17 01 2014

Page 1

guðrún johnsen hefur skrifað bók um risavaxna bankahrunið hér á landi. Hún segir stjórnmálamenn helst bera ábyrgðina. ViðTal 26

Borgarfulltrúi býr með línu langsokki

anna s. sigurðardóttir kennir tveimur börnum í Finnbogastaðaskóla. skólastjórinn kennir hinum þremur. 14

sóley tómasdóttir á börnin tomma og önnu. Heimiliskötturinn heitir Lína. asdrid Lindgren er uppáhaldshöfundur borgarfulltrúans.

ViðTal

22 ViðTal

helgarblað

17.–19. janúar 2014 3. tölublað 5. árgangur

ókeypis  Viðtal Ásgeir trausti túraði allt Árið í fyrra og heldur þVí Áfram í Ár

Andstæða við kyntákn Ég vil alls ekki vera markaðs-

Frumskógarlögmál í umferðinni

settur sem kyntákn. Ég er alveg andstæðan við eitthvað svoleiðis, segir tónlistarmað-

óskráðu umferðarreglurnar þarf að virða.

urinn Ásgeir Trausti. Hann hefur ekki haft mikinn tíma

umFerðarmenning 18

að undanförnu til að gera það

eimskip aldargamalt

sem honum þykir skemmtilegast, að semja tónlist.

Forstjórinn kom óskabarninu á flot á ný

Tónlistarferðalög víða um lönd taka mest af tíma hans. Ásgeir Trausti átti þó ljúfar stundir heima á Hvammstanga með foreldrum og vinum um jól og áramót.

FrÉTTaViðTal 10

NÝ SENDING

síða 28

Ljósmynd/Hari

einnig í Fréttatímanum í dag: F e r ð a b ó k a r b r ot F r á m a r o k k ó – b r u g g a m j ö ð a ð F o r n u m s i ð – r a n n s a k a r n o r n at r ú – F i n n s k t í s k a

lærdómur af Úr garðabæ í bankahruninu Trékyllisvík

KRINGLUNNI / SMÁRALIND FACEBOOK.COM/JACKANDJONESICELAND INSTAGRAM @JACKANDJONESICELAND


2 

fréttir

Helgin 17.-19. janúar 2014

löggæsla þingmannanefnd r áðstafar 500 milljóna Viðbótarfr amlagi

Lögreglumönnum fjölgar um allt land Almennum lögreglumönnum verður fjölgað um 44 á þessu ári og átta til viðbótar bætast við til rannsókna skipulagðra glæpa og kynferðisbrota. Flestir lögreglumennirnir taka til starfa á landsbyggðinni og á þeim stöðum þar sem lágmarksmannafla skortir. Búnaður lögreglu, þjálfun, tækjakostur og endurmenntun lögreglumanna verður bætt og meiri kostnaður hlýst af auknu eftirliti á vegum úti. Þetta eru helstu niðurstöður þverpólitískrar þingmannanefndar

innanríkisráðherra sem skilað hefur tillögu að forgangsröðun vegna 500 milljóna króna viðbótarframlags til lögreglu. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögurnar. Lausar stöður lögreglumanna verða auglýstar strax og hægt verður að ráða frá og með næstu mánaðarmótum. Fimm lögreglumenn bætast við á Vesturlandi, tveir á Vestfjörðum, tíu á Norðurlandi og sex á Austurlandi. Níu bætast við á Suðurlandi og tveir á Suðurnesjum. Þá mun lögreglu-

mönnum fjölga um átta á höfuðborgarsvæðinu og tveir verða ráðnir til embættis ríkislögreglustjóra vegna þjálfunar lögreglumanna. Þess utan munu átta stöðugildi rannsóknarlögreglumanna bætast við á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum af viðbótarframlagi vegna rannsókna á skipulagðri glæpastarfsemi og rannsókna á kynferðisbrotum. Lögreglumönnum á landsbyggðinni verður fjölgað til muna og eftirlit á vegum úti hert.

 Velferðarmál Íþróttakennari fékk nóg af slæmum aðbúnaði

Rannsókn í rúmlega 4 mánuði Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á meintu harðræði starfsmanna Leikskólans 101 er langt komin og verður lokið eftir einhverja daga eða vikur, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns. Búið er að taka skýrslur af foreldrum og starfsmönnum leikskólans en rannsókn á málinu hófst í september á síðasta ári. Málið komst upp í lok sumars þegar tveir sumarstarfsmenn tilkynntu málið formlega til Barnaverndarnefndar Reykjavíkur og gátu rökstutt mál sitt með myndskeiði. Starfsmenn leikskólans voru níu talsins en rekstri leikskólans var hætt stuttu eftir að málið var tilkynnt.

Íslendingar gjafmildir Ekki kemur á óvart að 98% Íslendinga gefa jólagjafir og eru fremur gjafmildir því að um 71% þeirra styrktu góðgerðarmálefni um síðustu jól. Hins vegar voru 64,4% með aðventukrans með fjórum kertum á heimilinu. Nær 54% voru með gervitré á meðan 35% voru með lifandi tré. Um 29,4% skáru út eða steiktu laufabrauð en aðeins 10,4% bjuggu til konfekt. Nú settu 51,8% landsmanna aðventuljós út í glugga hjá sér en á árinu 2010 voru það 61,9%. Mörgum áhugaverðum spurningum um jólahegðun Íslendinga var svarað í netkönnun Gallup dagana 17. desember til 2. janúar en úrtaksstærðin var 1.369 einstaklingar. Þátttökuhlutfall var 60,3%.

Íslandsbanki eignast 80 prósent hlutafjár Íslandsbanki og Frumherji hf. hafa lokið fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Íslandsbanki eignast 80% hlutafjár í Frumherja og Ásgeir Baldurs stjórnarformaður og Orri Hlöðversson framkvæmdastjóri félagsins hafa lagt því til nýtt hlutafé og eignast með því 20% hlutafjár. Íslandsbanki kemur til með að hefja söluferli á Frumherja á næstu 12 mánuðum, að því er

Stefáni Magnússyni misbauð réttindaleysi kennara þannig að hann sagði upp sem íþróttakennari við Salaskóla og fór að vinna í Sporthúsinu. Ljósmynd/Hari

fram kemur í tilkynningu bankans. Fram kom í DV í vikunni að Finnur Ingólfsson fjárfestir, fyrrverandi ráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri, hafi hætt öllum afskiptum af Frumherja en félagið var í eigu Finns og viðskiptafélaga hans í gegnum eignarhaldsfélagið Spector. Blaðið segir að Finnur hafi ekki selt hlut sinn heldur hafi hann verið afskrifaður og nýtt hlutafé komið í staðinn. -jh

Met og aftur met í ferðaþjónustu Gríðarleg hlutfallsleg fjölgun ferðamanna varð í nýliðnum desember. Ferðamenn sem fóru um flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli í þessum síðasta mánuði ársins voru um 41.700 og fjölgaði um 48,8 prósent frá desember árið 2012, að því er fram kemur í tilkynningu Netsins, markaðs- og rekstrarráðgjafar. Bretar voru langflestir, 32,7 prósent, þá Bandaríkjamenn 14,3%. Heildarfjöldi ferðamanna árið 2013 um flugstöðina var um 781.000 og nam aukningin 20,7 prósent miðað við árið á undan. Hver mánuður á árinu var metmánuður, rétt eins og ári fyrr. Fjölmennastir yfir árið voru Bretar, þá Bandaríkjamenn og Þjóðverjar í þriðja sæti. -jh

Misbauð réttindaleysi kennara og sagði upp Stefán Magnússon sagði upp sem íþróttakennari við Salaskóla vegna óánægju með aðbúnað kennarastéttarinnar og framkomu yfirvalda í garð hennar. Dropinn sem fyllti mælinn var þegar íþróttakennurum var gert að gangast undir grunnskólapróf í sundi og eftir að Stefán neitaði átti að meina honum að kenna sund þrátt fyrir að hafa til þess réttindi. Stefán er nú annar umsjónarmanna líkamsræktarstöðvarinnar Sporthúsið Gull þar sem hann hefur meiri réttindi og hærri laun.

é

Heimilis

HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

GRJÓNAGRAUTUR

Alveg mátulegur

Ég hafði bara ekki áhuga á að láta niðurlægja mig meira.

g fékk bara nóg af þessu umhverfi sem kennarar þurfa vinna í hér á Íslandi. Staða kennara er ekki nokkrum manni bjóðandi,“ segir Stefán Magnússon íþróttakennari sem sagði upp starfi sínu við Salaskóla fyrir áramót. „Mér fannst það grátlegt því betri vinnustaður og samstarfsfélagar eru vandfundnir,“ segir hann. Stefán hefur starfað sem íþróttakennari í 15 ár og áður en hann fór að kenna í Salaskóla kenndi hann meðal annars við Austurbæjarskóla og á Neskaupstað. „Við fjölskyldan fluttum um tíma út á land,“ segir Stefán en hann er einnig framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Eistnaflug sem haldin hefur verið á Neskaupstað undanfarin ár. Hann rifjar upp mál Ragnars Þórs Péturssonar sem sagði upp störfum við Norðlingaholtsskóla nýverið. „Þar hringdi bara einhver inn og sagði að þessi kennari væri perri. Hann er settur í leyfi og málið skoðað en þetta reynist vera uppspuni frá rótum. Kennarinn er svo boðinn velkominn aftur til starfa eftir að hafa þurft að sitja undir þessum ásökunum. Þetta er svo fáránlegt að ég á ekki til aukatekið orð,“ segir Stefán sem finnst kennarar berskjaldaðir fyrir hvers kyns tilhæfulausum ásökunum. „Það sem fyllti mælinn hjá mér var þegar íþróttakennarar voru boðaðir í sundpróf, ekki til að prófa hvort þeir geta kennt heldur hvort þeir geta synt, og á þessu sundprófi áttum við að gera það sem við kennum grunnskólakrökkum í sundtímum. Mér fannst þetta alveg út í hött og neitaði að taka prófið. Þá var mér einfaldlega

hótað með kærum og að ég mætti ekki kenna sund nema ég tæki prófið jafnvel þó ég sé með réttindi til þess. Þeir sem tóku kennarana í próf voru ekki einu sinni sundkennarar sjálfir. Ákveðinn hópur kennara tók sig saman og spurði hvort við mættum ekki bara taka hvert annað í próf, og tvær konur sem höfðu kennt sund í 30 ár tóku prófið á hvor annarri og skiluðu inn, en það var ekki tekið gilt. Ég hafði bara ekki áhuga á að láta niðurlægja mig meira og fann mér nýja vinnu.“ Stefán er nú annar umsjónarmanna líkamsræktarstöðvarinnar Sporthúsið Gull sem er lítil stöð í kjallara Sporthússins í Kópavogi. „Ég er áfram að kenna íþróttir en þeir sem ég kenni eru um 30 árum eldri en þeir sem ég kenndi áður. Þarna veitum við persónulega þjónustu og ég leiðbeini fólki í tækjunum, bý til æfingaáætlun og passa upp á að allir geri æfingarnar rétt.“ Spurður hvort hann fái ekki betri laun þarna en sem grunnskólakennari skellir Stefán upp úr. „Það segir sig sjálft. Ef þú hættir í kennslu og færð þér aðra vinnu þá færðu hærri laun.“ Hann bendir ennfremur á að það séu svokallaðar kvennastéttir sem enn þurfa að berjast fyrir réttindum sínum og launum. „Það er sorglegt að enn í dag skuli kennarar, hjúkrunarfræðingar og aðrar kvennastéttir þurfa að sætta sig við ömurlegar vinnuaðstæður. Ég kvartaði aldrei undan laununum því ég elska að kenna en mér var bara nóg boðið,“ segir Stefán. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 4 - 0 1 3 4

Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.


4

fréttir

Helgin 17.-19. janúar 2014

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

litlar breytingar, en fremur hæglátt Framhald verður á þessu undarlega tíðarfari með fremur mildu lofti sem kemur úr austri og norðaustri. reyndar lægir mikið á laugardag og þá frystir víða á láglendi. Úrkomusamt verður A- og einkum SA-lands. rigning í byggð, en snjókoma ofar. Ekki verður alveg þurrt annars staðar. líkur eru á snjókomu og NA-átt á Vestfjörðum á sunnudag og mugga eða slydda suðvestantil. Breytingar eru líklegar í næstu viku. einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is

1

2

-1

1

3

2

1

1

3

3

-2

0

0

1

1

Hiti rétt ofan frostmarks á láglendi og víða úrkoma með köflum.

Hæglátt veður á landinu og kólnar lítið eitt. snjók. a-lands, annars þurrt.

áfram meinlítið veður, en snjókoma nv-til og eins s-til.

HöfuðBorgarsvæðið: HæglÁtt og Að MEStU þUrrt og FroStlAUSt.

HöfuðBorgarsvæðið: lÁg VEtrArSól og HItI UM EðA oFAN FroStMArKS.

HöfuðBorgarsvæðið: BAKKI NÁlgSt MEð dÁlÍtIllI SlyddU EðA SNjóKoMU.

 lögreglumál erFitt er að r annsak a tælingarmál Börnin sem um ræðir eru nemendur í 2. bekk Háaleitisskóla við Álftamýri, sameinuðum skóla Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla. Ljósmynd/Hari

Við afhendingu mjúkdýranna á Barnaspítala Hringsins.

400 mjúkdýr á Barnaspítalann

Viðskiptavinir Ikea á Íslandi hafa safnað 2.105.000 krónum fyrir Barnaheill–Save the Children og Unicef. Verkefnið er samstarfsverkefni IKEA, UNICEF og Barnaheilla. Allt söfnunarféð rennur til byggingar skóla í Asíu, Afríku og Mið-og Austur-Evrópu, fullbúnum og með þjálfuðum kennurum fyrir öll börn. Samstarfsverkefnið hefur safnað tíu milljónum evra á heimsvísu en fyrir hvert mjúkdýr sem keypt var í einum af 330 verslunum IKEA um heiminn, á tímabilinu 10. nóvember til 4. janúar, fór ein evra í söfnunina. Á Íslandi hefur auk þess verið hægt að kaupa mjúkdýr og gefa til Barnaspítala Hringsins og nú í vikunni voru 400 mjúkdýr afhent spítalanum. -hh

Tillögur að nýju hverfi við Elliðavog kynntar Almenningi gefst nú kostur á að kynna sér vinningstillögurnar fimm sem koma til greina sem skipulag Vogabyggðar, en Vogabyggð er nýtt hverfi sem mun rísa á landsvæðinu við Elliðavog. Hugmyndasamkeppnin snerist um að útfæra tillögur að skipulagi svæðisins, í samræmi við markmið Aðalskipulags reykjavíkur 2010-2030, en þar er gert ráð fyrir blandaðri byggð íbúa og atvinnureksturs. tillögurnar sem kynntar eru koma frá teiknistofunni tröð, Arkís, tHg Arkitektum, Stúdíó granda og jvasntpitkjer + Felix frá Hollandi, og eru afrakstur úr hugmyndasamkeppni sem reykjavíkurborg hélt í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og Hömlur ehf. Enn sem komið er hvílir nafnleynd yfir tillögunum en þegar

Reyndi að tæla dreng með sælgæti Karlmaður reyndi að tæla 7 ára gamlan dreng upp í bifreið sína í nágrenni Háaleitisskóla við Álftamýri fyrir viku og var málið tilkynnt til lögreglu. Fleiri tilvik hafa verið tilkynnt að undanförnu. Foreldrar barna við skólann eru áhyggjufullir og brýna fyrir börnum sínum að fara ekki upp í bíla með ókunnugum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu koma að meðaltali tvær til þrjár tilkynningar í mánuði um að reynt hafi verið að tæla börn.

s

Vogabyggð er nýtt hverfi sem rísa mun við Elliðavog.

dómnefnd hefur lokið störfum verður haldin sýning þar sem verkin munu birtast undir nafni höfunda. tillögurnar eru til sýnis í þjónustuveri reykjavíkur, Borgartúni 12-14, þangað til dómnefnd hefur lokið störfum en auk þess er hægt að nálgast tillögurnar á heimasíðu: vogabyggð.hugmyndasamkeppni.is -hh

Löður er með Rain-X á allan bílinn Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540

Ég vil bara hvetja þessa veiku einstaklinga til að leita sér hjálpar við að snúa af þessari braut.

onur minn var á leið heim frá vini sínum um klukkan sex á föstudagskvöldi þegar ökumaður bíls keyrir upp að honum og spyr hvort hann vilji koma inn. Hann afþakkaði og gekk áfram en þá sneri ökumaðurinn bílnum við, steig út úr honum og opnaði skottið þar sem hann geymdi sælgæti, og spurði drenginn hvort hann væri alveg viss. Sonur minn tók þá til fótanna og hljóp heim,“ segir Ársæll Níelsson, faðir drengs í 2. bekk Háaleitisskóla við Álftamýri. Syni hans var mjög brugðið og haft var samband við lögreglu sem brást mjög skjótt við. „Þeir voru komnir hingað korteri seinna og tóku skýrslu af honum,“ segir Ársæll en syni hans hefur gengið vel að jafna sig eftir atvikið. „Hann sagði líka að það væri gott að mamma og pabbi hefðu sagt sér hvernig ætti að bregðast við í svona aðstæðum. Það er mjög stutt síðan við töluðum síðast við hann um þessi mál,“ segir hann. Anna Björnsdóttir er móður stúlku í sama árgangi Háaleitisskóla sem karlmaður reyndi að lokka upp í bíl til sín fyrir um mánuði. „Hún var að labba heim frá vinkonu sinni, um 400 metra leið um klukkan sex á miðvikudagskvöldi, þegar einhver stoppaði bíl sinn og reyndi að lokka hana með sér. Hún varð bara hrædd og hljóp í burtu. Við höfðum strax samband við lögregluna en fengum heldur dræm viðbrögð og sagt að það væri lítið hægt að gera,“ segir hún. Dóttir Helgu Margrétar Marzellíusardóttur er einnig í 2. bekk Háaleitisskóla. Helga segir mikla umræðu um öryggi barnanna eiga sér stað meðal foreldra á svæðinu og í raun séu bæði börn og foreldrar orðin óttaslegin vegna fjölda atvika þar sem reynt er að tæla börn. „Dóttir mín var á skólaplaninu Safamýrarmegin

utan skólatíma þegar ökumaður kallar eða flautar á hana. Hún varð hrædd og hljóp heim. Hún hefur verið mjög óttaslegin eftir þetta,“ segir Helga. Á síðasta ári fengu foreldrar minnst þrjár tilkynningar frá skólanum um að grunur léki á að reynt hefði verið að tæla börn í nágrenni hans. Guðni Kjartansson aðstoðarskólastjóri segir tekið á því að mikilli alvöru þegar grunur leikur á að reynt hafi verið að lokka börn. „Við höfum alltaf samband við lögregluna ef minnsti grunur vaknar. Í skólanum er einnig öflug fræðsla,“ segir Guðni. Þrátt fyrir áhyggjur foreldra kannast Guðni ekki við að fleiri atvik á borð við þessi eigi sér stað í þessu hverfi en annars staðar, og það gerir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekki heldur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu berast að meðaltali um tvær til þrjár tilkynningar í hverjum mánuði þar sem tilkynnt er um tælingu barns. Haldið er vel utan um allar tilkynningarnar og málin rannsökuð. Í hluta málanna kemur í ljós að um misskilning var að ræða, til að mynda menn sem ætluðu að spyrja til vegar eða veifuðu til að vera vingjarnlegir. Hins vegar séu skýr dæmi um að menn reyni að tæla börn til fylgilags við sig. Vegna þess að börn geta yfirleitt gefið litlar upplýsingar um viðkomandi menn eða bílana þeirra er rannsókn torveld. Ársæll segist vilja hvetja menn sem reyna að tæla börn til að leita sér aðstoðar. „Ég vil bara hvetja þessa veiku einstaklinga til að leita sér hjálpar við að snúa af þessari braut,“ segir hann og Helga Margrét tekur í sama streng: „Ég vona að þeir fái aðstoð til að skilja hvers konar hræðslu og vanlíðan þeir geta valdið börnum.“ erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


MP banki flytur alla starfsemi sína í Ármúla 13a

Frá

Borgartún 26

Til

Ármúli 13a Keyrðu austur Borgartún 268 m Beygðu til hægri á Kringlumýrarbraut 700 m Beygðu til vinstri á Suðurlandsbraut 280 m Beygðu til hægri á Hallarmúla 190 m Beygðu til vinstri á Ármúla 250 m Velkomin að Ármúla 13a Við erum á vinstri hönd

1,7 km — 5 mínútur

Mánudaginn 20. janúar verður útibúi MP banka við Borgartún 26 lokað og öll þjónusta flutt í höfuðstöðvar bankans í Ármúla 13a. Með þessu viljum við efla tengsl okkar við viðskiptavini okkar og bjóða eftir sem áður upp á framúrskarandi þjónustu á sviði eignastýringar, verðbréfamiðlunar, fyrirtækjaráðgjafar, og gjaldeyrismiðlunar — auk sérhæfðrar bankaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

www.mp.is

Hafðu samband thjonusta@mp.is 540 3200

Hjá MP banka starfar fjöldi sérfræðinga í bankastarfsemi, eða um 100 manns. Þessi kraftmikli hópur mun framvegis starfa að sameiginlegu marki í Ármúlanum, þar sem öll þjónusta er á einum stað. Með tilheyrandi hagræði fyrir viðskiptavini. Verið velkomin í MP banka.


6

fréttir

Helgin 17.-19. janúar 2014

 Hvatning Konur í forystusætið

Þverpólitísk jafnréttisbarátta Konur í forystusætið er hvatning til að velja konur til forystu í stjórnmálum og atvinnulífinu almennt. Til fundar um hvatninguna var boðað fyrr í vikunni en að honum stóðu formenn kvennahreyfinga Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks auk fulltrúa pírata, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna og þar að auki formenn Kvenfélagasambandsins, Kvenréttindafélagsins og Femínistafélagsins. Þá var öllum konum sem eiga sæti á Alþingi boðið til fundarins.

Það var Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra sem boðaði til fundar í síðustu viku þar sem ákveðið var að fara af stað með vitundarvakningu til að minna á konur fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Fyrirhugað er að beita samfélagsmiðlum til að ná árangri í þessari þverpólitísku jafnréttisbaráttu. Steinunn Stefánsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, segir framtakið fyrst og fremst vera stjórnmálakvenna úr öllum flokkum en félögin komi að

aðgerðinni sem bakland. „Það þarf að leggja áherslu á að konur leiði lista til jafns á við karla og það er vilji til þess innan allra flokka. Þetta er hugsað sem einstök aðgerð núna en vonandi verður eitthvað framhald á samstarfinu. Auðvitað förum við heldur seint af stað með aðgerðina þar sem búið er að raða á talsvert marga lista. En engu að síður á enn eftir að skipa þó nokkra.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Ljósmynd/Sveinn Þorsteinsson

 HandverK Hjalti Hafþórsson færir gamla verKþeKKingu til nútímans

Frítt söluverðmat án allra skuldbindinga

Hjalti Hafþórsson við eftirmynd Vatnsdalsbáts en smíði hans var fyrsti hluti verkefnisins „Horfin verkþekking.“

Halldór Kristján Sigurðsson sölufulltrúi 695 4649 hks@remax.is

Sylvía Guðrún Walthersdóttir

löggiltur fasteignasali 477 7777 sylvia@remax.is

Smíðar báta vegna forvitni Hjalti Hafþórsson er að ljúka við smíði bátsins Króka-refs sem gerður er að 15. aldar fyrirmynd og verður hann til sýnis á Gásahátíð. Smíðin er annar hluti verkefnisins „Horfin verkþekking“ en Hjalti smíðaði áður eftirmynd hins þekkta Vatnsdalsbáts. Umfangsmesti hluti verkefnsins er eftir – smíði á haffæru 15 metra skipi.

Sjónlag augnlæknastöð var stofnuð árið 2001 og er í fararbroddi hér á landi hvað varðar tæknibúnað og þjónustu við sjúklinga. Sjónlag getur eitt fyrirtækja

hér á landi boðið upp á hníflausar augnlasermeðferðir. Hjá fyrirtækinu starfa 24 metnaðarfullir starfsmenn með víðtæka menntun og þekkingu. Markmið okkar er að bjóða ávallt upp á þjónustu í hæsta gæðaflokki.

Nýr augnlæknir til starfa hjá Sjónlagi augnlæknastöð

Ein af fyrirmyndunum að Króka-ref sem Hjalti vann bátinn eftir. Í Króka-refs sögu segir frá því hversu mikill bátasmiður hann var, og sækir Hjalti nafnið þaðan.

Gunnar Már Zoega augnlæknir hefur hafið störf hjá Sjónlagi augnlæknastöð. Síðast starfaði Gunnar sem augnlæknir við S:t Eriks Ögonsjukhus í Stokkhólmi með áherslu á hornhimnulækningar. Áhugasvið Gunnars innan augnlækninga eru hornhimnulækningar og hornhimnuskipti, sjónlagsaðgerðir með laser og skurðaðgerðir á augasteini auk almennra augnlækninga. Gunnar er einnig sérfræðilæknir við augndeild Landspítala og doktorsnemi við háskólann í Uppsala. Hægt er að bóka tíma hjá Gunnari Má Zoega í síma 577 1001.

Króka-refur er nánast tilbúinn og verður sýndur á Gásahátíð í vor.

B

áturinn Króka-refur sem bátasmiðurinn Hjalti Hafþórsson smíðaði eftir teikningum í Jónsbók frá 15. öld verður tilbúinn til sýningar í vor og á Hjalti aðeins eftir að smíða farviðina, svo sem árar. Reykhólahreppur bættist nýverið í hóp þeirra sem styrkja smíðina en áður hafði Hjalti fengið styrk frá nýsköpunar- og atvinnuvegaráðuneytinu og gert þriggja ára samstarfssamning með fjárstuðningi við Gásakaupstað þar sem kveðið er á um að bátar Hjalta sem tilheyra verkefninu „Horfin verkþekking“ verði til sýnis á Gásahátíð. „Ég hóf þetta verkefni eiginlega bara út af forvitni,“ segir Hjalti. Smíði Króka-refs er annar hluti verkefnisins en áður hafði Hjalti smíðað eftirmynd hins svonefnda Vatnsdalsbáts sem fannst í kumli í Vatnsdal við Patreksfjörð

árið 1964 en kumlið er talið hafa verið frá 10. öld og fékk Hjalti styrki frá menntaog menningarmálaráðuneytinu og Síldarminjasafni Íslands til smíðinnar. Hjalti er einn þeirra sem lagði grunninn að Félagi áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum þar sem hann er búsettur. „Ég hafði áður verið að gera upp gamla báta og þegar maður gerir það þarf að leita svara við ýmsu. Ég var forvitinn um af hverju gömlu trébátarnir okkar voru eins og þeir voru, fór að skoða bátskuml til að athuga hvort ég gæti nýtt þau og ákvað loks að endurgera Vatnsdalsbátinn sem er talinn hafa verið smíðaður á Íslandi úr rekavið.“ Hann segir að verkefnið „Horfin verkþekking“ gangi út á að endurheimta, að því marki sem hægt er, handverk og bátagerðir fyrri alda, en svo virðist sem mikil þróun hafi orðið í bátasmiði og hönnun frá Vatnsdalsbátnum og þar til fyrirmyndir Króka-refs voru gerðar. Hjalti hefur þegar hafið undirbúning við þriðja og síðasta hluta verkefnisins, sem einnig er sá umfangsmesti. „Það er smíði á haffæru skipi að fyrirmynd skipa sem voru notuð til millilandasiglinga. Þetta er mjög stórt skip, 15 metra langt. Ég hef ekki lokið við að fjármagna það verkefni þannig að of snemmt er að segja til um hvenær það fer af alvöru af stað,“ segir hann. Þessu til viðbótar hefur Hjalti fengið nokkuð af beiðnum um að halda fyrirlestra um bátasmíðina og bátagerðir fyrr á öldum sem gefa innsýn í hvernig Íslendingum tókst að byggja upp land og lifa af. Erla Hlynsdóttir

Glæsibær . Álfheimar 74 . 5. hæð . 104 Reykjavík . Sími 577 1001 . www.sjonlag.is

erla@frettatiminn.is


13-0651 H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

HEFUR SAFNAÐ FYRIR ÖKUTÆKI

FYRIR HVERJU LANGAR ÞIG AÐ SAFNA? Einfaldasta leiðin til að safna fyrir því sem þig langar í er að setja þér markmið og leggja fyrir. Þú getur nýtt þér fjölbreyttar sparnaðarleiðir Arion banka í ýmsum tilgangi, til lengri eða skemmri tíma, með stór eða smá markmið.

VEXTIR

Reglulegur sparnaður í sjóðum og sparnaðarreikningum er einföld og áhrifarík leið að settu marki. Farðu inn á arionbanki.is/sparnaður og skoðaðu hvernig þú nærð þínum markmiðum eða hafðu samband við næsta útibú Arion banka.

Samkvæmt sparnaðarkönnun Capacent og Arion banka

REGLULEGUR SPARNAÐUR


8

viðhorf

Helgin 17.-19. janúar 2014

Eimskipafélag Íslands fagnar tímamótum í dag

A

LOKSINS

BÍLALÁN SEM GÆTI BORGAÐ SIG AÐ TAKA

Með nýju núllvaxtaláni BL getur þú fengið allt að 40% af verði bílsins að láni vaxtalaust til allt að 36 mánaða. Engir vextir, engin verðtrygging, enginn þinglýsingarkostnaður og ekkert smátt letur. Sem sagt, engin óvissa og það sem meira er – þú ekur um á nýjum bíl í fullri ábyrgð. Farðu á bl.is og kynntu þér frábæran möguleika til að kaupa nýjan bíl.

ENNEMM / SÍA / NM60822

NÚLLVEXTIR BL – loksins bílalán sem gæti borgað sig að taka.

Nýi Nissan Note – Verð: 2.890.000 kr. Bensín, beinskiptur / 4,7 l/100 km* Innborgun 60% / Gamli bíllinn þinn og eða reiðufé: 1.734.000 kr.

Vaxtalaus afborgun: 32.111 kr. á mán.

Renault Megane Sport Tourer – Verð 3.890.000 kr. Dísil, sjálfskiptur / 4,2 l/100km* Innborgun 60% / Gamli bíllinn þinn og eða reiðufé: 2.334.000 kr.

NÚLLVEXTIR BL: 1.556.000 kr. til 36 mánaða.

Vaxtalaus afborgun: 43.222 kr. á mán.

Renault Kangoo II – Verð: 2.541.000 kr. án VSK. Dísil, beinskiptur / 4,3 l/100 km* Innborgun 60% / Gamli bíllinn þinn og eða reiðufé: 1.524.600 kr.

NÚLLVEXTIR BL: 1.016.400 kr. án VSK til 36 mánaða.

Vaxtalaus afborgun:

28.233 kr. án VSK á mán.

HAFÐU SAMBAND VIÐ SÖLUMENN Í SÍMA 525 8000 EÐA SENDU OKKUR FYRIRSPURN Á bl@bl.is. NÁNARI UPPLÝSINGAR UM NÚLLVEXTI BL ER AÐ FINNA Á www.bl.is

GE bílar / Reykjanesbæ / 420 0400 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 – IB ehf. / Selfossi / 480 8080

BL Sævarhöfða 2 110 Reykjavík 525 8000

*Miðað við uppgefnar tölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. / Núllvextir BL gilda ekki með öðrum tilboðum.

NÚLLVEXTIR BL: 1.156.000 kr. til 36 mánaða.

Aldargamalt óskabarn

Að koma vöru- og farþegaflutningum milli landa á íslenskar hendur var veigamikill þáttur í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Það skýrir gríðarlegan áhuga landsmanna á stofnun Eimskipafélags Íslands, sem kallað var óskabarn þjóðarinnar, en um 14.000 manns gerðust stofnfélagar þegar fyrirtækið var stofnað 17. janúar 1914, fyrir réttum 100 árum. Það voru um 15 prósent þjóðarinnar. Félagið lét smíða tvö skip, Gullfoss og Goðafoss, og hóf reglulegar siglingar ári síðar og hefur haldið þeim áfram óslitið síðan. Félagið fagnar þessum tímamótum í dag – og mun gera það með margvíslegum hætti á afmælisárinu. Það er að vonum enda tíðindi að fyrirJónas Haraldsson tæki nái svo háum aldri. Eimjonas@frettatiminn.is skipafélag Íslands hefur því verið samofið íslenskri sögu allan þennan tíma, burðarás í samgöngum, farþegaflutningum milli landa fyrir tíð flugferða, vöruflutningum milli landa og strandsiglingum um langa hríð - og síðari ár landflutningum eftir að úr þeim dró. Ekki þarf að hafa mörg orð um mikilvægi vöruflutninga til og frá eyþjóð. Flytja þarf inn fjölmargar nauðsynjar og út framleiðsluvöru landsmanna. Reglubundnar siglingar til og frá landinu eru því nauðsyn. Þeirri þjónustu hefur Eimskipafélagið sinnt frá stofnun. Það hafa önnur skipafélög raunar einnig gert síðustu áratugi, í lengri eða skemmri tíma, enda er samkeppni nauðsynleg og öllum holl á þessum markaði eins og öðrum. Eimskipafélagið, eða Eimskip eins og félagið kallast nú, hefur þó notið stærðar sinnar og umfangs alla tíð. Eimskipafélag Íslands varð með tímanum mjög umsvifamikið á íslenskum fyrirtækjamarkaði og tengdist öðrum fyrirtækjum eignaböndum, jafnvel svo mjög að talað var um kolkrabba þegar vísað var til þeirra tengsla. Skipafélagið sjálft hélt sig engu að síður að sinni kjarnastarfsemi, vöruflutningum allt þar til á útrásartímanum svokallaða – sem eftir bankahrun hefur fremur verið kenndur við bólu – en Avion

Group keypti félagið árið 2005 og sameinaði flugrekstri sínum. Íslenskir athafnamenn fóru geyst, meðal annars þeir eigendur sem á þeim tíma réðu Eimskipafélaginu, Björgólfsfeðgar í gegnum fjárfestingafélag sitt og viðskiptafélagi þeirra, Magnús Þorsteinsson. Félagið óx svo hratt á þessum tíma með miklum uppkaupum á öðrum fyrirtækjum, einkum á árinu 2007, að það var orðið stórt alþjóðlegt fyrirtæki í upphafi ársins 2008. Þá störfuðu hjá því og dótturfélögum þess yfir fjórtán þúsund manns víða um lönd. Þegar flugið var sem mest státaði félagið af því að vera stærsta kæli- og frystigeymslufyrirtæki á heimsvísu. Það var hins vegar afar skuldsett svo hin stórtæku uppkaup og misráðnar fjárfestingar ytra færðu flest til verri vegar hjá Eimskipafélaginu. Fallið var því bratt sem leiddi til þess að félagið varð í raun „tæknilega ógjaldfært“, eins og Arnór Gísli Ólafsson sýndi í meistaraprófsritgerð sinni um þessa örlagadaga félagsins. Nýir stjórnendur, sem enn halda um stjórnartauma félagsins, og stærstu kröfuhafar voru hins vegar reiðubúnir að leggja í endurskipulagningu þess í stað þess að ganga að því. Félagið var losað úr frysti- og kæligeymslustarfseminni og einbeitti sér þess í stað að flutningastarfseminni og fór með þeim hætti til baka til upphafsins. Það var heillaskref enda skynsamlegt að sníða stakk eftir vexti. Endurskipulagt Eimskipafélag skilaði hagnaði af rekstri árið 2010, eftir hin erfiðu ár sem á undan fóru, og nokkru síðar var ákveðið að skrá félagið á hlutabréfamarkað. Nú sinnir Eimskip alhliða flutningaþjónustu, rekur skrifstofur í 19 löndum og er með umboðsmenn í fjölmörgum löndum að auki. Þá á félagið von á tveimur nýsmíðuðum skipum á árinu. Hjá Eimskip starfa nú um 1350 manns, þar af um 780 manns hér á landi. Þótt það sé einungis tíundi hluti þess sem var þegar atgangurinn var sem mestur fyrir örfáum árum er starfsemin á öðrum og heilbrigðari nótum. Afmælisbarninu og starfsmönnum þess er óskað til hamingju með hinn merka áfanga og jafnframt velfarnaðar.

… um 14.000 manns gerðust stofnfélagar þegar fyrirtækið var stofnað 17. janúar 1914, fyrir réttum 100 árum. Það voru um 15 prósent þjóðarinnar.  Vik An sem VAr Ljós í myrkri Ég kem daglega í vinnu í Efstaleiti 1 og bið menn að láta nýja fallega ljósaskiltið þar sem stendur RÚV í friði. Það lýsir vel í myrkrinu. Skammstöfunin RÚV fer verulega í taugar sumra en Egill Helgason hefur ekki yfir neinu að kvarta í þeim efnum. Næstum því Maður getur ekki gert alla ánægða. Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir fékk bágt fyrir að auglýsa eftir húsmæðrum sem eru til í að fara í fegrunaraðgerð í sjónvarpsþætti. Hún er þó óbuguð. Laun heimsins eru vanþakklæti Ég er alveg sjúklega bitur og veit ekki alveg hvers vegna ég er að fá þetta. Mugison var ekkert of hress með þriggja mánaða listamannalaun sín í samtali við vestfirska fréttamiðilinn BB.is en var víst að grínast.

Ómengað íslenskt grín Ég á að sjá um kvöldvökur og íslenskan húmor. Guðni Ágústsson, gæslumaður íslenska rjómans, fyrrverandi alþingismaður og landbúnaðarráðherra, hefur tekið að sér fararstjórn á Kanarí. Nei, Ármann er þar Ég er ekki út í kuldanum. Við erum ósammála í þessu eina máli. Það hefur ekkert með meirihlutasamstarfið að gera. Það heldur bara áfram. Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, er að hrella flokksbróður sinn og núverandi bæjarstjóra, Ármann Kr. Ólafsson, með því að greiða atkvæði með minnihlutanum. Hinn vanginn Við erum búin að biðja fyrir mönnunum sem brutust hérna inn. Einar Friðjónsson, verslunarstjóri nytjamarkaðirns Hertex á Akureyri sem Hjálpræðisherinn rekur, tók innbroti þar með stóískri ró.

Girl Power! Munum að ungar konur og já, konur á miðjum aldri eru meira en stelpur – þær búa yfir gríðarlegri reynslu, þekkingu og menntun sem samfélagið hefur ekki efni á að nýta ekki. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, tuktaði ónefndan vinnufélaga sinn í ráðuneytinu fyrir að kalla sig „stelpuna“ og smætta þannig hæfileika hennar og reynslu. Verði þinn vilji Það yrði aðildarsinnum líklega mjög til framdráttar ef hörðustu ESB-andstæðingar landsins mættu til Brussel í þeim tilgangi að semja um hvernig aðlögun næstu ára verði háttað. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur fundið krók á móti bragði fari svo að áframhaldandi aðildarviðræður við ESB yrðu samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


VERÐBÓLGAN ER DÝRKEYPT. STÖNDUM SAMAN. HÖLDUM AFTUR AF VERÐHÆKKUNUM, AUKUM KAUPMÁTT OG TRYGGJUM STÖÐUGLEIKA.

Stjórnarráð Íslands


10

fréttaviðtal

Helgin 17.-19. janúar 2014

Eimskip 100 ára í dag Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, þakkar langri sögu félagsins uppreisn þess eftir hrun. Hann rifjar upp hvernig óskabarn þjóðarinnar var keyrt í þrot og deilir framtíðarsýn félagsins sem byggist meðal annars á tækifærum tengdum nýjum siglingaleiðum á norðurslóðum.

E

imskipafélag Íslands var stofnað þann 17. janúar 1914 og fagnar því aldarafmæli í dag. Eimskip er elsta skipafélag landsins og má segja að saga þess sé samofin sögu þjóðarinnar. Það var stofnað sem hlutafélag og stór hluti þjóðarinnar keypti sér hlut í félaginu sem var í daglegu tali nefnt óskabarn þjóðarinnar. Félagið hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum tíðina, aukið flota sinn á hafi og vörugeymslur í landi. Á áttunda áratugnum óx félagið talsvert þegar nýjar skrifstofur voru opnaðar víðsvegar um Evrópu og Norður-Ameríku og á níunda áratugnum keypti félagið Tollvörugeymsluna og opnaði þjónustumiðstöðvar í Sundahöfn. Mestu umskipti í sögu félagsins urðu þó þegar nýir fjárfestar kom inn undir forystu Björgólfs Guðmundssonar. Stuttu seinna fluttist reksturinn úr gamla Eimskipafélagshúsinu við Pósthússtræti 2 yfir í Sundahöfn, félagið keypti dótturfyrirtæki sín í Noregi og Færeyjum og opnaði sína fyrstu skrifstofu í Kína. Árið 2005 keypti Avion Group rekstur félagsins og útrás óskabarnsins hófst fyrir alvöru.

Skuldir félagsins tífölduðust á árunum 2004 til 2007

Gylfi segir umsvifin á árunum fyrir hrun hafa einkennst af of mikilli fjárfestingu sem var lítt hugsuð og illa fjármögnuð. „Eftir eigendaskiptin haustið 2003 urðu miklar breytingar í rekstri félagsins og allsherjaruppstokkun á rekstri og skipulagi átti sér stað. Umsvif urðu í kjölfarið mikil og fjárfestingar voru áhættusamari en áður. Í maí 2005 varð Eimskip dótturfélag eignarhaldsfélagsins Avion Group, vaxandi samsteypu í flugþjónustu. Með þessum nýju eigendum komu nýjar áherslur, en áhugi á hitastýrðum flutningum þróaðist yfir í áhuga á fjárfestingum í frystigeymslum og var lagt í gífurlegar fjárfestingar í frystigeymslum víða um heim. Árið 2007 var Eimskipafélagið orðið eitt stærsta frystigeymslufyrirtæki í heimi, með á annað hundruð starfsstöðvar og mörg þúsund starfsmenn. Þessi fjár-

festingastefna gekk mjög nærri fjárhag félagsins, heildarskuldir þess höfðu nær tífaldast frá árinu 2004 og voru í ársbyrjun 2008 orðnar um tvö þúsund milljónir evra á sama tíma og eigið fé félagsins var orðið neikvætt. Óánægja var í hluthafahópnum og ósætti á milli forstjóra og stjórnarformanns sem leiddi til þess að í febrúar 2008 höfðu þeir báðir yfirgefið félagið.“

Aftur til upprunans

Það er ljóst að Gylfa beið ærið verkefni þegar hann tók við árið 2008. Félagið hafði á stuttum tíma farið í gegnum miklar breytingar á stefnu, horfið frá því að vera skipa-og flutningafélag yfir í að vera félag um hitastýrða flutninga á skipum, bílum, geymslum og flugvélum út um allan heim og á sama tíma steypt sér í gífurlegar skuldir. „Í maí 2008 var þess farið á leit við mig að ég tæki við stjórnartaumunum hjá Eimskip, en á þeim tíma bjó ég ásamt fjölskyldu minni í Virginíu í Bandaríkjunum og stýrði starfsemi Eimskips í Norður-Ameríku. Mér fannst verkefnið að sjálfsögðu vera mikil áskorun sem ekki væri hægt að skorast undan því að fá að leiða. Ég kom því til Íslands og hófst strax handa við að reyna að átta mig á því hvernig best væri leysa þetta stóra verkefni.“ Það var strax ljóst að það þyrfti að fara enn einu sinni í gegnum nýja stefnumótun, rekstrar- og fjárhagslega endurskipulagningu og sölu eigna sem ekki tilheyrðu kjarnastarfseminni. Byrjað var á því að losa Eimskip út úr erlendum ábyrgðum víðsvegar um heiminn og eftir stóð þá kjarnareksturinn á Íslandi, í Færeyjum og Noregi, með eigin starfsemi í 16 löndum. Fjöldi starfsmanna fór í um 1200 sem var innan við 10% af því sem mest var á árinu 2007.

Trúverðugleiki Íslendinga lítill

„Við nýttum okkur krafta erlendra ráðgjafa í bland við íslenska þar sem trúverðugleiki Íslendinga var ekki mikill í samskiptum við erlenda kröfuhafa. Við reyndum eftir fremsta megni

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips: „Ég er stoltur og um leið auðmjúkur yfir því að hafa fengið að njóta þeirra forréttinda að vinna að endurreisn Eimskips og sigla því inn í nýja tíma með því öfluga starfsfólki sem mér starfar.“

hagshrunsins, en traust Eimskips var að upplýsa kröfuaðila reglulega um þó ekki endanlega horfið og þakkar stöðuna með upplýsingafundum Gylfi það mikilli sögu félagsins. „Við til að tryggja gagnsæi. Við höfðum sendum fólk utan með markvissum raunar einungis um þrennt að velja í hætti til samningaumleitana og á stöðunni; greiðslustöðvun, gjaldþrot mörgum stöðum nutum við mikils eða nauðasamninga. Við ákváðum skilnings og náðum að fara erfiðustu leiðina, fram lækkunum til að freista þess að fara merkis um stuðning við í nauðasamninga og gamla félagið.“ reyna þannig að koma „Það hefur vissulega félaginu á réttan kjöl tekið sinn tíma fyrir aftur.“ Að lokum var það okkur að ná vopnum svo bandarískt fjárfestokkar eftir hrunið og ingarfélag, Yucaipa, sem félagið sýpur seyðið af bjargaði stöðu félagsins. því að neysla á Íslandi er „Yucaipa kom inn með „Íslendingar hafa enn mun minni en hún nýtt fjármagn auk þess mikla möguvar árin fyrir hrun sem að taka yfir stærstu einhefur haft mikil áhrif á stöku skuld Eimskipaleika í gegnum flutt magn, sérstaklega félagsins. Niðurstaðan orkuna, landá innflutning til Íslands. varð síðan sú að gamli Við höfum hins vegar Landsbankinn, sem var rými og innviði náð að dreifa áhættunni stærsti kröfuhafinn, Yusem til staðar þannig að tæplega helmcaipa með nýtt fjármagn ingur tekna félagsins og aðrir óveðtryggðir eru. Ég sé okkur kemur frá flutningum kröfuhafar tóku félagið hafa aðkomu að sem tengjast Íslandi. yfir og eignarhlutir Ég er stoltur og um fyrrum hluthafa urðu hafnargerð um leið auðmjúkur yfir því verðlausir.“ allt land og við að hafa fengið að njóta Saga félagsins átti þeirra forréttinda að eigum möguvinna að endurreisn þátt í björgun þess leika á að veita Eimskips og sigla því Miklar breytingar voru inn í nýja tíma með því gerðar á rekstrinum margvíslega öfluga starfsfólki sem og eftir aðhaldsaðgerðþjónustu.“ mér starfar.“ irnar hafði kostnaður Margir hlutafjáreigfélagsins lækkað um endur urðu fyrir miklum 3,3 milljarða króna. skelli í hruninu og segist Gylfi vona Utanaðkomandi áhrif voru mikil, svo að fjárfestar og fyrirtæki hafi lært sem neikvæð umfjöllun fjölmiðla, sína lexíu sem muni leiða til aukinnar gjaldeyrishöft og almenn óvissa um fyrirhyggju og traustari rekstrar. stjórnarfarið í landinu í kjölfar efna-

„Við hjá Eimskip höfum áttað okkur á mikilvægi þess að einbeita okkur að því að gera það sem við erum best í stað þess að færast of mikið í fang, en að sama skapi er mikilvægt að horfa fram á veginn og vera tilbúin að grípa þau tækifæri sem henta fyrirtækinu.“

Ný tækifæri í siglingum á norðurslóðum

Gylfi telur mikil tækifæri felast í nýjum siglingaleiðum um norðurslóðir og sér fram á að Eimskip muni nýta sér þau. „Íslendingar hafa mikla möguleika í gegnum orkuna, landrými og innviði sem til staðar eru. Ég sé okkur hafa aðkomu að hafnargerð um allt land og við eigum möguleika á að veita margvíslega þjónustu. Skemmtiferðaskipum mun fjölga, togaraútgerð og útgerð frystiskipa um allt land mun aukast, rannsóknarskip munu vera á norðlægum slóðum og kalla eftir vistum og þjónustu, aðstaða til björgunar og eftirlits mun verða ákjósanleg hér á landi bæði í lofti og á legi, hrávöruskip munu auka komur sínar hingað vegna verkefna sem framundan eru hér á landi í stóriðnaði, sem og vegna námuvinnslu á Grænlandi.“ Að lokum bendir Gylfi svo á að félagið þurfi líka að huga vel að umhverfisþáttum, verða leiðandi í þeirri umræðu og sækjast eftir því að stýra sem mest af þeirri starfsemi til Íslands á forsendu staðsetningar félagsins en einnig á forsendu hlutleysis gagnvart stórveldunum.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

ATA R N A

Heimilistæki frá Siemens til að prýða eldhúsið þitt og létta þér störfin. Lausnina færðu hjá okkur.

Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is


útivistarföt fyrir alla fjölskylduna!

janúarútsala icewear 20-60% afsláttur í verslun icewear fákafenI 9


JANÚAR


Með víðtækri samstöðu þjóðarinnar var Eimskipafélag Íslands stofnað þann 17. janúar 1914. Félagið hefur vaxið og dafnað í áranna rás og gengið í gegnum gríðarlegar breytingar bæði í meðvindi og andstreymi. Árið 2014 er Eimskip alþjóðlegt flutningafyrirtæki með um 1.400 starfsmenn og starfsstöðvar og samstarfsaðila víða um heim. Á þessum merku tímamótum lítum við auðmjúk um öxl með þakklæti í huga en horfum jafnframt bjartsýn og full tilhlökkunar til þeirra krefjandi verkefna er bíða Eimskipafélagsins.

YFIR HAFIÐ OG HEIM Í 100 ÁR Feðgarnir Pétur Sigurðsson háseti og Sigurður Pétursson skipstjóri um borð í Gullfossi árið 1930. Sigurður var fyrsti skipstjórinn sem ráðinn var til félagsins.


14

viðtal

Helgin 10.-12. janúar 2014

Ævintýraþrá dró hana í fámennasta sveitarfélag landsins Veðráttan og stopular samgöngur setja sitt mark á gang lífsins í Trékyllisvík, þangað sem Anna S. Sigurðardóttir fluttist búferlum með börn og buru fyrir ári til að gerast kennari í Finnbogastaðaskóla.

Á

rneshreppur er nyrsta sveitarfélag Strandasýslu og það fámennasta á landinu. Á svæðinu varð til vísir að þéttbýli snemma á 20. öld í Kúvíkum, Gjögri og Djúpuvík í tengslum við hákarla- og síldveiðar en eftir það blómaskeið hefur fólki fækkað hægt og þétt. Nú búa þar rúmlega fimmtíu manns allt árið sem hafa sitt lifibrauð af búskap, veiðum eða ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan er vaxandi á svæðinu og fólki fjölgar talsvert yfir sumartímann. Þrátt fyrir takmarkaða atvinnumöguleika hafa þó nokkrir lagt leið sína þangað í leit að öðruvísi lífi. Kannski vegna þess að þessi fagra sveit, með sínum fallegu fjörum fullum af rekaviði, hefur að geyma eitthvert dulmagn sem fáir geta útskýrt.

Sveitarómantíkin heillar

Garðbæingurinn Anna S. Sigurðardóttir er ein af þessum ævintýraþyrstu sálum. Hún er menntuð í spænsku og heimspeki og hefur starfað sem spænskukennari undanfarin ár. Hún er hálfgerður flakkari í eðli sínu og eyddi hluta af námsárum sínum meðal annars á Spáni þar sem hún kenndi í barnaskóla. Hún segir algjöra tilviljun hafa ráðið því að þau skötuhjú ákváðu að flytjast með barn og buru í eina afskekktustu og fámennustu sveit landsins. Löngunin til að breyta til hafði þó verið lengi til staðar hjá henni og það hjálpaði til að barnsföður hennar, Ólaf Stefánsson, sem er gullsmiður og alinn upp í Hafnarfirði, langaði líka á vit nýrra ævintýra. „Það var nú bara skemmtileg tilviljun hvernig þetta kom til. Ég var

heima eitt laugardagskvöldið og fór að fletta í gegnum atvinnuauglýsingar, meira fyrir manninn minn en fyrir sjálfa mig, og rakst þá á þessa auglýsingu. Umsóknarfresturinn var fram á mánudag og mér fannst þetta bara ótrúlega spennandi. Við höfðum stuttu áður heimsótt Flateyri þar sem vinir okkar búa, og heilluðumst þar af sveitalífinu. Ég hafði oft komið þangað áður en Óli var að koma í fyrsta sinn. Okkur fannst æðislegt að vera þar og þá kom þessi hugmynd upp, að prófa bara að flytja út á land, hvað það gæti nú verið gaman og mikil lífsreynsla og þá sérstaklega fyrir börnin. Það er svo miklu auðveldara að flytjast með börn þegar þau eru lítil. Við Óli ræddum þetta fram og til baka alla helgina og ákváðum svo á endanum að sækja um. Á fimmtudeginum var ég svo ráðin í starfið.“

Börnin eru þungamiðja sveitarinnar

Anna segir mikil viðbrigði að fara úr framhaldsskóla í Reykjavík yfir í barnaskóla úti á landi. „Ég kenni allt nema smíði og leikfimi sem maðurinn minn kennir. Það eru fimm börn í skólanum og við skiptum þeim í tvo hópa. Elísa Ösp skólastjóri er mest með þau þrjú yngstu, sjö, átta og níu ára stelpur, en ég er mest með þau tvö eldri sem eru tólf og þrettán ára. Það er ótrúlega gaman að sjá að það er hægt að gera mikið með einstaklingsmiðað nám. Börnin eru úr Trékyllisvík og geta því öll gengið í skólann á innan við 10 mínútum. Sjálf búum við í skólanum svo þetta er allt mjög þægilegt.“ Anna segir skólann sjálfan vera þungamiðju lífsins í sveitinni.

„Ég mæli hiklaust með því, eftir þessa reynslu, að fólk drífi sig út á land ef því býðst starf og upplifi þetta líf. Sérstaklega ef það á börn sem geta notið þess. Það þarf ekkert endilega að vera draumastarfið eða starf sem þú ert menntaður til að vinna við.“ „Þetta er fámennasta sveit landsins en þó hefur orðið fólksaukning síðustu ár. Elísa Ösp er úr sveitinni en flutti í bæinn til að mennta sig. Hún kom til baka með mann í farteskinu og þau hafa nú tekið við búi foreldra hennar. Svo er annað ungt par nýtekið við fjárbúskap í víkinni og þau eiga tvö börn. Svo lengi sem börn eru skólanum gengur samfélagið betur því þá þarf ákveðin þjónusta að vera til staðar.“

Tími fyrir fjölskylduna

Anna segir dagana óneitanlega vera einfaldari en í bænum. Þó félagslífið sé minna hefur það sína kosti því fjölskyldan eyðir mun meiri tíma saman en áður. „Á haustin er auðvitað mjög mikið að gera hjá bændunum við að smala, rýja og slátra og öll verkin sem tengjast því ná langt fram í nóvember. Svo þegar líða fer að jólum eykst félagslífið á svæðinu. Það voru til dæmis tvö félagsvistar-

Ætlar þú að breyta um lífsstíl? Heilsulausnir Henta einstaklingum sem glíma við offitu, hjartasjúkdóma og/eða sykursýki. Námskeiðin hefjast mánudaginn 20. janúar. Mánud., miðvikud. og föstud. kl. 06:20, 10:00 eða 14:00 (uppselt kl. 19:30)

Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is

kvöld í félagsheimilinu í desember og reyndar annað milli jóla og nýárs en þar sem veðrið var svo vont komust mjög fáir. Svo var auðvitað jólaball fyrir börnin. Einu dýrin í Trékyllisvík, fyrir utan smalahundana, eru kindur. Anna segir fjölskylduna hafa gaman af því að taka þátt í búskapnum með sveitungunum, það sé gefandi fyrir börnin að sjá hvernig búskapurinn virki. „Við tókum aðeins þátt í smalamennskunni í haust þar sem Óli var mjög liðtækur, hlaupandi upp um fjöll og firnindi með heimamönnum. Svo fékk hann að aðstoða við slátrunina og ég gerði lifrarpylsu í fyrsta sinn. Mér finnst gott að krakkarnir fái að sjá hvað landið gefur af sér. Þetta er soldið eins og að fara aftur í tímann fyrir okkur borgarbörnin og maður veit ekkert hvort það verði hægt að upplifa þetta líf eftir nokkur ár þar sem allt breytist svo hratt.“

Einangrun yfir veturinn

Spurð út í stemninguna í sveitinni og framtíðarsýn fólksins segir Anna sveitungana mjög jákvæða enda glaðlynt fólk yfir höfuð sem búi þarna. En það hái sveitinni auðvitað að vera svona afskekkt. „Það var til dæmis auglýst staða kaupfélagsstjóra í Norðurfirði um daginn og enginn sótti um starfið. Það er búið að redda þessu tímabundið en svo veit enginn hvað gerist. Samgöngur á svæðin eru auðvitað mjög erfiðar. Það er bara rutt einn dag í janúar og svo er hann ekki opnaður aftur fyrr en í lok mars. Vegum úti á landi er skipt í flokka og þar sem vegurinn okkar er í D flokki er honum eiginlega ekkert sinnt. Afleiðingin er sama og engin þjónusta í janúar, febrúar og mars. Það bíða bara allir eftir að Vegagerðin ákveði hvenær er rutt og þá er farið í erindagjörðir. Ef það er snjóþungt þá verður að stóla á flug, sem er tvisvar í viku á Gjögur, en það er alls ekki alltaf veður til þess. Trékyllisvík liggur að sjó svo snjóinn blæs oft í burtu, en þó enginn snjór sé í víkinni er oft engin leið út úr henni því fjallaskörðin í kring eru full af snjó.“ En þrátt fyrir erfiðar aðstæður yfir háveturinn mælir Anna með þessu lífi og hvetur borgarbúa til að drífa sig út á land. „Ég mæli hiklaust með því eftir þessa reynslu að fólk drífi sig út á land ef því býðst starf og upplifi þetta líf. Sérstaklega ef það á börn sem geta notið þess. Það þarf ekkert endilega að vera

draumastarfið eða starf sem þú ert menntaður til að vinna við. Svo er lífið auðvitað allt annað á sumrin þegar ferðamennskan og útgerðin setja svip sinn á sveitina. Sumarið er tími strandveiðanna og þó nokkrir bátar gera út frá Norðurfirði. Ferðamennskan er sívaxandi atvinnugrein á svæðinu, bæði af innlendum og erlendum ferðamönnum, en takmarkast auðvitað af samgöngunum sem ekki er hægt að stóla á allt árið. Það er stór hópur sem kemur hérna við á leið sinni til Hornstranda en hópur fólks sem kemur gagngert til að vera í sveitinni er líka sístækkandi. Það er svo margt að sjá og gera, sérstaklega mæli ég með sundlauginni í Krossnesi sem liggur í fjöruborðinu og er algjörlega æðisleg. Þetta er svo ósnortið og fallegt svæði.“

Ekkert stress

„Það besta við þetta ævintýri fyrir mig persónulega er að fá að upplifa svona ólíkan takt í lífinu. Það eru ákveðin forréttindi að fá að lifa svona lífi úti á landi þar sem maður hugsar bara um að njóta fjölskyldunnar og vinnunnar sinnar. Þetta er einfalt líf sem stjórnast af náttúrunni og veðrinu. Eftir vinnu kem ég heim og bara nýt þess að vera með manninum og börnunum. Stundum spilum við eða förum í sund og svo er náttúran líka stór hluti af lífinu sem ég er þakklát fyrir. Ég get ekki sagt að ég sakni hraðans og stressins, öllu skutlinu og því sem fylgir að búa í stórborg. Auðvitað finnst mér gaman að fara í bæinn en það er alltaf svo gott að koma aftur í rólegheitin. Hlusta á sjóinn í stað bílanna. Það eina sem þú getur mögulega stressað þig yfir er að ná ekki í Kaupfélagið á Norðurfirði ef klukkan er korter í lokun.“ Anna þyrfti samt kannski að byrja að stressa sig yfir færðinni í vor því þá á hún von á sínu þriðja barni og vegurinn er oft ófær langt fram í apríl. Hún er þó bjartsýn á að allt gangi vel og stólar á að Landhelgisgæslan bjargi sér ef allt verður ófært. Með fæðingu þriðja barnsins í fjölskyldunni mun íbúatala sveitarinnar hækka á ný svo það er full ástæða til að taka sér Árnesinga til fyrirmyndar og líta jákvæðum og glaðlyndum augum til framtíðarinnar. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


STÓRMÓT Á STÓRUM SAMSUNG SJÓNVÖRPUM

MÁ RÖFLA VIÐ DÓMARANN EF ÞIÐ ERUÐ EKKI SÁTT VIÐ UPPSETT VERÐ

9005 LÍNAN LED SMART TV

ULTRA HIGH DEFINITION OFURSJÓNVARP · 4K Stærðir: 65"/55"

ÁFRAM ÍSLAND!

7005 LÍNAN LED SMART TV Stærðir: 60"/55"/46"

8005 LÍNAN LED SMART TV Stærðir: 75"/65"/55"

STÓRKOSTLEG HEIMABÍÓSTÆÐA 5.1 kerfi · 3D · 1000W Verð áður: 119.900

Tilboðsverð: 99.900

OPIÐ

LAUGARDAGA FRÁ KL. 12–16

SÍÐUMÚL A 9 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2900 · samsungsetrid.is


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 65953 01/14

BÆTTU SMÁ GLASGOW Í LÍF ÞITT Verð frá

19.800* kr.

Þessi ferð gefur frá 1.500 til 4.500 Vildarpunkta aðra leiðina.

Tjörnin er ekki nafli andaheimisins Skoskar endur í Glasgow halda því fram að Green Park og Doulton gosbrunnurinn séu miklu betri staður. Þúsundir Íslendinga, sem heimsækja Glasgow á hverju ári, eru á sama máli. Þeim finnst þeir hvergi fá betra tækifæri til að fyllast af andagift og freyðandi fjöri en einmitt í borginni á bökkum Clyde. Og það verður að viðurkennast að skoskir sekkjapípuleikarar hafa það fram yfir kríur að þeir ganga í pilsum.

* Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar.


+ Bókaðu núna á icelandair.is

Vertu með okkur


18

umferðarmenning

Helgin 17.-19. janúar 2014

Þ

ær eru margar reglurnar sem við í samfélaginu þurfum að fylgja. Sumar eru skráðar í bækur hins opinbera. Þeim framfylgja löggan og skattmann. En vald þessara stofnana er takmörkum háð því refsivöndur þeirra nær ekki endilega yfir óskráðu reglurnar. Þær eru okkur þegnunum oft ekkert minna mikilvægar. Hvergi eru þessar óskráðu reglur mikilvægari en í umferðinni. Sé þeim ekki fylgt þar endar bara með því að borgararnir grípa til frumskógarlögmálsins. Því er gott að dusta rykið af nokkrum helstu umferðarreglunum svo enginn þurfi að enda næsta bíltúr á harða spretti með umferðarreiðan mannapa, vopnaðan felgulykli, á hælunum.

Teikning/Hari

Óskráðu umferðarreglurnar

Ekkert veif

Ef einhver hleypir fram fyrir– þarf sá hleypti að veifa, takk. Ef ekkert kemur veifið fyrirgerir sá sem átti að veifa öllum rétti í umferðinni. Undantekningin á veifinu er þó þegar bílstjóri neitar að hleypa. Þá skal leita allra leiða til að troða sér fram fyrir. Jafnvel með smá stuðara í stuðara og helst glotta létt í spegilinn að verki loknu.

Vinstri rein

Það á ekki að þurfa að taka það fram að vinstri akreinin er til framúraksturs. Hér á klakanum er það þó oftast svo að sú vinstri er nýtt til jafns við þá hægri. En til að æra ekki óstöðugan er best að hleypa framúr. Í staðinn fyrir að naga stýrið af bræði er um að gera að skjótast strax í humátt og nota glannann sem hraðaskjöld. Hlæja svo alla leiðina í bankann þegar löggan stoppar þennan blikkandi leiðindapésa fyrir of hraðan akstur.

Autt við rautt

akbraut að umferðarljósunum. Það er ekkert jafn pirrandi í heiminum og þegar þessi regla er brotin. Ekki gera þetta nema mögulega sé verið að brenna með ófríska konu upp á spítala og jafnvel ekki þá. Ekki gera þetta – ekki.

Reiðhjól

Hjólreiðafólk er gjörsamlega óþolandi og voðalega lítið hægt að gera í því. Það mun pirra umferðarsjúka hvað sem það gerir. Sér í lagi þeir

sem eru hjólandi heim úr vinnunni íklæddir gulu vesti á háannatíma. Úti á miðri götu og almennt fyrir bílandi mönnum. Reyndar er það þó svo að þegar þeir umferðarreiðu þurfa sjálfir að hjóla smáspöl, ja, þá geta helvítis bílarnir farið fjandans til.

Keyrðu bílinn

Ekki senda sms. Ekki senda tölvupóst, ekki lesa bók. Er þetta rækjusamloka? Ekki vera að borða hana

PIPAR\TBWA • SÍA • 132503

Ein stærsta reglan sem hægt er að brjóta er stuldur á auða svæðinu á ljósum. Á götu með tveimur eða fleiri akreinum er blátt bann við því að stinga sér fram úr þeim bíl sem var svo heppinn að eiga auða

Það er algjörlega bannað að hanga í skottinu á næsta manni. Það getur gert hvern mann brjálaðan.

undir stýri. Það er best að keyra bara. Tala í mesta lagi í símann. Stutt símtal – en bara ef það er mamma sem hringir eða forsetinn.

Það var appelsínugult

Ekki stoppa á gulu. Hver stoppar á gulu? Pilla sér áfram þangað til ljósið verður dökkappelsínugult! Undantekning er þó á ef það er umferðarsulta og ekkert pláss fyrir bílinn þinn hinum megin við gatnamótin. Þá á ekki að fara yfir á gulu. Bara til að stoppa umferðina í allar áttir og pirra alla. Þá dugar ekkert að lyfta höndunum upp eins og þetta hafi komið svakalega á óvart. Allt handapat og afsakanir á þessum tímapunkti pirra bara meira.

Límmiðalið

Margir kjósa að líma miða í afturgluggann sinn. Allt frá miðum síðan Bylgjulestin fór um landið upp úr ‘97 upp í miða um tiltekinn fjölda barna í bílnum. Skítt með Bylgjulestina, því fólki er ekki viðbjargandi. En þeir sem eru með barn í bílnum límmiða eiga ekki að keyra eins og asnar. En ekki svína á næsta bíl. Þannig að krakkinn, sem þó sjaldnast er með í bílnum, klessist í rúðuna.

Öflug fjáröflun fyrir hópinn

Göngugarpar

Að nota gönguljós er jákvætt. En ef þrýst er á hnappinn er líka eins gott að bíða eftir græna kallinum. Þeir sem þrýsta og hlaupa svo yfir á rauðum kalli eru eiga bara að nota undirgöng og brýr. Þeir sem svo ganga svo yfir götuna og ætlast til þess að bílarnir stoppi úti á miðri götu, ekki vera hissa á því að fá hurð í andlitið.

Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins

Stór stæði, litlir bílar Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.

Skeifunni 11 | Sími 515 1100

www.rekstrarland.is

Smábílar eru sniðugir í innanbæjarsnatt og eru náttúrlega sparneytnir. En þegar saklausir umferðarbrjálæðingar eru búnir að leita lengi að stæði og finna það loksins, bara til að uppgvöta

10 r á ð til a ð sk a pa góðar stundir í umfer ðinni

1. Veifa takk 2. Nota stefNuljós 3. Hleypa framúr ef aNNar bíll Vill keyra Hraðar 4. reNNilásakerfið er best til að Halda umferðiNNi gaNgaNdi 5. ekki stoppa á miðri götu til að Hleypa öðrum bíl iNN í umferðiNa 6. Halda góðu bili á milli bíla 7. ekki stuNda sVig í umferðiNNi 8. ekki seNda sms eða borða stórar máltíðir 9. ekki troðast 10. ekki keyra of Hægt

Kia Picanto parkeruðum innst í stæðið, það er óþolandi. Örbílaeigendur þurfa að læra að leggja ekki innst. Annars eiga þeir á hættu að verða lokaðir inni af stærri bílum.

Ekki stela

Það að stela bílastæði sem verið er að bíða eftir er bannað. Þeir sem það gera eiga skilið að láta lykla bílinn sinn aðeins. En, og þetta er stórt EN. Það er líka bannað að bíða endalaust eftir bílastæði þannig að örtröð myndist fyrir aftan. Sérstaklega ef það er mikið að gera í Kringlunni og menn þurfa að komast á útsöluna í Dressmann. Já, og þeir sem vita að verið er að bíða eftir stæðinu þeirra, en þurfa endilega að tékka á tölvupóstinum og endurraða í hanskahólfinu áður en lagt er af stað úr stæðinu, eiga skilið að verða útrás umferðarreiðra ærlega að bráð.

Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is


Ert þú að tala um mig? Rannsóknir hafa sýnt að líkaminn nýti betur, þ.e. upptakan sé meiri á Magnesium Citrate en á magnesíumi á öðru formi, t.d. carbonate. US National Institute of Health Hver einasta framleiðslulota af Magnesium Citrate töflunum frá NOW er sérstaklega prófuð til að tryggja að þær leysist upp á réttan hátt og á réttum tíma í meltingarveginum. Þar af leiðandi virka þær jafn vel og Magnesium duft en eru mun einfaldari og fljótlegri að taka.*

nowfoods.is

* Ekki skal neyta meira af fæðubótarefninu en ráðlagður dagsskammtur segir til um nema í samráði við lækni.

NOW eru margverðlaunuð, hágæða 100% náttúruleg fæðubótarefni með hámarks virkni og hreinleika. Þau eru GMP vottuð en að auki er NOW með mun strangara innra eftirlit og prófanir til að tryggja þau einstöku gæði, hreinleika og virkni sem NOW er þekkt fyrir.


20

viðtal

Helgin 17.­19. janúar 2014

ÚTSALA Allt

70%

AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM

Ein helsta hátíð þeirra sem aðhyllast wicca er 31. október þegar hluti heimsins fagnar Hrekkjavöku. Þeir sem eru náttúrutrúar kalla sig nornir.

Fólk er meðvitað um að náttúran er lifandi, og hugsar mikið um að flokka og endurvinna.

Mynd/NordicPhotos/Getty

9.900 áður 238.900

12 Roma Hornsófi 2H2 verð

Milano sett 3+1+1 verð

199.900 áður 356.900

Tungusófar frá 125.900 kr Hornsófar frá 129.900 kr Sófasett frá 199.900 kr

Rósa Alexandersdóttir er ekki náttúrutrúar en segist verða spenntari fyrir þessum trúarbrögðum eftir því sem hún kynnist þeim betur.

Rannsakar nornatrú Skenkur 235x80x52

77.000

frá verð áður 221.900

Barskápur 119x158x52

89.000

frá verð áður 149.900

Bast stólar

5.900

verð áður 24.900

Heilsukoddar

2.900

verð áður 6.900

Rúm 153x200 Sjónvarpsskápar

33.500

frá verð áður 47.900

69.000

frá verð áður 218.900 *gildir einungis fyrir sýningareintak

Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is

Rósa Alexand­ ersdóttir vinnur að lokaverkefni sínu í þjóðfræði um náttúrutrú, eða „wicca.“ Bæði karlar og konur sem ástunda trúna kalla sig nornir og segir Rósa að trúarbrögðin séu lífsstíll sem liti alla þætti daglegs lífs. Hún hefur þegar tekið viðtöl við þrjár íslenskar nornir en leitar að fleiri við­ mælendum.

Y

firleitt þegar ég segi um hvað lokaverkefnið mitt fjallar biður fólk mig um að endurtaka mig og síðan spyr það hvað „wicca“ sé eiginlega,“ segir Rósa Alexandersdóttir sem vinnur lokaverkefni sitt í þjóðfræði við Háskóla Íslands um wicca, eða náttúrutrú. „Enginn hefur áður skrifað lokaverkefni um þetta þannig að það er mjög erfitt að finna heimildir en markmið mitt er að skoða yfirfærslu menningar og hvar náttúrutrúin er á þeirri vegferð.“ Wicca er heiti á heiðinni sértrú sem er stunduð víðs vegar um heiminn. Einn þeirra fyrstu sem fjallaði um Wicca var Bretinn Gerald Gardner sem um miðbik síðustu aldar hélt því fram að wicca væri endurvakin nornatrú sem rekja mætti til heiðins siðar fyrir kristni í Evrópu. „Það er mjög misjafnt hvernig fólk túlkar wicca og því iðkar fólk trúna á mjög ólíkan hátt. Sumir einbeita sér bara að því að hlúa að náttúrunni en aðrir tilbiðja líka gyðju og enn aðrir bæði gyðju og guð.“ Rósa hefur vegna verkefnisins gert óformlega könnun á því í gegnum Facebook hvað fólk telur að wicca sé. „Ég reiknaði alveg með því að fólk hefði neikvæðari mynd af þessu og tengdi wicca við djöfulinn. Það eru vissulega sumir í wicca sem trúa á og stunda galdra, en aðrir ekki. Tengingin

ÚTSALA 10-50% AFSLÁTTUR EINGÖNGU Í HÖNNUNARBÚÐINNI. FRÁ 16. JANÚAR - 6. FEBRÚAR.

Bankastræti 4 I sími: 551 2770 I www.aurum.is

við nornir er hins vegar skýr enda kalla þeir sem ástunda wicca sig nornir, bæði konur og karlar. Fyrst og fremst er þetta lífsstíll sem snýst um virðingu fyrir náttúrunni. Fólk er meðvitað um að náttúran er lifandi, og hugsar mikið um að flokka og endurvinna. Sumir fara líka út í náttúruna og ástunda ýmsa helgisiði.“ Rósa er ekki náttúrutrúar en hún segir að því meira sem hún kynnist henni því áhugasamari verði hún. „Ég er bara áhugamanneskja. En ég er ekki kristinnar trúar.“ Hún hefur þegar tekið viðtöl við þrjár konur sem aðhyllast náttúrutrú. „Þær hafa stundað þetta mis lengi, og ein þeirra var í hópi fólks sem hittist reglulega og stundaði trúna saman.“ Konurnar gáfu ekki kost á viðtali við Fréttatímann. Ekkert starfandi trúfélag er fyrir wicca og segir Rósa að sumir þeirra skrái sig í Ásatrúarfélagið, því bæði trúarbrögðin séu heiðin og ýmislegt líkt með þeim. Vetrarsólstöður er ein helsta hátíð ársins hjá þeim sem eru náttúrutrúar, en á nýliðnu ári voru vetrarsólstöðurnar þann 21. desember. Hátíðin Samhain er einnig heiðin en hún fellur á 31. október, þegar hluti heimsins fagnar hrekkjavöku. Samkvæmt wicca-fræðunum eru skilin milli okkar heims og andaheimsins þá minnst og því besti tíminn til að ná sambandi við framliðna. Rósa á enn mikið eftir af verkefninu, bæði hvað varðar heimildavinnu og viðtöl, en hún vonast eftir því að ná einnig tali af íslenskum karlmönnum sem stunda wicca. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


heFst Í Dag Mikið úrval

20-50% afsláttur

útsala & lagerhreinsun MIKIÐ ÚRVAL AF POTTAPLÖNTUM Á ÓTRÚLEGU VERÐI! KaKtusar 8.5 CM

699 kr 999

a FriÐarlilJ

r ÁstarelDu

2.49

1.049

1.6990kr

699 kr

orKiDea

biKa CoFFee ara

1.99

1.99

1.3900kr

1.3900kr

luKtir

styttur, vasar og sKÁlar

30% afsláttur

túlÍPanar 10 stK

1.499 kr

lager

hreinsun

Kerti&

úrval aF vÖlDuM gJaFavÖruM allt Á aÐ

KertastJaKar

30% afsláttur

selJast

Blómavali Skútuvogi

20%

afsláttur

af vítamínum, bætiefnum og snyrtivörum Skútuvogur - Grafarholt - Hafnarfjörður - Akureyri - Egilsstaðir Vestmannaeyjar - Akranes - Ísafjörður - Selfoss - Reykjanesbær


22

viðtal

Helgin 17.-19. janúar 2014

Býr með Línu langsokk Ellefu ára gömul skrifaði Sóley Tómasdóttir bréf til uppáhalds rithöfundarins síns, barnabókahöfundarins Astrid Lindgren. Ef Sóley yrði borgarstjóri myndi það vera hennar fyrsta verk að gera alla þjónustu borgarinnar við börn gjaldfrjálsa. Hún segir mikilvægt að standa vörð um opinbert eignarhald Orkuveitu Reykjavíkur og gagnrýnir Bjarta framtíð fyrir skort á pólitískri sýn í borgarmálum.

Sóley Tómasdóttir er mikill aðdáandi Astridar Lindgren. Í borgarstjórn hefur hún lagt sig fram við að bæta samskipti og samstarf ólíkra flokka án þess þó að hvika frá eigin stefnu. Ljósmynd/Hari

K

ötturinn Lína tekur á móti mér á heimili Sóleyjar Tómasdóttur á Hofsvallagötunni, og heimili Línu. Ég veit varla hvaðan á mig stendur veðrið þegar Sóley dregur síðan fram kaffibolla með myndum af Línu langsokk. „Ég er mikill aðdáandi Astridar Lindgren. Líklega meira en eðlilegt getur talist,“ viðurkennir hún. „Ég hef lesið bækurnar hennar svo oft að þær eru allar samanlímdar, klístraðar og tættar. Astrid kom til Íslands þegar ég var 11 ára. Þá kunni ég bækurnar hennar þegar utanað. Ég veit ekki af hverju hún var hér en hún var viðstödd athöfn í Norræna húsinu og þangað fór ég með rautt pottablóm sem ég hafði keypt handa henni og kort sem ég skrifaði í, eftir örstutt dönskunám. „Du er min bedste veninde uden at vide det. Hilsen, Sóley.“ Hún var í alvörunni besta vinkona mín og persónurnar hennar hafa gert mig að því sem ég er í dag, hver á sinn hátt. Astrid skrifaði með öðrum hætti en aðrir höfundar, sögupersónur hennar eru breyskari og skilaboðin flóknari. Hún ögraði viðteknum hefðum samfélagsins og hefur áhrif enn þann dag í dag. Lína á til að mynda fáa sína líka í bókmenntum. Það er sjaldgæft enn þann dag í dag að sjá svona sterkar kvenkyns persónur í bókum sem fara jafnmikið á skjön við samfélagsgildin. Hvað þá í barnabókmenntum. Ronja er líka margslunginn karakter og sagan af henni ögrar líka hefðbundnum og svarthvítum skilum milli góðs og ills. Pabbi Ronju er ræningi sem er vondur við fólk en samt er hann góður pabbi sem Ronja elskar. Það er nefnilega þannig að flestir eru bæði góðir og vondir og heimurinn er flóknari en hefðbundnu ævintýrin. Í bókum Astridar eru myndirnar meira að segja ögrandi. Þar er alltaf mikið drasl en ekki hreint og snyrtilegt. Foreldrarnir eru oft í óhefðbundum aðstæðum og skora á viðtekin samfélagsleg gildi.“

Óútreiknanlegar gjaldskrár

Sóley er oddviti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík. Hún var kjörin borgarfulltrúi fyrir fjórum árum en hafði þar á undan verið varaborgarfulltrúi og borgarfulltrúi. Forval Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor fer fram um miðjan febrúar. Enn sem komið er gefur Sóley ein kost á sér í fyrsta sætið en framboðsfrestur rennur út 25. janúar. Sóley segir núverandi meirihluta í borginni ágætan að mörgu leyti og þau hafi náð saman á ýmsum sviðum. „Þau eru þó ekki nógu róttæk að mínu mati, ég hefði svo gjarnan viljað sjá vinstrisinnaðri og grænni áherslur. Meirihlutinn tók hraustlega á fjármálum Orkuveitunnar en það er ekki nóg. Þau hafa ekki haft kjark til að horfast í augu við vandann sem við blasir gagnvart auðlindinni, að Hengilssvæðið er gróflega ofnýtt og jarðhitavirkjanirnar þar langt frá því að vera sjálfbærar. Þannig eru þau að velta vanda samtímans yfir á komandi kynslóðir og hann mun ekki gera neitt nema vaxa. Það er líka full ástæða til að vera á varðbergi þegar kemur að eignarhaldi fyrirtækisins sem nú hefur verið skipt í tvennt, í virkjanir og veitur. Núverandi meirihluti er tilkippilegur gagnvart einkaframtakinu, hann seldi hlut OR í HS-Veitum til einkaaðila án þess að blikna og hefur sett Gagnaveitu Reykjavíkur í söluferli. Um Sjálfstæðisflokkinn þarf auðvitað ekki að fjölyrða. Það er því mikil pressa á okkur Vinstri grænum að gera það sem í okkar valdi stendur og standa vörð um opinbert eignarhald á Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélögum hennar til framtíðar.“ Afar mikilvægt er að hlúa að barnafjölskyldum, að mati Sóleyjar, og hún er ekki í vafa um hvert yrði hennar fyrsta verkefni á næsta kjörtímabili ef hún yrði borgarstjóri. „Ég myndi vinna áætlun um hvernig við gerum þjónustu við börn gjaldfrjálsa –

þjónustu leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Það er ekki lögmál að sveitarfélögin rukki barnafjölskyldur um marga tugi þúsunda í hverjum mánuði umfram útsvarið vegna grunnþjónustu sem enginn getur verið án. Þetta er gömul hefð sem byggir á úreltum sjónarmiðum. Gjaldskrár borgarinnar endurspegla skrítna forgangsröðun, þær eru óútreiknanlegar og ósanngjarnar. Og því til viðbótar eru þær óbilgjarnar, þar sem börnum er vikið úr þjónustunni ef foreldrarnir greiða ekki. Skóla- og uppeldismál eru algert forgangsmál í Reykjavík á næsta kjörtímabili. Þar eiga öll börn að hafa sömu tækifæri, vera örugg og fá að rækta með sér hæfileika sína. Starfsemi leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila á að vera í stöðugri þróun og það er okkar stjórnmálafólks að skapa aðstæður til þess. Því miður hefur það ekki verið raunin á þessu kjörtímabili. Vanhugsaðar sparnaðaraðgerðir Besta flokks og Samfylkingar hafa bitnað mjög á skólabrag víða í Reykjavík og það þarf að endurvinna traust skólasamfélagsins gagnvart borgaryfirvöldum.

drekinn í Bróðir minn ljónshjarta heitir Katla. Kristín systir mín á soninn Mattías sem er pabbi Ronju ræningjadóttur. Þetta eru allt bara tilviljanir en segir kannski mikið um okkur systurnar.“ Annað áherslumál Sóleyjar er að efla hverfisráðin og auka lýðræði í borginni. „Hverfisráðin eiga að fara með stjórn hvers hverfis en í raun hafa þau hvorki völd né vægi. Borginni er miðstýrt út frá borgarstjórn, borgarráði og nokkrum fagráðum. Það væri hægt að færa ákvarðanatöku miklu nær íbúum og taka afstöðu út frá sérstöðu hvers hverfis.“ Mér verður hugsað til eins umdeildasta máls undanfarinna mánaða, breytinga á Hofsvallagötunni sem við erum einmitt staddar á. „Ágreiningurinn um Hofsvallagötu snérist fyrst og fremst um útfærslu. Íbúar hafa lengi kallað eftir því að gatan yrði þrengd og hægt á umferð og um það ríkir ágæt sátt. Framkvæmdin var hins vegar með flippaðra móti og ekki kynnt nægilega vel fyrir íbúunum. Það fer ekki vel í fólk þegar því er komið að óvörum, enda engin ástæða til. Borgarstjórn á að taka ákvarðanir í sátt við íbúa og eftir því sem ákvarðanirnar eru teknar nær íbúunum, þeim mun líklegra er að það takist,“ segir hún.

Ég á bágt með að skilja af hverju fólk fer í pólitík án þess að hafa stefnu.

Barnanöfn úr bókum Astrid Lindgren

Sóley er gift tveggja barna móðir og eldra barnið, dóttirin Anna, er veik heima þennan dag. Sonurinn heitir Tómas, kallaður Tommi, og aftur koma hugrenningartengsl við Astrid Lindgren. Nefndi hún börnin sín í alvöru eftir sögupersónum hennar? „Í ljósi þess hversu mikið ég held upp á Astrid er svolítið fyndið að börnin mín heiti Anna og Tommi. Ef ég hefði nefnt þau eftir persónum Astrid hefði ég sannarlega ekki valið prúðu börnin í sögunum um Línu langsokk. Sögupersónurnar Anna og Tommi eru afskaplega óspennandi karakterar og eru í raun til þess gerðar að mynda mótvægi við Línu og sýna styrkleika hennar. Þegar við eignuðumst dóttur nefndum við hana Önnu bara út í bláinn. Svo þegar við eignuðumst Tomma þá vildi ég nefna hann í höfuðið á pabba. Þá var náttúrulega tilvalið að kalla köttinn Línu,“ segir Sóley og segir börnin sín vera litrík og skemmtileg og eiga fátt sameiginlegt með sögupersónunum. Hún man eftir fleiri skondnum tilviljunum. „Þóra systir mín á dótturina Kötlu, en

Stjórnmál snúast ekki um starfsaðstöðu „Pólitískt landslag í Reykjavík hefur verið heldur óhefðbundið undanfarin kjörtímabil. Á því þarsíðasta sprungu ekki einn heldur þrír meirihlutar með tilheyrandi rússíbanareið, og á síðasta kjörtímabili kom Besti flokkurinn inn sem óskrifað blað. Nú kemur síðan inn Björt framtíð sem einnig er óskrifað blað. Ofan í þetta allt varð hér hrun sem leiddi til þess að fólk missti trú á stjórnmálunum,” segir Sóley, aðspurð um erindi Vinstri grænna í pólitík.“ Mér þykir vænt um stefnu Vinstri grænna og trúi því í einlægni að hún geti stuðlað að betra samfélagi. Hún er skýr og afgerandi, róttæk og tekur á öllum sviðum. Ég er í stjórnmálum af því að ég trúi því að ég geti breytt samfélaginu til hins betra og það er skýrt fyrir hvað ég stend. Það á svo sem við um aðra líka, Sjálfstæðisflokkurinn er með mjög skýra stefnu sem ég er ósammála. Ég á

aftur á móti bágt með að skilja af hverju fólk fer í pólitík án þess að hafa stefnu og skil ekki tilganginn með því að stofna stjórnmálaflokk sem hefur það eitt að markmiði að bæta samskipti stjórnmálafólks. Besti flokkurinn var ádeila sem átti erindi og hafði ákveðna sýn, en Björt framtíð virðist hafa mestan áhuga á samskiptum innan veggja ráðhússins. Stjórnmál snúast fyrst og fremst um samfélagslega sýn en ekki starfsaðstöðu og samskipti borgarfulltrúa.“ Og Sóley bendir á að hún hafi einmitt lagt sig fram við að bæta samskipti og samstarf ólíkra flokka án þess þó að hvika frá eigin stefnu. „Eitt mikilvægasta framlag okkar Vinstri grænna hefur verið að sýna að stjórnarandstaðan gengur ekki bara út á að vera á móti heldur að taka málefnalega afstöðu. Við höfum tekið virkan þátt í stefnumörkun frá upphafi til enda, komið okkar sjónarmiðum að og á endanum samþykkt til dæmis atvinnustefnu borgarinnar, húsnæðisstefnuna og aðalskipulagið. Það er ekki algengt að fulltrúar minnihlutans vinni með þessum hætti. Það getur verið freistandi, jafnvel þó maður taki þátt í stefnumótuninni, að greiða ekki atkvæði með meirihlutanum og láta hann axla ábyrgðina einan af því maður fái ekki ítrustu afarkosti sína samþykkta. Það er hinsvegar ekki sanngjarnt. Það þarf að skapa meira traust milli meiri- og minnihluta – og þá verða báðir aðilar að axla ábyrgð. Á öðrum sviðum, þar sem Vinstri græn hafa verið ósammála meirihlutanum höfum við staðið fast í lappirnar. Við beittum okkur af alefli gegn umdeildum sameiningum leikog grunnskóla, höfum talað skýrt í orku- og auðlindamálum og ítrekað gagnrýnt stefnu meirihlutans í velferðarmálum. Ekki síst höfum við svo náð okkar eigin málum í gegn, svo sem neyðaraðstoð vegna aðstæðna erlendis, nú síðast í Sýrlandi, stofnun Jafnréttisskóla sem gengur út á að aðstoða kennara að innleiða jafnréttisáherslur í aðalnámskránni og ókeypis í sund fyrir atvinnulausa.“ Sóley er enn heit baráttukona og brennur fyrir stefnu Vinstri grænna. „Ég trúi að ef við myndum reka borgina í anda þess sem við trúum á væri þetta betri borg, hér væri meiri jöfnuður, við færum með auðlindir okkar á ábyrgari hátt og hér væri sanngjarnara samfélag sem tæki meira tillit til fjölbreytileika fólksins í Reykjavík.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


GULLNAR STUNDIR MEÐ FLUGFÉLAGI ÍSLANDS OG LEIKFÉLAGI AKUREYRAR

iði m g o g u l F ðið i l h a n l l á Gu á aðeins

. r k 0 5 2 . 26 aður Ta k m a r k ld i s æ t a f jö

Leikfélag Akureyrar kynnir:

GULLNA HLIÐIÐ eftir Davíð Stefánsson

Fl u g , nótt a n i e í g gistin e r b e rg i manna h í tvegg ja hótel Akureyri air á Ic e l a n d

og m

FLUGFELAG.IS FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ GULLNA HLIÐINU, klassískri leiksýningu hjá Leikfélagi Akureyrar. Bókaðu leikhústilboð okkar norður, flugsæti og leikhússæti, hlið við hlið á sérdeilis upplífgandi tilboði. Lyftu upp sálinni með ljúfri kvöldstund í höfuðstað Norðurlands.

a hli n l l u G á iði

ðið

Ve r ð f r á k r. 0 5 9 . 3 3 á mann

VINGUMST: facebook.com/flugfelag.islands NÆSTU SÝNINGAR 07. febrúar 17. janúar 08. febrúar 23. janúar 14. febrúar 24. janúar 15. febrúar 25. janúar 20. febrúar 31. janúar 21. febrúar 01. febrúar

Bókaðu með því að senda póst á hopadeild@flugfelag.is eða í síma 570 3075.

ÍSLENSKA/SIA.IS FLU 67150 01/14

FLUG OG LEIKHÚS


HAND LÓÐ 0,5 - 4KG ÆFINGA GRIP

ÆFINGAVÖRUR Í MIKLU ÚRVALI

VERÐ FRÁ

999 kr

1.499kr

3 STYRKLEIKAR

VALENSIA ÍÞRÓTTA TOPPUR

1.999 kr

ÆFINGA TEYGJA

verð frá 1.399 kr

20%

AFSLÁTTUR Á KASSA

4 STYRKLEIKAR

TILBOÐ 2.095kr/pk v.á. 2618

ÆFINGA TEYGJA

verð frá 2.999 kr

20%

AFSLÁTTUR Á KASSA

ARTIC ROOT

VALIN VÍTAMÍN Á TILBOÐI

Burnirót er talin virka ákaflega vel gegn þreytu og stressi.

VERÐ AÐEINS

TILBOÐ 1.989 kr/pk v.á. 2.269

199 kr/dósin

TILBOÐ 399kr/pk v.á. 529

lífrænt BIO-KULT CANDÉA

ZEVIA

hefur reynst vel bæði til að fyrirbyggja og meðhöndla Candida sveppasýkingu. 100% náttúruvara sem er örugg fyrir börn, barnshafandi og mjólkandi mæður.

Gildir til 19. janúar á meðan birgðir endast. Sportvörur fást einungis í Skeifunni, Kringlunni, Smáralind, Garðabæ og Holtagörðum.

Engar kaloríur, engin gervisæta. Með stevíu.

TILBOÐ 299 kr/stk v.á. 349

TILBOÐ 2.719 kr/pk v.á. 3399

LÍFRÆNT SÓLKJARNABRAUÐ Lífrænt brauð með sólkjörnum, einstaklega bragðgott og tilvalið fyrir þá sem kjósa lífrænt.

20%

20%

RAUTT GINSENG

Stútfullur af ávöxtum. Geggjaður milli mála. Inniheldur engin litarefni eða rotvarnarefni.

GOTT VERÐ

100% hreinir ávextir án aukefna.

PRÓGASTRÓ DDS

Ice-tea, isotonic og red fuel.

Bumban burt með Prógastró, öflugum acidophilus. 100 hylki.

DON SIMON

CORNY ORNY MÚSLÍBAR

VERÐ AÐEINS

2.999 kr/pk

MY SMOOTHIE

NUTRAMINO

FROOSH SMOOTHIE

100 hylki x 500mg - Extra kröftugt!

MYFROOTHIE

AFSLÁTTUR Á KASSA

TILBOÐ 3.351kr/pk v.á. 4189

AFSLÁTTUR Á KASSA

NÝTT FYRIR BÖRNIN!

20%

AFSLÁTTUR Á KASSA

299 kr/ltr

VERÐ AÐEINS

159 kr/stk 200ml

PROFITT

Megrunarfæði, prótein og mysuprótein.

Ekkert tekið og engu bætt við. Aðeins nýkreistir ávextir í hverri fernu. Ekki úr þykkni.

Ómissandi í fjallgönguna!


HEILSA

Í HAGKAUP

TILBOÐ 2.174kr/kg v.á. 2899

AÐEINS 1% FITA

TILBOÐ 1.759 kr/kg v.á. 2199

100% KJÚKLINGAKJÖT ÁN ALLRA AUKEFNA.

25%

AFSLÁTTUR Á KASSA

20%

AFSLÁTTUR Á KASSA

KJÚKLINGABRINGUR

UNGNAUTAHAKK

Holtabringur innihalda minna en 1% fitu.

LEAN PRO 8 Hampað sem bragðbesta próteininu frá Labrada. Inniheldur nauðsynlegar amínósýrur. Varnar vöðva-niðurbroti. Átta mismunandi próteintegundir sem vinna á mismunandi tímum.

35%

AÐEINS 4% FITA

AFSLÁTTUR Á KASSA

LAMBA INNRALÆRI

20%

TILBOÐ 5.439 kr/pk v.á. 6799

AUP K G A H ÝTT Í

20%

TILBOÐ 3.248kr/kg v.á. 4997

AFSLÁTTUR Á KASSA

N

AFSLÁTTUR Á KASSA

EAS RECOVERY PROTEIN

LABRADA BCAA POWER

20%

HÄLSANS SOJARÉTTIR Kjúklingur, borgarar, falafel bollur, bollur, sesam naggar, pylsur, snitsel

er háþróuð blanda próteina og kolvetna fyrir þá sem vilja byggja upp vöðva eða styðja við stranga æfingaáætlun.

Inniheldur 100% Branched Chain Amino Acids (BCAAs). Flýtir fyrir endurhleðslu vöðvanna á milli æfinga. Inniheldur bestu og hreinustu BCAA (amínósýrur) í heiminum. 50 skammtar.

AUP

GK A H Í T NÝT

GAR

KYNNIN

AFSLÁTTUR Á KASSA AF 3 TEG.

Í Smáralind: föstud. 17-19 laugard. 14-17

TILBOÐ 7.999 kr/stk v.á. 9999

8 fyrir 6 FINN CRISP Í miklu úrvali.

anar Það geta ekki alluiritababnananar! orðið Chiq

NUTRA VÍTAMÍN

15 tegundir af bætiefnum fyrir fjölskylduna. B, D, C, fjölvítamín, kalk, magnesíum ofl.

LGG+

LGG+ er styrkjandi dagskammtur af LGGmjólkursýrugerlum, a- og b-gerlum og heilsutrefjum (ólígófrúktósa) í fitulausri mjólk. Bætir meltinguna. Hefur fjölætta varnarverkun. Eykur mótstöðuafl og vellíðan.

ANANAS Vissir þú? ˚ ˚ ˚ ˚ ˚

Ananas er stútfullur af C-vítamínum. Ananas inniheldur bromelain ensím sem er gott fyrir meltingu og hefur verið þekkt fyrir að bæla hósta og vera slímlosandi. Ein ananasplanta gefur af sér einn ananas á tveggja ára fresti. Ananasplantan getur lifað í u.þ.b. 50 ár. Ananas er hitaeiningalítill og trefjaríkur

SÓDAVATNSTÆKI

Búðu til sódavatn í flösku. Hentugt tæki sem hægt er að setja ofan í skúffu eftir notkun. Gott að setja gos í vatn með niðurskornum ávöxtum .

Ný uppskera!

APPELSÍNUR

C vítamínríkar og svalandi!


26

viðtal

Helgin 17.-19. janúar 2014

Það eru fyrst og fremst stjórn­ málamenn sem bera ábyrgðina Ísland byggði upp hlutfallslega stærra bankakerfi en Sviss á innan við tíu árum en þegar það kerfi hrundi árið 2008 bætti Ísland enn við heimsmetaskrá sína því það var stærsta gjaldþrot bankakerfis í sögu nútímahagfræði miðað við verga landsframleiðslu. Guðrún Johnsen gaf nýverið út bók sem kallast „Bringing down the banking system: Lessons from Iceland“ þar sem hún rekur söguna af risi og falli íslenska bankakerfisins. Bókin hefur hlotið góðar viðtökur og verið lofuð af prófessorum virtra háskóla á borð við Yale, Stanford og Harvard.

G

uðrún Johnsen lærði hagfræði við Háskóla Íslands og lauk tvöfaldri mastersgráðu frá Ann Arbour háskólanum í Michigan í hagfræði og tölfræði árið 2003. Eftir útskrift vann Guðrún við rannsóknir í nokkur ár í Bandaríkjunum, meðal annars fyrir Alþjóðlega gjaldeyrissjóðinn. Hún starfaði við rannsóknarnefnd Alþingis frá árunum 2009 til 2010 og situr í stjórn Arion banka. Guðrún starfar nú sem lektor í fjármálum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands auk þess að kenna við Háskólann í Osló. Bókin er fyrst og fremst hugsuð fyrir erlendan markað en Guðrún segir hana ekki síður eiga erindi við Íslendinga. Hún er ætluð öllum sem áhuga hafa á hruninu og það er alls ekki nauðsynlegt að vera með gráðu í viðskiptum til að skilja hana því markmið Guðrúnar frá upphafi var að setja efnið fram á einföldu mái svo bókin næði til ófaglærðra.

annars hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, þar sem ég rannsakaði útlánaþenslu og áhrif hennar á fjármálastöðugleika. Það eru bara svo mýmörg dæmi og lærdómur úr íslenska hruninu sem á fullt erindi til annara þjóða sem ekki eru búnar að fara í gegnum þessa fjármálalegu dýpkun sem á sér stað þegar

fjármálakerfið er frelsisvætt. Þá er ég að tala um lönd eins og til dæmis Víetnam, Afríkuþjóðir og mörg smáríki eins og Króatíu, Serbíu og Svartfjallaland. Mér fannst vera nauðsynlegt að skrifa þessa sögu á faglegan hátt og á ensku svo hún gæti nýst sem flestum.“ Þú bendir á í bókinni að ýmis teikn voru á lofti sem hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum, en ekkert var aðhafst. „Já. Stækkun efnahagsreikninga bankanna hefði átt að hringja viðvörunarbjöllum sem og útlánaþenslan sem átti sér stað og bankalán til einkageir-

Guðrún, í fyrsta lagi, af hverju þessi bók? „Ég hef verið að skoða þessa hluti í meira en áratug, meðal Guðrún Johnsen: „Í íslensku samfélagi á maður alltaf á hættu að verða fyrir persónulegum árásum ef maður segir frá einhverju á faglegum nótum. Menn vaða oft yfir einstaklinginn en fara ekkert yfir málefnin.“ Ljósmynd/Hari

ans. Það var alveg ljóst að þegar svona stórir bankar, sem eru kerfislega mikilvægir, vaxa miklu meira en efnahagslífið, þá er hætta á því að eitthvað af lánunum sem verið er að veita skili sér ekki að nýju. Eins og ég bendi á í bókinni þá er bandaríski innistæðutryggingasjóðurinn með þá reglu í sínum bókum að ef bankar stækka um meira en því sem nemur 5% á einu ári þá er ástæða til að hafa varann á. Bankarnir hér uxu hinsvegar um 70% að meðaltali á ári frá 2002 til 2007, þegar þenslan var hvað mest.“ Vorum við í stakk búin til að takast á við þessa stækkun? „Nei, við vorum ekki tilbúin. Það er mjög æskilegt að einkavæða banka og láta einkaaðila reka banka en þá verður líka að byggja upp mjög sterkt eftirlitskerfi, og reyndar hvort sem er, ríkisbankar hafa einnig tilhneigingu til að gera gloríur en þær eru bara af öðru tagi, hvatarnir eru aðrir. Ein meginlexían sem við höfum fram að færa fyrir vanþróuð bankakerfi er sú að sterkt eftirlitskerfi er algjörlega nauðsynlegt. Auk þess má kerfið alls ekki stækka svona hratt á svona skömmum tíma og alls ekki út fyrir efnahagslífið sjálft en hér voru bankarnir 10 sinnum landsframleiðsla. Einu bankakerfin sem eru eitthvað verulega úr hlutfalli við efnahagskerfin sjálf eru bankakerfin í Sviss, Lúxemborg og Bretlandi. En það eru bankakerfi sem uxu yfir 150 ára tímabil og á sama tíma uxu innviðir eftirlitskerfanna jafnt og þétt því samhliða. Hér höfðum við fólk sem var í stakk búið til að takast á við þetta en það var bara ekki gert ráð fyrir þessu í stefnumótun stjórnvalda, sem beinlínis hvatti til vaxtarins frekar en hitt. Þeir sem stóðu vörðinn og tóku við upplýsingunum voru ekki í stakk búnir til þess að meta þær réttilega.“

PIPAR\TBWA • SÍA • 140053

Hverjir bera þá ábyrgðina? „Það eru fyrst og fremst stjórnmálamenn sem bera ábyrgðina. Það eru þeir sem ákveða hversu miklir fjármunir eru lagðir í eftirlit og hvernig það á að byggjast upp. Þeir leggja stóru línurnar í samfélaginu. Einhverjum einstaklingum er falið að vinna þessa vinnu en þeir geta ekki gert meira en fjármagnið og þekking þeirra leyfir þeim.“

Skrifstofuog skipulagsfíklar fá ritföngin í Rekstrarlandi

Skeifunni 11 | Sími 515 1100

www.rekstrarland.is www.rekstrarland.is

Heldurðu að þjóðarstoltið hafi blindað okkur sýn? „Já, það er hluti af þessu því við vorum mjög stolt af bönkunum okkar og það voru dugmiklir menn sem byggðu upp þetta uppblásna bankakerfi. Þeir búa yfir eiginleikum sem mörgum þykja aðdáunarverðir. Auðvitað hefur svo komið á daginn að einhverjir fóru á svig við lögin og bíða eftir því að fá úr því skorið. En þegar svona stemning myndast þá eru alltaf einhverjir sálfræðilegir kraftar að verki sem taka yfirhöndina ef fagmennskan er ekki til staðar. Þegar við höfum ákveðna sýn á hlutina þá höfum við tilhneigingu til að lesa upplýsingar þannig að þær styðji okkar sýn. Þess vegna er svo nauðsynlegt að stofnanalegir innviðir séu til staðar til að vega á móti tilfinningarökum. Þessar stofnanir voru bara ekki til hér. Í íslensku samfélagi á maður alltaf á hættu að verða fyrir persónulegum árásum ef maður segir frá einhverju á faglegum nótum. Menn vaða oft yfir einstaklinginn en fara ekkert yfir málefnin.“

Skiptir smæð samfélagsins máli? „Já algjörlega. Við höfum svo sterka tilhneigingu til að halda með fólki sem við þekkjum og bara ýta til hliðar öllum upplýsingum sem gætu látið neikvætt ljós falla á þá sem okkur þykir vænt um. Þess vegna er ennþá mikilvægara að við séum með stofnanastrúktúrinn í lagi.“ Er það þá ekki eitt helsta viðfangsefni stjórnvalda í dag, að styrkja hverskyns eftirlitskerfi? „Jú, hiklaust. Enda hefur það verið gert nú þegar. Eftir því sem lífið verður flóknara og því meiri kröfur sem nútímamaðurinn gerir til lífsins verður eftirlit á mýmörgum sviðum mikilvægara. Við viljum að neysla og ýmis tækifæri séu sífellt fjölbreyttari en þá þarf eftirlitið að sama skapi að vera mjög öflugt. Þess vegna verður alltaf dýrara og dýrara að halda úti svona litlu samfélagi ef við fáum enga aðstoð erlendis frá í eftirlitsþjónustunni.“ Finnst þér fólk fljótt að gleyma því sem gerðist hér? „Nei mér finnst það ekki. Mér finnst full ástæða til að ná sáttum í þjóðfélaginu en þeir sem að koma að málinu hafa mjög sterka hagsmuni af því að reyna að bjaga sannleikann og segja sína sögu í sínu ljósi þannig að þeir sjálfir líti vel út. Við hin sem að höfum ekki komið að þessu höfum í rauninni engan hag af því að reyna að draga fram staðreyndir. Hagur þeirra sem hafa beinna hagsmuna að gæta vænkast ef sagan er sögð í þeirra ljósi. Þess vegna getur umræðan oft verið á skjön við raunveruleikann.“ Hvaða lærdóm getum við dregið af hruninu? „Í bókinni bendi ég á tvo mikilvæga þætti. Annars vegar verða stjórnmálamenn að huga að því að öflugt eftirlitskerfi er nauðsynlegt. Öflugt eftirlitskerfi felur í sér mjög dýrt vinnuafl, einfaldlega vegna þess að það tekur mörg ár að verða góður í eftirliti. Þá er ég að vísa í fólk sem er með doktorspróf í hagfræði eða fjármálafræðum, og jarðfræði eða náttúruvísindum, alveg eftir því hver málaflokkurinn er. Þetta fólk hefur þar af leiðandi farið í gegnum allan skólaferilinn og sýnt fram á að það geti sinnt rannsóknum. Þetta tekur að sjálfsögðu langan tíma og fólk hefur lítil sem engin laun á meðan. Þegar þetta fólk kemur svo út á markaðinn velur það tvo meginkosti: að fara í eftirlitið eða á fjármálamarkaðinn og flestir freistast til að fara á markaðinn þar sem hann greiðir betri laun. Þessu þarf að breyta. Hinsvegar er það hvernig við veitum lán út úr bankakerfinu og mikilvægi eiginfjár í rekstri fyrirtækja og fjármálastofnana. Fyrirtækjavefurinn sem var byggður hér upp fyrir hrun byggðist á nánast engu eiginfé þannig að menn voru að hætta aðallega fé annara, þ.e. fé bankanna. Þegar svo er þá haga menn sér allt öðruvísi gagnvart fjárfestingunni heldur en ef þeir eru með sitt eigið fé undir. Hvatarnir í kerfinu verða allt aðrir og það eru engin mörk á því hversu mikla áhættu menn ertu tilbúnir að taka með annara manna fé meðan það eru takmörk fyrir því hversu miklu þú vilt hætta af eiginfé.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


ENNEMM / SÍA / NM60330

Við erum öll tengd við náttúruna

Rafmagnið er orðið svo sjálfsagt að við tökum ekki lengur eftir því. Eins og ekkert sé skiptum við út myrkri og kulda fyrir notalega birtu og hlýju, fáum okkur kaffi og fyllum húsið af tónlist.

Orka náttúrunnar er nýtt fyrirtæki sem hefur tekið við rafmagnsframleiðslu og sölu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Nú geta allir landsmenn notið þeirrar raforku sem Orka náttúrunnar framleiðir á ábyrgan hátt.

Þetta er allt náttúrunni að þakka og hvort sem við búum fyrir austan, vestan, norðan eða sunnan erum við öll tengd við náttúruna.

Við byggjum á traustum grunni en markmið okkar er enn betri þjónusta við öll þau heimili og fyrirtæki sem treysta á rafmagn frá okkur.

Orka náttúrunnar er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur.

ORKA NÁTTÚRUNNAR Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is


28

viðtal

Helgin 17.-19. janúar 2014

Ég er ekki að stressa mig á neinu Ásgeir Trausti hefur verið að túra allt síðasta árið og kom heim í smá frí um jólin til að hlaða batteríin fyrir það næsta. Hann fann fyrir óöryggi og var jafnvel lokaður fyrir ári síðan en núna er hann farinn að njóta ferðalagsins sem útgáfufélagið One little Indian skipulagði fyrir hann. Tónlistarmaðurinn tekur frægðinni þó með jafnaðargeði og saknar Íslands þegar hann er úti.

Annasamt ár að baki – ennþá strembnara ár fram undan Ásgeir Trausti Einarsson var maður ársins í íslensku tónlistarlífi árið 2012. Hann seldi 22.000 eintök af fyrstu plötu sinni, Dýrð í dauðaþögn. Í febrúar árið 2013 greindi Fréttatíminn frá því að Ásgeir hefði samið við útgáfufyrirtækið One Little Indian og að plata hans kæmi út í hinum stóra heimi. John Grant snaraði textum Ásgeirs yfir á ensku fyrir plötuna, In the Silence, og nú kallar hann sig bara Ásgeir. Ýmislegt hefur drifið á daga Ásgeirs síðasta árið. Ásgeir hefur leikið á 170 tónleikum síðasta árið, bæði hér á landi en þó aðallega úti í heimi. Plata hans er komin út í Hollandi og Danmörku. Hún kemur út í Bretlandi og Evrópu í lok mánaðarins. Platan situr í 16. sæti á iTunes-listanum í Hollandi og er númer 54 á gamla góða sölulistanum. Ásgeir hlaut EBBA-verðlaunin í Hollandi á miðvikudagskvöld. Hann situr í efsta sæti á Hot Overseas Chart á Billboard í Japan. Erlendir fjölmiðlar sýna Ásgeiri mikinn áhuga. Franski sjónvarpsþátturinn Alcaline kom til Íslands til að gera þátt um hann. Stórblaðið Le Monde kom líka í heimsókn um daginn. Sunday Times verður með grein um Ásgeir innan skamms. Ásgeir var líka til umfjöllunar í Der Spiegel online fyrir skemmstu. Þá er ótalin gagnrýni á plötuna. Platan hefur fengið frábæra dóma í Mojo, Uncut, Guardian, The Line of Best Fit, Independent og fleiri miðlum. Ásgeir er bókaður við tónleikahald fram í miðjan apríl en að sögn Maríu Rutar Reynisdóttur, umboðsmanns hans, er núna verið að bóka hann á tónlistarhátíðir og annað fyrir sumarið. Í lok mánaðarins verður kynningarvinna í Bretlandi og Frakklandi þegar platan kemur þar út. Strax í kjölfarið fylgir túr um Noreg þar sem Ásgeir kemur fram á 300-450 manna tónleikastöðum. Þegar er orðið uppselt í Osló og Stafangri. Í febrúar fer hann í tónleika- og kynningarferð um Suðaustur-Asíu: Tókýó, Taipei, Singapor og Hong Kong. Þar kemur hann meðal annars fram á tónleikum með The National og Mogway. Einnig er uppselt á 350 manna tónleika í París 11. febrúar. Í mars verður að líkindum 10–14 daga túr um Ameríku í kringum SXSW tónlistarhátíðina. Hinn 21. mars hefst þriggja vikna túr um Evrópu sem lýkur 12. mars. Þar kemur Ásgeir meðal annars fram í Union Chapel í London sem er 850 manna staður. Og á Store Vega í Köben sem er 1500 manna staður. Í maí er stefnt að annarri tónleikaferð um Ameríku og í sumar leikur hann á tónlistarhátíðum í Ameríku, Japan og í Evrópu. Ljósmynd/Hari

É

g vil alls ekki vera markaðssettur sem kyntákn, ég og útgáfufyrirtækið One little Indian erum alveg á sömu blaðsíðu með það. Ég er alveg andstæðan við eitthvað svoleiðis og þeir sem maður vinnur með og þekkja mann vita hver maður er og hvað maður stendur fyrir. Fyrirtækið er ekta „underground“ og flott vörumerki sem leggur áherslu á að vera raunverulegt,“ segir Ásgeir Trausti Einarsson tónlistarmaður sem hefur verið að túra í tæplega ár plötuna sína Dýrð í dauðaþögn. Eins og staðan er nú lítur út fyrir að næsta ári verði svipað. Ásgeir átti róleg og góð jól með foreldrum og vinum sínum á Hvammstanga en kom þó fram fjórum sinnum á milli jóla og nýárs. Einnig gaf hann sér tíma til að sýna frönskum fjölmiðlamönnum heimaslóðir sínar á Hvammstanga en frönsk sjónvarpsstöð var að gera þátt um hann. „Við fengum alveg frábært veður, mjög róleg stemning myndað-

ist og við vorum að spila og tala saman. Það getur verið mjög skemmtilegt en ég get ekki sagt að ég sækist sérstaklega eftir athygli fjölmiðla,“ segir Ásgeir Trausti, jarðbundinn og hógvær.

Betra með hverjum mánuðinum

„Það er ekki eitthvert eitt svæði sem mér finnst við vera leggja áherslu á meira en annað nema helst þá Bretland, Frakkland og Norðurlöndin,“ segir Ásgeir en platan hefur aðeins verið gefin út á ensku í Hollandi og í Danmörku en kemur ekki opinberlega út alls staðar fyrr en 29. janúar. „Fyrst þegar við ákváðum að gefa út plötu úti og byrja að túra þá leist mér alls ekki vel á það því að ég hafði enga reynslu af því og fannst það aðeins of stórt skref. Ég sagði eiginlega nei fyrst, ég ætlaði ekki að gera þetta því að ég var hræddur við það. Ég vissi svo sem ekki hvað ég var að fara að gera. Svo hugsaði ég að þetta gæti verið eina tækifærið sem við fengjum til þess að láta á þetta reyna

og fara út og gera okkar besta þannig að þegar maður leit á heildarmyndina og sá þetta í réttu ljósi þá lét maður af þessu verða. Mér fannst allt mjög erfitt fyrst en hefur orðið betra og betra með hverjum mánuðinum og akkúrat núna þá er þetta voðalega einfalt og þægilegt. Það getur verið þreytandi en líka mjög skemmtilegt,“ segir Ásgeir. „Ég hef þroskast að einhverju leyti vegna þess að maður er búinn að vera að gera öðruvísi hluti en flestir eru að gera og maður er búinn að vera að ferðast endalaust út um allt og verið að kynnast nýjum hlutum. En þroskinn er ekki endilega á öðru stigi en hjá jafnöldrum mínum. Ég er alltaf sami vitleysingurinn,“ segir Ásgeir.

Saknar alltaf Íslands

Ásgeir hefur ekki haft mikinn tíma til að gera það sem honum þykir skemmtilegast, að semja tónlist. „Þegar kemur frír tími þá reynir maður að semja eins mikið og maður getur en það er

voðalega lítið af honum. Við þurfum oft að vera vinna lögin okkar öðruvísi vegna markaða eins og í Japan og Ástralíu sem vilja gefa út smáskífur. Við þurftum nýlega að gera „cover“ lag fyrir einn markað úti til að geta gefið út vegna þess að þau vildu fá eitthvað sem enginn annar er með til þess að hafa eitthvað nýtt fram að færa. Núna erum við ekki mikið að einblína á nýtt efni. Maður reynir alltaf að semja þegar maður hefur tíma og það er það skemmtilegasta sem maður gerir en þegar ég er á túr og bý á hóteli þá dettur maður ekki oft í fílinginn til þess,“ segir Ásgeir. „Fyrir næstu plötu væri ég helst til í að taka alveg frí frá öllu í nokkra mánuði og geta verið einhvers staðar með sjálfum mér og varið nokkuð góðum tíma í að semja án þess að vera í einhverju stressi,“ segir Ásgeir. Ásgeir og hópurinn hans hafa fundið fyrir auknum áhuga. Áhorfendum á tónleikum fjölgar auk þess sem þeir spila á sífellt stærri stöðum. Segist hann ekki vera að huga að Framhald á næstu opnu


Ný vörulína na á Stöðinni

Á Stöðinni færðu ferskar, hollar og góðar vörur. Salatbakka, ávexti, millimál, eftirrétti og dagnýjar samlokur — sem aldrei ná að verða dagsgamlar. Taktu tvær munnþurrkur til öryggis.

www.stodin.is


30

viðtal

Helgin 17.-19. janúar 2014

Margar vísbendingar um að hann geti náð langt „Ég finn fyrir verulegum áhuga og samningurinn við One Little Indian ýtir undir það. Ásgeir hefur sérstaka rödd sem hjálpar til og hann er búinn að ná eyrum margra sem ég þekki hér í Bretlandi. Ég heyri líka töluvert talað um hann á Norðurlöndum, sérstaklega í Danmörku. Það sem ég heyri og sé í kringum mig er jákvætt og margar góðar vísbendingar um að hann geti náð langt,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Nomex, Nordic Music Export. Anna Hildur segir að Ásgeir sé „snilldarlagahöfundur“ og auk þess vinnusamur. Það sama gildi um fólkið sem vinnur með honum. „Það er í rauninni það mikilvægasta til að ná langt. En svo er það líka skilgreiningaratriði hvaða áföngum þarf að ná til að það geti kallast að hafa náð langt. Oft kemur ekki í ljós fyrr en eftir smá tíma hvort fólk stenst álagið sem fylgir þessari vinnu. Þetta er mikil vinna og tónleikaferðalögunum fylgir verulegt áreiti og öðruvísi rútína en fólk er kannski vant. Bæði er mikil vinna að fara í öll viðtölin sem fylgja þessu, oft frá morgni til kvölds, og síðan að standa á sviði og gera sitt besta kvöld eftir kvöld.

sölutölum enn heldur vilji hann einbeita sér að kynningarvinnunni. „Ég er mjög ánægður með samstarfið við One little Indian. Allt sem viðkemur fyrirtækinu er rosalega þægilegt og passar vel við það sem við erum að gera. Það eru ekki of margir að vinna þar og við þekkjum alla. Það er fjölskyldufílingur í þessu,“ segir Ásgeir. „Mér líður alltaf best þegar ég er heima á Íslandi. Það er líka mjög gaman að vera úti en maður saknar alltaf Íslands, ég hef ekki getað hugsað um það í alvöru að flytja héðan á næstunni,“ segir Ásgeir en hann á kærustu heima á Íslandi sem hefur heimsótt hann til London þegar tækifæri hefur gefist.

„Var rosalega lokaður“

Anna Hildur Hildibrandsdóttir

Þú vaknar í mismunandi borg á hverjum degi, sefur aldrei í sama rúminu og ert ekki með þína nánustu í kringum þig í margar vikur og stundum mánuði. Ef hann þolir þetta þá eru honum allir vegir færir.“ Hefur John Grant-stimpillinn hjálpað honum mikið? „Það er engin spurning að samstarf hans við John Grant er af hinu góða. John er á mikilli siglingu og aðdáendur hans ásamt fjölmiðlum um heiminn veita öllu sem hann gerir athygli. John Grant er líka frábær tónlistarmaður og öflugur textahöfundur þannig að ég get ekki ímyndað mér annað en að þetta hafi verið gott samstarf á báða bóga, svona tónlistarlega séð.“

„Að mörgu leyti er ég opnari núna en ég var rosalega lokaður áður og langaði bara að halda öllu tónleikahaldi í lágmarki. Mér líður miklu betur núna þegar við erum að koma fram. Ég er jákvæðari gagnvart mismunandi tilboðum sem berast og er öruggari með mig,“ segir Ásgeir. „Prógrammið í kringum tónleikana er stíft og stundum fara nokkrir dagar í „promotional“ ferðir þar sem maður fer í tíu viðtöl á dag, spilar og gerir vídeó fyrir hvert tímaritið á fætur öðru á einum degi. Maður getur orðið helvíti uppgefinn eftir þannig dag,“ segir Ásgeir. Faðir Ásgeirs, Einar Georg Einarsson, samdi stóran hluta af textunum í Dýrð í dauðaþögn en hann er kominn á áttræðisaldur. „Mér finnst mjög líklegt að pabbi muni semja texta fyrir næstu plötu, ég fílaði það alveg í botn,“ segir Ásgeir. „Lög sem maður semur bjóða upp á ákveðið andrúmsloft, tala sínu máli og segja hvaða hughrif eiga að vera í kringum það. Kannski ekki um hvað það eigi að vera um heldur hvernig tilfinningar það eigi að sýna og það var alveg það sem gerðist fyrir Dýrð í dauðaþögn,“ segir Ásgeir.

John Grant þýddi texta Ásgeirs yfir á ensku og hefur verið honum innan handar.

„Það eru margir hlutir sem veita manni innblástur þegar maður er að semja og hugsar um á hverjum tíma fyrir sig. Hvernig manni líður og persónulegir hlutir sem er gerast í lífi manns hafa eitthvað með það að segja,“ segir Ásgeir.

Samdi fyrsta lagið sitt 9 ára

Ásgeir minnir að fyrsta lagið hafi hann samið þegar hann var 9 ára. „Einn félagi minn man eftir fyrsta laginu sem ég samdi og hann getur spilað það en ég man það aldrei, það var eitthvað hræðilegt,“ segir Ásgeir. Það skemmtilegasta sem hann gerði var að semja, spila í hljómsveitum og læra á klassískan gítar en það voru aldrei miklir draumar um eitthvað stórt heldur hugsaði hann tónlistina sem áhugamál. „Ég er mjög hissa enn og var mest hissa þegar vinsældirnar, sem voru yfirþyrmandi, byrjuðu á Íslandi. Við erum búin að leggja mikla vinnu á okkur úti og það er mikið er búið að gerast en mun hægara en á Íslandi,“ segir Ásgeir.

Hópurinn mun meðal annars fara til Hollands og Japans í febrúar en til Bandaríkjanna í mars. „Mér finnst mjög gaman að vera í Bandaríkjunum og hef bara komið þangað þrisvar áður. Við erum að fara að spila á mjög skemmtilegri tónlistarhátíð í Texas en það er ekki búið að semja við útgáfufyrirtækið og við vitum ekki útgáfudag plötunnar þar,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að það taki tíma að byggja upp ferilinn erlendis en svo getið verið eitthvað lítið „break“ eins og að koma laginu inn í einhvern þátt eða eitthvað vinsælt sjónvarpsefni sem gæti breytt miklu. „Ég er ekki að stressa mig á neinu, er bara að hafa gaman af þessu. Ég er ekki mikið fyrir að vera með mikil framtíðarplön,“ segir Ásgeir. „Ég bara ánægður hvernig sem þetta fer en það er löngu orðið miklu meira en ég bjóst við.“ María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is


20

15

% afsláttur

afsláttu% r Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

Ungnautahamborgari, 120 g

239 298

kr./stk.

kr./stk.

Aðeins

íslenskt kjöt

10

í kjötborði

% afsláttur

er

Við g

gur hryg a b Lam

ir Bestöti í kj

g

13

kr./bakkinn

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

kr./bakkin

kr./kg

g kr./k

kr./k 2298

1798 1998

3198 3798 kr./kg

8 9 9 1

Þorrabakki fyrir 2, blandaður

Lambaprime

ir þig

a fyr

eir um m

ÍM kjúklingalundir

afslátt % ur

Aðeins

íslenskt

2398 2649

kr./kg

kr./kg

kjöt

í kjötborði

Helgartilboð! 20 13 13 Nýtt kortatímabil!

% afsláttur

Ora þorrasíld, 580 g

629 728

kr./stk.

kr./pk.

15

% afsláttur

209 249

kr./stk.

kr./stk.

399 459

Iceberg/ jöklasalat

kr./stk.

399 499

kr./stk.

% afsláttur

Sprite Zero, 1 lítri

Fljótshóla gulrætur, 600 g

MS smurostur með beikoni

459 498

% afsláttur kr./pk.

kr./pk.

kr./kg

10

10

% afsláttur

Myllu Heimilisbrauð, hálft

198 220

kr./pk.

kr./pk.

% afsláttur

Sveinsbakarí súkkulaði- og gulrótarterta

1499 1679

17

% afsláttur

kr./kg

kr./stk.

kr./stk.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Ferskur ananas

279 335 kr./kg

kr./kg


32

viðhorf

Helgin 17.-19. janúar 2014

Þrjú kvöld eftir þrettánda

Þ

HELGARPISTILL

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Verkir í baki?

VOL130101

Verkjastillandi og bólgueyðandi við verkjum í baki!

Teikning/Hari

Fæst án lyfseðils Voltaren Dolo 25 mg húðaðar töflur. Inniheldur 25 mg kalíumdíklófenak. Er notað við vægum verkjum eins og höfuðverk, tannverk, tíðaverk, gigt- og bakverk. Skammtar fyrir fullorðna og börn 14 ára og eldri: Upphafsskammtur er 1 tafla, en síðan 1 tafla á 4-6 klukkustunda fresti, þó mest 3 töflur (75 mg) á sólarhring og lengst í 3 sólarhringa. Meðhöndla á í eins skamman tíma og í eins litlum skömmtum og mögulegt er. Töfluna á að gleypa í heilu lagi með glasi af vatni, helst fyrir máltíð. Ekki má taka Voltaren Dolo ef þú ert: yngri en 14 ára, með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, acetýlsalicýlsýru eða öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum, með sár eða blæðingu í meltingarvegi, hjartabilun, skerta lifrar eða nýrnastarfsemi, mikla blóðflagnafæð, á síðasta þriðjungi meðgöngu. Leitaðu ráða hjá lækni eða lyfjafræðingi áður en þú tekur lyfið ef þú: ert með astma, hjartasjúkdóm, sjúkdóm í meltingarvegi, notar önnur lyf, notar verkjastillandi lyf við höfuðverk í langan tíma, ert næmur fyrir vökvaskorti, ert með sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðstorku, ert að fara í aðgerð, ert eða ætlar að verða þunguð eða ert með barn á brjósti. Gæta skal þess að lyfið getur dulið einkenni sýkingar. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ

Það fóru þrjú kvöld í seríurnar núna – ég segi og skrifa þrjú kvöld – ekki þegar ég setti þær upp fyrir jólin heldur þegar ég tók þær niður. Samt er ekki eins og ég skreyti húsið ljósum, á því var ekki ein einasta sería. Þær voru heldur ekki á trjám í garðinum því þar eru meðvitað engin tré, bara steypa, grjót og stöku runni. Seríurnar voru allar á jólatrénu. Við sóttum það í sveitina og freistuðumst til að hafa það í stærri kantinum vegna þess að lofthæðin í stofunni leyfir það. Það þýddi að ég þurfti tröppu til þess að koma ljósalengjunum fyrir á trénu – og ekki nóg með það. Kústskaft var nauðsynlegt til þess að smokra þeim sem hæst áttu að sitja yfir trjátoppinn. Það var því Clark Griswold stæll á mér þegar ég kom þeim á sinn stað kvöldið fyrir Þorláksmessu. Samt gekk það furðanlega en ekki dugðu færri en ellefu seríur á risann, þar af ein hundrað ljósa. Verkinu lauk ég á kvöldstund með jólaplötu á fóninum. Pavarotti hjálpaði með því að þruma í gegnum Ó helga nótt og Carreras dró ekki af sér í Panis Angelicus – hið sama gerði Diddú meðan ég tyllti mér á tær efst í tröppunni, vopnaður kústskaftinu. Hremmingarnar byrjuði ekki fyrr en daginn eftir þrettánda. Bæjaryfirvöld í Kópavogi sinna þegnum sínum betur en borgaryfirvöld í Reykjavík og sækja brúkaða trjásterti eftir jólin, svo fremi borgararnir komi þeim að lóðamörkum. Það er skynsamlegt og umhverfisvænt að senda nokkra kalla á vörubíl að sækja trén fremur en stefna hverjum og einum í Sorpu með sitt tré. Reykvíkingar eru um það bil fjórum sinnum fleiri en Kópavogsbúar svo það eru ansi margar bunur með eitt tré í hverjum höfuðborgarbíl. Ef við gefum okkur að það séu fjórir í meðalheimili eru þetta nokkurn veginn þrjátíu þúsund ferðir, miðað við hefðbundna máladeildarstærðfræði. Í tilfelli okkar hjóna var ekki um stert að ræða heldur tveggja manna tak. Ég sá út um gluggann að nágrannar mínir komu sínum trjám samviskusamlega út á gangstétt. Það var því ekki eftir neinu að bíða, tréð hafði lokið sínu hlutverki. Ég sótti tröppuna út í skúr, greip kústinn og vatt mér að trénu. Það er hins vegar flóknara að ná ellefu seríum af þriggja metra háu jólatré en hengja þær á. Fyrst reyndi ég að ná einni í senn og rifjaði upp í hvaða röð ég hafði raðað þeim á tréð. Það gekk ekki. Rafsnúrurnar þvældust hver um aðra. Grípa varð til stórtækari aðgerða. Ég ruddi öllu draslinu af, ellefu seríum með mörg hundruð ljósum. Tréð stóð strípað eftir svo hægt var að

koma því burt. Við drösluðum því út og að lóðamörkum. Hálfur sigur var unninn, Kópavogskallarnir gátu sótt tréð og við sópað upp öllu barrinu sem eftir varð. Verri var hins vegar beðjan sem eftir lá á gólfinu, ljósaseríur af öllum stærðum og gerðum, kirfilega flæktar. Ég iðraðist þess sárlega að hafa ekki haft þolinmæði til þess að ná einni í einu af í stað bráðræðisins. Ég veit af áratugalangri reynslu að ein sería getur flækst um sjálfa sig, hvað þá ellefu í hrúgu. Samt mannaði ég mig upp og hóf verkið, reyndi að leysa hið ómögulega. Ekki var við hæfi að setja jólalög á fóninn, hátíðin var liðin. Þess í stað smellti ég Þorparanum undir nálina, vonaðist til þess að Pálmi Gunnarsson kæmi mér til aðstoðar. Eftir tveggja tíma puð – og meiri þolinmæði en ég hélt að ég ætti til – gafst ég upp. Mér hafði tekist að losa átta seríur sem verður að teljast afrek. Þrjár síðustu voru svo flæktar að ég bugaðist. Sú hrúga varð eftir á gólfinu þegar ég fór að sofa. Strax eftir vinnu næsta kvöld hélt ég áfram. Við svo búið mátti ekki standa. Minn betri helmingur glotti og kom sér haganlega fyrir framan við sjónvarpið. Frúin náði þremur glæpaþáttum og tveimur læknaþáttum á meðan ég glímdi við seríurnar þrjár. Meðal þeirra var sú langa, 100 ljósa. Eftir tveggja tíma þrotlausar flækjulausnir hélt ég að sigur væri unninn. Mér hafði tekist að losa þessa löngu alveg að kló – en mér til sárra vonbrigða var vír úr annarri hinna á milli víranna við klóna. Hún hékk því við seríuflækjuna á einum þræði. Klær á jólaseríum eru bræddar á en ekki skrúfaðar svo ekki gat ég skrúfað klóna af. Komið var fram yfir miðnætti og vinnudagur fram undan. Þolinmæði mín gagnvart jólaseríum þetta árið var þrotin. Þorparinn var löngu þagnaður, allar þrjár plöturnar. Ég stóð því upp og játaði ósigur minn, sótti skærin og klippti seríurnar í sundur. Ég ákvað að bjarga þeirri löngu en lét skærin vaða á hinar. Aðgerðinni verður varla lýst sem einfaldri klippingu. Ég tætti seríudruslurnar í sundur með skærunum. Þær skyldu sko fá að finna fyrir því, rækalls beinin. Seríunum fylgdu síðan nokkur vel valin orð þegar ég tróð afklipptum bútunum í ruslatunnuna, bæði mislitu seríunni og þeirri hvítu sem prýtt höfðu jólatréð okkar. Þriðja kvöldið, þegar ég hafði náð mér niður, notaði ég til að gera upp þær níu seríur sem lifðu af. Það vill til að það eru tólf mánuðir milli jóla. Margt gleymist á styttri tíma en þeim – svo það er allt eins líklegt að ég taki bærilega í tillögu konu minnar þegar við göngum um í sveitinni og veljum tré næst – og hún segir sykursætt: „Ættum við að ná okkur í jafnt stórt tré og í fyrra? Það var svo ansi krúttlegt með öllum seríunum.“


NÝTT

U R Ö V L A

KORTA T

ÍMABI

A L A S T Ú

L

T R O P S R E INT ANGI!

U D M KO ERÐU OG G R Æ B Á R F KAUP!

G M U L L U ER Í F

70 60 %

AFSLÁTTUR

%

4 0 30 50

AFSLÁ TTUR

%

%

AFSLÁTTUR

%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

ALVÖRU ÍÞRÓTTAFATNAÐUR Á LÆGRA VERÐI INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / BILDSHOFDI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 18. SUN. 13 - 17. INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4890 / AKUREYRI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16 INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / SELFOSS@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.


Reykjavík | akuReyRi | Reykjavík | akuReyRi | Reykjavík | akuReyRi | Reykjavík | akuReyRi | Reykjavík | akuReyRi | Reyk

útsala

Nature’s Comfort heilsurúm Verðdæmi: 160 x 200 cm.

160x200

ÚtsAlA

119.920

Fullt verð kr. 149.900

Afsláttur 20%

n Mjúkt og slitsterkt áklæði

n Svæðaskipt pokagormakerfi n aldrei að snúa

n Steyptar kantstyrkingar n Sterkur botn

n Heilsu- og hægindalag í yfirdýnu sem hægt er að taka af n Burstaðar stállappir

Billy járnrúm

Nature’s Rest heilsurúm

84.915

Fullt verð kr. 99.900

Afsláttur 15%

n n

Mjúkt og slitsterkt áklæði

n

Svæðaskipt gormakerfi

Afsláttur 50%

Afsláttur 20%

Stærð: 228 x 162 cm. H. 83 cm. Dökkgrátt áklæði Tunga getur verið beggja vegna. Rúmfatageymsla.

Fullt verð kr. 139.900

Fullt verð kr. 19.900

HaMpToN hægindastóll

EaSy hægindastóll

Fæst í svörtu, brúnu og ljósu bundnu leðri. Stöðugir fætur.

Fæst í ljósu, brúnu og svörtu bundnu leðri. Stöðugir fætur.

Fullt verð kr. 99.900

ÚtsAlA

ÚtsAlA

62.930

69.930

Afsláttur 30%

TRaILoN bakkaborð

Afsláttur 30%

VAtt -koddar og -sængur

ÚtsAlA

5.940

Fullt verð kr. 9.900 útsöluverð kr. 5.940

Sterkur botn Burstaðar stállappir

109.900

9.950

Tilvalið sem náttborð.

n n

ÚtsAlA

ÚtsAlA

Fjórir litir - svart, hvítt, fjólublátt og orange.

n

Frábærar kantstyrkingar aldrei að snúa

svefnsófi

rÚmgrind

Fullt verð kr. 89.900

ÚtsAlA

Verðdæmi: 160 x 200 cm.

SILo

fyrir 160x200 cm dýnu. Hvítt og svart.

160x200

Afsláttur 40% Stærð: 45 x 45 H. 45,5 cm.

tVEnnUtilBoÐ Vattsæng + vattkoddi aðeins kr. 5.900 Vattsæng kr. 5.900

ÚtsAlA

tvennu tilboð

Vattkoddi kr. 2.990

Holtagörðum, reykjavík ✆ 512 6800 • Dalsbraut 1, Akureyri ✆ 558 1100 • Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆ 558 1100


kjavík | akuReyRi | Reykjavík | akuReyRi | Reykjavík | akuReyRi | Reykjavík | akuReyRi | Reykjavík | akuReyRi | Reykjavík

útsala a % 0 5 % 15

C&J stillanlegt heilsurúm með Shape dýnu

Shape By nature’s Bedding

Fullt verð kr. 466.800

2x90x200

ÚtsAlA

396.780 Afsláttur 15%

CLaSSIC

a n I g l e H a OPIð all

Shape heilsurúm Verðdæmi: 160 x 200 cm.

Fullt verð kr. 167.900

160x200

ÚtsAlA

Shape

134.320 Afsláttur 20%

By nature’s Bedding

Heilsudýna sem: n Lagar sig fullkomlega að líkama þínum

FLoRIDa

sófar og stólar

Stærð: 250 x 150 cm. Dökkgrátt áklæði Tunga getur verið beggja vegna.

Særð: 200x90 Hæð: 100 cm. Lilla-rauður, appelsínugulur, ólívu-grænn, Afsláttur turkis-blár og 20% dökkgrár. Einnig til CLaSSIC hægindastóll. Litir: Lilla-rauður, turkis-blár og ólívu-grænn

ÚtsAlA

119.920

n Engin hreyfing na aloaVera áklæði

n 24 cm þykk heilsudýna

n 5 ára ábyrgð!

Chase long tungusófi

ÚtsAlA

109.900 Afsláttur 20%

Fullt verð kr. 139.900

Fullt verð kr. 149.900

FREDo hægindastóll

MilAno hægindastóll

Fæst í ljósu bundnu leðri. Stöðugir fætur.

Fullt verð kr. 89.900

ÚtsAlA

49.900 Afsláttur 44%

ÚtsAlA

Fæst í svörtu og ljósu tau tauáklæði

34.930 Afsláttur 30% Fullt verð kr. 49.900

Hvít, vönduð og mjúk handklæði 100% bómull – þyngd 450 gsm – þerra ótrúlega vel

ÚtsAlA

50%

Afsláttur

50 x 100 cm

70 x 140 cm

Afmælisverð

Afmælisverð

fulltverð kr. 995

fulltverð kr. 1.995

497

997

OPnunartÍmI: Virka daga 1100-1800, Laugardaga 1100–1700 og Sunnudaga 1300–1700

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og myndbrengl og gilda á meðan á útsölu stendur og birgðir endast.

Verðdæmi: 2 x 90 x 200 cm.

n Inndraganlegur botn n 2x450 kg lyftimótorar n Mótor þarfnast ekki viðhalds n Tvíhert stál í burðargrind n Hliðar- og endastopparar svo dýnur færist ekki í sundur n Botn er sérstaklega hannaður fyrir Shape heilsudýnur n Val um lappir með hjólum eða töppum n 5 ára ábyrgð

r u t t Á l Fs


36

matur & vín

Helgin 17.-19. janúar 2014

 vín vikunnar

Smá forskot á sumarið

Stone Barn Zinfandel Gerð: Rauðvín. Þrúga: Zinfandel. Uppruni: Bandaríkin, 2012.

Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson

Styrkleiki: 13,5%

ritstjorn@frettatiminn.is

Zinfandel er ein helsta þrúgan í Kaliforníu og víngerðarfólk þar sérhæft í vínum af þessari tegund. Þó Zinfandel þekkist annars staðar nýtur hún sín einkar vel í Kaliforníu enda þarfnast þrúgan smá hita til að þroskast sem best. Zinfandel rauðvín eru oft alkóhólrík, kröftug og krydduð. Þetta Stone Barn-vín er fínt afsprengi Zinfandel, dökkt, milt og kryddað. Ef það lægir í smá stund um helgina væri tilvalið að fíra upp í grillinu. Vínið passar nefnilega einstaklega vel með grilluðu kjöti. Þó íslenska janúarveðrið sé varasamt mun þetta Kaliforníu Zinfandel sjá um að ylja þér um kroppinn.

Fréttatíminn mælir með Wolftrap Banfi La Lus Syrah Mourvedre Albarossa Viognier Gerð: Rauðvín.

Verð í Vínbúðunum: 1.899 kr. (750 ml)

Gerð: Rauðvín.

Þrúga: Albarossa.

Paul Jaboulet Les Cedres Chateauneuf du Pape

Þrúgur: Syrah,

Uppruni: Ítalía,

Gerð: Rauðvín.

Mourvedre og Viognier.

2010.

Þrúgur: Grenache,

Styrkleiki: 13,5%

Syrah o.fl.

Uppruni: Suður-

Verð í Vínbúð-

Uppruni: Frakk-

Afríka, 2012. Styrkleiki: 14,5%

unum: 2.999 kr. (750 ml)

Styrkleiki: 15%

Verð í Vínbúð-

Umsögn: Þetta

Verð í Vínbúð-

unum: 2.199 kr.

ítalska Albarossa vín er virkilega spennandi og mikið vín á góðu verði. Það hefur nett kryddaðan keim og skilar góðri fyllingu í munni.

unum: 5.999 kr. (750 ml)

(750 ml) Umsögn: Þetta

Suður-afríska rauðvín með áhugaverða nafnið, Úlfagildra, er áhugaverð blanda af þremur þrúgum. Þetta er kryddað og ferskt vín sem passar vel með kröftugum sósum, pottréttum og þungum mat.

land, 2007 .

Umsögn: Frá

Chateauneuf du Pape héraðinu koma mörg af bestu vínum Frakklands. Þetta er sparivín, til að njóta með virkilega flottum mat eða jafnvel til að geyma og eiga við sérstök tilefni.

Réttur vikunnar Bleikjusalat fyrir sex með aspas, fennel og dilli

ENNEMM / SÍA / NM57655

Hvort sem þið eruð með sex gesti í mat eða þurfið að næra ykkur fyrir átök (hugsanlega lárétt) með viðeigandi bragðsinfóníu, þá er nærtækt að leita í smiðju Stefáns Hrafns Hagalín, mannauðs- og markaðsstjóra Odda, sem stal þessari laufléttu en þó seðjandi salatuppskrift frá vini sínum, Jamie Oliver. 500 gr. fiskur

Svo létt á brauðið

(bleikja eða lax – beinlaus, með roði) 500 gr.

kartöflur 1 fennel-haus 1 búnt af ferskum aspas (200250 gr.) 100 gr. af baunaspírum (eða strengbaunum) safi úr (liðlega) hálfri sítrónu Extra virgin ólívuolía 1 msk. dijon sinnep 1 tsk. reykt paprikkuduft 1/2 búnt af dilli 1 glas af hvítvíni (svona til að byrja með) A: Skerið kartöflurnar með hýði

í tommustóra bita, sjóðið í mýkt og hellið af. Skafið fennel og aspas með skrælara í ískalt vatn og setjið til hliðar. Sötrið 1/4 af hvítvínsglasi. B: Hrærið saman sinnep og sítrónusafa við sitt hvora klípuna af salti og pipar. Þrefaldið þessa dressingu í magni með ólívuolíu. Setjið til hliðar. Sötrið 1/4 af hvítvínsglasi. C: Saltið, piprið og olíuberið fiskinn. Nuddið reykta paprikkuduftinu inn í kvikindið. Setjið stóra pönnu á háan hita og eldið bleikjuna eða laxinn í 3-4 mínútur með roðið niður. Skellið á hina hliðina og steikið í mínútu til viðbótar. Færið yfir á fisk. Sötrið 1/4 af hvítvínsglasi. D: Skellið aspas og fennel í skál ásamt baunaspírum, kartöflum, dilli og dress-

ingu. Hrærið vel saman. Tætið fiskinn í flögum yfir þessa bragðsinfóníu. Skreytið með smáræði af dilli og fennel. Sötrið 1/4 af hvítvínsglasi. Einfalt er að breyta þessum rétti á ýmsa vegu og gera enn saðsamari, til dæmis með því að bæta við bragðmildu grænmeti og ávöxtum – svo sem avakadó, agúrku og blaðsalati.

Spy Valley Chardonnay Gerð: Hvítvín. Þrúga: Chardonnay. Uppruni: Nýja Sjá-

land, 2012. Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: 2.790 kr.

(750 ml)



38

matur & vín

Helgin 17.-19. janúar 2014

 Bjór NýjuNg fr á Borg Brugghúsi þegar þorri geNgur í garð

Brugga mjöð að fornum sið „Það er mikið talað um mjöð og málið virðist hafa þróast þannig að það er gjarnan notað sem samnefnari yfir bjór. Við viljum sýna að mjöður er svolítið mikið öðruvísi en bjórinn,“ segir Sturlaugur Jón Björnsson, bruggmeistari í Borg. Þorrinn hefst um næstu helgi og Borg sendir frá sér mjöðinn Kvasi af því tilefni.

þ

etta er búið að vera lengi í hausnum á manni. Ég var sjálfur að gera tilraunir með að brugga mjöð fyrir fimm eða sex árum. Eftir að við ákváðum að gera þetta hef ég verið að rannsaka þetta af alvöru,“ segir Sturlaugur Jón Björnsson, bruggmeistari í Borg brugghúsi. Sturlaugur og félagi hans Valgeir Valgeirsson halda áfram að koma landsmönnum á óvart. Um næstu helgi hefst þorrinn og auk þess að bjóða upp á þriðju útgáfuna af Surti senda þeir frá sér Kvasi – mjöð að fornum sið. „Þetta er mjög ólíkt því að gera bjór enda er þetta ekki bjór, þetta er hunangsvín. Við erum komnir ansi nálægt léttvínsframleiðslu með Kvasi,“ segir Sturlaugur sem segir að mjaðargerð sé í eðli sínu tiltölulega einföld: „Maður þynnir hunang með vatni og gerjar það. En svo er vandinn fólginn í fínstillingum og að ná fram réttum bragðeiginleikum.“ Sturlaugur segir að það sé spennandi að prófa sig áfram við framleiðslu á því sem margir telja að forfeður okkar hafi drukkið. Er þetta virkilega svona einfalt? Eru engin aukaefni? „Í gegnum tíðina hefur fólki þótt tilvalið að bæta allskonar kryddi við þennan grunn en við ákváðum að hafa þetta alveg hreint. Kryddi og í raun öllu sem manni getur dottið í hug. Það er langt frá því að nokkuð sé nýtt undir sólinni. Ég hef séð gamlar uppskriftir þar sem notaðir hafa verið nýslátraðir hanar við bruggun. Það hefur

allt verið sett í bjór og áfengi.“ Sturlaugur segir að hugmyndin um að brugga mjöð hafi fengið byr undir báða vængi þegar bruggararnir voru í Kaliforníu fyrir ári síðan. Þar heimsóttu þeir mjaðargerðarhús sem kallast Heiðrún og lærðu mikið af manni sem hafði bruggað mjöð í áratugi. „Svo var ekkert annað að gera en að henda sér í þetta. Við notuðum alveg hreint hunang, appelsínublómahunang frá Spáni. Við ákváðum að framleiða tiltölulega aðgengilegan mjöð og Kvasir er níu prósent,“ segir Sturlaugur en mjöður getur verið yfir 20 prósent að styrkleika. Bjórspekúlantar bíða jafnan spenntir eftir nýjungum frá Borg. Hverju má fólk eiga von á nú þegar það fær ekki hefðbundinn bjór? „Ég vil nú helst ekki vera að líkja þessu við neitt en ef ég þarf, þá má segja að þetta líkist kannski mest þurru hvítvíni.“ En bjórnördarnir fá þó sinn hefðbundna þorrabjór, Surt nr. 22. Þetta er í þriðja sinn sem hann er bruggaður. „Við ákváðum að þorrabjórinn frá okkur skyldi alltaf heita Surtur og vera í Imperial Stout-stíl en við myndum leyfa okkur að breyta uppskriftinni á milli ára. Þetta er afar víðtækur stíll og hægt að leika sér mikið með hann. Þessi í ár er tíu prósent og alveg gríðarlega mikið humlaður. Núna þegar hann er alveg nýr er hann margslunginn en líka léttur og ferskur. Humlarnir gefa frískleika en með tímanum munu þeir dofna svolítið og þá finnum við flóknara bragð frá maltinu.“

Sturlaugur Jón Björnsson og Valgeir Valgeirsson í Borg brugghúsi senda frá sér þriðju útgáfuna af Surti í næstu viku. Þorrinn hefst föstudaginn 24. janúar og þá senda þeir líka frá sér mjöðinn Kvasi. Ljósmynd/Hari

ÚTSÖLULOK 25-60% afsláttur

35+ tegundir rúmfata 25-50% afsláttur

Barnavörur

Allir púðar 30 gerðir

30-50% afsláttur

40% afsláttur

Barnaföt allar gerðir 30% afsláttur

ÚTSÖLULOK

LAUGARDAG

Reykjavík kl 11-16 Akureyri kl 10-17

Sendum frítt úr vefverslun

Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Sími 533220 lindesign.is



2.489

nautabuff

kjúkLingabringur

kr./kg

verð áður 6.666 kr./kg

verð áður 2.848 kr./kg

1.329 2.898 kr./stk.

1.689

kr.

Lífrænn kjúkLingur

hemp seed hearts

verð 2.898 kr./stk.

verð 1.329 kr.

248

1.749

kr.

kr.

White chia meaL

fLoradix magnesíum fLjótandi

verð 1.689 kr.

verð 1.749 kr.

FJARDARKAUP -

kr.

HEILSU DAGAR

268 kr.

red kidney beans 400g

mixed beans 400g

chick peas 400g

pinto beans 400g

verð 248 kr. verð 248 kr.

835 kr.

17.-18. JANUAR

verð 248 kr.

brauðmix 1kg LágkoLvetna

verð 268 kr.

verð 835 kr.

218

188

frá kr./stk.

kr./kg

198 kr./kg

trópí tríó 1L

verð 278 kr.

trópí appeLsínusafi 1L verð 218 kr.

trópí 7 ávextir 1L

perur

verð 267 kr.

verð 188 kr./kg

appeLsínur verð 198 kr./kg

3.198

3.398

kr.

kr.

188 kr./pk.

burger hrökkbrauð 5 tegundir

green coffee 1925 african mango 2085

verð 188 kr./pk.

verð 3.198 kr.

- Tilvalið gjafakort OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

verð 3.398 kr.


898

387

kr./stk.

frá kr./stk.

Wf súkkuLaði sýróp verð 898 kr./kg

Wf pancake sýróp verð 898 kr./kg

Wf bLáberjasýróp verð 898 kr./kg

Wf jarðarberjasýróp verð 898 kr./kg

Wf karameLLu sýróp verð 898 kr./kg

998

1.440

kr.

funksjoneLL fLórsykur

funksjoneLL púðursykur

verð 998 kr.

verð 1.440 kr.

1.298 kr./stk.

stevia dökkt súkkuLaði

stevia french vaniLLa

stevia granat/bLáber

stevia toffee

verð 1.298 kr. verð 1.298 kr.

kr.

biotta guLrótarsafi

biotta rauðbeðusafi

biotta bL. grænmetissafi

biotta vita 7 safi

verð 392 kr.

funksjoneLL sykur verð 1.198 kr.

verð 387 kr.

verð 465 kr.

HEILSU DAGAR

192 kr.

17.-18. JANUAR

egiLs kristaLL mexicana 2L verð 192 kr.

verð 1.298 kr.

562

kr.

hafrafLögur grófar verð 562 kr.

549

kr.

hafrafLögur fínar verð 562 kr.

538

rúsínur

verð 442 kr.

717

kr.

kr.

apríkósur þurrkaðar

verð 549 kr.

döðLur

verð 907 kr.

verð 717 kr.

442

kr.

engifer

907

kr.

442

kr.

chiLipipar maLaður

verð 548 kr.

FJARDARKAUP -

verð 1.298 kr.

562

verð 538 kr.

1.198

kr.

998

kr.

kaniLL maLaður verð 442 kr.

kr.

kókosoLía virgin

verð 998 kr.


42

fjölskyldan

Helgin 17.-19. janúar 2014

 Mikilvægi útivistar

Æska barnsins þíns bíður ekki Ákvað í dag að nota birtuna til útiveru og sótti Írisi aðeins fyrr. Sleði, englar í snjónum, eltingarleikur og leit að elgsporum voru á okkar dagskrá. Ég slökkti á símanum.....Þegar við komum heim teiknuðum við það sem við gerðum úti á blað. Ég tékkaði ekki á tölvupóstinum á meðan..... Þarna áttum við nú orðið skilið heitt kakó og gátum leyst stærðfræði heimalærdóminn örlítið ferskari en ella. Ég reyndi að gera stærðfræðina

www.fi.is

áhugaverða.....Kjúklingaborgara að hætti Sollu grænu græjuðum við í kvöldmatinn, kveiktum á kertum, settum rólega tónlist á og spjölluðum. Ég hlustaði......Enduðum sáttar daginn á poppi og sítrónuvatni. Síminn, tölvan, vinnan og þrifin geta beðið rétt á milli 16:00-20:00. Æska barnsins þíns gerir það ekki!,“ skrifaði Pálína Ósk Hraundal á heimasíðu sinni nýlega en hún stundaði framhaldsnám í náttúrutengdri ferðaþjón-

ustu og sérhæfði sig í upplifun og útilífi fyrir börn og unglinga. Nú stundar hún nám við Listaljósmyndaskólann í Osló meðfram því að starfa sem leiðsögumaður og háskólakennari á Hólum þar sem hún kennir útivistarfög. Pálína Ósk, ásamt Vilborgu Önnu Gissurardóttur pólfara, stefnir að því að gefa út bókina „Útilífsbók barnanna“ á þessu ári en undirbúningur er í fullum gangi. Pálína segir að Íslendingar hafi

Mynd/ Pálína Ósk Hraundal

sýnt skandínavískum aðferðum áhuga með tilliti til útivistar og finnist það spennandi. Pálína og Vilborg eru með Facebooksíðuna Útilífsbók barnanna sem hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð. Hugmyndin að bókinni kviknaði vegna sameigin-

legs áhuga Pálínu og Vilborgar á útilífi. En þær hafa báðar mjög mikinn og ólíkan áhuga á útivist sem kemur sér vel við gerð bókarinnar. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is

Börnum líður best í reglusömu umhverfi

Alla læefiaðti!ndana Regla eða ó-regla ör

Toppaðþuig inn – drífðu þig út Skráðu

Alla leið! Toppaðu öræfatindana með FÍ Ferðafélag Íslands býður nú upp á metnaðarfulla æfingaráætlun sem byrjar í febrúar og endar á því að ganga á Hvannadalshnúk eða Hrútsfjallstinda í lok maí eða byrjun júní. Akrafjall, Móskarðahnjúkar, Hekla, Fimmvörðuháls, Hvannadalshnjúkur eða Hrútfjallstindar og átta önnur fjöll. Tólf fjallgöngur, sex æfingatímar í Elliðaárdalnum og ganga á annaðhvort Hvannadalshnjúk eða Hrútsfjallstinda. Tveir mögulegir tindar í lokin og tvær helgar til að velja til að toppa. Kynningarfundur í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 kl. 20.00, 3. febrúar n.k.

Sjá nánar um „Alla leið“ á www.fi.is

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is

15% afsláttur af öllum skírnartertum

Skírnartertur að hætti Jóa Fel

Þ

á er nýtt ár hafið hjá barnafjölskyldum landsins, að baki eru hátíðirnar með allri þeirri góðu en líka grábölvuðu óreglu sem þeim fylgir. Að baki er sem sagt gleði jólanna og fjör áramótanna en líka dagar úfnu og úrillu barnanna sem sváfu til hádegis og vöknuðu með sykurlöngunina tifandi í æðunum. Nú er bara að sofna snemma, vakna tímanlega, borða hollan morgunverð og kemba mannskapnum eftir morgunþvottinn. Nánast öllum börnum líður best í reglusömu umhverfi. Þau fara fúslega eftir reglum sem eru fyrir hendi, þ.e. ef þær eru sanngjarnar og ræddar af fjölskyldunni. Þau þrífast afleitlega þar sem reglur eru ekki fyrir hendi heldur fer heimilislífið eftir skapi foreldranna hverju sinni. Þau þola ekki heldur óljósar reglur þar sem hvorki börn né fullorðnir heiMur barna vita í raun og veru til hvers er ætlast. Þaðan af síður virkar fyrir börn að reglur séu fyrir hendi en að þær séu brotnar eins og ekkert sé, bæði af þeim sjálfum af því að enginn fullorðinn hjálpar þeim til að fylgja reglunni eða þá að fullorðnir fylgi reglunum stundum og stundum ekki. „En þú sagðir …“ er setning sem foreldrar kannast við því að börn vilja vita reglurnar og þau vilja vita nákvæmlega hvað á að gerast hverju sinni. Hugtök eins og „kannski“ eða „seinna“ eru ekki að virka. Þá er betra að setja skýrt jáið eða neiið og útskýra að þú munir lesa með barninu þínu þegar búið er að brjóta saman allan þvottinn eða hvað það sem er að taka tíma foreldranna þegar barnið kallar eftir ást og athygli. Þá virkar heldur ekki að plönum sé breytt eftir hentugleikum. Ef kósíkvöldi er lofað að morgni, verður það að standa 10 klukkutímum síðar þótt Margrét svo að síminn hringi. Kósíheitin snúast nefnilega um að hafa pabbana og mömmPála urnar með sér í sófanum yfir fjölskyldumyndinni og snakkinu en ekki í símanum eða uppvaskinu. Orð skulu standa. Ólafsdóttir Ef reglurnar eru ljósar og þekktar og ræddar af alvöru innan fjölskyldunnar, ritstjórn@ munu börn sjaldnast brjóta þær viljandi. Auðvitað geta þau ruglast í ríminu en þá frettatiminn.is er bara að hjálpa þeim á rétta braut, ekki með skömmum heldur með uppörvandi hjálp því að börn sem eru að æfa hegðun, eru rétt eins og börn sem eru að byrja að ganga eða tala. Við skömmum þau ekki fyrir að fallbeygja rangt eða detta á borðshornið þegar þau valda ekki jafnvægi. Þvert á móti hjálpum við og leiðbeinum af tómum elskulegheitum. Mesta hættan er að foreldrarnir sjálfir ruglist og þar með er reglan fokin. Það dugar nefnilega ekki að segja börnum að kvöldi að þau þurfi að vakna snemma til að borða morgunverð og vera ekki of sein í skólann nema foreldrarnir sjálfir sleppi „snúsinu“, drífi sig framúr og veki börnin. Þaðan af síður virkar að segja nei við nammibeiðni í búðinni og segja svo þreytulega: „Jæja þá – en það er bara núna“. Með fullorðinsbrotum á reglum læra börn að okkur sé ekki alvara með því sem við segjum og þar með er ó-reglan gengin í garð. Þau reyna aftur og aftur á mörkin okkar því að þau skilja ekki undantekninguna. Þess vegna eru R-reglurnar góðu; röð, regla og rútína, gulls ígildi og kenna börnum að 99 prósentum jákvæðan og kærleiksríkan aga, einmitt það sem mun best gagnast þeim til framtíðar horft.

– undurfagrar og bragðgóðar Kíktu á úrvalið á www.joifel.is.

Nánast öllum börnum líður best í reglusömu umhverfi. Þau fara fúslega eftir reglum sem eru fyrir hendi, þ.e. ef þær eru sanngjarnar og ræddar af fjölskyldunni

Holtagarðar & Smáralind & Kringlan & Garðabær & Hringbraut

Ef reglurnar eru ljósar og þekktar og ræddar af alvöru innan fjölskyldunnar, munu börn sjaldnast brjóta þær viljandi.


ENNEMM / SÍA / NM60294

> Vel sjóaðir reynsluboltar Samskip óska handboltalandsliðinu góðs gengis á EM í Danmörku. Þeir ná lengst sem sækja fram með samstilltum hætti og fylgja sendingum eftir alla leið. Samskip eru stoltur bakhjarl íslenska handboltalandsliðsins. Áfram Ísland!

www.samskip.is

Saman náum við árangri


heilsa

44

Helgin 17.-19. janúar 2014  heilsumeistar ar r áðleggingar í ársbyr jun

Stjórnar át og þyngdarvandi lífi þínu? Fráhald í forgang: 10 vikna meðferðahópar að hefjast 3. og 5. febrúar. Nýtt líf: 5 vikna námskeið fyrir byrjendur hefst 11. febrúar.

Hlíðasmára 10 · 201, Kópavogur

Esther Helga Guðmundsdóttir M.Sc.

S: 568 3868/699-2676 matarfikn@matarfikn.is www.matarfikn.is

kortatímab

il!

Nýttattímabil!

kor

50% SafalrBíokðt ti 1200 afsláttur 1

v

lít ri

kr. kassinn n

kr. kassin Verð áður 2388 ssa,

u B la n d a1ð2 s t k . n n a s í k a s u p p á h a ld s a f þ ín uðmt e g u n d u m ! brag Hámark 4 kassar

á mann meðan birgðir endast!

, 12 í ka Don Simon sasefim má blanda ir 5 tegund í kass a! saman

Ásta Ólafsdóttir og Katrín Níelsdóttir heilsumeistarar segja nauðsynlegt að sinna sjálfum sér vel allan veturinn, bæði líkamlega og andlega og gefa sér tíma til að hægja á, hvílast og hugleiða. Ljósmynd/Hari

Burt með slenið í janúar Margir finna fyrir sleni og orkuleysi í skammdeginu í janúar og fékk Fréttatíminn þær Ástu Ólafsdóttur og Katrínu Níelsdóttur heilsumeistara til gefa nokkrar ráðleggingar um betri líðan í upphafi ársins. Þær stöllur útskrifuðust frá Heilsumeistaraskólanum síðasta haust og opnuðu í kjölfarið náttúrulækningastofur að Strandgötu 33 í Hafnarfirði.

h

Góður svefn er mikilvægur og ef regla er á svefntímanum eru meiri líkur á að við sofum vel.

7

eilsumeistararnir Ásta Ólafsdóttir og Katrín Níelsdóttir segja tengingu fólks við náttúruna og árstíðirnar vera tækifæri til breytinga, heilunar og þroska. Vetrartíminn sé tími sjálfsskoðunar og næringar svo hugmyndir okkar og ætlun geti þroskast hið innra áður en þær springi út að vori. „Því er nauðsynlegt að sinna sjálfum sér vel líkamlega og andlega allan veturinn og gefa sér tíma til að hægja á, hvílast og hugleiða. Það skilar sér svo í betri líðan.“ Þær segja ástæður orkuleysis í janúar einstaklingsbundnar en oft tengdar meltingunni.

meti, salat og spírur mega gjarnan vera í aðalhlutverki því þá fáum við ensím og góðar bakteríur í meltingarveginn. Niðurbrot og upptaka næringar verður betri og það skilar sér í betri líðan og léttari lund. Góð prótein eru chlorella og spirulina blágrænir þörungar, baunir, hnetur og spínat. Ýmis bætiefni geta hjálpað til við að losna við slenið og má helst nefna omega 3 fitusýrur, B og D vítamín, magnesíum og kalíum. Best er að fá þessa næringu úr fæðunni sjálfri.

Dagleg hreyfing utandyra í birtu og hreinu lofti er góð fyrir líkama og sál. Góður svefn er mikilvægur og ef regla er á svefntímanum eru meiri líkur á að við sofum vel. Hugleiðsla nærir andann og stuðlar að andlegu og líkamlegu jafnvægi.

Jurtate sem bæta meltinguna og létta lundina eru til dæmis fennelte, piparmyntute, lakkrísrótarte, engiferte og Chai-te. Volgt sítrónuvatn að morgni dags hreyfir við meltingu og losar úrgang. Lækningajurtir sem hreinsa lifur, blóðið og meltinguna geta bætt andlega og líkamlega líðan.

heil og holl fæða nærir og endurnýjar líkamann. Gott er að borða fæðu sem íþyngir ekki líkamanum, minnka skammta, sleppa sykri, hveiti og öllum unnum matvælum. Ferskt, lífrænt græn-

Ýmsar góðar ilmk Jarnaolíur styðja við hugleiðslu og slökun, aðrar eru hressandi og gefa mikla orku. Við mælum með ilmolíumeðferðum sem styrkja líkamann og veita slökun og vellíðan.

20


heilsa 45

Helgin 17.-19. janúar 2014

Adrenalínferð til Taílands

F

erðaskrifstofan Óríental. is býður upp á adrenalín ferð til Krabi í Taílandi í mars þar sem ferðalangar reyna á sig líkamlega flesta daga við klettaklifur, hjólreiðar, fjallgöngur, kajaksiglingar, fjórhjólaakstur, rafting, köfun og fleira. Heimshornaflakkarinn og einkaþjálfarinn Skúli Pálmason verður leiðsögumaður í ferðinni en hann hefur ferðast mikið um Taíland og stundað ævintýraferðamennsku í mörg ár. „Fólk sem stundar líkamsrækt reglulega ætti vel að ráða við dagskrána í ferðinni. Hljómar ekki vel að koma heim úr fríinu í betra formi en áður en lagt var af stað?“ segir hann. Krabi er þekkt fyrir mikla náttúrufegurð og Tonsai ströndin er heimsþekkt klifurparadís þar sem allir geta fundið klifurleiðir við hæfi og segir Skúli sjóinn við Krabi ævintýri út af fyrir sig. „Þar eru vinalegir hákarlar, skjaldbökur og litríkir fiskar. Við róum í kringum paradísareyjar á kajak og stökkvum í sjóinn með snorkl og gleraugu og könnum lífríkið.“ Ferðalangarnir skoða einnig Phanom Bencha þjóðgarðinn bæði á hjóli og tveimur jafnfljótum. Í garðinum er verndað svæði með skógi og fallegum fossum, klettum og fjölbreyttu dýralífi og verða tveggja daga strembnar hjólreiðar og tveggja daga fjallganga upp á hæsta tind garðsins meðal hápunkta ferðarinnar.

Skúli Pálmason, leiðsögumaður

Krabi er heimsþekkt klifurparadís þar sem allir geta fundið klifurleiðir við hæfi. Í adrenalín ferðinni taka ferðalangar hressilega á því í fjölbreyttum ævintýrum og koma að öllum líkindum heim í betra formi en áður en lagt var af stað. Ljósmynd/GettyImages/NordicPhotos

KAUPTU FJÓRAR OG FÁÐU SEX FERNUR HLEðSLA Í FERNU MEð SÚKKULAðIBRAGðI ER KJÖRIN EFTIR GÓðA ÆFINGU EðA BARA Í DAGSINS ÖNN. HÚN ER GÓðUR KOSTUR MILLI MÁLA OG ER RÍK AF PRÓTEINUM. HENTAR FLESTUM ÞEIM SEM HAFA MJÓLKURSYKURSÓÞOL.

Tannþráður fyrir heilann Góð dagleg umhirða tanna, með burstun og notkun á tannþræði, er ekki aðeins nauðsynleg fyrir tennur og góma, heldur hún hefur einnig góð áhrif á hreysti heilans. Ástæðan er sú bólga og sýkingar geta myndast í tönnum og haft skaðleg áhrif á heilann sem og aðra líkamsparta og hafa rannsóknir sýnt fram að líkur séu á að tannholdssjúkdómar geti aukið líkur á Alzheimers.


GJAFAHALDARI Hreint frábær !! Teg Blossom stærðir 32c-40H á kr. 10.550,-

OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14

46

tíska

Helgin 17.-19. janúar 2014

Tímalaus finnsk gæði og hönnun

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

Samu er frekar ungur hönnuður sem er að vaxa og er núna að reyna fyrir sér á amerískum markaði.

Sérverslun með

FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16

Aðrir litir í Léttlopa Handprjónasamband Íslands Skólavörðustíg 19 s. 552-1890 www.handknit.is

Frábærar buxur

Buxnaleggings Háar í mittið -stretch Stærð 38 - 48 4 litir Verð 6.900 kr.

Nýtt kortatímabil

Magic fit Háar í mittið - mikið stretch Stærð: 34 - 50 2 litir: svart, dökkblátt Verð 14.900 kr.

Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16

S

amuji er nýtt finnskt fatamerki sem stofnað var árið 2011 en hefur verið til í versluninni Mýrinni í Kringlunni í um það bil eitt ár. Aðalhönnuður Samuji heitir Samu Jussikioski og er finnskur. Gildi Samuji er að njóta hversdagsleikans og gæða einfaldra hluta og leggur Samu áherslu á tímalausa og varanlega hönnun sem gegnir sínu hlutverki en hefur um leið sögu að segja. Allt efni sem Samu notar í hönnun sína er upprunnið í Evrópu og Japan og eru vörurnar framleiddar í Evrópu. Í sumarlínu Samuji er mikið um svartar og hvítar andstæður, rendur, köflótt mynstur og doppur. „Ég og systir mín, Sigríður Sigurðardóttir arkítekt, vorum í Finnlandi og sáum vörurnar frá þeim. Okkur leist svo vel á að við höfðum við samband við Sumo en hann var aðalhönnuðurinn hjá Marimekko,“ segir Rannveig Sigurðardóttir sem rekur Mýrina og Marco Polo í Kringlunni. „Við erum smátt og smátt að auka við úrvalið en í línunni eru bæði dýrari vörur en líka bómullarföt og kjólar á fínu verði,“ segir Rannveig. „Samu er frekar ungur hönnuður sem er að vaxa og er núna að reyna fyrir sér á amerískum markaði en hann er með tvær búðir í Finnlandi,“ segir Rannveig.


-25%

5 NÝJ AR EL DHÚS LÍNUR *

DARK WOOD & MOCHA 455.993,-**

365.248,-

Það er okkar skoðun, að dönsk hönnun eigi ekki að vera svo dýr, að aðeins fáir geti notið hennar. Okkur er því alvara, þegar við höldum því fram að allir eiga að geta eignast flott eldhús. Líttu við í Kvik sýningarsalinn og vertu með þeim fyrstu til að upplifa nýju eldhúslínurnar, eða heimsóttu okkur á kvik.dk

Kvik Reykjavík: Suðurlandsbraut 16, Sími 5880500 * Tilboðið gildir um skápa í línunum:Mocha, Milk, Snow, Dark Wood og Ice Wood.Skápshurðir, innviðir skápa og handföng eru innifalin.Tilboðið gildir ekki um borðplötu, vask, blöndunartæki, eldhústæki, samsetningu, uppsetningu eða sendingarkostnað.Tilboðið gildir til 31.1.2014 og er ekki hægt að nýta samhliða öðrum tilboðum. **Leiðbeinandi útsöluverð er fyrir skápa, sökkla og borðplötu. Fyrir utan vask, blöndunartæki, heimilistæki og lýsingu.


heilabrot

Helgin 17.-19. janúar 2014

?

Spurningakeppni fólksins 1. Hvað heitir leikkonan sem François Hollande, forseti Frakklands, er sagður hafa átt í leynilegu ástarsambandi við? 2. Hvað var Ariel Sharon gamall þegar hann lést? 3. Hvaða bandaríska körfuboltakempa á í miklu vinfengi við Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu? 4. Útvarpsstöðin FM 957 fagnar stórafmæli um þessar mundir. Hversu gömul er stöðin? 5. Hvaða mynd var valin besta teiknimyndin á Golden Globe-verðlaunahátíðinni? 6. Hver leikstýrir Hamlet sem Borgarleikhúsið sýnir um þessar mundir? 7. Tveir rithöfundar fá listamannalaun í 24 mánuði samkvæmt úthlutun í ár. Nefndu annan þeirra. 8. Í hvaða bæjarfélagi er hjúkrunarheimilið Sólvangur? 9. Hvaða landsþekkta fyrirsæta tilkynnti í vikunni að hún ætti von á sínu sjöunda barni? 10. Hver hreppti Gullboltann fyrir að vera besti knattspyrnumaður heims á síðasta ári? 11. Hvaða kona hreppti Gullboltann? 12. Vísindamenn á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg framkvæmdu aðgerð á níu konum sem gætu brotið blað í heimi vísindanna. Í hverju fólust aðgerðirnar? 13. Hver er forseti Alþýðusambands Íslands? 14. Hver leikur Dr. Watson í bresku sjónvarpsþáttunum Sherlock? 15. Hver er bæjarstjóri Kópavogs?

Hildur Knútsdóttir rithöfundur 1. Veit það ekki. 2. 72 ára. 3. Man það ekki. 4. 35 ára.

5. Frozen.

6. Man það ekki. 7. Eiríkur Örn Norðdahl og Guðrún Eva Mínervudóttir. 8. Kópavogi. 9. Ósk Norðfjörð. 10. Ronaldo.

11. Veit að ekki. 12. Þeir græddu leg í konurnar. 13. Gylfi Arnbjörnsson.

14. Man það ekki. 15. Man það ekki.

6 stig Hildur skorar á Kristínu Svövu Tómasdóttur skáld.

 Sudoku

8 5 7

4 5

2

6 5 3 9 7 4 3 7 1

Páll Óli Ólason

6

nemi 1. Man það ekki. 3. Dennis Rodman.

4 3

6. Benedikt Erlingsson. 7. Eiríkur Örn Norðdahl. 8. Hafnarfirði.

11. Nadine Angerer.

12. Þeir gerðu þær frjóar með því að græða í þær leg. 13. Gylfi Arnbjörnsson

2 1 8 5

15. Man það ekki.

Páll Óli skorar á Má Ingólf Másson, kennara á Selfossi.

 kroSSgátan

6 2 3 7 9 5 9 4 6 3 1 4 8 1

5 4 8 6

14. Benedict Cumberbatch.

8 stig

7

8

9. Man það ekki. 10. Ronaldo.

3

 Sudoku fyrir lengr a komna

4. 10 ára. 5. Frozen.

8 9 1

4

2. 92 ára.

1 5

1. Julie Gayet. 2. 85 ára. 3. Dennis Rodman. 4. 25 ára. 5. Frozen. 6. Jón Páll Eyjólfsson. 7. Eiríkur Örn Norðdahl / Guðrún Eva Mínervudóttir. 8. Hafnarfirði. 9. Ósk Norðfjörð. 10. Cristiano Ronaldo. 11. Nadine Angerer. 12. Þeir græddu leg í konurnar. 13. Gylfi Arnbjörnsson. 14. Martin Freeman. 15. Ármann Kr. Ólafsson.

áltíð fyrir

48

ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 172

SJÓNMÁLI

FRÁRENNSLI

BLÆÐI

SJÓR

FJALLASKARÐ

LÍTIÐ

NEÐAN VIÐ

VONSKA

RUNNI

VEGKLÆÐNING

BJÁNALEGUR UMFRAM RISPAN

 lauSn

TALA

Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 171

DAPUR

D G A U F Þ U U R R F A A N S L I Ó K S N M Ú Æ S Ð Á U N STÆKUR GIFTI

SARG

BRÁÐIN FITA

ÞARFNAST

A L A U K A L L U E P L I P R H F L A S A A E L N E T T O D D U R I A Á L K A A F N A Ð S T O A K U R R Ý R N KJÁNI

SNERTA

HVERS EINASTA

MUN

MATJURT

ÓSKERTUR ÁVÖXTUR

AFLI

STAULAST

FYRIR HÖND

KARLFUGL SÆTI

GANA

FYRNSKA SÝRA

VERSLUN

BRODDUR

HÓFDÝR

FUGL

Á NÝ

MÚTUFÉ

GALDRAKVENDI

HJÁLP

HVÆS

MÓÐA

ENGI

4

SKERÐING

HÓLF

SKRAMBI

VINNA KUSK

GARMAR

FAÐMLAG

ÍLÁT

LÍTILVÆGI

ÓÞEFUR UTAN

ÁRKVÍSLIR

U A A U N I L F A L L R G D A E I T I K L A T F O R H O L R Ú N G L A I Þ O R T A R F F Á P L A R F A E R A R I K R Í T U R S N Ó G Ó D A U N L A M E N E I S DÁÐ

ÓSKERTA

LÍÐA VEL

SÚREFNI

HVER EINASTI

GLJÚFUR

DUFLA VIÐ SKÁK

SANNFÆRINGAR

HESTASKÍTUR FRÍ

HNOÐ

PRÓGRAMM LÍKA

ÚRRÆÐI

ÞRJÓSKUR

MÁNUÐUR HARLA

LEIKUR

HLJÓTA

TROMMA

SKIP

STÓ

UMKRINGJA

KRASSA FYRIR

AÐRAKSTUR KARLMAÐUR

NÆGILEGT

TANGI

BELTI

HINDRA

GNEISTA

AÐSTOÐ

FJÖLBREYTNI LAXBRÓÐIR

L U I R Ð R I A Ð R I M U S R I N Á K R I N T A A F N N I N T A Á FÆTI

ÚTLIMUR

MÁLMUR

ÁTT

SKRIFA Á

HEITI

NAFNORÐ LÚSAEGG

ÁTT

BRÚKA

N O T A

SKORTUR

EYJA

TIGNASTI

KVAÐ

*Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero

LABBA VILJA

ÆXLUN

SLYS

ÞYS

ÁKEFÐ

FLÓN

HEILA SKRAUTSTEINN

HNUSA LEIFÐ TVEIR EINS

MÁLMUR

KÁSSA

HÁRLEYSI

STEINTEGUND

MÁLHELTI NIÐRA

FARFA

ÁTT

MAULA

SKRAMBI

2L

ÁVARPAR

1990,-

LEYNA

BLÓM

STARFA

SKJÖN

ERFIÐI

AÐALSTITILL

SKIPTA

KÆLA GÖSLA

ER

KAMBUR

STANDA VIÐ

FORM

ALDRI

SVÍKJA

FLJÚGA

OP ÞREIFA

SÍLL SKEL

ÁHRIFAVALD

ELDHÚSÁHALD

ÓHREINKA

SMÁBÝLI

ÁI NUDDA

ÓNEFNDUR

BOGI

VITLAUST

NIÐURFELLING TVEIR

UXI

UMGERÐ

ERLENDIS

ERTING

SÓSA

Á FÆTI

ÓNN

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

LOFTTEGUND HVAÐ

1 flaska af

Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Verð aðeins Coke – 2 lítrar*

HREYFING ÖFUG RÖÐ

ÓHREININDI

STÍGANDI

RÍKI

+

JAFNINGUR

ÞEKKJA

T I N V A G N

INNILOKA

ÞVÍLÍKT

MÁLMUR

KERRA

LÖGMÆTI

GLÁP

Ú R V A L

SPYR

UTAN


17,9 g sykur í 100 g

83% heilkorna

Lágmarks sykurmagn miðað við annað sykrað morgunkorn.

Heilkorna

Próteinríkt

Kornið er nýtt til hins ýtrasta. Ekkert er skilið eftir og öll næringarefnin skila sér á diskinn þinn. 10,5 g prótein í 100 g

Trefjaríkt Inniheldur náttúrulegar trefjar sem aðstoða við heilbrigða meltingarstarfsemi.

Sykurminnsta súkkulaðimorgunkornið

Prótein eru mikilvæg fyrir uppbyggingu vöðva, styrkja ónæmiskerfið og flytja næringarefni inn og út úr frumum.

10 g trefjar í 100 g

Bragðgott

og meinhollt

í morgunsárið

Vítamín og steinefni

PIPAR\TBWA

SÍA

133723

Sneisafullt af mikilvægum steinefnum, vítamínum og járni sem nauðsynleg eru starfsemi líkamans.

Flókin kolvetni Sjá vöðvum líkamans og heilafrumum fyrir orku.

67,9 g kolvetni í 100 g

ORKA SEM ENDIST Ef þú gerir kröfur um næringarríkt morgunkorn sem er gott á bragðið þá er Weetabix súkkulaði fyrir þig. Njóttu þess að borða morgunverð sem inniheldur 83% heilkorn og er Prófaðu líka án súkkulaðis!

sneisafullur af næringarefnum, trefjum og orku.


50

skák og bridge

Helgin 17.-19. janúar 2014

 Sk ák Sk ákþing ReykjavíkuR

Þrír efstir og jafnir með fullt hús

a

lþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson, Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson og Þorvarður Fannar Ólafsson eru efstir og jafnir með fullt hús vinninga að loknum fjórum umferðum í Skákþingi Reykjavíkur sem fer fram þessa dagana. Í fjórðu umferð, sem fór fram í á mið-

vikudaginn, vann Jón Viktor stórmeistara kvenna, Lenku Ptacnikovu, Þorvarður sigraði Fide meistarann Sigurbjörn Björnsson og Einar Hjalti lagði Atla Jóhann Leósson. Mótið er nú hálfnað en alls eru tefldar níu umferðir og fer fimmta umferð fram næstkomandi sunnudag og hefst klukkan 14. Þá

mætast meðal annars Einar Hjalti og Jón Viktor sem og Fide meistarinn Davíð Kjartansson og Þorvarður Fannar. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og eru áhorfendur velkomnir. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Taflfélags Reykjavíkur www.taflfelag.is.

Vignir Vatnar Íslandsmeistari barna

Vignir Vatnar Stefánsson varð um síðustu helgi Íslandsmeistari barna tíu ára og yngri annað árið í röð. Vignir hlaut 8,5 vinning í níu skákum og varð jafn Óskari Víkingi Davíðssyni að vinningum en þeir gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign. Vignir hafði svo betur í spennandi tveggja skáka einvígi og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn á sínu síðasta ári í þessu móti og er þar með tvöfaldur Íslandsmeistari barna en auk þess er hann Íslandsmeistari 13 ára og yngri og Norðurlandameistari 11 ára og yngri, að því er fram kemur á síðu Taflfélags Reykjavíkur. „ A lls tóku 14 krakkar út Taf lfélagi Reykjavíkur þátt í mótinu og öll stóðu þau sig afbragðs vel og halda áfram að safna í reynslubankann því ef það er einhvern tíma mikilvægt að tefla mikið, aftur og aftur, þá er það á fyrstu árum taflmennskunnar. Af T.R. krökkunum kom Mykhaylo Kravchuk næstur með 6,5 vinning en síðan komu Róbert Luu, Sævar Halldórsson, Davíð Dimitry Indriðason, Björn Magnússon og Ólafur Örn

Skákþing Reykjavíkur fer fram þessa dagana. Mynd Taflfélag Reykjavíkur

Vignir Vatnar Stefánsson, Íslandsmeistari barna tíu ára og yngri. Mynd Taflfélag Reykjavíkur

Olafsson allir með 6 vinninga, Guðni Viðar Friðriksson og Benedikt Ernir Magnússon með 5 vinninga, Freyja Birkisdóttir og Alexander Már Bjarnþórsson með 4,5 vinning, Unnsteinn Beck með 4 vinninga, Freyr Grímsson með 3,5 vinning og Kári Christian Bjarkarson með 1 vinning. Taflfélag Reykjavíkur óskar þessum glæsilega hópi barna, sem allur hefur sótt laugardagsæfingar félagsins af krafti, til hamingju með árangurinn,“ segir enn fremur, „og Vigni Vatnari sérstaklega með Íslandsmeistaratitilinn.“

 BRidge ÖRugguR SiguR í Sveitakeppni BRidgeHátíðaR BoRgaRneSS

Enn ein skrautfjöður í hatt Ljósbrár og Matthíasar

H

jónin Ljósbrá Baldursdóttir og Matthías Gísli Þorvaldsson bættu enn einni skrautfjöður í hatt sinn með því að vinna öruggan sigur í sveitakeppni Bridgehátíðar Borgarness sem fram fór á Hótel Hamri nýverið. Ljósbrá og Matthías hafa verið sigursæl í mótum undanfarna mánuði. Sveitarfélagar þeirra í Borgarnesi voru Sævar Þorbjörnsson og Karl Sigurhjartarson. Þátttaka var ágæt og mættu 22 sveitir til leiks. Sveit Ljósbrár var í toppsætinu allan tímann og landaði næsta öruggum sigri. Lokastaða fimm efstu sveita varð þannig:

1. Ljósbrá Baldursdóttir ...................................... 2. Grábrók ............................................................ 3. Grant Thornton ................................................ 4. Strumparnir ..................................................... 5. Skákfjelagið .....................................................

152 134 130 121 115

Sævar Þorbjörnsson og Karl Sigurhjartarson unnu bötlerútreikning para næsta örugglega, voru með 2,12 impa í plús í hverju spili að meðaltali. Eftirfarandi spil féll í leik Ljósbrár við Grant Thornton í fimmtu umferð. Þó voru ekki nema 5 borð (af 22) sem náðu laufslemmu í NS. Norður gjafari og NS á hættu:

♠ ♥ ♦ ♣ ♠ ♥ ♦ ♣

K8763 7653 K4 43

N V

A S

♠ ♥ ♦ ♣

fyrir alkröfuopnun Sveins, sagði 5 grönd sem þýddi: „veldu slemmu“. Sveinn sagði 6 lauf við því og spilið féll í samanburðinum. Jafn margir spiluð laufbút og slemmu á hendur NS.

4 KG ÁG6 ÁKD9875

♠ ♥ ♦ ♣

ÁDG102 984 D5 G106

95 ÁD102 1098732 2

Á borði Sævars og Karls (NS) sem áttu við bræðurna Hrólf og Odd Hjaltasyni opnaði Sævar á einu laufi á norðurhöndina. Hrólfur sagði 1 spaða, Karl doblaði neikvætt, Oddur sagði 4 spaða og Sævar skaut á 6 lauf. Þau voru ekkert vandamál til vinnings því Sævar gat hent báðum tíglum sínum í hjartafríslagi. Á hinu borðinu sátu Sveinn Rúnar Eiríksson og Þröstur Ingimarsson í NS gegn Ljósbrá-Matthíasi í AV. Sveinn Rúnar opnaði á alkröfu 2 laufum í norður, fékk 2 spaða, pass og 4 spaða. Sveinn sagði fimm lauf og Þröstur, sem bar virðingu

Bridgehátíð í nánd

Hin árlega og vinsæla Bridgehátíð verður spiluð dagana 23.-26. janúar. Eins og vanalega kemur fjöldi frægra erlendra spilara til að taka þátt í þessari keppni sem er spiluð að venju á Hótel Natura. Fyrir hefðbundna tvímenningskeppni og sveitakeppni verður haldinn Stjörnutvímenningur (Star wars PRO/AM) þann 22. janúar. Spilamennska hefst klukkan 19 en mæting er klukkan 18 þar sem Bridgesamband Íslands mun bjóða spilurum upp á léttar veitingar fyrir spilamennsku ásamt því að dregið verður í sveitir eitt pro par og eitt am par saman og teknar myndir af sveit. Gott tækifæri til að vera með þeim bestu í sveitunum. Möguleiki er að kaupa sér makker ef menn hafa til dæmis áhuga á að spila við einhvern okkar landsliðsmanna eða jafnvel einhvern af útlendingunum. Spilaðir verða 6 x 4 spila leikir. Vegleg verðlaun í boði og mun meðal annars parið í sigursveitinni fá boðsmiða í tvímenning Bridgehátíðar. Skráning

Sigursæl sveit var kampakát með sigurinn í sveitakeppni Bridgehátíðar Borgarness. Frá vinstri eru Karl Sigurhjartarson, Ljósbrá Baldursdóttir, Matthías Gísli Þorvaldsson og Sævar Þorbjörnsson. Mynd Aðalsteinn Jörgensen

hjá Kristjáni síma 867 5748, Rúnari síma 820 4595, Guðmundi síma 861 9188 eða hjá Ólöfu á skrifstofu Bridgesambandsins síma 587 9360. Lokað verður fyrir skráningu klukkan 12 spiladag. Snyrtilegur klæðnaður er áskilinn. Þátttökugjald í aðaltvímenning Bridgehátíðar er 20.000 á parið og sveitakeppnin er 40.000 á sveitina.


HANDBOLTA LTA LT TA TILBOÐ Ð

SJÓNVÖRPUM Ö UM

Á

Flott tæki – frábær myndgæði Best af öllu – fisléttir verðmiðar:

5005 LÍNAN: 32" = 99.900 42" = 159.900 46" = 179.900 50" = 229.900

5005 LÍNAN

SJÓNVÖRPIN FRÁ ERU EINSTÖK OG Í ALGJÖRUM SÉRKLASSA. 6675 LÍNAN

6675 LÍNAN:

40" = 249.900 46" = 289.900 55" = 389.900

6475 LÍNAN:

40" = 194.900 46" = 229.900 55" = 349.900

Samsung Blu-ray heimabíóstæða Verð áður: 109.900

Tilboðsverð: 89.900

HT-F5500

OPIÐ DAGA TIL KL. 18.00

6475 LÍNAN – og á GLERÁRTORGI · AKUREYRI

SKEIFUNNI 11 · SÍMAR: 550·4444 · www.bt.is


52

sjónvarp

Helgin 17.-19. janúar 2014

Föstudagur 17. janúar

Föstudagur RÚV

22.10 Barnaby ræður gátuna – Tónlistarskólinn (5:8) Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Caroline Graham

21:10 90210 - NÝTT (2:22) Bandarísk þáttaröð um ástir og átök ungmennanna í Beverly Hills.

Laugardagur

14.50 og 19.45 EM í handbolta - Milliriðlar

23:40 Conan The Barbarian Hasarmynd frá 2011 og gerist á miðöldum. Conan er í miklum hefndarhug og leitar nú þeirra sem réðust inní heimaþorp hans.

Sunnudagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

22:00 The Walking Dead Þættir sem hafa slegið öll fyrri áhorfsmet áskriftarstöðva í Bandaríkjunum.

21.05 Erfingjarnir Glæný, dönsk þáttaröð um systkini sem hittast eftir margra ára aðskilnað

15.00 Ástareldur 16.40 Táknmálsfréttir 16.50 Króatía-Svíþjóð Beint 18.30 Reyjavíkurleikarnir 2014 19.00 Fréttir 19.25 Veðurfréttir 19.30 Íþróttir 19.35 Njósnari (3:10) Bresk gamanþáttaröð þar sem fylgst er með Tim sem er njósnari hjá MI5 og togstreitu hans milli njósnastarfs og einkalífs. Meðal leikara eru Darren Boyd, Robert Lindsay og Mathew Baynton 20.00 Serbía-Frakkland Beint 20.45 EM stofa 21.05 Útsvar Kópav. - Fjallab. 22.10 Barnaby ræður gátuna – Tónlistarskólinn (5:8) Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Caroline Graham þar sem Barnaby lögreglufulltrúi glímir við morðmál í ensku þorpi. Meðal leikenda eru John Nettles og Jason Hughes. 23.40 Fæddur 4. júlí Tom Cruise er hér í hlutverki hermanns sem lamast í Víetnamstríðinu, en snýr sér að baráttu fyrir mannréttindum og gegn stríðsrekstri þegar heim er komið. Aðalhlutverk: Tom Cruise, Raymond J. Barry, Kyra Sedgwick og Willem Dafoe. Bandarísk bíómynd frá 1989. 02.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

Laugardagur 18. janúar RÚV

STÖÐ 2

07.00 Morgunstundin okkar 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10.15 Stundin okkar e. 08:10 Malcolm In the Middle (1/22) 10.45 Útsvar e. 08:35 Ellen (120/170) 11.45 Fisk í dag e. 09:15 Bold and the Beautiful 11.55 Landinn e. 09:35 Doctors (2/175) 12.25 Diana Damrau og Xavier de Mai10:20 Drop Dead Diva (1/13) stre á Listahátíð e. 11:05 Harry's Law (8/22) 14.10 Minnistæð máltíð – Sören Brix 11:50 Dallas 14.20 Hallfríður Ólafsdóttir - Flautu12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur leikari músarinnar e. 13:00 Mistresses (10/13) 14.50 EM í handbolta - Milliriðlar 13:45 Gulliver's Travels fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16.40 Basl er búskapur (6:10) e. 15:25 Ærlslagangur Kalla kanínu 17.10 Sveitasæla (2:11) 15:45 Xiaolin Showdown 17.20 Grettir (13:52) 16:10 Waybuloo 17.33 Verðlaunafé (9:21) 16:30 Ellen (121/170) 17.35 Vasaljós (9:10) 17:10 Nágrannar 4 5 18.00 Táknmálsfréttir 17:35 Bold and the Beautiful 18.10 Skólaklíkur (5:20) 17:57 Simpson-fjölskyldan (18/22) 18.54 Lottó 18:23 Veður 19.00 Fréttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19.20 Veðurfréttir 18:47 Íþróttir 19.25 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19.40 Hraðfréttir e. 19:11 Veður 19.45 EM í handbolta - Milliriðlar 19:20 The Simpsons 21.00 EM stofa 19:40 Impractical Jokers (3/8) 21.20 Jane Austen-klúbburinn e. 20:05 Spider-Man 3 Þriðja 23.05 Hungur Atriði í myndinni eru stórmyndin um eina allra farekki við hæfi barna. e. sælustu ofurhetju hvíta tjaldsins 00.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Köngulóarmanninn, með Tobey Maguire. Að þessu sinni á hann í höggi við illmennin Sandman, Venom og erkióvin sinn Goblin. 22:20 Fire With Fire 23:55 Blood Out 01:25 Feel D 02:55 Not Forgotten 04:25 Gulliver's Travels 05:50 Fréttir og Ísland í dag

STÖÐ 2

Sunnudagur RÚV

07.00 Morgunstundin okkar 07:00 Barnatími Stöðvar 2 / Strump10.40 Fisk í dag arnir /Villingarnir/Algjör Sveppi/ Ljóti andarunginn og ég/Doddi litli og 10.50 Handunnið: Kristine Mandsb. 11.00 Sunnudagsmorgunn Eyrnastór /Mamma Mu /Sumardals12.10 Þrekmótaröðin 2013 (2:8) myllan / Kai Lan /Lærum og leikum 12.35 Minnisverð máltíð – Ritt Bj. með hljóðin / Áfram Diego, áfram! / 12.45 Hvað veistu? Orka úr hafi og Tommi og Jenni /Skógardýrið Húgó/ Big Time Rush/Lukku láki/Kalli kanína vítamín úr sól og félagar/Young Justice allt fyrir áskrifendur13.15 Reykjavíkurleikarnir 2014 Beint 14.35 EM í handbolta - Milliriðlar 12:00 Bold and the Beautiful 16.15 Sirkushátíð í Monte Carlo 13:40 Hello Ladies (2/8) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16.50 Fum og fát 14:10 Veep (2/8) 17.00 Táknmálsfréttir 14:40 New Girl (8/23) 17.10 Poppý kisuló (46:52) 15:05 Hið blómlega bú - hátíð í bæ 17.21 Franklín (2:2) 16:00 Sjálfstætt fólk (17/30) 17.43 Engilbert ræður (50:78) 16:306 ET Weekend 4 5 17.50 Fisk í dag e. 17:15 Íslenski listinn 18.00 Stundin okkar 17:45 Sjáðu 18.25 Basl er búskapur (3:10) 18:13 Leyndarmál vísindanna 19.00 Fréttir 18:23 Veður 19.20 Veðurfréttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19.25 Íþróttir 18:50 Íþróttir 19.40 Landinn 18:55 Modern Family (10/22) 20.00 EM í handbolta - Milliriðlar 19:15 Two and a Half Men (2/22) 20.45 EM stofa 19:40 Lottó 21.05 Erfingjarnir (3:10) 19:45 Spaugstofan 22.05 Kynlífsfræðingarnir (10:12) 20:10 Trouble With the Curve Ekki við hæfi barna. 22:00 Alex Cross 23.00 Sunnudagsmorgunn e. 23:40 Conan The Barbarian 00.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Hasarmynd frá 2011 og gerist á

SkjárEinn miðöldum. SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist 01:35 Leap Year 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:50 Dr. Phil 03:15 127 Hours 11:20 Dr. Phil 12:35 Dr. Phil 04:50 Franklyn 12:50 Once Upon a Time (2:22) 13:20 Dr. Phil 13:40 7th Heaven (2:22) 14:05 Top Chef (6:15) 14:30 The Bachelor (12:13) 14:55 Got to Dance (2:20) 11:00 Man. City - Blackburn 16:00 Family Guy (12:21) 15:45 Judging Amy (22:24) SkjárEinn 12:40 Sportspjallið 16:25 Happy Endings (20:22) 16:30 90210 (2:22) 06:00 Pepsi MAX tónlist 13:20 Spænsku mörkin 2013/14 16:50 Parks & Recreation (20:22) 17:20 Sean Saves the World (2:18) 08:25 Dr. Phil 13:50 World's Strongest Man 2013 17:15 Parenthood (2:15) 17:45 Svali&Svavar (2:10) 09:10 Pepsi MAX tónlist 16:40 Marseille - Arsenal 14:20 La Liga Report 18:05 Friday Night Lights (2:13) 18:15 Franklin & Bash (1:10) 17:05 Svali&Svavar (2:10) 18:20 World's Strongest Man 2013 14:50 Betis - Real Madrid Beint 18:50 Hawaii Five-0 (10:22) 19:05 Trophy Wife (2:22) 17:35 Dr. Phil 18:50 Fulham - Norwich 16:55 Fulham - Norwich allt fyrir áskrifendur 19:40 Judging Amy (23:24) 19:30 7th Heaven (2:22) 18:20 Happy Endings (20:22) 20:30 La Liga Report 18:35 Ensku Bikarmörkin 2014 20:25 Top Gear - NÝTT (1:6) 20:20 Once Upon a Time (2:22) 18:45 Minute To Win It 21:00 Undefeated 19:05 Betis - Real Madrid fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:15 L&O: Special Victims Unit (21) 21:10 The Bachelor (12:13) 19:30 America's Funniest Home Vid. 22:35 2006 Fifa World Cup Offi. Film 20:45 Brooklyn - Chicago 22:00 The Walking Dead (3:16) 22:40 Blue Bloods (2:22) 19:55 Family Guy (12:21) 00:05 Sportspjallið 22:20 NB90's: Vol. 4 allt fyrir áskrifendur 22:50 Elementary (2:22) 23:30 Hawaii Five-0 (10:22) 20:20 Got to Dance (2:20) 00:45 NB90's: Vol. 3 22:45 Nott. Forest - West Ham 23:40 Necessary Roughness (7:10) 00:20 Friday Night Lights (2:13) 21:10 90210 (2:22) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 5 22:00 Friday Night 6 00:30 The Walking Dead (3:16) 01:05 CSI: New York (6:17) Lights (2:13) 4 5 6 01:20 The Bridge (2:13) 01:55 The Mob Doctor (7:13) 22:45 Dreamgirls 02:10 Beauty and the Beast (8:22) 02:45 Excused 00:45 Excused 09:50 Hull - Chelsea 08:35 Messan 03:00 Excused 03:10 Pepsi MAX tónlist 01:10 The Bachelor (11:13) 11:30 Stoke - Liverpool 09:55 Aston Villa - Arsenal 03:25 Pepsi MAX tónlist 02:40 Ringer (14:22) 13:10 Messan 11:35 Match Pack 4 5 6 03:30 Pepsi MAX tónlist 14:30 Fulham Sunderland 12:05 Enska úrvalsdeildin upphitun allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 16:10 Cardiff - West Ham 12:35 Sunderland - Southamp. Beint 11:15 Rumor Has It 17:50 Tottenham - Crystal Palace 14:50 Arsenal - Fulham Beint fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 09:55 I Am Sam 13:05 Chasing Mavericks 19:30 Premier League World 17:20 Liverpool - Aston Villa Beint allt fyrir áskrifendur 12:05 Dear John 15:00 Wag the Dog 10:10 Jane Eyre 20:00 Match Pack 19:30 Man. City - Cardiff allt fyrir áskrifendur 13:50 Philadelphia 16:35 Rumor Has It 12:10 Big 20:30 Enska úrvalsdeildin - upphitun 21:10 Crystal Palace - Stoke allt fyrir áskrifendur 15:55 I Am Sam 18:25 Chasing Mavericks fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13:55 The Bodyguard 21:00 Football League Show 2013/14 22:50 West Ham - Newcastle fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:05 Dear John 20:20 Wag the Dog 18:05 Big 21:30 Everton - Norwich 00:30 Norwich - Hull 4 5 6 4 5 6 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:55 Philadelphia 22:00 Argo 19:50 The Bodyguard 23:10 Enska úrvalsdeildin - upphitun 22:00 Kingdom of Heaven 00:00 Special Forces 22:00 Magic MIke 23:40 Messan SkjárSport 00:25 American Reunion 01:50 Wrecked 23:50 Centurion 06:00 Extreme Sports Channel 4 5 02:156Ninja 03:20 Argo 01:40 Dark Knight Rises SkjárSport 18:35 Hollenska knattspyrnan 2014 4 03:40 Kingdom of Heaven 04:20 Magic MIke 06:00 Extreme Sports Channel 22:45 Extreme Sports Channel

Nú fylgja

4

5

6

2 frítt með

Eiginleikar LGG+

Bættu LGG + við daglegan morgunverð fjölskyldunnar og styrktu ónæmiskerfið.

+ stuðlar að vellíðan + styrkir varnir líkamans + bætir meltinguna og kemur jafnvægi á hana + eykur mótstöðuafl + hentar fólki á öllum aldri + er bragðgóð næring

HVÍTA HÚSIÐ/SÍA - 12-0014

6

Ein á dag

Fyrir fulla virkni

Þú getur lesið meira um LGG+ á ms.is/lgg


sjónvarp 53

Helgin 17.-19. janúar 2014

19. janúar

 sjónvarpinu The Millers

STÖÐ 2 07:00 Barnatími Stöðvar 2/Strumparnir/Villingarnir/UKI/Doddi litli og Eyrnastór/Waybuloo/Algjör Sveppi / Könnuðurinn Dóra/Kalli litli kanína / Ofurhundurinn Krypto/ Ben 10 /Tom and Jerryv/ Grallararnir/Tasmanía / Victorious 11:20 The Middle (8/24) 12:00 Spaugstofan allt fyrir áskrifendur 12:25 Nágrannar 14:10 The Big Bang Theory (2/24) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:30 Masterchef USA (3/25) 15:20 The Face (2/8) 16:10 Mike &; Molly (8/23) 16:35 Heilsugengið 17:00 Eitthvað annað (4/8) 4 17:35 60 mínútur (15/52) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (21/30) 19:10 Sjálfstætt fólk (18/30) Jón Ársæll Þórðarson kann listina að nálgast viðmælanda sinn og hér heldur hann áfram að taka hús á áhugaverðum Íslendingum sem hafa sögur að segja. 19:45 Breathless (3/6) D 20:35 The Tunnel (8/10) 21:25 Banshee (2/10) 22:15 60 mínútur (16/52) 23:00 Daily Show: Global Edition 23:25 Nashville (2/20) 00:10 Hostages (14/15) 01:00 True Detective (1/8) 01:50 American Horror Story (1/13) 02:35 Mad Men (3/13) Sjötta 03:25 The Untold History of The US 04:25 The Goods: Live Hard, Sell Hard remy Piven úr Entourage. 05:55 Fréttir Fréttir Stöðvar 2

Fullorðið skilnaðarbarn í krísu

Skjár einn byrjaði í upphafi árs að sýna bandarísku gamanþætti The Millers. Þar er ort í kunnuglegt form en þetta fer þó ágætlega af stað og allt útlit er fyrir að þessa þætti megi nota til þess að brenna upp stöku hálftíma þegar lítið er við að vera. Þættirnir fjalla um sjálfhverfa sjónvarpsfréttamanninn Nathan sem lendir í meiriháttar klemmu þegar rosknir foreldrar hans skilja og hann situr uppi með mömmu sína. Líf hans gengur allt úr skorðum þegar sú óheflaða bredda flytur inn til hans og þær aðstæður bjóða 5

sem er hálf vængbrotinn þegar hann hefur ekki frúna til þess að hugsa fyrir sig. Margo Martindale er síðan mátulega ýkt og yfirþyrmandi sem

mamman til þess að keyra vandræðaganginn áfram af talsverðri festu og halda groddalegu gríninu gangandi. Þórarinn Þórarinsson

6

30 TIL

60%

4

5

6

STOCKHOLM

Queen Size rúm (15

3x203 cm)

FULLT VERÐ 163.60

0 kr.

ÚTSÖLUVERÐ

81.800 kr.

5AFS0LÁTT%UR! SÆNGUR

40%

FÖT

AFSLÁTT

UR!

DAKOTA 3 cm)

King Size rúm (193x20

FULLT VERÐ 234.200

ÚTSÖLUVERÐ

117.100 kr.

AFSLÁTTUR!

5

kr.

6

50%

AFSLÁTTUR!

DÚNSÆNGUR

30% AFSLÁTTUR!

ARGH!!! 060114 #2

SkjárSport 4

Will Arnett klikkar ekki sem Nathan sem lendir í bölvuðum vandræðum þegar foreldrar hans taka upp á því á gamals aldri að skilja.

ÚTSALA REKKJUNNAR

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

06:00 Extreme Sports Channel 15:20 Hollenska knattspyrnan 2014 19:30 Extreme Sports Channel

upp á alls konar árekstra. Allt er þetta staðlað og dæmigert en góður leikur og ágætis brandarar virðast geta gert það að verkum að The Millers verði einhvers konar de luxe-útgáfa af óþolandi rusli eins og King of Queens og Everybody Loves Raymond. Sá frábæri grínleikari Will Arnett, sem fór hamförum sem Gob í Arrested Development, klikkar ekki og rúsínan í þessum þokkalega pylsuenda er gamli jaxlinn Beau Bridges, stóri bróðir Jeffs. Hann er í toppformi í hlutverki föður Nathans, afdankaðrar og utangátta karluglu,

ÓTRÚLEG VERÐ!

11:35 Undefeated 13:25 La Liga Report 13:55 Betis - Real Madrid 15:35 Sportspjallið 16:15 NBA - Dr. J - The Doctor 17:50 Levante - Barcelona Beint 19:50 D.Broncos - N.E. Patriots Beitáskrifendur allt fyrir 23:30 S. Seahawks - S.F.49ers Beint

10:00 Liverpool - Aston Villa 11:40 Man. City - Cardiff 13:20 Swansea - Tottenham Beint 15:50 Chelsea - Man. Utd. Beint allt fyrir áskrifendur 18:00 Arsenal - Fulham 19:40 Sunderland - Southampton fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:20 Swansea - Tottenham 23:00 Chelsea - Man. Utd. 00:40 Man. City - Cardiff



Rekkjan ehf ≤≥ Ármúla 44 ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16

H E I L S U R Ú M


54

bíó

Helgin 17.-19. janúar 2014

 Frumsýnd 47 ronin

 Frumsýnd ChanCe oF meatballs 2

Sverðaglamur í Japan Þegar japönsku bardagakapparnir sem kenndir eru við samúræja standa uppi húsbóndalausir eru þeir kallaðir ronin. Þetta er ekki eftirsóknarverð staða enda er tilvera samúræja sem ekki hefur herra til þess að þjóna með sverði sínu hálf tilgangslaus. Hér segir af 47 slíkum sem eru á hrakhólum eftir að illur stríðsherra drepur meistara þeirra. Þeir dreifast um landið en sameinast til þess að leita hefnda og verja þannig heiður sinn og síns fólks. Leynivopn þeirra í baráttunni við illmennið er

Matarmikil veðurspá Cloudy With a Chance of Meatballs 2 er eins og nafnið gefur skýrt til kynna framhald teiknimyndarinnar Cloudy With a Chance of Meatballs sem kom út 2009. Ógurlegur matarstormur fyrri myndarinnar varð til þess að Flint og vinir hans hrökkluðust burt úr bænum. Í kjölfarið býður Chester V, átrúnaðargoð Flints, honum vinnu hjá fyrirtæki sínu. Þar starfa fremstu uppfinningamenn heims við að finna upp tækni til að betrumbæta mannkynið. Þegar Flint uppgötvar, sér til mikillar skelfingar, að tækið hans er ennþá virkt og dælir út úr sér stökkbreyttum matarskrímslum á borð við lifandi, súrsaðar

blendingurinn Kai, sem ættbálkur þeirra hafði áður snúið baki við. Keanu Reeves leikur Kai sem slæst í ævintýraför með stríðsköppunum en föruneytið þarf að brjóta sér leið í gegnum goðsagnaheim þar sem alls kyns óvættir og skrímsli reyna að hefta för þeirra. Aðrir miðlar: Imdb: 6,7, Rotten Tomatoes: 11%, Metacrtitc: 28% Keanu Reeves leikur þrælinn og útskúfaða blendinginn Kai sem er eina von landlausra samúræja um að ná fram hefndum.

Flint stendur enn í ströngu og þarf nú að mæta matarskrímslum.

gúrkur, glorhungraða takódíla, rækjuapa og eplakökukyrkislöngur, neyðist hann til að snúa aftur með félögum sínum og bjarga heiminum á ný.

Aðrir miðlar: Imdb: 6,6, Rotten Tomatoes: 87%, Metacritic: 66%

 Frumsýnd 12 Years a slave

BORGMAN

THE NIGHT OF THE HUNTER (16)

(16)

SÝNINGARTÍMAR Á MIDI.IS

SUN: 20.00

SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711

Chiwetel Ejiofor leikur Solomon Northup og þykir gera persónunni frábær skil.

Tólf ára ánauð Breski leikstjórinn Steve McQueen gerði mikla lukku með Shame 2011 en þar túlkaði Michael Fassbender kynlífsfíkil í krísu eftirminnilega. 12 Years a Slave er þriðja mynd McQueen og með henni hefur enn frekar aukið hróður sinn sem leikstjóri. Myndin segir sanna sögu Solomons Northup en árið 1841 var honum rænt og hann hnepptur í þrældóm á plantekrum í Suðurríkjunum þar sem hann var í ánauð í tólf ár þar til hann fékk frelsið á ný.

Styrkir Barnavinafélagið Sumargjöf Auglýsir styrki til rannsókna, lista og þróunarverkefna, sem geta nýst börnum á leik- og grunnskólaaldri. Umsókn, ásamt greinargerð um verkefnið, skal senda fyrir 14. febrúar 2014. Stjórn Barnavinafélagsins Sumargjafar áskilur sér rétt til að óska eftir nánari upplýsingum um verkefnið og fjármögnun þess og leita umsagnar fagaðila. Reykjavík 14. janúar 2014 • Barnavinafélagið Sumargjöf Pósthólf 5423, 125 Reykjavík • Netf: sumargjof@simnet.is

12

Gagnrýnendur hafa keppst við að ausa 12 Years a Slave lofi og verðlaunatilnefningarnar streyma inn.

Years a Slave er þriðja kvikmynd leikstjórans Steve McQueen. Hann gerði Hunger 2008 þar sem hann fjallaði um hungurverkfall í fangelsi á NorðurÍrlandi. Árið 2011 vakti hann athygli og umtal með Shame þar sem Michael Fassbender fór á kostum sem kynlífsfíkill í andlegri kreppu. Óhætt er að segja að samstarf Fassbenders og McQueen hafi verið farsælt en leikarinn hefur verið í öllum myndum leikstjórans. Hann lék í Hunger og í 12 Years a Slave fer hann með hlutverk grimms plantekrueiganda sem gerir Solomon lífið leitt. Solomon var frjáls maður og bjó ásamt eiginkonu og tveimur börnum í New York. Hann var fær trésmiður og liðtækur tónlistarmaður sem var býsna flinkur á fiðluna. Líf hans hrundi veturinn 1841 þegar tveir menn buðu honum starf sem undirleikari í leiksýningu sem þeir þóttust vera að undirbúa. Hann fór því með þeim til Washington þar sem þeir höfðu hann undir og seldu í þrældóm til New Orleans. Plantekrueigandinn William Ford, sem Benedict Cumberbatch leikur, kaupir þrælinn sem á bærilega vist þar sem Ford er ágætisnáungi og það fer vel á með þeim. Hann lendir síðan í útistöðum við rasískan trésmið og eftir áflog þeirra í milli sér Ford ekki aðra leið til þess að bjarga

lífi Solomons en að selja hann Edwin nokkrum Epps, plantekureiganda og óþverra sem Fassbender leikur. Ævisaga Solomons, 12 Years a Slave, kom út 1853, í kjölfar hinnar vinsælu Kofi Tómasar frænda en bækurnar tvær áttu sinn þátt í þeirri vitundarvakningu sem náði hámarki þegar þrælastríðið braust út 1861. Gagnrýnendur hafa keppst við að ausa 12 Years a Slave lofi og verðlaunatilnefningarnar streyma inn. Myndin fékk sjö tilnefningar til Golden Globe og hreppti verðlaunin sem besta dramamyndin. Chiwetel Ejiofor þykir fara á kostum í hlutverki Solomons og í gær var hann tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir leik sinn. 12 Years a Slave er einnig tilnefnd sem besta myndin, fyrir leikstjórn, besta aukaleikarann og leikkonuna en myndin hlaut níu tilnefningar alls. Aðrir miðlar: Imdb: 8,6, Rotten Tomatoes: 97%, Metacritic: 97%

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


VEISLAN HEFST Í DAG!

Venus í feldi

Ég um mig og mömmu

[La Vénus à la fourrure]

38 vitni

Konurnar á 6. hæð

[Les femmes du 6ème étage]

á eMiði.is. Gildir á 5 sýningar . Dagskrá og miðasala Valable pour 5 films

: 3.900 kr. PASSI Verðhátíð 5 MYNDAað eigin stendur. vali á meðan

[38 témoins]

Einn á báti

[Les garçons et Guillaume]

! AVEISLU ÁRSINS IR Á KVIKMYND NÍU GÆÐAMYND 30. JANÚAR 2014 17.I ABÍÓ KÓL Í HÁS

1 2 3 4 Fyrstir koma, 5 fyrstir fá!

Aðeins þú

[Poupoupidou]

[En solitare]

Málverkið [Le tableau]

Samþykktur til ættleiðingar [Couleur de peau - Miel]

Sala á 5 miða afsláttarpössum er hafin í Háskólabíói! Verð aðeins 3.900 kr. og takmarkaður fjöldi í boði.

NÍU GÆÐAMYNDIR Í HÁSKÓLABÍÓI 17. - 30. JANÚAR Sýningartímar og miðasala á eMiði.is Nánari upplýsingar um hátíðina á www.graenaljosid.is/franska2014


56

METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 09.01.14 - 15.01.14

1

Almanak Háskóla Íslands 2014 Þorsteinn Sæmundsson / Gunnlaugur Björnsson

2

Tíminn minn Dagbók 2014 Björg Þórhallsdóttir

menning

Helgin 17.-19. janúar 2014

 tónleik ar tónsnillingar morgunDagsins

Þórunn Vala syngur í Kaldlóni Tónsnillingar morgundagsins standa fyrir tónleikum í Kaldalóni, Hörpu, næstkomandi sunnudag, 19. janúar klukkan 20. Þórunn Vala Valdimarsdóttir sópran flytur ljóðaflokkinn Frauenliebe und Leben eftir Schumann og aríur eftir Scarlatti, Caccini, Händel og Mozart við meðleik strengjakvartetts. Útsetningarnar voru gerðar fyrir kennara Þórunnar í Utrecht og hafa ekki áður heyrst hér á landi. Kvartettinn skipa þau Gróa Margrét Valdimarsdóttir og Gunnhildur Daðadóttir, fiðlur, Þórarinn Már Baldursson víóla og Júlía Mo-

listarháskólann í Utrecht gensen selló. Meðleikari í hjá Charlotte Margiono og öðrum verkum á tónleikum Jóni Þorsteinssyni. Hún er Kristinn Örn Kristinsútskrifaðist þaðan vorið son píanisti, að því er fram 2012 og hefur starfað á kemur í tilkynningu. Íslandi síðan sem söngÞórunn Vala Valdimarskona og tónlistarkennari. dóttir hóf tónlistarnám Þórunn hefur verið mjög við Tónlistarskólann í virk í kórastarfi á Íslandi. Kópavogi. Þar stundaði Hún hefur bæði komið hún nám á fiðlu og síðar Þórunn Vala fram sem einsöngvari, á víólu. Árið 2001 hóf hún Valdimarsdóttir kórsöngvari og tekið þátt söngnám hjá Ólöfu Kolsópran. í flutningi ótal verka. Þá brúnu Harðardóttur í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan hefur söngkonan komið fram á ýmsum tónlistarhátíðum innanburtfararprófi vorið 2006. Haustið lands og erlendis. 2008 hóf Þórunn Vala nám við Tón-

 Dans nýtt íslenskt Dansverk frumsýnt í k assanum

Hvar eru mörk raunveruleikans? Nýtt íslenskt dansverk var frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Verkið nefnist Óraunveruleikir. Það er samið af dönsurunum Valgerði Rúnarsdóttur og Þyri Huld Árnadóttur og tónlistarkonunni Urði Hákonardóttur. Verkið segja þær vera rannsóknarleiðangur um raunveruleikann.

3

5

Iceland Small World Sigurgeir Sigurjónsson

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

4

Árleysi alda Bjarki Karlsson

6

Maður sem heitir Ove Fredrik Backman

Listakonurnar Þyrí, Urður og Vala, útiloka ekki frekara samstarf í framtíðinni.

7

9

Óvinafagnaður Einar Kárason

Úlfshjarta Stefán Máni

8

10

Lág kolvetna lífstíllinn Gunnar Már Sigfússon

Fiskarnir hafa enga fætur Jón Kalman Stefánsson

SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT

Ferlið hefur gefið mér alveg ótrúlega mikið, það er bara svo gefandi að ögra sjálf­ um sér og stíga út fyrir þæginda­ rammann.

H

var eru mörk raunveruleikans er spurning sem listakonurnar Vala, Þyrí og Urður kryfja í verkinu Óraunveruleikir. Þyrí og Vala eru báðar sjálfstætt starfandi dansarar en Urður er söngkona sem flestir þekkja sem „Urði úr GusGus“. Þetta er í fyrsta sinn sem þessar þrjár listakonur leiða saman hesta sína en leiðir Urðar og Þyríar höfðu þó mæst við gerð verksins „Á vit“, sem var samstarfsverkefni íslenska dansflokksins og GusGus. Þær vissu því hver af annarri og höfðu lengi rætt um að vinna saman. Urður sat fyrir svörum á meðan Vala og Þyri æfðu sporin á sviðinu. „Við Vala hittumst á förnum vegi og fórum að ræða samstarf en það voru þær sem tóku svo loks af skarið og hringdu í mig. Við ákváðum að hittast og gera eitthvað. Við fórum strax á flug með hugmyndir og næsta skref var að sækja um styrki til að koma ferlinu almennilega í gang. Við fengum styrk frá leiklistarráði og listamannalaun í tvo mánuði svo þar var komin forsenda til að fara lengra með hugmyndina.“ Verkið byggist á skoðun þeirra á raunveruleikanum og þeim línum sem draga mörk þess sem samfélagið kallar eðlilegt. Í sköpunarferlinu leituðust þær við að svara spurningum á borð við hvernig finna mætti mörk ímyndunaraflsins, hvort hægt væri að sanna hið ósannreynanlega og hvernig hið trúlega væri skilgreint frá hinu ótrúlega. „Það sem fangaði okkur í sköpunarferlinu voru mörk raunveruleikans og óraunveruleikans. Hvað við samþykkjum

sem norm persónulega og í samfélaginu. Innan þessara pælinga flokkast svo margt, eins og trúarbrögð, sýndarveruleiki, munurinn á fólki yfir höfuð og bara allt það sem getur tengst umræðunni um normið. Stefið í öllu vinnuferlinu var að skoða afbrigðileika út frá norminu. Við komumst að því í ferlinu að raunveruleiki er víðasta hugtak í heimi og að finna mörk hans er eiginlega ekki hægt því hugtakið er bara abstrakt í eðli sínu. Við lékum okkur með þessar pælingar og sá leikur kemur fram í lokaútgáfu verksins.“ Vala og Þyrí eru vanar að stíga dans á sviði en þetta er í fyrsta sinn sem Urður stígur fram sem tónskáld. „Ferlið hefur gefið mér alveg ótrúlega mikið, það er bara svo gefandi að ögra sjálfum sér og stíga út fyrir þægindarammann. Það hefur alveg hiklaust víkkað sjóndeildarhringinn að vinna með listafólki sem er að nota annað form en ég. Ég hef lært að treysta í gegnum ferlið og deila því sem ég er að gera. Það er bara gott spark í rassinn að þurfa allt í einu að berskjalda sig fyrir öðrum og ég gæti alveg trúað því að músíkin sem ég hef unnið hér muni þróast út í annað verkefni. Samstarfið hefur gengið rosalega vel og það getur bara vel verið að við eigum eftir að vinna saman aftur. Við höfum í raun unnið allt efnið saman á æfingum, þær lögðu sitt fram í músíkina og öfugt, og á endanum er þetta ein heild.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


44 MILLJÓNIR

RAÐAÐU INN MILLJÓNUNUM!

F í t o n / S Í A

Lottópotturinn stefnir í 44 milljónir. Leyfðu þér smá Lottó!

Skráðu þig sem aðdáanda Lottó á facebook.com/lotto.is

014 18/01 2

.IS .LOT TO | WWW


58

menning

Helgin 17.-19. janúar 2014

 Tónleikar HádegisTónleikar í HáTeigskirkju

Mary Poppins – síðustu sýningar Mary Poppins (Stóra sviðið)

Fös 17/1 kl. 19:00 Lau 25/1 kl. 13:00 Lau 18/1 kl. 13:00 Sun 26/1 kl. 13:00 Sun 19/1 kl. 13:00 Fim 30/1 kl. 19:00 Mið 22/1 kl. 19:00 aukas Lau 1/2 kl. 13:00 aukas Fös 24/1 kl. 19:00 Sun 2/2 kl. 13:00 aukas Súperkallifragilistikexpíallídósum! Síðustu sýningar!

Landnámssýningin Reykjavík 871+/-2 mun meðal annars heyra undir safnið. Mynd Síða Reykjavíkurborgar.

Mið 5/2 kl. 19:00 aukas Fim 6/2 kl. 19:00 aukas Fös 7/2 kl. 19:00 aukas Lau 8/2 kl. 13:00 aukas Sun 9/2 kl. 13:00 lokas

Eitt stærsta safn landsins í mótun

Jeppi á Fjalli (Gamla bíó í janúar, Hof í febrúar)

Fös 17/1 kl. 20:00 Lau 25/1 kl. 20:00 Sun 2/2 kl. 20:00 í Hofi Lau 18/1 kl. 20:00 Sun 26/1 kl. 20:00 Lau 1/2 kl. 20:00 í Hofi Sun 19/1 kl. 20:00 Sýnt í Gamla bíói í Janúar. Tvær sýningar í Hofi á Akureyri í Febrúar.

Hamlet (Stóra sviðið)

Lau 18/1 kl. 20:00 4.k. Sun 26/1 kl. 20:00 7.k. Fös 14/2 kl. 20:00 Fös 31/1 kl. 20:00 8.k. Lau 15/2 kl. 20:00 Sun 19/1 kl. 20:00 5.k. Sun 2/2 kl. 20:00 Fim 23/1 kl. 20:00 6.k. Lau 25/1 kl. 20:00 aukas Sun 9/2 kl. 20:00 Frægasta leikrit allra tíma. Ný kynslóð, nýjir tímar, nýr Hamlet.

Óskasteinar (Nýja sviðið)

Fös 31/1 kl. 20:00 frums Fim 13/2 kl. 20:00 7.k Sun 23/2 kl. 20:00 14.k Lau 1/2 kl. 20:00 2.k Fös 14/2 kl. 20:00 aukas Þri 25/2 kl. 20:00 15.k Sun 2/2 kl. 20:00 3.k Lau 15/2 kl. 20:00 8.k Fös 28/2 kl. 20:00 16.k Þri 4/2 kl. 20:00 4.k Sun 16/2 kl. 20:00 9.k Sun 2/3 kl. 20:00 17.k Mið 5/2 kl. 20:00 aukas Þri 18/2 kl. 20:00 10.k Þri 4/3 kl. 20:00 18.k Lau 8/2 kl. 20:00 aukas Mið 19/2 kl. 20:00 11.k Mið 5/3 kl. 20:00 19.k Sun 9/2 kl. 20:00 5.k Fim 20/2 kl. 20:00 aukas Lau 8/3 kl. 20:00 20.k Þri 11/2 kl. 20:00 6.k Fös 21/2 kl. 20:00 12.k Sun 9/3 kl. 20:00 21.k Mið 12/2 kl. 20:00 aukas Lau 22/2 kl. 20:00 13.k Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla

Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is

Tríó Aftanblik er skipað Gerði Bolladóttur sópran, Victoriu Tarevskaia sellóleikara og Katalin Lorincz píanóleikara.

Tríó Aftanblik á ljúfum nótum Tríó Aftanblik kemur fram á hádegistónleikunum Á ljúfum nótum í Háteigskirkju í dag, föstudag, klukkan 12. Tríóið er skipað Gerði Bolladóttur sópran, Victoriu Tarevskaia sellóleikara og Katalin Lorincz píanóleikara. Tónlistarkonurnar munu flytja úrval síðrómantískra sönglaga sem urðu til við mót vestrænnar klassískrar tónlistar og innlendrar þjóðlagahefðar á Íslandi, Ungverjalandi og Rússlandi, að því er fram kemur í tilkynningu. Á tónleikunum hljóma íslensk sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns,

Árna Thorsteinsson, Björgvin Guðmundsson og fleiri í bland við aríur úr óperettum eftir Franz Lehár og verk eftir rússnesku tónskáldin Rimski Korskakov og Dmitri Kabalevski. „Eitt af þeim ungversku lögum sem hljóma á tónleikunum er hið fallega lag „Til eru fræ“ sem mun vera sungið á ungversku og auðvitað líka á Íslensku við hið gullfallega ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi,“ segir í tilkynningu vegna tónleikanna. Listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Á ljúfum nótum er Lilja Eggertsdóttir píanóleikari. -jh

Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar hefur auglýst laust til umsóknar stöðu safnstjóra hjá nýju safni í eigu borgarinnar, sem mun fela í sér samruna og samþættingu starfsemi Minjasafns Reykjavíkur, Víkurinnar – Sjóminjasafnsins í Reykjavík, Ljósmyndasafns Reykjavíkur og Viðeyjar. Safnið, sem verður eitt stærsta safn landsins, hefur umsjón með menningarminjum í Reykjavík og ber ábyrgð á söfnun, skráningu, rannsóknum og miðlun á fjölbreyttum safnkosti: munum, húsum, ljósmyndum og minjum tengdum sjómennsku, siglingum, útgerð og fleira sem er einkennandi fyrir menningararf borgarinnar og varpar ljósi á sögu hennar og menningu. Það ber jafnframt ábyrgð á skráningu fornleifa, húsa og mannvirkja, rannsóknum og eftirliti þeirra og er ráðgjafi borgaryfirvalda um verndun menningarminja í Reykjavík og um önnur menningarsöguleg verkefni. Undir safnið munu heyra söfnin og sýningarstaðirnir Árbæjarsafn og Landnámssýningin Reykjavík 871+/-2, ásamt sérsöfnum og safnheildum, Ljósmyndasafn Reykjavíkur í Grófarhúsi, Sjóminjasafnið að Grandagarði 8 og Viðey, að því er fram kemur í tilkynningu borgarinnar.-jh

ANTIKÚTSALA 20-50%

30-50%

af húsgögnum

50%

af bókum

20%

af smáhlutum

HAFNARFIRÐI 552 8222 - 867 5117 antikbud@gmail.com

AFSLÁTTUR


! k i e st Ă­ t ll A

VerĂ° aĂ°eins

7.390 kĂŚr.Ă°i

NĂŚg bĂ­last

4ra rĂŠtta seĂ°ill

PARMASKINKA með klettasalati, stÜkkum parmissankúlum og kryddjurtamajónesi HUMARSÚPA rjómalÜguð, með Madeira og grilluðum humarhÜlum VELDU ÞÉR A�ALRÉTT

FISKUR DAGSINS ferskasti fiskurinn hverju sinni, ĂştfĂŚrĂ°ur af matreiĂ°slumĂśnnum Perlunnar eĂ°a NAUTALUND meĂ° lauk, hvĂ­tlauksconfit, graskeri, smĂŚlki og piparsĂłsu eĂ°a

Vissir Þú?

AĂ° uppskriftin af humarsĂşpu Perlunnar kemur frĂĄ belgĂ­ska matreiĂ°slumeistaranum Pierre Romeyer. Hann er af jafningjum talinn vera einn besti matreiĂ°slumaĂ°ur sĂ­Ă°ustu aldar. Hann gaf aldrei Ăşt matreiĂ°slubĂłk en hann gaf Perlunni allar sĂ­nar uppskriftir!

Erfidrykkjur Perlan býður upp å Þjónustu við erfidrykkjur í fallegu og notarlegu umhverfi.

LAMBAHRYGGUR meĂ° kartĂśfluflani, gulbeĂ°umauki, grĂŚnkĂĄli, perlulauk og soĂ°gljĂĄa

GjafabrĂŠf Perlunnar

VELDU ÞÉR EFTIRRÉTT

KARAMARMELLAĂ? HVĂ?TSĂšKKULAĂ?IFRAUĂ? meĂ° mĂşsli „ muffins“, eplasellery chutney og limejĂłgĂşrtĂ­s

Góð gjÜf við Üll tÌkifÌr i!

C100 M60 Y0 K30

S: 510 0000 www.servida.is

MARLAN D FISKUR ER OK KAR FAG

Veitingahúsið Perlan S: 562 0200 ¡ Fax: 562 0207 perlan@perlan.is Pantone Coated 281 www.perlan.is

Svart


60

samtíminn

Helgin 17.-19. janúar 2014

 Ferðabók arbrot Fr á Marokkó

Regnfólkið verður þrælar áveitunnar Gunnar Smári Egilsson ferðaðist um Marokkó í nokkrar vikur um hátíðirnar og lærði meðal annars hvernig stórfyrirtækjavæðing húsnæðisþarfar, hungurs og þorsta gerir okkur heimsk og auðveld fórnarlömb þeirra sem eiga áveitukerfi kapítalismans.

Þ

að eru víða menjar sprunginnar fasteignabólu hér í Marokkó. Það má sjá tómar blokkir á öllum byggingarstigum í nýjum úthverfum stærri borga og bæja. Þessi hverfi minna okkur á ökuferðir um efstu byggðir höfuðborgarsvæðisins haustið 2008. Og eins og á Spáni þá má líka sjá leifar fasteignabólunnar eftir allri Atlandshafsströndinni frá Agadír upp til Tanger; hvítmáluð tóm sumarhús í klösum kringum ókláraðan golfvöll eða þjónustumiðstöð; aðeins tveggja mínútna gangur niður að fallegri og eyðilegðri strönd. Við heimsóttum Hassan, bílstjórann okkar, í blokkaríbúð hans og Noru konu hans í úthverfi Fez í gær; þriggja herbergja íbúð sem hefði mátt vera í Grafarvoginum. Munurinn er helst sá að vegna aðgreindrar tilveru kynjanna í Marokkó er ekki stemning fyrir að setja eldhúsið inn í stofu. Hér gengur fólk inn í hol og opna stóra stofu (hjá Hassan voru sæti fyrir 24 á sófabekkjum meðfram veggjunum) en eldhúsið er innst í íbúðinni. Þar sýslar eiginkonan þegar húsbóndinn heldur mannfundi í stofunni. Eins og víða í þriðja heiminum (og víða í Grafarvoginum og Garðabæ einnig) var sjónvarpið í gangi í holinu meðan

jab, einangraða í lítilli blokkaríbúð í úthverfi lífsins.

Lífræn fortíð og vélrænn nútími

við drukkum te og mauluðum smákökur í stofunni. Þegar mágur Hassans leit við settist hann við sjónvarpið og fletti í gegnum 900 gervihnattastöðvar; endaði á CSI á ensku með arabískum texta. Öll elskum við Hassan og Hassan elskar okkur öll; en Sóley dóttur okkar auðvitað mest. Hann er hláturmildur og með fölskvalaust bros; hreinlyndur, jákvæður og opinn. En eins og allir vinnuþrælar heimsins er hann með stöðugar fjárhagsáhyggjur. Framundan eru daufir mánuðir í leigubílaharki í Fez og Hassan dreymir um eignast kú, helst þrjár; eða finna aðra leið út úr eilífu puði láglaunamanns með stopular tekjur til að halda uppi dæmigerðu kjarnafjölskyldulífi í þriggja herbergja blokkaríbúð í úthverfi heimsins. Hann hefur líka áhyggjur af Noru sinni vegna þess að hún er enn áhyggjufyllri. Nora er svo áhyggjufull og kvíðin að hún er komin á geðlyf og hefur tútnað út af lyfjaátinu; er komin með lyfjamaga frá því Hassan lagði af stað í hringferðina okkar um Marokkó fyrir rúmum þremur vikum. Þótt lífið sé erfitt miðaldra karli sem harkar á leigubíl er það enn þyngra fyrir atvinnulausa miðaldra konu með höfuðklút, hi-

En þrátt fyrir áhyggjur Hassans og Noru af lífsafkomunni í blokkinni munu úthverfin halda áfram að stækka og breiða úr sér hér í Marokkó. Blokkarhverfin eru stórfyrirtækjavæðing á húsnæðisþörfum fólks eins og stórmarkaðurinn er stórfyrirtækjavæðing á hungri og þorsta. Það er auðveldara að sjá þessa þróun hér í Marokkó en heima á Íslandi; þar er fyrirtækjavæðingin fyrir svo löngu um garð gengin. Þessi nýju hverfi í Marokkó eru fæst eldri en tuttugu ára eða svo. Og það má sjá hvernig þróunin hefur stigmagnast með vaxandi aðgengi byggingarfyrirtækja að fjármagni og skipulagsvaldi þessi síðustu tuttugu ár. Helmingur blokkanna er enn ókláraður; fjórðungur byggður að mestu en blokkirnar eru tómar með auglýsingaskiltum um lækkað verð eða enn betri greiðslukjör. Í síðasta fjórðungnum býr svo fólk eins og Hassan og fjölskylda hans. Margar blokkir í klasa; allar eins eða næstum því alveg eins. Margir klasar mynda stór hverfi. Mörg hverfi mynda kraga utan um gömlu borgirnar eða bæina. Á tuttugu árum hefur byggingamagn þúsund ára verið tvöfaldað; aftan við öll ljóð heimsins hafa verið spunnin jafn mörg ný sem þó fjalla öll um það sama með sömu orðum, lýsingum og líkingum; sami

litur, sama kennd, sama þrá, sama hryggð. Eldri hverfin eru sundurlausari; þar voru húsin byggð eftir hugmyndum þess sem byggði og fjölskyldu hans; en ekki eftir margfölduðum teikningum byggingarfyrirtækjanna. Ekkert hús er nákvæmlega eins þótt þau kvarnist um keimlíka þrá eftir góðu lífi. Þótt ort sé um það sama er kenndin aldrei alveg söm. Í allra elstu hverfunum hefur tíminn síðan fellt hús og reist önnur í staðinn; byggt við, brotið niður, máð eða endurgert. Það undarlega er að þar sem sundurgerðin er meiri er heildarsvipurinn sterkari og eðlilegri; formin eru lífræn, sveigð og mjúk – eins og lífið. Við hliðina á gömlu hverfunum eru nýju hverfin eins og hroðvirknisleg skissa af barnalegri hugmynd um lífi; þegar ég verð stór ætla ég að kaupa sleikjó fyrir alla peningana í veskinu mínu. Skiljanlega á Hassan erfitt með lifa gjöfulu lífi innan slíks ramma.

Trúin er ópíum skammtað af valdinu

Hvaða ógnarafl getur breytt hugmyndum okkar svona hratt og látið þær holdgerast með svo afgerandi hætti og á svo stórum skala? Áður en við reynum að svara því er kannski rétt að minnast þess að stöðlun hugmynda og neyslu er ekki nýtt fyrirbrigði; allra síst í Marokkó og öðrum löndum íslam. Hér er trúin miðlæg; moska í miðju hvers

þorps, bæjar og hverfis eins og kirkjan í sveitaþorpum Evrópu og á aðaltorgum borganna. Allir nýir blokkaklasar hringast um mosku í miðjunni. Á bensínstöðvum við hraðbrautir er sjoppa, salerni og bænahús. Trúin er hér ekki sögulegar menjar heldur alltumlykjandi afl. Fólk klæðir sig eftir tilmælum spámannsins sem fannst fólk ætti að bera látlaus klæði og berast ekki á. Þess vegna ganga margir menn í kuflum og flestar konurnar sveipa hár sitt slæðum. Af sömu ástæðu eru gömlu húsin látlaus að utan en geta verið sem dýrðlegar hallir hið innra. Trúin mótar lífsgildi fólks og manngildi; hvetur til bræðralags og hófsemdar; metur trygglyndi, heiðarleika og ábyrgð ofar nautnum, neyslu og stærilæti. Eins og í kristni má nota þessi góðu gildi til að kúga og halda niðri lægri stéttum og undirsettum hópum; ekki síst konum. Það má vísa frá kröfum um samfélagslegt réttlæti með því að benda fólki að leita frekar innri friðar; réttlætiskenndin sem brennur fyrir brjóstinu er ef til vill ekki annað en öfundin og reiðin í sparifötum. Og íslam hefur miskunnarlaust verið notað til að halda niðri flestu fólki og upphefja örfáa; ekki síst í Marokkó þar sem kóngurinn er ekki bara valdamesti maðurinn og sá ríkasti heldur líka æðsti presturinn; afkomandi Fatímu dóttur Múhameðs spámanns og Ali tengdasonar hans. Trú, vald og peningar eru eitt í Marokkó og sam-

BARÁTTAN HEFST Á FIMMTUDAGINN KL. 20.40

ANNA LÍSA FINNBOGADÓTTIR 28 ára hjúkrunarfræðingur úr Kópavogi.

SIGURÐUR JAKOBSSON 19 ára nemi við Menntaskólann á Egilsstöðum.

INGA LÁRA GUÐLAUGSDÓTTIR 31 árs félagsfræðinemi frá Akranesi.

ÓÐINN RAFNSSON 37 ára sölumaður frá Hafnarfirði.

AÐALHEIÐUR BRAGADÓTTIR 43 ára þroskaþjálfi og grunnskólakennari úr Garðabæ.

ARNFINNUR DANÍELSSON 44 ára viðskiptafræðingur úr Kópavogi.

#AframAnnaLisa

#AframSiggi

#AframIngaLara

#AframOdinn

#AframAdalheidur

#AframFinni

SKRÁÐU ÞIG Í ÁSKRIFT NÚNA OG VIÐ OPNUM STRAX! SKJARINN.IS | 595 6000


samtíminn 61

Helgin 17.-19. janúar 2014

I!

NÁNAR Á UU.IS

D AN

NN

E SP

SPENNANDI GOLFFERÐIR

Nú er tími til að bóka golfferðina! - Stuttur flugvallarakstur - Stutt á völlinn - Góðar gistingar

Rósavatnskaupmaður á markaðnum í Fez. Þarna getur sá sem þekkir rósavatn keypt besta rósavatn í heimi. Sá sem ekki þekkir mun á góðu og slæmu rósavatni fer heim með verðlaust gutl. Myndir Alda Lóa Leifsdóttir.

einast í kónginum og slekti hans. Almúginn þarf að beygja sig frammi fyrir þessari skipan mála fimm sinnum á dag.

Alræði sprottið af áveitum

Eins og allar ættir sem hafa náð að brjóta Marokkó undir sig kom ætt Múhameðs sjötta undir sig fótunum fyrir sunnan Atlasfjöllin, þar sem ár, lækir og uppsprettur renna út í eyðimörkina. Þetta er dýrmætt vatn. Það fellur ekki af himnum ofan

eins og heima á Íslandi og víðast í Evrópu. Það er hvorki guðsgjöf né sjálfsagður hlutur; heldur mestu verðmæti sem hægt er að ná undir sig. Sá sem stjórnar uppsprettu vatnsins stjórnar heiminum með því að hleypa vatni um áveiturnar – eða ekki. Og sá stjórnar líka öllu fólki sem getur ekki lifað án vatnsins. Það eru til kenningar sem segja að þar sem ræktun byggir á áveitum en ekki regni myndist sterk stjórn með mikið vald yfir fólki. Sú hafi

til dæmis orðið raunin í Kína og Egyptalandi; og sú varð raunin í þröngum árdölum sunnanverðra Atlasfjallanna og í vinjunum við uppspretturnar út í eyðimörkinni. Saga Marokkó er síendurtekin saga af sterkum ættum sem náðu völdum á þessum slóðum og lögðu svo landið allt undir sig og stundum reyndar nálæg lönd einnig. Fólkið í sveitunum þar sem regnið fellur Framhald á næstu opnu

Hlíðasmári 19, 201 Kópavogur | 585 4000 | uu.is

ÞÓR VIÐAR JÓNSSON 39 ára kerfisstjóri frá Hafnarfirði.

HRÖNN HARÐARDÓTTIR 30 ára viðskiptafræðinemi við Háskólann á Akureyri.

JÓNAS PÁLMAR BJÖRNSSON 27 ára kjötiðnaðarmaður frá Hvolsvelli.

KOLBRÚN JÓNSDÓTTIR 25 ára í fæðingarorlofi, frá Vestmannaeyjum.

EYÞÓR ÁRNI ÚLFARSSON 34 ára frá Reykjanesbæ.

JÓHANNA ENGELHARTSDÓTTIR 35 ára lífeindafræðingur frá Mosfellsbæ.

#AframThor

#AframHronn

#AframJonas

#AframKolbrun

#AframEythor

#AframJohanna


62

samtíminn

Helgin 17.-19. janúar 2014

Þeir sem elska núggat þekkja gott núggat á bragðinu, lyktinni og áferðinni. Það þarf ekki að skýra slíkt núggat einhverju nafni og auglýsa það. Nema þú viljir sannfæra fólk sem vill ekki núggat né þekkir það að það vilji það víst og verði að fá það sem fyrst.

R ii ii ii ii s a

lu l u I f jöRI f

útsala BarstÓlar 20% afsláttur

HOt BARSTÓLL Svart og hvítt leður Krómfætur

15.990 fullt verð: 19.990

34%

Soðin svið, tungur og heilar á Djemaa el-fnaa torginu í Marrakesh. Þarna má fá sumt af því besta sem fæst í borginni en líka margt af því versta.

og enginn og allir eiga vatnið stóðst ekki skipulagða og agaða heri hins miðstýrða áveituvalds; regnfólkinu auðnast ekki að sameinast; það er of sundurlynt og sjálfstætt hvert um sig að sem hópur glataði það sjálfstæði sínu til miðstýrða áveituvaldsins. Það er síðan í eðli miðstýrð áveituvalds að koma fram við þegna sína sem þræla; strit fólksins er auðlegðin sem valdið auðgast á. Sá sem á vatnskvótann hefur allt valdið og þar með allan arðinn af því sem vatnið kann að gefa af sér – svo gripið sé til hugtaka sem Íslendingum eru inngróin. Sú er staðan í Marokkó í dag. Þrátt fyrir þingkosningar og annað sem minnir á lýðræði eru borgararnir ekki borgarar og varla þegnar; það má segja að alþýða fólks sé eign konungsins; hins þríeina valda-, auðs og kennimanns. Og af striti síns fólks hefur Múhameð sjötti orðið einn af allra ríkustu mönnum jarðar.

Persónugervingur sigurs nútímagilda

afsláttur

Dallas BARSTÓLL Hvítt, brúnt og svart leður Krómfætur

15.990 fullt verð: 23.990

30% afsláttur

matHilDE BARSTÓLL Rautt, hvítt og svart leður Krómfætur

18.990 fullt verð: 27.990

– fyrir lifandi heimili –

reykjavík og akureyri

Eitt símanúmEr

558 1100

www.husgagnahollin.is

Í dag má sjá myndir af Múhameð þessum upp um alla veggi í Marokkó. Það er ekki góður bisness að reka kaffikrók eða döðlustand án þess að hengja fyrst upp mynd af kónginum. Þannig var það líka í tíð Hassans annars, föður Múhameðs. Sá sem er ekki alfarið með mér er alfarið á móti mér – er hugmynd þeirra feðga um traust almennings á valdinu. Það er stjórnarskrábundið tjáningarfrelsi í Marokkó um allt milli himins og jarðar nema kónginn og skoðanir hans; og svo vill til að kóngurinn hefur skoðanir um allt milli himins og jarðar. Það má fangelsa hvern þann sem er lýsir sig andsnúinn kónginum eða stefnu hans í nokkru máli. Það er talið farsælast í Marokkó að allir standi saman, rói samtaka í sama báti og séu sammála um hagsmuni lands og þjóðar – eins og þeir hagsmunir eru skilgreindir af kónginum. Og auðvitað metur Múhameð hagsmuni lands og þjóðar út frá sjálfum sér. Það sem er gott fyrir valdið og peningana á að vera gott fyrir fólkið; því er trúað í Marokkó eins og á Íslandi og er jafn fjarri sanni þar og hér. Þegar Hassan annar dó voru myndir af honum teknar niður og myndir af syni hans Múhameð sjötta settar upp. Yngri maður kom í stað eldri; konungurinn er dáinn – lengi lifir konungurinn! En breytingin var samt róttækari en ætla mætti. Myndirnar af Hassan voru allar af valdsmanni: Hassan að heilsa þjóðhöfðingja, Hassan í herbúningi, Hassan að skoða verksmiðju – svona myndir eins og Ólafur Ragnar hefur stillt upp í móttökuherberginu á Bessastöðum. En Múhameð birtist

á sínum myndum sem elskandi faðir og traustur eiginmaður á mörgum myndanna; dæmigerður kjarnafjölskyldufaðir að borða morgunmat, leika við börn sín eða við hlið Sölmu sinnar, konu sem ber ekki höfuðklút heldur lætur sítt hrokkið hárið sveiflast í vindinum. Enginn í Marokkó hafði fengið að sjá mynd af eiginkonum Hassans annars. Þessar myndir af Múhameð eru auglýsingar. Í Marokkó hefir konungsvaldið meira afl á auglýsingamarkaði en Coca-Cola og Evrópusambandið til samans. Múhameð sjötti ákvað að nota þetta afl sitt til að auglýsa nýjar hugmyndir um lífshamingu fólks og heilbrigði samfélags; lífsgildi sem eru svo vestræn að inntaki að myndirnar af Múhameð og fjölskyldu hans eru eins og klipptar út úr Hello! eða sunnudagsblaði Moggans. Múhameð, Salma kona hans og börnin tvö voru leiðarvísar Hassans, Noru og barnanna út í úthverfi Fez fyrir nokkrum árum og inn í blokkaríbúðina; táknmyndir um hamingju og innihaldsríkt líf kjarnafjölskyldunnar.

Vélin sniðin að þörfum bankanna

En það er ekki nóg að auglýsa til að fá fólk til að breyta lífi sínu. Það þarf að breyta efnahagsforsendunum undir lífi fólks. Uppbygging úthverfana í Marokkó hvílir á samspili byggingarfyrirtækja, banka og stjórnvalda. Byggingarfyrirtækin keyptu landsvæði með lánum frá bönkum og fengu leyfi yfirvalda til að skipuleggja hverfi á landinu. Skipulagið byggði á væntingum um hámarksarð til byggingafyrirtækisins og bankans; húsin voru stöðluð og íbúðirnar dregnar í kringum fyrirframgefnar forsendum um hvað henti fólki almennt; ekki því sem hentar fólkinu sérstaklega sem mun búa þar. Bankinn lánaði síðan byggingarfyrirtækinu fyrir byggingarkostnaði og flutti síðan lánið yfir á fjölskyldurnar sem keyptu íbúðirnar á betri kjörum en bankinn taldi sig geta boðið alþýðufólki sem vildi sjálft byggja nýtt eða kaupa gamalt. Það er miklu auðveldara fyrir bankann að meta verðgildi stöðluðu íbúðanna í úthverfinu – enda bjó bankinn íbúðirnar til, verðmat þær og viðheldur verðmæti þeirra með því endurheimta þær íbúðir sem íbúarnir ná ekki að borga af og selja þær nýjum kotbændum með von í hjarta um betra líf. Það varð fljótt öllum ljóst að það mátti fá meira lán til að kaupa íbúð í nýju hverfi en gömlu eða byggja sjálfur. Á undraskömmum tíma reistu byggingarfyrirtækin hverf-

in, fólkið flutti inn og skuld byggingarfyrirtækjanna fluttist yfir á almenning. Allir virtust glaðir. Nema hvað; að þegar í fram í sótti áttaði fólkið sig á að tekjur þess höfðu ekki aukist í takt við aukið lánstraust í bankanum. Það þurfti að borga meira af sömu launum; stærri hluti af tíma þess fór í að borga bankanum arðinn sinn. Þessi vél er svo öflug að þegar hún var sett í gang tvöfaldaði hún flestar borgir Marokkó á tuttugu árum. Sama vél byggði Breiðholtið, Grafarvoginn og öll úthverfin sem teygja höfuðborgarsvæðið út um allar koppagrundir. Þetta gerist ekki út um allan heim vegna þess að fólk þrái að búa í þessum stöðluðu hverfum (þótt auglýsingar um lífsblessun kjarnafjölskyldunnar við morgunverðarborðið hjálpi til); heldur vegna þess að það liggur mikill hagnaður og mikið vald í því að ná einokun eða fáokun fárra keimlíkra aðila á einni af grunnþörf mannsins; þörfinni fyrir húsnæði. Kannski ekki jafn mikið vald og felst í einokun á vatni við eyðimörkina. En nándar nærri.

Neysla er ekki sköpun

Það er menningarlegt átak að snúa drauminum um hús við; að smíða ekki hús yfir þrár sínar heldur aðlaga þrár sínar þeim stöðluðu húsum sem eru til sölu. En líklega höfum við fyrir svo löngu stigið yfir þennan þröskuld að við veltum þessu ekki fyrir okkur. Húsnæðiskaup eru neysla á Vesturlöndum; ekki sköpun – og enginn biður um annað. Eitt sem er þó frábrugðið í blokkarhverfunum í Marokkó því sem þekkist í Hólahverfinu; er að það er moska í hverfinu miðju en ekki stórmarkaður. Þótt kóngurinn eigi stærstu stórmarkaðskeðjuna (eins og stærsta bankann, olíufélagið, tryggingarfélagið, flutningafyrirtækið o.s.frv. – Landsbankann, Shell, Sjóvá, Eimskip og miklu meira til) þá hefur stórfyrirtækjavæðing hungurs og þorsta ekki náð eins langt í Marokkó og upp á Íslandi. Stórmarkaðir eru helst í hverfunum þar sem efnaðasta fólkið býr. Á neðstu hæðum íbúðablokka almúgans eru hins vegar smáverslanir; grænmetissali, fisksali, nýlenduvörubúð, kjúklingasali og aðrir kaupmenn á horninu. Blokkargöturnar eru líkari líflegum borgargötum en úthverfagötum í Reykjavík. Vörumerkjavæðingin hefur ekki enn sigrað í Marokkó. Í stöndunum er seld ólívuolía sem heitir ekkert sérstakt; er fyrir vörumerkjaháðan Vesturlandabúa bara gulleitur vökvi á gamalli vínflösku. Það er vonlaust að versla á markaðnum nema að búa


Helgin 17.-19. janúar 2014

yfir þekkingu á sjálfum sér; hvað manni finnst gott og hvers maður þarfnast. Það dugar ekki að vilja vera eins og hamingjusama fólkið í Filippo Berio-auglýsingunum. Sá sem veit ekki hvað er góð ólívuolía fer heim með hrat af markaðnum (eins og hann gerir reyndar líka í blekkingarheimi vörumerkjanna á Vesturlöndum). Þeir sem kaupa daglegar þarfir á markaðnum þurfa að byggja upp mannlega traustkeðju við kaupmennina; sem aftur viðhalda keðjunni með viðskiptum sínum við bændur. Sá sem lýgur of miklu situr uppi án viðskiptavina. Eða verður að selja miklu ódýrara en aðrir.

Þekkja þarf muninn á því gamla og nýja

Sem er einmitt leiðin sem stórmarkaðurinn fer. Á endanum munu slíkir markaðir verða reistir í miðju hverfanna hér í Marokkó. Og vegna verndaðs aðgengis að viðskiptavinum (sem eiga langt að sækja aðrar verslanir) munu stórmarkaðarnir neyða bændur og heildsala til að selja sér ódýrt svo þeir geti boðið íbúunum upp á ódýra vöru og þar með gert það enn óhagkvæmara fyrir fólkið að leita annað. Bankarnir munu standa að baki þessari uppbyggingu stórmarkaðanna; ekki síst vegna þess að það er svo miklu auðveldara að lána einum stórum en mörgum litlum. Sérstaklega þegar maður sjálfur er ógnarstór. Og þegar þessi næsta bylgja nútímavæðingar Marokkó hefur gengið yfir mun almenningur þar verða alveg jafn blindur á hvað honum finnst gott og við erum fyrir löngu orðin. Dagleg neysla fólksins verður hamin, beisluð og veitt út í gegnum áveitukerfi bankanna til fyrirtækjanna sem sjá um að safna upp arðinum að striti fólksins. Markaðshagkerfi nútímans; hið nýja heimsveldi sem er að leggja undir sig heiminn; er í eðli sínu áveitukerfi. Þeir sem stjórna inn-

flæði peninga í kerfið hafa í raun algjört vald yfir lífi fólks og hvernig samfélag þess þróast. Þeir sem lifa innan áveitukerfis stórfyrirtækjanna eru í raun þrælar þeirra sem eiga peningana. Arðurinn af lífsgæðakapphlaupi þeirra rennur allur til þeirra sem eiga áveitukerfið. Líkurnar á að lífsgæðasóknin leiði til hamingju eru hverfandi; enda er kerfið ekki smíðað til að auka hamingju fólksins heldur arð fyrirtækjanna. Það má vera að markaðshagkerfið hafi fyrst mótast í Evrópu og byggi á samfélagshugmyndum sem mótuðust meðal fólks sem bjó þar sem vatnið féll af himnum; þar sem allir og enginn getur gert tilkall til vatnsins. En hagkerfi heimsins hefur þróast langt frá slíkum hugmyndum. Nú tekur kerfið mið af samfélagi áveitukerfanna. Sá sem á vatnið, peningana og kvótann á allt og allir verða þrælar hans. Líklega er það vegna skyldleikans við áveitukerfin sem eigendur peninganna; hin svokölluðu alþjóðafyrirtæki (sem eru ekki alþjóðleg heldur vestræn fyrirtæki sem arðræna fólk þvert á landamæri); eiga í reynd auðveldara að eiga samskipti við alræðisvaldið í Kína, fámennisklíkuna í Rússlandi og kónginn í Marokkó en lýðræðisríkin í Evrópu – eða það sem eftir er af þeim. Og af sömu ástæðu munu stórfyrirtækin styðja þau stjórnmálaöfl sem vilja færa þeim meira sjálfstæði og meira vald til að hagnast af striti almúgans; Hassans, Noru og okkar hinna. Eins og við þurfum að þekkja muninn á góðri og slæmri ólívuolíu þurfum við líka að þekkja muninn á kostum og frelsi gamla markaðskerfsins og ókostum og ófrelsi þess nýja.

KRAFTLAUS?

Náttúrulegt Sjávar-Magnesíum , Sink L Asparte, C vítamín og virkt B6 vítamín

ALLAR VÖRU HAFKALKS ERU ÁN AUKAEFNA OG ERFÐABREYTTRA INNIHALDSEFNA (GMO FREE)

Gunnar Smári Egilsson

www.hafkalk.is

gunnarsmari@frettatiminn.is

„Vanabindandi

akstursánægja“ Ford Focus.

5 dyra frá 3.490.000 kr. Station frá 3.640.000 kr. Brimborg fagnar 50 árum í bílgreininni og af því tilefni fylgja ný Nokian vetrardekk að verðmæti 145.000 kr. öllum Ford Focus í janúar. Nýttu tækifærið. Prófaðu vinsælasta bíl í heimi búinn sparneytinni EcoBoost vél sem hefur hlotið titilinn vél ársins, tvö ár í röð. Öflug 125 hestafla vélin skapar einstaka sparneytni 5,0 l/100 km og lágt CO2 114 g/km. Komdu og prófaðu Focus. Tryggðu þér eintak.

Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000

Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050

ford.is

Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16

Viltu vita meira um Ford Focus? Ford Focus hefur svo margt. Hann er búinn 16“ álfelgum og meðal staðalbúnaðar er Ford SYNC raddstýrt samskiptakerfi með Bluetooth búnaði fyrir GSM síma og neyðarhringingu. Tölvustýrð miðstöð viðheldur því hitastigi sem þú velur og með aksturstölvunni fylgist þú með með lágri eyðslunni. 3,5 tommu upplýsingaskjár er í mælaborði og sérstakt hitaelement er í miðstöð. Hann er því mjög fljótur að hitna á köldum vetrarmorgnum. CO2 gildin eru óvenju lág fyrir bensínvél og hann fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur. Start stop spartæknin er í öllum beinskiptum Ford Focus. Komdu í reynsluakstur. Við tökum vel á móti þér. Ford Focus 5 dyra/station, EcoBoost bensín 125 hö. 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,0/5,1 l/100 km. CO2 losun 114/117 g/km. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Ford_Focus_5x18_14.01.2013.indd 1

16.1.2014 14:56:33


64

dægurmál

Helgin 17.-19. janúar 2014

 Í takt við tÍmann anna Ásthildur thorsteinsson

Bjó fyrir ofan kebabstað Anna Ásthildur Thorsteinsson er 25 ára nýráðin verkefna-, vef- og fræðslustjóri hjá Útón. Hún er menntaður viðskiptafræðingur en kýs að starfa við skapandi greinar og hefur áður unnið fyrir Ásgeir Trausta og Íslensku tónlistarverðlaunin. Anna Ásthildur ólst upp í nokkrum löndum því pabbi hennar er í utanríkisþjónustunni en hún segist vera „mestmegnis Vesturbæingur“. Staðalbúnaður

Ég kaupi mér aðallega notuð föt og geng mikið í kjólum og Doc Martens skóm. Svo á ég kápu sem ég er oftast í, loðfeldinn minn. Ég versla mikið í Rauða krossinum og á fatamörkuðum.

Hugbúnaður

Mér finnst oftast gott að vera heima með vinum mínum og spila. Ef ég fer út að dansa þá fer ég aðallega á nýja staðinn, Paloma. Ef kvöldið er rólegt þá fer ég oftast á heimili númer tvö, Stofuna kaffihús við Aðalstræti. Ég stunda enga líkamsrækt og hef aldrei gert. Mér finnst gaman að taka ljósmyndir en annars á ég engin svona föst áhugamál, ég er alltaf að fikta í hinu og þessu og hætti því svo og byrja á einhverju öðru. Ég horfi rosalega lítið á sjónvarp en þegar ég geri það þá horfi ég aðallega á ævintýraþætti og -myndir, „sci fi“ og slíkt.

Vélbúnaður

Ég á Mac-tölvu og HTC Android-síma. Ég nota símann aðallega til að halda sambandi við vini og fjölskyldu, hann er ekki mikið afþreyingartæki. Ég er svolítill græjuperri, ég á mikið af græjum en ég nota þær ekkert voða mikið. Ég er bara dugleg að sanka að mér einhverju dóti. Svo er ég nokkuð dugleg við að spila tölvuleiki. Undanfarið hef ég verið að spila Borderlands 2. Þetta er skotleikur sem ég spila með vinum mínum.

· ÚTSALA · ÚTSALA ·

R U T T Á L S F A 30-50% Svæðaskipt heilsurúm 90 x 200 cm Verð frá 69.900.Svæðaskipt heilsurúm 160x200 cm Verð frá 139.200.Sérsmíðum heilsurúm í öllum stærðum. Dýnur og botna.

Anna Ásthildur segir að kaffihúsið Stofan við Aðalstræti sé sitt annað heimili. Ljósmynd/Hari

Aukabúnaður

Mér finnst gaman að elda en ég nenni ekki að elda flókinn mat, ég hef nóg annað að gera. Ég elda oftast hakk og spaghettí, soðinn fisk og kartöflur eða eitthvað þannig. Ég fæ mér alveg skyndibita inni á milli, ég bjó nýlega fyrir ofan kebabstað og var alltaf að borða hann en nú er ég að reyna að hætta því. Ég bý og vinn í miðbænum og held mig mestmegnis þar. Þess vegna reyni ég að labba allt sem ég fer. Ég hef ferðast mikið um Evrópu í gegnum tíðina en núna reyni ég að ferðast mestmegnis innanlands. Uppáhalds staðurinn minn er Kaldalón við Ísafjarðardjúp. Við eigum þar jörð með nokkrum öðrum fjölskyldum og höfum alltaf farið þangað á sumrin.

 appafengur

iTalk

Eftir að ég uppfærði stýrikerfið í iPhoneinum í iOS 7 hefur appið Voice Memos, sem fylgir símanum, verið að gera mig gráhærða. Breytingarnar sem urðu á appinu við uppfærsluna eru allar til hins verra að mínu mati, sem er heldur slæmt því ég hafði hingað til alltaf notað það til að taka upp viðtöl vegna vinnunnar. Það var því sannkallaður appafengur þegar ég kynntist appinu iTalk. Fyrir það fyrsta er mjög þægilegt að færa sig á milli ólíkra staða í hljóðupptökunni sem er afar mikilvægt. Appið er hægt að nota jafnt til að taka upp östutta hljóðbúta sem heilu fyrirlestrana og mögulegt að velja um þrenns konar upptökugæði: Góð, Betri og Best. Fljótlegt er að leita að upptökum eftir nöfnum en ekki bara eftir því hvenær þær eru gerðar og einfalt að færa upptökurnar yfir í iTunes. Þá er einnig hægt að senda þær í tölvupósti beint úr appinu. Heilt yfir mjög aðgengilegt og þægilegt app til að taka upp hljóð, sem greinilega er ekki sjálfgefið. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

FA G L E G R Á Ð G J Ö F O G

FRÍ LEGUGREINING Komdu í heimsókn, prófaðu legugreininguna, og fáðu

faglega ráðgjöf um val á heilsudýnum, án skuldbindinga!

50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ETHANOL ÖRNUM VIÐ FRAMLEIÐUM ÞITT RÚM EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM

Framleiðum dýnur og rúm fyrir hótel og gistiheimili RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is


… SVO VERIÐ EKKI HRÆDD VIÐ AÐ SÆKJA UM Markaðsráðgjafi með gráðu og reynslu

Vefforritari, -hönnuður, -gúrú, -nörd, -seiðkarl

Grafískur hönnuður með háskólapróf

Viðskiptavinir auglýsingastofunnar eru í mestum tengslum við markaðsráðgjafann, þess vegna eru þeir oft líka kallaðir tenglar. Ráðgjafahlutverkið snýr að langtímahugsun og stefnumótun en sem tengill sér hann um að verkefni séu unninn frá degi til dags.

Vefforritarinn þarf að geta sveiflað sér eins og Tarzan á milli ólíkra forritunarmála. Nýir miðlar eru fundnir upp og vefforritari þarf að tileinka sér þá strax. Engin auglýsingastofa má við því að verða á eftir tæknilega.

Verkefni af ýmsum stærðargráðum lenda á borði grafísks hönnuðar. Allt frá því að sjóða ímynd fyrirtækis niður í sígilt lógó yfir í stórar auglýsingaherferðir með allri þeirri handavinnu sem þeim fylgja.

Vefforritarinn sem við erum að leita að þarf að hafa HTML5, CSS3, JavaScript og jQuery algjörlega í fingrunum og geta skrúfað fumlaust saman verk með PHP og MySQL.

Hönnuður starfar undir umtalsverðu áreiti í krefjandi umhverfi. Nauðsynlegt er að hafa bæði keppnisskap og brennandi áhuga.

Oft getur markaðsráðgjafanum fundist hann bæði vera að vinna vísindastörf í háskóla og stýra ærslafullum unglingum í sumarbúðum. Í þeirri fjölbreytni felst skemmtunin við að vinna á auglýsingastofu. Tilfinning fyrir púlsi markaðarins og reynsla af því að vinna með eða á auglýsingastofum skipta höfuðmáli.

Sköpunargáfa og hæfileikinn til að nota sérþekkingu til að móta og þróa verkefni eru kostir sem ráða úrslitum.

Grafískur hönnuður þarf að fylgjast með nýjustu straumum í hönnun og ekki síður með alþjóða auglýsingabransanum.

Viltu vinna með okkur? Sendu umsókn, CV, möppu og annað á starf@hvitahusid.is


66

dægurmál

Helgin 17.-19. janúar 2014

 LÁrus ÞórhaLLsson skrifar r afbækur um bibLíuna

Heiminum verður ekki bjargað

s

agnfræðineminn Lárus Þórhallsson hefur mikið velt fyrir sér heilagri ritningu út frá siðferðislegu sjónarmiði. Hann lét sér þó ekki nægja að hugsa bara og hefur skrifað þrjár rafbækur um Biblíuna, auk bókar um siðagildi og ráð gegn ranghugmyndum og geðsjúkdómum og aðra bók sem er full af dæmisögum um dýr. Bækurnar eru á ensku og aðgangur að þeim er ókeypis á vefnum http:// www.moralessence.com. En hvað rekur ungan mann út í að skrifa langar bækur um þessi efni án þess að fá nokkuð fyrir sinn snúð?

„Ætli hugmyndin hafi ekki bara verið að klára þessi mál fyrir fullt og allt hvað sjálfan mig varðar,“ segir Lárus. „Fjöldi fólks er alltaf að mistúlka Biblíuna og margir sem eiga að heita kristnir eru slæmar fyrirmyndir í samfélaginu. Með þessu hef ég þá gert hið rétta af minni hálfu,“ segir Lárus sem segist vera trúaður þótt hann tilheyri engu trúfélagi. Í þessum bókum túlka ég Biblíuna út frá siðferðislegu sjónarmiði. Menn halda að þetta snúist fyrst og fremst um einhverja hjátrú og kraftaverk og þannig dæmi en fyrir mér gengur þetta

Curver stripplast í mánuð Listamaðurinn Curver Thoroddsen ætlar að loka sig af í mánuð í Ketilshúsinu á Akureyri og vera þar nakinn í mánuð að flokka alls konar pappíra. Þessi raunveruleikagjörningur er í anda fyrri verka Curvers þar sem daglegt líf hans og listsköpun skarast. Sýningin heitir Verk að vinna/Paperwork og hefst á laugardaginn klukkan 17. Í Ketilshúsinu ætlar hann að fara allsnakinn og berskjaldaður í gegnum tugi ára af uppsöfnuðum blöðum, pappír, bréfsefni, skjölum og öðru tilfallandi efni og grisja úr glundroðanum. Á efri hæð Ketilhússins verður samhliða gjörningnum sýning á úrvali filmugjörninga

út á að sýna fram á að Biblían geti gert fólk að betri manneskjum. Ég get varla sagt að það sé hægt að bjarga heiminum svona með beinum hætti en þetta er gert fyrir þá einstaklinga sem vilja hjálpa sjálfum sér. Sjá möguleika til að breyta eigin lífi.“ Lárus segist hafa verið í um það bil tvö ár að skrifa bækurnar um Biblíuna en áður hafði hann skrifað tvær bækur um mannsandann sem hann hefur betrumbætt og endurskrifað. Hann segist skrifa á ensku bæði til þess að ná til fleiri lesenda auk þess sem honum þyki betra að tjá hugsanir sínar á ensku. -þþ

Lárus Þórhallsson er á þriðja ári í sagnfræði við HÍ. Hann hefur skrifað þrjár bækur um Biblíuna og ætlar að láta staðar numið og skrifa frekar um sagnfræðileg efni í framtíðinni. Ljósmynd/Hari

 Ásdís sif sýnir í PomPidou Ásdís Sif er heldur betur lukkuleg enda á leiðinni til Parísar þar sem hún verður með gjörning í Pompidou í lok janúar.

og vídeóverka Curvers frá síðastliðnum árum. Þá verður einnig hægt að gægjast inn í þetta mánaðarlanga verkefni listamannsins á samfélagsmiðlum þar sem hann mun setja inn stöðufærslur á Instagram og á Facebooksíðu sinni: www.facebook.com/curverthoroddsen. Sýningin stendur til 16. febrúar og er opin kl. 12-17 alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis.

Ljósmynd/Hari.

framleiðslu heldur vellíðan og hamingju þjóðfélagsþegna. „Það hefur verið ótrúlega skemmtilegt og gefandi ferli að vera með í þessari stefnumótun og ég mun aldrei gleyma heimsókn minni til Bútan sl. vetur,“ er haft eftir Kristínu Völu á vef Háskólans.

Umfangsmikil söngvakeppni RÚV

Kristín Vala í Nature Í nýjasta hefti vísindatímaritisins Nature er að finna grein eftir Kristínu Völu Ragnarsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands, og samstarfsfólk hennar þar sem hvatt er til þess að aðrir mælikvarðar en verg landsframleiðsla verði nýttir til að meta hagsæld þjóða. Kristín Vala og samstarfsfólk hennar hafa meðal annars unnið með ríkisstjórn Bútan í Asíu við að þróa nýja framtíðarsýn fyrir heiminn sem byggist ekki á vergri lands-

Hópuppsagnir hjá Ríkisútvarpinu hleyptu illu blóði í landann og starfsfólk RÚV í nóvember og bægslagangurinn sem varð í kjölfarið varð til þess að Páll Magnússon hætti sem útvarpsstjóri. Meðal þess sem fundið var að við blóðugan niðurskurðinn var að reyndu frétta- og dagskrárgerðarfólki var sagt upp án þess að hreyft væri við drjúgu fitulagi stjórnenda hjá stofnuninni. Svigrúmið í þeirri deild virðist enn vera þó nokkuð og þannig eru fjölmiðlum farnir að berast tölvupóstar um Söngvakeppni Sjónvarpsins frá sérstökum aðstoðarmanni „framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar 2014“. Sá hlýtur að hafa í mörg horn að líta.

Þetta verður ekkert flottara

Mynd- og gjörningalistakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir sýnir myndbandsverk í Pompidou-menningarmiðstöðinni í lok mánaðarins. Hún er að vonum alsæl með að hafa fengið þar inni enda ekki á hverjum degi sem Íslendingur, eða listafólk almennt, fær tækifæri til að troða þar upp.

Á

TENNIS er skemmtileg hreyfing

Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is

Það væri eitthvað skrítið ef maður væri bara pollrólegur.

sdís Sif Gunnarsdóttir, mynd- og gjörningalistakona, sýnir gjörning í Pompidou-safninu í París þann 29. janúar. „Þetta er rosalega flott og spennandi,“ sagði Ásdís Sif, hláturmild og kampakát, þegar Fréttatíminn heyrði í henni. „Ég sótti um að fá að sýna á ótrúlega flottri kvikmynda- og gjörningahátíð sem er haldin þarna og verkefnið stækkaði út frá umsókninni og varð að þessari sýningu.“ Hátíðin gengur þannig fyrir sig að á hverju kvöldi treður einn listamaður upp með verk sín í sýningarsal. Ásdís Sif segir verk hennar í raun vera „eitt stórt vídeólistaverk“ og sér til halds og trausts hefur hún tvær franskar leikkonur. „Ég ætla að spila vídeó og svo er ég með gjörning. Ég er búin að láta þýða alla textana yfir á frönsku og er með tvær franskar leikkonur. Þetta þarf eiginlega allt að vera á frönsku vegna þess að það þýðir lítið að ætla að bjóða Frökkum upp á ensku.“ Leikkonunum kynntist Ásdís Sif fyrir tilviljun. „Ég var í vinnustofu í París 2008 og var að gera svona verk í leikhúsinu þar og svo hitti ég leikkonu úti á götu og bað hana

um að vera í vídeói hjá mér. Þannig að þetta gerðist svolítið bara af sjálfu sér. Ég kynntist síðan hinni leikkonunni í gegnum þessa sem ég hitti á förnum vegi.“ Ásdís Sif fer til Frakklands nokkrum dögum fyrir sýninguna en segist þó síður en svo bíða hérna í rólegheitum eftir stóru stundinni. „Þetta er heilmikið mál og þegar allt á að gerast á einu kvöldi er dálítið stress yfir að allt gangi upp. Þannig að ég er heima í rosastressi. En það er kannski eins gott og það væri eitthvað skrítið ef maður væri bara pollrólegur. Þetta er ótrúlega flott og skemmtilegt prógramm og það er eiginlega ekki hægt að setja neitt flottara á ferilsskrána en að hafa sýnt í Pompidou,“ segir hún og hlær. Ásdís Sif segir meira en nóg vera að gera í gjörningunum og hún verður með gjörning í Mengi við Óðinsgötu þann 31. janúar, strax í framhaldinu af Frakklandsheimsókninni. „Það er heldur betur nóg að gera og þetta virðist alveg ætla að halda áfram.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


Magnaðir mor morgunfundir g

Advania Adv

Í vetur býður Advania fjölbreytta fundadagskrá með spennandi fyrirlesurum í fremstu röð. Morgunfundirnir eru haldnir á föstudagsmorgnum kl. 8.30 í höfuðstöðvum Advania við Guðrúnartún 10 og hefjast ávallt með léttri morgunhressingu. Skráning hafin og aðgangur er ókeypis.

Fylgstu með því nýjasta í upplýsingatækni, fleiri skemmtilegir viðburðir eru í farvatninu. Heill heimur í tölvuskýjum

Bylting í þjónustu við Oracle notendur

Mál málanna í upplýsingatækni í dag eru svokölluð tölvuský. En hvað er þetta fyrirbæri og hvernig geta íslensk fyrirtæki nýtt sér þessa tækni? Spennandi morgunfundur sem varpar ljósi á málið.

Oracle er eitt stærsta viðskiptakerfi í heimi og skiptir góð þjónusta notendur öllu máli. Á þessum fundi verður kynntur til sögunnar nýr þjónustuvefur á Íslandi sem á eftir að auðvelda og einfalda mörgum Oracle-lífið.

Stóraukið öryggi á netinu

Lausnirnar bakvið skýið

Öryggismál á netinu hafa verið í brennidepli undanfarið og áhersla á þessi mál eiga bara eftir að aukast. Við bjóðum upp á áhugaverðan morgunverðarfund þar sem fjallar verður m.a. um auðkenningu með rafrænum skilríkjum.

Miðlægar lausnir eru grunnur að upplýsingatækniumhverfi fyrirtækja, en það er þó rétt nýting og uppsetning sem skiptir öllu máli. Áhugaverður fundur sem gæti nýst fyrirtækjum til betri vegar í þessum efnum.

Verður er verkamaðurinn launa sinna

Ferlar til framfara

Þeir sem vinna við launavinnslu þurfa að fylgast vel með breytingum í rekstrarumhverfinu. Þessi fundur verður fjölbreyttur og einkar áhugaverður fyrir þá sem eru starfandi við laundavinnslu.

Góð þjónusta, öryggi gagna og miðlun upplýsinga milli fyrirtækja, fólks og kerfa er forsenda fyrir árangursríkum rekstri nútíma fyrirtækja. Á þessum fundi kynnum við leyndardómana á bak við ferla og rétta notkun þeirra.

17.01.2014 @ 08.30–10.00

07.02.2014 @ 08.30–10.00

07.03.2014 @ 08.30–10.00

AX fær uppfærslu - hvað þarf ég að vita? 09.05.2014 @ 08.30–10.00

Microsoft Dynamics AX viðskiptalausnin fær uppfærslu í byrjun sumars 2014. Á þessum fundi verður farið yfir í hverju uppfærslan felst og hvað hún þýðir fyrir þau fyrirtæki sem hagnýta sér þessa öflugu viðskiptalausn.

Alvöru ávinningur rafrænna viðskipta? 23.05.2014 @ 08.30–10.00

Flest viðskipti í dag eiga sér stað með rafrænum hætti. Á þessum fundi bjóðum við þeim sem vilja bæta reksturinn með rafrænum viðskiptum að fræðast um hvernig það er best gert.

Kynntu þér spennandi dagskrá á advania.is/fundir

24.01.2014 @ 08.30–10.00

21.02.2014 @ 08.30–10.00

04.04.2014 @ 08.30–10.00


HE LG A RB L A Ð

L SA ÚT

Hrósið...

A

ÚTSALA

ÚTSALA

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is

 BakhlIðIn

ÚTSALA

ÚTSALA

IngI RAfn SIguRðSSon

CRUiSe CRU iSe FeRÐATÖSKUR FeRÐATÖSKUR Fást í svörtu og fjólubláu. Fást Töskurnar fást í 3 stærðum. Töskurnar H æð: 75 sm. 12 .950 950 nú 8.995 Hæð: 12.950 æð: 64 sm. 9.995 9.995 nú 6.995 Hæð: Hæð: 57 sm. 7.995 nú 5.595 Hæð: Vnr. 3930101

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

FULLT VERÐ: 3.995

u r ö v A M e Tr L An í Ú T S A g An g i fuLLuM

Vel heppnað eintak Aldur: 33 ára.

NÚ VERÐ FRÁ:

ÍÞRóTTABUxUR Bláar eða bleikar íþróttabuxur stærðir: 80-130 sm.Svartar buxur stærðir: 120-170 sm. Vnr. RL-LOUDP, RL-LOUDR, RL-AAPELI

A L A S ÚT AFSLÁT TUR A

Maki: Einhleypur. Börn: Engin.

Foreldrar: Jóninna Huld Haraldsdóttir bowentæknir og Sigurður Pétursson fjárog vélabóndi. Áhugamál: Forfallinn stangveiðiáhugamaður, ferðalagafíkill og amatör kokkur. Stjörnumerki: Fiskur.

Stjörnuspá: Gagnrýnisrödd þín stýrir þér í átt að sérþekkingu, í stað þess að bara vinna verk vel af hendi. Hugsaðu um það sem þú vilt að gerist, það er hið gagnstæða við áhyggjur.

Ú

LLT AÐ

ALLT AÐ

ALLT AÐ

ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR

AFSLÁTTUR

I

ngi er einstaklega vel heppnað eintak,“ segir Jón Örvar G. Jónsson, vinur Inga Rafns. „Hann er mjög dagfarsprúður náungi og einstaklega geðgóður. Hann hefur gaman af því að vera í kringum fólk og á auðvelt með að vinna með fólki. Hann er mikill lífskúnstner og hefur gaman af listum og góðum mat. Hann er rólegur og yfirvegaður en samt frekar glaðbeittur og mikill húmoristi.“

Ingi Rafn Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík. Hann hefur lokið diplómagráðu frá viðskiptadeild Háskóla Íslands og tekur við starfinu af Auði Rán Þorgeirsdóttur. Ingi Rafn hefur starfað sem framkvæmdastjóri Karolina Fund frá árinu 2012 þar sem hann hefur staðið að fjármögnun fjölda skapandi verkefna og listviðburða og er einn stofnenda sjóðsins.

LA SA ÚT

ÚTSALA63% ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSA ÚTSALAÚTSALA ÚTSALAÚTSALA ÚTSALA ÚTSALAÚTSA ÚTSALA ÚTSA 30% ÚTSALA1.495 ÚTSALAÚTSA ÚTSALA ÚTSA ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSA ÚTSALAÚTSALA 5.595 ÚTSALAÚTSALA ÚTSALA ÚTSALAÚTSA ÚTSALA ÚTSA ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSA ÚTSALA ÚTSALAÚTSALAÚTSALA ÚTSALAÚTSALA ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSA ÚTSALA ÚTSALAÚTSA ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSA 66% 60% 50% ÚTSALA ÚTSALAÚTSA ÚTSA ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSA ÚTSALAÚTSA ÚTSALA ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSA ÚTSALAÚTSALAÚTSALA 4.995 ÚTSALAÚTSA ÚTSALA ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSA ÚTSALAÚTSA ÚTSALA ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSA ÚTSALAÚTSA ÚTSALA ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSA ÚTSALAÚTSALAÚTSALA ÚTSALA 24.950 29.950 ÚTSALAÚTSA ÚTSALA ÚTSA ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSA ÚTSALA ÚTSALAÚTSALA ÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ALA

LA

...fær Ólafur Darri Ólafsson fyrir magnaða en um leið ferska túlkun á Hamlet í uppfærslu Borgarleikhússins.

AFSLÁTTUR

SÆNG FULLT VERÐ: 8.995

PRelUDe THeRMOSÆNG Góð holtrefjasæng á frábæru verði! Stærð: 140 x 200 sm. 8.995 nú 4.995 Þyngd: 2 x 625 gr. Koddi stærð: 50 x 70 sm. 2.995 nú 1.495 Þyngd: 600 gr. Vnr. 10000920, 45004970

DÝNA + BOTN + FÆTUR

SPARIÐ

20.000

MIKIÐ ÚRVAL AF FALLEGUM KRÖGUM

VERÐ FRÁ:

FULLT VERÐ: 49.950

ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR

ÚTS

ALA

Silfurrefur Verð 14.900,-

Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is

BlUe MOON AMeRÍSK DÝNA Amerísk dýna á frábæru verði! Stærðir: 90 x 200 sm. nú aðeins 24.950 140 x 200 sm. nú aðeins 34.950 160 x 200 sm. nú aðeins 39.950 180 x 200 sm. nú aðeins 39.950 Vnr. 802-13-1030-A

ÚTS

ALA

DeRBy DeRBy HÆGiNDASTóll HÆG iNDASTóll Flottur og þægilegur hægindastóll. Fæst með svörtu PU efni eða úr tauefni í beige, camellit og gráu. Vnr. 8880000643

Tilboðin gilda 17.01.14 til 22.01.14

A ÚTSAL

LA

SA T Ú

L SA T Ú

A ÚTSAL

A


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.