16 08 2013

Page 1

berglind fékk mikil viðbrögð við bók sinni heilsuréttir fjölskyldunnar og kemur nú með nýja. Matur 36

Fréttatíminn fékk álitsgjafa til að leggja mat á sigurstranglegustu lið ensku deildarinnar og spáðu þeir Chelsea sigri.

michelsenwatch.com

38 Fótbolti

Helgarblað

16.–18. ágúst 2013 33. tölublað 4. árgangur

Ókeypis  Viðtal Ólafur darri Ólafsson leikari

Býr sig undir stóra hlutverkið Harry og Heimir Einkaspæjararnir á hvíta tjaldið

MEnning 48

Þótt ólafur Darri ólafsson leggi sig fram um að lifa í núinu á hann stóra drauma um velgengni í Hollywood. Hann setti markið hátt eftir útskrift úr Leiklistarskólanum en lífið sparkaði í rassinn á honum þegar hann var rekinn eftir tvö ár í borgarleikhúsinu. næsta stóra verkefni ólafs Darra er prufuþáttur hjá stórum fram­ leiðanda í Hollywood.

síða 18

Verður æst af orku­ drykkjum Ástríður elskar að dansa Ljósmynd/Hari

Sérblaðið Skólinn byrjar: ÚtikennSla - Skortur á leikSkólakennurum - FramhaldSSkólanemar

Einnig í Fréttatímanum í dag

Áframhald á Chelsea hollustunni spáð sigri

52 DægurMÁl

 Velferð Í stefnuskr á rÍkisstjÓrnarinnar er lögð áHersla á slysaVarnir

Þrjú börn látin á árinu vegna slysa Það sem af er þessu ári hafa þrjú börn látist í slysum. börnin voru á aldrinum 18 mánaða til 12 ára og um var að ræða landbúnaðarslys, umferðarslys og frítímaslys. herdís Storgaard bíður svara ráðherra um hvort hún fær áfram fjármagn til forvarna.

Þ

rjú börn hafa látist í slysum hér á landi það sem af er árinu. Ekkert barn lést á síðasta ári en fjögur árið 2011. Miðað er við 14 ára og yngri og því eru pólsku stúlkurnar tvær sem létust nýverið ekki taldar með þar sem þær voru 15 og 16 ára. Áður fyrr létust börn helst í drukknunarslysum en þeim hefur fækkað og annars konar banaslys eiga sér stað. „Nú eru komin ný slys, í landbúnaði og í frítíma þar sem börn eru á farartækjum. Frítími

er orðinn öðruvísi en hann var og mun áhættusæknari,“ segir Herdís Storgaard. Herdís hefur í 22 ár unnið að slysavörnum barna og rekur Miðstöð slysavarna barna. Að óbreyttu verður miðstöðin lögð niður í núverandi mynd og til stendur með haustinu að auglýsa nýja stöðu slysaog ofbeldisvarnafulltrúa hjá Landlæknisembættinu. Herdís ætlar ekki að sækja um stöðuna og hefur lýst því yfir við bæði landlækni og heilbrigðisráðherra. „Slysavarnir barna eru stór og viðamikill mála-

flokkur og mér finnst furðulegt að ætla að slengja honum saman við ofbeldisvarnir. Það er alls ekki nóg að einn starfsmaður sinni þessu öllu,“ segir Herdís. Hún bendir jafnframt á að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er sérstaklega tiltekið að áhersla verði lögð á slysavarnir og fræðslu sem þeim tengist. Á síðasta ári voru kynntar niðurstöður rannsóknar á slysavörnum barna í 31 landi Evrópu og var Ísland þar í öðru sæti. Þar var þó gagnrýnt að fjárveitingar

Austurveri - Háaleitisbraut 68 Við opnum kl: Og lokum kl:

hefðu dregist saman eftir hrun. Árangurinn sem náðst hefur er ótvíræður og Herdís undrast að leggja eigi verkefnið niður. „Þetta er í raun virðingarleysi gagnvart því sem ég hef gert,“ segir Herdís. Sjá nánar á síðu 10

Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Herdís Storgaard

www.lyfogheilsa.is Opnunartímar 08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar

Austurveri


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.