frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 21. tölublað 7. árgangur
Laugardagur 14.05.2016
Endurkoma Risaeðlunnar Halldóra Geirharðs gefur '68 kynslóðinni puttann
8
Kvikmynd Sólveigar Anspach til Cannes Sá fyrstu útgáfu áður en hún lést
Reiði á meðal listamanna Kjarval á skrifstofu Gylfa 28
2
Ekki vera hrædd „Það er ekkert mál að vera eins og ég,“ segir hin ellefu ára gamla Gabríela María. Hún fæddist sem strákur og var upprunalega skírð Gabríel Már. Nú vill hún hvetja krakka í svipuðum sporum til að vera hugrökk.
Stríð á sviðinu Rússland og Úkraína kljást í Eurovision Pólitík 26
Götudansarinn Reggie „Regg Rock“ Svarar rasisma með dansi Listahátíð 26
Piprum allt Íslendingar óðir í duftið Nammi 26 LAUGARDAGUR
14.05.16
STJÖRNUKOKKUR FLYTUR TIL LOS ANGELES INGA HEFUR MISST 30 KÍLÓ FRÁ ÁRAMÓTUM MATARVEISLA FYRIR 30 MANNS FÉKK EKKI VINNU VIÐ INNANHÚS HÖNNUN OG FÓR AÐ HANNA FÖT
SUNNA DAVÍÐS
FYRSTA ÍSLENSKA KONAN SEM GERIST ATVINNUMAÐUR Í BLÖNDUÐUM BARDAGAÍÞRÓTTUM
AMMA KEPPIR Í KRAFT LYFTINGUM
GYÐA DÖMUBINDI TIL AÐ BERA Á SIG BRÚNKUKREM
Fleiri transbörn segja sína sögu í blaðinu. 20
Mynd | Rut
18
Alltaf með Fréttatímanum 552-6060 552-6060 Ugly.is - smi ðjUvegi 2 og l angarima 21
FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016
2|
Aldraðir Starfsmaður þjónustuíbúðanna í Seljahlíð segir heimilið fjársvelt
„Seljahlíð er geymslustaður“ Starfsmenn Seljahlíðar hafa lengi kvartað undan biluðum vaktsímum. Alltof fáir eru á næturvöktum, og ósanngjarnt er að kenna starfsmönnum um þegar óhöpp koma upp. Þetta segir Barbara Helgason. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
„Það er svo sárt að heyra fólk saka næturvaktina um að sofa á verðinum,“ segir Barbara í miklu upppnámi yfir gagnrýninni sem beinst
hefur að starfsfólki þjónustuíbúðanna í Seljahlíð að undanförnu. Fréttatíminn hefur fjallað um atvik í íbúðunum þar sem fullyrt er að íbúar hússins hafi hringt á hjálp næturvaktarinnar, án þess að fá hana. Barbara hefur unnið þar í sex ár og segist elska vinnuna sína. „En það eru alltof fáir starfsmenn á vakt og á nóttunni komumst við ekki yfir allt sem við eigum að gera, þó ég sé stöðugt á hlaupum. Við eigum að líta inn til íbúa þrisvar sinnum á nóttu. Hver heimsókn getur tekið tíma, svo hlaupum við til ef einhver hringir á
hjálp. Það er ekki möguleiki að tvær manneskjur nái að fara í allar þessar heimsóknir. Mér finnst yndislegt að vinna með íbúunum en það er sorglegt að vera sökuð um að sinna ekki vinnunni minni nógu vel. Ég vil standa með starfsfólkinu sem er gott og segja frá þessu.“ Tveir starfsmenn eru á vakt á nóttunni. Ættingjar Judithar Júlíusdóttur, 96 ára íbúa, sögðu frá því að ekki hefði náðst samband við starfsmenn að næturlagi, þrátt fyrir að hringt hefði verið látlaust í síma hússins.
„Við starfsmennirnir höfum margoft kvartað við yfirmenn okkar undan biluðum símum og kerfinu í húsinu. Það er eldgamalt og á sumum stöðum í húsinu heyrir maður alls ekki þegar því er hringt. Yfirmenn okkar vita alveg af þessu og segja bara já já, við kíkjum á málið. En vandinn í Seljahlíð er að borgin setur engan pening í þetta. Maturinn er ótrúlega einhæfur, það er alltaf það sama,ár eftir ár. Um helgar eru bara þrír starfsmenn á vakt. Sumt fólk fær aldrei heimsóknir og það geta liðið margar vikur á milli þess
Barbara Helgason. Mynd | Rut
sem einhver kemur til þeirra. Mér finnst þetta bara vera geymslustöð fyrir aldraða, því miður.“
Lýðheilsa Unglingar sofa allt of lítið
Vill seinka skólabyrjun vegna svefnleysis unglinga Nemendur í 10. bekk hreyfa sig minna, þyngjast og fá aðeins 6 tíma nætursvefn. Erlingur Jóhannsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir þetta mikið áhyggjuefni. Hann vill seinka skólabyrjun og auka fræðslu um áhrif rafrænna miðla á svefn. Fjallamjólk eftir Kjarval hangir inn á skrifstofu Gylfa Arnbjörnssonar.
Menning Eitt af höfuðverkum Kjarvals fært á skrifstofu ASÍ daginn fyrir sölu safnsins
Fjallamjólk inni á skrifstofu Gylfa Listamenn eru pirraðir vegna flutnings á Fjallamjólkinni inn á skrifstofu Gylfa Valur Grettisson Valur@frettatiminn.is
Eitt merkilegasta listaverk Jóhannesar Kjarvals, Fjallamjólk, sem er í eigu ASÍ, var fært á skrifstofu Gylfa Arnbjörnssonar, formanns ASÍ, degi áður en tilkynnt var um sölu á húsi Listasafns ASÍ. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, segir engin tengsl á milli þess hvenær verkið var futt á skrifstofu Gylfa og sölu á húsinu. Töluverður urgur er í listamönnum vegna málsins og telja sumir
þeirra að þarna sé verkinu sýnd ákveðin vanvirðing. „Verkið er alveg tryggt og ekki á neinum vergangi,“ segir Guðrún Ágústa og segir mikilvægt að verkin úr safnaeigninni séu sýnileg. Það sé þó ekki hægt að sýna þau á söfnum öllum stundum og þá séu þau í geymslu eða sýnileg, til að mynda á skrifstofu ASÍ. Ragnar Jónsson í Smára gaf ASÍ verkið árið 1961 ásamt hundruðum annarra verka og eru mörg þeirra þekktustu myndverk tuttugustu aldar. Þar af er Fjallamjólkin líklega það frægasta. Eins og fram hefur komið var húsnæði listasafnsins selt á föstudaginn í síðustu viku og hefur stjórn SÍM mótmælt sölunni harðlega.
Þýski grillframleiðandinn Landmann er
50 ára
gasgrill 3ja brennara
Niðurfellanleg hliðarborð
• Afl 10,5 KW
• 3 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð • Tvöfalt einangrað lok • Postulínsemaleruð efri grind • Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu
VERÐ ÁÐUR 98.900 AFMÆLISTILBOÐ
79.900 4 litir
Á R A
grillbudin.is
Grillbúðin
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400
Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
„Skjátími hefur aukist hratt og lífstíll krakka hefur breyst í þá veru að þau eru meira í kyrrsetu sem verður til þess að þau hreyfa sig minna, þyngjast og sofa of lítið,“segir Erlingur Jóhannsson, prófessor við HÍ, en hann leiðir langtímarannsóknina „Heilsuhegðun ungra Íslendinga“. Fyrstu niðurstöður sýna að unglingar eru 4 kg þyngri og mun þrekminni en jafnaldrar þeirra voru fyrir áratug og að unglingar sofa ekki nóg. Aðeins 8% drengja og 13% stúlkna uppfylltu svefnráðleggingar um átta tíma svefn, en sex tíma svefn á virkum dögum var algengastur hjá bæði drengjum og stúlkum. Þátttakendur eru nemendur í 10. bekk í sex skólum í Reykjavík. Erlingur segir niðurstöðurnar sambærilegar því sem er að gerast í nágrannaríkjunum. „Munurinn er að hér er ekkert gert í málunum, ólíkt öðrum stöðum. Norðmenn eru til að mynda að virkja sveitarfélögin til að setja aukna hreyfingu inn í grunnskólana því það er vitað að hreyfing ungmenna á skólaaldri minnkar um 7% á ári. Samkvæmt ráðleggingum frá landlæknisembætti eiga börn undir 18 ára aldri að hreyfa sig minnst 60 mínútur
Erlingur Jóhannsson, prófessor við Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Háskóla Íslands. Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að unglingar hafa þyngst um 4 kg á áratug og fá ekki nema 6 tíma nætursvefn.
á dag en það er ekki nema fimmtungur sem nær því hérlendis og það er mjög mikið áhyggjuefni. „Aukin kyrrseta, aukning í þyngd og minni svefn helst í hendur við of mikla skjánotkun. Við sjáum skýrt í gögnunum að krakkarnir vinna upp svefninn um helgar, því þá sofa þau að meðaltali í 7,5 tíma, eða klukkutíma lengur en á virkum dögum,“ segir Erlingur en krakkarnir voru látin ganga með sérstaka klukku sem mældi svefn þeirra. Erlingur segir nauðsynlegt að taka á vandanum. „Skólinn getur tekið í taumana með því að seinka fyrsta tíma en við höfum verið að ræða við skólastjóra sem vilja frekar leyfa krökkunum að sofa og fá þau inn klukkan níu í stað átta. Það er þannig að ungir krakkar læra ekk-
Aukin kyrrseta, aukning í þyngd og minni svefn helst í hendur við of mikla skjánotkun.
ert séu þau ekki sofin, þau eru ekki upplögð, hafa ekki áhuga og geta ekki einbeitt sér. Svo er líka vitað að skertur svefn eykur offitu og hefur áhrif á blóðþrýsting. En það þarf almenna hugarfarsbreytingu þegar kemur að svefni barna og skjánotkun og þar gegna foreldrar auðvitað lykilhlutverki.“
Skipulagsmál Auknir möguleikar á að byggja smáhýsi
Færri fermetrar auka frelsi Umhverfis- og auðlindaráðherra lagði til aukinn sveigjanleika í byggingareglugerð í vikunni og undirritaði reglugerð þess eðlis. Markmiðið er að lækka byggingarkostnað vegna íbúðarhúsnæðis.
„Áherslur hjá fólki hafa breyst mikið í gegnum tíðina og því sýnist manni í fljótu bragði að þessar breytingar séu af hinu góða,“ segir Eva Huld Friðriksdóttir, sjálfstætt starfandi arkitekt, spurð hvað þessar breytingar þýði fyrir almenning. Það sem helst vekur athygli er að með reglugerðinni eru kröfur um lágmarksstærðir rýma í íbúðum felldar á brott en í staðinn sett inn markmið, sem veitir ákveðið frelsi við útfærslu hönnunar. Breytingarnar miða að því að
auka sveigjanleika við gerð íbúðarhúsnæðis. Þannig getur lágmarksstærð íbúðar sem er eitt herbergi minnkað verulega. Ef gert er ráð fyrir að geymsla og þvottaaðstaða séu í sameign og ekki gert ráð fyrir anddyri getur slík íbúð verið um 20 fermetrar, fyrir utan sameign. Eva Huld segir þessa þróun ánægjulega og geta haft verulega jákvæð áhrif fyrir þéttingu byggðar, meðal annars í Reykjavík. „Og þétting byggðar er náttúrulega umhverfismál,“ segir Eva Huld en hún segir einnig mikilvægt að fólk hafi aukið frelsi þegar kemur að því að útfæra heimili sín. Spurð út í smáhýsahugmyndafræðina svokölluðu (e. Tiny homes) og hvort þetta breyti miklu þegar kemur að henni, svarar Eva Huld: „Það er dálítið gamaldags hug-
Evu Huld Friðriksdóttur lýst vel á nýja byggingareglugerð.
myndafræði í arkitektúr og má færa rök fyrir því að hún sé dálítið úrelt. Þar vill fólk aðgreina sig frá samfélögum sem er svolítið í anda áttunda áratugarins. Hugmyndin er líka dálítið andsamfélagsleg.“ Hún bætir svo við: „Það er ekki hugmyndin sem er verið að ýta undir með þessum breytingum þó hún auðveldi þeim sem það kjósa einnig lífið.“ | vg
„Þegar liðið sýnir að það trúir á eitthvað fara aðrir að trúa líka.“
Velkomin á EM. Við erum stolt af stuðningi okkar við KSÍ og íslensku knattspyrnulandsliðin. Árangur íslenska karlalandsliðsins sýnir að það er fátt ómögulegt. Við óskum strákunum góðs gengis í Frakklandi. Áfram Ísland!
Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari
FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016
4|
Ættfræði Afkomendur Brasilíufara leita upprunans
Í tísku að vera íslenskur í Brasilíu Áratug áður en Íslendingar hófu að flytja til Kanada varð til vísir að Íslendinganýlendu í Brasilíu. Nú, 150 árum síðar, ganga þar enn um sólbrúnir menn af íslenskum ættum og þakka góðum genum velgengni sína í samfélaginu. Valur Gunnarsson valurgunnars@frettatiminn.is
Eyrún Eyþórsdóttir lögreglukona er að skrifa doktorsritgerð um þá og birti nýlega grein í hinu virta fræðiriti International Journal of Heritage Studies ásamt Kristínu Loftsdóttir um efnið. En hvaða fólk er þetta? „Félag afkomenda Íslendinga var stofnað árið 1996 og hefur farið vaxandi síðan og fólk hefur verið að heimsækja Ísland. Þó það sé kreppa núna hefur efnahagur fólks í Brasilíu batnað mikið undanfarið og því hefur fólk frekar efni á að koma hingað. Hátíðarhöld voru í Curitiba árið 2013 þegar eins og hálf öld var liðin
síðan fyrstu Íslendingarnir fór til Brasilíu og um 170 manns komu saman. Ísland er að verða þekktara erlendis og það þykir flott að vera íslenskur. Það er samasemmerki á milli Norðurlandanna og heiðarleika og vinnusemi. Afkomendurnir telja sig hafa þessa eiginleika og að þess vegna gangi þeim almennt vel.“ Hvað kom til að þú fórst að fá áhuga á Brasilíuförunum? „Ég var skiptinemi í Brasilíu og bjó hjá fólki sem var stolt af þýskum uppruna sínum. Ég vissi af Íslensku Brasilíuförunum og vildi vita meira.
Ég bjó í syðsta fylkinu og ætlunin var að Íslendingarnir færu þangað, en síðan var þeim sagt að Curitiba væri kaldasta svæði Brasilíu og að þar færi betur um þá. Upprunalega áttu 500 manns að fara en bara 35 létu verða af. Það var óánægja með jarðirnar, deilur um ástamál og margir giftust fólki af öðrum uppruna svo hópurinn tvístraðist, en í Curitiba búa enn flestir afkomendur og borgin er í dag vinabær Akureyrar.“ Sesilía Andrésdóttur situr í miðjunni og flutti til Brasilíu árið 1873. Dóttir hennar og eiginmaður eru sitthvorum megin við.
Stjórnmál: Fundur Íslensku þjóðfylkingarinnar í uppnám
Íslenska þjóðfylkingin aftur til fortíðar Fjölmennur fundur Íslensku þjóðfylkingarinnar einkenndist af eldra fólki sem vildi snúa aftur til fortíðar Örfáir hafa greitt atkvæði utan kjörfundar.
Tuttugu þegar greitt atkvæði Alls hafa 20 einstaklingar greitt atkvæði í utankjörfundaratkvæðagreiðslu á höfuðborgarsvæðinu vegna forsetakosninganna sem fram fara 25. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í upplýsingum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Alls hafa fjórtán frambjóðendur tilkynnt um framboð til embættis forseta Íslands en skila átti undirskriftalistum til yf-
irkjörstjórna í gær. Frambjóðendur hafa svo frest til 20. maí til þess að fá vottorð frá yfirkjörstjórnum um að listarnir séu gildir. Óvanalega margir greiddu atkvæði utan kjörfundar í forsetakosningunum árið 2012, en þá greiddu hátt í 24% atkvæði utan kjörfundar. Engin frambjóðandi er formlega í framboði enn sem komið er. | vg
Fá 20 milljónir út af breyttu skipulagi Mosfellsbær þarf að greiða eigendum sex húsa tæplega 20 milljónir króna í skaðabætur vegna breytinga á deiliskipulagi í Krikahverfi árið 2008. Til stóð að reisa leikskóla á svæðinu en því var breytt og úr varð að grunn- og leikskóli var reistur. Íbúarnir í grennd héldu því fram að eignir þeirra
hefðu rýrnað með breytingunum einkum vegna hávaða-, umferðarog sjónmengunar. Allir eigendurnir sigruðu fyrir héraðsdómi og áfrýjaði Mosfellsbær málunum til hæstaréttar sem staðfesti alla dómana. Bærinn þarf því að greiða eigendunum á bilinu 2,9 milljónir upp í 3,6 vegna málsins. | vg
Valur Grettisson Valur@frettatiminn.is
„Við erum flokkur fyrir hinn almenna vinnumann, okkur er alveg sama um auðmennina,“ sagði Örvar Harðarson, formaður framkvæmdaráðs Íslensku þjóðfylkingarinnar, sem hélt kynningarfund á Hótel Nordica síðastliðinn laugardag. Blaðamaður Fréttatímans mætti á fundinn sem var vel sóttur en um hundrað manns voru í salnum. Það vakti þó athygli að blaðamaður (sem er 35 ára gamall) var lang yngstur í salnum, fyrir utan jafnaldra sinn, hann Örvar. Ekki fór mikið fyrir andúð gegn útlendingum í málflutningi ræðumanna eins og flokkurinn hefur verið gagnrýndur fyrir. Þannig virtist andúðin frekar beinast að „ríka kallinum“ eins og einn fundarmanna orðaði það. Stefna Íslensku þjóðfylkingarinnar virtist ganga út á að endurheimta óljósa fortíð sem aldraðir fundargestir einir könnuðust við. Þannig virtust fundarmenn sammála um að ganga úr EES. Eins vildu þau ganga úr Schengen og mikil áhersla var lögð á að stórefla varnarmál Íslendinga umfram hefðbundin varnarbandalög og leyfa frjálsar strandveiðar. Þá varð fundarmönnum tíðrætt um Landhelgisgæsluna og eflingu hennar. Eins lagði einn fundarmanna til að rafstrengur yrði í besta falli lagður til Færeyja og
Fundurinn var fjölmennur en meðalaldurinn var líklega nokkuð yfir fimmtugt. Mynd | Hari
Grænlands, en alls ekki lengra. Þá var þeirri hugmynd varpað fram, af fulltrúa framkvæmdaráðs, að settur yrði á 20% flatur skattur. Afslappað andrúmsloft fundarins gjörbreyttist þegar fundarstjóri ávarpaði einn gestinn í salnum, Píratann Bjartmar Odd Þey Alexandersson, sem hefur verið virkur á Pírataspjallinu undanfarið, og birti meðal annars langt samtal sitt við Margréti Friðriksdóttur og Örvar um innflytjendamál á Youtube. Fundarstjórinn krafðist þess að Bjartmar kynnti sig og útskýrði nærveru sína. Í þessu orðaskaki mátti heyra eldri mann segja ítrekað, „Út! Út!“. „Það virtist vera að viðvera mín á fundinum væri einhvers konar ógn,“ sagði Bjartmar eftir atvikið, en blaðamaður tók orðaskakið upp á síma sinn þar sem tveir fundarmenn reyndu að vísa Bjartmari á dyr eftir
að einn af gestunum hótaði að fara ef Bjartmari yrði ekki vísað í burtu. Úr varð að Bjartmar fékk að vera áfram á fundinum eftir að fundarmaður kom upp í púlt og sagði að hann mætti sitja kynningarfundinn, en hann ætti ekki afturkvæmt ef hann afskræmdi orð fundarmanna. Það var ljóst að fundargestir óttuðust að snúið yrði út úr orðum þeirra, enda líta þeir ekki á sig sem fordómafullan flokk. Í samtali við Örvar kom fram sú sannfæring að hópurinn hafnaði ekki fjölmenningu. „Við höfnum bara byggingu á mosku,“ sagði hann, en það þýðir þó ekki að flokkurinn amist við öðrum trúarbrögðum; enda hefur flokkurinn samþykkt að fylgja kristnum gildum. Myndbandið af orðaskakinu verður birt á vef Fréttatímans.
Fósturbörn vilja samband við blóðfjölskyldur sínar „Reynsla fósturbarna af óöryggi og flakki á milli heimila áður en þau fengu inni á fjölskylduheimilum var sláandi. Þetta millibilstímabil hafði afdrifaríkar afleiðingar hjá öllum mínum viðmælendum,“ segir Brynhildur Arthúrsdóttir félagsráðgjafi en hún kynnti í vikunni niðurstöður mastersrannsóknar sinnar á upplifun fólks sem dvaldi sem börn á fjölskylduheimilum Reykjavíkurborgar á árunum 1965-1991. Brynhildur vonar að niðurstöðurnar verði innlegg í þróun í vistunarmálum barna og unglinga. „Einnig kom skýrt fram hjá öllum mínum viðmælendum að þau hefðu óskað
þess að foreldrum þeirra hefði verið hjálpað meira til að hafa þau. Blóðfólkið þeirra var þeim mjög mikilvægt og þau sögðust mörg hafa viljað þekkja foreldra sína og aðra í fjölskyldunni, meira.“ „Fyrir árið 1965 fór í gang umræða hér á landi, sem hafði verið í gangi erlendis, um að börn ættu frekar að vera vistuð í fjölskylduvænu umhverfi en ekki stofnanaumhverfi. Enn þann dag í dag eru til stofnanir og meðferðarheimili úti á landi en börn eiga aldrei að vera þar í lengri tíma. Sem betur fer er stefnan sú í dag að vandi barna, og fjölskyldna þeirra, er unnin heima. Þegar það er hægt.“ „Annað sem við getum lært af reynslu þessa fólks er að muna að
Brynhildur Arthúrsdóttir félagsráðgjafi hefur unnið með fósturbörnum í fjölda ára.
hlusta á börnin. Í dag eiga börn að vera með í ráðum, samkvæmt lögum, og við verðum að muna það, því eins og einn viðmælenda minna sagði: „Mér var aldrei sagt neitt. Ég veit ekki hvað ég hefði viljað, ég var bara aldrei spurður.“ | hh
100GB Netið hjá Nova
3.990 kr.
Gagnaveitan, aðgangsgjald 2.580 kr. Leiga á beini
690 kr.
Samtals:
7.260 kr.
Hver 100GB umfram
990 kr.
Ljósleiðari hjá Nova!
1.000GB Netið hjá Nova
5.990 kr.
Sjáðu ljósið!
Gagnaveitan, aðgangsgjald 2.580 kr.
Gerðu heimilið klárt og fáðu öfluga háhraðanettengingu fyrir nútímaheimilið.
Leiga á beini
Slepptu heimasímanum og sjónvarpsboxinu — og horfðu á sjónvarpið yfir netið.
Samtals: Hver 100GB umfram
690 kr. 9.260 kr. 990 kr.
Gerðu verðsamanburð og kynntu þér hvað er innifalið. Þú gætir lækkað netreikninginn í einni svipan.
Skráðu þig í Ljósleiðara hjá Nova á nova.is, í þjónustuveri Nova eða í næstu Nova verslun. Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | Facebook | Twitter
FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016
6|
í stríði og friði Þó söngvakeppnin eigi að heita ópólitísk hafa heimsmálin oft haft áhrif á það sem gerist á sviðinu og stundum jafnvel öfugt. Hún hefur valdið deilum á Norður-Írlandi, endurspeglað átökin í Úkraínu og jafnvel komið af stað byltingu í Portúgal. Þá hefur hún verið til marks um ris og fall Tony Blair og átt sinn þátt í að endurreisa sjálfstraust Íslendinga eftir hrun.
Löndin sem eiga rétt á þátttöku í Eurovision. Ástralía þó hvergi sjáanleg
Valur Gunnarsson valurgunnars@frettatiminn.is
Líklega er mörgum í fersku minni þegar púað var á hina rússnesku Polinu á Eurovision í fyrra. Ekki var þetta af listrænum ástæðum fyrst og fremst, lagið lenti þrátt fyrir allt í öðru sæti. Tildrögin voru hins vegar stuðningur Rússa við uppreisnarmenn í Úkraínu, sem vakið hafði sterk viðbrögð um alla álfuna. Eurovision-keppnin hefur ávallt haft það að leiðarljósi að hefja sig yfir stjórnmálin, en þetta er bara eitt dæmi af mörgum um hvað þau eru ávallt nálægt samt. Eurovision-keppnin var fyrst haldin árið 1956, rétt áratug eftir lok seinni heimsstyrjaldar. Ætlun hennar frá upphafi var því að eiga sinn þátt í að leiða álfuna saman, sem í sjálfu sér er pólitískt markmið. Átök í álfunni áttu þó oft eftir að endurspeglast á sviði sönglagakeppninnar. Árið 1970 höfðu skærur brotist út á milli kaþólikka og mótmælenda á Norður-Írlandi. Sama ár vann Írland Eurovision í fyrsta sinn af mörgum og var söngkonunni Dönu vel fagnað við heimkomuna. Þó var sá hængur á að sjálf var hún af norður-írskum ættum og fædd á Englandi, en hafði kosið að taka þátt fyrir hönd lýðveldisins Írlands. Svo var hún kaþólsk og kaþólikkar á Norður-Írlandi tóku
þetta sem stuðningsyfirlýsingu við þann málsstað að þeir ættu frekar heima í suðrinu.
í sjötta sæti í forsetakosningunum það árið.
Frá Eurovision í forsetaframboð
Þátttaka í Eurovision miðast ekki við landfræðilega legu þjóða, heldur við að þær séu meðlimir í Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Útsendingarsvæði þeirra er talið ná frá 40 gráðum austur og 30 gráðum norður, svo það nær einnig yfir stóran hluta Norður-Afríku og Miðausturlanda. Ísrael hefur kosið að taka þátt í keppninni allt frá 1973, en Arabaríkin hafa neitað að senda út framlag þeirra og hafa því ekki tekið þátt. Deilur Araba og Ísraela hafa því ekki náð inn í keppnina nema með óbeinum hætti, en þess má geta að árið 1973 var einmitt síðasta stórstríð þeirra á milli enn sem komið er, sem lauk með sigri Ísraela yfir Sýrlendingum og Egyptum. Eftir fall kommúnismans breyttist landakort Evrópu meira en það hafði gert frá seinni heimsstyrjöld, og fjöldamörg ný ríki komu til skjalanna. Flóknast var ástandið í Júgóslavíu, sem leystist upp árið 1991. Árið eftir tók Júgóslavía þátt án Slóveníu, Króatíu og Makedóníu sem höfðu lýst yfir sjálfstæði, en Bosnía taldist hins vegar enn hluti af ríkinu. Árið 1993 tók Bosnía þátt undir eigin nafni í fyrsta sinn, en þá hafði stríð brotist út í landinu á milli þjóðarbrota Króata, Múslíma og Bosníu-Serba.
Tveimur árum síðar náðu deilurnar hámarki þegar 14 manns voru drepnir af breskum hermönnum í bænum Derry á Norður-Írlandi. Það sama ár sungu Írar í fyrsta og síðasta sinn á gelísku í keppninni, sem mátti túlka sem andstöðu við Englendinga. Ekki tókst að lægja öldurnar þrátt fyrir mikla velgengni Íra í Eurovision næstu árin. Á árunum 1992 til 1996 unnu þeir fjögur ár af fimm í Eurovision og árið 1996 var loksins samið um vopnahlé á Norður-Írlandi sem hefur að mestu verið haldið síðan. Af Dönu er það hins vegar að frétta að hún fór í forsetaframboð á Írlandi árið 1997. Þar hafði hún ekki erindi sem erfiði, en var þó kosin á þing tveimur árum seinna. Árið 2011 bauð hún sig aftur fram til forseta með það að markmiði að vernda Írland frá Evrópusambandinu, en framboð hennar hlaut talsvert bakslag þegar í ljós kom að hún hafði bandarískan ríkisborgararétt til jafns við þann írska. Loks var bróðir hennar handtekinn í London, ásakaður um að hafa misnotað tvær stúlkur undir 16 ára aldri, en var ekki fundinn sekur. Dana lenti
MOWER sláttuvélar
með Briggs&Stratton bensínmótor MOWER CJ18
Sláttubreidd 46cm. BS 3,5hp mótor, rúmtak 158 CC, skurðarvídd 46cm/18”. Safnpoki að aftan 60 L, skurðhæð og staða 25-85mm/8
42.990
CE/GS VOTTUN
MOWER CJ20 Sláttuvél m/drifi, BS 6,0 hp mótor,
sláttubreidd 51cm. Rúmtak 190 CC, skurðarvídd 51cm/20”, sjálfknúin 3,6 km/h, safnpoki að aftan 65 L, hliðar útskilun, skurðhæð og staða 25-75mm/8
66.990
MOWER CJ21
Sláttuvél 53cm m/drifi, BS 6,0 hp mótor, 53cm serían. Vél BS675EX með Ready Start Briggs & Stratton vél, bensín, rúmtak 190 CC, skurðarvídd 53cm/21”, sjálfknúin 3,4 km/h. Safnpoki að aftan 65 L, hliðar útskilun Skurðhæð og staða 25-80mm/8
69.990
21.990 MOWER sláttuorf 0,7KW 31CC Skurðarbreidd 255 > 480mm
Ísraelar eða Arabalönd?
Á Eurovision í gegnum kúlnaregn Framlag Bosníu það árið hét „The Whole World‘s Pain,“ og fjallaði um hermann sem sendir ástkonu bréf um að hann sé enn að berjast. Svo vildi til að söngvarinn Fazla var fyrrum fyrirsæta sem nú var orðinn hermaður í umsátrinu um Sarajevo. Rafmagn hafði verið tekið af borginni og því varð að taka lagið upp með aðstoð rafals sem þeir höfðu keypt á svarta markaðnum af hermönnum Sameinuðu þjóðanna. Loks þurftu menn að smygla sér úr borginni í gegnum skothríð Serba til að komast til forkeppni sem haldin var í Zagreb í Króatíu. Bosníumenn komust áfram í keppninni, en Serbíu var neitað um þátttöku sökum viðskiptaþvingana Sameinuðu þjóðanna (þeirra sömu og Bobby Fischer varð eftirlýstur fyrir brjóta á sama tíma) og tók því ekki aftur þátt fyrr en 2004. Fazla komst lokum heilu og höldnu til Írlands, þar sem lokakeppnin var haldin sem oftar, en lenti ekki nema í 16. sæti fyrir viðvikið. Á hinn bóginn beið ástkona hans, sem áður hafði flúið frá Sarajevo, eftir honum í Dublin og giftust þau þar. Bosníumenn, sem stigu á svið beint á eftir Íslendingum í ár, sungu aftur um stríðið í þetta sinn en komust ekki áfram frekar en við. Jóhanna Guðrún og Tony Blair
Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
En það eru ekki bara stríð sem hafa haft áhrif á keppnina. Stundum er hún ágætis mælikvarði á álit þjóða í alþjóðasamfélaginu. Sem dæmi
Ruslana fór í hungurverkfall og leiddi byltingu í Úkraínu
Stundum má segja að þjóðir hljóti uppreisn æru í gegnum söngvakeppnina. Á þetta ekki síst við um Ísland árið 2009 má nefna að þrátt fyrir að vera með stærsta tónlistariðnað Evrópu hafði Bretland ekki unnið keppnina síðan við upphaf Thatcher-tímans árið 1981. Árið 1997 varð loks breyting þar á. Britpop tónlistin ómaði víða um álfuna og hinn ungi og glæsilegi Tony Blair var nýkjörinn forsætisráðherra. Eins og til að kóróna endurreisnina unnu þeir jafnframt Eurovision þetta árið. Sex árum síðar hafði almenningsálit Evrópubúa heldur snúist gegn þeim eftir þátttöku þeirra í hinni umdeildu innrás í Írak. Sneru þeir þá heim frá keppni með núll stig. Stundum má segja að þjóðir hljóti uppreisn æru í gegnum söngvakeppnina. Á þetta ekki síst við um Ísland árið 2009, þegar Jóhanna Guðrún reisti Ísland upp úr öskustó efnahagshruns og Icesave-hneykslis með laginu „Is It True?“ sem náði alla leiðina í annað sætið og er jafnbesti árangur landsins til þessa. Ruslana leiðir byltingu Það árið var keppnin haldin í Moskvu, en samskipti Rússlands og Úkraínu eru eitt helsta bitbein álfunnar þessa dagana. Ruslana vann keppnina fyrir hönd Úkraínu árið 2004 og skömmu síðar átti bylting sér stað í landinu. Fólk klæddist appelsínugulu og stóð saman á Maidan torgi til að mótmæla Viktor Yanukovich forseta, sem talinn var hafa svindlað í kosningunum. Einn af leiðtogum byltingarinnar var Ruslana sjálf, sem fór í hungurverkfall. Yanokovich sagði af sér og Yushchenko, sem var byltingarmönnum meira að skapi, tók við. Framlag Úkraínu árið 2005 þótti of pólitískt fyrir Eurovision-nefndina, sem lét taka nafn forsætisráðherrans út. Keppnin hafði þó margvísleg áhrif fyrir landið. Meðal annars afnámu Úkraínumenn vegabréfsáritanir einhliða, til að gera Evrópubúum auðveldara að vera viðstaddir keppnina. Hefur þeirri tilhögun verið haldið áfram til hagsbóta fyrir ferðamannaiðnaðinn. Keppnin þótti og vatn á myllu Evrópusinna, en deilurnar um ESB komust aftur í hámæli árið 2013. Yanukovich hafði þá aftur verið kos-
Jóhanna endurreisti sjálfstraust Íslendinga eftir stórfellt efnahagshrun
inn forseti og aftur verið steypt af þeim sem vildu ganga í Evrópusambandið. Þetta fór mjög í taugarnar á Rússum, sem lögðu í kjölfarið undir sig Krímskaga og hafa stutt uppreisnarmenn í austurhéruðum landsins. Vinna Rússar í kvöld? Þessar deilur ná síðan inn í keppnina þar sem þátttakandi Rússlands var púaður í fyrra, en Úkraínumenn tóku ekki þátt sökum fjárskorts í kjölfar stjórnarkreppu og stríðs. Framlag Úkraínumanna í ár er hins vegar sungið af Krímtataranum Jamölu á eigin þjóðtungu og nefnist „1944,“ sem er vísun í ártalið þegar nauðungarflutningar Stalíns á þjóð hennar áttu sér stað. Á meðan Úkraínumenn grípa til sögulegra vísana til að koma höggi á Rússa hafa menn í Moskvu hins vegar ákveðið að skilja pólitíkina eftir heima en leggja þess í stað allt kapp á að sigra í keppninni. Ekkert hefur verið sparað við þátttakandann, Sergei Lazarev, og hafa Rússar jafnvel fengið framleiðanda sænsku poppsveitarinnar Ace of Base til liðs við sig. Það að fá að halda keppnina á næsta ári þykir betra áróðursbragð en bein skot af sviðinu og margir spá Rússum sigri í ár. Hvort svo mun reynast kemur í ljós í kvöld. Aðeins eitt dæmi er hins vegar um að söngvakeppnin hafi komið af stað byltingu. Það gerðist árið 1974 þegar lagið „E Depois do Adeus var flutt af þátttakendum Portúgala. Þetta voru leynileg skilaboð til herforingja um að hefja valdarán gegn einræðisherranum Tomás. Hin svokallaða „Nellikubylting“ fylgdi í kjölfarið, sem leiddi til afnáms einræðis í Portúgal og um leið endaloka blóðugra nýlendustríða þeirra í Angóla og Mósambík. 1974 var því ekki aðeins árið sem að Abba sigraði í Eurovision.
Fyrirtæki ársins 2016
Árlega stendur VR fyrir kjöri á Fyrirtæki ársins. Niðurstöður stærstu vinnumarkaðskönnunar á Íslandi liggja nú fyrir. Stór fyrirtæki Millistór fyrirtæki 1. Johan Rönning 1. Expectus 2. Öryggismiðstöð Íslands 2. Margt smátt 3. Nordic Visitor Iceland 3. Heilsugæslan Salahverfi/Salus 4. Nova 4. Kortaþjónustan 5. S4S 5. Terma 6. Ormsson 6. Poulsen 7. CCP 7. Fastus 8. Klettur - sala og þjónusta 8. Hugsmiðjan 9. Opin kerfi 9. Fálkinn 10. Tempo 10. Hvíta húsið
Lítil fyrirtæki 1. Vinnuföt 2. Verslunartækni 3. Skattur og bókhald 4. S. Guðjónsson 5. Bókhald og uppgjör 6. Globus 7. Fossberg 8. Birtingahúsið 9. Áltak 10. Microsoft Ísland
Um helmingur fyrirmyndarfyrirtækja í ár eru ný á lista. VR óskar fyrirmyndarfyrirtækjum, stórum sem smáum, til hamingju með frábæran árangur!
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS
FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016
8|
Nánast aldauða. Aðeins örfáir einstaklingar eru eftir af Súmötru-nashyrningum. Stórar dýrategundir eru nánast alls staðar í útrýmingarhættu. Sagan sýnir að maðurinn hefur komið fjölmörgum stórum tegundum fyrir kattarnef síðan hann kom fram á sjónarsviðið.
Maðurinn er næsti loftsteinn Jörðin hefur gengið í gegnum fimm útrýmingarskeið frá upphafi lífs á jörðinni. Nú virðist sjötta útrýmingin vera farin af stað - nú af mannavöldum. Helgi Hrafn Guðmundsson ritstjorn@frettatiminn.is
Líf hefur þrifist á jörðu í að minnsta kosti 3,5 milljarða ára. Á þessum langa tíma hafa dunið á ýmsar hörmungar. Lífið hefur fimm sinnum gengið í gegnum gríðarmikla útrýmingu þar sem stór hluti allra tegunda dó út. Á þessum ögurstundum var jafnvægi jarðar svo raskað, af ólíkum ástæðum á hverjum tíma, að nánast öllum lífverum jarðar var steypt í glundroða. Eldgos, gríðarmiklar ísaldir og loftslagsbreytingar höfðu stundum þessi áhrif. Síðasta útrýming af þessu tagi varð, eins og margir vita, fyrir um 66 milljón árum þegar loftsteinn rakst á jörðina og þurrkaði út risaeðlurnar. Og ekki bara þær, heldur um 75% af öllum dýra- og plöntutegundum jarðar. Það er erfitt að ímynda sér að jörðin eigi við slíkar hamfarir að stríða núna. Margir líffræðingar og aðrir vísindamenn telja samt að nú fari í
hönd sjötta stóra útrýmingin á jörðu. Við mannfólkið erum því loftsteinninn í þetta skipti. Mannkynið hefur komið lífríkinu úr jafnvægi, nánast hvar sem niður er komið á jörðinni. Til dæmis með því að færa lífverur til vistkerfa þar sem þær eiga ekki heima, með því að eyðileggja búsvæði og nú á síðustu áratugum með gríðarlega hröðum loftslagsbreytingum. Efnasamsetning hafsins breytist nú ört vegna mannsins. Við ofveiðum, höggvum niður skóga og breiðum einhæfa landbúnaðarhætti okkar yfir gervalla plánetuna. Og svo framvegis. Mannkynið hefur mótað jörðina gríðarlega á skömmum tíma og það hefur áhrif á alla aðra farþega á henni. Og nú er talið að 2050% allra lífvera verði þurrkaðar út í lok þessarar aldar. Sumir ganga svo langt að segja að 75% þeirra hverfi áður en yfir lýkur. Nýleg rannsókn hefur til dæmis sýnt fram á að dýrategundir útrýmast 100 sinnum hraðar nú en í venjulegu árferði á hnettinum. En þá er einungis tekið tillit til þeirra tegunda sem við vitum af og höfum skráð. Því mannkynið á enn eftir að uppgötva mýmargar tegundir lífvera, til dæmis á hafsbotni og djúpt í frumskógum, sem
sumar munu deyja út af okkar völdum áður en við sjáum þær. Spennubók um skelfilega atburði Bandaríski blaðamaðurinn Elizabeth Kolbert, sem meðal annars skrifar fyrir The New Yorker, sendi frá sér bókina The Sixth Extinction, sem fjallar um þennan óhugnanlega veruleika sem maðurinn virðist ýmist leiða hjá sér í stórum stíl eða veit hreinlega ekki af. Bókin hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 2015. Höfundur ferðast víða um heim, þ.á m. til Íslands og kemst að ólíkum birtingarmyndum útrýmingarinnar með hjálp fræðimanna. Bókin er einkar auðveld aflestrar, nokkurs konar spennubók um vanda sem við vitum fæst af, en tökum mörg þátt í að skapa á einn eða annan hátt. Kolbert, sem sjálf er ekki vísindamaður, útskýrir flóknar kenningar og tilgátur, sem fræðimenn hafa rannsakað á síðustu árum, á einfaldan og aðgengilegan hátt. Útrýming hófst snemma Um daginn fór ég á náttúrugripasafnið í Buenos Aires í Argentínu. Það er til húsa í stórri og gamalli byggingu sem nú er sumpart í niður-
Við leitum að listaverkum
erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur. Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar, Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving. Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–14, sunnud. lokað Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Elizabeth Kolbert, blaðamaður hjá The New Yorker og bók hennar „Sjötta útrýmingin“. Mynd | elizabethkolbert.com.
níðslu. Í dimmum sölum hennar er hægt að skoða ýmsa gamla muni, rykugar furðuskepnur Suður-Ameríku sem voru uppstoppaðar einhvern tímann á þarsíðustu öld og að því er virðist endalaus glerborð með risastórum fölnuðum fiðrildum og flugum. Í þessum nokkuð drungalegum húsakynnum er líka salur þar sem gríðarstórar beinagrindur eru til sýnis. Við fyrstu sýn mætti halda að þetta séu eldfornar risaeðlur. En þetta eru hins vegar beinagrindur af spendýrategundum sem uppi voru fyrir um sjö til tíu þúsund árum og voru á stærð við fíla. Þetta eru hin svokölluðu jarðletidýr, skyld letidýrum nútímans, en þau bjuggu á sléttum Suður-Ameríku í hundruð þúsund ára. Þegar menn mættu á svæðið fyrir um 10 þúsund árum urðu þessar tegundir fljótlega útdauðar. Svo virðist sem mannkynið hafi strax og það óx úr grasi og breiddist út um hnöttinn farið að ofveiða dýr og ógnað jafnvægi á hverjum stað. Beinagrindurnar á safninu sem ég skoðaði fundust margar á 18. öld og í byrjun þeirrar nítjándu. Á þeim árum vissu menn ekki hvaða furðuskepnur þetta voru eiginlega. Því í fyrsta lagi var hugtakið um útrýmingu ekki til, eins og Kolbert rekur í bók sinni.
Útrýming dýra ekki þekkt Margir héldu því að slíkar fornar beinagrindur hlytu að vera af skepnum sem enn römbuðu einhvers staðar í óbyggðum. Á átjándu öld fundust gríðarstórar tennur og bein í Ohio í Bandaríkjunum sem virtust vera af afrískum fíl. Þessar leifar rötuðu síðar á borði franska dýra- og líffærafræðingsins Georges Cuvier, sem starfaði í upphafi nítjándu aldar á franska náttúrusögusafninu í París og safnaði þar skrokkum af furðudýrum. Cuvier uppgötvaði að beinin og tennurnar væru ekki af fíl heldur af dýri sem væri einfaldlega ekki til lengur, tegund sem hefði dáið út. Það var í fyrsta sinn sem kenning var lögð fram um að útrýming væru yfirleitt möguleg. Dýrið var mastodon, norðuramerískt afbrigði fíls, sem vísindamenn vita nú að var uppi fyrir um 10 þúsund árum og er talið hafa dáið út af mannavöldum, rétt eins og jarðletidýrin. Cuvier smíðaði í kjölfarið tilgátu sem kölluð hefur verið hamfarakenningin. Hörmulegar náttúruhamfarir hefðu endrum og eins í sögunni gengið yfir jörðina og eytt meginhluta lífsins. Guð hefði þannig lagað ýmis mistök sem hann hefði gert í sköpunarverkinu. Margar tegundir hefðu dáið út og aðrar komið í staðinn. Hann útskýrði þó ekki hvernig tegundirnar hefðu orðið til og taldi alls ekki að þær hefðu þróast.
Froskur á förum. Panama-gullfroskurinn var fyrir aðeins áratug síðan algeng tegund í Panama. Fyrir nokkrum árum fór tegundin að hverfa og er talin í bráðri útrýmingarhættu. Ástæðan fyrir þessum örlögum hefur verið rakin til sveppasýkingar sem kom til landsins með varningi. Einangrað dæmi sem segir þó margt um vistkerfisvandamál sem fylgja umstangi mannsins um heim allan. Mynd | Wikipedia.
Á garðyrkjubýlinu Brún hafa hjónin Birgir og Margrét ræktað kirsuberjatómata síðan árið 1999. Kirsuberjatómatar eru smærri en venjulegir tómatar en bragðsterkari. Hjónin hafa komist að því að skemmtileg leið til að njóta þeirra er að steikja með þeim fræ og valhnetur. - Kirsuberjatómatar Birgis og Margrétar með steiktum fræjum og valhnetum // 400 g (2 box) kirsuberjatómatar // 2 msk. steinselja // 50 g sólblómafræ // 50 g graskersfræ // 50 g valhnetur // 1 msk. tamarisósa
Skerið tómata til helminga, saxið steinselju. Setjið sólblómafræ, graskersfræ og valhnetur í skál og blandið tamarissósu við. Hitið ofninn i 180°C. Gott er að setja smjörpappír á plötu og fræblönduna þar á. Bakið uns blandan fer að brúnast. Kælið og hrærið saman við tómata og steinselju. Ferskt, einfalt og svaka gott .
FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016
10 |
Geirfuglinn og Darwin Breski jarðfræðingurinn Charles Lyell hafnaði hamfarakenningu Cuviers og bægði frá hugmyndum manna um Nóaflóð og aðrar biblíulegar hamfarir. Hann taldi að jörðin væri mótuð á löngum tíma með hægfara breytingum - sem er auðvitað rétt ályktun, en hann gekk svo langt að halda því fram að engar óvæntar hörmungar gætu átt sér stað. Undir þetta tók Charles Darwin, sem leit mjög upp til Lyells og smíðaði í kjölfarið þróunarkenninguna. Darwin taldi að útdauði tegunda svo hæga að ómögulegt væri fyrir menn að verða vitni að þeim. Ef ákveðin jarðlög sýndu fáa steingervinga frá ákveðnu skeiði í fyrndinni, þýddi það einungis að þeir hefðu skemmst en ekki að tegundirnar hefðu horfið. Á meðan þróunarkenningin átti eftir að auka skilning manna á hvers vegna tegundir koma og fara – og auðvitað breyta líffræðinni um aldur og ævi – var þessi tregða Darwins við að skilja að útdauði tegunda er mun algengari en svo, nokkuð athyglisverð. Sérstaklega því að á sama tíma bárust fréttir frá Íslandi af því að geirfuglinn væri útdauður en mikið var skrifað um þann atburð í bresku fræðasamfélagi. Hamfarakenning aftur vinsæl Einn kafli í bók Elizabeth Kolbert fjallar um ferð hennar í Eldey þar sem síðasta geirfuglaparið
var fellt árið 1844. Í honum veltir hún fyrir sér þeirri kaldhæðnislegu tilviljun að geirfuglinn hafi verið sú lífvera sem dó út á sama tíma og vísindamenn áttuðu sig fyrst á því í raun og veru að útrýming væri nokkuð algengt fyrirbæri. Það var ekki fyrr en um 1980 að áhugi vísindasamfélagsins á hamfarakenningum jókst aftur. Þá settu feðgarnir Luis og Walter Alvarez fram kenningu um að loftsteinn, sem rekist hefði á jörðina fyrir 66 milljónum ára og skilið eftir sig ummerki á Yucatán-skaga í Mexíkó, hefði grandað risaeðlunum og þurrkað út margar aðrar tegundir. Síðan þá hefur verið nokkuð almennt samþykkt á meðal fræðimanna að lífið á jörðinni einkenndist af löngum og „leiðinlegum“ tímabilum sem stundum séu rofin með gríðarlegum hamförum. Maðurinn breytir jörðinni Það er kannski ekki skrýtið miðað við þessa hugmyndasögu – sem er hér auðvitað aðeins sögð á hundavaði – að mannkynið sé nú fyrst að vakna við þann óþægilega draum að það sé sjálft að skapa svo gríðarlegan vanda. Bók Elizabeth Kolbert fjallar í meginatriðum um að „sjötta útrýmingin“ sé hin hliðin á sama peningi og loftslagsmálin. Frá því iðnbyltingin hófst hefur mannkynið ekki aðeins breytt andrúmsloftinu með því að brenna olíu og kol og losa þannig koldíoxíð, heldur líka lífríkinu
sjálfu með margvíslegum hætti. Á sama hátt og erfitt sé að bregðast við loftslagsvandamálum sé mannkynið einnig tregt við að breyta til hjá sér til að koma í veg fyrir útrýmingu dýranna. Staðreyndin sé sú að upp er runnið nýtt jarðsögulegt skeið, manntíminn (anthropocene). Þetta skeið tekur við af nútíma (holocene), sem varað hefur frá síðustu ísöld. Maðurinn hefur breytt jörðinni á svo langvarandi hátt að líklegt er að ummerki hans muni sjást um aldur og ævi og því þarf alveg sérstaka skilgreiningu á þeim jarðsögulega tíma sem við lifum. Nýja Pangea Fyrir um 250 milljónum ára voru nær allar heimsálfurnar samhangandi í risameginlandi sem fræðimenn kalla „Pangeu“. Hún byrjaði að gliðna í sundur fyrir um 175 milljónum ára vegna landreks og þá urðu smám saman til þær álfur sem við höfum á jörðinni í dag. Þetta hafði í för með sér að lífríki einangraðist í hverri álfu og þannig óx það og dafnaði í tugmilljónir ára. Þegar maðurinn fór að dröslast út um öll lönd, sérstaklega eftir að landafundir Evrópumanna færðu alla heimsbyggðina saman og sér í lagi með nútímatækni, flugvélum og flutningaskipum, hvarf þessi einangrun vistkerfa á augabragði. Kolbert líkir þessu því við að maðurinn hafi skapað „Nýja Pangeu“. Jörðin sé orðin eitt samhangandi meginland þegar kemur að vistkerfum og lífríki, sem hafi haft skelfilegar afleiðingar fyrir margar lífverur. Þetta vandamál er svo sérstaklega þekkt hjá eyj-
Leðurblakan að hverfa. Sveppasýking kennd við hvít nef hefur stráfellt leðurblökur í Bandaríkjunum. Stofninn hefur minnkað um 6 milljón einstaklinga og sumstaðar hafa 9 af hverjum 10 leðurblökum drepist. Mynd | Wikipedia.
Risastórt letidýrt. Einu sinni voru lendur Suður-Ameríku fullar af jarðletidýrum, gríðarstórum skepnum sem menn gerðu út af við. Það hafði gleymst nokkur þúsund árum síðar þegar menn fundu steingerð bein þeirra. Mynd | Wikipedia.
um þar sem vistkerfi eru mjög viðkvæm. Kettir eru til dæmis taldir hafa þurrkað út 33 fuglategundir í heiminum á síðustu öldum vegna þess að menn færðu þá til allra álfa. Súrnun hafsins Frá upphafi iðnbyltingarinnar hefur magn koldíoxíðs aukist gífurlega með brennslu kola og olíu og með eyðingu skóga. Mikið af koldíoxíði hefur endað í hafinu sem getur haft gríðarlega alvarlegar afleiðingar. Þegar magn koldíoxíðs eykst í höfum heimsins verður það súrara. Hækkandi sýrustig þýðir að skeljar, kórallar og fleiri lífverur sem gerðar eru úr kalki leysast upp. Kolbert leiðir líkur að því að kórallar verði hreinlega útdauðir í aldarlok. Slíkar breytingar hafi ekki orðið á hafinu í
2016 | Ársfundur Samáls
Grunnstoð í efnahagslífinu Þann 18. maí heldur Samál ársfund sinn í Kaldalóni í Hörpu undir yfir skriftinni Grunnstoð í efnahagslífinu. Fjallað verður um mikilvægi áliðnaðar fyrir
Dagskrá: 8:00 Morgunverður 8:30 Ársfundur
afurðir úr áli og horfur á heimsvísu.
Ál er mikilvægara en nokkru sinni fyrr Magnús Þór Ásmundsson, stjórnarformaður Samáls og forstjóri Fjarðaáls
Samhliða ársfundinum verður sýning á afurðum
Ávarp Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra
Málmsteypunnar Hellu sem framleiðir vörur úr
Energy Drives Aluminium into the Future Kelly Driscoll, sérfræðingur frá greiningarfyrirtækinu CRU
efnahagslífið á Íslandi, nám í efnisverkfræði,
áli. Að fundi loknum verður boðið upp á kaffi og ilmandi pönnukökur beint af íslenskum álpönnum frá Málmsteypunni Hellu. Fundarstjóri er Sólveig Bergmann. Skráning er öllum opin og fer fram á vef Samáls, www.samal.is.
Efnisverkfræði á Íslandi – horft til framtíðar Guðrún Sævarsdóttir, forseti tækniog verkfræðideildar HR Breytingar á evrópskum orkumarkaði – áhrif þeirra á samkeppnishæfni Íslands Gunnar Tryggvason, verkefnastjóri hjá KPMG Carbonated Drinks Love Aluminium Carlos Cruz, forstjóri Vífilfells 10:00 Kaffispjall að loknum fundi
yfir 300 milljónir ára og því sé erfitt að spá fyrir um afleiðingarnar. Froskdýr eru í dag talin sá flokkur dýra sem er í mestri útrýmingarhættu. Fjórðungur allra spendýra, þriðjungur lindýra, einn fimmti skriðdýra og einn sjötti fugla stefni í átt til glötunnar. Engin heimsálfa né svæði virðist ónæm fyrir þessum miklu breytingum á lífríkinu. Þó allar heimsendaspárnar rætist vonandi ekki er ljóst að maðurinn skipar mjög óvenjulegan sess í sögu plánetunnar og það er kjarninn í bók Elizabeth Kolbert. Niðurlag bókarinnar: „Sjötta útrýmingin mun hafa áhrif á lífið löngu eftir að allt sem fólk hefur skrifað og málað og byggt er orðið að sandi og risarottur hafa - eða hafa ekki erft jörðina.”
Öflug þjónusta við leigjendur Almenna leigufélagið býður leigjendum sínum sólarhringsþjónustu Leigjendur okkar vita nákvæmlega hvert þeir eiga að leita ef íbúðin þeirra þarfnast viðhalds og þökk sé góðu samstarfi við Securitas getum við sinnt neyðartilfellum allan sólarhringinn. Almenna leigufélagið ætlar að gera leigu að raunhæfum valkosti á húsnæðismarkaði með því að tryggja leigjendum örugga búsetu.
Langtíma leigusamningur Sveigjanleiki
almennaleigufelagid.is
Samstarf Almenna leigufélagsins og Securitas tekur til allra íbúða félagsins.
JÓNSSON & LE’MACKS
•
jl.is
•
SÍA
24/7 þjónusta
Þýskt harðparket GÆÐI ALLA LEIÐ
Hjá okkur færð þú ótrúlegt úrval af hágæða þýsku harðparketi frá Parador, Krono Original og Meister. Komdu við og sjáðu úrvalið. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570
FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016
14 |
Risaeðlan er skipuð þeim Möggu Stínu söngkonu og fiðluleikara, Halldóru Geirharðsdóttur söngkonu og saxófónleikara, Ívari Bongó Ragnarssyni bassaleikara, Þórarni Kristjánssyni trommara og Sigurði Guðmundssyni gítarleikara. Hljómsveitin var stofnuð 1984 og gaf út plötuna Fame and Fossils árið 1990. Sveitin starfaði með hléum næstu árin en gaf þó út plötuna Efta! árið 1996 og urðu útgáfutónleikar þeirrar plötu að eiginlegum lokatónleikum sveitarinnar.
Við erum af Fokk the system-kynslóðinni en samt hefur okkur ekki tekist að ýta eldri kynslóðinni frá, samanber Davíð og Óla.
Okkur tókst ekki að fokka systeminu Í spjalli við Halldóru Geirharðsdóttur um endurkomu Risaeðlunnar ber ýmislegt á góma. Ofbeldi, sköpunarkraftur, hlutgerðar og kantskornar konur og svo „fokking ‘68 kynslóðin“ sem neitar að afhenda máttinn til arfbera sinna. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
„Okkur Möggu Stínu finnst alveg rosalega fyndið að lesa þessa texta í dag. Við erum eiginlega í sjokki,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, leikstjóri og saxófónleikari með meiru aðspurð um texta Risaeðlunnar en svo hefst til að mynda lagið Von; Mig langaði að drepa hann en hann var uppi í sveit. Og í enskri þýðingu; I wanted to kill him but he was out of date, squeese his life out, stab him like a goat. He was a beambeam, I was getting hot. Always on a bicycle, I think his name was Matthew! Lengi að fatta ójafnréttið „Það er reiði, ofbeldi og húmor í nærri öllum textunum en fullkomið meðvitundarleysi um hvaðan það kemur. Ég held að þegar það er svona mikið ofbeldi í texta þá sé maður að reyna að búa sér til pláss, andrými til að vera til. En við vorum alls ekki meðvitaðar um það þá, þetta var í undirmeðvitundinni. Við erum afsprengi ‘68 kynslóðarinnar og héldum í alvöru að það væri komið jafnrétti. Þegar við vorum að spila þá trúðum við því einlæglega að við værum öll jöfn því við höfðum alveg nóg pláss í hljómsveitinni. Það var þegar við svo stigum út á vinnumarkaðinn sem þetta fór allt að koma betur í ljós. Allt í einu voru vinum okkar boðin hærri laun en okkur og það var komið öðruvísi fram við þá. Ég var einstæð móðir en þeir voru „fyrirvinnur”, segir Halldóra og bætir því við að það hafi tekið hana langan tíma að fatta þetta. „Eiginlega ógeðslega langan tíma. Ég fattaði þetta þegar ég var rúmlega þrítug og ég varð gáttuð, ég bara trúði þessu ekki."
Hlutgerðar og kantskornar Halldóra og Magga Stína eiga báðar dætur á þrítugsaldri og segir Halldóra frábært að fylgjast með þeim átta sig á hlutum sem þær sjálfar voru svo grandalausar um. „Munurinn á þeim og okkur er að þær vita að það er ekki jafnrétti. Þær eru svo miklu meðvitaðri um stöðu sína og tengdari við undirvitund sína. Þegar dætur okkar eru í Free the nipple og Druslugöngunni þá segjumst við ekki vera búnar að þessu fyrir þær heldur spyrjum við okkur af hverju þær hafa ennþá þörf fyrir þetta. Við vorum úr að ofan í sundi og okkur fannst bara asnalegt að fara ekki úr að ofan. En svo kom klámið og konur voru hlutgerðar og kantskornar. Það kom bakslag og við vorum grandalausar,“ segir Halldóra og minnist þess þegar súlustaðirnir komu fyrst til Íslands. „Mér fannst þeir bara áhugaverðir því mín kynslóð hafði engar forsendur til að átta sig á því hvað væri mansal. Við hugsuðum ekki um öll lögin sem liggja undir. Ekki halda því nokkurn tíma fram að þín kynslóð sé með þetta. Aldrei. Það hlýtur alltaf að vera eitt lag í viðbót því það er bara eðli heimsins. En að sama skapi segi ég að kynslóðin fyrir ofan mig kenndi mér allt sem ég kann. Ég er ekki hálfviti. En við verðum að afhenda máttinn til næstu kynslóðar. Það gerir þú ekki með því að slá á fingurna á þeim og segja þeim að þau séu hálfvitar, eins og fokking ‘68 kynslóðin er að gera í dag.“ Fokk the system „Mér finnst svakalega áhugavert að skoða kynslóðirnar og hvernig við afhendum máttinn okkar áfram. Nú er ég að verða fimmtug og í fyrra leikstýrði ég farsa og það var rosa gaman. En leikstjóra af kynslóðinni fyrir ofan mig fannst hann knúinn til að segja mér að maður skyldi nú ekki halda að maður gæti bara leikstýrt þó maður væri menntaður leikari. Samt fór meiri hluti hans kynslóðar ekki í leikstjóranám, og þarna var ég búin að vera útskrifaður leikari í tuttugu ár. Stundum líð-
ur mér eins öll okkar vinna, minnar kynslóðar, hafi farið í að láta kynslóðina fyrir ofan okkur vita að við bærum virðingu fyrir þeim. Afhverju eru þau svona hrædd um að við berum ekki virðingu fyrir þeim og þeirra verkum? Við settum þá plötu ekki á fóninn, þau settu hana sjálf á! Þau hafa aldrei afhent okkur völdin,“ segir Halldóra og grínast með að hún sé uppfull af samsæriskenningum þessa dagana, annað sé varla hægt. „Við erum af fokk the system-kynslóðinni en samt hefur okkur ekki tekist að ýta eldri kynslóðinni frá, samanber Davíð og Óla. Þeir bara ætla ekki að afhenda næstu kynslóð völdin. Það er eitthvað mikið að þessari kynslóð fyrir ofan okkur. Og ég er sannfærð um að jafnaldrar mínir, Sigmundur og Bjarni Ben, séu brúður hennar.“ Spila ekki í fimmtugsafmælum Ætlar Risaeðlan þá að fara að fokka í systeminu? „Nei,“ segir Halldóra og hlær. „Það sem við ætlum að gera er upprifjun, ekki hreyfiafl. Þetta er pínku eins og að fara í tímavél og átta sig á úr hverju við erum búin til og hvaðan við komum. Horfa á það og skilja það á öðrum stað, sem fullorðið fólk. Risaeðlan byggðist alltaf upp á frumsköpun og við gætum aldrei þrifist öðruvísi. Nú vilja allir fá okkur til að spila í fimmtugsafmælum en það er algjörlega andstætt eðli okkar, við gætum það ekki. Við myndum deyja í höndunum á sjálfum okkur ef við byrjuðum að spila þetta prógram aftur og aftur. Við tókum boðinu um að vera með á Aldrei fór ég suður og af því að við vorum búin að leggja það á okkur að rifja þetta allt upp þá ákváðum við að hafa eina tónleika í bænum. Fyrir fokk the system kynslóðina...sem tókst ekki að fokka í systeminu.“ Risaeðlan hætti fyrir tuttugu árum síðan en ákvað að æfa upp gamla prógrammið eftir gott boð um að spila á Aldrei fór ég suður í vetur. Hún verður með tónleika í Gamla Bíói þann 19. maí næstkomandi.
FBL
Aðalstræti 6 275 m² með útsýni. Endurnýjað skrifstofuhúsnæði á 7. hæð
Til leigu nýstandsett skrifstofuhúsnæði á 7. hæð með miklu útsýni yfir Ingólfstorg og miðbæinn. Rýmið skiptist í opið rými, 2-3 fundarherbergi, góða kaffistofu og salerniskjarna með starfsmannasturtu. Vönduð og snyrtileg sameign.
Dalshraun 3 400 m² á jarðhæð Skrifstofu- eða þjónustuhúsnæði
Hátún 2b 365 m² á 2. hæð Endurnýjað skrifstofuhúsnæði
Bjart og rúmgott húsnæði sem er tilbúið til innréttingar í samræmi við þarfir nýrra leigutaka. Næg bílastæði og aðgangur að sameiginlegum bílakjallara.
Vandaðar endurnýjaðar skrifstofur með parketi og gólfsíðum gluggum. Rúmgóð rými í kjallara bjóða upp á ýmsa nýtingarmöguleika.
TIL LEIGU Myndir, teikningar og nánari upplýsingar má nálgast á www.reitir.is og hjá Halldóri Jenssyni sölustjóra í 840 2100 eða halldor@reitir.is. Kringlan 4–12
103 Reykjavík
www.reitir.is
575 9000
HÄAGEN DAZS.... 12 STIG
vanilla
pralines & cream
belgian chocolate
coffee
998 kr/stk
salted caramel
kaup Nýtt í Hag
strawberries & cream
mint leaves & chocolate
Ný sending
cookies & cream
Ný uppskera frá Spáni
1.698 kr/pk
Nýtt Nóakropp
Piparhúðað Nóakropp - Takmarkað magn.
Snowdonian Cheddar
Margverðlaunaðir Cheddar ostar Mesta úrval osta á Íslandi.
Bláber 500 g.
Sannkölluð ofurfæða.
ur í sölu t f a ð i m o K
Gildir til 16. maí á meðan birgðir endast.
43 lög
3.599 kr/stk
Ekki gleyma þessum! Öll lögin í Eurovision 2016.
Luscombe lífrænn drykkur
Með Silican sítrónum og madagascar vanillu.
50%
AFSLÁTTUR
Í DAG
SNAKK FYRIR EUROVISION PARTÝIÐ
BÍTTIMARKAÐUR EM FÓTBOLTASPJÖLD Í HAGKAUP KRINGLUNNI Í DAG KL.13:00-17:00
ALLT Á GRILLIÐ TILBOÐ
25% afsláttur á kassa
NAUTAFILE
3.749 kr/kg verð áður 4.999
TILBOÐ
25%
TILBOÐ
25%
afsláttur á kassa
afsláttur á kassa
GRÍSAHNAKKASNEIÐAR
ENTRECOTE
verð áður 2.499
verð áður 4.799
3.599 kr/kg
1.874 kr/kg
TILBOÐ
20% afsláttur á kassa
TILBOÐ
25% afsláttur á kassa
LAMBALUNDIR
4.499 kr/kg verð áður 5.999
TILBOÐ
20% afsláttur á kassa
HAMBORGARAR 4X80g M.BRAUÐI
KJÚKLINGABRINGUR
verð áður 1.099
verð áður 2.699
879 kr/pk
2.159 kr/kg
LÍFRÆN ÍTÖLSK HRÁSKINKA OG SALAMI Frá Ítalíu!
FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016
18 |
VERTU WOW Í SUMAR ALICANTE
hari
frá
12.999 kr.
*
júlí - okt.
B A RC E LO N A
frá
12.999 kr.
*
ekkert nema flokkarnir sem nú eru stærstir taki frumkvæðið og bjóði hinum með sér.
maí - okt.
LYO N
frá
9.999 kr.
*
júní - sept.
NICE
frá
9.999 kr.
*
júní - sept.
E D I N B O RG
frá
9.999 kr.
*
júlí - okt.
Ú
UM SAMFYLKINGAR ÓVISSA TÍMA
tfararstjóri er það kallað þegar menn eru fengnir til að fara fyrir skuldugum félögum sem á að setja í þrot. Starfsemin heldur svo áfram en með nýja kennitölu og allir eru glaðir, nema skatturinn og aðrir sem fyrirtækið skuldar peninga. Frambjóðandi til formanns Samfylkingarinnar lýsti þeirri framtíðarsýn að leggja niður flokkinn og stofna nýjan, þar sem hann nyti ekki lengur trausts. En hvað var maðurinn að segja?
KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.
Er Samfylkingin gjaldþrota, af því hún nýtur ekki lengur trausts eða eru hugmyndir hennar dauðar? Ef kjósendur hafa yfirgefið Samfylkingu, eru þá rústir hennar rétti staðurinn til að stofna nýjan flokk? Er líklegt að kjósendurnir komi til baka þegar búið er að taka gröfina? Hvað með að stofna nýjan flokk til höfuðs Samfylkingunni? Það er búið, Björt framtíð er til, hún mælist með þrjú prósent. En að
fara lengra til vinstri og stofna annan flokk, nei, þar eru vinstri græn, þau eru með 20 prósenta fylgi. Það virðist í fljótu bragði sem tillaga Magnúsar Orra gangi út á að stofna nýjan flokk á rústum Samfylkingarinnar. Hann á að vera svolítið vinstri og grænn, en heita eitthvað allt annað. Og hann á að halda á lofti nýrri stjórnarskrá eins og Píratar sem mælast með rúm 30 prósent. Og þar ætlar Samfylkingin undir nýju nafni og kennitölu að bjóða gömlu Vinstri grænum, Pírötum og Bjartri framtíð, að eiga heima undir handarjaðri Samfylkingarinnar sem heitir það ekki lengur, heldur eitthvað nýrra og hressara. Mér finnst þetta góð en djörf hugmynd hjá manni sem mælist með 13 prósenta fylgi til formanns í 7 prósenta flokki. En ég er ekki endilega viss um að kjósendabankinn sé til í að fjármagna þetta ævintýri að fullu. Ég held að það gerist
Samfylkingin á að vera á fullu í málefnavinnu og frambjóðendur ættu að takast á um áherslur sínar í stjórnmálum, reyna að heilla kjósendur og þjappa þeim saman um raunveruleg mál. Af nógu er að taka. Hún á ekki að vera að máta ný föt fyrir framan kjósendur og prófa nýjar hárkollur eins og hún sé að falbjóða sig korteri áður en hún fellur í kosningum. Hin opinbera umræða á ekki að snúast um hvernig hún ætlar að selja sig, heldur hvað hún ætlar að selja. Stjórnmálamenn þurfa að tala til hjartans, hrífa fólk með sér, til að hrinda af stað raunverulegum breytingum. Þeir eiga ekki að koma fyrir eins og millistjórnendur í snyrtivörufyrirtæki sem dreymir um að sameinast helsta keppinautnum og slá í gegn með nýjum hárlit. Það þarf engar nýjar kennitölur til að skuldbinda sig til samstarfs eftir kosningar og það ætti stjórnarandstaðan vissulega að íhuga að gera. Hún ætti líka að gera drög að sáttmála slíks samstarfs svo kjósendur viti að hverju þeir ganga. Slík vinna gæti orðið undanfari löngu tímabærrar uppstokkunar í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin er of ung til að vera svona útbrunnin. Ef þessi svokallaði jafnaðarmannaflokkur ætlar að verða sjálfdauður úr leiðindum á sama tíma og það eru ragnarök í þjóðfélaginu vegna uppljóstrana um skattaskjól hinna ríku, óheyrilega spillingu, rányrkju og misskiptingu auðs, er kannski bara ráð að leggja sig niður og gleymast.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.
STEINVARI
Útimálning
fyrir íslenskt veðurfar Steinvari er öflug varnarlína gegn íslensku veðri, afrakstur þrotlausra rannsókna og þróunar í áratugi. Láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig í valinu á útimálningu.
Steinvari – íslensk varnarlína í útimálningu
Útsölustaðir Málningar: BYKO, Kópavogi • BYKO, Granda • Litaver, Grensásvegi • BAUHAUS • Axel Þórarinsson málarameistari, Borgarnesi • Vélsmiðja Árna Jónssonar, Hellissandi • Málningarbúðin, Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • BYKO, Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfirði BYKO, Reyðarfirði • ORMSSON VÍK, Egilsstöðum • Verslunin PAN, Neskaupstað • BYKO, Selfossi • Miðstöðin, Vestmannaeyjum • BYKO, Keflavík • N1 verslun, Grindavík
ÍSLENSKA / SIA.IS / MAL 78705 05/16
- sérfræðingar í útimálningu -
FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016
20 |
Fjölmörg börn á Íslandi fæðast af öðru kyni en þau vilja sjálf vera. Fréttatíminn ræddi við þrjú ungmenni sem hafa ólíkar sögur að segja.
Ekkert mál að vera ég
Gabríela er ellefu ára og vill segja frá sjálfri sér því hún telur að það geti hjálpað öðrum transgender krökkum. „Mig langar að segja þeim að vera hugrökk. Ekki vera hrædd. Verið eins og þið eruð. Gerið þetta bara.“ Þetta eru helstu ráðin sem hún gefur þeim sem langar að vera af öðru kyni en þau fæddust. Sjálf hefur hún alltaf viljað vera stelpa þó hún hafi fæðst strákur og verið skírð Gabríel. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
„Það er heimskuleg tilhugsun að ef maður fæðist einhvern veginn þá eigi maður bara að vera þannig. Mér finnst hræðilegt þegar foreldrar leyfa ekki börnunum sínum að ráða hvort þau eru stelpa eða strákur. Það er örugglega það heimskulegasta sem til er í heiminum. Ég hef alltaf fengið að vera stelpa. Þannig líður mér best.“ Gabríela notar engin sérstök fræðiorð yfir hlutina en segist vilja hjálpa og styðja krakka sem vilja skipta um nafn. Þarf hugrekki til að skipta um nafn? „Ég var svo ung þegar ég gerði það, ég var bara í öðrum bekk. Þá sagði ég öllum að ég vildi frekar vera Gabríela. Ég vissi í raun ekki að ég væri hugrökk því ég var svo lítil. En mér finnst mikilvægt að hjálpa þeim sem eru nær mér í aldri, kannski átta, níu, tíu ára krakkar. Mig langar að segja þeim að vera eins og þau vilja vera. Það skiptir engu máli hvað annað fólk hugsar um þig.“ Hefur þú fengið spurningar um nafnabreytinguna? „Nei, ekkert svo margar. Stundum gerðist það að einhver gleymdi nafninu og kallaði mig Gabríel. Ég sagði þeim bara að ég héti Gabríela.“ Manstu eftir því að hafa verið kölluð Gabríel? „Nei, eiginlega ekki, því um leið og ég breytti nafninu mínu, þá fóru allir að kalla mig Gabríelu. Mig minnir að það hafi tekið stuttan tíma fyrir fólk að venjast nýja nafninu. Stundum kallaði fólk á mig og sagði Gabríel, en bætti svo „a“ við. Sumir segja bara Gabbí. Bróðir minn kallar mig það.“ Þetta er kannski asnaleg spurning, en hefurðu einhvern tíma séð eftir því að hafa skipt um nafn? „Mér finnst það ekki asnaleg spurning. Ég sé ekki eftir því. Um leið og allir vissu að ég væri stelpa og héti Gabríela, þá leið mér svo ótrúlega vel. Bara miklu betur.“ Hefur þér verið strítt á þessu? „Það hefur alveg komið fyrir að einhver reyni að pirra mig með því að kalla mig Gabríel. Ég hugsa bara ekkert um það.“ Hvað með þau sem þora ekki alveg að vera eins og þau eru? „Mér finnst mikilvægt að vera hugrökk. Það þarf hugrekki.“ Hefur þetta verið erfitt?
„Nei, mér fannst ekkert erfitt að safna hári eða breyta nafninu mínu eða eitthvað svoleiðis. Ég held ég hafi líka verið svo lítil að ég skildi það ekki að það gæti verið erfitt. En það hafa komið slæmir dagar, þar sem ég vildi bara fara upp í rúm og gráta af því að ég er transgender. Þá braut ég mig niður og sagði við sjálfa mig að ég hefði aldrei átt að fæðast. Þetta gerðist ekki oft, kannski nokkrum sinnum á stuttu tímabili. Núna finnst mér skrítið að ég hafi verið með svona tilfinningar. Það er ekkert mál að vera ég. Ég er bara ég.“
Gabríela segir að það skipti engu máli hvað annað fólk hugsar. Fólk á að fá að vera eins og það vill. Myndir | Rut Sigurðadóttir
Gabríela segist stundum vilja útskýra hlutina fyrir krökkum. „Stundum þegar ég kynnist einhverjum nýjum þá finnst mér ég þurfi að segja þeim frá þessu. Ég segi þá bara að ég hafi í alvörunni fæðst sem strákur en mig langi að vera stelpa. Fyrst fríka þau pínu lítið út, en svo verður þetta bara venjulegt. Sumir krakkar fá sjokk og vita ekkert hvað þeir eiga að segja. En ég er ekkert það mikið að hitta nýja krakka. Ég er bara með krökkunum í skólanum mínum og þau þekkja mig vel. Núna vil ég helst þekkja manneskjuna vel til að ræða
Um leið og allir vissu að ég væri stelpa og héti Gabríela, þá leið mér svo ótrúlega vel.
alla föstudaga og laugardaga
þetta. Ég vil geta treyst henni og mér finnst betra að vita fyrst hvort fólk er til dæmis rasistar eða með fordóma fyrir einhverju. Því ef svo væri, myndi ég frekar vilja hætta að tala við það og sleppa því að segja frá þessu.“ Hún vill sérstaklega taka fram að hún hafi verið heppin með kennara sem hefur hjálpað henni mjög mikið. „Já, ég hef átt alveg ótrúlega góða kennara, þær Söru og Jónu. Þær hafa bara verið til staðar fyrir mig og hafa ekkert á móti því að ég vilji vera stelpa. Þeir hafa tekið mér eins og ég er og hvatt mig áfram.”
22 |
FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016
HVERT VILTU FARA? LO N D O N
Hún hefur aldrei efast
frá
7.999 kr.
*
júní - sept.
B R I S TO L
frá
7.999 kr.
*
maí - des.
DUBLIN
frá
7.999 kr.
*
júní - des.
S TO K K H Ó L M U R
frá
7.999 kr.
*
maí - okt.
A M S T E R DA M
frá
9.999 kr. *
sept. - des.
KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.
María Bjarnadóttir og Daði Már Ingvarsson segja það hafa verið náttúrulegt ferli þegar Gabríela dóttir þeirra opinberaði fyrir umheiminum að hún væri í raun stelpa. Daði segist stundum gleyma því að dóttir þeirra hafi einhverntíma verið öðruvísi en hún er nú. „Hún er bara stelpan okkar og þetta hefur ekki verið jafn flókið og við bjuggumst við.“ Foreldrarnir segjast í raun alltaf hafa vitað að Gabríela væri stelpa og þess vegna hafi ferlið verið áreynslulaust og eðlilegt. „Hún leitaði í allt sem gæti kallast stelpulegt frá því hún var pínulítil. Hún var alltaf að fá lánuð föt frá vinkonum sínum og klæða sig upp. Hún lék sér með dúkkur og Barbie og hreifst af öllu sem glitraði. Okkur fannst ekkert að því. Við bjuggumst alveg eins við því að áhugi hennar á þessu myndi hverfa,” segir María. „Ég reyndi stundum að draga úr þessu, þegar hún varð aðeins eldri. Ég vildi vernda hana og var hræddur um að henni yrði strítt. Sem dæmi gat verið snúið að gefa henni afmælisgjafir. Við vissum alveg hvað hana langaði í en vorum smeyk við að ota að henni dóti sem gæti þótt of stelpulegt. Við vildum ekki ýta undir þetta,“ segir Daði. Fyrstu æviár Gabríelu bjó fjölskyldan í Ólafsvík en þegar hún varð fjögurra ára fluttu þau til Keflavíkur. „Á þessum tíma klæddist Gabríela alltaf kjólum eða pilsum heima hjá sér en við vorum vön að senda hana í hlutlausari fötum í leikskólann. Það varð henni til happs að koma inn í leikskóla Hjallastefnunnar í Keflavík. Kynin eru aðskilin í skólanum og allir krakkarnir ganga í skólabúningum. Árið sem hún byrjaði komu í fyrsta skipti pils við skólabúningana. Hún var sett í strákahóp en fékk að vera í pilsi. Leikskólakennaranum fannst það alveg sjálfsagt og krakkarnir kipptu sér ekkert upp við það,” segir María. Gabríela fékk að vera nákvæmlega eins og hún vildi. Þegar krakkarnir höfðu kynnst henni setti enginn spurningamerki við það þegar hún ári síðar, var látin skipta yfir í stelpuhópinn. „Það styrkti hana rosalega og við fundum hvað hún varð miklu sáttari,“ segir María. „Hún passaði betur þar.“ Daði og María segja að þetta dæmi lýsi reynslu þeirra af því ala upp Gabríelu. Þau hafi stundum reynt að halda aftur að henni, en þegar þau leyfðu henni að vera eins og henni leið best, þá fundu þau vel hvað það gerði henni gott. „Þegar við fluttum svo í bæinn, með hana sex ára gamla, var ég aðeins strangari við hana. Ég reyndi að draga úr þessu stelpulega sem hún sýndi svo mikinn áhuga, og passaði að hún færi í strákalegri föt þegar við
Foreldrar og systkini Gabríelu styðja hana heilshugar í því sem hún vill gera. Frá vinstri: Hrefna Ósk, Gabríela María, María, Daði Már og Daníel Már.
vorum úti á meðal fólks. Ég óttaðist að hún yrði fyrir aðkasti á skólalóðinni. Það varð til þess að hún fjarlægðist mig sífellt meira,” segir Daði. „Ég fann það sjálfur að ég var að mála mig út í horn. Hún treysti mér ekki jafn vel og áður. Þegar ég kom heim úr vinnunni á daginn þá hætti hún að leika sér í stelpulegum leikjum um leið. Hún leitaði meira í mömmu sína en mig og mér fannst ég vera að missa hana frá mér. Ég áttaði mig á því að ég væri bara að flækja hlutina með því að streitast á móti,” segir Daði. Um þetta leyti byrjaði Gabríela í Vatnsendaskóla í Kópavogi og að sögn foreldranna fékk hún heimsins besta kennara, Ragnheiði Jónu Laufdal Aðalsteinsdóttur. „Hún var alveg frábær og reyndist okkur vel í öllu ferlinu. Hún fékk styrk til að fara á ráðstefnu um transkrakka í Bandaríkjunum og námsráðgjafi skólans fór með. Ragnheiður Jóna bjó til fræðsluefni fyrir aðra kennara um þetta og stóð þétt við bakið á okkur í öllu ferlinu. Ég man til dæmis að hún mætti í karlmannsfötum á einhverjum búningadegi, svo Gabríela yrði öruggari með sig. Hún varð okkar helsti stuðningsmaður í þessu öllu. Henni finnst svo mikilvægt að allir fái að vera eins, og ekki fastir í einhverjum kynjahlutverkum,” segir María. Þau segja að í samráði við kennarann og Gabríelu hafi verið ákveðið, á miðju skólaári í öðrum bekk, að upplýsa foreldra skólasystkina hennar um að hún væri stelpa. Sendur var tölvupóstur á foreldrana, svo var haldinn foreldrafundur og krökkunum sagt frá því að Gabríel héti Gabríela. „Þá höfðum við kallað hana Gabríelu heima í langan tíma og þörf hennar varð alltaf sterkari. Um leið og hún fékk að breyta um nafn var eins og meiri ró kæmi yfir hana,“ segir María.
Á heildina litið er hún hamingjusamur krakki. Það koma hæðir og lægðir aldrei efi.
„Já, og við sáum hvað hún varð sáttari. Þessi ýkta þörf fyrir eitthvað bleikt og stelpulegt varð afslappaðri og hún komst í meira jafnvægi. Ég hafði miklað fyrir mér hvernig krakkarnir myndu bregðast við. En breytingin var miklu auðveldari en ég hafði ímyndað mér,“ segir Daði. Þau segja bekkjarfélagana hafa þekkt Gabríelu vel og ekkert kippt sér upp við breytinguna. Svo kom að því að Gabríela fékk nýjan kennara. Sú fékk að vita að það væri stelpa í bekknum sem væri fæddur strákur. „Nýi kennarinn vildi alls ekki vita hvaða stelpa það var. Eftir heila viku með bekknum höfðu henni dottið tvær eða þrjár stelpur í hug, en engin þeirra var Gabríela,” segir María. Þau neita því þó ekki að það hafi komið hnökrar í ferlinu. Því eldri sem Gabríela varð, áttaði hún sig betur á líffræðilegum staðreyndum. „Og það hafa komið tímabil þar sem hún hefur verið döpur. Til dæmis þegar hún áttaði sig á því að hún gæti ekki gengið með barn. Það var svolítið áfall að átta sig á því að hún væri kannski ekki að öllu leyti eins og hinar stelpurnar,“ segir Daði. Þau segja að í Gabríelu megi stundum greina undirliggjandi kvíða yfir því sem er í vændum. „En á heildina litið er hún hamingjusamur krakki. Það koma hæðir og lægðir aldrei efi. Hún vill hvetja aðra krakka áfram og deila sinni reynslu. Við vorum auðvitað hrædd við það líka, eins og öll önnur skref, en tökum undir það með henni að það sé mikilvægt að tala um hlutina.“
ÚT Út mánudag
20%
Afsláttur
*
af öllum gönguskóm
*Gildir ekki með öðrum tilboðum.
GLÆSIBÆ
KRINGLUNNI
SMÁRALIND
utilif.is
ÁRNASYNIR
Gönguskódagar
FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016
24 |
Skilningur fólks kom á óvart Hvert skref í kynleiðréttingarferlinu gerði Sólon Huldar Bjartmarsson hamingjusamari manneskju. Hann segir transkrökkum að vera hugrökk og skýr á vilja sínum. Lífsgleðin muni fylgja. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
Sólon er tvítugur en tæpur áratugur er síðan hann áttaði sig á því að hann væri strákur. Samt þurfti hann að glíma við kynþroska stelpulíkamans og þjást yfir öllum þeim líffræðilegu breytingum sem stríddu gegn kynvitund hans. Síðasta skrefið í leiðréttingarferlinu steig hann á dögunum þegar brjóstin voru fjarlægð. „Ég hafði beðið eftir þessari aðgerð í mörg ár. Nú finnst mér ég loksins orðinn ég sjálfur. Það er mikill léttir. Loksins er ég kominn á góðan stað. Ég er í vinnu, ég er með bílpróf, ég er með fjólublátt hár og þori að klæða mig í litrík föt. Ég þori að láta í mér heyra. Ég held ég sé bara alveg eins og ég vil vera.“ En Sólon þurfti að hafa fyrir þessu öllu. Það var eftir langt og strangt baráttuferli að honum fór að líða vel. „Umhverfi mitt var ekkert vandamál. Mamma er smíðakennari og systir mín var alltaf í íþróttum og engin svona stelpustelpa. Ég var alltaf að spila tölvuleiki með pabba mínum. Það voru sem sagt engar staðalímyndir á mínu heimili. Mér fannst bara skelfileg tilhugsun að alast upp sem kona. Giftast, fara í hvítan kjól. Fara á blæðingar. Það var eiginlega framtíðin sem hræddi mig. Mér fannst eins og fólk myndi þá sjá mig sem eitthvað annað en ég er.“ Transbörn oft heimilislaus „Sólon var alltaf brosandi sem krakki, eiginlega alveg þar til hann varð svona tíu ára. Ég sé það á myndunum í fjölskyldualbúmunum að þá kom einhver sorg yfir hann,“ segir Lóa Kristín Guðmundsdóttir móðir Sólons. Um það leyti segist Sólon hafa verið mjög óöruggur um kynímynd sína og fljótlega áttað sig á því að hann væri strákur. Unglingsárin færðust yfir og urðu honum sífellt erfiðari. Hann lokaði sig af og vildi helst ekki yfirgefa herbergið sitt. „Ég svelti mig svo ég fengi ekki mjaðmir og brjóst. Ég gekk í svörtum fötum sem voru fimm númerum of stór svo engin sæi hvernig ég væri í laginu. Ég vildi ekki vera innan um fólk og óskaði þess stundum að jörðin gleypti mig. Svona held ég að mörg transbörn í gegnum tíðina hafi hugsað líka. Ég hef lesið sögur af transkrökkum á áttunda áratugnum sem eru hreint út sagt hræðilegar. Þó aðstæður hafi lagast mikið síðan þá, eru enn hræðilegir hlutir að gerast
Sólon er miklu hamingjusamari en hann grunaði að hann gæti orðið. Mynd | Rut
í lífi transbarna. Sjálfsmorðstíðnin er rosalega há og tölur yfir heimilislausa transkrakka, til dæmis í Bandaríkjunum, eru svakalegar.“ Skilyrðislaus stuðningur „Ég byrjaði náttúrulega á því að lesa mér til á netinu. Þegar ég var fjórtán ára fór ég í nokkur viðtöl á barna- og unglingageðdeild sem mér fannst alveg hryllileg. Þar var ég þráspurður um sömu hlutina aftur og aftur, hvort ég væri alveg viss um það sem ég væri að segja, og svo framvegis. Á endanum varð eg svo pirraður að ég spurði á móti, hvernig læknarnir þar gætu verið vissir um sitt kyn.” „Eftir þetta fór hann að skrópa í skólanum,“ segir Lóa Kristín. „Svo fór pabbi að lesa sér til um transkrakka og sækja sér upplýsingar. Hann frétti af þessum stopphormónum sem halda kyn-
Sem betur fer eru yfirleitt eitt eða tvö ómerkt klósett í menntaskólum og við finnum þau bara,“ segir Sólon. Hann segist líka elska sund þó hann hafi bara farið þrisvar sinnum á undanförnum sex árum. Það hafi meðal annars verið í sumarbúðum hinsegin fólks og svo hafa stundum aðilar innan Samtakanna ‘78 tekið sundlaugar á leigu. „Ég myndi mjög gjarnan vilja fara oftar í sund en það hefur ekki verið hægt. Mér líst því vel á tillögu sem nú er til umræðu í borginni, að koma upp óskilgreindum búningsklefum í helstu sundlaugum landsins. Það myndi gagnast mörgum.“
þroskanum niðri,“ segir Sólon og Lóa Kristín bætir við; „Það var eitt af þessum skrefum sem hjálpuðu mikið til. Og fleiri fylgdu í kjölfarið. Það þurfti að segja kennaranum og skólastjóranum frá því að hann væri strákur. Hann valdi sér nafn sjálfur og það tók auðvitað tíma fyrir fólk að venjast því. Það þurfti að breyta skráningunni hans í skólakerfinu og alls konar vesen. Við áttuðum okkur fljótt á því að auðveldasta leiðin var að styðja hann í því sem hann vildi gera. Vera jákvæð og þolinmóð og mæta þörfum hans. Það var aldrei erfitt að stíga skrefin með honum því við sáum hvernig hann varð glaðari,“ segir Lóa Kristín.
Átti ekki von á hamingjunni
Margir veggir að mölva Mæðginin segjast hafa fengið ómælda hjálp frá Sigríði Birnu Valsdóttur hjá Samtökunum ‘78 og hún hafi meðal annars talað við kennara og hjálpað þeim í ferlinu við að koma út sem strákur. Sólon segir að það hafi hjálpað honum heilmikið að skipta um skóla í tíunda bekk og vera kynntur með réttu nafni. Þannig fór hann inn í menntaskóla sem strákur og gerðist virkur þátttakandi í ungliðahreyfingu Samtakanna ‘78. „Allt þetta hjálpaði mér að líða betur og verða meira opinn. Í raun kom það mér á óvart hvað fólk sýndi mér mikinn skilning. Eldra fólk og þeir sem ég bjóst við að myndu setja sig upp á móti mér gerðu það alls ekki. Allt varð svo miklu betra og réttara þegar ég fór að lifa sem ég sjálfur.“ Þau segja aðgreiningu samfélagsins á kynjum mjög áberandi og enn sé transfólk að reka sig á alls kyns óþægilega veggi. Til dæmis í sundlaugunum, búningsklefum og salernum. „Það þýddi ekkert annað en að fá vottorð í leikfimi fyrir Sólon,“ segir Lóa Kristín. „En krakkar finnar sínar leiðir.
Þegar ég var fjórtán ára fór ég í nokkur viðtöl á barna- og unglingageðdeild sem mér fannst alveg hryllileg.
Sólon nefnir fleiri dæmi um hindranir á veginum. „Ég man hvað ég óttaðist að vera beðinn um skilríki eða að einhver sæi debetkortið mitt.“ „Já, hann tók alltaf pening út úr hraðbönkum til þess að lenda ekki í veseni þegar hann sýndi skilríki með stelpunafni.“ „Það var líka óþægilegt að ferðast á vegabréfi með stelpunafni, ég var mjög smeykur um að vera stoppaður þegar ég fór til Þýskalands fyrir tveimur árum og framvísaði passanum mínum. En litlu sigrarnir á leiðinni voru svo ánægjulegir. Að fá rétta skráningu í þjóðskrá og ökuskírteini með réttu nafn var mér mjög mikilvægt.“ Mægðinin vilja hvetja transbörn til að koma út og leita sér hjálpar og stuðnings, til dæmis hjá Samtökunum ‘78. „Það er mikilvægt að börn segi hvernig þeim líður því þó séu kvalin og búin að loka sig af inni í herbergi, þá verða þau að vita að þau geta orðið einstaklingarnir sem þau sjá fyrir sér. Það er nauðsynlegt að þau fái að heyra það, því trúið mér, ég veit um hvað ég er að tala. Ég hefði ekki trúað því fyrir nokkrum árum hvað mér ætti eftir að líða vel í dag.“
„ L ok si ns! ... seint verður of lofað framtak á við hið nýja ritverk Árna Heimis.“ Rík a R ðuR Ö. Pá l ss on / MoRgunbl a ði ð
„ Saga tónlistarinnar er aðgengilegt og lipurlega skrifað verk þar sem ást höfundar á viðfangsefninu skín í gegn. Bókin er ekki aðeins fróðleg, heldur er hún líka skemmtileg af lestrar.“ Guðríður Har aldsdót tir / vik an
w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39
FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016
26 |
Ekki hægt að brjóta mig niður Lára Didriksen er fimmtán ára og opinberaði sig sem stelpu í september í fyrra. Þó hún hafi á tímabili orðið fyrir einelti í skóla þá rís hún alltaf upp aftur. Hún segir ferðalagið frelsandi ævintýri og sér engar hindranir á veginum. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
„Þetta hefur aldrei verið ströggl hjá mér,“ segir Lára í dyragættinni á heimili sínu þegar Fréttatímann ber að garði. „Ég hef eiginlega alltaf vitað að ég er stelpa.“ „Það urðu miklar breytingar hjá mér eftir að ég fór í sumarbúðir til New York í fyrra. Á þeim tíma var ég mikið að horfa á Youtube-vídeó um líf transkvenna eins og Gigi Gorgeous og Princess Joules. Þegar ég sá þessi vídeó þá gerðist eitthvað og ég hugsaði að í raun væri ég svona eins og þær. Ég vissi hins vegar ekkert hvað ég átti að gera. Ég var rosalega stressuð yfir þessu en ákvað, einu sinni þegar við mamma vorum tvær einar í bíl á planinu fyrir utan Krónuna, að segja henni frá þessu. Pabbi hafði hlaupið inn í búðina og ég notaði tækifæri á meðan og sagði við hana: „hey, ég er trans.“ Mamma sagði bara ókei og svo þögðum við það sem eftir var af bíltúrnum.“ Heidi Didriksen, móðir Láru, hlær og gengst við þessari lýsingu. „Innst inni vissi ég að það væri eitthvað að gerast. Það eina sem ég hafði í huga var að barninu mínu liði vel í sínu skinni. Fyrir okkur og okkar nánasta umhverfi hefur þetta ekki verið neitt mál. Hún hefur alltaf fengið að leika sér eins og
henni sýnist og hefur alltaf laðast að kjólum og prinsessudóti. Hún var óð í skó og töskur og sem lítið barn klæddi hún sig upp í kjóla, gekk ofan á borðstofuborðinu og speglaði sig í glerskápunum. Hún átti fullt af vinkonum og var oftast bara boðið í stelpuafmælin í bekknum. En þó hún hafi alltaf fengið að vera eins og hún vildi vera, þá áttuðum við okkur líka á því að heimurinn getur verið grimmur. Hún þarf bara að finna það sjálf,“ segir Heidi. Lára gekk í Hólabrekkuskóla og þegar unglingsárin færðust yfir varð hún, að sögn þeirra mæðgna, fyrir miklu einelti. „Það gekk allt vel þangað til ég byrjaði í áttunda bekk. Þá snerust krakkarnir gegn mér og mér var meira að segja hótað að ég yrði lamin. Kennarinn tók þátt í þessu og mér leið ekki vel. Í níunda bekk fór ég í Réttarholtsskóla og fann hvernig allt breyttist. Þar eru krakkarnir miklu opnari og mér var rosalega vel tekið.“ Þær segja að það hafi hjálpað Láru mikið að á þessum tíma var hún komin út sem stelpa. Heidi segir Láru vera einstaklega sterka manneskju sem lætur ekki bugast þó á móti blási. Hún hafi sjálf óskað eftir því við kennara í skólanum, að fá að halda fyrirlestur um einelti og lýsa sinni upplifun fyrir krökkunum. Þar að auki hafi hún markað sér sterka stöðu í félags-
Lára Didriksen hefur alltaf vitað að hún er stelpa. Mynd | Rut
lífinu fyrir að vera góð að syngja. Lára hefur tvisvar sinnum tekið þátt í söngkeppni Samfés og lent í öðru og þriðja sæti. „Hún söng sig bara í gegnum erfiðleikana. Það hefur styrkt hana mjög mikið. Ég fann líka rosalega mikinn mun á henni eftir að hún byrjaði í nýjum skóla. Hún varð hamingjusamari og sjálfsöruggari. Hún var líka heppin að komast fljótt í viðtöl hjá BUGL og
Samtökunum ‘78 og skömmu eftir að hún sagði okkur fjölskyldunni frá þessu var hún farin að fá læknishjálp til að geta lifað eins og hún vill.“ „Nú er ég að æfa mig í að beita röddinni rétt,“ segir Lára. Og bætir því við að hún hafi líka þurft að læra að mála sig og leika sér með útlitið. „Og það er algjört frelsi að fá að klæða sig í falleg föt alla daga.“
Það gekk allt vel þangað til ég byrjaði í áttunda bekk. Þá snerust krakkarnir gegn mér og mér var meira að segja hótað að ég yrði lamin.
Samtökin ‘78 veita stuðning Sigríður Birna Valsdóttir, ráðgjafi hjá Samtökunum ‘78, segir hvorki geðlækna né sérfræðinga geta skorið alveg úr um hvort börn eru trans. Það verði aðallega hlusta á barnið.
FRÍTT VERÐMAT ENGAR SKULDBINDINGAR HRINGDU NÚNA
820 8081
Sylvía G. Walthersdóttir Löggiltur fasteignasali
Salvör Davíðsdóttir Nemi til löggildingar fasteignasala
María K. Jónsdóttir
Nemi til löggildingar fasteignasala
Sjöfn Ólafsdóttir
Skrifstofa
www.fr.is sylvia@fr.is
„Engir tveir einstaklingar fara sömu leiðina.“ Sigga Birna hefur liðsinnt stórum hluta transbarna og ungmenna á landinu og þekkir þau sem stíga fram í Fréttatímanum í dag. „Transbörn á Íslandi eru fjölmörg, þó tölurnar séu eitthvað á reiki. En því fleiri unglinga sem ég hitti, því betur átta ég mig á því hvað þau eiga margt sameiginlegt í uppvextinum. Ég hitti auðvitað líka krakka sem koma mér á óvart, en það er samhljómur í mörgu.“ Sigga Birna fullyrðir að það sé miklu auðveldara að ala upp transbarn í dag en fyrir tíu árum. Skilningurinn og þekkingin er meiri nú en var og auðveldara er fyrir aðstandendur að sækja sér upplýsingar. „Fyrir áratug var engan stuðning að fá og fólk vissi svo sem ekki hvert það gat leitað. Við í Samtökunum ‘78 vorum ekki komin á þann stað að við réðum við svona mál. En í dag gerum við það. Nú finnst okkur mikilvægt að hlustað sé vel á börnin og þeim leyft að vera þau sjálf, svo hugsunum og tilfinningum þeirra sé ekki afneitað.“ Sigga Birna segir það sé mjög misjafnt hvernig börn tjá kyn sitt. „Sum koma fram með þetta snemma, og sýna staðfestu frá því þau eru mjög ung, jafnvel tveggja til þriggja ára. Þau sem halda áfram að tjá kyn sitt frá svona ungum aldri, til kannski sjö ára aldurs, eru í flestum tilfellum transbörn. Svo er annar hópur ungmenna sem tjáir ekki rétt kyn sitt fyrr en þau eru orðin eldri. Sumir vita hreinlega ekki hvað það
Hvað geta börn og aðstandendur gert • Samtökin ‘78 bjóða upp á ókeypis ráðgjöf fyrir hinseginfólk, aðstandendur og fagfólk. Fullur trúnaður gildir um ráðgjöfina. Sjá samtokin78.is • Aðstandendur transfólks hittist síðasta miðvikudag í mánuði, í húsnæði Samtakanna ‘78 á Suðurgötu 3. Áhugsamir hafið samband við Siggu Birnu Valsdóttur sbvalsdottir@gmail.com • Stuðningsfundir fyrir transungmenni á aldrinum 14-18 ára eru haldnir einu sinni í mánuði hjá Samtökunum ‘78. • Trans Ísland er félag transgender einstaklinga á Íslandi sjá: trans.samtokin78.is og facebook.com/transisland • Í sumar eru Samtökin ‘78 með kynfrjálsar sumarbúðir fyrir trans, intersex og kynsegin fólk á aldrinum 15 til 30 ára
er að vera trans fyrr en þau rekast á upplýsingar um það á netinu. Það gerist stundum að fólk finni þá að lýsingarnar eigi við það sjálft. Sum hafa ekki getað sett orð á þetta fyrr en þau eru orðin unglingar. Þau geta átt það sameiginlegt að hafa verið á skjön í hópum, verið mjög leitandi og ekki alveg fundið sig. Sumir hafa átt við félagslega erfiðleika að stríða og jafnvel kvíða og þunglyndi. Sjálfsskaði og átraskanir eru því miður algeng meðal transunglinga, sem finnst erfitt að takast á við líkamlegar breytingar sem fylgja kynþroska.“ En Sigga Birna segir að í Samtökunum ‘78 séu öflugir stuðningshópar bæði fyrir transfólk og aðstandendur. Þangað sé hægt að sækja ókeypis ráðgjöf og nálgast alls konar upplýsingar.
Alvöru græjur fyrir vandláta
Berðu saman verð og gæði ...talaðu svo við okkur GTM Professional sláttuvélar handdrifnar eða sjálfkeyrandi
3.5 hp B&S 450 45 lítra safnpoki Þyngd 23 kg Stillanlegt handfang Tvöfaldar hjólalegur Sláttubreidd er 40 cm Sláttuhæð 25-75 mm Sláttusvæði 1500 m2 180/180 mm hjól
6 hö B&S 70 lítra safnpoki Þyngd 37 kg Stillanlegt handfang Tvöfaldar hjólalegur Sláttubreidd er 56 cm Sláttuhæð 30-75 mm Sláttusvæði 2000 m2 203/280 mm hjól
4 hö B&S 60 lítra safnpoki Þyngd 31 kg Stillanlegt handfang Tvöfaldar hjólalegur Sláttubreidd er 46 cm Sláttuhæð 30-75 mm Sláttusvæði 1500 m2 203/280 mm hjól
Fólksbílakerrur, tækjakerrur, flutningavagnar og bílavagnar
SDMO bensín og dísel rafstöðvar með eða án hljóðeinangrunarkassa
BELLE jarðvegsþjöppur, vélhjólbörur, valtarar, flísasagir og steinsagir
- Með áfram og afturábak - Ný og nútímaleg hönnun - Kraftmiklar og sterkar - Lítill víbringur upp í hendur - Góður aðgangur að mótor
- Keyrsluhraði 6 km/klst - Burðarg. 134 lítrar/300 kg - Þyngd 155 kg. - Klifrar upp allt að 38° halla - Fjórhjóladrifin 4 gíra
- 2 eða 4 metra langir barkar - Einföld og traust hönnun - Mótor með langtímaendingu - Heilsteypt álhulsa - Umhverfisvænt tæki
- Aflmikill hágæða mótor - Hallanlegt borð skáskurð - Hægt að skera horn í horn - Grind fyrir endurtekinn skurð - Létt og hagkvæm í notkun
- Honda Bensínmótór 13 hestöfl - Blaðstærð 600 mm - Skurðardýpt 203 mm - B/L/H 645/1370/990 MM - Þyngd 212 kg
Umboðsaðilar á landsbyggðinni:
Hjallahrauni 2 - 220 Hafnarfjörður Sími 562 3833 - asafl@asafl.is - www.asafl.is
ÁSAFL
FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016
28 |
Myndlistaskólinn í Reykjavík Fjölbreytt og spennandi nám í myndlist og hönnun á framhalds- og háskólastigi Sjónlistadeild - listnámsbraut: Tveggja ára nám til stúdentsprófs Eins árs listnám ætlað fólki með stúdentspróf Tveggja ára diplómanám fyrir fólk með stúdentspróf af listnámsbraut: Keramik – hönnunarnám með áherslu á fjölbreytta efnisþekkingu og verklag Teikning – áhersla á fjölbreytta teiknitækni, myndskreytingar, myndræna frásögn og teiknimyndagerð Textíll – hönnunarnám með ríka áherslu á efnisþekkingu og verklag Málaralist - ný námsbraut, fjölbreytt tækni og hugmyndavinna
Umsóknarfrestur er til 23. maí www.myndlistaskolinn.is/umsokn
Hringbraut 121, 101 Reykjavik • sími: 5511990
Síðasta mynd Sólveigar Anspach til Cannes
Erfitt að klára án Sólveigar Síðasta verk Sólveigar Anspach, The Together Project, verður frumsýnt í Cannes í næstu viku. Sólveig lést stuttu eftir að hafa séð fyrstu útgáfu myndarinnar í ágúst í fyrra. Skúli Malmquist framleiðandi myndarinnar segir Cannes vera góðan endi á skrítnu og erfiðu ferðalagi. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
„Það var eftirvæntingin við að gera þessa mynd sem hélt Sólveigu gangandi í gegnum hennar erfiðu veikindi,“ segir Skúli Malmquist framleiðandi The Together Project, kvikmyndar Sólveigar heitinnar Anspach, sem hefur verið valin til þátttöku í Director‘s Fortnight hluta Cannes kvikmyndahátíðarinnar. Þetta er í þriðja sinn sem kvikmynd eftir Sólveigu er valin til þátttöku í Cannes og í þriðja sinn sem leikin kvikmynd í fullir lengd eftir íslenskan leikstjóra er valin til þátttöku í Director‘s Fortnight
VIÐ GEFUM HEPPNUM VINI MCCULLOCH 4X4 SLÁTTUVÉL! AÐ ANDVIRÐI 119.995KR.
farðu á facebook síðuna okkar og taktu þátt!
50%
40% 60%
LÁGMARKSAFLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM NÚ
40%
Markaður Smáratorgi
Smáratorgi, Kópavogi
Opið virka daga 11.00-18.00 Laugardaga 11.00-18.00 Sunnudaga 12.00-18.00
60%
Sama dag og Sólveig sá fyrsta klippið af myndinni fór hún á spítala og kom aldrei aftur heim. hluta Cannes hátíðarinnar. Tökur á myndinni fóru fram á Íslandi og í Frakklandi árin 2014 og 2015 en á meðan á þeim stóð háði Sólveig baráttu við illvígt krabbamein. Hún lést í ágúst á síðasta ári, 54 ára gömul. „Sama dag og Sólveig sá fyrsta klippið af myndinni fór hún á spítala og kom svo aldrei aftur heim,“ segir Skúli sem þakkar öllu hennar nána samstarfsfólki hversu vel eftirvinnslan gekk. „Auðvitað var erfitt að klára þetta án hennar. Allir vissu hvert förinni væri heitið en enginn vissi nákvæmlega hvernig ætti að komast þangað. Það tók enginn einn við stjórninni heldur var lýðræði í gangi og flestir þekktu Sólveigu vel og þess vegna gekk þetta vel. Þetta voru mörg lítil skref og það er góð tilfinning að fara með myndina á Cannes,“ segir Skúli
The Together Project fjallar um Samir, sem er staðráðinn í því að bæta ráð sitt gagnvart sundkennara sínum Agathe, sem hann er yfir sig ástfanginn af. Hann eltir hana alla leið til Íslands en það kemur babb í bátinn þegar hann verður fyrir rafstraumi og missir minnið. Sólveig Anspach leikstýrði og skrifaði handritið ásamt Jean-Luc Gaget. Skúli Malmquist framleiddi myndina fyrir Zik Zak kvikmyndir ásamt Patrick Sobelman sem framleiddi fyrir Ex Nihilo. Í stórum hlutverkum í myndinni eru Didda Jónsdóttir, Florence Loiret Caille, Samir Guesmi, Frosti Jón Runólfsson, Ingvar E. Sigurðsson og Kristbjörg Kjeld.
en myndin er ein af átján sem var valin úr 1900 myndum til að keppa í Director‘s Fortnight hluta Cannes. „Þetta er góður endir á skrítnu og erfiðu ferðalagi. Síðasta mynd Sólveigar í fullri lengd, Lulu femme nue, var ein mest sótta myndin í frönskum bíóhúsum af sjálfstæðum kvikmyndum það árið svo það er mikil eftirvænting eftir þessari nýju mynd. Síðast í fyrradag fékk hún risadreifingarsamning í Frakklandi og mun opna í 150-200 bíóhúsum í Frakklandi 29. júní.“
Skjaldborgarhátíðin haldin í 10. sinn
Ástfangnir erlendir karlmenn spila borðtennis
Pingpongklúbburinn samanstendur af karlmönnum sem allir eiga það sameiginlegt að hafa flutt til Íslands ástarinnar vegna og eiga íslenskar konur eða konur sem komið hafa hingað til að vinna. Annað sem sameinar þá er áhugi á borðtennisíþróttinni. Valur Gunnarsson valurgunnars@frettatiminn.is
40% 50%
Outlet Grafarvogi
Vínlandsleið, Grafarholti
Opið virka daga 11.00-18.00 Laugardaga 11.00-16.00 Sunnudaga 13.00-17.00
Svanhvít Tryggvadóttir hefur gert heimildarmynd um Pingpongklúbbinn sem frumsýnd verður á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði um helgina, en hún er nú haldin í 10. sinn. Í hópnum eru sex karlmenn hver frá sínu landi, Bandaríkjunum, Frakklandi, Hondúras, Suður-Afríku, Bretlandi og Argentínu. „Bretinn Ben Moody stofnaði þennan klúbb sem sameinast vikulega í TBR og ræðir hvað það er að vera erlendur karlmaður á Íslandi,“ segir Svanhvít sem er í námi í hagnýtri menningarmiðlun. „Þeir upplifa Ísland á mismunandi hátt, sem dæmi má nefna að Bandaríkjamanninum Steve Meyer finnst hér gott aðgengi að menntun og heilbrigðiskerfi miðað við það sem hann er vanur, en að það sé viss einangrun að búa á Íslandi. En borðtennisíþróttin er líka tekin alvarlega og á dagskránni er að búa til búninga. Landslið Íslands er að æfa á sama tíma, en klúbbnum finnst þeir enn ekki nógu góðir til að takast á við þá.
PingPong íþróttin þykir táknræn fyrir þá sem eru staddir á milli tveggja heima.
Fyrir mér er pingpong líka táknrænt fyrir að strákarnir tilheyra tveim löndum.“ Svanfríður tilheyrði sjálf álíka kvennaklúbbi í Katalóníu, þangað sem hún flutti ásamt eiginmanni sínum Georg Hólm bassaleikara í Sigurrós. Næsta heimildarmynd hennar fjallar einmitt um rótaralið Sigurrósar. „Ætla að klára hana þegar Sigurrós fer að túra í sumar. Þar er erfitt að komast inn í þetta samfélag en ég hef einstakan aðgang,“ segir hún.
r a r æ b á r F n n i ð a t s í bú
✶✶✶✵
✶✶✶✵
„... áhugaverð söguleg skáldsaga þar sem óhugnaður, spenna, ást og örlög vefjast saman á nýstárlegan og heillandi hátt.“
„... grípandi saga, vel skrifuð og snilldarlega fléttuð, erfitt að leggja frá sér fyrr en henni er lokið ...“
A N N A L IL J A ÞÓR IS DÓT T IR / MO R GU NB L A Ð I Ð
I NGV E L D UR G E I RS D Ó TTI R / MO RG UNBLAÐ I Ð
„Útgáfutíðindi ársins.“
„Vel gert! Mjög spennandi.“
S U N DAY T IMES
EG I LL H E LG A S O N / K I LJAN
„Grípandi.“
„Góð sumarbústaðabók. Mjög vel gert og skemmtileg lesning.“
OB S ER VER
FR I Ð RI K A BE NÓ NÝS D Ó TTI R / K I LJAN
„Dásamleg.“ T EL EG R A PH
„Forvitnilegasta sögulega skáldsaga ársins.“
„Fín viðbót við fjölmiðla- og dægurumræðu. Lesandinn fær dýpri og rúmlegri sýn á vinklana í málefnum hælisleitenda.“ SI GU RÐ UR G . VALG E I RS S O N / K I LJA N
T OR ON T O S TA R
www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39
Lágt verð alla daga
Þú færÐ allt efni í palla og skjólveggi í BYKO gagNvarin fura lerki / plastpallaefni
síðan 1962
1L
KEEPER illgresiseyðir 100 ml sem dugar á 323 m2 eða 200 ml sem dugar á 645 m2.
Garðkanna, 11 l, með úðastút.
995
kr.
Verð frá:
41613316
kr.
12,5 kg
Blákorn, 5 kg.
2.325
kr.
2.595
kr.
kr.
55095007
5 kg
Mosaeyðir, 5 kg.
Turbokalk, 12,5 kg.
1.295
kr.
55095039
20%
4.995
kr.
55097052
55090005
AF RAFMAGNSVERKFÆRUM 12.-17. MAÍ
AFSLÁTTUR
Ræktunarkassi, 50x100x120 cm.
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Tilboð gilda til 17.mái.
Blákraftur, einkorna, 10 kg.
55029080
55095014-5
19.995
kr.
0291500
Markísa, 2,5x2 m eða 3,5x2,5 m, dökkgrá. Verð frá:
29.995
Glæðir blómaáburður, 1 l.
785
5.995
5 kg
10 kg
Borvél PSB 500-RE, 500W.
HELGARTILBOÐ 30% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM RAFMAGNSVERKFÆRUM
-30%
6.925
Rafhlöðuskrúfjárn GDR 10,8 V-Li, 1,3A.
-30%
25.495
kr.
kr.
74860500 - Almennt verð: 9.895kr.
74874107 - Almennt verð: 36.595kr.
2,5x2 m 3,5x2,5 m
kr.
41624123/6
Sóltjald, ál og plast, 3x1,6m, svart eða svart og grátt.
19.995
kr.
41613417-8
Multisög 200W 1470AA.
11.895
74092390 - Almennt verð: 11.995kr.
74867055 - Almennt verð: 16.995kr.
kr.
EINHELL sláttuorf, GH-BC 25 AS, tvígengismótor, 0,75 kW, 23 cm sláttubreidd með hníf, 42 cm með þræði.
22.995
Málningarsprauta PFS 55, 280W, 0,6l.
-30%
8.395
11.895
kr.
-30%
kr.
74867055 - Almennt verð: 16.995kr.
Rafhlöðuborvél GSR 14,4, 2 Li, 2X1,5A.
24.495
LUX, plöntuskófla
725
6.995
kr.
kr.
68320235
-30%
kr.
74874094 - Almennt verð: 34.995kr.
Helgartilboð
SmallCut 300/23 rafmagnssláttuorf 300 W sláttubreidd 23 cm
Helgartilboð
Rafhlöðuborvél 10,8V, 2X1,3A.
-30%
Krafla, 1240 mm.
5.825
Sláttuvél OY510S, 163cc / 2,6kW, fjórgengis, sjálfdrifin bensínsláttuz vél, 51cm sláttubreidd, sláttuhæð 25-75mm, 60L safnpoki.
39.995
kr.
55600972
kr.
54909805
53323140 Almennt verð: 49.995 kr.
EasyCut 420/45 rafmagnshekkklippur, 420 W, lengd blaðs 45 cm, bil milli tanna 18 mm
9.995
LUX fúguskeri.
kr.
1.795
54909830
kr.
kr.
74830073 Almennt verð: 26.995 kr.
68320212
OPNUNARTÍMI UM HVÍTASUNNU
15. MAÍ – HVÍTASUNNUDAGUR LOKAÐ SJÁ NÁNAR Á WWW.BYKO.IS
16. MAÍ – ANNAR Í HVÍTASUNNU VERSLUN BREIDD 11-17 TIMBUR / LAGNAVERSLUN / LEIGUMARKAÐUR BREIDD 11-16
VERSLUN GRANDA (TIMBUR/LEIGA/LAGNIR) 11-17
*4,5 m og styttra.
Fura, græn, alhefluð og gagnvarin
AB-gagnvarin 22x95 mm.
Vnr. 0058254
AB-gagnvarin 22x120 mm.
Vnr. 0058255
AB-gagnvarin 27x95 mm.
Vnr. 0058324
AB-gagnvarin, 27x145 mm.
Vnr. 0058326
AB-gagnvarin 45x95 mm.
Vnr. 0058504
AB-gagnvarin 45x145 mm.
Vnr. 0058506
A-gagnvarin 95x95 mm.
Vnr. 0059954
185 247 215 295 295 485 715
kr./lm*
kr./lm Penslasett, grænt, 25, 38 og 63 mm.
kr./lm*
995
SPEKTER pallaskrúbbur.
2.995
kr./lm*
kr.
kr.
kr./lm*
84175700
84105030
kr./lm* kr./lm*
HARRIS Premier pensill, 25, 38, 50 eða 75 mm. Verð frá:
495
XTRA-pensill, 120 mm.
2.495
VERJUM VIÐINN 4L
4L
Kjörvari 16 viðarvörn, þekjandi, allir litir, 4 l.
KJÖRVARI 13 eðalolía glær, allir litir, 1 l. Góð olía á garðhúsgögnin.
5.295
7.595
2.195
kr.
kr.
86332040-9040
4L
3L
TREOLJE XO pallaolía glær eða gylden, 3 l.
KJÖRVARI pallaolía, fura, 4 l.
kr.
kr.
86333410/510
80602501-2
86363040
5L
SADOLIN BIO pallahreinsir, 5 l.
2.495
4.995
kr.
86360040-1337
83020210-30
58365522
1L
Kjörvari 14 viðarvörn, allir litir, 4 l.
kr.
kr.
3.995
kr.
89819950
SUMARBLÓM Stjúpur, 10 stk / Margarita Snædrífa.
Dvergtómatar.
1.195
1.495
55092000 / 55092015 / 55092011
55092267
kr./stk
kr.
Helgartilboð
Helgartilboð SIGNET 20 11,7 kW Ryðfrítt brennarakerfi, mjög sterkar grillgrindur úr pottjárni, ryðfrítt eldunarkerfi, þrír ryðfríir brennarar, gaskranar með 180° tökkum, elektrónískt kveikikerfi, hitamælir í loki.
SIESTA 310 gasgrill, 14,9 kW, Grillflötur: 35x43 + 2x(13,5x43) cm, emileraðar grillgrindur úr pottjárni, emileruð efri grind, 3 brennarar, hitamælir í loki.
64.995
TRIUMPH 495 gasgrill, 18,4 kW - 62.700 BTU, 5 brennarar (4 aðalbrennarar), heildargrillflötur er 3202 cm²,hamborgarafjöldi (10cm): 30 stk, JETFIRE™ kveikjukerfi, WAVE™ grillgrindur úr pottjárni, ACCU PROBE™ hitamælir, áfastur flöskuopnari.
119.995
kr.
506600034 - Almennt verð: 139.995 kr.
79.995
kr.
kr.
50689231 - Almennt verð: 84.995kr
50657504 - Almennt verð: 99.995kr
ÚRVAL AF FERÐAGRILLUM
Helgartilboð Stafrænn kjöthitamælir, þráðlaus
4.995
kr.
506670006 Almennt verð: 5.995 kr.
Helgartilboð Ferðagasgrill TravelQ m/vagni, 4,1 kW, tvöfaldur brennari úr ryfríu stáli, eldunarsvæði 37x54 cm, JETFIRE kveikikerfi, pottjárns WAVE grillgrindur, ACCU-PROBE hitamælir í loki, auðvelt að taka í sundur og setja saman, hliðarborð með snögum. 506600012
Helgartilboð
69.995
kr.
Ferðagasgrill G-600, 2,93 kW, ryðfrír brennari, 2 grillgrindur. Margir litir.
24.995
kr.
50632096-100
reynslumikið starfsfólk úrvals þjónusta
Grillsett, 3 stk
2.995
kr.
506670019 Almennt verð: 3.995 kr.
PRO Pizzasteinn með pizzuskera.
4.995
kr.
506670001 Almennt verð: 6.995 kr.
FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016
32 |
GOTT UM HELGINA FYRIR BÖRNIN
Gott að skapa Í dag fer fram listasmiðja fyrir krakka á aldrinum 7-12 ára í Listastofunni. Smiðjan er sú fimmta í röð listasmiðja fyrir krakka sem bera yfirskriftina Kids love design og einblínir á leikgleðina í ferli listsköpunar. Í smiðju dagsins fá krakkarnir tækifæri til að fræðast um ljósmyndun og notkun myrkraherbergis í listsköpun. Við lok dags fara þau svo heim með afraksturinn úr myrkraherberginu. Leiðbeinendurnir, Martyna, Sigrún og Wiola tala íslensku, pólsku,
frönsku og ensku og eru börn af öllum þjóðernum velkomin. Næsta listasmiðja í röðinni fer svo fram næstu helgi, missi áhugasamir af þessari. Skráning á info@listastofan.com Hvar? Listastofunni Hvenær? Í dag klukkan 13-16 Hvað kostar? 4.500 krónur (allt innifalið sem þarf til listasmiðjunnar)
Gott að dansa Allir út á dansgólf, fullorðnir og börn. Boðið verður upp á opna „ContaKids“ tíma á Dansverkstæðinu á sunnudaginn 15. maí og næstu tvo sunnudagar eftir það. Tímarnir eru fyrir foreldra og börn á aldrinum 2-8 ára og kostar 1.000 krónur í hvert skipti.
Gott að horfa
„ContaKids“ er aðferðafræði þar sem snertispuni, dans og leikgleði eru notuð til að þróa skemmtileg, náin og opin samskipti milli foreldra og barna. Foreldrar og börn styrkja hreyfifærni sína, sjálfstraust og næmni fyrir líkamlegri tjáningu. Hvar: Dansverkstæðið á Skúlagötu 30 Hvenær: Sunnudaginn klukkan 11.00
Piprum allt Íslendingar elska nýjungar í sælgæti, við kveðjum saltkaramelluna og göngum inn í nýja tíma piparduftsins Það er allt að verða vitlaust í sælgætisheimum. Fyrir ekki svo löngu áttu sjávarsaltið og saltkarmellan hug og hjörtu Íslendinga. Þegar Nói Siríus kynnti til leiks súkkulaði með þeirri bragðtegund seldist varan upp um land allt. Á samskiptamiðlum hjálpaðist fólk að við að leita uppi súkkulaðið og lét orðið berast þegar verslun átti til birgðir. Fleiri fyrirtæki fygldu í kjölfarið. Piparduftið er nýjasta æðið en Nói Siríus kynnti í vikunni nýja vöru: piparhúðað Nóakropp. Piparduftið er þó ekki nýtt af nálinni en Hockey Pulver og Tyrkisk Peber
Í Bæjarbíói um helgina verður Emil og grísinn sýnd með íslensku tali. Skammarstrik Emils eru víst fleiri en eyjarnar í Breiðafirði, er mamma hans vön að segja. En hann hefur einnig tíma til að gera heilmargt annað. Á uppboðinu í Backorova gerir Emil sérkennileg viðskipti. En það merkilegasta gerist þegar Emil bjargar lífi nýgotins gríss. Hvar: Bæjarbíó, Strandgata 6 í Hafnarfirði Hvenær: Laugardaginn klukkan 14.00
„Ég er heppin að vera í frekar góðu formi svo líkamlega séð get ég skriðið á milli staða. En það sem er erfitt er andlega hliðin.“
(ath. ekki borið fram Tyrkish Pepper) hafa verið viðloðandi íslenska sælgætismenningu um tíma. Stökk hefur orðið á síðustu mánuðum og virðast íslenskir sælgætisframleiðendur ætla að baða allar sínar vörur í duftinu; Djúpur, lakkrís, súkkulaði og ís. Mikil eftirvænting ríkir eftir piparfylltum Apolo lakkrís sem er væntanlegur í verslanir.
Myndir | Rut
Djæf kynnti nýverið til leiks ís með pipardufti í kjölfar Galdrastafanna vinsælu. Ísbúð Huppu býður upp á pipardufts-ídýfu og Te og kaffi Tyrkisk Pepper frappó. Piparhúðað Nóa kropp, Djúpur og popp er komið á markað ásamt piparfylltum lakkrísreimum.
Lífsreynslan Niðurlæging lífs míns
EINKENNISKLÆÐNAÐUR
Þ
Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
„Ekki sætta þig við staðlaðan svartan, hvítan eða bláan lit. Með Skyrtu eru möguleikarnir nánast óteljandi.“ WWW.SKYRTA.IS · MYSKYRTA@SKYRTA.IS · LAUGAVEGUR 49, BAKATIL
að er svo mikil niðurlæging að þurfa að skríða í gólfinu að ég get hreinlega ekki lýst því með orðum,“ segir Maríanna Vilbergs Hafsteinsdóttir. Maríanna lenti í bílslysi þegar hún var nítján ára sem varð þess valdandi að hún missti smátt og smátt máttinn í fótunum. Fyrir fjórum árum missti hún svo allan mátt fyrir neðan hné og hefur verið bundin við hjólastól síðan. „Ég hef upplifað ýmislegt en þessi dagur er einn sá versti sem ég hef lifað. Þetta var síðasta sumar og ég þurfti að fara til læknis. Ég gat ekki fengið far svo ég ákvað að fara á rafknúna stólnum mínum. En þegar ég svo kem á heilsugæsluna komst stóllinn minn ekki inn í lyftuna og það var enginn hjólastóll við lyftuna, þrátt fyrir að lögum samkvæmt eigi allar heilbrigðisstofnanir að hafa einn slíkan. Svo það eina í stöðunni fyrir mig var að fara á höndunum.“ „Ég skreið inn í lyftuna og rétt náði að teygja mig upp í takkana. Þegar ég kem upp á aðra hæð skreið ég í gólfinu að afgreiðsluborðinu. Biðstofan var full af fólki og auðvitað störðu allir á mig. Þegar ég komst að afgreiðsluborðinu bauð ég góðan daginn en í stað þess að bjóða góðan dag á móti kallaði afgreiðslukonan til
mín; Af hverju stendur þú ekki upp? Ég varð algjörlega kjaftstopp að fá þessa spurningu eftir alla niðurlæginguna og átti mjög erfitt með að halda aftur af tárunum. Ég náði samt að svara henni að ég gæti það ekki áður en ég skreið aftur út því ég gat ekki hugsað mér að skríða áfram til læknisins. Þegar ég kom út úr lyftunni á jarðhæðinni gat ég ekki lengur haldið aftur af táraflóðinu heldur lá bara þarna og grét.“ „Þar sem ég lá þarna kom afgreiðslukona úr apótekinu á jarðhæðinni til mín og vildi vita hvað hefði gerst. Hún varð svo reið þegar hún heyrði af dónaskapnum að hún fór upp til að lesa yfir henni. Þessi kona hringdi í mig stuttu síðar og sagði mér frá því að það væri hjólastóll á læknastofunni sem hún skyldi ná í fyrir mig næst þegar ég þyrfti að fara til læknis. Ef ekki væri fyrir þessa konu þá hefði ég misst trúna á mannkynið og þökk sé henni þá get ég farið óhrædd til læknis í dag. Það versta er að þetta er ekki eina dæmið um að ég hafi þurft að skríða en þetta var það versta. Ég er heppin að vera í frekar góðu formi svo líkamlega séð get ég skriðið á milli staða. En það sem er erfitt er andlega hliðin, þetta er svo niðurlægjandi. Að mæta á sama tíma svona framkomu og vanvirðingu frá öllum á biðstofunni er ólýsanlega sár tilfinning.“
Reykjavík Tangarhöfða 8 590 2000
Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 420 3330
Opið virka daga frá 9 til 18 Opið í dag, laugardag frá 12 til 16 Verið velkomin í reynsluakstur
FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016
34 |
Morgunstundin Faðmar daginn með sólarhyllingu Anna Sóley Viðarsdóttir vaknaði með sólinni þennan morgun, líkt og flesta morgna síðan hún gerðist morgunhani. Jógadýnan er fyrsti áfangastaður dagsins, þar setur hún sig í stellingar stríðsmannsins og sólarhyllingar. „Ég stunda mjúkt jóga á morgnana og hugleiði í nokkrar mínútur. Þannig þykir mér best að byrja daginn og koma hausnum á réttan stað.“ „Stríðsmaðurinn veitir mér styrk og jarðtengingu á meðan sólarhyllingin tekur fagnandi á móti deginum. Með því að eiga þessa stund fer ég jákvæð og umburðarlynd inn í daginn og ef eitthvað bjátar á þá get ég alltaf leitað í jafnvægið.“ Það eru fjölmargir kostir sem fylgja þeim sjálfsaga að vakna snemma. Anna Sóley kemur ýmsu í verk fyrir vinnu, en það besta er að hún hefur tíma til þess að skríða aftur undir sæng í nokkrar mínútur. „Mér þykir afskaplega gott að leggjast aftur upp í rúm í andartak. Ég borða sjaldnast morgunmat heldur fæ mér kaffi og hef það notalegt, þá er ég reiðubúin í daginn.“ Mynd | Rut
Mynd | Hari
Anna Sóley byrjar daginn á jóga og hugleiðslu sem veitir henni styrk út daginn.
Ríkharð vantar aðeins eina bók til að fullkomna safn sitt af Tinnabókum, sem þegar er afar veglegt.
Á 67 Tinnabækur – samt ekki nóg Fjársjóðirnir felast í Viggó, Tinna og Lukku-Láka Fjölmargir Íslendingar eiga minningar um það að sökkva sér í ævintýri Svals og Vals, heimskupör Viggós viðutan eða hetjudáðir Tinna. Þó slíkar bækur rykfalli nú í hillum margra Íslendinga eru þær fjársjóður í augum teiknimyndasögusafnara hérlendis sem erlendis. „Ég hef safnað í 5-6 ár, en veit að margir teiknimyndasögusafnarar hafa verið í þessu miklu lengur en ég, jafnvel í áratugi,“ segir Ríkharður Sveinsson, en hann er einn þeirra sem safna íslenskum myndasögum. „Ég er að safna ýmsu öðru, póstsögu og ættfræðitengdu efni og ljóðabókum til dæmis, en byrjaði á þessu því ég ólst upp við þessar bækur og hef átt margar frá því ég var krakki. Svo á ég lítinn gutta sem er byrjaður að lesa og það ýtir undir mína áráttu.“ Ríkharður segir safnara helst leita eintaka á Facebook, Bland. is og nytjamörkuðum landsins þar sem ýmsir fjársjóðir geta leynst. Á
Facebook-síðunni „Teiknimyndasögur“ skiptast safnarar á bókum eða selja þær og fara sjaldgæf eintök á mörg þúsund krónur til þeirra sem vita hvers virði þær eru. Sem dæmi fékk Ríkharður tilboð í Ástríkssafn sitt eins og það leggur sig upp á 150 þúsund krónur frá erlendum safnara. Ríkharður hefur safnað að sér hverri einustu bók Svals og Vals, Viggós- og Ástríksbókanna, svo eitthvað sé nefnt. Hans aðaláhugi liggur þó hjá Tinna, en söfnunin stöðvast ekki við að eiga hverja einustu bók: „Við erum nokkrir furðufuglar sem söfnum öllum útgáfum bókanna. Tinnabækurnar eru til dæmis 25 talsins en flestar voru gefnar út fjórum sinnum. Ef ég ætti allar útgáfur þeirra ætti ég um sjötíu Tinnabækur og engin þeirra væri eins,“ segir Ríkharður, en nú á hann 67 bækur af Tinna og í safnið vantar aðeins eina bók: Útgáfu ársins 1975 af Tinna og Eldflaugastöðinni. | sgþ
FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í DAG?
HAFÐU ÞÁ SAMBAND VIÐ DREIFING@FRETTATIMINN.IS
Reggie mun dansa FlexN-dans í opnunarverki Listahátíðar þann 21. maí ásamt fimmtán öðrum FlexN-dönsurum frá Brooklyn og Manchester. Líkamlegar sjónhverfingar í bland við hæfileika FlexN-dansara til að sveigja kroppinn og beygja, á að því er virðist áreynslulausan hátt, tryggja víst að athygli áhorfandans er haldið fanginni frá fyrsta dansspori.
Dansinn snýst um að gefa sig allan
Reggie “Regg Rock” Grey byrjaði á því að dansa eins og Micheal Jackson en fann svo sinn eigin stíl í Brooklyn, FlexN. Í dag ferðast hann um heiminn með danshópinn sinn og opnar Listahátíð Reykjavíkur næstu helgi. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
É
g byrjaði mjög snemma að dansa og í upphafi voru Michael Jackson og James Brown mínar fyrirmyndir,“ segir Reggie “Regg Rock” Grey, einn upphafsmanna FlexN dansins sem varð til í Brooklyn á síðasta áratug en tröllríður danslistasenu New York borgar og víðar um þessar mundir. Danshópur hans sýnir opnunarsviðsverk Listahátíðar í ár. „Þegar ég flutti fjórtán ára frá Alabama til Brooklyn í New York uppgötvaði ég dancehall reggíið og elskaði strax allt við það. Og svo braust broke-up dansinn, sem kemur frá Jamaíka, út um allt Brooklyn og allt í einu voru allir að dansa broke-up í Brooklyn. Þetta var ótrúlegur tími. Þetta var DANSINN og það voru allir að dansa alls staðar.“ „Árið 1999 fór ég með vini mínum í Brooklyn sjónvarpið í Flexn þáttinn, sem var sá vinsælasti í Brooklyn. Við vorum þarna nokkrir dansarar úr sitthvoru hverfinu í Brooklyn og sáum að Broke-up stílinn var mjög ólíkur eftir hverfum. Okkar stíll, úr Flatbush hverfinu, var innblásinn af myndum eins og The Drunken Munk og Matrix. Eftir þáttinn urðum við nokkuð frægir í Brooklyn og fórum að vinna all-
ar danskeppnirnar,“ segir Reggie og hlær, „vá maður, þetta var svo skemmtilegur tími. Við urðum svo vinsælir að allir krakkarnir í hverfinu vildu taka upp stílinn okkar. Upp úr 2004 var svo farið að kalla þetta FlexN-stílinn.“ „FlexN snýst um að gefa sig allan. Og að segja sögur. Frá upphafi vorum við að segja sögur með líkamanum, og reyndum að gera það þannig
að fólk tæki eftir. Núna í seinni tíð erum við farin að taka þessa tjáningu og setja hana í stærra samhengi en okkur sjálf. Við erum að snerta á hlutum eins og misrétti og rasisma, líkt og við höfum séð í Ferguson. Maður er alltaf að heyra af einhverju og fólk talar og talar en við viljum setja þessar sögur á svið og fá fólk til að sjá hlutina í nýju ljósi.“
NESBØ KLIKKAR EKKI! 1. Metsölulisti Eymundsson
VILDARVERÐ:
3.199.Verð:
3.899.-
Austurstræti 18
Álfabakka 14b, Mjódd
Hafnarfirði - Strandgötu 31
Ísafirði - Hafnarstræti 2
Skólavörðustíg 11
Kringlunni norður
Keflavík - Sólvallagötu 2
Vestmannaeyjum - Bárustíg 2
Laugavegi 77
Kringlunni suður
Akureyri - Hafnarstræti 91-93
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Hallarmúla 4
Smáralind
Akranesi - Dalbraut 1
540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is
Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Vildartilboð gildir frá 14. maí til og með 16. maí. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.
GOTT UM HELGINA
Fólkið mælir með ... Tobba Marínós Á fóninum: Nýja platan með Miike Snow Sundlaugin: Vesturbæjarlaug og gamla (nýja) Kópavogslaugin Máltíðin: Allt asískt í augnablikinu. Hægt er að fylgjast með því ævintýri og hvernig mér gengur á eatrvk.is Kaffibollinn: Léttur latté á Coocoosnest eða Casa Luna á Balí
Tónleikar á Kex Folk- og popphljómsveitin Ylja treður upp á Kex í dag laugardag. Aðgangseyrir er enginn og eru allir velkomnir, tónleikarnir hefjast klukkan 21.30. Á sunnudaginn stígur á stokk rokkhljómsveitin Fufanu klukkan 21.00.
Eurovision-partí Helgi fokking Björns, ásamt SSsól og leynigestum, lofar stuði í Hlégarði á laugardagskvöldið. Dansað verður fram á rauða nótt, frasar munu fljúga og gamlir slagarar óma. Miðasala fer fram á miði.is
Vorverkin í garðinum Það verður farið yfir öll helstu vorverk á Garðatorgi í dag klukkan 13.00. Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjufélagi Íslands fræðir áheyrendur um gróður og garðrækt, vorverkin í garðinum og garðyrkjufélagið á bókasafni Garðabæjar.
MAÍ TILBOÐ
30%
af öllum útisófasettum, sessum og púðum
Steindór Grétar Jónsson Á fóninum: Tónlistarsmekkurinn minn er frekar afbrigðilegur og ekki allra, en ég mæli með William Onyeabor. Gleymt og grafið nígerískt fönk. Sundlaugin: Fór í fyrsta sinn í sundlaugina á Hofsósi í fyrra og hún var notaleg. Annars hlakka ég mikið til þegar útilaug opnar við Sundhöllina. Máltíðin: Dill er lang metnaðarfyllsti veitingastaður Íslands. Ég var svo heppinn að kærastan bauð mér á þrítugsafmælinu og það var mögnuð upplifun. Í dýrari kantinum, en alls ekki miðað við gæði. Kaffibollinn: Reykjavík Roasters á vinninginn og hefur þann kost að vera í 10 metra fjarlægð frá heimili mínu.
167 .860 SPARAÐU 72.040
Loopy-sófi. Þriggja sæta. 119.900 kr. Nú 83.930 kr. Á mynd eru tveir sófar. 239.800 kr. Nú 167.860 kr.
Hrefna Björg Gylfadóttir
76.930 SPARAÐU 32.970
Á fóninum: Lemonade með Beyoncé. Það er best að dansa við lagið Formation en Sorry er uppáhalds lagið mitt. Too Good með Drake og Rihanna er líka „way too good“. Sundlaugin: Breiðholtslaugin, alltaf, að eilífu. Nokkrar ferðir í lauginni, 10 mínútur í gufunni og pottaumræður í 38° pottinum. Máltíðin: Súpa númer F (Grænt í gegn) á Núðluskálinni. Tjillí og lime veisla. Kaffibollinn: Kaffismiðjubollinn á Reykjavík Roasters. Það er Espresso með flóaðri mjólk til hliðar, svo það má föndra sína eigin latté-list.
Langkawi-legubekkur. Sandlitaður eða grár legubekkur með sessum. 90 x 180 cm. 109.900 kr. Nú 76.930 kr.
30%
AF ÖLLUM SESSUM
Crocus-púði/sessa. Þrír mismunandi litir. 45 x 45 cm. 3.495 kr./stk. Nú 2.446 kr./stk.
55.930 SPARAÐU 23.970
30%
AF ÖLLUM ELDSTÆÐUM
Summer-eldstæði. Svart eldstæði með loki. Ø 75 cm. 16.900 kr. Nú 11.595 kr.
30%
AF ÖLLUM PÚÐUM
Digital tern-púði. 45 x 45 cm. 9.995 kr. 6.996 kr. Nova star-púði. 50 x 50 cm. 7.995 kr. 5.596 kr. Lucca-púði. 50 x 50 cm. 3.995 kr. 2.796 kr.
181.930 SPARAÐU 77.970
Summer-sófasett. Tveir sófar, geymslukassi og borð með geymslu. 259.900 kr. Nú 181.930 kr.
243.390 SPARAÐU 104.310
TILBOÐ
Mozzarella beygla Verð 1.195 kr. Nú
Chios-legubekkur með sessum. Polýrattan. Vinstri eða hægri armur. 79.900 kr. Nú 55.930 kr.
LANGVIRK SÓLARVÖRN
Charleston-sumarhúsgögn. Hornsófi með sessum. 245 x 245 cm. 239.900 kr. Nú 167.930 kr. Borð með glerplötu. 73 x 73 cm. 37.900 kr. Nú 26.530 kr. Hægindastóll með sessum. 85 x 85 cm. 69.900 kr. Nú 48.930 kr. Heildarverð 347.700 kr. Nú 243.390 kr.
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, Hvítasunnudag LOKAÐ, mánudag 12-18, þri. - fös. 11-18:30
Sölustaði má finna á celsus.is
bakhlid.indd 1
11.5.2016 13:10:35
895 kr.
AFGREIÐSLUTÍMI Á KAFFIHÚSI
Mán. - Fös. 12 - 18, Lau. og Sun. 12 - 17:30