Maður er að komast yfir ansi margt í svona ferð.“ Vita Sport býður einnig upp á þrjár mismunandi gönguferðir í Toscana-héraðinu og víðar. „Nýjasta gönguferðin er Pílagrímaganga á Ítalíu, frá Lucca til Siena, þar sem fetað er í fótspor íslenskra pílagríma sem voru uppi á miðöld. Magnús Jónsson sagnaþulur er leiðsögumaður í þeirri ferð. Það var farið í þessa ferð í fyrsta sinn í fyrra og fólk var ofsalega ánægt,“ segir Silja Rún. „Göngurnar eru svona 4 - 6 tímar á dag og meðal annars gist í munkaklaustri ásamt fleiri spennandi stöðum í miðalda þorpum. Þetta eru ferðir fyrir alla.“

TILBOÐSDAGAR Í LYFJU 20% AFSLÁTTUR AF EUCERIN VÖRUM

Viltu hreina og ferska húð!

Eucerin DermatoCLEAN hreinsilínan hreinsar og lætur húð þína sannanlega anda betur.

Minnkar rósroða strax!

Endurheimtir stinnleika húðarinnar! Eucerin VOLUME-FILLER endurheimtir stinnleika húðarinnar, gefur henni meiri fyllingu og endurmótar útlínur.

Eucerin Anti-Redness dagkrem minnkar rósroða strax.

Færðu bólur?

Eucerin DermoPURIFYER berst gegn bólum og feitri húð á fjóra vegu.

Viltu endurnýja húðina?

Eucerin DermoDENSIFYER eykur teygjanleika og þéttleika og hraðar endurnýjunarferli húðarinnar.

Viltu heilbrigðara hár?

Eucerin DermoCapillaire hárvörurnar takast á við erfiðustu vandamálin í hári og hársverði.

Viltu draga úr húðblettum? Eucerin EVEN BRIGHTER minnkar húðbletti þar sem upptökin eru.

Ertu hrædd við hrukkur?

Húðlæknar mæla með Eucerin HYALURON til að minnka hrukkur.

GILDIR FRÁ 12. - 19. FEBRÚAR


40

bílar

Helgin 14.-16. febrúar 2014  ReynsluakstuR BMW X1

GULLMOLAR 2012-2013 Eigum frábært úrval af nýlegum lítið eknum bílum á frábæru verði! Tryggðu þér eintak strax í dag! ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR Bíllinn er skemmtilegur í akstri, kraftmikill og snöggur. Ljósmynd/Hari

Sportlegur míní-jepplingur Nýr BMW X1 er kraftmikill og með skemmtilega aksturseiginleika þótt fjöðrunin sé nokkuð stíf. Hann er þó lítill og því ekki sérstaklega hannaður með barnafjölskyldur í huga.

TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! OPEL ASTRA ENJOY TURBO Nýskr. 07/13, ekinn 2 þús. km. bensín, sjálfskiptur. Rnr. 270443.

Frábært verð

3.850 þús.

NISSAN PATHFINDER SE Nýskr. 08/12, ekinn 43 þús km. dísil, sjálfskiptur.

NISSAN MICRA VISIA Nýskr. 06/13, ekinn 22 þús. km. bensín, sjálfskiptur.

Rnr. 141819.

Rnr. 141889.

VERÐ kr. 6.990 þús.

VERÐ kr. 2.290 þús.

NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 05/13, ekinn 25 þús km. dísil, sjálfskiptur.

RENAULT MEGANE SP.TOURER Nýskr. 05/13, ekinn 29 þús. km. dísil, sjálfskiptur.

Rnr. 141913.

Rnr. 141914.

VERÐ kr. 5.270 þús.

barnanna – hvað þá heldur fullorðinna í aftursæti. Auk þess sáu börnin illa út um afturgluggana sökum þess hversu hátt þeir voru. Ég sá mig hins vegar fyrir mér eftir tuttugu ár, jafnvel fimmtán. Ég gæti vel hugsað mér að eiga þennan bíl þegar börnin eru flutt að heiman. Þetta væri hinn fínasti konubíll (svo sem líka ágætis kallabíll) svo lengi sem maður þyrfti ekki á aftursætinu að halda fyrir annað en konudót (ræktartöskuna?). Ég átti dálítið bágt með að halda mér innan leyfilegs hámarkshraða á stofnbrautum því bíllinn er mun kraftmeiri en þeir bílar sem ég á að venjast að aka. Það var skemmtilegt að gefa í og taka fram úr enda viðbragðið gott og bíllinn sérstaklega góður í stýri. Hann er fallegur að innan eins og við er að búast af BMW sem ávallt hefur lagt mikið upp úr innréttingum. Ég myndi lýsa ytra útliti sem eins konar sportlegum míní-jepplingi, sem er ágætlega heppnuð hönnun þó svo ekki allir séu sammála um það. Þetta er dýr bíll miðað við stærðarflokk – en BMW merkið hefur ávallt kostað sitt. Sigríður Dögg Auðunsdóttir

Öruggur Fjórhjóladrifinn Kraftmikill og skemmtilegur í akstri

Frekar þröngur fyrir barnastóla Nokkuð stíf fjöðrun Nokkuð dýr Helstu upplýsingar Verð frá 5.290.000 kr Eldsneytisnotkun frá 6,7 l/100 km í blönduðum akstri CO2 í útblæstri frá 157 g/km á blönduðum akstri Lengd 4454 mm Breidd 1798 mm Farangursrými 420 lítrar

sigridur@frettatiminn.is

VERÐ kr. 3.390 þús.

RENAULT TRAFIC 9 manna Nýskr. 11/12, ekinn 40 þús. km. dísil, beinskiptur.

NISSAN NOTE VISIA Nýskr. 05/13, ekinn 24 þús. km. bensín, sjálfskiptur.

Rnr. 141683.

Rnr. 141826.

VERÐ kr. 5.220 þús.

Þ

egar ég var að alast upp voru BMW flottustu bílarnir. Þeir þóttu hins vegar ekki sérstaklega hentugir fyrir íslenskar aðstæður þar sem þeir voru iðulega afturhjóladrifnir og komust hvorki lönd né strönd í hálku og ófærð. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Í vikunni reynsluók ég nýjum BMW X1 og var bara ansi ánægð. Hann er stærri en minnstu smábílarnir en minni en jepplingur en samt sem áður fjórhjóladrifinn. Eins og BMW hefur gert að aðalsmerki sínu er hann skemmtilegur í akstri, kraftmikill og snöggur. Hann var þó lítið eitt stífur í fjöðrun fyrir minn smekk, en það vandist fljótt. Helsta gagnrýnin sem þessi bíll hefur fengið erlendis er sú að hann viti í raun ekki hvað hann er... hann sé hvorki smábíll né jepplingur og því sé erfitt að staðsetja hann í bílaflórunni. Mér er í raun alveg sama um skilgreiningar. Það sem skiptir máli er fyrir hverja bíllinn passar. Ég myndi ekki kaupa mér þennan bíl í dag – einfaldlega vegna þess að ég er með allt of mikið af litlum börnum. Til þess er bíllinn of lítill. Ég mátaði tvo bílstóla í aftursætið og það var of þröngt um þá til að auðvelt væri að spenna börnin í bílinn. Bilið milli framsætis og aftursætis er jafnframt of lítið til þess að vel fari um fætur

VERÐ kr. 2.860 þús.

Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is

www.facebook.com/bilaland.is BMW X1 er fallegur að innan eins og við er að búast af BMW sem ávallt hefur lagt mikið upp úr innréttingum. Ljósmynd/Hari


Útsala á nýjum eftirárs ferðavögnum Tryggðu þér síðustu ferðavagnana á frábæru verði með 2 ára verksmiðjuábyrgð Adria hjólhýsi Adria Altea 432PX, heitt vatn, TV armur, lengd 6.28m, breidd 2.3m Adria Altea 512PU, heitt vatn, TV armur, lengd 7.00m, breidd 2.3m Adria Adora 512UL, heitt vatn, TV armur, álfelgur, útvarp/CD, gólfhiti, lengd 7.00m, breidd 2.3m Adria Adora 613HT, heitt vatn, TV armur, álfelgur, útvarp/CD, gólfhiti, lengd 8.03m, breidd 2.5m Adria Alpina 563LU, Alde miðstöð og Alde gólfhiti, TV armur, álfelgur, útvarp/CD, lengd 7.63m, breidd 2.5m Adria Alpina 663UK, Alde miðstöð og Alde gólfhiti, TV armur, álfelgur, útvarp/CD, lengd 8.62m, breidd 2.5m Adria Astella 472LU, Alde miðstöð, rafm. gólfhiti, TV armur, álfelgur, útvarp/CD, lengd 6.90m, breidd 2.3m ATH aðeins 1 stk af hverju á þessu frábæra verð

Útsöluverð 2.990.000 3.390.000 3.790.000 4.290.000 4.990.000 5.490.000 3.990.000

Hymer hjólhýsi Hymer Nova 540, Stórglæsilegt hús af flottustu gerð, lengd 7.69m, breidd 2.4m, 1 stk í boði

4.490.000

Camp-let Tjaldvagnar Camp-let Classic, Eldhús, helluborð, vaskur, vatnstankur m/dælu ofl, Einstaklega auðveldir í tjöldun, 3 stk í boði

1.150.000

A-liner A hýsi A-liner Classic Sofa Bed, Léttur toppur, Ísskápur, Truma, álfelgur, hár og flottur vagn, 4 stk í boði A-liner Classic Sofa Bed, Léttur toppur, Aukabúnaður: geymslukassi að framan, 2 stk í boði A-liner Expedition, Léttur toppur, Ísskápur, Truma, álfelgur ofl, 5 stk í boði

2.690.000 2.890.000 2.390.000

Somerset Somerset Evolution E2, Sólarsella, Truma, Ísskápur, WC ofl, Stórglæsilegt 12 feta Off Road fellihýsi, 1 stk í boði Somerset er nýja útgáfan af Fleetwood/Coleman

3.190.000

Komdu og skoðaðu, við tökum gamla vagninn uppí.

Jeep Grand Cherokee Limited Dísel 2014:

▪ 3.0 V6 Dísel 250hö, 8 gíra sjálfskiptur, eyðslu í blönduðum akstri aðeins 7,5 L/100km. ▪ Panorama glerþak, Rafmagns afturhleri ▪ Lyklalaust aðgengi og ræsing. ▪ Nappa leðurinnrétting með Hiti og kæling í sætum og hita í stýri ▪ Alpine hljómkerfi, Útvarp með 8,4“ snertiskjá, hörðum diski til að vista tónlistina, ▪ Bluetooth fyrir símann en einnig hægt að spila tónlist þráðlaust beint úr símanum, ▪ Bakkmyndavél og fjarlægðaskynjarar. ▪ Quadra Trac II, mjög fullkomið fjórhjóladrif með lágt drif. ▪ Hleðslujafnari, Xenon og LED framljós, 18“ álfelgur, Ofl. Verð aðeins 11.900 þús.kr

Jeep Grand Cherokee Overland Dísel 2014 ▪ Búnaður umfram Limited ▪ Loftpúðafjöðrun, ▪ Adaptive cruise control hraðastillir sem skynjar og fylgir bílnum fyrir framan, ▪ Blind spot detection Árekstrarvari sem skynjar bíl í blinda punktinum ▪ 20“ felgur. Verð aðeins 13.900 þús.kr

Nýr Ford F350 2014 / 2015

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um afl eða styrk F350 bílsins ▪ Vélin er sú hljóðlátasta á HD markaðnum 6,7 lítra Power Stroke V8 Turbo disel vél, 400 hestöfl. ▪ Torqshift 6 gíra sjálfskipting með overdrive. ▪ Advance Track/RSC fullkomið stöðuleikakerfi og Automatic towing stability and control skynjareinnig aftanívagninn og stillir sig sjálfkrafa inná hann. ▪ Einnig er klæðningu í pallinum og ef menn vilja vönduðustugerð af pallhúsi þar sem læsingin er tengd við fjarstýrðu samlæsingu bílsins. ▪ Bílarnir koma mjög vel búnir t.d. Premium leður, Bakkmyndavél, Sony hljómkerfi svo fátt eitt sé nefnt. Ford F350 Lariat 4x4 Dísel, Verð frá 9.890.000kr án vsk 7.880.000 Ford F350 King Ranch 4x4 Dísel, Verð frá 10.390.000kr án vsk 8.279.000 Platinum 4x4 Dísel, Verð frá 10.540.000kr án vsk 8.398.000 Komdu til okkar og kynntu þér málið, erum að taka niður pantanir.

Við sérpöntum allar gerðir bíla frá USA og Evrópu Opið alla virka daga frá 10-18 og Laugardaga 11-15

Þverholt 6 · 270 Mosfellbæ · 517-9999 · Fax. 517-9997 · www.isband.is


42

fjölskyldan

Helgin 14.-16. febrúar 2014

Lærðu að gera snjóhús Krakkar vita fátt skemmtilegra en að fá mömmu og pabba með út að leika. Þegar vel viðrar og borgin er umlukin snjó er upplagt að öll fjölskyldan dúði sig vel og drífi sig á vit ævintýranna. Snjókarlar eru alltaf klassísk viðfangsefni en snjóhús geta reynst aðeins meiri áskorun. Hikandi foreldrar geta nú leitað sér hjálpar því í dag ætlar Ferðafélag barnanna að kenna ungum sem öldnum snjóhúsagerð í Bláfjöllum og fara svo í ljósagöngu. Í ferðinni verður fundið gott gil, fullt af snjó, og gerðar ýmsar snjóhúsatilraunir. Svo setja allir upp höfuðljós og hinn magnaði Eldborgargígur verður skoðaður í myrkri. Mikilvægt er að klæða sig vel, vera með mikið og gott nesti og helst heitt kakó,

Töfralausn fyrir þá sem eru búnir að fá nóg

Fjarlægið draslið og fækkið spjörum barnanna höfuðljós eða vasaljós og jafnvel eitthvað til að renna sér á. Brottför verður á einkabílum í dag, föstudag, klukkan 15, frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Ekið verður í halarófu að Eldborgargígnum sem er á hægri hönd rétt áður en komið er á skíðasvæðið í Bláfjöllum. Eins er hægt að slást í hópinn seinna en hópurinn ætti að sjást auðveldlega frá veginum. Áætlað er að ferðinni ljúki fyrir klukkan 19. -hh

 Heilbr igðismál í br ennidepli

Kemur næst út 14. mars Líftíminn er prentaður í 87 þúsund eintökum og dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu

H

versu margir ykkar, kæru lesendur, kannist við sneisafull barnaherbergi af leikföngum, bókum, geisladiskum, dvd-diskum, úti- sem innifötum, íþróttapokum, skóladóti, rúmfatnaði, skrautmunum og skófatnaði? Auðvitað allt í einum hrærigraut á gólfi og undir rúmi og hvar sem við verður komið, bara ekki á sínum stað nema daginn sem mömmuhlutverkið á heimilinu tók æðiskastið og tók til í marga klukkutíma jafnhliða því að skammast í ungviði umrædds heimilis. Gangist bara við þessu, kæru vinkonur og vinir. Þetta er veruleikinn í umhverfi flestra barna nema þið hafið náð yfirnáttúrulegum árangri í uppeldi barna og kjörnun umhverfisins. Hækkandi sól og sýnilegt ryk ásamt öllu jólapakkaflóðinu og nýju fatakaupunum í desember, gerir ástandið erfiðara en nokkru sinni fyrr og mögulega eru einhverjir heimilishaldarar búnir að fá nóg. Slíka foreldra get ég glatt með að það er til lausn, meira að segja töfralausn sem virkar hratt og örugglega. Hún heitir einfaldlega; fjarlægið draslið og fækkið spjörunum. Heimur barna Fyrsta vers er að taka herbergi barnsins í gegn með eða án þátttöku barnsins. Ég sjálf myndi byrja ein en hver finnur sína leið. Kassa og svarta ruslapoka ber að fylla af leikföngum sem barnið leikur sér ekki lengur með og ekki misskilja þótt barnið hræri stundum í dótahrúgunni; það er ekki leikur. Fjarlægið líka leikföng og bækur og dvd-diska sem hentuðu þegar barnið var á yngri árum. Fjarlægið líka af fullkomnu miskunnarleysi skrautmuni og aukadót sem taka pláss og andrými. Auðvitað flokkar skynsamt fólk brottfluttu munina, ýmist til geymslu fyrir næsta barn eða fyrir fjölskyldusöguna, til að færa Góða hirðinum eða hreinlega til að henda. Yngra barn á öðru heimili í fjölskyldunni getur ef til vill fengið eitthvað en munið að trúlega á það heimili nóg með sig og tilfærsla á drasli er bara ábyrgðarMargrét flótti. Eftir alla þessa kjörnun ætti herbergið að vera viðráðanlegt fyrir bæði börn og fullorðna, ekki síst ef það litla sem eftir er, á sér mismunandi körfur sem auðvelt Pála er að taka fram til að leika og síðan ganga frá aftur. Ólafsdóttir Samskonar aðgerð þarf að eiga sér stað með fatnaðinn. Fjarlægið ónotuðu fötin ritstjórn@ og of litlu fötin, bæði úr herbergi barnsins og úr útifatageymslunni. Svo leynist líka fatnaður sem barnið notar lítið sem ekkert, húfa sem klæjar undan, peysa með frettatiminn.is of þröngu hálsmáli, buxur sem barninu þykja ekki nógu þjálar. Gefið, hendið eða seljið eftir aðstæðum en komið því út af heimilinu nema þá því sem bíður annars barns. Pakkið sumarfötum í merktan kassa og komið honum fyrir á góðum stað. Þar með ætti eingöngu að vera eftir vikuleg ígangsklæði og ef enn er of mikið af þeim, þarf að fjarlægja ennþá meira. Loks er gott að setja nokkra snaga í barnahæð í forstofuna og barnaherbergið, merkja dótakörfur innihaldi þeirra, merkja í hillum og utan á skúffum hvað á að vera hvar og eingöngu hafa það aðgengilegt sem barnið á að nálgast sjálft. Svo þarf að þjálfa barnið í að ganga frá eftir sig og hengja upp föt dagsins sem má alveg nota aftur á morgun. Töfralausnin skilar einföldu og umgengnisvænu herbergi sem flest börn ráða við að laga til í með smáaðstoð, þ.e. ef nógu langt hefur verið gengið. Hún skilar líka margfalt minni tíma í tiltekt og þvotti og minna pexi við börnin. Svo er lausnin stórkostlega umhverfisvæn og efnahagsvæn með minni framleiðslu á dóti og drasli og fötum og minni innkaupum bæði hjá viðkomandi fjölskyldu og líka hjá þeim sem njóta góðs af kjörnuninni. Sem sagt; allra hagur.

og á Akureyri.

Líftíminn fylgir

Fjarlægið af fullkomnu miskunnarleysi skrautmuni og aukadót sem taka pláss og andrými. Samskonar aðgerð þarf að eiga sér stað með fatnaðinn.

Fréttatímanum og má nálgast blaðið um land allt.

liggur einnig frammi á heilbrigðisstofnunum.

Slíka foreldra get ég glatt með að það er til lausn, meira að segja töfralausn sem virkar hratt og örugglega. Hún heitir einfaldlega; fjarlægið draslið og fækkið spjörunum.

Nánari upplýsingar gefur Gígja Þórðardóttir | gigja@frettatiminn.is | 531 3312

RV skrifstofuvörutilboð .

p r. stk

.

RV - birg in

í skrifst n þinn o og daglefuvörum rekstr ar gum vörum

p r. stk

.

Ve rð fr á

498 kr. p r. 5 0

0 b l.

Ve rð fr á

297 kr. p r. pk

.

Tússlitir

p r. stk

Ve rð fr á

698 kr.

Ljósritunarpappír

.

Ve rð fr á

288 kr.

Reiknivélar

Rafhlöður

p r. pk

57 kr.

Bréfabindi

297 kr.

Ve rð fr á

Kúlupennar

Ve rð fr á

Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is


Laugarnar í Reykjavík

t t ó n a g u a l d n u S

brúar e F . 5 1 n n in i g a d r a g u La nd ö r t ls Y á g o R ÍT m í ö ll u m s u n d la u g u0 – 24 :0 0 F rá k l. 18 :0

Margt býr í guf

u

n ni Hljóðheimur radda óma. Ljóstýra bers t frá annesjum. Gufur stíga upp úr pottum og laugum. Tónar berast úr fja Hugmyndir og heim rska. ar ganga á milli ma n n a . Eldar loga í kyndlu m á bökkum! ÁRBÆJARLAUG • BREIÐHOLTSLAUG • GRAFARVOGSLAUG • LAUGARDALSLAUG • SUNDHÖLL • VESTURBÆJARLAUG • YLSTRÖND

Nánari upplýsingar um dagskrá er að finna á vef Vetrarhátíðar www.vetrarhatid.is

Sími: 411 5000 • www.itr.is


44 Í proactiv® solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkun koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því!

heilsa

Helgin 14.-16. febrúar 2014

 Heilsa auk aefni í matvælum rýr a gæði matarins

Eftirtalin Apótek og heilsubudin.is selja Proactiv® Solution

AkureyrArApótek, Kaupangi - LyfjAver, Suðurlandsbraut 22 LyfjAborg, Borgartúni 28 - gArðsApótek, Sogavegi 108 urðArApótek, Grafarholti - ÁrbæjArApótek, Hraunbæ 115 Apótek gArðAbæjAr, Litlatúni 3 - reykjAvíkurApótek, Seljavegi 2, Apótek HAfnArfjArðAr, Tjarnarvöllum 11 Heildsölubirgðir, Konkord ehf. S. 568 9999, heilsubudin@heilsubudin.is

Enskuskóli Erlu Ara enskafyriralla.is Enska í Englandi fyrir 13-16 ára Tvær vikur í Kent School of English. Íslenskir hópstjórar með í för allan tímann. Skráning í síma 891 7576 og erlaara@gmail.com. Tæplega 1.000 nemendur hafa komið með frá árinu 2000. Nánari upplýisngar á enskafyriralla.is Verð: tæplega 240 þúsund; allt innifalið.

Áherslan á hreina fæðu Davíð Kristinsson segir nútímafólk borða allt of mikið af unnum matvælum og bendir á þá lista af aukaefnum sem er að finna í innihaldslýsingum fjölda matvæla sem seldar eru í stórmörkuðum. Hann var að senda frá sér bókina „30 dagar – leið til betri lífsstíls“ þar sem áherslan er á hreina fæðu.

ÓSKUM EFTIR STYRKJUM AHC samtökin óska eftir styrkjum til grunnrannsókna á Alternating Hemiplegia of Childhood. Rannsóknarvinnan er hafin en fjármagn þarf til að klára hana. Frekari upplýsingar um AHC eru að finna á www.ahc.is

SÖFNUNARREIKNINGUR AHC SAMTAKANA ER: BANKI: 0319-13-300200 KT: 590509-1590

É

g byrjaði að vinna í sjálfum mér árið 2003 og sá hvað það hafði mikil áhrif að útiloka unnin matvæli. Það er mun áhrifaríkara að borða hreint fæði en að taka fitubrennslutöflur eða próteinduft,“ segir Davíð Kristinsson heilsuþjálfari sem nýverið sendi frá sér bókina „30 dagar – leið til betri lífsstíls.“ „Markmiðið

er að fólk læri betur á eigin líkama. Mér fannst vanta á markaðinn bók þar sem lögð er áhersla á hreint fæði þar sem ekki eru mjólkurvörur, glútein, sykur eða aukaefni. Þegar ég tala um hreint fæði á ég við mat eins og hann var fyrir kannski 100 árum þegar kemur að gæðum, mínus öll aukaefni. Þegar við förum

Davíð Kristinsson tók mataræði sitt í gegn fyrir rúmum áratug og fann strax mikinn mun á meltingunni, auk þess sem hann léttist.


heilsa 45

Helgin 14.-16. febrúar 2014

KYNNING

Ertu að kafna úr hita? Náttúruleg lausn við hita- og svitakófum

Mér fannst vanta á markaðinn bók þar sem lögð er áhersla á hreint fæði þar sem ekki eru mjólkurvörur, glútein, sykur eða aukaefni.

Ljósmyndir/Auðunn Níelsson

Parísarbuff fyrir 2-3 500 g nautahakk, ekki fituskert Eðalkrydd frá Pottagöldrum 2 msk kókosolía 4 lífræn egg 200 g spínat 125 g sveppir Kryddið nautahakkið og skiptið því í fjórar jafnstórar bollur. Mótið þær í buff og kryddið með Eðalkryddi. Steikið spínat og sveppi í olíunni. Steikið buffin og eggin, berið fram með spínatinu, sveppunum og eggi ofan á.

út í matvörubúð í dag og lesum innihaldslýsingar sjáum við mörg efni sem við vitum ekkert hvað er. Sum efnin eru í svo litlu magni að það þarf ekki að geta þeirra. Til að búa til jarðarberjabragð, svo dæmi sé tekið, þá fyllir listinn yfir efnin sem notuð eru til þess heilt A4 blað en það er svo lítið af hverju þeirra að það nægir að skrifa bara „strawberry flavor“. Öll þessi aukaefni ýta bæði undir

Þrjár af hverjum fjórum konum upplifa einhver óþægindi við tíðahvörf. Chello hefur hjálpað íslenskum konum sem kljást við svita- og hitakóf með frábærum árangri. Breytingaaldurinn er ekki sjúkdómur heldur spennandi tímabil en því fylgja oft kvillar eins og hita- og svitakóf, geðbreytingar, leiði og orkuleysi. Margar konur þekkja það til dæmis að vakna upp á nóttunni eins og þær hafi staðið undir sturtu með nátt- og rúmfötin rennandi blaut. Þess háttar svita- og hitakóf veldur því að svefnmunstrið raskast og konurnar sofa því illa. Chello er alveg náttúrulegt efni sem hjálpað hefur fjölda íslenskra kvenna um árabil við þessum kvillum. Efnið jafnar sveiflurnar og slær þannig á hitakófin. Það eru engir hormónar í þessum töflum og Chello er eitt af fáum efnum sem norræn læknablöð og kvensjúkdómalæknar hafa mælt með fyrir konur á breytingaskeiðinu. Chello er framleitt í Danmörku og er þekktasta og vinsælasta efnið fyrir konur á breytingaskeiði þar í landi sem og í Noregi. Chello er til í þremur útfærslum og hentar öllum konum:

offitu og sömuleiðis hamla því að sumir getu þyngst og bætt við sig vöðvum,“ segir hann. Davíð hefur starfað sem einkaþjálfari í 15 ár og sérmenntað sig sem næringar- og lífsstílsþjálfari. Hann rekur Heilsuþjálfun ehf. á Akureyri ásamt eiginkonu sinni, og á undanförnum árum hefur hann haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um 30 daga hreint mataræði. „Ég tók mitt mataræði í gegn þegar ég var kominn yfir 100 kíló. Ég er fínn í 85 kílóum þegar ég er að lyfta. Meltingin mín var orðin mjög léleg, ég var alltaf með útþaninn kvið og ég hafði hreinlega bara skemmt meltinguna með neyslu á fæðubótarefnum. Ég prófaði þessa leið árið 2003 og hef fylgt henni síðan,“ segir Davíð. Í bókinni er farið yfir fjórar leiðir til að fara yfir á hreint fæði og þar er að finna fjölda uppskrifta. „Aftast erum við með æfingakerfi sem er eiginlega bara bónus og fólk getur þá nýtt sér það hvort sem er í ræktinni,“ segir Davíð. Hann deilir gómsætri uppskrift að hreinni máltíð með lesendum Fréttatímans. - eh

Chello Classic Grænn er gott við mildum

einkennum af svita og hitakófi. Það inniheldur plöntu-extrakt úr dong quai ásamt rauðsmára, vallhumal, kamillu og túnfífli. Inniheldur ekki soja.

ChelloForte Rauður er ætlað konum yfir fimmtugt og er gott við miklu svita- og hitakófi. Það inniheldur dong quai og soja-extrakt sem virka vel á hita- og svitakóf, ásamt rauðsmára og salvíu. Chello Forte +D-vítamín Blár er gott fyrir konur undir fimmtugu. Það slær á mikil hita- og svitakóf og inniheldur sömu efni og rauða Chello með viðbættu D-vítamíni sem styrkir beinin sem er mikilvægt fyrir konur sem byrja snemma á breytingaskeiðinu. Hægt er að fræðast frekar um Chello á www.gengurvel.is. Chello er fáanlegt í flestum heilsubúðum, apótekum og í Fjarðarkaupum.

Helstu jurtir í Chello • • • • • •

Dong Quai: Styrkir leg, linar tíðaverki, við tíðaóreglu og tíðahvörfum. Vallhumall: Styrkjandi, mýkjandi , græðandi, bætir sinateygjur og minnkar stirðleika. Túnfífill: Er mjög vatnslosandi. Rauðsmári: Minnkar svitakóf, þvagblöðrustyrkjandi, góður við taugaóróa og húðvandamálum. Kamilla: Góð við svefnleysi, kvíða, leiða, útbrotum og gigt. Soja: Minnkar svitakóf, lækkar kólesteról. Gott fyrir beinvefinn, fyrirbyggir beinþynningu.

DYNAMO REYKJAVÍK

Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur ETRI NÝ OG B N! U HÖNN

Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn.

TANN B TANN URSTAR O K VIÐKV REM FYRI G R ÆM S VÆÐI


46

tíska

Helgin 14.-16. febrúar 2014  vortískan 2014

Hef hafið störf á hársnyrtistofunni

Síð pils og stuttir jakkar

LaBella, Furugerði 3, sími 517 3322.

Verið velkomin.

labella HÁRSNYRTI & FÖRÐUNARSTOFA

HEIDÝ

Dásamlega fallegt ! Teg 110915 létt fylltur í 70-85 B, 75-85C á kr. 5.800,buxurnar á kr. 1.995,-

ACNE

Síð pils og stuttir jakkar eru allsráðandi í vor og sumartískunni 2014. Hvaða jakki gengur svo lengi sem hann er stuttur. Jökkunum er svo oft listilega blandað saman við síða kjóla og pils. Þessi dragsíða tíska ætti að vera kærkomin hérlendis þar sem vorvindarnir blása oft all hressilega.

OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

mArC jACobs

Pils á 9.900 kr.

Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á

síðuna okkar

Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16

Heimilistæki

Föndur Föndur Föndur

Föndur Föndur ÚrvaliðFöndur er hjá okkur

Úrvalið er hjá okkur

Úrvalið er hjá okkur Föndraðu fyrirfyrir Föndraðu ferminguna ferminguna Föndraðu fyrir ferminguna

fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420

Holtagörðum,Holtagörðum, s. 553-1800s. 553-1800 Opið11-18, virka daga 11-18, laugardaga 11-15 Opið virka daga laugardaga 11-15 www.facebook.com/fondurlist www.facebook.com/fondurlist

ANNA sUI

DErEK LAm

boTTEGA VENETA

ANNA sUI

Stærð S - XXL (36 - 46)


tíska 47

BOTTEGA VENETA

Helgin 14.-16. febrúar 2014

Glæsilegir jakkar Flottir litir

ACNE TRACY REESE DEREK LAM

DIOR

Str. 40-56/58 kr. 12.900.-

MARC jACOBS

Stórútsala á

sparikjólum aðeins í nokkra daga Glæsilegir kjólar fyrir vorveisluna • margir litir

Skoðið laxdal.is/kjolar •

facebook.com/bernhard laxdal

Bæjarlind 6, sími 554 7030

www.rita.is

Ríta tískuverslun


heilabrot

Helgin 14.-16. febrúar 2014

Spurningakeppni fólksins 1. Hvað hét gíraffinn sem var lógað í Dýragarðinum í Kaupmannahöfn? 2. Hvað hét danski kvikmyndaleikstjórinn sem fékk óskarsverðlaun fyrir kvikmynd sína Babettes Gæstebud og er nýlátinn? 3. Hvaða félagasamtök ákvað leikarinn Stefán Karl Stefánsson að leggja niður á dögunum vegna skorts á fjárstyrkjum? 4. Hvaða varaþingmaður tók sæti í fyrsta sinn á Alþingi í vikunni? 5. Í hvaða sveitarfélagi hefur Leoncie sest að eftir komuna til landsins? 6. Hver er formaður VR? 7. Leikkonan, söngkonan og dansarinn Shirley Temple lést í vikunni. Hvað varð hún gömul? 8. Hvað heitir væntanlega skáldsaga Lenu Dunham, höfundar Girls-þáttanna? 9. Hvað heitir bæjarstjórinn á Seyðisfirði? 10. Hvaða ár var Árbæjarlaug vígð? 11. Hvaða lið varð Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu karla eftir sigur á KR í vítaspyrnukeppni? 12. Hver er höfundur bókarinnar 30 dagar – leið til betri lífsstíls? 13. Í hvaða bæjarfélagi er veisluþjónustan Veislan rekin? 14. Miðvallarleikmaðurinn Eden Hazard skoraði þrennu fyrir Chelsea um síðustu helgi. Hvers lenskur er Hazard? 15. Hvað heitir ljóðskáldið sem er í ritdeilu við Brynjar Níelsson, alþingismann?

 Sudoku 1. Maríus.

10. 1996.

3. Regnbogabörn.

11. Fram.

4. Fjóla Hrund Björnsdóttir. 5. Reykjanesbæ.

6

9 2

12. Pass.

13. Húsavík. 14. Belgískur.

6. Pass. 7. 85 ára.

15. Bragi Páll Sigurðsson.

fyrrverandi markvörður Selfoss í fótbolta.

1. Maríus.

10. 1995.

3.

 Regnbogabörn. .

11. Fram. .

4. Fjóla Hrund Björnsdóttir. .

 12. Ásdís Olsen?

5. Kópavogi.

7. 85 ára. .

4

5

 9 Stig

9 8 5 6 1 7 8 7 9 6 4 8

?

1. Maríus. 2. Gabriel Axel. 3. Regnbogabörn. 4. Fjóla Hrund Björnsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins.

175

TENGJA

KAUPUM

V B E N S A L A F A A N Á M S M A A K F S A N A L A S T Á N A A A R S L Í L L A S HIRÐULEYSI REITUR

Gamla Þjóðlega muni

ÞEFA

ÞVÍLÍKT

NIÐURFELLING

ÖRVERPI BOX

S J P Ó S L E T J V A

RABBA LAND

BRÉFBERA

VÖRUMERKI SPILA

SLÉTTA ÍLÁT

K A S S I

U R P T FLOTT SKÚR

K O A F S I K J Ó A F Æ Ö R Ö Ð ÁKEFÐ BOX

MÁLMUR

ANDLIT

ÞÆFINGUR

Á S K I S P VAÐA

SPARSÖM

HLJÓTA

GÁSKI TVEIR EINS

ÓSKIPT

SAMTÖK

LEIKUR ATA

KERALDI

AÐRAKSTUR

KRASSA FRESTA

ÞÓKNAST Í RÖÐ

DÆLD

SKJÓTUR

UPPHRÓPUN

SAMTALS

EINKENNIS SIGTI

SKÁL

YFIRSTÉTT

A Ð A L L ÁVINNA URGUR

K U R R DUNDAR DULARBLÆR

D U L Ú Ð MÁLMUR SNÆDDI

Á T

Ú N R T S A Í K T A F R O R T Í T B A E K T A F F A L S I T F SÝNISHORN

TIPL

HLJÓÐFÆRI

FRAMRÁS DRULLA

DEIGJA RÍKI

HALD

AUMA VEIÐI

ARÐA

BUNDIÐ

MAULA

ARKARBROT

S Æ K S R Í T R A T U Ú T R L A K K E A K I I N A K U K A R A A R M R T A A N S N N K J A P Ó L Í SKÆR

ÓSKIPTU

VOTTUR

HRJÚF

TRÉ

ÓÐUR

STÓLPI

ÞRAUT

SKÝRA

HNAPPUR

Ö L A L N U N A Á S T T T B N A Ý R R Ó N N A F S I E T L L L A Ó

EYÐIMÖRK

SÖNGRÖDD

REYNA TÁL

TVEIR EINS PRÍVAT

ÓTTI NÝR

AÐALSMAÐUR

KLINK

BELJA

FROSKTEGUND

ÓNEFNDUR KARL

SVARI FÖNN

VEIÐARFÆRI FROSTSKEMMD

TVEIR EINS BÓKSTAFUR

SAFNA SAMAN

URGA

LÍFFÆRA

FRAMKVÆMA

ÓGREIDDUR

SÓÐA

STEFNA

1 flaska af

ÓSVIKINN

ÍSHÚÐ

DRULLA

SKÆRUR

SAMTÖK

VANVIRÐING

RJÁLA VIÐ

HLJÓÐFÆRI

HREKJAST

SPIL

SÝNISHORN

SLAGA

VAÐALL

HRÆÐA

AÐALSMANNS FYRST FÆDD

HÆGT

SVIK

ÁNA

MUN

GLEÐJAST

MASAR

URGA

BOLMAGN

STEINTEGUND MEN

KENNA

SKÁL

1990,-

ÁTT

LOFTTEGUND

BLEYTA

EFNI

FLATBAKA

KEFLI

Í RÖÐ

GÖSLA

RENNINGUR

GÓLA

FRJÓ

GLÆSIBÍLL

BLÖÐRU

ANGAÐI

GÆTA

VOÐI

SKURÐGOÐ

DVELJA

FÁTÆKRAHVERFI

GOSDRYKKUR

STAL

JAKKI OG PILS

DRYKKUR

BÁRA

SVÍN

SKARÐ

ÆSINGUR HLUTI VERKFÆRIS

SVÖRÐUR

RÖLT

REYNDAR

KLÆÐALAUS

BUR

KK NAFN

ÓLÆTI

TRJÁTEGUND

BERIST TIL

KUSK HJÓLGJÖRÐ

BÚSTAÐUR FRAMLEIÐNI

SKRIFSTOFUTÆKI

HLÓÐIR

SKÁK

Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Verð aðeins Coke – 2 lítrar*

LÉST TVÍHLJÓÐI

TANNSTÆÐI

SEFA

2L

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

ÁI

TRYGGUR

FUGL

SJÁ UM

HNOÐA

*Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero

2

SUNDRAST

Lausn á krossgátunni í síðustu viku.

+

6 1 7

 kroSSgátan

 lauSn

4

8

3

VERND

HAFNARFIRÐI 552-8222 / 867-5117

5 9

4

176

{Leikföng} {Hljómtæki} {Hljómplötur} {Gamla síma} {Teiknimyndabækur}…

2

6

hjá Plain Vanilla

Jóhann skorar á bróður sinn Sigurð Má Sigurðsson kennara.

1

2

8. Veit það ekki.

 Svör

3 8

3

15. Bragi Páll Sigurðsson. .

Stígur Helgason

4 9

4

14. Belgískur. .

5

 Sudoku fyrir lengr a komna

13. Borgarnesi.

6. Ólafía B. Rafnsdóttir. .

1 4

9 7

6

9. Ég er ekki með það.

2. Gabriel Axel. .

2

7

?

 8 Stig

2

6 8

8. Pass.

Jóhann Ólafur Sigurðsson

1 7

9. Pass.

2. Pass.

5. Reykjanesbæ. 6. Ólafía Björk Rafnsdóttir. 7. 85 ára. 8. Not that kind of a Girl. 9. Vilhjálmur Jónsson. 10. 1994. 11. Fram. 12. Davíð Kristinsson. 13. Á Seltjarnarnesi. 14. Hann er Belgi. 15. Bragi Páll Sigurðsson.

áltíð fyrir

48

TVEIR

UPPHAF


MEISTARAVERK

„Þetta er flott bók.“ Egill Helgason, Kiljan, 12. febrúar 2014

„Það sem heillar mig við þessa bók er hvað hún er óskaplega fallega skrifuð og hvað þetta er sterk ástarsaga.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljan, 12. febrúar 2014

„Þetta er bók sem enginn sem nýtur þess að lesa góða og áhrifamikla sögu á góðu máli ætti að missa af … Ein fallegasta og

„… þá er Bara börn einlæg og hrífandi frásögn sem allir áhugamenn um tónlist, myndlist og dægurmenningu liðinna áratuga hljóta að njóta að lesa.“

✶✶✶✶

áhrifamesta ástarsaga síðustu aldar sett fram á ógleymanlegan hátt.“

✶✶✶✶ Friðrika Benónýsdóttir, Fréttablaðið, 6. janúar 2014

Einar Falur Ingólfsson, Morgunblaðið, 3. janúar 2014

Metsölubók um allan heim salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík


50

sjónvarp

Helgin 14.-16. febrúar 2014

Föstudagur 14. febrúar RÚV 06.50 Vetrarólympíuleikar – Alpatvíkeppni (Alpine Skiing, Men's Combined Downhill) 08.35 Vetrarólympíuleikar – Listhlaup á skautum 11.20 Vetrarólympíuleikar – Alpatvíkeppni (Alpine skiing, Men's Combined Slalom) 12.55 Vetrarólympíuleikar – Skíðafimi (Freestyle Skiing, History of Aerials at the Olympics.) 13.40 Vetrarólympíuleikar – Skíðafimi (Freestyle Skiing, Women's Aerials) 14.55 Táknmálsfréttir 15.05 Vetrarólympíuleikar – Listhlaup á skautum (Figure skating, Men's Free Program) 19.00 Fréttir 19.25 Veðurfréttir 19.30 Íþróttir 19.40 Vetrarólympíuleikar – Listhlaup á skautum (Figure skating, Men's Free Program) 20.10 Gettu betur (3:7) 21.15 Söngvakeppnin 2014 - Lögin í úrslitum 21.40 Capote 23.30 Morganhjónin flýja í sveitina 01.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 01.15 Næturvarp (16)

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:25 Dr. Phil 09:05 Pepsi MAX tónlist 16:00 Svali&Svavar (6:10) 16:40 The Biggest Loser - Ísland 17:40 Dr. Phil 18:20 Minute To Win It 19:05 The Millers (6:13) 19:30 America's Funniest Home Videos (18:44) 19:55 Family Guy (16:21) 20:20 Got to Dance (6:20) 21:10 90210 (6:22) 21:50 50 First Dates 23:25 In Plain Sight (1:13) 00:15 The Good Wife (1:22) 01:05 Ringer (18:22) 01:45 Beauty and the Beast (13:22) 02:25 Pepsi MAX tónlist

STÖÐ 2

RÚV

07.00 Morgunstundin okkar / 07:00 Barnatími Stöðvar 2 Smælki / Háværa ljónið Urri / Tillý 08:05 Malcolm In the Middle (21/22) og vinir / Múmínálfarnir / Hopp og hí 08:30 Ellen (140/170) Sessamí / Um hvað snýst þetta allt? 09:10 Bold and the Beautiful / Sebbi / Músahús Mikka / Úmísúmí 09:30 Celebrity Apprentice (2/11) / Paddi og Steinn / Abba-labba-lá 11:05 Harry's Law (12/22) / Paddi og Steinn / Millý spyr / 11:50 Doctors (10/175) Stundin okkar 12:35 Nágrannar 09.50 Vetrarólympíuleikar – Göngu13:00 Spy Next Door allt fyrir áskrifendur skíði (Cross Country, Women's 4 14:40 The Glee Project (1/12) x 5 km Relay) 15:25 Waybuloo fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 11.35 Vetrarólympíuleikar – Skautaat 15:45 Ærlslagangur Kalla kanínu (Speed Skating, Men's and 16:05 Xiaolin Showdown Women's Short Track Finals) 16:30 Ellen (141/170) 13.00 Vetrarólympíuleikar – Íshokkí 17:10 Bold and the Beautiful (Icehockey, USA - RUS) 17:32 Nágrannar 4 5 15.00 Vetrarólympíuleikar – Krulla 17:57 Simpson-fjölskyldan (22/22) (Curling, GBR - SUI) 18:23 Veður 18.10 Táknmálsfréttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18.20 Ævar vísindamaður (3:8) 18:47 Íþróttir 18.45 Gunnar 18:54 Ísland í dag 18.54 Lottó 19:11 Veður 19.00 Fréttir 19:20 The Simpsons 19.20 Veðurfréttir 19:45 Spurningabomban 19.25 Íþróttir 20:35 Batman Forever 19.45 Söngvakeppnin 2014 (3:3) 22:35 The Deep Blue Sea Úrslit Söngvakeppninnar 00:15 City of Men 21.55 Sherlock Holmes (3:3) 02:00 My Bloody Valentine 23.25 Ránið á Freddy Heineken 03:40 Street Kings 2 01.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 05:10 The Simpsons

SkjárEinn

06:55 Alpatvíkeppni karla: Brun 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:30 Luge liðakeppni 11:30 Dr. Phil 09:45 Alpatvíkeppni karla: Brun 13:30 Top Chef (10:15) 11:25 Alpatvíkeppni karla: Svig 14:15 Got to Dance (6:20) 12:30 Svíþjóð - Sviss Íshokkí karla. 15:05 Judging Amy (2:23) 15:00 15 km skíðaganga karla 15:50 90210 (6:22) 17:00 Noregur - Finnland Íshokkí allt fyrir k. áskrifendur 16:30 Sean Saves the World (6:18) 19:30 Haukar 16:55 Svali&Svavar (6:10) 20:00 FA Cup - Preview Show 2014 17:35 The Biggest Loser - Ísland (4:11) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:30 Meistaradeild Evrópu 18:35 Franklin & Bash (5:10) fréttaþáttur 19:20 7th Heaven (6:22) 21:00 La Liga Report 20:00 Once Upon a Time (6:22) 21:30 Þýsku mörkin 20:45 Made in Jersey (3:8) 22:00 ÓL 2014 - samantekt 4 Bruce Almighty 5 21:30 22:30 More Than a Game 23:15 Trophy Wife (6:22)

11:00 Ensku mörkin - úrvalsdeildin 11:55 Man. City - Sunderland 13:35 Hull - Southampton 15:15alltPremier League World fyrir áskrifendur 15:45 WBA - Chelsea 09:10 Hook 17:25 Arsenal - Man. Utd. fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 11:30 The American President 19:05 Ensku mörkin - úrvalsdeildin allt fyrir áskrifendur 13:25 Extremely Loud; Incredibly 20:00 Match Pack Close 20:30 Messan fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:35 Hook 21:50 Fulham - Liverpool 17:55 The American President 23:30 West Ham - Norwich 4 19:50 Extremely Loud & Incredibly Close SkjárSport 22:00 Killing Them Softly 06:00 Eurosport 2 4 5 23:35 Street Kings 2 12:00 Eurosport 2 01:10 Basketball Diaries 18:00 Eurosport 2 02:55 Killing Them Softly 00:00 Eurosport 2

Sunnudagur 16. febrúar

Laugardagur 15. febrúar STÖÐ 2

RÚV

07.00 Morgunstundin okkar / Smælki 07:00 Barnaefni Stöðvar 2 10:30 Batman: The Brave and the bold / Háværa ljónið Urri / Tillý og vinir / Múmínálfarnir / Hopp og hí Sessamí / 10:50 Young Justice Ævintýri Berta og Árna / Sara og önd 11:15 Big Time Rush / Kioka / Kúlugúbbarnir / Hrúturinn 11:40 Bold and the Beautiful Hreinn / Chaplin / Skúli skelfir 13:25 Ísland Got Talent 09.10 Vetrarólympíuleikar – Snjó14:15 Hello Ladies (6/8) brettaat 14:45 Veep (6/8) 15:15 Sjálfstætt fólk (21/30)allt fyrir áskrifendur10.08 Disneystundin (6:52) 10.09 Finnbogi og Felix (6:26) 15:50 Eitthvað annað (8/8) 10.31 Sígildar teiknimyndir (6:30) 16:30 ET Weekend fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 10.38 Herkúles (6:21) 17:15 Íslenski listinn 11.00 Sunnudagsmorgunn 17:45 Sjáðu 12.10 Hrúturinn Hreinn 18:13 Leyndarmál vísindanna 12.20 Minnisverð máltíð – Lone Scherfig 18:23 Veður 12.30 Vetrarólympíuleikar – Íshokkí 18:306 Fréttir Stöðvar 2 4 5 15.00 Vetrarólympíuleikar – Skíða18:50 Íþróttir skotfimi 18:55 Modern Family (14/25) 16.10 Söngvakeppnin 2014 (3:3) e. 19:15 Lottó 18.15 Stundin okkar 19:20 Two and a Half Men (6/22) 18.45 Táknmálsfréttir 19:45 Spaugstofan 19.00 Fréttir 20:10 Cheerful Weather for the 19.20 Veðurfréttir Wedding 19.25 Íþróttir 21:40 A Good Day To Die Hard 19.40 Landinn 23:15 13 20.10 Brautryðjendur (2:8) (Ingi00:55 Green Street Hooligans 2 björg Þorbergs) 02:30 Never Let me Go 20.40 Erfingjarnir (7:10) 04:10 Ísland Got Talent 21.40 Afturgöngurnar (1:8) 04:55 ET Weekend 22.35 Hjartaprýði 00.20 Sunnudagsmorgunn 01.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 06:55 Risasvig kvenna

STÖÐ 2 07:00 Barnaefni Stöðvar 2 10:05 Victorious 10:30 Nágrannar 12:15 60 mínútur (19/52) 13:00 Mikael Torfason - mín skoðun 13:50 Spaugstofan 14:15 Spurningabomban 15:05 Heimsókn 15:30 Heilsugengið allt fyrir áskrifendur 16:05 Um land allt 16:35 Léttir sprettir fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:10 Geggjaðar græjur 17:30 Ísland Got Talent 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (25/50) 4 6 19:10 Sjálfstætt fólk (22/30) 19:45 Ísland Got Talent 20:35 Mr. Selfridge 21:25 The Following (4/15) 22:10 Banshee (6/10) 23:00 60 mínútur (20/52) 23:45 Mikael Torfason - mín skoðun 00:30 Daily Show: Global Edition 00:55 Nashville (6/20) 01:40 True Detective (4/8) 02:30 Mayday (3/5) 03:30 American Horror Story: Asylum (5/13) 04:15 Mad Men (7/13) 05:00 The Untold History of The United States (7/10) 06:00 Fréttir

09:10 ÓL 2014 - samantekt SkjárEinn 09:55 4x5 km boðganga kvenna 13:25 Dr. Phil 12:30 Bandaríkin - Rússland Íshokkí 14:45 Once Upon a Time (6:22) karla. 06:50 Risasvig karla 15:30 7th Heaven (6:22) 14:55 Cardiff - Wigan 09:10 Snjóbrettaat kvenna 17:10 Man. City - Chelsea allt fyrir áskrifendur16:10 Family Guy (16:21) 10:00 4x10 km skíðaganga karla 16:35 Made in Jersey (3:8) 19:10 Barcelona - Rayo Vallecano 12:40 FA Cup - Preview Show 2014 17:20 Parenthood (6:15) 21:00 NBA - Shaqtin' a Foolfréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13:20 Everton - Swansea 18:05 The Good Wife (1:22) 21:30 Haukar 15:45 Arsenal - Liverpool 18:55 Hawaii Five-0 (14:22) 22:00 ÓL 2014 - samantekt 17:50 Man. City - Chelsea allt fyrir áskrifendur 19:40 Judging Amy (3:23) 22:30 Samantekt og spjall 19:30 Risasvig karla 20:25 Top Gear (5:6) 23:05 Skíðastökk karla: Stærri pallur 22:00 ÓL 2014 - samantektfréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:15 4 Law & Order (2:22)5 22:306 Rússland - Slóvakía 22:00 The Walking Dead (7:16) 6 01:00 NBA 2013/2014 - All Star Game 22:45 The Biggest Loser - Ísland (4:11) 23:45 Elementary (6:22) 08:50 Ensku mörkin - úrvalsdeildin 23:40 Blue Bloods (6:22) 00:35 Scandal (5:22) 09:45 Sunderland - Hull 00:25 Hawaii Five-0 (14:22) 4 01:20 The Bridge (6:13) 11:25 Match Pack 01:10 Made in Jersey (3:8) 08:40 Newcastle Tottenham 02:00 The Walking Dead (7:16) 11:55alltMessan 01:55 The Mob Doctor (11:13) fyrir áskrifendur 10:20 Bournemouth - Burnley 02:45 Beauty and the Beast (14:22) 13:15 WBA - Chelsea 12:00 Tottenham - Everton 14:55 Bournemouth - Burnley fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13:40 Arsenal - Man. Utd. allt fyrir áskrifendur 17:00 Premier League World 15:20 QPR - Reading 17:30 Cardiff - Aston Villa 08:25 The Three Stooges 17:30 Match Pack 08:25 Hope Springs 19:10 Hull - Southampton fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 09:55 Stepmom 18:00 Man. Utd. - Fulham allt fyrir áskrifendur 10:05 The Extra Man 20:50 Bournemouth - Burnley 12:00 The Marc Pease Experience, allt fyrir áskrifendur 19:40 Chelsea - Newcastle 11:50 The Winning Season 22:55 Liverpool - Arsenal 13:25 Playing For Keeps 4 5 6 21:20 QPR - Reading fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13:35 Everything Must Go 00:35 West Ham - Norwich 15:10 The Three Stooges 23:00 Ensku mörkin - úrvalsdeildin fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:10 Hope Springs 16:45 Stepmom 23:55 Fulham - Liverpool 16:50 The Extra Man SkjárSport 4 5 518:50 The Marc Pease6Experience 18:35 The Winning Season 06:00 Eurosport 2 20:15 Playing For Keeps SkjárSport 20:20 Everything Must Go 14:20 Bayern Munchen - SC Freiburg 22:00 The Double 4 FC Twente - Vitesse 5 6 Me, Myself and Irene 06:00 Eurosport 2 22:00 17:40 23:406 Ironclad 4 AFC Ajax - SC Heerenveen 5 6 15:25 23:55 The Cold Light of Day 19:50 FC Twente - Vitesse 01:40 The Sessions 17:35 AFC Ajax SC Heerenveen 01:30 Blue Valentine 21:50 Bayern Munchen - SC Freiburg 03:15 The Double 19:35 Eurosport 2 03:20 Me, Myself and Irene 23:50 Eurosport 2



52

bíó

Helgin 14.-16. febrúar 2014

 FrumsýnD THe Lego movie

 FrumsýnD roboCop

Vélvæðing lögreglunnar

Frelsi til að kubba

Hollenski leikstjórinn Paul Verhoeven gerði RoboCop 1987, ofbeldisfulla og hressilega spennumynd sem hefur fyrir löngu öðlast ákveðinn sess í hasardeildinni. Í myndinni lék Peter Weller fyrirmyndarlögguna Alex Murphy sem glæpahyski nánast drepur. Vísindamönnum tekst að tjasla honum saman með því að hlaða utan á hann brynju og alls konar vélbúnaði þannig að upp rís véllöggan

Fljótt á litið mætti ætla að ekki væri hægt að fá heimskulegri hugmynd en að gera bíómynd um ævintýri LEGO-kubbakarla en það virðist hafa verið afsannað með miklum glæsibrag í The Lego Movie. Myndin hefur gert stormandi lukku og fengið glimrandi dóma ytra þannig að þegar er farið að huga að framhaldi. Hér er á ferðinni léttleikandi ævintýri um verkakubbakarlinn Hemma sem er ósköp venjulegur kubbari. Fyrir misskilning er hann talinn hæfileikarík kubbafrelsishetja og andspyrnulið fær hann til þess að kubba án leiðbeininga í andófi gegn illum harðstjóra sem bannar frjálst kubberí. Hemmi á framan ef erfitt með að fóta sig í hetjuhlutverkinu en sem betur fer búa alls konar hetjur í Lego-heiminum þannig að Batman, The Green

RoboCop. Innra með honum leynast þó mannlegar tilfinningar og minningar Murphys sem eiga eftir að flækja málin og setja strik í reikninga gróðafyrirtækisins sem hannaði RoboCop. Leikurinn hefur nú verið endurtekinn með endurgerð myndarinnar. Í þessari umferð leikur sænski leikarinn Joel Kinnaman, sem gerði það til dæmis gott í Snabba cash, RoboCop. Fjöldi góðra leikara er með Svíanum í endurgerð-

inni svo sem Gary Oldman, Michael Keaton, Miguel Ferrer, Samuel L. Jackson, Abbie Cornish, Jennifer Ehle og Jackie Earle Haley.

Aðrir miðlar: Imdb: 6,7. Rotten Tomatoes: 55%. Metacritic: 51%

RoboCop hefur verið poppaður aðeins upp í endurgerðinni.

Hemmi þarf heldur betur að taka á honum stóra sínum.

Lantern og Superman eru á meðal þeirra sem leggja honum lið.

Aðrir miðlar: Imdb: 8,7. Rotten Tomatoes: 95%, Metacritic: 82%

 Lars von Trier HneyksLar og k æTir

DIRECTOR’S CUT MIELE

(16)

SÝNINGARTÍMAR Á MIDI.IS

DONNIE DARKO

(16)

SUN: 20.00

SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711

Gefðu gjöf sem mýkist ár eftir ár

Kynlífsfíkillinn Joe, sem Charlotte Gainsbourg, lendir í klónum á sadista sem hinn sakleysislegi leikari Jamie Bell leikur.

Joe brókar var með sótt Hinn sérlundaði danski leikstjóri Lars von Trier hefur í gegnum tíðina með verkum sínum, orðum og æði hneykslað fólk hressilega. Nýjasta kvikmynd hans, Nyphomaniac, mun óhjákvæmilega ganga fram af einhverjum en þar gefur leikstjórinn ekkert eftir í opinskáum kynlífsatriðum sem skilja nákvæmlega ekkert eftir fyrir ímyndunaraflið. Myndin hefur þó fengið stórgóða dóma víða um lönd og ljóst má vera að þrátt fyrir allt er saga hinnar brókarsjúku Joe, sem von Trier rekur í myndinni, eitthvað annað og meira en bara ómerkilegt klám.

D

Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri www.lindesign.is

Von Trier dugði ekkert minna en fimm og hálf klukkustund til þess að segja sögu kynlífsfíkilsins Joe.

anski leikstjórinn Lars von Trier virðist fá mikið út úr því að ganga fram af fólki og myndir hans eru sjaldnast auðveldar á að horfa. Í Nympomaniac gengur hann lengra en nokkru sinni fyrr í bersöglum kynlífsatriðum. Myndin er stjörnum prýdd og leikstjórinn leggur ýmislegt á leikara sína en til þess að hlífa þeim við því að þurfa beinlínis að hafa samfarir fyrir framan myndavélarnar skeytir hann nærmyndum af kynfærum klámmyndaleikara inn í grófustu atriðin. Trier lítur á Nympomaniac sem lokakafla þríleiks sem einnig telur Antichrist og Melancholia en Charlotte Gainsbourg leikur í þeim öllum. Honum dugði þó ekkert minna en fimm og hálf klukkustund til þess að segja sögu Joe, konu sem greinir sig sjálf sem kynlífsfíkil, og hann fór því sömu leið og Quentin Tarantino gerði með Kill Bill og skiptir Nymphomaniac í tvo hluta, Volume I og Volume II. Nyphomaniac hefst á því að kynlaus fræðimaður, sem Stellan Skarsgård leikur, kemur á köldu vetrarkvöldi að Joe (Gainsbourg), illa á sig kominni og sundurbarinni. Hann skýtur yfir hana skjólshúsi og gerir að sárum hennar og hún rekur fyrir honum lífshlaup sitt sem kynlífsfíkill frá æsku til fimmtugs. Óhætt er að segja að þar komi margir og

ólíkir bólfélagar við sögu en í stórum leikhópi eru meðal annarra Stacy Martin, Shia LaBeouf, Christian Slater, Jamie Bell, Uma Thurman, Sophie Kennedy Clark, Connie Nielsen og Udo Kier. Nyphomaniac Volume I verður frumsýnd á Íslandi í dag, föstudag, en Volume II kemur í bíó þann 14. mars. Í myndunum segir Joe sögu sína í átta köflum og í fyrri hlutanum leikur Stacy Martin hana á yngri árum en Gainsbourg tekur síðan við og ríkir yfir síðari hlutanum. Lars von Trier mætti með helstu leikurum með Nymphomaniac á Kvikmyndahátíðina í Berlín þar sem henni var vel tekið. Gagnrýnendur hafa keppst við að ausa myndina lofi. Trier er sagður vera í toppformi og að Nymphomaniac sé með hans betri myndum. Hann bregði á leik, húmorinn sé góður og að hann flétti hugmyndum um kynvitund kvenna saman við fluguveiðar og þrátt fyrir bersöglina og klámfengin atriðin verði áhorfandinn þegar upp er staðið miklu fróðari um fluguveiðar en kynlíf.

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


20%

afsláttur af hágæða eldhústækjum

með kaupum á HTH eldhúsinnréttingum

INNRÉTTINGAR

Það er allt hægt!    

eldhúsinnréttingar baðinnréttingar þvottahúsinnréttingar fataskápar

HTH er einn stærsti framleiðandi innréttinga í Evrópu, enda er dönsk hönnun mikils metin og danskt handverk eftirsótt um allan heim. Við teiknum tillögur að nýju draumaeldhúsi fyrir þig – án skuldbindinga – og gerum þér frábært verðtilboð. Velkomin í ORMSSON LÁGMÚLA 8 og kynnist því nýjasta í innréttingum frá HTH – og því heitasta í AEG eldhústækjum.

Opið: Mánudaga–föstudaga frá kl.10-18 og laugardaga frá kl.11-15 Ath: Á Akureyri er HTH sýningarsalur í ORMSSON, Furuvöllum 5

LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · 2. HÆÐ · SÍMI: 530-2819 & 530-2821 · www.ormsson.is


54

menning

Helgin 14.-16. febrúar 2014

 BergÞórutónLeik ar r agnheiður gröndaL Leiðir hópinn

Lög Bergþóru í ferskum útsetningum

Kemur næst út 14. mars

leikhusid.is

ENGLAR ALHEIMSINS – HHHHH

„Leikhús á öðru plani...fullkomin útfærsla á skáldsögunni.“ Fbl SÁS

Englar alheimsins (Stóra sviðið)

Fös 14/2 kl. 19:30 73.sýn Sun 2/3 kl. 19:30 76.sýn Lau 15/2 kl. 19:30 Aukas. Sun 9/3 kl. 19:30 78.sýn Sun 23/2 kl. 19:30 74.sýn Mið 19/3 kl. 19:30 77.sýn Lau 1/3 kl. 19:30 75.sýn Sun 23/3 kl. 19:30 81.sýn Veilsa aldarinnar - leikrit ársins 2013. Síðustu sýningar!

Mið 26/3 kl. 19:30 Aukas. Fim 27/3 kl. 19:30 Aukas. Sun 30/3 kl. 19:30 lokas

Árlegir Bergþórutónleikar verða um helgina. Að þessu sinni verður Ragnheiður Gröndal í aðalhlutverki, en auk hennar koma fram margir landsþekktir tónlistarmenn, söngvararnir Pálmi Gunnarsson, Kristjana Stefáns, Valdimar Guðmundsson og Svavar Knútur. Ásamt þeim koma fram Guðmundur Pétursson, gítar, Haukur Gröndal, klarinett/saxófónn, Hjörleifur Valsson, fiðla, og

Birgir Baldursson, slagverk. Tónleikarnir verða í Salnum og í Þorlákshöfn á laugardaginn og sunnudaginn, 15. og 16. febrúar. Upplýsingar ásamt forsölu aðgöngumiða er að finna á salurinn.is og midi.is. Að vanda verða flutt mörg af þekktustu lögum Bergþóru Árnadóttur. Nú ganga þau í endurnýjun lífdaga með ferskum útsetningum. Einnig verða flutt nokkur sjaldheyrðari lög og þar á meðal frum-

flutt lag sem Bergþóra samdi um miðjan níunda áratuginn en flutti aldrei opinberlega eða hljóðritaði. Eins og á Bergþórutónleikum síðustu ára mun Valný Lára Jónsdóttir, sonardóttir Bergþóru, flytja eitthvert eftirlætislag úr smiðju ömmu sinnar. Minningarsjóður Bergþóru Árnadóttur stendur að tónleiknunum. Hann var stofnaður í framhaldi af velheppnuðum tónleikum vorið

Á tónleikunum verður frumflutt lag sem Bergþóra samdi um miðjan níunda áratuginn en flutti hvorki opinberlega né hljóðritaði. 2008 og í kjölfar veglegrar heildarútgáfu með verkum söngkonunnar. -jh

 Leikhús Þór a k arítas Leikur í nýju verki Þórdísar eLvu

SPAMALOT (Stóra sviðið)

Þóra Karítas Árnadóttir leikur konu sem kafar ofan í eðli fyrirgefningarinnar þegar hún ræður sig til starfa hjá Fyrirgefðu ehf.

Fim 20/2 kl. 19:30 Fors. Fim 6/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 15/3 kl. 19:30 10.sýn Fös 21/2 kl. 19:30 Frums. Fös 7/3 kl. 19:30 6.sýn Sun 16/3 kl. 16:00 Aukas. Lau 22/2 kl. 19:30 2.sýn Lau 8/3 kl. 19:30 Aukas. Fim 20/3 kl. 19:30 11.sýn Mið 26/2 kl. 19:30 Aukas. Mið 12/3 kl. 19:30 7.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 12.sýn Fim 27/2 kl. 19:30 3.sýn Fim 13/3 kl. 19:30 8.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 13.sýn Fös 28/2 kl. 19:30 4.sýn Fös 14/3 kl. 19:30 9.sýn Dásamleg, fáránleg della - óbærilega fyndinn nýr söngleikur!

Svanir skilja ekki (Kassinn)

Fös 28/2 kl. 19:30 Frums. Fös 14/3 kl. 19:30 7.sýn Fim 27/3 kl. 19:30 12.sýn Mið 5/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 15/3 kl. 19:30 8.sýn Fös 28/3 kl. 19:30 13.sýn Fim 6/3 kl. 19:30 3.sýn Sun 16/3 kl. 19:30 Aukas. Lau 29/3 kl. 19:30 14.sýn Fös 7/3 kl. 19:30 4.sýn Mið 19/3 kl. 19:30 Aukas. Fös 4/4 kl. 19:30 15.sýn Lau 8/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 20/3 kl. 19:30 9.sýn Lau 5/4 kl. 19:30 16.sýn Mið 12/3 kl. 19:30 Aukas. Fös 21/3 kl. 19:30 10.sýn Sun 13/4 kl. 19:30 17.sýn Fim 13/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 11.sýn Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur um undarlegt eðli hjónabandsins.

Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)

Fös 14/2 kl. 20:00 18.sýn Fim 27/2 kl. 20:00 26.sýn Fös 14/2 kl. 22:30 19.sýn Fös 28/2 kl. 20:00 27.sýn Lau 15/2 kl. 20:00 20.sýn Fös 28/2 kl. 22:30 28.sýn Lau 15/2 kl. 22:30 21.sýn Mið 5/3 kl. 20:00 29.sýn Fim 20/2 kl. 20:00 22.sýn Fim 6/3 kl. 20:00 30.sýn Lau 22/2 kl. 20:00 23.sýn Fös 7/3 kl. 20:00 31.sýn Lau 22/2 kl. 22:30 24.sýn Fös 7/3 kl. 22:30 32.sýn Mið 26/2 kl. 20:00 25.sýn Fim 13/3 kl. 20:00 33.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!

Fös 14/3 kl. 20:00 34.sýn Fös 14/3 kl. 22:30 35.sýn Mið 19/3 kl. 20:00 36.sýn Fim 20/3 kl. 19:30 37.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 38.sýn Fös 21/3 kl. 22:30 39.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 Aukas. Lau 22/3 kl. 22:30 Aukas.

Pollock? (Kassinn) Lau 15/2 kl. 19:30 lokas. Allra síðasta sýning!

ÓVITAR (Stóra sviðið)

Sun 16/2 kl. 13:00 30.sýn Sun 2/3 kl. 13:00 Sun 23/2 kl. 13:00 Sun 9/3 kl. 13:00 Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum!

Karíus og Baktus (Kúlan)

Sun 16/2 kl. 16:00 Lau 8/3 kl. 13:30 Lau 15/3 kl. 15:00 Lau 1/3 kl. 13:30 Lau 8/3 kl. 15:00 Lau 1/3 kl. 15:00 Lau 15/3 kl. 13:30 Það miklu betra að hitta Karíus og Baktus í leikhúsinu en að hafa þá í munninum.

Aladdín (Brúðuloftið)

Lau 22/3 kl. 13:00 16.sýn Lau 29/3 kl. 13:00 18.sýn Lau 5/4 kl. 13:00 20.sýn Lau 22/3 kl. 16:00 17.sýn Lau 29/3 kl. 16:00 19.sýn Lau 5/4 kl. 16:00 21.sýn 1001 galdur - brúðuleiksýning fyrir 4ra til 94 ára. Allra síðustu sýningar.

551 1200 HVERFISGATA 19 LEIKHUSID.IS

MIDASALA@LEIKHUSID.IS

Óskasteinar – HHHH - EGG, Fbl

Fyrirgefning til sölu! Málamyndahópurinn og Tjarnarbíó frumsýna nýtt íslenskt leikverk, Fyrirgefðu ehf., eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur í kvöld, föstudag. Verkið hefur þegar verið milli tannanna á fólki en kynningarherferð þess í fjölmiðlum vakti mikla athygli. Fyrirgefðu ehf. er fyrirtæki sem býður hreina samvisku og fyrirgefningu í hverskyns deilumálum. Þóra Karítas Árnadóttir leikur aðalsöguhetjuna, Elvu, sem ræður sig til fyrirtækisins þar sem hún kynnist lögmáli fyrirgefningarinnar. Leikkonan segir verkið vera gleðigjafa sem ylji áhorfendum um hjartarætur.

L

Hamlet (Stóra sviðið)

Fös 14/2 kl. 20:00 Fös 21/2 kl. 20:00 Fös 28/2 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00 Lau 15/2 kl. 20:00 Frægasta leikrit allra tíma. Ný kynslóð, nýjir tímar, nýr Hamlet.

Óskasteinar (Nýja sviðið)

Fös 14/2 kl. 20:00 aukas Mið 26/2 kl. 20:00 aukas Sun 9/3 kl. 20:00 21.k Lau 15/2 kl. 20:00 8.k Fim 27/2 kl. 20:00 aukas Fim 13/3 kl. 20:00 Fös 28/2 kl. 20:00 16.k Fös 14/3 kl. 20:00 Sun 16/2 kl. 20:00 9.k Lau 1/3 kl. 20:00 aukas Lau 15/3 kl. 20:00 Þri 18/2 kl. 20:00 10.k Sun 2/3 kl. 20:00 17.k Sun 16/3 kl. 20:00 Mið 19/2 kl. 20:00 11.k Þri 4/3 kl. 20:00 18.k Mið 19/3 kl. 20:00 Fim 20/2 kl. 20:00 aukas Mið 5/3 kl. 20:00 19.k Fim 20/3 kl. 20:00 Fös 21/2 kl. 20:00 12.k Fim 6/3 kl. 20:00 aukas Fös 21/3 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00 13.k Sun 23/2 kl. 20:00 14.k Fös 7/3 kl. 20:00 aukas Lau 22/3 kl. 20:00 Lau 8/3 kl. 20:00 20.k Sun 23/3 kl. 20:00 Þri 25/2 kl. 20:00 15.k Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla

Bláskjár (Litla sviðið)

Sun 16/2 kl. 20:00 3.k Lau 1/3 kl. 20:00 Fim 20/2 kl. 20:00 4.k Sun 2/3 kl. 20:00 Lau 8/3 kl. 20:00 Sun 23/2 kl. 20:00 5.k Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson

Sun 9/3 kl. 20:00 Fös 14/3 kl. 20:00 Lau 15/3 kl. 20:00

Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið)

Mán 17/2 kl. 10:00 Þri 18/2 kl. 10:00 Sun 23/2 kl. 20:00 Mið 19/2 kl. 10:00 Sun 30/3 kl. 20:00 Mán 17/2 kl. 11:30 Mið 19/2 kl. 13:00 Mán 17/2 kl. 13:00 Fræðandi uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í

ÍD: Þríleikur (Stóra sviðið)

Sun 23/2 kl. 20:00 4.k Sun 2/3 kl. 20:00 5.k Sun 9/3 kl. 20:00 Íslenski dansflokkurinn sýnir þrjú ný verk á kvöldinu Þríleikur

Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is

Ég held að þetta sé sýning sem lætur öllum verða hlýtt í hjartanu.

eikskáldið Þórdís Elva Þorvaldsdóttir leikstýrir sjálf nýjasta verki sínu, Fyrirgefðu ehf., sem Málamyndahópurinn frumsýnir í Tjarnarbíói í kvöld, föstudagskvöld. Þóra Karítas Árnadóttir leikur aðalsöguhetjuna, Elvu, sem ræður sig til starfa hjá fyrirtækinu Fyrirgefðu ehf. sem býður hreina samvisku og fyrirgefningu í hverskyns deilumálum. Þar er Elvu kennt Lögmálið að fyrirgefningunni, sem sannreynt hefur verið í tugþúsundum tilvika um allan heim. Þjónusta fyrirtækisins er dýrkeypt og Eva fær það hlutverk að velja úr innsendum umsóknum fólks sem leitast við að fyrirgefa framhjáhald, alkóhólisma, þverum stjórnmálamönnum, tvöföldum trúarleiðtogum, Guði og síðast en ekki síst: Sjálfum sér. „Þetta er bráðskemmtilegt verkefni og það er mikill húmor í þessu verki og hópurinn skemmtilegur,“ segir Þóra Karítas. „Þetta er ferlega flott verk hjá henni Þórdísi Elvu og gaman að sjá hana líka í hlutverki leikstjóra. Hérna er hún bæði leikskáld og leikstjóri og þetta er í fyrsta skipti sem sviðslýsingar í texta eru manni almennilega skiljanlegar þegar leikstjórinn er á staðnum og getur útskýrt fyrir manni

hvað skáldið var að meina.“ Í verkinu má heyra sögur byggðar á rúmlega sjötíu viðtölum sem Málamyndahópurinn tók við fólk á aldrinum 5-85 ára. Afraksturinn er þverskurður af stórum og smáum fyrirgefningum úr íslenskum raunveruleika. „Þetta er búið að vera gefandi og skemmtilegt ferli,“ segir Þóra um þennan vinkil. „Og líka svolítið hollt fyrir mann vegna þess að verkið fjallar um eitthvað sem okkur er öllum gott að muna eftir, sem er fyrirgefningin. Þórdísi tekst líka að snúa svo skemmtilega upp á þetta með því að búa til fyrirtæki sem er í raun að markaðssetja fyrirgefninguna og græða á henni og það setur þetta strax í húmorískan búning. Ég held að þetta sé sýning sem lætur öllum verða hlýtt í hjartanu um leið og þeir geta líka hlegið. Þetta leikrit er gleðigjafi,“ segir leikkonan um verkið sem skoðar fyrirgefninguna ofan í kjölinn. Auk Þóru fara Árni Pétur Guðjónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Víðir Guðmundsson með hlutverk í verkinu. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


www.sonycenter.is

mikill afsláTTur af sýnishornum og síðustu eintökum!

5 ára ábyrgð fylgir öllum sjÓnvörPum

159.990.sParaðu 40.000.framúrskarandi myndgæði 42” LED SJÓNVARP KDL42W653

• Full HD 1920 x1080 punktar • 200 Hz X-Reality myndvinnslukerfi • Nettengjanlegt og innbyggt WiFi

Tilboð 159.990.- Verð áður 199.990.-

63.990.sParaðu 16.000.-

195.490.-

93.490.-

sParaðu 34.500.-

15.190.-

sParaðu 16.500.-

sParaðu 3.800.-

glæsileg Hönnun á floTTu verði

öflug og TrausT á frábæru verði

HeimabÍÓ m. Þráðlausum bassa

gÓð HljÓmTæki fyrir snjallsÍma

46” LED SJÓNVARP KDL46R473

SVF1521A6EW

HTCT260H

SRSBTM8B/SRSBTM8W

• Full HD 1920 x1080 punktar • 100 Hz X-Reality myndvinnslukerfi • Multimedia HD link fyrir snjallsíma

• Intel Pentium örgjörvi • 15,5” Flat LED skjár • 4GB innra minni, 500GB diskur

• 300W 32 bita magnari • 1 hátalari og þráðlaust bassabox • Bluetooth tengimöguleiki

• Flottur hljómburður með Bass Reflex kerfi • NFS - einnar snertingar hljóðtenging • Bluetooth tenging

Tilboð 195.490.- Verð áður 229.990.-

Tilboð 93.490.- Verð áður 109.990.-

Tilboð 63.990.- Verð áður 79.990.-

Tilboð 15.190.- Verð áður 18.990.-

69.590.-

84.490.-

sParaðu 10.400.-

sParaðu 45.500.-

16gb

119.990.sParaðu 30.000.-

16gb

minniskort fylgir

minniskort fylgir

99.590.sParaðu 20.400.-

frábær ferðafélagi á gÓðu verði

margfaldur verðlaunaHafi

lÍTil og neTT með dslr eiginleika

ein öflugasTa smámyndavél veraldar

ILCE3000KB

SLTA57K

NEX5RKB

DSCRX100M2

• 20.1 pixla Exmor myndflaga • Full HD video1920x1080/50 • 18-55mm linsa fylgir, útskiptanleg linsa

• 16.1 pixla Exmor myndflaga • Full HD video1920x1080/50 eða 25 fps • 18-55mm linsa fylgir, útskiptanleg linsa

• 24.2 pixla Exmor myndflaga • Full HD video1920x1080/50 • 18-55mm linsa, útskiptanleg linsa

• 20.2 pixla Exmor R myndflaga • Full HD video1920x1080 • Carl Zeiss linsa

Tilboð 69.590.- Verð áður 79.990.-

Tilboð 84.490.- Verð áður 129.990.-

Tilboð 99.590.- Verð áður 119.990.-

Tilboð 119.990.- Verð áður 149.990.-

sony Center verslun nýherja, borgartúni 37 569 7700

sony Center verslun nýherja, kaupangi akureyri 569 7645

12 mánaða vaxTalaus lán visa* *3,5% lántökugjald og 340 kr. færslugjald á hvern gjalddaga.


56

samtíminn

Helgin 14.-16. febrúar 2014

 Sagan aF því hvernig maturinn okk ar breyttiSt – FyrSti hluti:

Flóttinn frá náttúrunni Þegar Louis Pasteur áttaði sig á að það eru litlir gerlar sem láta mjólkina súrna urðu straumhvörf í matvælaframleiðslu og -dreifingu. Þessi uppgötvun gat af sér nýja hugsun um mat; framleiðslu og dreifingu sem var gerólík þeirri sem mannskepnan hafði lifað með og lifað á í þúsundir ára.

F

yrir 150 árum – eða rétt rúmlega 150 árum; það gerðist 20. apríl 1862; tókst Louis Pasteur ásamt samstarfsmanni sínum, Claude Bernard (sem var ekkert síður stórmenni í vísindaheimum en Pasteur sjálfur) að útbúa dauðhreinsað rými. Og inn í þessu rými gátu þeir sýnt fram á að vín gerjast ekki af sjálfu sér og brauð hefast ekki af sjálfu sér – og þeir settu fram þá kenningu að örsmáar verur (svo litlar að það er engin leið fyrir okkur að sjá þær með berum augum); að þessir litlu karlar, gerlar, ætu upp sætuna í vínberjasafanum þangað til þeim væru bumbult og þá gubbuðu þeir út úr sér ethanóli, eða áfengi. Á sama hátt gerðist það þegar þessir litlu karlar komust í hveitideig að þeir hámuðu í sig sætuna þangað til þeir belgdust út og prumpuðu gasi; sem lyfti deiginu svo brauðið kom loftkennt og mjúkt út úr ofninum en ekki klesst og hart — og án bragðs eða anganar af gasi; því gasið brann upp í hitanum í ofninum.

Guðlegir eða djöfullegir kraftar

Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað fólk varð hissa þegar það heyrði þessa útskýringu á þessum undrum sem manninum hafði ekki tekist að ráða um aldir. Þótt maðurinn hafi bakað hefað brauð í um 10 þúsund ár (um 400 til 500 kynslóðir) og bruggað vín eitthvað aðeins skemur (segjum 350400 kynslóðir) þá hafði engum tekist að sýna fram á hvers vegna brauð hefaðist eða hvers vegna vín varð áfengt. Auðvitað höfðu verið settar fram ýmsar tilgátur; brauð var ýmist talið hefast fyrir guðlega blessun eða vélráð andskotans. Við tilheyrum því fólki sem eignaði andskotanum þetta trix. Það sést á því þegar við göngum til altaris hjá þjóðkirkjunni; þá fáum við ósýrt brauð; oblátu — sem er svo laus við hefun og loft að hún smakkast eins og þurrt pasta. Okkar fólk trúði á móti að vínið væri verk Guðs (enda eru sagðar sögur af því að Jesús hafi breytt vatni í vín). Annars staðar er þessu þveröfugt farið; þar er andskotanum eignaður vínandinn en góðum vættum þakkað fyrir að gera mikið brauð úr litlu deigi. E n a uð v it a ð velt u f æ s t ir því f yrir sér hvers vegna

Og þessi hefur þróunin verið um öll Vesturlönd. Örfá gríðarlega stór mjólkurvinnslufyrirtæki drottna yfir mörkuðunum og framleiða sífellt einhæfari vörur; gerilsneyddari og geymsluþolnari til að ráða við sífellt stærra markaðssvæði

brauð hefaðist; þú getur vel bakað brauð án þess að hafa hugmynd um það — og það bætir brauðið akkúrat ekki neitt að sjá fyrir sér litla gerla gomsa sykur og prumpa gasi. 400 til 500 kynslóðir gátu þannig bakað brauð — góð brauð — án þess að vita það sem Pasteur vissi — og (án þess að ég viti það fyrir víst) þá ætla ég að fullyrða að Pasteur hafi ekki getað bakað skammlaust brauð – jafnvel þótt hann hafi skilið hvað gerlunum gekk til. Til þess skorti hann hæfni og leikni. Í nútímanum viljum við nefnilega stundum gleyma að áður en upplýsingin og vísindin tóku að hlaða upp þekkingu þá varðveitti maðurinn margan fróðleik og visku, reynslu og kunnáttu, í öðrum kerfum. Menn lærðu að baka brauð mann fram af manni; lærðu að geyma deigið við réttan hita og gæta þess vel að ekki næddi um það; æfðu sig þar til þeir gátu áttað sig á því með fingrunum hvort nóg var hnoðað, fundu á lyktinni hvort deigið hefði hefast vel eða séð hvernig það spratt til baka þegar potað var í það; fundið á lyktinni hvort brauðið hefði bakast í ofninum eða heyrt það á hljóðinu þegar bankað var undir það með fingrinum. Þótt vísindaþekkingin og tæknikunnáttan hafi byggt upp nýja heimsmynd og skapað ótal tól og tæki frá því að Pasteur afhjúpaði gerlana; þá eigum við engin mælitæki eða tól sem geta leikið eftir færni, leikni og kunnáttu góðs bakara sem hann hefur numið af meistara sínum. Það er eins og þessir þekkingarheimar snerti ekki hvorn annan; að þeir tilheyri varla sömu veröld.

Vitið vex en kunnáttan minnkar

En semsagt; í 10 þúsund ár bökuðu menn brauð án þess að skilja hvað þeir voru að gera. Svo var þrautin leyst fyrir 150 árum. Þótt það kunni stundum að hljóma sem langur tími þá er það ekki svo. Fyrir 150 árum var afi minn til dæmis fæddur. Hann hét Hinrik Anders Hansen og fæddist 1859 – reyndar 20. apríl; Langafi minn og langamma hafa því kannski glatt Hinrik litla á þriggja ára afmælinu sínu þennan sama dag og Louis Pasteur og Claude Bernard tókst að búa til dauðhreinsað rými. Það er reyndar hálfgert svindl af mér að nota eigin ættarsögu sem stiku

á þennan tíma. Afi var áttræður þegar pabbi fæddist og það eru 102 ár á milli okkar tveggja; mín og afa. Það er því ekki alveg rétt að segja að menn hafi bakað brauð í 400-500 kynslóðir án þess að vita hvað þeir voru að gera – og að síðan hafi maðurinn í þrjár kynslóðir bakað brauð án þess að kunna það; en samt er það nógu nærri til að vera satt — bæði þetta með kynslóðirnar og tímann og líka þetta með vitið og kunnáttuna. Því miður er það nefnilega svo; að um leið og Pasteur réð gátuna um brauðið og menn vissu hvernig það hefaðist; þá fóru þeir strax að krukka í ferlið; reyna að flýta því; reyna að ýkja það, teygja og toga – og á undra skömmum tíma hafði maðurinn svo til gleymt því hvernig baka átti almennilegt brauð. Það var eins og vitið vildi ganga að kunnáttunni dauðri.

Gerilsneyðing stækkar borgir

En áður en ég segi ykkur hnignunarsögu brauðsins verð að geta þess sem var merkast við tilraunir Louis Pasteur og Claude Bernard. Þeir gerilsneyddu mjólk. Sú aðgerð – og útskýringar Pasteur á merkingu hennar – átti eftir að hafa gríðarleg áhrif á menningu okkar. Gerilsneyðingin lengdi geymslutíma mjólkur (og síðar annarra matvæla) og var forsenda þess að borgir gátu stækkað; hún umbreytti dreifikerfi matvæla; nú var mögulegt að mjólka kú í afdal og flytja til borgarinnar; fólk þurfti ekki lengur að búa nálægt kú. Aftur verð ég þó að geta þess að uppgötvun Pasteur var ef til vill ekki eins nýstárleg og ætla mætti. Aftur verð ég að geta þess að menn höfðu í raun gerilsneytt mjólk frá örófi alda; kannski ekki að fullu heldur oftar að hálfu leyti. Þannig er að það er ekki hægt að búa til ost eða jógúrt nema gerilsneyða mjólkina að hálfu. Þannig er að í venjulegri kúamjólk eru um 200 mismunandi tegundir gerla. Þegar búinn er til ostur er mjólkin hituð upp í 50 til 70 gráður — það fer eftir því hverskyns ost þið viljið búa til – og með þessu eru þeir gerlar sem þola ekki þessa hitabreytingu strokaðir út. Síðan er mjólkin kæld niður og bætt við hana öðrum gerlum; til dæmis þeim sem lifa í bút af þurrkuðum maga úr kálfi – eða jafnvel í kálfahlandi; og þessum gerlum er gefið eftir það leik-

Með uppgötvun Louis Pasteur verða skil í því hvernig maðurinn geymir mat. Áður hafði maðurinn notað gerla til að geyma mat en á eftir geymdi hann mat með því að tryggja að gerlarnir kæmust ekki í matinn.

svæði í mjólkinni sem áður tilheyrði hinum gerlunum – þessum sem voru drepnir með snöggri hitum upp í 50 til 70 gráður. Og þegar ein eða fáeinar tengdar tegundir gerla fá að leika sér óáreittar í því gósenlandi sem mjólkin er; þá geta þeir umbreytt mjólkinni; hún hleypur og skilur sig; og þegar mysan hefur verið síuð frá hleyptum fastefnunum og þau síðan pressuð og geymd; látin kæsast og þéttast; þá verður með tímanum til ostur. En án gerilsneyðingar yrði hann ekki til.

Gerlarnir verða vondu karlarnir

Þegar Pasteur útskýrði á sinn vísindalega hátt hvað þarna fór fram varð einskonar sprenging í hugmyndaheimi fólks. Allt í einu varð almenningur upptekinn af þessum litlu verum sem spilltu matnum okkar og gátu drepið okkur ef við gættum okkar ekki nógu vel. Sumt varð til góðs; skurðlæknar fóru til dæmis að þvo sér um hendurnar áður en þeir ristu upp fólk; sumir þeirra notuðu meira að segja hanska – og yfirvöld urðu sér meðvitaðri um smitleiðir og átak var gert í lagningu lokaðra vatnleiðslna og holræsa. Þessa vitundarvakningu um hreinlæti má ekki alla rekja til Pasteur; til dæmis hafði læknirinn John Snow rakið kólerufaraldur til tiltekins brunns við Broad Street í London árið 1855 (7 árum áður en Pasteur afhjúpaði gerlana) en engu að síður ýttu uppgötvanir Pasteur svo undir hugmyndaflug almennings að líkja má því við æði eða faraldur. Fram komu allskyns kenningar um hvernig við gætum hreinsað okkur af óæskilegum gerlum og bakteríum. Fyrsta bylgja heilstæðrar heilsueflingar dró mjög dám af þessu. Þannig var stólpípan helsta tækið til styrkingar heilsu hjá merkum frumkvöðlum á borð við John Harvey Kellogg – þess sem fann upp morgunkornið (sem er einmitt hugmynd um hreina fæðu – einskonar vísindaleg obláta). Um leið og Pasteur hafði bent á ógn í matnum urðu til hugmyndir um mat sem ógn – í sjálfum sér. Og þessar hugmyndir ferðuðust svo hratt um heiminn að þær náðu að krækja í hann afa minn, Hinrik Anders Hansen, sem ég nefndi áðan. Þegar hann var orðinn margra barna faðir í hárri elli tók hann að óttast um heilsuna og lífið; og tók stólpípu hvern dag að bestu manna ráðleggingum; í von um að geta sem lengst stutt sína ungu fjölskyldu. Það gekk ekki eftir; þessi stólpípuárátta gerði afa einkar úrillan (jafnvel á mælikvarða karla í minni ætt) og jók enn álagið á unga eiginkonuna.

Mjólk sem aukaafurð bjórs

En við vorum að tala um gerilsneyðingu mjólkur. Hún verður ekki almenn og viðtekin fyrr en undir lok

nítjándu aldar – og ekki lögbundin fyrr en eftir dauðsföll og stórkostlegan heilsuskaða fjölmargra vegna spilltrar mjólkur í New York borg. New York var á þessum árum sú borg í veröldinni sem óx hraðast; hún var suðupottur og deigla þar sem fólk frá ólíkum löndum lifði við aðstæður sem ekki höfðu áður þekkst. Stóriðja í matvælaframleiðslu skaut rótum og mótaðist við harða samkeppni. Þannig var mikill gróði af rekstri brugghúsa þar til þau urðu svo mörg að verð lækkaði vegna offramboðs, arðurinn minnkaði og botninn fór undan þessum bisness. Þá datt einhverjum í hug að nýta betur slabbið sem gekk af við bruggunina; seigfljótandi mauk af byggi og humlum; og gefa það kúm sem kjarnfóður með heyi. Brugghúsin komu sér því flest upp mjólkurbúskap sem aukabúgrein og nýttu dreifikerfi bjórsins til að koma mjólkinni á markað. En hreinlæti við þessa framleiðslu var stórlega ábótavant og æ ofan í æ var spillt mjólk send á markað með hryllilegum afleiðingum; barnadauða og miklum heilsuskaða fjölda fólks sem rekja mátti til baktería og gerla í mjólkinni. Þetta voru þó ekki gerlar eða bakteríur sem komu úr kúnum í mjólkina; mannskepnan hafði þolað þær í þúsundir ára; heldur voru þetta bakteríur sem komust í mjólkina einhvers staðar í framleiðslu- eða dreifikerfinu og sem fjölguðu sér hratt í næringarríkri mjólkinni. Þessi sóðarekstur leiddi til þess að gerilsneyðing var lögleidd í New York og síðar í Bandaríkjunum öllum. Þetta bann við sölu á ógerilsneyddum mjólkurafurðum er enn svo víðtækt þarlendis að bannað er að flytja inn franska osta til Bandaríkjanna sem flestir eru unnir með aldagömlu lagi; þ.e. að hita mjólkina í um 50 gráður en ekki upp í rúmlega 70 gráður eins og krafist er svo að mjólk teljist löglega gerilsneydd.

Gerilsneyðing í pólitískum tilgangi

Og þegar gerilsneyðing hafði verið lögleidd í Bandaríkjunum leið ekki á löngu áður en slík lög voru sett um flest öll Vesturlönd. Svona lög voru lögfest á Íslandi árið 1934; en þó fyrst og fremst með það að augnamiði að ná allri mjólkurdreifingu undir Sambandið og samtök bænda og koma í veg fyrir að stórbúskapur Thor Jensen að Korpúlfsstöðum næði að leggja undir sig þéttbýlismarkaðinn í Reykjavík. Lögin einskorðuðu löglega gerilsneyðingu við tækin sem Mjólkursamsalan í Reykjavík, sameignarfélag bænda, hafði keypt en útilokaði þá gerilsneyðingu sem Thor Jensen hafði komið upp á Korpúlfsstöðum. Hann var því neyddur til að flytja alla sína mjólk í Mjólkursamsöluna og kaupa gerilsneyðingu af samkeppnisaðilum sínum. Honum var líka meinað Framhald á næstu opnu


Útsölulok á sunnudag Enn meiri afsláttur! Rýmingarsala á SIA vörum af öllum SIA kertum af öllum öðrum SIA vörum

TEKK COMPANY og HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 Opið mánudaga - laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18

Vefverslun á www.tekk.is


58

samtíminn

að senda kaupendum mjólkina heim; eins og tíðkast enn víða um Bretland og Bandaríkin. Þegar þessi lög voru sett var öllum ljós tilgangurinn; þau voru sett með þjóðernislegum rökum; þeim var beint gegn stórbýlarekstri að erlendri fyrirmynd og til styrktar smábýlarekstri út um dreifðar sveitir. Thor hafði stórbætt hreinlæti við mjólkurvinnslu og -dreifingu svo lögin voru ekki sett til að vernda neytendur heldur til að koma á einokun í mjólkuriðnaði; einokun sem við búum við að mestu enn þann dag í dag.

Gerilsneyðing skapar fákeppni

Og þessi hefur þróunin verið um öll Vesturlönd. Örfá gríðarlega stór mjólkurvinnslufyrirtæki drottna yfir

Helgin 14.-16. febrúar 2014

mörkuðunum og framleiða sífellt einhæfari vörur; gerilsneyddari og geymsluþolnari til að ráða við sífellt stærra markaðssvæði, lengri flutningsleiðir, lengri dvöl á stærri lagerum í sífellt stærri stórmörkuðum þar sem neytendur ráfa um án nokkurra tengsla við uppruna vörunnar. Frá því að Pasteur gat útskýrt hvernig mjólk súrnaði og eftir að hann fann upp gerilsneyðinguna; hefur keðjan milli kýrinnar og bóndans rofnað (kýrin gengur sjálf inn í vélina og lætur hana mjólka sig; bóndinn fylgist með nytjunum í gegnum tölvu), keðjan milli bóndans og kaupmannsins hefur rofnað (þeir hittast aldrei; myndu ekki þekkja hvorn annan úti á götu); keðjan milli framleiðandans og kaupmannsins hefur rofnað (sá sem semur um

innkaupin fyrir stórmarkaðinn hittir aldrei neytandann og er því ekki kaupmaður í gömlum skilningi) og keðjan milli kaupmannsins og neytandans hefur líka rofnað; einu samskipti neytandans við framleiðsluferlið er í gegnum skrautlegar umbúðir með glannalegum og innihaldslausum yfirlýsingum um hollustu og gæði vörunnar – og varan svíkur þessar yfirlýsingar á sífellt óskammfeilnari hátt. Í ofanálag er kerfinu ekki ætlað að þjóna neinum af þessum ofantöldu heldur ósýnilegum en allt um lykjandi aðila; hinum heilaga hluthafa. Kerfið miðar að því að hann hafi það sem best. Og þetta rof – eða þetta Hrun – í matvælaframleiðslu og -dreifingu hefði ekki gengið jafn hratt og öruggwww.opera.is

Hið glataða íslenska mjólkureldhús

Ég veit ekki hvort ég á að fjalla hér um hið klassíska íslenska mjólkureldhús sem Íslendingar lifðu af í þúsund ár — þar til Mjólkursamsalan lagði það af. Íslenskt mjólkureldhús var einfalt; úr undanrennunni var búið til skyr og af því rann mysan (sem var drukkin eða notuð til að sýra ketmeti); úr rjómanum var síðan búið til smjör og af því runnu áfir (sem líka voru drukknar eða notaðar í mat). Í dag lifir ekkert af þessari menningarhefð í verksmiðjuvinnslu stóru mjólkusamlaganna. Skyr er ekki lengur unnið sem ostur; undanrennunni er hleypt með hleypiefnum og því rennur engin mysa af skyrinu; mysan er seld með í dósinni – sem inniheldur því í raun ekki skyr; heldur einskonar skyrlíki. Og þar sem ekkert skyr er búið til verður ekki til nein mysa og því hafa menn ekki getað búið til hefðbundinn súrmat hér árum saman; heldur þurft að sýra kjöt með mjólkursýru – sem hefur ekki föstu efnin og próteinið sem mysan hefur og því verður kjötið ekki súrmeti í gömlum skilningi – þótt það sé vissulega súrt. Svipað er að segja af rjómanum. Þar sem fáar kýr voru á hverjum bæ í gamla daga safnaði fólk rjómanum í nokkra daga áður en hann var strokkaður í smjör. Smjörið var því súrt og af því runnu súrar áfir sem voru einkar svalandi og gáfu öllum mat skarpt og einstakt bragð. Pönnukökur úr súrum áfum eru til dæmis ótrúlega góðar. Í dag er ekki lengur framleitt súrt smjör (það má hins vegar fá víða um Evrópu) heldur ósúrt smjör (eða sætt smjör) að hætti Bandaríkjamanna. Og áfirnar eru því karakterlausar og illa nothæfar í annað en endurvinnslu; þær eru blandaðar öðrum afurðum; hleyptar og seldar sem Engjaþykkni eða eitthvað ámóta. Ástæða þessara umbyltinga á íslenska mjólkureldhúsinu er náttúrlega sú; að gamlar hefðir og nútíma verksmiðjurekstur eru svo ólík fyrirbrigði að þau geta ekki lifað neinu samlífi; það er ekki hægt að fá bæði; hefðina og hagkvæmnina. Þannig er nú það; sagan af íslenska mjólkureldhúsinu er í raun jafn sorgleg saga og ef við hefðum glatað Íslendingasögunum en Sögusamlagið seldi okkur þess í stað Morgan Kanebækur sem Njálu og Eglu.

Verksmiðjuvæðing brauðbaksturs

Ragnheiður ópera eftir

Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson Þóra Einarsdóttir · Viðar Gunnarsson · Elmar GilbErtsson Jóhann smári sæVarsson · Elsa WaaGE · Guðrún Jóhanna ólafsdóttir bErGÞór Pálsson · áGúst ólafsson · bJörn inGibErG Jónsson Kór oG hlJómsVEit ÍslEnsKu óPErunnar danshöfundur: inGibJörG bJörnsdóttir · lýsinG: Páll raGnarsson búninGar: Þórunn s. ÞorGrÍmsdóttir · lEiKmynd: GrEtar rEynisson hlJómsVEitarstJóri: PEtri saKari · lEiKstJóri: stEfán baldursson

ÓPERUKYNNING ÞRIÐJUDAGINN 18. FEBRÚAR KL. 20 Vinafélag Íslensku óperunnar býður til kynningarkvölds í Kaldalóni, þriðjudaginn 18. febrúar kl. 20 Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson ásamt söngvurum kynna óperuna Ragnheiði í tali og tónum Aðgangur ókeypis - allir velkomnir

frumsýninG 1. mars 2014 - örfá sæti laus 2. sýninG 8. mars - örfá sæti laus 3. sýninG 15. mars - noKKur sæti laus

lega fyrir sig; ef ekki væri fyrir þær uppgötvanir sem Pasteur gerði fyrir 150 árum síðan.

taKmarKaður sýninGafJöldi miðasala Í hörPu oG á harPa.is miðasölusÍmi 528 5050

En nóg af mjólk – í bili. Spyrjum heldur; hver urðu örlög brauðsins eftir afhjúpun Pasteur. Þar til fyrir 150 árum var allt brauð annað hvort ósýrt (það er; óhefað) eða einhver útgáfa af súrdeigsbrauði. Það var ekki fyrr en eftir að Pasteur leysti gátuna um brauðið að menn fóru að þróa sérstakt brauðger. Það er eðli þess þekkingarheims sem Pasteur er ágætur fulltrúi fyrir; arfleifðar upplýsingarinnar, uppsöfnun vísindaþekkingar; að um leið og ein lausn er fundin þá má smíða aðra þar á ofan. Eitt leiðir að öðru; og smátt og smátt (eða jafnvel hratt og enn hraðar) þá þróast nýjar lausnir; vél sem snýst voða hratt tekur við af annari sem snérist hægar og úreldist svo þegar fram kemur enn ný vél sem snýst enn hraðar. Að baki svona þróun liggur yfirleitt einhverskonar einföldun; til dæmis samkomulag um að meta vélar einvörðungu út frá snúningshraða en ekki orkueyðslu, mengun og hávaða. Heimsmynd vísinda og tækni vill því oft verða eins og einfalt módel í samanburði við bróderaða veraldarsýn og mannskilning fyrri tíðar fólks. Þegar Pasteur hafði flett ofan af gerlunum í brauðinu hófst kapphlaup um að finna þá gerla sem hefuðu brauðið sem hraðast og sem mest. Og menn fundu þá í bjórverksmiðjunum.

Franska baguettan er hápunktur iðnvæðingar brauðbaksturs sem náðist stuttu eftir uppgötvun Pasteur. Eftir það hefur brauðbakstri hnignað svo mjög að fólk fær orðið illt í magann af að borða brauð.

Það kom í ljós að ef ger sem áður hafði verið notað til að brugga bjór var ræktað áfram og síðan sett í brauð var hægt að stytta hefunartíma brauðs úr tveimur, þremur sólarhringum í næturlanga hefun. Bakarinn gat þá hnoðað deigið að kveldi, látið það hefast um nóttina, bakað snemma morguns og boðið árrisulum upp á ilmandi nýbakað brauð með morgunverðinum. Brauðgerið gerbreytti bakaríunum; gerði þau að arðbærum bisness.

Hin heilaga Baguette

Hápunktur þessa fyrsta tímabils brauðbaksturs eftir Pasteur er franska baguettan. Hún var ekki til fyrir 150 árum. Til að búa til ilmandi og mjúka baguette með brakandi skorpu þurfti margt að gerast. Í fyrsta lagi þurfti að þróa brauðgerið út úr bjórgerinu. Í annan stað þurfti að þróa aðferðir til að aðskilja hveitikímið frá korninu svo það þránaði ekki – það var forsenda þess að baquettan gæti orðið staðalvara allan ársins hring. Þá þurfti líka að fullkomna aðferðir við að ná hveitiklíðinu frá hvítunni í korninu svo hveitið yrði alveg laust við klíðið sem kemur í veg fyrir að skorpan verði stökk. Og loks þurfti að þróa sérstakan bakaraofn sem úðaði raka yfir brauðið, svo skorpan myndaðist ekki of fljótt og héldi aftur að hefuninni í ofninum; rakinn tryggði hámarkshefun og léttleika brauðsins. Síðustu tíu mínúturnar var síðan skrúfað fyrir vökvunina, loftið í ofninum þornaði og þessi líka ilmandi, sæta, stökka skorpa myndaðist. Frönsk baguette er hápunktur tæknibyltingar fyrstu bylgju iðnbyltingarinnar, blómstur vísindalegrar þekkingar og kóróna sköpunarkrafts kapítalismans. En eftir að franska baguettan kom fram þróaðist brauðbakstur á Vesturlöndum til verri vegar; brauðgerið náði næstum að útrýma súrdeigsbakstri (það er ævintýraleg og skemmtileg saga að segja frá því hvernig súrdeigið reis síðan upp að nýju um og upp úr 1980); en síðar var brauðgerinu líka útrýmt út úr verksmiðjubakstri þannig að í dag borðum við brauð sem er hefað með efnafræðilegum og verkfræðilegum aðferðum sem eru svo stórkarlalegar að þær þola vart dagsins ljós – frekar en svo margt af þeim aðferðum sem við notum til að útbúa mat í dag. En þá sögu; hvernig maðurinn tapaði hæfileikanum til að baka almennilegt brauð; hvernig einsýni á verð, hagkvæmni, geymsluþol og vinnsluhraða umturnaði brauðinu okkar í hálfgert skrímsl — og síðan hvernig örfáum einstaklingum tókst að endurreisa hið klassíska brauð til vegs og virðingar; þá sögu langar mig að segja ykkur frá í næstu viku.

Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is



60

dægurmál

Helgin 14.-16. febrúar 2014

 Í takt við tÍmann Pétur Finnbogason

Bernaise á að vera súpa, ekki sósa Pétur Finnbogason er 21 árs strákur úr Ártúnsholtinu sem vakið hefur athygli sem einn meðlimur hljómsveitarinnar F.U.N.K. sem keppir í úrslitum í Söngvakeppninni á RÚV. Pétur er nemi í félagsfræði við HÍ og er markvörður hjá fjórðu deildar liði KFG í knattspyrnu.

Staðalbúnaður Ég kaupi föt út um allt en mest í Sturlu á Laugavegi, Zöru og H&M. Ég er mikill jakkakall og á eitthvað um átta jakka í allskonar litum. Mér finnst skemmtilegra að vera fínn og helst aðeins fínni en „dresskódið“ segir til um. Ég er ekki kósígæinn. Ég geng mikið í Timberland-skóm, Nike Free og Bianco. En ég er ekki mikið fyrir aukahluti, ég er ekki með hringa í geirunum eða neitt slíkt.

Hugbúnaður Ég fer af og til út að skemmta mér. Þá hitti ég vini mína, við sönglum kannski eitthvað saman og förum svo á rölt. Ég fer nú bara þangað sem vinir mínir fara, það vill oft verða Næsti bar eða b5. Ég er 1.92 á hæð og 82 kíló og skrepp af og til í ræktina. Ég er markmaður í fótbolta, var í Fylki en er nú kominn í KFG og spila í fjórðu deildinni. Ég

er ekki gömul sál en mér finnst gott að blanda gömlu við það nýja. Ég horfi til dæmis mikið á Seinfeld og Friends í bland við nýja þætti eins og Breaking Bad. Ég er mikill Queen-aðdáandi og átrúnaðargoðið mitt úr æsku er Freddie Mercury, þó hann hafi dáið ári áður en ég fæddist. Pabbi tróð Queen inn á mig þó hann væri lítið fyrir þá sjálfur, hann hlustar bara á Neil Young, Dylan og allt þetta sem ég þoli ekki. En ég varð húkkt á Queen og Freddie Mercury. Hann var ótrúlegur söngvari og performer.

Vélbúnaður Ég fíla Eplið, er mikill Apple-maður. Ég er með AppleTV, Macbook, iPad og iPhone, eiginlega alla fjölskylduna. Í símanum nota ég mikið Snapchat og QuizUp.

í bernaise-sósu. Að mínu mati ætti bernaise að vera súpa en ekki sósa. Ég er eiginlega alveg búinn með Subway-kvótann og er kominn yfir í KFC. Ég á þrjá vini sem hafa unnið þarna og þeir hafa kennt mér öll trixin í bókinni, eins og það að panta piparmæjónes í staðinn fyrir venjulegt. Á seinasta ári keypti ég mér dökkbláan Volkswagen Polo, 2010 árgerð, og fór í Asíureisu. Ég fór til Tælands, Balí og Katar og það var magnað að kynnast menningu þessara landa. Í sumar verðum við í hljómsveitinni vonandi að spila sem víðast. Við munum líka vinna að nýjum lögum enda erum við með fullt af flottu liði á bak við okkur og ætlum að nýta okkur það.

Aukabúnaður Uppáhalds maturinn minn er lasagna og lambakjöt hjá mömmu. Ég vil drekkja lambalærinu

Pétur gengur í Timberland-skóm og jökkum og er mikill aðdáandi Freddies Mercury. Ljósmynd/Hari

 aPPaFengur

ÍMARK DAGURINN 21/02/14 Harpa

DAGSKRÁ /

Sex frábærir fyrirlesarar á ÍMARK deginum Hörpu. Enginn markaðsmaður með markaðsmönnum vill missa af þessu.

9.00 – 9.10 Ráðstefna sett

8.30 – 9.00 Skráning og morgunverður

9.10 – 10.10 Ruth Balbach Taking Target to Canada

Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir Fundarstjóri

10.10 – 10.30 Hlé

10.30 – 11.15 Peter Lundberg og Kaj Johansson Kapero: Get more out of your Marketing Investment – A question of creativity or management? 11.15 – 11.30 Guðni Rafn Gunnarsson Niðurstöður markaðskönnunar Capacent 12.30 – 13.30 Ed Hebblethwaite Axe and Guinness – From brand to experience 14.30 – 15.00 Hlé

#imark

13.30 – 14.30 Gabor George Burt Re-Imagining the Boundaries of your Business

15.00 – 16.00 Martin Ringqvist The “Epic Split” by Volvo Trucks

/ HUGMYNDASMIÐURINN Á BAK VIÐ HINA STÓRKOSTLEGU „EPIC SPLIT“ AUGLÝSINGU SEGIR OKKUR ALLT UM HERFERÐINA.

Skráning á imark.is

11.30 – 12.30 Hádegishlé Léttur hádegisverður

16.00 Ráðstefnulok

Hue Vue Það er til app fyrir allt, er stundum sagt, og ég er sannfærð um að það er hárrétt. Appafengur þessarar viku er sérstaklega ætlaður litblindum og við hönnun appsins Hue Vue var lögð áhersla á að notendur gætu sett saman alfatnað sem tónar vel saman. Einn notandi skrifar að hann hafi ekki getað klætt sig eftir að hann hætti með kærustunni, þangað til hann fékk sér þetta app. Þá er fólki uppálagt að mynda öll fötin sín með appinu og merkja þau „buxur,“ „peysa,“ og svo framvegis. Appið greinir litina og þarf ekki annað en að ýta á ákveðinn hluta myndar til að fá skrifað (á ensku) hvað liturinn heitir. Þannig nýtist appið líka litblindum í verslunarmiðstöðinni og við ávaxtaborðið, það þarf einfaldlega bara að taka mynd og ýta á ávöxtinn til að sjá hvað litur hans heitir. Einnig er hægt að taka mynd og breyta litsamsetningu hennar þannig að fólk með tiltekin afbrigði litblindu geti betur séð litina á myndinni eins og þeir eru í raun. Þetta app er aðeins til fyrir iPhone en sambærileg öpp er hægt að fá fyrir stýrikerfi annarra síma. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


Nýjung sem verndar útivistarfatnað

Cintamani-gjafabréf að verðmæti 20.000 kr. fylgir nú með Siemens þvottavélum með sérker�inu Útifatnaður.

www.sminor.is

Siemens leggur mikla áherslu á nýsköpun í starfi sínu og nú hefur fyrirtækið þróað nýtt útifatnaðarkerfi fyrir þvottavélar sínar. Þetta nýja kerfi verndar útifatnað svo að öndunar- og vatnsfráhrindandi eiginleikar hans haldi sér betur. Það getur sannarlega borgað sig að hugsa vel um útifatnaðinn. Hvort sem menn stunda fjallgöngur, hjólreiðar, hlaup eða finnst einfaldlega gaman að vera úti í rigningunni að drullumalla hentar sérkerfið Útifatnaður vel. Nokkrar gerðir af glæsilegum þvottavélum með þessu sérkerfi. Hafðu samband við sölumenn okkar og fáðu frekari upplýsingar. Einnig er hægt að fá upplýsingar á heimasíðunni: www.sminor.is/utifatnadur.html. Gildir til og með 28. febrúar eða á meðan birgðir endast.

Útifatnaður / vatnsvörn

Útifatnaður


62

dægurmál

Helgin 14.-16. febrúar 2014

 SöngvakEppnin ÚrSlit á laugardaginn

Sungið til úrslita á ensku Á laugardagskvöld fæst úr því skorið hvaða lag verður framlag Íslands í Eurovision í maí. Úrslitakeppni Söngvakeppninnar verður sjón- og útvarpað beint frá Háskólabíói í Sjónvarpinu, á Rás 2 og ruv.is. Sex lög koma til greina og sama fyrirkomulag verður á keppninni og tekið var upp í fyrra við góðar undirtektir að sögn Heru Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra keppninnar. Dómnefnd hefur helmings

atkvæðavægi á móti símakosningu. Þegar stigin hafa verið talin heyja tvö stigahæstu lögin einvígi og keppa um hvort þeirra verður framlag Íslands í Eurovision 2014. Þá sleppir dómnefndin takinu og lokaniðurstaðan verður alfarið í höndum áhorfenda sem kveða upp sinn dóm í hreinni símakosningu. Sú nýbreytni verður nú höfð á að lögin tvö sem etja kappi í lokin verða flutt í þeirri útgáfu

og á því tungumáli sem stefnt er á að senda til Danmerkur. Hera segir þetta tilkomið svo áhorfendur geti áttað sig á því hvaða texti og útgáfa fari í Eurovison. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Guðrún Dís Emilsdóttir eru kynnar kvöldsins en þeim til halds og trausts verða hraðfréttamennirnir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson. Þegar er uppselt á lokaæfinguna og úrslitakvöldið í Háskólabíói.

Öllu verður tjaldað til í Háskólabíói á laugardagskvöld þegar það ræðst hverjir keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision.

 Erla Bolladóttir Sinnir FjölmEnningu hjá mími

Svellköld með Sigmundi Davíð

Sú smekkvísa blaðakona Marta María Jónasdóttir, sem ríkjum ræður á Smartlandi á mbl.is, sást á gangi umhverfis Reykjavíkurtjörn ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Í humátt fylgdi eftir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar. Athygli vakti að tískudrottningin lét sig ekki muna um að skauta yfir hálkublettina í 15 sentimetra háhælaskóm án þess að þurfa að reiða sig á stuðning ráðherrans. Hermt er að Marta María hafi verið að taka viðtal við Sigmund Davíð um heilsurækt og því bauð hún forsætisráðherra ekki upp á ís. Enda bæði í átaki.

gestir eru hvattir til njóta og taka þátt með því að dansa, syngja eða slaka á og njóta stundarinnar.

Óstöðug drulla í Hörpu Buslað í ljósadýrð Vetrarhátíð í Reykjavík lýkur á laugardagskvöld með hinni rómuðu Sundlauganótt. Hressileg dagskrá verður í Álftaneslaug, Lágafellslaug, Árbæjarlaug, Breiðholtslaug, Grafarvogslaug, Laugardagslaug, Sundhöll Reykjavíkur og Ylströndinni þar sem ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi. Íbúar og gestir borgarinnar á öllum aldri geta notið dagskrárinnar frá átta til miðnættis sér að kostnaðarlausu. Meðal viðburða er öldudiskó í Álftaneslaug, Zumba í Lágafellslaug, skvettuleikar í Grafarvogslaug, tónleikar í Laugardagslaug og slökun á Ylströndinni en

Tónlistarmaðurinn Bjarki Sigurðarson, sem kallar sig Kid Mistik, hefur spilað tekknótónlist víða um lönd frá 2009. Hann býr í Amsterdam og hefur farið víða um Evrópu með sína eigin tæknitónlist. Hann treður upp á Sónar í Hörpu á miðnætti á föstudag þar sem hann ætlar að bjóða upp á sultu úr afskræmdum bassatrommum sem breiðast út eins og „óstöðug drulla“, eins og hann orðar það sjálfur. Í þessum mánuði stofnar hann sitt eigið útgáfufyrirtæki, Do not sleep Records, þar sem hann gefa út eigin tónlist og annara. Á fyrstu plötunni er hann sjálfur ásamt Arnviði Snorrasyni, betur þekktum sem Exos, ásamt Dj Rush. Platan kemur út á mánudag

Málefni innflytjenda hafa verið Erlu Bolladóttur hugleikin frá því hún flutti til Íslands sjö ára gömul. Eigin reynslu og þekkingu nýtir hún nú til þess að aðstoða innflytjendur á vegum Mímis-símenntunar. Mynd/Hari.

Veit hvernig er að vera „persona non grata“ Erla Bolladóttir hefur undanfarin ár verið á kafi í fjölmenningarsamfélagslegum pælingum og starfað hjá Alþjóðahúsi og Alþjóðasetri. Hún hefur nú gengið til liðs við Mími-símenntun þar sem hún mun sinna verkefnum tengdnum fjölmenningu íslensks samfélags og þróun námsefnis. Áhugi Erlu á málaflokknum er brennandi en hún hefur bæði verið innflytjandi í öðrum löndum og mætt fordómum á Íslandi.

F

„Ólafur Darri sýnir margar hliðar Hamlets af snilld” Sigurður G. Valgeirsson, - mbl.

Síðustu sýningar! Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

Ég veit því vel hvernig það er að upplifa fordóma og höfnun af hálfu Íslendinga.

jölmenning er Erlu Bolladóttur hugleikin. Hún ólst upp í New York til sjö ára aldurs og hefur einnig verið innflytjandi um árabil í Bandaríkjunum og Suður-Afríku. Erla hefur á síðustu árum starfað fyrir Alþjóðahús og Alþjóðasetur en ætlar nú að sinna fjölmenningarverkefnum og þróun námsefnis og kennsluaðferða í íslensku hjá Mími. „Ég get bara sagt það beint frá hjartanu að það hefur ekkert nema jákvætt komið út úr allri umgengni minni við innflytjendur og það besta er að maður lærir svo margt af þeim,“ segir Erla sem hefur helst kynnst innflytjendum sem eru að læra íslensku eða leita sér aðstoðar í samskiptum sínum við kerfið. „Sá frumskógur getur verið svolítið vandrataður fyrir þá sem þekkja ekki til.“ Erla segir ákveðið óöryggi alltaf einkenna stöðu innflytjenda og að hún upplifi það sem forréttindi að fá að vera í þeirri stöðu að geta veitt þeim stuðning. „Ég þekki þessa stöðu svo vel af því að ég hef verið innflytjandi sjálf og jafnvel í viðkvæmri stöðu sem slík. Þegar maður er innflytjandi er maður ekki einn af hópnum og þá hefur maður einhvern veginn minni rödd. Ég þekki þetta sjálf svo vel, ekki bara sem innflytjandi heldur líks sem „persona non grata“ í íslensku samfélagi. Ég veit því vel hvernig það er að upplifa fordóma og höfnun af hálfu Íslendinga og það er gjarnan í gegnum þessa reynslu

sem traustið milli mín og innflytjendanna myndast.“ Erla segir að í raun hafi áhugi hennar á málefnum innflytjenda hafa kviknað strax í æsku. „Það gerðist þegar ég var sjö ára og flutti til Íslands frá Bandaríkjunum með fjölskyldu minni. Þá talaði ég ekki íslensku en var fljót að læra tungumálið eins og börn á þessum aldri. Enskukunnátta Íslendinga var ekki jafn almenn í þá daga og núna og ég hafði alltaf jafn mikla ánægju af því að stökkva inn í og túlka þannig að ég kannast vel við túlkahlutverkið og ég hef alltaf verið útlendingur í mér að einhverju leyti.“ Erla segir Íslendinga almennt taka innflytjendum vel og að kynþáttahatur fyrirfinnist ekki hérna, enda engin forsenda fyrir slíku í sögu landsins.“ Hins vegar eigi sumir og þá helst eldra fólk erfitt með að meðtaka að það búi í fjölmenningarsamfélagi. „Ég skil það vel að þau verði svolítið skelkuð. Síðan er líka svolítið stutt í eigingirni Íslendingsins vegna þess að við höfum alltaf átt þetta allt ein. En í heildina eru Íslendingar ofsalega yndislegt fólk að koma og hitta. Langflestir innflytjendur sem ég hef hitt hafa átt góða reynslu en margir auðvitað orðið fyrir skringilegum viðbrögðum inni á milli.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


Tony og Drama Desk verðlaunin — „Besti söngleikurinn“

Daily Star

Daily Telegraph

Brandenburg

r a ú r b e f . 1 2 g Frumsýnin

551 1200 | HVERFISGATA 19 | LEIKHUSID.IS | MIDASALA@LEIKHUSID.IS


HE LG A RB L A Ð

Hrósið... fær knattspyrnukappinn og tónlistarmaðurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson sem útskrifast í lok febrúar með hæstu einkunn sem gefin hefur verið í hagfræðideild Háskóla Íslands, 9,55.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  Bakhliðin SoffÍA SigurgeirSdóttir

SPARIÐ

60.000

Hoffmann rÚm + deep sleep dÝna flott rúm sem fæst í svörtu og hvítu. DEEP SLEEP dýna með BONELL gormum og yfirdýnu úr mjúkum svampi. Rúm + dýna 160 x 200 sm. 159.900 nú 109.900 Rúm + dýna 180 x 200 sm. 199.900 nú 139.900 Vnr. 726-11-1030C

AF 180 X 200 SM.

160 x 200 sm. rÚm með dÝnu fullt verð: 159.900

e Að

Aldur: 45 ára. Maki: Bergur Rósinkranz hagfræðingur. Börn: Úlfur, Loki, Gabríel og Salka. Foreldrar: Elín V. Guðmundsdóttir og Sigurgeir W. Sigurgeirsson.

Starf: Framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.

Stjörnumerki: Sporðdreki.

Soffía Sigurgeirsdóttir er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Samtökin standa á morgun fyrir dansuppákomunni Milljarður rís klukkan 12 á föstudag þegar fólk víða um heim sameinast í dansi gegn kynbundu ofbeldi. Dansinn hefst stundvíslega klukkan 12 í Hörpu en í ár verður einnig dansað á Hofi á Akureyri, á Ísafirði og í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði.

Af hö slátt nsk ur um af og öll vet um tli ng u

AFSLÁTTUR 10% afsláttur af plötuspilurum, dýraljósum, plötum og bókum Lokadagur er á laugardag

Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is

33% AFSLÁTTUR

m

fullt verð: 399

Herra- og dÖmusoKKar Flottir herra- og dömusokkar á frábæru verði. Stærðir: 35 - 46. Vnr. 24000687, 24000688

199

1 PAR

frudo sængurverasett Efni: 100% bómullarsatín. Lokað að neðan með tölum. Stærðir: 140 x 200 sm. 4.995 nú 3.995 140 x 220 sm. 5.995 nú 4.995 Vnr. 1279292 140 x 200 sm. fullt verð: 4.995

50% AFSLÁTTUR

SPARIÐ

1000

3.995

25%

Afsláttur af öllum borðstofustólum

FEBRÚAR TILBOÐ

20%

masCot sYmfonI sæng Hlý sæng fyllt með 1200 gr. af polyesterholtrefjum. Stærð: 135 x 200 sm. Má þvo við 40°C. Vnr. 4125550

i

S

offía er ótrúlega hugrökk, metnaðarfull og drífandi manneskja,“ segir Arna Gerður Bang, alþjóðastjórnmálafræðingur hjá alþjóðadeild Alþingis og góð vinkona Soffíu. „Jákvæðnin og lífskrafturinn skína af henni og hún hrífur fólk með sér enda gríðarlega sjarmerandi og heillandi persónuleiki. Hún er leiftrandi húmoristi, víðsýn og hæfileikarík svo ekki sé talað um hvað hún er gullfalleg að utan sem innan. Traustari, hlýrri og yndislegri vinkonu er ekki hægt að hugsa sér og er ég nú meiri lukkunnar pamfíllinn að eiga hana að!“

2.995

ar

Stjörnuspá: Í hita dagsins gefst oft lítill tími til að hrósa mönnum fyrir þeirra framlag. Hlustaðu á þá eldri og dragðu lærdóm af því sem þeir segja.

fullt verð: 4.495

ýr

Áhugamál: Sálfræði, alþjóðamál, stjórnmál, jafnréttismál og ferðalög.

40

ód

Menntun: Sálfræðimenntuð og með mastersgráðu í alþjóðasamskiptum.

30%

109.900

s in

Hugrökk og drífandi

ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR

RÚM + DÝNA

% 0 2

BÓMULLARSATÍN

f kum um l a l ö f ur xdú a t r tu ttum át va t l á l mo s m s f f A llu A ket ö par

% 5 2


2

Heimsreisan breyttist í nám

3

Verðlaun fyrir Qigong

7

Kínverskar bardagamyndir

8

Heillaðist af Hong Kong

Konfúsíusarstofnunin Norðurljós

Ljónadans er samofin kínverskri menningu og kínverskum hátíðarhöldum. Þessi mynd er tekin í Dalí í Yunnan-héraði í suðvestur Kína þar sem ferðalangar geta fylgst með ljónadansi árið um kring. Kínverska nýárið gekk í garð 31. janúar í ár en Íslendingar geta tekið þátt í kínverskri nýárshátíð á Háskólatorgi í Háskóla Íslands á morgun. Mynd: Þorgerður Anna Björnsdóttir

Fagna kínverska nýárinu Kínverskt mál og kínversk menning er þema nýárshátíðar sem haldin verður á Háskólatorgi í Háskóla Íslands á morgun. Drekadans, ferðaráð, tedrykkja og tónlist er meðal þess sem stendur gestum til boða. „Kínverska menningarhátíðin er tilvalið tækifæri til að kynnast betur kínverskri menningu, mat og siðum,“ segir Magnús Björnsson forstöðumaður Konfúsíusarstofnunar Norðurljósa. Stofnunin stendur í ár rétt eins og í fyrra fyrir kínverskri menningarhátíð á Háskólatorgi Háskóla Íslands. Á hátíðinni er kínverska nýárinu fagnað og haldið upp á luktarhátíð um leið. Kínverska nýárið gekk í garð þann 31. janúar síðastliðinn en luktarhátíð má líkja við þrettándann hér á landi, hún er haldin í lok hátíðarhalda í tengslum við kínverska nýárið. Hér verður þessum tveimur hátíðum slegið saman í skemmtilega menningarhátíð en dagskrá hennar hefst klukkan tvö á morgun laugardaginn 15. febrúar og stendur til hálf fimm.

„Þemað á hátíðinni í ár er kínverskt mál og kínversk menning,“ segir Þorgerður Anna Björnsdóttir, viðburðarstjóri Konfúsíusarstofnunar. Meðal dagskrárliða eru drekadans, Heilsudrekinn sýnir kínverskar bardagalistir og KK verður með tónlistaratriði. „Við munum kynna kínverska matarmenningu, en á boðstólum verður kínverskur matur og te,“ segir Magnús. Nemendur í kínverskum fræðum verða með bása þar sem gestir og gangandi geta, meðal annars, kynnt sér ferðalög um Kína, kínverskt ritmál og skrautskrift. „Fólk getur fengið nafnið sitt ritað með kínverskum táknum og uppi á sviðinu verður hægt að máta kínversk föt og láta taka mynd af sér. Sem er sérstaklega skemmtilegt fyrir börnin,“ segir Þorgerður Anna. „Þetta verður hátíð fyrir alla fjölskylduna og margt spennandi í gangi. Ég hvet alla til að mæta,“ segir Magnús að lokum. -Kristín Clausen

Frá hátíðarhöldunum í fyrra.

Mynd: Konfúsíusrastofnunin

Hesturinn tekur við af snáknum

Þann 31. janúar gekk ár hestsins í garð og tók við af ári snáksins. Kínversk stjörnumerki eru tólf en í dýrahringnum eru rotta, uxi, tígur, kanína, dreki, snákur, hestur, geit, api, hani, hundur og svín. Spurður um ár hestsins segir Magnús það vera ár vinnusemi en margt drastískt geti gerst ef hestinum er hleypt á skeið. Samkvæmt fræðunum eru fólk sem fætt er á ári hestsins hæfileikaríkt í samskiptum, greint og hjartahlýtt. Fólk fætt á þessu ári tekur sér líka gjarnan stöðu í sviðsljósinu. Veikleikar þeirra sem fæddir eru á ári hestsins eru yfirborðsmennska og óþolinmæði. Þar sem kínverski stjörnuhringurinn hleypur á tólf árum var ár hestsins síðast árið 2002. Hefðbundið kínverskt tímatal byggist á tunglinu og er dagsetningin á áramótum því breytileg.

Kínversk fræði í HÍ

Kínversk fræði hafa verið kennd í Háskóla Íslands um nokkurra ára skeið. Auk þess stendur nemendum til boða að taka kjörsvið viðskiptatengdrar kínversku sem sameinar nám í kínverskum fræðum og viðskiptafræði. Velji nemendur að taka 180 einingar í kínverskum fræðum eða viðskiptatengdri kínversku stendur þeim til boða að ljúka náminu við kínverskan háskóla. Kjarni kínverskra fræða felst í kínverskunámi. Í náminu er kennt staðlað kínverskt talmál sem einnig er kennt við mandarín (embættismál fyrri tíma), guoyu („þjóðtunga“) og putonghua („almenn tunga“). Í kínverskunáminu er markmiðið að gera nemendum kleift að skilja og tjá sig á hversdagslegu máli. Þá hefur námið að geyma samfélags- og menningartengd námskeið. Þar á meðal fær löng og viðburðarík saga Kína talsvert rými en nemendur fá einnig innsýn inn í samfélagsþróun í Kína, margbrotið samfélag samtímans og kínverskt viðskiptaumhverfi.


2

Vissir þú að?

Mandarín kínverska er eitt útbreiddasta tungumálið í heiminum. Íbúar Hong Kong fá frí úr vinnu einu sinni á ári til að sópa í kringum grafir forfeðra sinna. Kínverskar konur giftast oftast í rauðu sem er litur lukkunnar. Hvítur litur táknar hinsvegar dauðann. Einn af hverjum fimm íbúum jarðar er kínverskur. Rúmlega 50.000 tákn eru í kínverska ritmálinu. Þú þarft að kunna 1500-3000 tákn til að vera fær um að lesa kínversk dagblöð. Meðal menntaður einstaklingur lærir um það bil 5000 tákn.

Andrea fór víða og skoðaði meðal annars Kínamúrinn

Í Kína eignast ennþá flestir bara eitt barn þó svo að slakað hafi verið á reglum um barneignir. Til að koma í veg fyrir fóstureyðingar í Kína fá verðandi foreldrar ekki að vita kyn barnsins, þar sem margir foreldrar kjósa að eignast drengi í stað stúlkna. Það eru 32 milljónir fleiri drengir en stúlkur í Kína. Talið er að um tugi milljóna karlmanna muni vera ófærir um að finna sér eiginkonur í framtíðinni.

Heimsreisan breyttist í háskólanám

Samkvæmt sögunni uppgötvaðist tedrykkja af kínverska keisaranum Shennong sem einnig er kallaður faðir kínverskra lækninga árið 2.737 f.Kr. þegar telauf féll í sjóðandi vatn hans. Kínverjar telja te vera nauðsyn lífsins.

Sex mánaða ferðalag Andreu Lífar Ægisdóttur varð að þrettán mánaða dvöl í landinu. Andrea Líf leggur nú stund á nám í viðskiptatengdri kínversku við Háskóla Íslands.

Kínverjar fundu upp flugdreka („pappírs fugla“ eða „Aeolian hörpur“) fyrir um 3.000 árum síðan. Þeir voru notaðir til að hræða óvini í bardaga.

Andrea Líf Ægisdóttir ákvað að halda í reisu um Kína árið 2011 þegar pabba hennar bauðst að fara í skiptinám til Shanghæ. Stefnan var sett á ferðalag, frá Peking og yfir til suð-austur Asíu. Áætlanir Andreu fóru þó út um þúfur og hún endaði á því að dvelja 13 mánuði í Kína og leggja stund á kínverskunám í háskólanum í Haikou, í minnsta héraði landsins.

meðan á dvöl hennar í Kína stóð. Næsta mánuðinn ferðaðist hún frá Peking til Tíbet og þaðan til Shanghæ. „Í Shanghæ fékk ég þá snilldar hugmynd að taka stutt kínverskunámskeið til að hjálpa mér að komast milli staða. Eftir námskeiðið var ég mikið öruggari á ferðalaginu svo ég ákvað að lengja dvölina í Kína og læra kínversku.“ Kínverskunámið stundaði Andrea í Haikou, höfuðborg Hainan eyju sem er í Suður-Kínahafi. Þar segir hún hafa ríkt rólegt andrúmsloft og fólk hafi lítið verið að flýta sér. „Lífið í Kína er að mínu mati rólegt og þægilegt og matarins mun ég alltaf sakna!“

Skellti sér á kínverskunámskeið „Fyrsti dagurinn í Peking var einhver erfiðasti dagur lífs míns. Það kom mér ótrúlega á óvart hversu erfitt það var að finna enskumælandi fólk í höfuðborg Kína. Enginn gat bent mér á hvert ég ætti að fara og leigubílar vildu ekki stoppa fyrir mér,“ segir Andrea en það var ýmislegt sem átti eftir að koma henni á óvart á

Oft bent í ranga átt Varðandi það hvort þeir Kínverjar sem Andrea talaði við hafi heyrt um Ísland segist þessi brosmildi ferðalangur eiga erfitt með að svara þeirri spurningu. í Kína er ekki til siðs að viðurkenna að fólk skorti þekkingu og því er erfitt að átta sig á því hvort það veit hvar Ísland er. „Ég get ekki talið hversu oft ég

Í suðvesturhluta Kína, er skemmtigarður sem heitir Konungsríki smáfólksins. Þar starfa tæplega 200 kínverskir dvergar við að skemmta ferðamönnum og skólabörnum með söng og dansi. Allur garðurinn er hannaður með þarfir smáfólksins í huga. Ein vinsælasta íþróttinn í Kína er borðtennis (Ping Pong). Stærsta verslunarmiðstöð í heimi, New South China Mall, er í borginni Dongguan í Kína. Verslunarmiðstöðin er með pláss fyrir 2.350 búðir, en hefur nánast staðið tóm síðan hún opnaði árið 2005. Verslunareigendum finnst leiguverð of hátt og viðskiptavinir láta ekki sjá sig. Fyrsta sjálfsala veraldar sem selur lifandi krabbadýr er að finna í neðanjarðarlestarstöð nálægt Hangzhou, höfuðborg Zhejiang héraðs. Um 200 krabbar eru seldir daglega og fá viðskiptavinirnir greiddar bætur ef krabbinn kemur dauður út.

Útgefandi: Konfúsíusarstofnunin Norðurljós, Háskóla Íslands Greinaskrif: Meistaranemar í blaðaog fréttamennsku við Háskóla Íslands Umbrot: Stefán Drengsson

Mynd: Andrea Líf Ægisdóttir

Andrea Líf á Kínamúrnum.

spurði til vegar og mér var bent í vitlausa átt af fólki sem virtist vita nákvæmlega hverju ég væri að leita að. Á svipaðan hátt er ég viss um að margir hafi kinkað kolli og sagst vita hvar Ísland væri án þess að hafa hugmynd legu landsins,“ segir Andrea. -Hrefna Rós Matthíasdóttir

Konfúsíusarstofnunin Norðurljós Konfúsíusarstofnunin Norðurljós var stofnuð árið 2008 á Íslandi. Hún er ein fjölmargra sambærilegra stofnana sem reknar eru við háskóla víða um heim. Tilgangur hennar er að stuðla að fræðslu um kínverska menningu, tungu og samfélag. Háskóli Íslands rekur Konfúsíusarstofnunina í samstarfi við Hanban, undirstofnun menningarmálaráðuneytis Kína, og Ningbo háskóla í Zhejiang-fylki í Kína. Frá Ningbo háskóla koma kennarar hingað til lands og dvelja að jafnaði tvö ár við kennslu. Kennararnir annast að mestu kennslu í kínversku við Háskóla Íslands en hafa að auki kennt námskeið við Endurmenntunar-

Starfsfólk Konfúsíusarstofnunarinnar.

stofnun háskólans og Menntaskólann við Hamrahlíð. Konfúsíusarstofnun stendur reglulega fyrir ýmsum menn-

Mynd: Stefán Drengsson

ingar- og fræðaviðburðum og annast að auki stöðluð kínverskupróf. Konfúsíusarstofnunin Norðurljós er til húsa í Nýja Garði.


3

Ég get æft Qigong svo lengi sem ég lifi Herdís Ólína Hjörvarsdóttir hefur æft Qigong í rúmt ár. Hún kom nýverið heim með gullverðlaun frá alþjóðlegu Qigong móti í New York. „Qigong og aðrar kínverskar íþróttir sem ég stunda veita mér mikla ánægju og mér líður mjög vel í því umhverfi sem fylgir æfingunum. Mér finnst þær hjálpa líkamanum að nýta þá orku sem í honum býr til að takast á við daglegar áskoranir,“ segir Herdís Ólína Hjörvarsdóttir 22 ára háskólanemi sem vinnur við aðhlynningu á Hrafnistu. Herdís byrjaði að æfa Qigong, tai-chi og kung-fu fyrir rúmlega ári. „Það sem er svo yndislegt við Qigong er að allir geta stundað þessa íþrótt og það er aldrei of seint að byrja. Ég get æft Qigong eins lengi og ég lifi,“ segir Herdís sem leggur stund á íþróttina í Heilsudrekanum í Skeifunni.

drekans segja Qigong auka vellíðan og lífsþrótt, draga úr þrálátum sársauka, stuðla að betra blóðstreymi, dragi úr spennu og byggi upp sjálfsvirðingu með því að leyfa sér að líða vel og þægilega. Frá heimspekilegu sjónarhorni er litið á Qigong sem leið til að þróa þá möguleika sem manneskjan býr yfir þar sem hún nær æðri vitund og hið raunverulega eðli hennar vaknar. Með nákvæmum, yfirveguðum og síendurteknum hreyfingum samtaka því að einbeita sér inn á við að ákveðnum svæðum líkamans má öðlast aukna meðvitund um orkuna sem þar leynist. Heilsu Qigong er yfir 5.000 ára gamalt kínverskt æfingakerfi. Þar fer sem saman „qi“, sem merkir lífskraftur, bæði sá kraftur sem býr í líkamanum og krafturinn sem býr í alheiminum, og „gong“ sem merkir nákvæmar æfingar.

Lífskraftur og nákvæmar hreyfingar Undirstaðan í Qigong er agaður líkamsburður, öguð öndun og öguð hugsun eða einbeiting. Hreyfingarnar eru léttar og endurteknar. Þær henta vel eldra fólki, fólki með líkamlega fötlun og þeim sem eru að jafna sig eftir meiðsli. Æfingarnar styrkja og teygja á líkamanum. Starfsmenn Heilsu-

Íslendingar misduglegir í Qigong Kennslan í Qigong fer ýmist fram á íslensku eða kínversku. Það gengur í bylgjum hversu duglegir Íslendingar eru að sækja tímana að sögn Herdísar. „Fólk fer og kemur aftur eins og það lystir, stundum erum við tíu og stundum þrjátíu eða fleiri og allt þar á milli,“ segir Herdís. Hún hvetur alla til þess

Herdís vann gull á alþjóðlegu móti í New York.

að kynna sér íþróttina og finna hvað í henni býr. „Það er erfitt að útskýra með orðum hvernig manni líður eftir hverja æfingu öðruvísi en að segja að manni líði einfaldlega vel.“ Kennt í Heilsudrekanum í 15 ár Qigong er kennt í Heilsudrekanum í Skeifunni ásamt kung-fu og tai-chi. Qigong og tai-chi eru mjög skyldar æfingar. Heilsudrekinn hefur verið starfræktur síðan 1998.

Mynd: Herdís Ólína Hjörvarsdóttir

En það var Dong Qing Guan sem stofnaði hann. Hún nam íþrótta- og heilsufræði í háskóla í Peking í Kína og flutti til Íslands fyrir 19 árum. Í Heilsudrekanum er einnig ýmislegt dekur og nudd sem stuðla að líkamlegri og aldlegri vellíðan. Þar eru stundum kynningar á ýmsu sem tengist kínverskri menningu.

Agaður líkamsburður er undirstaða í Qigong en hreyfingarnar eru léttar og endurteknar.

-Árdís Ósk Steinarsdóttir

Mynd: Heilsudrekinn

Ómetanleg reynsla og áskorun að starfa í Kína

Kristín A. Árnadóttir gegndi stöðu sendiherra í Kína í rúm þrjú ár. Hún segir landið í hröðu umbreytingarferli, þar leynist tækifæri en á móti þurfi stjórnvöld að taka á áskorunum.

Það var ómetanleg reynsla og um leið mikil áskorun að búa þar og starfa í nokkur ár, kynnast landi og þjóð og vinna að framgangi hagsmunamála fyrir Ísland og Íslendinga.“

„Kína er stærsta þróunarríki heims og samstarf við landið getur skilað sér,“ sagði Kristín A. Árnadóttir, fyrrum sendiherra Íslands í Kína, í ræðu sem hún hélt í tilefni af 90 ára afmæli Kommúnistaflokksins þar í landi. „Það verður líklega ekki hægt að finna stærri hóp neytenda næstu áratugi þegar hagvöxtur eykst og almenningur fer að hafa fé á milli handanna í ríkari mæli. Ég hef trú á að Ísland geti flutt út matvæli, tækni og þekkingu.“

Krafa um aukin mannréttindi Í ræðu sinni talaði Kristín um þær umbætur sem hafa verið í landinu frá því það var opnað seint á níunda áratugnum og en í kjölfarið hafa skapast atvinnutækifæri fyrir hundruðir milljóna. Að auki hefur tekist að sporna við sárri fátækt sem snert hafa um 500 milljónir manna. Þrátt fyrir þessar framfarir segir Kristín ýmsar áskoranir enn vera fyrir hendi, til að mynda þegar kemur að mannréttindum og stöðu kvenna.

Kína er heimur út af fyrir sig Kristín A. Árnadóttir gegndi embætti sendiherra í Kína frá upphafi árs 2010 til miðbiks árs 2013. Hún tók vel í að segja frá starfi sínu og lífi í Kína. „Kína er heimur út af fyrir sig, land í hröðu umbreytingaferli og eins frábrugðið okkar samfélagi og hugsast getur.

Tækifærum fylgja áskoranir Kristín býst við að í kjölfar þessara breytinga komi krafa um breytingar á stjórnarfari og aukin mannréttindi. „Með vaxandi hagsæld og framförum koma nýjar hugmyndir, neysla eykst og tækifærum fjölgar. Einnig fylgja nýjar áskoranir í alþjóðamálum svo sem

að takast á við loftslagsbreytingar, aukna orkuþörf, ógnir við mataröryggi, heilsufarsvandamál og annað í þeim dúr. Hlutverk Kína á alþjóðavettvangi hefur breyst umtalsvert og hraðar en nokkur gat séð fyrir en á skömmum tíma hefur landið orðið annað stærsta hagkerfi heims,“ segir Kristín. Um þau stóru viðfangsefni sem Kína þarf að takast á við í framtíðinni segir Kristín að fyrir utan það að halda hagvexti áfram þurfi að bæta lífsgæði íbúa með jöfnuði, styrkingu velferðarkerfisins, gagnsæi innan ríkistjórnarinnar og skiptingu á milli dómsvalds og stjórnmála. Hundruð nýta sér þjónustuna Um hlutverk sitt sem sendiherra Íslands segir Kristín að starfið hafi helst falist í því að vera stjórnarerindreki og fulltrúi íslenskra stjórnvalda í ríkinu. „Margvíslegum erindum þarf að sinna milli ríkjanna, sérstaklega þegar samstarf er að aukast á öllum sviðum og unnið er að samningum um fjölbreytt mál.“ Meðal þeirra samninga sem ritað var undir á

herra Kína er ekki einungis stjórnarerindreki þar í landi heldur einnig í Ástralíu, Nýja Sjálandi, Mongólíu, Laos, Kambódíu, Víetnam, Tælandi, Suður-Kóreu og Norður-Kóreu. Kristín segir að mörg erfið mál hafi komið upp í þessum ríkjum vegna slysa, óhappa, og fangelsisvistunar og þeim málum hafi hún, starfsfólk sendiráðsins og utanríkisráðuneytið sinnt með aðstoð ræðismanna Íslands í viðkomandi ríkjum. Kristín A. Árnadóttir

meðan hún gegndi embætti í Kína var fríverslunarsamningur sem var undirritaður í byrjun árs 2013 og nýlega samþykktur af Alþingi. „Mikil vinna fólst í því að aðstoða fólk og fyrirtæki, en sendiráðið rekur viðskiptaþjónustu, borgaraþjónustu, menningarþjónustu og gefur út vegabréfsáritanir til Íslands. Fjölmiðlar eru líka mjög áhugasamir um Ísland og töluverð vinna að sinna viðtölum og fyrirspurnum.“ Kristín segir hundruð nýta sér þjónustu sendiráðsins en sendi-

Margir þekkja Bing Dao Kristín segir Íslendinga sem búa í Kína halda hópinn, sérstaklega í Sjanghæ og Peking þar sem flestir búa. Þar er starfsrækt Íslendingafélag ásamt því að sendiráðið heldur hópnum saman. Aðspurð um hvort Kínverjar þekki Ísland segir Kristín að það sé mesta furða. „Ótrúlega margir þekkja Ísland sem er eitt af fáum ríkjum sem á sitt eigið nafn á kínversku Bing Dao sem þýðir íseyjan.“ -Hrefna Rós Matthíasdóttir


4

Upplifði ótrúlegar breytingar í Kína Guðný Anna Vilhelmsdóttir, viðskiptafræðingur og fjölskylda hafa verið búsett í rúm fimm ár í Shenzhen. Sú borg er á meginlandi Kína, í um það bil klukkustundar fjarlægð frá Hong Kong. Guðný Anna segir það hafa verið skyndiákvörðun á sínum tíma, að flytjast búferlum úr sveitusælunni í Borgarnesi, til annarrar heimsálfu. Hún þurfti að byrja á því að draga fram landakortið og fletta Shenzhen upp, þar sem hún hafði ekki hugmynd um hvar borgin var. Guðný Anna fór fyrst sem ferðamaður, í vikuferð til Kína árið 2005, ásamt eiginmanni sínum Trausta Magnússyni flugstjóra. Þremur árum síðar, eða í lok árs 2007, fékk Trausti um stöðu flugstjóra hjá flugfélagi í eigu Lufthansa og Air China. Í kjölfarið var búslóðinni pakkað niður og geymd í bílskúr í Borgarnesi. Keyptur var flugmiði til Hong Kong snemma vors árið 2008, og varð sú dvöl að rúmum fimm árum. Guðný Anna segir að undirbúningurinn fyrir það að flytja með fjölskylduna í annan heim hafi ekki verið mikill. „Það var hvorki legið á Google og lesið sér til um stað og menningu, né reynt að hafa uppi á fólki sem þekkti þarna til, heldur var bara látið vaða. Trausti var þegar farinn út og byrjaður að vinna þegar við mæðgur fórum. Ég fór til hans í eina viku og nýttum við þann tíma til að finna húsnæði og skóla fyrir dæturnar,“ segir Guðný. Eftir það var ekki aftur snúið og héldu þær mæðgur á vit ævintýranna með þrjár ferðatöskur í farteskinu. Borgin okkar Shenzhen Stórborgin Shenzhen liggur á landamærum meginlandsins og norðursvæðis Hong Kong, og er ein vestrænasta borg Kína. Gríðarleg uppbygging hefur orðið á skömmum tíma, en árið 1979 var borgin aðeins fámennt fiskiþorp. „Í dag er áætlað að íbúatala sé á bilinu 13-18 milljónir manna. Á síðastliðnum 30 árum eða svo, hófu kínversk stjórnvöld uppbyggingu á svokölluðu Special Economic Zone eða sérstöku efnahagssvæði. Mikið af erlendri fjárfestingu hefur farið í framleiðslu og þjónustugreinar og eru þar höfuðstöðvar fjölda hátæknifyritækja.“ Guðný Anna segir að mikið flæði fjármagns sé í umferð í Kína og gríðarlegur uppgangur. „Þeir sem sakna 2007 stemmningarinnar ættu að fara til Kína. Shenzhen er ein af helstu útflutningsborgum Kína og eru laun hvergi hærri en á þessu svæði. Þangað flykkist ungt fólk í atvinnuleit. Allir vilja læra ensku því góð enskukunnátta er oft ávísun á vel borgaða vinnu. Vestrænir veitingastaðir og barir spretta upp eins og gorkúlur.

Margar verslanir selja vestrænar vörur og hef ég aldrei séð eins mikið úrval af Betty Crocker eins og þarna,“ segir Guðný Anna og bætir jafnframt við að vörur sem þessar, séu helmingi dýrari þarna en á Íslandi, vegna hárra tolla á allar innfluttar vörur. Engin uppþvottavél Guðný Anna lætur vel af aðstæðum og segir að hún og hennar fjölskylda hafi búið á góðum stað. Þau bjuggu vestast í borginni í hverfi sem heitir Shekou. Þar bjuggu einnig mjög margir útlendingar og allir mjög hjálpsamir. „Fólk var langt frá sínum heimahögum og samheldni var því mjög mikil. Trausti var í góðri vinnu, við bjuggum í góðu húnæði og stelpurnar gengu í góðan bandarískan skóla. Við bjuggum í blokkum og nutum vestrænna þæginda. Við vorum með hefðbundið klósett, loftkælingu og gátum kynnt íbúðina yfir vetrarmánuðina, en hinn almenni Kínverji er ekki með slíkt. Kínverjar nota almennt ekki loftkælingu þó að hún sé fyrir hendi,“ segir Guðný Anna. Guðný Anna segir að byggingakranar hafi verið víða, en það sé algengt að byggðar séu blokkir allt upp í 50 hæðir og heilu hverfin eru rifin til að byggja nýtt. „Viðhald þarna er mjög l élegt og rúmlega 30 ára gömul hús líta út eins og þau séu að hruni kominn. Lyktin og rakinn í húsum er mikill.“ Guðný Anna segir að þau hafi ekki skort neitt. „Hinsvegar saknaði ég mikils að hafa ekki uppþvottavél, en þær þekkjast varla þarna. Sjá má heilu staflana af óhreinu leirtaui fyrir utan veitingahús sem bíða eftir að vera þvegin upp úr köldu vatni, en heitt vatn er ekki notað í þrif eins og við eigum að venjast.“ Snakk úr fuglsfótum og þara Kínverskur matur féll í kramið hjá Guðnýju Önnu og er eitt af því sem hún saknar frá dvöl sinni þar. En í fyrstu gekk brösulega að kaupa inn. „Fyrsta innkaupaferð okkar mæðgna var á þá leið að við gengum um búðina og var þar meðal annars hægt að finna ýmislegt snakk úr þurrkuðum fuglsfótum og þurrkaðan þara. Síðan stóð kjötiðnaðarmaðurinn fyrir innan kjötborðið að höggva hausinn af kjúklingnum. Við gengum út með þrjú box af skyndinúðlum.“ Guðný Anna segir að hinar ótrúlegustu skepnur hafi hangið fyrir utan veitingahús til þurrks, allt frá fuglslöppum til hunda, sem stungu í augun í upphafi. „Ég keypti nú aldrei annað en grænmeti og ávexti á markaðnum en þar lá svínakjötið við hliðina á hundakjötinu og lifandi fuglar í búrum þar við hliðina.“ Ólík lífsviðhorf Guðný Anna segir að munur á

Myndir: Guðný Vilhelmsdóttir

„Sjá má heilu staflana af óhreinu leirtaui fyrir utan veitingahús sem bíða eftir að vera þvegin upp úr köldu vatni en heitt vatn er ekki notað í þrif eins og við eigum að venjast.“

menningu og viðhorfi sé afar mikill og að oft hafi komið upp árekstrar vegna tungumálaörðugleika og menningarmunar. „Hugsunarhátturinn var svo ólíkur að tungumálakunnáttan dugði ekki alltaf til. Orðin skiljast en ekki hugsunin. Erfitt getur verið að bjarga sér og gera sig skiljanlegan með handa látbragði, því í Kína er þeirra „fingramál“ allt annað en okkar. Lífsviðhorf okkar og Kínverja eru mjög ólík í mörgu, enda aðstæður okkar og umhverfi gjörólík. Það sem okkur finnst í lagi finnst þeim ekki og svo öfugt.“ Guðný Anna segir að eftir því sem árunum úti fjölgaði hafi fjölskyldan haldið að ekkert gæti komið þeim á óvart lengur en raunin hafi verið önnur. „Fram á síðasta dag kom eitthvað upp á sem gerði mann alveg orðlausan og maður skildi ekki upp eða niður í. En það er jú einmitt það sem gerir þetta svo skemmtilegt.“

Lærdómsríkur tími Eftir rúmlega fimm ára búsetu í Kína, sækir fjölskyldan nú von bráðar á önnur mið og flytur sig yfir til Abu Dhabi vegna vinnu Trausta. „Á þessum rúmum fimm árum í Kína var ég vör við mikar breytingar á öllu. Margar hverjar mjög góðar, en mér finnst slæm þróun að verið sé að búa til „Ameríkur“ út um allt.“ Guðný Anna segir að mikil verðhækkun hafi orðið á öllu meðan fjölskyldan bjó í Kína. „Eflaust hefur ein mesta hækkunin orðið í Shenzhen sem er ein dýrasta borg landsins. Verðlagið rauk upp úr öllu, hvort sem um var að ræða hrísgrjón eða húsnæði, það er bara ofboðsleg þensla á öllu þarna.“ Hún segir að margt hafi komið sér á óvart, enda þekkti hún lítið sem ekkert til lands eða þjóðar áður en hún fór. „Ég ætla ekki að reyna að telja þér trú um að ég hafi verið dansandi í rósóttum kjól á sóleyjarengi allan

tímann.Nei, við áttum öll okkar China Moment, en það orðatiltæki er notað um erfiðar stundir meðal okkar útlendingana. Fyrir óþolinmóða manneskju eins og mig var þetta mjög lærdómsríkt. Eftir að ég fór að geta talað við innfædda komst ég að því að Kínverjar eru mjög almennilegir og eins og við Íslendingar, glaðir að heyra að manni líkaði við landið þeirra og leið vel í því. Þessi tími var alveg ómetanlegur. “ Guðný Anna segir að það sé ekkert eitt sem standi upp úr eftir dvölina í Kína. „Að búa við svona ólíkan menningarheim minnkar fordóma hjá manni, við erum svo mikið forréttindafólk hér og auðvelt er að sitja heima og dæma hitt og þetta sem við höfum aldrei þurft að takast á við sjálf. Þessi tími skilur eftir sig ljúfar minningar,“ segir Guðný Anna að lokum. -Drífa Viðarsdóttir



6

Uppreisnarlög í bland við popptónlist Hefbundin kínversk tónlist hefur mikla sérstöðu í heiminum og er talsvert ólík því sem við þekkjum. Fjölbreytni ræður þó ríkjum í Kína nútímans, vestræn tónlist er vinsæl en þó að þjóðlagahefðin sé enn sterk.

að miðstöð tónlistarflutnings þar sem munkar og nunnur spiluðu á hljóðfæri og sungu. Enn í dag er hægt að hlýða á flutning tónlistar í musterum, hún er mikilvægur þáttur í helgihaldi t.d. í héruðum Shanxi og Hebei.

Þjóðlagatónlist Kínverja á sér djúpar rætur. Þær má rekja til þess þegar forfeðurnir sungu sér til skemmtunar á meðan þeir unnu sín daglegu störf. Þjóðlög Kínverja má ennfrekar rekja til tíma Song ættarinnar þegar Ci ljóðformið varð algengt í bókmenntum þeirra. Þessi lög urðu vinsæl og ljóðskáldið Liu Yong var uppáhald keisarans og eitt þekktasta ljóðskáld þessa tíma. Þess má geta að hefðbundin kínversk tónlist hefur aðrar áherslur og undirstöðu en vestræn tónlist. Kínverskur tónstigi samanstendur af fimm tónum á meðan sá vestræni er átta tóna.

Vestræn tónlist vinnur á Tónlistin sem hljómar í Kína í dag endurspeglast í þjóðinni. Hún er því fjölbreytt og getur verið ansi ólík eftir héruðum. Mikil bylting hefur orðið síðasta árutuginn í flutningi vestrænnar tónlistar í Kína sem tengist þróun landsins í átt að frjálslyndi. Kínverjar hafa tekið nútímatónlist fagnandi og eru orðið mjög vestrænir í hlustun þó svo að þjóðlagahefð Kína eigi enn hluta í tónlistarmenningu þeirra. Í litlum héruðum má heyra blöndu af pólitískum uppreisnarlögum í bland við nýjustu poppslagarana.

Alþýðutónlist verður til Þjóðlögin voru áður fyrr aðallega leikin við hirðina en á tímum Song ættarinnar jukust vinsældir tónlistar með breytingum í samfélaginu, verslun tók við sér og borgir stækkuðu. Alþýðutónlist varð nýtt fyrirbæri sem sameinaði tungumál og listir. Síðar meir bættist leiklist við og frá árunum 960-1911 sameinuðust tónlist og leikrit og hefbundin kínversk ópera varð til. Sterk þjóðlagatónlistarhefð ríkir í trúabrögðum Búddista og Daoista. Fyrir árið 1950 urðu musterin

Trompetleikari faðir rokksins Kínverskt rokk er undir áhrifum frá Bandaríkjunum og Bretlandi og ásamt því blandað við hefðbundna kínverskri tónlist. Cui Jian er einn af frumkvöðlum kínversk rokks og er kallaður faðir kínverska rokksins. Cui Jian er ættaður frá Kóreu en fæddur í Peking 2. ágúst 1961. Hann er menntaður trompetleikari og spilaði frá tvítugsaldri með Fílharmóníuhljómsveit Peking. Eftir að hafa hlustað á upptökur með Simon og Garfunkel og John Denver, sem vinur hans smyglaði frá Hong Kong, fór hann að læra

á þessum tíma. Eftir að Cui Jian hætti í Qi He Ban einbeitti hann sér að sólóferli sínum og stofnaði síðar hljómsveitina ADO og varð einn farsælasti og áhrifamesti tónlistamaður í kínverskri rokksögu.

Cui Jian, faðir kínverska rokksins.

á gítar. Hann stofnaði sína fyrstu hljómsveit Qi He Ban árið 1984, ásamt fleiri klassísktmenntuðum tónlistarmönnum. Hljómsveitin spilaði aðallega mjúkt rokk og ástarballöður og voru undir áhrifum vestrænna hljómsveita eins

og Bítlunum, Rolling Stones og Taling Heads. Qi He Ban var fersk og ný og bar nýja strauma til Kína, tónlist þeirra var talin framsækin, rokkuð með þjóðalagaívafi. Þeir spiluðu á rafmagnsgítar sem var ekki algengt hljóðfæri í Kína

Tónlist Cui Jian bönnuð Cui Jian er nokkurskonar Bubbi Morthens Kína. Textar hans voru afar pólitískir og taldir andvígir kínverska ríkinu. Hann var rekinn úr Fílharmóníusveitinni árið 1990 og einnig bannað að spila á stærstu vettvöngum Peking. Tónlist hans var bönnuð á ríkisreknum fjölmiðlum, útvarps- og sjónvarpsstöðum. Þrátt fyrir þetta mátti Cui Jian halda tónleika annarsstaðar í Kína og því héldu vinsældir hans áfram að vaxa. Með hjálp gervihnattasjónvarpsins náði Cui Jian loksins að spila í beinni útsendingu árið 2000 og árið 2005 fékk hann síðan leyfi til að spila í heimaborg sinni Peking. Þá var banni á tónleikum hans endanlega létt sem staðfesti breytt viðhorf stjórnvalda gagnvart rokktónlist. Cui Jian hefur haldið tónleika um allan heim, leikið og samið tónlist fyrir kvikmyndir. Hann hefur hlotið verðlaunin Prince Claus Awards fyrir þróun tónlistar á heimsvísu. Í dag semur hann tónlist sem fléttar saman ýmsar vestrænar tónlistarstefnur; pönk, danstónlist og jasstónlist. -Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir

50.000 tákn í kínversku en 3.000 duga til blaðalesturs Í Kína býr um 1,4 milljarður manns og eins og gefur að skilja er menning og hefðir innfæddra af fjölbreyttu tagi. Hér eru nokkrar fullyrðingar um tungumál, konur, matarvenjur, meðalhæð og stærðfræðisnilld skoðaðar.

Einföld málfræði Margir halda að kínverska sé eitt erfiðasta tungumál í heiminum sem hægt er að nema. Staðreyndin er hins vegar sú að kínversk málfræði er nokkuð einföld í samanburði við önnur tungumál. En táknin í kínversku eru Vesturlandabúum mjög framandi. Í kínversku eru 50.000 tákn en það dugar að læra 1500 eða 3000 til að geta lesið dagblöð og bækur. Hið opinbera talmál í Kína heitir Putonghua einnig þekkt sem mandarín, sem er útbreiddasta mállýskan.

Réttindi kvenna aukast Kínverskt samfélag hefur lengst af verið karlaveldi. Þrjár ,,konfúsískar skyldur“ kvenna voru að hlýða föður sem barn, eiginmanni sem eiginkona og elsta syni eftir andlát eiginmannsins. Þegar Kommúnistaflokkurinn tók við árið 1949 var stofnað Kvenréttindafélag Kína sem stuðla átti að jafnrétti karla og kvenna. Í kjölfarið fengu kínverskar konur meiri rétt og mikilvægara hlutverk í samfélaginu.

Umdeilt hundaát Sennilega hafa hundar verið borðaðir í Kína frá því 500 fyrir Krist. Hundakjöt er talið hafa heilsusamleg áhrif og framkalla líkamshita. Þess vegna er hundakjöt vinsælast yfir vetrarmánuðina. Frá 2007 hafa rúmlega tíu kínversk samtök tekið þátt í að safna undirskriftum gegn neyslu á hunda og kattakjöti. Fyrir Ólympíleikana í Beijing 2008 skipuðu yfirvöld veitingastöðum leikanna að fjarlægja hundakjöt af matseðlinum.

Hæsta kona heims kínversk Meðalhæð Kínverja hefur hækkað á undanförnum áratugum. Samkvæmt mælingum á 19 ára íbúum Kína frá árinu 2010 er meðalhæð karlmanna 172,1 cm og meðalhæð kvenna 160,1 cm. Það er meira en meðalhæð í Jamaíka og í Egyptalandi. Til gamans má geta að hæsta kona í heiminum, Zeng Jinlian, er frá Kína en hún er 248 cm.

Stærðfræðikunnátta Stærðfræðikennsla stendur framarlega í Kína en nemendur í grunnskólum Shanghai voru efstir í PISA- könnuninni árið 2010. Ýmislegt bendir til þess að uppeldi skipti hér máli en ekki aðeins kennsluaðferðir. Samkvæmt bandarískri könnun frá árinu 2013 leggja kínverskir foreldrar meira upp úr elju í námi, þeir skipuleggja frekar tíma barna sinna og leiðbeina þeim meira í stærðfræði en aðrir foreldrar í Bandaríkjunum.


7

Bardagamyndir sem breyttu bíómenningunni Kínverskar bardagamyndir hafa löngum verið í fararbroddi í framsetningu á slagsmálum og notið vinsælda fyrir um víða veröld. Hér eru nokkrar þeirra sem hafa sett mark sitt á kvikmyndaheiminn.

The One-Armed Swordsman (1967) frá Hong Kong leikstýrð af Chang Cheh. Myndin breytti kvikmyndagerðinni í Hong Kong um aldur og ævi og setti tóninn í bardagalista formið í kínverskri kvikmyndagerð næstu 30 árin. Leikarinn og íþróttamaðurinn Jimmy Wang Yu varð að stjörnu eftir hlutverkið sitt.

Police Story (1985) var kvikmyndasería sem kynnti umheiminn fyrir leikaranum, leikstjóranum og handritshöfundinum Jackie Chan. Jackie var óhræddur við að breyta alvörugefna og dramatíska bardagalistaforminu sem hafði ríkt í Hong Kong með því að setja það upp í gamanmyndaform þar sem hetjan var hinn venjulegi maður sem áhorfandinn gat séð sjálfan sig í. Aðalsmerki myndanna eru stórhættuleg áhættuatriði sem Jackie lék sjálfur en þau enduðu oft með meiðslum.

Once Upon A Time In China (1991) er bíómyndaröð frá meginlandinu sem varð að lokum að 6 sjálfstæðum myndum, en fyrstu þrír hlutarnir eru framúrskarandi. Í myndunum fáum við að sjá hinn unga og hraða Jet Li verða að þeirri frábæru bardagamyndastjörnu sem varð svo seinna meir þekkt í Hollywood.

Hard-Boiled (1992) er leikstýrt af John Woo, sem er þekktur fyrir skotbardaga í hægri sýningu, flögrandi dúfur og síða frakka vondu kallanna. Í myndinni fer einn allra vinsælasti leikari Kínverja, Chow Yun Fat, með stórt hlutverk. John Woo, sem fæddur er í Hong Kong, er fyrsti asíubúinn til að slá rækilega í gegn í Hollywood. Það gerði hann með kvikmyndinni Hard Target sem státaði Belganum geðþekka, JeanClaude Van Damme í aðalhlutverki.

Crouching Tiger, Hidden Dragon (2000) eftir leikstjórann Ang Lee er augnaynd og algjört meistaraverk og ennþá daginn í dag, 14 árum eftir gerð hennar, er hún söluhæsta erlenda myndin í Bandaríkjunum með innkomu upp á 128 milljón dollara.

Fór fjórtán ára alein til Kína til að læra kínversku

Snæfríður Grímsdóttir er tvítug og stundar nám í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands. Fjórtán ára ferðaðist hún til Taívan þar sem hún dvaldi í hálft ár.

yrði hún búin að læra mikið. „Og það varð heldur betur raunin. Eftir nokkrar vikur skildi ég allt sem kennarinn sagði,“ segir Snæfríður og bætir við að kennarinn hafi strax látið þau byrja að tala og segja orðin aftur og aftur til þess að ná sem bestum framburði.

„Ég var alltaf að skrifa kínversku táknin, ímyndaði mér hvað þau þýddu og á öskudaginn var ég alltaf Kínakona,“ segir Snæfríður Grímsdóttir, sem hefur verið hugfangin af Kína síðan hún var barn. Amma studdi Kínaför Þegar Snæfríður var fjórtán ára kom amma hennar því í kring að hún myndi dvelja í hálft ár hjá vinafólki, sem bjó í borginni Kaohsiung í Taívan, til þess að læra kínversku. „Foreldrar mínir tóku ekkert alltof vel í þetta fyrst, ætluðu ekki að senda barnið aleitt til Asíu, en amma talaði þau til“ segir Snæfríður. Snæfríður fór til Taívan í nóvember 2008 í stað þess að klára níunda bekk eins og jafnaldrar hennar. „Mamma mín er grunnskólakennari. Hún hjálpaði mér að undirbúa mig. Ég var búin að vinna fram fyrir mig og tók skólabækur með mér til Taívan.“ Skólinn sem Snæfríður lærði kínversku í heitir Kaohsiung National University. Hún segir að tungumálanám í Taívan sé allt öðruvísi heldur en hér heima. Kennarinn talaði bara kínversku og fyrsta

Snæfríður Grímsdóttir

daginn í skólanum var Snæfríður handviss um að hún hefði rambað inn í vitlausa kennslustofu. Eftir fyrsta tímann var Snæfríður efins og skyldi ekki hvernig hún ætti að læra tungumál þegar hún skyldi ekki orð í því sem kennarinn sagði. Snæfríður hringdi í mömmu sína, sem fullvissaði hana um að þetta væri góð kennsluleið og sagði að eftir nokkrar vikur

Ungfrú eða gleðikona Bæði á meginlandi Kína og í Taívan er töluð mandarín kínverska. Allmörg orð hafa þó tekið sér nýja merkingu í Kína og öfugt. Snæfríður fékk heldur betur að kenna á þessum orðaruglingi. „Í Taívan var ég oft kölluð, xiaojie sem á Taívönsku þýðir ungfrú. Seinni kennarinn sem ég fékk í Taívan, kom frá meginlandi Kína. Í fyrsta tímanum ætlaði ég að biðja hana um aðstoð og kallaði „xiaojie“. Hún varð steinhissa en orðið ungfrú í Taívan, þýðir gleðikona á meginlandinu,“ segir Snæfríður hæjandi. Snæfríður segir Taívani mjög vingjarnlegt fólk. Oft var hún stöðvuð af fólki á götum úti sem vildi koma við húðina á henni og, eða láta taka mynd af sér með henni. Stundum báðu foreldrar hana um að vera á mynd með barninu sínu. „Fólki þótti ég áhugaverð, þar sem margir höfðu ekki hitt skjannahvíta og ljóshærða manneskju í eigin persónu áður“

Skiptinámið kitlar Snæfríður kom heim frá Taívan í apríl 2009. Hún lauk grunnskólaprófi ári síðar og útskrifaðist frá Fjölbrautarskólanum við Ármúla vorið 2012, ári á undan flestum janfnöldrum sínum. Snæfríður segist alltaf hafa verið ákveðin í að læra kínversku í háskólanum. Hún segir að ekki margir sem byrja í náminu hafi grunn í kínversku og flestir byrja til þess að prufa eitthvað nýtt. „Námið er svo miklu víðtækara heldur en bara að læra kínversku, þetta er svo heillandi og framandi. Það kitlar líka mikið að við erum síðasta árið í Kína“ segir Snæfríður og bætir við að hún stefni á að fara til Peking í skiptinám næsta haust. „Ég hef aldrei komið til meginlands Kína. Ég hlakka mikið til vegna þess að ég hef lært svo mikið um kínverska sögu og Kínverjar eiga svo mikið af áhugaverðum borgum, svæðum sem mig langar að sjá“ Að mati Snæfríðar er það sem stendur upp úr í náminu sú tilfinning þegar maður finnur að maður hefur bætt sig í tungumálinu. „Það eru svo mikil verðlaun að yfirstíga það sem maður var hræddur við í upphafi“ útskýrir hún. Snæfríður segist sjálf eiga auðvelt með að læra tungumál en

bætir við að það sem skiptir mestu máli er áhuginn og þora að tala málið. Samstaða hjá kínverskunemum Snæfríður segir það skipta máli að vera í góðum tengslum við kínversku skiptinemana sem eru í Háskóla Íslands. Konfúsíusarstofnun Norðurljósa er fræðasetur sem sér um ýmsa menningarviðburði tengda Kína. Tilgangur stofnunarinnar er að hvetja fólk til þess að læra kínversku og fræða fólk um menningu Kína. Konfúsíusarstofnun skipuleggur einnig uppákomur með íslenskum og kínverskum nemendunum. „Við gerum mikið saman. Stundum eldum við bollur, fylltar með kjöti og grænmeti, sem á kínversku kallast jiaozi. Við höfum líka hist og horft saman á kínverskar kvikmyndir“ segir Snæfríður. „Ég hef virkilega gaman að þessu námi, svo ég veit að ég er á réttri braut“ segir Snæfríður og bætir við að hún ætli að lifa lífinu, setja sér markmið og fylgja þeim. Í framtíðinni langar hana að vinna í alþjóðlegu umhverfi og segist ætla að láta námið í kínverskum fræðum leiða sig inn í draumastarfið. -Kristín Clausen


8

Gott að vita

Vegabréfsáritun Nauðsynlegt er að fá vegabréfsáritun áður en haldið er til Kína. Leggja verður fram passamynd og gilt vegabréf en afgreiðsla umsóknarinnar tekur um fimm virka daga. Kínverska sendiráðið sér um afgreiðsluna. Sprautur Fólki er ráðlagt að fara í bólusetningu áður en haldið er til Kína í fyrsta sinn. Sprauta skal við eftirfarandi sjúkdómum: Mænusótt, barnaveiki, taugaveiki, lifrarbólgu A og B.

Rebekka Kristín Garðarsdóttir

„Hong Kong er ein af þessum stórborgum sem maður annað hvort fellur fyrir eða sér ekki sjarmann í hraðanum, hávaðanum eða heimamönnum.“

Mynd: Andrea Líf Ægisdóttir

Ótal tækifæri í Hong Kong Rebekka Kristín Garðarsdóttir ólst upp á Kópaskeri þar sem í dag búa um 122 manns. Í dag er hún búsett í stórborginni Hong Kong ásamt fjölskyldu sinni, þar sem íbúafjöldinn nær yfir 7 milljónir. Upphaflega ætlaði hún að stoppa stutt, en féll fyrir borginni og býr þar enn. „Hér er ég útgáfustjóri fyrir mánaðartímaritið og fréttasíðuna AsianInvestor sem fjallar um fjárfestingatækifæri í Asíu. Fyrirtækið gefur út yfir 120 tímarit um allan heim en mitt starf er að sjá til þess að eitt þeirra standi undir sér og vel það.“ segir Rebekka Kristín Garðarsdóttir viðskiptafræðinemi sem flutti til Hong Kong fyrir 11 árum síðan. Ílengdist í Hong Kong Upphaflega fór hún til Hong Kong

til að aðstoða systur sína Huldu Þórey við að setja upp fyrirtæki. Rebekka ílengdist og fór sjálf í fyrirtækjarekstur sem hún að lokum seldi og og tók að sér sölustörf fyrir Haymarket Media Ltd sem er breskt útgáfufyrirtæki í einkaeigu Lord Michael Heseltine. Rebekka segir að það séu kostir og gallar við að búa í borg eins og Hong Kong en það sem standi uppúr séu öll þau tækifæri sem duglegu og röggsömu fólki býðst. Lífstíll þeirra sé er í ofanálag ávanabindandi. „Hér hafa allar barnafjölskyldur svokallaða hjálpara í fullu starfi sem sjá um að þrífa, elda, kaupa inn, passa börnin og flest annað dagsdaglegt í heimilisrekstrinum sem á Íslandi lendir á þreyttum útivinnandi foreldrum alla daga.“ Fólk býr almennt þrengra í Hong Kong en á Íslandi. „Nú þegar við

erum orðin vön litlum íbúðum og miklu nábýli, spyr maður sig hvort þetta skili sér ekki í betri samskiptum og nánari samveru við sína nánustu“ segir Rebekka.

Móðurmálinu haldið við Rebekka býr ásamt fjölskyldu sinni í Hong Kong, í næsta nágrenni eru eldri systkinin hennar, Hulda Þórey og Bjarki Viðar með sínar fjölskyldur. Þar til nýverið bjó líka pabbi og hans kærasta í sama bæ svo það var stutt að fara í heimsókn til nánustu fjölskyldumeðlima segir Rebekka. „Dóttir mín leikur sér við frændsystkini sín á hverjum degi og æfir sig í íslensku. Öll tala þessi börn íslensku eins og herforingjar og er mikið gert til að halda móðurmálinu að þeim, þótt þau hafi flest lítið verið á Íslandi og aldrei búið þar.“

Féll fyrir borginni Þessi stórkostlega borg heltók mig og ég vildi ekki búa annars staðar segir Rebekka. „Hong Kong er ein af þessum stórborgum sem maður annað hvort fellur fyrir eða sér ekki sjarmann í hraðanum, hávaðanum eða heimamönnum.“ Rebekka segir að það sé afar algengt að hitta fólk sem kemur til Hong Kong í bakpokarferðalag eða í stutta verkefnavinnu en ílengdist í fjölda ára. „Þar er ég engin undantekning“ bætir hún við. „Ég get hvergi annars staðar hugsað mér að vera og er búin að koma mér þannig fyrir hér í vinnu og einkalífi að óvíst er hvort eða hvenær ég fer héðan.“ -Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir

Mynt Gjaldmiðillin Kína heitir renminbi, skammstafað RMB. Auðvelt er að skipta dollurum í Kína. Stærri veitingastaðir og verslanir taka kreditkort en gott er að hafa seðla fyrir smærri staði. Besti tíminn Kína er stórt land og því misjafnt eftir landshlutum hver besti ferðatíminn er. Almennt er þó veðurfar milt og hagstætt í september og október. Tungumál Putonghua eða mandarín er opinbert tungumál Kína. Víða er hægt að bjarga sér á ensku. Undirbúningur Gott er að undirbúa ferðalag til Kína með því að lesa sér til á netinu og skoða ferðabækur. Kínverskt samfélag gengur nú í gegnum örar breytingar og því ráð að notast bara við nýjustu útgáfur og upplýsingar. Margir mæla með Lonely Planet China fyrir ferðalanga á leið til Kína vitaskuld eru til ótal aðrar ferðabækur.


2. tölublað 2. árgangur

14. febrúar 2014

Íslenski heilbrigðisklasinn Fyrirtæki og stofnanir í heilbrigðisgeiranum hafa tekið sig saman um að skapa betri starfsskilyrði. Hugmyndin er að heilbrigðistengd starfsemi geti orðið ein af undirstöðu atvinnugreinunum á Íslandi í framtíðinni. Efla á læknistengda ferðaþjónustu og hlúa að hátæknifyrirtækjum.

Síða 8

Útlendingar í augnaðgerðir hér

Samræmd rafræn SjÚkraSkrá

æSkudraumur að Skera í fólk

rannSaka krabbameinSmeðferð

Allt að helmingi ódýrara hér en í Danmörku.

Allar opinberar heilbrigðisstofnanir fá aðgang í sumar.

Jóhannes Árnason starfar sem lýtalæknir í þremur löndum.

Kannað verður hvort meðferð við brjóstakrabbameini henti öllum.

Síða 4

Síða 7

Síða 10

Síða 12


—2—

PILLA

BLAÐRA

MAGI

Gagnrýnendur segja hættu á því að fólk vilji síður breyta mataræði sínu og hreyfa sig þegar slík skyndilausn við aukakílóunum, eins og blaðran, er í boði.

Blaðra í magann gegn offitu Tafla sem breytist í blöðru í maganum er nú komin á markað frá bandaríska lyfjaframleiðandanum Obalon Therapeutics. Þegar blaðran er í maganum fær líkaminn þau skilaboð að maginn sé fullur svo fólk borðar minna og léttist. Taflan er sett í magann með legg og geta læknar blásið hana upp með sérstöku gasi og verður blaðran þá á stærð við epli. Mánuði síðar er önnur blaðra sett í magann til að gera seddutilfinninguna enn meiri. Blöðrurnar eru í maganum í 12 vikur og þá fjarlægðar af lækni upp um meltingarveg. Blaðran er markaðssett sem skjótvirk lausn við aukakílóunum og segja gagnrýnendur að tilkoma hennar gæti haft þau áhrif að fólk leitist síður við að breyta mataræðinu og hreyfa sig og vilji frekar slíka skyndilausn. Evrópsk rannsókn á 100 konum á fimmtugsaldri sýndi að hver missti að meðaltali 8 kíló þá þrjá mánuði sem þær voru með blöðrurnar í maganum. 

14. febrúar 2014

750 milljóna sparnaður á ári ef tíðni sykursýki II lækkar um 10% Kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna meðferðar á sykursýki II, eða áunninni sykursýki, er að meðaltali hálf milljón á ári á hvern sjúkling. Ef tíðni sjúkdómsins myndi lækka um 10 prósent yrði hægt að spara 750 milljónir á ári. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að hver og einn taki ábyrgð á eigin heilsu og bindur miklar vonir við góðan árangur af innleiðingu hreyfiseðla.

Talið er að hér á landi séu um 15.000 manns með sykursýki II eða áunna sykursýki en sjúkdómurinn er ein algengasta afleiðing offitu.

D ag n ý H u l Da E r l E n D s D ó t t i r

Á

ætlað er að hér á landi séu um 15.000 manns með áunna sykursýki eða sykursýki II. Kostnaður heilbrigðiskerfisins við hvern sjúkling er að meðaltali hálf milljón á ári og því væri hægt að spara um 750 milljónir á ári ef til fellum sykursýki II yrði

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. Ritstjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@ frettatiminn.is . Ritstjórnarfulltrúi: Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is . Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Líftíminn er gefinn út af Morgundegi ehf., prentaður í 85.000 eintökum í Landsprenti og dreift mánaðarlega með Fréttatímanum og á heilbrigðisstofnanir.

t í m* s e f u aðófun t s ni pr k r Vi skum ní klí

fækkað um tíu prósent,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Hann kveðst bjartsýnn á að á næstu árum verði viðsnúningur hér á landi og að tíðni offitu og ofþyngdar fari lækkandi. „Það hefur náðst árangur við lækkun á tíðni ofþyngdar hjá börnum svo það er ástæða til bjartsýni. Hreyfiseðlar hafa nú verið innleiddir í heilbrigðiskerfinu og ég bind miklar vonir við notkun þeirra til að minnka tíðni sykursýki II. Rannsóknir sýna að fækka má sjúklingum með sykursýki II um 80 prósent eingöngu með hreyfingu og breyttu mataræði. Þá hefur einnig verið sýnt fram á að skipulögð hreyfing sé öflug leið til að vinna gegn öðrum sjúkdómum eins og langvarandi verkjum, kransæðasjúkdómum, hjartabilunarsjúkdómum, kvíða, depurð, háum blóðþrýstingi og fleiru,“ segir hann. Markmið Kristjáns Þórs með innleiðingu hreyfiseðlanna er að þeir

verði hluti af meðferðarúrræðum hjá læknum á heilsugæslustöðvum og öðrum stofnunum um allt land. „Notkun hreyfiseðlanna hefur aukist jafnt og þétt sem er mjög ánægjulegt. Víða erlendis eru hreyfiseðlar orðnir eðlilegur hluti af meðferð sjúkdóma með góðum árangri.“ Kristján Þór leggur áherslu á að þó kostnaður heilbrigðiskerfisins við sykursýki II sé hár beri sjúklingarnir sjálfir mesta kostnaðinn þar sem sjúkdómurinn hafi alvarleg áhrif á heilsu. „Þess vegna er afskaplega mikilvægt að allir, bæði heilbrigðisstarfsfólk og sjúklingar, taki þeirri áskorun sem felst í innleiðingu hreyfiseðla. Þetta snýr ekki síður að einstaklingnum sjálfum sem á skilyrðislaust að taka ábyrgð á eigin heilsu. Þetta er eitthvert besta dæmið um það og segir manni að mikilvægt sé að hver og einn beri ábyrgð á sinni hreyfingu og mataræði.“

Lúsasjampó

eyðir höfuðlús og nit

Öflugt - fljótvirkt - auðvelt í notkun Virkar í einni meðferð Fljótvirkt: Virkar á 10 mínútum 100% virkni gegn lús og nit Náttúrulegt, án eiturefna FÆST Í ÖLLUM APÓTEKUM Íslenskar upplýsingar er að finna á www.licener.com/IS

* Abdel-Ghaffar F et.al; Parasitol Res. 2012 Jan; 110(1):277-80. Epub 2011 Jun 11.

Fyrir 2 ára og eldri

Mjög auðvelt að skola úr hári!


Bætt líðan betra líf

ÞÚ

uP uPP PP P á þitt Besta! Berocca® Performance er einstök samsetning

af B vítamínunum, C vítamíni, magnesíum og zínki

Bættu frammistöðu þína með Berocca

- rannsóknir hafa sýnt að það ber árangur

Syk

t S u a url


—4—

14. febrúar 2014

Útlendingar í augnaðgerðir til Íslands Árlega koma hingað til lands nokkur hundruð útlendinga í augn­ aðgerðir. Flestir koma frá Færeyjum og Grænlandi en þar er ekki boðið upp á slíkar aðgerðir. Mun hagstæðara er fyrir íbúa þessara landa að fara til Íslands en Danmerkur þar sem munað getur allt að helmingi á verði. Dagný HulDa ErlEnDsDóttir

Á Útlendingar eru mikilvæg viðbót við íslenska markaðinn.

r hvert koma nokkur hundruð útlendinga í augnaðgerðir hjá íslenskum augnlækningafyrirtækjum. Flestir koma frá Grænlandi og Færeyjum en í þeim löndum er ekki boðið upp á slíkar aðgerðir. Nokkrir koma einnig frá öðrum nágrannaríkjum, meðal annars vegna langra biðlista í heimalandinu og hagstæðs verðs hér á landi. Algengast er að fólk komi til Íslands á mánudegi og dvelji svo út vikuna. Ekki koma upp tungumálaörðugleikar þar sem margir af læknum og hjúkrunarfræðingum augnlækningastofanna hafa menntað sig erlendis. Að sögn Þórunnar Elvu Guðjohnsen, framkvæmdastjóra Augljóss, kjósa Færeyingar að koma til Íslands meðal annars því aðgerðirnar kosta allt að helmingi minna en í Danmörku og á hinum Norðurlöndunum. Auk þess kunni þeir að meta að verðið sé fast en ekki sé innheimt eftir því hvaða aðgerð er um að ræða eins og oft sé raunin annars staðar. Hún segir misjafnt hversu lengi fólk dvelur á Íslandi vegna sjónlagsaðgerða. „Stundum kemur fólk í forskoðun daginn sem það lendir og fer svo í aðgerð næsta dag og í eftirskoðun þar næsta dag. Það er skemmsti mögulegi dvalartími. Margir kjósa líka að dvelja lengur og fara í skoðunarferðir og þá þarf að skipuleggja ferðina í samræmi við það. Til dæmis er ekki hægt að fara í Bláa lónið daginn eftir aðgerð en vel hægt að keyra Gullna hringinn.” Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri

Ekki er hægt að fara í laseraðgerðir og augnsteinaskipti í Færeyjum og á Grænlandi og sækir fólk þaðan þjónustu á Íslandi. Kostnaður við slíka aðgerðir er mun minni á Íslandi en í Danmörku. Algengt er að fólk dvelji hér á landi í þrjá daga eða lengur og nýtir ferðina til að njóta lífsins og fara í styttri ferðir. Ljósmynd/GettyImages/NordicPhoto

Sjónlags, segir fjölda þeirra útlendinga sem koma til þeirra í aðgerðir aukast með hverju árinu. „Flestir koma frá Færeyjum og Grænlandi og svo er einn og einn frá hinum Norðurlöndunum. Fólk kemur til okkar í laseraðgerðir frá nágrannalöndunum en svo eru líka sífellt fleiri sem fara í augasteinaskipti. Íslenska krónan er veik og því er það góður kostur fyrir Færeyinga og Grænlendinga

að koma hingað með danskar krónur og þjónustan þykir góð. Fólk kemur og nýtir ferðina til að versla og fara í skoðunarferðir, út að borða og hafa það huggulegt.” LaserSjón hefur tekið á móti fjölda Færeyinga í augnaðgerðir frá árinu 2000. Síðastliðin tvö ár hefur fyrirtækið átt í samstarfi við ferðaskrifstofuna 62° Norður í Færeyjum um komu fólks hingað til lands

í sjónlagsaðgerðir um pöntun á flugi, hóteli og augnaðgerðum. „Fólk kemur til okkar í sjónlagsaðgerðir og augnsteinaskipti. Yfirleitt gista okkar viðskiptavinir á hóteli hérna í nágrenninu og dvelja á Íslandi í að minnsta kosti þrjá til fjóra daga. Útlendingar eru mikilvæg viðbót við íslenska markaðinn,“ segir Eva María Gunnarsdóttir hjá LaserSjón.

KYNNING

Bio Kult Pro-Cyan við þvagfærasýkingum Með breyttum lífsstíl, aukinni streitu í daglegu lífi, ýmsum sjúkdómum og aukinni lyfjanotkun er oft gengið á bakteríuflóruna í þörmunum. Við þær aðstæður verður auðveldara fyrir E. coli bakteríuna að grassera og hún fær greiðari aðgang að þvagrásinni sem getur valdið sýkingum. Slíkar sýkingar geta skaðað slímhimnu þvagrásarinnar.

Að sögn Birnu Gísladóttur, sölu- og markaðsfulltrúa IceCare, eru helstu einkenni þvagfærasýkingar tíð þvaglát, aukin þörf fyrir þvaglát um nætur og aukin þörf fyrir þvaglát án þess að kasta af sér þvagi. „Þvagfærasýkingu geta einnig fylgt verkir og brunatilfinning við þvaglát, óeðlileg lykt og litur af þvaginu og gröftur í þvagi,“ segir hún. Bio-Kult Pro-Cyan inniheldur vísindalega þróaða þrívirka formúlu, trönuberjaþykkni, tvo sérstaklega valda gerlastrengi og A vítamín. „Hlutverk gerlanna og A-vítamínsins í vörunni er að hjálpa líkamanum að viðhalda eðlilegu bakteríumagni í þörmum og að viðhalda eðlilegri starfsemi í þvagrásarkerfinu,“ segir Birna. Mælt er með því að taka inn 1 til 2 hylki einu sinni til tvisvar sinnum á dag með mat. Bio-Kult Pro-Cyan hefur verið sérstaklega hannað til að henta barnshafandi konum en samt sem áður er alltaf mælt með því að ráðfæra sig við fagfólk áður en notkun hefst. Fyrir börn 12 ára og yngri er mælt með hálfum skammti af ráðlagðri skammtastærð fyrir fullorðna. Bio-Kult Pro-Cyan fæst í apótekum og heilsubúðum.

Bætibakteríur við

Bio-Kult ProCyan er gott við þvagfærasýkingum. Streita, sjúkdómar og lyfjanotkun geta haft áhrif á bakteríuflóru í þörmum og við þær aðstæður verður auðveldara fyrir E. Coli bakteríuna að grassera og aðgangur hennar að þvagrásinni verður greiðari.

Birna Gísladóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá IceCare, segir gerla og A-vítamín í Bio-Kult Pro-Cyan hjálpa líkamanum að viðhalda eðlilegu bakteríumagni í þörmum og eðlilegri starfsemi í þvagrásarkerfinu.

magakrampa Börn sem fá bætibakteríur fyrstu þrjá mánuðina eftir fæðingu fá síður magakrampa, bakflæði og hægðatregðu, samkvæmt nýrri ítalskri rannsókn sem greint var frá í vísindatímaritinu JAMA í janúar síðastliðnum. Við rannsóknina fengu 500 börn annað hvort dropa með bætibakteríum eða lyfleysu. Niðurstöðurnar sýndu að yfir þriggja mánaða tímabil grétu þau börn sem fengu bætibakteríur mun minna og fundu fyrir minni óþægindum í maga en börnin sem fengu lyfleysu. „Í Evrópu eru algengt að nota bætibakteríur við magakrampa. Bætibakteríur eru lifandi bakteríur sem viðhalda náttúrulegu jafnvægi í meltingunni,“ segir dr. Flavia Indrio hjá barnadeild Aldi Mori háskólans í Bari og einn þeirra sem að rannsókninni stóðu. Hann leggur áherslu á að niðurstöðurnar þurfi að sannreyna aftur áður en bætibakteríur verða hluti af hefðbundinni meðferð við magakrampa ungbarna. Sérfræðingar vara þó við því að bætibakteríur séu notaðar sem forvörn við magakrampa, heldur aðeins meðferð og alltaf undir eftirliti barnalækna. Magakrampi og iðravandamál geta haft langtímaáhrif og því er til mikils að vinna að koma í veg fyrir slíkt.


—5—

14. febrúar 2014

KYNNING

H

ingað til hefur fátt verið í boði fyrir börn sem þjást af uppþembu eða ungbarnakveisu annað en dropar og róandi lyf til inntöku. Að gefa ungbörnum lyf er þó örþrifaráð sem fæstir vilja þurfa að grípa til. Skilaboðin til foreldra hafa því gjarnan verið að lítið sé hægt að gera annað en að bíða uns þessu tímabili ljúki í lífi barnsins. Þeir sem reynt hafa vita þó hve erfitt þetta getur reynst bæði foreldrum og börnum enda börnin oft óvær, vansvefta og jafnvel sárþjáð.

Hvað er Windi?

Nú er loksins komið á markaðinn lækningatæki sem ætlað er til að hjálpa ungbörnum að losna við loft á einfaldan, öruggan og sársaukalausan máta. Windi er mjúkur, meðfærilegur og holur plastventill með rúnnuðum stút sem er nógu langur til að komast inn fyrir endaþarmshringvöðva barnsins sem annars lokar loft í þörmunum. Á Windi er einnig brún sem kemur í veg fyrir að ventillinn fari of langt inn. Windi fer þannig mátulega langt inn án þess að nokkur hætta sé á að hann skaði barnið eða valdi því óþægindum. Með því að nudda maga barnsins og nota svo Windi ventilinn losnar barnið auðveldlega við loft og líðan þess batnar verulega. Aðferðin er gamalreynd og þekkt innan heilbrigðisgeirans en þó er Windi fyrsta varan af þessu tagi sem er sérhönnuð fyrir foreldra til að nota heima við. Windi er ekki eingöngu fyrir þau börn sem hafa ungbarnakveisu. Ventillinn getur ekki síður gagnast þeim börnum sem þjást af vægari einkennum svo sem uppþembu, vindverkjum, og jafnvel hægðatregðu.

Kannast þú við: Kláða? Sviða? Aukna útferð?

Ummæli frá foreldrum „Sá litli svaf almennilega í fyrsta skipti.“ „Sonur okkar var orðin vær eftir aðeins tvo daga.“

Fluconazole Portfarma

„Við vorum búin að prófa allt, og þá meina ég allt.“

Aðeins eitt hylki - fæst í lausasölu.

„Við notuðum Windi og það virkaði virkilega vel. Mælti meira að segja með þessu við aðra móður sem ég hitti á biðstofunni á heilsugæslunni.“

Fluconazole Portfarma við sveppasýkingum í leggöngum af völdum gersveppsins Candida. Einkenni sveppasýkinga í leggöngum eru meðal annars kláði og sviði í leggöngum og á ytri kynfærum.

„Maður sá greinilega léttinn á andlitinu á henni.“

Til inntöku um munn.

„Lillinn okkar róaðist niður.“

Sænska ungbarnaverndin mælir með Windi – Windi er skráð sem lækningatæki í Evrópu. Windi fæst í apótekum. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar má finna á www.portfarma.is.

Lyfið á aðeins að nota hafi konan áður verið greind með sveppasýkingu hjá lækni og þekki þannig einkennin. Lestu fylgiseðilinn vandlega fyrir notkun.

Fæst án lyfseðils. Ekki má nota Fluconazole Portfarma: Ef þú ert með ofnæmi fyrir flúkónazóli, öðrum lyfjum sem þú hefur tekið við sveppasýkingu eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Tekur eitthvert þessara lyfja: Astemizol, terfenadin, císapríð, pimozíð, quinidín eða erýtrómýsín. Ráðfærðu þig við lækninn ef eitthvað af þessu á við: Ef þú ert yngri en 16 ára eða eldri en 50 ára gömul, ef útferðin lyktar illa eða er ekki ljós á litinn, ef ytri kynfæri hafa að auki sár eða vörtur, ef þú færð hita, önnur einkenni s.s. magaverk eða erfiðleika með þvaglát, ef þetta er í fyrsta skiptið sem þú færð einkenni sveppasýkingar í leggöngum, ef þú hefur fengið sveppasýkingar oftar en tvisvar á síðustu 6 mánuðum, ef þú ert með langvarandi sjúkdóm, ef þú notar önnur lyf, ef þú ert með lifrar- eða nýrnasjúkdóm, ert með hjartasjúkdóm, þar með taldar hjartsláttartruflanir, ef þú ert með óeðlilegt magn kalíum, kalsíum eða magnesíum í blóði, ef þú færð alvarleg einkenni frá húð (kláða, roða í húð) eða færð öndunarerfiðleika. Þú skalt ekki taka Fluconazole Portfarma ef þú ert þunguð eða með barn á brjósti nema læknirinn hafi sérstaklega ráðlagt þér það. Notkun: Eitt 150 mg hylki í stökum skammti. Algengustu aukaverkanir: Höfuðverkur, magaóþægindi, niðurgangur, ógleði, uppköst, aukning á lifrarensímum í blóðprufum, útbrot. Dagsetning endurskoðunar textans: 30.01.2014.

portfarma.is


—6—

14. febrúar 2014

Óvættirnar þursabit, skessuskot og djöflatak lýsingar bráðra bakverkja Fólk sem fær snöggt í bakið lýsir flest mikilli vanlíðan og kvölum. „Ekki þarf annað en vitna í orð eins og þursabit, skessuskot og djöflatak sem eru orð sem fólk fyrr á tímum notaði til að lýsa slæmum bráðabakverk,“ segir Gísli Sigurðsson, MT-sjúkraþjálfari hjá Klíník sjúkraþjálfun.

Á

stæður bráðra bakverkja segir Gísli geta verið margþættar og nefnir sem dæmi læsingar í smáliðum hryggjarins sem stjórna hreyfingum hryggjarliða. „Það má líkja læsingum í smáliðum við hurð sem er stíf á hjörunum og þarf að smyrja til að hún opnist og lokist rétt. Ef smáliðirnir læsast sem getur gerst þegar líkaminn þolir ekki ákveðið álag virðast liðfletir smáliða leggjast í ranga stöðu og ein kenning er sú að liðpokinn sem umlykur smáliði klemmist á milli sem veldur einkennum og oft og tíðum miklum verkjum.“ Vert sé þó að hafa í huga að aðrir vefir sem liggja að hryggnum geti einnig gefið einkenni þó skýringarnar geti verið fleiri. „Einkenni geta verið frá hryggþófa sem liggur milli aðlægra hryggjarliða en hryggþófinn virkar sem dempari og tekur við lóðréttu samþjöppunarálagi. Mesta álagið á hryggþófann er við langvarandi einhæfar stöður eins og kyrrsetu eða ranga líkamsstöðu og beitingu.“ Stundum er það sambland af smáliðum og hryggþófa sem skýra bakverk sem hefur áhrif á hreyfimynstur og almenna færni einstak-

lingsins. Gísli segir oftast einhvern undanfara bráðra bakverkja eins og stirðleika í baki og vöðvakerfi sem umlykur hryggjarsúluna. „Oft án þess að fólk hafi veitt því athygli sem svo síðar gefur sig við einhverja athöfn sem þarf ekki endilega að vera nema klæða sig í sokka að morgni eða bogra fram eftir léttum hlut frá gólfi.“ Til að lina þjáningar og verki þegar óvættirnar hafa tekið sér bólfestu í líkamanum segir Gísli mikilvægt að gera sér grein fyrir því að í mörgum tilfellum vari þessi einkenni aðeins um stundarsakir en yfirleitt þurfi að taka því rólega fyrstu tvo sólarhringana. „Í kjölfarið er mikilvægt að leita sér hjálpar hjá fagaðilum eins og sjúkraþjálfurum sem hafa þekkingu á meðhöndlun bráðaeinkenna frá baki. Ef skoðun og greining gefur vísbendingu um að smáliðir eigi sök á einkennum frá bakinu geta ýmis meðferðarsnið flýtt fyrir bata, meðal annars liðlosun á hryggjarliði.“ Séu einkennin hins vegar frá hryggþófanum er nálgunin öðruvísi því skjólstæðingar þurfa að fylgja ákveðnum leikreglum til að ná árangri og þar skiptir samvinna sjúkraþjálfara og

Gísli Sigurðsson, MT-sjúkraþjálfari hjá Klíník sjúkraþjálfun, segir oftast einhvern undanfara bráðra bakverkja eins og stirðleika í baki og vöðvakerfi sem umlykur hryggjarsúluna. Ljósmynd/Hari.

skjólstæðinga miklu máli. „Ef nefna á eitt meðferðarsnið við hryggþófaröskun þá getur togmeðferð í sumum til-

fellum hjálpað en fræðsla er líka stór þáttur meðferðarinnar,“ segir Gísli og leggur áherslu á að ávallt þurfi að

meta hvern og einn skjólstæðing með tilliti til einkenna og almennrar færni áður en meðferðarsnið er ákveðið.

Augnheilbrigði

NÝTT OG ENDURBÆTT AUGNVÍTAMÍN Í NÝJUM UMBÚÐUM! Viteyes AREDS2 er andoxunarvítamín með sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað við aldursbundinni augnbotnahrörnun. Nú er vítamínið með endurbættri formúlu sem gerir það enn betra en áður. Viteyes í nýju umbúðunum er komið í dreifingu og er fáanlegt á sömu stöðum og áður, um allt land.

www.provision.is

Eldri umbúðir

Fæst í öllum helstu apótekum um allt land.

Nýjar umbúðir


—7—

14. febrúar 2014

Samræmd rafræn sjúkraskrá í sumar sjúkraskrárupplýsingum.“ Eitt verkefnanna miðar að því að veita heilbrigðisstarfsfólki aðgang að upplýsingum á Landspítalanum með kerfi sem hefur verið þróað þar og heitir Heilsugátt sem safnar öllum upplýsingum um sjúklinga spítalans á einn stað. „Að undanförnu hefur því kerfi verið dreift á opinberar heilbrigðisstofnanir. Aðgangur er kominn til dæmis á allar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Suðurlandi og á Suðurnesjum og nú er verið að klára innleiðingu í öðrum landshlutum.“ Með innleiðingu Heilsugáttar geta læknar og hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöðvum til dæmis séð gögn um allt það sem gerðist í innlögn síns skjólstæðings á Landspítala.

Kerfið virkar aðeins í aðra átt, frá Landspítala. „Annað verkefni gengur út á að tengja saman Sögu-gagnagrunna milli umdæmanna og gera þannig aðgengilegar upplýsingar um helstu atriði úr rafrænni sjúkraskrá eins og ofnæmi, innlagnir, komur, sjúkdómsgreiningar og fleira en sú lausn virkar í báðar áttir.“ Sú lausn er í prófun og hefur verið sett upp á Suðurlandi að Höfn og á Vesturlandi og Suðurnesjum. „Núna erum við að vinna við uppsetningu á öðrum stofnunum. Stefnan er að allar opinberar heilbrigðisstofnanir verði samtengdar um mitt næsta sumar.“ Einkareknar stofur og hjúkrunarheimili sem eru með Sögu kerfið fá aðgang að samtengdu rafrænu sjúkra-

skránni í framhaldinu. „Það er verið að vinna að því að á þeim stöðum sem önnur kerfi en Saga eru notuð verði sambærilegur aðgangur svo á endanum eiga allar heilbrigðisstofnanir að geta tengst og séð gögn sjúklinga sinna. Ingi Steinar segir helsta ávinninginn af samtengdri sjúkraskrá fyrst og fremst meira öryggi sjúklinga. Eftir því sem heilbrigðisstarfsfólk hefur betri upplýsingar, því minni líkur eru á mistökum. Einnig flýtir þetta fyrir þjónustu og kemur í veg fyrir tvíverknað.“ Samhliða uppsetningu á samtengdri sjúkraskrá er unnið að vefsíðu þar sem fólk getur skráð sig inn og séð sínar sjúkraskrárupplýsingar til dæmis ávísuð lyf og sent inn beiðnir um endurnýjun á lyfseðlum.

Óðum styttist í allar opinberar heilbrigðisstofnanir á Íslandi geti tengst rafrænni, samræmdri sjúkraskrá.

Við léttum þér lífið

Fastus ehf. býður upp á mikið úrval af stuðningshlífum frá Sporlastic. Sérhæft fagfólk á sviði endurhæfingar, hjúkrunar og hjálpartækja leggur metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða við val á réttu spelkunni fyrir þig. Vinsamlega pantið tíma í síma 580 3912.

FASTUS_H_07.02.14

Stefnt er að því að um mitt næsta sumar hafi allar opinberar heilbrigðisstofnanir aðgang að samtengdri, rafrænni sjúkraskrá. Í framhaldinu geta einkareknar stofur og hjúkrunarheimili svo tengst kerfinu. Samhliða er unnið að uppsetningu á vefsíðu þar sem fólk getur séð sínar sjúkraskrárupplýsingar eins og ávísuð lyf og sent inn beiðnir um endurnýjun á lyfseðlum.

S

tefnt er að því að allar opinberar heilbrigðisstofnanir hafi aðgang að samtengdri, rafrænni sjúkraskrá næsta sumar en þessa dagana er unnið að samtengingu milli landshluta og til og frá Landspítala. Að sögn Inga Steinars Ingasonar, verkefnisstjóra rafrænnar sjúkraskrár hjá embætti landlæknis eru gagnagrunnar innan hvers heilbrigðisumdæmis nú samtengdir. Allar upplýsingar eru því í dag aðgengilegar innan hvers umdæmis nema á höfuðborgarsvæðinu þar sem þær eru mjög dreifðar. „Okkar forgangsverkefni síðan embætti landlæknis tók við umsjón með verkefnum á sviði rafrænnar sjúkraskrár hefur verið að auka aðgengi að

Komdu og skoðaðu úrvalið - við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig.

Veit á vandaða lausn

Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is


—8—

14. febrúar 2014

Verða heilbrigðisvísindin „þetta hitt“? Samkvæmt McKinsey skýrslunni frá 2012 um hagvaxtarmöguleika á Íslandi í framtíðinni þurfa að koma til nýjar undirstöðu atvinnugreinar á næstu áratugum. Ljóst er að þær sem fyrir eru, stóriðja, sjávarútvegur og ferðaþjónusta, munu ekki vaxa endalaust og því er ljóst að eitthvað annað þarf að koma til eigi að tryggja áframhaldandi almenna hagsæld. Síðan skýrslan kom út hefur orðasambandið „eitthvað annað“ verið mikið notað og ýmsar hugmyndir kviknað og nú er þeirri spurningu velt upp hvort heilbrigðistengd starfsemi geti orðið ein af undirstöðu atvinnugreinum á Íslandi.

Þekkingarfyrirtækið Gekon vinnur nú að því í samstarfi við heilbrigðisráðuneyti, Félag atvinnurekenda, Læknafélagið og fjölda fyrirtækja í heilbrigðistengdri starfsemi að kanna hvort heilbrigðistengd atvinnustarfsemi geti orðið ein af undirstöðu atvinnugreinum á Íslandi.

11 29 V

D ag n ý H u l Da E r l E n D s D ó t t i r

af

fyrirtækjum í eignasafni Nýsköpunarsjóðs Íslands tengjast heilbrigðismálum.

ið stöndum frammi fyrir ýmsum áhugaverðum áskorunum í heil­ brigðismálum á næstu árum. Það er mikil gróska í starfsemi nýrra fyrirtækja á heilbrigðissviði og hér eru sterk fyrirtæki í fremstu röð á sínu sviði í heiminum, eins og til dæmis De­ code, Nox Medical og Kerecis. Við erum nú að greina hvort grundvöllur sé fyrir stofnun heilbrigðisklasa á Íslandi og höf­ um þegar fengið marga að verkefninu, eins og heilbrigðisráðuneytið, Félag atvinnu­ rekenda, Læknafélagið og fjölda fyrirtækja

í heilbrigðistengdri starfsemi. Í starfinu höfum við velt því upp hvort hér séu van­ nýtt tækifæri í heilbrigðiskerfinu og hvort formleg stofnun á heilbrigðisklasasam­ starfi myndi flýta því að tækifærin yrðu nýtt. Í þeirri vinnu höfum við spjallað við ótalmarga sem að málaflokknum koma og tekið púlsinn,“ segir Friðfinnur Hermanns­ son, sérfræðingur hjá þekkingarfyrirtæk­ inu Gekon. Hugmyndin um íslenskan heilbrigðis­ klasa byggir á því að með formlegu klasa­ samstarfi nái bæði fyrirtæki og stofnanir innan heilbrigðisgeirans að sammælast um betri innviði í greininni þannig að starfs­

McKinsey greining haustið 2012 Nýjar útflutningsgreinar þurfa að verða til á Íslandi eigi að viðhalda hagvexti Miðað við 4% hagvöxt Þúsundir milljaða ÍSK

skilyrði verði betri. Þar má nefna eflingu nýsköpunarumhverfisins, betri menntun, markvissari samræðu við stjórnvöld og gagnaöflun ýmis konar svo fátt eitt sé nefnt. Fyrirtæki og stofnanir keppa svo sín á milli í veitingu þjónustunnar og framleiðni vex auk þess sem gæðin verða betri. „Þetta hef­ ur verið gert víða í heiminum og þarf ekki að leita lengra en til Kaupmannahafnar­ svæðisins þar sem er starfandi klasasam­ starf undir heitinu „Medicon Valley“ sem teygir sig yfir til Suður­Svíþjóðar og hefur náð góðum árangri. Þannig að við erum alls ekki að finna upp hjólið.“ Hugmyndin kviknaði innan þekkingar­ fyrirtækisins Gekon og á sama tíma hófu Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð­ inu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands sam­ starf um þróun heilbrigðistækniklasa og er nú stefnt að samvinnu þessara og fleiri við greiningu á heilbrigðistengdri atvinnu­ starfsemi og vannýttum tækifærum innan hennar. Gekon hefur mikla reynslu af klasa­ málum og kom að uppbyggingu íslenska jarðvarmaklasans Iceland Geothermal og hefur unnið mikið innan ferðaþjónustunnar.

Stærri kaka

Nýjar útflutningsgreinar Önnur framleiðsla Önnur þjónusta Ferðamál Stóriðja Sjávarútvegur

Ein af hugmyndunum er að efla hér á landi svokallaða læknistengda ferðaþjónustu. Þegar er kominn vísir að slíku hjá augn­ lækningafyrirtækjum sem taka á móti nokkur hundruðum útlendinga ár hvert, flestum frá Danmörku og Færeyjum. „Hing­ að koma líka margar þúsundir til heilsu­ og læknismeðferðar í Bláa lóninu. Þessa grein mætti efla mikið og við eigum ekki að vera hrædd við það. Með því að stækka markað­ inn er hægt að gera umhverfið meira spenn­ andi og fjölbreyttara, bæði fyrir þá Íslend­ inga sem þjónustuna nota og starfsfólkið. Með þeim hætti myndi fleira heilbrigðis­ starfsfólk líta á það sem vænlegan kost að flytja aftur til Íslands að námi loknu. Þetta getur hjálpað okkur að byggja hér upp góða þjónustu og skemmtilegt umhverfi,“ segir Friðfinnur.

Samhliða breytingum á heilbrigðisþjónustu

Á sama tíma og unnið hefur verið að undirbúningi á stofnun heilbrigðisklasa hafa yfirvöld kynnt breytingar á heil­ brigðisþjónustu sem koma eiga til fram­ kvæmda fram til ársins 2017. Friðfinnur segir hugmyndir um heilbrigðisklasa fara vel við þær breytingar. Til dæmis verði rýmri reglur um rekstrarform sem bjóði upp á einkarekstur. „Það skiptir ekki öllu máli hver veitir þjónustuna, heldur að hún sé góð og að allir hafi að­ gang að henni óháð efnahag.“

Heilbrigðiskerfið er gott

Friðfinnur segir að þrátt fyrir niður­ skurð síðustu ára og ýmis vandamál sé heilbrigðiskerfið á Íslandi gott og að innan þess séu mörg vannýtt tækifæri. „Starfsfólk innan heilbrigðisgeirans er mjög vel menntað og hefur sótt sér menntun víða um heim. Meðal heil­ brigðisstarfsmanna er gott tengslanet, bæði innanlands og til bestu mennta­ stofnana í heimi. Hér á landi eru mjög sterkir gagnagrunnar sem fyrirtæki eins og Decode og Hjartavernd nýta í sinni starfsemi. Grunnurinn hjá Krabbameinsskrá er einnig mjög ítar­ legur og dýrmætur til rannsókna. Stað­ setning landsins er mjög hentug og flugsamgöngur góðar og stutt til flestra átta. Allt hjálpar þetta til.“ Hann segir mikilvægt að nýta ná­ lægðina við Grænland og Færeyjar og hjálpa til þar við að byggja upp innviði í heilbrigðismálum og selja þangað þjónustu eftir því sem við á. „Í þessari Norðureyjaálfu eru tæp hálf milljón íbúa og 20 prósent af auðæfum jarðar. Með því að stækka markaðinn okkar aukast tækifærin.“ Friðfinnur segir ímynd Íslands í orkumálum góða og að það hjálpi til við að skapa ímynd í heilbrigðismál­ um. „Hér á landi er meira orkuöryggi


—9—

14. febrúar 2014

en víðast hvar annar staðar og eins og fram kom í fréttum á dögunum var það ein ástæða þess að líftæknifyrirtækið Algalíf ákvað að byggja verksmiðju sína hér á landi.“ Ísland hefur ekki mótað sér ímynd í heilbrigðismálum og segir Friðfinnur það vera eitthvað sem vinna þarf markvisst að. „Sterk ímynd þarf alltaf að vera sönn. Við getum ekki öskrað að hér sé stórkostlegt heilbrigðiskerfi ef svo er ekki. Þess vegna þurfum við að skoða hvort við höfum eitthvað að bjóða og þá hvað.“

Framtíðarsýn skortir

Með því að stækka markaðinn er hægt að gera umhverfið meira spennandi og fjölbreyttara, bæði fyrir þá Íslendinga sem þjónustuna nota og starfsfólkið.

Þó margir kostir séu hér á landi svo skapa megi formlegan heilbrigðisklasa eru ýmsar hindranir sem Friðfinnur segir mikilvægt að hrinda úr vegi. „Atvinnugreinin þarf að tala einni röddu til stjórnvalda svo hægt sé að ráðast í þessar breytingar. Því upplýstari sem umræðan er og því betri upplýsingar sem berast, því auðveldara verður fyrir stjórnmálafólk að taka réttar ákvarðanir. Það fólk tekur ákvarðanirnar í heilbrigðismálum og því þarf greinin að tala til þeirra einni röddu. Það skortir enn pólitíska samstöðu um framtíðarsýn í heilbrigðismálum. Það þarf að taka ákvörðun um að feta þessa slóð og gera það sem til þarf.“ Þá hafi skilaboðin frá stjórnvöldum verið misvísandi þegar kemur að uppbyggingu á þjónustu fyrir útlendinga. Síðast en ekki síst sé hér slæm fjárhagsstaða og gjaldeyrishöft sem aldrei er gott að vera í. Annar ókostur er úr sér genginn og gamaldags tækjabúnaður á Landspítala en að sama skapi betri búnaður á einkastofunum. Dreift húsnæði hjá Landspítala er líka mikill ókostur að mati Friðfinns. Þó hér sé vel menntað heilbrigðisstarfsfólk segir Friðfinnur mikilvægt að breyta innflytjendalögum þannig að auðveldara verði fyrir erlenda sérfræðinga að flytja til landsins. „Þegar tæknifyrirtækin ráða til sín erlenda sérfræðinga getur tekið marga mánuði að fá leyfi fyrir þá til að dvelja og vinna hér á landi og þannig þarf þetta ekki að vera.“ Í gær fór fram fyrsta málþingið um hugmyndina að íslenskum heilbrigðisklasa og er stefnt að mánaðarlegum fundum til ársloka. „Draumurinn er að þá verðum við búin að svara þeim spurningum sem fyrir liggja og getum formlega stofnað klasann,“ segir Friðfinnur. Nokkrir tugir fyrirtækja hafa þegar skráð sig til þátttöku en áhugasamir geta haft samband við Friðfinn með pósti á netfangið fridfinnur@gekon.is

Stór hluti

frumkvöðla í heilbrigðisvísindum

30 til 40 prósent þeirra fyrirtækja sem starfa á frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eru tengd heilbrigðisvísindum á einn eða annan hátt. Að sögn Sigríðar Ingvarsdóttur, framkvæmdastjóra miðstöðvarinnar, hefur orðið mikil aukning á stuðningi við rannsóknir og þróun á sviði heilbrigðisvísinda hér á landi á undanförnum árum. Síðan árið 2009 hefur Nýsköpunarmiðstöð rekið KÍM Medical Park sem er sérhæft setur fyrir frumkvöðla og fyrirtæki tengd heilbrigðistækni og skyldum greinum. „Með hækkandi lífaldri fer markaður fyrir þennan geira ört stækkandi. Lögð er meiri áhersla á velferð og heilsu og fólk er tilbúið að greiða fyrir bætta líðan og aukin lífsgæði. Það er gaman að velta því fyrir sér að fyrir 150 árum voru meðal lífslíkur hér á landi í kringum 40 ár. Árið 2011 voru lífslíkur kvenna 84 ár og karla rúmlega 80 ár. Þegar við förum á eftirlaunaaldur, kannski um 65 ára, eigum við jafnvel 15 til 20 góð ár eftir og viljum vera við góða líkamlega og andlega heilsu þann tíma. Það er áberandi í velferðarsamfélögum um allan heim að aukning er á rannsóknum og þróun á ýmsum heilbrigðistengdum afurðum og lausnum. Það er því mikill áhugi á því að styðja vel við þessar greinar enda margt spennandi að gerast þar.“ Sigríður er þeirrar skoðunar að huga eigi enn betur að heilbrigðisvísindum hér á landi og að margt geti stuðlað að vexti greinarinnar. „Við hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands erum með fjölbreyttan stuðning í boði fyrir frumkvöðla og fyrirtæki með nýsköpunarhugmyndir. Samningur hefur verið gerður á milli Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um þróun heilbrigðistækniklasa með það fyrir augum að styðja fyrirtæki í örum vexti við að byggja upp þekkingu og tengsl og auðvelda sókn inn á erlendan markað. Nú erum við til dæmis að skoða möguleika á styrkjum frá HORIZON 2020 sem við sækjum um í samvinnu við íslensk og erlend fyrirtæki og stofnanir. Ætlunin er nú að fara af stað og eru afar veglegir styrkir í boði frá þessu ári og til ársins 2020.“ Hún segir jafnframt mikilvægt að leita stöðugt að farvegi fyrir íslenskt hugvit og að stjórnvöld verði að búa svo um hnútana að umhverfi hér á landi sé samkeppnishæft varðandi regluverk og annað. „Það er brýnt að hafa í huga að fyrirtæki sem byggja á hugviti og þekkingu, en eru ekki tengd náttúrulegum auðlindum, er mjög auðvelt að flytja til annarra landa í hentugra rekstrarumhverfi og því þurfum við alltaf að vera á varðbergi gagnvart því að huga stöðugt að rekstrarumhverfi fyrirtækja á borð það sem best gerist á alþjóðavísu.“ Sigríður er sannfærð um að aukin samvinna á milli atvinnugreina og flæði á þekkingu og hráefni geti stuðlað að enn frekari atvinnusköpun og framþróun heilbrigðistengdra fyrirtækja. „Við búum hér á landi við auðlindir á borð við hreint vatn, góða ímynd, náttúrulega orkugjafa og ótakmarkað hugvit sem eflaust á eftir að finna sér farsælan farveg í framtíðinni.“

Í gær, fimmtudag, var haldið málþing um íslenskan heilbrigðisklasa. Meðal fyrirlesara voru Stig Jørgensen frá Medicon Valley sem er heilbrigðisklasi á Kaupmannahafnarsvæðinu og Skáni í Svíþjóð. Ætlunin er að halda slík málþing mánaðarlega út árið. Friðfinnur Hermannsson, sérfræðingur hjá þekkingarfyrirtækinu Gekon segir Íslendinga standa frammi fyrir ýmsum áhugaverðum áskorunum í heilbrigðismálum á næstu árum. Með formlegu klasasamstarfi ná bæði fyrirtæki og stofnanir innan heilbrigðisgeirans að sammælast um betri innviði í greininni þannig að starfsskilyrði verði betri. Ljósmynd/Hari

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa gert samning um þróun heilbrigðistækniklasa með það fyrir augum að styðja fyrirtæki í öðrum vexti við að byggja upp þekkingu og tengsl og auðvelda sókn inn á erlendan markað. Sigríður Ingvarsdóttir er framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.


— 10 —

14. febrúar 2014

Flakkar og fegrar Jóhannes Árnason lýtalæknir býr á Íslandi en starfar í þremur löndum. Frá tíu ára aldri vann hann í Kjötbúðinni Borg við að skera kjöt en segir mun skemmtilegra að skera lifandi fólk. Hann er þeirrar skoðunar að samfélagið hafi áhrif á hugmyndir fólks um það hvað er gott útlit og hvað ekki.

D ag n ý H u l Da E r l E n D s D ó t t i r

L

ýtalæknirinn Jóhannes Árnason lifir sannkölluðu flökkulífi því hann starfar í þremur löndum. Hann er hluthafi í Teres Medical Group, sem rekur 17 stofur á Norðurlöndum. Jóhannes vinnur fyrir Teres í Kaupmannahöfn og Malmö aðra hverja viku og hér á Íslandi hjá DeaMedica á milli. Á Íslandi býr fjölskyldan – eiginkonan og börnin tvö. Þau bjuggu erlendis í ellefu ár en fluttu heim haustið 2008, stuttu áður en þáverandi forsætisráðherra bað guð að blessa Ísland. „Ætlunin var að ég myndi vinna áfram úti í tvö til þrjú ár í viðbót þó við værum flutt heim. Árin verða orðin sex næsta haust. Það er mjög gaman að starfa í þremur löndum en helgarnar á ég alltaf heima á Íslandi með fjölskyldunni. Flugsamgöngur héðan til Kaupmannahafnar eru fínar og ég nýt góðs af samkeppni flugfélaganna. Aðeins klukkutíma eftir að ég lendi í Kaupmannahöfn er ég mættur í vinnuna.“

Æskudraumur að verða lýtalæknir

Jóhannes ólst upp í Breiðholtinu og þaðan lá leiðin í Menntaskólann við Sund. Áður en læknisfræðinámið hófst lærði Jóhannes trésmíði og lauk öllum fögum nema einu. „Ég var aðeins 14 ára þegar ég gerði mér grein fyrir því að lýtalækningar væru mjög spennandi. Frá 10 ára aldri vann ég í Kjötbúðinni Borg við að skera kjöt sem var fínt en mér þykir þó mun skemmtilegra að skera lifandi fólk,“ segir Jóhannes og brosir. Aðspurður hvort margt sé líkt með lýtalækningum og smíðum segir hann bæði vissulega vera handverk. Þessa dagana fæst hann við smíðar á nýju húsi fjölskyldunnar og kveðst sáttur að búa nálægt fjöl­ skyldu og vinum á Íslandi. „Ég hitti einu sinni prófessor í Bandaríkjunum sem hafði tekið eftir því að fólk frá Íslandi og Chile stefndi alltaf að því að flytja heim að námi loknu, ólíkt öðrum nemendum. Einhverra hluta vegna er það ríkt í okkur Íslendingum og er ég þar engin undantekning.“

Æfingin skapar meistarann

Í námi og starfi hefur Jóhannes einbeitt sér að fegrunar­ aðgerðum en fæst lítið við lýtaaðgerðir, eins og þær sem gerðar eru eftir slys eða veikindi. Að hans mati er mikil­ vægt að einbeita sér að ákveðnu afmörkuðu sviði til að öðlast færni, með fjölbreytni þó. Frá því námi lauk hefur Jóhannes starfað víða á Norðurlöndunum og í Bretlandi.

 HeiLbr igðismáL í br ennidepLi

Kemur næst út 14. mars Líftíminn er prentaður í 87 þúsund eintökum og dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.

Jóhannes Árnason lýtalæknir starfar aðra hverja viku í Malmö og Kaupmannahöfn og aðra hverja á Íslandi. Meirihluti þeirra sem til hans leita eru konur en þó eru karlarnir nokkrir og koma þeir helst í fitusog og að láta laga augnlok. „Svo koma eldri karlar líka í andlitslyftingar en þeir leggja alltaf mikla áherslu á að lyftingin sé það lítil að hún sjáist varla,“ segir Jóhannes

Árið 2010 var honum og dönskum félaga hans svo boðin staða hjá Teres Medi­ cal Group við að byggja upp starfsemi þeirra í Kaupmannahöfn og Malmö. „Á þeim tíma var ég farinn að hugsa um að flytja alfarið heim en verkefnið var spennandi og krefjandi svo ég lét til leið­ ast að vera með í þessari uppbyggingu og ég er þar enn. Frá árinu 2012 hef ég líka fengist við kennslu fyrir Galderma/ Qmed á Norðurlöndunum sem selur Bo­ tox og fylliefni.“

Karlar í fitusog og augnpokaaðgerðir

Líftíminn fylgir Fréttatímanum og má nálgast blaðið um land allt.

liggur einnig frammi á heilbrigðisstofnunum. Nánari upplýsingar gefur Gígja Þórðardóttir | gigja@frettatiminn.is | 531 3312

Jóhannes segir ekki svo mikinn mun á því hvernig aðgerðum fólk sækist eftir í löndunum þremur með einni undan­ tekningu þó. „Í Malmö hef ég mjög mikið að gera í nefaðgerðum, einhverra hluta vegna. Það er hins vegar lítið um þær hjá mér á Íslandi. Annars eru þetta svipaðar aðgerðir en ég finn breyting­ ar eftir því sem árin líða. Til dæmis er minni feluleikur í kringum fegrunar­ aðgerðir núna en áður og margt fólk sem segir hiklaust frá því að hafa farið í slíkt.“ Konur eru í meirihluta þeirra sem leita til Jóhannesar þó karlarnir séu líka nokkrir og koma þeir yfirleitt í fitusog eða að láta laga augnlok. „Þessar tvær aðgerðir þykja ekki vandræðalegar. Svo koma eldri karlar líka í andlitslyftingar en þeir leggja alltaf mikla áherslu á að lyftingin sé það lítil að hún sjáist varla.“

Á árum áður voru konur yfirleitt 55 ára og eldri þegar þær komu í andlits­ lyftingu en Jóhannes segir aldurinn fara sífellt lækkandi og nokkuð um að fer­ tugar konur kanni möguleikann á slíku. „Ég ráðlegg fólki að byrja ekki of seint því þá getur lyftingin verið erfiðari við­ fangs. Það er oft auðveldara að halda sér fínum með því að koma fyrr. Sú elsta sem hefur komið til mín í andlits­ lyftingu var 84 ára. Hún var mjög frísk og hélt sér vel en fannst eitthvað vera farið að láta undan og kominn tími til að athuga með lyftingu. Sú yngsta var 34 ára, ef ég man rétt.“

Samfélagið hefur áhrif

Skiptar skoðanir eru um ágæti fegr­ unaraðgerða og er því stundum haldið fram að fjölmiðlar og þrýstingur sam­ félagsins hafi þau áhrif að fólk finni hjá sér þörf til að fara í slíkt. „Hjá því er ekki hægt að horfa að samfélagið hefur áhrif á hugmyndir okkar um það hvað er gott útlit og hvað ekki. Skilaboðin berast víða að og svo má hver hafa sinn smekk. Samt má ekki gleyma því að mikil heilsuvakning hefur orðið hér á landi á undanförnum árum sem hefur meðal annars skilað því að Íslendingar eru farnir að léttast. Aðgerðirnar eru hluti af því að fólk vill líta betur út. Fólk verður vissulega fyrir áhrifum úr sínu samfélagi og það getur haft bæði nei­ kvæðar og jákvæðar afleiðingar.“ Jó­ hannes tekur unnar ljósmyndir í tíma­

ritum sem dæmi og segir fólk almennt gera sér betri grein fyrir því að þær séu yfirleitt ekki raunverulegar. „Slíkar myndir hafa áhrif og vekja upp hjá fólki pælingar um útlit sitt en svo eru auðvit­ að einhverjir sem finna þörfina innra með sér. Ég sé ekkert að því ef fólk vill líta vel út. Þetta byggist fyrst og fremst á því að halda góðri heilsu og líta vel og frísklega út.“ Jóhannes leggur áherslu á að eftir aðgerðir líti fólk eðlilega út og er ekki hrifinn af því þegar fólk sækist eftir því að líta þannig út að langar leiðir sjáist að viðkomandi hafi farið í fegrunaraðgerð. „Ég hef þó haft þannig sjúklinga. Til dæmis man ég eftir tveimur sem fannst nefið á Michael Jackson bara fínt eins og það var orðið. Því var ég nú ekki sam­ mála. Almennt er fólk þó fyrst og fremst að sækjast eftir því að líta vel út eins og það er.“

Gefandi að gleðja

Reynsla Jóhannesar er sú að fegrun­ araðgerðir hafi góð áhrif á sjálfstraust fólks og bendir á að ýmsar rannsóknir sýni það. „Það eru margir sem finna að lífið gengur betur – heima við, í vinnunni, samlíf para er innilegra og fólk er ánægðara með sig á allan hátt. Það er mjög gaman að sjá útgeislunina þegar fólk kemur til mín í eftirskoðun eftir aðgerð. Ég sé yfirleitt mikinn mun og það er allt annar ljómi yfir fólki og augljóslega meira sjálfstraust.“


Spennandi uppskriftir með Fresubin Grautur Grjón (hrísgrjón, Haframjöl, bygg) Vatn eða mjólk Fresubin 2 kcal DRINK neutral Sjóðið grjónin(haframjöl,bygg) með helmingnum af vatni eða mjólk sem þú notar venjulega. Bættu Fresubin í grautinn eftir að hann er fullsoðinn og hrærðu í þar til hann verður mjúkur og fínn. Svo má bæta hunangi, sveskjum, kanilsykri, rjóma, ferskum berjum eða sultu eftir smekk.

Smoothie Ávextir og ber Vanillusykur og/eða hunang eftir smekk Fresubin 2 kcal DRINK neutral. Skolið ávextina og berin. Setjið ávexti og ber í blandara og blandið saman með Fresubin. Bragðbætið með vanillusykri og hunangi eftir smekk. Ef berin sem eru notuð eru frosin er gott að afþýða þau aðeins áður.

Fresubin næringardrykkir fást í Lyfju

Þarft þú auka orku og prótein? Við höfum margar góðar lausnir við því, sem að auki bragðast vel!

15

MÍNÚTUR

GEGN HÖFUÐLÚS OG NIT

1

MEÐHÖNDLUN DUGAR Fæst í apótekum


— 12 —

Hópur vísindamanna og doktorsnema við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands hlaut á dögunum rannsóknarstyrki Ólöf Guðný Geirsúr Minningardóttir, lektor sjóði Helgu við Matvæla- og Jónsdóttur npringarfræðiog Sigurliða deild HÍ. Kristjánssonar. Styrkirnir eru til fjölbreyttra rannsókna á sviði læknisfræði, lífvísinda, hjúkrunarfræði, matvæla- og næringarfræði og lyfjafræði og voru að heildarupphæð um 8 milljónir króna. Ein rannsóknanna er á vegum Rannsóknarstofu í næringarfæði og felst í því að kanna hvort D-vítamín magn í blóði aldraðra hafi áhrif á vöðvastyrk og hvort D-vítamín skortur hafi áhrif á hvort fólk eigi erfiðara með að bæta líkamsástand sitt með æfingum. „Almennt má segja að þeir Íslendingar sem ekki fá D-vítamín úr lýsi eða bætiefnum séu með lágan D-vítamín status,“ segir Ólöf Guðný Geirsdóttir, lektor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og einn aðstandenda rannsóknarinnar. Stuðst verður við gögn úr rannsókninni Áhrif nýrra næringardrykkja á næringarástand aldraðra sem gerð var á árunum 2008 til 2010. Niðurstöður eru ekki komnar en núna er verið að skoða um 500 blóðprufur úr þeirri rannsókn til að skoða áhrif D-vítamíns á líkamsvöðva og hreyfifærni hjá öldruðum. „Við erum hálfnuð núna en niðurstöðurnar eru væntanlegar núna í vor,“ segir Ólöf sem vinnur að rannsókninni í samstarfi við dr. Atla Arnarson og dr. Alfons Ramel sem eru vísindamenn hjá Rannsóknarstofu í næringarfræði hjá LSH og HÍ, dr. Kristínu Briem, dósent við sjúkraþjálfunardeild HÍ, Ingu Þórsdóttur, prófessor og forseta heilbrigðisvísindasviðs HÍ, og Pálma Jónsson, prófessor og yfirlækni öldrunarlækninga á LSH. 

Rannsakað verður hvort D-vítamín magn í blóði aldraðra hafi áhrif á vöðvastyrk og það hvort fólk eigi erfiðara með að bæta líkamsástand sitt með æfingum ef D-vítamín skortur er. Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages

Rannsókn á meðferð brjóstakrabbameins kvenna með BRCA2 stökkbreytingu Rannsókn á forspárþáttum og meðferð fyrir arfbera með BRCA2 stökkbreytingu er nú að hefjast á vegum Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands, Rannsóknarstofu í krabbameinsfræðum, Læknadeildar HÍ og nokkurra deilda Landspítalans, í samstarfi við prófessor í Háskólanum í Toronto í Kanada. Kannað verður hvort sú meðferð sem veitt er við brjóstakrabbameini henti öllum með stökkbreytinguna. Fyrirliggjandi gögn á Íslandi eru einstaklega góð til rannsókna, meðal annars vegna þess að hér hefur aðeins fundist ein stökkbreyting í BRCA2 geninu, sem er vegna þess að erfðabreytileiki Íslendinga er minni en víða annars staðar. Í dag heldur kanadíski prófessorinn fyrirlestur um meðferðarmöguleika fyrir konur með BRCA stökkbreytingar í Hringsal Landspítala við Hringbraut. Dagný HulDa ErlEnDsDóttir

R

annsókn á því hvaða meðferð hentar best við brjóstakrabbameini hjá konum með meðfædda BRCA2 stökkbreytingu hefst á næstunni hér á landi. Nýlegar niðurstöður fjölþjóðlegrar rannsóknar sýndu að fólki með stökkbreytinguna henti ef til vill ekki sama meðferð og öðrum er veitt. „Í þeirri rannsókn voru 72 arfberar stökkbreytingarinnar og í niðurstöðum kom fram væg vísbending um að þeim henti ekki endilega sama meðferð. Í rannsókninni sem er að hefjast sjáum við fyrir okkur að geta rannsakað gögn yfir 300 arfbera sem er mun meira en hægt er nokkurs staðar í heiminum,“ segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár. Ástæðu þess að hægt er að rannsaka gögn svo margra arfbera á Íslandi segir Laufey meðal annars vera þá að meðal Íslendinga finnst aðeins ein tiltekin stökkbreyting í geninu. „Hér á Íslandi eru sérstakar aðstæður þegar kemur að BRCA2 geninu sem forritar fyrir risastórt prótein. Í flestum öðrum löndum finnast margar stökkbreytingar á ólíkum stöðum í þessu stóra geni en sérstaðan hér á landi er sú að stökkbreytingin er aðeins ein og er hún til staðar hjá um 0,8% Íslendinga. Því er tiltölulega einfalt að skima fyrir henni. Hér á landi erum við því með mjög öflug gögn til að svara mikilvægum spurningum.“ Gangi allt að óskum segir Laufey líklegt að niðurstöðurnar verði hægt að birta í lok ársins. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum ákvað leikkonan A ngelina Jolie að láta fjarlægja

Krabbameinsskrá, Rannsóknarstofa í krabbameinsfræðum, Læknadeild HÍ og nokkrar deildir Landspítalans vinna nú að rannsókn á því hvaða meðferð henti best við brjóstakrabbameini hjá konum með meðfædda BRCA2 stökkbreytingu. Laufey Tryggvadóttir er framkvædastjóri Krabbameinsskrár og Jón Gunnlaugur Jónasson er yfirlæknir þar.

brjóst sín í forvarnarskyni, en hún ber meðfædda stökkbreytingu í BRCA1 geninu. Á Íslandi geta konur með f jölsk yldusög u um brjóstakrabbamein leitað til erfðaráðgjafar krabbameina á Landspítala og fengið ráðgjöf og ef ástæða þykir til, athugun á því hvort BRCA2 stökkbreyting sé til staðar. Vísi nda men n f u ndu BRCA2 genið og stökkbreytingar í því fyrst árið 1994 í alþjóðlegum rannsóknum sem Íslendingar tóku þátt í. „Síðan hafa rannsóknarhópar Jórunnar E. Eyfjörð hjá Krabbameinsfélaginu og Háskóla Íslands, og Rósu Bjarkar Barkardóttur hjá Rannsóknastofu LSH í meinafræði rannsakað erfðafræði brjósta-

Angelina Jolie ber meðfædda stökkbreytingu í BRCA1 geni og lét fjarlægja brjóst sín í forvarnarskyni.

Fagleg og persónuleg

þjónusta

Við leiðbeinum skjólstæðingum SÍ, einstaklingum með þvagleka og aðstandendum þeirra og veitum ráðgjöf varðandi hjúkrunarvörur.

and samb Hafðu endum s og við NA þér TE ginn. n li k bæ

f

jö ði og ráðg Ýmis úrræ leka ag vegna þv

Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is

krabbameins og lagt mikið af mörkum til þekkingar á stökkbreytingunni og afleiðingum hennar,“ segir Laufey. Í dag, föstudaginn 14. febrúar, heldur dr. Steven A. Narod, sem er í fararbroddi í heiminum í erfðafræði krabbameina í brjóstum og eggjastokkum, yfirmaður Rannsóknarstofu í ættlægu brjóstakrabameini hjá Women´s College Research Institute og prófessor við læknisfræðideild Torontoháskóla, fyrirlestur í Hringsal Landspítalans við Hringbraut þar sem hann fjallar um meðferð fyrir arf bera BRCA1 stökkbreytinga. Að fyrirlestrinum standa Krabbameinsskráin, Samtök um Krabbameinsrannsóknir á Íslandi og Faralds- og líftölfræðifélagið. Steven Narod hefur verið í fararbroddi í heiminum varðandi mótun þekkingar á því hvernig best er að meta áhættuna og lækka dánartíðni hjá konum sem fæðast með BRCA1 og BRCA2 stökkbreytingar.

Ljósmynd/Hari

Styrkur frá Göngum saman Styrktarsjóður Göngum saman veitti veglegan styrk til rannsóknarinnar og hefur frá stofnun sinni árið 2007 úthlutað rúmlega 40 milljónum til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Starfsemi Göngum saman miðar að því að safna fé og efla styrktarsjóð félagsins til að taka þátt í því mikilvæga starfi að rannsaka eðli og uppruna brjóstakrabbameins. Vikulegar göngur á vegum Göngum saman eru haldnar víða um land. Nánari upplýsingar um starfsemina má nálgast á gongumsaman.is

Grænt te dregur úr virkni háþrýstingslyfs

RV Unique 0113

Rannsaka áhrif D-vítamínforða á aldraða

14. febrúar 2014

Japanskir vísindamenn hafa komist að því að drykkja á grænu tei getur hindrað virkni lyfsins Nadolol sem algengt er að gefið sé við háþrýstingi, að því er kemur fram á vef BBC. Rannsókn sýndi að áhrif lyfsins voru minni á þann hóp fólks sem drakk grænt te en á samanburðarhópinn. Áframhaldandi rannsóknir sýndu svo að grænt te hefur hamlandi áhrif á upptöku lyfsins í meltingarvegi. Sérfræðingar segja mikilvægt að þessar upplýsingar komi fram á leiðbeiningaseðli lyfsins svo tryggja megi fulla virkni þess. Talið er að tveir bollar af grænu tei séu nóg til að hafa fyrrnefnd áhrif. Ekki er enn ljóst hvort aðrar tegundir af tei hafi sömu áhrif. Fólki sem tekur lyfið og vill halda áfram að drekka grænt te er því ráðlegt að láta fjóra tíma líða á milli þess sem tebolli er drukkinn og lyfið tekið inn.


Vandaðir og þægilegir vinnustólar sóma sér vel þar sem mest á reynir

A&D blóðþrýstingsmælar AND-UA1020

Áreiðanleikaprófaðir. Einfaldir í notkun. Nema hjartsláttaróreglu. Minni fyrir 30-90 síðustu mælingar. Íslenskur leiðarvísir.

15.750 kr.

AND-UA651

9.750 kr.

A&D Medical

HJÚKRUNARHEIMILI – LÆKNASTOFUR – SJÚKRAHÚS

Eirberg ehf. er innflutnings- og þjónustufyrirtæki sem hefur á að skipa fagmenntuðu starfsfólki. Markmið okkar eru að efla heilsu og auka lífsgæði, auðvelda störf og daglegt líf, stuðla að hagræði og vinnuvernd.

Steriking pökkunarvörur frá WIPAK Allt sem til þarf fyrir dauðhreinsun í autoklava. Sótthreinsipokar og rúllur. Pappírsarkir til pökkunar. Gæðavara og rétt notkun tryggir áhrifaríka dauðhreinsun og örugga meðhöndlun áhalda. Örugg pökkun í þínum höndum.

Skurðstofu- og skoðunarhanskar Hágæða hanskar af öllum gerðum til notkunar á heilbrigðisstofnunum. Fyrir sjúkrahús, heilsugæslu, hjúkrunarheimili og læknastofur. Framúrskarandi framleiðslutækni tryggir áreiðanleika og öryggi, mýkt og þægindi, vörn gegn sýkingum. Sempermed er í fremstu röð og byggir á nær 100 ára reynslu í vöruþróun.

Eirberg ehf. Stórhöfða 25 • eirberg@eirberg.is • Sími 569 3100 • eirberg.is


— 14 —

14. febrúar 2014

Hópleit krabbameina er aðeins í boði fyrir konur á aldrinum 40 til 69 ára hjá Leitarstöð Krabbameinsfélag Íslands. Séu yngri konur með einkenni brjóstakrabbameins er gerð undantekning. Einkennalausar konur sem ekki eru á aldrinum 40 til 69 ára þurfa beiðni frá lækni til að komast í brjóstamyndatöku. Ljósmynd/GettyImages/NordicPhoto

Alltaf brugðist við beiðnum frá læknum Í síðsta tölublaði Líftímans var viðtal við konu sem fékk skjaldkirtilskrabbamein árin 2005 og 2013. Þó meinið sé í flestum tilvikum læknanlegt getur það dreift sér í brjóst og lungu og fór hún í brjóstamyndatöku eftir fyrra meinið í beinu framhaldi af krabbameinsmeðferðinni. Í seinna skiptið var erfiðara fyrir hana að komast í slíka myndatöku og í viðtali Líftímans kom fram að þar sem hún var 36 ára og því of ung fyrir brjóstamyndatöku gat hún ekki pantað sér tíma hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Þegar hún óskaði eftir aðstoð frá krabbameinsdeild Landspítala, þaðan sem hún hafði þá nýlokið meðferð, fékk hún þau svör að slíkt væri ekki í þeirra verkahring. Að sögn Kristjáns Oddssonar, yfirlæknis Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, er hópleit brjóstakrabbameina aðeins í boði fyrir 40 til 69 ára gamlar konur, á tveggja ára fresti. Séu yngri konur aftur á móti með einkenni brjóstakrabbameins er í öllum tilvikum gerð undantekning. „Konur með einkenni brjóstakrabbameins ræða við hjúkrunarfræðing í síma og geta leitað til brjóstamóttökunnar og þurfa ekki til þess tilvísun frá lækni. Annað myndi skapa auka álag og kerfið og konuna sjálfa,“ segir hann. Sé einhverra hluta vegna þörf á brjóstamyndatöku, eins og til dæmis eftir krabbameinsmeðferð eða af öðrum orsökum, geta einkennalausar konur ekki fengið tíma nema læknir þeirra hafi áður sent inn beiðni. „Það eru ýmist heimilis-, kven-, eða brjóstaskurðlæknar sem senda inn slíkar beiðnir og við verðum alltaf við þeim,“ segir Kristján. n

Auðbjörg Bjarnadóttir, hjúkrunarforstjóri, við nýja heilbryigðisþjónustutækið.

Tímamót í heilbrigðisþjónustu í Skaftárhreppi Styrktarsamtök Heilsugæslustöðvarinnar á Kirkjubæjarklaustri hafa aðeins starfað í rúmlega eitt ár en hafa þegar safnað um 13 milljónum sem nýttar hafa verið til tækjakaupa, meðal annars á heilbrigðisþjónustutæki og hjartalínuritstæki sem heilbrigðisstarfsfólk á staðnum notar til að senda upplýsingar til sérfræðinga annars staðar á landinu. Sólrún Ólafsdóttir, stjórnarmaður í Styrktarfélaginu, segir mikla samstöðu ríkja meðal íbúa í hreppnum og að allir hafi lagst á eitt við að safna fyrir tækjum sem eiga eftir að spara margar ferðir til Selfoss og Reykjavíkur eftir heilbrigðisþjónustu.

Þ

ó íbúar Skaftárhrepps séu aðeins um 460 er samtakamáttur þeirra mikill. Á því rúma ári sem Styrktarsamtök Heilsugæslustöðvarinnar á Kirkjubæjarklaustri hafa starfað hafa safnast yfir 13 milljónir. Samtökin afhentu heilsugæslustöðinni á dögunum fjölnota tæki til heilbrigðisþjónustu í dreifbýli auk hjartalínuritstækis. Sólrún Ólafsdóttir er einn stjórnarmanna Styrktarsamtakanna og segir hún tækið auka og jafna aðgengi heilbrigðisstarfsfólks og sjúklinga að heilbrigðisþjónustu sem ekki er aðgengileg heima í héraði ásamt því að auka öryggi við sjúkdómsgreiningar. Tækið var keypt í Bandaríkjunum og flutt til landsins á vegum styrktarsamtakanna. Sigurður Árnason læknir og Auðbjörg Bjarnadóttir, hjúkrunarforstjóri á heilsugæslustöðinni á Kirkjubæjarklaustri, fóru til Boston til að sjá tækið í notkun og þá möguleika sem það býður upp á. Með því er hægt að senda upplýsingar um blóðþrýsting, súrefnismettun og hita auk upplýsinga um hjartalínurit sjúklinga og framkvæma eyrna-, augn- og hálsskoðanir. Upplýsing-

arnar eru svo sendar á myndrænu formi til fjarstadds læknis eða annarra ráðgefandi aðila. Þá inniheldur tækið rafræna hlustunarpípu sem hægt er að nota við lungna- og garnahljóðshlustun. Einnig er hægt að nota tækið til að taka myndir af útbrotum, fæðingarblettum og áverkum og fjarstaddur sérfræðingur getur þá metið hvaða meðferð skuli veita. Heilbrigðisþjónustutækið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi og segir Sólrún oft um langan veg að fara fyrir íbúa hreppsins eftir heilbrigðisþjónustu. „Það eru 400 kílómetrar til Selfoss fram og til baka og til Reykjavíkur er vegalengdin 530 kílómetrar. Það getur því verið heilt dagsverk að fara til læknis og viljum við breyta því,“ segir hún. Þegar söfnunin hófst fyrir rúmu ári tóku íbúar Skaftárhrepps hraustlega við sér og ekki stóð á fjárframlögunum. „Læknirinn okkar, hann Sigurður Árnason, sagði á fyrsta aðalfundi félagsins að það væri svo mikið af góðu fólki hérna í sveitinni sem væri örugglega tilbúið að leggja fé til Styrktarsamtakanna. Það reyndist svo sannarlega rétt hjá honum,“ segir Sólrún.

Það er ekkert verið að tvínóna við hlutina, þeir eru bara framkvæmdir

Stjórnin sendi dreifibréf til allra heimila, fyrirtækja og félagasamtaka í sveitarfélaginu með upplýsingum um söfnunina og reikningsnúmer hennar. „Svo bara streymdu peningarnir inn,“ segir Sólrún og bætir við að hún og eflaust fleiri borgi með meiri gleði í söfnunina en skattana sína því hún viti að fjármunir söfnunarinnar fari beint til fólksins á svæðinu. „Icelandair Cargo ehf. styrkti okkur með því að flytja tækjabúnaðinn til landsins, okkur að kostnaðarlausu. Við nutum þess að vera frumkvöðlar í þessum málum. Sama gerðu Auðbert og Vigfús Páll ehf. í Vík, en þeir fluttu tækin frá Reykjavík austur á Kirkjubæjarklaustur.“ Búið er að leggja ljósleiðara að Heilsugæslustöðinni því betri internettenginu þurfti svo tækið myndi virka sem skyldi. „Hörður Davíðsson, ferðaþjónustubóndi í Efri-Vík, og hans fólk gengu í að koma strengnum niður sem sýnir hve áhugi og samtakamáttur fólks í dreifbýli er mikill. Það er ekkert verið að tvínóna við hlutina, þeir eru bara framkvæmdir,“ segir Sólrún og ítrekar þakkir frá Styrktarsamtökunum til allra þeirra sem lögðu söfnuninni lið.

Pistill

Sífellt meiri þörf fyrir heimasjúkraþjálfun Á slaug H. a ðalsteinsdóttir

Heimasjúkraþjálfun kallast meðferð sjúkraþjálfara sem veitt er inn á heimili skjólstæðinga. Þetta meðferðarform er eingöngu í boði fyrir sjúkratryggða einstaklinga sem eru þannig á sig komnir að þeir geta ekki sótt meðferð á sjúkraþjálfunarstofu. Í upphafi heimameðferðar þarf oft að skoða aðstæður heima fyrir og meta þörf fyrir og panta hjálpartæki. Gerð er nákvæm skoðun á ástandi sjúklings og með hliðsjón af því gerð meðferðaráætlun. Stefnt er á að virkja fólk eins og hægt er og viðhalda eða bæta færni þeirra í daglegur lífi og þannig gera þeim kleift að vera heima eins lengi og kostur er. Flestar tilvísanir fyrir heimasjúkraþjálfun koma frá sjúkrastofnunum og eru viðkomandi þá of veikburða við útskrift til að geta sótt þjálfun á stofu. Algeng vandamál eru alvarlegir hjarta- og lungnasjúkdómar, langt gengnir taugasjúkdómar, slæm beinbrot og liðskiptaaðgerðir aldraðra,

krabbamein og heilabilunarsjúkdómar. Margir geta einungis verið heima vegna heimaþjónustu á borð við sjúkraþjálfun, hjúkrun, böðun og þrif, stundum er verið að brúa bil meðan beðið er eftir plássi á hjúkrunarheimili. Oft er um að ræða margvísleg og flókin heilsufarsleg vandamál sem valda alvarlegum skerðingu á hreyfifærni, byltuhættu, stoðkerfisvandamálum og óvirkni. Vegna þjónustu á borð við heimasjúkraþjálfun er því mögulegt að útskrifa sjúklinga fyrr út af sjúkrastofnunum og í því felst gífurlegur sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið. Undanfarin ár hefur þörfin fyrir heimasjúkraþjálfun aukist mikið. Það er einkum þrennt sem stuðlar að þeirri þróun. Í fyrsta lagi er öldruðum alltaf að fjölga og sú þróun mun halda áfram á komandi árum. Í öðru lagi hafa niðurskurðaraðgerðir síðustu ára orðið til þess að sjúklingar eru útskrifaðir mun fyrr af spítala nú en áður, enda hver nótt í innlögn mjög dýr fyrir heilbrigðiskerfið. Í þriðja lagi er

stefna stjórnvalda sú að eldri borgarar geti dvalið sem lengst heima og er heimaþjónustan grundvöllur þeirrar stefnu. Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar annast heimasjúkraþjálfun og hafa þeir starfað samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Ljóst er að þessi mikilvæga þjónusta er í uppnámi vegna viðbragða ráðherra heilbrigðis- og fjármálaráðuneytis við samningum sem gerðir voru milli sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands, en þeir hafa neitað að undirrita þá. Skjólstæðingar heimasjúkraþjálfara eru einkum veikir eldri borgarar og öryrkjar og hafa þeir í fæstum tilfellum bolmagn til að fjármagna meðferðina, né heldur burði til að standa í því að krefjast endurgreiðslu frá Sjúkratryggingum. Er það von undirritaðrar að ráðherrar kynni sér málin vel, þá veit ég að þeir munu með hraði undirrita samninga við sjúkraþjálfara – svona í sparnaðarskyni. Höfundur er sjúkraþjálfari



Nýtt!

BOSSAKREM Í ÚÐAFORMI Hreinlegt, fljótlegt og árangursríkt

„Ótúlega fljótlegt og þægilegt og virkar mjög vel. Líka mun hreinlegra þar sem ekki þarf að smyrja kremi á húð barnsins og ýfa þar með upp sár og roða. Ég mæli eindregið með Zinkspray fyrir dagforeldra og foreldra sem vilja einfalda bleyjuskiptin fyrir sig og börnin.“ Sveindís Ýr Sigríðar Sveinsdóttir Dagforeldri

ÁN ILMEFNA, PARABENA OG ROTVARNAREFNA Zinkspray baby er úðað á húð barnsins þar sem það þornar hratt og myndar verndandi filmu. Það inniheldur sinkoxíð og fleiri húðverndandi efni sem í sameiningu vernda, næra og sefa viðkvæma húð barnsins.

• • • •

Fljótlegt og þægilegt í notkun

Ekki þarf að snerta viðkvæm svæði Minni hætta á sýklamengun Ekkert kremsmit á fingrum

www.portfarma.is

Fæst í apótekum


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.