15 04 2016

Page 1

www.frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is

Helgarblað 15. apríl–17. apríl 2016 • 15. tölublað 7. árgangur

Hundruð milljarða í aflandsfélög: Skattsvik með blessun stjórnvalda Panama-skjölin 10

Útgerð í skattaskjóli: „Þið gerið ykkur enga grein fyrir því hvað eru miklir peningar í slorinu“ Panama-skjölin 14

Hringrás undanskotspeninga: Mikið af íslensku fé meðal kröfuhafa og í snjóheng junni Panama-skjölin 12

Stofnuðu trúfélag um rekstur á skemmtistrætó

Börn fara minna út en fangar Enginn tími til að fara út að leika Lýðheilsa 24

Týnda kynslóðin Guðfinna og Hrannar Örn vilja flýja land Basl 42

Hjól

Við erum alhliða hjólabúð sem leggur metnað í að veita góða persónulega þjónustu fyrir allt reiðhjólafólk 19 Mogens L. Markússon, verslunarstjóri í GÁP í Faxafeni.

FRÉTTATÍMINN

Helgin 15.–17. apríl 2016 www.frettatiminn.is

Gleðilegt hjólasumar

Mynd Arnold Björnsson

Bogi og Nok leita að íslenska draumnum 36

Mynd | Rut

Sérblað er þríþrautarkona og fjallahlaupari. Hún tók nýlega þátt í Vasaloppet 2016, 90 km skíðagöngu í Svíþjóð. Kláraði Mt. Esja Ultra 2015 fyrst

kvenna og hefur keppt í Ironman í Flórída, Kalmar, Frankfurt og Cozumel.

Verðlækkun á MacBook MacBook Air 13" 10 heppnir sem versla Apple tæki frá 1. mars til 15. maí vinna miða á Justin Bieber.

Þunn og létt með rafhlöðu sem dugar daginn

Sérverslun með Apple vörur

Frá 189.990 kr. 199.990 kr.

MacBook Pro Retina 13" Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa

Frá 247.990 kr. 264.990 kr.

KRINGLUNNI ISTORE.IS


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

2|

Hrefnuveiðar Afskriftir lánardrottna nær fjórðungur af aflaverðmæti

Þungur róður á hrefnuveiðum Sami maður hefur veitt nær allar hrefnur á Faxaflóa frá árinu 2007. Þrjú fyrirtæki á hans vegum hafa stundað veiðarnar en tvö þeirra eru gjaldþrota og skildu eftir sig tugmilljóna skuldir. Frá árinu 2007 hafa hrefnuveiðar á Faxaflóa að mestu verið stundaðar af fyrirtækjum sem Gunnar Bergmann Jónsson hefur verið í forsvari fyrir. Tvö þeirra, Hrefnuveiðimenn ehf og Hrafnreyður ehf, voru úrskurðuð gjaldþrota á árunum 2012 og 2013, en þau

eru bæði skráð til heimilis hjá Gunnari Bergmann sem er sonur Jóns Gunnarssonar, formanns atvinnuveganefndar Alþingis. Frá árinu 2007 hafa verið veiddar 335 hrefnur á Faxaflóa en um ein milljón króna fæst fyrir hverja hrefnu þegar hún er komin á land. Kröfuhafar þurftu að afskrifa 38 milljónir vegna gjaldþrots Hrefnuveiðimanna ehf og 35 milljónir

vegna gjaldþrots Hrafnreyðar ehf, eða samtals 78 milljónir króna. IP útgerð stundar veiðarnar núna en hún er einnig skráð til heimilis hjá Gunnari Bergmann. | þká

Veiðar á hrefnu

3 metrar

Nær allar, eða 321 af þeim 335 hrefnum sem veiddar hafa verið á Faxaflóa frá árinu 2007, hafa verið veiddar á því svæði sem hvalaskoðunarfyrirtæki vilja að afmarkað verði sem hvalaskoðunarsvæði. Hræjunum er kastað fyrir borð en að jafnaði eru 40 prósent af skepnunni nýtt.

Skólamál Eineltiskvörtun endaði illa

Kennarinn kvartaði yfir einelti og fær ekki að mæta í skólann

Kennari í barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri fær ekki að mæta í skólann eftir að hafa sakað skólastjóra og tvo aðra starfsmenn um einelti. Útilokar ekki að leita til dómstóla ef sættir nást ekki. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

Kennarinn hafði kennt í tvö ár við barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri þegar hann sakaði skólastjóra og tvo aðra starfsmenn um einelti. Ári síðar heldur kennarinn enn stöðu sinni, en fær ekki að stunda starfið og engin laun. Málið má rekja til ágreinings um kennslu tveggja nemenda með sérþarfir við skólann, þegar kennari tók niður myndræna stundaskrá af borðum nemenda og lét nægja að hafa hana á veggnum. Ágreiningurinn virtist lítill í upphafi en endaði með eineltiskvörtun kennarans og aðstoðarkennara, fyrst til skólastjóra sem tók kvartanir þeirra ekki alvarlega, og að lokum kennarans til fræðslustjóra. Í samtali við Fréttatímann segir kennarinn að ekki hafi verið tekið fagmannlega á kvörtun hennar hjá fræðslustjóra og hún hafi verið algjörlega útilokuð frá starfsmannahópnum í kjölfarið og því hafi eineltið orðið verra eftir kvörtunina. Fræðslustjórinn komst að þeirri niðurstöðu í júní 2015 að ásakanir um einelti væru ekki á rökum reistar. Frekar væri um faglegan ágreining að ræða sem kennarinn hafi túlkað á versta veg. Lögfræðingur konunnar segir hinsvegar að óeðli-

legt eftirlit, baktal, yfirgangur og afskiptasemi lúti ekki að vinnutengdum skipulagsmálum og gerendur geti ekki skýlt sér á bak við það. Tæpu ári seinna hefur hún ekki enn fengið að snúa aftur til kennslu. Lögfræðingur hennar hefur sent greinargerð til bæjaryfirvalda og krafist þess að hún fái að gegna stöðu sinni og gerð verði úttekt á málinu af þar til bærum aðilum. Síðan er eru liðnar fimm vikur. Gerð er krafa um endurgreiðslu kostnaðar vegna málsins, bæði vegna vangoldinna launa frá því í desember í fyrra, kostnaðar við sálfræðiaðstoð, ferðalags sem kennaranum var meinað að fara í vegna málsins og lögfræðiaðstoðar. Kennarinn segir í samtali við Fréttatímann að það virðist vera skoðun skólastjórnenda og fræðslustjóra að það sé alvarlegra mál að upplýsa um einelti en að verða fyrir því. Tilveran hafi farið á annan endann vegna málsins. Hún hafi lent í verulegum fjárhagsvanda, meðal annars misst leiguhúsnæði og sjái fram á að lenda á götunni ef ekki verði breyting á. Hún ætlar að höfða mál fyrir dómstólum til að ná fram rétti sinum ef sættir nást ekki.

Gl¾ ný V’ snab— k með geisladiski F¾ st ’ helstu b— kabœ ðum

ò tgefandi

T— nagull

Myndlist

T— nlist

Hš fundur

V’ snagull -V’ sur og þulur fyrir bš rn ’ fangi

Helga Rut

PŽ tur Ben

M¾ ja

Myndir: Hjálmtýr Heiðdal

Fyrirtækið Brotafl, hefur átt í langvarandi deilum við íbúa við Grettisgötu

Glæpamál Grunur um stórfelld auðgunarbrot og jafnvel mansal

Forsvarsmenn Brotafls og Kraftbindinga sitja í gæsluvarðhaldi Mennirnir í miðju rannsóknarinnar eru tengdir fjölskylduböndum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Lögreglan rannsakar nú hvort verktakar sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna stórfelldra auðgunarbrota hafi gerst sekir um mansal. Lögreglumenn voru slegnir þegar þeir sáu hvar sumir verkamennirnir frá Austur-Evrópu bjuggu en sumstaðar voru aðstæðurnar nöturlegar, raflagnir í ólagi sem og hiti og salernisaðstaða. Rassía skattrannsóknarstjóra og lögreglu til að uppræta stórfellda brotastarfsemi fimm byggingarverktaka er skýrt dæmi um að skipulagðir glæpir hafi haslað sér völl í hefðbundinni atvinnustarfsemi. Tvö fyrirtæki eru í miðju rannsóknarinnar, fyrirtækið Brotafl og Kraftbindingar. Bæði fyrirtækin hafa verið áberandi í framkvæmdum í borginni. Níu voru handteknir á þriðjudag. Hald var lagt á peninga og bókhald í húsleitum á ellefu stöðum á suðvesturhorninu. Alls sitja fimm manns í gæsluvarðhaldi fram á þriðjudagskvöld vegna rannsóknar á stórfelldum skattalaga- og bókhaldsbrotum. Meðal þess sem er til rannsóknar er peningaþvætti sem

stundað var til að koma ávinningi af brotastarfseminni í umferð. Sigurjón G. Halldórsson, eigandi Brotafls, var einn af forsvarsmönnum SR-verktaka en fyrirtækið fékk áminningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur árið 2006 eftir að upp komst að tíu pólskir starfsmenn þess hafi verið látnir rífa klæðningu með asbest-eiturefnum, án þess að vera með grímur eða hlífðarbúnað. Hann hefur áður komist í kast við lögin og var árið 2010 dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot. Sigurjón var einn af þeim sem grunaðir voru um aðild að mansalsmáli sem upp kom á Suðurnesjum árið 2010. Sigurjón sat í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stóð en hlaut ekki dóm fyrir. Fyrirtæki hans, Brotafl, hefur átt í langvarandi deilum við íbúa við Grettisgötu þar sem fyrirtækið hefur séð um framkvæmdir við byggingu hótels. Kvörtunum hefur

Bæði fyrirtækin hafa verið áberandi í framkvæmdum í borginni.

rignt yfir lögreglu frá íbúum vegna hávaðasamra framkvæmda eftir löglegan vinnutíma og komið hefur til handalögmála. Lögreglan hefur nokkrum sinnum þurft að skerast í leikinn og stöðva vinnuvélar fyrirtækisins. Róbert Páll Lárusson, framkvæmdastjóri Kraftbindinga, tengist Sigurjóni fjölskylduböndum. Fjallað var um hann í þættinum Brestum á Stöð 2 fyrir tveimur árum. Sýnt var frá iðnaðarhúsnæði í hans eigu þar sem íbúar töldu verulega okrað á sér.


G-TEC FYRIR NÁTTÚRUNA OG VESKIÐ ŠKODA Octavia G-TEC verð frá 3.390.000 kr.

Þú kemst lengra en borgar minna Ef skynsemin réði værum við öll á ŠKODA Octavia G-TEC. Í honum samtvinnast fegurð, kraftur og virðing fyrir umhverfinu. G-TEC sameinar kosti metans og bensíns; þú nýtir íslenska orku og lækkar eldsneytiskostnað um allt að 35%. Með metantank og 50 lítra bensíntank kemstu ótrúlega langt án þess að fylla á og svo færðu líka frítt í stæði. Komdu og reynsluaktu ŠKODA Octavia G-TEC.

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

www.skoda.is


fréttatíminn | Helgin 15. apríl–17. apríl 2016

4|

Tortola Fyrrverandi heilbrigðisráðherra vísar frétt um aflandsfélag á bug

Álfheiður á Facebook

Davíð verður að gera betur

Hvorki ég né maðurinn minn höfum átt nein aflandsfélög, svo mikið veit ég,“ segir Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Vinstri grænna.

Morgunblaðið sló því upp á fimmtudag að Sigurmar K. Albertsson, hæstaréttarlögmaður og eiginmaður Álfheiðar Ingadóttur, hafi stofnað félagið Sýrey og verið forsvarsmaður þess þegar það var skráð á Tortóla. „Það er augljóslega verið að reyna að

slæma höggi á Álfheiði, en svona ómerkilegheit eru alltaf leiðinleg, þegar menn eru að búa til rangar fréttir,“ segir Sigurmar K. Í frétt Morgunblaðsins er Sýrey sögð hafa verið í eigu Holt Investment Group Ltd. á árunum 2005 til 2014. Holt Investment hafi verið skráð á Tortóla, á heimilsfangi Mossack Fonseca lögfræðistofunnar. Sigurmar segist hafa stofnað félagið Sýrey í ágúst 2005 og skráð það í fyrirtækjaskrá hjá Ríkisskattstjóra þegar hann vann fyr-

ir Kaupþing og var að ganga frá skuldaskilum vegna lands í Borgarfirði. Þá hafi Sýrey verið skráð á Íslandi. „Ég veit ekkert hvað varð um það eftir 10. febrúar 2006, þá var ég búinn að klára verkefnið og hef ekki heyrt af því síðan, fyrr en nú.“ Sigurmar segist hafa komið að stofnun margra félaga sem lögmaður. Ekkert hafi verið stofnað á erlendri grundu eða í þeim tilgangi að koma verðmætum í skattaskjól. „Hvorki ég né maðurinn minn

Dómur Formaður VR vonaðist eftir auðmýkt

höfum átt nein aflandsfélög, svo mikið veit ég,“ segir Álfheiður Ingadóttir. Álfheiður segir að tilgangurinn sé að koma höggi á Vinstri græn með því að fabúlera um að hún og hennar eiginmaður eigi félag á Tortóla og gefa til kynna að það sé sami rassinn undir öllum sem komi nálægt pólitík. „Hið rétta er að Sigurmar eða við hjónin áttum aldrei krónu í þessu félagi. Það var skráð á Íslandi meðan hann var í stjórn þess. Davíð verður að gera betur!,“ segir hún. þká

■ Með einu símtali hefði Moggi komist að eftirfarandi staðreyndum: ■ Lögmannsstofa Sigurmars stofnaði félagið Sýrey ehf. 25.08. 2005 fyrir Kaupþing og var það skráð sama dag hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra í Reykjavík. ■ Félagið var stofnað fyrir Kaupþing í þeim tilgangi að ganga frá uppgjöri á skuldum tiltekins manns við bankann. Því verki lauk Sigurmar og 10. febrúar 2006 var haldinn fundur í félaginu, Sigurmar fer úr stjórn og skipt er um endurskoðendur. ■ Eftir það hefur Sigurmar ekki haft nein afskipti af félaginu eða Holts Investment sem kemur til eftir að hann fer úr stjórn.

Spilling Reynt að semja um að fallið yrði frá ákæru

Ríkið ætlar að áfrýja atvinnuleysisbótadómi Ríkið braut lög þegar ákveðið var að stytta bótatímabil atvinnulausra. Eitt þúsund manns gætu átt endurkröfurétt á ríkið. „Að mínu mati er þetta stórt mál og mögulega fordæmisgefandi. Þess vegna tel ég æskilegt að eyða allri óvissu og taka af tvímæli í þessu máli með endanlegri niðurstöðu Hæstaréttar,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra en hátt í eitt þúsund manns gætu átt endurkröfurétt á ríkið eftir héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp þann dóm að það hefði verið ólöglegt að stytta bótatímabil atvinnulausra. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segist hafa vonað að fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra sýndu ákveðna auðmýkt og gengju til samninga við þá sem þau hefðu

brotið á án þess að það þyrfti frekari málarekstur. Ákvörðunin hafi verið hroðvirknisleg en margsinnis hafi verið bent á að þetta gengi bæði gegn stjórnarskrá og eignarrétti en markmiðið hafi einungis verið að laga fjárhagsstöðu ríkisins. Ríkið hefði getað stytt bótatímabilið en það mátti ekki skerða rétt þeirra sem þegar höfðu hafið töku bóta. Alls missti 81 félagsmaður í VR framfærslu sína þegar lögin tóku gildi. Ólafía segir að sumir þeirra hafi getað leitað á náðir sveitarfélaga en alls ekki allir, enda séu þröng skilyrði þar, til að mynda um tekjur maka. Fólk sem sé enn atvinnulaust hafi haft samband við félagið eftir dóminn og velti nú fyrir sér réttarstöðu sinni. Eygló Harðardóttir gaf ekki kost á viðtali til að svara frekari spurningum um málið. | þká

Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra.

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari fer með mál lögreglufulltrúans.

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari er með mál fíkniefnalögreglumannsins á sínu borði.

Fíkniefnalögga bað brotamann um peninga Talið er að fíkniefnalögreglumaður, sem sætt hefur rannsókn vegna misferlis í starfi, hafi sent brotamanni sms og beðið hann um peninga. Fyrrum starfsmaður sérstaks saksóknara fór með upptöku af samtali lögreglumannsins og brotamannsins til ákæruvaldsins. Upptakan er talin styðja þá kenningu að peningar hafi farið á milli lögreglumannsins og brotamanns. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Smáskilaboðin og hljóðupptakan eru sterkustu gögnin sem ákæruvaldið hefur í málinu gegn fíkniefnalögreglumanninum. Skilaboðin fundust í síma lögreglumannsins á lögreglustöðinni. Í skilaboðunum er talið að hann sé að biðja brotamann um peninga. Engar sannanir eru fyrir því að greiðslurnar hafi átt sér stað. Rannsókn á málinu hefur staðið yfir síðan í desember og bæði brotamaðurinn og fíkniefnalögreglumaðurinn hafa setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Líklegt er að ríkissaksóknari gefi út ákæru á hendur fíkniefnalögreglumanninum á næstu vikum fyrir brot í starfi og mútuþægni. Þá er líklegt að brotamaðurinn verði ákærður fyrir að bera mútur á lögreglumann. Málið er á borði Helga Magnúsar Gunnarssonar. Málið fór af stað í desember í fyrra þegar maður, sem eitt sinn starfaði fyrir sérstakan saksóknara, fór með upptöku af samtali

brotamannsins og fíkniefnalögreglumannsins, til ákæruvaldsins. Í upptökunni, sem er um hálftíma löng, heyrast lögreglumaðurinn og brotamaðurinn ræða saman. Brotamaðurinn og fyrrum starfsmaður sérstaks saksóknara tengjast. Á ákveðnum tímapunkti í upptökunni er rætt um peningaupphæð. Truflanir eru á upptökunni svo ekki heyrist nægilega vel í hvaða samhengi peningaupphæðin kemur til tals. Annar maður, sem gengdi stöðu lögreglufulltrúa og yfirmanns í fíkniefnadeild lögreglunnar, sætir einnig rannsókn vegna misferlis í starfi. Hann er grunaður um langvarandi samskipti við einn þekktasta mann í undirheimum á Íslandi. Grunsemdir um óeðlileg tengsl þeirra, hafa ítrekað komið upp. Í desember í fyrra leitaði lögfræðingur til ríkissaksóknara og óskaði eftir samningaviðræðum. Hann sagðist geta haft milligöngu um að veittar yrðu upplýsingar um samskipti lögreglufulltrúans og mannsins í undirheimunum. Lögfræðingurinn vildi að fallið yrði frá ákæru á hendur undirheimamanninum gegn því að upplýst yrði um samskipti hans við lögreglufulltrúann. Samkvæmt heimildum Fréttatímans var þessu tilboði lögfræðingsins ekki tekið og engin heimild er í lögum til að semja við fólk um að það njóti friðhelgi gegn því að veita upplýsingar. Við yfirheyrslur hefur maðurinn í undirheimunum játað að lögreglufulltrúinn hafi gert honum

Lögfræðingurinn vildi að fallið yrði frá ákæru á hendur undirheimamanninum gegn því að upplýst yrði um samskipti hans við lögreglufulltrúann. viðvart, einu sinni, þegar fíkniefnadeildin ætlaði að framkvæma húsleit vegna kannabisræktunar. Þegar lögreglan kom á staðinn var húsnæðið tómt. Átök eru innan lögreglunnar um hvort mál lögreglufulltrúans hafi verið þaggað niður af fyrrum yfirmönnum hans, meðal annars þeim Karli Steinari Valssyni og Friðriki Smára Björgvinssyni. Margir fíkniefnalögreglumenn eru ósáttir við viðbrögð þessara manna við ábendingum um misferli lögreglufulltrúans. Miklar deilur hafa skapast um rannsókn málsins þar sem Grímur Grímsson var í upphafi fenginn til að stýra rannsókninni. Grímur er náinn vinur Karls Steinars Valssonar. Hann sagði sig frá rannsókninni eftir að athugasemdir voru gerðar við tengslin. Málið hefur verið til meðferðar hjá embætti héraðssaksóknara. Rannsókn á máli lögreglufulltrúans er á lokastigi og er talið ólíklegt að gefin verði út ákæra í málinu. Honum mun því bjóðast að starfa áfram hjá lögreglunni.


BMW EFFICIENTDYNAMICS. LESS EMISSIONS. MORE DRIVING PLEASURE.

BMW X5 PHEV

E N N E M M / S Í A / N M 74 8 3 5 B M W *Miðað x 5 Pvið H Euppgefnar V 5 x 3 8 s viðmiðunartölur ý n i n g á m o r g framleiðanda un um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.

www.bmw.is

NÝR BMW X5 PLUG-IN HYBRID. FRUMSÝNING Á MORGUN. BMW X5 xDrive40e / VERÐ: 10.790.000 KR. Nýi BMW X5 xDrive40e PLUG-IN HYBRID tengirafbíllinn sameinar nýjustu rafbílatækni og það besta sem völ er á í hefðbundinni vélartækni. Rafmótorinn er innbyggður í 8 þrepa sjálfskiptinguna sem tryggir fullkomna virkni xDrive fjórhjóladrifsins hvort sem bíllinn er í rafstillingu eingöngu eða knúinn bensínvél. Nýr BMW X5 xDrive40e skipar sér í hóp sparneytnustu jeppa í sínum stærðarflokki með eldsneytisnotkun upp á einungis 3,3 l/100 km* í blönduðum akstri. Samanlagt skila rafmótorinn og bensínvélin 313 hestöflum.

VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR Á MORGUN FRÁ 12–16. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is

Hrein akstursánægja


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

6|

Skattaskjól Allt dregið fram í umræðum um skattaskjól

Ragnheiður bað Jóhönnu afsökunar „Á mínum langa pólitíska ferli hafa fá mál lagst eins þungt á mig og að vera að ósekju sökuð um brot á jafnréttislögum,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir. Það sé þó fáránlegt að blanda því saman við umræðu um stærsta spillingarmál sögunnar. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, segir fáránlegt að blanda dómi í jafnréttismáli frá 2010 inn í umræður um stærsta spillingarmál sögunnar. „Það lýsir vel hve rök-

þrota stjórnarliðar eru sem og siðrofi gagnvart þjóðinni þar sem forystumenn stjórnarflokkanna voru í aðalhlutverki. Hún segir virðingarvert af Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, að hafa beðist afsökunar á ummælum sínum á Alþingi síðastliðinn þriðjudag. Ragnheiður sagði á Alþingi að Jóhanna hefði brotið jafnréttislög við skipun Arnars Þórs Mássonar sem skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu árið 2010. Kærunefnd jafnréttismála komst að því árið 2010 að

Jóhanna Sigurðardóttir hefði brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga þegar Arnar Þór var skipaður í embættið. Héraðsdómur dæmdi í kjölfarið Önnu Kristínu Ólafsdóttur bætur á grundvelli álits kærunefndarinnar. Árið 2013 komst umboðsmaður Alþingis hinsvegar að því að mat og aðferð kærunefndar Jafnréttismála hafi ekki verið í samræmi við lögboðið hlutverk hennar. Ragnheiður sagðist ekki hafa vitað af úrskurði umboðsmanns og bað Jóhönnu afsökunar á Facebook. Jóhanna segir að það hefði farið betur

Afsökunarbeiðni Ragnheiðar hefði átt betur heima á Alþingi en Facebook að mati Jóhönnu.

á því að hún bæðist afsökunar á sama vettvangi. Það hafi þó verið ágætt að hún opinberaði þekkingarleysi sitt á málinu. Það hafi gefið kærkomið tilefni til að rifja upp álit umboðsmanns Alþingis, en fjölmiðlar hafi ekki sýnt því neina athygli, öfugt við moldviðrið sem var þyrlað upp í kringum úrskurð jafnréttisráðs. „Í gegnum tíðina hef ég mikið unnið að jafnréttismálum og á mínum langa pólitíska ferli hafa fá mál lagst eins þungt á mig og að vera að ósekju sökuð um brot á jafnréttislögum,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir. | þká

Fuglar Hrafnar eru ekki velkomnir í Háskólabíó

SÓFAR

Eyðilögðu laup fyrir hrafnapari

Allir sófar á taxfree tilboði*

Stjórnendur Háskólabíós hafa komið fyrir fuglahræðu á þaki bíóhússins til að hræða burtu hrafnapar sem hefur gert sig heimakomið

TAXFREE

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

PASO DOBLE

Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga. Grátt eða brúnt slitsterkt áklæði. Stærð: 300 × 100/150 × 95 cm

298.379 kr. 369.990 kr.

CLEVELAND

Hornsófi með tungu. Hægri eða vinstri tunga. Dökk­ eða ljósgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 308 × 140/203 × 81 cm

153.218 kr. 189.990 kr.

DEVON

Nettur og litríkur svefnsófi. Margir litir. Stærð: 151 x 86 x 82 cm

Hrafnar hafa í tvígang gert sér laup á þaki Háskólabíós við litla hrifningu stjórnenda þar sem hafa jafnharðan hrakið þá burt. Í síðara skipti kom húsvörður bíóhússins fyrir fuglahræðu á þakinu til að koma í veg fyrir frekari hreiðurgerð fuglanna. Susan Muska, kvikmyndagerðarkona og stundakennari við Háskólann, hefur fylgst náið með hröfnunum og gert athugasemd við framferði stjórnenda bíósins. Susan Muska er áhugakona um fugla, einkum uglur en eftir að hún fór að dvelja langdvölum í Reykjavík heillaðist hún af hröfnum. „Þetta eru stálgreindir og fallegir fuglar og það er svo óvenjulegt að sjá þá í borginni.“ Susan segir að hrafnarnir eigi sama maka á hverju ári en geri sér ekki endilega laup á sama stað. Lauparnir þurfa að vera hátt uppi og því hentar klettótt landslag þeim vel eða háar byggingar. „Ég átti leið framhjá byggingasvæði rétt hjá Háskólabíói eftir að ég kom til landsins núna í mars og sá að hrafnar voru þar í óðaönn að sækja efnivið í hreiðurgerð. Ég fylgdist með þeim og sá þá fljúga í átt að bíóinu þar sem þeir voru greinilega búnir að koma sér fyrir á þakinu. Þetta er frábær staðsetn-

ing fyrir hrafnana því laupurinn sést ekki frá götunni og önnur hús eru ekki í alveg næsta nágrenni, svo uppeldi unganna er ekki líklegt til að valda neinni truflun.” Susan segist ekki hafa ímyndað sér annað en að stjórnendur bíósins yrðu himinlifandi að fá hrafnana, þannig hafi stjórnendur Listasafns Einars Jónssonar tekið hrafnapari opnum örmum fyrir nokkrum árum og eins skólastjórnendur í Austurbæjarskóla, sem hafi komið fyrir myndavél á þakinu til að leyfa börnunum að fylgjast með uppeldi unganna. „Þessvegna dauðbrá mér og ég varð algerlega miður mín þegar ég sá að laupurinn hafði verið eyðilagður og leifarnar af honum var að finna á jörðinni og afgangurinn hefur sjálfsagt farið í ruslið. Þegar ég leit upp sá ég að komið hafði verið fyrir ófrýnilegri fuglahræðu þar sem laupurinn hafði verið.“ Susan fór að grennslast fyrir um málið og fann út að laupurinn hafði fyrst verið eyðilagður, en þegar hrafnarnir hófu endurreisnarstarf var hann eyðilagður að nýju og fuglahræðan sett til að hræða þá í burtu. Hún setti sig í samband við stjórnendur sem sögðu að hröfnunum fylgdi sóðaskapur og hávaði og þeir vildu ekki hafa þá á þakinu, þótt það taki ekki nema sex vikur að koma ungunum á legg. Hrafnar eru ekki friðaðir en þeir njóta þó ákveðinnar friðhelgi inni í borginni og það heyrir til undantekninga að laupar þeirra séu eyðilagðir.

Mynd | Hari

Susan Muska segist ekki hafa ímyndað sér annað en að stjórnendur bíósins yrðu himinlifandi að fá hrafnana, þannig hafi stjórnendur Listasafns Einars Jónssonar tekið hrafnapari opnum örmum fyrir nokkrum árum og eins skólastjórnendur í Austurbæjarskóla.

112.895 kr. 139.990 kr. * Taxfree tilboðið gildir bara á sóf­ um og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður viðis­ aukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahall­ arinnar og gildir til 29. apríl 2016

SÓFAR

TAXFREE

Allir sófar á taxfree

tilboði*

PASO DOBLE

Þú finnur nýja Taxfree sófabæklinginn á www.husgagnahollin.is

www.husgagnahollin.is 558 1100

Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga. Grátt eða brúnt slitsterkt áklæði. Stærð: 300 × 100/150 × 95 cm * Taxfree tilboðið gildir bara jafngildir 19,35% afslætti. á sófum og

Reykjavík Bíldshöfði 20

298.379 kr. 369.990 kr.

Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði.

Akureyri Dalsbraut 1

Ísafirði Skeiði 1

Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinn ar.

www.husgagnahollin.is

Myndir | Susan Muska

Susan Muska dauðbrá og varð algerlega miður sín þegar hún sá að laupurinn hafði verið eyðilagður og að komið hafði verið fyrir ófrýnilegri fuglahræðu þar sem laupurinn hafði verið.


Ljósleiðari hjá Nova! Ljósleiðari hjá Nova er fyrir þá sem vilja öfluga háhraða tengingu inn á nútímaheimilið. Einfaldaðu þér lífið, slepptu heimasímanum og sjónvarpsboxinu og horfðu á sjónvarpið yfir netið. Ljósleiðaraþjónusta Nova styður 500 Mb/s kerfishraða. Gerðu verðsamanburð og þú gætir lækkað netreikninginn í einni svipan.

100GB Netið hjá Nova

1.000GB 3.990 kr.

Netið hjá Nova

5.990 kr.

Gagnaveitan, aðgangsgjald 2.580 kr.

Gagnaveitan, aðgangsgjald 2.580 kr.

Leiga á beini

Leiga á beini

Samtals:

Hver 100GB umfram: 990 kr.

Skráðu þig í Ljósleiðara hjá Nova á nova.is í þjónustuveri Nova eða í næstu Nova verslun. Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | Facebook | Twitter

690 kr. 7.260 kr.

Samtals:

Hver 100GB umfram: 990 kr.

690 kr. 9.260 kr.


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

8|

Sveitarstjórnir Enginn í opinberri þjónustu má tengjast aflandsfélögum

Vill samræmdan gagnagrunn um hagsmuni Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, vill samræmdan gagnagrunn um hagsmuni kjörinna fulltrúa og framkvæmdastjóra í sveitarstjórnum. Ríki og sveitarfélög verða af rúmlega 80 milljörðum króna á ári í formi skatttekna vegna skattaundanskota. Notkun aflandsfélaga hefur þar umtalsverð áhrif. Eiríkur Björn Björgvinsson segir að í ljósi þessa eigi það einfaldlega ekki að líðast að neinn

sem starfi í umboði almennings hafi tengsl við aflandsfélög. „Ég ætla að leggja það til á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga að sett verði af stað vinna sem tryggi að svo sé ekki,“ segir hann. „Þessi skattaundanskot grafa því undan getu sveitarfélaganna til þess að veita íbúum þá þjónustu sem þeir vænta og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að taka þessi mál föstum tökum.“ Eiríkur segir að fyrsta skrefið sé að krefja ríkisstjórnina um raunverulegar aðgerðir til þess

Tíkin þjáðist af kalkskorti Smáhundurinn Amy, sem reyndist fótbrotinn í Einangrunarstöð gæludýra í Höfnum, þjáðist af kalkskorti. Tíkin fór í læknisskoðun hjá dýralækni á Keflavíkurflugvelli þegar hún var flutt til landsins og reyndist við góða heilsu. „Síðar kom í ljós að Amy var fótbrotin og haldin miklum kalkskorti þannig að vandasamt var að spengja fótinn saman,“ segir Jón Magnússon, forstöðumaður Einangrunarstöðvarinnar.„Því hefur verið haldið fram að Amy hafi fótbrotnað í dvölinni hjá okkur og hafa aðstandendur stöðvarinnar að ósekju mátt sitja undir ámæli fyrir það og að hafa ekki brugðist nógu fljótt við ástandi hundsins. Þessu mótmælum við harðlega og sömuleiðis meiðandi ummælum sem

fallið hafa um starfsemi okkar á samfélagsmiðlum að undanförnu,“ segir Jón og bætir við að ekkert dýr hafi meiðst í stöðinni frá því hún tók til starfa. Senda átti hundinn úr landi þegar brotið uppgötvaðist. Vegna sóttvarna mátti ekki fara með hundinn á dýraspítala og ekki var talið að aðstaðan í stöðinni væri nógu góð til að hægt væri að framkvæma aðgerðina. Fyrir milligöngu Dýraverndarsambandsins var hætt við að senda tíkina úr landi og kallaður til dýralæknir til að gera aðgerð. | þká

að uppræta skattaundanskot í gegnum aflandsfélög og bjóða fram aðstoð sveitarfélaganna við það. „Við sveitarstjórnarmenn eigum að ganga á undan með góðu fordæmi og hafa allt okkar uppi á borðinu.“ Hann bætir við að Reykjavíkuborg hafi að mörgu leyti verið til fyrirmyndar við að setja reglur um hagsmunaskráningu. „Þó hefur komið í ljós að tveir borgarfulltrúar hafa ekki skráð hagsmuni sína þar. Það sýnir okkur að samhliða reglum af þessu tagi

þarf að vera hægt að sannreyna að upplýsingarnar séu réttar,“ segir Eiríkur. „Það er gríðarlega mikilvægt að allir sem eru í þjónustu almennings, bæði kjörnir fulltrúar og þeir sem eru í forsvari, eins og ég, sýni gott fordæmi og geri hreint fyrir sínum dyrum. Sveitarfélög verða að koma sér upp samræmdum reglum um hagsmunaskráningu fulltrúa í sveitarstjórnum og framkvæmdastjóra þeirra og þar gegna Samtök íslenskra sveitarfélaga lykilhlutverki.“ | þká

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri

Ferðaþjónusta Gjaldtaka í Reynisfjöru getur skilað tugum milljóna á ári

„Tilneydd að hefja gjaldtöku í Reynisfjöru“ „Okkur er nauðugur einn kostur, ef við eigum að geta tekið á móti öllum þeim fjölda sem sækir Reynisfjöru heim,“ segir Guðni Einarsson einn eigenda veitingastaðarins Svörtufjöru. Hann og aðrir eigendur hafa pantað stöðumæla hjá fyrirtækinu Bergrisa og ætla að hefja gjaldtöku á þessum vinsæla ferðamannastað. Ragnheiður Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segist ekki hafa neitt við gjaldtökuna að athuga. Ekki sé um hefðbundinn aðgangseyri að ræða. Það sé verið að rukka fyrir þjónustu á einkalandi. Hún reikni með að stór hluti renni til uppbyggingar og bæti innviðina á þessum stöðum. Um hundrað þúsund gerðu sér ferð í Reynisfjöru í mars, sem telst nú ekki til háannatíma í ferðabransanum. Það er því ljóst að það er eftir miklu að slægjast. Guðni Einarsson segir að gjaldið hafi ekki verið ákveðið en horft sé til bílastæðagjaldsins á Þingvöllum. Þar rukka menn einkabíla um fimm hundruð og rútur um 3000 krónur. „Við höfum ekki úr miklu fjármagni að spila og bílastæðin þurfa að vera í lagi enda eiga þau að tryggja að fólk fari rétta leið niður í fjöruna og sjái viðvörunarskiltin,“ segir Guðni. Hann segir að ætlunin sé að fjárfesta í malbiki fyrir bílastæðin og stöðumælum og sinna hálkuvörnum og viðhaldi á bílastæði. Þá standi

Myndatexti

gestum til boða að nota salerni á veitingahúsinu. Ekki stendur til að greiða fyrir öryggisgæslu á svæðinu en tveir ferðamenn hafa látið þar lífið á skömmum tíma. Ragnheiður Elín Árnadóttir segir að þetta séu tvö aðskilin mál, stjórnstöð ferðamála hafi verið falið að vinna sérstaka öryggisúttekt fyrir páska sem sé þegar komin til framkvæmda. Hún segist ekki óttast að þjónustugjöld á einkalandi verði almennt til vandræða eða mjög íþyngjandi. Hún hafi reynt að ná samstöðu um náttúrupassa en sú tilraun hafi farið út um þúfur þar sem ekki hafi náðst um hana sátt.

Það hvíli þó enn sú skylda á opinberum aðilum að standa vel að uppbyggingu á ferðamannastöðum enda séu ferðamenn að skila gríðarlega miklum tekjum í þjóðarbúið. Guðni og aðrir eigendur veitingahússins Svörtufjöru eru með lóðarleigusamning fyrir lóðina undir veitingahúsinu og bílastæðunum. Um 300 manns eiga hinsvegar landið að sjálfri Reynisfjöru og höfðu þeir ekkert heyrt af áformunum, þegar þau spurðust út í fjölmiðlum. Guðni segir að eigendur veitingahússins séu í fullum rétti og muni greina frá málinu betur þegar það er lengra á veg komið.

Bækur Fjórir höfundar Forlagsins í forsetastellingum

Sjóðheitur Andri Snær Bókamessan í London fór fram í vikunni en þangað senda íslensk forlög útsendara sína að kynna íslenskar bækur og höfunda en einnig til þess að finna heitustu erlendu titlana til að þýða yfir á íslensku.

Gríðarlegur áhuga er á verkum Andra Snæs Magnasonar í kjölfar forsetaframboðs hans. Egil Jóhannsson útgefandi segir að mikill fjöldi útgefenda hafi safnast saman hjá réttindastofu Forlagsins og keppst um réttinn á verkum hans. Forlagið er reyndar sá vinnustaður sem hefur látið mest að sér kveða í undanfara forsetakosninganna, alls eru

fjórir frambjóðendur tengdir bókaútgáfunni. Andri Snær og Þorgrímur Þráinsson, sem nú hefur gefið út að hann hafi misst áhuga á framboðinu, eru höfundar Forlagsins og Elísabet Jökulsdóttir sem er líka í framboði hefur einnig gefið þar út eina bók. Annar hugsanlegur frambjóðandi liggur undir feldi, en hann er líka einn höfunda Forlagsins og hefur gefið þar út fimm bækur um sagnfræðileg efni, það er Guðni Th. Jóhannesson. Egill Jóhannsson bókaútgefandi segir að Forlagið hafi engin afskipti af framboðsmálum höfunda sinna. Það hafi komið á óvart að erlendir útgefendur sýndu þennan mikla áhuga vegna forsetakosninganna. | þká

Andri Snær Magnason forsetaframbjóðandi vekur athygli á nafna sínum, rithöfundinum.


& LAUGARDAG MILLI KL. 10:00 OG 16:00

Komdu og skoðaðu tvo nýja og spennandi bíla frá einum áreiðanlegasta bílaframleiðanda heims.

www.honda.is

Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

10 |

Panama-skjölin Hringrás skattaundanskota, útstreymis fjár og uppkaupa á fyrirtækjum og eignum

Kerfisbundin skattsvik með blessun stjórnvalda Ástæða þess að Íslendingar og íslensk félög eru meira áberandi í Panama-skjölunum er sú að stjórnvöld á Íslandi studdu í raun fjárstreymi frá Íslandi yfir í aflandsfélög. Vandinn lá því ekki í óheiðarleika einstakra manna heldur í kerfisbundnum stuðningi stjórnvalda við skattaundanskot. Eftirlit var dregið saman, lögum haldið bitlausum og aðvörunum í engu sinnt. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is

Það er ekki hægt að skýra mikinn fjölda íslenskra aflandsfélaga í Panama-skjölunum sem tilviljun. Þótt vera megi að það skekki myndina eitthvað að Landsbankinn í Lúxemborg skipti nánast einvörðungu við lögmannsstofu Mossack Fonseca þá skýrir það ekki þann mikla mun sem er á fjölda íslenskra einstaklinga og fyrirtækja og fólki og fyrirtækjum frá öðrum löndum. Panama-skjölin afhjúpa að skattsvik og skattaundanskot hafa verið kerfisbundið stunduð af íslensku auðfólki með aðstoð íslenskra banka í skjóli götóttra skattalaga og veiks eftirlits stjórnvalda. Þrátt fyrir ábendingar um veikleika kerfisins brugðust stjórnvöld ekki við. Þvert á móti var það stefna stjórnvalda í aðdraganda Hrunsins að hafa ekki eftirlit með útstreymi fjármagns né innstreymi sama fjármagns þegar það hafði verið sett inn í félög í skattaskjólum. Þessi hringrás var ein forsenda þeirrar eignabólu og óðæris sem ríkti hérlendis árin fyrir Hrun, þess ástands sem Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, lýsti með því að baða út öngunum í ræðustól Alþingis og segja: „Ég verð að segja eins og vinur minn, Björn á Hofsstöðum, sagði: Drengir, sjáið þið ekki veisluna? Þetta fólk sér ekki hvað hefur verið að gerast hér á undanförnum árum. Það sér það bara ekki, sennilega af því að það vill það ekki.“ Þetta eru kostuleg orð því það virðist nú augljóst að það voru stjórnvöld, og ekki síst fjármálaráðuneyti Árna sjálfs, sem sáu ekki hvað var að gerast, sennilega af því að ráðuneytið vildi það ekki. En þar sem út- og innstreymi fjármagns var svo yfirgengilegt og aðvaranir svo margar er ekki hægt að halda því fram að stjórnvöld hafi ekki séð hvað var að gerast. Réttara væri að segja að þau hljóti að hafa séð hvað var á seyði en kosið að gera ekkert í því. Þau ýttu frekar undir það óheilbrigða kerfi sem myndaðist á árunum fyrir Hrun, voru meðhöfundar þess, verndarar og hvatamenn. Út- og innstreymi Um aldamótin var fjármunaeigna Íslendinga í útlöndum um 122 milljarðar króna á núvirði. Í árslok 2007 var þessi eign orðin 2.457 milljarðar króna, hafði hækkað um 2.335 milljarða króna á fáum árum eða álíka fjárhæð og nemur einni landsframleiðslu. Þetta útstreymi var stigvaxandi. Fyrstu ár aldarinnar óx fjármunaeign Íslendinga í útlöndum um 20 til 50 milljarða króna á ári. Árið 2004 stökk hún hins vegar upp um 220 milljarða króna, árið eftir um 674 milljarða króna, 2006 um 534 milljarða króna og árið 2007 um 795 milljarða króna. Á þessum árum rann því um fjórðungur til þriðjungur landsframleiðslunnar út á hverju ári. Það er ekki hægt að segja að hagkerfið

hafi lekið. Réttara væri að segja að sprungið og fjármunirnir flætt út. Fyrir þessum fjárflótta eru margar ástæður. Á þessum árum keyptu íslensk félög fyrirtæki í útlöndum. Hluti þeirra kaupa var fjármagnaður með lántökum á Íslandi. En mikið af fjármagni rann út vegna ívilnandi skattareglna. Þegar arður var greiddur út úr félögum gátu eigendur þeirra frestað greiðslum á 10 prósent fjármagnstekjuskatti. Það var gjarnan gert með því að arðgreiðslurnar voru lagðar inn í nýtt félag, til dæmis félag á aflandseyju sem Landsbankinn eða Kaupþing í Lúxemborg keyptu og héldu utan um. Mikið af þessu fé rataði síðan aftur inn í íslenska hagkerfið. Spor þess má sjá í upplýsingum Seðlabankans um fjármunaeign útlendra félaga á Íslandi. Hún var 92 milljarðar króna um aldamótin en var orðin 1.606 milljarðar króna í árslok 2007. Og eign erlendra félaga óx með líkum hætti og í svipuðum takti og fjármunaeign Íslendinga í útlöndum. Fyrstu ár aldarinnar óx eignin ekkert og upp í 50 milljarða á ári. Árið 2005 tekur hún hins vegar stökk, ári eftir að útstreymi fjár frá Íslandi tekur stökkið. 2005 óx fjármunaeign erlendra félaga um 290 milljarða króna, ári síðar um 389 milljarða króna og 2007 um 693 milljarða króna. Þetta eru miklar hamfarir. Segja má að gjarðirnar sem héldu utan um hið veikbyggða íslenska efnahagslíf hafi verið við það að bresta, það gnast og brast í tunnunni allri. Þetta voru hljóðin sem hljómuðu undir ræðu Árna fjármálaráðherra og hann kallaði veisluglaum. Í raun var þetta gnýr sem boðaði fyrirsjáanlegt Hrun. Eignakaup með skattaafslætti Hluti af innstreymi fjármagns erlendra félaga má rekja til vaxtamunaviðskipta, bankar og sjóðir sem reyndu að hagnast á hávaxtastefnunni á Íslandi. Þeir tóku lán á lágum vöxtum á Íslandi til að kaupa skuldabréf á Íslandi með háum vöxtum og græddu um 5 prósent árlega á einhverju sem virtist áhættulaus viðskipti. En góður hluti af innstreyminu var sama íslenska féð og hafði áður runnið frá landinu til Lúxemborgar og þaðan í ýmis skattaskjól. Wintris-mál Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar og Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur sýnir þetta ágætlega. Þau fluttu peninga út til Lúxemborgar og þaðan til Tortóla og svo aftur heim til að kaupa skuldabréf í bönkunum þremur. Íslensk viðskiptasaga síðustu árin fyrir Hrun sýnir samskonar hringrás. Arður var færður í útlend félög sem fjárfesting til að komast hjá fjármagnstekjuskatti. Féð kom síðan til baka til fjárfestinga á Íslandi. Á skömmum tíma færðist eignarhald íslenskra fyrirtækja meira og minna yfir í félög sem skráð voru erlendis og þá fyrst og fremst í ýmsum skattaskjólum. Að baki þessu var skattastefna sem verðlaunaði fólk sem hegðaði sér svona. Það hafði betri aðstöðu til eignakaupa og náði að kaupa upp fyrirtæki og eignir, fyrst smátt og smátt en síðan með stigvaxandi hraða og offorsi. Og aldrei var greiddur skattur. Arður úr nýkeypta félaginu var líka fluttur út og kom síðan aftur heim þar sem nota mátti hann ásamt ríkulegu lánsfé til að kaupa ný félög. Eftirlitið veiklað Á meðan önnur lönd reyndu að sporna við flutningi fjár yfir í skatta-

Hluti þeirra peninga sem runnu út var notaður til eignakaupa á Íslandi Tölur í milljónum króna

1.606 +693

913

+389

524

92

144

125

161

+13

+52

2000

2001

2002

2003

-19

+36

234

+290

+73

2004

2005

2006

2007

Með stigvaxandi þunga runnu gríðarupphæðir úr landi Tölur í milljónum króna

2000

2001

2002

2003

122

177

197

234

+47

+55

+20

+37

2004

2005

2006

2007

Lúxemborg

454

+220

1.128 +678

1.662 +534

2.457 +795

Panama

Hringrás íslenskra peninga Fjármunir voru fluttir út án skattgreiðslna í aðdraganda Hrunsins og síðan aftur inn í gegnum aflandsfélög, sem urðu á örskömmum tíma helstu eignarhaldsfélög á Íslandi. Með þessu voru flest fyrirtæki og helstu eignir á Íslandi fluttar út úr íslenskri skattalögsögu.

Í fjármálaráðherratíð Geirs H. Haarde og Árna M. Mathiesen var stórlega dregið úr skattaeftirliti og aðvörunum um stórfelld skattsvik í gegnum aflandsfélög í engu sinnt.

„Drengir, sjáið þið ekki veisluna? Þetta fólk sér ekki hvað hefur verið að gerast hér á undanförnum árum. Það sér það bara ekki, sennilega af því að það vill það ekki.“ Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra

skjól gerðu íslensk stjórnvöld hið gagnstæða. Það var opinber stefna stjórnvalda að draga úr skattheimtu af auðfólki og fyrirtækjum. Stefnan var sett á að gera Ísland að skattapardís fyrir hina ríku og stóru. Í fjármálaráðherratíð Geirs H. Haarde var kerfisbundið dregið úr skattaeftirliti. Í ágætri grein Jóhannesar Hraunfjörð Karlssonar um skattaeftirlit í aðdraganda Hrunsins kemur fram að „eftir að Geir Haarde varð fjármálaráðherra en 1998-2003 er um beina fækkun að ræða þegar starfsmönnum í eftirliti fækkar úr 54 í 34, eða um 35%.“ Ekkert var gert með tilllögur skattsvikanefnarinnar 2004. Þar lögðu Snorri Olsen tollstjóri, Indriði H. Þorláksson skattstjóri og Skúli Eggert Þórðarson til aðgerðir til að mæta breyttu viðskiptaumhverfi. Meðal tilmæla þeirra var að stjórnvöld innleiddu svokallaðar CFC-reglur, sem öll nágrannalönd okkar höfðu þá tekið upp til að sporna við skattsvikum í gegnum aflandssfélög. Með þessum reglum er skattayfirvöldum heimilt að horfa á aflandsfélög eins og þau séu ekki til. Litið er á stofnun þeirra og rekstur sem sýndargjörning. Eignir og tekjur félaganna eru felldar að skattskilum eigenda. Tekjur eru til dæmis skattlagðar eins og atvinnutekjur eigenda en ekki sem tekjur fyrirtækja. Geir H. Haarde gerði ekkert með þessar tillögur. Og ekki heldur Árni M. Mathiesen þegar hann tók við fjármálaráðuneytinu. Þessar reglur voru ekki lögfestar fyrr en Steingrímur J. Sigfússon kallaði Indriða H. Þorláksson til starfa í fjármálaráðuneytinu í

tíð minnihlutastjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í ársbyrjun 2009. Skattaskjól og skúrkaskjól En íslensk stjórnvöld létu sér ekki nægja að skera niður skattaeftirlit og draga það að setja reglur til að hindra verstu skattsvikin heldur héldu þau í öfuga átt. Eftir að Halldór Ásgrímsson tók við forsætisráðuneytinu varð það hálfopinber stefna stjórnvalda að herða ekki skattheimtu og eftirlit heldur þvert á móti að breyta Íslandi í skattaskjól. Tillögur nefndar á vegum forsætisráðherra um alþjóðlega fjármálastarfsemi lagði til að skattar á auðugt fólk og stórfyrirtæki yrðu lækkaðir, bankaleynd yrði viðhaldið og aukin og flest gert til að auðvelda hinum auðugu og voldugu til að hafa sína hentisemi. Formaður nefndarinnar var Sigurður Einarsson, þá stjórnarformaður Kaupþingsbanka. Hann var síðar dæmdur fyrir fjármálaglæpi eins og annar nefndarmanna einnig; Baldur Guðlaugsson, þáverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins. Þriðji nefndarmaðurinn hefur verið ákærður fyrir fjármálaglæpi, Pálmi Haraldsson í Fons. Það er vissulega eftiráspeki að undra sig á þessu mannavali. En engu að síður sést af nefndarskipaninni að á þessum tíma var orðinn lítill munur á þeim sem notuðu (og misnotuðu) veikt kerfið til hins ýtrasta sér til hagsbóta og þeim sem áttu að gæta þess að kerfið héldi. Stjórnvöld voru lögst í eina sæng með þeim sem högnuðust mest á slælegu eftirliti og veikri skattalöggjöf.


30%

VILDARAFSLÁTTUR

AF ÖLLUM FERÐATÖSKUM

ÓTRÚLEGA

LÉTT!

Ferðataska 71 cm. með 4 hjólum VILDARVERÐ: 17.290.Verð: 24.700.-

Hörð handfarangurstaska 55 cm. með 4 hjólum VILDARVERÐ: 13.999.Verð: 19.999.-

Ferðataska 65 cm. með 2 hjólum VILDARVERÐ: 13.404.Verð: 19.149.-

Handfarangurstaska 55 cm. með 2 hjólum VILDARVERÐ: 11.997.Verð: 17.139.-

Ferðataska 67 cm. með 4 hjólum VILDARVERÐ: 34.229.Verð: 48.899.-

Ferðataska 65 cm. með 4 hjólum VILDARVERÐ: 17.149.Verð: 24.499.-

Ferðataska 68 cm. með 4 hjólum VILDARVERÐ: 13.404.Verð: 19.149.-

ÓTRÚLEGA

LÉTT!

Hörð ferðataska með 4 hjólum VILDARVERÐ: 40.599.Verð: 57.999.-

Handfarangurstaska 55 cm. með 2 hjólum VILDARVERÐ: 11.997.Verð: 17.139.-

Ferðataska 65 cm. með 4 hjólum VILDARVERÐ: 13.999.Verð: 19.999.-

ÓTRÚLEGA

LÉTT!

Ferðataska 75 cm. með 4 hjólum VILDARVERÐ: 16.932.Verð: 24.189.-

Handfarangurstaska 55 cm. með 4 hjólum VILDARVERÐ: 12.599.Verð: 17.999.-

Ferðataska 65 cm. með 4 hjólum VILDARVERÐ: 15.525.Verð: 22.179.-

Handfarangurstaska 55 cm. með 4 hjólum VILDARVERÐ: 12.697.Verð: 18.139.-

Ferðataska 74 cm. með 4 hjólum VILDARVERÐ: 16.099.Verð: 22.999.-

AÐEINS BROT AF ÚRVALINU - KOMDU NÚNA! VÖRUÚRVAL MISMUNANDI EFTIR VERSLUNUM

Austurstræti 18

Álfabakka 16, Mjódd

Hafnarfirði - Strandgötu 31

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Skólavörðustíg 11

Kringlunni norður

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Bárustíg 2

Laugavegi 77

Kringlunni suður

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Hallarmúla 4

Smáralind

Akranesi - Dalbraut 1

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími tilboða og vildartilboða er 15. apríl, til og með 17. apríl, eða meðan birgðir endast. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.


fréttatíminn | Helgin 15. apríl–17. apríl 2016

12 |

Þótt tillögur nefndarinnar hafi ekki allar komist til framkvæmda beittu stjórnvöld sér mjög í anda þeirra. Eitt dæmi þess er að Indriði H. Þorláksson hætti sem ríkisskattstjóri 2006. Hann hafði þá stofnað stórfyrirtækjaeftirlit innan embættisins tveimur árum fyrr, deild sem truflaði mjög forsvarsmenn stærri fyrirtækja og stjórnvöld. Eins og fram kemur síðar er það nánast meginregla íslenskra stjórnsýslu að þeir embættismenn sem beita sér gegn skattsvikum stærri fyrirtækja verða ekki langlífir í starfi. Þótt það hljómi undarlega, þá hefur það verið stefna íslenskra stjórnvalda lengst af að horfa framhjá skattsvikum stærri fyrirtækja. Þjóðbraut í skattaskjól En hversu umfangsmikil voru skattsvikin á þessum árum? Skattsvik hafa alltaf verið mikil á Íslandi. Í grein um skattaundanskot og áhrif sérhagsmuna á skattkerfið á Íslandi meta Jóhannes Hraunfjörð Karlsson og Þórólfur Matthíasson skattsvik í sögulegu ljósi. Í yfirferð þeirra kemur fram að eftir stríð hafi góðum hluta stríðsgróðans verið skotið undan. Þeir meta að á fimmta áratugnum hafi um 35 til 45 prósent allra skattskyldra tekna verið skotið undan skatti eða ígildi um 6 til 8 prósent af landsframleiðslu þess tíma. Þegar stjórnvöld kölluðu til sérfræðinga Efnahagssamvinnustofnunar Evrópu, undanfara OECD, voru þeirra helstu tillögur að stoppa upp í götin í skattkerfinu. Íslenska kerfið var viðundur í samanburði við skattkerfi annarra landa. Það

Mynd | Hari

Skattsvik frá stríðslokum

Eins og sjá má á grafinu tóku skattaundanskot stökkið í aðdraganda Hrunsins. Helstu ástæður þess voru stofnun aflandsfélaga og markviss stefna stjórnvalda í að halda niðri sköttum á hina efnameiri. Undanskot sem hlut af heildar­ tekjum hins opinbera

Sem hlutfall af lands­ framleiðslu

1930– 1939

9–17%

1–2%

552

1940– 1949

35–45%

6–8%

1965– 1969

673

1950– 1959

20–25%

5–7%

1970– 1974

952

1960– 1969

20–30%

6–9%

1975– 1979

1.243

1970– 1979

20–25%

7–8%

1980– 1984

925

1980– 1989

10–15%

4–6%

1985– 1989

1.024

1990– 1999

10–15%

4–6%

1990– 1994

1.035

2000– 2008

15–25%

7–11%

1995– 1999

1.181

2000– 2004

2.539

2005– 2009

2.734

1945– 1949

324

1950– 1954

267

1955– 1959

349

1960– 1964

þús. kr.* þús. kr. þúsund kr. þúsund kr. þúsund kr. þúsund kr. þúsund kr. þúsund kr. þúsund kr. þúsund kr. þúsund kr. þúsund kr. þúsund kr.

*Þúsund krónur á hvern íbúa

sama lagði svokölluð hagfræðinganefnd til, sem skipuð var fulltrúum allra flokka árið 1946. En þrátt fyrir nokkrar breytingar héldu skattsvikin áfram. Jóhannes og Þórólfur meta að óframtaldar tekjur hafi verið um 20 til 30 pró-

sent af skattstofni næstu áratugina og allt upp í 9 prósent af landsframleiðslu. Eftir 1980 dró heldur úr skattsvikunum en upp úr aldamótum sprungu þau hins vegar út í viðlíka umfang og verið hafði stríðsgróðaárin.

Wintris-mál Sigmundar Davíðs varð honum að falli. En þótt það sé á margan hátt einstakt meðal málefna stjórnmálamanna þá svipar fjármálum fyrrverandi forsætisráðherahjónanna til fjármála margra þeirra sem urðu stórríkir á árunum fyrir Hrun.

Panama-skjölin Afhjúpun spillingar og óeðlilegra viðskipta á Íslandi

Hringrásin strandaði í kröfum og sjóhengju Mál Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar varpar ljósi á veru íslenskra auðmanna meðal kröfuhafa í föllnu bankanna. En mál þeirra bendir einnig til þess að meðal þeirra sem bíða síðasta gjaldeyrisútboðs Seðlabankans séu Íslendingar sem hafa geymt fé sitt í aflandsfélögum. Á árunum fyrir Hrun frestuðu margir Íslendinga, sem drógu arð upp úr fyrirtækjum sínum, skattskilum með því að endurfjárfesta í erlendum fyrirtækjum, og þá oft í skattaskjólum. Peningarnir voru þá sendir til Lúxemborgar þar sem Landsbankinn eða Kaupþing færðu þá undir fyrirtæki sem bankarnir keyptu á aflandssvæðum. Í sumum tilfellum voru peningarnir skildir eftir í útlöndum. Þess þekkjast dæmi að þeir hafi verið lánaðir til félaga á aflandseyjum og lánið síðan afskrifað. Það getur verið þrautinni þyngra að rekja spor þeirra eftir það. En eins og Wintris-mál Sigmundar Davíðs sýnir var hluti af þessum peningum fluttur aftur heim. Sigmundur og Anna, kona hans, stofnuðu Wintris og fluttu mikla fjármuni með því til Tortóla. Þeir komu síðan aftur til Íslands þegar þau létu Wintris kaupa skuldabréf í bönkunum þremur. Frásögn þeirra hjóna er óljós en ætla má að þau hafi keypt skuldabréf fyrir um helming eða þriðjung af eignum félagsins.

Óljóst er hvort það hafi verið þeirra ákvörðun eða hvort Landsbankinn stjórnaði fjárfestingunum í takt við fjárfestingastefnu sem þau settu. Þar sem skattur var ekki tekin af hagnaði erlendra félaga af skuldabréfaviðskiptum þessi árin en hagnaður af hlutabréfum erlendra félaga bar skatt er skiljanlegt að Wintris hafi fjárfest í skuldabréfum. Þetta hafa verið nokkurs konar vaxtamunaviðskipti. Eigendur Winstris hafa viljað hagnast af háum vöxtum og verðtryggingu á Íslandi. Það er erfitt að ímynda sér að slíkt félag hafi einvörðungu fjárfest í skuldabréfum bankanna. Miðað við umfang félaga á borð við Wintris, það er félaga á aflandseyjum í eigu Íslendinga, má slá því föstu að slík félög hafi einnig fjárfest í ríkisskuldabréfum, skuldabréfum Íbúðalánasjóðs og öðrum slíkum bréfum. Með öðrum orðum er í raun fráleitt að gera ráð fyrir öðru en að aflandsfélög í eigu Íslendinga, og þar með félög sem stofnuð voru í kringum skattaundanskot, séu meðal þeirra erlendu aðila sem eiga skuldabréf og bankainnistæður, séu hluti hinnar svokölluðu snjóhengju. Og það er næstum ómögulegt að Wintris hafi verið hið eina þessara félaga sem gerði kröfur á bankanna vegna skuldabréfa sem þau keyptu. Stjórnvöld hafa skilgreint snjóhengjuna sem forgangsmál varðandi höft auk slitabúanna. Mörkin voru sett við Hrun. Þeir Íslendingar sem

höfðu flutt fjármuni út úr krónuhagkerfinu fyrir það voru undanþegnir skilaskyldu. Þá var litið svo á að þau erlendu félög sem áttu kröfur á slitabúin eða skuldabréf eða bankainnistæður á Íslandi ættu að fá að fara út úr krónunni áður en hægt væri að leggja af gjaldeyrishöft á allan almenning. Wintris-mál forsætisráðherrans fyrrverandi hefur hins vegar dregið fram að þessi erlendu félög geta allt eins verið félög Íslendinga sem færðu fé sitt yfir í erlend félög til að fresta eða komast undan skattgreiðslum. Þrátt fyrir þetta er það yfirlýst forgangsmál ríkisstjórnar og Seðlabanka að standa sem fyrst fyrir gjaldeyrisuppboði til að hleypa út restinni af snjóhengjunni. Með útboðum á undanförnum árum hefur Seðlabankinn þegar hleypt út um 160 milljörðum króna. Eftir eru tæplega 300 milljarðar króna. Í ljósi uppljóstrana Panama-skjalanna, Wintris-málsins og þeirra gagna sem skattrannsóknarstjóri keypti er ljóst að stjórnvöld ættu að fara sér hægt í þessu máli. Seðlabankinn gefur engar upplýsingar um lögheimili þeirra sem eiga skuldabréf eða bankainnistæður í snjóhengjunni og hefur aldrei birt slíkan lista. Það hlýtur að koma fram krafa á næstunni um að það verði gert. Það er engin ástæða til að hleypa grunuðum skattsvikurum fram fyrir biðröð þeirra sem bíða eftir afléttingu gjaldeyrishafta.


SamSUNgSEtRiD.iS

55” sjónvörpin eru vinælasta stærðin Um 50% Íslendinga nefna SAMSUNG, þegar þeir eru spurðir hvaða sjónvarpsmerki þeim detti fyrst í hug.

4x betri upplausn, Nanokristaltækni, 64x fleiri litir, 30% meiri birta.

55” Samsung JS9005

399.900,-

55” Samsung JU6675

249.900.55” Samsung JU6415

239.900.-

4x betri upplausn, Smart TV, Netflix ofl., Öll tæki í einni og sömu fjarstýringunni. Upplifðu meiri dýpt í bognu tæki (JU7505) UHD uppskölun.

55” Samsung JU7505

299.900.55” Samsung JU7005

269.900.FYRiR HEimiliN Í laNDiNU

lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

14 |

700 milljörðum skotið undan Meginástæður aukinna skattsvika eftir aldamót voru slælegt eftirlit og veik löggjöf sem ekki hélt í við breytt viðskiptaumhverfi. Helsti farvegur svikanna voru aflandsfélagögin. Auðvitað er illmögulegt að segja til um hversu stór hluti aflandsfélaga eru stofnuð í kringum skattaundanskot eða -sniðgöngu. Skúli Eggert ríkisskattstjóri sagði í viðtali um daginn að það væri örugglega meira en helmingurinn. Víða er gengið út frá því að um 80 prósent af fjármunum sem renna í gegnum þessi félög séu óframtaldar eignir eða tekjur. Miðað við áætlun þeirra Jóhannesar og Þórólfs má ætla að á árunum 2000 til 2008 hafi allt að 1150 til 1800 milljörðum króna verið haldið utan skattskila. Aukin undanskot frá síðustu árum síðustu aldar byggja annars vegar á auknum umsvifum í samfélaginu, skattsvik eru meiri í uppsveiflu en niðursveiflu, og hins vegar þeirri þjóðbraut skattsvika sem bankarnir opnuðu til aflandslanda. Ef marka má áætlun þeirra Jóhannesar og Þórólfs má gera ráð fyrir að eftir þeirri þjóðbraut hafi um 450 til 700 milljörðum króna verið skotið undan skattskilum með þessum hætti á þessum árum. Eftirlit lamið niður En hvernig má það vera að þetta hafi gerst fyrir framan nefið á stjórnvöldum og í raun með þeirra blessun og velvilja? Jóhannes Hraunfjörð Karlsson hefur dregið það vel fram í greinarskrifum og ritgerðum hvernig stjórnvöld brutu í raun niður skattaeftirlit fremur en að byggja það upp. Jóhannes dregur línu á milli skattabreytinga Gunnars Thoroddsen, þáverandi fjármálaráðherra, 1964 og brotthvarfs hans úr embætti og alla leið í sendiráðið í Kaupmannahöfn. Hann bendir á að Guðmundur Skaftason, sem Gunnar réð í skattalögregluna, hafi aðeins enst tvö ár í starfi. Það tók síðan hátt í fjögur ár fyrir þau mál sem Guðmundur hafði rannsakað að druslast í gegnum kerfið og upp í Hæstarétt. Eldri dæmi er eignakönnunin í stríðslok og sérstakur eignaskattur, sem ætlað var að deila stríðsgróðanum jafnar um samfélagið. Sú aðgerð dróst á langinn og varð sífellt veigaminni eftir því sem á leið. Þegar eignaskatturinn var loks settur á hafði hann lítil efnahagsleg áhrif og dró litið úr ójöfnuði í samfélaginu.

Sigurður Einarsson, Pálmi Haraldsson og Baldur Guðlaugsson. Þessir voru meðal nefndarmanna sem lögðu línurnar fyrir stjórnvöld í skattamálum fyrir Hrun. Embætti ríkisskattstjóra var lagt niður og annað samskonar stofnað til að hreinsa út yfirmennina á upphafsárum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Þetta gerðist í kjölfar þess að Vífilfell, Coca-Cola á Íslandi, var kært fyrir sýndargjörning þar sem fyrirtækið keypti upp skuldir NT, dagblaðs Framsóknarflokksins. Þessi aðferð, að skipta um nafn á stofnunum og skilja yfirmennina eftir, er viðtekin aðferð stjórnmálamanna til að beygja embættismenn til hlýðni. Áður hefur verið sagt að Indriði H. Þorláksson hvarf á braut 2006, stuttu eftir að hann stofnaði til stórfyrirtækjaeftirlits innan embættis ríkisskattstjóra. Tveir megingallar Þessi afskipti stjórnmálamanna að skattaeftirliti dregur fram tvo megingalla íslensks samfélags. Annað er vald stjórnmálanna yfir stjórnsýslunni. Það hefur verið orðað þannig að á Íslandi hafi demókratían orðið til á undan bírókratíunni; stjórnmálin urðu til á undan stjórnsýslunni. Víðast í Evrópu var þessu öfugt farið. Þar hafði stjórnsýslan mótast undir konungsvaldi og náð að móta sínar hefðir áður en lýðræðið komast á. Stjórnsýslan virkar því sem mótvægi og stuðningur við framkvæmdavaldið en ekki sem auðsveipur þjónn. Af þessum sökum hefur íslenska stjórnsýslu skort þá festu sem mörg eldri samfélög búa við. Hinn megingallinn eru tengsl helstu valdaflokka á Íslandi við atvinnufyrirtæki sem stunda starfsemi í fárveiku efnahagskerfi. Íslenska krónan er skaðræði og eyðir í raun verðmætum. Það er því mikill hvati hjá fyrirtækjum að halda sem mest af verðmætum utan krónuhagkerfisins. Þetta sést á viðbrögðum Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar. Þau fluttu fé sitt út úr krónuhagkerfinu við fyrsta tækifæri. En þetta hefur verið líka verið raunveruleiki íslenskra út- og innflytjenda allar götur. Það var innbyggt í íslenskt viðskiptalíf áratugum saman að innflytjendur notuðu tvöfalt bókhald til að skilja hluta af hagnaði sínum eftir í útlöndum. Sama gerðu útgerðar-

8 LIÐA ÚRSLIT KVENNA FYLKIR – HAUKAR 0–1

15. apríl Fylkishöll

kl. 19.30

SELFOSS – GRÓTTA 0–1

16. apríl Selfoss

kl. 16.00

ÍBV – FRAM 1–0

16. apríl kl. 16.00 Vestmannaeyjar

VALUR – STJARNAN 0–1

16. apríl Valshöllin

2. UMFERÐ

#olisdeildin

kl. 16.00

menn og fiskútflytjendur. Þeir fluttu aðeins heim þann hluta söluverðsins sem nauðsynlegt var til að halda fyrirtækjunum gangandi en skyldu restina eftir á útlendum reikningum og síðar í útlendum félögum í skattaskjólum. Þetta fyrirkomulag var á allra vitorði. Það var almennt talið meðal heildsala og útgerðarmanna að það væri í raun ekki hægt að reka fyrirtæki á Íslandi, þar sem krónan, gjaldeyrishöft og verðlagseftirlit þrengdu að rekstrinum, nema með því að skjóta einhverju undan í útlöndum.

Meðal þeirra sem vissu þetta voru fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins. Helsta bakland flokksins var meðal heildsalanna í Reykjavík, sem áttu Morgunblaðið, og útgerðarmanna út um land. Með auknu frjálsræði í viðskiptum brotnaði heildalastéttin niður og nú eiga útgerðarmennirnir Morgunblaðið. Og eins og fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hefur Morgunblaðið lagst á sveif með þeim sem eiga aflandsfélög. Grið yfir skattsvikurum Um leið og til tals kom að skattrannsóknarstjóri keypti gögn um tengsl Íslendinga við aflandsfélög skipaði Bjarni Benediktsson nefnd til að smíða frumvarp um skattgrið fyrir þá sem kæmu ótilneyddir með fjármunina í ríkissjóð sem þeir höfðu

svikið undan. Nefndin er enn að störfum og líklega er Bjarni brunninn inn á tíma. Í ljósi Panama-skjalanna er ólíklegt að hann fái slíkt frumvarp samþykkt. En viðbrögð hans eru um margt lík viðbrögðum annarra fjármálaráðherra flokksins. Fram á sjöunda áratuginn úrskurðaði fjármálaráðherra sjálfur refsingar vegna skattaundanskota og beitti því valdi sjaldan. Og aldrei gagnvart flokksmönnum eða helstu fjárhagslegu stuðningsmönnum hans. Þegar skattalögregla var loks sett á og lögum breytt svo að skattsvik færu fyrir dómstóla greip Magnús Jónsson á Mel, arftaki Gunnars Thoroddsen og fyrrum framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, til þess ráðs að veita öllum þeim grið sem höfðu verið til rannsókna vegna skattsvika.

Panama-skjölin Sjávarútvegurinn hefur lengi notað skattaskjól

„Þið gerið ykkur enga grein fyrir hvað það eru miklir peningar í slorinu“ Löngu áður en Landsbankinn í Lúxemborg fór að stofna aflandsfélög fyrir íslenska auðmenn á Tortóla höfðu íslenskir útgerðarmenn og fiskútflytjendur komið sér upp félögum á Kýpur sem notuð voru til að halda hluta söluverðs undan skiptum og gjaldeyrisskilum. Samkvæmt heimildum Fréttatímans notuðu fjölmörg íslensk útgerðarfélög kýpverska banka til að skjóta fé undan skatti og skiptum á tíunda áratug síðustu aldar, nokkru fyrr en Landsbankinn og Kaupþing í Lúxemborg fóru að stofna aflandsfélög á Tortóla. Venjubundin leið var sú að þegar gámur af ferskfiski eða afli af frystitogurum var seldur voru gefnar út tvöfaldar faktúrur. Önnur hélt utan um peningana sem sendir voru til Íslands, komu til skipta með áhöfninni og til skattaskila. Hin nótan hélt utan um þóknun útgerðarmannsins. Þeir peningar voru sendir til Kýpur inn á reikning félags sem stofnað var kringum þessi undanskot. Viðmælandi Fréttatímans, sem tók þátt í sölu á ferskfiski og afla út fyrstitogurum á tíunda áratug síðustu aldar, lýsir þessu svo að þetta hafi verið alvanalegt. Hann hafi sjálfur ekki haft frumkvæði að þessu heldur hafi starfsmaður skipafélags verið sendur á hann til að kenna honum hvernig kaupin gerðust á eyrinni. Hann fór til Kýpur, stofnaði félag og skráði það til heimilis í póstboxi og fór síðan í banka og stofnaði reikning með 50 þúsund dollurum. Eftir það var frá 2 prósentum og allt upp í 10 prósent af söluverðmætinu sent inn á slíkan reikning. Sé miðað við frystitogara á þessum árum getum við gert ráð fyrir að aflaverðmætið hafi verið um 200 milljónir króna á núvirði. Hver togari gat farið um tíu túra á ári. Heildarverðmætið var þá nálægt 2 milljörðum á ári. Af því fóru líklega um 100 milljónir króna á reikninginn á Kýpur. „Þið gerið ykkur enga grein fyrir hvað það eru miklir peningar í slorinu,“ segir viðmælandi Fréttatímans. Þegar viðmælendur Fréttatímans eru spurðir um hvað hafi verið gert við peningana nefndu þeir týpíska ofsaeyðslu í útlöndum. Á Ventura í Orlando í Flórída mun vera fjölmörg hús í eigu svona kýpverskra félaga í eigu útgerðarmanna. Gagnvart íslenskum skattayfirvöldum virðist sem út-

Ofvaxið bankakerfi Kýpur hrundi í kjölfar alþjóðlegu fjármálakrísunnar. Það hafði belgst út af flóttapeningum héðan og þaðan en líklega mest frá Rússlandi. En íslenskir útgerðarmenn og fiskútflytjendur höfðu einnig notað skattaskjólin á Kýpur til að koma fé undan skatti og skiptum. Hrun bankakerfisins hafði víðtæk áhrif á Kýpur. Þar eins og annars staðar bar alþýða manna þyngstu byrðarnar. Nóta frá aflandsfélagi á Kýpur sem íslenskt útgerðarfélag notaði til skatta- og gjaldeyrisundanskota. Það er til heimilis í póstboxi við Makarios breiðgötu á Limassol ásamt þúsundum annarra félaga. Eitt af þeim félögum Samherja sem voru til rannsóknar vegna brota á gjaldeyrislögum var til heimilis á sama stað, kannski í næsta pósthólfi.

gerðarmennirnir séu að leigja húsin þegar þeir fara í sumarleyfi en í raun eru þeir að leigja af sjálfum sér eða taka út þá fjármuni sem þeir skutu undan. Önnur dæmi eru nefnd. „Börn útgerðarmanna taka aldrei námslán,“ sagði einn. Annar nefndi að það hefði tíðkast þegar áhöfn frystitogara var boðið til útlanda að útgerðarmaðurinn borgaði allt. Þótt áhöfnina hafi ef til vill grunað að það væri í raun hún sjálf sem væri að borga með peningum sem skotið hefði verið undan skiptum þá gat hún ekki bent á hvernig það hefði verið gert. Það hefur löngum verið vitað að peningum væri skotið undan skatti, skiptum og gjaldeyrisskilum við sölu á sjávarafurðum. Í síðasta Fréttatíma var rifjað upp að Richard Thors gat lifað á slíku fé í næstum 35 ár eftir að Kveldúlfur varð gjaldþrota. En þessi undanskot tilheyra ekki aðeins löngu liðnum tíma. Eins og fram kemur í ummælum viðmælenda Fréttatímans voru þessi undanskot almenn og stórtæk áður en bankarnir fóru að bjóða upp á aflandsfélög í stórum stíl. Og eftir Hrun skrifaði Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og máltæknimanna, grein um gríðarlegan mun á markaðs-

virði sjávarafurða og því verði sem kom til skipta á Íslandi. Eftir að hafa dregið fram nokkur slík dæmi skrifaði Guðmundur: „Sjómenn, og þjóðin öll, eiga skýlausa kröfu á að þessi mál verði útskýrð. Ef stjórnendur útgerðanna eru að gefa afurðirnar frá sér vegna lélegrar sölumennsku verða þeir stjórnendur að víkja. Það er efnahagslegt skemmdaverk að gefa frá okkur sjávarafurðirnar á miklu lægri verðum en nágrannaþjóðirnar eru að fá, ef sú er raunin.“ Í kjölfar greinarinnar var fjallað um málið í Kastljósi en síðan hefur lítið verið fjallað um málið. Miðað við samanburð Guðmundar munar tugum milljarða króna á ári á uppgefnu söluverðmæti og því sem ætla má að útflytjendur geti fengið á frjálsum markaði. Vandinn á Íslandi er sá að flest útgerðarfélög eiga sjálf sölufyrirtæki erlendis og því er engin frjáls verðmyndun, menn eru mest að selja sjálfum sér aflann. Eftirlitskerfið með þessum gríðarlegu viðskiptum heitir Verðlagsstofa skiptaverðs. Og eins og þau eftirlitskerfi sem fjallað er um í greininni hér til hliðar er hún bæði fjársvelta og hefur ekki mannskap til að sinna eftirlitshlutverki sínu. Á meðan svo er hafa útgerðarmenn þetta eins og þeim sýnist, segir Guðmundur Ragnarsson.


Íslenskt fjölskyldufyrirtæki og framleiðsla síðan 1984

ILMANDI HLUTI AF DEGINUM

PIPAR \ TBWA • SÍA

TE & KAFFI NOTAR EINGÖNGU ÚRVALS KAFFIBAUNIR FRÁ BESTU RÆKTUNARSVÆÐUNUM, SÉRVALDAR OG BRENNDAR AF BRENNSLUMEISTARA.


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

16 |

Birgitta Trumpsdóttir Það leikur draugur lausum hala á Vesturlöndum, draugur popúlismans. Um alla Evrópu eru gömlu stjórnmálaflokkarnir að tapa stjórnartaumunum til nýrra hreyfinga, hvort heldur eru hægri róttæklingar, Front National í Frakklandi, eða vinstri róttæklingar, Podermos á Spáni. Mímir Kristjánsson ritstjorn@frettatiminn.is

Í Bandaríkjunum eru teikn á lofti um að frambjóðandi sem flokkseigendur styðja ekki, eigi raunverulegt tækifæri á því að verða forseti. Í Demókrataflokknum vekur velgengni Bernie Sanders gegn Hillary Clinton athygli meðan hægri popúlistinn Trump hefur brotið andstöðu innan Rebúblikanaflokksins á bak aftur. Fleyið sem vaggar á öldum popúlismans uppi á Íslandi er sjóræningjaskúta Birgittu Jónsdóttur. Píratar hafa trónað efst í skoðanakönnunum óslitið í meira en ár og eru nú nær jafnstórir og gömlu flokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, til samans. Margir Íslendingar hugsa um Pírata sem dæmigert íslenskt fyrirbæri, afleiðingu þeirrar djúpu fyrirlitningar sem Íslendingar hafa á stjórnmálamönnum eftir efnahagshrunið 2008. En Píratar eru klassískur popúlistaflokkur, bara einn margra í heilum sjórængjaflota sem er að takast að bylta öllum stjórnmálum í Vestur-Evrópu. Birgitta Jónsdóttir á meira sameiginlegt með Bernie Sanders en Sigmundi Davíð. Raunverulega á hún meira sameiginlegt með Donald Trump þótt hana langi varla að heyra það. Ég vil þó undirstrika að ég horfi á popúlismann sem jákvætt afl, mjög nauðsynlegt verkfæri sem fólkið notar til að fullvissa sig um að þjóðkjörnir fulltrúar séu að vinna vinnuna sína. Popúlistabylgjan núna er svar fólksins við því að stjórnmálamenn hafi sett landið sitt á sölu. Hann er til í mörgum gerðum, allt frá þeirri fremur geðþekku, líkt og Birgitta Jónsdóttir og Píratarnir, og allt að alþýðlegum fasisma Donalds Trump. Samnefnarinn milli allra þessara hreyfinga er þó að þær eru farvegur fyrir fólk til að taka stjórnartaumana frá valdastéttinnni, sem hefur haldist illa á þeim. Það sem er áhugavert, er að gömlu hægri og vinstri hugtökin eru nú í bakgrunni eldri og mikilvægari skilgreiningar, sem á rætur

3840x21 60

4K-UHD IPS SKJÁR 178° SJÓN MEÐ AR HORNI

sínar að rekja aftur til frönsku byltingarinnar. Spurningin sem brennur á vörum fólksins á götum Aþenu, í heitu pottunum i Reykjavík og kosningafundum í Wisconsin og Ohio er þessi: Á valdið að vera hjá meirihluta fólksins eða lítilli elítu sem veit betur en fólkið sjálft um hvernig framtíðin á að líta út. Á átjándu öld var elítan aðallinn og klerkastéttin en á okkar dögum eru það bankamenn, stjórnmálamenn og embættismenn. Það er sérlega alvarlegt að stjórnmálamennirnir, sem eiga að vera fulltrúar fólksins, hafa vanrækt skyldur sínar í mörgum löndum og staðið saman sem einn maður í kringum sameiginlega hagsmuni, í baráttu við fólkið. Hvergi hafa þessar átakalínur verið jafn skýrar og á Íslandi á árunum eftir hrunið. Skilin milli hægri og vinstri eru nánast ógreinileg, línan liggur milli þeirra sem telja að stjórnmálamenn eigi að fá að starfa í friði í bakherbergjum og þeirra sem krefjast þess að fólkið fái meira milliliðalaust vald í hendur yfir framtíð landsins. Við sáum þetta í stríðinu um Icesave 2010. Þá vildi vinstri hreyfingin, með Samfylkinguna og Jóhönnu Sigurðardóttur í broddi fylkingar, berja í gegn samning yfir hausamótunum á fólki. Þegar forsetinn neitaði að skrifa undir lögin frá Alþingi, hvöttu kjörnir fulltrúar, fólkið til að vera heima í stað þess að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Ríkisstjórnin vann því einbeitt að því að koma í veg fyrir að hlustað yrði á vilja þjóðarinnar. Svo var það stjórnarskráin. Alþingi féllst á það, nánast í óðagoti árið 2008, að skrifa nýja stjórnarskrá. Það var mikilvægur sigur fólksins. En síðan það var hefur Alþingi, núna með Framsókn og Sjálfstæðisflokk í broddi fylkingar, gert sitt ýtrasta til að koma í veg fyrir að vilji fólksins heyrist. Þrátt fyrir tilviljunarkennt úrtak úr þjóðskrá sem var kallað á sérstakan þjóðfund, Stjórnlagaráð, sem var kosið af fólkinu og að tveir þriðju þjóðarinnar hefði samþykkt stjórnarskrárákvæðin í sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu hefur Alþingi ekki samþykkt nýja stjórnarskrá. Enn og aftur eru átakalínurnar milli stjórnmálamanna og almennings. Við sáum hlægilegt dæmi um sama hlut þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs dró til baka umsóknina um aðild að Evrópusambandinu og neitaði íslensku þjóðinni um að fella aðildarum-

sóknina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sýnir meira en nokkuð annað hversu miklar áhyggjur stjórnmálastéttin hefur af því að fólkið fái sjálft að ráða. Meira að segja þegar þjóðin er sammála valdhöfum. Ekki þykir ráðlegt að setja fordæmi fyrir því og venja fólk á að taka þátt í að stýra þjóðarskútunni. Það er í svona málum sem Píratar standa með almenningi. Flokkurinn hefur enga aðra skoðun á ESB en að þjóðin eigi að fá að kjósa um málið. Píratar vilja einnig samþykkja nýja stjórnarskrá. Þetta er klassískur popúlísmi, eins og við þekkjum um alla Evrópu og frá kosningabaráttu Trump og Sanders í Bandaríkjunum. Birgitta Jónsdóttir er vel meðvituð um að það er ekki hugmyndafræði Pírata sem gerir það að verkum að þeir mælast með 38 prósent í könnunum. Í Noregi hefur systurflokkurinn, með sömu hugmyndafræði, vart 38 atkvæði. Píratar sækja fram af því þeir eru andstjórnmálaflokkur, flokkur andstjórnmálamanna og Birgitta Jónsdóttir er andstjórnmálamaður líkt og Bernie Sanders og Donald Trump. Vaxtarskilyrði popúlismans eru sérlega góð á Íslandi. Stór norræn rannsókn, sem nýlega var kynnt, sýnir að þrjátíu prósent Norðmanna og tuttugu og fimm prósent Dana bera mikið traust til þjóðþinga sinna, á Íslandi eru það fimm prósent. Meðan popúlistaflokkar annars staðar streitast við að verða nógu stórir til að mynda ríkisstjórn, er erfitt að sjá fyrir sér íslenska ríkisstjórn án Pírata eftir kosningar. Einar Már Guðmundsson skrifar í Hvítu bókinni að Ísland hafi verið tilraunastöð nýfrjálshyggjunnar á árunum fyrir hrun. Velgengni Pírata gerir það að verk-

Birgitta Jónsdóttir er vel meðvituð um að það er ekki hugmyndafræði Pírata sem gerir það að verkum að þeir mælast með 38 prósent í könnunum.

um að Ísland er aftur að verða tilraunastöð, í þetta sinn fyrir popúlista. Hvað gerist þegar popúlistaflokkar ná völdum. Getur andstjórnmálamaðurinn orðið forsætisráðherra án þess að verða um leið hluti af stjórnmálastéttinni? Birgitta Jónsdóttir hefur fram að þessu aftekið að taka við starfinu sem næstum fjörutíu prósent Íslendinga biðja hana um að gegna. Verða Píratar bara hluti af kerfislægri stjórnmálastétt eða getur flokkurinn áfram orðið verkfæri fólksins í baráttunni við Alþingi, verandi stærsti flokkurinn í Alþingishúsinu. Vinni Píratar í alþingiskosningunum munu popúlistaflokkar um allan heim fylgjast spenntir með. Mímir Kristjánsson er blaðamaður á Klassekampen í Noregi.

NÝTÐT VAR A LENDA

4 B LS BÆ

KLINGUR

NITRO

BAKLÝST

LYKLAB FULLRI SORÐ Í TÆRÐ

Öflug leikjafartölva úr úrvalsdeild Acer með Soft-touch metal finish, 15” 4K IPS skjá, ofur öflugu leikjaskjákorti og Dolby 4.0 hljóðkerfi.

219.900

STÚTFULLUR NÝJUM SJÓÐH AF EITUM VÖRUM!

SMELLT Á KÖRFUNU A NETBÆKLIN GU RÁ WWW.TO UTEK.IS MEÐ GAGLV NVIRKUM KÖRFUHNA PP

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is


FRAMÚRSKARANDI AKSTURSUPPLIFUN ER AÐALSMERKI MAZDA

MAZDA3 FRÁ 3.190.000 KR. SKYACTIV Technology

Mazda3 er brautryðjandi á marga vegu. Framúrskarandi aksturseiginleikar Mazda halda bílnum límdum við veginn á meðan SkyActiv tæknin tryggir sparneytni án þess að skerða vélarafl. Að keyra Mazda3 er hrein ánægja fyrir þann sem vill algjöra stjórn því stýrissvörunin er frábær og viðbragðið næmt. Útlit Mazda3 þykir sérstaklega vel heppnað. Útlínur bílsins gæla við augað enda er Mazda3 smíðaður í anda KODO hönnunarinnar sem innblásin er af hreyfingum, krafti og lipurð blettatígurs. Mazda3 er sportlegur fólksbíll með spennandi akstureiginleika, háþróaðan öryggisbúnað, notendavænt upplýsingakerfi, einstaka eldsneytisnýtingu og fyrsta flokks þægindi.

Fáanlegur sjálfskiptur frá 3.590.000 kr.

Komdu og reynsluaktu Mazda3

Nýr vefur

Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.

Mazda3_sedan_akstursupplifun_5x38_20160412_END.indd 1

13.4.2016 11:18:06


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

18 |

Móðurást Sérfræðingar á Landspítalanum hjálpa mæðrum að tengjast börnum sínum

Sjáum ástarsamböndin fæðast Það er ekki sjálfgefið að nýbakaðir foreldrar tengist börnum sínum tilfinningaböndum. Þvert á móti eru að minnsta kosti 250 konur á landinu sem þurfa stuðning til að læra að elska ungbörnin sín og setja þarfir þeirra ofar sínum eigin. „Það er hægt, en tekur tíma,“ segir Gunnlaug Thorlacius félagsráðgjafi. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

„Fólk er ekki alltaf sammála um hvar mörkin liggja og hvenær barn telst vanrækt. Við lítum svo á að barn sem ekki fær tilfinningalega næringu sé vanrækt. Jafnvel þó það fái mat, húsaskjól og alla þá veraldlegu hluti sem það þarfnast. Tilfinningalega vanrækt börn geta hugsanlega verið í hættu. Fjölmargar rannsóknir sýna að skortur á nánum tilfinningatengslum aftrar þroska og hefur víðtæk áhrif á framtíð þeirra.“ Þetta segir Gunnlaug Thorlacius félagsráðgjafi sem er einn af sérfræðingunum sem mynda teymið FMB, foreldrar – meðganga – barn. Það þykir nokkuð framúrstefnuleg geðheilbrigðisþjónusta og er afsprengi samvinnu geðsviðs og kvennadeildar Landspítalans. FMB er fyrir foreldra sem glíma við alvarlegan geðheilsu- eða tengslavanda. Þeir sem þiggja þjónustuna eru oftast nýbakaðar

Mynd | NodicPhotos/GettyImages

www.ils.is

569 6900

Tilfinningalega vanrækt börn geta átt við svefnvanda, óværð og næringarvanda að stríða.

08:00– 16:00

Hafðu okkur með í ráðum Okkar hlutverk hefur frá upphafi verið að stuðla að jafnvægi og að allir hafi jafna möguleika á að eignast húsnæði, hvar sem er á landinu. Hjá okkur færðu óháða og trausta ráðgjöf, hvort sem þú ætlar að kaupa eða leigja, þannig að þú vitir örugglega hvað þú ert að fara út í.


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

Aðspurð um hvort hægt sé að sjá einkenni á tilfinningalega vanræktum ungbörnum, segir Gunnlaug það stundum vera. „Þau geta verið með svefnvanda, óværð og næringarvanda. Algengt er að foreldrar leiti á heilsugæslustöðvar með þetta og þess vegna skiptir miklu máli að þeir séu teknir alvarlega. Að hlustað sé á þá og þeir spurðir beint út hvernig þeim líði, svo hægt sé að greina hvað raunverulega liggi að baki. Alvarlegustu tilfellin, sem eru afar sjaldgæf, lýsa sér þannig að barnið gefst upp á að eiga í samskiptum og dregur sig alfarið í hlé. Það er mjög óhugnanleg sjón. Öfgafyllstu dæmin sem upp hafa komið í heiminum, þar sem börn hafa verið algjörlega einangruð og svelt á tilfinningaleg tengsl, sýna að börnin þroskast mjög óeðlilega og hegða sér í raun eins og dýr.“ Til að hjálpa mæðrum eða fjölskyldum að mynda tengsl er boðið upp á samtalsmeðferð í sérinnréttuðum hlýlegum herbergjum. Samtölin eru oftast vikulega og fara fram á gólfinu þar sem barnið er í miðjunni. „Margir þeirra sem til okkar koma upplifa barnið sem aðskotahlut í lífi sínu, að það sé krefjandi, jafnvel óþolandi. Algengt er að móðirin nái ekki að hugga barnið og finni sig ekki í hlutverkinu. Oftast veit fólk sjálft hvert vandamálið er, þegar það kemur til okkar.“ En er hægt að hjálpa til dæmis þunglyndri móður til þess að byrja að elska barnið sitt? „Já, í langflestum tilfellum er það hægt. Það tekur mismunandi langan tíma. Við veitum engin ráð en reynum að spyrja spurninga og sýna forvitni. Við reynum að lyfta þörfum barnsins upp. Til dæmis ef móðirin segist ekki þola barnið sitt, þá spyrjum við hvað hún haldi að barninu þyki um það? Vinnan snýst því um að beina sjónum móðurinnar að tjáningu barnsins og gera hana meðvitaða um tilfinningalíf þess.“ Í hverju felast þá litlu sigrarnir á leiðinni að tilfinningatengslum? „Að sjá mömmu vaxa og átta sig á að hún er mikilvæg og lífsnauð-

Það er ótrúlega magnað að sjá þegar þær verða ástfangnar af börnunum sínum. Þegar þær eru komnar á þann stað að geta brosað fram í barnið sitt, fengið bros til baka og sagt að þær elski það.

synleg fyrir barnið. Að hún finni leiðir til að næra barnið sitt tilfinningalega. Það er í raun þannig að við sjáum ástarsambandið fæðast. Það er ótrúlega magnað að sjá þegar þær verða ástfangnar af börnunum sínum. Þegar þær eru komnar á þann stað að geta brosað fram í barnið sitt, fengið bros til baka og sagt að þær elski það. Og þegar við upplifum að mamman sé fær um að setja þarfir barnsins ofar sínum og tengjast því tilfinningalegum böndum, þá getum við farið að leggja upp útskriftarplanið.“ Þeir sem vilja afla sér upplýsinga eða leita sér hjálpar hjá FMB-teyminu geta skoðað heimasíðu Landspítalans.

Gunnlaug Thorlacius félagsráðgjafi segir ánægjulegast að sjá mæður vaxa og átta sig á mikilvægi þeirra í lífi barnsins.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 6 – 1 0 8 1

mæður sem þurfa stuðning við fyrstu skrefin í nýju hlutverki. Flestar þeirra eru með þungan farangur á bakinu, svo sem geðraskanir, fíknivanda, félagslegan vanda eða fjölþætt vandamál. Reynt er að veita allri fjölskyldunni meðferð þar sem barnið er í forgrunni en báðir foreldrar koma að samtalinu. „Almennar rannsóknir sýna að ef gripið er inn í á fyrstu þúsund dögum barnsins, og hægt er að ná upp meðferðarsambandi, þá getum við vænst þess að það skili góðum árangri. Það er hinsvegar aldrei of seint að hefja meðferð,“ segir Gunnlaug. Í teyminu er ólík reynsla sérfræðinga af líðan kvenna í barnseignarferli. Sérfræðingarnir, sem allt eru konur, hafa sameinað krafta sína í þróun þessa meðferðarúrræðis sem er með öllu ókeypis, enda skilgreint sem þjónusta við börn. „Það er álag fyrir barn að eiga veika móður. Ef móðurinni líður illa getur barnið legið baðað í streituhormónum í móðurkviði. Framleiðsla streituhormónanna getur haldið áfram eftir að barnið fæðist, ef það á í tilfinningalega flóknu sambandi við móðurina. Margar rannsóknir sýna að streita hefur langtímaáhrif á heilsufar, til dæmis svokölluð Ace-rannsókn sem lengi hefur verið gerð lengi í Bandaríkjunum. Hún sýnir bein tengsl milli áfalla í frumbernsku og heilsufars. Nú er hægt að tengja streitu í frumbernsku við sykursýki, offitu og hjartasjúkdóma.“ Gunnlaug telur þessvegna þjónustuna vera ódýra og bráðnauðsynlega forvörn til að sporna við vandamálum í lífi barnsins.

|19

Ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga OR og dótturfyrirtækin Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur kynna starfsemina, stöðu og horfur á opnum ársfundi í Iðnó mánudaginn 18. apríl kl. 14 –16. Við höfum tekið til í rekstrinum, bætt fjárhaginn og breytt skipulaginu. Nú eru þau þáttaskil að 2016 er fyrsta heila árið sem við störfum undir nýjum merkjum og breytingar eru að verða í stjórn fyrirtækisins. Á fundinum mun: • Haraldur Flosi Tryggvason kveðja sem stjórnarformaður OR eftir sex ára setu. • Brynhildur Davíðsdóttir taka við af Haraldi Flosa. • Staðan hjá OR og dótturfélögum verða rakin af stjórnendum þeirra. • Hljómsveitin Sjálfsvorkunn skemmta gestum. Sjálfsvorkunn skipa þeir Haraldur Flosi, S. Björn Blöndal, Sigurjón Kjartansson, Hörður Bragason og Jón Gnarr.

Nánari upplýsingar um fundinn er að finna á www.or.is

Allir eru velkomnir


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

20 |

lóaboratoríum

Í

lóa hjálmtýsdóttir

HVÍTT ER SVART OG SVART ER HVÍTT

Fréttatímanum í dag er sagt frá aðferðum sem útgerðarmenn og fiskútflytjendur hafa notað til að skjóta hluta söluverðs sjávarafurða undan skatti, undan skiptum og undan gjaldeyrisskilum. Sumum kann að þykja þetta ekki mikil frétt. Í raun hefur það verið opinbert leyndarmál áratugum saman að fiskútflytjendur hafa skilið hluta söluverðsins eftir í útlöndum. Þeir hafa flutt eins lítinn gjaldeyri og mögulegt er heim í krónuhagkerfið. Þrátt fyrir að stjórnvöld og stærstur hluti almennings hafi vitað af þessum svikum hefur ekkert verið gert til að stöðva þau. Verðlagsstofa skiptaverðs er eftirlitsaðili með því að útgerðarmenn og fiskútflytjendur gefi upp rétt söluverð til skipta. Eins og flest önnur eftirlitskerfi á Íslandi er verðlagsstofan undirmönnuð og fjársvelt. Hún er sýndareftirlit og hefur í raun engum árangri skilað. En hvers konar samfélag er það, þar sem vitað er um umfangsmikil svik sem hefur mikil áhrif á efnahagslega afkomu sjómanna og í raun landsmanna allra, en ekkert er að gert? Það er samfélag þar sem ríkisvaldið og eftirlitsstofnanir þjóna ekki hagsmunum almennings heldur sérhagsmunahópa. Samfélag þar sem stjórnmálin snúast ekki um hagsmuni almennings heldur um hagsmuni sérhagsmunahópa. Samfélag þar sem ríkisvaldið er í raun í höndum sérhagsmunahópa en ekki almennings.

Samfélag eins og Ísland. Uppljóstranir Panama-skjalanna afhjúpa ekki aðeins að íslenskir stjórnmálamenn eru óhæf fífl, eins og danski hagfræðingurinn orðaði það, heldur að íslenskt samfélag er gegnspillt og hefur lengi verið. Panama-skjölin afhjúpa að vandi Íslendinga er ekki fáeinir spilltir einstaklingar sem eyðilögðu Ísland, eins og margir vildu sættast á eftir Hrun. Panama-skjöl draga fram hvernig auðfólk spilaði með bönkunum til að komast undan skattskilum. Þau draga fram að á meðan notkun skattaskjólsfélaga var vandamál erlendis var hún viðtekin venja á Íslandi. Í kjölfar afhjúpana úr skjölunum hafa bæði dagblöðin, auk Viðskiptablaðsins, skrifað ritstjórnarefni og haldið því fram að aflandsfélög séu góð og gegn hluti venjulegra viðskipta. Þetta er fullyrt þótt það sé almennt viðurkennt að um 80 prósent slíkra félaga séu stofnuð svo eigandi þeirra komist undan skattskilum. Það var ekki fyrr en eftir Hrun sem íslensk yfirvöld eyddu skattalegu hagræði af aflandsfélögum, langt á eftir öðrum löndum. Þegar Panama-skjölin afhjúpa umfang þessara félaga á Íslandi er því síðan haldið fram að félögin séu í raun eðlileg. Í varnarræðum sínum hélt fráfarandi forsætisráðherra því fram að Tortóla væri ekki skattaskjól. Og að í raun væri Svíþjóð skattaskjól. Svona getur umræðan á Íslandi orðið galin. Hvítt skal vera svart og

svart skal vera hvítt. Panama-skjölin afhjúpa hversu djúpstæð spilling hefur verið í íslensku stjórnmála- og viðskiptalífi. Í Fréttatímanum í dag er fjallað um hvernig fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa kerfisbundið haldið aftur af skattaeftirliti, á sama hátt og haldið er aftur af Verðlagsstofu skiptaverðs. Þetta ætti engum að koma á óvart sem fylgst hefur með íslenskum stjórnmálum. Helsta bakland Sjálfstæðisflokksins var á síðustu öld heildsalar og útgerðarmenn. Það var inngróið í viðskiptahætti heildsala að flytja vörur til Íslands á hærra verði en þær voru keyptar á og halda mismuninum eftir á erlendum reikningum. Á sama hátt var það vitað að fiskútflytjendur seldu á lægra verði en þeir endanlega fengu fyrir aflann. Mismunurinn varð eftir á Kýpur eða annars staðar. Það segir sig sjálft að stjórnmálaflokkur sem er pólitískur armur slíkra viðskiptahátta berst ekki gegn skattsvikum stórra aðila. Slíkur flokkur er í verkum sínum fylgjandi skattsvikum og andstæður skatteftirliti – eða eftirlitsiðnaðinum eins og forystumenn flokksins kölluðu það varnarkerfi almennings sem fólst í virku skatteftirliti. Það var þessi stefna Sjálfstæðisflokksins sem gat af sér það viðskiptaumhverfi sem bjó til þjóðbraut skattaundanskota frá Íslandi til Karíbahafsins. Það var þessi sama stefna sem fékk núverandi fjármálaráðherra til að leggja fram almenn grið þeirra skattsvikara sem höfðu notað þessa þjóðbraut. Og það er í anda þessara stefnu sem Morgunblaðið, sem er nú í eigu útgerðarinnar eftir að heildsalarnir misstu blaðið, berst fyrir því að aflandsfélög séu viðurkennd sem góð og gegn — að hvítt sé svart og svart sé í raun hvítt.

Gunnar Smári

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.


lyfja.is

Allar barnavörur 20% afsláttur

Barnadagar 14.–24. apríl Allt sem þig vantar fyrir yngstu kynslóðina fæst hjá okkur. Við bjóðum upp á frábært úrval af ýmsum barnavörum með góðum afslætti. Opið til miðnættis í Lyfju Lágmúla og Lyfju Smáratorgi. Við stefnum að vellíðan.

Guli miðinn fyrir börnin

Childs Farm

SmartKids, vítamínhlaup

• Bragðgóðar tuggutöflur með fjölbreyttum virkum bætiefnum, unnið í samstarfi við næringarráðgjafa. Án sykurs, gervi– og aukaefna.

• Margverðlaunaðar húð- og hárvörur sem innihalda eingöngu náttúruleg efni og kjarnaolíur. Fyrir börn á öllum aldri, líka þau sem eru með viðkvæma húð!

• Nauðsynleg vítamín fyrir litla kroppa sem eru að stækka og þroskast frá degi til dags. Henta öllum börnum frá þriggja ára aldri.

Aftamed

Medela

Zinksprey

• Slær strax á tanntökuverk.

• Sameinar barn og móður

• Bossakrem í úðaformi. Verndar, nærir og sefar viðkvæma húð.

Krúttin í Lyfju

Lamaze

ÍSLENSKA/SIA.IS/LYF 79317 04/16

• Skemmtilegar ungbarnavörur frá Lamaze.

Lágmúla Laugavegi Nýbýlavegi

Smáralind Smáratorgi Borgarnesi

Grundarfirði Stykkishólmi Búðardal

Patreksfirði Ísafirði Blönduósi

Hvammstanga Skagaströnd Sauðárkróki

Húsavík Þórshöfn Egilsstöðum

Seyðisfirði Neskaupstað Eskifirði

Reyðarfirði Höfn Laugarási

Selfossi Grindavík Keflavík


EFNI: WHITE WASHED OAK


VORTILBOÐ! Á KRONOTEX HÖRKU PLANKA HARÐPARKETI FYRIR SUMARHÚS, SKRIFSTOFUR, HÓTEL OG HEIMILI.

VERÐ FRÁ 1.490 kr. m² 8 mm planka harðparket AC4 25 ára ábyrgð: Verð frá 1.490 kr. m² 10 mm planka harðparket AC5 30 ára ábyrgð: Verð frá 2.790 kr. m² 12 mm planka harðparket AC5 35 ára ábyrgð: Verð frá 3.990 kr. m² Undirlag og listar á tilboðsverði.

Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

24 |

Frelsisskerðing 31% barna hefur ekki tíma til að leika sér

Börn fara minna út en fangar Flestir eru sammála um að útivera færi börnum meira en grasgrænu og gleði. Hún er heilsusamleg. Ný bresk rannsókn sýnir að evrópsk skólabörn eyða minna en klukkustund af frítíma sínum í útiveru og að börn hafa ekki tíma til að leika sér. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Niðurstöðurnar eru áhugaverðar í ljósi þess að samkvæmt lögum Evrópusambandsins verða fangar að fá minnst klukkustund í útiveru á dag. Samkvæmt íslenskum lögum eiga fangar að fá minnst 1,5 klukkustundir af útiveru á dag, en fá allt að fjórum tímum. Skólabörnin fá því fjórum sinnum minni skammt af útiveru en fangar á Litla-Hrauni. Rannsóknin var framkvæmd fyrir hreinlætisefnafyrirtækið Persil, sem í dag nýtir sér niðurstöðurnar í markaðsherferð þar sem börn eru hvött til að fara út að leika sér, án þess að óttast drullubletti. Herferðin beinist auðvitað að foreldrunum sem kaupa þvottaefnin, frekar en börnunum sjálfum, en það er líka mikilvægt að foreldrar hætti að vera hræddir við græsgrænu, drullu og mögulega sýkla. Oft á tíðum eru það foreldrarnir sem hindra börn í að leika sér úti af ótta við allt sem útivera felur í sér; umferð, ókunnugt fólk, vont veður, sýkla og ókunn svæði. En allur þessi ótti

Mynd | NordicPhotos/Getty

Það er alls ekki svo langt síðan börn hentu frá sér skólatöskunum þegar heim var komið, einungis til að hlaupa aftur út og koma ekki heim fyrr en kallað var í matartíma. Ef börn leika sér utandyra í dag er það oftast skipulagður leikur á borð við fótboltaæfingar en langflestar íþróttir og tómstundir fara fram innandyra undir vökulu auga fullorðinna.

kemur í veg fyrir að börn læri að kanna ný svæði og anda um leið að sér súrefni. Börn hafa ekki tíma til að leika sér Í könnuninni kemur einnig fram að 75% breskra foreldra segja börnin sín frekar vilja spila

íþróttaleiki í tölvu en að fara út að leika sér. 82% þeirra sagði veðrið orsök þess að börn þeirra færu ekki út, 31% sögðu börnin frekar vilja vera inni en úti og 31% sagði börnin ekki hafa neinn tíma til að leika sér. Jón Sveinbjörnsson, fram-

kvæmdastjóri hjá Rannsóknum og greiningu, segist ekki vita um sambærilega könnun á Íslandi og að ekki sé hægt að heimfæra niðurstöðurnar á íslensk börn. Það sé samt sem áður borðleggjandi að íslensk börn leiki sér mun minna úti en áður. Hann bendir auk þess á að á Íslandi séum við fremst meðal jafningja þegar komi að skipulagðri íþróttaiðkun, sem þýðir enn minni frítími og útivera fyrir börn. Og mikið hreinlæti skaðlegt

VIÐ ERUM KOMIN TIL HÖFUÐBORGARINNAR!

97.3

Frá örófi alda hefur mannkynið vitað að við lærum í gegnum leik. Þó margskonar kenningar séu uppi um listina að leika sér þá eru flestir sem hafa tjáð sig um efnið sammála um að leikurinn er órjúfanlegur þáttur af líkamlegum, félagslegum og tilfinningalegum þroska. En börn læra ekki síst í gegnum útileiki. Með því að hitta önnur börn, klifra í trjám, sparka bolta sín á milli og drulla sig út á nýjum og ókönnuðum slóðum þjálfa börn margskonar hæfni og forvitni gagnvart umhverfi sínu. Þar að auki er það börnum hollt að anda að sér fersku lofti. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur bendir á að þær kannanir sem gerðar hafi verið á loftgæðum í skólastofum höfuðborgarsvæðisins sýni að þeim sé mjög ábótavant. Hún segir loftgæði húsa og inniveru vera ofarlega á baugi í umræðunni, sérstaklega í Norður-Evrópu, vegna þess að 90% tíma okkar eyðum við innandyra. „Þetta þýðir að það er mjög mikilvægt að loftgæði húsa séu í lagi. Við þurfum líka að hvetja skólana til að hleypa börnum meira út því frammistaða og líðan barna er verri ef þau fá ekki súrefni.“ Sylgja bendir einnig á hina svokölluðu „hreinlætiskenningu“. „Kenningin er upprunnin frá niðurstöðum rannsókna sem sýna að börn sem alast upp í sveitum fá síður ofnæmi en börn í borgum og samkvæmt henni er börnum hollt að vera í umhverfi sem örvar ónæmiskerfið. Gagnrýnendur kenningarinnar benda þó á að það geti verið að mengun og of hreint umhverfi sem valdið ofnæmi hjá borgarbörnum, því víst er að það er okkur ekki hollt að vera í of hreinu umhverfi. En sama hvora hlið kenningarinnar sem þú styður þá er útivera alltaf holl.“

Þunglyndi barna

Börn í dag eru sex sinnum líklegri til þess að fara í tölvuleik en að fara út að hjóla og flest börn eyða langstærstum hluta frítíma síns innandyra; framan við sjónvarpið, tölvuna, snjallsímann eða internetið. Árið 2012 var framkvæmd rannsókn á áhrifum skjánotkunar á líðan íslenskra barna á aldrinum 10-12 ára. Rannsóknin, sem Rannsóknir og greining framkvæmdi, leiddi í ljós að vegna aukinnar skjánotkunar eru börn meira innivið, hreyfa sig minna og hafa minni matarlyst. Einnig greindust tengsl á milli þunglyndis og of mikillar skjánotkunar. Farðu út og njóttu frelsisins Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eyða skólabörn helmingi minni tíma í útiveru en fangar í breskum og bandarískum öryggisfangelsum, sem fá tvo tíma í útiveru. Samanburðurinn er sláandi og setur hlutina í ansi gott samhengi, ekki síst fyrir fanga sem þrá frelsið. Í myndbandi, sem er hluti af Persil-herferðinni, er hægt að sjá fanga í Wabash Valley fangelsinu í Bandaríkjunum, sem eyða frítíma sínum framan við sjónvarp og tölvuleiki, bregðast við þeim fréttum að börn fái minni en klukkustund í útiveru með mikill undrun. „Það væri pynting að fá minna en tvo tíma til útiveru,“ segir einn þeirra á meðan annar þeirra sendir börnum skýr skilaboð; „farið út, klifrið í trjánum og fótbrjótið ykkur, það er hluti af lífinu.“


H E I T A R TILFINNINGA R

– f lók i n f jöl s k y ldubönd „Eftirlætishöfundur bandarísku þjóðarinnar.“ THE NEW YORKER

„Þegar kemur að sannri ást kemst enginn með tærnar þar sem Nora Roberts hefur hælana.“ BOOKLIST

w w w. forlagid. is | B ók abúð Forlagsins | Fisk isló ð 39


26 |

FYRIR

21 & SÉRTILBOÐ

Frá kr.

62.900

m/morgunmat STÖKKTU

Skelltu þér í

BORGARFERÐ RÓM Stökktu

Stökktu

Frá kr. 79.900 Stökktu

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 28. apríl í 4 nætur.

VALENCIA Senator Parque Central

28. apr -2. maí

2fyrir1

Frá kr. 69.900

FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

Búningsklefinn er heimur fordóma Jón Ágúst hætti í handbolta vegna félagslegrar útskúfunar fyrir að vera hinsegin. Í búningsklefanum var hann skotmark ósvífinna ummæla og ásakana. Eftir því sem liðið fjarlægðist hann meira því minna fékk hann að spila. Jón Ágúst kallar eftir skýrri stefnu og aðgerðum frá ÍSÍ í jafnréttismálum. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is

„Ég var aldrei settur í liðið og var látinn sitja á bekknum á æfingum. Ég var útskúfaður af liðinu mínu og þjálfarinn tók þátt í því,“ segir Jón Ágúst Þórunnarson, tvítugur menntaskólanemi. Undanfarin ár hefur Jón Ágúst tekið þátt í jafningjafræðslu Samtakanna ‘78 en hann öðlaðist nægan frítíma þegar hann lagði handboltaskóna á hilluna. Alla tíð hefur Jón Ágúst heillast af íþróttum og reyndi fyrir sér í ýmsum greinum. „Ég valdi að einblína á handboltann því hann er stundaður á veturna. Ég er skilnaðarbarn og varði miklum tíma sumarsins úti á landi hjá pabba svo það hentaði best.“ Jón Ágúst æfði handbolta hjá íþróttafélaginu HK og segir fyrstu árin hafa gengið vel. „Ég var með þeim bestu, ég er tveir metrar á hæð svo það var minn styrkleiki. Ég spilaði alltaf með A flokki og hafði ótrúlega gaman af íþróttinni. Ég nældi mér í dómararétt-

indi og þjálfaréttindi svo handboltinn átti mig allan. Í dag get ég ekki fylgst með handbolta vegna saknaðar, ég vil bara hlaupa út á völlinn og spila með. Ég fylgist hinsvegar með flest öðrum íþróttum.“ Hlærð með eða hent út Þegar Jón Ágúst komst í þriðja flokk var hann í tíunda bekk í grunnskóla og segir stemninguna í búningsklefanum verða grófari. Brandararnir voru á hans kostnað, karlremba ríkti og hópþrýstingur. „Þeir karlar sem hafa stundað íþróttir vita að ákveðin klefamenning ríkir, ég veit ekki hvernig það er hjá stelpunum en ég get aðeins talað fyrir mína upplifun. Það er sífellt verið að grínast á kostnað annarra og stundum er farið svo langt yfir strikið að það var ómögulegt að þykjast hafa húmor fyrir því. Það eru rassskellingar, verið að kommenta á kynfæri manns, homma- og kerlingabrandarar. Hinsegin fólk er ekki eina skotmarkið heldur líka útlendingar og fólk sem er annarrar trúar.“ „Búningsklefinn er heimur út af fyrir sig. Þar er stemning sem sést ekki í skólanum, þar er oftast einhver sem hefur stjórn á hlutunum. Í klefanum þá ertu annaðhvort með eða ekki, ef þú ætlar að vera hluti af liðinu þá tekur þú þátt í stemningunni á kostnað annarra. Það er ekki nóg að vera góður á vellinum, til þess að vera í liðinu

2fyrir1

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 5. maí í 4 nætur.

LJUBLJANA Hotel City

5.-9. maí

2fyrir1

2fyrir1

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat.

BRATISLAVA

ENNEMM / SIA • NM74862

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

Hotel Falkensteiner

5.-9. maí

2fyrir1

Frá kr. 63.900 2fyrir1

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 5. maí í 4 nætur

BÚDAPEST Hotel Mercure Buda

Ásakaður um að stara Jón Ágúst lýsir síðasta ári grunnskólans sem erfiðum tíma í sínu lífi. Með honum í skóla voru strákar úr handboltanum sem gerðu honum lífið leitt í klefanum í skólasundi. „Strákur úr handboltanum ásakaði mig um að horfa á sig því hann vissi að ég væri hinsegin. Það var auðvitað algjört bull en hann ætlaði að ráðast á mig. Ég er heppinn að vera hávaxinn og mikill íþróttamaður svo ég varð lítið fyrir líkamlegu ofbeldi á skólagöngunni og í þessu tilfelli þá labbaði ég bara burt.“ „Í menntaskóla hætti þjálfarinn að leyfa mér að spila nema einstaka sinnum í stöðum sem hentuðu mér ekki. Að lokum var ég settur á bekkinn á æfingum líka. Yngri strákar úr öðrum flokkum voru kallaðir til að fylla æfingarnar því það vantaði mannskap á meðan ég var látinn horfa á. Á þeim tímapunkti hætti ég að vilja mæta, ég var ekki tilbúinn til þess að fórna öllum mínum tíma í það að horfa á æfingar fimm sinnum í viku. Þetta var særandi og mjög erfiður tími því ég á erfitt með höfnun. Ég þekki fleiri aðila sem hættu vegna sömu ástæðu og ég, íþróttafólk sem átti framtíðina fyrir sér.“ ÍSÍ þarf að fræða

Frá kr. 65.900

13. maí í 3 nætur.

Strákur úr handboltanum sakaði mig um að horfa á sig því hann vissi að ég væri hinsegin. Það var auðvitað algjört bull en hann ætlaði að ráðast á mig.

þarftu að vera hluti af hópnum. Mér var einfaldlega bolað út og það ríkti algjör þöggun yfir því. Ég reyndi að leita til yfirþjálfarans en það skilaði engu. Sá sem bregst ekki við einelti er þátttakandi í einelti, þjálfararnir vissu alveg hvað var í gangi. Þess vegna talar enginn um þessi málefni af ótta við að vera hent úr hópnum og í kjölfarið vera settur á bekkinn. Aðeins núna get ég tjáð mig opinberlega um þessi málefni því ég er hættur í handbolta.“

5.-9. maí

2fyrir1

Frá kr. 62.900

Fræðslustarf á vegum ÍSÍ um fjölbreytt jafnréttismál segir Jón Ágúst vera nauðsynlegt fyrsta skref. Þjálfarar til jafns við íþróttafólk þurfa á fræðslu að halda. „ÍSÍ þarf að marka sér skýra stefnu í þessum málefnum og þróa sjálfbært fræðslustarf fyrir þjálfara og íþróttafélög. Það er ekki hægt að treysta á skólana eða félagasamtök í þessum málum, það verður að koma skýr afstaða frá ÍSÍ. Tölfræðin gengur ekki upp, að það sé enginn hinsegin í karladeildum íþrótta. Fólk þorir ekki að stíga fram af ótta við útskúfun. Ef þú sýnir að þér sé misboðið, sýnir veikleika, þá ertu ekki lengur með.“ Jón Ágúst hefur í nægu að snúast en hann útskrifast af íþróttafræðibraut í vor og sinnir fræðslustarfi samhliða því. Hann getur vel ímyndað sér að taka þátt í fræðslustarfi íþróttafélaga í framtíðinni. „Ég hef trú á því að hlutirnir geti breyst en til þess þurfum við að horfast í augu við vandamálið. Það eiga ekki fleiri að hætta í íþróttum fyrir það eitt að vera öðruvísi.“

2fyrir1

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 12. maí í 4 nætur

12.-16. maí

Jón Ágúst stundaði handbolta af miklu kappi þar til honum var meinað að spila og taka þátt í æfingum. Hann segir þekkingarleysi og fordóma gagnvart minnihlutahópum vera áberandi í búningsklefanum. Mynd|Rut


SUMARLESTURINN Saga tónlistarinnar VILDARVERÐ: 11.499.Verð: 12.999.-

Vegur vindsins VILDARVERÐ: 2.999.Verð: 3.299.-

Koparborgin VILDARVERÐ: 3.199.Verð: 3.499.-

Hælið VILDARVERÐ: 3.499.Verð: 3.899.-

Þriðja miðið VILDARVERÐ: 3.499.Verð: 3.999.-

Vinkonur VILDARVERÐ: 3.499.Verð: 3.899.-

Níunda sporið VILDARVERÐ: 2.999.Verð: 3.399.-

Smámyndasmiðurinn VILDARVERÐ: 3.499.Verð: 3.899.-

Vonarstjarnan VILDARVERÐ: 3.499.Verð: 3.899.-

Aukaverkanir VILDARVERÐ: 2.999.Verð: 3.399.-

Aðeins ein nótt VILDARVERÐ: 2.999.Verð: 3.899.-

Austurstræti 18

Álfabakka 16, Mjódd

Hafnarfirði - Strandgötu 31

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Skólavörðustíg 11

Kringlunni norður

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Bárustíg 2

Laugavegi 77

Kringlunni suður

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Hallarmúla 4

Smáralind

Akranesi - Dalbraut 1

Mömmubitar VILDARVERÐ: 4.499.Verð: 4.999.-

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími tilboða og vildartilboða er 15. apríl, til og með 18. apríl, eða meðan birgðir endast. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.


Aðalfundur Málbjargar 2016

FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

28 |

Stjórn félagsins auglýsir eftir Áhugasömum sem vilja sitja í stjórn félagsins á nýju ári.

malbjorg@gmail.com stamfelagidMalbjorg

Mynd | Rut

Inga Elsa segir þau hjónin hafa mætt ákveðnum fordómum á Blönduósi. „Margir skildu okkur ekki og það var jafnvel hlegið að okkur fyrir uppátækið og ekki voru allir á eitt sáttir við framkvæmdagleðina.“

Setja matarmenningu Íslands á heimskortið SVEFNVANDI – KVÍÐI – DEPURÐ

MAGNOLIA

OFFICINALIS

Hefur verið notað við svefnvandamálum, kvíða og depurð í yfir 2000 ár í Asíu

Hrafnhildur Ólafsdóttir starfar við sjálboðavinnu í Rauða Kross búðinni „Ég vil alls ekki nota lyfseðilsskyld svefnlyf og ákvað því að prófa Magnolia. Ég tek 2 hylki á kvöldin um klukkustund fyrir svefn og hef ekki sofið betur í mörg ár.“

Eftir að hafa lengi dreymt um að ná til bragðlauka Frakka með uppskriftum sínum eru hjónin Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson að setja Ísland á kortið sem paradís matgæðinganna. Velgengni nýjustu bókar þeirra, La Cuisine Scandinave, er farin að draga erlenda ferðamenn til landsins, nánar tiltekið á Blönduós. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Eftir að hjónin Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson fluttu heim úr námi í Frakklandi hafa þau fyrst og fremst starfað við leiðsögn Frakka um landið, auk þess að starfa við grafíska hönnun og ljósmyndun. Inga Elsa er alin upp í sveit og á ættir sínar að rekja til Blönduóss þar sem þau Gísli keyptu sér gamalt bílaverkstæði stuttu eftir heimkomuna. Þar hafa þau eytt sumrum og frítíma sínum og nostrað við sína helstu ástríðu; að lifa af landinu í takt við náttúruna. Afrakstur ástríðunnar er að finna í matreiðslubókum þeirra, Góður matur–gott líf, Eldað og bakað í ofninum heima og Sveitasæla. Bækurnar, sem hafa verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Hagþenkis, eru alfarið unnar af þeim sjálfum og er sveitin þeirra, heimilið og fjölskyldan alltaf í for-

grunni. Nú hefur franski útgáfurisinn Hatchette gefið út þeirra nýjustu bók, La Cuisine Scandinave, og skemmst er frá því að segja að hún hefur slegið í gegn. Bókin situr á metsölulistum í Kanada, Sviss og Frakklandi og hefur fengið umfjöllun í öllum helstu dagblöðum Frakklands. Matarferðamennska óvæntur sproti „Þetta hefur komið okkur skemmtilega á óvart,“ segir Inga Elsa en þau hjónin hafði lengi dreymt um að ná til bragðlauka Frakka með uppskriftum sínum. Eftir að hafa reynt að sannfæra íslenska útgefendur án árangurs ákváðu þau að prófa að senda nokkrum erlendum forlögum efni. „Við höfðum engu að tapa og þegar Hathcette hafði samband og vildi strax gefa bókina út og auk þess gera við okkur samning til lengri tíma urðum við auðvitað mjög glöð. Þetta kom okkur dálítið á óvart því við erum ekki að kynna klassíska norræna matargerð heldur okkar eigin útfærslu á henni,“ segir Inga Elsa en í La Cuisine Scandinave er áherslan lögð á listina að lifa af landinu, líkt og í þeirra fyrri bókum. „Bókin er örugglega ágætis landkynning því hvert sem við förum að kynna hana þá erum við kynnt sem Íslendingar. Við höfum ferðast töluvert með hana og fengum eiginlega vægt sjokk að sjá bókina okkar liggja meðal frægra höfunda á borð

Bætt heilsa og betri líðan með

Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni

Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla.

balsam.is

VIð ERUM KOMIN í SUMARSKAP

-40%

BERG TRAMPÓLÍN Berg Balanz hjól Verð nú 40,905.Verð áður 68,175.-

Færanleg Karfa Verð nú 32,605.Verð áður 54,343.-

-40%

-40%

Miniland fötur Verð nú 468.Verð áður 780.-

Mynd | Gísli Egill

Gylfaflöt 7

112 Reykjavík

587 8700

krumma.is

Eins og sést hefur gamla bílaverkstæðið tekið miklum breytingum. Hér hyggjast Inga Elsa og Gísli taka á móti ferðamönnum. Eftir útgáfu bókarinnar hefur fjöldi erlendra ferðaskrifstofa haft samband með samstarf um matarferðir í huga.


®

VIÐ KRÓNÍSKUM BÓLGUM VeRKjALAUSN áN LyFjA

RAFSeGULSByLGjUR

ON/OFF takki

• Klíniskar rannsóknir

ActiPatch® er verkjalausn fyrir þá sem þjást af krónískum bólgum og verkjum, flýtir fyrir bata eftir aðgerðir og meiðsli. ActiPatch® gefur frá sér rafsegulsbylgjur sem dreifa staðbundinni bólgu og verkjum út í líkamann þannig að líkaminn er fljótari að vinna á þeim. Fæst í apótekum.

720 klst

virkni

FyRIR HNÉ

FyRIR BAK

FyRIR VÖÐVA OG LIÐI


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

30 |

Uppskrift

Blóðbergskrapi

Mynd | Gísli Egill

1 lítri nýtínd blóðbergsblóm 400 ml vatn 175 g sykur ½ sítróna, safinn rauður matarlitur (má sleppa)

Setjið blómin í sigti og skolið með köldu vatni. Hristið vatnið af blómunum. Leysið sykurinn upp í volgu vatni. Kælið sykurvatnið og setjið blómin saman við. Maukið með sprota í dágóða stund. Hellið blómavatninu í gegnum fínt sigti og bætið sítrónusafa saman við. Litið með skvettu af rauðum matarlit ef þið viljið. Setjið í skál og frystið. Hrærið upp í krapanum 3–4 sinnum á hálftíma fresti.

Inga Elsa og Gísli keyptu gamalt bílaverkstæði á Blönduósi fyrir þrettán árum og hafa síðan gert það hægt og rólega upp. Þar hafa þau skrifað allar sínar bækur og í sumar munu þau taka á móti og elda fyrir erlenda ferðamenn.

Horft inn og út um gluggann í Brimnesi, Blönduósi

við Ottoman Lenghi, því við erum ekkert þekktir einstaklingar,“ segir Inga Elsa og bætir því við að fjölmargar erlendar ferðaskrifstofur hafi haft samband með það í huga að búa til matarferðir til Íslands. „Það er óvæntur og skemmtilegur sproti að bókin sé að kortleggja Ísland sem matarland og áfangastað matgæðinga.“ Vilja upplifa landið með matgæðingum Velgengni bókarinnar kemur sér vel því auk þess að vera landkynning fyrir Ísland þá er hún í raun líka kynning á næsta verkefni þeirra sem hefur verið í pípunum í nokkurn tíma. „Við höfum tekið mikið á móti Frökkum í húsinu okkar á Blönduósi í gegnum tíðina og lengi haft þá hugmynd að taka þar almennilega á móti ferðamönnum og kynna þeim það sem náttúran hefur upp á að bjóða og hvernig okkur finnst best að elda og geyma mat. Þetta verður svona vinnustofu–kennslueldhús þar sem við munum deila okkar upplifun af landinu með gestunum og kenna þeim að njóta náttúrunnar. Við höfum engan áhuga á afþreyingarferðamennsku þar sem fókusinn er á massann, heldur viljum að gestirnir upplifi með okkur náttúruna. Þetta er allt á frekar lágstemmdum nótum og við erum í raun að móta hugmyndirnar en fyrst við erum að fá þessa góðu kynningu í gegnum bókina þá er best að byrja bara að taka á móti fólki,“ segir Inga Elsa. „Allur myndheimur bókanna er líka úr þessu umhverfi þannig að í raun höfum við gert mjög mikla markaðssetningu á svæðinu.“ Heimamenn hlógu að þeim Framkvæmdagleði þeirra Ingu Elsu og Gísla hefur samt ekki alltaf verið tekið opnum örmum á svæðinu. „Okkur var boðið til kaups þetta gamla bílaverkstæði fyrir tólf árum og höfum hægt og rólega gert það upp og skrifað allar okkar bækur þar. Við hefðum aldrei látið okkur detta í hug að kaupa húsið nema fyrir hvatningu og vilyrði þáver-

Myndir | Gísli Egill

andi bæjaryfirvalda. Á þessum tíma voru bæjarfélög að gefa gömul hús til að gera upp til að styrkja innviði samfélagsins. Nú sjáum við um allt land afrakstur af þeirri vinnu og margir staðir eru að koma mjög sterkir inn sem áhugaverðir staðir sem ferðamenn vilja sækja heim t.a.m. nágrannar okkar á Siglufirði. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Margir skildu okkur ekki og það var jafnvel hlegið að okkur fyrir uppátækið og ekki voru allir á eitt sáttir við framkvæmdagleðina. Þegar við svo fórum að þróa þessar hugmyndir sem nú eru að raungerast fannst okkur það heillandi hugmynd að nýta húsið okkar til góðra verka og snúa til baka í gamla bæjarfélagið til þess að byggja upp fyrirtækið okkar. Í gegnum bækurnar okkar höfum unnið markvisst að því að markaðssetja þetta svæði sem er einstök náttúruparadís og vonumst við að heimamenn njóti afrakstur af þeirri vinnu með okkur á komandi árum.“ Dapurleg þróun í ferðamennsku Blönduós hefur hingað til ekki verið ómissandi viðkomustaður ferðamanna en Inga Elsa hefur fulla trú á svæðinu. Alltaf sé pláss fyrir fólk sem vilji njóta þess að fá persónulega upplifun af landinu og sveitin í kringum Blönduós hafi upp á allt að bjóða. „Sérstaðan við Ísland er hvað þetta er stórt land sem við eigum og það er ennþá hægt að vera á stöðum sem eru ekki yfir fullir af ferðamönnum. Hluti af upplifuninni þegar þú ferðast er að hitta fólk og vera í samskiptum við heimamenn. Þess vegna finnst mér dálítið dapurleg sú þróun að á stöðum sem ferðamenn sækja í eru fáir Íslendingar að taka á móti þeim. Það er undantekning að ferðamenn hitti fólkið á bak við fyrirtækin. En okkur langar að veita góða og persónulega þjónustu og gefa fólki innsýn í það hvernig við lifum af landinu.“

 Fleiri myndir á frettatiminn.is


Rósir 10 stk.

1.999

kr

3.490 42% afsláttur

BLÓMAVALS FÖSTUDAG TIL SUNNUDAGS

30%

afsláttur vorlaukar

Kryddjurtir

1.199

kr

1.790

33% afsláttur

Kryddjurtir í stórum pottum

1.499

20% afsláttur

•Timían • Rósmarín • Mynta ... og fleira

Sýpris

kr

2.490

20% afsláttur

MOLD 45 LTR

GRASFRÆ 1 KG

MOSAEYÐIR

799 kr

1.490 kr

3.990 kr

FULLT VERÐ: 999

FULLT VERÐ: 1.790

FULLT VERÐ: 4.990

Ný gæludýradeild

í Skútuvogi og Akureyri Gæludýravörur og fóður á lægra verði

raGæludý ur fóð vörur og verði á lægra

39% afsláttur


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

32 |

Erfið tengdó? Hæ frábæra Magga Pála! Takk fyrir allt. Sonur minn er í einum af Hjallastefnuleikskólunum þínum og nýtur hvers augnabliks og við hjónin erum mjög ánægð. Ég vildi spyrja þig um fjölskyldumál sem snýst samt um uppeldi sonarins. Þannig er mál með vexti að ég og tengdamamma mín höfum mjög ólíkar áherslur í uppeldinu og það verður stundum erfitt. Fyrst verð ég að segja að tengdamamma er alveg frábær og mikil hjálp fyrir okkur og við viljum að hún sé ríkur hluti af æsku hans. En er það heppilegt þegar annar aðaluppalandinn reynir að vera strangur og fylgja reglum (mamma og pabbi) en hinn (amma) lætur allt undan og dekrar? Ég er líka að tala um á heimilinu okkar, í matartíma og varðandi að horfa á sjónvarp að þá kemur það fyrir að ég segi nei og þá horfir litli guttinn spyrjandi á ömmu sína sem segir já. Mér finnst ekki heppilegt að gefa svona ólík skilaboð en hvað segir þú um þetta? Og eins með að strákurinn fái að heyra að ömmu hans finnist ég til dæmis ekki elda nógu sniðugan mat sem hentar ekki börnum, ég er alin upp í útlöndum og vandist allt öðruvísi matargerð en tíðkast hér heima, en mér finnst að barnið mitt eigi bara að venjast á sama mat og foreldrarnir borða. Það skal tekið fram að í leikskólanum borðar strákurinn góðan og hefðbundinn íslenskan mat svo hann er ekki að missa af neinu. Ég hlakka til að vita hvort þú getir gefið mér einhver góð ráð varðandi þessi mál. Með bestu kveðju! Ráðvillt mamma Erfiðar ömmur

SDS-MAX Brotvél með sogbúnaði

Kæra móðir – takk innilega fyrir spurninguna þína. Ég veit að þú ert ekki sú eina í þessum heimi sem hefur lent í þessum aðstæðum eða svipuðum. Málið er að mæður sem hafa alið upp barn finnst mörgum hverjum, ef ekki flestum, þær verða sérfræðingar og jafnvel snillingar í þeim málum og það má til sanns vegar færa. Í ljósi þess finnst mörgum þær fá leyfi til að gefa ráð og hafa skoðanir um alla hluti er kemur að barnauppeldi. Vandinn er auðvitað að við erum ekki alltaf bestu dómarar í eigin sök. Þó eitt hafi hentað einu barni þá er alls ekki víst það sama henti því næsta. Fyrir alla þá sem hafa skilað góðu verki og hafa komið barni til manns er eitthvað sem allir geta verið stoltir og því viljum gjarnan miðla af því hvað við gerðum og hvernig – en gleymum að þetta er dulbúin stjórnun. Erfiðar tengdó

Model HM1203 Afl Höggtíðni Höggkraftur

Titringur Þyngd

ÞÓR

H F

REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500

1510 W 950-1900/mín

SDS-PLUS bor- og brotvél fylgir með í kaupum

19,1 J 15,5 m/sek2 9,7 kg

AKUREYRI: Lónsbakka Sími 568-1555

Kr. 138.000,með VSK Vefsíða: www.thor.is

Auðvitað er bara gott eitt sem býr að baki hjá tengdamóður þinni en það gerir einmitt málið aðeins flókið. Áhyggjur þínar eru réttmætar því það skiptir öllu máli fyrir barnið að fá ekki misvísandi skilaboð um það sem má. Þá er alveg ljóst að þið foreldrar leggið línurnar með það. Frá fæðingu eruð þið að mynda tengsl við barnið og við finnum mjög fljótt hvað virkar og hvað virkar ekki. Það er enginn betri til að meta það en foreldrar barna hvað hentar barninu best. Sjálfstraust í uppeldi skiptir miklu máli og það fáum við með því að trúa á það sem við erum að gera og vinna að því og þá þarf sátt við tengdó. Sannleikurinn er eina leiðin Í þessu sambandi þá er sann-

leikurinn eina vopnið. Þú þarft að byrja á því að ræða þetta við manninn þinn og sammælast um þá leið sem þið farið. Eins og við vitum þá getur verið erfitt að segja það sem í hjarta okkar býr en það er hægt að gera það á mjög uppbyggjandi hátt. Það sem þú gætir t.d. sagt við tengdamóður þína er að þú metir mjög mikils áhuga hennar og aðstoð og þú vitir að hún vilji þér og ykkur allt það besta. Hins vegar teljir þú að það henti fjölskyldu ykkar að gera hlutina á þann veg sem þið hafið ákveðið. Segðu henni að fyrir drenginn ykkar sé mjög mikilvægt að fá skýr skilaboð og hann eigi það skilið. Segðu henni jafnframt að það skipti þig miklu máli að fá stuðning hennar við þá ákvörðun. Ekki óttast sársaukann sem erfiðu samtali fylgir, þetta mun verða til þess að treysta ykkar bönd og hún mun meta þig fyrir einlægni þína. Magga Pála

Uppeldisáhöldin Sendið Möggu Pálu spurningar á maggapala@frettatiminn.is og hún mun svara í næstu blöðum.


PIPAR\TBWA • SÍA • 161670

VIÐ LÁTUM ÞAÐ BERAST Sex daga vikunnar, bera um 600 starfsmenn okkar út dagblöð, tímarit, fjölpóst, eða markpóst, inn á 80.000 heimili. Fyrir fyrirtæki sem vilja koma skilaboðum á framfæri erum við í lykilhlutverki.

Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is


Allt að

Allt að

200.000 kr. afsláttur f. 4 manna fjölskyldu

50.000 kr.

SÓL Á ALGJÖRUM SPOTTPRÍS afsláttur á mann til 20. apríl

ENNEMM / SIA • NM74742

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

valdar brottfarir

FRÁ KR.

49.295

Aðeins

400

sæti í boði


STÓRTILBOÐ Í SÓLINA

Ekki missa af sólarferð á algjörum spottprís – bókaðu fyrir 20. apríl ALBÍR

BENIDORM

COSTA DE ALMERÍA

COSTA DEL SOL

Allt að 50.000 kr. afsláttur á mann

Allt að 50.000 kr. afsláttur á mann

Allt að 45.000 kr. afsláttur á mann

Allt að 43.000 kr. afsláttur á mann

Albir Playa

Benikaktus

Maracay Apartments

Nuriasol

Frá kr. 63.845

Frá kr. 71.495

Frá kr. 57.365

Frá kr. 69.045

Netverð á mann frá kr. 57.365 m.v. 2 fullorðna og 4 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 79.395 m.v. 2 fullorðna í íbúð.

Netverð á mann frá kr. 69.045 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 91.095 m.v. 2 fullorðna í íbúð.

2. júní í 11 nætur

19. maí í 10 nætur.

m/morgunmat innifalinn

m/hálft fæði innifalið

Netverð á mann frá kr. 63.845 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 83.495 m.v. 2 fullorðna í herbergi.

Netverð á mann frá kr. 71.495 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 87.395 m.v. 2 fullorðna í herbergi.

5. júní í 7 nætur.

5. júní í 7 nætur.

KRÍT

MALLORCA

SALOU

TENERIFE

Allt að 50.000 kr. afsláttur á mann

Allt að 49.000 kr. afsláttur á mann

Allt að 45.000 kr. afsláttur á mann

Allt að 33.000 kr. afsláttur á mann

Omega

Hotel Sorrento / Portofino

Jaime I

Cristian Sur

Frá kr. 79.495

Frá kr. 49.295

Frá kr. 49.995

Frá kr. 59.095

Netverð á mann frá kr. 79.495 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 97.395 m.v. 2 fullorðna í íbúð.

Netverð á mann frá kr. 49.295 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 92.625 m.v. 2 fullorðna í íbúð.

Netverð á mann frá kr. 49.995 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 69.895 m.v. 2 fullorðna í herbergi.

Netverð á mann frá kr. 59.095 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 76.395 m.v. 2 fullorðna í íbúð.

26. maí í 11 nætur.

7. júní í 7 nætur.

27. maí í 7 nætur.

18. maí 7 nætur.

Bókaðu sól í sumar!


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

36 |

Íslenski draumurinn Bogi og Nok úr kínarúlluvagni í skemmtistrætó

Leika á kerfið með stofnun trúfélags Það hefur aldrei verið lognmolla í kringum þau Boga Jónsson og Narumon Sawangjaitham. Ævintýri þeirra spanna kínarúlluvagn, spanuddstofu og tælenskt „take away“, en nú bjóða þau upp á pad thai og karíókí í tveggja hæða strætó. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is

„Ég hélt þetta væri eitthvert Harlem-rassgat þegar ég var að spá í að flytja hingað, en svo er þetta bara svona fallegur staður,“ segir Bogi Jónsson þegar hann tekur á móti okkur á lóð sinni í Garði á Suðurnesjum. Þar býr hann með konu sinni, Narumon Sawangjaitham, sem er kölluð Nok. Bogi hefur verið viðloðandi ýmsa vitleysu í gegnum árin, eins og hann segir sjálfur, en fyrstu viðskiptahugmyndinni hratt hann í framkvæmd þegar hann lagði áfengið á hilluna um miðjan níunda áratuginn. „Ég varð nefnilega svo feiminn við edrúmennskuna að ég ákvað að gera eitthvað sem ég þyrði alls ekki og ég opnaði kínarúlluvagninn Bogarúllur á Lækjartorgi, mitt í mannlífinu.“ Á þeim tíma voru engir staðir opnir eftir miðnætti, utan eins pylsuvagns og bílalúgu. Bogi sá því gott viðskiptatækifæri í að vera eini kínarúllusalinn. Kínarúlluvagninn varð fljótlega ómissandi hluti af næturlífi Reykjavíkur. Djammarar gæddu sér á Myndir | Rut

Bogi og Nok eru óhrædd við óvenjulegar viðskiptahugmyndir. Þau eru með veitingastað í strætó sem lagt er í garðinum þeirra.

kínarúllum, sósu og salati eftir að skemmtistaðir lokuðu, auk þess sem Bogi seldi smokka, löngu áður en getnaðarvarnir fengust í smásölu á nóttunni. Töluðu bullmál sín á milli Þrátt fyrir velgengni vagnsins langaði Boga að skoða heiminn og hélt því til Tælands þar sem hann kynntist konu sinni til 27 ára. „Ég var ekkert á höttunum eftir hjónabandi, en það var samt það sem ég fann í Tælandi.“ Bogi og Nok urðu ástfangin við fyrstu sýn og Nok flutti til Íslands með syni sína tvo. Þeir reka nú báðir veitingahús, annar núðlusúpustaðinn Noodle Station í miðbænum og hinn kaffihúsið NP Kaffi í Garðabæ. Hjónin eiga svo saman tvítugan son. „Það var horft á eftir okkur, enda svo fáir útlendingar hér á landi á þessum tíma,“ segir Bogi um komu Nok til landsins árið 1989. Þá talaði hvorugt hjónanna móðurmál hins vel og fyrir vikið þróuðu þau með sér bullmál úr ensku, íslensku og tælensku. Bullmálið hentaði þeim vel

en vakti furðu Íslendinga sem heyrðu þau tala í stórmörkuðum landsins. Brátt kom upp sú hugmynd að opna tælenskan veitingastað og hjónin stofnuðu Thailand. „Hér voru einhverjir austurlenskir staðir, en allir voðalega fínir. Mér fannst vanta austurlenskt Múlakaffi.“ Nok sýnir okkur veggspjald sem hún fékk þekkta gesti staðarins til að árita og þar má finna alls kyns nöfn, allt frá Árna Johnsen til Bjarkar. Bónussvínið hrekkt Bogi opnaði svo austurlenskt vöruhús til að geta flutt inn meira hráefni í austurlenskan mat og stuðaði þá helsta fjármálagúrú landsins: „Ég bjó til vörumerki sem var bleikur fíll á gulum grunni. Ég setti fílinn upp á risastórt veggskilti og kortéri seinna var Jón Ásgeir mættur inn á gólf vöruhússins, brjálaður yfir líkindunum við Bónussvínið,“ segir Bogi hlæjandi, enda alltaf haft gaman af því að stuða „meirimáttar“, eins og hann kallar það.

Veitingastaður Friðarkúlunnar er opinn „þegar það er gott veður og við nennum,“ að sögn hjónanna.


FRÉTTATÍMINN |

Brann út við gjaldþrot Fyrir nokkrum árum ráku Bogi og Nok einnig kaffihús á Álftanesi en það æxlaðist þannig að Bogi fékk augastað á eyðitanga þar sem var hvorki rafmagn né vatn og bað hreppstjóra Álftaness að fá að byggja hjónunum heimili. Þar ráku þau veitingastaðinn Gullna hliðið um skeið en í hruninu misstu þau hann í skuldir og Bogi lýsti sig gjaldþrota. „Ég brann alveg út eftir gjaldþrotið. Varð eins og gullfiskur, mundi ekkert og gerði ekkert. En konan og strákarnir björguðu mér alveg, ég var hættur að geta unnið.“ Í framhaldinu ákváðu hjónin að byrja upp á nýtt, og keyptu litla lóð í Garði og gerðu upp húsið sem þau búa í nú. Fljótlega eftir að þau fluttu þangað fór Bogi að velta fyrir sér hvernig hann gæti komið sér aftur á lappirnar, en ákvað að fara sér hægar í þetta skipti.

Kolvetnaskert og próteinríkt með suðrænu bragði

Löggan lokar á þarabaðið Hann kom upp þarabaði í bílskúrnum og seldi að því aðgang, en hann hafði reynslu af rekstri slíks baðs frá Álftanesinu. Fljótlega var þó lögreglan mætt til að loka baðinu vegna leyfisleysis baðsins, en Bogi dó ekki ráðalus. „Ég fór þá að selja venjulega steina af bílaplaninu hjá mér og fyrir hvern keyptan stein fékk maður aðgang að baðinu og það mátti alveg.“ Þessi aðferð var þó ekki langtímalausn svo Bogi hætti með þarabaðið. Fyrir tveimur árum keypti Nok svo tveggja hæða rauðan strætó, svipaðan þeim sem keyra um stræti Lundúna. Þau langaði til að stofna óhefðbundinn veitingastað í vagninum, elda pad thai og syngja í karíókí. „Heilbrigðiseftirlitið gaf ekki leyfi fyrir staðnum, fyrst vegna

– Nú fáanlegt í 500 g umbúðum Náttúrulegur sætugjafi

– NÝTT MERKI HJÁ OPTICAL STUDIO

MÓDEL: HRÖNN JOHANNSEN GLERAUGU: BOTTEGA VENETA

Módel: Hrönn Johannsen Gleraugu: Lindberg


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

38 |

Hjónin taka lagið í karókítækinu í strætónum góða.

skorts á starfsmannaklósetti, svo ég ætlaði að redda því en þá sögðu þau lofthæðina of lága fyrir veitingastað. Svo virðist sem þau vilji ekki gefa leyfi,“ segir Bogi, langþreyttur á karpi um reglugerðir og formsatriði. Allar þessar neitanir segir Bogi svo lýjandi að hann hafi um tíma misst trúna á að byggja upp rekstur í strætónum. Trúfélag sem rekur strætó Þegar Bogi fékk starfsendurhæfingu hjá Virk vaknaði framkvæmdagleðin á ný. „Ég fór að lesa lög og komst að glufu í kerfinu þess efnis að trúfélög, kvenfélög og íþróttafélög hafa heimild til að vera með smáræðisrekstur, svo lengi sem reksturinn er ekki auglýstur, opnunartíminn óreglulegur og enginn hagnaður af honum.“ Bogi stofnaði rakleiðis trúfélagið Friðarkúluna utan um reksturinn. Trúfélagið telur aðeins tvo félaga: Boga og Nok. Í rauða strætónum er nú boðið upp á Pad Thai, vöfflur, kaffi og karókí fyrir heppna gesti sem koma þegar trúfélagið Friðarkúlan nennir að hafa opið. „Reglurnar eru svo þannig að verði gróði á rekstrinum má aðeins nota hann í hópferðir trúfélagsins. Svo ef við græðum skellum við Nok okkur bara í skemmtiferð,“ segir Bogi brosandi. Ýmislegt er á döfinni hjá þessum orkumiklu hjónum. Nok undirbýr nú markað í bílskúr sínum sem hún vonast til að hafa opinn alla virka daga í sumar, en nú stendur hún vaktina allar helgar með bás í Kolaportinu. Bogi er hins vegar að sækja um að vera með matarbás á Hlemmi þegar matartorgið opnar í haust: „Mig langar að vera með þverskorna ýsu,“ segir Bogi brosandi. „Með kartöflum og smjöri, mín kynslóð myndi fyllast nostalgíu og túristar myndu upplifa alvöru íslenskan mat.“

 Fleiri myndir á frettatiminn.is

Þennan tilkomumikla buffaló gerði faðir Nok þegar hann heimsótti hjónin til Íslands í fyrsta sinn.

Ég komst að glufu í kerfinu þess efnis að trúfélög, kvenfélög og íþróttafélög hafa heimild til að vera með smáræðisrekstur, svo lengi sem reksturinn er ekki auglýstur, opnunartíminn óreglulegur og enginn hagnaður af honum.

Nok undirbýr markað í bílskúrnum sem hún hyggst opna í sumar.


BARNADÖGUM LÝKUR UM HELGINA 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM BARNAVÖRUM KYNNUM NÝJA BARNAFATALÍNU

Á undanförnum 3 árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum flíkum. Þegar barnið þitt er vaxið upp úr sinni stærð hefur þú kost á að koma með flíkina og fá aðra með 20% afslætti.

ÍSLENSK HÖNNUN LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS



100% vatnshelt með Aquaseal. Pressuð fösun og náttúrulegri áferð en áður.

FYRIR 35 ÁRUM FUNDUM VIÐ UPP HARÐPARKETIÐ NÚ ENDURTÖKUM VIÐ LEIKINN


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

42 |

Draumurinn er að flytja til útlanda og lifa almennilegu lífi

Týnda kynslóðin Ungt fólk hefur dregist efnahagslega aftur úr öðrum aldurshópum. Það hefur lægri laun og fær minni stuðning en fyrri kynslóðir. Margt ungt fólk reynir að lifa íslenska drauminn; vinnur mikið og skuldar mikið í von um að þetta reddist. Fréttatíminn mun fjalla um týndu kynslóðina á næstu vikum. Guðfinna Kristinsdóttir, 24 ára, og Hrannar Örn Karlsson, 25 ára, keyptu sér eigið húsnæði í Miðtúni fyrir tveim árum. Bæði hafa þau kynnst leigumarkaðnum í gegnum mæður sínar í uppvexti sínum og bæði óska þau sér öryggis í þeim efnum. Þau eru týnda kynslóðin á þrítugsaldri sem í þeirra tilfelli hefði aldrei getað átt fyrir útborgun í eigin húsnæði nema vegna tjóns og missi í eigin lífi. Alda Lóa Leifsdóttir altaloa@frettatiminn.is

Kynntust í hópi tölvunörda Þrátt fyrir ungan aldur eiga þau Guðfinna og Hrannar eigið húsnæði í Miðtúni og sleðahundinn Tyrael en nafnið hans er fengið úr tölvuleiknum Diablo. Í leiknum er Tyrael engill viskunnar en þessi skírskotun í engil er persónulegri fyrir Hrannar og Guðfinnu af því að sama ár og þau fengu hundinn, 2013, dó Elísabet, móðir Hrannars vegna veikinda. Hún var nítján og hann tuttugu ára þegar fóru að umgangast hvort annað í gengum vinahóp þeirra við Tækniskólann. Hópurinn var samsafn af fólki sem hefur sameiginlegan áhuga á tölvutækni, tölvuleikjum og bíómyndum. Hrannar lærði tölvunarfræði og Guðfinna hönnun við Tækniskólann. „Ég veit ekki hvernig við byrjuðum að tala saman þannig að það endaði í sambandi. Þetta þróaðist vægast sagt mjög hægt,“ segir Guðfinna. „Ég hef áhuga á tækni og tölvum en ég er miklu minna í því heldur en hann og vinir hans. En ég náði alltaf að spjalla við þá um tölvuleikina,“ segir hún og Hrannar bætir við: „Það er kannski ekki endilega hobbíið sem tengir okkur heldur er það frekar hvernig við lítum á lífið.“ Guðfinna segir að það sem aðgreini þau sé að hún sé kvíðin yfir minnstu atriðum en Hrannar alltaf pollrólegur og algjör klettur í sambandinu. Lærðu ung að vinna fyrir sér Við nánari athugun er það fleira sem þau eiga sameiginlegt og kannski ekki tilviljun að þau búa saman í dag. „Ég byrjaði að vinna 11 ára við að steikja kleinuhringi og raða í hillurnar þegar mamma rak Esso bensínstöð í Reykholti. Ég fékk smá laun og út frá því lærði ég að vinna og byrjaði 14 ára að vinna á Motel Venus með skólanum í Borgarnesi en pabbi rak Mótelið. Við bjuggum þar og ég hjálpaði til við að koma upp kvöldmatnum fyrir gestina. En svo vann ég líka á sumrin á Hótel Eddu í Neskaupstað.“

Guðfinna og Hrannar með sleðahundinn Tyrael fyrir framan heimili sitt og fjárfestingu.

Myndir | Alda Lóa

Fjárhagslega ábyrg og unnu með skóla

25–39 ára frá aldamótum til 2014 TEKJUR

BÆTUR

EIGUR

EIGIÐ FÉ

-54.580 kr.

-7305 kr.

-1.635.499 kr.

-1.607.853 kr.

-10% -34% -12% -39% Unga fólkið situr eftir Ungt fólk á Íslandi hefur setið eftir í efnahagslegu tilliti. Á meðan kjör miðaldra og eldra fólks eru í dag nokkuð betri en um þau voru um aldamótin eru kjör ungs fólks umtalsvert lakari, tekjur lægri og eignastaða verri. Þessi skil á milli efnahagslegrar stöðu kynslóðanna skýra rof á pólitíska sviðinu og krónískan landflótta.

Minni tekjur, lægri bætur Frá aldamótum hafa tekjur ungs fólks dregist saman á meðan tekjur eldra fólks hafa aukist, fjárhagsleg staða unga fólksins hefur versnað á meðan staða eldra fólks styrkist og yngra fólkið hefur fengið minni stuðning út úr skattkerfinu á sama tíma ríkið hefur aukið stuðning við eldra fólk. Hækkun íbúðaverðs hefur haldið ungu fólki frá kaupum og leiguverð hefur keyrt niður kaupmátt.

Fleiri gefast upp Það er með öðrum orðum mun erfiðara að vera ungur í dag en um síðustu aldamót. Og skal þá engan undra að ungt fólk hafi gefist upp á stjórnmálaflokkunum sem hafa byggt upp og viðhaldið kerfinu sem vinnur gegn því. Og það er skiljanlegt að margt af unga fólkinu kjósi að fóta sig fremur í nágrannalöndunum þar sem er ríkari stuðningur við námsmenn, börn og unga foreldra.

Þegar pabbi og mamma skildu og við mamma og litla systir mín fluttum í bæinn vann ég í Eldsmiðjunni með Hagaskóla og svo Tækniskólanum. „Ég er alin upp þannig að ég sá um mig sjálf og tók aldrei lán. Ég keypti fyrsta bílinn minn sjálf og borgaði bílprófið og keypti allar skólabækurnar fyrir eigin peninga.“ Hrannar skýtur inn í: „Sama hér, eina lánið sem ég hef tekið er íbúðarlánið okkar.“ Guðfinna segir að mamma Hrannars hafi verið öryrki og einstæð með rosalega lágar tekjur og hafi kennt honum og bróður hans að taka ekkert auka lán né að vera með auka greiðslubyrði, heldur þvert á móti að lifa ódýrt á því sem væri í boði. Hrannar tekur undir þetta og segir að það hafi ekki verið fá skipti sem hann hafi borðað núðlur í matinn.“ Mæður þeirra eru bakhjarlarnir Annað sem einkennir bakgrunn þeirra Guðfinnu og Hrannars er að bæði uxu þau úr grasi hjá mæðrum sem störfuðu ýmist við umönnunar- og/eða verslunarstörf en störf-

BÚRI LJÚFUR Fyrirmynd Búra er hinn danski Havarti-rjómaostur sem athafnakonan Hanne Nielsen þróaði um miðja nítjándu öld á býli sínu „Havarthigaard“ fyrir norðan Kaupmannahöfn. Framleiðsla á Búra hófst árið 1980. Hann er mjúkur og smjörkenndur ostur með vott af ávaxtasætu, ljúfum sítrustóni í lokin og langvarandi eftirbragði. Rjómakennd einkenni ostins parast vel með sætum, örlítið sýrðum ávöxtum, berjum og kryddsultum.

www.odalsostar.is


V0R 2016

6.990-7.990,- kr

Fæst aðeins á Laugaveg

SENDING

NÝTT

www.hrim.is KRINGLUNNI - S: 553-0500 LAUGAVEGI 25 - S: 553-3003

LAUGAVEGI 32 - S: 553-2002


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

44 |

Frú Ragnheiður – skaðaminnkun Án fordóma og kvaða

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 6 – 0 5 1 0

Miðvikudaginn 20. apríl mun Svala Jóhannesdó ir verkefnastýra hjá Rauða krossinum í Reykjavík kynna skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiði. Verkefnið hefur það markmið að ná til jaðarse ra hópa í samfélaginu, eins og heimilislausra einstaklinga og fólks með alvarlegan vímuefnavanda. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9 kl. 8.30-9.30 Allir velkomnir Skráning á raudikrossinn.is

Guðfinna er búin að fjármagna smáforrit á Karolina Fund fyrir týnd dýr sem hún er með í smíðum.

LITHIUM POWER STARTTÆKI Byltingarkennd nýjung! Tilvalið með í sumarfríið.

uðu líka báðar meira en líkamleg heilsa þeirra bauð upp á. Þátttaka feðra þeirra var mismikil og ójöfn. Hrannar hefur hins vegar tekið upp þráðinn við pabba sinn fyrst núna á síðustu árum og þykir greinilega vænt um það samband. „Pabbi minn var blikksmiður allt sitt líf þangað til að hann missti vinnuna fyrir stuttu. Hann dembdi sér þá í að gera upp jeppann sinn og núna keyrir hann túrista um landið.“ Guðfinna segir pabba sinn hafa flutt úr landi til Flórída þegar foreldrar sínir skildu. „Hann er alltaf mjög duglegur að finna sér verkefni,“ segir Guðfinna sem veit ekki hvað hann er að bralla í augnablikinu en brosir samt við tilhugsunina. Tækniskólinn

Snjalltæki til að bjarga þér ef bíllinn verður rafmagnslaus á bílastæðinu eða úti á vegum. Bjargvættur sem er fyrirferðalítill (420 gr.) og einfaldur í notkun. Startar flestum bensínvélum og diesel vélum upp að 2,0 llítra. Hleður alla síma, ipadinn, fartölvuna og öll tæki með USB tengi. Innbyggt öflugt led ljós. Straumur út: 5v 2A fyrir síma og ipad, 19v 3,5A fyrir fartölvur, startkraftur allt að 400 Amper. Lithium rafhlaðan er 12.000 mAh. Traust og fagleg þjónusta.

hvað borgar þú fyrir tóner ? Toner Ricoh SPC 430 yellow (821205) Verð hjá Optima (13.04.16): 69.904 kr

Okkar verð: 51.500 kr Öll verð eru listuð á vefsíðunni okkar prentvorur.is. Verið velkomin í verslun okkar að Skútuvogi 11, hafið samband á sala@prentvorur.is, eða í síma 553 4000

Þegar þau Guðfinna og Hrannar kynntust voru þau bæði í Tækniskólanum í námi. „ Þá lá beinast við að Hrannar væri hjá mér og mömmu þar sem við leigðum á Skúlagötunni og stutt í skólann. Síðan missti mamma húsnæðið og við fluttum til mömmu Hrannars í Grafarvoginn þar sem hún leigði. En sumarið 2013 dó Elísabet mamma hans mjög skyndilega þegar hún fékk blóðtappa í lungun og ómögulegt var að bjarga henni.“ Líftryggingin var útborgun í íbúð Þau Guðfinna og Hrannar hefðu hinsvegar aldrei getað átt fyrir útborgun í íbúð ef ekki hefði komið til líftrygging móður Hrannars og síðan slysabætur Guðfinnu sem hún fékk eftir árekstur á Snorrabraut þegar bíll keyrði í veg fyrir hana og hún skaddaðist illa í baki. En fyrir þessa peninga áttu þau fyrir útborgun í 114 fermetra íbúð sem var mjög illa farin og þarfnaðist viðgerða. „Við ákváðum að stökkva yfir fyrsta þrepið. Flestir sem eru að kaupa sér fyrstu íbúðina myndu kaupa sér tveggja herbergja íbúð. Þetta var fjárfesting fyrir framtíðina, við munum koma út í plús að lokum. Planið er alltaf að selja einhvern tímann,“ segir Hrannar. Íbúðin kostaði 31 milljón króna. Þau fengu 22 milljónir í íbúðarlán og líftrygging móður Hrannars var útborgun þeirra upp á 9 milljónir. „Íbúðin var óíbúðarhæf þegar við keyptum hana, mygla í eldhúsi og svefnherberginu, hún hafði staðið lengi auð með opnar svaladyr sem rigndi inn um,“ segir Guðfinna og telur að þau hafi fengið íbúðina ódýrt á sínum tíma, sumarið 2013. Þau lögðu síðan 7 milljónir, sem Guðfinna fékk út úr sjúkratryggingunum vegna árekstursins, í það að gera upp íbúðina. Ein fyrirvinna

Prentvörur - Prentum á betra verði!

Það hefur lengi verið íslenska leiðin að líta á húsnæðiskaup sem fjárfestingu en líklega væru Guðfinna

og Hrannar að borga 190 þúsund fyrir 70 fermetra íbúð á leigumarkaðnum „og fáir leigusalar vilja taka við okkur með 40 kg þungan sleðahund,“ segir Guðfinna. Hrannar er eina fyrirvinnan núna með um það bil 330-360 þúsund krónur hjá Advania sem vaktmaður yfir kerfunum en Guðfinna hefur aðeins unnið að hluta til eftir bílslysið á Snorrabraut árið 2011. Hún barðist við mikla verki í þrjú ár þangað til að henni var loksins bent á endurhæfingarprógram hjá VIRK sem hún sótti í níu mánuði. Eftir það vann hún um tíma hjá Dýrabæ og fékk 170 þúsund krónur fyrir hlutastarf en þurfti að hætta þegar hún aftur lenti aftur í slysi þegar bíll bakkaði á hana á bílastæðinu fyrir utan Kringluna og allt fór í sama farið heilsufarslega. Á meðan hún býr með Hrannari fær hún engar bætur og lítið niðurgreitt vegna þess að Hrannar telst vera hátekjumaður. Hún þyrfti að sækja sjúkraþjálfun en fyrsti tími kostar 11 þúsund krónur og síðan þarf hún að greiða 4 þúsund krónur fyrir næstu tíma og hún telur sig ekki hafa efni á því, eins og staðan er í dag. LÍN og yfirdráttur hjá bankanum Guðfinna er ósátt, eins og margir, við skilyrðin hjá LÍN um námslán. „Ég er á yfirdrætti frá bankanum og ef ég stend mig í náminu gagnvart LÍN þá eiga námslánin að greiða yfirdráttinn en núna lítur út fyrir að ég sitji upp með yfirdráttinn af því að ég hef ekki getað mætt í skólann út af verkjum og LÍN tekur ekki tillit til þess. Ég komst ekki í öll prófin út af líkamlegri heilsu minni á síðustu önn og ég er að reyna að læra núna fyrir báðar annir. Þetta kemur í ljós. En á einu ári er skuldin komin upp í 1.2 milljónir króna. Smáforrit um týnd dýr Guðfinna segir að Tyrael bjargi sér en hann teymir hana út að ganga og hreyfa sig á hverjum degi og sjálf er hún á kafi í hundaeigendasamfélaginu. Hún setti upp heimasíðu fyrir það og er hún núna að búa til smáforrit um týnd dýr sem kallast Týndi Týri. Hún segir að á tveim mánuðum, í desember og janúar, hafi um 300 dýr týnst á Íslandi. Hún setti söfnun í gang á Karolina Fund til þess að hanna og búa til smáforritið og hefur hún safnað fyrir öllum kostnaðinum. Borgaralaun Umræðan dvelur um stund við borgarlaunin sem allavega Píratar hafa nefnt sem lausn fyrir marga og þann hóp sem Guðfinna tilheyrir núna en hún er öryrki, eða óvinnufær, en fær enga hjálp í kerfinu. „Ef ég væri með borgaralaun þyrfti ég ekki að vera með áhyggjur og gæti verið að gera appið og allt í kringum hundasamfélagið. Ég held að

langflestir vilji gera eitthvað gagnlegt eða skemmtileg heldur en að vera fastir einhvers staðar með öryrkjastimpil þar sem enginn hvati er fyrir því að framkvæma og skapa eitthvað fyrir sjálfan sig eða aðra. Ég þyrfti ekki að vera með miklar tekjur til þess að vera komin yfir þetta stress en það að vera hvorki tekju- né bótahæfur sem skapar allt þetta stress,“ segir Guðfinna. Núll öryggisnet Hrannar segir að þau séu svona á mörkunum við hver mánaðamót og það væri ágætt að geta safnað sér og lagt fyrir og haft eitthvað smá öryggisnet. „Núna erum við með alveg núll öryggisnet. Ef eitthvað gerist þá hefur maður ekki efni á því. Þetta eiga auðvitað eftir að verða leiðinlegir mánuðir framundan og ég mun eflaust taka mér aukavinnu í sumar og sem minnst frí og svoleiðis, en maður þarf bara að gera það til að þrauka, en það er mikið af fólki sem hefur það verra en við peningalega séð. Við erum með 130 þúsund eftir húsnæði og svo fara einhver 30 þúsund í bílinn. En það eru sumir með 150 þúsund krónur í örorkubætur og svo fer það allt í húsaleigu. Það er rosalega mikið af fólki í láglaunastörfum og á örorkubótum sem nær ekkert að njóta og er bara rétt að lifa og eiga fyrir fötunum utan um sig.“ Sjá enga framtíð á Íslandi Guðfinna og Hrannar telja samt nokkuð víst að þau eigi eftir að flytja frá Íslandi en bæta síðan við, „ef ekkert breytist hérna.“ Og það er ýmislegt sem þyrfti að klára áður en við færum út. Það er ekkert á dagskrá alveg strax. Við þurfum að klára íbúðina og selja hana og koma heilsunni í lag hjá Guðfinnu,“ segir Hrannar og Guðfinna bætir við: „Svo eigum við eftir að finna út hvert við förum og helst að vera komin með vinnu eða í skóla áður en við förum út.“ „Ég reyni lítið að hugsa langt fram í tímann. Við tökum bara eitt skref í einu segir Hrannar og stendur upp og kveður af því að hann þarf að sinna ömmu sinni en í símanum hans eru fjögur „missed call“ frá ömmu hans sem bíður eftir dóttursyni sínum. Samfélagssíður þeirra efnaminni Hrannar og Guðfinna þekkja helling af litlum síðum á Facebook sem hjálpa þeim sem eiga minna. Sjálf hafa þau ekki notfært sér þessa leið af því að þeim finnst aðrir hafa það bágara en þau. En hérna eru nokkur dæmi um gagnlegar síður: „Bílar undir 100 þúsund krónur“ og „Bílar undir 400 þúsund krónur“. Önnur góð síða er „Matargjafir“ sem er með gefins mat og „Gefins allt gefins“ en þar er hægt að fá gefins föt.


Fagleg ráðgjöf

20%

r af u t t á l s f a sófum n e s r e l i E . apríl. 3 2 . 4 1

Sérfræðingur frá Eilersen verður í verslun okkar helgina 15.-16. apríl. Skeifan 6 / 5687733 epal@epal.is / www.epal.is


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

46 |

Kynningar | Veiði

AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Nýjungar hjá Veiðivon Allt sem þarf til að takast á við urriðann, laxinn og sjóbirtinginn Unnið í samstarfi við Veiðivon

H

jónin Eygló og Haukur í Veiðivon í Mörkinni 6 hafa löngum verið þekkt fyrir frábæra þjónustu við veiðimenn. Á síðustu mánuðum hafa þau verið að undirbúa sig fyrir veiðisumarið með heilmiklum breytingum á versluninni og hafa þau tekið inn nýjar vörur, þar á meðal hágæða flugur frá Atlantic Flies og nýja flugustöng sem valin var stöng ársins. Í dag fagna þau með því að bera veitingar á borð og bjóða veiðimönnum að hita sig upp fyrir veiðisumarið með því að líta inn í verslunina og sjá allt það nýja sem fyrir augu ber og spjalla um veiðina. „Okkur fannst tími til kominn að hressa aðeins upp á búðina þar sem við vorum að fá nýjar vörur inn og við erum bjartsýn fyrir sumarið í sumar,“ segir Haukur Jóhannesson, annar eigenda verslunarinnar Veiðivonar sem hefur verið starfrækt í Mörkinni 6 í ein 24 ár, allt frá árinu 1992. Haukur og eiginkona hans, Eygló Kristinsdóttir, keyptu rekstur-

inn árið 1995 og hafa allt frá því byggt þann orðstír að veita frábæra þjónustu öll þessi ár sem þau hafa staðið bak við búðarborðið. Í Veiðivon fæst flest til stangveiðinnar ásamt hinum ýmsu smávörum sem nýtast í skotveiði og almennri útivist, en Haukur segir margt hafa breyst á því 21 ári sem þau hjónin hafa rekið verslunina. „Hér áður fyrr seldum við töluvert meira af kaststöngum, spúnum og þess háttar en undanfarin ár hefur sala á fluguveiðivarningi aukist töluvert og þá sérstaklega á flugum. Þess vegna ákváðum við að taka til sölu hágæða flugur sem löngu eru orðnar þekktar á Íslandi, frá fyrirtækinu Atlantic Flies sem rekið er af íslenskum veiðimanni, Jóni Inga Ágústssyni. En við munum að sjálfsögðu halda áfram að bjóða viðskiptavinum okkar upp á spúna, sökkur og öngla þó við séum að auka úrvalið af flugunum,“ segir Haukur. Meðal spennandi nýjunga í Veiðivon er Meridan flugustöngin frá Scott sem hefur unnið til verðlauna erlendis, meðal annars sem besta

FAGNA BREYTINGUM OG NÝJU VEIÐITÍMABILI Í DAG Veiðivon býður veiðimönnum að kíkja við í dag, 15. apríl, milli klukkan 16 og 19, til að skoða búðina og nýju vörurnar, þiggja veitingar og fagna breytingum og nýju veiðitímabili.

Mokveiði í Tungulæk Margrét Ásta Guðjónsdóttir er nýr leigutaki í Tungulæk og veiddi sinn fyrsta sjóbirting á dögunum „Þetta var mjög skemmtilegt, jú eigum við ekki að segja að ég sé komin með bakteríuna. Sumarið leggst alla vega vel í mig. Nú þarf ég bara að dressa mig upp og þá er þetta komið,“ segir Margrét Ásta Guðjónsdóttir, sem veiddi sinn fyrsta sjóbirting í Tungulæk á dögunum. Veiði hófst í Tungulæk í byrjun mánaðarins og veitt er fram til 20. október. Fjórar stangir eru í vorveiðinni en þrjár yfir sumarið og haustið. Aðeins er veitt á flugu og fékk Margrét Ásta sinn á hvítan nóbel. „Ég horfði á þetta og hélt fyrst að þetta væri eyrnapinni,“ segir hún í léttum dúr. Margrét og Valur Blomsterberg eru nýir leigutakar Tungulækjar í Landbroti en Tungulækur þykir í hópi bestu sjóbirtingsáa á heimsvísu. Veiðin hefur farið afar vel af stað. Á miðvikudagskvöld höfðu 557 fiskar komið á land. „Þetta er búin að vera mokveiði og veðrið er búið að vera frábært. Nema það barði aðeins á Frökkum sem voru hérna opnunarhelgina. Þeir voru samt hæstánægðir. Þeir sem til þekkja eru hæstánægðir með veiðina. Ætli þetta sé ekki bara met?“ segir Margrét Ásta. Margrét og Valur hafa breytt veiðihúsinu í gistiheimili þar sem

„Þetta er búin að vera mokveiði og veðrið er búið að vera frábært. Nema það barði aðeins á Frökkum sem voru hérna opnunarhelgina. Þeir voru samt hæstánægðir. ferðamenn, veiðimenn og aðrir, geta pantað sér gistingu. Þá hafa þau einnig leigt eldisstöðina við Hæðarlæk þar sem ræktuð er bleikja til manneldis. Er allt uppbókað í Tungulækinn? „Nei, það er enn hægt að ná í leyfi. Ég veit að það hefur marga dreymt um að komast í Lækinn og nú er tækifæri til þess.“ Margrét titlar sjálfa sig bústýru í Tungulæk og kann vel við sig í þessu nýja hlutverki. „Ég var að klára Landbúnaðarháskólann, fór úr reiðmanninum í veiðmanninn. Þetta er skemmtilegt. Þegar börnin eru flogin úr hreiðrinu getur maður leyft sér að sprikla aðeins.“ | hdm

Margrét Ásta Guðjónsdóttir með vænan sjóbirting sem hún landaði í Tungulæk á dögunum.

Allt er klárt fyrir veiðisumarið í Veiðivon, en verslunin hefur tekið heilmiklum breytingum og nýjar vörur fyrir veiðina hafa bæst í hillurnar. Flugur frá Atlantic Flies og flugustöng frá Scott. Myndir/Hari

nýja flugustöngin. „Meridian er stöng sem hönnuð er fyrir veiðar í sjó þar sem aðstæður eru oft þannig að fiskarnir eru stórir og sterkir og það er oft talsvert rok. Það eru aðstæður sem íslenskir veiðimenn kannast við og þess vegna vildum við prófa stöngina hér og í ljós kom að hún hentaði alveg frábærlega í bæði lax og sjóbirting. Við erum alveg handviss um að stöngin muni reynast vel í baráttunni við Þingvallaurriðann í vor og nú höfum við líka fengið til sölu í búðina til okkar flugurnar sem hafa verið að reynast einna best þar. Svo það má segja að nú fái veiðimenn hjá okkur allt sem þeir þurfa í Þingvallaurriðann, laxinn og sjóbirtinginn.“


Nýtt! Veiðivon er nú aðal dreifingaraðili Jon Ingi/Atlantic Flies sem löngu eru orðnar frægar fyrir gæði.

Einna helst þekkt fyrir nýjungar í fluguveiði bransanum og hafa frá stofnun verið þekkt sem leiðandi merki í stöngum og hjólum í Skandinavíu

SIMMS BÚÐIN ÞÍN Á ÍSLANDI

VEIDIVON

V E R Ð L A U N A S TA N G I R Handgerðar stangir sem hafa verið að koma vel út í öllum prófunum. Verðlaun fagfólks árið 2015: 8 weight shoot out 2016, Yellowstone Angler 1. Scott Meridian 2. G Loomis NRX 3. G Loomis CC GLX 7. Sage Salt

5 weight shoot out 2015, Yellowstone Angler 1. G Loomis NRX 2. Scott Radian 3. Loop Optistream 10. Sage ONE

Industry awards in 2015: Meridian, Best new fly rod Radian, Best new fly rod

V Ö Ð L U PA K K A R Slepptu því að byrja tímabilið á lekum vöðlum og náðu þér í pakkatilboð á vöðlum sem endast. Simms Freestone vöðlur og skór. Verð 64.990 kr.

R I S E E F T I R PA RT Ý Í VEIÐIVON Að lokinni RISE hátíð bjóðum við þér að kíkja til okkar í Mörkina föstudaginn 15. Apríl frá kl. 16-19, þiggja veitingar, skoða breytingarnar á búðinni og nýjar vörur frá Loop, Lamson, Simms, Scientific Anglers og að sjálfsögðu Einarsson. Við óskum þér gleðilegs veiðisumars 2016. Eygló og Haukur

VEIÐIVON - MÖRKIN 6 - 108 RVK - SÍMI: 568 7090


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

48 |

Kynningar | Matartíminn

Skyr.is próteindrykkur – próteinrík og kolvetnaskert nýjung Handhægt og hollt fyrir fólk á ferðinni Unnið í samstarfi við MS

Ö

ll vitum við að mataræði og næring skiptir miklu máli til að viðhalda góðri heilsu og gera okkur kleift að takast á við þau ólíku verkefni sem okkar bíða í hinu daglega lífi. Lykillinn að góðum og varanlegum árangri og heilbrigðum lífsstíl er finna gott jafnvægi milli hreyfingar og mataræðis. Jafnvægið snýst um að endurtaka góðar og hollar ákvarðanir á kostnað hinna óhollu og hafa það ætíð hugfast að góð heilsa og gott líkamlegt form er ekki áfangastaður eða einhver endapunktur, heldur lífsstíll sem við viljum temja okkur til að vera betur í stakk búin til að takast á við lífið í öllum sínum myndum. „Skyr.is próteindrykkur er nýr kolvetnaskertur drykkur frá MS sem inniheldur 25% meira prótein en hefðbundnir skyrdrykkir og er að auki fitulaus,“ segir Björn S. Gunnarsson, næringarfræðingur og vöruþróunarstjóri MS. „Vöruþróun MS tekur mið af kalli og óskum neytenda og bjóðum við því stolt upp á þessa nýjung sem íslenskir neytendur munu vonandi taka fagnandi enda gæðavara og rík af próteini, kalki, vítamínum og öðrum steinefnum,“ segir Björn og bætir við að sífellt sé unnið að því hjá

fyrirtækinu að fjölga valkostum fyrir neytendur og m.a. lögð rík áhersla á að draga úr viðbættum sykri. Drykkirnir eru seldir í 300 ml fernum og verða fáanlegar í þremur ljúffengum bragðtegundum til að byrja með: með suðrænum ávöxtum, jarðarberjum og banönum og loks drykkur með mangó, spínati og engifer. „Umbúðirnar eru endurvinnanlegar með skrúftappa, sem hefur mælst vel fyrir meðal

neytenda, en þær draga úr sóun þar sem hægt er að loka fernunni og klára úr henni seinna,“ segir Björn. Skyr.is próteindrykkur er hollur og góður valkostur sem hentar fullkomlega sem morgunmatur eða millimál og mætti í raun kalla drykkina handhægt boozt sem hægt er að grípa með sér þegar maður er á ferðinni, í skóla eða vinnu, á leiðinni í fjallgöngu eða aðra útivist.

Þarf alltaf að vera kjöt? Girnilegt kjötlaust chilli úr smiðju Anitu Briem og Sollu Leikkonan Anita Briem var að senda frá sér huggulega matreiðslubók sem hún vann með Sollu Eiríks, sem oftast er kennd við veitingastaðinn Gló. Bókin kallast Mömmubitar og fjallar um mat og hollustu á meðgöngu. Anita og eiginmaður hennar, Constantine Paraskevopoulus, eignuðust dóttur fyrir tveimur árum og kviknaði hugmyndin að bókinni á meðgöngunni.

mt. Anita Briem og eiginmaðurinn, Constantine.

Chilli sin Carne með súkkulaði, toppað með avókadó og jógúrt 400 g soðnar svartar baunir eða 1 dós niðursoðnar 2 msk góð olía eða ghee (skírt smjör) til steikingar 1 rauðlaukur, smátt saxaður 4 hvítlauksrif, pressuð 2 rauð chilialdin, smátt söxuð 2 tsk cuminduft 1 tsk reykt paprika eða chipotlepipar 1 tsk óreganó 1 lárviðarlauf 1 kanilstöng 500 g blandað grænmeti (gulrætur, rauð paprika, sæt kartafla, sellerístönglar) 4 msk tómatpúrra 800 ml maukaðir tómatar eða tómatpassata 1½ tsk sjávarsaltflögur 40 g lífrænt 70% dökkt súkkulaði

Ofan á: grísk jógúrt, nokkrar avókadósneiðar,kóríanderlauf og límónubátur Leggðu baunirnar í bleyti yfir nótt og sjóddu þær samkvæmt leiðbeiningum, eða notaðu niðursoðnar baunir. Hitaðu olíu í potti og settu rauðlauk, hvítlauk, chili og krydd út í og láttu krauma í 3-5 mínútur, eða þar til það er farið að mýkjast. Skerðu grænmetið í bita, bættu því út í og láttu malla í nokkrar mínútur. Hrærðu tómatpúrrunni saman við ásamt maukuðum tómötum og láttu sjóða við vægan hita í 25 mínútur. Bragðbættu með salti eftir smekk. Skerðu súkkulaðið í litla bita, bættu því út í og hrærðu í þar til það hefur bráðnað. Stráðu kóríanderlaufi yfir og berðu fram með grískri jógúrt, nokkrum avókadósneiðum og límónubátum.


Tími Til að njóTa aðgengileg og falleg bók um mat og hollustu á meðgöngu.

Aníta og Solla deila reynslu, ráðum og uppskriftum. Nart á milli máltíða • Hollir aðalrét tir • Pabbarét tir Sætir bitar • Drykkir og óáfeNgir kokteil ar

w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39


fréttatíminn | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

50 |

Kynningar | Heilsutíminn

auglÝSingaDeilD frÉttatÍmanS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Öflug og náttúruleg hjálp í baráttunni við vefjagigt Vilborg Kristinsdóttir hefur þjáðst af vefjagigt í fjölmörg ár en finnur miklar breytingar eftir inntöku á Curcumin frá Natural Health Labs. Vilborg segist loksins komast í gegnum daginn án verkja Unnið í samstarfi við Balsam

V

ilborg Kristinsdóttir starfar sem lagerstjóri og leið vítiskvalir hvern dag vegna vefjagigtar sem lýsir sér meðal annars með miklum verkjum um allan líkama. Hún keyrði sig áfram með verkjalyfjum og hörkunni. Aðeins mánuði eftir að hún hóf inntöku á Vilborg kristinsdóttir. Curcumin gat hún minnkað verkjalyfjanotkun umtalsvert og var farin að geta hluti sem áður voru ómögulegir vegna gigtarinnar. Greindist með Vefjagigt 18 ára Vilborg var greind með vefjagigt ung að aldri sem gjarnan var kallaður ruslakistusjúkdómur. Það var lítið hægt að gera og fá meðferðarúrræði í boði. Hún lærði að lifa með sjúkdómnum en þurfti mikið af verkjalyfjum til þess að komast gegnum daginn. „Ég hef líklega byrjað að finna fyrir vefjagigtinni aðeins 18 ára, en ég skrifaði það alltaf á vöðvabólgu. Ég vann til dæmis erfiðisvinnu á kúabúi og skrifaði verkina á þá vinnu. Ég

eignaðist börn eftir tvítugt sem getur ýtt undir vöðvabólgu þannig að ég velti þessu ekkert stórkostlega fyrir mér, ég var bara með verki og þannig var það bara,“ segir Vilborg. Ástandið orðið mjög slæmt Vefjagigtin var svipuð hjá Vilborgu fyrstu 15 árin eftir greininguna en síðastliðin 5 ár hefur hún farið versnandi. Hún prófaði gjarnan eitt og annað sem átti að hjálpa til og gaf því séns í sex mánuði en ekkert virkaði sem gat slegið verkina. Síðastliðið haust var ástandið orðið afar slæmt. „Líðanin var orðin þannig hjá mér að mér leið alltaf eins og ég væri með 40 stiga hita og með svakalega beinverki. Þetta var bara kvalræði,“ segir Vilborg sem þarf vegna starfs sína að erfiða mikið líkamlega hvern dag. Curcumin lætur mér líða eins og ég sé tvítug aftur Vilborg kom auga á auglýsingu fyrir Curcumin hylkin og ákvað að prófa; ástandið gæti ekki versnað. „Ég byrjaði að taka þetta inn og leiddi hugann raunar ekkert að því meira. En allt í einu, eftir um það bil mánuð, þá fór ég að finna verulegar breytingar. Ég var ekki lengur eins aum í líkamanum

Hreint CurCumin er margfalt áHrifameira en túrmerik Curcumin er allt að 50 sinnum áhrifameira en hefðbundið túrmerik. Curcumin hefur jákvæða verkun gegn slæmum liðum, gigt, bólgum og magavandamálum, styrkir hjarta- og æðakerfið og ásamt því að bæta heilastarfsemi og andlega líðan. Bætiefnið er unnið úr túrmerik rót frá Indlandi og er 100% náttúrulegt, inniheldur engin rotvarnarefni og er framleitt eftir ströngustu gæðakröfum (GMP vottað). Ráðlögð notkun: Taktu tvö grænmetishylki með vatnsglasi yfir daginn.

Glúten FRÍTT

Soja FRÍTT

ENGIN AR mjólk ENG tur hne ENG IN egg

Það hefur aldrei verið auðveldara að fá börnin með sér í lið…

Nú er ekkert mál að taka inn vítamín því þau eru lostæti

Bragðgóð, skemmtileg og hressandi gúmmívítamín fyrir klára krakka

Nauðsynleg vítamín fyrir litla kroppa sem eru að stækka og þroskast frá degi til dags. Henta öllum börnum frá 3 ára aldri. Fæst í apótekum, Lyfju, Apótekið, Lyf og Heilsu, Apótekarinn, Fjararkaupum, verslunum Hagkaupa, 10-11 og Iceland Engihjalla.

balsam.is

og ég áttaði á mig að ég var farin að stafla vörubrettum og lyfta þungum hlutum sem ég hafði alls ekki treyst mér til áður. Ég sagði við börnin mín að mér liði eins og ég væri tvítug aftur!“ Alsæl með árangurinn og hætt að taka verkjalyf á kvöldin Vilborg fann ekki einingis mun á sér líkamlega heldur einnig andlega. „Það er bara ofboðslega niðurdrepandi að líða vítiskvalir alla daga

Hrein orka Koffein Apofri er 100% hreint koffín sem veitir aukna orku á þægilegan hátt. Koffín hefur löngum verið þekkt fyrir að gefa góða orku, úthald, einbeitingu og hægja á þreytuboðum til heilans. Koffein Apofri er nýtt á markaði og innheldur 100% hreint koffín, án allra aukaefna. Margrét Rós Einarsdóttir söluog markaðsstjóri margrét rós einarssegist hafa dóttir, sölu og markprófað Koffein aðsstjóri Balsam. Apofri í fyrsta sinn á tímapunkti þegar hún hafi verið að leka niður af þreytu. „Ég vaknaði innan við nokkra mínútna og náði að klára vinnudaginn vakandi og einbeitt. Það kom mér rosalega óvart hversu góð og mjúk áhrifin voru og ég fann ekki til nokkura aukaverkanna eins og aukins hjartsláttar eða skjálfta.“ Hver tafla af Koffein Apofri inniheldur 100 mg af hreinu koffíni og samkvæmt Lyfjastofnun er óhætt að taka allt að 300 mg á dag. „Almenn reynsla fólks af Koffein Apofri virðist öll vera á einn veg,“ segir Margrét Rós. „Það veitir fólki góða orku þegar á þarf að halda, hvort sem það er

og keyra sig áfram á hörkunni. Nú er ég hætt að taka verkjalyf á kvöldin sem er mikill sigur. Líðan mín er í dag raunar ekki sambærileg miðað við hvernig hún var í október. Ég mæli hiklaust með Curcumin, ég er bókstaflega alsæl yfir þeim árangri sem hefur komið fram til þessa“. Sölustaðir: Curcumin er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaða, Orkusetrinu og heimkaup.is

koffein apofri • Hreint Koffín í 100 mg töflum (50stk.) • Án allra aukaefna • Ráðlagður dagskammtur er 1 - 2 töflur

á dag. • Gefur góða orku, úthald og einbeitingu • Minnkar þreytu og úthaldsleysi

Vantar þig orku? Þægileg orka þegar þú þarft á henni að halda: • Á morgnana • Í vinnuna • Í skólann og próflesturinn • Fyrir æfinguna til að koma sér af stað á morgnanna, eða ná góðri einbetingu í vinnu eða námi. Sjálf tek ég stundum eina Koffein Apofri töflu áður en ég fer í ræktina og næ mun betri æfingu fyrir vikið. Eins geta töflurnar verið algjör bjargvættur í prófalestri til að halda einbeintingu.“ Hún segir þetta einnig sniðugt fyrir fólk sem drekkur ekki kaffi, en vantar aukna orku á þægilegan hátt. Sölustaðir: Curcumin er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaða og á heimkaup.is

7 leiðir til þess að fara betur með húðina Það er margt sem hefur áhrif á húðina, fer illa með hana og jafnvel flýtir fyrir öldrun hennar. Því er brýnt að hugsa vel um húðina, hún er jú okkar stærsta líffæri.

1

Neyttu áfengis í hófi Mörgum þykir gott að fá sér víndreitil við og við, sem er gott og gilt. Að neyta áfengis í miklu óhófi fer hins vegar illa með húðina. Neysla af slíku tagi veldur þurrki í húðinni, roða, aukinni hrukkumyndun og háræðasliti.

2

Passaðu þig á sólinni Ljósabekkir valda ekki bara húðkrabbameini, heldur geta þeir líka valdið bólum, sárum og jafnvel smitað þig af ófögnuði á borð vörtur. Berðu alltaf á þig sólarvörn áður en þú ferð út í sólina og forðastu ljósabekki.

3

Vertu upplýst/ur Ýmis konar lyf geta valdið breytingum í húðinni. Lyf sem innihalda súlfat eða gervisætu geta gert þig viðkvæmari fyrir sólinni og í húðinni almennt. Kynntu þér innihald þeirra lyfja sem þú tekur og passaðu upp á húðina samkvæmt því.

mynd/nordicphotos/getty

4

. Forðastu mikla loftmengun Mengað loft fer illa með húðina. Ef húð þín er mikið í menguðu lofti getur hún þornað upp og fengið á sig djúpar hrukkur. Eins geta dökkir blettir og litabreytingar látið á sér kræla.

5

Ekki sofa með farða Að sofa með andlitsfarða stíflar svitaholurnar og getur valdið bakteríusýkingum. Brúkaðu þvottapoka áður en þú ferð í bólið, það er vel þess virði.

6

Drekktu nóg af vatni Góð vísa er aldrei of oft kveðin, vatnsdrykkja hægir á öldrun húðarinnar og gefur húðinni ljóma.

7

Veldu getnaðarvarnarpillu af kostgæfni Pillan getur haft áhrif á húð þína vegna þess að hún inniheldur hormóna. Þessir hormónar geta valdið stífluðum svitaholum og þar með bólum ásamt því að geta valdið litabreytingum á húðinni.


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

|51

Kynningar | Heilsutíminn

AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Mæli með Bio Kult

BIO-KULT ORIGINAL: n Inniheldur blöndu af vinveittum gerlum sem styrkja þarmaflóruna. n Þarf ekki að geyma í kæli.

Unnið í samstarfi við Icecare

n Hentar vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður, sem og börn.

B

io-Kult Original og Bio-Kult Candéa innihalda öfluga blöndu vinveittra gerla sem styrkja þarmaflóruna Bio Kult gerlarnir í hylkjaformi hjálpa til við að viðhalda náttúrulegri bakteríuflóru líkamans. Bio-Kult Candéa hylkin innihalda hvítlauk og greipfræ og geta virkað sem öflug vörn gegn candidasveppasýkingu en hún getur komið fram með ólíkum hætti hjá fólki, til dæmis sem munnangur, fæðuóþol, pirringur og skapsveiflur, þreyta, brjóstsviði, verkir í liðum, mígreni eða ýmis húðvandamál. Laus við sveppasýkingar „Ég er alveg tilbúin að gefa Bio-Kult Candéa mín meðmæli, ég hef notað það síðastliðin tvö ár og finn mikinn mun á heilsunni. Ég er ein af þeim sem þarf að nota talsvert af meðulum og fékk oft sveppasýkingu ef ég þurfti að taka penisilín, en það hefur ekki gerst síðan ég byrjaði að taka Bio-Kult,“ segir Svala Guðmundsdóttir. Til að byrja með tók hún inn tvö hylki á dag en í dag tekur hún eitt hylki á dag og dugir það vel. „Áður en ég fór að taka inn Bio-Kult Candéa var ég alltaf þreytt og hafði mjög lítið úthald, en eftir að hafa tekið inn hylkin í um það bil mánuð fann ég mikinn mun á mér og síðan hef ég tekið það með smá hléum en um leið og ég fer að verða þreklítil þá tek ég það aftur.“ Svala hafði litla trú á Bio-Kult í byrjun, en hefur nú sannreynt að þetta virkar.

n Fólk með mjólkur- og sojaóþol má

nota Bio-Kult. n Mælt er

með Bio-Kult í bókinni Meltingarvegurinn og geðheilsa eftir Dr. Natasha CampbellMcBride.

BIO-KULT CANDÉA: n Inniheldur blöndu af vinveittum gerlum ásamt hvítlauk og Grape Seed Extract. n Öflug vörn gegn Candida sveppasýkingu í meltingarvegi kvenna og karla. n Öflug vörn gegn sveppasýkingu á viðkvæmum svæðum hjá konum. n Hentar vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður, sem og börn. n Fólk með

Bio-Kult er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaða.

„Áður en ég fór að taka inn Bio-Kult Candéa var ég alltaf þreytt og hafði mjög lítið úthald, en eftir að hafa tekið inn hylkin í um það bil mánuð fann ég mikinn mun á mér,“ segir Svala Guðmundsdóttir. Mynd/Hari.

Nánari upplýsingar má nálgast á www.icecare.is.

mjólkur- og sojaóþol má nota Bio-Kult. n Mælt er

með að taka 2 hylki á dag.

Meltingargerlar fyrir börn

B Diljá Ólafsdóttir fann fyrir óþægindum í fótum sem komu í veg fyrir að hún gat stundað líkamsrækt og hvílst almennilega. Með því að taka inn Active Legs losnaði hún við verkina. „Ég get því sagt í fullri einlægni að ég mæli heilshugar með Active Legs.“

Við þreytu í fótleggjum

A

ctive Legs er nýtt fæðubótarefni frá New Nordic. Innihaldsefnin eru eingöngu unnin úr jurtum sem stuðla að auknu blóðflæði í fótleggjum og vinna gegn fótapirringi. Diljá Ólafsdóttir prófaði að taka hylkin þegar hún gat ekki stundað líkamsrækt vegna óþæginda í fótum. Einkennin hurfu og mælir Diljá heilshugar með Active Legs. Hver pakkning inniheldur 30 hylki sem veita góða lausn við fótapirringi. Active Legs inniheldur jurtina franskan furubörk sem hefur góð áhrif á æðaveggina og ýtir undir heilbrigða blóð-

rás. Active Legs inniheldur einnig vínblaðsextraxt sem ýtir undir gott blóðflæði í fótum, getur minnkar þreytutilfinningu og stuðlað að eðlilegri æðastarfsemi í fótleggjum. C vítamín stuðlar svo að myndun kollagens fyrir eðilega starfsemi æða. Virkni sem kom á óvart Diljá Ólafsdóttir hefur stundað reglulega líkamsrækt alla tíð. „Ég hef hreyft mig mikið en þó skynsamlega. Í byrjun sumars fór ég að finna fyrir miklum óþægindum í fótunum sem gerði það að verkum að ég gat

Virkni Active legs Avtive Legs er nýtt fæðurbótaefni frá New Nordic sem eykur blóðflæði í fótleggjum og vinnur gegn fótapirringi. ekki stundað mína líkamsrækt að fullu og það sem meira var þá fann ég til í fótunum í hvíld og jafnvel í svefni.“ Diljá bauðst að prófa Active Legs og fann fljótt mun á sér. „Áður en ég vissi af var ég hætt að finna fyrir óþægindum í fótunum. Ég get því sagt í fullri einlægni að ég mæli heilshugar með Active Legs.“ Active Legs eru framleitt af New Nordic í Svíþjóð og selt um allan heim. Á Íslandi er Active Legs fáanlegt í öllum helstu apótekum og heilsuhillum stórvörumarkaða.

io-Kult Infantis er vísindalega þróuð blanda af vinveittum gerlum fyrir ungbörn og börn á öllum aldri. Ásta D. Baldursdóttir hefur góða reynslu af Bio Ásta D. Kult Infantis. Baldursdóttir Bio-Kult fyrir börn inniheldur sjö gerlastrengi af mismunandi mjólkursýrugerlum. Gerlarnir styrkja og bæta bæði meltinguna og heilsuna, auk þess sem þeir innihalda hátt hlutfall af Omega 3. Hver skammtur af Bio-Kult Infantis inniheldur 50% af ráðlögðum skammti af D3 vítamíni. Enginn viðbættur sykur, litar-, bragðeða aukaefni eru í vörunni. Omega 3 í duftformi „Börn eru misjöfn eins og þau eru mörg og erfitt getur verið að fá þau til að taka inn ýmis konar bætiefni og vítamín,“ segir Ásta D. Baldursdóttir. „Sonur minn, Gabríel 7 ára, er kröftugur orkubolti og er á einhverfurófinu. Mér hefur reynst erfitt að fá hann til að taka inn Omega 3 vegna áferðarinnar á olíunni og bragðsins, en hann er með mjög næmt bragðskyn. Í sumar sá ég síðan auglýsingu um Bio-Kult Infantis og það vakti athygli mína að það

inniheldur Omega 3 í duftformi sem blandast út í drykk eða mat. Ekki er verra að það inniheldur líka 50% af ráðlögðum skammti af D3 vítamíni og Preplex blöndu sem styrkir meltinguna og kemur í veg fyrir niðurgang. Auk þess er enginn viðbættur sykur, litar- eða bragðefni í duftinu.“ Bio Kult fyrir börn og fullorðna Ásta hefur gefið syni sínum Bio-Kult Original mjólkursýrugerlana til að styrkja þarmaflóruna, en þá uppgötvaði hún við lestur bókarinnar Meltingavegurinn og geðheilsa eftir Dr. Natasha Campbell-McBride. „Ég hef einnig sjálf ágætis reynslu af Bio-Kult Candea því fyrir tveimur árum þurfti ég að vera á sterkum sýklalyfjakúr vegna sýkingar og Bio Kult hjálpaði mér mikið því ég fékk sveppasýkingu út frá lyfjagjöfinni,“ segir Ásta. „Þar sem ég hef ágætis reynslu af Bio Kult vörunum fyrir okkur bæði ákvað ég að prófa BioKult Infantis fyrir Gabríel og það gengur mjög vel. Gerlarnir eru alveg bragðlausir, leysast vel upp og fær hann eitt bréf á dag út í drykk. Það er líka svo frábært að þessar vörur þarf ekki að geyma í kæli og því ekkert mál að taka þetta með hvert sem er.“

Bio-Kult Infantis er blanda af vinveittum gerlum fyrir ungbörn og börn á öllum aldri. Gerlarnir bæta meltinguna og heilsuna.


Vor/SUMAR 2016 SUMARGJAFIR AFMÆLISGJAFIR Jakkar, húfur, kjólar, skyrtur og bolir Sundföt í úrvali

Kjóll kr. 6695.-

FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

52 |

Tíska

Sól, sól, skín á mig Með hækkandi sól spretta sólgleraugu upp úr skúffum líkt og vorlaukar úr beðum. Það er ekkert minna en stórkostlegt að finna loks vorsólina ylja kroppinn og leyfa D-vítamíninu að flæða um sólþyrsta húðina og ekki er nú verra að geta varið spegla sálarinnar með skemmtilegum sólgleraugum. Mörgum reynist erfitt að velja sér snið við hæfi en sólgler-

augu eru frábær leið til að tjá þinn innri mann og enginn ætti að vera hræddur við að taka áhættu þegar kemur að valinu. Ólafur Ólafsson, verslunarstjóri Húrra, segir kringlótt gleraugu með glærum umgjörðum vera það heitasta í dag en sjálfur ætlar að hann að fá sér svört kringlótt gleraugu frá danska merkinu Han Kjöbenhvan, sem hanni framúrstefnuleg föt en klassísk gleraugu sem passi við allt.

Graund Cero.

Fendi.

Flott föt fyrir flottar konur - Stærðir 38-58 Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is

House of Holland. Max Mara.

Litunarsett fyrir augabrúnir og augnhár. Litunarferli tekur aðeins 3 mínútur.

Baðaðu þig í gæðunum Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

|53 AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

22.900 Han Kjöbenh kr. í Húrr av a Reykja n. vík.

Opening Ceremony.

Tamaris skór stærðir 36-41, Verð: Kjóll12.990,"svartur" stærðir 8-26

Kjóll "svartur" 12.990,stærðir 8-26 12.990,-

Chanel.

Tamaris Bow platinum stærðir 36-41, Verð: 10.990,Hell Bunny kjóll stærðir XS-4XL

Hell Bunny kjóll 10.990,stærðir XS-4XL 10.990,-

Acne.

Tamaris skór stærðir 36-41, Verð: 9.990,Fleiri litir í boði

Stella McCartney.

Kjóll 2-BIZ Kjóll 2-BIZ 19.990,stærðir S-XXL 19.990,-

Desiqual kjóll stærðir 36-44 Desiqual kjóll 16.990,stærðir 36-44 16.990,-

stærðir S-XXL

Han Kj 22.900 kr. í Hú öbenhavn. rra Reykjavík

NÝ SENDING MEÐ TÚNIKUM full búð af nýjum vörum í stærðum 14-28 Góð þjónusta og frábært verð!

Tamaris Multi stærðir 36-41, Verð: 9.990,-

Tamaris skór stærðir 36-42, Verð: 10.990,-

Kjóll "Hawai" Kjóll "Hawai" 12.990,stærðir 8-26 12.990,-

Kjóll "Esprit" Kjóll "Esprit" 17.990,stærðir XS-XXL 17.990,-

stærðir 8-26

Afgreiðslutímar í verslun okkar að Fákafeni 9 Alla virka daga frá kl. 11-18 Laugardaga frá kl. 11-16

PÓSTSENDUM FRÍTT H VERT Á LAND SEM ER

Fákafeni 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is

Tamaris skór stærðir 36-42, Verð: 9.990,-

stærðir XS-XXL

Tamaris Bow stærðir 36-41, Verð: 11.990,-

Tamaris Rose stærðir 36-41, Verð: 11.990,Einnig til svartir

Tamaris skór LIMB "páfagaukar" stærðir 36-41, stærðir 8-20 LIMB "páfagaukar" 23.990,Verð: 11.990,stærðir 8-20

Tamaris skór Unicorn "Leo" stærðir 36-41, Íslenskt merki Unicorn "Leo" Stærðir12.990,XS/S, S/M,M/L & L/XL Verð: Íslenskt merki

23.990,-

16.990,Stærðir XS/S, S/M,M/L & L/XL 16.990,-

Kjólar & Konfekt Opnunartími: Opnunartími: Kjólar & Konfekt mánudaga-föstudaga 11:00-18:00

mánudaga-föstudaga 11:00-18:00 Opnunartími: laugardaga 11:00-17:00 sunnudaga:12:00-16:00 mánudaga-föstudaga 11:00-18:00 13:00-17:00 laugardaga 11:00-17:00 sunnudaga: Laugavegi 92 laugardaga 101 Reykjavík 517 0200 www.kjólar.is 11:00-17:00Sími sunnudaga:12:00-16:00 Laugavegi 92 / 101 Reykjavík / Sími 517 0200 / www.kjolar.is Laugavegi 92 101 Reykjavík Sími 517 0200 www.kjólar.is Kjólar & Konfekt kjolarogkonfekt


komnar komnaraftur aftur

*leggings *leggings háar háarí í 20% 20% afsláttur afsláttur Loksins Loksins Loksins Loksins Við bjóðum góð RUGL BOTNVERÐ Tíska mittinu mittinu verð alla daga afaföllum öllum vörum vörum komnar komnar komnar komnar aftur Peysur, jakkar,aftur tunikur, kjólar og margtaftur fl.aftur til 17. júní júní Samfestingar, *leggings *leggings háar háar í í *leggings *leggings háar háar í til í 17.

FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

54 |

Verð frá 1.000 - 5.000 kr. okkar hönnun kr.

kr. kr.5500 5500. .

mittinu mittinu mittinu mittinu 10.900 Ekkert hærra en 5.000 kr

Túnika Túnika Nú er bara að hlaupa og kaupa. kr.Frábær kr. 3000 3000 Stærðir st.0-48. Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur,

franskar st. . . kr. 5500 5500 kr.kr.5500 5500 . . kr. góð góð þjónusta þjónusta 280cm

Frábær Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur, Frábær Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur, góð góð þjónusta þjónusta góð góð þjónusta þjónusta 98cm 280cm

Tökum Tökum uppupp nýjar nýjar vörur vörur daglega daglega

98cm

Bláu Bláu húsin Faxafeni Faxafeni · S.· 588 S. 588 4499 4499 ∙ Opið ∙ vörur Opið mán.mán.fös.fös. 12-18 12-18 ∙ laug. ∙ laug. 11-16 11-16 Tökum Tökum upp upp nýjar nýjar vörur daglega daglega Tökum Tökum upphúsin upp nýjarnýjar vörur vörur daglega daglega

Tískuvöruverslun fyrir konur

Bláu Bláu húsin húsin Faxafeni Faxafeni · S. ·588 588 4499 ∙ Opið ∙ Opið mán.mán.fös.fös. 12-18 12-18 ∙ laug. ∙ laug. 11-16 11-16 BláuBláu húsin húsin Faxafeni Faxafeni · S. ·588 S. 588 44994499 ∙ Opið ∙ Opið mán.mán.fös. fös. 12-18 12-18 ∙S. laug. ∙4499 laug. 11-16 11-16 Bláu húsin Faxafeni | S. 588 4499 | Opið mán.-fös. | 11-18 | lau. 11-16

Fyrir þínar bestu stundir

Mynstraður samfestingur sem er pönkaður með „platform“ stígvélum.

SÓFA

DAGAR?

Línurnar lagðar fyrir vorið Götustíllinn í vor er víður og litríkur líkt og sjá má á Milan Fashion Week

Samfestingarnir ruddu sér til rúms fyrir nokkrum árum en eru sérstaklega litríkir og víðir í ár.

Allir sófar

25% AFSLÁTTUR

CLASSIC

3ja sæta sófi Síð skyrta yfir ennþá síðara pilsi. Um að gera að blanda saman litum, munstrum og fylgihlutum með þessari einföldu samsetningu.

Slitsterkt áklæði. Margir litir. Stærð: 200 x 90 x 100 cm Fullt verð: 149.900 kr.

Sófadagaverð 112.425 kr.

Litrík og sérstaklega skemmtileg blanda, víður bolur gyrtur í háar buxur.

Boggie

3ja sæta sófi

Einfaldur, fallegur og víður. Fallegt með litríkum fylgihlutum.

Með vorinu þurfa ekki að fylgja litir. Léttur samfestingur ásamt leðurjakka er skotheld blanda og sömuleiðis töff.

Slitsterkt áklæði. Margir litir. Stærð: 186 x 77 cm, H: 85 cm. Fullt verð: 99.900 kr.

Sófadagaverð 74.925 kr. Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafjörður

Afgreiðslutími Rvk. Mán. til fös. kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–16 www.dorma.is

Í vor snýst allt um að blanda mynstum saman. Skrautleg blússa og samfestingur yfir.


Sloggi Maxi 3 í pakka Tilboð á næsta útsölustað Sloggi

Þér líður betur í Sloggi


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

56 |

Sæki hér með um í leynifélagi Steini skoðar heiminn Þorsteinn Guðmundasson Ég stofnaði einu sinni leynifélag með vinum mínum. Ég man ekki lengur hvað það hét eða hverjir voru í því, bara að ákváðum þetta saman niðri í kjallara þar sem ég bjó í Fossvoginum, þar sem enginn heyrði í okkur og við lögðum mikla áherslu á að enginn fengi að vita af þessu. Tilgangur félagsins, eins og reyndar margra svona leynifélaga, var frekar óljós en gekk að hluta til út á að við gætum haft samband okkar á milli með nokkurs konar leynitungumáli sem enginn skildi. Á þessum árum fengu allir krakkar lítinn bækling með dagatali frá Búnaðarbankanum sem hét Kompa og í þessum litla bæklingi var að finna uppskrift að dulmáli eða dulmálslykil. Þetta voru svona skrítin tákn sem stóðu fyrir bókstafi, ef ég man rétt. Mig minnir að við höfum bara sent ein skilaboð okkar á milli en hvað þau sögðu er gleymt. Þau gætu hafa verið: „Eigum við að fara í fótbolta þegar við erum búnir að fá okkur kakó og ristað brauð?“ Á dulmálslyklinum hefur þetta trúlega litið svona út: „Mú sibbú la babbú emm leff stom búbb?“ Nú hef ég ekki verið meðlimur í leynifélagi síðan þetta var fyrir fjörutíu árum síðan og ég verð að játa að ég sakna þess. Það er eitthvað svo yndislega rómantískt að senda vinum sínum leyniskilaboð, jafnvel þó að þau fjalli ekki um annað en ristað brauð. Margir Íslendingar eru í leynifélögum.

Sum eru reyndar frægari en önnur (sem við fyrstu sýn er dálítið sérstakt vegna þess að maður skyldi ætla að það væri ekki beinlínis markmið leynifélaga að vera áberandi). Þetta eru sem sagt misleynileg félög, sum hver ganga út á að hittast og ræða saman um alkóhólisma, önnur eru mannræktarfélög (sem hljómar verr en það er, þetta eru ekki félög sem rækta fólk í blómapottum) og svo eru önnur sem ganga út á að æfa fólk í ræðumennsku eða eitthvað slíkt. Ekkert þessara félaga gengur út á að ríða geit eða neitt svoleiðis (skilst mér á þeim sem til þekkja). Sum leynifélögin eru stofnuð í kringum peninga, önnur í kringum hagsmuni eins og að útvega vinnu og verkefni, ganga með sverð án þess að nokkur hlæi að manni eða stunda BDSM en það er reyndar misjafnt hvað fólk vill fara leynt með þær kenndir sínar. Sumir vilja vera í friði í sínum kjöllurum og bakherbergjum með sínar svipur og typpaólar en aðrir vilja koma út úr skápnum með þessar kenndir og taka þátt í gleðigöngu niður Laugaveg og helst gefa út bæklinga fyrir grunnskóla með leiðbeiningum. Sum leynifélögin ganga út á að vernda almenna hagsmuni meðlima, hvort sem það eru bændur, útvegsmenn eða útrásarvíkingar á meðan önnur leynifélög ganga kannski bara út á persónulega hagsmuni eins og framhjáhald. Öll þessi leynifélög eiga það sammerkt að fólk sér hag í því að

Sudoku

7 4 3

6 3 5 9 6

5 9 8 1 4

6 7 7 3

Kannski fengi ég þá að hoppa um í síðkjól og æfa mig að halda ræðu og fara svo í siglingu um Karíbahafið á seglskútu sem leynifélagið ætti.

8 4 8 1 5

1

6

3 Sudoku fyrir lengra komna

vera í þeim. Um leið og þau gegna ekki því hlutverki lengur, leysast þau svo að segja upp að sjálfu sér, ekkert ósvipað og leynfélagið mitt gerði. Þess vegna vildi ég óska að ég væri sjálfur í leynifélagi. Það er svo margt sem ég gæti grætt á því. Ég gæti sagt alls konar leyndó og reddað mér góðri vinnu, fengið að ganga um með sverð, fengið að tala dulmál og kannski græða peninga. Kannski fengi ég þá að hoppa um í síðkjól og æfa mig að halda ræðu og fara svo í siglingu um Karíbahafið á seglskútu sem leynifélagið ætti og svo gæti ég keypt fyrirtæki og lánað sjálfum mér fyrir því og enginn vissi neitt. Það eru engin takmörk fyrir því hvað ég gæti gert í leynfélagi. Ég bara kemst alveg á flug. Það eina sem ég myndi ekki vilja gera er að ríða geit eða svíni eins og forsætisráðherra Bretlands. Það kveikir ekki á mér á nokkurn hátt.

7 9 2 1 3 6 3

4

7

7 4

1

6 4 9 2 8 1 7 4 6 9

5 1

2

Krossgátan

Allar gáturnar á netinu

ALGER

Allar krossgátur Fréttatímans frá upphafi er hægt að nálgast á vefnum http://krossgatur.gatur.net.

Lausn Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 288

HNETA

M G A N D Ó L R Ð A R A R Ó G A R I Ó G A R G G A G N L Ó Æ G E R U R L Í L A S AÐSTÆÐUR ÚTDEILDI

NYTSEMI TOGA

UNDIREINS

L Ó V I H A F F A T A M N I S M N A G R U M J Ó R U T A M S R A F M Á V F U N I R I Ð LOGA

VÖKVA

SMÁNA KORN

SKJÓLA

ÖSKRA

Í RÖÐ

SKORDÝR

STEFNA

SEYTLAR UPPHAF

BOTNFALL

GRANNUR

ÁN

SJÚKDÓMUR

FRIÐUR FLAGG

FRÁ

FUGL

ELDUR

www.versdagsins.is

289

RUGLAST

SÆGUR HJÁ

ÆSTUR

TVEIR EINS

MATJURT ÓKYRR

SEFUN

TÓNLEIKAR

VILLTUR TEMJA

RÍKI Í AMERÍKU

GAGNSÆR

BEITA

NÆGILEGA

UPPSPRETTA TÆRA

KVK NAFN

ÁMÆLA KLAKI

SMÁTT

U E Á L S A T F S N J O T S A R A G A M U R R Ó N Á A S P A S U N R I G A T R A R G A K R L H A I T I N N E M I N D R T A R A G R Ó Á L A S A T I Ð G T A Ð I

RÁÐAGERÐ

BERJAST

ÞEI

GEGNA

SLYNGUR

FATAEFNI

SÁLDRA SKORA

RÁKIR

DEIGJA NAGA

SKYNFÆRI

TRUFLA

BRESTA

SKISSA DÁ

STOÐVIRKI

DRAUP

BRAGARHÁTTUR

ÍÞRÓTTAFÉLAG

ENDURBÆTA

HNOÐ

DRYKKUR

SKYNJA GAUR

VELTINGUR BLÓM

DEIGUR FLOKKA

ÆXLUNARKORN

FÆÐA

STEFNA

REGLA

GLÁPA

HLUTDEILD

KOSTUR

VONSKA

ÞYRPING

V I K A L L L L A S S A K I Ð A P S S A A N S L A K A G A I L A U G G K U R A L A Ö S Ó N A L D VÖRUMERKI

SMÁORÐ

STÆKKA

FUGL

KRYDDA

GJALDA

ÁNA

AÐHEFST

GORT

STÖÐVUN

BÓKSTAFUR

ÞRÁÐUR

RÖSKUR

RÓA

NIÐURFELLING

ASKJA

HYGGJAST

URGUR

KOMAST

ÖRLÖG

SÖKKVA DAPUR

MISMUNUR

VÍN

BLÓMI DEIGUR

FUGL

ILMUR

SÝNISHORN

GREIND

FRUMEIND

UNGDÓMUR

ÁTT LAND

TÖFFARI

INNYFLI

DREITILL

SJÚKDÓM

NIÐRA

HUNGUR AFÞÍÐA

BUKKUR

EYRIR

VANDRÆÐI

SAMTÖK

SÁÐJÖRÐ

EFTIRLÍKING

SPJÁTRUNGUR

LEIKTÆKI

FJÖRGA BÆTTU VIÐ

Á NÝ

LYKT

FLÝTIR

NÆÐI UMTURNUN

Í RÖÐ

Á FÆTI

PRÓFGRÁÐA

ETJA NÍSKUPÚKI

MILDUN

NAUMUR

STREITA

SÍMI: 588 8900

TÖFRA

RÓTA

TAMUR

á mann í 2ja manna herbergi

POT

ÍLÁT

KJARR

ANGAN

TVEIR EINS

KLAKI

SKAMMA

STANDBERG

KVK. NAFN

EINSTÖK NÁTTÚRUFEGÐUR OG FORN MENNING

WWW.TRANSATLANTIC.IS

FRÁDRÁTTUR

SKVETTA

HÆRRA

Verð 337.900.-

DANS

LITLAUS

FLÓKI

Við ferðumst um þrjú af löndum fyrrum Júgóslaviu, Serbiu, Svartfjallaland og Króatíu. Förum aftur í tíma og sjáum gömul þorp þar sem tíminn hefur staðið í stað. Skoðum falleg sveitahéruð, kirkjur, klaustur söfn og glæsilegar borgir.

NAGDÝR

TRAUST

VIÐSKIPTAVINUR

NUDDA

BELTI

SERBÍA, SVARTFJALLALAND OG KRÓATÍA

BORGARI

KK NAFN

KRAÐAK

BALKANSKAGINN

VÆTU

EYÐA

HANKI

GANGÞÓFI

BEIN

MÆLIEINING

VIÐSKIPTI

FRUMEFNI

ATHYGLI mynd: ThisandThem (CC By-sa 3.0)

Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: “Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.”

FUGL

NÁÐHÚS

ÚTLIMUR


LOKAÚTKAL L! Lýkur á þriðjudag

Loksins Loksins New Balance í útilíf

ÁRNASYNIR

Kynningartilboð:

50% AFSLÁTTUR

af new balance skóm

frábært úrval af skóm á frábæru verði

Verðdæmi: Tilboðsverð: 7.995 kr. Fullt verð: 15.995 kr.

ÁRNASYNIR

Tilboðsverð: 16.495 kr. Fullt verð: 32.990 kr.

GLÆSIBÆ

KRINGLUNNI

SMÁRALIND

utilif.is


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

58 |

GOTT UM HELGINA Kynslóðin X sameinast á Græna Hattinum Margir eru þeir sem hafa saknað gullaldar 200.000 Naglbíta og Ensímis, sem tröllriðu tónlistarheiminum 2000 og eitthvað. Nú sameina hljómsveitirnar krafta sína á tónleikum í fyrsta skipti frá því fyrir aldamót og lofa báðar magnaðri skemmtun, enda uppsöfnuð spenna sem mun losna úr læðingi eftir allan þennan tíma. Hvar? Á Græna Hattinum á Akureyri. Hvenær? Föstudagskvöldið 15. apríl, klukkan 22. Hvað kostar? 3500 krónur.

Bananar á loft Mótmæli gegn ríkisstjórninni halda áfram á Austurvelli. Jæja hópurinn hefur skipulagt mótmælin og lofar óvæntum viðburðum og þekktum nöfnum á sviðið. Samkvæmt skipuleggjendum verður haldið áfram að mótmæla alla laugardaga þar til boðað verður til kosninga með staðfestri dagsetningu. Hvar: Austurvöllur. Hvenær: Laugardaginn 16. apríl. klukkan 14.

Kippir undan þér fótum Plakat eftir Auði Ómarsdóttur fyrir kvikmyndina Pulp Fiction.

Költbíómyndasýning Svartir sunnudagar hafa fylgt Bíó Paradís í fjögur ár. Þá eru sýndar gamlar kvikmyndir sem gjarnan eiga stóran aðdáendahóp, svokallaðar „költ“ bíómyndir. Fyrir hvern Svartan sunnudag hefur íslenskur listamaður verið fenginn til að hanna plakat. Nú á laugardaginn verða plakötin til sölu á 10.000 krónur stykkið og mikið úrval af fjölbreyttum myndum. Hvar: Bíó Paradís. Hvenær: Laugardaginn 16. apríl, klukkan 17.

Vesturbæjartískan til sölu Vesturbæingar selja af sér spjarirnar og allskyns djásn um helgina. Á torginu í Neskirkju verður flóamarkaður opinn öllum með fjölbreytt úrval af varningi, nýjum og notuðum. Handverk, kökubasar og kaffihús. Tilvalið tækifæri til að næla sér 107 útlitið, lopasokka, rúllukragapeysu, Barbour jakka og jafnvel gamaldags barnavagn. Hvar: Neskirkja. Hvenær: 16.-17. apríl, frá klukkan 11-17.

Elín Hansdóttir rýnir í verk höggmyndlistamannsins Ásmundar Sveinssonar í sýningaropnun Uppbrots. Á sýningunni verða verk Ásmundar til sýnis ásamt nýjum verkum Elínar. Ásmundur er sagður hafa brotið upp gömul og stöðnuð viðhorf og talaði um að fá fólk til að „vakna til meðvitundar um að það er ekki skynlausar skepnur.“ Elín segir hlutverk listarinnar að „kippa undan þér fótunum og fá þig til að endurmeta fastmótaðar hugmyndir þínar.“ Þessar hugsjónir koma saman undir sýningarstjórn Dorothée Kirch í Ásmundarsafni á laugardaginn. Hvar: Ásmundarsafn. Hvenær: Laugardaginn 16. apríl, klukkan 16.

Tilraunakennd sinfóníuhljómsveit? Tónlistarhátíðinn Tectonics verður haldin í fimmta skipti um helgina. Hátíðin er haldin til að víkka möguleika samtímatónlistar og sýna að henni er ekkert heilagt. Klassískri samtímatónlist verður blandað saman við spunatónlist, rokk og raftónlist og enginn veit hver útkoman verður. Sinfóníuhljómsveit Íslands og Ilan Volkov standa að hátíðinni. Hvar? Hörpu, tónlistarhúsi. Hvenær? 14.-15. apríl. Hvað kostar? Hátíðarpassi á Tectonics kostar 5000 krónur, en einnig er hægt að kaupa staka miða á hátíðina.

Prófaráð nemenda Pásurnar eru jafn mikilvægar og lærdómurinn. Maður græðir ekkert á því að halda stöðugt áfram án þess að taka sér pásu. Alls ekki læra síðustu mínúturnar fyrir próf, það er ekki séns að maður læri eitthvað nýtt eða sniðugt sem nýtist manni. Það stressar mann bara upp.

Þegar prófin dynja yfir manni á maður það til að horfa yfir farinn veg og hugsa „af hverju er ég ekki búinn að lesa neitt?“ En það græðir enginn neitt á því að horfa í baksýnisspegilinn. Núna er tíminn til að læsa sig inni, spýta í lófana og gefa sjálfum sér enn eitt innantóma loforðið um að maður ætli að vera duglegri á næsta misseri.

Halla Berglind Jónsdóttir

Óskar Steinn Jónínu Ómarsson

Kæli- & frystiskápur Bakaraofn

5.970 kr. á ári

5.654 kr. á ári

Kaffivél

1.306 kr. á ári

Notar þú meira en aðrir? Kíktu á reiknivél ON: www.on.is/reiknivel • • •

Reiknaðu út orkunotkun heimilistækjanna Berðu orkunotkun þína saman við önnur heimili Fáðu góð ráð varðandi orkunotkun

ORKA NÁTTÚRUNNAR · Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is

Orka náttúrunnar er annað stærsta orkufyrirtæki landsins. Við byggjum á mikilli þekkingu á og reynslu af orkuvinnslu. Leiðarljós okkar er að bjóða rafmagn á samkeppnishæfu verði til allra landsmanna.


ÆVINTÝRALEGA ÞUNN HÖRKULIÐUG OG LAUFLÉTT

LÆKKA Ð VERÐ

YOGA 3 PRO Glæsilega hönnuð fartölva og spjaldtölva í einni vél. Aðeins 12,7 mm og 1,19 kg. QHD+ 3200x1800 punkta upplausn. Frábær hvort heldur er í skólann eða fríið.

Verð frá:

149.900 kr.

NÝHERJI

BORGARTÚNI 37 - 105 REYKJAVÍK - 569 7700

|

|

KAUPANGI AKUREYRI - 569 7645

|

netverslun.is


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

60 |

Frítt í bíó í Norræna húsinu VEGBÚAR – HHHH – S.J. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið)

Fös 15/4 kl. 20:00 aukas. Fim 12/5 kl. 20:00 Lau 16/4 kl. 20:00 12.k Fös 13/5 kl. 20:00 Mið 20/4 kl. 20:00 13.k Lau 14/5 kl. 14:00 Fim 21/4 kl. 20:00 14.k Þri 17/5 kl. 20:00 Fös 22/4 kl. 20:00 aukas. Mið 18/5 kl. 20:00 Lau 23/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/5 kl. 20:00 Sun 24/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/5 kl. 20:00 Fim 28/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 14:00 Fös 29/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 20:00 Lau 30/4 kl. 20:00 15.s Sun 22/5 kl. 20:00 Þri 3/5 kl. 20:00 Þri 24/5 kl. 20:00 Mið 4/5 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00 Fim 5/5 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00 Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Fös 27/5 kl. 20:00 Lau 7/5 kl. 14:00 Lau 28/5 kl. 20:00 Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Sun 29/5 kl. 20:00 Sun 8/5 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00 Þri 10/5 kl. 20:00 Mið 1/6 kl. 20:00 Mið 11/5 kl. 20:00 Fim 2/6 kl. 20:00 Leikhúsmatseðill frá kl 18 í forsalnum, tónlist og kokteilar

Fös 3/6 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00 Þri 7/6 kl. 20:00 Mið 8/6 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00

Auglýsing ársins (Nýja sviðið)

Fös 15/4 kl. 20:00 Fors. Lau 23/4 kl. 20:00 5.sýn Fim 5/5 kl. 20:00 9.sýn Lau 16/4 kl. 20:00 Frums. Sun 24/4 kl. 20:00 aukas. Fös 6/5 kl. 20:00 Mið 27/4 kl. 20:00 6.sýn Lau 7/5 kl. 20:00 Mið 20/4 kl. 20:00 2.sýn Fim 28/4 kl. 20:00 7.sýn Fös 13/5 kl. 20:00 Fim 21/4 kl. 20:00 3.sýn Lau 30/4 kl. 20:00 8.sýn Fös 22/4 kl. 20:00 4.sýn Ærslafullur og andstyggilegur gleðileikur eftir Tyrfing Tyrfingsson

Njála (Stóra sviðið)

Sun 17/4 kl. 20:00 síð. sýn. Síðasta sýning

Vegbúar (Litla sviðið) Lau 16/4 kl. 20:00 37.sýn Síðustu sýningar

Fös 22/4 kl. 20:00 38.sýn

Kenneth Máni (Litla sviðið)

Fös 29/4 kl. 20:00 106.sýn Fös 20/5 kl. 20:00 108.sýn Fim 12/5 kl. 20:00 107.sýn Lau 28/5 kl. 20:00 109.sýn Kenneth Máni stelur senunni

Illska (Litla sviðið)

Mið 20/4 kl. 20:00 Lau 23/4 kl. 20:00 Lau 30/4 kl. 20:00 Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins

Made in Children (Litla sviðið)

Fös 15/4 kl. 20:00 5.sýn Fim 21/4 kl. 20:00 6.sýn Hvernig gera börnin heiminn betri?

Föstudagur 18.00 Facebookistan –Heimildarmynd um lög, siðferði, áhrif og vald Facebook. 20.00 Louder than Bombs –Margverðlaunuð stuttmynd um föður og syni hans tvo sem ræða tilfinningar og minningar þegar móðir drengjanna féll frá. Laugardagur 12.00 Stuttmyndir fyrir börn –Stuttmyndir fyrir börn framleiddar af Mikrofilm sem hefur hlotið alþjóðleg verðlaun. 14.00 Becoming Zlatan –Heimildarmynd um knattspyrnumanninn Zlatan og líf hans undir stöðugri pressu. 16.00 The Fencer –Tilfinningaþrungin kvikmynd um mann sem finnur tilgang lífsins í að aðstoða börn sem þurfa á hjálp að halda. 18:00 The Idealist –Spennumynd um uppljóstrara leyndarmáls um kjarnorkuvopn í kalda stríðinu. 18.30 Absolution –Kiia er með hríðir og Lauri brunar með þau á spítalann, á leiðinni keyra þau mann niður og sektarkenndin nagar þau.

Elma Stefanía í hlutverki Dótturinnar í verkinu Auglýsing ársins, eftir Tyrfing Tyrfingsson.

Hvorki karl né kona Elma Stefanía Ágústsdóttir leikur í Auglýsingu ársins, verki sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu á laugardag

Sunnudagur 15.00 Eskimo –Mynd frá árinu 1933 og vann fyrstu Óskarsverðlaunin fyrir bestu myndina. 18.00 Bikes vs Cars –Mun kapítalíska hagkerfið leyfa hjólinu að verða helsta samgöngutækið? 21.00 Absolution –Kiia er með hríðir og Lauri brunar með þau á spítalann, á leiðinni keyra þau mann niður og sektarkenndin nagar þau.

„Það er allt klárt og þetta er minnsta stress sem ég hef vitað. Þó er þessi klassíski fiðringur til staðar,“ segir Elma Stefanía Ágústsdóttir leikkona. Á laugardagskvöld verður verkið Auglýsing ársins, eftir Tyrfing Tyrfingsson, frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Það fjallar um auglýsingastofu sem er á barmi gjaldþrots þegar kúnni birtist með fulla vasa fjár. Kúnninn fær auglýsingastofuna til að gera auglýsingu fyrir sig og allt fer á fullt til að mæta óskum hans. Verkið er sagt svipta hulunni af markaðshyggju Íslendinga. Elma Stefanía fer með hlutverk Dótturinnar í verkinu en hún er í raun hvorki karl né kona. Hún er með graut í stað kynfæra og ætlar

Sjóminjasafnið

Landnámssýningin

Grandagarði 8, Reykjavík

Aðalstræti 16, Reykjavík Opin alla daga 9-20

í Reykjavík

Opið 10 -17 alla daga Leiðsagnir í Óðin daglega kl. 13, 14 og 15

17. apríl kl. 14 Handritaspjall

Viðey

Ljósmyndasafn

Ferja frá Skarfabakka 16. og 17. apríl kl. 13:15, 14:15 & 15:15

Grófarhúsi Tryggvagötu 15, 6. hæð

Guðvarðar Más Gunnlaugss. Reykjavíkur

Opið alla daga

www.videy.com

Frítt inn!

www.borgarsogusafn.is

s: 411-6300

DAVID FARR

Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Fös 15/4 kl. 19:30 67.sýn Sun 24/4 kl. 15:00 68.sýn Fim 28/4 kl. 19:30 69.sýn Sýningum lýkur í vor!

Fös 29/4 kl. 19:30 70.sýn Lau 7/5 kl. 15:00 71.sýn Lau 7/5 kl. 19:30 72.sýn

Fim 12/5 kl. 19:30 73.sýn

65

ekki að velja hvort hún sé, að sögn Elmu. Auk Elmu leika í verkinu þau Björn Thors, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Theodór Júlíusson, Hjörtur Jóhann Jónsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson. „Verkið er gott, finnst mér. Við höfum náð að vinna vel úr þessu,“ segir Elma. „Það er eitthvað mjög dáleiðandi við verkin hans Tyrfings. Þegar Bláskjár var sýnt töluðu margir um ferskleika og mér finnst það eiga líka við nú. Hann fer bara lengra að þessu sinni og þetta er eitthvað sem fólk hefur ekki séð áður.“ Lýsingin á verkinu bendir til þess að það sé fremur óvenjulegt og Elma fellst á það. „Þetta er viss heimur sem við bjóðum upp á og hann er krefjandi. Þetta er svartur spegill, ekki bara á samfélagið heldur líka á lífið og listina og fjölskyldur og tengsl.“ | hdm

Varað við vanillusnúðum! Fréttatíminn ræður fólki eindregið frá því að prófa vanillusnúðana sem seldir eru í nýja bakaríinu Brauð & Co á Frakkastíg í Reykjavík. Snúðarnir fást reyndar bæði með vanillu- og kanilbragði og eru svo fullkomlega bakaðir að það er ógleymanleg stund að bíta í þá í fyrsta sinn. Vanillukremið er gert úr lífrænni mjólk, Madagaskarvanillu, möndlumarsípani og sólarhrings-hefuðu snúðadeigi með miklu smjöri. Ekki nokkur lifandi maður heldur sér í kjörþyngd eftir að hafa bragðað snúðana og því má færa sterk rök fyrir því að vera bara alls ekkert að smakka þá.

1950 Hleyptu þeim rétta inn (Stóra sviðið) 2015 Lau 16/4 kl. 19:30 Lau 30/4 kl. 19:30 Lau 23/4 kl. 19:30 Fös 6/5 kl. 19:30 Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu.

GAFLARALEIKHÚSIÐ

Um það bil (Kassinn) Fös 22/4 kl. 19:30 aukasýn Síðustu sýningar!

Tryggið ykkur miða á þessar frábæru sýningar

Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)

Sun 17/4 kl. 13:00 Lau 23/4 kl. 13:00 Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!

Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari) Fös 15/4 kl. 20:00 Fös 22/4 kl. 20:00 551 1200 | Hverfisgata Lau 16/4 kl. 20:00 19 | leikhusid.is Fös 22/4 kl. 22:30| midasala@leikhusid.is Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika!

Sunnudagur 17. apríl kl 13 sýnt í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu

Gráthlægilegur gamanharmleikur eftir Karl Ágúst Úlfsson

Mið 20/4 kl. 19:30 Mið 27/4 kl. 19:30 Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!

Sun 17/4 kl. 13:00 Sun 24/4 kl. 15:00 Sun 24/4 kl. 13:00 Lau 30/4 kl. 13:00 Leikandi létt og sjónræn sýning fyrir börn frá 1 til 5 ára!

„Komið til Reykjavíkur í Þjóðleikhúsið

Góði Dátinn Svejk og Hasek vinur hans

Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Hvítt (Kúlan)

Heimsfrægt verðlaunaleikrit fyrir 2-6 ára börn

Lau 30/4 kl. 15:00

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is

Föstudagur 15. apríl kl 20 Uppselt Sunnudagur 17. apríl kl 20 Uppselt Föstudagur 22. apríl kl 20

Miðasala - 565 5900 - midi.is - gaflaraleikhusid.is

Bæjarrölt sælkerans Hjartsláttartruflaður ís Ísbúðin Valdís er þekkt fyrir góðan ís, það er þó einn sem sker sig úr. Fyrir alla þá sem þykir lakkrís og sterkur brjóstsykur góður þá er danski lakkrísísinn hjá Valdísi stórbrotinn. Sterkur en þó sætur, svalandi en heitur og fær hjartað til að slá örar. Djúpsteikt og karamellað Dons dounuts er matarvagn hjá Hlemmi sem selur djúpsteikta kleinuhringi. Ekki nóg með það, heldur er ótrúlegt úrval af sósum, kurli og kruðeríi. Heitir kleinuhringirnir með flórsykri, karamellusósu og smarties eru nákvæmlega jafn góðir og það hljómar.


VINÁTTAN ER

B JÖR G U N A R HRI NGU R Sterk og áleitin samtímasaga um vináttu og traust, þá sem tilheyra og hina sem er útskúfað.

„Bónusstelpan er glimrandi bók; hún er hröð, spennandi og fjarskalega vel stíluð.“ Hrafn Jökulsson / Viðskiptablaðið

„Þetta finnst mér mjög fín bók … látlaus á yfirborðinu en þarna býr margt undir niðri.“ Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan (um Hið fullkomna landslag)

w w w.forlagid.is | Bók abúð Forlagsins | Fisk islóð 39


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

62 |

Svanfríður rokkar

Lifi byltingin

RÚV Svanfríður, sunnudaginn 17. apríl, klukkan 13.40. Rokkhljómsveitin Svanfríður var stofnuð árið 1971 á umbrotatímum í íslenskri rokksögu. Svanfríður var framsækin, samdi og spilaði nýstárlega rokktónlist og varð ein vinsælasta tónleikahljómsveit landsins. Í dag er hljómplata sveitarinnar eftirsótt á alþjóðlegum markaði. Ný heimildarmynd um hljómsveitina verður endursýnd á sunnudaginn.

Netflix Winter on fire: Ukraine’s Fight for Freedom Átakanlega heimildarmynd um byltinguna í Úkraínu á árunum 20132014. Mótmælendur héldu hundruðum þúsunda saman út á göturnar til þess að krefjast uppsagnar forsetans, Viktors F. Yanukovich. Stór hluti myndarinnar er tekinn upp í miðri byltingu og veitir ótrúleg innsýn í þrautseigju fólksins gegn ofbeldi yfirvalda.

Fréttir fyrir unga og ringlaða aldna RÚV Krakkafréttir vikunnar, laugardaginn 16. apríl, klukkan 18.05. Leið á að illskiljanlegu tali um skattaskjól og aflandsfélög? Engar áhyggjur, Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir leiða þig í gegnum hvaða erfiðu mál sem er. Krakkafréttir RÚV eru vissulega ætlaðar börnum, en geta verið frábær leið til að fylgjast með fréttum án þess að fá hausverk.

Föstudagur 15. apr.

BALKANSKAGINN

rúv

SERBÍA, SVARTFJALLALAND OG KRÓATÍA

Við ferðumst um þrjú af löndum fyrrum Júgóslaviu, Serbiu, Svartfjallaland og Króatíu. Förum aftur í tíma og sjáum gömul þorp þar sem tíminn hefur staðið í stað. Skoðum falleg sveitahéruð, kirkjur, klaustur söfn og glæsilegar borgir.

skjár 1 14:45 The Millers (1:23) 15:05 Three Rivers (3:13) 16:35 The Tonight Show - Jimmy Fallon 17:15 The Late Late Show - James Corden 17:55 Dr. Phil 18:35 Everybody Loves Raymond (3:24) 19:00 King of Queens (2:25) 19:25 How I Met Your Mother (5:22) 19:50 America's Funniest Home Videos 20:15 The Voice (12/13:26) 23:15 The Tonight Show - Jimmy Fallon 23:55 Satisfaction (9:10) 00:40 The Walking Dead (10:16) 01:25 House of Lies (10:12) 01:55 Zoo (1:13) 02:40 Penny Dreadful (2:8) 03:25 Blue Bloods (16:22) 04:10 The Tonight Show - Jimmy Fallon 04:50 The Late Late Show - James Corden

Verð 337.900.á mann í 2ja manna herbergi

WWW.TRANSATLANTIC.IS

rúv

16.25 Íslendingar e. 17.15 Leiðin til Frakklands (2:12) e. 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 KrakkaRÚV (44:386) 17.56 Sara og önd (8:33) 18.03 Pósturinn Páll (4:13) 18.18 Lundaklettur (10:32) 18.26 Gulljakkinn (4:26) 18.28 Drekar (2:20) 18.50 Öldin hennar (17:52) e. 19.00 Fréttir, þróttir og veður 19.40 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónv. 20.00 Útsvar Fljótsdalsh. - Snæfellsbær b 21.15 Vikan með Gísla Marteini b 22.00 Lewis 23.30 Reindeer Games e.

EINSTÖK NÁTTÚRUFEGÐUR OG FORN MENNING

SÍMI: 588 8900

byko og icopal leikurinn

við gefum þak!

Stöð 2 18:30 Fréttir 18:47 Íþróttir

Hringbraut 20:00 Olísdeildin 20:30 Skúrinn 21:00 Lífsstíll 21:30 Kvikan 22:00 Lóa og lífið (e) 22:30 Atvinnulífið (e) 23:00 Ritstjórarnir (e) 23:30 Bankað upp á (e)

farðu á facebook síðu byko og taktu þátt!

Laugardagur 16. apr.

skjár 1 17:45 Black-ish (13:24) 18:10 Saga Evrópumótsins (5:13) 19:05 Difficult People (1:8) 19:30 Life Unexpected (2:13) 20:15 The Voice (14:26) 21:00 Feast of Love 22:45 Fair Game 00:35 Brooklyn's Finest 02:50 CSI (8:18) 03:35 The Late Late Show - James Corden

18:30 Fréttir 18:55 Sportpakkinn

Hringbraut 20:00 Fólk með Sirrý 20:45 Allt er nú til 21:00 Mannamál 21:30 Ég bara spyr 22:00 Okkar fólk (e) 22:30 Ólafarnir (e) 23:00 Karlar og krabbi (e) 23:30 Afsal (e)

N4 18:30 Að austan 19:00 Að norðan 19:30 Föstudagsþátturinn 20:30 Hundaráð 21:00 Að vestan 21:30 Hvítir mávar 22:00 Að norðan 22:30 Að sunnan 23:00 Að austan

N4 20:00 Föstudagsþátturinn

rúv

07.00 KrakkaRÚV 14.05 Kiljan e. 14.40 Bækur og staðir 14.50 Skólahreysti (3:6) e. 15.20 Leiðin til Frakklands (2:12) e. 15.50 Valur-Stjarnan b 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 KrakkaRÚV (104:300) 17.56 Háværa ljónið Urri (2:26) 18.05 Krakkafréttir vikunnar 18.25 Íþróttaafrek Íslendinga (3:6) e. 18.54 Lottó (34:52) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.45 Hraðfréttir 20.00 Alla leið (2:5) 21.10 Cheerful Weather for the Wedding 22.45 For a Few Dollars More 00.55 Vera

Stöð 2

Sunnudagur 17 . apr. 07.00 KrakkaRÚV 15.50 Grótta-ÍBV b 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 KrakkaRÚV (105:300) 17.56 Ævintýri Berta og Árna (8:37) 18.00 Stundin okkar (3:22) e. 18.25 Basl er búskapur (5:11) 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Landinn (25:29) 20.15 Popp- og rokksaga Íslands (11:12) 21.20 Ligeglad (4:6) 21.50 Svikamylla (6:10) 22.50 Shadow Dancer 00.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (53)

skjár 1 19:05 Parks & Recreation (1:13) 19:25 Top Gear: The Races (1:7) 20:15 Scorpion (18:25) 21:00 L&O: Special Victims Unit (6:23) 21:45 The Family (1:12) 22:30 American Crime (1:10) 23:15 The Walking Dead (11:16) 00:00 Hawaii Five-0 (18:24) 00:45 Limitless (1:22) 01:30 L&O: Special Victims Unit (6:23) 02:15 The Family (1:12) 03:00 American Crime (1:10) 03:45 The Walking Dead (11:16) 04:30 The Late Late Show - James Corden

Stöð 2 18:30 Fréttir 18:55 Sportpakkinn

Hringbraut 20:00 Lóa og lífið 20:30 Bankað upp á 21:00 Mannamál 21:30 Fólk með Sirrý 22:15 Allt er nú til (e) 22:30 Ritstjórarnir (e) 23:00 Ég bara spyr (e) 23:30 Kvikan (e)

N4 19:30 Að austan 20:00 Skeifnasprettur 20:30 Að Norðan 21:00 Skeifnasprettur 21:30 Hundaráð 22:00 Skeifnasprettur

Til hagræðingar fyrir heimilin í landinu Retro Bin Ruslafata með kúlulaga loki og fótstigi. Til í ýmsum retro litum.

Staflanlegar, léttar körfur fyrir óhreinatauið Hver með sinn lit.

Fyrir heimilin í landinu

Straubretti

Sterk eldhúsáhöld

Brettin eru öll með skrautlegu áklæði og með mismunandi palli fyrir straujárn.

Ostaskeri, hvítlaukspressa, pizzuhnífur, þeytari eða dósaopnari. Allt á sínum stað í eldhúsinu.

Opið virka daga kl. 10-18 og á laugardögum kl. 11-15.

LágmúLa 8 · sími 530 2800


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

|63

Elska „girl power“ í sjónvarpsefni Sófakartaflan Agla Steinunn Bjarnþórudóttir, sigurvegari í Biggest Loser Ísland

Fáviti kannar framandi heima Netflix. Karl Pilkington er orðinn einskonar þjóðardjásn Breta eftir þætti á borð við The Ricky Gervais Show og An Idiot Abroad. Karl er dæmigerður Breti sem virðist hugsa sem minnst áður en hann opnar munninn. Ofan á það þolir hann ekki að ferðast. Því fannst gríndúettinum Ricky Gervais og Stephen Merchant tilvalið að framleiða ferðaþætti með Karl í aðalhlutverki. Útkoman er með fyndnara sjónvarpsefni sem gert hefur verið í Bretlandi á undanförnum árum. An Idiot Abroad, nýir þættir nú komnir á Netflix.

Ég | hef lítið haft tíma til að sitja heima og horfa á sjónvarpið upp á síðkastið, en síðasta þáttaröð sem ég fylgdist með var Scandal. Mér fannst þættirnir æði, enda elska ég „girl power“ í sjónvarpsefni sem ég horfi á. Svo fór ég í bíó um daginn á How To Be Single með stelpunum sem tóku þátt með mér í Biggest Loser. Ég tengdi mikið við hana, enda er ég þessa dagana sjálf einhleyp í fyrsta skipti í níu ár. Annars horfði ég á Hungurleikana um daginn í fyrsta skipti, alveg frábærar myndir. Þar eru einmitt aftur sterkar kvenpersónur, ég fíla þegar þær eru í aðalhlutverki.

Brumm, brumm SkjárEinn Top Gear: The Races, klukkan 19.25 á sunnudagskvöld. Bílaáhugamenn bíða eflaust spenntir eftir að sjá hvernig nýrri seríu Top Gear muni reiða af. Þeir Jeremy Clarkson, James May og Richard Hammond eru sestir í helgan stein og aðeins hinn dularfulli Stig heldur áfram í þáttunum. Frægastur sjö nýrra kynna þáttarins er líklega Matt LeBlanc, sem gerði garðinn frægan sem Joey í sjónvarpsþáttunum Friends. Einnig verður kappaksturskonan Sabine Schmitz einn kynna og þar með fyrsti kvenkyns kynnir þáttanna í 15 ár.

Aldrei nóg af glæpaþáttum SkjárEinn American Crime, sunnudaginn 17. apríl, klukkan 22.30. Bandaríska þáttaröðin American Crime hefur göngu sína á sunnudaginn. Þættirnir fjalla um ungt par sem verður fyrir hrottalegri árás í smábænum Modesto. Atvikið á eftir að draga dilk á eftir sér í samfélaginu.

Shoda Rimes klikkar ekki Netflix Á laugardaginn verður önnur sería af How to Get Away With Murder aðgengileg á Netflix. Shonda Rhimes er höfundur þáttanna en hún er einnig höfundur vinsælustu þáttasería síðustu ára, Grey’s Anatomy og Scandal. Í þetta skiptið fjallar Shondu um lögfræðing og hóp lærlinga sem fylgja henni í einu og öllu. Lagabálkinn þekkja þau og nýta sér til að hylma yfir morð. Dularfullir, spennandi og ógnvekjandi á köflum.

Íslensk náttúra. Ilmandi mosi og ægifögur fjallasýn. Þú kastar mæðinni og virðir fyrir þér fegurðina; Kirkjufell, þetta sérstæða, hnarreista flaggskip Snæfellsnessins. Við höfum nýtt okkur íslensk fjallagrös frá upphafi byggðar. Heilnæm og frískandi hafa þau haft áhrif til góðs á líkama og sál, handtínd í íslenskri náttúru. Tópas hefur sömuleiðis fylgt okkur gegnum tíðina. Saman munu þau gera það áfram.

Mynd | Hari


PÁSKA TILBOÐ

Ný Sending

DROPLET VASI GULUR/BLÁR 950,-

EMMANUELLE LJÓS HVÍT/SVÖRT 11.900,-

NEST BASTLAMPI 34.500,-

MAUI FÁANLEGUR Í NOKKRUM LITUM

17.000,-

NEST BASTLAMPI 34.500,-

HUGO BAÐVARA MIKIÐ VERÐ FRÁ ÚRVAL AF 1450,SUMARVÖRUM FRÁ HABITAT

NÝJAR VÖRUR FRÁ HABITAT

CITRONADE 9.800,-

BLYTH YELLOW 24.500,-

CITRONADE 9800,-

TRIPOD BORÐLAMPI 12.500,-

20%

COULEUR DISKUR AFSLÁTTUR 950,-

HELENA TEPPI TREPIED 9.800,GÓLFLAMPI 19.900,TILBOÐ 14.900,-

AF ÖLLUM

EIKARHILLUM

20%

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HAL PÚÐI 5.900,-

AFRICA STÓLL 11.250,-

HELENA TEPPI 9.800,-

SHADI HANDKLÆÐI 2400,-

DENA ARMSTÓLL GRÁR/SVARTUR 145.000,-

AGNES MOTTA (120X180) 19.500,-

GRETA SKRIFBORÐ 48.000,-

GULUM VÖRUM

OKEN HLIÐARBORÐ HVÍTT/SVART 24.500,-


HANNAÐU ÞINN EIGIN SÓFA

20% 20%

AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR AF AF

EININGASÓFUM EININGASÓFUM VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND

NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

66 |

GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.

VERÐ FRÁ 89.000.BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið.

Burt með draslið

Nyrsta bananaræktin

Marie Kondo hefur gert það að ævistarfi sínu að kenna öðrum að skipuleggja sig. Nýjustu skrif hennar, Taktu til í lífi þínu!, hefur farið sigurför um heiminn. Hún fjallar um japönsku KonMari aðferðina, listina að grisja og endurskipuleggja heimilið. Bókin kom nýverið út í íslenskri þýðingu.

Samkvæmt lista Wikipedia er yfir nyrstu staði í heimi er Reykjavík ekki nyrsta höfuðborg sjálfstæðs ríkis á jarðarkringlunni. Svo kafað sé í listann getur Akureyri státað af nyrsta skyndibitastað í heimi, nefnilega Dominos. Enn markverðara er að á Íslandi er líka nyrsta bananaræktun heims, auðvitað í Hveragerði.

1. Tæklaðu flokka en ekki herbergi Kondo mælir með því að byrja á flokkum líkt og bókum, fötum, pappírum, þvert á öll herbergi.

2. Berðu virðingu fyrir eigum þínum Ef hluturinn skiptir þig máli, á sér hlutverk og yrði saknað, þá má halda honum. 3. Brjóttu saman, ekki hengja upp Kondo kennir þér að brjóta saman og ganga frá fötum þannig yfirsýnin sé góð en taki ekki mikið pláss. 4. Elskaðu fataskápinn þinn Enduruppgötvaðu þinn stíl og haltu áfram að skapa fataskáp byggðan á fötum sér þér líður vel í.

GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október.

WWW.TRANSATLANTIC.IS

SÍMI: 588 8900

FERMINGARLEIKUR LÍN DESIGN MIÐAR Á JUSTIN BIEBER SKRÁÐU FERMINGARBARNIÐ

100% DÚNSÆNG FYRIR FERMINGARBARNIÐ 100% DÚNN / 790G DÚNN 140x200 Verð nú 23.994 kr Verð áður 39.990 kr

„Ég stóð þarna í Draumalandi æskunnar og ábyrgð fullorðinsáranna helltist yfir mig, ég skildi ekki hvað hefði skilið þarna á milli.“

Áttablaðarós Verð nú 9.990 kr Verð áður 12.980 kr

Blómahaf Verð nú 7.990 kr Verð áður 15.490 kr

15 GERÐIR AF RÚMFÖTUM Á TILBOÐI SJÁÐU ÚRVALIÐ Á LINDESIGN.IS LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS

Draumaland æskunnar Lyftan #14 Rithöfundurinn og forsetaframSpessi

bjóðandinn Andri Snær Magnason er staddur í lyftunni hans Spessa, ljósmyndara í gömlu Kassagerðinni á Laugarnesi. Á ferðalaginu upp fjórar hæðir hússins segir hann frá sínum hæðum og lægðum í ástinni og Lególandi. „Sem barn dreymdi mig alltaf um Lególand, það var einskonar Mekka æskunnar. Ég fékk þann draum ekki uppfylltan fyrr en ég hafði formlega yfirgefið áhyggjuleysi æskunnar. Ég var með tveggja ára syni mínum sem var of lítill í tækin svo við fórum saman í kubbaherbergið, eða svokallað Draumaland æskunnar.“ Skömmu áður en Andri Snær fór í Lególand með fjölskyldunni bárust honum þær fréttir að vinur hans hefði svipt sig lífi. Vinur sem lifði hliðstæðu lífi og hann sjálfur. „Við gengum báðir í Árbæjarskóla og vorum vinstri bakverðir hjá Fylki. Síðar fórum við báðir í Menntaskólann við

Sund, eignuðumst kærustur sem hétu Magga og áttum báðir okkar frumburð vorið 1997. Ekki nóg með það heldur eru mæður okkar alnöfnur og systur okkar heita Hulda, báðar fæddar í maí 1968. Ég stóð þarna í Draumalandi æskunnar og ábyrgð fullorðinsáranna helltist yfir mig.“ Á þessu augnabliki ferðaðist Andri aftur í tímann til tvítugsáranna. Hann lýsir tilfinningunni þegar allt var mögulegt og útópíunni þegar allar dyr standa opnar. „Árin eftir það lokar maður dyrum og tekur ákvarðanir sem oft á tíðum hræða mann. Annarsvegar er lífið stutt og hinsvegar var hugmyndin um ævistarf óbærileg, að vera eitthvað eitt næstu 50 árin. Áhyggjurnar að geta ekki framfleytt fjölskyldunni, að mistakast, verða hugmyndasnauður og brenna út. Ég var staddur í Draumalandi æskunnar þegar ég yfirgaf hana formlega.“ Hvað varðar hæðir í lífi Andra eru þær sem veita hugarró þær

„Annarsvegar er lífið stutt og hinsvegar var hugmyndin um ævistarf óbærileg, að vera eitthvað eitt næstu 50 árin.“ hæstu. „Þessar meðvituðu hæðir, líkt og þegar ég vann stærstu menningarverðlaun Þýskalands og þegar við fylltum Þjóðleikhúsið á mánudaginn, það eru miklir sigrar en þeim fylgir gjarnan stress og óróleiki. Ein af þessum hæðum sem fylgir hugarró, hamingja og einskær kærleikur, var þegar við Magga, konan mín, fórum saman til Brighton. Ég var að taka á móti litlum verðlaunum, ekkert viðtal, engin ræða. Við einfaldlega nutum þess að vera saman. Ég get ekki sett fingurinn á nákvæmlega hvað það var en þetta er tilfinning sem kemur frá þindinni, að vera ástfanginn og upplifa hæðir í löngu sambandi.“ | sgk


Mest selda bók landsins 1. Metsölulisti Eymundsson Heildarlisti vika 15

„Sennilega besta bók Lizu Marklund.“ Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið

„Verðugur endir á sérstöku skeiði í norrænni glæpasagnagerð.“ Politiken

Bækur Lizu Marklund um blaðakonuna Anniku Bengtzon hafa komið út á yfir 30 tungumálum og notið gríðarlegra vinsælda. Járnblóð er seinasta sagan í þessum bókaflokki.

w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39


fréttatíminn | Helgin 15. apríl–17. apríl 2016

68 |

Tölum um steypireyði Mikilfenglega spendýrið með tungu sem vegur á við fíl og hjarta á við bíl Steypireyður er stærsta dýr jarðarinnar, 30 metrar á lengd og 170 tonn. Þrátt fyrir gríðarlega stærð er uppistaða fæðu þeirra agnarsmáu krabbadýrin ljósáta. Meðal steypireyður getur innbyrt um fjögur tonn af ljósátu á dag. Steypireyðurin er einnig háværasta dýr jarðar, þó svo við heyrum ekki til hennar vegna lágrar tíðni. Hún heyrir hljóð í 1.600 km fjarlægð. Þar sem steypireyður er spendýr kemur hún upp til að anda einu sinni og heldur aftur í undirdjúpin í allt að 90 mínútur. Til þess að drukkna ekki í svefni sefur aðeins helmingur heilans meðan hinn man eftir því að anda.

Bó gefur gó á vegan Bó Hall sleppti því að borða kjöt um jól og páska og fékk sér heldur vegan-mat. Hann er svo mikill dýravinur að það er farið að angra hann að setja dýr á grillið. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Lengdin er sú sama og körfuboltavöllur

Tungan ein er jafn þung og fíll

Hvernig er að sjá steypireyði?

„Það er stórkostleg upplifun að sjá steypireyði, sérstaklega í fyrsta skiptið. Skepnan er gríðarlega stór og þung, á borð við Boeing 747 flugvél. Hún leynir á sér þar sem aðeins lítill hluti sést á yfirborðinu og því fylgir henni mikil dulúð. Hún getur síðan blásið vatni 15 metra upp í loftið, því má segja að öll upplifunin sé mikilfengleg.“ Gústaf Gústafsson

„Fyrsta skiptið sem ég sá steypireyði var ég leiðsögumaður í hvalaskoðun. Ég öskraði hálfpartinn í míkrafóninn, ég var svo hissa. Ég man þó helst eftir einu skipti þegar sjórinn var alveg tær og steypireyðurin sérstaklega gæf og synti meðfram bátnum. Þá sá ég hversu gríðarlega, gríðarlega stór hún er, það var ólýsanleg upplifun.“ Sigrún Björg Aðalsteinsdóttir

Stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson segist hafa orðið fyrir áhrifum Krumma, sonar síns, og kærustu hans, Linneu Hellström, í matargerð. Þau eru bæði vegan og Linnea hefur vakið mikla athygli fyrir vegan-matinn sem hún reiðir fram á kaffihúsinu Vínyl á Hverfisgötu. Fyrir þá sem ekki þekkja hugtakið er vegan-matur úr hráefni sem ekki kemur úr dýraríkinu. „Þau eru róttæk og ganga alla leið. Konan mín borðaði ekki kjöt í mörg ár og hefur aðhyllst holla fæðu um árabil. Ég er hinsvegar að fikra mig áfram í þessu. Ég er svo mikill dýravinur, ég á marga ketti og má ekkert aumt sjá. Það er auðvitað algjört „dílemma“ að setja svo dýr á grillið! Það er nú það sem truflar mig. Mér finnst ég ekki vera samkvæmur sjálfum mér þegar ég borða dýr.“ Bó segir að fjölskylduboðin hafi að undanförnu haft nýstár-

100 manns komast fyrir í kjaftinum Hjartað er jafn þungt Volkswagen bjalla og slær 5 sinnum á mínútu

Þyngdin á við 2.667 sjötíu kílóa menn

legri blæ yfir sér og um jólin og páskana hafi ekki þýtt að bjóða upp á mat úr dýraríknu. „Það var auðvitað ekki hægt að vera með nautasteik, þegar Krummi og Linnea voru í mat. Svo hún bjó til ofsalega góðan mat og ég svona handlangaði og reyndi að hjálpa til. Ég er að reyna að hugsa meira um það sem ég set ofan í mig og um umhverfið, borða minna kjöt og meira af grænmeti. Framtíðarspár segja að umhverfisins vegna verðum við öll að vera vegan eftir um það bil fimmtíu ár.“ En hvað með sjálfan Bó-hamborgarann sem nefndur er eftir Björgvin og fæst á Hamborgarafabrikkunni? „Já, hamborgari er hamborgari. Ég fæ mér þá svona við og við líka. Ég er nokkuð stoltur af þessum hamborgara og bjó hann til sjálfur í eldhúsinu heima hjá mér. Ég geri þessar breytingar bara skref fyrir skref og fer mér hægt, en stefnan er á vegan með tímanum.“ Mynd | Hari

„Ég á aldrei eftir að flytja til Póllands,,“ segir Ewa.

Innflytjandinn Ewa Kromer: Ísland er landið mitt

Mikið úrval af vönduðum miðalda- og víkingabúningum og leikföngum.

Föndraðu fugla 1.995 kr. Sólúr 1.550 kr.

Lærðu að binda hnúta 1.550 kr.

Forvitnir ferðalangar, valkyrjur og víkingar

Sumargjöfin fæst í Safnbúðinni Smásjá 1.995 kr.

Barn getur gengið um stærstu æðarnar

Togarahöfn í tinboxi 2.550 kr.

Njósnapenni 850 kr. Suðurgata 41 · 101 Reykjavík · Sími 530 2203 · thjodminjasafn.is Opið alla daga vikunnar 10–17 (frá 1. mai)

Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

É

g kom til Íslands í fyrsta sinn þann 1. mars árið 2000 því það var svo slæmt atvinnuástand í Póllandi. Vinkona mín var að vinna í fiski hér svo ég ákvað að koma og prófa. Síðan eru liðin sextán ár og hér er ég enn!“ „Eftir sjö mánuði í fiskvinnslunni ákvað ég að fara heim og sækja börnin mín tvö og koma mér fyrir hér. Það var erfiðara fyrir dóttur mína en soninn að flytja því hún var mikill námshestur í Póllandi, átti góðar vinkonur og vildi ekki breyta til. Ég lofaði henni því að ef þetta væri ennþá erfitt eftir eitt ár þá myndum við flytja aftur til baka. Eftir árið var hún búin að læra íslensku og eignast vini og vildi ekki flytja til baka. Hún býr hér enn í dag, er orðin þrítug og á tvö börn. Sonur minn á líka tvö börn og býr líka enn á Íslandi.“ Árið 2004 stofnaði Ewa fyrirtækið Kjötpól með fyrrverandi eiginmanni sínum og árið 2011 kjötverslunina Pylsumeistarann við Laugalæk. „Sigurður er kjötiðnaðarmaður og mér finnst gaman að selja svo þetta passar allt mjög vel. Mig langaði svo að bjóða upp á kjötvöru sem væri ekki pökkuð inn í plast, eins og ég er vön frá Póllandi. Fyrstu vörurnar okkar voru Bratwurst grillpylsa og Krakow

„Það sem er svo gott við Ísland er hvað hér er allt svo einfalt. Hér tekur allt svo stuttan tíma en í Póllandi getur tekið heilan dag að fara í banka.“

lúxus-skinka og síðan höfum við stöðugt verið að bæta við úrvali, erum til dæmis með Metwurst, sem er kæfa, og snakkpylsur úr hreinu kjöti sem er miklu betra en sykurnammi fyrir krakka. Annars er beikonið alltaf langvinsælast hjá okkur.“ „Ég á aldrei eftir að flytja aftur til Póllands því hér á ég börn, barnabörn og systkini. Mamma var ein eftir í Póllandi en þegar hún varð blind fyrir fimm árum kom hún hingað til okkar og býr í dag með systur minni,“ segir Ewa sem saknar einna helst vorsins í Póllandi. „Ég sakna þess að sjá blómin springa út og finna smá hita. Svo sakna ég líka tungumálsins, því ég get ekki sagt allt sem ég vil á íslensku.“ „Það sem er svo gott við Ísland er hvað hér er allt svo einfalt. Hér tekur allt svo stuttan tíma en í Póllandi getur tekið heilan dag að fara í banka. Hér eru líka allir svo vinalegir og þolinmóðir við mig þegar ég tala ekki fullkomna íslensku. Mér finnst Ísland vera landið mitt.“


Grohe | Eurosmart Vnr. 15332843

Tilboð

18.995.-

Armatura | Ecokran

fullt verð 21.995.-

2.995.-

Eldhústæki með hárri sveiflu

Eldhústæki.

Vnr. 15400044

Armatura | Omega Vnr. 15400000

9.995.Eldhústæki.

Grohe | Eurosmart

Armatura | Ecokran

13.995.-

2.995.-

Eldhústæki

Handlaugartæki

Vnr. 15333281

Vnr. 15400042

tilboð tilboð

tilboð

Grohe | Start Edge

Grohe | Eurosmart

9.495.-

11.995.-

Handlaugartæki. Smellubotnventill fylgir

Handlaugartæki

Grohe | New Tempesta III Grohe | Grohterm 1000

Vnr. 15327794

Grohe | Grohterm 1000

Vnr. 15334146

tilboð

Vnr. 15334156

24.995.-

29.995.-

Sturtusett. 600mm löng stöng. 1750mm barki og úðari með 3 stillingum

Baðtæki með CoolTouch® brunaöryggi

Baðherbergið Baena

Vnr. 10708515

Vnr. 15323324

fullt verð 11.995.-

tilboð

fullt verð 13.995.-

tilboð

8.995.-

tilboð

Vnr. 15323580

fullt verð 7.995.-

fullt verð 34.995.-

Sturtutæki með CoolTouch® brunaöryggi

6.995.-

tilboð

Neptum

fullt verð 13.995.-

Vnr. 10705005

Handlaug. Handlaugartæki fylgir ekki

36.995.-

Baðinnrétting

fullt verð 42.995.-

Vnr. 13615013

Sturtuhorn, gler, 90x90x190cm

45.995.-

Glass

Vnr. 10700215

45.995.-

fullt verð 67.995.-

fullt verð 65.995.-

Með spegli og ljósi, 60cm hvítt, blöndunartæki fylgir ekki

Hornbaðkar. 140x140cm

Gustavsberg | Nautic Vnr. 13002350/60

fullt verð 53.995.-

Salerni með veggstút eða gólfstút. Standard seta fylgir

tilboð

Grohe

Vnr. 15338811

29.995.Salerniskassi með hnappi og festivinklum

tilboð V&B | Novo

Gustavsberg | Hygenic Flush

35.995.-

35.995.-

Vnr. 13765660

Salernisskál, vegghengd. 56x36cm með hæglokandi setu

Spurðu

GYLFA Gylfi er hvers manns hugljúfi og hefur verið hjá okkur í 47 ár! Hann veit allt sem viðkemur eldhúsinu og baðherberginu enda hokinn af reynslu. Gylfi tekur vel á móti þér.

Vnr. 13002380

fullt verð 44.995.-

Salernisskál, vegghengd. 53cm með hæglokandi setu

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Verð gilda til 18.04. 2016

46.995.-


FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

70 |

Morgunstundin Taka það besta úr öllum kúltúrum Þau Ólafur, Humera og sonur þeirra Faisal eru lítil fjölskylda í Vesturbænum sem talar þrjú tungumál sín á milli: Úrdú, íslensku og ensku. „Ég er lélegastur í úrdú og Humera í íslensku, en Faisal er jafnfær á öllum þremur tungumálum. Svo tökum við það besta úr öllum kúltúrum í klæðaburði, eins og þú sérð,“ segir Ólafur glettinn. Humera hefur borið út blöð á morgnana í átta ár og bera hjónin yfirleitt út saman. Dæmigerð morgunstund hjá þeim hefst því klukkan fimm á morgnana, þegar Ólafur og Humera fá sér te áður en þau halda út í hverfið með blöðin. Mynd | Rut

Mynd | Hari

„Ein af fallegustu stundunum sem ég upplifi hérna að opna dyrnar fyrir brúðina áður en hún gengur inn í kirkjuna og sjá alla veröldina speglast í augum hennar.“

Hringjarinn í Hallgrímskirkju „Starfið er mjög fjölbreytt. Ég sinni öllu kirkjuhaldi, geri allt klárt fyrir messuna á sunnudögum og sé um klukkurnar. Turninn er svo 90% af starfinu,“ segir Hreiðar Ingi Þorsteinsson, kirkjuvörður í Hallgrímskirkju. Hreiðar hefur starfað í kirkjunni í tíu ár og segir starfið hafa breyst mikið á þeim tíma. Nú felist vinnan aðallega í því að þjónusta ferðamenn en á góðum degi koma um 2000 ferðamenn í kirkjuna. „Lyftan er algjör bjargvættur fyrir okkur því kirkjan er svo skuldsett eftir allar lagfæringarnar sem voru gerðar hér í kringum hrunið.“ „Hér eru þrjár stórar klukkur. Hallgrímur stóri sem er nefndur eftir Hallgrími sjálfum, Guðríður sem er nefnd eftir konu hans og svo minnsta klukkan, hún Steinunn, sem er nefnd eftir dóttur þeirra sem dó mjög ung. Steinunn er sú eina sem klingir í dag því hinar eru orðnar svo ryðgaðar. Steinunn hringir bara fyrir messur og

þá þarf ég að nota til þess sérstaka takka. Svo er hér klukkuspil sem hringir á kortersfresti sem spilar Big Ben stefið sem allir þekkja.“ Klukkuspilið er sjálfvirkt svo Hreiðar þarf ekki að hafa af því miklar áhyggjur, nema þegar það eru sérstakar athafnir, brúðkaup, jarðarfarir, páskamessa, jólamessa eða tónleikar. „Við gefum til að mynda bara einn tón þegar það eru jarðarfarir en brúðarsálminn þegar brúðhjón ganga hér út. Ábyrgðin er töluverð þegar kemur að þessu því það má auðvitað ekki klikka með því að spila brúðarmarsinn í jarðarför, en það hefur sem betur fer aldrei gerst. Þetta eru allt mjög viðkvæmar og mikilvægar stundir sem ég tek þátt í hérna. Ein af fallegustu stundunum sem ég upplifi hérna að opna dyrnar fyrir brúðina áður en hún gengur inn í kirkjuna og sjá alla veröldina speglast í augum hennar. Það má segja að ég sé maðurinn á bak við tjöldin.“ | hh

Mynd | Kjartan Hreinsson

Ritstjórn Blandcore, þau Auður Ómarsdóttir, Jóhann Kristófer og Melkorka Katrín, grafa upp ótrúlegar gersemar bland.is og deila á Instagram.

bland.is á heima á safni

Instagram prófíllinn @blandcore er samansafn alls þess skondnasta, skrítnasta og skemmtilegasta sem má finna á sölusíðunni bland.is Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is

É

g er algjör safnari og eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að skoða gamalt dót og fara á nytjamarkaði,“ segir Auður Ómarsdóttir, ritstjóri Instagram prófílsins Blandcore. Auður er menntaður myndlistamaður en tekur að sér störf í ljósmyndun og leikmunagerð. „Í þessum bransa getur verið bið á milli verkefna. Þá hangi ég inni á sölusíðum og skoða leikmuni. Það er endalaust af trylltum hlutum þar inni og ég hef einskæran áhuga á því að skoða hvernig fólk stillir hlutunum upp og myndar án nokkurar fagurfræði. Kostulegt er einnig að fylgjast með lýsingum á söluvörum og samskiptum fólks á bland.is“ „Ég fann mig knúna til þess að deila með fleirum öllu því áhugaverða sem bland.is hefur upp á að bjóða. Þeirri list sem fólk allsstaðar á Íslandi er ómeðvitað að skapa undir hatti blandsins. Menningin í kringum

sölusíðuna er fyrirbæri sem þarf að „documenta“, margt af þessu á heima á safni.“ Auður fékk nýlega til liðs við ritstjórnina listamanninn Melkorku Katrínu, sem einnig er þekkt sem Korkimon, og sviðslistamanninn Jóhann Kristófer Stefánsson. Þær vörur sem stinga í auga, skortir fagurfræði og vekja athygli þeirra rata inn á Blandcore. „Við erum að tala um allt frá drekakveikjarahníf, frosnum ref sem er „tilvalinn til uppstoppunar“, leðurtösku sem var eitt sinn í eigu ungfrú alheims og fleira sem ég veit ekkert hvað er, til bílavarahluta og svoleiðis. Ég er með æði fyrir glerhlutum sem endurspegla, sérstaklega þegar það má sjá glitta í eigandann í spegilmyndinni í fiskabúrum, sjónvarpi eða speglum.“ Ritstjórnin hyggst halda áfram að grafa upp gersemar á íslenskum sölusíðum og deila með áhugasömum. „Við viljum gefa út bók og halda ljósmyndasýningu. Til þess þarf ég eiginlega að hafa samband við söluaðilana og fá myndirnar í betri gæðum. Við sjáum hvað setur.“

„Dúkka“ sem er til sölu inn á bland.is

„Drekakveikjarahnífur“ sem er í miklu uppáhaldi hjá Auði Ómarsdóttur, ritstjóra Blandcore.


PIPAR \ TBWA •

SÍA •

156180

Club Wrap Ljúffengar kjúklingalundir og brakandi stökkt beikon með salati, tómötum, osti og Clubhouse-sósu, vafið inn í mjúka tortillu.

Club Wrap, 3 Hot Wings,franskar, gos og Apollo lakkríssúkkulaði

999 KR.

1.899 KR.


SUMAR­ DAGURINN FYRSTI Í ÆÐ

Spurt er… Hver eru vorverkin þín?

FYLGJAST MEÐ BLÓMUM

Björg Þórisdóttir sjómannsfrú

„Á vorin fylgist ég með blómunum vaxa. Þessa dagana fylgist ég með þeim springa út, geng um Þingholtin og dáist að litríkum görðum. Svo ætla að hlusta á barnabarn mitt syngja á sínum fyrstu tónleikum.“

NAGLALAKK OG KOSSAR

Eva Schram leiðsögumaður

„Þetta vorið ætla ég að mála húsið mitt, rækta spínat og steinselju, viðra kroppinn, naglalakka tærnar, kyssa bónda minn og dóttur og fara í hringferð um landið.“

BERA Á PALLINN

Bubbi Morthens tónlistarmaður „Ég er með 4000 fermetra garð sem þarf að taka til í og hreinsa, setja mold í beðin, klippa rósirnar og trén. Ég þarf að bera á 300 fermetra pall, húsið, bílskúrinn og grindverkið umhverfis garðinn. Vorverkin mín standa yfir frá lok mars til september.“

Gott að veiða Eyddu deginum við eitt af þeim vötnum sem umlykja borgina og veiða silung í soðið. Veiðikortið veitir aðgang að 35 vatnasvæðum vítt og breytt um landið og á heimasíðu kortsins er hægt að skoða vatnasvæðin.

Gott að dansa diskó Dansaðu á hljóðlausu diskóballi í Ráðhúsi Reykjavíkur milli 12 og 16. Þar verða heyrnartól sem allir gangandi vegfarendur geta sett á sig og fundið danstaktinn. Tónlistin er valin af börnum á frístundaheimilinu Eldflaugin en þar eru einnig börn sem eru heyrnarskert og heyrnarlaus.

Gott að vera úti Taktu ferjuna út í Viðey. Dragðu fram línuskautana, hjólabrettið eða hjólið og renndu þér meðfram Gróttu. Farðu í folf (frisbee-golf) á Klambratúni. Farðu í fjallgöngu eða á skíði. Gakktu á Snæfellsjökul. Vertu sannur Íslendingur og baðaðu í sólinni í 5 gráðum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.