rúna aysegul, yngri dóttir Sophiu hansen, heimsótti móður sína og fjölskyldu á íslandi á dögunum ásamt eiginmanni og tveimur sonum. hún og synir hennar fengu hér íslensk vegabréf.
Kraftmiklar vinkonur
Klippir myndir um heim allan
Arnhildur Anna Árnadóttir og Fanney Hauksdóttir eru sterkari en strákarnir. fréttir 2
elísabet rónalds er með mörg járn í eldinum og klippir nú prufuþátt fyrir amerískt sjónvarp.
14 viðtal
viðtal 26
Helgarblað
19.–21. júlí 2013 29. tölublað 4. árgangur
ókeypis viðtal arnar Helgi lárusson lætur fátt stöðva sig þótt Hann Hafi lamast
Undur undirdjúpanna Gísli Arnar kafar og myndar fyrir National Geographic. viðtal 28
Krúttleg Ylja Ein nýjasta afurð krúttkynslóðarinnar leggur drög að næstu plötu.
Stríðir þeim bestu á spítthjólastól „Þegar frændi minn lenti í mótorhjólaslysi og lamaðist nokkrum árum fyrr en ég, hélt ég að ef þetta myndi koma fyrir mig myndi ég bara vilja deyja. Maður veit aldrei hver viðbrögðin verða fyrr en maður lendir sjálfur í einhverju svona. Í dag lifi ég frábæru lífi og myndi auðvitað aldrei vilja deyja,“ segir íþróttamaðurinn arnar Helgi lárusson sem keppir á sérhönnuðum keppnisstól í hjólastólakappakstri á heimsmeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum sem hefst í lyon í frakklandi í dag. arnar lamaðist í mótorhjólaslysi fyrir ellefu árum og segir það hafa breytt sýn sinni á lífið en að föðurhlutverkið hafi þó breytt sér enn meira. síða 16
JL-húsinu Hringbraut 121 Við opnum kl:
Og lokum kl:
viðtal 24
ljósmynd/Birgir Ísleifur
menning: KraKKalaKKar, nýtt tímarit Fyrir börn – Samtíminn: ÞroSKaheFt SamFélag – heilSa: tæKiFæri í rigningunni
Einnig í Fréttatímanum í dag:
Dóttir Sophiu til Íslands
www.lyfogheilsa.is Opnunartímar 08:00-22:00 virka daga 10:00-22:00 helgar
JL-húsinu
2
fréttir
Helgin 19.-21. júlí 2013
gamE of thronEs tökur að hEfjast á íslandi
Vopnaglamur í íslensku sumri Tökur fyrir fjórðu þáttaröð hinna vinsælu þátta Game of Thrones hefjast á Íslandi í næstu viku og munu standa fram í ágúst. Þetta er í þriðja sinn sem íslensk náttúra verður bakgrunnur ævintýranna í Game of Thrones en í fyrsta skipti sem kvikmyndað er hér að sumarlagi en landið hefur hingað til verið notað sem vetrarríkið í þáttunum. „Við erum að flytja til landsins kvikmyndabúnað, hluta leikmyndar, búninga og fleiri leikmuni fyrir Game of Thrones. Það er allt að verða klárt fyrir tökur,“ segir Þórður Björn Pálsson, deildarstjóri í sérverkefnum hjá TVG-Zimsen, sem sérhæfir sig í flutningum fyrir kvikmyndageirann. Pegasus er framleiðendum Game of Thrones
til halds og trausts á Íslandi en mikil ánægja er með Ísland sem tökustað. „Þetta stóra verkefni hefur mjög jákvæð áhrif fyrir Ísland. Þetta hefur gengið mjög vel og framleiðendur þáttanna hafa verið ánægðir með Ísland bæði sem tökustað og þá þjónustu sem þeir hafa fengið hér við gerð þáttanna. Á þriðja hundrað manns unnu við síðustu tvær þáttaraðir, þar á meðal fjöldi Íslendinga og er ráðgert að svipaður fjöldi vinni að verkefninu nú,“ segir Þórður. Bandaríska kapalstöðin HBO sýnir Game of Thrones við miklar vinsældir og ekkert er til sparað við gerð þáttanna sem jafnast á við fyrsta flokks kvikmyndir að gæðum.
Ísland verður nú vettvangur ævintýranna í Game of Thrones í þriðja sinn en framleiðendur þáttanna eru yfir sig ánægðir með allar aðstæður hérlendis.
Endurfundir rúna aYsEgul hitti fjölskYldu sína á íslandi
Aníta fyrst í mark á Evrópumótinu Aníta Hinriksdóttir sem var nýlega krýnd heimsmeistari 17 ára og yngri í 800 metra hlaupi kom fyrst í mark í öðrum riðli á Evrópumeistaramóti 19 ára og yngri sem fer fram á Rieti á Ítalíu. Aníta hljóp í gær á 2:02,62 mínútum og sigraði af miklu öryggi. Íslandsmet Anítu frá því í sumar er 2:00,49 mínútur. Þjóðverjinn Katharina Trost var með næstbesta tímann, 2:03,59 mínútur og Olena Sidorska frá Úkraínu átti þriðja besta tímann, 2:04,5 mínútur.
Mynd/NordicPhotos/ GettyImages
Yngri dóttir Sophiu Hansen aftur heim
Íþróttin folf vinsæl
Hátíðardagskrá vegna Carlo Skarpa verðlaunanna Boðið verður til hátíðardagskrár í Menningarmiðstöðinni Edinborg á Ísafirði næstkomandi sunnudag, 21. júlí, í tilefni af því að fyrr á þessu ári hlaut garðurinn Skrúður á Núpi við Dýrafjörð alþjóðleg verðlaun sem kennd eru við ítalska arkitektinn Carlo Skarpa. Fulltrúar úr valnefnd og stjórn menningarsjóðs Benetton, sem veita verðlaunin, verða viðstaddir og munu fræða ráðstefnugesti um sjóðinn, verðlaunin og arkitektinn Carlo Scarpa. Benetton rannsóknastofnunin í Treviso á Ítalíu veitir Carlo Scarpa verðlaunin á hverju ári. Þeim er ætlað að vekja athygli á stað sem hefur sérstaklega ríku hlutverki að gegna í sögulegu og skapandi tilliti auk hins náttúrulega gildis. Carlo Scarpa var einn frægasti arkitekt Ítala á 20. öld og eitt helsta átrúnaðargoð húsameistaranna Guðjóns Samúelssonar og Rögnvaldar Ólafssonar. - jh
einungis unnið úr safa ungra grænna kókoshneta
himneskt.is
Íþróttin folf eða frisbígolf er ný íþrótt sem notið hefur mikilla vinsælda í sumar. Settur var upp frisbígolfvöllur á Klambratúni fyrir tveimur árum og hefur varla liðið sá dagur að ekki hafi verið spilað á vellinum í sumar, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Íþróttin folf er spiluð með frisbídiskum og er takmarkið að kasta diskunum í sérhannaðar körfur í sem fæstum skotum. Sex sérhannaðir vellir eru á Íslandi en víðar hægt að finna körfur. Frisbígolfvellir eru á Klambratúni og í Gufunesi í Grafarvogi, við Úlfljótsvatn, tjaldsvæðið að Hömrum á Akureyri, í Miðhúsaskógi við Laugarvatn og á Akranesi.-dhe
Geitaostar og geitaís njóta hylli Haldið verður upp á árs afmæli Geitfjárseturs Íslands á Háafelli í Hvítársíðu í Borgarfirði á sunnudaginn. Geitfjársetrið er eina ræktunarbú geita á Íslandi en það er Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir og fjölskylda hennar sem reka búið, að því er Skessuhorn greinir frá. Fram kemur að viðtökurnar á liðnu ári hafi verið langt umfram væntingar og hafi töluvert af afurðum búsins á borð við geitaosta og geitaís notið hylli neytenda. - jh
Íslenska þjóðin fylgdist með baráttu Sophiu Hansen fyrir dætrum sínum í gegnum fjölmiðla og sýnd henni mikinn stuðning.
Rúna Aysegul, yngri dóttir Sophiu Hansen, heimsótti móður sína og fjölskyldu ásamt eiginmanni og tveimur sonum á dögunum. Rúna og synirnir fengu íslenskt vegabréf og grét hún af gleði. Fjölskyldan vonast eftir því að eldri dóttirin, Dagbjört Vesile, geti fljótlega komið í heimsókn með syni sína tvo.
Y
ngri dóttir Sophiu Hansen, Rúna Aysegul, heimsótti móður sína og fjölskyldu á dögunum ásamt eiginmanni sínum, Ahmed Erkul, og tveimur sonum þeirra. Þetta er í fyrsta sinn sem Rúna kemur til Íslands eftir að faðir hennar, Halim Al, rændi henni og eldri systur hennar, Dagbjörtu Vesile, og flutti þær til Tyrklands fyrir 23 árum. Þar hafa þær búið síðan og lítið fengið að hitta móður sína þrátt fyrir áratugalanga baráttu hennar fyrir því að fá dætur sínar aftur. Liðu mörg ár án þess að Sophia og dæturnar fengu að hittast. Þann 15. júní árið 1990 fór Halim Al með dæturnar í frí til Tyrklands, að því er Sophia var látin halda. Þær voru þá sjö og níu ára. Hann sneri ekki aftur með þær og upp hófst átakanleg barátta Sophiu um að endurheimta dætur sínar sem öll þjóðin fylgdist með um margra ára skeið. Sophia höfðaði mál gegn Halim Al í Tyrklandi og dæmdu tyrkneskir dómstólar Halim Al forræðið en Sophiu umgengnisrétt. Gegn þeim rétti braut Halim Al margítrekað án þess að Sophia fengi rönd við reist. Árið 2003 vann Sophia mál gegn tyrkneska ríkinu fyrir mannréttindadómstóli Evrópu þar sem dæmt var að tyrkneska ríkið hefði brotið gegn mannréttindum hennar með því að framfylgja ekki rétti hennar til umgengni við dætur sínar. Rúna giftist eiginmanni sínum árið 2004 og eiga þau tvo syni, fjögurra og sjö ára. Rúna og synirnir fengu öll íslenskt vegabréf sem þau sóttu um skömmu eftir komu sína til Íslands en
systurnar Rúna og Dagbjört eru með tvöfalt ríkisfang, íslenskt og tyrkneskt. Samkvæmt heimildum Fréttatímans grét Rúna af gleði þegar hún fékk íslenska vegabréfið sitt í hendurnar. Sophia Hansen treysti sér ekki til að koma í viðtal vegna málsins en samkæmt heimildum Fréttatímans nutu þær mæðgur þriggja vikna samvista til hins ýtrasta. Rúna heimsótti ættingja og vini sem hún hefur ekki hitt frá því hún var lítil stúlka. Hún heimsótti einnig æskuheimili sitt að Túngötu, fór með syni sína og gaf öndunum á Tjörninni brauð og haldin var mikil veisla fjölskyldunni til heiðurs. Sophia talar reiprennandi tyrknesku og túlkaði því allt sem fram fór, þannig að Rúna, eiginmaðurinn og synirnir gátu talað við fjölskyldu sína. Rúna skildi þó nokkra íslensku og var farin að geta sagt nokkur orð þegar hún sneri aftur til Tyrklands. Sophia hefur hitt dætur sínar úti í Tyrklandi á undanförnum árum og hefur því fengið að hitta dætrasyni sína fjóra. Rúna stundar háskólanám í íslömskum fræðum og hefur starfað við kennslu undanfarin ár, líkt og systir hennar. Fjölskylda stúlknanna vonast til þess að Dagbjört, sem einnig er gift og á tvo syni, geti fljótlega fylgt í fótspor systur sinnar og heimsótt landið sitt og fjölskylduna. Þær eru í engu sambandi við föður sinn. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
ENNEMM / SÍA / NM58181
Kaupmannahöfn 2011, Steinunn Vala segir sögu af flottum síma Ég var að landa samningi við verslunareiganda, ótrúlegan spaða. Eftir fundinn gerði hann mér tilboð í gamla farsímahlunkinn minn sem var svo retró að menn höfðu ekki séð svoleiðis í langan tíma, enginn litaskjár, bara pláss fyrir tíu SMS og eini leikurinn var Snake.
Símtalið sem öllu breytti Reykjavík/San Fransisco, 2013, Jón og Gummi segja frá sölu á sprotafyrirtæki Eftir hálft ár af samningaviðræðum við Jive Software biðum við í nístandi óvissu á bar í Reykjavík meðan Gunni gekk frá sölunni á litla fyrirtækinu okkar í San Fransisco. Þegar síminn hringdi loks og
Sjáðu
hann færði okkur góðu fréttirnar vissum við ekki alveg hvað við áttum að gera. Við pöntuðum okkur
Jón og Gumma
annan bjór. Það er einhvern veginn þannig að stærstu stundirnar í lífi manns láta oft svo lítið yfir sér.
segja frá
S N J A L L PA K K I
S N J A L L PA K K I
300
500
300 mín. | 300 SMS | 300 MB
500 mín. | 500 SMS | 500 MB
3.490 kr./mán.
4.990 kr./mán.
Vertu í sterkara sambandi með Snjallpakka! Snjallpakkinn er frábær áskriftarleið þar sem þú færð SMS, gagnamagn
S N J A L L PA K K I
S N J A L L PA K K I
1000 1500 7.990 kr./mán.
10.990 kr./mán.
1000 mín. | 1000 SMS | 1000 MB 3G aukakort í 12 mán.
1500 mín. | 1500 SMS | 1500 MB 3G aukakort í 12 mán.
og innifaldar mínútur sem gilda í farsíma og heimasíma óháð kerfi. Engin upphafsgjöld eru af inniföldum mínútum.
SUMARGLAÐNINGUR! 3 GB og 3000 SMS á mán. fylgja öllum snjallpökkum til 31. ágúst.
Kynntu þér Snjallpakkana nánar á siminn.is
Segjum sögur á stærsta farsímaneti landsins
4
fréttir
Helgin 19.-21. júlí 2013
veður
Föstudagur
laugardagur
suNNudagur
Hiti um 20 stig fyrir austan á sunnudag Þau eru enn á sveimi þessi lægðardrög úr suðri og suðvestri sem valda fremur þungbúnu veðri með vætu annað slagið, einkum sunnan- og vestanlands. Á laugardag fara hitaskil norður yfir landið og í kjölfar þeirra hlýnar talsvert um land allt og einkum austanog norðaustanlands á sunnudag, þar sem hitinn fer í og yfir 20 stig. Litlar breytingar verða framan af næstu viku.
15
11 12
Vélhjólið sem boðið verður upp.
Vélhjól boðið upp í góðgerðarskyni
Sunna valdís Sigurðardóttir.
12
HlýnAR og léttiR til nA- og A-lAnDS. SmávætA v- og Sv-lAnDS.
HöfuðboRgARSvæðið: Að meStU SkýJAð, en úRkomULAUSt. HLýnAR.
20
11
SmávætA um moRguninn S-lAnDS, AnnARS þuRRt, en SólARlítið.
HöfuðboRgARSvæðið: RIgnIng Um moRgUnInn, en SÍðAn SkýJAð með köFLUm.
18
11
16
14
Rigning fRAmAn Af Degi, SíSt A-lAnDS.
vedurvaktin@vedurvaktin.is
17
14 11
einar Sveinbjörnsson
Uppboð, sem hefst í dag, 19. júlí, á vélhjóli til styrktar Sunnu Valdísi Sigurðardóttur og AHC samtökunum, stendur til næstkomandi sunnudags, 28. júlí. Vélhjólið er af gerðinni Victory VC92 Sport Cruiser 1500cc, árgerð 2001 og ekið 1500 mílur. Hjólið var flutt inn árið 2006. Það var keypt af Victory-umboði í Fíladelfíu og hefur verið í eigu sama aðila hér á landi frá upphafi. Það er www.bilauppbod. is sem heldur utan um uppboðið. Allt andvirði uppboðsins rennur í rannsóknarsjóð AHC samtakanna. AHC er afar sjaldgæfur taugasjúkdómur (1 á móti 1.000.000) sem kemur til vegna stökkbreytingar í geni. Fólk sem þjáist af AHC fær köst sem einkennast af lömun í annarri eða báðum hliðum líkamans. Fylgifiskar sjúkdómsins eru krampaköst, augntif, mikil þroskaskerðing, athyglisbrestur og fleira. Mikið hefur áunnist í rannsóknum á AHC
13
16
HöfuðboRgARSvæðið: DÁLÍtIL RIgnIng með köFLUm.
skipul agsmál Oddviti í bOrgiNNi segir Nýtt aðalskipulag eiNsleitt
Ungar fjölskyldur flýja Reykjavík
Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg sé að bregðast ungum barnafjölskyldum í íbúðamálum og því flýi þær til nágrannasveitarfélaganna. Fæðingum í Reykjavík hafi fjölgað mun minna en í nágrannasveitarfélögunum á undanförnum árum og hefur grunnskólanemendum í Reykjavík fækkað á meðan þeim fjölgar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Ungar fjölskyldur hafi flutt annað.
N
ýtt aðalskipulag Reykjavíkur, sem nú er verið að kynna, er mjög einsleitt og alls ekki að bregðast við þeirri þróun sem verið hefur í Reykjavík þar sem ungar fjölskyldur flýja til nágrannasveitarfélaganna í húsnæðisleit,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Í því er ekki verið að skapa tækifæri fyrir ungar fjölskyldur til að setjast að í viðráðanlegu húsnæði í borgarhlutum sem það kýs að búa í samkvæmt nýrri búsetukönnun,“ segir hann en Reykjavíkurborg gerði nýlega könnun meðal íbúa um hvaða búsetuform þeir kysu helst. „Þar kemur fram að langflestir vilja búa í hverfum með blandaðri húsagerð þar sem eru fjölbýlis-, rað- og einbýlishús svipað og er í Fossvogi. Einungis 4% aðspurðra vilja búa á þéttingarsvæðum í miðborginni. Þrír af hverjum fjórum á aldrinum 30 – 50 ára vilja búa í einbýlishúsi en í nýju aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir einu einasta nýju einbýlishúsi í Reykjavík fram til ársins 2030. Auðvitað eru ekki einbýlishús á þéttingarreitum í miðborginni eins og gefur að skilja,“ segir Júlíus Vífill. Hann bendir jafnframt á að lóðaverð á þéttingarreitum í miðborginni sé umtalsvert hærra en í úthverfunum sem skili sér beint út í íbúðaverðið. „Verktakar velja því að byggja svokallaðar lúxusíbúðir í miðborginni sem ungt fólk hefur ekki efni á. Við sjáum víða dæmi um þetta. Það er ekkert að því að byggja fyrir vel stætt miðaldra fólk, en samsetning borgarbúa er fjölbreytilegri en svo og þarfirnar líka. Í tillögu að nýju aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir nýrri uppbyggingu sem sniðin er að þörfum ungra fjölskyldna hvað varðar hagstætt íbúðaverð og öruggt og gott umhverfi fyrir börn. Skipulagið er þess vegna vanhugsað,“ segir Júlíus Vífill. Hann hefur skoðað gögn þrjátíu ár aftur í tímann þar sem í ljós kemur að þörf er fyrir 650 nýjar íbúðir á ári í Reykjavík, eingöngu til að mæta náttúrulegri fjölgun. Næstum öll aukning næstu áratugina verði í dýrum íbúðum því ekki er gert ráð fyrir að byggt verði í nýjum hverfum svo sem í Úlfarsárdal nema um tæplega 300 íbúðir til viðbótar við það sem þegar hefur verið byggt. „Meirihluti borgarstjórnar virðist ekki horfast í augu við að það er ákveðin samkeppni í gangi á höfuðborgarsvæðinu um að laða til sín ungt fólk sem Reykjavíkurborg er ekki að taka þátt í vegna aðgerðarleysis meirihlutans,“ segir hann og bendir á að Reykjavík missi þar með af eðlilegri borgarþróun og útsvarstekjum. „Þegar meginuppbyggingin á höfuðborgar-
GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST síðustu ár að áeggjan foreldrasamtaka AHC í Evrópu og Bandaríkjunum og með hjálp vina, ættingja og góðs fólks sem stutt hefur rannsóknir með því að leggja til fjármagn en rannsóknir á AHC eru ekki ríkisstyrktar eða styrktar af lyfjafyrirtækjum frekar en rannsóknir á mörgum öðrum sjaldgæfum sjúkdómum. Sunna Valdís er sjö ára. Hún er eini AHC sjúklingurinn á Íslandi en um 800 einstaklingar eru greindir í heiminum. Á vefnum www.ahc.is eru frekari upplýsingar um sjúkdóminn. - jh
Landsmönnum fjölgaði um 880 á öðrum ársfjórðungi Í lok annars ársfjórðungs 2013 bjuggu 323.810 manns á Íslandi, 162.400 karlar og 161.410 konur. Landsmönnum fjölgaði um 880 á ársfjórðungnum. Erlendir ríkisborgarar voru 21.990 og á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 207.120 manns, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Á 2. ársfjórðungi 2013 fæddust 1.100 börn, en 500 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 270 einstaklingar til landsins
umfram brottflutta. Aðfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 120 umfram brottflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 150 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu. Noregur var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 240 manns á 2. ársfjórðungi af 620 alls. - jh
U VELD L L I R G T NDIS E M E S Ú OG Þ AR SPAR
Kraftmikið, meðfærilegt og frábærlega hannað gasgrill fyrir heimilið eða í ferðalagið Frábært á svalirnar eða á veröndina
49.900 Opið kl. 11 - 18 virka daga Opið kl. 11 - 16 laugardaga
www.grillbudin.is BERIÐ SAMAN VERÐ OG GÆÐI
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
Engin áform eru um stækkun nýbyggingarsvæðisins í Úlfarsárdal á næstu áratugum en þar eru nú 270 óbyggðar íbúðir sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, Júlíus Vífill Ingvarsson, segir of lítið. Ljósmynd/Hari
svæðinu er farin að dreifast til annarra sveitarfélaga en Reykjavíkur skapast hér ákveðið tómarúm. Börnum í grunnskólum hefur fækkað um 13% í Reykjavík á sama tímabili og þeim hefur fjölgað um sömu prósentutölu í Kópavogi og enn meira í Mosfellsbæ,“ bendir hann á. „Ég hef alls ekkert á móti því að byggja á þéttingarreitum í miðborginni þó ég telji að þéttingaráform í þessu aðalskipulagi séu óraunhæf og hafi óæskilegar efnahagslegar afleiðingar. Ég er að benda á að einsleitnin í aðalskipulaginu er algjör og í því er alls ekki komið til móts við fjölbreyttar búsetuóskir íbúa, líkt og fram kemur í búsetukönnun,“ segir hann. „Ef aðalskipulaginu er ætlað að stuðla að uppbyggingu með því einvörðungu að þétta eldri byggð er það í raun komið í andstöðu við sjálft sig því ungar fjölskyldur munu flytja til nágrannasveitarfélaganna – og kannanir sýna að meirihluti fólks vill búa áfram í sama hverfi skipti það um húsnæði,“ segir hann. „Ég hefði viljað sjá skýrar áherslur í aðalskipulaginu á að skapa tækifæri fyrir barnafjölskyldur með lóðum á hagstæðu verði og öruggu umhverfi fyrir börn. Við eigum stórt svæði í Úlfarsárdal sem er einstakt til frekari þróunar og uppbyggingar,“ segir Júlíus Vífill. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
Í tillögu að nýju aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir nýrri uppbyggingu sem sniðin er að þörfum ungra fjölskyldna hvað varðar hagstætt íbúðaverð og öruggt og gott umhverfi fyrir börn.
Íslandsbanki valinn besti íslenski bankinn af hinu virta tímariti Euromoney.
Hið virta fjármálatímarit Euromoney hefur valið Íslandsbanka besta bankann á Íslandi. Euromoney útnefnir árlega bestu bankana víða um heim og veitir þeim viðurkenninguna Awards for Excellence. Við val sitt leit Euromoney til ýmissa þátta í rekstri íslensku bankanna, meðal annars arðsemi eigin fjár, vaxtar efnahagsreiknings, eiginfjárhlutfalla og frumkvæði í að auka fjölbreytni og dreifingu í fjármögnun.
Íslandsbanki þakkar þennan frábæra árangur viðskiptavinum og starfsfólki sínu.
Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000
ENNEMM / SÍA / NM58549
Besti bankinn
6
fréttir
Helgin 19.-21. júlí 2013 Rannsóknir sem byggja á merkingum fugla og endurheimtum merkjum hvíla á góðu samstarfi við veiðimenn, sjómenn, bændur og allan almenning um skil á merkjum.
fuglamer kingar líklega evrópumet í þekktum aldr i
Nær þrítugur hvítmávur skotinn Rúmlega tíu þúsund fuglar merktir í fyrra og rúmlega 12 þúsund árið 2011.
N
ær þrítugur hvítmávur sem skotinn var í fyrra í Hvalfirði náði að líkindum hæstum aldri slíkra máva í Evrópu. Hægt var að segja til um aldur fuglsins vegna merkingar en mávurinn var merktur sem ungi árið 1982. Árið 2012 merktu fjörutíu og fimm aðilar alls 10.109 fugla af 70 tegundum og tilkynnt var um 509 endurheimtur íslenskra merkja, 439 innanlands og 70 erlendis, auk 88 erlendra merkja, að því er fram kemur á heimasíðu Náttúru-
fræðistofnunar Íslands en teknar hafa verið saman niðurstöður fuglamerkinga fyrir árin 2011 og 2012. Árið 2011 voru merktir alls 12.158 fuglar af 84 tegundum. Þá var tilkynnt um 556 endurheimtur íslenskra merkja, 510 innanlands og 46 erlendis, auk 109 erlendra merkja. Árið 2012 var snjótittlingur mest merkta tegund landsins í stað lunda sem lengi hefur vermt það sæti, en hjá honum hefur verið lítil nýliðun síðustu ár. Tíu mest
merktu tegundir frá upphafi eru í dag snjótittlingur 75.948 fuglar merktir, 75.842 lundar, 58.344 skógarþrestir, 49.162 kríur, 33.690 ritur, 30.632 fýlar, 21.038 skúmar, 19.730 teistur, 15.720 þúfutittlingar og 15.371 langvía. Fjölmörg aldursmet voru sett hvað varðar endurheimtur merktra fugla á árinu 2012 og eru tvö þeirra líklegast Evrópumet í þekktum aldri þeirra tegunda. Hvítmávur sem Trausti Tryggvason merkti sem ófleygan unga í Ármýrum í
Meðal þeirra fugla sem merktir hafa verið eru ernir en ötullega hefur verið unnið að því að koma arnarstofninum, konungi fuglanna, á legg. Íslandsmerki er á hægri fæti, rautt að hluta en ársmerkið er svart á vinstri fæti. Myndir Finnur Logi Jóhannsson
Helgafellssveit á Snæfellsnesi 2. júlí 1982 var orðinn 29 ára og fjögurra mánaða þegar hann fannst skotinn á Þyrilsnesi í Hvalfirði. Flórgoði sem Þorkell Lindberg Þórarinsson merkti sem fullorðinn fugl með hreiður, þá líklega a.m.k. tveggja ára gamall, við Víkingavatn í Kelduhverfi var endurveiddur á sama stað 2543 dögum síðar, a.m.k. 9 ára. Náttúrufræðistofnun ber samkvæmt lögum að sjá um fuglamerkingar og hefur ein heimild til að láta
merkja villta fugla á Íslandi. Öllum sem finna merkta fugla er skylt að skila merkinu til Náttúrufræðistofnunar. Þetta á við hvort sem um er að ræða íslenskt merki eða erlent. Rannsóknir sem byggja á merkingum fugla og endurheimtum merkjum hvíla á góðu samstarfi við veiðimenn, sjómenn, bændur og allan almenning um skil á merkjum og upplýsingum um fund þeirra. Fuglamerkingar eru stundaðar af fuglaáhugamönnum og fuglafræðingum sem fengið hafa tilskilið merkingaleyfi. Fuglamerkingar hafa verið stundaðar á Íslandi frá árinu 1921. -jh
ferðaþjónusta gjaldtaka á ferðamannastöðum metin fyrir ferðamálstofu
Súkkulaðibitakökur
www.fronkex.is
kemur við sögu á hverjum degi
Ferðamaður nýtur íslenskrar náttúru. Skiptar skoðanir eru á gjaldtöku á ferðamannastöðum.
Beðið úttektar á umdeildri gjaldtöku Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og framkvæmdastjóri Landverndar segja að ekki sé hægt að selja inn á alla ferðamannastaði og að þeir fjármunir sem fáist ef að gjaldtöku verður þurfi að nota fyrir rekstur á náttúruverndarsvæðum sem og fræðslu og landvörslu fyrir landið allt. Skiptar skoðanir eru á því hvort að Íslendingar eigi að greiða gjald eins og útlendingar.
þ
K R A F T M IK IL H O L L U STA Það eru margir sem vilja undanskilja Íslendinga og telja að þeir séu búnir að greiða slík gjöld með sköttum sínum.
að gefur auga leið að það er ekki hægt að selja inn á alla ferðamannastaði. Inn á suma staði eru margar aðkomuleiðir og ef menn ætla að hafa einhvern til að selja á öllum leiðum þá fer það allt í kostnað,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Erna segir að það þurfi heljarmikinn undirbúning áður en ákvarðanir um gjaldtöku til framtíðar séu teknar. „Það eru bæði mismunandi skoðanir á þessu og síðan er þetta mjög flókið mál. Á sumum ferðamannastöðum sem styrkja þarf er ekki endilega það mikil aðsókn að það borgi sig að vera með aðgangseyri þannig að það er mjög margt sem mælir á móti því að selt sé inn á alla staði,“ segir Erna Ferðamálastofa hefur fengið verkfræðistofu til þess að meta gjaldtökumálin og mun hún einnig skoða hvernig þessi mál eru leyst erlendis. „Það verða líklega teknar ákvarðanir í haust en búið er að úthluta hundruðum milljóna til þess að byggja upp ferðamannastaði. Við munum hafa eitthvað um þetta að segja en verkefnið er ekki auðvelt,“ segir Erna. Erna segir að ekki sé komin niðurstaða um hvort að undanskilja megi Íslendinga um að greiða gjald. „Það eru margir sem
vilja undanskilja Íslendinga og telja að þeir séu búnir að greiða slík gjöld með sköttum sínum,“ segir Erna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að samtökin hafi lagt áherslu á að litið verði til heildrænnar skipulagningar á landinu öllu þegar litið sé til ferðamála. Segir hann að á sumum stöðum þurfi að bæta aðstöðu, á öðrum þurfi að vernda sérstaklega einkenni staðanna, m.a. með því að beita einhvers konar fjöldatakmörkunum. „Við erum jákvæð fyrir því að skoða gjaldtöku og teljum að þeir peningar eigi að vera notaðir til að byggja upp innviði og auka eigi fé til reksturs á náttúruverndarsvæðum sem og fræðslu og landvörslu. Við höfum nú þegar verið að beita okkur í þessu máli og munum halda því áfram,“ segir Guðmundur. Hann segir mjög mikilvægt að okkur Íslendingum takist að gæta þess að náttúruperlurnar eyðileggist ekki vegna of mikils fjölda ferðamanna. „Það hefði mátt byrja fyrr en betra er seint en aldrei. Vonandi náum við að taka á þessu mikilvæga verkefni í tíma,“ segir Guðmundur. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is
ÓS R A S N HA ð nú:
TT E S Ð S R I A SGÝPR
799
Ver
5 4 1 . 1ður: 2.290 Á
50% AFSLÁTT UR
R A M U S
! Ð R E % V 0 Ð 7 A L Á J BR AÐ T L AL
UR T T LÁ AFS
ISPILL GLJÁM ú: Verð n
5 6u9 r: 1.390
DY N A M O R E Y K J AV Í K
Áð
TTAR ÚTIPO frá
Verð
999
RI ERKFÆ V Ð R A G
2A0FS-L3ÁT0T% UR
30% FAR ÐÁL Á R A G Ð FR VER
AFSLÁTT UR
995
9 ÍlaSug9 ardag i rð kr
Ga í Kaffi
ErRðJA n-ú: Be BLÁV I RUNN
1Á1.90r0: 1ð.uÞ3rú: 2s4p.60a905r0a0 ú: Verððurn: 17.900 Á
6.
8
fréttir
Helgin 19.-21. júlí 2013
Siglingar glæSiSkipið Queen eliSabeth
rigningarSumar tölur og tilfinning fyrir veðri eru Sitt hvað
Þolanlegar hitatölur en þetta gula vantar Íbúum höfuðborgarsvæðisins finnst sumarið hafa verið blautt og kalt. Veðurstofan viðurkennir bleytuna en trauðla kuldann – fyrr en nú í júlí.
Í
Þetta er í fyrsta skipti sem hin nýja Queen Elisabeth siglir til Íslands en skipið var smíðað árið 2010.
Drottning skemmtiferðaskipanna til Íslands á mánudag S
væsir ekki um farþega um borð. Í skipinu er m.a. konunglegur danssalur, tennisvellir, sundlaugar, líkamsræktarstöð, heilsulind og fjöldi verslana. Þá er einnig fjöldi glæsilegra veitingastaða um borð í skipinu. „Sumarið hefur gengið mjög vel miðað við allt umfangið,” segir Jóhann, „en við erum að sjá met í komum ferðamanna með skemmtiferðaskipum hingað til lands nú í sumar.“ - jh
kemmtiferðaskipið Queen Elisabeth mun koma til Íslands á mánudaginn og hafa viðkomu á Akureyri, Ísafirði og í Reykjavík. „Queen Elisabeth þykir mjög glæsilegt og virðulegt skip og er gjarnan kölluð drottning skemmtiferðaskipanna. Það er því sérlega skemmtilegt og mikill heiður að fá það hingað til lands,“ segir Jóhann Bogason, deildarstjóri hjá TVGZimsen, sem þjónustar Queen Elisabeth á meðan skipið er í höfn á Íslandi. Þetta er í fyrsta skipti sem hin nýja Queen Elisabeth siglir til Íslands en skipið var smíðað árið 2010 og leysti þá forvera sinn af hólmi. Elísabet Bretadrottning gaf skipinu nafn við virðulega athöfn árið 2010. Skipið er 92 þúsund tonn og tekur rúmlega tvö þúsund farþega. Queen Elisabeth er mjög glæsilegt skip í alla staði og það
Líkt við alræmt sumar Elísabet drottning um borð í nöfnu sinni en hún gaf skipinu nafn.
Minni umferð um Hellisheiði í júlí Talsvert minni umferð var um Hellisheiði fyrstu tvær vikurnar í júlí miðað við sömu vikur í júlí árið 2012, eða sem nemur 7,3%, að því er Vegagerðin greinir frá. Virðist samdrátturinn aðallega vera vegna minni umferðar um helgar og á föstudögum. Mun minni samdráttur er á öðrum vikudögum. Umferðin hefur að meðaltali dregist saman um tæp 13% um helgar, að meðtöldum föstudögum, en 1,5% á öðrum dögum. Það sem af er sumri eða frá 1. júní er samdrátturinn hins vegar um 1,3%.
búar á þéttbýlasta svæði landsins, suðvesturhorninu, hafa flestir fengið sig fullsadda á veðurfari þessa sumars – og raunar vorsins líka. Rigningarsumar með hráslaga fylgdi í kjölfar kalds vors. En er það svo í raun? Í upphafi júlí birti Veðurstofa Íslands yfirlit yfir veðurfarið og þar sagði að hlýtt hefði verið í júní og tíðarfar hagstætt að því undanskildu að sólarlítið hefði verið um landið suðvestavert og úrkoma þar yfir meðallagi. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru tveir þriðju Íslendinga og því að vonum að raddir þeirra séu háværar vegna hinnar þrálátu rigningar – og þeirra tíðinda sem birt voru í vikubyrjun að stórbreytinga væri ekki að vænta það sem eftir lifir júlí. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, að reikna mætti með áframhaldandi suðlægum áttum og vætusömu sunnan- og vestantil á landinu.
Aðeins meiri umferð var aftur á móti um Hvalfjarðargöng fyrstu tvær vikurnar í júlí borið saman við sömu vikur árið 2012 eða tæplega hálfu prósentustigi meiri. Ólíkt Hellisheiði virðist sá vöxtur fyrst og fremst verða til á virkum dögum, að frátöldum föstudögum. Umferðin hefur að meðaltali dregist saman um 1,3% um helgar og föstudögum en aukist um 2,1% á virkum dögum. Það sem af er sumri eða frá 1. júní, hefur umferðin aukist um tæplega 1,5%. - jh
En hver er staða þessa rigningasumars, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu, sem langminnugir eru jafnvel farnir að líkja við alræmt sumar ársins 1955 þegar nánast stytti ekki upp. Svo slæmt er ástandið að vísu ekki núna og tölur Veðurstofunnar segja okkur að meðalhiti júní í Reykjavík, sem íbúum þótti rakur og kaldur, hafi mælst 9,9 stig, 0,9 stigum ofan við meðaltal áranna 1961 til 1990. Er þá ekkert að marka tilfinningu okkar fyrir veðri? Jú, ef síðustu tíu júnímánuðir eru skoðaðir kemur í ljós að hitinn í þeim nýliðna er 0,6 stigum undir því meðaltali. Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa nefnilega búið við glettilega gott sumarveður undanfarinn áratug. Höfuðborgarbúar og nágrannar þeirra eru því orðnir
Sumarið í ár er smám saman að festa sig í sessi sem rigningarsumar sunnan- og vestanlands.
mældust aðeins 121,7 og er það 40 stundum undir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 90 stundum undir meðaltali júnímánaða síðustu tíu ára. Svo sólarlítið hefur ekki verið í júní í Reykjavík síðan 1995, en tíu sinnum hafa sólskinsstundir mánaðarins þó orðið færri frá upphafi samfelldra sólskinsmælinga í Reykjavík 1923.
Ekki ljúga tölur Veðurstofunnar
góðu vanir og finna því fyrir þrálátri rigningunni nú. Fyrrnefndur veðurfræðingur segir enda að sumarið nú sé ekki óvenjulegt. Það hafi komið áður og muni koma aftur. Óvenju hlýtt var hins vegar á Akureyri í júní. Meðalhitinn hefur ekki verið hærri í júní í höfuðstað Norðurlands í heil sextíu ár, eða frá árinu 1953. Einnig var mjög hlýtt um landið austanvert sem og á hálendinu. Úrkoma mældist 65,6 mm í Reykjavík í júní og er það 30 prósent umfram meðallag. Það er því von að höfuðborgarbúar finni fyrir bleytunni. Dagar þegar úrkoma mældist 1 mm eða meira voru 14 og eru það 3 umfram meðallag áranna 1961 til 1990, en 6 umfram meðalfjölda síðustu tíu ára. Úrkomudagar hafa ekki verið fleiri í júní í Reykjavík síðan 2003. Það er hins vegar þetta gula á himninum sem hefur vantað sunnan heiða. Óvenju sólarlítið var í Reykjavík í júní. Sólskinsstundirnar
Hvað svo sem höfuðborgarbúum finnst um veðrið segir Veðurstofan – og styðst við beinharðar tölur – að bærilega hlýtt hafi verið í veðri í borginni fyrstu sex mánuði ársins, meðalhiti í Reykjavík þessa mánuði er 4,2 stig og er það 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,1 stigi undir meðallagi síðustu tíu ára. Þetta er 16. hlýjasti fyrri hluti árs frá upphafi samfelldra mælinga í Reykjavík 1871. Hvað svo sem tölfræðin segir finna höfuðborgarbúar það á eigin skinni og skapferli að það rignir nánast upp á hvern einasta dag – og framhald virðist ætla að verða þar á. Lægðir allar hafa ákveðið að taka sér far yfir landið bláa þetta sumarið og koma upp að því sunnan- og vestanverðu með tilheyrandi úrfelli. Í slíku árferði er ekki um annað að ræða fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins en setja undir sig hausinn og sjóhatt á þann sama líkamspart. Ástandið hefur svo versnað, ef eitthvað er, í júlí. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur greindi frá því í viðtali við Ríkisútvarpðið að fyrri hluti mánaðarins hefði ekki aðeins verið blautur heldur líka kaldur. Meðalhitinn í Reykjavík var 9,6 gráður. En ágúst er að sönnu allur eftir. Það má alltaf lifa í voninni. Jónas Haraldsson jonas@frettatíminn.is
www.volkswagen.is
Volkswagen Caddy
Góður vinnufélagi Caddy er áreiðanlegur, sparneytinn og þægilegur í allri umgengni. Lipur vinnuþjarkur með frábæra aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað. Hann er fáanlegur með bensín-, dísil- og metanvélum frá framleiðanda.
Caddy* kostar aðeins frá
3.090.000 kr. ( 2.642.151 kr. án vsk)
*Miðað við Caddy TSI bensín, 86 hestöfl, beinskiptur. Aukahlutir á mynd, álfelgur og þokuljós.
Fæst einnig fjórhjóladrifinn
Til afgreiðslu strax
Atvinnubílar
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
www.sonycenter.is
Sýnishorn og síðustu eintök á allt að 80% afslætti! 25% afsláttur af öllum heyrnartólum frá Sony
5 ára ábyrgð fyLgir ÖLLuM sjónvÖrpuM
99.990.SPARAÐU 20.000.-
139.990.-
59.990.-
SPARAÐU 40.000.-
SPARAÐU 30.000.-
gLæsiLegt heiMabíókerfi bLu-ray
Örþunnt og fLott
frábært verð
bDvef420
32” LeD MotionfLoW kDL32r423
42” LeD MotionfLoW kDL42eX443
• 400W / 2 hátalarar og bassi • Full HD Blu Ray spilari innbyggður • Innbyggður netvafri
• HD Ready 1366 x 768 punktar • 100Hz X-Reality myndvinnslukerfi • Multimedia HD link fyrir snjallsíma
• Full HD 1920 x1080 punktar • 100Hz X-Reality myndvinnslukerfi • Frábær myndgæði í glæsilegu tæki
tilboð 59.990.- Verð áður 89.990.-
tilboð 99.990.- Verð áður 119.990.-
tilboð 139.990.- Verð áður 179.990.-
55-210mm linsa í kaupbæti á SLT-A57, A65 og A77 að verðmæti 59.900.-
Takmarkað magn!
79.990.-
39.990.-
SPARAÐU 30.000.-
SPARAÐU 15.000.-
Taska og 16GB kort í kaupbæti að verðmæti 19.900.-
MÖgnuð Meistaraverk sLt-a57 s sLt L a Lt a57 Með 18-55MM Linsu og aukaLinsu
tilboð 119.990.- Aukahlutir að verðmæti 59.990.sLt-a65 Með 18-55MM Linsu og aukaLinsu
fLott vaio á frábæru verði
atvinnuMannagæði í vasastærð
kristaLtær fuLL hD upptÖkuvéL
VAIO SVE1511B1EB 15,5”
neX-5rkb
neX-5r
• Intel Pentium örgjörvi • 15,5” Flat LED skjár • 4GB innra minni, 500GB diskur
• 16.1 pixla APS Exmor HD flaga • Full HD video með Auto Focus • 18-55mm linsa, taska og 16GB kort
• Exmor R 1/5.8” CMOS baklýst flaga • Upptaka 1920x1080 punktar • Carl Zeiss linsa
tilboð 79.990.- Verð áður 109.990.-
tilboð 119.000.- Aukahlutir að verðmæti 19.990.-
tilboð 39.990.- Verð áður 54.990.-
29.990.-
tilboð 159.990.- Aukahlutir að verðmæti 59.990.sLt-a77 Með 18-55MM Linsu og aukaLinsu
tilboð 199.990.- Aukahlutir að verðmæti 59.990.sLt-a77 Með 15-50MM Linsu og aukaLinsu
tilboð 259.990.- Aukahlutir að verðmæti 59.990.sLt-a99 Með hágæða fLassi og batterygrip
tilboð 499.990.- Aukahlutir að verðmæti 185.990.-
39.990.-
SPARAÐU 10.000.-
4.990.-
SPARAÐU 15.000.-
SPARAÐU 3.000.-
29.990.SPARAÐU 5.000.-
kraftMikiL ipoD/iphone Dokka
fLott ipoD/iphone/cD Dokka
hágæða ipoD/iphone/cD Dokka
DúnDranDi hágæða bassi
RDPX30IP
CMTV10IPW
CMTV50IPR
CMTV50IPR
• Frábær hljómgæði 2 x 10W • Tónjafnari; Rock, Pop, Vocal, Flat • Fjarstýring fylgir
• Frábær hljómgæði • Útvarp með 30 stöðva minni • Geislaspilari og USB tengi
• Frábær hljómgæði 2 x 20W • Útvarp með 30 stöðva minni • Geislaspilari og USB tengi
• Frábær hljómgæði 30mm hátalarar • Hægt að leggja saman • 1.2m langur kapall
tilboð 29.990.- Verð áður 39.990.-
tilboð 29.990.- Verð áður 34.990.-
tilboð 39.990.- Verð áður 54.990.-
tilboð 4.990.- Verð áður 7.990.-
Sony Center Verslun Nýherja Borgartúni 569 7700
Sony Center Verslun Nýherja Kaupangi Akureyri 569 7645
12 mánaða vaxtalaus lán* *3,5% lántökugjald og 330 kr. færslugjald á hvern gjalddaga.
10
viðhorf
Helgin 19.-21. júlí 2013
Vik an Sem Var Tónlistar- og myndlistarmaðurinn ástsæli Jóhann G. Jóhannsson lést í byrjun vikunnar. Hann var 66 ára gamall og hafði um árabil barist við krabbamein. Jóhann samdi fjölda sígildra dægurlaga en eitt hans allra vinsælasta lag er Don´t Try To Fool Me. Á löngum ferli lék Jóhann meðal annars með hljómsveitunum Straumar, Óðmenn, Musica Prima, Óðmenn II, Tatarar, Náttúra og Póker. Vinir og samferðafólk Jóhanns minntist hans víða á Facebook. Grétar Örvarsson Jói var mikið ljúfmenni og góður vinur. Fallinn er frá einn fjölhæfasti lagahöfundur og listamaður Íslands. Halldór Bragason Jóhann G. fallinn frá, sorgarfréttir fyrir íslenska tónlistarmenn.
Margrét Hrafns Blessuð sé minning þín meistari Jóhann G. Jóhannsson. Vottum fjölskyldu og vinum samúð Bó Halldórsson Monday Eitt fallegasta lag Jóhanns G Jóhannssonar „Ég tala um þig“ sem ég var svo heppinn að fá að frumflytja árið 1978 á plötunni „Ég syng fyrir þig“ ...Þetta lag flyt ég alltaf á tónleikum mínum. Guð blessi minningu Jóa sem skilur mikið skarð eftir sig í tónlistarsögu okkar. Samúðarkveðjur sendum við fjölskyldu og vinum Orri Harðarson Í æsku minni var Jóhann G. eins og útlensk stjarna; ein þeirra sem maður mændi andaktugur á, þegar að Gufan opnaði manni glufu til að gægjast upp í himinhvolfin. Stjarna nýgildrar tónlistar. Don‘t Try To Fool Me og Yesterday voru ólýsanlegur galdur í eyrum mér. Melódísk undur. Og lengi vel hélt ég að Paul hefði samið þau bæði. Minningin lifir.
S
Óviðunandi sumarlokun
Sumarfrí standa sem hæst um þessar mundir enda er júlí veðurblíðasti mánuður ársins, að öllu forfallalausu. Nauðsynlegt er hverjum vinnandi manni að taka sér frí og safna orku til hausts og vetrar – og njóta fjölskyldusamvista. Frítíminn er því mikilvægur þegar daglegt amstur er brotið upp með hléi frá vinnu. Sameiginlegt frí styrkir fjölskyldubönd. Augljóst má þó vera að ekki komast allir í frí á sama tíma. Þótt hægi á víða í samfélaginu yfir hásumarið verða öll hjól að snúast, hvort heldur er hjá stofnunum eða fyrirtækjum. Sumarfríum verður því að dreifa á fleiri mánuði en júlí einan enda eru þau skipulögð hjá flestum á tímabilinu frá júníbyrjun til ágústloka þótt sumum henti að taka frí annað hvort að vori eða hausti. Í mörgum fyrirtækjum og stofnunum getur verið vandi að láta sumarfríakapalinn ganga upp. Þar er einn helsti áhrifavaldurinn júlílokun leikskóla en Jónas Haraldsson flestir leikskólar Reykjavíkur, Kópajonas@frettatiminn.is vogs og Hafnafjarðar loka þá í fjórar vikur eða lengur. Fríaþörf foreldra með börn á leikskólaaldri beinist því öll að þessum tíma. Fyrirtæki og stofnanir reyna að mæta þessu álagi en víða reynist það erfitt eða jafnvel óframkvæmanlegt. Sumarlokun leikskólanna er óheppileg og sætir furðu að til hennar þurfi að koma. Hún leiðir jafnvel til þess að fjölskyldur leikskólabarna komast ekki saman í frí. Aðstæður á vinnustöðum eru þannig að dreifa verður fríum. Því verða foreldrar leikskólabarna oftar en ekki að fara í frí í sitt hvoru lagi á lokunartímanum. Þeir gætu hins vegar eytt sumarfríi sínu saman á öðrum tíma þar sem saman færu hagsmunir fjölskyldu og vinnustaðar. Öll leikskólabörn eiga að taka fjögurra vikna samfellt frí árlega úr leikskólum en hugsunin á bak við þá sjálfsögðu reglu hlýtur að vera sú að á þeim tíma sé fjölskyldan saman í fríi í
stað þess að vera með öðru foreldrinu í tvær vikur og hinu í tvær. Um þennan vanda var fjallað í frétt í Fréttatímanum síðastliðinn föstudag. Þar kom fram að nær allir leikskólar í Reykjavík loka í fjórar vikur og hefst tímabilið með fáum undantekningum í júlí. Frístundaheimili í Reykjavík loka einnig flest seinni hluta júlí. Í fréttinni kom fram að algengt væri að foreldrar yrðu að kaupa sér barnagæslu á þessu lokunartímabili leikskólanna vegna þess að þeir hefðu ekki tök á því að fara í frí þá. Í Hafnarfirði stendur sumarlokun leikskóla yfir í fimm vikur en fjórar í Kópavogi, líkt og í Reykjavík. Fram kom hjá formanni foreldraráðs leikskóla Hafnarfjarðar að öll foreldraráð í bænum væru ósátt við fimm vikna lokun. Bent var á að starfsfólk sumra fyrirtækja hefði ekki val um tíma sumarfrís og ætti það meðal annars við um álverið, hinn stóra vinnuveitanda í Hafnarfirði. Fólk hefði því orðið að taka sér launalaust frí eða að fjölskyldur hefðu ekki getað tekið sér sumarfrí saman vegna þessa. Formaður foreldraráðanna tók fram að sumar barnafjölskyldur hefðu hreinlega séð eftir því að setjast að í bænum vegna þessa. Í Garðabæ er leikskólum ekki lokað að sumarlagi. Afleysingarfólk er ráðið vegna sumarfría starfsfólksins. Upplýsingastjóri Garðabæjar sagði, að því er fram kom í fréttinni, að þetta fyrirkomulag hefði verið við lýði í bænum í mörg ár til þess að bæta þjónustu við bæjarbúa. Í Mosfellsbæ er samstarf milli leikskóla yfir sumartímann og sameiginleg starfsstöð á einum leikskóla til þess að bjóða fólki þjónustu sem hefur ekki tök á því að fara í frí í júlí. Yfirvöld í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði hljóta að ígrunda stöðuna og horfa til fordæma smærri bæjarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem ráða fólk í sumarafleysingar á leikskólunum og halda þeim opnum. Allsherjarlokun þeirra í fjórar til fimm vikur samtímis er ekki viðunandi.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 0 3 4
Selma Björns Blessuð sé minning Jóhanns G. Jóhannssonar. Ég var svo lánsöm að fá að syngja eitt af lögum hans á plötunni Asking for love. Jóhann
samdi nokkur af mínum uppáhaldslögum. Hann var einstakur tónlistarmaður og eðal ljúflingspiltur. Heimurinn er fátækari í dag.
Júlílokun leikskóla sundrar fjölskyldum í fríi í stað þess að sameina
Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
Ný kynslóð af MacBook Air Batterí sem endist í allt að 12 klst. Þarf að segja eitthvað meira?
MacBook Air 11” frá 179.900 kr.
MacBook Air 13” frá 209.900 kr.
Fjórða kynslóð Intel örgjörva. Nýtt Wi-Fi (802.11ac). Hraðari flash gagnageymsla.
Fullt af spennandi aukahlum. Komdu og fiktaðu. Allt að 25% afsláttur af ZooGue og Ültra-Case vörum þessa dagana.
iPhone 5 frá 114.900
Phillips Hue þráðlaust ljósakerfi 44.900 kr.
Opið mán. - mið. 10-18.30 fim. 10-21 fös. 10-19 lau. 10-18 sun. 13-18
Þráðlaus púlsmælir f. iPhone 4S og 5 frá 13.990
Apple TV 21.900 kr.
566 8000 istore.is í Kringlunni
jónusta, gó ðþ
agsleg ábyr fél
erð og sam ðv
gð
Gó
Það er allt að gerast.
Wahoo BlueHR
Við viljum að þú brosir þegar þú kemur til okkar. Þess vegna bjóðum við góð verð, ljúft viðmót og faglega þjónustu. Að auki renna 1000 kr. af hverju seldu tæki í styrktarsjóð sem úthlutar hreyfihömluðum börnum iPad í hverjum mánuði.
12
viðhorf
Helgin 19.-21. júlí 2013
3
VikAn í tölum
1600
mönnum var bjargað af skútu á þriðjudagsmorgun djúpt suður af Hvarfi, tveimur Íslendingum og Bandaríkjamanni. Flutningaskip tók mennina um borð en Landhelgisgæslunni hafði borist hjálparbeiðni frá áhöfn skútunnar sem hreppti vont veður.
þúsund krónur rúmar eru mánaðarlaun launahæsta forstjórans sem starfar hjá ríkinu, Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, fær tæplega 1400 hundruð þúsund krónur á mánuði.
Að hrökkva eða stökkva
Ó
Stökktu um borð í geimskipið
ttinn er hindrunin sem birtist í veginum rétt áður en við tökum okkar stærstu skref áfram,“ segir Allie Townsend, ritstjóri hjá Time Magazine í pistli á vefnum leanin.org sem sjÓnarhÓll haldið er úti af frumkvöðlinum Sheryl Sandberg og heitir eftir bók hennar, Lean In, sem hefur vakið eftirtekt um heim allan. Á vefnum er fjöldinn allur af reynslusögum kvenna – og karla – sem ætlað er að blása konum – og körlum – í brjóst í því skyni að stuðla að auknu jafnrétti í heiminum. Sheryl Sandberg segir sjálf að við eigum ekki að Sigríður hætta að berjast fyrir jafnrétti fyrr Dögg en konur eru helmingur stjórnenda Auðunsdóttir allra fyrirtækja og karlar helmingsigridur@ ur stjórnenda allra heimila. frettatiminn.is Margar sögurnar eru sannarlega innblástur. Konur í öllum mögu-
legum stöðum: valdamiklir viðskiptamógúlar, íþróttastjörnur, heimsfrægar fjölmiðlakonur sem og heimavinnandi mæður, deila sögu sinni í sama tilgangi: að efla kjark annarra kvenna. Þær segja frá því hvernig þeim tókst að tileinka sér einkunnarorð Sheryl Sandberg: „Lean In“ þar sem hún vísar til þess að konur verða að vera vakandi, vera á tánum og grípa hvert tækifæri sem þeim gefst til að komast í valdastöðu. Þær eiga að halla sér fram við stjórnarborðið en ekki aftur, en þaðan er titill bókarinnar kominn. Konurnar lýsa margvíslegum atvikum og aðstæðum þar sem þær beittu þessari hugmyndafræði, meðvitað eða ómeðvitað, jafnt í einkalífi og starfi. Þær létu vaða – og uppskáru fyrir vikið. Ég hef heyrt margar konur lýsa því að hafa staðið frammi fyrir spennandi tækifæri en ekki haft kjark til að grípa það. Það
er ósköp eðlilegt að finna til ótta – og snert af vanmætti – þegar tækifærin bjóðast. Hins vegar skiptir höfuðmáli að láta ekki í minni pokann fyrir óttanum. Eftirsjáin eftir því sem hefði getað orðið er mun sterkari en eftirsjáin eftir einhverju sem þegar er orðið. Sjálf segist Sandberg hafa gert að einkunnarorðum setningu sem fyrrum forstjóri Google, Eric Schmidt, sagði við hana í einu starfsviðtali: „Ef þér er boðið sæti í geimskipi, ekki spyrja hvaða sæti, stökktu um borð!“ Mörg af mínum dýrmætustu tækifærum hafa einmitt komið upp í hendurnar á mér með þessum hætti. Ég hef nánast alltaf stokkið á þau – og sjaldnast séð eftir því, ef nokkru sinni. Ég hef hins vegar alltaf hugsað, þegar óttinn lét bæra á sér, að ég myndi sjá meira eftir því að stökkva ekki en að stökkva. Og það hefur gengið eftir.
Ég hef hins vegar alltaf hugsað, þegar óttinn lét bæra á sér, að ég myndi sjá meira eftir því að stökkva ekki en að stökkva. Og það hefur gengið eftir.
342
herbergi verða í 16 hæða hóteli sem rísa mun við Höfðatorg í Reykjavík, hinu stærsta á landinu. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er um 8 milljarðar króna.
76
manns eru á biðlista eftir að komast í kransæðavíkkun og hjarta- og kransæðamyndatöku – og hafa aldrei verið fleiri.
13
kílómetra langur rafstrengur hefur verið lagður til Vestmannaeyja.
9,6
stig mælist meðalhitinn í Reykjavík það sem af er júlí sem er miklu lægri hiti en í öðrum júlímánuðum eftir aldamót. Fara þarf 30 ár aftur í tímann til að finna kaldari júlí. Mánuðurinn fær þá vondu einkunn að vera bæði blautur og sólarlítill.
FREISTANDI VIÐBÓT í salatið þitt
Vinur við veginn
Þú gætir unnið flug og gistingu fyrir fjóra til
New York
Vertu með í Ævintýraeyjunni, laufléttum stimpilleik fyrir alla fjölskylduna!
ort í hvert skipti sem þú meira á Olísstöð.
VERÐLAUN ÞEGAR ÞÚ VERSLAR
PIPAR\TBWA – Prentun: Oddi
Vikulegir vinningar
ikur fyrir a
Þú safnar stimplum þegar þú verslar hjá Olís og færð verðlaun í leiðinni.
ð úr fullstimpluðum inga.
eikinn og vinningshafa á ok.
öðvar Olís Siglufjörður Ólafsfjörður
aströnd
VIKULEGIR VINNINGAR
Veglegir vinningar verða dregnir út vikulega.
regnir út glæsilegir nsendingum.
Húsavík
Dalvík AKUREYRI Fellabær Neskaupstaður Reyðarfjörður
Vinningarnir eru 120.000 Vildarpunktar Icelandair og 50.000 kr. eldsneytisúttekt hjá Olís.
• 120.000 Vildarpunktar Icelandair
Glæsilegir aðalvinningar í lok sumars 2013
• 50.000 kr. eldsneytisúttektir hjá Olís
AÐALVINNINGAR Í LOK SUMARS
es
1.
Höfn
oss Hella
1. Fjölskylduferð til New York með Icelandair, flug og gisting fyrir 4 að verðmæti 600.000 kr.
FLUG OG GISTING FYRIR 4 með Icelandair til NEW YORK að verðmæti 600.000 kr.
m stimplunum kilar henni, öðinni.
2. Eldsneytisúttekt hjá Olís að verðmæti 200.000 kr.
rt sem ðursetja
2.
3.
200.000 kr. eldsneytisúttekt hjá Olís
Merida Big Nine 300 reiðhjól frá Ellingsen að verðmæti 170.000 kr.
3. Merida Big Nine 300 reiðhjól frá Ellingsen að verðmæti 170.000 kr. Tré í þínu nafni! Fyrir hvert fullstimplað kort sem skilað er ætlum við að gróðursetja eitt tré. Taktu grænu skrefin með Olís.
PIPAR\TBWA-SÍA - 131574
r!
Náðu þér í stimpilkort á næstu Olísstöð. Nánari upplýsingar um leikinn eru á olis.is og á Olísstöðvum.
www.olis.is
14
viðtal
Helgin 19.-21. júlí 2013
Sterkari en strákarnir
Arnhildur tekur 160 kíló í réttstöðulyftu. Hún æfir fjórum til fimm sinnum í viku, þrjá tíma í senn. Ljósmyndir/Hari
Vinkonurnar Arnhildur Anna Árnadóttir og Fanney Hauksdóttir æfa kraftlyftingar og hafa náð eftirtektarverðum árangri. Svo góðum reyndar að margir karlmenn geta aðeins látið sig dreyma um að lyfta þeim þyngdum sem þær setja á stangirnar. Hver myndi annars ekki segja stoltur frá því að geta lyft 115 kílóum í bekkpressu?
L
yftingarnar eru orðnar frekar stór hluti af lífinu,“ segir Arnhildur Anna Árnadóttir, 21 árs Seltirningur. Arnhildur og vinkona hennar, Fanney Hauksdóttir, hafa vakið athygli fyrir góðan árangur í kraftlyftingum undanfarið. Arnhildur setti fyrir skemmstu Íslandsmet í hnébeygju unglinga og Fanney á Íslandsmetið í bekkpressu. Báðar hafa þær náð góðum árangri á mótum erlendis.
Tekur 115 í bekk Fanney byrjaði að æfa kraftlyftingar fyrir tveimur árum þegar einkaþjálfarinn hennar plataði hana til að taka þátt í bekkpressumóti. Fanneyju gekk vel á mótinu og féll í kjölfarið fyrir sportinu. Hún hefur náð eftirtektarverðum árangri á þessum stutta tíma, hefur mest lyft 115 kílóum í bekkpressu sem er ekki amalegt hjá manneskju sem er 162 á hæð og 58 kíló. Flestir
karlmenn eiga ekki roð í hana. Fanney hefur nær alfarið einbeitt sér að bekkpressu en að mestu látið hinar greinarnar vera. „Ég er bara „bekkari“,“ segir hún ákveðið. Það hefur reynst henni ágætlega því fyrir skemmstu varð hún í fjórða sæti á HM unglinga í bekkpressu í Litháen. „Þetta var stórt og skemmtilegt mót. Það tók mig ekki nema tíu mínútur að keppa, komin alla leið til Litháen en það
var alveg þess virði,“ segir hún. Og markmiðið er alveg skýrt. „Ég rétt missti af þriðja sætinu og er ákveðin í að komast á verðlaunapall á næsta ári.“ Hvaðan koma allir þessir kraftar? „Ég var lengi í fimleikum og ég held að það sé eitthvað undirliggjandi þaðan sem hjálpar mér. Fimleikarnir eru góður grunnur fyrir hvað sem er.“
BÚRI LJÚFUR Fyrirmynd Búra er hinn danski Havartí-rjómaostur sem athafnakonan Hanne Nielsen þróaði um miðja nítjándu öld á býli sínu „Havarthigaard“ fyrir norðan Kaupmannahöfn. Framleiðsla á Búra hófst árið 1980 á Húsavík en í dag fer framleiðslan fram á Akureyri. Mjúkur og smjörkenndur ostur með votti af ávaxtasætu, ljúfum sítrustóni í lokin og langvarandi eftirbragði. Rjómakennd einkenni ostins parast vel með sætum, örlítið sýrðum ávöxtum, berjum og kryddsultum.
www.odalsostar.is
viðtal 15
Helgin 19.-21. júlí 2013
Arnhildur byrjaði í kraftlyftingum fyrir einu og hálfu ári. Mamma hennar var einn stofnenda kraftlyftingadeildar Gróttu og smitaði hana af áhuganum. „Svo var Fanney byrjuð og hafði eflaust einhver smitandi áhrif líka,“ segir hún. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa því Arnhildur á Íslandsmetið í hnébeygju unglinga og stóð sig vel á Evrópumóti unglinga í vor. Þær stöllur leggja líka hart að sér til að ná árangri. „Ég æfi svona fjórum til fimm sinnum í viku og hver æfing tekur svona þrjá klukkutíma. Dagskráin er mjög þétt og maður þarf að skipuleggja daginn svolítið út frá æfingunni,“ segir Arnhildur sem hefur nám í sálfræði í HÍ í haust. Arnhildur segist ekki vita hvað framtíðin ber í skauti sér og hversu lengi hún muni stunda lyftingar. „Ég stefni nú ekki að því að eldast í þessu en mig langar að halda aðeins áfram og ná mínum markmiðum. Aðalatriðið er þó að hafa gaman af þessu.“ Ertu ekki orðin miklu sterkari en mamma þín? „Úff, ég má ekki svara þessari spurningu. Jú... ég tók aðeins fram úr henni.“
Arnhildur Anna Árnadóttir 21 árs Bekkpressa: 90 kíló. Hnébeygja: 165 kíló. Réttstöðulyfta: 160 kíló.
Fanney Hauksdóttir 20 ára Bekkpressa: 115 kíló. Hnébeygja: 110 kíló. Réttstöðulyfta: 115 kíló.
Fanney lyftir 115 kílóum í bekkpressu. Hún er 162 sentímetrar á hæð og 58 kíló.
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 1 9 6 7
Æfa í þrjá tíma á dag
Kærastinn fer bara í spinning
Þær stöllur segja að fólk taki því misjafnlega þegar það fréttir hvernig þær verja frítíma sínum. Arnhildur deilir vitanlega þessu áhugamáli með móður sinni, Borghildi Erlingsdóttur forstjóra Einkaleyfastofunnar. Pabbi hennar, Árni Hauksson fjárfestir, og kona hans Inga Lind Karlsdóttir, segja sportið grjóthart og skondið, enda auðvelt að slá þessu upp í grín. „Pabbi er nú líka stoltur af mér og montinn, svei mér þá. Hann varar vini sína við í matarboðum að ég geti lyft þeim og sé alltaf klár í sjómann. Vinirnir fussa eiginlega bara þegar þetta berst í tal, þeir eru alla vega ekki mikið að tala um hvað þeir lyfta.“ Fanney segir pabba sinn aðal hjálparhelluna. „Pabbi mætir með mér á öll mót og vill meina að það séu ekki margir feður með sama vandamál og hann, að dóttirin taki meira í bekk!“ Arnhildur segir að það geti vel farið saman að lyfta 165 kílóum í hnébeygju og spóka sig í gellufötum á djamminu. „Maður verður að halda kvenleikanum líka. Ég ætla ekki að verða einhver Gyða Sól,“ segir hún og hlær. Fanney segir að það geti stundum verið pirrandi að fara út að skemmta sér þegar fólk vill ræða um bekkpressu við hana. „Sumum finnst þetta fáránlegt en öðrum finnst þetta geðveikt kúl. Fólk vill oft djóka eitthvað með þetta en við erum ekki mikið að pæla í því.“ Er þetta ekki skrítin tilfinning, að vera sterkari en strákarnir? „Nei, nei. Það var hins vegar erfiðara fyrir kærastann minn. Hann hætti eiginlega að lyfta þegar ég byrjaði. Nú fer hann bara í spinning,“ segir Fanney. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is
VERÐLAUNUÐ LEIÐ TIL BJARTRAR FRAMTÍÐAR Frjálsi lífeyrissjóðurinn Á síðustu árum hefur Frjálsi lífeyrissjóðurinn þrisvar unnið hin alþjóðlegu verðlaun Investment Pension Europe sem besti lífeyrissjóður á Íslandi. Þessar viðurkenningar endurspegla sterka stöðu sjóðsins og árangur hans undanfarin ár. Ef þú hefur frjálst val um hvar þú ávaxtar skyldulífeyrissparnaðinn þinn og vilt faglega stýringu þá er Frjálsi lífeyrissjóðurinn góður kostur. Jafnframt stendur öllum til boða að ávaxta viðbótarlífeyrissparnað sinn hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum. Þú færð ítarlegar upplýsingar um sjóðinn í næsta útibúi Arion banka, á www.frjalsilif.is, með því að senda fyrirspurn á lifeyristhjonusta@arionbanki.is eða í síma 444 7000.
ÁVÖXTUN FRJÁLSA LÍFEYRISSJÓÐSINS Frjálsi 1
Frjálsi 2
Frjálsi 3
Frjálsi Áhætta
15% 12,1%
10%
8,3% 7,2%
8,1%
5%
Nafnávöxtun 30.06.2012 – 30.06.2013 5 ára meðalnafnávöxtun tímabilið 30.06.2008 – 30.06.2013 Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fimm ára ávöxtunartölurnar sýna meðalnafnávöxtun frá 30.06.2008 – 30.06.2013 en ávöxtunin er mismunandi á milli ára. Frekari upplýsingar um ávöxtun hvers árs má nálgast á frjalsilif.is.
9,9%
10,5% 8,0%
6,4%
16
viðtal
Helgin 19.-21. júlí 2013
Keppnisstóllinn var byrjunin á þessu ævintýri Íþróttamaðurinn Arnar Helgi Lárusson úr Reykjanesbæ keppir í hjólastólakappakstri á heimsmeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum sem hefst í Lyon í Frakklandi í dag. Arnar hefur aðeins æft íþrótt sína í sjö mánuði en náð framúrskarandi árangri. Arnar lamaðist í mótorhjólaslysi fyrir ellefu árum og segir það hafa breytt sýn sinni á lífið en að föðurhlutverkið hafi þó breytt sér enn meira.
Í
Ég reyni hvern dag að verða betri maður og að reynast börnunum mínum vel. Þau hafa voða gaman af því þegar ég fer í græna hjólastólinn. Stundum fá þau að prófa hann og finnst það mjög gaman.
júní síðastliðnum keppti Arnar Helgi Lárusson á opna þýska meistaramótinu í frjálsum íþróttum fatlaðra og nokkrum mínútum eftir að hafa sett Íslandsmet í hundrað metra hjólastólakappakstri var honum tilkynnt að hann hefði hlotið sérstakt boð um að keppa á heimsmeistaramóti fatlaðra. Slíkum boðum er úthlutað til þjóða sem eru að taka upp nýjar íþróttagreinar eins og í tilfelli Arnars en hann er eini Íslendingurinn sem nú æfir hjólastólakappakstur.
Eftirtektarverður árangur á stuttum tíma
Á síðasta ári tók Arnar þátt í Reykjavíkurmaraþoni og fór heilt maraþon í venjulegum hjólastól á aðeins fimm klukkustundum og átta mínútum. ,,Ég var mjög sáttur með þann tíma en margir sem eru búnir að vera í hjólastólabransanum í mörg ár sögðu við mig að ég væri ruglaður að fara heilt maraþon í venjulegum hjólastól. Ég átti von á að vera sex til sex og hálfan tíma að þessu svo fimm klukkustundir og átta mínútur var alveg frábær tími,“ segir Arnar. Stuttu eftir Reykjavíkurmaraþonið fékk
mitsubishi.is
MITSUBISHI OUTLANDER Rúmbetri, sparneytnari og betur búinn
Eyðir aðe ins frá 5,5 l/100 km.
hann gleðilegt símtal frá Haraldi Hreggviðssyni hjá Lions-klúbbnum í Njarðvík. „Haraldur spurði hvort ég hefði áhuga á að gera meira úr hjólastólakappakstrinum ef þeir myndu útvega mér keppnisstól. Ég var auðvitað meir en til og það var byrjunin á þessu ævintýri. Svona stóll kostar eina og hálfa milljón svo maður skreppur ekkert út í búð og kaupir svona eins og góða hlaupaskó en stóllinn er eins og skór því hann slitnar við notkun.“ Arnar byrjaði að æfa markvisst á keppnisstólnum í janúar á þessu ári og hefur náð góðum árangri á stuttum tíma. Á opna þýska meistaramótinu í Berlín fór hann hundrað metra á 19:01 sekúndu og stefnir að því að bæta þann tíma á heimsmeistaramótinu. „Þetta eru einhver sekúndubrot í hverjum mánuði sem ég reyni að bæta mig og ég ætla að sjálfsögðu að bæta mig á HM og komast niður fyrir nítján sekúndur.“
Æfir sex til átta tíma á dag
Outlander kostar frá
5.990.000 kr.
Intense 4x4, bensín, sjálfskiptur
Nýr fjórhjóladrifinn Mitsubishi Outlander er ríkulega búinn staðal- og þægindabúnaði sem ásamt nýrri tækni eykur öryggi og veitir þér nýja akstursupplifun. Má þar nefna hraðastilli með fjarlægðarskynjara, akreinavara og árekstrarvörn sem allt er staðalbúnaður í grunngerðinni Intense.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
„Þegar mest er æfi ég þrisvar sinnum á dag. Ég er með rúllur í bílskúrnum heima og get æft í keppnisstólnum á þeim og þannig tekið góða æfingu. Yfirleitt tek ég morgunæfinguna þar og svo er lyftingaæfing um miðjan daginn í Sporthúsinu í Keflavík. Kvöldæfinguna tek ég svo yfirleitt í Kaplakrika eða í
viðtal 17
Helgin 19.-21. júlí 2013
Þegar frændi minn lenti í mótorhjólaslysi og lamaðist nokkrum árum fyrr en ég, hélt ég að ef þetta myndi koma fyrir mig myndi ég bara vilja deyja. Maður veit aldrei hver viðbrögðin verða fyrr en maður lendir sjálfur í einhverju svona. Í dag lifi ég frábæru lífi og myndi auðvitað aldrei vilja deyja. Arnar er nú að undirbúa að sækja um styrki til fyrirtækja til stunda sína íþrótt. „Ég fæ vörur frá Herbalife í hverjum mánuði en hef varla haft tíma til að sækja um styrki, það hefur verið svo svakalega mikið að gera. Á næsta ári fer ég sennilega tíu ferðir til útlanda að keppa til að vera samkeppnishæfur. Ég verð að mæta á mót og sjá hvað hinir eru að gera. Maður verður að
vera í eldlínunni til að geta drifið sig áfram. Hérna heima hef ég enga samkeppni en get reyndar keppt við hlaupara en það er ekki eins. Venjulegur hlaupari stingur mig af í startinu en svo þegar lengra liður á hlaupið þá ætti ég að draga á hann. Ég fer hægar upp brekkur en hraðar niður þær. Þannig að það er margt sem er ólíkt þó þetta sé flokkað sem hlaupagrein hjá fötluðum.“
Slysið og föðurhlutverkið breyttu viðhorfi til lífsins
Arnar lenti í mótorhjólaslysi á Helguvíkurvegi árið 2002 og segir viðhorf sitt til lífsins hafa breyst mikið eftir það þó hann sjálfur hafi ekki tekið eftir því fyrst eftir slysið. ,,Ég væri ekki samkvæmur sjálfum mér ef ég segði að ég hefði ekki breyst neitt og væri alltaf eins. Þegar Framhald á næstu opnu
Arnar hefur aðeins æft hjólastólakappakstur í sjö mánuði en náð góðum árangri. Mynd/Birgir Ísleifur
Breytingar á lífeyrisgreiðslum almannatrygginga 2013 Arnar Helgi keppir í 100 og 200 metra hjólastólakappakstri á HM fatlaðra. Mynd/Birgir Ísleifur
Breytingar á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 samþykktar á Alþingi 4. júlí 2013. Breytingarnar gilda frá 1. júlí 2013. Leiðrétting vegna júlímánaðar verður greidd út 1. ágúst.
ELLILÍFEYRISÞEGAR
Framhald á næstu opnu
Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega hækkar úr 480.000 kr. í 1.315.200 kr. á ársgrundvelli, eða í sem svarar 109.600 kr. á mánuði frá 1. júlí 2013.
ELLI-, ÖRORKU- OG ENDURHÆFINGARLÍFEYRISÞEGAR Lífeyrissjóðstekjur munu ekki lengur hafa áhrif á grunnlífeyri almannatrygginga. Breytingarnar geta leitt til hækkunar lífeyrisgreiðslna hjá um 15% lífeyrisþega. Þeir sem eru 67 ára og eldri og hafa ekki þegar sótt um ellilífeyri eru hvattir til að skoða rétt sinn til greiðslna. Við útreikning réttinda er árstekjum almennt dreift á 12 mánuði. Lífeyrisþegar sem eru með misdreifðar tekjur á árinu 2013 geta þó óskað eftir að fá tekjum sínum skipt niður á tímabil fyrir og eftir 1. júlí 2013. Hagstæðari leiðin verður síðan valin fyrir alla við endurreikning og uppgjör ársins 2013 sem fram fer um mitt ár 2014.
Upplýsingar um greiðslur lífeyris verða aðgengilegar á Mínum síðum á tr.is þann 24. júlí 2013. Reiknivél lífeyris á tr.is hefur verið uppfærð miðað við nýjar forsendur.
NÁNARI UPPLÝSINGAR - ÞJÓNUSTULEIÐIR:
Vefur: tr.is Laugavegur 114 og umboð um allt land Netsamtal Sími 560-4460 Tölvupóstur: tr@tr.is
PORT hönnun
Laugardal en ef það er mjög gott veður æfi ég á götunum heima í Reykjanesbæ. Maður getur æft sig víða,“ segir Arnar sem stefnir að því að ná betri árangri í lengri vegalengdum í framtíðinni þó hann einbeiti sér að sprettum núna og fer stundum hálft maraþon, 21,1 kílómetra, heima í Reykjanesbæ. Arnar æfir með landsliðshópi fatlaðra undir stjórn Kára Jónssonar. Arnar segir lykillinn að góðum árangri undanfarna mánuði því að þakka að hann hafi lagt flest allt annað til hliðar og einbeiti sér að íþróttinni. „Ég vann við bókhald áður en er hættur því núna. Ég einbeiti mér bara að þessu og lít á íþróttina sem vinnuna mína núna. Flest allt sem ég geri snýst bara um þetta. Það er lykillinn að þessum árangri sem ég er að ná núna. Það er ekki hægt að koma meiru að þegar maður á fjölskyldu,“ segir Arnar. Æfingarnar í Laugardal og Kaplakrika taka fjóra tíma með akstri, lyftingaæfingin tekur einn og hálfan til tvo tíma og morgunæfingin einn klukkutíma svo æfingarnar taka sex til átta tíma hvern dag.
18
viðtal
Helgin 19.-21. júlí 2013
ég horfi til baka sé ég að ég lít lífið allt öðrum augum. Frændi minn, hann Jói, Jóhann Rúnar Kristjánsson, sem er góður vinur minn í dag, lenti í mótorhjólaslysi nokkrum árum á undan mér og er líka lamaður. Þegar hann lenti í slysinu hélt ég að ef þetta myndi koma fyrir mig myndi ég bara vilja deyja. Maður veit aldrei hver viðbrögðin verða fyrr en maður lendir sjálfur í einhverju svona. Í dag lifi ég frábæru lífi og myndi auðvitað aldrei vilja deyja. Ég held að manneskjan sé svo þróuð að hún geti aðlagast ótrúlegustu hlutum.“ Þrátt fyrir að sýn Arnars á lífið hafi breyst eftir slysið fyrir ellefu árum telur hann þó að föðurhlutverkið hafi breytt sér enn meira en þau Sóley Bára Garðarsdóttir, eiginkona hans, eiga saman þrjú börn; sjö ára gamlan dreng og þriggja ára tvíbura, stúlku og dreng. Arnar reynir hvern dag að verða betri maður og að reynast börnunum sínum vel og fjölskyldan mætir og styður sinn mann þegar hann keppir innanlands. „Þau hafa voða gaman af því þegar pabbi fer í græna hjólastólinn. Stundum fá þau að prófa hann og finnst það mjög gaman.“
Stefnir hátt í Reykjavíkurmaraþoninu
Hollt og fljótlegt á grillið
Arnar ráðleggur fólki sem vill byrja að hreyfa sig að byrja smátt og setja markið ekki of hátt í byrjun. Best sé að koma sér af stað en vera ekkert að hugsa of mikið og gera sér miklar væntingar. „Ég fékk keppnisstólinn í janúar en var þó búinn að hreyfa mig reglulega frá því ég slasaðist. Áður en ég fór heilt maraþon í ágúst í fyrra var ég búinn að fara fimmtán kílómetra vikulega í mörg ár. Þessi löngun
til nýta kraftinn að hreyfa sig hefur alltaf blundað í mér. Svo núna seinni partinn á ævinni er ég að verða íþróttamaður sem er frábært.“ Í Miðnæturmaraþoni Suzuki í júní síðastliðnum fór Arnar hálft maraþon á tímanum 1:31 og lenti í 22. sæti af 240 keppendum og var sá eini sem fór vegalengdina í hjólastól. „Ég er mjög ánægður með tímann því þetta er erfitt hlaup með mörgum brekkum. Það er alltaf gaman að bæta sig.“ Í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst næstkomandi ætlar Arnar að fara heilt maraþon og safna áheitum til styrktar SEM, Samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra. Í þetta sinn fer hann maraþonið í keppnisstól en ekki í venjulegum hjólastól eins og í fyrra og setur markið hátt. „Ég ætla að stríða bestu hlaupurum landsins.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is
Arnar og Sóley með börnunum sínum þeim Helga, Jóni Garðari og Írisi. Mynd/ Birgir Ísleifur.
Margir sem eru búnir að vera í hjólastólabransanum í mörg ár sögðu við mig að ég væri ruglaður að fara heilt maraþon í venjulegum hjólastól.
Prófaðu að grilla sojapylsurnar og grænmetisborgarana frá Hälsans Kök í sumar og láttu bragðið koma þér á óvart. Holl og bragðgóð tilbreyting.
Keppnisstólinn fékk Arnar að gjöf frá Lionsklúbbnum í Njarðvík. Mynd/Birgir Ísleifur.
Dala-Brie er kominn i nýjar umbúðir og er enn jafngóður a agðið. L júfur og mildur hvítmygluostur sem hentar við ö tækifæri.
HV ÍTA HÚ S IÐ / S Í A
++++++++++++++++++++++++++++
F lo ur úr Dölunum
++++++++++++++++++++++++++++
++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++
++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++
15
% ur afslátt
Aðeins
íslenskt kjöt
í kjötborði
Grísalundir með sælkerafyllingu
2498 2998
kr./kg
ÍM kjúklingabringur
kr./kg
Við
ri in vali balæ Lam dað að eig kryd
eira
mm geru
8 9 4 1
þig
2199 2469
íslenskt kjöt
í kjötborði
ill r! Grm a
g
su
15
15
afslátt % ur 2548kr./kg SS grískar lambatvírifjur
kr./kg
kr./kg
Aðeins
g kr./k
kr./k 1698
2998 kr./kg
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
fyrir
afslátt % ur Ungnauta piparsteik
3697 4349
kr./kg
kr./kg
ísleAðeins k nskt í k jöt jö tbo rði
Helgartilboð! 15 20
% afsláttur
% afsláttur
20
% afsláttur
Grillbakki sætar kartöflur
Myllu Ostaslaufur, 25 % meira magn
358 389
549
Forsoðnir maisstönglar, 2stk.
299 389
kr./pk.
kr./pk.
679 kr./pk.
20
% afsláttur
kr./pk.
kr./pk.
Rauð vatnsmelóna
299
kr./kg
389 kr./kg
20
kr./pk.
% afsláttur
Berry Goji berjadrykkur
379 429
kr./stk.
kr./stk.
Coke/Coke Light, 1l
198 255
kr./stk.
kr./stk.
Maarud Sprö Mix, 2 tegundir
398 498
kr./pk.
kr./pk.
Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt
Breiðholtsbakarí Kraftbrauð
379 429
kr./stk.
kr./stk.
20
úttekt
Helgin 19.-21. júlí 2013
Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili
veður rigningarsumarið 2013
· Tekur venjulegt GSM SIM kort · Hægt að panta mynd eða hlusta svæði. · SMS og MMS viðvörun í síma og netf. · Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist. · Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara. · Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o.fl.
S. 699-6869 · rafeindir@internet.is · www.rafeindir.is
«93
«78
KEVIN
« 80
BACON STJÖRNUM PRÝDDUR MATSEÐILL
« 82
GAGGALA—GÓMSÆTUR
VELDU AF OSTGÆFNI
Er rigningin góð, la-la-la-la-la, o-ó? Rigningarsumarið mikla 2013 hvílir þyngra á mörgum landsmanninum en snjóhengjur, gjaldeyrishöft, staða Íbúðarlánasjóðs og hugmyndir um hertar kröfur um námsframvindu hjá LÍN. Vætutíðin sunnanlands virðist endalaus og enn er dökkt yfir kortunum. Sá síkáti og ofurjákvæði veðurspámaður Siggi stormur telur að í fyrsta lagi rofi til þegar komið er vel inn í ágúst. Samfélagsmiðillinn Facebook er ágætis mælikvarði á geðsveiflur þjóðarinnar og þar er ljóst að langlundargeðið er þrotið. En fátt er til ráða enda víst ekki hægt að berja í búsáhöld eða senda forsetanum mótmæli með undirskriftalistum.
Í
slendingar eru alltaf með veðrið á heilanum og geta endalaust velt því fyrir sér, rýnt í skýin og talað um rigningu, slyddu, snjó, rok, sól og millibör fram og aftur. Sjálfsagt á þessi sjúklegi veðuráhugi rætur að rekja til fyrri alda þegar afkoma, líf og dauði réðust fyrst og fremst af veðrinu. Í raun eru samt undur og stórmerki að þjóð sem hefur í gegnum alla sögu sína verið veðurbarin og vanist illu í þessum efnum láti geðslag sitt enn stjórnast af hæðum og lægðum yfir landinu. Samkvæmt kenningum Darwins hljóta þeir sem njóta lífsins á öld hinna algeru þæginda að vera afkomendur þeirra hörðustu og í raun ætti ónæmi fyrir veðrabrigðum að vera rótgróið í erfðamegi Íslendingsins. En kannski er D-vítamínskortur sólarleysisins svona svakalegur að taugakerfin hrynja unnvörpum. Málshættir, orðtök, klisjur og innantómir frasar eru sígild haldreipi okkar sem byggjum þetta miskunnarlausa land en „enginn er verri þó hann vökni“,
„þetta er gott fyrir gróðurinn“ og annað álíka heldur ekki lengur vatni. Sunnanlands heldur einfaldlega ekkert vatni og er gegnsósa. Blessaður gróðurinn hlýtur að fara að drukkna og á tali fólks og tilfinningatjáningu þess á Facebook blasir við að margur versnar við að vökna. Dag eftir dag eftir dag. Ekki dugir þó að láta bugast og rétt að hafa í huga að flest sem hægt er að gera sér til dægrastyttingar í góðu veðri er einnig mögulegt í rigningu. Fyrst og fremst snýst þetta um hugarfar og að laga sig að aðstæðum. Rétt er að hafa ávallt í huga að það er ekki rigningin sjálf sem kemur okkur úr stuði og í vont skap, heldur viðhorf okkar til hennar. DV greindi frá því í vikunni að veðrið sé í sumum greinum farið að hafa neikvæð efnahagsleg áhrif. Mun minna er víst að gera á kaffihúsum miðborgarinnar en í fyrra og einhverjir íssalar bera sig illa. Samt sem áður berast reglulega fréttir af því að biðröðin í ísbúðina Valdísi sé margra metra löng. Ís er semsagt líka góður í leiðinlegu veðri. Og kaffibollinn
Flótti til sólarlanda er ekki svarið þótt sýna megi þeim örvæntingarfyllstu vissan skilning þegar þeir eltast við sólina á milli landshorna eða fljúga á vit hennar.
úttekt 21
Helgin 19.-21. júlí 2013
fagnandi. Syngja og dansa eins og Gene Kelly og njóta lífsins. Regnið er líka svo rómantískt þegar því er mætt með réttu hugarfari og er í raun nokkuð huggulegra en að koma heim úr hressandi göngu, hundblautur og kaldur inn að beini, hita sér róandi te, kveikja á kertum og faðmast, knúsast og kyssast og sofna svo út frá endalausu og angurværu dropatalinu á gluggarúðunni? Rigningin er góð. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
ÍSLENSKUR
OSTUR
er ekkert síðri í suddanum þótt maður geti ekki drukkið hann í glampandi sól á Austurvelli innan um sóldýrkendur og bjórsvelgi. Íslendingar eru grillóðir og á sumrin grípur um sig æði þar sem öllu sem að kjafti kemur er slengt á grillið. Þessi ástríða er, ef marka má suma kaupmenn, svo sterk að veðrið drepur hana ekki niður. Í Melabúðinni selst grillkjöt að sögn ágætlega og hermt að hörðustu grillararnir matreiði einfaldlega undir regnhlífum. Þetta heitir að bjarga sér og má hæglega yfirfæra yfir á aðra sumariðju. Helgi Björnsson sló fyrir margt löngu í gegn með hljómsveitinni Grafík og laginu Húsið og ég en það var ekki síst viðlagið „mér finnst rigningin góð, la-la-la-la-la, o-ó,“ sem greip og fólk söng hástöfum með Ísfirðingnum ódeiga. Þegar hringt er í Helga núna svarar talhólf. Kannski vegna þess að hann er orðinn þreyttur á að svara fyrir gamlan rigninarboðskapinn sem er orðin að óyfirstíganlegri þverstæðu í hugum fólks á suðvesturhorninu. Söngur Helga felur engu að síður í sér lausnina á geðræna vandanum sem fylgir ótíðinni. Flótti til sólarlanda er ekki svarið þótt sýna megi þeim örvæntingarfyllstu vissan skilning þegar þeir eltast við sólina á milli landshorna eða fljúga á vit hennar. Það eina sem virkar er að taka rigningunni
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A
Vætutíðin í sumar er að gera marga brjálaða en veðrið er handan okkar áhrifa og því fátt hægt að gera annað en taka regninu fagnandi. Horfa til Gene Kelly, dansa í pollum og syngja um hversu rigningin sé góð.
ekkert nema ostur
Fullkomnaðu réttinn með góðum hráefnum. Rifnu ostarnir frá MS innihalda 100% ost. Þú finnur spennandi og girnilegar uppskriftir á gottimatinn.is.
AromAtic crisPy duck
tilbúið á 35 míNútum Nýtt aup í hagk 3399kr/pk verð áður 3699
Pekingönd með 24 pönnukökum og hoisin sósu
tilboð
299kr/stk
tilboð
3999
108
kr/stk
Kr/stk
verð áður 339
verð áður 4299
berry White
euroshopper orkudrykkur 500 ml
lífrænir, léttir, ljúffengir og svalandi drykkir. án viðbætts sykurs. engin aukefni.
Amino energy
Frábær orkudrykkur sem hægt er að drekka hvenær sem er yfir daginn til að auka orku. 5 bragðteg.
tilboð
729
20% afsláttur á kassa af
Kr/stk
völdum teg.
tilboð
299kr/pk verð áður 319
freyju draumur Ítalía extra virgin ólífuolía 100% ítölsk, 750 ml
green & black lífrænt súkkulaði
180 g í pakka
tilboð
299kr/pk verð áður 499
tilboð
699kr/stk verð áður 859
Pekanbaka
hafra- og speltfitness
Gildir til 21. júlí á meðan birgðir endast.
Góður orkubiti sem tilvalið er að grípa til.
guy fieri bbq sósur
Nýtt
Nýjar vörur frá meistarakokkinum Guy Fieri sem er að gera allt vitlaust á Food Network. Sósurnar hans Guy Fieri draga fram rokkað bragð á grillinu þínu. Komdu og skoðaðu úrvalið!
eyri Akur og á umar! s í
heilsubrauð
Ummmm....
Hamborgarar GirnileGar uppskriftir www.islandsnaut.is
2 x 120 g. hamborgarar
449kr/pk
verð áður 599
4 x 80 g. hamborgarar með brauði
grand
tilboð
20% afsláttur á kassa
749kr/pk
637kr/pk
verð áður 999
verð áður 849
e
orang
tilboð
3999kr/kg verð áður 4999
tilboð
25% afsláttur á kassa
kalkúnalundir ferskar
2399kr/kg verð áður 3199
tilboð
25% afsláttur á kassa
Kjúklingabringur
lambafile
2 x 175 g. hamborgarar
25% afsláttur á kassa
Kjúklingur ferskur
2099kr/kg
749kr/kg
verð áður 2799
verð áður 999
tilboð
25% afsláttur á kassa
Grill hálflæri kryddlegið
1799kr/kg
verð áður 2399
Jensen´s bØfhus - haFðu það þæGileGt Jensen‘s tilbúnir réttir
- Klassískur pottréttur - Buffpottréttur - Klassískur svínapottréttur
tilboð
599kr/PK verð áður 899
tilboð
1199kr/PK verð áður 1799
Krumma
24
viðtal
ylja leggur drög að næstu plötu
Helgin 19.-21. júlí 2013
Öryggi - Gæði - Leikgildi LikeaBike
Meðlimir hljómsveitarinnar Ylju: Maggi Magg, Bjartey, Smári Tarfur, Gígja og Valgarð fyrir æfingu á Faktorý. Mynd Teitur
Sandkassasett
Útlendingarnir hrifnir af íslenskunni
Winter þríhjól
Hljómsveitin Ylja gaf út sína fyrstu plötu „Ylju“ síðastliðinn vetur. Ylja varð til þegar tvær vinkonur byrjuðu að semja lög og spila á gítar en nú eru hljómsveitarmeðlimir orðnir fimm og eru þau byrjuð að vinna að næstu plötu. Ylja mun spila á Faktorý portinu næstkomandi fimmtudag en tónleikar verða haldnir þar í tilefni af alþjóðlega UN Woman deginum.
Berg Grafa
Berg trampolín
112 Reykjavík 587-8700 www.krumma.is
Nýja platan verður með aðeins nýjum áherslum en við höldum áfram að vera við sjálf, með okkar eigin stíl.
V
ið höfum verið ótrúlega dugleg að fylgja plötunni eftir, það gengur vel og við erum rosalega ánægð. Nú erum við að leggja drög að næstu plötu og erum að vinna í henni hægt og rólega,“ segir Gígja söngkona og lagasmiður hljómsveitarinnar Ylju sem gaf út sína fyrstu plötu í nóvember í fyrra „Ylja.“ Viðtökurnar við fyrstu plötunni segir hún að hafi verið góðar og að platan hafi verið að seljast vel. „Við höfum verið að selja plötur á tónleikum líka og sérstaklega til útlendinga sem hafa veitt okkur mjög góðar viðtökur þó svo að við syngjum bara á íslensku,“ segir Gígja. „Nýja platan verður með aðeins nýjum áherslum en við höldum áfram að vera við sjálf, með okkar eigin stíl. Við erum að hugsa um að semja svolítið á ensku og prófa okkur áfram í því. Við erum þó ekki að fara breyta alveg yfir í ensku heldur hafa þetta svolítið blandað. Það verður kannski aðeins meira stuð. Við erum að pæla í alls konar hlutum enn sem komið er og það er allt óráðið,“ segir Gígja. Upphaf Ylju hófst hjá vinkonunum Gígju og Bjarteyju. „Ég og Bjartey byrjuðum með einhverju dútli, spiluðum á gítar og sungum saman en við höfðum kynnst út frá sameiginlegum áhuga á tónlist. Við höfum verið að þróa okkur áfram síðan,“ segir Gígja. Meðlimir hljómsveitarinnar eru nú orðnir fimm og eru gítar-, bassa- og trommuleikari komnir í hópinn. ,,Við erum ekki með hefðbundið trommusett heldur ásláttarhljóðfæri sem gerir ótrúlega mikið fyrir okkur. Við vorum alltaf hrædd við að bæta því við en ég held að við séum himinlifandi með þessa ákvörðun,“ segir Gígja. Fyrstu plötuna segir hún að vinkonurnar hafi átt stærstan hluta í eða átta
af tíu lögum. „Þetta voru lög sem við höfðum samið í gegnum árin og við tókum það sem okkur fannst best. Með tilkomu Smára Tarfs Jósepssonar breyttist þetta svolítið og hann sá mikið um útsetninguna. Næstu plötu ætlum við að reyna að gera meira í sameiningu,“ segir Gígja. Plötuna segir Gígja að hafi verið unna með hefðbundnum hætti þar sem tekið var upp „life“ í stað þess að taka upp í sitt hvoru lagi. „Okkur fannst það skila bestum árangri fyrir okkur, það vantaði eitthvert „element“ þegar upptakan var í sitt hvoru lagi,“ segir Gígja. Ylja hefur verið að spila um landið í sumar en mun einnig spila á hátíðinni Innipúkanum í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Einnig mun hljómsveitin spila á Vegamótum í Reykjavík í miðri viku í sumar. „Við erum tiltölulega nýlega búin að gera tónlistarmyndband við lag sem heitir „Út“ og er komið á YouTube, síðan er í vinnslu myndband sem er bráðlega að fara að verða tilbúið við annað lag,“ segir Gígja. Hljómsveitinni Ylju skipa Bjartey Sveinsdóttir (söngur og gítar), Guðný Gígja Skjaldardóttir (söngur og gítar), Smári Tarfur Jósepsson (slide-guitar) og Valgarð Hrafnsson (bassi) og Maggi Magg (trommur). Ylja mun spila næsta fimmtudag í Faktorý portinu í tilefni af alþjóðlega UN Woman deginum og svo mun hún spila sunnudeginum eftirá KeX en þá mun tónlistarkonan Þórunn Antonía halda upp á afmælið sitt og þá verða haldnir styrktartónleikar fyrir Kvennaathvarfið. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is
úr kjötborði
úr kjötborði
Lambaprime
Nauta innralæri
2.898,kr./kg
2.798,kr./kg
verð áður 3.298,-/kg
verð áður 3.398,-/kg
Bratwurstepylsur 360g
Caj P´s lambalærisneiðar
Svínakótilettur
398,kr./pk.
2.968,kr./kg
1.398,kr./kg
verð áður 471,-/pk.
verð áður 3.398,-/kg
Skyndigrill
Kjúklingabringur 6 í pk.
1.898,kr./kg
1.998,kr./kg
verð áður 2.379,-/kg
verð áður 2.293,-/kg
Suprem strimlar f/fætur
1.398,kr.
Natur Ginger ale 12x250ml
2.600,kr./kassinn
Nóa rúsínur&hnetur
698,kr.
Freyju bestu molarnir 350g
498,kr.
Kanilsnúðar 250g 342,kr. Súkkulaðisnúðar
298,kr.
Vaxpenni f/andlit
1.998,kr. Shower energy
245,kr.
Bitinn - 3 tegundir
238,kr./pk.
Appelsín, pepsí eða pepsí max 6x0,33l
498,kr./kippan
Body lotion
399,kr.
Shower gel sport Cleansing wipes 25stk.
249,kr.
Tilboð gilda til-laugardagsins 20. júlí Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 18:30, Opið-mánudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og föstudaga 09:00 19:00- miðvikudaga og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudag laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudag - www.fjardarkaup.is
268,kr.
26
viðtal
Helgin 19.-21. júlí 2013
menning Íslendingar vinna að bandarÍskum prufuþætti
Klippti fyrsta þátt af The Missionary Elísabet Ronaldsdóttir er nýkomin til Íslands frá Los Angeles þar sem hún klippti sinn fyrsta prufuþátt fyrir sjónvarp sem Baltasar Kormákur leikstýrði. Segir hún alla mjög ánægða með hann og að mikil jákvæðni sé í gangi. Nú vinnur Elísabet að heimildarmynd um Jóhönnu Sigurðardóttur.
Elísabet Ronaldsdóttir er nýkomin heim frá Los Angeles eftir skemmtilegt starf við að klippa prufuþáttinn The Missionary. Ljósmynd: Teitur
É
g var að vinna með Baltasar Kormáki að prufuþætti „pilot“ fyrir HBO. Þátturinn heitir „The Missionary“ og fjallar um Roy, ungan amerískan trúboða, sem lendir í kalda stríðinu og er að hjálpa ungri konu að flýja frá austur-Berlín yfir múrinn,“ segir Elísabet Ronaldsdóttir kvikmyndargerðakona. Slíkur prufuþáttur segir Elísabet að sé framleiddur þegar verið sé að skoða hugmynd að þáttaröð til að meta hvort þáttaröðin sé vænleg til frekari framleiðslu. Handritshöfundarnir eru Malcolm Gladwell og Charles Randolf en Randolf skrifaði handritið að myndinni The Interpreter með Nicole Kidman í aðalhlutverki. Baltasar Kormákur leikstýrði hins vegar þættinum. „Það gekk bara mjög vel og eins og alltaf mjög gaman að vinna með
Baltasar, það verður ekki tekið af honum. Hann er líka vel liðinn þarna úti og þekktur fyrir vinnusemi og tæra snilld,“ segir Elísabet. Elísabet segir að nú sé ákveðið ferli farið af stað til þess að meta hvort þátturinn sé vænlegur til framleiðslu en hún viti ekki hvenær niðurstaðan verði ljós. „Allir eru þó rosalega ánægðir með þáttinn og það er mikil jákvæðni í gangi,“ segir Elísabet. Segir hún að þetta sé í fyrsta skipti sem Baltasar leikstýri svona þætti og að hann sé að sjálfsögðu spennandi eins og allt sem Baltasar leikstýrir. Elísabet segir það mjög líklegt að þau muni vinna saman í framtíðinni að öðrum verkefnum. „Það hefur gengið mjög vel og engin ástæða til að ætla að svo verði einnig í framtíðinni,“ segir Elísabet. Elísabet segir að klipping á sjónvarpsþætti sé ólík klippingu á kvikmynd að mörgu leyti.
„Þegar þú ert að klippa kvikmynd og ert að vinna að kvikmynd þá ertu hugsanlega með einhverja fortíð en þú ert ekki beint með einhverja framtíð heldur lýkur myndinni á einhverjum tímapunkti, nema þar sem er augljóst að það verður framleidd framhaldsmynd. En þegar verið er að vinna að þáttaröð, þá er bæði fortíð og einhvers konar nútíð en svo er öll framtíðin sem þarf að hafa í huga,“ segir Elísabet. Hún segir að klipping á þáttaröð sé þess vegna mjög spennandi. „Þetta er bara mjög skemmtileg og áhugavert og alltaf gaman að vinna með eðalfólki eins og var þarna í vinnslu þessa þáttar. Þarna var flott fagfólk í hverju horni,“ segir Elísabet. En Elísabet hefur nóg að gera og vinnur nú að heimildarmynd. „Ég var búin að lofa að vinna að heimildarmynd um Jóhönnu Sigurðardóttur með Birni Brynjólfi og er að því núna. Svo er ég að fara á kvikmyndahátíðina Transatl-
antyk í Poznan í Póllandi sem haldin verður 2.-9. ágúst næstkomandi. Þar verður norrænn fókus þar sem ég mun halda erindi um kvikmyndaklippingar,“ segir Elísabet. Segir hún að bjart sé framundan í íslenskri kvikmyndagerð þó umhverfið sé ekki auðvelt. Það er líka alltaf stöðugur straumur af ungu efnilegu fólki að koma inn í kvikmyndagerðina. „Sonur minn er að fara út að læra kvikmyndagerð, ég lærði sjálf í London. Það sem er svo dásamlegt við kvikmyndagerðina hér heima er allt þetta fólk sem fer út í heim til mismunandi landa og lærir mismunandi stefnur og strauma og kemur síðan heim þar sem það fær að malla saman. Þú lærir ekki sömu kvikmyndagerð í Póllandi og Danmörku. Það auðgar okkar kvikmyndagerð,“ segir Elísabet. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is
ED DU MED DÍBBLAD NEB? ÁN TV RO ARNAREFNA
DYNAMO REYKJAVÍK
Þarftu að losa um stífluna? Notaðu Nezeril og andaðu léttar.
Nezeril Ne ezeerill 0,1 eze 0 1 mg/ml, mg/mll, 0,25 mg/m 0,255 mg/ml mg/m m g l og o 0,5 0,5 mg/ml m nefúði, nefúð fúði fú ú ii,, lausn. lausn. lausn aus . 1 ml aus ausn au ml inniheldur: innih nnih iheld eldur: eldu ldu ld d r: Oximetazolinhýdróklóríð Oxime azolinhýdróklóríð 0,1 mg, 0,25 mg eða 0,5 mg. Notkun: Nezeril er notað gegn einkennum eins og nefrennsli, bólgum í nefslímhúð og nefstíflu vegna kvefs eða skútabólgu (sinusitis), eða sem stuðningsmeðferð Ekki skal Nezeril ef þekkt er ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefni þess. Skömmtun: Börn frá 7 mánaða - 0,1 mg/ml, 2 úðar í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring. 2 úðar í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring. Börn frá stu uðningsmeðferð við miðeyrnabólgu miðeyrnabólggu og o ofnæmisbólgum æmisbólgum æmisból gum í nefi. nefi. Ek nef kki ska kki k l nota nota Nez 2 ára 2 úðar í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring. Fullorðnir og börn frá 10 ára – 0,5 mg/ml: 2 úðar í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring. Nezeril má mest nota í 10 daga samfleytt. Varnaðarorð: Segið árra – 0,25 0 25 mg/ml, mg/ml mg/ ml, 1 úði úði í hvora hvora nös nös 2-3 sinnum um á sólarhring. Börn Börn frá f 7 ára – 0,25 0,25 mg/ml, m hjartasjúkdóm ofstarfsemi skjaldkirtils eða gláka (þrönghornsgláka), áður en byrjað er að nota Nezeril. Lesið vandlega leiðbeiningar um notkun lyfsins í fylgiseðli. Fulltrúi markaðsleyfishafa: GlaxoSmithKline lækni frá því ef einhverjir aðrir sjúkdómar eruu til staðar, sérstaklega hjartasjúkdómar, aukaverkanir Aukaverkanir má tilkynna á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is/Aukaverkanir/tilkynna eða til GlaxoSmithKline í síma 530 3700. ehf. Þverholti 14, 105 Reykjavík, Ísland, Sími 530 3700. Tilkynning um aukaverkanir:
Sjáðu úrvalið í stærsta sýningarsal landsins í Korputorgi
Sumarið er komið! Útilegumaðurinn - Þar sem grasið er grænna
Knaus
Weinsberg
ur d l e s Upp Knaus Sport 500 EU Verð 3.990.000
Dethleffs
. r k 0 0 0 . 500 Weinsberg CaraOne 400 LK Verð 2.990.000
Dethleffs Aero Style 470 DB Verð 4.998.000 kr.
ur d l e s Upp 25
akki
ukahlutap a r k 0 0 .0 0 25 Knaus Sport 460 XB Verð 3.895.000kr.
Weinsberg CaraOne 740 UDF Verð 4.890.000 kr.
Dethleffs Nomad 560 RET ALDE Verð 6.298.000 kr.
ROCKWOOD 75% lán FERÐ AVAG NA
Korputorg l 112 Reykjavík Sími 551 5600 l utilegumadurinn.is
R
Opnunartími: mán-fös kl: 10-18 - lau-sun kl: 12-16
KAUP
LEIG
A
GRÆ
NIR
BÍLA
R
Sumarið er tíminn til að ferðast um landið fagra og njóta samvista með fjölskyldu og vinum. Á Íslandi er mikilvægt að geta elt sólina, góða veðrið, hátíðir og samkomur. Tími til að eignast ferðavagn fyrir sumarið er runninn upp.
Weinsberg CaraOne 480 EU Camper 470 FR tturDethleffs lá s f a r Verð 3.590.000 Verð 4.798.000 kr. k 0 0 0.0
Knaus Sudwind 580 QS Verð 4.785.000
Rockwood
Útilegumaðurinn sérhæfir sig í þýskum gæða hjólhýsum og auðvitað hinum vinsælu Rockwood fellihýsum. Í Útilegumanninum finnur þú örugglega ferðavagn við þitt hæfi.
28
viðtal
Helgin 19.-21. júlí 2013
Myndar fyrir National Geographic Gísli hefur kafað í flestum fjörðum landsins og afraksturinn má finna í nýrri bók hans, Undirdjúp Íslands.
Gísli Arnar Guðmundsson hefur kafað um undirdjúpin við Íslandsstrendur um árabil og tekið ljósmyndir. Hann gaf nýlega út bók með myndum sínum og vinnur meðal annars við að lóðsa ferðamenn um landið og kafa á flottustu stöðunum. Nýjasta verkefni Gísla er að taka neðansjávarmyndir fyrir National Geographic.
Æ
tli ég hafi ekki komið á og myndað alla þá helstu staði sem íslenskir kafarar hafa verið að skoða. Og jafnvel staði sem eru nánast ókannaðir af köfurum,“ segir Gísli Arnar Guðmundsson kafari. Gísli sendi á dögunum frá sér bókina Undirdjúp Íslands sem hefur að geyma myndir sem hann hefur tekið síðustu fimm árin á neðansjávarferðum sínum við strendur landsins. Óhætt er að segja að bókin ber ferðum Gísla heillandi vitnisburð.
Alveg laus við gráa fiðringinn
„Ég var sjómaður og var oft uppi í brú að fylgjast með dýptarmælinum. Ég var alltaf að gjóa augunum á hann og sjá hvernig botninn væri. Upp frá þessu fór mig að langa að kafa og árið 1996 skráði
ég mig á námskeið. Svo fór ég til Jamaíka að kafa í nokkrar vikur og eftir það varð ekki aftur snúið,“ segir Gísli þegar hann er spurður um upphaf köfunarferilsins. Hann segist hafa stundað þetta sport með hléum síðan þá en árið 2008 keypti hann fyrstu myndavélina og þá fóru leikar að æsast. „Myndavélin er eins og hundurinn sem dregur veiðimanninn á fjöll. Ég fer ekki í kaf án hennar,“ segir Gísli og hlær. Þarf maður ekki að hafa rosalegar græjur í þetta? „Ég er með venjulega myndavél með útskiptanlegum linsum og vélin er varin með álhúsi. Svo er ég með flöss sem eru sérstaklega gerð til að nota neðansjávar. Það er heilmikill búnaður í kringum þetta, mikið af snúrum. Fyrir græjufíkla þá er þetta eflaust frábært.“
Ertu að segja að þú sért ekki græju fíkill? „Nei, ég held nú að ég sé ekki græjufíkill. Ég á ekki einu sinni DVDspilara.“ Hann varð fertugur í fyrra og kannast ekki við að köfunin og græjurnar sem fylgja séu hluti af snemmbúnum gráum fiðringi. „Nei, nei ég held að ég sé alveg laus við gráa fiðringinn. En hann kemur sjálfsagt.“ Reyndar kemur í ljós að Gísli er nýkvæntur. Hann gekk að eiga Fjólu Ákadóttur um nýverið. Hann tekur skýrt fram að hann eigi frúnni margt að þakka. Hún hafi til að mynda gefið mjög góð ráð varðandi myndavalið í bókina.
Rannsaka Silfru á Þingvöllum
Nýjasta verkefnið sem Gísli er að fást
grilljón hugmyndir HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
á gottimatinn.is Á vefnum okkar gottimatinn.is finnurðu ótal grilluppskriftir sem og aðrar sumarlegar uppskriftir sem kitla bragðlaukana.
kauptu
BOLLASÚ
PU
OG SKRÁ á knorÐrU ÞIG .is
Ýmsar furðuverur mæta þeim sem kafa við strendur Íslands. Myndir/Gísli Arnar Guðmundsson
Í T T Á Þ TAKTU
R R O N K K I E L R A SUM aÐalvinn
in
gur Glæsileg t 4 m an Colema n Macke na nzie fjölskyld utjald
m u g n i n n fullt af vi LEIKREGLaUf KRnorr bollasúpu og skráðu þig
við er að taka myndir fyrir National Geographic. „Ég er að aðstoða Jónínu Herdísi Ólafsdóttur sem er ung stelpa sem er að læra sjávarlíffræði. Hún fékk styrk frá National Geographic til að rannsaka Silfru og gjárnar í kringum hana. Silfra hefur orðið fyrir miklum ágangi ferðamanna og við rannsökum hana og gjá sem er algjörlega ósnortin. Þá getum við borið saman fjölbreytileika lífríkisins. Jónína fékk mig til að ljósmynda verkefnið frá upphafi til enda og þetta er mjög gaman. Vonandi ratar þetta inn í tímaritið hjá National Geographic. Við vinnum alla vega hörðum höndum að því.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is
ina Kauptu pakka geyma kvittun ð a u d n u M s. .i til leiks á knorr u því framvísa p sú a ll o b rr o n K ga. fyrir kaupum á endingu vinnin fh a n g e g i n n þarf he
KÆLITÖSK
r 31. júlí nk.
HITABRÚSAR i
punn til að halda sú nni heitri í útilegu
Dregið verðu
KNORR BOLLASÚP Ur óm issan í ferðala di gið
undir all góðgæt t ið
UR
viðhorf
Helgin 19.-21. júlí 2013
„Það er flugstjórinn sem talar“
L
HELGARPISTILL
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is
Teikning/Jón Óskar
30
Leikarinn og hjartaknúsarinn Ryan Gosling, sem hér hefur dvalið að undanförnu, virðist hafa fengið hjörtu kvenna til að slá örar, ef marka má upphrópanir og umfjöllun á ýmsum vefjum. Konur hafa séð hann hér og þar, ýmist ímyndaðan eða raunverulegan. Lengst gekk dellan þegar kona þóttist sjá goðið stíga út úr bíl i kjölfar áreksturs á Sæbrautinni og tjáði sig fjálglega um það að stjarnan væri jafnvel enn föngulegri í raunheimum en á hvíta tjaldinu. Með fylgdi upphrópunin „omg“ sem ku, lauslega snarað á íslensku, þýða: Guð minn góður! Það var því ekki lítið við haft. Síðar kom í ljós að Hollywoodleikarinn var víðs fjarri. Sá sem í aftanákeyrslunni lenti var íslenskur í húð og hár, en sviplíkur Gosling þar sem hann vippaði sér út úr bílnum klæddur jakkafötum og sólgleraugum – á leið í jarðarför ömmu sinnar. Bróðir tvífara goðsins viðurkenndi eftir uppákomuna að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem bent væri á líkindin, jafnvel móðir þeirra hefði tekið eftir því hve sláandi líkur sonurinn væri kanadíska kvennagullinu. Það getur auðvitað verið kostur þótt þar með sé ekki sagt að strákurinn hafi slegið um sig á börum borgarinnar – og flýtt með því hjartslætti meyja. Honum dugar eflaust eigin sjarmi, þarf engan stuðning frá Ryan Gosling. Dálætið á leikaranum má þó lesa úr orðum konu sem skaut þessari gullvægu setningu aftan við frétt um meintan árekstur leikarans: „Hann má keyra á mig any day!“ Önnur kona, verslunareigandi, kom auga á hinn raunverulega Ryan Gosling þar sem hann var að erinda í vesturbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið á Seljaveginum. Hún smellti af honum mynd og birti á síðu sinni með þessum orðum: „Ég veit ekki hvað hann var að gera en hann var sjúklega sætur!“ Hrepparígur er aldrei fjarri okkur Íslendingum. Eftir að fréttist af árekstri tvífara leikarans á Sæbrautinni greindi siglfirskur vefur frá því að Siglfirðingar brostu nú roggnir út í annað því þeir ættu í sínum röðum ungan mann, átján vetra, sem þætti jafnvel enn líkari Gosling en Sæbrautarmaðurinn. Sá verður varla í vanda, vilji hann fá stúlku með sér í kvöldgöngu upp í Hvanneyrarskál. Það er gaman að svona tvífaramálum. Ég kannast aðeins við slíkt af eigin raun en fyrir nokkrum árum fór ókunnugt fólk að heilsa mér á ólíklegustu stöðum. Í ljós kom að það var alls ekki svona glatt
að sjá mig heldur taldi það sig hafa hitt flugstjóra hjá Flugleiðum, hinn huggulegasta mann, það sá ég síðar, þótt hvorugur okkar, flugstjórinn og ég, státi af líkindum við Hollywood-stjörnu. Ég lærði að leiðrétta þennan misskilning og fólk sem taldi sig hafa hitt kunningja sinn, flugstjórann, tók því vel. Svo var til fólk sem sá þessi líkindi með okkur en gerði þó greinarmun á, eins og flugþjónn nokkur sem kom til okkar hjóna í farþegasætum þotu á heimleið frá Rússlandi. Hann var hinn alúðlegasti, bauð okkur drykk og sagði að ef hann vissi ekki betur ætti ég að vera í öðru sæti vélarinnar, nefnilega flugstjórasætinu. Hann kvaðst myndu koma síðar til okkar þegar um hefði hægst hjá flugmönnunum og bjóða mér fram í flugstjórnarklefann. Hann stóð við þau orð og náði í mig þegar vélin var komin út yfir mitt haf. Hann kynnti mig fyrir flugstjóra þotunnar sem vissi af tilvist minni enda hafði hann lent í því sama og ég, ókunnugt fólk hafði heilsað honum á götu í mínu nafni. Ég sá að sönnu líkindi með okkur en fjarri lagi var þó að ég sæi sjálfan mig í flugstjórasætinu. Sennilega hafa líkindi okkar verið nær Ryan Gosling og Sæbrautarmannsins fremur en Siglfirðingsins unga en heimamenn eru þess fullvissir að hann hafi vinninginn á Sæbrautarmanninn. Vel fór á með mér og flugstjóranum. Við komumst að því að við vorum á svipuðum aldri og líkindanna hafði tekið að gæta eftir að háralitur lýstist með aldrinum. Hámarki náðu tvífaramál þessi þó þegar eiginkona ættingja míns, sem einnig starfaði sem flugstjóri, fagnaði mér innilega þegar við hittumst um hádegisbil í byggingavöruversluninni Byko. Mér þótti í alla staði eðlilegt að konan faðmaði mig og kyssti, enda frændskapur mannsins hennar og minn góður í alla staði. „Oh,“ sagði hún, eftir faðmlagið og andvarpaði af feginleik, „ég er svo glöð að sjá þig enda er ég búin að reyna að ná í þig í allan morgun. Geturðu tekið vélina fyrir hann – hún nefndi nafn mannsins síns – vestur síðdegis?“ Að því sögðu horfði hún á mig bænaraugum þar sem við stóðum bæði í byggingavöruversluninni. Það var vissulega erfitt að neita þessari fallegu konu um svo einlæga ósk – en hún var einfaldlega að biðja mig, blaðamanninn að ævistarfi, að fljúga fullsetinni Flugleiðaþotu síðar þann sama dag til New York! Kannski hefði ég átt að slá til, redda galla með strípum og kaskeiti – og segja yfirvegað úr vinstra sætinu við aðstoðarflugmanninn, svona í krafti embættis: „Fljúgðu strákur, það er best að sjá hvernig þú stendur þig.“ Kannski hefði ég líka látið það eftir mér, svona um það bil miðja vegu milli heimsálfanna, að grípa hljóðnemann og skella framan í hálfsofandi farþegana: „Góðir farþegar, það er flugstjórinn sem talar!“ En ég var fullfljótur á mér og leiðrétti misskilninginn. Það var trúlega eins gott – farþeganna vegna.
PIPAR\TBWA-SÍA - 131260
Verður þín hugmynd að veruleika á Ásbrú?
Verkfræðistofan OMR hefur unnið að nýrri aðferðafræði byggingarframkvæmda með endurvinnslu fasteigna að leiðarljósi. Aukin hagkvæmni, jákvæð umhverfisáhrif, styttri verktími og sparnaður er reynslan af þessari breyttu aðferðafræði. Verkfræðistofan OMR er eitt þeirra öflugu fyrirtækja sem staðsett eru í fyrirtækjahótelinu Eldvörpum á Ásbrú.
endurvinnslu
Ásbrú er stærsta verkefni Íslandssögunnar Ásbrú í Reykjanesbæ hefur stundum verið nefnd „stærsta og hagkvæmasta endurvinnsluverkefni Íslandssögunnar“. Það húsnæði sem Bandaríkjaher skildi eftir sig hefur verið endurskilgreint og hannað út frá sjónarmiðum um mark vissa og vistvæna endurnýtingu byggingarefnis – með tilheyrandi sparnaði. Umhverfis og endurnýtingarstefnan er ekki aðeins viðhöfð í húsnæðislegu tilliti. Á Ásbrú er t.d. sjálfært ofanvatnskerfi, farið var í umfangsmikið upp græðsluátak, orku og tækniskóli Keilis hefur staðið fyrir tilraunaverkefni um ylrækt og Reykjanesbær fyrir moltugerð. Ásbrú er suðupottur tækifæra. Þar hefur á skömmum tíma byggst upp litríkt samfélag þar sem saman fer öflug menntastofnun, fjöldi spennandi nýsköpun arfyrirtækja og blómstrandi mannlíf.
Nánari upplýsingar á www.asbru.is.
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is
32
viðtal
Helgin 19.-21. júlí 2013
menning iðnaðarsafnið á akureyri varðveitir skip fr á síldar árunum
Þúsundir vinnustunda í sjálfboðavinnu til að varðveita Húna II Spilandi og siglandi áhöfn Húna II hefur á ferð sinni í kringum landið á síðustu vikum verið að safna fjármunum fyrir björgunarsveitirnar í landinu. Gríðarleg ánægja er með verkefnið hjá björgunarsveitunum og söfnunin hefur gengið vel, að sögn framkvæmdastjóra Landsbjargar.
Þ
að er gríðarlegur góður andi í skipinu og það eru tvær áhafnir, ein siglandi og önnur spilandi og þær harmónera algjörlega saman,“ segir Víðir Benediktsson, skipstjóri á Húna II, en skipið hefur siglt í kringum landið frá 3. júlí og spilandi áhöfn Húna II haldið tónleika um allt land til styrktar björgunarsveitunum í landinu. „Því lengra sem líður á partíið því mun skemmtilegra verður það, maður kynnist fólkinu betur, talar meira við það og húmorinn verður öflugri eftir því sem liður á,“ segir Víðir. „Það voru hjón í Hafnarfirði, Þorvaldur Skaptason og kona hans, sem tóku Húna II í fóstur eftir að hætt var að nota hann sem fiskiskip en báturinn var á leiðinni í úreldingu. Þau gerðu hann út í Hvalaskoðun á Skagaströnd og í Hafnarfirði og þegar þau sáu að reksturinn var ekki að gera
sig seldu þau Hollvinafélaginu eða Iðnaðarsafninu á Akureyri bátinn – sem tóku Húna II í fóstur,“ segir Víðir. Segir Víðir að síðan hafi menn eytt þúsundum vinnustunda í sjálfboðavinnu við að endurnýja og fríska upp á skipið. „Það er kjarnahópur í félagsskap Hollvinafélagsins, svona 10 til 12 manns sem mest hefur mætt á og hefur hann séð um viðhaldsvinnu dag og nótt. Þetta er bara gert til þess að varðveita sögu tréskipaútgerðar á Íslandi,“ segir Víðir. Víðir segir að menn hafi vaknað við vondan draum og hafi verið hræddir um að hafa gleymt varðveislu á strandmenningunni sem aðrar þjóðir, eins og Danir, Norðmenn og Færeyingar, hafa viðhaldið. „Við Íslendingar erum svo nýjungagjarnir, við kveikjum alltaf í þessu gamla þegar eitthvað nýtt kemur,“ segir Víðir. „Skipið var byggt sem síldarskip á síldarárunum og varð síðar vertíðarbátur á Höfn í Hornafirði og svo
Húni II var byggður á síldarárunum og var síldar- og vertíðarbátur. Iðnaðarsafnið á Akureyri keypti bátinn en fámennur hópur hefur síðan endurnýjað hann í sjálfboðavinnu. Ljósmynd: Halldór Sveinbjörnsson
þegar hann úreltist sem síldarbátur var hann notaður sem vertíðarbátur á þorskanet. Þegar hann var
orðinn barn síns tíma var hann verndaður eins og hver annar minjagripur í stað þess að vera brenndur.
Besta leiðin til að varðveita skip er að nota þau eins og við erum að gera núna í stað þess að draga þau upp
Blå Band bollasúpur - hrein snilld EKKERT
MSG
Blå Band bollasúpurnar eru handhæg og bragðgóð næring sem gott er að grípa til. Þær innihalda ekkert MSG, engar transfitur og aðeins náttúruleg bragð- og litarefni. Fæst í verslunum Hagkaups og Bónus.
viðtal 33
Helgin 19.-21. júlí 2013
á land og láta þau grotna niður eins og því miður er svo algengt,“ segir Víðir. Í dag er Húni II notaður við ýmis tækifæri og siglt er út með vinnustaðahópa, veislur eru haldnar í honum en Hollvinafélag Húna II er ekki í skipulögðum við skiptum með siglingar.„Við erum að sigla á Húna II til þess að varðveita hann,“ segir Víðir. Undanfarnar vikur hefur áhöfn Húna II verið að safna ágóðanum af tónleikunum til styrktar björgunarsveit unum í landinu öllu. Loka tónleikarnir verða haldnir á Akureyri á morgun, laugardag. Þá verða niður stöðutölur úr söfnuninni til kynntar í beinni útsendingu á RÚV. „Það er mikil ánægja hjá björgunarsveitum um allt land og mikið þakklæti til allra í áhöfn, hljómsveit og allra sem að þessu koma. Það er svo mikil hugsjón í þessu verkefni sem er al gjörlega í anda þeirra gilda sem félagið okkar stendur fyrir,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmda stjóri Landsbjargar. Spilandi áhöfn Húna II er skipuð tónlistarmönnunum Jónasi Sig, Láru Rúnarsdótt ur, Mugison, Ómari Guð jónssyni, Guðna Finnssyni og Arnari Gíslasyni.
jónas sigurðsson um ferðalagið
Ótrúleg upplifun j
ónas Sigurðsson tónlistarmaður er einn hljómsveitar meðlima á Húna II sem hefur ferðast í kringum landið og haldið tónleika til styrktar björgunarsveitum á hverjum stað. „Þetta er búið að vera ótrúlegt. Maður er uppiskroppa með lýsingarorð. Fyrst þegar við lögðum af stað stóðum við upp á dekki og sögðum „vá“ og „þetta er ótrúlegt“ og þar fram eftir götunum en svo kláruðum við bara orðin,“ segir Jónas. „Það hefur verið magnað að fá að sigla hringinn í kringum landið á skipi og upplifa þetta allt saman, bæði siglinguna sem tón leikana á hverjum stað, allt fólkið sem hefur komið til að sjá okkur,“ segir hann. Aðspurður segir hann hugmyndina að túrnum hafa kvikn að á tónleikaferð sinni og Ómars Guðjónssonar um landið í fyrra sem þeir fóru ásamt Jóni Þór Þorleifssyni sem er fram kvæmdastjóri tónleikaferðarinnar. „Jón Þór er svona maður sem lætur hlutina gerast. Við hittum Mugison á túrnum og viðruðum við hann hugmyndina um að fara á skipi hringinn í kringum landið. Svo fór bara boltinn að rúlla. Allir sem hafa komið að þessu hafa gert það af fullum krafti, Hollvinir Húna tóku strax mjög vel í hugmyndina, sem og RÚV og Lands björg,“ segir Jónas. Spurður hvað hafi verið eftirminnilegast við túrinn segir hann ekki hægt að taka neitt eitt út. „Það sem stendur upp úr er þessi ótrúlegi hópur. Um borð er hljómsveitin, sex manna áhöfn úr Hollvinum Húna, kvikmynda tökulið frá RÚV og fjölskyldur og börn, alls um 50 manns. Öllum var troðið um borð í þetta skip og það hefur verið endalaust hlegið. Við fórum til að mynda öll saman og fengum okkur tattú því við urðum að eiga eitthvað varanlegt til minningar um ferðina,“ segir Jónas. Hann segir ólýsanlegt að standa uppi á dekki eftir tónleika og horfa á bæinn, sem þau hafi heim sótt þann daginn, fjarlægjast og sólina setjast. „Þetta er Ísland. Hver þarf heimsreisu?“
Iðnaðarsafnið á Akureyri hefur stuðlað að því að varðveislu Húna II og þar með varðveislu sögu tréskipaútgerðar á Íslandi.
María Elísabet Pallé
Jónas Sigurðsson tónlistarmaður sem siglt hefur með Húna II umhverfis landið.
maria@frettatiminn.is
! k k a t i Ne
u b a z r m a z i p u t n Pö
Bragagata, Laugavegur og Suðurlandsbraut / 562 3838 / eldsmidjan.is
34
ferðir
Helgin 19.-21. júlí 2013
k affihús UpplifUn á ferðalaginU
Sex sérmerandi kaffihús gaman er að heimsækja Útibú Starbucks eru öll keimlík og það er því lítil upplifun fyrir ferðamenn að setjast inn á þannig stað. Kristján Sigurjónsson mælir með þessum kaffihúsum fyrir þá sem vilja krydda fríið með heimsókn þangað.
Berðu þig vel Mest verðlaunuðu bakpokar heims
Peclard í Zürich er glæsilegt kaffihús og rukkar ekki mikið meira fyrir veitingarnar en útibú Starbucks neðar í götunni.
The Barn, Berlín
Auguststrasse er ein skemmtilegasta gatan í Mitte hverfinu. Hér blómstra fjölbreyttir matsölustaðir og sérverslanir sem laða til sín Berlínarbúa og ferðamenn frá morgni til kvölds. Einn þessara staða er The Barn, lítið kaffihús með örlitlum amerískum brag eins og nafnið gefur til kynna. Starfsfólkið vandar sig við að útbúa kaffi og te og hér er enginn ys og þys. Gulrótakaka hússins, með hökkuðum möndlum í kreminu, er ljúffeng og samlokurnar, sem eru smurðar á staðnum, eru mjög girnilegar.
Jimmy´s Coffee, Toronto
Futura 32
Futura 28
Vinsælasti dagpokinn.
Frábær nettur dagpoki í styttri dagsferðir. Verð: 22.990 kr.
Verð: 24.990 kr.
Kaffið á Brot und Seina Freunde er næstum því jafn girnilegt og brauðin í efstu hillu. Mynd Kristján
Í fjölmennustu borg Kanada eru um fimmtíu Starbucks kaffihús. Jimmy´s Coffee er að finna á tveimur stöðum í borginni, við hinn skemmtilega Kensington Market (191 Baldwin) og 107 Portland Street. Hér er kaffið í hávegum haft og úrvalið af sætabrauði er það gott að það er óþarfi að eyða matarlyst í hollustumúffu hússins. Það er frítt net hjá Jimmy og svo má líka fá lánað hleðslutæki í símann.
flaggskipum götunnar og það leynir sér ekki að þar eru fastagestirnir margir. Sumir ganga inn um dyrnar, kinka kolli til þjónustufólksins og setjast svo á sitt borð. Stundarkorni síðar mætir svo gengilbeina með „skammtinn“. Fremsti hluti staðarins er kaffihús og þar er færðu kaffi og með því en fyrir innan er að hægt að panta heita rétti allan daginn.
rokókóstofunni á annarri hæð, á klassískt kaffihús frá fyrri hluta síðustu aldar á neðstu hæðinni eða jafnvel út í fallegan bakgarð. Peclard er við Napfgasse 4 og hundrað metrum frá er eitt af útibúum Starbucks. En þrátt fyrir fínheitin á því fyrra þá kosta veitingarnar þar ekki mikið meira en hjá bandarísku keðjunni.
The Market, Denver
Peclard, Zürich
Það er leit að fallegra kaffihúsi í hinum sjarmerandi gamla bæ í Zürich. Peclard er skipt upp í þrjá ólíka sali og tvö útisvæði. Gestirnir geta því sest í mjúkan sófa í rauðu
Kaffi er dauðans alvara á þessum nýlega kaffibar, ekki svo langt frá Edinborgarkastala (6 South College Street). Hér notast menn við Slayer kaffivél en þær þykja fínasta fínt í kaffigeiranum og eiga
Larimer Street er sennilega þekktasta gatan í Denver og þangað mæta þeir sem vilja fá sér gott í svanginn. The Market er eitt af
20% afsláttur Gildir í júlí
Aircontact pro 55+15sl
ÁRNASYNIR
Frábær burðarpoki fyrir dömur í lengri göngur. Verð: 49.990 kr.
Aircontact 65+10 Margverðlaunaður bakpoki sem hentar vel í lengri ferðir. Verð: 46.990 kr.
Fæst án lyfseðils. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun.
www.utilif.is
Brew lab, Edinborg
sem
KARABÍSKA HAFIÐ OG JÓLAINNKAUP
Fararstjóri í skemmtisiglingum er til viðtals á skrifstofunni alla virka daga frá 9-17. Endilega kíktu í spjall og kaffi. Fararstjóri: Skúli Sveinsson
Innifalið: Flug, allar ferðir á milli flugvalla, hótels og skips, hótelgisting, íslensk fararstjórn, fullt fæði og öll skemmtidagskrá um borð. Lágmarksþáttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka næst ekki.
Sjá nánar á heimasíðu okkar www.norræna.is
SKEMMTISIGLINGAR Á FRÁBÆRU VERÐI MEÐ ÍSLENSKRI FARARSTJÓRN
SKEMMTISIGLING MEÐ PEARL FRÁ MIAMI 15-26. NÓVEMBER SÆTI ÖRFÁ S LAU
ÐU BÓKA A! NÚN
15. - 26. nóv.: PEARL VERÐ frá 295.000. Siglt frá Miami til eyjarinnar Great Stirup Cay, sem er í eigu skipafélagsins, síðan til Jamæku, Grand Cayman og Cosumel í Mexíkó. Gist er í Orlando í tvær nætur fyrir siglingu og tvær nætur eftir siglinguna á Florida Mall hótelinu og því tilvalið að nota tímann og kaupa jólagjafir.
Ferðaáætlun 15. nóv.: Flogið með Icelandair til Orlandó og gist á Florida Mall hótelinu í tvær nætur. 17. nóv.: Ekið til Miami, farið um borð í PEARL og siglt úr höfn kl. 16:00. 18. nóv.: Great Stirrup Cay, eyja sem NCL á, heill dagur á fallegri strönd. 19. nóv.: Sigling og tilvalið að skoða skipið vel og vandlega. 20. nóv.: Á Jamæka í heilan dag, lagt að í Ocho Rios. 21. nóv.: Komið til George Town á Gran Cayman. 22. nóv.: Cozumel í Mexíkó. 23. nóv.: Á siglingu til Flórída. Sólbað og fjör. 24. nóv.: Komið til Miami og ekið til Orlandó þar sem gist er í tvær nætur á Florida Mall hótelinu. 25. nóv.: Golf, skemmtigarðar eða jólainnkaupin. 26. nóv.: Farið frá hóteli upp úr hádegi, flogið heim með Icelandair og lent í Keflavík kl. 06:10 að morgni 27. nóvember.
SKEMMTISIGLING MEÐ DAWN FRÁ TAMPA 29. NÓV. - 10. DES. Ferðaáætlun Það er ekki auðvelt að velja sér brauð með kaffinu á The Barn í Berlín.
að geta kallað fram meira bragð og aðra áferð.
Brot und Seine Freunde, Frankfurt
Það er ekki úr mörgum sætum að velja viljir þú setjast niður með kaffi og kökuna. Á Brot und Seine Freunde mæta því margir til að sækja sér nýsmurða samloku, heimabakaðar kökur og brauð og auðvitað þrusugott kaffi. Á sumrin geta ferðamenn sest fyrir utan og fylgst með fólkinu sem á leið um Kornmarkt götuna en þar eru nokkur kaffihús og veitingastaðir.
29. nóv. - 10. des.: DAWN VERÐ frá 290.000. Siglt frá Tampa til Roatán í Hondúras, Belize og síðan tveggja hafna í Mexíkó, Costa Maya og Cozumel. Gist er í fjórar nætur á Flórída Mall hótelinu, tvær fyrir siglingu og tvær eftir siglingu, en það stendur við gríðarlega stóra verslunarmiðstöð og tilvalið að kíkja á jólagjafir áður en flogið er heim.
Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is Kristján Sigurjónsson gefur út ferðavefinn Túristi.is þar sem finna má fleiri greinar um góð kaffihús út í heimi.
Ferðaskrifstofa
29. nóv.: Flogið með Icelandair til Orlandó og gist á Florida Mall hótelinu í tvær nætur. 1. des.: Ekið til Tampa, farið um borð í DAWN og siglt úr höfn kl. 16:00. 2. des.: Sigling allan daginn og tilvalið að skoða skipið vel og vandlega. 3. des.: Roatán í Hondúras, lítill og skemmtilegur bær. 4. des.: Nú er það Belize City og farið í land á léttabátum. 5. des.: Það er alltaf líf og fjör á Costa Maya í Mexíkó. 6. des.: Cozumel í Mexíkó er næst á dagskrá. 7. des.: Á siglingu til Flórída. Sólbað og fjör. 8. des.: Komið til Tampa og ekið til Orlandó þar sem gist er í tvær nætur á Florida Mall hótelinu. 9. des.: Frjáls dagur og hægt að ljúka jólainnkaupunum. 10. des.: Farið frá hóteli upp úr hádegi, flogið heim með Icelandair og lent í Keflavík kl. 06:10 að morgni 11. desember.
Sími 570 8600 www.norræna.is
Leyfishafi Ferðamálastofu
Stangarhyl 1 110 Reykjavík
Fáðu meira út úr Fríinu Viltu afslátt af hótelgistingu, ókeypis morgunmat eða Frítt Freyðivín upp á herbergi? bókaðu sértilboð á gistingu, ódýr hótel og bílaleigubíla út um allan heim á túristi.is
T Ú R I S T I
heilsa
Helgin 19.-21. júlí 2013
Inniheldur hinn öfluga DDS1 ASÍDÓFÍLUS!
Heilsa Handbók með Hugmyndum að fjölbr eyttr i Hr eyfingu fyr ir bör n
Í rigningunni eru tækifæri Sabína Steinunn Halldórsdóttir sendi nýlega frá sér handbókina Færni til framtíðar sem ætluð er foreldrum og þeim sem starfa með börnum. Sabína telur rigninguna uppsprettu skemmtilegra tækifæra til leikja úti við. Allt sem þurfi sé jákvæðni og regnheld föt.
PRENTUN.IS /
Á
w w w.gengur vel.is
áltíð fyrir
36
2 hylki á morgnana geta gert kraftaverk fyrir meltinguna
4
Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum
+
Gaman er að hoppa í polli þangað til hann tæmist. Líka er hægt að fara í handahlaup yfir poll eða hoppa eins og froskur eða kengúra í og úr polli. Myndir/ Þórhildur Jónsdóttir
1 flaska af 2L
Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar*
Verð aðeins
*Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero
1990,-
dögunum sendi Sabína Steinunn Halldórsdóttir íþróttafræðingur frá sér handbókina Færni til framtíðar sem byggð er á lokaverkefni hennar í meistaranámi í íþrótta- og heilsufræði. Bókin er ætluð foreldrum og öllum þeim sem starfa með börnum og fjallar um hvernig samtvinna megi útiveru barna í skóla eða gönguferð fjölskyldunnar og örva hreyfifærni á sama tíma. Þó mikið hafi rignt sunnanlands í sumar telur Sabína ekki ástæðu til innveru í sumarfríinu. „Möguleikarnir úti í rigningunni eru óendanlegir. Börnum finnst fátt skemmtilegra en að hoppa í pollum. Svo við tölum nú ekki um að hoppa lengi í polli þannig að hann hverfi. Það er fátt sem fær hjartað til að slá hraðar og jafnast á við að hlaupa dágóða vegalengd.“ Árið 2003 flutti Sabína til Íslands eftir íþróttafræðinám í Noregi þar sem mikil áhersla var lögð á útiveru. Hún hóf störf sem kennari í skóla sem enn var í byggingu svo ekki var neitt íþróttahús og öll hreyfing barnanna fór fram utandyra. „Börnin tóku hreyfifærnipróf í byrjun skólaársins og þau sem komu ekki nógu vel út fengu auka hreyfingu yfir veturinn. Svo þegar ég tók aftur próf á þeim í lok skólaárs höfðu öll bætt sig verulega. Aðrir þættir hafa þó alveg örugg-
Eftir nám í Noregi kenndi Sabína í skóla á Íslandi sem var enn í byggingu og því ekkert íþróttahús og fór öll hreyfing barnanna fram úti við. Mynd Teitur.
lega haft áhrif líka, eins og hærri aldur og þroski en hreyfingin utandyra gerði þeim mjög gott.“ Þegar Sabína skilaði meistararitgerð sinni svo árið 2010 átti hún niðurstöður úr hreyfifærniprófunum og nýtti þær í rannsókn sína og gat því sýnt fram á það með tölulegum upplýsingum að aukin hreyfing utandyra skilar sér í meiri hreyfifærni. „Hvort sem við erum í 101 Reykjavík eða úti á landi þá er um að gera að njóta þess að vera úti og sjá tækifærin í kringum okkur því þau eru alls staðar. Lyktin af gróðrinum, vindurinn, hólarnir,
hæðirnar, blauta drullan, stóru steinarnir, birtan og veðrið. Allt eru þetta þættir sem verka á ólík skynfæri barnanna og örva þroska þeirra og færni. Góð hreyfifærni er færni til framtíðar. Hún gefur börnum tækifæri til að skilja og upplifa auk þeirrar tilfinningar að geta og kunna,“ segir Sabína. Handbókin Færni til framtíðar fæst í verslunum Eymundsson. Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðunni Færni til framtíðar. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is
Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt
fjölskyldutjöldin færðu hjá okkur
og allan útilegubúnað
Montana 6P
Verð:
189.000kr
“Rolls Royce”-inn frá Outwell úr Premium línunni. Tvö svefnrými, stofa og lítil forstofa. Mikið rými! • Regnvörn: 5000 mm (Hydrostatic Head). • Outtex ® 5000 með regnvörðum saumum. • Eldtregur dúkur. • Sérstakt vindþol. • Súlur: Stálsúlur og álsúlur. • Dúkur við jörð: Áfastur tvíhúðaður • Stærð (tjaldað): breidd 415 x lengd 590 x hæð 215 cm.
Glendale 5
Verð:
Oakland XL
165.000kr
Verð:
129.800kr
Nevada MP
Verð:
99.800kr
Tjald fyrir fjölskyldur sem vilja hafa rúmt í kringum sig í útilegunni.
Eitt vinsælasta tjaldið frá Outwell á Íslandi, 5 manna tjald. Tvö svefnrými og stofa.
Sérstaklega létt og meðfærilegt 5 manna tjald. Tvö svefnrými og stofa.
• Regnvörn: 4000 mm (Hydrostatic Head). • Outtex ® 4000 með regnvörðum. • Eldtregur dúkur. • Sérstakt vindþol. • Súlur: Stálsúlur og Duratec fibreglass-súlur. • Dúkur við jörð: Áfastur tvíhúðaður. • Stærð (tjaldað): breidd 350 x lengd 700 x hæð 220 cm.
• Regnvörn: 4000 mm(Hydrostatic Head). • Outtex ® 4000. • Eldtregur dúkur. • Súlur: Stálsúlur og Duratec fibreglass-súlur. • Dúkur við jörð: Áfastur tvíhúðaður. • Stærð (tjaldað): breidd 350 x lengd 535 x hæð 225 cm.
• Regnvörn: 4000 mm(Hydrostatic Head). • Outtex ® 4000. • Eldtregur dúkur. • Sérstakt vindþol. • Súlur: Duratec fibreglass-súlur. • Dúkur við jörð: Áfastur tvíhúðaður. • Stærð (tjaldað): breidd 360 x lengd 485 x hæð 200 cm.
Korputorg l 112 Reykjavík Sími 551 5600 l utilegumadurinn.is Opnunartími: mán-fös kl: 10-18 - lau-sun kl: 12-16
Sumarsmellir f rá Sölku
Fjölskylduleyndarmál, morð og svik – létt spennusaga þar sem ástin tekur völdin. Frábær afþreying í fríinu eftir hinn vinsæla blóðdropahöfund, Eyrúnu Ýr Tryggvadóttur.
Eldheitar sftögauðr sem er ljú itum lesa á he um. sumarnótt
Viðburðaríkar sögur um eldheitar ástir, kænsku, mannlegan breyskleika, brostnar vonir, tap og sigra. Magnaðir örlagaþræðir fléttast saman og spennan vex. Höfundurinn, Bodil Forsberg, var um árabil einn alvinsælasti ástarsöguhöfundur Norðurlanda.
Stórskemmtileg rómantísk gamansaga sem heillað hefur lesendur um allan heim og þegar selst í yfir 200.000 eintökum.
Spennandi saga um ást í meinum, byggð á sögulegum heimildum. Sögusviðið er undir Eyjafjöllum þar sem Anna faldi ástmann sinn í Paradísarhelli. Ein vinsælasta saga Jóns Trausta.
Einstök, söguleg skáldsaga um fyrsta hjónaband Ernests Hemingway. Hefur setið 30 vikur á metsölulista New Tork Times. Kíktu á salka.is
Tilvalin af þreying í f ríinu
NÝKOMINN AFTUR
38
tíska
Helgin 19.-21. júlí 2013
Töffari með meiru
Frábær í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 9.980,-
Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur aldeilis slegið í gegn undanfarið. Það þarf því varla að kynna Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur, söngkonu hljómsveitarinnar. Þessi 24 ára stúlka er ekki aðeins hæfileikarík tónlistarkona heldur líka töffari með meiru. Tónleikastíllinn hennar einkennist af blómakrönsum, höttum, litríkum munstrum, leðri, blúndu og „dip dye“. - sá
OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Lokað á laugardögum í sumar Bonnaroo tónlistar- og listahátíð í Tennessee.
Rock En Sein e Festi val í París .
Hártísk a rúmlega fjögur þúsund ár a gömul Hárlist
Laugavegi 178 · Sími 551-3366 · www.misty.is
Fléttur af öllum stærðum
Ert þú búin að prófa ?
Fyrirsætan Chanel Iman í New York.
Leikkonan Brooklyn Decker í Los Angeles.
Moroccan Argan oil sjampó og næring
Einstök blanda af Moroccan argan olíu sem smýgur inní hárið og endurnýjar það. Endurnýjar raka, gefur glans, mýkir og styrkir hárið. Verndar gegn hitaverkfærum og útfjólubláum geislum. Hentar öllum hárgerðum en sérstaklega lituðu hári.
Úrval af sængurverasettum úr bómullarsatíni og silkidamaski til brúðargjafa
Leikkonan Nicole Kidman á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Franska söngkonan Lorie í Cannes.
Leikkonan Melanie Laurent í New York.
Þú finnur okkur á Facebook undir “Fatabúðin”
Skólavörðustíg 21a
101 Reykjavík
Leikonan og tískufyrirmyndin Mary Kate Olsen.
S. 551 4050
Einstakar brúðargjafir Úrval brúðargjafa á tilboðsverði
Ofið úr Pima bómull sem er einstök að gæðum Yfir 40 tegundir íslenskra rúmfata til brúðargjafa
Íslensk hönnun
Sendum frítt úr vefverslun www.lindesign.is
Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri
tíska 39
Helgin 19.-21. júlí 2013
Hugsaðu vel um fæturna
Í meira en hálfa öld hafa miljónir manna um allan heim notað BIRKENSTOCK sér til heilsubótar. Hvað um þig?
Gerð Arisona Stærðir: 35 - 48 Verð: 12.885.-
Coachella tónlistar- og listahátíð í Kaliforníu.
Radio Station LIVE 105’s BFD tónleikar í Kaliforníu.
Gove rnor s Ball í New York .
Sími: 551 2070 Opið má. -fö. 10 - 18, lokað á laugardögum í sumar. Góð þjónusta fagleg ráðgjöf.
og gerðum
e
itt það heitasta í hártískunni í dag eru fléttur, þær eru á sýningarpöllunum, rauða dreglinum, á tónlistarhátíðum, í útilegunni og hversdags. Fyrstu myndina af fléttu má rekja til forn Egypta og því má segja að fléttur eigi sér mjög langa sögu. Í gegnum þá sögu má sjá allavega fléttur sem félagslega list sem hefur mismunandi menningalega merkingu eftir þjóðflokkum, hvort sem það er í Asíu, Afríku eða Ameríku. Það er því ekki skrítið að með árunum, eða réttara sagt árþúsundunum, hafa þróast ótal margar mismunandi útfærslur af fléttum og hárgreiðslum sem innihalda fléttur. Allt frá einfaldri venjulegri fléttu sem flestir kunna að gera, yfir í flóknari hárgreiðslur sem krefjast tíma og hæfileika. Í dag er þetta allt í tísku, venjuleg flétta, fiskiflétta, föst flétta, ein flétta, margar fléttur, stórar fléttur eða litlar og einfaldar eða flóknar hárgreiðslur. Það er einmitt það sem gerir þetta svo skemmtilegt, möguleikarnir eru óendanlegir og fjölbreytnin svo mikil. Mismunandi þykkt, lengd og áferð hársins gerir það að verkum að sama hárgreiðslan lítur mismunandi út á hverjum og einum. Þá er um að gera að prófa sig áfram með mismunandi útfærslur og læra þannig á sitt eigið hár og hvað fer manni best. Fyrir þá sem kunna bara að flétta venjulega fléttu en vilja læra meira er um að Fyrirsæta á vor/sumar 2014 sýningu gera að nýta sér internetið. Þar Marc Cain Show á Mercedes-Benz má finna ótal leiðbeiningar tískuviku í Berlín. og kennslumyndbönd um þessa fornu hárlist. Sigrún Ásgeirsdóttir sigrun@frettatiminn.is
Buxur Háar í mittið Slim fit, þröngar niður
Verð: 12.900 kr. “Kryddaðu” fataskápinn með fatnaði frá
The Radio 104.5 Summer Block Party í Pennsylvaníu.
2 litir: svart og sandbrúnt Str. 34 - 56
Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16
síðuna okkar
Krúttbörn.is
Ný verslun á netinu
sérhönnuð & vönduð barnaföt www.kruttborn.is 221 Hafnarfjörður
40
heilabrot
Helgin 19.-21. júlí 2013
?
Spurningakeppni fólksins
Sudoku
1. Hvaða knattspyrnuliði tókst á dögunum að
5 2 1 9 3
9
stöðva sigurgöngu KR í Pepsi-deild karla? 2. Hver söng og dansaði í kvikmyndinni Singin’ in the Rain?
2
3. Hver er formaður Félags múslima á Íslandi?
6 6 8 9 1
konan Lindsay Lohan að leysa frá skjóðunni þegar hún lýkur vímuefnameðferð í ágúst? 5. Í hvaða vinsælu unglingaþáttum lék Cory
2. Judy Garland 4. Oprah Winfrey
6. 800 metra hlaupi 7. Minsk
9. Forsætisráðherra Spánar 10. Á Austurlandi
12. Skarphéðinsson 13. Nixon og Kennedy
3. Þór 4. Oprah Winfrey
7. Hvað heitir höfuðborg Hvíta-Rússlands?
5. Glee
9. Hver er Mariano Rajoy?
7. Minsk
10. Í hvaða landshluta er Stöðvarfjörður?
8. Skútustaðahreppi 10. Á Austurlandi
banka fram?
15. Anna Svava Knútsdóttir
13. Hvaða tvo Bandaríkjaforseta hitti Forrest
13. Nixon og Johnson 14. Júlíus Vífill Ingvarsson
14. Hver er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík? 15. Hvað heitir leikkonan í VÍS auglýsingunum?
Hvítt íste
lauSn FÍTON
Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 145
VERRI MÁLMUR
N H I K K B E L L I K Á K T T D A
mynd: derek ramsey (GnU FdL 1.2)
VERKFÆRI
... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
15. pass
TÖF
ÓVILD
ERFIÐLEIKAR
PJÁTUR BIÐJA
BYSSA
HJÓLGJÖRÐ
STROFF
R I L A L G H R E S D I
F E L G A
F I I Ð T Ý F L E D L A L B A R L A G U E T R
DYS
ÓSKERT
TVEIR EINS RUSL
KVK NAFN ALDIN
Ó L Í Þ Ó F M A A K Á M A R
SÓLBAKA KRYDD
ÞRASARI
ÓNÁÐA
MYLLUMAÐUR
GJÁLFRA TÍMAEINING
KLEFI BRAK
SPRIKL
ÞUKL
ROTNUNARLYKT
ÖFGAFULLUR FJALL
GARMUR LEIÐ
HELBER
SKERGÁLA
OFSI
TALA
ÍLÁT
L A K A R I FISKUR ÓLMUR
Æ F U R FORNAFN LJÓMI
S L A K E Ð I I N R I T L A A T U R T
BORÐBÚNAÐUR
MÁLMUR TIL
HOLUFISKUR
GANGÞÓFI
STILLA SIGAÐ
TEGUND
U S G L B Í L A G L N A Ö G G U Ð A N U F S I R S L T Æ T R M A O G G S J Á L T Á L I Ö L Á G A Á L M T E M P G E I A G I A N Æ ROMANI
HÁR
MINNKA
TILGERÐ
VÖRUBYRGÐIR FROÐA
KALDUR
ÚTHLUTAÐIR
ÁNÆGJU
ÞEFA
VOND
TALA
HNOÐAÐ
STERTUR
LUFSUR HROKI
POKA
TREYSTA
BOLMAGN
TÖFRAORÐ
7 9
7 5 7 8
5 4
7 2
9 rétt
8 1
3 5
6
ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. ÁVÍTA
ÞRÁ
EITURLYF
UNNUSTA
Í MIÐJU
FÁLMA
TUDDA
HÖGG
GEGNT GÓL MÆLIEINING BLÍÐA TUÐA
FYRIRBOÐI
LABBA
ÓLMAST
HRÓP
HLJÓÐFÆRI SPÁDÓMSBÓK
SVALI
KEYRA
GABBA
ÞÖKK
Í RÖÐ
SJÁVARDÝR RÁNDÝRA
FYLGIHNÖTTUR
JARÐSPRUNGA
MARÐARDÝR
EFNASAMBAND
TALA
DAUTT
MEIN LJÓS
MJÖÐUR
OFANÁLAG
F T U R E R Ý P U R R N A S A Æ E L T L U R L Ú E T A F U U N D G Á L L I A Ð R A F L A A U R R R I TRÉ
HVELLUR
2 6
4 3 2
146
Frískandi andoxunarbomba!
74,6%
kroSSgátan
Bjarni skorar á Gylfa Gaut Pétursson lögmann að taka við.
7
8
9
Svör: 1. Fram. 2. Gene Kelly. 3. Sverrir Agnarsson. 4. Opruh Winfrey. 5. Glee. 6. 800m hlaupi. 7. Minsk. 8. Í Skútustaðahreppi. 9. Forsætisráðherra Spánar. 10. Á Austurlandi. 11. 24. ágúst. 12. Þorgeirsson. 13. Kennedy og Nixon. 14. Júlíus Vífill Ingvarsson. 15. Anna Svava Knútsdóttir.
Björn sigrar með 13 stigum gegn 9
11. 17. ágúst 12. Bergþórsson
5
4 6
12. Hvers son var Njáll á Bergþórshvoli?
Gump í samnefndri bíómynd?
13 rétt.
9. Forsætisráðherra Spánar
11. Hvenær fer Reykjavíkurmaraþon Íslands-
6. 800 metra hlaupi
4 7
Sudoku fyrir lengr a komna
8. Í hvaða hreppi er fjallið Herðubreið?
14. Júlíus Vífill Ingvarsson
2. Fred Astaire
helgi?
8. Skútustaðahreppi
11. 24. ágúst
1. Helvítis Frammarnir!
heimsmeistari 17 ára og yngri um síðustu
3. Sverrir Agnarsson 5. Glee
formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur
6. Í hvaða íþrótt varð Aníta Hinriksdóttir
mynd: Charles h. Walther (publiC domain)
1. Fram
3 4 6 2
Bjarni Júlíusson
Monteith sem lést um helgina?
fjölmiðlafulltrúi VÍS
9
8
4. Hjá hvaða spjallþáttastjórnanda ætlar leik-
Björn Friðrik Brynjólfsson
4
PÚLA
EIGIND
GÖSLA
TANGI
BERJA
GELT
GARMAR
LJÓÐUR
SNÆDDI
SKÓLI
SKAÐI
GRETTA
SAMTÖK
DRULLA
NÆSTUM
Ertu búinn að fá þér Veiðikortið!
BOR
KK NAFN
JARÐBIK
ÞRÆLASALA
KENNIMARK
TIL DÆMIS
LÍKAN
KÓF
SKRIFA Á
EFNI
SÆTI GÁLA
STEFNA
SVARI
LJÓSRÁK
RAUST
ÓHLJÓÐ
BEITISIGLING
VOTLENDI
EIGNIR
ANGAN
LYF VÍN
SLÚTA
SKÓLI
SKILABOÐ
SKORTIR
ÓHREININDI
00000
Veiðitímabilið er byrjað. Kr. 6.900.-
www.veidikortid.is
FEN STERKJA ANGAR
HELGAR BLAÐ
BLAÐ
DRAGA ÚR DREPA NIÐUR
VÖRUMERKI
HLÓÐIR
*konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013
SVIK
GAGN
AFHENDING
ÆTTGÖFGI VARKÁRNI
UPPHRÓPUN
KIRNA
KLÆÐI
SKREF
AFGLÖP
FLEKKA
SIÐA
FUGL PLANTA
GLYMJA
NÚMER
KRINGUM
SKAPRAUNA
RÖÐ
METASKÁL
TRÉ SNÚRA
SKILJA EFTIR
t r a C a l A
r a m u S
ni n u l r e P í e t r a C g A la o l l i ð e s a t t é r a 4r
verð
O VEGU ssósu. ÞORSKUR Á TV ívum og graslauk ol m tu ör sv , um spír -maís salsa, lauk
Góð gjöf við öll tækifæri!
með tómat
HUMARSÚPA lum. illuðum humarhö gr og ra ei ad M alöguð með
Rjóm
R LAMBAHRYGGU . og rósmarinsósu um óf lr gu , m fu ró með smælki, rauð *** eða ***
S FISKUR DAGSIN ju sinni er hv n ferskasti fiskurin rlunnar iðslumönnum Pe re at m af ur rð útfæ ÐI MÚS HVÍTSÚKKULA erjasorbet. óðbergi, og bláb bl rð ga , um kj rs eð skyrfroðu, fe
m
K30
281
art
8.350 kr.
Gjafabréf Perlunnar
Veitingahúsið Perlan Sími: 562 0200 · Fax: 562 0207 Netfang: perlan@perlan.is Vefur: www.perlan.is
Vissir þú? Að uppskriftin af humarsúpu Perlunnar kemur frá belgísk a matreiðslumeistaranum Pie rre Romeyer. Hann er af jafningju m talinn vera einn besti matreiðs lumaður síðustu aldar. Hann ga f aldrei út matreiðslubók en ha nn gaf matreiðslumeisturum Pe rlunnar allar sínar uppskriftir!
P
G ö
42
skák og bridge
Helgin 19.-21. júlí 2013
Sk ák ak ademían FiScher-Setur opnað á SelFoSSi – SaFn og liFandi miðStöð
Skákbærinn Selfoss!
á
dögunum var opnað með viðhöfn skáksetur á Selfossi, tileinkað minningu Bobby Fischers, en hann hvílir í Laugardælakirkjugarði í útjaðri bæjarins. Margir merkir munir eru til sýnis í Fischer-setrinu, ekki síst frá heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík 1972, þegar Fischer náði heimsmeistaratitlinum af Spassky. En Fischer-setrið verður ekki bara safn, þarna verður aðsetur Skákfélags Selfoss og nágrennis, en það er eitt hið líflegasta á landinu. Óhætt er að segja að fáir skákklúbbar í heiminum státi af jafn skemmtilegri aðstöðu, þar sem skáksagan sjálf er beinlínis áþreifanleg. Margar snjallar ræður voru fluttar við opnun Fischer-setursins. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra lagði m.a. áherslu á jákvæð áhrif skákkunnáttu á námsárangur og Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuráðherra bar þá Fischer og Gretti sterka saman á skemmtilegan hátt. Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, rifjaði upp minningar um Fischer og Guðni Ágústsson fór á kostum þegar hann fór yfir afrek snillingsins. Guðmundur G. Þórarinsson, sem var forseti Skáksambandsins 1972, flutti ítarlegt og stórfróðlegt erindi. Þá kom Helgi Ólafsson fram með þá áhugaverðu staðreynd að samkvæmt mælingum með aðstoð tölvu er Fischer sá meistari skáksögunnar sem oftast lék „rétta leikinn.“ Full ástæða er til að óska sveitarfélaginu og íbúum í Árborg til hamingju með Fischer-setrið. Það er til húsa við Austur-
veg 21, í sama húsi og Sjafnarblóm, og við mælum eindregið með heimsókn.
Teflt í Skálholti
Á 50 ára afmælishátíð Skálholtskirkju þann 20. júlí nk. flytur Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur, fyrirlestur um hina fornu sögualdarskákmenn frá Ljóðshúsum – The Lewis Chessmen – og kenningu um að þeir séu íslenskir að uppruna. Jafnframt verður efnt til sögulegs skákmóts þar sem teflt verður með eftirgerðum hinna fornu taflmanna. Tefldar verða 7 umferðir með 10
mínútna umhugsunartíma. Þátttakaendafjöldi er takmarkaður. Þeim sem kynnu að vilja vera með í mótinu er bent á að hafa samband við Einar S. Einarsson (ese@ emax.is), en skákklúbburinn Riddarinn stendur fyrir mótinu.
Sonur boxarans minnir á sig
Azerinn Shakhriyar Mamedyrov (f. 1985) minnti rækilega á sig á 5. Grand Prix móti FIDE í Bejing, sem lauk í vikunni. Mamedyrov, sem er sonur boxara, sigraði á mótinu, hlaut 7 vinninga af 11, Alexander
Friðrik Ólafsson og Illugi Gunnarsson slá á létta strengi við opnun Fischer-seturs á Selfossi.
Grischuk náði 2. sæti með 6,5 vinning, og þeir Leko og Topalov deildu bronsinu. Sá snjalli Karjakin byrjaði mótið með látum og sigraði í þremur fyrstu umferðunum, en vann ekki skák eftir það og endaði með 50%. Grand Prix mótaröðin samanstendur af 6 ofurskákmótum þar sem bestu skákmenn heims berjast um digran verðlaunasjóð – auk þess sem tveir efstu í heildarkeppninni fá sæti á áskorendamótinu í skák á næsta ári.
Gunnar Finnlaugsson einn frumkvöðla Fischersetursins með söfnunarbauk, sem merktur er með viðeigandi hætti.
bridge landSmót umFí 2013
Öruggur sigur sveitar Keflavíkur
S
veit Keflavíkur – íþrótta- og ungmennafélags sýndi mikinn styrk og vann næsta öruggan sigur í sveitakeppni í bridge sem var meðal þátttökugreina á Landsmóti UMFÍ 2013 sem haldið var dagana 5. - 7. júlí síðastliðna. Mótið var haldið á Selfossi. Sveit Keflavíkur fékk 279 stig í 15 leikjum sem gerir 18,6 stig að meðaltali. Sveitin var skipuð Hjálmtý Baldurssyni, Jóhannesi Sigurðssyni, Einari Jónssyni, Karli G. Karlssyni og Karli Hermannssyni. Hjálmtýr náði sömuleiðis efsta sæti í bötlerreikningi mótsins, fékk 1,22 impa í plús að meðaltali. Í öðru sæti var Jóhannes Sigurðsson sem fékk 1,10 impa. Spil dagsins er með Hjálmtý Baldursson og Einar Jónsson í AV í leik liðsins gegn Íþróttabandalagi Akureyrar í áttundu umferð mótsins. AV eru með 4-4 hjartasamlegu og þeir sem fundu hana, þurftu að bíta í það súra epli að fá 5-0 legu gegn sér. En þróun sagna forðaði Hjálmtý og Einari frá að finna hjartasamleguna. Suður var gjafari og AV á hættu:
♠ ♥ ♦ ♣ ♠ ♥ ♦ ♣
Á862 G863 10 D632
N V
A S
♠ ♥ ♦ ♣ Suður Pass Pass 3 spaðar!
D109543 G75 K987
♠ ♥ ♦ ♣
KG D742 ÁK632 Á5
Jöfn og góð þáttaka í sumarbridge
7 ÁK1095 D984 G104
vestur norður pass2 spaðar 2 grönd* pass p/h
ast í 3 spaða á sín spil. Hann hefur eflaust vonast til að AV myndu berjast áfram en varð ekki að ósk sinni, því 3 spaðar voru passaðir út. Sá samningur fór 3 niður (fjóra á spaða, einn á tígul og tvo á lauf) og reyndist vera næst besta talan í AV í öllu mótinu. Flest AV-pörin fundu hjartasamleguna með vondum afleiðingum. Á hinu borðinu í leiknum var samningurinn 2 spaðar í norður sem unnust slétt!
austur dobl 3 lauf*
Hjálmtýr sat í austur og ákvað að dobla veika tveggja spaða opnun norðurs. Einar Jónsson sagði tvö grönd í vestur sem var Lebensohl sagnvenja til að sýna veik spil. Hjálmtýr meldaði þrjú lauf eins og hann var beðinn um en þá ákvað suður að berj-
Miðvikudagskvöldið 10. júlí mættu 36 pör til leiks. Eftir mikla baráttu höfðu Magnús Sverrisson og Halldór Þorvaldsson sigur með 61,7% skor. Lokastaða 5 efstu para varð þannig:
1. Magnús Sverrisson – Halldór Þorvaldsson 61,7% 2. Alda Guðnadóttir – Kristján Snorrason 60,8% 3. Halldór Svanbergsson – Sverrir Þórisson 59,7% 4. Anton Gunnarss. – Vilhjálmur Sigurðsson jr 58,8% 5.Soffía Daníelsdóttir – Hermann Friðriksson 58,8%
Mánudagskvöldin hafa ekki verið eins vel sótt en aðsókn var óvenjugóð. Mánudagskvöldið 15. júlí mættu til leiks 26 pör
Hjálmtýr Baldursson með makker sínum til fjölda ára, Baldvini Valdimarssyni. Mynd Aðalsteinn Jörgensen
og Gunnlaugur Sævarsson og Kristján Már Gunnarsson höfðu næsta öruggan sigur með 62,6% skor. Lokastaða 5 efstu para varð þannig: 1. Gunnlaugur Sævarss. – Kristján M. Gunnarss. 62,6% 2. Bergur Reynisson – Stefán Stefánsson
58,3%
3. Halldór Svanbergsson – Magnús E Magnúss.
57,4%
4. Sigurjón Ingibjörnsson – Oddur Hannesson
57,1%
5. Hermann Friðriksson – Gabríel Gíslason
56,4%
Markhönnun ehf.
Viltu slást í hópinn? Meðal leigjenda við Höfðatorg eru: Reykjavíkurborg Reiknistofa bankanna Olís Fjármálaeftirlitið Samherji og margir fleiri
Höfðatorg brúar bilið milli Laugavegar og Borgartúns, þar sem samfélag íbúa, athafnalífs, menningar, verslunar og þjónustu sameinast. www.hofdatorg.is
þitt torg í þinni borg upplýsingar í síma: 595 4400
44
sjónvarp
Helgin 19.-21. júlí 2013
Föstudagur 19. júlí
Föstudagur RÚV
15.40 Ástareldur 17.20 Sumar í Snædal (1:6) 17.47 Unnar og vinur (14:26) 18.10 Smælki (1:26) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Hið sæta sumarlíf (4:6) e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Gunnar á völlum 19.45 Dýralæknirinn (6:9) (Animal Practice) 20.10 Tónlistarmaðurinn (The Music Man) Svikahrappur kemur til bæjar í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna og ætlar að féfletta bæjarbúa en margt fer öðruvísi en til var ætlast. 22.20 Fallin hetja (Hancock) 23.50 Svallveislan (A Good Old Fashioned Orgy) Vinir sem hafa þekkst síðan í grunnskóla ákveða að halda meiri háttar svallveislu í lok sumars. 01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
22.20 Fallin hetja (Hancock) Ofurhetja sem er fallin í ónáð hjá almenningi slær sér upp með eiginkonu almannatengslaráðgjafa sem er að reyna að lappa upp á ímynd hans.
20:30 The Biggest Loser (4:19) Þættir þar sem fólk sem er orðið hættulega þungt snýr við blaðinu og kemur sér í form á ný.
Laugardagur
RÚV Íþróttir 19:20 The Neighbors (10:22) Gamanþáttur um Weaver fjölskylduna sem flytja í nýtt hverfi í New Jersey.
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
19.35 Áhöfnin á Húna4(9:9) Bein útsending frá Akureyri. Húni II siglir í kringum landið í júlí og Áhöfnin rokkar í hverri höfn.
Sunnudagur
22:00 Leverage (8:16) Bandarísk þáttaröð um Nate Ford og félaga hans í þjófagengi sem ræna bara þá ríku og valdamiklu sem níðast á minnimáttar.
17.40 EM kvenna í knattspyrnu 19.30 Stelpurnar okkar 2013 20.30 EM kvenna í knattspyrnu
SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Dr.Phil 08:45 Pepsi MAX tónlist 13:30 The Voice (4:13) 15:45 The Good Wife (5:22) 16:35 The Office (15:24) 17:00 Royal Pains (11:16) 17:45 Dr.Phil 5 6 18:30 Minute To Win It 19:15 The Ricky Gervais Show (13:13) 19:40 Family Guy (13:22) 20:05 America's Funniest Home Videos 20:30 The Biggest Loser (4:19) 22:00 Rocky IV Bandarísk kvikmynd frá árinu 1985. Apollo Creed stígur aftur fram á sjónvarsviðið eftir að hafa skorað á sovéskan boxara að nafni Ivan Drago. 23:35 Excused 00:00 Nurse Jackie (4:10) 00:30 Flashpoint (5:18) 01:20 Lost Girl (16:22)
STÖÐ 2
Laugardagur 20. júlí RÚV
08.00 Barnatími 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10.30 360 gráður (8:30) e. 08:05 Malcolm in the Middle (5:22) 10.55 Með okkar augum (3:6) e. 08:30 Ellen (3:170) 11.25 Áhöfnin á Húna (7:9) e. 09:15 Bold and the Beautiful 11.50 Norrænar glæpasögur sigra 09:35 Doctors (31:175) heiminn e. 10:15 Fairly Legal (5:10) 12.20 Brasilía með Michael Palin – 11:00 Drop Dead Diva (1:13) Leiðin til Ríó (3:4) e. 11:50 The Mentalist (9:22) 13.15 Basl er búskapur (5:7) e. 12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur 13:00 Extreme Makeover: Home Edition 13.45 Á meðan ég man (6:8) e. 14.15 Gulli byggir - Í Undirheimum e. 13:50 Sammy's Adventures fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14.45 Mótorsystur (1:10) e. 15:15 Ævintýri Tinna 15.00 Mótókross 15:40 Leðurblökumaðurinn 15.35 Popppunktur 2009 (6:16) e. 16:05 Waybuloo 16.25 Áin - Ættbálkurinn á bakkanum e. 16:25 Ellen (4:170) 17.05 Áhöfnin á Húna (8:9) e. 17:10 Bold and the Beautiful 4 5 17.30 Ástin grípur unglinginn (68:85) 17:32 Nágrannar 18.15 Táknmálsfréttir 17:57 Simpson-fjölskyldan (19:22) 18.25 Golfið (5:13) e. 18:23 Veður 18.54 Lottó 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 Fréttir 18:47 Íþróttir 19.30 Veðurfréttir 18:54 Ísland í dag 19.35 Áhöfnin á Húna (9:9) (Bein 19:06 Veður útsending frá Akureyri) 19:15 Simpson-fjölskyldan (1:22) 21.35 Svikatónar (Loving Miss Hatto) 19:35 Arrested Development (6:15) 23.10 Syllan (The Ledge) 20:15 Besta svarið (6:8) 00.50 Fuglar Ameríku (Birds of 21:00 Notting Hill Rómantísk gamanAmerica) e. mynd. William Thacker er bóksali 02.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok í Notting Hill í Lundúnum en Anna Scott er bandarísk kvikmyndastjarna. Þau hittast fyrir tilviljun og hlutirnir taka óvænta stefnu. 23:00 X-Men: First Class Fjórða myndin í hinum geysivinsæla kvikmyndabálki og fjallar um tilurð ofurmennahópsins sem sameiginlega ganga undir nafninu X-Men. 01:10 War, Inc. 03:00 Religulous 04:40 Get Him to the Greek
RÚV Íþróttir 18.30 EM kvenna í knattspyrnu 20.30 EM kvenna í knattspyrnu
SkjárEinn
STÖÐ 2
RÚV
08.00 Barnatími 07:00 Strumparnir / Brunabílarnir 10.30 Áhöfnin á Húna (9:9) e. / Doddi litli og Eyrnastór / Algjör 12.20 Nýsköpun - Íslensk vísindi e. Sveppi / Scooby-Doo! Mystery Inc. / 12.50 EM kvenna í fótbolta Loonatics Unleashed / Ozzy & Drix / 14.55 Tony Robinson í Ástralíu (5:6) e. Mad / Big Time Rush / Young Justice 15.50 EM kvenna í fótbolta 12:00 Bold and the Beautiful 17.50 Táknmálsfréttir 13:45 Tossarnir 18.00 Stundin okkar (10:31) e. 14:25 Pönk í Reykjavík (4:4) 18.25 Græn gleði (4:10) (Grønn glede) 14:55 ET Weekend allt fyrir áskrifendur 19.00 Fréttir 15:40 Íslenski listinn 19.30 Veðurfréttir 16:10 Sjáðu fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19.35 Íslendingar: Þorkell Sigurbjörnsson 16:40 Pepsi mörkin 2013 20.35 Paradís (3:8) (The Paradise) 17:55 Latibær 21.30 Íslenskt bíósumar - Börn Bíó18:23 Veður mynd eftir Vesturport og Ragnar 18:30 Fréttir Stöðvar 2 Bragason sem leikstýrir. 18:506 Íþróttir 4 Brúin (5:10) (Broen) 5 e. 23.05 18:55 Ísland í dag - helgarúrval (4:0) 00.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 19:10 Lottó 19:20 The Neighbors (10:22) RÚV Íþróttir 19:40 Wipeout 12.50 EM kvenna í knattspyrnu 20:25 The Vow Rachel McAdams og Channing Tatum í rómantískri 14.50 Sterkasti maður Íslands 15.50 EM kvenna í knattspyrnu mynd um eiginmann sem reynir 17.50 Mótorsport að vinna aftur ástir eiginkon18.20 EM kvenna í knattspyrnu unnar eftir að hún vaknar úr dái 20.00 EM kvenna í knattspyrnu eftir bílslys. 22:10 Friends With Benefits 23:55 Heights 01:30 Gentlemen's Broncos 03:00 Taken (Tekin) 04:30 ET Weekend 05:10 The Neighbors (10:22) 05:35 Fréttir
6
SkjárEinn
06:00 Pepsi MAX tónlist 13:05 Dr.Phil 14:35 Last Comic Standing (4:10) 16:00 Men at Work (1:10) 16:25 Parenthood (15:18) 17:15 Royal Pains (11:16) 18:00 Common Law (10:12) 18:45 Blue Bloods (21:23) 11:00 Pepsi deildin 2013 19:35 Judging Amy (22:24) 14:05 10 Bestu 20:20 Top Gear Australia (5:6) 14:45 NBA 2012/2013 - All Star Game 21:10 Law & Order (13:18) 16:40 Enski deildabikarinn 22:00 Leverage (8:16) 19:00 Spænski boltinn 22:45 Lost Girl (17:22) Þættir um 22:20 UFC - Gunnar Nelson stúlkuna Bo sem reynir að allt fyrir áskrifendur ná stjórn á yfirnáttúrulegum kröftum sínum, aðstoða þá sem fréttir, fræðsla, sport og skemmtun eru hjálparþurfi og komast að 09:25 Man. Utd. Tour 2013 hinu sanna um uppruna sinn. 15:15 Enska úrvalsdeildin 23:30 Nurse Jackie (4:10) 16:55 PL Classic Matches 00:00 House of Lies (4:12) 17:25alltLeikmaðurinn fyrir áskrifendur 00:30 The Mob Doctor (10:13) 17:55 Manstu 4 Flashpoint (5:18) 5 01:15 18:40 PL Bestu leikirnir fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 02:05 Excused 19:10 Man. Utd. Tour 2013 02:30 Leverage (8:16) 20:50 Stuðningsmaðurinn 03:15 Lost Girl (17:22) 21:20 MD bestu leikirnir
06:00 Pepsi MAX tónlist 12:25 Dr.Phil 14:40 Judging Amy (21:24) 15:25 Psych (10:16) 16:10 The Office (15:24) 16:35 The Ricky Gervais Show (13:13) 17:00 Family Guy (13:22) 17:25 Britain's Next Top Model (6:13) 16:30 Into the Wind 18:15 The Biggest Loser (4:19) 17:25 FA bikarinn 19:45 Last Comic Standing (4:10) 19:10 Pepsi deildin 2013 21:10 Coldplay Live 2012 21:00 NBA 2012/2013 - Úrslitaleikir 00:05 Living Daylights 22:50 FA bikarinn 00:10 NYC 22 (6:13) 01:00 Upstairs Downstairs (3:3) allt fyrir áskrifendur 6 01:50 Men at Work (1:10) 17:50 Enska úrvalsdeildin 02:15 Excused fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:35 Premier League World 02:40 Pepsi MAX tónlist 20:05 Leikmaðurinn 20:40 Manstu 21:50 Premier League World allt fyrir áskrifendur 21:25 PL Bestu leikirnir 22:20 Man. Utd. Tour 2013 4 5 6 21:55 Stuðningsmaðurinn 08:25 African Cats 4 5 6 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 11:55 The Big Year 08:05 Solitary Man 22:25 MD bestu leikirnir 09:55 Marmaduke SkjárGolf allt fyrir áskrifendur 13:35 Algjör Sveppi og dularfulla 09:35 Spy Kids 4 22:55 Enska úrvalsdeildin 11:20 The Break-Up 06:00 ESPN America allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur hótelherbergið 11:00 Monte Carlo 13:05 Moulin Rouge 07:05 The Open Championship Official 14:55 The Best Exotic Marigold Hotel 12:45 Moneyball fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:10 African Cats SkjárGolf Film 1972 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:55 The Big Year 14:55 Solitary Man 16:40 Marmaduke 6 06:00 ESPN America 08:00 The Open Championship 4 5 18:35 Algjör Sveppi og dularfulla 16:25 Spy Kids 4 18:10 The Break-Up 07:00 The Open Championship Official Film 1987 hótelherbergið 17:55 Monte Carlo 19:55 Moulin Rouge Official Film 1970 09:00 Opna breska meistaramótið 2013 19:55 The Best Exotic Marigold Hotel 19:45 Moneyball 22:00 Moon 08:00 Opna breska meistaramótið 2013 18:30 The Open Championship Official 4 5 22:00 Dark Shadows 22:006 Contagion 23:356Extremely Loud & Incredibly Close 19:00 Film 1995 4 The Open Championship 5 4 23:55 Another Earth 23:45 Into the Blue 01:40 Push Official Film 1992 19:30 Opna breska meistaramótið 2013 01:25 Mirrors 2 01:35 Gentlemen's Broncos 03:30 Moon 20:00 Opna breska meistaramótið 2013 02:30 ESPN America 02:55 Dark Shadows 03:05 Contagion
20:10 Rizzoli & Isles (7:15) Rannsóknarlögreglukonan Jane Rizzoli og læknirinn Mauru Isles eru afar ólíkar en góðar vinkonur.
MARYLAND SÚKKULAÐIBITAKEX
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
- mátulegt með kakóbollanum 4
Sunnudagur
5
6
sjónvarp 45
Helgin 19.-21. júlí 2013 Í sjónvarpinu The newsroom
21. júlí STÖÐ 2 07:00 Strumparnir / Villingarnir / Hello Kitty / UKI / Algjör Sveppi / Grallararnir / Tasmanía / Hundagengið / Xiaolin Showdown / Batman: The Brave and the bold 12:00 Nágrannar 13:45 Besta svarið (6:8) 14:25 Grillað með Jóa Fel (2:6) 15:00 Mr Selfridge (9:10) allt fyrir áskrifendur 15:45 Suits (15:16) 16:35 How I Met Your Mother (2:24) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:00 Mannshvörf á Íslandi (2:8) 17:35 60 mínútur 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:00 Frasier (7:24) 4 19:25 Harry's Law (9:22) 20:10 Rizzoli & Isles (7:15) 20:55 The Killing (7:12) Þriðja þáttaröðin af þessum æsispennandi sakamálaþáttum. 21:40 Crossing Lines (2:10) Glæný sakamálaþáttaröð sem fjallar um hóp þrautþjálfaðra rannsóknarlögreglumanna sem ferðast um Evrópu og rannsaka dularfull sakamál. 22:25 60 mínútur 23:10 Nashville (4:21) 23:55 Suits (15:16) 00:40 The Newsroom (1:10) 01:30 Boss (5:10) 02:25 Rita (3:8) 03:10 Brideshead Revisited 05:20 Frasier (7:24) 05:45 Fréttir
Mikil harka, hraði og dramatík á fréttastofunni Amerískir afþreyingarþættir eru, að mínu mati, yfir heildina frekar óáhugaverðir og innihaldslausir. Langflestir amerískir þættir sem ég hef séð eru klisjugjarnir, ófrumlegir og enda yfirleitt með fyrirsjáanlegum fallegum „hollywood“ endi sem gerir þá óspennandi. Amerískir þættir koma þess vegna yfirleitt illa út í samanburði við breska eða danska sjónvarpsþætti sem eru raunverulegri. Þess vegna var hressandi að fá að sjá The Newsroom þættina á stöð 2. Þættirnir eru orkumiklir og hreinlega ávanabindandi. Þeir fjalla um 5
6
5
6
á hráan hátt um þann raunveruleika sem ríkir í fjölmiðlaheiminum, sérstaklega hjá fréttamönnum en Jeff Daniels leikur Will MacAvoy, stjórnanda sjónvarpsþáttar, ásamt Emily Mortimer sem leikur MacKenzie McHale, yfirframleiðanda þáttarins. Jeff Daniels passar mjög vel í hlutverk sjónvarpfréttamanns sem lætur ekki yfirmenn sína segja sér hvert gildi fréttamanns eigi að vera. Hann er harðákveðinn í að lifa fyrir réttlæti, lýðræði og heilindi við sína áhorfendur, alveg sama hvað það kostar. Emily Mortimer
er mjög sannfærandi í hlutverki ákveðinnar framakonu og stjórnanda. Hún leikur miskunnarlausan og agaðan stjórnanda en kvenlegir eiginleikar hennar fá líka að njóta sín. Allir leikararnir í The Newsroom skila hlutverki sínum með eindæmum vel og maður gleymir sér í dramatískri atburðarás. Á fréttastofunni er verið að vinna fréttir frá árinu 2011 sem gefur þættinum raunverulegri blæ en gengur og gerist í þeim amerískum sjónvarpsþáttum sem í boði eru. Blandan er góð, samtöl sem krefjast fullrar athygli til að
skilja, dramatík, orka, spenna, óvænt atburðarás, hin nauðsynlega ástarsöguspenna og tenging við raunveruleikann. María Elísabet Pallé
12:35 Kraftasport 2013 13:55 Meistaradeildin í handbolta 15:15 Sumarmótin 2013 16:00 NBA 2012/2013 - Úrslitaleikir 17:50 Feherty 18:35 Enski deildabikarinn 20:15 Meistaradeild Evrópu allt fyrir áskrifendur 22:50 Meistaradeildin í handbolta fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
14:55 Man. Utd. Tour 2013 16:35 Enska úrvalsdeildin 18:15 PL Classic Matches 18:45 Season Highlights allt fyrir áskrifendur 19:40 PL Classic Matches 20:10 Enska úrvalsdeildin fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:50 Goals of the Season 22:45 PL Classic Matches 23:15 Enska úrvalsdeildin
SkjárGolf 4
5
6
H2 hönnun / h2h.is
06:00 Opna breska meistaramótið 2013 09:00 The Open Championship Official Film 2012 (1:1) 10:00 Opna breska meistaramótið 2013 17:45 Inside the PGA Tour (29:47) 18:10 Opna breska meistaramótið 2013 02:00 ESPN America
4
THIS IS
JACK REACHER
A GOOD DAY TO DIE HARD
IDENTITY THIEF
PARKER
SNITCH
CIT BROKEN CITY
PEACE, LOVE AND MISUNDERSTANDING
& OVER
LISA MARKLUND: ÞAR SEM SÓLIN SKÍN
TOPP
NÝ ÍSLENSK
FRAMLEIÐSLA
46
bíó
Helgin 19.-21. júlí 2013
fRumsýnd monsTeRs univeRsiTy
fRumsýnd R .i.P.d.
Skrímsli á skólabekk
Löggæsla framliðinna
Tölvuteiknimyndaframleiðandinn Pixar hefur átt fádæma velgengni að fagna en allt frá því fyrirtækið sló í gegn með Toy Story 1995 hefur saga þess verið ein stór sigurganga. Fyrirtækið hefur dælt út frábærum teiknimyndum sem eru þeirri náttúru gæddar að höfða bæði til barna og fullorðinna. Feilnóturnar sem Pixar hefur slegið eru fáar og Cars 2 er slakasta myndin sem þaðan hefur komið. Finding Nemo og Toy Story 3 eru á meðal 50 tekjuhæstu kvikmynda allra tíma og allar Pixar-myndirnar eru á listanum yfir tekjuhæstu teiknimyndirnar frá upphafi vega og Toy Story 3 er tekjuhæsta teiknimyndin sem gerð hefur verið. Árið 2001 sendi Pixar frá sér hina bráðskemmtilegu Monsters, Inc. þar sem Billy Crystal og John Goodman fóru á kostum í raddtúlkunum sínum á skrímslunum Mike og Sulley. Þessir ólíku félagar höfðu það verkefni að hrella börn að næturlagi en skrímslin framleiða orku fyrir bæinn sinn með ótta barnanna.
Jeff Bridges og Ryan Reynolds fara með aðalhlutverkin í grínspennumyndinni R.I.P.D. sem er frumsýnd á föstudag. Skammstöfunin stendur fyrir Rest In Peace Deparment sem mætti útleggja sem Draugadeild lögreglunnar. Myndin byggir á samnefndum myndasögum frá Dark Horse og fjallar um látna lögreglumenn sem hafa þann starfa að hafa hemil á glæpahneigðum draugum sem vilja ekki hvíla í friði. Bridges leikur Roy Pulsifer, reyndan og löngu dauðann fógeta í lögreglusveit framliðinna. Hann situr uppi með nýlátinn nýliða, rannsóknarlögreglumanninn Nick Walker (Ryan Reynolds), sem var á uppleið í starfi þegar hann lést. Félagarnir þurfa að leggja ágreining sinn til hliðar þegar þeir komast að samsæri sem ógnar heimsbyggðinni eins og hún leggur sig.
Mike og Sulley eru ekki aðeins ólíkir í útliti. Með þeim eru í upphafi litlir kærleikar.
Í Monsters University er horfið aftur í tímann og við hittum þá Mike og Sulley fyrir í háskóla þar sem þeir eru að læra nýjustu hrellingartækni. Þeir eru ekki orðnir þeir góðu vinir sem þeir síðar urðu, þola hvor annan illa en neyðast til að deila herbergi á heimavistinni. Báðir setja þeir metnað í námið og vilja ná sem lengst í hrellingunum. Hugmyndir þeirra um hvernig best sé að ná takmarkinu eru ólíkar en furðulegar uppákomur verða til þess að þeir læra að meta hvor annan og snúa bökum saman og varanleg vinátta skapast.
Aðrir miðar: Imdb. 7,7, Rotten Tomatoes: 78%, Metacritic: 65%
Pacific Rim GuilleRmo del ToRo skiPTiR um GíR
weekeNd
SJá SÝNiNgARTíMA á BioPARAdiS.iS & Midi.iS
SkÓLANeMAR:
25%
H E LG A R B L A Ð
The Rocky hoRRoR PicTuRe Show(16) (16)
AFSLáTTuR
TeeN woLF
gegN
20/7: 20.00
21/7: 20.00 23/7: 22.00 25/7: 18:00
FRAMvíSuN
SkíRTeiNiS!
Fátt sameinar mannkynið betur en ógn utan úr geimnum og Í Pacific Rim er allt lagt undir í lokaorrustunni um framtíð okkar hér á jörð við tröllvaxnar geimverur.
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711
Dómsdegi frestað Leikstjórinn og framleiðandinn Guillermo del Toro er með hugmyndaríkari mönnum sem ganga lausir í Hollywood þessi árin en hann er líka með þeim uppteknustu og hleður stöðugt á sig verkefnum. Í sinni nýjustu mynd, Pacific Rim, sigar hann tröllvöxnum geimskrímslum á mannkynið sem bregst við með því að skapa sín eigin skrímsli, risastór vélmenni sem send eru í fjölbragðaglímu við óvættina með heilmiklum bægslagangi og mögnuðum tæknibrellum.
m
Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt
Ólíkt því sem flestir kynnu að halda þá lá Del Toro yfir íþróttamyndum á meðan hann gerði Pacific Rim og sótti ekki innblástur til stórslysa- og skrímslamynda.
exíkaninn Guillermo del Toro er með áhugaverðari leikstjórum sem starfa í Bandaríkjunum um þessar mundir. Hann leikstýrði Blade II árið 2002 og var þar með kominn á flug. Tveimur árum síðar gerði hann Hellboy, eftir samnefndum myndasögum Mike Mignola. Þar lék hálf tröllið Ron Perlman rauða skrattakollinn Hellboy sem með hornum og hala berst gegn illum og yfirnáttúrulegum öflum á vegum stjórnvalda í Bandaríkjunum. Það voru þó nasistar, sem í miðri heim styrjöldinni, lyftu djöfsa upp úr djúpinu en bandarískir hermenn náðu skrattabarninu og fluttu hann til lands hinna frjálsu og hug rökku. Del Toro fylgdi Hellboy eftir með framhaldinu Hellboy II: The Golden Army 2008. Myndirnar voru engar sérstakar gull námur en komu út í plús en skiluðu ekki nægum gróða til þess að framleiðendur séu tilbúnir til þess að veðja á Hellboy í þriðja sinn en leikstjórinn elur enn þann draum í brjósti að ljúka kvikmyndasögu þess horn ótta með þriðju myndinni. Del Toro heillaði fólk upp úr skónum með draumkenndu fantasíunni Pan's Labyrinth á milli Hellboymyndanna og í Pacific Rim setur hann í yfirgír. Pan's Labyrinth var ljóð ræn í tregafullri fegurð sinni og rétt eins og í Hellboy lagði leikstjórinn áherslu á persónu sköpun. Allt slíkt prjál víkur til hliðar í Paci fic Rim þar sem keyrt er á mikilfenglegum brellum og botnlausum hasar og ljóst að þrátt fyrir erfiðleika við að fjármagna Hellboy 3 hefur Del Toro fengið rúm fjárráð til þess að koma hugmyndum sínum um dómsdagsstríð manna og véla við vondar geimverur á tjaldið. Jarðarbúar hafa hingað til starað upp í myrkan stjörnuhimin í leit að geimverum og
hafa frekar átt von á að geimverur kæmu að ofan. Í Pacific Rim rísa þær hins vegar upp úr hafinu, stórar og illvígar. Skrímslin nefnast Kaiju og byrja á því að rústa San Francisco og þegar fleiri borgir víða um heim falla hefst framleiðsla á risavélmennum, svokölluð Jae gers, sem líta út eins og risavaxinn Robocop. Tvær manneskjur eru í höfði vélmennanna og heilar þeirra eru samtengdir vélunum þannig að þeir hafi á þeim fullkomna stjórn. Jaegerarnir mega sín þó ekki mikils gegn geimtröllunum og þegar hér er komið sögu er eiginlega ekkert eftir nema úrslitaorr ustan um framtíð mannkyns. Tvær ólíklegar hetjur eru okkar síðasta von, fyrrverandi flugmaður og óreyndur maður í þjálfun eru settir yfir gamlan en goðsagnarkenndan Jae ger og síðan er haldið í hinsta bardagann. Ólíkt því sem flestir kynnu að halda þá lá Del Toro yfir íþróttamyndum á meðan hann gerði Pacific Rim og sótti ekki innblástur til stórslysa og skrímslamynda og þótt margt í fari Kaiju minni vitaskuld á Godzillu þá er Al Pacino meiri áhrifavaldur í Pacific Rim með hvatningarræðu sinni úr Any Given Sunday. Nú skal sko dómsdegi slegið á frest! Del Toro og Ron Perlam kunna vel við að vinna saman og leikarinn lætur sig ekki vanta í Pacific Rim en í aðalhlutverkunum eru Charlie Hunnam og hörkutöffarinn Idris Elba (Luther). Aðrir miðlar: Imdb. 7,7, Rotten Tomatoes: 72%, Metacritic. 65%
Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
Fjölskyldualbúmið 3 PLÖTUR Í FERÐALAGIÐ
MANNAKORN SUMAR HVERN EINASTA DAG EGÓ Í HJARTA MÉR SÁLIN HANS JÓNS MÍNS GOTT AÐ VERA TIL BAGGALÚTUR OG RÚNAR JÚLÍUSSON PABBI ÞARF AÐ VINNA Í NÓTT MEGAS OG SENUÞJÓFARNIR ÁSAMT ÁGÚSTU EVU ERLENDSDÓTTUR LENGI SKAL MANNINN REYNA KK OG MAGGI EIRÍKS Á SJÓ STUÐMENN HALLÓ, HALLÓ, HALLÓ RAGGI BJARNA OG SIGGA BEINTEINS Á PUTTANUM BJÖRGVIN OG HJARTAGOSARNIR ÞETTA REDDAST ALLT BJARTMAR OG BERGRISARNIR NEGRIL GEIRI SÆM FRÁ TOPP’ONÍ TÆR NÝDÖNSK IÐUR ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR ÞÚ ERT MÉR ALLT MAGNÚS OG JÓHANN VORIÐ ER KOMIÐ GRAFÍK BLÁIR FUGLAR TODMOBILE LESTIN LJÓTU HÁLFVITARNIR SONUR HAFSINS SPRENGJUHÖLLIN KEYRUM YFIR ÍSLAND VALDIMAR YFIRGEFINN JÓNAS SIGURÐSSON HAMINGJAN ER HÉR DIKTA JUST GETTING STARTED HJÁLMAR ÞAÐ SÝNIR SIG FRIÐRIK DÓR HÚN ER ALVEG MEÐ’ETTA PÁLL ÓSKAR OG MEMFISMAFÍAN ÞAÐ GETA EKKI ALLIR VERIÐ GORDJÖSS STEINDINN OKKAR OG ÁSGEIR ORRI GEÐVEIKT FÍNN GAUR ÁSGEIR TRAUSTI LEYNDARMÁL SIGURÐUR GUÐMUNDSSON OG MEMFISMAFÍAN ÞITT AUGA JÓN JÓNSSON WANNA GET IN FELDBERG DREAMIN’ HAFDÍS HULD ACTION MAN INGÓ OG FJALLABRÆÐUR ERU ÁSTFANGINN? LAY LOW PLEASE DON’T HATE ME HJALTALÍN CRACK IN A STONE
3CD
FRIÐRIK ÓMAR RASMUS SIGRÍÐUR THORLACIUS GILLIGILL BIRGITTA HAUKDAL LITIR SIGTRYGGUR BALDURSSON HVAÐ SEGJA DÝRIN? FELIX BERGSSON FISKURINN HENNAR STÍNU NYLON FURÐUVERK GUNNI OG FELIX HLÁTURINN LENGIR LÍFIÐ FRIÐRIK ÓMAR HÚN ER AMMA MÍN JÓHANNES HAUKUR JÓHANNESSON OG ÞÓRUNN ARNA KRISTJÁNSDÓTTIR BALLIÐ Á BESSASTÖÐUM JÓHANNA VIGDÍS ARNARDÓTTIR ÉG ÆTLA AÐ MÁLA ALLAN HEIMINN, ELSKU MAMMA ÓLÖF JARA SKAGFJÖRÐ, ÁGÚSTA EVA ERLENDSDÓTTIR OG HELGA BRAGA JÓNSDÓTTIR VINKONUR TINNA HRAFNSDÓTTIR TÓTI TANNÁLFUR HAFDÍS HULD DVEL ÉG Í DRAUMAHÖLL SVEPPI OG JÓHANN SIGURÐARSON ÓSKASTJARNAN SKOPPA OG SKRÍTLA BÚDDI FÓR Í BÆINN EIRÍKUR FJALAR DRAUMUR UM NÍNU
FÁANLEG Í NÆSTU VERSLUN
48
menning
Helgin 19.-21. júlí 2013
sk álholtsdómkirkja Fimmtíu ár a víGsluhátíð um helGina
Þriggja daga pílagrímaganga til Skálholts Vegleg viðburðahelgi, útidagskrá, hátíðarmessa og samkoma auk sýningar um aðdraganda byggingar Skálholtskirkju. Fimmtíu ára afmælishátíð Skálholtsdómkirkju verður haldin í Skálholti um helgina, frá föstudegi til sunnudags 19. – 21. júlí. Hálf öld er liðin frá vígslu kirkjunnar og afhendingu Skálholtsstaðar til þjóðkirkjunnar. Í tilefni vígsluafmælisins verður vegleg viðburðahelgi í Skálholti. Hátíðin hefst með kvöldtónleikum í kvöld, föstudag, klukkan 20 með kórasöng. Morgunbænir verða á morgun, laugardag klukkan 9 í Skálholti ásamt fararblessun og ferðabæn í Þingvallakirkju með pílagrímum á leið í Skálholtsdóm-
kirkju. Hátíðin verður sett klukkan 12 á tröppum Skálholtsdómkirkju. Þaðan verður gengið til messu að Þorlákssæti, ef veður leyfir. Geri úrhelli verður messan í kirkjunni. Sýning í Skálholtsskóla „Hálfrar aldar hátíð“ opnar klukkan 13.15 á laugardag. Hún fjallar um aðdraganda byggingar dómkirkjunnar. Klukkan 13.30 hefst skákmót í Skálholtsskóla Teflt verður með eftirgerð af hinum fornu sögualdartaflmönnum frá Ljóðhúsum á Suðureyjum en þeir eru taldir hafa verið gerðir af Margréti hinni oddhögu í Skálholti á
dögum Páls biskups Jónssonar. Guðmundur G. Þórarinsson flytur inngangsorð um líklegan íslenskan uppruna þeirra. Gestum verður boðið upp á útidagskrá á laugardeginum. Göngur hefjast klukkan 13.30 en þær eru söguganga, fuglaganga, skólaganga, urtaganga og fornleifafræðsla. Gamlir barnaleikir verða endurvaktir og börnunum gefinn kostur á að prófa fornleifarannsóknir. Við Gestastofu Skáldholts verður útimarkaður með grænmeti beint frá býli og aðrar afurðir úr sveitinni ásamt sölu
á kaffi og matarveitingum í Skálholtsskóla. Tónlistarflutningur verður í samvinnu við Sumartónleika Skálholtsdómkirkju. Klukkan 16.15 á sunnudag verður hátíðarsamkoma. Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar. Pílagrímaganga verður frá Stóra-Núpi í Skálholt, frá föstudegi til sunnudags, í tengslum við vígsluafmælið. Í dag, föstudag klukkan 16, verður helgistund og fararblessun í Stóra-Núpskirkju. Gengið verður í átt að Hrepphólum með viðkomu á hinum forna kirkjustað Steinsholti. Á
Fimmtíu ára afmælishátíð Skálholtsdómkirkju verður haldin í Skálholti um helgina. Mynd Vefur Skálholts
laugardag verður lagt af stað klukkan 13 frá Hrepphólakirkju og gengið í Auðsholt. Á sunnudag klukkan 11 verður haldið frá Auðsholti, pílagrímarnir ferjaðir yfir Hvítá og síðan gengið í Skálholt. Gangan endar við hátíðarmessu í Skálholtsdómkirkju sem hefst klukkan 14. Fólk getur slegist með í för hvar og hvenær sem er, eða verið með alla leið. -jh
kr akk alakk ar nýtt tímarit Fyrir börn
Portrettmyndir Svanhildar Höllu hafa vakið athygli.
Svanhildur Halla sýnir í Grósku Svanhildur Halla Haraldsdóttir er ung myndlistarkona sem heldur sýningu á portrettverkum sínum í sal Grósku á Garðatorgi í Garðabæ (gamla Betrunarhúsið). Sýningin var opnuð í gær, fimmtudag en hún stendur fram á sunnudag. Svanhildur Halla hefur unnið að verkum sínum í sumar á vegum Skapandi sumarstarfa í Garðabæ. Um er að ræða olíu- og vatnslitaverk. Portrettmyndir Svanhildar Höllu hafa vakið verðskuldaða athygli. Myndlistarkonan situr yfir sýningu sinni og vatnslitar jafnvel eitthvað á meðan.
SUMARSÝNING
HULDA TVEGGJAHÁKON HRAFNA & JÓN ÓSKAR Þrautalaus fróðleikur Davíð Örn Halldórsson Hallgrímur Helgason Hulda Hákon Húbert Nói Jóhannesson Jón Óskar 24. MAÍ - 29. JÚNÍ 2013 Steinunn Þórarinsdóttir Erró Opnunartímar Óli G.miðvikudaga Jóhannsson 11:00-17:00 til föstudaga og13:00-16:00 Kristján Davíðsson laugardaga
og eftir samkomulagi
Opnunartímar; 11:00-17:00 miðviku-föstudags, 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi.
Guðbjörg Gissurardóttir segist frekar vilja gefa út fá, vönduð og eiguleg blöð heldur en mörg lakari og vonast til þess að geta haldið útgáfu Krakkalakka áfram. Mynd Teitur
Þegar Guðbjörg Gissurardóttir hóf útgáfu tímaritsins Í boði náttúrunnar fann hún vettvang sem náði utan um öll helstu áhugamál hennar og hugðarefni. Hún fann börnum þó ekki stað í blaðinu og fór því að huga að sérstöku tímariti fyrir börn. Fyrsta tölublað Krakkalakka er nú komið út og Guðbjörg vonast til þess að viðtökurnar verði þannig að framhald geti orðið á útgáfunni.
G
TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery
Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is
Það er nóg til af krossgátublöðum, su-doku og hvað þetta heitir allt saman.
uðbjörg Gissurardóttir gefur út tímaritið Í boði náttúrunnar þar sem fjallað er um flest það sem hún hefur áhuga á; umhverfið, náttúruna og grænan og heilbrigðan lífsstíl. Hún vildi sinna börnum sérstaklega og réðst því í útgáfu tímarits fyrir krakka á öllum aldri. Hún segir hugmyndir sínar um heilbrigðan lífsstíl einnig endurspeglast í krakkablaðinu. „Þetta er blað sem ég er búin að ganga með í maganum eiginlega í þrjú ár,“ segir Guðbjörg sem sá í tímaritaútgáfu tækifæri til þess að ná öllum áhugamálum sínum saman á einum stað. „Börnin voru það eina sem ég náði einhvern veginn ekki að troða þarna inn og þá var náttúrlega ekkert annað að gera í stöðunni en að koma með sérblað fyrir börnin.“ Guðbjörg segir það þó hafa tekið sig þrjú ár að gera hugmyndina að Krakkalökkum að veruleika. „Þetta er búinn að vera gamall draumur og ég tók loksins af skarið.“ Þótt Guðbjörg leggi upp með að blaðið eigi að vera sígilt og eigulegt þá stílar hún dálítið inn á sumarið í efnistökum. „Þetta er svolítið hugsað fyrir sumarið og kemur því út núna. Blaðið er upplagt til að taka með sér í fríið en í því eru alls konar hugmyndir að hlutum sem hægt er að gera og ýmis skemmtilegheit í bland.
Hugmyndin er samt að blaðið sé tímalaust. Það er prentað á vandaðan pappír og er eigulegt. Krakkarnir eiga að geta átt þetta blað inni í herbergi eða uppi í hillu og gripið til þess hvenær sem er. Þess vegna næsta sumar. Ég lagði upp með að hafa það svo efnismikið að þú viljir eiga það til þess að grípa í.“ Guðbjörg segist oft spurð að því hvort í blaðinu séu þrautir, krossgátur og þvíumlíkt. „Það er bara eins og það sé það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar börn eru annars vegar. Ég svara bara þannig til að blaðið sé akkúrat ekki af því tagi. Það er nóg til af krossgátublöðum, su-doku og hvað þetta heitir allt saman. Þetta blað byggir meira á afþreyingu sem lifir lengur og er frekar ætlað að örva hugmyndaflugið og sköpunarkraftinn hjá börnum. Auk þess er það líka fræðandi og við leggjum mikið upp úr því að foreldrarnir geti líka haft gaman af þessu.“ Guðbjörg segir að draumurinn sé að halda útgáfu Krakkalakka áfram en þar sem engar auglýsingar eru í blaðinu muni viðtökurnar ráða framhaldinu. „Nú erum við bara að láta virkilega reyna á hvort þetta sé hægt.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
ENNEMM / SÍA / NM47860
50
samtíminn
Helgin 19.-21. júlí 2013
ævibogi halldórs laxness:
Ris í hverjum kafla Þ
ar sem Halldór Laxness átti langan, ótruflaðan og gifturíkan starfsferil og var auk þess síkvikur hugur í leit að endurnýjun; má vel skipta höfundarverki hans eftir hugmyndum Jung um hin fjögur æviskeið. Fram til 21 árs aldurs skrifar Halldór æskubækur sínar: Barn náttúrunnar, Nokkrar sögur og Undir Helgahnúk. Þetta eru verk ómótaðs höfundar; að mestu eftirapanir og gætu í raun verið skrifaðar af hverjum sem er. Ungmanndómsár Halldórs spanna tímann frá 1923 til 1944. Framan af þessum árum er hann leitandi og gerir ýmsar formtilraunir: Vefinn mikli frá Kasmír (25 ára). Alþýðubókin (27 ára), Kvæðakver (28 ára). Á seinni hluta tímabilsins koma síðan Salka Valka (30 ára), Sjálfstætt fólk (33 ára) og Heimsljós (38 ára) en á þessu tímabili skrifar hann líka leikritið Straumrof (32 ára), áróðursrit sín um Sovétríkin, Í Austurvegi (31 árs) og Gerska ævintýrið (36 ára), og fjölmargar greinar um þjóðfélagsmál. Þetta tímabil einkennist af gagnrýni og ákveðni; þarna er ungur maður á ferð að marka sér svæði og bás; jafn ákafur í að sanna eigið ágæti og ágalla þess samfélags sem mætir honum. Manndómsár Laxness ná yfir árin 1943 til 1964. Þau hefjast reyndar á Íslandsklukkunni (44 ára), sem ber svip fyrri verka, en upp úr því leggur Halldór minna upp úr formbyggingu skáldsagna sinna og stílistinn ræður fremur för; enda var stílinn alltaf sterkasta vopn höfundarins. Hann skrifar Atómstöðina (46 ára), Gerplu (50 ára), Brekkukotsannál (55 ára) og Paradísarheimt (58 ára). Á þessum árum reynir Halldór fyrir sér í leikritun en nær ekki að springa út. Hann fer að horfa aftur og skrifar tvær endurminningarbækur; Heiman ég fór (50 ára) og Skáldatíma (61 árs). Í þeirri fyrri horfir fullþroska maður á æsku sína en í hinni seinni horfir sá hinn sami á ungmanndómsárin og gerir upp við þau – að sumu leyti. Verk Laxness eftir 1965 tilheyra því tímabili sem Jung kallaði wise-old-man. Þá er Halldór laus undan kröfum samfélagsins og er frjáls í vali á viðfangsefnum; hann er engum að svara, hann þarf ekki að sanna neitt og lætur reynslu sína og visku renna fram sem áreynslulausast og án hindrana Hann skrifar Kristnihald undir Jökli (66 ára), Innansveitarkroniku (68 ára) og Guðgjafarþulu (70 ára) en snýr sér síðan að ritun endurminninga: Í túninu heima (73 ára), Úngur er var (74 ára), Sjömeistarasaga (76 ára) og Grikklandsárið (78 ára). -gse
Þroskaheft samfélag Þ
Halldór Laxness skrifaði sig í gegnum öll æviskeiðin og náði að blómstra á þeim öllum.
remst
ódýr!
% 7 4 afsláttur
998
kr. kassinn
ssinn Verð áður 189,6Mkrix. kaog 7 UP Egils appelsín
Hámark 3 kassar af hverri tegund meðan birgðir endast
aldursboginn hefur einfaldast:
Enginn er eldri en hann vill vera – er líklega vitlausasta fullyrðing sem sett hefur verið fram. Við höfum lítið sem ekkert vald yfir æviboganum og verðum að beygja okkur undir aldur og elli; og loks dauðann.
– fyrst og f
24 x 33 cl dósir
að er stundum sagt að ferðin sé aðalatriðið; ekki áfangastaðurinn. Og ef lífið sjálft er undarlegt ferðalag; þá á hlýtur þessi speki að eiga við um þá miklu ferð. Það eru alla vega ekki margir í okkar samfélagi sem líta á dauðann sem tilgang lífsins; né að verðlaun þess að þrauka í gegnum táradalinn fáist eftir dauðann. Ætli þeir sem trúa á líf eftir dauðann líti ekki núorðið á það sem bónusvinning fremur en sjálfan aðalvinning kvöldins. Sagan hefur fært okkur endalausa speki um þetta ferðalag okkar. Það er sagt að tvisvar verði gamall maður barn; líka að af jörðu séum við komin og að jörðu munum við aftur hverfa. Þetta eru söguþræðir sem mynda hring; hver vegur að heiman er vegurinn heim. Svo er önnur speki sem hafnar merkingu hins línulega tíma í lífi einstaklingsins; segir að líf hans hvíli í augnablikinu og að sú leiða staðreynd að þessi augnablik safnist upp eins og perlur á festi geti blekkt okkur til að lesa inn einhvern þráð í líf okkar; og oftast látið þá merkingu aftra okkur til að upplifa hið sanna líf augnabliksins. Svo eru líka til hugmyndir um lífið sem þroskabraut; þar sem við ferðumst úr myrkri til ljóss með einhverjum hætti. Skiljanlega fengu slíkar hugmyndir vængi með aukinni framfaratrú í kjölfar tæknibyltinga á nítjándu og tuttugustu öld. Þá var allt á framfarabraut; samfélagið, einstaklingurinn, þekkingin og viskan; efnahagurinn, velferðin og víðsýnin. Svo eru til allskyns hugmyndir aðrar. En þar sem ég ætla ekki að fjalla um tilgang lífsins leyfi ég mér að taka til handargagns þessar hugmyndir um þroskabrautina.
Mick Jagger og Keith Richard; táknmyndir þess hversu þroskaheft menning okkar er orðin. Menn á viskuskeiði ævi sinnar að leika sig unga og hömlulausa. Einskonar spéspegilmynd af Birgi Ármannssyni þegar hann settist á þing.
efnahagslegra breytinga; enda er þessi þroskakenning Jung byggð á þátttöku í mannfélaginu; skyldum okkar þar og því sem við fáum að launum. Það má því segja að breyttar félagslegar skyldur dragi áfram persónulegan þroska. Og þegar ekkert hrindir okkur áfram er kannski eðlilegt að við höggumst ekki. Það er ekki þroskinn sem rekur okkur áfram; hann kemur ef við höldum áfram.
Miðaldra fólk með skuldir og lífssýn ungmenna
Með mikilli einföldun má segja að Carl Jung, einn af þeim sem tóku að sér að fella sálarlíf mannsins að framþróunarhugmyndum í upphafi tuttugustu aldar, hafi skipt ævi mannsins í fjögur skeið: Æsku, ungmanndómsár, manndómsár og visku ellinnar. Og til enn meiri einföldunar þá dró hann strik í sandinn og sagði að æskan varaði til 21 árs aldurs, ungmanndómsárin til 42 ára aldurs, þá tækju manndómsárin við fram til 63 ára aldurs og eftir það ríkti viska ellinnar. Fyrir okkur sem höfum ekki enn náð þeim aldri; bíður semsé tímabil „the wise old man“. Eða the „wise old woman“. En það verður samt að segjast að þessar hugmyndir eru fremur karllægar og byggja á hugmyndum um vellukkað líf karla í kringum þar síðustu aldamót; karla með þokkalegt efnahagslegt sjálfstæði og tækifæri til sjálfsköpunar – um það bil 1 prósent af fólkinu. En hvað um það. Að því frelsi sem þeir karlar nutu; hafa allir síðan stefnt. Hugmyndin byggir á að ferðalagið færi okkur söguþráðinn að hluta; ný úrlausnarefni á hverju skeiði svo okkur þurfi aldrei að leiðast. Við breytumst líkamlega en félagsleg staða hefur ekki síður áhrif á þessa þroskabraut. Við notum æskuna til að gleypa í okkur þekkingu og reynslu annarra, ungmanndómsárin til að ryðja okkur til rúms í lífi fullorðinna, erum þá óhrædd við erjur og mótbyr; drögum síðan úr átökum á manndómsárunum og siglum fremur góðan byr til að nýta sem best þekkingu okkar og getu; og endum loks frjáls þenkjandi á efri árum með takmarkaðar skyldur gagnvart þvargi mannlífsins, þegar líkamleg geta minnkar verðum við meiri andi. Til að lifa góða ævi þurfum við að ná að blómstra á hverju skeiði. Þetta er semsé tölvuleikur þar sem hvert skeið á sitt borð með sínum þrautum.
Það eru mörg ár síðan við heyrðum síðast minnst á unglingavandamál. En það var aðal umræðuefnið frá stríðslokum og fram yfir æsku Jóns Gnarr. Unglingavandmál er í grunninn vandi sem hlýst af því þegar æskufólk fær ekkert hlutverk í samfélaginu; tímabilið frá því það fær ekki lengur vinnu á síðutogurum og þar til samfélagið felur því verkefni sem hæfir æviskeiði þess; æskunni. Í dag er unglingavandmálið á Íslandi líkara því sem þekkist í öðrum vestrænum löndum; ungt fólk vill ekki sleppa æskunni og teygir líf unglingsins fram undir þrítugt. Þetta er ekki aðeins vandamál á Ítalíu, þar sem ungherrar neita að flytja að heiman; heldur hefur þessi síðæskukúltúr breitt svo úr sér að stór hluti kvikmynda og tónlistar er krafa fólks á ungmanndómsárum sínum um að fá að vera lengur í menntaskóla hugans. Í hinn endann sjáum við fólk á fimmtugs- og sextugsaldri sem hangir á ungmanndómsárunum. Þessi hópur er tifandi tímasprengja; ekki bara vegna fyrirsjánlegra andlegra meina þar sem sjálfshygli æsku og ungmanndómsáranna hefur verið teygð yfir heila ævi; heldur líka vegna skuldsetningar. Eftir hrun kom nefnilega í ljós að það var fólk á sextugsaldri sem hefur aukið skuldir sínar mest. Ástæðan var ekki sú að hrunið hefði leikið þennan aldurshóp verr en aðra; heldur er þetta merki um menningarbreytingu: Æ fleira fólk tekur há og löng lán æ síðar á ævinni; hegðaði sér eins og ungmenni á manndómsárum sínum. Ef til vill er þetta fólk fórnarlömb ranghugmynda um auknar lífslíkur og lífsgæði. Við viljum trúa að nútíminn hafi lengt ævi okkar og teygt æskuþrekið (og vísum í tölur um auknar lífslíkur); trúum að við séum frjálsari gagnvart þeim kvöðum lífsins sem mörkuðu þroskabraut Jung. En ef lífslíkur hafa aukist um 20 ár síðan um miðja nítjándu öld; þá eru 10 ár tilkomin vegna minni barnadauða (ekki fleiri ár fyrir þá sem hafa náð fullorðinsaldri), 5 ár vegna aukinnar tækni við að halda dauðveiku fólki á lífi (fleiri verri ár) en aðeins 5 ár vegna bættrar heilsu; það er hin góða viðbót.
Ókláruð æska eltir okkur uppi
Harpan er zombie-kirkja
Lífið er tölvuleikur
Aldamóta- og kreppukynslóðin á Íslandi naut náttúrlega ekki æsku sinnar fram til 21 árs aldurs. Þetta fólk ólst upp við barnaþrælkun; var að fullu komið út á vinnumarkaðinn 10 til 12 ára fyrir lítið sem ekkert kaup. Það var því svipt æsku sinni að miklu leyti; náði ekki að ljúka því borði. Í dag eigum við auðvelt með að gera okkur í hugarlund hver áhrif það hefur að alast upp við harðæri, álag og aðstæður sem barnið getur ekki ráðið við. Ef viðkomandi tekst ekki að vinna úr þessari reynslu á fullorðinsárum er hætt við að viðkomandi verði hvorki leitandi ungmenni, eignist ekki blómstrandi manndóm og njóti lítillar visku á efri árum. Þótt margir þurfi að glíma á fullorðinsárum við afleiðingar af óbærilegu álagi í bernsku þá er það ekki megineinkenni okkar tíma að klippt sé á þessi fyrri þroskaskeið mannsins. Þvert á móti. Við lifum tíma þar sem æskan hefur teygt sig langt fram á þrítugsaldurinn og jafnvel lengur. Og þar sem margir sem ættu að njóta giftu manndómsins kjósa fremur þras og strögl ungmannsdómsáranna. Til einföldunar má segja að okkar menning hafi fækkað þessum þroskastigum niður i tvö: Æsku og ungmanndómsár. Það er þess vegna sem það er svona lítill manndómsbragður og viska í samfélaginu. Að hluta til er þetta ástand afleiðing af módernískri hugsun um að mennskan – og þar með talið hið náttúrlega og dýrslega í okkur; aldursboginn og líkamlegar breytingar – sé í raun galli sem okkur er mögulegt að yfirvinna; að við getum sigrað ellina (eins og það sé verðugt markmið). En fyrst og fremst eru þetta afleiðingar
Sé allrar einföldunar gætt; þá lifum við tíma þar sem æskan og ungmennin eru ein á sviðinu. Þetta sést til dæmis á forystu stjórnmálaflokkanna og þeim málefnum sem pólitíkin nær utan um. Það eru mest snjallar lausnir og oftrú á að í þetta sinn verði allt með öðrum brag – þótt lausnirnar séu nær þær sömu og áður skiluðu vondri niðurstöðu. Þessu fylgir líka afneitun á þroska og breytingum sem ævin ber með sér. Í stað þess að taka upp ný hugðarefni festist fólk í síendurteknum re-unionhátíðum; reynir að hanga á æsku sinni og ungmanndómi og þiggur ekki gjafir annarra æviskeiða. Lengi vel hélt ég að þessi þroskahefting væri einkenni ’68-kynslóðarinnar (sem er einkar trygg sínu unglingaherbergi og afurðum þess; hefur til dæmis lagt Rás 1 undir sitt útjaskaða plötusafn) en svo er augljóslega ekki. Það stefnir í að Harpa verði kirkja þessara æskutrúar. Fólk kemur þar saman og horfir sjónhverfingar þar sem aldurhnigin goð æskunnar birtast næstum ung; tákn þess að æskan og ungdómurinn séu víst eilíf. Kirkja hinna síðari tíma uppvakninga (zombies). Jón Gnarr hefur verið að skrifa sig frá sínum Hlemmi. Margir mættu fylgja honum og yfirgefa Hlemm æsku sinnar og ungdóms.
Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is
Brandenburg
Náðu þér í brúnku í sumar
facebook.com/noisirius
52
dægurmál
Helgin 19.-21. júlí 2013
Í takt við tÍmann borghildur gunnarsdóttir fatahönnuður
Russell Hobbs hraðsuðuketillinn var happafengur Borghildur Gunnarsdóttir er fatahönnuður sem hannar undir merkinu Milla Snorrason. Hún er ein af sjö hönnuðum í verslununni Kiosk en fötin hennar fást einnig í Kraum í Aðalstræti. Hún lærði í Listaháskóla Íslands en hefur einnig stundað starfsnám hjá Rue Du Mail í París og Peter Jensen og Erdem í London. Hún er þessa dagana að vinna að peysulínu úr íslenskri ull sem kemur í búðir næsta vetur. Staðalbúnaður
Ég er fatahönnuður og þegar ég stend ekki vaktina í Kiosk eyði ég dögunum í Studio Ooo sem ég deili með myndlistarkonunni og vinkonu minni Söru Gillies. Ég er mjög mikið fyrir þægindi þegar kemur að klæðnaði og það kemur til dæmis varla nokkurn tíma fyrir að ég vogi mér í hælaskó. Þegar ég kaupi föt legg ég mikla áherslu á góð efni og vil helst bara vera í bómull, ull og silki. Ég elska stórar ullarpeysur og gallabuxur, er lítið fyrir flegið eða aðsniðið og vel mér oft frekar herralega og vandaða leðurskó. Að sjálfsögðu nota ég öll Milla Snorrason fötin mín fullt en annars á ég slatta af fötum og fylgihlutum frá vinum mínum í Kiosk. Ég elska að kíkja í Cos þegar ég er erlendis en annars er ég mikið fyrir „second hand“ í bland og finnst gaman að leita að földum fjársjóði í Rauða Krossinum eða Kolaportinu.
Hugbúnaður
Ég stunda afró dans í Baðhúsinu á veturna og er búin að vera hálfónýt í sumar án þess. Fer út að hlaupa með hundinn í staðinn og stunda hitt nýja æðið mitt sem eru fjallgöngur. Í vetur og vor tók
ég þátt í fjallaprógrami Íslenskra Fjallaleiðsögumanna og endaði á toppi Íslands, Hvannadalshnúki um miðjan júní. Er einmitt búin að vera að bíða eftir tækifæri til að auglýsa það á opinberum vettvangi. Ég horfi eiginlega aldrei á sjónvarp nema kannski á House of Cards og einstaka dýralífsþátt. Ég vel mér svo þætti á netinu og er forfallinn aðdáandi teiknimyndaþáttanna Adventure Time with Finn and Jake.
Vélbúnaður
Mér þykir voða vænt um sjö ára gömlu Mac tölvuna mína og mun halda fallega útför þegar hún fellur frá. Ég á nokkurra ára gamlan Samsung síma sem er kannski ekki sá snjallasti í bransanum en virkar vel fyrir ýmislegt eins og Instagram og tölvupósts-tékk. Saumavélin mín er gömul og trygg Elna frá mömmu. Svo er ég nýbúin að kaupa gamlan Russell Hobbs hraðsuðuketil í Kolaportinu á fimmhundruðkall sem er einhver mesti lottóvinningur sem ég hef unnið. Hann þjónar teþörfum okkar í Studio Ooo og amma segir að hann muni endast til æviloka.
Aukabúnaður
Mér finnst gaman að elda heima, reyni að borða hollt og elska að gera góða grænmetisrétti eða súpur. Er líka ein af þeim sem fögnuðu ákaft komu Halloumi osts til Íslands. Hvenær kemur alvöru gnocchi? Ég er algjört nestisnörd og gæti lifað á rúgbrauði með osti ásamt grænmeti og ávöxtum. Þegar ég borða utan heimilisins fer ég til dæmis á Tokyo sushi, Grænan Kost, Garðinn, Deli, Balkanika og Snaps. Ef ég fer á kaffihús vel ég helst Tíu Dropa, Babalú eða eitthvað huggulegt bókakaffi og skoða blöð. Þá sjaldan að ég kíki út á lífið þá vel ég helst Harlem, Dollý, Boston, Kaffibarinn eða Prikið en ég verð að viðurkenna að ég elti oft bara Dj KGB enda er hægt að bóka gott kvöld ef hann er að spila. Ég drekk oftast bara bjór en fæ mér einstaka kokteil, til dæmis gin í gingerale með sítrónu og stundum er gott að fá sér smá rauðvín eða hvítvín. Ég á ekki bíl en tek gula drauminn reglulega.
Taktu 4G pung eða hnetu með í fríið!
1 0 X m ei
4G pung og hnetu er hægt að nota bæði á 4G og 3G þjónustusvæði Nova. Sjá nánar á www.nova.is.
ri hr að i en m eð 3G pu ng !
4G pungur
6.990 kr.
með þjónustusamningi í áskrift. Fullt verði í áskrift og frelsi: 12.990 kr.
4G hneta
12.990 kr.
Hægt að n e t t e n g ja a llt að 1 0 tæki ( W iF i)
með þjónustusamningi í áskrift. Fullt verði í áskrift og frelsi: 19.990 kr.
Þjónustusamningur í áskrift er til 6 mánaða, greitt með kreditkorti. Nánari upplýsingar á nova.is.
ti Setmæmrstistaður
sk
í heimi!
appafengur
Með bókasafnið í símanum
Ég er algjör lestrarhestur – og ég er líka kölluð Sigga strax. Þess vegna finnst mér dásamlegt að geta keypt mér bók hvar sem er og hvenær sem er og geta byrjað að lesa hana strax. Ég á ekkert sérstakt tæki til að lesa bækur á, heldur nota bara tækið sem ég er alltaf með: símann minn. Með Kindle-appinu get ég valið úr einni og hálfri milljón bókatitla á amazon.com og halað bókum beint niður í símann minn, auk tímarita og dagblaða. Margir verða forviða þegar þeir sjá mig lesa heilu skáldsögurnar á þessum litla skjá sem síminn er. Mér finnst það ekkert mál, en þeir sem vilja geta náð sér í forritið í spjaldtölvur og notað sama aðganginn á mörg tæki. Ef maður er nettengdur við lesturinn uppfærist bókin sjálfkrafa á öllum tækjunum þannig að hún opnast alltaf á þeim stað þar sem þú lokaðir henni síðast. Raunar er einnig hægt að nota Kindle appið í tölvuna, sem er hentugt til að mynda með matreiðslubækur heima við. Kindle appið er í raun lítill kyndill í símanum og hefur alla þá „fítusa“ sem kyndillinn býður upp á, hægt er að stækka og minnka letrið, breyta lit á stöfum og bakgrunni, fletta upp orðum, afrita, leita eftir orðum, undirstrika, skrifa athugasemdir, leita á wikipedia og þar fram eftir götunum. Það sem er líka svo skemmtilegt við þetta app er að líkt og í netbókabúðinni Amazon (sem gefur út appið) koma upp tillögur að bókum sem líkjast þeim sem maður hefur þegar lesið – því þarf aldrei að leita langt yfir skammt. -sda
FERÐAVAGNINN FÆRÐU HJÁ OKKUR!
AFM ÆLI STIL BOÐ
Ægir-Tjaldvagn
+ Fortjald + Dúkur + Yfirbreiðsla
Verð kr. 1.442.700. Afsláttur kr. 352.700.
Afmælistilboð kr. 1.090.000.
MEÐ Ö FYLG LLUM HJ IR AU Ó KAHL LHÝSUM U AÐ V ERÐM TAPAKKI ÆTI
KR. 2 50.00 0.
PALOMINO Yearling - 10 feta Verð kr. 2.590.000. Afsláttur kr. 300.000.
Afmælistilboð kr. 2.290.000. Þar sem ferðalagið byrjar Opið
Laugardagur Sunnudagur
TIL ÞJÓNUSTU Í 100 ÁR 11:00-16:00 12:00-16:00
Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is
54
dægurmál
Helgin 19.-21. júlí 2013
baltasar Kor máKur Hleður batter íin fyr ir nor ðan
Horfir til Everest frá Skagafirði V Baltasar Kormákur fann sér stund milli stríða og hefur notið lífsins í Skagafirðinum. Framundan er hasar í kringum frumsýningu 2 Guns og síðan verður lagt á Everest.
egur Baltasars Kormáks vex jafnt og þétt í Hollywood og leikstjórinn er hlaðinn verkefnum. Hann fann þó smá glufu í dagskránni í júní og hvílist nú í faðmi fjölskyldunnar á Hofi í Skagafirði. Fer í útreiðartúra og nýtur þess að vera fjarri skarkalanum. Hann segir fríið þó vera innan gæsalappa og kvöldin fara mikið í símtöl yfir hafið þar sem undirbúningur fyrir næstu mynd hans, Everest, er í fullum gangi. Baltasar segist þó lítið geta sagt til um hvernig næstu verk-
efni muni raðast en gangi allt eftir leggur hann á Everest næst. „Maður hefur ekki alltaf stjórn á þessu og hvernig þetta raðast. Verkefnin raðast svolítið upp af sjálfu sér,“ segir leikstjórinn. Næsta mynd Baltasars, spennumyndin 2 Guns með þeim Denzel Washington og Mark Wahlberg í aðalhlutverkum, verður frumsýnd í byrjun ágúst og þá fer allt á fullt hjá Baltasar á ný. Hann tók upp fyrsta þáttinn í sjónvarpsþáttaröðinni The Missonary, fyrir kapalstöðina HBO, áður en hann
einHleypir sKemmta sér í sólóKlúbbnum
kláraði 2 Guns. „Tímasetningarnar gengu þannig upp að ég gerði þáttinn og fór svo og kláraði 2 Guns. Þannig að það var ekki fyrr en núna í júní sem ég var nokkurn veginn að losna, Þá komst ég aðeins heim og er búinn að vera fyrir norðan. Það er samt að ýmsu að hyggja. Ég fer fljótlega til Bandaríkjanna í viðtöl vegna 2 Guns og eins og staðan er núna fer Everest að fara í gang.“ Baltasar gerir ráð fyrir að hann hefjist handa við Everest fyrr en seinna enda sé einhverjum örfáum
samningum í kringum hana ólokið en allt stefni hratt í rétta átt. Everest er byggð á bókinni Into Thin Air eftir Jon Krakauer og segir frá örlagaríkum leiðangri á þennan hæsta tind veraldar 1996. Christian Bale var til skamms tíma orðaður við aðalhlutverkið en leikararnir Josh Brolin og Jake Gyllenhaal eru nú í viðræðum um að taka að sér hlutverk undir stjórn Baltasars. Baltasar áformar að taka myndina að stórum hluta upp á Íslandi og einnig í Nepal og á Ítalíu. -þþ
Ég fer fljótlega til Bandaríkjanna í viðtöl vegna 2 Guns og eins og staðan er núna fer Everest að fara í gang.
tónlist söngHópurinn olga Heldur í tónleiK aferð um landið
Ástin veldur stundum afföllum s
ólóklúbburinn er félagsskapur einhleyps fólks sem vill njóta lífsins og gera eitthvað með öðrum án þess að vera drifið áfram í örvæntingarfullri makaleit. Klúbburinn var stofnaður 2007 og meðlimir hittast reglulega og stundum með litlum fyrirvara til þess að skemmta sér. Rósa Þorleifsdóttir er í forsvari fyrir klúbbinn en hún segir hann hafa orðið til þegar fólk sem var orðið leitt á að finna sér félagsskap á Einkamál.is hafi ákveðið að gera eitthvað róttækt í málinu. „Þetta var fólk sem notaði vefinn bara til þess að hitta annað fólk en ekki til þess að finna sér maka. Þetta hefur alls ekkert að gera með stefnumót eða makaleit. Því fer fjarri.“ Tilgangurinn er einfaldlega að koma sér út af heimilinu og gera eitthvað með öðrum. „Við förum í leikhús, út að borða, förum í gönguferðir og höldum matarboð. Við erum bara félagsskapur einhleyps fólks sem vill njóta lífsins og gera eitthvað saman. Gera eitthvað annað en sitja föst við Facebook eða sjónvarpið með fjarstýringuna í
annarri hendi og hina undir vanga.“ Sólóklúbburinn er opinn öllum einhleypum á aldrinum 25-59 ára en eins og stendur er meðalaldurinn í kringum fertugt. Þótt makaleit sé ekki málið segir Rósa að stundum taki ástin völdin innan hópsins, fók nái saman og
Sönghópinn Olgu skipa Haraldur Sveinn Eyjólfsson, Gulian van Nierop, Bjarni Guðmundsson, Philip Barkubarov og Pétur Oddbergur Heimisson. Allir stunda þeir nám í klassískum söng við Tónlistarháskólann í Utrecth í Hollandi hjá Jóni Þorsteinssyni. Mynd/Jonathan Alexander Ploeg.
Bjóða öllum Olgum á tónleika
þá verða að vonum afföll. „Fólk hefur alveg fundið sér maka í gegnum félagið og í augnablikinu er fjöldinn í lágmarki meðal annars vegna þess að við höfum tapað félögum sem rugluðu saman reitum,“ segir Rósa. Þegar mest hefur verið voru félagarnir um 200 en eru nú í kringum 70 að sögn Rósu. Frekar upplýsingar og skráning í klúbbinn eru á heimasíðu hans www. soloklubburinn.is. -þþ
Meðlimir Sönghópsins Olgu kynntust í tónlistarháskólanum í Utrecht í Hollandi og halda í tónleikaferð um Ísland í ágúst. Allar Olgur landsins, 283 talsins, hafa fengið boð á tónleikana.
V Það eru tvö hundruð áttatíu og þrjár sem heita Olga á Íslandi og ég vona að þær taki vel í þetta.
Buxur Háar í mittið Regular fit, beinar niður 1 litur: svart Str. 34 - 56
Fjölmiðlakonan Olga Björt Þórðardóttir er ein þeirra sem fengið hefur boð á tónleika sönghópsins Olgu.
Verð 12.900 kr.
“Kryddaðu” fataskápinn með fatnaði frá
Mynd Hari.
Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16
síðuna okkar
ið héldum fyrstu tónleikana okkar í Hollandi og ákváðum þá að allar sem heita Olga fengju frítt inn og í framhaldi af því kviknaði sú hugmynd að bjóða öllum Olgum á Íslandi persónulega á tónleika í tónleikaferðinni okkar. Það er svo gott að búa á svona litlu landi því þá er auðvelt að hafa uppi á heimilisföngum en við sendum boðsbréf heim til allra sem heita Olga,“ segir Bjarni Guðmundsson, einn söngvara Sönghópsins Olgu en hópurinn heldur í tónleikaferð í ágúst og hefur boðið öllum Olgum landsins að mæta frítt á einhverja af tónleikunum. „Það eru tvö hundruð áttatíu og þrjár sem heita Olga á Íslandi og ég vona að þær taki vel í þetta. Hingað til höfum við aðeins heyrt af jákvæðum viðbrögðum,“ segir Bjarni. Fjölmiðlakonan Olga Björt Þórðardóttir er ein þeirra sem fengið hafa boðskort á tónleika sönghópsins. „Ég fékk þetta fína boðsbréf frá sönghópnum, undirritað af þeim öllum fimm. Þetta er mjög jákvætt framtak hjá þeim og fékk mig svo sannarlega til að brosa,“ segir Olga sem stefnir að því að þiggja boð sönghópsins og mæta á tónleika. „Það yrði gaman að kíkja því maður fær nú ekki svona boðsbréf á hverjum degi. Við erum tvær Olgurnar sem erum systkinabörn og heitum eftir ömmu okkar. Það væri gaman að fara með henni á
tónleika með Sönghópnum Olgu.“ Sönghópinn skipa fimm söngvarar, þrír frá Íslandi, einn frá Hollandi og einn uppalinn í Bandaríkjunum en af rússneskum ættum. Allir stunda þeir nám í klassískum söng við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi hjá Jóni Þorsteinssyni söngkennara. Hópurinn flytur þjóðlagatónlist frá öllum heimshornum og á dagskrá tónleikanna eru lög á fimm tungumálum, íslensku, ensku, þýsku, hollensku og rússnesku. Sönghópurinn heldur tónleika í Flatey 3. ágúst, á Ólafsfirði 6. ágúst og í Djúpavogi þann áttunda. Tónleikaferðinni mun svo ljúka með tvennum tónleikum í Reykjavík, þann 9. ágúst í Áskirkju og þann 10. í Fríkirkjunni í Reykjavík en þeir tónleikar verða hluti af „off-venue“ dagskrá Hinsegin daga. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is
Bréfin 283 sem sönghópurinn Olga sendi öllum Olgum á landinu. Söngvararnir undirrituðu öll boðsbréfin. Mynd/Bjarni Guðmundsson.
BRINGUSMÁBITAR EL
I NN
FRÁ GRU Ð DA
KJÚKLINGABRINGUR ÁS TA Ð N U M
6 BITAR 9 BITAR
799 999
PIPAR \ TBWA •
SÍA •
131109
MÁLTÍÐ
Bættu 3 bringusmábitum við KFC máltíðina þína
VIÐBÓT 499
6 bitar, franskar og gos
1.199
R A T I B Á M S BRINGU bringu, kryddaðir Gómsætir bitar úr 100% kjúklinga bein, ekkert með leyniuppskrit ofurstans. Engin sem viðbót við vesen. Frábærir einir og sér eða klingabringa. máltíð. Fjórir bitar eru ein heil kjú
svooogott gott
™
HE LG A RB L A Ð
Hrósið... ...fær Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, fyrir að halda marki liðsins hreinu gegn Hollandi á EM kvenna í Svíþjóð.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Bakhliðin MaRÍa Rut KRiStiNSdóttiR
SPARIÐ
blue silk
15.000
90 X 200 SM. ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR
Traustur vinur
Aldur: 24 ára. Maki: Nei. Börn: Fimm ára gamall sonur. Foreldrar: Kristinn Þröstur Jónsson og Vigdís Erlingsdóttir. Menntun: BS í sálfræði. Áhugamál: Hagsmunabarátta stúdenta, góð tónlist og góður félagsskapur. Er talsmaður Druslugöngunnar í ár og hefur mikinn áhuga á málefnum tengdum henni en markmið göngunnar er að vekja athygli á að það eru gerendur sem bera ábyrgð á kynferðisofbeldi en ekki þolendur. Fyrri störf: Herferðarkona hjá Amnesty, forstöðumaður í félagsmiðstöð á Ísafirði og fiskvinnsla. Starf: Formaður Stúdentaráðs. Stjörnumerki: Naut. Stjörnuspá: Það verður gengið hart eftir starfskröftum þínum svo þér er nauðsyn ein að verja þig ef ekki á illa að fara. Þér hættir til að hafa of miklar áhyggjur. Samkvæmt spá á mbl.is.
FULLT VERÐ: 49.950
34.950
BLue siLK AmeRísK DÝnA Góð amerísk dýna. Stærð: 120 x 200 sm. fætur og botn fylgja með. Vnr. 8880000489
ALLT FYRIR SVEFNINN Høie unique sæng og KoDDi Vönduð thermosæng fyllt með 2 x 600 gr. af holtrefjum. Stærð: 140 x 200 sm. Koddinn er fylltur með 500 gr. af holtrefjum. Stærð: 50 x 70 sm. Sængurtaska fylgir. Vnr. 4117000
SÆNG+KODDI
M
aría Rut er heiðarleg, kærleiksrík, áreiðanleg og mjög góður vinur,” segir Steingerður Sonja Þórisdóttir, vinkona Maríu. „Hún á til óendanlega mikið af kærleik og hlýju og er alltaf tilbúin að rétta öðrum hjálparhönd, sama hver það er.“
SÆNG+KODDI
9.995
PLUS ÞÆ GI ND I & GÆ ÐI
María Rut Kristinsdóttir er formaður Stúdentaráðs en ráðið hefur beitt sér af krafti gegn nýjum úthlutunarreglum LÍN sem eiga að taka gildi í haust og höfðað mál á hendur ríkinu og sjóðnum vegna þeirra.
Rýmingarsala
Lokað á laugardögum
10.000
2
FULLT VERÐ: 49.950
SPARIÐ
1000
eIN St ök GÆ ÐI
1 SETT
afsláttur
VERÐ FRÁ:
2.495
DARK myRKvunARgARDínA Þykk og góð myrkvunargardína. Litur: Hvítt. Stærðir: 60 x 170 sm. 2.495 80 x 170 sm. 2.995 100 x 170 sm. 3.495 110 x 170 sm. 3.995 120 x 170 sm. 4.295 140 x 170 sm. 4.695 150 x 170 sm. 4.995 160 x 170 sm. 5.495 180 x 170 sm. 5.995 200 x170 sm. 6.495 90 x 250 sm. 4.495 150 x 250 sm. 5.995 Vnr. 69060000
SPARIÐ
SPARAÐU
GOLD
70% Allt á að seljast verslunin hættir
ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR
KAUPTU
MYRKVUNARGARDÍNA
Allt að
TILBOÐ GILDA 19.07 - 24.07
4.995
neLL sænguRveRAseTT Fáanlegt í svörtu og hvítu. Efni: 100% bómullarsatín. 140 x 200 sm. og 50 x 70 sm. Lokað að neðan með tölum. 2 stk. 8.990 Vnr. 1259480
39.950
nAnTes fATAsKápuR Litir: Hvítur og hvíttuð eik. Stærð: B146 x H201 x D60 sm. Vnr. 3698735 KRonBoRg KoDDAveR Vönduð, einlit KRONBORG koddaver. Efni: 100% gæðabómull. Stærð: 50 x 70 sm. 2 stk. 1.490 Vnr. 1082201
25% AFSLÁTTUR
KAUPTU
2
SPARAÐU
1 STK.
995
VERÐ FRÁ:
795 www.rumfatalagerinn.is
pRiCe sTAR fRoTTÉ og JeRsey TeygJuLÖK 90 x 200 sm. 795 140 x 200 sm. 1.095 160 x 200 sm. 1.195 180 x 200 sm. 1.295 Vnr. 1600301