frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 31. tölublað 7. árgangur
Laugardagur 18.06.2016 Hallgrímskirkja mun græða milljarð á lyftugjöldum
8
Dagforeldrarnir Vilborg og Ólafur 30 Fara í rómantískar ferðir í Bónus
Barnæskan mun fylgja þeim á Bessastaði
Unnur Ösp og Nína Dögg í kvennafangelsinu
Baltasar Kormákur
6
Vill bíó og hótel í Gufunesið
ELSTU BÖRN BÚA AÐ GÓÐRI ÆFINGU Í AÐ AXLA ÁBYRGÐ. MIÐJUBÖRN GETA VERIÐ SVEIGJANLEG OG KUNNA AÐ SEMJA.
Fyrrum fótboltaheimsveldi gegn Íslandi Lýkur eyðimerkurgöngu Austurríkis og Ungverjalands á EM?
Leonardo DiCaprio kominn með kærustu
YNGSTU BÖRNIN BEITA OFT SJARMANUM EN VÍKJA SÉR UNDAN STJÓRNUNARHLUTVERKI.
20
SNÆFRÍÐUR INGVARS STEKKUR BEINT INN Í STÓR HLUTVERK Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU
Helgi Seljan mælir með gönguferðum og draugagangi fyrir austan Mynd | Hari
EINKABÖRNIN GETA VERIÐ METNAÐARFULL EN ÁTT ERFITT MEÐ AÐ SETJA SIG Í SPOR ANNARRA. 18
24
Landsliðskonan Berglind Björg fylgist með strákunum á EM LAUGARDAGUR
18.06.16
Ferðast um land XXX sturXXX Au
18
Fólk og ferðir um Austurland STYTTU FERÐALAGIÐ LENGDU FESTIVALIÐ SUMARHÁTÍÐIR 2016
FLUGFELAG.IS
FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ því að fljúga á sumarhátíðirnar sem þú elskar. Þú átt fullt í fangi með að velja milli þeirra, hvað þá aka! Þá er nú betra að fljúga. Vertu tímanlega og bókaðu flugið núna á FLUGFELAG.IS
ISLENSKA/SIA.IS FLU 80165 06/16
Fréttatíminn rýnir í systkinastöðu forsetaframbjóðenda.
Eftir tíu ára rannsóknarvinnu eru Fangar að fæðast
2|
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 18. júní 2016
Icelandair tapaði dómsmáli gegn dánarbúi flugmanns
Þarf að greiða dánarbúi flugmanns 70 milljónir Dómsmál Flugmaðurinn var sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart flugfreyju Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í fyrradag Icelandair til þess að greiða dánarbúi flugstjóra, sem eitt sinn vann hjá fyrirtækinu, rétt tæpar 70 milljónir króna. Skaðabæturnar má rekja til ólögmætrar uppsagnar sem var tilkomin vegna ásakana um kynferðislega áreitni og ofurölvun um borð í flugvél fyrirtækisins.
Atvikið sem um var deilt átti sér stað árið 2010 í flugi frá Kaupmannahöfn sem hann sjálfur var farþegi í, en hann var á leið aftur til Íslands eftir fragtflug til meginlands Evrópu. Flugstjórinn, sem þá var um sextugt, drakk nokkuð og var svo sakaður um að hafa áreitt flugfreyju kynferðislega, meðal annars með því að reyna að kyssa hana. Flugstjórinn var einnig sagður hafa sýnt af sér ógnandi tilburði gagnvart flugvirkja um borð í vélinni. Hann
andmælti þessu og fór í mál við flugfélagið sem leiddi í ljós að hann hafði ekki drukkið ótæpilega, heldur hafi veikindi magnað upp ölvun mannsins. Auk þess var hann sýknaður af því að hafa áreitt flugfreyjuna kynferðislega og sýnt af sér ógnandi tilburði. Engu að síður sagði í dómi hæstaréttar að hegðun flugmannsins hefði ekki verði til fyrirmyndar. Skömmu eftir atvikið veiktist maðurinn en hann dó í mars síðastliðnum. Aðstandendur
Fá upplýsingar um höfuðpaurana í Brasilíusmyglinu Lögreglan hefur beðið Interpol um upplýsingar um nafngreinda íslenska brotamenn sem standa á bak við smygl á kókaíni frá Brasilíu. Mennirnir eru nefndir í málsskjölum tveggja íslenskra burðardýra sem fengu þunga fangelsisdóma í landinu á dögunum. Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að þetta séu allt menn sem eigi sér sögu í fíkniefnaheiminum. Hann segir að smyglleiðin frá
Samtök ferðaþjónustunnar: Losarabragur á skólanum
Evrópu til Brasilíu sé notuð til að flytja þangað MDMA, eða alsælu, en kókaín sé flutt þaðan til Evrópu, mennirnir séu taldir tengjast glæpahring sem nái til fleiri landa.
Geir Waage verðugur fulltrúi liðins tíma
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi í gær Geir Waage, sóknarprest í Reykholti, riddarakrossi fyrir framlag til uppbyggingar Reykholtsstaðar og varðveislu íslenskrar sögu og menningar. Bjarni Karlsson, prestur og samstarfsmaður Geirs í tæp þrjátíu ár, segir orðuna marka tímamót. Geir sé heiðarlegur fulltrúi ákveðinna viðhorfa sem þurfa að fá að þroskast í burtu. „Ég tel Geir Waage eindregið verðskulda riddarakross fyrir uppbyggingu Reykholtsstaðar og varðveislu íslenskrar sögu og menningar. Á þeim sviðum hefur hann verið ötull og glöggur. Ég hef hins vegar í gegnum tíðina verið ósammála lang flestu sem hann hefur sagt um málefni líðandi stundar, einkum er viðkemur hjónabandi samkynheigðra. Þar tel ég hann hafi unnið ógagn og sært marga að óþörfu. En þótt ég geti ekki virt allar skoðanir hans eða gjörðir þá virði ég persónu hans og er þakklátur mörgu sem hann hefur gert vel.“ | þt
AFMÆLISTILBOÐ 50 ára ferðagasgrill
AFMÆLISTILBOÐ
18.900 Nr. 12050
grillbudin.is
Á R A
Flugmaðurinn starfaði hjá Icelandair, en hann lést fyrr á árinu.
Lögregla fær í hendur nöfn mannanna sem gerðu út burðardýrin sem nýlega fengu þunga dóma í Brasilíu.
Geir Waage sóknarprestur.
Fálkaorðan
flugmannsins vilja meina að ólögmæt uppsögn hans árið 2010 hafi valdið verulegu tekjutapi hjá honum og þannig hafi hann átt skýlausan rétt á launum í 13 mánuði á eftir. Að auki átti flugmaðurinn rétt á svokallaðri skírteinatryggingu á flugskírteini sínu, sem nemur um 25 milljónum króna. Dómur féllst á kröfu erfingjanna en Icelandair mótmælti ekki skaðabótakröfunni. Úr varð að flugfélagið þarf að greiða dánarbúinu 68 milljónir króna. -vg
Grillbúðin
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400
Ferðamálaskóli Íslands endurskoði starfshætti Leiðögunám Samtök ferðaþjónustunnar segja að losarabragur sé á Kínadeild Ferðamálaskóla Íslands. Skólastjórinn er furðu lostinn yfir gagnrýninni og umfjöllun blaðsins um skólann. Hann segir rangt sé að kínversk kona hafi keypt sig inn í lokaferð skólans og útskrifast.
Skapti Örn Ólafsson segir næluna sem Ferðamálaskóli Íslands selur, hálfgerða eftirlíkingu á nælu Félags leiðsögumanna.
Friðjón Sæmundsson, skólastjóri Ferðamálaskóla Íslands, segir skólann sæta ofsóknum
Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
Gagnrýni á Ferðamálaskóla Íslands kom fram í Fréttatímanum í síðustu viku, þar sem fullyrt var að skólastjórnendur gefi nemendum villandi upplýsingar um vægi skólans. Og að forsprakkar nýstofnaðrar Kínadeildar skólans hefðu fyrst leitað til annarra skóla með það fyrir augum að verða sér út um prófskírteini í leiðsögn, án þess að vilja stunda námið. Ári síðar útskrifuðust þær, ásamt hópi Kínverja, úr Ferðamálaskóla Íslands. Heimildir blaðsins herma að kona hafi farið í nokkurra daga lokaferð námsins, og fengið útskriftarskírteini fyrir. Friðjón Sæmundsson, skólastjóri Ferðamálaskóla Íslands, hefur lítið viljað ræða við Fréttatímann. vildi lítið ræða við Fréttatímann. Í tölvupósti segist hann furðu lostinn yfir aðförinni gegn skólanum. Hann hafi sætt ofsóknum af hálfu aðila sem telja sig hafa einkarétt á að kalla sig fagmenntaða leiðsögumenn. Hann segir umfjöllum um Kínadeild skólans bera vott um útlendingahatur og full af staðreyndavillum. Aðspurður um hvers vegna kona hafi farið
Barmmerki Félags leiðsögumanna hefur verið notað af félagsmönnum í áraraðir.
Nýi leiðsögumannaskjöldurinn sem seldur er á Facebook og hjá Ferðmálaskóla Íslands.
með í lokaferð námsins, án þess að hafa stundað námið, vill hann lítið segja en fullyrðir að rangt sé að hún hafi greitt fyrir útskriftarskírteini. Kennari námsins vissi ekki hvers vegna konan var með í ferðinni. „Við höfum heyrt að það sé losaraháttur á umræddri Kínadeild og fyrirkomulagi kennslustunda. Við höfum heyrt af því að margir nemendur skilji hvorki íslensku né ensku,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar. Á Facebook-síðu skólans segir að allir í Kínadeildinni tali ensku, íslensku og kínversku. „Við erum að byggja upp íslenska ferðaþjónustu og viljum hafa fagmennsku og gæði að leiðarljósi. Þá er ekkert undanskilið. Við hvetjum Ferðamálaskóla Íslands til að endurskoða starfshætti sína,“ segir Skapti Örn. Ferðamálaskólinn hefur nýlega hafið sölu á barmmerki til útskrifaðra nemenda sinna, sem kallast Leiðsögumannaskjöldurinn. „Okkur skilst að þetta sé hálfgerð eftirlíking á nælu sem Félag leiðsögumanna notar. Sú næla hefur hingað til verið staðfesting á að viðkomandi hafi lokið prófi í leiðsögn. Þessi nýi skjöldur hefur lítinn trúverðugleika og okkur þykir slæmt ef verið er að villa um fyrir fólki með því að líkja eftir skildi sem er nú þegar í notkun,“ segir Skapti Örn. Friðjón sagðist í síðustu viku sjálfur geta útvegað slíkt merki fyrir rúmar þrjú þúsund krónur. Í nýlegu samtali við Fréttatímann, neitar Friðjón því að hann hafi Leiðsögumannaskjöldinn til sölu.
„Þegar liðið sýnir að það trúir á eitthvað fara aðrir að trúa líka.“
Árangur íslenska karlalandsliðsins sýnir að fátt er ómögulegt. Við óskum strákunum góðs gengis í Frakklandi. Við erum stolt af stuðningi okkar við KSÍ og íslensku knattspyrnulandsliðin. Áfram Ísland! Kynntu þér meira um Lars og fótboltann á landsbankinn.is/em2016
Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari
4|
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 18. júní 2016
Miðasöluvefurinn Tix.is hefur náð undraverðum árangri á mettíma
Fjármagnaði miðasöluvef með hundamynd Viðskipti „Ég fjármagnaði þetta að hluta til með hundamynd sem við framleiddum í Hollywood,“ segir frumkvöðullinn og forritarinn Sindri Már Finnbogason, sem stofnaði miðasöluvefinn Tix árið 2014. Vefurinn hefur náð undraverðum árangri á örskömmum tíma, en Tix. is er ekki orðin tveggja ára, engu að síður hefur Sindra Má tekist að fá til liðs við sig stærstu fyrirtæki landsins sem selja á viðburði sína í gegn-
um vefinn, sem er líklega orðinn stærsti vefurinn af sinni tegund hér á landi á mettíma. Sindri Már er þó enginn nýg ræðing ur þegar kemur að miðasölu á netinu, en þessi 38 ára gamli forritari stofnaði miðasöluvefinn Miði.is árið 2002. „Svo kom hrunið og ég missti það úr höndunum,“ útskýrir hann og bætir við: „Ég vann þá í fimm ár í miðasölubransanum á Norðurlöndunum.“ Að lokum fékk hann þó leið á bransanum og ákvað að hætta. „Þá var klausa í samningnum um
að ég mætti ekki vinna í sama geira í ár,“ segir Sindri. Hann flutti þá til Los Angeles í Bandaríkjunum og þar sannfærði vini sína um að framleiða jólamynd um talandi hunda. Myndin heitir The Three Dogateers, en að sögn Sindra keypti verslunarkeðjan Wall Mart, 35 þúsund eintök af myndinni, auk þess sem henni var dreift nokkuð víða í Evrópu. „Tékkinn er hérna upp á vegg,“ segir Sindri Már og hlær að ævintýrinu í Hollywood. Spurður hversu háa upphæð hann fékk fyrir myndina, svarar hann einfaldlega:
„Tékkinn var nokkuð hár.“ Úr varð að Sindra tókst að reka Tix.is einn síns liðs og forðaðist aðkomu fjárfesta af biturri reynslu hrunsins. „Peningarnir fleyttu mér allavega yfir erfiðasta hjallann,“ segir Sindri sem hyggur á enn frekari framleiðslu á hundamyndum í Bandaríkjunum. Sindri Már Finnbogason græddi óvænt á hundamynd í Hollywood og náði að fleyta sér yfir erfiðasta hjallann þegar hann var að þróa Tix.is.
Fjölskylda frá Selfossi segir lífskjörin miklu betri í smábæ í Svíþjóð
Forsetaframbjóðendur 2016.
Keppni um silfur og brons Forsetakosningarnar Sagnfræðiprófessor segir æskilegast að forseti hafi skýran meirihluta ætli hann sér að gera embættið jafn pólitískt og Ólafur. Andri, Halla og Davíð keppa um silfrið
Mynd | Kristinn Ingvarsson
í takt við ríkisstjórn. Ef embættið á að breytast á þennan átt og verða pólitískara myndi það gefa forseta skýrari umboð að hafa verið kosinn af meirihluta þjóðarinnar. Og ef það verða áfram svona margir frambjóðendur, þá er hugsanlegt að forseti verði kjörinn með 15 prósent atkvæða, sem væri óæskilegt. En það þarf stjórnarskrárbreytingu til að breyta þessu.“ Hinn óvissuþátturinn er hver verður í öðru sæti. „Fylgi Davíðs hefur verið að minnka og Halla og Andri eru á uppleið, en enginn er að sækja á Guðna. Að því leyti má segja að þetta sé keppni um silfrið og bronsið.“ | vsg
23. júní í 11 nætur
Frá kr.
102.340 m/hálft fæði innifalið
Allt að
35.000 kr. afsláttur á mann
COSTA DE
ALMERÍA Hotel Playaluna
Netverð á mann frá kr. 102.340 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 148.995 m.v. 2 fullorðna í íbúð.
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
„Miðað við skoðanakannanir er helsta vafamálið hvort Guðni fái hreinan meirihluta, segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, við Háskóla Íslands. „En síðan hefur kjörsóknin mikið að segja. Því meiri sem hún er, því líkari verða úrslitin skoðanakönnunum, en ef hún er lítil kemur það líklega mest niður á þeim sem hefur mest fylgi.“ En væri æskilegt að taka upp tvær umferðir ef engum tekst að ná hreinum meirihluta? „Áður var það ekki talið skipta öllu máli, en þessi umræða fór fyrst af stað eftir að Ólafur Ragnar fór að beita sér pólitískt og reka sjálfstæða utanríkisstefnu sem var ekki
Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði.
Borga 8 milljónir fyrir húsnæðislán sem kostar 18 milljónir á Íslandi Lífskjör Fjölskylda frá Selfossi flutti til smábæjar í Svíþjóð og keypti sér hús á miklu betri kjörum en bjóðast á Íslandi. Fólksflutningar til Norðurlandanna heyra ekki sögunni til þótt mikill uppgangur sé á Íslandi. Félagsfræðingur vill rannsaka fólksflutninga til og frá landinu. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is
Fjölskylda frá Selfossi, hjón með tvö börn, flutti búferlum til bæjarins Hulstfred í Smálöndum í Svíþjóð þar sem búa um sjö þúsund manns. „Hulstfred er sambærilegur bær og Selfoss, sem við erum að flytja frá,“ segir Andrés Rúnar Ingason. „Hér eru leikskólar, grunnskólar, framhaldsskóli, tónlistarskóli og íþróttafélög, og annað það sem við leitum að fyrir börnin okkar. Þá eru hér allar helstu verslanir og talsverð atvinnustarfsemi.“ Andrés Rúnar segir að þau hafi fengið 85 prósent lán til að kaupa stórt hús fyrir fjölskylduna, samtals sjö milljónir á 1,8 prósent vöxtum, en verð á húsnæði er einungis þriðjungur af því sem gerist á Selfossi, sem er álíka stór bær. Lánið sem Andrés Rúnar og eiginkona hans, Mona Kensik, tóku er til átján ára, en hann greiðir á endanum 8,3 milljónir, miðað við vaxtakjör, eða minna þar sem verðbólga í Svíþjóð er um rétt um eitt prósent og vextir eru breytilegir. Ef hann hefði tekið sjö milljóna króna íbúðalán til að kaupa á Selfossi, hefði hann á endanum þurft að reiða fram 18,4 milljónir. Þannig er meðalafborgun af íslenska láninu
Húsið er 140 fermetrar, fyrir utan kjallara og útihús, og stendur á um þúsund fermetra gróinni lóð. Andrés Rúnar og Mona seldu 150 fermetra hús á Selfossi fyrir 29 milljónir og greiddu 23 miljónir sem voru áhvílandi. Mismunurinn fór í flutningana, nýjan bíl og varasjóð ef ekki fer allt eins og best er á kosið.
„Hulstfred er sambærilegur bær og Selfoss, sem við erum að flytja frá.“ Andrés Rúnar Ingason
85 þúsund á mánuði en 38 þúsund af því sænska. Í fyrra fluttust alls 2.729 íslenskir ríkisborgarar til Noregs, Danmerkur eða Svíþjóðar þótt efnahagslífið hér sé komið á fulla verð. Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur segir að líklega sé hluti af þessu sókn í nám á Norðurlöndum, námsmenn njóti oft betri kjara, um annað sé erfitt að segja. Húsnæðismálin geti verið hvati í einhverjum tilfellum en atvinnuástandið á Íslandi sé hinsvegar með besta móti. Hann bendir á að það þurfi að rannsaka flutninga til og frá landinu og eins hópinn sem býr erlendis. „Staðreyndin er sú að við vitum ekki nóg til að full-
yrða neitt um ástæður þess að fólk leitar fyrir sér annars staðar. Oft er talað um að menntað fólk sé að flýja í leit að betri lífskjörum, en það er bara tilgáta.“ Hann segir að það væri einfalt að biðja um upplýsingar þegar fólk skráir sig úr landi, til að mynda um menntun. Það gæti gefið vísbendingar. Andrés Rúnar segir þau ekki sjá eftir vali sínu. Frá Hulstfred sé um kortersakstur til Vimmerby, sem sé stærri bær með fleiri atvinnutækifæri. „Svo eru nokkrir bæði minni og stærri bæir í kring auk sveitarinnar. Í nágrenninu eru ennþá stærri hafnarbæir í aksturs-, rútu-, og lestarfjarlægð og næsta borg er Kalmar. Atvinnumöguleikar eru svipaðir hér og á Selfossi, nema hvað fjölbreyttari störf eru í boði innan skikkanlegs ferðatíma frá bænum. Ég er sjálfur kominn með loforð um vinnu frá og með haustinu en þangað til er ég á námskeiði til að læra sænsku.“
FRAMBOÐ TIL FORSETA ÍSLANDS 2016
Heiðarlegur fulltrúi fólksins Forseti Íslands á að vera fulltrúi okkar allra, bjartsýnn málsvari þjóðarinnar sem leitast við að sameina okkur frekar en sundra. Forseti á að vera málsvari mannúðar og menningar sem lætur sér einkum annt um hina minna megandi í samfélagi okkar. Við eigum að standa saman.
www.gudnith.is
Guðni Th. Jóhannesson
6|
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 18. júní 2016
Baltasar stefnir á að reisa eitt stærsta myndver Evrópu í Gufunesinu
Vill reisa Hollywood norðursins í Gufunesinu Baltasar Kormákur gæti breytt framtíð kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi ef allt gengur eftir. Grafarvogur verður þá kvikmyndastöð Íslands. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is
„Draumurinn er að byggja upp einstaka aðstöðu,“ segir Baltasar Kormákur, en hann ætlar í samstarfi við Reykjavíkurborg að byggja nokkurskonar Hollywood norðursins í Grafarvogi. Hugmyndirnar eru ekki bara stórhuga, heldur er þar að finna skýr teikn um framtíðarsýn í kvikmyndagerð á Íslandi. Gangi sýnin eftir, er óhætt að fullyrða að íslensk kvikmyndagerð verður aldrei söm. Og þróunin er þegar hafin á svæðinu. Tvö kvikmyndafyrirtæki hafa óskað eftir aðstöðu á Gufunesinu í Grafarvogi nærri gömlu áburðarverksmiðjunni sem fyrirtæki Baltasar Kormáks, RVK studios, keypti í lok maí. Nú er unnið að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið og stendur samkeppni yfir því tengd þessa stundina. Lengi á dagskrá „Gufunesið er búið að vera í dálítinn tíma á dagskrá,“ segir Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri eignarog atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg. Hann hefur unnið að því, ásamt starfsmönnum borgar-
innar, að skipuleggja svæðið, og fengið til þess fjölmarga aðila til þess að aðstoða við það síðustu tvö árin. Framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, RVK Studios, keypti gömlu áburðarverksmiðjuna í maí fyrir um 300 milljónir og til stendur að breyta húsnæðinu í myndver. Það er gert til þess að þjónusta þau fjölmörgu kvikmyndafyrirtæki sem koma hingað til lands. Iðnaðurinn er þó talsvert fjölbreyttari og að mörgu að hyggja. „Hugmyndafræðin er að þarna verði stúdíó og stoðfyrirtæki í kring,“ segir Hrólfur en fyrirtækin tvö sem hafa óskað eftir því að fá aðstöðu í gömlu húsunum nærri áburðarverksmiðjunni, eru annarsvegar leikmyndasmiðja og svo tækjaleiga sem býður fyrirtækjum að leigja fjölbreyttan búnað sem til þarf til þess að taka upp kvikmynd og annað efni. Meiri menning
„Við sjáum fyrir okkur að þarna verði fleiri skapandi greinar,“ segir Hrólfur og bendir á að þegar sé hljóðver á staðnum sem kvikmyndagerðamaðurinn Dagur Kári Pétursson og Orri Dýrason, meðlimur Sigur Rósar, halda úti. Þetta þýðir að svæðið verður sprúðlandi af menningu. Aðspurður hvort þetta muni hugsanlega verða til þess að sýn margra á Grafarvoginn breytist, enda stefnt
að nokkurskonar Hollywood norðursins, svarar Hrólfur: „Þetta gæti umbylt hugmyndum margra um Grafarvoginn.“ Fylgir draumunum En deiliskipulagið segir aðeins hálfa söguna. Baltasar Kormákur hefur þegar sýnt það og sannað að hann er fremstur í flokki hér á landi þegar kemur að kvikmyndagerð. Hann gæti unnið myrkranna á milli í stórum myndverum úti í Bandaríkjunum við að leikstýra einhverjum af þeim fjölmörgu handritum sem þeim berast í viku hverri. Hann kýs þó að fylgja draumum sínum eftir og byggja upp öflugan kvikmyndaiðnað hér á landi. „Við ætlum að byrja á stúdíói. En við gerum þetta líklega hægt og rólega. Það er feikilega mikið sem þarf að gera og ekkert sjálfgefið að fólk komi hlaupandi með peningana,“ segir Baltasar varfærinn. Hugmyndir hans snúa að því að búa til kvikmyndaþorp þar sem hægt verður að taka upp stórmyndir í myndverinu. Þá sér hann fyrir sér stoðfyrirtæki í grenndinni sem geta boðið upp á fjölbreytta þjónustu fyrir kvikmyndafyrirtækin. Svamlandi í sjónum „Og svo væri gaman að fá þarna Imax-bíó og hótel fyrir kvikmyndagerðarfólkið til þess að gista á,“ segir Baltasar. Hann sér jafnvel fyrir sér að kvikmyndaskólinn gæti verið á svæðinu í framtíðinni, sé áhugi fyrir hendi. Þá sér Baltasar meira að það segja fyrir sér kvikmyndagerðarfólk svamlandi í sjónum á fallegum degi; enda Gufunesið paradís á sólríkum dögum. Sjálfur hefur Baltasar enn sterkari sýn þegar kemur að myndverinu sem hann segir að verði eitt það stærsta í Evrópu þegar yfir lýkur. Þetta skiptir töluverðu máli því verkefnin verða stærri – og fleiri – ef allt gengur eftir. Þurfum almennilegt myndver „Þetta er eins og þeir segja í útlöndum, „content is king“. Ef þú átt „contentið“ þá getur þú gert meira, eins og með víkingamyndina sem ég vil taka á Íslandi,“ segir Baltasar en hann undirbýr nú upptökur á myndinni Vikingr, en sú mynd verður stærri að sniðum en allar myndir sem framleiddar hafa verið hér á landi. Baltasar segir að eina leiðin til þess að verða raunverulegur
leikmaður í kvikmyndaiðnaðinum sé að byggja almennilegt myndver sem geti ekki aðeins þjónustað þau fjölmörgu verkefni sem hingað koma til landsins á hverju ári, heldur einnig framleitt eigin myndir. Hann bendir á að þættirnir Ófærð hafi verið fjármagnaðir meira eða minna með erlendu fjármagni og að sá hluti iðnaðarins sé að breytast; enda iðnaður sem veltir milljörðum ofan á milljarða. Þegar allir fóru á hausinn „Það er alveg ofboðslegur vöxtur í kvikmyndaframleiðslu,“ segir Baltasar og rifjar upp þegar íslenskir kvikmyndagerðarmenn fóru nánast alltaf á hausinn við að gera kvikmyndir. „Nú eru bankarnir meira inni í þessu og fjármögnunin öruggari. Það stuðlar að betri vinnubrögðum og laðar mikið hæfileikafólk að,“ segir Baltasar. Hann undirstrikar hinsvegar að góðir hlutir gerist hægt og að það þurfi að byggja upp með skynsamlegum hætti. „Við ætlum allavega ekki að gera þetta þannig að stúdíóið haldi sér aðeins uppi með 90% nýtingu,“ segir hann. Því hyggst hann byggja upp á 20 þúsund fermetra svæði hægt og rólega; og ef úr rætist, gætu Íslendingar verið með stöndugri kvikmyndaþjóðum Evrópu. Þar er myndverið lykilatriði, að mati Baltasars. Endurgreiðslan skiptir sköpum Hann segir að myndverið megi einnig nota fyrir minni kvikmyndir, þannig sé það alþekkt að slíkum myndverum sé skipt upp í einingar, og það myndi henta íslenskri kvikmyndagerð vel. Spurður út í stærð myndversins, og hvort það sé hægt að útskýra fyrir lesendum stærð þess, svarar Baltasar að
Mikil vinna er framundan við að hreinsa svæðið í kringum gömlu áburðarverksmiðjuna. Svo tekur við uppbygging á framtíðarsýn Baltasars. Mynd | Hari
„Og svo væri gaman að fá þarna Imax-bíó og hótel fyrir kvikmyndagerðarfólkið til þess að gista á.“ mynd hans, stórmyndin Everest, hafi verið tekin upp í keimlíku myndveri í Bretlandi. „Í Danmörku eru minni myndver, og því gæti þetta verið sérstaða fyrir okkur, því helstu myndverin eru í Bretlandi þessa dagana,“ segir Baltasar, en hann leggur hinsvegar áherslu á að Alþingi hækkaði endurgreiðslu til kvikmynda hér á landi fyrir skömmu, sem er lykilatriði til þess að svona starfsemi geti þrifist hér á landi. Margir látið sig dreyma Spurður hvernig Baltasar sjái fyrir sér þróunina á svæðinu næstu ár, segir hann að nú fyrst verði farið í umfangsmiklar endurbætur á áburðarverksmiðjunni þar sem myndverið mun standa. Þá mun Íslenska gámafélagið flytja af svæðinu á næstu árum og það hreinsað upp. „Og þá ætti þetta að gerast hratt. Ég sé fyrir mér að það verði komin mynd á svæðið eftir fimm ár,“ segir hann. Spurður hvort hann sé að draga vagninn þegar kemur að framrás kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi, svarar Baltasar; „Ég held að margir hafi látið sig dreyma, en ekki haft kjark eða bolmagn til þess að hrinda hlutunum í framkvæmd. Þannig dæmist þetta dálítið á mig hugsanlega. Svo má auðvitað vera að þetta mistakist allt, en þá verður líka bara að hafa það.“
Baltasar Kormákur hefur skýra framtíðarsýn sem gæti breytt íslenskum kvikmyndaiðnaði til framtíðar.
NI
FRAMLENGING Í LOTTÓLANDSLEIKNUM! FYRSTI VINNINGUR STEFNIR Í NÍUTÍU MILLJÓNIR Í KVÖLD
LEIKURINN OKKAR
ÍSLENSK GETSPÁ Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is
Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.
ÍSLAND 4.0
8|
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 18. júní 2016
Miðbærinn fyrst eins og Macau og svo eins og Pattaya 59+41A
Miðbær Reykjavíkur nálgast Phuket Hlutfall ferðamanna af heildarmannfjölda hverju sinni miðað við meðalfjölda.
Reykjavík Ferðamenn hafa umbreytt miðbænum og munu á næstum árum bæði stækka hann og aðlaga að sínum þörfum. Og það verður vart þverfótað fyrir þeim Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is
Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að miðbær Reykjavíkur eigi eftir að stækka á næstu árum vegna fyrirsjáanlegrar ferðamannasprengju má búast við að hlutfall túrista í miðbænum af öllum sem þar dvelja muni vaxa mikið á næstu árum. Svo mikið að helst má finna samjöfnuð á Pattaya-ströndinni á Tælandi eða jafnvel Phuket-eyju. Eins og sjá má í töflunni hér til hliðar mun hlutfall ferðamanna í miðbænum í Reykjavík fara fram úr miðbæ Miami á Flórída og spilavítiseyjunni Macau á næstu árum sé miðað við núverandi íbúafjölda í póstnúmerum 101, 103, 104, 105 og 107. Innan þessara hverfa eru svæði sem hingað til hafa ekki verið talið til miðbæjarins. En á undanförnum árum hefur mátt sjá þess merki hvernig miðbærinn hefur teygt úr sér með vaxandi hraða. Miðað við spár um fjölgun ferðamanna á næstu árum mun þetta gerast af enn meiri þunga og hraða í náinni framtíð. Slíka þróun hefur mátt sjá í miðkjörnum víða um heim. Hverfisgötur verða eins og Laugavegir voru fyrir fimm árum og síðan verða Njálsgötur, Borgartún, Vesturgötur og Rauðarárstígir líkir því sem Skólavörðustígurinn var þegar hann hafði umbreyst í fyrsta sinn eða annað. Það hefur þegar mátt sjá merki þess hvaða áhrif aukinn ferðamannastraumur hefur á íbúðahverfið í miðbænum. Framan af öld fjölgaði erlendum ríkisborgurum þar, en sú þróun stöðvaðist þegar airbnb-væðing hverfisins hófst upp úr 2011. Hverfið býður í dag ekki lengur upp á litlar leiguíbúðir fyrir aðra en túrista.
Á næstu misserum má reikna með að umbreyting hverfisins haldi áfram. Þjónusta við ferðamenn mun margeflast; veitingahúsum fjölga, gististöðum fjölga og önnur þjónusta mun laga sig að þörfum ferðamanna. Það er nánast sami fjöldi íbúa sem býr í dag í póstnúmerunum kringum miðbæinn og búa út á eyjunum í Feneyjum. Í og kringum miðbæinn í Reykjavík búa um 52 þúsund manns en 55 þúsund á eyjunum í
Það búa jafnmargir út á eyjunum í Feneyjum og í miðbæ Reykjavíkur og næstu hverfum. Í dag koma um 50 þúsund ferðamenn á dag til Feneyja en um 7 þúsund gista Reykjavík. Ef spár ganga eftir mun fjöldinn stökkva upp í um 45 þúsund manns. Þá mun hluti miðbæjarins breytast í Markúsartorg, svæði krökkt af túristum og rúmar í raun ekkert annað líf.
Feneyjum. Til Feneyja koma um 50 þúsund manns daglega. Það eru ekki svo margir sem gista á eyjunum, margir koma af skemmtiferðaskipum og stoppa dagpart eða eyða deginum í Feneyjum á leið sinni fram hjá borginni. En miðað við opinberar tölur er að meðaltali svo til annar hver maður í Feneyjum túristi og stór hluti hinnar vinnur við að þjóna þeim. Miðað við spár um fimm milljónir ferðamanna til Íslands má reikna með að hlutfall ferðamanna á íbúa í og kringum miðbæ Reykjavíkur verði álíka og á meðaldegi í Feneyjum. Ef Reykjavík heldur hlut sínum af gistinóttum má reikna með að fjöldi ferðamanna í borginni verði að meðaltali nálægt 35 til 45 þúsund á hverjum degi, eilítið mismunandi eftir árstíð. Í fyrra má ætla að um 6.000 til 7.500 ferðamenn hafi verið í borginni á meðaldegi. Ef spár ganga eftir mun góður hluti miðbæjarins verða undirlagður túrisma, eins og Markúsartorgið og næstu götur í Feneyjum, og ferðamenn og íbúar þurfa að leita nokkuð langt út frá miðjunni áður en þeir koma í borgarumhverfi sem minnir á venjubundið líf. Það má vel njóta lífsins sem ferðamaður í Feneyjum ef maður heldur sig fjarri verst leiknu stöðunum, á sama hátt og njóta má Manhattan ef fólk heldur sig fjarri Time Square. En þótt þau sem vilja njóta Kaupmannahafnar hangi ekki mikið á Strikinu er nánast ómögulegt að vera ferðamaður þar án þess að ganga part af Strikinu einu sinni eða tvisvar. Ef spár ganga eftir verður miðbær Reykjavíkur með líku sniði og þessar borgir. Miðhluti hans verður sem fríhöfn eða Disney World fyrir fullorðna á meðan eðlilegra miðbæjarlíf breiðist út á nærliggjandi svæði. Íbúarnir sem flytja úr miðbænum munu draga miðbæjarlíf að einhverju leyti með sér út í ný hverfi og þjónusta við ferðamenn mun stækka miðbæinn langt út fyrir Kvosina.
83,6% Phuket
45+55A 17% 42+58A 12% 32+68A
30,2% Pattaya
Miðbærinn 2025
Miðbærinn 2020
23+77A 14+86A 9+91A 7+93A 4+96A 2+98A
23,1% Macau 14,1%
Miðbærinn 2015
8,5% París 7,3% Mekka 3,9% Róm
1,9% New York
18+82A 11+89A 8+92A 5+95A 3+97A 2+98A
14,1% Miami 11,2% Antalya
8,0% Kuala Lumpur
5,4% Dúbaí 3,3% Taipei 1,5% Shenzhen
Þegar skoðað er hversu stórt hlutfall meðalfjöldi ferðamanna er af heildarfjölda helstu ferðamannabæja og -borga, það er öllum sem eru á svæðinu, jafnt ferðamönnum sem íbúum, er hlutfallið hæst á Phuket-eyju í Andamanhafi við Tælandsstrendur. Þar eru ferðamenn að meðaltali næstum 60 prósent þeirra sem ganga um göturnar, heimamenn eru aðeins 40 prósent þeirra sem dvelja þarna hverju sinni. Sambærilegt hlutfall er 45 prósent á Pattaya-ströndinni. Ef miðað er við að miðbær Reykjavíkur spanni póstnúmer 101, 103, 104, 105 og 107 þá búa þar um 52 þúsund manns. Miðað við spár um fjölgun ferðamanna má búast við að meðalhlutfall ferðamanna á svæðinu muni hækka úr 14 prósentum í dag í 32 prósent árið 2020 og síðan í 42 prósent þegar árlegur fjöldi ferðamanna til Íslands fer í fimm milljónir.
50 milljónir ferðamanna forða sér úr arabíska haustinu Ferðamannahrun Þegar arabíska vorið varð að hausti hrundi ferðamannaiðnaðinn í þessum löndum. Þau sem vilja velta fyrir sér hvað þarf að gerast svo að ferðamannastraumur þorni upp er einfaldasta svarið: Sýrland. Eða Líbía, Líbanon, Egyptaland og Túnis. Samfélagsleg upplausn í kjölfar arabíska vorsins, stríðsátök og hryðjuverk hafa höggvið niður ferðamannaiðnaðinn í þessum löndum. Í dag fer ekki nokkur maður til Sýrlands. Árið 2010 komu þangað 8,5 milljónir túrista, en þeim hafði fjölgað úr 3,5 milljónum fimm árin þar á undan. Ef sú aukning hefði haldið áfram hefðu um 20 milljónir komið til Sýrlands í fyrra. En enginn kom. Þeir ferðamenn sem annars hefðu farið til Sýrlands leituðu eitthvert annað. Mögulega fór brot af þeim til Íslands.
Arabíska ferðamannahaustið Ferðamenn til Egyptalands, Túnis, Sýrlands og Íraks
2011
1995 2014
Ef við berum saman fjölgun ferðamanna fyrir 2010 í Norður-Afríku og fyrir botni Miðjarðarhafsins við þær breytingar sem hafa orðið síðan, má segja að í fyrra hafi vantað 20 milljónir manns til Sýrlands, 14 milljónir til Egyptalands, 9 milljónir til Tyrklands, 4,5 milljónir til Marokkós, 3,6 milljónir til Sádi-Arabíu, 2,7 milljónir til Líbanons, 2,5 milljónir á Vesturbakkann, 2,1 milljón til Jemens, 1,9 milljónir til Jórdaníu, 1,4 milljónir til Túnis, 1,3 milljónir til Íraks, 1,2
Upplausn í Egyptalandi og Túnis og samfélagslegt hrun í Sýrlandi, Írak og Líbíu fældi erlenda ferðamenn frá þessum löndum og dró úr fjölgun ferðamanna í mörgum nágrannaríkjanna. Með því má segja að tugir milljóna ferðamanna, sem annars hefðu heimsótt þessi lönd, hafi þurft að finna sér nýja áfangastaði. Án efa er það ein af ástæðum þess hversu hratt ferðamönnum hefur fjölgað á Íslandi.
milljónir til Ísraels, 800 þúsund til Ómans og 700 þúsund til Alsírs. Til samanburðar þá fjölgaði
ferðamönnum til Íslands um rúmlega hálfa milljón manns á sama tíma. Þeim sem finnst það mikil
aukning geta ímyndað sér áfallið sem þessi lönd hafa orðið fyrir. Af löndum sem horft hafa upp á mikla fækkun ferðamanna á síðustu fimm árum má nefna Bangladesh, Úkraínu, Sviss, Noreg, Ítalí, Kína og Kólumbía. Ástæðan lítils vaxtar er mismunandi. Sums staðar er mettun, annars staðar er verðlag of hátt og á öðrum stöðum hafa erjur og óvisst ástand fælt ferðamenn frá. Það er lítil hætta á stríðsátökum á Íslandi en nokkur hætta á mettun. Mestan hættan stafar af íslensku krónunni. Gengi hennar er sögulega lágt. Ef krónan styrkist, meðal annars vegna innstreymis gjaldeyris vegna aukins ferðamannastraums, gætu Íslendingar ef til vill búist við að lenda í svissnesku/norsku-ástandi. Fjölgun ferðamanna í þeim löndum var um 12 prósent á sama tíma og aukningin á Íslandi var um 175 prósent. | gse
Við viljum hafa pláss fyrir allt Lífið tekur breytingum með tímanum. Börnin stækka, þeim fjölgar, áhugamálin breytast, ferðalögin lengjast. Það sem ekki breytist er að við þurfum pláss fyrir alla og allt sem þeim fylgir. Þegar þörf er á brúar Arion bílafjármögnun bilið í bílakaupunum. Kynntu þér kjörin og ólíkar leiðir á arionbanki.is
ÍSLAND 4.0
10 |
Hvar á allt þetta fólk að sofa? 2016
2017
3
2018
4
Til að mæta auknum fjölda ferðamanna þarf að byggja 30 ný hótel í Reykjavík á stærð við Fosshótel við Þórunnartún. 2019
5
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 18. júní 2016
2020
7
2021
8
2022
10
12
Vantar fleiri og fleiri hótel … og enn fleiri Gisting Það sem er líklegats til að stöðva fjölgun ferðamanna til Íslands er uppbygging gististaða verði of hæg, að landið verði uppselt Ef ferðamannastraumurinn heldur áfram, eins og spáð er, mun þurfa að stórauka og meira en tvöfalda framboðið á herbergjum á hótelum og gistiheimilum, jafnvel þrefalda. Þótt gert sé ráð fyrir að hluti nýrra ferðamanna muni nýta sér airbnb og aðra heimagistingu, tjaldstæði og aðra kosti, er ljóst að mikil þörf er á fjölgun hótelherbergja ef Ísland á ekki að verða uppselt. Miðað við sambærilega aukningu ferðamanna á næstu árum og verið hefur undanfarin ár, vantar tvö hótel í Reykjavík á stærð við Fosshótel við Þórunnartún í ár og önnur tvö á næsta ári og svo 3, 4, 5, 6 og 7 stór hótel árin á eftir. Hér er gert ráð fyrir minni aukningu úti á landi þar sem þar er enn borð fyrir báru vegna lélegri nýting er þar víðast lakari en í Reykjavík.
Aukinn ferðamannastraumur mun kveikja í byggingariðnaðinum ef spár um fjölgun ferðamanna ganga eftir. Til að mæta fjölgun ferðamanna frá árinu í ár og fram á næsta ár þyrfti að byggja hótel og gistiheimili á stærð við fjögur Fosshótel við Þórunnartún eða um 1300 herbergi. Tvö þessara hótela þyrfti að byggja á höfuðborgarsvæðinu og tvö út á landi. Ef straumurinn heldur áfram mun vanta fimm slík hótel 2018 og sjö 2019; átta hótel árið 2020 og tíu árið eftir. Líklegasta ástæða þess að draga muni úr fjölgun ferðamanna er að Ísland verði einfaldlega uppselt, að ekki takist að byggja upp nægjanlegt gistirými til að anna eftirspurn. Ef stjórnvöld ríkis og bæjar vilja ýta undir aukinn ferðamannastraum þurfa þau því að hafa áætlanir um hvernig ýtt skuli undir aukna byggingu hótel- og gistirýma. Ef við reiknum með jafnri og öruggri fjölgun ferðamanna,
viðlíka og verið hefur undanfarin ár, má reikna með að byggja þurfi í Reykjavík einni ígildi 30 Fosshótela við Þórunnartún. Að byggingarmagni er það um 510 þúsund rúmmetrar eða rétt tæplega það sem magn íbúðarhúsnæðis sem byrjað var á í Reykjavík í fyrra. Árið 2014 var byrjað á byggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík upp á um 289 þúsund rúmmetra. Í fyrra var magnið mun meira eða um 690 þúsund rúmmetrar. Þörfin fyrir byggingu hótelherbergja nemur um 85 þúsund rúmmetrum árið 2020 og hátt í 120 þúsund rúmmetra árið 2022, ef reiknað er með jafnri aukningu ferðamanna næstu árin. Þörfin fyrir hótelbyggingar á næstu árum nemur því um 15 til 20 prósent af meðaltali íbúðabygginga tveggja síðustu ára. Það leggst ofan á vaxandi þörf fyrir íbúðarhúsnæði. Sem mun aukast enn frekar þegar hingað flytur vinnuafl til að sinna ferðaþjónustunni. | gse
Aukning gistinótta á þessu ári kallar á ný hótelherbergi í Reykjavík upp á tæp tvö hótel á stærð við Fosshótel við Þórunnartún, 320 herbergi upp á 16 hæðir. Ef spár um 5 milljónir ferðamanna á ári ganga eftir vantar á næstu árum á höfuðborgarsvæðið eins og 30 slík hótel hið minnsta og um 20 sambærileg hótel um landsbyggðina.
Landið Reykjavík
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 18. júní 2016
| 11
Vinsælar kirkjur Milljónir gesta 2015
0,6
2020
1,2
2025
11
14
Basilique du Sacré-Cœur
Péturskirkjan
Notre-Dame
Róm
París
2,2
Hallgrímskirkja Reykjavík
10,5
París
Milljarður í lyftugjöld Hallgrímskirkja Næstu árin verður örtröð á Skólavörðuholti og biðröð í turnlyftuna Tæpur helmingur allra túrista sem kemur til Íslands gengur upp Skólavörðustíginn að Hallgrímskirkju. Og fjórir af hverjum tíu þeirra taka lyftuna upp turninn og horfir yfir Reykjavík. 2014 komu um 450 þúsund manns í kirkjuna og um 200 þúsund fóru upp í turninn. Ef við reiknum með að sama hlutfall ferðamanna fari í kirkjuna má ætla að yfir 750 þúsund manns heimsæki kirkjuna í ár og um 340 þúsund manns borgi 800 krónur með lyftunni upp í turninn. Það færir sóknarnefndinni um 270 milljónir króna brúttó og örugglega hátt í 200 milljónir króna að frádregnum kostnaði. Miðað við spár um áframhaldandi aukningu ferðamanna á næstu árum má gera ráð fyrir að vel yfir 1,5 milljón manna muni heimsækja Hallgrímskirkju árið 2020 og að fjöldinn verði kominn vel yfir 2,2 milljónir árið 2025. Þá má ætla að yfir ein milljón manns muni taka lyftuna upp turninn. Það mun gefa sóknarnefndinni um 800 milljónir króna brúttó á núvirði að óbryettu lyftugjaldi. Það
má ætla að þá verði tekjur umfram kostnað um 800 milljónir króna. 2,2 milljónir manna á ári eru yfir sex þúsund manns að meðaltali á dag. Miðað við skiptingu gistinótta í Reykjavík gæti það þýtt um rúmlega fimm þúsund manns á dag yfir vetrarmánuði, um 5500 manns á dag að hausti og vori og tæplega átta þúsund manns á dag yfir sumarmánuðina. Kirkjan er opin tólf tíma á dag og ef við gerum ráð fyrir að hver gestur dvelji þar í hálftíma þá má búast við að þar verði um 350 manns á hverjum tíma yfir sumarmánuðina, kannski rúmlega 500 þegar mest verður. Sama reikningskúnst gæfi okkur toppa með um 170 manns yfir sumarmánuðina í ár. Til samanburðar þá heimsækja um 14 milljónir ferðamanna Notre Dame í París árlega. Það gerir um 38 þúsund manns daglega og líklega hátt í 60 þúsund manns daglega yfir sumartímann. Það gerir um 2.500 manns á hverjum tíma eða um sjö sinnum fleiri en reikna má með að heimsæki Hallgrímskirkju eftir nokkur ár. Þau sem hafa heimsótt Notre Dame geta deilt með sjö í mannskapinn og séð þá fyrir sér hvernig átroðningurinn á Hallgrímskirkju verður um miðjan næsta áratug.
VIÐ GETUM TENGT ÞIG VIÐ BESTU PARKETSLÍPARA LANDSINS HAFÐU SAMBAND OG VIÐ RÁÐLEGGJUM ÞÉR MEÐ SLÍPUN, LÖKKUN, OLÍUBURÐ OG ALMENNT VIÐHALD Suðurlandsbraut 20
108 Reykjavík
Sími: 595 0500
www.egillarnason.is
Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18 og lau kl. 11–15
KJÚKLINGAVÆNGIR V-laga, tilbúnir á grillið eða í ofninn
Fulleldaðir, þarf aðeins að hita, 4 tegundir af sósum
∙Sweet Baby Ray´s BBQ HOT ∙Sweet Baby Ray´s Buffaló
∙Kaldi BBQ ∙Kaldi rótarbjórs BBQ
Gildir til 19. júní á meðan birgðir endast.
Lífrænt
Tostitos snakk og sósur Alvöru kornsnakk.
Zevia drykkir
Engin gervisæta, kaloríulaust, með stevíu.
Lífræn ítölsk hráskina og salami
50%
AFSLÁTTUR
Í DAG
Allt fyrir vængina
Sósur á kjúklingavængina eða til hliðar.
HVER ER ÞINN UPPÁHALDS? Hefur þú kíkt á ð kleinuhringjaúr vali í Hagkaup?
135 kr/stk
verð áður 235
HAFÐU ÞAÐ GOTT UM HELGINA
TILBOÐ
20% afsláttur á kassa
NAUTALUNDIR ÍSLENSKAR
5.439kr/kg verð áður 6.799
TILBOÐ
TILBOÐ
25%
TILBOÐ
30%
20% afsláttur á kassa
afsláttur á kassa
afsláttur á kassa
GRÍSAFILE VÍKINGAGRÍS
LÆRISSNEIÐAR ÚR MIÐLÆRI
LAMBA INNRALÆRI
verð áður 2.499
verð áður 3.299
verð áður 4.499
3.149 kr/kg
2.639 kr/kg
1.874 kr/kg
TILBOÐ
TILBOÐ
25%
30% afsláttur á kassa
afsláttur á kassa
KALKÚNASNEIÐAR LEMON GRASS
FJÖRULAMB LAMBALÆRI
verð áður 2.177
verð áður 2.579
1.934 kr/kg
1.524 kr/kg
ÁFRAM ÍSLAND! Sólgleraugu
1.999
Fáni
199
Húfa
1.499
Nýjar ðteg undir! bragÚlnliðsband 1.999
Gríma Fánalengja Buff
2.499
299 Klapparar 199
499
Bakpoki
2.499
14 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 18. júní 2016
FRAMLAG ÞJÓÐANNA Í F-RIÐLI EM TIL HEIMSMENNINGARINNAR
Colonic Plus
Hámenning
Kehonpuhdistaja
Ísland: Minni norðursins
Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann.
www.birkiaska.is
Ísland: Gunnar á Hlíðarenda
Austurríki: Sillí yfirskegg
Portúgal: Sorglegt fado
Bodyflex
Ungverjaland: Gúllas
Strong
Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans.
Svalt Púkó
2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.
Austurríki: Leðurbuxur
www.birkiaska.is
Ungverjaland: Móðurlausir Vizsla hvolpar
Evonia
Portúgal: Grátandi drengur
Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira.
Lágmenning
Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.
www.birkiaska.is að flýja land. Hún hefur því tekið þá ákvörðun að flytja til Torrevieja á Spáni þar sem hún fær þriggja herbergja íbúð fyrir um 60 þúsund á mánuði. Þannig er einhver von til þess að lífeyrisgreiðslurnar hrökkvi til framfærslu.
Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.
Flottur Flottur Flottur sumarfatnaður Gallabuxur sumarfatnaður Verð 15.900 kr. sumarfatnaður 5 litir: gallablátt, www.birkiaska.is
Flottur Stretch Flottur Flottur Gallabuxur svart, hvítt, blátt, ljóssand. Stærð 34 - 48
sumarfatnaður Flottur sumarfatnaður Kvarterma peysa Flottur Kvarterma peysaáá háar í mittið Verð 15.900 kr. Flottur sumarfatnaður Gallabuxur 12.900 kr. Kvarterma peysa 12.900 kr. sumarfatnaður 5 litir:ágallablátt, sumarfatnaður
sumarfatnaður 12.900 kr. kr. 3 litir ljóssand. Stærð 36 - 52 Stærð 34 - 48 áá kr. - 7Kvarterma litir: hvítt, ljósbleikt, Kvarterma peysa Buxur áápeysa 15.900 Buxur 15.900 kr. 12.900 kr. Kvarterma peysa Kvarterma peysa á ljósblátt, Kvarterma peysaáá 12.900 kr. beige, svart, 5 litir Buxur á 15.900 kr.3peysa 5litir litir á 12.900 12.900kr. kr. 12.900 kr.Kvarterma 3litir blágrátt dökkblátt. 33og litir Stærð 34 48 12.900 kr. litir Stærð 36 52 5 litir Stærð 34 48 3 litir Stærð Stærð 36 - 52 36 --52 3 litir - stærð 34 Stærð 36 52 48. Stærð 36 52 Stærð 34 -Stærð 48 36 - 52 Buxur 15.900 kr. - rennilás neðst ákr. skálmum. BuxurááBuxur 15.900 áá15.900 kr. Buxur 15.900 kr. svart, hvítt,3blátt, litir Verð 15.900 kr. 3 litir 5 litir: gallablátt,á 14.900 ljóssand. Gallabuxur Stærð 36 svart, 36--52 52 Stærð 34 Stærð - 48 hvítt, blátt,
55litir Buxur á 15.900 litir Buxur ákr. 15.900 kr. 55litir litir Stærð --48 Stærð 34 5 litir Stærð34 34 48 5 litir Stærð 34--48 48 Stærð Stærð 34 48 34 - 48
Verð 11.900 kr. 3 litir: blátt, grátt, Verð svart. 11.900 kr. Stærð 3611.900 - 46 kr.3 litir: blátt, grátt, svart. Verð Stærð 36 - 46 8 –1 . 11 aaklga –1 –1 11 11 3 litir: blátt, grátt, svart. neðst á skálm . kl. - rennilás neðst á- skálm aiðadvirdag 8 –188 11 rennilás ag ka ppiðiðvivirk gakl. O dakl rk Op kada vir ið O Op 555 -1 -1 11 Stærð 36 - 46 11 kl. . 8 a -1 kl –1 ag 8 a 11 rd 11 -1 kl. –1 ag ga kl. a 11 d . 11 lau ga ag kl ið rda–1 88 ga11 uOp a kl laala ag iðarlau ið.virka da Opp ið Op Op a dag gar ga ugda . –1 á skálm ið ið virkneðst vi11 gakldkl. 11 ðð O-prennilás kl. O5Opi aO rk5ada virk-1 ag pi gard 55 -1 -1 iðkl.lau 11 11 . Op . kl 8 a -1 ga –1 ag 11 da . 11 d laðuvigrkara daga kl OOpipiððlalaug ugarardaga kl Opið Opi ga kl. 11-15 Opið laugarda Laugavegi 178 555 1516 Laugavegi 178| Sími | Sími 555 1516
Laugavegi 178 | Sími 555 1516
Kíkið á myndir og verð áog Facebook Kíkið á myndir verð
Laugavegi 178 | Sími 555 1516
Kíkið á myndir og verð áog Facebook Kíkið á myndir verð
Hún var ein af þeim fyrstu sem misstu vinnuna í bankanum eftir hrun. Eftir að hafa óskað eftir því að vinna sex mánaða uppsagnarfrestinn, mætti hún grunlaus til vinnu á mánudegi. Þá hafði verið lokað fyrir tölvuaðgang hennar. Hún var ekki velkomin lengur. Hún segist hafa orðið öskureið en fengið þær ráðleggingar að fara ekki að rjúka í blöðin, hún væri gömul, bitur kona sem yrði að sætta sig við hlutina eins og þeir væru. Hún var heppin og fékk fljótlega afgreiðslustarf í apóteki og gat haldið áfram að framfleyta sjálfri sér og greiða í lífeyrissjóð VR fram að sjötugu. Hún missti hinsvegar heimili sitt eins og fjölmargir Íslendingar þegar hún neyddist til að selja blokkaríbúðina sína sem hafði lækkað í verði meðan lánin höfðu
snarhækkað. Þar með var hún komin á leigumarkað og greiddi 140 þúsund krónur á mánuði í húsaleigu. Yfirmenn lífeyrissjóðsins hjá VR komust í fréttir eftir hrun, þeir höfðu víst verið duglegir að fara í boðsferðir með Kaupþingi og keyptu sumir hlutabréf í bankanum. Þar á meðal var Guðmundur Þ. Þórhallsson nefndur til sögunnar sem var yfirmaður eignastýringar sjóðsins. Það flæktist þó ekki fyrir honum þegar hann var ráðinn framkvæmdastjóri sjóðsins árið 2009 en laun hans hafa síðan hækkað um 100 prósent, og voru 37 milljónir í fyrra. Valgerður fær rúmlega 200 þúsund úr lífeyrissjóði og fjörutíu þúsund frá Tryggingastofnun, eftir hálfa öld á vinnumarkaði, þar sem iðgjöldin voru samviskusamlega innt að hendi. Guðmundur fær því um 16faldan lífeyri hennar í tekjur á mánuði Nýlega missti Valgerður leiguíbúðina og á leigumarkaði er fátt um fína drætti fyrir minna en 200 þúsund krónur á mánuði. Hún hefur því ekki efni á að standa á eigin fótum lengur nema með því
Í stjórninni sitja fjórir nýir stjórnarmenn frá VR sem voru ráðnir eftir auglýsingu sem er nýbreytni en áður höfðu stjórnarmenn í VR gjarnan tilnefnt sig sjálfa í verðlaunaskyni, enda þótti stjórnarsetan feitur bitlingur. Það kemur því á óvart ef þetta er afstaða nýju stjórnarinnar, þar á meðal fulltrúa stéttarfélagsins, að framkvæmdastjórinn sé svona rosalega duglegur, að það sé eðlilegt að launin hans hafi hækkað um 100 prósent frá árinu 2009, langt umfram alla aðra stjórnendur í fjármálafyrirtækjum. Á meðan eru gamlar bitrar konur og minna duglegir karlar, eða alls þúsundir lífeyrisþega í þeirri stöðu að geta ekki framleitt sér á lífeyrisgreiðslum, þrátt fyrir að hafa greitt í sjóðinn lungann úr starfsævinni.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
á Facebook
Kíkið á myndir og verð á Facebook
áá Facebook Facebook á Facebook Kíkið á myndir og verð
Kíkið á myndir og verð áog Facebook Kíkið á myndir verð
algerður Thorsteinsdóttir vann í banka þegar bankarnir hrundu árið 2008. Hún bjó í blokkaríbúð og hafði unnið í Samvinnubankanum og síðar Landsbankanum í 37 ár, og greitt samviskusamlega í lífeyrissjóð.
Frá lífeyrissjóðnum sjálfum kom hinsvegar tilkynning þar sem segir meðal annars þetta: „Stjórn hefur meðal annars það hlutverk að sjá til þess að framkvæmdastjóri vinni fyrir launum sínum og er afdráttarlaus afstaða stjórnar sú, að núverandi framkvæmdastjóri geri það eins og glöggt má sjá á kennitölum sjóðsins.“
Kíkið á myndir og verð á Facebook Kíkið á myndir og verð á Facebook
Kíkið á myndir og verð á Facebook Laugavegi 178 | Sími 555 1516 á myndir og verð á Facebook Laugavegi | Sími 555 1516Kíkið á myndirKíkið og verð á Facebook Laugavegi 178178 | Sími 555 1516
Laugavegi 178 | 178 Sími| Sími 555 555 1516 Laugavegi 1516
V
GAMLAR BITRAR KONUR
Talsverð umræða hefur orðið um launakjör framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs VR að undanförnu og formaður VR hefur meðal annars sagt að ástæða sé til að skoða málið. Stór hluti eigenda lífeyrissjóðsins er í sömu stöðu og Valgerður. Er einhver ástæða fyrir þá til að hafa starfsmann sem er í sömu stöðu og Guðmundur?
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.
LAND OG LISTIR ÁRITUÐ & NÚMERUÐ
ÓTRÚLEGT
EINTÖK Gengið í björg VILDARVERÐ: 15.399.Verð: 16.999.-
VERÐ! Íslenski vegaatlasinn VILDARVERÐ: 3.999.Verð: 4.499.-
Lesið í markaðinn VILDARVERÐ: 8.999.Verð: 10.999.-
*Takmarkað magn
Jóhannes S. Kjarval & Íslenska teiknibókin VILDARVERÐ: 13.999.Verð: 14.999.*að verðmæti: 32.998.-
Milli trjánna - smásögur VILDARVERÐ: 3.599.Verð: 3.899.-
Íslensk ofurfæða vilt og tamin VILDARVERÐ: 3.999.Verð: 4.499.-
Ferðaatlas VILDARVERÐ: 5.599.Verð: 6.299.-
Dancing horizon VILDARVERÐ: 7.599.Verð: 8.817.-
Barðastaðahreppurgöngurbók og kort VILDARVERÐ: 9.999.Verð: 11.999-
Hannes SigfússonLjóðaúrval VILDARVERÐ: 4.999.Verð: 6.299.-
Austurstræti 18
Álfabakka 16, Mjódd
Hafnarfirði - Strandgötu 31
Ísafirði - Hafnarstræti 2
Skólavörðustíg 11
Kringlunni norður
Keflavík - Sólvallagötu 2
Vestmannaeyjum - Bárustíg 2
Laugavegi 77
Kringlunni suður
Akureyri - Hafnarstræti 91-93
Húsavík - Garðarsbraut
Hallarmúla 4
Smáralind
Akranesi - Dalbraut 1
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Þúsund og ein þjóðleið VILDARVERÐ: 5.599.Verð: 6.999.-
Saga tónlistarinnar VILDARVERÐ: 10.999.Verð: 12.999.-
540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is
Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Vildartilboða er 18. júní, til og með 20. júní, eða meðan birgðir endast. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.
16 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 18. júní 2016
Hvar eru þau í systkinaröðinni?
Elst Elísabet Jökulsdóttir – ólst upp sem elsta barn systkina sinna, þeirra Illuga Jökulssonar og Hrafns Jökulssonar. Auk þess á hún eldri hálfsystur, Unni Þóru Jökulsdóttur og tvö yngri hálfsystkini, Kolbrá Höskuldsdóttur og Magnús Hauk Jökulsson.
Elst
Elstur
Elstur
Hildur Þórðardóttir. Yngri systur hennar eru Björg Þórðardóttir og Bergljót Þórðardóttir. Auk þeirra á hún hálfbróðurinn Gunnar Þór sem hún ólst ekki upp með.
Sturla Jónsson. Hann á sjö hálfsystkini. Föðurmegin eru systkinin Ásta Jónsdóttir, Heiða Jónsdóttir og Ágúst Jónsson, en móðurmegin eru þau Anna Dagbjört Hermannsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Svanur Sigurðsson og Snorri Sigurðsson.
Guðni Th. Jóhannesson. Yngri bræður hans eru Patrekur Jóhannesson og Jóhannes Jóhannesson.
Þriðji elstur af sjö hálfsystkinum Davíð Oddsson. Elstur var Ólafur Oddsson sem er látinn, því næst Björn Snorrason, sem Davíð ólst að hluta til upp með, svo Davíð, Haraldur Oddsson sem er látinn, Lillý Valgerður Oddsdóttir, Runólfur Oddsson, Vala Agnes Oddsdóttir og Logi Gunnarsson.
Miðjubarn
Miðjubarn
Miðjubarn
Yngst
Andri Snær Magnason. Á eldri systur sem heitir Hulda Brá Magnadóttir og yngri bróður sem heitir Jón Pétur Magnason.
Halla Tómasdóttir. Eldri systir Höllu heitir Helga Tómasdóttir og en yngri systir hennar er Harpa Tómasdóttir.
Ástþór Magnússon. Elst var Erla Magnúsdóttir sem er látin, svo Jón Magnús, þá Ástþór, svo Jónína Magnúsdóttir og Elsa Magnúsdóttir.
Guðrún Margrét Pálsdóttir. Eldri bræður hennar eru þeir Halldór Pálsson og Páll Pálsson.
Elstu systkinin velja sér oftast stjórnunarhlutverk Staða fólks í systkinahópi getur sagt ýmislegt um persónuleika þess, hæfni til að leysa úr ágreiningi eða jafnvel athyglisþörf. Fréttatíminn kannaði hvar forsetaframbjóðendur eru í systkinaröðinni og ræddi við sálfræðinginn Álfheiði Steinþórsdóttur um þau hlutverk sem algengt er að fólk taki sér, eftir stöðu þess í systkinahópnum. Fjórir af níu frambjóðendum eru elstu börn, þrjú eru miðjubörn og aðeins einn frambjóðandi er örverpi í fjölskyldunni. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur segir mikla þjálfun fara fram í systkinahópi sem er góður undirbúningur fyrir samskipti síðar á lífsleiðinni, svo sem í samskiptum við maka, félaga og samstarfsfólk. Staða einstaklings í systkinahópi getur því sagt margt um fólk, en einnig skiptir aldursbil milli systkina og tengsl innan fjölskyldunnar máli. Þannig getur barn sem á miklu eldri eða miklu yngri systkini alist upp sem einkabarn. Elstu börnin alast upp á tíma þegar foreldrar basla og eru sjálfir að læra á lífið, þau þiggja því ábyrgð snemma. En yngstu börnin alast upp við meira dekur þegar foreldrar hafa leyst fjárhags- og húsnæðismál sín. Hér koma lýsingar Álfheiðar á því hvað staða í systkinahópi getur mótað einstaklinginn.
ELSTA BARNIÐ Elstu börnin hafa sérstöðu því þau eru fyrstu börn foreldra sinna og það er allt svo nýtt og framandi við þau. Það er á þessum börnum sem foreldrar læra að vera foreldrar. Það er fylgst vel með þeim og þau fá mikla athygli. Sem dæmi eru oftast til mest af myndum af elstu börnunum og dagbækurnar um þau eru ítarlegastar. Foreldrarnir vanda sig mest við elstu börnin og geta gert miklar kröfur til þeirra. Hlutverk elstu barna verður því að geta allt mögulegt. Þau þurfa að standa sig og þau öðlast ákveðinn metnað. Elsta barn er gjarnan skyldurækið og því getur líka fylgt streita og álag. Oft velja þessi börn sér stjórnunarhlutverk. Þau taka ábyrgð og velja sér hlutverk sem ráðgjafar og leiðtogar. Algengt er að forystumenn í stjórnmálaflokkum séu elst sinna systkina. Það er því alls ekkert óeðlilegt við að flestir frambjóðendur séu elstir í sínum systkinahópi.
Álfheiður Steinþórsdóttir segir elstu börn í systkinahópi búa að góðri þjálfun í axla ábyrgð og stjórna. Miðjubörnin séu hinsvegar sveigjanlegri og kunni að semja. Mynd | Rut
Sumarís frá EmmesSís MIÐBARNIÐ Miðbörnin koma náttúrulega næst á eftir elsta barni og þau taka alltaf mið af því næsta á undan. Þau geta því verið dálítið mikið í samkeppni og það getur verið flókið að vera miðbarn. Þegar miðbörnin eru lítil geta þau auðvitað ekki gert allt það sama og þau elstu. Og miðbörnin fá heldur ekki eins mikla athygli, jafnvel þó þau standi sig mjög vel. Miðbörnin þurfa því oft að berjast til að sýna og sanna getu sína. Þau leita því gjarnan út fyrir fjölskylduna til að fá viðurkenningu. Oft finna þessir krakkar sér gott hlutverk því þeir hafa þurft að aðlaga sig að eldri og yngri systkinum og hafa oft mikinn sveigjanleika. Miðbörnin kunna að fara samningaleiðina og getað skarað fram úr í félagsstarfi. Þau
eiga það til að vera í mjög góðum tengslum við þjálfara sína og kennara og geta átt auðvelt með að eignast vini. Þau spjara sig oft vel, svo framarlega sem þeim hefur liðið sæmilega. Miðbarnið þarf svolítið að redda sér sjálft og það getur orðið mjög glúrið í því. Ef þau finna sér ekki hlutverk, eða lenda í erfiðum aðstæðum, þá geta þau fengið mikinn kvíða. Fengið sálræn einkenni um vanlíðan og orðið óþekk og erfið við sína nánustu. Þá geta þau öðlast hlutverk sem verður að vera erfiða barnið sem kallar á neikvæða athygli. Sum miðbörn verða baráttubörn. Þessar lýsingar eiga vel við í þriggja systkina hópi, einkum þó þegar systkini eru af sama kyni. Ef systkini eru af ólíkum kynjum getur staða þeirra markast af því. Í þriggja systkina hópi, af sama kyni, er oft mest barátta en þar getur líka verið mikil nánd.
Sumarvörur í Múrbúðinni 53.592 verð áður kr. 66.990
34.392
MOWER CJ20
Sláttuvél m/drifi, BS 6,0 hp mótor, sláttubreidd 51cm. Rúmtak 190 CC, skurðarvídd 51cm/20”, sjálfknúin 3,6 km/h, safnpoki að aftan 65 L, hliðar útskilun, skurðhæð og staða 2575mm/8
verð áður kr. 42.990
MOWER CJ18
20%
AFSLÁTT UR
Sláttubreidd 46cm. BS 3,5hp mótor, rúmtak 158 CC, skurðarvídd 46cm/18”. Safnpoki að aftan 60 L, skurðhæð og staða 25-85mm/8
CE/GS VOTTUN
Made by Lavor
Kailber KG-1503 gasgrill
20%
3 x 3KW brennarar, grillflötur 2520 cm2, 9KW
35.120
AFSLÁTT UR
verð áður kr. 43.900
11.992
20%
verð áður kr. 14.990
Weber Gróf Múrblanda 25 kg 1.690
DEKAPRO útimálning, 10 lítrar
7.490
Lavor One Plus 130 háþrýstidæla
AFSLÁTT UR
130 Max bar 420min Litrar Fylgihlutir: Burstar, sápubrúsi & Turbóstútur.
LuTool Fjölnota sög 600W fyrir málm, við, flísar og steypu, 3 blöð fylgja
13.990
Weber Milligróf múrblanda 25 kg 1.890 Mei-9993150 Upptínslutól 60cm LuTool fjölnota hjakktæki til viðhalds - þráðlaus með 12V LioIon rafhlöðu
LuTool Pússivél 560W m/hjámiðju snúning
11.990
20%
8.990
SAN-SM-CLE206 Fjölnota pallur/trappa
LuTool 7 blaða sett
2.490
14.392
LuTool fjölnota hjakktæki til viðhalds - rafmagnstæki 300W.
áður kr. 17.990 pallur fylgir
7.890 LuTool 32mm blað í fjölnota tæki Proflex Nitril vinnuhanskar
Hjólbörur 80L
4.990
8.590
Cibon #1630 Hellubursti framlengjanlegt skaft
Verkfærakista & stóll í garðinn
Cibon Strákústur 60cm
1.895
1.695
4.792 20% áður kr. 5.990
ODEN EÐAL OLÍA á palla. Hágæða Silikonalkyd efni. 3 l.
4.390
LuTool 12 blaða sett
390
395
1.595
AFSLÁTT UR
einnig 45cm kr. 1.690
AFSLÁTT UR
Bio Kleen pallahreinsir
895
5 lítrar kr. 3.295 Kapalkefli 3FG1,5 25 mtr Meister jarðvegsdúkur 9961360 5x1,5 meter
Tunnubali á hjólum
4.990
795
Gróðurmold 20 l
490
Tilboð: Kaupir 4, greiðir f. 3
Kapalkefli 10 mtr
2.990 Flextub 15 lítra
990
42lítra kr. 1.590
6.190
15 metra rafmagnssnúra
3.190
Steypugljái á stéttina í sumar
Tia - Garðverkfæri
590
pr stk
Superseal og Clear Guard steypugjái Steypugljáinn sem endist! Mesto 3232R 5 lítra í garðinn Reykjavík
Kletthálsi 7
Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16
Reykjanesbær
Fuglavík 18
Opið virka daga kl. 8-18
5.990 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!
18 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 18. júní 2016
Einkabarn
Elst
Næst elstur af fjórum systkinum
Næst elstur af níu systkinum
Ólafur Ragnar Grímsson á ekki systkini.
Vigdís Finnbogadóttir átti yngri bróður, Þorvald Finnbogason, sem drukknaði í Hreðavatni árið 1952.
Kristján Eldjárn átti eldri systurina Þorbjörgu Þórarinsdóttur og yngri systkinin Hjört Eldjárn Þórarinsson og Petrínu Eldjárn Þórarinsdóttur.
Ásgeir Ásgeirsson átti eldri systurina Ástu Ásgeirsdóttur. Yngri systkini hans voru Ragnar Ásgeirsson, Árni Ásgeirsson (lést á fyrsta ári), Árni Ásgeirsson, Haukur Ásgeirsson (lést sjö ára), Kristín Ásgeirsdóttir, Matthías Ásgeirsson og Kormákur Ásgeirsson.
Fyrri forsetar lýðveldisins
EINKABARNIÐ Einkabörn hafa svolitla sérstöðu sem er mjög áhugaverð. Þau fá ekki þjálfun og innsæi sem kemur með því að alast upp með systkinum. Það mótar þeirra sjálfsmynd mjög mikið, að eiga ekki systkini og að þurfa ekki að taka mið af öðrum. Það hjálpar þá mikið að eiga aðgang að leikskóla. Einkabörnin geta orðið einræn, þau geta lært að meta einveruna, jafnvel þurft á henni að halda. Fyrir vikið verða þau ekki jafn háðir hópum því einkabarnið er vant að vera eitt. En mínusinn við að vera einn er að einkabörn eru ekki alltaf góð í að
setja sig í spor annarra. Það lærist ekkert endilega smám saman og verður ekki alveg ómeðvitað og sjálfsagt eins og hjá systkinum. Einkabarnið fer á mis við þjálfunina í systkinahópnum og getur orðið einrátt. Það þarf oft að hugsa sig um og veit ekki alveg hvernig það á að vera. Einkabörnin geta orðið einstrengingsleg og sjálflæg, án þess endilega að vita af því sjálf. Einkabörnin fá auðvitað mikla athygli, og foreldrar hlusta á það. Það er spurt mikið um álit, foreldrar fylgjast vel með því og taka mikið mark á því. Einkabörnin verða því mjög vön því að vera miðdepill og finnst það sjálfsagt mál. Og það er ólíkt því að vera yngsta barn sem hrópar og kallar til að fá athygli. Einkabarnið fær oft mikla vitsmunalega örvun og hvatningu. Foreldrar hafa auðvitað mikinn metnað fyrir hönd sinna einkabarna. Börnin fá oft að vera með foreldrum sínum og eru gjarnan tekin með í ferðalög og heimsóknir. Það er hægt að gera svo margt með eitt barn. Einkabörn geta því oft verið góðir námsmenn, með sterka sjálfsvitund, þora að taka forystu og geta unnið vel að markmiðum sínum. Þannig að þau geta komið vel út, ef þau verða ekki of „egósentrísk“.
YNGSTA BARNIÐ Yngsta barnið er dálítilli sérstöðu því það eru miklu fleiri sem ráðskast með það en með eldri börnin. Oft eru yngstu börnin háðari foreldrum og eldri systkinum sínum, sem er ekki skrítið þegar margir eru að ala þau upp. Yngstu börnin verða vön því að aðrir stjórni, ekki þau sjálf. Þetta getur skipt máli í atvinnulífinu síðar meir. Yngstu börn geta ekki fengið sínu fram í fjölskyldunni með rökum, kröftum eða yfirráðasemi því aðrir eru lífsreyndari og hafa meiri
Næst yngstur af fjórum systkinum Sveinn Björnsson átti tvær eldri systur, þær Guðrúnu Björnsdóttur og Sigríði. Auk þess átti hann yngri bróður, Ólaf Björnsson.
getu. Þau þurfa því að beita öðrum aðferðum og eiginleikum sem þau hafa fram yfir aðra. Það getur verið sjarmi, kátína eða skemmtilegheit. Yngstu börn geta komið öðrum til að hlæja, þau geta verið stríðin og glúrin í að vinna aðra á sitt band. Yngstu börn geta orðið mjög dramatísk og haft tilhneigingu til að reyna að láta hlutina snúast í kringum sig. Yngstu börn eiga stundum erfitt með að sjá sig í stjórnunarhlutverki. Þau geta verið stjórnsöm en jafnframt getur það verið þeim framandi að vera í valdsmannshlutverki. Þau vildu kannski vera stikkfrí frá því. Yngstu börnin hafa ekki fengið neina markvissa þjálfun í að stjórna, eins og eldri systkini hafa. Það getur auðvitað gert uppreisn gegn stjórnun annarra en það sér sig ekki endilega sjálft sem stjórnanda.
Hafðu það gott í ferðalaginu ! Þrýstijöfnunar- heilsudýnur í ferðavagninn
Svefnsett samanstendur af sæng sem saumuð er við þrýsijöfnunaryfirdýnu og hentar því sérstaklega vel í ferðavagninn. Enginn kuldi sleppur inn við úthliðina. Margir litir á áklæði í boði.
Tilboð frá kr. 29.900,-
Þrýstijöfnunaryfirdýnurnar eru einstaklega þægilegar og rúllast vel upp til geymslu.
Einnig er hægt að sérpanta sérsniðna heilsudýnu í hjólhýsi og húsbíla. Verst að þá verður jafnvel betra að sofa í ferðavagninum en heima !
Nánar á duvalay.is eða í símum 824 8070 eða 824 8072, hægt er að skoða vörurnar í Útilegumanninum Korputorgi.
Dóra B. Axelsdóttir forstöðumaður einkabankaþjónustu Kviku
Burðarás Kviku er öflug eignastýring sem byggir á áralangri reynslu.
20 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 18. júní 2016
Þrjár kynslóðir Pappírsmaðurinn Matthias Sindelar var stjarna Undraliðs Austurríkismanna og Puskas fór fyrir göldróttu Ungverjunum – nær David Alaba að leika afrek þeirra eftir?
Austurríki–Ungverjaland: Heimsveldin sem hrundu „Austurríki-Ungverjaland eru að fara að spila.“ Frans Jósef keisari: „Frábært! Á móti hverjum?“ Þessi brandari gekk um netheima fyrir leik gömlu grannþjóðanna á þriðjudaginn var – en nú þegar þeim leik er lokið þá er svarið hins vegar Ísland, sem fylgir eftir jafnteflinu við Portúgal með tveimur leikjum gegn þessum föllnu stórveldum, sem einu sinni leiddu eitt helsta stórveldi Evrópu. Ásgeir H Ingólfsson ritstjorn@frettatiminn.is
Austurrísk-ungverska keisaradæmið var vel að merkja ekki bara þessi tvö lönd, innan keisaradæmisins voru líka Tékkland, Slóvakía, Króatía, Slóvenía og Bosnía, stórir hlutar Póllands, Úkraínu og Rúmeníu og brot af Ítalíu, Serbíu og Svartfjallalandi. Frans Jósef hefði þó aldrei spurt svona í alvörunni, enda áttu báðar þjóðir sín eigin landslið þótt þjóðirnar væru í ríkjasambandi. Heimsveldið liðaðist svo sundur eftir heimstyrjöldina fyrri, en bæði Austurríki og Ungverjaland voru áfram stórveldi í fótboltanum næstu áratugi á eftir. Saga þeirra er um margt lík, bæði geta þakkað lítt þekktum Englendingi velgengni sína á meðan Þjóðverjar hafa oftar en einu sinni bundið ótímabæran endi á blómaskeið þjóðanna. Niðurlæging þessara tveggja knattspyrnuþjóða hefur svo verið nær algjör undanfarin þrjátíu ár; mögulega var botninum náð þegar Austurríkismenn töpuðu fyrir Færeyingum í upphafi tíunda áratugarins á sama tíma og Ungverjar töpuðu þrisvar með stuttu millibili fyrir Íslandi og hvert félagsliðið á fætur öðrum fór á hausinn.
Vöðvastæltir gyðingar og Englendingur í útlegð Jimmy Hogan var að þjálfa í Austurríki þegar heimsstyrjöldin fyrri skall á. Honum var varpað í fangelsi en fékk svo að fara til Ungverjalands til að þjálfa þar fótboltamenn, þótt áfram væri hann tæknilega séð stríðsfangi. Þegar hann snéri aftur til Englands eftir stríð þá kallaði enska knattspyrnusambandið hann svikara – og Hogan snéri því fljótlega aftur á meginlandið, þar sem hann eyddi næstu áratugum í að þjálfa knattspyrnumenn í Austurríki, Ungverjalandi, Hollandi og Sviss. Þar fann hann sálufélaga í austurríska landsliðsþjálfaranum Hugo Meisl. Þeir voru báðir frumkvöðlar í taktískum pælingum og tækniþjálfun á meðan landar Hogans á Bretlandseyjum voru uppteknari af kraftþjálfun fótboltamanna. Meisl var einnig hvatamaður að stofnun Mitropa-bikarsins, Mið-Evrópsks knattspyrnumóts sem er flestum gleymt í dag en var forveri Evrópukeppni meistaraliða – og sú reynsla sem Mið-Evrópuþjóðir á borð við Austurríki, Ungverjaland, Tékkóslóvakíu og Ítalíu fengu úr mótinu hjálpaði þeim til að ná frábærum árangri á fyrstu heimsmeistaramótunum. Vínarborg hélt svo stöðu sinni sem ein helsta menningarhöfuðborg Evrópu á millistríðsárunum. Frægt er hvernig Hitler, Trotskí, Titó, Freud og Stalín bjuggu samtímis í borginni rétt fyrir stríð og borgin var áfram suðupottur hugmynda eftir stríð og það gilti sömuleiðis um hina ungu íþrótt sem var um það bil að fara að sigra heiminn. Í þessari heimsborg voru gyðingar um tíu prósent af íbúunum – en þeir höfðu ekki sérstakt orð á sér fyrir íþróttaafrek. Það breyttist þó á fyrstu áratugum aldarinnar. Zíonistinn Max Nordau hafði komið fram með hugmyndir um vöðvastæltan júdaisma og meðal þeirra sem tóku hann á orðinu voru stofnendur Hakoah Vín – íþróttafélags sem fljótlega varð með sigursæl-
Spámaður á meginlandinu Jimmy Hogan þjálfaði Aston Villa til skamms tíma – en var frægur fyrir árangur sinn á meginlandinu þar sem hann gjörbylti íþróttinni.
ustu liðum Austurríkis. Hakoa var fyrsta knattspyrnuliðið til að fara í heimsreisu og þótt gyðingafordómar grasseruðu víða þá þorðu fáir að ráðast á Hakoa-menn, enda var glímulið félagsins einnig með í för sem nokkurs konar lífverðir. En þegar liðið kom til Bandaríkjanna þá fannst mörgum að þeir gætu loks um frjálst höfuð strokið, þarna virtust gyðingafordómar gamla heimsins víðsfjarri og margar helstu stjörnur liðsins urðu eftir þar, þar á meðal ungverjinn Bela Guttman, sem löngu seinna átti eftir að verða nokkurs konar guðfaðir portúgalskrar knattspyrnu sem þjálfari Evrópumeistara Benfica. Það var hins vegar annar gyðingur sem varð stærsta stjarna austurríska fótboltans, Martin Sindelar, kallaður Pappírsmaðurinn. Hann heillaði meira að segja menntamenn Vínarborgar, leikhúsgagn-
rýnandinn Alfred Polgar talaði um að hann hugsaði með fótunum og skrifaði með þeim mögnuð leikrit. Undir stjórn Meisl var Austurríki með bestu liðum heims, svokallað Wunderteam. Ítalir komu þó í veg fyrir að þeir ynnu titla – en þeir strönduðu á ítalska landsliðinu í undanúrslitum HM 1934 og í úrslitum Ólympíuleikanna 1936. Meisl dó árið 1937, rúmu ári áður en Þjóðverjar hertóku Austurríki. Sindelar leist lítið á nasistana og neitaði að spila fyrir þá, bar fyrir sig að hann væri orðinn of gamall. Hann lét þó til leiðast að spila í vináttuleik á milli Þýskalands og Austurríkis, sem átti að enda í kurteislegu jafntefli. En eftir að hafa klikkað á ófáum færum, mögulega viljandi, þá skoraði hann og félagi hans Karl Sesta sitt hvort markið undir lok leiks – og Sindelar dansaði fagnaði fyrir framan háttsetta nasista í áhorfendastúkunni. Ári seinna fannst hann svo látinn í íbúð sinni ásamt kærustunni Camillu. Ótal kenningar eru um hvað olli gaslekanum sem dró þau til dauða, og þar eru nasistarnir sannarlega meðal grunaðra, en það mættu fimmtán þúsund manns í jarðarförina, sem var á sinn hátt líka jarðarför Austurríkis sem stórveldis í fótbolta og menningu; landsliðið hafði verið innlimað í þýska landsliðið, sem fór sneypuför á HM sumarið 1938 – og þótt liðið næði bronsi á HM 1954 þá var 6-1 tapið fyrir Þjóðverjum í undanúrslitunum til marks um að gullöldin væri liðin. Gullöld Ungverja Gullöldin var hins vegar rétt að byrja hjá Ungverjum. Þeir höfðu komist í úrslitaleikinn á HM 1938, þar sem þeir töpuðu 4-2 gegn Ítölum – og fræg urðu orð markmannsins Antal Szabo sem sagði að hann hefði að vísu fengið fjögur mörk á sig – en hann hefði bjargað lífi Ítalanna. Mussolini notaði ítalska landsliðið miskunnarlaust í áróðursskyni á mótinu og var liðið einstaklega óvinsælt fyrir vikið. Szabo var
Fjörleg og frumleg bók sem hvetur okkur öll til að borða fallegan, næringarríkan og góðan mat úr nærumhverfinu, hina íslensku ofurfæðu.
w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39
22 |
þó væntanlega að oftúlka orð Mussolinis, enda var „vinnið eða deyið“ nokkuð algeng kveðja til fótboltaliða fyrir leik á Ítalíu sem ekki bar að taka bókstaflega. En þótt Ungverjar hafi verið góðir fyrir stríðið áttu þeir eftir að verða enn betri eftir stríð. Þeir urðu Ólympíumeistarar árið 1952 – og ári síðar mættu þeir á Wembley. Á þessum árum höfðu aðeins farið fram fjögur heimsmeistaramót og vináttuleikir voru teknir miklu alvarlegar en í dag, sérstaklega þegar England átti í hlut, enda höfðu þeir ekki mætt á fyrstu þrjú heimsmeistaramótin. En þeir voru ósigrandi á Wembley og aðrar knattspyrnuþjóðir báru ennþá óttablandna virðingu fyrir þessum frumkvöðlum knattspyrnunnar. Leikurinn var kallaður leikur aldarinnar og Ungverjar voru ansi taugastrekktir fyrir leik – enda var þetta fyrir tíma sjónvarpsútsendinga og leikgreininga á myndböndum, varnarmaðurinn Jeno Buzánszky lýsti því hvernig hann nýtti tímann í göngunum fyrir leik til þess að átta sig á andstæðingunum: „Ég reyndi að sjá hvernig þeir voru vaxnir til að átta mig á hvernig leikmenn þeir væru. Ef þeir voru með sterklega fótleggi voru þeir oftast snöggir, ef þeir voru hjólbeinóttir voru þeir góðir í að sóla menn. En ég hafði áhyggjur af Robb, hann leit út fyrir að vera bæði snöggur og góður í að sóla menn.“ Áhyggjurnar voru þó óþarfi, Ungverjar burstuðu Englendinga 6-3 og neru salti í sárin eftir á þegar þeir sögðu að allt sem þeir kynnu í fótbolta hefðu þeir lært af áðurnefndum Jimmy Hogan. En Hogan var ekki spámaður í sínu föðurlandi, England var of íhaldssamt, fallandi heimsveldi, eða eins og fótboltaspekingurinn Jonathan Wilson orðaði það í bók sinni Behind the Iron Curtain: „Ungverjaland var kommúnískt, róttækt, framtíðin jafnvel; England var nýlenduveldi, dauðvona, vafalítið fortíðin.“ Árið eftir endurguldu Englendingar heimsóknina og meira en milljón Ungverjar reyndu að fá miða. Opinberar töl-
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 18. júní 2016
ur segja að 105,000 manns hafi mætt á völlinn – en sagan segir að þeir hafi verið miklu fleiri, því þegar menn voru komnir inn á völlinn notuðu margir bréfdúfur til að senda miðana til vina og ættingja sem notuðu þá svo aftur. Yfirburðir Ungverja voru enn meiri í þetta skiptið, 7-1 sigur og bjartsýnin fyrir heimsmeistaramótið á næsta leyti var mikil. Ungverjar voru taplausir í fjögur ár, gervöll heimsbyggðin reiknaði með að titillinn væri á leiðinni til Búdapest. Það varð þó ekki, eins og frægt er orðið. Þeir slátruðu Þjóðverjum 8-3 í riðlakeppninni, bara til að missa niður tveggja marka forskot gegn þeim í úrslitaleiknum og tapa 3-2. Einu gilti þótt þeir hefðu unnið stórkostlega sigra á Brasilíu og ríkjandi heimsmeisturum Uruguay á leiðinni í úrslitin, úrslitin gegn Þjóðverjum eru þau sem allir muna – og það meira að segja enn þann dag í dag. Þegar talað er um fótbolta í Ungverjalandi þá berst talið miklu frekar að Puskas og félögum en leikmönnum sem spila í dag. „Ungverskur fótbolti er frosinn í þessu augnabliki – og við getum aldrei haldið áfram,“ fullyrti Tibor Nyilasi eitt sinn, en hann var einn af landsliðsmönnunum sem fylgdi í kjölfar gullaldarliðsins löngu síðar. En þótt flestir fótboltanördar þekki söguna um leikinn hafa margir gleymt pólitíkinni. Mörg hundruð þúsund manns fóru út á götur að mótmæla í kjölfar úrslitanna, en Guyla Grosics, markvörður ungverska liðsins, fullyrti síðar að fólk hefði í raun notað úrslitin sem yfirvarp, það væri raunverulega að mótmæla kommúnistastjórninni og í þessum mótmælum hefði fyrstu fræjum ungversku byltingarinnar árið 1956 verið sáð. Enda oft erfitt að aðskilja fótbolta og pólitík í Ungverjalandi, sem og víðar. Liðið var þó enn sterkt og hefði mögulega getað bætt fyrir leikinn í Bern seinna meir ef atburðirnir 1956 hefðu ekki breytt gangi sögunnar. Þegar Rússar börðu uppreisnina niður var Honvéd Búdapest, sterkasta félagslið Ungverja, „Austurríki-Ungverjaland eru að fara að spila.“ Frans Jósef keisari: „Frábært! Á móti hverjum?“
að spila í Evrópukeppni og þeir breyttu ferðinni í keppnisferðalag til að fresta heimkomunni. Stærstu stjörnur liðsins snéru svo aldrei aftur sem leikmenn, Ferenc Puskas endaði hjá Real Madrid og Zoltán Czibor og Sándor Kocsis hjá erkifjendunum í Barcelona. Satt best að segja gekk Ungverjum þó ágætlega næstu áratugina. Florian Albert var verðugur arftaki Puskas – en var aldrei með jafn magnaða samherja og kom því Ungverjum aldrei lengra en í fjórðungsúrslit HM. En miðað við Austur-Evrópuþjóð á þeirra stærðargráðu var árangurinn prýðilegur í raun – en liðið var alltaf borið saman við gullöldina og árið 1974 gaf blaðamaðurinn Antal Végh út bókina „Af hverju er ungverskur fótbolti sjúkur?“ Tólf árum síðar kom framhaldið – sem hét einfaldlega „Ólæknandi?“ Það var árið 1986 – þegar Ungverjar komust í stórmót í síðasta sinn í 30 ár. Það er spurning hvað þriðja bókin hefði heitið ef Végh hefði enst aldur til að skrifa hana, vegna þess að á níunda og tíunda áratugnum var ungverskur fótbolti svo sannarlega í krísu – og bæði landslið þeirra og félagslið miklu slakari en lið nágranna þeirra í hinu nýfrjálsa austri. Færeyjar og fasistar Austurríki var löngu hætt að vera stórveldi þegar áttundi áratugurinn gekk í garð. En bjartsýnir stuðningsmenn sáu þó teikn á lofti um að það væri að breytast í byrjun þess níunda. Liðið hafði unnið frægan sigur á þáverandi heimsmeisturum Þjóðverja á HM 1978 og þeir unnu svo tvo fyrstu leikina á HM 1982. Allt gat gerst. En síðasti leikurinn í riðlakeppninni var gegn þeirra gömlu fjendum, Þjóðverjum – og staðan var skringileg – bæði lið myndu komast áfram ef Þjóðverjar ynnu bara 1-0. Sem varð vitaskuld raunin. Gönguboltinn sem boðið var upp á eftir að Þjóðverjar komust yfir hneyksl-
aði heimsbyggðina, nú var enginn Sindelar til þess að óhlýðnast tilskipunum um óhóflega kurteisan leik. Óvinsældirnar virtust þó lítið fara fyrir brjóstið á Þjóðverjum sem virtust jafnvel njóta þess að vera í hlutverki skúrkanna í alþjóðaboltanum – botninn datt hins vegar algjörlega úr leik Austurríkismanna, sem urðu svo að athlægi árið 1990 þegar þeir urðu fyrsta liðið til að tapa fyrir Færeyjum í keppnisleik. Þeir hafa vissulega komist á nokkur stórmót síðan en hafa aldrei gert neinar rósir og iðulega farið með fyrstu vél heim. Fyrir tapið gegn Ungverjum í vikunni vonuðust menn þó til þess að það myndi breytast, liðið hafði farið létt með bæði Rússa og Svía í forkeppninni og spilað fantagóðan fótbolta. Stjarna liðsins er bakvörðurinn ungi úr Bayern München, David Alaba, sem er á miðjunni hjá landsliðinu og stjórnar þar öllu. Alaba er sonur filippeyskrar móður og nígerísks föður, eitthvað sem myndi líklega leggjast illa í Viktor Orbán og félaga hans í ungversku ríkisstjórninni – sem hefur verið talin óhóflega höll undir fasisma og útlendingahatur. Orbán er hins vegar fyrrum hálf-atvinnumaður í fótbolta og ríkisstjórn hans hefur dælt fé í áður fjársveltan ungverskan fótbolta og má þakka uppgangi liðsins ríkisstjórninni að mörgu leyti, jafn vafasöm og hún er. Flestöll lið í efstu deild hafa verið í kröggum undanfarna áratugi og sum farið á hausinn, en núna eru þau flest í eigu manna tengdum ríkisstjórninni og Fidesz, flokki Orbán, sem gæti reynst ansi hættuleg þróun til lengri tíma. Það er þó rétt að ley fa Evrópumótinu í hið minnsta að klárast áður en miklar yfirlýsingar eru gefnar út um hvort eyðimerkurgöngu ungversku og austurrísku landsliðanna er raunverulega lokið – eða hvort liðin þurfi ennþá að lifa á fornri frægð.
Frá kr.
44.930 Allt að
50.000 kr. afsláttur á mann
SÓL Á SPOTTPRÍS COSTA DE ALMERÍA COSTA DE ALMERÍA KRÍT
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
ENNEMM / SIA • NM75982
Allt að 35.000 kr. afsláttur á mann
Allt að 35.000 kr. afsláttur á mann
KRÍT
Allt að 40.000 kr. afsláttur á mann
Allt að 40.000 kr. afsláttur á mann
Hotel ATH Las Salinas Park
Hotel ATH Portomagno Spa
Helios Apartments
Porto Platanias Village
Frá kr. 98.180 m/morgunmat innif.
Frá kr. 101.595 m/allt innifalið
Frá kr. 86.645 m/ekkert fæði innif.
Frá kr. 124.095 m/allt innifalið
Netverð á mann frá kr. 98.180 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 113.095 m.v. 2 fullorðna í herbergi.
Netverð á mann frá kr. 101.595 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 116.695 m.v. 2 fullorðna í herbergi.
Netverð á mann frá kr. 86.645 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 109.795 m.v. 2 fullorðna í stúdíó.
Netverð á mann frá kr. 124.095 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 169.995 m.v. 2 fullorðna í stúdíó.
23. júní í 11 nætur.
23. júní í 11 nætur.
27. júní í 10 nætur.
27. júní í 10 nætur.
MALLORCA
Allt að 50.000 kr. afsláttur á mann
TENERIFE
Allt að 30.000 kr. afsláttur á mann
COSTA DEL SOL
COSTA DEL SOL
Allt að 45.000 kr. afsláttur á mann
Allt að 41.000 kr. afsláttur á mann
Stökktu
Hotel Isla Bonita
Aguamarina Aparthotel
Stökktu
Frá kr. 44.930 m/ekkert fæði innif.
Frá kr. 95.495 m/allt innifalið
Frá kr. 72.795 m/ekkert fæði innif.
Frá kr. 54.995 m/ekkert fæði innif.
Netverð á mann frá kr. 44.930 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í íbúð/herb/stúdíó. Netverð á mann frá kr. 49.995 m.v. 2 fullorðna í íbúð/herb/stúdíó.
Netverð á mann frá kr. 95.495 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 122.095 m.v. 2 fullorðna í herbergi.
Netverð á mann frá kr. 72.795 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð.. Netverð á mann frá kr. 98.295 m.v. 2 fullorðna í stúdíó.
Netverð á mann frá kr. 54.995 m.v. 2 + 1 í íbúð/herbergi/stúdíói. Netverð á mann frá kr. 59.995 m.v. 2 fullorðna í íbúð/herbergi/stúdíói.
28. júní í 7 nætur
29. júní í 7 nætur.
30. júní í 11 nætur.
30. júní í 11 nætur.
24 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 18. júní 2016
Sendill hjá Dominos
Afgreiddi eina Íslendinginn sem fylgdist ekki með leiknum Það var nóg að gera hjá Dominos þegar Íslendingar mættu Portúgölum á meðan þriðjudagstilboð stóð yfir. Það var ekki hræða á ferli samkvæmt Birnu Maríu, sendli hjá Dominos, sem afgreiddi líklegast eina Íslendinginn sem fylgdist ekki með leiknum. Birna María Másdóttir stóð vaktina á Dominos á þriðjudaginn. Það væri ekki í frásögu færandi nema þessi þriðjudagur var enginn venjulegur dagur, Íslendingar mættu Portúgölum á EM og þriðju-
dagstilboð Dominos (miðstærð af pítsu á 1000 krónur) var í boði að vanda. „Við vorum öll á vakt, fyrir utan þau sem eru í útlöndum. Það voru bílar teknir í leigu til útkeyrslu og við vorum við öllu búin,“ segir Birna, sendill hjá Dominos, í samtali við Fréttatímann. Kvöldið gekk þó vel fyrir sig og var álagið ekki eins gríðarlegt og starfsmenn höfðu áætlað. „Við vorum svo mörg þannig álagið dreifðist, þetta var ekki ólíkt öðrum þriðjudögum á Dominos. Það var rosalega stemning á vaktinni, leikurinn í
útvarpinu og gaman að sendast í hús og sjá steminguna.“ Birna segir útkeyrsluna hafa gengið hratt fyrir sig. Ástæðan var einföld það var ekki sála á ferðinni og vegirnir auðir. „Það var einstaka bíll á hraðferð að drífa sig inn til að horfa á leikinn. Í hverju húsi hafði fólk áhyggjur af því að maður væri ekki að horfa á leikinn og sögðu mér stöðuna. Sumir voru búnir að skreyta inni hjá sér, allir í góðu skapi og skemmtilegir á því. Nema einn, ég afgreiddi líklegast eina manninn á Íslandi sem fylgdist ekki með leiknum.“
Birna María Másdóttir.
Birna er ekki á vakt um helgina og getur því fylgst Íslendingum mæta Ungverjalandi með báðum augum. „Ég náði aðeins síðasta hálftímanum á þriðjudaginn. Ég verð í fríi um helgina og ætla líka á Secret Solstice.“ | sgk
Blóm fyrir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur Lagður verður blómsveigur að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur á kvenréttindadaginn, 19. júní. Forseti borgarstjórnar flytur stutt ávarp og flutt verður tónlistaratriði. Að athöfn lokinni verður gengið að Hallveigarstöðum þar sem boðið verður upp á kaffi.
Streymleikar – tónleikaröð á netinu Tilraun í hröðu samfélagi nútímans Í sumar mun píanóleikarinn Gabríel Örn bjóða veraldarvefnum upp á tónleikaröð undir yfirskriftinni „Streymleikar“. Í hröðu samfélagi nútímans þrengir sífellt að tíma einstaklingsins og mörgum reynist erfitt að finna tíma til að sækja menningarviðburði. Streymleikar eru tilraun Gabríels til að koma til móts við áhorfendur með því að bjóða upp á tónleika heim í stofu. Á meðan Gabríel spilar heiman frá sér geta áhorfendur hlustað í gegnum netið í vinnunni, í svefnherberginu, á göngu, í sundi eða hvar sem er. Tónleikaröðin fer fram á miðvikudagskvöldum klukkan hálf níu. Hægt er að sjá tónleika Gabríels á vefsíðu verkefnisins, www.twitch. tv/gabrielolafs og muna að hafa hátalarana vel stillta. | bg
Fangar byggja
Myndir af tökustað|Lilja Jónsdóttir
á 10 ára rannsóknarvinnu
V NÚ ERU ALLAR VÖRUR Á
1.000-5.000 KRÓNUR Í VERSLUN OKKAR, EVANS SMÁRALIND
Hangið í fangaklefunum milli taka Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is
ið Nína Dögg vorum nýorðnar mæður úti að ganga með barnavagnana þegar við fórum að ræða um grein sem við lásum um mæður í fangelsi sem snerti okkur svo djúpt. Við fórum þá að leiða hugann að kvenföngum, sem auðvitað eru mæður líka. Klukkutíma síðar vorum við mættar upp í Kópavog, í Kvennafangelsið þar,“ segir Unnur Ösp Stefánsdóttir, einn aðstandenda íslensku þáttaraðarinnar Fanga. „Þar fengum að spjalla við fangana, heimsókn sem lagði grunninn að tíu ára rannsóknarvinnu við þættina,“ segir Unnur. Kvikmyndagerðarhópurinn sem kemur að framleiðslu þáttanna er nú að klára tökur á þeim senum sem gerast í Kvennafangelsinu, þar sem stór hluti atburðarásarinnar á sér stað. „Það er auðvitað ómetanlegt fyrir leikara að fá að leika innan sömu veggja og raunverulegir kvenfangar hafa verið,“ segir Unnur. Á milli taka nýttu leikkonurnar sér svo klefa fanganna sem þær leika til að slaka á og hlusta á tónlist, og settu sig þannig betur inn í heim kvennanna.
Hún segir að þó fortíðardraugarnir séu margir á sveimi í kvennafangelsinu sé enginn sérstakur léttir að klára tökur þar, enda hafi stemningin verið góð á setti og vinnan gefandi. Ragnar Bragason og Margrét Örnólfsdóttir skrifuðu handritið að þáttunum, sem Ragnar leikstýrir jafnframt. Þættirnir segja frá Lindu, ungri konu sem er send í Kvennafangelsið í Kópavogi eftir lífshættulega árás á föður sinn. Söguþráðurinn er innblásinn af sögum kvennanna sem Unnur Ösp og Nína Dögg ræddu við í fangelsinu, án þess að vera byggður á þeim beint: „Okkur fannst mikilvægt að raddir þessara kvenna fái að heyrast,“ segir Unnur. Framleiðsla þáttanna er í höndum Mystery productions og Vesturports, en þættirnir hafa þegar selst til fjölmargra landa, enda margir áhugasamir um þætti sem gerast í íslensku kvennafangelsi. Fyrsti þáttur fanga verður frumsýndur á RÚV 1. janúar 2017.
Fleiri myndir á frettatiminn.is
PÁSKA TILBOÐ DROPLET VASI GULUR/BLÁR 950,-
20% 20%
Sumarafsláttur LJÓS áEMMANUELLE svefnsófum Sumarafsláttur HVÍT/SVÖRT 11.900,og einingasófum á svefnsófum og einingasófum
PORTO SVEFNSÓFI SUMARTILBOÐ 198.000.PORTO SVEFNSÓFI SUMARTILBOÐ 198.000.-
NEST BASTLAMPI 34.500,-
TRIPOD BORÐLAMPI 12.500,-
HUGO BAÐVARA VERÐ FRÁ MELAMIN DISKAR OG BAKKAR Í NOKKRUM STÆRÐUM VERÐ FRÁ 1450,750,-
MELAMIN DISKAR OG BAKKAR Í NOKKRUM STÆRÐUM VERÐ FRÁ 750,-
NÝJAR VÖRUR FRÁ HABITAT
BLYTH YELLOW 24.500,-
CITRONADE 9800,-
TREPIED GÓLFLAMPI 19.900,TILBOÐ 14.900,-
COULEUR DISKUR 950,-
TRIPOD STANDLAMPINN KOMIN AFTUR
20%
TRIPOD STANDLAMPINN KOMIN AFTUR
AFRICA SÓLSTÓLL MEÐ ÁKLÆÐI SUMARTILBOÐ 9.900.-
AFRICA SÓLSTÓLL MEÐ ÁKLÆÐI HAL PÚÐI HELENA SUMARTILBOÐ 5.900,TEPPI 9.900.9.800,-
AFSLÁTTUR
MAUI STÓLSTÓLL MEÐ ÁKLÆÐI SUMARTILBOÐ 11.900.-
AF ÖLLUM
MAUI STÓLSTÓLL MEÐ ÁKLÆÐI SHADI AGNES MOTTA SUMARTILBOÐ HANDKLÆÐI (120X180) 11.900.2400,19.500,-
3 fyrir 2
ABI VIÐARBAKKI GULUM VÖRUM MEÐ LEÐURHANDFÖNGUM 5.900.-
ABI VIÐARBAKKI MEÐ LEÐURHANDFÖNGUM 5.900.-
af handklæðum
20%
Sumartilboð á kokteilglösum (nokkrar gerðir)
SUMARPÚÐAR BJÓR OG KOKTEILGLÖS MIKIÐ ÚRVAL VERÐ FRÁ 490.AFRICA DENA ARMSTÓLL VERÐ FRÁ 3.900,STÓLL GRÁR/SVARTUR SUMARDRYKKJARDÆLA 11.250,- SUMARPÚÐAR 145.000,MIKIÐ ÚRVAL 4L VERÐ FRÁ 3.900,9.800.-
A
20%
SUMARDRYKKJARDÆLA PURE JASMIN PURE IMPERIAL 4L SÁPA ILMSTRÁ GRETA OKEN 9.800.1.950.(MARGIR ILMIR) SKRIFBORÐ afsláttur af Pure HLIÐARBORÐ SUMARTILBOÐ BJÓR OG KOKTEILGLÖS PURE JASMIN PURE IMPERIAL 48.000,HVÍTT/SVART línunni frá Habitat 4.900.VERÐ FRÁ 490.SÁPA ILMSTRÁ 24.500,1.950.(MARGIR ILMIR) SUMARTILBOÐ 4.900.-
TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS
EIN
26 |
GOTT UM HELGINA
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 18. júní 2016
Ómissandi fólk
Dagur villtra blóma
Tónlistarmennirnir KK og Magnús Eiríksson flytja öll sín bestu lög í dag, laugardag. Allt frá þeirra fyrsta sam starfi, Ómissandi fólk, til Úti á sjó, sem kom út 17 árum síðar. Hvar? Rosenberg Hvenær? Laugardaginn klukkan 10-13
Árlegar er haldið upp á dag villtra blóma á Norð urlöndunum. Gengið verður um Laugarásinn og plönturnar greindar til tegunda og skegg ræddar. Sérstök áhersla verður á villtar jurtir sem nýttar hafa verið í gegnum aldirnar. Gestir eru hvattir til að mæta með flórubækur og stækkunargler. Hvar? Mæting við Áskirkju Hvenær? Sunnudaginn klukkan 15
Dragið upp sverðin Víkinga festival hófst á fimmtudag og stendur yfir til sunnudags. Það er stútfull dagskrá af víkinga legum viðburðum á borð við sjómann, glímu, sögu stund, víkingaskóla fyrir börn, bardagar og gleð skapur á kvöldin. Skálið í öli og búist til bardaga. Hvar? Víkingaþorpið í Hafnarfirði, Fjörukráin og Hótel Víking Hvenær? Laugardag og sunnudag
Þjóðlög á Sólheimum Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans verður með tón leika í menningarveislu Sólheima um helgina. Hljóm sveitin spilar aðallega þjóðlega tónlist frá Balkanlöndun um en sú tónlist er þekkt fyrir ólgandi tilfinningahita, blandaðan austurlenskri dulúð. Í menningarveislunni verður opið í sýningarrými og nóg að sjá og upplifa. Hvar? Sólheimar Hvenær? Tónleikarnir verða á laugardaginn klukkan 14. Sýningarnar eru opnar alla helgina frá klukkan 12-18.
Sumarsólstöður og fullt tungl Þingvellir: Friðarhugleiðsla Samhljóms á Þingvöllum fer fram á mánudaginn og er mæting á Efrivelli klukkan 20.30. Það verður fullt tungl og mögnuð orka, mynduð verður falleg miðja á völlunum og athöfn tengingar á helgri stund. Mosfellsbær: Rytmana er dans til heiðurs lífinu og verða sporin stigin við opin eld í Dalsá á sunnudaginn frá klukkan 15.00. Hlustað verður eftir nið árinnar, fundið fyrir kraft jarðar og hreyfingu vindanna.
Snæfellsjökull: Gönguklúbburinn Vesen og vergangur efnir til miðnæturgöngu á Snæfellsjökul við sólstöður á mánudaginn. Lagt verður af stað upp úr klukkan sex, nánari upplýsingar á Facebook undir Miðnæturferð á Snæfellsjökul.
Stríðsmenn og hundar – Alþjóðlegi jógadagurinn Alþjóðlegi jógadagurinn verður haldinn hátíðlegur um allan heim. Íslendingar taka að sjálfsögðu þátt enda miklir jógaunnendur upp til hópa. Hitið upp fyrir hundinn, stríðsmanninn og barnið. Við menn ingarhús Kópavogs verður útijóga opið öllum ókeypis á laugardaginn, klukkan 15. Í kjölfarið tekur við djassleikur og gott að njóta ljúfra tóna. Í Hörpu á sunnudaginn, frá klukkan 11-13, verða hinir ýmsu jóga kennarar og jógagúrúar frá Indlandi að kynna jóga fyrir alla, unga sem aldna. Aðgangur er ókeypis og fólk hvatt til að mæta með dýnu.
3 4 afsláttur %
remlin Schwinn G ” 16 ól hj reið
r r. 34.990 k
19.990 k
Flottasta
7.196 kr. 17.990 kr.
60%
afsláttur
3.990 kr. 5.990 kr.
5.990 kr. 17.990 kr.
ney Stóra Dis abókin tt heimilisré 90
90 kr. 2.9
15.990 k
r. 29.990
Ótrúlegu
% 33 afsláttur
Nike Elite Compressio n hlaupasokkar
1.990 kr. 7.990 kr.
akokka
75% afsláttur
MyKronoz ZeClock snjallúr
12.990 kr. 26.990 kr.
Fyrir mikilvægu gö gnin
Teksta sporðdreki
5.99
kr. 0 kr. 16.990
Nerf R ebelle bogi Stron
3.990
5% 6 afsláttur
á sniðugt! Ekker t sm
ghear
kr. 6.9
t
90 kr.
skotg
Cross Golf M-Pro jakki
52%
afsláttur
43 % afs láttur
laða
13.990 kr. 34.790 kr.
Under Armour Speedform XC hlaupaskór Herra
11.990 kr. 23.490 kr.
49%
afsláttur
Bæði vinstri og hægri!
Alltaf á réttum tíma!
Fyrir
Hleypur hraðar?
67% afsláttur
kr.
47 %
afsláttur
r hljómu r
0% 5 afsláttur
kr.
Sony Pre stige MDR10 h eyrnartól
ar la meist Fyrir lit
Fyrir heilsuna
Verbatim USB minnis lykill 128 GB
afsláttur
Verndar græjuna
1.4
11 mismunandi hljóð
Natures Aid (90 töflur) Immune Support
72%
1.990 kr. 6.990 kr.
í hverfinu
Street dog leikfang
Gildir út 26. júní 2016
Pantone iPad Air hulstur
Lady Gag a Fame sápa
90 kr.
tur
Súperstjö
60%
3% 6 afsláttur
Belkin a 17” fartölvutask
kr. 2.990 kr. 7.990
Flottur og þægilegur
Sephra Premier súkkula ðibrunn ur 1
4.990 k
Stiga hlaupahjól Mini Kick Quad
6.990 kr. 10.990 kr.
Adidas Versatile barnabakpoki
2.990 kr. 6.990 kr.
0 kr.
% 36 afsláttur
44 afsl
%
áttur
eða bar a þig
57%
afsláttur
Fyrir skóla og ævintýri
ar
r. 26.99
Fyrir v eislur,
afsláttur
Traust og töff
rnusápa
tölvur Bara “alvöru”
afsláttur
54%
390 kr. 870 kr. Á tásurnar líka?
60 % afslát
990 kr. 2.4
Mavala naglalakk ýmsir litir
Under Armour Heatge Alpha toppur
2.290 kr. 5.790 kr.
% 60 afsláttur
ur! Ótrúlegur stuðning
Hefst á miðnætti á sunnudag www.heimkaup.is | Smáratorgi 3 | 201 Kóp. | S: 550-2700
Tryggvabraut 1–3
Fiskislóð 1
580–8550
580–8500
30 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 18. júní 2016
Vináttan Skemmtilegast að segja draugasögur Svandís og Katrín eru báðar á sjöunda ári og hafa verið vinkonur frá því þær voru tveggja ára, meira en tvo þriðju hluta ævi sinnar. Þær kynntust á leikskólanum og eru saman í Melaskóla. Hvað gerið þið þegar þið hittist tvær? „Við byrjum á að segja bara hæ og svo leikum við okkur og svoleiðis,“ segir Katrín. Aðspurðar hvað sé það skemmtilegasta sem þær geri saman hvíslast þær á um svarið áður en þær svara í kór: „Að segja draugasögur.“ Þær eru sammála um að Katrín verði hræddari en Svandís við að heyra slíkar sögur. Svandís og Katrín eru saman á leikjanámskeiði þar sem þær leika saman og hoppa til dæmis á trampólíni. Mynd | Rut
Vinsælustu dagforeldrar landsins Fara í rómantískar ferðir í Bónus Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is
Allir með!
Syngjum og vinnum! Dagurinn í dag frábær dagur. Hann er góður til að spila fótbolta og kannski enn betri til að syngja. Fótboltalagið sem hann Óðinn Valdimarsson söng um árið og gengur í huga þjóðarinnar undir þremur nöfnum (Ferðalok/Ég er kominn heim/Er völlur grær) er fallegt lag. Það segir frá ungu pari sem byggir „saman bæ í sveit sem brosir móti sól.“ Þetta er ægilega rómantískt og sætt og út um allan bæ er þetta lag elskenda jafnt sem fótboltaunnenda. En þetta er ungverskt lag eftir Emmerich Kalman og í dag er harðbannað að borða gúllassúpu. Lagið góða gengur því tæplega í dag, þegar Ísland mætir einmitt Ungverjum eins og veröldin veit. Það þarf alla vega að fjölga boltalögunum. Hér eru nokkrar sígildar hugmyndir í púkkið, textunum má svo breyta að vild. Syngjum eins og við eigum lífið að leysa! Áfram Ísland!
Vegir liggja til allra átta Ellý Vilhjálms. Jói útherji Ómar Ragnarsson. Ólsen Ólsen Lúdó og Stefán. Reyndu aftur Mannakorn.
Sjómenn íslenskir erum við Raggi Bjarna.
H
jónakornin Vilborg og Ólafur hafa unnið saman sem dagforeldrar í Breiðholti í fimm ár. Ljóst er að þar fer mikið barnafólk en hjónin eru með tíu ungbörn í sinni umsjá. „Ég hef verið dagmamma í 21 ár en Óli byrjaði með mér í þessu fyrir fimm árum,“ segir Vilborg. „Ég vann hjá fyrirtæki sem þjónustaði verktaka og hrundi allt í einu. Ég stóð uppi atvinnulaus en ekki leið á löngu þar til ég fór á dagforeldranámskeið og við fórum að vinna saman,“ segir Ólafur. Þau segja samstarfið ganga vel. „Ég vissi alveg hvað hann var mikill barnakarl en var meðvituð um að þetta væri dálítil ákvörðun. Við ákváðum strax að ef þetta hefði áhrif á hjónabandið þá myndum við hætta þessu,“ segir Vilborg. „Við Vilborg förum saman í rómantískar ferðir í Bónus og svona,“ bætir Ólafur glettinn við. En hvers vegna dagforeldrar? Vilborg: „Ég hef rosalega gaman af börnum, að fylgjast með þeim og sjá þau þroskast. Viðurkenni að ég
Hjónin Vilborg og Ólafur eru dagforeldrar í Breiðholti.
hef ekki mikla trú á reglum. Finnst frekar að börnin eigi að vera eins og þeim líður best. Í leikskólanum eru oft ákveðin þemu en eina þemað hjá okkur er ást og umhyggja. Það virkar best.“ Þau eru sammála um að máli skipti að hafa áhuga á starfinu. „Við erum ekki að þessu út af laununum. Maður verður að hafa gaman af þessu. Ég hef alltaf sagt að þegar ég missi metnaðinn þá hætti ég,“ segir Vilborg. „En þetta er erfitt, maður er rosalega bundinn. Það gengur til dæmis bara að vera veikur um páska, jól og á tyllidögum.“ En er algengt að hjón séu dagforeldrar? „Það er algengt að þau byrji að vinna saman og skilji síðan,“ segir Vilborg og þau Ólafur hlæja. „Síðan eru einhverjir karlar í þessu líka. Á dagforeldranámskeiðinu voru ungir strákar sem mér þótti alveg frábærir. Reyndar hef ég ekki séð þá síðan en þeir voru voðalegir töffarar og pöntuðu bara tilbúinn mat fyrir börnin,“ segir Óli. En eru hjónin vinsælustu dagforeldrar á höfuðborgarsvæðinu?
Við ákváðum strax að ef þetta hefði áhrif á hjónabandið þá myndum við hætta þessu. „Ja, við erum allavega ánægð með það að við þurfum ekkert að auglýsa,“ og Óli tekur undir með henni. „Þetta er voða fínt, fer bara frá manni til manns, það er nefnilega svo mikilvægt að okkur komi vel saman við foreldrana. Maður elskar alltaf börnin en foreldrarnir geta verið snúnari.“ Mörg börn eru á biðlista eftir að koma til þeirra í pössun. En hver eru áhugamál þeirra fyrir utan vinnuna? „Barnabörnin,“ segir Vilborg hlæjandi. „Ég er að lyfta fimm til ellefu sinnum í viku. Vakna mjög snemma á morgnana og er komin út hálf sex. Er að æfa mig fyrir landsmót 50 ára og eldri. Þetta fer vel saman við vinnuna.“ „Hann fer bara í háttinn á sama tíma og börnin,“ segir Vilborg að lokum og hjónin hlæja dátt.
Alvöru græjur fyrir vandláta
Berðu saman verð og gæði ...talaðu svo við okkur GTM Professional sláttuvélar handdrifnar eða sjálfkeyrandi
3.5 hp B&S 450 45 lítra safnpoki Þyngd 23 kg Stillanlegt handfang Tvöfaldar hjólalegur Sláttubreidd er 40 cm Sláttuhæð 25-75 mm Sláttusvæði 1500 m2 180/180 mm hjól
6 hö B&S 70 lítra safnpoki Þyngd 37 kg Stillanlegt handfang Tvöfaldar hjólalegur Sláttubreidd er 56 cm Sláttuhæð 30-75 mm Sláttusvæði 2000 m2 203/280 mm hjól
4 hö B&S 60 lítra safnpoki Þyngd 31 kg Stillanlegt handfang Tvöfaldar hjólalegur Sláttubreidd er 46 cm Sláttuhæð 30-75 mm Sláttusvæði 1500 m2 203/280 mm hjól
Fólksbílakerrur, tækjakerrur, flutningavagnar og bílavagnar
SDMO bensín og dísel rafstöðvar með eða án hljóðeinangrunarkassa
BELLE jarðvegsþjöppur, vélhjólbörur, valtarar, flísasagir og steinsagir
- Með áfram og afturábak - Ný og nútímaleg hönnun - Kraftmiklar og sterkar - Lítill víbringur upp í hendur - Góður aðgangur að mótor
- Keyrsluhraði 6 km/klst - Burðarg. 134 lítrar/300 kg - Þyngd 155 kg. - Klifrar upp allt að 38° halla - Fjórhjóladrifin 4 gíra
- 2 eða 4 metra langir barkar - Einföld og traust hönnun - Mótor með langtímaendingu - Heilsteypt álhulsa - Umhverfisvænt tæki
- Aflmikill hágæða mótor - Hallanlegt borð skáskurð - Hægt að skera horn í horn - Grind fyrir endurtekinn skurð - Létt og hagkvæm í notkun
- Honda Bensínmótór 13 hestöfl - Blaðstærð 600 mm - Skurðardýpt 203 mm - B/L/H 645/1370/990 MM - Þyngd 212 kg
Umboðsaðilar á landsbyggðinni:
Hjallahrauni 2 - 220 Hafnarfjörður Sími 562 3833 - asafl@asafl.is - www.asafl.is
ÁSAFL
NÝTT Í BÆNUM
Nýtt í sólinni Ísbúðin Joylato var að opna útibú við horn Njálsgötu og Klapparstígs. Veganistar miðbæjarins taka því eflaust fagnandi, en í ísbúðinni er boðið upp á tvenns konar ísgrunna: mjólkurís og kókosmjólkurís.
Nýtt í tónlist Tónlistarkonan Hildur var að gefa út lagið Bumpy Road. Fyrsta lag hennar I’ll Walk With you hefur verið sumarsmellurinn í ár, svo það er spennandi að heyra hvað Hildur býður nú upp á.
Nýtt í namminu Nói gamli Síríus hefur hafið sölu á nýju súkkulaðistykki, Síríus Pralín Cappuccino. Um venjulegt mjólkursúkkulaði er að ræða með cappuccino-fyllingu. Nammi namm –allir að smakka. Sérstaklega kaffidrykkjufólk.
Fólkið mælir með ... Sunneva Sverrisdóttir
Útsalan
Útiveran: Mér finnst mjög gaman að fara í stuttar fjallgöngur. Bæði er það góð líkamsrækt og skemmtilegt að gera slíkt í góðum félagsskap. Ætla næst að ganga að Glym. Flíkin: Yfir sumartímann finnst mér gott að eiga þægilegan og flottan sundbol. Ísinn: Tyrkisk pepper ísinn í Valdís er alveg fáránlega góður. Annars finnst mér líka æðislegt að fá mér bragðaref í Vesturbæjarísbúð með bláberjum, tyrkisk pepper brjóstsykri og þristi.
ER Í FULLUM GANGI
Uppákoman: að er klárlega Secret Solstice. Verð reyndar erlendis og kemst því miður ekki sjálf í ár en ef ég kæmist myndi ég passa upp á að missa alls ekki af Sturlu Atlasi.
Björn Þór Björnsson Útiveran: Hjólabretti! Þessa dagana er EM búið að taka yfir Ingólfstorg, sem er smá fúlt, en það er bara hvatning til að finna nýja staði. Ég elska hvað það er mikil gróska í íslensku brettasenunni þessa dagana.
40%
129.900
40%
NÚ SPARAÐU 90.000
Summer-kollur. Bambus. 35 x 40 cm. 4.995 kr. Nú 2.995 kr.
Ísinn: Ísbúðin Joylato á horninu á Klapparstíg og Njálsgötu. Alveg hreint gríðarlega gómsætur vegan ís. Sem grænmetisæta sem er að strögla við að fara alla leið í vegan og þá er Joylato algjör himnasending. Mæli með saltkaramelluís með hvítu súkkulaði.
50%
Flíkin: Ég er strigaskófíkill á lokastigi. Mitt uppáhalds par þessa dagana er glæný Primeknit uppfærsla á gömlu bláu Adidas handboltaskónum sem maður notaði alltaf í leikfimi í gamla daga. Uppákoman: Kærastan mín, Helga Dögg, útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá LHÍ á föstudaginn. Ég er bókstaflega að springa og rifna í tætlur af gleði og stolti.
Kingston city-sófi. 1½ sæti með legubekk. Sandlitað áklæði. 205 x 161 cm. 219.900 kr. Nú 129.900 kr.
LANGVIRK SÓLARVÖRN Sölustaði má finna á celsus.is
bakhlid.indd 1
11.5.2016 13:10:35
Globe-hnöttur. Gylltur hnöttur með ljósi. 30 cm. 16.995 kr. Nú 8.495 kr.
25%
30%
Savona-svefnsófi með legubekk. Dökkgrátt áklæði. L225 x D151 cm. Svefnflötur 140 x 197 cm. Geymsla undir legubekk. 89.900 kr. Nú 67.400 kr.
Asta-stóll. Lakkaður gúmmíviður. Sætishæð 45 cm. Ýmsir litir. 14.900 kr. Nú 9.900 kr.
30%
50%
40%
Weight-vigt. Svört eða kremlituð. H25 cm. 7.495 kr. Nú 4.995 kr.
Summer-stóll. Bistro baststóll. 14.900 kr. Nú 7.450 kr.
House-vegghillur. 3 í setti. Viður og grátt eða viður og hvítt. 16.900 kr. Nú 9.900 kr.
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30
30%
Woody-sófaborð. Borð úr aski. 65 x 55 x 45 cm. 49.900 kr. Nú 34.900 kr.