17. ágúst 2012

Page 1

PiPar\TBWa • SÍa

ELSKAÐU SKJÁEINN því SkjárEinn elskar að skemmta þér

Vertu með í fjörinu

SKJÁREINN


GLÆSILEG DAGSKRÁ Kynntu þér áskriftartilboðið!

Ekki Missa

AF NEINU

595 6000 www.skjareinn.is


Ríkharður Líndal

Veislan að hefjast Sérfræðingar Frétta­ tímans spá baráttu Manchester­liðanna í ensku úrvals­ deildinni

Dauðinn er engin endalok viðtal 14

10 Fótbolti

Dorrit Moussaieff

Forsetafrúin berleggjuð í landsliðstreyju á Bessastöðum Fréttir

2

17.-19. ágúst 2012 33. tölublað 3. árgangur

 viðtal Auður Guðjónsdóttir

Gefst ekki upp þótt stríðið sé tapað

Hilmir Snær og Stefán Karl

Auður Guðjónsdóttir hefur lagt líf sitt undir í baráttu fyrir heilsu dóttur sinnar, Hrafnhildar Thoroddsen, sem lamaðist í alvarlegu bílslysi árið 1989. Hún segir að þær mæðgur hafi unnið margar orustur í leit að lækningu við mænuskaða en á endanum hafi stríðið tapast. Nú leitar Auður að fólki sem getur fundið lækningu fyrir aðra. Hún óttast að barátta sín fyrir sérfræðinganefnd sem á að vinna að lausn gátunnar um mænuna gleymist nú þegar kosningaskjálfti er farinn að hrjá alþingismenn þjóðarinnar.

Við erum öll úr sama sæðisbankanum

viðtal 28

Jón Gísli

Tekur sér David Beckham til fyrirmyndar

Tíska 54

Dóra Júlía Instagram skemmti­ legra en Facebook 64

síða 20

Dægurmál LjósMynd/Hari

JL-húsinu Hringbraut 121 Við opnum kl:

Og lokum kl:

www.lyfogheilsa.is Opnunartímar 08:00-22:00 virka daga 10:00-22:00 helgar

JL-húsinu


2

fréttir

Helgin 17.-19. ágúst 2012

 Glæpastarfsemi Saksóknari segir glæpamann hafa mátt horfa á skýrslutökur vitna og fórnarlamba

Telja mistök ekki setja vitni og fórnarlömb í lífshættu Saksóknari í máli þekktra ofbeldismanna telur vitni og fórnarlömb ekki í hættu þótt „mannleg mistök“ hafi orðið til þess að verjandi eins þeirra, Barkar Birgissonar, hafi fengið afhent afrit af skýslutökum þeirra auk hinna tólf sem ákærðir eru með honum. „Nei, enda lá allt fyrir í málinu; hvaða fólk þetta er og hvað það sagði í skýrslutökum, þar sem ritaðar eru upp samantektir,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, aðstoðarríkissaksóknari. Verjandinn fékk ríflega þrjátíu

mynddiska afhenta, samkvæmt fréttum RÚV. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Verjendur hinna mannanna fóru þá einnig fram á að fá afrit af upptökunum. Karl segir að hann viti ekki hvernig þessi mistök urðu. Hins vegar sé „mjög eðlilegt og í samræmi við lög“ að Börkur hafi fengið aðstöðu á Litla-Hrauni, þar sem hann afplánar dóm, til að horfa á upptökurnar. Karl segir að þar til í síðustu viku hafi enginn verjenda hinna mannanna, þar á meðal verjandi Ann-

þórs Kristjáns Karlssonar, beðið um að fara yfir þessi gögn. En í svona stórum málum sé vaninn að þeir sækist eftir því. Mennirnir eru ákærðir vegna grófra líkamsárása og brota sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Þeir Börkur og Annþór hafa einnig verið ákærðir fyrir manndráp innan veggja Litla-Hrauns og fékk maður að vitna nafnlaust gegn þeim af öryggisástæðum. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

Þekktu ofbeldismennirnir Börkur Birgisson og Annþór Kristján Karlsson eru meðal þeirra þrettán sem ákærðir eru fyrir grófa líkamsárás. Mynd: Hari

gag@frettatiminn.is

 Róbert Gunnarsson Línumaður leggur Sól í Tógó lið

Pundin öll til baka Skuldir Íslands greiddar. Svo hljóðar fyrirsögn á enska staðarmiðlinum Teesdale Mercury. Þar segir að bæjarráð Durham-sýslu hafi fengið bróðurpart þeirra sjö milljóna punda(sem er 1.313.320.825 króna að núvirði) til baka sem það fjárfesti í íslensku bönkunum Kaupþingi Singer og Friedlander, Landsbankanum og Glitni fyrir fall þeirra. Bæjarráðið býst við því að fá 95 prósent fjár síns greitt til baka. 75 prósent milljón pundanna sem fjárfest hafi verið í Kaupþingi séu endurheimt, og búist við ríflega tíu prósentum til viðbótar í janúar 2014. Þrjátíu prósent tveggja milljóna punda sem lögð voru í Landsbankann séu endurheimt og búist við afganginum í desember 2018. Fjórar milljónir punda sem fóru inn í Glitni séu allar í hendi. Sagt er frá því að hluti fjárins sé á íslenskum reikningum og safni vöxtum. Fimmtíu bresk bæjarráð, styrktarsjóðir og háskólar fái á endanum sitt. Glitnir hafi verið fyrstur íslensku bankanna til að greiða allt sitt í mars á þessu ári. - gag

Leigusamningum fækkar Alls var 775 leigusamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst hér á landi í júlí sem er aukning um 79 samning frá fyrri mánuði, eða sem nemur um 11,5%. Mikil árstíðarsveifla er í tölum um fjölda leigusamninga, og fjölgar þeim yfirleitt á þessum árstíma og fram eftir hausti, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Borið saman við júlí á síðasta ári, þegar 790 leigusamningar voru gerðir, hefur leigusamningum hins vegar fækkað um 2 prósent. Fyrstu sjö mánuði ársins hefur alls 4.807 leigusamningum verið þinglýst og hefur þeim fækkað um 7% frá sama tímabili fyrra árs. Þegar miðað er við sama tímabil árið 2010 er fækkunin hins vegar meiri, eða 12%. - jh

Gott gengi hjá Icelandair Hagnaður Icelandair á öðrum ársfjórðungi eftir skatta nam 14,3 milljónum Bandaríkjadollara, eða sem svarar 1,7 milljörðum króna, samanborið við 3,3 milljóna dollara hagnað á sama fjórðungi fyrra árs. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 28,8 milljónir dollara á tímabilinu og jókst um 11,8 milljónir dollara miðað við sama tímabil 2011. Heildartekjur á öðrum ársfjórðungi námu 234,4 milljónum dollara, jafngildi 28 milljarða króna sem er aukning um 30,2 milljónir dollara eða 15 prósent frá sama fjórðungi fyrra árs. Tekjur vegna farþegaflutninga jukust um 24 prósent á öðrum ársfjórðungi borið saman við sama tímabil fyrra árs. Leigutekjur héldu áfram að dragast saman sem endurspeglar fækkun um eina fraktvél á milli ára. Aðrar tekjur jukust um 27%. Farþegar í millilandaflugi á öðrum ársfjórðungi voru 584 þúsund á tímabilinu og fjölgaði um 18 prósent en starfsemi Icelandair hefur aldrei fyrr verið jafn umfangsmikil og nú, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Kostnaður á tímabilinu jókst um 18,4 milljónir dollara eða um 10% frá sama fjórðungi fyrra árs. - jh

Heimilis

GRJÓNAGRAUTUR

Dorrit snaraði sér í áritaða landsliðstreyju Róbert Gunnarsson, hinn vaski línumaður í landsliði Íslands í handbolta, hefur fært hjálparfélaginu Sól í Tógó landsliðstreyju með eiginhandaráritun allra landsliðsmannanna. Treyjan verður seld hæstbjóðanda á uppboði og andvirði hennar rennur óskipt í byggingarsjóð Sólar í Tógó. Róbert sætti færis í heimsókn á Bessastöðum í vikunni og fékk forsetafrúna, Dorrit Moussaieff, til þess að skella sér í treyjuna og vekja þannig athygli á verkefninu.

Þ

etta er fallegt verkefni þannig að maður skammast sín ekkert fyrir að biðja einhvern að gera sér greiða varðandi þetta,“ segir Róbert. Og ekki stóð á viðbrögðum Dorritar, sem er alltaf til í að bregða á leik. „Hún tók náttúrlega bara stórvel í þetta, eins og sést kannski á myndinni, og vatt sér í treyjuna.“ Forsetahjónin tóku á móti íslensku ólympíuförunum á Bessastöðum á miðvikudaginn. Íþróttafólkið, þjálfarar og aðrir starfsmenn hittu þá þau Ólaf Ragnar Grímsson og Dorrit og Róbert sá sér leik á borði. „Ég ákvað bara að nýta tækifærið og athuga hvort hún vildi ekki vera með okkur í þessu.“ Og það var auðsótt enda „er þetta fyrir gott málefni og ég held nú að það væru margir til í að skella sér í treyjuna fyrir Sól í Tógó.“ Róbert gaf Dorrit handgerða tösku sem krakkarnir á barnaheimilinu í Tógó saumuðu. „Og svo bað ég hana að skella sér í treyjuna. Bara til að fá skemmtilegan lit í þetta.“ Róbert er vongóður um að landsliðstreyjan skili Sól í Tógó góðri summu en söluverðið rennur óskipt beint til barnanna í Tógó enda þvælast engir milliliðir eða auglýsingakostnaður fyrir Sól í Tógó. „Þetta er ekta ólympíuleikatreyja með öllum merkingum og allir leikmennirnir skrifuðu á hana,“ segir Róbert og bætir við að treyjan sé virkilega eigulegur gripur. „Heldur betur. Þetta er til dæmis eitthvað sem hvaða stórfyrirtæki sem er gæti til dæmis bætt ímynd sína með því að eignast.“ Dorrit er, eins og alþjóð veit, ákafur stuðningsmaður handbolta-

Róbert Gunnarsson og Dorrit í treyjunni góðu. Forsetafrúin beið ekki boðanna og snaraði sér í landsliðsbúninginn vafningalaust.

landsliðsins og tók liðinu vitaskuld fagnandi á miðvikudaginn. „Þau hafa náttúrlega komið á nokkra leiki og hafa fylgst með okkur. Það er auðvitað alltaf gaman að fólk mæti og sýni okkur áhuga og þá gildir einu hvort þar er á ferð

forsetinn eða Jói nágranni. Og auðvitað er enn betra að góðu málefni eins og Sól í Tógó sé sýndur áhugi.“ Uppboðið á landsliðstreyjunni fer fram á Facebook-síðu Sólar í Tógó www.facebook.com/solitogo.

HVÍTA HÚ SIÐ / SÍA

Hjálparfélagið Sól í Tógó

Alveg mátulegur

Sól í Tógó styrkir heimili fyrir varnarlaus börn og ungmenni í Aneho í Tógó með því að safna heimilisvinum og styrktarforeldrum á Íslandi. Með framlagi Íslendinga búa samtökin börnunum skjól og öruggt umhverfi. Annað verkefni Sólar í Tógó er að efla og mennta starfsfólkið á barnaheimilinu í Aneho og auka þannig getu heimilisins til þess að búa börnin vel út í lífið. Börn sem alast upp án eigin fjölskyldu fara á mis við tilfinningalegt öryggi. Sól í Tógó vill leggja sitt að mörkum til þess að bæta þeim það upp og einnig að byggja upp farsælt umhverfi fyrir börn og starfsfólk.

Allt það fé sem Sól í Tógó safnar á Íslandi rennur beint og óskipt til barnanna í Tógó.


í Hljómskálagarðinum á morgun

Rástímar í Bjarkargötu: 13.40 5 ára 13.45 4 ára

13.50 3 ára 13.55 2 ára og yngri

Hr g in t

au

br TM & © 2012 LazyTown Entertainment. A Time Warner company. All rights reserved.

Skráningarhátíð í Laugardalshöll í dag Latabæjarhlaupið er ætlað börnum 8 ára og yngri. Í dag er skráningar­ hátíð í Laugardalshöll kl. 10.00­19.00 þar sem hægt er að skrá börn til þátttöku og sækja um leið boli og hlaupagögn. Að loknu hlaupi verður skemmtidagskrá á sviði við suðurenda Hljómskálagarðs.

Við bjóðum góða þjónustu


4

fréttir

Helgin 17.-19. ágúst 2012

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

Gæðaveður um helgina í Reykjavík Þegar djúpar og víðáttumkilar lægðir hringsóla langt suður í hafi beina þær til okkar mildu lofti án þess að það rigni að ráði. Nú lítur út fyrir að slíkt verði upp á teningunum. Á höfuðborgarsvæðinu er allt útlit fyrir að á laugardag verði bæði hlýtt og bjart. Austanlands og suðaustanlands er hins vegar spáð rigningu á laugardag og á sunnudag. Skilin verða glögg við Vík og þar fyirr vestan mun skárra veður. Einar Sveinbjörnsson

14

20

14

16

16

17

17

vedurvaktin@vedurvaktin.is

18

11

15

15

16 14

10

13

Úrkomulaust og yfirleitt nokkuð bjart.

Víða léttskýjða, en rigning suðaustantil

Bjart og hlýtt vestan og norðantil, en meira skýjað og súld austan- og sunnantil.

Höfuðborgarsvæðið: Skýjað með köflum, og fremur hlýtt

Höfuðborgarsvæðið: Sólríkt og áfram fremur hlýtt.

Höfuðborgarsvæðið: Þurrt og sól með köflum.

OYSTER PERPETUAL GMT-MASTER II

 Hálendið Árbúðir, Gíslaskáli, Fremstaver, Hólaskógur og Skálinn Michelsen_255x50_H_0612.indd 1

01.06.12 07:22

Kraftur í kortaveltu Vöxtur einkaneyslu fer mjög vel af stað á þriðja ársfjórðungi samkvæmt vísbendingum sem tölur Seðlabankans um kortaveltu gefa til kynna. Samkvæmt þeim nam raunvöxtur í kortanotkun einstaklinga innanlands 4 prósent í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra, en kortavelta á þann mælikvarða gefur mjög góða vísbendingu um þróun einkaneyslu sem vegur um helming landsframleiðslunnar, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Fyrstu 7 mánuði ársins hefur kortavelta aukist um 3,3 prósent að raungildi frá sama tímabili fyrra árs. Umtalsverður vöxtur varð í kortaveltu Íslendinga erlendis í júlí, um 10,1% að raungildi frá sama tímabili fyrra árs. Erlend kortavelta hér á landi jókst um 15,3% í júlí frá sama mánuði í fyrra. - jh

Atvinnuleysi komið niður í 4,7% Skráð atvinnuleysi mældist 4,7% í júlí og var 0,1 prósentustigi minna en í júní samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna síðan í nóvember árið 2008. Að meðaltali voru 8.372 án atvinnu í maí og fækkaði þeim um 332 manns milli mánaða. Í sama mánuði í fyrra voru að meðaltali 11.423 manns án atvinnu, eða um 6,6% af vinnuafli. Hraðar hefur dregið út atvinnuleysi á árinu en almennt var reiknað með. Í spám innlendra aðila er reiknað með að atvinnuleysi verði að jafnaði um 6,0-6,3 prósent á árinu. - jh

4% Raunvöxtur kortaveltu Júlí 2012 m.v. julí 2011 Seðlabankinn

Hólaskógur er á sunnanverðum Gnúpverjaafrétti. Stutt er þaðan að Háafossi, einum fegursta fossi landsins

Eigendur katta sýni ábyrgð Nær þrjú hundruð óskilakettir komu í Kattholt á tímabilinu frá 1. maí til 7. ágúst. Að sögn Önnu Kristine Magnúsdóttur, formanns Kattavinafélags Íslands, ríkir neyðarástand í Kattholti. Því skorar stjórn Kattavinafélagsins á eigendur katta að láta gelda högna og gera ófrjósemisaðgerðir á læðum. Meira áríðandi og minna mál er að gelda högnana. Aðeins hluti kattanna komst heim til sín, aðrir voru teknir á góð heimili en marga þurfti að svæfa. „Stjórn Kattavinafélagsins er orðin langþreytt á hversu litla ábyrgð margir kattaeigendur taka á dýrum sínum,“ segir í tilkynningu hennar. „Eins og sakir standa nú, er Kattholt yfirfullt og stöðugt berast beiðnir um að við tökum að okkur fleiri ketti. Þetta er ekkert líf fyrir dýrin og við höfum leitað allra leiða til að koma í veg fyrir offjölgun katta, án nokkurs árangurs. Eina vonin til að ástandið batni er að kattaeigendur fari að axla þá ábyrgð sem fylgir því að eiga kött.“ - jh

AFMÆLISTILBOÐ 69.900

Er frá Þýskalandi

www.grillbudin.is

Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400

40 GERÐIR GRILLA í SÝNINGARSAL

Vinsælir fjallaskálar á Kili Hjónin Vilborg Guðmundsdóttir og Loftur Jónasson eiga fyrirtækið Gljástein sem rekur fjóra fjallaskála á Kili og Gnúpverjaafrétti, auk fimmta skálans heima á Myrkholti í Biskupstungum. Skálarnir eru vel sóttir af ferða- og hestamönnum.

F

erðir um hálendi Íslands gerast æ vinsælli og gott er að vita af góðum áningarstöðum þegar leið liggur þangað. Hjónin Vilborg Guðmundsdóttir og Loftur Jónasson á Myrkholti í Biskupstungum, mitt á milli Gullfoss og Geysis, eiga fyrirtækið Gljástein sem leigir út fjóra fjallaskála á Kili, auk þess sem þau byggðu nýjan gistiskála heima á Myrkholti sem veitir sömu þjónustu. „Við byrjuðum árið 2006 þegar við leigðum þrjá skála af Bláskógabyggð, Árbúðir, Gíslaskála og Fremstaver. Síðan byggðum við Skálann á Myrkholti en hann er rekinn eins og fjallaskálarnir,“ segir Vilborg. „Í vor leigðum við síðan Hólaskóg, stóran skála af Skeiða- og Gnúpverjahreppi.“ Árbúðir eru skáli við Kjalveg, við Svartártorfur á bökkum Svartár. Húsið rúmar 30 manns í gistingu. Þar er góð aðstaða til matseldar, vatnssalerni og sturta. Öll aðstaða er fyrir hross, hestagerði, heysala og stórt hesthús. Frá Árbúðum er stutt í náttúruperluna Hvítárnes. Þau hjónin reka kaffihús í Árbúðum. Þar er meðal annars hægt að fá heita súpu og brauð í hádeginu, auk þess sem þau selja þar lopavörur og fleira. „Það er búið að vera mikið að gera í sumar, margir sem koma og fá sér súpu,“ segir Vilborg. Gíslaskáli er í ósnortnu umhverfi í jaðri Kjalhrauns. Þar eru upptök Svartár en henni má fylgja allt niður í Árbúðir, hvort heldur er ríðandi eða gangandi. Í Kjalhrauni eru slóðir Reynisstaðabræðra. Stutt er í Gránunes og gömlu vörðuðu leiðina að Beinhóli og Grettishelli má ganga fram og til baka á einum degi. Austan við Svartárbotna rennur Jökulfallið í gljúfrum. Þar er merkt gönguleið. Fyrir þá sem eru á bíl er stutt að Hveravöllum og í Kerlingarfjöll. Gíslaskáli rúmar 45-50 manns í sex herbergjum. Aðstaða til matseldar er góð, borðstofa, tvær setustofur, vatnssalerni og

sturta. Í Svartárbotnum er öll aðstaða fyrir hross. Skálinn í Fremstaveri er sunnan undir Bláfelli. Húsið rúmar 25 manns. Þar er góð aðstaða til matseldar og vatnssalerni. Austan við Bláfell rennur Hvítá í gljúfrum og bugðum. Frá fjallinu er útsýni vítt. Nýlegur gististaður er síðan Skálinn á Myrkholti, í alfaraleið milli Gullfoss og Geysis. Hann rúmar 32 í gistingu í átta fjögurra manna herbergjum. Eldhús er fullbúið, snyrti- og baðaðstaða, borðstofa og setustofa. Á Myrkholti er hestaleiga og öll aðstaða fyrir hross. Gústaf, sonur Vilborgar og Lofts, sér um hestana. Í nágrenni Skálans eru göngu- og reiðleiðir, að Gullfossi og Geysi, um Brúarhlöð við Hvítá og Haukadalsskóg. Hólaskógur er á sunnanverðum Gnúpverjaafrétti á milli virkjananna í Búrfelli og Sultartanga. Þangað liggur slóði frá aðalveginum og áfram við línuveg ofan Háafoss, að Tungufelli í Hrunamannahreppi. Einnig er hægt að komast í Hólaskóg um Þjórsárdal, grófan veg upp með Gjánni. Hólaskógur er tveggja hæða hús sem rúmar 65 manns. Eldhús er á báðum hæðum, borðstofa, vatnssalerni og sturta. Öll aðstaða er fyrir hross. Vilborg segir að upphaflega hafi fjallaskálarnir verið fyrir hestamenn og gangnamenn noti þá þegar þörf er í leitum en nú hafi bæst við ferðaskrifstofur sem panti fyrir sitt fólk. Eins hafa stórfjölskyldur tekið skálana á leigu yfir helgar. Skálaverðir eru í húsunum fram að mánaðamótum ágúst og september en eftir það sjá þau hjón til hvernig umferð verður. „Við skúrum svo skóla og leikskóla yfir veturinn,“ segir Vilborg. „Þetta fer ágætlega saman.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is


14.-27. ágúst

Í Smáralind færðu allt sem þarf til að byrja nýja skólaárið; föt fyrir haustið, vetrarskó, skólatösku, pennaveski, ritföng og bækur. Taktu afsláttarhefti Smáralindar með þér, nýttu þér fjölbreytt skóladagatilboð og taktu þátt í skóladagaleik Smáralindar og FM957. Komdu og gerðu góð kaup á skóladögum í Smáralind.

Skóladagaleikur Smáralindar og FM957

iPad

og fleiri flottir vinningar frá

Benetton, Corner, Drangey, Epli.is, Hlöllabátum, Hygeu, Ísbúðinni Smáralind, Topshop, Levi’s, Pizza Hut, Serrano, Skemmtigarðinum, Sushigryfjunni

Fullt af frábærum

tilboðum

í afsláttarheftinu

smaralind.is Opnunartímar: Virka daga 11-19 Fimmtudaga 11-21 Laugardaga 11-18 Sunnudaga 13-18

ENNEMM / SÍA / NM53457

Skóla dagar


6

fréttir

Helgin 17.-19. ágúst 2012

 Sjónvarpsáhorf Ólympíuleik arnir drógu áhorfendur fr á keppinautum RÚV

Stöð 2 missti þúsundir áhorfenda Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is

Ólympíuleikarnir léku Stöð 2 grátt. Næstum helmingur áhorfenda stöðvarinnar skipti yfir á RÚV. Tólf þúsundum færri horfðu að jafnaði á fréttir Stöðvar tvö fyrstu vikuna í ágúst miðað við um miðjan júlí. Þá horfðu 43 þúsund á Helgu Arnardóttur og félaga flytja fréttir dagsins, samkvæmt tölum Capacent. Um tíu þúsund slepptu helgarsportinu á Stöð 2 þennan fyrsta sunnudag ágústmánaðar, sem er vinsælasti sjónvarpsliður stöðvarinnar, sé miðað við tölurnar hálfum mánuði fyrr. Sjónvarpsáhorfendur eyddu 75 prósent lengri tíma með stillt á RÚV fyrstu vikuna í ágúst en þeir gerðu hálfum mánuði fyrr og fyrir Ólympíuleika. Nærri helmingur þeirra sem horfði á sjónvarpið um miðjan júlí völdu RÚV og 70 prósent sjónvarpsáhorfenda hálfum mánuði síðar, þegar

frjálsíþróttakeppnin var í fullum gangi. Mest sátu 135 þúsund landsmanna við sjónvarpið yfir íslensku strákunum í handboltanum á Ólympíleikunum (58 prósent). 27,5 prósent horfði á sundið, sem voru þrír vinsælustu dagskrárliðirnir þessa vikuna. Athygli vekur að sex-fréttatími Sjónvarpsins, aðalfréttatíminn sem færðist fram um klukkustund vegna leikanna, komst ekki á topp tíu yfir vinsælustu þætti. Að jafnaði er aðalfréttatíminn meðal vinsælustu dagskrárliða. En Tíufréttir vermdu fjórða sætið (27,5%) með 62 þúsund áhorfendur, tvöfalt fleiri en á aðalfréttatíma Stöðvar 2 þessa vikuna og tuttugu þúsundum fleiri en horfðu á Tíufréttirnar hálfum mánuði fyrr.

Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari var fánaberi Íslands. Mynd: NordicPhotos/Getty

 R annsóknir Innfluttar rottur og mýs algengastar í íslenskum tilr aunum

Kindur fótbrotnar í þágu læknavísinda Þúsundir dýra eru notaðar í tilraunir hér á landi á hverju ári. Oftast verða rottur og mýs, sem fluttar eru til landsins, tilraununum að bráð. Fyrir tveimur árum voru íslenskar kindur beinbrotnar í von um að flýta mætti því að bein greru og bjarga fólki með ljót beinbrot. Ertandi efnum er dælt í rottur við lyfjaprófanir.

Þúsundir dýra, oftast innfluttar rottur og mýs, eru notaðar í tilraunaskyni hér á landi á ári. Rannsókn á bættri aðferð við beinbrotum krafðist þess að kindur væru fótbrotnar fyrir tveimur árum. Læknar af Landspítalanum og norrænir starfsbræður þeirra stóðu að beinbrotsrannsókninni undir ströngum kröfum um aðbúnað og verkjastillandi meðferð dýranna, segir Sigríður Björnsdóttir, fulltrúi í tilraunadýranefnd yfirvalda. Nefndin veitir öll leyfi til rannsókna á dýrum hér á landi. „Hér gerir enginn sársaukafulla tilraun á dýri án þess að verkjastillandi meðhöndlun sé þaulhugsuð og alveg í hámarki,“ segir hún og að þessi rannsókn hafi verið gerð í von um að flýta mætti því að bein greru og bjarga fólki með ljót beinbrot. Sif Traustadóttir, formaður Dýraverndarsamtaka Íslands, segir samtökin eingöngu fylgjandi tilraunum á dýrum, ef tryggt er að þau þjáist ekki og alls ekki sé hægt að gera tilraunirnar með öðrum hætti. „Og það á að finna leiðir til þess að gera þessar rannsóknir án dýra. Það er yfirleitt hægt.“ Sigríður segir dýratilraunir algengastar hjá Háskóla Íslands; innan læknadeildar og lífeðlisfræðisdeildar. „Þá eru gerðar lyfjaprófanir og þróanir sem krefjast þess-

ara rannsókna.“ Hún segir að ekki hafi þurft að stöðva tilraunadýrarannsóknir hér á landi þar sem rangt hafi verið að þeim staðið. „Við höfum sett eftirlitsmenn á rannsóknir sem hafa verið sársaukafullar fyrir dýrin. Þá þarf að aflífa þau strax og því höfum við aukið ytra eftirlit.“ Sigríður segir slíkar rannsóknir ekki algengar. Meðal sársaukafullra lyfjarannsókna séu þær þar sem ertandi efni eru notuð á dýrin til að framkalla bólgur í þeim. Sigríður segir að um tíma hafi stefnt í að rannsóknir á tilraunadýrum yrðu umfangsmeiri á landinu, því DeCode hafi staðið að lyfjaþróun. „En það varð ekki úr því.“ Hún segir framsækið lítið fyrirtæki hér á landi einnig taka að sér lyfjapróf-

Innfluttar rottur og mýs verða helst fyrir barðinu á vísindunum hér á landi sem annars staðar. Mynd/gettyimages

anir fyrir erlend fyrirtæki. „Þetta er þó til þess að gera á smáum skala hér á landi. Við erum með evrópska löggjöf og enginn hvati fyrir fyrirtæki að sækja hingað til að komast undan dýraverndarákvæðum,“ segir Sigríður. Tilraunir á dýrum hér á landi séu mun fátíðari en á hinum Norðurlöndunum. „Dýratilraunir eru mjög dýrar og rannsóknarsjóðir tómir svo mun minna er um þessar rannsóknir en ella.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

Blóðtaka úr hryssum gera þær að tilraunadýrum Blóðtaka úr fylfullum hryssum til lyfjaframleiðslu er meðal þess sem sækja þarf um til tilraunadýranefndar. Sif Traustadóttir, formaður Dýraverndarfélags Íslands og dýralæknir, segir blóð tekið úr hryssunum yfir sumartímann. Það sé gert í nokkur skipti og úr því unnin hormón sem finna megi í þeim fylfullum. „Mig grunar að þetta gangi nærri hryssunum. Mér finnst tekið mikið blóð úr þeim og hef áhyggjur af því hvernig þær spjara sig,“ segir hún. gag


ÚTSALA REKKJUNNAR 30-70% AFSLÁTTUR! ÓTRÚLEG! TILBOÐ BIG

RÝMUM TIL FYRIR NÝJUM VÖRUM! BALFOUR

Kueen Size (193x203 cm

FULLT VERÐ 321.000

50%

)

kr.

ÚTSÖLUVERÐ

160.500 kr.

AFSLÁTTUR

ALLmU(19R3xE203 cm)

King Size rú

FULLT VERÐ 164.200

kr.

ÚTSÖLUVERÐ

132.250 kr.

SALE!

50% AFSLÁTTUR

CORSICA

King Size rúm (193

x203 cm)

FULLT VERÐ 340.2

00 kr.

ÚTSÖLUVERÐ

170.100 kr.

50% ARGH!!! 170812 #3

AFSLÁTTUR

Rekkjan ehf ≤≥ Ármúla 44 ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16

SKIPTI- OG SÝNINGARRÚM Á TILBOÐI!

H E I L S U R Ú M


8

fréttir

Helgin 17.-19. ágúst 2012

 Veitingastaðir tveggja ár a leit að húsnæði lokið

Subway aftur í miðbæinn „Þetta var orðið tímabært,“ segir Gunnar Skúli Guðjónsson, framkvæmdastjóri Stjörnunnar sem rekur Subway-staðina á Íslandi. Fyrirtækið hefur fest sér húsnæði fyrir nýjan Subway-stað í miðborg Reykjavíkur. Nýi staðurinn verður í Bankastræti 14, þar sem Pizza Pronto var áður til húsa. Gunnar Skúli segir að væntanlega verði hann opnaður í næsta mánuði. Um tvö ár eru nú liðin síðan Subway-staðnum í Austurstræti var lokað. Gunnar Skúli segir að

skólavöruverslun

Komdu á rétta staðinn og gerðu

!

það húsnæði hafi verið á þremur hæðum og ekki nógu hentugt fyrir Subway. Leit hefur staðið að hentugu húsnæði síðan. Pítsustaðurinn sem áður var rekinn í húsnæðinu var vinsæll viðkomustaður skemmtanaglaðra Reykvíkinga. Gunnar Skúli býst fastlega við því að Subway verði opinn eitthvað frameftir. „Það verður mjög líklega einhver nætursala þarna.“ -hdm Nýr Subway-staður verður opnaður í Bankastræti í næsta mánuði. Ljósmynd/Hari

 Reykvískir víkingar Lánuðu sverð sín í stórmyndina Noah

góð kaup

Gunnar Víkingur í fullum skrúða með sverðið góða sem hefur síðustu vikur verið í höndum illmennis sem gerir Russell Crowe lífið leitt í stórmyndinni Noah. „Ætli ég fái sverðið nokkuð fyrr en tökum er alveg lokið en ég lagði mikla áherslu á að ég yrði að fá sverðið til baka.“

essari vinsælu

Ný útgáfa á þ

Vopnlausir víkingar á Menningarnótt

bók

: ð r e v s ð o b l i T 4.990 kr.

Eins og fornar sögur segja okkur þarf mikið að ganga á til þess að víkingar láti sverð sín frá sér og þá helst ekki fyrr en búið er að senda þá til Valhallar og hægt er að slíta þau úr kaldri, dauðri hendi þeirra. Einherjarnir í Víkingafélagi Reykjavíkur eru hins vegar slíkir höfðingjar heim að sækja að þeir lánuðu sverð sín fúslega fyrir tökur á stórmyndinni Noah og næsta víst er að Russell Crowe muni standa andspænis illmenni sem sveiflar íslensku sverði í myndinni.

Hlemmur Lauga

É

Nó a

tú n

vegur

Brauta

Þve rho

lt

rholt

IÐNÚ

Sk

iph

Brautarholti 8 Opið virka daga 9-18 og laugardaga 10-16 sími 517 7210 / www.idnu.is

(Gildir til 30. ágúst n.k.)

olt

Russell Crowe í hlutverki arkarsmiðsins Nóa sem væntanlega mun þurfa að vinda sér undan íslensku víkingasverði í öflugri sveiflu í biblíusögumynd Darrens Aronofskys, Noah.

g veit ekki hvað kom til. Kannski gleymdi leikmunadeildin sverðunum sínum í Bandaríkjunum,“ segir Gunnar Víkingur, jarl í víkingafélaginu Einherjum, þegar hann er spurður hvað varð til þess að hann og félagar hans voru beðnir um að lána sverð sín í tökur á biblíusögumynd Darrens Aronofsky, Noah, sem er í tökum á Íslandi þessa dagana. „Ég veit heldur ekki hvað varð til þess að kvikmyndaliðið leitaði til okkar. Ætli við séum ekki bara svona flottir.“ Eins og alþjóð sjálfsagt veit er leikstjórinn Darren Aronofsky á Íslandi ásamt ekki ómerkari mannskap en Russell Crowe, Emmu Watson og Anthony Hopkins við tökur á Noah sem sækir innblástur í söguna af Nóa og örkinni hans. Eitthvað verður um vopnaglamur og átök í myndinni og ljóst að einhverjir kappar muni beita íslenskum víkingasverðum í atganginum. „Þeir komu hingað í félagsheimilið okkar í Nauthólsvík. Einn frá True North og einn fulltrúi kvikmyndaversins og fengu að skoða nokkur sverð. Þeir voru mjög hrifnir af sverðinu mínu og mér var sagt að ein aðalpersónan myndi nota það. Það er víst eitthvert illmennið,“ segir Reykjavíkurjarlinn stoltur og vongóður um að sverð hans muni komast í návígi við Russell Crowe sem leikur Nóa. Gunnar segir fulltrúa kvikmyndaversins

hafa litist mjög vel á aðstöðuna hjá Einherjunum sem hafa komið sér fyrir í herbragga í Nauthólsvík þar sem þeir hafast við leigulaust í boði Reykjavíkurborgar. „Hann spurði hvernig þeir gætu launað okkur greiðann en okkur var bara sönn ánægja að því að lána sverðin okkar í slíka stórmynd. Hann talaði samt um að styrkja félagið eitthvað fjárhagslega en annars setti ég bara það eina skilyrði að ég fengi sverðið mitt aftur. Ég bað líka um mynd af leikaranum sem mun nota það með sverðið á lofti og að hún væri árituð. Ég sagðist líka ekkert hafa á móti því að fá eiginhandaráritun frá þessum aðal köllum, Russell Crowe og Anthony Hopkins.“ Þrír félagar Gunnar lánuðu einnig sverð sín og Gunnar segir að eitthvað sé búið að eiga við þau og breyta. „En við vildum alls ekki selja sverðin og félagar mínir eru að hugsa um að kaupa sér ný sverð og halda þessum óbreyttum eins og þeim verður skilað eftir tökur. Enda verða sverðin okkar miklu eigulegri gripir eftir þetta, eiginlega orðin söguleg og það verður gaman að sjá þeim bregða fyrir á hvíta tjaldinu. “ Lánið á sverðunum setti Einherjana í klemmu þar sem þeir ætla að slá upp tjaldi við Hallgrímskirkju á Menningarnótt, kynna félagið og sýna bardaga. „Það verður samt varla mikið úr bardagasýningunni þar sem við erum eiginlega vopnlausir.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


Menningarnótt í beinni með Vodafone Deildu upplifun þinni með #Menningarnótt á Instagram og þú gætir unnið Samsung Galaxy SIII. Allar myndirnar, flugeldasýningin og tónleikarnir eru í beinni útsendingu á Menningarnæturrásinni nr. 196 í Vodafone Sjónvarpi.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Þín ánægja er okkar markmið

Vodafone er einn af aðalstyrktaraðilum Menningarnætur


10

fótbolti

Helgin 17.-19. ágúst 2012

Blóðug barátta liðanna í Manchester Fréttatíminn fékk stóran hóp fólks til að spá í spilin fyrir ensku úrvalsdeildina sem hefst á morgun. Næstum því allir eru á því að bikarinn verði áfram í Manchester eftir þessa leiktíð. Útlit er fyrir harða baráttu Manchester City og Manchester United.

S

tóra stundin rennur upp á morgun, laugardag, þegar flautað verður til leiks í ensku úrvalsdeildinni eftir sumarfrí. Síðustu vikur hafa liðin verið að sanka að sér nýjum leikmönnum og leggja lokahönd á undirbúninginn. Og nú kemur í ljós hvernig til hefur tekist. Fréttatíminn fékk 30 málsmetandi konur og karla til að leggja mat á tímabilið sem nú fer í hönd. Af þeim telja 26 að Manchester City og Manchester United muni berjast um titilinn. Þrjú önnur lið fengu eitt atkvæði hvert sem meistaraefni; Arsenal, Liverpool og Tottenham. Margir telja einnig að Chelsea verði í toppbaráttunni.

Manchester United – 16 stig

Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is

Eldhúsvaskar og tæki

Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm

11.990,-

Bol-897 66x43x18cm þykkt stáls 0,8mm

10.450,-

Bol-604 48x43x18cm Þykkt stáls 0,8mm

7.490,(fleiri stærðir til)

„Hefðin hjá United mun sigra peningana hjá City.“ „Þótt Sir Alex sé kominn á grafarbakkann er enn nægur kraftur í honum til að vinna 20. deildartitil United. Þó það sé erfitt að skáka frammistöðunni á síðustu leiktíð verður Liverpool samt vonbrigði leiktíðarinnar og í fallbaráttu.“ „Ég hugsa nú samt að United taki titilinn, sérstaklega ef þeim tekst að landa Van Persie frá Arsenal eins og verið er að tala um núna. Annars verður þetta barningur á milli City og United hef ég trú á.“ „Auðvitað tekur Manchester United þetta, sér í lagi ef Sir Alex bætir við bakverði (og helst bæði hægri og vinstri) áður en leikmannaglugginn lokar.“ „Ég held að Alex Ferguson og lærisveinar muni hefna rækilega fyrir síðasta tímabil, þegar þeir spiluðu rassinn úr buxunum á lokametrunum og héldu tómhentir inn í sumarfríið. Það mun ekki gerast aftur í bráð, enda mannskapurinn reynslunni ríkari.“ „Þessi þétti leikmannahópur samanstendur af gríðarlega reyndum leikmönnum. Þó svo að Ferguson sé ekki að kaupa marga leikmenn til liðsins ætlar hann að spila fram þeim leikmönnum sem hann hefur keypt undanfarin ár. Það verða þó einhver tromp sem detta inn á lóðina á Old Trafford í vetur, ef ekki í upphafi leiktíðar, þá um áramótin.“ „Lið Manchester United er sólgið í titilinn eftir þurrkatímabilið síðast og ég spái því að það klári þetta. Grannarnir í City leggja núna áhersluna á að verða stærstir í Evrópu og á meðan munu Rauðu djöflarnir taka dolluna heima fyrir.“ „Besti varnarmaður heims, Vidic, er kominn til baka og Cleverley mun fara á kostum á miðjunni. Þetta verður frábært ár hjá Rooney en samt mun Chicharito fara á kostum og setja inn fleiri mörk en hann og svo mun Kaganawa brillera. City kemur næst á eftir svo Chelsea og því næst Arsenal. Þetta verður döpur leiktíð fyrir Tottenham og Liverpool. Rogers verður látinn taka pokann sinn upp úr áramótum.“ „Titillinn fer því miður til Mancester ef Robin Van Persie fer til United endar hann þar. Ef ekki þá tekur City þetta.“ „Það munar öllu að Nemanja Vidic skuli vera búinn að jafna sig eftir erfið meiðsli og verði klár í slaginn strax í fyrsta leik. Hann er mikilvægasti leikmaður liðsins og eykur líkur á að endurheimta titilinn. David de Gea verður í þetta skiptið tilbúinn fyrir ensku úrvalsdeildina eftir basl á fyrsta ári. Hann mun mæta til leiks reynslunni ríkari og verður magnaður í markinu.“

Bol-871 48cm þvermál þykkt 0,8mm

6.990,Kletthálsi Reykjavík

AGI- Eldhústæki

3.990,-

Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum

– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Fyrirliðar liðanna, þeir Vincent Kompany hjá Manchester City, og Nemanja Vidic hjá Manchester United, verða í aðalhlutverki hjá liðum sínum.

Manchester City – 11 stig „Manchester City verður það lið sem hin þurfa að vinna, þeir eru ferskastir og sterkastir og Mancini er búinn að finna sigurformúluna.“ „Manchester City ver titilinn. Grannarnir í United ná ekki að hanga í þeim þeim bláklæddu. Elli kerling heilsar uppá Sir Alex Ferguson og stelur frá honum töfrasprotanum. Glazer fjölskyldan græðir ekki nógu mikið á sölu hlutabréfa á Nasdaq og Ferguson yfirgefur félagið í janúar. Á meðan mokar Mubarak peningum í City sem stingur önnur lið af um páska.“ „Þeir eru komnir á bragðið með fulla vasa af peningum, þó ekki hafi borið mikið á leikmannakaupum. Þeir ætla ekki að láta einn titil duga.“ „Þrátt fyrir nánast engin kaup hingað til þá er hópurinn gríðarlega sterkur, Balotelli er að þroskast og verða betri með hverjum leik ásamt því að Tevez verður „líklega“ með allt mótið. Þá er ekkert ólíklegt að veskið verði rifið upp og 1-2 leikmenn birtist áður en glugginn lokast um mánaðamótin.“ „Í hjarta mínu vona ég að hið unga lið Liverpool springi út og taki titilinn traustataki. Því miður er ekki innistæða fyrir því og hið stjörnum prýdda lið Man. City rúllar þessu upp. Vandræðagemlingarnir hafa lært sína lexíu og hópurinn er einfaldlega of sterkur fyrir hin liðin að keppa við.“ „Manchester liðin og Chelsea skera sig úr hvað varðar fjárhagslegan styrk sem endurspeglast í breidd leikmannahópa liðanna. Þríeykið efnaða mun berjast um titilinn, önnur lið heyja harða baráttu fyrir allan peninginn um meistardeildarsæti!“ „Það er búið að vera að smyrja City-vélina í nokkur ár og hún mun malla þetta áfram í vetur. City er líka með bestu framlínu deildarinnar. Aguero, Balotelli og síðast en ekki síst léttur og nettur Tevez munu tryggja City titilinn. Yaya Toure mun aftur á móti vera mikilvægasti leikmaður liðsins enda miðjumaður par exelans. Chelsea og Tottenham munu valda mestum vonbrigðum í vetur – en kannski er það bara óskhyggja Arsenal-mannsins.“ „Hér áður var það talinn helsti kostur og einkenni enskrar knattspyrnu að hún væri óútreiknanleg. Enginn leikur unninn fyrirfram og óvænt úrslit voru daglegt brauð. Þetta hefur mikið breyst. Allir vita að bara þrjú lið geta unnið, Manchester-liðin tvö og Chelsea. Allir vita líka að litlu liðin með minnst í veskinu falla. Spennan er því engin.“ „Hópurinn er ógnvænlegur og nú kunna þeir á þetta. Svo verða 4-5 lið að berjast um meistaradeildarsætin; Arsenal, Chelsea, Manchester United og sennilega Tottenham líka. Liverpool gerir á sig eins og venjulega, það er bara þeirra hlutskipti þessi árin.“ „Man. City vinnur deildina og ver titilinn með umtalsverðum yfirburðum. Chelsea mun fylgja 5 til 10 stigum á eftir en þeir hafa eytt miklu í sumar. Man Utd. verður í 3. sæti en félagið hefur staðnað og stefnir í annað vonbrigðatímabil. Síðan verður barist hart um fjórða sæti. Arsenal, Tottenham ,Liverpool berjast um það.“ „Keyptur titill annað árið í röð. Því miður. Það er eins og liðið kaupi stundum eingöngu til að koma í veg fyrir að önnur lið styrki sig.“

Álitsgjafar Ari Edwald forstjóri, Arnar Björnsson íþróttafréttamaður, Ása Þóra Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, Bjarni Benediktsson alþingismaður, Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður, Einar Logi Vignisson auglýsingastjóri, Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður, Elvar Geir Magnússon ritstjóri, Grímur Sigurðsson lögmaður, Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður, Guðmundur Benediktsson sparkspekingur, Hafdís Eyjólfsdóttir sérfræðingur, Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi, Hilmar Björnsson dagskrárstjóri Skjásins, Hörður Magnússon íþróttafréttamaður, Höskuldur Þórhallsson alþingismaður, Kristjana Arnarsdóttir nemi, Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi, Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur, Magnús Orri Schram alþingismaður, Ólafur Garðarsson lögmaður og umboðsmaður, Jóhann Ágúst Jóhannson framkvæmdastjóri, Pjetur Sigurðsson ljósmyndari, Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, Sigurður Hlöðversson auglýsingamaður, Sveinn Andri Sveinsson lögmaður, Trausti Hafliðason fréttastjóri, Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, Þórunn Elísabet Bogadóttir blaðamaður.


tvennutilboð

– fyrstir koma fyrstir fá

17.096 Tvær saman á tilboði

kr. á mán.*

194.980 kr. staðgrei Tilboðinu fylgir g jafabréf að Tvennutilboði Dominos.

13.218

Dell Inspiron 15 N5050 Hröð tölva með 15,6“ HD skjá og 500 GB diski sem rúmar t.d. 500 kvikmyndir og ótal ritgerðir. 3ja ára ábyrgð.

Samsung Galaxy Tab 2 10.1 Spjaldtölva með hröðu þráðlausu neti, björtum 10,1” skjá og frábærum hljóm. Með AllShare forritinu frá Samsung eru myndir, þæ ir, tónlist og gögn mjög aðgengileg bæði í spjald- og fartölvunni. 2ja ára ábyrgð. *Vaxtalaust lán í 12 mánuði. Verð innifelur 3,25% lántökugjald og 320 kr. greiðslugjald.

Dell Inspiron 15R (5520) kr. á mán.*

Einstakt tilboð

149.900 kr. staðgrei

Hröð skóla- og afþreyingartölva sem endist og endist. Hún er með 500GB harðan disk og stóran og skýran 15,6“ HD skjá. 3ja ára ábyrgð. *Vaxtalaust lán í 12 mánuði. Verð innifelur 3,25% lántökugjald og 320 kr. greiðslugjald. Intel, the Intel Logo, Intel Inside, Intel Core, and Core Inside are trademarks of Intel Corporation in the U.S. and/or other countries. For more information about the Intel processor feature rating, please refer to www.intel.com/go/rating.

Gríptu tækifærið núna og komdu í verslanir okkar á Grensásvegi 10, Reykjavík eða Tryggvabraut 10, Akureyri.

Skoðaðu www.advania.is/skoli Sætún 10 | 105 Reykjavík | 440 9000 | advania@advania.is | www.advania.is

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

12-1359

Sjóðhei


12

ÓDÝRASTI ÍSINN Í BÓNUS

398 kr. 12 stk.

498 kr. 8 stk.

fótbolti

Helgin 17.-19. ágúst 2012

Gylfa spáð góðu gengi Íslenskir knattspyrnuáhugamenn vænta mikils af Gylfa Sigurðssyni sem nýlega gekk til liðs við Tottenham Hotspur. Gylfi var oftast nefndur þegar álitsgjafar Fréttatímans voru beðnir að nefna þá sem munu skara framúr í vetur.

Gylfi Þór Sigurðsson – Tottenham Hotspur 7 stig „Hann virðist vera með getu sem jafnast á við það allra besta og svo virðist hann höndla álagið mjög vel. Ég á von á því að hann geri góða hluti í vetur.“ „Gylfi Sigurðsson mun slá í gegn með sínu nýja liði og mun vekja mikla athygli strax á fyrsta degi tímabilsins.“ „Ég held hins vegar að samvinna þeirra Gylfa Þórs Sigurðssonar og Gareth’s Bale, og annarra frábærra leikmanna Tottenham, muni gera það að verkum að Spurs narti fast í hælana á stórliðunum og skáki þeim jafnvel.“ „Okkar maður á eftir að slá í gegn með Spurs.“ „Að sjálfsögðu skarar okkar maður Gylfi Sigurðsson fram úr á þessu tímabili! Alls engin pressa frá íslensku þjóðinni.“ „Svo hef ég trú á að Gylfi Sigurðsson muni standa sig gríðarlega vel og koma mörgum á óvart, þótt hann skáki kannski ekki þeim allra bestu þetta tímabilið.“ „Það verður bara að hafa það þótt hann hafi valið Tottenham, það verður ekki á allt kosið í þessum heimi. Það er þó skárra en Liverpool!“ „Drengurinn er að koma svo sterkur inn á undirbúningstímabilinu að ef hann fær að spila hlýtur hann að skara fram úr, að minnsta kosti í augum Íslendinga.“

U

m leið og álitsgjafar Fréttatímans sögðu skoðun sína á því hvaða lið muni sigra í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili voru þeir beðnir að nefna þann leikmann sem þeir telji að skara muni fram úr. Atkvæði dreifðust skiljanlega nokkuð hjá álitsgjöfunum 30 en fimm leikmenn sköruðu þó framúr.

Fernando Torres – Chelsea 5 stig „Finnur markið aftur þó það muni ekki duga Chelsea.“ „Hann minnir fólk á hversu góður hann er og hvers vegna hann var keyptur á allan þennan pening.“ „Torres mun endurfæðast.“

Shinji Kagawa – M. United 3 stig „Hann er maðurinn á bak við tvo titla Dortmund í þýsku deildinni og hann er þegar byrjaður að raða inn mörkum á undirbúningstímabilinu. Hann verður nafnið sem talað verður um á kaffistofunum í vetur.“ „Svipar til Andrésar Iniesta, leikmanns Barcelona, og mun verða allt í öllu í sóknarleik Manchester í vetur.“

Þessir voru líka nefndir Nemanja Vidic Yaya Touré Chicharito Carlos Tevez Gareth Bale Wayne Rooney Raheem Sterling David De Gea Robin van Persie Lukas Podolski Luis Suarez

298 kr. 3 stk.

Santi Cazorla – Arsenal 2 stig

Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ EURO SHOPPER VÖRUTEGUNDIR Í BOÐI

„Arsenal nældi í hann á gjafverði frá Malaga, þetta er leikmaður sem getur gert gæfumuninn fyrir Lundúnaliðið á tímabilinu.“ „Minnst þekkti spænski miðjumaðurinn (skiljanlega) en mun hleypa miklu lífi í Arsenal í ár.“

Sergio Aguero M. City 3 stig „Frábær leikmaður sem á mikið inni. Þetta gæti orðið veturinn hans.“


12-1314 H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

SNJALLAR HUGMYNDIR VERÐA AÐ VERULEIKA Tíu spennandi sprotafyrirtæki voru í byrjun sumars valin til þátttöku í Startup Reykjavík verkefninu. Arion banki hefur lagt þeim til aðstöðu, fjárfest í þeim og ásamt samstarfsaðilum veitt þeim ráðgjöf til að þau megi vaxa og dafna. Startup Reykjavík er samstarfsverkefni Klaks, Innovits og Arion banka. Fylgstu með á www.startupreykjavik.com og á Facebook.com/StartupReykjavik.


14

viðtal

Helgin 17.-19. ágúst 2012

 Viðtal Rík arður Líndal

Læknar sálarkvilla vegna fyrri lífa „Ég hef dáleitt fólk og fengið það til að muna fyrri líf þótt það hafi enga trú á þessum fræðum. En það man og því batnar jafnmikið og hinum.“

Rikki, Thor, Loki og álfarnir. Meðal áhugamála Ríkarðs er gerð skúlptúra og situr hann hér á einum við heimili sitt í Ontario-fylki í Kanada. Mynd/einkasafn

HAUST 9

Drukknaði í sveitum Íslands í kringum 1100 og var því vatnshræddur í þessu lífi. Ákvað áður en hann fæddist að eignast ekki börn, þar sem það var óbærilegt að missa sín tvö í seinni heimstyrjöldinni. Ríkharður Líndal gefur lesendum Fréttatímans innsýn í ólík æviskeið sálar sinnar í mismunandi líkömum í gegnum aldirnar. Ríkarður, sem stendur á sextugu, hefur aðeins búið í eitt ár á Íslandi af síðustu fjörutíu. Hann er doktorsmenntaður sálfræðingur, sem býr með eiginmanni sínum í Norðymbralandi í Ontario-fylki í Kanada og hjálpar einstaklingum í vanda með óhefðbundnum hætti. Hann rýnir meðal annars í fyrri líf þeirra með ákveðinni dáleiðslutækni.

Hálft fæði og skoðunarf allar erðir innifaldar

H

ann settist við skriftir og níu mánuðum síðar varð til bók. Í Slice Of Life: A Self-Help Odyssey fléttar Ríkarður Líndal uppvaxtarárum sínum í Kópavogi og sumardvöl sinni í sveitum landsins, samkynhneigð sinni og tilgangi lífsins saman í sjálfshjálparbók. Bókin kom út á ensku í mars á þessu ári og vinnur Ríkarður nú að kynningarstarfinu. Markmiðið er að útskýra á einföldu máli hvernig veröldin er sett saman og hvernig hver og einn mótar veruleika sinn. Ríkarður styðst við spíritisma – þá kenningu að sálir framliðinna geti komist í samband við lifandi fólk. Hann trúir á endurholdgun. „Grundvallarmarkmið lífsins er að skapa tilfinningar og læra af þeim og skapa þær án þess að fara sér að voða,“ segir Ríkarður þar sem hann situr heima við í húsi sínu og eiginmanns síns Johns Van Bakel. Eplatré og skúlptúrar – sem Ríkarður vinnur að í tómstundum sínum, prýða garðinn þeirra. Hitinn er kominn í 25 gráður og klukkan rétt níu á þriðjudagsmorgni.

Suður-Frakkaland

Í þessari skemmtilegu ferð kynnumst við töfrandi menningu Spánar og Frakklands og mannlífi þessara fallegu landa. Fegurðin er óviðjafnanleg og náttúran sem ferðast er um stórbrotin. Ferðin hefst á flugi til Alicante þaðan sem ekið verður til Valencia sem er með stærstu borgum landsins og mjög eftirsótt af Spánverjum sem og öðrum ferðamönnum, þar sem gist verður í 3 nætur. Þá komum við til Tossa de Mar, yndislegs bæjar við Costa Brava ströndina og gistum þar í 6 nætur. Þaðan verður farið í skoðunarferðir, m.a. til heimsborgarinnar Barcelona og í Montserrat klaustrið sem liggur í 720 m hæð í Katalónsku hæðunum, en þar hlustum við á einn frægasta drengjakór landsins. Einnig verður farið í siglingu til Lloret de Mar í vínsmökkun, komið til Figueres, fæðingarborgar Salvadors Dalís, skoðum safnið hans, Teatre-Museu, en safnið er eitt mikilvægasta aðdráttarafl ferðaþjónustunnar í Katalóníu. Þaðan verður ekið til Annecy, sem er sannkölluð perla frönsku Alpanna, þar sem gist verður í 2 nætur og m.a. farið í siglingu á Annecy vatni. Síðasta nóttin okkar verður í Offenburg í Þýskalandi.

Fararstjóri: Soffía Halldórsdóttir

Verð: 224.400 kr. á mann í tvíbýli

Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu og íslensk fararstjórn. A L L I R G E TA B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Travel Agency

www.baendaferdir.is Authorised by Icelandic Tourist Board

s: 570 2790

Spör ehf.

& Spánn

3. - 15. október

Í þrettán ár með John

Þeir Ríkarður og John hafa verið saman síðustu þrettán ár, en giftu sig í fyrra. John starfar sem hárgreiðslumeistari og rekur eigin stofu og þeir eiga tvo hunda: Thor og Loka. Þeir búa tuttugu kílómetrum utan við Coburg í Ontario-fylki Kanada, en í Kanada hefur Ríkarður búið frá árinu 1991. Þangað flutti hann aftur eftir að hafa unnið í ár hér heima á Íslandi, bæði hjá Samtökum áhugafólks um alnæmisvandann og á sálfræðistofu.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

Ríkarður er næst elstur fjögurra bræðra sem allir búa hér á landi en yngst er systir þeirra Anna sem einnig býr með fjölskyldu sinni í Kanada. Hann lýsir því í bókinni hvernig foreldrar hans lifðu í ástlausu hjónabandi. Þau skildu. Móðir hans var bandarísk og lést úr brjóstakrabbameini á sjötugsaldri. Snemma uppgötvaði hann samkynhneigð sína en stofnaði ekki til ástarsambands fyrr en eftir tvítugt, þá fluttur úr landi. Hann lýsir því hvernig hann sem barn kveið skólagöngu vegna lesblindu, skrópaði og þróaði með sér stam, sem hann vann bug á með árunum. Sögur af álfum, fylgjum og draugum fléttast inn í frásögnina í bókinni og í samtölum við Gömlu sálina leiðir hann lesandann að „tilgangi lífsins.“ Þetta hljómar skringilega en frásögnin er skýr og auðskilin, sem var einmitt markmið Ríkarðs. Bækur um endurholdgun séu oftar en ekki of fræðilegar fyrir meðal Jóninn. „Sálin deyr aldrei og að við lifum samtímis í þessu lífi og utan þess. Maður er alltaf í sambandi við yfirsálina,“ segir hann og greinir í bókinni frá fjórum hlutum sem móti manninn: Yfirsálin, sálin sjálf, innri einkenni og ytra egó. Yfirsálin og sálin séu andi mannsins, innri einkenni séu undirmeðvitundin en ytra egóið meðvitundin. Framhald á næstu opnu


frítt í á höfuðborgarsvæðinu

Akstur hefst upp úr kl. 7:30. Gestir Menningarnætur eru hvattir til að skilja bílinn eftir heima eða við stærri bílastæði utan miðbæjarins og nýta sér ókeypis ferðir með Strætó. Afar skynsamlegt er að leggja bílnum þar sem eru stór og rúmgóð stæði, svo sem við skóla, stóra vinnustaði eða íþróttamannvirki.

Á Menningarnótt verður stór hluti miðbæjarins lokaður fyrir umferð og því verður akstursleiðum Strætó breytt. Strætó mun aka allan daginn og um kvöldið að og frá Hlemmi og BSÍ. Allar leiðir sem aka venjulega um miðbæinn munu stöðva framan við BSÍ, á Gömlu Hringbrautinni.

Leiðakerfi höfuðborgarsvæðisins óvirkt eftir kl. 22:00 Hefðbundið leiðakerfi Strætó verður gert óvirkt kl. 22:00 á Menningarnótt. Þá verður öll áhersla lögð á að flytja gesti heim úr miðbænum og verða allir strætisvagnar settir í það verkefni. Síðustu ferðir verða eknar frá BSÍ og Hlemmi þegar eftirspurn lýkur að lokinni flugaeldasýningu, u.þ.b. kl. 00:30.

Nánari upplýsingar um akstur Strætó á Menningarnótt færðu á www.straeto.is Þar eru t.d. kort, afstöðumyndir sem sýna hvar vögnum verður lagt og nýjar akstursleiðir sem sjá um að tæma miðbæinn.


16

viðtal

Helgin 17.-19. ágúst 2012

Dauðinn engin endalok

Stundum er sálfræðileg þörf fyrir því að upplifa fyrri líf. Fólk getur átt í erfiðleikum í þessu lífi, það hefur verið í meðferð, ekkert gengur og ekkert sem skýrir vanlíðanina. En svo þegar það er dáleitt og ég fæ það til að rekja minningar úr fyrri lífum, kemur oft fram eitthvað atvik sem höfðar akkúrat til erfiðleikanna sem það á við að etja í þessu lífi.“

„Þetta eru ekki trúarleg hugtök fyrir mér. Þetta er afstaða til lífsins sama hvaða trúarbrögðum fólk tilheyrir,“ segir hann. Það kemur ekki á óvart að með þessa sýn að leiðarljósi óttast hann ekki dauðann. „Nei, það geri ég ekki. Maður deyr ekki í merkingu yfirsálarinnar. Það deyr enginn í þessu lífi fyrr en hann hefur ákveðið að deyja. Dauði er aldrei slys,“ segir hann. „Hins vegar lifum við hér á jörðinni og við verðum að gera það sem við getum til að halda í lífið og fyrirbyggja að aðrir taki sitt líf eða fari sér og öðrum að voða.“ Og það er markmið bókarinnar; að hjálpa þeim sem eiga á hættu að fara sér að voða. „Sjálfsmorð og sjálfsmorðstilraunir ungmenna 15 til 24 ára eru algengar hér í Kanada. Tuttugu prósent þeirra sem deyja á þessum aldri taka líf sitt. Flestir deyja af slysförum, en sjálfsmorð eru næst algengust. Þau eru sérstaklega algeng meðal samkynhneigðra.“ Með því að tileinka sér þennan þankagang er hægt að hjálpa mörgum, segir hann, og fyrirbyggja slíka atburði. En hver hellir sér út í spíritisma án þess að trúa eða jafnvel sjá? „Ég tel mig ekki vera skyggnan,“ segir Ríkarður og hlær. Hann kveðst þó hafa rætt við ömmu sína frá bænum Lækjamóti og afa í Ameríku eftir andlát þeirra. „Er maður skyggn þá? Ég veit það ekki,“ svarar hann sposkur og segir frá því að afi hans hafi sagt honum frá atviki sem faðir hans átti eftir að upplifa síðar um daginn og hann gat borið undir hann og fengið staðfest.

Upplifði sálina utan líkamans

En hugmyndirnar sem hann kennir snúast þó ekki um drauga heldur að

skólavöruverslun

Sálarkvöl vegna fyrri lífa

Nýjar og fræðandi bækur

„...fyrir öll börn á skólaaldri.“ Þuríður Þorbjarnardóttir, líffræðingur

,,...Góð bók fyrir öll grunnskólabörn og foreldra þeirra.“

sími 517 7210 / www.idnu.is

(Gildir til 30. ágúst n.k.)

Helen Símonardóttir, grunnskólakennari

Brautarholti 8 Opið virka daga 9-18 og laugardaga 10-16

víkka skilning fólks á lífinu. Þannig lýsir hann því meðal annars í bókinni hvernig sál getur yfirgefið líkamann og tengst öðrum víddum þegar líkaminn sefur. Ríkarður segir að hann hafi haft gaman af parasálfræði (e. parapsychology) í gegnum árin en hafi kynnst þessum hugmyndum þegar hann vann með alnæmissjúkum á Mount Sinai-spítalanum í Tórontó. „Þeim fannst mörgum þægilegt að hugsa til þess að þótt þeir væru að deyja úr alnæmi væri lífið ekki nauðsynlega á enda.“ Ríkarður bjó framan af ævi sinni í Kópavogi en eftir framhaldsskólanám lauk hann B.S.-gráðu í sálfræði frá University of Toronto og meistaragráðu í sálfræði frá University of Guelph í Ontario í kjölfarið. Doktorsgráðu í faginu tók hann í York University á Englandi. Eftir að hafa starfað með ungu fólki í fangelsi, stýrði hann göngudeildaráætlun fyrir ungt fólk með geðraskanir við Kitchener-Waterloo sjúkrahúsið í Ontario en vann síðan við fyrrnefndan Mount-Sinai-spítala. Ríkarður opnaði svo einkastofu sína í byrjun tíunda áratugarins og sérhæfði sig í endurliti til fyrra lífs og tilvistar, eins og hann lýsir sjálfur. „Stundum er sálfræðileg þörf fyrir því að upplifa fyrri líf. Fólk getur átt í erfiðleikum í þessu lífi, það hefur verið í meðferð, ekkert gengur og ekkert sem skýrir vanlíðanina. En svo þegar það er dáleitt og ég fæ það til að rekja minningar úr fyrri lífum, kemur oft fram eitthvað atvik sem höfðar akkúrat til erfiðleikanna sem það á við að etja í þessu lífi. Þegar viðkomandi man þessar minningar og upplifir það sem það fór í gegnum í fyrra lífi fær hann bót meina sinna.“ Ríkarður tekur dæmi: „Segjum sem svo að einhver sé fæddur hræddur við eld án nokkurra útskýringa, þá kemur það stundum upp að sá upplifði eldsvoða í fyrra lífi. Við þá vitneskju fer óttinn um leið úr þessu lífi. Þannig að hopanir til fyrra lífs (e. past life regression) og fyrri lífa meðferðir (e. past life therapy) hjálpa,“ segir hann. Spurður hvort fólk þurfi að trúa til þess að fá bót meina sinna segir hann svo ekki vera. „Allir hafa sínar skoðanir og margir eru skeptískir,“ segir hann. „Ég hef dáleitt fólk og fengið það til að muna fyrri líf þótt það hafi enga trú á þessum fræðum. En það man og því batnar jafnmikið og hinum.“

Var pólskur gyðingur

Sjálfur hefur Ríkarður kynnst fyrri lífum sínum. Hann er afslappaður spurður um þau og fer ekki of nákvæmlega ofan í þá reynslu. „Í síðasta lífi var ég pólskur gyðingur. Það var í annarri heimstyrjöldinni. Ég hef aðallega verið í Evrópu. Ég var læknir í Frakklandi á átjándu öld,“ segir hann og spurður um frásagnir í bókinni um að hann hafi drukknað á Íslandi í kringum 1100 og verið indíáni í fyrra lífi, segir hann að það sé enginn skáldskapur.

„Flestir hafa lifað mörg, mörg líf. Við erum flest öll gamlar sálir. Hugmyndin er að við komum aftur og aftur til að öðlast nýja reynslu, fleiri fleti á þróunarferli sálarinnar,“ segir hann. En blaðamaður vill meira. Gyðingur? Seinni heimstyrjöldin? Ríkarður lýsir því þá að fyrir þetta líf hafi hann ákveðið að hann yrði barnlaus. Reynslan úr því síðasta hafi verið honum of erfið. Kona hans og börn hafi látist í stríðinu og hann skotinn í hausinn í einhvers konar búðum harmi slegin eftir missinn. „Ég ákvað því að taka mér frí í þessu lífi,“ segir hann. Ertu að grínast í mér? spyr blaðamaður eða er þér full alvara? „Alvara. Við ákveðum nefnilega áður en lífið byrjar í stórum dráttum hvernig það mun verða.“ Og spurður hvernig þessum skoðunum hans sé almennt tekið segir hann Íslendinga mjög opna fyrir þeim enda álfar, huldufólk og draugar meðal arfleifðar landans. „Ungir krakkar leika sér oft einir og þegar þeir eru spurðir þá segjast þeir oft hafa verið að tala við afa eða ömmu sem eru látin. Það þykir sjálfsagt,“ segir hann. Fólk sé almennt opið fyrir ólíkum hugmyndum um lífið. Spurður um fjölskyldu hans og bróður sinn Eirík sem einnig er sálfræðingur, svarar hann. „Hann er ekki inni í þessari tegund sálfræðinnar. Hann er hefðbundnari sálfræðingur.“ Ríkarður hlær. „Ég er lærði hefðbundna sálfræði en ég hef þróast í þessa spíritisma átt. Það er ekki sérstaklega algengt meðal sálfræðinga.“ Vangaveltur um tilgang lífsins hafi dregið hann áfram.

Lífið nær nefinu lengra

„Mér finnst að afstaða mín til lífsins þurfi að vera breið. Ég las svo mikið um parasálfræði í gegnum árin og trúði að lífið hlyti að vera stærra og meira en það sem maður hefur fyrir framan nefið á sér.“ En hver er tilgangurinn með því að fæðast alltaf að nýju? „Ég tel að tilgangurinn sé sá að yfirsálinni finnist gaman að læra nýtt og verða smám saman æðri. Við séum í rauninni hluti af öllu og hluti af guði líka. Það er guð í öllum að einhverju leyti. Allar sálir eru tengdar. Ef að þú meiðir aðra sál ertu að skaða sjálfa sig. Ef að fólk skilur þá tengingu hættir það kannski að fara illa með aðra. Maður ræður ekki fram úr vandamálum með því að heyja stríð við annan,“ segir hann. „Ég hugsa að þetta sé þungt í vöfum fyrir marga og ég er ekkert að reyna að tala um fyrir fólki eða þvinga það í að hafa þessar skoðanir á tilgangi lífsins. En ég tel að sjónarsvið þeirra sem þær hafa víkki mikið. Samheldnin verður meiri og markmið lífsins er í betra farvegi en annars – þannig virkar það fyrir mig.“ Nálgast má bókina á: http://self-helpodyssey.com/


GÓLFEFNAÚRVAL Veldu úr yfir 140 tegundum flísa á lager

Lon-River 60x60 cm

2.990 pr.m

Martinelli, 3 stafa Eik Natur 2200x189x14mm

Lon-Italia grágræn 60x60 cm

2

3.590 pr.m

2

Ant-sand 30x60 cm

3.690 pr.m

3.490 pr.m

Yek-Venice 45x45 cm

2

2

2.390 pr.m

2

8,3 mm þykkt

Comfort line plastparket, eik 1215x194x8,3 mm

Hlölla Bátar Keflavík Parkman Planka/Plastparket eik 1215x166x8mm

1.890 kr. m

1.575 kr. m

2

Comfort line plastparket, dökk eik 1215x194x8,3 mm

1.575 kr. m

2

2

Parkman plastparket # 9607 8mm planki eik Rakaþéttikvoða 7 kg

Murexin fúga 8 kg

Reykjavík

Kletthálsi 7.

5.590

8,3 mm þykkt

2.390

Flísalím Profiflex 25 kg

3.150

2

1.890 kr.m

2

Parkman plastparket # 9606 8mm planki hvíttuð eik

1.890 kr.m

2

Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18

Akureyri

Furuvöllum 15.

Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-14

Húsavík

Garðarsbraut 50.

Opið virka daga kl. 8-18

Vestmannaeyjar Flötum 29.

1.890 kr.m

Parkman plastparket # 9603 8mm planki dökk eik

Opið virka daga kl. 8-18

– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!


18

úttekt

Helgin 17.-19. ágúst 2012

Sushi-sprengja á Íslandi Matarmenning þjóðarinnar hefur breyst hratt undanfarin ár. Fyrsti sushi-staður landsins var opnaður skömmu fyrir aldamótin en var ekki spáð langlífi. Eftir nokkurn aðlögunartíma hafa Íslendingar kolfallið fyrir þessari japönsku matargerðarlist. Nú verður vart þverfótað fyrir sushi-stöðum í miðborginni og þeir eru meira að segja komnir í verslunarmiðstöðvarnar.

Forréttabarinn Mýrargötu

að var sagt við mig að þetta rg at a væri bara bóla,“ segir Snorri Birgir Snorrason sem opnta aði fyrsta sushi-staðinn á Íslandi ga is árið 1998. Það var Sticks’n’Sushi í Æg Aðalstræti. Snorri hafði þekkt til sushi í tuttugu ár þegar hann opnaði fyrsta staðinn á Íslandi. Hann lærði hjá Ve japönskum meistara í Danmörku st ur og fór eftir það til Tokyo í frekara nám. „Það tekur langan ga tíma að verða góður,“ segir ta Snorri. Hann segir að þessar vinsældir komi sér alls ekki á óvart því sama þróun eigi sér stað víðsvegar um Evrópu. „Þetta byrjar Fiskfélagið Vesturgötu 2a alltaf rólega. Það skrítna Fínt úrval af sushi í hádeginu en við sushi-ið er nefnilega aðeins einn blandaður diskur á að fyrstu kynnin eru ekki kvöldseðlinum. alltaf jákvæð. En svo vinnur það alltaf á hjá fólki. Það var þannig hjá sjálfum mér,“ segir Snorri sem í dag ti æ rekur veisluþjónustuna Kokkinn tr s al og kaffihúsið og Að veitingastaðinn Víkina í Sjóminjasafninu niður við höfn. Ki „Er fólk ekki rk ju bara orðið meðvitst r æ Rub 23 Aðalstræti 2 aðra um það sem ti það setur ofan í Staðurinn sem sló í gegn á Akureyri og sig?“ segir Eyþór opnaði nýverið í miðborginni. FjölMar Halldórsson, breytt úrval í hádeginu og á kvöldin. yfirkokkur á SusHin umtalaða sushi pítsa þykir hisamba, þegar ómissandi. hann er spurður hvað valdi þessari aukningu á sushi-stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Eyþór segir að fólk sæki í léttari mat en áður en auk þess finnist því gaman að kynnast fjarlægri matarmenningu. Þá segir Eyþór að það spili óneitanlega inn í að hér á landi Fiskmarkaðurinn Aðalstræti 12 sé frábært hráefni til sushiSjávarréttastaður Hrefnu Sætran hefur gerðar. „Við erum auðvitað með boðið upp á sushi um nokkurra ára frábæran fisk hér á Íslandi. Það skeið. Fjölbreytt úrval bæði í er búið að elda hann á alla vegu hádeginu og á kvöldin. og þetta er held ég ein leið til að gera meira úr fisknum.“ Að undanförnu hafa íslenskir sushi-staðir fært sig æ meira upp á skaftið með nýjar útfærslur á réttum. Til að mynda Sushisamba. „Við blöndum saman japanskri og suður-amerískri matarhefð. Þeirri matarmenningu sem Japanir komu með til Perú. Þetta er blanda sem Sushisamba Þingholtsstræti 5 virðist virka vel í fólk hér, við Einn heitasti veitingastaður borgarinnar kvörtum ekki,“ segir Eyþór.

Smáréttastaður þar sem hægt er að næla sér í sushi-bita.

ra

Mið

Sushi smiðjan Geirsgötu 3 Huggulegur staður í gamalli verbúð niður við höfn. Bæði hægt að borða á staðnum og kaupa tilbúna bakka til að taka með.

ba kk

Soya Makibar Iðuhúsinu Lækjargötu

i

Tók við af Osushi þegar hann flutti sig um set fyrir skemmstu. Býður bara upp á maki-rúllur og hefur smitast af fusion-bylgjunni vinsælu með tilheyrandi sósum.

Try gg v ag a ta Gró

Ósushi Pósthússtræti 13 Flutti nýverið úr Iðuhúsinu yfir í Pósthússtrætið. Einkenni staðarins er að fólk velur sjálft bitana af færibandi.

fin

Ge ir sg at a

Tr y gg

us

Ve

ur

st

ar

st

ti

K alk ofn sve gur

ti

Sushibarinn Laugavegi 2

ti

st

fn

ta

Au

ga

un

d

va

Ha

lt

Þ

un

d

st

ss

tr

æ

Vinsæll staður til að taka mat með sér heim. ar

ga

ta

Ba nk as tr æ

tm

ti

Am

ú

at

ur

sg

íg

fi

st

er

ns

Hv

an

Buddha Café Laugavegi 3 Boðið upp á fjölbreyttan asískan mat eins og á forvera staðarins Indókína.Arftakarnir hafa tileinkað sér japanska matargerð til viðbótar við gamla skólann.

o

Sm

ju

st

íg

ur

Þi

ur

n

eg

gh

æ

av

lt

ss

tr

æ

ti

a

tr

ug

g

ss

La

In

f ól

ti

Ha ll ur

rs Gr et ti sg at a

Nj ál sg at a

SuZushii Stjörnutorgi í Kringlunni Stærir sig af því að bjóða upp á handgert og nýlagað sushi fyrir alla viðskiptavini. Þykir almennt með betri sushistöðum landsins.

a Tý sg at

Va

s tn

st

íg

ur

Sakebarinn Laugavegi 2

íg u r

Boðið upp á disk með blöndu af sushi og sashimi bæði í hádeginu og á kvöldin.

ta

ö r ð u st

Sjávargrillið Skólavörðustíg 14

in

a sg

Sk ó la v

Óð

pa

íg

st

ti Kl

st

gs

ap

ar

r Be

t as

ig

gu

r

ve

Tokyo sushi Glæsibæ Fjölbreytt úrval sushibita sem seldir eru í tilbúnum bökkum.

br

Sushigryfjan Smáralind Fínt úrval blandaðra diska og sérvalinna bita. Bæði hægt að borða á staðnum og taka með.

la

hdm@frettatiminn.is

ó

Höskuldur Daði Magnússon

síðasta árið. Á staðnum er blandað saman japanskri og suður-amerískri matargerð með tilheyrandi sósum og stemningu.

Sk

Te

m

pl

ar

as

L

j æk

Osushi Borgartúni 29 Systurstaður þess sem er í Pósthússtræti. Herjar á sushi-aðdáendur í hádeginu. Fólk velur sér bita af færibandi.

Systurstaður Sushibarsins sem opnaði nýlega. Kvöldverðarstaður með fjölbreyttari matseðil.


Menningarnótt í Landsbankanum Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi. Í ár verður fjölbreytnin í fyrirrúmi í Landsbankanum í Austurstræti 11. Við bjóðum til menningarveislu – verið velkomin. Dagskrá 12.00 Listaverkaganga með Aðalsteini Ingólfssyni listfræðingi. » » »

12.00 Fyrsta ganga 13.00 Önnur ganga 14.00 Þriðja ganga

15.30 Nótan Þrjú glæsileg atriði af Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, sem haldin var í Hörpu í vor. »

15.00 Gunni og Felix ásamt Sprota Gunni og Felix skemmta börnum á öllum aldri og fá Sprota í heimsókn.

» »

Tónlistarskóli Seltjarnarness Klarinettutríó flytur jiddísk þjóðlög. Tónlistarskólinn í Reykjavík Strengjakvartett eftir Mendelssohn. Suzukiskólinn í Reykjavík Sóley Smáradóttir á fiðlu.

16.30 Sóli Hólm Skemmtikrafturinn og eftirherman Sólmundur Hólm verður með uppistand og tekur lagið eins og honum er einum lagið. 17.00 Valdimar Tónlistarmaðurinn Valdimar flytur sín þekktustu lög við undirleik Björgvins Ívars Baldurssonar gítarleikara.

Felix Bergsson kynnir dagskrá. Stefán Már Magnússon gítarleikari leikur á milli atriða.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


20

viðtal

Helgin 17.-19. ágúst 2012

Leggur lífið undir í leit að lækningu „Ég er konan sem berst við alheiminn frá eldhúsborðinu,“ segir Auður Guðjónsdóttir stofnandi Mænuskaðastofnunar Íslands. Þjóðin hefur fylgst með baráttu hennar í gegnum árin. Hún er kona sem ákvað að leggja líf sitt undir í leitinni að lækningu við mænuskaða. Fyrst leitaði hún sjálf að lækningu fyrir Hrafnhildi dóttir sína, nú leitar hún að fólki sem getur fundið lækningu fyrir aðra. Auður segir að þótt þær mæðgur hafi unnið orustur sé stríðið sem þær háðu fyrir lækningu Hrafnhildar tapað.

É

g sé ekki eina mínútu eftir því að eyða ævi minni í að stuðla að því að fundin verði lækning við mænuskaða. Ég ætla að gera það sem þarf að gera og það sem ég get gert. Mér finnst eins og ég hafi komið hingað til jarðarinnar til þess að gera þetta,“ segir Auður Guðjónsdóttir sem hefur barist síðustu áratugi fyrir heilsu dóttur sinnar, Hrafnhildar Thoroddsen, sem lamaðist í alvarlegu bílslysi árið 1989. „Mænuskaðastofnun Íslands er eldhúsborðið mitt. Ég er konan við eldhúsborðið,“ segir þessi fyrrum skurðhjúkrunarfræðingur sem vinnur ötullega að því að ráðgátan um mænuskaðann verði leyst. „Ég hætti að vinna fyrir þremur árum þegar ég komst á 95 ára regluna uppi á spítala, til þess að geta hrint því í framkvæmd að þekkingu á mænuskaða verði safnað á einn stað og farið verði í gegnum hana – lækningin fundin. Mér finnst þetta skipta svo miklu máli.“ Og baráttan hefur borið þann árangur að Norðurlandaráð samþykkti í fyrra að Norðurlönd taki forystu í leit að lækningu við mænuskaða. Stefnt er á að skipa hóp sérfræðinga sem á að finna það sem getur í framtíðinni leyst gátuna um mænuna. Samþykkið fékkst eftir að 8.500 íslenskar konur, með Siv Friðleifsdóttur í broddi fylkingar, hvöttu Norðurlandaráðsþing áfram. Nú er Auður smeyk. Hún óttast, eftir að málinu var frestað í sumar, að það takist ekki að koma sérfræðinganefndinni á laggirnar fyrir kosningabaráttuna til Alþingis sem fram undan er.

Auður Guðjónsdóttir hefur í nærri aldarfjórðung barist fyrir því að lækning finnist við mænuskaða. Hún trúir því að þekkingin sem leiði til lækningar sé þegar til staðar, enda séu tvö þúsund greinar skrifaðar um mænuna árlega. Mynd/Hari

Óttast framtaksleysi

„Ég er ekki fædd í gær. Ég veit að nú fara menn að vinna fyrir kosningarnar og hver veit hver tekur við og hverjir sitja á þingi eftir þær? Svo getur orðið pólitísk upplausn hérna að loknum kosningum og það er því mikilvægt að klára þetta mál í haust. Ísland verður að koma málinu í farveg svo það dagi ekki uppi hjá Norðurlandaráði,“

Ég hef oft verið við það að gefast upp. Ég hef verið svo hryllilega reið. Ég hef öskrað á guð: Þú hjálpar mér aldrei.

segir hún og vill að íslenskir stjórnmálamenn þrýsti málinu í gegn. „Það eru svo margir búnir að leggja sitt að mörkum og hafa mikið fyrir þessu. Nú vantar aðeins herslumuninn.“ Brekkurnar í baráttu þeirra Auðar og Hrafnhildar dóttur hennar hafa verið misháar. Vonbrigðin mismikil en vonin aldrei slokknað. Hrafnhildur er ekki stigin úr hjólastólnum, sem hún hefur verið í frá sextán ára aldri. Lækningin er ekki fundin en fjölskyldan stendur samt á krossgötum. Hrafnhildur er að flytja í eigin íbúð og þar með frá foreldrum sínum í fyrsta sinn; ári fyrir fertugt. Það er áfangi í lífi þeirra sem næst rétt fyrir einn af þeim stóru sem glittir í, í baráttu Auðar fyrir bættu lífi þeirra sem hljóta mænuskaða – að sérfræðingahópurinn verði skipaður. „Ég ætla ekki að vera á lömunardeildinni í næsta lífi. Það er of erfitt. Ég ætla að klára það í þessu,“ segir Auður spurð um þrautseigjuna sem hún hefur sýnt í leit að lækningu við lömun dóttur sinnar. Leitinni sem hún lofaði dóttur sinni sem vildi ekki lifa eftir slysið. „Ég lofaði henni því til þess að halda henni gangandi að ég skyldi leita að endamörkum heims til að finna lækningu,“ segir Auður.

Lömunin hlutverk mæðgnanna

„Ég sagði við dóttur mína að þetta væri það hlutverk sem við hefðum tekið að okkur í þessu lífi. Hún veldur þessu hlutverki vel. Hún er yndisleg; ljúf og þægileg. Margir hefðu ekki ráðið eins vel við að lamast,“ segir Auður um dóttur sína sem vinnur hjá Össuri þrátt fyrir skerta heyrn og lömun fyrir neðan mitti. „Við Hrafnhildur höfum unnið margar orustur en við töpuðum stríðinu. Við vissum allan tímann að við myndum ekki vinna stríðið; að hún myndi ekki læknast. Við vildum bara sjá hve langt við kæmust. Við komumst svolítið áleiðis, en þá tók bein-

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

þynningin við. Hún fótbrotnaði fimm sinn á tveimur árum og þá var leiknum lokið.“ Auður viðurkennir að leiðin hafi verið torfarnari en hún reiknaði með. „Fjölskyldan stóð saman fyrstu árin eftir slysið og þess vegna gekk þetta. Dagarnir voru oft alveg hryllilegt svartnætti. Ég þurfti að sigta út tíu mínútur á sólarhring til að komast í sturtu. Þetta var þrældómur. Það er ekki öðruvísi,“ segir hún. „En það er bara þannig: Þegar eitthvað kemur fyrir hjá fólki, þótt það sé alltaf verið að tala um og dásama heilbrigðis- og velferðarkerfið, þá veltur allt á því sjálfu. Ef þú gerir ekki það sem þarf gerir það enginn fyrir þig,“ lýsir hún. Þjóðin hefur fylgst með þeim mæðgum og baráttu Auðar í gegnum árin. Meðal annars þar sem hún fékk í gegn að hingað kæmi kínverskur læknir í tvígang 1995 og 1996 og gerði aðgerðir á dóttur hennar. Auður fer yfir stöðuna þar sem við sitjum í stofunni í húsinu á Nesinu sem þau hjónin byggðu fyrir nærri aldarfjórðungi, á sjö mánuðum, eftir að ljóst var að miðdóttirin stæði ekki upp úr hjólastólnum. Engir þröskuldar, rúmt um og húsið hannað með hana í fyrirrúmi.

Fjölskyldan stóð saman

Einu og hálfu ári eftir að Hrafnhildur lamaðist fór Auður aftur að vinna og sú elsta tók við heima. Hún sá um systur sínar á meðan móðir þeirra vann á skurðstofum Landspítalans og maður hennar, Bjarni Halldórsson, var til sjós. Auður segir það hafa hjálpað fjölskyldunni mikið hvað hún Framhald á næstu opnu


ENNEMM / SÍA / NM53762

Tveir toppsímar á stórkostlegu tilboði

Innifalið:

Samsung Galaxy SIII

iPhone 4S, 16 GB

Einn sá allra flottasti á landinu

Klárlega vinsælasta og öflugasta eplið

119.900 kr. Staðgreitt áður:

134.900 kr.

Staðgreitt nú:

5.000 kr. inneign á mán. í 2 mán. og áskrift að Tónlist.is fylgir.

119.900 kr.

7.190 kr. á mán. í 18 mán.*

Staðgreitt áður:

139.900 kr.

5.000 kr. inneign á mán. í 2 mán. og áskrift að Tónlist.is fylgir. 7.190 kr. á mán. í 18 mán.*

500 mínútna áskriftin er kjörin með þessu tilboði

Við erum með réttu GSM leiðina fyrir þig

mínútur

+

500 SMS

+

500 MB notkun

+

Á siminn.is finnur þú bæði snjallsímann og áskriftarleiðina sem henta þér.

siminn.is I #siminn

=

4.990 kr. á mán. í 2 mán.

*Greiðslugjald 325 kr. bætist við mánaðargjald. Tilboðið gildir til 31.08.2012.

5.000 kr. inneign á mán. í 2 mán. og áskrift að Tónlist.is


22

viðtal

Helgin 17.-19. ágúst 2012

þekkti vel til innan heilbrigðis­ kerfisins. „Ég get aldrei fullþakkað starfs­ fólkinu á Landspítalanum og yfir­ stjórnendum þar. Það komu allir svo vel fram við mig [eftir slysið]. Enn þann dag í dag get ég hringt upp á spítala og starfsfólkið stendur á bak við mig hvenær sem ég þarf á að halda. Ég er svo heppin að þekkja þetta góða fólk.“ Í gegnum árin hefur kúrsinn í baráttu Auðar breyst. Fyrst fór hún að skrifa bréf, leita að lækningunni. Svo að sækja þing brautryðjenda. „Ég lærði hvernig þetta virkar. Ég fór á þing þar sem einhver bar eitt­ hvað lofandi fram. Allir klöppuðu. Svo gerðist ekki meir. Ég hugsaði: Þetta er ekki hægt. Það verður að taka völdin af þessum mönnum ef takast á að samnýta þekkinguna og móta lækningastefnu fyrir mænuskaðaða. Ég hugsaði með mér að ég ætlaði að berjast fyrir sjúklingana. Og það gerði ég,“ segir hún og vill fá hlutlausa sérfræðinga til að skoða þekkinguna sem til er.

Íslendingum verður þakkað

Auður trúir því nú að besta leiðin að lækningu sé þessi pólitíska leið sem virðist vera að nást í gegnum Norðurlandaráð. „Mænuskaði er flokkaður sem skaði sem hinn frjálsi markaður hagnast ekki á að lækning finnist við. Hver á þá að finna lækninguna? Hvar eru mann­ réttindi þessa fólks? Það hlýtur að vera alþjóðasamfélagið sem á að taka á svona málum. Það er sú leið sem ég er að reyna að fara.“ Auk góðra starfa Íslandsdeildar Norðurlandaráðsins í fyrra hafi ís­ lensk yfirvöld ákveðið að tala máli mænuskaðaðra samhliða áratuga átaki Sameinuðu þjóðanna gegn umferðarslysum. „Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, er búin að tilkynna það formlega á þingi Sameinuðu þjóðanna, sem finnst þetta merkilegt, því allir vilja láta verkefni sín bera ávöxt.“ Auður vill nú sjá ráðuneytin taka höndum saman og ákveða hvernig tala eigi máli mænuskaðans þessi tíu ár. „Þess vegna þarf að afgreiða þetta verkefni frá ráðherranefnd­ inni í haust. Það er mikilvægt svo hægt sé að fara að virkja alla þá sem eru tilbúnir að koma að mál­ inu,“ segir hún. Margir séu í start­ holunum, meðal annars hafi for­ setinn komið á sambandi við FIA, formúlu 1 deildina, sem vilji skoða málið og Félag íslenskra bifreiða­ eigenda sé búið að fá stuðning fé­ laga bifreiðaeigenda á Norðurlönd­ unum með því. Ástæðan sé sú að um helmingur allra mænuskaðaðra hafi slasast í umferðarslysum. „Ég er alveg sannfærð um það að í tímans rás mun frumkvæði Ís­ lendinga í þessu verkefni færa þeim mikinn heiður. Gjörðir okkar geta haft áhrif á tugi milljóna mænu­ skaðaðra manna. Það er til fullt af

Auður Guðjónsdóttir „Við Hrafnhildur höfum unnið margar orustur en við töpuðum stríðinu. Við vissum allan tímann að við myndum ekki vinna stríðið; að hún myndi ekki læknast.“ Mynd/Hari

þekkingu. Hún er bara tvístruð út um allan heim. Einhvers staðar liggur litla þúfan sem veltir þungu hlassi,“ segir hún. Þannig hafi það einmitt verið með tilkomu pensilíns á sínum tíma.

Vill lækningu ekki endurhæfingu

„Á þriðja áratugnum skrifaði Alexander Flemming grein sína um mygluna. Enginn tók eftir því. Öllum var alveg sama og karl­ inn gafst upp. Hann réði sig sem læknir hjá skosku hirðinni. Í seinni heimstyrjöldinni dóu hermenn úr lungnabólgu svo bandamenn settu á laggirnar sérfræðingahóp sem skoðaði bakteríufræðin. Þeir rekast á grein Alexanders Flemming,“ segir hún. „Pensilínið er undirstaða nútíma­ læknisfræði og ein mesta uppgötv­ un innan læknisfræðinnar á 20. öld­ inni. Þekkingin hafði legið óhreyfð í áraraðir. Hugsið ykkur hvað hefði verið hægt að bjarga mörgum mannslífum á þeim árum,“ bendir hún á. „Gefnar eru út 2000 greinar árlega um mænuna. Ég er sann­ færð um að þekkingin sem þarf til að móta frumlækningarstefnu um mænuskaða er til.“ Auður bendir einnig á að í kjölfar

Fimmtán hlaupa fyrir Mænuskaðastofnun Ung kona frá Vestamannaeyjum hringdi í Auði og hvatti hana til að skrá Mænuskaðastofnunina í Maraþon Reykjavíkur. Það gerði hún nú í fyrsta sinn. „Allt í einu eru fimmtán farnir að hlaupa fyrir Mænuskaðastofnun Íslands,“ segir Auður Guðjónsdóttir stofnandi samtakanna. „Ég hef ekki beðið neinn um það en ég er svo þakklát, því ég finn að starf mitt skiptir máli. Þetta er viðurkenning fyrir það.“ Konan unga er Bjarný Þorvarðardóttir sem hleypur hálft maraþon vegna baráttu pabba hennar við mænuskaða. Hún hefur safnað áheitum fyrir nærri sjö hundruð þúsund krónum og er í þriðja sæti sem stendur. - gag

seinni heimstyrkjaldarinnar hafi komið fram sú krafa frá lömuðum hermönnum að þeir endurheimtu góða heilsu sína á ný. „Þá upphófst sú endurhæfingarstefna sem nú er við lýði. Hún er góð. En hún er ekki lækning. Hugsaðu þér, þessi endur­ hæfingarstefna er vel ríflega sextíu ára og engin lækningastefna hefur komið fram.“

Oft við það að gefast upp

Auður lýsir því þegar hún, fyrir fjörutíu árum, fór að vinna á Land­ spítalanum og krabbameins­ lækningar í þeirri mynd sem við þekkjum nú voru að ryðja sér til rúms. Mjög skiptar skoðanir hafi verið á lyflækningunum meðal lækna. „Það var hryllingur að horfa upp á fólkið sem fór í meðferð. Það ældi og spjó, ældi og spjó. Rúmin voru svitastorkin. Og svo dóu allir. Fólk átti svo bágt að maður grét. En það var ekki gefist upp. Númer eitt var að allir hefðu dáið ef ekkert hefði verið gert og númer tvö þá hagnaðist einhver á því að fram­ leiða lyfin, því þau eru mjög dýr. En það er enginn hvati til að lækna mænuskaðaða,“ segir hún. „Svona er þetta bara.“ Nú þegar leiðin að markmiðinu


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 1 4 2 9

hefur verið mörkuð horfir Auður um öxl. „Ég hef oft verið við það að gefast upp. Ég hef verið svo hryllilega reið. Ég hef öskrað á guð: Þú hjálpar mér aldrei. Ég hef oft staðið fyrir framan [orðin tóm], þótt ráðamenn hafi verið velviljaðir í garð málstaðarins og allt viljað fyrir mig gera. Burókratía getur verið óþolandi,“ segir hún.

Sættist við guð inn á milli

LÍFEYRISAUKI

„En ég finn að barátta mín hefur skilað sér. Ég finn að borin er virðing fyrir starfi mínu,“ segir hún. „Og ég sættist við guð inn á milli. En í svona vinnu þarf maður mikið hljóð. Krafturinn mótast innra með mér. Ég get því ekki haft útvarp skröltandi yfir mér. Ég er alltaf að hugsa. Ég er að tala við sjálfa mig og guð. Ég spyr: Hvernig á ég að gera þetta? Ef mér finnst hann ekki hjálpa mér nógu mikið skamma ég hann. En guð er hérna innra með mér,“ segir konan sem hefur í rúm tuttugu ár barist fyrir mænuskaðaða.

SJÖ LEIÐIR TIL ÁVÖXTUNAR Lífeyrisauki Lífeyrisauki er stærsti sjóður landsins sem sinnir eingöngu viðbótarlífeyrssparnaði. Í Lífeyrisauka eru sjö ávöxtunarleiðir í boði. Sjö fjárfestingarstefnur sem henta ólíkum þörfum.

„Ég ætla ekki að vera á lömunardeildinni í næsta lífi. Það er of erfitt. Ég ætla að klára það í þessu.“

Sendu okkur póst á lifeyristhjonusta@arionbanki.is og fáðu að vita hvað Lífeyrisauki getur gert fyrir þína framtíð.

Lífeyrisauki 1

„Alltaf þegar á að vinna þrekvirki tekur það minnst fjórðung úr öld. Sjáið íþróttamennina okkur. Hugsið hvað það er erfitt að komast í fremstu röð og svo komast á toppinn? Sjáðu Nelson Mandela. Hann vann þrekvirki þegar hann sameinaði Suður-Afríku. Fólk sem nær toppárangri er búið að undirbúa sig í áratugi. Það er alveg eins með þetta. Það fer allt í þetta,“ segir hún. „Ég sit því við eldhúsborðið heima hjá mér og toga í alla spotta sem ég sé og tel að það yrði svo sannarlega þrekvirki ef okkur Íslendingum auðnaðist að eiga frumkvæðið að því að hleypt yrði af stokkunum skipulagðri leit að lækningu á mænuskaða. Það kæmi öllu mannkyninu til góða.“ Nú sé því aðeins spurt hvort takist að toga í þann sem rífur upp kraftinn hjá Norðurlandaráði og nefndin verði skipuð.

Lífeyrisauki 2

Lífeyrisauki 3

Lífeyrisauki 4

Lífeyrisauki 5

Lífeyrisauki, erlend verðbréf

13,4%

13,0% 9,9%

11,0%

12,6% 7,9%

5,9%

4,3%

15%

10% 8,5%

6,9%

Lífeyrisauki, innlend skuldabréf

5% 2,2%

1,5% -1,8%

-1,0%

0%

Nafnávöxtun 30.06.2011 – 30.06.2012 5 ára meðalnafnávöxtun tímabilið 30.06.2007 – 30.06.2012

Stillanleg heilsurúm! Fyrir þínar bestu stundir. TEMPUR® Orginal eða Cloud heilsudýna á C&J stillanlegum botnum. 2x80x200 cm.

Tilboðsdagar í ágúst!

Þráðlaus fjarstýring

ÁGÚST-TILBOÐ Kr. 578.550,Verð 749.875,- Þú sparar 171.325,-

DÝNUR OG KODDAR

12 mánaða vax talau s lán á stil lanle g u m rú m u m * * 3,5% lántökugjald

Faxafeni 5, Reykjavik og Skeiði 1, Ísafirði • Sími 588 8477 • www.betrabak.is


24

viðtal

Norður-írski leikstjórinn Ian McElhinney stýrir Hilmi Snæ Guðnasyni og Stefáni Karlssyni í leikritinu Með fulla vasa af grjóti. Hann er eftirsóttur listamaður og eftir mánuð hefjast tökur á 3. seríu Game of Thrones þar sem hann leikur Barristan Selmy.

Helgin 17.-19. ágúst 2012

Enduruppgötvar leikrit konu sinnar í Þjóð­leikhúsinu

Ljósmynd Hari

Ian McElhinney er írskur leikari og leikstjóri, á að baki farsælan feril sem slíkur og var hér nýverið á landi til að vinna að uppsetningu leikritsins Með fulla vasa af grjóti sem hann setti upp hér fyrir um tíu árum; sýning sem sló eftirminnilega í gegn. Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson léku verkið fyrir um fjörutíu þúsund manns. Þeir hafa nú tekið upp þráðinn, ætla að setja sama verk upp á nýjan leik. Ian McElhinney er eftirsóttur listamaður og eftir mánuð hefjast tökur á 3. seríu Game of Thrones þar sem hann leikur Barristan Selmy. Blaðamaður hitti þennan geðþekka Íra í Kassa Þjóðleikhússins eftir æfingu; og fékk hann meðal annars til að ausa þá Stefán Karl og Hilmi Snæ lofi.

Þ

ENNEMM / SÍA / NM51727

egar blaðamaður mætti í Kassa Þjóðleikhússins stóðu yfir æfingar á Með fulla vasa af grjóti, Hilmir Snær og Stefán Karl á sviðinu og úti í sal sátu Ian McElhinney og Selma Björnsdóttir aðstoðarleikstjóri. Þetta er ströng en snörp æfingalota því McElhinney, sem að íslenskum sið verður hér eftir kallaður Ian, er aðeins hér í átta daga til að taka upp þráðinn en leikararnir búa að því að hafa leikið verkið 180 sinnum, reyndar fyrir tíu árum. Allir furða þeir þrír sig á því hversu ferskt í minningunni verkið er. En það þarf að hreinsa upp; þeir koma nú að því reynslunni ríkari og tíu árum eldri. Við setjumst niður baksviðs og Írinn er spurður hreint út: How do you like Iceland? Ian, sem fæddur er 1948 í Belfast, Norður -Írlandi, lyftir brúnum. Átti ekki alveg von á þessari spurningu í musteri hinnar íslensku tungu en var hins vegar fljótur á

kveikja á tækifærinu; að strjúka íslenskum lesendum rétt: „Ég nýt dvalarinnar til hins ítrasta. Eina vandamálið er, vegna hins knappa tíma sem ég hef, að ég fer varla úr Reykjavík. Ég nýt þess að vera í Reykjavík, en ég á enn eftir að upplifa og uppgötva landið. Þegar ég var hér síðast fór ég gullna hringinn; Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Og hef ákveðið, algjörlega burtséð frá því hvort ég muni starfa hér aftur eða ekki, að koma aftur og fara um landið. Ég keypti bók um daginn, með myndum af landinu og það er stórkostlega fallegt; algjörlega ótrúlegt út frá jarðfræðilegu sjónarhorni. Einn daginn ætla ég að láta það eftir sjálfum mér að fara hér um.“

Stórkostlegir leikarar þeir Hilmir og Stefán

Ian tekur fram að hann sé jafnframt leikari en hann hefur starfað jafnframt sem leikstjóri í um tuttugu og

fimm ár – með hléum. Hann er eftirsóttur sem slíkur. „Ég er nú að setja upp tvær sýningar. Þegar ég fer héðan, á mánudag, tek ég upp þráðinn á Írlandi, eins manns sýningu sem frumsýnd verður áður en Með fulla vasa af grjóti verður frumsýnd. Þá kem ég aftur til að ganga frá þessari. Þannig að vonandi verða þessar sýningar, sem ég leikstýri, báðar í gangi á sama tíma.“ Írinn er glettinn og greindarlegur í senn og þegar blaðamaður upplýsir hann um að Með fulla vasa af grjóti hafi farið fram hjá honum á sínum tíma fullvissar Ian hann umsvifalaust að hann eigi frábæra leikhúsupplifun í vændum. Sem og reyndar allir þeir sem sáu sýninguna. „Þetta er sérstaklega ánægjulegt og athyglisvert framtak innan íslensks leikhúss. Leikritið er einstaklega vel skrifað og magnað að sjá í meðförum þessara frábæru leikara. Alger galdur hvernig þeim tekst að blása lífi í tuttugu persónur.

Þeir eru báðir mjög hæfileikaríkir; eru tæknilega mjög góðir, ótrúlega fljótir að átta sig, hafa til að bera góða einbeitingu og hafa til að bera meðfædda hæfileika fyrir tímasetningum sem er lykilatriði í kómík á sviði. Leikritið hefur til að bera húmorískar eigindir. Ég naut þess mjög að vinna með þeim á sínum tíma. Og það er einstaklega ánægjulegt að „enduruppgötva“ leikritið með þeim.“

Sigurganga „Stones“ um heim allan

Í fimm ár var ég nánast í þessu einungis; að setja upp „Stones“. Ég var orðinn þreyttur á verkinu og verkið á mér.

Ian leikstýrði verkinu upphaflega þegar það var sett á svið á Írlandi árið 1999, þar sem það var sýnt og fyrir lá að það færi á leiklistarhátíð í Edinborg. Þegar sýningum þar lauk lá fyrir að áhugi fólks á verkinu var sannarlega til staðar. En engan óraði fyrir þeirri sigurgöngu sem í uppsiglingu var: Það var sett upp í framhaldinu í litlu leikhúsi í London, og þaðan fór það á West End. „Verkið er tiltölulega einfalt hvað alla umgjörð varðar, tiltölulega einföld leikmynd, nánast autt svið þannig að okkur datt ekki í hug að það myndi ganga á West End. Þar sló það hins vegar í gegn og fór á Broadway þar sem það var sýnt í sex mánuði og var áfram á West End með nýjum leikurum. Gekk þar árum saman.“ Velgengni verksins var þannig orðin alþjóðleg. Ian var beðinn um að setja leikritið upp í Svíþjóð. Þar sá Stefán BaldursFramhald á næstu opnu

tvær nýjar bragðtegundir! Ný bragðteguN - bÉarNaise d

Ný bragðteguN - sítróNa o d g Karrí


Beint frá

Bónda

ÍSLENSKT KJÖT

ÍSLENSKT BLÓMKÁL, PAKKAð

499

Við gerum meira fyrir þig

KR./KG

20%

FLJÓTSHÓLA GULRæTUR Í LAUSU

499

ÍSLENSKT KJÖT

afsláttur

Ú

BESTIR Í KJÖTI

I

Ú

I

R

KR./KG

KJÖTBORÐ

100% akjöt! Naut

ÍSLENSKT KJÖT

3479

B

EGILS KRISTALL MExIcAN - LIME, 2L

Ú

KR./KG

i! Sval aNd

TB KJÖ ORÐ

R

KJÖTBORÐ

BESTIR Í KJÖTI

UNGNAUTAFILLE

I

B

afsláttur

R

TB KJÖ ORÐ

Ú

1598

R

I

LAMBALæRISSNEIðAR

198

4349

KR./STK.

ÍSLENSKT KJÖT

MARS, SNIcKERS OG TWIx, 6 STK. Í PK.

25% R

KJÖTBORÐ

2598

KR./PK.

Ú

BESTIR Í KJÖTI

I

I

1899

B

KR./KG

Ú

Ú

KR./STK.

399

TB KJÖ ORÐ

KJÖTBORÐ

BESTIR Í KJÖTI

R

R

B

GRÍSALUNdIR

I

Ú

afsláttur

TB KJÖ ORÐ

R

I

UNGNAUTA HAMBORGARI, 200 G

ÍSLENSKT KJÖT

Nammibarinn

50% afsláttur

R

TB KJÖ ORÐ

B

I

BESTIR Í KJÖTI R

KJÖTBORÐ

KR./KG

Ú

898

Ú

LAMBASÚPUKJÖT, 1. FLOKKUR

I

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

10%

20%

afsláttur

298

HRÍSMJÓLK M/KARAMELLUOG KANILSÓSU

ÍSLENSKT KJÖT

20%

1998

KR./KG

1798

KR./KG

Glæsilegt úrval meðlætis í kjötborði Nóatúns

BESTIR Í KJÖTI

KJÖTBORÐ

368

B

I

1398

MELÓNUR KANTALÓPUR

TB KJÖ ORÐ

Ú

HROSSAFILLE

R

I

afsláttur

KR./KG

Ú

Bónda

R

Beint frá

ALI SPARERIBS

1358

KR./KG

NÝtt tímabil! korta Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

AF NAMMIBARNUM ALLA vIRKA dAGA MILLI KLUKKAN 20:00 - 24:00 OG ALLA LAUGARdAGA


26

viðtal

Helgin 17.-19. ágúst 2012

son, þáverandi Þjóðleikhússtjóri, verkið og bað Ian um að færa það á fjalirnar á Íslandi. Þetta er 2001: „Ég setti leikritið upp í Japan, í Bandaríkjunum, sem sagt þá útfærslu sem fór um landið, aðra slíka á Englandi... útum allt. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá gerði ég of mikið af því að leikstýra þessu. Í fimm ár var ég nánast í þessu einungis; að setja upp „Stones“. Ég var orðinn þreyttur á verkinu og verkið á mér. Ég hef ekki sett það upp aftur síðan árið 2003 fyrr en núna.“

Meiri slagkraftur í alvarlegri eigindum

Leikritið hefur reyndar verið til sýninga og hefur verið stöðugt á fjölunum, einhvers staðar í heiminum.

Ian var feginn því á sínum tíma að vera laus, að geta snúið sér að öðru en nú er hann ánægður með að geta komið að því aftur. Nýtur þess í botn. Dásamlega gefandi. Það er sem nýtt fyrir honum: „Tvennt hefur gerst. Þó langt sé síðan við unnum að verkinu er athyglisvert hversu mjög þetta rifjast upp. Með skýrum hætti. Við gerum breytingar, ég sjálfur hef stytt á stöku stað, en á þeim tæpu þremur árum sem þeir léku verkið kom eitthvað nýtt inn, eitthvað sem virkaði og annað ekki. Ég er þess fullviss að við stöndum uppi með einstaklega þétta og skemmtilega sýningu. Leikritið hefur mjög alvarlegan undirtón, fjallar um grafalvarleg atriði, sjálfsmorð í raun, en höfundurinn setur það

fram á manneskjulegan og húmorískan hátt. Alveg í gegn. Leikritið er skemmtilegt en snýst ekki bara um það að vera húmorískt. Þetta er hlátur og grátur. Ferðalag. Og þar kemur inn samspil leikritsins og svo uppfærslunnar, leiksins. Við vinnum að þessu nú í nokkra daga, og höfum komist ótrúlega langt. Þá tekur Selma Björnsdóttir við. Hún er mjög góð. Og svo kem ég aftur, fer í saumana á því og við æfum í þrjá daga áður en frumsýnt verður.“ Ian, Stefán og Hilmir eru sammála um að meiri slagkraftur sé í alvarlegri þáttum verksins. Það sem er fyndið er áfram fyndið en ógnin í verkinu hefur nú verið betur undirstrikuð. Leikritið er eftir eiginkonu Ians, Mary Jones, sem er leikkona

Ég var friðlaus þegar ég uppgötvaði að í Brandeis var leiklistardeild. Öfundaði alla sem þar voru. en jafnframt farsælt leikskáld – þetta verk varð reyndar til þess að hún sló í gegn sem slík. Spurður segir Ian þá staðreynd, að kona hans er höfundur, vissulega gefa sér ákveðið frelsi gagnvart uppsetningunni; að gera breytingar þegar svo ber undir. „Já, ég sennilega þekki verkið betur en hún. Ég hef sett það svo oft upp og hún treystir mér til að gera lagfæringar, stytta og jafnvel bæta inní verkið. Hún veit að það er gert af þekkingu og góðum hug.“

Sérstakt að setja verkið upp í Japan

Hagkvæmir heimilisbílar Árgerð 20052 sjálfskiptur · bensín

9,2 l Eyðsla1

Bifreiðagjöld

4,5 l

Sparnaður á ári

447.120 kr.

-

218.700 kr.

=

228.420 kr.

34.240 kr.

-

9.760 kr.

=

24.480 kr.

=

2.040 kg

221 g/km

4.420 kg

CO2 útblástur ENNEMM / SÍA / NM53423

Árgerð 20122 beinskiptur · dísil

-

119 g/km

2.380 kg

Nú getur þú kíkt á ergo.is og kynnt þér yfir 50 nýjar tegundir grænna bíla og kosti grænna bílalána. Blönduð eyðsla á hverja 100 km Rekstur í eitt ár á meðalstórum fólksbíl m.v. að bensínverð sé 243 kr., dísilverð 243 kr. og akstur á ári 20.000 km

1

2

Suðurlandsbraut 14

>

sími 440 4400

>

www.ergo.is

>

ergo@ergo.is

Eins og áður sagði hefur Ian sett „Stones“ upp um heim allan. Hann segir mismunandi tungumál ekki mikla fyrirstöðu, hann gerþekkir verkið en leggur mikið uppúr því að finna út hvort merking orða vísi ekki til mismunandi menningarlegra blæbrigða hvers staðar um sig. Stefán Karl og Hilmir segja Ian mjög nákvæman hvað þetta varðar og spyr út í einstök orð. En hann hefur góða tilfinningu fyrir því hvað virkar og hvað ekki. Oftast er það svo að hann getur tjáð sig milliliðalaust við leikarana en því var ekki fyrir að fara í Japan, þar sem hann setti verkið upp og gekk það afar vel á japönskum fjölum. En vinnan var mjög frábrugðin. Hún fór algerlega fram með hjálp túlks. Og þar varð að ríkja algjört trúnaðartraust, sem og gerði. „En mér þótti þetta merkileg reynsla. Verklagið var mjög frábrugðið. Hér, í Svíþjóð og víðar er það afar þröngur hópur sem kemur að æfingum. En í Japan var fjöldi manna viðstaddur; tæknifólk, umboðsmenn leikara, aðstoðarmenn leikara... Ég tók fyrir það á ákveðnum tímapunkti að vegna þess að hættan er sú að leikararnir fari að „leika“ fyrir viðstadda í stað þess að vinna hlutverkin. Um þetta þurfti að semja.“ Ian sjálfur er leikari jafnframt og hann er spurður út í sambúð leikarans og leikstjórans? „Ég hef alltaf litið á sjálfan mig sem leikara. Hef leikstýrt samhliða því, sveiflast á milli og hef alltaf litið á það sem enn eitt vopn í vopnabúrið að vera leikstjóri. Ég geri ekki upp á milli. Vandamálið er við þennan bransa er að þegar þú byrjar að leikstýra er hætt við að fólk gleymi að þú ert einnig leikari. Og að maður lendi útaf listum þar. Stundum þarf að minna á það.“ Ian segir að hvað sig varði þá styrki það sig sem leikstjóra að vera leikari. En þarna séu vissulega hættur. Leikurum í leikstjórastóli hætti til að vilja leika fyrir leikarann hlutverkið í stað þess að gefa honum svigrúm til að finna sínar leiðir að persónunum. „Ég þarf að minna mig á þetta. Oft þarf annars konar hvatningu.“ Og þá sé einnig hætta á að leikara-leikstjóri sé takmarkaður, hafi jafnvel of mikla samúð með verklagi leikarans, sem getur reynst takmarkandi. „Ég þarf að minna mig á þetta stöðugt. Til eru frábærir leikstjórar sem ekki eru leikarar. Og þeir hafa oft á færi sínu

að greina hvað virkar utan frá fremur en að fara of mikið inn í verkið. Þarna eru sem sagt, jákvæðar og neikvæðar hliðar.“

Á leið til Marokkó í Game of Thrones

Ian er önnum kafinn við leikstjórnarverkefni nú en eftir um mánuð hefjast tökur á þriðju séríu í hinni miklu sjónvarpsþáttaröð Game of Thrones. Ian var í fyrstu seríunni, en þá datt hans persóna út en kemur hins vegar aftur inn í þriðju seríu. Þessir þættir eru að hluta til teknir upp á Íslandi, að verulegu leyti í Norður-Írlandi og á Englandi. „Sögusviðið er goðsagnalegt og á að gerast á Bretlandseyjum, ef maður kýs að líta svo á, og fjallar um riddara ættbálka. Sögusviðið sveiflast að einhverju leyti milli tveggja heima; þess að vera á heitum stað og köldum. Hinir köldu eru teknir á Íslandi. Ég hins vegar tilheyri heitari helmingi sögusviðsins og þau atriði sem ég er í verða tekin í Marakkó. Vinna mín við Game of Thrones mun því ekki bera mig til Íslands heldur í þveröfuga átt. Ekki stóð til, í huga hins norðurírska drengs að verða leikari en hann fékk bakteríuna 15 ára þegar hann tók þátt í skólauppfærslu. Það varð ekki aftur snúið, hann fór að sækja leikhús og var virkur í leiklistarfélagi háskólans í Edinborg þar sem Ian lærði tungumál og félagsfræði. Hann fór þaðan til Bandaríkjanna, ætlaði ekki að reiða sig á hina ótryggu framtíð sem leiklistin býður uppá, til að nema alþjóðleg samskipti við Brandeis í Boston. „Ég var friðlaus þegar ég uppgötvaði að í Brandeis var leiklistardeild. Öfundaði alla sem þar voru. Og fékk mig að endingu færðan. Til að fullnægja þessum áhuga mínum. Auk þess sem það var frábær staður til að hitta kvenfólk. Þetta fór einstaklega vel saman í mínum huga.“

Heldur sér ungum með leiknum Eftir leiklistarnámið í Boston fór Ian til Bretlands og kenndi leiklist í fjögur ár. Hann var um þrítugt þegar hann sagði við sjálfan sig; „ef ég læt ekki á þetta reyna núna, að leika, þá verður það aldrei.“ Hann hóf því feril sinn sem leikari fremur seint, en á þó ótrúlega langan og glæsilegan afrekalista; hefur leikið á sviði, í útvarpi, sjónvarpi og í kvikmyndum. Ian segist gjarnan hafa viljað byrja fyrr sinn feril en er nú að vinna það upp sem best hann má. „Mér líður þannig að ég hafi ekki leikið nóg til að verða leiður á því enn. Eins og ef til vill margir á mínum aldri. Sem hafa leikið frá því að þeir voru rúmlega tvítugir. Ég nýt til fulls að leika og get ekki ímyndað mér að hætta því núna. Ég gæti sest í helgan stein, en... já, þetta heldur mér ungum. Heldur mér á lífi. Ég hugsa að þegar menn hafa kannski komið sér vel fyrir en hafa ekkert fyrir stafni, þá fyrst verða menn gamlir.“ Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettatiminn.is

Meira á næstu opnu


ALLT AÐ

% 0 5 UR AFSLÁTT

Komdu og gerðu góð kaup á Ljósadögum Pfaff. Þú færð ókeypis ráðgjöf ljósahönnuðar, toppgæði

LJÓSADAGAR

LOFTLJÓS HALOGEN 50W

333%

AMORE LOFTLJÓS

445%

AXELLE VEGGLJÓS

VERÐ ÁÐUR 25.900,- NÚ 20.000,-

2

%

4

%

frábæru verði hjá okkur.

GÓLFLAMPI MEÐ LESARMI VERÐ ÁÐUR 29.800,- NÚ 18.000,-

4

%

4

%

DYN AMO RE YKJAVÍ K

VERÐ ÁÐUR 11.900,- NÚ 8.000,-

og glæsilega hönnun á

LOFTLJÓS VERÐ ÁÐUR 45.900,- NÚ 25.000,-

VERÐ ÁÐUR 13.900,- NÚ 7.800,-

kíktu inn á www.pfaff.is Pfaff // Grensásvegi 13 // Sími 414 0400

ÚTILJÓS UPP/NIÐUR LÝSING VERÐ ÁÐUR 13.900,- NÚ 7.800,-


28

viðtal

Helgin 17.-19. ágúst 2012

Öll úr sama sæðisbankanum H

ilmir Snær hefur reynsluna af Hilmir Snær að taka upp sýningu aftur löngu og Stefán síðar; sama átti við um Listaverkið frá síðasta leikári þar sem hann endurtók Karl leika leikinn ásamt þeim Ingvari E. Sigurðssyni verkið Með og Baltasar Kormáki – sýning sem hlaut fulla vasa af afar góðar viðtökur mörgum árum síðar: grjóti sem sló „Ég ætla ekki að segja að ég sé kominn í eftirminnilega endurvinnsluna, kominn hringinn og ætli í gegn á sínum að taka öll leikrit upp. Þetta verður líklega það síðasta. En þetta var gert meðal anntíma eða fyrir ars vegna þess að Stefán Karl er á landinu. tíu árum: 180 Hann hafði kannski ekki tíma til að æfa nýtt leikrit alveg frá grunni. Við reiknum sýningar, 40 að fólk langi til að sjá hann og þá kom þúsund manns með þessi hugmynd upp. Þetta verður takmarkkomu til að aður sýningafjöldi. En, vissulega, einkennilegt að taka þetta svona upp aftur en sjá og þeir það er ótrúlegt hvað maður man af þessu.“ félagar fóru í leikferðalag Sama leikritið en leikararnir aðrir um landið Stefán Karl segir þetta vissulega sama leikritið, sama leikmynd og nánast sömu og sýndu 20 sýningar fyrir búningarnir. „En þú getur aldrei komið eins að verkinu. Í þeim skilningi erum við troðfullu húsi. alls ekki að endurvinna það sem við höfum Þeir segja áður gert. Við erum að draga út aðra þræði það vissulega sem við drógum ekki út þá. Það er verið að stilla mixerinn aftur. Þeir sem sáu þetta þá sérkennilegt munu ekki sjá sömu sýninguna.“ Hilmir að taka upp tekur við: „Þeir munu örugglega njóta þess betur. Við erum að njóta þess betur að þráðinn að gera þetta núna. Við erum eldri. Við höfum nýju. Jakob breyst. Erum hnitmiðaðari. Grínkaflarnir Bjarnar greip eru eins en alvarlegri þættir verksins hafa þá glóðvolga, meiri slagkraft. Vega þyngra.“ Þeir draga ekki úr því að leikstjórinn Ian baksviðs í McElhinney sé eðalkappi sem gaman er Kassanum, að hitta aftur. „Við höfum ekki séð hann sveitta eftir nema í bíómyndum og sjónvarpi síðan þá. æfingar Í Game of Thrones meðal annars. Þetta er náttúrlega alvöru gæi og heiður að vinna dagsins. með honum,“ segir Hilmir og Stefán Karl

bætir því við að hann sé frá Írlandi þannig að stutt sé á milli menningarlega: „Hann er mjög agaður, veit nákvæmlega hvað hann vill. En við fáum að leggja til okkar inn í þann ramma. En við hlaupum ekki með verkið út um allt. Við höfum tillögurétt.“

Leikstjórar allstaðar eins

Báðir hafa þeir Stefán og Hilmir mikla reynslu af því að vinna með erlendum leikstjórum. Þeir eru sammála um ekki sé svo mikill munur að vinna með þeim og íslenskum. „Þetta er náttúrlega allt sami hluturinn, leikhúsvinna. Fer bara eftir því hvaða persónuleiki á í hlut hverju sinni,“ segir Hilmir. „Hann hefur ótrúlega góða tilfinningu fyrir íslenskunni, stoppar okkur oft af og spyr útí hvað þetta orð þýði nákvæmlega. Mikill tími fari í að fara vel í grunninn á þessu.“ Stefán Karl segir ekkert látið vaða í gegn: „Hann er mjög nákvæmur. Maður finnur engan mun á því. Leikhúsvinna er samskipti leikara og leikstjóra og snýst um þessar persónur sem verið er að skapa. Eftir hverju verið er að fiska? Vissulega geta hefðir og verklag í leikhúsum verið frábrugðið milli landa? Stundum er um miklu stærra apparat að ræða en á sviðinu með leikstjóra er þetta nákvæmlega sami hluturinn. Eins og við séum öll úr sama sæðisbankanum.“ Þeir félagar benda á að nú hafi þeir styttri tíma en þegar verkið var sett upp á sínum tíma. Ian er umsetinn listamaður og þeir hafa nú átta daga til að æfa verkið upp á nýjan leik. Þá fer Ian utan til að ganga frá annarri sýningu en kemur til baka á nýjan leik til að fínpússa fyrir frumsýninguna sem er ráðgerð 15. september. Á meðan halda þeir áfram að æfa og tekur þá Selma Björnsdóttir, sem er aðstoðarleikstjóri, við leikstjórnartaumunum. -jbg

Við erum eldri. Við höfum breyst.

Hilmir Snær og Stefán Karl tíu árum eldri en þegar þeir léku Með fulla vasa af grjóti. Þeir segja ekki hægt að koma eins að verkinu, þeir eru breyttir og ýmsir þættir verksins fá aukinn slagkraft – sama leikritið en ekki sama sýningin. Ljósmynd Hari.

Tilboðin gilda til og með 19.08.2012. VSK er innifalinn í verði. Fyrirvarar eru gerðir vegna mögulegra prentvillna.

IT DOESN’T GET GET BI B BIGGER IGGER THAN THIS! THIS! THI

20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓLATÖSKUM AKUREYRI: Glerártorg, sími 461 4500 ★ GRAFARVOGUR: Blikastaðavegur, sími 585 0600 ★ KÓPAVOGUR: Smáratorg, sími 550 0800


Galleríi Fold á Menningarnótt

20 ára afmælishátíð hefst kl. 11 Sýningar í Gallerí Fold 18. ágúst – 2. september

allir velkomnir á opnun sýninganna kl. 13

Skapað af list

20 listamenn vinna og spjalla við gesti um list sína 11.30–13.30 Nikhil Nathan Kirsh málar 13.30 –15.30 Iréne Jensen þrykkir 15.30–17.30 Soffía Sæmundsdóttir málar 17.30–19.30 Elva Hreiðarsdóttir þrykkir 18.30–20.30 Þórdís Elín Jóelsdóttir þrykkir

Hortus Conclusus

Ragnhildur Þóra Ágústsdóttir Laugardaginn 18. ágúst kl. 13 verður opnuð sýning á verkum

19.30–21.30 Ingimar Waage málar

Ragnhildar Þóru Ágústsdóttur í Forsal Gallerís Foldar.

Listamannaspjall á hálftíma fresti.

Sýningin er hluti af dagskrá Menningarnætur og stendur til 2. september.

14 listamenn spjalla við gesti.

Ástþór Magnússon

Valerie Boyce

Inside Iceland

Þrjú ný uppboð á netinu; á myndlist, silfri og skartgripum og á vínyl hljómplötum.

Sýnir í Gallerí Fold

Sýnir í Gallerí Fold til 26. ágúst

18. ágúst – 2. september

Vökum af list í Galleríi Fold Dagskráin er á myndlist.is • Opið til kl. 22 á Menningarnótt Lokað sunnudag Leikur fyrir alla

Ratleikur fyrir börn og fullorðna

Hvaða saga er í myndinni?

kl. 11–13 · kl. 13–15 · kl. 15–17 kl. 17–19 · kl. 19–22 Leikurinn felst í að finna listaverk sem sýnd eru í

Listaverk hangir uppi í galleríinu. Finndu

galleríinu. Við hvert þeirra er lítil frásögn og í

myndina og skrifaðu niður titil eða hvaða

henni bókstafur sem er hluti af orði sem gestir

sögu þér finnst myndin segja. Ein saga verður

eiga að finna út. Dregið er úr réttum lausnum og

valin og í verðlaun er listaverkabók. Dregið

heppinn þátttakandi fær listaverkabók í verðlaun.

Bráðlifandi músik

{

Dregið er fimm sinnum yfir daginn.

er þrisvar yfir daginn.

Guðbjörn Guðbjörnsson Hádegistónleikar kl. 13.30 · Síðdegistónleikar kl. 16.30 Guðbjörn Guðbjörnsson syngur létt lög við undirleik Guðbjargar Sigurjónsdóttur. Alltaf sama fjörið hjá þeim.

Arnar Ingi og Johnny Cash kl. 15.30

kl. 13

Gallerí Fold er 20 ára og fagnar með súkklaðiköku

Arnar Ingi spilar nokkur lög úr smiðju Johnny Cash fyrir gesti Gallerís Foldar.

Listaport fyrir börnin Kl. 11–19 Vinnustofa í gerð og skreytingu á pappírsskutlum fyrir börn 12 ára og yngri. Ný vinnustofa hefst í Listaporti á klukkustundarfresti. Allir fá viðurkenningu og geta prófað skutlunar sínar.

Kl. 12 og svo á 30 mínútna fresti til 21.30

Listahapp Allir gestir fá happdrættismiða. Dregið verður á 30 mínútna fresti alls 20 sinnum. Dregið verður þangað til vinningar ganga út. Vinningar eru ýmist listaverk eða listaverkabækur. Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is


30

menningarnótt

Helgin 17.-19. ágúst 2012

Á harðaspani á Menningarnótt Fréttatíminn við að skoða Cadillacbíla að hann var næstum búinn að gleyma sjálfri setningu hátíðarinnar sem fram fer í Hljómskálagarðinum. Enda má það ef til vill vera til marks um hversu frumlegur hinn vinsæli borgarstóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, er að hann setur Menningarnótt þó nokkru eftir að hún er byrjuð. Eftir að hafa hlýtt á borgarstjórann er upplagt að sjá hvað skátar eru að bauka en þeir munu koma sér fyrir í Hljómskálagarðinum og sýna súrringar og flekagerð meðal annars; veita innsýn í líf skátans.

Hátíðardagur Menningarnætur hefst í bítið á laugardaginn með hinu fjölmenna Reykjavíkurmaraþoni.

fanga meðal annars í glæpamyndum- og sögum. Svo mörg voru þau orð. Og áfram skal haldið.

13.00 – 18.00

Reykvískir víkingar í fullum skrúða kynna félag sitt á Menningarnótt.

13.00 – 14.00

Reykjavíkurborg iðar af mannlífi og alls kyns uppákomum á laugardaginn þegar Menningarnótt stendur yfir frá morgni til kvölds. Menningarnótt var fyrst haldin árið 1996 og hefur jafnt og þétt þanist út; hátíðin er orðin einn fjölsóttasti viðburðurinn í borginni ár hvert og tekur jafnvel 17. júní fram. Talið er að um 100.000 manns bregði sér í bæinn á Menningarnótt og óhætt er að fullyrða að í þéttri og fjölbreyttri dagskránni geti allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Fréttatíminn þjófstartaði og reyndi að þeytast á milli nokkurra viðburða, í huganum með skeiðklukku og heyrði af fullkomnu handahófi í nokkrum sem verða í sviðsljósinu. Úrvalið er slíkt að ekki nokkur manneskja kemst yfir nema brotabrot af því sem í boði er. 08.30 – 15.00 Reykjavíkurmaraþon Reykjavíkurmaraþonið markar upphaf hátíðisdagsins en hlauparar rjúka af stað frá Lækjargötu klukkan hálf níu að morgni laugardagsins. Reykjavíkurmaraþonið er fjölskylduviðburður sem hefur fyrir löngu fest sig í sessi enda geta allir tekið þátt, ungir sem aldnir, hlaupandi, gangandi eða hvetjandi. Þá hlaupa margir til stuðnings verðugu málefni og er það vel. En fyrir dyrum stendur ráp upp og niður Laugaveginn, listviðburðir um alla borg; við Hlemm, í Kvosinni, gömlu höfnina, Hljómskálagarðinum...

11.00 – 17.00

HELGAR BLAÐ

Íslenski Cadillac-klúbburinn Fréttatíminn var að sjálfsögðu mættur fyrir allar aldir til að hvetja hlaupara til dáða, en er sjálfur sporlatur, svitnar í huganum með hlaupurunum en þegar skotið ríður af röltir hann röltir í rólegheitum niður að gömlu höfninni til þess að kíkja á glæsilegar drossíur og dollaragrín hjá Íslenska Cadillac klúbbnum. Félagar í klúbbnum verða mættir á Hörputorg klukkan ellefu og sýna gestum og gangandi ameríska eðalvagna sína til klukkan 5. Mikið má vera ef frægasti Cadillac-kall landsins, rithöfundurinn Ólafur Gunnarsson, verður ekki þar mættur á gljáfægðri og vígalegri sjálfrennireið sinni. Við missum ekki af því. Þó hefðbundnar listgreinarnar séu í öndvegi eru ýmsar uppákomur sem keppa við þær um athyglina.

12.30 – 13.00 Líf skátans og borgarstjórinn Svo rólegur í tíðinni var

Ástarmafían fyrir opnum gluggum Klukkan eitt er Fréttatíminn kominn upp á Laugaveg 100 til þess að horfa á leikritið Hinn fullkomni glæpur í gegnum stóra glugga hússins sem áður hýsti verslun. Leikkonan Svandís Dóra hóf undirbúning að þessari sérkennilegu frumsýningu á miðvikudaginn og síðan þá hafa undirbúningur og æfingar farið fram fyrir opnum tjöldum, eða gluggum öllu heldur, þannig að vegfarendur hafa getað fylgst með sköpun verksins frá byrjun.

Víkingar og vopnaskak Menningarlegir félagar úr Einherjar Víkingafélagi Reykjavíkur slá upp tjaldi fyrir framan Hallgrímskirkju. Þar verða þeir í fullum skrúða og fræða gesti um félagsskapinn sem hvílir á menningu forfeðra okkar. Handverksfólk verður á staðnum og sýnir muni sína og vonandi grípa menn til einhverra vopna og sýna bardagalistir sínar en eins og kemur fram aftar í blaðinu eru reykvísku víkingarnir frekar snauðir af sverðum þar sem þeir lánuðu vopn sín í tökur á kvikmyndinni Noah. Þeir láta það ekki á sig fá: „Okkur leggst eitthvað til,“ segir Gunnar – jarl Einherja.

14.00 – 15.00 Knús í boði Eftir spjall við vaska víkingana er ekki úr vegi að snara sér niður á Laugaveg og krækja sér í knús og faðmlag í Hlutverkaseturs á Laugavegi 25. Mýkja bæði sál og líkama. Slík atlot bæta, hressa og kæta og gera hvern mann móttækilegri fyrir menningunni.

13.00-17.00

„Við erum að gera ákveðna tilraun og erum meðal annars að athuga hvort við getum sett upp sýningu á svona stuttum tíma en við gefum okkur þessa þrjá sólarhringa,“ segir Svandís. Í heimi þar sem allir fylgjast með öllum getur verið erfitt að fremja hinn fullkomna glæp og tilraun Svandísar og félaga gengur ekki síst út á spurninguna um hvort fólk sé ekki alltaf að leika þegar það veit að fylgst er með því. „Áhorfandinn fær þarna að skyggnast inn í vinnuferli listamannsins, sem er oft mjög viðkvæmt. Maður er að prófa sig áfram og líður oft eins og kjána þegar maður fer að skoða hlutina. Þarna leyfum við öllum að fylgjast með alveg frá byrjun.“ Og svo enginn þurfi að missa af neinu er einnig hægt að fylgjast með hópnum að störfum í beinni útsendingu á netinu á www. astarmafian.is. „Við erum þarna leikarar, dansarar, tónlistarfólk og ýmsir aðrir og vitum ekki alveg hvað gerist á þessum þremur dögum en þetta er tímaramminn sem við setjum okkur þannig að það er allt mjög opið með hvað áhorfendur munu sjá í glugganum á laugardaginn.“ Svandís segir hópinn vera að rannsaka glæpasöguna og hinn fullkomna glæp og leiti

Ástarmafían hefur ekkert að fela og æfir fyrir opnum tjöldum.

Ágústa Dómhildur safnar fé fyrir vannærð börn í Afríku með fiðlu sína að vopni.

Fiðluleikur fyrir UNICEF Á leiðinni niður á Laugaveg væri syndsamlegt að gleyma að koma við hjá fiðlunemanum unga Ágústu Dómhildi fyrir utan Eymundsson á Skólavörðustíg og tæma vasana ofan í fiðlukassann hennar. Ágústa fékk þá frábæru hugmynd í fyrra að leika á fiðlu til styrktar UNICEF og hún ætlar að endurtaka leikinn í ár enda gekk henni vel í fyrra og safnaði rúmum 100.000 krónum. Ágústa leikur ljúfa tóna og er með fiðlukassann opinn fyrir frjáls framlög frá gestum og gangandi.

„Ég sá auglýsingar frá UNICEF um söfnunina og datt þá í hug að safna fyrir þau,“ sagði Ágústa við Fréttatímann í fyrra. „Þetta gekk mjög vel. Framar mínum björtustu vonum og það voru margir sem gáfu og sumir gáfu frekar mikið,“ sagði hinn fimmtán ára gamli fiðluleikari í fyrra og henni gengur vonandi enn betur núna.

14.00 – 16.00 Horft á tilkomumikla sólina Ef veður leyfir er ekki úr vegi að brjótast í gegnum Framhald á næstu opnu



32

Skólavörðustíg 16

sími: 519-6000

www.geysir.net

menningarnótt

mannhafið á Laugavegi og koma sér niður á Austurvöll þar sem Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn ætla að koma sér fyrir við styttuna af Jóni Sigurðssyni og bjóða fólki að kíkja á sólina í gegnum sjónauka ef skyggni verður ágætt. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir sólina, þennan stórfenglega lífgjafa okkar, bjóða upp á mikið sjónarspil sem heilli jafnt unga sem gamla. „Það er alltaf gaman að heyra öll „váááá-in“ sem við fáum þegar fólk horfir á sólina með okkur,“ segir Sævar Helgi. „Við verðum með tvo sjónauka. Annan til þess að greina sólbletti og hinn sem greinir sólgos.“ Sævar Helgi segir sólgosin oft á tíðum vera mjög tilkomumikil á að horfa og bætir við að sjónaukarnir séu búnir þannig síum að aðeins brotabrotabrot af birtu sólar komist í gegn þannig að enginn sem vill horfa á móti sólu á Menningarnótt þarf að hafa áhyggjur af augum sínum. Félagarnir í Stjörnuskoðunarfélaginu eru vitaskuld hafsjór af fróðleik og hafa gaman að því að ausa úr viskubrunnum sínum. „Það eru allir velkomnir til okkar og fólk getur auðvitað fengið að fræðast eitthvað um þessa stjörnu okkar í leiðinni. Það er fátt sem við vitum ekki og við svörum öllum spurningum.“

16.30 Landsbankanum

Litla Jólabúðin

Laugavegi 8 101 Reykjavík Laugavegi 8

101 Reykjavík

Sími: 5522412 lindsay@simnet.is Sími: 5522412

lindsay@simnet.is

Ný sending

Eftirhermuhlaðborðið hans Sóla Fréttatíminn mun alveg örugglega rangla inn í Landsbankann um þetta leyti dags og þá verður á sviðinu skemmtikrafturinn Sóli Hólm: „Þú munt sjá mig á sviði með mínar eftirhermur. Þær fylgja mér hvert sem ég fer. Þetta verður eftirhermuhlaðborð: Pálmi Gunnarsson efstur á blaði, Páll Óskar, Herbert Guðmundsson og Gylfi Ægisson... hver stórstjarnan á fætur annarri. Ég verð með gítarinn og tek lagið. Þetta er tónlistaratriði í leiðinni,“ segir Sóli sem hefur sérhæft sig í að herma eftir tónlistarmönnum. Búast má áhorfendum á eins breiðu aldursbili og hugsast má og af því þarf Sóli að taka mið af: „Jájá, þetta er ekki þorrablót, þannig að maður þarf að passa sig á því að vera grófur, það má ekki. Reyndar er ég ekki þekktur sem grófur uppistandari en maður segir kannski ekki alveg það sama þegar fjögurra ára börn eru annars vegar eða fullir kallar á kallakvöldi. Tempraðari útgáfa, en ég geng alltaf eins langt og ég get. Þetta verður ekki dauðhreinsað uppistand, langt því frá.“ Sóli gerir ráð fyrir því að vera á sviðinu í um hálftíma. „Ég fæ það erfiða verkefni að koma fram á eftir Gunna og Felix, að fara í grínskóna á eftir þeim er ekkert grín. Ég hef komið fram á eftir Felix einu sinni á krakkaskemmtun, þar sem hann var búinn að taka Fiskinn minn! Og allir krakkarnir trylltir. Fáir listamenn sem erfiðara að

Helgin 17.-19. ágúst 2012

11.00 – 22.00

koma á eftir, allavega þar sem eru börn. Bið til guðs að Felix taki ekki Fiskinn minn, eða Fiskurinn hennar Stínu heitir það víst.“

Sýning á antikplötuspilurun Eftir að hafa tapað hraðskák á móti Hjörvari Steini og fylgst spenntur með hinum unga meistara mæta Jóhanni Hjartarsyni leggur Fréttatíminn á brattann og röltir í Gallerí Fold á Rauðarárstíg til þess að kíkja á antik plötuspilara og hlusta á tónlist leikna af þeim en meðal sýningargripa er plötuspilari sem María Markan átti. Þeir hjá Fold láta til sín taka; ljósmyndarinn Ástþór Magnússon mun ræða list sína þar og einnig væri fáránlegt, eftir að hafa tekið út antíkplötuspilarana að láta athyglisverða sýningu Ragnhildar Þóru Ágústsdóttur listmálara fram hjá sér fara.

Opið til 20.00

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn hafa boðið fólki að horfa á sólina og það mikla sjónarspil sem hún býður upp á þegar veður leyfir á Menningarnótt og 17. júní. Þetta vekur alltaf mikla lukku og sólin heillar bæði börn og fullorðna.

Snorri Bergsson framkvæmdastjóri Skákakademíunnar ásamt Vigni Vatnari Stefánssyni, níu ára skákkappa.

Sóli kemur fram á eftir Gunna og Felix og biður til guðs að Felix taki ekki Fiskinn minn – þá verði krakkarnir hreinlega alveg snar.

Samtöl við hluti Í Spark Design Space á Klapparstíg verður hönnunarverkefni Hönnu Dísar Whitehead kynnt en í verkum sínum rannsakar hún samband og samtal fólks við manngerða hluti. Hún hefur hannað hluti úr steinleir þar sem notagildið er ekki skilgreint heldur opið. Um leið og sett er handfang á hlut skapast sterk tenging við notandann og ímyndunaraflið fer af stað í leit að notagildi. Þessi árátta er afgerandi. Verkefnið á uppruna sinn í útskriftarverkefni Hönnu Dísar frá Hönnunarakademíunni í Eindhoven 2011 og Fréttatíminn ætlar á hlaupunum að reka inn nefið og gerast dálítið gáfulegur innan um hönnunargripina.

21.00 – 21.30

12.00 – 18.00

Samtal við manngerða hluti fer fram í Spark.

Skák fyrir alla Skákakademía Reykjavíkur verður á fullu á Lækjartorgi frá hádegi þar sem meðal annars undrabörn og stórmeistarar tefla við gesti og gangandi. Skák er skemmtileg og akademían ætlar að færa fólki heim sanninn um það með léttri og hraðri stemningu, kaffi og kleinum. Fréttatíminn ætlar sér ekki að missa af spennandi hraðskákeinvígi klukkan fimm þegar Jóhann Hjartarson og Hjörvar Steinn Grétarsson mætast. Segja má að þarna takist á sá besti og sá efnilegasti. En fyrir það verður Hjörvar búinn að tefla fjöltefli við gesti og gangandi en það byrjar klukkan fjögur. „Við ætlum að byrja í hádeginu með því að Helgi Ólafsson teflir við kvennalandsliðið í klukkufjöltefli,“ segir Snorri Bergsson hjá Skákakademíunni. „ Klukkan hálf tvö verður svo Alheimsmótið í Leifturskák. Þá er ein mínúta á keppanda þannig að þetta snýst ansi mikið um að vera snöggur á klukkunni og harður í tímahraki. Þetta er lokað mót sterkusta hraðskákfólks sem jafnvel sveigir og beygir reglur sér í hag.“ Klukkan þrjú dregur menntamálaráðherra í töfluröð á Íslandsmóti skákfélaga og fyrsta Íslandsmótið í Heilinn og höndin fer fram. Þá eru tveir í liði. Annar er heilinn og ákveður hvaða manni á að leika og hinn ákveður leikinn. Mótið er öllum opið. „Stemningin yfir daginn verður létt og skemmtileg með stuttum, skemmtilegum og fjölbreyttum viðburðum þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, segir stefán.

Hjalti Parelius við eitt verka sinna. „Það er mjög gaman að vinna í þessu og þetta höfðar til breiðs hóps. Krakkarnir alveg elska þetta. Ég fæ oft mikið af krökkum inn á sýningar hjá mér. Ef ég væri jafn vinsæll og ég er hjá börnunum þá væri ég löngu orðinn ríkur.“

Ofurhetjur í popplist Þegar kvölda tekur liggur leiðin aftur í Gallerí Fold þar sem myndlistarmaðurinn Hjalti Parelius ræðir við gesti um list sína. Hann hefur vakið verðskuldaða athygli með verkum sinum undanfarið enda ákaflega litríkar og skemmtilegar myndir. „Ég verð með allavegana eitt stórt verk sem er hrun- og spillingarádeila á bæði samfélagið og stjórnmálin. Svo verð ég með einhverjar minni myndir með mér líka.“ Hjalti ætlar að vera í miklu stuði, spjalla og svara öllum þeim spurningum sem kunna að vakna hjá fólki. „Ég er í popplistinni. Þessari teiknimyndalist og nota svipaða tækni, ef ekki sömu tækni, og Erró notar til dæmis. Ég hef stúderað hans verk í mörg ár og hef alltaf verið mjög hrifinn af hans efni. Í fljótu bragði rugla kannski margir manni við hann eða kalla mig kannski eftirhermu. Það er mögulega vegna þess að fólkið þekkir myndmálið en skoðar kannski ekki söguna í myndinni. Við erum kannski að nota sama tungumálið en ekki að skrifa sömu bókina. Maður fær svolítið þetta samasemmerki hérna heima. En svo eru margir sem hafa skoðað meira af Erróverkum og sjá strax muninn. Að ég er að segja allt annað.“

22.00 – 23.00 Balkan á bryggjunni Eftir að hafa drukkið í sig litagleði Hjalta Parelísar freistar Fréttatíminn þess að rjúka í Sjóminjasafnið við Grandagarð 8 til þess að hlusta á órafmagnaða balkan-tónlist hjá Varsjárbandalaginu.

23.00 – 23.15 Flugeldasýningin Með tóna Varsjárbandalagsins í eyrunum rýkur Fréttatíminn niður á höfn þaðan sem hann ætlar að horfa á hina mögnuðu flugeldasýningu sem er formlegur endapunktur hátíðarhaldanna. Þessi hlaup um dagskrá Menningarnætur hafa verið stefnulaus og ekki fyrir nema skipulögðustu menn að merkja við og teikna upp dagskrá svo vel sé. Allt og ekkert í gangi á hverju götuhorni. Sá á kvölina sem á völina.


Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is

VITA - ferðaskrifstofa á traustum grunni

Ítölsku Alparnir Morgunflug með Icelandair til Verona

Flugáætlun: 19. og 26. jan. 2., 9., 16. og 23. feb. Fararstjórar: Einar, Anna, Evert og Örn

Paganella

Ljósmyndari: Randy Lincks

Madonna di Campiglio

Nýtt hjá VITA Hótel St. Hubertus

19. - 26. jan.

Hotel Select

Einn vinsælasti skíðastaður á Ítalíu. Þægilegar brekkur sem henta öllum!

Verð frá 125.950 kr.*

Paganella skíðasvæðið er m.a. þekkt fyrir að bæði norska og bandaríska landsliðið hafa æft þar. Svæðið tilheyrir Dólómítafjöllunum og þar eru 50 km af skíðabrautum.

Verð frá 145.650 kr.*

og 15.000 Vildarpunktar á mann í tvíbýli á Hótel St. Hubertus sem er þriggja stjörnu hótel á besta stað í Madonna.

og 15.000 Vildarpunktar

Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn.

Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með hálfu fæði og íslensk fararstjórn.

* Verð án Vildarpunkta 135.950 kr.

Hótel Shandrani

á mann í tvíbýli á Hotel Select, nýuppgerðu hóteli á góðum stað í Andalo. *Verð án Vildarpunkta 155.650 kr.

Val di Fiemme

ÍSLENSKA SIA.IS/ VIT 60690 08/12

26. jan. - 2. feb.

Selva, Val Gardena

19. - 26. jan.

Hótel Des Alpes

26. jan. - 2. feb.

Val di Fiemme - Skíðasvæði með löngum, flottum brekkum sem kemur þér skemmtilega á óvart.

Selva, Val Gardena - Stærsta skíðasvæði í Evrópu. Náttúrufegurð, nægur snjór og brekkur fyrir alla. Það er Selva!

Verð frá 153.100 kr.*

Verð frá 167.900 kr.*

og 15.000 Vildarpunktar

og 15.000 Vildarpunktar

á mann í tvíbýli á Hótel Shandrani, sem er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel með öllum þægindum. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting, hálft fæði og íslensk fararstjórn.

*Verð án Vildarpunkta 163.100 kr.

á mann í tvíbýli á Hótel des Alpes, sem er þriggja stjörnu hótel við aðalgötuna í Selva. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn.

*Verð án Vildarpunkta 177.900 kr.

VITA er lífið VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is


34

fréttir vikunnar

Helgin 17.-19. ágúst 2012

Berjaspretta með eindæmum Berjaspretta á vestanverðu landinu er víða með allra besta móti og sums staðar jafnvel sú besta í áratugi. Bláber hafa þroskast vel á hlýju og sólríku sumri.

Hægja ber á ESB-viðræðum Hægja þarf á aðildarviðræðum við Evrópusambandið vegna aðstæðna í pólítíkinni og óróleika á evrusvæðinu að mati Þorsteins Pálssonar, eins samningarmanna Íslands.

Forsetinn heiðraði ólympíufara

kílóum af mat hendir hver fjölskylda á Íslandi árlega samkvæmt tölum sérfræðinga MATÍS. Alls hendir almenningur á Íslandi allt að 3.500 tonnum af mat á ári.

50

Vikan í tölum

200

innlendir og erlendir listamenn koma fram á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í ár. Uppselt er á hátíðina. mynd: airwaves

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heiðraði íslensku keppendurna á ólympíuleikunum, þjálfara og aðra starfsmenn, með móttöku á Bessastöðum á miðvikudaginn.

5

Aflaverðmæti strandveiðibáta Aflaverðmæti báta sem stunduðu strandveiðar í sumar er um 2,6 milljarðar króna. Alls stunduðu 759 smábátar strandveiðar í maí, júní, júlí og ágúst en heimilt var að veiða samtals 8,600 tonn.

Sif Gunnarsdóttir messar yfir Jóni Gnarr borgarstjóra fyrir kynningarfund um Menningarnótt. Stefán Eiríksson lögreglustjóri og Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri höfðu gaman af.

Fyrrum bæjarstjóri til Malaví Guðmundur Rúnar Árnason, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og fyrrverandi bæjarstjóri, hefur verið ráðinn verkefnisstjóri í Malaví hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands.

Ríkið skaðabótaskylt gagnvart Iceland Express Ríkiskaup eru skaðabótaskyld gagnvart flugfélaginu Iceland Express. Kærunefnd útboðsmála hefur komist að þessari niðurstöðu eftir að hafa skoðað útboð um flugsæti til og frá Íslandi. Ríkiskaup tóku tilboði Icelandair sem var, að mati kærunefndar, talsvert hærra.

Ræða hækkun eftirlaunaaldurs Hugmyndir eru uppi um að hækka eftirlaunaaldur hjá starfsmönnum hins opinbera úr 65 árum í 67 og gera réttindaávinnslu línulega líkt og hún sé í almenna kerfinu. Ríkisábyrgð er á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, ólíkt lífeyrissjóðum á almennum markaði.

Vann 46 milljónir í Víkingalottóinu Íslendingur vann bónusvinninginn í Víkingalottóinu á miðvikudagskvöld, 46 milljónir króna. Miðinn var keyptur í Lukkusmáranum í Smáralind í Kópavogi. Norðmaður og Svíi skiptu með sér fyrsta vinningnum sem er tæpar 190 milljónir.

mest seldu kiljurnar í íslenskum bókabúðum í sumar komu út undir merkjum Egils Arnar Jóhannssonar og félaga hjá Forlaginu. Tvær fyrstu Hungurleikabækurnar voru þær mest seldu.

Ljósmynd/Hari

Og sjá, ég boða yður auglýsingu! Á laugardaginn náðu Hinsegin dagar hámarki með skrautlegri og vel heppnaðri gleðigöngu í rigningunni í Reykjavík. Gangan var að sjálfsögðu áberandi á Facebook en þar sló þó Fréttablaðið eign sinni á nánast alla umræðu fyrir tvær auglýsingar sem birtust í blaðinu þennan dag. Önnur var bein Biblíutilvitnun og greinilega beint gegn samkynhneigðum á helsta gleðidegi þeirra. Facebook-urum var ekki skemmt.

Þráinn Bertelsson Í Fréttablaðinu í dag eru 26 blaðsíður þar sem auglýst er eftir starfsfólki. Er það ekki til marks um að landið sé að rísa þótt öðru sé beinstíft haldið fram af heilagsandahoppurunum og íhaldströllunum sem standa bakvið hina við-

Heitustu kolin á

Jón Aðalsteinn

bjóðslegu hommafóbíuauglýsingu í sama blaði?

Það fer í taugarnar á mér þegar nafnlausir vitleysingar fá að birta auglýsingar á borð við þessa á bls. 56 í Fréttablaðinu í dag. Ef þetta er leyfilegt, þá má greinilega allt svo lengi sem greiðslan skilar sér.

Óli Gneisti Sóleyjarson Það er verulega spes að prestur kalli tilvitnun úr Nýja testamentinu hatursáróður.

Gudmundur Arnarsson Fréttablaðið skuldar útskýringu og jafnvel afsökunarbeiðni á þessari glórulausu þvælu sem birt er nafnlaust í blaðinu.

Bryndis Isfold Hlodversdottir ömurlegt að Fréttablaðið skuli ekki neita svona hatri.

Jóhannes Kr Kristjánsson Það held ég að þeir sem auglýstu í Fréttablaðinu í dag í nafni Kristni, fari beina leið til helvítis. Til hamingju allir með daginn.

Erla Hlynsdóttir Á meðan við höfum Þjóðkirkju, og höfuðrit hennar er Biblían, get ég ekki séð neitt athugavert við að orðréttar biblíutilvitnanir séu birtar í fréttablöðum.

Jakob Frímann Magnússon Hinir „rétttrúuðu“ Biblíuvitnandi vandlætingarmenn gerðu sjálfum sér engan greiða með Fréttablaðsauglýsingunni í dag. Megi Gay Pride halda áfram að vaxa og dafna, til marks um undanhald íslenskra fordóma. Til hamingju með daginn Gleðigöngumenn- og konur!

Baldur Kristjánsson Nafnlausa auglýsingin í Fréttablaðinu er ekkert annað en hatursræða í garð samkynhneigðra og setur dómgreind þeirra Fréttablaðsmanna í vafasamt ljós.

knuz.is Mikið var það nú fallegt af Fréttablaðinu að birta þessa auglýsingu. Eða þannig.

30

Smáíslensk sál og Yuri Og ekki féll heilsíðuauglýsing frá Smáís um ólöglegt niðurhal afþreyingarefnis í frjórri jarðveg á netinu. Þar var skúrkinum Yuri teflt fram og fólki bent á að með niðurhali væri það að skipta við þann sótraft sem virtist vera frá Eystrasaltslandi. Og sem fyrr var fólki ekki skemmt.

Fríða Garðarsdóttir Í dag er fordómaleysi fagnað... Og þá þetta. Ég gubba!

Ómar R. Valdimarsson Hvernig væri ef þetta Smáís apparat vísaði til hvaða laga verið er að brjóta með því AÐ BORGA fyrir áskrift að SKY eða Netflix í þessari xenophobísku auglýsingu sinni. Ekki eru það lög um höfundarétt, sem meira að segja heimila niðurhal efnis með Torrent forriti svo framarlega sem því fylgir ekki upphal...

Stefán Hrafn Hagalín Ber ekki Yuri líka ábyrgð á hommahatrinu í Fréttablaðinu?

Hilmar Þór Guðmundsson Held að SMÁÍS þurfi að ráða sér auglýsingastofu og PR fulltrúa. Þetta er líklega ljótasta skita ársins 2012. Ég vona að þeir hafi ekki þurft að borga fyrir þetta.

milljónir greiddi ítalskur listaverkasafnari fyrir Endalokin verk Ragnars Kjartanssonar sem hann vann á Feneyjatvíæringnum fyrir þremur árum. Verkið samanstendur af 144 myndum sem Ragnar málaði á sex mánaða tímabili í Feneyjum.

2

íslenskir listamenn verða fulltrúar Íslands á Sao Paolo tvíæringnum sem hefst í byrjun september, þeir Hreinn Friðfinnsson og Sigurður Guðmundsson.

17.

Menningarnóttin í Reykjavík fer fram á morgun, laugardag. Búist er við tugþúsundum gesta í miðborgina.

Góð vika

Slæm vika

fyrir Jón Gnarr borgarstjóra

fyrir Pétur J. Eiríksson, stjórnarformann Portusar

Stuðningur við Pussy Riot vekur athygli Stuðningur Jóns Gnarr, borgarstjóra í Reykjavík, við rússnesku pönksveitina Pussy Riot hefur vakið töluverða athygli erlendra fjölmiðla. Boðað hefur verið til samstöðumótmæla við rússneska sendiráðið í dag, föstudag, þegar dómur verður kveðinn upp í málinu. Í enskumælandi rússneskum fjölmiðlum er greint frá mótmælayfirlýsingu borgarstjóra frá því í gleðigöngunni á laugardaginn. Konurnar þrjár í pönksveitinni, sem eru á þrítugsaldri, gætu átt yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsisdóm verði þær sakfelldar. Þær voru handteknar í mars og hafa verið í haldi fyrir þátt sinn í mótmælum gegn Vladimir Pútín, meðal annars með því að flytja pönkbæn án leyfis í kirkju. Aðstandendur mótmælanna hér hvetja fólk til að mæta og standa vörð um málfrelsi, mannréttindi og réttlæti. Mótmælafundir hafa verið boðaðir meðal annars í London, New York og Moskvu.

Peningarnir að klárast Eigið fé Portusar, eignarhaldsfélags Hörpu, dugar ekki fyrir óbreyttum rekstri lengur en fram á mitt næsta ár, að því er Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, segir. Reiknað er með að hallarekstur á Hörpu verði rúmar 400 milljónir króna á þessu ári. Pétur segir að stærstan hluta taprekstursins mega skýra með hærri fasteignagjöldum en gert hafi verið ráð fyrir, 380 milljónum í stað 180 milljóna, sem greiðast til annars eigandans, Reykjavíkurborgar. Ríkið og Reykjavíkurborg lánuðu Austurhöfn-TR 730 milljónir króna í nóvember í fyrra, sem átti að greiða upp á tólf mánuðum. Haft hefur verið eftir Katrínu Jakobsdóttur mennta- og menntamálaráðherra að þegar nýtt félag um rekstur Hörpu verður stofnað í haust verði núverandi stjórn skipt úr fyrir nýja.


viðhorf 35

Helgin 17.-19. ágúst 2012

 Vik an sem var Stór stund! Það var frekar epískt að selja Emmu Watson bíómiða. Hildur Ólafsdóttir afgreiðslustúlka í Háskólabíó komst óvænt í návígi við Harry Potter-stjörnuna Emmu Watson þegar leikkonan keypti hjá henni miða á nýjustu kvikmynd Woody Allen, To Rome With Love. Klerkur stöðvar steinkast Þess vegna ekki hægt að vera bæði kristinn og hómófób. En það er ekkert mál að vera bæði kristinn og samkynhneigður. Séra Þórhallur Heimisson brást snarlega við fordæmdri auglýsingu prests rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Fréttablaðinu á degi Gleðigöngunnar. Auglýsingin sýndi fordómafullan texta úr Biblíunni en Þórhallur kom með krók á móti bragði og lagði í pistli sínum út af orðum og breytni Jesús Krists.

næsta koddahjal þeirra hjóna? Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, vandar Ólafi Ragnari Grímssyni ekki kveðjurnar á bloggi sínu og botnar ekkert í því að forsetinn vilji endilega að handhafar forsetavalds fylgi honum út á flugvöll í tíma og ótíma. Þingmaðurinn leggur til að forsetafrúin standi straum af þeim kostnaði sem þessu öllu fylgir. Fallinn með 4,9 Steingrímur á að segja af sér ráðherradómi og formennsku í flokki sínum. Því

komið hefur í ljós, að hann er langt frá því að vera eins gáfaður og hann telur sig vera. Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, gefur Steingrími J. Sigfússyni falleinkun í fjármálafræðum vegna tjóns ríkisins af SpKef. Aftur til 2006 Hannes Smárason er upprisinn sem stjarna í Séð og heyrt (sem gerir lífið skemmtilegra)

saksóknara um afhendingu gagna og yfirheyrslna á geisladiskum.

Vinstra vefritið Smugan.is vekur athygli á forsíðufrétt Séð og heyrt um ástarmál þekkts útrásarvíkings og einhvern veginn má lesa milli línanna að fréttin hafi ekki gert lífið á ritstjórn Smugunnar skemmtilegra.

Konan sem hvarf Og lið auglýsingastofa og lífsskoðunarfólks voru einungis skipuð karlmönnum, þó fjölmargar konur starfi við auglýsingagerð á Íslandi og það hlýtur fjandakornið að vera hægt að finna konu sem hefur einhvers konar lífsskoðun. Hildur Knútsdóttir hefur ýmislegt við mannval þeirra Felix Bergssonar og Dr. Gunna í Popppunkti.

Óhjákvæmilega Þetta er að renna út í hálfgerða vitleysu. Dómaranum í máli Barkar Birgissonar, Annþórs Karlssonar og fleiri manna virtust ætla að fallast hendur undir deilu verjenda og

Nýtt frá MjólkursaMsöluNNi

Ég sprengi klukkan tíu Sprengjuleitin er að hefjast núna. Víðir Reynisson, hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, var snöggur í startholurnar þegar rússnesk Airbusþota lenti í Keflavík á fimmtudag vegna sprengjuhótunar. Andlit ofbeldis á glanspappír Við þolum hvorki Chris Brown né þá skelfilegu kvenfyrirlitningu sem hann stendur fyrir. Alda reiði skall á Halldóru Önnu Hagalín, ritstjóra stelpublaðsins Júlíu, þegar hin haukfrána Hildur Lilliendahl vakti athygli á því að með nýjasta tölublaðs fylgdi veggspjald af ofbeldisfautanum Chris Brown. Halldóra brást snarlega við og fordæmdi manninn á glansmyndinni.

Kópavogskrónika Það er gömul saga og ný að ég og Gunnar Birgisson höfum ekki sömu skoðanir, sem betur fer. Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi, vekur athygli á því að hún gengur ekki í takt við Gunnar I. Birgisson í pólitíkinni. Nýtt sameiningartákn Þetta rífur allt samfélagið á hol og deilir því í fylkingar Ögmundur Jónasson er enn með böggum hildar yfir snákaolíu­ sölumönnum ESB sem hafa löngum reynt að freista klofinnar þjóðar með eldvatni og glerperlum. Í fylgd með fullorðnum Svo má auðvitað reyna að hala inn fyrir þessum greiðslum, t.d. með því að forsetafrúin góða greiði gjöld af auði sínum til íslensku þjóðarinnar. Kannski forsetinn færi það í tal við sína kæru í

Nýjung!

D-vítamínbætt LÉttmJÓLK Stóran hluta ársins fá Íslendingar ekki nægilegt D-vítamín. Þess vegna fæst nú D-vítamínbætt léttmjólk. Í einu glasi er einn þriðji af ráðlögðum dagskammti. D-vítamín er nauðsynlegt fyrir vöxt og þroska beina og hjálpar okkur að takast á við daginn með bros á vör. Í nýlegri rannsókn á mataræði 15 ára unglinga á vegum Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala kemur í ljós að innan við 5% stúlkna nær ráðlögðum dagskammti af D-vítamíni og innan við 10% drengja. Þegar litið er til þess að á yngri árum er beinmyndun í hámarki og þörf fyrir D-vítamín sérstaklega mikil þá er ljóst að bregðast þarf við.

D-vítamínbætt léttmjólk - eins og hollur sólargeisli

:-D

ENNEMM / SÍA / NM53669

Rósfingraður yrkir Crowe Vangaveltur mínar um Ísland; þetta er mjög sérstakur staður, dulrænn, krefjandi, meðvitaður, heiðarlegur og ánægjulegur #Ísland rokkar. Dvöl leikarans Russell Crowe á Íslandi er senn á enda og hann flutti óð til landsins á Twitter.


Aukin gæði NÝTT á Íslandi!

Nóatún tekur í notkun nýja tækni sem tryggir bestu skilyrði fyrir ávexti og grænmeti d lu N t meðhöN

r y g g ir :

ði og æ g i r i e m gu N i d N e i r r leNg verði þé u

að góð

www.noatun.is Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

36

viðhorf

Helgin 17.-19. ágúst 2012

Hækkun virðisaukaskatts á gistingu

Vaxtarsprotarnir klipptir

O

Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra skilur áhyggjur ferðaþjónustunnar og gerir sér grein fyrir að fyrirhuguð skattahækkun á atvinnugreinina muni skerða samkeppnisstöðu hennar og vill vinna með greininni að því að áhrifin verði sem minnst. Því hefur þó ekki verið lýst með hvaða hætti draga á úr hinum skaðlegu áhrifum. Ráðherrann vonast til að hækkun virðisaukaskatts á gistingu, úr 7 í 25,5 prósent, muni skila ríkissjóði þremur milljörðum í auknar skatttekjur. Ekki er víst að svo verði. Ör vöxtur og uppgangur hefur verið í ferðaþjónustu hér á landi og veitir ekki af í hagkerfi sem nánast hrundi og þarfnast erlends gjaldeyris sárlega. Nýliðinn Jónas Haraldsson júlí var enn einn metmánuðurjonas@frettatiminn.is inn í fjölda erlendra ferðamanna hérlendis. Aukningin milli ára nam 14,7 prósent en alls fóru 112 þúsund erlendir gestir frá landinu í mánuðinum. Gistinætur hafa heldur aldrei verið fleiri og nemur aukningin á fyrstu sex mánuðum ársins, miðað við sama tíma í fyrra, 21 prósent. Í þessum samanburði er rétt að hafa í huga að árið í fyrra var einnig metár. Gistinætur erlendra ríkisborgara voru um 81 prósent af heildarfjölda gistinátta og hefur það hlutfall aldrei verið hærra á þessum tíma. Það er þó ekki sjálfgefið að þessi þróun haldi áfram. Ferðamannamarkaður er viðkvæmur. Ísland hefur að sönnu upp á margt að bjóða fyrir erlenda ferðamenn en þegar að vali á áfangastað kemur ræður verð á gistingu miklu. Á þessu sviði, eins og öðrum, er hægt að verðleggja sig út af markaði. Samtök ferðaþjónustunnar hafa lýst furðu á þessum fyrirætlunum stjórnvalda um skattþrepshækkun og sögðu í yfirlýsingu að því

yrði ekki trúað að þingmönnum dytti í hug að veita ferðaþjónustunni slíkt rothögg. Fjármálaráðherra telur að ferðaþjónustan í landinu sé í raun ríkisstyrkt meðan virðisaukaskattur á gistingu er í neðra skattþrepinu, mikilvægt sé að greinin vaxi á raunverulegum forsendum en ekki á grundvelli umbunar umfram aðrar greinar. Þar er litið á mál í þröngu samhengi enda benda Samtök ferðaþjónustunnar á að í langflestum löndum Evrópu, 29 af 32, sé gisting í neðra þrepi virðisaukaskatts með það að markmiði að fjölga ferðamönnum, ekki síst ráðstefnugestum. „Hvergi er meiri samkeppni en um ráðstefnugesti sem eru meðal verðmætustu gesta. 17,3% verðhækkun til þeirra mun ekki fjölga gestum í Hörpu. Sá markaður mun hrynja,“ segir í tilkynningu Samtaka ferðaþjónustunnar. Hætt er við, eins og samtökin benda einnig á, að slík stórhækkun skatta verði mikill fengur fyrir þá svörtu atvinnustarfsemi sem þrífst í þessari grein og muni auka hana og skekkja þar með enn frekar samkeppnisstöðu þeirra sem fara að lögum. Ferðaþjónustunni hefur, sem betur fer, gengið vel og um það hefur munað í samfélagi sem sárlega þarf aukna fjárfestingu. Illugi Gunnarsson, alþingismaður og fulltrúi í fjárlaganefnd, segir skattahækkun á greinina ekki réttu skilaboðin til atvinnulífsins. Hann segir það sérstaka nálgun á skattheimtu að um leið og vel gangi einhvers staðar eigi að rjúka til og hækka skatta. Aðalatriðið er, segir þingmaðurinn, að gera atvinnulífinu kleift að auka sín umsvif, auka fjárfestingar og fjölga störfum. Þannig aukast tekjur ríksins smám saman. Ábendingarnar hljóta stjórnvöld að skoða, hvort heldur þær koma frá þingmönnum eða frá hagsmunaaðilum. Hagstæðara kann að reynast að vaxa út úr erfiðleiknunum fremur en klippa þá vaxtarsprota sem þó sýna sig.

Menningarnótt

Hvar er Húfan mín? ý G l æn ó k!

p r jó n

ab

Frá höfundi bókarinnar Sokkaprjón

www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu

Reykjavík í hátíðarbúningi

Á

Menningarnótt færist Reykjavík tíðum sem prýða menningardagatal borgarí hátíðarbúning. Afmælisgestir innar á hverju ári. Hátíðir á borð við Iceland í hátíðarskapi streyma úr öllum Airwaves, Food and fun, Hönnunarmars, áttum niður í miðbæ. Götur, torg, garðar Myrka músíkdaga, Lókal leiklistarhátíð, og húsasund iða af mannlífi – allt frá RIFF og Jazzhátíð í Reykjavík munu kynna Vatnsmýri niður í flæðarmál og austur frá starfsemi sína á lifandi og skemmtilegan Klambratúni vestur á Granda. Þetta er í hátt í Hörpu frá morgni og fram á kvöld 17. sinn sem við borgarbúar og gestir okkþannig að gestir geta strax farið að undirar leggjum leið okkar í miðborgina til að búa sig undir næstu gleðidaga í höfuðborgskemmta okkur sjálfum og öðrum. Menninni. ingarnótt byrjaði sem lítil og hugguleg Auðvelt er að kynna sér dagskrá MennSif Gunnarsdóttir hátíð en hefur á þessum 17 árum orðið ingarnætur á vef hátíðarinnar, menningarforstöðumaður Höfuðfjölmennasta hátíð landsins, hvort sem nott.is, og skoða hana í smartsímanum á talin eru dagskráratriði eða hátíðargestir. borgarstofu www.menningarnott.is/m. Þar getur hver Sumir sakna gömlu daganna en það er og einn sett saman sína eigin dagskrá, séð óþarfi því þó svo að á Menningarnótt séu mörg stór at- staðsetningu viðburða á korti og hversu langt er ( í riði sem draga að sér þúsundir gesta skartar hún mun metrum ) í næsta viðburð. Við hvetjum einnig alla gesti fleiri og ótrúlega fjölbreyttum smærri viðburðum. Menningarnætur til að taka þátt í samfélagsmiðlaverkMáltækið „maður er manns gaman“ á vel við um efni hátíðarinnar með því að koma skilaboðum um háMenningarnótt. Borgarbúar og gestir Reykjavíkurborg- tíðina og Instagram-myndum á sérstaka sjónvarpsrás ar eru í senn njótendur og veitendur í veislunni. Rausn- hátíðarinnar sem sýnd verður á skjám víðsvegar í miðarlegustu veitendurnir eru þó íbúar og rekstraraðilar í borginni. Það er ljóst að þegar við komum svo mörg saman á miðborginni. Forsvarsmenn fyrirtækja, safna og annarra stofnana hafa opnað dyr sínar fyrir hátíðargestum jafn þröngu svæði og miðborg Reykjavíkur sannarlega hin síðari ár og frá árinu 2007 hafa íbúar Þingholtanna er, þurfum við að vera lipur og sveigjanleg í samskipttekið gestgjafahlutverk sitt svo alvarlega að þeir hafa um og hafa þolinmæði og bros að leiðarljósi, hvort sem boðið hátíðargestum heim í vöfflukaffi. við erum að koma okkur á staðinn, næla okkur í matarMenningarnótt er hátíð sem ótal margir koma að því bita eða finna góðan stað til að fylgjast með uppáhaldsað skapa. Tónlistarfólk, björgunarsveitarmenn, tækni- listamanninum. Eins og undanfarin ár bjóða öll sveitarfólk af ýmsu tagi, húsverðir, myndlistarmenn, lögreglu- félögin á höfuðborgarsvæðinu okkur frítt í strætó á þjónar, dansarar, götuhreinsarar, leikarar, bílastæða- Menningarnótt þannig að við ferðumst auðveldlega í verðir, hlauparar og svo mætti lengi telja. Vel á fjórða og úr bænum á laugardaginn án þess að þurfa að hafa hundrað viðburða ber hugmyndauðgi og framkvæmda- áhyggjur af bílastæðum eða bensínkostnaði. Ný stoppigleði borgarbúa fagurt vitni. Hlutverk stjórnar og verk- stöð strætó verður við gömlu Hringbrautina gegnt BSÍ efnastjóra Menningarnætur hjá Höfuðborgarstofu hef- þar sem rými er gott og auðvelt verður að finna rétta ur verið að setja saman dagskrána þannig að allir fái vagninn þegar við streymum heim á leið undir miðnætti sinn stað og sína stund til að koma fram, hvort sem það södd af skemmtilegri menningarneyslu. er með leiðsögn um gömlu höfnina, tangódansi, faðmÉg vona svo sannarlega að í hönd fari ógleymanleg lögum á Laugaveginum eða heimboði í garðveislu. Menningarnótt og að við stöndum okkur vel bæði í Menningarnótt hefur frá upphafi verið í samstarfi við gestgjafa- og gestahlutverkinu. Gestgjafarnir munu Landsbankann um fjármögnun hátíðarinnar og í ár örugglega veita gestum sínum hlýjar móttökur og það hefur sérstakur pottur Landsbankans og Menningar- er von okkar í stjórn Menningarnætur að að gestirnir nætur aldrei ýtt jafn mörgum verkefnum úr vör. Voda- sýni hverjir öðrum virðingu og gangi vel um híbýli gestfone býður okkur upp á flugeldasýninguna sem hnýtir gjafanna. endahnútinn á fjölbreytta dagskrá hátíðarinnar. Ágætu gestir/gestgjafar – góða skemmtun á MennMenningarnótt er þó aðeins ein af fjölmörgum há- ingarnótt!

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


viðhorf 37

Helgin 17.-19. ágúst 2012

Fært til bókar

Ólafur heldur í hirðfylgdina Það hefur andað heldur köldu milli forkólfa ríkisstjórnarinnar og forseta Íslands undanfarin misseri. Hvort það ræður einhverju um nýjustu tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra skal ósagt látið en hún hefur lagt til að handhafar forsetavalds hætti að veita forseta Íslands fylgd til og frá Leifsstöð í hvert sinn sem hann heldur utan í embættiserindum. Forsetaembættið leggst hins vegar gegn því að fylgdin verði aflögð, að því er fram kom í frétt Ríkisútvarpsins. „Þegar forsetinn fer úr landi eru handhafar forsetavalds forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar. Samkvæmt hefð sem ríkt hefur frá upphafi lýðveldis, og er sögð eiga rætur í dönskum konunglegum hefðum, fylgir einn af þeim forseta til Keflavíkur þegar hann fer úr landi í embættiserindum. Í dagskrá forsetans á heimasíðu embættisins kemur fram að hann hefur á síðustu tveimur árum farið að minnsta kosti 35 ferðir í embættiserindum, allt upp í þrjár ferðir í mánuði. Þær eru því tíðar ferðir handhafa forsetavalds til Keflavíkur. Þetta er nokkuð fleiri ferðir en í upphafi þessarar hefðar, þeir Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Eldjárn fóru um það bil eina ferð á ári til útlanda,“ sagði í fréttinni. Þar kom einnig fram að fyrir um tveimur áratugum hætti forsætisráðherra að fylgja forsetanum til Keflavíkur. Forseti hæstaréttar hefur einkum tekið fylgdarstarfið að sér. Handhafi forsetavalds þarf með sama hætti að taka á móti forsetanum þegar hann kemur til baka, bíða við landganginn þar til forsetinn kemur og fylgja honum að forsetabílnum. Ferðinni suður á flugvöll er lýst þannig: „Fylgdin fer þannig fram að bílstjóri sækir handhafa forsetavalds, forseta Hæstaréttar eða forseta Alþingis eftir atvikum, og farið er með lögreglufylgd á eftir forsetabílnum til Keflavíkur. Þar fer hann í gegnum vopnaleit og öryggisskoðun, fylgir forsetanum að hliðinu og bíður þar til hann fer úr landi. Svo eru hann keyrður í lögreglufygld aftur til baka.“ Eftir að ferðir forseta Íslands fóru að vera svo tíðar sem raun ber vitni fór þetta fyrirkomulag að verða mjög þungt í vöfum, enda forseti Alþingis og Hæstaréttar í annasömum störfum. „Bent hefur verið á,“ segir í fréttinnni, „að fylgdin hafi í raun ekkert lögformlegt gildi, engin sérstök athöfn eða afhending valds á sér stað við þessa fylgd, og hún er ekki bundin í almenn lög eða stjórnarskrá. Það er forsætisráðuneytið sem hefur fylgdina á sinni könnu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafði frumkvæði að því í fyrra að taka fylgdina til endurskoðunar. Lagði hún til að hún yrði lögð niður, en lögreglustjórinn á Suðurnesjum fengi þess í stað þetta hlutverk.“ Nú er að vita hvað gerist en forsætisráðuneytið mun leggja áherslu á að breyta ekki fylgdinni nema í góðu samkomulagi við forsetann. Það samkomulag hefur ekki náðst. Ólafur Ragnar virðist halda fast í þessa hefð, sem óneitanlega setur hann skör hærra

en þá sem fylgja honum. Slíkar reisur áður fyrr hafa því væntanlega reynst fleiri forsætisráðherrum en Jóhönnu önugar, þótt forseti þingsins og einkum forseti hæstaréttar hafi látið sig hafa þetta. Pæli menn í þessu fyrirkomulagi, sem fæstir hafa eflaust gert, verður því ekki neitað að furðulegt er það úr takti við nútímann. Forseti ætti að geta skotist úr landi án hirðfylgdar. Líklegt er þó að það bíði nýs forseta og nýs forsætisráðherra að breyta þessum skrýtnu Keflavíkurferðum.

20.000 manna kauptún Jónas Kristjánsson ritstjóri sendir að vanda kveðjur hingað og þangað á síðu sinni. Þar fær hver maður sinn skammt, ýmist einn eða fleiri, enda Jónas lítt eða ekki í sókn eftir vinsældum. Á þriðjudaginn voru það Akureyringar í heild sinni sem voru teknir á beinið. Þar fer hlutum aftur, að mati Jónasar, en það er kannski ekki það versta í augum íbúa Akureyrar heldur

það að hann kallar höfuðstað Norðurlands kauptún. Jónas segir: „Akureyri hefur farið aftur, þótt bæjarstæðið sé alltaf jafn flott. Friðrik V er flúinn á Laugaveginn og fátt eftir um fína drætti í veitingum. Fiskbúðin góða er hætt vegna óbeitar heimamanna á ferskum fiski. Skrítið, að 20.000 manna kauptún hafi hvorki fiskbúð né fínt veitingahús. Þar er þó bakarí og Bautinn hefur staðið fyrir sínu í fimmtíu ár. Kjötborð Hagkaupa er lítils virði

og fiskihorn þess skartar nokkrum gömlum fiskibollum. Meira að segja Eymundsson er svipur hjá sjón, netsamband hans er daufara en á Kili. Feginn ég að komast aftur í bleikju og flott netsamband í Dalakofanum í Reykjadal.“ Jónas gengur samt ekki eins langt og Flosi heitinn Ólafsson sem sagði í kviðlingi sem geymst hefur í minni margra: „Frá Akureyri er um það bil ekki neins að sakna. En þar er fagurt þangað til þorpsbúarnir vakna.“

Ryðgaður og stífur?

Aumir og stífir vöðvar? Voltaren gel er verkjastillandi og bólgueyðandi hlaup við verkjum í mjóbaki, öxlum og vöðvum.

Lesa skaL vandLega Leiðbeiningar á umbúðum og fyLgiseðLi. Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Samantekt á eiginleikum lyfs – styttur texti SPC. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi (sem jafngildir magni á stærð við kirsuber til valhnetu) er borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir díklófenaki eða einhverju hjálparefnanna. Ofnæmi fyrir asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Á síðustu þremur mánuðum meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Meðganga og brjóstagjöf: Ef þú ert barnshafandi máttu eingöngu nota Voltaren í samráði við lækni. Þú skalt nota eins litla skammta og hægt er og nota Voltaren í eins skamman tíma og mögulegt er. Þú mátt ekki nota Voltaren á síðustu þremur mánuðum meðgöngunnar. Ef þú ert með barn á brjósti máttu eingöngu nota Voltaren í samráði við lækni. Konur með barn á brjósti mega hvorki bera Voltaren á brjóstin né á stór húðsvæði og eiga að nota lyfið í eins skamman tíma og mögulegt er. Aukaverkanir: Algengar (≥1/100 til <1/10): Útbrot, exem, hörundsroði, húðbólga (þ.m.t. snertiofnæmi), kláði. Sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100): Brunatilfinning á meðferðarstað, roði, punktblæðingar í húð, ofnæmishúðbólga. Mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000): Blöðruhúðbólga. Koma örsjaldan fyrir (<1/10.000): Útbrot með graftarnöbbum, ofnæmi (þ.m.t. ofsakláði), ofnæmisbjúgur, berkjukrampi, astmi, þurrkur, ljósnæmi. Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að ákvarða tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum): Bráðaofnæmisviðbrögð. Við langvarandi notkun (>3 vikur) og/eða þegar verið er að meðhöndla stór húðsvæði geta komið fram almennar aukaverkanir. Einkenni eins og kviðverkir, meltingartruflanir og truflanir á maga og nýrnastarfsemi geta komið fram. Ofskömmtun: Ef of stór skammtur af Voltaren hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími: 543-2222). Hafðu umbúðir lyfsins við höndina. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun.


38

viðhorf

Helgin 17.-19. ágúst 2012

Kjarakaup á keti

Þ

HELGARPISTILL

Jónas Haraldsson

Teikning/Hari

jonas@ frettatiminn.is

Það fer eftir því hvernig á málið er litið hvort hreindýrakjöt er dýrt eða ekki. Samkvæmt verðskrá austfirsku kjötvinnslunnar Snæfells kostar kíló af hreindýralundum 14.979 krónur. Fillet er aðeins ódýrara, kostar 14.444 krónur kílóið. Innra læri kostar 12.487 krónur og lærvöðvi 8.987 krónur hvert kíló og hakk 2.246 krónur. Fimmtán þúsund kall fyrir kíló af kjöti er vissulega hátt verð en taka verður með í reikninginn að um villbráð er að ræða sem sækja þarf til fjalla með fyrirhöfn og útgjöldum. Slíkt verður trauðla borið saman við kjöt af skepnu sem alin er í húsi eða girðingu og lógað í sláturhúsi. Það er frekar að bera kílóverð á hreindýri saman við aðra villibráð sem sækja þarf til fjalla. Þar er rjúpan nærtækust, ómissandi á jólaborð margra. Á liðnu hausti gat ég, með nettum reikningskúnstum, komið kílóverði á rjúpnaketi í milljón krónur. Sá útreikningur var sennilega ekki mjög sanngjarn en byggðist á leiðangri beggja sona minna, tengdasonar og mágs á veiðislóð norðan heiða. Afraksturinn var ein rjúpa, um það bil 100 grömm af kjöti, en kostnaður lauslega áætlaður um 100 þúsund krónur; bíll, gisting, fæði, drykkjarvara og skotfæri. Piltarnir létu þessa útreikninga ekki hafa áhrif á sig og sóttu allir sem einn um leyfi til hreindýraveiða, á þeirri vertíð sem nýlega er hafin. Veiðifélagið Tryggvi, sem samanstendur af fyrrgreindum fjórmenningum, er greinilega komið til með að vera. Einn úr hópnum fékk úthlutað dýri. Það var nóg fyrir alla. Þeir undirbjuggu því fjallaferð, spenntir að vonum, og héldu áleiðis á austurhorn landsins í upphafi liðinnar helgar. Áður hafði leyfishafinn gengið undir próf og sýnt, með fimm skotum beint í mark af hundrað metra færi, að hann væri hæfur veiðimaður. Það rigndi sunnan heiða um síðustu helgi en blítt var á norðausturhorninu. Það þýddi að hreindýr héldu sig hátt til fjalla eða inni í þjóðgarði þar sem ekki mátti skjóta. Leiðsögumaður hópsins fór því víða með hið nýstofnaða veiðifélag án þess að félagarnir yrðu dýra varir. Líkamsæfingin var hins vegar góð, upp og niður hin og þessi fjöll í breyskjunni. Það var ekki fyrr en þrír heilir dagar voru liðnir

Torino

að hjörð fannst og dýrið var fellt. Það voru því stoltir meðlimir Tryggva sem komu heim með bráðina. Jóla- og áramótamaturinn er klár hjá þeim – og þeir vel að þeim kræsingum komnir. En hvað kostar svo kílóið af ljúfmetinu? Það vilja þeir félagar ekki reikna út og því er ég, sem faðir þeirra, tengdafaðir og mágur, reiðubúinn að hjálpa til, ekki síður en þegar þeir sóttu rjúpuna norður síðastliðið haust. Ekki er um nákvæman útreikning að ræða heldur lauslega samantekt sem sýnir að það kostar sitt að draga björg í bú fyrir börn og konur sem bíða í borginni.

í fjóra daga, 120.000 krónur. Þetta er áætlun, miðað við kaup á matvælum og viðkomu á veitingahúsum. Drykkjarföng 20.000 krónur. Þarna er sparlega áætlað í fjallaferð fjögurra manna en byggist á því að í slíkri ferð gefast fá tækifæri til neyslu áfengra drykkja enda fer það ekki saman við meðferð skotvopna. Skotfæri, skotpróf og æfingar 25.000 krónur. Hér er ekki reiknað með byssukaupum enda gengið út frá því að félagar í Tryggva hafi aðgang að veiðiriffli með sjónauka. Leiðsögumaður er talinn kosta um 55.000 krónur á dag. Þriggja daga gjald fyrir hann er því 165.000 krónur. Akstur er viðamikill liður í slíkri ferð enda farið eins langt og hægt er að komast innanlands. Veiðifélagarnir fjórir þurfa góðan jeppa. Hringvegurinn, án útúrdúra, er nær 1500 kílómetrar. Þar við bætist leit á fjöllum í þrjá daga. Þótt pistilskrifari hafa enga hugmynd um hve mikið var ekið leyfir hann sér að bæta við 700 kílómetrum. Akstur í túrnum er því talinn hafa verið 2.200 kílómetrar. Hægt er að reikna beinan eldsneytiskostnað en taka verður með í reikninginn slit á bíl og fleira. Samkvæmt akstursgreiðslum til ríkisstarfsmanna ber að greiða 117.50 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra. Við það

bætist 45 prósent torfærugjald, eins og í þessu tilviki, og kostar hver ekinn kílómetri því 170,40 krónur. Ríkisstarfsmaður gæti rukkað 375 þúsund krónur fyrir aksturinn. Það er þó ekki sanngjarnt að ganga svo langt enda voru þeir í Tryggva á eigin jeppa. Gjaldið er því helmingað og reiknað með 187 þúsund krónum í aksturskostnað þessa 2.200 kílómetra. Dýrið þarf að flá og kæla. Það kostar 20.000 krónur. Úrbeining á hreindýrsskrokki kostar 25.000 krónur, með loftþéttri pökkun á kjöti, og sútun á skinninu 15.000 krónur. Að gefnum þessum forsendum kostar það 817.000 þúsund krónur, fyrir þessa vösku menn í veiðifélaginu Tryggva, að sækja hreindýrið og fæða með því fjölskyldur sínar. Það er ódýrt, meira að segja kjarakaup, í samanburði við það að sækja eina rjúpu norður að haustlagi. Hreindýrskýr gefur af sér um það bil 40 kíló af óúrbeinuðu kjöti. Það þýðir að kílóið, með beini, kostar ekki nema 20.452 krónur og kannski tvöfalt það ef miðað er við úrbeinaðan skrokk. Að borga 40 þúsund krónur á hreindýraketskílóið er smotterí eitt miðað við milljónina í rjúpnaketinu.

Dæmið lítur svona út, í stórum dráttum: Leyfi til að fella dýr, 80.000 krónur. Fjórar gistinætur fyrir fjóra menn, tíu þúsund krónur á mann hverja nótt, samtals 160.000 krónur. Matur fyrir fjóra menn

Lyon

Basel

Bonn

Sófinn þinn útfærður S ður eftir þínum óskum Þú velur

GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir)

og draumasófinn þinn er klár

Dallas 2+Tunga

Aðeins 189.900 kr Verð áður

270.900 kr

HÚSGÖGN Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is

Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl. 11-16 Sunnudaga lokað


Allt í ferðalagið

Sólarsellur 30% afsl. Skyggni 30% afsl. Fortjöld frá kr. 90.000 Glös og bollar 50% afsl. Matarsett 30 - 70% afsl. Stólar 20 - 60% afsl. Verkfæri 80% afsl.

GOTT VERÐ!

VÍKURVERK - ALLT Í FERÐALAGIÐ! VÍKURVERK EHF - VÍKURHVARF 6 - 203 KÓPAVOGUR - SÍMI 557 7720 - WWW.VIKURVERK.IS


40

veiði

Helgin 17.-19. ágúst 2012

 Fluga vikunnar K arl Lúðvíksson

Bresk Blue Charm „Já, ég skal segja þér hver uppáhalds flugan mín er,“ segir veiðimaðurinn Karl Lúðvíksson. Valið vefst ekki fyrir honum: „Blue Charm!“ Karl, eða Kalli Lú eins og hann er oftast kallaður, er líklega einhver þekktasti veiðimaður landsins enda hefur hann árum saman fjallað um veiði á ýmsum vígstöðvum og er hann nú um mundir að ljúka við sjöttu seríu Veitt með vinum, veiðiþættina vinsælu sem verða til sýninga á Stöð 2 Sport í vetur. Kalli Lú fékk Maríulaxinn sinn 12 ára gamall í Langá og hefur verið að síðan. Og það er ekki að sökum að spyrja með svo þróaðan veiðigeggjara, Blue Charm er ágætlega vel þekkt fluga og það er ekkert hvaða Blue Charm sem er þegar Kalli er annars vegar: „Já, þetta er Blue Charm

sem ákveðinn aðili á Bretlandi hnýtir sérstaklega, í fyrirtækinu Morrison. Afi minn heitinn keypti alltaf á tveggja ára fresti einhverjar þúsund flugur frá þessu fyrirtæki. Það sem gerir hana ólíka þeim flugum sem ég hef séð í veiðibúðum er númer eitt að hún er með „medium flat tinsel-vafningi“ á búknum en ekki „oval“, léttklædd sem gerir að verkum, eins og þeir sögðu gömlu veiðimennirnir; glampar betur á hana og fiskurinn sér hana betur.“ Á þessa flugu hefur Kalli fengið margan fiskinn, bæði lax og sjóbleikju en hann notar mest flugu númer tíu og þá „low water“ öngla. Kalli Lú með sérhnýtta Blue Charm en hún þessi hefur fíflað margan fiskinn.

 Veiði Sjónvarpsþættir um veiði

 veiði sportveiðivefurinn.is

Egill Gómez ræðir við Guðbrand Einarsson, yfirleiðsögumann í Ytri Rangá, í Sportveiði TV.

Veiði á vefnum Nú sem stendur er allt á fullu hjá þeim félögum, Agli Gómez og Bergþóri Helga, við að vinna efni fyrir Sportveiði TV. „En við erum að leita að styrktaraðilum og ef einhverjir eru sem vilja taka þátt í þessu með okkur hvetjum við þá til að hafa samband við okkur á netfangið sportveidivefurinn@ sportveidivefurinn.is.“ Og þar með er því komið á

framfæri. En hvað er það helsta sem hefur verið til umfjöllunar? „Við erum búnir að gera fjóra þætti, í fyrsta þætti heimsóttum við Reynisvatn og tókum viðtal við Sigfús Sigurðsson handboltamann sem er jafnframt umsjónarmaður svæðisins. Svo kíktum við í veiðivöruverslunina Litlu fluguna en það er lítil verslun í Seljahverfinu í Breiðholti sem er sér-

verslun fluguveiðimannsins. Svo fylgdumst við með námskeiði hjá Fluguveiðiskóla Veiðiheims sem er fyrir þá sem eru að feta sín fyrstu spor í fluguveiðinni og grunninn í fluguhnýtingum. Í fjórða þætti fórum við í Ytri Rangá og fylgdumst með Guðbrandi Einarssyni yfirleiðsögumanni við veiðar og svo er fimmti þátturinn væntanlegur innan skamms.“

Saman höfum við ferðast um allt landið til að veiða og er sama hvort það sé stangveiði eða skotveiði.

Bergþór og Egill. Láta sér ekki duga að veiða heldur eru þeir sjálfir með umfjöllun um þetta helsta hugðarefni sitt.

Veiðigeggjunin rak þá út í vefþáttagerð Egill Gómez og Bergþór Helgi Bergþórsson fara hvergi dult með það að þeir eru haldnir veiðidellu á efsta stigi. Hún leiddi svo til þess að þeir fóru að gera sérstaka þætti um veiði og þá þætti má finna á netinu.

Æ

tli það sé ekki veiðidella á hæsta stigi sem leiddi til þess að við fórum að gera þessa þætti. Við félagarnir höfum veitt saman frá því við vorum guttar, fyrstu veiðiferðirnar okkar byrjuðu í Elliðavatni þar sem það var stutt fyrir okkur að fara því við áttum báðir heima í Breiðholtinu,“ segja þeir Egill Gómez og Bergþór Helgi Bergþórsson – býsna brattir því þeir hafa verið að vinna veiðiþætti sem þeir setja beint á netið. Kannski má segja að þetta sé enn eitt dæmi þess að fjölmiðlun sé að taka stakkaskiptum með internetinu og sér ekki fyrir enda á því. Þeir félagar reyndu, til að mynda, ekki svo mikið sem setja sig í samband við sjónvarpsstöðvarnar með þessa þáttagerð sína. „Nei það gerðum við ekki, við vildum fyrst sjá hvernig þetta myndi ganga hjá okkur. Og verður að segjast að þetta hafi gengið mjög vel, okkur er allstaðar tekið mjög vel þar sem við höfum verið að taka upp og eru við farnir að fá boð um að koma á staði til að gera þætti. Við erum með heimasíðuna sportveidivefurinn.is sem er vefur fyrir alla áhugamenn um skot– og stangveiði og fannst okkur Sportveiði TV vera góð viðbót við vefinn. Hægt er að sjá þættina á vefnum og einnig erum við með facebook-síðu þar sem hægt er að sjá þættina líka. En, ef einhver sjónvarpsstöð vill fá okkur þá erum við tilbúnir í viðræður.“

Della sem versnar með aldrinum

Þeir Egill og Bergþór hafa ekki fengist við „sjónvarps“-þáttagerð áður en létu það ekki stöðva sig. „Nei aldrei, en okkur fannst vanta svona veiðiþætti sem væri fyrir alla fjölskylduna. Þar sem fjallað yrði um allt sem viðkemur stanga- og skotveiði.“ Og þeir draga ekki úr því aðspurðir hvort veiðidellan sé ríkjandi: „Við erum með veiðidellu á hæsta stigi og ef það er eitthvað þá versnar hún með aldrinum. Saman höfum við ferðast um allt landið til að veiða og er sama hvort það sé stangveiði eða skotveiði.“ Það er því kannski ekki úr vegi að spyrja hvert helst liggja leiðir? Víða, segja þeir: „Það helsta sem við getum nefnt er Ytri Rangá, Elliðaár, Vatnsdalsá ,Leirvogsá, Leirá, Skorradalsvatn, Þingvallavatn og Veiðivötn og við reynum alltaf að fara á nýjar veiðislóðir á hverju sumri. Og svo förum við líka á gæs og rjúpu og svo hefur Bergþór verið að skjóta hreindýr.“ Uppáhalds veiðistaðurinn er Ytri Rangá í tilfelli Egils en hjá Bergþóri er það Leirvogsá og Veiðivötn. Stærsta fiskinn fengu þeir félagar í Leirvogsá, eða tólf punda lax. „Svo höfum við verið að fá 6 – 8 punda fiska í Skorradalsvatni.“ Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettatiminn.is


Verðsprengja

á notuðum tjaldvögnum

895.000,520.000,-

Árgerð 2004 - Fortjald - Geymslukassi

520.000,-

Árgerð 2005

620.000,-

Árgerð 2007 - Fortjald

790.000,-

Árgerð 2003 - Skyggni

460.000,-

Árgerð 2005 - Yfirbreiðsla

3.590.000,-

Árgerð 2011 - Fortjald

Við erum með fullt af leiguvögnum frá Combi Camp, Family Camp og Ægi sem við ætlum að selja á mjög góðu verði. Vagnarnir eru árgerðir 2004 til 2012 og bjóðast nú á kjörum við allra hæfi. Hér fyrir ofan eru aðeins nokkur verðdæmi. Fellihýsi á stórlækkuðum verðum, við erum einnig með nokkur notuð hjólhýsi á góðu verði. Nú er rétti rétti tíminn til að gera frábær kaup.

VÍKURVERK - ALLT Í FERÐALAGIÐ! VÍKURVERK EHF - VÍKURHVARF 6 - 203 KÓPAVOGUR - SÍMI 557 7720 - WWW.VIKURVERK.IS


42

bílar

Helgin 17.-19. ágúst 2012

 Toyota Aukin sparneytni og minni mengun

Aukið úrval hybrid-bíla með tilkomu Yaris Hybrid Landsmenn hafa tileinkað sér Hybrid tæknina í fólksbílum ef marka má söluna á Toyota Yaris Hybrid á undanförnum vikum. Yaris Hybrid var kynntur hér á landi í byrjun júlí og um 25 bílar eru þegar komnir á götuna. Um 50 nýir Yaris Hybrid-eigendur fá síðan bílinn afhentan á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu Toyota á Íslandi. „Hybridbílar eru venjulegir bensínbílar en þeir breyta orku sem annars fer til spillis þegar bíllinn bremsar í rafmagn sem notað er ásamt bensínvélinni til að knýja bílinn áfram. Hybridbílar eru því sparneytnari en sambærilegir bílar og menga minna.

Yaris Hybrid eyðir frá 3,5 lítrum í blönduðum akstri. CO2 útblástur er aðeins 79 g/km. Frá árinu 1997 þegar Toyota kynnti Prius, fyrsta hybridbílinn hafa hybridbílar frá Toyota og Lexus notið vaxandi vinsælda og hafa þeir selst í yfir 4 milljónum eintaka. Með tilkomu Yaris Hybrid er enn aukið við úrval hybridbíla í vörulínu Toyota. Fyrir eru Prius og Auris en stefna Toyota er sú að bjóða þessa tækni í öllum gerðum sem seldar eru í Evrópu fyrir árið 2020. Með því kemur fyrirtækið,“ segir í tilkynningu þess, „til móts við síauknar kröfur um umhverfisvæna og eyðslugranna bíla.“

Búningar Manchester United merktir Chevrolet Nýr auglýsingasamningur bílaframleiðandans Chevrolet við knattspyrnufélagið Manchester United færir félaginu 67 milljarða króna fram til ársins 2021. Þessi samningur er sá hæsti sem þekkist í knattspyrnuheiminum, segir á síðu Bílabúðar Benna, umboðsaðila Chevrolet. „Frá og með árinu 2014,“ segir enn fremur, „verða búningar Manchester United kirfilega merktir Chevrolet. Chevrolet byrjar strax að greiða félaginu, 2,2 milljarða króna fyrir árið í ár og aftur næsta ár. Greiðslan hækkar svo í 8,4 milljarða árið 2014 og mun svo hækka um 2,1% út samningstímann sem gildir til ársins 2021.“

Chevrolet verður auglýstur á búningum Manchester United.

Um 25 nýir Yaris Hybrid eru komnir á götuna og um 50 væntanlegir á næstu vikum.

 Mercedes -Benz Nýr CLS 63 Shooting Br ake á mark að í haust

Lúxusbílll í langbaksútgáfu

M

ercedes-Benz kynnir til leiks nýjan bíl, CLS 63 Shooting Brake, sem er lúxusbíll í langbaksútgáfu. Bíllinn kemur á markað í haust. Nafngiftin er allgömul og komin frá Bretlandi en Shooting Brake var notað yfir vagna sem breski aðallinn ferðaðist í á veiðar. Vagnarnir höfðu mikið farangursrými fyrir skotvopn og annan veiðibúnað. Í seinni tíð er nafngiftin tengd bílum með stóru farangursrými. CLS 63 Shooting Brake heldur í hefðina og tekur mikið af farangri en bíllinn er með 590 lítra farangursrými og alls 1.550 lítra ef aftursætisbökin eru niðurfelld. CLS Shooting Brake verður í fyrstu boðinn með fjórum gerðum véla, tveimur bensínvélum og tveimur dísilvélum. Grunngerðin verður CLS 250 CDI sem er 204 hestafla. CLS 350 CDI er með sex strokka dísilvél, 265 hestöfl og togið er 620 Nm. Bensínvélarnar eru CLS 350, með V6 vél og CLS 500, með V8 vél, sem eru 306 og 408 hestafla. Allar gerðirnar eru með sjö þrepa sjálfskiptingu. Bíllinn verður líka fáanlegur með fjórhjóladrifi með stærri vélunum.

Nafnið Shooting Brake gefur til kynna að farangursrými bílsins sé mikið.

 Chrysler Nýr jeppi byggður á grunnplötu Fiat

Kemur í stað Jeep Liberty Samsetningarverksmiðja Chrysler/Fiat í Toledo í Ohio var stöðvuð í gær, 16. ágúst, en hún verður nú stillt af fyrir framleiðslu á nýrri gerð jeppa. Þessi nýi Chrysler jeppi verður byggður er að hluta á tækni frá Fiat og kemur í stað Jeep Liberty, en framleiðslu á honum verður hætt, að því er fram kemur hjá Automotive News, Nýi jeppinn kemur í stað Jeep Liberty. sem vitnað er til á síðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda. „Nýi jeppinn er byggður á grunnplötu Alfa Romeo Giulietta en hún verður einnig burðarásinn undir fleiri nýjum bílgerðum sem ætlunin er að framleiða bæði sem Chrysler og Fiat. Þótt Jeep Liberty hafi ekki verið framleiddur lengi þá er ekki hægt að segja að hann hafi slegið í gegn. Salan á honum hefur alla tíð verið mun minni en upphaflegar vonir stóðu til. En menn eru bjartsýnir á að nýi sameiginlegi Fiat/Chrysler jeppinn muni falla kaupendum betur í geð því að vegna framleiðslu hans og breytinga á verksmiðjunni í Toledo er varið 1,7 milljörðum dollara og 1.100 nýir starfsmenn verða ráðnir til að byggja nýja jeppann,“ segir enn fremur.

Ný kynslóð Mazda 6 á Evrópumarkað fyrir árslok

HELGAR BLAÐ

Nýjasta kynslóð Mazda 6 bílsins sem nú sést fyrst í heilu lagi, reyndar skreyttur blómum, er komin í framleiðslu, segir á síðu Brimborgar, umboðsaðila Mazda. „Næsta kynslóð Mazda 6 deilir Skyactiv spartækninni með Mazda CX-5 bílnum sem frumsýndur var hér á landi fyrir skömmu en sömuleiðis deilir Mazda 6 Kodo-hönnunarstílnum sem CX-5 byggir á,“ Mazda 6 er kominn í framleiðslu og sést hér, segir enn fremur og síðan: „Þeir blómum skreyttur. bílkaupendur sem eru í bílahugleiðingum á næstunni og setja útlit, akturseiginleika og rekstraröryggi ofarlega ættu því að hinkra eftir frumsýningunni á Mazda 6 áður en skarið er tekið af. Til viðbótar við glæsilegt útlit Mazda 6 og frábæru Skyactiv spartæknina mun Mazda einnig í fyrsta skiptið kynna til sögunnar i-ELOOP endurhleðslutæknina sem nýtir hemlaafl bílsins til orkuframleiðslu. Þessi tækni mun koma með start/stop tækninni og er fastlega búist við því að Mazda 6 muni af þessum sökum ná því að verða sparneytnasti bíllinn í sínum flokki, þrátt fyrir gríðarlegan útbúnað og lúxus.“ Mazda 6 mun koma á markað í Evrópu fyrir árslok.



44

maraþon

Helgin 17.-19. ágúst 2012

 Reykjavíkurmaraþon Stefnir í metþátttöku Nánast öruggt má heita að þátttökumet verður slegið í Reykjavíkurmaraþoni í ár, forskráning er meiri en í fyrra en þá hlupu um 12.500.

Hlaupaæði í Reykjavík Reykjavíkurmaraþonið nú er hið 29. í röðinni. Þegar fyrst var hlaupið voru þátttakendur 250. Í fyrra var slegið þátttökumet: 12.500 hlupu. Tæpar 44 milljónir söfnuðust í áheit. Forskráning og góð veðurspá benda eindregið til þess að metið frá í fyrra falli.

V

ið búumst við nýju hlaupið sé til góðs; að þátttökumeti. Það heitið sé á þátttakendur stefnir í svakalega sem vísa á eitthvert þarft stórt og flott hlaup,“ segir málefni til styrktar. Að Gerður Þóra Björnsdóttir sögn Gerðar Þóru söfnuðupplýsingafulltrúi fyrir ust með þeim hætti 43,6 maraþonhlaupið. „Í fyrra milljónir: „Nú klukkan var slegið þátttökumet 14:40 (fimmtudag) hafa en þá tók 12.481 þátt. safnast 28.355.531 krónur Þegar forskráningu lauk Gerður Þóra en á sama tíma í fyrra höfðu 9.788 skráð sig. Í höfðu safnast 25.872.441 á ár eru skráðir 10.366. Í maraþon, hlaupastyrkur.is. Í áheitasöfnunina hálfmaraþon og 10 km eru þegar eru skráð 134 góðgerðafélög í ár skráðir fleiri en tóku þátt í þeim en í fyrra voru 138 félög sem tóku vegalengdum í fyrra.“ þátt í söfnuninni. Af þeim 8.650 Gerður Þóra bendir á að við skráðu þátttakendum í Reykjavíkþessa tölu eigi eftir að bætast urmaraþoni Íslandsbanka (þátttakverulegur fjöldi á skráningarhátíð endur í Latabæjarhlaupi geta ekki í Laugardalshöll sem stendur frá safnað áheitum á hlaupstyrkur.is) 10 til 19 í dag (föstudag). Einkum eru 3.144 skráðir góðgerðahlaupí Latabæjarhlaupið og 3 kílómetra arar en það getur enn átt eftir að hlaupið. „Þar þarf minnstan fyrirbætast við þann hóp. Árið 2011 vara. Þetta fer mest eftir veðri og voru áheitahlauparar 4.056 þegar spáin er góð.“ áheitasöfnun lauk.“ Þá hafa erlendir þátttakendur Jakob Bjarnar Grétarsson aldrei verið fleiri en í ár en þegar eru skráðir 1.617 af 61 þjóðerni. jakob@frettatiminn.is Mjög hefur færst í aukana að

 Reykjavíkurmar aþon Viktor Snær Sigurðsson

Efstur 3000 áheitahlaupara Bróðir Sunnu Valdísar sem haldin er erfiðum genasjúkdómi trónir á toppi þeirra sem hafa safnað áheitum fyrir góðgerðafélög í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið. Hann hleypur í annað sinn tíu kílómetra með foreldra sína sér við hlið. Faðir hans segir frábært að sjá hvað ættingjar, vinir og ókunnugt fólk sé tilbúið að styrkja þau í baráttu sinni.

V

iktor Snær Sigurðsson stóð í stórræðum á miðvikudag, því þá hringdi hann í þá sem hafa heitið á hann í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Viktor er efstur á lista yfir þá sem safna áheitum fyrir þau 134 góðgerðarfélög og samtök sem hlaupið er fyrir í ár. Upphæðin er rúmlega 1,2 milljónir króna. Samtals hafa ríflega 28 milljónir króna safnast fyrir félögin, um þremur milljónum meira en á sama tíma í fyrra. Styrktarhlaupararnir í ár eru nærri 3.150 talsins. Miklu munar um Svölurnar, styrktarfélag flugfreyja og þjóna, sem hétu hálfri milljón króna á Viktor tækist honum að safna hálfri í áheit fyrir hlaupið. Viktor tók við fénu núna í vikunni. „Já, ég hef verið að æfa. Ég er búinn að hlaupa níu og fimm kílómetra nokkrum sinnum,“ segir Viktor, sem verður þrettán eftir rétt rúman mánuð. Hann hleypur með foreldrum sínum á laugardag tíu kílómetra. Þetta er í annað sinn sem hann hleypur svona langt, en í þriðja sinn sem hann tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. „Ég er með plattfót svo þetta er svolítið erfitt fyrir mig,“ segir hann og viðurkennir að hann kvíði því örlítið fyrir hlaupinu, þótt gaman sé að komast í mark. Faðir Viktors, Sigurður Hólmar

Viktor Snær með Svölunum, sem afhentu honum hálfa milljón króna í vikunni til styrktar AHC samtökunum, en systir hans Sunna er sú eina hér á landi með AHCsjúkdóminn. Mynd/Hari

Jóhannesson, segir árangur Viktors nú þriðja árið í röð virkilega gleðilegan, en hann var þriðji hæstur safnara í fyrra og sá fjórði í fyrsta hlaupinu sínu. „Kynningin á sjúkdómnum og samtökunum skiptir höfuðmáli og meira máli en upphæðin,“ segir hann en systir Viktors, Sunna Valdís, þjáist af AHC, Alternating Hemiplegia of Childhood, ein Íslendinga. Stökkbreyting í geni veldur sjúkdómi Sunnu. Hún fær krampaköst sem hafa áhrif á þroska hennar. „Vonandi vekur þetta afrek Viktors athygli fyrirtækja í framtíðinni sem geta þá hjálpað okkur

Faxafeni 14 Sími 560 1010 www.heilsuborg.is

að finna lyf á markaðnum sem virka á sjúkdóminn. Það er númer eitt, tvö og þrjú. En auðvitað er frábært að sjá hvað fólk tekur vel í þetta, hvað ættingjar og vinir og ókunnugt fólk er tilbúið að styrkja, þetta er æðislegt,“ segir Sigurður. Nú í byrjun mánaðarins var opinberlega tilkynnt um rannsóknarniðurstöður sem greina frá orsökum sjúkdómsins hjá tveimur þriðju þeirra 800 hundruð sem þjást af honum í heiminum. Vonar fjölskyldan að nú þegar séu til lyf sem virka á sjúkdóminn. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is


ÍSLENSKA SIA.IS MSA 60685 08.2012

100%

HÁGÆÐA PRÓTEIN

HLEðSLA FYRIR HLAUPARA KOMDU VIð Á SETNINGARHÁTÍðINNI FYRIR REYKJAVÍKURMARAÞON Í LAUGARDALSHÖLL Í DAG. VIð GEFUM ÞÁTTTAKENDUM HLEðSLU FYRIR ÁTÖKIN OG KYNNUM SPENNANDI VÖRUNÝJUNG FRÁ HLEðSLU. HLAUPARAR GANGI YKKUR VEL

ELÍSABET MARGEIRSDÓTTIR

HLAUPARI OG NÆRINGARFRÆðINGUR


46

bækur

Helgin 17.-19. ágúst 2012

Bókmenntir í Hörpu Reykjavíkurborg fékk í fyrra viðurkenningu sem ein bókmenntaborga UNESCO og var sett stjórn á verkefnið sem Sjón veitir formennsku. Á morgun, laugardag, er þrískipt dagskrá í Hörpu tileinkuð þessu átaki: Sú fyrsta hefst kl. 14.30, er helguð Reykjavík í bókmenntum; flytja nokkrir höfundar skáldskap um borgina frá ólíkum hliðum: Kristín Steinsdóttir, Sigurður Pálsson, Vigdís Grímsdóttir, Bragi Ólafsson, Þórdís Gísladóttir, Eiríkur Guðmundsson og Sjón. Fyrr um morguninn afhendir borgarstjóri Rithöfundasambandi Íslands Gunnarshús, fyrrum heimili Gunnars Gunnarssonar rithöfundar, til eignar, og er dagskráin sett saman í tilefni þessa. Klukkan 16 verður boðið upp á stutta dagskrá í tilefni fyrstu Lestrarhátíðar í Reykjavík sem verður haldin í október. Hjálmar Sveinsson spjallar stuttlega um Elías Mar og

Vinsælir grillréttir

eftirstríðsárin í bland við örstuttan upplestur úr skáldsögunni Vögguvísu. Bókin er nýkomin út í þriðju útgáfu hjá Lesstofunni og hún verður í brennidepli á Lestrarhátíð haustsins. Flutt verður lagið Vögguvísa (Chi baba) í nýrri íslenskri útgáfu og Bergur Ebbi flytur gamanmál út frá slangursafni sem Elías Mar safnaði um 1950 og notaði í sögunni. Síðast en ekki síst gefst svo gestum kostur á að kynnast nýjum reykvískum skáldum á ljóðadagskrá sem hefst kl. 17.30: Mazen Maarouf frá Palestínu, Juan Camilo Róman Estrada frá Kólumbíu, Elías Portela frá Galíseu, Harutyun Mackoushian frá Armeníu og Syríu og Kári Tulinius og Þórdís flytja ljóð sem þau hafa þýtt hvert eftir annað. Öll erlendu ljóðin verða flutt bæði á íslensku og á frummálinu. -pbb Jón Gnarr borgarstjóri afhendir Rithöfundasambandi Íslands Gunnarshús til eignar á morgun.

 Bókmenntir Þýðingar

Útgáfur á verkum Hallbergs

Hallberg Hallmundsson.

... hér er á boðstólum veisla sem veigarnar súrna ekki og önnur föng endast svo lengi sem menn þiggja.

Hinn veraldlegi arfur bókmenntamannsins, skáldsins og þýðandans Hallbergs Hallmundssonar vildi hann að yrði nýttur til að ljúka útgáfum á öllum þeim ljóðaþýðingum sem hann hafði unnið að á sinni löngu starfsævi vestur í New York en þar starfaði hann. Í fyrra kom út stórt safn ritdóma hans um íslenskan samtímaskáldskap, Contemporary Icelandic Literature, safn dóma sem hann skrifaði og birti í World Literature Today. Kennir þar ýmissa grasa því hér fjallar hann um verk sem birtust frá árunum 1969 (Leigjandinn og Himinbjargarsaga eru elst), til verka sem birtust 2002. Að viðbættum dómi um þýðingu Magnúsar Magnússonar á Brekkukotsannál frá 1967. Mesta athygli fá Steinunn Sigurðardóttir og Þorsteinn frá Hamri en hann fjallar um níu verk eftir þau bæði. Í sömu útgáfuröð verka Hallbergs kom snemma á þessu ári út þýðing hans á Þorpinu eftir Jón úr Vör með inngangi, þýðing hans á Crow eftir Ted Hughes, Skeiðæingatal eftir Edgar Lee Masters, endurútgáfa á þýðingum hans á ljóðum Pablo Neruda sem komu fyrst út 1995 og nú nýlega þýðingar hans á Emily Dickinson – 100 kvæði – í endurprentun. Samfara var dreift á ný þýðingu á hinum merka ljóðabálki Stepen Crane, Svörtum riddurum, og úrvali ljóða eftir Mark Strand, Það sem eftir er. Seint verður ítrekað mikilvægi þess að erlend ljóð fáist þýdd á íslensku. Þau sýna stöðu málsins gagnvart erlendri tjáningu, lúta vissulega aldri og málsniði hvers þýðanda og hvers tíma, en þau eru mikilvæg gátt í heim sem annars er okkur torskilinn því mál geta menn stautað og tautað en skilning fá þeir ekki á þeim nema með langdvölum erlendis eða ástundun sem jaðrar við trúarþörf. Það ber því að þakka að Hallberg skyldi ráðstafa svo veraldlegum eigum sínum að hin andlegi arfur hans kæmist til lesenda, því hér er á boðstólum veisla sem veigarnar súrna ekki og önnur föng endast svo lengi sem menn þiggja. -pbb

Grillréttir Hagkaups, bók matreiðslumeistarans Hrefnu Rósu Sætran, nýtur mikilla vinsælda meðal landsmanna. Bókin er í öðru sæti á metsölulista bókaverslana síðustu tvær vikurnar og hefur skotist upp í fimmta sæti sölulistans frá áramótum.

Egill kominn á netið Wikisaga, lýsandi heimildaskrá Egils sögu gagnagrunnur íslensku og ensku er nú opin almenningi. Þar má nálgast lista yfir helstu rit og ritgerðir fræðimanna um Eglu. Gagnagrunnurinn telur nú tæplega 470 heimildir, þ.e. tilvísanir til ritverka þar sem Egils saga er meginviðfangsefnið eða kemur við sögu. Textar Egils sögu á Wikisögu eru ensk þýðing Williams Charles Green frá 1893 og íslensk útgáfa þeirra Bergljótar Kristjánsdóttur og Svanhildar Óskarsdóttur á Eglu sem kom út hjá Máli og menningu árið 1994. Þrír framhaldsnemendur á hugvísindasviði, þær Álfdísi Þorleifsdóttir, Jane Appleton og Katelin Parson, hafa starfað að verkefninu undanfarin ár. Vefurinn var upphaflega unninn í gagnagrunnkerfi hönnuðu af Anok margmiðlun en á lokastigum var ákveðið að færa efnið inn í MediaWiki, sem er sama kerfi og er að baki Wikipediu. Uppsetningu og hönnun vefsins annaðist Olga Holownia. -pbb

 Ritdómur Names of the Sea – Str angers in Iceland

Öllu má nú nafn gefa Rit Söru er frábærlega vel skrifað, hún gengur nærri sjálfri sér, nýtir syni sína fallega til framvindu, þótt bóndi hennar sé fullmikið tilbaka.

Sarah Moss.

 Names of the Sea Strangers in Iceland Sarah Moss Granta, 358 s. 2012.

B

reskur akademiker ákveður að taka upp sín tjöld og flytja sig úr stað. Kona sem með karl og tvo stráka hverfur úr sælu suðursins, kveður Kent og Canterbury, og setur sig niður í mannlausri blokk í Garðabæ, ráðin til að kenna rómantíska ljóðlist á Melunum. Tíminn er ekki sem bestur: hún ræður sig 2008 og er mætt sumarið 2009 til ársdvalar. Hver er hún? Hana langaði alltaf norður segir hún. Afa hennar langaði norður svo hann réði sig á togara: gráu eylöndin við ysta haf kölluðu. Heimsókn til langdvalar er styrkt langri sumarferð nítjánda árið, þær voru tvær, konan tók Grikklandsárið út á þvælingi um Ísland, mállaus og blönk og fann þar eitthvað sem hún á erfitt með að útskýra – það var 1996 og nú vill hún heimta það á ný með bónda, börn og bagga. Sarah Moss hefur alið öll sín þroskaár í virtum menntastofnunum Englands. Hún á í alvöru von á því að allar eplategundir trjálunda suður-Englands fái hún í kjörmörkuðum úthverfa á Íslandi. En hún deilir með okkur í þessari þroskasögu, sem er nánast í senn ævisaga og ferðabók, hvernig henni reiðir af hér norðurfrá: þau vantar farartæki (í Garðabæ!) húsgögn, heimilistæki, sambönd, vini aðstoð – og eru hjálparlaus. Öll viðkynni hennar mótast af því, frústrasjón, skilningsleysi, skorti á upplýsingu. Og þegar upplýsingar fara að sáldrast til hennar kemst hún að furðulegum niðurstöðum, reyndar fengnum frá fólki sem hefur dvalið stóran hlut ævi sinnar í öðrum löndum: Íslendingar kaupa ekkert notað, bara nýtt – halló Barnaland, Góði hirðirinn, Kolaportið og hin enda-

lausa skiptisala milli kunningja og vina – smáauglýsingar DV! Íslendingar fóru ekki að éta grænmeti fyrr en eftir 1970 og mest fyrir bandarísk áhrif. Hver einasta kelling hló! Mér varð hugsað til ömmusystra minna í Borgarfirðinum sem bjuggu sér til garðana um leið og þær byggðu um jarðirnar, reyndu að hösla sér fræ eftir öllum leiðum, til þeirra sem gerðu garðalöndin frá Klömbrum inn að Elliðaám – var ekkert étið af því grænmeti? Þetta er nú hættan við ferðabókaskrif hins forvitna ferðalangs – ef hann ekki þekkir þá býr hann til. Rit Söru er frábærlega vel skrifað, hún gengur nærri sjálfri sér, nýtir syni sína fallega til framvindu, þótt bóndi hennar sé fullmikið tilbaka. Hún er fyrst og fremst að upplifa náttúruna, hverfur inn í kuldaleg veðrabrigðin, dásamar birtuna, fellur í leiðslu yfir litbrigðum landsins. Hún er naturalisti og eins og þeir eru gjarnan andsnúin mörgu sem við höfum tamið okkur. Ideal hennar er gamalt hús, slitin húsgögn, máðir litir, bækur út um allt – heilsufæði. Hún er crank eins og það var kallað fyrir þremur áratugum. En hún er líka greind: frá sjónarhóli sínum sneiðir hún ágalla íslenskrar velmegunar niður, stundum af öfund, eða aðdáun, líka af furðu, jafnvel vandlætingu. Dvöl hennar er of stutt, einangrun hennar of mikil til að hún nái festu og dýpri skilningi, þó hún reyni að ná grunntóni veiðimanna og bændasamfélags sem tók iðnbyltinguna á tveim áratugum. Og þá er líka auðvelt að falla fyrir mítunum: þetta reddast. Hin vanþroska framkvæmdaþörf sem skilur ekki lengdina sem verkið þarf, því það verður að heyja fyrir myrkur, bjarga afla í salt áður en hann rotnar á kambnum. Names of the Sea er fallega stílað verk af mikilli andagift og fágaðri tjáningu. Endimörk þess eru hin skammi tími sem gesturinn dvaldi hér, stærð þess falin í takmarkalítilli þörf til að taka inn himin, haf og jörð í ljósi og litum sem þá dýrðargjöf sem okkur býðst: það erindi hennar er brýnt og kemst fullkomlega til skila.

Bækur

Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is


Vetrarlokun Klassísk lögregluglæpasaga frá höfundi sem kann sitt fag... Ég mæli með því að öllum sem finnst gaman að glæpasögum gefi sér tíma fyrir bækur Jørn Lier Horst. Gott að byrja með því að lesa Vetrarlokun. -Thorbjörn Ekelund, Dagbladet

Fyrsta flokks glæpasaga. -Sindre Hovdenann, VG

Að skrifa raunverulega lögregluglæpasögu er æfing sem krefst stöðugt meiri sérfræðiþekkingar í afbrotafræði. Það er því eðlilegt að yfirlögreglustjórinn Jørn Lier Horst skipi sér í röð fremstu glæpsagnahöfunda Noregs með þessari glæpasögu.

-Hans Olav Lahlum

Norskir bókasalar völdu Vetrarlokun bók ársins 2011.

Útgáfuhóf Salamöndrugátunannar er kl. 16:30 til 17:00 og Vetrarlokunar kl. 17:30 - 18:00 Útgáfuhófið er í samvinnu við Norræna félagið á Íslandi og liður í dagskrá þeirra í Ráðhúsinu á Menningarnótt.


48

heilabrot

Helgin 17.-19. ágúst 2012

 Fréttagetr aun fréttatímans

Sudoku

3 4

6

5

4 9

1 6

8 3

1 3

2 7

9 5 2 7 

5

2 9 3 8 4 5

Sudoku fyrir lengr a komna

9

Hrafn Gunnlaugsson, 2. Sigurlaug Svör 1. Í skugga hrafnsins eftir

Anna Jóhannsdóttir, 3. Allt að 25

8

Bubbi Mortens vera litla risann í íslenskri pólitík?

Bjartrar framtíðar? 10 Hver er Íslandsmeistari í hjólreiðum karla í flokki 40 til 49 ára? 11 Hvað heita nýju íslensku talgervilsraddirnar frá pólska fyrirtækinu Ivona?

þúsund manns, 4. Snædrekinn,

7

12 Hvern segir

5. Kosningaskjálfta, 6. Harvard,

6

Hversu gömul varð hún?

9 Hver er nýráðinn kosningastjóri

7. 35 ár, 8. 90 ára, 9. Atli Fannar

5

sóknarskipið og ísbrjóturinn sem lagði við Akurey í Kollafirði? Hvernig skjálfta telur Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, hrjá Vinstri-græna? Hvaða háskóli er sá besti í heimi tíunda árið í röð samkvæmt Shanghai-listanum? Hversu mörg ár eru liðin frá því Elvis Presley lést? Helen Gurley Brown, fyrrverandi ritstjóri bandaríska tímaritsins Cosmopolitan, er nýlátin.

Bjarkason, 10. Róbert Wessman,

fyrsta kvikmyndin sem sænska leikkonan Noomi Rapace lék í? 2 Hver er nýr framkvæmdastjóri Já Ísland? 3 Hversu margir eru taldir hafa heimsótt Dalvík á Fiskideginum mikla?

11. Dóra og Karl, 12. Jón Gnarr.

4 Hvað heitir kínverska rann-

1 Hver er

krossgátan

mynd: Wikimedia Commons (publiC domain)

GUTL

HALD

SÝNISHORN

UMRÁÐ

8

DVÍNA

KELDA

BÁRA ÁRMYNNI

ÞRÍFUR SNÁÐA FUGL

LAND Í ASÍU

ÞAKBRÚN

FYRIRHÖFN

ÞANGAÐ TIL

NÝR

ÓLGU

ÁKEFÐ

ÖRVERPI

IÐKA

LAND

TVEIR EINS

HÁMA TEIKNIBLEK

TALA

EYJA

RÁNFUGL LIÐUG KLÆÐLEYSIS

SKART

ÆTÍÐ

ÆXLUNARFÆRI BLÓMS

YLJA

PLANTA

svanHvít efnalaug

- nú á þremur stöðum

PILAR

ÓSKAR

STEINTEGUND

MÆLIEINING DVELJA

ÁRBÓK

FAÐMUR

ELDHÚSÁHALD SKVÍSA RAÐTALA SPILASORT

KARLKYN

BOR

LANGT NIÐUR

ELSKA

NUNNA

AFÞÍÐA

LISTAMAÐUR

SITJA HEST

LÓÐ

URGA

KVK NAFN

KLAKI

HANGA

TVEIR EINS

MATREIDDUR

DUGLEGUR

HAMFLETTA

PÚLA

SKVAMPA

SKURÐBRÚN DRAUP

ÚTVEGUN

KRAFSA

SKÝRA FRÁ REGLA

TIL DÆMIS

LOFTTEGUND

LEYFI

MÆLIEINING

SVIK

FLANA

ÚTDEILDI STIG

SJÚKDÓMUR

SVÖRÐ

ÁTT

MÁNUÐUR

SUSS

SVARA MÓTMÆLI

ÓNÆÐI

SJÁVARMÁL

SKARKALI

ENDURRAÐA

Efnalaug - Þvottahús

9

SKAMMSTÖFUN

FLATFÓTUR

Hverafold 1-3 | Grettisgötu 3 | Smáralind | 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is

7

JURT

ÚTSKORINN

Láttu okkur sjá um Heimilisþvottinn! lítil vél 7 kg. 1.790 kr. stór vél 15 kg. 3.290 kr.

3 9 2 6 3 1 8 1 3 6 8 1 7 5 4 2 2 7 9 2 8 5

ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 99

Hverafold 1-3, 112 reykjavík grettisgötu 3, 101 reykjavík smáralind, 201 kópavogur

4

AFL


Ljóslifandi dýr, sveppir o.fl. í miklu úrvali • Nánar á minja.is og facebook

Bambi kr. 13.300,-

Íkorni kr. 7.600,-

Kisa kr. 7.400,-

Selur kr. 8.900,-

KRAFTAVERK

Kanína kr. 7.400,- (margir litir)

Snigill kr. 7.900,-

Sveppur kr. 5.900,- (margir litir)

Sveppur kr. 7.400,-

Fótbolti Hreindýr (veggljós) kr. 8.900,-

kr. 6.900,-

Mörgæs

kr. 9.700,-

Kanína kr. 7.400,-

skólavör›ustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja

Gæs

kr. 16.900,-


50

sjónvarp

Helgin 17.-19. ágúst 2012

Föstudagur 17. ágúst

Föstudagur RUV

20:05 Shorts Skemmtileg fjölskyldumynd um líf ungs drengs sem breytist sannarlega þegar hann finnur óskastein.

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4 22.15 Banks yfirfulltrúi: Vinur kölska (DCI Banks: Friend of the Devil) Bresk sakamálamynd.

Laugardagur

20:20 All About Steve Skemmtileg gamanmynd með Söndru Bullock, Bradley Cooper og Tomas Hayden Church.

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

20.30 Tónaflóð Bein4útsending frá tónleikum á Menningarnótt í Reykjavík.

Sunnudagur

22:00 The Borgias - NÝTT (1:10) Einstaklega vandaðir þættir úr smiðju Neils Jordan um valdamestu fjölskyldu ítölsku endurreisnarinnar,

20.30 Berlínarsaga (1:6) Sagan gerist í AusturBerlín á níunda áratug síðustu aldar og segir frá tveimur fjölskyldum.

j Ný

g n u

16.25 Reynir Pétur - Gengur betur 17.20 Snillingarnir (55:67) 17.44 Bombubyrgið (1:26) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Gómsæta Ísland (1:6) 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Popppunktur (7:8) (Hjólreiðamenn - Bílafólk) 20.45 Klók eru kvennaráð (Ladies and the Champ) Tvær rosknar konur yngjast allar upp þegar þær taka að sér götutrák og ákveða að gera úr honum bardagakappa. Leikstjóri er Jeffrey Berry og meðal leikenda eru 5Olympia Dukakis, 6 Marion Ross og David DeLuise. Bandarísk gamanmynd frá 2001. 22.15 Banks yfirfulltrúi: Vinur kölska (DCI Banks: Friend of the Devil) 23.45 Stjórnsemi (Management) Bandarísk bíómynd frá 2008. Farandsölukona reynir að hrista af sér mótelstjóra sem fellur fyrir henni og lætur hana ekki í friði. e. 01.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Rachael Ray (e) 08:45 Pepsi MAX tónlist 16:25 Pan Am (8:14) (e) 17:15 Rachael Ray 18:00 One Tree Hill (5:13) (e) 18:50 America's Funniest Home Videos (24:48) (e) 19:15 Will & Grace (21:24) (e) 19:40 The Jonathan Ross Show (e) 520:30 Minute To 6 Win It 21:15 The Biggest Loser (15:20) Bandarísk raunveruleikaþáttaröð um baráttu ólíkra einstaklinga við mittismálið í heimi skyndibita og ruslfæðis. 22:45 Jimmy Kimmel (e) 23:30 Monroe (2:6) (e) 00:20 CSI (10:22) (e) 01:10 Jimmy Kimmel (e) 01:55 Jimmy Kimmel (e) 02:40 Pepsi MAX tónlist

STÖÐ 2

Laugardagur 18. ágúst RUV

07:00 Barnatími Stöðvar 2 / Daffi önd 08.00 Morgunstundin okkar / Lítil prinsessa / Háværa ljónið Urri / Kioka og félagar / Scooby Doo og félagar / Snillingarnir / Spurt og sprellað / 08:55 Malcolm in the Middle (18/25) Teiknum dýrin / Grettir / Engilbert 09:15 Bold and the Beautiful ræður / Kafteinn Karl / Nína Pataló 09:35 Doctors (125/175) / Skoltur skipstjóri / Hið mikla Bé / 10:15 Sjálfstætt fólk (14/30) Geimverurnar / Hanna Montana 10:55 Sprettur (1/3) 10.55 Popppunktur (4:8) e. 11:20 Cougar Town (9/22) 12.00 Ævintýri Sharpay 11:45 Jamie Oliver's Food Revolution allt fyrir áskrifendur 13.30 Ferð að miðju jarðar (1:2) e. 12:35 Nágrannar 14.30 Séra frú Agnes e. 13:00 Frasier (1/24) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15.00 Carla Bruni 13:20 Shallow Hal 15.45 Allt er list e. 15:10 Tricky TV (10/23) 16.30 Tracy Ullman lætur móðan mása 15:35 Sorry I've Got No Head 17.00 2012 (1:6) e. 16:05 Barnatími Stöðvar 2 17.30 Ástin grípur unglinginn (46:61) 17:05 Bold and the Beautiful 4 5 18.15 Táknmálsfréttir 17:30 Nágrannar 18.25 Með okkar augum e. 17:55 Friends (15/25) 18.54 Lottó 18:23 Veður 19.00 Fréttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19.30 Veðurfréttir 18:47 Íþróttir 19.40 Ævintýri Merlíns (2:13) 18:54 Ísland í dag 20.30 Tónaflóð 19:06 Veður 23.10 Löghlýðni borgarinn Maður 19:15 American Dad (10/19) tekur að sér að framfylgja rétt19:40 Simpson-fjölskyldan (22/22) lætinu eftir að morðingi ættingja 20:05 Shorts hans er látinn laus. Atriði í mynd21:35 Far and Away Dramatísk inni eru ekki við hæfi barna. ástarsaga sem fjallar um írska 01.00 Sherlock (3:3) (Sherlock) e. landnema í Bandaríkjunum. 02.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 23:50 Smokin' Aces 01:20 Romancing the Stone 03:05 I, Robot 04:55 Simpson-fjölskyldan (22/22) 05:20 Fréttir og Ísland í dag Fréttir

!

Ljótur að utan – ljúfur að innan

Ljótur frá MS er bragðmikill og spennandi blámygluostur. Láttu hann koma þér á óvart og dæmdu hann eftir bragðinu.

5 08:00 Four Weddings6And A Funeral

RUV

08.00 Morgunstundin okkar / Poppý 07:00 Strumparnir / Brunabílarn­ir / kisukló / Herramenn /Franklín og Elías / Algjör Sveppi / Fjörugi teikni­ vinir hans / Stella og Steinn / Smælki myndatíminn / Latibær / Lukku láki / Disneystundin / Finnbogi og Felix 10:45 M.I. High / Sígildar teiknimyndir / Skrekkur 11:15 Glee (18/22) íkorni / Litli prinsinn / Hérastöð 12:00 Bold and the Beautiful 10.55 Ævintýri Merlíns e. 13:45 The Big Bang Theory (16/24) 11.40 Melissa og Joey (14:30) 14:05 Mike & Molly (1/23) 12.00 Hanna Montana: Bíómyndin 14:30 How I Met Your Motherallt(19/24) fyrir áskrifendur 13.40 Golfið (4) 14:55 Two and a Half Men (1/24) 14.10 Carlos Kleiber: Minningar15:20 ET Weekend fréttir, fræðsla, sport og skemmtun tónleikar 16:10 Íslenski listinn 16.05 Elizabeth Taylor 16:35 Sjáðu 17.20 Póstkort frá Gvatemala (6:10) 17:05 Pepsi mörkin 17.30 Skellibær (40:52) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17.40 Teitur (43:52) 18:49 6 Íþróttir 4 Krakkar á ferð og flugi 5 (16:20) e. 17.55 18:56 Lottó 18.15 Táknmálsfréttir 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 18.25 Innlit til arkitekta (5:8) 19:29 Veður 19.00 Fréttir 19:35 Wipeout USA (18/18) 19.30 Veðurfréttir 20:20 All About Steve 19.35 Pétur Wigelund Kristjánsson 22:00 Bangkok Dangerous Hörku20.30 Berlínarsaga (1:6) (Die Weisspennandi mynd með Nicolas sensee Saga) Cage í hlutverki leigumorðingja. 21.20 Sunnudagsbíó - Skassið 23:40 The Chamber Mögnuð mynd tamið (The Taming of the Shrew) með úrvalsleikurum sem gerð Bíómynd frá 1967 byggð á leiker eftir metsölubók Johns Grisriti Williams Shakespeares um hams. gróðabrallarann Petrúkíó. 01:30 Thirteen 23.25 Wallander – Lekinn e. 03:05 Aliens 00.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 05:20 Fréttir

SkjárEinn

06:00 Pepsi MAX tónlist 12:50 Rachael Ray (e) 13:35 Rachael Ray (e) 14:20 Design Star (7:9) (e) 15:10 Rookie Blue (5:13) (e) 16:40 Pepsi mörkin 16:00 Rules of Engagement (5:15) (e) 17:50 Pæjumót TM 16:25 First Family (1:2) (e) 18:40 Breiðablik - Þór/KA 17:55 The Biggest Loser (15:20) (e) 20:30 La Liga Report 19:25 Minute To Win It (e) 21:00 Einvígið á Nesinu 20:10 The Bachelor - LOKAÞÁTTUR 21:50 OK búðarmótið 22:25 UFC Live Events 124 allt fyrir áskrifendur21:40 Teen Wolf (11:12) 22:30 A Few Good Men (e) Stjörnum prýdd kvikmynd frá árinu 1992 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun sem fjallar um kærulausa lög17:45 Premier League manninn Daniel Kaffee sem er 18:40 Man. City - Chelsea fenginn til að verja tvo land20:30 Premier League gönguliða sem ákærðir eru fyrir 21:00 Premier League World 2012/13 morð á liðsfélaga sínum. allt fyrir áskrifendur 4 5 21:30 Bebeto 00:50 Jimmy Kimmel (e) 22:00 Premier League 01:35 Jimmy Kimmel (e) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:30 PL Classic Matches: 1999 02:20 Pepsi MAX tónlist 23:00 Chelsea - Arsenal

08:00 Mr. Woodcock SkjárGolf 10:00 Post Grad 06:00 ESPN America 4 allt fyrir áskrifendur 12:00 Ramona and Beezus 07:55 Wyndham Championship (1:4) 14:00 Mr. Woodcock 10:55 Golfing World fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:00 Post Grad 11:45 Golfing World 18:00 Ramona and Beezus 12:35 Wyndham Championship (1:4) 20:00 Cyrus 15:35 Inside the PGA Tour (33:45) 22:00 3:10 to Yuma 16:00 Wyndham Championship (1:4) 00:00 Being John Malkovich 19:00 Wyndham Championship (2:4) 4 5 02:00 Green Zone 22:00 Monty's Ryder Cup Memories 04:00 3:10 to Yuma 22:50 Wyndham Championship (2:4) 06:00 Aliens in the Attic 01:50 ESPN America

STÖÐ 2

Sunnudagur

6

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist 09:50 Breiðablik - FH 13:30 Rachael Ray (e) 11:40 Pepsi mörkin 15:45 One Tree Hill (5:13) (e) 12:50 Pæjumót TM 16:35 Mr. Sunshine (5:13) (e) 13:40 KF Nörd 16:55 Mr. Sunshine (6:13) (e) 14:20 Tvöfaldur skolli 17:15 The Bachelor (12:12) (e) 15:00 Stjarnan - KR 18:45 Monroe (2:6) (e) 18:15 Einvígið á Nesinu allt fyrir áskrifendur 19:35 Unforgettable (17:22) (e) 19:05 Stjarnan - KR 20:25 Top Gear (2:6) (e) 20:55 Íslandsmótið í höggleik fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:15 Law & Order: Special Victims Unit (1:24) 22:00 The Borgias - NÝTT (1:10) 22:50 Crash & Burn (4:13) 11:50 Premier League 23:35 Teen Wolf (11:12) (e) 12:45 Premier League World 2012/13 4 00:25 Psych (15:16) (e) 5 13:15 Premier League 01:10 Camelot (10:10) (e) 13:45 WBA - Liverpool allt fyrir áskrifendur 02:00 Crash & Burn (4:13) (e) 16:15 Newcastle - Tottenham 6 02:45 The Borgias (1:10) (e) 18:30 Arsenal - Sunderland fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 03:35 Pepsi MAX tónlist 20:20 West Ham - Aston Villa 22:10 QPR - Swansea 00:00 Fulham - Norwich

SkjárGolf 4

06:00 ESPN America 10:00 Austin Powers in Goldmember 06:45 Wyndham Championship (2:4) allt fyrir áskrifendur 12:00 Astro boy 09:45 Inside the PGA Tour (33:45) 14:00 Four Weddings And A Funeral 10:10 Wyndham Championship (2:4) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:00 Austin Powers in Goldmember 13:10 Golfing World 18:00 Astro boy 14:00 Wyndham Championship (2:4) 20:00 Aliens in the Attic 17:00 Wyndham Championship (3:4) 22:00 Tin Cup 22:00 Golfing World 6 00:10 2 Days in Paris 22:50 Wyndham Championship (3:4) 4 5 02:00 Get Shorty 02:00 ESPN America 04:00 Tin Cup

6

06:10 Rain man 508:20 The Invention Of6 Lying

allt fyrir áskrifendur

10:00 Prelude to a Kiss 12:00 The Sorcerer's Apprentice fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:00 The Invention Of Lying 16:00 Prelude to a Kiss 18:00 The Sorcerer's Apprentice 20:00 Rain man 22:10 Right at Your Door 4 00:00 Robin Hood 02:156 The Kovak Box 04:00 Right at Your Door 06:00 The Hoax


sjónvarp 51

Helgin 17.-19. ágúst 2012

19. ágúst

STÖÐ 2 07:00 Villingarnir / Svampur Sveins / Mörgæsirnar frá Madagaskar / Mamma Mu / Dóra könnuður / Algjör Sveppi / Krakkarnir í næsta húsi / Scooby-Doo! Leynifélagið 11:10 iCarly (7/25) 11:35 Ofurhetjusérsveitin 12:00 Nágrannar 13:45 2 Broke Girls (15/24) 14:10 Up All Night (3/24) allt fyrir áskrifendur 14:40 Drop Dead Diva (11/13) 15:30 Wipeout USA (18/18) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:20 Masterchef USA (13/20) 17:05 Grillskóli Jóa Fel (6/6) 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:15 Frasier (20/24) 4 19:40 Last Man Standing (8/24) 20:05 Dallas (10/10) 20:50 Rizzoli & Isles (10/15) 21:35 Mad Men (2/13) 22:20 Treme (7/10) 23:20 60 mínútur 00:05 The Daily Show: Global Edition 00:30 Suits (10/12) 01:15 Pillars of the Earth (2/8) 02:10 Boardwalk Empire (8/12) 03:00 Nikita (7/22) 03:40 American Pie: The Book of Love 05:10 Dallas (10/10) 05:55 Fréttir

Í sjónvarpinu Minute to Win It/The Biggest Loser

Hringleikahús ömurleikans

Það furðulega og rangnefnda fyrirbæri raunveruleikasjónvarp endurspeglar allt það andstyggilegasta við samfélag mannanna og þar eru allir undir sömu sök seldir, þeir sem framleiða lágkúruna og þeir sem leggjast svo lágt að horfa á fólk niðurlægt í sjónvarpi í krafti ýmist heimsku, fégræðgi, sýniþarfar og annarra mannanna meina. Einungis tvær meginhvatir geta legið að baki því að fólk sæki í efni eins og The Bachelor, Survivor, Big Brother og hvað þessi viðbjóður allur heitir. Annars vegar sjúkleg gægjuþörf og hins vegar óeðlileg þörf fyrir 5

4

SkjárGolf

ég festist í feninu af áhuga á blessuðu barninu og afdrifum þess. Ekki tók betra við þegar Biggest Loser tók við en þar er smalað saman fólki í yfirvigt og því pískað áfram á hlaupabrettum með öskrum og andlegu ofbeldi. Ógeðið náði hámarki þegar eitt hundrað bakkar voru bornir á borð fyrir fitubollurnar. Á sumum þeirra voru peningavinningar eða megrunarfæði en aðrir voru hlaðnir kleinuhringjum, bollakökum og fleiri kaloríusprengjum sem blessað fólkið stóðst ekki og úðaði í sig um leið og þau kíló sem búið var að kvelja af þeim hlóðust aftur utan á þau.

Þetta er svipað því að ryðjast inn á Vog með vodkaflöskur og kókaín og glenna framan í sjúklingana. Ljótur leikur sem rennir stoðum undir að raunveruleikasjónvarp sé rökrétt framhald hringleikahússins í Róm til forna. Og einhvern tíma hlýtur að koma að því að manneskju verði stútað á skjánum fólki til upplyftingar. Þórarinn Þórarinsson

6

Dönsku astma- og ofnæmissamtökin

Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum frá Neutral

ÞVottaefni fyrir hVert tilefni

09:35 OK búðarmótið 10:10 Kings Ransom 11:05 Stjarnan - KR 12:55 Einvígið á Nesinu 13:45 Breiðablik - Þór/KA 15:35 Rory Mcllroy á heimaslóðum 16:20 La Liga Report allt fyrir áskrifendur 16:50 Spænski boltinn 18:50 Spænski boltinn fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:00 Spænski boltinn 22:45 Spænski boltinn

hafðu Það fínt

4

08:35 Newcastle - Tottenham 10:25 Arsenal - Sunderland 12:15 Wigan - Chelsea 14:45 Man. City - Southampton allt fyrir áskrifendur 17:00 Sunnudagsmessan 18:15 WBA - Liverpool fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:05 Sunnudagsmessan 21:20 Wigan - Chelsea 23:10 Sunnudagsmessan 00:25 Man. City - Southampton

að horfa upp á annað fólk niðurlægt. Í einhverju fári fyrir viku rambaði ég á tvo þætti af þessu sauðahúsi í beit á Skjá einum. Fyrst einhvern furðuþátt sem heitir Minute to Win it þar sem óþolandi hlunkur með strípur og minnir helst á afdankaðan handrukkara leggur asnalegar þrautir fyrir fólk sem græðir hærri upphæðir í dollurum talið eftir því sem það leysir fleiri. Þarna voru sæt grískættuð skutla að safna fyrir brúðkaupinu sínu og aulalegur faðir sem vantaði pening upp í lækniskostnað lítillar dóttur sinnar. Gægjuþörfin blossaði upp og



5 StórÞVottur 6

Silkihönskum, ullarteppum og dúnúlpum hæfir 30 til 40 gráðu þvottur í höndum eða vél með Neutral Uldog finvask.

framundan?

Neutral Sort vask varðveitir svartan glæsileikann svo hann tapi ekki lit sínum. Upplitað er bara ekki í tísku þessa dagana.

Ekkert jafnast á við Neutral Storvask til að komast til botns í þvottakörfunni. Hentar fyrir þvott af öllu tagi.

5

nú er Það SVart

6

06:00 ESPN America 07:10 Wyndham Championship (3:4) 11:40 Golfing World 12:30 Wyndham Championship (3:4) 17:00 Wyndham Championship (4:4) 22:00 Inside the PGA Tour (33:45) 22:25 Wyndham Championship (4:4) 02:00 ESPN America

Létt er að flokka litríka sokka.

ÍSLENSKA SIA.IS NAT 59694 05.2012

Fyrir alla muni, ekki láta þennan lenda í hvíta þvottinum.

nú er Það hVítt

haltu lífi í litunum

Ensímin í Neutral Hvid vask losa þig við erfiða bletti og óhreinindi. Það skilar sér í björtum og hvítum þvotti. Fljótandi Neutral leysist vel upp og hentar því líka vel í handþvottinn.

Settu svolítið af Neutral Color í hólfið og njóttu þess að fá þvottinn jafn litríkan úr vélinni aftur. Þetta er kröftugt, þú notar bara lítið af dufti í hverja vél. Fljótandi Neutral Color endist líka og endist.


52

bíó

Helgin 17.-19. ágúst 2012

 Bíódómur Total Recall 

Dapurleg endurminning Sjálfsagt má með góðum vilja tína til einhverjar endurgerðir gamalla bíómynda sem hafa átt eitthvert erindi og jafnvel einhverju við það sem áður hafði verið gert að bæta. Mun auðveldara þó að láta sér detta til hugar slappar og tilgangslausar endurgerðir eins og Psycho, eftir Gus Van Sant, Get Carter, með Sylvester Stallone og The Wicker Man með Nicolas Cage. Snúningur Len Weisman á Total Recall, 22 ára gamalli framtíðar- og ofbeldisveislu hollenska leikstjórans Paul Verhoeven, fer lóðbeint í

seinni flokkinn. Arnold Scwarzenegger var í góðu formi, sjálfum sér líkur, í frummyndinni og tókst á við unga og ljóngrimma Sharon Stone og illmennið Richter sem Michael Ironside gerði dásamleg skil. Sá litlausi og takmarkaði leikari Colin Farrell er hér kominn í stað Arnolds í hlutverki Doug Quaid sem lifir fábrotnu lífi í Ástralíu sem er annað tveggja íbúðarhæfra svæða á jarðkringlunni. Landið er nýlenda Sameinaðs Bretlands sem kúgar almúgann og notar í skítastörf. Ástralía kemur hér inn í stað reikistjörn-

unnar Mars í gömlu myndinni og þau býtti eru ansi döpur. En hvað um það. Quaid lætur endurteknar draumfarir sínar um mikinn lífsháska hrekja sig á vit Rekall, fyrirtækis sem plantar fölskum og spennandi minningum í kollinn á fólki. Hann pantar sér njósnapakka en áður en fyllt er á minni hans verður allt brjálað. Hann er hundeltur af vondum mönnum og kemst smám saman að því að hann

er þrautþjálfaður njósnari. Weisman skákar í því skjóli að hann fylgi smásögu Philip K. Dick betur eftir en Verhoeven en honum verður ekki kápan úr því klæðinu. Myndin er of löng og á köflum langdregin og merkilega lík forver-

anum fyrir utan að Weisman sneiðir hjá öllu því flottasta, snjallasta og skemmilegasta sem Verhoeven bauð upp. Semsagt tilgangslaus þvælingur. Útlit myndarinnar er þó til fyrirmyndar og hún heldur ágætis dampi framan af en smart sviðsmyndin ber þess öll merki að Weisman virðist miklu frekar vilja vera að endurgera Blade Runner. Vonandi fær hann það verkefni aldrei. Þórarinn Þórarinsson

 James Bond Hefur staðið vaktina í 50 ár

 Frumsýndar

Fjórmenningarnir vígbúast gegn innrásarher utan úr geimnum.

Daniel Craig leikur James Bond í þriðja sinn í Skyfall, 23 Bondmyndinni sem er frumsýnd í október þegar kvikmyndabálkurinn verður fimmtugur.

Aular berjast við geimverur í úthverfi Grínfélagarnir Ben Stiller og Vince Vaughn hafa brallað ýmislegt í gegnum tíðina og í The Watch eru þeir mættir til leiks á svipuðum nótum og áður með ekki síðri spaugara, Jonah Hill og Richard Ayoade, sér til fulltingis. Hill hefur verið á fljúgandi siglingu undanfarin ár og gert það gott í til dæmis 21 Jump Street, Moneyball og Superbad. Ayoade er síðan fyrst og fremst þekktur fyrir snilldar gamanleik í bresku sjónvarpsþáttunum IT-Crowd. Fjórmenningarnir leika nágranna í frekar daufu úthverfi og til þess að lífga upp á tilveruna fær nýjasti gaurinn í hópnum, sem Stiller leikur, þá frábæru hugmynd

að stofna nágrannavörslu. Gæslan er þó fyrst og fremst hugsuð sem afsökun fyrir þá félaga til þess að komast út af heimilum sínum og skemmta sér saman. Vinirnir njóta fríðinda gæslunnar þó ekki lengi þar sem þeir komast að því að óvinveittar geimveur hafa hreiðrað um sig í bænum og eru smám saman að taka samfélagið yfir með því að sigla undir fölsku flaggi þannig að engum er treystandi. Félagarnir þurfa þá heldur betur að hysja upp um sig brækurnar og taka á honum stóra sínum í sígildri baráttu góðs og ills.

ParaNorman

Step Up Revolution

Norman Babcock er ósköp venjulegur, vel gefinn ellefu ára drengur fyrir utan það eitt að flestir kunningjar hans eru dauðir. Norman býr í smábæ sem var vettvangur mikilla nornaveiða fyrir þremur öldum. Þessir fjarlægu atburðir eru efni í sögur hjá bæjarbúum en þetta stendur Norman miklu nær þar sem hann er gæddur þeirri gáfu að geta séð og talað við þá framliðnu sem enn eru á sveimi. Þegar 300 ára nornabölvun blossar upp og hinir dauðu rísa og herja á bæinn heldur Norman einn ró sinni og skerst í leikinn.

Fjórða myndin í dansmyndaflokknum sem kenndur er við Step Up fjallar um unga stúlku sem kemur til Miami í von um að fá vinnu sem atvinnudansari. Hún kemst í kynni við dansara sem fer fyrir danshópnum The Mob sem fer með óvæntar dansuppákomur víðs vegar um borgina. Þau fella hugi saman en þegar viðskiptamaður ætlar sér að rífa eitt uppáhalds svæði hópsins þurfa dansararnir að grípa til sinna ráða.

Aðrir miðlar: Imdb: 5.7, Rotten Tomatoes: 16%, Metacritic: 35%

Fyrsta James Bond-myndin, Dr. No, var frumsýnd í október árið 1962. Þessi vaskasti njósnari hennar hátignar hefur því staðið vörð um hinn frjálsa heim í bíó í fimmtíu ár. Sex leikarar hafa á þessum tíma leikið Bond. Bond-myndirnar eru næst tekjuhæsti kvikmyndabálkur sögunnar en aðeins myndirnar átta um Harry Potter hafa skilað meiri hagnaði en Bond-myndirnar sem að vísu verða orðnar tuttugu og þrjár með frumsýningu Skyfall í október.

S

Aðrir miðlar: Imdb: 5.7, Rotten Tomatoes: 42%, Metacritic: 43%

Aðrir miðlar: 7.3, Rotten Tomatoes: 69%, Metacritic: 68%

MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  CAFÉ/BAR, opið 17-23

NÝTT Í BÍÓ PARADÍS! HVERSU LANGTMYNDIR ÞÚ FARA TIL AÐ FINNA ÁSTINA?

MENNINGARNÓTT

TÓNLEIKAR! ÓFRÁN19:30 LE- IFRÍTT KAINNR KVIKMYND EFTIR RAGNHILDI STEINUNNI JÓNSDÓTTUR

HRAFNTÍU TÍMAR AR TTIL IL HILDUR PARADÍSAR

FOMA | BOOGIE TROUBLE | CATERPILLARMEN | BOB

I’M FINE THANKS SUNNUDAG 18:00 - FRÍTT INN

TEDDY BEAR

HEIMILDAMYND UM KYNLEIÐRÉTTINGU

Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis!

Karlremban sem elskaði mig

VERTU FASTAGESTUR!

Ódýrara í bíó með aðgangskortum!

Ég er ekki að segja að hann geri ekki slæma hluti. Hann er vondur maður sem drepur fólk.

ean Connery lék James Bond í Dr. No og varð strax hinn eini sanni Bond í hugum flestra og það var ekki fyrr en Daniel Craig tók að sér hlutverkið í Casino Royale árið 2006 að stöðu Connerys á stallinum var ógnað. Connery var þó ekki sjálfkjörinn í hlutverkið á sínum tíma og framleiðendurnir voru framan af með sjálfan Cary Grant efstan á óskalistanum. Þá var Ian Fleming, höfundur James Bond-bókanna, vægast sagt ósáttur með Connery í fyrstu en leikarinn vann á þannig að Fleming endaði með að skrifa skoska ættarsögu Bonds inn í seinni bækur sínar. Fyrsta James Bond-bókin, Casino Royale, kom út árið 1953 þannig að það er óhætt að segja að Bond sé í grunninn kaldastríðs­ hetja. Hann tókst strax í upphafi á við skúrka frá Sovétríkjunum, útsendara KGB og aðra austantjaldstudda sem ógnuðu hinum frjálsa heimi eftirstríðsáranna. Sagan segir að Ian Fleming hafi ekki síst skapað Bond til þess að hressa upp á sjálfstraust breskrar þjóðarsálar sem stóð í skugga tveggja stórvelda eftir að seinni heimsstyrjöldin hafði verið gerð upp. Það má segja að það hafi tekist þar sem Bond hefur orðið ofan á í viðskiptum stórveldanna í sýndarveruleika kvikmyndanna í 50 ár og með tilkomu Daniels Craig er óhætt að segja að Bond hafi tekist að laga sig vel að breyttri heimsmynd. James Bond í bókum Flemings er karlremba, rasisti og sadisti. Leyfið sem hann hefur til að drepa virðist stundum eins og fríðindi í hans huga og þessi sadíska taug í honum skilaði sér í Dr. No í meðförum Connerys. Jafnvel þótt tilfinningakuldi hans væri tónaður töluvert niður miðað við hvernig hann var í bókinni. Bond og félagar hans í leyniþjónustunni tala niður til samkynhneigðra og hörundsdökkra, bæði í skýrslum og samtölum sín á milli. Bond er því á prenti málpípa viðhorfa sem flestum þykja ótæk í dag. Viðhorf Bonds til kvenna eru sér kapítuli út af fyrir sig og sumt af því sem Bond hugsar og segir um konur hjá Fleming er vart birtingarhæft í virðulegu blaði eins og Fréttatímanum. Látum samt eitt dæmi flakka úr Þrumufleyg, íslenskri þýðingu Thunderball: „Konur eru oft athugulir og góðir bíl-

stjórar, en mjög sjaldan fyrsta flokks. Yfirleitt fannst Bond þær fremur hættulegar, lét þær alltaf hafa nóg pláss á veginum og var við öllu búinn. Fjórar konur í bíl fannst honum hámark allrar áhættu og tvær konur næstum því dauðadómur. Konur geta aldrei þagað í bíl og um leið og þær tala þurfa þær að horfa hver á aðra. Þeim er ekki nóg að tala saman.... En þessi stúlka ók einsog karlmaður. Hún beitti allri athyglinni að veginum og ökuspeglinum, áhaldi sem konur nota mjög sjaldan nema til þess að snyrta sig í framan.“ Sérkennilegt vægast sagt þegar þetta er lesið árið 2012. Þegar Roger Moore tók við númerinu 007 af Sean Connery færðist áherslan frá hinum ískalda og fúsa morðingja yfir í sprell og fíflagang. Allir grunnþættir Bond-myndanna héldu sér þó og ekki vantaði hasar, Bondstúlkur, flotta bíla og geggjaðar græjur. Njósnarinn sjálfur er hins vegar í raun allt annar maður og þótt Moore hafi leikið Bond manna oftast þá er hann jafnan neðstur á listum yfir bestu Bondana. Connery hefur haldið sessi sínum en ef fram heldur sem horfir hlýtur Daniel Craig að skáka honum í framtíðinni. Craig nálgast Bond á svipaðan hátt og Connery. Allt glens er á bak og burt og Bond er ískaldur og banvænn og hefur fundið fótfestu á ný eftir að hafa verið dálítið í lausu lofti eftir að járntjaldið féll. Framleiðendur Bond-myndanna fagna fimmtugsafmælinu með frumsýningu 23 myndarinnar, Skyfall, í október og það sem þegar hefur sést úr henni bendir til að leikstjórinn Sam Mendes hafi föst tök á efninu og ekkert verði gefið eftir. Og Craig veit sjálfsagt upp á hár hvað hann er að gera en þetta sagði hann um Bond í viðtali við Fréttablaðið árið 2006 í kringum frumsýningu Casino Royale: „Ég er ekki að segja að hann geri ekki slæma hluti. Hann er vondur maður sem drepur fólk og hann er ekkert sérstaklega góður við konur en innst inni er hann dyggðugur og heiðarlegur. Hann klárar málin, leysir sín verkefni og nær vonda karlinum.“

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


Sú skarpasta

Birt með fyrirvara um prentvillur og verðbreytingar.

í bekknum?

Verð frá:

189.990.-

VAXTA LAUST

Vaxtalausar greiðslur til 12 mánaða

Laugavegi 182 | Opið virka daga 10-18 | Laugardaga 12-16 Smáralind | Opið virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11-21 | Laugardaga 11-18 | Sunnudaga 13-18


54

tíska

Helgin 17.-19. ágúst 2012

Fyrirsætuferill Kate á bók

Nýjasta andlit

Vefsíða fyrir

Topshop

tískuunenndur

Aðdáendur ofurfyrirsætunnar Kate Moss hafa margir beðið eftir bókinni sem loksins er væntanleg í verslanir Lundúna í byrjun nóvember. Bókin spannar allan feril fyrirsætunnar, frá því að hún var uppgötvuð á Heathrow-flugvelli til dagsins í dag. Bókin hefur fengið titilinn Kate: The Kate Moss Book og er skrifuð af hluta til af henni sjálfri, ásamt fyrrverandi kærastanum hennar Jefferson Hack, sem ritstýrir bókinni. Bókin mun skarta átta mismunandi forsíðum, með Kate í aðallhlutverki, ljósmynduð af jafn mörgum ljósmyndurum á mismunandi æviskeiðum.

Vefsíðan Pinterest.com hefur vaxið hratt á síðustu mánuðum innan tískuheimsins þar sem tískuunnendur safna saman á sitt eigið vefsvæði innblæstri fyrir tísku, hönnun og lífstíl. Á vefsíðunni er hægt að skoða innblástur annarra, þar á meðal helstu tískutímarita heims, tískubloggara, Hollywood-stjarna og fyrirsætna, sem daglega uppfæra myndaalbúmin með nýjustu tísku og hönnun.

Disney-stjarnan Demi Lovato hefur klæðst litlu öðru en fötum frá breska tískuhúsinu Topshop upp á síðkastið og er nú orðrómur að kreiki um að hún verði fyrsta stjarnan til þess að vera andlit fyrirtækisins. Hún hefur verið gangandi auglýsing fyrir tískuhúsið á ferðalagi sínu sem X Factor dómari núna í sumar og hefur hún náð að skapa sér sinn eigin persónulega stíl út frá tískutrendum tískufyrirtæksins. Orðrómurinn hefur þó ekki enn verið staðfestur, en sést hefur til hennar á fundi með eiganda Topshop, sir Philip Green.

Miðvikudagur Skór: Topman Buxur: Sautján Peysa: Urban Outfitters Símahulstur: H&M

Mánudagur Skór: Ubran Outfitters Buxur: H&M Peysa: H&M Úr: Rodium

Gestapistlahöfundur vikunnar er

Íris Sveinsdóttir hárgreiðslumeistari

Kyssti sólin á þér kollinn í sumar?

Nú fer sá tími að ganga í garð að ljósið er á undanhaldi við verðum aftur innipúkar, setjumst á skólabekk eða vinnan hellist yfir okkur, sumarfríið er búið. Það sem flest okkar upplifum á haustin, hvort heldur sem við erum með litað hár eða náttúrulit, ljóst hár eða dökkt, er að rótin virðist allt í einu miklu dekkri, sólin hefur einfaldlega kysst á okkur kollinn. Endarnir og yfirborð hársins er orðið miklu ljósara. Þegar sólarljósið minkar og við erum ekki eins mikið úti í birtunni fer rótin aftur að vaxa fram dökk. Það sem flestir gera þá á haustin er að skella sér í strípur til að lýsa rótina eða að dekkja hárið aftur með skoli eða lit. En þá er þessi yndislega sólkyssta áferð farin og við þurfum að bíða til komandi sumars eftir næsta kossi. Ég er þó að hugsa um að láta sólina halda áfram að kyssa mig, eða betur sagt, ætla ég að taka að mér hlutverk sólarinnar í vetur. Sólkossa strípur er það heitasta í hárheiminum í dag og af hverju ættum við ekki að notfæra okkur tæknina og lengja sumarið örlítið. Sólkossar eru líka ekki næstum eins skaðlegir fyrir hárið eins og að setja strípur í allt hárið. Vonandi verð ég ekki komin með varaþurrk eftir veturinn.

LOKA – ÚTSÖLULOK

r-afslátt

bóta ú 50% við um na færð þ ör

tsöluv

af öllum ú

Flott föt fyrir flottar konur Verslunin Belladonna á Facebook

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is

st. 40 – 58

Þriðjudagur Skór: Sautján Buxur: H&M Peysa: H&M

5

dagar dress

Tískufyrirmyndin er David Beckham „Ég myndi lýsa fataskápnum mínum sem troðfullum þar sem bolir, gollur og gallabuxur eru í meirihluta,“ segir Jón Gísli Ström, 19 ára fótboltakappi hjá ÍR. „Fötin mín kaupi ég helst erlendis þar sem leið mín liggur yfirleitt alltaf í H&M en þegar ég er hér heima er frænka mín, sem búsett er í Hollandi, alltaf hjálpsöm með að senda mér föt frá uppáhalds búðunum mínum. Ég eyði ekki miklum tíma í að hafa mig til á morgnana en ég er oft búinn að ákveða kvöldinu áður hverju ég ætla að klæðast.“ Þegar Jón er spurður út í tískufyrirmynd er hann tilbúinn með svarið. „David Beckham. Hann er alltaf nettur, klæðir sig vel og með flottan lífstíl.“

Fimmtudagur Skór: Skór.is Buxur: Sautján Skyrta: Levi’s Peysa: Urban Outfitters Slaufa: Dr. Denim

Föstudagur Skór: Sautján Buxur: H&M Skyrta: H&M Slaufa: Dr. Denim Jakki: Levi’s


KOMIÐ Í

NÝTT KORTATÍMABIL

Kringlunni | Smáralind Kíkið á okkur á ntc.is eða á


56

tíska

Helgin 17.-19. ágúst 2012

 Tísk a Sóley Jóhannsdóttir fatahönnunarnemi

Tíska stríðsáranna gerð nýtískulegri Fatahönnunarneminn Sóley Jóhannsdóttir hefur haft áhuga á tísku alveg síðan hún man eftir sér. Hún lét drauminn rætast þegar hún hóf nám í Margrethe Skolen í Kaupmannahöfn og lauk hún fyrsta árinu í vor, þar sem hún hannaði glæsilega fatalínu sem byggð var á tísku stríðsáranna.

S

íðasti mánuðurinn í skólanum fór í að sinna verkefni þar sem tískusagan átti að vera innblásturinn. Við máttum allar velja okkur tískuáratug og hanna línu út frá honum fyrir sumarlínu 2013. Ég valdi mér tísku stríðsáranna og var markmið mitt að gera hana skemmtilega og örlítið nýtískulegri. Þetta verkefni tók mikið á og ég held að undir lokin var ég farin að vinna allt að sextán tíma á dag, bara til þess að geta klárað hana á réttum tíma. Í heildina hannaði ég tvö „outfit“ eða í heildina fimm flíkur og ég er mjög ánægð með útkomuna. Það er svo gaman þegar allt tekst. Það er ekki sjálfgefið að vera búin að skissa upp flotta flík því svo á maður eftir að sauma hana og finna réttu efnin í hana og oftar en ekki verð ég frekar vonsvikin með niðurstöðuna. Er líka búin að fá mikið lof fyrir línuna, sem er alltaf skemmtilegt.

Sækir innblástur í gömul ævintýri

„Ég er frekar minimalistísk þegar kemur að tísku. Ég vil hafa hönnunina mína klæðilega, en á sama tíma áhugaverða. Ég sjálf er mikið fyrir

stærri föt, jafnvel strákaleg, en á sama tíma vil ég að konurnar séu aðlaðandi. Yfirhafnir sem ég hanna eru yfirleitt í stærri kantinum og set ég oft axlapúða í jakka til að fá stífara og karlmannlegra form á því. En á hinn bóginn finnst mér kvenlegur líkaminn þurfa að fá að njóta sín í fallega aðsniðnum flíkum. Mér finnst alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og stundum geri ég eitthvað alveg út úr karakter, bara til að sjá hvernig það virkar. Þannig læri ég best. Innblástur í fatahönnuninni sæki ég út um allt, en kannski helst úr gömlum minningum og ævintýrum. Ég nýt þess þegar hlutirnir eru einhvernveginn dularfullir og óleystir. Daglega lífið gefur mér einnig góðan innblástur og sé oft undarleg form á hlutum sem ég gæti notað á skemmtilegan hátt í fatahönnunini.“

Hafði engan grunn

Sóley hafði aðeins sótt eitt saumanámskeið áður en hún sótti um skólann í Danmörku og segir hún að ekki sé krafist þess að nemendur hafi grunn í fatahönnun þegar sótt er um. „Það er talið æskilegt að nemendur hafi einhvern grunn í fatahönnun, en það er þó ekki skilyrði. Þetta er tveggja ára nám, þar sem maður lærir bæði klæðskerann og listræna hlið fatahönnunar. Skólinn hentar mér fullkomlega og ekki skemmir fyrir hversu mikinn áhuga ég hef á skandinavískri tísku og stíl. Kaupmannahöfn er líka mjög skemmtileg borg, sem býður upp á marga möguleika innan tískugeirans.“ -kp


NOVEL

Íþróttataska

14.995

kr.

CLASSIC

LITTLE AMERICA

Bakpoki

Bakpoki

9.995

16.995

kr.

kr.

Herschel Supply Co. er kanadískur framleiðandi að vönduðum bakpokum, töskum, veskjum og fylgihlutum. Haustlínan 2012 sækir innblástur frá sveitasælu, veðri og náttúrunni sem umlykur okkur. Markmið Herschel er að hanna gæðavörur þar sem næmt auga fyrir smáatriðum og fjölbreytt litaval mætast þannig að hver og einn geti fundið tösku við sitt hæfi. Velkomin í Galleri Sautján, velkomin til Herschel.

RAVINE

HERITAGE

Íþróttataska

14.995

Bakpoki

11.995

kr.

Kringlunni | Smáralind Kíkið á okkur á ntc.is eða á

kr.



nýjar vörur STELL A MC CARTNEY MC Q BY ALE X ANDER MC QUEEN MM6 BY MAISON MARGIEL A

L A UG AVEGI 66 - 5 6 5 2 8 2 0


60

tíska

Helgin 17.-19. ágúst 2012

Naomi Campbell, Vogue.

Georgia May Jagger, Vogue.

Lily Cole, Vogue.

Kate Moss, Vogue. Fyrirsæturnar á lokahátíðinni.

Fyrirsæturnar á ólympíuleikunum Helstu listamenn Bretlandseyja voru samankomnir á lokahátíð ólympíuleikanna sem haldnir voru á sunnudaginn síðasta. Meðal þeirra mættu helstu fyrirsætur Bretlands, á borð við Kate Moss, Naomi Campbell, Lily Donaldson, Georgia May Jagger og Lily Cole sem sýndu nýjustu hönnun Söruh Burton og Christopher Kane fyrir breska tískuhúsið Alexander McQueen, undir tónum David Bowie. Fyrirsæturnar voru ekki kröfuharðar á laun þennan daginn og fengu aðeins 187 krónur fyrir frammistöðu sína á hátíðinni. Hönnunin sem fyrirsæturnar klæddust á hátíðinni munu svo birtast lesendum tískutímaritsins Vogue, í september-tölublaðinu, þar sem þær sitja fyrir í klæðnaðinum sem þær voru í á hátíðinni.

KYNNING

Modström jakki 12.995 kr.

Chep Monday hálsmen 5.995 kr.

Cheap Monday þarf varla að kynna, enda hefur það vaxið gríðarlega á seinustu árum þrátt fyrir ungan aldur, merkið var stofnað árið 2000 en byrjaði að selja góðar gallabuxur á sanngjörnu verði í búðinni sinni í Svíþjóð árið 2004. Við erum ekki aðeins með gott úrval af gallabuxum heldur líka af breitt úrval peysum, bolum, kjólum og pilsum. Einnig skó og skartgripi. Þrír sterkustu litirnir hjá Cheap Monday collection-inu í haust eru copper appelsíngulur, navy blár, burgundy rauður og dökkgrár. Línan er undir áhrifum frá náttúrunni, austurlenskri heimspeki og bardagalistum. Ullarflíkur ásamt chiffon kjólum og pilsum eru áberandi í línunni, ásamt hinum klassísku hauskúpubolum og jogginpeysum. Litaðar gallabuxur halda áfram í haust, en þó í dekkri tónum eins og rauðbrúnum, copper appelsínugulum, navy bláum. Í haust er army tískan vinsæl, hvort það sem það er army græni liturinn eða camoflash munstrið. Sportleg tíska er líka áberandi, flottir strigaskór við gallabuxur og leðurjakka. Grunge/punk rokk tískan einnig - gróf army boots eða flatform skór, við töff gallabuxur og oversized bol og gaddaleðurjakka, grófar prjónapeysur, síð pils og kjólar. Animal print í alls konar litum, hvort sem það er í buxum eða flíkum. Flottur bakpoki er líka „must have“ fyrir haustið, bæði fyrir skóla og vinnu.

Cheap Monday hringur 3.995 kr.

Cheap Monday bolur 3.995 kr.

Chep Monday kjóll 14.995 kr.

Cheap Monday leopard buxur 9.995 kr.

Cheap Monday gallabuxur 9.995 kr.


tíska 61

Helgin 17.-19. ágúst 2012

Ný sending góð verð

Greiðsla í anda sjötta áratugarins

Á

rauða dreglinum hafa stelpurnar í Hollywood verið að skarta allskonar hárgreiðslum í anda sjötta áratugarins og eru þær Nicole Richie, Eva Longoria og Stana Katic engin undantekning. Allar þrjár hafa þær mætt á rauða dregilinn í sínu fínasta pússi með uppsett hárið á samskonar hátt, þar sem hárið er túperað og flókinn svo falinn undir vel greiddu hárinu. Gert er ráð fyrir síðu hári í þessa greiðslu, enda mikið af hári sem þarf að geymast í flókanum. Greiðslan hefur sést víðar í Hollywood núna í sumar og er þetta tilvalin greiðsla í sumarbrúðkaupið eða bara í grillveisluna.

Danskór stjarnanna á uppboði Bresku tískugyðjurnar, þær Kate Moss, Keira Knightley og Sienna Miller, eru meðal þeirra stjarna sem ætla að gefa gamla dansskó til hjálparsamtakanna Small Steps Project, sem dreifir mat og fötum til munaðarlausra barna í sveitum Bretlands. Hjálparsamtökin munu svo halda uppboð þann 11. október næstkomandi í Jalouse í London, þar sem skópör stjarnanna verða boðin upp. „Skóna sem ég ætla að gefa í ár hef ég átt lengi og eru mér mjög kærir. Ég hef notað þá af miklum kærleika og hafa þeir veitt mér mikla gleði á dansgólfinu. Ég ætla að vona að sú gleði fylgi þeim og munu skemmta næsta eiganda eins vel og mér,“ sagði Sienna Miller í viðtali við Vogue á dögunum. Í fyrra var sama uppboð haldið og söfnuðust þá rúmar fjórar milljónir króna. Aðrar stjörnur sem munu gefa skóna sína til uppboðsins í ár eru Russel Brand, Will Ferrel, Ben Stiller og Gemma Arterton.

Ökklaskór m/göddum

12.995.-

Í kjól eftir Lagerfeld á stóra deginum Brúðkaup bresku leikkonunnar Keiru Knightley og unnustans James Righton er á næsta leiti en þau trúlofuðu sig fyrr á þessu ári eftir aðeins eins árs samband. Orðrómur er á kreiki um að Keira hafi beðið bresku tískudrottninguna Alexu Chung að vera brúðarmey og liggja þær nú yfir miklum skipulagsáætlunum fyrir daginn stóra. Keira þarf þó ekki að hafa miklar áhyggju af brúðarkjólnum sjálfum því enginn annar en aðalhönnuður Chanel tískuhússins, Karl Lagerfeld, ætlar að gera Keiru vinargreiða og hanna brúðarkjólinn gegn engu endurgjaldi. Karl og Keira hafa verið ágætis félagar síðan Keira tók það að sér að vera talsmaður ilmvatnsins Coco Mademoiselle fyrir Chanel árið 2006 og er hún honum þakklát fyrir að hanna kjólinn fyrir stóra daginn.

Hælaskór

6.995.-

Ökklahælar

8.995.-

Stígvél/2litir

14.995.-

Strigaskór/3 litir

3.995.-

Kringlan - Smáralind s.512 1733 - s.512 7733 www.ntc.is | erum á


62

HAUST

dægurmál

Helgin 17.-19. ágúst 2012

Leikhús Mugison semur tónlist við leikrit R agnars Br agasonar

FERÐIR

Frá kr.

9.900 Aðra leið, til eða frá áfangastað, með sköttum.

OSLO 9.900 frá

kr.

30. október og síðan í allan vetur.

KÖBEN 9.900 frá

kr.

ENNEMM / SIA • NM53283

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

í september og október

BILLUND 9.900 frá

kr.

í ágúst og september

Alicante frá 14.900

21. og 28. ágúst til Alicante

Malaga frá 19.900 21. og 28. ágúst til Malaga

Skógarhlí› 18 • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is

Fyrsti samlesturinn á Gullregni fór fram í Borgarleikhúsinu í vikunni. Hér er hópurinn sem kemur að sýningunni. Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri er lengst til vinstri en fyrir miðju eru leikararnir Brynhildur Guðjónsdóttir, Halldór Gylfason, Sigrún Edda Björnsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir og Hallgrímur Ólafsson. Fyrir miðju er leikstjórinn og höfundurinn Ragnar Bragason. Mugison heldur sig hins vegar í bakgrunni í Nirvana-bolnum sínum. Ljósmynd/Hari

Pissaði á sig á fyrsta samlestrinum Ragnar Bragason undirbýr uppsetningu á fyrsta leikriti sínu í Borgarleikhúsinu. Hann hefur fengið góðan liðsauka því Örn Elías Guðmundsson, Mugison, sér um tónlistina í verkinu. Mugison segist ekki vera mikið fyrir leikhús en er ánægður með samstarfið við Ragnar.

R

aggi er frá Súðavík og passaði Rúnu konuna mína í gamla daga. Hann var fyrir vestan í sumar að vinna að þessu og það lá einhvern veginn beint við að ég færi að fikta með músíkina. Að Súðavíkurstrákarnir færu að vinna saman. Á milli þess sem það var grillað, drukkinn bjór og hoppað á trampólíninu,“ segir tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, Mugison. Mugison sér um tónlistina í nýju leikriti eftir Ragnar Bragason, Gullregni, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu 1. nóvember. Þetta er frumraun þeirra beggja í leikhúsi. Leikritið fjallar um Indíönu Jónsdóttur sem býr í blokk í Fellahverfinu og lifir á bótum þrátt fyrir að vera fullkomlega heilbrigð. Á litlum garðskika hefur hún ræktað tré sem er stolt hennar og yndi, Gullregn. Þegar hið opinbera krefst þess að tréð verði fellt snýst heimur Indíönu á hvolf og hún fer í baráttuham. Leikarar eru þau Sigrún Edda Björnsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og Halldór Gylfason. Mugison kveðst vera spenntur fyrir þessu verkefni: „Við vorum með fyrsta samlestur í gær og ég pissaði á mig, þetta var svo fyndið. Svo náði ég að fela það þegar það komu tár á hvarminn. Þetta leikrit nær yfir allan skalann. Og svo er það eðlilegt,“ segir Mugison sem viðurkennir að hann sé ekki mikið fyrir leikhús. „Ég er enginn leikhúskall, miklu frekar bíókall. Leikhús pirrar mig, það er oft svo tilgerðarlegt. En svo eru náttúrlega til snillingar sem kunna að gera góða hluti. Ég held að þetta verði skemmtilegt. Þarna er talað eðlilegt tungumál, þetta gerist í nútímanum; ekkert Shakespeare-rugl þar sem leikararnir tala upp

í loftið og allir láta eins og þeir hafa verið að horfa á einhverja snilld.“ Mugison seldi yfir þrjátíu þúsund plötur á síðasta ári og varð stærsti og eftirsóttasti poppari landsins. Hann er kominn með talhólf sem sver sig í ætt við fræg skilaboð Páls Óskars um stífa dagskrá; Mugison tilkynnir fólki að erfitt geti verið að ná í sig í síma og óskar eftir að fólk sendi sér frekar tölvupóst. Hann viðurkennir að þetta verkefni í Borgarleikhúsinu sé kærkomin tilbreyting. „Í svona verkefni er tónlistin svona hækja, maður teikar fílinginn og reynir að hjálpa. Tónlistin á að ýta undir þegar eitthvað er fyndið eða eitthvað er sorglegt. Svo þarf hún að tengja á milli atriða meðan leikararnir skipta um föt. Mér finnst þetta frábært, maður er ekki í neinu egóflippi. Maður er bara hluti af liðinu, eins og þegar ég hef gert kvikmyndatónlist. Þetta er flottur niðurtúr eftir hitt.“ Mugison jánkar því að hann sé farinn að huga að næstu plötu sinni. Hún verður gerð með umtöluðu hljóðfæri sem hann smíðaði; Mirstrument. „Ég er alltaf að reyna að láta hljóðfærið virka, það fer stundum hálfur dagurinn í að láta það virka. Vonandi kemur næsta plata einhvern tímann á næstu árum.“ Þér liggur auðvitað ekkert á, enda orðinn svo ríkur? „Jú einmitt. Það fer náttúrlega djöfulsins tími í að telja peninga. Ég er eins og Jóakim aðalönd, er með sér hvelfingu fyrir seðlana sem er grafin niður í jörðina og á að þola heimsenda.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is

Mitt á milli Barna og Næturvaktarinnar „Þetta er ákveðið spennufall þegar maður er búinn að vinna svona lengi að þessu,“ segir Ragnar Bragason um fyrsta samlesturinn á Gullregni. Hann hefur unnið að verkinu síðan um áramót. „Þetta er unnið með sömu aðferð og ég hef beitt á sjónvarpsefni og

kvikmyndir – leikararnir eru með í persónusköpun og vinnslu á söguþræði og handriti. Þannig gerði ég Börn og Foreldra og Vaktarseríurnar og Bjarnfreðarson. Ég er á svipuðum slóðum efnislega. Þetta fjallar um íslenskan raunveruleika.“ Er þetta fyndið eða

dramatískt? „Bæði. Ætli þetta sé ekki mitt á milli Barna og Næturvaktarinnar. Þetta er dramatískt en mjög kómískt á sama tíma.“ Hvernig er fyrir kvikmyndaleikstjórann að vinna í leikhúsi? „Þetta er í sjálfu sér sama vinnan. Maður

er ekki með kameru en stillir þessu upp fyrir áhorfandann eins og hann taki að sér kvikmyndatökuna. Formið er annað en ég nálgast þetta svipað. Ég er hreinn sveinn þegar kemur að leikhúsinu og verð bara að læra meðan á ferðalaginu stendur.“ -hdm


Ný perla Í Konu tígursins er að finna sannleika og sögur, fegurð og töfra. Bókin hefur hlotið geysigóðar viðtökur og mikið lof.

· hlaut hin virtu Orange-verðlaun 2011 · valin ein besta bók ársins 2011 af mörgum fjölmiðlum · sat lengi á metsölulista new YOrk times

„Hvert orð, hvert atvik, hver hugsun kviknar ljóslifandi

margbrotnu, heillandi og nístandi í þessari

sögu um dauða, líknarverk og minningar.“ Booklist

„Engin bók hefur verið

ánægjulegri lesning þetta árið.“ Wall strEE t Journal

té a oBrEHt (1985) fæddist í serbíu en flutti síðar til Bandaríkjanna og skrifaði Konu tígursins sem er byggð á fólkinu hennar, þjóðtrú og sögnum sem hún ólst upp við. téa var yngst á lista tímaritsins The New Yorker yfir bestu ungu rithöfundana, hefur fengið gífurlegt lof fyrir bók sína og er af mörgum talin mest spennandi höfundur sinnar kynslóðar.

www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu


64

dægurmál

Helgin 17.-19. ágúst 2012

 Í takt við tímann Dór a Júlía Agnarsdóttir nemi

Á fimmtíu pör af skóm Dóra Júlía Agnarsdóttir útskrifaðist úr MH í vor og hefur nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík á mánudaginn. Í sumar hefur hún verið að vinna í Geysi og ferðamannabúðinni Litla lundanum á Skólavörðustíg auk þess sem hún heimsótti París og London. Staðalbúnaður Ég var í London og París í sumar og keypti þar mikið af fötum eins og venjulega þegar ég er í útlöndum. Ég verslaði í Topshop, Urban Outfitters og American Apparel en svo er líka alltaf gaman að fara í litlar, fínar búðir. Ég fór til dæmis í Sandro í París. Það er mjög gaman að kaupa fátt og fínt. Hér heima versla ég til dæmis í Geysi þar sem ég er að vinna. Stíllinn minn er kvenlegur en afslappaður. Ég er mikið í pilsum og kjólum en líka í gallabuxum. Ég elska skó og á örugglega fimmtíu skópör. Ég er alltaf annað hvort í hælum eða dömulegum lágbotna skóm. Ég er eiginlega alltaf með Dolce & Gabbana úrið sem ég fékk í afmælisgjöf frá kærastanum mínum. Og Marc Jacobs töskuna mína.

Hugbúnaður

Skólavörðustígurinn er uppáhaldsgatan mín og mér finnst frábært að setjast niður í Eymundsson þar, fá mér te og skoða blöð. Stundum fer ég á kaffihúsið á Kjarvalsstöðum með ömmu. Ég elska að fara í bíó en hata að fara í leikhús. Ég fer oft á listasöfn í útlöndum en er ekki eins dugleg hér á landi. Eini þátturinn sem ég fylgist með í sjónvarpinu er Gossip Girl. Ég fer undantekningarlaust á Prikið og b5 þegar ég djamma – allir sem ég þekki fara þangað. Á barnum panta ég mér oftast Sommersby.

Það er mjög gaman að kaupa fátt og fínt.

Vélbúnaður

Ég á iPhone 4 og ég elska hann. Annars er ég ekki mikil tækjamanneskja. Ég á 1.317 vini á Facebook og fylgist vel með þar. Það hefur samt breyst eftir að ég eignaðist iPhone. Nú finnst mér miklu skemmtilegra að fylgjast með myndunum sem fólk er að setja inn á Instagram.

Aukabúnaður

Mér finnst frábært að fara út að borða á Grillmarkaðinn, bæði lambakjötið og humarinn þar er frábært. Það er líka frábært að fara á Sushisamba og Fiskmarkaðinn til að fá sér sushi. Ég get ekki verið án Kanebo-gels sem ég nota á andlitið og yfir það nota ég Mac-púður. Ég á mér nokkra uppáhaldsstaði. Hér heima eru það Reykjavík, Skaftafell og Jökulsárlón. Erlendis eru það París og Playa del Carmen í Mexíkó þar sem ég eyddi síðustu jólum. Það var einstök upplifun.

Dóra Júlía Agnarsdóttir fagnar tvítugsafmæli sínu í næsta mánuði. Hún var að vinna í Geysi á Skólavörðustíg í sumar en er að byrja í viðskiptafræði í HR eftir helgi. Ljósmynd/Hari

 Plötudómar dr. gunna

350 kr. skyrtan hreinsuð og pressuð

Star-Crossed

Human Woman

Bara grín!

-ef komið er með fleiri en 3 í einu







Þórunn Antonía

Human Woman

Ýmsir flytjendur

Löðrandi léttpopp

Bakgrunnsgrúf

Sniðug útgáfa

Eftir allskonar vaxtarverki og söng í útlöndum mætir Þórunn loksins með plötu númer tvö, tíu árum á eftir fyrstu sólóplötunni. Þetta er allt öðruvísi stöff; ekkert tregapopp eins og 2002 heldur er nú keyrt á Kylie Minogue-legu léttpoppi, sem búið er að dýfa í eitísídýfu Davíðs Berndsens. Svona músík getur orðið ótrúlega leiðinleg séu lögin léleg, en sem betur fer er hér vænn haugur af fínum melódískum popplögum, t.d. The Last Word og Too Late, sem gaman er að rekast á á förnum vegi þótt maður sæki kannski ekki í að hlusta á heilu plöturnar með svona músík. Til þess er þetta aðeins of einhæft og þunnildislegt til lengdar.

Tveir hressir tappar eru Mannlega konan, þeir Gísli Galdur og Jón Atli Helgason. Á afrekaskránni er allskonar fínirí, m.a. sóló- og hljómsveitarmennska í Hair Doctor og Trabant, plötusnúðska og endurhljóðblandanir. Hér skella þeir fram heilli plötu af meðalhraðri og ögn rokkaðri rafplötu sem minnir stundum á næntís pælingar á þessu sviði, hluti eins og Primal Scream og jafnvel Happy Mondays, í bland við nýrri strauma. Hér er slatti af fínum hugmyndum, grúfí bassalínum, hljóðum og töktum, og platan plumar sig fínt í bakgrunni. Það er þó stundum fullmikið gutl í gangi og með beittari og betri lögum hefði platan orðið eftirminnilegri.

Bara grín! er tvöfaldur safnpakki þar sem safnað er saman efni með íslenskum gríngörpum síðustu fjögurra áratuga eða svo – frá Ómari Ragnarssyni til Steinda og Ara Eldjárns. Þetta eru búnir að vera vinsælastu diskarnir í bílnum á langkeyrslum í sumar og hafa satt að segja verið spilaðir einum of oft að mínu mati. Krakkarnir eru bara svo hrifnir af þessu. Þetta er sniðug útgáfa. Um efnisval og textaskrif sá poppfræðingurinn Kristinn Pálsson. Það er auðvitað alltaf hægt að deila um efnisvalið á svona plötu enda margir með gríðarlegar skoðanir á gríni. Hér hefur þó tekist vel til við að dreypa á því besta í gríninu þótt örfá fúlegg fylgi með.

Fullt verð 580 kr.

Það kostar líka að Þvo sjálfur! láttu okkur sjá um þínar skyrtur.

- nú á þremur stöðum Hverafold 1-3, 112 Reykjavík Grettisgötu 3, 101 Reykjavík Smáralind, 201 Kópavogur

Hverafold 1-3 | Grettisgötu 3 | Smáralind | 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is

387 kr.

ALLT FYRIR

AUSTURLENSKA MATARGERÐ

320 kr. 699 kr.

HOGLOLTTT

Opið:

mán - föst Kl. 11 - 21 lau - sun Kl. 12 - 21

OG

1.350 kr 1.250 kr

550 kr.

Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík

Efnalaug - Þvottahús

Sími: 534 7268

PHO víetnamskur veitingastaður

1.250 kr Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími: 588 6868



66

dægurmál

Helgin 17.-19. ágúst 2012

 Barnalán Þrír óléttir verkefnastjór ar í Hofi

Frjósamar menningarkonur fyrir norðan „Þetta er bara tilviljun, þetta voru ekki samantekin ráð,“ segir Freyja Dögg Frímannsdóttir, verkefnisstjóri í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þær fréttir bárust frá Hofi í vikunni að menningarhúsið skilaði einnar og hálfrar milljón króna rekstrarafgangi til Akureyrarbæjar. Það eru þó ekki einu gleðitíðindin úr Hofi því þrír af fjórum verkefnastjórum í húsinu eiga von á barni í vetur. „Ég á von á stelpu um mánaðamótin október nóvember. Hún verður annað barn mitt,“ segir Freyja Dögg. Næst í röðinni er svo Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir framkvæmdastjóri sem á von á sínu

fjórða barni í byrjun janúar. Þetta er fyrsta barn hennar og Magnúsar Geirs Þórðarsonar, leikhússtjóra í Borgarleikhúsinu, en Ingibjörg á þrjú börn af fyrra hjónabandi. Lára Sóley Jóhannsdóttir á svo von á öðru barni sínu í byrjun febrúar. Starfsandinn er góður í Hofi eftir allar góðu fréttirnar og búið er að gera ráðstafanir til að starfsemin haldist óbreytt þegar verkefnastjórarnir hverfa í fæðingarorlof. „Við höfum mestar áhyggjur af því að fjórði verkefnastjórinn, Heiðrún Grétarsdóttir, verði ólétt líka,“ segir Freyja. -hdm

 Vinnustaðir Lífið í vinnunni eftir frí

Frábær félagsskapur Lilja Pálmadóttir hefur síðustu vikur fylgst með tökum á spennumyndinni 2 Guns, sem eiginmaður hennar Baltasar Kormákur, leikstýrir. Tökur hófust í New Orleans í Bandaríkjunum fyrr í sumar og eftir velgegni fyrstu Hollywood-myndar Baltasars, Contraband, hefur hann fengið meiri fjárráð til kvikmyndagerðar og hefur í 2 Guns yfir tilkomumiklum leikarahópi að ráða með eðalleikarann Denzel Washington í fararbroddi. Og óhætt er að segja að Lilju leiðist ekki ytra en á Facebook-síðu sinni gefur hún stutta og ánægjulega skýrslu: „Ekki búið að vera leiðinlegt hjá mér síðustu viku að fylgjast með manninum mínum leikstýra Denzel Washington, Mark Wahlberg, Edward James Olmos, Bill Paxton og fleirum. Er endalaust stolt af honum, þetta er ekkert smá afrek!!“

Myndasýning í hamborgarahöll Einar Bárðarson athafnamaður er að þreifa fyrir sér á vinnumarkaði eftir nám,

Þrír af fjórum verkefnastjórum í Hofi á Akureyri eiga nú von á barni. Frá vinstri eru þær Freyja Dögg, Ingibjörg Ösp og Lára Sóley.

meðal annars sótti hann um stöðu bæjarstjóra í Garði nýverið, en fékk ekki. Einar situr ekki auðum höndum atvinnulaus og hefur hann að undanförnu verið að sýna vinum sínum á Facebook ljósmyndaseríu; myndir af mynstrum, og hefur hlotið nokkurt lof fyrir. Einar situr ekki við orðin tóm og hefur nú ákveðið að halda sérstaka ljósmyndasýningu á þessum myndum sínum. Ekki verða það þó hátimbraðar menningarhallir sem hýsa sýninguna, heldur verður hún haldin á Hamborgarafabrikku þeirra Simma og Jóa, þar sem Einar hefur verið fastagestur. Þetta er einkar vel til fundið því Einar og hamborgarar fara saman sem flís við rass; á fjölþættri ferilskrá hans er meðal annars það að hafa starfað sem markaðsstjóri Hard Rock Café.

Gallharðir vinnustaða­ grínarar ganga lausir Furðulegustu aðstæður hafa mætt starfsmönnum auglýsingastofunnar Fíton þegar þeir mæta til vinnu eftir frí. Jón Oddur Guðmundsson lenti í einhverjum skæðasta vinnustaðagrínara sem sögur fara af þegar hann mætti til vinnu í vikunni – það var líkt og skrifborð hans hefði verið minnkað hundraðfalt.

V

innustaðahrekkir eru þekktir en á Fíton hefur fyrirbærið verið fært í nýjar hæðir: Einn starfsmanna kom að skrifborði sínu, öllum tækjum innpökkuðum í álpappír. Annar átti lengi vel framan af afskaplega erfiðan dag í vinnunni og ekki fyrr en undir lok dags að hann áttaði sig á því stöfunum hafði verið víxlað á lyklaborðinu. Þegar Jón Oddur Guðmundsson mætti eftir frí hafði skrifborð hans, tölva, sími og öll helstu tæki minnkað hundraðfalt. Vandaður gjörningur. „Hrærður, skynvilltur, lítill inni í mér,“ sagði Jón Oddur spurður hvernig honum hafi orðið við. Eftir nokkra leit að vinnustaðagrínaranum, þar sem hver benti á annan bárust böndin með óyggjandi hætti

Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettatiminn.is

Skrifboð, stóll og sími, vinnutækin öll höfðu minnkað umstalsvert þegar Jón Oddur mætti til vinnu eftir frí. Ljósmyndir/Hari

Allt í áli.

Undirbúðu fæturna fyrir ferðalagið Þú færð Heelen fóta-og húðvörurnar í apótekum

www.portfarma.is

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

að Arnóri Skúla Arnarssyni, Sigrúnu Björgu Aradóttur og Karli Nossinyer. Af hverju þessir hrekkir? „Fyrir mig er það litli púkinn sem hlakkar svo til að sjá viðbrögðin hjá þeim sem er verið að hrekkja,“ segir Arnór. Sigrún neitar því ekki að sér sé skemmt: „Gefur vinnustaðnum meira líf og fjör.“ og Karl bætir við: „Og sumir eiga það einfaldlega skilið!“ Þau eru reyndar öll á því að þetta sýni væntumþykju fyrir vinnufélaganum: „Sýnir vinskap og þeim mun grófari, eða öllu heldur metnaðarfyllri, sem hrekkurinn er, þeim mun betur líkar manni við þann sem er verið að hrekkja.“

Skrifboð, stóll og sími, vinnutækin öll höfðu minnkað umstalsvert þegar Jón Oddur mætti til vinnu eftir frí. Ljósmyndir/Hari

Vinnustaðagrínarar. Arnór Skúli Arnarson, Sigrún Björg Aradóttir og Karl Nossinyer.

HELGARBLAÐ



Hrósið...

HE LG A RB L A Ð

... fær Sigurbjörn Árni Arngrímsson sem fór á kostum í lýsingum sínum á frjálsum íþróttum í umfjöllun RÚV um ólympíuleikana.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is

r i r y f Al. lt . . . n n e m s nam ...á frábæru verði! NÝTT KORTATÍMABIL

Skemmtistaðir á sölu Margir af vinsælustu skemmtistöðunum í miðborg Reykjavíkur eru nú til sölu. Bakkus og kaffihúsið á jarðhæð Laugavegar 22 eru í sölumeðferð hjá Remax. Staðirnir eru seldir með öllum búnaði og segir í auglýsingu að eigendur skoði ýmis skipti. Þá er Guðfinnur Karlsson, athafnamaður og söngvari í Dr. Spock, búinn að setja allt veitingaveldi sitt á sölu. Hann hefur falið Fasteignamarkaðinum að selja Prikið, Frú Berglaugu, Gamla Gaukinn, Glaumbar og hamborgarabílinn Rokk Inn.

PLUS B12 JUBILÆUM dýna Miðlungsstíf dýna með 250 pokagormum pr. m2 . Innifalið í verði er 4 sm. þykk og góð yfirdýna. Slitsterkt áklæði úr polyester/ polypropylene. Grindin er úr sterkri, ofnþurrkaðri furu. Verð án fóta. Fætur verð frá: 5.995

40% AFSLÁTTUR

STÆRÐ: 90 X 200 SM.

Laufin vakna Menningarvitar landsins hafa úr nægu að moða á Menningarnótt á morgun, laugardag. Inni á milli stóru, vel auglýstu atriðanna leynast faldir gullmolar sem vert er að gefa gaum. Einn af þeim eru tónleikar hljómsveitarinnar Leaves á Dillon klukkan 21.45. Þessi frábæra sveit hefur gengið í gegnum mannabreytingar og endurnýjun lífdaga og hyggur á plötuútgáfu. Frábær tími til að endurnýja kynnin við hana.

Sölvi fær kvartmilljón Landsbankinn veitti í vikunni tíu milljónir króna í samfélagsstyrki. Veittir voru tuttugu styrkir, fimm að upphæð ein milljón króna hver, fimm að fjárhæð 500 þúsund krónur og tíu að fjárhæð 250 þúsund krónur. Alls bárust bankanum tæplega 500 umsóknir um samfélagsstyrki að þessu sinni. Dómnefnd skipuðu Andri Snær Magnason rithöfundur, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, og Guðrún Agnarsdóttir læknir sem var formaður. Meðal þeirra sem hlutu styrk var sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason. Hann fær 250 þúsund krónur til að vinna heimildarþætti um forvarnir fyrir ungt fólk.

90 X 200 SM. FULLT VERÐ: 49.950

29.950

GÓÐ KAUP

frESno SkrIfBorð Stærð: B120 x H84 x D60 sm.

GÓÐ

SKRIFBORÐ

7.995

KAUP

23%

PELLE SkrIfBorðSStóLL Á krómfæti og með stillanlegri setu. Litur: Hvítur.

AFSLÁTTUR

STÓLL FULLT VERÐ: 12.950

9.995

ÚTSALA

allt að 70 % afsláttur

GÓÐ KAUP

SÆNG+KODDI SÆNG+KODDI

5.995

FATASKÁPUR

14.950 PrICE Star fataSkáPUr Tvöfaldur fataskápur með fataslá, 3 skúffum og 3 hillum. Litir: Beyki og hvítt. Stærð: B97 x H175 x D50 sm.

BErGEn SÆnG oG koddI Góð sæng fyllt með 1000 gr. af polyesterholtrefjum. Sængin er sikksakksaumuð. Stærð: 135 x 200 sm.

www.rumfatalagerinn.is


brOt af Því besta Óupplýst CSI NY sönn íslensk sakamál Hawaii Five-0 GCB Mob Doctor The Good Wife My Big Fat Gypsy Wedding CSI Miami Hæ Gosi 3 Elimentary House Johnny Naz James Bond Minute to Win It Málið The Voice Top Gear L&O SVU The Borgias Dexter Ha? Kitchen Nightmares House of Lies American Next Top Model In Plain Sight Unforgettable Last Chance to Live My Dad’s Pregnant Biggest Looser Mobbed A Gifted Man Ringer Californication

Vertu með í fjörinu

SKJÁREINN www.skjarinn.is – 595 6000


TRYGGÐARPAKKINN FYLGIR FRÍTT MEÐ

TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT AÐ SKJÁEINUM FYRIR 5. SEPTEMBER OG FÁÐU RISAVAXINN TRYGGÐARPAKKA SKJÁSEINS FRÍTT MEÐ, AÐ ÓGLEYMDU SKJÁFRELSI, NETFRELSI OG SKJÁEINUM Í HÁSKERPU*. ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS 4.290 KR. Á MÁNUÐI.

Ekki Missa

AF NEINU

4.290 kr. á mán.

*SKJÁREINN FER Í HÁSKERPU Í SEPTEMBER. ÁSKRIFENDUR ERU HVATTIR TIL AÐ KANNA MÖGULEIKA Á HÁSKERPUÚTSENDINGU HJÁ SÍMAFÉLAGINU SÍNU.

TRYGGÐARPAKKI SKJÁSEINS Gildistími Tryggðarpakkans er frá 1. sept.–1. feb.

5 ERLENDAR STÖÐVAR

2 BÍÓMIÐAR

2 VOD-MYNDIR*

BBC entertainment, MGM, E! JimJam og Baby TV.

HEIMUR

HÁsKe

2 bíómyndir að eigin vali í SKJÁBÍÓ.

GILDIR TIL

5. SEPT.

*Aðeins fyrir notendur SKJÁSBÍÓS

Í

NÁNARI UPPLÝSINGAR UM TRYGGÐARPAKKANN Á SKJÁRINN.IS

rPU

SKJÁRBÍÓ DrÖGUM Út stÓrGLÆs IL eoleiga stÆrsta vid vINNINGa MÁNaÐarLe eGa Ga Úr HÓPI landsins. Yfir 5000 ÁsKrIfeNDa SKJÁSEINS myndir. . · 4 x gjafabréf í flug með

WOW til Evrópu. Verðmæ

ti um 40.000 kr.

· 10 x PlayStation 3 leikja

VERTU KUR Á K O Ð E M K.COM O O B E C FA INN /SKJAR

· Samsung Galaxy BEAM

tölvur. Verðmæti 54.990

kr.

sími. Verðmæti 89.900 kr.

· Samsung Galaxy SIII sím

i. Verðmæti 134.900 kr.

· Samsung Galaxy TAB2 10

” 3G sími. Verðmæti 99.90

0 kr. DreGIÐ verÐUr fYrsta ÚtseNDINGU Á K100 – ÚtfÖstUDaG í MÁNUÐI í beINNI trYGGÐartíMabILIÐ.

sKJÁrINN í HÁsKerPU Skjárinn er leiðandi í HD-væðingu íslenskra heimila. SKJÁREINN fer í háskerpu í september. SKJÁRGOLF og SKJÁRHEIMUR sömuleiðis. Njóttu betri myndgæða. PSD AI CMYK RGB

#688e15 #68903D 64 25 100 8 104 142 21

PSD AI CMYK RGB

#fa7000 #F37221 0 69 100 0 250 112 0

PSD AI CMYK RGB

#c50b04 #C2202C 17 100 94 7 197 11 4

PSD AI CMYK RGB

#f6d72f #F6D731 5 11 91 0 246 215 47

HRINGDU NÚNA Í SÍMA 595 6000, SENDU TÖLVUPóST Á INFO@SKJARINN.IS EÐA PANTAÐU ÁSKRIFT Á SKJARINN.IS SKJÁREINN


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.