Íslendingar sendu gyðinga í opinn dauðann fyrir seinni heimsstyrjöld
| 30
15. janúar—17. janúar 2016 2. tölublað 7. árgangur
Eigandi gistiheimilis kærður fyrir mansal | 10
Leiðir baráttu Austur-Afríku gegn sjóræningjum
Magga Pála
Íslensk-þýska Kristín von Kistowski Gunnarsdóttir er komin af sjómönnum í Hnífsdal en stýrir samstarfi sjö Afríkuríkja gegn sjóræningjaveiðum í Vestur-Indlandshafi. Baráttan er hættuleg og það væri miklu einfaldara að sleppa henni. | 56
Börn eru martröð á morgnana | 42
Síðustu kaupmennirnir
Hálfgerðir sálfræðingar | 28
Fullorðinn heima hjá foreldrum | 56
Apple TV 4
Vertu þinn eiginn dagskrárstjóri
Frá 28.990 kr.
iPad Pro
iPad Air 2
Frá 149.990 kr.
Frá 84.990 kr.
Með heiminn í lófanum
Léttur í þungavigt
Sérverslun með Apple vörur
KRINGLUNNI ISTORE.IS
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
2|
Styrkur til Tyrkja nýtist illa Peningarnir ættu að fara í að veita örugga og opna landleið fyrir fólk sem vill sækja um hæli í öðrum löndum, að mati Láru Jónasdóttur hjá Læknum án landamæra. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is
Lára Jónasdóttir, verkefnastjóri Lækna án landamæra, gagnrýnir hvernig fjárveiting Evrópusambandsins til flóttamannamála nýtist. Lára starfar á svæðum Serbíu og Grikklands og segir ástandið fara versnandi. Í lok síðasta árs
Hvað segir mamma? „Mér finnst hann nú kannski full ungur en ég treysti honum í algjörlega í þetta, honum og konunni hans. Og ég held að börnin þeirra séu alveg nógu sterk til að taka þátt í þessu með Kristín Björnsdóttþeim. Ég veit ir, móðir Andra að það eru Snæs Magnasonar, mjög margir um mögulegt sem hafa haft forsetaframboð samband við sonar síns. hann en svo veit ég líka að það eru margir frambærilegir sem eiga enn eftir að koma fram. Hann er auðvitað ennþá að hugsa málið en ég er mjög jákvæð. Ég og við fjölskyldan öll treystum honum í þetta.“
samdi Evrópusambandið við tyrknesk stjórnvöld um að þau skyldu draga úr flóttamannastraumnum til Evrópu sem kemur að stærstum hluta til frá Tyrklandi. Lára segir þetta ekki vera lausn. „Fæstir flóttamenn vilja búa í flóttamannabúðum eða vera lokaðir inni í Tyrklandi þar sem engin tækifæri eru. Við erum stöðugt að fá til okkar yfirfulla báta til Lesbos á Grikklandi. Þetta fólk gefur ekki upp vonina um betra líf. Það sér að glugginn til Evrópu er að þrengjast og gerir allt til þess að koma sér yfir. Þúsundir manna deyja í bátsferðum
„Okkar reynsla er sú að flóttamenn vilja ekki flýja yfir hálfan heiminn heldur halda sig nærri heimkynnum til þess að eiga meiri möguleika á snúa aftur heim. Styrkurinn til Tyrklands er mjög þarfur og eðlilegur að okkar mati. Tyrkir hýsir flesta flóttamenn frá Sýrlandi innan sinna landamæra og hefur hingað til þurft að bera kostnaðinn af því sjálfir.”
Lára Jónsdóttir vill bæta landleiðina fyrir flóttamenn.
Lögreglan Staða fíkniefnalögreglunnar grafalvarleg
Yfirmaðurinn Umhverfisvænt góðæri líklega á útleið Ef marka má fjölgun á Teslu bílum í umferðinni mætti halda að nýtt góðæri væri í uppsiglingu. Í þetta sinn virðist fólk örlítið meðvitaðara um umhverfið og í stað þess að kaupa Range Rover kaupum við Teslur. Þá þarf enginn að skammast sín fyrir einkabílinn lengur. 42 Teslur eru nú í umferðinni á Íslandi og liggja fleiri pantanir fyrir. Í mars verður hægt að panta Model 3 af Teslu en það er ódýrasta tegundin og kostar um 5 milljónir króna. Teslan er rafknúin og sjálfkeyrandi, ef hún er nettengd.
Sundmiðinn hækkað næstmest í Reykjavík Reykjavík og Árborg eru þau sveitarfélög sem hafa hækkað gjald á stökum sundmiða mest af öllum sveitarfélögum frá því í janúar í fyrra, Árborg um 50% og Reykjavík um 38%. Þetta kemur fram í verðlagskönnun ASÍ en hún náði til 15 stærstu sveitarfélaganna á landinu. Sundmiði í Reykjavík
yfir Eyjahafið. Peningarnir ættu að fara í að veita örugga og opna landleið fyrir fólk sem vill sækja um hæli í öðrum löndum.“ Með fjárveitingunni átti að bæta skilyrði flóttafólks í landinu og draga þannig úr vilja þeirra til að sigla yfir Eyjahaf til Grikklands. Skilyrðin eru að tyrknesk stjórnvöld herði landamæraeftirlit og taki á smyglurum. Standi Tyrkir við sitt fá þeir að ferðast innan Schengen svæðisins án vegabréfsáritunar. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdarstjóri Unicef á Íslandi, segist upplifa ólíka hlið málsins.
og í Árborg kostar 900 krónur og er það hæsta verðið á landinu. Öll sveitarfélögin, nema Seltjarnarneskaupstaður og Fljótdalshérað, hafa hækkað gjaldið á stökum miða en þar kostar miðinn 600 krónur. Ódýrast er í sund á Akranesi þar sem stakur miði kostar 450 krónur.
Tvær fylkingar innan yfirstjórnar lögreglunnar takast á um viðbrögð við ástandinu. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is
Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnalögreglunnar, stendur tæpt eftir að tveir undirmenn hennar hafa verið teknir til rannsóknar vegna spillingarmála. Báðum hefur verið vikið frá tímabundið þar til niðurstaða fæst. Karl Steinar Valsson, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnalögreglunnar, skilaði yfirmönnum í lögreglunni greinargerð í fyrra þar sem kemur fram að engin ástæða sé til að vantreysta lögreglufulltrúanum sem tekinn var til formlegrar rannsóknar hjá héraðssaksóknara í gær. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir stöðu fíkniefnalögreglunnar grafalvarlega. Hann segist hafa átt fund með Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra um hvernig tekið verði á málinu. „Ég ætla ekki að tjá mig um einstaka starfsmenn en reikna með að Sigríður Björk geri það,“ sagði hann í samtali við Fréttatímann. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki tjá sig um málið. Líklegt þykir að Aldís verði færð til í starfi en samkvæmt heimildum Fréttatímans voru lögreglufulltrúinn og
Aldís nánir samstarfsmenn. Ekki er þó einhugur innan yfirstjórnar lögreglunnar um málið. Sigríður Björk og Alda Hrönn Jóhannsdóttur eru sagðar vilja færa deildarstjórann til en Jón H. B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri og Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn ekki. Karl Steinar hvítþvoði lögreglufulltrúann Átta núverandi og fyrrverandi lögreglumenn úr fíkniefnadeild fengu fund með Ásgeiri Karlssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra, í fyrravor og lýstu áhyggjum sínum af starfsháttum lögreglufulltrúans, sem er rúmlega fertugur og hefur starfað hjá embættinu áratugum saman. Það varð til þess að málið var sent til ríkissaksóknara. Þá hafði óánægjan fengið að dafna lengi innan embættisins án þess að tekið væri á henni með fullnægjandi hætti. Fíkniefnalögreglunni var skipt upp fyrir nokkrum árum, í upplýsinga- og rannsóknardeild. Viðkomandi lögreglufulltrúi starfaði á báðum stöðum og var því í lykilstöðu þegar kom að því að ákveða hvaða mál væru tekin til rannsóknar. R ík islög reglustjóri sagði á fimmtudag að yfirmönnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu væri skylt að greina fjölmiðlum frá því hvað þeir gerðu í kjölfar þess að Karl Steinar Valsson, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildarinnar, skil-
Ekki er einhugur innan yfirstjórnar lögreglunnar um stöðu Aldísar Hilmarsdóttur. aði til þeirra greinargerð árið 2011 vegna ásakana á hendur lögreglufulltrúanum. „Í þessari greinargerð kemst Karl Steinar m.a. að þeirri niðurstöðu að það sé ekkert sem renni stoðum undir sögusagnir um að lögreglufulltrúi sem um ræðir fari ekki að reglum og fyrirmælum og það sé alls engin ástæða til þess að vantreysta honum í því starfi sem hann gegndi þá og til skamms tíma,“ segir Jón H. B. Snorrason. Hann sagði auk þess við Fréttatímann að ástandið innan lögreglunnar sé vissulega alvarlegt og það sé og verði vonandi einsdæmi að tveir lögreglumenn úr sömu deildinni séu til rannsóknar vegna spillingar.
Ósáttir björgunarsveitarmenn Björgunarsveitarmenn í Skyggni í Vogum vilja ekki vera ódýrt vinnuafl fyrir bæjarfélagið. Þeir hafa fengið styrk frá bæjarfélaginu upp á tvær milljónir króna á ári, en bærinn hefur fengið flugelda fyrir átta hundruð þúsund í staðinn auk þess sem björgunarsveitarmenn hafa unnið hörðum höndum fyrir sveitarfélagið. Þá greiða þeir um tvö hundruð þúsund krónur í fasteignagjöld til bæjarins. Þeir ætla ekki að semja við bæinn á sömu nótum heldur leita annarra leiða til fjáröflunar.
„Við vorum að fá um 3000 til 4000 krónur fyrir hverja vinnustund, en inni í því eru afnot af tækjum okkar, kvöld- og helgarvinna björgunarsveitarmanna, sem og vinna á stórhátíðum,“ segir Kristinn Björgvinsson, formaður björgunarsveitarinnar Skyggnis. „Við erum hættir að gefa sveitarfélaginu vinnu okkar. Þeir komast ekki lengur upp með að borga okkur minna en öðrum og kalla það styrk. Við ætlum að halda áfram að vera björgunarsveit en leita annarra leiða til fjáröflunar.“ | tka
Kristinn Björgvinsson, formaður björgunarsveitarinnar Skyggnis.
Verið velkomin á stórsýningu HEKLU á morgun laugardag milli kl. 12 og 16 í nýjum og glæsilegum salarkynnum við Laugaveg. Við frumsýnum nýjan Skoda Superb. Ofurbíllinn Audi RS7 verður einnig á staðnum auk allra stórsýningargripanna úr bílaflota HEKLU. Komdu og fagnaðu nýja árinu og nýju bílunum með okkur. Hlökkum til að sjá þig!
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
4|
Árni Ferdínandsson mokaði snjó heilan morgun.
Þá kom Ragnar og var snöggur að moka frá innnkeyrslunni.
Árni þakkaði afmælisgjöfina en hann varð níræður í gær.
Snjórinn er peningar Sakna ekki íslensku umræðunnar Íslendingar gætu lært af vandvirkni Svisslendinga. Póskort Sviss Ég heiti Ágústa Þóra Jónsdóttir. Fædd á Ísafirði, gift Aðalsteini Leifssyni, með fjögur börn. Viðskiptafræðingur og líffræðingur. Búsett í Genf í Sviss. Þetta er borg sem kom mér á óvart, hún er fjölskylduvæn, falleg, fjölbreytileg og það er stutt á skíði. Hef áður búið í Noregi, Finnlandi og Belgíu. Ég rek lítið fyrirtæki: gústa.is. Ég er að búa til nýja ull, mjúkull, þar sem ég blanda saman íslenskri ull og annari mýkri ull og nýti bestu eiginleika beggja – bý til alþjóðlega ull. Svo hanna ég peysur og ýmiskonar prjónavörur, bý til prjónauppskriftir. Þetta er gamall draumur sem ég lét rætast á síðasta ári. Ég hef sett mér allskonar markmið í lífinu sem ég skipti upp í hólf: Það er fjölskyldan, hlaupin (ég hleyp maraþon), fyrirtækið og svo auðvitað „leika sér hólfið“. En það sem mestu máli skiptir alltaf er að njóta lífsins, lifa í núinu, láta eitthvað gott af sér leiða af sér. Í Genf eru margar hjálparstofnanir – starf þeirra smitar út frá sér. Þessi hugsun liggur yfir öllu. Að hjálpa öðrum. Maður sér þetta í skólanum hjá krökkunum. Það er partur af náminu hjá þeim að hjálpa öðrum og skipuleggja slík verkefni. Ég sakna fjölskyldu og vina á Íslandi. Stundum hellist yfir mann skrítinn söknuður. Í miðri fjallshlíð í Ölpunum fór ég t.d. allt í einu að sakna norðurljósanna. Mér finnst umræða um samfélagsmál á dálítið lágu plani heima á Íslandi, Ég sakna hennar
ekki og finnst aðeins niðurdrepandi að lesa og heyra hnútukastið. Ég myndi vilja sjá einhverjar breytingar. Ég vil ekki setja mig á háan hest en mín upplifun er að stjórnmálamenn og kannski við Íslendingar almennt séum að leita að skyndilausnum, reyna að redda hlutunum í snarhasti. Það mætti leggja meiri áherslu á hvernig við viljum hafa Ísland eftir 20 ár og 50 ár. Persónulega finnst mér menntun, náttúruvernd, holl matvælaframleiðsla og skapandi greinar vera mikilvægar. Það sem við gætum lært af Svisslendingum er vandvirkni. Það er veitir mikinn innblástur að sjá upplifa hvernig þeir vinna. Vandvirkni, undirbúningur og umræða er fyrir öllu og svo er byggt til langframa. Ég fer oft til Íslands og er í miklum samskiptum við mitt fólk í gegnum samskiptamiðlana. Íslendingurinn í manni er rosa sterkur. Ég er blátt áfram, stundum dáldið ókurteis og óhefluð miðað við Svisslendingana en legg metnað í að vera opin og heiðarleg í samskiptum. Ég hef alltaf haft sterkar tilfinningar til Íslands og það verður alltaf þannig. Maður fær samt ákveðna fjarlægð við að flytjast frá Íslandi. Fær aðra sýn á lífið og umhverfi sitt. Maður verður opnari fyrir annarri menningu, hugsun og vinnubrögðum. Íslenska leiðin hefur marga frábæra kosti – við erum sveigjanleg, fljót að takast á við hluti og ég hef hvergi mætt meiri vilja til að leysa vandamál – en hún er ekki endilega eina leiðin. Mér finnst ég alltaf vera svo heppin að fæðast á Íslandi. En það er líka gott að búa annars staðar og snúa aftur heim, vonandi með eitthvað sem nýtist manni sjálfum og samfélaginu til góðs.
„Ég var tvítugur þegar ég flutti í bæinn og hef verið að vinna við að moka snjó síðan,“ segir Ragnar Einarsson snjómokstursmaður. „Svo ólst ég upp austur á Héraði þar sem var alltaf mikill snjór, svo ég er nú ansi vanur snjó. Ég hef verið að vinna við vélar frá því ég var lítill peyi. Fyrst var það traktorinn í sveitinni og svo komu stærri vélar. Þegar ég flutti í bæinn fór ég að vinna hjá Vélamiðstöð Kópavogs en í dag er ég á mínu eig-
Myndir | Hari
in tæki og vinn hjá sjálfum mér.“ „Snjórinn er fínn svona fyrstu þrjá dagana sem hann fellur, þá er gaman að ryðja en svo verður þetta jafn leiðinlegt og önnur vinna. Mér líður samt alltaf vel þegar hann byrjar að falla því hann er atvinnuskapandi. Snjór er ekkert nema peningar. Ég er lítið fyrir að labba í honum og ekkert fyrir að vera á skíðum.“ „Það er eitt sem getur verið erfitt við þetta starf en það er
stressið í umferðinni. Sumt fólk verður pirrað eftir tvær sekúndur ef það lendir aftan við vélina, svo byrjar það að flauta eftir fimm sekúndur og byrjar svo að naga stýrið og eftir tíu sekúndur er það komið út úr bílnum, helst með felgulykil. Þetta er ótrúlegt. Fólk verður að sýna smá þolinmæði og átta sig á því að snjómoksturinn er nauðsynlegur fyrir öryggið í borginni, hann er ekki til að fólk komist hraðar yfir.“ | hh
Ragnar Einarsson fagnar snjókomunni því hún er atvinnuskapandi.
Skipti Utan hringsins Héðinn Unnsteinsson (Stílfærð sagan er ein af dæmisögum Aesops og ná rætur hennar aftur til sjöttu aldar fyrir Krist). Það var dag einn að sólin og vindurinn tókust á um það hvort þeirra væri sterkara. Vindurinn sagðist hafa ýtt undir ófá snjóflóðin, rifið upp ótal tré og sökkt milljónum skipa. Sólin horfði á hann og sagði: „Það þarf ekki endilega að þýða að þú sért sterkari.“ Vindurinn setti í brýrnar og sagði: „Ég get hulið þig skýjum þannig að þú fáir enga athygli.“ Sólin brosti og svaraði af rósemd: „Ég held engu að síður að ég sé sterkari en þú.“ Vindurinn rumdi: „Af hverju reynum við ekki með okkur?“ um leið og hann snerist í hringi leitandi að einhverju til að reyna afl sitt á. „Eigum við að sjá hvort okkur getur eyðilagt fleiri mannabústaði?,“ sagði vindurinn. „Nei, við skulum hafa þetta einfaldara,“ sagði sólin. „Sjáðu konuna í fallegu kápunni sem gengur þarna áhyggjulítil niður veginn?“ „Já, eigum við að sjá hvort okkar getur fyrr þvingað hana af veginum?“ spurði vindurinn sólina. „Nei, það mun valda henni sársauka,“ svaraði sólin. „Við skulum frekar sjá hvort okkur fær náð henni úr kápunni.“
Vindurinn hringsnerist af tilhlökkun um leið og loftvogin féll. Hann hentist um loftið og hóf að þenja brjóst sitt. Hann smalaði saman dökkum skýjum og ýfði þau þannig að eldstrengir stóðu úr þeim og stefndu að jörðu. Um leið byrjaði hann að tæma brjóst sitt. Þá ýfðust drafnir á hafi og strítt var óstöndugum á storð. Konan horfði til himins og sveipaði sig kápunni og hélt fast um boðungana. Kári tæmdi nú brjóst sitt en það var sama hvað vogin féll og vindstiginn mögnuðust, kápunni varð ekki haggað af öxlum konunnar. Stormurinn umbreyttist nú í andvara, þrýstingur loftsins jókst að nýju og stilla komst á um leið. Það birti til. „Ég gefst upp – ég næ henni ekki úr kápunni,“ sagði vindurinn um leið og hann klifraði upp á eitt fárra bjartra skýja og náði andanum. „Nú er komið að mér að reyna,“ sagði sólin um leið og hún silaðist geispandi fram undan hverfandi skýjunum og teygði úr hlýjum geislum sínum. Á fagurmótuðu enni konunnar sem gekk áfram veginn perlaði nú sviti. Hún leit til sólar og undraðist veðrabrigðin um leið og hún hneppti frá sér og fór úr kápunni. „Skipti“ eru víða. Sam-, við-
og um- eru allt ágætis forskeyti við „skipti“. Það að eiga samskipti er verðugt verkefni. Ég tel það til allra heilla að hafa sólina sem fyrirmynd í þeim „skiptum“. Höfundur er sérfræðingur í stefnumótun og ráðgjafi í geðheilbrigðismálum.
Fylgstu með á Facebook – Lindex Iceland #LindexIceland
Íþróttabrjóstahaldari,
5995,-
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
6|
Ómar segir túrbínutrix í uppsiglingu þessu fé nema að fá eitthvað í staðinn? Auðvitað heila virkjun. Og mun þá segja, að ef náttúruverndarfólk ætli að standa í vegi fyrir því, beri það ábyrgð á þriggja milljarða tjóni. Svipað var reynt við Laxárvirkjun 1970 þegar kaupa átti strax risatúrbínur fyrir stórstækkaða Laxárvirkjun og kenna andófsfólki um tjónið sem yrði ef þær yrðu ekki keyptar,“ segir Ómar og minnir á að sú tilraun hafi sprungið framan í Landsvirkjun í bókstaflegri merkingu þegar bændur náðu sér í dínamít og sprengdu stífluna.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is
Hátt í þrjú þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftasöfnun til að mótmæla tilraunaborunum HS Orku á Eldvarpasvæðinu. Grindavíkurbær gaf leyfi til HS Orku til tilraunaborana á svæðinu, þótt Skipulagsstofnun telji að framkvæmdirnar muni stuðla að óafturkræfu raski. Ómar Ragnarsson segir túrbínutrix í uppsiglingu. Hver tilraunahola kosti 560 milljónir. Fimm holur kosti hátt í 3 milljarða. „HS orka ætlar sér varla að eyða
aga alla d ð i p O ar í janú
NÝTTU TÆKIFÆRIÐ Komdu í Dorma
í fullu fjöri ALLT AÐ
60% AFSLÁTTUR
20% AFSLÁTTUR
BOGGIE 3ja sæta
Aðeins 79.920 kr.
Verð: 99.900 kr.
NATURE’S COMFORT heilsurúm
Nature’s Comfort heilsudýna með Classic botni. Stærð: 180x200 cm. Fullt verð: 164.900 kr.
Aðeins 123.675 kr.
25% AFSLÁTTUR
Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni.
STÓRI BJÖRN
Fullt verð: 19.900 kr. daga Opið alla í janúar
NÝTTU TÆKIFÆRIÐ Komdu í Dorma
ÚTSALAN í fullu fjöri ALLT AÐ
60% AFSLÁTTUR
PURE COMFORT
Fibersæng & Fiberkoddi
Afgreiðslutími Rvk. Mán. til fös. kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–16 Sunnudaga kl. 13–17 www.dorma.is
verðmæti. Hann segir að þótt ekki sé hróflað við gígunum sjálfum sé verið að gjöreyðileggja ásýnd svæðisins.
Bara tvö kyn viðurkennd Kröfur Facebook um að notendur skrái kyn sitt og skírnarnafn gerir trans fólki erfitt fyrir.
Þrátt fyrir hávær mótmæli hefur Facebook ekki breytt þeirri stefnu að skilyrða notendur til að heita sama nafni á Facebook og skráð er á skilríki þeirra. Rögnu Rök Jóns, rithöfundi og listamanneskju, var nýlega hótað brottrekstri af samskiptamiðlinum nema Facebook fái afrit af gildum skilríkjum. Ragna gengur ekki lengur undir því nafni sem skráð er í vegabréfinu. Rögnu er gefin vika til að senda inn einhverskonar skilríki áður en aðganginum verður lokað. Eina leiðin til að opna aðganginn aftur er að senda Facebook afrit af þrennskonar skilríkjum, með sama nafni. „Sem trans manneskja og manneskja sem er á kafi í stafrænum fræðum, gerir þetta mig skelkaða.“ Ragna segir þetta jafnframt til vitnis um hvernig persónugögn og ótakmarkaður aðgangur að upplýsingum virðist skipta fyrirtæki eins og Facebook meira máli en notendur þess af holdi og blóði. „Facebook græðir á því að miðla ítarlegum upplýsingum um notendur til auglýsenda. Allt annað skiptir minna máli.“ Ragna segir þetta auðkenningarferli stórgallað, enda beini það spjótum sínum að hópum sem ekki vilja eða geta gefið upp skilríki af öryggisástæðum. Það geti til dæmis verið trans einstaklingar, fólk sem tengist pólitískum aktífisma og fórnarlömb heimilisofbeldis. „Tveir starfsmenn Facebook höfðu samband við mig og ég þurfti að útskýra fyrir þeim af hverju ég væri ekki búin að senda þeim skilríkin mín í pósti.“ Starfsmennirnir hafi ekkert getað gert til að auðkenna Rögnu
Ráðagóður Sigurður Jón Ólafsson
· 50% dúnn & 50% smáfiður
Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafjörður
heimsvísu. Hvergi í heiminum megi upplifa jarðvirkni milli tveggja jarðskorpufleka líkt og þar. Að auki hafi svæðið að geyma söguleg
án skilríkja. „Þeir spurðu mig: „Hvernig getum við vitað að þú sért raunverulega manneskjan sem þú segist vera?“ En á sama tíma er ég að tala við þá í símann. Þetta er fáránlegt. Mér finnst umhugsunarvert að netmiðlar trúi gögnum frekar en fólki.“ Ragna stofnaði í kjölfarið myllumerkið #TransFB þar sem fólk gat deilt sinni reynslu af auðkenningarferlinu. Fjölmargir hafa gert það. Trans fólk um allan heim hefur mótmælt þessari stefnu Facebook allt frá því hún kom til, en hún hefur ekki verið tekin til baka. Ragna segir ýmislegt hafa breyst í kjölfar tæknivæðingar og hræðslu við hryðjuverk, því nú kalli yfirvöld sífellt á meiri persónurannsóknir. Ragna fer til dæmis ekki klædd í sín venjulegu föt á flugvelli, heldur klæðir sig þá heldur eftir kyninu sem skráð er á vegabréfið, til að forðast að vera tekin fyrir af öryggisvörslu. Ugla Stefanía Jónsdóttir, talskona Trans Íslands, hefur líka verið tilkynnt á þennan hátt og þurft að auðkenna sig á Facebook, en þar sem nafn hennar á miðlinum er það sama og á skilríkjum hennar gat hún auðkennt sig. Þeir sem tilkynntu hana hafa því ekki haft erindi sem erfiði. Í tilkynningu frá Chris Cox, einum verkefnastjóra
Facebook, segir að sérstaða Facebook sem miðils byggist á þessari auðkenningarstefnu, því minna sé þá um áreiti frá nafnlausum aðilum. Þó er hægðarleikur að setja upp Facebook-aðgang með uppspunnu nafni, enda er ekki beðið um skilríki við stofnun aðgangs, heldur aðeins ef einstaklingar eru tilkynntir fyrir falskt nafn á miðlinum.
Hvað á að gera við Hafnartorgið?
O&D dúnsæng
Aðeins 13.930 kr.
Mynd | Ellert Grétarsson
Facebook Trans fólki mismunað við skráningu
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is
ÚTSALAN
Slitsterkt áklæði. Margir litir. Stærð: 186 x 77 cm, H: 85 cm.
Um milljón ferðamenn sækja Grindavík heim árlega en í lok síðasta árs setti UNESCO, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, Reykjanesið á lista yfir 120 áhugaverðustu jarðvanga í heiminum. Skipulagsstofnun taldi í umhverfismati að framkvæmdin hefði talsvert neikvæð áhrif. Þau helstu væru sjónræn vegna hávaða á framkvæmdatíma. Það hafi neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna sem sækja svæðið heim. Ellert Grétarsson, ljósmyndari hefur verið óþreytandi við að benda á að Eldvörp séu einstakar jarðminjar á
Þú finnur útsölubæklinginn á dorma.is
PURE COMFORT koddi Fullt verð: 3.900 kr.
NATURE’S COMFORT heilsurúm
Nature’s Comfort heilsudýna með Classic botni.
25%
AFSLÁTTUR
PURE COMFORT sæng Fullt verð: 9.900 kr.
af öllum stærðum
25%
AFSLÁTTUR
Koddi
2.925 kr.
Verðdæmi
Sæng
7.425 kr.
Holtagarðar | Akureyri | Ísafjörður | www.dorma.is
180 x 200 cm Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni.
Fullt verð: 164.900 kr.
Aðeins 123.675 kr.
Það hafa verið miklar breytingar á miðborginni síðustu ár og lítið til góðs. Ég er efins um allar breytingar í skipulagsmálum í dag. Þessi stóru glerhýsi og hótel þrengja að miðbænum og ég er ekki hrifinn af því. Þegar bílastæðum er fækkað undir hótelstarfsemi, verður að bæta samgöngur. Það þarf að gera strætisvagninn að raunverulegum valkosti og bæta aðstöðu fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur, segir Sigurður Jón Ólafsson bókasafnsfræðingur.
Ragna Rök Jóns segir skilyrði Facebook um skírnarnöfn mismuna trans fólki.
Stórfjölskyldan
Mallorca | Alicante | Tenerife | Krít D drauvel ég í m Vins ahöll? ælus
VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS
tu gis fjöls tistaðir k bóka yldunnar st fy rst.
Allt að:
100.00 0 kr. b ókunarafsláttu r
MALLORCA Verð frá 91.600 kr.
KRÍT Verð frá
114.900 kr.
Á mann m.v 3 fullorðna og 3 börn í íbúð með 2 svefnherbergjum án fæðis 28. júní í viku á IRIS Apartments.
Á mann m.v 3 fullorðna og 2 börn í íbúð með 2 svefnherbergjum án fæðis 27. júní í 10 nætur á hótel ORION.
ALICANTE Verð frá
79.100 kr.
Á mann m.v 3 fullorðna og 2 börn í íbúð með 2 svefnherbergjum án fæðis 28. júní í viku á hótel AMBAR BEACH.
TENERIFE Verð frá
85.300 kr.
Á mann m.v 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi án fæðis 22. júní í viku á Compostela Beach.
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
8|
Er millistéttin í útrýmingarhættu? Hin sadda, sæla og neyslugráðuga millistétt sem allt frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar hefur borið upp hagsæld á Vesturlöndum á nú undir högg að sækja, vegna aukinnar misskiptingar. Yfirstéttin er orðin harðari og herskárri og tekur til sín meira af gæðunum. Millistéttin er að skreppa saman og það fjölgar í lágstéttinni. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is
PEW rannsóknarstofnunin í Bandaríkjunum hefur nýlega staðfest að minna en helmingur bandarísku þjóðarinnar tilheyri nú millistétt inni, aðrir hafi skotist upp fyrir hana í tekjum en fleiri þó lent fyrir neðan hana og tilheyri nú lágstéttunum. Hlutfallið hefur ekki verið svona lágt síðan 1970. Þótt þróunin hafi verið hröð í Bandaríkjun um eru þau ekki einsdæmi og Ísland er ekki undanskilið. Millistéttin dró áfram hagvöxtinn Bandarískir fræðimenn hafa lengi bent á að millistéttin sé að skreppa saman. Fólkið sem er að útskrifast úr háskóla i dag, geti ekki búist við sömu eða betri lífskjörum og for eldrarnir. Allt frá stríðslokum hefur þróunin verið uppávið. Nú hefur þetta snúist við. Fara þarf aftur til ársins 1929 til að finna viðlíka ójöfnuð í bandarísku samfélagi og er í dag. Auðkýfingurinn Nick Hanauer sagði í júní í frægri grein í tímaritinu Politico, sem nefnist: „The pitchforks are coming… for us plutoc rats,“ að ójöfnuðurinn væri svo mikill að Bandaríkin væru að breytast úr kapítalísku samfélagi í lénsveldi. Ef stefnunni verði ekki breytt, hverfi millistéttin og ástandið verði eins og fyrir frönsku byltinguna. „Vestræn hagkerfi blómstruðu á eftir stríðsárunum þegar stór millistétt með mikla kaupgetu gat menntað börnin sín og keypt sér eigin húsnæði. Hnignun millistéttarinnar þýðir í raun minni hagvöxt,,“ segir Stefán Ólafsson prófessor og bætir við að það sé samasemmerki þarna á milli. Þess vegna hafi einstaka auðmenn áhyggjur af því að þeir hafi gengið of hart fram og það þurfi að skapa jafnvægi þarna á milli,“ segir hann. Og skiljanlega, það væri óviturlegt að slátra gull gæsinni.
Geta breytingarnar veikt lýðræðið? Það má velta fyrir sér hvort aukin pólarísering í þjóðfélags umræðunni, popúlismi, öfgar og dvínandi tiltrú á stofnunum samfélagsins kallist á við hnign un millistéttarinnar á Vestur löndum. Stefán Ólafsson segir að svo virðist sem breytingar á stéttaskiptingunni geti veikt lýðræðið. Aukinn ójöfnuður geri það vissulega. Hulda Þórisdóttir stjórn málasálfræðingur segir að aukin pólarísering í banda rískri stjórnmálaumræðu hafi þó verið fremur merkjanleg hjá stjórnmálaskýrendum og elítunni, hún hafi verið mun minni hjá almenningi, sam kvæmt rannsóknun. Hún segir að umræðu
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A
Kjör íslensku millistéttarinnar hafa rýrnað Miðtekjur á Íslandi eru um fimm hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir fulla vinnu. Helmingur þjóðarinnar hefur minna en það og helmingurinn meira. Millistéttin er oft skilgreind sem sá hópur fólks sem hefur 75 prósent til 125 prósent af miðtekjum. Efri millistéttin er þá með 125 prósent til 200 prósent af miðtekjum og lágstétt með frá 50 til 75 prósent af miðtekjum. „Kjör sumra hópa millistéttarinnar hafa verið að rýrna á síðustu árum og áratugum,
líka á Íslandi,“ segir Stefán. „Fólki án fag menntunar sem starfar við afgreiðslu og þjónustustörf ýmiss konar hefur fjölgað talsvert en það er á svipuðum launum og verkafólk. Áður stóðu sumir þeirra hópa betur. Það á einnig við um margskonar skrif stofustörf sem þóttu fín millistéttarstörf áður fyrr en nú eru greidd fyrir þau sömu laun og verkafólk fær. Laun iðnaðarmanna og ófaglærðra hafa líka verið að dragast saman. Tæknar og sérmenntað starfsfólk með fram haldsskólamenntun hefur fallið í launum og stendur nú nær verkafólki, en fólki með meiri menntun og sérþekkingu hefur haldist betur á sínum hlut. “ Á Íslandi var oft reynt, í kjölfar efnahags hrunsins, að höfða til samkenndar millistétt arinnar sem venjulega fólksins, sem ætti þak yfir höfuðið, einn eða tvo bíla, ynni fullan vinnudag og hefði skuldsett sig upp í topp. Þetta fólk hefði verið svikið, haft að fíflum. Draumurinn hefði reynst vera spilaborg. Þannig uppskar vinstri stjórnin eftir hrunið bæði gremju og tortryggni, fyrir þá stefnu að hjálpa þeim mest sem ekki gátu hjálpað sér sjálfir en láta aðra um að bjarga sér. „Það er því miður bláköld staðreynd að ég er kúgaður millistéttarauli. Undanfarin þrjú ár hef ég verið kúgaður af lánastofnunum og stjórnvöldum. Í efnahagsþrengingum landsins hef ég eins og aðrir mátt þola kaup máttarrýrnun upp á tugi prósenta og skatta hækkanir,“ skrifaði verkfræðingurinn Karl Sigfússon árið 2011 í viðhorfsgrein sem vakti gríðarlega athygli og var deilt gríðarlega á samfélagsmiðlum. Verkfræðingurinn virtist hafa hitt á um ræðuefni sem vakti upp miklar og heitar tilfinningar hjá ”venju legu fólki, sem flestir gátu sam samað sig með.“
Fitul’til og pr—teinr’k ... … og passar með öllu
www.ms.is
Millitekjufólk í Bandaríkjunum ekki lengur fjölmennasti hópurinn. 120,8 121,3 Millitekjur
80,0
Hátekjur
51,6
Lágtekjur 1971
2015
hefðin á Íslandi hafi ekki verið rannsökuð en það sé full ástæða til. Pólitískt traust, til að mynda, til stjórnmálamanna og Alþingis, hafi dvínað í efnahagshruninu en traust til náungans hafi aftur á móti staðið í stað. „Það er jákvætt,“ segir Hulda og bætir við að það megi líkja því við byggingu, þar sem þakið sé farið að gefa sig en undirstöðurnar séu traustar. Millistéttin og stjórnmálin Sjálfstæðismenn hafa fram á síðustu ár talið sig málsvara öflugrar millistéttar,“ segir Stef án. „Þeir sem voru á miðjunni og til hægri í stjórnmálum báru uppi séreignastefnuna, til að mynda í húsnæðismálum. Eftir hrunið fjölgaði hinsvegar leigjendum á markaði sem sjá ekki fram á að geta eignast þak yfir höf uðið. Flokk
urinn virðist ekki hafa áhuga á því fólki – vill til dæmis fella niður húsnæðisbætur. Áhugi þeirra á millistéttinni hefur dvínað mikið og áhuginn á yfirstéttinni og hagsmunum hennar aukist að sama skapi í seinni tíð.“ Fyrir síðustu kosningar var það einkum Framsóknarflokkurinn sem reyndi að höfða til millistéttarinnar og hagsmuna hennar, til að mynda í röksemdafærslu fyrir hinni svokölluðu „leiðréttingu.“ Stefán segir að framsóknarmenn hafi verið einna ófeimnastir við að stilla sér upp með brjóstvörn fyrir millistéttina. Jafnaðarmenn og Björt framtíð hafi hinsvegar einblínt á alþjóðahyggju og fjölmenningu en minna á hagsmuni venjulegra heimila og VG hafi ekki sýnt tilburði í þá átt að verða fánaberi milli stéttarinnar heldur horft meira til þeirra sem minnst bera úr býtum. Stefán segir að það ætti þó að vera til mikils að vinna fyrir þá vinstri flokkana að tengja sig við breiðari þjóðfélagshóp. Það ætti að vera hlutverk allra stjórnmálamanna að passa upp á að yfirstéttin taki ekki til sín öll gæði samfélagsins. Hún sé afar herská og haldi í raun uppi allri öflugustu stéttabaráttu nútímans. Nýja miðjan lifði skammt Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir stéttahugtökin að mestu horfin úr stjórnmálaumræðunni enda hafi dregið mjög úr samhengi milli stéttar og pólitískra skoðana. Heimilin í landinu hafi þó orðið að einhverskonar táknmynd fyrir millistéttina eftir hrunið og Framsóknarflokk urinn hafi talað mikið um þau fyrir síðustu kosningar. Hún segist ekki geta tekið undir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi misst áhugann á millistéttinni. Það séu í raun frekar óljós hugmyndafræði leg skil milli flokkanna. Þá greini helst á um skatta, en enginn segist í raun og veru vilja skera niður þjónustu. Það sé helst verið að deila um rekstrarform en óumdeilt sé að vel ferðarkerfið eigi að vera á kostnað ríkisins. Hún bendir á að sú stjórn málastefna á Vesturlöndum sem hafi fengið á sig mestan brotsjó á síðustu árum sé „nýja miðjan í stjórnmálunum,“ sem hafi snúist um hugmyndafræði sem átti að höfða til millistéttarinnar og hafna skrifræði, lækka skatta, hvetja til aukinnar markaðs sækni. Sú stefna hafi ekki síst verið réttlætt með því að verkalýðspólitík væri úrelt og allir væru að stefna upp á við. „Nú hefur dæmið snúist við,“ segir Stefanía.
SENDUM FRÍTT ÚR VEFVERSLUN
ÚTSALA 25-60% AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM VÖRUM
25-50% AF RÚMFÖTUM 35% AF ELDHÚSVÖRUM 40% AF DÚNSÆNGUM 50% AF BARNAFÖTUM 30% AF BARNAÚLPUM 60% AF JÓLAVÖRUM
LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
10 |
Selfoss Lögregla hefur ekki yfirheyrt eigandann þótt meira en ár sé síðan rannsókn málsins hófst
Mörg fyrirtæki á gráu svæði „Lögfræðingur hans gafst fljótlega upp enda augljóst að við vorum með gjörunnið mál. Skjólstæðingur hans var með allt niðrum sig í málinu,“ segir Halldóra Sigr. Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags á Selfossi, um mál pólsku kvennanna en það var félagið sem kærði gistihúsaeigandann fyrir mansal en hann lét stúlkurnar vinna allan sólarhringinn, mánuðum saman og borgaði þeim óverulega upphæð þegar á hann var gengið og skráði það í bókhaldið sem gjöf. Þegar stéttarfélagið hóf afskipti af málinu tók við mikið stríð sem lyktaði þannig að stúlkurnar fengu greidda eina milljón hvor. Halldóra segir að starfsmenn félagsins hafi sótt fræðslufundi um mansal en það sé mun algengara en margir halda. Sérstaklega séu mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu og byggingaiðnaði á gráu svæði. „Við höfum dæmi þess að starfsfólk hefur verið við vinnu í allt að þrjú ár án þess að vera skráð. Oft eru fyrirtæki með sjálfboðaliða og erlendar starfsmannaleigur eru farnar að koma inn í ferðaþjónustuna. Það er mikið um að atvinnurekendur hóti starfsfólki með því að segja: „Ef þú ferð í stéttarfélagið þá getur þú bara farið. Erlent starfsfólk á oftast í engin hús að venda þannig að það lætur flest yfir sig ganga.” Hún segir að það hafi fljótlega
runnið upp fyrir þeim, að þótt mansal sé stórt orð, hafi líklega fleiri slík mál, tvö til þrjú, rekið á fjörur félagsins, án þess að þau hafi gert sér grein fyrir að það félli undir skilgreininguna. Þar af sé allavega eitt mál sem tengist sama gistihúsaeiganda og var með pólsku stelpurnar í vinnu. „Ef fólki er haldið nauðugu, það er hvergi á skrá, látið vinna allan sólarhringinn og fær ekki borguð laun, þá er það mansal,“ segir Halldóra. Ég vona að lögreglan taki málið föstum tökum. Það má ekki klúðra svona alvarlegum málum, því það er nógu erfitt að fá þau upp á yfirborðið. Við höfum haldið vinnustaðafundi um þessi mál og enginn þorir að taka til máls. Síðan kemur í ljós að einhver hefur elt okkur niður á skrifstofu eftir fundinn og hefur þá jafnvel hræðilega sögu að segja. Fólk er oft svo hrætt. Það kemur jafnvel frá löndum þar sem lögregla og verkalýðsfélög ganga fyrir mútum. Menn komast upp með það í lengstu lög að kúga þetta fólk.“ Hún bendir á að þessar stelpur séu nú þegar farnar úr landi. Félagið hafi komið þeim í samband við annan vinnuveitanda eftir að málið kom upp. Þær hafi unnið þar um hríð en séu núna komnar aftur til Póllands. Þessi ævintýri endi hinsvegar ekki alltaf vel. Þetta fólk sé hvergi á skrá, það eigi engin réttindi og ef eitthvað komi fyrir, slys eða veikindi, sé fólkið sent slyppt og snautt úr landi, án þess að eiga rétt á neinni aðstoð frá samfélaginu. Flest slík mál komi aldrei upp á yfirborðið.
Gátlisti um mansal Hvers konar vinnu starfar þú við? Eru þér borguð laun? Getur þú yfirgefið starfið þitt ef þú kýst svo? Getur þú komið og farið eins og þú óskar? Hefur þér eða fjölskyldu þinni verið hótað? Við hvers konar aðstæður starfar þú og býrð við? Hvar borðar þú og sefur? Þarft þú að biðja um leyfi til að borða, sofa, fara á salernið? Er læsing á útihurð eða gluggum sem koma í veg fyrir að þú farir út? Hafa skilríki eða önnur persónuleg gögn verið tekin af þér?
Eigandi gistiheimilis kærður fyrir mansal Lögreglan hefur ekki yfirheyrt eiganda gistihúss sem stéttarfélag kærði fyrir mansal fyrir rúmu ári. Önnur kvennanna segist hafa óttast að lenda á götunni á Íslandi ef hún setti sig upp á móti manninum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is
Viltu leggja þitt af mörkum í starfi VR? Í samræmi við lög VR gerir Uppstillinganefnd tillögu um skipan í trúnaðarráð félagsins. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda erindi á netfangið uppstillinganefnd@vr.is fyrir kl. 12 á hádegi þann 22. janúar nk. Uppstillinganefnd stillir upp lista til trúnaðarráðs sem endurspeglar félagið eins og mögulegt er hvað varðar aldur, kyn og störf félagsmanna. Einnig verður litið til félagsaðildar og starfa fyrir félagið. Hlutverk trúnaðarráðs VR er að vera stjórn félagsins ráðgefandi varðandi ýmis stærri málefni sem upp koma í starfsemi félagsins, svo sem við gerð kjarasamninga og stærri framkvæmdir. Uppstillinganefnd VR
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS
Tvær pólskar konur á þrítugsaldri réðu sig til starfa á gistiheimili á Suðurlandi en eigandinn var kærður til lögreglu vegna stórfelldra brota á kjarasamningi sem stéttarfélagið telur að flokkist undir mansal. Konurnar voru látnar vinna alla daga vikunnar og svara í síma gistiheimilisins nótt og dag. Konurnar komu til landsins frá Póllandi í júlí 2014 en í september höfðu þær ekki fengið krónu útborgaða og voru auk þess hvergi á skrá. Lögreglan hefur hinsvegar ekki enn yfirheyrt gistihúsaeigandann þótt meira en ár sé liðið frá brotunum. Þá á enn eftir að yfirheyra ýmis vitni. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi, segir að lögreglan taki málið mjög alvarlega þrátt fyrir þetta. Það sé bara svo mikið að gera hjá embættinu og kynferðismál séu sett í forgang: „Þú hellir ekki meira í trektina en stúturinn ræður við,“ þannig er það nú bara,“ segir hann. Eigandi gistiheimilisins rekur marga slíka staði þar sem er boðið upp á gistingu og morgunmat. Upphaflega sömdu konurnar um að vinna tíu tíma á dag, sjö daga vikunnar fyrri eitt þúsund evrur á mánuði, sem er langt undir lágmarkskjörum á Íslandi. Fyrstu dagana var eigandinn vingjarnlegur og vinnan eins og samið hafði verið um. Hann hafði sagt þeim við komuna að það borgaði sig ekki að fá kennitölu, þá yrðu þær rukkaðar um skatt. Eftir að önnur starfskona frá Litháen hætti, tóku konurnar yfir verkefni hennar og vinnudagurinn var nú allt að fimmtán tímar á sólarhring, auk þess sem ætlast var til að þær tækju við bókunum á öllum tímum sólarhringsins. Undir lokin voru þær alveg hættar að komast nokkuð frá gistiheimilinu. Brást við með dónaskap „Við vorum úrvinda, að vinna svona alla daga, án þess að fá neitt frí,“ segir önnur þeirra í viðtali við Fréttatímann en hún er komin aftur til Póllands.
„Við lögðum til við eigandann að hann réði eina konu í viðbót, en hann taldi að þetta væri síst of langur vinnudagur. Þetta væri hans fyrirtæki, hann réði og hann gæti fundið aðrar konur í okkar stað, strax á morgun.“ Hún segir að upp frá þessu hafði eigandinn orðið mjög ruddalegur í garð þeirra, komið drukkinn og verið með leiðindi, þótt allt hafi verið í stakasta lagi. Eftir mánuð hafi hún spurt hvort þær færu ekki að fá útborgað, en hann hafi brugðist við með dónaskap og sagst borga þegar honum sýndist. Hann féllst eftir þrjá mánuði á að greiða þeim hundrað þúsund krónur inn á reikning og skrifaði í skýringartexta að um væri að ræða gjöf. Hann hafði sagt konunum að það þýddi ekki að leita til stéttarfélagsins þar sem hann væri með það i vasanum. Hann væri auk þess með góð sambönd innan lögreglunnar. Konurnar leituðu þó aðstoðar félagsins að lokum. Það gekk í málið en konurnar áttu þá inni milljón hvor í vangoldin laun. Málið var einnig kært til lögreglu þar sem stéttarfélagið taldi að um væri að ræða mansal. Lögreglan er enn með málið til rannsóknar, eins og áður sagði, þótt meira en ár sé liðið frá brotunum. Óttuðust að enda á götunni Önnur kvennanna segist hafa upplifað mikinn vanmátt og áttað sig á því að ef til vill fengju þær engin laun. Þær væru óskráðar og réttlausar og þar sem þær ættu ekki fyrir miða til Póllands gætu þær endað á götunni. Hún segir að fólk frá Póllandi sé vant því að réttindi verkafólks sé látin lönd og leið, löndin séu fátæk og fólk fallist á að vinna meira fyrir lægri laun, án þess að kvarta. Margir vilji notfæra sér þetta. „Útlendingar vinna betur, þeir eru ódýrari og eru ekki til vandræða, og þeir tala stundum ekki einu sinni ensku. Hvar eiga þeir þá að fá hjálp.”
RISAKomdu og skoðaðu úr
valið!
A L A S T Ú
20–70%
ELLINGSEN
35% afsláttur
COLUMBIA ROPE TOW KULDASKÓR
AFSLÁTTUR
50%
Didriksons
25%
afsláttur
afsláttur
8.990 KR.
VERÐ ÁÐUR 13.790 KR.
MERIDA MTB27 BIGS
88.990 KR.
COLUMBIA TRASK
VERÐ ÁÐUR 177.990 KR.
COLUMBIA SNUG KULDAGALLI Ýmsir litir
26.243 KR. VERÐ: 34.990 KR.
40%
COLUMBIA DRAINMAKER
9.495 KR.
7.734 KR.
afsláttur
Öll kælibox
VERÐ ÁÐUR 18.990 KR.
VERÐ: 12.890 KR.
40% afsláttur
COLEMAN FRISKO SVEFNPOKI -17°C TIL +4°C
40%
5.593 KR.
afsláttur
VERÐ ÁÐUR 7.890 KR.
BERGANS RONDANE BAKPOKI 65L
29.990 KR.
BARBECOOK GRILL SIESTA 210 2 brennarar
44.990 KR.
COLUMBIA GLOBAL ADVENTURE
VERÐ ÁÐUR 64.990 KR.
8.990 KR.
VERÐ ÁÐUR 49.390 KR.
VERÐ ÁÐUR 19.790 KR.
Ferðavörur
DIDRIKSONS VENTURE KVK og KK
13.493 KR.
30%
VIKING IMPULSE GTX
VERÐ ÁÐU 17.990 KR.
17.243 KR.
VERÐ ÁÐUR 22.990 KR.
Allar flugugveiðistangir
Veiðivörur
30% afsláttur
50%
afsláttur Columbia
25%
55% afsláttur
DIDRIKSONS YED ÚLPA
22.493 KR.
VERÐ ÁÐUR 29.990 KR.
afsláttur
afsláttur
42% afsláttur
PIPAR\TBWA • SÍA
30% afsláttur
BROWNING DIRTY VEIÐIJAKKI
COLEMAN BERINGER 6 manna tjald
34.573 KR.
39.990 KR.
VERÐ ÁÐUR 49.390 KR.
VERÐ ÁÐUR 69.990 KR.
COLUMBIA ALPINE ÚLPA
39.990 KR.
VERÐ ÁÐUR 68.990 KR.
Verð og stærðir birt með fyrirvara um prentvillur.
REYKJAVÍK
AKUREYRI
OPNUNARTÍMI
Fiskislóð 1 Sími 580 8500
Tryggvabraut 1–3 Sími 460 3630
Mán.–fös. 10–18 Lau. 10–16
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
12 |
Aldrei fleiri erlendir verkamenn Metið frá 2008 slegið. Flestir eru í láglaunastörfum.
Gullborgin Prag 23. - 30. apríl
Fjöldi erlendra verkamenn fer í tæp nítján þúsund á þessu ári, samkvæmt spá Vinnumálastofnunar. Metið frá árinu 2008 er þar með slegið en þá voru um átján þúsund verkamenn í landinu. Fjöldinn stafar af stóraukinni þörf í ferðaþjónustu og byggingavinnu. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir að hlutfallslega hafi erlendir starfsmenn verið fleiri árið 2008 eða tíu prósent en núna eru þeir 9,3 prósent alls vinnandi fólks, en þá voru
Vor 4
Á vorin skartar Prag í Tékklandi sínu allra fegursta. Borgin er afar skemmtileg þar sem andi miðalda ræður ríkjum í bland við blómstrandi listalíf. Í þessari ferð skoðum við t.d. Karlsbrúna og Hradcanykastalann í Prag, en stöldrum einnig við í Pilsen, heilsubænum Karlovy Vary og Nürnberg í Þýskalandi. Ferð sem kemur skemmtilega á óvart! Verð: 186.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Fararstjóri: Pavel Manásek Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Bodyflex Strong
Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.
www.birkiaska.is
horninu, margir á Suðurnesjum eða í höfuðborginni. Árið 2008 voru karlar í yfirgnæfandi meirihluta, núna eru kynjahlutföllin jafnari þótt karlar hafi enn vinninginn. | þká
Félagsmálaráðherra Sannfærð um afgreiðslu húsnæðismála
Spör ehf.
Bókaðu núna á baendaferdir.is
hlutfallslega færri á vinnumarkaði. Árið 2018 fer hlutfallið hinsvegar aftur í tíu prósent, samkvæmt spánni. Flestir koma frá Póllandi eða öðrum ríkjum Austur-Evrópu, stærsti hlutinn er farandverkamenn sem ætla að staldra við í stuttan tíma en oft fer það svo að þeir setjast að og stofna fjölskyldu hér. „Langflestir eru í lægst launuðu störfunum,“ segir Karl. „Það er verið að leita að fólki í störf sem krefjast ekki menntunar eða sérhæfingar, svo sem þjónustustörf, þrif og almenna byggingavinnu.“ Flest fólkið vinnur á suðvestur-
„Annað væru hrein og klár svik“ Formaður velferðarnefndar segir að fjármálaráðherra geri sig að ómerkingi verði frumvarpið ekki afgreitt. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is
Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi lofað því í tengslum við kjarasamninga að húsnæðisfrumvörpin verði að veruleika: „Það væru hrein og klár svik ef við myndum ekki ljúka þessu. Þetta er eitt af rauðu strikunum í kjarasamningum og forsenda þess að friður verði á vinnumarkaði til lengri tíma,“ segir hún. Frumvörpin eru alls fjögur talsins, frumvarp um húsnæðisbætur sem kostar um 2 milljarða á ári, frumvarp um almennar íbúðir sem kostar 1,5 milljarða árlega næstu fjögur árin en gert er ráð fyrir kostnaðinum við frumvörpin á fjárlögum. Þá eru frumvörp um breytingar á húsnæðissamvinnufélögum og breytingar á húsaleigulögum. Margir sjálfstæðismenn eru ósáttir við frumvörpin og segja að þau verði aldrei að veruleika. Nærri ár er síðan ráðherrann lagði fram frumvarpið um húsnæðisbæturnar en fjármálaráðuneytið fór um það ómjúkum höndum í fyrravor. Óvanalega víðtækt samráð Eygló segir að það hafi verið tekið tillit til athugasemdanna eins og hægt var, það hafi til að mynda verið gerðar miklar breytingar á frumvarpi um almennar íbúðir. Hún segir óvanalegt að haft sé jafn víðtækt samráð um mál eins og raunin sé í þessu tilfelli. „Ég veit ekki betur en það sé unnið að því hörðum höndum í velferðarnefnd þingsins að afgreiða málið,“ segir hún. Eygló segir frumvörpin fela í sér miklar réttarbætur fyrir leigjendur: „Það er hinsvegar hefðbundinn málflutningur sumra að ríkið eigi aldrei að koma fólki til aðstoðar. Við eigum hinsvegar að gera það í þeim tilfellum þar sem þörfin er mest. Og ef einhversstaðar er
Myndir | Hari
fólk sem þarf á aðstoð að halda, þá er það á leigumarkaði,“ segir ráðherrann. Annars þarf ráðherrann að fara „Ég trúi því ekki að þetta verði stöðvað, þá þarf ráðherrann að segja af sér því hún hefur lagt allt undir í þessu máli og stjórnarsamstarfið hlýtur að vera í uppnámi,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar. „Þetta loforð ríkisstjórnarinnar var leið til að leysa úr mjög alvarlegri stöðu á vinnumarkaði. Ég spái því að þetta verði að veruleika, annars væri fjármálaráðherra að gera sig að ómerkingi.“ Efnaminni einstæðir foreldrar græða minna á breytingunni en þeir njóta mests stuðnings í núverandi kerfi, samkvæmt greiningu fjár-
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segir að ráðherrann þurfi að segja af sér verði frumvörpin ekki afgreidd.
Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra minnir á að loforð ríkisstjórnarinnar sé hluti af kjarasamningum. málaráðuneytisins á kostnaði við frumvarpið. Þær muni jafnframt leiða til hærri húsaleigu og hætt við að leigusalar geti þannig hagnast meira á breytingunni en leigjendur. Þar segir að hlutfallslega verði meira greitt niður af húsaleigu eftir því sem tekjur heimila eru hærri. Ekki verði séð að sú útkoma sé í samræmi við markmið frumvarpsins um að auka stuðning við efnaminni einstaklinga og fjölskyldur. Eygló Harðardóttir bendir hinsvegar á að þetta sé fyrsta skrefið í þá átt að setja allan húsnæðisstuðning undir einn hatt og það sé mun stærri hópur að fá húsnæðisstuðning samkvæmt frumvarpinu en áður. Þeir sem hafi lægstu tekjurnar fái áfram hæstu bæturnar í krónum talið. Fjöldi fólks sem hafi ekki fengið neinn stuðning fái núna húsnæðisbætur og sé því að hækka hlutfallslega meira. Það sé auðvitað hægt að gagnrýna allar bætur á þessum forsendum, en líka skattalækkanir, eins og hafi sýnt sig.
Koma svo strákar, við stöndum með ykkur! OÐ B L I T OÐ TILB
43“
J5505
Kr. 99.900.-
48“ Kr. 129.900.- 55” Kr. 169.900,-
OÐ TILB
JU6515
JU6075
OÐ TILB
48” kr. 209.900.- 55“ kr. 249.900.-
55” kr. 199.900.- 65“ kr. 369.900.-
OÐ B L I T
JU7505
JU7005
OÐ TILB
65“ kr. 449.900.-
65“ kr. 489.900.FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900
LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
14 |
Samfélag Yasar Ashari stofnar nýtt félag Sýrlendinga á Íslandi
Vill hjálpa Íslendingum við að hjálpa Sýrlendingum Markmið hins nýstofnaða félags Sýrlendinga á Íslandi er að styrkja tengslin á milli þjóðanna tveggja og aðstoða alla þá Sýrlendinga sem hingað koma. „Við viljum hjálpa Íslendingum við að hjálpa Sýrlendingum,“ segir Yasar Ashari en hann er einn af stofnfélögum hins nýstofnaða félags Sýrlendinga á Íslandi. Hann og systir hans Lina, ásamt Omar Kalachini, taka á móti blaðamanni í íbúð systkinanna. „Við viljum borga Íslendingum til baka. Íslendingar hafa gert svo margt fyrir okkur,“ segir Omar sem hefur verið hérna lengst af stofnfélögunum og hefur íslenskan ríkisborgarrétt. „Ég er búinn að vera að bíða eftir svona manni eins og Yasar. Hann er ekki bara lögfræðingur, sem er dýrmætt fyrir samfélag Sýrlendinga á Íslandi, heldur líka góður maður, algjör himnasending. Við ætlum að gera góða hluti saman í þessu félagi. Það
er svo margt sem við getum gert.“ Yasar bendir á að ýmislegt sé hægt að gera til að auðvelda komu og aðlögun flóttamanna. „Íslendingar hafa tekið okkur vel en við erum með ýmislegt í huga sem mætti betur fara og sem við gætum aðstoðað við. Okkur langar að vinna í samstarfi við Rauða krossinn og önnur samtök og einstaklinga sem hafa áhuga og okkur langar að byrja um leið og við finnum húsnæði undir félagið. Við viljum nota félagið til að kynna sýrlenska menningu, hvort sem það er matur, bækur, myndir eða hefðir. En svo erum við líka með framtíðarmarkmið því við viljum halda áfram að bæta samband þessara tveggja ríkja þegar stríðinu loks lýkur.“ The Iceland Syrian Friendship Association er á Facebook. | hh Yasar og Lina Ashari buðu blaðamanni upp á arabískt kaffi og hjónabandssælu.
OPINN FUNDUR Á GRAND HÓTEL Miðvikudagur 20. janúar kl. 8:30-10:00 Morgunkaffi frá kl. 08:00
Fiskar og vatnsaflsvirkjanir Verið velkomin á opinn morgunverðarfund Landsvirkjunar sem er haldinn í samstarfi við Veiðimálastofnun um áhrif vatnsaflsvirkjana á fiskistofna. Kynntar verða rannsóknir Veiðimálastofnunar og rætt um þann lærdóm sem við getum dregið af reynslunni. Fundinum verður streymt beint á landsvirkjun.is.
Ábyrgð Landsvirkjunar Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og fundarstjóri Virkjanir og áhrif þeirra í Sogi og Laxá Magnús Jóhannsson, fiskifræðingur og sviðsstjóri á Veiðimálastofnun Virkjun og fiskistofnar Blöndu Sigurður Guðjónsson, fiskifræðingur og forstjóri Veiðimálastofnunar Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á fiskistofna Lagarfljóts og Jökulsár á Dal Ingi Rúnar Jónsson, fiskifræðingur á Veiðimálastofnun Þjórsár- og Tungnaársvæði, fiskistofnar og virkjanir Benóný Jónsson, líffræðingur á Veiðimálastofnun
Að loknum erindum stýrir Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur og sviðsstjóri á Veiðimálastofnun, umræðum. Skráning á fundinn fer fram á landsvirkjun.is
Einleikarar í fremstu röð
@icelandsymphony
#sinfó
Osmo og Mahler
Melkorka og Víkingur
Leníngrad-sinfónían
Fim. 21. janúar » 19:30
Fim. 28. janúar » 19:30
Fim. 11. febrúar » 19:30
Bandaríska fiðlustjarnan Esther Yoo heillaði tónlistarheiminn árið 2010 þegar hún vann Sibelius-fiðlukeppnina, aðeins 16 ára gömul. Í Eldborg leikur hún einleik í fyrstu sinfóníu Mahlers undir stjórn Osmo Vänskä, en hann hefur fyrir löngu sannað afburðatök sín á verkum tónskáldsins. Einnig hljóma á tónleikunum þrjár stuttar tónamyndir Jóns Leifs frá árinu 1955.
Tveir af glæsilegustu einleikurum landsins, Melkorka Ólafsdóttir þverflautuleikari og Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari, frumflytja tvö íslensk verk ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Tónleikarnir eru hluti af tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum.
Píanókonsert Tsjajkovskíjs er eitt vinsælasta tónverk allra tíma og í því gefst einleikaranum færi á að sýna allar sínar bestu hliðar, jafnt í tjáningu sem tæknilegri færni. Leníngrad-sinfónía Shostakovítsj er sérlega áhrifamikil tónsmíð. Hún var samin undir nærri ólýsanlegum kringumstæðum og lýsir innrás Þjóðverja í Sovétríkin í júní 1941.
Jón Leifs Þrjú óhlutræn málverk Jean Sibelius Fiðlukonsert Gustav Mahler Sinfónía nr. 1 Osmo Vänskä hljómsveitarstjóri Esther Yoo einleikari Tónleikakynning » 18:00
Áskell Másson Gullský Haukur Tómasson Strati Rolf Wallin Act Þórður Magnússon Píanókonsert Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri Melkorka Ólafsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson einleikarar
Pjotr Tsjajkovskíj Píanókonsert nr. 1 Dmítríj Shostakovitsj Sinfónía nr. 7, Leníngrad-sinfónían James Gaffigan hljómsveitarstjóri Kirill Gerstein einleikari Tónleikakynning » 18:00
Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 9-18 virka daga og 10-18 um helgar
SJÓNVARPIÐ ER OG NETIÐ Í SJ VA! O N Á J H R A . ETFLIX DAG
N
a rslunum Nov e v í ix tfl e N fi, komu við allra hæ i fn e f Við fögnum a l a rv og gríðarlegt ú ildamyndum im e Á Netflix er h , m u ð , þáttarö lensku. kvikmyndum og texta á ís li ta ð e m i barnaefn tar eftir það kos n e ír fr r e n €. ðurin eða frá 7,90 i, ð u Fyrsti mánu n á m á m 1.190 kr. þjónustan u
spjallaðu við g o a v o N ir rslan ar. Komdu í ve ingana okk ð æ r f r é s ix Netfl
Tilboð Samsung snjallsjónvarp 55" Curved
249.990 kr. stgr. Öll snjallsjónvörp tengjast netinu sem gerir allt efni mun aðgengilegra. Snjallasta leiðin til að horfa á Netflix beint úr sjónvarpinu þínu!
iPad Pro 32GB, WiFi
149.990 kr. stgr. iPad pro er rétta græjan þegar þú horfir á efni af netinu, t.d. Netflix! Hentar líka fyrir tónlistarstreymi. Spotify hljómar brálæðislega vel í iPad Pro!
Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri. Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | Facebook | Twitter
P
R KOMIÐ Á NETIÐ SJÓNVARPIÐ! Apple TV Leikjafjarstýring
Apple TV 32GB
Nimbus fjarstýring
25.990 kr. stgr.
12.990 kr. stgr.
Apple TV auðveldar aðgengi að öllu efni á netinu, sérstaklega sjónvarpsefni og leikjum!
Bættu við Nimbus fjarstýringu til að gera Apple TV að enn öflugri leikjatölvu.
Þú getur sótt Netflix appið beint í farsímann og horft hvar sem er!!
Heimanetið hjá Nova Wi-Fi beinir
11.990 kr. stgr. Fáðu 4G box, beini hjá Nova. Einfalt og fljótlegt, þú bara stingur í samband! Hröð og traust nettenging fyrir heimilið og sumarbústaðinn. Verð m.v. 6 mán. þjónustusamning í áskrift í 50 GB eða stærri pakka. Fullt verð: 22.990 kr. með áskrift og frelsi.
6 mánaða þjónustusamningur: Mánaðarlegur reikningur greiddur með kreditkorti + 199 kr./mán. greiðslugjald.
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
PIPAR\TBWA • SÍA
18 |
lóaboratoríum
RISA-
lóa hjálmtýsdóttir
Komdu og skoðaðu úrvalið!
20–70%
ÚTSALA
AFSLÁTTUR
ELLINGSEN
REYKJAVÍK
AKUREYRI
Fiskislóð 1 Sími 580 8500
Tryggvabraut 1–3 Sími 460 3630
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA
Morgunfundur ÍMARK
fimmtudaginn 28. janúar kl. 8.30–10.30 í sal Arion banka, Borgartúni 19. Þrír stjórnendur fjalla um gildi og helstu viðfangsefni markaðsstarfs í íslenskum verslunarrekstri. Finnur Árnason, forstjóri Haga Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaup.is Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri ÍSAM
Léttur morgunmatur í boði frá kl. 8.30–9.00. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 9.00.
Skráning á imark.is
Í Fréttatímanum í dag skrifar Páll Baldvin Baldvinsson um hvernig íslenskt samfélag brást við komu þýskra flóttamanna fyrir seinna stríð. Flóttamennirnir höfðu flúið ómennskar aðstæður í heimalandinu. Fólkið hafði verið rænt eigum sínum og svipt öllum borgaralegum rétti, ýtt út fyrir jaðar samfélagsins og á endanum úrskurðað réttdræpt. Eina sök þess var að vera annarar trúar og af öðrum uppruna en stjórnvöldum var að skapi. Þrátt fyrir að fólkið væri í bráðri lífshættu vísuðu íslensk stjórnvöld flóttafólkinu úr landi, börnum sem fullorðnum. Afstaða stjórnvalda var ekki í andstöðu við almenning. Fáir mótmæltu. Þvert á móti kepptist fólk við að lýsa yfir stuðningi við afstöðu stjórnvalda. Almennt töldu Íslendingar að flóttafólkið ætti sjálft sök á vanda sínum. Það var útbreidd og viðurkennd skoðun meðal fólks að lífsgildi gyðinga væru svo ólík gildum Íslendinga að samfélagið myndi skaðast ef hingað kæmu fáeinir tugir flóttamanna. Íslensk stjórnvöld skáru sig ekki frá stjórnvöldum í öðrum í afstöðunni til flóttamanna. Á árunum fyrir stríð voru Vesturlönd gegnsýrð af fordómum gagnvart gyðingum. Hvergi var almennur stuðningur við móttöku flóttamanna. Alls staðar var móttöku þeirra mótmælt hástöfum, jafnvel þegar aðeins einni fjölskyldu var veitt hæli eða einum manni. Stjórnvöld sem samþykktu
Colonic Plus Kehonpuhdistaja
Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann.
www.birkiaska.is
ÚTSALA
30-60% afsláttur af völdum vörum
Bláu húsin Faxafeni / S. 555 7355 / www.selena.is
AndmAnnúð hefur Aldrei rétt fyrir sér
Selena undirfataverslun
að taka við flóttamönnum gerðu það þrátt fyrir hávær mótmæli og ásakanir um að þau væru að stefna öryggi viðkomandi landa í hættu. Stjórnvöld í hverju landi réttlættu brottvísun flóttafólksins með vísan í afstöðu stjórnvalda í öðrum löndum. Þau sögðu að þar sem önnur lönd tæku ekki við fólkinu gætu þau illa gert það. Bæði væru rök annarra landa fullgild í sjálfu sér og eins væri válegt fyrir eitt land að opna faðminn ef önnur lönd héldu sínum hliðum lokuðum. Hættan væri að allur straumur flóttamanna hvolfdist yfir þetta eina land. Niðurstaðan fyrir stríð var að flest ríki gerðu lítið til bjargar flóttamönnunum og engin mikið. Flóttamannastraumurinn frá Þýskalandi nasismans fyrir stríð reyndi á siðferðisstyrk og –þor Vesturlanda og þau brugðust öll. Það sjá allir líkindin með þessari sögu og atburðum síðustu missera í Evrópu. Það er enginn munur á rökum þeirra sem vilja neita flóttafólki um landvist í dag og fyrir bráðum áttatíu árum. Rökin eru þau sömu, þau byggja á sömu hugmyndum, og orðfærið er það sama. Í dag finnst okkur óhugnanlegt að lesa harðbrjósta afstöðu fólks gagnvart flótta gyðinga undan ofbeldi nasismans. Heimskan og illskan verður svo ber í ljósi sögunnar. Þótt augljóst sé að fólk hafi ekki haft neina innsýn inn í það sem það
var að tjá sig um hélt vankunnáttan ekki aftur af því. Þvert á móti. Það sótti í heimskuna, sannfæringuna fyrir málflutningi sínum og flaggaði illa grunduðum hugdettum um eðli og innræti gyðinga og hvernig þetta fólki væri í raun allt annarar gerðar en við hin. Hélt því fram að það gæti aldrei samlagast samfélagi sem byggði á góðum gildum. Það má einnig lesa hefðbundnar hugmyndir andmannúðarstefnunnar úr umræðunni fyrir stríð. Þar er því haldið fram að flóttamennirnir geti varla verið alsaklausir af þeirri stöðu sem þeir voru í. Þetta eru sömu rök og eru notuð gegn aðstoð við alla sem eru neyð eða búa við ill kjör. Samkvæmt kenningum andmannúðarstefnunnar ber hinn fátæki alltaf sök á fátækt sinni, hinn veiki ber sína sök á veikindum sínum, hinn atvinnulausi á vinnumissi sínum og hinn undirokaði ber sök á veikri stöðu sinni í samfélaginu. Allar þessar hugmyndir njóta enn mikils fylgis í samfélaginu. Þrátt fyrir að við viljum trúa að samfélag okkar hverfist um samhjálp og jafna virðingu fyrir öllu fólki vinna margar helstu stofnanir þess gegn þessum hugmyndum. Og það er enn ríkjandi viðhorf að þótt mannúðin sé vissulega góð séum við sjaldan í aðstöðu til að leyfa henni að vísa veginn. Því er jafnvel haldið fram að það sé barnalegt að láta mannúð ráða breytni. Það geri helst þeir sem láti tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Það sé á hinn bóginn þroskað að kæfa mannúðina og óttast þá sem standa veikast og þurfa helst hjálp. Viðbrögð Íslendinga við þýskum flóttamönnum voru skammarleg á alla lund. Við sjáum nú að það hefði ekki gert nema gott fyrir íslenskt samfélag ef þeim fáeinu flóttamönnum sem leituðu ásjár þjóðarinnar hefði verið veitt hæli. Það hefði sáralítið kostað og valdið engum vanda. En það hefði öllu breytt fyrir fólkið sem vísað burt.
Gunnar Smári
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.
Hjá Reitum færðu bæði stórt og lítið skrifstofuhúsnæði tilbúið til afhendingar eða lagað að þínum þörfum.
Höfðabakki í Reykjavík 416 eða 908 m²
Hátún í Reykjavík 365 m² á 2. hæð
Dalshraun í Hafnarfirði 400 eða 650 m²
Með útsýni.
Tilbúið til afhendingar.
Innréttað að þínum þörfum.
Kynntu þér fleiri kosti á reitir.is
• jl.is • JÓNSSON & LE’MACKS
Vandað skrifstofuhúsnæði til leigu
SÍA
fr
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
20 |
Ósáttur við að eiginmaðurinn fái ekki ríkisborgararétt Ásgeir og Youssef giftu sig fyrir fjórum árum en Youssef hefur ekki enn fengið íslenskan ríkisborgararétt. „Ég kynntist Youssef í Afríkulandi sem ég vil síður nefna því það gæti stefnt honum í hættu. Það má segja að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn og við giftum okkur tveimur árum síðar í Dómkirkjunni á Íslandi,“ segir Ásgeir Ingvarsson blaðamaður sem hefur nú verið giftur Youssef í fjögur ár og er ósáttur við að eiginmaður hans fái ekki íslenskar ríkisborgararétt.
Í hættu í heimalandinu Til þess að fá ríkisborgararétt þarf Youssef að hafa fasta búsetu á Íslandi samfleytt í þrjú ár frá giftingardegi en frá giftingu hafa Ásgeir og Youseff búið víða um veröld því það hentar þeirra lifnaðarháttum. Ásgeir hefur starfað sem blaðamaður víðsvegar um heiminn og Youssef stundar nú nám í Bandaríkjunum. Að dvelja í heimalandi Youssefs kemur ekki til greina. „Það er stórhættulegt því þar viðgangast miklar ofsóknir í garð samkynhneigðra,“ segir Ásgeir. „Nýlega komumst við svo að því að ættingi Youssefs klagaði því í yfirvöld að hann væri samkynhneigður sem
þýðir að honum yrði stungið í fangelsi við fyrsta tækifæri, myndum við heimsækja landið. Ef hann hefði íslenskan ríkisborgararétt væri hann að öllum líkindum óhultur.“ Neitað um undanþágu „Að þurfa að senda beiðni til Alþingis tvisvar á ári, upp á von og óvon um að þingmönnunum þyki hann orðinn nógu íslenskur til að verðskulda að fá íslenskt ríkisfang með lögum, finnst mér úreltar reglur á 21. öldinni,“ segir Ásgeir en þeir Youssef hafa hingað til fengið synjun um undanþágu frá lögunum frá Alþingi. „Þetta er fyrst og
fremst öryggismál fyrir okkur. Fyrir utan það að Youssef getur ekki heimsótt ættingja sína þá erum við hræddir um hvað yrði um hann ef ég til dæmis félli frá, þá væri hann algjörlega réttlaus. Ég tala nú ekki um ef við ættum börn. Frakkland, Belgía, Holland, Ítalía og Portúgal gera ekki þessa sömu búsetukröfu. Þar fær erlendi makinn ríkisborgararéttinn þegar hjónabandið hefur varað í tiltekinn árafjölda, þó parið búi utan landsteinanna. Fólk lifir öðruvísi lífi í dag en áður. Það búa tugir þúsunda Íslendinga erlendis og stór hluti þeirra er í sömu stöðu og við, þessu verður að breyta.“ | hh
Ásgeir Ingvarsson.
GÆÐAUPPFÆRSLA TRÓPÍ HEFUR GENGIÐ Í GEGNUM STÓRA UPPFÆRSLU. VIÐ HÖFUM TEKIÐ Í NOTKUN NÝJUSTU TÆKNI Í PÖKKUNARLÍNUM OKKAR
Ris og fall prívasíunnar
TIL AÐ TRYGGJA ÞÉR OKKAR BESTA ÁVAXTASAFA – ALLTAF!
ÁV E X T I R B R A G Ð A S T A LV E G E I N S
OKK AR BESTI
©2015 The Coca Cola Company - all rights reserved
friðhelgi einkalífsins er eitt mesta hitamál samtímans. Færri gera sér grein fyrir að einkalíf eins og við þekkjum það í hinum vestræna heimi er ekki nema 150 ára gamalt. Það er ekki þar með sagt að mannfólk hafi ekki eðlislæga þörf til einkalífs, en á fyrri tímum þótti hagkvæmni og efni einfaldlega mik-
Innveggir um 1500 f. Krist Innveggir í húsum þekktust ekki fyrr en 1500 árum fyrir Krist, þegar skorsteinninn var innleiddur og þörf varð á stoðveggjum vegna hans. Einkarúm um 1700 Rúm voru einnig munaður sem ekki allir gátu leyft sér, því var það ekki fyrr en upp úr árinu 1700 að fólk fór að sofa í sér rúmum. Fram að því deildu fjölskyldur og gestir alltaf einu rúmi. Fall prívasíunnar 2015 Nú virðist þróunin þó vera að færast til baka og fólk byrjað að taka hagkvæmni aftur fram yfir rétt til einkalífs. Ungt fólk deilir sífellt meiri upplýsingum um sig á netinu, hvort sem það er í formi mynda af sér, lífsstílsblogga eða upplýsinga um hvaða vefsíður það heimsækir. Þetta bendir til framtíðar þar sem netnotkun okkar, lykilorð og leyndarmál hætta að vera einkamál. Ungur aldur fyrirbærisins sýnir okkur að minnsta kosti að hvarf prívasíunnar myndi ekki vera neinn heimsendir.
ilvægari en persónulegt næði. Því þótti til dæmis engin ástæða til að fólk svæfi í mörgum mismunandi rúmum, ef átta gætu komist fyrir í einu, og nóg þótti að ein bók væri lesin fyrir hóp í stað þess að hver læsi sína bók. Miklu meira á frettatiminn.is
Lesið í hljóði um 1215 Lestur í hljóði þekktist varla fyrr en um 1250, en þegar kaþólska kirkjan innleiddi þann sið að játa syndir sínar í einrúmi komst á sú hefð að lesa og læra í næði. Það var svo ekki fyrr en 500 árum seinna að sá siður komst á meðal annarra en yfirstéttarinnar, þar sem bækur voru dýrar og einkaeign á þeim ekki venjan. Friðhelgi upplýsinga 20. öld Upplýsinganæði er svo langnýjast af þessum hugmyndum, en á 19. öld voru upplýsingar um þegna ríkja yfirleitt opinberar. Jafnvel þó póstþjónustan hefði sett lög á starfsmenn sína um upplýsinganæði á 19. öld, voru póstkort einfaldlega ódýrari en að senda bréf í umslagi. Því var auðvelt að lesa skilaboðin án þess að upp kæmist. Lög um rétt til einkalífs voru svo sett í lok 19. aldar, en þau lög komu í kjölfar ótta fólks við hið nýja fyrirbæri, 2015 myndavélina.
FLUGINNEIGNIR FLUGFELAG.IS
FLUG
FLUG
FLUG
KAPPAR
FÉLAGAR
FRELSI
2 – 11 ÁRA
12 – 16 ÁRA
+ 16 ÁRA
TÍU FERÐIR
SEX FERÐIR
SEX FERÐIR
49.900 kr.
49.500 kr.
68.550 kr.
AÐEINS 4.990 kr. FERÐIN
AÐEINS 8.250 kr. FERÐIN
AÐEINS 11.425 kr. FERÐIN
Getur gilt fyrir önnur systkin yngri en 12 ára
Getur gilt fyrir tvo unglinga
Gildir fyrir einn einstakling
Bókanlegt á netinu Nánari upplýsingar á FLUGFELAG.IS
islenska/sia.is FLU 78010 01/16
LÆGRA VERÐ FYRIR FERÐAGLAÐA
HÖRKU ÚTSALA
PARKET - FLÍSAR - HURÐIR 30 - 70% AFSLÁTTUR
Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
24 |
Sjóræningjaveiðar Íslensk-þýskur sjávarlíffræðingur ver lögsögu Austur-Afríkuríkja
Leiðir baráttu gegn sjóræningjum Kristín von Kistowski Gunnarsdóttir er komin af sjómönnum í Hnífsdal en stýrir baráttu sjö Afríkuríkja gegn sjóræningjaveiðum í VesturIndlandshafi. Baráttan er hættuleg og að sögn Kristínar væri miklu einfaldara að sleppa henni.
Hinn stolni fiskur getur því hæglega endað í Evrópu þó hann sé veiddur af skipi frá Asíu. Þannig flækjumst við öll inn í málið.
Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
„Bakgrunnur minn auðveldar mér vinnuna í Afríku. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir fólki sem vinnur á sjó og ég veit hvað það getur verið hættulegt,“ segir Kristín. Hún fer fyrir verkefninu Fish-i Africa sem er átak allra landa við austurströnd Afríku gegn rányrkju. Lögsaga landanna er í hinu víðáttustóra Vestur-Indlandshafi þar sem frumskógarlögmálið ríkir og enginn hefur nákvæma yfirsýn yfir það sem þar fer fram. Þar eru önnur stærstu túnfiskmið í heimi, á eftir Kyrrahafinu. „Löndin geta ekki fylgst með allri umferð um hafsvæði sín og þess vegna sjá fyrirtæki frá Evrópu og Asíu sér leik á borði og sigla skipum sínum þangað. Skipin veiða grimmt og gera allt sem þau geta til að hámarka gróða sinn. Brotavilji þeirra er einbeittur. Þó flestir sem stunda veiðar á svæðinu fari að lögum þá eru ólöglegar veiðar alltof umfangsmiklar. Við höfum komið upp mjög árangursríku kerfi sem hjálpar löndunum að hindra slíka starfsemi. Það er í raun einfalt kerfi og snýst um að safna mikilvægum upplýsingum og kortleggja umferð um hafsvæðin með aðstoð gervihnatta.“ Kristín er stödd í Berlín þar sem hún býr með börnum sínum, á milli þess sem hún ferðast um heiminn vegna vinnunnar. Hún á ekki langt að sækja áhuga sinn á lífríki hafsins. Fjölskylda hennar hafði öll unnið á sjó eða í fiskverkun og Kristín taldi ekkert sjálfsagðara en að það yrðu hennar örlög líka. „Ég þráði að vinna í frystihúsi. Mér fannst eins og þannig hlyti lífið að verða fullkomið. Þegar ég var 13 ára og komin á aldur til að geta farið að vinna, fluttum við frá Þýskalandi til Indónesíu. Þar bjó ég öll unglingsárin og einhvernveginn missti ég alveg af tækifærinu til að vinna í frystihúsi.“ Öll fjölskyldan í slorinu Foreldrar Kristínar kynntust í Kiel þar sem þau störfuðu bæði við hafrannsóknir. Faðir hennar var Gunnar Páll Jóakimsson, fiskifræðingur frá Hnífsdal, en móðir hennar, Helga
Faðir Kristínar var Gunnar Páll Jóakimsson, fiskifræðingur frá Hnífsdal, en móðir hennar, Helga von Kistowski frá Hamborg, starfaði sem tæknilegur aðstoðarmaður í hafrannsóknum. Kristín á ekki langt að sækja áhugann á lífríki hafsins.
von Kistowski frá Hamborg, starfaði sem tæknilegur aðstoðarmaður. Þrátt fyrir að Kristín hafi aldrei búið á Íslandi kom hún til landsins á hverju ári og tengdist fjölskyldu sinni hér sterkum böndum. „Sem bjargaði mér sennilega frá því að gleyma málinu,“ segir hún á lýtalausri íslensku. Ættingjar Kristínar störfuðu meira og minna allir í fiski og höfðu mikla þekkingu á sjávarútvegi. Svo mikla að Kristín veigraði sér í fyrstu við því að taka að sér þetta ábyrgðarmikla starf, henni fannst eins og skyldmenni hennar væru miklu hæf-
ari til þess en hún. Sjálf hafði Kristín lært sjávarlíffræði í Kiel og unnið hjá bandarísku umhverfisstofnuninni í nokkur ár. Síðar var hún fengin til að stýra Fish-i verkefninu. „Mér fannst spennandi að taka þátt í þessari baráttu Afríkuríkjanna. Komandi úr sjómannafjölskyldu hafði ég líka ýmislegt til málanna að leggja. Ég hef skilning á aðstæðum þeirra sem starfa í höfnum og á skipunum í Afríku. Það er eitthvað sem ég kom með að heiman.“ Ertu að kljást við alvöru sjóræningja? „Við hjá Fish-i höfum vanið
Skipin stunda blekkingar til að hylma yfir brot sín. Þekkt aðferð er að blanda illa fengnum afla við löglega veiddan fisk. Það villir um fyrir eftirlitsaðilum.
okkur á annað orðalag en í raun má alveg kalla þá sjóræningja. Fyrirtækin sem stunda veiðarnar tengjast mörg hver skipulagðri glæpastarfsemi svo sem peningaþvætti og þrælkun á fiskverkunarfólki. Við höfum líka séð smygl á dýrum og dópi. Barátta okkar snýst því ekki bara um fiskinn í sjónum heldur erum við að glíma við fyrirtæki sem svífast einskis. Á bak við fyrirtækin er auðvitað fólk sem gerir allt sem það getur til að verða ekki gómað. Löndin þurfa að vinna saman til að sýna að þau viti hvað er á seyði og hiki ekki við að veita því mótspyrnu.“ Fiskurinn fer líka til Evrópu Aðspurð um hverskonar fyrirtæki sigli skipum sínum alla leið til VesturIndlandshafs til þess að þverbrjóta lög, segir Kristín að flest komi
MARIBO HLÝLEGUR Þessi margverðlaunaði ostur hefur verið framleiddur frá árinu 1965 og rekur ættir sínar til danska bæjarins Maribo á Lálandi. Það sem gefur Maribo-ostinum sinn einkennandi appelsínugula lit er annatto-fræið sem mikið er notað í suðurameríska matargerð. Áferðin er þétt en bragðið milt með vott af valhnetubragði. Frábær ostur til að bera fram með fordrykk, í kartöflugratín eða á hádegisverðarhlaðborðið.
www.odalsostar.is
Inniplöntudagar Fersk sending af stofublómum
tIlBoð
oRkIdeA 1 StönGulL
1.990kR
tIlBoð
ÞyKkbLöðuNgaR 490kR
tIlBoð
IndjÁNafjÖÐur 1.990kR
útsala
30-50% afsláttur af:
fRæiN eRu koMIn!
Púðum, luktum, kertum, seríum, Rösle grillvörum FÖNDURVÖRUM, ofl.
oPið Til kL 21 ölL kVölD
50-80% AfslÁTtur af Valdri GjafaVÖru
^ ¶ Í ^ ÏlÏ2 Í ^ _^ ^Ï?ÏlÏ>=9Ï<<99ÏlÏÌ^ Í ^
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
26 |
frá Asíu. „Skip frá Evrópu hafa líka stundað ólöglegar veiðar en virðast flest fara að lögum um þessar mundir. Fjölmörg skip frá Frakklandi og Spáni veiða í hafinu, og einnig nokkur frá Ítalíu. Fyrirtækin eru að slægjast eftir túnfiski sem þau koma á markað í gegnum Taívan, þaðan til Japan og stundum líka til Evrópu. Hinn stolni fiskur getur því hæglega endað í Evrópu þó hann sé veiddur af skipi frá Asíu. Þannig flækjumst við öll inn í málið.“ Nær ómögulegt er fyrir neytendur að vita hvort túnfiskur sem fæst úti í búð sé veiddur með löglegum hætti. Kristín segir að unnið sé að því að koma á vottunarkerfi fyrir löglega veiddan fisk en slíkt sé tímafrekt og ekki langt á veg komið. „Blekkingarnar sem fyrirtækin stunda eru
að veiða fisk á einu skipi og færa hann yfir á önnur skip. Sum skipin hafa veiðileyfi, önnur ekki, og þess vegna getur verið ómögulegt að vita hver upprunalega veiddi fiskinn. En við reynum að finna út úr því öllu og bera kennsl á skipin.“ Þekkt aðferð er að skipverjar blandi ólöglega veiddum afla við löglega veiddan og villi þannig um fyrir eftirlitsaðilum. Meðfram strandlengju Austur-Afríku liggja löndin Tansanía, Kenía, Madagaskar, Márítíus, Mósambík, Kómoreyjar og Seychelleyjar. Til stendur að Sómalía bætist í Fish-i samstarfið á næstunni. „Löndin hafa mikinn hag af því að skiptast á upplýsingum um fyrirtækin sem við er að etja, eins og hvenær skipin sigla frá einu hafsvæði til annars. Við söfnum verðmætum upplýsingum
Okkar hugsjón er að breyta því hvernig fyrirtækin veiða og umgangast hafsvæðin. Við viljum að þau viti að það kostar að fara ekki að lögum.
ÚTSALA ALLT AÐ
AFSLÁTTUR
KRINGLUNNI | SKEIFUNNI | SPÖNGINNI | SMÁRALIND
Birkilaufstöflur Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
Flottur Flottur Flottur Gallabuxur www.birkiaska.is sumarfatnaður sumarfatnaður Verð 15.900 kr. sumarfatnaður 5 litir: gallablátt, svart, hvítt, blátt, ljóssand. Stærð 34 - 48
Flottur LeggingsFlottur Flottur Gallabuxur sumarfatnaður sumarfatnaður Kvarterma Kvartermapeysa peysaáá buxur Verð 15.900 kr. sumarfatnaður 12.900 kr. Kvarterma peysa 12.900 kr. 5 litir:á gallablátt,
12.900 kr. svart, hvítt,3blátt, 3litir litir ljóssand. Stærð 36 Verð 6.500 kr. 3 litir 36--52 52 Stærð 34 -Stærð 48 StærðEinn 36 litur - 52 Flottur Flottur peysa Kvarterma peysaáá kr. Stærð 38 - 48Kvarterma Buxur á 15.900 Flottur Buxur á 15.900 kr. kr. sumarfatnaður Kvarterma peysa á 12.900 12.900 kr. sumarfatnaður litir Buxur á 15.900 kr. 5 litir Verð 15.900 kr. 335 litir sumarfatnaður 12.900 kr. litir gallablátt, Stærð 34 -5-litir: 48 Stærð 36 52 5 litir Stærð 34 48 3 litir Stærð 36-52 svart, hvítt, blátt, ljóssand. Stærð34 36 - 52 Stærð 48
Gallabuxur
Stærð 34 - 48 Buxur Buxuráá15.900 15.900kr. kr. 5 litir Buxur á 15.900 kr. 5 litir Kvarterma Kvartermapeysa peysaáá Stærð 34 48 5 litir Stærð 34--peysa 48 á 12.900 Kvarterma 12.900kr. kr. 33litir 12.900 kr. Stærð 34 - 48 litir
3 litir Stærð 36 - 52
Verð 11.900 kr. 3 litir: blátt, grátt, svart. Stærð 3611.900 - 46 kr. Verð 3 litir: blátt, grátt, svart. - rennilás neðst á skálm
Stærð Stærð36 36--52 52
Buxur Buxuráá15.900 15.900kr. kr. Buxur á 15.900 kr. 55litir litir Stærð 5 litir Stærð34 34--48 48 Stærð 34 - 48
88 –1 . 11 aaklkl –1 ag . 11 aadd rkrk ag iðiðvivi pp O O 55 -1 Stærð 36 - 46 . 11 kl8kl a–1 -1 ag dkld arar gga a–1 uda a kl. 11–18Opp laala ag . 11 ið 8. 11 a dag g u 11 . rennilás á skálm kl ið ið virkneðst rk vi ga O O- p ð da pipið virka OO 55 -1-1 . 11 . 11 85 ga –1-1 da . 11 . 11 arar ug gaklkl gaaklkl da ððlala daag pipi ad OO ug Opið ðuvigrkar Opila 11.900 kr. ga kl. 11-15 Verð 3 litir: blátt, grátt, svart.
Opið laugarda
Laugavegi 178 |178 Sími 555555 1516 Laugavegi | Sími 1516
Stærð 36 - 46 - rennilás neðst á skálm
88 –1 –1 ga 11 kakada gakl.kl.11 iðiðvir da Op vir Op 5 Laugavegi 178 Sími 555 1516 kl. daga Laugavegi 178| Op | 555 Sími 555 1516 ka vir ið1516 Kíkið á myndir og verð á Op Facebook Laugavegi 178 Kíkið á myndir og verð á Facebook 5 Laugavegi 178| Sími | Sími 555 1516 -1 11 kl. a ag rd ið lauága Opverð Kíkið á myndir og verð áog Facebook Kíkið á myndir Facebook
-1-15 8 myndir aakl.kl.11 Kíkið á myndir og verðga á Facebook –1 ag 11 11 lau ag Kíkið áOp verðga árd Facebook ið rd lau iðog
á Facebook Kíkið á myndir og verð á Facebook
Kíkið á myndir og verð áog Facebook Kíkið á myndir verð
Laugavegi 178 555 1516 Laugavegi 178| Sími | Sími 555 1516 Laugavegi 178 | Sími 555 1516
Kíkið á myndir og verð áog Facebook Kíkið á myndir verð
á Facebook
Kíkið á myndir og verð á Facebook Kíkið á myndir og verð á Facebook
með aðstoð gervihnatta og miðlum þeim áfram til landanna. Við leggjumst í miklar rannsóknir til þess að komast að því hver veiðir hvar, hvaða aðilar vinna saman og hvernig. Þessi gagnasöfnun hefur leitt til þess að við höfum gómað skip við ólöglegar veiðar, meðal annars þegar þau voru að versla með leyfi. Peningarnir skiluðu sér aldrei á réttan stað, heldur var einhver sem stakk þeim undan.“ Viljum vernda fiskistofna Fish-i hefur líka afhjúpað fyrirtæki sem beitt hafa blekkingum til að hylma yfir vafasama fortíð sína við ólöglegar fiskveiðar. Sumum skipum hefur verið meinuð aðkoma að hafsvæðum og höfnum við austurströndina og verið send burt, með tilheyrandi kostnaði fyrir fyrirtækin. Þó Fish-i kortleggi sjóræningjaveiðarnar, er tilgangurinn ekki að úthrópa þá sem stunda þær. „Við viljum ekki öskra það um allt, hverjir veiða ólöglega. Við miðlum bara þeim upplýsingum til landanna og látum þau um að bregðast við. Það eru þau sem ákveða hvernig best sé að taka á málum. Oftast kalla þau inn skipin sem grunuð eru um eitthvað misjafnt, og rannsaka þau. Okkar hugsjón er að breyta því hvernig fyrirtækin veiða og umgangast hafsvæðin. Við viljum að þau viti að það kostar að fara ekki að lögum, að þau bregðist við og breyti sinni háttsemi. Ekki síst til að vernda fiskistofna og koma í veg fyrir ofveiði.“ Að sögn Kristínar eru sektarviðurlög eitt öflugasta varnarkerfið sem löndin hafa til að verjast sjóræningjaveiðum. „Þau hafa endurheimt dágóða summu með því að sekta fyrirtæki sem veiða ólöglega. Meira en þrjár milljónir Bandaríkjadala hafa skilað sér með slíkum sektum. Það er gott að sjá afrakstur baráttunnar og ekki verra að hann sé í mælanlegum einingum. Ég held líka að það eina sem geti raunverulega breytt heiminum í dag séu svona inngrip. Ef það er dýrt að brjóta reglur, þá er þeim fylgt.“ Spillingin er allstaðar Verkefnið sem Kristín stýrir hefur skilað svo miklum árangri að nú er unnið að því að koma sambærilegu kerfi á við alla vesturströnd Afríku. „Við vorum nokkur sem innleiddum kerfið í Afríku. Vinur minn frá Noregi, Gunnar Album náttúruverndarsinni, var hugmyndasmiður kerfisins í samvinnu við African Intergovernmental group Stop Illegal Fishing, og kom því fyrst upp í Noregi. Hann lést í fyrra en hugmyndir hans hafa heldur betur haldið áfram að vinda upp á sig því nú er verið að setja upp samskonar kerfi á jafn stóru svæði við vesturströnd Afríku. Sú vinna er styrkt og fjármögnuð af
norsku þróunarhjálpinni. Það krefst mikillar þekkingar að beita árangursríkum aðferðum og vita hvaða tækni sé best að nota til þess að greina og nýta upplýsingarnar sem við söfnum.“ Fish-i Africa er fjármagnað af The PEW Charitable Trusts. „Verkefnið er þó ekki kostnaðarsamt í samanburði við þá þróunaraðstoð sem þjóðir heimsins greiða. Við aðstoðum löndin með tæknilegar úrlausnir en það er samstaða þeirra sem raunverulega skilar árangri. Það eru þau sem sýna hugrekki með því að taka á fyrirtækjum sem stunda skipulagða glæpi. Löndin senda þau skilaboð að þau líði ekki að níðst sé á þeim. Að berjast gegn ólöglegum fiskveiðum getur beinlínis verið hættulegt. Fyrirtækin sem stunda þær, velta miklum fjármunum og valdamikið fólk heldur hlífiskildi yfir þeim. Spillingin er allstaðar. Það er mjög snúið að beita sér gegn sjóræningjunum og miklu einfaldara að sleppa því.“ Kristín segir að almennt sé talað um að fimmti hver fiskur í heiminum sé ólöglega veiddur. „Í Vestur- og Austur-Afríku er hlutfallið hærra, eða um það bil fjórði hver fiskur. Þetta er gróflega áætlað en gefur mynd af því hve stóru hlutfalli af auðlindum landanna er rænt.“ Við austurströnd Afríku er sjávarútvegur ein mikilvægasta atvinnugreinin. Sjóræningjarnir hafa því afar skaðleg áhrif á staðbundin hagkerfi með því að stela lífsviðurværi íbúanna.
Fyrirtækin sem stunda sjóræingjaveiðar tengjast oft skipulagðri glæpastarfsemi svo sem smygli á dópi og dýrum. Einnig hefur borið á þrælahaldi á fólki í fiskverkun.
Dýrt að sigla með ránsfeng „Fish-i er tiltölulega nýtt framtak. Við erum lítið teymi sem erum enn að reyna að finna út hvernig best sé að beita sér í baráttunni. Vegna smæðar okkar erum við sveigjanleg og getum auðveldlega skipt um kúrs á leiðinni. Við erum ekki orðin stofnun sem verður bjúrókrasíunni að bráð. Við getum brugðist hratt við. Þjóðirnar hafa aldrei áður stillt saman strengi sína og unnið saman á þennan hátt. Þessi nýja nálgun markar því tímamót þó ólöglegar fiskveiðar séu ekki nýjar af nálinni. Fyrir vikið er orðið hættulegra og dýrara að sigla eftir austurströnd Afríku með ránsfeng.“ Aðspurð um hver eigi fiskinn í sjónum og álit á íslenska kvótakerfinu, segist Kristín ekki vilja hætta sér í þá umræðu. „Kvótakerfið á Íslandi virkar kannski á Íslandi. En eitt get ég sagt, að Íslendingar eru þekktir fyrir að sjá til þess að það verði áfram fiskur í sjónum fyrir komandi kynslóðir. Það er einmitt það sem Afríkulöndin eru að reyna að gera það sem knýr mig áfram í baráttunni gegn sjóræningjum.“
DAUÐASLÓÐIN EFTIR GLÆPASAGNADROTTNINGUNA SÖRU BLÆDEL
BEINT Á TOPPINN!
★★★★ „Spennandi og frábærlega skrifuð“ – BERLINGSKE
„Þú rífur sög un á einum deg a í þig i, og um hana len hugsar gi á eftir.“
1.
– OPRAH
Metsölulisti Eymundsson Allar bækur
★ ★ ★ ★ num sanda
le emur hárréttum k l e d „Blæ skjöldu á og í opna gnablikum kst ey au ðurinn t.” a n g u óh g þét jafnt o EN POLITIK
„Sara Blædel er glæpasagnahöfundur í hæsta gæðaflokki.“ YYRSA SIGURÐARDÓTTIR
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
28 |
Kaupmaðurinn á horninu Þótt þeir séu ekki margir eftir tekst þeim að viðhalda dýrmætri hefð Þegar mest var voru hátt í 200 hverfisverslanir dreifðar um borgina en í dag ná þær ekki einum tug. Tímarnir breytast en alls ekki mennirnir með ef eitthvað er að marka Kristján í Kjötborg sem segir búðir ekki bara snúast um bisness heldur líka spjall. Kristján byrjaði ungur að hjálpa föður sínum í búðinni, líkt og Kristbjörg í Rangá sem einnig tók við verslun föður síns, en Björk í Pétursbúð ætlaði sér aftur á móti aldrei að verða kaupmaður. Hún gerir allt fyrir kúnnana sína, hvort sem það er að hafa opið á jóladag, sendast með vörur eða passa börn sem eru læst úti. Eysteinn í Sunnubúð segir viðskiptavinina vera þakkláta og allir eru viðmælendur okkar sammála um að kaupmannsstarfið sé mikil vinna en fjölbreytt og skemmtileg. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
Það er ekki allt bisness
Myndir | Hari
Kristján Jónasson byrjaði sjö ára að raða gleri í hillur í verslun föður síns.
Kristbjörg Agnarsdóttir rekur verslunina Rangá við Skipasund. Hún byrjaði snemma að hjálpa til í versluninni og fannst það mikil upphefð að fá að vinna við afgreiðslu.
Kjötborg Ásvallagötu „Ég byrjaði sjö ára að raða flöskum í fyrstu verslun pabba í Stóragerði,“ segir Kristján Jónasson, einn eigenda Kjötborgar, en faðir hans rak einnig verslunina Kjötborg í Búðagerði áður en hann flutti með verslunina í Vesturbæinn. „Ég byrjaði að vinna hér með föður mínum árið 1981 en þá var þetta eina verslunarhúsnæðið sem var laust í Reykjavík. Þegar pabbi féll frá árið 1988 kom bróðir minn Gunnar Halldór inn í reksturinn og síðan höfum við verið hér saman. Faðir okkar keypti upphaflegu verslunina, sem var stofnuð árið 1928 og hét Pétursbúð, af tveimur bræðrum svo þetta er nú svolítið bræðralegt hérna.“ „Það voru auðvitað búðir á öllum hornum hér áður fyrr. Bara hér í hverfinu voru sjö verslanir og á næsta horni var rakari, fiskbúð og matvöruverslun. Það voru 180 hverfisbúðir í Reykjavík áður en Bónus opnaði árið 1987 en í dag held ég að við séum fimm. Þetta er mikil breyting fyrir fólk. Við erum með töluverð viðskipti frá Grund en það er ekki allt bisness, þetta snýst líka um spjall. Það byggist upp mikill félagsandi í kringum svona starfsemi. Það býr líka mikið af rithöfundum og listamönnum í hverfinu svo við seljum líka bækur. Þessu starfi fylgir mikill fjölbreytileiki, hér er enginn dagur eins og það kemur eitthvað skemmtilegt upp á alla daga. Það eru allavega ekki launin sem halda manni í þessu. Fólk þarf að vakna og versla við kaupmanninn á horninu því öðruvísi heldur hann ekki lífi. Ég er handviss um að ef Kjötborg fer úr hverfinu þá lækkar fermetrinn hér úr 500.000 í að minnsta kosti 450.000 krónur.“
Byrjaði átta ára á kassanum
Eysteinn segir kjötið nánast vera að detta út, fólk kaupi svo miklu minna af kjötvöru en áður.
Björk segir kaupmannsstarfið vera mjög persónulegt.
Rangá Skipasundi „Pabbi var orðin vel fullorðinn þegar við hjónin tókum við rekstrinum fyrir fimm árum,“ segir Kristbjörg Agnarsdóttir, sem á og rekur Rangá ásamt eiginmanni sínum, Konráð Jónssyni. „Pabbi ætlaði að vera hér með annan fótinn en svo féll hann frá fjórum mánuðum eftir að við tókum við. Við vorum eitthvað að spá í að selja en svo gat ég það ekki.“ „Pabbi stóð vaktina mestmegnis sjálfur og var hér alla daga og við krakkarnir hjálpuðum til um leið og við gátum. Sjálf fór ég að vinna á kassanum um leið og ég fór að sjá á hann yfir búðarborðið, um átta ára aldurinn. Ég man hvað mér þótti það rosaleg upphefð að fá að vinna við afgreiðslu,“ segir Kristbjörg og hlær. „Þetta er mikil en skemmtileg vinna og fólk talar um það hversu gott sé að koma hingað inn og að því finnist gott að rekast á annað fólk í hverfinu og lenda óvænt á spjalli við hinn og þennan. Ég var búin að mennta mig í allt öðru og ætlaði alls ekkert að verða kaupmaður, en búðin átti sterkari ítök í mér en mig grunaði.“ „Það voru þrjár systur, ættaðar frá Ekru í Rangárvallasýslu, sem stofnuðu verslunina á Hverfisgötu árið 1931 og nefndu hana Rangá. Systurnar fluttu svo hingað árið 1948 og fyrst um sinn var hér nýlenduvöruverslun en í húsinu var bæði fiskbúð og mjólkurbúð. Pabbi keypti svo verslunina árið 1971 ásamt vinkonu sinni, Sigrúnu Magnúsdóttur, núverandi umhverfisráðherra,
en þau bjuggu þá bæði á Bíldudal og vildu flytja á mölina. Þegar þau tóku við sameinaðist mjólkurbúðin matvörubúðinni og þannig varð Rangá fyrsta verslunin í Reykjavík til að fá mjólkursöluleyfi.“
Hér eru þakklátir kúnnar Sunnubúð Mávahlíð „Ég er búinn að vera í þessum verslunarbransa frá því ég byrjaði sem verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Langnesinga á Þórshöfn, þá tuttugu og eins árs,“ segir Eysteinn Sigurðsson, eigandi Sunnubúðar. Eysteinn bjó framan af á Seltjarnarnesi en fluttist til Þórshafnar þegar hann gifti sig nítján ára. „Það þótti ekkert ungur giftingaraldur, þá var fólk ekkert að hanga heima hjá mömmu til tvítugs. Ég ætlaði nú upphaflega í búskap en það er næstum það sama að gefa á garðana hér eða í fjárhúsinu. Þetta snýst bara um að hafa nóg að borða.“ Eysteinn flutti síðar til Reykjavíkur og varð verslunarstjóri 11-11 búðanna. „11-11 var fyrsta búðin sem var opin á kvöldin og þetta var rosalegt. Ég var annar verslunarstjórinn á Grensásvegi en það þurfti að leggja þann fyrsta inn því þetta var svo mikið álag. Eftir klukkan sex varð alltaf allt vitlaust og biðröð út á götu öll kvöld,“ segir Eysteinn en eftir 11-11 ævintýrið keypti hann Krambúðina á Skólavörðustíg. „Það var rosalega mikið að gera í Krambúðinni og ég var með 15 manns í vinnu. En á þessum uppgangstíma var vinnumórallinn þannig að ef fólk nennti ekki að taka kvöldvakt því það langaði í bíó þá bara hætti það í vinnunni og fann sér aðra. Ég gafst að lokum upp á þessu og seldi Samkaup búðina árið 2007,“ segir Eysteinn sem ætlaði alls ekkert aftur í rekstur en endaði samt á því að kaupa Sunnubúð árið 2009. „Þessi verslun er orðin 65 ára og það er mjög fínt að vera hérna. Andinn er góður en 95% fólksins sem verslar hér er úr hverfinu og þetta eru þakklátir kúnnar sem gaman er að sinna.“
Er hálfgerður sálfræðingur Pétursbúð Ægisgötu „Ég er utan af landi, fædd og uppalin á Patreksfirði, og hér líður mér bara eins og ég sé í kaupfélaginu heima,“ segir Björk Leifsdóttir, eigandi Pétursbúðar. „Ég byrjaði að vinna í fiski ellefu ára, fór svo í hárgreiðslu, hef þrifið hús og þjónað en hafði aldrei unnið í búð þegar ég keypti búðina fyrir tíu árum. Strákurinn minn hjálpar til hérna en svo er ég með krakka í vinnu sem halda mikilli tryggð við búðina, ein hefur verið í vinnu hjá mér í níu ár og annar strákur kemur alltaf í kaffi þó hann hafi farið í nám til útlanda.“ Björk segir hverfisbúð um margt minna á félagsmiðstöð. „Þetta er svo persónulegt starf, maður er hálfgerður sálfræðingur hérna. Fólk hringir og spyr um ýmislegt, það er verið að ræða hvað á að hafa í matinn, svo hleypur maður með heimsendingar til fólksins sem hefur til dæmis slasast í hálkunni og kemst ekki. Við gerum allt fyrir kúnnann. Litlu börnin koma hér með miða og fá aðstoð við að versla og svo koma þau líka ef þau eru læst úti og fá eitthvað að drekka á meðan ég hringi í mömmu og pabba. Svo er ég með kaffi hérna því mér finnst nauðsynlegt að bjóða upp á kaffi, þó ég hafi aldrei drukkið það sjálf.“
Skjalm P box 25% Fullt verð 3.400 kr útsöluverð 2.550 kr
Skjalm P kopar 25% Fullt verð 5.500 kr útsöluverð 4.125 kr
HK living 25% Lab lamp kopar Fullt verð 13.500 kr útsöluverð 10.125 kr
Popup Paris ilmkerti 25% Fullt verð 4.200 kr útsöluverð 3.150 kr
Útsalan er hafin 25% afsláttur af völdum vörum OYOY Ungbarnarúmteppi 25% Fullt verð 9.900 kr útsöluverð 7.425 kr
Finnsdottir hringir 25% Fullt verð 6.800 kr útsöluverð 5.100 kr
Oyoy Dotti púði 25% Fullt verð 8.900 kr útsöluverð 6.675 kr
50% afsláttur af útlitsgölluðum vörum
Herman Copenhagen borð 40% Fullt verð frá 55.000 kr útsöluverð frá 33.000 kr
OYOY ljónapúði 25% Fullt verð 8.490 kr útsöluverð 6.368 kr
Nordal kollur 25% Fullt verð 17.500 kr útsöluverð 13.125 kr
Nynne Rosenvinge A4 plakat Fullt verð 2.990 kr Afsláttarverð 2.243 kr A3 plakat Fullt verð 3.990 kr Afsláttarverð 2.993 kr
OYOY Clavo rúmteppi 25% Stærð 235 x 245 cm Fullt verð 31.900 kr útsöluverð 23.925 kr
Snuran.is - Síðumúla 21 - sími 537 5101 - snuran@snuran.is
Pia Wallen Cross teppi 25% 240 x 160 cm útsöluverð 24.675 kr
80 x 125 cm útsöluverð 10.125 kr
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
30 |
Sendum flóttamenn í opinn dauðann Gyðingar sem leituðu á náðir Íslendinga fyrir seinni heimstyrjöld mættu mikilli andúð. Fáir þeirra sem sóttu um hæli hér á landi komust lífs af. Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is
Á síðustu mánuðum liðins árs beindist athygli samfélagsins snögglega að hlutskipti þess fólks sem hingað komst í leit að skjóli, margt af því á flótta undan ófriði, hrakið frá heimilum sínum vegna ótryggs stjórnmálaástands heima fyrir, sumt í lífshættu í þjóðlendum sínum, annað í leit að mannsæmandi lífskjörum fyrir sig og börn sín. Um margra ára skeið hefur ástand í aðstæðum flóttamanna á Íslandi verið smánarblettur á íslensku samfélagi. Stjórnvöld hafa verið treg til að tryggja stofnunum nauðsynlegt rekstrarfé sem annast skyldu afgreiðslu dvalar- og atvinnuleyfa einstaklinga svo langir biðlistar hafa myndast á sama tíma og starfs- og dvalarleyfi atvinnufyrirtækja og umboðsskrifstofa fyrir vinnuafl á undirtöxtum voru afgreidd snögglega. Rasisminn Nýlega fullyrti fyrrum formaður Tollvarðafélags Íslands á einni útvarpsstöðinni að allt til 1980 hafi ríkt þegjandi samkomulag milli tollyfirvalda og lögreglunnar að vísa þegar burt öllu aðkomufólki sem virtist líklegt til að leita hér dvalarleyfa svo halda mætti „landinu hvítu“. Kynþáttahyggja setti alla síðustu öld sterkan svip á afstöðu íslenskra stjórnvalda til útlendinga sem hingað leituðu. Skipti þá litlu frá hvaða aðstæðum þeir flúðu,
hvernig stöðu þeirra og hag var háttað, heldur var fyrst og síðast spurt um þjóðerni. Landlægur ótti var ríkjandi um tiltekna kynstofna og gegnsýrði alla fjölmiðla þar sem gyðingar og sígaunar voru settir í flokk hinna óæskilegu þjóða. Upplausnar Evrópu, í kjölfar fyrra stríðs með landhreinsunum minnihlutahópa, varð lítið vart hér á landi þó dæmi þekkist bæði um Armena sem hér fóru um sveitir og sígauna sem hingað komu á millistríðsárunum. Þegar lögin um eftirlit með útlendingum voru til umræðu, veturinn 1936, vísaði Hermann Jónasson til reynslu sinnar frá tíma sínum sem lögreglustjóra í Reykjavík. Lagasetningin var fyrsta tilraun stjórnvalda til að stemma stigu við hingaðkomu flóttamanna sem þá þegar töldu annan tuginn, f lestir þýskir menn sem hingað komu á flótta undan ofsóknum heima fyrir, sósíalistar, kratar og gyðingar. Landflótta Rússar Í október 1936 var tveimur mönnum hent í land í Reykjavík: „Tveir rússneskir menn, sem enska kolaskipið Kyloe skildi hér eftir í fyrradag eru nú í umsjá lögreglunnar. Eru þeir algerlega vega- og
peningalausir, eiga hvergi ríkisborgararétt og yfirgáfu ættland sitt 1918,“ segir í frétt Nýja Dagblaðsins. Rússarnir gáfu sig fram við lögreglu og sögðust vera hér nauðugir, algerlega vega- og peningalausir. Þeir voru Ivan Dubrovsky, 30 ára frá Odessa og Orloff Peter, 26 ára, frá Orjol sem er suður af Moskva. Báðir kváðust þeir hafa flúið Rússland 1918 og vildu ekki snúa heim. Höfðu dvalið síðast í Finnlandi en þar áður í Stettin. Kom í ljós að þeir voru laumufarþegar á kolaskipinu frá Finnlandi, freistuðu landgöngu í Hull en var meinað þar um landvist. Í Reykjavík rak skipstjórinn þá allslausa í land. Nú var öllum málsmetandi mönnum í Reykjavík ljós flóttamannastraumurinn frá Sovétríkjunum eftir byltingu og borgarastríðið þar eystra. Lá öllum illt orð til stjórnvalda þar nema kommúnistum. Mennirnir voru landflótta af pólitískum ástæðum. Þrátt fyrir það var þeim neitað um dvalarleyfi í
Og þjóðin hefir ennfremur þá helgu skyldu, að vernda hinn íslenska kynstofn, hið norræna og keltneska blóð, svo að ekki blandist honum sterkur erlendur stofn. Úr leiðara Vísis 1938
Reykjavík, annar komst í skipsrúm en hinn dvaldi hér fram á vor 1938 en þá kom kolaskipið aftur til Reykjavíkur og var skipstjórinn neyddur til að taka Rússann aftur um borð. Samkvæmt skilareglu varð skipstjórinn að koma honum af sér í finnskri höfn, þeir að skila honum til Þýskalands og þaðan koll af kolli uns eitthvert stjórnvald Evrópu kom honum til sovéskra yfirvalda og auðvelt að gera sér í hugarlund hvað hefur beðið mannsins þar. Ekki einsdæmi Saga Rússanna var ekki einsdæmi, þó hin dæmin væru nokkur um hið gagnstæða. Samkvæmt landvistarskrá stjórnvalda sem tekin var saman í apríl 1940 um þýska þegna á Íslandi voru 99 Þjóðverjar í landinu, sumir þeirra ríkisfangslausir af pólitískum ástæðum, þ.e. sviptir vegabréfi vegna stjórnmálaskoðana, eða ættgreindir gyðingar, aðrir voru með landvist tímabundið og atvinnuleyfi og sátu í skjóli atvinnurekanda sinna. Lagasetningin 1936 sem stjórn hinna vinnandi stétta, Framsóknarog Alþýðuflokks, hafði beitt sér fyrir var til samræmis við lög og reglur annarra Norðurlandaþjóða. Í öllum löndunum voru menn um langt árabil, allar götur frá 1933 þegar nasistar náðu völdum í kosningunum í Þýskalandi, búnir að kljást við flóttamannavanda. Þá strax hófust ofsóknir gegn yfirlýstum andstæðingum stjórnvalda í Þýskalandi, framámönnum í verkalýðshreyfingunni og stjórnmálaflokkum frá miðju til vinstri, krötum og sósíalistum af hvaða flokksbrotum sem var. Þegar skipulagðar árásir hófust í landinu gegn gyðingum tóku þeir að flýja land. Í skránni frá apríl 1940 var á annan tug gyðinga tilgreindur. Utanbæjarmenn Grundvöllur fyrir landvist samkvæmt lögunum 1936 var atvinnuleyfi. Það fékk enginn nema hann hefði löggilt vegabréf, eða í tilviki íbúa Norðurlandaþjóðanna ferða-
leyfi (rejsekort), væri fæddur á Íslandi í tilviki þegna Bandaríkjanna og Kanada, eða bæri danskt vegabréf því samkvæmt sambandslögunum frá 1918 var þegnum Danmerkur frjálst atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi og íslenskum mönnum á sama hátt heimilt að hafa heimilisfestu og atvinnuleyfi í Danmörku. Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkti 1933 hvatningu til atvinnurekenda „hjer í bæ, að taka ekki utanbæjarmenn í vinnu, meðan nógur vinnukraftur er hjer fyrir. Í sambandi við þetta aðvarar borgarstjóri utanbæjarmenn að þeir skuli ekki koma hingað í atvinnuleit, því að hjer sje ekki, sem stendur, um meiri atvinnu að ræða en bæjarbúar komast sjálfir yfir.“ Í bænum var viðvarandi atvinnuleysi hjá tugum og oftast hundruðum manna sem þá leituðu á framfæri hins opinbera. Bæjaryfirvöldum gekk því það eitt til að huga að hag bæjarsjóðs. Var talsverð pressa frá stéttarfélögum og atvinnurekendum að yfirvöld gættu að því að heimamenn gengju fyrir atvinnu og aðkomumönnum væri torvelduð atvinnuþátttaka. Leiddi hver tilraun aðkomumanna til atvinnurekstrar til athugasemda frá samtökum launamanna og atvinnurekenda, iðnráði og stéttarfélögum. Útlendingar Á þessu tímabili var áberandi andstaða gegn landvist og atvinnuleyfi til erlendra manna. Í mars 1938 segir í Morgunblaðinu: „Á síðustu árum hefir safnast hingað allmargt af útlendingum, er setjast hjer að sem verkafólk í iðnaði eða verslun, og jafnvel tekur að reka slíka starfsemi
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
upp á eigin spýtur. Virðist mjög lítið og ófullnægjandi eftirlit vera haft með þessu af hendi yfirvaldanna, þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli um, að svo skuli gert. Hjer á landi er, eins og nú háttar, tilfinnanlegur skortur á verkefnum fyrir landsins eigin börn. Borgararnir eiga því skilyrðislausa rjettlætiskröfu á því, að þeir atvinnumöguleikar, sem til eru, sjeu verndaðir fyrir þá, og ekki farið þar skemra en landslög leyfa. Ef lögin bjóða þeim ekki nægjanlega vernd í þessu tilliti, þarf að breyta þeim í þá átt.“ Greinarhöfundur atyrðir félagsskap í bænum, Friðarvinafélagið, sem hefur verið flóttafólki til aðstoðar og hæðist að tilgangi þess: „Er það út af fyrir sig næsta auðvirðileg stofnun, sem á sennilega rætur sínar að rekja til þess að einstakar persónur, sem gjarnan vilja láta á sjer bera í opinberu lífi, fá þarna tækifæri til að leika „rullu“ við sitt hæfi, þ.e.a.s. fjasa um og fást við hluti, sem einungis eru markleysa og vitleysa. Fjelagsskapur Íslendinga, ef annars má nefna þetta fólk sem lifir og hrærist eingöngu í „nationölum“ grillum, því nafni, hefir eðlilega ekki og getur ekki haft nein áhrif á friðar eða ófriðarmál heimsins. Slíkt er aðeins ómerkileg tilraun til að sýnast. … Borgarar með ábyrgðartilfinningu geta ekki horft aðgerðalausir á þennan skrípaleik í sambandi við þessa svonefndu erlendu „flóttamenn“. Og ef stjórnarvöld – og yfirvöld lands og bæja gera ekki skyldu sína gagnvart þjóðinni og landinu í þessu efni, verða borgararnir að taka höndum saman og verja rjett sinn, þann rjett, sem þeim einum ber.“ Lítill fengur Borgarapressan í Reykjavík var á einu máli í andúð sinni á útlendingum og skammt var í að dula væri dreginn af styrkasta þætti útlendingaóttans, gyðingahatrinu. Í leiðara Vísis segir þann 31. maí 1938: „Í hverju einasta landi eru nú hafðar strangar gætur á því, að útlendingar taki sér ekki bólfestu í atvinnuskyni, nema með sérstöku leyfi yfirvaldanna. Víðast fá útlendir menn ekki dvalarleyfi ef grunur leikur á að þeir ætli að leita sér atvinnu, enda hefir lögreglan nákvæmar gætur í þeim sökum. Hér á landi hefir mjög á því borið síðustu þrjú árin, að útlendingar hafi komið hingað í atvinnuleit eða til að ná hér bólfestu. Talsverður hluti þess fólks er Gyðingar, sem af einhverjum ástæðum hafa yfirgefið sinn fyrri dvalarstað. Mun flestum virðast svo, að þjóðinni sé lítill fengur í komu þessa fólks hingað enda er hugsunarháttur þess að öllu gerólíkur hugsun og skapi Íslendinga. Margir líta svo á, að fólk þetta hafi flúið land sitt vegna pólitískra ofsókna og þess vegna sé mannúðarskylda að veita því landvist. Íslendingar geta yfirleitt ekki sætt sig við að menn séu ofsóttir vegna trúar sinnar eða þjóðernis. En menn mega ekki láta þetta villa sér sýn. Í fyrsta lagi er engin ástæða til að ætla að þeir sem hingað koma eigi einskis úrkosta þótt þeim sé neitað hér um dvalarleyfi. Í öðru lagi er þjóðin ekki aflögufær um atvinnu handa aðkomumönnum, í þriðja lagi er þjóðinni enginn fengur í þessum „landnemum“. ... Niðurjöfnunarskráin fyrir Reykjavík, sem er nýkomin út sýnir glögt, að ýmsir útlendingar eru þegar búnir að taka sér bólfestu hér, menn sem stunda hér atvinnu og greiða útsvar. Maður verður forviða að sjá öll hin útlendu nöfn sem koma fyrir í skránni. Hér skal aðeins gefið lítið sýnishorn af þessum nöfnum: Jozorski, Hoiriis, Halblaub, Fahning, Dehnow, Dettloff, Blumenstein, Bloik, Hirst, Aminorr, Schlither. Þetta eru aðeins nokkur nöfn tekin á víð og dreif í skránni. Erlendu nöfnin eru miklu fleiri. Allir greiða þessir menn lítið útsvar en ekki verður sagt hvort það er nokkur mælikvarði á eignir þeirra eða afkomu.“
Með hendur í vösum Leiðarahöfundur Vísis er fljótur að gera aðkomumönnum upp annarlegan tilgang og svik: „Þess eru ekki fá dæmi hér að þessir útlendingar hafa trygt sér landsvist hér með því að gerast eiginmenn innlendra kvenna. Ganga sumir þeirra hér alt árið með hendur í vösum og lifa á vinnu konu sinnar. Við þeim hefir ekki verið hróflað þótt vafasamt sé hvort slíkt eigi að tryggja þessum mönnum ævilangt dvalarleyfi. Gætu útlendar landeyður með því móti sest hér að í stórhópum. Eftirlit hér með útlendingum virðist ekki vera nærri nógu strangt. Þess verður eindregið að krefjast af yfirvöldum landsins, að dreggjum útlends landshornalýðs sé ekki veitt hér landsvist. Atvinnan í landinu
|31
verður að vera fyrir landsmenn sjálfa.“ Þa n n ig va r alið á ótta landsmanna: hingað vor u kom n i r óheiðarlegir karlmenn sem settust upp á landsmenn, blekktu konur og rændu heimamenn lífsviðurværi sínu. Í heimóttarlegum hugarheimi beindist óvildin að stökum hópi aðkomufólksins: gyðingum, en um langan aldur var óvild gegn þeim kynstofni búin að grafa um sig í hugmyndaheimi landsmanna. Víða um lönd voru arfbótasinnar háværir og hugmyndir þeirra féllu víða í frjóa jörð: í Læknablaðinu var síðla árs
1933 birt frétt um lofsverðar arfbætur í Þýskalandi þar sem ræktað væri germanskt kyn til að „losa sig við gyðinga og aðra kynflokka, sem þeir telja lakari.“ Andúð á gyðingum kom víða fram í opinberri umræðu og var ekki einskorðuð við fylgismenn Flokks þjóðernissinna eins og sjá má í leiðara Morgunblaðsins í október 1934: „En hafa þá Gyðingarnir í Þýska-
Þeir [Þjóðverjar] reyna nú a rækta norrænt (germanskt) kyn þar í landi eftir megni og losa sig við gyðinga og aðra kynflokka, sem þeir telja lakari. Læknablaðið síðla árs 1933
Veldu hreint loft, aukna orku og vellíðan
Loftgæðin innandyra hafa áhrif á heilsu okkar. Þau minnka á veturna á Íslandi og ekki hjálpar að opna glugga því að útiloft, sem er við frostmark, getur aðeins innihaldið um fjögur grömm af vatni á rúmmetra. Stadler Form rakamælar, rakatæki, lofthreinsitæki og ilmtæki á 20% afslætti í janúar.
Selina rakamælir
Anton rakatæki
Oskar rakatæki
Sýnir hitastig og rakaprósentu. Nákvæm mæling.
Náttúrulegur rakagjafi. Afköst mest 120 g/klst. Herbergisstærð allt að 25 m2.
Öflugt, hljóðlátt og stílhreint. Afköst mest 300 g/klst. Herbergisstærð allt að 40 m2.
Jack rakatæki
Viktor lofthreinsitæki
Jasmin ilmtæki
Öflugt og glæsilegt. Afköst mest 480 g/klst. Herbergissstærð allt að 65 m2.
Hreinsar loftið með þremur síum. Eyðir ólykt, ryki, svifryki, bakteríum, veirum, frjókornum og öðrum örverum í híbýlum okkar. Herbergisstærð: 50 m2
Skapar róandi stemningu og dreifir ilmi um herbergið.
Hlíðasmára 3 . Sími 520 3090 www.bosch.is
Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
32 |
Fjölskylda sem hvarf hans rottberger var Berlínarbúi og gyðingur, fæddur 1903. Hann var kvæntur og rak lítið útvarpsverkstæði, en eftir kæru samkeppnisaðila og ógnanir flúði hann um Kaupmannahöfn til Íslands í september 1935. Í desember leggur Olga, kona hans, upp frá Berlín með tveggja mánaða gamla dóttur þeirra, Evu, til Hamborgar og komu þær mæðgur til Reykjavíkur með Goðafossi skömmu fyrir jól. FjölOlga og Hans Rottberger með skyldan bjó á Hjálpræðyngri dóttur sína, Önnu. ishernum. Hans hóf framleiðslu á leðurvörum um leið og hann kom til Íslands. Hann var þá í sambandi við Atla Ólafsson hjá Leðuriðjunni og naut ráða hans við framleiðsluna. Þá lagði hann á sig mikla vinnu við að læra íslensku með setum á Landsbókasafninu. Vorið 1936 fluttist fjölskyldan á Holtsgötu 12. Þeim fæddist drengur þá um haustið og í október komu bróðir Olgu, Heinz Mann, og móðir þeirra, Helena Lea Mann, til landsins. Heinz fór að vinna hjá Geir í Eskihlíð og skráður þar til heimilis. Hans auglýsti verslun sína og verkstæði frá því haustið 1937 til apríl 1938. Iðnrekstur þeirra var í samkeppni við Leðuriðju Atla Ólafssonar og í desember 1936 gerir Iðnráð skriflega athugasemd til yfirvalda. Í febrúar 1937 kvartar Atli Ólafsson til lögreglunnar. Hans tilkynnir fæðingu sonar síns í beiðni um framlengt dvalarleyfi 18. júní sem hann skrifar sjálfur á íslensku– en fær synjun. Rottberger-fjölskyldan og allir sem fylgdust með vissu að hér var um líf og dauða að tefla. Haustið 1937 á að flytja fólkið úr landi með tilskipun en Hans fær 19 daga frest til að ganga frá sínum málum. Þau fara hvergi. Yfirvöld kvarta sín á milli yfir óhlýðni þessa manns. Hans snýr sér til danska ræðismannsins og biður um hjálp. Svo vel vill til að fulltrúinn, C. A. C Brun, á von að hitta Hermann Jónasson í kvöldverðarboði og yfir koníakinu samþykkir forsætisráðherrann að júðinn fá frest til vors. Það er svo í apríl að látið er til skarar skríða. Verkstæðinu er lokað og hjónin flutt með lögreglufylgd í Herkastalann með börnin tvö, eins og tveggja ára. Við bryggju í Reykjavík beið Brúarfoss farþega og þangað eru Rottberger-hjónin flutt með börnin í lögreglufylgd þann 26. apríl. En skipið lætur ekki úr höfn sökum verkfalls yfirmanna: „Fjöldi manna safnaðist saman á hafnarbakkanum í gærkvöldi skömmu áður en skipið átti að fara, til að kveðja kunningja og vini. Það vakti athygli, að kl. 10 var ekki hringt til brottferðar eins og venja er til (eimpípan er ekki notuð eftir kl. 10), en kl. 11 var hringt skipsklukkunni og bjuggust þá allir við að skipið myndi fara, en klukkan rúmlega 11 var farþegunum tilkynt, að brottferð skipsins yrði frestað og mun sú tilkynning hafa komið æði flatt upp á marga,“ segir í Morgunblaðinu. Fjölskyldan er flutt aftur í gæsluvist í Herkastalanum. Verkfalli lauk með lagasetningu og lagði Brúarfoss úr höfn með Hans, Olgu og börnin tvö þann 6. maí. Bróður og móður Olgu, Heinz og Helene Leu Mann, var veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum vegna heilsubrests hennar. Hún bar hér beinin, en Heinz ílentist hér á samfelldum framlengingum dvalarleyfa – til 1970. Þrautagöngu systur hans og fjölskyldu var ekki lokið. Með þeim fór beiðni til danskra yfirvalda um dvalarleyfi í Danmörku, en yfirvöld voru þess meðvituð að fengist það ekki yrðu þau send aftur til Þýskalands. Hans og Olga flúðu frá Danmörku í október 1943 á fiskibát og komust til Svíþjóðar. Börn sín fjögur skildu þau eftir í umhirðu vandalausra.
7.1 GAMI HEYRNAR NG MÖGNUÐ TÓ HLJÓÐNEM7A.1 LEIKJAHEYRNARTÓ L LM OG TION BÚNAÐ ÖFLUGUM 50MM V EÐ IB BASSA OG HI SEM TRYGGIR NÖTRAN RAÁMARKS HLJ DI ÓMGÆÐI.
14.900
DI Í
NÖTRAN
! LEIKINA
ER HÆGT M HNAPP RATION MEÐ EINUIK IB V Á JA AÐ KVE M GEFUR NÝJA MODE SE N Í LEIKINA! UPPLIFU
landi ekkert unnið til saka? Er það bara „kvalaþorsti nazistanna“, sem kemur þeim til að svala sjer á alsaklausum mönnum? Það mætti mikið vera, ef heil þjóð fyltist slíku hatri algerlega tilefnislaust. Sannleikurinn er sá, að Gyðingarnir í Þýskalandi hjeldu saman og mynduðu öfluga hagsmunaklíku, ríki í ríkinu. Þótt þeir væri aðeins örlítið brot af þýsku þjóðinni, höfðu þeir komið ár sinni svo fyrir borð, að þeirra menn voru í æðstu stöðum. Þjóðverjar litu á Gyðingana eins og aðskotadýr, nokkurskonar „setulið“, sem hafði lag á að ota sínum tota altaf og alstaðar þar sem feitt var á stykkinu.“ Sérstakar aðstæður Þegar reglugerð var loks sett við lögin um útlendingaeftirlit vorið 1937 komst lag á skipulagðar aðgerðir embættismanna varðandi landvistarleyfi og þá fór að fjölga neitunum við umsóknum um landvist sem þá fór fjölgandi. Aðstæður gyðinga voru þá orðnar alvarlegar og þeir teknir að flýja land í tugum þúsunda til Frakklands, Bretlands, Bandaríkjanna, landa Suður-Ameríku og til Palestínu. Fréttir af ástandinu birtust í reykvískum blöðum: „Gyðingaofsóknum í Þýskalandi er haldið áfram af enn meiri harðneskju en áður,“ segir í Vísi þann 16. júní 1938: „Gyðingar voru handteknir í gær í hundraðatali í ýmsum hlutum Berlínarborgar. Hafa borist fregnir um það, að stjórnin hafi fyrirskipað að herða sóknina gegn Gyðingum á ýmsa lund. Hefir þetta vakið talsverðar æsingar í sumum hlutum Berlínarborgar, einkum í norðurhluta borgarinnar, í hverfum þeim, þar sem fátækir Gyðingar búa. Sjónarvottar skýra frá því, að árásir hafi verið gerðar á fjölda Gyðinga í gærkveldi. Þeir hafi verið dregnir út úr húsum sínum og búðum og sárt leiknir. Í sumum tilfellum var Gyðingum hent út um glugga. Á sölubúðir þeirra voru málaðar aðvaranir til manna um að skifta ekki við Gyðinga. ... Í miðhluta Berlínar sáust í gær í fyrsta sinni bekkir, sem á var málað: Aðeins fyrir Gyðinga.“ Samhuga aðgerðir Þegar umsóknir taka berast íslenskum ráðamönnum og á ræðismannsskrifstofur Dana víða um Evrópu frá gyðingum og öðrum sem telja sig búa við ógn, þá var mönnum einfaldast að fylgja settum reglum og hafna þeim sem flestum: „... aðalreglan á að vera sú, að útlendingar fái alls ekki leyfi til að setjast hér að, nema alveg sérstakar aðstæður séu fyrir hendi,“ segir dómsmálaráðherra til lögreglustjórans í Reykjavík 8. ágúst 1938. Á síðari tímum er gjarna gripið til þess ráðs að kenna þessar aðgerðir dómsmálaráðherranum Hermanni Jónassyni. Andi laganna frá 1937 var ekki að kenna þingmönnum sem samþykktu þau, flokkarnir
En hafa þá Gyðingarnir í Þýskalandi ekkert unnið til saka? Er það bara „kvalaþorsti nazistanna“, sem kemur þeim til að svala sjer á alsaklausum mönnum? Það mætti mikið vera, ef heil þjóð fyltist slíku hatri algerlega tilefnislaust. Úr leiðara Morgunblaðsins í október 1934
ráðuneytið bandaríska hafði með skipulegum hætti unnið gegn því að veita landflótta gyðingum landvist. Minna varð því úr fyrirheitum. Afstaða ríkisstjórna Norðurlanda var söm sem fyrr þó í öllum löndunum væru að starfi félög og einstaklingar sem unnu skipulega að því að koma flóttamönnum í skjól, oft í bága við útlendingaeftirlit og lögreglu. Spurning Rosenbergs, hugmyndasmiðs nasista og formanns Norrænafélagsins í Þýskalandi, sem Morgunblaðið birti um mitt sumar 1938 var fullgild: „Innrás Gyðinga í Evrópu er nú að verða lokið og dagar þeirra þegar taldir. Þýskaland mun halda áfram á sömu braut og það hefir gengið nú síðari ár í Gyðingamálunum. Sama þróunin hlýtur að verða í Póllandi, Ungverjalandi og öðrum löndum Evrópu, þar sem Gyðingar eru búsettir. Hver vill taka að sjer að vernda 8 miljónir Gyðinga?“
sem stóðu að stjórninni báru enga ábyrgð, né heldur var samhljóða afstöðu allra pólitískra fylkinga í landinu um að kenna. Ríkjandi andi í samfélaginu gat af sér hina opinberu afstöðu íslenskra stjórnvalda og almennings. Nei, allt var þetta einum manni að kenna. Stefna stjórnarinnar byggði á samstöðu. Í skjóli almenningsálits gekk hún fram: árið 1938 var með vissu hafnað umsóknum 67 einstaklinga um dvalarleyfi á Íslandi, flestir þeirra voru gyðingar, karlar og konur á ýmsum aldri og börn. Úr landi var á því ári vísað úr landi minnst fimm einstaklingum, landflótta gyðingum. Þar af voru tvö ung börn. Þá sök bar ekki einn maður heldur allt valdakerfið. Og að baki þeim aðgerðum var landlægur útlendingaótti, rasísk þjóðremba og gyðingahatur.
Í lok árs Í desember, skömmu fyrir jól, gat að líta svohljóðandi skrif í leiðara Vísis: „Þótt eðlilegt sé að íslenskir borgarar hafi samúð með Gyðingunum í Þýskalandi í þeim hörmungum sem að þeim steðja, þá er þó hver sjálfum sér næstur og íslenska þjóðin verður fyrst að sjá farborða sínum eigin börnum, áður en hún tekur á sig framfærslu erlendra flóttamanna. Og þjóðin hefir ennfremur þá helgu skyldu, að vernda hinn íslenska kynstofn, hið norræna og keltneska blóð, svo að ekki blandist honum sterkur erlendur stofn sem þurkað getur út hin norrænu ættarmerki eftir fáa mannsaldra. Það hlýtur að verða ófrávíkjanleg krafa hvers einasta Íslendings, að ríkisstjórnin sjái svo um að settar verði rammar skorður við innflutningi útlendinga, sem nú leita dvalar um gervalla Evrópu. Þjóðin er einhuga um slíka ákvörðun.“
Evian-ráðstefnan Sumarið 1938 var kölluð saman alþjóðleg ráðstefna í Evian að frumkvæði Roosevelt, forseta Bandaríkjanna. Til hennar komu fulltrúar 31 ríkis. Árangur af starfi hennar var lítill. Nokkrar þjóðir buðust til að taka á móti flóttafólki frá Evrópu. Uppi voru hugmyndir um að flytja þúsundir manna til fjarlægra staða, nýlendur Breta í Afríku, landnámssvæði Suður-Ameríku voru nefnd, en niðurstaðan var dapurleg. Bretar höfðu til þessa tekið á móti miklum skara flóttamanna og buðust til að bæta við. Bandaríkjastjórn lýsti sig fúsa til að taka á móti 200 þúsund innflytjendum en þeim fjölda varð að dreifa til lengri tíma. Þar voru þegar langir biðlistar og sumt af því flóttafólki sem komið var til Íslands var á þeim og fékk landvistarleyfi tímabundið á Íslandi til að flytjast síðar vestur um haf. Þegar kom fram á árið 1943 kom í ljós að innanríkis-
Hin helga skylda Árið 1938 jókst straumur ferðamanna til Íslands. Komu 7768 útlendingar til landsins, flestir með skemmtiferðaskipum sem hingað lögðu leið sína, 1592 með öðrum skipum. Var 105 þeirra veitt dvalarleyfi til skamms tíma. Hjálparsamtök gyðinga í Þýskalandi – Hilfsverein der Juden – sendu frá sér dreifibréf í febrúar 1939 þar sem fjallað var um aðstæður á Íslandi fyrir flóttamenn af gyðingaættum. Samtökin aðstoðuðu landflótta gyðinga með styrkjum víðsvegar um álfuna á leið þeirra til nýrra heimkynna, bæði vegna gistingar, uppihalds og farmiða með skipum og járnbrautum. Á þessum tíma var farið að þrengja verulega að starfsemi þeirra í Þýskalandi og er leið á árið voru þau lögð niður. Heimildarmaður þeirra á Íslandi var Hans Mann eða Chanoch ben Selig eins og hann hét. Hans kom til Íslands með móður sína,
Ý N ING D SEN Ð VAR A
LENDA
4BLS
NÝR BÆ K STÚTFULLINGUR AF SPEN LUR TÖLVUBÚNANDI NAÐI
SMELLT Á KÖRFUNU A NETBÆKLIN GU RÁ WWW.TO UTEK.IS MEÐ GAGLV NV KÖRFUHNAIRKUM PP
Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is
ÚTSALA ENN MEIRI VERÐLÆKKUN!
50 70 -
AFSLÁTTUR
Kringlan, Skeifan, Spöng, Garðabær, Smáralind, Borgarnes, Njarðvík, Selfoss og Akureyri.
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
34 |
Helena Mann, í október 1936 í kjölfar systur sinnar og mágs, Rottberger-hjónanna, sem vísað var úr landi með tvö ung börn 1938. Af heilsufarsástæðum Helenu fengu þau að vera um kyrrt á Íslandi. Helena var frá borginni Njtra í Ungverjalandi en hafði búið í Berlín frá 1913. Þau höfðu bæði verið svipt ríkisfangi, jafnvel þó hún teldi sig aldrei hafa haft þar ríkisborgararétt, sagði hún í viðtölum við útlendingaeftirlitið. Í skýrslu sinni til Hjálparsamtaka gyðinga í ársbyrjun 1939 lýsir Hans nokkuð aðstæðum þeirra í Reykjavík. Fyrst greinir hann frá afdrifum mágs síns og systur en skrifar síðan: „Við viljum helst komast burt frá þessu óvinsamlega og hlaðkalda heimskautalandi ef við mögulega getum. Embættismenn finna upp á öllum hugsanlegum vandkvæðum til að koma í veg fyrir búsetu útlendinga. Útlendingur fær því aðeins landvistarleysi hafi hann vottorð frá atvinnurekanda sem staðfestir að viðkomandi sé sérhæfður starfskraftur sem ekki hirði vinnu frá landsmönnum. Atvinnuleysi og armóður neyða stjórnvöld til þess.“ Stjórnvöld á Íslandi voru þess vitandi hvaða aðstæður voru búnar flóttafólki álfunnar. Málgagn Framsóknarmanna birti í mars fréttir eftir danska íhaldsblaðinu Berlingske Tidende: „100 þús. Gyðingar hafa flutt búferlum frá Þýzkalandi á tímabilinu 11. nóv. til 28. febr. í vetur. Svarar það til þess að 900 Gyðingar hafi farið daglega úr landinu. Samkvæmt sömu heimildum höfðu 240 þús. Gyðingar flutt burt úr Þýzkalandi, Austurríki og Sudetahéruðunum frá því í febrúar 1933 og þangað til í nóvember 1938. Alls hafa því 340 þús. Gyðingar flutt frá Stór-Þýzkalandi síðan nazistar komust til valda.“
Mynd | Kaldal
Hermann Jónasson forsætis- og dómsmálaráðherra í stjórn hinna vinnandi stétta og þjóðstjórninni hafði málefni innflytjenda á sinni könnu, en vart hefur ásókn flóttamanna til Íslands farið framhjá þeim sem sátu með honum í stjórnunum: Eysteini Jónssyni, Stefáni Jóhann, Jakob Möller og Ólafi Thors. Í dómum sögunnar situr hann uppi með svartapéturinn.
Þjóðstjórn Um þær mundir var að rofa til í stjórnmálalífi þjóðarinnar. Í nær ár höfðu forystumenn svokallaðra lýðræðisflokka litið til þess möguleika að setja á þjóðstjórn án þátttöku Sósíalistaflokksins. Komst hún á legg skömmu fyrir páska þá um vorið og hóf feril sinn með myndarlegri gengisfellingu. Ekki urðu neinar breytingar á stefnu stjórnvalda varðandi flóttafólk við ríkisstjórnarskipti: Ekki varð lát á frekari umsóknum flóttamanna til dómsmálaráðuneytisins: samkvæmt gögnum var umsóknum frá 75 einstaklingum hafnað til loka árs 1939, en telja má víst að þeir hafi verið fleiri. Fæst ekki um það vissa fyrr en skjalasöfn ræðismanna norrænu ríkisstjórnanna verða könnuð. Þrettán flóttamenn fengu dvalarleyfi. Í maí var haldinn samstarfsfundur norrænna ríkisstjórna til að samræma reglur milli landanna um afgreiðslu og þær hertar frekar en hitt. Þegar ófriðurinn hófst með stríðsyfirlýsingum Breta og Frakka á hendur Þjóðverjum í byrjun september dró snögglega úr umsóknum, þá var loku skotið fyrir flóttaleið hingað norður.
Þingholt fasteignasala er 40 ára á þessu ári og bjóðum við öllum fasteignaeigendum að því tilefni frítt verðmat og fría ráðgjöf er varða fasteignakaup í síma 5123600 eða síma 5123606 s
ð pi
sem það var myrt með skipulögðum hætti. Að baki hverri höfnun starfsmanna íslenska stjórnarráðsins býr harmsaga. Lærðu íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn eitthvað af reynslu þessara ára? Víst veittu þeir norsku flóttafólki hæli eftir innrás Þjóðverja á Noreg í apríl 1940. Hér var þegnum danska konungsríkisins vært allt til þess að lýðveldi var stofnað á Íslandi 1944, en þá var þeim sem hér höfðu lifað og starfað veittur sex mánaða umþóttunartími og eftir það var staða þeirra í landinu háð dvalarleyfum eins og allra hinna sem hingað komust frá meginlandi álfunnar. Íslenska lýðveldið var sem fyrr land sem var lokað innflytjendum að mestu leyti. Þeir sem áttu hér hæli sóttu margir hverjir um ríkisborgararétt ár eftir ár og þegar hann
Artjon Árni Í námi til löggild. S. 662 1441 artjon@tingholt.is
Ellert Sölumaður S. 893 4477 ellert@tingholt.is
Garðar Sölumaður S. 853 9779 gardar@tingholt.is
Heimildaskrá á frettatiminn.is
Ísak Sölustjóri S. 822 5588 isak@tingholt.is
Jón Í námi til löggild. S. 777 6661 jonoli@tingholt.is
Örn Sölumaður S. 696 7070 orn@tingholt.is
Erum að leita fyrir fjársterkan aðila að gistiheimili eða hóteli á Stór Reykjavíkur svæðinu.
Erum að leita að 30 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðum í Breiðholti og Kópavogi fyrir fjársterka aðila.
Upplýsingar gefur Sigurður í síma 6168880
Uppl. Þingholt s. 5123600
s
hú
ð pi
O
hú
O
Helluvað 7 – Opið hús sunnudag 17 jan frá kl 13 til 14 - Glæsileg útsýnisíbúð á fjórðu hæð. Þrjú góð svefnherbergi. Þvottahús innan íbúðar. Stæði í bílageymslu. Uppl Guðrún í síma 845 7445 og Sigurður sima 616 8880 eða á tölvupósti sos@tingholt.is
Engihjalli 1 Kópavogi – Glæsileg mikið endurnýjuð 3ja herbergja íbúð með frábæru útsýni á 7 hæð. Tvö góð svefnherbergi rúmgóð stofa. Góð lán áhvílandi. V. 28.5 milljónir. Uppl Sigurður s 6168880
Guðrún Hulda Lögg. fasteignasali S. 845 7445 gudrun@tingholt.is
Og síðan... Útlendingaeftirlit stjórnvalda hélt áfram störfum sínum samkvæmt fyrri siðum. Opinber gögn um umsóknir og dvalarleyfi frá stríðslokum eru enn ókönnuð í skjalasöfnum íslenskra stjórnvalda en hætt er við að þar liggi enn frekari vitnisburðir um einangrunarstefnu íslenskra stjórnvalda og stjórnmálaflokka. Eftir að þjóðin taldi sig sjálfstæða jókst enn sá sjálfsskilningur landsmanna að þjóðin væri einstakt safn einstaklinga, aðstæður í samfélagi okkar væru sérstakar og yrðu ekki bættar með innflutningi fólks af öðrum þjóðernum. Í opinskáum yfirlýsingum má allt til okkar daga lesa fjálglegar og kjánalegar hugmyndir um þjóðareinkenni hins norræna stofns, mikilleik þessa kotríkis hvað varðar andlegt og líkamlegt atgervi. Þrátt fyrir að þjóðin hafi um áratugaskeið lagst í ferðalög í fjarlægar lendur, sótt menntun til fjölmennari þjóða og stæri sig hátt og í hljóði af menntun og gáfum er henni fyrirmunað að knýja fram á sviði stjórnsýslu sinnar þá breytingu sem nauðsynleg er til að opna landið þeim sem námu hér sveitir og strendur í upphafi landnáms: flóttafólki sem við erum öll komin af.
Í skýrslu til Hjálparsamtaka gyðinga árið 1939
Afdrif þeirra sem hingað sóttu Hvað varð um fólkið sem sótti um hæli á Íslandi á þessum tíma sem hér er greint frá? Fátt af því komst af – flest hvarf úr skjölum sem nú eru aðgengileg þó mögulegt sé að tíma og vinnu þurfi til að kanna afdrif hvers og eins. Sumir féllu fyrir eigin hendi í þýskum borgum þegar hert var á brottflutningi gyðinga austur á bóginn 1942-143. Örlög margra eru kunn: Auschwitz, Treblinka, Minsk, dauðabúðir gleyptu þetta fólk þar
Sigurður Lögg. fasteignasali S. 616 8880 sos@tingholt.is
var loks veittur var þeim gert að gefa upp skírnarheiti sitt – taka upp nýtt nafn að íslenskum nafnvenjum. Þjóðverjar sem hér áttu fjölskyldur, en voru handteknir við hernám landins, máttu um nokkurra ára skeið eftir stríðslok sæta nauðungardvöl í sínu gamla föðurlandi þó sumum auðnaðist um síðar að sameinast fjölskyldum sínum á Íslandi. Er af þeim málum löng saga og ljót.
Við viljum helst komast burt frá þessu óvinsamlega og hlaðkalda heimskautalandi ef við mögulega getum. Embættismenn finna upp á öllum hugsanlegum vandkvæðum til að koma í veg fyrir búsetu útlendinga.
Opið hús Langabrekka - Þriðjudaginn 19. janúar kl 17.00 til 17.30 að Löngubrekku 10 Kópavogi – Góð 2ja herbergja íbúð með sérinngangi í fallegu húsi á góðum stað. Verð 21.9 milljónir Uppl Sigurður s 6168880 og Artjón s 6621441
Selvað - Nýkomin í einkasölu 4ra herbergja 106,5 fm. íbúð á 3.hæð í góðri lyftublokk íbúð fylgir gott stæði í bílskýli. Stór svalir. V. 36,8m. upplýsingar og skoðun veitir Ellert 893-4477 eða ellert@ tingholt.is
PENTHOUSEÍBÚÐ Glæsileg 182,4 fm. 3ja - 4ra herb. penthouseíbúð á 8. og EFSTU hæð í 101 SKUGGA. Mikil lofthæð, einstakt útsýni. Lyfta gengur beint upp í íbúðina. Húsið er fullbúið að utan en íbúðin afhendist tilbúin til innréttinga. Tvö merkt stæði í bílageymslu og rúmgóð sérgeymsla fylgja. Uppl Ísak s 8225588 eða isak@ tingholt.is
Rauðavað - Vel skipulögð 4ra herbergja 119 fm íbúð á 3. hæð (efstu) við Rauðavað í Reykjavík. m/stæði í bílageymslu, þvottahús innan íbúðar og rúmgóðar svalir. Íbúðin er laus til afhendingar. Möguleiki á fjórða herberginu. V 37,8 millj. Uppl Sigurður sim a616 8880
Sumarhús á góðu verði í Grímsnesi.Húsið er timburhús á einni 71,5 fm og skiptist í forstofu, eldhús, stofu, baðherbergi og 3- 4 svefnherbergi. Lóðin er 5.033 fm eignarlóð. Lóðin er falleg og búið að planta mikið af trjám. V 10,9 m Uppl. gefur Ísak í síma 822-5588 isak@tingholt.is
Lyngás – Nýjar glæsilegar íbúðir tilbúnar til afhendingar. Eigum enn til nokkrar 3ja og 4ra herbergja íbúðir á þessum frábæra stað allar með stæði í bílageymslu. Verð frá 38.5 millj. Upplýsingar Garðar í síma 8539779 eða Sigurður í síma 6168880.
Í einkasölu gistiheimilið Fagralundur ásamt einbýlishúsi og byggingarlóð í Reykholti Biskupstungum. EINSTAKT TÆKIFÆRI, MIKLIR STÆKKUNARMÖGULEIKAR. Gistiheimilið hefur skorað hátt, sjá á heimsíðu fagrilundur.is V. tilboð. Uppl. gefaur Ísak V. Jóhannsson sími 822-5588 isak@ tingholt.is
Hörðukór Penthouse - glæsilega 197,3 fm. íbúð á 12 og 13 hæð íbúð fylgir stæði í bílskýli. Tvennar svalir aðrar eru 167 fm. með glæsilegu útsýni, góður heitur pottur er á svölum.Uppl: Ellert s: 893-4477 eða ellert@tingholt.is og Siguður O Sigurðsson lögg. fasteignasali 6168880 eða sos@tingholt.is
Hnoðravellir Hafnarfirði fallegt einnar hæðar einbýlishús 209 fm. að stærð þar af er bílskúr 26,2 fm. Húsið er innst í botnlanga og er langt komið að innan. Að utan vantar þakkant og á eftir að ganga frá lóð. Uppl Sigurður s 6168880
Solaray
Fjölbreytt úrval bætiefna sem svara þinni þörf. Afsláttur af allri línunni.
25%
25%
BÆTIEFNA-
tilboð! 5. – 20. JANÚAR
25%
Terranova - hámarks vellíðan Hágæða bætiefni án allra aukaefna.
25% Guli miðinn
Bætiefni fjölskyldunnar á frábæru verði.
Higher Nature
HEILSUFRÉTTIR ERU KOMNAR ÚT!
Bætiefni fyrir fólk sem gerir kröfur.
HEILSUFRÉ TTIR
Janúar 2016 – 1. tbl
25%
17. árgangur
EINSTAKLINGSBUNDIÐ
MATARÆÐI TEITUR GUÐMUNDSSON LÆKNIR
bls. 13
GRÆNAR UPPSKRIF TIR
bls. 14
SÉRLÖGUÐ TE
Efalex - byggt á Omega 3
Ef þú hefur ekki enn prófað Efalex skaltu nýta þér tækifærið núna. 25% afsláttur af allri línunni. Stuðlar að heilbrigði og góðri líðan.
FYRIR HEILSUH
ÚSIÐ
bls. 8
NÁÐU ÞÉR Í EINTAK!
BREYTTUR OG BÆTTUR LÍFSS TÍLL bls. 10
BÆTIEFNI Í BARÁTTUNN
bls. 6
I VIÐ TÓBAKIÐ
ÞÍNAR EIGIN
HÚÐVÖRUR
bls. 5 DAMI ANA FRÁ SOLA RAY
ÁSTARJUR
SEM HRESS T KYNHVÖTINIR A
bls. 4
25% LAUGAVEGI
LÁGMÚLA
KRINGLUNNI
SMÁRATORGI
SELFOSSI
AKUREYRI
NETVERSLUN HEILSUHUSID.IS
NETVERSLUN HEILSUHUSID.IS
ÚTSALA BLÓMAVALS 25-50% afsláttur
Ástareldur
799 kr 1.190 kr
Kaktusar ýmsar tegundir
Orkidea
1.990 kr 559kr 2.690 kr
verð frá:
799kr
Friðarlilja
1.299 kr 1.849
Afslættir á útsölu gilda ekki af vörum merktum „lægsta lága verð Húsasmiðjunnar“ og tilboðsvörum • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana.
kr
TÚLÍPANAR 10 STK
r k 0 9 4 . 1 1.990
25 % afsláttur
Blómavali Skútuvogi
af vítamínum og bætiefnum
Drekatré
Aloe Vera
Burkni
2.990 kr 1.299kr 999 kr 4.990 1.790 1.490 kr
kr
Luktir
25 % afsláttur
kr
Gjafavara
25 % afsláttur
Skútuvogur - Grafarholt - Akureyri - Egilsstaðir Vestmannaeyjar - Ísafjörður - Selfoss
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
38 |
Stærri en flest Það mátti lesa af forsíðum allra dagblaða í okkar heimshluta hverslags fyrirbrigði David Bowie var. Hann var ekki aðeins poppstjarna heldur poppguð. Og áhrif hans voru ekki aðeins
bundin við tónlist heldur hafði hann áhrif á aðrar listir og á hugmyndir okkar um einstaklinginn í samfélaginu. Bowie reyndi á mörk í list sinni og persónulegu lífi og víkkaði út ramm-
ana fyrir okkur hin. Þegar hann dó lögðu öll stórblöð í okkar heimshluta góðan part af forsíðu sinni undir virðingavott við þennan meistara og áhrifavald — öll nema Fréttablaðið.
„Í fyrstu er um hreinræktaða barnabók að ræða, þar sem Auður blandar saman eigin minningum og þeirri æsku sem Halldór lýsti sjálfur í verkum sínum ... bókin [er] ekki bara inngangur að bókmenntasögu landsins, heldur einnig að sögu 20. aldar, og geri aðrar barnabækur betur.“ Va l ur G u n n a r s s o n / D V
Gísli í geimgallanum sínum
Frá gjaldþroti til tunglsins Lyftan #2 Spessi
w w w. f o rl a g i d . i s | B ó k a b ú ð Fo rl a g s i n s | F i s k i s l ó ð 3 9
Gísli Gíslason, lögfræðingur og rafbílainnflytjandi, er staddur í lyftunni hans Spessa ljósmyndara í gömlu Kassagerðinni á Laugarnesi. Á ferðalaginu upp fjórar hæðir hússins segir Gísli frá sínum 100 kílómetra hæðum og gjaldþrota lægðum í lífinu. „Ef ég á að vera hreinskilinn, þá var tíminn sem mér leið hvað verst í lífinu þegar ég var útskurðaður gjaldþrota árið 2002. Það voru áætlaðir háir skattar á mig sem mér tókst ekki að leiðrétta fyrr en seinna. Það var erfitt á meðan á því stóð en eftir á að hyggja
lærði ég mikið af því og þetta var alls ekki svo slæmt, enda fékk ég búið mitt fljótlega aftur,“ segir Gísli og lýsir í kjölfarið sínum hæstu hæðum. „Ég er búinn að vera með sömu konunni í 35 ár og við eigum saman fimm börn, það er minn stöðugi hápunktur. Annað sem stendur upp úr er þegar ég fékk miða út í geiminn frá Richard Branson. Ég er númer 258 í röðinni að fara upp í geim með Virgin Galactic. Ég vonast til þess að komast að seinnipartinn á næsta ári. Við ferðumst 100 kílómetra á 70 sekúndum upp í þyngdarleysi og fáum að sjá jörðina að ofan. Það verður bókstaflega minn hápunktur.“ | sgk
heimkaup.is
EKKI MISSA AF ÓTRÚLEGUM AFSLÁTTUM! 43%
Ionik TW 8" W8.1 spjaldtölva
afsláttur
32% afsláttur
24.990,-
40%
afsláttur
16.990,7.690,-
4.590,-
6.990,-
3.990,-
Urbanears Plattan heyrnartól
59%
Heilsubók Jóhönnu
40% afsláttur
afsláttur
4.890,-
1.990,-
Armour Mo' Money 12" stuttbuxur (tveir litir)
50%
16.990,-
9.990,-
40%
41% afsláttur
Remington QuickCut hárklippur
30% afsláttur
3.490,-
990,-
Sogið - innbundin. Höf. Yrsa Sigurðardóttir
Urbanears Bagis heyrnartól
2.990,-
50%
4.990,-
50%
50%
Ulift Pre workout - fjórar bragðtegundir
Google Chromecast
1.590,-
790,-
2.190,-
Adidas barna íþróttaskór (tveir litir)
3.490,-
9.990,-
5.990,-
43%
Babyliss hárblásari Keramik hitabursti og tvæ klemmur fylgja
afsláttur
1.990,Nerf Rebelle Mini Mischief - byssa fyrir þá sem ætla að koma andstæðingnum á óvart
56%
afsláttur
Sony bluetooth NFC ferðahátalari
44.990,-
60%
7.990,-
5.990,-
Öryggi - Ekkert mál að skila eða skipta Augljós kostur við að versla við innlenda risavefverslun og vöruhús eins og Heimkaup.is er að ekkert mál er að skila eða skipta ef upp koma vandamál.
30%
afsláttur
11.990,-
Frábært fyrir
25%
40% afsláttur
5.490,-
19.990,afsláttur
Prjónaást
5.990,-
afsláttur
60%
afsláttur
9.990,-
afsláttur
afsláttur
60%
50%
afsláttur
Lego Wear náttföt
afsláttur
Vatnsheldur einkaþjálfari
afsláttur
One Direction Our Moment ilmvatn (50 ml)
1.990,-
19.990,-
1.990,-
3.745,-
4.990,-
6.890,-
Benecos augnskuggatvenna
4.990,-
7.490,-
afsláttur
ProGlide rakvél og ferðataska
13.990,-
Russell Hobbs Compact heilsugrill
50%
49%
1.490,-
5.990,-
5.990,-
afsláttur
afsláttur
2.990,-
12.990,-
9.990,Totto Skólataska svört
afsláttur
Satzuma robot USB hub
54%
afsláttur
Hovertech Battle Fx - tvær byssur og þyrla
22.990,-
1.590,-
15.990,-
Masterpiece Glamour maskari
2.190,-
1.310,-
M137 handryksuga
3.990,-
33%
3.490,-
40% afsláttur
43%
afsláttur
1.990,-
8.990,-
afsláttur
Match attax fótboltaspjöld í álboxi
Hægt að greiða við afhendingu
Ólíkt mörgum netverslunum býðst þér einnig að greiða með peningum eða korti við afhendingu vörunnar. Öruggara verður það ekki.
Ofurhetjuljósin frá Philips
5.990,-
18.990,-
7.590,-
60%
afsláttur
Under Armour ColdGear Armour hettupeysa
Frí heimsending samdægurs
Höfuðborgarsvæðið: Pantaðu fyrir kl. 13:00 og sendingin getur verið komin til þín fyrir 16:00 sama dag og strax sama kvöld ef pöntun berst fyrir kl. 17:00. Pantanir berast strax daginn eftir víðast hvar á landsbyggðinni. Allar pantanir yfir 4.000,- sendar frítt hvert á land sem er.
Frí heimsending strax í dag og alla helgina!*
Smáratorgi 3 · 201 Kópavogi · 550 2700
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
40 |
Myndir | Ómar
Græða á örlögum bjargarlauss fólks Ómar Jabali fylgdi flóttamönnum frá flóttamannabúðum Lesbos til München. Hann lýsir þeim hindrunum sem Evrópu leggur fyrir flóttamenn og hvernig ólík öfl misnota sér aðstæður þeirra. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is
Íslenski kvikmyndatökumaðurinn Ómar Jabali hélt til Lesbos á Grikklandi í september 2015 með það markmið að segja sögur þeirra flóttamanna sem ekki hafa hlotið náð fyrir augum fjölmiðla. Flóttamannastraumurinn frá ströndum
Tyrklands og Norður-Afríku til Evrópu fór yfir eina milljón á síðasta ári. Flestir eru á flótta undan stríðsástandi í Sýrlandi, Írak og Afganistan. Ómar er kvikmyndatökumaður sem skjalfesti þá atburði sem hann varð vitni að á þeim mánuði sem hann fylgdi flóttamönnum í gegnum álfuna. Hann segir það mikilvægasta í þessu, og jafnframt það sem týnist yfirleitt í fréttaflutningi, sé fólkið sjálft. Þetta er fólk sem er tilbúið til þess að ferðast í gegnum átta lönd í leit að friði. Það siglir yfir höf á gúmmíbátum og ferðast fótgangandi yfir landamæri með ekkert nema fötin á bakinu og þá peningana sem það
önglaði saman með því að selja eigur sínar. Evrópa tekur breytingum Þegar Ómar lagði af stað var áætlunin að finna fjölskyldu til þess að fylgja eftir í gegnum Evrópu. Hann ætlaði sér að lifa og hrærast með fjölskyldunni. Ómar segir miklar breytingar hafa átt sér stað í Evrópu á þeim tíma sem hann kom og flóttamannapólitíkin orðin flókin. Landamæraeftirlit var hert og æ fleiri þjóðir teknar að bregðast við auknum flóttamannastraumi. Þetta var orðin stórhættuleg leið smyglara með f lóttamenn í skottinu. Þessar hindranir gerðu Ómari erfitt að fylgja einni sögu en hann týndi Með þriggja daga gamalt skotsár.
„ER ÞAÐ VATNIÐ?“
Flóttamenn koma að ströndum Lesbos.
HVERNIG KEMST 330.000 MANNA ÞJÓÐ Á EM?
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR LEYNIVOPN.IS
þremur fjölskyldum á leiðinni vegna skorts á aðgengi. Ómar greinir frá: „Mikið af fólkinu á flótta á einhverja peninga, þetta er menntað fólk sem seldi eigur sínar til þess að komast burt úr hryllingnum. Fátækasta fólkið og þeir sem eiga ekki neitt eru þeir sem sitja eftir. Vegferðin er dýr og það eru mörg ólík öfl sem reyna að hagnast á því. Stjórnvöld hafa þróað leiðir til þess að láta strauminn raska sem minnst daglegu lífi sinna borgara. Flóttamannabúðir eru lokaðar af, bílastæðahús notuð sem geymsla fyrir flóttafólk og aðrar sorglegar, en stundum nauðsynlegar, leiðir.“ Smyglarar á landamærum Á ströndum Norður-Afríku og Tyrk-
lands er starfsemi smyglara metin upp á milljarða evra. Malik al-Behar er einn vinsælasti smyglari á Izmir í Tyrklandi er kallaður „kóngur strandarinnar“. Hann greindi frá í viðtali í New Republic fyrir skemmstu að hann hefði þénaði yfir tvær milljónir evra á síðustu tveimur árum. Hann fær yfir 1500 símtöl á dag frá fólki sem óskar eftir því að komast til eyjunnar Lesbos á Grikklandi. Malik er þekktur fyrir lága slysatíðni og því vinsæll. Hann rukkar 1000-1500 evrur fyrir 20 mínútna sjóferð. Í stóru bátana, öruggasta ferðamátann sem ströndin býður upp á segir Ómar að kosti 2500 evrur á mann. Sögurnar af smyglurum voru af ómannúðlegum toga. „Á vegi mínum varð fjölskylda sem
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
Snjallsíminn er lykillinn Víðsvegar í f lóttamannabúðum hefur Rauði krossinn komið upp hleðslustöðvum fyrir síma. Snjallsíminn hefur reynst vera einn mikilvægasti hlekkurinn í vegferð flóttafólks til Evrópu. Í lokuðum Facebook hópum eru dýrmætar upplýsingar að finna um hvaða leiðir er best að fara og hvaða aðila mælt er með að leita til. Einnig hefur Facebook einfaldað sjálfboðaliðum að skipuleggja starfsemi sína og athafna sig á réttum stöðum. Samfélagsmiðlar hafa skapað samtal milli sjálfboðaliða og flóttamanna og eru sagðir vera „hljóðlátur bjargvættur“ flóttamannaástandsins en þeir „háværu“ eru Þýskaland og Frakkland þar sem þeir hafa tekið á móti flestum flóttamönnum. Snjallforrit líkt og Google Maps hafa síðan vísað veginn og Twitter veitir allar nýjustu upplýsingar um stöðuna á landamærum. Ómar segir símann vera líflínu fólksins og einu leiðina til þess að halda sambandi við fjölskyldu og vini. Flóttamenn í bílakjallara Samkvæmt Ómari var lögreglunni og hernum mikið í mun að halda flóttafólkinu frá öðru fólki. „Fót-
Gengið yfir landamæri Króatíu.
undir flóttamanna voru látnir dúsa í þröngu rými bílakjallarans. Það var síðan sigtað út í litlum hópum, merkt með armbandi, og keyrt með rútu að landamærunum. Tveimur dögum áður en ég kom var hægt að taka lest beint til München en þarna var búið að loka landamærunum. Sumir þurftu að bíða í allt að viku eftir að vera hleypt til Þýskalands.“ Sagan skrifuð Máttleysi er orðið sem Ómar notar til að lýsa fólkinu sem hann kynntist. Máttleysi gagnvart ástandinu, stjórnvöldum og örlögunum sem ekkert þeirra kaus. Dregið hefur úr flóttamannastraumnum til Evrópu vegna vetrarins og átaks yfirvalda í Tyrklandi gegn smyglurum. „Sprengingar voru hluti af þeirra daglega
lífi, dag eftir dag, á leið í vinnuna og skólann. Athyglin er helst á Sýrlandi og það er ekki mikið talað um það í fréttum hér hvað er að gerast í Afganistan, Írak og Sómalíu en þar eru stöðug hryðjuverk. Það eina sem þetta fólk biður um er friður. Ég get
ekki ímyndað mér ástandið núna um hávetur og þúsundir manna að bíða á landamærum. Ég ætla mér að fara aftur og mynda ástandið eins og það er núna. Ég hef aðeins hálfa sögu að segja og ástandið gerir ekkert nema að versna.“
TAKMARKIÐ AÐ
VERÐA BESTUR „Ég ætla að verða einn af bestu hlaupurum í heimi. Það er takmark sem ég hef unnið að síðan ég var krakki.“ Kári Steinn Karlsson langhlaupari
ÁRNASYNIR
Flóttamannabúðir Lesbos Ómar fékk að kynnast flóttamannabúðum á eyjunni Lesbos sem liggur nærri vesturströnd Tyrklands. Af þeirri milljón flóttamanna sem kom til Evrópu 2015 voru yfir 800.000 sem komu í gegnum Grikkland. Helmingurinn af þeim fjölda fer í gegnum Lesbos, sem er eyja með 80.000 skráða íbúa. Allt frá 40007000 flóttamenn koma á eyjuna á hverjum einasta degi með bátum. Ómar sagði ástandið á mörgum hafa verið skelfilegt upp á að horfa. Tveggja vikna gömul börn á barmi ofkælingar og þungaðar konur í áfalli. „Ég fylgdist með einum manni koma að landi með þriggja daga skotsár í fótleggnum. Hann var skotinn niður af lögreglunni á tyrkensku landamærunum og með hjálp vina sinna komst hann til Lesbos með plastpoka bundinn um sárið. Í flóttamannabúðunum kynntist ég allskonar fólki, ég gleymi seint unga manninum Babúl sem hafði verið fótgangandi á flótta í tvo mánuði. Hann, eins og svo margir, hafði ekki efni á öðrum ferðamáta til Evrópu. Hann missti alla fjölskylduna sína í stríðinu og ferðaðist fótgangandi í níu manna hópi. Í bátsferðinni hans til Lesbos var kona með hríðir og átti hún barnið stuttu síðar. Þetta er víst algengt.“ Ómar segir að þar sem flóttamenn eru á ferðinni þá sé alltaf einhver til staðar til að reyna græða sem mest á ástandinu. Hvort sem það eru björgunarvesti á uppsprengdu verði, símafyrirtæki að selja símkort eða ferðaskrifstofur að nýta sér neyðina. Frá Lesbos til Aþenu eru eingöngu tvær einkareknar ferðaskrifstofur sem selja miða í báta. Ómar segir að almennt miðaverð hafi verið 28 evrur en fyrir flóttamenn var hærra gjald. „Þeim var gert að greiða 64 evrur í bátinn og í framhaldi rútuferð til Makedóníu á 60 evrur. Á þessum tíma var búið að koma upp kerfi til þess að halda flóttamönnum frá almennum borgurum og þeirra daglega lífi. Sérstakir bátar, rútur, lestir og landamæri.“
gangandi fylgdi ég hópi yfir landamæri Króatíu og saman ætluðum við koma okkur til Salzburg. Ég var stöðvaður og mátti ekki fara um borð í sömu lest og þau svo ég ferðaðist á undan og beið þeirra í Salzburg. Á afmörkuðum lestarpalli fylgdist ég með þúsundum flóttamanna koma út úr lestunum. Herinn og lögregla tóku á móti þeim og ég fór þangað sem ég bjóst við að þau kæmu upp en þar var engan að finna. Ég spurði fjöldann allan af starfsmönnum en enginn kannaðist við neitt. Það var ekki fyrr en ég stóð úti, við það gefast upp, sem ég sé hermann koma upp úr bílastæði og hleypa þangað niður. Á móti mér gýs ólýsanlega vond lykt og lögreglan að standa vörð um bílakjallarann með grímur fyrir andlitinu. Þús-
nowfoods.is
greiddi 1500 evrur til þess að koma sér yfir til landamæra Króatíu þegar þeim var vísað úr bílnum í Serbíu og sagt að þau væru komin yfir landamærin. Þetta eru úlfar, þeir hnýsast allstaðar þar sem neyðina er að finna. Önnur fjölskylda, sem ég hitti, sagði mér frá því að þegar þau voru komin hálfan kílómetra frá ströndinni kom tyrkneska strandhelgisgæslan og stakk á bátana hjá þeim. Krafist var 50 evra frá hverjum og einum, annars yrði þeim drekkt. Síðan var farið með fólkið aftur til baka og þeir sem höfðu efni á því gerðu aðra tilraun til að komast yfir. Þetta er hryllingur.“
|41
m Nú í nýju m umbúðu
NOW er breið breii ð lína bre l ín lín ína ah hágæða á g æð æða a fæðubótarefna fæð fæ ð ubótarefna sem eru á n allr allra a óæskil óæskile e án óæskilegra aukefna, svo sem litar-, bragð-, rotvarnar- og uppfylliefna.
Gæði • Hreinleiki • Virkni
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
42 |
Öflug námskeið með áherslu á fræðslu og sértækar æfingar, haldið af reyndum sjúkraþjálfurum á þremur stöðum á landinu.
Martröð á morgnana
Námskeiðin hafa fengið frábærar viðtökur og hefjast næstu námskeið 25./26. janúar. Hámark 12 í hverjum hópi. Kennt er tvisvar sinnum í viku. Tveggja vikna námskeið : Fræðsla og kennsla æfinga kr. 20.000
Átta vikna námskeið: Að auki; mælingar, sex vikna sértæk þjálfun og eftirfylgni kr. 45.000
Hafnarfjörður Sjúkraþjálfarinn | Strandgötu 75 Sími 693 9770 | afgreidsla@sjukrathjalfarinn.is
Kæra Magga Pála. Það hefur gengið illa hjá okkur að komast í rútínu aftur eftir jólafríið. Ég er ein með níu ára gutta og fjögurra ára stelpu og hver einasti morgunn eftir hátíðar er búinn að vera martröð, sérstaklega með stelpuna en eftir frí hefur hún ekki viljað fara í leikskólann, grátið og látið illa alveg frá því að við vöknum. Ég reyni að hugga hana en það gengur ekkert og loks fer ég frá henni grátandi og hef komið alltof seint í vinnuna alla vikuna. Fóstrurnar segja mér að hún sé ánægð í leikskólanum um leið og ég er farin en þetta hefur aldrei verið svona áður og það er svo erfitt að fara frá henni grátandi. Áttu einhver ráð eða svör fyrir mig? Með kveðju, Ásta.
Reykjavík Sjúkraþjálfun Reykjavíkur | Seljavegi 2 Sími 898 9638 | thorgeir@srg.is Akureyri Efling sjúkraþjálfun | Hafnarstræti 97 Sími 861 3252 | efling@eflingehf.is www.slitgigt.is
Slitgigtarskólinn
Heil og sæl, kæra Ásta og hjartans þakkir fyrir bréfið þitt. Þú ert ekki ein um þann vanda að skapa aftur rútínu eftir löng frí, það er einfaldlega verkefni sem bíður Fjölskyldunnar ehf. reglubundið á ári hverju.
PÁSKAFERÐ
Hafa svefninn í lagi Svefninn má leiðrétta á skömmum tíma með að koma sér strax á fætur að morgni á réttum fótaferðartíma fjölskyldunnar og harka af sér daginn þannig að enginn taki sér aukablund umfram það sem venjulega er gert. Síðan þarf að koma öllum tímanlega í háttinn og samþykkja engar leifar af hátíðaóreglunni eins og sjónvarpsáhorf fram eftir kvöldi. Þetta er erfitt fyrstu þrjá til fjóra dagana og því er mikilvægt að ríghalda í svefnregluna þegar helgin heldur innreið sína, jafnvel meira en venjulega til að halda viðsnúningnum.
ALBANÍA
HIN FAGRA OG FORNA ALBANÍA 19. – 30. MARS
Undirbúningur kvöldið áður Þú skalt líka létta þér og börnunum þínum lífið með að undirbúa hvern morgun kvöldinu áður. Það er gríðarlegur léttir fyrir börnin að fötin þeirra og skólatöskur séu tilbúin og útifötin klár við útganginn. Svo má setja morgunverðardiska og morgunkorn á borðið og gera kaffigerðaráhaldið klárt þannig að aðeins þurfi að ýta á einn takka í svefnrofunum. Allt þetta sparar tíma og getur meira að segja verið tilhlökkunarefni að hefja daginn með spennandi morgunverði.
Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð.
VERÐ 329.900.- (per mann i 2ja manna herbergi) WWW.TRANSATLANTIC.IS
Innifalið: Flug, hótel í London, hótel með hálfu fæði í Albaníu, öll keyrsla í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á.
SÍMI: 588 8900
Rjúfa morgunóregluna Dóttir þín þarf síðan hjálp til að brjótast út úr morgunóánægjunni því hegðunin sem þú lýsir, getur auðveldlega orðið að vítahring sem er henni sjálfri verst en er líka afar truflandi fyrir stóra drenginn þinn sem þarf líka tíma og athygli frá þér í upphafi dagsins. Byrjunin er að koma dóttur þinni á fætur án þess að hún komist af stað í mótmælum og gráti og þú skalt ræða við hana fyrirfram að þú viljir hjálpa henni til að eiga góðan morgun. Hún hefur aldur og þroska til að koma að umræðu og ákvörðun um að prófa tilteknar leiðir eins og að ef henni takist að komast út úr dyrunum með gleði, fái hún
smáverðlaun síðdegis eins og að spila uppáhaldsspilið við mömmu, velja kvöldmatinn, horfa aðeins á sjónvarpið eða hvað annað sem er eftirsóknarvert. Slík jákvæð styrking er mjög áhrifamikil og þegar árangri er náð, fýkur þörfin fyrir hana út í buskann. Þú getur líka aðstoðað hana með að bjóða henni að velja morgunmatinn eða að hún horfi á barnaefni á meðan þú hreinlega tínir á hana leppana og ef hárgreiðslan er átakaefni, skaltu bara sleppa henni meðan þið byggið upp góða rútínu. Stutt kveðjustund Síðan er að koma kveðjustundinni ykkar í leikskólanum aftur í gott horf. Það er einfalt fyrst að hún hefur alltaf verið ánægð þar og gráturinn því aðeins hluti af því að halda í mömmu – eins og allir vilja gera. Talaðu hiklaust við starfsfólkið sem mun vinna með þér og gefa þér ráð en ég minni þig á að mótmæli og grátur í forstofunni lengir bara erfiða kveðjustund fyrir alla aðila og getur ýkt upp vanlíðan sem var í upphafi bara morgunþreyta og smástjórnun á mömmunni. Oftast dugar að biðja leikskólakennarann að taka barnið í fangið og kveðja svo fljótt og fara út án þess að líta til baka en gefa svo barninu góðan tíma þegar þú kemur að sækja. Gangi þér virkilega vel og hlýjar kveðjur, Magga Pála
Uppeldisáhöldin
Magga Pála gefur foreldrum
ráð um uppeldi stúlkna og drengja milli 0 og 10 ára.
Vítamín og bætiefni Gula miðans eru sérstaklega valin og þróuð fyrir íslenskar aðstæður. Þess vegna hefur Guli miðinn verið hluti af daglegu lífi Íslendinga í 25 ár. Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
44 |
Íslensku víkingarnir klárir í næstu orustu EM í handbolta hefst í Póllandi í dag strákarnir okkar eru komnir til Póllands og leika fyrsta leik sinn á EM í handbolta síðdegis í dag, föstudag. Ísland er í B-riðli sem leikinn er í borginni Katowice. Fyrsti leikurinn er við Norðmenn og í kjölfarið fylgja leikir við Hvíta Rússland og Króatíu. Búist er við stórum hópi íslenskra stuðningsmanna á áhorfendapallana, að minnsta kosti í tveimur fyrstu leikjunum. Yfir 150 manns fara í hópferð með Icelandair þar sem leikarinn Jóhann G. Jóhannsson er fararstjóri. Lagt var af stað í morgun, föstudag, en haldið er heim
Leikir Íslands í B-riðli Ísland – Noregur Föstudagur 15. janúar kl. 17.15 Ísland – Hvíta Rússland Sunnudagur 17. janúar kl. 15 Ísland – Króatía Þriðjudagur 19. janúar kl. 19.30 á leið eftir annan leikinn á sunnudag. Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ er þar að auki búist við yfir 100 manns sem komi á eigin vegum á leikina. Samanlagt gætu því verið á milli 250300 íslenskir stuðningsmenn á pöllunum með tilheyrandi stemningu.
Íslenski hópurinn Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson Alaborg Björgvin Páll Gústavsson Die Bergische Handball Club Aðrir leikmenn: Alexander Petersson Rhein Neckar Löwen Arnór Atlason St. Rafael Arnór Þór Gunnarsson Die Bergische Handball Club Aron Pálmarsson MKB Veszprém KC Ásgeir Örn Hallgrímsson Nimes Bjarki Már Gunnarsson Aue
Guðjón Valur Sigurðsson FC Barcelona Guðmundur Hólmar Helgason Valur Kári Kristján Kristjánsson ÍBV Ólafur Andrés Guðmundsson IFK Kristianstad Róbert Gunnarsson Paris Handball Rúnar Kárason TSV Hannover/Burgdorf Snorri Steinn Guðjónsson Nimes Stefán Rafn Sigurmannsson Rhein Neckar Löwen Vignir Svavarsson HC Midtjylland ApS
Úrvalslið þeirra bestu Íslendingar hafa átt marga frábæra handboltamenn í gegnum tíðina. En hverjir eru þeir allra bestu? þegar stórmót í handbolta stendur yfir sameinast þjóðin fyrir
framan sjónvarpið og hvetur íslenska landsliðið – Strákana okkar – áfram. Í gegnum tíðina höfum við átt frábæra leikmenn og frábær lið en þeir bestu léku því miður ekki allir á sama tíma. Fréttatíminn ræddi við fólk í
handboltaheiminum og fékk það til að velja tvo bestu leikmenn sem við höfum átt í hverri stöðu. Tíu manna hópur álitsgjafa – fimm konur og fimm karlar – valdi svo þá bestu og sagði okkur af hverju þeir voru svo góðir sem raun ber vitni.
Markvörður
Einar Þorvarðarson
Var jafnari að gæðum en Björgvin Páll sem er mikill stemningsmaður, svo mikill að hann dettur stundum alveg úr gírnum. Það var sjaldgæft með Einar.
227 landsleikir Stór og mikill á velli, höfðingi að fornum sið. Gaf aldrei tommu eftir. Líklega besti markmaður sem við höfum átt, góður allsstaðar – í dauðafærum, hornunum og utan af velli. Svo var hann keppnismaður dauðans, af gamla skólanum og fór þetta á hnefanum. Skapmikill og litríkur karakter sem leyndi á sér. Gríðarlegt keppnisskap. Gerði miklar kröfur á sig og aðra í kringum sig.
Varamaður
Björgvin Páll Gústavsson 171 landsleikur Okkar fyrsti alvöru markmaður, var á heimsmælikvarða þegar hann var upp á sitt besta. Mikill og flottur karakter.
Mikill stuðkall og leikirnir geta ráðist af því hvort hann er í stuði eða ekki. Þarf að vera duglegur að halda fókus.
Vinstra horn
Guðjón Valur Sigurðsson
aðra leikmenn að toppa. Gríðarlega vinnusamur með ævintýralega snerpu og stökkkraft.
319 landsleikir Fyrirliði liðsins í dag og fer fyrir sínum mönnum í hverri orustu. Hann er fljótari en blettatígur og er því flottasti hraðaupphlaupsmaður sem ég hef nokkurn tímann séð. Hann er frábær alhliða leikmaður sem getur skellt sér fyrir utan ef þörf er á. Hann er „overall“ stórkostlegur íþróttamaður og frábær fyrirmynd bæði innan og utan vallar.“
Varamaður
Einn langbesti handboltamaður í heimi – til langs tíma – og á enn nóg eftir. Markamaskína. Fljótur á fótunum, góð skottækni og mikill stökkkraftur, ótrúlegur hraðaupphlaupsmaður. Virkar ennþá 22 ára á velli – fæddur íþróttamaður! Góður leiðtogi. Ævintýralegur ferill sem erfitt verður fyrir
Guðmundur Guðmundsson 230 landsleikir Titturinn, eins og hann var kallaður, fór í gegnum þetta af mikilli elju. Hann hætti því miður 28 ára gamall en hefði getað náð lengra.
Vinstri skytta
Aron Pálmarsson
Ef hann helst heill og verður með hausinn rétt skrúfaðan á verður hann enn betri með tímanum og kemst á sama stall og Óli Stef.
102 landsleikir Tók við hlutverki Ólafs Stefánssonar sem aðalmaðurinn í landsliðinu. Skottækni hans og kraftur er lygilegur miðað við aldur. Getur spilað allar stöður fyrir utan og er líklega einn af fimm bestu handboltamönnum í heimi í dag. Ef hann væri duglegri að æfa væri hann kominn skrefinu lengra. Hann er oft bestur í fyrstu leikjum móts, nú reynir á hann að halda út heilt mót. Töframaður í sóknarleik.
Varamaður
Alfreð Gíslason 190 landsleikir Hæfileikaríkasti handboltamaður sem við höfum átt. Er einn af þremur bestu leikmönnum heims í dag. Tekur oft af skarið þegar öll sund virðast lokuð.“
Einn af þessum mönnum sem alinn er upp á skyri í smjörpappír. Var á sínum tíma einn fremsti varnarmaður heims.
Miðja
Dagur Sigurðsson 215 landsleikir Stjórnaði leik íslenska liðsins um árabil. Mikill leiðtogi og stáltaugar á ögurstundu. Meðvitaður um eigin kosti og galla. Hann var mikill leiðtogi, frábær leikstjórnandi, útsjónarsamur og oft með skemmtileg óvænt skot. Dagur var líflegur karakter sem tók gjarnan af skarið og endaði því oft með því að vera annað hvort hetjan eða skúrkurinn í leikjum. Frábær leikstjórnandi með hausinn í lagi. Einn
af þeim sem gerir lið að liði, bæði innan og utan vallar. Er eins og fullkominn stóri bróðir. Mikill leiðtogi og sterkur karakter, vanmetinn leikmaður á sínum tíma. Mikla yfirsýn og gerði samherja sína betri. Frábær leikstjórnandi sem lumaði á lúmskum skotum þegar andstæðingurinn átti síst von á. Dagur var leiðtogi og útsjónarsamur leikstjórnandi. Besti makkerinn sem Óli Stef átti í landsliðinu. Hreinræktaður sigurvegari. Maður sem fórnar sér fyrir liðið.
Varamaður
Snorri Steinn Guðjónsson 252 landsleikir Algjör heili, miðstöð kerfanna, og lætur boltann „fljóta“ vel. Skynsamur og með yfirburða þekkingu á leiknum. Hugsar oft meira um aðra en sjálfa sig.
40%
50%
afsláttur
50%
afsláttur
40%
afsláttur
afsláttur
Wesco Baseboy
Bobrick ruslakarfa
HSM Shredstar S10
Ford slípirokkur
TILBOÐSVERÐ:
TILBOÐSVERÐ:
15.500 kr.
TILBOÐSVERÐ:
4.900 kr.
TILBOÐSVERÐ:
Verð áður: 20.956 kr.
Verð áður: 31.000 kr.
Verð áður: 9.796 kr.
Verð áður: 9.362 kr.
15 ltr. fjólublá ruslafata
12.600 kr.
50 ltr. ryðfrítt stál
70%
afsláttur
Wiss M5R Blikkklippa
Pappírstætari
50%
FSB 3880
afsláttur
Hurðastoppari 9 mm
1200w
5.600 kr.
40%
Fenix HP25
afsláttur
Höfuðljós 360 Lumens
20%
Fenix E40
afsláttur
Vasaljós 220 Lumens SV
TILBOÐSVERÐ:
TILBOÐSVERÐ:
TILBOÐSVERÐ:
TILBOÐSVERÐ:
Verð áður: 1.848 kr.
Verð áður: 2.790 kr.
Verð áður: 11.625 kr.
Verð áður: 8.767 kr.
600 kr.
1.400 kr.
50%
7.000 kr.
20%
afsláttur
7.000 kr.
40%
afsláttur
30%
afsláttur
afsláttur
Camelion 4U-25W-E27
Kguard
AGFA Photo Wild Top
Joma Garden 51
TILBOÐSVERÐ:
TILBOÐSVERÐ:
TILBOÐSVERÐ:
TILBOÐSVERÐ:
Verð áður: 682 kr.
Verð áður: 79.360 kr.
Verð áður: 34.100 kr.
Verð áður: 8.000 kr.
Sparperur
Eftirlitskerfi m/8 myndavélum
63.500 kr.
300 kr.
30%
Myndavél
20.400 kr.
20%
afsláttur
póstkassi úr ryðfríu stáli
5.600 kr.
50%
afsláttur
40%
afsláttur
afsláttur
Master
Pest-Stop
Lufkin
Wenger Evolution
TILBOÐSVERÐ:
TILBOÐSVERÐ:
TILBOÐSVERÐ:
TILBOÐSVERÐ:
Verð áður: 868 kr.
Verð áður: 1.600.
Verð áður: 558 kr.
Verð áður: 4.526 kr.
Hengilás 40 mm
600 kr.
Músagildra
1.300 kr.
Málband 3 m Unilock
300 kr.
ST14.814 Sviss-hnífur
2.700 kr.
LAGERSALA Í Vélum og verkfærum fást alls konar hlutir; verkfæri, hurðarhúnar, eftirlitskerfi, útivistardót eins og höfuðljós og þannig mætti lengi telja. Brot af því sem er í boði á lagersölunni er hér á síðunni og nú gefst gott tækifæri til að gera frábær kaup. Lagersalan er haldin í Skútuvogi 1E. Opið: Föstudag kl. 13–18 og laugardag kl. 12–16.
Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is
fréttatíminn | Helgin 15. janúar-17. janúar 2016
46 |
Superman-atriðið fræga. Synd hvað hann hefur verið óheppinn með meiðsli. Skotfljótur, góður í hraðaupphlaupum, frábær í vörn. Algjört vélmenni. Einn besti varnarmaður sem við höfum átt. Tuðar aldrei, hvorki í dómurum, andstæðingum eða samherjum sama á hverju gengur.
Hægri skytta
Ólafur Stefánsson 332 landsleikir Af flestum talinn besti leikmaður sem við höfum átt. Afburðamaður að öllu leyti. Sem skytta, leikstjórnandi og bestu stoðsendingar hans voru allt að því listrænar. Það sem hefur einkennt hann frá því hann var ungur er að hann sökkvir sér í hlutina og æfir sig þar til hann hefur ná því sem hann ætlar sér. Besti íþróttamaður Íslandssögunar. Einn af fimm bestu leikmönnum sem uppi hafa verið í heiminum. Les leikinn vel, sér möguleikana, sér félagana og hugsar næstu skref á undan öðrum á vellinum. Meistari í stoðsendingum.
Ómissandi leiðtogi sem leiddi landsliðið að silfrinu á Ólympíuleikunum. Sýnir og sannar að aukaæfingin borgar sig.
Einhver staðfastasti leikmaður sem við höfum átt, hvort sem það snýr að því að klára leik kinnbeinsbrotinn eða stöðva hraðaupphlaup andstæðinganna.
Frábær varnarmaður og á sínum tíma fremsti sóknarmaður veraldar. Fjölbreyttur skotstíll (ótrúleg úlnliðshreyfing) og næmt auga fyrir gegnumbrotum sem og línuspili gerir hann að besta leikmanni Íslandssögunnar. Varamaður
Kristján Arason 245 landsleikir Fluglæs á leikinn og klárlega í sama flokki og Ólafur. Í það minnsta einn af fjórum bestu í heimi á sinni tíð.
Varamaður
Vinstra horn
Alexander Petersson 170 landsleikir Frábær liðsmaður. Fórnfús, áræðinn og harður af sér. Hefur klárað orustur sem margur annar hefði gefist upp á. Annar eins eldmóður er vandfundinn og því til sönnunar er til dæmis
Valdimar Grímsson 271 landsleikur Hafði óbilandi trú á sjálfum sér. Það voru engar hindranir hjá honum, sama í hverju hann lenti. Hæfilega ófyrirleitinn. Áræðnasti og kannski markagráðugasti landsliðsmaður okkar.
Lína
Þorgils Óttar Mathiesen 247 landsleikir Byggður eins og veðhlaupahestur og með hausinn í lagi líka. Var líklega besti línumaður í heimi þegar hann var upp á sitt besta. Það sem hann hafði fram yfir Geir var að hann gat fúnkerað sem leikstjórnandi, hann stjórnaði inni á vellinum án þess að menn vissu af honum. Passaði vel upp á sjálfan sig. Fyrir Ólympíuleikana 88 var gerð rannsókn þar sem kom í ljós að Þorgils var í jafn góðu formi og bestu skíðagöngumenn Noregs. Varamaður
Geir Sveinsson 340 landsleikir Sterkur varnarmaður og firnasterkur á línunni. Yfirvegaður leiðtogi.
Álitsgjafar: Birna Ósk Hansdóttir, framleiðslustjóri RÚV, Edda Sif Pálsdóttir íþróttafréttamaður, Einar Jónsson þjálfari Stjörnunnar, Fanney Rúnarsdóttir, fyrrum handboltakona, Freyr Gígja Gunnarsson fréttamaður, Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður, Guðjón Ingi Eiríksson bókaúgefandi, Harpa Melsted, fyrrum handboltakona, Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður og fyrrum handboltamaður og Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV.
Kynningar | Matur
Keiluhöllin Sportbar er heimavöllur EM í handbolta Ótrúlega góð stemning myndast á beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum í Keiluhöllinni í Egilshöll. Unnið í samstarfi við Keiluhöllina í Egilshöll Allir leikir Íslands á eM í handbolta verða sýndir á 15 risaskjám og yfir 60 sjónvarpsskjám í beinni útsendingu í Keiluhöllinni í egilshöll. eftir breytingar í Keiluhöllinni í egilshöll hafa viðtökurnar verið gríðarlega góðar. Sportbarinn hefur mælst vel fyrir og hvert aðsóknarmetið af fætur öðru hefur verið slegið. 400 manns voru viðstaddir beina útsendingu UFC frá las Vegas í desember, þegar gunnar nelson barðist fram á síðustu lotu og troðfullt hefur verið á öllum stórleikjum í enska boltanum. „Stemningin sem hefur myndast á beinum
útsendingum er oft alveg ótrúleg,“ segir Sigmar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Keiluhallarinnar. „Það er svo miklu skemmtilegra að upplifa beinar útsendingar innan um annað fólk, þetta er eins nálægt því og að vera upp í áhorfendastúku.“ Keiluhöllin mun slá upp skemmtilegum leik með Carlsberg, á meðan á eM í handbolta stendur yfir. „Þeir sem mæta á Sportbarinn geta giskað á úrslit leiksins og þeir sem giska á rétt úrslit fá 8 stóra bjóra að launum sem hægt er að njóta á næstu 4 mánuðum. Þeir sem giska á réttan markamun munu fá einn stóran af krana!,“ segir Sigmar og telur næsta víst að það verður mikil stemning í húsinu. „allir landsleikir Íslands verða líka sýndir á risa skjám yfir öllum keilubrautum, eða alls 11 risaskjáir. Þannig að þeir sem vilja gera sér glaðan dag með fjölskyldunni þurfa ekki að missa af einni mínútu af leiknum á meðan öll fjölskyldan leikur sér í keilu!“
auglýsingadeild fréttatímans S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
TENNIS
48 |
fréttatíminn | Helgin 15. janúar-17. janúar 2016
er skemmtileg hreyfing
Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is
Evonia Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.
www.birkiaska.is
Unga fólkið vill ekki hringja
BOSCH rafhlöðuborvél GSB 18-2 LI 2 x 1,5 Ah Lithium. 13 mm patróna. Hersla 38 Nm. Þyngd 1,3 kg.
39.995 74874099
byko.is
kr.
Á vinnustöðum er vandamál að ungt fólk forðast símtöl og kýs heldur netsamskipti. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is
Stjórnendur fyrirtækja segja það vaxandi vandamál að ungt fólki vill ekki taka upp tólið. Tilkoma snjallsímans hefur breytt hegðun heillar kynslóðar í samskiptum. Unglingar hafa nánast alveg skipt út símhring-
Sorgin og lífið Vikudvöl fyrir þá sem hafa orðið fyrir ástvinamissi dagana 21. - 28. febrúar 2016. Sorg er eðlileg í kjölfar ástvinamissis en oft gerist það að sá sem syrgir á erfitt með að vinna sig til sáttar í sorgarferlinu. Sorgin hefur ólíkar birtingarmyndir en einkenni geta verið líkamleg, tilfinningaleg, hugræn og félagsleg. Markmið námskeiðsins er að hjálpa þátttakendum að draga úr vanlíðan sem fylgir sorginni og finna leiðir til að auka jákvæð bjargráð í erfiðum aðstæðum. Lögð verður áhersla á fræðslu og leiðir til að vinna með sorgina, heildræna nálgun, slökun og hugleiðslu. Að auki verður boðið upp á hæfilega hreyfingu og útivist í fallegu umhverfi. Innifalið er gisting, hollur og góður matur, aðgangur að líkamsrækt, sundlaugum og baðhúsinu Kjarnalundi. Umsjón er í höndum Bryndísar Einarsdóttur sálfræðings ásamt hópi fagfólks Heilsustofnunar. Verð á mann: 130.000 kr. (123.500 í tvíbýli)
Nánari upplýsingar í síma 483 0300 eða heilsa@heilsustofnun.is
Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands Grænumörk 10 - Hveragerði - heilsustofnun.is
ingum fyrir samskiptaforrit og tölvupósta. Þrátt fyrir að vera virkasti aldurshópurinn til að notast við snjallsímann hringja þau fæst símtöl. Guðbrandur Loki, yfirmaður hjá Miðlun, fyrirtæki sem tekur að sér að sinna símsvörun og úthringingum fyrir fyrirtæki, segir starfið alls ekki henta öllum. „Flestir sem sækja hér um gera sér grein fyrir eðli starfsins og treysta sér í það. En starfsmannaveltan er mikil, það eru margir sem hætta um leið því þeim þykir þetta óþægilegt. Flest okkar starfsfólk er ungt og mörgum þykir símtöl of mikil innrás í einkalíf annarra.“ Hanna Katrín er framkvæmdarstjóri heilbrigðissviðs hjá Icepharma og telur þetta almennt vandamál á vinnustöðum. „Tölvupósturinn er hentugur fyrir margt en þegar kemur að aðkallandi málum er síminn nauðsynlegur. Mál sem hægt er að leysa með einu stuttu símtali getur dregist yfir nokkra daga í tölvupóstasamskiptum. Munurinn á kynslóðum er að símhringingar eru ekki hluti af daglegu lífi unga fólksins og netsamskipti eru innan þægindarammans.“ Breyting hefur einnig orðið á eðli vinnusímans en hann er ekki lengur bundinn við skrifstofuna heldur er persónulegur farsími fólks orðinn vinnusími þess. Að hitta illa á fólk í símann vekur upp kvíða og er freistandi að gefa viðmælendum sv igr úm til þess að svara á
þeirra forsendum, líkt og tölvupóstar gera. Yfirmaður hjá íslensku sprotafyrirtæki, sem kýs að koma ekki undir nafni, segir sig hafa rekist á vandamálið. „Hjá ungu fólki, bæði í sölu og móttökustarfi, höfum við upplifað þetta. Þau hafa mikla þekkingu á hinum ýmsu miðlum og eru góð að skrifa tölvupósta en það kemur ekki í staðinn fyrir símtöl og að fá svör um hæl. Þeirra upplifun á símhringingum er Gallup með skoðanakönnun. Þau taka með sér samskiptavenjur við vini og fjölskyldu og heimfæra á vinnustaðinn.“ Kynslóð Y, þekkt sem „Millennials“ er kynslóðin fædd 1985 til aldamóta. Kynslóð Y er tæknivædd og elst upp við gríðarlegt upplýsingaflæði. Hún er talin frjálslyndari en kynslóðin á undan, viðurkennir hjónaband samkynhneigðra, lætur sig varða réttindi trans fólks og andæfir grimmd gegn dýrum. Vinnustaðir eru taldir hafa tekið breytingum með tilkomu kynslóðarinnar. Þau hafa nýjar væntingar, vonir og kröfur til fyrirtækja og vinnuveitanda. Í yfirmanni leitast þau heldur eftir góðum leiðbeinanda frekar en stjórnanda og þau vilja sjá stöðuga möguleika á að vaxa í starfi. En ekki eru þau fullkomin og þurfa þau að yfirstíga hræðsluna við að hringja.
fréttAtíminn | Helgin 15. janúar-17. janúar 2016
| 49
Kynningar | Heilsa
AuglýsingAdeild fréttAtímAns S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Léttara líf með Active Liver Active Liver inniheldur náttúruleg efni sem styrkja starfsemi lifrarinnar og eykur niður niðurbrot fitu í lifrinni. Active Liver veitir aukna orku og er tilvalin fyrir þá sem vilja létta sig. active liver taflan er byltingarkennd uppfinning og ólík öllum þeim megrunarvörum sem eru á markaði, en hún er sérstaklega gerð til að stuðla að virkni lifrarinnar og gallsins. Það er alveg rökrétt að það er erfitt að léttast þegar lifrin safnar fitu vegna óheilbrigðs lífsstíls. Þess vegna er dagleg notkun á active liver heilsutöflunum frábær fyrir þá sem vilja njóta lífsins en samt léttast. active liver inniheldur mjólkurþistil, ætiþistil, túrmerik, svartan pipar og kólín. Mjólkurþistill var notaður sem lækningajurt til forna, hann örvar efnaskipti lifrarfrumna og verndar lifrina gegn eituráhrifum. Ætiþistillinn styrkir meltinguna og eykur niðurbrot fitu. Túrmerik hefur verið notað gegn bólgum, magavandamálum, liðagigt, brjóstsviða og lifrarvandamálum í gegnum aldirnar. Svartur pipar eykur virkni túrmeriksins og virkar einnig vel gegn uppþembu, magaverk og hægðatregðu. Kólín er eitt af B-vítamínum sem vinnur með jurtunum sem finna má í active liver. Aukin orka með Active Liver jóna Hjálmarsdóttir ákvað að prófa
iver þar sem það inniheldur active liver aðeins náttúruleg efni. „Ég hef fulla trú á að náttúruefnin í vörunni hjálpi lifrinni að hreinsa sig. Ég er sjúkraliði að mennt og er meðvituð um líkamsstarfsemina og veit að fitan getur safnast á lifrina, þess vegna ftir að hafa notað vildi ég prófa.“ eftir iver í um það bil fjóra mán active liver mánuði fann jóna mun. „Ég fékk aukna orku og mér finnst auðveldara að halda mér í réttri þyngd. Ég er í vinnu þar sem ég þarf að vera mikið á ferðinni. Ég er í góðu formi og hef trú á að active liver geri mér gott. Ég finn einnig mikinn mun á húðinni á mér, hún ljómar meira og er mýkri. Ég er mjög ánægð með árangurinn og mæli með active liver fyrir fólk sem hugsar um að halda meltingunni góðri.“ ein heilsutafla á dag fyrir lifrina Taflan, sem er tekin inn daglega, samanstendur eingöngu af náttúrulegum kjarna sem stuðlar að eðlilegri starfsemi lifrar- og gallkerfisins. Það nægir að taka inn eina töflu á dag. active liver er ekki ætlað börnum yngri en 11 ára eða barnshafandi konum, nema í samráði við fagfólk. active liver er fáanlegt í
Sjö góðar ástæður fyrir því að taka Active Liver: n eykur efnaskiptin þín og fitubrennslu. n eykur virkni lifrarinnar og gallsins. n Kemur í veg fyrir að sykur umbreytist og geymist sem fita í lifrinni. n eykur niðurbrot á fitu í þörmunum. n Stuðlar að daglegri hreinsun líkamans. n Bætir meltinguna. n inniheldur einungis náttúruleg jurtaþykkni. öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu icecare, www.icecare.is
Fitubrennsla á náttúrulegan hátt Chili Burn töflurnar auka brennslu, örva meltingu og minnka sykurlöngun. Helene Jenssen hefur lagt af eftir að hún fór að taka Chili Burn reglulega.
Ég er ekki sama manneskja eftir að ég kynntist Femarelle Reynslusaga Guðrúnar Rögnu Ólafsdóttur af Femarelle.
Unnið í samstarfi við Icecare
Unnið í samstarfi við Icecare
chili burn töflurnar eru byltingarkenndar töflur sem hjálpa til við fitubrennslu á náttúrulegan hátt. Töflurnar innihalda chili jurtina sem eykur brennslu, grænt te sem örvar meltinguna, króm sem minnkar sykurlöngun, piparmyntuolíu sem dregur úr uppþembu og vindgangi ásamt B-vítamíni og magnesíum. Chili Burn virkar þannig með þreföldum hætti, það eykur brennslu, örvar meltinguna og minnkar sykurlöngunina.
ég var komin á breytingaskeiðið, fékk hormóna hjá lækninum, þau lyf fóru ekki vel í mig svo að ég ákvað að prófa Femarelle fljótlega eftir að það kom á markað fyrir 3 árum. Ég get ekki líkt líðan minni við þá líðan sem ég áður hafði, eftir að ég ákvað að prófa Femarelle. Ég er með gigt og hef verið á lyfjum við gigtinni og mörg lyfin fara ekki of vel með mig. núna fer ekkert í skapið á mér og mér líður allri svo miklu betur að nota Femarelle, miðað við hvernig mér leið á hormónunum.
Loksins fundið það sem virkar Helene jenssen hefur tekið Chili Burn töflurnar inn daglega í rúma tvo mánuði. „Ég hef lagt af og ekki bætt kílóunum á mig aftur. Ég nota minni fatastærðir og það er frábært.“ Hún segist hafa barist við hliðarspik og stóran maga í mörg ár, reynt allt til að grennast en ekkert gengið. „Þegar ég las að chili væri náttúrulega efnið í Chili
Chili Burn töflurnar innihalda chili sem eykur brennslu með náttúrulegum hætti.
Burn töflunum fór ég strax í næstu heilsuverslun og keypti mér pakka, og þá fór eitthvað að gerast! eftir að ég fór að taka Chili Burn inn hef ég minnkað matarskammtana aðeins. Mér líður betur í maganum og ég er ekki eins þrútin og útþanin eins og ég var áður eftir máltíðir. Ég var næstum búin að gleyma því hvað manni getur liðið vel þegar maður lítur vel út. Ég mun aldrei verða þybbin aftur og mun halda áfram að taka inn töflurnar.“ Framleitt og prófað í Skandínavíu Sænskir sérfræðingar hjá new nordic hafa þróað þessar nýju töflur byggðar á efnum úr chili plöntunni. Þykkninu hefur verið blandað saman við önnur náttúruleg efni
sem innihalda catechins andoxunarefni. Klínískar rannsóknir sem hafa verið birtar í vísindatímaritinu „Obesity“ sýna fram á að sama magn af þeim innihaldsefnum og eru í töflunum geta dregið úr líkamsfitu. Sérfræðingarnir bættu piparmyntuolíu við töfluna, sem dregur úr uppþembu og vindgangi. Sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar til að hámarka bestu gæðin bæði úr chilíinu og öðrum innihaldsefnum, allt frá vinnslu þar til neytandinn tekur við þeim. Chili Burn töflurnar eru fáanlegar í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaða. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu iceCare, www.icecare.is.
Takk fyrir, Guðrún Ragna
10
fréttatíminn | Helgin 15. janúar-17. janúar 2016
50 |
1
Að nota heilann er eins og að fara með hann í ræktina. Ef heilinn fær ekki æfingu fer hann fljótt að ryðga.
2
Með því, til dæmis, að læra nýtt tungumál minnkar þú líkur á elliglöpum og Alzheimer, þar sem sannað er að fjöltyngt fólk fær síður slíka ellikvilla en þeir sem kunna fá tungumál.
3
Þú verður hamingjusamari. Rannsóknir sýna að lærdóm-
ástæður til að læra ævina á enda
ur eflir geðheilsu og minnkar þörf fólks á geðlyfjum.
þú kynnist skemmtilegu fólki sem er svipað þenkjandi og þú.
4
6
Þú tengist yngri kynslóðinni betur – í stað þess að vera ráðþrota þegar kemur að því að stinga borðtölvunni í samband gætir þú farið á tölvunámskeið – fyrr en varir verður þú farinn að fótósjoppa hrukkurnar af enninu.
5
Þú eignast nýja vini – ef þú ferð að læra eitthvað sem þú hefur áhuga á er bókað að
Þú verður eftirsóknarverðari starfskraftur – ef þú bætir við þig tungumáli eða tæknilegum hæfileika er líklegra að þú fáir launahækkun eða betri stöðu.
7
Það bætir taugakerfið. Ef þér finnst erfitt að gera margt í einu gæti tungumálanámskeið verið lausnin, því þeir sem kunna meira en eitt tungumál
Kynningar | Námskeið
eru betri en aðrir í að „múltítaska“.
8
Að ná tökum á tungumáli eða afla þér annarrar nýrrar þekkingar eflir sjálfstraustið – það segir sig sjálft.
9
Heilinn þarf alltaf nýjar áskoranir – ef þú ert farinn að leysa sömu krossgátuna auð-
veldlega í hverri viku er kominn tími til að finna erfiðara verkefni fyrir heilann, honum er farið að leiðast.
10
Að læra nýtt tungumál, um aðra menningu og kynnast nýju fólki víkkar sjóndeildarhringinn þinn smám saman og þú ferð að hugsa gagnrýnna.
auglýsingadeild fréttatímans S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Sjálfvirk forrit í huganum endurstillt Unnið í samstarfi við Dáleiðsluskóla Íslands hugræn meðferð þar sem unnið er með undirvitundinni, svokölluð dáleiðslumeðferð, hefur undanfarin 200 ár ítrekað rutt sér til rúms en síðan horfið nær alveg af sjónarsviðinu á milli. Á nítjándu öld notuðu flestir læknar dáleiðslu og hundruð bóka voru skrifaðar um meðferðina og árangurinn, að sögn ingibergs Þorkelssonar, skólastjóra Dáleiðsluskóla Íslands. „Á seinni hluta síðustu aldar hófst ný vakning í þessum málum sem enn vex ásmegin og fundnar hafa verið og þróaðar nýjar aðferðir sem hafa reynst afar áhrifaríkar, meðal annars þáttameðferð,“ segir ingibergur Huglæg endurforritun nær fótfestu í Evrópu ingibergur segir að huglæg endurforritun, eða Subliminal Therapy, sem þróuð hefur verið af Dr. edwin Yager, einna öflugustu aðferð sem þekkist. Dr. Yager hafði í nokkur ár kynnt aðferðina fyrir geðlæknum og sálfræðingum í Bandaríkjunum og víðar. „aðferðin byggist á því að meðferðaraðilinn talar við meðferðarþegann og hans innri vitund til skiptis og fær innri vitund til að gera þær breytingar á forritum hugans sem þarf að gera,“ segir hann. Hann segir að aðferðin sé svo framandi og ótrúleg að margir sálfræðingar og geðlæknar sem hafa lært hefðbundnari aðferðir eigi erfitt með að tileinka sér hana. „Ég frétti að Dr. Yager myndi kynna aðferð sína á þingi sálfræðinga í glasgow haustið 2012. Við höfðum verið að skrifast á og hann féllst á að hitta mig og sýna mér aðferðina. Samstarfskona mín hóaði í nokkra vini sína til að verða meðferðarþegar en þeir glímdu við mis alvarleg vandamál,“ segir ingibergur. Hann segir að meðferðin hafi verið svo sérstök og frábrugðin því sem hann hafði kynnst og rannsóknir Dr. Yager svo sannfærandi að hann hafi strax ákveðið að fá hann til að kenna á Íslandi. námskeiðið tókst mjög vel og hefur Dr. Yager nú komið þrisvar til landsins til að kenna þessa aðferð. ingibergur segir að vegna þess hve vel hafi gengið á Íslandi, þar sem Dr. Yager kenndi dáleiðslutæknum af
Ingibergur ásamt syni og tengdadóttur frægasta dáleiðanda síðustu aldar, Dave Elman, þeim Cheryl og Larry Elman, sem eru meðal kennara Dáleiðsluskóla Íslands.
Dáleiðslukynning í Kringlunni.
að 20 – 40 fullmenntaða dáleiðendur á ári sem geti beitt þessari aðferð með árangri,“ segir hann.
Meðferðir eru ekki tóm alvara. Dr. Edwin Yager og Ingibergur.
ýmsum stéttum, hafi hann ákveðið að láta slag standa og kenna dáleiðendum hvarvetna í evrópu í stað þess að takmarka kennsluna við sálfræðinga og geðlækna. „Ég tók að mér að kynna aðferðina í evrópu með þeim árangri að hún er nú kennd í rúmeníu, Portúgal, Sviss og í Þýskalandi,“ segir ingibergur. Í Þýskalandi hefur Dr. norbert Preetz verið sérlega öflugur í kennslu og kynningum á aðferðinni sem þar kallast „Yagerian Code“. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Mexíkó fengið Dr. Yager til að kenna 30 sálfræðingum aðferðina og þeir hafa
byrjað rannsóknir á virkni hennar við fíkn sem er afar stórt vandamál þar. Fíkn, áföll, einelti, vefjagigt, athyglisbrestur og áráttuhegðun Fíkn, áföll og einelti, vefjagigt, athyglisbrestur, áráttuhegðun eru dæmi um vanda sem vel hefur tekist að eyða með huglægri endurforritun. ingibergur segir að núna stefni hann að því stækka þann hóp sem getur beitt þessari meðferð og byrja síðan kerfisbundnar meðferðir og rannsóknir sem fyrst, jafnvel í haust. „Ég vonast til að geta útskrif-
Uppbygging hugans Huglæg endurforritun tekur mið af því módeli Dr. Yager að í undirvitundinni sé fjöldi þátta sem hver um sig sér um að vinna ákveðið verkefni. Þættirnir verða til að leysa verkefni eða vandamál en með tímanum getur sjálfvirk vinnsla þeirra farið að vinna gegn vilja og hagsmunum eigandans. „Dæmi um slíkt er þegar þáttur tekur að sér að sjá um að þú verðir ekki fyrir aðkasti, t.d. að skólafélagarnir hlæi að þér þú svarar kennaranum vitlaust og gerir það með því að þagga mikið til niður í þér. Þá lendir þú í erfiðleikum síðar á ævinni, t.d. ef þú vilt tala fyrir hóp fólks,“ segir ingibergur.
Námskeið í meðferðardáleiðslu Þann 5. febrúar byrjar 22 daga námskeið í meðferðardáleiðslu. Það er í 2 hlutum, fyrst er það grunnnámskeið í 10 daga í febrúar og mars og síðan framhaldsnámskeið í 12 daga í apríl og maí. Strax á fyrsta degi skiptast nemendur á að hlusta á kynningar og fyrirlestra svo og að gera æfingar. „nemendur byrja strax á að æfa sig að dáleiða hver annan og gera það oft á dag út námskeiðið,“ segir ingibergur. Sjö kennarar kenna ýmsa hluta námskeiðsins. Þar af sex Íslendingar með mjög mikla reynslu og þekkingu á meðferðardáleiðslu. einnig kemur til landsins roy Hunter, sem er höfundur bókarinnar listin að dáleiða, og kennir hann þáttameðferð í 2 daga. enn er opið fyrir skráningu á námskeiðið á síðunni www.dáleiðsla.is
52 |
Í fullkomnu flæði
fréttatíminn | Helgin 15. janúar-17. janúar 2016
Fortíðin eltir R. Kelly söngvarinn r . kelly er einn helsti RnB-tónlistarmaður heims og hefur á 20 ára ferli gefið út hverja metsöluplötuna á fætur annarri, trónað á toppi vinsældalista með lög á borð við Ignition (Remix) og I Believe I Can Fly, og unnið með stjörnum á borð við Michael Jackson. Á dögunum komst Kelly í fréttir þegar hann gekk út úr viðtali Huffington post, þegar fréttakonan Caroline Modarressy-Tehrani spurði hann út í ítrekaðar ásakanir um að hann hafi brotið gegn ungum stúlkum kynferðislega. Allt frá árinu 1994 hefur R.Kelly nokkrum sinnum verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlkum undir lögaldri og hafa fjölmargar konur til viðbótar sakað hann um slíkt. Vinsældir söngvarans hafa þó ekki dalað að ráði. Margir kannast við myndband sem lak á netið og sýndi R. Kelly hafa mök við unga stúlku og meðal annars pissa upp í munn hennar. Færri vita að stúlkan var 14 ára gömul þegar myndbandið er tekið. Í kjölfarið var R. Kelly kærður fyrir framleiðslu á barnaklámi, en hann var sýknaður af þeim kærum því ekki var hægt að staðfesta aldur myndbandsins, og þar með stúlkunnar. Til eru fleiri myndbönd sem sýna R. Kelly hafa mök við stúlkur
undir lögaldri, en þau mál hafa ekki farið fyrir rétt. Hjónaband hans við söngkonuna Aaliyah, sem þá var aðeins 15 ára gömul, komst í fréttir árið 1994 en R. Kelly var þá 27 ára gamall og falsaði fæðingarvottorð hennar svo hún virtist 18 ára. Fjölskylda Aaliyah lét ógilda hjónabandið skömmu síðar.
Litlar afleiðingar fyrir Kelly En jafnvel þótt gögn úr þeim málum sem höfðuð hafa verið gegn honum síðustu 20 árin séu öllum aðgengileg, virðast þau ekki hafa dregið úr vinsældum R. Kelly. Jim DeRogatis, tónlistarblaðamaður sem fyrir tilviljun fór að rannsaka brot R. Kelly árið 2000, segir í viðtali við Village Voice ástæðuna fyrir þessum litla áhuga
á glæpum R. Kelly einfalda: „Það sorglegasta sem ég hef lært (á því að fjalla um mál R. Kelly) er þetta: Það er enginn sem samfélagi okkar er meira sama um en ungar, svartar konur.“ Nú virðist almenningur hafa snúið bakinu alveg við grínistanum Bill Cosby, sem fjölmargar hvítar konur hafa sakað um gróf kynferðisbrot. DeRogatis segir að hefði R. Kelly fengið á sig kæru frá hvítri konu, hefði það vakið sterkari viðbrögð almennings. Nýjasta plata R. Kelly, The Buffet, hefur ekki selst vel, en hann biðlaði á dögunum til aðdáenda sinna að kaupa plötuna og styrkja list hans. | sgþ
Kynningar | Matur
Ástin er aðalhráefnið Antonio Neri býður upp á ekta ítalskan mat á Piccolo Italia við Frakkastíg.
JÓNSSON & LE’MACKS
•
jl.is
•
SÍA
Unnið í samstarfi við Piccolo Italia
Sous Vide er matreiðsluaðferð sem felst í því að sjóða í lofttæmi við lágan og jafnan hita. Með því að elda við fullkomið hitastig – ekki of lengi og ekki of stutt – er hægt að hámarka bragðgæði matarins. Með Sous Vide-amboðinu frá Sansaire geta áhugamenn jafnt sem atvinnumenn náð fullkomnu valdi á hitastiginu og „súvídað“ í hvaða íláti sem er. Maður þarf ekki einu sinni að eiga pott. laugavegi 47 www.kokka.is
kokka@kokka.is
piccolo italia við Frakkastíg er eini ítalski veitingastaðurinn hér á landi sem getur stært sig af því að nota ekta ítalskt hráefni. Ferskur pastailmur svífur í lofti og mætir þar ítölskum óperutónum sem vekur þá tilfinningu hjá gestunum að þeir séu staddir á Ítalíu, ber staðurinn því nafn með rentu, litla Ítalía. eigandinn, antonino neri, býr til pítsur, pasta, brauð og ís frá grunni og segir ástríðuna reka sig áfram. Fljótlega eftir að antonino neri kom til Íslands fyrir tíu árum kviknaði áhugi hans á að opna veitingastað en fyrst og fremst vegna þess að hann taldi þörf á ekta ítölsku hráefni. enginn þeirra ítölsku veitingastaða sem hér var að finna bauð ósvikinn ítalskan mat eða hráefni að hans mati. „Ég hugsaði með mér að ég vildi reka minn eigin stað sem þjónar þeim sem vilja bragða ekta ítalskan mat,“ segir antonino eða nino eins og hann er oftast kallaður. Með 45 ára reynslu að baki í eldhúsinu býr hann til heimagert pasta, pítsur, ís og ítalskt brauð sem hann selur á veitingastaðnum Piccolo italia. „Hið ósvikna ítalska bragð,“ er þema staðarins en allt hráefni og vörur eru fluttar inn beint frá Ítalíu. Hvort sem fólk sækir staðinn til að njóta samveru með fjölskyldu og vinum eða menn njóta matarins einir með sjálfum sér þá verður enginn svikinn af því að borða besta
ítalska matinn í bænum og hlusta á ljúfa ítalska tóna. Verðið er sanngjarnt og í janúarmánuði er þriggja rétta tilboð á heimagerðu pasta með ljúffengu panna cotta í eftirrétt á 3.450 krónur. Íslenskan mat má þó líka finna á matseðlinum, eins og hvalkjöt, lamb, folaldakjöt og fisk en nino leggur áherslu á að mæta þörfum viðskiptavina sinna. Það besta við að reka veitingastað, að hans mati, er að vita til þess að bæði Íslendingar og ferðamenn elska matinn sem hann býður þeim. „Mitt aðalhráefni er ást,“ segir nino.
Nino leggur mikið upp úr því að nota ósvikið hráefni til að framkalla hið sanna ítalska bragð.
54 |
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
280cm
98cm
Tískuvöruverslun fyrir konur Bláu húsin Faxafeni S. 588 4499 Opið mán.-fös. 11-18 lau. 11-16 Mynd | Rut Sigurðardóttir
Fullkomnun er úrelt
Melkorka Katrín
Melkorka Katrín Tómasdóttir hefur vakið athygli fyrir ljósmyndirnar sínar og listaverk. Hrár stíll hennar í ljósmyndum og list er laus við alla glansímynd og glamúr. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is
„Womanhood as weapon“.
Úr seríunni „lesbian stepdad lll“. og það samstarf hefur gert mikið fyrir mig. Hjá okkur er allt leyfilegt í listinni og ekkert sem heldur aftur að okkur. Ég hugsa ég klári námið mitt hérna heima, aðstaðan er frábær í skólanum og með mér er fólk á öllum aldri. Það veitir mér innblástur að sjá fólk hætta því
Ert þú að huga
Hitaðu þig upp fyrir Fóstbræðra spurningakeppni
að dreifingu? Ert þú að huga Fréttatímanum að dreifingu? er dreift á heimili á
Fréttatímanum höfuðborgarsvæðinu er á heimili og dreift Akureyri auk á höfuðborgarsvæðinu lausadreifingar um land allt. og Akureyri auk lausadreifingar um land allt.
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is
Dreifing með Dreifing með á Fréttatímanum Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. er hagkvæmur kostur.
sem það er að gera og fara að búa til list.“ Melkorka segist sjaldan byrja með endi í huga. „Ég er sífellt að vinna í einhverju og gleymi mér í því. Það er ekki fyrr en ég er búin sem ég tek eitt skref aftur á bak og reyni að átta mig á því hvað ég hef skapað.“
Spurningakeppni um grínþætina Fóstbræður verður haldin á Húrra, miðvikudaginn 20. janúar kl. 20.
Er plast rusl eða þjóðargersemi? listakonan þorgerður Ólafsdóttir opnar um helgina sýningu sem byggir á safni af gömlum plastmunum sem fundist hafa víða um land. Þumalputtareglan um hvort eitthvað teljist til fornminja er að
munir séu 100 ára. Listakonan veltir upp spurningum um hverju ber að safna og halda til haga. Hver ákveður hvað er rusl og hvað er fornmunur? Sýningin opnar í Harbinger-galleríi á laugardag, klukkan 17.
Hér eru þrjár laufléttar spurningar til að hita þig upp:
1 2
Hvað vinnur Siggi Litli Sörensen við á fullorðinsaldri?
Hvað heitir konan sem hringdi í persónulega trúbadorinn Helga úr bankanum?
3
Hvaða orð vantar í lagatextann: „Svona er það, leggjum af stað, í ____, lífið sjálft, sei sei já.“
1. Bílasali 2. Guðrún Guðmundsdóttir 3. Ævintýraferð
Fákafen 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is
Listamaðurinn Melkorka á erfitt með að lýsa stílnum sínum en játar að tíundi áratugurinn heillar hana og að finna megi vott af rússneskum „post-soviet“ stíl. Hún segir glans og glamúr aldrei hafa heillað sig og hennar helsta viðfangsefni sé líkaminn þar sem líkamshár og nekt fá að njóta sín. Aðspurð hvort hún sé meðvituð um aðdáendur sína sem líta upp til þess sem hún er að gera á samfélagsmiðlum, fer hún hjá sér. „Það er ákveðinn hópur af yngra fólki sem virðist fylgjast með mér sem er ótrúlega gaman. Kannski er fólk orðið þreytt á þessum fullkomnu myndum á samfélagsmiðlum, maður er farinn að sjá í gegnum svoleiðis.“ Melkorka Katrín, kölluð Korka, heitir í þjóðskrá Ingibjörg en gengur undir listamannsnafninu Korkimon. Melkorka er í skiptinámi í myndlist við Listaháskóla Íslands en hún hefur búið í New York frá 12 ára aldri. Hún segir það hafa mótað sig sem listamann. „Ég var mikið ein fyrstu árin, New York er stór borg og þetta var allt saman nýtt fyrir mér. Ég hef aldrei verið hluti af vinahópi og þrífst illa í margmenni. Einveran varð til þess að ég var stöðugt að fást við eitthvað, skjóta myndbönd og teikna. Eina af mínum bestu vinkonum, Anna Maggý, er ljósmyndari og við vinnum mikið saman. Sú vinátta
GENNA ÆFINGATOPPUR
GENNA TOPPUR
ÆFINGATOPPUR
VERÐ 4790
VERÐ 4290
VERÐ 3290
LINA JOGGINGBUXUR
VERÐ 4690
HARRIET HLAUPAJAKKI
VERÐ 7990
BOOST ÆFINGABUXUR
VERÐ 5990 SEAMLESS ÆFINGABUXUR
VERÐ 4490
Í VERO MODA SEAMLESS BOLUR
VERÐ 3490
ONLY PLAY línan er hugsuð fyrir konur sem hafa áhuga á tísku og líkamsrækt. ONLY PLAY línan bíður upp á hefðbundinn æfingafatnað ásamt fatnaði sem hentar fyrir útiæfingar. Áhersla er lögð á falleg mynstur, góð efni og klæðileg snið.
KRINGLUNNI OG SMÁRALIND | VEROMODAICELAND
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
56 |
Ég þarf ekki að eiga hús til að líða vel
Hrútur Teitsson er einn fjölmagra fullorðinna sem enn búa í foreldrahúsum Með hækkandi leiguverði og minnkandi framboði á húsnæði sem hentar ungu fólki í startholum lífsins fjölgar þeim sem dvelja í hreiðrinu fram eftir aldri. Talið er að nærri helmingur ungs fólks á aldrinum 18-30 ára í Evrópu búi enn í foreldrahúsum. Ísland er þar ekki undanskilið. Eru þetta ósjálfstæðir eilífðarunglingar eða er þetta bara það sem koma skal ef leigumarkaðurinn breytist ekki? Hrútur Teitsson er 26 ára gamall og býr með föður sínum, Teiti, og konu hans, Rattana, í Garði á Suðurnesjum. Hann leigði áður sjálfur á Egilsstöðum en ákvað að flytja í foreldrahús á meðan hann klárar stúdentspróf í Keili á Ásbrú.
„Ég var að spá í að flytja upp á Keili og sótti um stúdentaíbúð þar en svo heyrði pabbi bara í mér og krafðist þess eiginlega að ég byggi frekar hjá sér.“ Hrútur segir enga togstreitu milli feðganna í sambúðinni, en segir mikinn mun á því að búa í foreldrahúsum sem barn og nú. „Núna upplifi ég pabba frekar sem fullorðinn einstakling sem ég bý með. Við erum reyndar ósammála um flest sem viðkemur lífsgildum og pólitík, en sem sambýlingar reynist okkur auðvelt að búa í sátt og samlyndi.” Aðspurður hvort honum finnist pressa á sér að eignast húsnæði segir hann svo ekki vera. „Mér hefur aldrei fundist mikilvægt að eiga mitt eigið heimili. Ég þarf ekki að eiga hús sjálfur til að líða vel, það er bara gott að hafa stað að gista á. Fyrir mér er heimili fyrst og fremst bara náttstaður.“ | sgþ
ecobubble þvottavélar
Myndir | Rut Sigurðardóttir
TM
TM TM
HVaÐ ER ECO BUBBlE? leysir upp þvottaduft undir þrýstingi og myndar kvoðu, svo duftið leysist upp á um það bil 15 mín, í stað 30-40 ella.
ngu m eingö u lj e s ið V r um móto s u la la o með k ábyrgð ra með 10 á
SAMSUNG WF70
SAMSUNG WW80
SAMSUNG WF80
7 KG. 1400 SN. KR. 79.900,-
8 KG. 1400 SN. KR. 99.900,-
8 KG. 1400 SN. KR. 89.900,-
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is
SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900
TILBOÐSDAGAR 15.-21.JAN AÐEINS 6 DAGAR
40%
40%
10-70% AFSLÁTTUR
10%
AF ÖLLU
10%
20%
KYOCERA
AF ÖLLU
70%
20%
Útlitsgallaðar vörur
BRITA
20%
CHASSEUR
30%
SVEINBJÖRG
www.hrim.is LAUGAVEGI 25 - S: 553-3003
KRINGLUNNI - S: 553-0500
LAUGAVEGI 32 - S: 553-2002
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
58 |
Ég er ekki kaffistofa Steini skoðar heiminn Þorsteinn Guðmundasson
M.I.A. svarar gagnrýni
„það er fáránlegt að þeir séu að reyna að stjórna notkun almennings á fatnaði sínum,“ segir tónlistarkonan M.I.A. í viðtali um bréf sem fótboltafélagið Paris Saint Germain sendi henni á mánudag. Tónlistarkonan leikstýrði myndbandinu sjálf en það er ádeila á meðferð flóttamanna í hinum vestræna heimi. Umkvörtunarefni Paris Saint Germain er hins vegar sú ákvörðun M.I.A. að klæðast treyju fótboltaliðsins í myndbandinu. Á treyjunni hefur slagorði flugfélagsins Emirates verið breytt svo þar stendur Fly Pirates. Fótboltafélagið krefst þess nú að myndbandið verði tekið niður af vefnum og M.I.A. borgi félaginu bætur vegna þess skaða sem hún hafi valdið ímynd þess.
Látið sættast við Guð. Guð dæmdi Krist, sem þekkti ekki synd, sekan í okkar stað til þess að hann gerði okkur réttlát í Guðs augum.
Í viðtalinu, sem Democracy Now tók við tónlistarkonuna á miðvikudag, segir M.I.A. notkun treyjunnar vera vísun í hátt hlutfall annarrar kynslóðar innflytjenda í liði Paris Saint Germain. Að auki benti tónlistarkonan á að íþróttaföt hafi átt sérlega vel við í myndbandinu – slíkur klæðnaður sé eins konar einkennisbúningur almúgans. „Ef þú horfir til þriðja heims landa, ekki bara flóttamanna, heldur til almennings, til fátækrahverfa sem millistéttarheimila í þriðja heiminum, þá sérðu alltaf íþróttaföt. Að klæðast fótboltatreyjum er orðið einkennisklæðnaður þeirra forréttindalausu, því þetta er bara það ódýrasta sem við finnum.“ Fótboltafélagið Paris Saint Germain er í eigu ríkisstofnaðs íþróttafjárfestingafélags í Katar og er félagið eitt ríkasta sinnar tegundar í heimi. Þegar þetta er skrifað hefur útgáfufyrirtækið ekki brugðist við þeim kröfum og er myndbandið enn uppi á vefnum. -sgþ
Krossgátan
STÆÐA
Lausn krossgátu síðustu viku SKÖDDUN
S O K E M S M N N D N A P Ó S I G N N A R A R A S Ó N V Á B A Ð U R U R S A S T U ELDHÚSÁHALD ÁLAG
VEITT EFTIRFÖR ÞOKA
BETLARI
P T V E R E N T O N N M S P L A E F T E T A L D A E I N H I K K Á A R Ð T R Ú A I N N SNYRTILEGUR
BÚPENINGUR
SKYLDLEIKI
ÓNEFNDUR
PAR
RÁS
MÆLIEINING
MASTUR
SJÚKDÓMUR
AÐ BAKI
ÁÆTLUN
FLYTJA SÝRA
FISKUR BÁRA
STAKUR TÖF
GRÓÐI
NÝLEGA
LETURTÁKN
ÁGÓÐI
TREYSTA
LENGST INNI
ÁVÖXTUR HÓTA
HEIMSKAUT
SNÖGGUR
BOLA FLAN
RÍKI Í AFRÍKU
ÓGÆTINN
RÖÐULL
KOMUST
LANGAR
KAMBUR
GLYRNA
TVÍHLJÓÐI
STANGA
BÓK
K I L J A HEILA
A L L A ÁTT LJÓMI
G L I T HALD FOR
A U R
U A F S T A K L I S K A L A U T S A A B Ú L I T A U G M A R
ÞAKBRÚN
STAÐNA SKRÁ
MÖLVAÐI DÝR
HERBERGI
SMÁGREIN
FÍFLAST MIÐJA
BANNHELGI
BRODDUR MÁLUM
GUBBA ÓSKÝR
TEMUR
FERÐALAG
SMÁU
HALLANDI
KRAFS
DRYKKUR
STERKUR DUGLEGUR
VITUR
M T A U S A Ú R N A F B R A U T A R R M E G A T O F A R N S A T A S T N A F L I A L A K H A G L O N A A F U R S P Ý J A Ó L J Ó S K A R K N A T U F Y R R E I S A BRAK
DVELJA
HLJÓÐFÆRI
GORTA
SVÍVIRÐA
HINDRA
TVEIR EINS
Á SJÓ SVIPAÐ VÖLLUR
NADDUR FRUMEFNI
VAFI
HA
FUGL
HOPPA
TELJA
SKJÖGRA
YFIRBREIÐSLA
VEIFA
ÓÞURFT
ORKA
ÁVINNA
VANVIRÐING
SIGAÐ
ÖNUGLYNDI
ERTA
SVELL
KRINGUM
HÖGGORUSTA
AUÐGA
LÍTIL BLÝKÚLA EINELTI
SAMTÖK
INNHVERFUR
HLAÐA UPP
ÁMÆLA
SKRUGGA
ÆVINLEGA
KVK NAFN
SKYNFÆRI
TUSKA
TYGGJA UPP
MATARÍLÁT
Í RÖÐ TVÍHLJÓÐI
SKORA
STULDUR
RÓL ÁI
Í RÖÐ
AÐHEFST
HVIÐA
GEGNA
ÁTT
GLÁPA
ÞYS
ÁÐUR
MÓTMÆLI
TVEIR EINS
TUDDA
REIGJA
NÆGILEGA ÞRÍFAST VEL
AÐRAKSTUR
KUSK
TITILL
SKÓLI
VÖNTUN
ÆXLUNARKORN
RÚM
Vakinn er athygli á að umsækjendum er gert að fylla út umsókn á sérstöku eyðublaði sem vistað er á vef félagsins og senda það síðan í viðhengi á tölvupóstfang Sumargjafar sumargjöf@simnet.is að lokinni útfyllingu. Nánari upplýsingar er að finna vef félagsins sumargjof.is. Stjórn Sumargjafar áskilur sér rétt til að óska eftir nánari upplýsingum um verkefnin og leita umsagnar fagaðila.
HYGGJA
KERALD
ÖRVERPI
MÆLIEINING
FASTA STÆRÐ
ÁRANS
ÓÞÉTTUR VILLTUR
ALDRAÐI
FISKUR SAMTÖK
NESODDI
NÚNA
ÍÞRÓTTAFÉLAG
TRYGGING
LAMPI
SLÉTTUR
SUKK
FLÝTIR
EFNI
ANDMÆLI
RASK
ÆXLUN
Á FÆTI
FUGL
TVEIR EINS
ÓNEFNDUR TILFINNING
NABBI
Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2016 Reykjavík 14. janúar 2016
SAMTÖK
KORN
HOLA
IÐN
RÍKI
ÞORP
Styrkir til verkefna í þágu barna árið 2016 Barnavinafélagið Sumargjöf auglýsir hér með til umsóknar styrki á sviði rannsókna, lista og þróunarverkefna í þágu barna.
GIFTI
EGNA
AFSPURN
Barnavinafélagið Sumargjöf
Ég vona ekki. Fyrir utan að mér er illa við nánast allar breytingar þá vil ég ekki missa Litlu kaffistofuna af Heiðinni. Ég vil hafa hana eins og hún hefur verið. Ef það þarf að aðlaga veginn þarna enn betur að henni þá finnst mér að það ætti að leggja í þær framkvæmdir. Við getum sent reikninginn á nýríka burgeisa. Vegna þess að ég myndi sakna hennar. Og ekki endilega hennar sjálfrar, ekki hússins, þetta er frekar ómerkilegur kofi í sjálfu sér, ég myndi sakna fólksins. Já, vegna þess að ég er ekki hús og ég sakna ekki húsa, ég er bara maður á gömlum bíl sem finnst gott að vita af góðu fólki á leiðinni sem er alltaf til í að lána verkfærakassa eða hella upp á kaffi.
ROFI
Allar krossgátur Fréttatímans frá upphafi er hægt að nálgast á vefnum www.krossgatur.gatur.net.
275
Þannig er Litla kaffistofan fyrir mér. Ég heyrði svo utan að mér í vikunni að það stæði til að leggja hana niður, flytja hana jafnvel burt. Ég veit ekki meira um það. Kannski að einhver nýríkur burgeisi hafi keypt hana og ætli að hola henni út í garðinn hjá sér. Nú eða þá að ríkið hefur keypt hana eða Þjóðminja-
safnið. Kannski maður sjái hana næst á Árbæjarsafninu. Það verða þá kannski fengnir fjórir feitlagnir miðaldra menn eins og ég til þess að sitja í henni og drekka kaffi með skoruna út í loftið til þess að leika þreytta vörubílstjóra, til þess að gera þetta allt sem eðlilegast. Árbæjarsafnið er annálað fyrir raunsæi.
276
Allar gáturnar á netinu
FYRR
www.versdagsins.is
Ég hringdi á bróður minn til að sækja okkur, það var ljóst að bíllinn var ónýtur. Ég byrjaði þess vegna að tína úr honum allt nýtilegt, ég hef gengið svo oft í gegnum þetta, ég kann handbrögðin. Mig vantaði reyndar verkfæri til þess að losa tengdamömmuboxið, ég ætlaði svo sannarlega ekki að láta nappa því. Bróðir minn skutlaði mér upp í Litlu kaffistofuna til þess að fá lánuð verkfæri. Eins og vanalega var tekið vel á móti mér og afgreiðslumaðurinn lét mig hafa heilan verkfærakassa. Taktu þetta bara allt, þú getur skutlað þessu til
mynd: Philmarin (CC By-Sa 3.0)
Tónlistarkonan og aktífistinn M.I.A. hefur nú svarað gagnrýni fótboltafélagsins Paris Saint Germain á myndband hennar við lagið Borders.
við vorum á leiðinni austur fyrir fjall á rauðum Volkswagen Golf station fyrir þremur árum, þrjú börn í aftursætinu og hundur í skottinu. Bíllinn kominn á virðulegan aldur (sem maður segir reyndar aldrei um bíla, hann var einfaldlega orðinn ryðgaður og þreyttur). Ég lagði upp í brekkuna fyrir neðan Litlu kaffistofuna og bíllinn hægði á sér af áreynslu. Konan mín spurði mig: Hvaða lykt er þetta? Ég reyndi að gera lítið úr því, það er alls konar lykt í gömlum bílum, ekkert óeðlilegt við það. Stuttu seinna fyllist bíllinn af reyk. Ég renndi bílnum út í kant og fjölskyldan forðaði sér út. Þau voru miklu meira skelkuð en ég. Þetta var ekki fyrsti bíllinn í minni eigu sem bræðir úr sér. Ekki annar. Einn af nokkrum.
okkar við tækifæri, sagði hann. Þetta kom mér reyndar ekki á óvart, það er alltaf brosað við manni í Litlu kaffistofunni. Kannski er maður farinn að ganga að því vísu? Ég veit ekki hvort maður gæti gengið inn í hvaða verslun eða kaffihús sem er á landinu og fengið lánaðan verkfærakassa. Ég skora á ykkur að gera samfélagstilraun í vikunni, fara á hárgreiðslustofu og fá lánaða fimmtán hárbusta og sjö greiður í hálftíma, fá lánaðar þrettán bækur í bókabúð eða bara að fara í banka og fá lánaðan fimmþúsund kall í klukkutíma, án vaxta og án þess að veðsetja hús foreldra ykkar.
VIÐUR
ÁLÚTUR
HLUTDEILD
60 |
fréttatíminn | HELGIN 15. JANÚAR-17. JANÚAR 2016
Handboltinn hefst
Frá handriti til frumsýningar Stóra sviðið á RÚV, sunnudaginn 17. janúar. kl. 20.15 RÚV. Hvernig verður leiksýning til? Fylgstu með ferlinu frá því leikarar fá handrit í hendurnar allt fram yfir frumsýningu í þessari íslensku heimildarþáttaröð.
Fylgst með fjögurra ára The Secret Life of 4 Year Olds Stöð 2. laugardaginn 16. janúar kl.15:35 Þættir þar sem fylgst er með fjögurra ára einstaklingum taka mikilvæg skref í þroska, mynda vinasambönd og læra á heiminn.
föstudagur 15. janúar rúv
stöð 2
14:50 EM í handbolta Króatía - Hvíta-Rússland b 16:35 Táknmálsfréttir 16:45 EM stofa 17:05 EM í handbolta Ísland - Noregur b 18:50 EM stofa 19:00 Fréttir 19:25 Íþróttir 19:30 Veður 19:40 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónvarps 20:00 Útsvar b 21:15 David Bowie - Five Years 22:20 Agatha Christie´s Poirot 23:55 Beautiful Creatures 01:55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
skjár 1 06:00 08:00 08:20 09:00 09:45 10:30 13:40 14:05 14:45 15:10 15:35 15:55 16:20 17:05 17:50 18:30 19:10 19:50 20:15 22:30 23:10 23:55 00:25 00:55 01:40 02:25 03:10 03:50 04:30
Pepsi MAX tónlist Everybody Loves Raymond Dr. Phil Design Star Minute To Win It Pepsi MAX tónlist King of Queens Dr. Phil Life In Pieces Grandfathered The Grinder Jennifer Falls Reign Philly Dr. Phil The Tonight Show w. J. Fallon The Late Late Show w. J. Corden America's Funniest Home Videos The Voice The Tonight Show w. J. Fallon Rookie Blue Nurse Jackie Californication Ray Donovan State Of Affairs Hannibal The Tonight Show w. J. Fallon The Late Late Show w. J. Corden Pepsi MAX tónlist
12:05 12:35 13:00 14:50
Eldhúsið hans Eyþórs Nágrannar Grand Seduction Journey to the Center of the Earth 16:30 Batman: The Brave and the bold 16:55 Community 3 17:20 Bold and the Beautiful 17:40 Nágrannar 18:05 The Simpsons 18:30 Fréttir 18:47 Íþróttir 18:55 Ísland í dag 19:25 Bomban 20:15 American Idol 22:25 Idiocracy 23:50 Rush Hour 3 01:20 Time of Death 02:55 The Heat 04:50 Journey to the Center of the Earth
stöð 2 sport 11:35 11:55 15:05 16:45 18:30 19:00 21:05 21:30 22:00 23:35 01:00
Ítölsku mörkin '15/'16 W. Redskins - Green Bay P. W. Wanderers - A. Villa Man. Utd. - Sheffield Utd. La Liga Report Stjarnan - Tindastóll b NBA - Shaqtin’ a Fool NFL Gameday Körfuboltakvöld Kareem: Minority Of One Milwaukee - Atlanta b
stöð 2 sport 2 11:55 13:35 15:15 16:55 17:25 19:05 20:45 21:15 21:45 23:25 01:05 01:35
Newcastle - Man. Utd. Swansea - Sunderland Stoke - Norwich PL World '15/'16 Tottenham - Leicester Liverpool - Arsenal PL Match Pack '15/'16 PL Preview '15/'16 Chelsea - WBA Southampton - Watford PL Match Pack '15/'16 PL Preview '15/'16
laugardagur 16. janúar rúv
skjár 1 06:00 12:05 13:25 14:05 14:45 15:25 16:25 16:50 18:20 19:05 19:50 20:15 22:20 23:55 01:45 02:30 03:15 04:00 04:40 05:20
Pepsi MAX tónlist Dr. Phil The Tonight Show w. J. Fallon The Tonight Show w. J. Fallon The Tonight Show w. J. Fallon Top Gear Parks & Recreation The Voice The Voice Life Unexpected How I Met Your Mother Blues Brothers 2000 Source Code An Unfinished Life Fargo CSI Unforgettable The Late Late Show w. J. Corden The Late Late Show w. J. Corden Pepsi MAX tónlist
heimilislausnir
20-40%
sunnudagur 17. janúar
stöð 2
07:00 KrakkaRÚV 10:40 Menningin 11:00 Útsvar 12:10 Rætur 12:40 Stóra sviðið 13:15 Í saumana á Shakespeare 14:10 EM í handbolta S.A. Furstadæmin - Ísland b 16:15 Íslenskur matur 16:40 Augnablik - úr 50 ára sögu Sjónvarps 16:55 Á sömu torfu 17:10 Táknmálsfréttir (138) 17:20 EM í handbolta Spánn - Þýskaland b 19:00 Fréttir 19:25 Íþróttir 19:35 Veður 19:40 Þetta er bara Spaug… stofan 20:20 Árið er - Söngvakeppnin í 30 ár 21:25 Lottó 21:30 Wimbledon 23:05 The Good, the Bad and the Ugly 02:00 Rocky I 03:55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
janúardagar hársnyrtitæki
Ísland-Noregur í dag föstudag, kl.17.05 RÚV. Fyrsti leikur Íslands á EM í handbolta verður sýndur beint á föstudaginn, kl.17.05. Þar keppir Ísland við Noreg. Heyrst hefur að ef við vinnum gefi þeir okkur heilbrigðisstarfsmennina okkar aftur.
14:30 15:05 15:35 16:25 17:10 17:40 18:30 18:55 19:10 19:15 19:40 21:15 23:05 00:45 02:35 04:30 05:55
rúv
Landnemarnir Heimsókn Secret Life of 4 Year Olds Jamie’s Sugar Rush Sjáðu ET Weekend Fréttir Stöðvar 2 Sportpakkinn Lottó The Simpsons Tenacious D: in The Pick of Destiny Cold in July Curse of Chucky Thanks for Sharing The East Journey to the End of the Night Fréttir
stöð 2 sport 10:10 11:50 13:25 13:55 15:55 16:25 18:40 19:40 21:30
Stjarnan - Tindastóll Körfuboltakvöld World Strongest Man 2015 Atalanta - Inter Milan b NFL Gameday Stjarnan - Snæfell b Gary Lineker’s FA Cup Film Milwaukee - Atlanta New England Patriots - Kansas City Chiefs b 00:30 UFC Now 2015 01:15 Arizona Cardinals - Green Bay Packers b
stöð 2 sport 2 08:15 Newcastle - Man. Utd. 09:55 Man. City - Everton 11:35 PL Match Pack '15/'16 12:05 Premier League Preview '15/'16 12:35 Tottenham - Sunderland b 14:50 Chelsea - Everton b 17:00 Markasyrpa 17:20 Aston Villa - Leicester b 19:30 Man. City - Crystal Palace 21:10 Newcastle - West Ham 22:50 Southampton - WBA 00:30 Bournemouth - Norwich
stöð 2
07:00 KrakkaRÚV 18:25 Í leit að fullkomnun – Heimilislíf 19:00 Fréttir 19:25 Íþróttir 19:35 Veður 19:45 Rætur 20:15 Stóra sviðið 20:55 Ófærð 21:50 Kynlífsfræðingarnir 22:55 EM stofa 23:10 Clouds of Sils Maria 01:15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
skjár 1 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:55 Dr. Phil 12:35 Dr. Phil 13:15 Dr. Phil 13:55 The Tonight Show with Jimmy Fallon 14:35 The Tonight Show with Jimmy Fallon 15:15 Bachelor Pad 16:45 Rules of Engagement 17:10 The McCarthys 17:35 Black-ish 18:00 The Millers 18:25 Life In Pieces 18:50 Minute To Win It Ísland 19:45 Top Gear 21:00 Law & Order: Special Victims Unit 21:45 The Affair 22:30 House of Lies 23:00 Inside Men 23:50 Ice Cream Girls 00:35 Rookie Blue 01:20 CSI: Cyber 02:05 Law & Order: Special Victims Unit 02:50 The Affair 03:35 House of Lies 04:05 The Late Late Show with James Corden 04:45 Pepsi MAX tónlist
12:05 Eldhúsið hans Eyþórs 12:35 Nágrannar 13:00 Last Chance Harvey 14:30 Words and Pictures 16:30 Community 3 16:55 Kalli kanína og félagar 17:20 Bold and the Beautiful 17:40 Nágrannar 18:05 The Simpsons 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:55 Ísland í dag 19:25 American Idol 20:50 American Idol 22:15 The Trials Of Pamela Smart 23:50 In the Blood 01:40 Hercules 03:15 Words and Pictures 05:10 Fréttir og Ísland í dag
stöð 2 sport 10:00 Atalanta - Inter Milan 11:40 Napoli - Sassuolo 13:20 Stjarnan - Snæfell 14:55 Real Madrid - Sporting b 17:10 NBA - Wilt 100 18:00 Carolina Panthers - Seattle Seahawks b 21:00 NFL Gameday 21:30 Denver Broncos - Pittsburgh Steelers b 00:30 Barcelona - Athletic Bilbao b 02:10 UFC Embedded 03:00 UFC Fight Night: Dillashaw vs. Cruz b
stöð 2 sport 2 10:05 Aston Villa - Leicester 11:45 Premier League World '15/'16 12:15 Tottenham - Sunderland 13:55 Liverpool - Man. Utd. b 16:05 Stoke - Arsenal b 18:15 Chelsea - Everton 19:55 Liverpool - Man. Utd. 21:35 Stoke - Arsenal 23:15 Man. City - Crystal Palace
Heimilistæki, smáraftæki, gjafavörur, rakvélar, hljómtæki, leikjatölvur o. fl. á lækkuðu verði þvottavélar
Airforce eyjuháfar · veggháfar
nytjalist
afsláttur
20%
afsláttur
20-40% afsláttur
20-40%
20%
afsláttur
afsláttur
p! u a k ð ó g ð Geri
Gott úrval af Airforce veggháfum og eyjuháfum, sem eru annálaðir fyrir glæsilega hönnun og mikil gæði.
20-40% afsláttur
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800
| 61
fréttatíminn | Helgin 15. janúar-17. janúar 2016
Vill ekki ofbeldi og blótsyrði Sófakartaflan Francisca Mwansa
Tapað stríð
eins og Midsomer Murders í sjónvarpinu, þeir eru góðir því það er ekki of mikið ofbeldi eða blótað í þeim. Ég er ekki hrifin af þáttum sem eru með mikið af
því. Ég mæli líka með þáttunum um Hercules Poirot eftir bókum Agötu Christie, og reyndar flestum myndum eftir bókunum hennar.
HVÍTA HÚSÍÐ / SÍA
Netflix.The Culture High er beitt heimildamynd um herferð yfirvalda Bandaríkjanna gegn kannabisneyslu þjóðarinnar. Saga hennar er rakin allt frá því Nixon Bandaríkjaforseti lýsti yfir stríði á hendur fíkniefnum 1971 til dagsins í dag, þegar stríðið virðist tapað enda hefur neytendum kannabisefna ekki fækkað síðan þá. Myndin hefur fengið fjölda tilnefninga til verðlauna og fengið frábæra dóma.
ég hef ekki átt sjónvarp í ár svo ég hef ekkert getað séð nýja þætti, en vinur minn var akkúrat að koma með nýtt sjónvarp til mín í dag, en kemur því ekki í gang. Ef hann lagar það get ég horft á sjónvarpið þegar ég er í fríi á laugardögum. Áður horfði ég oft á sakamálaþætti
Kvikmyndaperla tekin upp á iPhone Apple TV Tangerine er bandarísk bíómynd um vændiskonurnar Sin-Dee og Alexöndru. Þegar önnur þeirra kemst á snoðir um að kærasti hennar sé henni ótrúr leggja stöllurnar upp í leit að honum sem leiðir þær um allt Tinseltown-hverfi Los Angeles. Myndin hefur vakið athygli fyrir að vera raunsæ sýn inn í heim þeirra Sin-Dee og Alexöndru og hafa leikkonurnar tvær hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í myndinni. Einnig er myndatakan í Tangerine óvenjuleg, en myndin er öll tekin upp á iPhone 5 snjallsíma.
HollArI skólAjógúrT
Í fjÖLskyLdusTÆRÐ
Flótti úr fangabúðum Netflix Escape from a Nazi Death Camp er heimildarmynd frá 2014 um flótta um 300 fanga úr fangabúðum nasista í Sobibor. Flóttinn var árangursríkasti flótti fanga á tíma Þriðja ríkisins, en eru nú aðeins örfáir enn á lífi sem tóku þátt í honum. Myndin er þeirra síðasta tækifæri til að segja sína mögnuðu sögu.
Internetið gefur og tekur Podcast vikunnar Í hlaðvarpsþáttunum Reply All er talað við allskyns fólk sem á það sameiginlegt að internetið hefur haft áhrif á líf þess. Einstaklingar sem hafa það að atvinnu sinni að kaupa og selja lén, aðrir sem misstu vinnuna vegna samfélagsmiðla og hinir ýmsu sem internetið hefur komið upp um. Þættirnir koma út einu sinni í viku og eru 20-30 mínútna langir. Þáttastjórnendurnir eru þaulvanir útvarpsmenn, skemmtilegt teymi, sem glæða þættina lífi með húmor og fræðslu.
NG NÝJLU ÍTRA 1
ÚÐIR
UMB
P I K AU
BETR
Skólajógúrt er nú sykurminni og uppfyllir viðmið Skráargatsins um sykurmagn í jógúrt. Jógúrtin er afar kalkrík kalkrík, inniheldur trefjar og fæst núna einnig í stærri umbúðum. Veldu það sem hentar þinni fjölskyldu.
FréTTATíMinn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
62 |
Billy Elliot – HHHHH ,
S.J. Fbl.
Njála (Stóra sviðið)
Sun 17/1 kl. 20:00 9.k Fim 28/1 kl. 20:00 Fim 11/2 kl. 20:00 Mið 20/1 kl. 20:00 10.k Sun 31/1 kl. 20:00 Sun 14/2 kl. 20:00 Fim 21/1 kl. 20:00 aukas. Mið 3/2 kl. 20:00 Fös 19/2 kl. 20:00 Sun 7/2 kl. 20:00 Sun 24/1 kl. 20:00 11.k Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu
Hver er hræddur við Virginíu Woolf? (Nýja sviðið) Fös 15/1 kl. 20:00 Frums. Sun 24/1 kl. 20:00 6.k Lau 16/1 kl. 20:00 2.k Fim 28/1 kl. 20:00 7.k Sun 17/1 kl. 20:00 3.k Fös 29/1 kl. 20:00 8.k Fim 21/1 kl. 20:00 4.k Lau 30/1 kl. 20:00 aukas. Fös 22/1 kl. 20:00 aukas. Sun 31/1 kl. 20:00 9.k Lau 23/1 kl. 20:00 5.k Fim 4/2 kl. 20:00 10.k Margverðlaunað meistarastykki
Fös 5/2 kl. 20:00 11.k Lau 6/2 kl. 20:00 12.k Sun 7/2 kl. 20:00 aukas. Mið 10/2 kl. 20:00 Fim 11/2 kl. 20:00 13.k Lau 27/2 kl. 20:00
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fös 15/1 kl. 19:00 Lau 16/1 kl. 19:00 Allra síðustu sýningar
Fös 22/1 kl. 19:00 Lau 23/1 kl. 19:00
Fös 29/1 kl. 19:00 Lau 30/1 kl. 19:00
Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 17/1 kl. 13:00 Síðustu sýningar
Sun 24/1 kl. 13:00 100.sýn
Flóð (Litla sviðið)
Fim 21/1 kl. 20:00 Frums. Mið 27/1 kl. 20:00 3.k. Sun 24/1 kl. 20:00 2 k. Fim 28/1 kl. 20:00 4.k. Nýtt íslenskt verk um snjóflóðið á Flateyri
Sókrates (Litla sviðið) Sun 17/1 kl. 20:00 Allra síðustu sýningar!
Sun 31/1 kl. 20:00 5.k Mið 3/2 kl. 20:00 6.k
Fös 22/1 kl. 20:00
Fös 29/1 kl. 20:00
Fös 15/1 kl. 20:00 Lau 13/2 kl. 20:00 Fös 19/2 kl. 20:00 Lau 16/1 kl. 20:00 Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Fim 25/2 kl. 20:00 Fös 26/2 kl. 20:00
Vegbúar (Litla sviðið)
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 23/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 20:00 Kenneth Máni stelur senunni
1950
DAVID FARR
Sun 31/1 kl. 13:00
65
Lau 6/2 kl. 20:00
2015
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Sun 24/1 kl. 19:30 43.sýn Lau 6/2 kl. 19:30 Aukasýn Fös 26/2 kl. 19:30 50.sýn Fös 29/1 kl. 19:30 44.sýn Fös 12/2 kl. 19:30 47.sýn Lau 5/3 kl. 15:00 54. sýn Lau 30/1 kl. 15:00 Aukasýn Lau 13/2 kl. 15:00 Aukasýn Lau 5/3 kl. 19:30 55.sýn Lau 30/1 kl. 19:30 45.sýn Lau 13/2 kl. 19:30 48.sýn Fös 5/2 kl. 19:30 46.sýn Sun 21/2 kl. 19:30 49.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)
Lau 16/1 kl. 19:30 6.sýn Sun 7/2 kl. 19:30 9.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 7.sýn Sun 14/2 kl. 19:30 10.sýn Sun 31/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 19/2 kl. 19:30 11.sýn Eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar
Lau 20/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 27/2 kl. 19:30 13.sýn
Um það bil (Kassinn)
551 1200 |
Fös 15/1 kl. 19:30 5.sýn Lau 23/1 kl. 19:30 9.sýn Sun 14/2 kl. 19:30 13.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 6.sýn Fim 28/1 kl. 19:30 10.sýn Fös 19/2 kl. 19:30 14.sýn Fim 21/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 4/2 kl. 19:30 11.sýn Fös 22/1 kl. 19:30 8.sýn Sun 7/2 kl. 19:30 12.sýn Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Glænýtt verk eftir þekktasta samtímaleikskáld Svía, bráðfyndið og harkalegt í se
1950
65
2015
Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Fös 15/1 kl. 22:30 13.sýn Fim 21/1 kl. 19:30 15.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Fim 28/1 kl. 19:30 16.sýn
Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)
Lau 23/1 kl. 13:00 Frums. Sun 31/1 kl. 13:00 2.sýn Sun 14/2 kl. 13:00 3.sýn Eldfjörug barnasýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!
Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)
Sun 17/1 kl. 14:00 aukasýn Sun 24/1 kl. 14:00 aukasýn Sun 17/1 kl. 16:00 aukasýn Sun 24/1 kl. 16:00 aukasýn Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu
Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari)
Fös 15/1 kl. 20:00 5.sýn Fim 21/1 kl. 20:00 9.sýn Fös 15/1 kl. 22:30 6.sýn Fös 22/1 kl. 20:00 10.sýn Lau 16/1 kl. 20:00 7.sýn Fös 22/1 kl. 22:30 11.sýn Lau 16/1 kl. 22:30 8.sýn Lau 23/1 kl. 20:00 12.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 3/2 kl. 19:30 1.sýn Mið 17/2 kl. 19:30 3.sýn Mið 10/2 kl. 19:30 2.sýn Mið 24/2 kl. 19:30 4.sýn Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!
Lau 23/1 kl. 22:30 13.sýn Fim 28/1 kl. 20:00 14.sýn
Mið 2/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 9/3 kl. 19:30 6.sýn
551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Frönsk kvikmyndahátíð Jihadistar taka yfir friðsælt þorp
Timbúktú
Kvikmyndin Timbúktú eftir malíska leikstjórann Abderrahmane Sissako fjallar um líf áhyggjulausrar hirðingjafjölskyldu sem býr í stórkostlegri náttúrunni sem umlykur hina aldagömlu borg Timbúktú. Hertaka íslamista á borginni fléttast svo inn í líf fjölskyldunnar með afdrifaríkum afleiðingum. Kvikmyndin er sjónræn veisla en hún hefur hlotið mikla athygli og lof gagnrýnenda víða um heim og sópað að sér verðlaunum. Myndin vakti ekki síður athygli þegar borgarstjóri Villierssur-Marne bannaði frumsýningu
hennar stuttu eftir árásina á ritstjórn Charlie Hebdo þar sem hún sýndi hryðjuverkamenn í of jákvæðu ljósi. Rétt er að kvikmyndin birtir nýja sýn á ofbeldisfulla
íslamista. Hún sýnir þá í skrumskældu frekar en jákvæðu ljósi þar sem fáránleiki ofbeldisins gagnvart mönnum, dýrum og malískri menningu birtist ljóslifandi. | hh
How to be Single Gamanbók eftir einn af höfundum metsölubókarinnar He’s Just Not That Into You. Myndin kemur út 12. febrúar og verður hin vinsæla Rebel Wilson í aðalhlutverki. Dagar til að lesa bókina: 28
samband á milli þeirra. Bíómyndin kemur út 4. mars og fer Emilia Clarke úr Game of Thrones með aðalhlutverkið. Dagar til að lesa bókina: 49
Var bókin betri? Það er spennandi kvikmyndaár fram undan. Það er alltaf gaman að geta sagst vera búin að lesa bókina og tilkynna öllum eftir myndina að „bókin hafi verið betri.“ Hér er listi sem veitir þér forskot yfir væntanlegar kvikmyndir á árinu sem eru byggðar á bókum.
The Finest Hour Byggt á sannri sögu um eina mestu hættuför Bandarísku strandgæslunar þegar tvö skip brotna í versta óveðri í manna minnum árið 1952. Myndin verður frumsýnd 29. janúar. Dagar til að lesa bókina: 15 Miss Peregrine’s Home for Peculiars Hrollvekjandi og spennandi saga sem gerist á afskekktri eyju þar sem munaðarlaus börn voru áður send til að búa. Jacob, sextán ára, kannar eyjuna og kemst að því að þótt ómögulegt virðist, kunni sum börnin vera enn á lífi. Myndin verður frumsýnd 25. desember. Dagar til að lesa bókina: 345 The Jungle Book Mowgli og vinir mæta í kvikmyndahúsin 15. apríl og eru miklar væntingar gerðar til myndarinnar. Idris Elba, Lupita Nyongo og Scarlett Johansson talsetja myndina. Dagar til að lesa bókina: 91
Allegiant Þriðja bíómyndin úr vinsæla þríleiknum Divergent verður sýnd í kvikmyndahúsum 18. mars. Þá er eins gott að vera búinn að lesa allar bækurnar. Dagar til að lesa bókina: 63 The Choice Rómantísk og hugljúf bók eftir rithöfundinn Nicholas Sparks sem skrifaði einnig The Notebook og A Walk to Remember. Myndin verður frumsýnd 5. febrúar. Dagar til að lesa bókina: 21 Pride and Prejudice and Zombies Skrautlegt framhald af bókinni Hroki og hleypidómar. Fjallar um dularfulla plágu sem endurlífgar þá liðnu. Myndin verður frumsýnd 5. febrúar. Dagar til að lesa bókina: 21 Me before you Bókin fjallar um hvernig leiðir Louisa og Will liggja saman. Líf hans breytist þegar hann lamast í slysi. Louisa er ráðin til þess að aðstoða Will og myndast skrautlegt
STEMNING/MOOD FRIÐGEIR HELGASON 16. JANÚAR - 15. MAÍ 2016
GAFLARALEIKHÚSIÐ Það er gaman í Gaflaraleikhúsinu á nýju ári Frumsýning
Sunnudagur 17. janúar
kl 13.00
Heimsfræg verðlaunasýning fyrir 1-5 ára börn Sýnd í Hafnarborg lista og menningarmiðstöð Hafnarfjarðar
gengið inn frá Strandgötu
Miðasala - 565 5900 - midi.is - gaflaraleikhusid.is
AÐGANGUR ÓKEYPIS / ADMISSION FREE Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð, 101 Reykjavík · Opið 12–19 mán–fim, 12–18 fös, 13–17 um helgar · www.borgarsogusafn.is
The Girl on the Train Spennubók sem fjallar um Rachel, unga konu sem verður vitni að sláandi atburðum sem draga hana í óvænta atburðarás. Myndinni hefur verið líkt við spennumyndina Gone Girl og verður frumsýnd 7. október. Dagar til að lesa bókina: 266 A Monster Calls Liam Neeson fer með eitt af aðalhlutverkum í þessari mynd. Bókin fjallar um Conner, 13 ára, sem dreymir hverja nótt sömu martröðina um skrímsli sem leitar sannleikans. Myndin verður sýnd í kvikmyndahúsum 14. október. Dagar til að lesa bókina: 273 Fantastic Beasts and Where to Find Them Bók eftir J.K. Rowling sem gerist í sama ævintýraheimi og Harry Potter. Rowling segir bókina vera byggða á skólabók galdrastráksins. Myndin verður frumsýnd 18. nóvember. Dagar til að lesa bókina: 308
Sandkassinn opnar
Sköpun og kennsla
Allir sem líta á sköpun sem einn af lykilþáttum samfélagsins ættu að kíkja á sýninguna Aftur í sandkassann sem opnar í Hafnarhúsinu í dag, föstudag. Þar veltir sýningarstjórinn Jaroslav Andel fyrir sér eðli menntunar með fjölda verka eftir erlenda listamenn. Á sýningunni er vísað til hugmynda umbótasinna á borð við katalónska anarkistann Francesc Ferrer og aðra hugsjónamenn á sviði menntamála. Meðfram sýningunni fer fram spennandi viðburðadagskrá sem á að höfða til fagfólks á sviði menntamála og allra áhugasamra. Á laugardaginn, klukkan 15, verður til að mynda efnt til umræðna, á ensku, um listir og róttækar kennsluaðferðir.
i m m i r k ý s Kó ! d r e g u af best 2. Metsölulisti Eymundsson Kiljulisti - vika 1
Edda er nýhætt að vinna og dauðleiðist tíðindalaus tilvera eftirlaunaþegans. Því kemur dularfulla málið með gömlu, þýsku pennavinkonuna eins og himnasending inn í líf hennar – þó að afkomendunum finnist að Edda eigi að hafa eitthvað annað og hættuminna fyrir stafni en að grufla í glæpum.
Konan í blokkinni er kátbrosleg og hörkuspennandi glæpasaga eftir JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR og heyrst hefur að hér sé komin hin íslenska Miss Marple.
w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
64 |
Lemon opnar í París Íslenskur veitingastaður á besta stað í 2. hverfi í París.
HÁDEGIS TRÍT
„Frakkar eru svolítið erfiðir og halda fast í hefðirnar en yngri kynslóðin vill sjá eitthvað nýtt eins og þetta,“ segir Eva Gunnarsdóttir sem á næstu vikum opnar veitingastaðinn Lemon í París. Eva er 36 ára, þriggja barna móðir sem kynntist manninum sínum í fríi í París fyrir áratug og var flutt út til hans tveimur mánuðum síðar. Hún rekur Lemon í París ásamt fjölskyldu sinni og tengdafjölskyldu. „Það hefur alltaf verið draumur minn að eiga
veitingastað,“ segir Eva. Lemon verður í 2. hverfi, rétt fyrir ofan göngugötuna Rue Montorgueil þar sem mikið af fólki er á ferðinni. „Þetta er alveg svakalega skemmtilegt hverfi sem er að breytast hratt,“ segir hún. Þó matarúrvalið í París sé ekkert slor hefur Eva ekki áhyggjur af eftirspurn eftir heilsusamlokum og djúsum Lemon. „Þetta er klárlega eitthvað sem vantar í París, eitthvað ferskt, flott og gæjalegt. Svo skemmir ekki fyrir að þetta er íslenskt – þegar fólk hugsar til Íslands hugsar það um eitthvað ferskt, hreint og gott.“ | hdm
Eva Gunnarsdóttir og Jón Arnar við Lemon sem opnaður verður í París í lok febrúar eða byrjun mars.
2ja rétta 2.990 kr. 3ja rétta 3.790 kr.
FRÁ 11.30–14.30
ÞÚ VELUR ÚR ÞESSUM GIRNILEGU RÉTTUM FORRÉTTUR BLEIKJA Á SALTBLOKK FRÁ HIMALAYA Hægelduð bleikja, yuzu mayo, trufflu mayo, stökkt quinoa, epli HREFNA Skarlottulauks-vinaigrette, stökkir jarðskokkar NAUTARIF 24ra tíma hægelduð nautarif, reyktur Ísbúi, gulrætur, karsi
AÐALRÉTTUR LAMBAKÓRÓNA Grillaðar lambahryggsneiðar, sveppa „Pomme Anna“ SKARKOLI Sjávargras, grænn aspas, blóðappelsínuog lime beurre blance JARÐARBERJA YUZU-SALAT Spínat, yuzu tónuð jarðaber, parmesan kex, ristuð graskersfræ, pipar- og mynturjómaostur
EFTIRRÉTTUR
SÚKKULAÐI RÓS Súkkulaðimousse, hindberjahlaup, Sacherbotn ARPÍKÓSU MASCARPONE Apríkósuhlaup, karamellukrem, pralín, mascarponemousse, Sacherbotn
ÞÚ ÁTT SKILIÐ SMÁ TRÍT
Sími 551 0011
Gera grínþætti í matarboðum Krakka Gaman eru grínþættir sem hópur krakka skrifar, leikur og framleiðir sjálfur. Í hópnum Krakka Gaman eru átta krakkar á aldrinum 9-16 ára sem síðastliðið ár hafa gert sjö grínþætti og birt á Youtube. Gerð myndbandanna kemur þannig til að krakkarnir í hópnum eru börn vinafólks sem oft kemur saman og heldur matarboð. Í löngum boðum, þar sem spjallað er fram eftir kvöldi, tóku krakkarnir til þess ráðs að búa til þætti til að stytta sér stundir. Krakkagaman-hópurinn kemur nú alltaf saman þegar slík matarboð eru haldin. Krakkarnir byrja á að koma með hugmyndir að atriðum og skrifa handrit. Svo eru þau tekin upp og allir skiptast á að leika og hjálpast að með upptöku hljóðs. Eggert Geir kýs heldur að vera fyrir aftan myndavélina og sér um myndatöku, klippingu og eftirvinnslu. Eggert hefur haft
Margrét
Ketill
áhuga á framleiðslu kvikmynda í fjögur ár og pabbi hans sýndi honum klippiforrit í tölvunni. Síðan hefur hann safnað sér fyrir kvikmyndavél, hljóðnemum og öðru til að framleiða Krakka Gaman og annað efni. Svo virðist vera að hópurinn sé farinn að vekja athygli fyrir þættina og er framtíð hans björt. Margrét Vilhelmína er eina stúlkan í hópnum, eins og er, og segir að ókunnugir krakkar hafi stundum komið að máli við sig vegna þáttanna. „Það hafa einhverjir krakkar sagt við mig: „Hey, ert þú ekki stelpan í Krakkagamni?“ Það eru ekki endilega krakkar sem ég þekki, bara krakkar í sundi og svoleiðis.“ Hópurinn er rétt að byrja og langar að gefa út DVD-disk þegar hann er komin með 10 þætti og hefja svo framleiðslu á annari seríu. Þættirnir eru nú sjö talsins, en Krakka Gaman 8 er væntanlegt á Youtube. | sgþ
Dag ur
Konráð
Kolbeinn
Flóki
Líf mitt sem naggrís
KARAMELLU CRANKIE Karamellumousse, pistasíu-heslihnetubotn, karamellukaka
Austurstræti 16
Framleiðsla grínþáttanna Krakka Gamans er einstaklega metnaðarfull.
apotek.is
Dragon og Tiger eru á barmi heimsfrægðar Þeir Dragon og Tiger eru naggrísabræður sem eru að hasla sér völl í leiklistarbransanum. Aðdáendur þeirra hafa séð þeim bregða fyrir í grínþáttunum Tólf núll núll og á Twitter aðgangi eiganda þeirra, @sveppalicious. Þrátt fyrir að ættartré þeirra liggi ekki fyrir þykja þeir svo líkir að þeir hljóti að vera bræður. Að sögn aðstandenda naggrísanna eru þeir jafn líkir í útliti og þeir eru ólíkir að lundarfari. Dragon þykir hvers manns hugljúfi og elskar að hafa athyglina á sér, á meðan Tiger er feiminn og hleypur frekar í burtu en að vera í sviðsljósinu. Þegar eigandi naggrísanna sá DJ Flugvél og Geimskip auglýsa eftir ólöglegum dýrum í myndband sitt fann hann á sér að naggrísirnir væru tilvaldir í slíkt myndband og sendi tónlistarkonunni mynd af þeim og sagði henni frá ferli þeirra. Hún heillaðist af útliti bræðranna og nú eru þeir stjörnurnar í nýjasta myndbandi hennar. | sgþ
Sjarmi naggrísanna þykir óumdeildur og er vert að fylgjast með ferli þeirra þróast.
HÖLDUM UMHVERFINU HREINU einn bíll í einu
LÖÐUR
NÚ Á 17 STÖÐUM REYKJAVÍK KÓPAVOGI HAFNARFIRÐI MOSFELLSBÆ AKUREYRI KEFLAVÍK LÖÐUR EHF
FISKISLÓÐ 29
101 REYKJAVÍK
568 0000
WWW.LODUR.IS
40-50% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM SMÁVÖRUM
20% AF ÖLLUM MOTTUM BOHO KLÚTAHENGI: 2.950.NÚ: 1.170.-
BOW DRESS SKARTGRIPAGEYMSLA: 2950.NÚ: 1.170.-
AGNES MOTTA: 17.500.NÚ: 14.000.-
3 FYRIR 2 AF ÖLLUM HANDKLÆÐUM
30% AF ÖLLUM KUBBAKERTUM
CLOTHESLINE RAMMI: 7.950.NÚ: 4.770.-
FUBI SUSHI SETT: 4.500.NÚ: 2.700.-
HELENA LJÓSA GARLAND: 25.300.NÚ: 19.500.-
STÓLL GEORGE: 79.000.NÚ: 49.000.-
20-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HÚSGÖGNUM
YVES LAMPAFÓTUR: 24.500.NÚ: 19.500.MONTINO TUNGUSÓFI: 395.000.NÚ: 295.000.-
LAND SÓFI: 275.000.NÚ: 192.500.MESOLA TUNGUSÓFI: 275.0 00.NÚ: 220.000.-
ÚTSALAN Í FULLUM GANGI
NÝ SENDING AF SÓFUM
VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND
NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI
UR: ND 2, GI
TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
68 |
Gussi í Þjóðleikhúsið Gunnar fær bitastætt hlutverk í Djöflaeyjunni í vor.
Sýningin er meðal annars innblásin af ímynd og fagurfræði fjármálafyrirtækja.
Grætt á myndlistinni Listamaðurinn ávaxtaði peninga í stað þess að nota þá í sýninguna. Ávöxtun% er myndlistarsýning eftir Sæmund Þór Helgason sem tekst á við hlutverk myndlistar og þau skilyrði og takmörk sem henni eru sett í nútíma samfélagi. Við gerð sýningarinnar ákvað Sæmundur að nota ekki þóknunina sem hann fékk fyrir sýninguna í gerð hennar heldur ávaxtaði hann upphæðina í staðinn. Til þess leitaði hann fjármálaráðgjafar hjá íslenskum bönkum og skoðaði ávöxtunarleiðir, sem útfærðar eru á veggspjöldum á sýningunni. Einnig fékk
hann fyrirtæki til að styrkja sýninguna í stað þess að þau fengju auglýsingapláss á sýningunni. Sýningin er því ekki aðeins styrkt af heldur líka byggð á myndmáli markaðarins. Sýningarstjóri Ávöxtunar%, Heiðar Kári Rannversson, segir sýninguna háðskt innlegg í þá umræðu um hvort, hvernig og hver eigi að greiða listamönnum laun. „Hér er verið að taka gömlu tugguna um að „lifa á listinni“ alvarlega. Sýningin skoðar ekki bara hvort hægt sé að lifa á listinni, heldur hvort hægt sé að græða á henni.“ Sýningin verður opnuð í dag föstudaginn 15. janúar og er hluti af sýningarröðinni D-salurinn.
Gunnar Jónsson hefur verið ráðinn í Þjóðleikhúsið og mun fara með hlutverk Hreggviðs í Djöflaeyjunni sem sett verður upp í vor. Þetta verður í fyrsta sinn sem hann stígur á svið í Þjóðleikhúsinu. „Þetta verður þriðji söngleikurinn minn, sá fyrsti var í Leikfélagi Hafnarfjarðar árið 1985. Ég hef nú ekki praktíserað söng en ég get alveg sungið með og tekið undir,“ segir Gunnar sem oftast er kallaður
Gussi. Hann hefur í gegnum tíðina farið með fjölmörg hlutverk í kvikmyndum en þess á milli unnið við smíðar og fleira. „Leiklistin alltaf búin að vera hobbí hjá mér en ég hef aldrei skorast undan kallinu. Núna ákvað ég að verða „fúll tæm“ leikari og við skulum sjá hvort það er eitthvað sem ég fíla,“ segir Gussi. Ráðning hans í Þjóðleikhúsið kórónar frábært ár því Gussi fékk mjög góða dóma fyrir leik sinn í kvikmyndinni Fúsa sem Dagur Kári Pétursson leikstýrði. Hann hefur fengið sex verðlaun
fyrir leik sinn á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. „Það var Tribeca í vor, svo var það Króatía, ein hátíð í Frakklandi, ein á Spáni, Lübeck og nú síðast í Marokkó. Þar var Coppola sjálfur í dómnefnd og hann kom til mín í salnum eftir myndina og sagði að hann vildi óska að það væru fleiri eins og ég.“ Gussa líst vel á hlutverk Hreggviðs sem Magnús Ólafsson lék eftirminnilega í kvikmynd Friðriks Þórs. „Jájá, er það minn eða þinn sjóhattur... þetta verður skemmtilegt.“ | hdm
Ný sending af @Vemanon
Síðbúin jóla- og áramótakveðja barst frá dularfulla Íslandsvininum Vematsu í vikunni. Í pakkanum voru meðal annars límmiðar og ný upplög af síðustu útgáfu af „Vemanon“ kortum. Vinir Vematsu á Íslandi sáu um að dreifa varningnum í menntaskóla landins. Alls seldust 10 kort og 12 límmiðar á 89 krónur en ágóðinn rennur til Rauða krossins. Til að nálgast varning frá Vematsu skal senda skilaboð til @doggdaman á Twitter.
Mynd | Hari
Gunnar Jónsson, Gussi, er ánægður með að hafa fengið ráðningu í Þjóðleikhúsið.
Gott um helgina Gott að keyra: Skelltu þér á stórsýningu bílaumboðsins Heklu á laugardaginn, það verður ekki bara boðið upp á Audi heldur líka Valdísar-ís og andlitsmálningu fyrir bílaáhugafólk. Hekla, laugardaginn 17. janúar, kl. 12-16. Gott að passa sig: Ekki rófubeinsbrotna um helgina. Það er hægt að kaupa mannbrodda á skóna í öllum útivistarbúðum, hjá skósmiðum og meira að segja flestum apótekum. Gott að syrgja: Láts hinnar goðsagnakenndu poppstjörnu, David Bowie, verður minnst í Bíó Paradís með sýningu bíómyndarinnar The Man Who Fell to Earth. Myndin er frá 1976 og fjallar um geimveru, leikna af Bowie, sem kemur til jarðar að finna vatn fyrir
deyjandi heimaplánetu sína. Bíó Paradís, sunnudaginn 17. janúar, kl. 20. Gott að frjósa: Nú er sjórinn kominn undir frostmark í fyrsta sinn í vetur. Nýtt ár, nýjar áskoranir og ein þeirra gæti verið að synda í kaldari sjó en nokkru sinni fyrr. Gott og geðsjúkt: Skemmtikvöld til styrktar samtökum fólks sem glímir við geðræn vandamál, GEÐSJÚK, verður haldið á Loft Hostel á laugardagskvöldið. Á dagskránni er að kynna framtíðarplön félagsins, rapparinn Kött Grá Pjé treður upp og Futuregrapher þeytir skífum á eftir. Loft Hostel, laugardaginn 16. janúar, kl. 20. Gott að skoða: Ljósmyndahátíð Íslands fer í gang um helgina og verður sýnt í átta mismunandi sölum, allt frá Ljósmyndasafni Íslands til Gerðarsafns í Kópavogi. Dagskrá hátíðarinnar má finna á fisl.is.
Var Steven Avery saklaus?
Íslenskur áhugahópur um heimildarþættina Making A Murderer var stofnaður á Facebook á dögunum en þar ræða meðlimir um umfjöllunarefni þáttanna. Þáttaröðin varð aðgengileg á Netflix um miðjan desember og fjallar um mál hins bandaríska Steven Avery sem grunaður var um hrottalegt morð á Theresu Halback. Þættirnir deila harkalega á vinnubrögð lögreglunnar við rannsókn málsins og bandarísks réttarkerfis. Þeir hafa vakið fáheyrða athygli og fá 9,1 í einkunn á helstu kvikmyndasíðu heims, Internet Movie Data Base. Fyrir alla þá sem hafa misst svefn yfir ráðgátunni er eflaust gott að leita í félagsskapinn Sekur eða saklaus á Facebook.
Síðustu dagar útsölunnar
25-40%
PRJÓNAGARN
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Tilboðin gilda til 18. janúar 2016. *Viðbótarafsláttur kemur fram á nótu.
25-50% afsláttur
50%
10% viðbótarafsláttur af jólavörum
30%
33%
afsláttur
DAY Hraðsuðukanna 1,8L 1850-2000W
2.997
kr.
41721064 Almennt verð: 4.995 kr.
40%
5.995
kr.
68546550 Almennt verð: 9.895 kr.
20%
1.995
kr.
afsláttur
68543625 Almennt verð: 3.495 kr.
15700203 Almennt verð: 2.995 kr.
kr.
40%
34.396
kr.
afsláttur
15557905 Almennt verð: 42.995 kr.
50657522 Almennt verð: 32.995 kr.
WINDSOR hnífaparasett, 44stk.
7.797
kr.
41114344 Almennt verð: 12.995 kr.
40% afsláttur
GALANZ örbylgjuofn 17 l. 700W.
30%
7.797
kr.
afsláttur
20%
afsláttur
65103260 Almennt verð: 12.995 kr.
50%
afsláttur
afsláttur
135.996
kr.
79290121 Almennt verð: 169.995 kr.
38.997
kr.
50630086 Almennt verð: 64.995 kr.
fjöldi annarra vara á lækkuðu verði byko.is
40%
Bílkerra, 1520x1200 mm. Burðargeta 750 kg.
OUTBACK HUNTER gasgrill.
ENERGIE KER, sementsgrá gólf- og veggflís, frostþolin, 30x60cm.
18090025 Almennt verð: 3.995 kr/m2.
kr.
23.097
DAMIXA FELIDA Sturtusett með tæki.
kr./m2
1.995
GRILLPRO gasgrill.
afsláttur
1.997
Sturtusett
40%
LUX fastir lyklar 12 stk.
LUX verkfærasett 54 stk.
afsláttur
afsláttur
GERÐU SVAKALEGA GÓÐ KAUP
EINHELL höggborvél, 710 W. Sjálfherðandi patróna.
3.297
kr.
74800700 Almennt verð: 5.495 kr.
40% afsláttur
fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016
70 |
Baltasar Kormákur leikur samsetta feðga Sagan byggir á persónulegri reynslu, segir handritshöfundurinn, Ólafur Egilsson.
Tökum á kvikmyndinni Eiðurinn sem Baltasar Kormákur leikstýrir lýkur í febrúar. Handritið er skrifað af Ólafi Egilssyni og byggir á sögu sem stendur honum afar nærri. „Sagan byggir á persónulegri reynslu minni, en ég held reyndar það sé ekki til sú fjölskylda á Íslandi sem hefur ekki kynnst fíkn og upplifað þá martröð sem fylgir því að sjá ástvin missa fótanna í slíku. Myndin fjallar um fjölskylduföður og hjartalækni sem horfir upp á
dóttur sína lenda í „rugli“, eins og sagt er, en ákveður að grípa harkalega í taumana með skelfilegum afleiðingum.“ Baltasar sjálfur fer með aðalhlutverk ásamt Heru Hilmarsdóttur, Gísla Erni Garðarssyni, Ingvari Sigurðssyni og Margréti Björnsdóttur. Aðspurður segir Ólafur að það sé þó ekki svo að Baltasar leiki Egil Ólafsson, föður sinn, málið sé alls ekki svo einfalt. „Nær væri að segja að hann leiki mig í einni eða annarri mynd.“ Nú þegar tökum er að ljúka vonast Ólafur eftir frumsýningu ári síðar. | sgk
Tökum á kvikmyndinni Eiðurinn lýkur senn.
Mynd | Lilja Jónsdóttir
Úlfur Úlfur vinsælastur á Spotify Þrír íslenskir listamenn ná inn á topp 20 yfir þá sem mest var streymt á Spotify í fyrra. Rappsveitin Úlfur Úlfur er vinsælasta hljómsveit landsins, sé miðað við tölur Spotify frá síðasta ári. Úlfur Úlfur, Bubbi Morthens og
Of Monsters and Men eru einu íslensku tónlistarmennirnir sem ná inn á topp 20 lista yfir þá sem mest var hlustað á á Spotify hér á landi í fyrra. The Weeknd trónir á toppnum. Þegar einstök lög eru skoðuðu kemur í ljós að lagið Cheerleader með OMI var vinsælasta lagið meðal
notenda Spotify hér á landi í fyrra. Uptown Funk með Mark Ronson var annað vinsælasta lagið en Lean On með Major Lazer í þriðja sæti. Oftast var hlustað á Crystals með Of Monsters and Men af íslenskum lögum. Samkvæmt samantekt Spotify fyrir Símann nær það inn á topp 40.
Skrítnari og dónalegri Hulli Ný Hulla sería mun líta dagsins ljós á RÚV í haust og mun Hugleikur halda áfram að fjalla um hin ýmsu samfélagsfyrirbæri á sinn einstaka hátt. „Það verða alíslensk fyrirbæri tekin fyrir, eins og mottumars, undankeppni evróvisjón og ungfrú Ísland,“ segir Hugleikur.
„Svo munu Meryl Streep, Miley Cyrus, Jeremy Irons og Samuel L. Jackson birtast í þáttunum. Það reyndist erfitt að fá þau sjálf í þáttinn þannig að ég varð að tala fyrir þau öll. Áhorfendur mega búast við þéttari, skrítnari og dónalegri þáttum en í fyrri seríunni.“
Ætlarðu að horfa á fyrsta leikinn? Hrafnhildur Skúladóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta: „Ég er einmitt stödd í Póllandi þar sem leikurinn fer fram og er að reyna að redda mér miða á hann. Annars á ég miða á Frakkland-Makedóníu sem ég yrði eiginlega að fara á ef ég fæ ekki miða á hinn. Ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að fara á leik Íslands við Noreg.“
Hófý, fararstjóri Bændaferða
Skagfirsku rappararnir í Úlfur Úlfur eru í níunda sæti yfir þá listamenn sem oftast var hlustað á á Spotify hér á landi í fyrra.
Mynd | /Anton
Mest streymdu listamennirnir á Íslandi
verður á skrifstofunni 18. - 22. janúar Hólmfríður Bjarnadóttir, eða Hófý eins og við flest þekkjum hana, verður á skrifstofu Bændaferða 18. - 22. janúar milli kl. 10:00 - 16:00. Kíktu við í kaffi og fáðu upplýsingar um ferðir ársins frá einum vinsælasta fararstjóra Bændaferða. ALLIR VELKOMNIR!
Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | Síðumúla 2, 108 RVK
Bubbi Morthens.
1. The Weeknd 2. Drake 3. Kanye West 4. Sam Smith 5. Rihanna 6. Eminem 7. Beyoncé 8. Justin Bieber 9. Úlfur Úlfur 10. Kendrick Lamar 11. Bubbi Morthens 12. Sia 13. One Direction 14. Coldplay 15. Kygo 16. Hozier 17. Ed Sheeran 18. Calvin Harris 19. Maroon 5 20. Of Monsters and Men
Nanna í Of monsters and men.
Hilmir snær Guðnason Margrét Vilhjálmsdótir
Elma Stefanía Ágústsdóttir Eysteinn sigurðarson
Margverðlaunað meistarastykki!
Frumsýning í kvöld kl. 20! Eitraðasta eftirparty leiklistarsögunnar
Fös Lau Sun Fim Fös
15/1 16/1 17/1 21/1 22/1
kl. kl. kl. kl. kl.
20 20 20 20 20
UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT örfá sæti
Lau Sun Fim Fös Lau
23/1 24/1 28/1 29/1 30/1
kl. kl. kl. kl. kl.
20 20 20 20 20
UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT
Sun Fim Fös Lau Sun
31/1 4/2 5/2 6/2 7/2
kl. kl. kl. kl. kl.
20 20 20 20 20
UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT
Mið 10/2 kl. 20 UPPSELT Fim 11/2 kl. 20 UPPSELT Lau 27/2 kl. 20
örfá sæti
Tryggðu þér miða! Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Borgarleikhusið
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Margir hafa velt því fyrir hvort Jón Gnarr hyggi á forsetaframboð á vordögum en hann hefur reglulega gefið þeim sögusögnum undir fótinn. Ekki virðist mikið fararsnið á Jóni í starfi hans sem framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 því nú berast fregnir af því að hann undirbúi fjórðu Vaktar-seríuna síðar á árinu. Mun hún kallast Öryggisvaktin og skarta sömu söguhetjum og fyrr í þessum vinsælu þáttum og bíómynd. Jón verður því sjálfur í aðalhlutverki á eigin stöð en til að rýma fyrir Öryggisvaktinni hefur gerð fjórðu þáttaraðar Pressu verið sett á ís... Íslenska Twittersamfélagið hefur látið í sér heyra í vikunni vegna herferðar WOW Air, #wowincali. Í Twitterheimum vill fólk forðast slíka leiki sem gjarnan tröllríða öllu á Facebook. Meðal þeirra sem hafa úthrópað herferðina eru Katrín Atladóttir og Dagur Hjartarson skáld. Einn þeirra sem tók þátt í leiknum var popparinn Unnsteinn Manuel sem sagðist gjarnan vilja fara með strákunum í Sturla Atlas til Kaliforníu... Mikið áhorf hefur verið á sjónvarpsþættina Ófærð á sunnudagskvöldum á RÚV. Þættirnir eru sem kunnugt er úr smiðju Baltasars Kormáks og þykja bera handbragð hans – þó fleiri sjái reyndar um leikstjórn en hann. Að minnsta kosti segja kunnugir í kvikmyndabransanum að tökur af bruna frystihússins minni óneitanlega á frystihúsbrunann í kvikmynd Baltasars, Hafinu frá 2002, og jafnvel sé um sömu tökur að ræða... Síminn undirbýr útsendingar frá EM í knattspyrnu í sumar og hermt er að mikið verði lagt í umgjörð útsendinganna. Því er nú róið að því öllum árum að Guðmundur Benediktsson verði aðalmaðurinn í umfjöllun um leikina og verði staðsettur í Frakklandi. Guðmundur lýsir sem kunnugt er enska boltanum á miðlum 365 og mun hugmyndin sú að hann verði leigður yfir til Símans. Þykir sú ráðstöfun til marks um sífellt meira samstarf á milli risanna tveggja...
Er það ‛‛ hérna sem allir eru krossfestir?‛‛
Sunneva 4 ára.
K i d W i t s.n e t
Hrósið ... ...fær Hermann Ragnarsson múrari fyrir að undirbúa heimkomu albönsku fjölskyldnanna og vekja athygli á aðstæðum þeirra.