Femínistinn maría Clara leikkona segir það ekki stríða gegn sannfæringu sinni að vinna með Kristínu jóhannesdóttur í kvennaverkinu Hús Bernhörðu alba Menning 62
Fatlaður hommi passar hvergi ólafur Helgi vann sig út úr áfalli eftir nauðgun sem hann varð fyrir á meðan hann var í námi í fatahönnun í mílanó. michelsenwatch.com
32 Viðtal
Helgarblað
18.–20. október 2013 42. tölublað 4. árgangur
ókeypiS
3. hluti
Viðtal SigurVin láruS JónSSon preStur
síða 20
SÍA
•
120350
Er Apótekarinn nálægt þér?
•
Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm
Sigurvin lárus jónsson var týndur unglingur, misnotaði áfengi en kynntist trúnni eftir að hann fór í meðferð um tvítugt. Hann er settur prestur í laugarneskirkju og vakti athygli með mótmælum sínum gegn þátttöku þjóðkirkjunnar í Hátíð vonar. Hann hefur haldið regnbogamessu, geðveika messu og ástarmessu og greinir jesú með adHd í næstu sunnudagsmessu. Hann segist sennilega eini presturinn á landinu sem hlusti á dauðarokk og að múslimar séu sumir hverjir jafnvel opnari og frjálslyndari en kristnir.
Vökudeild fær ekkert frá ríki
Tækjaþörf algjörlega mætt með gjafafé Fréttaskýring 24
ljósmynd/Hari
Dauðarokkari skekur þjóðkirkjuna
PIPAR\TBWA
– BergSveinn BirgiSSon eFtirSóttur Hjá erlendum útgeFendum
Menning í Fréttatímanum í dag: Samtíminn: Fordómur um HúS BernHörðu alBa
Hlátrasköll að tjaldabaki
Höfða Mjóddinni Melhaga Fjarðarkaupum
Salavegi Smiðjuvegi Mosfellsbæ Akureyri
www.apotekarinn.is
LYF Á LÆGRA VERÐI
kornung leikskáld Settu upp eigið leikrit og semja sketsa fyrir RÚV DægurMál 70
2
fréttir
Helgin 18.-20. október 2013
EfnAhAgsmál skuldAmál hEimilAnnA lEysAst Ekki 2013
Skuldalausnin bíður næsta árs „Sérfræðingahópur um skuldavanda heimilanna sem skipaður var af forsætisráðherra skilar tillögum sínum í lok nóvember líkt og gert hefur verið ráð fyrir,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í viðtali við Bloomberg fréttastofuna á miðvikudag telja ólíklegt að nokkrar endanlegar ákvarðanir verði teknar um skuldaniðurfellingar á þessu ári. Jóhannes Þór vill ekki taka undir það sjónarmið og leggur áherslu á að starfið í sérfræðingahópnum gangi vel. „Grunnlínurnar liggja nokkurn veginn fyrir en ljóst er að það eru ýmsar flækjur sem greiða þarf úr,“ segir hann. Aðspurður segir hann „flækjurnar“ varða fólk sem hefur til að mynda þegar endurfjármagnað húsnæði sitt eða selt það, hefur misst húsin sín, skilið og þar fram
eftir götunum. „Þá eru ýmsir þættir sem skoða þarf sérstaklega og varða þjóðhagsleg áhrif skuldaniðurfellinga,“ segir Jóhannes Þór. Samkvæmt heimildum Fréttatímans er þó ólíklegt talið að endanlegar ákvarðanir um skuldaniðurfellingu verði teknir á þessu ári, líkt og Bjarni sagði. Sérfræðingahópurinn skili ekki tillögum sínum fyrr en í lok nóvember, þá þurfi ráðherranefndin að fjalla um málið og ákveða næstu skref. Semja þurfi frumvarp um málið sem Alþingi þarf að taka til meðferðar. Svo komi jól og áramót og því nokkuð ljóst að ekkert muni gerast í skuldamálum heimilanna fyrr en á næsta ári. Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Sigmundur Davíð hefur boðað lausn á skuldavanda heimilanna í nóvember en endanlegar tillögur munu að öllum líkindum ekki liggja fyrir fyrr en á næsta ári.
sigridur@frettatiminn.is
Vændi R Annsókn á Vændisk Aupum Af sjö konum
Nýtt gistiskýli fyrir heimilislausa karla Nýtt og endurbætt gistiskýli fyrir heimilislausa karlmenn verður opnað að Lindargötu 48 á vormánuðum 2014. Þar með mun starfseminni sem hefur verið í Þingholtsstræti 25 í nær 50 ár ljúka. Markmiðið með nýju húsnæði er að bæta aðstöðu og stuðning við heimilislausa, en að undanförnu hefur ítrekað verið bent á nauðsyn þess. Núverandi húsnæði gistiskýlisins að Þingholtsstræti 25 uppfyllir ekki þau skilyrði sem gerð eru til starfsemi gistiskýla, meðal annars vegna öryggissjónarmiða og aðgengis. Gistiskýlið er opið alla daga ársins frá klukkan 17 til klukkan 10 næsta dag. Markmiðið með starfseminni er að veita húsnæðislausum reykvískum mönnum næturgistingu. Í gistiskýlinu er mönnunum veitt ráðgjöf og þeir fá stuðning til að breyta aðstæðum sínum auk þess sem þeir eru í tengslum við félagsráðgjafa á þjónustumiðstöðvum, ef um ítrekaða dvöl er að ræða.
Vill minnka plastnotkun og styrkja byggingar Margrét Gauja Magnúsdóttir, varaþingmaður Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, hyggst leggja fram tvær þingsályktunartillögur. Sú fyrsta fjallar um að láta skoða hvað verið er að samþykkja í öðrum löndum er varðar plastpokanotkun í ljósi þess hvað plast er mikill mengunarvaldur. „Ég vil láta skoða það hvort að það séu forsendur fyrir því að það sé hagkvæmt fyrir okkur minnka plastnotkun og nota bréfpoka. Ég vil láta skoða hvað Evrópusambandið hefur ályktað í þessum efnum og láta kanna hvort það geti nýst á Íslandi,“ segir Margrét. Hin þingsályktunartillagan sem Margrét hyggst leggja fram er að varpa fram þeirri hugmynd að stofnaður verði umbótasjóður til þess að styrkja gamlar opinbera byggingar sem misst hafa hlutverk sitt.
Hækkandi íbúðaverð Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 370,1 stig í september 2013 og hækkaði um 0,9% frá fyrri
mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 1,4%, síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 5,3% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 7,0%.
Lítið fjármagn í vinnumarkaðsaðgerðir Komandi kjarasamningar voru Birni Snæbjörnssyni, formanni Starfsgreinasambandsins, hugleiknir í setningarræðu hans á þingi sambandsins sem fór fram á Akureyri á miðvikudag. Björn gagnrýndi nýframlagt fjárlagafrumvarp harðlega og sagði það vera meingallað. Sagði hann að það yrði nauðsynlegt að fara í töluverðar breytingar og hvatti hann stjórnvöld til samráðs við aðila markaðarins. „Það er verið að taka út stuðning við atvinnulausa í þessu fjárlagafrumvarpi. Það er verið að taka út það fjármagn sem farið hefur í vinnumarkaðsaðgerðir sem menn hafa verið að vinna saman að til þess að hjálpa fólki að komast aftur á vinnumarkað og jafnvel fyrir fólk sem er dottið út af bótum,“ segir Björn.
Rannsókn á vændi konu frá Lettlandi hófst sem grunur um mansal sem ekki fékkst staðfestur. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages
Hér er blússandi vændi Alls eru 160 vændiskaupendur grunaðir um að hafa keypt vændi af sjö konum í Reykjavík og á Suðurnesjum. Ein konan sinnti um 80 viðskiptavinum á þremur mánuðum og hafa 70 þeirra verið teknir til yfirheyrslu. Hún auglýsti þjónustu sína á þekktri vændissíðu, cityoflove.com, og í fjölmiðlum.
A
Konan auglýsti þjónustu sína á netinu og í fjölmiðlum undir því yfirskyni að hún væri að bjóða upp á nudd ... Þegar leitað er undir Reykjavík á síðunni má sjá auglýsingu frá sjö konum og tveimur klúbbum, Strawberries á Lækjargötu og Goldfinger í Kópavogi.
lls hafa 160 vændiskaupendur verið til rannsóknar í tveimur málum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Um er að ræða vændi sjö kvenna. Tíu hafa verið ákærðir hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en lögreglan á Suðurnesjum er langt komin með rannsóknina. Búast má við töluverðum fjölda ákæra til viðbótar. „Hér er blússandi vændi, mikið framboð og gífurleg eftirspurn, það er alveg ljóst af þessum tölum.“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar tvö mál er varða 160 vændiskaupendur. Annars vegar eru 86 karlmenn grunaðir um vændiskaup af sex konum í Reykjavík og hins vegar um 80 karlmenn af einni konu, einnig í Reykjavík. Karlarnir eru á öllum aldri, búsettir víðs vegar um landið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er ekki ólíklegt að um sömu mennina sé að ræða í einhverjum tilfellunum í báðum málunum og því ekki hægt að fullyrða að svo stöddu um fjölda einstaklinga þar sem rannsóknirnar standi yfir í sitt hvoru lögregluumdæminu og séu í raun ótengdar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu yfirheyrði á annað hundrað manns vegna gruns um vændiskaup. Niðurstaðan var sú að 86 mál voru send til ríkissaksóknara sem hefur ákært tíu þeirra. Lögreglan á Suðurnesjum hóf upphaflega rannsókn máls fertugrar lettneskrar konu við komu hennar hingað til lands í gegnum Keflavíkurflugvöll þar sem grunur vaknaði um mansal. Hún hefur margoft á undanförnum mánuðum farið fram og til baka milli Íslands og Lettlands og kom hún með ungar stúlkur með sér hingað til lands. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglunni leiddi rannsóknin ekki í ljós mansalstengsl en stúlkurnar ungu eru farnar af landi brott. Rannsóknin leiddi hins vegar í ljós að konan stundaði vændi í húsnæði í Reykjavík og eru um 80 karlmenn grunaðir um að hafa keypt af henni vændi á síðastliðnum þremur mánuðum. Sjötíu þeirra hafa þegar verið yfirheyrðir og mun ríkissaksóknari taka ákvörðun um hvort þeir verði í framhaldinu ákærðir fyrir vændiskaup. Konan auglýsti þjónustu sína á netinu og í fjölmiðlum undir því yfirskyni að hún væri að bjóða upp á nudd, meðal annars á vefsíðunni cityoflove.com sem er vefsíða sem notuð er til að auglýsa vændi, að sögn lögreglunnar. Þegar leitað er undir Reykjavík á síðunni má sjá auglýsingu frá sjö konum og tveimur klúbbum, Strawberries á Lækjargötu og Goldfinger í Kópavogi. Konurnar auglýsa ýmist erótískt nudd eða beinhart kynlíf og verðsetja það á allt frá 150 evrum fyrir klukkustundina, um 25 þúsund íslenskar krónur. Samkvæmt heimildum Fréttatímans er þetta umsvifamesta vændismál sem lögreglan á Suðurnesjum og Reykjavík hefur haft til rannsóknar frá því að lögum um vændiskaup var breytt árið 2009 og vændiskaup voru gerð ólögleg en vændi ekki en síðastliðið haust réðst lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í aðgerðir gegn kaupendum vændis. Útlit er fyrir að fleiri verði ákærðir í þessum málum en voru ákærðir í Catalinu-málunum svokölluðu þegar 11 vændiskaupendur voru ákærðir. Níu þeirra voru sakfelldir og dæmdir til greiðslu sektar á bilinu 40-120 þúsund króna. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
FORSKOT Á VETURINN
Avensis
Yaris
Corolla
ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 65893 10/13
Prius
Auris Touring Sports
Auris
Hverjum nýjum fólksbíl frá Toyota sem við afhendum fram að áramótum fylgir glæsilegur vetrarpakki: Vetrardekk Fyrsta flokks vetrardekk sem munstra þig inn í veturinn. Toyota ProTect filman - þú þarft aldrei að bóna framar - skotheld vörn gegn mengun og veðri - lakkið eins og nýbónað eftir hvern þvott
Sérstakt vetrartilboð á takmörkuðum fjölda RAV4
Fáðu nánari upplýsingar á www.toyota.is Erum á Facebook - Toyota á Íslandi
5 ÁRA ÁBYRGÐ
Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070
Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300
Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600
Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000
Bílarnir á myndinni kunna að vera búnir aukahlutum sem ekki eiga við uppgefið verð og allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur. Vetrarpakkinn fylgir ekki með RAV4, Land Cruiser 150, Land Cruiser 200, Hilux og PRoACe. Vetrarpakkinn gildir ekki með öðrum tilboðum.
4
fréttir
helgin 18.-20. október 2013
veður
Föstudagur
laugardagur
sunnudagur
stillt og fallegt veður Lítið lát viðist vera á haustblíðunni. háþrýstingur við landið er þrálátur og á meðan eru vindar hægir og til landins hreinlega hægviðri. Á morgun er útlit fyrir að nánast heiðríkt verði um mikinn hluta landsins. fágæt skilyrði til norðurljósaskoðunar ef af verður. Á sunnudag dregur upp ský á himin, en áfram verður úrkomulaust utan a- og sa-strandarinnar þar sem hætt er við éljum.
3
3
7
vedurvaktin@vedurvaktin.is
0
-1
1
-1
1
3
7
einar sveinbjörnsson
-2
1
4
3
3
Hæg A-átt og þurrt. VíðAst léttskýjAð og næturfrost.
þutt og sólríkt um lAnd Allt. HægViðri og Hægt kólnAndi.
smáél Við sjóinn A-lAnds, en AnnArs þurrt, en þykknAr upp syðst.
HöfuðborgArsVæðið: Léttskýjað og hægur andvari. hiti ofan frostmarks.
HöfuðborgArsVæðið: Bjartviðri og næturfrost.
HöfuðborgArsVæðið: Áfram sóL og stiLLa og heLdur kóLnandi.
aFbrot mikil breyting á aFstöðu milli ár a
stöðnun í fjárfestingum og á vinnumarkaði Flestir stjórndur telja aðstæður í atvinnulífinu vera í meðallagi og að þær batni ekki á næstu sex mánuðum. Mun fleiri telja aðstæður í atvinnulífinu vera slæmar en að þær séu góðar. nægt framboð er af starfsfólki en það örlar á starfsmannaskorti í byggingarstarfsemi, samgöngum og ferðaþjónustu. Útlit er fyrir að fjárfestingar fyrirtækjanna standi í stað á árinu og í heild gera stjórnendur ráð fyrir óbreyttum starfsmannafjölda næstu sex mánuði, að því er fram kemur í ársfjórðungslegri könnun en Samtök atvinnulífsins eru í samstarfi við Seðlabanka Íslands um reglubundna könnun á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja á Íslandi. Capacent kannar. Framleiðslu- og þjónustugeta fyrirtækjanna er vannýtt í flestum tilfellum, að því er fram kemur í könnuninni. að jafnaði vænta stjórnendur 3,7% verðbólgu næstu 12 mánuði og 4,6% eftir tvö ár. stjórnendur búast við að gengi krónunnar veikist heldur á næstunni og að stýrivextir seðlabankans verði óbreyttir. tæplega helmingur stjórnenda býst við að hagnaður, sem hlutfall af veltu, á þessu ári verði svipaður og á síðasta ári, og álíka margir að hann aukist og að hann minnki. horfur um hagnað eru bestar í samgöngum og ferðaþjónustu, fjármálastarfsemi og verslun en lakastar í byggingarstarfsemi, iðnaði, sjávarútvegi og sérhæfðri þjónustu. horfur um hagnað eru betri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni og nokkuð betri hjá útflutningsfyrirtækjum en öðrum fyrirtækjum. nægt framboð er af starfsfólki en þó örlar á starfsmannaskorti í byggingarstarfsemi, samgöngum og ferðaþjónustu.
Borgin byggir félagsbústaði
sýning um íslenskt atvinnulíf
reykjavíkurborg mun beita sér fyrir uppbyggingu almenns leiguhúsnæðis í borginni í gegnum félagsbústaði, sem er félag í eigu reykjavíkurborgar, að því er fram kemur í tillögum húsnæðishóps borgarráðs sem teknar voru fyrir á fundi borgarráðs í gær. tillögurnar hafa það að markmiði að 2.500 til þrjú þúsund leiguíbúðir rísi á byggingarreitum víða í Reykjavík á næstu þremur til fimm árum. gert er ráð fyrir að uppbyggingin fari fram í gegnum lóðaúthlutanir fyrir rótgróin byggingarfélög, en að jafnframt verði ný slík félög stofnuð í samráði við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar. Uppbyggingaráætlun fylgir tillögunum og gerir hún ráð fyrir að allt að helmingur nýrra íbúða sem ráðist verði í til 2018 verði leiguíbúðir eða búseturéttaríbúðir.
sýning um íslenskt atvinnulíf er í undirbúningi hjá háskólanum á Bifröst en stefnt er að því að sýningin opni í lok maí 2014. sýningin verður öllum opin og er henni ætlað að draga upp fjölbreytta og jákvæða mynd af íslenskum fyrirtækjum og þýðingu þeirra fyrir samfélagið. stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja munu kynna starfsemi sína og kynna með margvíslegum leiðum hvaða verðmæti þau eru að skapa og hvernig. framtíðarsýn fyrirtækjanna verður gerð skil og því munu gestir komast í góða snertingu við íslenskt nútímaatvinnulíf. maría ólafsdóttir hefur verið ráðin sýningarstjóri en hún starfaði sem blaðamaður á morgunblaðinu og er með Ba gráðu í blaðamennsku frá háskólanum í Sheffield sem og MA gráðu í þjóðfræði frá háskóla Íslands.
36% Íslendinga telja kynferðisbrot vera alvarlegustu brotin. Þetta er mikil aukning frá síðasta ári þar sem aðeins 12% töldu kynferðisbrot vera alvarlegust. Ljósmynd/ NordicPhotos/GettyImages
Íslendingar telja kynferðisbrot alvarlegust Íslendingar líta á kynferðisbrot sem alvarlegustu brotin í samfélaginu. Þetta er í fyrsta sinn sem kynferðisbrotin tróna á toppnum í langtímarannsókninni „viðhorf Íslendinga til afbrota“ sem hófst fyrir 24 árum. enn er afgerandi andstaða gegn dauðarefsingum en andstaðan hefur þó minnkað lítillega frá fyrri árum.
Í
jónas orri jónasson, ma í félagsfræði frá háskóla Íslands.
Þjóðþekktir tónlistamenn koma fram Sjá nánar á midi.is helgi gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við háskóla Íslands.
Styrktar tónleikar
Til styrktar sjóðs gigtveikra barna kl. 20 í Háskólabíói Þriðjudaginn 22.okt
fyrsta sinn líta Íslendingar á kynferðisbrot sem alvarlegustu afbrotin í samfélaginu. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, gerði í samstarfi við Jónas Orra Jónasson, MA í félagsfræði. Helgi hefur frá árinu 1989 leitt rannsóknina „Afstaða Íslendinga til afbrota“ og hefur neysla fíkniefna nær alltaf verið nefnd af flestum sem alvarlegasta vandamál afbrota á Íslandi, allt frá þriðjungi þjóðarinnar til yfir helmings hennar. Í ár nefndu flestir kynferðisbrot, eða 36%. Konur hafa alltaf haft meiri áhyggjur af kynferðisbrotum, 41% kvenna nú samanborið við 32% karla. Heildarniðurstöður rannsóknarinnar í ár verða kynntar í Þjóðarspeglinum – ráðstefnu í Háskóla Íslands föstudaginn 25. október. Rannsóknin miðar að því að kanna viðhorf Íslendinga til afbrota og hvort afstaðan breytist yfir tíma, út frá nokkrum spurningum sem hafa verið lagðar reglulega fyrir úrtak Íslendinga síðustu 24 árin í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Helgi bendir á að mikil aukning sé milli ára á fjölda þeirra sem telji kynferðisbrot alvarlegust, en í fyrra voru það aðeins 13%. „Mjög líklegt er
að umræða um kynferðisbrot í byrjun ársins hafi haft mikil áhrif enda þjóðin nýbúin að fara í gegnum erfiða og þunga umfjöllun um kynferðisbrot gegn börnum,“ segir hann. Í rannsókninni er fólk einnig spurt hverja það telji vera mikilvægustu ástæðu þess að fólk leiðist út í afbrot. Afstaðan hefur ekki breyst að neinu marki á árunum 1989-2013. Ætíð nefna flestir áfengis- og fíkniefnaneyslu, eða 55-73%. Helsta breytingin er að nú nefna 12% vægar refsingar en mun færri hafa áður nefnt þær. Áfram er afgerandi andstaða gegn dauðarefsingum en í dag eru 83% andvígir því að Íslendingar taki upp dauðarefsingar við alvarlegum glæpum eins og morði af yfirlögðu ráði. Þetta er þó eilítið minni andstaða en áður en árin 2002 og 1997 voru 89% mótfallnir dauðarefsingum. „Breivik-málið og þung umræða um barnaníðinga hefur því ekki breytt miklu,“ segir Helgi. Heldur fleiri karlar fylgjandi dauðarefsingum en konur, og yngra fólk frekar en eldra. erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
AfstAðA til nýlegrA dómsmálA í rannsókninni var fólk spurt um afstöðu til raunverulegra dómsmála.
kynferðisbrot
fíkniefnabrot
„23 ára karlmaður sem ekki hefur áður hlotið dóm hefur samræði við 22 ára konu er hún liggur í áfengisdái á heimili hans. myndir þú segja að refsivist í fangelsi í 18 mánuði og miskabætur til þolanda upp á 600 þúsund krónur sé: Hæfilegur dómur, of vægur eða of harður“. of vægur 75% Hæfilegur 21% of harður 4%
„29 ára karlmaður sem ekki hefur áður hlotið dóm er sekur um ræktun á 300 kannabisplöntum sem alls gefa af sér 19 kíló af kannabisefnum. myndir þú segja að refsivist í fangelsi í 1 ár sé: Hæfilegur dómur, of vægur eða of harður.“ of vægur 56% Hæfilegur 34% of harður 10%
„Gagnrýnin er meiri á nauðgunardóminn en fíkniefnabrotið enda hefur lengi verið þung undiralda í samfélaginu gagnvart dómskerfinu í kynferðisbrotamálum sem hefur skilað sér í þyngri refsingum á síðustu misserum,“ segir Helgi Gunnlaugsson.
LESUM SAMAN
20.–27. OKTÓBER
Krakkar á öllum aldri eru hvattir til að vera með og lesa skemmtilegar bækur og skólaefni. 100 vinningshafar verða dregnir út að Lestrarviku lokinni og hljóta veglega vinninga. Auk þess munum við daglega draga út nöfn heppinna þátttakenda og senda þeim skemmtilega bókavinninga.
Lestrarhestur Arion banka verður svo valinn í lok vikunnar og hlýtur hann iPad spjaldtölvu í verðlaun. Nánari upplýsingar og skráning á arionbanki.is/lestrarvika
GÓÐA SKEMMTUN!
6
fréttir
Helgin 18.-20. október 2013
fjölmiðlar aukinn lestur fréttatímans
Fréttatíminn sækir enn í sig veðrið
Valdimar Birgisson.
Frábærar daglinsur á sama góða verðinu
Ný mæling Capacent á lestri á prentmiðlum sýnir í fyrsta sinn að Fréttatíminn er nú meira lesinn í markhópnum konur á aldrinum 25-49 ára á höfuðborgarsvæðinu en föstudagsblað Fréttablaðsins. „Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkur því þessi verðmæti auglýsingamarkhópur gerir Fréttatímann að fyrsta valkosti auglýsenda sem vilja auglýsa vöru sína eða þjónustu á þessum degi,“ segir Valdimar Birgisson, framkvæmdastjóri Fréttatímans.
Ritstjórar Fréttatímans, Jónas Haraldsson og Sigríður Dögg Auðunsdóttir, segja þessar fréttir ekki koma sér á óvart. „Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr lesenda undanfarna mánuði sem hefur verið okkur hvatning í því að halda áfram á þeirri braut sem við höfum markað okkur með ritstjórnarstefnu blaðsins,“ segir Sigríður Dögg. „Fréttatíminn er blað sem fjallar um málefni sem varða fólk og samfélagið,“ segir hún.
Biskupssetur sunnlenskir prestar, sk álholtsfélag og fleiri
2.800 kr. pakkinn Verið velkomin í eina glæsilegustu gleraugnaverslun landsins Ný verslun í göngugötu
Tölvugerð mynd af eftirlíkingu miðaldakirkju í Skálholti. Mynd/Miðaldakirkja.is
Áhyggjur af „miðaldaferlíki“ í Skálholti Skálholtsfélagið hið nýja mun vakta umhverfismál staðarins og gæta þess að spjöll verði ekki unnin á helgum minjum.
Stjórn Skálholtsfélagsins fyrsta starfsárið ásamt vígslubiskupi, Kristján Valur Ingólfsson, Jón Sigurðsson, Halldóra J. Þorvarðardóttir, K. Hulda Guðmundsdóttir, Guðmundur Ingólfsson og Karl Sigurbjörnsson.
Sýningar hefjast á ný í kvöld! Fös 18/10 kl. 20 örfá sæti Lau 19/10 kl. 20 örfá sæti Lau 26/10 kl. 20 örfá sæti Lau 2/11 kl. 20 örfá sæti
Lau Sun Lau Sun
9/11 10/11 16/11 17/11
kl. 20 örfá sæti kl. 20 örfá sæti kl. 20 örfá sæti kl. 20
Takmarkaður sýningafjöldi
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
p
restar í Suðurprófastsdæmi funduðu í liðinni viku og lýstu þar yfir áhyggjum sínum af hugmyndum um byggingu eftirlíkingar miðaldadómkirkju í Skálholti. Prestarnir segja í ályktun sinni að Skálholt sé fjölsóttur ferðamannastaður og ferðamenn sýni því áhuga sem er þar nú þegar, vegna sögu og helgi staðarins. Það sé frekar í anda Skálholts að efla þá þætti í starfseminni í Skálholti sem lúta að trúarlífi, fræðslu og menningu í landinu en byggja staðinn fyrst og fremst upp sem ferðamannastað. Skólaráð Skálholtsskóla ályktaði í ágústlok að öll samningsdrög sem varða „miðaldadómkirkju“ í Skálholti skyldu kynnt þjóðinni áður en gengið yrði frá samningum við einkaaðila um málið. Ályktunin varð til eftir að skólaráðið hafði kynnt sér umfjöllun um málefnið „miðaldadómkirkja“ í fundargerðum kirkjuráðs þar sem fram
kemur að ráðið hafi í júní 2013 samþykkt að ganga til bindandi samninga um uppbyggingu og rekstur áðurnefnds húss, löngu áður en vitað er hvar það geti risið, þ.e. áður en deiliskipulag hefur komið fram. Skólaráðið telur að almenningur hafi ekki fengið tækifæri til að átta sig á hugmyndinni, því ekki er um kirkju að ræða heldur „tilgátuhús“ sem ekki er augljóst hvaða starfsemi skuli hýsa, eins og segir þar. Fram hefur komið að Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður er mjög gagnrýnin á hugmyndir um að reisa miðaldakirkju í Skálholti. Haft var eftir henni að eftirlíkingar eins og miðaldakirkja í Skálholti geti skaðað sögustaði. Þá sagði Vésteinn Ólafsson, fyrrverandi prófessor, að eftirlíking miðaldakirkju í Skálholti yrði furðuverk. Hugsanleg eftirlíking miðaldakirkjunnar byggir á kirkju í Skálholti sem sögð var stærsta timburbygging Norðurlanda á sínum tíma. Stofnkostnaður við hana var áætlaður um hálfur milljarður króna og var ætlað að aðgangseyrir stæði undir kostnaði. VSÓ Ráðgjöf vann að undirbúningi og þróun verkefnisins. Skálholtsfélagið nýja er félag sem stofnað var á liðnu sumri. Því er meðal annars ætlað að efla Skálholt sem helgistað, kyrrðar- og menntasetur og eiga samráð við stjórnendur Skálholts og aðra er málið varðar um uppbyggingu og framtíðarsýn staðarins og taka þátt í skipulagningu og framkvæmd starfseminnar. Þá ætlar félagið að vakta umhverfismál Skálholtsstaðar og gæta þess að spjöll verði ekki unnin á helgum minjum staðarins. Jónas Haraldsson jona@frettatiminn.is
Landsvirkjun er með gull í Jafnlaunaúttekt PwC Landsvirkjun hefur fengið gullmerkið í Jafnlaunaúttekt PwC. Hjá fyrirtækinu hafa konur að jafnaði örlítið hærri föst laun en karlar á meðan heildarlaun karla eru ögn hærri. Munurinn er langt innan þeirra 3,5% marka sem krafist er til að fyrirtæki hljóti gullmerkið.
Konum hefur fjölgað í stjórnunar- og sérfræðistörfum hjá Landsvirkjun á undanförnum árum. Við erum stolt af þeim árangri sem markviss jafnréttisstefna hefur skilað og vinnum áfram að því að bjóða konum jafnt sem körlum samkeppnishæft og lifandi starfsumhverfi.
Helgin 18.-20. október 2013 Ferðir Dohop í útr Ás
Opna skrifstofu í Noregi „Eftir velgengni hérna heima undanfarin ár er kominn tími til þess að færa út kvíarnar,“ segir Kristján Guðni Bjarnason, framkvæmdastjóri íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Dohop. Fyrirtækið hefur nú opnað skrifstofu í Noregi. Dohop var stofnað árið 2004 og þar starfa í dag 10 manns við þróun, rekstur og markaðssetningu ferðaleitarvélarinnar Dohop. com. Hjá Dohop er boðið upp á flug-, hótel- og bílaleit.
Á Dohop.com getur fólk fundið hagstæð verð á flugi, hótelum og bílaleigubílum.
Vikulega framkvæma notendur Dohop um 150 þúsund leitir. Notendurnir koma frá öllum þjóðlöndum en 15 prósent þeirra eru Íslendingar og 3 prósent Norðmenn.
VinaVik a Unglingarnir minna Á VinÁttU
Um 30 unglingar á Vopnafirði taka þátt í Vinavikunni og hefur undirbúningurinn staðið yfir frá því í vor. Einkunnarorðin eru: Ég er vinur.
Knúsdagur á Vopnafirði Vopnafjarðarhreppur bæti forskeytinu „Vinur“ fyrir framan nafn sveitarfélagsins í vinaviku: Vina-Vopnafjörður.
Á
Við gerum allt sem í valdi okkar stendur til að reyna að fá sem flesta til að gera góðverk svo er þetta einfaldlega bara gaman.
föstudaginn [í dag] verður knúsdagur og við förum um bæinn og gefum öllum knús og barmmerki sem á stendur „Ég er vinur“. Við hjálpum fólki við verslunarinnkaupin, setjum í poka og berum vörurnar út í bíl og fleira. Á lokadegi Vinavikunnar verður kærleiksmaraþon og þá verður opið hús í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju. Við bjóðum upp á bílaþvott, vöfflukaffi, andlitsmálun, Vinabingó – allt ókeypis. Einnig verður gengið í hús þar sem við bjóðumst til að aðstoða fólk við heimilisverkin,“ segja Emilía í 9. bekk, Hugrún í 9. bekk, Ágúst í 10. bekk, Hemmert í 10. bekk og Broddi í 9. bekk á Vopnafirði. Vinavika stendur nú yfir á bæjarfélaginu. Hún hófst síðastliðinn sunnudag en lýkur næstkomandi sunnudag, 20. október. Þá verður Vinamessa klukkan 17 í Vopnafjarðarkirkju, þar sem unglingarnir taka virkan þátt og vikunni lýkur með pítsuveislu og flugeldasýningu. Um 30 unglingar taka þátt og hefur undirbúningurinn staðið yfir frá því í vor. Vinavikan nýtur stuðnings HB Granda hf., Vopnfjarðarhrepps, Bíla og véla ehf. á Vopnafirði, Landsbankans, Hótels Tanga, Mælifells, Kiwanisklúbbsins Öskju, Olla sjoppu, Félagsbúsins Engihlíð, Ölgerðinnar, Vilko, N1 og MS. Fyrr í vikunni var skrifað undir Vinasamning, sem er fyrsti samningur sinnar tegundar á Íslandi, en á gildistíma samningsins bætir Vopnafjarðarhreppur forskeytinu „Vinur“ fyrir framan nafn sveitarfélagsins: VinaVopnafjörður. „Á þriðjudaginn,“ segir hópurinn, „fórum við um bæinn og dreifðum hjörtum í hús með vinalegum skilaboðum. Á miðvikudaginn var blái dagurinn og Vinastund, en þá klæddust allir bláu og við hvöttum alla að gera að minnsta kosti eitt góðverk. Vinaskrúðganga var í gær, fimmtudag, og eftir hana var Vinakökuboð í félagsheimilinu, en við í æskulýðsfélaginu völdum skúffuköku sem Vinaköku ársins 2013. Við höldum Vinavikuna til þess að minna fólk á vináttu og kærleik,“ segja krakkarnir. „Við gerum allt sem í valdi okkar stendur til að reyna að fá sem flesta til að gera góðverk svo er þetta einfaldlega bara gaman.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is
OKKAR SJÚKDÓMATRYGGING XL
Sjúkdómatrygging sem hægt er að endurvekja
NÝJUNG Á ÍSLANDI
OKKAR Sjúkdómatrygging XL er nýjung hér á landi. Trygginguna er hægt að endurvekja eftir að bætur hafa verið greiddar úr henni og þannig geta viðskiptavinir OKKAR tryggt sig aftur gegn sjúkdómum sem kunna að knýja dyra síðar meir.
Fimm bótaflokkar Tryggingunni er skipt upp í fimm bótaflokka eftir eðli sjúkdóma. Sé sótt um nýja tryggingu eftir greiðslu bóta er sá flokkur undanskilinn sem bætur hafa verið greiddar úr. Þannig er aðeins hægt að fá bætur einu sinni úr hverjum flokki. Karlar og konur greiða sama iðgjald af Sjúkdómatryggingu XL, séu þau jafn gömul. Kynntu þér málið á www.okkar.is eða hringdu í síma 540 1400.
OKKAR líftryggingar – með þér alla ævi
www.okkar.is
- til öryggis síðan 1966
10
fréttir
Helgin 18.-20. október 2013
Heilsa MiNNk a þarf Neyslu á fíNuNNu kolvetNi og auk a í staðiNN Neyslu á HeilkorNi og ávöxtuM
Nýjar norrænar næringarráðleggingar Meiri áherla er á mataræðið í heild sinni í nýjum norrænum næringarráðleggingum. Þær gera ráð fyrir meiri fitu, minna kolvetni og gæðahráefnum. Framundan er endurskoðun á íslensku ráðleggingunum þar sem reikna má með aukinni áherslu á neyslu grænmetis og gæði kolvetna.
N
Íslenski hópurinn sem vann að nýju norrænu ráðleggingunum. Frá vinstri: Ingibjörg Gunnarsdóttir, Laufey Steingrímsdóttir, Alfons Ramel, Inga Þórsdóttir, Þórhallur Ingi Halldórsson, Anna Sigríður Ólafsdóttir, Bryndís Eva Birgisdóttir og Ása Guðrún Kristjánsdóttir. Ljósmynd/Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir.
ýjar norrænar næringarráðleggingar gera ráð fyrir meiri fitu og minna af kol vetni í mataræðinu en áður. Aðaláhersl an er þó á mataræðið í heild sinni og mikilvægi þess að næring og orka komi úr góðu hráefni og samkvæmt ráðleggingunum er hvatt til neyslu á grænmeti, ávöxtum, berjum, baunum, fiski, jurtaolíum, heilhveiti, fitulitlum mjólkurvörum og kjöti. Mælt er með því að takmarka neyslu á rauðu kjöti og unnum kjötvörum, sykri, salti og áfengi. Nýju ráðleggingarnar voru kynntar formlega í októberbyrjun, þetta er í fimmta skipti sem þær eru gefnar út en ráðleggingarn ar eru endurskoðaðar á átta ára fresti. „Helstu breytingarnar er áherslan á matar æðið í heild sinni,“ segir Ingibjörg Gunnars dóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands, sem er í hópi þeirra íslensku vísinda manna sem tóku þátt í að móta ráðleggingarn ar. Nýja útgáfan er niðurstaða norrænar sam vinnu á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar en yfir hundrað sérfræðingar hafa tekið þátt í endurskoðuninni. Ingibjörg leggur áherslu á að allir sem komu að vinnunni þurftu að skila inn upplýsingum um hagsmunatengsl til að tryggja hlutlausa aðkomu. „Ekkert okkar er að selja neitt,“ segir hún. Ráðlagt er 4560% af heildarorkunni komi úr kolvetni, 2540 % úr fitu og 1020% úr próteini. Samkvæmt fyrri ráðleggingum var hlutfall kolvetnis 5060% og hlutfall fitu 2535%. Áfram stendur að minna en 10% orkunnar komi úr mettaðri fitu, 510% úr fjölómettuðum fitusýrum og minnst 1% úr omega 3fitusýrum. Ráðlagt hlutfall einómettaðra fitusýra er meira í nýju viðmiðunum og hækkar úr 1015% í 1020%. Trefjaneysla er tiltekin í ráðleggingunum og mælt er með að daglega fái fólk 2535 grömm af trefjum úr fæðunni, svo sem úr heilkorni, ávöxtum, berjum og baunum. Mælt er með aukinni neyslu á Dvítamíni, 10 mcg á dag fyrir
börn yfir 2ja ára og fullorðna, í stað 7,5 mcg áður. Eldri borgurum er ráðlagt að neyta 20 mcg á dag. Tekið skal fram að skipting á orkugjöfunum kolvetni, próteini og fitu, sem og ráðlagðir dag skammtar af vítamínum og steinefnum, eins og birtist í norrænu ráðleggingunum á við heilbrigða einstaklinga. Þær eru meðal annars hugsaðar fyrir skipulag matseðla fyrir hópa fólks, svo sem á leikskólum, grunnskólum eða vinnustöðum. Framundan er nú vinna undir stjórn Embætt is landlæknis þar sem íslensku ráðleggingarnar verða teknar til endurskoðunar. Ingibjörg, sem einnig er deildarstjóri í næringarfræði við Há skóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknar stofu í Næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítalans, segir að við mótun íslenskra ráð legginga sé mikilvægt að taka tillit til mataræð is Íslendinga eins og það er í dag. Til dæmis hafi mataræði Íslendinga undanfarna áratugi verið mjög próteinríkt og því ekki ástæða til að leggja áherslu á aukna próteinneyslu í aðgerðum sem ætlað er að auka lýðheilsu. Eins er breytilegt milli landa hvaða fæðutegundir eru helstu upp sprettur vítamína og steinefna. Hún segir að ef mið er tekið af niðurstöðum landskönnunar á mataræði þjóðarinnar frá 20102011 og nýjar niðurstöður Rannsóknarstofu í næringarfræði við HÍ og LSH um breytingar á mataræði sex ára barna megi ætla að áfram verði lögð áhersla á að hvetja Íslendinga til aukinnar grænmetis neyslu auk þess sem gæði kolvetna verði líklega eitt af helstu áhersluatriðunum. Þar skipti máli að takmarka fínunnin kolvetni og auka neyslu á heilkorni sem kolvetnisgjafa ásamt kolvetnum úr ávöxtum og grænmeti. Þá þurfi að finna leiðir til að auka neyslu Dvítamíns.
Ekkert okkar er að selja neitt.
Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
Veldu notaðan Kia með lengri ábyrgð 6 ár eftir af ábyrgð
6 ár eftir af ábyrgð
6 ár eftir af ábyrgð
Kia cee’d Sportswagon LX 1,6 Árg. 2012, ekinn 37 þús. km, dísil, 116 hö., 6 gíra, eyðsla 4,6 l/100 km*.
Verð: 2.990.000 kr. Greiðsla á mánuði
Kia cee’d Sportswagon EX 1,6
Kia cee’d EX 1,6
Árg. 2012, ekinn 19 þús. km, dísil, 128 hö., 6 gíra, eyðsla 4,3 l/100 km*.
Árg. 2012, ekinn 4 þús. km, dísil, 128 hö., sjálfskiptur, eyðsla 5,5 l/100 km*.
Verð 3.890.000 kr.
Verð: 3.890.0 00 kr.
28.311 kr. M.v. 50% innborgun og 72 mán. óverðtryggt lán á 9,7% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,49%.
6 ár eftir af ábyrgð
6 ár eftir af ábyrgð
6 ár eftir af ábyrgð
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 4 9 3
6 ár eftir af ábyrgð
Kia Sorento EX Classic 4wd
Kia Sportage EX 4wd
Kia cee’d Sportswagon EX 1,6
Kia cee‘d LX 1,6
Árg. 2012, ekinn 43 þús. km, 197 hö., dísil, sjálfskiptur, eyðsla 7,4 l/100 km*.
Árg. 2012, ekinn 32 þús. km, dísil, 136 hö., sjálfskiptur, eyðsla 6,9 l/100 km*.
Árg. 2012, ekinn 30 þús. km, dísil, 116 hö., 6 gíra, eyðsla 5,6 l/100 km*.
Árg. 2012, ekinn 41 þús. km, dísil, 116 hö., sjálfskiptur, eyðsla 5,6 l/100 km*.
Verð: 6.090.000 kr.
Verð: 5.650.000 kr.
Verð 3.190.000 kr.
Verð 2.850.000 kr. * Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda.
NOTAÐIR BÍLAR
Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is
Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16
Kortið er gefið út af Íslandsbanka í samræmi við veitta heimild frá American Express. American Express er skrásett vörumerki American Express.
ENNEMM / SÍA / NM59456
Nýtt Íslandsbanka American Express® kort með tvöfalt fleiri punktum
Frjálsir punktar sem þú notar að vild Með nýja American Express kortinu safna viðskiptavinir í Vildarþjónustu Íslandsbanka punktum að lágmarki tvöfalt hraðar en á öðrum kortum bankans. Kortinu fylgja líka víðtækar ferðatryggingar og sértilboð til korthafa American Express. Í Vildarþjónustu Íslandsbanka safnar þú punktum fyrir kortanotkun, sparnað, bílalán og aðra bankaþjónustu. Þessir punktar eru frjálsir og þú getur notað þá eins og þér hentar í hvað sem þú vilt.
Kynntu þér Íslandsbankapunktana og nýja American Express kortið á islandsbanki.is
Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000
Þú getur breytt punktunum í: • Peninga • Vildarpunkta Icelandair • Ferðaávísun • Sparnað • Framlag til góðgerðarmála
12
viðtal
Helgin 18.-20. október 2013
Skapa þarf góð tækifæri fyrir ungt fjölskyldufólk Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi segir að enginn eigi neitt í stjórnmálum og segir starf sitt hafa verið gefandi og skemmtilegt. Hann vonar að meiri umræða verði um fjármál borgarinnar og segir að framtíð hennar ráðist að miklu leyti af aðalskipulaginu á næstu áratugum. Júlíus stefnir á að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í næstu borgarstjórnarkosningum.
É
g hef haft mikla ánægju af því að starfa í stjórnmálum en skemmtilegast er að sjá árangur verka sinna. Þetta hefur verið skemmtilegur og gefandi tími en það á auðvitað enginn neitt í stjórnmálum. Þú vinnur fyrir opnum tjöldum og leggur allt í dóm þeirra sem ráða hvar þú verður á framboðslista og síðan er það dómur kjósenda sem ræður í kosningum. Ég get ekki annað en verið ánægður með það sem ég hef gert í borgarmálum. Ég vona að fólki líki það og ég er tilbúinn til að gefa kost á mér til næstu fjögurra ára,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi, lögfræðingur og óperusöngvari sem býður sig fram í oddvitasæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem mun fara fram í nóvember næstkomandi. Júlíus Vífill hefur starfað í áratugi sem framkvæmdastjóri, sem lögmaður og sem óperusöngvari og segir hann að öll reynsla skipti miklu máli. „Ég hef verið svo heppinn að hafa fengið tækifæri til þess að starfa á mjög
ólíkum vettvangi í gegnum tíðina og ég held að sú reynsla skili sér áfram,“ segir Júlíus.
Skipulagsmál ráða þróun borgarinnar
Júlíusi eru menntamál, skipulagsmál og fjárhagur borgarinnar ofarlega í huga. Hann boðar aðhald í rekstri og segir að nýta þurfi fjármuni skattgreiðenda betur. Hann telur nauðsynlegt að breyta aðalskipulagi og telur óraunhæft að Reykjavíkurflugvöllur fari eftir rúmlega tvö ár. „Ég var formaður menntaráðs og ég þekki vel að það þarf að fara varlega með peningana. Þetta eru um 34 milljarðar sem fara í menntamálin á næsta ári og við verðum að gera kröfu um að hver króna nýtist,“ segir Júlíus. Hann segir borgina skorta skýra stefnu og að það sé gagnrýnisvert að núverandi borgarstjóri taki ekki þátt í daglegum rekstri. „Óháðir sérfræðingar sem gerðu úttekt á stjórnsýslu borgarinnar gagnrýndu að borgarstjóri kýs að sinna aðeins hluta af
Tónagull
Tónlistarnámskeið fyrir ung börn hefjast 21. september Netskráning á
www.tonagull.is Námskeið í undirbúningi viðhaldsframkvæmda fyrir húsfélög Verksýn ehf. býður forsvarsmönnum húsfélaga til námskeiðs í undirbúningi viðhaldsframkvæmda. Á námskeiðinu, sem tekur eina kvöldstund, verður farið yfir ferli viðhaldsframkvæmda á fjölbýlishúsum. Námskeið verða haldin á þriðjudagskvöldum í október og nóvember, í húsakynnum Verksýnar ehf. að Síðumúla 1 í Reykjavík. Námskeiðin eru opin öllum stjórnarmönnum húsfélaga, þeim og húsfélögunum að kostnaðarlausu. Áhugasamir geta skráð sig á námskeið með tölvupósti á netfangið verksyn@verksyn.is eða í síma 517-6300. Verksýn ehf. er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í viðhaldi og endurnýjun fasteigna. Fyrirtækið hefur sinnt fjölda verkefna fyrir einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög. Hjá Verksýn starfa sérfræðingar með áratuga reynslu í mannvirkjagerð og viðhaldi fasteigna.
VERKSÝN
Verksýn ehf l Síðumúla 1 l 108 Reykjavík l www.verksyn.is
Júlíus Vífill telur það vera forréttindi að starfa sem borgarfulltrúi. „Ég hef verið svo heppinn að hafa fengið tækifæri til þess að starfa á mjög ólíkum vettvangi í gegnum tíðina og ég held að sú reynsla skili sér áfram,“ segir hann. Ljósmynd/Hari
sínum starfsskyldum. Verkferlar eru orðnir óskýrari og kerfið seinvirkara“, segir Júlíus Vífill. „Framtíð borgarinnar eins og hún verður ráðin af aðalskipulaginu á næstu áratugum skiptir miklu máli. Ég sé ekki neina aðra leið en að við tökum upp aðalskipulagið aftur og endurskoðum það,“ segir Júlíus Vífill og telur að samkvæmt núverandi skipulagi um þéttingu byggðar miðsvæðis í Reykjavík muni ungt barnafólk ekki finna húsnæði né umhverfi í samræmi við þarfir. Það muni leiða til þess að færri muni velja að búa í Reykjavík og muni þess vegna flytjast til annarra sveitarfélaga. „Aðalskipulagið byggir á þéttingu byggðar og að öll byggð verði á þéttingarreitum. Það er augljóslega áhugi skipulagshöfunda að borgin þróist með þessum hætti,“ segir Júlíus Vífill en bendir á að aðeins 4% borgarbúa vilji búa á þéttingarreitum í miðborginni sem sýnir að borgarbúar séu ekki sammála þessari stefnu meirihlutans. Segir Júlíus að það sé áhyggjuefni að Reykvíkingum hafi aðeins fjölgað um 6% á undanförnum 10 árum en um 27% í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. „Deiliskipulag í miðri borg þarf að taka tillit til svo margra þátta. Á þéttingarreitum þarf að haga skipulagsvinnu og framkvæmdum með öðrum og miklu kostnaðarsamari hætti en í nýjum hverfum. Borgin á ekki að bjóða einvörðungu þessa tegund af uppbyggingu til ársins 2030 eins og aðalskipulagið gerir ráð fyrir. Það gengur ekki upp og er andstætt eðlilegri borgarþróun. Aldurssamsetning borgarbúa verður óeðlileg og þá einnig samsetning útsvarsgreiðenda í Reykjavík. Þar af leiðir að það verða færri til að halda uppi grunnþjónustunni,“ segir Júlíus Vífill. „Ég vona að meiri umræða verði um fjármál borgarinnar og nú er fjárhagsáætlun á dagskrá og verður til umræðu í borgarstjórn seinna í mánuðinum,“ segir Júlíus Vífill. Segir hann að núverandi meirihluti borgarstjórnar taki ekki þátt í pólitískri umræðu í fjölmiðlum sem hljóti þó að vera skylda stjórnmálafólks að gera. Hann hafi áhyggjur af halla borgarsjóðs.„ Frá því að þessi meirihluti tók við hefur verið halli á rekstri borgarsjóðs en því var öfugt farið á síðasta kjörtímabili,“ segir Júlíus Vífill. Segir Júlíus að skilvirk stjórnun og gott utanumhald séu nauðsynleg til að bæta borgarreksturinn. „Við þurfum að vera sérstaklega á verði á kosningavetri að fjármálin fari ekki úr böndunum
eins og dæmi eru um í aðdraganda kosninga,“ segir Júlíus Vífill.
Forréttindi að starfa sem borgarfulltrúi
Júlíus Vífill telur það vera forréttindi að starfa sem borgarfulltrúi og hefur mikinn áhuga á því að bæta borgina og hafði til dæmis frumkvæði að því að breyta áherslum á gamla hafnarsvæðinu. Gömlu verbúðirnar sem áður höfðu verið notaðar sem geymslur hefur nú verið breytt í leiguhúsnæði sem nýtur sín mjög vel sem verslunarhúsnæði, gallerí og veitingastaðir. Glöggt má sjá að þær breytingar hafa haft mjög góð áhrif á umhverfið og er Júlíus Vífill ánægður með niðurstöðuna. „Ég hef gaman af því að minnast þess að mörgum fannst það ekki góð hugmynd að nýta verbúðirnar með þessum hætti en ég var sannfærður um þetta verkefni og vildi leigja út verbúðirnar fyrir lifandi starfsemi og mér finnst mjög gaman að sjá hvernig það hefur gengið og hversu góð áhrif það hefur á annan rekstur þarna í kring og bæjarlífið. Við eigum að stefna að því að sá andi sem þarna hefur skapast verði ráðandi annars staðar á hafnarsvæðinu,“ segir Júlíus Vífill. Megináherslur Júlíusar Vífils liggja í því að skapa tækifæri fyrir ungar fjölskyldur og telur hann að það sé eitt af skyldum höfuðborgarinnar að skapa ungu fólki aðstæður sem gera þeim kleift að fjárfesta í húsnæði. Einnig segir Júlíus að brýn þörf sé fyrir að bæta húsaleigukerfið.
Mikill fjölskyldu- og listamaður
Júlíus Vífill er mikill fjölskyldumaður en hann á fjögur börn. Á sínum yngri árum stundaði hann lögfræði en einnig lagði hann stund á óperusöng við erlenda háskóla og dvaldist hann til dæmis í Bologna á Ítalíu með konu sinni, Svanhildi Blöndal presti og hjúkrunarfræðingi. „Við kynntumst heima þegar ég var í lögfræðinni en við fórum svo til Bologna á Ítalíu þar sem við bjuggum. Okkur tókst að safna peningum fyrir eldgömlum bíl og þá gátum við keyrt á kvöldin til Feneyja en veturnir þar eru miklu rómantískari en sumrin,“ segir Júlíus Vífill. Hann starfaði einnig sem leiðsögumaður fyrir Íslendinga á Ítalíu á þessum tíma og segir að dvölin á Ítalíu hafi verið eins og löng brúðkaupsferð. Áhugi Júlíusar Vífils á óperusöng vaknaði þegar hann var í menntaskóla.„ Ég söng með mörgum kórum og áhuginn var mikill en svo kom í ljós að ég gat eitthvað sungið.
Ég tók inntökupróf við tónlistarháskóla á Ítalíu og Austurríki og var svo heppinn að fljúga inn í óperudeildirnar. Síðan starfaði ég hér heima í sjö ár við að syngja óperur en það var að sjálfsögðu ekki aðalstarfið. Ef maður ætlaði að starfa sem söngvari á þeim tíma þurfti að hafa eitthvað annað starf með,“ segir Júlíus Vífill sem vann um 20 ár sem framkvæmdastjóri í fjölskyldufyrirtækinu Ingvari Helgasyni hf. „Þetta var mjög skemmtilegur tími en það er bara þannig að það er ekki hægt að gera allt. Það er til dæmis mjög erfitt að vinna allan daginn og ætla svo að standa á sviði og syngja að loknum starfsdegi,“ segir Júlíus. Hann hefur þó haldið góðum tengslum við tónlistarheiminn, setið í stjórnum og komið náið að tónlistarmálum í gegnum tíðina. „Ég veit hvað tónlist getur verið dýrmæt fyrir ungt fólk í námi og þess vegna setti ég af stað átaksverkefni þegar ég var formaður menntaráðs þar sem tónlistarskólarnir komu með starfsemi sína inn í grunnskólana og þannig nýttist tími nemenda betur og þeir fengu tækifæri til að kynnast tónlist,“ segir Júlíus Vífill. „Svo stækkaði fjölskyldan og önnur störf tóku við. Það er samt engin eftirsjá að hafa stigið til hliðar. Þetta var mjög skemmtilegt og ég kynntist svo mikið af áhugaverðu listafólki þannig að maður býr að þessari reynslu sem gagnast manni hvar sem er, ekki síður í pólitík en annars staðar. Það er gaman að hafa getað leyft sér þetta á sínum tíma og haft tækifærið, tekið námslán og farið út,“ segir Júlíus Vífill. „Þegar ég var úti í Bologna hringdi þáverandi þjóðleikhússtjóri í mig og sagði mér að það vantaði tenór í sýningu og hvort að ég gæti komið heim. Ég var alveg orðinn blankur svo að ég sló til og kom...., en ef slík della dytti í mig í dag að hlaupa til og taka þátt í sýningu, þá myndi ég taka mér nokkra mánuði til þess að koma mér í form,“ segir Júlíus og hlær. „Þó að ég sé tenór þá myndi ég vilja syngja bassa. Ekki að ég geti sungið bassa, en bassahlutverkin eru svo skemmtileg. Ég myndi til dæmis vilja syngja grínhlutverk fyrir bassa í óperum eftir Donizetti og Rossini bara því að það er svo skemmtilegur leikur í þeim og sprellandi húmor,“ segir Júlíus Vífill borgarfulltrúi, lögfræðingur og óperusöngvari sem stefnir að því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is
ÍSLENSKA/SIA.IS/FLU 66138
flugsláttur
99% afsl ÁttuR af BaRnafaRgJalDi til 31. októBeR 2013 svona notaR ÞÚ flugslÁttinn
slÁÐu inn flugslÁttaRkóÐann viÐ Bókun:
smelltu ÞÉR Á flugfelag.is
BaRn99*
flugfelag.is
Flugsláttur gildir um bókanir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands fyrir börn, 2-11 ára, í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun. Flugsláttur býðst eingöngu þegar bókað er á netinu, flugfelag.is, fyrir 31. október 2013 en við bætist flugvallarskattur. Gildir bara innanlands, þó ekki um tengiflug.
tJing! ÞÚ fÆRÐ afslÁtt
vingumst: facebook.com/flugfelag.islands
14
viðhorf
Helgin 18.-20. október 2013
Vik an sem Var Dægradvöl auðugra Það sannast enn við þennan atburð hve Ólafur Ragnar hefur mikla hæfileika til að vekja áhuga auðugs fólks á hugðarefnum sínum og hve auðvelt honum er að eiga samstarf við þetta fólk. Þessu kynntust Íslendingar á heimavelli á tímum útrásar. Björn Bjarnson, fyrrverandi ráðherra, ræddi hæfileika forsetans í bloggi sínu um norðurslóðaráðstefnuna í Hörpu. Leyndarmál frægðarinnar Aðdáun þjóðarinnar er stundum að drepa mig. Meistari Megas ræddi fylgikvilla frægðarinnar við Óttar Guðmundsson geðlækni. Svikasilfur Þetta er klárlega ekki ólympíuandinn.
Viðurkenning á afburðaárangri Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, brást illa við fréttum um að silfurverðlaunapeningur handboltalandsliðsmanns væri til sölu. Þeir selja silfrið sem eiga það En auðvitað er það einkamál viðkomandi íþróttamanns hvort hann selur peninginn. Kannski finnst honum hann ljótur, kannski hefur hann ekki pláss fyrir hann, kannski eru leiðinlegar minningar bundnar við hann – eða kannski er hann bara blankur. Egill Helgason skoðar eignarréttinn í tengslum við silfurpeninginn. Sjúddirarírei Gylfi Ægisson er karlfauskur úr Vestmannaeyjum. Hverjum er ekki drullusama hvað honum finnst? Dóri DNA gerði offramboð á skoðunum að umtalsefni í Bakþönkum í Fréttablaðinu.
Afsakið auglýsingar! Við biðjumst velvirðingar á þessum leiðinlegu mistökum. Ríkisútvarpið tryllti landslýð með því að skipta í snatri frá beinni útsendingu landsleiksins við Noreg yfir í auglýsingar. Bakari hengdur Við vildum alls ekki hrella þjóðina með þessu – alls ekki. Sigþór Sigurjónsson, hjá Bakarameistaranum, átti sjónvarpsauglýsinguna sem valtaði yfir stórkostlegt augnablik í boltasögu Íslendinga. Það var ekki með ráðum gert. Í fullkomnum heimi Við getum unnið hvaða lið sem er. Ég veit auðvitað ekki hver andstæðingurinn verður en við eigum alltaf möguleika. Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var vígreifur eftir jafntefli við Noreg.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Eignastýring MP banka
Áskoranir á mörkuðum hafa sjaldan verið meiri en nú. Tækifærin sem þeim fylgja geta verið dýrmæt. Njóttu ráðgjafar sérfræðinga við mat á fjárfestingarkostum og nýttu tækifærin á verðbréfamarkaði með eignastýringu MP banka. Þjónusta okkar er sniðin að þörfum viðskiptavina og við bjóðum fjölbreytt úrval fjárfestingarleiða til að ná ávöxtunarmarkmiðum hvers og eins.
Kynntu þér framúrskarandi þjónustu sérfræðinga eignastýringar MP banka og fáðu kynningarfund. Nánari upplýsingar um fj árfestingarleiðir og verðskrá á www.mp.is eða í síma 540 3230.
www.mp.is
Hafðu samband einkabankathjonusta@mp.is
Hæfustu stjórnendurnir
H
Hálfgert knattspyrnuæði hefur verið hér á landi undanfarið vegna góðs árangurs íslenska karlalandsliðsins í riðlakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Brasilíu á næsta ári. Liðið hefur náð lengra en nokkru sinni og er komið í umspil þar sem átta þjóðir berjast um fjögur síðustu sæti Evrópu á mótinu. Dregið verður á mánudaginn og þá kemur í ljós hvaða þjóð verður mótherji Íslands en leikið verður heima og heiman. Íslenska liðið er skipað leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Vel tókst til þegar Svíinn Lars Lagerbäck var valinn þjálfari liðsins. Hann er þrautreyndur og virtur, var landsliðsþjálfari Svíþjóðar frá 1998 til 2009 og þjálfaði landslið Nígeríu um nokkurra mánaða skeið árið 2010. Svo reyndur þjálfari sem Lagerbäck hefði vart tekið þetta verkefni að sér nema gera sér bærilegar vonir um árangur enda hafði U21 landslið Íslands, sem nú er hryggjarstykkið í karlalandsliðinu, Jónas Haraldsson sýnt getu sína þegar það náði þeim frájonas@frettatiminn.is bæra árangri að komast í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins árið 2011. Vegna þessa gleðilega árangurs knattspyrnulandsliðsins hefur það kannski ekki vakið eins mikla athygli og ella að Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik, var á mánudaginn valinn næsti landsliðsþjálfari Danmerkur í handknattleik. Það er í senn mikil viðurkenning fyrir Guðmund sem toppþjálfara í íþróttagreininni og um leið fyrir íslenskan handknattleik. Með talsverðum rétti má segja, að ógleymdum knattspyrnuárangri nú, að handknattleikur sé þjóðaríþrótt Íslendinga. Í þeirri grein hópíþrótta hefur landslið okkar náð bestum árangri og lengi verið meðal fremstu þjóða. Hápunkturinn á afrekaskrá landsliðsins náðist einmitt undir stjórn Guðmundar, silfurverðlaun á ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Austurríki árið 2010. Síðan hefur Guðmundur þjálfað félagslið í Danmörku og nú síðast þýska stórliðið RheinNeckar Löwen. Þar þykir hann hafa staðið sig afar vel í bestu en jafnframt erfiðustu deild handknattleiksheimsins. Guðmundur hefur þar verið í hópi annarra íslenskra þjálfara, Dags Sigurðssonar og ekki síst Alfreðs Gíslasonar sem náð hefur afburðaárangri með þýska meistaraliðið Kiel. Of langt mál yrði að telja upp alla afrekaskrá Alfreðs en það nægir að geta þess að í ár gerði hann Kiel að Þýskalands- og bikarmeisturum og í fyrra varð lið hans Þýskalandsmeistari með fullu húsi stiga, bikarmeistari, vann Super Cup í Þýskalandi og Meistaradeild Evrópu. Alfreð var valinn þjálfari ársins í Þýskalandi í fyrra og vann einnig til þeirrar nafnbótar 2011, 2009 og 2001. Danir eru í fremstu röð handknattleiksþjóða og hafa lengi verið. Þeir eru í fjórða sæti á styrkleikalista greinarinnar – en Íslendingar í því tólfta. Handknattleikur er þriðja vinsælasta íþróttagreinin þar í landi, á eftir knattspyrnu og badminton. Dönsk þjóð gerir því miklar kröfur til handknattleikslandsliðsins – og þjálfara þess. Guðmundur Þórður Guðmundsson fetar í fótspor Ulrik Wilbek sem hefur náð frábærum árangri með liðið. Danir unnu silfurverðlaun á Heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar síðastliðnum, urðu Evrópumeistarar 2012 og einnig 2008. Þá státa þeir af þremur bronsverðlaunum á Evrópumeistaramótinu, 2006, 2004 og 2002. Wilbek lætur af störfum sem þjálfari Dana eftir Evrópumeistaramótið í janúar næstkomandi. Guðmundar bíður því að undirbúa danska liðið fyrir ólympíuleikana í Brasilíu árið 2016. Krafa Dana er skýr: „Við viljum ólympíugull,“ sagði Morten Stig Christiansen, framkvæmdastjóri danska handknattleikssambandsins, þegar Guðmundur var kynntur sem næsti þjálfari danska liðsins – og um leið metinn hæfasti stjórnandinn sem völ var á. Þrátt fyrir afbragðsárangur Wilbek mun Guðmundur án efa fara aðra leið en forverinn, enda með aðra þjálfaratækni. Eftir henni sækjast Danir. Markmið þjálfaranna er hins vegar það sama, að sigra á stórmótum. Fróðlegt verður að fylgjast með gengi frændþjóðarinnar undir íslenskri stjórn. Guðmundur náði frábærum árangri með íslenska landsliðið. Hann ætlar sér án efa enn stærri hluti með það danska.
Lagerbäck hefði vart tekið þetta verkefni að sér nema gera sér bærilegar vonir um árangur enda hafði U21 landslið Íslands, sem nú er hryggjarstykkið í karlalandsliðinu, sýnt getu sína þegar það náði þeim frábæra árangri að komast í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins árið 2011.
ÞVOTTADAGAR 20% afsláttur af öllum
þvottavélum, þurrkurum og uppþvottavélum
ÞVOTTAVÉL LAVAMAT 60260FL
ÞVOTTAVÉL LAVAMAT 60460FL
ÞVOTTAVÉL LAVAMAT 87680FL
1200 snúninga Taumagn 6 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Íslensk notendahandbók
1400 snúninga Taumagn 6 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Íslensk notendahandbók
1600 snúninga Taumagn 8 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Kolalaus mótor Íslensk notendahandbók Listaverð: 197.900,-
ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ
ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ
Listaverð: 145.900,-
Listaverð: 135.900,-
Þú sparar: 29.180,-
Þú sparar: 27.180,-
TILBOÐSVERÐ – 108.720,-
Þú sparar: 39.580,-
TILBOÐSVERÐ – 158.320,-
TILBOÐSVERÐ – 116.720,-
UPPÞVOTTAVÉLAR
ÞURRKARI LAVATHERM T76280AC
T.d.: 12 manna stell 5 þvottakerfi Turbo-þurrkun Hljóðlát vél: 47db (re 1 pW) Orkunýtni: A Þvottahæfni: A Þurrkhæfni : A
Barkalaus Rakaskynjari Taumagn: 8 kg Íslensk notendahandbók
ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ
FRÁBÆRT PAR OG MIKIL MIKILLSPARNAÐUR: LSPARNAÐUR: ÞVOTTAVÉL OG ÞURRKARI LAVAMAT 75470 & LAVATHERM T76280
ÞVOTTAVÉL 1400 snúninga · Taumagn 7 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Íslensk notendahandbók
Listaverð: 149.900,-
Þú sparar: 29.980,-
TILBOÐSVERÐ – frá 87.920,-
ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ
PAR#1
ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ
ÞURRKARI Barkalaus með rakaskynjara Taumagn 8 kg Íslensk notendahandbók Listaverð á PARINU: 329.800,-
TILBOÐSVERÐ – 119.920,-
Þú sparar: 65.960,-
Athugið! Bjóðum einnig:
AEG RYKSUGUR – 20% afsláttur AEG SMÁRAFTÆKI – 25% afsláttur
TILBOÐSVERÐ –
PARIÐ 263.840,-
Ertu farin að huga að jólagjöfum? Hér eru glæsilegar jólagjafir á frábærum kjörum.
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-15
LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 · ORMSSON.IS ORMSSON KEFLAVÍK SÍMI 421 1535
ORMSSON AKRANESI SÍMI 530 2870
ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SÍMI 456 4751
KS SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 4500
ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000
ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515
ORMSSON VÍK-EGILSSTÖÐUM SÍMI 471 2038
ORMSSON PAN-NESKAUPSTAÐ SÍMI 477 1900
ORMSSON GEISLI ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM SÍMI 480 1160 SÍMI 481 3333
viðhorf
Helgin 18.-20. október 2013
13
Vikan í tölum
112 mörk hefur Kolbeinn Sigþórsson skorað í 19 leikjum sínum með íslenska landsliðinu.
milljónir króna hljóðuðu kröfur í þrotabú Bókabúðar Máls og menningar upp á. Félagið fór í þrot árið 2011. Forgangskröfur voru 12,2 milljónir, mest vegna ógreiddra launa, og fengust 7,7 milljónir upp í þær.
867
hross hafa verið flutt út frá Íslandi það sem af er ári sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Alls voru 1.333 hestar seldir út í fyrra.
22
milljónir króna fær Guðmundur Guðmundsson í árslaun sem landsliðsþjálfari Dana í handbolta.
918
Ég mundi alltaf eftir gamla bekkjarfélaganum því ég var svo hissa á að hann hlustaði á Metallica
Gamli bekkjarfélaginn
É
g var 13 ára þegar ég komst að því að Metallica væri besta hljómsveit í heimi. Svarta albúmið svokallaða var nýkomið út en ég var öllu hrifnari af eldri plötunum – ...And Justice for All, sjónarhóll Master of Puppets og Ride the Lightning. Þegar ég æfði mig að skrifa skrifstafi dró ég fram textann við lagið Fade to Black, sem fjallar um þverrandi lífslöngun, og skrifaði hann aftur og Erla aftur með fagurri tengiskrift. Við vinkonHlynsdóttir urnar vorum svolítið erla@ öðruvísi en bekkjarfrettatiminn.is félagar okkar, gengum í hermannastígvélum, útkrotuðum klíkujökkum og reyktum. Ég man þegar ljóshærður, stuttklipptur bekkjarfélagi minn sagðist líka vera hrifinn af Metallica. Gott ef hann sagðist ekki vera
hrifinn af laginu One sem fjallar um hermann sem missti bæði handleggi og fótleggi vegna jarðsprengju, og hann liggur á sjúkrahúsi og óskar sér dauða. Ég man að ég var svo hissa á að svona venjulegur strákur hlustaði á Metallica, strákur sem var ekkert líkur vinum mínum sem klæddu sig eins og pönkarar. Líklega 15 árum síðar rakst ég á þennan bekkjarfélaga minn á röltinu í Vesturbænum. Hann var þá að læra guðfræði og sinnti æskulýðsstarfi í Neskirkju. Ég mundi að þetta var góður drengur og fannst það fara honum betur að vera prestur en hlusta á Metallica. Nú líður að 20 ára útskriftarafmæli gamla bekkjarins okkar úr Æfingadeild Kennaraháskóla Íslands, eða Háteigsskóla eins og hann heitir í dag, og því var eðlilega stofnaður Facebookhópur þar sem bekkjarfélögum var safnað saman og flest gerðumst við Facebook-vinir.
Þannig urðum við vinir í netheimum, ég og Metallica-aðdáandinn ljóshærði – Sigurvin Lárus Jónsson. Stuttu seinna rakst ég á hann á Glæstum vonum, mannréttindahátíð Samtakanna 78, en þaðan fór forvitni blaðamaðurinn ég á aðra hátíð í næsta húsi, Hátíð vonar. Þegar ég svo birti myndir af Hátíð vonar á Facebooksíðunni minni tók ég fram að ég hefði rekist á tvo presta á Glæstum vonum en fór rangt með í hvaða kirkjum þeir störfuðu. Ég nefnilega hélt að Sigurvin þjónaði í Neskirkju en séra Sigríður Guðmarsdóttir, hinn presturinn á hátíðinni, leiðrétti mig og benti á að Sigurvin væri kominn yfir í Laugarneskirkju. Ég, forvitni blaðamaðurinn, skammaðist mín auðvitað mikið fyrir að fara rangt með en til að dreifa athyglinni frá mistökum mínum rifjaði ég upp á síðunni minni að við Sigurvin hefðum verið bekkjarsystkin og
Gullsmiðadagurinn laugardaginn 19. október
Kíktu til gullsmiðsins þíns Hann tekur vel á móti þér Komdu með uppáhaldsskartgripinn þinn og láttu hreinsa hann þér að kostnaðarlausu.
bæði hlustað á Metallica hérna í gamla daga. Sigurvin blandaði sér þá í Facebook-umræðuna og sagðist enn hlusta á Metallica. Hann bætti síðan um betur og sagðist líka hlusta á sænskt dauðarokk. „Jesús minn almáttugur,“ hugsaði ég með mér, enda leggur efahyggjukonan ég iðulega bæði nafn Jesú og Guðs við hégóma. Ég vissi að hann hefði nýlega haldið bæði Regnbogamessu og Geðveika messu og datt í hug að fá Sigurvin í smá viðtal. Viðtalið varð aðeins meira en smá, eins og sjá má hér aftar í Fréttatímanum. Ég er búin að heyra úr ólíkum áttum að Sigurvin sé sérlega vinsæll meðal þeirra sem sækja æskulýðsstarf hjá honum og rétt áður en við kvöddumst eftir langt og upplífgandi spjall tilkynnti ég honum að ég væri alvarlega að íhuga að senda óskírða dóttur mína til hans í sunnudagaskólann þegar hann snýr aftur í Neskirkju.
Hafnarfjörður Gullsmiðjan, Lækjargötu 34c Nonni gull, Strandgötu 37 Sign gullsmiðaverkstæði við smábátahöfnina Kópavogur Carat-Haukur gullsmiður, Smáralind Meba Rhodium, Smáralind Reykjanesbær Fjóla gullsmiður, Hafnargötu 21 Georg V. Hannah, úr og skartgripaverslun, Hafnargötu 49 Gull og hönnun, Njarðvíkurbraut 9
Á morgun segir sá lati Með slíkri aðgerð var í raun óumflýjanlegt að þeir sem eru á lægstu launum sjái lítinn tilgang í því að vinna þegar hægt er að sleppa því og hafa sömu ráðstöfunartekjur Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, undrast ofrausn borgarinnar við atvinnulausa.
Veður ösku og reyk Ég held að slík auglýsing yrði nánast á við annað Eyjafjallagos. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kvaddi sér hljóðs á Alþingi til þess að stökkva á vinsældavagn landsliðsins í knattspyrnu og greip til sérkennilegs líkingamáls þegar hann útlistaði áhrif þess ef liðið kemst á HM í Brasilíu.
Reykjavík Anna María Design, Skólavörðustíg 3 Aurum, Bankastræti 4 Gull og silfursmiðjan Erna, Skipholti 3 Gullkistan, Frakkastíg 10 Gullkúnst Helgu, Laugavegi 13 GÞ Skartgripir og úr, Bankastræti 12 Leifur Kaldal gullsmiður Jens gullsmiður, Kringlunni og Síðumúla 35 Meba Rhodium, Kringlunni Metal Design, Skólavörðustíg 2 Orr gullsmiðir, Bankastræti 11 Ófeigur, gullsmiðja og listmunahús, Skólavörðustíg 5
www.gullsmidir.is
3.060
erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins fyrstu níu mánuði ársins. Aðfluttir umfram brottflutta voru 1.430.
7.100.000 krónur var meðaltalskostnaður á hvern fanga í fangelsum ríkisins árið 2012. Meðaltalskostnaður á hvern fanga í rafrænu eftirliti er tæpar tvær milljónir króna.
Vik an sem Var
Rauðsokki Þetta er líka huglægt og getur verið mjög erfitt fyrir marga menn að þola en þar sem ég er landsþekktur femínisti þá lifi ég þetta nú af, það er nú bara ein af ástæðunum fyrir því. Brynjar Níelsson alþingismaður þjáist ekki af vanmáttarkennd vegna þess að tekjur hans eru lægri en eiginkonunnar, enda einlægur femínisti eins og ítrekað hefur komið fram.
Verið velkomin
milljón króna hagnaður varð af rekstri lögmannsstofunnar Logos á síðasta ári eftir skatt. Hagnaður fyrirtækisins frá bankahruni nemur yfir þremur milljörðum króna.
LOGOS
16
Skróp í kladdann! Þegar það er hlutverk Alþingis að veita framkvæmdavaldinu aðhald þá er það nú býsna erfitt að gera ef að verkstjóri framkvæmdavaldsins, forsætisráðherra sjálfur, er hér vikum saman ekki til svara fyrir þingmenn. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er orðinn langþreyttur á tíðum fjarvistum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og klagaði hann úr ræðustóli þingsins.
Ekki benda á mig! Lögin ná ekki markmiði sínu, sem er að koma í veg fyrir vændi, nema menn séu nafngreindir. Það er það eina sem dugar. Ótrúlegur fjöldi manna á yfir höfði sér ákærur fyrir vændiskaup. Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, gerir skýlausa kröfu um að þeir verði sviptir nafnleynd. Að drekka meira kampavín? Við getum verið hér og drukkið og ef þú ert sáttur með mig þá getum við farið heim til þín eftir á. Stöð 2 spilaði í fréttum sínum samtal viðskiptavinar við starfsstúlku á kampavínsklúbbi í Reykjavík sem virtist til í ýmislegt sem ekki má. Kampavínshvítþvottur Ég er á morgun að tala fyrir tillögu til þingsályktunar um það að fela ráðherra að skoða hvaða lagabreytingar þurfi til þess að koma í veg fyrir að svona staðir, þar sem að grunur á refsiverðri háttsemi í skjóli annarar, löglegrar starfsemi, og við viljum koma í veg fyrir svona kampavínsstaði. Björk Vilhelmsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sætti lagi á meðan hún situr á þingi og mælir fyrir lagabreytingu sem ætti að þurrka upp klámfengið kampavínssull í höfuðborginni. Quis custodiet ipsos custodes? Við höfum þegar ákveðið að fara þá leið að taka upp ákveðinn farveg þannig að þessi mál fari í samráðsvettvang eða einhvers konar ráð, helst utan lögreglunnar. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var undrandi á niðurstöðu rannsóknar á stöðu kynjanna innan lögreglunnar og þröngri stöðu lögreglukvenna.
60 MILLJÓNIR
MUNDU Á S K R I F TE F T I R INNI!
HVER SKOLLINN!
FÍ TO N / SÍ A
Sexfaldur Lottópottur stefnir í 60 milljónir. Leyfðu þér smá Lottó!
Skráðu þig sem aðdáanda Lottó á facebook.com/lotto.is
013 19/10 2
.IS .LOT TO | WWW
cocoa puffs lestin í smáralind um helgina Lestin mun keyra frá anddyri Hagkaups í Smáralind Laugardag frá kl. 12 til 17 og sunnudag frá kl. 13:30 til 16:30. Lestin er í boði Hagkaups.
tilboð
um HELGINA
399
kr/pk
Verð áður 499.-
Inglehoffer Sinnep
Jell-o Hlaup
Gildir til 20. október á meðan birgðir endast.
Passar á allt sem hugurinn girnist
Láttu það ekki hlaupa frá þér
Karamellu Kossar Fékkstu koss í morgun?
Alexia Kartöflur
Frábærar með öllum mat!
kúvip... Bökunarleiðbeiningar: Skerið lengjuna niður í ½ cm þykkar kökur og raðið á bökunarpappír. Bakist við 180°C í u.þ.b. 10 mín. Athugið að bökunartími er mismunandi eftir ofnum. Innihald: Hveiti, sykur, súkkulaðiperlur 20% (sykur, kakómassi, undanrennuduft, mjólkursykur, mjólkurprótein, kakósmjör, mjólkurfita, jurtafita (shea, pálma, kókos), glúkósasíróp, maíssterkja, ýruefni (sojalesitín), litarefni (E100, E120, E133, E160a, E160e, E171), dextrín, húðunarefni (E903), bragðefni, salt), smjörlíki (pálmaolía, repjuolía óhert og hert, vatn, salt, bragðefni), mjólkursúkkulaði 8% (sykur, kakósmjör, nýmjólkurduft, kakómassi, ýruefni (sojalesitín), bragðefni), egg, salt, lyftiefni (E500), bragðefni, mjölmeðhöndlunarefni (E300). Getur innihaldið leifar af hnetum, jarðhnetum, sesamfræjum. Kælivara Nettóþyngd: 500 g Best fyrir: Sjá umbúðir Framleitt fyrir: Hagkaup, Reykjavík
Smucker’s Íssósur Einfaldlega gott með ís
Amerískt Smákökudeig Tilbúið beint í ofninn
Jet-Puffed Sykurpúðakrem Geggjað í baksturinn
Ekki ís, ekki rjómi en æðislegt Frábært með kökum og ávöxtum
alvöru steaK
á amerísKum dögum Nýtt
Kleinuhringja hamborgari 4 kleinuhringir og 2 x 120 g hamborgarar
Bættu við cheddar ostasneið, beikoni og eggi og amerískara getur það ekki verið!
25%
30%
25%
Tilboð
Tilboð
afsláttur á kassa
afsláttur á kassa
3374
úr framhrygg
kr/kg
Verð áður 4.499.-
entrecote úr spjaldhrygg
hægmeyrnuð - úr framhrygg
1119
kr/kg
Verð áður 4.499.-
Ribeye - hægmeyrnuð
afsláttur á kassa
3374
kr/kg
ribeye
Tilboð
T-bone
Verð áður 1.599.-
þarf langan eldunartíma
Entrecote
úr spjaldhrygg
brisKet
úr spjaldhrygg
Bringa (brisket) úr framhluta
takökur Frægustu os i! í heim
Amerískt Nammi Verð að fá...
Loksins TaB!
Þarf að ræða það eitthvað?
Cheesecake Factory Ostakökur í sérflokki
15%
Tilboð afsláttur á kassa af völdum vörum
Root Beer
Láttu það eftir þér
Nýutmtdögum
á amerísk
1.599kr/stk Amerískt Kaffi
Úrval af ekta kaffi frá Ameríku
Cheerios
Auðvitað með kanil
Now 1925 Green Coffie Diet
Aukin fitubrennsla og blóðsykursstjórnun
Red Velvet Kaka
Flauelsmjúk kaka að amerískum stíl
20
viðtal
Helgin 18.-20. október 2013
Hjartahlýr rokkprestur Sigurvin Lárus Jónsson var týndur unglingur, misnotaði áfengi en kynntist trúnni eftir að hann fór í meðferð um tvítugt. Undanfarin ár hefur hann starfað sem æskulýðsprestur í Neskirkju við góðar undirtektir og þykir unglingunum sérlega töff að presturinn þeirra hlusti á dauðarokk. Sigurvin er þennan veturinn settur prestur í Laugarneskirkju þar sem hann hefur staðið fyrir óhefðbundnum messum og á sunnudag verður Jesú þar greindur með ADHD.
Séra Sigurvin Lárus Jónsson segir að hann hefði líklegast farið að hlæja ef einhver hefði sagt honum sem unglingi að hann ætti eftir að verða prestur. Ljósmynd/Hari Framhald á næstu opnu
fRumsýNum jólAlANDiÐ um helgina í Blómavali Skútuvogi
Rýmum
fyRiR jólum POttA
PlöNtuR
50% Orkidea
995 kr 1.990
ur indíánafjöð
2.499 kr 4.999
friðarlilja
ástareldur
1.1999kr 2.39
540 kr
aðeins
1.299kr
fös- suN
1.079
AlliR hAustlAukAR
ERikuR
3 stk.
AfsláttuR
30%
stóRAR
AfsláttuR fös- suN
OG flOttAR 12 Cm POttAR
töfRAhEimAR
Einars mikaels í Blómavali taktu mynd í sjónhverfingaherberginu stækkaðu og minnkaðu að vild. Einar mikael sýnir töfrabrögð laugardag kl. 14:00-15:00
ÍS aðeins
99kr laugardag - sunnudag
Skútuvogur - Grafarholt - Hafnarfjörður - Akureyri - Egilsstaðir Vestmannaeyjar - Akranes - Ísafjörður - Selfoss - Reykjanesbær
22
viðtal
Helgin 18.-20. október 2013
M
Kirkjan reyndi að breiða yfir og fela það sem hafði gerst í stað þess að takast á við það opinskátt.
ér vitanlega er ég eini presturinn innan Þjóðkirkjunnar sem hlustar á dauðarokk. Ég hef sérstaka unun af sænsku dauðarokki,“ segir séra Sigurvin Lárus Jónsson og bætir kómískur við: „Það er miklu betra en norskt dauðarokk.“ Mér er samt ljóst að hann er ekkert að grínast. „Ég hlustaði mikið á þungarokk sem unglingur, hlustaði á Metallica, Sepultura og Slayer. Það er samt ekki fyrr en á seinni árum sem ég kynntist dauðarokki og þá sérstaklega sænsku hljómsveitinni Opeth að ég heillaðist af því.“ Sigurvin hefur sinnt æskulýðsstarfi við Neskirkju frá árinu 2006 og eftir prestvígslu árið 2010 fékk hann þar stöðu æskulýðsprests. Hann er afar vinsæll meðal barna og unglinga sem sækja kirkjuna og þykir hafa rifið æskulýðsstarfið mikið upp. Það er kannski ekki að undra. Sigurvin hefur glaðlega og hlýja nærveru og strákslegt útlit þegar hann er ekki í hempunni. „Unglingunum finnst mjög svalt að presturinn þeirra hlusti á dauðarokk. Ég hef í raun mjög fjölbreyttan tónlistarsmekk og nota tónlist til að næra mig og til að slaka á. Það er mikil tilfinning í tónlist og oft mikil reiði í rokkinu. Ég er ekki reiður maður en þegar ég er ákveðnu skapi veit ég ekkert betra en að finna kraftinn í dauðarokkinu.“ Hann reynir að sannfæra mig um að hann sé bara ósköp venjulegur maður og því til staðfestingar bendir hann á ósköp venjulegt fjölskyldulíf sitt. „Ég á tvo yndislega stráka, 8 og 10 ára. Ég er fráskilinn en er í góðum samskiptum við mína fyrrverandi konu og við búum nálægt hvort öðru. Ég á síðan yndislega sambýliskonu, Rakel Brynjólfsdóttur, sem er formaður
Kristilegrar skólahreyfingar og ég er mjög stoltur af henni.“
Gagnrýndi Hátíð vonar
Í fjarveru séra Bjarna Karlssonar er Sigurvin þennan veturinn settur prestur í Laugarneskirkju og hefur hann allavega sýnt og sannað að hann er enginn venjulegur prestur. Framganga hans í tengslum við hina umdeildu Hátíð Vonar vakti mikla athygli en hann boðaði til sérstakrar Regnbogamessu þá sömu helgi í Laugarneskirkju þar sem regnbogafáni var dreginn að húni. Sigurvin mótmælti opinberlega guðfræði Franklins Graham, sem hann segir ala á fordómum í garð samkynhneigðra, að hún sé amerísk bókstafshyggja sem sé íslensku þjóðkirkjunni framandi á alla vegu. „Ég var mjög afgerandi í því að við ættum ekkert að vera að púkka upp á þennan mann,“ segir Sigurvin en sem kunnugt er hélt biskup Íslands ávarp á hátíðinni. „Kirkjan á að vera opin öllum og við eigum öll að sitja við sama borð. Það er í raun býsna róttækt því í samfélaginu erum við alltaf að flokka og skilgreina fólk, út frá menntun, út frá starfi, fegurð, gæði bílsins sem þú ekur á eða fötunum sem þú gengur í. Við erum alltaf að flokka og greina. Jesús er ítrekað í guðspjöllunum að rjúfa félagsleg landamæri, að hneyksla og ögra og segja: Við erum öll jöfn. Það er það sem ég hef reynt að gera. Kannski ekki að heyksla og ögra heldur segja að við sögum öll jöfn. Mér var bara algjörlega misboðið yfir þessari hátíð. Við gleymum því stundum í umræðunni um trúfrelsi og skoðanafrelsi, sem stundum virðist snúast um rétt til að berja á minnihlutahópum, að þarna er um að ræða raunverulegar manneskjur.“
www.lyfja.is ww
Nýtt og nærandi rakagefandi krem með 70% fituinnihaldi
Decubal Lipid Cream
F Fyrir þig þ í Lyfju
PIPAR\TBWA • SÍA • 132503
fyrir þurra og erfiða húð
Sonur Sigurvins er með ADHD og hefur hann þurft að standa vörð um soninn í skólakerfinu. Messan næsta sunnudag er tileinkuð fólki með ADHD, ein af mörgum óhefðbundnum messum í vetur. Ljósmynd/Hari
Hann segir Regnbogamessuna hafa heppnast afskaplega vel. „Hér var ekki þurrt auga í salnum og fólk úr Hinsegin kórnum hefur komið að máli við okkur og þakkað okkur fyrir að orða sársaukann. Það er auðvitað meiðandi að stærstu og áhrifamestu trúarbrögð samtímans skuli velja að berja á samkynhneigðum. Jesú bannar okkur að skilja, það er klárt bann við hjónaskilnuðum í Biblíunni en kristnir í samtímanum eru ekki að ofsækja eða halda uppi ofbeldisfullri orðræðu gegn fráskildum. Það hafa samt vissulega verið miklar framfarir og margar kirkjudeildir eru komnar en lengra en við. Sums staðar eru jafnvel samkynheigðir biskupar sem er yndislegt en þessi meiður bókstafshyggjunnar birtist hjá of mörgum.“
Glímdi við depurð
Öflug fjáröflun fyrir hópinn Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins
Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.
Skeifunni 11 | Sími 515 1100
www.rekstrarland.is
Það lá sannarlega ekki alltaf beinast við að Sigurvin yrði prestur. „Ef einhver hefði sagt mér þegar ég var unglingur að ég ætti eftir að verða prestur hefði ég líklegast hlegið,“ segir Sigurvin Lárus Jónsson þjóðkirkjuprestur. „Ég hafði þó sem barn mjög jákvæða mynd af kirkjunni. Hjalti Guðmundsson, fyrrverandi dómkirkjuprestur, var góður vinur föður míns og mér er svo minnisstætt hvernig hann mætti okkur börnunum í fermingarfræðslunni. Ég man varla orð af því sem hann sagði en ég gleymi aldrei hvernig hann mætti okkur og hvað hann sýndi okkur mikinn kærleika. Það virkilega sat í mér. Á unglingsárunum var ég mjög týndur, glímdi við depurð, misnotaði áfengi og gekk mjög illa að fóta mig. Rétt rúmlega tvítugur fór ég í áfengismeðferð og kynntist í kjölfarið góðu 12 spora fólki sem kenndi mér að iðka trú. Þetta fólk hafði engan áhuga á að ræða við mig um guðfræði eða skoðanir mínar á trúarbrögðum heldur einfaldlega kenndi mér að biðja, sitja í kyrrð og hjálpa öðrum. Ég varð fyrir sterkri trúarlegri reynslu við að vinna 12 sporin, þessi reynsla að upplifa sig ekki einan. Ég er sann-
færður um að Guð er til, að hann er hér með okkur og að til hans megum við leita.“ Eftir að Sigurvin varð edrú skráði hann sig í öldungadeild, lauk stúdentsprófi og skráði sig í guðfræði. „Ég sá þetta sem vettvang til að hjálpa. Ég byrjaði í guðfræði 2001 og fer þá strax að gefa vinnu mína í Laugarneskirkju. Við Bjarni byrjuðum þá að vinna saman og hann sagði snemma við mig að guðfræði væri ekki stunduð einungis bak við skrifborð. Þarna átti hann við að þrátt fyrir ólíkar kenningar og áherslur þá snýst þetta allt saman um fólk. Ég er ekki sérfræðingur í guðlegum málefnum.. Ég segi oft að ég þekki Guð en ég skil hann ekkert meira en aðrir.“ Sigurvin veit að hann fann sína réttu braut og er þakklátur fyrir að fá að sinna preststarfinu. „Ég elska þetta starf fram í fingurgómana. Prestinum er boðið inn í helgustu vé fjölskyldunnar. Þegar það fæðist barn er kallaður til prestur og hann fær að vera hluti af fjölskyldunni skamma stund. Á erfiðustu tímunum fáum við að ganga með fólki sem er að kveðja eða hefur misst. Það er miserfitt, stundum nálgast það að vera skemmtilegt því fólk er skemmtilegt, en stundum er það alveg skelfilegt því aðstæður geta verið svo óbærilegar. Það er vandi að umgangast fólk í mikilli sorg. Þá þiggur fólk oft samfylgd prestins af því hann þekkir sorgina og vanmáttinn. Þetta starf snýst um fólk og fólk er uppáhalds – að vinna með fólki og ganga með því.“
Kirkjan sjálfri sér verst
Þegar Þjóðkirkjuna ber á góma í almennri umræðu virðast flestir hafa sterkar skoðanir á henni, hvort sem þeir tilheyra henni eða ekki. „Þjóðkirkjan er þverstæðukennd stofnun. Hún nýtur trausts í samfélaginu hefur haft mikil völd en það er sem betur fer alltaf þannig að þegar kirkjan ætlar að beita völdum þá grípur íslenskt samfélag inn í og tekur af henni þau völd sem hún á ekki að hafa.“ Sigurvin segir sér ekki fært að tjá sig um einstök dæmi. „Við skulum bara
viðtal 23
Helgin 18.-20. október 2013
hafa þetta svona almennt því þetta á við svo margt.“ Enn berast fregnir um úrsagnir úr Þjóðkirkjunni og telur Sigurvin að margar ástæður liggi þar að baki. „Ég held að kirkjan hafi reynst sjálfri sér verst. Í hvert skipti sem samfélagið upplifir að kirkjan hafi brugðist hlutverki sínu þá stendur fólk upp og segir sig úr henni. Við höfum séð það í þessum erfiðu málum eins og til að mynda Biskupsmálinu. Ég er ekki viss um að gjörðir Ólafs Skúlasonar hafi haft úrslitaáhrif um reiðina í samfélaginu heldur vegna þess að Kirkjan reyndi að breiða yfir og fela það sem hafði gerst í stað þess að takast á við það opinskátt. Ég hef trú á kirkjunni og á að sátt muni nást um samskipti hennar við opinberar stofnanir með auknum faglegum vinnubrögðum af hálfu kirkjunnar og skýrum ramma.“
Þetta starf snýst um fólk og fólk er uppáhalds – að vinna með fólki og ganga með því.
litla saga er falin milli Dómarabókar og Samúelsbóka sem eru karllægar sögur af valdastétt Ísraels. Þetta er sagan af Rut, móabískri konu, en þær eru í öðrum bókum testamentisins taldar lauslátar og þar að auki voru lög gegn því að giftast útlendingum, sérstaklega konum. Seinni tíma fræðimenn telja að þessi bók hafi einmitt verið skrifuð af konu. Sagan fjallar um konur sem glíma við fátækt og hungursneyð og tengsl þeirra við samfélagið sitt. Þetta endar svo með því að Rut giftist, verður formóðir Davíðs konungs og síðar Jesú. Hún fær því heiðurssess þó hún passi hvergi inn í. Það rímar kannski við þessa guðfræði að fá heiðurssess þó maður passi hvergi inn í.“
Sonurinn með ADHD
Sigurvin leggur áherslu á að guðfræðin og erindi kirkjunnar þurfi að mótast af raunverulegum aðstæðum fólks. Næsta sunnudag verður messan tileinkuð ADHD. Það hýrnar yfir Sigurvini að segja frá henni. „Við ætlum að greina Jesú með ADHD. Við ætlum að senda út fréttatilkynningu þar sem við segjum frá því að Jesú hafi verið afgerandi ofvirkur og hvatvís með snert af athyglisbresti. Guðsþjónustan verður mjög óvenjulega og við ætlum að vaða úr einum sálmi í annan eins og hvatvísir og ofvirkir gera. Auðvitað er þetta til gamans gert en það fellur inn í guðfræðihefð að leita að þáttum í fari Jesú sem maður tengir við. Það hafa konur gert, það hafa samkynhneigðir gert og það hafa svartir gert.
Að þessu sinni ætlum við að lyfta upp málefnum ADHD-samtakanna þar sem ég er raunar gjaldkeri. Sonur minn er með ADHD og ég hef þurft að standa vörð um hann í skólakerfinu. Við ætlum að mæta fordómum í samfélaginu en fullorðnir með athyglisbrest eru sérstaklega útsettir fyrir þeim því lyfin sem hjálpa þeim eru einnig notuð á fíkniefnamarkaðnum. Skólakerfið gerir líka oft svolítið ráð fyrir að allir séu normal. En þetta er sumsé innlegg kirkjunnar til að vekja athygli á góðum málefnum, að halda þessar óhefðbundu messur og opna dyr kirkjunnar fyrir öllum. Við erum jú öll jöfn.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
Frjálslyndir múslimar
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 2 1 7
Síðasta vetur var enn á ný rætt um réttmæti leikskólaheimsókna í kirkjur og gagnrýndi ósátt móðir að sonur hennar fengi engan valkost í leikskólanum þegar hin börnin heimsóttu Neskirkju þar sem Sigurvin starfaði þá. „Kirkjan hefur stundum litið á það sem sjálfsagt mál að hún sé í hinu opinbera rými en ég tel að það þurfi skýrar leikreglur. Hvað þessar leikskólaheimsóknir í fyrra varðar þá átti ég aldrei samskipti við móðurina en gengið hafði verið frá því milli leikskólans og kirkjunnar að þar ríkti fullkomið traust. Við kröfðumst þess ekki að börnin færu með faðirvorið eða signdu sig í kirkjunni. Það eru alltaf börn í hópnum sem koma frá öðrum hefðum og við þurfum að virða það. Það er síðan alltaf ákveðinn hópur foreldra sem vill ekki að börnin sín fari í kirkju og það er bara eðlileg krafa. Það má ekki jaðarsetja þau börn og í boði þarf að vera mannsæmandi valkostur sem viðheldur reisn allra. Á meðan leikreglurnar eru ekki skýrar eru alltaf hætta á að fólk stígi á einhverjar tær. Ég held að það jákvæða sem kemur út úr þessari umræðu sé að leikreglurnar skýrast, sérstaklega þegar kemur að börnum, því dýrmætasta sem við eigum. Það gerir enginn málamiðlanir með börnin sín.“ Raunar hafa sumir foreldrar komið honum skemmtilega á óvart. „Innflytjendur af öðrum trúarbrögðum en kristni – búddistar og múslimar – hafa margir hverjir verið ófeimnir við að senda börnin sín í barnastarfið. Þeir vilja þá einfaldlega að barnið þeirra sé í trúarlegu starfi og að kristin kirkja sé stofnun í samfélaginu sem nýtur trausts. Þetta hefur komið mér á óvart. Ímyndin af múslimum er að þeir séu allir kassalaga og bókstafstrúar en mín reynsla af starfinu í Neskirkju er að múslimar sumir hverjir séu jafnvel opnari og frjálslyndari en kristnir.“
Karllæg Biblía
Sigurvin myndi þó sannarlega teljast frjálslyndur. Auk þess að halda Regnbogamessuna, stóð hann nýverið fyrir Geðveikri messu í Laugarneskirkju og þar sagði Heiðar Ingi Svavarsson, sem einnig var í viðtali hér í Fréttatímanum, frá glímu sinni við geðhvörf. Síðasta sunnudag ræddi Sigurvin síðan um ástarsögur. „Ég talaði um hvernig við segjum ástarsögur í samtímanum og hvernig klámmenning og raunveruleikasjónvarp hafa áhrif á skynjun okkar. Við erum sköpuð til tengsla en svo margt í menningunni okkar bendir til að við séum með brotin tengsl. Ég sagði ástarsögu úr Rutarbók úr Gamla testamentinu sem er svo fullkomlega róttæk því hún ögrar gildum þess tíma. Biblían á það til að vera heldur karllæg, svo við tölum bara hreint út, og þessi
Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
24
fréttaskýring
Helgin 18.-20. október 2013
3. hluti Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm
Vökudeild Barnaspítala Hringsins er dýrasta deild kvenna- og barnasviðs og tækjaþörfin þar hvað mest. Hún hefur alfarið reitt sig á gjafafé til tækjakaupa og ríkið hefur því ekki þurft að veita fé til tækjakaupa fyrir deildina undanfarna áratugi. Á árunum 2010-12 var kvennaog barnasviði Landspítalans færðar gjafir fyrir alls 307 milljónir króna. Ljósmynd/Hari
Vökudeildin dýrust en fær ekkert frá ríkinu Nýr spítali myndi bæta mikið þjónustu við börn því jafnmörgum börnum er sinnt á deildum Landspítalans í Fossvogi og á Barnaspítalanum, 13 þúsund á hvorum stað ár hvert. Vökudeildin, gjörgæsludeild nýbura, er ein dýrasta deild spítalans en hefur alfarið þurft að reiða sig á gjafafé til tækjakaupa undanfarna áratugi.
V
ökudeild Barnaspítali Hringsins er dýrasta deild kvenna- og barnasviðs og tækjaþörfin þar hvað mest. Samt sem áður hefur ríkið ekki þurft að veita fé til tækjakaupa fyrir deildina undanfarna áratugi því tækjakaup eru öll fjármögnuð með gjafafé, mest frá Barnaspítalasjóði Hringsins. Á árunum 2010-12 voru kvenna- og barnasviði Landspítalans færðar gjafir fyrir alls 307 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá spítalanum. Það sem af er árinu hafa sviðinu verið færðar gjafir fyrir um 50 milljónir. Fyrir vikið er Barnaspítalinn jafn vel tækjum búinn og fullkomnustu barnaspítalar erlendis. Barnaspítalinn tilheyrir kvenna- og barnsviði Landspítalans. Barnaspítalinn sinnir flestum sviðum lækninga barna undir 18 ára að aldri, að undanskildum þeim aðgerðum og rannsóknum sem fram fara í Fossvogi, en það eru meðal annars háls- nef og eyrnalækningar barna, heilaskurðlækningar barna og bæklunarlækningar barna. Aðgerðir á þeim sviðum fara fram í Fossvogi en börn liggja þar ekki yfir nótt nema þau þurfi að vera á gjörgæslu. Þurfi börn að liggja inni eftir aðgerðir eru þau færð yfir á Barnaspítalann við Hringbraut. „Það er mikill misskilningur að nýr spítali hafi ekki áhrif á þjónustu við börn,“ segir Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs. „Um það bil jafn mörg börn fá þjónustu á báðamót-
töku LSH í Fossvogi og á Barnaspítalanum ár hvert, um 13 þúsund komur á hvorum stað,“ segir hann. Bráðamóttakan í Barnaspítalanum er mestmegnis fyrir börn sem leita til LSH vegna sjúkdóma og til barnaskurðlækna en flest þau börn sem slasast eða meiðast fara á bráðamóttökuna í Fossvogi. Á nýjum spítala yrði öll bráðaþjónusta á einum stað sem væri þá jafnframt í mun meiri nálægð við lækna og húsnæði Barnaspítalans. Að auki væri á henni sérstök barnaeining. „Þegar börn slasast fara barnalæknar héðan af Barnaspítalanum stundum yfir í Fossvoginn til þess að aðstoða við að sinna þeim. Auk þess erum við stöðugt að flytja börn frá Fossvoginum yfir á Barnaspítalann því þau liggja ekki inni í Fossvoginum,“ bendir hann á en kostnaður er vegna þessa flutninga auk þess sem auðvitað er æskilegt að flytja veika sjúklinga sem minnst á milli staða, að sögn Jóns Hilmars. Húsnæði gjörgæsludeildar LSH er jafnframt orðin mjög úr sér gengið og eru mörg herbergi gjörgæslusjúklinga svo lítil og pláss almennt mjög takmarkað að foreldrar hafa ekki góða aðstöðu til þess að geta dvalið þar með börnum sínum eins og æskilegt væri. Ný gjörgæsla í nýjum spítala bætti úr þessu.
Kvennadeildin úr sér gengin
Á kvennadeildum er veitt sérhæfð læknis- og hjúkrunarþjónusta fyrir kon-
ur í meðgöngu, fæðingu og sængurlegu, sem og þjónusta fyrir konur með almenna eða illkynja kvensjúkdóma, svo sem krabbamein í kvenlíffærum. Þjónustan er veitt á göngu-, dag- og legudeildum eftir atvikum. Að sögn Hrundar Magnúsdóttur, deildarstjóra kvennadeildar, hefur þjónusta deildarinnar breyst mikið á undanförnum árum. Legurýmum hefur verið fækkað og göngu- og dagdeildarþjónusta aukin en það er í takt við þróun í heilbrigðisþjónustu víða um heim. „Tækjaþörf deildarinnar er ekki mikil og er tækjakostur í ásættanlegu ásigkomulagi. Sjúklingar og starfsfólk á deildinni líður hins vegar fyrir að húsnæði hefur lítið verið endurnýjað né heldur hefur viðhaldi verið sinnt sem skyldi,“ segir Hrund. Hún bendir á að mikið veikar konur þurfi að vera tvær til þrjár saman á stofu og að fimm konur deili sama salerni, sem sé langt frá því ásættanlegt, ekki nema vegna aukinnar smithættu ýmissa sjúkdóma við slíkar aðstæður. Að auki séu sjúkrarúm og önnur húsgögn orðin gömul og úr sér gengin og þarfnist endurnýjunar. Húsnæðið var byggt árið 1973 og hefur verið lítið sem ekkert endurnýjað síðan. Jón Hilmar tekur undir þetta. „Kvennadeildin hefur setið á hakanum undanfarin ár því stefnt er á að hún færist að stórum hluta yfir í nýjan spítala. Okkur finnst ekki rétt að óska eftir gjafafé fyrir endurnýjun deildarinnar
Líf Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, hefur þann tilgang að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Félagið vinnur að líknar- og mannúðarmálum í þágu fjölskyldna. Líf er stofnað með langtímaverkefni í huga og það mun afla fjár með félagsgjöldum sem greidd verða ár hvert og einnig standa að margvíslegum fjáröflunum. Að félaginu standa núverandi og fyrrverandi starfsmenn kvennadeildar ásamt breiðum hópi fólks víðsvegar úr þjóðfélaginu. Þó skírskotun sé augljós til kvenna vegna kvennadeildar leggja aðstandendur LÍF áherslu á að félagið er fyrir karla og konur enda njóta karlar einnig þjónustu kvennadeildar þar sem börn þeirra fæðast og margir dvelja þar einnig á meðan fæðingu/sængurlegu stendur.
ættur
D-vítamínb
upp á tugi milljóna ef hún á síðan að færast í nýjan spítala innan fárra ára. Við þurfum hins vegar ef til vill að endurskoða þá afstöðu ef bygging nýs spítali er ekki í sjónmáli,“ segir Jón Hilmar. Húsnæði meðgöngu- og sængurkvennadeildar var nýlega endurnýjað fyrir m.a. að hluta fyrir gjafafé frá LÍF, styrktarfélagi kvennadeildar Landspítalans sem réðst í landssöfnun fyrir um tveimur árum. Þar er sérhæfð þjónusta við konur með sérstaka áhættuþætti á meðgöngu og náið samstarf við starfsfólk barnadeilda, fyrst og fremst vökudeild. Söfnunin náði langt upp í þann kostnað sem hlaust af endurnýjun deildarinnar sem nam um 80 milljónum. Fjölbýlum var breytt í einbýli með salernisaðstöðu og aðstöðu fyrir aðstandendur, húsgögn voru endurnýjuð og nauðsynlegar endurbætur voru gerðar á raflögnum og vatnsog skólplögnum auk þess sem sett var inn loftræstikerfi sem var ekki til staðar áður. Þá var sett upp sérstakt lyfjaherbergi sem eykur öryggi sjúklinga til muna. Álíka endurbóta er þörf á kvennadeild og nauðsynlegra endurbóta er einnig þörf á skurðstofugangi kvennadeildar og fæðingargangi. Gert er ráð fyrir að skurðstofur sem tengjast fæðingaþjónustan færist yfir í nýjan spítala, líkt og legudeildir kvennadeildar eins og áður sagði. Af sömu ástæðum og með kvennadeild, væntinga um nýjan spítala, hefur húsnæði á fæðingargangi Framhald á næstu opnu
Aðeins
íslenskt kjöt
í kjötborði
Aðeins
íslenskt
Lambaprime
3255 3798
kjöt
Grísalundir með sælkerafyllingu
í kjötborði
kr./kg
kr./kg
20
er
Við g
% afsláttur
ri balæ Lam
8 9 3 1
g kr./k
g
kr./k 1698
Aðeins
íslenskt kjöt
2698 2998
ir þig
a fyr
eir um m
kr./kg
kr./kg
ir Bestöti í kj
í kjötborði
Ungnauta hamborgari, 90 g
159 198
Ferskir
í fiski
kr./stk.
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
kr./stk.
15
ísleAðeins nsk k t í kj jöt ö tbo rði
Bleikjuflök
1798 1998
kr./kg
kr./kg
% afsláttu r
Helgartilboð! Skólajógúrt m/ epla- og karamellubragði, 150 g
89 96
2 fyrir
kr./stk.
kr./stk.
1
15
% ur afslátt
Myllu Speltbrauð
Rauð vínber
689 798
Breiðholtsbakarí skonsur
165 188
kr./pk.
28
kr./pk.
% ur afslátt
15
afslátt % ur
McCain sætar kartöflur sléttar, 454 g
498 589
kr./pk.
kr./pk.
Prins Póló mini kex
298 335
kr./pk.
kr./pk.
kr./kg
kr./kg
Tyrrell’s grænmetissnakk, 150 g
407 479
kr./pk.
kr./pk.
Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt
Pepsi, 2 lítrar
198 277
kr./stk.
kr./stk.
26
fréttaskýring
Helgin 18.-20. október 2013
3. hluti
því ekkert verið endurnýjað undanfarin ár. Þar fæðast nú um það bil þrír af hverjum fjórum nýjum Íslendingum.
Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm
Langir biðlistar á BUGL
Hringurinn Hringurinn er kvenfélag, stofnað árið 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins. Mörg önnur verkefni, sem tengjast veikum börnum, hafa verið studd og styrkt. Þau stærstu eru uppbygging
Barna- og unglingageðdeildar Landspítala og rekstur Sjónarhóls, ráðgjafamiðstöðvar barna með sérþarfir. Í félaginu eru nú 335 konur á öllum aldri. Félagsfundir eru haldnir einu sinni í mánuði á veturna, félagskonum til fræðslu og skemmtunar. Starfsemin byggist hins vegar fyrst og fremst á því mikla starfi sem fram
fer í nefndum félagsins. Fjáröflunarleiðirnar eru söfnunarbaukar, sem staðsettir eru víða, s.s. í Leifsstöð, jólakaffi og happdrætti, sem haldin eru á aðventunni á hverju ári, jólabasarinn, sem haldinn er í nóvember á hverju ári, minningarkortin, sem seld eru allt árið, jólakortin og veitingasalan í Barnaspítalanum.
Styrkveitingar úr Barnaspítalasjóði Hringsins árið 2012 Barnaspítali Hringsins, göngudeild: 5
Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
bíll á mynd: Honda Civic 1.6i-dteC executive.
sem geta aukið á geðrænan vanda barna, svo sem búsetuóöryggi samfara erfiðu efnahagsástandi og neikvæðri samfélagsumræðu,“ segir Guðrún Bryndís. „Þessu til viðbótar hefur tölvunotkun ungmenna breyst verulega undanfarin ár og við þekkjum ekki nógu vel neikvæð áhrif hennar. Netnotkun hefur stóraukist og við vitum hreinlega ekki hvaða áhrif hún getur haft. Hið eina sem ég get sagt er að ég hræðist hana, sérstaklega með tilliti til eineltis og félagslegrar einangrunar,“ segir Guðrún. Alls eru 17 legurými á legudeild BUGL. Líkt og á öðrum sviðum heilbrigðisþjónustunnar hefur áherslan undanfarin ár verið á að fækka innlögnum og auka dagog göngudeildarþjónustu. Börn sem lögð eru inn á BUGL eru hins vegar oft í sjálfsvígshættu og þurfa því sólahringshjúkrun og læknismeðferð, að sögn Höllu Skúladóttur, aðstoðardeildarstjóra legudeildar BUGL. „Flest þeirra barna sem þurfa innlögn eru á aldrinum 13-18 ára en dæmi eru um að börn allt niður í leikskólaaldur hafi þurft að leggjast inn. Bráðatilfelli ganga fyrir með innlagnir og þegar svo mikill fjöldi bráðatilfella berst er ekki hægt að taka inn önnur börn en þau sem þurfa bráðaþjónustu,“ segir Halla. Húsnæðiskostur legudeildar er til mikillar fyrirmyndar. Nýverið styrkti Barnaspítalasjóður Hringsins, líknarfélög og félagasamtök, svo sem Lions og Kiwanis BUGL svo hægt væri að endurgera útisvæði og gera það að hluta meðferðarsvæðis BUGL. Lokið var við framkvæmdir nú í sumar og er nú eina útimeðferðarsvæði landsins“, að sögn Höllu.
Honda CiviC 1.6 dÍSiL 2
Honda CiviC 1.6 dÍSiL kOStar frá kr.
útbLáStur aðeinS 94 g
3.840.000
Honda CiviC 1.4 BEnSÍn - beinSkiPtur, kOStar frá kr. 3.490.000 Honda CiviC 1.8 BEnSÍn - SJáLfSkiPtur, kOStar frá kr. 3.840.000
Umboðsaðilar:
bernhard, reykjanesbæ, sími 421 7800 bílver, akranesi, sími 431 1985 Höldur, akureyri, sími 461 6020 bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535
www.honda.is
komdu í reynsluakstur og prófaðu Honda Civic dísil, með nýrri Earth dreams Technology dísilvél, sem býður upp á einstakt samspil sparneytni og krafts.
3,6
Blandaður akstur
Utanbæjar akstur
3,3
Innanbæjar akstur
4,0
/100km
3,6 L/100km í bLönduðum akStri C0
L
/100km
L
Barka- og raddbandaspeglunartæki, skoðunarborð með fylgihlutum, fiberlaryngoscope til skoðunar á börnum, höfuðljós og smásjár. Bráðamóttaka barna, Fossvogi: Styrkur vegna endurnýjunar á hjólastól og yfirdekkningar á sófum og stólum. Meðgöngu og sængurkv.deild LSH: 2 ljósameðferðarteppi vegna nýburagulu. Skammtímavistunin Árlandi: Ipad spjaldtölva með hulstri. Sjónarhóll: Rekstrarstyrkur v/ starfsmanns og ½ foreldraráðgjafa. Vinafélag Móvaðs: Styrkur vegna kaupa á bíl. Styrkveitingar ársins námu rétt tæplega 135 milljónum króna. Stærsti styrkurinn var 70 milljóna króna styrkur til Barnaspítala Hringsins og mest fór til vökudeildar í tilefni af 70 ára afmæli Barnaspítalasjóðs.
/100km
Skurðstofa LSH, Fossvogi: Skurðarborð. Háls-nef og eyrnadeild barna LSH:
L
vogir sem mæla upp að 300 kg. Barnaspítali Hringsins, vökudeild: 4 Basix hjúkrunarvagnar, 2 vökvadælur, 40 sprautudælur og 5 standar. Endurnýjun 2/3 hluta mónitorakerfis vökudeildar (13 mónitorar) ásamt 10 mónitorum, fjölþættum og flóknum nemum, fylgibúnaði og tengingu við móðurstöð fyrir vinstri væng vökudeildar. Barnaspítali Hringsins, bráðamóttaka: Skoðunarbekkir, blöðruómskoðunartæki, 10 vökvadælur og 3 sprautudælur. Endurbætur, tilfærsla og breytingar á húsnæði bráðaherbergis í aðstandenda- og kyrrðarherbergi. Barnaspítali Hringsins, legu-dagdeild: 30 vökvadælur, 8 sprautudælur og 5 standar. Barnaspítali Hringsins, skurðlækn.: Laprascopíustæða. Barna- og unglingageðdeild, BUGL: Endurgerð útileiksvæðis.
Barna- og unglingageðdeild (BUGL) við Dalbraut er hluti af kvenna- og barnasviði Landspítalans. BUGL skiptist í göngudeild og legudeild og sérhæfir sig í mati og meðferð á geðröskunum barna og unglinga ásamt kennslu, handleiðslu og rannsóknum á sviði geðheilbrigðisþjónustu barna. Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á göngudeild BUGL, og Linda Kristmundsdóttir, deildarstjóri göngudeildar, segja að þjónustu í heilbrigðiskerfinu utan spítala við börn með geðraskanir sé verulega ábótavant. Fyrir vikið sé gífurlegt álag á bráðaþjónustu BUGL sem geri það að verkum að biðlisti eftir þjónustu á göngudeild BUGL er lengri en nokkru sinni fyrr og biðtími fjórfalt lengri en ásættanlegt sé. Alls eru nú 124 börn á biðlista eftir þjónustu BUGL og meðalbiðtími þeirra 1214 mánuðir. Til samanburðar voru 62 á biðlista eftir þjónustu í janúar 2009. „Árið 2012 komu 310 ný bráðatillfelli og hafa þau aldrei verið fleiri,“ bendir Guðrún Bryndís á. Til samanburðar voru bráðatilfelli árið 2009 alls 227 talsins. „Það er útlit fyrir enn fleiri bráðamál í ár,“ segir hún. „Börn sem þurfa á bráðaþjónustu að halda eru yfirleitt með sjálfsvígshótanir eða sjálfsvígshugsanir en einnig börn sem talin eru vera með geðrofseinkenni,“ segir Linda. Algengast er að það séu eldri börn sem þurfa á bráðaþjónustu að halda, á aldrinum 12-18 ára, en inn á milli eru yngri börn, allt niður í sex ára. „Ef um sjálfsvígshættu er að ræða fær viðkomandi tíma sam-
dægurs þar sem sjálfsvígshætta er metin. Það bíður enginn sem vill ekki lifa lengur. Byggt á niðurstöðu viðtals er ákveðið hvort barn fer í innlögn eða fær göngudeildarþjónustu,” segir hún. Nýtt húsnæði göngudeildar BUGL var tekið í notkun árið 2008 og var bygging þess fjármögnuð af Barnaspítalasjóði Hringsins og fleiri góðgerðasamtökum ásamt ríkissjóði. Guðrún Bryndís segir að 12-14 mánaða biðtími eftir þjónustu fyrir börn með geðraskanir sé allt of langur. Linda tekur undir það. „Ásættanlegur biðtími væri þrír mánuðir fyrir þjónustu í göngudeild,“ segir Linda. Þær segja að vandamálið leysist ekki einungis með því að auka við þjónustu á BUGL. „Við erum svokölluð þriðja stigs heilbrigðisþjónusta sem er mjög sérhæfð og eigum því að taka við sjúklingum sem ekki er hægt að meðhöndla í fyrsta og annars stigs þjónustu,“ bendir Linda á. Fyrsta og annars stigs heilbrigðisþjónusta er til að mynda heilsugæslan og sérfræðingar á stofu auk sérhæfðra stofnana í líkingu við Þroska- og hegðunarstöð. „Mikilvægt er að byggja upp betri þjónustu í nærumhverfi barnanna svo hægt sé að grípa fyrr inn í þegar vandi kemur upp. Foreldrar standa oft ráðalausir þegar geðræn veikindi gera vart við sig sem í sjálfu sér er algjör andstæða við það sem gerist þegar um líkamleg veikindi er að ræða,“ segir Guðrún Bryndís. „Hina miklu aukningu í bráðatilfellum má ef til vill skýra með samdrætti í þjónustu við börn með þroska- og geðraskanir annars staðar og hugsanlega einnig af félagslegum orsökum. Með félagslegum orsökum er átt við, í þessu samhengi, að úrræði foreldra eru ef til vill færri en áður og að auki hafa bæst við vandamál
CO2 94 / g
útblástur
km
Áreiðanlegasti bílaframleiðandinn Samkvæmt What Car og Warranty direct hefur Honda verið valin áreiðanlegasti bílaframleiðandinn átta ár í röð.
Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is
Verður þín hugmynd að veruleika á Ásbrú?
PIPAR\TBWA-SÍA - 131260
Listdansskóli Reykjanesbæjar er eitt fjölmargra fyrirtækja á Ásbrú. Skólinn er í fyrrum skotfærageymslu Bandaríkjahers og hefur starfað á Ásbrú í tvö ár. Þar læra yfir 200 nemendur klassískan dans, jazzballet og fleiri dansstíla.
menningar-
Svona er lífið á Ásbrú Ásbrú í Reykjanesbæ er suðupottur tækifæra. Þar hefur á skömmum tíma byggst upp litríkt samfélag, þar sem saman fer öflug menntastofnun, fjöldi spennandi fyrirtækja og blómstrandi mannlíf. Nánari upplýsingar á www.asbru.is.
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is
28
úttekt
Helgin 18.-20. október 2013
51 árs aldursmunur á elsta og yngsta flytjandanum Átta þúsund gestir verða á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem fer fram í Reykjavík dagana 30. október til 3. nóvember næstkomandi. Hátíðin hefur margfaldast síðan hún var fyrst haldin árið 1999. Þá var í fyrsta sinn ákveðið að reyna að kynna íslenskar hljómsveitir á Íslandi í stað þess að fljúga þeim út. Í dag koma þúsundir ferðamanna Iceland Airwaves hátíðin verður haldin eftir tæpar tvær vikur. hingað yfir eina helgi utan háannar ferðamannatíma prósent meiri velta var hjá erlendum gestum árið 2012 en og dæla vel yfir milljarði inn í hagkerfið. árið á undan enda fjölgaði þeim úr 2.800 í 4.076 milli ára.
15. 7
hljómsveitir komu fram á fyrstu hátíðinni árið 1999. Hátíðin var haldin í Flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli. Aðalnúmerið var bandaríska sveitin Thievery Corporation. Auk hennar tróðu Soul Coughing frá Bandaríkjunum og Zoe frá Danmörku upp. Gus Gus var stærsta íslenska bandið en Quarashi, Ensími og Toy Machine sigruðu í hlustendakosningu á X-inu og stigu sömuleiðis á svið.
1. 217 13 5 800.000.000 300.000.000 624
Hátíðin í ár er sú fyrsta sem GusGus kemur ekki fram á. Fram til þessa dags var hún eina sveitin sem spilað hafði á öllum Airwaves-hátíðunum.
listamenn koma fram á hátíðinni í ár, þar af 61 erlend sveit.
tónleikastaðir eru lagðir undir aðaldagskrána en tónleikarnir verða alls 252.
daga stendur hátíðin yfir, frá miðvikudegi til sunnudags.
króna eyddu erlendir gestir á Airwaves á höfuðborgarsvæðinu meðan á hátíðinni stóð í fyrra.
til viðbótar eyddu þeir til að koma sér til landsins.
tónleikar fara auk þess fram utan aðaldagskrárinnar, „off venue“ á 48 tónleikastöðum víðs vegar um borgina. Ókeypis er inn á þá tónleika fyrir alla.
66
Þessar tölur eru fengnar úr könnun Útón meðal hátíðargesta.
27.655 3
krónur voru meðalútgjöld hvers erlends gests á hverjum degi á hátíðinni í fyrra. Þá er aðgangseyrir ótalinn.
starfsmenn vinna að skipulagningu Iceland Airwaves allt árið um kring. Þau eru Grímur Atlason framkvæmdastjóri, Kamilla Ingibergsdóttir kynningarstjóri og Egill Tómasson sem sér meðal annars um íslensku böndin. Egill hefur unnið manna lengst við hátíðina, eða síðan árið 2000. Hátíðin í ár er því fjórtánda hátíðin hans en Grímur og Kamilla eru bæði að vinna að sinni fjórðu hátíð.
8.000 4.500 450 67 16 gestir verða á Iceland Airwaves í ár.
þeirra eru erlendir gestir.
manns úr tónlistarbransanum mæta á hátíðina, um 300 blaðamenn og 150 bókarar og annað bransalið.
Elsti maðurinn sem treður upp á Airwaves í ár er Ralf Hütter í hljómsveitinni Kraftwerk.
Yngsti flytjandinn er talinn vera Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, söngkona í hljómsveitinni Aragrúa.
HLÝTT
Í VETUR
ÞÚ FÆRÐ HLÝJAN FATNAÐ FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA Í INTERSPORT
Ð FULL BÚ M AF NÝJU VÖRUM
% 5 2
LLUM Ö F A R TU AFSLÁT-, herra- og barnadömu
13.490
ÚLPUM
*
(Fullt verð: 17.990)
*GILDIR TIL MÁNUDAGS 21. OKTÓBER 2013
12.740
12.740
(Fullt verð: 16.990)
ETIREL SNOWBIRD
MCKINLEY CAVA
MCKINLEY LUCCA
Vattstungin og polyestersfyllt úlpa, vatnsvarin og vindheld. Litir: svört, rauð. Stærðir: 36-44.
Vindheldur og vatnsvarinn jakki, 90/10 dúnn. Stærðir: M-XXL. Litur: Blár.
Vindheldur og vatnsvarinn jakki, 90/10 dúnn. Litur: Svartur. Stærðir: 34-42.
3.490
MCKINLEY ASTRO
Flíspeysa úr mjúku og þunnu flísefni. Litir: Blá, bleik, svört. Stærðir: 80-110.
6.290 (Fullt verð: 8.490)
MCKINLEY WINTER SOFTSHELL
Vindheldur og vatnsvarinn jakki, hægt að smella hettunni af. Litir: Bleikur, blár. Stærðir: 80-110.
9.990
(Fullt verð: 16.990)
MCKINLEY LIVIGNO
Rúskinnsskór með slitsterkum sóla. Litur: brúnir. Stærðir: 36-46.
3.990
MCKINLEY COSMOS
Flíspeysa úr mjúku og þunnu flísefni. Litir: Svört, bleik, blá. Stærðir: 120-160.
8.990
MCKINLEY FASK
Loðfóðraðir rúskinnsskór með grófum sóla sem gefur gott grip. Litir: Rauðir, svartir. Stærðir: 28-35.
INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / BILDSHOFDI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 18. SUN. 13 - 17. INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4890 / AKUREYRI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / SELFOSS@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.
Dropinn
30
fótbolti
Helgin 18.-20. október 2013
Stærsta stund íslenskrar
fæst í KRUMMA
Frábært í barnaherbergið Íslenska landsliðið er komið í umspil á HM og strákarnir fögnuðu vel þegar Kolbeinn skoraði gegn Kýpur í síðustu viku. Ljósmynd/Hari
Íslenska landsliðið í fótbolta er komið í umspil um sæti á HM í Brasilíu næsta sumar. Á mánudaginn kemur í ljós hvort við mætum Portúgölum, Grikkjum, Króötum eða Úkraínumönnum. Fréttatíminn skoðar dráttinn og framherjana sem íslenska vörnin gæti þurft að kljást við auk þess sem Ólafur Kristjánsson metur mótherja okkar.
Í
sland er komið í umspil fyrir HM 2014. Eftir tvo leiki um miðjan nóvember kemur í ljós hvort við komumst í fyrsta skipti
á stórmót. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hefur fylgst vel með undankeppninni og býst við erfiðum leikjum, hver svo sem
mótherjinn verður. „Þetta verða tveir leikir í beit þar sem allt snýst um að ná góðum úrslitum. Það er svo mikið undir að það má ekki
Framherjarnir sem við getum mætt
Í
slenska liðið hefur þótt leika frábærlega í undankeppninni. Miðjumenn og framherjar liðsins hafa leikið á als oddi og komið mörgum á óvart. Hins vegar hefur vörn liðsins stundum verið gagnrýnd og hefur á stundum þótt óstyrk. Vörnin hefur ekki enn þurft að glíma við framherja í hæsta gæðaflokki; frábært lið Sviss líður
fyrir skort á alvöru senter, hinn norski Daniel Braaten verður seint nefndur í sömu andrá og Rooney eða Zlatan, og þannig mætti áfram telja. Það kann því að vera áhyggjuefni að löndin fjögur sem við getum mætt í umspilinu hafa á að skipa mun betri framherjum en íslensku strákarnir hafa þurft að kljást við undanfarið. Þeir Cristiano Ronaldo
Portúgal Nafn: CriStiano ronaldo Aldur: 28 ára. Hæð: 1.86. Landsleikir: 107/43 mörk. Félagslið: Real Madrid
Úkraína Nafn: Yevhen SeleznYov Aldur: 28 ára. Hæð: 1.85. Landsleikir: 40/9 mörk Félagslið: Dnipro Dnipropetrovs
23.900 kr
Öryggi – Gæði - Leikgildi Opið: mán–fös 8:30-18:00 lau 11:00–16:00
Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími: 587 8700
www.krumma.is
og Mario Mandzukic eru flestu knattspyrnuáhugafólki að góðu kunnir enda hafa þeir raðað inn mörkum á Spáni og í Þýskaland undanfarin ár. Ísland mætti Portúgal í síðustu undankeppni EM og tapaði báðum leikjunum. Ronaldo skoraði á Laugardalsvelli í 1-3 tapi og leikurinn í Portúgal fór 5-3 fyrir heimamenn. Úkraínska liðið er
Króatía Nafn: Mario MandzukiC Aldur: 27 ára. Hæð: 1.87. Landsleikir: 42/12 mörk. Félagslið: Bayern München.
fótbolti 31
Helgin 18.-20. október 2013
knattspyrnusögu búast við því að þetta verði neinn sambafótbolti. Í svona leikjum getur einstaklingsframtak ráðið úrslitum,“ segir Ólafur. Hann segir hér álit sitt á hugsanlegum mótherjum Íslendinga.
Ronaldo hættulegur
„Ég held að þetta sé kannski það landslið sem allir óska sér að mæta ekki. Portúgalar hafa verið öflugir á undanförnum árum, þeir eru með gott lið. Sá leikmaður sem stendur auðvitað upp úr er Ronaldo, hann getur klárað leiki upp á eigin spýtur.“
Stærsta nafnið er Samaras í Celtic og svo er Karagounis í Fulham þarna. Hann er ágætis leikmaður en ekki betri en bestu leikmenn okkar. Ef ég ætti mér óskamótherja þá væru það Grikkir. Það væri fínt að fá þá á svellkaldan Laugardalsvöll í nóvember og vona að annað eistað skreppi upp í maga.“
Vont að fá Króata
„Króatar eiga frábæra fótboltamenn, til að mynda Modric og Mandzukic. Þeir eru að mörgu
Svona fer drátturinn fram leyti svipaðir og Portúgalar, spila flottan bolta og það er mikil ástríða þarna. Þeir stjórna hraða í leikjum eins og ekkert sé og eru gríðarlega erfiður andstæðingur. Maður hefur stundum sett spurningamerki við leikskipulagið hjá þeim en það hefur farið batnandi. Það væri vont að fá Króatana.“ Höskuldur Daði Magnússon
Á mánudaginn verður dregið um það hvaða þjóðir mætast í umspilsleikjum fyrir HM 2014. Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum FIFA. Átta þjóðir verða í pottinum og er þeim skipt í efri og neðri styrkleikaflokk. Í efri styrkleikaflokki eru Grikkland, Króatía, Portúgal og Úkraína. Í þeim neðri eru Frakkland,
eitt og löndin í þeim neðri í pott númer tvö. Fyrst er dregið eitt land úr potti eitt og annað úr potti tvö. Löndin tvö fara saman í annan pott og aftur er dregið úr honum. Landið sem fyrr er dregið verður á heimavelli í fyrri leiknum. Hitt liðið fær heimaleik í síðari leiknum, sem jafnan er talið eftirsóknarverðara.
Ísland, Rúmenía og Svíþjóð. Umspilsleikirnir fara fram föstudaginn 15. nóvember og þriðjudaginn 19. nóvember. Þau lönd sem hafa betur í umspilsleikjunum tveimur komast á HM í Brasilíu á næsta ári. Drátturinn fer þannig fram að löndin í efri styrkleikaflokki fara í pott
hdm@frettatiminn.is
Erfiður útivöllur í Úkraínu
„Úkraína er með gott landslið. Þeir hafa kannski ekki stjörnuspilara sem við þekkjum en þetta er massíft maskínulið. Og erfiður útivöllur að fara á. Við þekkjum hefðina hjá þessu liði. Úkraína gæti samt verið það land sem við ættum að horfa til, ásamt Grikkjum, sem óskamótherji. Við ættum alveg að geta átt möguleika í tveimur leikjum á móti þeim.“
Fínt að fá Grikki
„Já, þeir eru alveg jafn leiðinlegir og 2004 þó fótboltinn sé kannski aðeins betri. Þeir fengu ekki mikið af mörkum á sig í undankeppninni en skoruðu heldur ekki mikið. Heimavöllurinn er sterkur, þar er mikill eldur og mikil sál.
Má færa þér 1.000 krónur?
nær eingöngu skipað mönnum sem leika í heimalandinu. Framherjinn Seleznyov hefur skorað reglulega með félagsliðum sínum undanfarin ár og hefur verið að færa sig upp á skaftið með landsliðinu. Grikkjann Samaras þekkja margir frá því hann lék með Manchester City. Hann leikur nú með Celtic í Skotlandi og er burðarásinn í gríska liðinu.
Grikkland
Þú færð 1.000 kr. afslátt í Apótekaranum ef þú verslar fyrir 5.000 kr. eða meira*
PIPAR \ TBWA
•
SÍA
•
132954
Nafn: GiorGios samaras. Aldur: 28 ára. Hæð: 1.92. Landsleikir: 68/8 mörk. Félagslið: Glasgow Celtic.
Afslátturinn gildir jafnt fyrir lyf sem aðrar vörur. Afslátturinn gildir í öllum apótekum Apótekarans. Gildir ekki fyrir lyf sem heyra undir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands.
Er Apótekarinn nálægt þér? Bíldshöfði (Húsgagnahöllin) Mjóddin, Álfabakka Melhagi, Vesturbæ Reykjavík Fjarðarkaup, Hafnarfirði Salavegur, Kópavogi Smiðjuvegur, Kópavogi Þverholt, Mosfellsbæ Hafnarstræti, Akureyri
www.apotekarinn.is
a m ví su *G e g n fr
n
te k a þér í Apó nn með ta k tu h a g o n n a t m ið K li p p tu ú m ið a n s.
0 0 0 . 1
ra n n .
ttur á l s f a . r k
m ið a n s. m ví su n sl át t g e g n fr a 00 0 kr . af 1. ir ei ra . it ve m ið i kr . eð a m Ei nn r 5. 00 0 ð er fy ri . ef ve rs la be r 20 13 m ve 2. nó G il di r ti l
n d ir g h e yr a u r ly f se m ri fy i k k G il d ir e
á tt tö k u re ið sl u þ
S jú k ra tr
yg g in g a
Ís la n d s.
32
viðtal
Helgin 18.-20. október 2013
Lífið er engin Disney-mynd Ólafur Helgi Móberg kynntist eiginmanni sínum í gegnum einkamálasíðu, fyrsta stefnumótið þeirra var á Disneymynd og í sumar gengu þeir í hjónaband. Lífið hefur þó ekki verið neinn dans á rósum hjá Ólafi því nauðgun sem hann varð fyrir í Mílanó þar sem hann var við tískunám varð til þess að tilvera hans einkenndist um tíma af kvíða og vanmáttarkennd. Honum tókst um síðir að vinna sig frá þeirri reynslu, hann útskrifaðist sem tískuhönnuður í haust og stefnir á að hasla sér völl á því sviði.
É
g hef titlað mig sem tísku-, búningaog brúðkaupshönnuð. Mér finnst skemmtilegast að hanna fyrir brúðkaup – ég fann sérstaklega fyrir því fyrir mitt eigið brúðkaup,“ segir Ólafur Helgi Móberg Ólafsson sem útskrifaðist í haust úr tískuhönnunarnámi frá Nuova Accademia di Belle Arti Milano á Ítalíu. Þann 29. júní gekk hann að eiga unnusta sinn til fjögurra ára, Daníel Móberg Guðjónsson, og auk þess að sjá um allan undirbúning fyrir brúðkaupið hannaði Ólafur Helgi einnig fötin sem hann klæddist – jakkaföt innblásin af brúðarkjól. Ólafur Helgi er líkamlega fatlaður með skakkan hrygg en hann hefur ekki látið fötlun sína aftra sér frá því að láta drauma sína rætast og vera opinn fyrir ástinni. „Ég hafði aldrei áður verið á föstu og þetta er því fyrsta sambandið mitt. Við kynntumst í gegn um Einkamál.is. Ég millilenti í Kaupmannahöfn þegar ég var á leið heim í jólafrí frá Mílanó árið 2007 og ákvað að skrá mig á einkamálasíðu í von um að hitta einhvern í Kaupmannahöfn til að fara með út á lífið. Ég kynntist engum þar en fékk póst frá Daníel sem var á Íslandi. Við sendum hvor öðrum löng bréf og ákváðum loksins að hittast þó ég hefði í raun ekki verið að leita að kærasta. Fyrsta stefnumótið var 29. desember. Hann sótti mig heim til mömmu, þar sem ég bjó þá, og við fórum á bíómynd sem ég hafði valið. Þetta var Disney-myndin Enchanted og hún fjallar um teiknimyndaprinsessu sem lendir inni í raunveruleikanum. Amy Adams lék prinsessuna. Ég vissi ekki hvernig Daníel myndi lítast á myndina. Hann sagði mér seinna að hann hefði orðið svolítið hissa þegar myndin var að byrja því hún byrjar sem teiknimynd en við hlógum báðir mikið yfir henni og í dag er þetta í raun myndin okkar. Þegar hann keyrði mig heim eftir bíóið teygði ég mig yfir til að kyssa hann á kinnina, eins og allir gerðu á Ítalíu, en hann hélt að ég ætlaði að kyssa hann á munninn og kyssti mig á móti. Þarna kysstumst við í fyrsta skipti og ég fékk fiðring í magann.“
Ákvað 13 ára að verða dragdrottning
Ólafur Helgi heillaðist snemma af leiklist, framkomu og búningum. Þegar hann á unglingsaldri og sá myndina Priscilla – Queen of the Desert, sem fjallar um dragdrottningu, var ekki aftur snúið. „Ég sagði þá við bróður minn að ég ætlaði að verða dragdrottning þegar ég yrði stór og fór í fyrsta skipti í drag þegar ég var 13 ára.“ Ólafur Helgi fór í Fjölbrautaskóla Breiðholts en fann sig ekki í námi. Hann tók þá áhugasviðspróf og var ráðlagt að fara á handíðabraut. „Ég kunni ekki einu sinni að þræða saumavél þegar ég byrjaði en fannst þetta nám ótrúlega spennandi og mér fannst virkilega gaman að skapa flíkur. Ég tók þátt í starfi leiklistarhópsins í skólanum og þegar settur var upp söngleikur um Abba fékk ég að hanna alla búninga og leika aðalhlutverk. Upphaflega ætlaði ég að fara til Ítalíu og læra leikhúshönnun en á síðustu stundu ákvað ég að læra tískuhönnun. Ég var búinn að gera mér grein fyrir að það voru tískuhönnuðir sem hönnuðu fyrir öll stóru tónlistarmyndböndin og fannst sá heimur líka heillandi.“ Árið 2002 markaði tímamót hjá Ólafi Helga þegar hann kom út úr skápnum og sama ár tók hann þátt keppninni Dragdrottning Íslands. „Þetta var svo ótrúlega gaman að ég tók aftur þátt ári seinna og sigraði þá sem Starina. Ég var í kjól sem ég hannaði og ákvað að þegar ég færi í drag væri það alltaf mín hönnun. Ég reyndar fer í kjóla sem mér eru gefnir en ég hef aldrei keypt mér kjól. Þegar ég hanna sé ég alltaf umhverfið og
Kjóllinn sem Ólafur Helgi klæðist hér er hluti af lokaverkefni hans við hönnunarskóla í Mílanó sem var innblásið af fantasíu. Afgang af efninu notaði hann til að búa til föt á brúðarmeyjarnar í brúðkaupinu sínu í sumar, sem og vesti hringaberans. Ljósmynd/Hari Framhald á næstu opna
34
viðtal
Helgin 18.-20. október 2013
aðstæður fyrir mér, ég sé hvað persónan er að fara að gera, bý til litla baksögu, sé fyrir mér sviðsmyndina, heyri lagið sem hljómar og finn jafnvel hvaða ilmvatn hún notar. Ég sé alltaf þessa heild.“
Kvöldið afdrifaríka
Ólafur Helgi var sannarlega búinn að finna sína hillu í lífinu og blasti við að mennta sig frekar á þessu sviði. Hann flutti til Mílanó og byrjaði að læra ítölsku til að undirbúa sig fyrir námið. Hann eignaðist vini og hafði farið út að skemmta sér með vinkonu sinni þegar lífið tók skyndilega stóra beygju. „Aðfararnótt fyrsta apríl var mér nauðgað. Ég sá strák sem mér leist vel á þegar við vorum að labba heim af djamminu, við byrjuðum að spjalla og ég sagði vinkonu minni bara að fara á undan mér. Við settumst á bekk og allt í einu vill hann að ég gefi honum munnmök. Mér fannst það ekki við hæfi þarna á almannafæri og segist ekki vilja það en þá tók hann mig hálstaki, sagði að ég vildi það víst og ég bara fraus. Hann var harkalegur og ég var hreinlega hræddur um að hann myndi meiða mig meira ef ég hlýddi honum ekki eða jafnvel drepa mig. Hann fór síðan með mig bak við runna þar sem hann nauðgaði mér. Ég var mjög óttasleginn og hélt á ég myndi frekar lifa af ef ég hlýddi honum en loksins ákvað ég að ef hann myndi drepa mig þá hefði ég allavega reynt að flýja og mér tókst að hlaupa í burtu.“ Hann hafði ekki náð að gyrða upp um sig þegar hann kallaði á fyrstu manneskjuna sem hann sá og bað um hjálp því honum hefði verið nauðgað. „Hún kallaði mig bara öfugugga og sagði mér að hypja mig í burtu. Ég gyrti mig og hljóp áfram á milli fólks og leigubíla. Loksins fann ég lögreglubíl og bað
Ólafur Helgi kom út úr skápnum árið 2002 og tók þátt í keppninni Dragdrotting Íslands sama ár. Hann tók aftur þátt að ári og sigraði sem Starina. Útskriftarlínan hans ber nafnið Starina Couture. Ljósmynd/Hari
um hjálp en lögreglumennirnir vildu ekki hjálpa mér heldur sögðu mér bara hvar næsta lögreglustöð var. Ég fylltist svo miklu vonleysi þegar lögreglan vildi ekki einu sinni aðstoða mig að ég fór bara heim. Þar hringdi ég í vinkonu mína á Íslandi og hún sagði mér að hringja á lög-
regluna. Ég gerði það, var sóttur með sjúkrabíl og fékk bæði andlega og líkamlega aðhlynningu.“ Ólafur Helgi fór fljótt eftir þetta aftur heim til Íslands þar sem hann reyndi að ná áttum í faðmi fjölskyldunnar. Hann fór í viðtöl hjá Stígamótum og hitti sálfræðing og var harður á því
að fara aftur til Ítalíu. „Ég vildi ekki gefast upp. Mér fannst ég þurfa að fara aftur út og standa mig þó fjölskyldan mín hefði efasemdir um að ég hefði náð að vinna nógu vel úr málunum. „Mamma og bróðir minn fóru með mér út og skildu mig svo eftir.“
Vildi ekki gefast upp Hann var ákveðinn í að láta nauðgunina ekki aftra sér frá því að láta drauminn rætast og byrjaði aftur fullur tilhlökkunar. Hann fór að leigja með íslenskri stelpu sem var einnig í skólanum og hóf hann aftur
viðtal 35
Helgin 18.-20. október 2013
nám á fyrsta ári. „Vinir mínir þegar ég var síðast úti voru núna komnir á annað ár, eða ég hélt að þeir væru vinir mínir. Þegar ég kom aftur höfðu þau aldrei tíma til að hitta mig og svöruðu ekki símtölum frá mér. Síðan sagði íslenska vinkona mín mér frá því að þeir væru að segja að þeir héldu að ég hefði verið að ljúga til um nauðgunina. Ég veit ekki hvernig þeim datt það í hug. Ein stelpan sagði að ég hefði verið svo skrýtinn daginn eftir en auðvitað er maður skrýtinn daginn eftir svona áfall.“ Greinilegt er að Ólafur Helgi tók orð skólafélaga sinna afar nærri sér. „Ég byrjaði að vera kvíðinn og þorði ekki í skólann. Ég fór að skrópa mikið og vildi ekki mæta samnemendum mínum. Ég vissi ekki hver trúði mér og hver trúði mér ekki. Síðan varð ég hreinlega hræddur um að það myndi eitthvað koma fyrir mig, að það yrði aftur ráðist á mig. Ég fór að reyna að hafa stjórn á öllu sem auðvitað er ómögulegt þannig að ég missti alla stjórn. Ég varð áhugalaus um flest, líka námið en vildi samt ekki gefast upp.“
Hún kallaði mig bara öfugugga og sagði mér að hypja mig í burtu.
leggja brúðkaupið og fann hvað ég brann fyrir þessu. Ég man ekki eftir öðrum eins áhuga fyrir neinu síðan ég var að skipuleggja atriðið mitt eftir að ég vann dragkeppnina og var að kveðja titilinn. Þarna var aftur komin gleðin sem ég tapaði eftir nauðgunina.“ Ólafur Helgi hannaði fötin sín, hann sá um allt útlit í veislusalnum, og nýtti afganga af efnum frá lokaverkefninu sínu við skólann í Mílanó til að gera kjóla á brúðarmeyjarnar og vesti á hringaberann. Þemað í brúðkaupinu voru páfuglar og rauðar rósir. „Daníel fannst gaman á brúðkaupsdaginn en hann var ekkert að spá í hvort við myndum hafa rauðar eða hvítar rósir. Mér finnst bara svo gott að vinna með
Varð fyrir aðkasti ókunnugra
Fullur af vanlíðan og kvíða fór Ólafur Helgi að taka eftir því að dagsdaglega var mikið starað á hann þegar hann var á ferðinni í Mílanó. „Hinn dæmigerði hommi er eins glimmer gaur - glaður og syngjandi – eða ótrúlega flottur gaur sem er búin að vera duglegur í ræktinni. Fatlaður hommi passar hvergi inn. Samkvæmt ímyndinni um homma er ekki til neinn lítill skakkur strákur. Það var mikið horft á mig og hlegið. Vinir mínir sögðu fyrst að ég væri bara að ímynda mér þetta en á endanum sögðu þau að þetta væri engin ímyndun.“ Fötlun Ólafs Helga er sjáanleg og telur hann að ókunnugt fólk hafi einfaldlega séð hjá honum eitthvað sem það var ekki vant að sjá. „Fólki fannst ég bara skrýtinn að sjá. Aðallega voru þetta samt unglingar sem hlógu þegar ég labbaði fram hjá og bentu. Ég varð brátt að játa fyrir mér að það gat ekki verið að allir unglingar væru einmitt að segja fyndinn brandara þegar ég gekk framhjá þeim. Ekki nóg með það heldur var mér líka neitað um gistingu eftir að leigjendur komust að því að ég væri hommi sem stundar drag.“ Hann þraukaði þrjú ár í Mílanó, sinnti náminu ekki sem skyldi og ákvað loks að flytja heim og skrá sig í fjarnám. Þarna hafði Ólafur Helgi þegar kynnst Daníel og fékk stuðning frá bæði honum og fjölskyldunni hér heima. „Ég brotnaði margoft niður hér heima og í eitt skiptið bað ég Daníel að keyra mig upp á geðdeild. Ég hafði ekki efni á því að fara oftar til sálfræðings og fékk þarna viðtal við geðlækni sem ég sagði alla söguna. Hann greindi mig síðan með áfallastreituröskun og fannst augljóst að ég hefði ekki unnið nógu vel í sjálfum mér eftir nauðgunina. Ég byrjaði á þunglyndislyfjum sem ég hafði löngu áður hætt að taka og fór síðan aftur í viðtöl hjá Stígamótum. Í þetta skiptið gekk mun betur. Ég talaði við yndislegt fólk og fór loks í hópatíma þar fyrir karlmenn sem hjálpaði mér gríðarlega. Þetta var bara á síðasta ári. Það tók mig því fimm ár að vinna úr reynslunni en það tókst á endanum.“
ISIO 4 með D-vítamíni góð fyrir æðakerfið ISIO4 er heilsusamleg blanda af olíum — auðug af náttúrulegu E-vítamíni og viðbættu D-vítamíni. Olíurnar fjórar sem sameinast í ISIO4, repju-, oléisol-, sólblóma- og vínberjaolía, eru ríkar af E-vítamíni, andoxunarefni sem verndar frumur líkamans. Auk þess inniheldur ISIO4 núna meira af D-vítamíni sem hjálpar þér að styrkja ónæmiskerfið. Hugsaðu um heilsuna og veldu ISIO4 með lífsnauðsynlegum Omega-3 fyrir hjarta og æðakerfi og Omega-6 til að halda kólesteróli í skefjum. Olían er bragðgóð og hentar vel í alla matargerð, heita rétti sem kalda.
Í framhaldinu hefur hann einnig náð að rækta betur sambandið við unnustann og þeir festu loks dagsetningu fyrir brúðkaupið. Ólafur Helgi er búddisti, meðlimur í Soka Gakkai International, og vildi því giftast að búddískum sið. „Daníel hefur alltaf virt mína trú.“ Athöfnin fór fram í Eyrarkoti í Kjós og veislan sömuleiðis, altarinu var einfaldlega breytt í háborð. „Ég fann svo mikla gleði við að skipu-
ÍSLENSKA SIA.IS NAT 58050 03/12
Fann aftur gleðina
svona þema, gera heildarmynd. Það er stundum gert góðlátlegt grín að mér því í hvert skipti sem ég held partí verð ég að hafa þema, sama hversu lítið það er. Þegar bróðir minn gifti sig aðstoðaði ég þau við skipulagninguna og hannaði kjólinn á konuna hans. Ellefu ára dóttir hans er rosalega ánægð með frænda sinn og segir alltaf að Óli geri flottustu kjólana.“ Ólafur Helgi er líka stoltur af frændsystkinum sínum sem taka honum eins og hann er, fötluðum homma sem finnst gaman að ganga í kjólum. Stundum verður hann fyrir því að börn stara á hann og benda í verslunum. Honum finnst að foreldrar eigi að kenna börnunum sínum að það sé dónalegt að stara en reynir
að brosa bara til barnanna. En þrátt fyrir hrifningu frændsystkina sinna litlu á kjólum vildi Ólafur Helgi ekki gifta sig í kjól. „Ég gerði á mig hvítar buxur, hvíta skyrtu, mittislinda sem var reimaður í bakið og svo var ég með tveggja metra slóða. Litla frænka mín var satt að segja hálf leið yfir því að ég ætlaði ekki að gifta mig í kjól en hún fékk þarna jakkaföt innblásin af brúðarkjól. Kjóllinn sem ég gerði handa mömmu hennar er einn sá fallegasti kjóll sem ég hef hannað enda er fátt fallegra en brúðarkjóll. Það er aldrei að vita nema hann verði seinna meir brúðarkjóllinn hennar. “ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
Utan seilingar Hafið viðkvæm tæki á borð við snjallsíma þar sem börn ná ekki til þeirra og notið lykilorð til að verja símana ef þau komast óvart í þá.
Virðið aldurstakmörkin Kynnið ykkur aldurstakmarkanir og lýsingar á öppum, leikjum og myndskeiðum á netinu áður en þið veitið barninu aðgang að efninu.
Algildar reglur Útskýrið tæknireglurnar fyrir þeim sem passa barnið svo þau geti líka framfylgt þeim.
Örugg heimasíða Stillið opnunarsíðu vafrans á heimilistölvunni eða spjaldtölvunni á vefsíðu sem þið vitið að er ávallt örugg fyrir börnin.
Aldrei of snemmt Byrjið strax að setja reglur – það er t.d. aldrei of snemmt að setja reglur um hversu miklum tíma megi verja við tölvuna á hverjum degi.
5 ára og yngri
vodafone.is/godsamskipti
Einföld ráð fyrir foreldra í stafrænum heimi
Svona tölum við um örugg samskipti
Nýtið ykkur notendareikninga Búið til notendareikning fyrir barnið á heimilistölvunni sem þið getið stillt í
6 til 9 ára Setjið reglur Ákveðið hvaða vefsíður barnið má heimsækja og hvaða upplýsingar það má ekki gefa upp á netinu
Góð samskipti bæta lífið
Vodafone
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
Hvetjið til aðgátar Talið við börnin um hvaða efni þau birta á netinu. Það sem þau skrifa og sýna á myndum og í myndskeiðum verður hluti af „stafrænum persónuleika“ þeirra og gæti verið aðgengilegt um alla framtíð.
Reglur frá upphafi Setjið skýrar reglur um notkun áður en barnið fær fyrsta farsímann eða leikjatölvuna. Það er erfiðara að breyta notkunarmynstrinu eftir á.
10 til 12 ára
Ekki of fljótt á Facebook Fylgdu reglum samfélagsmiðla á borð við Facebook og YouTube sem leyfa ekki skráningar barna undir 13 ára. Ræðið við aðra foreldra til að tryggja að allir séu á sömu blaðsíðu.
Viðkvæm málefni Ræðið það sem barnið les og finnur á netinu. Á þessum aldri gæti það verið farið að leita að upplýsingum um breytingar á líkama sínum og velta fyrir sér samskiptum kynjanna svo dæmi sé tekið.
Gagnrýnin hugsun Ræðið við unglinginn um hvernig best sé að leita að upplýsingum um málefni tengd heilsu, þroska og sjálfsmynd á netinu.
Ekki of seint Ekki halda að það sé of seint að setja reglur eða kenna unglingnum eitthvað um tækni. Hann heldur kannski að hann viti allt um þessa hluti en þarfnast engu að síður enn leiðsagnar fullorðinna.
13 ára og eldri
Virðið aldurstakmörkin Kynnið ykkur aldurstakmörk og lýsingu á leikjum, sjónvarpsefni, kvikmyndum og öppum þannig að barnið fái einungis aðgang að efni sem hæfir aldri þess.
samræmi við þroska. Notið hugbúnað stýrikerfisins til að tryggja örugga notkun barna (Parental Control) og tól á borð við Google SafeSearch.
Slakið á reglum í takt við þroska Stillið efnissíur og netöryggishugbúnað þannig að hann sé í takt við aldur og þroska unglingsins.
Stafrænir vasapeningar Veitið unglingnum fjárráð til að kaupa stafrænar vörur á borð við öpp og tónlist, en hafið skýrar reglur til að tryggja að ekki sé eytt um efni fram.
Varið við áhættuhegðun Forðist ekki umræðuefni á borð við klám og varið við áhættusamri hegðun á borð við að taka klámfengnar myndir og deila þeim.
Stillið saman strengi Ræðið við aðra foreldra um á hvaða aldri sé heppilegt fyrir börn að fái sinn fyrsta farsíma. Látið barnið ekki ráða ferðinni – sama hversu mikið það suðar.
Takmarkið tímann Ákveðið tímamörk á því hversu lengi má nota netið eða leikjatölvur á hverjum degi.
(t.d. heimilisfang eða í hvaða skóla það er).
viðhorf
Helgin 18.-20. október 2013
Erindisbréf til árgangsbræðra
Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili
4
· Tekur venjulegt GSM SIM kort · Hægt að panta mynd eða hlusta svæði. · SMS og MMS viðvörun í síma og netf. · Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist. · Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara. · Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o.fl.
K
HELGARPISTILL
S. 699-6869 · rafeindir@internet.is · www.rafeindir.is
+
1 flaska af
Jónas Haraldsson
2L
Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar*
jonas@ frettatiminn.is
Verð aðeins
1990,-
*Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero
Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt
Ert þú að huga að dreifingu? Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt.
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is
BORÐSTOFUSTólaR mikiÐ úRval veRÐ FRá 3.500 kR.
Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur.
2050
BORÐ STOFU aFSl.
dagaR
aF BORÐSTOFU húSgögnUm Um helgina
TilBOÐSveRÐ
TilBOÐSveRÐ
TilBOÐSveRÐ
TilBOÐSveRÐ
TilBOÐSveRÐ
24.500 kR.
29.000 kR.
16.900 kR.
24.500 kR.
18.900 kR.
tekk company og habitat kauptún 3 sími 564 4400 vefverslun á www.tekk.is
Teikning/Hari
áltíð fyrir
38
Konur og karlar sitja yfirleitt saman til borðs og borða sama matinn. Smekkur kynjanna er þó að hluta til misjafn, að því hef ég komist bæði heima og á vinnustað. Konur nefna það gjarna kallamat, með hæfilegri fyrirlitningu, þegar karlar gleðjast eins og börn yfir bjúgum, kjötbollum, kótelettum í raspi, rauðkáli og grænum baunum, að ógleymdu snitseli, sem þó á ekkert skylt við seli sem undirritaður borðaði sem smaladrengur í sveit fyrir margt löngu. Konurnar sækja, samkvæmt sömu rannsóknum, meira í léttari og líklega nútímalegri fæðu þar sem kjötbollur, sperðlar og raspaðar kótelettur koma hvergi nærri en fersku grænfóðri af öllu tagi er gert hátt undir höfði. Vegna þessa eiga karlar það til að hópa sig saman, gefist til þess tækifæri, og þjóna lund sinni og maga með einföldu fæði þar sem ferskt grænmeti eða ávextir koma lítt við sögu nema hugsanlega sem limesneið í G&T fordrykk. Eftirminnilegasta veisla þessarar tegundar sem pistilskrifarinn hefur tekið þátt í var haldin heima hjá góðum félaga þegar konur okkar beggja – og fleiri – héldu á samkomu úti í bæ. Þær halda hópinn og hittast reglulega sér til yndisauka. Húsbóndinn á því heimili boðaði okkur, nokkurn hóp karla, til kvöldverðar á meðan og hafði undirbúið hann vel, heldur laumulega þó gagnvart eiginkonu sinni. Sú prýðiskona kann engan veginn að meta svið, þann þjóðlega rétt, ekki einu sinni lyktina af þeim krásum. Því sagðist okkar maður ætla að skella í pitsu fyrir okkur félagana meðan virðulegar frúrnar brygðu sér af bæ og ættu þar góða stund saman. Honum var hins vegar nokkuð tíðförult út í bílskúr á meðan frúin hafði sig til, lakkaði neglur, málaði augnaumgjörð og setti lit á varir. Í skúrnum, athvarfi sínu, hafði hann nefnilega sett pott á prímus og lét svið malla, að minnsta kosti haus á mann. Kátt var í kotinu á meðan frúrnar nutu menningarinnar. Búnaður var allur einfaldur hringinn í kringum matarborð félagans, kjammi á hvers manns disk, rófustappa og hnífur til að gera að tungu, auga og hnakkaspiki. Það eina sem segja má að hafi verið stílbrot miðað við fyrri tíma sviðaveislur var rauðvínsdreitill með kræsingunum. Sú nýbreytni skaðaði ekki. Svolítið var svipurinn á húsfreyju undarlegur þegar hún kom heim í pitsuafganginn, í fylgd vinkvenna sinna, en það má eiginmaður hennar eiga að hann var herramennskan uppmáluð þegar hann bauð henni undanbragðalaust kjamma. Fleiri konur halda hópinn og hafa gert í áratugi. Þar á meðal eru skólasystur úr menntaskóla en rekstur saumaklúbba þeirra hefur verið árangursíkur í áratugi. Við, skólabræð-
ur þeirra, höfum síður sótt í sameiginlegt klúbbastarf en látið okkur nægja að hittast – með meyjunum – á fimm ára fresti. Við svo búið má hins vegar ekki standa öllu lengur. Við erum að komast á virðulegan aldur og því þótti sjálfkjörnum foringja hópsins, þrautreyndum bankamanni, ástæða til að kalla saman bræðrahópinn til hátíðarfundar í kvöld – og bjóða upp á ekta kallamat nú í sláturtíðinni. Í erindisbréfi til árgangsbræðranna kom fram að haldið yrði haustblót fyrir þessa vösku sveit sem gert hefur sig gildandi víða í samfélaginu allt frá útskriftardegi. Boðað var að sláturtíðinni fylgdi ýmislegt góðmeti sem nútímakonur bæru ekki á borð fyrir bændur sína. Þetta leyfði okkar maður sér að segja í bréfinu, sem eingöngu vær ætlað körlum, enda var það ekki fyrr en löngu eftir útskrift okkar úr menntaskólanum að sá siður fór að tíðkast að einhverju gagni að karlar bæru mat á borð til jafns við konur. Það eina sem lofað var um form blótsins var að það færi fram samkvæmt sveitasiðum og venjum til forna, að menn skvettu svolítið í sig fyrir matinn og hefðu síðan öl og snaps með honum. Matseðill var ekki tíundaður frekar – enda óþarft. Foringjanum er fyllilega treystandi til að velja réttina. Trúlega verður málsverðurinn heldur í þyngri kantinum, að minnsta kosti að mati kvenna, og víst er að hvorki þvælast fyrir gúrkur né tómatar, né annað það sem nýtískulegra er, káltegundir alls konar og salatblöð á beði. Blómkál, blöðrukál, grænkál, kínakál og jafnvel spergilkál bíður betri tíma, þótt hið síðastnefnda þyki einkar gott fyrir blöðruháls karla – og er víst sá háls sem angrar marga karla þegar þeir taka aðeins að reskjast. Sama gildir um kletta- og jöklasalat, auk gulróta og spínats, þótt hollt sé. Það verður feitmeti sem ræður ríkjum og það næsta sem hópurinn kemst jurtaríknu þessa kvöldstund verður trúlega rauðkál úr dós og Orabaunir grænar. Annað er ekki á dagskrá, ekki frekar en í sviðaveislunni forðum. Á því er engin þörf enda er reiknað með því, samkvæmt fyrrnefndu erindisbréfi, að einstaka menn standi upp og flytji fram gamanmál eða bresti í söng af tómri hamingju. Þannig var það að minnsta kosti í heimilissamkvæminu þegar við beittum hnífnum og skárum brostin lambsaugun úr tóttunum, bútuðum niður tunguvöðvann, sneiddum hnakkaspikið frá eyra – og blönduðum saman við rófustöppuna. Þá skorti ekki gamanmálin, jafnvel svo að halda þurfti aftur af sumum svo þeir færu ekki að kveða rímur. Það eru takmörk fyrir öllu, jafnvel á hátíðarstundum. Listamennina vantar ekki í hóp þeirra sem leiða saman hesta sína þegar kvölda tekur þennan föstudaginn, það einvalalið gleðimanna sem kætast mun yfir grænmetislausu krofi, kýrketi, bjúgum og bauta.
Má bjóða þér sæti?
Regnbogakortið tryggir þér öruggt sæti með ríflegum afslætti Dagskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar á þessu starfsári er fjölbreytt og forvitnileg. Með Regnbogakorti getur þú sett saman tónleikaröð með þeim tónleikum sem höfða helst til þín. Hægt er að kaupa kortið með fernum tónleikum eða fleiri, eftir því sem best hentar. Kynntu þér dagskrána á www.sinfonia.is og tryggðu þér sæti.
Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 10–18 virka daga og 12–18 um helgar
40
fjölskyldan
Helgin 18.-20. október 2013
hreyfifærni Góður leikur til Að Auk A sAmhæfinGu oG þol
Blöðruleikur úti í náttúrunni Blöðrur eru skemmtilegur efniviður til að vinna og leika sér með og henta vel til að efla hreyfifærni barna. Það er gaman að leika með blöðrur innandyra en jafnvel enn skemmtilegra getur verið að fara með þær út í náttúruna. Ef langur spotti er bundinn í blöðru og um úlnlið barns er hægt að skottast með blöðruna út um allt án þess að vindurinn feyki henni út í buskann. Að ganga á ójöfnu undirlagi og halda blöðru á lofti á sama tíma krefst mikillar samhæfingar, bæði á milli augna og handa og augna og fóta auk þess að vera góð jafnvægisæfing. Við slíkar æfingar eflist skynþroski barna til muna þar sem unnið er með mörg skynfæri á sama tíma og úti í náttúrunni þar að auki.
Við slíka leiki eykst þol barna því þau geta auðveldlega gleymt sér í hita leiksins og hlaupið um án þess að velta fyrir hvað tímanum líður eða hversu langa vegalengd þau hafa hlaupið. -dhe Upplýsingar af Facebook-síðu bókarinnar Færni til framtíðar eftir Sabínu Steinunni Halldórsdóttur. Ganga á ójöfnu undirlagi þar sem reynt er að halda blöðru á lofti á sama tíma krefst mikillar samhæfingar. Slíkar æfingar hafa góð áhrif á skynþroska barna. Ljósmynd/ GettyImages/NordicPhotos.
AFSLÁTTAR Í T ÉK K - K R I S T A L FIMMTUDAG, FÖSTUDAG LAUGARDAG & MÁNUDAG AFSLÁTTUR AF SÖFNUNAR HNÍFAPÖRUM & MATAR- & KAFFISTELLUM
÷20% Öllum matar og kaffistellum
IITTALA VÖRUR
÷10%
til
÷15% ÷20%
Hnífaparatöskur
16 teg. Verð frá 24.990.- TILBOÐ
Hnífapör og fylgihlutir f.12manns samt. 72 stk.
FULL BÚÐ AF FLOTTUM VÖRUM Á TILBOÐSVERÐI
÷25%
til Söfnunarglös 16 teg. TILBOÐSVERÐ T.d. kristals-hvítvínsglös 6. stk í gjafakassa frá kr. 4.275.-
Heldur heitu og köldu í 4 tíma + - margir litir
Skortur á þakklæti er sök hinna fullorðnu
Takk fyrir mig A
sante sana, Maka Pola, asante“, hrópar margradda kór tólf stúlkna þegar ég rétti hverri fyrir sig litla fernu með ávaxtasafa. Í snarþýðingu úr swahili yfir á íslensku, myndi setningin hljóma einhvern veginn svona: „Takk innilega, Magga Pála, takk fyrir mig“. Hversu oft hef ég ekki rétt barni og börnum fernu af þessu tagi eða gaukað einhverju lítilræði að litlu kríli án þess að heyra fagnaðarlæti eða þá að þakkað sé sérstaklega fyrir sig. Hvert augnablik með þessum munaðarlausu stúlkum í Daar es Salaam í Tansaníu minnir mig harkalega á skuggahliðar allsnægtanna heima á ísaköldu landi harla mörgum breiddargráðum norðar en litla athvarfið sem hópur Íslendinga hefur byggt upp hér á síðustu mánuðum. Þær skortir nánast allt sem heima þykir sjálfsagt og alls ekki þakkarvert en af sumu eru þær margfalt ríkari en börn efnaðri þjóða. heimur bArnA Þær eiga óendanlega gleði með allt sem gert er með þeim og fyrir þær og þær eiga undrun barnshugans óspillta yfir öllu þessu skrýtna og skemmtilega sem leynist í heiminum eins og miðaldra, hvítri konu sem kútveltist rennsveitt með þeim um gólfið. Svo eiga þær þakklæti hjartans. Þakklæti fyrir ávaxtadrykk, þakklæti fyrir eina skólabók, þakklæti fyrir eina stund sem gleður, þakklæti fyrir lífið og tilveruna. Þetta er þeirra ríkidæmi sem allsnægtir Vesturlanda hafa svipt börnin sín í tómu hugsunarleysi. Ég vanda mig ógn og skelfing að hlaða ekki á þær gjöfum í hvert skipti sem ég kem á heimilið til að spilla ekki þeirra hreina hjarta því ég veit sem er að kálfar launa sjaldnast ofeldi. Svo hugsa ég heim til allra barnanna sem hafa ekki fengið Margrét að æfa þakklæti því að leikföng og munngát eru partur af daglegu lífi og þar af leiðandi ekki þakkarvert. Það er ekki við þau að sakast þótt þau hrópi; „mig langar, Pála mig langar“, það er okkar fullorðinna að snúa við blaðinu. Það er nefnilega ekki Ólafsdóttir bara skorturinn sem hefur kennt stúlkunum mínum þakklæti, heldur hefur þeim ritstjórn@ verið kennt að þakka fyrir sig í þau fáu skipti sem þeim hlotnast gjöf eða þeim er gerður dagamunur með einhverjum hætti. frettatiminn.is Allsnægtir Vesturlanda eru í sjálfu sér ekki orsökin fyrir skorti á þakklæti barna. Við, hin fullorðnu, gleymum að þakka fyrir það sem við eigum – bæði hátt og í hljóði. Við berum börnum endalaust óþarfa gjafir og réttum sælgæti og sælgætisdrykki við öll hugsanleg sem óhugsanleg tækifæri í stað þess að aga okkur í hófsemi og gæta að aurunum okkar. Síðan gleymum við að „láta“ börnin þakka fyrir sig þar til þau eru farin að krefjast og heimta af tómu vanþakklæti eins og við orðum það! Hver veit nema fjölskyldur geti valið að venda sínu kvæði í kross og farið að æfa bæði hófsemi og þakklæti. Þökkum fyrir matinn umyrðalaust, föðmum og þökkum fyrir hverja gjöf. Segjum frá öllum þeim sem eiga minna og hafa minna og hvernig væri að eiga krukku á heimilinu fyrir smápeninga sem eru látnir renna til þurfandi barna og fjölskyldna heima og heiman. Tölum um gleði okkar yfir öllu því sem við eigum, húsaskjól og næringu, heimili og fjölskyldu og fyrir að eiga hvert annað.
Global hnífar
ÞAÐ ER STUTT TIL JÓLA TILBOÐSBORÐ
25% TIL 50% AFSLÁTTUR JÓLAVÖRUR OG FLEIRA
OPNUNARTÍMI Virka daga 11 -18 Laugardaga 11 -16 NÝTT KORTATÍMABIL
ERUM EKKI Í KRINGLUNNI EINGÖNGU Á LAUGAVEGI 178
w ww.t k .i s
Laugavegi 178 - Sími. 568 9955
Allsnægtir Vesturlanda eru í sjálfu sér ekki orsökin fyrir skorti á þakklæti barna. Við, hin fullorðnu, gleymum að þakka fyrir það sem við eigum – bæði hátt og í hljóði.
ÍSLENSKUR
GÓÐOSTUR – GÓÐUR Á BRAUÐ –
42
ferðalög
Helgin 18.-20. október 2013 Bílaleiga að ýmsu að hyggja þegar Bíll er leigður ytr a
Landsins mesta úrval
af sófum og sófasettum Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum • Gerð - fleiri en 900 mismunandi útfærslur • Stærð - engin takmörk • Áklæði - yfir 3000 tegundir
Havana
ENDALAUSIR MÖGULEIKAR Í STÆRÐUM OG ÚTFÆRSLUM
Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl Lyon
Það getur verið nauðsynlegt að hafa bíl til umráða í utanlandsferðinni en það kostar sitt að leigja einn slíkan. Hér eru þrjú atriði sem lækka leiguna umtalsvert. Tryggingar
Torino
Lyon
VIÐ ERUM FLUTT Á BÍLDSHÖFÐA 18
Vertu velkomin! Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is
Það er þó hægt að komast hjá sjálfsábyrgðinni með því að kaupa sérstaka tryggingu sem kallast oftast „Super Cover“.
Kaskótrygging er oftast innifalin í leigunni en sjálfsábyrgð á hefðbundnum bílaleigubíl er um tvö hundruð þúsund krónur. Upphæðin er mismunandi eftir fyrirtækjum og bílategund. Það er þó hægt að komast hjá sjálfsábyrgðinni með því að kaupa sérstaka tryggingu sem kallast oftast „Super Cover“. Ekki er hægt að bóka hana þegar gengið er frá leigunni á netinu heldur bjóða starfsmenn bílaleiganna trygginguna oftast þegar lyklarnir eru sóttir. Með því að kaupa þessa aukaþjónustu hefur reikningurinn hækkað ríflega því stóru bílaleigurnar rukka tæpar 5000 krónur á dag (um 30 evrur) fyrir trygginguna en þó fæst afsláttur ef leigutíminn er meira en vika. Sá sem leigir millistóran bíl í tvær vikur borgar um 60 þúsund krónur fyrir að lækka sjálfsábyrgðina niður í ekkert. Sambærilega tryggingu er hins vegar hægt að kaupa af breska tryggingafélaginu Insurance4carhire.com fyrir 7700 krónur. Sparnaðurinn nemur því rúmum 50 þúsund krónum. Ókosturinn við að kaupa aukatryggingu ekki hjá bílaleigunni sjálfri er sá að ef það verður tjón þá verður leigutakinn að sjá um að sækja bæturnar hjá breska tryggingafyrirtækinu. Bætur vegna tjóns á hjólabúnaði og rúðum eru ekki alltaf innifaldar í tryggingum bílaleiga en hjá Insurance4carhire. com eru þessi hlutir tryggðir. Í öllum tilfellum borgar sig þó að lesa smáa letrið og bera saman kostina.
Bókunarsíður
Samkvæmt heimasíðum þriggja af þekktustu bílaleigum í heimi kostar um hundrað þúsund krónur að leigja meðalstjóran bíl á Spáni í hálfan mánuð næsta sumar. Ef hins vegar farið er inn á heimasíður sem gera verðsamanburð á bílaleigum er hægt að fá samskonar bíl á um sextíu þúsund krónur. Flestar þessar síður eru í samstarfi við stóru bílaleigurnar og því er hægt að spara sér umtalsverða upphæð með því að nýta þennan millilið.
Bílstólar
Þeir sem ferðast með börn leigja oft barnastóla í stað þess að taka með sína eigin. Einn stóll í hálfan mánuð kostar um 13.000 krónur. Það er ekki mikið mál fyrir þá sem keyra út á Keflavíkurflugvöll að taka sætin með sér í flugið. Börn eldri en 2 ára mega innrita farangur en hjá lággjaldafélögunum þarf að borga fyrir töskur. Hjá Wow Air myndi til dæmis kosta um sjö þúsund krónur að taka sætið með sem er þó nærri helmingi minna en að leigja sætið hjá bílaleigu í tvær vikur.
Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is
Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is en þar er hægt að gera verðsamanburð á bílaleigubílum út um allan heim.
Fáðu meira út úr Fríinu Viltu afslátt af hótelgistingu, ókeypis morgunmat eða Frítt Freyðivín upp á herbergi? bókaðu sértilboð á gistingu, ódýr hótel og bílaleigubíla út um allan heim á túristi.is
TÚRISTI
3 fyrir 2
af Blue Lagoon andlitsvörum*
Gildir til 21. október í verslunum okkar Laugavegi 15 | Bláa Lóninu | Verslun flugstöð
*Ódýrasta varan fylgir frítt með - gildir ekki með öðrum tilboðum
44
matur & vín
Helgin 18.-20. október 2013
Miniborgarar
SMÁ HUGMYND
FYRIR VEISLU EÐA
FUNDI
Vín vikunnar Merlot-þrúgan hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að heimspekingurinn Miles úthúðaði henni í hinni ódauðlegu kvikmynd Sideways með orðunum „I Am Not Drinking Any Fucking Merlot“. Þó Miles hafi ekki verið aðdáandi er þó engin ástæða til að sniðganga þessa frábæru þrúgu. Þó sumir vilja meina að Merlot-vín skorti dýptina sem aðrar þrúgur hafi er það alls ekki algilt og vín vikunnar er gott dæmi um hið gagnstæða. Þú færð mikið fyrir peninginn með þessu víni frá greifunum í Chile. Það er bæði kröftugt og skilur eftir sig notalegt bragð. Ef þú eyðir heilum degi í að undirbúa matarboð fyrir tengdaforeldrana og klúðrar svo steikinni geturðu verið viss um að tengdapabbi fer ekki sár og svekktur heim ef hann fær að sötra þetta fína vín.
Marques de Casa Concha Gerð: Rauðvín. Þrúga: Merlot. Uppruni: Chile, 2011. Styrkleiki: 14,5% Verð í Vínbúðunum: 2.999 kr.
Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is
Undir 2.000 kr.
2.000-4.000 kr.
Yfir 4.000 kr.
Trapiche Oak Cask
Arthur Metz
Mumm Cordon Rouge Brut
Gerð: Rauðvín.
Gerð: Hvítvín.
Gerð: Kampavín.
Þrúga: Malbec.
Þrúga: Pinot
Uppruni: Frakk-
Gris.
land.
Uppruni: Frakk-
Styrkleiki: 12%
Uppruni:
Argentína, 2011. Styrkleiki: 14%
unum: 1.999 kr.
12,5% Verð í Vínbúð-
Umsögn: Vín í
land. Styrkleiki:
Verð í Vínbúð-
þessum verðflokki njóta mikilla vinsælda af augljósum ástæðum. Það er hins vegar um að gera vanda valið. Þessi Malbec er mjög góður með hversdagssteikinni.
unum: 2.299 kr. Umsögn: Milt og skemmtilegt söturvín. Pinot Gris er þrælskemmtileg þrúga sem vert er að mæla með.
Verð í Vínbúðunum: 5.999 kr. Umsögn: Það
er alger óþarfi að hugsa bara um kampavín í tengslum við útskriftir og stórafmæli. Prófaðu að splæsa í eina flösku með smjörsteiktum steinbít um helgina. Þú gætir orðið hissa.
Réttur vikunnar Faustino VII Gerð: Rauðvín. Þrúga: Tempranillo. Uppruni: Spánn, 2011. Styrkleiki: 13% Verð í Vínbúðunum: 1.999 kr.
15 MINIBORGARAR
3.995 »
Ef það er veisla eða fundur framundan þá eru veislubakkarnir frá American Style skemmtileg og bragðgóð tilbreyting á veisluborðið. Allar pantanir fara fram á www.americanstyle.is Mikilvægt er að panta tímanlega.
Hægeldaðir lambaskankar með hvítlauk, timian og rauðvíni Haustið er gengið í garð og þá er tímabært að leyfa lambakjötinu að malla góða stund og drekka gott vín með. Við fengum Gunnar Pál Rúnarsson á Vínbarnum Bisto til að deila með okkur spennandi uppskrift. Fyrir 4. 4 stk. góðir lambaskankar 3 laukar 6 stk. hvítlauksrif 2 stk. sellerí 4 stórar gulrætur 2 msk tómatpuré 5 kvistar af timian 2 msk smjör 2 msk olía
1/2 flaska Faustino VII rauðvín 2 dl gott soð (má nota súputeninga og vatn) salt og pipar eftir smekk Kryddið skankana og steikið þá í potti í olíu og smjöri, 5 mínútur á hvorri hlið. Grófsaxið allt grænmetið, bætið út í pottinn, þá tómatpuré og hellið rauðvíni yfir. Látið malla í 2 klukkustundir, veiðið skankana upp úr og setjið í eldfast mót og inn í ofn. Bakið í 2 tíma við 140 gráður. Hellið þá rauðvíninu, timian og grænmetinu yfir og bakið í 40 mínútur í viðbót. Berið fram með kartöflumús. Auðvitað drekkum við svo Faustino VII rauðvin frá Rioja með.
Fylgstu með okkur á Facebook www.facebook.com/kostur.dalvegi
Amerískir dagar alla daga! Amerískar og öðruvísi vörur í miklu úrvali. Ferskir ávextir og grænmeti daglega með flugi frá New York.
LA DA G AL
O
PI
AG
0 2 0 1
A
A
OPIÐ
Verið velkomin til okkar á Dalveginn.
Ð A LA D L
Kostur ehf. | Dalvegur 10-14 | 201 Kópavogur | Sími: 560-2500 | kostur@kostur.is | www.kostur.is
46
matur & vín
Helgin 18.-20. október 2013
MassiMo og K atia Bjóða upp á handgert pasta
Ljósmyndir: Hari
Skemmtilega snúið
Katia segir þau hjón reka veitingastað sinn af ástíðu. Hér býr hún til gnocchi með því að rúlla pasta eftir rifluðu trébretti.
Litla Ítalía á Laugarásvegi Pasta er ekki bara pasta og fáir eru jafn meðvitaðir um það og Ítalir. Hjónin Massimo og Katia taka pasta mjög hátíðlega og eru nú farin að selja handlagað, ferskt pasta á veitingastað sínum við Laugarásveg. Þar bjóða þau upp á ýmsar gerðir pasta sem upplagt er að taka með sér og sjóða heima.
h
JÓNSSON & LE’MACKS
•
jl.is
•
SÍA
Við gerum pastað auðvitað eftir ítalskri matargerðarhefð og ég held að þetta sé alveg einstakt í Reykjavík.
Undratækið Spiralfix frá GEFU breytir garðávöxtum í girnilega spírala á örsskotsstundu. Tækið er einfalt og öruggt í notkun þrátt fyrir að búa yfir tveimur flugbeittum hnífum sem umbreyta öllu í fallega, misbreiða vafninga, lengjur og skrúfusneiðinga. Eða hvað við kjósum að kalla hið skemmtilega snúna form sem grænmetið tekur á sig í Spiralfix – og lítur svo vel út á diskinum. laugavegi 47, opið mán.- fös. 10-18, lau. 11-17
www.kokka.is
kokka@kokka.is
Katia og Massimo eru byrjuð að bjóða upp á handgert, ferskt pasta á veitingastaðnum sínum þar sem fólk getur keypt pastað eftir vigt og eldað heima.
jónin Massimo og Katia reiða fram ítalskan heimilismat á veitingastaðnum sínum Massimo og Katia við Laugarásveg. „Við eldum hefðbundna rétti frá öllum landshlutum Ítalíu eftir okkar eigin uppskriftum,“ segir Katia. Þau Massimo hafa rekið veitingastaðinn um hríð og segjast hafa skotið rótum á Íslandi. Þau ákváðu nýlega að bæta við úrvalið með því að hafa á boðstólum handlagað pasta sem gestir geta kippt með sér heim og soðið sjálfir. „Okkur fannst þetta bara sniðug hugmynd og ákváðum að prófa þetta þannig að nú getur fólk sótt handlagað, ferskt heilhveitipasta til okkar,“ segir Katia. „Við gerum pastað auðvitað eftir ítalskri matargerðarhefð og ég held að þetta sé alveg einstakt í Reykjavík, að hægt sé að ganga að svona fersku, handgerðu pasta.“ Hjónin bjóða upp á ýmsar pasta-gerðir eins og tagliatelle, gnocchi, orechiette og ravioli með kjötfyllingu. „Við seljum þetta eftir vigt og fólk getur þá tekið eins mikið með sér heim og það þarf og eldað heima.“
Massimo og Katia selja einnig ýmsan innfluttan sælkeravarning, svo sem sætt kex, ólífur, olíur og ýmislegt fleira sem kemur sér vel ef fólk vill laga almennilegan ítalskan mat heima hjá sér. Eðli málsins samkvæmt er ítölsk matargerð sérgrein hjónanna og þau eru sérstaklega stolt af handgerða orechiette pastanu sínu sem á rætur að rekja til Suður-Ítalíu. Massimo og Katia leggja áherslu á fljótlega eldamennsku enda segir Katia flesta viðskiptavini kjósa að taka matinn með sér þannig að í raun er um skyndibita að ræða þótt þau slái ekki af kröfunum í eldhúsinu. „Við höfum alltaf unnið á veitingahúsum eða á börum,“ segir Katia. „Og við rekum þennan stað af ástríðu og viljum að hér geti viðskiptavinir stigið inn í ítalska stemningu og þeir eiga alla okkar athygli.“ Katia segir þau hjónin elda allan mat saman enda líki þeim það best. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
matur & vín 47
Helgin 18.-20. október 2013 Kynning
Kopar býður upp á svokallað jólaævintýri þar sem allir sitja saman og fá úrval forrétta, aðalrétta og eftirrétta beint á borðið.
Matarmenningin blómstrar á Kopar
V
eitingahúsa- og matarmenning Íslendinga hefur þróast hratt og vel undanfarið að mati Ylfu Helgadóttur, yfirmatreiðslumeistara á veitingastaðnum Kopar við Geirsgötu. „Íslendingar eru ótrúlega opnir fyrir nýjungum í þessum bransa og við sem störfum innan veitingageirans verðum að gera hvað við getum til að koma til móts við landsmenn,“ segir Ylfa. Ein af þessum nýjungum er Hátíðarsigling þar sem boðið verður upp á einstakan fjögurra rétta matseðil sem er hannaður af Ylfu.
Hátíðarsigling um sundin
„Þetta er mjög skemmtileg sýn á Reykjavík sem fæstir hafa séð. Við ætlum að freista þess að búa til öðruvísi jólahefðir hjá fólki,“ segir Ylfa um Hátíðarsiglingu um sundin fyrir utan borgina. Siglt verður með lúxusbátnum Andreu að Engey og Viðey og Reykjavík skoðuð í nýju ljósi. „Við ætlum að vera með svona klassískan íslenskan „jóladinner“ í siglingunni, fjögurra rétta matseðill með fordrykk. Ætlunin er að hafa þetta létt og skemmtilegt en söngdívan Helga Möller ætlar að sjá til þess að öllum líði sem best með spjalli og söng.“ Sigling af þessu tagi hefur ekki verið í boði á höfuðborgarsvæðinu áður, að sögn Ylfu. Nokkur skip hafi boðið svipaða þjónustu, til dæmis þar sem borðað er um borð í skipum sem liggja við landfestar eða eitthvað slíkt en ekkert eins og þetta. „Svona siglingar hafa verið í boði í Breiðafirðinum og víðar og við ætlum að koma með þetta hingað. Hátíðarsiglingin verður á sérstöku kynningarverði út október, 9.900 krónur en fullt verð er 11.900. Þá er hægt að panta borð eins og venjulega og auðvitað fyrir hópa líka. Svo bjóðum við einnig upp á sérbókanir fyrir stærri hópa eða fyrirtæki, þá geta 35 eða fleiri bókað. Allar nánari upplýsingar um siglinguna er að finna á síðunni okkar, koparrestaurant.is.“
ylfa galdrar hér fram einn af réttunum á matseðli veitingastaðarins. Bleikja með gratíneraðri hörpuskel, hvítvíns brasserað rósakál, kastaníusveppir og rabarbarasósa.
Mikið líf við höfnina
Kopar hóf reksturinn af fullri alvöru í byrjun júní í sumar. Staðurinn er sá níundi sem bætist við flóruna undanfarin ár á litlu svæði við höfnina. „Það er að skapast mjög skemmtileg stemning hérna og við sjáum fyrir okkur að
fólk fari frekar að taka leigubíl hingað en í miðbæinn. Við komum inn í húsið í febrúar og tókum okkur þrjá mánuði í að rífa allt út. Við erum reyna að vera með svona New York stemningu, allt frekar þröngt eins og gengur og gerist á flottum stöðum í New York. Eng-
inn stífleiki og fólk að hafa gaman. Þetta er þessi nýi vinkill sem hefur verið að koma upp sem tengist því að fara út að borða. Það er ekki farið út að borða og svo í leikhús eða í bíó. Aðalmálið og aðalupplifunin felst í því að fara út að borða,“ segir Ylfa.
48
heilsa
Helgin 18.-20. október 2013
Fimm frábærar leiðir til að njóta lífsins • Gerðu tengsl að aðalatriði í þínu lífi. Bættu tengsl við fólkið í kringum þig eins og fjölskyldu, vini, samstarfsmenn og jafnvel nágranna. Leggðu áherslu á að byggja og bæta þín tengsl á degi hverjum en það mun bæta líf þitt til muna. • Hreyfðu þig á hverjum degi. Farðu út að labba, hjóla eða hlaupa. Ekki gleyma að leika þér í garðinum og dansaðu. Hreyfing eykur alltaf vellíðan en fyrst og fremst finndu hreyfingu sem þú nýtur þess að stunda. • Vertu vakandi yfir umhverfinu. Vertu forvitinn um lífið og það sem gerir lífið fallegt að þínu mati. Taktu eftir breytingum á umhverfinu til dæmis við árstíðaskipti, á leið í vinnu, eða þegar þú ferð út í hádeginu. Vertu meðvitaður um líðan þína og hvernig umhverfið hefur áhrif á hana. • Haltu áfram að læra. Gerðu eitthvað nýtt með reglulegum hætti og lífgaðu við gömul áhugamál. Taktu á þig nýja ábyrgð í vinnunni, lærðu á hljóðfæri eða farðu á matreiðslunámskeið. Ef þú venur þig á að læra nýja hluti reglulega mun það auka sjálfstraustið þitt og þú munt skemmta þér konunglega í leiðinni. • Gefðu af þér. Gerðu eitthvað óvænt fyrir vin eða jafnvel einhvern sem þú þekkir ekki. Þakkaðu fyrir þig og brostu. Gerðu eitthvað í sjálfboðavinnu og gefðu til samfélagsins það mun bæta þína líðan og þú munt tengjast fleira nýju fólki.
Heilsa Betri samskipti
A vítamín fyrir sjón og húð! Fæst í næstu mst freverslun fyrst áogwww.heilsa.is – Nánar r!
ódý
Nýttattímabil!
kor
% 0 5
Hætta niðurbrjótandi viðhorfum og hegðun
r u t t á l s f a
599
kr. stk. ur 1229 kr. stk.
Verð áð
Djæf ísterta, 1 l
Hámark 4 stk.
á mann með birgðir endasat!n
Mikilvægt að fólk læri aðferðir til þess að minnka neikvæðni í lífi sínu.
Christiane Welk mun kenna um helgina námskeiðið „Umhyggjurík samskipti“ en upphafsmaður hugmyndakerfisins er Marshall Rosenberg. Breyting hjá þeim sem hafa lært þessa samskiptatækni er að þeir upplifa minni neikvæðni og við það losnar mikil orka, fólk lærir að slaka á og verður ánægðara með líf sitt.
www.lyfja.is
20% afsláttur Gildir út október
Kerasal
Nýtt á Íslandi Kærkomin lausn fyrir þreytta, sprungna og þurra fætur
Lægra verð í Lyfju
Á
námskeiðinu Guðmundur Ragnar ve rð u r fól k i segir að nálgunin sem kennt að hætta notuð er henti fólki sem niðurbrjótandi viðhorfvill gera eitthvað fyrir um og niðurbrjótandi sjálft sig. Segir hann hegðun þannig að það þessa aðferð líka hafa geti slakað betur á og verið notaða þegar verliðið betur. Það er mjög ið er að semja um frið nærandi lærdómur fyrir milli stríðandi fylkinga mannleg samskipti,“ í Kenýa, þar er verið segir Guðmundur Ragnað semja frið milli ættar Guðmundsson. Um bálka þar sem fólk er að helgina verður haldið Christiane Welk, leið- drepa hvort annað. „Það námskeið í umhyggju- beinandi námskeiðsins sem gerist oft í samskipríkum samskiptum í Rósum er það að við erum inni, Bolholti 4. Það er Christiane alltaf að reyna að láta fólk gera það sem við viljum að það geri. Welk er leiðbeinandi námskeiðsins. Guðmundur Ragnar sem hefur Við beitum þvingunum og mútunnið í því að fá Christiane til landsum til þess að fá fólk til að gera það ins segir að fólki muni ganga betur sem við viljum, við notum aðferðir að gera það sem er nær hjarta þess til að stjórna fólki í kringum okkþar menn geti hætt að gera hluti í ur og það er kallað ofbeldi í þessu samhengi,“ segir Guðmundur. einhverri hlýðni og heldur geri þá í gleði. Guðmundur segir að mesta „Verið er að kenna æfingar til að breytingin hjá þeim sem hafa lært komast að því hvaða þörf menn hafa þessa samskiptatækni sé að þeir til að leysa vandamál og hvað drífur upplifi minni neikvæðni gagnmenn áfram. Fólk hættir að gera það vart sjálfum sér. „Maður hættir að sem virkar illa til þess að ná þeim hafa þessa þörf til þess að keyra markmiðum sem maður hefur. Við sig áfram á neikvæðninni. Þetta er bara svo fast í vana hjá okkur þurfum að aðgreina muninn á þörfum okkar og hvað við erum að gera og það fer svo mikil orka í það að til þess að uppfylla þær. Fólk gerir þegar fólk hættir þessu þá losnar margt sem er mjög skaðlegt, óhollt um svo mikla orku, fólk slakar á og meiðandi á meðan aðrar aðferðir og verður miklu ánægðara,“ segir geta verið skemmtilegar,'' segir GuðGuðmundur Ragnar. mundur. Námskeiðið er haldið laugardag og sunnudag frá 10 til 17 en Upphafsmaður hugmyndakerfisins er Marshall Rosenberg og leggur kynning verður opin öllum í kvöld, samskiptatæknin áherslu á jákvæðföstudag. Næsta námskeiðið verður ar viðhorfsbreytingar sem ekki er haldið í desember. hægt að læra með því að lesa bækur eða hlusta á fyrirlestra heldur er um María Elísabet Pallé að ræða tungumál sem þarf að æfa. maria@frettatiminn.is
Af til mæ bo lis ð -
10 0
ára
2003-2013
Takk fyrir viðskiptin sl. 10 ár! * Við bjóðum góðan afslátt af okkar vinsælustu vörum í 10 daga frá 10/10 – 20/10
Chello Forte
NutriLenk Gold
Eitt vinsælasta fæðubótarefnið á Norðurlöndunum fyrir konur á breytingaraldri.
Þúsundir Íslendinga hafa öðlast betri liðheilsu með NutriLenk
svarið við hita – og svitakófum.
90 og 180 töflu glös.
Sore No More
Þetta kröftuga verkjagel er náttúrlegt, án parabena og kemískra íblöndunarefna. Eitt öflugasta verkjagelið á markaðinum.
%r 20 fsláttu a
%ur 20 á l s f tt a
Í kaupbæti fylgir benecos lífrænt vottaður varagloss að verðmæti kr. 2.000-
Gott tækifæri til að prófa eða birgja sig upp. Náttúruleg leið til betri liðheilsu
Notið „Warm“ á þráláta verki og „Cool“ á högg og nýja verki. Snilldar uppfinning frá Indjánunum
Gleðipillur hvað?
Magnesíum
Prógastró DDS plús3
106 daga skammur af orku og ánægju.
orginal, goodnight og sport - Magnesium flögu poki í
kaupbæti
3f0slá% ttur
%ur 20 á fsl tt
a
a
30% skammdegisafsláttur af tvennunni. Mixtúra í 16 daga, töflur í 90 daga. (takmarkað magn)
Magnesíum spreyið frá BetterYou er borið beint á líkamann. Allir með fótapirring, krampa, vöðvabólgu, gigt og svefnskort ættu að nota tækifærið og prófa. 1 poki af magnesíumflögum, sem passar í himneskt fótabað, í kaupbæti.
Pro•Staminus
Norðurkrill 2 fyrir1
Ef þú ert karl eða maki einhvers sem þarf oft að pissa á nóttunni eða á erfitt með að tæma þvagblöðruna þá hefurðu tækifæri núna til að kaupa Pro•Staminus á betra verði.
Prógastró DDS plús 3 inniheldur hinn öfluga asídófílus DDS plus1.
Norðurkrill fyrir heila, huga, hjarta og liði. Unnið úr Suðurskautskrilli sem er eitt öflugasta og hreinasta Omega 3 sem völ er á. Frábær upptaka. Tilvalið að taka 2 hylki á dag í 30 daga og 1 hylki á dag eftir það.
PRENTUN.IS
2f0slá% ttur
2 hylki á morgnana með 1 glasi af vatni kemur meltingunni í lag. Nýuppgötvaður ístrubani! Snilldar gerlar sem eru bæði gall- og sýruþolnir!
Allar þessar vörur eru fáanlegar í flestum apótekum landsins, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Sjáið nánar ítarlegan lista yfir sölustaði inn á www.gengurvel.is *á meðan birgðir endast
a
Gengur vel ehf hefur frá upphafi haft að leiðarljósi að bjóða fyrsta flokks heilsuvörur ásamt hreinum snyrtivörum.
10 0
ára
2 töflur á dag geta bætt lífsgæðin!
Styrkið ónæmiskerfið og verið hress í vetur. Einstakt tilboð!
2003-2013
50
tíska
Helgin 18.-20. október 2013
GLÆSILEGAR
Tísk a r auði dregillinn á BFi kvikmyndaháTíðinni í london
Karlar í jarðlitum og konur í hvítu Pal Sverre Hagen.
B
FI kvikmyndahátíðin í London stendur nú yfir í fimmtugasta og sjöunda sinn. Þessi tólf daga kvikmyndahátíð er haldin 9.-20. október og er einn af stærstu viðburðum Englands. Hápunktar hátíðarinnar eru meðal annars sýning geimtrillisins Gravity með Söndru Bullock og George Clooney. Hátíðin endar svo á Saving Mr. Banks þar sem Emma Thompson leikur P.L. Travers, höfund Mary Poppins og Tom Hanks er í hlutverki Walt Disney. Athygli tískuáhugamanna á hátíðinni snýr hins vegar aðallega að rauða dreglinum, það er að „lúkki“ stjarnanna þar sem þær mæta á frumsýningarnar. Þar má sjá að hvíta trend sumarsins er ennþá vinsælt á sama tíma og glansandi kjólar koma aftur með haustinu. Jarðlitir eru hins vegar áberandi hjá karlkyninu og koma vel út.
Barnafataverslun Suðurlandsbraut 52 Bláu húsunum Faxafeni Facebook: Kátir krakkar
GLÆSILEGUR AÐHALDSKJÓLL
Í stærðum S,M,L,XL á kr. 15.650,OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14
Sigrún Ásgeirsdóttir
Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is
Sienna Miller.
sigrun@frettatiminn.is
Myndir/Getty/ NordicPhotos
Sandr a Bullock.
Eliza Doolittle.
Craig Robert.
Nú fer að kólna og allra veðra von. Uppháu herrakuldaskórnir komnir aftur. Þeir eru úr mjúku leðri og fóðraðir með lambsgæru. Litir: brúnt og svart. Stærðir: 40 - 48 Verð: 29.950.-
Sími: 551 2070 Opið má. -fö. 10 - 18, á laugardögum 10 - 14 Góð þjónusta fagleg ráðgjöf.
Ert þú búin að prófa ?
Ný sending af handklæðum, margir litir.
Þú finnur okkur á Facebook undir “Fatabúðin”
Brazilian Keratin sjampó og næring Einstök blanda af kókosolíu ásamt keratíni styrkir hárið meðan avókadó olía og kakó smjör mýkir ysta lag hársins gefur gljáa og hjálpar til við að slétta liðað eða krullað hár. Hentar mjög vel liðuðu og krulluðu hári.
Jesse Eisenberg.
Annabelle Wallis.
Skólavörðustíg 21a
101 Reykjavík
S. 551 4050
Damien Lewis og Helen McCrory.
tíska 51
Helgin 18.-20. október 2013
Sarah Jessica Parker, Matthew Broderick, Marion og Tabitha Hodge.
Flottir foreldrar í New York Á götum New York borgar eru alltaf einhverjar líkur á því að maður verði vitni af fjölskyldulífi fræga fólksins. En jafnvel þá, í þeirra daglega lífi, er „lúkkið“í lagi. Fjálsleg götutískan fær að njóta sín og jafnvel börnin eru klædd í nýjustu tísku. -sa
Garnier
Fyrir unGlinGinn … bólur og óhrein húð auGnHreinsir Hentar vel fyrir unglinga og þá sem eru með viðkvæm augu
798.-
Jessica Alba og Haven Garner Warren.
Rachel Zoe og Skyler.
Hverjum Hentar
Garnier Pure?
David Beckham og Harper.
1.098.-
• Feit/blönduð húð sem hættir til að fá bólur&fílapensla • Er djúphreinsandi, vinnur gegn óhreinindum
Miranda Kerr og Flynn Christopher Bloom.
1.198.-
Hverjum Hentar
Garnier Pure active? • Opnar svitaholur • Bólur og óhreinindi • Djúphreinsar húðina • Anti bacterial virkni og inniheldur 2%salicylic sýru
1.498.-
Hverjum Hentar
BB anti sHine? • Gefur matta áferð – húðin minna feit • Svitaholur minna sýnilegar • Óhreinindi – roði, blettir, för eftir bólur og fílapensla dragast saman
74,6% *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör
... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
52
Glæsilegt !
tíska
Helgin 18.-20. október 2013 Kynning
Hágæða húðvörur fyrir garnier Pure og Pure Active línurnar hentar vel fyrir fólk á aldrinum fimmtán til þrjátíu ára sem er með feita eða blandaða húð og hættir til að fá bólur og fílapensla. Í vörum línunnar eru efni sem fjarlægja bólur og óhreinindi og koma í veg fyrir að húðin glansi. Árangur er sjáanlegur eftir aðeins tveggja daga notkun. Rannsóknir hafa sýnt að eftir fjögurra vika notkun er minni fita í húðinni, svitaholur sjást síður, óhreinindi minnka auk þess sem húðin er frísklegri, betur nærð og með fallega áferð. Garnier Pure Active gefur húðinni slétta og fallega áferð.
Buxur á 7.900 kr. Stærð 34 - 42
Frábært skrúbbgel til daglegra nota sem dregur úr fílapenslum og ummerkjum þeirra á fjórum vikum og hefur frískandi áhrif á húðina.
Pils frá Luxzuz Verð 10.900 kr.
Bursti með hreinsigeli í sem borið er á blauta húð með hringlaga hreyfingum. Einstök samsetning á innihaldi gelsins og hreyfingin á húðinni með burstanum dregur úr óhreinindum, blettum, bólum og fílapenslum.
Rakakrem sem dregur úr fituframleiðslu og gefur húðinni raka auk mýkra og hreinna yfirborðs. Gott að bera á hreina húð kvölds og morgna.
Stærð 36 - 46
Einstakt rakakrem sem notast bæði kvölds og morgna á hreina húð og vinnur gegn óhreinindum og ertingu í húð.
Pils á 9.900 kr. Stærð 40 - 46
BB krem sem hentar unglingahúð einstaklega vel: Jafnar áferð húðar og gefur fallegan lit. Gefur matta áferð og húðin verður minna feit, svitholur verða minna sýnilegar og óhreinindi sbr. Roði, blettir, för eftir bólur og fílapensla dragast saman.
Hreinsir, skrúbbur og maski í einu. Sparar tíma og fyrirhöfn og hreinsar húðina vel og gefur henni góða áferð.
garnier youth Radience línan hentar vel fyrir fólk með venjulega eða blandaða húð á aldrinum 25 til 45 ára. Vörur línunnar stuðla að auknum raka í húðinni og örva frumuuppbyggingu hennar, ásamt því að draga úr þreytumerkjum, auka teygjanleika húðarinnar og gefa henni fallega áferð. Hentar vel fyrir þreytulega húð og spornar gegn fyrstu merkjum um öldrun húðarinnar og færa henni glóð og aukinn ljóma.
Kakíbuxur á 6.900 kr. Stærð 40 - 52 Margir litir
Nýtt kortatímabil Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) • Sími 555 1516
Kíkið á myndir og verð á Facebook
18 kl. 11a g a d -16 irka Opið v ardaga kl. 11 g au Opið l
Dagkrem sem inniheldur Omega 3 og 6 sem endurbyggir húðina og magnesíum sem eykur frumu uppbyggingu húðarinnar.
Næturkrem sem hefur endurbyggjandi áhrif á húðina. Rannsóknir hafa sýnt að við notkun kremsins eykst frumu uppbyggingu húðarinnar um helming.
Vaseline í snyrtibudduna Vaseline hefur verið til á flestum heimilum í áraraðir og þekkja það því flestir. Það hefur fjörlbreytt notagildi og er til dæmis tilvalið í snyrtibudduna, þar má meðal annars nota Vaseline... • Til að móta augabrúnirnar. • Sem gloss/varasalva. Vaseline gefur vörunum bæði glans og raka. • Þegar lita á augabrúnir og augnhár.
Með því að bera Vaseline í kringum augun og augabrúnirnar áður en þær eru litaðar kemurðu í veg fyrir að litur sem fer útaf festist í húðinni. Þá er auðveldlega hægt að þurrka allan auka lit í burtu með eyrnapinna.
tíska 53
Helgin 18.-20. október 2013
unga sem aldna nordic Essentials línan hentar fólki á öllum aldri með venjulega eða blandaða húð. Vörur línunnar gefa húðinni aukinn raka og gera hana frísklegri.
Bella blár
Lucinda
Einnig til í svörtu stærðir: 8-22 Augnhreinsir sem einnig hentar viðkvæmum augum. Á auðveldan máta er hægt að hreinsa augnfarða og maskara af. Augnhreinsirinn er án alkóhóls, ilm- og litarefna.
Hreinsigel sem borið er á húðina og nuddað með léttum hringlaga hreyfingum. Gelið frískar upp á húðina og er gott að nota til að hreinsa burtu farða.
Andlitsvatn sem hentar vel til daglegra nota sem lokastig hreinsunar á óhreinindum húðarinnar.
Einnig til svartur stærðir 8-18
12.990,-
27.990,-
Hell Bunny "JENA"
Grace flower
stærðir XS-XL
Einnig til svartur stærðir 8-22
14.990,-
10.990,-
Rakakrem til daglegra nota með léttri olíulausri áferð sem veitir húðinni einstakan raka og frískleika.
Raka - og dagkrem sem gefur húðinni fallegan náttúrulegan lit og góða áferð. Við framleiðslu kremsins er notuð ný tækni og má því segja að kremið sé af nýrri kynslóð vara til húðumhriðu. Kremið gefur bæði raka ásamt þunnri áferð af farða. Til að gefa meiri áferð af farðanum má setja kremið á í fleiri lögum. Kremið inniheldur andoxunarefni og C vítamín og gefur húðinni einstaklega fallega áferð. Kremið er fáanlegt í tveimur litum.
Augnkrem sem boðið er með léttum hringlaga hreyfingum. Kremið dreifist auðveldlega með kúlunni en gott er að jafna áferðina út með fingrunum. Með daglegri notkun dregur úr baugum, þrota og pokum á augnsvæðinu. Kemur einnig litað, er hyljari sem þekur bauga og dökk svæði undir augum með steinefna pigmentum.
BYOUNG "Lace" Stærðir 36-44
Desiqual kjóll
Stærðir S-XL
23.990,-
13.990,-
Blautklútar sem hreinsa húðina vel og gott er að nota til að fjarlægja vatnsheldan farða. Ekki er nauðsynlegt að nota aðrar hreinsivörur með.
• Þegar lita á hárið. Vaseline er borið við hársvörðin til að koma í veg fyrir að liturinn festist í húðinni. • Til þess að fjarlægja farða. Vaseline virkar vel sem farðahreinsir. • Sem augnkrem. Heyrst hefur að Jennifer Aniston og fleiri flottar konur noti Vaseline í kringum augun til þess að halda sér unglegri.
• Sem næringu fyrir augnhárin. Ef Vaseline er borið á augnhárin fyrir svefnin eiga þau að vaxa hraðar og verða þykkari og heilbrigðari. • Til þess að auka endingu ilmvatnsins. Áður er þú setur á þig ilmvatn skaltu bera Vaseline á húðina þar sem ilmvatnið á að fara. Með því móti á ilmurinn að endast lengur.
Fever Kate kjóll
einnig til svartur stærðir: 8-18
19.990,-
Fransa kjól
Einnig til rauður Stærðir: S-XXL
14.990,-
Kjólar & Konfekt Opnunartími: mánudaga-föstudaga 11:00-18:00 laugardaga 11:00-17:00 sunnudaga:12:00-16:00
54
heilabrot
Helgin 18.-20. október 2013
?
Spurningakeppni fólksins
Sudoku
3 6
1. Hvað heitir nýtt leikrit Hrafnhildar Hagalín
9
sem Leikfélag Akureyrar sýnir?
5
2. Hver hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels í ár? 3. Hvaða vítamín er talið geta hægt á framþró-
8
4. Hvað heitir nýr femínískur útvarpsþáttur á X-inu sem spilar aðeins tónlist eftir konur? 5. Hverjir fara með tvö aðalhlutverkin í geimmyndinni Gravity? 6. Hver er nýr umsjónarmaður menningarum-
pólýhistor frá Seyðisfirði 1. Sek.
fjöllunnar á Pressan.is?
3. E-vítamín. 5. Pass
Anítu Hinriksdóttur. Í Rúmeníu. Þorsteinn frá Hamri.
6. Björgvin G. Sigurðsson. 8. 9.
10. Guðmundur Þórður Guðmundsson.
4. Barmageddon.
8. Í hvaða landi er Transylvanía?
5. R2-D2 og C 3-PO.
9. Hvaða skáld kennir sig við bæinn Hamar í
6. Pass.
Borgarfirði?
7. Aníta Hinriksdóttir.
10. Hver er nýráðinn þjálfari karlaliðs Dana í
11. Hvað heitir ný skáldsaga Arnaldar Indriða-
11. Pass. 13. Aron Einar Gunnarsson. 14. Glymur í Botnsá.
13. Hver er fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta?
15. 220?
14. Glymur.
Svör: 1. Sek, 2. Alice Munro. 3. B-vítamín. 4. Barmageddon. 5. Sandra Bullock og George Clooney. 6. Björgvin G. Sigurðsson. 7. Anítu Hinriksdóttur. 8. Í Rúmeníu. 9. Þorsteinn frá Hamri. 10. Guðmundur (Þórður) Guðmundsson. 11. Skuggasund. 12. Þriðjudegi. 13. Aron Einar Gunnarsson. 14. Glymur í Botnsá 190 m. 15. 122.
Auður Alfífa sigrar með 9 stigum gegn 8 stigum Eyjólfs
kroSSgátan
Eyjólfur skorar á Hannes Stefánsson þýskukennara.
2
4 2 5
6
5
9 1 8 3 9 2 7 6 7 3
6 8
9 rétt.
15. Hvað búa margir á Kópaskeri?
6
13. Albert Guðmundsson. 15. 250.
14. Hver er hæsti foss á Íslandi?
8 rétt.
10. Mér er alveg sama. 12. Þriðjudegi.
12. Á hvaða vikudegi er aðfangadagur í ár?
3 7 1 2
11. Hringvegurinn.
sonar sem kemur út 1. nóvember?
12. Miðvikudegi.
Sudoku fyrir lengr a komna
9. Þorsteinn frá Hamri.
handknattleik?
8. Í Rúmeníu.
8 9 1 4 5 8
5
9
ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 159
BLEÐILL
ÞANGAÐ TIL
SKINHELGI
GÁ
ARFLEIÐA
ELDHÚSÁHALD
BLÍSTUR
FRAMKVÆMA
SKÖTUHJÚ PÚKA SLABBA
lauSn
Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 158
BJÚGALDIN DÝFA
S F Ö K K S V K A A F R A U S L L I M E R I A R M U A N L A FISKUR
mynd: Jsome1 (CC By 2.0)
TÁLKNBLAÐ
FROSTSKEMMD KRÁ
SKRAPA
TUNGUMÁL
F ÞÍÐA MARGSKONAR
Ý HVAÐ VONDUR
I
F R A M H L U T I
AFHENDING
A F S A L SVALL HELBER
A V L G Á B E Á R T S Ó A U L
DRENGPATTI ÓSKAR
ÁRITA
Einstök hreinsandi grænmetisblanda!
Fæst í næstu verslun Nánar á www.heilsa.is
ÓSKA
ÚTLIMUR BELTI
SÖNGRÖDD KJÁNI
BUGÐA TALA
VÖRUMERKI
N S Í S U H U R R A P P T K K J N A A R P R I
ÚTSÆÐI HRUN
KVIÐSLIT ÖRVERPI
STÚLKA
HRÍSLUSKÓGUR
HVEL
REIÐMAÐUR
GERIR VIÐ
GLÁPA
SKRAN
MUNNVATN BRAGARHÁTTUR
KER
EKKI
TIL SAUMA RÖÐ
BÓK
MAS
B A N A N I GORM LÁNSAMUR
S Æ L L ÞOLLUR ÞULUR
K Y N N I R SKRAF
G
Æ A G F I S A G N L L I Æ P A G I H S P Í R T A R A R A T L N E F S K E I P I R N A I N N G L A Á L J T B Ó P Á L M A S A R I HÓFDÝR
IÐKA
BLÓÐSUGA
ÖRÐU
NEÐST
SKRÁ
KRYDD
BOTNFALL
TALA RÍKI
FERÐAST BLÆÐI
SÆ
BRAUT
GAN
SIGTUN
FRAMKVÆMA
INNIHALD ATHYGLI
PÚKA
HÁTÍÐ
Í RÖÐ HÓLF
BÚANDI
SAMSTÆÐA
JURT
SKÓLI
ÁRKVÍSLIR
SLÆMA
SÁRAEINFALT OG UNAÐSLEGA GOTT
B K U R A R Ó S T A Í S N I T A L M S A J S J Ó Í U N U R T Á T A K Á R A K F N D I M I Á L A L L A BROTT
SEFAST
SPIL
ANGAN
GLATA
mynd: public domain
7.
3. B-vítamín.
Evrópu?
4. X-litningurinn?
2. Kanadískur smásagnahöfundur, Alice Munro.
bandið efnilegustu frjálsíþróttakonuna í
9 7 4 6 9 1
4 8
nemi 1. Sek.
7. Hverja valdi evrópska frjálsíþróttasam-
2. Man ekki hvað hún heitir.
Auður Alfífa Ketilsdóttir
7
1 6
un Alzheimerssjúkdómsins?
Eyjólfur Þorkelsson
9
GAFL
FRÆNDBÁLKUR
HERSLI
SKADDA
LÍÐA VEL
FÍKNIEFNI BJARTUR
SÝN
FRÁRENNSLI
SJÚKDÓMUR
HEIMSÁLFU
HYGGST
REIÐMAÐUR
TÆRA POTA
SMÁPENINGAR
STRIT
PLÖNTU
STEINTEGUND
VERRI
DURTUR
UNDIREINS
ÁFERGJA
Á FÆTI
MERKJAMÁL
SNÍKJUDÝR
GARGA
MÖGL
MÁNUÐUR
MATJURT LÍFLÁT
BERA AÐ GARÐI
KRYDD
BLÓMI
SKRATTANS
SAMTÖK
KOMAST
RABB
HANDA
GÆTA
SESS
EYRIR HLJÓÐFÆRI
ÍSKUR
TVEIR EINS
HELGIMYNDIR
HYGGJAST
TVÍHLJÓÐI
RÍKI
LINGEÐJA
NAUMUR
LÍFSHLAUP
AFSPURN
MJÓRÓMA
KVÍSL
SEYTLAR
SPÍRA
HERMA
VERÐ
LÁÐ
ÆVINTÝRI
MJÚKUR
LEIÐSÖGN
MÁLI
UPPSKRIFT
FROSKTEGUND
ARÐA DOLLA
SKAPLYNDI HLÝJA FUGL VONDUR
BRODDUR
FUGL
BLAUTUR
ENGI
HÆTTA
HÁVAÐI
SÁR
BJARGBRÚN
SAMTÖK
FÁT
MÓTMÆLI
NÚMER
SKST.
YFIRLIÐ
STARFSGREIN
SÚLD TVEIR EINS
EYÐAST
s n i e ð a
79kr9.
Taktu MEISTARALEGA á hungrinu! FAXAFENI GRAFARHOLTI SUNDAGÖRÐUM HAFNARFIRÐI KÓPAVOGI MOSFELLSBÆ REYKJANESBÆ SELFOSSI
WWW.KFC.IS
facebook.com/kfc.is
56
skák og bridge
Helgin 18.-20. október 2013
Sk ák ÍSlandSmót Sk ákfélaga er hápunktur Sk ák árSinS
Skemmtilegasta skákmót ársins!
Í
slandsmót skákfélaga hófst um síðustu helgi, en það er að margra mati skemmtilegasta hátíð ársins, enda koma þar saman skákmenn af öllum stigum fæðukeðjunnar: Margreyndir stórmeistarar jafnt sem börn og byrjendur. Keppt er í fjórum deildum, rétt einsog í fótboltanum og skipta keppendur hundruðum. Núverandi Íslandsmeistarar koma úr Víkingaklúbbnum, sem hrifsuðu í vor bikarinn úr greipum Bolvíkinga sem höfðu einokað titilinn árum saman. Bolvíkingar hafa byggt lið sitt á firnasterkum útlendingum í bland við nokkra af sterkustu skákmönnum Íslands, en að þessu sinni mættu þeir til leiks með alíslenskt lið – sem er reyndar er ekki af verri endanum, þar sem sjálfur Jóhann Hjartarson leiðir sveitina. Flest önnur lið í 1. deild skörtuðu útlendingum á efstu borðum, en nú var reyndar aðeins leyfilegt að hafa tvo erlenda ríkisborgara í hverri sveit, í stað fjögurra áður. Þá var gerð sú breyting á efstu deild að liðum var fjölgað úr átta í tíu, en það þýðir að mögulegt er að ná áföngum að alþjóðlegum titlum á Íslandsmótinu. Íslandsmeistarar Víkingaklúbbsins tefldu fram pólskum stórmeisturum á tveimur efstu borðum, og áttu þeir misjöfnu gengi að fagna. Stjörnur liðsins í fyrri hluta mótsins voru Hannes Hlífar Stefánsson sem fékk 4 vinninga af 5, og Stefán Kristjánsson sem leyfði aðeins eitt jafntefli í fimm skákum. Þá skarta Víkingar hinum bráðefnilega Hjörvari Steini Grétarssyni, Birni Þorfinnssyni og fleiri kunnum köppum, og er því til alls líklegir í seinni hlutanum sem fram fer í mars. Sem stendur eru Íslandsmeistararnir þó aðeins í þriðja sæti.
Efstir á mótinu eru hinir eitilhörðu Eyjamenn, leiddir af litháíska stórmeistaranum Rozentalis og á 2. borði fór sænska ungstirnið Nils Grandelius á kostum. Aðrir í sveitinni eru m.a. íslensku stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Henrik Danielsen, sem sýndu góða takta, rétt einsog Fide-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson. Eyjamenn hafa á síðustu árum lent fimm sinnum í öðru sæti á Íslandsmótinu, og þeir munu leggja allt í sölurnar til að hreppa loksins langþráð gullið. Í öðru sæti er GM Hellir, sem varð til á dögunum þegar Taflfélagið Hellir og GoðinnMátar gengu í eina sæng. Þeir hafa sterku liði á að skipa, og fer breski stórmeistarinn Gawain Jones fremstur í flokki. Hann rakaði saman 4,5 vinningi í 5 skákum, og jafngildir árangur hans heilum 2796 skákstigum! Á 2. borði er kornungur hollenskur snillingur, Robin van Kampen að nafni, sem kominn er með 2607 stig. Aðrir liðsmenn GM Hellis í 1. deild eru m.a. Sigurður Daði Sigfússon, og stórmeistararnir Helgi Áss Grétarsson og Þröstur Þórhallsson. Senuþjófur sveitarinnar var þó tvímælalaust Einar Hjalti Jensson sem fékk 4,5 vinning í 5 skákum, og var með árangur upp á 2559 stig – sem er samboðið stórmeistara! Stórveldi Taflfélags Reykjavíkur, sem unnið hefur Íslandsmótið langoftast allra, er þessa stundina í 4. sæti. Þar er úkraínski stórmeistarinn Oleksienko á efsta borði, en alþjóðameistarinn Guðmundur Kjartansson kemur næstur og fékk þar með tækifæri til að keppa að stórmeistaraáfanga. Ólíklegt er að það takist (á þessu móti) en það er lofsvert að TR skuli gefa efnilegum íslenskum skákmönnum kost á að spreyta sig á efstu
Bridge ÍSlandSmótið Í tvÍmenningi
Þ
1 . Esther Jakobsdóttir – Ljósbrá Baldursdóttir 2 . Ingibjörg Guðmundsdóttir – Sólveig Jakobsdóttir 3 . Dröfn Guðmundsdóttir – Hrund Einarsdóttir 4 . Jóhanna Sigurjónsdóttir – Una Árnadóttir 5 . Anna Þóra Jónsdóttir – Svala K. Pálsdóttir
59,6% 55,7% 55,4% 54,8% 54,6%
Í þessu spili í fyrstu lotunni fengu þær stöllur hreinan topp sem vannst vegna góðrar úrspilstækni Ljósbrár Baldursdóttur sem var sagnhafi í þremur gröndum. Austur var gjafari og enginn á hættu:
♠ ♥ ♦ ♣ ♠ ♥ ♦ ♣
DG10 DG975 102 Á52
borðum, fremur en treysta á hina ágætu erlendu málaliða. Staðan í deildinni, þegar fjórar umferðir eru eftir: 1. Taflfélag Vestmannaeyja (28,5 vinningur) 2. GM Hellir (28) 3. Víkingaklúbburinn (27) 4. Taflfélag Reykjavíkur A-
sveit (24,5) 5. Taflfélag Bolungarvíkur (24) 6. Skákfélag Akureyrar (23,5) 7. Skákdeild Fjölnis (19,5) 8. GM Hellir b-sveit (11,5) 9. Vinaskákfélagið (7) 10. Taflfélag Reykjavíkur b-sveit (6,5). Spennandi seinni hálfleikur framundan!
Þær stöllur, Esther Jakobsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir eru vanar því að taka við fyrstu verðlaunum í þessu móti eins og þær gerðu í ár. Þær eru þarna með pörunum sem lentu í öðru og þriðja sæti, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, Sólveigu Jakobsdóttur, Dröfn Guðmundsdóttur og Hrund Einarsdóttur.
Öruggur sigur að kom fæstum á óvart þegar Esther Jakobsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir unnu næsta öruggan sigur á Íslandsmótinu í tvímenningi kvenna sem fram fór um síðustu helgi, 12.-13. október. Þegar upp var staðið voru þær með næstum fjögurra prósenta forystu á annað sætið. Báðar hafa margsinnis unnið þennan titil og engin oftar en Esther. Lokastaða 5 efstu para varð þannig:
Vinaskákfélagið setur sannarlega skemmtilegan svip á Íslandsmótið, jafnt í 1. og 4. deild. Á myndinni eru tveir knáir Vinaskákfélagsmenn, þeir Hörður Jónasson og Hjálmar Sigurvaldason.
K98763 1063 63 D9 N
V
A S
♠ ♥ ♦ ♣
♠ ♥ ♦ ♣
Á Á8 ÁD8754 K1083
642 K42 KG9 G764
Esther opnaði á einum tígli á austurhöndina og Ljósbrá sagði 1 hjarta á vesturhöndina. Esther stökk þá í 3 lauf til að sýna styrk sinnar handar og Ljósbrá lauk sögnum á 3 gröndum. Það var lokasamningurinn á 6 af 8 borðum. Fjórir fengu 9 slagi, einn sagnhafi fór 2 niður en Ljósbrá lét sér 9 slagi ekki nægja. Út-
spilið var spaðasjöa eins og á flestum borðum og Ljósbrá átti fyrsta slag á ás. Hún spilaði næst hjartaás og litlu hjarta. Suður setti lítið og Ljósbrá drottningu. Litlu hjarta var spilað og tígli hent í blindum. Suður átti slag á kóng og kaus að spila spaða til baka. Norður tók á kóng og spilaði meiri spaða. Ljósbrá átti nú 9 slagi og vildi eðlilega fleiri. Hún henti sig niður á K10 í laufi og ÁD8 í tígli. Suður var orðinn verulega aðþrengdur í láglitunum og valdi að kasta tveimur laufum. Lauffimma varð því 10 slagurinn og hreinn toppur í húsi. Ef suður hendir tígli, hefði Ljósbrá spilað tígli á ás (fellt gosa) og spilað meiri tígli og tryggt þannig 10 slaginn.
Lögfræðistofan í forystu
Hraðsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur hófst 8. október með þátttöku 15 sveita. Sveit Lögfræðistofu Íslands náði þar besta skorinu og er með 18 impa forystu á annað sætið. Staða 5 efstu sveita er þannig, meðalskor var 504 stig:
1 Lögfræðistofa Íslands ........................................... 2 VÍS ........................................................................... 3 Málning ................................................................... 4 Skákfjelagið ........................................................... 5 Garðs apótek/Grant Thornton .............................
599 581 548 536 532
Föst spilamennska hjá Miðvikudagsklúbbnum Miðvikudagsklúbburinn býður upp á eins kvölds spilamennsku öll miðvikudagskvöld. Miðvikudaginn 9. október mættu 16 pör til leiks. Lokastaða 5 efstu para varð þannig: 1. Eiríkur Sigurðsson – Sigurður Kristjánsson 2. Björn Árnason – Unnar Atli Guðmundsson 3. Magnús G. Magnússon – Baldur Bjartmarsson 4. Hulda Hjálmarsdóttir – Halldór Þorvaldsson 5. Ásgeir Ingvi Jónsson – Sigurður G. Ólafsson
59,4% 58,7% 58,5% 57,6% 52,5%
Lestu þær vinsæ ustu! vinsæLustu! 9.– 15.10.13
9.– 15.10.13
4.
1. Metsölulisti Eymundsson
Vasabrotsbækur – skáldverk
Metsölulisti Eymundsson Vasabrotsbækur – skáldverk
hön di n Síðasta Wallander-bók Hennings Mankell
s át t m á L i n n Átakanleg saga um margslungna sekt eftir Jodi Picoult
9.– 15.10.13
9.– 15.10.13
3.
5. Metsölulisti Eymundsson
Vasabrotsbækur – skáldverk
Metsölulisti Eymundsson Vasabrotsbækur – skáldverk
Ég sk a L ger a þig s vo h a mi ng jus a m a n Ný bók eftir Anne B. Ragde, höfund Berlínaraspanna
ók m ay u mi n n isBók Áhrifamikið uppgjör í spennandi sögu eftir Isabel Allende
w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39
58
sjónvarp
Helgin 18.-20. október 2013
Föstudagur 18. október
Föstudagur RÚV
21:30 The Voice (4:13) Söngþættir þar sem röddin ein sker úr um framtíð söngvarans.
19:45 Logi í beinni Þáttur í umsjá Loga Bergmann þar sem viðmælendur mæta í bland við tónlistaratriði ásamt öðrum óvæntum uppákomum.
Laugardagur allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
21.30 Í kapphlaupi við kuldann (The Day After Tomorrow) Bandarísk spennumynd frá 2004.
20:10 Secret Street Crew (1:9) Ofurdansarinn Ashley Banjo stjórnar þessum frumlega þætti þar sem hann æfir flóknar dansrútínur með ólíklegasta fólki.
Sunnudagur
20:40 Ástríður (6/10) Gamanþáttasería þar sem fjallað er um ástarmál og vináttu, starfsframa og sambönd og allt þar á milli.
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
20.30 Óli Stef 4 Í þættinum er fjallað um feril hans, framtíðina og síðast en ekki síst persónuna Óla Stef
STÖÐ 2
Laugardagur 19. október RÚV
STÖÐ 2
RÚV
07.00 Barnatími 07.00 Barnatími 15.00 Íslenski boltinn 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:00 Strumparnir / Villingarnirr / 10.25 Ævintýri Merlíns (8:13) e. 10.55 Fólkið í blokkinni (1:6) e. 15.40 Ástareldur 08:10 Malcolm in the Middle (10/25) Hello Kittyr / Algjör Sveppir / Scooby11.10 Tour de France e. 11.25 Útsvar e. 17.20 Hið mikla Bé (1:20) 08:30 Ellen (106/170) Doo! Mystery Inc.r / Kalli kanína og 13.05 Nautnafíkn – Sykur (1:4) e. 12.30 Kastljós e. 17.43 Valdi og Grímsi (5:6) 09:15 Bold and the Beautiful félagarr / Ozzy & Drix /Young Justice 13.55 Forsíðan: Innanbúðar hjá New 12.45 360 gráður e. 18.15 Táknmálsfréttir 09:35 Doctors (69/175) 11:20 Big Time Rush York Times e. 13.10 Landinn e. 18.25 Fagur fiskur (7:8) (Krabbi) e. 10:15 Fairly Legal (8/13) 11:45 Bold and the Beautiful 15.25 Amma Lo-Fi e. 13.40 Kiljan e. 19.00 Fréttir 11:00 Drop Dead Diva (1/13) 13:15 Ástríður (5/10) 16.30 Veðrið sem var e. 14.25 Djöflaeyjan e. 19.30 Veðurfréttir 11:50 The Mentalist (22/22) 13:45 Chelsea - Cardiff 17.00 Táknmálsfréttir 14.50 Útúrdúr e. 19.35 Kastljós 12:35 Nágrannar 15:50 Kolla allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur17.10 Poppý kisuló (33:52) 15.30 Handunnið: Sarah Becker e. 20.00 Útsvar (Skagafjörður 13:00 Extreme Makeover: Home Edition 16:20 Heimsókn 17.21 Teitur (43:52) 15.40 Svipmyndir frá Noregi (8:8) Fljótsdalshérað) 13:40 He's Just Not That Into You 16:40 Sælkeraferðin (5/8) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.31 Vöffluhjarta (1:7) 15.45 Minnisverð máltíð – Sara Blædel 21.10 Júra-garðurinn (Jurassic Park) 15:45 Waybuloo 17:05 Íslenski listinn 17.51 Tóbí (1:4) 16.00 Hvað veistu? - Munum betur og Rafmagnsbilun verður í ævin16:05 Skógardýrið Húgó 17:35 Sjáðu 18.00 Stundin okkar gleymum með tilfinningu týragarði og klónaðar risaeðlur 16:25 Ellen (107/170) 18:05 Ávaxtakarfan - þættir 18.25 Hraðfréttir e. 16.30 MS: Taugasjúkdómur unga láta öllum illum látum. Bandarísk 17:10 Bold and the Beautiful 18:23 Veður 18.35 Íþróttir fólksins e. bíómynd frá 1993. Myndin vann 17:32 Nágrannar 18:306 Fréttir Stöðvar 2 4 5 4 5 6 19.00 Fréttir og Veðurfréttir 17.00 Táknmálsfréttir til fjölda verðlauna á sínum tíma, 17:57 Simpson-fjölskyldan (18/22) 18:50 Íþróttir 19.30 Landinn 17.10 Grettir (1:52) meðal annars hlaut hún þrenn 18:23 Veður 18:55 Dagvaktin 20.00 Fólkið í blokkinni (2:6) 17.25 Ástin grípur unglinginn (80:85) Óskarsverðlaun. e. 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:25 Lottó 20.30 Óli Stef 18.10 Íþróttir 23.15 Beck - Gammurinn (Beck: Ga18:47 Íþróttir 19:30 Spaugstofan 21.35 Hálfbróðirinn (8:8) (Halvbroren) 18.54 Lottó men) Stjórnmálamaður hverfur 18:54 Ísland í dag 20:00 Veistu hver ég var? 22.25 Vargöld í vestrinu (1:3) 19.00 Fréttir sporlaust og þegar grunur 19:11 Veður 20:40 The Young Victoria Stórmynd (Hatfields & McCoys) 19.20 Veðurfréttir vaknar um að hvarf hans tengist 19:20 Popp og kók um Viktoríu drottningu í Englandi. 00.05 Brúin (4:10) (Broen II) e. 19.30 Ævintýri Merlíns (8:13) ólöglegum fjárhættuspilum fara 19:45 Logi í beinni 22:25 Taken 2 Bryan Mills er fyrr01.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 20.20 Tónlistarhátíð í Derry (2:2) lögreglumennirnir Martin Beck 20:45 Hello Ladies (3/8) verandi leyniþjónustumaður 21.20 Hraðfréttir e. og Gunvald Larsson á stúfana. 21:15 Wallander Sakamálamynd sem frelsaði dóttur sína úr klóm 5 6 SkjárEinn 21.30 Í kapphlaupi við kuldann Sænsk sakamálamynd frá 2006. þar sem Kenneth Branagh fer mannræningja. Nú hyggur faðir 11:15 Dr.Phil 23.35 Hraðferð (Go Fast) Lögreglu00.45 Gefðu duglega á kjaft (R með hlutverk rannsóknarlögeins mannræningjans á hefndir. 12:40 Kitchen Nightmares (10:17) foringinn Marek ætlar að hefna Slå först, slå hårdast) Ungur reglumannsins Kurt Wallander. 00:00 The Matrix Revolutions 13:30 Secret Street Crew (1:9) besta vinar síns og á í höggi við maður er sendur í fangelsi fyrir 22:45 Battleship Spennu- og 02:05 Youth Without Youth 14:20 Save Me (4:13) smyglara sem flytja hass frá ofbeldisglæp. e. hasarmynd frá 2012 með Taylor 04:05 The Pelican Brief 14:45 Rules of Engagement (9:13) Marokkó til Spánar og Frakk02.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Kitch, Alexander Skarsgård, 15:10 30 Rock (4:13) lands á hraðbátum. Rihanna, Brooklyn Decker og 15:35 Happy Endings (8:22) 01.05 Barnamamma (Baby Mama) e. Liam Neeson í aðalhlutverkum. SkjárEinn 10:00 Meistaradeild Evrópu 16:00 Parks & Recreation (8:22) 02.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 00:55 Fragments 06:00 Pepsi MAX tónlist 13:20 Keflavík 16:25 Bachelor Pad (6:7) 02:40 Anamorph 08:25 Dr.Phil 13:50 Real Madrid - Malaga 17:55 Rookie Blue (10:13) 04:25 Pirates Of The Caribbean: On 09:05 Pepsi MAX tónlist SkjárEinn 15:55 Þýski handboltinn 2013/2014 18:45 Unforgettable (5:13) Stranger Tides 15:35 Once Upon A Time (4:22) 06:00 Pepsi MAX tónlist 17:20 Meistarad. Evrópu - fréttaþáttur 19:35 Judging Amy (10:24) 16:25 Secret Street Crew (6:6) 10:45 Dr.Phil 17:50 Osasuna - Barcelona 20:20 Top Gear (7:7) 17:15 Borð fyrir fimm (1:8) 12:50 Gordon Ramsay Ultimate Coo19:55 Real Madrid - Malaga allt fyrir áskrifendur21:15 Law & Order: Special Victims Unit 17:45 Dr.Phil kery Course (10:20) 17:45 Brasilía - Zambia 21:35 La Liga Report 22:00 Dexter (5:12) 18:25 Happy Endings (8:22) 13:20 Borð fyrir fimm (1:8) 19:30 Keflavík 22:05 Osasuna - Barcelonafréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:50 The Borgias (5:10) 18:50 Minute To Win It 20:00 Meistarad. Evrópu - fréttaþáttur 13:50 Design Star (6:13) 23:45 Klitschko vs. Povetkin 23:40 Málið - gerð þáttanna 19:35 America's Funniest Home Videos 14:40 Judging Amy (9:24) 20:30 La Liga Report 23:50 Málið (6:12) 20:00 The Biggest Loser (17:19) 15:25 The Voice (4:13) 21:00 Grindavík - KR 00:20 Under the Dome (4:13) Þættir þar sem fólk sem er orðið 17:55 America's Next Top Model (6:13) 22:30 Spænsku mörkin 2013/14 01:10 Hannibal (5:13) hættulega þungt snýr við blaðinu 18:40 The Biggest Loser (17:19) 10:35 Match Pack 23:00 Keflavík allt fyrir áskrifendur 4 Flashpoint (18:18)5 6 01:55 og kemur sér í form á ný. 20:10 Secret Street Crew (1:9) 11:05 Enska úrvalsdeildin - upphitun 23:30 Swansea - St. Gallen 02:45 Dexter (5:12) 21:30 The Voice (4:13) 21:00 Bachelor Pad (7:7) 11:35 Newcastle - Liverpool fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 03:35 Excused 00:00 Flashpoint (18:18) 22:00 Lord of the Rings: Two Towers 13:35 Laugardagsmörkin allt fyrir áskrifendur 00:50 Excused 01:45 Rookie Blue (10:13) 13:50 Man. Utd. - Southampton 01:15 Bachelor Pad (5:7) 02:35 The Borgias (4:10) 17:05 Messan 16:00 Laugardagsmörkin fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 02:45 Ringer (1:22) 03:25 Excused 18:15 Liverpool - Man. Utd. 16:20 West Ham - Man. City 08:35 The Three Stooges 03:35 Pepsi MAX tónlist 03:50 Pepsi MAX tónlist 20:00 Match Pack 18:30 Chelsea - Cardiff 4 5 6 10:05 Taken From Me: The Tiffany 20:30 Premier League World 20:10 Arsenal - Norwich allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur Rubin Story 21:00 Enska úrvalsdeildin - upphitun 21:50 Everton - Hull 11:35 Office Space 21:35 Goals of the Season 2007/2008 23:30 Stoke - WBA 10:00 Scent of a Woman 4 5 13:05 Space Cowboys 6 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 10:00 We Bought a Zoo 22:30 Liverpool - Man. Utd. 12:35 Mad Money 15:15 The Three Stooges 12:00 The Magic of Bell Isle 00:15 Enska úrvalsdeildin - upphitun allt fyrir áskrifendur SkjárGolf 14:15 Mirror Mirror allt fyrir áskrifendur 16:50 Taken From Me: The Tiffany 13:50 The Double 06:00 Eurosport 16:00 Scent of a Woman Rubin Story 15:25 We Bought a Zoo SkjárGolf fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 07:10 Golfing World 18:35 Mad Money 18:20 Office Space 17:30 The Magic of Bell Islefréttir, fræðsla, sport og skemmtun 06:00 Eurosport 4 08:00 Children 's Miracle Classic 2013 4 520:15 Mirror Mirror 6 19:50 Space Cowboys 19:20 The Double 07:10 Golfing World 13:05 PGA Tour - Highlights (39:45) 22:00 Hunger Games 5 6 22:00 X-Men: First Class 20:55 Dark Knight Rises 08:00 Children's Miracle Classic 2013 14:00 Inside the PGA Tour (41:47) 00:20 Franklyn 00:10 Sea of Love 23:35 Kick Ass 17:00 Champions Tour - Highlights 14:25 Children 's Miracle Classic 2013 02:00 The 41-Year-Old Virgin Who 02:05 Stig Larsson þríleikurinn 01:30 Blitz 4 Champions Tour - 5Highlights 6 17:55 Inside the PGA Tour5 (41:47) 17:05 Knocked 4 6 Up Sarah Marshall 04:15 X-Men: First Class 03:05 Dark Knight Rises 18:20 Children's Miracle Classic 2013 18:00 Children 's Miracle Classic 2013 03:25 Hunger Games
Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur
DYNAMO REYKJAVÍK
Sunnudagur
ETRI NÝ OG B N! U N N HÖ
Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn.
TANN B TANN URSTAR O K VIÐKV REM FYRI G R ÆM S VÆÐI
sjónvarp 59
Helgin 18.-20. október 2013
20. október
STÖÐ 2 07:00 Barnatími 11:35 Popp og kók 12:00 Spaugstofan 12:25 Nágrannar 14:10 Logi í beinni 15:00 Veistu hver ég var? 15:45 Meistarmánuður (4/6) 16:05 Um land allt 16:30 Sjálfstætt fólk (5/15) allt fyrir áskrifendur 17:10 Stóru málin 17:35 60 mínútur (2/52) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (8/30) 19:10 Dagvaktin 19:40 Sjálfstætt fólk (7/15) 4 20:15 The Crazy Ones (3/13) Geggjaðir gamanþættir með Robin Williams og Söruh Michelle Gellar í aðalhlutverkum. 20:40 Ástríður (6/10) 21:05 Homeland (3/12) 21:55 Boardwalk Empire (6/12) 22:50 60 mínútur (3/52) 23:35 The Daily Show: Global Editon 00:00 Nashville (16/21) 00:45 Hostages (3/15) 01:35 The Americans (4/13) 02:20 The Untold History of The US 03:20 Drunkboat 04:55 Like Minds
Ég er komin með nýtt lag á heilann – aðallagið úr Stundinni okkar. Nýja Stundin okkar er hreint út sagt meiriháttar og ég veit ekki hvor okkar hefur meira gaman að henni, ég eða tæplega fjögurra ára gömul dóttir mín. Í raun hafði ég engar væntingar þegar fyrsti þátturinn var sýndur enda enn ósátt við Góa eftir Hringekjuna hræðilegu. Fyrsta atriðið í fyrsta þættinum af Stundinni okkar snerist um að Gói, því hann heitir einfaldlega Gói í þáttunum, fær að vita að það er ekki sjálfgefið að fá annað tækifæri. Persónan hans er fengin til að taka við niðurníddu leikhúsi og koma því í stand, ásamt þúsundþjalasmiðnum Gloríu sem er leikin af Kristínu Þóru Haraldsdóttur. Hvorugt þeirra er með 5
gervitennur, hvorugt þeirra talar með asnalegri röddu – þau eru bara afskaplega vinaleg og fjörug. Raunar brá ég mér úr stofunni þegar fyrsti þátturinn var en dóttir mín fékk mig aftur inn þegar hún kallaði til mín spennt: „Mamma, þau eru að syngja ÚúÚúúÚúÚ.“ Já, aðallagið er einmitt þannig og mér til mikillar gleði voru Hildur Lillendahl, Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð fengin til að syngja með. „Mamma, þetta eru fréttir,“ sagði dóttirin ákveðin þegar María Sigrún Hilmarsdóttir söng ÚúÚúúÚúÚ. Áhugamál okkar dótturinnar voru sameinuð í Stundinni okkar. Mér finnst töff að Gloría kann á logsuðutæki og að Gói klæðist kjól. Mér fannst töff þegar Gloría fór í hlutverk læknis og mér fannst töff
þegar það kom atriði með lagi úr Footloose. Heilt yfir finnst mér nýja Stundin okkar bara nokkuð töff og ætla að halda áfram að söngla í huganum: ÚúÚúúÚúÚ. Góa er fyrirgefið allt. Erla Hlynsdóttir
6
VERÐDÆMI ALPINE King Size (193x203 cm )
SELJUM NOKKUR
FULLT VERÐ 232.818
kr.
139.690 kr. = 40% AFSLÁTTUR! Innifalið í verði: dýna, botn og fætur
KING SIZE
SÝNINGARRÚM
Á ÓTRÚLEGU
Framleiðandi: Framleiðsluland: Stífleiki: Gormakerfi:
King Koil Bandaríkin Millistíft/stíft Fimmsvæðaskipt 660 gorma pokagormakerfi, engin hreyfing milli svefnsvæða. Mýking: 5 cm af þrýstijöfnunarefni, leiserskorinn 5 svæða skiptur kaldsvampur. Botn: Stífur klæddur botn með fótum. Öryggi: Með öryggisþráðum, gert samkvæmt nýjum eldvarnarlögum í U.S.A.
TILBOÐI
4
5
09:50 Stoke - WBA 11:30 Everton - Hull 13:10 Chelsea - Cardiff 14:50 Aston Villa - Tottenham allt fyrir áskrifendur 17:00 Man. Utd. - Southampton 18:40 Newcastle - Liverpool fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:20 West Ham - Man. City 22:00 Aston Villa - Tottenham 23:40 Arsenal - Norwich 5
6
6
SILVIA HÆGINDASTÓLL Á 20% AFSLÆTTI SIRLÐV4I3A.700 kr.
FULLT VE ARGH!!! 111013
SkjárGolf 4
Búin að fyrirgefa Góa
11:00 Anzhi Makh'kala - Tottenham 12:40 La Liga Report 13:10 Real Madrid - Malaga 14:50 Osasuna - Barcelona 16:30 Sumarmótin 2013 17:10 Keflavík 17:40 Meistarad. Evrópu - fréttaþáttur allt fyrir áskrifendur 18:10 Herminator Invitational 18:40 Meistaradeild Evrópu fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:20 England - Pólland 22:00 England - Svartfjallaland 23:40 Meistaradeild Evrópu
06:00 Eurosport 07:15 Golfing World 08:05 Children's Miracle Classic 2013 11:05 Champions Tour - Highlights 12:00 Children's Miracle Classic 2013 18:00 Children's Miracle Classic 2013 00:00 Children's Miracle Classic 2013 03:00 Eurosport
Í sjónvarpinu stundin okk ar
34.960 krU. R
TT 20% AFSLÁ
Rekkjan ehf ≤≥ Ármúla 44 ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16
SVEFNSÓFAR Á 20-30% AFSLÆTTI VERÐDÆMI VOLGA
FULLT VERÐ 49.900 kr.
34.930 kr.
30% AFSLÁTTUR
H E I L S U R Ú M
60
bíó
Helgin 18.-20. október 2013
Heimildarmynd BlackFisH
Aðgát skal höfð í nærveru háhyrninga Græna ljósið frumsýnir hina umtöluðu heimildarmynd Blackfish sem fjallar um illa meðferð á háhyrningum í Sea World og skelfilegar afleiðingar umgengninnar við dýrin. Árið 2010 lést Dawn Brancheau, dýraþjálfari í vatnsgarðinum Sea World í Orlando á Flórída, þegar háhyrningurinn Tilikum réðist á hana. Tilikum hafði einnig valdið dauðsfalli þjálfara árið 1991, áður en hann kom til Sea World. Háhyrningar eru ekki gjarnir á að ráðast á fólk þegar þeir eru í sínu náttúrulega umhverfi en þeim
mun líklegri til þess þegar þeir eru hafðir til sýnis í kvíum og því eru uppi efasemdir um hvort rétt sé að halda þessum stóru, greindu dýrum föngnum til þess að sýna listir sínar. Kvikmyndagerðarmaðurinn Gabriela Cowperthwaite hefur rannsakað lifnaðarhætti háhyrninga allt frá því Dawn Brancheau lést og sýnir þessar merkilegu skepnur á áhrifamikinn og ögrandi máta um leið og hún varpar ljósi á hvernig hagur dýranna samræmist ekki alltaf áætlunum um rekstur og fjárhagslegan ávinning vatnagarða á borð við Sea World.
Blackfish þykir mjög áhrifarík heimildarmynd um meðferð háhyrninga sem sýningardýra.
Frumsýndar tvær ólík ar
Danskur krimmi og dans Danski glæpasagnahöfundurinn Jussi Adler-Olsen á nokkurn hóp aðdáenda á Íslandi og þeir hafa nú heldur betur tilefni til að fagna þar sem bíómyndin Kvinden i Buret, sem gerð er eftir einni bóka hans, er komin í bíó. Rannsóknarlögreglumennirnir Carl Mørck og Assad flækjast í fimm ára gamalt mannshvarfsmál og þurfa að kafa djúpt ofan í ógeðslega undirheima Danmerkur. Með aðalhlutverk í myndinni fara Nikolaj Lie Kaas úr sjónvarpsþáttunum Forbrydelsen og Fares Fares úr Snabba Cash I & II. Í Battle of the Year segir frá samnefndri árlegri danskeppni þar sem bestu danslið heims mætast. Þegar hér
Kunnugleg andlit úr sjónvarpinu eru í forgrunni Konunnar í búrinu.
er komið við sögu hafa Bandaríkjamenn tapað fimmtán ár í röð. Hipp hopp-arinn Dante vill breyta þessu og fær heillum horfinn körfuboltaþjálfara til þess að setja saman öflugt lið.
Frumsýnd Gr avity
MuD
(12)
SJÁ SÝNINGARTÍMA Á BIOPARADIS.IS
viDEODROME SuN: 20.00
(16)
SKÓLANEMAR: 25% AfSLáttuR gEgN fRAMvíSuN SKíRtEiNiS! MEÐ StuÐNiNgi REYKJAvíKuRBORgAR & KviKMYNDAMiÐStÖÐvAR íSLANDS - MiÐASALA: 412 7711
Sandra Bullock og George Clooney komast heldur betur í hann krappan þegar þau verða strandaglópar úti í geimnum í spennumyndinni Gravity.
Þyngdarlaus dauðadómur Geimtryllir Alfonso Cuarons er einhver umtalaðasta kvikmynd í heimi þessar vikurnar. Hún hefur gert stormandi lukku bæði hjá áhorfendum og gagnrýnendum sem fá vart haldið vatni yfir spennunni sem Cuaron laðar fram þar sem hann fylgir Söndru Bullock og George Clooney þar sem þau svífa hjálparlaus í geimnum með takmarkaðar súrefnisbirgðir.
m
KAUPTU FJÓRAR FÁÐU SEX
HOLL OG UPPBYGGILEG NÆRING EFTIR GÓÐA ÆFINGU. HENTAR flestum sem hafa mjólkursykuróþol.
Hrifningin sem Gravity hefur vakið hefur orðið til þess að byrjað er að spá myndinni velgengni á næstu óskarsverðlaunahátíð.
exíkóski leikstjórinn Alfonso Cuaron magnar upp mikla spennu í kringum lífsháska tveggja geimfara sem verða viðskila við geimfar sitt og eru eins og stefnulaus reköld úti í geimnum með takmarkaðar súrefnisbirgðir og enn minni lífslíkur. Gravity kemur feiknasterk inn í kjölfar sápukúlumynda sumarsins og hefur sett aðsóknarmet í Bandaríkjunum í október sem er alla jafna frekar rólegur mánuður þegar kemur að bíósókn. Myndin er búin að vera á toppi aðsóknarlista í Bandaríkjunum og Kanada í tvær vikur og sjálfum Tom Hanks tókst ekki að velta Gravity úr þeim sessi um síðustu helgi þegar nýjasta mynd hans, Captain Philips, var frumsýnd. Ryan Stone (Sandra Bullock) er í sinni fyrstu geimferð þar hún nýtur leiðsagnar hins reynda leiðangursstjóra Matt Kowalski (George Clooney) sem er aftur á móti í sinni síðustu ferð út fyrir gufuhvolfið. Geimfararnir tveir lenda í meiriháttar vandræðum þegar brak úr gervihnetti skellur á geimfari þeirra. Tjónið er slíkt að viðgerð er ekki möguleg og til að bæta gráu ofan á svart eru þau bæði að störfum utan við geimstöðina þegar óhappið verður. Þau svífa því um geiminn bjargarlaus með takmarkað súrefni og fá að kynnast ótta sem erfitt er að hugsa sér, fullkomna innilokunarkennd í endalausu plássi. Þau eru sambandslaus við stjórnstöð á jörðu niðri þannig að þaðan er enga hjálp að fá og þau hafa því ekkert annað til að treysta á en eigið hyggjuvit og hugrekki sem virkar ekkert of vel þegar örvæntingin tekur völdin. Gravity hefur fengið frábæra dóma ytra
og spurst vel út með almannarómi þar sem mest er gert úr góðum leik Söndru Bullock og magnaðri leikstjórn Cuarons sem nýtir þrívídd til þess að fanga þá tilfinningu að áhorfendur svífi með persónunum í þyngdarleysinu. Cuaron er einna þekktastur fyrir Children of Men og að hafa verið kallaður til þegar tími var kominn til að gera Harry Potterbálkinn drungalegri og ógnvænlegri en hann leikstýrði þriðju myndinni, Harry Potter and the Prisoner of Azkaban. Cuaron skrifar handrit myndarinnar sjálfur ásamt syni sínum, Jonás, en segja má að með Gravity sameini hann tvo æskudrauma sína en hann langaði alltaf að verða bæði leikstjóri og geimfari. Hrifningin sem Gravity hefur vakið hefur orðið til þess að byrjað er að spá myndinni velgengni á næstu óskarsverðlaunahátíð. Gangi sú spá eftir er ekki útilokað að Sandra Bullock geri atlögu að sínum öðrum verðlaunum. Eftir all mörg mögur ár hlaut hún Óskarinn fyrir leik sinn í The Blind Side 2009 en í kjölfarið setti erfiður skilnaður hana aðeins út af laginu. Hún hefur heldur betur verið að ná vopnum sínum að nýju undanfarið. Hún sló í gegn fyrr á árinu ásamt Melissa McCarthy í gamanmyndinni The Heat og nú fylgir hún velgengninni eftir með Gravity og allt útlit er fyrir að seinni hluti ferils hennar verði glæsilegri en í upphafi.
Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
Villi vísindamaður og Sprengju-Kata mæta á laugardaginn kl.14 og gera spennandi tilraunir! Cocoa Puffs lestin býður börnum í lestarferð alla helgina.
Opið: Virka daga 11-19 Fimmtudaga 11-21 Laugardaga 11-18 Sunnudaga 13-18 www.SmaraLind.iS Finndu Okkur á
62
menning
Helgin 18.-20. október 2013
TónleiK asyrpa 15:15 í norr æna húsinu
Hljóðpínuseiður og söngur Ný tónleikasyrpa í 15:15 röðinni er að hefjast í Norræna húsinu. Í vetur verða 9 tónleikar og er það Tríó Vei sem ríður á vaðið með tónleikum sem nefnast Hljóðpínuseiður og söngur, sunnudaginn 20. október klukkan 15:15. Tríó Vei er skipað Ingibjörgu Guðjónsdóttur sópran, Einari Jóhannessyni klarínettuleikara og Valgerði Andrésdóttur píanóleikara. Efnisskrá tónleikanna samstendur af íslenskum og breskum tónverkum. Elsta verkið er frá árinu 1920 en það yngsta frá aldarmótaárinu 2000. Flutt verða verkin Songs of Innocence eða Söngvar sakleysis-
Tríó Vei heldur nú upp á sitt tíunda starfsár.
ins eftir Arnold Cooke við ljóð hin þekktu ljóð Williams Blake. Two Nursery Rhymes eftir Arthur Bliss og Beauty Haunts the Woods at Night eftir Malcolm Arnold en þau eru öll skrifuð fyrir rödd, klarínett og píanó. Lokaverk tónleikana er Sonata op. 29 fyrir klarínett og píanó eftir Sir Malcolm Arnold og má þar heyra m.a. áhrif frá tékkneskum dansi. Af íslenskum verkum verða flutt þrjú sönglög Þorkels Sigurbjörnssonar úr lagaflokknum Þorpinu við ljóð Jóns úr Vör. Verkið Seiður fyrir klarínett og píanó var samið árið 2000.
Maríana Clar a Með TuguM Kvenna í húsi Bernhörðu alBa
Mary Poppins – HHHHH – MLÞ, Ftíminn Mary Poppins (Stóra sviðið)
Lau 19/10 kl. 13:00 aukas Sun 27/10 kl. 13:00 aukas Fös 8/11 kl. 19:00 aukas Sun 20/10 kl. 13:00 aukas Fim 31/10 kl. 19:00 aukas Lau 9/11 kl. 13:00 Mið 23/10 kl. 19:00 21.k Fös 1/11 kl. 19:00 aukas Sun 10/11 kl. 13:00 Lau 2/11 kl. 13:00 aukas Fim 14/11 kl. 19:00 Fim 24/10 kl. 19:00 22.k Sun 3/11 kl. 13:00 aukas Fös 15/11 kl. 19:00 Fös 25/10 kl. 19:00 23.k Fim 7/11 kl. 19:00 aukas Lau 26/10 kl. 13:00 aukas Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.
Mikið hlegið að tjaldabaki Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld, föstudag, leikritið Hús Bernhörðu Alba, eftir Federico García Lorca, í Gamla bíói. Kristín Jóhannesdóttir leikstýrir þessari sannkölluðu kvennasýningu sem er ekki aðeins femínísk í sjálfri sér heldur koma um 70 konur að uppfærslunni og þar af eru rúmlega þrjátíu á sviðinu. Maríanna Clara Lúthersdóttir er ein þeirra en hún leikur eina fimm dætra Bernhörðu.
K
Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið)
Fös 18/10 kl. 20:00 10.k Mið 6/11 kl. 20:00 aukas Mið 27/11 kl. 20:00 aukas Lau 19/10 kl. 20:00 11.k Fim 7/11 kl. 20:00 23.k Fim 28/11 kl. 20:00 31.k Sun 20/10 kl. 20:00 12.k Fös 8/11 kl. 20:00 21.k Fös 29/11 kl. 20:00 32.k Þri 22/10 kl. 20:00 aukas Lau 9/11 kl. 20:00 22.k Sun 1/12 kl. 20:00 33.k Mið 23/10 kl. 20:00 13.k Sun 10/11 kl. 20:00 24.k Fim 5/12 kl. 20:00 34.k Fim 24/10 kl. 20:00 14.k Mið 13/11 kl. 20:00 25.k Fös 6/12 kl. 20:00 35.k Fös 25/10 kl. 20:00 15.k Fim 14/11 kl. 20:00 26.k Sun 8/12 kl. 20:00 36.k Lau 26/10 kl. 20:00 16.k Fös 15/11 kl. 20:00 27.k Fim 12/12 kl. 20:00 37.k Sun 27/10 kl. 20:00 17.k Þri 19/11 kl. 20:00 aukas Fös 13/12 kl. 20:00 38.k Fös 1/11 kl. 20:00 18.k Mið 20/11 kl. 20:00 28.k Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Lau 2/11 kl. 20:00 19.k Fim 21/11 kl. 20:00 29.k Sun 15/12 kl. 20:00 40.k Sun 3/11 kl. 20:00 20.k Fös 22/11 kl. 20:00 30.k Epískur tónsjónleikur. ATH! Ekki unnt að hleypa inní sal eftir að sýning hefst
Rautt (Litla sviðið)
Sun 20/10 kl. 20:00 22.k Fim 24/10 kl. 20:00 24.k Sun 27/10 kl. 20:00 27.k Mið 23/10 kl. 20:00 23.k Fös 25/10 kl. 20:00 25.k Verðlaunaverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar. Allra síðustu sýningar!
Mýs og menn (Stóra sviðið)
Fös 18/10 kl. 20:00 1.k Lau 2/11 kl. 20:00 4.k Lau 19/10 kl. 20:00 2.k Lau 9/11 kl. 20:00 5.k Lau 26/10 kl. 20:00 3.k Sun 10/11 kl. 20:00 6.k Meistaraverkið eftir John Steinbeck aftur á svið
Lau 16/11 kl. 20:00 7.k Sun 17/11 kl. 20:00 8.k Lau 23/11 kl. 20:00 9.k
Hús Bernhörðu Alba (Gamla bíó)
Fös 18/10 kl. 20:00 frums Sun 27/10 kl. 20:00 5.k Sun 10/11 kl. 20:00 8.k Sun 20/10 kl. 20:00 3.k Sun 3/11 kl. 20:00 6.k Lau 16/11 kl. 20:00 9.k Lau 26/10 kl. 20:00 4.k Lau 9/11 kl. 20:00 7.k Sun 17/11 kl. 20:00 10.k Sígilt verk Lorca í kraftmikilli nálgun okkar fremstu listakvenna
Saumur (Litla sviðið)
Lau 19/10 kl. 20:00 frums Sun 10/11 kl. 20:00 3.k Fös 22/11 kl. 20:00 5.k Lau 26/10 kl. 20:00 2.k Fim 21/11 kl. 20:00 4.k Nærgöngult og nístandi verk eftir eitt magnaðasta samtímaleikskáld Bretlands
Haustsýning ÍD: Tímar Sentimental, again (Stóra sviðið) Sun 20/10 kl. 20:00 3.k Sun 27/10 kl. 20:00 4.k Sun 3/11 kl. 20:00 5.k Tímar eftir Helenu Jónsdóttur; Sentimental, again eftir Jo Strömgren
Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Ert þú að huga að dreifingu? Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt.
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is
Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur.
„Það hefur verið mjög mikið hlegið á æfingum og ég er eiginlega bara pínu leið yfir að maður sé ekki að fara að æfa þetta í næstu viku og vera alla daga með þessum hópi,“ segir Maríanna Clara um hópinn að baki Húsi Bernhörðu Alba. Mynd/Hari
Hús Bernhörðu Alba
Ekkjan Bernharða Alba fyrirskipar átta ára sorg vegna fráfalls eiginmanns síns og föður dætranna fimm. Hún heldur þeim ásamt aldraðri móður og þjónustustúlkum föngnum í húsi sínu án samskipta við umheiminn. Hún er heimilisharðstjóri. En þrátt fyrir að ytri aðstæður séu óbærilegar, þá er ekki hægt að bæla tilfinningarnar sem krauma undir niðri. Dæturnar eru allar við það að springa af þrá eftir frelsi, ást og betra lífi. Þegar svo tvær þeirra verða ástfangnar af sama manninum bresta allar hömlur og tilfinningarnar sjóða upp úr með ófyrirséðum afleiðingum.
ristín Jóhannesdóttir leikstýrir Húsi Bernhörðu Alba sem Borgarleikhúsið frumsýnir í Gamla bíói á föstudagskvöld. Sýningin er femínísk og Kristín hefur fléttað samtímavísunum saman við sígildan texta Federico García Lorca. Um 70 konur koma einnig að uppfærslunni og eru þær 35 á sviðinu þegar mest er. Einn karlmaður fær að slæðast með, Þröstur Leó Gunnarsson, en hann leikur sjálfa Bernhörðu en Kristín vildi karlmann í hlutverkið þar sem kenningar eru uppi um að skáldið hafi skrifað einræðisherrann Franco inn í verkið í gervi Bernhörðu. Maríanna Klara Lúthersdóttir leikkona, bókmenntafræðingur og femínisti, leikur eina fimm dætra Bernhörðu í uppsetningunni. Hún segir æfingaferlið hafa verið stórskemmtilegt í þessum líflega kvennahópi. „Þótt það sé dramatík á sviðinu þá er gríðarlega gaman á bak við tjöldin,“ segir Maríanna. „Og það er ekki leiðinlegt að æfa sýningu með hátt í 70 konum. Þetta er femínískt. Ef maður gerir á annað borð sýningu með 70 konum kemur ekki annað til greina og það gengur ekkert gegn minni sannfæringu að vinna með Kristínu. Það eru tólf leikkonur á sviðinu og sextíu kvenna kór sem skiptast á að vera á sviðinu, tuttugu í senn. Þannig að þetta er stór hópur.“ Maríanna lék yngstu dóttur Bernhörðu með Nemendaleikhúsinu fyrir tíu árum en hefur nú elst aðeins og er sú þriðja yngsta að þessu sinni. „Lorca er æðislegt skáld og ég hef alltaf verið mjög hrifin af honum og það er ekki leiðinlegt að koma að þessu tíu árum seinna. Þetta er náttúrlega frábært leikrit bara eins og það er skrifað en Kristín sprengir alltaf utan af sér rammann sem gerir hana að svo skemmtilegum leikstjóra. Hún tengir þetta beint við samtímann og það sem er að gerast í heiminum í dag,“ segir Maríanna en Pussy Riot-réttarhöldin eru á meðal þess sem Kristín vísar í. „Það er í sjálfu sér ekki verið að breyta neinu nema koma bara með vísanir beint í samtímann til að undirstrika hvað Lorca á enn vel við. Á meðan það er einhvers staðar kúgun og helsi í heiminum þá á þetta verk erindi.“ Þröstur Leó Gunnarsson er eini karlinn í hópnum en leikur engu að síður konu, sjálfa Bernhörðu og smellpassar í hópinn að sögn Maríönnu. „Þröstur, litli fuglinn þarna í úlfahópnum,“ segir hún og hlær sínum smitandi hlátri. „Hann er bara svo skemmtilegur maður að það hálfa væri nóg og er orðinn ein af stelpunum. Við erum að grínast með að hann verði farinn að nota varalit og baka úr spelti eftir frumsýningu. Ég sé ekki fyrir mér þann hóp sem Þröstur myndi ekki gera skemmtilegri enda er hann með skemmtilegri mönnum.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
2013
d á r b i Vill
24. október nn þa r rja by ar nn rlu Pe rð bo að hl ar áð br Villi
rinn Elgu nn mi er ko ! í hús
Foréttir
Villibráðarsúpa Blinis og kavíar Hreindýra paté m/títuberjasultu Gæsa og kjúklingafrauð Skelfisksalat Krabbasalat í sweet chilli sósu Reyktur áll á eggi Heitreyktur silungur m/piparrót Sushi Reyktur lax með wasabi majónes Hvala carpaccio m/parmisan Graflax Síldar salöt Parmaskinka með rjómaosti Dúfu-terrin með foie gras Grafið lamb m/balsamico og sultuðum lauk
Jólahlad bord Jólahlaðborð Perlunnar byrjar þann 21. nóvember
Adalréttir
Léttsteiktur zebrahestur Svartfuglsbringur Villigæsabringa Heilsteiktur hreindýravöðvi Hreindýrabuff Sultuð gæsalæri Villisveppir í smjörkænu Gufusoðinn kræklingur Hnetufylling Krónhjörtur Kryddlegin elgur Pottréttur Rauðvínssósa Kóngasveppasósa.
Gjafabréf Perlunnar
Góð g jöf v öll tækifæ ið ri!
Eftirréttir
Ostaterta Úrval osta Heit eplakaka Ferskt ávaxtasalat Rjómalagaður ítalskur ís Crème Brullée Fylltir súkklaðibollar Kókostoppar Enskt krem Karamellusósa Súkkulaðiterta Skyrkaka Tapioka búðingur Fylltar vatnsdeigsbollur.
9.290 kr.
tilboð mánud.-miðvikud 8.290 kr.
Skötuhladbord Vínsmökkun Skötuhlaðborð Perlunnar 23. desember
Mekka verður með vínsmökkun á eðalvínum fyrir mat, á hlaðborðum Perlunnar. C100 M60 Y0 K30
Veitingahúsið Perlan Sími: 562 0200 perlan@perlan.is Pantone Coated 281 www.perlan.is
Svart
64
menning
Helgin 18.-20. október 2013
Kórsöngur Landssamband bLandaðr a Kór a fagnar 75 ár a afmæLi um heLgina
Níu hundruð kórsöngvarar í Hörpu
Kór Kópavogskirkju er meðal blandaðra kóra sem koma fram í Hörpu um helgina. Stjórnandi hans er Lenka Mátéová.
Fjölmennasti tónlistarviðburður sem haldinn hefur verið í Hörpu. Blandaðir kórar landsins munu syngja sig inn í Hörpu og hjörtu landsmanna um helgina í tilefni af 75 ára afmæli Landssambands blandaðra kóra. Á hátíðinni koma saman 24 blandaðir kórar víðs vegar af landinu, alls um 900 kórsöngvarar. 25 örtónleikar verða í Hörpu á morgun, laugardaginn 19. október, frá klukkan 13 til 17. Örtónleikarnir verða í Norðurljósum og opnum rýmum Hörpu. Aðgangur að þeim er ókeypis. Ávhátíðartónleikunum á sunnudaginn verður tónleikagestum boðið að syngja með í helstu kórperlum landsins. 10 kórar flytja eigin efnisskrá og samkór frumflytur sérpantað hátíðarlag eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson. Robert Sund, einn þekktasti kórstjóri
Norðurlanda, stjórnar Gloria og Sanctus úr eigin messu ásamt 2 píanóum og 3 slagverksleikurum. Þá frumflytur Hamrahlíðarkórinn verk eftir Jón Nordal sem í ár er 87 ára. Hátíðartónleikarnir hefjast klukkan 15 á sunnudaginn. Miðasala er á harpa.is. Segja má að kórsöngur sé einskonar þjóðaríþrótt Íslendinga og tónleikarnir um helgina eru fjölmennasti tónlistarviðburður sem haldinn hefur verið í Hörpu. Í aðdraganda undirbúnings tónleikanna hafa verið skrásettir 106 blandaðir kórar – og eru að mati aðstandenda tónleikanna örugglega ekki allir taldir. Til samanburðar má nefna að rúmlega 30 kvennakórar og tæplega 30 karlakórar eru starfandi á landinu. -jh
Myndlistarsjóður auglýsir eftir umsóknum Myndlistarsjóði er ætlað að stuðla að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist hérlendis sem erlendis. Sjóðurinn veitir verkefnastyrki sem ætlaðir eru til að auðvelda framkvæmd verkefna á sviði listsköpunar og listrannsókna.
saumur frumsýning í borgarLeiKhúsinu
Óráðin framtíð pars í stormasömu sambandi Leikarar í verkinu eru Hjörtur Jóhann Jónsson og Vala Kristín Eiríksdóttir.
Umsóknarfrestur er 2.desember 2013 kl.17:00 Upplýsingar um myndlistarsjóð, umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og leiðbeiningar er að finna á vefsíðu myndlistarráðs myndlistarsjodur.is
TVEIR HRAFNAR LISTHÚS
Davíð Örn Halldórsson Hallgrímur Helgason Hulda Hákon Húbert Nói Jóhannesson Jón Óskar Ragnar Þórisson Steinunn Þórarinsdóttir Óli G. Jóhannsson og Kristján Davíðsson
Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is
Opnunartímar: 11:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi
TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery
Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is
74,6% *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör
... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
b
orgarleikhúsið frumsýnir á morgun, laugardag, í samstarfi við unga nýja listamenn leikverkið Saumur eftir Anthony Neilson. Á hverju ári útskrifar Listaháskólinn hátt á þriðja tug sviðslistafólks en Borgarleikhúsið hefur í gegnum árin kappkostað að fá vaxtarsprota inn í húsið, leikara, leikstjóra, höfunda og fleiri. Einn af þessum vaxtarsprotum er Ríkharður Hjartar Magnússon sem leikstýrir verkinu. Sagan fjallar um par í stormasömu sambandi sem neyðist til að ákveða hvort það sé tilbúið til þess að ala upp barn. Unga parið veltir fyrir sér hvort það eigi framtíð saman þrátt fyrir reiði og biturð yfir svikum fortíðarinnar. Ef hvorki er hægt að taka til baka það sem sagt hefur verið né það sem hefur verið gert, er þá hægt að hefja nýtt líf án þess að fyrirgefa? Verkið var upphaflega útskriftarverkefni leikstjórans Ríkharðs Hjartar úr Fræði og framkvæmd við Listaháskóla Íslands og vakti mikla athygli en verður nú sýnt í nýrri og endurbættri útgáfu á Litla sviði Borgarleikhússins. Anthony Neilson er, að því er fram kemur í tilkynningu Borgarleikhússins, tvímælalaust eitt magnaðasta samtímaleikskáld Bretlands. Hann hefur skrifað mikinn fjölda leikrita, gríðarlega ólík að gerð, innihaldi og framsetningu. Meðal verka eftir Neilson sem flutt hafa verið hérlendis má nefna Penetreitor, Ófagra veröld og Lík í óskilum.
Styrktartónleikar fyrir gigtveik börn Um eða yfir 200 börn hér á landi á aldrinum 1-18 ára þjást af gigt. Á hverju ári greinast 10-14 börn með gigtarsjúkdóm og sum þeirra með alvarlega gigt. Gigtarfélagið vinnur nú að því að stofna styrktarsjóð fyrir gigtveik börn og af þeim sökum verða haldnir veglegir styrktartónleikar þriðjudagskvöldið 22. október í Háskólabíói. Markmið styrktarsjóðsins er að bæta lífsgæði gigtveikra barna og fjölskyldna þeirra. Fjöldi listamanna kemur fram og allir gefa þeir vinnu sína. Fram koma Páll Óskar, Jóhanna Guðrún, Jón Jónsson, Friðrik Dór, Védís Hervör, Erna Hrönn, Dikta, Dimma og fleiri. Kynnir er Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og miðaverð er 3.000 krónur.
Jóhanna Guðrún treður upp á tónleikunum í Háskólabíói. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty
Komdu í afmæli Tapas barinn er 13 ára og þér er boðið í veisluna 21. og 22. október
Afmælismatseðill
10 vinsælustu réttir Tapas barsins á 590 kr./stk. • Marineraðar lambalundir með lakkríssósu • Bleykja með hægelduðu papriku salsa • Steiktur saltfiskur með sætri kartöflumús • Hvítlauksbakaðir humarhalar • Marineðar kjúklingalundir með alioli • Serrano með melónu og piparrót • Grillaðar lambalundir Samfaina með myntusósu • Spænsk eggjakaka með lauk og kartöflum • Beikonvafin hörpuskel og döðlur með sætri chilli sósu • Nautalund í Borgunion sveppasósu
. . . og allir fá ljúffenga og margrómaða súkkulaðiköku Tapas barsins í eftirrétt.
Codorníu Cava, glas
490 kr./stk.
Peroni, 330 ml
590 kr./stk.
Campo Viejo, léttvínsglas
690 kr./stk.
Hlökkum til að sjá þig
RESTAURANT- BAR Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 www.tapas.is
66
samtíminn
ÍsLensk a óper an frumsýnir Carmen
Helgin 18.-20. október 2013
Leikhús einskonar fordómur um hús Bernhörðu aLBa
Karlkona sem kúgar konur Fyrirfram vekur það nokkra forvitni hvers vegna Kristín Jóhannesdóttir kaus að láta Þröst Leó Gunnarsson leika kúgarann og kvenskörunginn Bernhörðu Alba. Er hið illa í lífi kvenna alltaf karl? Þar fyrir utan verður spennandi að sjá hvaða mynd einvalalið íslenskra leikhúskvenna mun draga upp af stöðu og tækifærum kvenna í þessum mikla kvennaharmleik. og bjargarlaus fórnarlömb á sviði. Hrafnhildur Hagalín sýnir okkur reyndar í verki sínu, Sek, konu sem er ekki aðeins fórnarlamb eymdarlífs lágstéttanna heldur ekki síður eigin langana, gerða og aðgerðarleysis. Hún svíkur barn sitt fyrir kynferðislega fróun með vinnumanni sínum og stundarlausn frá ömurlegum kjörum. Val Hrafnhildar á þessu söguefni og persónu er brýnt, djarft og spennandi. En því miður nær Hrafnhildur ekki að klára verkið; hvorki söguna né persónuna. Kannski er það heldur ekki vinnandi vegur í dag; að fá áhorfendur til að finna til samkenndar með konu sem kýs að fórna barni sínu til að sinna áfram kynferðisþörfum sínum og ástmanns síns. Þó vitum við vel að þessi saga endurtekur sig og er enn að endurtaka sig.
Hanna Dóra Sturludóttir syngur sjálfstæðisanda í Carmen á laugardagskvöldið.
Láglaunakona af erlendum uppruna Þótt Carmen sé kannski karladraumur um hálftamda villimey þá verður Íslenska óperan að leggja aðrar áherslur í uppfærslu sinni. Þótt blóðheit, stolt og stygg persóna Carmen kunni að virðast klisjukennd í dag; þá var það án efa nokkuð djarft af Georges Bizet að láta óperu sína hverfast um konu í láglaunastarfi og af sígaunaættum árið 1875. Á þeim tíma voru flestar persónur á óperusviðinu bæði betur settar og betur ættaðar (og svo er reyndar enn). Hjá Wagner fengu varla aðrir að syngja en guðir og þeir sem gátu rakið ættir sínar til þeirra eða voru af flottari heimum en mannheimum. Láglaunakonur af sígaunaættum áttu ekki marga talsmenn 1875; ætli við getum ekki líkt Carmen þess tíma við fatlaða lesbíu sem vinnur á blómamakri í Úganda í dag? Við getum verið viss um að ef Carmen kæmi til Íslands myndi Útlendingastofnun fljótt vísa henni úr landi. En Carmen Bizet var svo sem ekki raunveruleg kona og Bizet var enginn málsvari kvenna, láglaunafólks eða sígauna. Carmen hans var að stærstu leyti órar evrópskra karla um hina hálftömdu villikonu. Á tímum Bizet töldu þeir sig geta fundið hana á Spáni ... ætli við en síðan hafa þeir leitað hennar á fjarlægari stöðum. getum ekki Og eru enn að. Með veskið uppi. Það er hins vegar varla boðlegt að setja upp slíka líkt Carmen óra á svið í Hörpu í Reykjavík í dag. Ef einhver gælir við slíka óra fer hann líklega eitthvað annað en í þess tíma Hörpu að finna þá. Vandi leikstjórans Jamie Hayes við fatlaða og íslensku óperunnar er því að verða betri málsvari láglaunakvenna af erlendu bergi en Bizet var; að ýta lesbíu sem undir sjálfstæðisbaráttu Carmen og óþol gagnvart vinnur á kúgun og hömlum. Hún hafði ekki aðra flóttaleið frá blómamakri bágum kjörum en að treysta á einhvern lukkuriddara (sem oftast reyndust bölvaðir drulladelar þegar á í Úganda í reyndi, eins og Dagur Sigurðarson orðaði það þegar dag? hann orti um hlutskipti kvenna) og það þarf að benda á það með einhverjum hætti. En þetta er vandi allra þeirra sem setja upp Carmen, en aðeins La traviata er oftar sett upp í heiminum. Það er verið að syngja Carmen á tugum sviða um allan heim um þessa helgi; í stórum húsum í stórborgum og litlum sviðum í smábæjum (og svo á stóru sviði í smábænum Reykjavík). En þetta er svo sem ekki íþyngjandi vandi. Það er svo mikið spönk í Carmen og tónlistin svo skemmtileg að það hlýtur að vera bæði gaman og þakklátt að setja nýja merkingu og skilning undir óstýrilæti Carmen. Það þarf svo sáralítið að gera fyrir karlana. Þeir elta mest montið í sjálfum sér í óperunni eins og karlar gera svo sem enn þann dag í dag. -gse
Hús Bernhörðu Alba færir Kristínu Jóhannesdóttur mörg tilefni til að vinna með liti, tákn og tilvísanir; nokkuð sem henni leiðist ekki.
k
vennaharmleikur Federico García Lorca, Hús Bernhörðu Alba, verður frumsýndur í kvöld í Gamla bíói á vegum Borgarleikhússins. Ástæða þessa flótta í Gamla bíó er gangurinn á Músum og mönnum og söngleiknum um Mary Poppins á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Táknrænn flótti – gæti einhver freistast til að segja; að þetta mikla kvennastykki þurfi að víkja fyrir sýningum þar sem kvenpersónurnar eru ýmist drepnar vegna brothættrar fegurðar eða þröngvað syngjandi glöðum inn í hefðbundið, íþyngjandi og þjónandi kynhlutverk. Bernarða Alba er ekki kúgað fórnarlamb (þótt dætur hennar séu það); heldur þvert á móti gerandi; örlagavaldur, drottnandi kúgari og níðingur. En það skrítna er að það verður Þröstur Leó Gunnarsson sem leikur Bernhörðu Alba í kvöld. Og hann er engin kona.
Karlmennskan er sjálfstignun
Kristín Jóhannesdóttir útskýrði þessa ákvörðun sína í sjónvarpinu í vikunni með því að Bernarða Alba væri svo ill persóna að engin íslensk leikkona gæti leikið hana; þær hefðu ekki í sér slíka illsku. Líklega hefur Kristín verið að grínast. Ef ekki; þá er þetta vitnisburður um hversu fábreytt hlutverkaval kvenna er; að þrátt fyrir langan leikferil ráði okkar bestu leikkonur ekki við illa innrætt skítmenni. Kannski vildi Kristín meina að eftir að leikkonurnar hafi leikið tvístígandi og buguð fórnarlömb áratugum saman geti þær ekki brugðið sér í gervi hiklausra geranda. Hún er reyndar nokkuð áberandi í leikhúsunum þessi skýra skipting milli karla og kvenna; karlar eru gerendur og móta eigin örlög á meðan konurnar eru fórnarlömb aðstæðna og ákvarðana karlanna. Í tvíleik Mikaels Torfasonar, Harmsögu, lokar karlinn sig út í horni eigin hugrenninga á meðan konan er fremur fórnarlamb fæðingarþunglyndis; aðstæðna sem hún ræður ekki yfir eða hefur stjórn á. Í stofuleik Braga Ólafssonar eru konurnar áhorfendur og þolendur en karlarnir gerendur; bæði til góðs eða ills. Í uppfærslu Benedikts Erlingssonar á Jeppa á Fjalli er Ninna, eina kvenpersónan,
dregin upp sem þjakað fórnarlamb erfiðra aðstæðna; jafnvel þótt hún gæti allt eins verið líflegur skörungur sem lemur ónýta eiginmannsluðru sína og leitar lífsfyllingar og fróunar í bólum annarra karla. Ninna er í raun eina persóna leiksins sem reynir að brjótast af bás sínum; en birtist á sviðinu sem armæðan ein. Það má segja Mikael, Braga og Benedikt til vorkunnar að þeir eru karlar og karlmennska er í aðra röndina stjórnljós sjálfstignun. Körlum er það tamt að líta á sjálfa sig (og aðra karla) sem gerendur og skapendur en konur sem viðföng, þolendur eða njótendur sköpunar sinnar – og kannski hvata hennar á góðum degi. Heimur karlmennskunnar er skiljanlega karlaheimur og því þurfa konurnar sérstaka vernd á leið sinni um hann. Þær eru nú einu sinni hitt kynið.
Konan er á flótta
En það eru ekki aðeins karlar sem ganga út frá því að heimurinn sé karlaheimur; það er líka útgangspunktur flestra femínista. Í heimsmynd þeirra fæðast konur í raun inn í vitlausan heim og eru í honum fangar kynferðis síns. Og það er flestum augljóst að konur eru undirsettar í þessari karllægu fúlu veröld. En eftir því sem stéttaátök hafa kvarnast af kvennabaráttunni og samstaða með öðrum undirokuðum hópum; eftir því sem kvennabaráttan hefur orðið sjálfstæðari hugmynda- og fræðigrein; hefur umræðan og athyglin færst yfir á kynferðislega kúgun kvenna. Konur eru bráð í rándýrs-veröld karla. Þeim er þröngvað inn í kynhlutverk til að þóknast körlum; hraktar úr einni megruninni í þá næstu, brjóst þeirra eru fyllt, stútur settur á varirnar, pilsin stytt og hælarnir hækkaðir; þær eru klipnar í rassinn, áreittar með dónaskap og káfi, misnotaðar og svívirtar. Þær fá ekki vinnu nema vera sætar en fá svo ekki stöðuhækkun af því þær eru of sætar. Þær eru í raun fangar eigin kynferðis – sem er ekki skilgreint af konum heldur körlunum og eftir þeirra þörfum og væntingum. Af því þetta er karlaheimur. Það er því ekki bara tilhneiging karla heldur líka kvenna að draga upp konur sem þolendur
Fasisminn er karl
Þar sem ég hef ekki séð uppfærslu Kristínar Jóhannesdóttur á Húsi Bernhörðu Alba hef ég ekki hugmynd um hvort að ákvörðun hennar um að láta Þröst Leó leika konuna, sem kúgar bæði dætur sínar og móður, byggist á því að það sé trúverðugra (eða þægilegra) fyrir fólk að horfa á karl kúga konur en konu að kúga aðrar konur. Ég veit ekki hvort þetta sé svipuð lausn og að kalla Margaret Thatcher karlkonu; að hún hafi verið kona að þjóna feðraveldinu; kapo í fangelsi kvenna (og því oft grimmari gagnvart konum en karlarnir). Þar sem Hús Bernhörðu Alba er fjölskyldusaga á yfirborðinu rímar það illa við fjölskyldusögur okkar margra; sögur sem eru bornar upp af sterkum konum og þar sem karlarnir eru í hálfgerðum aukahlutverkum (þótt þeir hafi reynt að leika stóra karla út í hinu opinbera lífi). En Hús Bernhörðu Alba er líka undir yfirborðinu spegill á þjóðfélagið sem leikritið var skrifað inn í. Bernarða er táknmynd kúgunar fasismans á Spáni; hún er Franco sjálfur. En aðrar persónur eru að sama skapi táknmyndir ýmissa samfélagshópa og ef Franco er færður til síns rétta kyns mætti allt eins gera það sama við ömmuna eða nokkrar dætur. Að kynskipta Bernhörðu einni er yfirlýsing um að fasisminn sé karl. Sem vel má vera að hann sé (án þess að allir karlar þurfi endilega þar með að vera fasistar). Hús Bernhörðu Alba verður mikil kvennasýning. Fyrir utan Lorca og Þröst Leó koma karlar varla að sýningunni nema til að þýða verkið og sinna tækjum og tólum. Fyrir utan að vera tækifæri til að varpa fersku ljósi á stöðu kvenna gefur verkið Kristínu fjölda tilefna til að leika sér að því sem hún hefur mest yndi af í leikstjórn; táknum og tilvísunum. Stór hópur frábærra leikkvenna mun leika og kvennakór syngja. Það er því eðlilegt að gera þá kröfu á þessa uppfærslu að hún hristi upp í hugmyndum okkar um stöðu og tækifæri kvenna. Og slái á sama tíma nýjan takt í leikhúsinu. Ég fer alla vega með þær væntingar í Gamla bíó; að sjá og heyra eitthvað nýtt.
Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is
Björgvin Halldórsson · Arnór Dan Arnarson · Eivör · Eyþór Ingi Gunnlaugsson · Gissur Páll Gissurarson · Helgi Björnsson Hulda Björk Garðarsdóttir · Ragnhildur Gísladóttir · Unnsteinn Manuel Stefánsson · Sigríður Thorlacius · Svala Björgvins
GÓA OG FJARÐARKAUP KYNNA MEÐ STOLTI
14. DESEMBER Í HÖLLINNI
n a n ar j t s a 2013 Jól
Söngkeppni fyrir 16 ára og yngri. Sigurvegarinn kemur fram á sjálfum stórtónleikunum 14. desember í Höllinni. Skráning er hafin á visir.is/jolastjarnan. Fylgstu með Íslandi í dag á Stöð 2.
MIÐASALA HEFST Á FIMMTUDAGINN KL. 10! PÓSTLISTAFORSALA FER FRAM DAGINN ÁÐUR
Sérsgtaesktur ur
t n a r G n h o J
Miðasala fer fram á Miði.is og í síma 540-9800 Skráðu þig á póslistann okkar á www.jolagestir.is
68
dægurmál
Helgin 18.-20. október 2013
Í takt við tÍmann kolfinna nikulásdóttir
Dreymir um að eignast Segway-hjól Kolfinna Nikulásdóttir er 22 ára tónlistarkona og starfsmaður í Hinu húsinu. Hún treður upp með hljómsveitinni Amaba Dama á Iceland Airwaves. Kolfinna drekkur kaffi á Kaffivagninum og langar í Segway-hjól. Kolfinna vakti athygli á dögunum þegar hún var ein þeirra sem komu fram á umtöluðu rappkvennakvöldi. Auk þess er hún meðlimur í reggísveitinni Amaba Dama sem kemur fram á Iceland Airwaves í þarnæstu viku. „Við höfum verið að æfa á fullu og semja ný lög fyrir plötu sem við vinnum að. Svo höfum við verið að spila úti
um allt til að forma þetta band, verða þétt saman,“ segir hún. „Það er mikil ástríða í gangi og þetta er ógeðslega gaman. Það er sál og kærleikur í reggímúsík, einhver dýpri tilfinning.“
Staðalbúnaður
Öll föt sem ég á eru notuð. Ég hef það ekki í mér að kaupa nýtt ef það er barnablóð á því. Áður fyrr gekk ég oft í rifnum fötum en ég er reyndar hætt því, mér finnst það ekki lengur smart. Fötin sæki ég til að mynda í búningageymslur í leikhúsunum, þar er góss og gersemar. Svo hef ég lagt það í vana minn að sækja mér föt í óskilamunageymslur, ég á mikið af óskilamunum héðan og þaðan.
Hugbúnaður
Ég geri nú ekki mikið af því að fara á skemmtistaði lengur en þegar ég gerði það fór ég oft á Áslák í Mosfellsbæ eða á Mónakó. En það er liðin tíð. Nú fer ég á BSÍ til að tjilla og spjalla við fólk og á Kaffivagninn. Þar er gott að vera og þar fæ ég innblástur. Annars er ég mestmegnis bara á vinnustofunni minni og svo mæti ég á hljómsveitaræfingar hjá litlu systur
minni. Uppáhaldsmyndin mín er Kokkurinn, þjófurinn, konan hans og elskhuginn hennar. Það er algerlega ódauðleg mynd sem ég horfi reglulega á. Annars horfi ég ekki mikið á sjónvarp og alls ekki á þætti. Ég er nefnilega með þá reglu að hafa ekki tölvuna með upp í rúm.
Vélbúnaður
Síminn minn er Nokia 3110. Batteríið á honum endist í heila viku. App? Hvað er það?
Aukabúnaður
Það er misjafnt hvort ég elda eða borða á veitingastöðum. Ég er mikið fyrir að gera aspashlaup. Það er gulgrænt á litinn, meinhollt og megrandi. Uppáhalds veitingastaðurinn minn er Aktu taktu, það er svo frábært starfsfólk þar. Ég er alltaf svo glöð í hjartanu þegar ég er búin að fara í bílalúguna þar en svo er líka gott að sitja inni og njóta útsýnisins. Ég fer allt labbandi eða á hjóli en drauma ferðamátinn er Segway-hjól. Ég hef sett stefnuna á að halda heilög jól á Tenerife. Mig hefur lengi langað að prófa að gera eitthvað í stíl við samlanda mína.
Kolfinna kemur fram með Amaba Dama á Amsterdam föstudagskvöldið 1. nóvember. Auk þess treður sveitin upp utan dagskrár í Lucky Records þriðjudaginn 29. október klukkan 16 og á Hlemmi Square miðvikudaginn 30. október klukkan 17. Ljósmynd/Hari
appafengur
iTranslate Appið iTranslate er einfaldlega algjör snilld. Eins og nafnið bendir til þá er þetta þýðingarapp og möguleikarnir eru ótrúlega margir. Þetta hefur lengi verið eitt vinsælasta þýðingarappið fyrir iPhone en er nú einnig fáanlegt fyrir Android. iTranslate þekkir yfir 70 tungumál og auðvitað er íslenska þar á meðal. Eins og gengur og gerist með þýðingarforrit eru alltaf einhverjir hnökrar en ef iTranslate er í vafa gefur appið þér aðgang að orðabók þar sem nokkrir möguleikar koma til greina. Þýðingarnar og orðabækurnar eru gagnvirkar þannig að notendur gefa þýðingum einkunn og leggja þannig sitt til að bæta gæði appsins. Ekki er aðeins hægt að fá skriflega þýðingu heldur les appið líka upp fyrir þig, og þá getur þú valið hvort karl eða kona les fyrir þig, og hversu hratt lesið er. iTranslate hefur bæði skemmtanagildi, námsgildi og svo getur þú notað það til að hafa samskipti við fólk í útlöndum. Það gerist varla betra. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
Sígilt verk Lorca í kraftmikilli nálgun okkar fremstu listakvenna Ólgandi ástríður, þrá eftir frelsi og betra lífi
Fumsýnt í kvöld kl. 20 í Gamla bíói fös. 18/10 kl. 20 UPPSELT sun. 20/10 kl. 20 örfá sæti lau. 26/10 kl. 20 örfá sæti
sun. 27/10 kl. 20 örfá sæti sun. 3/11 kl. 20 örfá sæti lau. 9/11 kl. 20 örfá sæti
sun. 10/11 kl. 20 örfá sæti lau. 16/11 kl. 20 örfá sæti sun. 17/11 kl. 20 örfá sæti
Höfundur: Federico García Lorca | Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir | Kór: Vox Feminae
FÍTON / SÍA
Leikmynd: Brynja Björnsdóttir | Búningar: Þórunn María Jónsdóttir | Tónlist: Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir Kórstjórn: Margrét J. Pálmadóttir | Leikarar: Charlotte Bøving, Esther Thalía Casey, Hanna María Karlsdóttir Harpa Arnardóttir, Hildur Berglind Arndal Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir Unnur Ösp Stefánsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson o.fl
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
70
dægurmál
Helgin 18.-20. október 2013
arnór oG ólI UnGIr leIk ar ar á UppleIð
Rosalega frábært tækifæri Hafnfirðingarnir Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson frumsýndu eigið leikrit, Unglinginn, í Gaflaraleikhúsinu á fimmtudagskvöld og sýndu og sönnuðu að þrátt fyrir ungan aldur að í þeim leynast bæði efnileg leikskáld og leikarar. Þeir félagar eru fjórtán og fimmtán ára en hugmyndin um að þeir settust við skriftir kom frá kennara þeirra á leiklistarnámskeiði sem sá að þeir hefðu fulla burði til þess að semja leikrit um líf unglingsins. „Þetta var ógeðslega skemmtilegt,“ segir Arnór um skriftirnar. „Þetta er bara það sem við elskum, að semja og leika. Og að fá að gera svona langt handrit og setja það upp er bara alger draumur.“ Óli Gunnar segir þá félaga hana gripið hugmynd kennara síns á lofti. „Við tókum þetta bara að okkur.“ Leikkonan Björk Jakobsdóttir og móðir Óla Gunnars tók leikstjórnina að sér þar sem kennari strákanna hafði ekki
tíma til þess. „Þeir létu ekki staðar numið bara við hugmyndina, eins og við gerum svo mörg. Þeir settust við skriftir og mættu svo bara í vor með fullbúið handrit og okkur leist bara svo vel á að við vildum endilega styðja þá í þessu verkefni og gefa þeim svolítið faglegan umbúnað.“ En hvernig er að vinna undir leikstjórn mömmu sinnar? „Hún hefur nú leikstýrt okkur áður þannig að við vissum hverju von var á,“ segir Arnór. „Og um leið og við erum komnir niður í leikhús þá er hún ekki lengur mamma neins. Þá er hún bara orðinn leikstjórinn.“ Björk segir viðbrögð áhorfenda á forsýningu lofa mjög góðu og hróður drengjanna hefur þegar borist það langt að Ríkisútvarpið hefur fengið þá til þess að semja stutt grínatriði. „Já, sketsa-þættirnir. Það er rosalegt fjör og rosalegt tæki-
Arnór og Óli Gunnar gerðu sér lítið fyrir og sömdu leikritið Unglinginn sem þeir sýna í Gaflaraleikhúsinu.
færi sem við erum mjög spenntir fyrir. Þetta er rosa frábært. Það eru mjög fáir sem fá svona tækifæri, ég meina, þótt að þú sért með hæfileika þá færðu mjög sjaldan svona tækifæri. Maður verður bara að vinna mikið,“ segir Óli Gunnar. -þþ
GIG Gospel Innr ás á BandaríkIn
Himneskt dauðafæri GIG, Gospel Invasion Group, er ein fárra gospel-hljómsveita á Íslandi og sú fyrsta sem fær raunverulegt tækifæri til þess að spreyta sig utan landsteinanna. Sveitin er nýbúin að gera samning við bandaríska útgáfufyrirtækið Tate Music Group. Guðni Gunnarsson, trymbill sveitarinnar, segir þau hafa fengið sannkallað dauðafæri og ómögulegt sé að segja til um hvert samningurinn muni fleyta þeim ef vel tekst til enda nýtur gospel-tónlist mikilla vinsælda í Bandaríkjunum.
Bók Bergsveins Birgissonar, Svar við bréfi Helgu, hefur notið mikilla vinsælda og ekkert lát virðist ætla að vera á. Útgefendur á bókamesssunni í Frankfurt sýndu bókinni mikinn áhuga.
Útgefendur berjast um bók Bergsveins Bókamessunni í Frankfurt lauk um síðustu helgi og gerðu útsendarar bókaútgáfunnar Bjarts og Veraldar góða ferð þangað. Ungur glæpasagnahöfundur, Jón Óttar, vakti athygli en erlendir útgefendur voru þó sérstaklega spenntir fyrir verkum Bergsveins Birgissonar. Guðrún Vilmundardóttir, bókaútgefandi hjá Bjarti, segir í samtali við Fréttatímann að útgefendur um allan heim séu nú að skoða útgáfu á Svari við bréfi Helgu, bók Bergsveins. Bókin kom út á frönsku í sumar og hefur selst í yfir tíu þúsund eintökum. Að sögn Guðrúnar er bókin í þriðja sæti yfir „uppáhalds þýddu bækur bóksala“ þetta haustið. „Franski útgefandi Bergsveins, Zulma, er mjög vel tengdur út í hinn stóra heim, sérstaklega til Austurlanda, og því rignir nú eftir messuna inn fyrirspurnum frá mjög framandi löndum. Maður veit ekki hvernig Bjarni bóndi hefði kunnað við þetta, svei mér þá,“ segir Guðrún í léttum tón. Bergsveinn hefur ekki setið auðum höndum því fyrir skemmstu kom út á norsku bókin Svarti víkingurinn: Saga Geirmundar Heljarskinns. Að sögn Guðrúnar er þetta fræðirit en, „það er á dagskrá að smíða róman upp úr efninu“. Guðrún hjá Bjarti segir að bókafólkið í Frankfurt hafi skemmt sér vel þegar titillinn á væntanlegri skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar barst í tal. Bókin kallast Fiskarnir hafa enga fætur. „Kalman á orðið rótgróna útgefendur víða um lönd, sem er gaman að hitta marga saman í góðum hópi, og þeir hlógu mikið og flissuðu við að snara þessum kostulega titli yfir á hin ýmsu tungumál, sænsku, þýsku, ítölsku og portúgölsku...,“ segir Guðrún.
Guðni Gunnarsson trommar með GIG og segist þannig fá að vera með mest læti á meðan eiginkona hans, Daney Haraldsdóttir er í forgrunni og syngur eins og engill.
H
ljómsveitin Gospel Invasion Group hefur starfað í ellefu ár og gaf nýlega út sína fimmtu geislaplötu, God with us. GIG gerði nýlega samning við útgáfufyrirtækið Tate Music Group og mun herja á Bandaríkjamarkað með nýju plötunni í byrjun næsta árs. Og þar er eftir miklu að slægjast enda gospel feikivinsælt í Bandaríkjunum þar sem ótal útvarps- og sjónvarpsstöðvar senda eingöngu út efni á kristilegum nótum. Hjónin Guðni Gunnarsson trommuleikari og Daney Haraldsdóttir eru aðalsprauturnar í bandinu og þau eru í tónlistinni af lífi og sál enda alin upp í „þessum bransa,“ eins og Guðni orðar það en hann á ekki trúarsannfæringuna langt að sækja, sonur predikarans Gunnars Þorsteinssonar sem jafnan er kenndur við Krossinn. „Við erum búin að vinna saman í þessu í ellefu ár og þetta er okkar sameiginlega verkefni,“ segir Guðni og nú bendir flest til þess að þau uppskeri eins og þau hafa sáð. „Þetta er gríðarlega flott og öflugt fyrirtæki og þetta er fyrsta íslenska gospel-hljómsveitin sem gerir slíkan samning.“ GIG hefur haft franskan umboðsmann í fjögur ár og Guðni segir hann hafa lagt mikla áherslu á að koma þeim á samning ytra. „Hann talaði við þetta fyrirtæki og sendi þeim lag með okkur og þeir voru fljótir að slá til. Þetta er mjög stórt fyrirtæki og það er stórmál að fá svona samning vegna þess að þetta er gríðarlega stór gospel-markaður og mjög eftirsótt að ná samningi sem þessum.“ Guðni segir útgáfufyrirtækið hafa góðar tengingar við eitthvað um 400 gospel- útvarpsstöðvar og sambönd út um allan heim, þannig að í raun sé ómögulegt að spá til um hvert þessi samningur geti skilað þeim. „Þetta er allavegana dauðafæri og gríðarlega flott tækifæri. Þetta gæti því vaxið hratt og þeir vilja fá aðra plötu frá okkur fljótlega og ætla að skjóta henni hærra. Gert er ráð fyrir að God with us komi út í Bandaríkjunum í janúar og hún fer inn á iTunes, Amazon og þessar stærstu sölusíður og svo er planið að fara til Bandaríkjanna og fylgja henni eftir.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
Þetta gæti því vaxið hratt og þeir vilja fá aðra plötu frá okkur fljótlega.
Hið sígilda lag Gunnars Þórðarsonar, Vetrar sól, við texta Ólafs Hauks Símonarsonar er á plötunni, bæði á ensku og íslensku en Gunnar og Óalfur Haukur hrifust svo af laginu í meðförum GIG að Ólafur orti enskan texta byggðan á frumtexta sínum.
Skráðu þig
á
ókey pis
örnámskeið og
lærðu á Windows 8
Við þökkum frábærar mó ökur við hinum geysivinsælu Windows 8 örnámskeiðum sem við höfum boðið upp á í verslunum okkar í Reykjavík og á Akureyri. Höfum bæ við enn fleiri námskeiðum þar sem farið er yfir helstu breytingar og nýjungar í nýjustu útgáfunni af Windows. Yfirlit yfir dagsetningar má finna á advania.is. Kennslustaðir Advania: Guðrúnartún 10 Reykjavík Tryggvabraut 10 Akureyri
Skráðu þig núna og lærðu almennilega á tölvuna þína. Athugaðu að um takmarkað sætaframboð er að ræða.
Skráning á advania.is/win8
HE LG A RB L A Ð
Hrósið ... fær Guðmundur Benediktsson fyrir sprellfjöruga beina lýsingu á landsleik Íslands og Noregs í knattspyrnu á Bylgjunni. Innlifunin var slík að Gummi Ben þykir hafa sett ný viðmið í lýsingum á íþróttakappleikjum.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is BaKhliðin KatríN Salima Dögg ÓlafSDÓttir
FULLT VERÐ: 2.995
www.rumfatalagerinn.is
1.995
33%
Tilboð gilda til 23.10.13
ToRIn SÆngURveRaSeTT Efni: 100% bómull. Lokað að neðan með tölum. Stærð: 140 x 200 sm. og 50 x 70 sm. Vnr. 1284780
AFSLÁTTUR
PLUS ÞÆ G IN D I & GÆÐI
SPARIÐ
Jákvæð og traust
20.000
Aldur: 31 árs. Maki: Einar Júlíusson. Börn: Ein fósturdóttir og eitt á leiðinni. Foreldrar: Ólafur Hjálmarsson vélfræðingur og Emelía Karlsdóttir heimavinnandi. Áhugamál: Crossfit og lestur góðra bóka. Menntun: MA í félagsfræði og viðbótardiplóma í kennslufræðum. Starf: Jafnréttisfulltrúi lögreglunnar og verkefnastjóri í deild þróunar- og mannauðs hjá embætti ríkislögreglustjóra. Stjörnumerki: Krabbi. Stjörnuspá: Þú getur átt innihaldsríkar samræður við foreldra þína eða aðra í fjölskyldunni í dag. Aðrir þarfnast þín og þú ert nógu sterk til að deila með þér.
K
ata er ótrúlega yndis leg manneskja og frábær í alla staði,“ segir Amanda Ólafsdóttir, tvíburasystir Katrínar. „Hún er dugleg, traust og jákvæð. Þetta eru nú þau orð sem mér dettur einna fyrst í hug. Hún er góður vinur og sinnir fjöl skyldunni sinni vel. Mikil fjöl skylduvera og við erum auð vitað mjög nánar.“
Katrín Salima Dögg Ólafsdóttir er jafnréttisfulltrúi lögreglunnar og hefur þar í mörg horn að líta en ný skýrsla sýnir fram á að jafnrétti í lögreglunni er ábótavant. Nær engin kona er í efstu starfsstigum lögreglunnar og aðgangur kvenna að slíkum stöðum virðist mjög torfær. Þá er mikið um að lögreglukonur verði fyrir kynferðislegri áreitni í vinnunni.
ÞVOTTABJÖRN Loðkragi
VERÐ FRÁ:
1.995
STÆRÐ: 120 X 200 SM.
GOLD
ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR
FULLT VERÐ: 69.950
49.950
PLUS B12 JUBILÆUM Boxdýna Miðlungsstíf dýna með 250 poka gormum pr. m2 í efra lagi. Innifalið í verði er 2 sm. þykk yfirdýna. Slitsterkt áklæði úr bómull/polyester. Grindin er úr sterkri, ofnþurrkaðri furu. Verð á fótum 9.995 Stærð: 120 x 200 sm. Vnr. B812444546
FULLT VERÐ: 14.950
Fylling: 100% andafiður
Þvottur: 60°C
Burðaþol: 6
Koddi 50 x 70 sm. 3.995
DÖNSK FRAMLEIÐSLA
DÝPT: 35 SM.
KRonBoRg LUx TeygJULöK Mjög góð teygjulök. Efni: 100% bómull. Nokkrir litir. Mismunandi litir á milli stærða. Stærðir: 90 x 200 x 35 sm. 2.995 140 x 200 x 35 sm. 3.495 180 x 200 x 35 sm. 3.995 Vnr. 1483301, 1483601, 1483901
5000 AF SÆNG Fr á BÆ rt v er Ð
Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is
2.995
SPARIÐ
9.950
hoLgeR danSKe SÆng Gæðasæng með 100% vönduðu og þéttu bómullaráklæði. Tilvalin fyrir ofnæmissjúklinga. Saumuð í ferninga og því helst fyllingin jöfn yfir alla sængina. Fyllt með 100% af hvítu, evrópsku andafiðri. Þyngd: 1200 gr. Sængurtaska fylgir. Vnr. 4049850, 4249804
1.995 2.995 3.495 3.995 4.995 6.995* 5.495 5.995 7.995*
VERÐ FRÁ:
eI N St ö k GÆÐI
B A S IC
Verð 10.900,-
60 x 120 sm. 70 x 200 sm. 90 x 200 sm. 120 x 200 sm. 140 x 200 sm. 153 x 200 sm. 160 x 200 sm. 180 x 200 sm. 193 x 200 sm.
PLUS T20 dýnUhLíf Virkilega mjúk og þægileg dýnuhlíf. Dýnan er með teygju á hornum og fyllt með 70% bómull og 30% poly ester. Hún er suðuþolin og hentar því vel fyrir þá sem hættir til að fá ofnæmi. Má þvo við 95°C. Vnr. 3401916
LIana RÚLLUgaRdínUR Fallegar koksgráar rúllugardínur með svörtu munstri. Stærðir: 100 x 170 sm. 3.995 nú 2.996 120 x 170 sm. 4.495 nú 3.371 140 x 170 sm. 4.995 nú 3.745 180 x 170 sm. 6.995 nú 5.245 Vnr. 5521838
25%
AFSLÁTTUR RÚLLUGARDÍNA VERÐ FRÁ:
2.996
ALLT FYRIR SVEFNINN