17 06 2016

Page 1

frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 30. tölublað 7. árgangur

Föstudagur 17.06.2016 Hamingjan er við túnfótinn Tóti trúður hugsar til 17. júní fyrri ára

Ísland – Ibiza Sumar stelpurnar eru í sundbolum

16

Heiðarbóndinn Heiða Einstæður bóndi sem gengur í öll verk

28

28

Sakamál í Serbíu en ekki hér Grindvíkingar í sárum eftir fasteignabrask í Serbíu

4

Hverju erum við að fagna? Þjóðhátíðardagar Norðurlanda hafa mismunandi merkingu og ólíkan blæ

20

FÖSTUDAGUR

17.06.16

NÝ TÓNLIST OG BRÚÐKAUP Í SUMAR

VÉDÍS HERVÖR Notaðu góða veðrið til að hreyfa þig úti Fjölskylda fann frábært leiksvæði í Heiðmörk

Tugmilljónir jarðarbúa hafa sett Ísland á lista yfir staði sem fólkið vill heimsækja alla vega einu sinni á ævinni. Hugmyndir þessa fólks um Ísland munu gerbreyta landinu. Mynd | Rut

Allt annað Ísland rís upp

Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is

Þótt fjölgun ferðamanna á Íslandi virðist ævintýri líkust fer því fjarri að slík fjölgun sé einsdæmi í heiminum. Þess eru meira að segja dæmi í nokkrum löndum að slík fjölgun hafi haldist í tíu eða fimmtán ár. Spár um fjölgun ferðamanna upp í fimm milljónir árlega eru því alls ekki úr lausu lofti gripnar. Ferðamannastraumurinn hefur þegar rifið Ísland upp úr stöðnun og hann mun halda áfram að umbreyta samfélaginu á næstu árum. Ef spár ganga eftir munu gjaldeyristekjur landsmanna næstum tvöfaldast. Það

DJI vörurnar fást í iStore

mun þrýsta gengi krónunnar upp, sem aftur mun draga úr straumi ferðamanna og framlegð útflutnings- og samkeppnisgreina, ef mótvægisaðgerðir finnast ekki. Ein slík aðgerð væri að ýta lífeyrissjóðunum úr höftum og út úr krónunni. Til að sinna 5 milljónum ferðamanna þyrfti að laða til landsins um 40 til 50 þúsund erlenda starfsmenn á næsta áratug, sem myndi fjölga landsmönnum upp í hátt í 400 þúsund manns og hækka hlutfall erlendra ríkisborgara upp í 22 prósent. Ef spár ganga eftir mun hlutfall ferðamanna á íbúa á Íslandi fara

Phantom 3

KIM KARDASHIAN MEÐ PRINSESSUVEISLU Í DISNEYLANDI

Frí landslagsráðgjöf í júní

20%

bmvalla.is

*Gildir til 15. júlí

Heilsteypt lið • Þéttur varnarmúr • Sterk liðsheild

fram úr því sem er á Kanaríeyjum og nokkrum vinsælustu ferðamannastöðum Evrópu. Búast má við að um 3,5 milljónir manna heimsæki Geysi árlega og 2,5 milljónir Þingvelli. Slíkt kallar á þjónustumiðstöðvar af allt annarri gerð og stærð en verið hafa í umræðunni. Fréttatíminn hefur í dag umfjöllun um umbreytingu Íslands vegna aukins ferðamannastraums; Ísland 4.0.

afsláttur*

Áfram Ísland

af SagaPro í vefverslun SagaMedica með afsláttarkóðanum „EM2016“

Ekki missa af marki! Dragðu úr tíðni klósettferða meðan á leik stendur

Ísland 4.0 – Umbreyting Íslands Úttekt á blaðsíðum

8

Phantom 4

13

www.sagamedica.is

Viðurkenndur endursöluaðili

Inspire 1 v2.0

á tilboði! 379.990kr

(verð áður 489.990)

verð frá

verð

98.990kr

249.990kr

16

LANDSINS Hæ, hó, jibbí,MESTA jei ÚRVAL AF HELLUM OG GARÐEININGUM

Aukinn ferðamannastraumur hefur rifið Ísland upp úr efnahagslegri stöðnun og mun umbreyta samfélaginu enn frekar á næstu árum. Ísland sem við þekkjum er að hverfa. llt bendir til að ferðaA mönnum muni fjölga áfram á næstu árum með viðlíka skriðþunga og undanfarin ár. Ef spár ganga eftir munu ferðamennirnir umbreyta Íslandi; bylta atvinnuháttum, stórauka erlent vinnuafl og tvöfalda gjaldeyristekjurnar

Hugrún Halldórs byrjar daginn á heitu baði

KRINGLUNNI ISTORE.IS


2|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. júní 2016

Hrottalegt ofbeldismál fyrir héraðsdómi

Ákærðir fyrir að höfuðkúpubrjóta mann með kúbeini Sakamál Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að svipta par á fimmtugs- og sextugsaldri frelsinu og misþyrma karlmanninum með kúbeini Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

Fyrirtaka fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í sakamáli gegn þremur mönnum sem er gefið að sök að hafa rænt og misþyrmt pari á fimmtugs- og sextugsaldri með hrottafengnum hætti árið 2014. Tveir hinna ákærðu hafa áður verið dæmdir fyrir aðild sína að stórfelldu fíkni-

efnasmygli í tveimur óskyldum málum sem varðaði innflutning á miklu magni fíkniefna með skútum hingað til lands. Mönnunum er gefið að sök að hafa ráðist á parið við Bústaðaveginn í júlí árið 2014 og neytt þau með ofbeldi upp í bíl sem þriðji maðurinn ók. Eiga þeir að hafa slegið parið ítrekað í andlitið á meðan þeir neyddu þau upp í bílinn. Konunni tókst að forða sér út úr bílnum með því að skríða út um gluggann og komst hún þannig undan árásarmönnunum. Mennirnir óku þá með karlmanninn í hús í Garðabæ þar sem þeir misþyrmdu honum hrottalega, samkvæmt ákæruskjali. Þannig

er einum mannanna gefið að sök að hafa slegið manninn, sem þá var 56 ára, í rist, höfuð og líkama ítrekað með kúbeini. Annar sló hann svo ítrekað með krepptum hnefa. Árásin stóð yfir í 30-40 mínútur. Að lokum var ekið með fórnarlambið til Hafnarfjarðar þar sem hann var látinn laus að lokum. Maðurinn stórslasaðist við árásina. Meðal annars hlaut hann höfuðkúpubrot auk þess sem bein brotnuðu í andliti og rist. Konan hlaut mar víða um líkamann. Maðurinn krefst fimm milljóna króna í skaðabætur vegna árásarinnar. Ekki er ljóst hver var ástæða árásarinnar en aðalmeðferð mun fara fram í málinu síðar á árinu.

Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn.

Mirjam og Tómas Ingi gift Ást í meinum Brúðkaup í fangelsinu á Akureyri Fangarnir Mirjam og Tómas Ingi, sem sögðu ástarsögu sína í Fréttatímanum fyrir þremur vikum, hafa gengið í hjónaband. Parið kynntist í fangelsinu á Kvíabryggju og hefur unnið að því í nokkurn tíma að fá að ganga í hjónaband, þó þau afpláni nú dóma hvort í sínu fangelsinu. Fulltrúi frá sýslumannsembættinu á Akureyri gaf þau saman fyrir utan fangelsið þann 10. júní. Athöfnin fór fram á ensku, að viðstöddum tveimur vottum sem einnig afplána dóma í fangelsinu á Akureyri. Tómas Ingi er að ljúka afplánun á dómi í fíkniefnamáli og Mirjam hlaut sögulega langan dóm fyrir að vera burðardýr í fíkniefnainnflutningi frá Hollandi. Tómas Ingi fékk heimild frá fangelsisyfirvöldum til að fljúga frá

Mirjam og Tómas Ingi voru gefin saman fyrir utan fangelsisgirðinguna á Akureyri á dögunum.

Reykjavík til Akureyrar á föstudegi, taka þátt í athöfninni, og gista í fangageymslum lögreglunnar á Akureyri um nóttina. Hjónin fengu því ekki að verja löngum tíma saman eftir athöfnina en Tómas Ingi fékk að koma í aðra heimsókn í fangelsið, á laugardeginum, áður en hann flaug aftur í bæinn. | þt

Kanadamenn uppgötva íslenskan fótbolta

Fótboltaæði hefur brotist út í bænum Gimli í Kanada sökum velgengni íslenska liðsins á EM. Þó margir í bænum séu af íslenskum uppruna hefur hvorki knattspyrna né handbolti átt upp á pallborðið hingað til. „Það eru helst þeir sem eru nýfluttir hingað frá Íslandi eða eiga íslenska vini sem fylgjast með handbolta, en EM 2016 er miklu vinsælla,“ segir Karyn Suchy, íbúi Gimli, en langafi hennar fluttist til Kanada frá Íslandi. Hún segir að íslenska fánanum sé nú flaggað

í bænum eins og um sjálfan Íslendingadaginn væri að ræða, en hann er haldinn hátíðlega fyrstu helgina í ágúst. Vegna tímamismunar verður leikurinn sýndur klukkan ellefu um morgun og ætlar bæjarbarinn Ship and Plough að opna fyrr en vanalega af þeim sökum. „Ég býst við að allir ættingjar mínir fari á barinn á laugardagsmorgun til að horfa á leikinn,“ segir Karyn. „Þetta er eitthvað sem við gerum ekki einu sinni fyrir okkar eigin heimalið.“ Eins og alltaf hjá Vestur-Íslendingum er ættræknin í fyrirrúmi. „Rúnar Már Sigurjónsson er frændi minn!“ segir Kari Johnson Affleck, annar íbúi Gimli. -vsg

Frá kr.

9.900

Aðra leið m/sköttum og tösku

ALICANTE Flugsæti

Netverð á mann frá kr. 9.900 aðra leið m/sköttum og tösku.

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

EM Leikurinn sýndur um morgun í Manitoba. Barinn í Gimli mun opna fyrr en vanalega

Nýjar upplýsingar í Guðmundarmálinu leiddu til handtöku tveggja manna.

Best að sannleikurinn komi fram – ef hann er ekki kominn fram

Stefán Almarsson og Þórður Jóhann Eyþórsson handteknir vegna hvarfs Guðmundur Einarssonar Handtaka tveggja manna vegna 40 ára morðmáls vekur athygli. Nýjar upplýsingar kunna að renna stoðum undir sakleysi þeirra sem fengu dóma í málinu. Annar mannanna segir að þeir séu alsaklausir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

Stefán Almarsson, betur þekktur sem Malagafanginn, er annar þeirra sem settur saksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu lét handtaka vegna nýrra upplýsinga um flutninginn á líki Guðmundar Einarssonar. Hinn er Þórður Jóhann Eyþórsson sem hefur tvívegis orðið mannsbani, í fyrra sinnið á nýársnótt árið 1983 en þá var hann dæmdur í fjórtán ára fangelsi en í seinna skiptið fyrir manndráp á Snorrabraut í ágúst 1993, en þá var hann á reynslulausn eftir að hafa afplánað helming refsitímans. Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segist hafa fengið fyrirmæli frá endurupptökunefnd um að rannsaka ákveðin atriði betur varð-

andi hvarf Guðmundar Einarssonar aðfaranótt 27. janúar árið 1974, en hann sást síðast við Strandgötu í Hafnarfirði. Það varð til þess að tveir menn voru handteknir og yfirheyrðir vegna nýrra vísbendinga í þessu rúmlega fjörutíu ára gamla morðmáli. Þá var einnig gerð húsleit á heimili annars þeirra. Stefán segist í samtali við Fréttatímann alsaklaus, hvorugur þeirra hafi komið nálægt málinu og þetta komi honum mjög á óvart. Lögreglumenn hafi bankað upp á eldsnemma um morguninn og þegar ekki var svarað, hafi þeir mætt með kúbein til að brjótast inn. Þá hafi verið gerð húsleit en hann veit ekki að hverju var leitað. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tilgáta hefur komið upp um að Stefán Almarsson hafi komið nálægt málinu, aðstandendur heimildarmyndarinnar um Geirfinns- og Guðmundarmál, hafi reynt að ná tali af honum en án árangurs. Það var ríkissaksóknari sem fékk ábendingu um að mennirnir kynnu að búa yfir einhverri vitneskju og kom henni áfram til endurupptökunefndarinnar en hún snýr að því að mennirnir hafi tekið þátt í

Guðmundur Einarsson sást síðast á Strandgötu í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974.

því að flytja líkið eftir morðið. Erla Bolladóttir, sem fékk dóm fyrir aðild að Guðmundar- og Geirfinnsmálinu á sínum tíma, segist telja að nýjar upplýsingar renni stoðum undir sakleysi þeirra sem fengu dóma í málinu. Baldur Einarsson, bróðir Guðmundar Einarssonar, vildi lítið tjá sig um nýjar vísbendingar í málinu en sagði þó að auðvitað væri best að sannleikurinn kæmi fram – ef hann væri þá ekki þegar kominn fram. Það var skýr afstaða sérstakrar nefndar um endurupptöku Guðmundur- og Geirfinnsmáls að það ætti að endurupptaka málin fyrir dómstólum. Nefndin hafði þó engar rannsóknarheimildir. Niðurstaðan fór fyrir sérstaka endurupptökunefnd sem hefur hinsvegar ekki komist að niðurstöðu. Hennar er þó að vænta í ágúst eða september.


7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum

www.kia.com

Soul í kortunum Brandenburg | sía

– 100% rafbíll

Til afhendingar strax

Þú ferð lengra á Kia Soul EV Luxury Kia Soul EV Luxury kemur þér og þínum á leiðarenda, með yfir 212 km drægni við bestu aðstæður. Bíllinn er fagurlega hannaður og djarfur útlits. Hann gengur eingöngu fyrir rafmagni, er sérstaklega hljóðlátur og gefur engan útblástur frá sér. Þægilegt innanrými og ríkulegur staðalbúnaður tryggja ánægjulegan akstur — frá innkeyrslu að áfangastað. Helsti staðalbúnaður · Hiti í öllum sætum · Kæling í framsætum · Hiti í stýri · Leðuráklæði · Íslenskt leiðsögukerfi · Bakkmyndavél og 8” snertiskjár

· Lyklalaust aðgengi · LED ljós að framan og aftan · Fjarlægðarskynjarar að framan og aftan · Handfrjáls búnaður (Bluetooth) · Hraðastillir (Cruise Control) · og ótal margt fleira ...

Kia Soul EV Luxury bíður þín í Öskju. Komdu og prófaðu. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Kia á Íslandi.

Verð 4.490.777 kr. Útborgun aðeins 10% eða 449.077 kr. Kia Soul EV Luxury — rafbíll, sjálfskiptur. Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland


4|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. júní 2016

Sótt að oddvitasæti iðnaðarráðherra í Suðurkjördæmi

Ragnheiður Elín óttast ekki dóm flokksmanna Stjórnmál Það á enginn neitt í pólitík, segir Elliði Vignisson sem segist hafa fengið fjölmargar áskoranir um að fara í landsmálin. Hann hafi þó enga ákvörðun tekið Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

„Ég fagna öllum góðum sjálfstæðismönnum sem gefa kost á sér í landsmálin,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sem er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Orðrómur er á kreiki um að Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum, ætli að gefa kost á sér í fyrsta sætið í prófkjöri flokksins. „Það er þó ótímabært að tjá sig um framboð sem ekki er komið fram,“ segir hún.

„Ég hef tekið ákvörðun um að taka enga ákvörðun fyrr en seinna,“ segir Elliði við Fréttatímann. „Ég fæ mikið af símtölum og áskorunum um að láta á þetta reyna. Það væri hroki að svara því með tómlæti. En þetta er stór ákvörðun sem enginn tekur einsamall. Ég hef ákveðnum skyldum að gegna sem bæjarstjóri og slík ákvörðun hefur áhrif á fjölskyldumál.“ „Það er engin ástæða til að óttast þótt fólk hugleiði að fara fram í prófkjöri, það er einfaldlega dæmi um að lýðræðið virki segir Ragnheiður Elín. „Prófkjör eiga að tryggja þátttöku og skapa stemningu þess vegna erum við með prófkjör í flokknum.“ Hún minnir á að þrír karlar hafi sóst eftir sæti hennar fyrir síðustu kosningar, þeir Árni Johnsen, Kjartan Ólafsson og Halldór Gunnarsson. Hún hafi

ekki fundið fyrir neinni kergju í sinn garð í kjördæminu heldur hlakki til að leggja sín verk í dóm flokksmanna. En er óánægja með störf Ragnheiðar Elínar? „Ég myndi ekki kalla þetta óánægju,“ segir Elliði. „Það á enginn neitt í pólitík, hvorki ég né aðrir. Núna er sá tími þar sem flokksmenn vega og meta störf sinna stjórnmálamanna. Sumir fá umboð til að halda áfram en aðrir ekki.“ Sumir fá umboð til að til að halda áfram en aðrir ekki, segir Elliði Vignisson, sem hugleiðir framboð í Suðurkjördæmi.

Grindvíkingar í sárum eftir fjármálabrask sem endaði sem dómsmál

Klikkuð opnunartilboð

Komdu í Dorma

Hálfs milljarðs króna þrot vegna serbnesks fjármálabrasks Viðskipti Framsóknarmenn frá Grindavík ætluðu að hagnast á serbnesku fasteignabraski en enduðu slyppir og snauðir Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

27%

KOLDING hægindastóll

AFSLÁTTUR

Stillanlegur hægindastóll. með skemli. Rautt eða grátt slitsterkt áklæði. Fullt verð: 109.900 kr.

Aðeins 79.900 kr. KOLDING hægindastóll

28% AFSLÁTTUR

Stillanlegur hægindastóll með skemli. Svart eða grátt leður. Fullt verð: 139.900 kr.

Aðeins 99.900 kr.

30%

SILKEBORG hægindastóll

AFSLÁTTUR

Stillanlegur hægindastóll. með skemli. Dökkgrátt slitsterkt áklæði. Fullt verð: 69.900 kr.

Aðeins 48.930 kr. Halló Zzzmáratorg Dormaverslanirnar eru þar með orðnar fjórar Sama verð á öllum stöðum

Holtagörðum, 512 6800 Smáratorgi, 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafjörður

Afgreiðslutími sjá

www.dorma.is

Skiptum er lokið á búi Halls Jónasar Gunnarssonar, fyrrverandi sjómanns og formanns Minja- og sögusafnsins í Grindavík, en alls þurfti að afskrifa rétt rúmlega hálfan milljarð króna vegna gjaldþrotsins. Um er ræða enn eitt gjaldþrotið tengt sérkennilegum fasteignaviðskiptum í Belgrad í Serbíu í gegnum eignarhaldsfélagið SCS Holding en málið á rætur að rekja til ársins 2008. Enn stendur yfir sakamál í Serbíu, þar sem fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins gæti átt yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi. „Málið er enn til rannsóknar í Serbíu,“ segir Hallur, en hann, ásamt tveimur öðrum viðskiptafélögum, þeim Guðjóni Þorsteinssyni, rafvirkja í Grindavík og Friðriki Atla Sigfússyni þjóni, kærði Hallgrím Bogason, fyrrverandi oddvita Framsóknarflokksins í Grindavík, og náinn viðskiptafélaga hans, Daníel Þorsteinsson, til lögreglu. Kæran var bæði lögð fram á Íslandi og í Serbíu, árið 2009. Lögreglan rannsakaði málið hér á landi en vísaði því að lokum frá. Í Serbíu voru Hallgrímur og serbneskur félagi hans, Novo Djonovic, hinsvegar ákærðir fyrir að hafa sölsað undir sig húsið sem fjárfestingin snéri að. Hallgrímur og Hallur eiga það sameiginlegt að vera báðir framsóknarmenn í Grindavík, en Hallur situr í kjördæmissambandi framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi.

Sauðburður

Hrúturinn Birkir Bjarnason kom í heiminn í leiknum

Síðasta lambið á bænum Heydalsá við Hólmavík kom í heiminn á sama tíma og Birkir Bjarnason skoraði gegn Portúgölum á Evrópumeistaramótinu í fótbolta. Bóndinn nefndi hrútinn eftir markaskoraranum Ragnar Kristinn Bragason bóndi er forfallinn íþróttaáhugamaður og sat límdur við skjáinn þegar Ísland atti

Hallur Jónas Gunnarsson gerði samstarfssamning við Grindavík á síðasta ári vegna Minja- og sögufélags Grindavíkur. Hallur er til vinstri á myndinni. Með honum er bæjarstjóri Grindavíkur, Róbert Ragnarsson.

„Hann var einn af þessum mönnum sem maður treysti alveg hundrað prósent,“ segir Hallur um Hallgrím. Hallur, ásamt þeim Guðjóni og Friðriki Atla, saka Hallgrím um að hafa skráð húsnæðið á serbneskan félaga sinn án endurgjalds, og þannig komið eigninni undan. Eftir stóðu þeir félagar með sárt ennið – og meiriháttar gjaldþrot í fanginu – enda öll viðskiptin fjármögnuð með lánum. Það var svo Þorsteinn Hjaltested, oftast kenndur við Vatnsenda, sem knúði á um gjaldþrot Halls Jónasar, en hann segir að Þorsteinn hafi lánað sér meðal annars fyrir kaupunum, auk Landsbankans. Viðskiptafélagi Hallgríms, Daníel, fór einnig í þrot, en þar þurfti að afskrifa hátt í tvo milljarða króna að því er DV greindi frá árið 2012. Allir mennirnir tengjast með einum hætti eða öðrum úr Grindavík og segist Hallur meðal annars hafa séð Hallgrím á sjómannadeginum í bænum í byrjun júní. Spurður hvort hann hafi rætt við hann, svarar hann neitandi. Þeir hafi ekki ræðst kappi við Portúgal í Frakklandi á þriðjudag. Hann beið því spenntur eftir fyrsta leik Íslendinga á Evrópumótinu en skömmu áður en leikurinn hófst tók hann eftir að síðasta kindin á bænum væri komin nálægt því að bera. „Ég tók sénsinn á að fylgjast með leiknum inni í stofu, en fór út í hálfleik til að athuga með hana. Þá sá ég að hausinn var kominn út og hún þurfti svolitla hjálp við að sækja fæturna. Ég dreif mig í að aðstoða hana og á fimmtugustu og fimmtu mínútu síðari hálfleiks var ég kominn aftur inn að fylgjast með leiknum. Þá var komið mark frá Birki Bjarnasyni.“ Ragnar var því ekki lengi að nefna litla hrútinn eftir markaskoraranum. „Enda var hann duglegur,

Daníel Þorsteinsson hefur unnið og fjárfest mikið í Serbíu, og má sjá á myndinni að hann er við öllu viðbúinn.

við síðan málið kom upp. Hann segist þó taka risagjaldþroti sínu með jafnaðargeði og einbeiti sér að minja- og sögusafninu: „Maður kemst ekkert áfram í lífinu ef maður er fúll og leiðinlegur. Þá er bara betra að brosa út í lífið.“ Ekki náðist í Hallgrím við vinnslu fréttarinnar.

Hrúturinn Birkir Bjarnason er jaxl, eins og landsliðsnafninn, duglegur og harður af sér. Mynd úr einkasafni

harður af sér og fljótur á fætur og spena. Þetta er íslenskur jaxl og er kominn út í sólina, sæll og glaður.“


5x39 MBL

Öflug þjónusta við leigjendur Almenna leigufélagið býður leigjendum sínum sólarhringsþjónustu Leigjendur okkar vita nákvæmlega hvert þeir eiga að leita ef íbúðin þeirra þarfnast viðhalds og þökk sé góðu samstarfi við Securitas getum við sinnt neyðartilfellum allan sólarhringinn. Almenna leigufélagið hefur gert leigu að raunhæfum valkosti á húsnæðismarkaði með því að tryggja leigjendum örugga búsetu.

„Öll umsjón er til fyrirmyndar og vel hugsað um sameign og lóð. Okkur fjölskyldunni líður rosalega vel hérna.“ – Selma, íbúi í Brautarholti „Ég hef alltaf búið í eigin húsnæði en er nú að leigja í fyrsta sinn. Ég hafði heyrt margar hryllingssögur af leigusölum en þjónustan hefur verið góð og ábendingum vegna viðhalds alltaf sinnt fljótt og vel.“ – Gylfi, íbúi við Skyggnisbraut „Við erum mjög ánægð með að hafa komist beint í langtímaleiguíbúð eftir langa dvöl erlendis.“ – Elías og Birna, íbúar í Hátúni

Langtíma leigusamningur Sveigjanleiki

almennaleigufelagid.is

Samstarf Almenna leigufélagsins og Securitas tekur til allra íbúða félagsins.

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

24/7 þjónusta


STOLTUR STYRKTAR

Öll áheit í keppninni renna til Hjólakrafts í ár. Kynnið ykkur liðin og styrkið gott málefni á www.wowcyclothon.is

Reykjavik Excursions er stoltur styrktaraðili Hjólakrafts sem hjólar til sigurs í WOW Cyclothon keppninni.


AÐILI HJÓLAKRAFTS

Umferðarmiðstöðin BSÍ 101 Reykjavík 580 5400 • main@re.is www.re.is • www.flybus.is


8|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. júní 2016

ÍSLAND 4.0 Flest bendir til að ferðamönnum muni á næstu árum fjölga áfram með sama hraða og undnfarin ár. Slík þróun mun gerbreyta Íslandi. Það Ísland sem þú ólst upp í er óðum að hverfa og það Ísland sem tekur við er annað land og allt öðruvísi samfélag

Miklu meiri tekjur og allt öðruvísi land Gjaldeyristekjur Ferðamenn færa okkur gullið og gera dverga úr sjávarútvegi og álverksmiðjum

Ferðamannastraumurinn hefur síðustu ár vaxið um 20 til 25 prósent á ári og mun gera það líka á þessu ári. Og allt bendir til að sama gerist á næsta ári og þá verði fjöldi ferðamanna nálægt tveimur milljónum. Og þar sem ekkert bendir til það sé að draga úr fjölguninni er fólk innan ferðaþjónustunnar farið að spá áframhaldandi vexti næstu árin. Nú síðast sagði Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Icelandair, að landsmenn ættu að búa sig undir að hingað kæmu þrjár til fimm milljónir ferðamanna. Ef reiknað er áfram með sama vexti og undanfarin ár myndu ferðamennirnir fara yfir þrjár milljónir árið 2020 og yfir fimm milljónir árið 2022.

væri fyrir fjölgun ferðamanna væri hér enn nokkur kreppa og framtíðarhorfur daprar. Á núvirði jukust gjaldeyristekjur þjóðarinnar um 160 milljarða króna frá 2010 til 2015. Á sama tíma jukust tekjur af ferðamönnum um 175 milljarða króna. Ferðamennirnir vega því upp samdrátt í öðrum greinum og standa undir öllum þeim vexti sem varð. Tekjur af ferðamönnum voru 19 prósent af g jaldeyristekjum þjóðarinnar 2010 en verða líklega um 37 prósent í ár. Ef spár um fjölgun ferðamanna yfir þrjár milljónir á ári ganga eftir verða þær líklega meira en helmingur af heildargjaldeyristekjum þjóðarinnar. Ef ferðamannafjöldinn fer yfir fimm milljónir árlega verður hlutur ferðamanna nær tveir þriðju af heildartekjunum. Gamlar burðargreinar, sjávarútvegur og áliðnaður, yrðu sem dvergar í samanburði með samanlagt um 22 prósent af tekjunum.

Ferðamenn meginstoðin Aukinn ferðamannastraumur hefur breytt miklu á Íslandi á undanförnum misserum. Þótt tína megi ýmislegt annað til þá má segja að fjölgun ferðamanna sé meginforsenda þess að atvinnulífið hefur tekið við sér. Engin önnur megin atvinnugrein hefur vaxið að nokkru ráði. Ef ekki

Hættan af of háu gengi Ef af þessu verður mun margt breytast. Eitt er gengisstýring krónunnar. Alla sögu krónunnar hefur vandinn verið veikir tekjustofnar, viðvarandi viðskiptahalli og reglubundnar gengisfellingar. Með innstreymi gjaldeyris frá ferðamönnum verður vandinn að halda

Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is

genginu niðri svo krónan styrkist ekki um of og geri landið of dýrt fyrir ferðamennina. Það vill svo til að töluvert af fé bíður þess að komast út úr krónuhagkerfinu. Annars vegar er það snjóhengjan, leifar af eignum erlendra aðila frá því fyrir Hrun, og hins vegar lífeyrissjóðirnir, sem eiga orðið of lítinn part eigna sinna í erlendum eignum svo að skynsamlegt geti talist. En þetta er hvort tvegg ja tímabundinn vandi sem getur vegið upp á móti hækkun krónunnar um stund en ekki til langframa ef ferðamenn verða um og yfir fimm milljónir árlega um langan tíma.

Við erum hér!

Fiskur

Ferðamenn

Ál

2010

460.000 2010

Á hverjum tíma eru túristar um 84 prósent þeirra sem eru innan Vatíkansins. Hinir eru aðfluttir starfsmenn kaþólsku kirkjunnar.

Vatíkanið

Andorra

Ísland 2025

11+89A

11,4% Palau

9,0% Bahamas

6,5% San Marínó

5,6%

Ísland 2015

4,4% Kýpur

Ál

2020

Hæst hlutfall ferðamanna

9+91A 8+92A 7+93A 6+94A 6+94A 6+94A 5+95A 5+95A 4+96A

Fiskur

2015 Annað

11+89A

2025

Ferðamenn

5.201.575

2022

Ísland 2020

Ferðamenn

Annað

Ef fjölgun ferðamanna á næstu árum verður viðlíka og undanfarin ár munu ferðamenn til Íslands verða yfir fimm milljónir fyrir miðjan næsta áratug. Það mun breyta atvinnuháttum og valajafnvægi, umbylta samfélaginu og byggðunum, Til verður nýtt Ísland, Ísland 4.0

84+16A 83,6% 30,2% 30+70A 17% 17+83A 12% 12+88A

Lýðræðisvakning í atvinnulífi Auknar tekjur af ferðamönnum munu líka raska valdajafnvægi í samfélaginu. Meginstoðir atvinnulífsins hafa verið fjórar. Landbúnaður, sjávarútvegur, álvinnsla og innlend þjónusta og verslun. Allt eru þetta fákeppnisgreinar og margar lokaðar. Landbúnaður og sjávarútvegur er lokaður inni í kvótum, álvinnsla er í höndum erlendra auðhringa og innlend þjónusta og verslun hefur Annað Fiskur lokast inn í tvíeða þríkeppni Ál fárra stórra aðila.

Ferðamenn umbylta tekjunum Vaxandi tekjur af ferðamönnum gerbylta undirstöðum þjóðarbúsins. Fyrir fáum árum voru gjaldeyristekjur af ferðamönnum aðeins um 19 prósent af heildargjaldeyrisöflun. Í fyrra voru þær orðnar um 31 prósent og líklega verða þær nærri 36 eða 37 prósentum. Aukning ferðamanna hefur drifið áfram þann efnahagslega ábata sem merkja hefur mátt með vaxandi þunga síðustu misseri. Ef spár ganga eftir um fjölgun ferðamanna upp í fimm milljónir um miðjan næsta áratug munu undirstöður þjóðarbúskaparins gerbreytast. Ef ruðningsáhrif ferðaþjónustunnar verða ekki þess meiri má búast við að gjaldeyristekjur muni vaxa um vel yfir þúsund milljarða króna eða nærri tvöfaldast á tíu árum. Ferðaþjónustan myndi þá afla um 65 prósent alls Fiskur Annað gjaldeyris og gömlu burðarstoðirnar verða eins og hjálpardekk; sjávarútvegurinn með um 11 prósent gjaldeyristekna, álverkÁl Ferðasmiðjurnar með um 10 prósent og annað menn með um 13 prósent.

Ferðaþjónustan er annars eðlis. Vaxtarmöguleikar hennar eru nánast ótakmarkaðir því hún keppir í raun ekki á innanlandsmarkaði heldur heimsmarkaði. Hún er vaxtaland lítilla og millistórra fyrirtækja og þótt stóru flugfélögin, hótelkeðjurnar og rútufyrirtækin dragi til sín mest af tekjunum er erfitt að sjá fyrir sér að staða þeirra í samfélaginu geti orðið svipuð og kvótakónga síðustu áratuga eða kaupfélaganna og bændahöfðingjanna fyrr á árum. Það er vandséð að ferðamálakóngar fari að halda úti dagblöðum og stjórnmálaflokkum til að verja hagsmuni sína. Vöxtur ferðaþjónustu getur því orðið einskonar lýðæðisvakning í atvinnulífinu sem mun án efa smitast yfir í staðnað stjórnmálalíf. Þegar litið er til þeirra áhrifa sem áframhaldandi vöxtur ferðaþjónustunnar getur haft á marga þætti samfélagsins verður ljóst að við þurfum að hugsa flesta þætti samfélagsins upp á nýtt. Við erum að sigla inn í nýtt tímabil, Ísland 4.0.

7+93A 6+94A 6+94A 4+96A

8,3% Mónakó

5,8% Maldives

4,6% Singapore

4,1% Barbados

10,5% Bahrain

4,0% St. Kitts

7,0% Malta

5,8% Ant. & Barb.

5,0% Seychelles 4,0% Eistland

Ferðamenn á íbúa Ef spár ganga eftir verða hvergi fleiri ferðamenn á hvern íbúa en á Íslandi árið 2025 –nema í Vatíkaninu og Andorra.

Ísland, (þriðja) best í heimi Skiljanlega raða fámennustu þjóðirnar sér efst á listann yfir þau lönd þar sem ferðamenn eru stærst hlutfall þeirra sem dvelja í landinu hverju sinni. Vatíkanið, með sína fáu íbúa en stórfenglegt aðdráttarafl fyrir ferðamenn, trónir lang efst en þar á eftir kemur Andorra, smáríkið upp í Pýrenafjöllum á landamærum Frakklands og Spánar. Ef spár um aukningu ferðamanna til Íslands ganga eftir mun Ísland á allra næstu árum komast upp í þriðja sætið á þess-

um lista. Reikna má með að árið 2020 verði um 12 prósent þeirra sem eru á Íslandi hverju sinni erlendir ferðamenn eða um áttundi hver maður. Þegar árlegur fjöldi ferðamanna fer yfir fimm milljónir á Íslandi verður um 17 prósent þeirra sem hér dvelja hverju sinni túristar, tæplega sjötti hver maður. Þetta eru meðaltöl. Fjöldi ferðamanna verður meiri yfir háannatímann. Ef reiknað er með að fjölgun ferðamanna verði svipuð og undanfarin ár má reikna með að fjölgunin verði meiri

yfir vetrarmánuðina og um vor og haust en um sumarið. Eftir sem áður má reikna með að um hásumarið verði erlendir ferðamenn um 25 prósent þeirra sem dvelja á landinu, fjórði hver maður. Miðað við fjölda ferðamanna í fyrra er Ísland í ellefta sæti á listanum yfir þau lönd sem hafa flesta ferðamenn á íbúa. Fyrir fimm árum hefði landið ekki komist á listann, ferðamenn voru of fáir. Þá voru ferðamenn hlutfallslega færri á Íslandi en hjá mun fjölmennari þjóðum á borð við Austurríkismenn og Íra.


Hvort sem þú vilt öryggi, sparneytni og lipurð í borgarsnúningana eða þægindi, rými og útsýni í skoðunarferðina þá er Honda CR-V fyrir þig. Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmynd hagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllum heimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði og verðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims í tæp 10 ár í röð.

www.honda.is

Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535


10 |

ÍSLAND 4.0

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. júní 2016

Samsetning þjóðarinnar mun umbreytast ef ferðamönnum fjölgar eins mikið og spár segja til um. Það verða ekki aðeins útlendir ferðamenn sem fylla stræti og torg heldur mun bætast við um 80 þúsund erlendir ríkisborgarar sem flestir munu vinna við að þjónusta ferðamennina.

Fjórir af hverjum tíu útlendir Þjóðin M iklar breytingar á samsetningu þjóðarinnar Miðað við spár um fjölgun ferðamanna er fyrirséð að innflutningur vinnuafls mun stóraukast á næstu árum. Þar sem íslenskum ríkisborgurum fjölgar hægt vegna mikils landflótta mun vinnuaflsþörfinni fyrst og fremst verða mætt með erlendu fólki. Ef gert er ráð fyrir að samsetning þess fólks verði svipuð og þess fólks sem hefur flutt til landsins á undanförnum árum getum við búist við að pólska samfélagið á Íslandi stækki úr ellefu þúsund manns í 38 þúsund manns þegar kemur fram á miðjan næsta áratug. Sem fyrr myndu Pólverjar vera langfjölmennastir útlendinga á Íslandi og síðan aðrir Austur-Evrópumenn. Án breyttrar stefnu stjórnvalda er ekki hægt að gera ráð fyrir stórum hópum flóttafólks eða fólks frá stríðshrjáðum löndum. Til að þjónusta fimm milljónir ferðamanna eftir nokkur ár þarf að flytja inn til landsins um 40 þúsund starfsmenn. Þá er ekki tillit tekið til þeirra byggingaverkamanna sem þarf til að reisa öll hótelin og þjónustumiðstöðvarnar né breikka vegina og reisa brýrnar. Hér er aðeins reiknað með þeim fjölda sem þarf í hótel- og veitingahúsageirann, ferðaskrifstofur og samgöngur í lofti og á láði. Ef við reiknum með viðbót vegna byggingaframkvæmda og að starfsfólkinu mun fylgja börn má gera ráð fyrir að hingað muni flytjast um 60 þúsund manns á næstu árum. Þetta mun gerbreyta samsetn-

ingu íbúanna. Í dag eru rúm 92 Allt önnur þjóð prósent íbúanna íslenskir ríkisÍbúafjöldaþróun á Íslandi 2015 til 2025 borgarar. Þeim fjölgar hægt vegna Erlendir ríkisborgarar 7,4% viðvarandi landflótta þrátt fyrir að flestir hagvísar vísi upp. Það er Pólland 3,4% eins og umbreyting samfélags1,3% Austur-Evrópa ins eftir Hrun og með auknVestur-Evrópa 1,6% um ferðamannastraumi hafi N-Ameríka 0,2% ekki bætt aðstöðu fólks alS-Ameríka 0,1% mennt. Margt bendir til að N-Afríka 0,0% þvert á móti hafi aðstæð0,1% Afríka Asía 0,6% ur ungs menntaðs fólks Íslenskir Eyjaálfa 0,5% ríkisborgarar í raun versnað. Fjölgun ferðamanna þrengir að hús92,6% 2015 næðismarkaðnum og ferðamannaþjónustan kallar ekki á menntað fólk í hálaunastörf heldur þvert á móti mikinn fjölda til lágerlendir ríkisborgarar, sem fyrst launastarfa. og fremst vinna við að þjóna ferðamönnunum. Útlendir úr 9 í 41 prósent Ef við horfum nokkur ár aftur þá voru þeir sem voru staddir á Íslandi Ef við fleytum áfram fjölgun ísum 90,5 íslenskir ríkisborgarar, 6,5 lenskra ríkisborgara, sem búsettir prósent erlendir og 3 prósent ferðaeru á Íslandi, fram á miðjan næsta menn. áratug getum við gert ráð fyrir að Þetta eru miklar breytingar á þeim fjölgi aðeins lítillega; úr 305 stuttum síma. þúsund í 307 þúsund. Á sama tíma munu um 60 þúsund erlendir ríkNæstum 40 þúsund Pólverjar isborgarar flytja til landsins og íbúPólverjar eru langstærsti hópur arnir verða samtals um 391 þúsund. útlendinga sem sest hefur að á ÍsÞá verða erlendir ríkisborgarar um landi á síðustu árum. Þeir eru í 21,5 prósent fjöldans og en íslenskir dag um ellefu þúsund talsins, fjölríkisborgarar verða komnir niður í 78,5 prósent. mennari en fólk frá öllum öðrum Evrópulöndum. Samanlagt eru Hér í Fréttatímanum kemur fram Evrópumenn um 85 prósent allra að ferðamenn verði að meðaltali erlendra ríkisborgara á Íslandi og ef um 16 prósent þeirra sem dvelja á við bætum Norður-Ameríku og Eyjalandinu hverju sinni og um 25 prósent yfir háannatímann. álfu við getum við sagt að nærri 90 prósent allra útlendinga á Íslandi Á slíkum dögum getum við sagt séu komnir frá löndum Vesturlanda. að þá muni verða á landinu um 59 Fólk frá öðrum heimshlutum er prósent íslenskir ríkisborgarar, 25 svo fátt á Íslandi að í raun er ekki prósent ferðamenn og 16 prósent

Auk Pólverja má búast við að fólki frá öðrum löndum Austur-Evrópu eigi eftir að fjölga Erlendir ríkisborgarar 21,5% úr fjögur þúsund í fjórtán þúsund, fólki frá ríkjPólland 9,9% um Vestur-Evrópu úr Austur-Evrópa 3,8% fimm þúsund í átján Vestur-Evrópa 3,4% þúsund og fólki frá N-Ameríka 0,6% Asíu úr tvö þúsund í 0,2% S-Ameríka tæp sjö þúsund. N-Afríka 0,1% Íslenskir Þar sem Ís0,3% Afríka ríkisborgarar Asía 1,7% lendingar hafa hleypt 78,5% Eyjaálfa 0,1% fáum f lóttamönnum eða hælisleitendum inn í 2025 landið er ekkert sem bendir til að fjölgun ferðamanna muni breyta þeirri stefnu. Til þess hægt að tala um Ísland sem fjölþarf annað að koma til. menningarland eins og önnur lönd Ísland líkt Sviss Vestur-Evrópu. Þangað hefur fólk leitað víða að úr heiminum af ýmsÞví má gera ráð fyrir að fólk frá um ástæðum. Til Íslands hefur fyrst Norður-Afríku og löndunum fyrir og fremst komið fólk frá Póllandi og botni Miðjarðarhafsins verði ekki öðrum löndum Austur-Evrópu til fleira en tæplega 500 manns um miðjan næsta áratug og fólk frá að sinna láglaunastörfum. Afríku sunnan Sahara vart fleira Miðað við fólksflutninga síðustu ára og þörf fyrir vinnuafl á næstu en 1200 manns. árum má gera ráð fyrir að hingað Ferðamannastraumurinn mun flytjist allt að 28 þúsund Pólverjar því ekki breyta Íslandi í fjölmenntil viðbótar á næstu árum. Pólverjingarland heldur magna frekar upp ar verða þá um 38 þúsund á Íslandi. verstöðina, fjölga fólki sem leitar hingað til skemmri tíma í leit að Það er fleira fólk en býr á Norðurlandi, frá Húnaflóa að Langanesi. vinnu og sem sumt mun ílengjast. Ef þetta gengur eftir verða PólHlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi mun fara langt fram úr verjar tíundi hluti þjóðarinnar. Það er mun hærra hlutfall en bæði Norðurlöndunum ef af þessu verðFinnar í Svíþjóð (1,5 prósent) og ur. Landið verður þá í svipaðri Svíar í Finnlandi (5,5 prósent) svo stöðu að þessu leyti og Sviss, þar dæmi sé tekið af minnihlutahópum sem mikill fjöldi erlendra ríkisí nágrannalöndunum. Þetta hlutfall borgara sinnir láglaunastörfum á er líkara hlutfalli svartra í Bandameðan Svisslendingar sjálfir einríkjunum, en þeir eru 13 prósent angra betur launuð störf og stjórnendastöður. | gse þjóðarinnar.

Mikill vöxtur en ekki einsdæmi Ferðamannasprengjur Enn meiri aukning ferðamanna í Georgíu, Svartfjallalandi, Laos og Víetnam Ef reiknað er með að sá jafni árlegi vöxtur sem hefur verið í ferðamennsku á Íslandi frá 2010 haldi áfram næstu árin má gera ráð fyrir að á árinu 2022 komi hingað um 5,2 milljónir ferðamanna. Þótt eitthvað kunni að hægja á aukningunni er eftir sem áður alls ekki ólíkt að fjöldinn fari yfir 5 milljónir um miðjan næsta áratug. Þetta er gríðarleg sprenging. Árið 2005 komu hingað aðeins 356 þúsund manns, rétt rúmlega íbúafjöldinn. Ef hingað koma rúmlega 5 milljónir ferðamanna árlega verður það um fimmtán faldur íbúafjöldi landsins. Það mun umturna mörgu í samfélaginu og hafa mikil og varanleg áhrif á margt. En þó þetta sé mikill vöxtur þá er það alls ekki einsdæmi að ferða-

Kambódíumenn hafa í raun búið við meiri aukningu ferðamanna síðasta aldarfjórðung en sú sprenging sem riðið hefur yfir Íslendinga síðustu árin og spáð er á næstu árum. Ef Íslendingar fá svipaða sveiflu og Kambódíumenn nutu samfellt frá 1995 til 2015 mætti búast við 7,7 milljónum ferðamanna árlega á Íslandi um miðjan næsta áratug.

Hvað ef túrisminn vex eins og í þessum löndum?

Kirgistan

27,2 milljónir

Georgía

Kambódía

milljónir

milljónir

6,6

5,6

Ef ferðamannastraumurinn á Íslandi vex frá 2010 fram til 2025 eins og gerðist í eftirtöldum löndum frá aldamótum og fram til 2015 gætum við búist við að sjá þennan fjölda ferðamanna á Íslandi um miðjan næsta áratug.

mannastraumur til eins ríkis hafi vaxið svona mikið á skömmum tíma. Þess eru þó nokkur dæmi. Af löndum sem hafa viðlíka mikinn fjölda ferðamanna og reiknað er með á Íslandi á næstu árum má nefna Kirgistan, Georgíu, Laos og Kambódíu. Öll þessi lönd eiga sögu um meiri vöxt á fimmtán ára tímabili en hæstu spár gera ráð fyrir að þróunin verði á Íslandi frá 2010 til 2025. Hlutfallsleg aukning ferðamanna hefur verið enn meiri í löndum sem draga til sín færri ferðamenn. Þannig komu aðeins 28 þúsund ferðamenn til Grænhöfðaeyja árið 1995 en þeir voru orðnir 500 þúsund árið 2015. Á Íslandi voru ferðamenn um 178 þúsund árið 1995. Aukning ferðamanna á Grænhöfðaeyjum jafngildir því að í fyrra hefðu hingað komið um 3,2 milljónir túrista. Um aldamótin komu um 115 þúsund ferðamenn til Svartfjallalands en í fyrra voru þeir um 1,4 milljónir. Sambærileg aukning á Íslandi hefði breytt 303 þúsund ferðamönnum árið 2000 í 3,7 milljónir í fyrra. Árið 1995 komu um 85 þúsund ferðamenn til Georgíu en í fyrra var fjöldinn kominn í 5,5 milljónir í fyrra. Sama aukning hefði fjölgað 178 þúsund ferðamönnum á Íslandi árið 1995 í 11,5 milljónir ferðamanna árið 2015. | gse


SamSUngSetrid.iS

Samsung AddWash Kynnum nýjustu viðbótina í þróun þvottavéla frá Samsung. AddWash þvottavélin gerir notandanum kleift að bæta við fatnaði í þvottavélina í gegnum op á hurðinni, eftir að þvottavélin hefur verið ræst.

7 kg 1400 Sn. Eco Bubble AddWash

8 kg 1400 Sn. Eco Bubble AddWash

WW80K5400UW

WW70K5400UW

eco Bubble addWash, Smart Check, tekur 8 kg, 1400 sn/mín, afgangsraki 44%, Kollaus mótor, 10 ára ábyrgð á mótor

eco Bubble addWash, Smart Check, tekur 7 kg, 1400 sn/mín, afgangsraki 44%, Kollaus mótor, 10 ára ábyrgð á mótor

Verð: 104.900,- kr

Verð: 94.900,- kr

Uppþvottavél með Waterwall tækni Framhlið úr burstuðu stáli / Skjár á hurð, blár litur / Tekur 14 manna stell / 5 þvottakerfi / Starttímaseinkun / Orkunýtni A++ / Orkunotkun á ári (kWst) : 266 / Hljóðlát aðeins 41db Stærð (h x b x d): 817 x 598 x 575 mm RB29FSRNDWW

178 cm kælir og frystir. Litur hvítur. Verð: 104.900,-

RR34H63457F

180 cm kæliskápur Litur stál. Verð: 179.900,-

RH56J6917SL

180 cm tvöfaldur kæli- og frystiskápur með tvöfaldri hurð. Litur burstað stál. Verð: 349.900.-

Verð: 199.900.-

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900


ÍSLAND 4.0

12 |

Old Faithful

5.000 á fjölskyldu

Stonehenge

7.000

kr.

á fjölskyldu

Árlegur fjöldi gesta: 3 milljónir Þjónustumiðstöð: 3,3 milljarðar króna

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. júní 2016

Cliffs of Moher

1.750

kr.

Árlegur fjöldi gesta: 1,3 milljónir Þjónustumiðstöð: 4,4 milljarðar króna

á fjölskyldu

Giant’s Causeway

3.850

kr.

Árlegur fjöldi gesta: 1 milljón Þjónustumiðstöð: 4,4 milljarðar króna

á fjölskyldu

kr.

Árlegur fjöldi gesta: 800 þúsund Þjónustumiðstöð: 3,2 milljarðar króna

Þingvellir verði eins og Stonehenge Ferðamannastaðir Það er fyrirséð að mikið álag verður á helstu ferðamannastaði landsins á næstu árum og stjórnvöld þurfa að bregðast við með nýrri stefnu og framtíðarsýn Við Old Faithful í Yellowstone-þjóðgarðinum er þjónustumiðstöð með safni, veitingastað, sýningarsal, bókabúð og salernisaðstöðu og ýmsu öðru. Byggingin kostaði um 27 milljónir dollara eða nálægt 3,3 milljörðum íslenskra króna. Þetta er ekki eina aðstaðan sem ferðamönnum er búin nálægt þessum mikla hver. Í næsta nágrenni er hið sögufræga hótel Old Faithful Inn með tilheyrandi aðstöðu um kring. Á hverju ári koma rúmlega þrjár milljónir gesta að Old Faithful. Það er nálægt þeim fjölda sem búast má við að komi að Geysi í Haukadal ef spár um fjölgun ferðamanna ganga eftir og hingað til lands komi um fimm milljónir ferðamanna árlega. Við erum því á þröskuldinum að þurfa að taka ákvörðun um 3 til 4 milljarða króna uppbyggingu við Geysi. Uppbyggingin við Old Faithful er kostuð að hluta með styrkjum en samt að stærstum hluta með aðgangseyri. Það kostar 25 dollara á bíl og 15 dollara á fólk eldra en 16 ára að keyra inn í Yellowstone-

Ef spár ganga eftir mun þurfa að byggja hratt upp aðstöðu á helstu ferðamannastöðum. Tími vegasjoppunnar er liðinn. Aukin ferðamannastraumur kallar á veglegar móttökustöðvar með fjölþættri þjónustu; fræðslu, veitingum, verslun og salerni.

garðinn. Það eru um 5.000 krónur á par á bíl með tvö börn undir 16 ára. Hluti þeirar greiðslur rennur til uppbyggingar í þeim hluta garðsins sem Old Faithful er. 2,5 milljónir á Þingvelli Ef spár ganga eftir munu yfir 2,5 milljónir manna heimsækja Þingvelli árlega. Til samanburð-

NÝ JU NG

! JJ2408

Áreiðanleg vörn alla nóttina. Þú upplifir hreinleika og ferskleika þegar þú vaknar.

Eini tíðatappinn með verndandi

SilkTouch™ vængjum

ar sækja um 1,3 milljónir manna Stonehenge heim árlega. Þar var byggð nýlega þjónustumiðstöð upp fyrir 25 milljónir sterlingspunda eða 4,4 milljarða íslenskra króna. Ráðagerðir voru uppi um að byggja enn stærri byggingu en horfið var frá þeim. Hver gestur sem skoðar Stonehenge borgar rúm 15 pund eða um 2.650 krónur fyrir aðganginn að fornminjunum, þjónustumiðstöðinni og bílastæðum. Par á bíl með tvö börn sem bæði eru eldri en fimm ára þurfa að borga rúm 40 pund eða rúmlega sjö þúsund krónur. Vegna afslátta fyrir börn, skólafólk, eldri borgara og fleiri er erfitt að áætla heildarveltu aðgangseyrir við Stonehange. Varlega áætlað er hún þó ekki minni en 3 milljarðar íslenskra króna. Hluti þeirra fjármuna fer í rekstur en góður partur rennur upp í byggingarkostnað. Í ljósi komandi bylgju ferðamanna til Þingvalla þurfa stjórnvöld að setja sér upp einhvers konar Stonehange-áætlun. Gestir á Þingvelli voru um 650 þúsund á síðasta ári, verða um 800 þúsund á þessu, tæp milljón á næsta ári og nálægt 2,5 milljónum um miðjan næsta áratug. Menningarfélag í náttúrunni Stonehenge er í umsjón National Trust, sjálfseignarfélags undir vernd ríkisins en með sjálfstæða stjórn og efnahag. National Trust sér um mikinn fjölda náttúru- og söguminja á Englandi og systurfélög þess sinna sama verkefni í Skotlandi. Þetta er einskonar Hið íslenska bókmenntafélag á náttúru- og sögusviðinu. Kosturinn við þetta fyrirkomulag er að verja má tekjum á einum stað til uppbyggingar á næsta. Ef Stonehenge er að kafna í peningum og fólki má byggja upp aðstöðu á öðrum stöðum til að dreifa álaginu. Ef félag eða stofnun sæi um Stonehenge eitt og sér er hætt við að

tekjustraumurinn myndi leiða til ýktrar uppbyggingar við staðinn. Með því að fela menningarfélagi umsjónina er líka dregið úr hættu á of mikilli kaupmennsku og gróðahyggju. Þau sem hafa verið meðal 12 milljón árlegra gesta við Niagara-fossa vita hvaða áhrif það hefur á svipmót merkra staða. 1,5 milljón að Seljalandsfossi Á Norður-Írlandi er stuðlabergsfjara sem kallast Giant’s Causeway. Fjaran er einkaeign en það stöðvaði ekki National Trust til að byggja þar skammt frá 3,2 milljarða króna þjónustumiðstöð. Þar kemur fólk og greiðir um 850 krónur á mann fyrir bílastæði, sýningu um náttúruundrið og sögu svæðisins, aðgengi að salernum, veitingum, verslun og þjónustu. Þetta var niðurstaðan þrátt fyrir að landeigendur hafi viljað fara aðrar leiðir sem hefðu skilað þeim meira í aðra hönd. Á hverju ári koma um 800 þúsund manns að Giant’s Causeway, álíka fjöldi og reikna má með að heimsæki Seljalandsfoss eftir þrjú ár eða svo. Um miðjan næsta áratug gæti fjöldinn við Seljalandsfoss verið kominn yfir 1,5 milljón. Milljón í Reynisfjöru Sunnan landamæranna á Írlandi vestanverðu eru Moher-klettarnir. Þar var nýlega byggð þjónustumiðstöð fyrir 4,4 milljarða króna. Þar borgar fólk fyrir bílastæði, 850 krónur á hvern fullorðinn, og er greiðslan í raun gjald fyrir þjónustu og fræðslu í miðstöðinni þótt þeir sem koma gangandi að svæðinu þurfi ekki að borga neitt. Á hverju ári kemur um ein milljón manna að Moher-klettunum. Það er viðlíka fjöldi og reikna má með í Reynisfjöru árið 2020. Það er því kominn tími til að taka fyrstu skóflustunguna að 5 milljarða króna þjónustumiðstöð við Reynisfjöru, helst ekki seinna en um næstu verslunarmannahelgi. | gse


ÍSLAND 4.0

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. júní 2016

Ísland á leið fram úr Kanarí og Majorku Þéttustu svæðin Ef fram fer sem horfir verða ferðamenn á íbúa á íslandi eins og á vinsælustu ferðamannastöðum heims Kanaríeyjar eru það landsvæði sem tilheyrir Evrópu þar sem flestar gistinætur eru seldar. Árlega eru þær fleiri en 90 milljónir. Næst kemur Île de France eða París og nærsveitir með um 77,5 milljónir, Katalónía með 70,5 milljónir, Baleaus-eyjaklasinn með Majorku, Ibiza og Menorku með 65,3 milljónir og loks strandhéruð Króatíu, Jadranska Hrvatska, með 61,8 milljón gistinætur árlega. Það eru miklu færri gistinætur seldar árlega á Íslandi. Þar voru líklega um 6,2 milljónir í fyrra og stefna í að verða um 8,5 milljónir í ár þegar gert er ráð fyrir að hingað komi um 1,7 milljón ferðamanna. En ef spár ganga eftir og hingað koma fimm milljónir ferðamanna má reikna með að árlega verði seldar um 25 milljónir gistinótta.

| 13

Ferðamenn hafa nánast kaffært samfélagið á Gran Canaria þótt þar megi þó enn finna þorp og dali sem ekki eru undirlögð túrisma. Og ástandið er eilítið skárra á hinum eyjunum. En engu að síður fer það ekki fram hjá þeim sem heimsækja eyjarnar að mannlífið snýst meira og minna kringum túrisma.

Skattafsláttur til hótela og gistiheimila í formi lægri virðisaukaskatts miðað við spár um fjölgun ferðamanna Upphæðir eru í milljörðum króna

Ísland verra en verstu ferðamannastaðir Evrópu

27,8

19,7

Árlegur fjöldi túrista á hvern íbúa

Eins og sést á grafinu stefnir í að Ísland fari fram úr helstu ferðamannasvæðum Evrópu þegar horft er til fjölda ferðamanna sem hlutfall af íbúum.

Ísland 2025 14,7 Baleareyjar 11,8 Ísland 2020 10,3 Kanarí 8,5 Jadranska Hrvatska 8,4

Ísland hefur þegar tekið fram úr Île de France, héraðinu sem París tilheyrir, og Katalóníu með Barcelona og alla sína strandbæi.

Ísland 2015 3,7

Á næstu árum stefnir í að Ísland taki fram úr Jadranska Hrvatska, strandhéruðum Króatíu og sjálfum Katalónía 1,9 Kanaríeyjum. Ef ferðamannastraumurinn vex samkvæmt Île de France spám eru síðan aðeins fáein ár þangað til Ísland tekur fram 1,3 úr Baleaus-eyjum, klasanum með Majorku, Ibiza og Menorku. Þar sem Íslendingar eru fáir vega 25 milljón gistinætur á Íslandi mun þyngra en til dæmis 77 milljón gistinætur í Île de France þar sem 12 milljónir manns búa. Það bendir því margt til að álag ferðamennskunnar á íslenskt samfélag verði meira en jafnvel á veigamestu

ferðamannasvæðum Evrópu. Sé fjölda áætlaðra gistinótta deilt niður á fjölda íbúa kemur í ljós umfang túrismans, mælt í fjölda ferðamanna og gistinótta miðað við fjölda íbúa, verður 70 prósent meiri en á Kanaríeyjum og 25 prósent meiri en á Ibiza og Majorku. | gse

8,2 3,5 2010

2015

2020

2025

25 milljarða skattaafsláttur Virðisauki Hækkun gisti­ náttagjalds vegur lítið á móti skattaafslætti hótela og gisthúsa. Áætla má að skattaafsláttur til hótela og gistihúsa nemi í ár um 10 milljörðum króna. Árið 2010 nam þessi eftirgjöf, sem felst í því að innheimta lægra þrep virðisaukaskatts af gististöðum, um 3,5 milljörðum og um 8,2 milljörðum í fyrra og 10 milljörðum í ár. Ef áætlanir um fjölgun ferðamanna ganga eftir má reikna með að afslátturinn nemi

tæpum 20 milljörðum árið 2020 og yfir 27 milljörðum um miðjan næsta áratug. 27 milljarðar króna eru um fimmtungur af öllum tekjuskatti einstaklinga og 8 milljörðum hærri fjárhæð en varið er til Háskóla Íslands í ár. Nú eru uppi hugmyndir um hækkun gistináttagjalds úr 100 krónum í 300 krónur. Sú hækkun mun færa tekjur hins opinbera upp í tæplega einn milljarð króna eða innan við 10 prósent af því sem afsláttur á virðisauka færir eigendum gistihús og hótela.

Í samstarfi við Lindberg síðan 1992

Ísland ÁFRAM


14 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. júní 2016

lóaboratoríum

lóa hjálmtýsdóttir

SUNNUDAGS LAMBALÆRI með öllu tilheyrandi

ALLA SUNNUDAGA FRÁ 12–14.30

júní er væntingastjórnun sem alltaf er dæmd til að klikka. Ef það er eitthvað sem þessi þjóð kann ekki er það að stilla væntingum í hóf. Þetta finnur maður greinilega þegar mikið liggur við, þegar hátíð er í bæ og þegar okkar fólk á að „gera gott mót.“

SUNNUDAGSSTEIKIN SVÍKUR EKKI! HÆGELDAÐ LAMBALÆRI MEÐ RÓSMARÍN OG HVÍTLAUK Sykurbrúnaðar kartöflur „Crispy“ kartöfluteningar með rósmarín og hvítlauk Heimalagað rauðkál Pönnusteiktir blandaðir sveppir Ofnbakaðar gulrætur Grænar baunir með myntu Maís Bjór- hollandaisesósa Sveppasósa 2.900 kr. á mann Aðeins framreitt fyrir allt borðið. APOTEK KITCHEN+BAR

Austurstræti 16

Sími 551 0011

apotek.is

Á

SORGIN OG SAUTJÁNDI

þjóðhátíðardegi Íslendinga stendur bókstaf lega allt tæpt. Þetta er dagur sem brugðið getur til beggja vona. Allt sem getur klikkað mun líklega klikka. Eða kannski. Við lærum hins vegar seint af reynslunni og ætlumst til mikils af þessum degi. Skiljanlega. Við erum nú einu sinni að tala um sjálfan þjóðhátíðardaginn. Þetta er okkar dagur, við eigum hann og viljum „hæ, hó, jibbí jei!“ Er’ ekki allir í stuði?! Íslendingar eru víst sjálfstæð þjóð, eins sjálfstæð og þjóðir verða í samtímanum. Við erum hæfilega sjálfumglöð smáþjóð sem vill að á sig sé hlustað og það er hlustað segja menn, a.m.k. svona stundum. Leiðtogar okkar fara á mikilvæga fundi í útlöndum til að sýna fram á að á okkur sé hlustað. Dagur eins og 17. júní er síðan til þess að við hlustum á okkur sjálf . Við syngjum sérhannaða söngva, skjótum upp sérhönnuðum fána og reynum að rækta það sem sameinar okkur frekar en sundrar. Allir saman nú! En svo brestur eitthvað. Hver man ekki eftir brostnum vonum á 17. júní? Allt sem ekki átti að klikka, það klikkaði. Þegar við erum börn þá viljum við fá alls konar dót sem fylgir hátíðahöldunum, en gasblöðrur eiga til að sleppa og svífa upp í

himinhvolfin eða leka gasi, risastór sleikjó-snuð detta í jörðina og safna á sig sandi og ógeði, pylsan er köld, ísinn lekur út um allt, það vantar rör á Svalann og röðin í hoppukastalann er of löng fyrir mömmu og pabba. Seinna nýta unglingar þjóðhátíðardaginn til að „detta í það“ í fyrsta skipti. Þau vilja þannig slíta sig frá barnæskunni á þennan ofuríslenska hátt. Þessi mannvígsla inniber samt ofurmannlega sorg. Þetta er dæmt til að verða undir væntingum og endar stundum illa. Maður vonar og trúir að þessi ósiður hafi að mestu verið lagður af. Við viljum trúa því að unga fólkið læri af reynslu kynslóðanna, að þau séu betri og lunknari í lífinu en við sem eldri erum. Já, góðir landsmenn. Svona er þetta. Þjóðskáldið meðal okkar, meistari Megas, söng um árið um litla sæta stráka og sagði þar m.a.: „þú veist af beiskri reynslu að vínberin eru súr.“ Fáir dagar á árinu eru eins vel til þess fallnir að kenna okkur þessi eilífu sannindi. Vínberin eru gallsúr, þó eitt og eitt sé alveg fullkomið. Lykillinn að degi eins og 17.

Í rúmlega 70 ár höfum við reynt okkur við að halda upp á þjóðhátíðardaginn. Allt er nokkurn veginn í föstum skorðum á svona degi, þó að viðbætur hafi komið til sögunnar í gegnum tíðina. Á Austurvelli syrgjum við Jón Sigurðsson með blómsveig. Hann er enn okkar maður þó að tengslin við hann séu að trosna. Fæstir lesa tveggja binda ævisögur nú til dag. Á vellinum sem sameinar þjóðina og þar sem við söfnumst líka saman til að sýna fram á sundrungu, hefur mótmælagirðingunum silfurgráu og taktföstu verið bætt við á síðustu árum. Helgispjöll segja sumir, aðrir fagna og slá taktinn. Við erum nefnilega sæmilega sjálfstæð, en ekki endilega alveg sameinuð. Þetta höfum við líka lært af beiskri reynslu og þurfum að fara að læra að lifa með þessari staðreynd. Þá fyrst verður lýðræðið sæmilega heilbrigt. Það er nefnilega ekkert sérstaklega sorglegt við hæfilega sundrungu, jafnvel á degi eins og þessum. Þó lýðveldið sé komið á áttræðisaldur þá er stundum eins og lýðræðið í lýðveldinu sé litið barn. Frekt lítið barn sem vill allt það sem að getur náð í á 17. júní. Blaðran er fyrir löngu horfin upp í rigningarhimininn, snuðið er orðið að sandstólpa, andlitsmálningin runnin niður á bringu. Við reynum aftur að ári, þá hlýtur allt að ganga upp, á þessum súrsætasta degi ársins.

Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.


Frá kr.

54.995 Allt að

56.000 kr. afsláttur á mann

SÓL Á SPOTTPRÍS COSTA DEL SOL

COSTA DEL SOL

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

ENNEMM / SIA • NM75982

Allt að 56.000 kr. afsláttur á mann

Allt að 41.000 kr. afsláttur á mann

TENERIFE

TENERIFE

Allt að 30.000 kr. afsláttur á mann

Allt að 40.000 kr. afsláttur á mann

Aguamarina Aparthotel

Stökktu

Tamaimo Tropical

Stökktu

Frá kr. 66.895 m/ekkert fæði innif.

Frá kr. 54.995 m/ekkert fæði innif.

Frá kr. 99.795 m/allt innifalið

Frá kr. 54.995 m/ekkert fæði innif.

Netverð á mann frá kr. 66.895 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í stúdíó. Netverð á mann frá kr. 79.995 m.v. 2 fullorðna í stúdíó.

Netverð á mann frá kr. 54.995 m.v. 2 + 1 í íbúð/herbergi/stúdíói. Netverð á mann frá kr. 59.995 m.v. 2 fullorðna í íbúð/herbergi/stúdíói.

Netverð á mann frá kr. 99.795 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 105.195 m.v. 2 fullorðna í íbúð.

Netverð á mann frá kr. 54.995 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í íbúð/herb/stúdíó. Netverð á mann frá kr. 59.995 m.v. 2 fullorðna í íbúð/herb/stúdíó.

20. júní í 10 nætur.

20. júní í 10 nætur.

22. júní í 7 nætur.

22. júní í 7 nætur.

COSTA DE ALMERÍA COSTA DE ALMERÍA KRÍT

Allt að 35.000 kr. afsláttur á mann

Allt að 35.000 kr. afsláttur á mann

KRÍT

Allt að 40.000 kr. afsláttur á mann

Allt að 40.000 kr. afsláttur á mann

Hotel ATH Las Salinas Park

Hotel ATH Portomagno Spa

Helios Apartments

Porto Platanias Village

Frá kr. 98.180 m/morgunmat innif.

Frá kr. 101.595 m/allt innifalið

Frá kr. 86.645 m/ekkert fæði innif.

Frá kr. 124.095 m/allt innifalið

Netverð á mann frá kr. 98.180 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 113.095 m.v. 2 fullorðna í herbergi.

Netverð á mann frá kr. 101.595 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 116.695 m.v. 2 fullorðna í herbergi.

Netverð á mann frá kr. 86.645 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 109.795 m.v. 2 fullorðna í stúdíó.

Netverð á mann frá kr. 124.095 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 169.995 m.v. 2 fullorðna í stúdíó.

23. júní í 11 nætur.

23. júní í 11 nætur.

27. júní í 10 nætur.

27. júní í 10 nætur.


16 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. júní 2016

Tóti trúður skemmtir börnum sem fyrr en segir margt í dag sem glepur

Mynd | Rut

Tóti trúður segir að börn séu bestu áhorfendurnir.

Hamingjan bara við túnfótinn Lífskúnstnerinn Ketill Larsen, eða Tóti trúður eins og aðrir þekkja hann, hefur blásið regnið burt á 17. júní og sprautað vatni á flesta Íslendinga Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is

Margir ættu að kannast við Ketil Larsen sem jafnan er sagður vera fyrsti trúður landsins. Tóti trúður hefur skemmt Reykvíkingum á þjóðhátíð landsmanna frá árinu 1970 og á því verður engin breyting í ár. „Ég var svo lengi að leita að sjálfum mér en fann mig um þrítugt og var mjög hamingjusamur að finna mig,“ segir Ketill þar sem hann situr spakur með vatnsglas á kaffistofu BSÍ. Sólin skín inn um gluggann. „Það var heilmikil leit og ég prófaði allt mögulegt en ég endaði á að fara í Þjóðleikhússkólann

að læra ballett og þá kviknaði allt í einu ljós: Nú veit ég hvað ég ætla að gera! Ég ætla að verða frægasti leikari í sérflokki – mála, teikna, yrkja ljóð og vinna með börnum.“ Tóti varð til í Laugardalshöllinni Ketill var fenginn til að leika trúð og auglýsa leiksýningu í Laugardalshöllinni árið 1970 sem bar heitið Heimili innan veggja. „Einhver aðstandenda sýningarinnar lumaði á gömlu trikki frá Þýskalandi: Að láta trúð auglýsa sýningu. Ég var fenginn í þetta og saumaður sérstakur búningur á mig. Það varð að breyta tölunum og hafa sérstaka bómullarhnappa í stað trétalna því ég klifraði svo mikið, upp ljósastaura og svona. Annars klifra ég ekkert mikið núna, ég tek það fram. En þannig varð Tóti trúður til og raunar tilviljun ein sem réði því að hann fékk nafnið Tóti en ekki eitthvert annað.“ Í framhaldinu hafi frægðarsól Tóta trúðs risið hratt og hann orðið einn vinsælasti trúður landsins. Menn og konur út í bæ hafi farið að stelast til að leika Tóta og það endað með því að Ketill þurfti að fá einkaleyfi á trúðinn. Blésu regnið í burtu og þá kom sól Ketill hefur margoft komið fram á þjóðhátíðardeginum til að skemmta landanum og segir minningarnar ótalmargar. „Ég man sérstaklega eftir því einu sinni þegar það var svakaleg rigning og leiðindaveður í Hljómskálagarðinum á þjóðhátíðardaginn, alveg sólarlaust. Þá fékk ég öll börn til að blása rigninguna í burtu og það snarvirkaði og sólin skein á öllu Suðurlandi.“ Aðspurður um hvernig svoleiðis blástur fari fram segir hann alveg sama hvernig menn

blási, það dugi allt og blæs svo spaugilega út í loftið. „Síðan hef ég fengið að sprauta vatni á Íslendinga á tyllidögum og ég er sá maður sem hefur sprautað vatni á flesta Íslendinga.“ Börn einlægustu áhorfendurnir En hvers vegna vildi Ketill skemmta börnum sérstaklega? „Börn eru yndisleg. Þau eru svo einlæg. Þau eru ekkert að segja „þetta er skemmtilegt,“ ef þeim leiðist. Það þýðir ekkert að bjóða þeim uppá svoleiðis. Þá segja þau bara „mamma, við skulum fara heim, hann er svo leiðinlegur,“ það þýðir ekkert að hafa þannig.“ Hann bætir því við að börn breytist ekki frá kynslóð til kynslóðar. „Börn eru alltaf eins. Það segja margir að börn hafi breyst svo mikið en ég tel það ekki rétt. Það er alveg eins að skemmta þeim. Þau hafa öll gaman af bröndurunum mínum, til dæmis.“ Sest ekki í helgan stein Ketill segir þá Tóta trúð alltaf fylgjast að en það geti þó verið varasamt. „Maður má ekki lifa sig of mikið inn í hlutverkið, eins og sumir gera. Það hefur komið fyrir marga leikara og þeir festast í hlutverkinu. Það er bara varasamt.“ Tóti trúður er þó hvergi hættur að skemmta börnum og fullorðnum. „Það er um að gera að setjast ekki í helgan stein en ég er að verða 82 ára og mig langar ekkert að vera yngri. Það er alveg passlegur aldur en mig langar auðvitað ekki að vera á þeim aldri lengi. Ég vil halda áfram að lifa.“ Hvað er sérstakt við Tóta trúð? „Tóti er skemmtilegur en hann er líka göldróttur. Hann getur til

dæmis yngt fólk, látið þá fá bílpróf sem vilja og svo spilar hann á penna. (Tekur kúlupenna af borðinu, mundar eins og trompet og blæs). Töfrabrögð eru lækningamáttur og ég held að Tóti trúður hafi læknað fólk með töfrum. Það fer auðvitað eftir því hvað amar að því. Minnimáttarkennd er til dæmis veikindi en sumir skilja ekki sjálfa sig og vita ekki af hverju þeir eru svona eða hinsegin. Þá getur töframaðurinn hjálpað þeim, ef hann er með góða samvisku.“ Leitaði langt yfir skammt Heldurðu að ungt fólk upplifi að vera týnt, eins og þú hér á árum áður? „Já, ég held að ungt fólk sé oft dálítið týnt. Það er svo margt í dag sem glepur, mikið í boði og ekki nema von að fólk ruglist. Ég hef kynnt mér svona lagað og oft leiðbeint fólki um hvernig það eigi að finna sjálft sig og hamingjuna en hún er oft bara við túnfótinn, rétt hjá manni. Ég fór einu sinni í kringum jörðina að leita að einhverju og síðan þegar ég kom heim til litlu stelpunnar minnar sá ég að ég hafði leitað langt yfir skammt.“ Hann bætir því við að hann eigi átta barnabörn sem stundum komi fram með Tóta trúði. „Tóta litla frænka, til dæmis.“ Sýnir í Hljómskálagarðinum En mun Tóti skemmta á 17. júní í ár? „Jájájá og það hefur enginn trúður komið jafn oft fram á þjóðhátíðardegi og Tóti trúður,“ segir Ketill glaður í bragði. Tóti og félagar munu skemmta gestum og gangandi í Hljómskálagarðinum klukkan 13 í dag. „Tóta litla frænka verður með í för,“ bætir hann einlægur við.


Hallargarður Brúðubíll

Austurvöllur Morgunathöfn

Við Kvennaskólann Pílukast

Lækjargata / Fríkirkjuvegur Leiktæki

Sjúkraskýli SHS Sjúkraskýli SHS Við styttu Thorvaldsens Reykjavík Portait

Stóra svið Fjölskyldudagskrá og tónleikar

Við styttu Jónasar Sólskoðun

Fríkirkjan Listhópar Hins Hússins

Iðnó Listhópar Hins Hússins

Austurbakki Leiktæki og veitingatjöld Skátalands

Ráðhúsið Stjórnstöð - Týnd börn Skothúsvegur Bílasýning Krúsers

Ráðhúsið Tónlistardagskrá og harmónikudansleikur Vesturbakkinn Sirkus Íslands, sýningar og sirkusskóli Tjarnargata Leiktæki

Litla svið Íþróttasýning og tónleikar

Ísbjarnarflöt Víkingar og kraftakarlar

Hátíðarsvæði Lokarnir

strætó.is

Svið Önnur dagskrá

17. júní

ÍTR - Hitt Húsið - Týnd Börn Sjúkraskýli SHS

Allar upplýsingar um akstur Strætó á 17. júní er að finna á stætó.is

Sölutjöld WC

Dagskrá 17. júní 2016 í Reykjavík MORGUNDAGSKRÁ Kl. 10:00 Samhljómur kirkjuklukkna í Reykjavík Kl.10:15 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni Sr. Sveinn Valgeirsson predikar, biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir blessar og sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, einsöngvari er Bragi Bergþórsson Kl. 11:10 Athöfn á Austurvelli Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og Forsætisráðuneytisins Karlakórinn Fóstbræður syngur Yfir voru ættarlandi. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar Karlakórinn Fóstbræður syngur þjóðsönginn Hátíðarræða forsætisráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju og Barnakór Ísaksskóla syngja Hver á sér fegra föðurland. Stjórnandi er Ása Valgerður Sigurðardóttir Ávarp fjallkonunnar Lúðrasveitin Svanur leikur Ég vil elska mitt land. Stjórnandi er Carlos Caro Aguilera Kl 11:50 Skrúðganga frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu Forseti borgarstjórnar, Sóley Tómasdóttir, leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur Lúðrasveitin Svanur leikur SKRÚÐGÖNGUR OG HÓPAKSTUR Kl. 12:15 – 16 Akstur fornbíla og sýningar Hópakstur Fornbílaklúbbsins og sýning við Hörpu Hópakstur Krúsers og sýning á Skothúsvegi.

Kl. 13:00 Skrúðgöngur Skátar leiða skrúðgöngu frá Hlemmi niður Laugaveg og í Hljómskálagarð. Lúðrasveit verkalýðsins og lúðrasveitin Svanur leika Skátar leiða skrúðgöngu frá Hagatorgi í Hljómskálagarð. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur ÞJÓÐHÁTÍÐ VIÐ TJÖRNINA Aðalhátíðasvæðið í ár er nágrenni tjarnarinnar. Í görðum og götum verða fjölskylduskemmtanir, tónleikar, götuleikhús, sirkus, leiktæki, veitingatjöld, íþrótta- og fornbílasýningar og margt margt fleira Kl. 13 – 17 Hljómskálagarður Skátarnir í Reykjavík verða með hátíðardagskrá í Hljómskálagarði þar sem þeir setja upp Skátaland með leiktækjum, hoppkastala, klifurvegg og veitingasölu til styrktar skátastarfi í Reykjavík. Ókeypis er í leiktækin í garðinum. Barna og fjölskyldudagskrá á sviði, íþróttasýningar og fjölskyldudansleikur Kl. 13:30 Hljómskálagarður – stóra svið 13:30 Latibær 13:50 Dansskóli Birnu Björns 13:55 Dansstúdíó World Class 14:00 Háskóladansinn og SalsaIceland 14:10 Dans Brynju Péturs 14:25 Fjölskyldudansleikur með Fjörkörlunum 14:55 Skuggamyndir frá Býsans 15:25 Alan Jones 15:40 Snorri Helgason 16:10 Hórmónar 16:30 Black Kings 16:40 Helgi Jónsson 16:55 Prime Cake 17:20 Lucy in Blue Kynnir er Guðmundur Felixson Kl. 13:30 Hljómskálagarður – litla svið 13:15 Tóti trúður 13:30 Fimleikasýning frá Ármanni

13:40 14:00 14:20 14:40 15:00 15:30 15:50 16:10 16:30

Kung fu sýning Aikido sýning Skylmingafélag Reykjavíkur Tanya og Dansdívurnar Amber Bergmál Mara Silkilórurnar Sigmund

Kl. 13:30-17 Vesturbakkinn í Hljómskálagarði Sirkus Íslands með götuleikhús og sirkusskóla Sirkussýningar kl. 14:15, 15:30 og 16:30 Kl. 13:30 Ráðhúsið 13:30 Norska lúðrasveitinn Notodden Bymusikk 14:00 Lögin hans Jóns í bankanum. Flytjendur eru Dagný Halla Björns dóttir, Jón Rafnsson, Pálmi Sigurhjartarson, Trausti Jónsson, Þór Breiðfjörð og Þórunn Soffía Snæhólm 14:40 Dúettinn Tónslit leikur 15:15 Lögin hans Jóns í bankanum 16:00 Harmónikuball með Harmónukufélagi Reykjavíkur Kl. 13:30 og 14:30 Brúðubíllinn í Hallargarði Brúðuleiksýningin Óþekktarormar Kl. 13:30 Listhópar Hins Hússins í Iðnó 13:30 Dúettinn Tónslit leikur 14:15 Málmblásarahópurinn Ventus Brass 15:00 Tríóið Mara 15:20 Andartak flytur rómantísk lög 16:00 Gulli Björns leikur frumsamda raftónlist 16:30 Femprov fremur feminískan gjörning Garnabarn prjónagraffar með gestum og gangandi fyrir utan Iðnó frá kl. 13:30 Kl. 13:30 Listhópar Hins Hússins í Fríkirkjunni 13:30 Víkurhljóð

14:00 Mara 14:20 Andartak 15:00 Víkurhljóð Kl. 13-17 Ýmis atriði á Tjarnarsvæði 13-15 Andar fortíðar sveima yfir vötnum. Götuleikhús Hins Hússins 13:00 Keppnin Sterkasti maður Íslands á Ísbjarnarflöt 13:30 Sólskoðun Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og Stjörnufræðivefsins við styttu Jónasar Hallgrímssonar 13:30 Reykjavík Portrait teiknar andlitsmyndir við styttu Thorvaldsen 13:30-17 Pílukast við Kvennaskólann ÞJÓÐHÁTÍÐ Í HÖRPU Kl. 13 Smurstöðin 13:00 Bjarmi Hreinsson harmonikkuleikari 14:00 Alda Dís 14:30 Gulli gítar 16:30 Mara Kl. 13:45 Eldborg 13:45 Lúðrasveitin Svanur marserar inn í Hörpu og leikur létt lög 14:00 Þjóðsöngur í Eldborg. Óperukórinn í Reykjavík leiðir þjóðina í söng undir stjórn Garðars Cortes 14:30 Danshópurinn Sporið sýnir íslenska þjóðdansa 15:00 Norska lúðrasveitin Notodden Bymusikk flytur fjölbreytta dagskrá Kl. 15 Hörpuhorn 15:00 Sönghópurinn Spectrum undir stjórn Ingveldar Ýrar 15:30 Alþjóðlega Akademían í Hörpu 16:00 Reykjavík Midsummer Music

Kl. 15:30 Norðurbryggja 15:30 Fjörkarlar – Létt dagskrá fyrir fjölskylduna 16:00 Sirkus Ísland Kl. 15-16 Anddyri Maxímús heilsar börnunum og gefur vindmyllur ÝMISLEGT Kl. 13:30 17. júnímót í siglingum Siglingakeppni hefst frá Ingólfsgarði (á bak við Hörpu). Opið hús hjá Siglingakúbbnum Brokey og bátar til sýnis Kl. 14 Sterkasti maður Íslands á Austurvelli Keppni í réttstöðulyftu og öxullyftu Kl. 15 Þjóðhátíðarbænastund í Landakotskirkju Kristin trúfélög sameinast í bæn fyrir landi og þjóð. Svavar Knútur syngur og leikur. Börnin velkomin DAGSKRÁRLOK Kl. 18 Hátíðarsvæði Skipulagt hátíðarsvæði er Kvosin þ.á.m. Austurvöllur, Kirkjustræti, Templarasund og Tjarnargarðar Umferð er takmörkuð um þessi svæði og torgsala er óheimil án leyfis. Umsjón með dagskrá þjóðhátíðar í Reykjavík hefur þjóðhátíðarnefnd á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur en Hitt Húsið sér um framkvæmdina. Týnd börn Upplýsingar um týnd börn í Ráðhúsinu og í Hinu Húsinu Pósthússtræti


18 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. júní 2016

Nokkur augnablik lýðveldisins Íslands Lýðveldið er að komast á virðulegan aldur. Það er 72 ára í dag. Framundan er verkefni sem lýðurinn þarf að taka að sér í fimmta sinn, nefnilega að kjósa nýjan forseta. Fréttatíminn leitaði svara hjá nokkrum vel völdum einstaklingum og bað þá að velja eftir eigin hentisemi áhrifamesta, mikilvægasta, skemmtilegasta eða kostulegasta atburð lýðveldis. Reglurnar eru einfaldar: Veldu einn atburð og útskýrðu valið. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

Geislavirkni og tónlist

Lýðveldishátíðin í huga foreldranna Fyrst ég má bara nefna einn viðburð á lýðveldistímanum, þá verð ég að nefna atburð sem átti sér stað rúmum 8 árum fyrir fæðingu mína. Það var stofnun lýðveldisins Íslands 17. júní 1944, í grenjandi rigningu á Þingvöllum. Samkvæmt foreldrum mínum heitnum hafði ekkert meiri áhrif á þau og þeirra þjóðarsýn. Ég, ófædd þá og enn langt í mig, tek undir þeirra uppeldisorð. Pabbi minn hefði orðið 100 ára í nóvember síðastliðnum og mamma 100 núna á sjálfan kvennadaginn, 19. júní. Ég man ekki eftir öðru sem krakki en að foreldrar mínir töluðu af virðingu og stolti um þjóðhátíðina á Þingvöllum, þrátt fyrir alla rigninguna. Þau voru svo hreykin að hafa eignast sinn eigin forseta. Pabbi sagði alltaf að við sem þjóð hefðum fyrst sýnt dug þegar við náðum fullveldi 1918. En hann sagði jafnframt að ég mætti ekki gleyma því að það voru tvær heimsstyrjaldir sem hjálpuðu okkur, sú fyrri við að gera okkur að fullveldi, og sú síðari, að gera okkur að lýðveldi. Hann skildi mig eftir með spurninguna: Hvað gerðum við sjálf? Agnes Bragadóttir blaðamaður

Lyklaskiptin 1. febrúar 2009 Lyklaskiptin í forsætisráðuneytinu 1. febrúar 2009 eru margþætt tímamót. Verkefnið sem við blasti var sérstætt, en líka sá einstaklingur sem hafði verið valinn til forystu. Jóhanna Sigurðardóttir tók við af Geir Haarde sem var dæmigerður fulltrúi þess hóps sem hafði farið með lyklavöld í stjórnarráðinu allt frá upphafi heimastjórnar réttum 105 árum fyrr. Jóhanna var fyrsta konan til að gegna hlutverki forsætisráðherra á Íslandi, hún var formaður vinstri flokks, en ekki Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokks og með annars konar bakgrunn en margir fyrri forsætisráðherrar (hún var t.d. ekki með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík). Að auki virðist það endurspegla rækilega viðhorfsbreytingu að Íslendingum fannst það ekki í frásögur færandi að þeir höfðu fengið samkynhneigðan forsætisráðherra. Þegar hún afhenti næsta manni lyklana að stjórnarráðinu sást skýrt og greinilega hversu sérstæður þessi atburður er í lýðveldissögunni.

Ég hugsa að það sem hafi haft mest áhrif á mig á lýðveldistímanum sé útgáfa hljómplötunnar Geislavirkir með Utangarðsmönnum. Fyrir mér er það tímapunkturinn þar sem Ísland komst í nútímann. Þetta er menningarlegur vendipunktur. Þessi plata breytti öllu og er stórt skref í því að gera Ísland að því tónlistarfyrirbæri sem það er. Næsta menningarlega risaskrefið voru Sykurmolarnir og svo auðvitað Björk. Þegar útlendingar hugsa um Ísland er tvennt sem kemur fyrst upp í hugann, náttúra og menning. Utangarðsmenn sýndu óttaleysi í sinni tónlist sem hefur verið lykilatriðið í þróun íslenskrar dægurtónlistar. Það sem gerir tónlistina okkar svona spennandi er óttaleysi. Sigurður Björn Blöndal borgarfulltrúi

Vigdís á Bessastaði

Hrunið Efnahagshrunið í október árið 2008 er því miður sá atburður sem fyrstur kemur upp í hugann og stutt um liðið. Þó að við séum á góðri leið með að ná okkur aftur fjárhagslega og bankamenn séu að afplána fangelsisdóma þá eru enn ekki öll kurl komin til grafar varðandi þessi mál, að ég tel, þegar heilt samfélag gat riðað til falls. Í hvert sinn sem ég hugsa til dagsins sem lýðveldið var stofnað, 17. júní árið 1944 á Þingvöllum, þá fyllist ég alltaf miklu stolti yfir sjálfstæðisbaráttu þeirra manna sem þar fóru fremstir í flokki, okkar duglegu þjóð sem svo miklu hefur áorkað og hvað Ísland er fallegt og gjöfult land. Gleðilega þjóðhátíð, kæru landsmenn! Elín Hirst alþingismaður

Kjör Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta Íslands, fyrst kvenna í þjóðhöfðingjasæti í lýðfrjálsum kosningum, á fögrum sumardegi árið 1980, er einn áhrifamesti atburður Íslandssögunnar á lýðveldistímanum. Ekki aðeins fyrir jafnréttis- og kvenfrelsisbaráttuna, eins og augljóst er, heldur gaf sigur hennar líka yngri kynslóðum trú á framtíðina og flýtti mjög hugmyndalegum breytingum til framfara í þjóðfélaginu, eins og menn geta sannfærst um með því að ímynda sér að hún hefði ekki unnið. Sigur hennar, og síðar framganga á forsetastóli, gaf líka þjóðinni sjálfstraust og stolt, sem skipti afar miklu máli á þeim tíma.,

Sáttmálinn

Fullgilding Mannréttindasáttmála Evrópu 1953 því hann átti síðar eftir að gerbreyta lagaumhverfinu hvað snertir mannréttindi og opna íslenskan rétt fyrir alþjóðlegum áhrifum. Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor

Stökk kengúrunnar Mér finnst eins og líta megi á lýðveldistímann sem einn samhangandi atburð, að við séum stödd í miðri þessari atburðarás og þjóðin sé að þeytast út í loftið í einhvers konar stórahvelli. Stundum finnst mér líka eins og um miðja öldina hafi tappi hrokkið úr óræðum aladínslampa og andinn sloppið út og fari svo síðan sínar eigin leiðir og tjúlli mannskapinn ýmist með prakkaraskap og yfirgangi eða fagurgala og bjartsýnisbelgingi. Annars hefur lýðveldistíminn markast af þessu svakalega stökki Lýðveldiskengúrunnar út úr myrkri og kyrrð inn í sílogandi jólaseríu og óstöðvandi sírenusöng, úr baðstofunni inn í Hörpuna. Æðibunugangur virðist hafa orðið þjóðardyggð á þessum tíma, hvort heldur sýslað er við axarsköft eða uppbyggingu. En skondnasti einstaki gerningur síðustu áratuga er vafalaust frá því 1972 þegar þrír danskir sjóliðar birtust niður á Reykjavíkurhöfn hver með sinn böggul í höndum og í einum þeirra mátti sjá sjálfa Mónu Lísu norðursins sprikla og reka út úr sér tunguna. Hannes Lárusson myndlistarmaður

Kostuleg herferð

Mikilvægasti atburður lýðveldistímans átti sér stað þann 20. september árið 1979. Þá komu hingað 34 víetnamskir flóttamenn. Fram að því höfðu Íslendingar litla ábyrgð viljað bera á atburðum í fjarlægum löndum og íslenskt þjóðerni var fyrst og fremst kristið, norrænt og hvítt. Þennan dag urðum við örlítið fullorðnari sem þjóð.

Auglýsingaherferð Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningunum fyrir hrunið þegar frambjóðendur birtust undir slagorðum á borð við: Traust efnahagsstjórn. Herferðin afhjúpaði svo innilega að í augum margra hlyti Sjálfstæðisflokkurinn að vera samasemmerki við trausta efnahagsstjórn – af því bara að ... hann væri þesslegur. Téð auglýsingaherferð er ekki beint atburður, en segir mikið um þetta tiltekna lýðveldi og innri lögmál þess, bæði þá og nú. Ég held þó að einn kostulegasti og um leið sorglegasti atburðurinn hafi verið þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson heitinn vildu leika sig stóra á heimstaflinu og kvittuðu upp á innrásina í Írak fyrir hönd þjóðarinnar. Þar með var hún gerð ábyrg í einum hræðilegasta og afdrifaríkasta atburði samtímasögunnar sem sér ekki ennþá fyrir endann á. Það tímabil var reyndar allt skrýtið; þessi ár þegar Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn stýrðu okkur bæði inn í heimsátök og Kárahnjúkavirkjun, óafturkræfa eyðileggingu á landi og lífi – sama með hvaða rökum sérfræðingar og vísindamenn mótmæltu þessu tvennu. Ég veit ekki alveg hvaða eyðileggingaröfl knúðu annað eins áfram en það fennir seint yfir þessar ákvarðanir og afleiðingar þeirra.

Stefán Pálsson sagnfræðingur

Auður Jónsdóttir rithöfundur

Páll Valsson ritstjóri

Ragnheiður Kristjánsdóttir sagnfræðingur

Nýir Íslendingar


FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. júní 2016

| 19

Handritin heim Bætt samskipti

Árið 2009 gerðist eitt það merkilegasta í sögu Íslands frá lýðveldisstofnun þegar ríkisstjórn Íslands var jafnt skipuð konum sem körlum. Þá var stórt skref stigið í átt að kynjajafnrétti á Alþingi Íslendinga. Þetta var þegar Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi flugfreyja, skrifstofumaður og alþingismaður, varð fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Íslands og sú fyrsta til að gegna því embætti á heimsvísu sem var opinberlega samkynhneigð.

Í strjálbýlu landi eigum við mikið undir öruggum samgöngum og góðri samskiptatækni. Þegar litið er til menningararfs á Íslandi má setja sig í spor þeirra sem fyrr byggðu landið þegar samgöngur voru torveldar og leiðir til samskipta aðrar en við þekkjum nú. Á þessu sviði hefur orðið bylting á lýðveldistímanum eins og á svo fjölmörgum öðrum sviðum. Nú á tímum aukinnar ferðamennsku og hraðra samskipta er sjálfsagt að komast á milli staða og eiga í hröðum samskiptum. Þar fylgjum við þróun í alþjóðlegu samhengi. Í Þjóðminjasafninu eru varðveittar heimildir um póstflutninga og samgöngur almennt, einnig elstu tækniminjar sem bera vitni samskipta fyrri tíma. Á nýrri sýningu Þjóðminjasafns, Með kveðju, eru til sýnis póstkort sem endurspegla þörf fólks og mikilvægi góðra samskipta og veita innsýn í myndheim íslenska póstkortsins en ekki síst mannleg samskipti á árum áður. Það er fjölbreyttur og áhugaverður heimur að kynnast. Eftirtektarvert er að ólíkt því sem ætla mætti er póstkortið enn vettvangur alls kyns sköpunar og skilaboða. Á lýðveldistímanum hefur orðið bylting á þessu sviði.

Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands

Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður

Jafnt kynjahlutfall í ríkisstjórn – frá flugfreyju til forsætisráðherra

Nóbelinn og Halldór

Hvunndagurinn er jafnan merkilegastur og svokallaðir stórviðburðir oft ekki annað en mont og tildur. En samt langar mig að nefna atburð sögunnar sem er svo sannarlega litaður af þessu tvennu, en engu að síður merkilegur fyrir litla þjóð. Það er veiting Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum til Halldórs Guðjónssonar á Gljúfrasteini árið 1955. Þó umræða um Halldór hafi oft einkennst af ofmati og snobbi þá skiptir það ekki máli. Heldur hitt að verðlaunin eru staðfesting á að eitt það mikilvægasta sem við höfum fram að færa til heimsmenningar eru bókmenntir enda fyrir þeim sterk hefð. Þá hefð þurfum við að virða og rækta með því að skapa listum og menningu sterkari stöðu og betri kjör en gert er í dag. Velgengni og velmegun er ekki fengin með því að gefa auðmagninu og þeim yfirgangssömu fullt frelsi heldur með frelsi andans. Þannig verða til hugmyndir og drifkraftur í samfélagi.

Bjarni Harðarson bóksali

Einn merkilegasti – en um leið einn skondnasti atburður lýðveldistímans finnst mér vera endurheimt handritanna. Þarna stóðum við unglingar þessa tíma ásamt þúsundum annarra í norðannepju í apríllok 1971 og horfðum á borðalagða danska dáta bera farm á land úr dönsku herskipi – og farmurinn var tvær bækur! En hvílíkar bækur – Konungsbók Eddukvæða og Flateyjarbók. Ég man enn hvað mér fannst sú fyrri reyndar vera lítil og ómerkileg – og þó er þetta sennilega merkilegasta bókin sem við Íslendingar eigum, líkast til eina heimildin um Hávamál. Og þegar við förum út í sjoppu og borgum með þúsundkalli, þá blasir hún við í höndum Brynjólfs biskups Sveinssonar. Enn er haft á orði hér á Íslandi orð danska menntamálaráðherrans: „værs´god, Flatöbogen“ þegar hann afhenti þá bók. Um leið markar þessi atburður lokakaflann í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og er gott dæmi um endurheimt þjóðararfs í sátt og samlyndi við fyrri máttarvöld. Halldór Reynisson, settur rektor Skálholtsskóla


20 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. júní 2016

Hvert er fagnaðarefnið? Norðurlöndin fagna ekki aðeins hátíðardögum sínum með mismunandi hætti, heldur er tilefnið einnig fjölbreytilegt. Oftast kemur þó stjórnarskrá við sögu, sem og sjálfstæði frá Dönum, á meðan Finnar gráta hina látnu. Þjóðhátíðardagur Íslendingar er haldinn hátíðlegur í dag, 17. júní. Hin Norðurlöndin fagna þjóðhátíðardögum sínum með mismunandi hætti og af fjölbreytilegu tilefni Valur Gunnarsson valurgunnars@frettatiminn.is

Noregur: Sparifötin eyðilögð í slag við Svía

Norðmenn voru fyrsta Norðurlandaþjóðin til að halda þjóðhátíðardag 17. maí sinn hátíðlegan, og það áður en þeir urðu sjálfstæðir. Enda er það í raun ekki sjálfstæðið sem verið að halda upp á þann 17. maí, heldur stjórnarskrána. Kallast dagurinn á norsku „Grunnlovsdagen“ og er rétt rúmlega 200 ára gamall. Staðan í Noregi undir lok Napóleonsstríða var æði flókin. Sumarið 1814 lýstu Norðmenn yfir sjálfstæði frá Dönum, en tóku sér Kristján Friðrik Danaprins til kóngs. Karli Jóhanni, erfðaprinsi Svía, leist illa á þessa þróun mála, enda hafði hann sjálfur augastað á Noregi. Lagði hann landið undir sig eins fljótt og hann gat og sendi Kristján Friðrik heim til Köben, en í millitíðinni höfðu Norðmenn samið sér stjórnarskrá. Svíar ákváðu að leyfa þeim að halda stjórnarskránni (sem er enn að mestu í gildi), en ekki sjálfstæðinu. Rúmum áratug síðar tóku Norðmenn upp á að fagna stjórnarskrárafmæli sínu. Svíar bönnuðu að vonum öll hátíðarhöld, enda talin bæði byltingarsinnuð og fjandsamleg Svíum, og stungu upp á að menn fögnuðu 4. nóvember í staðinn, deginum sem Noregur sameinaðist Svíþjóð. Þetta gerði Norðmenn æ spenntari fyrir að halda upp á 17. maí, og árið eftir safnaðist múgmenni saman á Stortorvet til að fagna. Svíar brugðust illa við og handtóku ölvaðan mann sem hafði skrifað „Lengi lifi 17. maí“ á hatt sinn, en slepptu honum þar sem honum tókst ekki að gera grein fyrir því hvers vegna þetta stóð þarna. Að lokum

Norðmenn fagna stjórnarskránni með skrúðgöngum.

var riddaralið kallað til og dreifði mannskapnum. Fengu margir harkalega útreið, lögfræðingur einn gat ekki staðið aftur í lappirnar fyrr en tveim vikum síðar og þjóðskáldið Henrik Wergeland sakaði Svía um að hafa eyðilagt stúdentsföt sín. Hátíðarhöldin urðu loksins lögleg árið 1836 og hefur hann síðan verið opinber þjóðhátíðardagur Noregs. Annað þjóðskáld, Björnstjerne Björnsson, tók daginn upp á sína arma og skipulagði árið 1870 fyrstu barnaskrúðgönguna sem hefur verið fastur liður síðan. Björnsson samdi líka lagið „Ja, vi elsker“ í tilefni dagsins, sem síðar varð að þjóðsöng Norðmanna. Norðmenn lýstu loks yfir sjálfstæði frá Svíum þann 7. júní 1905, en haldið var í gamla þjóðhátíðardaginn. Þeir gátu nú loksins sent til Danmerkur eftir kóngi og fengu

Ef Íslendingar hefðu farið norsku leiðina myndum við ef til vill enn minnast fyrstu stjórnarskrárinnar frá 1874 og halda þjóðhátíð fyrstu helgina í ágúst. Vestmannaeyingar gera það reyndar enn og sömuleiðis Vestur-Íslendingar með sinn Iceland Day í Gimli þá sömu helgi. Og jafnvel á meginlandi Íslands er þetta enn mesta partíhelgi ársins, þó hún hafi af einhverjum ástæðum verið tileinkuð verslunarmönnum frekar en stjórnarskránni. Hákon 7. afhentan þá um haustið, sem er afi Haralds V., þess er nú ríkir. Æ síðan hefur konungsfjölskyldan staðið á svölum hallarinnar að morgni dags þann 17. maí og veifað fjöldanum sem safnast fyrir neðan.

Danmörk: Fæðingu bastarðs kóngsins fagnað Danir eru ein fárra þjóða í Evrópu sem aldrei hafa innlimaðir í önnur ríki, ef frá eru talin hernámsárin 1940-45. Sjálfstæð5. júní isbarátta þeirra var því, líkt og hjá Frökkum, háð gegn þeirra eigin yfirstétt en aðrar þjóðir eru komnar styttra á veginn. Stærsti sigur þeirra gegn eigin valdhöfum var unninn þann 5. júní 1849, þegar einveldið var afnumið og Danir fengu sína eigin stjórnarskrá. Æ síðan hefur verið litið á daginn sem hátíð til heiðurs lýðræðinu. Upprunalega héldu stjórnmálaflokkarnir sameiginlega fundi og ræðuhöld, en upp úr 1870 fóru stéttaátök harðnandi og flokkarnir héldu sína dagskrá í sitt hvoru lagi. Þá voru böll haldin um kvöldið svo að þeir sem minni áhuga höfðu á pólitík fengju eitthvað út úr honum líka. Afnám einveldis var framkvæmt í samráði við Friðrik VII, sem hélt konungstign sinni eftir að þingræði var komið á. Eiginkona hans hét Louise Rasmussen og var sú þriðja í röðinni en þótti ekki af nógu góðum ættum til að börn þeirra hefðu erfðarétt. Hún kom því þó til leiðar að þjóðhátíðardagurinn lenti á afmæli sonar hennar, sem fékk þannig fánadag í stað arfs. Jafnframt er feðradeginum fagnað á þessum degi í Danmörku. Fáir veita honum athygli, hvort sem það segir okkur eitthvað um danska feður eða bara að þeirra dagur hverfur í hafsjó Dannebrog á þeirra „Grundlovsdag.“ Stjórnarskrá Danmerkur hefur nokkrum sinnum verið breytt síðan, svo sem árið 1915 þegar konur fengu kosningarétt og nú síðast árið 1953 þegar Grænlendingar voru gerðir að dönskum ríkisborgurum og

Danir fagna afnámi einveldisins á ári hverju.

Norðmenn, Íslendingar, Svíar og Danir sjálfir eiga það allir sameiginlegt að fagna sjálfstæði sínu frá Danakóngi. Þó má segja að Danir séu þeir einu sem eru raunverulega að fagna sjálfstæði almennings frekar en tilfærslu valda frá einum stað á annan. Kannski dálítið eins og ef Íslendingar héldu upp á 19. júní, þegar íslenskur almenningur, bæði konur og hjú, fengu kosningarétt, í stað þess 17. jafnframt fengu konur rétt til að erfa krúnuna. Ávallt er passað upp á að hin nýja stjórnarskrá sé líka dagsett 5. júní. Fyrir utan fána eru þó ekki margar hefðir sem fylgja deginum. Upp úr 1890 fór fólk að fá frí hálfan daginn, en það var afnumið 1975.


PIPAR\TBWA • SÍA • 161670

VIÐ LÁTUM ÞAÐ BERAST Sex daga vikunnar, bera um 600 starfsmenn okkar út dagblöð, tímarit, fjölpóst, eða markpóst, inn á 80.000 heimili. Fyrir fyrirtæki sem vilja koma skilaboðum á framfæri erum við í lykilhlutverki.

Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is


22 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. júní 2016

Finnland: Dagur hinna dauðu

Svíþjóð: Hvítasunnu fórnað fyrir þjóðhátíð

Þjóðhátíðardagur Finna er dálítið eins og þjóðin sjálf, þungur og dimmur en hjartahlýr um leið. 6. des. Ólíkt Íslendingum, sem rifust við Dani um uppköst, eða Norðmönnum, sem deildu við Svía um sendiherra, þá átti Finnland ekki bara í sjálfstæðisbaráttu heldur sjálfstæðisstríði. Finnland var enn hluti af Rússaveldi þegar heimsstyrjöld braust út, sem svo leiddi til blóðugrar byltingar. Borgarastríð braust út á milli kommúnista og íhaldsmanna í Finnlandi sjálfu, þar sem Þjóðverjar og Rússar studdu sinn aðilann hvor. 37 þúsund manns létust, þar af rúmlega helmingur í fangabúðum og fjöldaaftökum eftir stríð þegar hvítliðar ákváðu að koma fram hefndum gegn hinum rauðu. Ekki greri um heilt meðal þjóðarinnar fyrr en Sovétmenn réðust á hana í Vetrarstríðinu og samtals 80.000 Finnar létust í því og Framhaldsstríðinu sem fylgdi í kjölfarið. Sjálfstæðibarátta Finna hefur því ávallt verið þeim heldur harmþrungin minning. Í stað þess að veifa fánum snemmsumars, eins og Íslendingar og Norðmenn gera, er kveikt á bláum og hvítum kertum á einum kaldasta og dimmasta degi ársins og þau sett út í glugga. Á sínum tíma átti þetta að gefa til kynna að særðir hermenn gætu fengið hjúkrun í

Hinir ávallt hlutlausu Svíar hafa ekki verið erlendu valdi seldir síðan þeir losuðu sig við Dani 6. júní árið 1523 og Gústaf Vasa varð kóngur. Þó var það ekki fyrr en árið 1916 að Svíar ákváðu að dagurinn yrði að sérstökum fánadegi. Var það bæði til að minnast sjálfstæðis frá Dönum og líka stjórnarskrárinnar, sem varð að lögum þennan dag árið 1809 og var, ásamt þeirri bandarísku og frönsku, ein sú fyrsta í heiminum. Henni var ekki skipt út fyrr árið 1974 þar sem sú gamla þótti leggja of mikla áherslu á hlutverk konungs við stjórnarmyndanir. Dagurinn var fyrst samþykktur sem þjóðhátíðardagur 1983 og varð opinber frídagur árið 2005. Verkalýðsfélögin voru ekki ánægð með tilhögunina, þar sem annar í hvítasunnu var afnuminn sem frídagur í staðinn, en ef 6. júní ber upp á laugardag eða sunnudag verða menn af fríinu það árið. Þar sem hátíðardagurinn er nýr af nálinni hafa miklar hefðir ekki myndast í kringum hann enn. Kvöldið fyrir fyrsta maí og Jónsmessunótt eru mun meiri partídagar. Þó er sá siður hægt og rólega að komast á að grilla og borða jarðarberjatertu á þjóðhátíðardeginum, en einnig er hægt að heimsækja höllina endurgjaldslaust í eina skiptið á árinu. Fríinu var að hluta til komið

Finnar halda upp á þjóðhátíðardag sinn um miðjan vetur.

Ef Íslendingar hefðu haldið fast í 1. desember sem sinn þjóðhátíðardag hefði hann kannski orðið svipaður og í Finnlandi. Of kalt er til að gera nokkurn skapaðan hlut og fyrsti fullveldisdagur okkar var þrunginn harmi, haldinn mitt í spænskri veiki, frostaveturinn mikla. viðkomandi húsi, en núna er merkingin að minnast hinna látnu. Hápunktur hátíðarhaldanna er svo þegar bein útsending er frá því þegar forsetinn tekur á móti heldra fólki og frægu í forsetahöllinni. Ræðir svo fólk sín á milli hverjum var boðið og hver var í hverju og með hverjum, dálítið eins og finnskur óskar haldinn til heiðurs föllnum hetjum.

Svíar losuðu sig við Dani fyrir næstum 500 árum og fagna því enn.

Þó lengri hefð sé fyrir því að halda upp á 17. júní er þó margt sameiginlegt með þjóðhátíðardegi okkar og Svía. Báðar þjóðir fagna því að vera lausar við Dani, og kjósa að gera það snemmsumars með fánum og mat á meðan mesta djammið er geymt fyrir aðra daga. Nú er bara spurning hvort við tökum ekki upp nýja stjórnarskrá fyrir 17. júní næst, og sláum þessu saman eins og þeir. á til að gleðja innflytjendur, sem furðuðu sig á fásinni Svía gagnvart þjóðhátíðardegi sínum. Er hann og víða nýttur til að bjóða nýbúa velkomna.

NJÓTTU ÞESS AÐ BORÐA MEÐ HÁGÆÐA BORÐBÚNAÐI FRÁ

Melamine gæða plast

VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS



24 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. júní 2016

Aldrei missa trúna á þetta verði stórkostlegt eykjavík Midsummer R Music tónlistarhátíðin hófst í gær. Hún stendur fram á sunnudag í Hörpu og teygir sig líka upp í Mengi við Óðinsgötu. Eins og áður er það Víkingur Heiðar Ólafsson sem heldur um alla þræði á hátíðinni og fær til liðs við sig frábæran hóp tónlistarmanna

N

Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

okkrum dögum fyrir upphaf Reykjavík Midsummer Music hátíðina er allt á fullu hjá Víkingi Heiðari Ólafssyni, píanista og listrænum stjórnanda hátíðarinnar sem nú haldin í fimmta sinn þegar sólin er u.þ.b. hæst á lofti. „Þú nærð mér einmitt á þeim tímapunkti sem kemur á hverju einasta ári, að mig langar til að hætta með hátíðina,“ segir Víkingur og hlær. Það er allt á haus og þeir sem taka að sér stór verkefni sem krefjast mikils skipulags og undirbúnings kannast eflaust við tilfinninguna. „Þó þetta sé kannski ekki stærsta hátíðin í bransanum þá eru hugmyndirnar stórar sem við erum að reyna að framkvæma inni í tónleikasalnum, og eins og með allt á Íslandi þá er alltaf fámennur hópur að reyna að gera mikið.

Þræðirnir eru margir sem þarf að halda um, en á sama tíma er það einmitt það sem gerir þetta svona skemmtilegt.“ Víkingur Heiðar leggur metnað sinn í að hafa engar tvær hátíðir eins svo það er alls ófyrirsjáanlegt hvað gerist þegar á hólminn er komið. „Það er náttúrulega allt dálítið að fara til fjandans og þannig á listin náttúrulega að vera. Tilfinningin þarf að vera sú að maður sé einhvern veginn á brúninni.“ Það besta við hátíðina er, samkvæmt Víkingi, að leiða saman ólíka listamenn og þegar við tölum saman þá eru æfingar við það að fara að hefjast. Undirbúningurinn fyrir hátíðina á næsta ári er löngu hafinn, og stundum gleymist hjá Víkingi að gera ráð fyrir því að læra nóturnar sínar nógu snemma fyrir hátíðina, vegna annarra anna. „Ég er þannig að ég vil læra hlutina 150 prósent áður en ég fer inn í sal, til þess að vera frjáls í túlkun. Þetta þýðir að þegar líður að hátíð er vinnan mikil við læra alla þessa tónlist, en margt af henni hef ég ekki leikið áður á tónleikum. Ég læri semsagt ekkert milli ára og held áfram að „prógrammera“ hátíðina mjög djarft og gáleysislega fyrir sjálfan mig.“ Reykjavik Midsummer Music og hin hátíðin sem Víkingur hefur umsjón með í Svíþjóð og heitir Winterfest eru mjög ólíkar, ekki bara af því að þær eru haldnar að

„Tilfinningin þarf að vera sú að maður sé einhvern veginn á brúninni.“

sumri og vetri. Sænska hátíðin, sem fer fram í sænsku Dölunum, er stærri í sniðum, ekki síst hvað varðar mannskap við undirbúning og skipulag. Stóra verkefni Víkings flesta daga ársins er síðan að byggja upp sinn einleikaraferil. Það hefur

Garðtraktorar með eða án safnkassa

ÞÓR

H F

Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500

Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555

Vefsíða og Opnunartími: Opið alla virka daga netverslun: frá kl 8:00 - 18:00 www.thor.is Lokað um helgar

gengið vel á undanförnum árum og framundan eru spennandi tímar. Hins vegar er greinilegt á máli hans að skipulagning tónlistarhátíðanna er með því skemmtilegra sem hann gerir. rátt fyrir atið í aðdraganda hátíðarinnar þá snýst dagleg vinna Víkings um að hægja á sér, þ.e.a.s. fækka nýjum verkefnum og dvelja betur í þeirri tónlist sem hann tekur að sér að leika. „Ég elska að þróa flutninginn áfram og áfram. Það er dýrmætt að fá tíma til að anda með tónlistinni sem maður er að takast á við. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir tíma í listinni. Það eru engar styttri leiðir, verkið sem þú ert að takast við vex innra með þér.“ Þessi endurtekning er samt einmitt eitt af því sem fólk skilur oft illa varðandi klassíska tónlist. Af hverju þarf t.d. sífellt að bæta við nýjum og nýjum upptökum af tónverkum sem til eru fyrir í tugum eða hundruðum. „Ég held reyndar að margar af þessum nýju upptökum séu óþarfar,“ segir Víkingur. „Mér finnst margt af þessu ekki snúast um tónlistina heldur um það að listamaðurinn hafi gert þetta, leikið ákveðna tónlist á nýrri upptöku. Spurningin ætti auðvitað að vera: hefur þú eitthvað nýtt að segja um þessa tónlist? Auðvitað eru allir að koma með sjálfa sig í verkefnið og þessa vegna eru engar tvær útgáfur eins, en mér finnst samt að fólk eigi eingöngu að taka eitthvað upp ef það telur sig hafa eitthvað nýtt að segja með tónlistinni.“ Þetta er í grunninn hugmynd Víkings með Reykjavík Midsummer Music, hátíðin á ekki að endurtaka sig, þó svo að listrænn

Þ

Þema hátíðarinnar, um hinn frálsa förusvein, er í grunninn rómantísk hugmynd en með efnisskránni toga Víkingur Heiðar Ólafsson og félagar þessa hugmynd í allar áttir.

stjórnandi hennar sé í sinni daglegu uppbyggingu á sínum ferli að reyna að endurtaka sig, einmitt til að dýpka túlkun sína. „Ég vil að fólk eigi erfitt með að skilgreina hátíðina okkar. Þetta er ástæðan fyrir því að maður nennir að halda þessa hátíð, ég myndi aldrei hafa hana bara einhvern veginn. Ég fæ mjög mikið út úr þessari hugmyndafræðilegu vinnu, hún gefur mér frí frá því að hugsa nákvæmlega um hvernig ég vil hafa einhverja hendingu í einhverjum ákveðnum píanókonserti. Undirbúningsvinnan er mikil, út frá þema hátíðarinnar þarf ég að kynna mér ógrynni af tónlist, langt umfram það sem að endar á efnisskránni. Fimm prósent af árinu tek ég að mér þetta hlutverk og það er mjög ólíkt hinum 95 prósentunum.“ Þema hátíðarinnar, um hinn frálsa förusvein (þ. Wanderer), er í grunninn rómantísk hugmynd en með efnisskránni toga Víkingur og félagar þessa hugmynd í allar áttir, inn í nútímann og framtíðina og út í geim, en kannski er hugmyndin samt nær okkur en við höldum. „Það að fara á tónleika er líka að vera ferðalangur. Þú ferðast inn í sjálfan þig og verður að gera það. Þú þarft að vera viljugur ferðalangur til að tónlist hitti þig fyrir og hrífi þig. Ef þú vilt ekki hrífast, þá muntu ekki hrífast,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson sem er farinn af stað í ferðalag sitt og annarra á Reykjavík Midsummer Music þetta árið.


STÚLKURNAR EFTIR EMMU CLINE, ÍSLENSK ÞÝÐING INGUNN SNÆDAL

„MEST GRÍPANDI BÓK SEM ÞÚ LEST Í SUMAR!“

– EVENING STANDARD

Emma Cline

KEMUR ÚT SAMTÍMIS Í BANDARÍKJUNUM OG Á ÍSLANDI! „Frumraun í sjaldgæfum gæðaflokki.“ – WASHINGTON POST

„Afar slyngur sögumaður.“ – THE NEW YORKER

„Kraftmikil og grípandi.“ – ENTERATAINMENT WEEKLY

Stúlkurnarr gerist í Norður-Kaliforníu við róstusöm endalok sjöunda áratugarins. Unglingsstúlkan Evie Boyd dregst inn í söfnuð sem stjórnað er af manni með gríðarlegt aðdráttarafl. Þau búa saman á niðurníddum búgarði, sem í augum Evie er framandi og ómótstæðilegur. Þráhyggja hennar gagnvart stúlku í hópnum magnast dag frá degi og Evie er reiðubúin að gera hvað sem er til að vera ein af þeim. Og smám saman færist óhugsandi ofbeldið nær.


26 |

Draumaástmaður í Ekkisens Berglind Ágústsdóttir myndlistarkona heldur sýninguna Dream Lover í Ekkisens galleríi. Skemmtilegir skúlptúrar úr gifsi, erótík og frumlegheit. Þá frumsýnir Berglind myndband við tónlist sína af plötunni Just Dance. Hvenær? Um helgina Hvar? Ekkisens gallerí

Ekki svo leynilegar sumarsólstöður Hápunktur helgarinnar er tvímælalaust Secret Solstice-hátíðin sem fram fer í Laugardal. Tónlistin mun duna í dalnum og nágrenni næstu daga. Fréttatíminn tók saman stærstu hljómsveitirnar og hvenær þær spila. Þess má geta að krakkar undir 10 ára fá frítt inn á hátíðina í fylgd með fullorðnum.

Reykjavík Midsummer Music...

Föstudagur: Visionquest 17.00 Goldie 19.50 Radiohead 21.30 Róisín Murphy 21.30 Skream 22.00 Action Bronson 22.30 Jamie Jones 23.30

... er hafin. Tónlistarhátíðin er stútfull af forvitnilegri tónlist. Allt fer þetta fram í Hörpu og í Mengi við Óðinsgötu. Við bendum á nokkra safaríka bita á þeim tónleikum sem eftir eru. 17. júní – Söngvar förusveinsins í Eldborg Hörpu kl. 20. Söngvar förusveinsins, ljóðaflokkur Mahlers, sem Kristinn Sigmundsson syngur. Safarík síðrómantík, flutt í útsetningu fyrir söngvara og litla hljómsveit. Heyrist ekki á hverjum degi.

Laugardagur Deftones 22.00

18. júní – Wanderer-fantasían í Norðurljósum Hörpu kl. 20. Með verkinu Works for Calder eftir John Cage er sýnd þögul kvikmynd um myndlistarmanninn Alexander Calder. Bjarni Frímann Bjarnason leikur á sérútbúið píanó. Music for a Summer Evening eftir George Crumb er leit bandaríska tónskáldsins að náttúrunni í sumarkvöldinu. 18. júní – ‘... de la Terre’ í Mengi kl. 23. Öll er efnisskráin forvitnileg leit að nýjum hljóðheimi sem oft er sóttur í þjóðlög. Verk ítalska tónskáldsins Giovanni Sollima, Lamentatio, er hressandi dæmi um þessa leit.

Hæhójibbíjei Við erum að tala um skrúðgöngur, fornbílasýningu, söngatriði, dans og skemmtiatriði á þjóðhátíðardaginn. Borgin klæðist sparifötum og skartar sviðum um allan bæ, það verður gleði og hátíðarhöld. Í Hljómskálagarði, Ráðhúsinu, Austurvelli og Hörpu verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Sirkus Íslands, Dans Brynju Péturs, Kung fu sýning, listhópar Hins hússins, lúðrasveit og Latibær eru á meðal dagskrárliða. Dagskrána í heild sinni má nálgast á 17.juni.is og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

19. júní – Heiðurstónleikar á níræðisafmæli Jóns Nordal í Norðurljósum Hörpu kl. 14. Íslensk tónlist eins og hún gerist best, eftir þennan ástsæla tónsmið. Erfitt að gera upp á milli. 19. júní – Lokatónleikar – Der Wanderer í Norðurljósum Hörpu. Sönglög Schuberts og ljóðaflokkur Beethovens um ástina í fjarlægð eru meðal þess sem hræra hjartað á lokatónleikunum. Kristinn Sigmundsson í stóru hlutverki. | gt

I

Bravó Föstudagur: Nolo DJ set Laugardagur: DJ Ísar Logi RS T

TI

TI

TU

FS ST ÓL ST

TI

ÓL SK

Prikið Föstudagur: Gunni Ewok Laugardagur: SunSura

KA

22

BA N

GI

KJ AR

GA TA

AU S

ING

TI

ÆT

RS T

TI

SST R

TU

RST Æ

TH Ú

AU S

F NA

PÓS

ND VE

LTU

SU

HA

TR YG GV AG AT A

E AV UG LA

Tívólí Föstudagur: KGB Laugardagur: DJ Pilsner/ DJ Sunna Ben.

NA US

TI RÆ

Húrra Föstudagur: Tónleikar Boogie Trouble/DJ Simon FKNHNDSM Laugardagur: Tónleikar Sólstafa/DJ Óli Dóri

TI N

Plötusnúðar helgarinnar ST

alla föstudaga og laugardaga

Sunnudagur Die Antwoord 18.50 Of Monsters and Men 22.30 Apollona 00.00 Kerri Chandler 01.30

AÐ AL

GOTT UM HELGINA

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. júní 2016

.S AV T.


MAGNAÐASTA HRINGFERÐ ÁRSINS ER HAFIN!

HJÓLAÐ TIL STYRKTAR HJÓLAKRAFTI

ÁHEITASÖFNUN Í FULLUM GANGI! Allar upplýsingar á www.wowcyclothon.is

#wowcyclothon


28 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. júní 2016

Mýtan um regnið á þjóðhátíðardeginum Svo virðist sem svo til allir Íslendingar eigi brostna minningu um rigningargráan 17. júní. Pollagallar, móða á gleraugunum og útisvið atað drullu er þó líklega minning sem heilinn bjó til sjálfur, því í raun er alls ekki oft rigning á þjóðhátíðardeginum. Samkvæmt VeðurstofSpáð er örlitlum skúrum unni er í raun ekki talað um á þjóðhátíðardaginn í dag. rigningu nema úrkoma fari yfir eins millimetra markið. Það hefur aðeins sex sinnum gerst á 17. júní frá aldamótum. Líklega er það því frekar innbyggð svartsýni en líkur sem gerir að verkum að Íslendingar búast alltaf við hellidembu á sig þjóðhátíðardaginn.

Fáni Kjarvals Þjóðfánar falla oftast ekki af himnum. Fjölmargir tengjast hernaði en sá íslenski vísar í náttúru landsins. Litirnir vísa til fjalla, jökla og eldsins í jörðu. Íslenski fáninn verður 101 árs á sunnudaginn 19. júní. Hörður Lárusson, grafískur hönnuður, veit margt um fána. „Ég er auðvitað ánægður með íslenska fánann og þykir vænt um hann, en maður er líka búinn að alast upp með honum alla tíð,“ segir Hörður. Hann ætlar að spjalla við gesti Kjarvalsstaða á sunnudag um tillögur Jóhannesar Kjarvals að þjóðfána frá 1913. „Hugmyndir Kjarvals eru spennandi og

Tillaga Kjarvals frá 1913.

miklar pælingar að baki þeim. Kjarval vildi að við sýndum frumleika í fánavali, frekar en að taka upp fána í stíl nágrannaþjóðanna.“ Fánaáhugamenn ættu að hitta Hörð Lárusson á Kjarvalsstöðum, klukkan 14 á sunnudag. Fáni Kjarvals blaktir við hún fyrir framan. | gt

Strandpartí og reggí í nyrstu bananarækt heims eggíhljómsveitin BARR R frumsýnir nýtt tónlistarmyndband við lagið Allt haf „Hugmyndin á bak við myndbandið er „kontrastinn“ í því að búa á Íslandi og að vera reggíhljómsveit sem spilar suðræna tónlist,“ segir Jón Rafn Hjálmarsson, söngvari og gítarleikari BARR. Reggíhljómsveitin frumsýnir tónlistarmyndband við nýjasta lagið sitt, Allt á haf, á vef Fréttatímans í dag. Hljómsveitin kom saman fyrir nokkrum árum og hefur verið á siglingu síðustu misseri. „Við erum níu talsins, gítarleikarar, hljómborð, trommur, bassi, slagverk, trompet og saxófónn. Við vonum að myndbandið og lagið komi okkur á kortið. Við erum að fikra okkur áfram og vönduðum til verka í þessari útgáfu. Planið er að fylgja laginu eftir, spila meira og vonandi komast í stúdíó að taka upp heila plötu.“

Myndbandið er tekið upp í nyrstu bananarækt í heimi, gróðurhúsinu í Hveragerði. Þar sóttu leikstjórar myndbandsins, þeir Pétur Geir og Guðbrandur Loki, í suðræna stemningu á norðlægum slóðum. „Við fundum einn af fáum stöðum á Íslandi sem bíður upp á „tropical“ umhverfi. Það er alveg merkilegt að stíga þangað inn um hávetur í hlýjuna og gróðurinn.“ Strákarnir klæðast Hawaii-skyrtum, íþróttafatnaði og sumarlegum klæðnaði, stílistar eru þeir Almar Atlason og Poddi Poddsen. Upptökur stóðu yfir um vetur og

Túnið á Ljótarstöðum.

Hljómsveitin BARR er ferskur nýliði í reggísenunni á Íslandi og gaf nýverið út lagið Allt haf og frumsýnir myndbandið í dag.

Heiðarbóndinn Heiða

sýnir myndbandið kaldhæðnina í að búa á Íslandi og flytja suðræna reggítónlist, sem er sprottin frá Jamaíka. „Í myndbandinu gerum við tilraun til að halda strandpartí á íslenskum ströndum um hávetur. Síðan eru þetta bara almennir töffarastælar og fjör.“ | sgk

 Sjá myndband á frettatiminn.is

É

SÖLUAÐILAR Reykjavík: Gullbúðin Bankastræti 6 s:551-8588 | Gullúrið Mjódd s: 587-410 | Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 | Michelsen Úrsmiðir Kringlunni s: 511-1900 Michelsen Úrsmiðir Laugavegi 15 s: 511-1900 | Rhodium Kringlunni s: 553-1150 Hafnarfjörður: Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 | Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 | Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 | Vestmannaeyjar: Geisli Hilmisgötu 4 s: 481-3333

Ungir bændur borga lán og baksa eins og aðrir Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is

g er fædd og uppalin á Ljótarstöðum. Fór í skóla eins og lög gera ráð fyrir og kom síðan heim og tók við búi,“ segir Heiða Guðný Ásgeirsdóttir sem hefur verið bóndi á Ljótarstöðum í 15 ár. Heiða sinnar öllum bústörfum sjálf en jörðin er 6400 hektarar, mest heiðarland. Aðalbúskapur á bænum er sauðfjárrækt en 500 kindur eru á bænum. Á menntaskólaárunum prófaði Heiða að starfa sem fyrirsæta en ákvað að lokum að snúa sér alfarið að búskap. „Mig skorti áhuga á módelbransanum en það var gaman að prófa það og gott upp sjálfstraustið. Þetta var hins vegar ekki fyrir mig,“ segir hún. Heiða tók við búi foreldra sinna 23 ára en á þeim tíma voru þau orðin fullorðin og heilsulítil. Hún segir það vissulega geta verið dálítið mál að vera einn með bú. „En þetta snýst bara um vinnuhagræðingu. Ég fæ líka aðstoð á álagstímum eins og í sauðburðinum. Þá þarf að vanda til heyskaparins og svo er álagstími á haustin í smalamennskunni.“ Samhliða því tekur Heiða að sér fósturtalningar fyrir aðra bændur. Búskapurinn gengur vel en mestar tekjur fást af því þegar lömbin fara í sláturhús. „Síðan er ég líka með fósturtalningar þar sem miklar tekjur koma inn á stuttum tíma. Hins vegar er ég náttúrulega að borga af lánum og baksa eins og aðrir á mínum aldri.“ Aðspurð um hvernig sé að vera kona í bransanum segir hún: „Það eru ekkert sérlega margar konur sem eru einar með bú en ég hef ekki fundið fyrir því að það sé

Heiða í réttum.

eitthvert mál. Hins vegar er þetta karllægur heimur. Á fyrsta Búnaðarfélagsfundinum sem ég mætti sagði formaðurinn „Verið þið allir velkomnir,“ og leit síðan á mig, leiðrétti sig og sagði „já velkomin!“ Konur eru margar búandi í sveitinni en það ber oft meira á köllunum. Vandinn við atvinnugreinina er að konur eru faldar. Þeir eru skráðir fyrir búunum og þeir eru búið út á við. Það er dálítið þreytandi.“


INGÓLFSSTRÆTI 5


30 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. júní 2016

Morgunstundin Fyrsti morgunverðurinn á Íslandi Spencer er að fá sér sinn fyrsta morgunverð á Íslandi á Farfuglaheimilinu í Laugardalnum, enda lenti hann á Keflavíkurflugvelli seint í gærkvöldi. Hann er staddur hér á landi með tveim vinum sínum sem eru þó að sofa yfir sig í morgunmatinn. „Bráðum fer ég og vek þá og við setjum upp tjaldið okkar hér á tjaldstæðinu,“ segir Spencer. Spencer og félagar verða sjálfboðaliðar á Secret Solstice hátíðinni um helgina en fljúga heim til Kanada strax eftir hana. Montse er spænsk og hefur verið hér í þrjá mánuði og vinnur á farfuglaheimilinu: „Ég er að læra íslensku og ætla í háskóla í haust, svo ég verð hér lengi enn,“ segir Montse brosandi. Áður en hún byrjar vakt dagsins fær hún sér morgunverð með gestum farfuglaheimilisins. Spencer og Montse voru að kynnast við morgunverðarhlaðborðið á Farfuglaheimilinu í Laugardal. Mynd | Rut

Gullmolar sólstöðuhátíðar Eina útitónlistarhátíðin á höfuðborgarsvæðinu fer fram um helgina. Meðal ógrynnis tónlistarmanna sem fram kemur á hátíðinni eru nokkrir demantar sem mega ekki gleymast. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is

Aron Can Enginn mórall, en þú mátt ekki missa af næstu stórstjörnu Íslands á Secret Solstice. Tónleikarnir á hátíðinni verða líklega þeir stærstu sem hinn 16 ára gamli Aron hefur spilað á til þessa. Kelela Ef Björk verður á einhverjum tónleikum verður það líklega á Kelela, enda yfirlýstur aðdáandi bandarísku tónlistarkonunnar. Kelela hefur undanfarið skapað sér nafn sem ný drottning RnB senunnar og hefur hitað upp fyrir stór nöfn á borð við Solange Knowles. Dr. Spock Staðreynd: Það hefur engum leiðst á tónleikum með Dr. Spock, en hljómsveitin mætir á Secret solstice með gúmmíhanskann og í risahælum.

Þórunn Antonía

Sundbolatískan

Ísland Ibiza

Hvort sem um er að kenna hlýnun jarðar eða góðu karma Íslendinga er sólbað í sundlaugum landsins búið að vera daglegt brauð landans síðan í maí. Það huga margir að sundfatakaupum yfir sumartímann, en það er ekki leikur einn að finna hin fullkomnu sundföt: Þau verða að vera klæðileg, í takt við tískuna og sumarleg allt í senn. Fréttatíminn fékk þrjá fastagesti sundlauganna í mögnuðum sundbolum til að sitja fyrir og deila með okkur leyndarmálinu við að finna hinn fullkomna sundbol. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is

Þórunn Antonia hefur ekki fengið fyllilega uppreisn æru sem diskódrottning íslands, en lög eins og Never too Late og So High eru einfaldlega besta diskó sem komið hefur út síðan um aldamótin. Þórunn hefur ekki spilað mikið upp á síðkastið en spilar í dag, föstudag, á hátíðinni.

Þ

órdís Björg Yngvadóttir fann bleika dívu-sundbolinn sinn í Vintage-verslun í Amsterdam: „Sundföt sem maður finnur í þeim búðum sem selja sundföt fyrir konur með stór brjóst eru sjaldnast flott og oft alltof ömmuleg, með fullri virðingu fyrir ömmum. Auk þess eru sundföt í stærri stærðum oft ótrúlega dýr! Mér finnst geðveikt að finna vintage sundföt því þau eru oftast af öllum stærðum og gerðum og töff í þokkabót.“

Hórmónar Þetta árið skráði hljómsveitin Hórmónar sig til leiks í Músíktilraunum, aðeins nokkrum dögum eftir stofnun sveitarinnar. Vinirnir fimm sem skipa sveitina æfðu stíft fram að Músíktilraunum og stóðu uppi sem sigurvegarar í keppninni sem getið hefur af sér hljómsveitir á borð við Of Monsters and Men og Mammút. Sveitin spilar tilraunakennt pönk á sunnudaginn klukkan 20.10. ­

 Lagalisti Frétta­ tímans fyrir Secret Solstice er á netinu.

Góðar Salomo n Tollalæfermingargjafir u s k kór á enn k n Salomon Speedcross 3 herraskór

beSNJÓBRETTAPAKKAR tra ve en áðurrði 0% !

3

Myndir | Hari

Á

sdís María Viðarsdóttir keypti sundbolinn sinn í Spúútnik, þar sem hún vinnur: „Mér finnst mikilvægara að sundbolurinn sé flottur en þægilegur, enda er ég frekar að hanga í heita pottinum og barnalauginni en að synda. Það er svolítil „eitís“ stemning í sundbolatískunni núna, eins og má sjá á nýrri sundfatalínu Kylie og Kendall Jenner. Ef maður þyrfti ekki að vera klæddur í sundi væri maður náttúrulega bara nakinn.“

Stærðir 42-48 MONTANA, 3000mm vatnsheld

2. manna 16.995 kr. 12.796 kr. 3. manna 19.995 kr. 15.996 kr. 4. manna 26.995 kr. 21.596 kr.

Verð áður 29.995 kr. nú 24.995 kr. SWALLOW 250 Kuldaþol: -8 þyngd: 1,7 kg.

11.995 kr. 9.596 kr.

Í s le n s k u alparnir.is

ALPARNIR FAXAFENI 8, SÍMI 534 2727

É

g fíla mest að vera í sundbol svo mér finnst frábært að sundbolir virðast vera að komast mikið í tísku í sundlaugum landsins,“ segir Sigrún Ben, en hún keypti sundbol sem vísar í frægt lag Beyoncé, Flawless, á síðu netverslunarinnar Asos. „Sundfatamerkið heitir Private Party og þau búa til svona 7000 tegundir sundbola með mismunandi texta,“ segir Sigrún. „Þegar ég leita að sundfötum gúgla ég það sem mig langar í og reyni að finna það á netinu.“


Þjóðarréttur Íslendinga er lambakjöt

8,4%

17,7% 73,9%

8,4%

Fiskréttir

73,9%

Lambakjötsréttir

17,7%

*Um 74% þátttakenda í könnun Gallup, sem var unnin fyrir kokkalandsliðið, nefndu lambakjöt þegar þeir voru spurðir hver þjóðarréttur Íslendinga væri.

Annað


GOTT UM HELGINA

Tölum um... gasblöðrur

Tryggvi Þór, 4 ára

„Ég fékk einu sinni gasblöðru sem var eins og sverð í laginu, en hún sprakk svo ég fékk aðra. Ég væri til í blöðru eins og þessa Avengers-blöðru nema með Spiderman á líka.“

Helena, 4 ára

„Mín draumagasblaðra væri með Frozen-systrunum Elsu og Önnu.“

Dagur, 6 ára

„Á 17 júní á Ísland afmæli og þá getur maður farið í hoppukastala. Ég elska Star Wars og Darth Maul er uppáhalds karakterinn minn.“ Sérstakar þakkir til Partýbúðarinnar fyrir gasblöðrurnar.

ÓTAKMARKAÐUR LJÓSLEIÐARI ÓTAKMARKAÐUR FARSÍMI + 4GB

WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400

4.5X9MM.indd 1

2.6.2016 13:04:43

Gott að tjalda Gríptu tækifærið því helgin er löng. Náðu í tjaldið inn í geymslu og skelltu þér út á land með vinum og vandamönnum. Óþarfi að plana –bara keyra út í buskann og tjalda á grænum túnbala.

Gott að fara í Grasagarðinn Grasagarðurinn í Reykjavík býður upp á hádegisgöngur alla föstudaga í sumar. Göngurnar hefjast á hádegi við aðalinngang við Laugatungu og taka um það bil hálftíma.

Gott að syngja Nú er sumar og allir léttir í lund. Þegar þjóðhátíðardag Íslendinga og Kvennadaginn ber upp á sömu helgi ber að fagna með því að hefja upp raustina og syngja baráttusöngva uns verðum raddlaus.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.