www.frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is
Helgarblað 18. mars–20. mars 2016 • 11. tölublað 7. árgangur
Helena Albertsdóttir Trump er maður fólksins Stjórnmál 24
Ég var bara óheppin Stefanía María Arnardóttir Fátækt 26
Sviknar af útrás Skema Málaferli 10
Mamma, má ég halda partí? Þrjátíu og fimm ára í foreldrahúsum. Hrafnhildur 78
Þórdís Nadia Semichat Harmurinn getur verið fyndinn. Lyftan 72
Crossfit
Hugmyndin var að búa til hreinni vörur en aðrir, að hafa ekki mikið af sætuefnum eða efnum sem við þekkjum ekki. 8 Annie Mist Þórisdóttir FRÉTTATÍMINN
Helgin 18.–20. mars 2016 www.frettatiminn.is
Ég elska Crossfit! Ómar R. Valdimarsson breytti um lífsstíl fyrir þremur árum og hóf að stunda Crossfit þegar vigtin sýndi 99,9 kíló. Hann hefur misst 20 kíló og hefur nú næga orku til að sinna börnum sínum. 2
Íslenskir pabbar ... bestu pabbar í heimi
Mynd | Hari
Mynd | Rut
Úttekt á föðurhlutverkinu fyrr og nú 40
Mac skólabækurnar fást í iStore Kringlunni
Sérblað
MacBook Pro Retina 13" Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa
Frá 264.990 kr. 10 heppnir sem versla Apple tæki frá 1. mars til 15. maí vinna miða á Justin Bieber.
Sérverslun með Apple vörur
MacBook Air 13" Þunn og létt með rafhlöðu sem dugar daginn
Frá 199.990 kr.
KRINGLUNNI ISTORE.IS
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
2|
Árnastofnun Forstöðumaður vill ekki stuðla að villandi framsetningu íslenskunnar
„Gjaldtaka, boð og bönn muna kála íslenskri tungu“ Árnastofnun hefur tekið skref í átt til forritarans David Blurton sem varði hundrað klukkustundum í að smíða vefinn tala.is. Eftir situr hinsvegar spurningin: „Hvers vegna er ekki gerð krafa á að ríkisstofnanir geri rannsóknir sínar og gögn, kostuð af almannafé, opinber almenningi?“ „Það er gamaldags hugarfar að beita takmörkunum til að auka framleiðslu, líkt og í tilfelli Árnastofnunar
og hugbúnaðargeirans. Ef íslensk tunga á að lifa 21. öldina þurfa öll gögn tengd máltækni, sem eru fjármögnuð af skattgreiðendum, að vera aðgengileg og ókeypis, Ég óttast það að gjaldtaka og skilmálar séu það sem munu kála henni á endanum,“ segir Helgi Hrafn, þingmaður Pírata. Fréttatíminn greindi í síðustu viku frá máli David Blurton sem varði hundrað klukkustundum í að smíða vefinn tala. Helgi Hrafn.
is með gögnum frá Árnastofnun en stofnunin krafðist þess að síðan yrði tekin niður. Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, brást við og lofaði sáttum í málinu og sagði fráleitt að hindra menn í vinnu sem vilji efla íslenska tungu. „Gögnin ættu að nýtast þeim sem vilja, enda unnin fyrir almannafé.“ Guðrún Nordal segir hinsvegar, í grein í Fréttablaðinu, að stofnunin geti ekki stuðlað að villandi
framsetningu á gögnum og að birting beygingardæma væri mállýsing en ekki forskrift. Ákveðið var að gera úrtak við hæfi úr gagnagrunni Árnastofnunar sem verður tilraunaverkefni fyrst um sinn og að lokum opið öllum. David segir það skref í rétta átt en einblína þurfi á stóru myndina. „Það gleður mig að sett sé áhersla á að efla tungumála-
kennslu en ekki einungis rannsóknir á tungumálinu. Ég komst hinsvegar að því að setið er á öðrum mikilvægum gögnum. Hvers vegna er ekki gerð krafa á að ríkisstofnanir geri rannsóknir sínar og gögn, kostuð af almannafé, opinber almenningi? Hversu miklum tíma og peningum á að eyða í að endurgera vinnu sem aðrir hafa þegar unnið innan stofnunarinnar?“ | sgk
Guðrún Nordal.
David Blurton.
Heilbrigðismál Íslenska lyfið var nær þrefalt dýrara
Andri Snær í startholunum Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Von er á að minnsta kosti tveimur öðrum forsetaframboðum í dymbilvikunni, ef að líkum lætur. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru Andri Snær Magnason og Guðrún
Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í startholunum. Andri Snær á mikinn stuðning vísan meðal umhverfisverndarfólks og listamanna og það má gera ráð fyrir að kosningabaráttan verði litríkari eftir að hann slæst í hóp frambjóðenda. | þká
19,5% aukning ferðalanga á Íslandi Leyndarskjalasafn þingsins Alþingi er ekki lengur skylt að afhenda skjöl sín Þjóðskjalasafni Íslands eftir að lögum var breytt 2014. Héraðsskjalavörður Kópavogs gagnrýnir þetta á heimasíðu héraðsskjalasafnanna. Þingið hafi nú sömu stöðu gagnvart borgurunum og leyndarskjalasafn einveldiskonunga. Þeir Íslendingar sem gegnt hafa störfum leyndarskjalavarðar hjá Danakonungi eru: Árni Magnússon 1725-1730, Grímur Jónsson Thorkelín leyndarskjalavörður 1791-1829 og Finnur Magnússon leyndarskjalavörður 1829-1847.
Ísland er í 33. sæti yfir fjölsóttustu ferðamannastaðina í OECD löndunum en þegar kemur að aukningu milli ára er Ísland í fyrsta sæti, með 19,5% aukningu. Japan er í öðru sæti með 11,7% aukningu og Grikkland í þriðja sæti með 10,1%. Grafið hér að ofan sýnir komur ferðalanga í þúsundum talið. Prósentan er aukningin yfir fjögurra ára tímabil, frá árinu 2010 til 2014.
UP! MEÐ ÖRYGGIÐ VW Up! frá aðeins:
1.790.000 kr.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Gallað amfetamín úr verksmiðju á Grenivík Lyfjastofnun hefur látið innkalla gallað amfetamínlyf sem lyfjaverksmiðja á Grenivík framleiddi fyrir þrefalt hærra verð en kostaði að kaupa danskt lyf, eins og gert var áður. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is
Tugir neytenda hafa kvartað yfir lyfinu amfetamínsúlfati, eftir að hætt var að kaupa það frá Danmörku og farið að framleiða það í verksmiðju Pharmartica á Grenivík. Íslenska lyfið þykir hafa afar takmarkaða virkni en það er margfalt dýrara í innkaupum en það danska. Lyfið hefur nú verið innkallað, að kröfu Lyfjastofnunar, enda getur vanvirkni haft mjög alvarleg áhrif á sjúklinga. Rannsókn benti ekki til að saknæmt athæfi væri að ræða en götuverðið á amfetamíni er um sautján þúsund krónur fyrir grammið. Um 100 manns nota lyfið amfetamínsúlfat, bæði fyrrverandi fíklar og fólk sem þjáist af svefnsýki. Það er svokallað forskriftarlyf, án markaðsleyfis, en stóru lyfjafyrirtækin hirða ekki um að fá markaðsleyfi fyrir svo þröngan notendahóp og því eru þessi lyf framleidd og seld á undanþágu. Íslensk forskriftarlyf hafa for-
Pharmartica á Grenivík.
Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar.
gang á innflutt undanþágulyf, samkvæmt lögum. Þess vegna var ekki hægt að neita fyrirtækinu Pharmatica um að framleiða lyfið á grundvelli reglugerðar um forskriftarlyf þótt fyrirtækið rukki nær þrefalt meira fyrir lyfjaskammtinn en danska fyrirtækið í Glostrup. Fyrirtækið Pharmartica framleiðir snyrtivörur, sápur og fæðubótaefni en amfetamínsúlfat er fyrsta lyfið í töfluformi sem það framleiðir. Lyfjastofnun hefur farið fram á að ráðuneytið skoði það, að breyta þessu ákvæði, vegna málsins en í farvatninu eru breytingar á lyfjalögum. Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að eftir að sjúklingar og læknar höfðu ítrekað kvartað yfir lyfinu hafi málið verið
rannsakað og töflurnar reynst vanvirkar. Kallað var í framhaldinu eftir nýjum birgðum frá Glostrup í Danmörku en þar var lyfið keypt áður. Síðan hafi verið tekin ákvörðun um að innkalla lyfið frá Pharmatica og veita undanþágu til að kaupa danska lyfið. Samningurinn við Pharmartica á Grenivík er samt enn í fullu gildi. Það er að stórum hluta í eigu útgerðarfyrirtækisins Sæness og Grýtubakkahrepps og til húsa á Grenivík. Það var opnað með pomp og pragt árið 2003 og Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, tók virkan þátt í opnunni enda systir sveitarstjórans og mágkona forstjóra útgerðarfélagsins Sæness, sem er í eigu hreppsins og á stóran hlut í fyrirtækinu
Mynd | Af heimasíðu Pharmartica
Verð á Amfetamíni Amfetamín sulfate 5 mg
Verð per 5 mg töflu: 152 kr.
Amfetamín Glostrup 5 mg Verð per 5 mg töflu: 63 kr.
„Hneyksli“
„Þetta ert auðvitað ekkert annað en hneyksli,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir. „Það er mjög vond lykt af þessu máli og furðulegt að afhenda einhverju fyrirtæki á Grenivík leyfi til að framleiða lyf, sem sjúklingarnir upplifa sem lyfleysu, og selja dýrum dómum. Óttar segir að lyfið sé gefið við drómasýki og djúpu þunglyndi. Þá fái einstaklingar lyfið sem séu forfallnir amfetamínsjúklingar til áratuga, ef læknir meti það svo að það sé betra að láta þá hafa lyf undir ströngu eftirliti en að hafa þá á götunni. Hann segir að margir sjúklingar hafa fyllst vonleysi og örvæntingu þegar lyfið hætti að hafa áhrif og lagst í mikið þunglyndi og slæmt ástand. „Þetta eru einstaklingar sem hafa verið í áratugi á þessu lyfi og öðlast nýtt líf. Siðan er fótunum kippt undan þeim. Þetta mál lyktar langar leiðir.“
Óttar Guðmundsson geðlæknir.
g a d r a g u a l – ag d u t s ö f – g a fimmtud
Ð R E V Ð A K K Æ L r R ö j k Ó a n T á l S ær
l i t m u m ý R
b á r f – –18 m 0 1 u . l l k í g b a d f í Fullt a Aðeins tveir dagar eftir – opið
Mercedes-Benz B 180 CDI
Kia Ceed EX 1.6
Árg. 2013, ekinn 38 þús. km, dísil, 109 hö., beinskiptur, framhjóladrifinn.
Árg. 2011, ekinn 118 þús. km, dísil, 116 hö., sjálfskiptur, framhjóladrifinn.
Verð áður: 3.990.000 kr.
Verð áður: 1.990.000 kr.
Verð nú
Verð nú
28.000 kr. á mán. í 84 mán.* Allt að 80% lán í boði.
15.000 kr. á mán. í 84 mán.* Allt að 80% lán í boði.
Nissan Patrol GR
Honda Civic Sport 1.8
Árg. 2009, ekinn 122 þús. km, dísil, 161 hö., sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn.
Árg. 2008, ekinn 93 þús. km, bensín, 140 hö., beinskiptur, framhjóladrifinn.
Verð áður: 4.390.000 kr.
Verð áður: 1.890.000 kr.
Verð nú
Verð nú
36.300 kr. á mán. í 66 mán.* Allt að 80% lán í boði.
20.900 kr. á mán. í 48 mán.* Allt að 80% lán í boði.
Mercedes-Benz ML 500
Kia Sorento EX Classic
Árg. 2005, ekinn 140 þús. km, bensín, 303 hö., sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn.
Árg. 2013, ekinn 94 þús. km, dísil, 197 hö., sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn.
Verð áður: 3.290.000 kr.
Verð áður: 5.390.000 kr.
Verð nú
Verð nú
86.200 kr. á mán. í 18 mán.* Allt að 80% lán í boði.
40.500 kr. á mán. í 84 mán.* Allt að 80% lán í boði.
BMW 320D
Renault Trafic Minibus
Árg. 2007, ekinn 155 þús. km, dísil, 177 hö., sjálfskiptur, afturhjóladrifinn.
Árg. 2013, ekinn 206 þús. km, dísil, 115 hö., sjálfskiptur, framhjóladrifinn.
Verð áður: 2.790.000 kr.
Verð áður: 3.990.000 kr.
Verð nú
Verð nú
31.400 kr. á mán. í 42 mán.* Allt að 80% lán í boði.
28.000 kr. á mán. í 84 mán.* Allt að 80% lán í boði.
BMW X5 Drive E70
Lexus C200H
Árg. 2012, ekinn 80 þús. km, dísil, 245 hö., sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn.
Árg. 2014, ekinn 14 þús. km, bensín/rafmagn, 100 hö., sjálfskiptur, framhjóladrifinn.
Verð áður: 8.690.000 kr.
Verð áður: 4.470.000 kr.
Verð nú
Verð nú
66.600 kr. á mán. í 84 mán.* Allt að 80% lán í boði.
33.800 kr. á mán. í 84 mán.* Allt að 80% lán í boði.
3.390.000 kr.
1.750.000 kr.
1.590.000 kr.
2.790.000 kr.
4.790.000 kr.
2.150.000 kr.
3.300.000 kr.
3.990.000 kr.
7.700.000 kr. * Mánaðargreiðsla m.v. 50% fjármögnun. Vextir eru frá 9,25% og árleg hlutfallstala kostnaðar er frá 11,13%
ASKJA NOTAÐIR BÍLAR • Kletthálsi 2 • 110 Reykjavík Sími 590 2160 • www.notadir.is
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 6 - 0 7 8 3
3.590.000 kr.
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
4|
Hrun vinstrisins Fylgi VG og Samfylkingar ekki lægra í heila öld samkvæmt könnunum 50
1929–1938 Kreppan mikla
40
1939– 1945 Kreppan mikla
1949 Ísland í nató
1973–1975 Olíukreppan
1979 Ólafslög
1989 Berlínarmúrinn fellur
30 2008 Hrunið
20 10
2016
2013
2009
2007
2003
1999
1995
1991
1987
1983
1978 1979
1974
1971
1967
1963
1959
1956
1953
1949
1946
1942
1937
1931 1933 1934
1927
1923
1916
%
sameiginlegt fylgi allra flokka með sósíalískan bakgrunn í heila öld; alþýðuflokksins, Kommúnistaflokksins, sósíalistaflokksins, alþýðubandalagsins, samtaka frjálslyndra og vinstri manna, Bandalags jafnaðarmanna, Þjóðvaka, samfylkingarinnar og Vinstrisamtakanna græns framboðs.
Sameiginlegt fylgi VG og Samfylkingarinnar er nú aðeins 20,5 prósent samkvæmt Gallup og 15,6 prósent samkvæmt MMR. Það þarf að fara aftur til ársins 1931 til að finna minna fylgi vinstri flokkanna í alþingiskosningum en fylgið hjá Gallup og alla leið aftur til 1923 til að finna jafn lítið fylgi í kosningum og samkvæmt könnun MMR. Þetta er svo sérsök og söguleg staða að það er erfitt að túlka hana á nokkurn hátt. Enginn núlifandi Íslendingur var kominn með kosningarétt árið 1931 og fáa rekur minni til ástands þjóðmála árið 1923.
Dýravernd Bóndi fyrir norðan áminntur fyrir illa meðferð á skepnum
Batt kvígu aftan í jeppa og dró hana eftir götunni Mynd | NordicPhotos/Getty
„Þau eru ekki þakklát fyrir þessa ótrúlega óheiðarlegu meinfýsnu þykjustumannúð,“ segir Benjamin Julian.
ESB Loka flóttamenn inni í Tyrklandi
„Þykjustumannúð stjórnmálamanna“ Nú hef ég séð flóttafólk á hótelum í Tyrklandi sem bíður með óþreyju eftir að komast í einn af þessum bátum. Þau vilja það og bara það. Frekar svelta og bíða eftir bátnum en fresta ferðinni,“ segir Benjamin Julian, formaður íslensku samtakanna Ekki fleiri brottvísanir, sem er staddur í Tyrklandi. Tyrkjum var heitið milljörðum evra fyrir aðgerðir til að draga úr straumi flóttafólks um Tyrkland til Evrópu í samningsdrögum á fundi leiðtoga aðildarríkja ESB um flóttamannavandann sem hófst í gær, fimmtudag. Þá er meiningin að flýta aðildarviðræðum ESB við Tyrki. SÞ og Amnesty International telja samninginn brjóta á mannréttindum flóttafólks. Yfir ein milljón flóttamanna kom til Evrópusambandsins sjóleiðina í fyrra. Flestir komu frá Tyrklandi til Grikklands. „Þeir segja að með því að loka á sjóleiðina frá Tyrklandi til Grikk-
Benjamin Julian.
lands séu þeir að bjarga öllu fólkinu sem annars myndi þurfa að ferðast eftir henni,“ segir Benjamin. „Þau eru ekki þakklát fyrir þessa ótrúlega óheiðarlegu meinfýsnu þykjustumannúð. Það er margt bogið og hrottalegt við þessa evrópsku þráhyggju að loka úti flóttamenn, margt sem verðskuldar að stjórnmálamennirnir sem bera ábyrgð á henni verði settir í kalda og óhuggulega einangrun í langan tíma. Því miður eru bara flóttamenn settir þangað.“ | þká
Dýraverndarsamband Íslands er ósátt við að bóndi fyrir norðan, sem varð ber að dýraníði, skuli hafa sloppið með áminningu. Hann hafði urðað hræið þegar dýralæknir kom á staðinn en ekki þótti taka því að grafa það upp,
Í stað þess að stöðva bílinn ók bóndinn áfram og alla leið að fjósinu, með kvíguna hangandi á hálsinum aftan í bílnum. Dóttir hans var í bíl fyrir aftan, ásamt sambýliskonu föður síns. Hún þrábað hana að grípa inn í en allt kom fyrir ekki.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is
Bóndi fyrir norðan var kærður fyrir dýraníð í fyrrasumar eftir að hann brá reipi um hálsinn á ungri kvígu og festi það aftan í jeppabifreið og dró hana liggjandi á eftir bílnum, þannig að hún drapst. Þetta mál og fleiri af sama toga urðu til þess að Dýraverndarsamband Íslands hefur beitt sér fyrir því að sett verði í lög að beingreiðslur verði felldar niður til þeirra bænda sem verði uppvísir að dýraníði. Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir að barnsmóðir bóndans hafi kært málið til héraðsdýralæknisins, sem hafi farið og rætt við bóndann. Dóttir hennar og bóndans varð vitni að atvikinu og tók það ákaflega nærri sér. Bóndinn játaði fyrir héraðsdýralækninum að hafa gengið of langt, en málið var ekki rannsakað frekar og leyst með áminningu. Það eru málalyktir sem Dýraverndarsambandið getur ekki sætt sig, að teknu tilliti til alvarleika brotsins. „Þetta er þöggun og gríðarlega alvarlegt brot,“ segir Hallgerður Hauksdóttir. „Þetta hefði ekki verið liðið ef um gæludýr hefði verið að ræða. Sönnunargögnin voru
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
til staðar, það hefði verið hægt að grafa hræið upp og rannsaka málið til fulls.“ Kvígan sem drapst var að fara út í fyrsta skipti og átti að reka hana aftur inn í fjós eftir daginn en hún lét ekki ná sér. Reynt var að reka hana áfram, fyrst af hestbaki en þegar hún lét ekki segjast ók bóndinn jeppa utan í hana til að ýta við henni en við það brotnaði hluti af stuðaranum og kvígan hlaut sýnileg meiðsl. Í kjölfarið brá bóndinn snörunni um háls kvígunnar og batt hana aftan í jeppann. Hann ók síðan af stað og kvígan gekk á eftir stuttan spöl en lagðist síðan aftur.
Kirkjusandur Starfsmenn í heilsufarsskoðun
PÁSKAEGG
Mygla í Íslandsbanka 300 starfsmenn í höfuðstöðvum Íslandsbanka á Kirkjusandi hafa verið sendir í alhliða heilsufarsskoðun vegna þess að mygla og raki kom upp í húsinu. Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi bankans, segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Eftir að fólk kvartaði undan einkennum og óþægindum sem gerðu vart við sig á vinnustaðnum var ráðist í allsherjar rannsókn, bæði á heilsufari starfsmanna og húsakynnum. Búist er við að bankinn ákveði næstu skref upp úr miðjum apríl. Allir sem hafa fundið fyrir einkennum hafa flutt á aðra vinnustaði bankans. Íslandsbanki hefur stefnt á frekari uppbyggingu á Kirkjusandi en ekkert liggur fyrir um hvort þetta hefur áhrif á þau áform. þká
Við það fóru maðurinn og sambýliskona hans út úr bílunum og tóku girðingarstaura úr rafmagnsgirðingu sem lágu í öðrum jeppanum og hófu að berja skepnuna, uns hún stóð upp. Aftur lagðist kvígan. Aftur var hún barin en í þetta sinn stóð hún ekki upp. Í stað þess að stöðva bílinn ók bóndinn áfram og alla leið að fjósinu, með kvíguna hangandi á hálsinum aftan í bílnum. Dóttir hans var í bíl fyrir aftan, ásamt sambýliskonu föður síns. Hún þrábað hana að grípa inn í en allt kom fyrir ekki. Þegar bóndinn stöðvaði bifreiðina var kvígan dauð.
Polo. Gerir gæðamuninn.
VW Polo Trend & Style:
2.690.000 kr. Sjálfskiptur: 2.990.000
Volkswagen Polo. Fyrir alla muni. Þegar þú hefur kynnst gæðunum, þægindunum og tækninni sem Volkswagen Polo býr yfir duga engar málamiðlanir. Komdu í reynsluakstur og finndu gæðamuninn. Staðalbúnaður í Trend & Style • • • •
Hiti í framsætum Hraðastillir Leðurklætt aðgerðarstýri Litaskjár í mælaborði
www.volkswagen.is
• Nálgunarvarar að aftan og framan • Skyggðar rúður • 15" Estrada Álfelgur
• Start/Stop búnaður • Halogen aðalljós • Bluetooth búnaður fyrir síma og afspilun
• Stöðugleikastýring • Spólvörn • Composition Touch útvarp m/4 hátölurum
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
kr.
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
6|
Fréttaskýring fyrir barnið í okkur
LA-Z-BOY
Miðbærinn Byggingaverktakar í húsaleigubraski
TAXFREE
Allir LA-Z-BOY stólar og sófar á taxfree tilboði*
Myndir | Rut
Laugavegur 27 a, þar eru leigðar íbúðir en húsið bíður niðurrifs.
Hverfisgata 42, þar er enn búið í hluta íbúðanna en húsið verður rifið innan skamms.
Leigja fólki hús sem á að rífa Þetta eru bara útlendingar og ógæfufólk eða fólk sem á ekki í önnur hús að venda, sem er eftir í þessum húsum,“ segir Kristján Sveinlaugsson hjá fasteignafélaginu Þingvangi. „Hinir eru fluttir.“ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is
Hús í miðbænum sem bíða niðurrifs eru leigð út til fólks á hrakhólum og farandverkamanna. Þingvangur leigir Lárusi Valberg Valbergssyni hjá Afl-verktökum hluta íbúðanna sem hann framleigir. Hann hefur tekið að sér ýmis verk fyrir félagið, aðallega að hreinsa til fyrir og eftir niðurrif gamalla húsa. Lárus Valberg Valbergsson hefur hóp útlendinga frá Austur-Evrópu í vinnu. Margir þeirra búa hjá Lárusi í niðurrifshúsunum og greiða honum leigu fyrir. Lárus segir við Fréttatímann að hann sé að hjálpa þeim um húsnæði svo þeir lendi ekki í vandræðum. „Þetta eru aðallega trésmiðir, flísarar og múr-
arar. Það er mjög erfitt að fá starfsmenn og ég reyni að koma til móts við þá með húsnæði.“ Kristján Sveinlaugsson, umsjónarmaður fasteigna hjá Þingvangi, segir að félagið hafi leigt út sumar íbúðirnar beint, en viðskiptin við Lárus hafi í raun gengið í arf frá Landsbankanum eða fasteignafélaginu Regin, sem var í eigu bankans. Í sumum tilfellum hafi hann standsett húsin áður hann leigði þau, til að mynda á Vatnsstígsreit. Fólk sem leigir á slíkum kjörum þarf að vera viðbúið því að þurfa að rýma húsin með skömmum fyrirvara. Þá eru húsin í bágu ásigkomulagi og stundum er búið að setja hlera fyrir útidyr íbúðanna og negla upp í gluggana. Kristján segir að leigan taki mið af því. Lárus Valberg segir að leiguverðið sé trúnaðarmál milli hans og leigjendanna. Kristján segir fulla þörf á því að hafa einhvern inni í húsunum fram að niðurrifi til að forða húsunum frá hústökufólki. Hann nefnir sem dæmi að sagt sé að
Fólk sem leigir á slíkum kjörum þarf að vera viðbúið því að þurfa að rýma húsin með skömmum fyrirvara. Þá eru húsin í bágu ásigkomulagi og stundum er búið að setja hlera fyrir útidyr íbúðanna og negla upp í gluggana. mótorhjólasamtökin Outlaws hafi lagt undir sig húsið Smiðjustíg 4 og dvalið þar lengi áður en húsið var rifið. Lögreglan hafi ekki þorað að grípa til neinna aðgerða þótt hún væri beðin um það. „Rétt áður en eitt húsið á þessum reit var rifið, og búið var að taka burtu klósett og rafmagn, gekk verkstjóri á byggingarsvæðinu líka fram á tvær konur sem voru að gera sig líklegar til að flytja inn, þar sem þær vissu að húsið var autt,“ segir Kristján.
Velferð Vandi eldri borgara
Hópur innflytjenda fær ekki ellilífeyri
EMPIRE
Grátt eða brúnt slitsterkt áklæði. Stærð: 80 × 70 × 102 cm
72.573 kr. 89.990 kr. * Taxfree tilboðið gildir bara á LA-Z-BOY og jafngildir 19,35% afslætti.
Að sjálfsögðu fær ríkissjóður viðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar og gildir til 31. mars 2016 Þú finnur nýja Páskablaðið á www.husgagnahollin.is
www.husgagnahollin.is 558 1100
Hópur eldri borgara á ekki rétt á fullum ellilífeyri vegna búsetu erlendis. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður félags eldri borgara, bendir á að fleiri og fleiri innflytjendur séu að komast á ellilífeyrisaldur og margir Íslendingar á efri árum séu að snúa aftur heim eftir langa búsetu erlendis. „Allir sem hafa búið í löndum Evrópu þurfa gilda pappíra frá fyrrverandi vinnustöðum, sem getur verið flókið ferli að grafa upp kannski 30 ár aftur í tímann. Þeir sem koma frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins fá einfaldlega ekki neitt metið,“
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður félags eldri borgara, segir vaxandi hóp eldri borgara með skertan lífeyri.
segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður félags eldri borgara Fullur réttur til ellilífeyris á Íslandi miðast við 40 ára búsetu hérlendis. Örorkulífeyrir miðast við að hafa búið á Íslandi þremur árum áður en sótt er um. „Útlendingar sem hafa starfað hér í tvö ár en lenda síðan í örorku hafa engan rétt, Íslendingar fá skertan lífeyri eftir búsetu erlendis og foreldrar innflytjenda fá ekki krónu,“ segir Þórunn. Það hefur verið kallað eftir gögnum frá Alþingi yfir hversu stór hópur þetta er sem fellur utan kerfisins. „Það þarf að vekja athygli á þessum málum,“ bætir Þórunn við. | sgk
Aðalheiður Guðmundsdóttir dósent í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands
„Sögurnar opna okkur nýja heimsmynd, sem fræðiritin dýpka.“ Hið íslenska bókmenntafélag fagnar 200 ára afmæli með myndarlegum samstarfssamningi við gamma. Samningurinn gerir félaginu kleift að efla útgáfu og markaðsstarf í þágu íslenskrar tungu, mennta og menningar.
Aðalheiður er félagi í HÍB frá 2006
Við hvetjum alla sem er annt um útgáfu vandaðra fræðirita og greina á íslensku til að ganga í félagið og leggja sitt af mörkum.
www.hib.is
styrkir HÍB á tveggja alda afmæli félagsins
16-0924 H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
8|
Neytendamál Erfið ferð í sláturhúsið
Marinn og brotinn kjúklingur
Þessi mynd af íslenskum kjúklingi í neytenda pakkningum hefur gengið ljósum logum um Facebook en hann hefur greinilega beinbrotnað og marist illa áður en honum var slátrað. Sif Traustadóttir Rossi dýralæknir segir að áverkarnir hafi ekki getað komið fram eftir að kjúklingurinn var dauður. Það sé verið að tína upp þúsundir fugla á eins stuttum
tíma og hægt sé og þeir séu svo fluttir í kössum í sláturhús. Það sé vel þekkt í framleiðsluferlinu að þetta gerist. „Auðvitað er reynt að gera það þannig að fuglarnir komist heilir í sláturhúsið, enda rýrnar verðmætið ef það eru brotin bein. En það er tínt í myrkri og miklum flýti og kassarnir sem þeir eru í eru frekar gisnir. Það er því alltaf vængur hér og fótur þar sem stendur út og skaðar á fuglunum eru óhjákvæmilegir,“ segir Sif. | þká
Aflandsfélög Stjórnsýslufræðingur afdráttarlaus
Stórmál sem forsætisráðherra bar að upplýsa Fjármálaráðherra segist ekkert geta fullyrt um hvort fleiri ráðherrar eigi eignir á Tortóla, en stjórnsýslu fræðingur segir að forsætis ráðherra hefði tvímælalaust átt að upplýsa um félag konu sinnar á Bresku Jóm frúreyjum. Forseti ASÍ spyr hvers vegna það hafi ekki verið gert fyrir sjö árum, þegar Sigmundur Davíð sett ist á þing. Ingimar Karl Helgason ritstjorn@frettatiminn.is
Posi með myntvali Bjóddu viðskiptavinum þínum upp á Myntval. Með Myntvali (DCC) skynjar posinn ef kortið er erlent og korthafi getur valið gjaldmiðilinn sem hann greiðir í. ÞÚ SÉRÐ UM SÖLUNA – VIÐ SJÁUM UM GREIÐSLUNA
„Hann átti tvímælalaust að upplýsa um þetta. Þetta er það stórt mál sem tengist þeim verkefnum sem hann hefur sem forsætisráðherra,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent í opinberri stefnumótun og stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist aðspurður á Alþingi í gær, ekki geta sagt um hvort aðrir ráðherrar ættu eignir á Tortóla. Málið snýst um félagið Wintris inc. sem er í eigu eiginkonu forsætisráðherra, en komið hefur á daginn að félagið er skráð á Bresku Jómfrúreyjum og gerði mörg hundruð milljóna króna kröfur í þrotabú föllnu bankanna. Skrif í kjölfar fyrirspurnar Það var ekki fyrr en í kjölfar fyrirspurnar blaðamannsins Jóhannesar Kr. Kristjánssonar sem Anna Sigurlaug Pálsdóttir upplýsti um erlent félag í sinni eigu í stöðuuppfærslu á Facebook. Hún tók fram að félagið ætti hún ein hefði greitt alla skatta því tengdu. Umfjöllun fjölmiðla hefur leitt í ljós að félagið Wintris Inc. er skráð á aflandssvæðinu Bresku Jómfrúreyjum og gerði enn fremur hundraða milljóna króna kröfur í þrotabú Landsbankans, Glitnis og Kaupþings. Jóhannes Kr. Kristjánsson vildi það eitt segja að afrakstur vinnu sinnar yrði birtur á næstu vikum, en hann hefur athugað ásamt fleirum eignir Íslendinga í skattaskjólum erlendis. Hví ekki 2009?
525 2080 // sala@valitor.is // www.valitor.is
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir Alþýðusambandið enga formlega afstöðu hafa til máls forsætisráðherra, „nema að leiðtogar þjóðarinnar þurfa að koma hreint fram. Það er skrýtið að þetta mál komi upp 2016 en ekki 2009 þegar viðkomandi fer á þing sem leiðtogi flokks,“ og vísar til þess að þetta vor var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrst kjörinn á þing. Hann undrast jafnframt að ekki sé tekið tillit til maka við hagsmunaskráningu þingmanna og að þeir geri grein fyrir skuldum sínum.
Mynd | Hari
Sótt er að Sigmundi Davíð Gunnlaussyni úr öllum áttum vegna peninga sem eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsóttir, geymir á bresku Jómfrúareyjum
Nýjar reglur Alþingis Daginn eftir að Anna Sigurlaug greindi frá því að hún ætti félagið Wintris, ræddi Alþingi og samþykkti siðareglur fyrir þingmenn. Þar segir meðal annars „Þingmenn skulu við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra eða annarra hagsmuna sem eru faglegir, persónulegir eða tengdir fjölskyldu þeirra […]“. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, spurði í umræðum um hagsmunatengsl forsætisráðherra á miðvikudag hvort ráðherrann hefði vakið athygli á „fjölskylduhagsmunum sínum sem kröfuhafi í búi íslensku bankanna þegar hér voru til meðferðar frumvörp um stöðugleikaskatt og stöðugleikaframlög? Hefði hann ekki brotið siðareglurnar hefðu þær verið komnar til framkvæmda með því að gera það ekki?“ Um áður gildandi reglur um hagsmunaskráningu þingmanna, sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, skýrt að þær tækju ekki til maka. Í umfjöllun um reglurnar á vef alþingis segir að hún sé til upplýsinga og skráðir hagsmunir hafi engin áhrif á störf þingmanna sem
aðeins séu bundnir sannfæringu sinni. Séu hagsmunir hins vegar tengdir þeim persónulega „er þeim í sjálfsvald sett að segja sig frá máli. Það er þeirra ákvörðun og á þeirra ábyrgð,“ segir á vef Alþingis. Siðferðisleg tvöfeldni Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og einn forvera Sigmundar Davíðs í embætti forsætisráherra, kallar eftir skýringum Sigmundar á tvöföldu siðferði. Hann verji rétt þeirra sem kjósi að standa utan krónuhagkerfisins og hafi aðstöðu til. En hann haldi því fram að á sama tíma Fræðimenn sem hafa látið málið til sín taka hafa verið á einu máli um að til þess að hægt verði að byggja upp traust, verði stjórnmálamenn að ganga fram fyrir skjöldu til að upplýsa um hagsmunatengsl sín. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar, tekur undir það. „Það nægir ekki að fólk bregðist við einstaka dæmum eftir á heldur verða stjórnmálamenn og viðskiptalífið að ganga fram fyrir skjöldu með því að upplýsa um hagsmunatengsl, tryggja gegnsæi um söluferli eða hvað annað sem um er að ræða.“
www.peugeot.is
PEUGEOT 308
SPARNEYTIÐ LJÓN Á VEGINUM CO2 82g - ELDSNEYTISEYÐSLA 3,1L/100km* NÚ FÁANLEGU
R MEÐ
5 ÁRA
Á BY R G Ð
*Engine of the Year Awards 2016
*
PEUGEOT 308 kostar frá kr.
3.190.000
Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00 Þó Peugeot 308 hafi hlotið fjölda verðlauna út um allan heim þá eru það ekki bara verðlaunin sem skera hann frá samkeppninni. Ómótstæðilegir aksturseiginleikar, gott rými fyrir bæði farþega og farangur, eyðslugrannar og endingargóðar vélar*, hvort sem er dísil eða bensín, með eldsneytiseyðslu frá 3,1L/100km og CO2 útblástur frá 82g/km, þá eru þetta eiginleikar sem einfaldlega er erfitt og nær ómögulegt að keppa við. Komdu og prófaðu Peugeot 308, bíl sem á sér ekki jafningja.
Bernhard ehf • Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535
Þú finnur okkur á facebook.com/PeugeotIceland
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
10 |
Reiði vegna útrásarævintýris Skema Fyrir tveimur árum hugðist stofnandi Skema, Rakel Sölvadóttir, fara í útrás með fyrirtækið og opna fjögur nútímaleg tæknisetur víðsvegar um Bandaríkin. Höfuðstöðvarnar áttu að rísa í bakgarði Microsoft í Redmond. Íslenskir starfsmenn voru sendir út til að breiða út boðskapinn. En tæknisetrin opnuðu aldrei og úr varð harkalegt deilumál. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
Til stóð að Skema yrði kallað reKode í Bandaríkjunum. Höfuðstöðvarnar og fyrsta tæknisetrið stóð til að opna í Redmond í Washington-fylki, í frægum tæknibæ þar sem meðal annars Microsoft og fleiri tæknirisar halda til. Þá yrðu opnuð setur í Los Angeles, San Fransisco, Las Vegas og New York. Þegar áform Skema voru kynnt í fjölmiðlum kom fram að sú mikla athygli sem fyrirtækið hefði hlotið, þrýsti á hraðari vöxt. Tæknisetrin myndu öll opna á einu ári. Skema er hugarfóstur Rakelar Sölvadóttur tölvunarfræðings og var stofnað eftir að hún hlaut verðlaunin „Fræ ársins 2011“. Síðan hefur félagið kennt börnum þar sem forritun er fléttuð saman við rannsóknir í kennslufræði og sálfræði. Mörg þúsund íslensk börn hafa fengið kennslu hjá Skema í notkun á tölvuforritum, svo sem hinum gríðarlega vinsæla leik Minecraft. Lof og verðlaun Rakel vakti mikla athygli fyrir eldmóð sinn og sagðist vilja breyta skólakerfinu, sem hún sjálf hafði aldrei fundið sig í. Því væri þörf á umbyltingu í kennsluaðferðum. Skema óx á fyrstu tveimur árum og hafði nokkra starfsmenn sem önnuðust kennslu og utanumhald. Ýmis fyrirtæki fóru í samstarf við Skema og starfsemin fór fram í húsakynnum Háskólans í Reykjavík. Rakel hlaut viðurkenningar og verðlaun fyrir störf sín. Hún var valinn ungi frumkvöðull ársins að mati JCI. Hún hlaut UT-verðlaun Ský árið 2014 og hvatningarverðlaun Félags kvenna í atvinnulífinu. Nokkrum mánuðum fyrir opnun fyrsta tæknisetursins var haldið kynningarnámskeið á vegum fyrirtækisins í Bandaríkjunum og Rakel sagði, í samtali við Fréttablaðið, viðtökurnar afar góðar. Þá var greint frá því að fyrirtækið hefði tekið húsnæði á leigu og myndi opna fyrsta tæknisetrið í byrjun árs 2014. „Við erum að byggja upp næstu kynslóð af nördatöffurum,“ sagði Rakel. Til stóð að þær Ágústa Fanney Snorradóttir og Sara Rut Ágústsdóttir, hjálpuðu til við að koma
fyrsta tæknisetrinu af stað og þær myndu kenna börnum að hætti fyrirtækisins. Átti að verða glæsilegt Fyrsta tæknisetrið átti að rísa í húsakynnum Think Space í Redmond en Rakel hafði samið við Peter Chee, stofnanda fyrirtækisins, um áformin. Think Space er atvinnuhúsnæði fyrir frumkvöðla. Gera þurfti umfangsmiklar breytingar á húsnæðinu svo það stæðist kröfur reKode. Rýmið átti að vera sérhannað fyrir börn, örvandi og litríkt. Innanhússarkitektinn Hafsteinn Júlíusson hjá Haf Studio flaug til Redmond til að endurhanna rýmið. Teikningarnar voru fjörlegar en til að fá húsnæðinu breytt þurfti að sækja um allskyns leyfi til borgaryfirvalda. Einn af starfsmönnum Think Space var ráðinn í verkefnastjórn framkvæmdanna. Seðlabankinn hindrunin En ýmis ljón urðu á veginum. Þó Skema hefði bæði stóran hóp viðskiptavina, var ekki auðvelt að fara með peninga úr landi til að stofna nýtt fyrirtæki. Rakel sagðist hafa ætlað að stofna reKode í Bandaríkjunum sem móðurfyrirtæki Skema og ætlaði að lána peninga til útrásarinnar á milli samsteypa. Það reyndist þrautinni þyngra. „Því miður gátum við ekki farið þá leið sem við vonuðumst til.” Í Viðskiptablaðinu sagðist hún hafa þurft að ganga þyrnum stráða slóð til að fá leyfi Seðlabankans til að flytja fé út. „Það tók þrjá mánuði að fá samþykki fyrir 75,6 dollurum sem hlutafé, samþykki sem ég þurfti til að sýna fram á eignarhlut til að fá landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Seðlabankinn gerðist jafnvel svo grófur að spyrja hvar ég hefði fengið þessa dollara,“ sagði Rakel við Viðskiptablaðið. Framkvæmdir í tæknisetrinu drógust á langinn og leyfi sem sótt var um en voru ekki veitt. Brátt kom upp ágreiningur á milli Peter Chee og Rakelar. Chee vildi meina að fyrirtækið skuldaði háar fjárhæðir í húsaleigu og annan kostnað, svo sem laun starfsmannsins sem vann við framkvæmdirnar. Að endingu vildi Rakel hætta við að opna setrið í húsnæðinu. Úr varð heiftarleg deila sem ekki enn sér fyrir endann á. Rakel segist hafa gert upp mál fyrirtækisins. Þá hófst leit að nýju húsnæði fyrir tæknisetrið en eftir nokkurra mánaða vinnu var íslensku starfsmönnunum sagt upp. Ekkert tæknisetur hafði opnað og engin starfsemi farin af stað. Fyrrum starfsmaður Think Space sagist hafa beðið í tvo mánuði án þess að fá laun. „Mér var sagt að
Mynd | Hari
Rakel Sölvadóttir, stofnandi Skema, segir gjaldeyrishöftin hafi orðið útrásinni að falli.
reKode hefði ekki greitt launin mín en Think Space var milliliður í ráðningu minni, og greiddi mér á endanum. Þetta var svo leiðinlegt að ég að hætta að vinna þarna.“ Gekk á eftir laununum Bandarískur maður sem réði sig í verkefnastjórn fyrir íslenska útrásarfyrirtækið segir við Fréttatímann að svo mánuðum skipti hafi hann ekki fengið laun. Þau hafi verið greidd í skömmtun og hann hafi hætt eftir fimm mánaða starf. Hann fékk þó launin sín á endanum. Hann segist hinsvegar hafa leyft Rakel að skrá
síma hennar á hans nafn, en verið skilinn eftir með himinháa símareikninga sem honum hafi verið lofað að fyrirtækið myndi greiða. Hann segist hafa verið blekktur og ekki hafi verið staðið við neitt. „Það var óþolandi að eltast við yfirmanninn sem fór undan í flæmingi. Sérstaklega þegar hann býr í stóru húsi, er með garðyrkjumann að störfum, ekur um á nýjum bíl.“ Rakel segir við Fréttatímann að maðurinn hafi fengið það sem hann átti inni. Hún kannast ekki við útistandandi símareikninga og fullyrðir að hún hafi ekki viljað skrá símann
á nafn starfsmannsins. Fréttatíminn hefur rætt við fleiri íslenska starfsmenn sem komu að útrás Skema í Redmond. Þeir skildu reiðir og ósáttir við fyrirtækið. Einn þeirra starfaði fyrir fyrirtækið í tvo mánuði og segist aldrei hafa fengið krónu greidda. Né heldur hafi fyrirtækið tekið þátt í kostnaði við Bandaríkjadvölina. Ekkert varð því úr frekara samstarfi. Rakel segir að útrásin hafi strandað á gjaldeyrishöftunum og því að hún hafi ekki getað komið með fjármagn til Bandaríkjanna. „Auk þess er þetta sprotafyrirtæki og það breytist stöðugt.“
Telja sig sviknar af Skema Ágústa Fanney og Sara segja hafa fengið tilboð um draumastöðu í nýju tæknisetri Skema í Bandaríkjunum. Þegar þær fluttu út var ekkert tæknisetur, engin vinnuaðstaða, launin komu seint og fríðindin sem þeim var lofað komu aldrei. Að endanum var þeim sagt upp án þess að fá nokkurn uppsagnarfrest greiddan. Þær segjast sitja uppi með milljóna skuld eftir ævintýrið og hafa stefnt Skema fyrir ítrekuð brot. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
Ágústa Fanney Snorradóttir og Sara Rut Ágústsdóttir hittu Rakel Sölvadóttur í boði í Los Angeles árið 2012. Þær voru báðar í námi í borginni, Sara var að læra margmiðlunarhönnun og Ágústa Fann-
Sara Rut Ágústsdóttir og Ágústa Fanney Snorradóttir, nýútskrifaðar úr COC háskólanum í Kaliforníu desember 2013.
ey var í kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu. Þær höfðu dvalið í Los Angeles í eitt ár og voru staðráðnar í að búa þar í framtíðinni. Þær urðu því verulega áhugasamar þegar Rakel sagði þeim að hún stefndi á að opna fyrirtæki í borginni. „Hún hygðist opna tæknisetur í Los Angeles. Þetta fannst mér áhugavert og við ákváðum að vera í sambandi síðar,“ segir Ágústa Fanney. Einu og hálfu ári síðar, þegar þær voru útskrifaðar, fóru þær til Íslands. Sara var með árs atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og Ágústa Fanney var komin með staðfestingu á að hún fengi græna kortið. Hugmyndir þeirra um framtíð í borginni var því ekki lengur fjarlægur draumur og þær veltu atvinnumöguleikum fyrir sér. Í ársbyrjun 2014 rákust þær á umfjöllun í Fréttablaðinu um að Rakel væri á leið í útrás með
15% AFNÁM TOLLA
K R I N G L U N N I
VIÐ FÖGNUM
Dæmi um verðlækkun í Levi’s, gallaskyrta: Verð nú:
12.990 kr.
Dæmi um verðlækkun í Next, barnakjóll:
Verð áður:
14.990 kr.
Verð nú:
1.490 kr.
Nánari upplýsingar um afnám tolla og þær vörur sem lækka í verði á kringlan.is
Dæmi um verðlækkun í Neon, gallabuxur (Razor) frá Reel Jeans:
Verð áður:
1.790 kr.
Verð nú:
12.490 kr.
Verð áður:
14.990 kr.
AFNÁMI TOLLA KRINGLAN GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA AF ÖLLU HJARTA!
glæný sending
tIlBoð
PásKakRusI 990kR mInI PásKalIljUr 550kR sTrákústAr 20% rUsLapOkaR 20% kLiPpuR 20%
20% A
fsLátT
aF vOr
ur
LauKu
M
tIlBoð oRkIdeUr 1.990kR 2 Í ^ _^ ^Ï?ÏlÏ>=9Ï<<99ÏlÏÌ^ Í ^
12 |
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
Tæknisetur ReKode í Bandaríkjunum átti að líta svona út. Þetta eru teikningar af hönnun Hafþórs Júlíussonar.
Skema og hygðist opna fjögur tæknisetur í Bandaríkjunum. Sara ákvað þá að setja sig í samband við Rakel til að kanna möguleikann á að ráða sig til starfa hjá henni. „Rakel virtist vera með rosalegar fyrirætlanir, þannig að ég talaði líka við hana,“ segir Ágústa Fanney. „Við sendum henni ferilskrár og ræddum um það sem við kunnum og hún vildi endilega fá okkur báðar í vinnu til sín. Við héldum nokkra skypefundi þar sem þetta var rætt og alltaf talaði Rakel um framtíðarstörf fyrir okkur í Los Angeles. Á einum af þessum Skype-fundum spurði hún okkur hvort við værum til í að flytja til Redmond í Washington í eitt ár, þar sem hún hélt til, og hjálpa henni að koma upp fyrsta tæknisetrinu af fjórum. Þar áttu höfuðstöðvar Skema að rísa, en fyrirtækið ætlaði hún að kalla reKode. Hún bauð okkur að vera þar í eitt ár, til að læra inn á starfsemina. Þaðan vildi hún senda okkur til Los Angeles þar sem við áttum að sjá um annað tæknisetur.“ Boðnar velkomnar til starfa Sara og Ágústa Fanney tóku vel í þessa hugmynd. „Eftir samningaviðræður um kjör ákváðum við að slá til og flytja á stað sem við höfum aldrei svo mikið sem komið til áður fyrir þetta einstaka tækifæri. Rakel bauð okkur formlega velkomnar til starfa. Rakel var mjög sannfærandi og íslenskir fjölmiðlar höfðu fjallað mikið um hana. Einhverra hluta vegna virtist þetta vera fyrirtæki eiga framtíðina fyrir sér.“ Samningaviðræður Ágústu Fanneyjar og Söru við Rakel héldu áfram á Íslandi og í byrjun febrúar 2014 settust þær niður á fundi á skrifstofum Skema í Háskólanum í Reykjavík. Rakel lagði fyrir þær samning og í sameiningu unnu þær í tvo klukkutíma að breytingum á samningnum. „Þar til allir aðilar voru sáttir, þá bauð Rakel okkur velkomnar til starfa í annað sinn og tók í hendurnar á okkur. Hún vildi þó bíða með að undirritun því hún vildi bera hann undir lögfræðinginn sinn í Bandaríkjunum.“ Ágústa Fanney og Sara hófu störf hjá Skema strax. Þær fóru í þjálfun í öllu því sem þær áttu að kenna á námskeiðunum í tæknisetrunum. Þjálfunin stóð yfir í tæpa tvo mánuði og á þeim tíma fengu þær Ágústa Fanney og Sara greitt frá Skema. „Við lögðum okkur mikið fram en ég fann strax fyrir því að það var mikið óskipulag hjá fyrirtækinu. Þegar styttist í flutninga og þjálfuninni var að ljúka, bauð Þórunn framkvæmdastjóri öllu starfsfólki Skema á skrifstofuna til að skála í kampavíni fyrir því að við værum að fara út. Á þessum tíma nálgaðist einn af starfsmönnum okkur, og hvatti okkur til að passa vel upp á samninga, þar sem skömmu áður hefðu tveir starfsmenn Skema komið heim frá Bandaríkjunum með sárt ennið. Hún sagði okkur að Rakel hefði ekki staðið við það sem hún lofaði þessum starfsmönnum og samstarfi þeirra hefði endað með leiðindum. Ég ákvað að láta þessar aðvaranir ekki eyðileggja okkar plön því ég vildi ekki dæma neinn af sögusögnum. Fyrirtækið var dásamað á þessum tíma. Styrkjum rigndi inn.“ Tæknisetrið í Redmond átti í
upphafi að opna í mars 2014 en stuttu síðar var því frestað fram í apríl. „Rakel sagði að stórir fjárfestar hefðu sýnt fyrirtækinu áhuga og hygðust koma inn með stórar upphæðir.“ Fyrstu dagana dvöldu Ágústa Fanney og Sara heima hjá Rakel í tveggja hæða einbýlishúsi sem Rakel leigði. „Við fórum strax að leita okkur að íbúð og skoðum okkur um í nýja heimabænum. Við heimsóttum tæknisetrið á fyrsta degi. Þar voru engar framkvæmdir hafnar sem kom okkur verulega á óvart. Þarna varð okkur ljóst að vinnan framundan væri miklu meiri en við héldum og tæknisetrið var langt frá því að geta opnað. En Rakel sýndi okkur teikningar af innanhúshönnuninni og sagðist hafa eytt gífurlegum fjárhæðum í allskonar framkvæmdaleyfi á húsnæðinu. Hún fullvissaði okkur um að mjög fljótlega færi allt á fullt við að umturna rýminu í litríkt og númtímalegt tæknisetur.“ Fleiri starfsmenn Skema hugðu á flutning til Bandaríkjanna vegna opnunar tæknisetursins
Sara Rut og Ágústa Fanney með gjafakörfurnar sem biðu þeirra þegar þær komu út í tóma tæknisetrið í Redmond.
„Þórunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Skema, kom út skömmu á eftir okkur til að undirbúa sína flutninga til borgarinnar. Hún var einnig að leita sér að húsnæði og fann mjög skemmtilegt íbúðasamfélag sem við féllum fyrir og ákváðum að flytja í. Þórunn hugðist koma síðar.“ Þær segjast hafa samið þannig við Rakel áður en þær fóru út, að þær tækju íbúð á leigu en ef til þess kæmi að þær þyrftu að flytja úr borginni, þá tæki Skema við leigu íbúðarinnar eða greiddi kostnað við riftun leigusamningsins. Aftur á byrjunarreit „Fyrstu vikurnar voru vægast sagt áhugaverðar. Rakel lenti fljótlega í útistöðum við eiganda Think Space húsnæðisins, þar sem tæknisetrið átti að vera. Fyrirtækið var því komið á algjöran byrjunarreit og við höfðum enga vinnuaðstöðu. Ekkert varð af fyrirhuguðum námskeiðum sem stefnt hafði verið að í apríl og maí, og verkefnin sem við fengum voru handahófskennd. Okkur þótti þetta leiðinlegt en reyndum að sýna sprotafyrirtækinu þolinmæði og skilning. Eftir því sem á leið varð það erfiðara. Í samningunum okkar höfðu verið tíunduð allskyns fríðindi, við áttum að fá vinnutölvur, farsíma og nettengingu heim til okkar. Við áttum líka að fá heilsutryggingu sem er alveg nauðsynleg í Bandaríkjunum. Við fengum ekkert af
þessu. Rakel fékk okkur til að vinna heima hjá sér þar sem hún var ekki með neitt atvinnuhúsnæði. Fljótlega vorum við farnar að þrífa þar líka.“ „Við reyndum að halda okkar striki þrátt fyrir að ekkert var eins og okkur var lofað. Okkur bárust launin okkar seint og vorum komnar í slæma stöðu vegna þess að við höfðum lagt mikinn kostnað í að koma upp nýju heimili. Þegar við unnum heima notuðum við sameiginlegt tölvurými í búðasamfélaginu sem við leigðum í. Þetta þótti okkur skárra en að sitja heima í stofu hjá Rakel þar sem ég átti erfitt með að halda einbeitingu vegna hávaða. En við gerðum alltaf gott úr hlutunum því þarna vorum við búnar að kynnast fjölskyldunni vel og okkur var farið að þykja vænt um þau. Við vonuðum innilega að fyrirtækið færi að hrökkva í gang, við biðum eftir að fá að kenna námskeiðin, opna setrið, mæta á ráðstefnur og gera allt sem talað var um. Með tímanum fór að vera erfiðara að halda í bjartsýnina,“ segir Ágústa Fanney. Þær segja að í byrjun maí hafi staðan verið óbreytt og enginn vinnustaður hafði opnað. „Einn daginn sat ég heima í stofu hjá Rakel og vann að ensku kennsluhefti fyrir tölvuleikinn Minecraft. Skema hafði lengi selt námskeið í Minecraft á Íslandi. Ég skoðaði þá heimasíðu tölvuleiksins vel og komst að því að það var stranglega bannað að hagnast á tölvuleiknum á nokkurn hátt og að námskeiðin sem Rakel hafði lengi haldið á Íslandi og auglýst að yrðu líka haldin í Redmond, gætu verið brot á notkunarreglum leiksins. Ég hugsaði strax með mér að hún hlyti að vera með einhverskonar undanþágu eða í einhverskonar samstarfi við tölvuleikjaframleiðandann en þegar ég spurði hana út í þetta var fátt um svör. Hún sagði mér beint út að hún væri ekki í neinu samstarfi og þegar hún sá hvað mér var brugðið bætti hún við að það væru alveg fleiri að gera þetta.“ Með munnlegt samkomulag Ágústa Fanney segir að fljótlega eftir þetta hafi Þórunn, framkvæmdastjóri Skema, sent sér nýja tíu blaðsíðna trúnaðaryfirlýsingu. „Okkur var gert að undirrita hana á netinu, eigi síðar en daginn eftir. Samningarnir okkar sem við höfðum gert á Íslandi voru enn óundirritaðir en ég hafði beðið róleg með að ýta á þau mál því ég vissi að það væri í mörgu að snúast og að samkvæmt íslenskum lögum væri munnlegt samkomulag jafngilt skriflegu. Þar sem við höfðum þegar undirritað eina trúnaðaryfirlýsingu lagði ég til við Rakel að við kláruðum ráðningarsamningana á sama tíma. Rakel brást illa við og sagði mér að það væri því miður ekki val að skrifa undir þessa yfirlýsingu. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fann fyrir óþægilegum samskiptum við hana. Hún hafði dregið endalaust á langinn að klára samninga svo ég bað um fund þar sem við gætum farið yfir málin. Ég tók fram að þó að við vildum skoða þessa hluti væri samt allt í góðu og að við værum með fullan skilning á því að fyrirtækið gæti ekki gert betur að svo stöddu. Rakel féllst á að hitta okkur til þess að fara yfir málin og
Heitir dagar fyrir heimilin í landinu
20% afsláttur af öllum
ofnum
2 LÍNAN
3 LÍNAN
5 LÍNAN
8 LÍNAN
BE2000001-M
BE3002401-M
BE5304401-M
BS831410S-M
Fjölkerfa blástursofn með innbyggðum kjöthitamæli og sjálf-hreinsikerf i. Sérstaklega þægilegur í notkun og allri umgengni. Litur: Stál. Íslensk notendahandbók.
Fjölkerfa blástursofn án rafeinda-klukku. Er sérstaklega einfaldur í notkun og umgengni. Litur: Stál. Íslensk notendahandbók.
Fjölkerfa blástursofn sem er sérstaklega einfaldur í notkun og allri umgengni. Einnig fáanlegur með innbyggðum kjöthitamæli.Litur: Stál og hvítur. Íslensk notendahandbók.
Fjölkerfa blástursofn með innbyggðum kjöthitamæli og hrað-hitakerf i. Sérstaklega þægilegur í notkun og allri umgengni. Einnig fáanlegur með sjálfhreinsibúnaði. Litur: Stál, hvítur og svartur. Íslensk notendahandbók.
Rétt verð kr: 89.900,-
Rétt verð kr: 109.900,-
Rétt verð kr: 139.900,-
Rétt verð kr: 219.900,-
Heitir dagar: 71.920,-
Heitir dagar: 87.920,-
Heitir dagar: 111.920,-
Heitir dagar: 175.920,-
Stílfögur eldhústæki frá gera gott eldhús betra 20% afsláttur
helluborðum
HK634000XB
af öllum
30-50% afsláttur
af öllum háfum frá Airforce
SÉRTILBOÐ
Airforce
á þessu vinsæla 57 cm helluborði með stálkanti.
Verð áður kr. 89.900
Verð nú kr. 69.900,-
Eyjuháfar · Veggháfar Gott úrval af Airforce veggháfum og eyjuháfum, sem eru annálaðir fyrir glæsilega hönnun og mikil gæði. Nokkrir háfana eru uppsettir hjá okkur, svo sjón er sögu ríkari.
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500
SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559
ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000
ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515
Opið virka daga kl. 10-18 og á laugardögum kl. 11-15.
ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333
Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði
OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
14 |
4.-8. MAÍ 2016
UPPSTIGNINGARDAGUR
UNGVERJALAND
BUDAPEST Budapest var valin önnur besta borg heims af lesendum Condé Nast Traveler. Ekki missa af einstöku tækifæri að upplifa stórfenglegar byggingar, iðandi mannlif og góðan mat. VERÐ FRÁ
99.800 KR.
NÁNAR Á UU.IS
Innifalið er flug, gisting, skattar, íslenskfararstjórn, taska og handfarangur.
þann 21. maí 2014 mæltum við okkur mót heima hjá henni.“ Ágústa Fanney og Sara segjast hafa skynjað skrítna spennu í loftinu á fundinum. „Rakel ræddi við okkur Söru í sitt hvoru lagi og byrjaði á mér. Hún sagði mér að nú væri best að leiðir myndu skiljast. Ég skildi ekki hvað var í gangi. Þegar ég spurði hana hvað hún ætti við, sagði hún að ég væri frá og með þessum degi ekki lengur að vinna hjá fyrirtækinu. Ástæðan væri sú að hún hefði fengið senda skýrslu frá Íslandi frá starfsfólkinu sem sá um að þjálfa okkur og að sú skýrsla hefði leitt í ljós ég hefði verið með slæmt viðhorf og hefði ekki staðið mig nógu vel. Ég vissi strax að þetta væri ekki rétt, þjálfunin hafði gengið mjög vel og ég hafði ekki haft eitt einasta tækifæri til þess að sýna
Bjartsýnir starfsmenn íslenska útrásarfyrirtækisins. Nýkomnar til Seattle.
Aðalfundur VR
hvað ég kunni eftir að við fluttum út þar sem að tæknisetrið opnaði aldrei. Ekkert af þessu gat staðist en Rakel hélt bara áfram með ásakanir um það að ég væri búin að brjóta samninginn og að það væri riftunarákvæði. Hún sagðist ekki ætla að standa við þriggja mánaða uppsagnarfrestinn sem við sömdum um og hún ætlaði ekki heldur að greiða fyrir kostnað á riftun íbúðarsamningsins. Hún bar upp á mig að hafa brotið alvarlega gegn samningnum okkar og rak mig með skömm. Þetta átti sér engan aðdraganda og við fengum aldrei viðvörun í starfi.“ Sara segist hafa átt sambærilegan fund með Rakel sem endaði með uppsögn. „Ég stóð fyrir utan dyrnar og heyrði allt sem fram fór, Rakel þuldi upp sömu ræðuna og bar upp á hana sömu brotin. Sara brotnaði niður og skildi ekkert í því hvernig við ættum að hafa getað klúðrað þjálfun sem fór fram á Íslandi fyrir nokkrum mánuðum. Við höfðum ekki einu sinni fengið að spreyta okkur í því sem okkur var kennt. Ég ætlaði ekki heldur að trúa þessu, og ég dreif mig inn á vinnupóstinn minn til að fletta upp samningunum. Á meðan fundinum stóð hafði verið lokað á póstinn minn. Á þessari stundu ákvað ég að þetta skyldi Rakel ekki komast upp með. Ég tók upp símann minn og ýtti á hljóðupptöku, því ég hugsaði að ég yrði að geta leyft lögfræðingi að heyra hvernig farið var með okkur. Því næst gekk ég inn á fundinn hjá Rakel og Söru, með hljóðupptökuna í gangi.“ Ágústa segir þetta hafa verið örþrifaráð og hún hafi verið hikandi þegar hún steig inn í herbergið með upptökuna í gangi.
Þriðjudaginn 29. mars kl. 19:30 á Hilton Nordica Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og ákvörðun um innborgun í Varasjóð VR. Dagskráin og allar nánari upplýsingar á vr.is. Við hvetjum félagsmenn til að mæta.
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS
færi
Tæki
Bosch þvottavél og þurrkari í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu Tækifærisverði.
A
Orkuflokkur
8
kg
A
Orkuflokkur
8
kg
BOSCH - Þvottavél
BOSCH - Þurrkari
Vindur upp í 1400 sn./mín. Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn mótor með 10 ára ábyrgð. i-Dos: Sjálfvirk skömmtun fyrir fljótandi þvottaefni. Sérkerfi: Dúnkerfi, dökkur þvottur, skyrtur, blandaður þvottur, ull og fleira. Stór LEDsnertiskjár. Með íslensku stjórnborði.
Gufuþétting, enginn barki. Sjálfhreinsandi rakaþéttir. Sérkerfi: Ull, blandaður þvottur, handklæði, íþróttafatnaður, hraðkerfi 40 mín., skyrtur og fleira. Krumpuvörn í lok þurrkunar. Stór LED-skjár. Lýsing í tromlu. Með íslensku stjórnborði.
Tækifærisverð:
Tækifærisverð:
(Fullt verð: 149.900 kr.)
(Fullt verð: 169.900 kr.)
WAT 286B8SN
119.900 kr.
Opið virka daga frá kl. 11 til 18 og á laugardögum frá kl. 11 til 16.
WTW 874B8SN
129.900 kr.
Hlíðasmára 3 . Sími 520 3090 www.bosch.is
Er í fullum rétti
„Við báðum um tækifæri til þess að laga þau atriði sem henni fannst í ólagi en hún neitaði því og sagði að þetta væri ákvörðun sem væri búið að taka.“ Það kom fljótt í ljós að það var ekkert á bak við fullyrðingar hennar nema skýrsla sem hún vildi meina að hún hefði fengið senda frá starfsfólkinu á Íslandi. Seinna meir kom í ljós að sú skýrsla var uppspuni. Þegar við höfðum samband við þjálfarana okkar vakti það strax sterk viðbrögð hjá þeim. Þeir höfðu aldrei verið beðnir um mat á því hvernig gekk. Þjálfararnir okkar voru ekki sáttir við þessar ásakanir og sum sögðust vera í sjokki við að heyra þetta.“ „Á upptökunni heyrist glögglega að Rakel gengst við því að hafa samið við okkur. Hún dró einnig öll brotin til baka um tíma og sagði við okkur að við værum ekki að fara frá henni með brot í starfi í farteskinu. Það heyrist líka á hljóðupptöku. Þegar við höfnuðum síðan mjög lélegu starfslokatilboði sem hún gerði okkur að lokum þá fór hún aftur að kalla okkur brotlegar. Hún vissi náttúrulega ekki af upptökunum. Rakel kom með starfslokatilboðið til okkar tveimur dögum síðar, eftir að við grátbáðum hana að endurskoða það sem hún var að gera. Við áttum að undirrita það samdægurs ella myndi tilboðið ekki gilda. Við hringdum beint í lögfræðing sem tók málið samstundis að sér og sagði það strax ljóst að hér væri um mörg brot að ræða af hálfu vinnuveitandans. Rakel hélt því síðar fram að við hefðum ekki haft vinnuleyfi í Bandaríkjunum sem var ekki rétt alls ekki rétt.“ Málið verður tekið fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur í apríl.
Rakel Sölvadóttir segir að Ágústa Fanney og Sara hafi verið reknar frá fyrirtækinu vegna vanrækslu í starfi. „Það kom skýrt í ljós að þær voru ekki starfi sínu vaxnar.“ Hún fullyrðir að þær hafi fengið tvær áminningar áður til brottrekstursins kom. Hún segir deiluna einnig snúast um hvort þær hafi verið starfsmenn reKode eða Skema. Dómsmálið snýr að amerísku félagi sem er ekki að bjóða upp á þjónustu á Íslandi.“ Þær hafa stefnt Skema fyrir ítrekuð brot gegn sér. „reKode er sjálfstætt bandarískt fyrirtæki sem stofnað var til þess að bjóða upp á forritunarkennslu barna. Þar sem um er að ræða málefni starfsmanna er ekki hægt að ræða málsatvik nánar.“ Aðspurð hvort hún telji sig hafa komið starfsmönnum í slæma stöðu með því að fá þá út og segja þeim upp síðar, svarar Rakel; „Ég er eins mannleg og hugsast getur. Ég hef gert haug af mistökum en það á ekki við í þessu máli. Ég leit á þær sem verktaka, þangað til þær voru komnar með heimild til að vinna í Bandaríkjunum. Skema greiddi þeim fyrir unna þjónustu og þjálfun en svo áttu þær að fá laun frá reKode. Það er enginn áskrifandi að starfi sínu og við vorum að vinna í sprotafyrirtæki en ekki ríkisstofnun. Það er stór munur á því umhverfi.“ Rakel segist einnig vera í fullum rétti til að selja inn á námskeið þar sem börnum er kennt á Minecraft tölvuleikinn. Ágústa Fanney og Sara telja það möguleg brot á notkunarreglum leiksins. „Það eru fjölmargir að kenna svona námskeið og við höfum verið í samskiptum við Microsoft og Mojang, eiganda Minecraft, um kennslu sem fram fer hjá Skema.“ -þt
FORSETAKOSNINGAR 2016
HALLA TÓMASDÓTTIR
Á Íslandi skipta allir máli Ég vil búa í samfélagi sem setur mannlífið og ná úruna í forgang. Samfélagi sem byggir á góðri menntun, heiðarleika og ré læti. Samfélagi sem sýnir umhyggju, er framtíðarheimili unga fólksins og leyfir eldri kynslóðum að njóta þess sem þær hafa áorkað. Sem forseti Íslands myndi ég starfa e ir þessum gildum. Förum þangað
Halla Tómasdó ir rekstrarhagfræðingur
Halla Tómasdóttir er rekstrarhagfræðingur og starfar í dag sem fyrirlesari á alþjóðavettvangi. Halla kom að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík, hún setti þar á fót stjórnendaskóla og símenntunardeild auk þess að kenna við skólann. Hún leiddi verkefnið Auður í krafti kvenna og var annar stofnenda Auðar Capital. Halla var einn af stofnendum Mauraþúfunnar sem kom á Þjóðfundinum árið 2009 þar sem grunngildi samfélagsins voru rædd. Halla Tómasdóttir er gift Birni Skúlasyni og þau eiga tvö börn. Fjölskyldan býr í Kópavogi.
halla2016.is I facebook.com/halla2016
förum þangað 2016
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
18 |
ka Au
Grafarvogur Eigendur fjölbýlishúss gjalda fyrir mistök sýslumanns
för t t o br
Portofino & Cinque Terre 11. - 18. júní Við kynnumst ólýsanlegri náttúrufegurð í spennandi gönguferð um tvær af fallegustu gönguleiðunum við Miðjarðarhafið, Portofino skagann og Cinque Terre ströndina á Ítalíu. Göngurnar eru við allra hæfi og einungis gengið með dagpoka.
Verð: 244.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!
Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Spör ehf.
Fararstjóri: Guðrún Sigurðardóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is
Fjölbýlishúsin við Sóleyjarima.
Mynd | Ingimar Karl
Borgin rukkaði eigendur lóðarinnar um leigu Þrátt fyrir að hafa greitt borginni leigu af sinni eigi lóð í meira en áratug fá íbúar fjölbýlishússins ekki bættan skaðann nema að hluta til. Ingimar Karl Helgason ritstjorn@frettatiminn.is
Reykjavíkurborg innheimti lóðaleigu af íbúum 39 íbúa við Sóleyjarrima í Grafarvogi í heilan áratug, enda þótt íbúarnir væru sjálfir eigendur lóðarinnar. Borgin hyggst aðeins endurgreiða íbúunum leiguna fjögur ár aftur í tímann. Húsfélagsformaður segir þá afgreiðslu borgarinnar vera steypu. Hann undrast jafnframt að borgin hafi ekki brugðist við fyrir tíu árum þegar henni hafi verið bent á sambærilegt mál í sömu götu. Borgin bendir á Sýslumanninn í Reykjavík. „Ég hafði aðeins nasasjón af þessu og fékk þetta svo endanlega staðfest hjá þjóðskrá, sem sér um alla skráningu á lóðum og löndum í landinu. Þá var ég bara að spyrja um Sóleyjarrima 1-7 því ég var formaður í því húsfélagi og málið skylt. Ég fékk það endanlega staðfest að lóðin væri eign okkar íbúanna. Punktur,“ segir Baldur Magnússon, íbúi í Sóleyjarrima 5. Málið snýst um leigugreiðslur fyrir lóðir, en Reykjavíkurborg innheimti leigu fyrir lóðir enda þótt þær væru í eigu íbúa í fjölbýlishúsum sem þarna standa. Í heilan áratug greiddu íbúar í Sóleyjarrima lóðaleigu til Reykjavíkurborgar, af lóðum sem þeir áttu sjálfir. Málið snerist í huga Baldurs fyrst um íbúðirnar í Sóleyjarrima 1-7, en hann leiddi hugann að nærliggjandi húsum neðar í götunni. Sóleyjarrimi 9 og 11 eru tvö fjölbýlishús þar næst fyrir neðan. „Þá fór ég að hugsa um hvernig er nú með hin húsin. Og það kemur í ljós að þetta er allt saman á eignarlóð.“ – Veistu til þess að Reykjavíkurborg hafi innheimt lóðaleigu þar? „Jájá, það er svo.“ Blaðamaður spurðist fyrir um málið hjá Reykjavíkurborg. Í skriflegu svari kemur fram að málið snerti 39 eignir. „Í ljós kom að fyrir mistök var lögð á lóðarleiga á fasteignir við Sóleyjarrima 9 og 11 sem eru undir eignarlóðum. Líklega liggja mistökin hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík. Þeir sem eiga lóðina hefðu átt að gera athugasemdir við þessa villu
Baldur Magnússon húsfélagsformaður segir afgreiðslu borgarinnar vera steypu. Hann undrast jafnframt að borgin hafi ekki brugðist við fyrir tíu árum.
í skráningu. Reykjavíkurborg var ekki aðili málsins þegar eignarskipti verða á þessum lóðum.“ Ætla má að borginni hafi orðið kunnugt um mistökin í kjölfar þess að Baldur skrifaði henni síðasta haust og spurðist fyrir um málið. Það sýna tölvupóstsamskipti. Fjögur ár endurgreidd Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn blaðamanns er staðfest að lóðarleigan hafi verið innheimt „frá því að eignirnar voru tækar til álagningar eða frá árinu 2005.“ Um þetta hafi verið tilkynnt bréflega og fólkinu endurgreitt fjögur ár aftur í tímann, eða frá 2. október 2011. Einnig er þar upplýst að eigendunum 39 hafi verið endurgreiddar 904.623 krónur í heildina, fyrir árin fjögur. „Þetta var leiðrétt samanber að lóðarleigusamningar sem lóðarleiga byggir á eru einkaréttarlegir samningar. Kröfur samkvæmt slíkum samningum fyrnast á fjórum árum samkvæmt 3. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Það gilda því ekki lög um oftekna skatta og gjöld um þessar kröfur og báru endurgreiðslurnar því ekki vexti,“ segir í svari borgarinnar við fyrirspurn blaðamanns. Og enn fremur: „Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar hefur afgreitt málið eins og henni er heimilt að gera.“ Enginn samningur – algjör steypa Baldur Magnússon fékk að vita þetta í haust og kemur fram í áðurnefndum tölvupóstsamskiptum að borgin hyggist gera upp með greiðslu ef engin skuld sé á fasteignagjöldum. Baldur segist í framhaldinu hafa spurst fyrir um hvernig borgin hyggðist afgreiða
málið gagnvart íbúum. „Þar kemur þessi fjögurra ára regla. Það er heimfært upp á samningsrétt, sem er bara tóm steypa. Það er enginn samningur. Það var ekkert verið að rifta eða segja upp einhverjum samningi sem ekki er til.“ Þannig hafi án samnings verið innheimt leiga af lóðum sem íbúarnir áttu sjálfir í heilan áratug, en óskiljanlegt sé að endurgreiða aðeins hluta. Blaðamaður hefur ekki fengið frekari svör frá borginni um þessa afgreiðslu umfram það sem að ofan greinir. Þannig má ætla að íbúar í húsum 9 og 11 hafi á árunum 2005-2011 greitt um eina og hálfa milljón króna í leigu til Reykjavíkurborgar, sem ekki stendur til að endurgreiða, þrátt fyrir að borgin hafi tekið þessa innheimtu upp hjá sjálfri sér. Auk þess má spyrja hvort borgin hefði ekki átt að vita betur? Baldur Magnússon telur að þetta hefði aldrei þurft að eiga sér stað. Tilfellið sé að í tilviki íbúa í Sóleyjarrima 1-7 hafi borginni verið bent á þetta strax fyrir um áratug, að íbúar ættu lóðina og borgin ætti því ekkert tilkall til leigu. Samt sem áður hafi íbúar í næstu húsum, 9 og 11, áfram verið rukkaðir eins og ekkert hefði í skorist. „Borgin hafði ekkert gert í hinu, þótt þeir hafi vitað að þeir þyrftu að bakka með þetta gagnvart íbúum á 1-7. Þetta var strax árið 2005,“ segir Baldur. Og hann bætir við: „Þetta eru engin vinnubrögð. Þetta er bara slugs. Þarna er bara kerfið allt of sjálfvirkt. Það er enginn að spá í þetta. Þú færð þessi fasteignagjöld þarna inn og bara borgar reikningana. Og treystir svona apparötum best.“
skattur.is
Þú afgreiðir framtalið þitt í
fjórum skrefum á fimm mínútum
Framlengdum skilafresti lýkur 20. mars Á Íslandi sparar rafræna tæknibyltingin framteljendum mikinn tíma frá því sem áður var. Nú geta fjölmargir yfirfarið skattframtalið sitt á örfáum mínútum. Framtalið þitt er tilbúið og aðgengilegt á skattur.is með rafrænum
Þú einfaldlega...
skilríkjum eða veflykli RSK með innsendum upplýsingum frá launagreiðendum,
...ferð yfir allar upplýsingar
fjármálastofnunum og fleirum.
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar eru á rsk.is. Einnig er aðstoð veitt í síma 442 1414 frá kl. 9.30-15.30.
...opnar framtalið
...breytir ef ástæða er til ...staðfestir
skattur.is 442 1000 rsk@rsk.is
Þjónustuver 9:30-15:30
Margverðlaunuðu leikföngin frá Hape færðu hjá KRUMMA
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
20 |
lóaboratoríum
lóa hjálmtýsdóttir
Geimstöð
22.300.-
Kíktu á vefverslun krumma.is
Gylfaflöt 7
112 Reykjavík
587 8700
krumma.is
Ð FERMINGARTILBO kr. RÚMFÖT FRÁ 7.990
Tré lífsins Verð nú 9.990 kr Verð áður 14.990 kr
Krummi Verð nú 9.990 kr Verð áður 12.980 kr
15 GERÐIR AF RÚMFÖTUM Á TILBOÐI SJÁÐU ÚRVALIÐ Á LINDESIGN.IS
NÚ FYLGJA TVEIR MIÐAR Í LAUGARÁRSBÍÓ Á MYNDIRNAR THE BOSS EÐA THE HUNTSMAN ÖLLUM SELDUM RÚMFÖTUM OG DÚNSÆNGUM Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST
LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
FERMINGAR
TILBOÐ
Justin Bieber
Með hverju seldu fermingarrúmi fer viðkomandi í pott sem er dreginn út í hverri viku í 4 vikur og í verðlaun eru 2x miðar á Justin Bieber tónleika 9. sept 2016 í Kórnum Kópavogi
120x200cm | án höfðagafls og fylgihluta
VOGUE fermingarrúm
Verð frá: 93.520 - Fullt verð frá: 116.900 Sæng og koddi að andvirði 6.980 fylgir með hverju keyptu fermingarrúmi
Síðumúla 30 . Reykjavík . Sími 533 3500 Hofsbót 4 . Akureyri . Sími 462 3504
S
Hrun sósíalismans á íslandi
amkvæmt nýrri könnun MMR njóta Samfylkingin og VG nú jafn lítils fylgis meðal landsmanna, eða 7,8 prósent hvor flokkur. Það eru 15,6 prósent samanlagt fylgi þeirra flokka sem byggja á sósíalísku arfleifðinni. Í eilítið eldri könnun Gallup fékk VG 10,8 prósent fylgi en Samfylkingin 9,7 prósent. Samanlagt gera það 20,5 prósent. Sögulega hefur sameiginlegt fylgi íslenskra flokka sem byggja á hinni sósíalísku arfleifð verið í kringum 35 prósent frá miðri síðustu öld. Staða VG og Samfylkingar er því slæm í sögulegu ljósi. Og einkar slæm í ljósi þess að flokkarnir eru nú í stjórnarandstöðu gegn óvinsælli ríkisstjórn. Reyndar eru allar ríkisstjórnir nú orðið óvinsælar. Þótt þær hefji göngu sína með tæplega helmings stuðning frá landsmönnum falla þær fljótt niður að þriðjungsfylgi og mara þar síðan. Það má vel vera að vaxandi vantrú almennings gagnvart helstu stofnunum samfélagsins hafi breytt tímabundnum óvinsældum í varanlegt ástand. Eftir sem áður er staða VG og Samfylkingar háskaleg fyrir hina sósíalísku arfleifð á Íslandi. Þótt sósíalísku flokkarnir hafi aldrei náð viðlíka áhrifum á Íslandi og á Norðurlöndunum höfðu þeir samt mótandi áhrif. Helstu réttindi almennings voru sótt af sósíalíska hluta verkalýðshreyfingarinnar með stuðningi sósíalískra flokka á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur viljað eigna sér hluta af þessum umbótum en sú krafa stenst ekki
skoðun. Flokkurinn hefur alla tíð staðið gegn hagsmunamálum almennings, verkalýðs og lágtekjufólks. Mildari hluti flokksins hefur látið undan kröfum eftir einn eða tvo áratugi. Harðari hluti flokksins hefur ekki viljað gefa tommu eftir. Sjálfstæðisflokkurinn var því ekki gerandi í mótun velferðarkerfisins heldur virkaði sem andstaða. Þegar flokkurinn var góður var andstaðan lítil. Þegar flokkurinn var í slæmum fasa var andstaðan hörð. Framsóknarflokkurinn var heldur ekki gerandi í mótun velferðarkerfis á Íslandi. Hann var fylgjandi uppbyggingu þess þegar hann vann með sósíalísku flokkunum en var á andsnúinn kerfinu þegar flokkurinn var í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þetta eru hinar breiðu línur í stjórnmálasögu síðustu aldar. Auðvitað eru allskyns undantekningar frá þessu og atburðir og ákvarðanir sem erfitt er að fella að þessum þræði. Eftir sem áður er þetta söguþráðurinn. Ísland er eins og það er vegna þess að öfugt við Norðurlöndin náðu sósíalísku flokkarnir aldrei undirtökunum í stjórnmálum. Þjóðernissinnuð viðhorf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar mótuðu Ísland meira en sósíalísk viðhorf. Og þjóðernissinnuðum viðhorfum var beitt fyrir hagsmuni fyrirtækja og atvinnugreina fyrst og fremst. Það var svo sem líka stefnan á Norðurlöndunum. Þar beittu
sósíalísku flokkarnir sér fyrir uppbyggingu atvinnulífs og vernduðu hefðbundnar greinar. En þessir flokkar efldu samkeppni á markaði og í mun meira mæli en reyndin hefur verið á Íslandi. Atvinnulíf á Norðurlöndum stendur sterkum fótum þótt sósíalískir flokkar hafi mótað leikreglur samfélagsins. Munurinn á íslensku leiðinni og þeirri skandinavísku er sá að á Íslandi eru fyrirtækin vernduð meira en almenningur. Verndunin er í meira jafnvægi á Norðurlöndum. Þar eru kjör almennings betri og réttindi meiri. Ástæða þessa er að sósíalísku flokkarnir íslensku réðu ekki við þjóðernissjónarmið Sjálfstæðisog Framsóknarflokks. Vegna arfleifðar sjálfstæðisbaráttunnar tóku þeir sjálfir upp þjóðernisleg viðhorf. Öfugt við Norðurlöndin fór málamiðlun samfélagsins á Íslandi fram á grunni þjóðernis en ekki velferðar almennings. Sósíalískir flokkar eru í kreppu víða um Evrópu. Þeir hafa misst tengsl við lágstéttirnar og einangrast innan viðhorfa hinnar menntuðu millistéttar. Fasísk öfl og þjóðernissinnuð hafa nýtt sér fáskipti sósíalísku flokkanna gagnvart lágstéttunum og aukið fylgi sitt. En þótt vandi þessara flokka sér mikill í Evrópu og á Norðurlöndunum þá er hann ekki viðlíkur því hruni sem orðið hefur hjá VG og Samfylkingunni. Norskir stjórnmálaflokkar sem byggja á sósíalískri arfleifð njóta í dag um 42 prósent fylgis í könnunum, í Svíþjóð hafa þeir 49 prósent fylgi og 51 prósent í Danmörku. Forystufólk VG og Samfylkingar, sem treyst hefur verið fyrir hinni sósíalísku arfleifð, getur því ekki bent á almenna stjórnmálaþróun á Vesturlöndum sér til málsbóta. Þróunin vinnur ekki með flokkunum en íslenska forystan hefur spilað verr úr henni en allir aðrir.
Gunnar Smári
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.
HARÐPARKET EUROWOOD 8mm harðparket. TWO STRIP, bandsöguð áferð 19,3x138 cm
1.995 kr. m 1.695 kr. m 2
2
AC4
EUROWOOD KIBO EIK, Planki 12 mm, Gráhvít 18,8x184,5 cm
3.495 kr. m 2.971kr. m 2
15%
2
AC5
EUROWOOD KIBO EIK „Smoked“, Planki 12 mm, Grá 18,8x184,5 cm
3.495 kr. m 2.971kr. m 2
2
AC5
kynningarafsláttur
EUROWOOD KIPO EIK 12mm harðparket, 18,8x187,5 cm
3.495 kr. m 2.971kr. m 2
2
AC5 LAMIWOOD Eik bandsöguð áferð 1215x194x8,3 mm
1.890 kr. m
2
AC4
2mm undirlag 16,5m2 kr.
2.890 2.312 AC4 Comfort line plastparket, eik 1215x194x8,3 mm
1.655 kr. m 1.423 2
AC4 Fösuð Eik Country, planki 1215x168x8,3 mm
1.790 kr. m 1.522
Reykjavík
Kletthálsi 7.
Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16
Reykjanesbær
Fuglavík 18.
Opið virka daga kl. 8-18
2
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!
ROOMS LOFT R1006
HÖRKU PLANKA HARÐPARKET
FYRIR SUMARHÚS, HÓTEL OG HEIMILI
VERÐ FRÁ 1.490 kr. m²
Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
24 |
Trump er maður fólksins Helena Albertsdóttir hefur alltaf verið viðloðandi pólitík þrátt fyrir að hafa tekið ákvörðun um það á sínum tíma að setja móðurhlutverkið í forgang. Helena ólst upp í Sjálfstæðisflokknum og tók virkan þátt í kosningabaráttu föður síns, Alberts Guðmundssonar, á níunda áratugnum. Hún hefur þó eytt stærstum hluta ævi sinnar í Tulsa, Oklahoma, þar sem hún hefur verið formaður og ritari kvennahreyfingar Repúblikanaflokksins. Hún hlakkar til að ráðast í baráttuna fyrir forsetakosningarnar og vonast til að Trump hljóti tilnefningu flokksins. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
„Trump er sigurstranglegastur og mér líst ágætlega á hann,“ segir Helena Albertsdóttir, framkvæmdastjóri S.Joe’s Construction og virkur meðlimur í Repúblikanaflokknum í sínum heimabæ, Tulsa, Oklahoma. „Hann er umdeildur og hefur lent í miklum árásum en hann virðist standa þær allar af sér. Það er verið að bera hans baráttu saman við baráttu Reagans og hvernig látið var við hann. Það er mikill órói hér í Bandaríkjunum og fólk treystir ekki Washington en það virðist treysta Trump. Hann virðist hafa ákveðið „street smart“ og ná vel til fólksins. Það er mjög spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu.“
Herforingi Hulduhersins Helena hefur búið í Bandaríkjunum í rúmlega þrjátíu ár og unnið reglulega fyrir Repúblikanaflokkinn á þeim tíma. Hún hefur alltaf verið viðloðandi The Womens Republicans, kvennahreyfingu flokksins, var formaður þar í mörg ár auk þess að vera ritari hreyfingarinnar í tvö ár. Helena hefur þó ekki aðeins skipt sér af bandarískri pólitík því hún flutti heim til Íslands í nokkra mánuði á níunda áratugnum, til að taka þátt starfi Sjálfstæðisflokksins og síðar í kosningabaráttu föður síns, Alberts Guðmundssonar, bæði innan flokksins og síðar fyrir Borgaraflokkinn. Fyrir vikið var Helena oft kölluð herforingi Hulduhersins, sem var kosningamaskínan á bak við föður hennar. Þegar Albert vann í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 1985 þakkaði hann dóttur sinni gott gengi sitt í baráttunni.
Helena Albertsdóttir segir Trump vera mann fólksins. Fólkið treysti honum því hann sé ekki undir þumlinum á neinum.
Helena Albertsdóttir var þjóðþekkt á níunda áratug síðustu aldar. Hún „Ég hef alltaf haft áhuga á stjórnstýrði kosningabaráttum fyrir föður sinn, Albert Guðmundsson með málum. Ég byrjaði ung í Heimdalli, glæsibrag og hlaut fyrir vikið nafnþegar ég var fjórtán ára. Og með bótina herforingi Hulduhersins.
Byrjaði ung í Heimdalli
Leigulausnir Lykils
vini mínum, Ásgeiri Hannesi, fórum við að safna meira liði inn í Heimdall og svo bara þróaðist þetta með tímanum. En þegar maður á svona mörg börn þá verður maður að velja og hafna og ég valdi að hugsa um krakkana.“ „Ég kom nokkrum sinnum heim að vinna, tók þátt í kosningastarfi Borgaraflokksins og í öðrum kosningum inn á milli en bjó nú samt bara í nokkra mánuði á Íslandi,“ segir Helena sem varð ein umtalaðasta kona Reykjavíkur árið 1987, þrátt fyrir skamma stund á landinu. Á þeim tíma var mikil valdabarátta innan Sjálfstæðisflokksins sem varð til þess að Albert Guðmundsson klauf hann og stofnaði Borgaraflokkinn. Sigur Borgaraflokksins var sögulegur að því leyti að þetta var mesti þingstyrkur klofningsframboðs í Íslandssögunni og flestir eru sammála um að undraverður árangur flokksins hafi ekki síst verið kosningastjórn Helenu að þakka. Fékk nóg af íslenskri pólitík
Lykilleiga
Flotaleiga
Lykill býður þér að leigja bíl í stað þess að kaupa og lágmarka bæði kostnað og áhættu við rekstur bílsins. Innifalið í leigunni er þjónusta, viðhald, dekk, tryggingar og bifreiðagjöld,
Lykill leigir bílaflota til fyrirtækja með tilheyrandi þjónustu og tekur svo við honum aftur að leigutíma loknum. Fyrirtækin njóta stærðarhagkvæmni Lykils.
Þú velur bíl í samráði við okkur.
Þú finnur bíla sem henta þínum rekstri.
Leigusamningur getur verið 12–36 mánaða langur.
Lykill sér um kaup og rekstur bílanna.
Leigugreiðslan er föst fjárhæð allan leigutímann og því engin áhætta af verðbólgu eða gengi krónunnar.
Leigugreiðslan er föst fjárhæð allan leigutímann og því engin áhætta af verðbólgu eða gengi krónunnar.
fyrir einstaklinga
fyrir fyrirtæki
Kynntu þér möguleikana á
lykill.is/showroom/
Lykill er hluti af Lýsingu hf. I Ármúla 1 I 108 Reykjavík I S. 540 1700 I lykill.is I lykill@lykill.is I
„Eftir Borgaraflokkinn ákvað ég að koma ekki nálægt íslenskri pólitík. Ég fékk nóg af henni en það var ekki bara þess vegna sem ég fór, það voru ýmis persónuleg atvik sem komu upp svo ég ákvað að þetta væri endirinn á Íslandi,“ segir Helena sem hefur fyrir löngu skotið rótum í Tulsa og hyggst ekki snúa aftur til Íslands. „Ég sakna ákveðins fólks á Íslandi en ég hef aldrei saknað þess að búa þar. Foreldrar mínir bjuggu erlendis þegar ég var að alast upp, á Ítalíu og í Frakklandi. Þau fluttu svo heim þegar ég var tíu ára, sem var ákveðið kúltúrsjokk fyrir mig. Ég fór svo í nám í Englandi svo ég hef aldrei búið lengi á Íslandi.“ „Mér leist svo vel á Tulsa þegar ég kom hingað fyrst fyrir 34 árum að heimsækja vinkonu mína. Ég ætlaði að flytja til Flórída en leist betur á Tulsa því ég átti fimm börn og þetta leit út fyrir að vera góður staður til að ala þau upp á. Hér
Mynd | NordicPhotos/GettyImages
er ofsalega fallegt, þetta er kallað „The Green Country“, hér er mikið um músík og menningu og að vissu leyti minnir borgin mig á London. Fólk er mjög vinalegt og hjálpsamt hérna enda er Oklahoma kallað „The Friendly State“,“ segir Helena sem hefur verið í byggingarbransanum í mörg ár, fyrst með fyrrverandi eiginmanna sinum, Þorvarði Mawby, en í dag rekur hún sitt eigið fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og leigu á húsnæði auk þess að starfa með dóttur sinni sem er lögfræðingur. „Hér er ég með mitt líf og fyrirtæki og hér búa öll mín börn og barnabörn,“ segir Helena sem lenti í þeirri hryllilegu sorg að missa eitt barnabarna sinna, Hinrik Kristján Þórsson, í skotbardaga árið 2012. Hinrik var aðeins 18 ára gamall þegar hann var skotinn án minnsta tilefnis fyrir utan bensínstöð í Tulsa. Morðingi hans var dæmdur í lífstíðarfangelsi og segir Helena sár fjölskyldunnar vera að gróa, hægt og rólega, þó aldrei sé hægt að jafna sig almennilega á slíku sjokki. „Morðinginn náðist fljótt, sem betur fer. Þetta er stundum dálítið erfitt ennþá, sérstaklega fyrir litlu systur hans. En við verðum að horfa fram á við og njóta minninganna sem við áttum með honum.“ Fer í vinnu fyrir Trump Helena segist munu halda áfram að fylgjast spennt með gangi mála í bandarísku forsetakosningunum. Framundan séu spennandi tímar og hún hlakki til að vinna fyrir Trump, nái hann kjöri. „Það er auðvitað allt betra en Hillary,“ segir Helena. „Trump er maður fólksins. Hann virðist vera heiðarlegur, hann talar máli fólksins og er tilbúinn að takast á við það. Hann er ekki undir þumlinum á neinum, hvorki fjárhagslega né á annan hátt og þess vegna hefur hann þetta mikla fylgi. Fólk treystir því að hann geri það sem hann er að segja. Þetta verður gaman og vinni hann verður næsta mál á dagskrá að leggja drög að baráttunni.“
Helena er dygg stuðningskona Donalds Trump sem hún telur vera mann fólksins.„Hann er umdeildur og hefur lent í miklum árásum en hann virðist standa þær allar af sér."
TÚLIPANA- OG VORBLÓMASÝNING Í SKÚTUVOGI
Túlipanar 10 stk.
Komdu og sjáðu ótrúlega blómasýningu í Skútuvogi. Sýningin er fyrir alla fjölskylduna og unnendur blóma og garðræktar. Fjöldi afbrigða af túlipönum.
1.299
kr
PÁSKAR
Allt fyrir páskana á betra verði í Blómavali
Ástareldur
999kr
Vorerika
599kr Páskaliljur í pottum
Páskagreinar
799kr
Begonia
999kr
Ný gæludýradeild
í Skútuvogi og Akureyri Gæludýravörur og fóður á lægra verði
Páskakrýsi
999kr
20% kynningarafsláttur
af öllu fóðri og gæludýravörum
399kr/stk Tet a tet
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
26 |
Ég var bara óheppin Fátækt Það er ekki bara skömmin sem vill fela fátæktina í samfélaginu heldur ríkir hagsmunir líka. Við erum sannfærð um að fátæktin sé ekki samfélagslegt mein heldur sök hins fátæka. Fréttatíminn heldur áfram að skoða líf og veröld hinna fátæku. Stefanía María Arnardóttir er 28 ára gömul kona í Reykjavík sem stundar nám við HÍ og HA. Þrátt fyrir heilsubrest, sem má rekja til fátæktar og álags í bernsku, ætlar Stefanía ekki að láta það hafa áhrif á námsárangur sinn. Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is
Þegar Stefanía María Arnardóttir lýsti leiðinni heim til sín, þá var það einhvern veginn svona: „Þú kemur að tveimur húsum, annað er glæný blokk og hitt er ómerkilegt hús, ég er í ómerkilega húsinu.“ Í bernsku var Stefanía vanrækt af foreldrum sínum sem gátu einfaldlega ekki betur. Stefanía bjó við fjárhagslegt óöryggi og veikindi móður sinnar og þróaði með sér tengslarof, félagsfælni og kvíða en slæmt heilsufar sitt í dag rekur hún til bágra aðstæðna í bernsku. „Ég var bara óheppin,“ segir hún og bætir við; „Foreldrar mínir eru gott fólk, en ég vissi alltaf að mamma væri eitthvað öðruvísi og að ég væri öðruvísi. Hvort það voru veikindin eða fátæktin gat ég ekki greint.“ Stefanía vill meina að þær mæðgur séu báðar á einhverfurófi, eins og fleiri í fjölskyldunni. Ég veit ekki hvort að ég hafi gert mér vitsmunalega grein fyrir því, en ég vissi bara að ég var eitthvað verri. Ekki það að ég sé slæm manneskja, ég vissi bara að ég væri minna virði.“ Stefanía og bræður hennar
tveir, en hún er á milli þeirra í aldri, bjuggu hjá móður sinni í úthverfi borgarinnar. Pabbi þeirra var mikið fjarverandi og skildu foreldrar hennar að lokum þegar hún nálgaðist unglingsárin. Fjölskyldan var félagslega einangruð og var á löngu tímabili ofsótt af veikum manni úr föðurfjölskyldunni sem hafði sín áhrif á heimilislífið. Móðir Stefaníu var þunglynd og örugglega með ómeðhöndlaða áfallastreituröskun og fékk enga aðstoð, nema síður væri. Lífið var yfirþyrmandi og heimilishaldið og barnauppeldi óyfirstíganlegt verkefni. Allt sem hét siðir eða fastir þættir í heimilishaldinu, eins og matmálstímar eða að halda upp á afmæli, gufaði einfaldlega upp. Milli systkinanna og móðurinnar voru lítil samskipti, þau deildu aðeins húsnæði en annars sá Stefanía sjálf um þarfir sínar frá unga aldri. „Ég veit ekki einu sinni hvar allir voru, ég man bara að ég var þarna en hvað aðrir voru að gera, ég veit það ekki. Ég gerði allt sjálf, eldaði og bakaði, lærði heima, þvoði af mér og kom mér í skólann, vissulega varð ég þrautseig af þessu. Þegar maður er krakki þá reynir maður að láta hlutina ganga. Mamma var svo þreytt og fjarlæg. Hana vantaði stuðning og hjálp sem hún ekki fékk sem orsakaði að ég gat ekki tengst henni eins og hún og við hefðum viljað.“ Ég skal borga, mamma! Án þess að gera sér nákvæmlega grein fyrir því hvað væri að þá hafði Stefanía áhyggjur af fjár-
hagsstöðu móður sinnar. Það fyrsta sem barn hugsar er hvað hef ég gert sem orsakar þetta ástand? Til dæmis þegar hún var átta og níu ára þá velti hún því fyrir sér hvort ástandið myndi batna ef hún borðaði minna eða kannski ef hún hætti í tómstundum. „Ég ákvað sjálf að hætta í frjálsum, ég sagði „mamma, ég er hætt í frjálsum!“ Og mamma svaraði bara; „ókei.“ Þetta var þegar ég var níu ára og strax þá vildi ég
ekki að mamma væri að borga neitt fyrir mig. Ég fékk lánað trompet í skólanum í heilan mánuð og langaði ógeðslega til þess að fara í trompettíma í framhaldinu og læra að spila á hljóðfærið. Ég man að þá sagði ég við mömmu að ég skyldi borga hljóðfæranámið sjálf. Mamma fattaði ekki neitt og spurði ekkert frekar út í þetta og auðvitað gat ég ekki borgað, ég átti enga peninga níu ára gömul. Ég vissi bara að
Stefanía hefur alltaf átt dýr og segist ekki geta lifað án þeirra. Hún fékk Border Collie hvolpinn Fjólu fyrir hálfu ári, sem er ofurhress og þarf mikla athygli. Myndir | Alda Lóa
ÓÐALSOSTUR TIGNARLEGUR Óðalsostur hefur verið á borðum landsmanna frá árinu 1972. Fyrirmynd hans er Jarlsberg, frægasti ostur Norðmanna. Óðalsostur er mildur með örlítinn möndlukeim og skarpa, sæta, grösuga tóna. Frábær á morgunverðarborðið, hádegishlaðborð eða bara einn og sér.
www.odalsostar.is
Renault CLIO „ÞÚ TANKAR SJALDNAR Á RENAULT“
KAUPAUKI OG NÝR iPHONE 6 Nú er tækifærið til að eignast nýjan sjálfskiptan Renault Clio Sport Tourer með sparneytinni dísilvél. Við bjóðum takmarkað magn af Renault Clio Sport Tourer með veglegum kaupauka ásamt glæsilegum iPhone 6 fram til páska. Komdu í heimsókn og reynsluakstur og sölumenn Renault munu útlista nánar það sem í boði er og gera þér tilboð í notaða bílinn þinn.
Verð: 3.190.000 kr.
Verð: 2.990.000 kr.
Eyðsla 3,7 l/100 km*
Eyðsla 3,4 l/100 km*
Bílalán 48.922 kr. á mán. m.v. 10% innborgun.**
Bílalán 45.863 kr. á mán. m.v. 10% innborgun.**
CLIO SPORT TOURER Dísil, sjálfskiptur
GLÆSILEGUR iPHONE 6 FYLGIR ÖLLUM NÝJUM CLIO SPORT TOURER TIL PÁSKA!
CLIO SPORT TOURER Dísil, beinskiptur
**Mánaðarlegar afborganir af bílaláni í 84 mánuði samkvæmt fjármögununar reiknivél Lykill.is. Verð og afborganir geta breyst án fyrirvara. Gengið frá fjármögnun á staðnum. Árleg hlutsfallstala kostnaðar 11,39%.
GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400
Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622
Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533
Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070
IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080
BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516
BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is
E N N E M M / S Í A / N M 7 4 3 5 1 R e n*Miðað a u l tviðCuppgefnar l i o S ptölur Toframleiðanda u r e r 5 x um 3 8eldsneytisnotkun b í l a l á n o ígblönduðum a u k a pakstri akki
Sjálfskiptur sparneytinn dísilbíll með veglegum kaupauka til páska
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
28 |
mamma var í vondri fjárhagsstöðu og ég vildi gera mitt besta, bjarga einhverju eins og krakkar gera og fullvissa hana um að þetta væri í lagi.“ Ritzkex í kvöldmat Stefanía veltir fyrir sér hvort magavandræðin og meltingartruflanirnar sem hún er að kljást við í dag séu afleiðingar af fæðunni eða fæðuleysi sínu í bernsku. Stefanía er með handónýtan maga og þarf að vera á glúteinlausu sérfæði til þess að halda kerfinu gangandi. „Ég var alltaf með magaverk sem krakki. Svo ágerðist þetta með aldrinum og það er ekki skrýtið að maður sé alltaf þreyttur og lúinn ef maður nærist ekki almennilega. En það er alveg vitað að mataróöryggi hefur áhrif á börn. Það veldur streitu og fyrir mér er það óþarfa þjáning í heimi ofgnóttar. Það vantaði oft mat á mínu bernskuheimili og maður bara reddaði sér og fór inn í skáp og fann ritzkex, það var kannski dálítið sorglegur kvöldmatur. Og ef ég fann eitthvað til þess að elda þá eldaði ég mat handa mér.“ Móðurafi Stefaníu kom stundum við hjá þeim og færði fjölskyldunni frosið súpukjöt sem varð ólseigt hjá Stefaníu en hún kunni ekki að elda kjöt, aðeins tólf ára gömul. En Stefaníu þótti vænt um hugulsemi afans. Notuð föt „Ég fékk gefins föt frá öðrum þegar eitthvað var orðið of lítið, frá frændum og frænkum eða einhverjum í hverfinu. Var það ekki svoleiðis hjá öllum, voru ekki allir í notuðum fötum á þessum tíma?“ spyr Stefanía. „Ég man að ég keypti mér föt fyrir fermingarpeningana og ég notaði þau föt lengi.“ Án þess að hafa velt því sérstaklega fyrir sér hélt Stefanía að fyrirkomulagið væri svona hjá flestum, að allir gengju í notuðum fötum af nágrönnum eða ættingjum sínum og ekkert væri athugavert við það. Bróðir Stefaníu fékk gefins notað bleikt hjól, fór á því um hverfið og var strítt fyrir, en hann kippti sér ekki upp við það, hann bara hjólaði af öllum sínum kröftum. Fínna heima hjá öðrum Stefanía einangraðist félagslega og henni fannst heimilið sitt vera ljótt og fráhrindandi. Hún reyndi að þrífa heimilið sem henni fannst alltaf svo skítugt og frábrugðið öðrum heimilum sem hún þekkti til þar sem fólk safnaði í kringum sig munum og mublum.
Stefanía stundar ekki það sem hún kallar „socioeconomic“ líf. Hún er utanvelta og finnst hún ekki tilheyra þegar hún er stödd í hópi fólks sem ræðir sín á milli um utanlandsferðir eða dótið sem það kaupir sér.
Ég flutti að heiman þegar ég var 16 ára, af því að ég vildi ekki vera byrði á móður minni lengur.
Þegar unglingsárin tóku við fór henni að líða verr, bæði félagslega og líkamlega. „Fermingin, oj bara, ég fermdist bara af því að ég vildi ekki verða fyrir óþægindum. Samfélagsfræðikennarinn spurði hverjir ætluðu að fermast og allir réttu upp hönd, nema ég. Og þau spurðu hvort ég ætlaði ekki að fermast. Og ég ákvað þá að gera það til þess að verða ekki fyrir einelti. Það var reyndar engin myndataka. Sumir leigja sal, það var ekki hjá mér, kjóllinn var á „budget“. Mér var reyndar alveg sama, ég var ekkert pirruð út í mömmu. Við vorum í þessu saman. Mér fannst kannski svolítið leiðinlegt að fara ekki í myndatöku. Það eiga allir myndir úr fermingunni sinni.“ Reyrði um sig til að lina bakverki Upp úr 13 ára aldri byrjaði Stefanía að finna fyrir miklum verkjum og
svefntruflunum. Hún fór til læknis þegar hún var 15 ára en það var ekkert gert. Henni var illt í bakinu og heima fann hún gamalt teygjubindi sem hún reyrði um líkamann sem hjálpaði til og linaði þjáningarnar. „Ég varð ekki vör við að neinn væri að spyrja neitt. En þegar ég var í níunda eða tíunda bekk þá fréttist að ég var að mæta mjög illa í skólann og ég var send til skólasálfræðings sem var þar í einhverju afleysingarstarfi. Það eina sem ég fékk út úr því viðtali var að mamma mín væri að brjóta lög ef ég mætti ekki í skólann og að hún gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist. Mér fannst þetta virkilega ljótt og sýna mikla vanþekkingu, það eru allskonar erfiðleikar sem geta komið upp. Ég var ekki með neina unglingaveiki og það var ekki eins og ég nennti ekki í skólann. Mér finnst þetta ennþá mjög skrýtið
að það hafi enginn almennilega boðist til að hjálpa okkur, en hinsvegar fær maður á sig einhvern dóm og var hótað. Annaðhvort mætir þú eða það verður hringt í barnaverndaryfirvöld! Það breytti engu að hóta svona, það breytti ekki mínum aðstæðum, það breytti ekki álaginu, mér leið ekki betur, mér leið bara verr.“ Fegin að hafa ekki lent í kerfinu „Mamma sendi mig til sálfræðings sem spurði mig hvort ég vildi vera hjá mömmu minni eða fara í fóstur. Ég svaraði því að ég vildi vera hjá mömmu minni af því að ég vildi ekki að hún væri ein í þessu. Og þegar ég lít til baka þá er ég rosalega fegin að ég hafi ekki verið tekin af mömmu minni.“ Stefanía segir að börn sem fóru í fóstur hafi oft orðið fórnarlömb ofbeldis. „Núna kemur hvert málið á fætur öðru fram í dagsljósið þar
www.volkswagen.is
Nýr Volkswagen Transporter
Byggir á traustum grunni Transporter hefur fylgt kynslóðum af fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðanlegum vinnuþjarki að halda sem leysir krefjandi og fjölbreytt verkefni. Hann er framhjóladrifinn með fullkominni stöðugleikastýringu og spólvörn en er einnig í boði með fjórhjóladrifi og sjö þrepa sjálfskiptingu.
Nýr Volkswagen Transporter kostar frá
4.590.000 kr. HEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu. www.volkswagen.is
(3.701.613 kr. án vsk)
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
Atvinnubílar
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
Það vantaði oft mat á mínu bernskuheimili og maður bara reddaði sér og fór inn í skáp og fann ritzkex, það var kannski dálítið sorglegur kvöldmatur. Og ef ég fann eitthvað til þess að elda þá eldaði ég mat handa mér.
sem brotið var á börnum sem voru í umsjá ríkisins.“ Stefanía telur það betri kost fyrir barn að halda áfram að búa við vondar aðstæður sem það hefur þó lært að höndla heldur en að flytja barn inn á heimili sem er því óviðkomandi, þar sem það gæti átt á hættu að verða fyrir ofbeldi. „Ég er eigin lega fegin að hafa ekki komist inn á BUGL, ég var of þæg fyrir úrræði á þessum tíma. Ég var ekki í neyslu, ég var ekki að hanga með neinum skrýtnum vinum, ég skreið meðfram veggjum og var þess vegna ekki talin þurfa eitthvað úrræði hjá BUGL eða ein hverju svoleiðis dóti. Ég er fegin að það var ekki verið að skoða heilsu mína og prófa allskonar lyf á mér á meðan ég var unglingur eins og gerðist síðar, mig hryllir við þeirri tilhugsun. En það er svo auðvelt að taka fram fyrir hendurnar á börn um sem eru ekki orðin lögráða.“
|29
inga og Féló og fékk pínulítið hér og pínulítið þar upp í þessar 160 þúsund krónur sem Félagsþjónust an reiknar skjólstæðingum sínum í framfærslu. „Í reglugerðinni hjá Félagsþjónustunni stendur skýrt að stofnunin aðstoði ekki fólk sem leggi stund á lánshæft nám. Það skiptir engu máli hvaða sögu þú hefur að baki eða hvort þú sért í einum áfanga eins og ég var. Það er svo greinilegt að kerfið er andsnúið því að fátækt fólk skuli almennt sækja sér menntun.“ Stefanía er með vefjagigt og er óvinnufær, 28 ára gömul. Talið er að sterk tengsl séu á milli langvar andi andlegs álags og vefjagigtar. Stefanía er líka slæm af mígreni og þjáist af meltingartruflunum og stríðir við fæðuóþol ýmislegt. Þeg
ar hún fór á örorkubætur fékk hún loksins tóm til að stunda námið áhyggjulaus. „Ég stunda auðvitað ekkert svona „social economics“ líf og ég finn hvað ég er öðruvísi þegar ég er í hópi með fólki. Ég get ekki talað um utanlandsferðir eða dót sem fólk er að kaupa sér.“ Stef anía á erfitt með að sjá barneignir og fjölskyldulíf fyrir sér. Allavega ekki í bráð og hún horfir með aðdáun á námsmenn sem eiga börn og eru kannski líka að kaupa sér húsnæði. „Ég skil ekki hvernig sumt fólk gerir þetta, á fjölskyldu og er í skóla og kaupir sér hús næði og lítur bara út fyrir að vera ánægt. En það hlýtur samt að vera að fólk fái einhvern stuðning. Allavega fyrir útborgun,“ hugsar hún upphátt.
21. SEPT. - 1. OKT. 2016
LANDIÐ HELGA
JERÚSALEM Hér er á ferðinni einstök sögu- og menningarferð til Jerúsalem með Sr. Hirti Magna Fríkirkjupresti.
VERÐ FRÁ
449.900 KR.
NÁNAR Á UU.IS
Innifalið er flug, gisting, skattar, íslenskfararstjórn, taska og handfarangur.
Gefðu sparnað í fermingargjöf
Flutti að heiman 16 ára
Gjafakort Landsbankans er góð leið til að gefa sparnað í fermingargjöf. Ef fermingarbarnið leggur 30.000 krónur eða meira í sparnað hjá Landsbankanum greiðir bankinn 6.000 króna mótframlag. Þannig getur gjafakortið lagt grunn að góðum fjárhag.
•
jl.is
•
SÍA
Kortið kemur í fallegum gjafaumbúðum og fæst í útibúum Landsbankans. Kynntu þér sparnaðarleiðir fyrir fermingarbarnið á klassi.is.
JÓNSSON & LE’MACKS
„Ég flutti að heiman þegar ég var 16 ára, af því að ég vildi ekki vera byrði á móður minni lengur. Maður er svo barnalegur á þessum árum. En auðvitað er fjárhagsstað an glötuð. 16 ára krakkar eiga ekki að leika fullorðinshluti og þetta var tímabil sem ég vil ekki tjá mig um, þar sem vondir hlutir hentu mig. Ég reyndi þó að halda áfram í skóla með vinnu en átti erfitt með að mæta. Ég fékk einhverja appelsínu gula miða fyrir slaka mætingu, það var auðvitað engin skilningur fyrir aðstæðum mínum.“ Í skólanum er gert ráð fyrir því að allir séu með stuðning og komi úr einhverri millistéttarfjölskyldu og stundi námið fyrir pabba og mömmu. Ég vildi mennta mig fyrir mig en gat það ekki fyrr en ég varð 18 ára þegar mér bauðst styrkur frá Reykjavíkurborg. Þá loksins gat ég stundað námið af kappi og kláraði mín 4 ár í menntaskóla. Kennararnir voru svo ánægðir með mig og hrósuðu mér á göng unum og sjálfstraust mitt jókst. Umsjónarkennarinn minn sagðist aldrei hafa séð annan eins við snúning á nemanda. Ég fór úr því að mæta illa og falla í öllum fögum og í það að fá áttur og níur. Auð vitað var alltaf þessi nemandi inn í mér. Ég þurfti bara að fá tækifæri og ég lærði að gefast aldrei upp, halda áfram!“ Aðstoðar ekki námsmenn Fyrir tveimur og hálfu ári var Stefanía komin langleiðina með fjarnám sitt í sálfræði við Há skólann á Akureyri og vann ýmis þjónustustörf með náminu. En heilsa hennar versnaði og hún var alltaf þreytt. Á endanum svaf hún í fötunum með málningarfarðann síðan kvöldið áður en það var gert til þess að spara sér nokkrar mín útur og geta sofið aðeins lengur á morgnana. Einhver henni ná kominn tók hana tali sagði henni að þetta gæti ekki gengið svona, hún yrði að finna bót á sínum málum. Á meðan að hún gekk á milli lækna og beið eftir úrskurði um heilsufar sitt gekk hún líka á milli stofnana, VR, Sjúkratrygg
Erna Sóley Eyjólfsdóttir Klassafélagi og karate–lærlingur
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
Einfaldlega meira úrval MERKIÐ
TRYGGIR GÆÐIN
Smjörsprautað kalkúnaskip Hamborgarhryggur Fyllt lambalæri Veislulæri Hagkaups Ferskur kalkúnn MERKIÐ
TRYGGIR GÆÐIN
ti Vinningar að verðmæ
TILBOÐ
20%
Gildir til 20. mars á meðan birgðir endast.
200.000
afsláttur á kassa
591 kr/stk
verð áður 739
Marley páskaleikur
Taktu þátt á facebook síðu Hagkaups.
Tradizionale pizzur Hver er þín uppáhalds?
TILBOÐ
20% afsláttur á kassa
Páskaegg
BELGIAN CHOCOLATE
Tilvalin með kaffinu.
LIZI´S GRANÓLA
LOW SUGAR
MANGO MACADAMIA
verð áður 749
McCain súkkulaðikaka
Í miklu úrvali.
aup Nýtt í Hagk
599 kr/stk
ORIGINAL
TREACLE AND PECAN
KJÚKLINGAVEISLA TILBOÐ
37% afsláttur á kassa
HEILL KJÚKLINGUR
692kr/kg
verð áður 1.099
TILBOÐ
TILBOÐ
TILBOÐ
25%
40%
40%
afsláttur á kassa
afsláttur á kassa
afsláttur á kassa
KJÚKLINGALUNDIR
BLANDAÐIR KJÚKLINGABITAR
KJÚKLINGAVÆNGIR
verð áður 2.899
verð áður 933
verð áður 445
2.174 kr/kg
560 kr/kg
267 kr/kg
TILBOÐ
TILBOÐ
30%
25%
afsláttur á kassa
afsláttur á kassa
KJÚKLINGALEGGIR
KJÚKLINGABRINGUR
verð áður 999
verð áður 2.699
699 kr/kg
798 kr/pk
2.024 kr/kg
TILBÚIÐ Í SALATIÐ, VEFJUNA, SÚPUNA OG KJÚKLINGARÉTTINN
verð áður 1.149
FAJITAS, 300 G.
ARGENTÍNU, 300 G.
BARBECUE, 300 G.
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
32 |
Kynferðisbrotin ekki svört eða hvít Hrelliklám er tiltölulega ný birtingarmynd kynferðisbrota og hefur nýtt embætti héraðssaksóknara slík mál til meðferðar þar sem meðal annars er skoðað hvort slíkt efni er notað til að reyna að þvinga þolendur til kynferðislegra athafna. Kolbrún Benediktsdóttir varahérðassaksóknari hefur mikla reynslu af sakamálum eins og grófum ofbeldisbrotum, stórfelldum fíkniefnabrotum, manndrápsmálum og kynferðisbrotum en nýja embættið hefur nú tekið við afgreiðslu þessara mála af ríkissaksóknara. Kolbrún æfir crossfit af kappi til að komast í gegnum álagið í vinnunni og til að öðlast krafta til umönnunar á hreyfihömluðum syni sínum. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir ritstjorn@frettatiminn.is
Kolbrún sest niður með blaðamanni á heimili sínu í Hafnarfirði og býður upp á hnetur og sódavatn. Börnin eru komin í rúmið þótt enn heyrist í Vilhjálmi, 6 ára syni hennar, en hann fæddist með CP lömun og er bæði hreyfihamlaður og með asperger greiningu. „Vilhjálmur þarf ekki að sofa svo mikið og hann er með mjög frjótt ímyndunarafl. Hann er ótrúlega skemmtilegur strákur og gaman að fylgjast með honum og því hvernig hann upplifir heiminn,“ segir Kolbrún, stolt af syninum. Aðspurð um auka álag á heimilinu verandi í starfi sem tekur einnig mjög á svarar Kolbrún því til að svona sé bara þeirra raunveruleiki. „Þess vegna er ég í crossfit,“ segir Kolbrún brosandi. „Auðvitað fylgir auka álag þessu nýja starfi.“ Kynferðisbrotin flókin mál Áður en Kolbrún tók við embætti varahéraðssaksóknara hafði hún starfað hjá ríkissaksóknara frá útskrift fyrir 10 árum. Hún segir ganga mjög vel að móta embættið
Myndir | Rut
og að hún finni hversu dýrmæt reynsla sín úr fyrra starfi sé, sérstaklega hvað varðar meðferð kynferðisbrotamála. „Ég hef hvað mesta reynslu í þeim, ásamt öðrum ofbeldisbrotum og stýri því sviði sem fer með ákæruvaldið í þeim brotaflokkum sem voru áður hjá ríkissaksóknara. Þetta getur tekið gríðarlega á en kynferðisbrot eru flókinn málaflokkur, þetta er svo lokaður heimur og erfitt að tjá sig um málin. Það er oft mikið af tilfinningum sem eru tengdar þessum málum.“ Kolbrún segist skilja fullkomlega að fólk hafi skoðun á kynferðisbrotamálum og umræða um málaflokkinn eðlileg en finnst hún stundum vera ómálefnaleg. „Í opinberri umræðu er oft ekki alveg rétt farið með allar staðreyndir og ákæruvaldið getur eðlilega ekki tjáð sig um einstök mál en umræð-
an á auðvitað rétt á sér. Fólk lítur oft þannig á í nauðgunarmálum að annað hvor aðilanna sé að ljúga. En þetta er ekki svo einfalt. Ég hafði líka þá skoðun þegar ég var í lagadeildinni og var ekki byrjuð að vinna með þessi mál. Ég hefði ekki getað ímyndað mér að þetta væri svona flókið og hvað það væri oft erfitt að afgreiða kynferðisbrotamál, því þau eru svo langt frá því að vera svört eða hvít.“ Framburður aðalgagnið „Sú regla gildir að ef ákærandi telur ekki að þau sönnunargögn sem rannsókn hefur leitt í ljós séu nægileg eða líkleg til sakfellingar þá á ekki að ákæra. Þess vegna þarf að fara svakalega vel ofan í hvert mál. Hvenær ertu með nóg af gögnum? Og það er ekki sjálfgefið að mál sé ekki líklegt til sakfellingar þótt það
Kolbrún Benediktsdóttir Stjörnumerki: Naut. Fjölskylduhagir: Gift og á 3 börn. Skóli: Setbergsskóli, Flensborg, Háskóli Íslands. Í hvaða fagi varstu lélegust í skólanum? Í menntó var það stærðfræði og í HÍ var það kröfuréttur.
betur en karl. Það er mikilvægast að dómstólar endurspegli samfélagsgerðina, en í dag eru mjög margar konur héraðsdómarar,“ segir Kolbrún.
Helstu kostir? Glaðlynd.
Mikil réttarbót að geta kært
Skemmtilegasta bíómyndin? Norrænar spennumyndir eru skemmtilegastar.
Stærstu og mikilvægustu breytingarnar með nýju embætti telur Kolbrún án efa vera nýja kæruleið fyrir kynferðisbrotamál. Áður var ríkissaksóknari með ákæruvaldið í kynferðisbrotamálum og hann tók ákvörðun um málin, til dæmis um að fella þau niður, og var það lokaniðurstaða. „Ég held að fólk átti sig kannski ekki á því hvað þetta er mikil réttarbót. Nú er hægt að kæra niðurstöður sem varða þennan mikilvæga málaflokk til æðra stjórnvalds. Við hjá héraðssaksóknara tökum ákvörðun um hvort mál fer áfram til dómstóla eða er fellt niður og nú er hægt að óska endurskoðunar ríkissaksóknara í þeim tilfellum þar sem mál eru felld niður. Það er náttúrulega þannig í dómskerfinu að ef þú ferð með mál fyrir dóm getur annar aðilinn í flestum tilfellum skotið málinu til Hæstaréttar. Hjá ríkissaksóknara var það þannig að ef við ákváðum að fella mál niður þá var það bara þannig. Auðvitað voru ákvarðanir ríkissaksóknara mjög vandaðar og a.m.k. tveir aðilar sem lásu málin yfir en það breytir því ekki að þetta var ekki nógu gott fyrirkomulag. Þú sem borgari getur nú óskað eftir endurskoðun á þínum málum, það eru fleiri sem geta farið yfir málið heldur en áður. Þetta er vandaðri stjórnsýsla.“
Bókin á náttborðinu? Var að byrja á Einn af okkur. Hvað drekkurðu mikið áfengi á mánuði? Mér finnst voða gott að fá mér bjór enda mikil bjórkona. Hef farið þrisvar sinnum í Bjórskólann og skemmt mér svakalega vel. Hvað sefurðu marga klukkutíma á nóttu? Svona 6 en þyrfti 8. Uppáhaldsstaðurinn? Hafnarfjörður. Besti maturinn? Sushi. Skemmtilegast að gera? Fara í sumarbústað með fjölskyldunni. Leiðinlegast? Brjóta saman þvottinn.
n essio Expr 32 N O -3 EPS e XP Hom
00 0 . 3 1
,-
EPSON EXPRESSION HOME XP-332
Einfaldur og góður prentari og skanni fyrir skólafólk. Þráðlaus fjölnotaprentari (skanni, ljósritun og prentun). Hentar vel til að prenta allt frá texta yfir í góða ljósmynd. Beinn stuðningur við iPhone/iPad og Android. Hægt er að fá APP til að prenta og skanna með iOS og Android tækjum. Allar helstu skipanir á skjá. Hagkvæmur í rekstri. Einnig fáanlegur í hvítu.
TÖLVUVERSLUN ÁRMÚLA 11 - SÍMI 568-1581
www.thor.is
ÞÓR HF - UMBOÐSAÐILI EPSON Á ÍSLANDI Í MEIRA EN 30 ÁR
Kolbrún Benediktsdóttir „Fíkniefnadómar geta verið mjög þungir og mér finnst vera óeðlilegt samræmi á milli dóma í málum sem varða fíkniefnainnflutning og alvarleg kynferðisbrot.
sé orð á móti orði. Vinnan snýst um að kafa ofan í framburðina og rýna þá vel. Framburðir eru aðalatriðið en þeir eru alltaf teknir upp í hljóði og mynd, bæði framburður brotaþola og sakbornings. Það er engin ein regla og sönnunarstaðan er misjöfn í hverju máli. Við ákærendur erum bundnir af kröfum dómstólanna, það er ekki nóg að ég hafi tilfinningu fyrir því að brot hafi verið framið, ég verð að sanna það. Í flestum kynferðisbrotamálum sem fara fyrir dóm eru það svo þrír dómarar sem meta trúverðugleika framburða í beinni útsendingu, þegar fólk situr í dómsal.“ Það er ekki tilfinning Kolbrúnar að kyn dómara skipti meginmáli í niðurstöðum dóma í kynferðisbrotamálum heldur frekar reynsluheimur þeirra almennt. „Dómarar eru misjafnir og þeirra viðhorf til sönnunargagna og annað finnst mér ekki tengjast kyni þótt í einstaka tilviki væri hægt að segja að kona myndi kannski skilja ákveðna hluti um líkama kvenna
Kerfið tekur breytingum Hvort þessi nýja kæruleið muni hafa áhrif á það að fleiri mál leiði til dóms svarar Kolbrún að það sé í raun ekki markmiðið heldur frekar sé verið að bæta vinnubrögðin og gæði málsmeðferðarinnar. „Hugsanlega myndi það þá leiða til fleiri sakfellinga, en markmiðið okkar er alltaf að hið sanna komi í ljós og við erum alltaf að leita leiða til að tryggja það betur.“ Kolbrún segir miklar breytingar hafa orðið á réttarkerfinu síðast-
Sumar SMELLUR Allt að
40.000 kr. afsláttur fyrir
FFrá kr.
59.995
á sumarsmellverði
Örfá sæti í boði!
Allt að
börn
Allt að
20.000 kr. afsláttur fyrir fullorðna
120.000 kr. afsláttur fyrir 4 manna fjölskyldu
COSTA DE ALMERÍA
Hotel Playacapricho
Hotel Zoraida Beach Resort
Frá kr. 69.900
Frá kr. 83.045
Frá kr. 133.800
Netverð á mann frá kr. 69.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 99.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð.
Netverð á mann frá kr. 83.045 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 120.695 m.v. 2 fullorðna í herbergi.
Netverð á mann frá kr. 133.800 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 159.995 m.v. 2 fullorðna í herbergi.
2. júní í 11 nætur.
23. júní í 11 nætur.
m/hálft fæði innifalið
2. júní í 11 nætur.
ENNEMM / SIA • NM74223
10 & 11
nátta ferðir
Arena Center m/ekkert fæði innifalið
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
ALLAR BROTTFARIR NEMA 13. JÚNÍ, ALLIR GISTISTAÐIR.
Beint morgunflug í allt sumar
MALLORCA
m/allt innifalið
ALLAR BROTTFARIR NEMA 2. ÁGÚST, ALLIR GISTISTAÐIR.
Beint morgunflug vikulega í allt sumar
Hotel Sorrento / Portofino
Eix Lagotel Apartments
Hotel Barcelo Pueblo Park
Frá kr. 59.995
Frá kr. 85.295
Frá kr. 107.195
Netverð á mann frá kr. 59.995 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 88.095 m.v. 2 fullorðna í íbúð.
Netverð á mann frá kr. 85.295 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 115.595 m.v. 2 fullorðna í herbergi.
Netverð á mann frá kr. 107.195 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 132.795 m.v. 2 fullorðna í íbúð.
m/ekkert fæði innifalið
m/allt innifalið
14. júní í 7 nætur.
m/hálft fæði innifalið
14. júní í 7 nætur.
14. júní í 7 nætur.
Heimsferðir kynna nýja bókunarsíðu. Veldu áfangastað, lengd og dagsetningu ferðar ásamt fjölda farþega í bókunarvélinni efst á síðunni og smelltu á Leita. Frá
Til
KEF COSTA DE ALMERÍA
Lengd og dags.
10-14 NÆT... 2 JÚN
Farþegar
Verð fá mann frá
99.900 kr.
LEITA
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
34 |
liðin 10 ár gagnvart kynferðisbrotum. Farið sé að viðurkenna ný atriði sem sönnunargögn og þá fari fram mikil og góð endurmenntun hjá starfsfólki sem skili sér í betri gæðum við meðferð málanna. „Vel gerð sálfræðivottorð frá fagaðila á þessu sviði eru til dæmis orðin mikilvæg sönnunargögn í kynferðisbrotamálum í dag og þau vega þungt. Þá er kominn meiri skilningur á því hvað séu „eðlileg“ viðbrögð eftir áfall. Það eru ekki allir með þessi dæmigerðu bíómyndaviðbrögð eftir brot og það er að verða meiri skilningur á þessu í kerfinu. Kerfið er langt í frá hafið yfir gagnrýni en við erum alltaf að bæta okkur. Við þurfum alltaf að vera tilbúin að endurskoða okkar verkferla og þess vegna er endurmenntunin svo mikilvæg. Hún þarf að vera hjá lögreglumönnum sem eru að rannsaka þessi mál, hjá ákærandanum sem er að fara yfir þetta og hjá dómurum. Núna er til dæmis í gangi vikulangt námskeið um kynferðisbrot á vegum ríkissaksóknara sem stendur öllum ákærendum til boða. Það finnst mér rosalega flott og mjög mikilvægt. Þá er nýtekinn til starfa starfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins, sem ég á m.a. sæti í ásamt fleirum í faginu, sem er að fara yfir nauðgunarmálin og skoða hvað sé hægt að gera betur. Það þarf til dæmis að skoða og laga þetta lága hlutfall kærenda, það eru of fáir sem kæra, það eru vísbendingar um að það séu fleiri sem hafa orðið fyrir kynferðisbroti heldur en kæra.“ Hrelliklám ný tegund ofbeldis Að mati Kolbrúnar á ákæruvaldið að vera framsækið og tilbúið að leggja nýjungar fyrir dómstóla þótt alltaf verði að gæta að hlut-
og braut þannig gegn blygðunarsemi hennar. Við vildum láta reyna á þetta með þessum hætti og dómstólar féllust á þau rök að þetta væri kynferðisbrot. Dómstólar túlka lögin en við sem ákærendur þurfum að gefa þeim tækifæri til þess. Ef við förum ekki með ný álitaefni fyrir dóm geta dómstólar aldrei tekið afstöðu til þeirra.“ Hrelliklám tæki til nauðgunar
Þarna er verið að nota hrelliklám sem kúgunartæki og það er mjög alvarlegt að mínu mati. Ég vil meina að þetta sé tilraun til nauðgunar.
leysi þess. Hún talar um svokallað hrelliklám, sem sé nýtt hugtak yfir ákveðna tegund kynferðisbrota. „Hrelliklám er til dæmis tiltölulega nýtt álitaefni en í desember síðastliðnum féll dómur í Hæstarétti þar sem fallist var á að það væri kynferðisbrot að birta opinberlega myndir sem stúlka hafði sjálf tekið og sent kærastanum sínum. Hann birti þessar myndir í óþökk hennar
„Við erum einnig að sjá dæmi um mál þar sem aðilar sem hafa undir höndum viðkvæmt kynferðislegt myndefni eru að nota það sem kúgunartæki í því skyni að fá kynferðismök frá þeim sem myndefnið er af. Þá er því hótað að birta efnið ef sá sem er á myndunum kemur ekki og hefur kynferðislegt samneyti við viðkomandi. Þarna er verið að nota hrelliklám sem kúgunartæki og það er mjög alvarlegt að mínu mati. Ég vil meina að þetta sé tilraun til nauðgunar. Nauðgunarhugtakið er þannig skilgreint að ef þú beitir einhvern ofbeldi eða hótun um ofbeldi eða annars konar ólögmætri nauðung, eins og það heitir í lögunum, þá er það nauðgun. Ef hótunin felst til dæmis í því að hóta að birta kynlífsmyndband af einhverjum á netinu ef hann kemur ekki heim til þín og hefur við þig samfarir þá er það að mínu viti tilraun til nauðgunar. Mál af þessum toga hafa komið upp og það á eftir að koma í ljós hver niðurstaðan verður. Ákæruvaldið þarf að vera tilbúið að láta reyna á hlutina þegar nýjar birtingarmyndir brota koma fram.“ Flókin refsipólitík Dómar í kynferðisbrotamálum hafa verið gagnrýndir í samfélaginu sem of vægir. Kolbrún segist
skilja það að vissu leyti en segir að það sé mjög flókið að ákveða hvað sé þungur eða hæfilegur dómur. Hún segir að refsingar í þessum málaflokki séu að þyngjast þótt enn sé of mikið bil á milli sumra brotaflokka og nefnir hún þá sérstaklega samanburð stórfelldra fíkniefnabrota og kynferðisbrota. „Fíkniefnadómar geta verið mjög þungir og mér finnst vera óeðlilegt samræmi á milli dóma í málum sem varða fíkniefnainnflutning og alvarleg kynferðisbrot. En við þurfum að gera upp við okkur hvað við viljum sjá. Er markmiðið alltaf lengri og lengri tími í fangelsi eða meiri betrun í fangelsi? Það er verið að gera marga frábæra hluti hér fyrir litla peninga og að mínu viti þyrfti að veita meiri pening í þennan málaflokk,“ segir Kolbrún og bætir við að í alvarlegum kynferðisbrotamálum séu dómar nánast aldrei skilorðsbundnir. „Við höfum nýlega séð dóma þar sem sakborningar voru dæmdir í 10 ára fangelsi fyrir brot gegn börnum svo þessir dómar eru alls ekki alltaf vægir. Nýlega var maður dæmdur í 4 og hálfs árs fangelsi í Hríseyjarmálinu svokallaða fyrir nauðgun. Við berum okkur gjarnan saman við nágranna okkar og síðast þegar ég vissi voru til dæmis töluvert vægari refsingar fyrir nauðganir í Danmörku heldur en hér á landi.“ Embættið rannsakar lögregluna Rannsókn á meintum brotum lögreglunnar í starfi er nú einnig hjá embætti héraðssaksóknara, en áður fór ríkissaksóknari með þessi mál. Kolbrún segir að ríkissaksóknari hafi stundum leitað til annarra embætta með aðstoð, t.d. annarra lögregluembætta og um tíma aðstoðaði Lögregluskól-
inn við rannsókn málanna. Kolbrún segir skiptar skoðanir um hvort þetta fyrirkomulag sé í lagi eða ekki. „Sumum finnst þetta ákveðinn vandi, að það séu lögreglumenn sem starfi hjá embættinu og þeir séu að rannsaka aðra lögreglumenn sem eru jafnvel félagar þeirra. En auðvitað eiga hér við allar venjulegar hæfisreglur líkt og annars staðar.“ Kolbrún segir að þetta snúist um hvort almenningur geti treyst kerfinu og telji það yfir allan vafa hafið. Ég vil meina að svo sé. Embætti héraðssaksóknara er sjálfstætt embætti hliðstætt öðrum lögregluembættum. Lögreglumenn hafa svo mikla og góða þekkingu á rannsóknum og stundum þarf að fara í allar þessar venjulegu aðgerðir eins og húsleit og handtökur og lögreglan kann það best. Með breyttu fyrirkomulagi er komin kæruleið í þessum málaflokki líka.“ Er alltaf mannlegur harmleikur Það mæðir augljóslega mikið á varahéraðssaksóknaranum Kolbrúnu, málin er mörg og flókin. „Það getur verið mjög erfitt að vinna við þessi kynferðisbrot. Maður verður stundum mjög frústreraður og pirraður því auðvitað fer þetta ekki alltaf eins og maður vill að þetta fari. Stundum þarf að fella niður mál vegna sönnunarstöðu og maður er kannski ekki alveg sáttur við það og stundum fær maður ekki óskaniðurstöðuna í dómi. Þetta er heldur ekki þannig að maður fagni sigri í sakfellingarmálum. Þetta er alltaf mannlegur harmleikur og það er alltaf fólk sem stendur að sakborningnum. Einhver sem á jafnvel maka og börn er að fara í fangelsi. Þá er gott að endurnærast og fá útrás í crossfit en ekki í einhverju öðru.“
Hafðu það GOTT Í FRÍINU Njóttu þess að ferðast frjáls um fallega landið okkar. Eltu sólina og góða veðrið og upplifðu stemninguna meðal góðra vina. Komdu til okkar um helgina og dettu í sumargírinn. Við kynnum 2016 árgerðina af hjólhýsum frá Hobby, Fendt og Adria Opið laugardag og sunnudag frá klukkan 12 til 16.
VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS
Heimaöryggi fyrir aðeins
Öryggismiðstöðin býður nú í fyrsta
4.900 kr. á mánuði án
sinn Heimaöryggi án binditíma á aðeins 4.900 krónur á mánuði. Enginn stofnkostnaður og uppsetning er innifalin. Einfalt, þægilegt og ódýrara Heimaöryggi. Kynntu þér málið nánar á oryggi.is
binditíma*
eða í síma 570 2400.
INNIFALIÐ Í GRUNNPAKKA Á 4.900 Hægt er að bæta við búnaði eftir þörfum gegn aukagjaldi.
Stjórnstöð
Töluborð
1 x hreyfiskynjari 1 x stöðurofi í hurð
1 x reykskynjari
PIPAR\TBWA • SÍA
*3ja mánaða uppsagnarfrestur
Öryggismiðstöðin | Askalind 1 | Kópavogur | Sími 570 2400 – Njarðarnesi 1 | Akureyri | Sími 470 2400
Nánar á oryggi.is
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
36 |
Markmið sjóðsins er að auka almenna þekkingu á íslenskri náttúru svo að umgengni okkar og nýting á verðmætum hennar geti í ríkari mæli einkennst af virðingu og skynsemi. Samhliða er leitast við að bæta tengsl Íslendinga við náttúru landsins og efla með því gott hugarfar, mannlíf og atvinnustarfsemi í sátt við umhverfið.
Að gera upp á milli barna
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar. Skilafrestur er 15. apríl. Heildarúthlutun á þessu ári nemur allt að 25 milljónum króna. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar má fá á vefsíðu sjóðsins: www.natturuverndarsjodur.is.
Kæra, áhyggjufulla móðir. Ég byrjaði að svara þér í síðustu viku og vona innilega að það hafi komið að einhverju gagni fyrir þig og barnaflokkinn þinn. Þau talast ekki við Í síðasta pistli benti ég á að í deilum og átökum systkina leynast margir þræðir sem enda auðveldlega í óleysanlegum hnútum og valda jafnvel vinslitum systkina á fullorðinsárum. Þá brotnar stórfjölskyldan varanlega því að eitt systkinið talar ekki við annað og það þriðja skipar sér „í lið“ með öðru hvoru hinna eða reynir að læðast á milli og halda öllum góðum. Foreldrarnir lifa í sársauka og skilja ekki hvað hefur gerst – en rótin liggur í gamalli öfund og gremju sem hófst í bernsku og aldrei var unnið úr. Enn flóknari geta systkinasamskiptin svo orðið þegar stjúpbörn eiga í hlut.
Umsóknir sendist sjóðnum í Pósthólf 10, 550 Sauðárkróki.
Markmiði þessu verði náð með því að styrkja verkefni sem fást við sköpun og miðlun þekkingar um náttúruna í víðum skilningi. Farvegurinn getur verið í gegnum listir, hvers kyns fræði og vísindi.
„Systkini rífast alltaf“
Rekstrarvörur til fjáröflunar
Foreldrar og aðrir fullorðnir í fjölskyldu eiga aldrei að samþykkja rifrildi og átök milli systkina enda stórvarasöm fullyrðing að öll systkini rífist. Við berum fullorðinsábyrgð og eigum að skakka leikinn áður en illa fer. Við eigum að stöðva slagsmál og rifrildi milli systkina og leysa úr átökum um leikföng, fatnað og önnur dýrmæti sem hvert barn verður að eiga í friði. Við eigum að ræða af einlægni um systkinaátök og minna á kærleikann sem þau bera til hvers annars. Útskýrum að yngri börnum þarf að sýna þolinmæðina sem þau eldri fengu sjálf á sama aldri. Rifjið upp sögurnar hvernig þið og aðrir leyfðuð þeim stundum að „ráða“ til að forðast sorgartárin. Kennum eldri börnum að yngri börn hafi ekki þroska til að stöðva sig í reiði eða gráti og að sá skuli vægja er vitið hefur meira.
– safnaðu peningum með sölu á fjáröflunarvörum frá RV
Er æfingaferð, keppnisferð, útskriftarferð eða önnur kostnaðarsöm verkefni framundan? Síðustu 30 árin hafa félagar í íþróttafélögum, kórum og öðrum félagasamtökum
aflað
sér
fjár
á einfaldan hátt með sölu á WC pappír, eldhúsrúllum, þvottadufti og
KÖRFUBOLTI
HANDBOLTI
SUND
BADMINTON
FÓTBOLTI
öðrum fjáröflunarvörum frá RV.
24/7
RV.is
Rekstrarvörur
– fyrir þig og þinn vinnustað Rekstrarvörur
- vinna með þér
RV 1015
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is
Hárnákvæmt réttlæti Bæði börn og ungmenni þurfa síðan öll að finna að fullt réttlæti ríki í kröfum og hrósi og gjöfum og tíma. Gerið samkomulag um verkaskiptingu, haldið fjölskyldufundi og endurmetið árangurinn. Biddu eldri börnin að rifja upp hvað þau gerðu á sínum tíma til að yngri börnin fái sömu kröfur á sig. Öll börnin ykkar þurfa athygli. Ef lesið er fyrir yngsta barnið á kvöldin, þarf að setjast hjá hverju og einu hinna og spjalla við þau. Skiptið líka liði þannig að hvert barn fái teljanlega einkaathygli þannig að annað foreldrið skreppi með yngri drenginn í bíó á barnamynd en hitt foreldrið bjóði unglingsstúlkunum upp á táningabíó. Svo skalt þú eða pabbinn skreppa með fullorðna syninum á völlinn eða í spjall á veitingastað. Gættu þess líka að gjafir og
önnur efnisleg gæði séu alltaf sambærileg og talið um það í fjölskyldunni. Kaupið jólagjafir fyrir sama verð fyrir hvert barn, hafið pakkana jafnmarga fyrir hvert og eitt og yngstu börnin munu líka reikna stærðarumfang pakkans sem gæði. Passið að hvert barn fái hjól á sama aldursári, sams konar fermingargjöf og veislu eða sambærilegan stuðning í framhaldsskóla Er nóg ást fyrir öll börnin? Til viðbótar þurfa foreldrar að taka fullt mark á umkvörtunum barna og „klögumálum“ sem eru í reynd hjálparkall frá barni eða ungmenni. Unglingsstúlkurnar segja að örverpið þurfi aldrei að gera neitt en það þýðir einfaldlega „þið elskið hann meira en okkur.“ Þegar elsti sonur þinn rífst við yngri systur sínar og segist alltaf hafa þurft að gera allt, þýðir það trúlega „þið tókuð mömmu frá mér.“ Þegar hann bætir í og fullyrðir að yngri drengnum sé hlíft við því sem hann þurfti að þola, er hann trúlegast að tjá ótta sinn um að stjúppabbanum hafi aldrei þótt eins vænt um hann og yngri drenginn sem er „alvörusonur“ hans. Öll systkinaátökin snúast sem sagt um ást foreldranna og óttann um að ekki sé „nóg“ til af ást handa öllum. Óttinn verður svo að tilfinningu um að vera ekki „nóg“ sjálf – eins og þau eru. Ekki nógu góð og skemmtileg eða nógu dugleg og hlýðin eða stjúpbarnið fái ekki „nóg“ rými og athygli eða systurnar „græði“ á kostnað bræðranna eða öfugt. Þess vegna þarf hver dagur að bera með sér samskipti, snertingu og nálægð þar sem hvert barn fær staðfestingu á ást foreldra sinna óháð aldri og að það sé meira en nóg til af ást handa öllum.
Uppeldisáhöldin Magga Pála gefur foreldrum ráð um uppeldi stúlkna og drengja milli 0 og 10 ára. Sendið Möggu Pálu ykkar vandmál á netfangið. maggapala@frettatiminn.is
til ir rs ild a G .m 26
1 kr.
ÞAÐ ERU KRÓNUDAGAR Í
1 kr.
Fullt verð: 19.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
Fullt verð: 14.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
Fullt verð: 21.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
1 kr. við kaup á glerjum
1 kr. við kaup á glerjum
1 kr. við kaup á glerjum
Fullt verð: 19.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
Fullt verð: 14.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
Fullt verð: 21.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
1 kr. við kaup á glerjum
1 kr. við kaup á glerjum
1 kr. við kaup á glerjum
Valdar SELESTE umgjarðir á aðeins 1 kr. við kaup á glerjum! Tveggja ára ábyrgð á umgjörðum og frí gleraugnatrygging fylgir með.
Fullt verð: 19.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
Fullt verð: 14.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
Fullt verð: 21.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
1 kr. við kaup á glerjum
1 kr. við kaup á glerjum
1 kr. við kaup á glerjum
Fullt verð: 19.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
Fullt verð: 14.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
Fullt verð: 21.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
1 kr. við kaup á glerjum
1 kr. við kaup á glerjum
1 kr. við kaup á glerjum
SÍMI 5 700 900
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.
til ir tirl s ild ir a rs G ild. m a G26 . m 26
GLERAUGU - LINSUR - SÓLGLERAUGU PROOPTIK.IS
SÍMI 5 700 900
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.
til ir rs ild a G .m 26
25% afsláttur af linsum í netklúbbnum okkar!
Skráðu þig í netklúbbinn okkar á prooptik.is og þú færð 25% afslátt af linsum í öllum verslunum Prooptik www.prooptik.is
Þú finnur okkur á eftirtöldum stöðum:
Kringlunni, 2.hæð
Hagkaupshúsinu, Skeifunni
Spönginni, Grafarvogi
SÍMI 5 700 900
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.
Smáralind, 1. hæð
(við hliðina á Hagkaup)
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
40 |
SkemmtilegaSta hlutverkið 40% feðra undir álagi 50 40 30
Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
20
Samfélagið tók ótrúlegum breytingum þegar konur byrjuðu að streyma út á vinnumarkaðinn. Sprungur mynduðust í hefðbundin kynjahlutverk, hlutverk sem höfðu verið meitluð í stein og haldið uppi verkaskiptingu sem enginn nema lítill og skrítinn minnihluti skoraðist undan. Sprungurnar hafa brotið gömlu kerfin ansi hratt í stóra samhenginu og byltingin hefur alið af sér nýja kynslóð feðra sem streymir inn á heimilin. Þetta eru feður sem vilja vinna minna og taka meiri þátt í uppeldi barna sinna. Eitt sinn var talið að foreldrar ættu að vera andstæður sem bættu hvort annað upp. Að börn þyrftu eina sterka karlfyrirmynd sem beitti aga og aðra fyrirmynd sem væri hin umhyggjusama móðir. Í dag vitum við að börn þurfa fyrst og fremst ást og umhyggju til að vaxa og dafna sem heilbrigðir
10 0
Íslenskir Íslenskar karlar konur
Danskir Danskar karlar konur
Norskir Norskar karlar konur
Sænskir Sænskar karlar konur
Rannsóknir Þóru Kristínar Þórsdóttur félagsfræðings af upplifun íslenskra foreldra af álagi vegna vinnu sýna að íslenskir foreldrar eru undir meira álagi en nágrannar okkar á Norðurlöndum. Rúmlega 40% íslenskra feðra eiga erfitt með að sinna fjölskyldu vegna vinnu sinnar og um 35% mæðra. einstaklingar, en ekki fullkomið jafnvægi karlmennsku og kvenmennsku, sem eru auðvitað úrelt hugtök hvort sem er. Í dag hafa strákar leyfi til að vera umhyggjusamir verndarar og stelpur leyfi til að vera það ekki. Og í dag fá foreldrar á Íslandi blessunarlega leyfi til að vera allskonar. Ingólfur V. Gíslason, dósent í félagsfræði við HÍ á sviði karlafræði, fæðingarorlofs og jafnréttismála.
Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur
Lögfræðiþjónusta Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag? Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is. Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti.
Útfararstofa kirkjugarðanna
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Faðirinn sem hjálparmamma „Það er alveg ljóst að hugmyndir fólks og feðra sjálfra um það hvað felist í því að vera faðir hafa breyst mikið,“ segir Ingólfur V. Gíslason, dósent í félagsfræði við HÍ á sviði karlafræði, fæðingarorlofs og jafnréttismála. „Þetta var róleg þróun, konur fóru fyrst í hlutastörf sem gátu samræmst móður- og húsmóðurhlutverkinu og á sama tíma varð samfélagsvæðing alls barnauppeldis. Það að vera virkt foreldri í dag hefur allt aðra merkingu en það hafði þá. Í raun og veru hefur mörgum hefðbundnum fjölskyldustörfum verið úthýst í dag. Feður eru meira í umönnun barna í dag en það er samt ekki nærri því jafn tímafrekt starf og starf móðurinnar var áður. Bækur um uppeldismál fram að sjöunda áratugnum nefna föðurinn yfirleitt ekki, nema kannski sem aðstoðarmenn þegar kemur að ögunarmálum eða heimanámi, svona hjálparmömmur, en á tíunda áratugunum fer hlutverkið að verða sjálfstæðara og miklu nær hinu hefðbundna móðurhlutverki. Rannsóknir í dag, líka á Íslandi, sýna að þegar ungir karlmenn eru spurðir út í karlmennsku og hvaða merkingu þeir leggi í það hugtak, að þá er hinn umhyggjusami faðir alltaf hluti af því. Það var byrjað að leggja grunninn að þessum breytingum á níunda áratugnum en stóra stökkið kemur klárlega með fæðingarorlofslögunum.“
Leita ráða á you-tube Vinirnir Ívar, Davíð og Þórhallur eru sammála um að föðurhlutverkið hafi hingað til verið mikill tilfinningarússibani en fyrst og fremst hafi það komið þeim á óvart hversu ótrúlega gefandi hlutverkið sé. „Þetta er í alvöru skemmtilegasta hlutverk sem ég hef upplifað,“ segir Þórhallur og vinirnir taka undir. Þeir reyna að hittast reglulega með börnin og þegar blaðamann ber að garði sitja þeir með kaffi við borðstofuborðið á meðan stelpurnar þeirra leika sér á gólfinu. „Mömmurnar vita náttúrlega allt svo það er hægt að fá góð ráð hjá þeim en það eru samt 25 ár síðan mamma var í sömu sporum og ég,“ segir Ívar þegar uppeldisráð bera á góma. „Ég leita langmest til vina minna sem voru aðeins á undan mér í þessu. Það er fínt að spyrja þá út í hvað sem er. Svo er auðvitað hægt að spyrja að flest öllu á heilsugæslunni.“ „Við notum bara mest you-tube,“ segir Davíð og allir skella upp úr. „Nei, í alvöru, það er hægt að fá upplýsingar um næstum allt á you-tube en ég hringi samt líka í mömmu.“ Þeir segjast aldrei hafa spurt feður sína ráða varðandi uppeldið. „Nei, þeir hafa aldrei skipta á bleiu og kunna það ekki enn,“ segir Davíð. „En það var náttúrlega bara þannig þá. Ég held að pabbi hafi alveg viljað taka þátt en það var bara allt annar tíðarandi í gangi.“ Fá hlutfallslega lengsta orlofið Fjölskyldustefna er þær aðgerðir af hálfu stjórnvalda sem taka mið af þörfum fjölskyldunnar og eitt af yfirlýstum markmiðum stefnunnar er að koma á jafnri ábyrgð foreldra í barnauppeldi, umönnun og heimilishaldi. Annað markmið er að samræma fjölskyldu og atvinnulíf. Hér á landi er stuðningur ekki jafn mikill og á hinum Norðurlöndunum þegar kemur að umönnun fyrir börn sem eru þriggja ára og yngri og fæðingarorlofið er styttra hér en á hinum Norðurlöndunum. Við erum aftur á móti fremst meðal jafningja þegar kemur að orlofi feðra því þrátt fyrir að heildarlengd fæðingarorlofsins sé styttra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum fá íslenskir feður hlutfallslega lengstan tíma. Rannsóknir sýna að fæðingarorlof feðra hefur haft gífurlega áhrif á hlutdeild þeirra í uppeldi barna sinna og þar með á gamalgrónar staðalmyndir. Rannsóknir hafa líka sýnt að feður sem taka fæðingarorlof taka meiri þátt
Mynd | Rut
Pabbahlutverkið Hæfileg blanda af kæruleysi og umHyggju er það sem einkennir góðan föður, að mati vinanna Ívars, davÍðs og þórHalls, en þeir eru nokkrir þeirra feðra sem fréttatÍminn Hitti til að ræða föðurHlutverkið. þeir eru sammála um að nú taki feður meiri þátt Í lÍfi barna sinna. að vera faðir Í dag er nefnilega allt annað en það var, eða lÍkt og garðar, faðir og afi, segir um sinn föður; „Hann var karlinn sem kom stundum og svaf Heima.“
Fínn helgarpabbi „Nei, ég held ég treysti mér ekki í föðurhlutverkið, segir Guðbrandur Loki Rúnarsson, sjálftitlaður „Barnlaus helgarpabbi“. Mér finnst að faðir eigi að búa yfir botnlausri góðmennsku og þolinmæði og finnst mér ég bara ekki hafa þá eiginleika. Kannski myndi eitthvað foreldriseðli kikka inn ef ég eignaðist barn, en ég stórefa það. Ég yrði í mesta lagi fínn helgarpabbi.“ Guðbrandur segir sína föðurímynd mótaða af helgarpabbavenjum eigin æsku: „Ég ólst upp við að flestir í kringum mig, ég meðtalinn, væru skilnaðarbörn með helgarpabba. Mæðurnar sáu um uppeldið og ábyrgðina en pabbana hitti maður aðra hverja helgi og fór í bíó og út að borða með þeim. Flestir strákar sem ég þekki ólust upp með fjarverandi feður, sem gerir það að verkum að þeir tengja sjálfir ekki við föðurhlutverkið.“ Guðbrandur Loki telur stelpur frekar aldar upp við að sinna umönnun en strákar og þeir séu því síður undirbúnir fyrir föðurhlutverkið frá æsku. „Þegar ég var lítill var ég ekki látinn sjá um lítil frændsystkini, heldur systir mín frekar fengin í það.“ | sgþ
Mr. Mom
Í dag hefur hlutverk feðra færst frá því að vera fyrirvinna og aðstoðarmamma yfir í að vera virkur þátttakandi í hversdagslífi fjölskyldunnar. Í gamanmyndinni Mr. Mom, frá árinu 1983, leikur Micheal Keaton föður sem breytist í móður við það að sjá um börnin sín.
FULL AF ÁST
✶✶✶✶
„... fallega skrifuð bók, full af pælingum, þunglyndi, fyndni, ljóðbrotum og ást.“ Brynhildur Björnsdóttir / Fréttablaðið
Dagur Hjartarson hefur áður sent frá sér ljóð og sögur. Með þessari skáldsögu skipar hann sér á bekk með áhugaverðustu höfundum þjóðarinnar.
„Skemmtileg bók, fjölbreytilegur söguþráður ... Langt síðan ég hef lesið eitthvað jafnfallegt í einfaldleika sínum.“ Jórunn Sigurðardóttir / Orð um bækur
„Það er margt þarna sem er mjög skemmtilegt og áhugavert ... Tilfinningin fyrir þessari heitu ást er mjög falleg innan um alla íróníuna, flippið og ruglið.“
„Sögumaðurinn er skemmtilegur og forvitnilegur ...“ Sunna Dís Másdóttir / Kiljan
„Skemmtileg vorbók.“ Egill Helgason / Kiljan
Þorgeir Tryggvason / Kiljan
w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
42 |
til ir rs ild a G .m 26
Pabbahlutverkið í lífi barna sinna en þeir feður sem ekki taka fæðingarorlof. Launamunur skaðar feður
SÍMI 5 700 900
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.
Aðrir litir í Léttlopa Handprjónasamband Íslands Skólavörðustíg 19 s. 552-1890 www.handknit.is
Framan af var erfiðara fyrir karla en konur að samræma atvinnu og uppeldi, en það hefur líka breyst með tilkomu fæðingarorlofs. Viðhorfskannanir meðal atvinnurekenda sýna þó að enn er töluvert erfiðara fyrir feður en mæður að nýta sameiginlega réttinn, sem sýnir að sú hugmynd að feður séu aðstoðarmæður er enn til staðar. Ingólfur er með svör á reiðum höndum varðandi þann vanda. „Alþingi þyrfti að taka sig saman í andlitinu og endurvekja samþykkt sína frá því í desember 2012, þegar tekin var ákvörðun um það að lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði og skipta því í 5 fyrir móður, 5 fyrir föður og 2 til að deila, og svo hækka greiðslurnar upp í það sem þær voru fyrir 2008. Og svo þarf leikskólinn að taka fyrr við börnunum en hann gerir í dag. Þá myndum við sjá verulega stórt stökk í þessu.“ „Annað sem heldur feðrum niðri er kynbundinn launamunur. Það bítur hvað í annars skott á því sviði. Um það bil fjórðung af kynbundnum launamun má skýra með því hvað fæðing barns hefur mismunandi áhrif á stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði. Mömmurnar eru lengur heima meðal annars af því það borgar sig fjárhagslega og þannig er þessum mun viðhaldið.“ Barnið á rétt „Mér finnst númer eitt, tvö og þrjú vera réttur barnsins til að kynnast báðum foreldrum sínum,“ segir Ívar. „Það er barnið sem er aðalatriðið hér en ekki foreldrarnir. Og lögin eiga að endurspegla þennan rétt barnsins. Öll börn eiga að eiga jafnt aðgengi að föður og móður. Mér fannst fæðingarorlofið frábær tími en mér finnst líka að dóttir mín hafi átt rétt á honum.“ Þórhallur og Davíð eru sammála því og taka undir hversu gott það hafi verið að geta verið frá vinnu til að tengjast barninu. Nú séu þeir með jafn einfalda hluti á hreinu og að vita hvar snuddurnar og bleiurnar séu og hvernig best sé að klæða barnið. „Það sem ég man mest frá orlofinu er að það var ekkert, nákvæmlega ekki neitt, annað hægt að gera. Og ég held að það erfiðasta við orlofið hafi verið þegar maður fékk samviskubit yfir því að vilja gera eitthvað annað en að vera með barninu,“ segir Þórhallur. „Maður hefur náttúrulega ekki hugmynd um hvað maður er að gera en maður lærir það bara á leiðinni,“ segir Davíð. Aðspurðir um samband sitt við
Frábært úrval aF sundFötum!
Bláu húsin Faxafeni | S. 555 7355 | www.selena.is
Selena undirfataverslun
Móðurást eftir Nínu Sæmundsson er tileinkuð mæðrum með ung börn og var afhjúpuð árið 1930. Föðurástin hefur ekki fengi jafn mikið pláss í listum því feður voru ekki uppalendur fyrr en í seinni tíð, sem þýðir vitaskuld ekki að sú ást sé síðri. „Flestir þeir feður sem eru virkir í umönnun barna frá byrjun þróa með sér sterka föðurást, líkt og mæður þróa móðurást, og föðurástin er ekki síðri en móðurástin. Því má segja að feður séu hvorki vanhæfari en mæður til þess að sjá um barnið sitt, né veiti minni ást og umhyggju.” (Ingólfur V. Gíslason)
Mynd | Rut
Arnar Gíslason kynjafræðingur með börnin sín tvö, Ronju og óskírðan son.
Ekki í boði að vera pabbi á kantinum „Það er fátt sem raunverulega stöðvar karla í dag þegar kemur að þessu hlutverki að vera pabbi, þó auðvitað séu til undantekningar,“ segir Arnar Gíslason, kynjafræðingur og tveggja barna faðir. „Það eru auðvitað ýmsar áskoranir sem tengjast okkar menningu, m.a. um vinnu, en heilt yfir geta karlar í dag einfaldlega ákveðið að vera góðir pabbar og að leggja áherslu á það hlutverk. „Fæðingarorlof feðra hefur hjálpað mikið til og það er mikilvægt að hlúa betur að því. En það er ekki hægt að mæla allt í peningum. Þegar dóttir mín fæddist hafði ég verið að vinna í Bretlandi og mig minnir að ég hafi átt rétt á um hundrað þúsund krónum á mánuði, en í mínum huga var þetta mikilvæg fjárfesting, ef svo má segja, og mér fannst fórnarkostnaðurinn af því að taka ekki orlof eða mjög stutt orlof vera miklu meiri. Ég tók þá fjóra og hálfan mánuð og ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun.“ Þrátt fyrir að ekkert stoppi feður í að blómstra í föðurhlutverkinu í dag segist Arnar samt oft sjá hluti sem minni hann á gömlu línurnar milli mæðra og feðra. „Það er ekki þannig að jafnrétti þróist af sjálfu sér. Konur hafa þurft að taka margan slaginn úti í samfélaginu og á vinnumarkaðinum í gegnum tíðina, og þegar kemur að því að setja fjölskylduna í forgang held ég að karlar séu í góðri aðstöðu til að stuðla að breytingum. Það er ýmislegt í okkar menningu, stundum litlir hlutir, sem gerir ráð fyrir konum sem aðaluppalendum og körlum þá kannski sem fyrirvinnu. Það er kannski ekki óeðlilegt því helmingunartími hefðanna getur verið langur, ekki síst þeirra sem tengjast kynjunum. Dæmi um þetta er að almennt spyr fólk mig meira um hvernig gangi í vinnunni og hvort ekki sé nóg að gera, en líklega síður hvernig gangi með börnin og heimilið, nema auðvitað núna þegar við erum nýbúin að eignast barn. „Almennt held ég að það sé ekki í boði í dag að vera pabbinn sem er svona á kantinum í uppeldi barna sinna og í heimilisrekstrinum og er þá frekar með hugann við vinnuna og fyrirvinnuhlutverkið. Og mér sýnist feður í dag almennt ekki hafa neinn áhuga á að staðsetja sig þar.“ „Það er svo margt sem felst í því að vera gott foreldri,“ segir Arnar, aðspurður um það hvað felist í því að vera góður faðir í dag. „Ég held að þú verðir fyrst og fremst að sýna umhyggju og hlusta og láta börnin vita að þú sért manneskja sem þau
geta treyst. Svo þarf auðvitað að sinna ákveðnum grunnþörfum og reyna að hafa sæmilega skýrar línur og mörk í uppeldinu. Ég finn það eftir því sem dóttir mín eldist, en hún er að verða átta ára, að þá flækist félagslegi veruleikinn hjá börnunum og það kemur meiri dýpt í hann. Þá finn ég fyrir því hversu mikilvægt það er að vera næmur á umhverfi barnanna og á hvað þau eru að upplifa. Stundum gengur það vel, stundum ekki, það er bara stöðugur lærdómur hjá mér sem foreldri.“ „Skaffarahlutverkið lifir ennþá í samfélaginu en í mínum huga er það sameiginleg ábyrgð foreldra og ég sé ekki kostina við að tengja það hlutverk sérstaklega við karla. Fjölskyldur eru allskonar og það eru til svo miklu fleiri týpur af foreldrum en mamma plús pabbi. En Ísland er, að ég held, talsvert efnishyggjuþjóðfélag og hér, eins og annars staðar, eru misgáfulegar hugmyndir um hlutverk kynjanna. Það getur verið auðvelt að detta inn í að fylgja þessháttar viðmiðum um það hvernig fólk eigi að reka fjölskyldu og heimili. Mitt markmið er að reyna að elta það ekki í blindni og reyna að finna leiðir til að einfalda lífið og mín tilfinning er að fólk í dag sé síður tilbúið að láta bjóða sér þetta kapphlaup heldur en fyrir nokkrum árum, og það á líka við um karla. Fólk vill standa sig vel í starfi og öðrum verkefnum, en einnig hafa rými til að vera góðir foreldrar.“ Arnar segir eina mestu áskorun ungra feðra í dag í raun vera þá sömu og ungra mæðra; að reyna að samræma atvinnu og heimilislíf. Ég held að mikið af ungu fólki í dag upplifi ákveðið rof á milli síns daglega veruleika og svo þess hvaða væntingar eru gerðar til fólks og hvernig samfélagið virðist vera uppbyggt. Það er mikið til umræðu að það sé oft ekkert grín að reyna að samræma vinnu og fjölskyldu í dag. Að reyna að framkvæma alla hluti sem þarf að gera yfir daginn án þess að það sjóði upp úr, koma öllum í skóla, vinnu, frístundir, elda, þrífa og vera til staðar fyrir börnin og annað fólk í lífi sínu – fólk upplifir þetta stundum eins og farsa. Ég og konan mín finnum okkur reglulega í aðstæðum þar sem klukkustundirnar í sólarhringnum ríma engan veginn við allt það sem þarf að gera, og hlæjum oft að því hvað þetta getur verið ruglað. Við erum alltaf að reyna að einfalda hlutina og það munar rosalega um að vera samtaka í því. En lykilatriði er oft að átta sig á því að það er ekki hægt að gera allt og vera fullkominn í öllu. Þá er maður kominn í ruglið.“ | hh
fréttatíminn
Heildarvinnuálag á Norðurlöndunum Miðað við að bæði séu í fullu starfi.
Feður 100 90
Greidd vinna Heimilisstörf Umönnun fjölskyldumeðlima
80 70 60 50 40 30 20 10 0
Kolvetnaskert og próteinríkt með suðrænu bragði
Danskir Íslenskir Norskir Sænskir
Mæður 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0
Danskar Íslenskar Norskar Sænskar
Íslenskir feður vinna að jafnaði 77 klukkustundir á viku og mæður 86 klukkustundir á viku. Þóra Kristín Þórsdóttir félagsfræðingur telur niðurstöður sýna glögglega að hérlendis þurfi að leita leiða til að stytta vinnuvikuna. „Það verður hinsvegar ekki aðeins gert með löggjöf um 35 stunda vinnuviku heldur þarf einnig að hækka launin.
– Nú fáanlegt í 500 g umbúðum Náttúrulegur sætugjafi
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
44 |
Það borgar sig að fara í borgarferð með Gaman Ferðum. Kíktu á úrvalið á Gaman.is og finndu þína uppáhaldsborg.
Pabbahlutverkið sína eigin feður segja þeir það vera gott. „Ég held samt að næsta kynslóð eigi eftir að tengjast föðurnum fyrr en við, einfaldlega því í dag taka feður miklu meiri þátt,“ segir Ívar. „Ég hefði persónulega viljað taka mun lengra orlof en fjárhagslega gátum við bara leyft okkur að ég tæki einn mánuð,“ segir Þórhallur. Staðalmyndir hamla mæðrum Allt bendir til þess að ungir menn í dag líti á það sem sjálfsagðan hlut að vera umhyggjusamur faðir og fæstum finnst hlutverkið vera skerðing að ímynd karlmennskunnar, þvert á móti sýna rannsóknir að ungum karlmönnum í dag finnst felast mikið frelsi í því að geta leyft sér að vera faðir. Ferðalag karlmanna inn á heimilin hefur fengið athygli í seinni tíð en þó ekki jafn mikla athygli og krísa karlmannsins og hversu erfitt það hafi reynst mörgum þeirra að laga sig að nýjum veruleika og stíga úr hlutverki þess sem sér heimilinu farborða. En Ingólfur telur unga feður ekki vera jafn fjötraða í staðalmyndir og forfeður sína. Hann telur kreppu karlmannsins liðna á Norðurlöndum og aðrir viðmælendur taka undir það. „Reynslan hefur sýnt okkur að skaffarahlutverkið er ekki innprentað í genasamhengið heldur lærum við það af reynslunni. Ég hef ekki orðið var við annað en að körlum líði bara ljómandi vel með þessar breytingar og í rannsóknum tala allir feður um það hvað það skipti miklu máli að tengjast barninu sínu, þeir vilja gera þetta aftur og helst vera lengur í orlofi.“ „Mínar rannsóknir hérlendis sýna það sama og rannsóknir erlendis sýna, þ.e. að mæður sem „leyfa“
BERLÍN 21.4 - 24.4 Frá:
74.900 kr.
Mynd | Hari
BORGAR GAMAN!
Ívar Schram, félagsráðgjafi hjá Rauða Krossinum, með dóttur sína, Snæfríði Elísabetu Schram, Davíð Berndsen tónlistarmaður með dóttur sína, Högnu Davíðsdóttur og Þórhallur Gísli Samúelsson, flugumferðarstjóri með dóttur sína, Katrínu Þórhallsdóttur.
pöbbunum að nýta sameiginlega réttinn til orlofs fá að heyra það að svona geri ekki góðar mæður. Staðalmyndir eru því miklu frekar að hamla konunum en körlunum á þessu sviði, því feðurnir finna ekki fyrir neinni neikvæðni í sinn garð þó þeir séu heima með börnunum. Karlmennskan virðist því vera miklu sveigjanlegri en kvenleikinn á þessu sviði. Bæði var búið að grafa undan hinni hefðbundnu karlmennsku sem fólst í skaffarahlutverkinu en svo er varla nokkuð jafn lofað í okkar menningu og móðurhlutverkið.“ Karlar og hormón Við höfum lengi vitað að hormón sem undirbúa mæður fyrir móðurhlutverkið yfirtaka líkama kvenna á meðgöngu en nýjar rannsóknir sýna að það verða ekki ósvipaðar breytingar hjá körlum sem eru að verða pabbar. Testesterónið minnkar og hormón sem ýta undir tengslamyndun aukast á meðgöngunni. Þannig að á meðan karlinn er óléttur í kollinum þá undirbýr skrokkurinn hann fyrir föðurhlutverkið. Ingólfur bendir á að mjög áhugavert væri að skoða
þessar niðurstöður frekar á Íslandi, fylgjast með því hvort breytingarnar endist eftir því hversu virkir menn eru. „Þessar rannsóknir af baka þær hugmyndir að kynin hafi náttúrulega mismunandi hlutverk þegar kemur að fjölskyldunni, að allir karlar vilji veiða á meðan konan sé heima að sjá um heimilið. Ef það væri þannig þá ætti testesterónið að aukast,“ segir Ingólfur. Vinirnir Ívar, Davíð og Þórhallur segja þessi vísindi ekki koma sér á óvart. „Bara við að fá fréttir af óléttunni fer líkaminn pottþétt að framleiða einhver efni, það er alveg á hreinu,“ segir Ívar. „Ég hef líka heyrt að feður vilja oftast fá að vita kynið til að fá meiri tengingu við barnið. Móðirin fær að ganga með barnið en við feðurnir höfum bara ímyndunaraflið svo ég held að við nálgumst raunveruleikann aðeins meira með því að vita kynið.“ Að lokum velta vinirnir fyrir sér hvað það þýði að vera góður pabbi. „Þegar stórt er spurt,“ segir Davíð og frekari íhugun tekur við. „Ég held það sé bara hæfileg blanda af kæruleysi og umhyggju,“ segir Þórhallur.
Pabbi var lítið heima DUBLIN 1.4 - 4.4 Frá:
69.900 kr.
KÖBEN 28.4 - 1.5 Frá:
59.900 kr.
Gaman Ferðir fljúga með WOW air / www.gaman.is / gaman@gaman.is
„Ég var í námi þegar börnin fæddust þannig að sem betur fer lenti það meira á mér en mömmu þeirra að vera með krakkana þegar þeir voru litlir. Maður reyndi að lesa heima en það gekk auðvitað mjög misjafnlega, segir Garðar Gíslason, afi, faðir og félagsfræðikennari. Garðar lítur með miklu þakklæti til þessa tíma. „Maður tengir svo vel við börnin á að vera með þeim heima. Ég hef svo sem ekki reynslu af öðru en ég met það þannig. Ég vorkenndi móður þeirra mikið að þurfa að fara svona snemma út að vinna,“ segir Garðar sem var með son sinn heima fyrstu sjö mánuðina og dóttur sína fyrstu þrjá mánuðina. Garðar var viðstaddur fæðingu beggja barna sinna en það var ekki algengt á þeim tíma. „Gísli fæddist í Noregi fyrir rúmum fjörutíu árum og það fór eftir sjúkrahúsum hvort feður fengu að vera viðstaddir eða ekki. Við völdum að sjálfsögðu sjúkrahús sem leyfði feður.“ Karlinn sem svaf heima
Aðspurður um sambandið við sinn eigin föður segir Garðar það hafa verið lítið. „Hann var leigubílstjóri og var alltaf að vinna. Maður sá hann eiginlega ekkert. Svo fékk hann heilablóðfall þegar ég var fjórtán ára og þá kom hann heim. Hann náði sér ágætlega upp úr veikindunum en þá voru forsendurnar allt aðrar. Ég var þá orðinn hálf fullorðinn og náði ekkert að tengjast honum svo hann missti af okkur systkinunum. Eins og einhver sagði, þá var hann karlinn sem kom stundum og svaf heima.“ Hverjar hafa verið mestu áskoranir föðurhlutverksins? „Það er bara að vera til staðar og hlusta á börnin. Ég líki þessu oft við hestamennskuna og taum-
Mynd | Rut
Garðar með dóttursyni sínum, Emil. „Það góða við afahlutverkið er að maður er fyrst og fremst vinur barnanna, það þarf ekkert taumhald.“
haldið. Þú mátt ekki toga of fast því þá fer hesturinn að streða en ef þú togar ekki neitt þá endar þú bara út í móa. Vinnan felst í að finna jafnvægið. Stundum tókst það og stundum ekki,“ segir Garðar sem í dag á þrjú barnabörn. „Það góða við afahlutverkið er að maður er fyrst og fremst vinur barnanna, það þarf ekkert taumhald. Ég tek líka eftir því að maður sinnir barnabörnunum 150% þann tíma sem maður er með þeim því það er á tíma sem hentar. Og þá er hægt að eiga miklar gæðastundir saman. En það skemmtilegasta við afahlutverkið er að ég leyfi þeim að koma og kvarta yfir foreldrunum í mér. Þau fatta að ég er pabbi þeirra svo ég hlýt að hafa eitthvað vald til að skamma þau og það geri ég óhikað ef barnabörnunum finnst þau ekki vera að standa sig.“ Hverjar voru mestu gæðastundirnar með börnunum? „Ég held það hafi verið þessir
tímar þegar við vorum í raun ekki að gera neitt. Til dæmis var alltaf notalegt hjá okkur á laugardagsmorgnum þegar mamma þeirra var að vinna vaktavinnu. Þá lágum við saman og horfðum á barnatímann og kjöftuðum saman. Stundum fórum við í göngutúr í Öskjuhlíðinni eða á skíði. En við vorum sjaldnast með eitthvað prógram. Það var ekkert hægt að kaupa sig frá krökkunum á þeim tíma. Það er allt of auðvelt að losna við börn með tölvum í dag og ég verð mjög fúll ef mín barnabörn eru í tölvunni þegar ég heimsæki þau. Ég vil miklu frekar tala við þau og búa til gæðastundir.“ Hvað er að vera góður faðir? „Það vilja allir vera góðir pabbar en það eru jafnmargar útgáfur af pöbbum og þeir eru margir. Sem betur fer er enginn eins og það á enginn að vera eins. Það eru engin börn eins og þetta er spurning um að finna rétta taktinn.“ | hh
PERSÓNULEGAR GJAFIR
Philip´s Atlas of the World Verð: 6.999.-
Ljóðasafn - Steinn Steinarr TILBOÐSVERÐ: 4.599.Verð áður: 5.199.-
20%
You Only Live Once Verð: 6.999.-
25%
AFSLÁTTUR
20% Selfie” stöng “TILBOÐSVERÐ: 1.592.Verð áður: 1.990.-
Handbók um íslensku TILBOÐSVERÐ: 5.699.Verð áður: 6.223.-
vildarafsláttur
AFSLÁTTUR
Nýja tilvitnanabókin VILDARVERÐ: 4.999.Verð: 5.999.-
Vandaður CROSS penni TILBOÐSVERÐ: 8.959.Verð áður: 11.199.Skrúfblýantur 0,5 mm / Rauður kúlupenni / Svartur kúlupenni / Stylus.
Austurstræti 18
Álfabakka 16, Mjódd
Hafnarfirði - Strandgötu 31
Ísafirði - Hafnarstræti 2
Skólavörðustíg 11
Kringlunni norður
Keflavík - Sólvallagötu 2
Vestmannaeyjum - Bárustíg 2
Laugavegi 77
Kringlunni suður
Akureyri - Hafnarstræti 91-93
Hallarmúla 4
Smáralind
Akranesi - Dalbraut 1
Portofino ferðatöskur með 2 hjólum, handfarangur / miðstærð / stór. VILDARVERÐ: 12.854.- / 14.362.- / 16.634.Verð: 17.139.- / 19.149.- / 22.179.-
540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is
Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími tilboða er 18. mars, til og með 28. mars, eða meðan birgðir endast. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.
fréttatíminn | Helgin 18. MArs–20. MArs 2016
46 |
Íslenskir pabbar bestir í heimi Pabbahlutverkið
Treystir ekki kerfinu Á Íslandi, líkt og annarsstaðar, hefur fjölskyldustefna stjórnvalda því færst úr því að vera byggð á módeli sem gerir ráð fyrir einni fyrirvinnu og öðrum uppalanda yfir í fjölskyldustefnu sem byggir á því að tveir einstaklingar sjái sameiginlega um uppeldi og fyrirvinnu. Heimir Hilmisson félagsráðgjafi segir þó að þegar komi að börnum sem eigi foreldra á tveimur stöðum séu lög og reglur enn í miklu ósamræmi við yfirlýsta fjölskyldustefnu stjórnvalda. Sumir feður þurfi, því miður, enn að kenna á gamaldags hugsunarhætti og vanþróuðu kerfi. Heimir, sem hefur rannsakað sérstaklega upplifun feðra, sem ekki búa með börnum sínum, af kerfinu og skrifaði mastersritgerð um efnið árið 2014, segir upplifun feðranna vera þá að kerfið geri ráð fyrir því að faðir barns greiði meðlag og að barn búi hjá móður, annað fyrirkomulag sé ekki í boði. Kerfið líti þannig enn á feður fyrst og fremst sem fyrirvinnur frekar en uppalendur. Feður enn séðir sem fyrirvinnur „Á meðan foreldrar búa enn saman er gerð krafa um að mæður og feður sinni börnunum sínum saman en um leið og foreldrar búa ekki saman og mæta til sýslumanns vegna sameiginlegs forræðis er enn þetta viðhorf um að móðirin eigi að hugsa um börnin en faðirinn eigi að vinna,“ segir Heimir. „Í rannsókn minni talaði ég við feður, sem áttu eitt til þrjú börn. Reynsla þeirra af því að fara til sýslumanns var sú að ekkert annað kæmi til greina en að lögheimili færi til móður og að faðir greiddi meðlag. Einnig var upplifun feðranna af þessum fundum sú að samtalinu væri einungis beint til móðurinnar og að þeir hefðu í raun ekkert erindi á fund sýslumanns.“ Heimir telur vandamálið felast í því að of mikil ábyrgð sé sett á herðar of fárra aðila sem sjaldnast séu sérfróðir um hag fjölskyldna. „Við erum með fulltrúa sýslumanna sem taka stórar ákvarðanir um líf barna. Þeir eru með fína lögfræðimenntun en hafa enga þekkingu á því hverjar þarfir barnanna eru, né af fjölskyldukerfum. Þessar ákvarðanir byggja yfirleitt á einu eða tveimur viðtölum við foreldra og oftast er búið að ákveða niðurstöðuna áður, án þess að skoða aðstæður almennilega og án þess að ræða við börnin. Málin eru hrein-
lega ekki skoðuð nægilega. Það vantar að fleiri komi að borðinu.“ „Rosalega sárt“ Umgengnisforeldrar, sem langoftast eru feður, og fjölskyldur þeirra eiga oft erfitt með að sækja rétt sinn eða koma fram opinberlega af ótta við að missa það litla samband sem þeir hafa. Fréttatíminn ræddi við föður sem hefur upplifað þennan ótta. Hann vill ekki koma fram undir nafni, svo við köllum hann Jón. Jón og barnsmóðir hans slitu samvistum þegar sonur þeirra var 6 ára og dóttir þeirra 3 ára. Þau deildu forræði en þar sem Jón hóf vinnu í öðru bæjarfélagi var ákveðið að börnin færu til hans þrjá daga aðra hverja viku. Síðan eru liðin fimm ár. „Þetta var ekki góður skilnaður því hún var í tygjum við annan mann þegar ég fór. Ég var með börnin í þrjá daga aðra hverja helgi en þar sem hún djammar mikið um helgar þá var engin fyrirstaða að fá börnin flestar helgar. En við héldum áfram að rífast því við erum svo ótrúlega ólík og höfum allt aðrar hugmyndir um það hvernig við eigum að ala börnin upp. Til dæmis gengur syni okkar illa í skóla og við kennarinn hans vorum sammála um að hann þyrfti hjálp en til að fá hjálp þarftu fyrst greiningu og barnsmóðir mín er ekki sátt við það. Hún vill bara sem minnst afskipti frá mér í öllum málum og allt sem ég sting upp finnst henni slæmt.“ „Hún er partídýr sem sinnir börnunum eftir sinni hentisemi. Ég hringdi í börnin á mánudagskvöldi í haust og þá voru þau ein heima að elda sér mat og þá komst ég að því að svoleiðis er það oft. Ég missti mig og ákvað að hringja í barnavernd og lögregluna. Eftir það sprakk allt og í dag má ég ekki hitta börnin.“ „Ég hef ekki séð þau síðan um jólin og sameiginlegt forræði hefur ekkert um það að segja. Nú bíð ég bara eftir að sonur minn verði unglingur og taki ákvörðun um það sjálfur að flytja til mín. Ég hreinlega treysti kerfinu ekki til að taka mig til greina í þessu máli því mín fyrrverandi hefur ekki skitið nóg upp á bak til að missa forræðið. Ég þori ekki að rugga bátnum og missa það lita samband sem ég hef. Ég sakna þeirra auðvitað rosalega. Það var alltaf ég sem las fyrir þau á kvöldin og eyddi með þeim tíma eftir vinnu. Auðvitað er þetta rosalega sárt.“ | hh
Spenntur fyrir föðurhlutverkinu Hugi Hlynsson verður faðir í næsta mánuði og segist spenntur að takast á við hlutverkið. Huga finnst foreldrahlutverkinu eiga að vera jafnt skipt milli föður og móður. „Þetta á að vera fullkomlega sameiginlegt ferli, hvort sem kemur að uppeldi eða öðru í umönnun barnsins. Auðvitað eru hlutir sem eru mér líffræðilega ómögulegir, eins og fæðingin og brjóstagjöf. Kannski finn ég leið til að gera annað í staðinn.“ Hugi segist sjálfur hafa verið alinn upp við mikið jafnrétti á heimilinu og eigi svipað náið samband við báða foreldra. „Ég sé föðurhlutverkið sem nýtt og spennandi verkefni og ef maður er ekki spenntur fyrir nýju verkefni gerir það manni bara erfiðara fyrir. Því fylgir mikil óvissa að verða faðir í fyrsta skipti. Ég býst við miklu og hröðu lærdómsferli.“ | sgþ
80%
karlmanna á Vesturlöndum verða feður Saga fæðingarorlofs
1946
Mæður fengu 3 mánaða leyfi frá vinnu og bætur sem voru háðar fjárhag eiginmanns væru þær giftar.
1954
Mæður hjá hinu opinbera fengu greitt fæðingarorlof í 3 mánuði.
Merrild 304
1975
Dökkbrennt malað kaffi
1980
Hentar sérstaklega vel ef þú vilt
mjólk í kaffið
Merrild MØRK er dökkbrennt malað kaffi úr 100% Arabica baunum. Lengri brennsla þýðir að baunirnar verða dekkri og braðeinkenni kaffisins fá tíma til að losna úr læðingi. Dökkbrennda kaffið hefur mikla fyllingu og snert af beiskju og því hentar það sérstaklega vel með mjólk.
Allar útivinnandi mæður fengu rétt á fæðingarorlofi í 3 mánuði og allar mæður sem höfðu verið skráðar í vinnu fyrir fæðingu fengu greitt þriggja mánaða fæðingarorlof eftir fæðingu barns.
Allar mæður fengu rétt á greiðslum frá ríkinu í 3 mánuði vegna barnsburðar og hægt var að úthluta einum mánuði til feðra.
1990
Fæðingarorlof mæðra lengt í 6 mánuði.
1998
Feður fengu rétt á tveggja vikna fæðingarorlofi.
2000
Orlofið varð þrískipt: móðir og faðir fengu þrjá mánuði hvor og svo aðra þrjá sem þau gátu skipt á milli sín.
2012
Frumvarp til laga um að lengja orlofið í 5 mánuði fyrir feður, 5 fyrir mæður og tvo sem þau geta skipt á milli sín.
Mynd | Rut
Skýrsla um alþjóðlegu rannsóknina Heilsa og lífskjör skólabarna kom út þann 14. mars síðastliðinn. Skýrslan er unnin á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og nær til 220 þúsund barna á aldrinum ellefu, þrettán og fimmtán ára í 42 löndum í Evrópu og Norður Ameríku. Háskólinn á Akureyri lagði spurningalista fyrir um tólf þúsund íslensk börn fjórða hvert ár frá aldamótum og reyndust íslensk ungmenni af báðum kynjum og í öllum þremur aldurshópunum meta samskipti sín við feður jákvæðari en börn í öðrum löndum. Árgangarnir sem rannsóknin nær til nú eru fyrstu árgangarnir sem nutu góðs af breytingu á foreldraorlofi sem jók rétt feðra. „Nýjar rannsóknarniðurstöður frá Ársæli Arnarsyni og hans samstarfsfólki sýna að íslensk börn eru í sérlega góðu sambandi við feður sína en mín gögn sýna að það er stærra bil á milli kynjanna þegar kemur að umönnun fjölskyldumeðlima en í nokkru öðru. Þannig að feður eiga nokkuð langt í land með að taka jafn mikila ábyrgð á börnum sínum og mæðurnar gera,“ segir Þóra Kristín Þórsdóttir, félagsfræðingur.
út að leika
hvernig sem viðrar
ÁRNASYNIR
Nýjar vörur frá didriksons komnar í verslanir útilífs
GLÆSIBÆ
KRINGLUNNI
SMÁRALIND
utilif.is
100% vatnshelt með Aquaseal. Pressuð fösun og náttúrulegri áferð en áður.
FYRIR 35 ÁRUM FUNDUM VIÐ UPP H A R Ð PA R K E T I Ð NÚ ENDURTÖKUM VIÐ LEIKINN
FréttAtíMiNN | HELGin 18. MArs–20. MArs 2016
50 | Okt. 2009 Manning er send til Írak, þar sem hún hefur aðgang að leynilegum gögnum Bandaríkjahers.
Okt. 2009
Nóv. 2009
Nóv. 2009 Manning hefur fyrst samband við WikiLeaks
Apríl 2010 WikiLeaks birtir hluta gagnanna frá Manning, meðal annars myndband úr herþyrlu Bandaríkjahers, þar sem óbreyttir borgarar eru skotnir niður. Apríl 2010
21. maí 2010
21. maí 2010 Manning trúir hakkaranum Adrian Lamo fyrir því að hún sé uppruni lekans. Lamo hefur samband við varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og vefsíðuna Wired.com.
29. maí 2010 Manning handtekin í Kúveit.
29. maí 2010 Mars 2011 Manning kærð í 22 liðum, meðal annars fyrir landráð.
Mars 2011
Ágúst 2013 Manning sakfelld fyrir njósnir, en sýknuð af kæru fyrir landráð. Dæmd í 35 ára fangelsi. Ágúst 2013
Apríl 2014
Apríl 2014 Bradley Manning fær nafni sínu löglega breytt í Chelsea Elizabeth Manning.
Ágúst 2015 Chelsea sökuð um brot á reglum herfangelsisins og hótað einangrunarvist. Brot voru meðal annarra sögð „misnotkun lyfja“ og „óleyfilegt lesefni“.
Febrúar 2015 Chelsea byrjar hormónameðferð í fangelsi.
Febrúar 2015
Mars 2015
Ágúst 2015
Mars 2015 Chelsea skrifar sinn fyrsta pistil fyrir Guardian úr fangelsi.
Chelsea Manning – hetja eða landráðakona? BÓKIN SEM LAGÐI GRUNNINN AÐ 5:2-LÍFSSTÍLNUM
Chelsea Manning heldur áfram að berjast fyrir tjáningarfrelsi úr fangelsi, sex árum eftir að hún ljóstraði upp um stríðsglæpi Bandaríkjahers í Írak. Hún hóf nýlega hormónameðferð í fangelsi og skrifar pistla úr fangelsinu um stöðu sína sem transkona í karlafangelsi. Á tíma lekans, sem kom Chelsea í fangelsi, starfaði hún sem forritari hersins í Bagdad. Hún var óhamingjusöm í hernum, var transkona og gat ekki deilt þeirri vitneskju með félögum sínum þar. Í gegnum starfið komst Chelsea yfir skjöl og myndskeið sem sönnuðu pyntingar Bandaríkjahers á fólki og morð þeirra á saklausum borgurum. Hún ákvað að bandaríska þjóðin ætti rétt á að vita hvað herinn væri að gera, og lak gögnunum til WikiLeaks. Um mánuði síðar trúði hún hakkaranum Adrian Lamo fyrir að hún væri ábyrg fyrir lekanum, tíu dögum síðar var hún handtekin og sett í einangrun. Þrátt fyrir að mannréttindasamtök krefðust þess að Manning yrði látin laus og fjölmargir hafi hampað henni sem hetju fyrir að upplýsa almenning, var hún dæmd í 35 ára fangelsi. Gagnalekinn kom hernum illa, og oft hafa borist fréttir af illri meðferð
á Manning í fangelsi og að hún hafi verið sett í óréttmæta einangrun. Chelsea hefur barist fyrir að fá að láta hár sitt vaxa og að verða flutt í kvenfangelsi, en því hefur ætíð verið hafnað. Í haust var Chelsea sögð hafa brotið reglur herfangelsisins með lestri bannaðs efnis og misnotkun lyfja. Lesefnið óæskilega var ævisaga Malölu Yousafzai og tímarit með transkonunni Caitlyn Jenner á forsíðunni. Lyfið var túpa af útrunnu tannkremi. Refsingin sem Chelsea mátti eiga von á var um 30 dagar í einangrun. 100 þúsund manns skrifuðu undir lista og kröfðust þess að Chelsea slyppi við einangun. Í kjölfarið var hætt við og í staðinn var Chelsea meinaður aðgangur að bókasafni og annarri tómstundaiðkun í 21 dag. Margir héldu fram að kæran hafi ekki snúist um útrunnið tannkrem heldur verið tilraun til að þagga niðri í Chelsea. Hún er virk á Twitter undir nafninu @xychelsea auk þess sem hún skrifar reglulega greinar fyrir The Guardian. Greinarnar fjalla um allt frá herglæpum Bandaríkjahers til lífs hennar sem trans kona í fangelsi. Rödd Chelsea heldur henni frá því að gleymast almenningi. Í bréfi til stuðningsmanna sinnar skrifaði hún: „Ég er minnt á að ég er til fyrir fólki utan þessara rimla.“ -sgþ
„How Chelsea sees herself“ – teikning eftir Aliciu Neal unnin í samstarfi við Chelsea. Á myndinni er Chelsea eins og hún vildi vera, væri henni leyft að láta hár sitt vaxa.
„Ég vil að fólk sjái sannleikann… því án upplýsinga, getur almenningur ekki tekið upplýstar ákvarðanir.“ Chelsea Manning
25% afsláttur af Solaray bætiefnum í mars. Bætiefni sem næringarþerapistar mæla með.
TURMERIK - EIN Á DAG
2.
PRENTUN KOMIN! www.lyfogheilsa.is w w w. f o rl a g i d . i s | B ó k a b ú ð Fo rl a g s i n s | F i s k i s l ó ð 3 9
STEINEFNA BLANDA
NAUÐSYNLEGAR OLÍUR
MJÓLKURÞISTILL OG DANDELION
fr
MYNDGÆÐIN FULLKOMNA UPPLIFUNINA
ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR AF SONY SJÓNVÖRPUM
5 ÁRA ÁBYRG Ð
BLU-RAY SPILARI FYLGIR ÖLLUM SJÓNVARPSTÆKJUM
NÝHERJI
|
BORGARTÚNI 37 - 105 REYKJAVÍK - 569 7700
|
KAUPANGI AKUREYRI - 569 7645
|
netverslun.is
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
52 |
Heimili & hönnun
Bræðir þig
Níunda plánetan komin í Epal Postulína kynnti nýja leirvasa til leiks á HönnunarMars í ár, 9. Innblástur var sóttur í hugmyndir um hina nýuppgötvuðu níundu plánetu. Vasarnir tóna vel við hangandi blómapottana Draumur um vor sem hafa verið afar vinsælir frá því þeir fóru í framleiðslu árið 2014 en segja má að vasarnir
séu sjálfstætt framhald pottanna. Þeir eru nú komnir í sölu í Epal. Postulína er samstarfsverkefni Guðbjargar Káradóttur leirkerasmiðs og Ólafar Jakobínu Ernudóttur hönnuðar. Þær hafa vakið athygli innan lands sem utan með verkefni á borð við matarstellið Jöklu, snjóhálsmenin og jólatrén.
Hannaði vöggu fyrir son sinn Sverrir Þór Viðarsson innanhússarkitekt sýndi skemmtilega vöggu á HönnunarMars. „Ég hannaði vögguna fyrir son minn fyrir sex árum. Markmiðið var upphaflega að hanna klassískan hlut sem gæti verið í notkun innan fjölskyldunnar fyrir komandi kynslóðir. Ég breytti vöggunni svo aðeins og bætti fyrir sýninguna nú á HönnunarMars,“ segir Sverrir Þór Viðarsson innanhússarkitekt. Sverrir var einn hönnuða sem tóku þátt í HönnunarMars á dögunum. Hann sýndi barnavöggu á sýningu í Epal. Vaggan er gerð úr eik og sprautulökkuðum MDF-plötum. Hún er á hjólum og að sögn hönnuðarins er auðvelt að setja hana saman og taka í sundur til að koma fyrir í geymslu. „Ég fékk mjög jákvæð og góð viðbrögð á sýningunni. Það voru til dæmis margar konur sem komu til mín og sögðust vilja óska þess að þær væru óléttar svo þær gætu keypt af mér vöggu,“ segir Sverrir. Hann segir að engin áform séu uppi um fjöldaframleiðslu á vöggunni en áhugasamir geti þó haft samband við sig í gegnum netfangið sverrirvidars@gmail.com. Sverrir er menntaður innanhússarkitekt frá ISAD í Mílanó. Hann útskrifaðist árið 2008 og hefur síðan tekið að sér ýmis verkefni á sviði arkitektúrs og hönnunar. Sverrir kom nýverið að byggingu leikskóla í Neskaupstað þar sem hann sá um allar innréttingar og vinnu sem sneri að innviðum hússins. Síðustu ár hefur hann hannað hillur og ýmsar lausnir fyrir heimili en vaggan er frum frumraun hans í húsgagnasmíði.
Myndir | Rut
Sverrir Þór Viðarsson innanhússarkitekt hannaði vöggu fyrir son sinn fyrir sex árum. Hann betrum betrumbætti hana á dögunum og sýndi á HönnunarMars.
JÓNSSON & LE’MACKS
•
jl.is
•
SÍA
Það voru til dæmis margar konur sem komu til mín og sögðust vilja óska þess að þær væru óléttar svo þær gætu keypt af mér vöggu. Koparáhöld eru ekki bara snotur. Kopar hefur óviðjafnanlega leiðni, dreifir varma haganlega og dregur fram seiðandi bragð. De Buyer hefur búið til eldhúsamboð frá 1830 og þar á bæ vita menn að koparpottarnir þeirra eru pottþétt meistaraverk. Þess vegna lofa þeir lífstíðarábyrgð.
laugavegi 47
www.kokka.is
kokka@kokka.is
Vaggan er á hjólum og gerð úr eik og sprautulökkuðum MDF-plötum. Auðvelt er að setja hana saman og taka í sundur fyrir geymslu.
FERMING 2016
Planteplaneter | Plant Planets
NÝTT MERKI
NÝTT NÝ SENDING
www.hrim.is KRINGLUNNI - S: 553-0500 LAUGAVEGI 25 - S: 553-3003
LAUGAVEGI 32 - S: 553-2002
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
54 |
Fermingar
Fermingargjafir geta verið af öllum stærðum og gerðum Gestir í fermingarveislum ættu að kynna sér áhugamál fermingarbarnsins eða hringja í foreldra þess svo gjöfin nýtist vel.
Mörgum unglingum finnst gott að hafa fallegt í kringum sig. Þeim er hægt að gefa rúmföt, listaverk, lampa eða annað punt í herbergið.
Það er tilvalið að gefa fermingarbarninu eitthvað sem hjálpar því í sínum tómstundum.
Upplifanir eru góð gjöf. T.d. gjafakort á skemmtilegt námskeið.
Þegar kemur að því að kaupa fermingargjöf er það fyrsta sem verður að gera að setja sig í spor fermingarbarnsins. Hver eru áhugamál þess? Hefur það áhuga á hönnun? Vantar barnið eitthvað? Það er alls ekki óviðeigandi að hringja í foreldra eða systkini barnsins til þess að athuga hvað er á óskalistanum. Það er í raun mikið betra en að kaupa eitthvað sem mun hugsanlega daga uppi ónotað. Það er nefnilega þannig að börn í dag eiga mörg hver allflest það sem fólki gæti dottið í hug að gefa. En í öllu falli er verslun á Íslandi orðin þannig að hægt er að fá fallegar gjafir handa fermingarbarninu í öllum verðflokkum og það ætti að vera hægðarleikur að finna gjöf sem gleður og er í takt við tíðarandann.
En í öllu falli er verslun á Íslandi orðin þannig að hægt er að fá fallegar gjafir handa fermingarbarninu í öllum verðflokkum.
þessar gjafir að verða algengari á ný. Þó að svona gjafir henti ekki öllum börnum eru önnur sem njóta þess að hafa fallegt í kringum sig. Lampi – fallegur náttborðslampi eða standlampi getur verið frábær gjöf og vel þegin. Punt – kertastjakar, styttur eða listaverk gætu verið ákjósanlegur kostur. Rúmföt eða rúmteppi Það er hægt að fá falleg rúmföt af öllum gerðum í dag. Það er óskaplega gaman að eiga gerðarleg rúmföt eða rúmteppi og svo er víða hægt að fá falleg púðaver. Skart Úrvalið af skarti er orðið afar fjölbreytt hér á landi. Við eigum ótrúlega marga færa gullsmiði og skartgripahönnuði og það er hægt að fá fallegt skart sem hentar börnum á fermingaraldri á mjög breiðu verðbili. Úr eru líka góð gjöf og þau er einnig hægt að fá í öllum verðflokkum.
Í herbergið
Hvað ætlar þú að verða, væni?
Eitt sinn fengu fermingarbörn vanalega eitthvað sem þau áttu að nýta „í búið“ í fermingargjöf; hansahillur, kommóðu eða skenk. Þetta hefur verið á undanhaldi en með auknu úrvali af alls kyns fallegum innanstokksmunum eru
Sum börn sýna snemma tilhneigingu í einhverja átt varðandi það sem þau hyggjast starfa við í framtíðinni. Það er um að gera að leyfa þeim að kanna þetta til hlítar og gefa þeim eitthvað sem tengist viðfangsefninu. Þetta getur ver-
ið teikniborð, fuglabók, smásjá, stjörnukíkir – eða jafnvel bara forrit eins og photoshop. Áhugamálið Mörg börn stunda eitthvert áhugamál eða tómstundir af ákafa. Þá er um að gera að gefa þeim eitthvað sem hentar því. Til að mynda nýjan hjálm, taum eða hanska í hestamennskuna, áttavita, eitthvað varðandi tónlistaráhugann, nýja dansskó eða fótboltatreyju. Upplifanir Hefur barnið sýnt áhuga á ljósmyndun? Eða klifri? Myndlist kannski? Matreiðslu? Upplifanir og lífsreynsla eru verulega skemmtilegar gjafir. Það er hægt að kaupa gjafakort á ýmis konar námskeið, allt eftir smekk fermingarbarnsins – eða bara miða í leikhús eða bíókort!
Fermingarpakkar sem slá í gegn gn Hagkvæm fartölva
Sveigjanleg far- og spjaldtölva
Lé og falleg fartölva
Verð: 69.990 kr.
Verð: 189.990 kr.
Verð: 149.990 kr.
Dell Inspiron 3551
Dell Inspiron 7359 - i5 Skylake
Frábær hljómur Jabra Move þráðlaus
Fyrir tölvuleiki og tónlist
Verð: 18.990 kr.
HyperX Cloud II
Verð: 18.990 kr.
Lé ur og flo ur
advania.is/fermingar Guðrúnartúni 10, Reykjavík og Tryggvabraut 10, Akureyri Opið mánudaga til föstudaga frá 8 til 17
Dell Inspiron 5559 - Touch i5 Skylake
Canvas leður bakpoki
Verð: 12.990 kr.
FERMINGARLEIKUR LÍN DESIGN MIÐAR Á JUSTIN BIEBER SKRÁÐU FERMINGARBARNIÐ
100% DÚNSÆNG FYRIR FERMINGARBARNIÐ Léttar og hlýjar dúnsængur fyrir fermingarbarnið. Eingöngu 100% náttúruleg efni, dúnn og bómull. Allur dúnn er hitahreinsaður án kemískra efna.
100% DÚNN / 790G DÚNN 140x200 Verð nú 23.994 kr Verð áður 39.990 kr
Klifurrós Verð nú 7.990 kr Verð áður 13.490 kr
Friður Verð nú 8.990 kr Verð áður 12.980 kr
Áttablaðarós Verð nú 9.990 kr Verð áður 12.980 kr
Krummi Verð nú 9.990 kr Verð áður 12.980 kr
Tré lífsins Verð nú 9.990 kr Verð áður 14.990 kr
Lambagras Verð nú 9.990 kr Verð áður 14.990 kr
Blómahaf Verð nú 7.990 kr Verð áður 15.490 kr
Fálki Verð nú 8.990 kr Verð áður 13.490 kr
15 GERÐIR AF RÚMFÖTUM Á TILBOÐI SJÁÐU ÚRVALIÐ Á LINDESIGN.IS
NÚ FYLGJA TVEIR MIÐAR Í LAUGARÁRSBÍÓ Á MYNDIRNAR THE BOSS EÐA THE HUNTSMAN ÖLLUM SELDUM RÚMFÖTUM OG DÚNSÆNGUM Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST
LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
56 |
Matartíminn
Páskaskankar Ylfu Súpan er fullelduð og aðeins þarf að hita hana upp
Við notum ekki MSG í súpuna okkar. Hún fæst í öllum helstu matvöruverslunum og stórmörkuðum landsins.
Ylfa Helgadóttir á veitinga staðnum Kopar leggur til nýstárlega útfærslu á páskalambinu í ár en þó fá ákveðnir grunnþættir að halda sér.
„Ég er mjög spennt fyrir því að eyða páskunum með fjölskyldunni. Ég fæ að vísu ekki að vera með manninum mínum því hann er að vinna en ég fæ að vera með öllum hinum. Þetta eru góðar stundir sem maður fær ekki nógu oft,“ segir Ylfa Helgadóttir, matreiðslumaður og einn eigenda veitingastaðarins Kopar. Kopar fagnar þriggja ára afmæli í maí og hefur notið mikilla vinsælda. „Já, við njótum mikils meðbyrs. Þarna við höfnina hefur myndast veitingaþorp í útjaðri miðbæjarins og viðtökurnar hafa verið frábærar,“ segir Ylfa sem gaf sér tíma til að setja saman girnilega uppskrift að páskalambinu í ár. Það er nokkuð óvenjulegt, kjöt af skönkum borið fram í heimatilbúnu flatbrauði. Meðlætið er þó hefðbundið og helst úr dós, eins og Ylfa orðar það sjálf.
Ylfa Helgadóttir á veitingastaðnum Kopar færir okkur girnilega uppskrift að páskalambi.
Mynd | Rut
„Stundum er gaman að gera smá tilbreytingu á hefðum. Þegar hefðin er mikil þá eru breytingar vandmeðfarnar. Þessi uppskrift felur í sér tilbreytingu á páskamatnum sem nær samt að innihalda flesta þá þætti sem okkur þykir svo vænt um að fá með páskalærinu,“ segir Ylfa. „Í minni fjölskyldu var barist
um skankabitann, enda af mörgum talið besta kjötið. Bragðmikið og safaríkt, sérstaklega þegar það er eldað af nærgætni. Margar fjölskyldur þekkja að borða fajitas eða tacos og hér er útfærsla af íslensku páska fajitas með heimagerðu flatbrauði, rauðkáli og grænum baunum og svo framvegis.“
Brasseraðir lambaskankar með púrtvínssveppasósu og heimagerðu flatbrauði Borið fram með rauðkáli, grænum og gulum baunum. 3. Stráið salti og pipar yfir skankana og nuddið þeim upp úr smá smjörklípu. 4. Setjið inn í ofn á 150°C í 40 mín. Hellið þá einum lítra af vatni í formið og eldið áfram á 130°C í um 1 klukkutíma og 20 mín. 5. Takið út úr ofni og berið fram.
Árstíðabundnar vörur sem hafa slegið í gegn
Fyrir 4 - 6 4 lambaskankar ferskt timian 16 hvítlauksgeirar smjörklípa salt og pipar
Tilvalið í veisluna eða á hlaðborðið.
1 laukur 2 hvítlauksgeirar 1,5 dl púrtvín 1 pk sveppir –Flúða- eða kastaníusveppir 2,5 dl rjómi 2 msk rjómaostur (ef vill) 1-2 tsk salt svartur pipar Aðferð: 1. Skerið laukinn og hvítlaukinn smátt og svitið á pönnu í smá olíu. 2. Skerið sveppina í báta og steikið með lauknum.
Flatbrauð 5 dl hveiti ½ tsk salt 2 dl mjólk 60 g smjör ólívuolía / hvítlauksolía Aðferð: 1. Setjið smjör og mjólk í pott og hitið þar til smjör bráðnar. 2. Blandið hveiti og salti saman í skál og hellið mjólkurblöndu yfir. 3. Hrærið deigið saman með sleif og hnoðið þar til hefur myndast ein heild. 4. Skiptið deiginu upp í litlar kúlur og fletjið þær út þar til ca. 2-3 mm þykkar. 5. Steikið á stórri pönnu, með smá olíu. Tekur um 1 mín á hvorri hlið, en það fer samt eftir pönnum og eldavélum.
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 5 – 0 5 9 0
Fást í öllum helstu matvöruverslunum og í fiskborði stórmarkaðanna.
Aðferð: 1. Raðið skönkunum í ofnfast mót og skerið 4 djúp göt í hvern skanka, beint inn í kjötið, um sentímetra djúpt með litlum hnífi. 2. Stingið hvítlauksgeirunum inn í kjötið og bindið timianið utan um með snæri.
Púrtvíns sveppasósa
3. Hellið púrtvíni út á og leyfið að sjóða niður um helming eða í ca. 2 mín. 4. Hellið rjóma út á og sjóðið niður þar til þykknar. 5. Bætið rjómaostinum út í, ef vill. 6. Saltið og piprið! Ath. smakka vel til, salt og pipar er mjög mikilvægur þáttur í þessari sósu.
á PÁSKAÞRENNAP
Pá
ÚR DÖLUNUM
Úrval af mildum og ómótstæðilegum ostum á veisluborðið. Dala-Auður, Dala-Kastali og Dala-Camembert fullkomna veisluna.
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
|57 ASA HÁLSMEN
9.700 kr.
Pottþéttur páskabröns Páskarnir eru frábær tími til þess að eyða með fjölskyldunni, stunda útiveru og síðast en ekki síst borða góðan mat. Páskalambið er klassískt og svo er það auðvitað páskaeggið sjálft. Það er líka mjög gaman að halda líflegan bröns um páskana. Ekki endilega á páskadag þegar allir eru pakkaðir af páskaeggjum heldur er laugardagurinn fyrir páskadag til að mynda góður kostur. Þá má leggja áherslu á eggin til þess að halda í þemað og gera eggjahræru, „poached“ egg, „french toast“, eggjabúðing og hvað sem hugurinn girnist. Síðan má skreyta borðið með litlum súkkulaðieggjum og kaupa páskaegg númer eitt og setja á hvern disk og lesa upp málshættina hvert fyrir annað. Svo er um að gera að skreyta með lifandi blómum og nota hugmyndaflugið til þess að gera borðið að sannkallaðri páskasprengju.
ASA HRINGUR
9.700 kr. ASA LOKKAR
Fallegar fermingargjafir – fyrir stelpur ÍSLENSKA/SIA.IS/NAT 79061 03/16
ÍSLENSKA/SIA.IS/NAT 78805 03/16
9.800 kr.
Fossil Riley
30.800 kr.
Skagen Ditte
36.100 kr.
Daniel Wellington Sheffield
Frá 23.500 kr.
Casio Retro
12.000 kr.
Kíktu á úrvalið í vefversluninni á michelsen.is/fermingar
Laugavegi 15 - 101 Reykjavík Sími 511 1900 - www.michelsen.is
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
58 |
Kynningar | Heilsutíminn
AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Betri einbeiting og jafnari orka laus við flensuna og veikindin með marine og noni. Unnið í samstarfi við Balsam
S
Svandís Birkisdóttir, eigandi Orkusetursins.
vandís Birkisdóttir, eigandi Orkusetursins, hefur mjög góða reynslu af bæði marine sjávarþörungnum og noni ávextinum. marine byrjaði hún að taka í september síðastliðnum og hefur tekið inn sleitulaust síðan. „Áður var hugurinn alltaf á fleygiferð, ég hugsaði um of marga hluti í einu. Ég átti það til að fara fram úr sjálfri mér og orkan var alltaf of mikil eða of lítil. núna er orkan mun jafnari og ég finn sérstaklega mun á einbeitingunni, hún er margfalt betri,“ segir svandís. Flensueinkennin hurfu svandís hefur einnig góða reynslu af noni sem hún tekur alltaf inn á þeim tíma sem flensur gera vart við sig. „ef ég gríp flensu þá gríp ég hana illa, þannig hef ég alltaf verið. Ég ákvað að prófa noni fyrir um ári þegar ég byrjaði að finna fyrir flensueinkennum og daginn eftir voru einkennin nánast horfin. síðan hef ég alltaf tekið inn noni þegar ég veit að það eru flensur í kringum mig og hef ekki enn orðið veik.“ Meiri orka með barnabörnunum „Umfram allt hjálpa noni og marine mér að styrkja ónæmiskerfið og halda mér hraustri í gegnum daginn,“ segir svandís. Bestu stundirnar hennar eru þegar
Ofurfæðan Noni
„Ef ég gríp flensu þá gríp ég hana illa, þannig hef ég alltaf verið. Ég ákvað að prófa Noni fyrir um ári þegar ég byrjaði að finna fyrir flensueinkennum og daginn eftir voru einkennin nánast horfin.“
noni heilsuávöxturinn kemur frá Kyrrahafseyjum og flokkast sem ofurfæða vegna hversu einstaklega næringarríkur hann er. Hann inniheldur um 150 þekkt næringarefni sem líkaminn þarf til vaxtar, viðhalds og heilsu. noni er auðugur af a, B, C og e-vítamínum, járni, kalki, kalíum, sinki og inniheldur lífsnauðsynlegar amínósýrur. Flensu- og veikindabani noni oni frá natural Health labs styrkir ónæmis- og varnarkerfi líkamans sérstaklega vel, auk þess sem hann er talinn bakteríudrepandi. Hann hefur löngum verið þekktur sem öflug flensuvörn og indabani. veikinda bani. Þá er oni þekktur fyrir noni að auka vellíðan þar sem hann ríkari af pro-xeroníni en aðrir ávextir sem styður við myndun seratóníns í heila.
Marine –sjávarþörungar sem styrkja líkamann
hún nær að eyða tíma með ömmubörnunum sínum þremur en þau eru miklir orkuboltar. „eftir að ég hóf inntöku marine er orkan til þess að leika við þau margfalt meiri. Ég get hamast með þeim allan daginn!“
til ir rs ild a G .m 26
1 kr.
ÞAÐ ERU KRÓNUDAGAR
marine Phytoplankton með spirulina og chlorella frá natural Health labs er talin ein hreinasta næring sem völ er á og er ein næringarríkasta ofurfæða jarðar. marine er öflug blanda af sjávarog ferskvatnsþörungum sem eykur orku, úthald og einbeitingu auk þess sem hún kemur auknu jafnvægi á líkama og sál. marine er ein næringaríkasta ofurfæða jarðar, samkvæmt David Wolfe heilsusérfræðingi og voru þörungarnir taldir meðal mikilvægastu lífvera jarðar af nasa árið 2014. Öflug vörn gegn flensu og kvefpestum marine Phytoplankton styrkir varnir líkamans og er öflug vörn gegn ýmsum bakteríum, flensu og kvefpestum. Þörungarnir innihalda náttúrulega uppsprettu af öllum næringarefnum sem líkaminn þarfnast og styðja við eðlilega starfsemi hans. Þörungarnir innihalda sérstaklega áhrifaríkar Omega 3 og 6 fitusýrur, lífsnauðsynlegar amínósýrur, alla vítamín flóruna, auk 72 mismunandi steinefna.
Valdar SELESTE umgjarðir á aðeins 1 kr. við kaup á glerjum! Tveggja ára ábyrgð á umgjörðum og frí gleraugnatrygging fylgir með.
SÍMI 5 700 900
1 kr.
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.
Margverðlaunað hnetusmjör Ljúffengt, próteinríkt hnetusmjör - Náttúruleg orka í krukku
Segðu halló Fæst í Krónunni, Nettó, Fjarðarkaup og Heilsuvöruverslunum
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
|59
Kynningar | Heilsutíminn
AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Íris Ásmundardóttir ballerína er mjög hraust, sjaldan þreytt og með góða einbeitingu.
Styrkir ónæmiskerfið og meltinguna Hreysti og betri einbeiting fyrir tilstuðlan Bio-Kult. Unnið í samstarfi við Icecare
Í
ris Ásmundardóttir er á fullu í framhaldskólanámi og æfir ballett í rúmlega tuttugu klukkustundir á viku ásamt því að vinna sem aðstoðarkennari í ballett fyrir þau sem eru að taka fyrstu sporin. „Þegar ég lærði að stærsti hluti ónæmiskerfisins væri í meltingarfærunum ákvað ég að gera eins vel og ég gæti til að styðja við og halda þeim í sem bestu standi. Ég ætla mér langt í ballettinum og mér hefur undanfarin tvö ár hlotnast
sá heiður að fá að stunda nám við sumarskóla Boston Ballet ásamt því að hafa tekið tíma bæði í steps on Broadway og í london. Til þess að geta stundað þetta allt saman af fullum krafti tek ég Bio-Kult á hverjum degi til að styrkja ónæmiskerfið og koma í veg fyrir að ég fái allskonar umgangspestir sem ég má ekkert vera að því að eyða tímanum í,“ segir Íris. Henni finnst Bio-Kult gera sér gott samhliða heilsusamlegu mataræði. „Ég er allavega mjög hraust, sjaldan þreytt, með góða
einbeitingu og hlakka nær undantekningarlaust að takast á við verkefni dagsins.“
svo sem munnangur, fæðuóþol, pirringur og skapsveiflur, þreyta, brjóstsviði, verkir í liðum, mígreni eða ýmis húðvandamál. Bio-Kult Original er einnig öflug blanda af vinveittum gerlum sem styrkja þarmaflóruna. Bio-Kult Candéa og Bio-Kult Original henta vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður og börn. Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota vörurnar. mælt er með BioKult í bókinni meltingarvegurinn og geðheilsa eftir Dr. natasha Campbell-mcBride.
Bio-Kult fyrir alla innihald Bio-Kult Candéa-hylkjanna er öflug blanda af vinveittum gerlum ásamt hvítlauk og grape seed extract. Bio-Kult Candéa hylkin virka sem vörn gegn candida-sveppasýkingu í meltingarvegi kvenna og karla og sem vörn gegn sveppasýkingu á viðkvæmum svæðum hjá konum. Candida-sveppasýking getur komið fram með ólíkum hætti hjá fólki
Mæðgurnar Íris og Margrét Alice mæla með Bio Kult gerlunum
Bio-Kult Original og Bio-Kult Candéa innihalda öfluga blöndu vinveittra gerla sem styrkja þarmaflóruna.
Unnið í samstarfi við Icecare
M
argrét alice Birgisdóttir heilsumarkþjálfi mælir alltaf með því við viðskiptavini sína í upphafi þjálfunar að þeir hafi meltinguna í góðu lagi. „meltingarstarfsemi er mitt hjartans mál og mér finnst sérstaklega mikilvægt að meltingarfærin starfi eins og þau eiga að gera. ef bakteríuflóra líkamans er í ójafnvægi starfar líkaminn ekki eins og hann á að gera. Upptaka næringar, niðurbrot fæðu og stór hluti ónæmiskerfis okkar eru háð því að við viðhöldum þessum aðstoðarher baktería. Bio Kult hefur reynst afar vel til að bæta starfsemi meltingarinnar.“ Laus við sjúkdómseinkenni sjálf greindist margrét með Colitis Ulcerosa eða sáraristilbólgu fyrir fjórtán árum. „Í dag er ég lyfja- og einkennalaus og hef verið það að mestu til margra ára. Ég er sannfærð um að bakteríurnar sem ég hef tekið í gegnum tíðina samhliða jákvæðum breytingum á lífsstíl hafi sitt að segja varðandi það hversu vel mér gengur.“ ef litið er til matarvenja þá hafa flest lönd ákveðna rétti sem innhalda gerjaðan mat eða eru til þess fallnir að viðhalda náttúrlegri bakteríuflóru líkamans. „Fyrir þá sem ekki borða slíkan mat eru bakteríur í hylkjum það sem kemur næst. Ég mæli heilshugar með Bio-Kult, bæði Candéa með hvítlauk og greip fræjum til að halda einkennum niðri, og með Bio-Kult Original til að viðhalda batanum. Báðar tegundir hafa reynst mér vel,“ segir margrét alice. Bio-Kult Candéa-hylkin geta virkað sem öflug vörn gegn candida-sveppasýkingu en hún getur komið fram með ólíkum hætti hjá fólki, til dæmis sem munnangur, fæðuóþol, pirringur og skapsveiflur, þreyta, brjóstsviði, verkir í liðum, mígreni eða ýmis húðvandamál. Betri líðan með Bio-Kult margrét Kaldalóns fann mikinn mun á meltingunni eftir að hún byrjaði að taka inn Bio-Kult Original hylkin. Hún hefur starfað í heilsugeir-
BIO-KULT CANDÉA
BIO-KULT ORIGINAL
inniheldur blöndu af vinveittum gerlum ásamt hvítlauk og grape seed extract.
inniheldur blöndu af vinveittum gerlum sem styrkja þarmaflóruna.
Öflug vörn gegn Candida sveppi í meltingarvegi.
Hentar vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður, sem og börn.
Öflug vörn fyrir viðkvæm svæði hjá konum.
Þarf ekki að geyma í kæli.
Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota BioKult.
Hentar vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður, sem og börn.
mælt er með Bio-Kult í bókinni meltingarvegurinn og geðheilsa eftir Dr. natasha Campbell-mcBride.
Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota Bio-Kult. mælt er með að taka 2 hylki á dag.
Bio-Kult Original og Bio-Kult Candéa innihalda öfluga blöndu vinveittra gerla sem styrkja þarmaflóruna.
Margrét Kaldalóns fann oft til óþæginda í meltingu eftir máltíðir en líður mun betur eftir að hún byrjaði að taka inn Bio-Kult Original hylkin.
anum í 30 ár og því kynnst mörgum tegundum fæðubótarefna og mjólkursýrugerla. „Ég veit það af reynslunni að mjög margir þjást af meltingarvandamálum. Það eru ýmsar tegundir mjólkursýrugerla á markaði sem lifa magasýrurnar ekki af og ná því ekki að virka sem skyldi. Í mínum störfum hef ég prófað margar tegundir af mjólkursýrugerlum og finn að Bio-Kult gerlarnir henta mér best,“ segir margrét. Áður fyrr var margrét mjög viðkvæm fyrir ýmsum fæðutegundum og fann oft til óþæginda eftir máltíðir. „Oft leið mér eins og ég væri með þyngsli í maganum. eftir
„Ég mæli heilshugar með Bio-Kult, bæði Candéa með hvítlauk og greip fræjum til að halda einkennum niðri, og með Bio-Kult Original til að viðhalda batanum.“ Margrét Alice Birgisdóttir
Margrét Alice heilsumarkþjálfi segir að mikilvægt sé að hafa meltinguna í góðu lagi. Hún mælir heilshugar með meltingargerlunum frá Bio-Kult.
að ég byrjaði að taka Bio-Kult gerlana inn hef ég fundið mestan mun á líðaninni í smáþörmunum því ég var mjög viðkvæm í þeim áður. Ég tek inn fjögur hylki á dag og finnst henta best að taka þau með mat. Venjulegur skammtur er tvö hylki en mér finnst betra að taka aukalega. Ég er sérlega ánægð með Bio-Kult gerlana því að þeir hafa hjálpað mér og meltingin hefur lagast til mikilla muna.“ Bio-Kult er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaða. nánari upplýsingar má nálgast á www.icecare.is
komnar komnaraftur aftur
*leggings *leggings háar háarí í 20% afsláttur afsláttur RUGL BOTNVERÐ Loksins Loksins Loksins Loksins20% Kynningar | Tíska Tunika kr. 4900 mittinu mittinu af aföllum öllum vörum vörum Peysur, jakkar, tunikur, kjólar og margt fl. komnar komnar aftur aftur omnar komnaraftur aftur
til 17.júní júní góð verð *leggings *leggings háarí- 5.000 í Mjög *leggings *leggingsháar háar í til í 17. Verð frá háar 1.000 kr.þjónusta og Ekkert hærra en 5.000 kr mittinu mittinu mittinu mittinu
kr. kr.5500 5500. . Túnika Túnika
60 |
fréttatíminn | HelGiN 18. marS–20. marS 2016
Blómamynstrið heldur velli
Blómamynstur af öllu tagi hafa verið ótrúlega vinsæl undanfarin misseri. Miðað Mikið úrval Nú er bara að hlaupa og kaupa. við fyrstu fréttir af tísku næsta hausts og vetrar 280cm Frábær Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur, munu blómin halda velli og jafnvel bæta enn í og verða góð góð þjónusta þjónusta fjölbreyttari. Á tískuvikunni í París nú í mars mátti sjá Frábær Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur, ábær Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur, 98cm 280cm mikið af kjólum, pilsum og góðgóð þjónusta þjónusta góðgóð þjónusta þjónusta jafnvel skóm með róman98cm tísku blómamynstri sem Tökum Tökum uppupp nýjar nýjar vörur vörur daglega daglega verða það heitasta haustið og veturinn 2016/17.
kr.kr. 3000 3000
5500. . kr.kr.5500 5500. . kr.kr.5500
Tískuvöruverslun fyrir konur
Bláu Bláu húsin Faxafeni Faxafeni · S.· 588 S. 588 4499 4499 ∙ Opið ∙ vörur Opið mán.mán.fös.fös. 12-18 12-18 ∙ laug. ∙ laug. 11-16 11-16 Tökum Tökum upp upp nýjar nýjar vörur daglega daglega Tökum Tökum upphúsin upp nýjarnýjar vörur vörur daglega daglega
Bláu Bláu húsin húsin Faxafeni Faxafeni ·588 588 4499 ∙ Opið ∙ Opið mán.mán.fös.fös. ∙ laug. ∙ laug. 11-16 11-16 húsin Faxafeni | ·S.S. 588 4499 | 11-16 Opið mán.-fös. | 11-18 |12-18 lau.12-18 11-16 húsin áu húsin Faxafeni Faxafeni · S. ·588 S. 588 44994499 ∙ Bláu Opið ∙ Opið mán.mán.fös. fös. 12-18 12-18 ∙S.laug. ∙4499 laug. 11-16
Hippalegir skór frá Rochas. Meira að segja pallurinn var alsettur blómum
Hugo woman extreme frá Hugo Boss Nýr og ferskur ilmur fyrir konur. Topptónar eru frískandi bersaber ásamt votti af rauðgresi frá Himalajafjöllunum. Hjartað ilmar af sambac jasmínu ásamt svörtu tei. Grunntónar anga af austurlenskum osmanthus blómum.
Fjölmargar leikkonur mættu í blómakjól á síðustu Óskarsverðlaunahátíð. Þeirra á meðal Amy Poehler sem mætti í þessum blóma- og fiðrildakjól sem var afar fagur en féll ekki í kramið hjá öllum tískuspekúlöntum.
Hugo man extreme frá Hugo Boss Nýr og ferskur herrailmur. Topptónar anga af ferskum grænum eplum. Hjartað ilmar af lavender, salvíu og blágresi. Grunntónar samanstanda af sedrusviði og balsamfuru.
Síðkjóll frá Leonard.
Touch of seduction frá Christina Aguilera Nýr eggjandi ilmur frá Christinu. Topptónar eru er hvít fresía, hindber og litka aldin. Hjartað er frískleg sykurrós, sverðlilja og geitatoppur. Grunntónar eru með angan af rósum, vanillu, moskus og kremkenndum keim sandelviðs.
Frískandi og sumarlegir ilmir 007 for women II Nýr blómailmur frá 007. Topptónar einkennast af kryddkenndum bleikum pipar, bleikum fresíum og frískandi hindberjaangan. Hjartað ilmar af brómberjum, gardeníum og lárviðarrósum ásamt heillandi tónum baccara rósa. Grunntónar eru með austurlensku ívafi sem einkennast af vanillu, musk og votti af fínlegum sedrusviði og leðri.
Dolce Rosa Excelsa frá Dolce & Gabbana Nýr og ferskur blómailmur. Toppnótur eru sætangandi neroli lauf og papaja blóm ásamt vatnalilju og hvítri hátíðarlilju. Hjartað er búið til úr blöndu fágaðra rósategunda, afrískrar hundarósar og tyrkneskrar rósar. Grunntónar eru hlýlegir moskustónar, cashmeran og keimur af sandelviði.
Eau Fraiche eau de toilette frá Biotherm Nýr og ferskur ilmur af náttúrunni. Toppnótur anga af bergamote sítrus ávöxtum, blöð af fjólu og peru. Hjartað inniheldur ferskan ilm af Jasmín, kóríander og kúmen. Grunnnótur eru ambery ramoods, musk og viður.
Sí rose signature frá Armani Nýr ilmur í nýjum pakkningum og í takmörkuðu upplagi. Nýja Sí rose signature er djúpur og þéttur sítrus ilmur. Toppnótur opna með sólberjum, mandarínu og bergamot ásamt silkimjúkum keimi af fresíu. Hjartað springur út með maí rós og neroli. Grunnnótur eru dularfullur angan af patchouli, vanilla og viður.
HÚÐVÍSINDI SEM SJÁST
Endurbætir náttúrulegt rakaflæði húðarinnar fyrir mýkri og sléttari húð Eucerin® AQUAporin AC TIVE örvar eigið rakaflæði húðarinnar innan frá Virkjar eigin rakadreifingu húðarinnar, hin svokölluðu Aquaporins Veitir raka djúpt, samstundis og til langstíma Dregur úr stífleika og endurnýjar teygjanleika, sérstaklega fyrir viðkvæma húð
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
62 |
Ég á engan kafbát
Sudoku
8
5
7
6 3
2
Steini skoðar heiminn Þorsteinn Guðmundasson Ég hef aldrei haft neinn sérstakan áhuga á því að vera ríkur. Ég hef ekki smekk fyrir dýrum hlutum, ég sé engan mun á dýrum og ódýrum fötum (nema að ég veit að pelsar eru rosa dýrir en ég veit líka að ég væri ekki flottur í pels, maður með mitt vaxtarlag yrði hreinlega eins og skógarbjörn í pels og það er ekkert til að sækjast eftir í sjálfu sér), dýrir bílar eru örugglega fínir en þeir freista mín ekki. Það er eitthvað hálfstressandi að sitja í nýjum bíl, myndi maður þora að reka við, jafnvel þó að maður væri staddur einn í bílnum, ég veit það ekki. Ekki væri nú gott að eiga bíl sem maður gæti ekki leyst vind í. Myndi maður þá ekki bara fyllast af lofti og fá í magann? Vera ríkur og uppblásinn? Það væri svo sem alveg fínt að eiga bíl sem maður þarf ekki að líma upp aðra framrúðuna í svo hún renni ekki niður. Bíl sem þyrfti ekki að hita upp í 10 mínútur áður en maður fer af stað á morgnana vegna þess að hann gengur ekki á öllum í bleytu. En who cares? Ég hef ekkert betra við tímann að gera. Mig dreymdi reyndar um að eiga flugvél þegar ég var strákur. Á tímabili sá ég mig fyrir mér sem Tom Swift, sem var þekkt barnabókahetja á þeim árum. Tom Swift var blanda af unglingi, einkaspæjara og uppfinningamanni. Faðir hans var ríkur og
2 3 9 1
6
Tom fékk að fljúga flugvélinni hans þegar mikið lá við. Ég hef reyndar oft fengið lánaðan bílinn hans föður míns þannig að ég þarf ekki að kvarta. Og lengi vel átti ég líka þann draum heitastan að eiga kafbát sem ég sá fyrir mér að ég gæti siglt á um Elliðavatn þar sem við áttum bústað áður en Kópavogsmafían hrifsaði hann af okkur, auðvitað neðansjávar. En ég er alveg kominn yfir þetta með kafbátinn, mér líður ágætlega án hans. Þetta hljómar dálítið eins og vitleysistal, ekki satt? Draumar um flugvélar og kafbáta. Sannleikurinn er samt sem áður sá að fjöldi Íslendinga er það ríkur að hann gæti keypt sér bæði flugvélar og kafbáta. Þetta er fólk sem eru milljarðamæringar. Og ég segi bara verði ykkur að góðu. Þið megið fljúga og kafa eins og ykkur lystir fyrir mér. Hins vegar verð ég að segja
3 2 5
það eins og er að ég treysti ykkur ekki. Þið sem eigið milljarða og getið flogið og kafað, mér finnst ekki að þið ættuð að stjórna landinu. Mér finnst ekki að þið ættuð að vera forsætisráðherrar eða fjármálaráðherrar. Mér finnst ekki heldur að þið ættuð að eiga fjölmiðla. Hvort sem þið eigið milljarða eða skuldið milljarða (sem stundum virðist vera sami hluturinn). Og þið ættuð ekki að kosta áróðursherferðir með auglýsingum og vídeóum, ekki einu sinni fyrir góðan málstað. Þið ættuð ekki að ráða til ykkar bloggara til að fegra ímynd ykkar. Mér finnst að þið ættuð ekki að sitja í ráðum og nefndum sem ákveða hvernig komið er fram við venjulegt fólk í landinu. Þið ættuð ekki að vera dómarar eða álitsgjafar. Mér finnst að þið ættuð bara að láta ykkur nægja að fljúga og kafa og njóta þess að eiga þessa milljarða ykkar í friði. Farvel, farvel.
6 7 7 1 6 4
5 9
3 9
Sudoku fyrir lengra komna
6 7 8
1 2 9 4 5
7
4 7 1
6
8 3
Þetta hljómar dálítið eins og vitleysistal, ekki satt? Draumar um flugvélar og kafbáta. Sannleikurinn er samt sem áður sá að fjöldi Íslendinga er það ríkur að hann gæti keypt sér bæði flugvélar og kafbáta. Þetta er fólk sem eru milljarðamæringar. Og ég segi bara verði ykkur að góðu. Þið megið fljúga og kafa eins og ykkur lystir fyrir mér.
9 7 1 7
3 2 8 6 4
5
Krossgátan
Allar gáturnar á netinu
HOPPA
284
AGNARSMÆÐ
Ö B R S M V Æ I Ð R K Á I Ð A I N N N Ý A L N D A T A T L E
VANMEGNAST
AUGNHÁR
GERAST
HÁLFNAÐUR KASTALI
L B R O T E I G U U N G I S S S S Í A S T N V E S T A F P Á R R R S E B A N A R T G L O T D J Ú S A Ð A L ELDUR
ALLSTÓRAR
SKÁLMA
Í RÖÐ
BRAMLAÐ EIGNIR
AFKVÆMI
FÚSKA
VIÐLAG
VÖRUMERKI
VENJUR
SIGTAST
ÁLIT
ÓP
GAFL
FERSKUR
KRASS
RÉTT
FRESTA
TVEIR EINS
SMÆLA
SPOTTI ÁSTÚÐ
NASL
HÆÐNISBROS
DRYKKUR
MAKA
EINKUM
SAFNA SAMAN
NÝLEGA
LYKT ÚT
FRÍ
ROTNUN
TRÉ
SAMRÆÐA
VÖRUBYRGÐIR
DRYKKUR
Þ R M A G N Á K J Á K E Á R I Ð U R N A R K T A L S M A L A K A L U I R A F N G A N I L A O R L O F R S T Æ T A A T S A A S K U R L A G E R A A K A G A A S
RÖNDIN
SVIK
JARÐSPRUNGUR
HÁMARK
LÍK
SKOLTUR ELLEGAR
FRAMBURÐUR SELUR
LANGT OP
RÍKI Í ASÍU
HEILAN
BLÖKK
BIRTA
FJÖLDINN ALLUR
HÁRFLÓKI
UPPSKRIFT SAMTALS
FISKA
SNÍKJUDÝR
RÓMVERSK TALA
SÁÐJÖRÐ
KVEÐIÐ
MUNDA
TÍSKU SÓT
FÍFLAST
SKYNFÆRI
SAMTÖK
STÆKKA
HJARTAÁFALL
SKÓFLA
SKÁLA
FLJÓTFÆRNI
MJAKA
HEIMSÁLFA
F A S T L K I S E T P R Í N A Í A R B B I R I T Á L A K U R N A L A S T U K A S A L M N M A Í A DÝR
SKJÁLFA
FYRIR HÖND
TVEIR EINS
GIFTI
HRYSSA
STAGL
HÖFNUN
AUGNHÁR
ERFIÐI
UTANHÚSS MÆLIEINING BLAÐUR RÁKIR LYKT
TÁLKNBLÖÐ
TÖNG
HUGUR
HVÍLD ÞESSA
ÁMÆLA
GABB
SLANGA
TVEIR EINS
UTAN
DRYKKUR ÓNEFNDUR
SKRIFARA
FITUSKÁN
LÖSKUN
HRAKA
ÁKAFLEGA
ATYRÐA
HNAPPA
KINN
ÓLUKKA
TVEIR EINS
MULDUR SKÍTA
BYLTA
PILLA
OFAN ÚRTÖLUR
TILVIST
RÁMUR
ÞIÐNA
PARTUR
TALA
SAMTÖK
SKÓFLA
HÓLMI
SEYTLAR
BROTT
NÖLDRA
FLJÓTRÆÐI
BRÉFSPJALD
MEINYRÐI
BEIKON
VAGGA
HLÁTUR
SKIPULEGGJA
REKALD
KLAFI
SVALL
EIGIND
OFFUR
KNÖTT
með liðagigt.
DYLJA
DÁÐ
BLÓM
ANDMÆLI
RUNA
DUGLEGUR
SVIKULL
ÆTÍÐ
SAMTALS
SPRIKL
Í RÖÐ
KOPAR
NYTJALIST balsam.is
LÉREFT
BEKENNA
Steinunn Kristjánsdóttir er sjúkraliði að mennt og starfar í Blue Lagoon versluninni á Laugavegi. Hún hefur átt við mikla verki að stríða um allann líkama í
„Ég er búin að taka inn minn skammt af verkjalyfjum og var alveg að gefast upp á þeim. Nuddkonan mín sagði mér þá frá Curcumin sem hefur í sannleika sagt gefið mér nýtt líf. Ég var búin að taka inn Curcumin í einn og hálfan mánuð þegar ég missti út fjóra daga og það var þá sem ég uppgötvaði að Curcumin er það sem hjálpar mér að losna við alla verki.”
DAUFUR KRAUMI
SLÁTTARTÆKI
VAFI
100% náttúruleg bætiefni
MAKA
KLÆÐALEYSI
HÓTUN
Bætt heilsa og betri líðan með
Natural Health Labs
FYRNSKA
VERKFÆRI
JAFNVEL
SKÓLI
Gullkryddið
NÍSTA
PALLBORÐ
SÁLAR
Í RÖÐ
CURCUMIN
NÁSKYLDUR
SKJÓLLAUS
ÁTT
ÓSKORÐAÐUR
LIÐIR – BÓLGUR – GIGT
Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla.
BÓK
FJANDANS
mynd: Roland TuRneR (CC By-Sa 2.0)
Lausn Lausn á krossgátunni í síðustu viku.
LÖGG
www.versdagsins.is
285
Allar krossgátur Fréttatímans frá upphafi er hægt að nálgast á vefnum http://krossgatur.gatur.net.
mynd: kundl (CC By 2.0)
Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið. Það er kraftur Guðs sem frelsar hvern þann mann sem trúir...
YFIRBORÐ
TÓMUR
RÍKI Í AFRÍKU
FERMINGAR
VEISLA
ALLAR FLOTTUSTU GRÆJURNAR Í TÖLVUTEK:) 1920x10 80
FHD
COLORBLA ST BLUELIGH SKJÁR MEÐ T SHIELD!
53YY
V3-575G NÝJASTA KYNSLÓÐ FARTÖLVA
Lúxuslína Acer með Intel Skylake, Nano skornu álbaki, baklýstu lyklaborði, öflugra þráðlausu neti og Dolby Digital Plus Home Theater hljóðkerfi.
Ý N VAR AÐ LENDA!
BAKLÝST
LYKLAB FULLRI STORÐ Í ÆRÐ
5
• • • • • • • • •
Intel Core i5-6200U 2.8GHz Turbo 4xHT 8GB DDR3 1600MHz vinnsluminni 256GB SSD ofur hraður 510MB/s diskur 15.6’’ FHD LED ColorBlast 1920x1080 2GB GeForce GT 940M leikjaskjákort 2.0 Dolby Digital Plus hágæða hljóðkerfi 1300Mbps WiFi MU-MIMO, BT 4.0, USB 3.0 720p Crystal Eye HD Skype vefmyndavél Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum
18. Mars 2016 • Birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabreng
Ný kynslóð Membrane leikjalyklaborða Anti-Ghosting tækni á leikjatökkum Ábrennt íslenskt letur á hnöppum Dynamic stillir fyrir hljóðstyrk og zoom Sérstaklega hannað með þægindi í huga Hot-link flýtihnappar fyrir helstu aðgerðir Scissor-Key tækni veitir minna viðnám Lítill en öflugur 2.4GHz þráðlaus sendir
ÞRÁÐLAUST OG VANDAÐ!
FLÆK SNÚRA MEÐ HLJÓÐNEMA
I
28”VALED 28”VA 28” VALE ED • • • • • • •
• • • • • • • •
28” VA-LED FHD 1920x1080p 16:9 3000:1 Native skerpa, True 8-bit litir 5ms GTG viðbragðstími fyrir leikina 178° True to Life Ultra Wide sjónarhorn Flicker-free og Low Blue light tækni 2x HDMI HDCP og VGA D-SUB tengi Aukin myndgæði með True Black tækni
149.900 ÖFLUGUR 8 KJARNA LEIKJATURN!
ICONIA
GXT363 GXT
2 LITIR
7.1 GAMING HEYRNARTÓL
Mögnuð 7.1 leikjaheyrnartól með hljóðnema og öflugum 50mm vibration búnaði sem tryggir nötrandi bassa og hámarks hljómgæði. Fermingargjöfin í ár fyrir leikjanördann:)
7’’ HD IPS fjölsnertiskjár 1280x800 Intel Quad Core Z3735G 1.83GHz Burst Intel HD Graphics DX11 skjákjarni 8GB flash og allt að 64GB Micro SD 300Mbps WiFi net, Bluetooth 4.0, GPS Li-Polymer rafhlaða allt að 7 tímar USB2 micro og Micro SD kortalesari Tvær vefmyndavélar 5MP og 0.3MP Android 4.4 stýrikerfi og fjöldi forrita
• • • • • • • •
2.990
14.900
UR23i
TAPPAHEYRNARTÓL
PORTA PRO CLASSIC
FISLÉTT HEYRNARTÓL
ARCTIC S113
6.990
4.990
4 LITIR
3 LITIR
Frábær 7.1 leikjaheyrnartól með hljóðnema Nötrandi bassi fyrir leikina og tónlistina Öflugur 50mm vibration búnaður Kristaltær hljómur og vandaður hljóðnemi Vönduð vafin Anti-tangle USB snúra Allar stillingar á upplýstri fjarstýringu Öflugur hugbúnaður með stillingum fylgir LED blá lýsing á hliðum og hljóðnema
POTTÞÉTT Í LEIKINA!
FÆST Í 2 LITUM
LACE
Thermaltake H25 Window leikjaturn Vishera X8 FX-8320E 4.0GHz Turbo 16MB GIGABYTE 970 GAMING móðurborð 8GB DDR3 1600MHz hágæða minni 240GB SSD OCZ Trion150 diskur 2GB Radeon R7 360 OC leikjaskjákort USB 3.1 Type-C & Type-A og M.2 tengi Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum!
49.900
B1-750
• • • • • • • • •
GAMING TÖLVUTILBOÐ 1
FULL HD VA-LED
19.900
9.990 ENGAR FLÆKJUJLAUUSR
TENGI;)
22” 24.900 | 24” 29.900
ÍN TEL VA MEÐ IN+ ÖRGJÖR TRAIL
• • • • • • • •
TENGD
U ALLT 2x HDM
NÝ LÚXUS KYNSLÓÐ;) FÆST Í 2 LITUM
ÖÝJFUSTU 3DCLLEOVER-
ÞRÁÐLAUST LEIKJALYKLABORÐ
ARNA LUGT 8 KJ I OFUR ÖFÖRVA SKRÍMSL ÖRGJ
149.900 0%RI 25LU GIKJUM
FORCEK7
-CORE
X8 4.0GHz
GW2870H
9.990
3 LITIR
HEYRNARTÓL HEFUR BEÐIÐ HEYRNARTÓLIN SEM FÓLK R HEYRNARTÓL EFTIR ERU LENT! FRÁBÆ I! MEÐ KRISTALTÆRUM HLJÓM
HEARING IS BELIEVING!
HEARING IS BELIEVING!
ÞRÁÐLAUS HÁTALARI
* GILDIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU • ALLT AÐ 10KG • EF PANTAÐ ER FYRIR KL. 15:00;)
OPNUNARTÍMAR
Virka daga 10:00 - 18:30 Laugardaga 11:00 - 16:00
NDUM
HRAÐSE
500KR Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900
EIM ÖRUR H ALLAR V URS* G Æ D M SA
MÁLBJÖRG - FÉLAG UM STAM BÝÐUR
FRÍTT Í BÍÓ
64 |
GOTT UM HELGINA
Börn mála verk
THE WAY WE TALK
STUTTERER
ÞEMA KVIKMYNDANNA ER STAM
LAUGARDAGINN 19. MARS KL 15:00 BÆJARBÍÓ Í HAFNARFIRÐI
Kjúklingavængir og blús
til ir rs ild a G .m 26
Blúshátíð Reykjavíkur verður sett á laugardaginn, klukkan 14. Skólavörðustígurinn verður undirlagður vegna hátíðarinnar, sýning á gömlum eðalbílum og blústónlist á hverju horni. Það verður kveikt upp í grillinu og boðið upp á grillað beikon, kjúklingavængi og pylsur. Í framhaldi af því verða tónleikar í Borgarbókasafni í Grófinni frá klukkan 16-17. Á sunnudaginn heldur dagskráin áfram í Borgarbókasafninu, klukkan 15. Blústónlistarmaðurinn Chicago Beau kemur fram og rithöfundarnir Árni Þórarinsson, Einar Kárason og Ólafur Gunnarsson segja blússögur. Dagskráin heldur áfram út vikuna og má nálgast hana á blues.is.
Podcast á afmæli
SÍMI 5 700 900
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.
R A T VAN ÞIG ? U K OR Koffein Apofri - 100% hreinar koffíntöflur ÞÆGILEG ORKA ÞEGAR ÞÚ ÞARFT Á HENNI AÐ HALDA
• Á morgnana • Í skólann og prófalesturinn • Í vinnuna • Fyrir æfinguna
ÁN ALLRA AUKAEFNA Fæst í næsta apóteki, Hagkaupum, Fjarðarkaupum, 10-11 og Iceland
Það verður opið hjá okkur um helgina: Laugardag 12 til 16 Sunnudag 12 til 16
VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
Viskíklúbbur, karókí og spurningakeppni – uppskrift að góðu kvöldi. Hvernig á að fagna afmæli netútvarpsstöðvar? Alvarp Nútímans heldur upp á sitt tveggja ára afmæli um helgina og slær því upp veislu með því besta sem það hefur upp á að bjóða. Það stefnir í hið skemmtilegasta kvöld sem byrjar á viskísmökkun með viskígúrúnum MAJÓ kl. 20, færist út í improv og karókí og endar á dansi fram á nótt.
Ferðalag um hugmynda– og ævintýraheim Kjarvals, fyrir börn á aldrinum 6-8 ára, verður á laugardaginn. Aðgangur er ókeypis og frábær vettvangur fyrir börn til þess að kynnast verkum Kjarvals sem eru innblásin af íslenskri náttúru og þjóðsögum. Og svo fá börnin að mála sitt andsvar við Kjarval og náttúrunni. Þorgerður Ólafsdóttir myndlistarmaður stýrir námskeiðinu og eru foreldrar velkomnir með. 19. mars frá klukkan 13-16 á Kjarvalsstöðum.
Hver verða úrslit Gettu betur? „MR-ingar taka þetta, ekki spurning. Jón Kristinn er nokkrum númerum of góður.“ Sindri Már Fannarsson MH-ingur
Söngvari fyrir tilviljun Kanadíski barítónsöngvarinn Tomislav Lavoie fer með hlutverk Leporello í uppsetningu verksins Don Giovanni í Íslensku óperunni. Kanadíski barítónsöngvarinn Tomislav Lavoie fer með hlutverk Leporello í uppsetningu verksins Don Giovanni í Íslensku óperunni. Tomislav byrjaði söngferilinn fyrir algjöra tilviljun þegar söngvari sem syngja átti Mesetto í Don Giovanni í heimalandi hans veiktist viku fyrir frumsýninguna. Tomislav var fiðluleikari í sýningunni, en tók söngtíma aukalega, og báðu stjórnendur sýningarinnar hann um að læra hlutverkið á viku. Í framhaldinu ákvað barítónsöngvarinn að hefja fullt söngnám. Lokasýning á Don Giovanni verður í Hörpu á laugardaginn.
„MR tekur þetta og Jónki (Jón Kristinn) fer ekki einn heim.“ Birna María Másdóttir Verslingur
„MR tekur þetta, einfaldlega sigurstranglegra liðið.“ Oddur Tyrfingur Oddsson MK-ingur
Kvennaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn við Reykjavík mætast í úrslitum Gettu betur í beinni útsendingu föstudaginn klukkan 20 á RÚV.
Gong, gong og slökun Jógakennarinn Arnbjörg Kristín býður á laugardaginn upp á gongslökun á ylströndinni í Nauthólsvík. Hún segir gongslökun veita hugarró og hvíld fyrir huga, líkama og sál. „Fólki er frjálst að vera ýmist ofan í pottinum eða sitja hjá bakkanum og hlusta. Í hálftíma spila ég á gong og það framkallar dýpri slökun og streitulosun, frí frá huganum. Útsýnið yfir hafið og samspilið með náttúrunni gerir upplifunina að algjörum lúxus. Þetta er uppáhaldsstaðurinn minn til spila á gongið á höfuðborgarsvæðinu.“ Arnbjörg spilar á gongið á ylströndinni einu sinni í mánuði og er viðburðurinn auglýstur á Facebook síðu ylstrandarinnar og á vefsíðu hennar yogaivatni.is.
LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU 34. STARFSÁR
DYMBILVIKA OG PÁSKAR Í HALLGRÍMSKIRKJU 2016 LAUGARDAGINN 19. MARS 14.00 PÉTUR OG ÚLFURINN eftir PROKOFIEV
FÖSTUDAGURINN LANGI 25. MARS 11.00 HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTA Á FÖSTUDAGINN LANGA.
Orgelleikari: MATTIAS WAGER frá Stokkhólmi Sögumaður: HALLDÓRA GEIRHARÐSDÓTTIR leikkona
Litanía Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestur: Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Stjórnandi og organisti Hörður Áskelsson.
Aðgangseyrir: 2500 kr. / listvinir: 50% afsláttur – ókeypis fyrir börn.
PÁLMASUNNUDAGUR 20. MARS 10.00 “Upp upp mín sál”-fræðslustund um Passíusálmana. Mörður Árnason ræðir um Passíusálmana í tengslum við útgáfu sína 2015. 11.00 Messa með birkigreinum! Innreiðarinnar í Jerúsalem minnst. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og messuþjónum, Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngur, stj. Ása Valgerður Sigurðardóttir, félagar úr Mótettukórnum syngja, orgelleikari Hörður Áskelsson. Barnastarf. 17.00 KROSSGANGA KRISTS- Le chemin de la croix eftir franska tónskáldið Marcel Dupré. Orgelleikari: MATTIAS WAGER FRÁ STOKKHÓLMI Lesari: SÓLVEIG SIMHA LEIKKONA Verkið Le chemin de la croix eða Krossganga Krists samanstendur af 14 hugleiðingum um staðina sem Kristur stöðvaði á á krossgöngu sinni upp Golgatahæð. Byggir tónsmíðin á samnefndu ljóði eftir franska skáldið Paul Claudel, sem leikkonan Sólveig Simha flytur á frummálinu. Aðgangseyrir: 2500 kr. / listvinir: 50% afsláttur
SKÍRDAGUR 24. MARS 17.00 SÖNGVAHÁTÍÐ BARNANNA 120 barna kór ásamt hljóðfæraleikurum flytja fjölbreytta kirkjusöngva. Mikil stemmning og sveifla ríkir á þessum tónleikum og fyllist kirkjan ávallt af glöðum tónleikagestum á öllum aldri. Flytjendur: Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju, stjórnandi Helga Loftsdóttir Graduale futuri, Langholtskirkju, stjórnandi Rósa Jóhannesdóttir Kórskóli Langholtskirkju, stjórnandi Bryndís Baldvinsdóttir Barnakór Seljakirkju, eldri og yngri deild, stjórnandi Rósalind Gísladóttir Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju, stjórnandi: Ása Valgerður Sigurðardóttir Barnakór Ísaksskóla, stjórnandi: Ása Valgerður Sigurðardóttir ásamt hrynsveit og Klais-orgeli Hallgrímskirkju. Umsjón: Margrét Bóasdóttir, verkefnastjóri kirkjutónlistar á Biskupsstofu. Ókeypis aðgangur.
SKÍRDAGUR 24. MARS 20.00 MESSA / GETSEMANESTUND / FÖSTUTÓNLEIKAR SCHOLA CANTORUM
13.00 - 18.00 PASSÍUSÁLMAR HALLGRÍMS PÉTURSSONAR- HEILDARFLUTNINGUR Í ár eru eftirtaldir lesarar úr röðum Mótettukórs Hallgrímskirkju fyrr og nú: Gísli Sigurðsson, Guðrún Hólmgeirsdóttir, Halldór Hauksson, Inga Harðardóttir, Svanhildur Óskarsdóttir, Ævar Kjartansson, Guðrún Finnbjarnardóttir, Elva Dögg Melsted,Snorri Sigurðsson og Gunnar Thor Örnólfsson. Umsjón: Svanhildur Óskarsdóttir og Ævar Kjartansson. Hörður Áskelsson og Björn Steinar Sólbergsson leika á Klais- orgelið milli lestra. Ókeypis aðgangur.
PÁSKADAGUR 27. MARS 8.00 OG 11.00 HÁTÍÐARMESSUR Á PÁSKADAG Hátíðarmessur með prestum kirkjunnar og Mótettukór Hallgrímskirkju, sem flytur glæsilega hátíðatónlist tengda páskum, m.a. fornan helgileik úr Hólabók frá 1589 ( kl. 8 ). Stjórnandi Hörður Áskelsson, orgelleikari Björn Steinar Sólbergsson. Prédikun: kl. 8 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir; kl. 11 Dr. Sigurður Árni Þórðarson. Páskabarnastarf, umsjón Inga Harðardóttir. Ensk messa kl. 14. Séra Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Björn Steinar Sólbergsson.
ANNAR PÁSKADAGUR 28. MARS 11.00 FERMINGARMESSA. Dr. Sigurður Árni Þórðarson, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Inga Harðardóttir cand. theol, Mótettukór Hallgrímskirkju syngur, Hörður Áskelsson leikur á orgel.
Kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, heldur upp á tveggja áratuga afmælið með flutningi fagurrar kórtónlistar. Á dagskránni eru meðal annars verk eftir Tallis og Lotti og hið heimsfræga Miserere eftir Allegri. Tónleikarnir eru í beinu framhaldi af Getsemanestund kirkjunnar, þ.s. táknræn athöfn fer fram eftir að síðustu kvöldmáltíðarinnar hefur verið minnst og altari kirkjunnar verið afskrýtt. Prestur: Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Ókeypis aðgangur.
Miðasala á MIDI.IS og í Hallgrímskirkju s. 510 1000 Sjá nánar: LISTVINAFELAG.IS, HALLGRIMSKIRKJA.IS
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
66 |
DAVID FARR
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Lau 19/3 kl. 15:00 57.sýn Fös 1/4 kl. 19:30 63.sýn Fös 15/4 kl. 19:30 67.sýn Lau 19/3 kl. 19:30 58.sýn Lau 9/4 kl. 15:00 64.sýn Sun 24/4 kl. 15:00 68.sýn Mið 30/3 kl. 19:30 61.sýn Lau 9/4 kl. 19:30 65.sýn Fim 28/4 kl. 19:30 69.sýn Fim 31/3 kl. 19:30 62.sýn Fim 14/4 kl. 19:30 66.sýn Fös 29/4 kl. 19:30 70.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)
Sun 20/3 kl. 19:30 Lokasýn Sun 10/4 kl. 19:30 aukasýn "Sýningin er sigur leikhópsins alls og leikstjórans..."
Fös 22/4 kl. 19:30 aukasýn
Hleyptu þeim rétta inn (Stóra sviðið)
Lau 2/4 kl. 19:30 8.sýn Lau 16/4 kl. 19:30 11.sýn Fös 8/4 kl. 19:30 10.sýn Lau 23/4 kl. 19:30 13.sýn Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu.
1950
Um það bil (Kassinn) Fös 18/3 kl. 19:30 19.sýn Sun 20/3 kl. 19:30 20.sýn Síðustu sýningar!
65
2015
Sun 3/4 kl. 19:30 21.sýn Fim 7/4 kl. 19:30 22.sýn
551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið) Sun 20/3 kl. 13:00 9.sýn Sun 3/4 kl. 13:00 10.sýn Sun 10/4 kl. 13:00 11.sýn Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!
Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Fös 18/3 kl. 20:00 23.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 25.sýn Sun 3/4 kl. 19:30 24.sýn Fim 7/4 kl. 19:30 26.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Mið 13/4 kl. 19:30 27.sýn
Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari)
Fös 18/3 kl. 20:00 50.sýn Lau 19/3 kl. 20:00 52.sýn Fös 18/3 kl. 22:30 51.sýn Lau 19/3 kl. 22:30 53.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 30/3 kl. 19:30 8.sýn Mið 13/4 kl. 19:30 10.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 9.sýn Mið 20/4 kl. 19:30 11.sýn Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!
Mið 27/4 kl. 19:30 12.sýn
551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Njála – „Unaðslegt leikhús“ –
HHHH, S.J. Fbl.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fös 18/3 kl. 20:00 4.k. Fös 22/4 kl. 20:00 aukas. Lau 19/3 kl. 20:00 aukas. Lau 23/4 kl. 20:00 aukas. Sun 20/3 kl. 14:00 aukas. Sun 24/4 kl. 20:00 aukas. Þri 22/3 kl. 20:00 5.k Fim 28/4 kl. 20:00 aukas. Mið 30/3 kl. 20:00 6.k Fös 29/4 kl. 20:00 aukas. Fim 31/3 kl. 20:00 aukas. Lau 30/4 kl. 20:00 15.s Fös 1/4 kl. 20:00 aukas. Þri 3/5 kl. 20:00 Lau 2/4 kl. 20:00 7.k Mið 4/5 kl. 20:00 Sun 3/4 kl. 14:00 aukas. Fim 5/5 kl. 20:00 Mið 6/4 kl. 20:00 8.k Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Fim 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 7/5 kl. 14:00 Fös 8/4 kl. 20:00 9.k Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Lau 9/4 kl. 20:00 aukas. Sun 8/5 kl. 20:00 Sun 10/4 kl. 14:00 aukas. Þri 10/5 kl. 20:00 Mið 13/4 kl. 20:00 10.k Mið 11/5 kl. 20:00 Fim 14/4 kl. 20:00 11.k Fim 12/5 kl. 20:00 Fös 15/4 kl. 20:00 aukas. Fös 13/5 kl. 20:00 Lau 16/4 kl. 20:00 12.k Lau 14/5 kl. 14:00 Mið 20/4 kl. 20:00 13.k Þri 17/5 kl. 20:00 Fim 21/4 kl. 20:00 14.k Mið 18/5 kl. 20:00 Leikhúsmatseðill frá kl 18 í forsalnum, tónlist og kokteilar
Fim 19/5 kl. 20:00 Fös 20/5 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 14:00 Lau 21/5 kl. 20:00 Sun 22/5 kl. 20:00 Þri 24/5 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00 Mið 1/6 kl. 20:00 Fim 2/6 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00 Þri 7/6 kl. 20:00
Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur segist líklega hafa skrifað sig ómeðvitað frá erfiðleikum í lífinu.
Uppreisn gegn þunglyndinu Steinunn skrifar sig frá depurð „Sjálf hef ég aldrei verið að reyna að skrifa mig frá neinu viljandi, en það er ekki vafi á að ósjálfrátt hafa skrif þau áhrif að hjálpa manni í gegnum erfiðleika,“ segir rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir. Hún stendur fyrir námskeiði í skrifum gegn depurð. Þetta er í annað skipti sem námskeiðið er haldið. Fyrra skiptið segir Steinunn hafa verið tilraun sem gekk vonum framar. „Við náðum fljótt að ryðja erfiðleikunum frá í skrifunum. Mín tilfinning var sú að þær konur á námskeiðinu sem glímdu við mesta depurð, hafi að sama skapi verið þær sem brúnin léttist mest á eftir því sem námskeiðinu vatt fram.“ Steinunn segir áhuga þátttakanda á sögum hvers annars hafa verið einstakan. „Í depurð ertu lokaður inni í þínum sorgarheimi, en í hópavinnu opnast eitthvað sem hjálpar manni svo mikið.“ Námskeiðið verður haldið þann 30. mars, 1. og 2. apríl á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði.
5 ráð til að skrifa sig úr depurð
1
Gefðu þér að minnsta kosti korter á dag í skrif. Ef þú gefur þér tíma til að gera þér grein fyrir líðan þinni, verður hún smám saman betri.
2 3
Skrifaðu um eitt sem er að sökkva þér í þunglyndi og af hverju það hefur þau áhrif.
Skrifaðu um tíma í lífi þínu þar sem þú fannst ekki fyrir þunglyndi. Hvernig var tilfinningin? Hvað veitti þér hamingju? Dveldu í smáatriðum í tímabilinu.
4
Eigðu skriflegt samtal við þunglyndið. Það er ekki órjúfanlegur hluti af þér, af hverju ætti það að fá að hrjá þig?
5
Taktu einn dag í einu og ekki missa vonina. Skrifaðu um hvernig þér líður í núinu og hvað þú gætir gert til að líða betur í dag.
STEMNING/MOOD FRIÐGEIR HELGASON 16. JANÚAR - 15. MAÍ 2016
Það besta í bænum Dumplings:
Fönix á Bíldshöfða –Býður upp á ljúffenga dumplings með svínahakki og grænmeti fyrir 1500 krónur. Ramen Momo á Tryggvagötu –Þar fást allir réttir, þar á meðal dumplings, á 20% afslætti ef komið er með eigið ílát.
Auglýsing ársins (Nýja sviðið)
Fös 8/4 kl. 20:00 Frums. Lau 16/4 kl. 20:00 4.sýn Fim 28/4 kl. 20:00 8.sýn Lau 9/4 kl. 20:00 2.sýn Fim 21/4 kl. 20:00 5.sýn Lau 30/4 kl. 20:00 9.sýn Fim 14/4 kl. 20:00 aukas. Fös 22/4 kl. 20:00 6.sýn Fös 15/4 kl. 20:00 3.sýn Lau 23/4 kl. 20:00 7.sýn Ærslafullur og andstyggilegur gleðileikur e. Tyrfing Tyrfinsson
Njála (Stóra sviðið)
Sun 20/3 kl. 20:00 28.sýn Sun 3/4 kl. 20:00 29.sýn Síðustu sýningar
Sun 10/4 kl. 20:00 30..sýn Sun 17/4 kl. 20:00 síð. sýn. AÐGANGUR ÓKEYPIS / ADMISSION FREE
Vegbúar (Litla sviðið)
Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð, 101 Reykjavík · Opið 12–19 mán–fim, 12–18 fös, 13–17 um helgar · www.borgarsogusafn.is
Fös 18/3 kl. 20:00 34.sýn Fös 8/4 kl. 20:00 36.sýn Lau 2/4 kl. 20:00 35.sýn Lau 16/4 kl. 20:00 37.sýn Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 19/3 kl. 20:00 105.sýn Fim 12/5 kl. 20:00 107.sýn Fös 29/4 kl. 20:00 106.sýn Fös 20/5 kl. 20:00 108.sýn Kenneth Máni stelur senunni
Lau 28/5 kl. 20:00 109.sýn
Illska (Litla sviðið)
Sun 20/3 kl. 20:00 Fim 14/4 kl. 20:00 Lau 23/4 kl. 20:00 Lau 9/4 kl. 20:00 Mið 20/4 kl. 20:00 Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins
Made in Children (Litla sviðið)
Fös 1/4 kl. 20:00 frums. Fim 7/4 kl. 20:00 3.sýn Sun 3/4 kl. 20:00 2.sýn Sun 10/4 kl. 20:00 4.sýn Hvernig gera börnin heiminn betri?
Fös 15/4 kl. 20:00 5.sýn
GAFLARALEIKHÚSIÐ Tryggið ykkur miða á þessar frábæru sýningar Heimsfrægt verðlaunaleikrit fyrir 2-6 ára börn „Unaðslegur leikhúsgaldur
Jakob Kvennablaðið
Sunnudagur 20. mars kl 13 Uppselt Sunnudagur 20. mars kl 15 Sunnudagur 3. spríl kl 13 síðasta sýning í Hafnarborg Gráthlægilegur gamanharmleikur eftir Karl Ágúst Úlfsson
Sunnudagur 10. apríl kl 20 Frumsýning Föstudagur 15. apríl kl 20 Sunnudagur 17. apríl kl 20
Miðasala - 565 5900 - midi.is - gaflaraleikhusid.is
Franskar:
BSÍ –Frönskurnar í lúgunni á BSÍ sjoppunni eru þær best krydduðu í bænum. Þær eru stökkar og stórhættulegar. Mandí á Ingólfstorgi –Djúsí franskar með hvítu og rauðu sósunni sem er stórkostleg.
Pítsa:
Eldofninn í Grímsbæ –Eldsmiðjan er út og Eldofninn inn. Lang bestu pítsur bæjarins þar sem allt er búið til á staðnum.
Pad thai:
Mai Thai á móti Hlemmi –Eitt besta pad thai Reykjavíkur, það smakkast aldrei eins og fylgir kokkurinn hjartanu að hverju sinni. Ban Kúnn á Völlum í Hafnarfirði – Ólíkt öðru pad thai sem er í boði á Íslandi. Frábærir réttir á góðu verði.
Úrvalsbækur hver á sínu sviði 1.
✶✶✶✶✵
Metsölulisti Eymundsson
„Mikið afrek. Lesturinn er grípandi og hrollvekjandi í senn og á köflum er erfitt að halda aftur af tárum.“
Handbækur / Fræðibækur / Ævisögur
vika 10
Karl Blöndal / Morgunblaðið
„Afrek af hálfu höfundarins … Algjörlega mögnuð bók.“ Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
„Það eiga allir að lesa þessa bók … Frábærlega gert.“
Ein af tíu bestu bókum ársins 2015
Friðrika Benónýsdóttir / Kiljan
„Óhemju duglegur höfundur og óhrædd.“ Egill Helgason / Kiljan
New York Times
2.
3.
Metsölulisti Eymundsson
Metsölulisti Eymundsson
Handbækur / Fræðibækur / Ævisögur
Handbækur / Fræðibækur / Ævisögur
vika 10
vika 10
Prentuð á þykkan gæðapappír
w w w.for lagid.is | Bókabúð For lagsins | Fiskislóð 39
Frábær fermingargjöf
68 |
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
Barnaefni alla páskafrísmorgna RÚV Börnin geta fagnað því að RÚV verður með páskafrísdagskrá fyrir börnin á hverjum degi frá næsta mánudegi, fram yfir páskahelgi. Eðlukrúttin, Friðþjófur Forvitni og Pósturinn Páll passa krakkana!
Sunnudagsmyndin Flaked
Netflix. Á meðan aðdáendur BoJack Horseman bíða spenntir eftir næstu seríu af teiknimyndaþáttunum geta þeir sem sakna raddar Will Arnett í þáttunum horft á nýja þætti með honum í aðalhlutverki. Flaked fjalla um sjálfshjálpargúrúinn Chip, sem raunar þarf mest sjálfur á hjálp að halda.
föstudagur 18. mar. rúv 17.56 Sara og önd (6:33) 18.03 Pósturinn Páll (1:13) 18.18 Lundaklettur (7:32) 18.26 Gulljakkinn (1:26) 18.28 Drekar (6:8) 18.50 Öldin hennar (13:52) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.40 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónv. 20.00 Gettu betur MR - Kvennó b 21.25 Vikan með Gísla Marteini b 22.10 Nicolas le Floch (2:3) 23.55 Vera 01.25 Víkingarnir (9:10) e.
skjár 1
KANARÍ EÐA TENERIFE VERÐ FRÁ
89.900 kr.
m.v. 2 fullorðna og tvö börn í íbúð með einu svefnherbergi. Innifalið: Flug, fararstjórn, gisting & taska
NÆSTU BROTTFARIR Kanarí 30. og 31. mars. Tenerife 22., 29. og 30. mars. Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 585 4000 | uu.is
til ir rs ild a G .m 26
18:35 Everybody Loves Raymond (10:26) 19:00 King of Queens (10:25) 19:25 How I Met Your Mother (10:22) 19:50 America's Funniest Home Videos -20:15 The Voice (5:26) 21:45 Blue Bloods (14:22) 22:30 The Tonight Show - Jimmy Fallon 23:10 Satisfaction (6:10) 23:55 State Of Affairs (11:13) 00:40 The Affair (10:12) 01:25 House of Lies (7:12) 01:50 The Walking Dead (7:16) 02:35 Hannibal (11:13) 03:20 Blue Bloods (14:22) 04:05 The Tonight Show - Jimmy Fallon 04:45 The Late Late Show - James Corden
Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:55 Ísland í dag
Hringbraut 20:00 Olísdeildin 20:30 Skúrinn 21:00 Lífsstíll 21:30 Kvikan 22:00 Lóa og lífið (e) 22:30 Atvinnulífið (e) 23:00 Ritstjórarnir (e) 23:30 Bankað upp á (e)
N4
SÍMI 5 700 900
20:00 Föstudagsþátturinn
ÍNN KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.
20:00 Hrafnaþing 21:00 Hvíta tjaldið 21:30 Eldhús meistaranna
RÚV Sunnudaginn 20. mars, klukkan 23.15 Japanska bíómyndin Norwegian Wood byggir á samnefndri bók eftir Haruki Murakami. Lagið Norwegian Wood með Bítlunum vekur upp minningar Toru um yngri ár, samband hans við besta vin sinn Naoko, sem tók eigið líf, og kynni sín við kærustu Naoko í kjölfarið.
laugardagur 19. mar.
sunnudagur 20. mar.
rúv 17.35 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónv. e 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV (76:300) 18.01 Franklín og vinir hans 18.23 Hrúturinn Hreinn (10:20) 18.30 Krakkafréttir vikunnar 18.54 Lottó (30:52) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.45 Hraðfréttir 20.00 Áramótaskaup 1985 21.00 Cowgirls' n Angels 22.35 Captain Corelli's Mandolin 00.40 Á fertugu e. 02.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (40)
skjár 1 20:15 The Voice (6:26) 21:45 The Ides of March 23:30 Law Abiding Citizen 01:20 Snow Falling On Cedars 03:30 CSI (5:18) 04:15 The Late Late Show - James Corden
Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (118/150)
Hringbraut 20:00 Fólk með Sirrý 20:45 Allt er nú til 21:00 Mannamál 21:30 Ég bara spyr 22:00 Fíkn - íslenska leiðin (e) 22:30 Ólafarnir (e) 23:00 Karlar og krabbi (e) 23:00 Afsal (e)
N4 19:30 Föstudagsþátturinn 20:30 Hundaráð 21:00 Að norðan 21:30 Hvítir mávar 22:00 Að norðan 22:30 Að sunnan 23:00 Að austan
ÍNN 20:00 Hrafnaþing 21:00 Strandhögg 21:30 Skuggaráðuneytið 22:00 Björn Bjarna 22:30 Auðlindakistan 23:00 Tölvur tækni og kennsla 23:30 Eldhús Kjarnafæðis
Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (119/150)
Hringbraut 20:00 Lóa og lífið 20:30 Bankað upp á 21:00 Mannamál 21:30 Fólk með Sirrý 22:15 Allt er nú til (e) 22:30 Ritstjórarnir (e) 23:00 Ég bara spyr (e) 23:30 Kvikan (e)
N4 20:00 Skeifnasprettur 20:30 Að Norðan 21:00 Skeifnasprettur 21:30 Hundaráð 22:00 Skeifnasprettur
ÍNN 20:00 ÍNN í 10 ár 21:00 Af vettvangi viðskipta 21:30 Sjónvarp Víkurfrétta 22:00 Hrafnaþing 23:00 Hvíta tjaldið 23:30 Eldhús meistaranna
Gengið inn úr porti
9
li
mú
ðu
Ormsson og Samsungsetursins • Síðumúla 9
skjár 1 19:05 The Biggest Loser - Ísland (9:11) 20:15 Scorpion (15:25) 21:00 L&O: Special Victims Unit (3:23) 21:45 The People v. O.J. Simpson (7:10) 22:30 The Affair (11:12) 23:15 The Walking Dead (8:16) 00:00 Hawaii Five-0 (17:24) 00:45 CSI: Cyber (16:22) 01:30 L&O: Special Victims Unit (3:23) 02:15 The People v. O.J. Simpson (7:10) 03:00 The Affair (11:12) 03:45 The Walking Dead (8:16) 04:30 The Late Late Show - James Corden
Sí
Lagersala
rúv 17.56 Ævintýri Berta og Árna (4:37) 18.00 Stundin okkar (21:22) 18.25 Basl er búskapur (2:11) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.45 Landinn (21:29) 20.15 Popp- og rokksaga Íslands (8:12) 21.20 Svikamylla (3:10) 22.20 Kynlífsfræðingarnir (11:12) 23.15 Norwegian Wood e. 01.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (41)
þvOttavéLar - myndavéLar - hLjómtæki - SjónvarPSveGGfeStinGar - POttar OG PÖnnUr - SPOrtmyndavéLar - SPjaLdtÖLvUr - heyrnartóL - SjónaUkar - SmÁtæki - BÚSÁhÖLd - ÚtvÖrP - tÖLvUtÖSkUr - fLakkarar - BrennSLUdiSkar - LjóSmyndaPaPPír - farSímahULStUr - BLU-ray heimaBíó - BLandarar - 3dS Leikir - StÝriPinnar - reiknivéLar - tÖLvUmÝS - LykLaBOrÐ BLUetOOth hÁtaLarar - BaSSaBíLkeiLUr - SjónvÖrP - íSSkÁPar - vefmyndavéLar - SOUndBar - dj StjórnBOrÐ - míkrafónar - LeikjaStÝri - netBÚnaÐUr OG SvO mikLU meira.
Gerið góð kaup á góðri vöru Opið kl. 13-18 virka daga og laugardaga kl. 12-16
| 69
fréttatíminn | HElgiN 18. maRs–20. maRs 2016
Veikur heima með Netflix Sófakartaflan Pétur Kiernan –12:00 stjarna Ég | hef aldrei séð Friends-þættina svo ég horfi á þá fyrir svefninn þessa dagana. Ég er kominn á sjöttu seríu þar sem Ross og Emily eru að gifta sig, það er allt að gerast. Ég var líka að klára Ófærð, smá seinn, sá alla þættina á þremur dögum eftir að hún kláraðist á RÚV. Ég er búinn að vera veikur undanfarið svo ég hef varið miklum tíma með Netflix. Uppáhaldsþættirnir mínir er Parks and Recreation, ógeðslega fyndin samsetning af fólki á einum
Óvissan í landleysinu
DR2 Indefra med Anders Agger – Hanstholm Asylcenter, föstudaginn 18. mars, klukkan 18.30 Í flóttamannamiðstöðinni í Hanstholm í Danmörku bíður fólk úr mismunandi hlutum heims eftir dómnum: Fæ ég landvistarleyfi eða brottvísun frá Danmörku? Sjónvarpsmaðurinn Anders Agger dvelur í miðstöðinni og rannsakar hvernig er að lifa í óvissunni.
Hvað bíómyndir varðar þá tók ég klassískt Harry Potter maraþon um daginn, annars hef ég ekki séð myndir sem eru þess virði að minnast á.“
vinnustað. Daredevil er líka á Netflix, þeir eru áhugaverðir. Ekkert ruglaðir þættir, en fínir.
JÚDAS
JESÚS
MARÍA MAGDALENA
ÞÓR BREIÐFJÖRÐ
EYÞÓR INGI
RAGGA GRÖNDAL
PONTÍUS PÍLATUS
HERÓDES
KAÍAFAS
SÍMON PÉTUR
BJÖRN JÖRUNDUR
ÓLAFUR EGILSSON
JÓHANN SIGURÐARSON
MAGNI
99% ósýnileg
Podcast Þáttur vikunnar er 99% Invisible. Hann fjallar um þá hluti sem móta umhverfið okkar og hversdagsleikann en við pælum ekki í hvers vegna. Hvernig varð spádómakakan til? Lófalestur? Vinsælasti þátturinn fjallar um áhugaverða fyrirbærið the Gruen effect. Hvernig verslunarmiðstöð er hönnuð til þess að rugla neytandann í ríminu svo hann gleymi sínu upphaflega markmiði og leiðist inn í aðrar búðir.
Hverju breyta þrettán mínútur?
JCS LOGO AND ARTWORK © & ™ THE REALLY USEFUL GROUP LTD.
Bíó Paradís. Nafnið Georg Elser klingir kannski engum bjöllum, en hefði honum tekist að ráða Hitler af dögum, eins og hann reyndi 8. nóvember árið 1939, hefði hann líklega komist í sögubækurnar. Ef aðeins hann hefði haft þrettán mínútur í viðbót. Myndin er úr smiðju Oliver Hirschbiegel, leikstjóra hinna margverðlaunu bíómyndar um síðustu daga Hitlers, Der Untergang. Myndin var opnunarmynd Þýskra kvikmyndadaga í Bíó Paradís.
„Þetta var stórkostlegt. Gæsahúð, tár og allur pakkinn.“
„Takk fyrir flottustu sýningu sem ég hef séð.“ „Frábær sýning, er ennþá með gæsahúð!!“
„Bestu tónleikar sem við hjónin höfum farið á.“
„Ég er ennþá að jafna mig eftir þessa stórkostlegu tónleika.“
TÓNLIST
ANDREW LLOYD WEBBER
TEXTI
TIM RICE
SKÍRDAG, 24. MARS Í ELDBORG Kvöldinu eytt með Jimmy Fallon
SkjárEinn Föstudaginn 18. mars, klukkan 22.30 The Tonight Show, í umsjón Jimmy Fallon, er sýndur á SkjáEinum alla virka daga. Í þættinum er gert grín að líðandi stundu, frægt fólk kemur í heimsókn og oft eru gestir Fallon jafnvel úr dýraríkinu. Sérstaklega gott þegar maður vill hugsa sem minnst við sjónvarpið.
ÖRFÁ SÆTI LAUS MIÐASALA Á TIX.IS OG HARPA.IS OG Í MIÐASÖLU HÖRPU
PÁSKA TILBOÐ DROPLET VASI GULUR/BLÁR 950,-
EMMANUELLE LJÓS HVÍT/SVÖRT 11.900,-
NEST BASTLAMPI 34.500,-
HUGO BAÐVARA VERÐ FRÁ 1450,-
NÝJAR VÖRUR FRÁ HABITAT
BLYTH YELLOW 24.500,-
CITRONADE 9800,-
TRIPOD BORÐLAMPI 12.500,-
COULEUR DISKUR 950,-
TREPIED GÓLFLAMPI 19.900,TILBOÐ 14.900,-
20%
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HAL PÚÐI 5.900,-
AFRICA STÓLL 11.250,-
HELENA TEPPI 9.800,-
SHADI HANDKLÆÐI 2400,-
DENA ARMSTÓLL GRÁR/SVARTUR 145.000,-
AGNES MOTTA (120X180) 19.500,-
GRETA SKRIFBORÐ 48.000,-
GULUM VÖRUM
OKEN HLIÐARBORÐ HVÍTT/SVART 24.500,-
HANNAÐU ÞINN EIGIN SÓFA
20%
AFSLÁTTUR AF EININGASÓFUM VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND
NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI
TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
72 |
Notar harminn í uppistandið Uppistandarinn, textasmiðurinn og magadansmærin Þórdís Nadia Semichat er stödd í lyftunni hans Spessa, ljósmyndara í gömlu Kassagerðinni á Laugarnesi. Á ferðalaginu upp fjórar hæðir hússins segir Þórdís frá áfallinu þegar hún fylgdist með andlega veikum aðstandanda hóta að kasta sér fram af svölum með barn í fanginu.
Hunangspáfinn Brandur var magnaður fugl og eftirminnilegur eigendum gæludýrabúðarinnar Furðudýr og fylgifiskar.
Líf mitt sem páfagaukur Skammandi og hrekkjandi Í gæludýrabúð í Kópavogi hafa búið mörg mögnuð dýr, en samkvæmt eigendum búðarinnar Furðudýr og fylgifiskar stendur hunangspáfinn Brandur upp úr. Hann var einn þeirra fugla sem geta lært orð og kunni að kalla nafn eiganda síns og að skamma. Hið síðarnefnda notaði hann óspart og átti það jafnvel til að skamma börn eigandans, ef honum fannst ástæða til. Eitthvert skiptið var eigandinn með fugla í pössun, í búrum inni á skrifstofu sinni. Brandur flaug í það mál að opna hvert einasta búr með goggnum svo þeir sluppu úr búrunum. Eftir á mátti svo heyra hann hrópa á sjálfan sig: Skamm! Mikið skamm! Brandur var að mestu laus inni í gæludýrabúðinni og fór jafnvel út í
trén fyrir utan að leika sér, en aldrei lengra en það. Lengi vel svaf hann í rúmi hjónanna sem áttu hann, á milli þeirra, og goggaði í þau ef honum fannst þjarmað að sér í svefni. Svo vaknaði hann og settist á enni eigandans og beið þar spakur þar til hann vaknaði. Yfirleitt gladdi hann gesti búðarinnar, en honum var þó uppsigað við einn ungling sem þangað kom. Sá gerði þau mistök að koma inn í alhvítum fötum og skeit Brandur lárétt á hann. Svo virtist sem þetta brot Brands væri einsdæmi, en þegar sami unglingur hætti sér aftur í búðina tók Brandur sig til og endurtók hrekkinn. Skemmst er frá því að segja að téður unglingur hefur ekki hætt sér aftur í gæludýrabúðina í Kópavogi.
Þórdís Nadia notar erfiða reynslu sem efnivið í uppistand og segir harminn geta verið fyndinn líka.
„Á lokaárinu mínu
Lyftan #10 við Listaháskólann Spessi upplifði ég mikla sorg og depurð. Einstaklingur sem er mér nákominn veiktist andlega. Í fyrstu fór hann að haga sér furðulega, með skrítnar samsæriskenningar, en á skömmum tíma ágerðist það verulega,“ segir Nadia. Veikindi einstaklingsins höfðu djúpstæð áhrif á Nadiu en hún varði miklum tíma í að sannfæra hann um að leita sér hjálpar á geðdeild. „Það var barn í spilinu sem gerði þetta bæði flóknara og erfiðara. Veikindin náðu hátindi þegar hann læsti sig og barnið sitt inni og ætlaði að kasta sér fram af svölunum með það í höndunum.“ Kallað var til lögreglu og hafði einstaklingurinn þær ranghugmyndir að lögreglan ætlaði sér að drepa sig og barnið. „Ég var á staðnum og tókst einhvern veginn að ná barninu af honum áður en sérsveitin kom,“ lýsir Nadía með grátstafinn í kverkunum. „Hann var handtekinn fyrir framan okkur með látum og barnaverndarnefnd blandaði sér í málið. Þetta var gríðarlegt áfall sem kristallaðist þegar þáverandi kærastinn minn, sem ég var í fjarsambandi með, hætti með mér í gegnum tölvupóst. Mér leið eins og ég hefði misst þrjá einstaklinga á einum degi.“ Nadia segir námið hafa bjargað sér. „Ég var með svipuna á bakinu og ætlaði mér að útskrifast. Þegar maður upplifir slíka lægð er aðeins ein leið, upp.“ Nadia tók að semja uppistönd og fann sínar hæstu hæðir í því. „Uppistandið herðir mann gríðarlega og kennir manni að gefast ekki upp. Ég nota sögur úr eigin lífi og komst að því að hægt er að nýta erfiða reynslu í eitthvað jákvætt, uppbyggilegt og stundum fyndið.“ | sgk
PÁSKASPRENGJA 25 - 50% afsl. af skíðavörum til páska. Skíðahjálmar og bakhlífar
TAKMARKAÐ MAGN
30 - 50% afsl.
Gönguskíðabúnaður
30% afsl.
Svigskíðabúnaður
30 - 50% afsl. 25% afsl. Skíðafatnaður 50% afsl. Snjóbrettabúnaður 40-50% afsl. Skíðapokar og skótöskur 30% afsl Fjallaskíðabúnaður
www.alparnir.is
Í s le n s k u ✓ Góð gæði ✓ Betra verð
ALPARNIR
Faxafeni 8 // 108 Reykjavík Sími 534 2727 // www.alparnir.is
PIPAR\TBWA • SÍA
Ómissandi um páskana
Eitthvað við allra hæfi um páskana frá Emmessís
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
74 |
Heldriborgarar Benidorm & Almería
10.000 kr. bókunarafsláttur til 2. Apríl Hinar vinsælu ferðir heldriborgara Jennýar hafa svo sannarlega slegið í gegn. Vorið 2016 verður farið til Benidorm og endað á Almería. Val um 21 eða 13 nætur. Brottfarir 12. & 20. maí. FRÁ
Mynd | Rut
Filman skoðuð þrjátíu árum síðar
199.900 KR. m.v 21 nótt …eru betri en aðrar Hlíðasmári 19, 201 Kópavogi | Sími 514 1400 | sumarferdir.is
til ir rs ild a G .m 26
1 kr.
ÞAÐ ERU KRÓNUDAGAR Valdar SELESTE umgjarðir á aðeins 1 kr. við kaup á glerjum! Tveggja ára ábyrgð á umgjörðum og frí gleraugnatrygging fylgir með.
SÍMI 5 700 900
„Það er ekki fyrr en maður fjarlægist söguna sem maður sér hlutina í nýju ljósi.“
1 kr.
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.
É
Ljósmyndarinn Guðmundur Ingólfsson fann 30 ára gamla filmu sem sýnir miðbæinn á dögum slyddu árið 1986.
g bjó á Hverfisgötunni í 27 ár og maður skrapp stundum niður á pósthús eða í Pennann, alltaf með myndavélina á öxlinni. Það var slydda þennan dag og ég var með tíu ramma í vélinni,“ segir ljósmyndarinn Guðmundur Ingólfsson sem myndaði miðbæinn kaldan morgun árið 1986. Filmuna lagði hann til hliðar án frekari skoðunar þar til þrjátíu árum síðar. „Ég rakst á filmuna fyrir skömmu og sá að það var samskonar veður og hefur verið undanfarið í Reykjavík, mikil slydda, eða útmánaðaslydda líkt og ég kalla það. Mér var skemmt að ég skyldi finna þessa filmu. Það er þannig með ljósmyndir, meðan þær eru splunkunýjar þá leggur maður enga frekari merkingu í umhverfið eða atburðina á myndinni. Það er ekki fyrr en maður fjarlægist söguna sem maður sér hlutina í nýju ljósi. Allt á ljósmyndunum er meira og minna horfið í dag.“ | sgk
„Það var mikill múrveggur sem lokaði Austurstræti að Lækjargötunni. Þar fyrir aftan voru leifar af pylsuvagninum hans Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar. Það má einnig sjá glitta í Sælkerann og Pennann. Í Austurstræti 22 var tísku- og hljómplötuverslunin Karnabær. Áður hýsti húsið Jörund hundadagakonung og hans dansleiki á sínum tíma.“
„Þarna er auglýsing umdeilda gosdrykkjarins Tab, hann var eini sykurlausi gosdrykkur þess tíma. Hann var alræmdur og miklar umræður um hvort gervisykurinn, aspertame, væri krabbameinsvaldandi.“
„Ég sá þennan kókbíl sem verið var að afferma. Þá kom engin gosdrykkur í öðru en gleri, stærsta ílátið var stór 0,3 lítra kók, en það þykir lítil kók í dag.“
15% AFNÁM TOLLA
VIÐ FÖGNUM
Dæmi um verðlækkun í Name it, Nitveen bolur: Verð nú:
1.490 kr.
Verð áður:
1.790 kr.
Dæmi um verðlækkun í Ecco og Steinari Waage, Stan Smith Adidas:
Dæmi um verðlækkun í Urban, Revolution jakki:
Verð nú:
Verð nú:
16.995 kr.
Nánari upplýsingar um afnám tolla og þær vörur sem lækka í verði á kringlan.is
Verð áður:
19.995 kr.
18.995 kr.
AFNÁMI TOLLA Verð áður:
22.995 kr.
KRINGLAN GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA AF ÖLLU HJARTA!
fr
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
76 |
Hrollur á ATP Tónskáld hryllingsmyndanna ber hæst á tónlistarhátíðinni í Keflavík
Allt nýtt alltsaman Zyan Malik blómstar eftir aðskilnað við One Direction
Tónleikahátíðin ATP verður sannkölluð hryllingsveisla þetta árið. Þegar hefur verið tilkynnt að snillingurinn á bak við Halloween-myndirnar, John Carpenter, muni spila hrylling sinn á hátíðinni, en nú hafa ítölsku tónskáldin Claudio Simonetti og Fabio Frizzi bæst við. Simonetti er best þekktur undir merkjum hljómsveitarinnar Goblin og er ábyrgur fyrir köldum svita fjölmargra hryllingsmyndaaðdáenda. Goblin samdi tónlistina fyrir flestar bíómyndir Dario Argento. Þeirra þekktust er hryllingsmyndin Suspiria.
Það er allt að frétta af Zyan Malik sem yfirgaf hljómsveitina One Direction svo eftirminnilega. Á meðan þeir meðlimir sem eftir eru í One Direction eru eru í pásu hefur Zyan gefið út þrjá slagara, Pillowtalk, It’s you og það nýjasta sem kom út í vikunni Like I Would. Lagið er um kærustu Zyan, ofurfyrirsætuna Gigi Hadid, en þau opinberuðu samband sitt fyrir ekki svo löngu. Það er ekki bara tónlistaferillinn, kærastan og lagið sem er nýtt heldur bætti Zyan við nýju húðflúri í safnið í vikunni. Húðflúrið ber áletrunina „mom“ og skrifaði hann það á andlitið á sér.
Költhryllingsmyndin Suspiria þykir enn ein sú óhugnanlegasta.
Tölum um hvíta bjargvættinn Sjálfboðaliðinn sem ferðast til að víkka sjóndeildarhringinn en hjálpar engum nema sjálfum sér. Hvíti bjargvætturinn er ungur einstaklingur sem ferðast til fátækra ríkja í sjálfboðastarf. Hann vill vel og ásetningur hans er góður, að hjálpa þeim sem minna mega sín. Hæfniskröfur bjargvættsins eru þó af skornum skammti, hann er ekki handlaginn né með nokkra hjúkrunarþekkingu. Hans helsta hlutverk er að veita börnum félagsskap, elda mat og kenna tungumál. Hann ofmetur hlutverk sitt stórlega, en það fer mikið púður í að aðlagast aðstæðum. Ferð hans er gjarnan hluti af stærri heimsreisu og dvölin því stutt, nokkrar vikur eða mánuðir. Þegar hann er rétt að ná tökum á starfi og umhverfi er hann farinn. Bjargvætturinn hjálpar sjálfum sér framar en öðrum. Hann hefur opnað augun sín gagnvart fátækt heimsins, er reynslunni ríkari og þakklátur fyrir það sem hann á. Hann tekur meira en hann gefur. Það sem hvíti bjargvætturinn skilur eftir sig er minningin ein um sjálfboðaliðann sem kom og fór, tók störf af lókalnum, þáði húsaskjól og uppihald. Hann ýtti undir staðalímyndir þróunarlanda með því birta myndir af fátækt, munaðarlausum börnum og vegsama eigin upplifun. Að „bjarga heiminum“. | sgk
Mynd | NordicPhotos/Getty
Hvíti bjargvætturinn talar gjarnan um Afríku sem eitt land en ekki heimsálfu 54 ólíkra ríkja.
Einkenni hvíta bjargvættsins Hann er hvítur Hann ólst upp í vestrænu ríki og dreymir um að ferðast til framandi landa og láta gott af sér leiða. Hann lætur til skara skríða á millibilsárum, árið eftir menntaskóla eða háskóla. Afríka er land Bjargvætturinn talar gjarnan um Afríku sem eitt land en ekki heimsálfu 54 ólíkra ríkja. Myndaglaður Hann tekur „sjálfur“ af sér með börnum og birtir á samfélagsmiðlum. Þessar sömu myndir rata gjarnan í Tinder myndasafnið. Stoppar stutt Hann ferðast hálfan hnöttinn í sjálfboðastarf en stoppar ekki mikið lengur en mánuð.
Vilt þú gerast sjálfboðaliði? Leitaðu uppi samtök sem eru vel liðin á meðal íbúa. Samtök sem fjárfesta í fólkinu og samfélaginu, og stuðla að sjálfbærni íbúa frekar en upplifun sjálfboðaliðans. Skildu eftir þig meira en þú tekur með þér. Kannaðu hvar þarfirnar liggja og hvernig þú getur orðið að liði án þess að taka störf af fólkinu.
Fyrir ferminguna og önnur hátíðleg tækifæri – servíettur, dúkar, yfirdúkar og kerti í miklu úrvali
Sjáðu allt úrvalið á
RV.is
24/7
RV.is
Rekstrarvörur –Rekstrarvörur fyrir þig og þinn vinnustað Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is
- vinna með þér
Einar Pétur Jónsson stundar nám í sjávarlíffræði í Chile. Hann hefur alla tíð heillast af hafinu og þeim leyndardómum sem sjávarlífið hefur að geyma.
Ég bið að heilsa Eignast litlar fjölskyldur í Chile
E
inar Pétur Jónsson settist að í Santiago í Chile fyrir þremur árum til að læra sjávarlíffræði. Á þeim tíma hefur hann lært að dansa, fylgjast með fótbolta og njóta þess að bíða á rauðu ljósi. Hann saknar ekki skammdegisins heima en þrátt fyrir að vera með hafið í bakgarðinum eru íslensku sundlaugarnar ofarlega í huga. Ólíkt óþolinmæði Íslendinga á rauðu ljósi þá er biðin eftir græna ljósinu eitt það skemmtilegasta við Chile, samkvæmt því sem Einar Pétur Jónsson segir. „Á ýmsum götum Santiago er ótrúlega hæfileikaríkt fólk að leika listir sínar. Það hendir boltum á milli, strengir víra á milli staura, heldur jafnvægi á línu og leikur ýmsar sirkuslistir. Það er frábært að fylgjast með þessu, þetta er oftast fátækt fólk sem hefur unnið hörðum höndum að leggja þetta fyrir sig.“ Á daginn sinnir Einar náminu í sjávarlíffræði en hann hefur alla tíð verið hrifinn af dýrum á stærri skala. „Ég hef leikið mér í sjónum alla ævi og heillast af hafinu. Mér þótti því gráupplagt að sækja um háskóla í Chile, landi sem liggur þvert við hafið, en ég hafði verið hér áður í skiptinámi. Það er spennandi hversu ótrúlega lítið er vitað um sjávarlífið, aðeins lítil prósenta hefur verið rannsökuð. Það er stöðugt verið að uppgötva eitthvað nýtt sem er hvetjandi fyrir námsmann í faginu.“ Einar segir lífið í Chile leika við sig, náttúran er stórbrotin og hann ver miklum tíma á ströndinni og að ferðast um landið. „Fólkið hérna er hlýtt og tekur vel á móti manni, ég hef eignast litlar fjölskyldur víðsvegar sem er voða gott svona fjarri Ís-
Ég sakna ekki skammdegisins á Íslandi en sund laugarnar og heita pottinn þrái ég alltaf. landi. Ég sakna svo sannarlega ekki skammdegisins á Íslandi en sundlaugarnar og heita pottinn þrái ég alltaf.“ Dansinn og fótbolti er stór hluti af menningu Chilebúa og hefur Einar óhjákvæmilega lært þjóðdansinn og fylgst með boltanum. „Á þjóðhátíðardeginum, 18.september, dansa allir þjóðdansinn úti á götum borgarinnar og á ströndinni. Það er rífandi stemning í kringum þennan dag, mikið drukkið, grillað og skemmt sér. Í fyrra átti sér stað jarðskjálfti tveimur dögum áður og flóðbylgja fylgdi í kjölfarið, en Chilebúarnir láta ekkert stöðva sig í fjörinu. Dansinn er ekki upp á marga fiska hjá mér en ég reyni mitt besta.“ | sgk
FERMINGAR
TILBOÐ
Sæng og koddi að andvirði 6.980 fylgir með hverju keyptu fermingarrúmi
Justin Bieber Með hverju seldu fermingarrúmi fer viðkomandi í pott sem er dreginn út í hverri viku í 4 vikur og í verðlaun eru 2x miðar á Justin Bieber tónleika 9. sept 2016 í Kórnum Kópavogi
VOGUE fermingarrúm
Verð frá: 93.520 - Fullt verð frá: 116.900 120x200cm | án höfðagafls og fylgihluta
Sæng og koddi
Sængurverasett
Falleg gjafavara
Lampar
Microfiber sæng og koddi
Fusenegger sængurverasett Frá KJ Collection
Flottir lampar í herbergið
Fermingartilboð: 9.900.-
Fermingartilboð
Fermingartilboð
Fermingartilboð: 11.920.-
20% AFSLÁTTUR
20% AFSLÁTTUR
Dúnsokkar
Hrúgöld
Au Lait - Snyrtivörur
Dúnsokkar
Hrúgöld í mörgum litum.
Alvöru hlýja á köldum dögum
Fermingartilboð: 26.900.-
Fermingartilboð
20% AFSLÁTTUR
Fullt verð: 33.625.-
Sketch - Dönsk gæðavara
Flott í fermingarpakkann fyrir stúlkur og drengi
Gæða hönnun Fallegir stólar í mörgum litum
Fermingartilboð
Verð: 24.900.-
20% AFSLÁTTUR
Síðumúla 30 . Reykjavík . Sími 533 3500 Hofsbót 4 . Akureyri . Sími 462 3504
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
78 |
Morgunstund á Hringbrautinni Þeir Sigurður, Brynjar og Árni mæta snemma morguns í vinnuna á byggingarsvæðið fyrir aftan JL-húsið á Hringbraut. Þar munu þeir eyða deginum í að klæða nýsteypta veggi fjölbýlishúss með gipsi, en fyrst fá þeir sér kaffibolla.
Myndir þú vilja búa í sambýli eldri borgara og stúdenta? Já, að minnsta kosti væri ég persónulega alveg til í það. Væri örugglega fínt að elda og slaka á með eldra fólkinu.
Hrútur Teitsson, fullorðinn í foreldrahúsum.
Já, mér litist bara vel á það. Hér á Grund eru meira og minna krakkar sem eru að læra hjúkrun og aðstoða mig og þau eru yndisleg.
Steinunn H. Bjarnason, vistkona á Grund.
Ungir í eldri borgara húsum Hver segir að ólíkar kynslóðir geti ekki búið saman? Hvað ef þú gætir búið í rúmgóðri íbúð fyrir 50 þúsund á mánuði? Hljómar of gott til að vera satt í Reykjavík, en í Helsinki í Finnlandi hefur fyrirkomulag, þar sem ungir nemar búa ódýrt eða ókeypis í húsnæði með eldri borgurum, gefið frábæra raun. Í staðinn fyrir húsnæðið vinna stúdentarnir 3-5 tíma sjálfboðavinnu á viku fyrir eldri nágranna sína. Tilraunin er hluti af átaki borgarinnar til að sporna við húsnæðisvanda ungs fólks, sem oft hefur ekki efni á að flytja að heiman vegna sligandi leiguverðs. Allir aðilar græða á fyrirkomulaginu. Unga fólkið losnar úr hús-
næðiskröggum og eldra fólkið nýtur góðs af félagsskap þess, enda sýna rannsóknir að samskipti við ungt fólk geta komið í veg fyrir þunglyndi og elliglöp eldra fólks. Störfin sem nemendurnir taka að sér fyrir eldri borgarana geta verið allt frá því að koma við í fiskbúð fyrir þá, að því að kenna þeim að nota Skype. Vinasambönd myndast milli stúdentanna og eldri nágranna þeirra, en stúdentarnir búa þó sjálfstætt í sínum íbúðum. Nú hafa öldrunarheimili í Hollandi, Finnlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum prófað þetta. Gæti hér verið komin lausnin á húsnæðisvanda unga fólksins?
HVÍTT SÚKKULAÐIEGG
Mynd | Rut
Hrafnhildur og foreldrar hennar, Þuríður og Þórólfur. Þetta kvöldið er fjölskyldan með kjúklingaleggi í matinn og sá Hrafnhildur um sósuna. „Er ekki gott merki þegar mamma manns er farin að treysta manni fyrir sósugerðinni á heimilinu?“
Fullorðin í foreldrahúsum Skrýtið að spyrja foreldrana hvort ég megi halda partí Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is
M
eð hækkandi leiguverði og minnkandi framboði á húsnæði fyrir ungt fólk í startholum lífsins fjölgar þeim sem dvelja í hreiðrinu fram eftir aldri. Talið er að nærri helmingur ungs fólks á aldrinum 18-30 ára í Evrópu búi enn í foreldrahúsum. Hrafnhildur er 35 ára gömul, grunnskólakennari sem býr í kjallaranum hjá foreldrum sínum. „Ég hef eiginlega alltaf búið heima. Ég bjó einu sinni á Stúdentagörðum í smá stund en námslánin nægðu ekki fyrir því svo ég flutti aftur heim.“ Hrafnhildur Þórólfsdóttir upplifir sig oft sem ungling í húsi foreldra sinna. „Ég hringi í foreldra mína til að láta vita hvort ég kem í mat, og pabbi skutlar mér í vinnuna á hverjum degi. Bankar á svefnherbergishurðina og kallar: „Hrafnhildur mín, eigum við ekki að fara að koma?“ – ef ég er ekki komin fram á morgnana.“ Hún segir heimilislífið þó ólíkt frá því hún var unglingur: „Hver sér um sinn þvott sjálfur og ég kaupi sjálf í matinn, en fer ekki með debetkortið hennar mömmu út í búð.“ Hrafnhildur er umsjónarkennari í tíu ára bekk og er illfært að eiga fyrir útborgun í íbúð eða vera á leigumarkaði með sín laun. Hún reynir
að halda þeirri staðreynd að hún býr hjá pabba og mömmu frá nemendum sínum. „Fólk segir ég þurfi ekki að skammast mín fyrir að búa svona því það sé staða margra, en ég ræð ekki við það og býð fólki ekki í heimsókn vegna þess. Það er skrýtið að vera fullorðin en þurfa að spyrja mömmu og pabba hvort ég megi halda partí.“ Þuríður, móðir Hrafnhildar, segist njóta þess að hafa Hrafnhildi heima. „Þetta er meira eins og að búa með félaga en dóttur sinni. Ég var vön að búa í kommúnum þegar ég var ung, enda af 68 kynslóðinni.“ Hún sé því vön ýmsum búsetuformum. „Ég sé nú ekkert að því að fólk búi með foreldrum sínum, ætti maður ekki bara
að búa með þeim sem maður vill?“ Hrafnhildur samsinnir móður sinni og segir margar góðar hliðar á sambúðinni. „Það er dásamlegt að borða kvöldmat með fólki sem kann að meta það sem ég elda. Þau tímabil sem ég bjó ein nennti ég sjaldnast að elda fyrir sjálfa mig.“ Hrafnhildur sér ekki fyrir sér að hafa efni á eigin húsnæði í nánustu framtíð. „Það væri ekki nema ég flytti út á land, gerðist kennari í Grímsey eða á Dalvík eða eitthvað. Systir mín er nýflutt úr kjallaranum með fjölskylduna, en þurfti lán frá mömmu og pabba til að kaupa sér íbúð. Þetta er bara staðan á húsnæðismarkaðnum í dag.“
Helgin í æð
Spurt er… Til hvers að hafa forseta?
ekki nauðsynlegt
Berglind Ósk Bergsdóttir
Til að vera í forsvari þjóðarinnar. Ég held þetta sé ekki nauðsynlegt embætti, en þó jákvætt að hafa það.
Punkturinn
Heimir Lárusson Fjeldsted Jú, forseti er punkturinn yfir i-ið. Hann er sameiningartákn fyrir þjóðina.
andlit þjóðar
Áslaug Lárusdóttir
Forsetaembætti er ekki svo mikilvægt í mínum huga en embættið hefur þann tilgang að einhver sé andlit þjóðarinnar út á við og geti átt síðasta orðið þegar við setjum lög.
sameiningartákn
Steinn Arnar Kjartansson Forseti er sameiningartákn bladaauglysing copy.pdf þjóðarinnar.
1 2/24/2016 5:08:58 PM
Eigðu betri dag með okkur
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
jaha.is
Gott að lauga sig: Það er spáð 4–7 gráðu hita um land allt um helgina. AKA BONGÓ! Leitaðu uppi eina af náttúrulaugum landsins. Hvernig hljómar göngutúr í Reykjadalnum sem lýkur með heitri laug innst í dalnum?
Gott að liggja í leti: Þeir sem kvíða komandi sumri og vilja halda letiglápi vetrarmánaðanna áfram ættu að taka maraþon af lélegum sjónvarpsþáttum. Sería 20 af The Bachelor, var að klárast svo hægt er að kuðla sig upp í sófanum og draga gluggatjöldin fyrir sólina.
Gott að finna: Ef þú vilt ekki eyða peningum í páskaegg, eyddu þeim frekar í ferjuna til Viðeyjar! Þar verður páskaeggjaleit á laugardaginn. Leitin hefst klukkan 13.30 í Viðey.
Crossfit
Hugmyndin var að búa til hreinni vörur en aðrir, að hafa ekki mikið af sætuefnum eða efnum sem við þekkjum ekki. 8 Annie Mist Þórisdóttir FRÉTTATÍMINN
Helgin 18.–20. mars 2016 www.frettatiminn.is
Ég elska Crossfit! Ómar R. Valdimarsson breytti um lífsstíl fyrir þremur árum og hóf að stunda Crossfit þegar vigtin sýndi 99,9 kíló. Hann hefur misst 20 kíló og hefur nú næga orku til að sinna börnum sínum. 2
Mynd | Rut
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
2|
Crossfit
íþróttafatnaður
Hvaðan kemur Crossfit?
stærðir 36-46
Kíkið á verðin eftir
tollalækkun Æfingapeysa, hálfrennd
ÁRNASYNIR
6.990 kr.
GLÆSIBÆ
KRINGLUNNI
SMÁRALIND
utilif.is
Crossfit er fyrirtæki sem var stofnað árið 2000 en rætur þess liggja lengra aftur í tímann þegar stofnandi þess, Greg Glassman, var unglingur sem æfði fimleika. Eins og margir jafnaldrar hans í íþróttinni vildi Greg verða sterkari og hann komst að því að með því að nota ketilbjöllur og lóð varð hann sterkari en fimleikamenn sem unnu aðeins með líkamsþyngd sína. Greg hafði áhuga á mörgum íþróttum og þá sérstaklega hjólreiðum. Hann gerði sér að leik að því að keppa við vini sína í hinum ýmsu íþróttum og komst að því að vinir hans gátu unnið hann í einstökum greinum, en enginn gat sigrað hann í öllum. Hann fór því að velta fyrir sér hver fórnarkostnaðurinn væri við að sérhæfa sig aðeins í einni grein og sú spurning er kjarninn í Crossfit æfingakerfinu sem leggur áherslu á fjölbreytni og fjölhæfni.
toppaðu fenix 3 sameinar glæsilega hönnun og fjölnota GPS snjallúr
gærdaginn
Íþrótta- og útivistarfólk þarf ekki lengur að velja á milli – fenix 3 er bæði fullkomið íþróttaúr, útivistarúr, snjallúr og úr sem þú notar daglega í vinnu og leik. Þú getur einnig sérsniðið úrið að þínum þörfum með mismunandi upplýsingagluggum, forritum eða úraskífu með Connect IQ appinu frá Garmin
Ögurhvarfi 2 | 203 Kópavogur | sími 577 6000 | garmin.is
HÁMARKS VIRKNI HÁMARKS ÁRANGUR
Terranova stendur fyrir gæði, hreinleika og hámarks virkni. Inniheldur engin fylliefni, bindiefni eða önnur aukaefni. Terranova - bætiefnin sem virka. Fæst í flestum heilsuvörubúðum, apotekum, Lyfju og í Nettó
Til að ná hámarks árangri er afar mikilvægt að huga vel að næringu líkamans. Vörurnar frá Terranova hafa hjálpað mér að ná lengra, ég finn að líkaminn er mun fljótari að jafna sig eftir æfingar sem er afar mikilvægt við stífa þálfun. SIGURJÓN ERNIR STURLUSON, MA NEMI Í ÍÞRÓTTAFRÆÐI VIÐ HÍ.
Sigurjón var sigurvegari Þrekmótaraðarinnar 2015 í karlaflokki
NÁNAR Á FACEBOOK TERRANOVA HEILSA
Ætlaði ekki að verða hundrað kíló Ómar R. Valdimarsson byrjaði að æfa crossfit fyrir rúmum þremur árum og hefur gjörbreytt lífi sínu. Crossfit hefur notið mikilla vinsælda hérv á landi síðustu ár, ekki síst eftir frábæran árangur þeirra Annie Mistar Þórisdóttur og Katrínar Tönju Davíðsdóttur á Heimsleikunum. Það eru þó ekki allir sem stefna á heimsyfirráð í greininni því fjöldinn allur af Íslendingum stundar Crossfit sér til ánægju og yndisauka. Einn þeirra er Ómar R. Valdimarsson, tæplega fertugur fjölskyldufaðir í Garðabæ. Ómar starfar sem blaðamaður hjá Bloomberg-fréttaveitunni og er auk þess héraðsdómslögmaður. Fyrir rúmum þremur árum ákvað hann að taka líf sitt til endurskoðunar. „Þá var ég bara orðinn spikfeitur. Ég steig á vigtina og var orðinn 99,9 kíló og ákvað að ég ætlaði ekki að verða hundrað. Ég var ekki í formi, var þreyttur og það var slen í mér. Ég hugsaði með mér að þetta gengi ekki upp og bað því um að fá byrjendanámskeið í Crossfit í jólagjöf frá systrum mínum,“ segir Ómar sem tók æfingarnar strax föstum tökum. Hann kveðst reyndar hafa passað sig á að stíga ekki strax aftur á vigtina. „Ekki fyrr en ég var nokkuð viss um að ég
hefði lést talsvert. En svo hef ég tekið af mér tuttugu kíló á þessum rúmu þremur árum. Það sem hefur gerst líka er að ég fór að borða öðruvísi. Það kemur svolítið sjálfkrafa þegar maður fer að æfa oft. Ég æfði fyrst þrisvar í viku. Síðan tók ég mataræðið í gegn, dró úr einföldum kolvetnum og fór að borða minna brauð og hvítt pasta. Ég hætti samt ekkert alveg að borða þetta. Þegar ég svo fjölgaði æfingunum upp í 5-6 þá fór mikið að gerast. Þá fór maður að sjá árangur í speglinum.“ Og þú ert ekkert að róast, ekkert á leiðinni að hætta? „Nei, ég elska crossfit, það er ekkert öðruvísi.“ Þó Ómar hafi viljað léttast þegar hann byrjaði í Crossfit var önnur undirliggjandi ástæða. „Ég fann bara að ég þyrfti að gera þetta. Ég er enn tiltölulega ungur og er með ung börn sem krefjast orku. Maður þarf að geta leikið sér með þeim. Ég vildi bara geta haldið á einum krakka og kannski tveimur Bónuspokum án þess að vera alveg búinn á því.“ Er ekkert erfitt að finna tíma fyrir æfingarnar? „Nei, það er nú það sem er svo brilljant að þetta er alla jafna ekki nema um klukkutími sem fer í æfing-
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
|3
Crossfit
5 atriði sem breytast þegar þú byrjar í Crossfit 1. Aukin matarlyst Þú brennir mikið af kaloríum á góðri Crossfit æfingu og mátt því búast við aukinni matarlyst. En þá er mikilvægt að halda sig við holla fæðu og forðast að borða of mikið af kolvetnaríkri fæðu.
2. Harðsperrur Margar Crossfit æfingar eru ólíkar hefðbundinni hreyfingu eins og hlaupum eða hjólreiðum, svo þú mátt búast við miklum harðsperrum til að byrja með. Til að koma í veg fyrir of miklar harðsperrur er nauðsynlegt að teygja vel eftir æfingu og nota rúllur og bolta til að teygja og nudda vöðva.
3. Nýir vinir Crossfit samfélagið er vinalegt og opið og fljótlega áttu eftir að eignast nýja vini sem þú hittir á æfingum. Það góða við alla þessa nýju vini er félagsskapur á æfingum og það eykur líkur á að maður mæti vel á æfingar.
4. Stigið út fyrir þægindahringinn Þú átt eftir að læra fullt af nýjum æfingum og gera hluti sem þú hefur aldrei gert áður. Gerðu ráð fyrir að sumt af þessu muni vera óþægilegt í fyrstu en það er hluti af ferlinu og áður en þú veist er þetta ekkert mál.
5. Þú ert ekki best/ur Það er mikilvægt að átta sig á því að þegar maður er byrjandi þá líður manni eins og allir hinir séu miklu betri. Þá er best að hugsa um að maður sé að keppa við sjálfan sig en ekki hina, auk þess sem markmiðið er að klára æfinguna ekki til að sigra í einhverri keppni.
Ef þér finnst þetta erfitt þá er það af því
ÍSLENSKA/SIA.IS/MSA 79053 03/16
það á að vera erfitt. Meiri átök. Meiri Hleðsla. Meiri árangur.
Mynd | Rut
Katrín Tanja DavÍÐsdÓttir, afrekskona í Crossfit
Ómar R. Valdimarsson æfir Crossfit 5-6 sinnum í viku. Hann segir að æfingarnar séu orðnar hluti af rútínunni hjá sér.
Hraustasta kona heims 2015
una. Þetta er orðið hluti af rútínunni hjá mér. Þú labbar inn, ferð í föt og þér er sagt hvað þú átt að gera. Þú æfir, teygir og svo er sturta. Þetta rúmast í hádegismatnum hjá velflestum,“ segir Ómar sem sjálfur æfir í CrossFit Reykjavík. Ómar segir jafnframt að góður andi sé meðal þeirra sem æfa Crossfit. „Þetta er samfélag. Maður hittir fólk daglega sem verður vinir og kunningjar manns. Æfingarnar eru líka settar þannig að allir vinna að sama marki. Þegar einn klárar hvetur hann hina áfram. Það verður eitthvað sérstakt „kemestrí“ þarna sem ég hef ekki upplifað áður.“ Það er stundum grínast með fólk í crossfit og sumir vilja meina að þetta sé eins og sértrúarsöfnuður... „Já, það er hárrétt, þetta er eins og sértrúarsöfnuður. En svona söfnuður, sem lætur fólk taka upp bætta lífshætti getur ekki verið annað en jákvæður.“ Ómar kveðst aðspurður hafa prófað að keppa í Crossfit einu sinni eða tvisvar. „Og svo hef ég tekið þátt í Open sem er haldið árlega. Það er gaman að staðsetja sig og mæla persónulegan árangur en ég hef ekki metnað fyrir því að keppa í Crossfit. Það er ágætt að láta Annie Mist og Katrínu Tönju um það.“ | hdm
Hver sem íþróttin er, markmiðið er alltaf að verða betri. Hleðsla er íþróttadrykkur úr náttúrulegum íslenskum hágæðapróteinum sem byggir upp vöðvana. Meiri átök. Meiri Hleðsla. Meiri árangur.
hledsla.is
5 HITAEININGAR, ANDOXUNAREFNI OG NÁTTÚRULEG SÆTUEFNI
Þetta meikar ekki sens
BAI ERU BRAGÐGÓÐIR DRYKKIR MEÐ MJÖG LÁGAN SYKURSTUÐUL. SPENNANDI BRAGÐTEGUNDIR. KITLAÐU BRAGÐLAUKANA OG SVALAÐU ÞORSTANUM MEÐ GÓÐRI SAMVISKU.
OFURFÆÐA
ÚR ÁVÖXTUM OG GRÆNMETI Fruit and Greens frá NOW er samansafn af því besta sem náttúran hefur upp á að bjóða. Berin, ávextirnir, grænmetið og græna fæðan eru sneisafull af andoxunarefnum og gefa þér vítamín, steinefni og trefjar. Þessi blanda hjálpar þér að viðhalda heilsusamlegu sýrustigi með einföldum hætti. INNIHELDUR 37 EINSTAKLEGA NÆRINGARRÍK MATVÆLI BASÍSK FÆÐA BERJABRAGÐ GLÚTENFRÍ HENTAR GRÆNMETISÆTUM
®
VIÐ KRÓNÍSKUM BÓLGUM VeRKjALAUSN áN LyFjA
RAFSeGULSByLGjUR
ON/OFF takki
• Klíniskar rannsóknir
ActiPatch® er verkjalausn fyrir þá sem þjást af krónískum bólgum og verkjum, flýtir fyrir bata eftir aðgerðir og meiðsli. ActiPatch® gefur frá sér rafsegulsbylgjur sem dreifa staðbundinni bólgu og verkjum út í líkamann þannig að líkaminn er fljótari að vinna á þeim. Fæst í apótekum.
720 klst
virkni
FyRIR HNÉ
FyRIR BAK
FyRIR VÖÐVA OG LIÐI
fréttatíminn | HELGIN 18. MARS–20. MARS 2016
6|
Kynningar | Crossfit
AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Crossfit er eins og að leika sér, bara aðeins erfiðara Þórður Daníel, yfirþjálfari í Crossfit Kötlu, hefur stundað crossfit í sex ár og rak um tíma eigin stöð í Noregi.
Orðabókin
Unnið í samstarfi við Crossfit Kötlu
Það er ekki fyrir leikmenn að skilja hvað viðgengst á Crossfitæfingum. Hér er listi yfir nokkur hugtök og skammstafanir. WOD Workout Of The Day, eða æfing dagsins. AMRAP As Many Rounds As Possible eða As Many Reps As Possible. Eins margar umferðir af æfingum og mögulegt er á tilteknum tíma.
Chipper Yfirleitt löng æfing, samansett af mismunandi æfingum sem þarf að framkvæma í ákveðinni röð og stundum með tímamörkum.
BUY IN / BUY OUT Æfing sem þarf að klára áður en WOD hefst (buy in) eða eftir að því lýkur (buy out).
HEROES Crossfit-æfingar sem eru nefndar eftir hermönnum, lögreglumönnum og slökkviliðsmönnum – konum og körlum sem hafa látist við störf. Dæmi: JT, Murph, Badger...
TABATA Æfing framkvæmd í 20 sekúndur án þess að stoppa, svo 10 sekúndur í hvíld, 8 umferðir.
GIRLS Einn flokkur æfinga heitir kvenmannsnöfnum, t.d. Fran, Annie, Nancy, Angie og Grace og eru æfingarnar
nefndar eftir öflugum CrossFit iðkendum. BENCHMARK Viðmiðunaræfingar sem hafa ákveðin heiti, til að mynda „GIRLS“, „HEROES“ og „CROSSFIT TOTAL“ Dæmi: Fight Gone Bad, Filthy Fifty, Nasty Girls… DEATH BY… Æfing þar sem gerð er 1 endurtekning af æfingu á fyrstu mínútunni, tvær endurtekningar á 2. mínútu, 3 á þeirri þriðju o.s.frv. þar til þú nærð ekki að klára fjölda endurtekninga lengur. Heimild: Crossfitaustur.com
Mobility á Íslandi Bækurnar hans Dr. Kelly Starret (Sjúkraþjálfari og eigandi af Crossfitstöð í USA) Becoming a supple Leopard second edition - kynningarverð á 8.500 kr. Ready to run - kynningarverð á 5.500 kr. Bolti (120 mm) frá Rogue Fitness hannaður af Dr. Kelly Starret - kynningarverð á 8.750 kr. Energetix ehf. | energetix@simnet.is | s: 866 1288 |
/Mobility-á-Íslandi
C
rossfit er bæði skemmtilegt og erfitt. Það er fjölbreytt og þú ert ekki alltaf að gera það sama. Ég segi gjarnan að það að stunda crossfit sé eins og að leika sér, nema bara aðeins erfiðara,“ segir Þórður Daníel Ólafsson, yfirþjálfari í Crossfit Kötlu. Crossfit Katla er hluti af Reebok líkamsræktarstöðinni í Holtagörðum. Þórður hefur verið yfirþjálfari í stöðinni síðan í haust og segir að töluvert af nýju fólki hafi bæst við að undanförnu. „Það er líka ýmislegt í bígerð hjá okkur, nýir þjálfarar eru að koma inn og við erum að poppa stöðina aðeins upp,“ segir hann. Þórður byrjaði sjálfur að stunda crossfit árið 2010. „Ég hef alltaf æft mikið en hef alltaf fengið leið á því sem ég hef verið að æfa. Þá hef ég hætt og byrjað á einhverju öðru. Ég lenti í alvarlegum hnémeiðslum og crossfitið hefur hentað mér vel eftir það. Þar fékk ég kennslu við að beita mér rétt og náði að byggja upp styrk aftur. Í kjölfarið gat ég farið að gera hreyfingar sem ég gat ekki áður og þá fór ég að skilja betur muninn á því að byggja upp stoðkerfið og að pumpa fyrir framan spegilinn,“ segir hann. Þórður segir að sér finnist líka frábært við crossfitið að þegar maður mæti sé þjálfarinn tilbúinn með æfingu og þér sé kennt að gera allar hreyfingarnar. „Æfingarnar eru bæði mjög fjölbreyttar og svo ertu í hópi af fólki. Það verður skemmtilegra en að fara bara einn í ræktina með heyrnartól á hausnum.“ Þórður bjó um nokkurra ára skeið í Kongsvinger í Noregi og þar opnaði hann sjálfur Crossfit-stöð. „Ég var að vinna sem smiður fyrst um sinn þarna úti en fór að gæla við þetta á meðan ég var í feðraorlofi. Stöðin
Mynd/Hari
Þórður Daníel og hans fólk í Crossfit Kötlu bjóða upp á æfingar á morgnana, í hádeginu og á kvöldin.
gekk mjög vel og þegar við fluttum heim keypti samstarfskona mín hana af mér.“ Í Crossfit Kötlu eru æfingar á morgnana, í hádeginu og síðdegis. Svo er sameiginleg æfing fyrir alla á laugardögum klukkan tíu og á sunnudögum eru að hefjast svokallaðir „Hetju-sunnudagar“. Ný byrjendanámskeið hefjast fyrsta mánudag hvers mánaðar. „Við lengdum byrjendanámskeiðin í fjórar vikur. Þá fær fólk góðan tíma til að kynnast þumalputtareglunum í styrktarþjálfun og læra að beita líkamanum rétt og aðlagast meira álagi. Fólk þarf að læra á þetta áður en við getum farið að auka álagið.“
Kolvetnaskert Skyr.is – glært lok og rauður borði Frábær valkostur fyrir þá sem hugsa um heilsuna. Unnið í samstarfi við MS
Á
undanförnum árum hafa vinsældir skyrs á Íslandi aukist til muna og íslenskir neytendur verið duglegir að kalla eftir nýjum og spennandi bragðtegundum án viðbætts sykurs. Mikið starf hefur verið lagt í vöruþróun hjá Mjólkursamsölunni sem hefur leitt til þess að fyrirtækið hefur undanfarin misseri sett á markað nokkrar nýjar bragðtegundir í Skyr.is línunni. Tvær nýjustu bragðtegundir eru annars vegar með dökku súkkulaði og vanillu og hin er sannkölluð sítrónusæla sem svipar til sítrónuostaköku. Það sem nýju bragðtegundir eiga sameiginlegt er að þær eru kolvetnaskertar, próteinríkar og fitulausar. Hver dós inniheldur innan við 5 g af kolvetnum í hverjum 100 g og því óhætt að segja að Skyr.is flokkurinn sé frábær valkostur fyrir þá sem hugsa um heilsuna og hentar fullkomlega sem morgunmatur eða millimál. Það er auðvelt að þekkja kolvetnaskerta skyrið frá öðrum tegundum en þú þekkir það á rauðu röndinni sem liggur niður eftir dósinni og glæru lokinu. Kynntu þér málið betur á ms.is/thittervalid – því þitt er valið!
Glært lok
Rauður borði
fréttatíminn | HElGIn 18. MARS–20. MARS 2016
|7
Kynningar | Crossfit
AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Íslenskt fæðubótarefni sérþróað fyrir íþróttafólk Benecta Sport er nýtt íslenskt fæðubótarefni sem unnið er úr rækjuskel og er sérþróað fyrir íþróttafólk. Unnið í samstarfi við Vistor
B
enecta Sport fæðubótarefnið getur stuðlað að viðgerð og endurheimt í vöðvum sem gerir þá hæfari í næstu átök. Benecta Sport er sérþróað fyrir íþróttafólk með það að markmiði að stuðla að auknu úthaldi við æfingar. Jafnframt styður Benecta Sport™ við náttúrulega viðgerðarferla í líkamanum, hjálpar til við bólguúrvinnslu og flýtir fyrir endurheimt eftir æfingar. Hvernig virkar Benecta Sport? Benecta Sport inniheldur sykrunga (kítínfásykrur) sem unnir eru úr rækjuskel. Þessir sykrungar bindast bólgupróteinum sem myndast við vöðvaáreynslu og stuðla að viðgerð og endurheimt í vöðvum og gerir þá hæfari í næstu átök.
Inntaka á Benecta Sport 30-60 mínútum fyrir æfingar: • Getur hámarkað afköst og dregið úr álagi • Getur flýtt fyrir árangri • Styður við uppbyggingu vefja • Flýtir endurheimt í vöðvum • Auðveldar sprengikraftsæfingar Benecta Sport hjálpar meðal annars vöðvum að nýta fitusýrur í stað glúkósa við æfingar: • það dregur úr mjólkursýrumyndun og kemur í veg fyrir að gengið sé of hratt á glýkógenbirgðir vöðvanna.
Notkun Benecta Sport Benecta Sport er ætlað fullorðnum, 18 ára og eldri. Skammtar: Taka skal 1-2 hylki 3060 mínútum fyrir æfingu. Ekki skal taka meira en 2 hylki daglega því of stór skammtur getur dregið úr virkni. Íþróttamönnum gæti gagnast að taka Benecta Sport daglega, þ.e. einnig á þeim dögum sem ekki eru stundaðar æfingar, því það styrkir bandvefi og getur dregið úr bólgum eftir álag og meiðsli. Benecta er ekki ætlað þunguðum konum eða einstaklingum með skelfiskofnæmi. Rannsóknir og þróunarvinna Benecta Sport er framleitt af íslenska líftæknifyrirtækinu Genís. Mikil þróunarvinna og áralangar rannsóknir liggja að baki vörunni sem byggir á sérhæfðri þekkingu tengdri framleiðslu á lyfjum, fæðubótarefnum og lækningatækjum úr rækjuskel. Þróun Benecta Sport hefur staðið yfir undanfarinn áratug í samstarfi við íslenska og erlenda vísindamenn.
Mikil þróunarvinna og áralangar rannsóknir liggja að baki vörunni sem byggir á sérhæfðri þekkingu tengdri framleiðslu á lyfjum, fæðubótarefnum og lækningatækjum úr rækjuskel.
Upplýsingar um innihaldsefni Hvert hylki inniheldur 300 mg af kítínfásykrum sem unnar eru úr rækjuskel. Kítinfásykrublandan er einkaleyfisvarin. Engin aukaefni eru í Benecta Sport.
Svona borðar Crossfit-fólk
Bólga er náttúrulegur og nauðsynlegur fylgikvilli vefjaskaða. Þegar bólgan hefur unnið sína vinnu tekur við annað ferli sem er kallað bólguúrvinnsla (Resolution). Þetta ferli stýrir hjöðnun bólgu og styður við vefjanýmyndun.
Hágæða vörur sem bæta árangurinn
Mataræðið er fólki sem stundar Crossfit afar mikilvægt. Mælt er með að fólk borði kjöt, fisk, egg, grænmeti, ávexti, hnetur og fræ en haldi öðru í lágmarki.
Zero Point Compression vörur styðja við vöðva íþróttafólks og flýta endurheimtu eftir æfingar.
Crossfitfólki er uppálagt að borða hreinan og ferskan mat. Það á að borða reglulega, 5-6 máltíðir á dag, og ekki láta líða of langt á milli máltíða. Í hverri máltíð skulu vera kolvetni, prótein og holl fita. Crossfitfólk skal borða hóflega, fá sér einu sinni á diskinn. Góð þumalputtaregla er hnefastærð af próteini, lófi af hollri fitu og hálfur diskur af grænmeti og ávöxtum. Drekka skal vatn reglulega. Þegar fólk svindlar, eins og gerist á bestu bæjum, á að fá sér eitthvað virkilega gott og njóta þess. Svo skal horfið til fyrri siða.
essar vörur eru mjög vinsælar hjá Crossfit-fólki og öðru fólki sem æfir mjög stíft,“ segir Guðrún Kristín Guðmannsdóttir hjá Compression. is um Zero Point Compression vörurnar. Fjöldinn allur af íþróttafólki í fremstu röð notar Compressionvörur til að bæta árangur sinn. Guðrún segir að fólk finni mikinn mun á sér við notkun, Compression-vörur flýti endurheimtunni (e. Recovery) og minnki til að mynda líkur á harðsperrum og fótapirringi. Hjá Compression.is er gott úrval af Zero Point-vörum en þær eru finnskar hágæðavörur. Power Compression fatnaður styður við vöðvana og dregur úr titringi í vöðvum. Compression fatnaður eykur blóðflæði og dregur úr myndun mjólkursýru. Þá er einnig gott úrval af sokkum; Intense-sokkar fyrir hvers kyns líkamsrækt og íþróttaiðkun, Merino-ullarsokkar sem henta vel fyrir líkamsrækt utandyra og Hybrid Silver-sokkar sem eru hannaðir með vinnu, ferðalög og létta líkamsrækt í huga. Þeir hjálpa til við að koma í veg fyrir bjúgmyndun á fótum ásamt því að koma í veg fyrir og losa við beinhimnubólgu. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni Compression.is.
Egg Hrein og góð prótínsprengja í morgunsárið sem leggur línuna fyrir daginn. Avókadó Uppfullt af hollri fitu sem aðstoðar líkamann að viðhalda góðu kólesteróljafnvægi. Getur einnig slegið á matarlystina og þannig forðað fólki frá því að detta í snakkpokann þegar hungrið sækir að. Auk þess inniheldur avókadó trefjar, kalíum, og C og K vítamín.
Unnið í samstarfi við Compression.is
Rauðrófur Blóðrautt grænmeti nýtur vinsælda enda er það afar trefja- og næringarríkt. Rauðrófur innihalda næringarefni sem hjálpar vöðvunum að nýta súrefni betur við áreynslu. Þar að auki innihalda rauðrófur andoxunarefni. Grænkál Ekki þarf nema einn bolla af grænkáli til að mæta dagsþörf fyrir A-, C- og K-vítamín. Auk þess sem það inniheldur ákveðin andoxunarefni sem bæta sjónina. Lax Stútfullur af Omega-3 fitusýrum sem kemur í veg fyrir ýmsa sjúkdóma, eins og hjartasjúkdóma, krabbamein og þunglyndi. Rannsóknir hafa sýnt að fitusýrur í laxi geta dregið úr harðsperrum og jafnvel stutt við vöxt vöðva. Auk þess má finna prótein, D-vítamín og B12 vítamín í laxi. Möndlur Sneisafullar af próteini, góðum fitusýrum, trefjum, vítamíni og steinefnum.
Þ
Fjöldinn allur af íþróttafólki í fremstu röð notar Compression-vörur til að bæta árangur sinn.
Helstu kostir Zero Point Compression • Aukið blóðflæði • Með auknu blóðflæði kemst aukið súrefni til vöðvanna • Minnkar líkur á tognun og minni harðsperrur • Minnkar uppsöfnun á mjólkursýru í vöðvum á meðan æfingu stendur • Aukin orka, frammistaða og bata (e. Recovery) • Minnkar hættu á meiðslum og beinhimnubólgu
fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
8|
Kynningar | Crossfit
AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Gaman að standa fyrir merki sem maður trúir á sjálfur annie mist Þórisdóttir fylgdist með þróun fæðurbótaefna frá nutriforce sports og stendur á bakvið þau á heimsvísu. Unnið í samstarfi við NorthPort Service ehf
É
g byrjaði að vinna með þeim fyrir þremur árum, skömmu eftir að nutriforce sports var stofnað. nutriforce móðurfyrirtækið hefur framleitt fæðubótarefni árum saman,“ segir CrossFitkonan annie mist Þórisdóttir um samstarf sitt við framleiðendur nutriforce sports fæðubótarvörulínunnar. annie mist fékk að fylgjast með þróun nutriforce sports fæðubótarefnanna og stendur á bak við þær á heimsvísu. „Hugmyndin var að búa til hreinni vörur en aðrir, að hafa ekki mikið af sætuefnum eða efnum sem við þekkjum ekki. Ég fékk að fara í verksmiðjuna hjá þeim á miami þar sem fæðubótarefnin eru framleidd. og ég fékk túr um allt fyrirtækið. Þar fékk ég að skoða alla framleiðsluna og smakka vörurnar. Ég viðurkenni að sumar þeirra smökkuðust ekki sem best þá en það átti eftir að breytast,“ segir annie mist og hlær. Í kjölfarið fékk hún að koma sínum skoðunum á framfæri, bæði varðandi bragð og hvað henni fannst vanta eftir æfingar og fleira þess háttar. „Vörulínan var þróuð í samstarfi við íþróttamenn sem eru í samstarfi við nutriforce sports og hún hefur verið í stöðugri þróun á þessum þremur
árum. Ég veit að þessar vörur eru góðar og er ánægð að hafa fengið tækifæri til að vera með þeim frá upphafi. Það er gaman að standa fyrir merki sem maður trúir á sjálfur.“ annie mist segir að innflutningur á vörunum til Íslands hafi byrjað fyrir ári en erfitt hafi verið að fá vörur að utan til að anna eftirspurn í fyrstu. Þá hafi líka tekið sinn tíma að fá öll leyfi. Vörurnar fást í CrossFit reykjavík og á fleiri CrossFitstöðvum auk netsölu á www.nutriforce.is. „Til að byrja með var þetta mest fólk í CrossFit sem notaði þessar vörur enda hugsar það fólk mikið um mataræði og þá skipta góð fæðubótarefni miklu máli. Þessar vörur henta samt öllum íþróttamönnum og þeim sem vilja ná góðum árangri enda eru þessar vörur með þeim bestu sem þú getur fengið.“ ekki er hægt að sleppa annie án þess að spyrja hana um næstu skref í CrossFitinu. „Æfingarnar ganga vel. Ég er heil og alveg búin að jafna mig eftir að hafa fengið sólsting í fyrra. Ég er mjög spennt fyrir tímabilinu sem er framundan og næsta móti sem er evrópumótið í lok maí. markmiðið er að vinna Heimsmeistaramótið einu sinni í viðbót. nú er komin góð íslensk samkeppni svo það er aldrei að vita nema það verði nokkrar íslenskar stelpur þar á palli.“
Annie Mist Þórisdóttir æfir af kappi fyrir Evrópumótið í Crossfit. Hún mælir með fæðubótarefnum frá Nutriforce Sports.