20 11 2015

Page 1

trúði því að konur gætu allt

Sif Sigfúsdóttir hefur alið upp sex börn, er með nokkrar háskólagráður, auk skiptstjórnarréttinda og var að senda frá sér sína fyrstu bók. viðtal 22

mikkeller landsliðsvakti maðurinn lukku bjó á götunni jólabjór 64

viðtal 28

20.-22. nóvember 2015 46. tölublað 6. árgangur

Var eiginlega fangi ítalska greifans Nafn Rutar Káradóttur innanhússarkitekts þekkja flestir en færri vita um ævintýralegt lífshlaup hennar. Hún fór í nám í innanhússarkitektúr í Róm þar sem hún leigði íbúð með hassreykjandi bóhem og lífskúnstner. Þar kynntist hún líka syni mafíuforingja en lyftan í sex hæða húsi fjölskyldunnar var sundurskotin og lífverðir á hverju strái. Eftir útskrift fór hún heim en ástin togaði í hana og hún flutti út aftur til að giftast ítölskum greifa. „Það var skelfilegur tími,“ segir Rut. „Ég mátti ekki vinna úti, átti bara að vera fín og sæt. Hann fylgdist með öllu sem ég gerði. Ég var eiginlega bara fangi og ég fæ enn martraðir á nóttunni.“ Á endanum tókst Rut þó að sleppa og kom alkomin til Íslands árið 1997. Dag einn í ræktinni birtist maðurinn í lífi hennar ljóslifandi. „Ég bara sé þennan huggulega mann,“ segir hún, „og vissi um leið: þetta er maðurinn minn!“ Yfirlitsbók um hönnun Rutar er nýkomin út.

tístari og ljóðskáld í joggingbuxum

Hvað borða börnin í skólanum? samfélagið 10

Múmín jólavörur komnar

Múmín jólakúlur

990,-

FINNSKA BÚÐIN #finnskabudin Kringlunni, 787 7744 Laugavegi 27, 778 7744

Ljósmynd/Hari

Frá 84.990 kr.

nærmynd 14

dægurmál 80

síða 32

Pad Air 2

Kommentakerfin loga af svívirðingum

Þú færð allar fallegu Apple vörurnar í Kringlunni

MacBook 12” Frá 247.990 kr.

iPhone 6S Frá 124.990 kr.

Sérverslun með Apple vörur

KRINGLUNNI ISTORE.IS


2

fréttir

Helgin 20.-22. nóvember 2015

 reykjavíkurfluGvöllur deilT um fr amTíð fluGBr auTar

Borgin í mál við ríkið

B

orgarráð hefur falið borgarlögmanni að höfða mál á hendur ríkinu vegna ákvörðunar Ólafar Nordal innanríkisráðherra um að hafna lokun NA/SV flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Innanríkisráðherra hefur hafnað kröfu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að loka NA/SV flugbraut á Reykjavíkurflugvelli, svokallaðri neyðarbraut, og á fundi borgarráðs á fimmtudagsmorgun var samþykkt að fela borgarlögmanni að höfða mál á hendur

ríkinu vegna málsins. Á fundinum var lagt fram svarbréf innanríkisráðherra, þar sem mótmælt er rökum Reykjavíkurborgar að innanríkisráðuneytinu fyrir hönd íslenska ríkisins sé skylt að tilkynna lokun NA/SV flugbrautarinnar og gera breytingar á skipulagsreglum. Þá er mögulegri bótaskyldu ríkisins vegna fyrirhugaðra byggingaráforma á Hlíðarendasvæði mótmælt. Vegna tilvísunar Reykjavíkurborgar til mögulegrar málshöfðunar á hendur íslenska ríkinu til viðurkenning-

Ríkið samþykkir ekki þá kröfu borgarinnar að því sé skylt að loka neyðarbrautinni.

 TónlisT Björk GuðmundsdóTTir fimmTuG á morGun

hiTa m ælir inn

Á enn eftir að vinna sín bestu verk

Staða Árna Páls

V fro ið stm ar k

„Það er löngu orðið ljóst að Árni Páll Árnason og sú forysta sem hann hefur sér við hlið dugar ekki. Það má öllum vera ljóst,“ segir Illugi Jökulsson, fjölmiðlamaður og rithöfundur. Fylgi Sam-

ar á kröfum sínum um að brautinni verði lokað og skipulagsreglum fyrir Reykjavíkurflugvöll breytt, er tekið fram að telja verði eðlilegt að Reykjavíkurborg leggi fyrir dómstóla að fá úr þeim álitamálum leyst þannig að skorið verði úr um hvort sú skylda hvíli á ríkinu að loka flugbrautinni eða skipulagsreglum breytt.

fylkingarinnar er komið niður í átta prósent í skoðanakönnunum og Illugi og Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar, telja að tími sé kominn til að skipta um formann.

Hálf milljón Íslendinga eftir hálfa öld?

Geðfatlaðir studdir til sjálfstæðrar búsetu

Íslendingar verða öðru hvoru megin við hálfa milljón árið 2065, miðað við spá Hagstofu Íslands sem hefur birt mannfjöldaspá 2015-2065 sem gerir grein fyrir áætlaðri stærð og samsetningu mannfjölda í framtíðinni. Spáin er byggð á tölfræðilíkönum fyrir búferlaflutninga, frjósemi og dánartíðni. Samkvæmt miðspánni má ætla að íbúar verði 437 þúsund árið 2065 bæði vegna fólksflutninga og náttúrulegrar fjölgunar. Til samanburðar var mannfjöldinn 329 þúsund 1. janúar 2015. Í háspánni verða íbúar 513 þúsund í lok spátímabilsins en 372 þúsund samkvæmt lágspánni. Spáafbrigðin byggja á mismunandi forsendum um hagvöxt, frjósemishlutfall og búferlaflutninga.

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur gert samning við Geðsvið Landspítala um samstarf meðferðargeðdeildar og íbúðakjarna fyrir geðfatlað fólk. Markmið verkefnisins er að auka líkur á sjálfstæðri búsetu geðfatlaðra einstaklinga til framtíðar með eða án stuðnings frá sveitarfélaginu og geðsviði. Samstarfið er tilraunaverkefni, til tveggja ára, þar sem velferðarsvið skuldbindur sig til að útvega tvær til þrjár íbúðir í samstarfi við Félagsbústaði og þjónusta íbúa þeirra frá íbúðakjarna við Austurbrún. Þjónustan samsvarar hálfu stöðugildi stuðningsráðgjafa.

Björk Guðmundsdóttir, frægasti tónlistarmaður Íslands fyrr og síðar, verður fimmtug á morgun, 21. nóvember, og er enn að kanna nýjar lendur í tónlist sinni. Íslenskir tónlistarmenn sem eru að hefja ferilinn í dag njóta allir þeirrar forgjafar sem það gefur að vera landar hennar, segir framkvæmdastjóri ÚTÓN.

Þ

essi rödd er náttúrulega náttúruafl sem hreyfir við manni á einhvern sérstakan hátt,“ segir Sigtryggur Baldursson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri ÚTÓN. „Björk hefur þróast og þroskast sem tónlistarmaður og mér finnst hún alltaf verða betri og betri. Síðustu verk hennar hafa verið mjög áhrifamikil og þar er hún að fara inn á nýjar slóðir sem ég átti ekki von á að hún færi á. Hún kemur sífellt á óvart eins og margir mikilvægir listamenn, ekki bara öðrum heldur ekki síst sjálfri sér.“ Spurður hvaða áhrif velgengni Bjarkar á heimsvísu hafi haft á útflutning á íslenskri tónlist segir Sigtryggur engan vafa leika á að hún sé stærsta vörumerki Íslands í tónlist fyrr og síðar á alþjóðavettvangi. „Þannig hefur hún gert meira en nokkur annar tónlistarmaður til þess að móta það jákvæða orðspor sem íslensk tónlist sem vörumerki hefur fengið á heimsvísu sem þýðir það að íslenskir tónlistarmenn njóta ákveðinnar forgjafar, eins og þeir segja í golfinu. Björk hefur ein og sér, með því að vera þessi listamaður sem hún er, gert ómetanlega mikið fyrir íslenskt tónlistarlíf og íslenska tónlistarmenn sem nú eru að vaxa upp og reyna að hasla sér völl erlendis.“ Spurður hvort hækkandi aldur hafi áhrif á sköpun tónlistarmanna segir Sigtryggur svo ekki þurfa að vera. „Það er auðvitað misjafnt hvernig bransinn fer með fólk, en Björk hefur haldið sínu sambandi við listagyðjuna nokkuð heilögu og alltaf gert hluti algjörlega á sínum forsendum. Þannig að ég á von á hennar bestu verkum í náinni framtíð.“ Jónas Sen, tónlistarmaður og tónlistargagnrýnandi, sem hefur starfað með Björk, tekur í sama streng og Sigtryggur. „Björk hefur náttúrulega þessa einstöku rödd sem er ekki lík neinni annarri, en svo er hún líka bara svo frábært tónskáld,“ segir hann. „Verk hennar eru mun metnaðarfyllri og stærri en algengt er í dægurtónlist, hún sver

Björk hefur ein og sér, með því að vera þessi listamaður sem hún er, gert ómetanlega mikið fyrir íslenskt tónlistarlíf og íslenska tónlistarmenn.

Tónlistarspekúlantar eru þess fullvissir að Björk muni halda áfram að koma okkur á óvart sem tónlistarmaður þótt hún sé að ná þeim virðulega aldri að verða 50 ára.

Sólóplötur Bjarkar: 1993 Debut

1997 Homogenic

2001 Vespertine

1995 Post

2000 Selmasongs

2004 Medúlla

sig meira í ætt við klassísk tónskáld eins og Rachmaninoff eða Schumann. Hún endurtekur sig heldur ekki, hver plata er í allt öðrum dúr en sú sem kom á undan. Hún er líka frábær „performer“ og þróar tónlist sína jafnt og þétt á meðan hún er að túra þannig að það er meira gaman að heyra hana læf en á plötu, svo ekki sé nú minnst á að sjá hana, sem er alltaf upplifun.“

2005 Drawing Restraint 9 2007 Volta

2011 Biophilia 2015 Vulnicura

Jónas segir það ekki hvarfla að sér að Björk fari að sinna tónlistinni minna eða draga úr sköpuninni þótt hún sé komin á þennan virðulega aldur. „Ég held hún sé bara rétt að byrja,“ segir hann. „Hún mun halda áfram að koma okkur á óvart.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is


Nýr Up! frá:

1.790.000 kr.

Verð á mánuði frá: 22.750

Nýr Polo frá: kr.*

2.390.000 kr.

Verð á mánuði frá: 30.290

Nýr Golf frá: kr.*

3.090.000 kr.

Verð á mánuði frá: 38.837

Nýr Passat frá: kr.*

VWeldu þann sem hentar þér. Samsung sjónvarp fylgir kaupum á nýjum Volkswagen!

Nú er góður tími til að skipta yfir í nýjan Volkswagen Up!, Polo, Golf eða Passat því honum fylgir Samsung sjónvarp sem erfitt er að taka augun af. Komdu í kaffi til okkar og við hjálpum þér að finna út hvaða Volkswagen hentar þér best. Hlökkum til að sjá þig!

*M.v. 25% innborgun og 75% lán í allt að 84 mánuði (nánari upplýsingar hjá sölumönnum).

www.volkswagen.is

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

3.990.000 kr.

Verð á mánuði frá: 50.567

kr.*


4

fréttir

Helgin 20.-22. nóvember 2015

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

öfgar í hitafari í dag er talsvert frost á austanverðu landinu og má búast við því að áfram veðri kalt í nótt og á morgun en vestantil á landinu hlánar smám saman í dag með snjókomu en síðan slyddu og rigningu í kvöld. á morgun er hlýtt loft yfir landinu en það er þó ekki fyrr en á sunnudag sem hlýindin ná loks að bola kalda loftmassanum út af austanverðu landinu. ekki er þó um mikil átök að ræða, vindur fremur hægur á morgun og úrkoma lítil og á sunnudag er gert ráð fyrir hlýrri suðvestanátt, bjartviðri og úrkomulausu veðri. elín björk jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is

-3

-7

-8

-3

0

0

-2

-2

0

2

-2

-4

0

2

3

SV 8-13 NV-til aNNarS hægari breytileg átt. SNjókoma V-laNdS eN bjart a-til.

V-læg eða breytileg átt. bjartViðri eN áfram kalt, eiNkum a-til.

S-læg átt, Víða Skýjað eN úrkomulítið. hlýNar um allt laNd.

höfuðborgarSVæðið: SV-læg átt, og Snjókoma eða Slydda en rigning í kVöld. H lýnar.

höfuðborgarSVæðið: Breytileg átt, Skýjað með köflum og fremur milt.

höfuðborgarSVæðið: S-læg átt, Skýjað og Hiti yfir froStmarki.

 Fr amhaldsskólar umr æða á alþingi um áhriF lagabreytinga

Mikil sykurneysla á Íslandi í fyrra var sykurframboð 42 kíló á íbúa hér á landi og hafði þá minnkað um sex kíló frá árinu á undan. Sykurneysla á íslandi er tíu til tólf kílóum meiri á hvert mannsbarn en í noregi og finnlandi, þar sem hún er minnst á norðurlöndum.

Fjöldatakmarkanir á nemendum yfir 25 ára aldri í framhaldsskólum tóku gildi um áramótin. Breytingarnar voru til umræðu í óundirbúnum fyrispurnatíma á alþingi þar sem oddný g. Harðardóttir, varaformaður fjárlaganefndar, gagnrýndi breytingarnar og benti á að nemendum 25 ára og eldri fer fækkandi milli ára. Mynd/Hari

Óhæft að fólk fái ekki skólavist vegna aldurs 26

flugfélög fljúga til landsins á næsta ári, samanborið við 23 í ár. Árið 2002 flugu tvö flugfélög hingað.

21.000

á árunum 1981 til 2014 voru gerðar tæplega 21 þúsund ófrjósemisaðgerðir á íslandi. níu ólögráða einstaklingar fóru í ófrjósemisaðgerð á árunum 1998 til 2014. fleiri karlar en konur fóru í ófrjósemisaðgerð síðasta áratuginn.

Lögreglumenn samþykktu kjarasamningur lögreglumanna við fjármálaráðherra sem var undirritaður fyrir mánaðamót var staðfestur þrátt fyrir að fleiri hafi hafnað honum en samþykkt. Samningurinn var ekki felldur með tilskyldum meirihluta atkvæða og er því litið svo á hann hafi verið samþykktur. Jón kaupir Senu jón diðrik jónsson hefur keypt allt hlutafé í afþreyingarfyrirtækinu Senu og verður starfandi framkvæmdastjóri félagsins.

Fjöldatakmarkanir á nemendum yfir 25 ára aldri í framhaldsskólum tóku gildi um síðustu áramót. Breytingarnar voru til umræðu á Alþingi í gær, fimmtudag, þar sem Oddný G. Harðardóttir, varaformaður fjárlaganefndar, sagði að með þessum breytingum væri lokað á nemendur 25 ára og eldri sem vilja sækja sér bóknám víðs vegar á landinu. unnur Brá konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að rekja megi ástæður fækkunarinnar til annarra þátta. Eðlilegt sé að nemendum hafi fækkað.

F

jöldatakmarkanir á nemend- með því að mennta sig til starfa þar eru reknar fyrir ríkisfé þó svo að um yfir 25 ára aldri í fram- sem stúdentsprófs er krafist,“ segir nemendur greiði skólagjöld til viðhaldsskólum tóku gildi um Oddný. Unnur Brá Konráðsdóttir, bótar,“ segir Oddný. Kostnaður við síðustu áramót og í óundirbúnum formaður allsherjar- og mennta- nám í frumgreinadeildum hleypur fyrirspurnartíma á þinginu beindi málanefndar, segir að rekja megi þó alla jafna á hundruðum þúsOddný G. Harðardóttir alþingis- ástæður fækkunarinnar til annarra unda. maður spurningu sinni til Bjarna þátta en fjöldatakmarkana. „Við „Staðreyndin er sú að ríkið er Benediktssonar fjármálaráðherra erum með allt annað atvinnuástand ekki að setja minni peninga í menntum hvort þær breytingar væru ár- í dag en þegar fjöldinn fór upp í unina, heldur þurfa nemendur, 25 angursrík hagstjórn, að þessum aldurshópi ára og eldri, að setja meiri hans mati. Bjarni sagði í í skólana og það peninga í menntun sína. er því eðlilegt að Auk þess duga próf frá svari sínu að grunnhugsunnemendum fækki frumgreinadeildum einin á bak við breytta stefnu í þessum aldursstjórnvalda væri sú að það ungis hér á landi og því er hafi skort fjármagn á bak hópi.“ Oddný tengir um ákveðna takmörkun að ræða,“ segir Oddný. við hvern nemanda í framfækkunina óhikað Að hennar mati þarf að við fjöldatakmarkhaldsskólakerfinu. Auk þess hafi námsframvinda anir. „Staðan er sú endurskoða þessar breytverið ófullnægjandi þegar að það er verið að ingar. „Það er klikkuð loka á nemendur, stefna að banna fólki að Ísland væri borið saman unnur Brá við önnur ríki. Oddný segir oddný g. Harðar- 25 ára og eldri sem labba yfir götuna til að ná dóttir, varaforkonráðsdóttir, það hins vegar ófullnægjvilja sækja sér bóksér í menntun sem ríkið formaður allsborgar og krefjast þess andi að takmarka aðgengi maður fjárlaga- nám í fjölbrautanefndar. að menntun út frá aldri. skólum víðs vegar á herjar- og mennta- að það sæki sér menntun málanefndar. „Við eigum framhaldsskólana sam- landinu. Þess vegna kemur annars staðar á landinu, an og við eigum ekki að taka það þetta sérstaklega illa niður á nem- sem ríkið borgar einnig fyrir. Það í mál að þar fái fólk ekki skólavist endum á landsbyggðinni. Þessar vantar eitthvað inn í þessa hugsun vegna aldurs,“ segir Oddný. breytingar eru því í senn slæm hag- og þetta er dýrara fyrir ríkið vegna þess að þetta mun lækka menntunstjórn og byggðastefna.“ Nemendum 25 ára og eldri fer arstig og það hefur slæmar aukaleiði til lægra menntunarstigs verkanir til lengri tíma.“ Að sögn fækkandi Í fyrirspurn sem Oddný lagði fyrir Í svari sínu sagði fjármála- og efna- Unnar Brár munu fjöldatakmarkanþingið um fjölda nemenda í fram- hagsráðherra einnig að fólk yfir 25 irnar verða teknar upp í allsherjarhaldsskólum kemur fram að nem- ára aldri hefði önnur úrræði til þess og menntamálanefnd á næstunni. endum 25 ára og eldri hefur fækkað að ljúka stúdentsprófi. Fræðslu- og „Stjórnarandstaðan er búin að biðja um 742 í framhaldsskólum lands- símenntunarmiðstöðvar ásamt há- um umræðu um þetta mál í nefndins milli áranna 2014 og 2015. Bók- skólabrú Keilis, frumgreinadeild inni og hún mun að öllum líkindum námsnemendum fækkar um 447 og Háskólans í Reykjavík og háskóla- fara fram í næstu viku.“ verknámsnemendum um 295. „Að gátt Háskólans á Bifröst eru á baki þessum tölum eru einstak- meðal úrræða sem í boði eru fyrir erla maría markúsdóttir lingar sem vildu styrkja stöðu sína þá eldri. „Frumgreinadeildirnar erlamaria@frettatiminn.is


ALLT Í VETRARLAGI með ókeypis 10 punkta mati hjá þjónustuaðilum Toyota á Íslandi í nóvember

Bílaleiga Húsavíkur

Bílatangi Ísafirði

KS Sauðárkróki

Toyota Akureyri

Bílaverkstæði Austurlands

Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 77127 11/15

Bílageirinn

Arctic Trucks

Toyota Selfossi

Toyota Kauptúni

Nethamar

Toyota Reykjanesbæ

12 viðurkenndir þjónustuaðilar um allt land

Fáðu ókeypis tíu punkta yfirferð hjá þjónustuaðilum Toyota og láttu okkur fara yfir ljósin, prófa rafgeyminn, athuga þurrkur, rúðuvökva, viftureim og stýrisreim, mæla olíu og frostþol kælivökva, smyrja lamir og læsingar, setja sílíkon á þéttikanta og skoða smurbókina í leiðinni.

af rúðuþurrkublöðum, þurrkugúmmíi og bílaperum.

Engin vandamál - bara lausnir Toyota Kauptúni Toyota Akureyri Toyota Selfossi Toyota Reykjanesbæ Arctic Trucks Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur Nethamar Bílatangi Bifreiðaverkstæði KS Bílaleiga Húsavíkur Bílaverkstæði Austurlands Bílageirinn

Kauptúni 6 Baldursnesi 1 Fossnesi 14 Njarðarbraut 19 Kletthálsi 3 Bæjarflöt 13 Skemmuvegi 16 Garðavegi 15 Suðurgötu 9 Hesteyri 2 Garðarsbraut 66 Miðási 2 Grófinni 14a

15% afsláttur

af Optifit rafgeymum.

Bókaðu tíma Garðabæ Akureyri Selfossi Reykjanesbæ Reykjavík Reykjavík Kópavogi Vestmannaeyjum Ísafirði Sauðárkróki Húsavík Egilsstöðum Reykjanesbæ

570 5070 460 4300 480 8000 420 6610 540 4900 440 8000 440 8000 481 1216 456 4580 455 4570 464 1888 470 5070 421 6901

á T Þrig oy gj ot a á a- ra ra áb fg y ey rg m ð um

20% afsláttur


FRIDASKART.IS

Líttu við hjá okkur á nýjum stað Skólavörðustíg 18

6

fréttir

Helgin 20.-22. nóvember 2015

 Úttekt „Ísland Best Í heimi“

Ísland í fyrsta sæti í kynjajafnrétti

íslensk hönnun í gulli og silfri

G U L L S M I Ð U R - S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R

Ísland vermir fyrsta sætið í árlegri úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) á kynjajafnrétti, sjöunda árið í röð. 145 ríki voru tekin til greina í úttektinni þar sem lagt er mat á stöðuna á fjórum sviðum; út frá aðgengi að heilbrigðis- og félagsþjónustu, aðgengi að menntun, þátttöku í stjórnmálum og efnahagslegri stöðu þar sem horft er til atvinnuþátttöku, launajafnréttis, heildaratvinnutekna og hlutfalls kynja meðal stjórnenda og sérfræðinga. Það sem Íslandi er helst talið

Fæðingarorlofið, sér í lagi 90 dagar fyrir feður, á stóran þátt í árangri Íslands.

til tekna er jafnt aðgengi stúlkna og drengja að menntun og völd kvenna, þ.e. í forsetastóli og í stóli forsætisráðherra en fæðingaror-

lofið, sér í lagi 90 dagar fyrir feður, á einnig þátt í þessum árangri Íslands. Norðurlandaþjóðirnar eru sem fyrr í efstu sætum listans en það vekur athygli að Danmörk er ekki í efstu sætum listans í ár, fellur úr 5. sæti í það 14. Á eftir Íslandi er Noregur í öðru sæti, Finnland í þriðja og Svíþjóð í því fjórða. Í úttektinni segir að tæp 20% vanti á til að jafna stöðu kynjanna að fullu meðal þessara þjóða. Í fimmta sæti er Írland, Rwanda í sjötta sæti og Filippseyjar í því sjöunda. -hh

 kvikmyndir Borgin gengur til viðr æðna við rvk studios

SÓFAR

TAXFREE Allir sófar á taxfree tilboði* SÓFAR

TAXFREE

LÝKUR UM HELGINA NÝTTU TÆKIFÆRIÐ

„Eftirspurnin erlendis frá er ekki það mikil að hægt sé að gera ráð fyrir erlendum verkefnum í tökum hér allt árið um kring. Það þarf að hugsa þetta þannig að allir möguleikar séu til staðar,“ segir Baltasar Kormákur um uppbyggingu íslensks kvikmyndavers.

CLEVELAND

Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga. Dökk- eða ljósgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 231 × 140 × 81 cm

96.766 kr. 119.990 kr.

Baltasar vill byggja kvikmyndaver í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að ganga til viðræðna við RVK Studios um byggingu kvikmyndavers í Gufunesi. Baltasar Kormákur segir hugmyndina á frumstigi en gangi allt upp verði íslenskt kvikmyndaver að veruleika á næstu árum.

B

ELLY

Þriggja sæta sófi. Litir: Ljós- og dökkgrár, gráblár, sandbleikur og dustygrænn. Stærð: 183 x 82 x 85 cm

80.637 kr. 99.990 kr.

COSTA

Tungusófi. Vinstri tunga. Hvítt eða svart bongo áklæði. Stærð: B:340 D:240/163 cm

322.573 kr. 399.990 kr.

SÓFAR

TAXFREE

Allir sófar á taxfree

* Taxfree tilboðið gildir bara á sófum og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður viðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. Gildir ekki á Kamma afmælissófanum.

www.husgagnahollin.is 558 1100

Þú finnur sófaTAXFREE­ blaðið á husgagnahollin.is

tilboði*

CLEVELAND

Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga. Dökk- eða ljósgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 231 × 140 × 81 cm

96.766 kr. 119.990 kr.

Húsgagnahöllin 50 ára Reykjavík, Akureyri

og Ísafirði

* Taxfree tilboðið gildir bara jafngildir 19,35% afslætti. á sófum og

www.husgagnahollin.is

Að sjálfsögðu fær ríkissjóður viðisaukaskatt af söluverði.

Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. Gildir ekki á Kamma afmælissófanum.

Nú förum við að skoða möguleikana á því að gera þetta þannig að kostnaðurinn sé innan þess ramma sem íslensk kvikmyndagerð ræður við.

orgarráð samþykkti í gær tillögu borgarstjóra um að ganga til viðræðna við RVK Studios um alhliða kvikmyndaver sem verður hluti af framtíðarmynd Gufuness. Baltasar Kormákur, kvikmyndaleikstjóri og einn eigenda RVK Studios, segir hugmyndina á frumstigi og næsta skref sé að skoða aðstæður, finna fjárfesta og komast að samkomulagi um verð. „Ef það gengur allt upp þá höfum við mikinn áhuga á að sjá hvort hægt sé að endurhanna húsið og byggja þarna kvikmyndaver. Húsið er í hálfgerðri rúst eins og er, þannig að það er margt sem eftir er að skoða.“ Baltasar segist hafa haft þessa hugmynd lengi og bæði hann og aðrir fulltrúar kvikmyndaiðnaðarins hafi átt í viðræðum við marga borgarstjóra um möguleikann á að reisa kvikmyndaver í Reykjavík. „Þegar þessi möguleiki opnaðist ákvað ég að skoða hvort ég og mitt fyrirtæki gætum gert þetta og nú förum við að skoða möguleikana á því að gera þetta þannig að kostnaðurinn sé innan þess ramma sem íslensk kvikmyndagerð ræður við.“ Spurður hvort hugmyndin sé að leigja kvikmyndaverið jafnframt út til erlendra kvikmyndafyrirtækja segir Baltasar að sá möguleiki sé vissulega fyrir hendi. „Hér hefur verið töluvert af erlendum kvikmyndafyrirtækjum við tökur, mest auðvitað úti í náttúrunni, og það er ekkert því til

fyrirstöðu að sá möguleiki opnist að hægt sé að taka meira upp hér. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að gera þetta þannig að íslensk kvikmyndagerð geti nýtt sér það. Ég hef sjálfur rekið kvikmyndaver í Reykjavík, sem gekk bara mjög vel, en það grundvallaðist á því að menn fengu þar aðstöðu fyrir lítinn pening svo íslenska framleiðslan réði við það. Það er grunnurinn að því að þetta sé framkvæmanlegt, því eftirspurnin erlendis frá er ekki það mikil að hægt sé að gera ráð fyrir erlendum verkefnum í tökum hér allt árið um kring. Það þarf að hugsa þetta þannig að allir möguleikar séu til staðar.“ Baltasar hefur þegar ráðið Pál Hjaltason arkitekt til að forvinna hugmyndir að nýtingu kvikmyndaversins og gera kostnaðaráætlun. „Ef fjárhagshliðin virðist vera yfirstíganleg förum við síðan að útfæra þær hugmyndir.“ Eins og er hefur Íslenska gámafélagið svæðið til umráða en leigusamningur þess rennur út í árslok 2018. Baltasar segist þó hafa vilyrði fyrir því að húsið losni mun fyrr. „Það tekur tíma að endurbyggja og skipuleggja og reyna að láta þennan draum rætast. En vonandi gengur þetta allt saman upp og íslenskt kvikmyndaver verður að veruleika.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is


Sjóvá

440 2000

Á veturna er gott að muna eftir Vegaaðstoð Sjóvár. Ef þú ert í Stofni getur þú hringt í okkur ef eitthvað kemur upp á með bílinn og við aðstoðum þig.

sjova.is


8

Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda MEÐ VIRÐINGU OG KÆRLEIK Í 66 ÁR

Útfarar- og lögfræðiþjónusta www.útför.is

fréttir

Helgin 20.-22. nóvember 2015

 Dómsmál lanDspítali DæmDur í hér aðsDómi

Greiði fyrrum starfsmanni milljónir

l

andspítalinn hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi starfsmannastjóra spítalans 26,5 milljónir króna auk dráttarvaxta og laun frá 1. desember 2014 til 31. maí 2017. Greiðslurnar eru í samræmi við starfslokasamning sem gerður var við hann í maí fyrir tveimur árum. Landspítalinn taldi að Björn Zöega, þáverandi forstjóri LSH, hefði ekki haft heimild til að gera umræddan starfslokasamning og rifti honum. Þá var staðhæft að starfsmannastjórinn hefði hafnað boði um að

koma aftur til starfa og taka að sér önnur verkefni hjá spítalanum. Héraðsdómur féllst ekki á skýringar forsvarsmanna Landspítalans. Einu fyrirvararnir sem starfsmannastjórinn hefði gert væru að halda óbreyttum launakjörum úr fyrra starfi. Þá taldi dómurinn að þáverandi forstjóra spítalans hefði verið heimilt að gera slíkan samning. Héraðsdómur dæmdi því spítalann til að greiða starfsmannastjóranum 26,5 milljónir króna auk dráttarvaxta og laun samkvæmt starfslokasamningnum.

Björn Zöega, fyrrum forstjóri Landspítalans.

 sveitarstjórnarmál Bar átta um perlu Breiðafjarðar

Sveitarstjórn Reykhólahrepps vill halda perlu Breiðafjarðar, Flatey, áfram innan sinna vébanda. Mynd/Kolbrún Ragna

Reykhólahreppur vill halda Flatey Sveitarstjórn Reykhólahrepps segir að Flatey sé órjúfanlegur þáttur í sögu landsvæðisins þar sem hreppurinn er nú. Íbúar Flateyjar leituðu álits sveitarstjórnar vegna hugmynda um að stjórnsýsla þeirra færist til Stykkishólms.

m Reykhólahreppur á mikið land í Flatey og myndi ekki hafa hagsbót af því að Stykkishólmsbær færi með stjórnsýslu eyjunnar.

iklir hagsmunir eru fólgnir í því að stjórnsýsla um Flatey (Flateyjarhrepp hinn forna) sé í höndum Reykhólahrepps, segir í svari sveitarstjórnar Reykhólahrepps, þar sem Flatey sé órjúfanlegur þáttur í sögu landsvæðisins sem nú er Reykhólahreppur, bæði í ættfræðilegu og menningarlegu tilliti. Svarið er til komið vegna erindis frá 6 íbúum Flateyjar, allra íbúa sem þar hafa lögheimili, varðandi viðhorf sveitarstjórnar Reykhólahrepps til þess að stjórnsýsla Flateyjar færist til Stykkishólms. „Reykhólahreppur á mikið land í Flatey og myndi ekki hafa hagsbót af því að Stykkishólmsbær færi með stjórnsýslu eyjunnar. Þá markar eyjan einnig það svæði sem heyrir undir Reykhólahrepp í víðari skilningi, þ.e. undirstaða þorpsins á Reykhólum veltur á því að Þörungaverksmiðjan geti sótt um eyjarnar þang og þara. Sveitarstjórn Reykhólahrepps á erfitt með að sjá grundvöll fyrir því að það gæti komið íbúum Flateyjar betur ef stjórnsýsla eyjunnar heyrði undir Stykkishólmbæ. Íbúar í Flatey sækja þjónustu í Stykkishólm, verslanir o.fl.

Það á líka við um aðra íbúa sveitarfélagsins þegar þeir leita til Búðardals, Hólmavíkur eða Reykjavíkur. Þeim þáttum sem falla undir þjónustu sveitarfélags hefur Reykhólahreppur sinnt eftir bestu getu, eins og félagsþjónustu, þjónustu byggingafulltrúa o.fl. og hafa íbúar ekki þurft að sækja þá þjónustu annað. Alltaf má gera samninga á milli sveitarfélaga um tiltekna þjónustu, henti það íbúum betur, það gæti átt við um félagsstarf aldraðra o.þ.h. En betur má ef duga skal og hafa íbúar með erindi sínu komið á framfæri við sveitarstjórn að þeim finnist þeir ekki tilheyra sveitarfélaginu að fullu. Það verður því verkefni sveitarfélagsins að taka betur utan um íbúana og gera þá að meiri þátttakendum í daglegri stjórnsýslu og tekur sveitarstjórn því verkefni fagnandi og mun gera sitt besta,“ segir í svari sveitarstjórnar Reykhólahrepps sem leggst gegn því að stjórnsýsla Flateyjar færist til Stykkishólmsbæjar. Flateyjarhreppur var einn þeirra hreppa Austur-Barðastrandarsýslu sem sameinaðir voru í Reykhólahrepp. -jh


Ljómandi hugmynd frá Ólafi Elíassyni

LJÓSMYND: LILJA BIRGISDÓTTIR | JÓNSSON & LE’MACKS | SÍA

little sun

er falleg gjöf sem heldur áfram að gefa

Um 1,2 milljarðar manna um allan heim búa ekki við aðgang að rafmagni. little sun er led-ljós með öflugri sólarrafhlöðu sem er þróað til að veita óraf væddum samfélögum aðgang að hreinum og áreiðanlegum ljósgjafa á viðráðanlegu verði. little sun

Þegar þú kaupir little sun-ljósið niðurgreiðir þú sams konar ljós fyrir íbúa svæða utan rafveitu. Lýstu upp tilveruna og gefðu fallega hönnun eftir Ólaf Elíasson. Nánari upplýsingar má finna á littlesun.com. gamma er styrktaraðili little sun á Íslandi.

kostar 4.500 kr. og fæst í Gallery gamma og í i8 gallery

littlesun@gamma.is Sími 519 3300

Garðastræti 37 101 Reykjavík

Garðastræti 37, 101 Reykjavík, gamma@gamma.is

i8 gallery info@i8.is Sími 551 3666

Tryggvagata 16 101 Reykjavík

i8 gallery, Tryggvagötu 16, 101 Reykjavík, info@i8.is


10

samfélagið

Helgin 20.-22. nóvember 2015

Venjulegur heimilismatur er vinsælastur Allir nemendur í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins hafa aðgang að hádegismat í skólanum. Gæðastjóri mötuneytismála hjá borginni segir vel vera fylgst með því að máltíðin fari ekki undir 500 hitaeiningar en hún þarf að vera að lágmarki 400 hitaeiningar samkvæmt viðmiði landlæknis. Framkvæmdastjóri Skólamatar, fyrirtækis sem sér um að þjónusta mat í 30 grunnskóla á suðvesturhorni landsins, segir ferskt og íslenskt hráefni alltaf vera í forgangi. Kakósúpa sé farin af matseðli, bjúgu séu á leiðinni út en íslenskur heimilismatur sé alltaf vinsælastur. Mataráskrift kostar mismikið eftir sveitarfélögum. Dýrast er að borða í Garðabæ en ódýrast í Reykjavík.

M

atseðlar grunnskóla Reykjavíkur byggja á ráðleggingum embættis landlæknis og eru gefnir út á þeim grunni. Helga Sigurðardóttir, gæðastjóri mötuneytismála hjá skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar, segir alla matseðla vera skráða í gegnum gagnagrunn og að þeir séu að lágmarki 500 hitaeiningar. Gæðastjóri fari reglulega yfir matseðlana og komi með ábendingar megi eitthvað betur fara. „Það er boðið upp á fiskmáltíð tvisvar í viku og ávextir og grænmeti er með öllum réttum,“ segir Helga. „Á sex vikna tímabili er ekki boðið upp á sama rétt oftar en einu sinni á matseðli en undantekning er grjónagrautur og soðinn fiskur sem er stundum tvisvar á sex vikna tímabili. Á þessum sex vikum er boðið upp á feitan fisk að minnsta kosti einu sinni, kjúklingarétt einu sinni og grænmetisrétt einu sinni. Lögð er áhersla á að bjóða upp á heilkornabrauð og í sumum skólum eru salatbarir þar sem nemendur velja sitt grænmeti sjálfir en það hefur sýnt sig að í þeim tilvikum er meira borðað af fersku grænmeti og minna hent af mat.“

plokkfiskur, fiskibollur, hakk og spagettí og lasagna eru vinsælustu réttirnir í grunnskólum höfuðborgarinnar. Ljósmynd/Hari

Unnar kjötvörur fjórum sinnum á ári

Hádegismatur í Hlíðaskóla þriðjudaginn 10. nóvember; Kjúklingur, kartöflur og sósa.

PIPAR\TBWA • SÍA • 143141

Helga segir unnar kjötvörur, þ.e. eru kjötvörur sem eru reyktar, saltaðar eða rotvarðar með nítrati, ekki vera á matseðli oftar en fjórum sinnum á skólaári sem aðalréttur og þá í tengslum við íslenskar matarhefðir, s.s. fyrir jól, t.d. hamborgarhryggur, saltkjöt í tengslum við sprengidag og grillaðar pylsur á vorin. Spurð út í innkaupastefnu segir Helga mikla áherslu lagða á gæði hráefnis, fæðuöryggi, hagræði við vöruinnkaup og umhverfissjónarmið. „Mötuneyti grunnskólanna í Reykjavíkurborg fylgja lögum um opinber innkaup og hefur borgin gert rammasamninga við 42 matvælabirgja. Samræmd innkaup á kjöti og fiski til

Fréttatíminn fékk Ragnheiði júníusdóttur, aðjúnkt í heimilisfræði við Hí til að meta matardiskinn. „orka í máltíð sem þessari sem samanstendur af ofnsteiktum kjúklingi, brúnni sósu, kartöflum, grænmeti og ávöxtum er er á bilinu 500-600 hitaeiningar. Þegar maturinn er borinn fram er gott hafa „diskamódelið“ frá landlækni í huga. Diskinum er þá skipt í þrjá álíka stóra hluta fyrir prótein, kolvetni og grænmeti og ávexti. einnig þarf máltíðin að vera litrík og aðlaðandi. Máltíðin hér lítur girnilega út og uppfyllir þær leiðbeiningar sem koma fram í Handbók fyrir skólamötuneyti.“ V er ð á skól a M á ltíð

Öflug fjáröflun fyrir hópinn

skólamötuneyta eru í fjórum af sex hverfum borgarinnar og er stefnt að því að svo verði í þeim öllum og fyrir fleiri vöruflokka.“ Helga segir verktaka sjá um að þjónusta þrjá grunnskóla í borginni; Hamraskóla, Vesturbæjarskóla og Háteigsskóla, þar sem erfitt reyndist að ráða fagmenntaða starfsmenn í tvo þeirra og í þriðja skólanum sé verið að smíða viðbyggingu og eldhúsið því óstarfhæft á meðan. Verktakinn sem sér um skólana þrjá er Skólamatur en það fyrirtæki sér alls um þrjátíu grunnskóla á suðvesturhorni landsins, þar á meðal skóla í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík.

Skortur á íslensku nautahakki

Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar, segir að þegar komi að skipulagi matseðla og að hráefniskaupum sé farið eftir ráðleggingum landlæknisembættisins þar sem miðað er við að hafa matinn sem hollastan og ferskan. „Við semjum matseðlana innanhúss og svo hittumst við mánaðarlega þar sem saman koma matreiðslumeistarar, næringarfræðingur, matráðar, þeir sem sjá um innkaup og svo þeir sem eru í beinu sambandi við foreldra.“ Jón segir aðalréttina koma óeldaða í skólana þar sem lokaeldun fari fram. „Grautar, súpur og sósur eru hinsvegar eldaðar að morgni í miðlægu eldhúsi og sent heitt í skólann. Það sem er á meðlætisbarnum, grænmeti og ávextir, er allt skorið niður í skólanum.“ Jón segir stefnuna vera að nota sem mest íslenskt hráefni, fiskurinn sé alltaf íslenskur og oftast kjötið. „Við höfum aðeins verið í vandræðum með að fá íslenskt nautahakk og notum því stundum erlent, en það er eina erlenda kjötið.“

Pítsa og kakósúpa tekin af matseðli

Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins

ReyKjAvíK MoSFellSbæR SeltjARnARneS KópAvoGuR HAFnARFjöRðuR GARðAbæR

340 KR. 355 KR. 428 KR. 420 KR. 427 KR. 450 KR.

32,4% hærra verð í Garðabæ en ódýrustu máltíðinni í Reykjavík eða 110 kr. Fyrirtækið Skólamatur ehf. sér um skólamáltíðir fyrir þrjátíu grunnskóla á suðvesturhorninu, þar á meðal skóla í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi og Reykja-

Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða.

vík. Skólamatur gerir þjónustusamninga við sveitarfélögin sem

Jón segir Skólamat vera í mjög góðu sambandi við sína birgja og hægt og rólega sé verið að taka unnar kjötvörur af matseðlinum. „Það hefur komið gagnrýni á reyktar og unnar kjötvörur og nítritsalt og höfum við að mestu tekið það af matseðlinum. Reyndar bjóðum við ennþá upp á bjúgu en mér heyrist að það sé á útleið, því ég skynja að sumir foreldrar eru ekki hrifnir af því, þó nemendum líki þau yfirleitt mjög vel. Kakósúpan hefur verið fjarlægð af matseðli og pítsan var líka tekin af matseðli, nema í undantekningartilvikum þar sem skólarnir óska sjálfir eftir því. Það hefur rosalega margt gerst í okkar gæðastýringu undanfarin 3 ár og það er mikið til vegna athugasemda foreldra og nemenda. Við erum alltaf að bæta okkur.“ Og hvað er vinsælast hjá krökkunum? „Venjulegur heimilismatur er alltaf vinsælastur, sérstaklega plokkfiskur, fiskibollur, hakk og spagettí og lasagna.“

niðurgreiða máltíðir til nemenda Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.

www.rekstrarland.is

Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100

mismikið og er verðið því mis-

Halla Harðardóttir

jafnt eftir sveitarfélögum.

halla@frettatiminn.is


Nú er tækifærið

NÝIR SÝNINGARBÍLAR Á TILBOÐI Við bjóðum nokkra nýja Nissan sýningarbíla á veglegu tilboði á meðan 100% RAFBÍ birgðir endast.

LL

Allir Nissan Leaf eru búni r 6,6 kW hleð sem tvöfalda r hleðsluhraða slubúnaðI í heimahleðs einnig tímas lustöðvum, til ltu m fo rhitara sem hi áður en þú le tar bílinn upp ggur af stað , bakkmynda stýri og sætu vél, upphituðu m, handfrjálsu m símabúnaði skriðvörn. N og ESP ánari upplýs ingar á www .nissan.is

NISSAN LEAF RAFBÍLL Á VEGLEGU SÝNINGARTILBOÐI

Nú er tækifærið að tryggja sér rafbíl á einstöku verði. Komdu og fáðu upplýsingar um verð á tilboðsbílunum hjá sölumönnum Nissan.

NISSAN NOTE

NISSAN PULSAR

RÚMGÓÐUR OG SKEMMTILEGUR Í AKSTRI ACENTA, BENSÍN, BEINSK./SJÁLFSK., EYÐSLA 4,7–5,1 L/100 KM*

HLAÐINN SKEMMTILEGUM NÝJUNGUM

FULLBÚINN JEPPI - HLAÐINN BÚNAÐI

Leðurinnrétting og rafdrifin sæti, 180° myndavélabúnaður, sóllúga, BOSE hljómkerfi, 20" álfelgur, bakkmyndavél, rafdrifin opnun á afturhlera.

ACENTA/TEKNA, DÍSIL, SJÁLFSK., 190 HESTÖFL, EYÐSLA 8,0 L/100 KM*

AÐEINS TVEIR MURANO TIL Á LAGER!

REYNSLUAKSTURSLEIKUR BL ÞÚ GETUR UNNIÐ 55" SAMSUNG SJÓNVARP Allir sem fara í reynsluakstur á nýjum bíl til jóla verða skráðir í lukkupott og eiga möguleika á að vinna glæsilegt 55" Samsung Smart sjónvarp.

GE bílar / Reykjanesbæ / 420 0400 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 – IB ehf. / Selfossi / 480 8080 – BL söluumboð / Vestmannaeyjum / 481 1313 og 862 2516

BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is

NM72006 BL Nissan blandaðir 5x38

NISSAN MURANO

STAÐALBÚNAÐUR Í TEKNA

ENNEMM / SÍA /

*Miðað við uppgefnar tölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.

ACENTA, DÍSIL, EYÐSLA 3,7 L/100 KM*


12

fréttaskýring

Helgin 20.-22. nóvember 2015

 Hryðjuverkin í París

137 Audi A4 1.8T 163Hö 2008

160 Audi Q7 3.0 TDI 240Hö

2.150.000

2008

4.890.000

23 VW Polo 1.2 TDI Trendline 2014

4 VW Golf A7 Highline 1.4

2.250.000

2015

3.790.000

40

9 Skoda Citigo Active 1.0 2014

Skoda Octavia Ambiente 1.6 TDI

1.680.000

2014

Höfuðpaur hryðjuverkanna fallinn

3.340.000

Raf / Bensín Ekinn þús. km.

30

Myndir á vef Dísil

Stálslegnir morgunhanar

Abdel Hamid Abu Oud, heilinn á bak við hryðjuverkin í París, lést í áhlaupi frönsku lögreglunnar á íbúð í St. Denis-hverfinu síðastliðinn miðvikudag. Þetta staðfesti franska lögreglan í gær. Abu Oud er talinn hafa gengið til liðs við Ríki íslams eftir heimsókn til Sýrlands fyrir tveimur árum. Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands, hvatti í gær evrópska stjórnmálamenn til að herða allt landamæraeftirlit og óskaði eftir neyðarfundi innanríkisráðherra sambandsins ekki síðar en í dag, föstudag.

Fjórhjóladrif Metan & bensín Sjálfskiptur

Heimavanir

Beinskiptur Rafmagnsbíll

H 60

BMW 520D

2008

149 Hyundai IX35 GLS

3.490.000

2011

2.390.000

142 Toyota Aygo 2007

Abdel Hamid Abu Oud lést í áhlaupi frönsku lögreglunnar á íbúð í St.Denis hverfinu í París síðastliðinn miðvikudag. Hann er sagður vera heilinn á bak við hryðjuverkin. Samverkamaður hans, Salah Abdeslam, er enn á flótta. 129 manns létust í hryðjuverkunum í París síðastliðinn föstudag og yfir 350 slösuðust. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

65 Mazda 2

890.000

2012

1.580.000

Klettháls 13 · HeklaNotadirBilar.is · 590 5040

öfuðpaur hryðjuverkanna í París, hinn 28 ára gamli Abdel Hamid Abu Oud, lést í áhlaupi lögreglunnar á íbúð hans í St.Denis hverfi Parísar síðastliðinn miðvikudag. Franska lögreglan bar kennsl á líkið í gær. Tveir létust í árásinni, Abu Oud, og frænka hans sem sprengdi sjálfa sig í loft upp við upphaf áhlaupsins.

Abu Oud ... var dæmdur í 20 ára fangelsi í júlí síðastliðnum en stærði sig af því í viðtali stuttu síðar við Dabiq, tímarit íslamska ríkisins, að hafa auðveldlega komist undan belgísku lögreglunni.

Belgi af marokkóskum uppruna

Abu Oud var Belgi af marokkóskum uppruna sem ólst upp í úthverfi Brussel, Molenbeek. Hann er talinn hafa gengið til liðs við Ríki íslams þegar hann fór til Sýrlands fyrir tveimur árum og er talinn hafa verið einn aðalmanna belgískra liðsmanna hryðjuverkasamtakanna síðan þá. Faðir Abu Oud sagði í viðtali við fréttaveituna AFP að sonur sinn hafi orðið öfgamaður eftir að hann fór til Sýrlands og að hann hafi velt því fyrir sér af hverju hvern einasta dag síðan. Sonur hans hafi ekki verið erfitt barn og hann hafi aldrei sýnt trúmálum neinn áhuga. Abu Oud komst fyrst í kast við lögin fyrir fimm árum þegar hann var saksóttur fyrir aðild að þjófnuðum og öðrum glæpum en í janúar á þessu ári komst hann á lista belgísku lögreglunnar yfir eftirlýsta öfgamenn, grunaður um að hafa skipulagt og fjármagnað hóp íslamskra öfgamanna í Belgíu. Hann var dæmdur í 20 ára fangelsi í júlí síðastliðnum en stærði sig af því í viðtali stuttu síðar við Dabiq, tímarit íslamska ríkisins, að hafa auðveldlega komist undan belgísku lögreglunni.

Vesturlönd í viðbragðsstöðu

Forsætisráðherra Frakklands, Manuel Valls, lofaði störf frönsku lögreglunnar í gærdag þegar í ljós kom að heilinn á bak við árásirnar væri fallinn. Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands, sagði við tækifærið að af sex misheppnuðum hryðjuverkatilraunum frá því

í vor hefði Abu Oud átt þátt í fjórum. Hann hvatti evrópska stjórnmálamenn til að herða allt landamæraeftirlit og skiplagða vopnaleit og óskaði eftir neyðarfundi innanríkisráðherra sambandsins ekki síðar en í dag, föstudag. Vestræn ríki eru í viðbragðsstöðu vegna hryðjuverkanna, þeirra mannskæðustu síðan í annarri heimsstyrjöldinni en fyrr í vikunni varaði Manuel Valls við því að Frakkland gæti mögulega orðið fyrir efnaeða sýklavopnaárás. Franska þingið samþykkti í gær að framlengja neyðarástand í landinu fram í febrúar. Belgíski forsætisráðherrann, Charles Michel, hefur boðað aukin fjárframlög, 400 milljónir evra, í baráttunni gegn hryðjuverkum. Lögreglan í New York sagðist á miðvikudag vera í viðbragðsstöðu vegna myndbands þar sem Ríki íslams talar um borgina sem mögulegt skotmark hryðjuverkasamtakanna en borgarstjórinn, Bill de Blasio, hefur nú sagt að borgarbúar séu ekki í meiri hættu en venjulega, engin ástæða sé til að óttast.

Forsetar funda um framhaldið

Forseti Frakklands, François Hollande, vill að lönd heimsins sameinist í að útrýma hryðjuverkasamtökunum og hafa Frakkar gert þrjár stórar skotárásir á Raqqa, höfuðvígi Ríkis íslams, frá því að árásirnar áttu sér stað í París. Rússar hafa líka látið sprengjum rigna á Raqqa eftir að hryðjuverkasamtökin lýstu yfir ábyrgð sinni á því að hafa sprengt rússnesku farþegaþotuna yfir Sínaí skaganum í síðasta mánuði, með þeim afleiðingum að 224 létust. Hollande og forseti Rússlands, Vladimir Pútín, munu hittast í Moskvu þann 26. nóvember næstkomandi til að fara yfir þær aðgerðir sem gerðar verða í framhaldinu, tveimur dögum eftir áætlaðan fund Hollande og forseta Bandaríkjanna, Barak Obama. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


Hafa skal það

sem betur sést og heyrist JU6415: • 4K • UHD • SMART • 1000 PQI

UE40”JU6415 UE kr.159.900.UE48”JU6415 UE kr.189.900.UE UE55”JU6415 kr. 239.900.-

24/25 Bestu sjónvörpin

JU6675:

• 4K • UHD • SMART • 1300 PQI

UE40”JU6675 kr.169.900.UE48”JU6675 kr. 199.900.UE55”JU6675 kr. 279.900.-

skv. skv. Neytendablaðinu Neytendablaðinu 24.09.15 24.09.15 og og IRCT IRCT

24/25 Bestu sjónvörpin skv. skv. Neytendablaðinu Neytendablaðinu 24.09.15 24.09.15 og og IRCT IRCT

Upplausn: FullHD 1920 x 1080 / Birta: 250 cd/m2 / Skerpa: 1000:1 / Tengi: HDMI, VGA / Litur: Háglanssvartur / Stærð (B x D x H)54.83 cm x 18.19 cm x 40.9 cm - með standi / Þyngd: 4.02 kg

Upplausn: FullHD 1920 x 1080 / Birta: 300 cd/m2 / Skerpa: 1000:1 / Tengi: HDMI, VGA / Litur: Háglanssvartur / Stærð (B x D x H)62.6 cm x 18.19 cm x 45.29 cm - með standi / Þyngd: 5.14 kg

Upplausn: FullHD 1920 x 1080 / Birta: 250 cd/m2 / Skerpa: 3000:1 / Tengi: HDMI, VGA / Litur: Svartur / Stærð (B x D x H) 62.32 cm x 18.16 cm x 46.3 cm - með standi / Þyngd: 5.52 kg

Verð: 39.900,- kr

Verð: 54.900,- kr

Verð: 79.900,- kr

LS27E390HSEN

Samsung Fjölnotatæki í lit

Samsung Prentari Svarthvítur

Tegund: Lita Laser Fjölnotatæki / Upplausn: 2400x600 dpi / Örgjörvi: 800 MHz / Hraði: 18 síður á mínútu, ca. 14 sek í fyrstu síðu / Pappírsbakki: 150 blöð / Skjár: 2ja línu LCD / Duplex: Já getur prentað báðu megin

Prenthraði: Allt að 20 bls á mínútu / Fyrsta blað: 8,5 sek / Upplausn: 1200 x 1200 dpi / Pappírsbakki: 150 blöð / Skjár: Tveggja línu LCD / Örgjörvi: 600MHz / Innraminni: 128 MB / Þráðlaus nettenging / Getur prentað báðu megin handvirkt / Stuðningur við Win 8, 7 , Vista, XP / Mac Os, Linux, Unix

Samsung Prentari Svarthvítur

Fyrir atvinnumanninn - hraður, hágæða og sparneytinn !

SL-M3820NDSEE

SL-M2026WSEE

SL-C480WSEE

Samsung 27” VA LED Curved Tölvuskjár

LS27E510CSEN

27” PLS Tölvuskjár

LS24E390HLEN

24” PLS Tölvuskjár

Verð: 49.900,- kr

Prenthraði: Allt að 38 bls./mín. / Fyrsta blaðsíða út: 6,5 sek. / Upplausn: 1.200x1.200dpi / Pappírsbakki: 250 blöð / Örgjörvi: 600 MHz / Innraminni: 128 MB / Þráðlaus nettenging: Já / Duplex: Já getur prentað báðu megin á síður

Verð: 69.900,- kr

Verð: 17.900,- kr Leikir frá kr. 4.990,-

Þessar vinsælu leikjatölvur eru komnar í nýrri útgáfu, með betri stjórnun, stærri skjá og öflugri. Til í nokkrum litum. Gott úrval leikja.

Þessi leikjatölva hefur slegið rækilega í gegn og var kosin leikjatölva ársins 2015 af Forbes. Verð: 69.900,-

Verð: 39.900,Splatoon

Super Smashbros

XL

Verð: 46.900,-

Mario Party 10

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

Opið virka daga kl. 10-18 og á laugardögum kl. 11-15.

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655


14

nærmynd

Helgin 20.-22. nóvember 2015

Grjótharður forystusauður og óagaður nautnabelgur

V ilhjá lmur h ans Vilhjá lmsson

Fæddur í Reykjavík 20. október 1971. Foreldrar: Fríða S. Kristinsdóttir myndlistarmaður Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður Bræður: Finnur Þór, fæddur 1979 Ingi Freyr, fæddur 1980 Sonur: Vilhjálmur Hans, fæddur 2010, móðir Anna Lilja Johansen

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður er án vafa einn umdeildasti maður landsins þessa dagana eftir framgöngu sína í Hlíðamálinu svokallaða. Femínistar kalla hann hinn ónefnanlega og kommentakerfin loga af svívirðingum um hann. Þeir sem næstir honum standa kannast þó ekki við það skrímsli sem þar er málað upp. Segja hann vissulega harðan og fylginn sér, á köflum óagaðan, en skemmtilegan og traustan félaga í sinn hóp.

V

ilhjálmur ólst upp í Laugarneshverfinu, elsti sonur Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns og Fríðu S. Kristinsdóttur myndlistarkonu. Móðir hans segir hann hafa verið afskaplega rólegt barn og hvers manns hugljúfi, mikinn lestrarhest og góðan við yngri bræður sína. Fjölskyldan hafi verið samhent og mikið stundað útivist og íþróttir. Vilhjálmur hóf snemma að spila fótbolta með Þrótti og varð einn af lykilmönnum liðsins sem vann sér sæti í úrvalsdeildinni 1997. „Villi var vinstri bakvörður, öflugur fótboltamaður, með ágætan leikskilning, kröftugur og grjótharður varnarmaður. Hann gaf alltaf allt í leikinn og var með fínar spyrnur,“ segir þjálfari þess liðs. „Villi er „genetískur vinstri bakvörður“, grjótharður forystusauður, fylginn sér, kappsamur, skemmtilegur og rökfastur. Hann naut sín vel í því hlutverki að sjá um að hita upp fyrir leik og „koma mönnum í gírinn“. Sumum fannst nú reyndar kannski fullmikill kraftur og æsingur í honum á stundum sérstaklega þegar hann „lúðraði“ í andlitið á mönnum svona rétt fyrir leik. Þessir eiginleikar fleyttu honum langt en hann

hefði eflaust náð lengra ef hugur hans og skoðanir hefðu einskorðast við fótbolta. Hann hafði skoðanir á öllu og þurfti helst að vera alls staðar. Pólitík og lögfræði toguðu, oft skorti því að setja fótboltann í 1. sæti og samhliða er hann mikill nautnabelgur, óagaður á því sviði og því sjaldan í því keppnisformi sem fótboltinn á hæsta gæðastigi gerir kröfur til.“ Vilhjálmur fór í Verzlunarskólann, þótt faðir hans legði mikla áherslu á að hann færi í MR sem væri eini skólinn sem skipti máli, og þaðan lá leiðin í lagadeild HÍ. Hann lét til sín taka í stúdentapólitíkinni, var formaður Stúdentaráðs fyrir Röskvu og ætlaði sér stóra hluti í pólitík. Í prófkjöri Samfylkingarinnar 1999 lenti hann í 10. sæti á lista í Reykjavík og var að sögn sampólitíkusa ekki par ánægður með það. „Ég man eftir honum hálfgrátandi á kosninganótt,“ segir einn þeirra. „Hann er ekki maður sem sættir sig við að ná ekki árangri.“ Pólitískum ferli Vilhjálms lauk þegar upp komst að hann hafði tekið heilu kaflana upp úr grein eftir annan mann í lokaritgerð sinni við lagadeildina án þess að geta heimilda. „Það kom mér á óvart,“ segir fyrr-

Nám: Langholtsskóli, Verzlunarskóli Íslands, Lagadeild Háskóla Íslands Ferill: Vann sem löglærður fulltrúi hjá sýslumanninum á Blönduósi og sem fulltrúi á LOGOS Lögmannsþjónustu, Landslögum og Lögfræðistofu Reykjavíkur. Sumarið 2007 varð Vilhjálmur meðeigandi á Lögfræðistofu Reykjavíkur og sinnti þar lögmannstörfum til vorsins 2013. Þann 1. júní 2013 opnaði Vilhjálmur eigin lögmannsstofu. Pólitískur ferill: Var formaður Stúdentaráðs fyrir Röskvu 1996-1997 Var í framboði fyrir Samfylkinguna í kosningum 1999, í 10. sæti á lista í Reykjavík.

nefndur samstarfsmaður úr pólitíkinni. „Ég vissi að hann var kannski kappsamur um orð en sá maður sem ég þekkti hafði aldrei virkað óheiðarlegur.“ Málið var leyst með því að Vilhjálmur fékk að skila inn nýrri ritgerð og útskrifast, mörgum til mikillar hneykslunar.

Vilhjálmur fékk réttindi til þess að starfa sem héraðsdómslögmaður árið 2005 og sem hæstaréttarlögmaður árið 2010. Vann sem löglærður fulltrúi hjá sýslumanninum á Blönduósi og sem fulltrúi á LOGOS Lögmannsþjónustu, Landslögum og Lögfræðistofu Reykjavíkur. Sum-

Bættu árangurinn!

Íþróttagleraugu með og án styrkleika.

MJÓDDIN Sími 587 2123

FJÖRÐUR Sími 555 4789

SELFOSS Sími 482 3949

Gleraugnaverslunin þín

arið 2007 varð Vilhjálmur meðeigandi á Lögfræðistofu Reykjavíkur og sinnti þar lögmannsstörfum til vorsins 2013. Þann 1. júní 2013 opnaði Vilhjálmur eigin lögmannsstofu. Sem lögmaður hefur Vilhjálmur verið mjög áberandi enda með eindæmum yfirlýsingaglaður verjandi sem gjarna hefur tekið að sér að verja menn sem samfélagið hefur ekki samúð með. „Lögmenn flestir dást að þessari elju Villa að nenna að taka þennan slag í fjölmiðlum og hljóta að launum fordæmingu almennings,“ segir kollega úr lögfræðingastétt. „Villi er mjög fær lögmaður, nagli í sínu starfi sem gengur mjög langt í því að verja hagsmuni sinna skjólstæðinga. Sama fólk og fordæmir hann fyrir framgöngu hans myndi flest vilja geta leitað til hans ef það eða einhver því nákominn lenti í því að vera borið þungum sökum.“ „Vilhjálmur er óhræddur við að skera sig úr,“ segir annar lögfræðingur og gamall vinur. „Honum finnst ágætt að vera miðpunktur athyglinnar og ekkert verra að vera umdeildur. Einu sinni sagði hann mér að afburðamenn væru aldrei þeim kostum gæddir að vera elskaðir af öllum – á þeim væru skiptar skoðanir. Og ég held að það sé rétt hjá honum. Undantekningalaust kemur Vilhjálmur þeim á óvart sem myndað hafa sér skoðun á honum en kynnast honum síðar. Á bak við hrjúft og stundum dálítið hrokafullt yfirbragðið leynist nefnilega sannkallað gæðablóð sem vill öllum vel. Svo er hann bara veggtraustur vinur vina sinna og skemmtilegur. Hins vegar heldur hann með vitlausu liði í enska boltanum og þarf að taka til í fataskápnum; hálfgerðir larfar sem drengurinn klæðist.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is


ÖLL KERTI

30% afsláttur

Við seljum gæðakerti sem brenna hægar

HIN EINA SANNA

JÓLAVERSLUN Blómaval Skútuvogi opið til 21:00 til jóla Jólastjarna

Amaryllis

1.990 kr 2.679

Sýpris

499kr

kr

999 kr 1.990 kr

Eitt mesta úrval landsins af jólaskrauti og styttum

Blönduð grenibúnt

999kr Hreinsdýr verð frá:

999kr

Grenibúnt

599kr

Grenikrans ferskur 30 cm

2.990kr 599kr

Mikið úrval af skreytingaefni Allt fyrir aðventukransinn og aðventuskreytingar

Gervi grenilengja 2.7 m


16

viðhorf

Helgin 20.-22. nóvember 2015

LóABOR ATORíUM

LÓA

Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að mannleg eymd er margbrotnari en fyrri rannsóknir sýndu. Þetta breytir öllu, útkoman er nánast allt önnur.

HLÍN

Samfélagsröntgen

www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39

LóA HjáLMTýsdóTTiR

Viðbrögð við hryllingnum í París

H

Hafna ber ögruninni

Hryðjuverkin í París í liðinni viku vekja sterkar tilfinningar, hrylling og ótta. Það er að vonum þar sem saklausu fólki er slátrað með viðbjóðslegum hætti. Við finnum jafnframt til samkenndar með þeirri þjóð sem um sárt á að binda, eins og var eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin haustið 2001 – og fleiri slíkar, fyrir skemmstu er rússnesk farþegaþota, þéttsetin ferðamönnum, var sprengd á flugi yfir Egyptalandi. Þá, líkt og í París, lýstu hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hermdarverkinu á hendur sér. Viðbrögð hernaðar velda eins og Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands við slíkum árásum eru fyrirsjáanleg. Bandaríkin brugð ust við af hörku fyrir fjórtán Jónas Haraldsson árum. Rússlandsforseti hefur heitið hefndum vegna voðajonas@frettatiminn.is verksins er farþegaþotan var sprengd, lýst því yfir að þeir sem bera ábyrgð á tilræðinu verðir leitaðir uppi og þeim refsað. Hert verði á sprengjuárásum í Sýrlandi vegna árásarinnar á flugvélina. Frakklandsforseti hefur með sama hætti sagt Frakkland í stríði í kjölfar hinna hörmulegu atburða í París. Sótt verði gegn hryðjuverkamönnunum og þeim tortímt. Forsetinn hefur fylgt þeim orðum eftir með loftárásum á vígi Ríkis íslams og ljóst er að Frakkar munu auka hernaðaraðgerðir sínar, enda segir Frakklandsforseti Sýrland verksmiðju hryðjuverkamanna. Brýnt er að finna ódæðismenn sem að slíkum ógnarverkum standa sem og vitorðsmenn þeirra um leið og öllum ráðum er beitt til þess að koma í veg fyrir frekari hermdarverk, sem menn óttast vissulega. Þar verða þjóðir að standa saman. Spurningin er hins vegar hvernig á að bregðast við. Þar er þjóðarleiðtogum vandi á höndum. Ganga skal á milli bols og höfuðs á hættulegum hryðjuverkasamtökum en hvort mestum árangri skilar að skjóta í tætlur það sem eftir er af Sýrlandi skal ósagt látið. Fram hefur komið hjá franska blaðamanninum Nicolas Hénin, sem í tíu mánuði var gísl Ríkis íslams, að

slíkar sprengjuárásir geri illt verra. Hann segir að sársauki þeirra sem fyrir hryðjuverkum verða, sorg, vonir og líf snerti hryðjuverkamennina ekki. Veröld þeirra sé önnur. Þeir kynni sig fyrir almenningi sem ofurhetjur, en séu í raun brjóstumkennanlegir; götukrakkar á hugmyndafræði- og valdafylliríi. Blaðamaðurinn lýsir reynslu sinni af félögum Ríkis íslams, sem honum fannst jafnvel heimskari en þeir voru illir – en þó ætti aldrei að vanmeta heimsku til morða. Hann metur það svo að sprengjuárásir í hefndarskyni séu tákn um réttláta reiði, en engu að síður mistök. Hryðjuverkasamtökin geri ráð fyrir sprengingum, það sem þau óttist sé samstaða. Með aðgerðum sínum reyni þau að sá fræjum sundrungar. Samtökin muni falla en það verði vegna pólitískrar samstöðu. Á svipuðum nótum talaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra þegar hryðjuverkin í París voru rædd á Alþingi. Ekki mætti ala á ótta í kjölfar hryðjuverkanna heldur reisa fána frelsis enn hærra á loft þegar ráðist væri á grunngildi samfélagsins. Eina leiðin til að nálgast ógn af þessu tagi væri að taka höndum saman við samstarfslönd gegn ógnarvánni. Um leið verða vestræn lönd að líta sér nær. Mörg dæmi eru um það að ungir menn sem þar hafa orðið utanveltu finni sér samastað í öfgasamtökum. Á það benti Árni Páll Árnason alþingismaður í sömu umræðu og sagði það merkilegt að ungir múslimar sem fremdu hryðjuverk og ungir menn vestanhafs sem fremdu fjöldamorð ættu sér sameiginlegan bakgrunn. Í hryðjuverkum væri oftast um að ræða unga múslima sem alist hefðu upp í viðkomandi ríkjum en upplifðu sig félagslega veikburða og fyndu sig hvorki í vinnu né skóla. Lausnin fælist í félagslegum aðgerðum heima fyrir. Danir eru meðal þeirra þjóða sem orðið hafa fyrir árásum róttækra íslamista. Sterkasta svar þjóða sem fyrir slíku verða er, að mati forsætisráðherra Dana, „að halda áfram að lifa og hafna því að vera ögrað. Ef við þorum ekki lengur að sitja á verönd kaffihúsa, þá höfum við tapað.“

Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is . Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is . Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


JÓLin þín MEÐ HEILSUHÚSINU Tilboðin gilda til 8. desember

20%

Ð O B L I T R Æ FRÁB

! Ð I V U D M KO

25%

Sólgæti - ljómandi gott

Vörurnar frá Sólgæti eru hollar og góðar fyrir sælkera. Kíktu á úrvalið, þú kemur eflaust auga á eitthvað ljómandi gott.

20%

Amé hátíðardrykkur

Frískandi ölkelduvatn með ávaxtabragði. Amé inniheldur engan viðbættan sykur eða sætuefni og er framleitt úr náttúrulegum hráefnum.

25%

Yogi te

Yogi Christmas Tea gefur rétta jólaandann. Skemmtileg uppskrift að jólabakstri með Yogi á heima í Heilsuhúsinu.

Kallo kraftur

Notaðu það besta, kjöt- og grænmetiskraftar. Lífrænir, glúten-, ger- og laktósafríir kraftar.

20%

HEILSUFRÉ TTIR

HEILSUFRÉTTIR ERU KOMNAR ÚT!

Sonnentor krydd

Lífrænu kryddin gera jólamatinn enn betri!

NÁÐU ÞÉR Í EINTAK!

Desember 2015 – 4. tbl

16. árgangur

Jólagjafahandbók

Heilsuhússins

JÓLAGJA

6 BLAÐSÍÐUR MEÐ GÓÐUM

GJAFAHUGMYNDUM!

IR OG HÁTÍÐARF UPPSKRIFTIR!

bls. 5-10

FÖRÐUNARVÖRU

bls. 4

ORKUBOMBA Í DESEMBER bls. 2

HEILSURÁÐ

YFIR HÁTÍÐAR

bls. 12

NAR

SÚKKULAÐI ÍS MEÐ SVARTBAU NA FÖDGE

OG FLEIRI FRÁB HÁTÍÐARUPPS ÆRAR KRIFTIR bls. 14-15

UPPFYLLIR ÞÍN AR ÞARFIR

20%

Terra Nova Lifed rink sem saman stuðl inniheldur breitt úrval innihaldse a að aukinni orku fna , jafnari betri meltingu og fallegri og unglegri blóðsykri, húð. bls. 4 LAUGAVEGI

LÁGMÚLA

KRINGLUNNI

SMÁRATORGI

SELFOSSI

AKUREYRI

R

ÁN EITUREFNA

NETVERSLUN HEILSUHUSID.IS

NETVERSLUN HEILSUHUSID.IS


18

viðtal

Helgin 20.-22. nóvember 2015

„Ég er aðallega að baksa eitthvað í bátnum og tala um leið um lífið og tilveruna. Ég er samt mjög ánægður með útkomuna.“ KK um heimildarmyndina Á æðruleysinu.

KK og Jóhann Páll Valdimarsson um borð í Æðruleysinu. Ljósmynd/Hari

Gæluverkefni sem vatt upp á sig

Kristján Kristjánsson, KK, er þjóðargersemi og hefur verið frá því hann stökk inn í íslenskt tónlistarlíf með sinni fyrstu plötu fyrir hálfum þriðja áratug. Á þeim tíma hefur hann gefið út fjölmargar sólóplötur en einnig plötur með Magnúsi Eiríkssyni og öðrum. Undanfarin fimm ár hefur verið unnið að heimildarmynd um KK sem gefin verður út í næstu viku. Í heimildarmyndinni Á Æðruleysinu fylgjumst við með KK og félögum á tónleikum og bregðum okkur í róður með honum á trillunni Æðruleysinu þar sem hann segir okkur frá sjálfum sér og deilir með okkur sýn sinni á lífið og tilveruna. Einnig fylgir geisladiskur með átján perlum úr lagasafni KK, þar á meðal tvö lög sem ekki hafa verið gefin út áður og í ríkulega myndskreyttum bæklingi deilir KK með okkur sögunum á bak við hvert lag. Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi segir verkefnið gæluverkefni, en er þó ekki í fyrsta sinn að gefa út tónlist.

F

ÍSLENSK HÖNNUN OG SMÍÐI

LAUGAVEGI 61 KRINGLUNNI SMÁRALIND

yrir fimm árum kom upp sú hugmynd að gera heimildarmynd um KK og mér leist strax vel á hugmyndina. Bókhaldsdeildinni leist ekki eins vel á hana, en ég hef gaman af svona gæluverkefnum,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hjá Forlaginu. „Með myndinni er svo safnplata með átján lögum, þar af tveimur sem ekki hafa komið út áður,“ segir Jóhann. „Svo er 64 síðna bók þar sem Kristján talar um tildrög hvers lags, sem Árni Matthíasson skrifar. Í rauninni er þetta eins og bókaútgáfa með tveimur diskum. Einum hljóðdisk og einum mynddisk,“ segir Jóhann Páll. „Heimildarmyndin um Kristján er gerð af kvikmyndargerðarmanninum Steingrími Karlssyni sem meðal annars gerði mynd Sigur Rósar, Heima. Mest af upptökunum voru gerðar á árunum 2010 og 2011,“ segir Jóhann. „Svo hafa þeir bara verið að dúlla sér við þetta. Af minni hálfu langaði mig að gera portrett af listamanninum KK fyrir framtíðina, og ég var ekkert í einhverjum útgáfupælingum endilega. Nú er þetta komið í mjög vandaðan pakka,“ segir Jóhann sem er ekki ókunnugur

plötuútgáfu þó hann hafi starfað við bókaútgáfu í áratugi. „Ég gaf út Á bleikum náttkjólum með Megasi og Spilverki þjóðanna á sínum tíma, sem og Vísnaplöturnar sígildu og fyrstu plötu Bubba Morthens, Ísbjarnarblús,“ segir hann. „Svo gaf ég út plötuna Svona eru menn, með KK árið 2008. Ég er bara í gæluverkefnum þegar kemur að tónlist.“ Kristján er vanari því að hlusta á sjálfan sig, en að sjá sig á mynd. Hann er hlédrægur að eðlisfari. „Þú hefur ekki heyrt mig mikið tala um þessa mynd,“ segir hann kíminn. „Ég er ekki að ljóstra upp neinum leyndarmálum í myndinni. Ég er aðallega að baksa eitthvað í bátnum og tala um leið um lífið og tilveruna. Ég er samt mjög ánægður með útkomuna,“ segir hann. Pakkinn kemur út á þriðjudag og í tilefni af því verður útgáfufögnuður í Bíó Paradís, þriðjudaginn 24. nóvember klukkan 17. Fyrst verða léttar veitingar og KK tekur lagið, en klukkan 18 verður sýning á myndinni og ókeypis inn. Þetta verður eina skiptið sem myndin verður sýnd í kvikmyndahúsi. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is


SÍA •

PIPAR \ TBWA

Plús er rauður. Plús er blár. Plús er gulur. Núna er Plús líka bleikur. Plús er svalandi og fjörugur drykkur.

SÝNDU LIT OG VELDU PLÚS


268

158

198

dan sukker strásykur 1 kG

kr.

kr.

verð áður 178 kr.

kr.

168

kornax HVeiti 2kG verð áður 292 kr.

kr.

398

HaGVer döðlur 375G verð 198 kr.

kr.

398

168

kr.

kr.

dan sukker flórsykur 500G verð áður 171 kr.

319

264

meðalstór eGG 10 stk. verð áður 427 kr.

kr.

kr.

ljóma smjörlíki 500G

smjör 500G

verð áður 278 kr.

verð áður 398 kr.

kanill

verð 168 kr.

488 kr.

cadburys kakó 250G verð 488 kr.

388 kr.

HaGVer 500G kókosmjöl fínt verð 388 kr.

frá

148

verð 148 kr./pk.

398 kr.

Vínsteinslyftiduft verð áður 498 kr.

215

mömmu ömmu rababarasulta verð 339 kr.

H-berG saxaðar döðlur 400G verð áður 298 kr.

verð 298 kr.

- Tilvalið gjafakort

OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

328

kr.

kr.

snjókarl led 9áVaxtasulta mömmu ömmu blönduð ácm axtasulta verðkr.998 kr. verð 328

frá

kr.

síríus HVítir eða dökkir konsum dropar

verð frá 215 kr./pk.

339

278

kr./pk.

HaGVer Hnetur, netur, ýmsar Gerðir

Snertilausar greiðslur

verð 1.998 kr.

298

kr./pk.

verð áður 412 kr.

Glerkúpull m/ disk 17 cm

kr./pk.

nóa dökkur eða ljós Hjúpur

flóra neGull

219

kr./stk.

H-berG Hnetur, ýmsar Gerðir verð áður frá 235 kr./pk.

346 kr./pk.

súkkulaðidropar ljósir eða dökkir verð 346 kr./pk.


252 456

287

283

kr.

564

kr.

kr.

kr.

kr.

355

kr.

freyju suðusúkkulaði 200G

freyju súkkulaðibitar

verð 252 kr.

verð 355 kr.

398

295

kr.

ljós púðusykur púðusykur 1kG verð áður 532 kr. 500G

flórsykur verð 283 kr.

kr.

eðalkakó 250G verð 564 kr.

verð 287 kr.

pillsbury HVeiti 2,26kG verð 398 kr.

síríus rjómasúkkulaði kurl/salt verð 295 kr.

FJAR-DARKAUP

498

898

allt Fyrir baksturinn

kr.

20. - 21. nóvember

síríus konsum 300G verð 498 kr.

234

758

kr./pk.

598

kr.

kr.

kr.

Glassúr 5 litir í pk. verð áður 998 kr.

398

298

kr.

kr.

430

odense nouGat verð áður 310 kr.

kr.

698 kr.

spænir dökkir eða ljósir verð 234 kr./pk.

248

odense kransekaGe verð áður 986 kr.

odense pistasíu marsipan verð áður 662 kr.

328

kr.

verð 248 kr.

Hrásykur

verð áður 410 kr.

verð áður 859 kr.

491

kr.

baco aco bökunarpappír 5m

odense baGermarzipan

255

kr.

rúsínur

verð áður 614 kr.

kanill ceylonG

kr.

666 kr.

verð áður 832 kr.

FACEBOOK LOGO ICON for Adobe Illustrator

Fylgstu með okkur á Facebook

kókosmjöl verð áður 319 kr.

naturata Hreint kakó verð áður 498 kr.

588 kr.

royal lyftiduft 420G verð 588 kr.

Vanilluduft verð áður 538 kr.


22

viðtal

Helgin 20.-22. nóvember 2015

Hélt að konur gætu gert allt Sif Sigfúsdóttir er að senda frá sér sína fyrstu bók, unglingasöguna Leitina að Gagarín. Sagan hefur verið lengi í smíðum enda Sif önnum kafin kona, hefur alið upp sex börn, klárað háskólagráður í enskum bókmenntum, mannauðsstjórnun og markaðsfræði og vinnur nú sem markaðs- og vefstjóri Félagsvísindasviðs HÍ. Hún segist lengi hafa trúað því að konur gætu allt sem þær ætluðu sér en lífið hafi kennt henni að það sé flóknara en svo. „Við eigum aðeins lengra í land í jafnréttismálum núna 2015 en ég hafði vonað.“

É

g hitti Sif á kaffihúsi í vikunni og hún sýnir mér stolt fyrsta eintakið af Leitinni að Gagarín, næstum eins og móðir að sýna sitt fyrsta afkvæmi. Það er greinilegt að hún er stolt af bókinni og ég byrja á að spyrja hvort hún hafi ekki skrifað eitthvað fyrir skúffuna áður en hún hellti sér út í að semja heila sögu. „Ég hef aldrei skrifað bók áður, en ég byrjaði í ritnefnd Viljans í Verzlunarskólanum, fór svo í ritnefnd Verzlunarskólablaðsins og varð seinna pistlahöfundur fyrir Markaðinn í Fréttablaðinu. Ég tók BA-próf í enskum bókmenntum og hef alltaf verið viðloðandi einhverja bóka/ saumaklúbba þar sem við höfum bæði verið að lesa og skrifa.“

Módel með skipstjórnarréttindi

Sif hefur þó engan veginn einskorðað sig við bókmenntirnar, hugur hennar stefndi á fleiri slóðir. „Ég er lærð í enskum bókmenntum, mannauðsstjórnun og markaðsfræði, hef kennsluréttindi fyrir grunn- og menntaskóla og hef verið stundakennari í mannauðsstjórnun í Háskóla Íslands. Er núna markaðs- og vefstjóri á Félagsvísindasviði HÍ. Ég er

Valshlaupið 2015 Valshlaupið 2015 verður haldið 21. Nóvember kl: 11.00. Boðið er upp á tvær vegalengdir 3 km og 10 km. Bæði hlaupin ræst samtímis. Þetta eru sömu hlaupaleiðir og í hlaupinu í fyrri ár þar sem allmargir hafa náð sínum bestu tímum enda brautirnar mjög góðar til þess að bæta tímann sinn. Allir karlar sem ná undir 38 mínútur og allar konur sem ná undir 42 mínútur í 10 km hlaupinu fá endurgreitt á marklínu 1.000 kr Skráning er á hlaup.is. Í Valsheimilinu föstudaginn 20. nóvember frá kl 17:00-19:00. og á keppnisdegi í Valsheimilinu að Hlíðarenda.

„Ég hef nú ekki siglt mikið, en aðeins samt og það er aldrei að vita nema ég nýti mér réttindin betur í framtíðinni þegar fer að hægjast um. Kannski fer ég bara að sigla og skrifa þegar ég verð eldri.“ Ljósmynd: Hari

Ég kem úr mjög normal fjölskyldu, mamma, pabbi og sex börn, og fer yfir í mjög flókið fjölskyldumynstur. Maðurinn minn var ekkill með þrjá syni, ég átti eina dóttur og síðan eignumst við tvær dætur.

bara einhvern veginn þannig að ég hef áhuga á svo mörgu og hef lært svo margt, ef ég fæ áhuga á einhverju þá fer ég í það ef ég get. Ég er með skipstjórnarréttindi, fædd í Vestmannaeyjum og hef sennilega sjómennskuþrána í blóðinu þannig að ég tók skipstjórnarréttindi fyrir báta allt 25 metrum í Sjómannaskólanum/Tækniskólanum. Ég hef nú ekki siglt mikið, en aðeins samt og það er aldrei að vita nema ég nýti mér réttindin betur í framtíðinni þegar fer að hægjast um. Kannski fer ég bara að sigla og skrifa þegar ég verð eldri.“ Sif varð þekkt andlit strax 17 ára gömul þegar hún var kjörin ungfrú Norðurlönd en hún dæsir hálfmæðulega þegar ég impra á því. „Það var fyrir þrjátíu árum! Á þeim tíma var það að taka þátt í svona keppni eiginlega eina leiðin til að komast í módelbransann í útlöndum. Ég hefði aldrei ímyndað mér að árið 2015 væru slíkar keppnir enn við líði. Þarna 1985 var þetta mín leið til að komast út og ég fékk í kjölfarið samninga sem fyrirsæta, vann í eitt ár í París, Finnlandi,

Danmörku og Bandaríkjunum, en þessi bransi var ekkert fyrir mig, þótt þetta væri mjög gaman. Mér fannst þetta frekar kjánalegt allt saman.“

Jólagjöf til dætranna

Aftur að skriftunum, hvernig kom það til að þú fórst að skrifa? „Ég fór á námskeið í skapandi skrifum hjá Þorvaldi Þorsteinssyni heitnum rétt áður en hann dó. Þar voru tólf konur og enginn karlmaður og Þorvaldur heillaði okkur allar upp úr skónum. Við stofnuðum klúbbinn Þorvald sem er enn starfandi þar sem við ræðum skrif okkar og styðjum hver aðra. Í þeim klúbbi eru margir góðir rithöfundar með handrit í skúffunni. Þorvaldur hvatti mig mikið og sagði mér að hafa engar áhyggjur af afdrifum bókarinnar, ég skyldi bara prenta hana út, hefta saman og gefa dætrum mínum í jólagjöf. Þá var ég búin að vera með þessa sögu hálfunna í tölvunni mjög lengi, byrjaði á henni 2006, en ekki klárað hana. Ég tók þessu ráði Þorvaldar og kláraði Framhald á næstu opnu


AFNEMUM VIRÐISAUKASKATT* ** AF ÖLLUM BÓKUM,

RAFTÆKJUM, ÚTIVISTARFATNAÐI OG UNDIRFATNAÐI DAGANA 19.-22. NÓVEMBER *Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 24% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 19,36% er alfarið á kostnað Hagkaups. **Taxfree er í raun 9,1% af bókum þar sem þær eru í lægra skattþrepi, en við gefum 19,36% afslátt eins og af öðrum sérvörum.


24

viðtal

bókina, án þess þó að gefa stelpunum hana í jólagjöf. Þá náði hugsunin ekkert lengra, en allavega náði ég að klára hana og það var áfangi í sjálfu sér. Ég vissi þó að ég yrði ekki sátt við það og fékk Óðinsauga til að gefa hana út. Eftir að það var ákveðið tók hún miklum breytingum og ég fullkláraði hana ekki fyrr en núna í sumar.“

Flókið fjölskyldumynstur

Kápumynd Leitarinnar að Gagarín er eftir eiginmann Sifjar, Búa Kristjánsson listmálara, sem hún giftist 27 ára og gekk sonum hans þremur í móðurstað, en þá átti hún sjálf eina dóttur úr fyrra sambandi. Síðan hafa tvær dætur bæst í hópinn og það liggur beint við að spyrja hvernig hún hafi komið öllu þessu í verk með sex börn á heimilinu og hvort ekki hafi verið flókið að púsla þessum tveimur fjölskyldum saman. „Ég kem úr mjög normal fjölskyldu, mamma, pabbi og sex börn, og fer yfir í mjög flókið fjölskyldumynstur. Maðurinn minn var ekkill með þrjá syni, ég átti eina dóttur og síðan eignumst við tvær dætur. Það eru sex börn samtals búin að vera með lögheimili hjá okkur í gegnum tíðina og það hefur oft verið flókið að púsla þessu saman, en við eigum góða að, góðar ömmur og afa og það hefur allt gengið vel. Í dag eru þær tvær yngstu einar eftir á heimilinu, þannig að það er orðið mun rólegra hjá okkur.“

Föðurmissir kveikjan að skrifunum Sif byrjaði að skrifa Leitina að Gagarín fljótlega eftir að faðir hennar, Sigfús J. Johnsen, dó og í sumar þegar hún var að ganga frá bókinni til prentunar dó barnsfaðir hennar eftir sex mánaða veikindi. Það hafði allt sín áhrif. „Það er þetta kaos í lífinu, þessi lífsreynsla sem maður lendir í sem fær mann til að skrifa. Ég missti pabba minn fertug, sem er svo sem ekkert ungt, en ég

Helgin 20.-22. nóvember 2015

hafði alltaf verið mikil pabbastelpa og mér fannst það mjög erfitt. Ég er yngst af systkinunum og þegar ég var sex ára fór mamma að vinna úti þannig að ég varð lyklabarn. Ég er alin upp á Háaleitisbraut. Síðan bjuggum við í Garðabæ og fluttum svo í Breiðholtið þegar ég var níu ára, sem er mér mjög minnisstætt. Þetta var barnafjölmennasta hverfi Reykjavíkur, mér fannst þetta hálfgert kaos og bókabíllinn varð mjög góður vinur minn fljótlega eftir að við fluttum. Ég var dálítið mikið ein, búin í skólanum eitt, hálf tvö og fannst þá hálf eilífð þangað til mamma kæmi úr vinnunni. Ég las allt sem ég náði í, byrjaði pínulítil á Öddubókunum og svo lá leiðin í gegnum Fimmbækurnar og Ævintýrabækurnar en í dag er Auður Ava í miklu uppáhaldi og sömuleiðis Gerður Kristný. Þó ég hafi aldrei lent beinlínis í lífshættu þá er það þessi kaótík í lífinu sem kemur manni til að skrifa og vilja segja sögur. „

Skrifar meðan aðrir prjóna

Þrátt fyrir ástina á bókmenntum segir Sif sér aldrei hafa dottið í hug að fara í íslensku í háskólanum, eftir BA-prófið í enskum bókmenntum valdi hún markaðsfræðina en vegna stórs heimilis kom ekki til greina að fara utan í framhaldsnám. Hún stundaði námið á kvöldin og segir oft hafa verið flókið púsluspil að láta þetta allt saman ganga upp. „En það hafðist, maður finnur sér tíma fyrir það sem maður vill gera. Margir spyrja mig núna hvenær eiginlega ég hafi haft tíma til að skrifa þessa bók en ég bendi þeim þá á að það fer tími í allar tómstundir fólks, sumir prjóna, aðrir horfa á framhaldsþáttaraðir og ég skrifaði á meðan vinkonur mínar voru að prjóna og horfa á þætti. Við höfum öll einhvern tíma fyrir okkur sjálf, þetta er bara spurning um hvernig við veljum að ráðstafa honum.“

Mér fannst á tímabili að konur gætu gert allt sem þær ætluðu sér en eftir því sem ég eldist hef ég komist að því að það er ekki alveg rétt.

Maður finnur sér tíma fyir það sem maður vill gera. Ljósmynd/Hari

20%

afmælisafsláttur af öllum fataskápum! í tilefni af 80 ára afmæli Axis ætlum við að bjóða viðskiptavinum okkar afslátt af öllum fataskápum. Mikið úrval af skápum til sýnis í björtum og fallegum sýningarsal í verslun okkar við Smiðjuveg 9.

Opið mánud. - föstud. frá kl. 9-18. Laugardag kl. 10-15.

174.191/11.15

Verið velkomin

Axis húsgögn ehf • Smiðjuvegur 9 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • axis@axis.is • axis.is


viðtal 25

Helgin 20.-22. nóvember 2015

250 ár fram í tímann

Hvernig kom hugmyndin að sög­ unni til þín? „Ég veit það eiginlega ekki. Sagan þróaðist mikið á þess­ um árum sem ég var að vinna hana. Hún gerist á tveimur tímaskeiðum með 250 ára millibili og karakter­ arnir á hvoru tímabili upplifa nán­ ast það sama. Þetta er sambland af Völuspá, þjóðfræði, spennusögu og fantasíu. Það er þó vissara að undir­ strika að ekkert af þessu snýst um mig og enginn karakter er byggður á mér eða mínu lífi. Þótt ég hafi byrjað að skrifa þetta eftir að pabbi dó þá er föðurmissir ekki faktor í sögunni. Ég ætla ekki að gefa of mikið upp en, jú, það er þarna missir en það er ekki minn missir. Ég bý til staði og veruleika, er ekki endilega að festa mig í íslenska landakortinu og eins með tímann, fer 250 ár fram í tímann, þannig að þetta er algjör fantasía, ekki raun­ veruleikalýsing.“

Konur eru ragari

Spurð hvernig tilfinning það sé að vera komin í sviðsljósið sem rit­ höfundur segist Sif svo sem ekkert vera farin að upplifa það. „Ég gerði bara mitt besta og vona að fólk kunni að meta það. Mér finnst jóla­ bókavertíðin í ár ansi karllæg og vildi gjarna sjá fleiri konur komast í sviðsljósið fyrir skriftir. Kannski þarf að styðja betur við þær, það lítur út fyrir að þær séu ragari við að koma sér á framfæri og ég veit það af sjálfri mér hvað stuðningur­ inn og hvatningin skiptir miklu máli. Ég var að velta fyrir mér

sögu George Eliot, eða hennar Mary Ann Evans sem skrifaði undir því karlmannsnafni, og ég er ekki viss um að við séum komin sérlega langt frá þeim hugsunar­ hætti. Reyndar sé ég núna að það eru til karlmenn sem skrifa undir kvenmannsnafni, svo kannski er einhver hreyfing í þá átt að það sé betra að vera kona sem skrifar bækur en karl, en tilfinningin segir mér að það sé ekki raunin, því miður.“

Ekki allt hægt á hnefanum

Þú hefur sem sagt alltaf fengið þau skilaboð að þú gætir orðið hvað sem þú ætlaðir þér? „Já, eiginlega. Mér fannst á tímabili að konur gætu gert allt sem þær ætluðu sér en eftir því sem ég eldist hef ég komist að því að það er ekki alveg rétt. Rannsóknir sýna til dæmis að konur sem eru yfirmenn ráða frek­ ar karlmenn þannig að við þurfum að taka okkur á í því að standa saman og styðja hver aðra. Ég hef því miður orðið að sætta mig við það að það er ekkert alltaf hægt að komast áfram á hnefanum, við þurfum að læra að feta veginn inn í jafnréttið.“ Sif segir áhuga sinn á mann­ auðsstjórnun einmitt hafa kviknað vegna eigin upplifana á vinnu­ markaðnum. „Ég horfði upp á einelti fullorðinna á vinnustöðum, sem ég hélt að væri ekki til nema í gagnfræðaskóla, en maður horfir upp á slíkt út um allan bæ þegar maður opnar augun. bæði á vinnustöðum og í pólitík. Auðvit­

að er eineltishlutinn bara einn af ótal þáttum mannauðsstjórnunar, en það er sérstaklega sláandi að það er alltaf gerandinn sem situr sem fastast í fyrirtækinu, þeir sem fyrir eineltinu verða fara. Mann­ auðsstjórnun dekkar eiginlega öll svið mannlegra samskipta og mér finnst hún gríðarlega áhugaverð.“ Sástu líf þitt svona fyrir þér þegar þú varst 17 ára? „Nei, aldrei. Eins og ég sagði þá er ég komin af venjulegu fólki og þekkti engin frávik. En auðvitað verða allar að­ stæður eðlilegar þegar maður er sjálfur kominn í þær. Mig dreymdi um að verða ljósmyndari þegar ég var lítil og hef enn mikinn áhuga á ljósmyndun en aðallega ætlaði ég að verða fornleifafræðingur. Það blundaði mjög lengi í mér. Svo fer lífið bara með mann þangað sem það vill. Ég ætlaði alltaf í doktors­ nám og ég sé núna að þessi bók er eiginlega doktorsverkefnið mitt. Auðvitað dreymir mig um að geta farið í rithöfundabúðir, vera ein með tölvunni og þurfa ekki að hugsa um neitt annað en að skrifa og kannski kemur einhvern tíma að því.“ Ertu byrjuð á næstu sögu? „Já, ég er svona að byrja að móta karaktera og söguþráð, en það er ekkert sem ég get talað um ennþá. Það er líka unglingasaga en kannski fæ ég einhvern tíma kjark til að skrifa fullorðinsskáldsögu, ég gæti vel hugsað mér það.“

Hugsum áður en við hendum!

Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is

Fólkinu fannst ástandið skelfilegt og vísindamenn hönnuðu sérstakar ruslaregnhlífar til að hlífa fólki við úrkomunni. Fyrir vikið hlutu þeir verðlaun og orður, enda nauðsynlegt að finna góðar lausnir við vandamálinu.

SÓFATILBOÐSDÖGUM LÝKUR HELGINA 20. – 22. NÓVEMBER SESMA

3ja sæta

Nú 195.000 kr.

17

Áður 245.000 kr.

MONTINO

ruslaskrlayout1breytsize2.indd 21

14.10.2015

3ja sæti

áklæði 195.000 kr. leður 425.000 kr.

FólkinuNo1fannst ástandið skelfilegt og vísindamenn hönnuðu NORDIC og skemmtileg saga Nú 195.000 kr. sérstakar ruslaregnhlífar til að hlífa fólki viðNý úrkomunni. 20% fyrir yngstu börnin Fyrir vikið hlutu þeir verðlaun og orður, enda nauðsynlegt eftir Bergljótu Arnalds. að finna góðar lausnir við vandamálinu. tungusófi

sófI – NÝR LITUR stóll nú 92.000 kr. áður 115.000 kr.

áður 220.000 kr.

Ath. Höfuðpúði seldur sér

Áður 245.000 kr.

3ja sæta nú 176.000 kr.

afsláttur

17

MORE

tungusófi

Nú 395.000 kr. Áður 465.000 kr. Ath. Höfuðpúðar seldir sér

21

14.10.2015 14:46:08 VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA ÍSKÓGARLIND TEKK COMPANY OG HABITAT

|

Skógarlind 2, Kópavogi

|

Sími 564 4400

Opið mánudaga til laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 12-17

NÝRSTAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI

Vefverslun á www.tekk.is

SÍÐAN 1964

w w w. f o rl a g i d . i s | B ó k a b ú ð Fo rl a g s i n s | F i s k i s l ó ð 3 9 Vesalings fuglarnir gátu ekki lengur flogið því stélin voru svo klístrug og þegar hreiðrin fylltust af rusli hættu þeir að verpa eggjum. Hvalirnir fengu magapínu því skoltarnir á þeim fylltust af rusli í hvert sinn sem þeir reyndu að gleypa fisk.


26

úttekt

Helgin 20.-22. nóvember 2015

Og hvað á barnið að heita? For- og millinöfn eru algeng á Íslandi. Ekki eru þó allir sem nota þau og margir þekktir einstaklingar bera nöfn sem fáir vita af. Hér eru nokkrar þjóðþekktar manneskjur úr hinum ýmsu geirum sem bera nöfn sem manni finnst engan veginn passa við þau.

Þórólfur

Guðmunda

Hróar

Oddur Stefán

Hólmar

Guðmunda Ragnhildur Gísladóttir

Steinþór Hróar Steinþórsson

Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson

Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson

Guðbjörg

Guðmundur

Óskar

Karitas

Oddný Guðbjörg Harðardóttir

Guðmundur Rúnar Júlíusson

Egill Óskar Helgason

Svala Karitas Björgvinsdóttir

Louise

Georg

Wigelund

Eggert

Vigdís Louise Finnbogadóttir

Georg Helgi Seljan

Pétur Wigelund Kristjánsson

Ingvar Eggert Sigurðsson

Indriði

María

Eyjólfur

Þórdís

Ólafur Indriði Stefánsson

Sigríður María Beinteinsdóttir

Rúnar Eyjólfur Rúnarsson

Tinna Þórdís Gunnlaugsdóttir

Erpur Þórólfur Eyvindsson

Falleg jólatré Gæðajólatré - sem endist ár eftir ár! Þessi jólatré eru í hæsta gæðaflokki auk þess að vera mjög falleg og líkjast þannig raunverulegum trjám. Einföld samsetning. • • • •

Ekkert barr að ryksuga Ekki ofnæmisvaldandi 12 stærðir (60-500 cm) Íslenskar leiðbeiningar

• • • •

Guðmundur Magni Ásgeirsson

Eldtraust Engin vökvun 10 ára ábyrgð Stálfótur fylgir

Opnunartímar: Virkir dagar kl. 09-18 Laugardagar kl. 11-18 Sunnudagar kl. 12-18 Hraunbær 123 | s. 550 9800 | skatar.is

Glæný bók með gamansögum úr Kópavogi!

Helgi

Helgi

Björgvin Helgi Halldórsson

Sigurður Helgi Hlöðversson

Ólöf Hildur Jensdóttir Lóa Pind

Vilborg Vilborg Yrsa Sigurðardóttir

Hér stíga fjölmargir Kópavogsbúar fram í sviðsljósið og segja sögur af sér og öðrum. Að sjálfsögðu fylgir smellinn kveðskapur með!

Gunnar I. Birgisson mátar buxur, Finnbogi Rútur lofar vatni, Kristján H. Guðmundsson kaupir koníak, Einar Þorvarðarson hætt kominn, Hildur Hálfdanardóttir mætir hölt í vinnuna, Þórður St. Guðmundsson skipuleggur risastóra örskák, Pétur Þ. Sveinsson blæs í þokuúður, allt steindautt í vinnunni hjá Arnóri L. Pálssyni, api situr á öxl Sigríðar Soffíu Sandholt, Þórður á Sæbóli auglýsir blóm, séra Gunnar Sigurjónsson talar um kellingar, Sigga Beinteins mætir á undarlega æfingu, líkbíl ekið á ofsahraða og fjölmargt fleira.

Bráðsmellin bók sem þú einfaldlega verður að lesa!

Guðmundnur

www.holabok.is


GAMAN Á GRAN CANARIA! Ifa Buenaventura *** Frá:

85.990 kr.

Ifa Catarina **** Frá:

93.300 kr.

Ferðatímabil: 2.-9. apríl ‘16. Miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára). Innifalið er flug með sköttum, gisting í 7 nætur með hálfu fæði og 20 kg taska báðar leiðir.

Ferðatímabil: 2.-9. apríl ‘16. Miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára). Innifalið er flug með sköttum, gisting í 7 nætur með hálfu fæði og 20 kg taska báðar leiðir.

Verð á mann frá 97.610 kr. miðað við 2 fullorðna

Verð á mann frá 107.350kr. miðað við 2 fullorðna

Lopesan Baobab *****

Costa Meloneras ****

Frá:

138.300 kr.

Frá:

126.700 kr.

Ferðatímabil: 16.-23. apríl ‘16. Miðað við 2 fullorðna og 1 barn (2-12 ára). Innifalið er flug með sköttum, gisting í 7 nætur með morgunverði og 20 kg taska báðar leiðir.

Ferðatímabil: 9. -16. apríl ‘16. Miðað við 2 fullorðna og 1 barn (2-12 ára). Innifalið er flug með sköttum, gisting í 7 nætur með morgunverði og 20 kg taska báðar leiðir.

Verð á mann frá 155.800 kr. miðað við 2 fullorðna

Verð á mann frá 141.900 kr. miðað við 2 fullorðna

PÁSKAR 14 NÆTUR

PÁSKAR 14 NÆTUR

Ifa Buenaventura *** Frá:

130.500 kr.

Ifa Catarina **** Frá:

148.500 kr.

Ferðatímabil: 19.mars-2. apríl ’16. Miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára). Innifalið er flug með sköttum, gisting í 14 nætur með hálfu fæði og 20 kg taska báðra leiðir.

Ferðatímabil: 19.mars-2. apríl ‘16. Miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára). Innifalið er flug með sköttum, gisting í 14 nætur með morgunverði og 20 kg taska báðar leiðir.

Verð á mann frá 156.900 kr. miðað við 2 fullorðna

Verð á mann frá 181.100 kr. miðað við 2 fullorðna

GERÐU VERÐSAMANBURÐ!

www.gaman.is / gaman@gaman.is / Sími 560 2000


28

viðtal

Helgin 20.-22. nóvember 2015

Bjó á götunni fyrir tveimur árum Sigurþór Jónsson, fyrrverandi landsliðsmaður í golfi, lifði að því er virtist eðlilegu lífi allt þar til hann missti tökin fyrir fimm árum. Hann var fjölskyldumaður í góðri vinnu sem spilaði og keppti í golfi þegar tími gafst til. Undir sléttu yfirborðinu kraumuðu afleiðingar erfiðleika og sorgar úr æsku en sársaukann deyfði hann með áfengi og kókaíni flestar helgar. Þegar faðir hans lést, árið 2010, missti Sigurþór tökin á lífi sínu og nokkrum mánuðum síðar hafði hann misst allt.

É

g fann snemma fyrir einhverskonar ókyrrð. Frá því ég man eftir mér fyrst var ég á einhvern hátt ófullnægður á öllum sviðum og hagaði mér eftir því. Ég fann bara aldrei neina eirð,“ segir Sigurþór Jónsson, 34 ára gamall Hafnfirðingur og fyrrverandi landsliðsmaður í golfi, sem til ársins 2010 lifði því sem virtist vera hamingjusamt og innihaldsríkt líf. „Ég kem frá góðu heimili. Mamma var góðri vinnu og fósturpabbi minn var skipstjóri og vélstjóri. Mig skorti aldrei neitt í æsku. Ég átti gott samband við pabba minn en það var lítið, við hittumst bara um helgar. Ég fékk í raun allt sem ég vildi en sambandið við fósturpabba minn var erfitt, mér fannst hann aldrei samþykkja mig. Og ég held að hann hafi aldrei gert það. Hann vildi bara

Halla Fróðadóttir, sérfræðingur í lýtalækningum

HEFUR OPNAÐ STOFU Í KLÍNÍKINNI ÁRMÚLA 9 Sérgrein: almennar lýtalækningar, fegrunaraðgerðir, fylliefni og botox Tímapantanir í síma: 519 7000

Kókaínið varð mitt aðalefni í tólf ár fyrir utan einhverja tímapunkta þegar ég var á fullu í golfinu.

„Golfið hefur alltaf verið líflínan mín og ég hlakka til að bæta mig enn frekar þar. Ég veit ekki hvar ég væri án þess og allra minna góðu vina.“ Ljósmynd/Hari

Samhjálp leitar til landsmanna Samhjálp keypti Hlaðgerðarkot af Mæðrastyrksnefnd árið 1974 og hefur rekið þar meðferðarheimili allar götur síðan. Húsnæðið var upphaflega byggt af vanefnum og er núna í mjög slæmu ástandi og því löngu tímabært að ráðast í endurbætur og nýbyggingu til að hægt sé að uppfylla kröfur yfirvalda. Ef engin hjálp fæst er fyrirséð að starfsemin muni leggjast af og hefur því verið sett af stað landssöfnun sem verður í opinni dagskrá á Stöð 2 á morgun, laugardaginn 21. nóvember. n 60-70 manns eru jafnan á biðlista í Hlaðgerðarkoti. n 400 einstaklingar þurftu frá að hverfa árið 2014. n Yfir helmingur skjólstæðinga Hlaðgerðarkots er á aldrinum 18-39 ára. n Samhjálp rekur einnig áfangaheimilin Brú og Spor.

Klíníkin Ármúla · Ármúla 9 · 108 Reykjavík · Iceland · www.klinikin.is

n Kaffistofa Samhjálpar, þar sem hægt er að fá morgunkaffi og heitan mat í hádeginu, er opin alla virka daga.

mömmu mína og ég upplifði mig alltaf sem bagga á þeirra sambandi. Ég sá líka hluti í þeirra sambandi sem lítil börn ættu ekkert að upplifa án þess að fara eitthvað nánar út í það. Ég var oft hræddur og kvíðinn sem barn en það eru tilfinningar sem lítil börn eiga ekki að upplifa.“

Fann sig í golfinu

„Það var allskonar rugl á mér í skóla. Ég lenti í slagsmálum og einelti og lagði sjálfur aðra í einelti. Ég var til vandræða en samt ekkert alltaf og ég var alls ekki vondur. Ég átti mjög erfitt með að læra og leið ekki vel, var ekki í jafnvægi en gat samt aldrei talað um það. Ég byrgði allt inni og svo þegar eitthvað kom upp á þá bara sprakk ég. Ég náði ekki að eignast nána vini, og fór því bara eitthvert annað til að tengjast. Svo gerist það að móðurbróðir minn dró mig með sér í golf þegar ég var ellefu ára. Þá bara gerðist eitthvað, ég náði allt í einu að einbeita mér og fannst gaman. Þarna fann ég fjölina mína og það var ekkert aftur snúið,“ segir Sigurþór varð fljótlega mjög efnilegur golfari og keppti þrettán ára á fyrsta mótinu sínu. „Ég var öll sumur á golfvellinum og dagana sem ég átti að vera að læra undir samræmdu prófin var ég á golfvellinum.“

Kynntist kókaíni tvítugur

„Ég byrjaði svo að drekka sextán ára og fann þar leið til að sleppa tökunum og hleypa öllu út. Feimnin fór, ég fékk útrás og varð oftast mjög erfiður. Eftir nokkur fyllirí fór ég svo að nota eiturlyf, fikta við hass og amfetamín en neyslan var ennþá bara tengd við helgar á þessum tíma. En fiktið komst upp og ég var sendur í meðferð. Ég var samt alls ekkert á leið í meðferð til að hætta að drekka, fannst ég bara hafa verið að hlaupa af mér hornin, og þegar ég var tvítugur datt ég í það aftur. Og þá kynntist ég kókaíni. Kókaínið varð mitt aðalefni í tólf ár fyrir utan einhverja tímapunkta þegar ég var á fullu í golfinu. Ég var það sem kallað er „fúnkerandi alkóhólisti“. Ég var í góðri vinnu sem verslunarstjóri í herrafataverslun, átti konu og tvö stjúpbörn og var á fullu að keppa í golfinu. Var landsliðsmaður frá 2007-2010 og lífið virtist vera í góðu lagi utan frá. En allar helgar snerust um að detta í það og taka kókaín. Auðvitað missti ég stjórnina öðru hverju, var aðeins of lengi á djamminu, hvarf stundum í einn eða tvo daga og eyddi allt of miklum peningum, en ég gat samt alltaf komið heim aftur og var alltaf fyrirgefið því ég er góður strákur inn við beinið. Ég var ekki að skaða neinn nema sjálfan mig á þessum tíma, að mér fannst.“

Missti allt á nokkrum mánuðum

Þegar Sigurþór komst í landsliðið árið 2007 fór Framhald á næstu opnu


INNI HÖNNUN Í bókinni Inni sýnir Rut Káradóttir úrval af hönnun sinni fyrir íslensk heimili og fyrirtæki. Óskabók allra sem hafa áhuga á að gera lífið fallegra.

Vildarverð: 8.799 kr Verð: 10.899 kr

Austurstræti 18

Álfabakka 14b, Mjódd

Hafnarfirði - Strandgötu 31

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Skólavörðustíg 11

Kringlunni norður

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Bárustíg 2

Laugavegi 77

Kringlunni suður

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Hallarmúla 4

Smáralind

Akranesi - Dalbraut 1

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Tilboð gildir frá 20.nóv til og með 23. nóv. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.


30

viðtal

Helgin 20.-22. nóvember 2015

hann í fyrsta sinn að fá efasemdir um rútínuna sem var farin að stjórna lífi hans. „Ég vissi í raun alltaf inn við beinið að ég væri alkóhólisti en þarna áttaði ég mig í fyrsta sinn á því að þetta var farið að hafa allt of mikil áhrif á líf mitt. En ég var ekki kominn í neinar skuldir á þessum tíma svo ég náði að halda áfram á þessari braut. Alveg þangað til pabbi dó úr krabbameini árið 2010. Ég skildi við sambýliskonu mína árið 2008 og hafði búið hjá pabba síðan. Ég var einkasonur hans, við vorum bestu vinir og mjög nánir. Ég meikaði þetta engan veginn og það bara brast eitthvað. Það var eins og það hefði verið losað um einhverja stíflu. Ég hafði verið edrú í nokkurn tíma áður en pabbi dó til að vera til staðar fyrir hann en um leið og ég vissi að hann væri að fara byrjaði ég að nota aftur. Ég höndlaði engar tilfinningar því ég var í raun eitt stórt sár sem hafði aldrei náð að gróa,“ segir Sigurþór sem á innan við sex mánuðum missti allt. „Ég missti vinnuna, íbúðina, fjölskylduna og allt sem ég hafði erft frá pabba. Ég gaf algjört fokk í lífið og á engum tíma var ég kominn á götuna. Það fór allt á einu bretti og mér var drullusama, gat bara dópað og glæpað eins og ég vildi.“

Golffer ill SiGur þór S

1996 Íslandsmeistari unglingasveitar Keilis 1998 Íslandsmeistari unglinga 2000 Íslandsmeistari með sveit Keilis 2007 Þátttökuréttur á Nordic Tour 2007-2010 Landsliðsmaður 2010 Sigrar í móti í Eimskipsmótaröðinni 2015 Topp 10 á Eimskipsmótaröð, eftir þriggja ára fjarveru.

Ellefu meðferðir á þremur árum

Sigurþór fór í ellefu meðferðir á næstu þremur árum. Hann fékk þess á milli að gista hjá móður sinni eða vinum en segist hafa sofið mest lítið. Sumarið 2013 bjó hann á götunni, skuldaði margar milljónir í yfirdrátt og enginn úr fjölskyldunni vildi sjá hann. „Skiljanlega vildi enginn neitt með mig hafa og mér var alveg sama. Þetta er alkóhólismi í sinni verstu mynd. Ég man

að þann 5. ágúst árið 2013 sat ég í 10-11 í Lágmúlanum með fullan vasa af kóki í vasanum sem ég hafði fengið eftir ömurlegum leiðum. Ég hafði í engin hús að vernda en seldi starfsmanni í búðinni kók sem svo bauð mér í heimsókn þar sem ég steindrapst. Þegar ég svo vaknaði þá fann ég algjöra uppgjöf. Það var svo mikill þungi yfir mér að ég fann

að annaðhvort hætti ég þessu eða tæki mitt eigið líf.“ Stuttu síðar fékk Sigurþór pláss í Hlaðgerðarkoti og sárin fóru í fyrsta sinn að gróa. „Ég man þegar mamma hringdi í mig grátandi af gleði til að tilkynna mér að ég hefði fengið pláss. Og í fyrsta sinn fannst mér það frábært. Ég vildi bara borða og sofa og fá hjálp en

endaði á því að vera þar í hálft ár. Það var mér í rauninni til happs að ég hafði ekki í nein önnur hús að vernda því þegar ég efaðist og langaði út þá vissi ég að ég hefði engan stað til að fara á. Svo fór ég bara smátt og smátt að takast á við sorgina og fortíðina. Og í fyrsta sinn fann ég að þetta var að virka, mig langaði í bata. Eftir þessa sex

mánuði fór ég svo á áfangaheimili í 9 mánuði þannig að ég var í meðferð í 15 mánuði.“

Batinn kemur ekki á silfurfati

Í dag segist Sigurþór vera í góðu jafnvægi. Hann hefur búið sér heimili og fundið ástina auk þess að vera í góðri vinnu. Hann segir bataferlinu þó hvergi vera lokið. „Batinn kemur ekkert á silfurfati. Sambandið við félagana og fjölskylduna er ekkert komið í lag. Mamma mín er algjörlega yndisleg og hún á yndislegan mann í dag og þau styðja vel við bakið á mér. Systir mín er eins og klettur og ég á raunverulega vini, bæði nýja og gamla, sem eru til staðar, en eðlilega slá sumir ennþá varnagla við mér og sumstaðar á ég ekki afturkvæmt. Þetta er enginn dans á rósum og það koma upp mál sem rífa í sárin. Í fyrra fékk ég símtal úr fortíðinni frá manni sem var að reyna að kúga af mér fé byggt á einhverjum lygum. Það var erfitt því ég þurfti að hitta mína gömlu vini úr fortíðinni. Þetta er svo ljótur heimur, þessir undirheimar og þetta líf sem snýst um að redda sér. Þetta er viðbjóður og ég verð ævinlega þakklátur Samhjálp sem hjálpaði mér að komast úr þessu líferni og ekki síður við að koma undir mig fótunum eftir meðferðina. Þar fékk ég líka hjálp við að koma fjármálunum á hreint og í dag skulda ég ekkert, sem er ótrúlegt frelsi. Ég byrjaði svo aftur að spila golf í fyrravor og er kominn aftur í núll í forgjöf og topp tíu á Íslandi. Golfið hefur alltaf verið líflínan mín og ég hlakka til að bæta mig enn frekar þar. Ég veit ekki hvar ég væri án þess og allra minna góðu vina.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

TILBOÐ Á TUNGUSÓFUM

Kansas K ansas

Rín

SÓFAR Í ÖLLUM STÆRÐUM SNIRÐIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM RFUM FU UM MÁL OG ÁKLÆÐI AÐ EIGIN VALI

Basel Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-15

Roma Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík sími: 557 9510 - www.patti.is

Torino

Havana


rúðuþurrkur TRICO rúðuþurrkur Í miklu úrvali

Rúðusköfur Ýmsar gerðir

Frostlögur frá Car Plan

Mottur

Húsráð: Gott að setja gömul dagblöð undir motturnar til að losna við raka.

Sérblandaður rúðuvökvi fyrir íslenskar aðstæður

Lásasprey frá Liqui Moly

Silikon á gúmmílista Kemur í veg fyrir að gúmmílistar frjósi í hurðarfalsi.

Skíðabox og skíðafestingar Stilling hf. | Sími 520 8000 | stilling.is | stilling@stilling.is


32

viðtal

Helgin 20.-22. nóvember 2015

Æskudraumurinn breyttist í martröð Rut Káradóttir er sennilega eitt þekktasta nafnið í heimi innanhússarkitektúrs og innanhússhönnunar á Íslandi í dag en konuna á bak við nafnið þekkja færri. Hún á sér þó merkilega sögu, bæði innan og utan starfs, allt frá því að ráskast með húsmuni móður sinnar á Húsavík til þess að búa með ítölskum greifa á Ítalíu, elta manninn sem hún vissi að hún myndi giftast heim úr ræktinni og fá svo tækifæri til starfa við það sem hana dreymdi um frá æsku.

T

ilefni viðtalsins er útgáfa bókarinnar Inni, sem er nýkomin út og gefur gott yfirlit um hönnun Rutar í máli og myndum. Þegar við erum sestar með kaffibollana kveður Rut upp úr með það að henni finnist reyndar skrítið að tala um hönnun núna, það sé eiginlega hégómi. „Í ljósi þess sem er að gerast í heiminum er hönnun kannski ekki það sem vestrænum manneskjum er efst í huga núna. Auðvitað skipta menning og listir máli, en hönnun er extra lúxus þegar fullt af fólki er bara að reyna að lifa af. Það hefur verið búin til einhver glamúrí­ mynd af hönnuðum sem mér finnst dálítið skrítin. Það mætti stundum halda við lestur fjölmiðla að starf innanhússarkitekts snerist bara um að væna og dæna með fræga fólkinu og snúast í kringum það. Starfið snýst alls ekki um það, heldur um að veita góða þjónustu sama fyrir hvern þú ert að vinna. Ég hef unnið bæði fyrir svokall­ aða útrásarvíkinga, en einnig fyrir fólk sem hefur lítið milli handanna og verkefnið er alltaf það sama, að reyna að búa til falleg heimili eða vinnustað þar sem fólk getur látið sér líða vel.“ Rut segist ekki vera að sækjast eftir því að vera hluti af einhverju jetsetti eða vera þekkt andlit. Hún segir þó að ýmsir virðist þekkja nafn hennar þótt þeir þekki sig kannski ekki í sjón og segir skondna sögu því til undirstrik­

unar. „Ég fór eitt sinn með vinkonu minni að skoða hús í Hafnarfirði sem hún var að hugsa um að kaupa. Hjónin sem áttu það voru mjög stolt af húsinu en það sem hreif mig mest var hvað það stóð á fallegum stað þannig að ég spurði þau hvers vegna þau væru að fara þaðan. Þá sögðu þau voða ánægð með sig að þau væru nú að flytja í Skuggann og væru búin að tala við innanhússarkitekt, hana Rut Kára, sem ætlaði að hanna nýju íbúðina fyrir þau. Þetta þótti mér ótrúlega vænt um því mér finnst miklu meira máli skipta að verkin mín tali heldur en að fólk þekki mig út á götu.“ Spurð hvað hafi valdið því að hún valdi þetta starf að ævistarfi segist Rut hafa verið fagidjót frá fæðingu. „Ég vildi alltaf hafa allt fínt og flott í kringum mig, var alltaf að laga til í herbergjum vinkvenna minna og alltaf að reyna að stjórna því hvernig hlutirnir væru heima. Mamma vildi ekki hafa neina kell­ ingalega vasa út í glugga, setti allt svoleiðis upp í skáp, en ég sótti vas­ ana og stillti þeim út í glugga, svo dæmi sé tekið. Ég var líka alltaf að teikna upp grunnmyndir og hvernig breyta mætti skipulaginu á heimilum nágrannanna. Ég var alltaf svona, alveg frá því ég man eftir mér.“

Hágrenjandi á snekkju

Rut ólst upp á Húsavík og gekk í menntaskóla á Akureyri en hún segist alltaf hafa látið sig dreyma

um að komast í burtu, búa í útlönd­ um þar sem allt væri meira spenn­ andi . Sá draumur rættist heldur betur. „Já, ég fór í nám til Ítalíu og heillaðist algjörlega af landi og þjóð. Ég var í háskóla í Róm og námið átti eftir að nýtast mér mjög vel. Ég bjó meira eða minna á Ítalíu í 9 ár og drakk í mig menninguna, söguna og andrúmsloftið, en það voru svo sannarlega tvær hliðar á þeim draumaheimi. Ég fór fyrst í ítölskunám í Perugia og varð þar svona yfir mig ástfangin af strák, sem allir kölluðu greifann. Ég hélt að það væri bara vegna þess hvað hann var pjattaður og alltaf fínn í tauinu, komst ekki að því að hann væri greifi í alvörunni fyrr en við vorum byrjuð að vera saman. Þetta var mjög efnuð fjölskylda og þau voru yfir sig ánægð með að ég skyldi vera erlend þar sem þær ítölsku væru örugglega bara að reyna að giftast honum til fjár. Þau tóku það upp hjá sjálfum sér að móta mig svo ég passaði inn í fjölskylduna og ég hef aldrei farið í gegnum annan eins heilaþvott á ævinni. Það var rosalega töff verk­ efni fyrir svona sveitamanneskju eins og mig að verða fín frú og læra að haga mér skikkanlega. Ég var alltaf að tala við rangt fólk eða segja eitthvað rangt og oftar en ekki var sparkað hraustlega í mig undir borðum þegar þeim fannst ég vera að verða þeim til skammar í fínum boðum eða ef ég ætlaði að leyfa mér að rökræða við fjöl­ skylduföðurinn.“

Ég var alltaf að tala við rangt fólk eða segja eitthvað rangt og oftar en ekki var sparkað hraustlega í mig undir borðum þegar þeim fannst ég vera að verða þeim til skammar í fínum boðum eða ef ég ætlaði að leyfa mér að rökræða við fjölskylduföðurinn.

Rut segir móður ítalska kærast­ ans hafa verið sér mjög góða en hún hafi um leið verið hryllilega stjórn­ söm og botninum hafi verið náð þegar móðirin vildi kaupa handa henni hárkollu vegna þess að henni fannst hár Rutar svo þunnt og rytju­ legt. „Hún var líka endalaust að gefa mér föt og skartgripi svo ég væri nú almennilega til fara. Ég átti meira að segja prótótýpuföt af tískusýningum frá Missoni og fleiri tískuhúsum. Fagurkerinn í mér kunni vel að meta alla þessa fallegu hluti en aðalmálið var auðvitað hvað ég var ofboðslega hrifin af þessum unga greifa og mér fannst æðislegt að fá alla drauma mína uppfyllta á einu bretti. Ég var náttúrulega bara svo blaut á bak við eyrun að ég fattaði ekki að upp­ fylling þessara veraldlegu drauma skiptir engu máli ef maður á ekki sálufélaga. Mér fannst mjög skrítið að sitja inni í miðju nammilandi og vera ekki ánægð, enda fékk ég oft að heyra það frá fjölskyldunni að ég væri hræðilega vanþakklát. Það er náttúrulega mjög skrítið að vera hágrenjandi um borð í einhverri snekkju á Costa Esmeralda.“

Var í rauninni fangi

Sambandið stóð í níu ár og Rut segir að þegar hún hugsi til baka finnist henni þetta hafa komið fyrir ein­ hverja allt aðra manneskju. Hún fór á þessum árum í nám í innanhúss­ arkitektúr í Róm þar sem hún leigði íbúð með algjörum bóhem og lífs­ kúnstner sem reykti hass daglega og hafði ekki enn komið því í verk


viðtal 33

Helgin 20.-22. nóvember 2015

„Þetta er maðurinn minn“ Á endanum tókst Rut þó að sleppa og kom alkomin heim til Íslands árið 1997. Fór fyrst að vinna á fasteignasölu en var fljótlega komin á stofu innanhússarkitektsins Guðbjargar Magnúsdóttur og fékk þar gott veganesti. Stuttu seinna opnaði hún eigin stofu og hefur síðan með elju og vinnusemi smátt og smátt orðið einn af vinsælustu innanhússarkitektum landsins. Þótt hún væri hvekkt eftir ástarævintýrið á Ítalíu hafði hún þó engan veginn útilokað það að eignast mann og dag einn í ræktinni birtist maðurinn í lífi hennar ljóslifandi. „Ég bara sé þennan huggulega mann, hálfhaltrandi þó og dapran á svipinn og ég vissi það

yfirskyni að kaupa bók. Þar sem hann gat ekki skipt stóra peningaseðlinum sem ég var með varð úr að við hittumst saman á Grænum kosti í hádeginu nokkru seinna til að fá okkur að borða og gera upp bókarkaupin. Ég vandaði mig svo ofboðslega til að klúðra þessu nú ekki að ég sendi honum stöðugt þau skilaboð að ég hefði engan áhuga á honum og hann var þá heldur ekkert að ganga á eftir mér. Það endaði með því að ég hringdi í hann og spurði hvort hann vildi horfa með mér á bíómynd, fór til hans með myndina og við horfðum saman. Strax og myndin var búin kvaddi ég og fór út í bíl, en ég gat ekki farið. Bankaði aftur og spurði hvort ég mætti vera aðeins lengur

um leið: þetta er maðurinn minn! Þennan mann þarf ég að hugsa vel um og gera kátan! Ég hélt í fyrstu að hann væri eitthvað fatlaður en komst seinna að því að hann var bara tognaður eftir íþróttaslys, en hann var nýskilinn og það skýrði líklega hversu dapur mér fannst hann vera. Ég vissi ekkert hvernig ég ætti að nálgast hann, hélt áfram að mæta í ræktina á sama tíma, dró meira að segja systur mína með mér til að sýna henni hann. Það endaði með því að ég elti hann þegar hann kom úr ræktinni og tók niður bílnúmerið hans. Komst þá að því að hann heitir Kristinn Arnarson og var í bókaútgáfu. Ég fór því til hans í vinnuna undir því

og síðan hef ég ekki farið frá honum. Við eigum saman dótturina Brynju, sem er 13 ára og algjörlega dásamleg, og hann á yndisleg og vel gerð tvö börn frá fyrra hjónabandi sem bjuggu hjá okkur aðra hverja viku þegar þau voru yngri. Ég næ stundum ekki utan um það hvað ég hef verið óskaplega heppin í lífinu, það er eins og það sé einhver verndarengill yfir mér.“

Óskaplega ánægð með bókina Rut er frábær sögumaður, við erum nánast búnar að tala frá okkur vit og rænu og upphafleg ástæða fyrir viðtalinu hefur næstum gleymst, en hún var sú að nú hefur útgáfan Crymogea gefið

Framhald á næstu opnu

AFMÆLISDAGAR 19. OG 20. NÓVEMBER 45 ÁRA

Með einkadótturinni, Brynju. „Ég næ stundum ekki utan um það hvað ég hef verið óskaplega heppin í lífinu, það er eins og það sé einhver verndarengill yfir mér.“ Ljósmyndir/Hari

að skrá sig í háskólann sem hann var í Róm til að stunda nám í. Hún kynntist líka syni mafíuforingja frá Reggio Calabria sem var samferða henni í skólanum, seldi honum ritgerðir og teikningar. Eitt sinn bauð hann henni heim með sér í páskafrí til að launa henni greiðann. Þar mætti henni allt annar heimur, lyftan í sex hæða húsi fjölskyldunnar var sundurskotin og lífverðir á hverju strái, en hún segist ekki hafa áttað sig á því hvílíkt hættusvæði þetta var. Að hlusta á hana segja frá þessum tíma í lífi sínu er eins og að detta inn í ítalska bíómynd og hún segist sjálf oft upplifa þennan tíma þannig. Eftir útskrift fór hún heim til Íslands og vann þar í tvö ár en ástin togaði í hana og hún flutti út aftur til að giftast ítalska greifanum, en fyrst ætluðu þau að prófa að búa saman í eitt ár. Þá fór að syrta í álinn. „Það var skelfilegur tími. Ég mátti ekki vinna úti, átti bara að vera fín og sæt og til staðar ef einhver úr fjölskyldunni þarfnaðist aðstoðar. Hann fylgdist með öllu sem ég gerði, meira að segja þegar ég var búin að ákveða að fara og fór í heimilistækjaverslun til að fá stóra kassa til að pakka í var hringt í hann úr búðinni og hann látinn vita að ég væri að undirbúa flótta. Hann kom heim úr vinnunni og hló að þeirri fávisku minni að ég skyldi halda að ég slyppi. Ég var eiginlega bara fangi og ég fæ enn martraðir á nóttunni þar sem ég endurupplifi þetta augnablik.“

Söfnunarstell -15%

Swarovski -15%

Söfnunarhnífapör -15%

Postulínslampar 10-20% afsláttur

GJÖF FRÁ FYLGIR EF KEYPT ER FYRIR MEIRA EN 5.000 KR

Söfnunarglös -20%

Hnífaparatöskur f/12 m/fylgihlutum frá kr.24.995

Enjoy hitaföt -20%

Tarína m/hitara & ausu frá kr.11.595

Borgarbollar -15%

Sósuskál m/hitara & ausu kr.7.995

-15 % Lukkutröll - postulín, verð frá kr.4.850

Laugavegi 178 - Sími 568 9955 Sama kennitala frá upphafi


34

viðtal

Helgin 20.-22. nóvember 2015

út glæsilega bók með yfirliti um þetta verk. Þegar kreppan skall á sá hönnun Rutar í máli og myndum. ég mér leik á borði því þá hélt ég að Hvernig kom það til? „Þau verk sem hefði ekkert að gera og gæti notað ég hanna fá oft ekki að standa lengi tíma til að mynda meira og undirþví það er eðli húsnæðis að það búa bókina. Ég varð hins vegar svo gengur kaupum og sölum og þá vilja lánsöm að hafa fljótt nóg að gera nýir eigendur oft breyta því og laga aftur, þótt verkefnin væru kannski að eigin smekk minni í sniðum og þörfum. Uppfyrstu misserin. Rut K á R a dóttiR haflega hugsaði ég Loksins er þó bókþetta bara þannig in komin út og mér Fædd 8. nóvember 1965 að ég væri að safna finnst þetta mjög Foreldrar: heimildum um það spennandi, hún er Brynja Pálmadóttir sem ég hef gert og næstum því eins Kári Sigurðsson svo vildi ég eiga og barnið mitt. Ég myndir til að setja fékk alveg frábært Maki: inn á heimasíðuna. fólk með mér, Kristinn Arnarson Ég fékk því góða maðurinn minn Dóttir: vin minn, Gunnar sá um að ritstýra Brynja Sverrisson ljósbókinni og Gerður myndara, til þess Harðardóttir Nám: að byrja að mynda blaðamaður sá Grunnskólinn á Húsavík fyrir mig ýmis um að skrifa texta Menntaskólinn á Akureyri heimili sem ég bókarinnar. RagnIstituto Europeo di Design í Róm, hafði hannað. Eftir heiður Ragnarsútskrifuð 1993. því sem myndundóttir hjá Hunangi Ferill: um fjölgaði þróaðhannaði bókina Rekur innanhússarkitektastofu ist hugmyndin um og svo er Gunnar undir eigin nafni og hefur frá að gera úr þessu algjör snillingur í útskrift starfað sem innanhússbók, enda hefur að mynda heimili arkitekt á Ítalíu og Íslandi og sinnt maðurinn minn en það er alveg sérunnið mikið við stök kúnst. smáum sem stórum verkefnum á bókaútgáfu. Lítið Bókin er tilþví sviði bæði fyrir einstaklinga hefur verið gefið einkuð minnog fyrirtæki. út af bókum um ísingu móðursystur lenska innanhússminnar, Ingu hönnun og þótt fólk geti keypt hér Pálmadóttur, sem dó aðeins 49 ára fullt af flottum erlendum bókum um gömul frá börnum og eiginmanni, innanhússarkitektúr þá eru myndog dóttur hennar Hrefnu Fannar irnar kannski teknar á frönsku sem lést aðeins 22 ára gömul. Þær herrasetri eða í þakíbúð í New York voru mér einstaklega kærar. Ég er og hafa litla sem enga tengingu við óskaplega ánægð með þessa bók, íslensk hús. Mér fannst því að bókin hún er alveg eins og ég vildi hafa gæti bætt aðeins úr þessu og gæti hana og ég vona að fólk njóti þess að líka verið innblástur fyrir fólk. skoða hana og lesa.“ Við erum búin að vera að mynda Friðrika Benónýsdóttir síðan 2008 en það hefur bara aldrei verið tími til að ganga almennilega í fridrika@frettatiminn.is

„Ég hef unnið bæði fyrir svokallaða útrásarvíkinga, en einnig fyrir fólk sem hefur lítið milli handanna og verkefnið er alltaf það sama, að reyna að búa til falleg heimili eða vinnustað þar sem fólk getur látið sér líða vel.“

Ábyrgð fylgir! s: ðein

na u g r

o Afb

n.* á m r./

k 7 7

7 . 8 5

Allt að 7 ára ábyrgð fylgir notuðum Kia**

ÁRA

ÁRA

Á ÁBYRGÐ

ÁRA

ÁBYRGÐ Notaðir

Notaðir

ÁBYRGÐ Notaðir

Kia cee’d SW 1.6

Kia Carens EX 1.7

Árgerð 2013, ekinn 34 þús. km, dísil, 128 hö, beinskiptur.

Árgerð 2014, ekinn 67 þús. km, dísil, 136 hö, sjálfskiptur.

3.250.000 kr.

3.890.000 kr.

42.777 kr. á mánuði*

50.777 kr. á mánuði*

ÁRA

ÁRA

ÁBYRGÐ

ÁBYRGÐ

Notaðir

Kia Sportage EX Árgerð 2014, ekinn 105 þús. km, dísil, 136 hö, sjálfskiptur.

4.490.000 kr.

*Mánaðargreiðsla m.v. 70% bílalán í 72 mánuði. Vextir 9,25% og árleg hlutfallstala kostnaðar er 11%. **Ábyrgð er í 7 ár frá skráningardegi bifreiðar.

NOTAÐIR BÍLAR www.notadir.is

Notaðir

Kia cee’d EX 1.6

Kia Sorento Classic

Árgerð 2014, ekinn 12 þús. km, dísil, 128 hö, sjálfskiptur.

Árgerð 2014, ekinn 43 þús. km, dísil, 198 hö, sjálfskiptur.

3.950.000 kr.

5.990.000 kr.

51.777 kr. á mánuði*

78.777 kr. á mánuði*

Kletthálsi 2 110 Reykjavík 590 2160

Opnunartími: Virka daga 10–18 Laugardaga 12–16


Innréttingar í öllum stærðum og gerðum

Við aðstoðum þig við að hanna Schmidt eldhúsinnréttingu sem hentar þér og þínum þörfum. Óteljandi möguleikar eru í boði í hæsta gæðaflokki sem völ er á. Komdu og sjáðu úrvalið! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570


36

bækur

Helgin 20.-22. nóvember 2015

Þetta vín teiknar sig ekki sjálft Þrír af okkar fremstu teiknurum tóku höndum saman við að myndskreyta Bókina Vín – Umhverfis jörðina á 110 flöskum sem kom út fyrir skemmstu. Þær Rán Flygenring, Sigga Björg og Lóa Hjálmtýsdóttir skila af sér frábæru verki og ramma inn huggulega sófaborðsbók. Við kynntum okkur myndir þeirra og spurðum hvaða vín þær drekka sjálfar.

B

ókin Vín – Umhverfis jörðina á 110 flöskum kom út á dögunum. Höfundur hennar er Steingrímur Sigurgeirsson, en hann er margreyndur höfundur bóka og greina um vín og vínmenningu. Bókin er í sama stíl og anda bókin Bjór, sem Crymogea sendi frá sér í fyrra og naut mikilla vinsælda. Ein meginprýði þessara bóka er að sérhverri tegund af veigum er lýst með teikningu og þetta vakti strax mikla lukku þegar Bjórbókin kom út. Það var Rán Flygenring sem teiknaði allar myndir í Bjórinn og aftur er hún á ferð í Vínbókinni. Nú fær hún með sér í lið tvo snillinga úr landsliði íslenskra teiknara, þær Lóu Hjálmtýsdóttur og myndlistarkonuna Siggu Björgu. Hver teiknari er með sinn stíl en til að tryggja að samræmi sé í bókinni var lagt upp með ákveðið svipmót sem allir þrír teiknararnir fylgdu.

Klæjar í tunguna að smakka smjörað Chardonnay

Rán Flygenring hefur á undanförnum árum skapað sér nafn fyrir húmorískan stíl og mikinn dugnað í teikningum fyrir bækur og fyrirtæki, en líka sem Hirðteiknari Reykjavíkur og Hirðteiknari Íslands. Rán er sjálf mikið fyrir vín og lifði sig inn í hvernig túlka mætti karakter og einkenni ólíkra víntegunda. Í túlkun hennar á suðurafríska víninu Kanonkop Pinotage breytir hún til að mynda heimsálfunni Afríku í þrúguklasa, en neðst er sjálft vínið í Suður-Afríku. Einkenni pinotage þrúgunnar

Brunello di Montalcino eftir Siggu Björg.

eru að hún var í raun búin til í tilraunastofu af suðurafrískum vínfræðingi á fyrri hluta 20. aldar. Hún er því algerlega afrísk, er einkennisþrúga suðurafrískra vína og gefur þeim sinn sérstæða karakter. Hvert er þitt uppáhaldsvín? „Uppáhaldsvínin mín eru ítölsk rauðvín, ég drekk þau öll og aldrei neitt annað (nema í þau fáu skipti sem í harðbakkann slær). Prinsippmál, einstrengingsleg vanafesta eða bara smekkur, líklega er ástæðan blanda af þessu öllu. Ég kýs rauðvín á sömu nótum og espressó; ekki súran og nýbylgjulegan heldur djúpan, þungan gamaldags miðjarðarhafsvelling. Gjarnan Barolo, Barbaresco, Amarone en ég er líka alveg kát með eitthvað kasjúal chianti-húsvín. Í uppáhaldi eru vínin frá Banfi kastalanum; Cum Laude, Brunello di Montalcino og La Lus meðal annarra. Já og svo er ég á sumardögum forfallinn proseccoaðdáandi.“ Ef þú mættir velja þér hvaða vín sem er til að smakka – hvað yrði fyrir valinu? „Augljóslega langar mig hrikalega að smakka sjálfan Château Pétrus á bls. 163 í Vínbókinni. Það er reyndar franskt, svo ég svík smá lit þar. Svo verð ég að viðurkenna að mig langar að smakka þetta viðbjóðslega smjöraða og karamellaða kaliforníska Chardonnay sem gerði næstum út af við chardonnaybransann þarna í Napadal – lýsingin í bókinni er svo grafísk að mann klæjar alveg í tunguna.“

Kanonkop Pinotage eftir Rán Flygenring.

mt. Teiknararnir hittust á Holtinu á dögunum og skáluðu fyrir góðu verki. Frá vinstri eru þær Rán Flygenring, Sigga Björg og Lóa Hjálmtýsdóttir. Ljósmynd/Hari

Teiknararnir hittust á Holtinu á dögunum og skáluðu fyrir góðu verki. Frá vinstri eru þær Rán Flygenring, Sigga Björg og Lóa Hjálmtýsdóttir. Ljósmynd/Hari

Gamli góði Mateusinn Lóu Hjálmtýsdóttur þarf ekki að kynna fyrir lesendum Fréttatímans. Hún hefur glatt landann árum saman með meinfyndum skopteikningum og bókum svo sem Lóabóratóríum en auðvitað er hún líka meðlimur hljómsveitarinnar FM Belfast. Lóa skapar litlar sögur í kringum öll vínin sem leiða þann sem skoðar teikningarnar inn í smáatriði í sögu vínanna og geta verið mjög fyndnar. Túlkun hennar á portúgalska rósavíninu Mateus er í þeim anda. Mateus var um tíma eitt vinsælasta vín heims. Allir drukku rósavín úr belgmiklum flöskunum, jafnt alþýðufólk sem konungbornir. Þetta er eitt af einkennisvínum síðhippatímans og flöskurnar vinsælar sem kerta-

Mateus eftir Lóu Hlín.

stjakar. Lóa drekkur ekki og sleppur því við að svara spurningum um eftirlætis vín sín.

Horfi alltof mikið á verðmiðann í ríkinu Sigga Björg er í fremstu röð myndlistarmanna samtímans. Segja má að hún hafi hætt sér út á nýjar slóðir með því að teikna vínkaraktera, því alla jafna skapar hún sinn eigin heim, sem hefur skýr höfundareinkenni og mátti til að mynda sjá nýverið á sýningu hennar í Listasafni ASÍ. Hún notar sinn eigin stíl úr myndlistarverkum sínum en býr til myndir sem draga fram einkenni vínanna, býr til einskonar persónur fyrir hvert vín. Hún teiknar því eðalvínið Brunello di Montalcino

frá framleiðandanum Biondi-Santi með því að sýna eðli vínsins sem búið er til úr brunello þrúgunni einni og eingöngu og eru því alltaf hrein afurð frá þessum unaðsbletti í Toskana á Ítalíu en framleiðandinn, Franco, stendur og reykir pípu. Hvert er þitt uppáhaldsvín? „Ég er ein af þessum sorglegu verum sem horfir alltof mikið á verðmiðann í ríkinu ... gekk svo langt að kaupa einu sinni „Don Opas“ á 990 krónur og reyndi að sannfæra heilt matarboð um að þetta væri fínasta vín, ég sé það núna að þetta var mjög vandræðalegt. En annars kaupi ég oftast Montechillo því mér finnst miðinn svo flottur, rautt og gyllt er svo grand og klassískt, eins og hógvær Drakúla greifi í sparifötum og vínið er bara fínt.“ Ef þú mættir velja þér hvaða vín sem er til að smakka – hvað yrði fyrir valinu? „Ef verð væri ekki fyrirstaða þá myndi ég fara í ríkið og velja öll vínin með flottustu miðunum. Miðinn skiptir öllu máli þegar kemur að því að kaupa vín. Smart og artí miðar virka ekki á mig, frekar stílhreinir, klassískir og grand miðar. Montechillo með svarta miðanum er eitthvað sem ég á eftir að prófa.“


Kvenréttin d konur fyrri atíma

DYNAMO REYKJAVIK

!

VEGURINN TIL FRELSIS! Barátta kvenna fyrir réttindum sem nú eru víðast talin sjálfsögð kostaði blóð, svita og tár, niðurlægingu og útskúfun. Í þessari stórfróðlegu bók er að finna heillandi og átakanlega örlagasögu fjölda kvenna sem heimurinn stendur í þakkarskuld við.


38

viðtal

Helgin 20.-22. nóvember 2015

Kvenþjóð fyrir stríð Stríðsárin 1938-1945 eftir Pál Baldvin Baldvinsson verður fyrirferðarmikil á boðstólum bóksalanna í ár, ekki bara vegna stærðar og þyngdar, nær 1100 síður með um 3000 myndum og á annað þúsund greinum. Þar er rakin í tímaröð eftir íslenskum og erlendum heimildum saga íslensks samfélags, karla og kvenna, ungra og aldinna.

Í

sland fyrir stríð er önnur veröld, tilheyrir öðrum heimi,“ segir Páll Baldvin Baldvinsson. Í vikunni kom út vegleg bók hans, Stríðsárin 1938-1945. Í bókinni fjallar Páll um allar hliðar þessa merka tímabils en sérstaka athygli vekur umfjöllun hans um hlut kvenna á þessum árum. „Þegar styrjöldinni lýkur hefur samfélagið hér nyrðra tekið risavaxin skref til nútímans, til þeirra lífshátta sem við þekkjum: skóflan víkur fyrir skurðgröfunni, ryksuga tekur við af vinnukonunni. Stríðsárin eru mestu byltingarár íslenskrar sögu, aldrei hafa orðið önnur eins umskipti á þjóðfélagsháttum og þá.“

Samfélag stöðnunar

Páll segir að á stríðsárunum hafi fjöldi kvenna enn verið bundnar við þjónustustörf hjá öðrum. „Kaupakonur í sveitum eru að vísu flestar yfir Páll Baldvin Baldvinsson hefur ritað sögu stríðsáranna á Íslandi á 1.100 síðum. Ljósmynd/ Hari

sumartímann meðan mest vinnuafl þarf um allt landið, en heimili til sjávar og sveita eru mannfrek þegar engin tæki létta heimilisstörfin. Hús eru hituð með mó eða kolum, sumstaðar þarf að bera vatn í hús. Umskiptin sem verða á högum kvenna eru gífurleg. Í svokölluðum undirstöðuatvinnuvegum eru konur íhlaupavinnuafl: vinna árstíðabundið í landbúnaði og sjávarútvegi sem hálfdrættingar karla í launum.“

Konur í vítahring fátæktar og óreglu

„Þær sem höfðu fasta vinnu á sjúkrahúsunum unnu tíu tíma á dag sex daga vikunnar. Stúlkur sem voru í húsi, það er vinnukonur höfðu helmingi lægri laun en þjónustur á veitingastöðum eða í verslunum. Verkakonur voru með tæpan

helming þess sem karlmaður fékk í árslaun,“ segir Páll Baldvin. Hann segir að ein stærsta bylting sem hersetan hafði í för með sér var sú að konur komust betur af, eftirspurn eftir kröftum þeirra jókst. „Fyrir þann tíma bjuggu margar konur við mikla félagslega eymd. Sterkar líkur benda til að konur hafi stundað vændi í stærri bæjum. Sökum atvinnuleysis bjuggu margar þeirra í vítahring fátæktar og óreglu, heimilisofbeldis og ófriðar.“

Hörð kjör

Staða barna og unglinga var ekki góð á þessum árum. „Í þorpunum og bæjum fóru börn og unglingar að vinna um leið og þau gátu. Stórir skarar af ungum stúlkum voru við barnagæslu og heimilisaðstoð því leikvallakerfið var ekki komið á svo börnin voru á götunum. Sá fjöldi barna sem deyr við leik í höfnum landsins er mikill. Þegar umferð eykst að mun þegar erlent herlið er komið til landsins taka umferðarslysin við. Þá er farið að líta á sambúð barna og herliðs í þéttbýli sem óæskilegt ástand og börn eru flutt burt til sveita í hundraða tali, ekki bara frá Reykjavík, heldur Hafnarfirði, Akureyri, jafnvel Siglufirði, bæði af ótta við loftárásir og líka vegna þess að breska setuliðið sest að í þéttbýli til að spara flutnings-

Frægar konur á stríðsárunum Konur voru áberandi í skemmtanalífi þess tíma sem fjallað er um í bókinni.

 Leik- og söngkonan Sigrún Magnúsdóttir frá Ísafirði flaug upp á stjörnuhimin Reykjavíkur veturinn 1938 í revíunni Fornum dyggðum sem leikin var í tvo vetur, hún fór með stórhlutverk í söngleikjunum Nitouche og Brosandi landi og lék Mjallhvít í sviðsetningu breskra hermanna fyrir átta hundruð gesti í fiskvinnsluhúsi við Skerjafjörð. Á myndinni er hún í útvarpssal ásamt breskum leikurum úr sýningunni um Mjallhvíti. Ljósmyndari ókunnur.  Stórleikkonan Anna Borg kom til landsins 1939 og lék ásamt manni sínum, Poul Reumert, í tveimur verkum í Iðnó, en hún var virtur listamaður í Danmörku. Þau hjón voru um tíma í Svíþjóð meðan á hernámi Danmerkur stóð og höfðu hægt um sig. Anna lék í tveimur kvikmyndum 1945 en sneri sér þá aftur að sviðsleik. Ljósmyndari ókunnur.

 Elsa Sigfúss hélt nokkra tónleika á Íslandi fyrir upphaf stríðsins en var vinsæl af hljóðritunum sínum. Hún lokaðist inni í Danmörku stríðsárin en þá jukust vinsældir hennar á Íslandi með frekari dreifingu útvarps og aukinni grammafónaeign. Hún kom aftur til Íslands strax sumarið 1945 og hélt tónleika, en margar hljóðritanir hennar frá tímabilinu eru sígildar. Ljósmyndari ókunnur.  Vinsælasti skemmtikraftur Íslands á þessum árum var Hallbjörg Bjarnadóttir frá Akranesi. Hún snéri heim frá námi og söng í Höfn 1938 og næstu ár var hún mikilvirk í tónleikahaldi um allt land, einkum þó í Reykjavík. Hún kom fram á sólótónleikum með stórum og smáum hljómsveitum og undir handarjaðri hennar hóf Steinunn yngri systir hennar feril sinn sem lauk með hinu kunna lagi Stuðmanna: Strax í dag. Hallbjörg gerði sér vonir um að komast til Bretlands til að syngja inn á plötur og til Bandaríkjanna en af því varð ekki. Stríðsárin voru blómatími hennar sem listamanns. Ljósmynd: Vigfús Sigurgeirsson  Lóló Ólafs var fyrsta fegurðardrottning Íslands, kosin af lesendum Vikunnar sem efndi til keppninnar. Lóló var komin af auðugu fólki í útgerð og var sigld, hafði ferðast um meginlandið. Í viðtölum vegna keppninnar kvaðst hún hafa mestan áhuga á ferðalögum og lestri góðra bóka. Ljósmynd: Vigfús Sigurgeirsson.

 Ellen Kid var frá Dresden og kynntist þar Jóhann Briem listmálara og fluttist með honum til Íslands. Hún var menntuð í listdansi, hafði komið fram í vinsælum dansmyndum í Þýskalandi og unnið í stórsýningum söngleikjahúsanna. Hingað komin stofnaði hún listdansskóla og kom fram á skemmtunum með frumsamda dansa. Hún stóð nokkrum sinnum fyrir danssýningum sem þóttu nýstárlegar enda tilheyrði hún hreyfingu nútímadansara þess tíma. Ljósmynd: Vigfús Sigurgeirsson.

 Önnur ung danskona sem hóf feril sinn á þessum árum var Elly Þorláksson. Elly stóð líka fyrir danskennslu en dansmenntun var vinsælt tómstundagaman, bæði ungum og gömlum áhugamönnum. Um þessar mundir var farið að auglýsa gömlu dansana en á gólfum danssalanna voru suðuramerískir dansar teknir að sjást og skammt var í að með bandarískum hermönnum kæmu hingað djæf og jitterbug. Ljósmynd: Vigfús Sigurgeirsson.


leiðir og samgöngutæki. Hermenn eru allstaðar.“

Góða veislu gjöra skal

Sambúðarvandinn við herinn

„Með tilkomu herliðs í landinu fer allt af stað. Af öllum þessum karlmönnum verður að þvo föt og heimaþvottar verða aðalstarf kvenna á fjölda heimila,“ segir Páll. „Veitingastofur spretta upp eins og gorkúlur því aðgerðalítill her í friðsömu landi þarf afþreyingu. Þeir fylla kvikmyndahúsin, ráfa um götur í þéttbýli og snúast í kringum lítið, hanga á kaffihúsum og matstofum og þá er leitað tilbreytingar með samtali við hvern sem gefst: íslenskir karlmenn eru fjær í vinnu þó frá sumrinu 1940 verði stöðug aukning á þeim karlmönnum sem fara í ástandið, vinna fyrir verktaka hersins. Það eru ekki bara karlmenn sem lenda í ástandinu: bílar og bátar líka – ástandið er bara sú stóraukna eftirspurn eftir starfskröftum sem setuliðið þarf. Og nú er greitt í peningum.„

Drósirnar og dátarnir

Páll fjallar í bókinni vitaskuld um samskipti íslenskra kvenna við hermenn. „Strax fyrsta kvöld hersetunnar greina Reykjavíkurblöðin frá því hvernig lauslætisdrósirnar láta í kringum dátana og eftir fyrsta sumarið verður það verulegt áhyggjumál. Margir kjósa algert afskiptaleysi við setuliðið. Á sumum heimilum ásettu menn sér að tala ekki við þá stakt orð, hvað þá bjóða þeim inn fyrir dyr, á öðrum voru þeir velkomnir og var sinnt í einsemd sinni og fjarveru frá þeirra eigin heimilum og því sem yfirvofandi var: þátttöku í vopnuðum átökum þar sem vísast var að einhverjir féllu. Raunin varð sú að margir þeirra féllu þegar þeir voru fluttir héðan.“

Kvenhetjurnar

„Á þessum árum voru margar konur áberandi í opinberu lífi, þó voru þær fáar í stjórnmálum, atvinnurekstri og í hópi starfandi listamanna. Stórar félagshreyfingar kvenna skiptu miklu fyrir framþróun bættra samfélagshátta. Konur stóðu fyrir kaupum á björgunarskipi, styrktu hjálparsveitir, hófu söfnun fyrir barnaspítala, stóðu að rekstri heimilishjálpar fyrir mæður, ráku fæðingarheimili og í opinberu lífi voru þær margar leikkonurnar, söngkonurnar og dansmeyjarnar sem voru að ryðja völl, greiða leið fyrir kynsystur sínar inn á önnur svið. Í þessari bók er reynt að rifja þá sögu alla upp í bland við sögu karla í ástandi og einkennisbúningum.“

Jólagjafir fyrir sælkera

Höskuldur Daði Magnússon

kaffitar.is

hdm@frettatiminn.is

4 BLS BÆ

KLINGUR

STÚTFULLUR AF NÝJUM JÓLALE GUM VÖRUM!

STAR WARS

TLEFRONT BAT FYLGIR ÖLLUM ACER FARTÖLVUM :)

FULL HD

IPS

1920x1080 SK 178° SJÓNA JÁR MEÐ RHORNI

AÐEINS Í 2 DAGA MEÐAN BIRGÐIR ENDAST

BAKLÝST

LYKLAB FULLRI SORÐ Í TÆRÐ

NITRO

Örþunn og glæsileg fartölva úr úrvalsdeild Acer með Soft-touch metal finish, Full HD IPS skjá, öflugu leikjaskjákorti og Dolby 4.0 hljóðkerfi.

199.900

SMELLT Á KÖRFUNU A NETBÆKLI NGU RÁ WWW.TO UTEK.IS MEÐ GAGLV NVIRKUM KÖRFUHNA PP

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is


40

viðtal

Helgin 20.-22. nóvember 2015

Langar að vera góð fyrirmynd Eddu Láru Lúðvígsdóttur hafði lengi dreymt um að gefa út bók þegar hún ákvað að skrifa barnabókina Lárus eignast systkini. Hugmyndin að bókinni kom til hennar þegar hún var barnshafandi að öðru barni sínu og fann enga skemmtilega sögu um þá upplifun að eignast systkini. Hún ákvað að láta drauminn rætast, ekki síst til að vera sonum sínum góð fyrirmynd.

mánuðir á milli Ármanns og Jóhannesar þannig að heima hjá okkur er mikið fjör,“ segir Edda Lára sem hefur passað vel upp á að eldri bróðurnum líði aldrei eins og hann hafi misst sína stöðu. „Við gerðum ýmislegt sem okkur fannst hjálpa til. Maðurinn minn náði til dæmis í eldri strákinn okkar úr pössun til afa síns og ömmu og þeir komu saman á spítalann að ná í okkur Jóhannes. Og við fórum saman heim sem fjölskylda í stað þess að hann kæmi beint heim úr pössuninni og sæi okkur saman með litla barnið í höndunum. Svo vorum við líka mjög meðvituð þegar heim var komið að sjá alltaf um hann líka.“

Börnin gefa bestu meðmælin

Edda Lára vinnur við fyrirtækjaráðgjöf í Íslandsbanka en skrifaði bókina um Lárus litla sem er að eignast systkini í frítíma sínum. Ljósmynd/Hari

Þ

egar ég var að verða mamma í annað sinn langaði mig að lesa sögu fyrir son minn sem gæti undirbúið fyrir þá upplifun að verða eldra systkini,“ segir Edda Lára Lúðvígsdóttir viðskiptafræðingur sem gaf nýverið barnabókin Lárus eignast systkini.

„Við maðurinn minn fórum með eldri son okkar í bókabúð en fundum enga bók við hæfi og síðar heyrði ég það útundan mér að fleiri hefðu staðið í þessum sömu sporum. Og þar sem ég hafði lengi gengið með þann draum að gefa út mína eigin bók ákvað ég að gera þessa bók bara sjálf. Ég fann það

svo sterkt eftir að ég varð mamma hvað það skiptir miklu máli að vera góð fyrirmynd. Og ég held að ef maður eigi sér draum þá eigi maður að láta hann verða að veruleika. Með þessari útgáfu langar mig að sýna þeim að þeir geta gert allt sem þeir vilja í lífinu, bara með hörkuvinnu og trú á sjálfum sér.“

Mikið fjör á heimilinu

Synir Eddu Láru eru þriggja og eins árs í dag og segir hún fjölskyldulífið ganga eins og í sögu. Bókin hafi líka hjálpað til. „Það hjálpar alltaf að ræða hlutina, allar þessar skemmtilegu áskoranir sem verða á vegi okkar þegar börn eignast systkini. Það eru tuttugu

Edda Lára vinnur við fyrirtækjaráðgjöf í Íslandsbanka en notaði frítíma sinn til að skrifa bókina. „Ég hafði svo mikinn áhuga á þessu að ég nýtti frítímann þegar eldri strákurinn var sofnaður til að vinna. Það skiptir líka máli að eiga mann eins og ég á sem hefur verið einstaklega hvetjandi og haft trú á verkefninu frá byrjun,“ segir Edda Lára sem getur vel hugsað sér að skrifa aðra bók. „Þetta er búin að vera mjög skemmtilega reynsla og ég get vel hugsað mér að gera þetta aftur. Það er einstaklega gefandi að sjá þennan draum verða að veruleika og ekki síst að hafa fengið mörg skilaboð á hverjum einasta degi frá ánægðu fólki sem hefur keypt bókina. Líka frá börnum sem finnst hún skemmtileg. Það eru bestu meðmælin.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


Láttu þér líða vel um jólin TRIPODE

Borð- og standlampar

ð o b l i t a Jól rum m á völdu

Diva tungusófi

Ein góð nótt getur breytt lífinu...

Stærð: 202cm x 150cm

Nettur og þægilegur tungusófi. Hann er einnig fáanlegur sem hvíldarstóll, 2ja eða 3ja sæta og öll sæti stillanleg.

Ermes Deluxe

Stærð: 80cm Nettur og góður hvíldarstóll með háu baki.

Mobius

Stærð: 75.5cm Klassísk enn nútmaleg hönnun með þægindin í huga.

Hágæða heilsurúm. Tvær dýnur eru settar saman í eina kápu og ofan á það 60mm Visco eða Latex yfirdýna.

Isabella

Stærð: 195cm

Fáanlegur einnig sem hvíldarstóll. Margir litir í boði. Fáanlegur bæði raf- eða handstýrðir.

Espace

Nokkrar stærðir í boði

Léttur og smekklegur sófi. Kemur í fjórum stærðum.

Demetra svefnsófi

Lama heilsurúm

Stærð: 220cm

Sannkallaður draumasófi. Sófinn er í senn glæsilegur og þægilegur.

Mobius

Ezzy

Glæsilegur og virkilega vandaður svefnsófi frá Ítalíu.

Edwin

Stærð: 212cm

Frábær 3ja sæta hvíldarsófi. Öll sæti stillanleg hand- eða rafstýrð. Til í mörgum litum. Klæddur leðri eða tauáklæði.

Nokkrar stærðir í boði

Stærð: 190cm

Mjög góður 3ja sæta hvíldarsófi. Alklæddur leðri eða vönduðu tau áklæði. Margir litir í boði.

Nánari Nánari upplýsingar upplýsingarogogvöruúrval vöruúrvalmá má sjá sjá áá heimasíðu heimasíðu Lúr Lúr -- www.lur.is www.lur.is

Komdu í heimsókn – og uppfylltu drauma þína um betri hvíld LÚR

Hlíðasmára 1

201 Kópavogi

Sími 554 6969

lur@lur.is

www.lur.is


42

viðhorf

Helgin 20.-22. nóvember 2015

Í botni á þriðja gíri

H

HELGARPISTILL

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Opinn fundur Öryrkjabandalags Íslands um kjaramál. Laugardaginn 21. nóvember frá kl. 13.00-15.00 á Grand Hóteli Reykjavík, (Gullteig).

Teikning/Hari

Mannsæmandi lífskjör fyrir alla

Fundarstjóri: Sigurjón M. Egilsson.

Dagskrá Ávarp: Ellen Calmon formaður ÖBÍ. Ráðstöfunartekjur og mannsæmandi framfærsla. Kynning á álitsgerð Ólafs Ísleifssonar hagfræðings. Reynslusögur: Áttu pening? Getur þú lánað mér? - Ágústa Ísleifsdóttir. Er verið að skatta og skerða lífeyrinn til fátæktar? - Guðmundur Ingi Kristinsson. Ekkert eftir þegar búið er að greiða fyrir húsnæði og heilbrigðisþjónustu! María Óskarsdóttir, formaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál. Ályktun fundarins. Lokaorð: Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ. Tónlistaratriði og uppistand: Regína Ósk, Íva Marin, Elva Dögg. Rit- og táknmálstúlkun í boði. Allir velkomnir! Fjölmennum og sýnum samstöðu. PANTONE 560C PANTONE 130C

Hver stígur bensínið í botn á fyrsta gíri? Svo var spurt í þekktu ljóði Lofts Guðmundssonar sem Haukur Morthens söng á sínum tíma og það var auðvitað Bjössi á mjólkurbílnum sem botnaði drekann svo eftirminnilega. Einhverjir hefðu að vísu skipt í annan gír eða jafnvel þann þriðja til þess að ná upp hraðanum en Bjössa nægði einn gír. Þá voru bílar beinskiptir – og gírarnir yfirleitt ekki fleiri en þrír áfram og einn aftur á bak. Ég náði svipuðum frama og Bjössi á mínum yngri árum, var á mjólkurbíl í sumarstarfi og stundum ígrípamaður að vetri til meðfram mennta- og háskólanámi. Það þurfti stundum aukamenn vegna veikinda eða þegar törnin var mest fyrir jól og páska. Ég fékk sumarvinnu hjá Mjólkursamsölunni sem unglingur í gegnum klíku, eins og algengt var og er sennilega enn í okkar litla samfélagi. Afi minn sá um nýbyggingar og viðhald bygginga Samsölunnar og gat með lagi komið afkomanda sínum að sem mjólkurbílstjóra – og síðar ísbílstjóra hjá ísgerð Emmess. Fyrstu bílarnir sem ég ók sem kollega Bjössa á mjólkurbílnum voru gamlir Chevrolettar sem höfðu kynnst ýmsu á sínu æviskeiði. Algengastir voru samt breskir mjólkurbílar af Bedford gerð. Á þeim þræluðumst við sumardrengirnir, ýmist sem auka- eða aðalbílstjórar, búð úr búð. Þá voru til sérstakar mjólkurbúðir, hefðbundnar matvöruverslanir máttu ekki selja mjólk. Það er margt skrýtið í kýrhausnum. Við strákarnir vorum samt ekkert að spekúlera í því hver mátti selja mjólkurafurðir og hver ekki. Aðalatriðið var að klára okkar daglegu túra sem fyrst og koma sér heim, að vísu eftir skylduþrif á mjólkurbílnum. Gírkassinn í Bedfordinum var sérstakur fyrir þær sakir að hann var ekki samhæfður, eða synkróniseraður eins og það hét í þá daga. Bílum með slíka gírkassa þurfti því að tvíkúpla þegar skipt var um gír. Það kunnu eldri ökumenn en ekki við sumarstrákarnir. Við áttum því að venjast að auðvelt væri að skipta úr einum gír í annan með því að kúpla einu sinni. Við héldum okkur við þann hátt og burstuðum tennurnar í gamla Bedfordinum við hverja gírskiptingu, sem sagt með braki og brestum. Þetta ökulag hefur sjálfsagt ekki farið vel með gírkassana og bifvélavirkjar Samsölunnar líklega hugsað okkur þegjandi þörfina en við létum okkur það í léttu rúmi liggja, töldum raunar fráleitt að framleiða bíla með svona asnalegum gírkössum, hvað þá að kaupa slík farartæki. Bílar eru annað hvort beinskiptir eða sjálfskiptir, eins og við þekkjum. Það fer eftir smekk hvers og eins hvor gerðin er valin. Beinskiptir bílar þykja mörgum sportlegri í akstri en þeir sjálfskiptu en þeim síðarnefndu fylgja vissulega þægindi. Lengst af í búskap okkar hjóna áttum

við beinskipta bíla, okkur munaði ekkert um að skipta um gír, enda gírkassar allra þeirra bíla samhæfðir og þægilegir í notkun. Á seinni árum höfum við hins vegar eingöngu átt sjálfskipta bíla, þægindanna vegna, með einni undantekningu þó. Síðastliðið vor sá ég auglýstan ansi eigulegan bíl, nettan að allri gjörð þótt venjulegur fjölskyldubíll væri, en þóttist vita að í honum leyndust sportlegir taktar. Þótt við hefðum vanið okkur á sjálfskipta bíla setti ég beinskiptingu þessa bíls ekki fyrir mig, fannst það jafnvel kostur að geta tekið hann til kostanna með þeim hætti, rétt eins og viljugan gæðing. Frúnni leist vel á bílinn, nema gírskiptinguna, og hélt sig því við sjálfskipta jeppann okkar – sem henni finnst þó stundum of stór, að minnsta kosti í borgarumferðinni. Ég fékk því að hafa þann beinskipta og sportlega út af fyrir mig langt fram á sumar. Minn betri helmingur hafði að vísu orð á því að ég væri of stór í þann bíl, þyrfti að troða mér heldur stirðbusalega inn í hann og vagninn færi mér eiginlega ekki. Þar kom þó síðsumars, einhverra hluta vegna, að frúin brá sér bæjarleið á smábílnum mínum og líkaði svona prýðilega við hann. Það kom mér svo sem ekkert á óvart, það er gaman að keyra þennan bíl, en þar með var það ákveðið. Hún sagði beint út að ég væri of klunnalegur fyrir svo lítinn bíl og ætti betur heima í jeppanum. Við höfðum sem sagt bílaskipti. Ég kvartaði ekki enda er jeppinn sem hugur manns, mjúkur í hreyfingum og kemst allt – og sjálfskiptur að auki. Við höfum því unað sátt við þessi skipti, konan flandrar um allt á þeim sportlega sem fer henni svona ljómandi vel og ég á þeim stóra sem ég passa vel í og þarf alls ekki að troða mér inn. Saman förum við síðan allra okkar ferða á þeim síðarnefnda, ekki síst þegar leiðin liggur út úr borginni. Þrátt fyrir þetta hef ég aðeins undrast það ástfóstur sem frúin tók við þann sportlega, sem ég veit að vísu er fínn bíll, en því verður ekki neitað að hann er beinskiptur. Ég vissi ekki betur en slíka bíla vildi hún ekki lengur, sjálfskipt skyldi ökutækið vera þægindanna vegna. Það var ekki fyrr en ég sat í hjá henni nýverið að ég fékk skýringu. Við héldum af stað og sinntum ýmsum erindum. Minn betri helmingur ók á ýmsum hraða, eins og gengur í borgarumferðinni, allt upp í leyfilegan hámarkshraða á Kringlumýrarbrautinni – en mér til nokkurrar furðu notaði hún bara einn gír, þann þriðja, en gírarnir eru sex. Bíllinn er ágætlega kraftmikill og togar vel, þannig að hann fer létt um allt í þriðja – og er því í raun orðinn sjálfskiptur í meðförum hennar. Hún ekur því eins og ljón, ekki síður en Bjössi, nema hvað hún er á botni á þriðja gíri!


Gæðaverkfæri í úrvali Hleðsluborvél EY 74A2 PN2G32

Hleðsluborvél EY 74A2 LJ2G32

Patróna: 13 mm Rafhlaða: 18V, 2 x 3,0 Ah Li-Ion KOLALAUS 1,8 kg ToughTool IP Verð: 49.910 kr.

Patróna: 13 mm Rafhlaða: 18V, 2 x 5,0 Ah Li-Ion KOLALAUS 2,05 kg ToughTool IP Verð: 67.208 kr.

Hleðsluborvél EY 7441 LS2S

Hjólsög EY 45A2 XM32

Patróna: 13 mm Rafhlaða: 14,4V, 2 x 4,2 Ah Li-Ion 2 gírar 1,75 kg ToughTool IP Verð: 49.600 kr.

Hleðsluborvél EY 7441 LE3S

Patróna: 13 mm Rafhlaða: 14,4V, 3 x 1,5 Ah Li-Ion 1,5 kg ToughTool IP Verð: 36.890 kr.

Slípirokkur EY 46A2 X

Notar bæði 14,4V og 18V rafhlöður Án rafhlöðu Án hleðslutækis Verð: 43.710 kr.

notar bæði 14,4V og 18V rafhlöður Án rafhlöðu Án hleðslutækis Verð: 39.680 kr.

AUÐVELDAÐU ÞÉR VINNUNA MEÐ GÓÐUM GRÆJUM Útvarp EY 37A2 B

Sverðsög EY 45A1 X32

Hágæðaútvarp með kraftmiklum hátölurum 14,4V – 18 V + 230 VOLT Bluetooth, IP64 Án rafhlöðu Án hleðslutækis Verð: 36.952 kr.

Notar bæði 14,4V og 18V rafhlöður Án rafhlöðu Án hleðslutækis Verð:

37.200 kr.

Borhamar SDS+ EY 78A1 X

Stingsög EY 4550 X

Notar bæði 14.4V og 18V rafhlöður Án rafhlöðu, Án hleðslutækis Verð:

39.990 kr.

Hleðsluborvél EY 74A1 LS2G

Notar bæði 14.4V og 18V rafhlöður Án rafhlöðu, Án hleðslutækis Verð:

Patróna: 13 mm Rafhlaða: 18V, 2 x 4.2 Ah Li-Ion 1,95 kg Tough Tool IP Verð:

kr. Verð áður: 54.749 kr.

kr. Verð áður: 63.240 kr.

49.600

59.985

Official supplier

Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is

Pata Honda Racing notar Panasonic verkfæri


01

02 31

04 07

08

03

11

09

10

05 06 15

16

18 17

19

13

12

14 30

29 20 22 21

23 25 24

26

27

01 PÚÐI GEMSTONE HABITAT 8.900.02 MYNDARAMMI UMBRA GRIDART 7.950.03 HOUSE DOCTOR LUKT 13.900.04 LENNY BLUETOOTH HÁTALARI 49.000.05 GRANHATTAN TE-LUGTA STJAKAR FRÁ 2.750.06 JÓLABJALLA HOUSE DOCTOR 3.950.07 CASA VIVANTE GLERFLASKA 6.950.08 GEODE HILLUSKRAUT HABITAT 6.500.09 CLUZAC BARÁHÖLD HABITAT 4.500.10 BACH MARTINI GLÖS 1.850.11 NOTRE MONDE BAKKI 21.500.-

12 TOMMY LAMPI HABITAT 14.900.13 UMBRA KLUKKA 9.800.14 GARNER SKÚFFUEINING HABITAT 4.620.15 HOUSE DOCTOR VASI HVÍTUR 6.400.16 MERAKI HANDSÁPA 3.295.17 MERAKI ILMKERTI 2.925.18 HABITAT HANDKLÆÐI. (70x125) 4.200.19 DENVER POTTUR HABITAT 14.500.20 ERMINE TEPPI HABITAT 9.800.21 GRAM TEPPI HABITAT LJÓST 19.500.22 HOUSE DOCTOR VASAR SVARTUR, BLÁR, GRÁR 1.800.-

28

23 HOUSE DOCTOR UPPHENGISPOKI 1.900.24 TAIDU BOLLI HABITAT 950.25 FORIA PRESSUKANNA HABITAT 6.500.26 MOTTA SPRING HOUSE DOCTOR (70x240) 15.900.27 HOUSE DOCTOR VISKUSTYKKI 1.200.28 HABITAT MARMARABRETTI 7.800.29 BAKKI CASA VIVANTE 22.500.30 KERTI CASA VIVANTE VERÐ FRÁ 790.31 VASI CASA VIVANTE 12.900.-


ALLAR JÓLAGJAFIRNAR Á EINUM STAÐ 32 33

36 34

37 38

35

44

45 39

43

41 40 42

46

47

49 48 50

32 CLUZAC KAMPAVÍNSKÆLIR 8.500.33 HABITAT LAMPI MARLOWE 27.500.34 HELOISE SKÁLAR 750.35 HABITAT MORTEL 7.500.36 HOUSE DOCTOR VIÐARÁHÖLD 1.100.37 HABITAT PIPARKVÖRN 7.800.38 HABITAT TAJINE POTTUR KERAMIK 9.900.39 SNÆRI OG SKÆRI CASA VIVANTE 2.950.40 SPRITTKERTASTJAKI HOUSE DOCTOR 890.41 PÚÐI CASA VIVANTE GRÆNN 6.900.42 PÚÐI GILLIAM HABITAT 6.900.-

43 HOUSE DOCTOR JÓLAFÍGÚRA 2.800.44 HABITAT VASI 6.500.45 KANNA HD 6.400.46 KNOT PULLA HABITAT 19.500.47 GLERVASI 3.950.48 GLERVASI GARREL HABITAT 2.950.49 GLERKANNA CASA VIVANTE 6.950.50 HOUSE DOCTOR LUKT 13.900.TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS


jólaagjafir

46

Helgin 20.-22. nóvember 2015

Líður best í góðum hópi hjólakvenna Kolbrún Björnsdóttir tók þátt í WOW Cyclothon í fyrra og í ár. Fyrir rúmu ári hafi hún varla stigi fæti á hjól síðan hún var lítil stelpa. Hún smitaðist hins vegar af hjólabakteríunni eftir keppnina og nú eru hjólreiðar bæði atvinna og áhugamál Kollu, sem starfar í hjólreiðaversluninni Kríu. Kolla óskar sér ekki hjóls í jólagjöf, þar sem hún er vel sett með þrjú, en það er þó margt hjólatengt að finna á óskalistanum.

É

g byrjaði að hjóla í maí í fyrra þegar Rikka, samstarfskona mín, fékk mig til að taka þátt í WOW Cyclothoninu. En ég byrjaði ekki að hjóla af alvöru fyrr en að því loknu,“ segir Kolla. „Ég var rosa fín að peppa í bílnum. Það voru mun sterkari hjólreiðamenn í liðinu og það hvatti mig til að fara á fullt í hjólreiðunum.“ Hún tók svo aftur þátt í ár með liði Kríu en það er lið sem hún setti saman af tíu konum. „Markmiðið með liðinu var að hjóla

hratt en fyrst og fremst að njóta þess að hjóla saman hringinn. Það tókst svo sannarlega, við komum skælbrosandi í mark og enduðum í 2. sæti í kvennaflokki.“

Hjólreiðar eru karllæg íþrótt

Líf Kollu einkennist nú meira og minna af hjólreiðum. „Ég átta mig ekki alveg á því hvernig það gerðist,“ segir hún og hlær. Hún starfar í hjólabúðinni Kríu ásamt því að fara fyrir hópi kvenna sem hittist reglu-

Á Facebook síðunni Kría wmn ride má finna allar upplýsingar um hjólahópinn. Hópurinn hittist annarn hvern laugardag og samanstendur af fjölbreyttum hópi kvenna, byrjendum sem keppniskonum. Ljósmynd/Kolbrún Björnsdóttir

Jólagjöf hjólreiðamannsins

Hlýr fatnaður

Góð ljós

„Það skiptir máli að halda á sér hita og þá eru höfuð, hendur og tær erfiðastar. Góðir hanskar eru því málið og hlýjar húfur. Og svo er alltaf gaman að eiga hjólafatnað til skiptanna, rétt eins og föt í ræktina.“

Það sem skiptir miklu máli að sé í lagi eru ljósin, sérstaklega þegar dagarnir eru stuttir eins og núna.

Hjólaskór Sérstakir vetrarskór ætlaðir til hjólreiða. Þeir sem eignast þá sjá eftir því að hafa ekki eignast slíka löngu fyrr.“

· Helgartilboð ·

HEIMILISVÖRUR

20%

AFSLÁTTUR Gildir 19.-22. nóvember

lega og hjólar saman. „Ég var svo mikið niðri í Kríu að ég gat alveg eins farið á launaskrá þar. Strákarnir í Kríu voru að leita að konu í vinnu, sem ég reyndar vissi ekki. En mig langaði að breyta til og þetta passaði því svona vel.“ Aðspurð um kynjahlutföllin segir Kolla hjólreiðarnar karllægar eins og svo margar aðrar íþróttir. „Það eru til dæmis til miklu fleiri tegundir af hjólum fyrir karla en konur, en konum fer ört fjölgandi og framleiðendur eru búnir að átta sig á því og eru að reyna að bæta sig. Það hefur orðið ástríða mín í gegnum tíðina að hvetja konur áfram með einum eða öðrum hætti og nú geri ég það á þessum vettvangi.“ Fyrir ári setti hún af stað kvennahóp sem hittist annan hvern laugardag og hjólar saman um borgina. „Við borðum svo saman að ferðinni lokinni og það myndast alveg ótrúlega góð stemning. Við höfum mest verið um 70 talsins, en þátttakan fer aðeins eftir árstíma og veðri. En þetta hefur verið virkilega góður kjarni sem mætir og ég er búin að kynnast ótrúlega flottum konum í gegnum þennan hóp. Ég hvet konur til að koma með okkur, það eru allar velkomnar á hvernig hjóli sem er og það er engin skilin eftir.“

Skemmtilegt og fróðlegt að hjóla í hópi

Kolla nýtur sín best þegar hún

1. hæð | Kringlan | 588 2300

hjólar í hópi. „Eins og það getur verið gott að fara ein út að hjóla og hreinsa hugann þá er alveg ótrúlega gaman að hjóla með öðrum. Þetta er skemmtilegur félagsskapur og maður lærir líka eitthvað nýtt. Maður veit heldur ekki alltaf allt og þegar maður hjólar með öðrum er gott að fá ráðleggingar, til dæmis um hvernig á að beita sér á hjólinu, hvernig hnakkurinn er stilltur, í hversu þungum gír maður á að hjóla og svo framvegis.“ Í ferðunum er hins vegar ekki eingöngu talað um hjólreiðar. „Við spjöllum við líka um eitthvað allt annað.“

Sport fyrir græjufíkla

„Hjólreiðar eru klárlega sport fyrir græjufíkla, en það er samt alveg nóg að eiga bara hjól og hjálm, það þarf ekkert að flækja hlutina,“ segir Kolla. En það er þó lítið mál að fara alla leið í græjunum og er Kolla ein af þeim. „Ég sé alveg fyrir mér hvernig ég mun græja hjólin mín næsta eina og hálfa árið. Ég var að fá mér æðisleg ný ljós og get ekki beðið eftir að nota þau í skammdeginu.“ Hún óskar þó ekki eftir nýju hjóli í jólagjöf. „Ég er vel sett, en það er alltaf hægt að bæta við sig fylgihlutum.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is

Kolla tók þátt í WOW Cyclothon í annað skipti í sumar og hjólaði mun meira (og hraðar) en í keppninni í fyrra. Liðið samanstóð af 10 konum og lentu þær í 2. sæti í kvennaflokki. Ljósmynd/Björg Vigfúsdóttir


Við komum því til skila fyrir jól

Jólapakkar Það er alveg sérstakt að fá sendan jólapakka í pósti. Fyrirhöfnin og ferðalagið gefa pakkanum einhvern ævintýraljóma svo hann verður jafnvel enn meira spennandi.

Jólakort til fjölskyldu og vina

Á pósthúsunum er hægt að fá allt til innpökkunar og úrval af skemmtilegum gjafavörum.

Margir opna jólakortin á aðfangadag, aðrir opna þau jafnóðum og þau berast með póstinum og stilla þeim upp til skrauts í aðdraganda jóla. Það er aldrei of seint að byrja nýja hefð eins og að senda jólakort til þinna nánustu.

Öruggir skiladagar fyrir jól Pakkar Utan Evrópu – 7. des. Til Evrópu – 14. des. Til Norðurlanda – 15. des. Innanlands – 21. des.

Kort í A-pósti Utan Evrópu – 10. des. Til Evrópu – 16. des. Innanlands – 21. des.

HVÍTA HÚSIÐ / SÍA – 15-2457

Munum eftir þeim sem okkur þykir vænt um í aðdraganda jóla. Taktu þér tíma til að senda fallega kveðju eða glaðning og við komum því hratt og örugglega til skila.


48

jólagjafir

Helgin 20.-22. nóvember 2015

Afkastamikil gufusléttun fyrir öll efni SteamOne er tæki til gufusléttunar sem hentar vel fyrir hótel, veitingahús, fataverslanir og heimilið að sjálfsögðu.

S

Finndu jólaandann

teamOne er ólíkt öllum öðrum tækjum sem seld eru til að slétta föt. Notagildið er einnig margvíslegt og kostirnir óteljandi. Þegar SteamOne er notað þarf ekki að hafa áhyggjur úr hvaða efni flíkin er. Nota má SteamOne á öll efni, meira að segja þau allra viðkvæmustu svo sem silki, mússulín, útsaum, blúndur og allt það sem hingað til hefur ekki verið hægt að strauja með venjulegu straujárni. Jafnframt vinnur SteamOne á krumpum á gallaefnum eða þykkum bómullarflíkum.

Margvíslegt notagildi

Auk þess að slétta með SteamOne hefur tækið margvíslegt notagildi, svo sem að eyða lykt úr efni sem ekki þvæst úr með hefðbundnum hætti. Einnig eyðir tækið rykmaurum og bakteríum og er þess vegna upplagt á rúmdýnur, sængur, sófa, dúka og gluggatjöld. Það má því segja að SteamOne fækki ónæmis-

völdum í nánasta umhverfinu, auk þess að henta þeim sem halda húsdýr mjög vel.

SteamOne er tæki til gufusléttunar sem nota má á öll efni, meira að segja þau allra viðkvæmustu.

Afkasamikil gufusléttun fyrir heimili og fyrirtæki

SteamOne er heimilisvænt, en hefur einnig verið lofað af ýmsum tegundum fyrirtækja svo sem hótelum, veitingahúsum, fataverslunum, leikhúsum og jafnvel fatahreinsunum. SteamOne er sáraeinfalt í notkun og ekki tekur nema eina mínútu að gera tækið klárt fyrir afkastamikla gufusléttun á hvaða efni sem er, eða bara til að drepa rykmaurinn í rúminu. SteamOne fæst hjá Ormsson í Lágmúla 8 og umboðsmönnum Ormsson um allt land. Unnið í samstarfi Ormsson ehf.

SteamOne er fáanlegt hjá Ormsson, Lágmúla 8 og hjá umboðsmönnum Ormsson um allt land.

Reiðhjólaverzlunin Berlin leggur áherslu á hjólið sem samgöngutæki. Þar er boðið upp á klassísk borgarhjól og fylgihluti. „Nóg verður um að vera á aðventunni í Berlin og það er því tilvalið að gera sér ferð til okkar á Geirsgötu 5,“ segir Alexander Schepsky, verslunarstjóri og eigandi Berlinar. Mynd/Hari.

Fallegur fylgihlutur er draumagjöf hjólreiðamannsins

K Einstaklega falleg og vönduð útgáfa.

w w w. f o rl a g i d . i s | B ó k a b ú ð Fo rl a g s i n s | F i s k i s l ó ð 3 9

lassi og fágaður stíll eru aða lsmerk i R eið hjól a verzlunarinnar Berlinar. „Flestar hjólreiðaverslanir á höfuðborgarsvæðinu bjóða hjól til þjálfunar, fjallahjól, keppnishjól og þess háttar. Við leggjum hins vegar fyrst og fremst áherslu á hjólið sem samgöngutæki. Við bjóðum upp á klassískt borgarhjól og fylgihluti sem auðvelda hjólreiðar innanbæjar,“ segir Alexander Schepsky, verzlunarstjóri og eigandi Berlinar. Þó svo að sumarið sé líklega uppáhalds tími hjólreiðafólksins segir Alexander að aðventan komi einnig sterk inn. „Með góðum búnaði er oftast lítið mál að hjóla í desember og afar rómantískt að hjóla innan um jólaljós og hátíðleikann í þeim mánuði.“ Berlin stendur fyrir hjólaviðburðum allt árið og í desember stendur til að skipuleggja fjölskylduhjólreiðatúr sem verður án efa skemmtileg upplifun fyrir alla fjölskylduna.

Hjól, fylgihlutir og timbursleðar Berlin verður með mikið úrval af alls konar fallegum fylgihlutum fyrir hjólreiðar á aðventunni. „Við bjóðum upp á körfur, hjólatöskur, hjálma, klúta og fleira. Á veturna tökum við inn meira af vetrarhlífum fyrir hjálmana okkar sem og meira af hönskum og treflum,“ segir Alexander. Berlin selur einnig afar fallega timbursleða sem eru handsmíðaðir í Bæjaralandi í Þýskalandi. „Þetta eru afar sterkbyggðir sleðar sem geta gengið kynslóða á milli. Við eigum nokkrar týpur af þessum sleðum ásamt barnasæti fyrir yngstu krílin.“ Aðspurður um draumajólagjöf hjólreiðamannsins í ár nefnir Alexander fallegan fylgihlut. „Til dæmis hinn sívinsæla vínhaldara sem festur er á stöngina. Hann er tilvalinn þegar hjólað er í matarboðið eða á sumrin í lautarferðina. Einnig væri gaman að fá fallega hjólatösku sem hægt er að festa við bögglaberann

eða stöngina en lítur að öðru leyti út eins og falleg skrifstofu- eða skólataska. Körfur fyrir dömurnar eru auk þess alltaf vinsælar og svo mega fallegir leðurhanskar gjarnan fylgja með því þeir eru nauðsynlegir í hjólaferðina þegar það fer að kólna. Þar að auki erum við líka komin með afar falleg barnahjól sem eru tilvalin jólagjöf fyrir börnin.“

Notaleg jólastemning og heitt á könnunni

Það verður nóg um að vera á aðventunni hjá Alexander og félögum í Berlin. „Það er hægt að koma við og kaupa kaffi í Kaffihorni Berlinar og líta í kringum sig eða setjast í sófann hjá okkur og slaka á við ljúfa tónlist. Við leggjum mikið upp úr að fólk komi og því líði vel hjá okkur. Þar að auki verðum við með Jóladagatal á Facebook síðunni okkar þar sem auglýst verður tilboð á völdum vörum í einn dag út aðventuna,“ segir Alexander. Þann 5. desember fer fram jólahátíð Gömlu Hafnarinnar og Granda. „Þá verður opið til klukkan 21 og ýmis tilboð og glaðningar í boði um allt svæðið. Við munum bjóða upp á heitt kakó og Gluhwein ásamt þýskum Weihnachtsstollen og piparkökum.“ Unnið í samstarfi við Reiðhjólaverzlunina Berlin


Höfðinglegar móttökur Það var virkilega vel tekið á móti okkur þegar við opnuðum nýja kaffihúsið okkar í Kringlunni. Takk kærlega fyrir okkur og sjáumst sem allra oftast.


jolagjafir

Helgin 20.-22. nóvember 2015

 JólagJafir golfar ans

Pakkarnir undir golftréð Golftímabilið á Íslandi er stutt en það þýðir ekki að kylfingarnir sem golfið stunda hætti að hugsa um golf. Hnefafylli þeirra æfir sig meira að segja yfir veturinn. Þess vegna er alveg óhætt að skella golftengdum gjöfum undir tréð. Golfgræjur eru þó ekki alltaf alveg gefins, þessar stærri í það minnsta. Alvöru golfkylfur kosta frá u.þ.b. 20 þúsund krónum og upp í margfalda þá upphæð þegar kemur að driverum og dýrustu pútterunum. En það leynast þó innan um vörur sem setja heimilisbókhaldið ekki alveg á hliðina. Golfboltar

Golf er ekki spilað án þess að nota þar til gerða bolta. Þeir týnast eins og vinstri sokkur í þurrkara og alveg eins og ef sá sokkur er úr ull þá skemmast þeir líka. Skemmtileg jólagjöf fyrir golfarann væri því að sérmerkja þeim svo jólaboltana. Allt frá nafni viðtakenda upp í að biðjast afsökunar á því að hafa brotið rúðu – sem gerist. Góður alhliða bolti væri til dæmis Srixon AD333 (12 stk.) sem kostar um 8.000 krónur með sérmerkingu. Draumur kylfingsins er þó yfirleitt hinn rándýri Titleist Pro V1 sem þó tæmir veskið helmingi hraðar.

Séu teppi á íbúðinni fyrir er hægt að kaupa bara holuna. Passa bara að sá golfþyrsti nái ekki í dósaborinn og reyni að sökkva holunni í golfið. Hún er gerð til þess að sitja ofan á golfinu. Púttholur kosta frá rétt rúmum þúsara og upp í rúmlega þrjátíu þúsund kall fyrir brautir með broti í.

hvað sterkust inn. Þau þarf að skipta um á 1-3 ára fresti eftir því hversu mikið kylfurnar eru notaðar. Ný grip, jafnvel í uppáhalds lit jólabarnsins eru því tilvalin í pakkann. Það er ekki súperflókið að setja ný grip á en það er öruggara að láta ásetningu fylgja með í þessum pakka.

Æfingakylfa

Á dögum nútímatækni er hægt að mæla fjarlægðina frá holunni með mýmörgum hætti. Einfaldast og ódýrast er að kaupa app í símann. Það gæti verið frá jólasveininum. Golfúr eru líka sérlega einföld leið til þess að mæla fjarlægðina en það vilja þó ekki allir spila golf með úr á hendinni og þá er bara að splæsa í fjarlægðakíki eða GPS staðsetningartæki. Þau kosta þó skildinginn og kannski hægt að láta ömmu sjá um þennan pakka.

Það eru til margskonar æfingakylfur, svona til þess að sveifla í stofunni án þess að lemja í neitt. Það eru til mjúkar kylfur til að æfa taktinn. Til að æfa gripið eru til litlar kylfur með sérstöku þjálfunargripi og svo eru meira að segja til kylfur sem líta út eins og skrítin bátaár eða risastór píla sem æfa sveifluhraða. Þetta kostar frá um það bil frá 5 upp í 15 þúsund krónur.

Púttbraut

Skammdegisþunglyndi golfarans má létta með því að setja púttbraut undir tréð. Upprúllanlegt teppi með holu á endanum má nota til þess að þjálfa það sem fæstir æfa nógu mikið – púttin.

Breytt og bætt

Uppfærslur er svo hægt að gera á golfkylfunum sem þegar eru í poka kylfingsins. Þar koma ný grip

Fjarlægðarmælar

Nördagolf

Golf er ekki flókin íþrótt. Setja bolta ofan í holu með sem fæstum höggum er nokkurn veginn allt sem þarf að

vita um sportið. Það eru þó ekki allir á því að þetta sé svona einfalt og það má færa rök fyrir því. Eitt umtalaðasta æfingatæki síðasta árs var Game golf. Með því er hægt að sjá, eftir nokkra hringi, nákvæmlega hversu langt er slegið með hverri kylfu og það sem mikilvægara er hvað þarf að bæta. Þessi græja er þó ekki alveg ókeypis. Kostar um það bil 40.000 krónur í Hole in one en sé henni beitt rétt er þetta græjan fyrir golfarann sem vill halda utan um alla tölfræðina sem golfið vissulega býður upp á.

Golfferð

Þegar klukkan fer að slá sex á aðfangadagskvöld og kalt er úti er fátt betra en að ylja sér við tilhugsunina um að fara í golfferð til útlanda. Það er þó ekki alveg ókeypis, eins og gefur að skilja, en á hinn boginn þarf sá golfari sem veit að hann eða hún er að fara í margra daga golfveislu, til dæmis um páskana, ekki á þunglyndislyfjum að halda og því sparast heilmiklir peningar þar.

Allt hitt

Svo eru auðvitað alls konar fylgihlutir sem hægt er að splæsa í. Það þarf regnfatnað hér á Fróni. Reg nhl í fa r er u líka nauðsynlegar í golfið og þær eru sérstaklega stórar og sterkbyggðar. Tí þarf alltaf að brúka. Aukabúnaður á golfkerrur eru vinsæl viðbót og hetturnar á trékylfurnar eru alltaf vinsælar. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is

· PASSAR VEL Á ÖLL HJÓL · MJÖG ÖRUGGUR · HANDHÆGUR · RISPAR EKKI · VERÐLAUNA HÖNNUN · FÆST Í MÖRGUM LITUM

1

SECURITY LEVEL

2 3 4 5 6

7

7

13 14 15

HENTAR RACER OG CYCLOCROSS MJÖG VEL!

12

50

1 8 9 10 1

JÓLAGJÖF HJÓLREIÐAMANNSINS ABUS BORDO ER FYRIRFERÐALÍTILL OG HANDHÆGUR LÁS SEM AUÐVELT ER AÐ FERÐAST MEÐ. HANN MÁ FESTA HVAR SEM ER Á HVAÐA HJÓL SEM ER OG ÞVÍ FRÁBÆR OG ÖRUGG LAUSN FYRIR ALLT HJÓLREIÐAFÓLK. ÞÚ GLEYMIR ÞESSUM EKKI HEIMA!

HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200

VERSLAÐU Á

WWW.GÁP.IS


Páskaferð 22. mars - 2. apríl

La Manga, Murcia, Spánn 3 glæsilegir 18 holu vellir HHHHH hótelgisting Verð frá 299.900 kr.

Kvennaferð 19. - 27. apríl

La Sella, Spánn Golf, jóga og Mindful golfþjálfun HHHHH hótelgisting Verð frá 199.900 kr.

Draumaferð golfarans 17. - 27. maí

Bay Hill Club & Lodge og Grand Cypress Stórkostlegir vellir í Orlando, Flórída HHHHH hótelgisting Verð frá 392.000 kr.

Sjá nánar um ferðirnar á www.icegolftravel.is


Súkkulaðidagatal 5.990 kr

Dagatal 24 öskjur 4.900 kr

Lentz Jóladagatal 5.500 kr

Skandínavískar hönnunarvörur í miklu úrvali

Viskastykki, klútur & 12 mola súkkulaði askja 4.800 kr

6.600 kr

3.400 kr

3.400 kr

9 mola konfektaskja 1.790 kr 6.600 kr 3.990 kr 5.500 kr

Ný sending frá Finnsdottir

7.900 kr

11.900

Snuran.is - Síðumúla 21 - sími 537 5101 - snuran@snuran.is


9 mola konfektaskja 1.790 kr

Jólabæklingurinn okkar er kominn Komdu við & nældu þér í eintak

Klútar 950 kr/stk

Ditte Fischer 3 kertastjakar 10.990 kr

Popup Paris ilmkerti Demantur í 1/50 4.200 kr

Mikið úrval af fallegum vörum í jólapakkann OYOY spiladós 6.900 kr

Ditte Fischer Mjólk & Sykur 10.990 kr

OYOY diskamottur 2.490 kr/stk

Bob Noon 6.990 kr veggspjald 50 x 70 cm

OYOY rúmföt baby 7.300 kr junior 9.900 kr

Pastelpaper 7.900 kr veggspjald A4

Snuran.is - Síðumúla 21 - sími 537 5101 - snuran@snuran.is


Flottur sumarfatnaður sumarfatnaður Verð 15.900 kr. sumarfatnaður 5 litir: gallablátt, Flottur útlit Gallabuxur 54 tíska og Flottur

Glæsilegur Flottur Flotturfatnaður svart, hvítt, blátt, ljóssand. Stærð 34 - 48

Flottur sumarfatnaður Gallabuxur sumarfatnaður Kvarterma peysa á

Kvarterma peysa á Verð 15.900 kr. sumarfatnaður 12.900 Kvarterma peysa 12.900kr. kr. 5 litir:á gallablátt,

12.900 kr. svart, hvítt,3blátt, 3litir litir ljóssand. Stærð 36 3 litir 36--52 52 Stærð 34 -Stærð 48 Stærð 36 - 52 Flottur Flottur Kvarterma peysa Kvarterma peysaáá kr. Buxur á 15.900 Flottur Buxur á 15.900 kr. kr. sumarfatnaður Kvarterma peysa á 12.900 12.900 kr. sumarfatnaður litir Buxur á 15.900 kr. 5 litir Verð 15.900 kr. 335 litir sumarfatnaður 12.900 kr. litir gallablátt, Stærð 34 -5-litir: 48 Stærð 36 52 5 litir Stærð 34 48 3 litir Stærð 36-52 svart, hvítt, blátt, ljóssand. Stærð34 36 - 52 Stærð 48

Gallabuxur

Helgin 20.-22. nóvember 2015  Jólaföt: fJölbreytt Jólatísk a

Í okkar fínasta pússi Nú fer sá tími að skella á þegar við þurfum oftar að vera í okkar fínasta pússi, eða að minnsta kosti í fínna lagi. Jólahlaðborð, jólaboð, jólapartí, eða hvers konar boð með forskeytinu jóla- eru fram undan og því er gott að eiga eins og einn eða tvo fallega kjóla í fataskápnum. Tískan er hins vegar orðin svo fjölbreytt að nú getum við hætt að leita eingöngu af jólakjól. Jólasamfestingur eða jólabuxur flokkast alveg sem fullgildur klæðnaður í desember, svo lengi sem smá glimmeri, blúndu eða öðru fíniríi er bætt við. Hér má líta á brot af því sem verslanir landsins bjóða upp á þessa dagana af klæðnaði í fínni kantinum.

Stærð 34 - 48 Buxur Buxuráá15.900 15.900kr. kr. 5 litir Buxur á 15.900 kr. 5 litir Kvarterma Kvartermapeysa peysaáá Stærð 34 48 5 litir Stærð 34--peysa 48 á 12.900 Kvarterma 12.900kr. kr. 33litir 12.900 kr. Stærð 34 - 48 litir

3 litir Stærð 36 - 52

Stærð Stærð36 36--52 52

Buxur Buxuráá15.900 15.900kr. kr. Buxur á 15.900 kr. 55litir litir Stærð 5 litir Stærð34 34--48 48 Stærð 34 - 48

Verð 11.900 kr. 3 litir: blátt, grátt, svart. Stærð 3611.900 - 46 kr. Verð 88 aakl –1 . 11–1 3 litir: blátt, grátt, svart. 19.900 p - rennilás neðst áVerð: skálm kl. 11 rkrkaaddag kr. Verð: 17.900 kr. vi ag ið O vi ið p O -1-155 Stærð 36 - 46 . 11 kl 8 a –1 ag 11 d . 11 . ar kl 8 g kl a Stærð: 40 50 Stærð: 38 50 u –1 a la ag arkld ppið a dag gga OO u . 11–18 rennilás á skálm kl. 11 ið ið virkneðst rkrkala O- p ð daga ada O5 ðvivi Opipi -1 11 . . 11 kl kl 8 a ga –1 ag da . 11-1-155 11 d . ar kl ar kl ug g ga la ga u OOpipiðð laugarda Opið ð virka da Opila Verð 11.900 kr. 5 -1 ga kl. 11 3 litir: blátt, grátt, svart. Opið laugarda Stærð 36 - 46 - rennilás neðst á skálm

Laugavegi 178 |178 Sími 555555 1516 Laugavegi | Sími 1516

–188 11–1 gakl.kl.11 daga Op virkakada iðvir Opið 5 -1 11 kl. 8 a Kíkið á myndir og verð á Facebook –1 ag Laugavegi 178 | Sími 555 1516 11 rd 11 ga kl. Kíkið á myndir lau verð á Facebook iðiðog rdaga kl. -15 daga Laugavegi 178 Op | 555 Sími 555 ga ka1516 lau vir ið1516 Kíkið á myndir og verðOp á Op Facebook Laugavegi 178 Kíkið á myndir og verð á Facebook 5 Laugavegi 178| Sími | Sími 555 1516 rdaga kl. 11-1 ið lauága Opverð Kíkið á myndir og verð áog Facebook Kíkið á myndir Facebook

Kjólar & konfekt, 32.990 kr.

Topshop, 8.880 kr.

á Facebook Kíkið á myndir og verð á Facebook

Kíkið á myndir og verð áog Facebook Kíkið á myndir verð

Laugavegi 178 555 1516 Laugavegi 178| Sími | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð áog Facebook Kíkið á myndir verð

Laugavegi 178 | Sími 555 1516

Topshop, 6.29 0 kr.

Kíkið á myndir og verð á Facebook Kíkið á myndir og verð á Facebook

á Facebook

JÓLAKJÓLARNIR ERU KOMNIR

. 350 Topshop, 11

kr.

STÆRÐIR 14-28 Topshop,

15.795 kr.

AFGREIÐSLUTÍMAR Í VERSLUN OKKAR AÐ FÁKAFENI 9 ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 11-18 LAUGARDAGA FRÁ KL. 11-16

Tuzzi,

29.980 kr.

Loksins Loksins komnar komnaraftur aftur

Fákafen 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is

Loksins *leggings *leggings háar háarí íí *leggings háar 20% 20% afsláttur afsláttur 20% afsláttur 30% afsláttur Loksins Loksins Loksins Loksins Loksins Loksins komnar aftur mittinu mittinu mittinu afaf aföllum öllum vörum vörum öllum vörum öllum komnar komnar aftur aftur komnar aftur mnar mnar aftur aftur mnar aftur *leggings háar í 20% afsláttur Loksins Loksins

Vero Moda, 3.990 kr.

Vero Moda, 5.990 kr.

til til 17.júní júní 17. júní *leggings *leggings háarí íí *leggings háar eggings gings háar í til íaf17. ggingsháar háar íyfirhöfnum mittinu öllum háar vörum komnar aftur komnar mittinu mittinu mittinu mittinu mittinu aftur mittinu til 17. júní

kr. kr.5500 5500. ..

*leggings háarSamkeppnishæf í *leggings háar í Túnika Túnika Túnika mittinu verð ogmittinu gæði kr. kr. 3000 3000 kr. 3000 .vörur, Frábær Frábær verð, verð, smart smart vörur, Frábær smart vörur, Túnika Reykjavík,verð, London, . . . . .. Amsterdam, kr. 3000 góð góð þjónusta þjónusta góð þjónusta Frábær verð, smart Parísvörur,

kr. 5500 kr.5500 5500 kr. 5500 r.kr.5500 5500 kr. kr. 5500 kr. 5500

kr. 5500

góð þjónusta

góð þjónusta

Vero Moda,

9.990 kr.

. vörur, .Frábær góð þjónusta Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur, Frábær verð, smart ær verð, verð, smart smart vörur, vörur, ær verð, smart vörur, verð, smart vörur, Frábær verð, smart vörur, Frábær góð góð þjónusta þjónusta góð þjónusta óð góð þjónusta þjónusta góð þjónusta

Zara, 5.995 kr.

Tökum Tökum upp upp nýjar nýjar vörur vörur daglega daglega Tökum upp nýjar vörur daglega

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu Bláu húsin húsin Faxafeni Faxafeni ·S. 588 S. 588 4499 4499 ∙ Opið ∙Opið Opið mán.mán.fös. fös. 12-18 12-18 ∙ laug. laug. 11-16 11-16 Bláu Faxafeni ·588 588 4499 ∙nýjar mán.12-18 ∙∙laug. 11-16 Tökum Tökum upp nýjar vörur vörur daglega daglega Tökum upp nýjar vörur daglega Tökum Tökum upphúsin upp nýjar nýjar vörur vörur daglega daglega Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · ·S.S. 4499 ∙upp Opið mán.fös. 12-18 ∙fös. laug. 11-16 Tökum upp nýjar vörur daglega Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni ·· 12-18 S. 4499 ∙4499 Opið mán.fös. 12-18 ∙ fös. laug. 11-16 áuFaxafeni húsin Faxafeni S. 588 4499 Opið mán.fös. 12-18 ∙·588 11-16 Bláu Bláu húsin Faxafeni Faxafeni S. S.laug. 4499 ∙11-16 Opið Opið mán.mán.fös.fös. 12-18 12-18 ∙ laug. laug. 11-16 11-16 húsin Faxafeni ·588 S. 588 ∙ ∙Opið mán.12-18 ∙ ∙laug. 11-16 Faxafeni Faxafeni · S.· ·588 588 4499 4499 ∙ Bláu Opið ∙∙Opið Opið mán.mán.fös. fös. 12-18 12-18 ∙laug. ∙4499 laug. 11-16 11-16 nin S.S.·588 4499 ∙ húsin mán.fös. ∙588 laug.

Vero Moda, 8.990 kr.

Zara, 9.995 kr.


A+B+C

A

PANTONE 277C

PANTONE 311C

PANTONE 2766C

WHITE

A+B+C A+B+C

A

B

BIOTHERM BOMBA A+B+C

A

A

C

B

PANTONE RHODAMINE RED C PANTONE RED 032C

WHITE

C

A+B+C

A

PANTONE 277C

Í LYFJUM & HEILSU KRINGLUNNI PANTONE 311C

A+B+C

A

PANTONE 2766C

WHITE

A+B+C

A

B

FIMMTUDAG TIL SUNNUDAGS A

A+B+C

B

PANTONE RED 032C

A

B

A+B+C

B

A

C

PANTONE 2766C

WHITE

C

A

B

R Á T A +TB + CU A F S L B

WHITE

C

LLUUM AF Ö M. ERM VÖR BIOTH

PANTONE 3135C

C

WHITE

A+B+C

A

B

A

B

A

PANTONE 107C

PANTONE RHODAMINE RED C

C

A+B+C

PANTONE 2766C

WHITE

A+B+C

A+B+C

PANTONE 311C

C

Jólaöskjur fyrir dömur og herra í miklu úrvali. A

20%

WHITE

PANTONE 2766C

WHITE

PANTONE 311C

PANTONE 277C

PANTONE 277C

PANTONE 311C

PANTONE RHODAMINE RED C

PANTONE 277C

A+B+C

A+B+C

PANTONE 3135C

C

A

WHITE

PANTONE RED 032C

PANTONE RHODAMINE RED C

WHITE

PANTONE RED 032C

C

WHITE A+B+C

A

B

PANTONE

A+B+ C RHODAMINE RED C

C

A

PANTONE 107C

B

C

A+B

WHITE

PANTONE 277C

PANTONE RED 032C

A+B+C

A

B

WHITE

A

PANTONE 311C

C

WHITE

PANTONE 277C

PANTONE 2766C

Aquasource rakakrem 50 ml, næturkrem 20 ml, Biosource hreinsigel 50 ml og andlitsvatn 100 ml.

A+B+C

A

Skin Best dagkrem 50 ml, Serum-IN-cream 10 ml og næturkrem 15 ml. PANTONE 311C

PANTONE 3135C

WHITE

PANTONE 2766C

B

C

A+B+C

A+B

A

Verð 6.590 kr. + 20% afsláttur

A+B+C

B

A

A+B

PANTONE 3135C

C

B

A+B+C

A WHITE

B

WHITE

Verð 8.490 kr. + 20% afsláttur

B

A

WHITE

CA

A+B+C

A

B

C

WHITE

A+B+C

A PANTONE 277C

PANTONE 311C

PANTONE RHODAMINE RED C

A+B+C

A

B

PANTONE RHODAMINE RED C

C PANTONE 2766C

PANTONE RED 032C

PANTONE RED 032C

PANTONE 3135C

PANTONE 277C

A A+B+C

B

C

PANTONE 107C

PANTONE 311C

B A

A

PANTONE 277C

WHITE A+B+C

WHITE

WHITE WHITE

A+B+C

C

B

C

PANTONE 311C

PANTONE 2766C

WHITE

WHITE

A+B+C

A

B

A+B+C

C

A

PANTONE 2766C A+B+C

A+B+C

A

B

A

PANTONE 107C

B

C

C

PANTONE RHODAMINE RED C

PANTONE RHODAMINE RED C

WHITE

WHITE

PANTONE RED 032C

PANTONE RED 032C

WHITE

PANTONE 3135C PANTONE 3135C A+B+C

A+B+C

A

A

B

B

Lait Corporel 200 ml húðmjólk, kornaskrúbbur 75 ml, handáburður 20 ml og taska.

C

A+B+C

WHITE

C

A+B+C

A

Verð 4.550 kr. + 20% afsláttur

A

B

C

WHITE

WHITE

Verð 4.290 kr. + 20% afsláttur

PANTONE 107C A+B+C

A

B

C

A+B+C

PANTONE 277C

WHITE

A

WHITE

A+B+C

A

A+B+C

B

C

A+B PANTONE 107C

C

A

B

A PANTONE 3135C

WHITE

PANTONE 107C

WHITE

B

A

B

PANTONE 311C

PANTONE 2766C

A

C

PANTONE 3135C

C

B

A+B

A+B+C

C

Biomains handáburður 100 ml og Lait corporel húðmjólk 100 ml.

B

A

B

WHITE

A+B+C

A+B+C

WHITE

A

WHITE

C

WHITE

PANTONE RHODAMINE RED C

PANTONE 107C

WHITE

A+B A+B+C

A

A

A+B+C

B

C

A

PANTONE RED 032C

B

B

C

PANTONE WHITE RED C RHODAMINE

A+B+C

A

B

A+B

A+B+C

A

C

PANTONE RED 032C

B

A

B

WHITE

WHITE

C

PANTONE 107C WHITE

A+B+C

A

WHITE C

B

WHITE

WHITE A+B

B

A

A+B+C

PANTONE 3135C

A

B

C

WHITE

A+B

A

A+B

B

B

A A+B+C

A

B

Aquapower herra rakakrem 75 ml í pumpuflösku, raksápa 50 ml og sturtusápa 75 ml.

C

Total Recharge herrakrem 50 ml í pumpuflösku, A+B+C raksápa 50 ml og hreinsigel 40 ml.

A WHITE

PANTONE 107C

Verð 6.390 kr. + 20% afsláttur

Verð 7.390 kr. + 20% afsláttur WHITE

A+B

A+B+C

A

B

PANTONE 3135C A

B

C

WHITE

WHITE

A+B+C

A

A+B

B

A

B

C

A+B+C PANTONE 107C

A


20%

Mikið úrval af…

afsláttur af öllum vörum frá Bóboli föstudag og laugardag

Jólafötum Jólagjöfum Útigöllum & húfum Lúffur & snjóbuxur Náttföt & náttkjólar dimmalimmreykjavík.is

56

tíska og útlit

Helgin 20.-22. nóvember 2015

Tími glimmers og glamúrs nálgast Eftir því sem líða fer á veturinn opnast möguleikarnir í förðunarheiminum. Með lækkandi sól er eins og margt verði leyfilegra, enda er maður kannski ekki alveg að skarta þykkum eyeliner og dökkum vörum á björtum sumardögum. En nú fer að renna upp tími glimmers og glamúrs og það er því ekki úr vegi að sækja smá innblástur til stjarnanna.

Iana Reykjavík Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17

Nailner penninn

Dæmi um 2x160 auglýsingu við svepp í nögl. Einföld lausn á hvimleiðu vandamáli.

Vertu með fallegar neglur, alltaf !

NÝJAR SUMAR 20% afsláttur af VÖRUR Fæst í apótekum

Kerry Washington fékk viðurkenningu fyrir störf sín hjá samtökunum Baby2Baby á galakvöldverði samtakanna í Los Angeles í vikunni. Samtökin sjá börnum fyrir brýnustu nauðsynjum og hefur Washington tekið virkan þátt í störfum þess. Scandal stjarnan skartaði ljómandi húð og fallega bleikum vörum þegar hún tók við viðurkenningunni.

Ef bakrunnur er hvít rammi, 0,5 pt.

Dökk smokey förðun varð fyrir valinu hjá Rooney Mara þegar hún mætti á frumsýningu Carol, nýjustu myndar hennar og Cate Blanchett, fyrir skömmu.

Dreifing: Ýmus ehf

Stærðir: 38-54

Fyrirsögn í sama lit o úr myndinni) Letur: Cooper Hewit (áhersluorð mega ve Leikkonan Jaime King var viðstödd galakvöldverðinn hjá Baby2Baby og var hárgreiðslan og förðunin óaðfinnanleg. Gyllt og rautt gefur tóninn fyrir förðunina sem koma skal þegar líða fer að jólum.

Litaður flötur (80% neðri helming mynda mynd og magni af te miðað við lógó (sam Jennifer Lawrence var stórglæsileg á frumsýningu Hunger Games: Mockingjay Part 2 í vikunni. Svartur eyeliner og rauðar varir. Klassískt og hátíðlegt lúkk.

Jessica Alba var einnig meðal fjölda stjarna sem mætti á Baby2Baby galakvöldverðinn. Áhersla á augnhárin og rauður varalitur einkenndu förðun hennar. Stórir eyrnalokkar setja hátíðlegan svip á heildarútlitið.

Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is

Lógó er helmingurin miðjusett - tagline e Lógó svart með hvít

Gríndrottningin og kjarnakonan Amy Schumer skartaði fallegum augnhárum og látlausum varalit þegar Glamour veitti konu ársins verðlaun, fyrr í mánuðinum. Myndir/Getty Images


FALLEGAR JÓLAVÖRUR FYRIR HEIMLIÐ

Frá 9.900,-

260 ml / 500 ml / 750 ml

- BPA Free - Halda köldu í 24 tíma -heitu í 12 tíma -Umhverfsvænar - Hágæða stál 18/8

www.hrim.is LAUGAVEGI 25 - S: 553-3003

KRINGLUNNI - S: 553-0500

LAUGAVEGI 32 - S: 553-2002


58

Helgin 20.-22. nóvember 2015

Exem og ofnæmi Exem er langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Atopískt exem er algengasta tegundin og er algengast hjá börnum. Orsök atopísks exems er óþekkt en fylgni við ofnæmi er vel þekkt. Atopic merkir að viðkomandi er viðkvæmur fyrir ofnæmisvökum.

Einkenni atopísks exems: n Þurr húð

n Rofin, þykknuð og sprungin húð

n Rauð húð n Kláði í húð

Þegar sjúkdómurinn blossar upp getur bæst við: n Mikill kláði , rauð, heit, þurr og flagnandi húð n Blaut, vessandi og bólgin húð n Bakteríusýking í húð Helstu orsakir atopísks exems: Atopískt exem er arfgengur sjúkdómur en ekki smitandi. Sjúkdómurinn getur versnað vegna ýmissa utanaðkomandi þátta eins og hárum af gæludýrum og frjókornum og eins innri þátta eins og streitu og hormónamagni. n Arfgengir þættir

n Hormónabreytingar

n Árstíðir

n Umhverfisþættir

n Streita

n Hreyfing

Fæðuofnæmi og börn Fæðuofnæmi eru endurtekin óeðlileg viðbrögð við neyslu einnar eða fleiri fæðutegunda í eðlilegum eða minni skömmtum. Fæðuofnæmi er sjaldgæft og kemur oftast fyrir hjá börnum yngri en 3-4 ára. Algengustu ofnæmisvaldar hér á landi eru mjólk, egg, fiskur og sítrusávextir. Hvað veldur? Fæðuofnæmi er yfirleitt fyrstu gráðu ofnæmisviðbrögð við einhverju í fæðunni. Hvað er til ráða? Fyrst og fremst að halda ró sinni, hvorki þú

Sýna þarf ákveðni og viljastyrk til að ná markmiðum. Ljósmyndir/NordicPhotos/Getty

Að vera myglaður PISTILL

né barnið þitt eruð með fæðuofnæmi fyrr en ofnæmisfræðingur hefur staðfest það. Sért þú í vafa áttu að leita læknis en ekki setja barnið á eitthvað undarlegt mataræði sem getur valdið næringarskorti. Hvers konar meðferð? Ef barnið þjáist af fæðuofnæmi er það meðhöndlað með mataræði, þ.e. útilokun á þeim fæðutegundum sem valda ofnæmisviðbrögðum, ertingu með fæðuefninu sem barnið er með ofnæmi fyrir. Á hálfs árs til árs fresti er barnið skoðað til að kanna hvort það þurfi ekki lengur að vera á sérfæði.

Teitur Guðmundsson læknir

Ert þú með ofnæmiskvef? Ofnæmisnefkvef er tegund nefslímubólgu og er algengasti ofnæmissjúkdómurinn í heiminum; u.þ.b. 15% íbúa iðnaðarsamfélaga hafa það. Einkenna verður fyrst vart á barnsaldri en það dregur úr þeim eftir 30-40 ára aldur. Ofnæmisnefkvef getur verið ættgengt.

Hægt er að draga úr einkennum með lyfjum en þú losnar aldrei við ofnæmið. Sennilega hefur þetta meiri óþægindi í för með sér en beinlínis þjáningar.

Þekktu einkennin: n Tárarennsli og kláði í augum. n Stíflað nef með nefrennsli. Hnerri. n Kláði í mjúka gómnum. n Hósti. Hvað er til ráða? Reynið að forðast þau efni í umhverfinu sem valda ofnæmi. Ef þú ert með ofnæmisnefkvef af völdum margra mismunandi frjókorna er nauðsynlegt að reyna að forðast þau. Mikilvægt er að hafa dyr og glugga lokaða þegar frjókornamagnið er sem hæst.

M

ikil umræða hefur verið um myglu upp á síðkastið og iðulega er hún tengd við rakaskemmdir í húsnæði og vöxt sem getur skapast í kjölfar þessa. Margir kvarta um einkenni þessu tengd og er okkur ákveðinn vandi á höndum því það getur verið afar flókið að staðfesta að um slíkt sé að ræða og eru ekki til neinir fastmótaðir verkferlar í raun og veru. Það er staðreynd að líkami okkar er stöðugt að glíma við sveppi, sem í flestum tilvikum er tækifærissinnaður sýkingarvaldur. Þeir sem eru almennt hraustir eiga yfirleitt ekki í miklum vandræðum, ónæmiskerfið og hin eðlilega bakteríuflóra heldur sveppunum í skefjum, en hjá þeim sem eru ónæmisbældir vegna sjúkdóms, lyfja eða annarra ástæðna geta sveppir hreinlega tekið yfirhöndina og valdið alvarlegum veikindum. Það eru margar tegundir sveppa til og þeir valda mismunandi vanda, þeirra algengastur og sennilega best þekktur er Candida sem veldur þurrki í munni, sýkingum í og á kynfærum, í fellingum húðar, á bleiusvæði barna og í nöglum svo dæmi séu tekin. Í alvarlegri tilvikum getur þessi sveppategund sýkt innri líffæri og komist í blóðrásina með ófyrirséðum afleiðingum. Alvarlegar sveppasýkingar sem við óttumst sérstaklega hjá þeim sem glíma við HIV sjúkdóm, krabbamein, eru líffæraþegar eða ónæmisbældir af einhverjum orsökum eru einnig vel þekktar og útheimta öfluga meðferð greinist þær hjá slíkum einstaklingum. Þeir sveppir sem eru í umhverfi okkar og

í samhengi við raka geta valdið verulegum óþægindum einnig eins og við höfum fylgst með í umræðunni undanfarin ár með sveppasýkt húsnæði. Þar er um að ræða samspil raka, óþols, ofnæmis og svo eiturefna sem sveppirnir gefa frá sér. Einkenni geta verið margvísleg, en algengast er að þau komi fram í loftvegum, slímhúð, húð og svo eru mjög mörg einkenni sem fólk tengir við þennan vanda sem erfitt getur reynst að staðfesta en geta tengst eituráhrifum. Enn aðrar tegundir sveppa sem herja á okkur mannfólkið eru svokallaðir dermatophytar sem fyrst og fremst sýkja húðina og neglur og valda klassískum breytingum á nöglinni með þykknun og litabreytingu hennar. Það er því ljóst að sveppir eru allt í kringum okkur og við finnum mismikið fyrir þeim. Þá getur verið erfitt að eiga við vandann. Hér á landi er mjög algengt vandamál hjá einstaklingum að glíma við naglsveppi. Tíðnin virðist meiri eftir því sem næst verður komist en víðast erlendis og helgast hugsanlega af samsetningu vatnsins hér, mikilli sundlaugarmenningu og mögulega því að sjaldan gefast tækifæri til að ganga í opnum skóm. Undirliggjandi sjúkdómar eins og sykursýki og útæðasjúkdómar geta ýtt undir slík vandamál. Af öllu þessu má ráða að margir glíma við sveppasýkingar, því er hægt að segja að nú þegar glíman hefur færst í auknum mæli að umhverfi okkar flækist verkefnið að greina og meðhöndla einstaklingana. Það er því ekkert grín að vera myglaður, ef svo mætti að orði komast.

18 góð r á ð f yr ir heilnæMt inniloft

1

Lofta út, leyfa gegnumtrekk tvisvar á dag í 10 mínútur í senn.

2

Loftræsa vel þar sem föt eru þurrkuð.

7

Þurrka svæði sem hafa orðið fyrir vatnsleka innan 24-48 klukkustunda til að varna mygluvexti.

8 9

Gera við vatnsleka.

12

Loftræsa eldhús og rými sem í er arineldur eða kamína.

13

dyra.

Þvo lök og sængurföt reglulega í heitu vatni (60°C eða hærra).

Tryggja að arinn eða kamína sé rétt uppsett, notað og viðhaldið.

4

10

14

3

Ekki leyfa reykingar innan-

Þurrka af og þrífa heimilið reglulega (sér í lagi ef gæludýr á heimilinu).

5

Fylgjast með merkjum um raka og mygluvöxt.

6

Hreinsa myglu burt.

Nota ofnæmisprófaðar rúmdýnur og koddaver.

11

Tryggja meindýravarnir með því að loka fyrir sprungur og rifur og gera við vatnsleka, ekki láta matvæli liggja frammi.

Fylgja leiðbeiningum framleiðanda um rétta notkun hreinsiefni.

15

Tryggja nægt ferskt loft og loftræsingu þegar málað er, gerðar

endurbætur eða notaðar aðrar vörur sem að gætu losað frá sér rokgjörn lífræn efni.

16

Aldrei skal blanda saman efnavöru, s.s. hreinsiefnum, nema leiðbeiningar séu um slíkt á umbúðum.

17

Forðast að kaupa hreinsiefni og aðra efnavöru sem inniheldur mikil ilmefni, eiturefni eða rokgjörn efni.

18

Tryggja að ofnar/ hitun húsnæðis sé

í lagi.

Heimild: Umhverfisstofnun

Unnið í samstarfi við Doktor.is.


Eik Impressive Vatnshelt harðparket með Hydra Seal. Meiri pressun í millikjarna og 100% lokuð fösun á milli borða. 25 ára ábyrgð. Allt að 10 sinnum meira rispuþol en áður.

Krókhálsi 4

Sími 567 1010

Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18

110 Reykjavík

www.parket.is

og lau kl. 11–15


60

Helgin 20.-22. nóvember 2015

 Minn heilsutíMi: evert víglundsson Crossfit þjálfari

Vaknar klukkan fimm og fær sér sex egg Evert Víglundsson er nýkrýndur Íslandsmeistari í Crossfit í flokki 40-44 ára. Crossfit er óneitanlega stór hluti af daglegu lífi Everts sem er yfirþjálfari hjá Crossfit Reykjavík. Hann hefur einnig verið að gera það gott sem þjálfari í Biggest Loser þáttunum, en nú standa yfir tökur á nýrri þáttaröð. Þegar kemur að heilsu, mataræði og hreyfingu veit Evert hvað hann syngur og hér segir hann frá því hvernig hann ver sínum heilsutíma.

Hvernig byrjar þú daginn? Ég vakna flesta morgna klukkan 5, fæ mér vatnsglas og morgunmat. Ég er svo mættur í vinnu rétt fyrir klukkan sex. Hvernig er hefðbundinn morgunmatur hjá þér? 5-6 egg, mikið af grænmeti, 1 ávöxtur og mikið af jómfrúar ólífuolíu. Hvers konar hreyfingu stundar þú? Crossfit. Hvað gerir þú til að slaka á? Blanda af nuddi, innrauðri gufu og heitum og köldum potti er rútína sem ég fer í gegnum á hvíldardögum frá æfingum. Í viðbót við það finnst mér mjög gott að setjast niður á kaffihúsi með góða bók eða tímarit til að slaka á. Lumar þú á einu heilsuráði sem hefur gagnast þér vel í gegnum tíðina? Það er mjög mikilvægt fyrir alla líkamsrækt og íþróttaiðkun að gefa sér góðan tíma í „mobility“

æfingar, það er nudd með boltum, rúllum eða öðrum nuddgræjum og fjölbreyttum teygju- og liðlosunaræfingum. Þetta flýtir fyrir bata eftir æfingar, eykur hreyfigetu, styrk og úthald og kemur í veg fyrir meiðsli. Þessar æfingar eru mikilvægar fyrir alla, íþrótta- eða kyrrsetufólk. Þær losa um vöðvabólgu og almennan stífleika sem er oft erfitt að eiga við. Ég fer einnig til kírópraktors einu sinni í viku til að rétta stoðkerfið af og endurstilla taugakerfið. Það hefur hjálpað mér óendanlega mikið og heldur mér sterkum og tilbúnum í hvaða átök sem lífið bíður upp á. Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Það er misjafnt, en ég bursta alltaf tennur og klára armbeygjurnar mínar. Ég geri 100 armbeygjur á hverju kvöldi. Hvert er furðulegasta heilsuráð sem þú hefur heyrt? Líklega að bjór sé góður „recovery“ drykkur.

Evert stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í flokki 40-44 ára, sem fram fór um síðustu helgi. Myndir/ Daníel Rúnarsson

www.volundarhus.is

RÝMINGARSALA ÚTSALA 20% Allt a

ð

Á GARÐHÚSUM

afslá af ö ttur

garð ðrum hú til er sum sem u á la ger

Allt á að seljast · Fyrstur kemur fyrstur fær 34 mm bjálki / Tvöföld nótun

Tilboðin gilda 13. - 30. nóvember

VERÐTILBOÐ - GARÐHÚS 4,4 m²

VH/15- 01

Verð nú kr. 135.900 - áður kr. 169.900

34 mm bjálki / Tvöföld nótun

VERÐTILBOÐ - GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs Verð nú kr. 234.900 - áður kr. 299.900

Kraftmikið krydd Kanill er kraftmikið krydd sem hefur verið notað í þúsundir ára af margvíslegum ástæðum. Margir tengja kanil við jólin enda er ilmurinn sætur og kanill tilvalinn í jólabaksturinn. Kanill hefur þó mörg önnur jákvæð áhrif.

VERÐTILBOÐ

GARÐHÚS 9,7 m²

GARÐHÚS 9,7 m²

34 mm bjálki / Einföld nótun

28 mm bjálki / Einföld nótun

Verð nú kr. 239.900

Verð nú kr. 215.900

Verð áður kr. 299.900

34 mm bjálki / Tvöföld nótun

volundarhus.is · Sími 864-2400

GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður 34 mm bjálki / Tvöföld nótun

mest af andoxunarefnum.

VERÐTILBOÐ - GARÐHÚS 4,7 m² Verð nú kr. 149.900 - áður kr. 189.900

Verð áður kr. 269.900

Vel valið fyrir húsið þitt

Af öllum kryddum Rannsóknir hafa  Andoxun:  Tannheilsa: heimsins inniheldur kanill sýnt að kanill ræðst á bakterí-

Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is

Bólgueyðandi: Andoxunar efnin hafa bólgueyðandi áhrif

sem samkvæmt rannsóknum getur minnkað líkur á hjartaog æðasjúkdómum.

Lækkar blóðsykur: Kanill getur hjálpað til við að lækka blóðsykur og er því gagnlegur í baráttunni gegn sykursýki.

ur í munni sem valda andfýlu og tannskemmdum. Kanill getur því nýst sem náttúrulegt munnskol, í litlu magni þó.

sætuefni: Kanill  Náttúrulegt er tilvalið sem náttúrulegt sætuefni. Með því að nota kanil í stað sykurs má minnka sykurnotkunina en viðhalda samt sem áður sætubragðinu í matnum.


22 G . n ild óv ir t em il be r

1 kr.

KRÓNUDAGAR á umgjörðum

BORGUM MINNA! MARGSKIPT GLER

2FYRIR1 NÝTT FRÁ

Kringlunni, 2.hæð, Hagkaupshúsinu, Skeifunni, Spönginni, Grafarvogi og Smáralind, 1. hæð.

,


LAGER SALA

62

Nærandi smyrsl úr íslenskum jurtum Smyrslin Sárabót og Hælabót eru hluti af íslensku vörulínunni Gandi. Smyrslin eru mýkjandi, frískandi og rakagefandi krem unnin úr minkaolíu og íslenskum jurtum.

30-70% AF ÖLLUM VÖRUM

Helgin 20.-22. nóvember 2015

M

inkaolía og handtíndar íslenskar jurtir eru uppistaðan í vörunum frá Gandi. Minkaolía hefur óvenjuhátt hlutfall af ómettuðum fitusýrum sem gefa henni einstaka eiginleika í snyrtivörum. Hún er græðandi og mýkjandi náttúruleg afurð fyrir húð bæði manna og dýra. Minkaolían sogast hratt inn í húðina og getur þannig hjálpað til við að loka sárum og sprungum sem í kjölfarið gróa hraðar. Í smyrslunum er einnig að finna handtíndar íslenskar jurtir, bývax og E-vítamín.

Hælabót er mýkjandi, nærandi og frískandi húðsmyrsl sem hefur reynst vel á þurra og sprungna hæla. Hælabót inniheldur minkaolíu, bývax, vallhumal, tea tree- og piparmyntu kjarnaolíur auk E-vítamíns. Vallhumall hefur lengi verið notaður sem lækningajurt á Íslandi, þekktur fyrir græðandi og mýkjandi eiginleika sína. Tea tree olía er talin hafa sótthreinsandi áhrif og piparmyntan þykir auka blóðflæði.

Frískir og nærðir fætur

Heldur exeminu niðri

Klara Helgadóttir prófaði Sárabót fyrir átta ára gamlan son sinn sem berst við exem og er með mjög þurra húð. „Við höfum prófað ansi mörg exem krem, þar á meðal sterakrem og ekkert hefur virkað jafn vel og Sárabót frá Gandi. Við höldum exeminu alveg niðri með Sárabót.“

MÁN-LAU 13-18 OG SUN 13-17

Sárabót er mýkjandi, græðandi og kláðastillandi smyrsl. Sárabót inniheldur minkaolíu, bývax, haugarfa, vallhumal og klóelfting, lavender og rósmarín kjarnaolíur auk E-vítamíns. Klóelfting og haugarfi hafa sömu eiginleika og vallhumall en haugarfinn þykir einnig kláðastillandi.

Hjördís Anna Helgadóttir, löggiltur fótaaðgerðafræðingur, notar Hælabót eftir fótaaðgerðir. „Kremið smýgur mjög vel inn í húðina og það er mjög gott að nudda upp úr því.“

Hjördís Anna Helgadóttir notast við Hælabót í starfi sínu sem fótaaðgerðafræðingur. „Í dag nota ég nær eingöngu Hælabót frá Gandi eftir fótaaðagerðir og mæli ég hiklaust með þessu kremi. Það þarf ekki mikið magn af því. Kremið smýgur mjög vel inn í húðina og það er mjög gott að nudda upp úr því. Hælabótin er sérstaklega góð á sprungna hæla og þurra fætur.“ Hjördís er einnig hrifin af myntunni í kreminu sem gefur fótunum frískleika. „Ég hef unnið með þetta krem í um það bil fimm mánuði og bæði ég og viðskiptavinir mínir erum mjög hrifin af Hælabótinni frá Gandi,“ segir Hjördís. Sárabót og Hælabót eru fáanleg í apótekum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Unnið í samstarfi við Icecare

Einföld og virk lausn við óþægilegri líkamslykt Perspi-Guard® vörurnar henta fólki með ofvirka svitakirtla

S

vitalykt og óþægileg líkamslykt er eitthvað sem við viljum vera laus við í okkar daglega amstri. Sumir glíma hins vegar við það vandamál að líkaminn framleiðir of mikinn svita (hyper hydrosis) og því fylgir oft á tíðum mjög sterk svitalykt. Þessir einstaklingar vita oftast af vandamálinu og hafa reynt allt sem þeir geta til að bregðast við. A fleiðingar slæmrar líkamslyktar, og athugasemda vegna hennar, er andleg vanlíðan sem oft leiðir til félagslegrar einangrunar þess sem á við vandamálið að etja. Unglingsárin geta verið sérstaklega erfið hvað þetta vandamál varðar og getur jafnvel haft áhrif á mótun einstaklingsins til framtíðar. Nú er hins vegar hægt að koma, á einfaldan hátt, í veg fyrir þetta vandamál með Perspi-Guard vörunum.

ASKALIND 2 KÓPAVOGI

Sprey gegn óþægilegri líkamslykt

SÍÐAN 1964

Perspi-Guard® Maximum 5™ er líkamssprey sem vinnur bug á erfiðustu tilfellum af óþægilegri líkamslykt. Perspi-Guard® Maximum 5™ er sterkur svitalyktareyðir sem hannaður er til að koma í veg fyrir svita og svitalykt hjá einstaklingum með ofvirka svitakirtla. Spreyið má nota á alla venjulega húð til að koma í veg fyrir vandamál sem tengjast miklum svita og svitalykt.

Virkni Maximum 5™ er svo mikil að einungis þarf að nota efnið tvisvar í viku. Í mjög erfiðum tilfellum gæti þó reynst þörf á meiri notkun. Til að ná bestum árangri skal úða spreyinu á hreina og þurra húð á meðferðarsvæðið að kvöldi til áður en farið er að sofa. Þvoið svæðið sem bera skal á og þurrkið vel. Úðið í 2-3 skipti á meðferðarsvæðið og látið þorna. Spreyið má nota undir hendur, á brjóstkassa, hendur, kálfa og fætur. Notið ekki annan svitalyktareyði á sama tíma þar sem það gæti truflað meðferðina.

Bakteríusápa við slæmri líkamslykt Perspi-Guard® Control™ er bakteríusápa til að eyða bakteríum sem myndast á húðinni í kjölfar mikillar svitnunar. Venjuleg sturtusápa ræður ekki við þessa bakteríusýkingu og því er nauðsynlegt að nota Perspi-Guard® Control™ sápuna sem meðferð við slæmri líkamslykt. Perspi-Guard® vörurnar eru fáanlegar í öllum apótekum að undanskildum verslunum Lyfju. Unnið í samstarfi við Ýmus ehf.

Innihaldsefni Maximum 5: Ethyl Alcohol, Aqua, Aluminium Chloride, Aluminium Chlorohydrate, Glycerin, Alcloxa, Dimethicone Copolyol, Propylene Glycol, Triethyl Citrate. Innihaldsefni Control bakteríusápunnar: Aqua, Sodium lauryl ether sulfate, Ammonium lauryl sulfate, Cocamidopropyl betaine, Glycerin, Cocamide diethanolamine, Silicone oil, Sodium chloride, Tocopherol, Citric acid, Triclosan, ilmefni. Viðvaranir: Ef vart verður við ertingu á þeim svæðum sem Maximum 5™ var borið á skal hætta notkun strax. Notist ekki á svæði sem eru með sára eða skaddaða húð. Ekki skal spreyja á líkamssvæði sem eru nýrökuð. Einungis til notkunar útvortis. Forðist að efnið berist í augu. Geymið þar sem börn ná ekki til. Geymist við stofuhita, fjarri beinu sólarljósi. Ef innbyrt, hafið strax samband við lækni og hafið fylgiseðilinn við höndina. Efnið er eldfimt.


63

Helgin 20.-22. nóvember 2015

Máttur móður jarðar Mamma veit best er heilsubúð og heildsala með hágæða heilsuvörur. Nafnið vísar í þá virðingu sem fólkið á bak við búðina ber fyrir móður jörð og þá trú að í náttúrunni sé hægt að finna flestar þær heilsulausnir sem leitað er að.

O

kkar markmið er að færa fólki hágæða heilsuvörur víðs vegar að úr heiminum,“ segir Ösp Viðarsdóttir, næringarþerapisti og ráðgjafi hjá Mamma veit best. „Við erum lítill hópur sem höfum margra ára reynslu úr þessum bransa. Tvær okkar eru næringarþerapistar og sjáum við um að viðskiptavinir fái faglega og persónulega ráðgjöf en góð þjónusta skiptir okkur miklu máli.“

Hágæða bætiefni, snyrtivörur og matvara

Þegar kemur að vöruúrvali er megin áhersla lögð á gæði. „Við erum með mikið úrval hágæða bætiefna sem hafa bæði reynslu og rannsóknir á bak við sig. Einnig erum við með lífræna matvöru og lífrænar og um-

Kísillinn frá Purelife er hrein náttúruafurð án nokkurra aukaefna. Örfínt duftið er unnið úr steingerðum plöntuleifum. Um er að ræða hágæða vöru á góðu verði.

Mér finnst kísillinn koma jafnvægi á svo margt. Hann slær á matarlöngun án þess að gera mig lystarlausa og hreinsar og bætir meltinguna. Mér finnst hann bestur á morgnana á fastandi maga í volgt vatn. Ebba Guðný Guðmundsdóttir. Ég elska hreinlega ferskvatns kristals kísilinn frá Purelife. Neglurnar mína og hárið mitt fá þvílíkan styrk og þar sem ég hef ekki litað hárið mitt í sex ár þá er gott að fá góðan styrk fyrir það. – Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir ACC markþjálfi

„Nafn búðarinnar vísar í þá trú okkar að Móðir jörð viti hvað er best fyrir börnin sín og hjá henni getum við fundið þær lausnir sem við leitum að. Með það að leiðarljósi gerum við okkar besta til að virða og heiðra móðurina sem við deilum öll, jörðina,“ segir Ösp Viðardóttir, næringarþerapisti og ráðgjafi hjá Mamma veit best.

hverfisvænar sápur og húðvörur frá Dr.Bronner´s sem hafa slegið í gegn og henta allri fjölskyldunni, ekki síst börnum og þeim sem eru með viðkvæma húð. Sápuna má auk þess nota við heimilisþrifin og er því eina sápan sem heimilið þarfnast,“ segir Ösp. Meðal vinsælustu varanna er kísilbætiefni. „Það kemur kannski ekki á óvart þar sem kísill er steinefni sem spilar svo mörg hlutverk í líkamanum. Fólk finnur til dæmis oft mikinn mun á hári og nöglum sem styrkjast við inntökuna enda kísill mjög mikilvægt uppbyggingarefni. Kísillinn er hrein náttúruafurð án nokkurra aukaefna. Þetta eru steingerðar plöntuleifar

Stérimar gegn stífluðum ungbarnanösum Þ

Hvernig á að hreinsa nef ungbarns: n Láttu barnið liggja á bakinu og snúðu höfði þess að þér.

egar efri öndunarvegur ungbarna stíflast geta foreldrar búist við ýmsum vandamálum, s.s. truflun á svefni, vandamál við að nærast, drekka og almennum pirringi barnsins. Málið er nefnilega að lítil börn kunna ekki að snýta sér. Hnerri er náttúrulegt viðbragð barns til þess að hreinsa á sér nefið en ef það er alveg stíflað þá virkar hnerrinn ekki sem skyldi. Ungbörn eiga mjög erfitt með að næra sig með stíflað nef, því þau kunna ekki að anda í gegnum munn. Því er mjög mikilvægt að nef barns sé hreint við hverja næringargjöf svo barnið geti nært sig án erfiðleika.

Kvef eða óhreinindi hindra innöndun barnsins Nefið á að vinna líkt og lofthreinsikerfi og hreinsa innandað loft og koma því í rétt rakastig. Draga má úr líkum á sýkingum með því að halda nefinu hreinu. Þess vegna mæla svo margir háls-, nef- og eyrnalæknar með Stérimar til hreinsunar á stífluðu nefi. Stérimar fyrir börn er tvennskonar. Stérimar Baby (Isotoniskt) er mild jafngild lausn sem nota má frá fæðingu og eins oft og þurfa þykir. Það veldur ekki þurrki eða ójafnvægi í slímhúð og efri öndunarvegi. Stérimar Baby flaskan er sérhönnuð með þarfir ungbarns í huga. Minni þrýstingur og sérhannaður stútur, sem kemur í veg fyrir að honum sé stungið of langt inn í nef barnsins,

gera það að verkum að nú ætti ekkert barn að þurfa að þjást vegna stíflaðs nefs eða verða af þeirri mikilvægu næringu sem fylgir brjóstagjöfinni. Stérimar Baby (Hypertoniskt) er byggð upp á sama hátt og Isotoniska lausnin en hefur meira saltinnihald. Stérimar Baby Hypertoniskt má nota frá þriggja mánaða aldri og takmarka skal notkun við 5-6 skipti á sólarhring. Um leið og búið er að losa stíflurnar í efri öndunarveginum er mælt með að skipt sé yfir í Stérimar Baby Isotoniskt til áframhaldandi og fyrirbyggjandi meðferðar.

Fyrir verðandi og/eða nýbakaðar mæður

Þegar verðandi mæður og þær sem nýorðnar eru mæður fá mikið kvef þá er ekki um marga meðferðarmöguleika að ræða. Stérimar fyrir fullorðna er þá besti kosturinn í stöðunni. Stérimar má nota á meðgöngu og á meðan brjóstagjöf stendur. Aukaverkanirnar eru engar og Stérimar er fullkomnlega skaðlaust bæði móður og barni. Stérimar fyrir fullorðna má fá í bæði 50 ml og 100 ml pakkningum.

n Haltu barninu kyrru með annarri hendinni. n Úðaðu nú vel í nösina.

n Lokaðu með fingri fyrir hina nösina og leyfðu vökvanum að virka. n Strjúktu í burtu slím og óhreinindi með hreinum pappír. n Ef þörf er, snúðu þá barninu yfir á hina hliðina og endurtaktu.

sem eru einfaldlega malaðar í örfínt duft til inntöku.“

Netverslun og vildarklúbbur

Í netverslun búðarinnar, mammaveitbest.is, má finna mikið magn upplýsinga um vörurnar sem í boði eru. „Þar er líka hægt að skrá sig í klúbbinn okkar en allir sem eru í honum fá 10% afslátt af öllu þegar verslað er hér í búðinni hjá okkur,“ segir Ösp. Mamma veit best er opin frá 10-18 alla virka daga að Laufbrekku 30 (Dalbrekkumegin) í Kópavogi, rétt fyrir ofan Nýbýlaveg. Unnið í samstarfi við Mamma veit best ehf.

ER MAGINN VANDAMÁL? silicolgel gegn maga- og ristilóþægindum

n Taktu stútinn af brúsanum, þvoðu hann og þurrkaðu. n Ekki sveigja höfuð barns aftur. Mælt er með því að nota Stérimar:

FÆST Í ÖLLUM APÓTEKUM

n Tvisvar sinnum á dag kvölds og morgna. n Ef öndun um nef er erfið er mælt með notkun á þriggja tíma fresti. Einnig ef mikil slímmyndun er í nefinu. n Mælt er með Stérimar fyrir mæður með barn á brjósti og þær sem geta ekki notað sýklalyf, t.d. á meðgöngu.

Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is

Unnið í samstarfi við Ýmus

Umboð og dreifing: Ýmus ehf. Dalbrekku 2, 200 Kópavogi Sími 5331700 ymus@ymus.is www. ymus.is

H E LG A R B LA Ð


64

jólabjór

Helgin 20.-22. nóvember 2015

Jólabjórinn kemur frá Mikkeller

93/100 Mikkeller Red White Christmas Alc. 8% / 75 cl. 1.999 kr. Blanda af rauðöli og hveitibjór með nóg af humlum. Skemmtilega flókinn.

87/100 Corsendonk Christmas Ale Alc. 8,1% / 75 cl. 2.290 kr. Silkimjúkt belgískt öl sem minnir á malt & appelsín.

Jólabjórinn kom í Vínbúðirnar í síðustu viku og seldist vel. Fréttatíminn birtir sjötta árið í röð úttekt á bjórunum og að þessu sinni fengum við fjóra valinkunna sérfræðinga til að smakka. Í síðustu viku birtum við úttekt á íslensku jólabjórunum og nú er komið að þeim erlendu. Mikkellerbjórinn vakti sérstaka lukku hjá sérfræðingunum að þessu sinni.

2

84/100 Mikkeller Ris a la M’ale

Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is

Alc. 8% / 33 cl. 849 kr.

82/100 To Öl Snowball Saison Alc. 8% / 33 cl. 824 kr.

Ávaxtabjór í anda hins vinsæla eftirréttar, ris a la mande. Jóladesert í glasi.

4

3

Frábær saison-bjór sem á ekkert skylt við jól.

5 77/100 N’ice Chouffe

77/100 Brew Dog Hoppy Christmas

Alc. 10% / 33 cl. 999 kr.

Alc. 7,2% / 33 cl. 732 kr.

Dökkur og bragðmikill belgískur bjór.

Frábær IPA-bjór frá Skotlandi. „Jól á Havaí,“ eins og einn dómnefndarmaður kallaði hann.

6

71/100 Gouden Carolus Christmas

74/100 Brew Dog Santa Paws Christmas Scotch Ale Alc. 4,5% / 33 cl. 439 kr. Vel reyktur. Gott eftirbragð.

Alc. 10,5% / 33 cl. 799 kr. Belgískt öl með lakkrískeim. Minnir á lakkrístöggu, að mati dómnefndarinnar.

8

68/100 Shepherd Neame Christmas Ale

9

64/100 Meteor Biere de Noel Alc. 5,8% / 65 cl. 977 kr.

1

Ljóst öl með sætum ávaxtakeim.

Alc. 7% / 50 cl. 790 kr.

10

Breskt pöbbaöl með karamellukeim.

50/100 Tuborg Julebryg

95/100 Mikkeller Hoppy Lovin’ Christmas

60/100 Föroya bjór jólabryggj Alc. 5,8% / 33 cl. 361 kr. Svipaður og danski frændi hans. Dökkur lager með sætum keim.

7

Alc. 7,8% / 33 cl. 799 kr.

12

Frábær IPA-bjór með smá keim af engifer og furunálum.

11

Alc. 5,6% / 33 cl. 369 kr. Sá sem allir þekkja. Sætari útgáfa af Tuborg Classic.

13

DómnefnDin

Hrafnkell Freyr Magnússon 33 ára eigandi bruggverslunarinnar Brew.is.

Unnur Tryggvadóttir Flóvenz 27 ára nemi og einn stofnenda Félags íslenskra bjóráhugakvenna.

Viðar Hrafn Steingrímsson 42 ára kennari.

Ída Finnbogadóttir 25 ára meðlimur í Félagi íslenskra bjóráhugakvenna.

Um smökkunina Smökkunin var framkvæmd eftir kúnstarinnar reglum og bjórar smakkaðir eftir hækkandi alkóhólmagni og gefin stig fyrir útlit, lykt, bragð og heildarstemningu. Athugið að þetta er ekki tæmandi listi yfir erlendu jólabjórana í Vínbúðunum.


NÝ BÓK EFTIR HÖFUND LEYNIGARÐS

TÝNDA HAFIÐ Johanna Basford er drottning litabókanna. Þessi ævintýralega litabók kemur samtímis út í ótal löndum!

VINSÆLASTI LITABÓKAHÖFUNDUR Í HEIMI! !

KO Í 36 MIN ÚT YFIR LÖNDUM EINT 2.000.000 AKA S ELD!

MEST SELDA BÓKS SUMARSIN ! Á ÍSLANDI


66

matur & vín

Helgin 20.-22. nóvember 2015  Útr ás FimmFöldun á Fr amleiðslu jólabrennivíns

Selja þúsundir flaskna af jólabrennivíni til útlanda Fimm þúsund flöskur eru framleiddar af jólabrennivíni í ár, fimmfalt fleiri en í fyrra. Brennivínið hefur fengið að liggja á sérrí-tunnum og Bourbon-tunnum undir styrkri stjórn Valgeirs Valgeirssonar bruggmeistara. Útlendingar eru mjög spenntir fyrir þessari nýju vöru.

Þ

etta var tilraunarverkefni í fyrra sem lukkaðist svona ótrúlega vel,“ segir Valgeir Valgeirsson bruggmeistari um sérstaka jólaútgáfu af íslensku brennivíni sem vakið hefur mikla athygli utan landsteinanna, rétt eins og hér heima. „V ið s endu m eina flösku á innflytjendur Brennivíns í Bandaríkjunum, eina til Kanada og aðra til Þýskalands, og það er skemmst frá því að segja að við feng um pa nt a nir hratt um hæl og erum að senda jólaútgáfu þessa árs á alla þessa markaði í kjölfarið,“ segir Valgeir, sem er

kannski best þekktur sem bruggmeistari hjá Borg Brugghúsi, en hann hefur einnig verið með puttana í þróun Brennivíns undanfarin tvö ár. Alls eru framleiddar um fimm þúsund flöskur af þessu jólabrennivíni, fimmfalt fleiri en í fyrra, og á milli 6070% af þeim verða fluttar út. Sérstök jólaútgáfa

af Íslensku brennivíni hefur verið óslitið á markaði frá árinu 2006. Lengst af var um að ræða útgáfu þar sem eplabragði hafði verið bætt í hið hefðbundna Brennivín. Í fyrra kom svo út öllu metnaðarfyllri útgáfa af jólabrennivíninu, tunnuþroskuð eins og gengur og gerist með ýmis eðalvín. Þá hafði Brennivín fengið að liggja á notuðum sérrítunnum annarsvegar og Bourbontunnum hinsvegar í sex mánuði í senn, og þessu síðan blandað saman í eina útgáfu. Útgáfan er mýkri og margslungnari eftir þessa meðferð, þar sem það þéttist við öldrun og tekur í sig ýmis bragðeinkenni úr tunnunum sjálfum. Jólabrennivínið seldist upp hér á landi löngu fyrir jól í fyrra. „Jólabrennivínið fékk frábærar viðtökur í fyrra og vildum við byggja á þeim grunni í ár. Við erum því aftur með sérríog bourbon-tunnuþroskað Brennivín í grunninn, en bættum svo aukalega við minniháttar magni af Brennivíni sem við þroskuðum á ónotaðri amerískri eik. Viðbótin gefur örlítið heitari viðarkeim og bit sem bætir þetta ennfrekar að okkar mat i,“ seg ir Valgeir. Frekari tilraunir með íslenska brennivínið eru væntanlegar á næstunni. „Í tilefni af 80 ára afmæli Brennivíns á þessu ári höfum við haft dágott magn í þroskun á notuðum Islay Whisky-tunnum og Tequila-tunnum síðustu 12 mánuði svo eitthvað sé nefnt. Við förum nú að koma því í flöskur hvað úr hverju líka. Svo er ýmislegt fleira í þróun sem vonandi verður eitthvað skemmtilegt.“ Valgeir Valgeirsson, bruggmeistari í Borg brugghúsi, hefur verið með puttana í þróun Brennivíns undanfarin tvö ár. Nú er komið í verslanir tunnuþroskað jólabrennivín sem einnig er selt til Þýskalands, Kanada og Bandaríkjanna. Ljósmynd/Hari

CHEDDAR LAGLEGUR Cheddar kinkar kumpánlega kolli til bróður síns sem nefndur er eftir samnefndum bæ í Somerset á Englandi. Vinsældir Cheddar-osts eru slíkar að í dag er hann mest seldi ostur í heimi. Óðals Cheddar er þéttur, kornóttur, eilítið þurr í munni en mildur, með vott af beikon- og kryddjurtabragði og ferskri, eilítið sýrðri ávaxtasætu í lokin. Cheddar er skemmtilegur í matargerðina, sérstaklega í baksturinn og á ostabakkann með kjötmeti.

www.odalsostar.is


12 GÓÐ BÓK


68

heilabrot

Helgin 20.-22. nóvember 2015

Spurningakeppni fólksins 1. Hvar var fyrsta íslenska þjóðhátíðin haldin? 2. Hvaða tónlistarmaður er unnusti Sögu Garðarsdóttur leikkonu? 3. Hvaða póstnúmer er á Akranesi? 4. Af hverju varð 16. nóvember fyrir valinu sem Dagur íslenskrar tungu? 5. Hver sér um að veiða, karl eða kvenljónið? 6. Hvaða rithöfundur sendi nýlega frá sér unglingabókina Ég elska máva? 7. Hvaða íslenski leikari mun (að öllum líkindum) fara með hlutverk í Zoolander 2? 8. Hvaða dýr hræddist Napóleon? 9. Hvað eiga tónlistarmennirnir Magni Ásgeirsson og Rúnar Júlíusson sameiginlegt annað en músíkina? 10. Safnplata með hvaða diskósveit kom út hér á landi í síðustu viku? 11. Hvaða hljómsveit var að halda tónleika í Bataclan höllinni í París, þegar hryðjuverkaárásir áttu sér stað? 12. Hvaða landi tilheyra eyjurnar Ko Tao, Ko Phangan og Krabi? 13. Með hvaða liði leikur knattspyrnumaðurinn Baldur Sigurðsson í Pepsi deildinni á næsta ári? 14. Hvor er eldri Mick Jagger eða Keith Richard? 15. Hvaða bjór völdu sérfræðingar Fréttatímans sem besta jólabjórinn í ár?

 sudoku 1. Þingvöllum.

2. Snorri Helgason. 3. 300.

9. Fornafnið Guðmundur.

10. Boney M.

4. Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar.

7. Ólafur Darri.

1. Þingvöllum.

? 10. Boney M.

 6. Jón Kalmann. 

14. Mick Jagger.

15. Jóla Kaldi.

Urður Snædal

 8 stig

7 8 1 9 8

6 5

?

1. Þingvöllum. 2. Snorri Helgason. 3. 300. 4. Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. 5. Kvenljónið sér um 90% veiðanna meðan karlinn sefur. 6. Þorgrímur Þráinsson. 7. Ólafur Darri. 8. Ketti. 9. Þeir heita báðir Guðmundur að fornafni. 10. Boney M. 11. Eagles Of Death Metal. 12. Taílandi. 13. Stjörnunni. 14. Jagger er 5 mánuðum eldri. 15. Einstök Doppel Bock.

Urður skorar á Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur leikkonu.

1 2 9 2

3 8 9

6 4

 krossgátan 268

BÆJARHLUTI

LÖNGUN

SNÖGG SJÓÐA

SKIP

EGGJA

GLAMUR

AÐSTOÐ

SKÝLI

FEYKIST

Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 267 mynd: Clément BuCCo-leChat (CC By-Sa 3.0)

RAKNA

T O R O S I N Í Ð A S I N Ó E N S L K S P A T A L E F L I L A G A I N N E M L I M KJAFTFOR AMBOÐ

POTA

ÓBREYTTUR ÖTULL

G S K R P R Ó F R A M E F T A G T E H N I L Í M A Ð A U S P Ú K A R I Í R A N I N N BOTNFALL

SKREIÐAST LAUSAMÁL ÍÞRÓTTAFÉLAG

LÍFHVATI

HVORT

SVALL

STERTUR

EGNA

SVÍVIRÐING

HNOÐA

FESTING TIL

HLÁTUR

TVÍHLJÓÐI

FELDUR

HJARTAÁFALL

MÁLMUR

ÁRA

ELDSTÆÐI LAND

YFIRTAKA

ÚT

KLAKI

STOPP

ÆSKJA

TÓNN

FYRST FÆDD

NÖLDRA ÞREPA

NÝR

EKKI

LÆRIR

FLJÓTRÆÐI

FLATFÓTUR ANDMÆLI

GÓL

TVÖ ÞÚSUND

KVEINA

U A N N H V F D R Ö T A Á R A M U R N A N V G E I S T A N S T A G N Í M J A L I F A N Á A U N G U R S A R Ð S S R U Ý R R L S I G Ý L F U R J A L I A I L M

AÐ BAKI

AFTURENDI ÓSOÐINN LENDINGARSTAÐUR

MEIN

TOSA

ERGJA

FRAMBURÐUR NÝJA

SKRÆLNA

DRÁPSTÆKI TÚNA

YFIRBRAGÐ

MISSA MARKS

AGAÐUR

GNÆGÐ RÖND

PÚSSA

ÁI

ÁGÓÐI

KOMAST

ÓSKERT

ÞEI

DÝRAHLJÓÐ

ÖGN

STARFA

VAGGA

SANDEYRI

BOGI

DJAMM

ÞREYTA

MÁLMUR

BLÓM PILI

SLAKUR

LYKTAR

R A S S S L A S E T P Í O P N G A S Ó T T Ð A R A F I L L T A A A G G A A L L R Ó S S Í N U R A R LOSNA

BÓKSTAFUR EINNIG

MYNT VÖLLUR

TEMUR

DYLGJUR

LAND Í AFRÍKU

HVÆS

SLÍTA STAÐFESTA

SÝNISHORN

PILLA

SAMTÖK

UNDIREINS

VEITT EFTIRFÖR

ERFIÐA

ÆTTARSETUR

STEINTEGUND

ÓGREIDDUR

MYLSNA

TILREIÐA

Í RÖÐ

HARMA MARGSKONAR

SKASS LÆGST

MARGVÍSLEGAN

HRYSSA

RÉTT

GEYMSLA

ÓLMUR

VERKFÆRI

LÍTIÐ

DÝR RÝJA

ÓVILD

ÞEI

HULDUMAÐUR

ÁFORM

DOLLA ÁSAMT

TVEIR

GÁSKI

TÍMABILS

JAFNVEL

FRAMBURÐUR

AFSPURN

Fólk heldur að við séum hjarðdýr í leit að leiðtoga. En það er ekki alls kostar rétt. Það áttar sig ekki á því að fjölskyldan er hjörðin og það eru meðlimir hennar sem koma til með að snúast í kringum okkur hundana eins og við viljum!

SAMTÖK EINKENNI

ÖGN BEKKUR

SPOR

TIGNA

STRÍPA

HALDI

SPRIKL

KAMBUR

EFLA

FÉLAGAR

IÐN

PRÍS

ÚR HÓFI

KROPP

LYKTIR

DREITILL

ÁN

HEILAN

FUGL

NEITUN

JÁRNSKEMMD

ÚT

PRESSUGER

VÖRUMERKI

UNAÐUR

ÓNEFNDUR

TVEIR EINS

TÚN

GERÐI

www.holabok.is

GRÓANDI

EINNIG

JARÐEFNI

Húsbóndi eða þjónn? Ef þú ert enn í vafa, þá skaltu bara velta fyrir þér: Hvor er það sem þrífur upp kúkinn eftir hinn? Þar hefurðu svarið!

GÆTA

ÖLDURHÚS

FRENJA

TVEIR EINS

SPIL

ESPAST

VIÐSKIPTI

ÁTT

DRYKKUR

GLÖTUN

SJÚKDÓMUR

ÆTÍÐ

Frábær ný bók … skrifuð frá sjónarhorni hundsins!

Þetta er bók sem allir hundar (og allar manneskjur) þurfa að lesa!

EFNI

TILVERA

mynd: Russ davies (CC By-sa 2.0)

 lausn

HEIMTING

www.versdagsins.is

6 4 7 8 2 5

7. Hafþór Júlíus. 8. Ketti.

8

 sudoku fyrir lengr a komna

13. Pass.

5. Kvenljónið.

1 7 1

12. Indónesíu.

 svör

Af því þekkjum við að Jesús lét lífið fyrir okkur...

2

11. Eagles Of Death Metal.

4. Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar.

4 2

1 3

8 9

9. Pass.

2. Pass. 3. 300.

3 5

15. Pass.

 11 stig

söngvari

4 9 5

6

 14. Mick Jagger. 

2 7 1

13. Stjörnunni.

Friðrik Ómar

3

12. Kína.

6. Þorgrímur Þráinsson.

11. Pass.

5. Kvendýrið.

6

8. Mús.

DIMMT

DUFLA

STRITA


KRAFTAVERK

See Concept lesgleraugun hafa slegið í gegn beggja vegna Atlandsála. Þau eru klassískum og retró formtýpum með silkimjúkri áferð og fást í fjölda glaðra lita í fimm styrkleikum. Þeim er pakkað í verkleg filthulstur sem síðan er í snotri öskju og sanngjarnt verð þessara trendý gleraugna kemur skemmtilega á óvart. Flott hönnun og skemmtilegt tvist hefur stýrt See Concept beint inn í vinsælustu hönnunarbúðir heims eins og hina trendsetjandi Colette í París, Selfridges og Conran í London sem og MoMA, verslun nýlistasafns New York borgar.

See Concept gleraugun fást hjá: • ÉgC í Hamraborg • Pennanum Laugavegi 77, Kringlunni, Austurstræti og Akureyri • Minju á Skólavörðustíg.

Skólavörðustíg 12 Sími 578 6090 www.minja.is facebook: minja


70

sjónvarp

Helgin 20.-22. nóvember 2015

Föstudagur 20. nóvember

Föstudagur RÚV

21.55 The Best of Men Mynd um þýska gyðinginn Dr. Ludwig Guttman sem starfaði sem læknir í Bretlandi eftir að hann flúði frá Þýskalandi í seinni heimsstyrjöldinni.

20:00 The Voice Ísland (8:10) Raunveruleikaþættir þar sem hæfileikaríkir söngvarar fá tækifæri til að slá í gegn.

Laugardagur

19:15 Landssöfnun Samhjálp Í opinni dagskrá. Í boði er vegleg skemmtidagskrá.

allt fyrir áskrifendur

22:25 The Other Guys Grínmynd með Will Ferrell og Mark Wahlberg í aðal4 hlutverkum. Tvær ólíkar löggur ákveða að grípa tækifærið til að skara fram úr í lögregluliðinu. fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

Sunnudagur

23.30 Zelig Verðlaunagamanmynd í heimildarmyndastíl með Woody Allen og Miu Farrow.

21:20 Réttur (6/9) Þriðja þáttaröðin af Rétti. Í þáttunum finnst fjórtán ára stúlka látin á Stóra sviði Þjóðleikhússins.

17.00 Stiklur (20:21) e. 17.45 Táknmálsfréttir (81) 17.55 Litli prinsinn (22:25) 18.20 Leonardo (12:13) 18.50 Öldin hennar (8:14) e. 19.00 Fréttir og Íþróttir 19.30 Veður 19.40 Vikan með Gísla Marteini 20.25 Frímínútur (8:10) 20.40 Útsvar (11:27) (Snæfellsbær - Rangárþing eystra) Beint 21.55 The Best of Men (Afbragð annarra manna) Sannsöguleg mynd um þýska gyðinginn Dr. Ludwig Guttman sem starfaði sem læknir í Bretlandi eftir að hann flúði frá Þýskalandi í seinni heimsstyrjöldinni. Þar barðist hann fyrir bættum lífskjörum breskra hermanna sem hlotið höfðu varanlega fötlun í stríðinu og var frumkvöðull í því starfi sem seinna varð að Ólympíuleikum fatlaðra. Aðalhlutverk: George MacKay, Bee Bee Sanders og Leigh Quinn. Leikstjóri: Tim Whitby. Ekki við hæfi ungra barna. 23.30 Olympus Has Fallen e. 01.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Everybody Loves Raymond 08:20 Dr. Phil 09:00 Kitchen Nightmares (2:13) 09:50 Generation Cryo (2:6) 10:35 Pepsi MAX tónlist 13:00 Bundesliga Weekly (13:34) 13:30 Cheers (2:22) 5 13:55 Dr. Phil 6 14:35 Life In Pieces (7:22) 15:00 Grandfathered (7:22) 15:25 The Grinder (7:22) 15:45 Reign (1:22) 16:25 The Biggest Loser (30/31:39) 17:50 Dr. Phil 18:30 The Tonight Show with 19:10 America's Funniest Home Vid. 19:35 The Muppets (8:16) 20:00 The Voice Ísland (8:10) 22:20 The Tonight Show 23:00 Elementary (8:24) 23:45 Hawaii Five-0 (25:25) 00:30 Nurse Jackie (3:12) 01:00 Californication (3:12) 01:30 Ray Donovan (3:12) 02:15 The Tonight Show 02:55 The Late Late Show

RÚV

STÖÐ 2

07.00 KrakkaRÚV 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10.45 Alheimurinn (7:13) e. 08:05 The Middle (1/24) 11.25 Menningin (12:30) 08:30 Grand Designs (2/9) 11.45 Vikan með Gísla Marteini e. 09:15 Bold and the Beautiful 12.25 Frímínútur (7:10) 09:35 Doctors (24/175) 12.35 Útsvar (10:27) e. 10:20 Hart of Dixie (11/22) 13.45 Grótta - Afturelding kvk Beint 11:10 Mindy Project (18/22) 15.45 Grótta - Valur kk Beint 11:40 Guys With Kids (8/17) 12:10 Bad Teacher (3/13) allt fyrir áskrifendur17.45 Unnar og vinur (8:26) 18.10 Táknmálsfréttir (82) 12:35 Nágrannar 18.20 Eldað með Ebbu (2:6) e. 13:00 The Adventures of Tintin fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18.54 Lottó (13:52) 14:55 Iron Man: Rise of Technovore 19.00 Fréttir 16:30 Kalli kanína og félagar 19.25 Íþróttir (93) 16:55 Community 3 (14/22) 19.35 Veður 17:20 Bold and the Beautiful 19.40 Hraðfréttir (8:29) 17:40 Nágrannar 4 5 20.00 Þetta er bara Spaug... stofan 18:05 Simpson-fjölskyldan (22/22) 20.40 Cuban Fury (Dansfár) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 og Íþróttir Bráðfyndin, bresk gamanmynd 18:55 Ísland í dag. frá 2014. Tveir menn keppa um 19:25 Logi (8/13) athygli sömu konunnar og annar 20:15 The X Factor UK (19&20/28) 22:35 The Kids are Alright Dramatísk þeirra ákveður að ná tökum á salsa-dansi og hafa hann að gamanmynd frá 2010 sem segir vopni. Aðalhlutverk: Nick Frost, frá systkinum á unglingaldri sem Rashida Jones og Chris O'Dowd. hafa áhuga á að finna líffræðiLeikstjóri: James Griffiths. legan föður sinn. 22.15 Accidental Husband (Óvæntur 00:20 16 Blocks eiginmaður) Rómantísk gaman02:00 Fargo mynd með Umu Thurman í aðal03:35 Your Sister’s Sister hlutverki. Þegar þáttastjórnandi í 05:05 Fréttir og Ísland í dag útvarpi ráðleggur ungri konu að aflýsa brúðkaupi sínu, tekur tilvonandi eiginmaðurinn til sinna 09:35 R-N Löwen - Montpellier ráða og leitar hefnda. Önnur 10:55 Stjarnan - Snæfell hlutverk: Jeffrey Dean Morgan, 12:15 NY Giants - N. England Patriots Colin Firth og Sam Shepard. 14:35 Formúla 1 2015 - Brasilía Leikstjóri: Griffin Dunne. Ekki við 16:55 Keflavík - KR hæfi ungra barna. 18:30 La Liga Report 23.45 The Fifth Estate e. 19:00 Þór Þ. - Grindavík Beint allt fyrir áskrifendur 01.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 21:05 Bballography: Kerr 21:30 NFL Gameday fréttir, fræðsla, sport og skemmtun SkjárEinn 22:00 Körfuboltakvöld 06:00 Pepsi MAX tónlist 23:40 NBA Special: Reggie Miller 10:20 Dr. Phil 00:30 La Liga Report 11:40 The Tonight Show 01:00 N. Orleans - S. Antonio Beint 12:20 The Voice Ísland (8:10) 4 5 13:50 Bundesliga Weekly (13:34) 14:20 Wolfsburg - Werder Bremen 16:25 The Muppets (8:16) 09:45 Aston Villa - Man. City 16:50 Parks & Recreation (4:13) 11:25 Premier League World 17:15 Schalke - Bayern München 11:55 Chelsea - Sunderland 19:20 The Biggest Loser (32:39) 13:30 Man. Utd. Everton allt fyrir áskrifendur 20:05 Apollo 13 15:15 Liverpool - Arsenal 22:25 The Other Guys 17:00 Liverpool - Crystal Palace fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 00:15 Next 18:40 Robbie Fowler 01:55 CSI (11:22) 19:10 PL Match Pack 2015/2016 02:40 The Late Late Show 19:40 Middlesbrough - QPR Beint 04:00 Pepsi MAX tónlist 21:45 Premier League Preview 22:15 PL Match Pack 2015/2016 4 22:45 Premier League Preview 23:15 Middlesbrough - QPR

09:10/ 15:35 The Golden Compass SkjárSport 11:05/ 17:30 Inside Job 17:10 W. Bremen - B. Leverkusen allt fyrir áskrifendur 12:50/ 19:15 Boyhood 18:50 Bundesliga Weekly (13:34) 22:00/ 03:15 Cold Comes The Night 19:20 Hamburger - B. Dortmund fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:35 Red Lights 21:20 B. München - B. Dortmund 01:30 The Factory 23:10 Hamburger - B. Dortmund

5

6

RÚV

STÖÐ 2

07.00 KrakkaRÚV 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10.15 Myndun heimsálfanna (1:4) e. 11:40 Bold and the Beautiful 11.05 Íþróttalífið (1:6) e. 13:25 Logi (8/13) 11.30 Þetta er bara Spaug... stofan e. 14:20 Heimsókn (1/13) 12.05 Hraðfréttir (8:29) e. 14:50 Hindurvitni (5/6) 12.15 Kiljan e. 15:20 Neyðarlínan (6/7) 12.55 Fit Hostel e. 15:50 Eldhúsið hans Eyþórs (3/7) 13.50 Brekkukotsannáll (1:2) e. 16:20 Sjáðu (418/450) 16:50 ET Weekend (9/52) allt fyrir áskrifendur15.05 Brekkukotsannáll (2:2) e. 16.20 Halldór um Brekkukotsannál e. 17:40 Saturday Night Live (5/22) 16.48 Melissa og Joey e. 18:30 Fréttir Stöðvar 2 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.10 Táknmálsfréttir (83) 18:55 Sportpakkinn (84/100) 17.20 Kata og Mummi (7:52) 19:10 Lottó 17.31 Tillý og vinir (37:52) 19:15 Landssöfnun Samhjálp Vegna 17.42 Ævintýri Berta og Árna (49:52) uppbyggingar Hlaðgerðarkots 17.47 Skúli skelfir (3:26) er Samhjálp í samstarfi við 6 4 5 18.00 Stundin okkar (8:22) Stöð 2 með landssöfnun í 18.25 Í leit að fullkomnun – Geðh. opinni dagskrá. Í boði er vegleg 19.00 Fréttir og Íþróttir skemmtidagskrá þar fjölbreytt 19.35 Veður úrval listamanna stígur á stokk 19.45 Landinn (11:25) eins og til að nefna Glowie, Páll 20.15 Öldin hennar (47:52) Óskar, Eyþór Ingi, Ragnheiður 20.25 Ísþjóðin (Ólafur Arnalds) Gröndal, Þór Breiðfjörð, Dimma, 20.55 Downton Abbey (3:9) Amabadama svo einhverjir séu 21.45 Paradísarheimt (1:3) nefndir. 23.05 Halldór um Paradísarheimt 23:35 The Social Network 23.30 Zelig Verðlaunagaman01:40 Being Flynn mynd í heimildarmyndastíl með 03:20 Girl Most Likely Woody Allen og Miu Farrow 05:00 ET Weekend (9/52) í aðalhlutverkum. Leikstjóri: 05:40 Fréttir Woody Allen. 00.50 Kynlífsfræðingarnir (12:12) e. 01.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:50 Ungverjaland - Noregur

4

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

5

5

21:10 Swansea - Bournemouth 22:50 Newcastle - Leicester 4 00:30 Southampton - Stoke 02:10 Everton - Aston Villa

06:45/ 14:20 My Girl 08:30/ 16:05 The Terminal SkjárSport allt fyrir áskrifendur 10:40/ 18:15 Grace of Monaco 12:00 Hamburger - B. Dortmund 12:25/20:00 4 Weddings And A Fun. 13:50 Bundesliga Weekly (13:34) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00/ 03:05 Serena 14:20 Wolfsburg - Werder Bremen 23:50 Riddle 17:15/21:10 Schalke - Bayern München 01:30 The Marine 3: Homefront 19:20/23:00 Wolfsburg - W. Bremen 4

6

5

5

6

4

6

6

ORMSSON.IS

Braun - OralB Braun - OralB rafmagnstannbursti Disney db4.010 rafmagnstannbursti Kr. 1.990,db4.510 Kr. 2.290,-

Braun hárblásari hd550 Kr. 7.990,-

Braun rakvél Sport 197-1 Kr. 12.900,-

Braun hárskeri hc3050 Kr. 7.990,-

6

08:55/ 15:20 P. Jackson: Sea of Mons. 10:40/ 17:05 A. Powers. The Spy Who ... allt fyrir áskrifendur 12:15/ 18:45 Matchmaker Santa 13:40/ 20:15 Hysteria fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00 Behind The Candelabra 23:55 2012 02:30 That Awkward Moment 04:05 Behind The Candelabra

vatnsheld

BRAUN Háreyðingartæki Silk-épil5 Legs&Body Kr. 16.900,-

6

09:35 Danmörk - Svíþjóð SkjárEinn 11:20 Euro 2016 - Markaþáttur 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:45 New Orleans - San Antonio 11:10 Dr. Phil 13:35 Þór Þ. - Grindavík 12:30 The Tonight Show 15:05 Körfuboltakvöld 13:10 Dr. Phil 16:30 La Liga Report allt fyrir áskrifendur 13:50 The Tonight Show 17:00 Real Madrid - Barcelona Beint 15:50 Rules of Engagement (7:26) 19:15 Meistaradeild Evrópufréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:15 The Biggest Loser (32:39) 19:40 Juventus - AC Milan Beint 17:00 Skrekkur 2015 21:45 UFC Now 2015 19:00 Top Gear USA (13:16) 22:35 Real Madrid - Barcelona 19:50 Jennifer Falls (4:10) 00:15 PSG - Kiel 20:15 Scorpion (7:24) 6 4 5 21:00 L&O: Special Victims Unit 21:45 Fargo (6:10) 22:30 House of Lies (4:12) 08:15 West Ham - Everton 23:00 The Walking Dead (14:16) 09:55 Man. Utd. - WBA 23:50 Hawaii Five-0 (7:24) 11:35 PL Match Pack 2015/2016 00:35 CSI: Cyber (6:13) 12:05 Premier League Preview allt fyrir áskrifendur 01:20 L&O: Special Victims Unit 12:35 Watford - Man. Utd. Beint 02:05 Fargo (6:10) 14:50 WBA - Arsenal Beint fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 02:50 House of Lies (4:12) 17:00 Markasyrpa 03:20 The Late Late Show 17:20 Man. City - Liverpool Beint 04:00 Pepsi MAX tónlist 19:30 Chelsea - Norwich

Fullkomin snyrting á þínu verði

allt fyrir áskrifendur

4

Sunnudagur

Laugardagur 21. nóvember

Braun skeggsnyrtir cruz-6 Kr. 13.900,-

Braun rakvél cooltec ct2s Kr. 29.900,-

Lágmúla 8 - Sími 530 2800


sjónvarp 71

Helgin 20.-22. nóvember 2015  Í sjónvarpinu Downton abbey 5 stjörnur

STÖÐ 2 07:00 Barnatími Stöðvar 2 12:00 Nágrannar 13:50 The X Factor UK (19&20/28) 16:15 The Big Bang Theory (8/24) 16:50 60 mínútur (7/52) 17:40 Eyjan (12/30) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (85/100) 19:10 Næturvaktin allt fyrir áskrifendur 19:40 Modern Family (7/22) 20:05 Neyðarlínan (7/7) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:30 Humans (3/8) 21:20 Réttur (6/9) Þriðja þáttaröðin af Rétti. Í þáttunum finnst fjórtán ára stúlka látin á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Í 4 kjölfarið hefst lögreglurannsókn sem teygir anga sína víða þar sem samfélagsmein á borð við hefndarklám, einelti á netinu, eiturlyfjaneyslu og týndar unglingsstúlkur koma við sögu. 22:10 Homeland (7/12) 23:00 60 mínútur (8/52) 23:45 Daily Show: Global Edition 00:15 Proof (7/10) 01:00 The Knick (5/10) 01:55 The Leftovers (7/10) 02:50 Misery 04:35 Murder in the First (6/10) 05:20 Fréttir

Tweed Dallas Downton Abbey er byrjað aftur, og það líklega í síðasta sinn. Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af þessum þáttum. Ekki bara það að þetta minni mig á Dallas, heldur hef ég alltaf hrifist af þessu millistríðsástandi, sérstaklega á Bretlandi. Það er einhver dásamleg kurteisi og um leið ákveðin örvænting sem fylgir þessum tíma. Aðalsstéttin er að uppgötva það að ekki er hægt að halda áfram með sama hætti og undanfarin hundrað ár, og hún á í miklum erfiðleikum með að viðurkenna það. Hugsar með hryllingi til þeirrar staðreyndar að það þurfi að fækka þjón5

6

ustufólki. Ekki með hag þeirra fyrir brjósti, heldur með þann sturlaða ótta við tilhugsunina um að klæða sig sjálf. Á þessum tíma er líka flottasta tíska síðustu aldar. Sérstaklega hjá karlmönnum. Það er draumur minn að geta gengið út á morgnana í kvartbuxum og hnésokkum án þess að vera álitinn einhver kverúlant. Söguþráðurinn er svo auðvitað aðalmálið. Innri orrustur fjölskyldunnar í bland við saklausa ást lágstéttarinnar. Þarna er Sue Ellen síns tíma, sem og Lucy og Cliff. Bara í öðrum fötum. Fullkomið. Hannes Friðbjarnarson

ÍSLENSKA/SIA.IS/MSA 77242 11/15

22. nóvember

ÍSLENSKUR

GÓÐOSTUR – GÓÐUR Á BRAUÐ –

08:05 Juventus - AC Milan 09:45 Real Madrid - Barcelona 11:25 Udinese - Sampdoria Beint 13:30 Meistaradeild Evrópu 13:55 Hellas Verona - Napoli Beint 15:55 Shaqtin a Fool: 2014-15 Finale 16:20 Íslendingarnir í Nordsjællan allt fyrir áskrifendur 16:40 Vardar - Barcelona Beint 18:20 Atalanta - Torino fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:00 Euro 2016 - Markaþáttur 20:50 NFL Gameday 21:20 M. Vikings - G. B. Packers Beint 00:20 Udinese - Sampdoria 4

5

6

10:15 Middlesbrough - QPR 11:55 Watford - Man. Utd. 13:35 Man. City - Liverpool 15:15alltManstu (2/7) fyrir áskrifendur 15:50 Tottenham - West Ham Beint 18:00 Ian Wright fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:30 WBA - Arsenal 20:10 Tottenham - West Ham 21:50 Chelsea - Norwich 23:30 Everton - Aston Villa 4 SkjárSport

12:05 Wolfsburg - Werder Bremen 13:55 Bundesliga Weekly (13:34) 14:25 Hertha Berlin - Hoffenheim 16:25 Ingolstadt - Darmstadt 18:25 Hertha Berlin - Hoffenheim 20:15 Ingolstadt - Darmstadt 22:05 Schalke - Bayern München

5

6

NÚ Á SÉRSTÖKU TILBOÐSVERÐI FÁÐU ÞÉR BITA!


72

bækur

Helgin 20.-22. nóvember 2015

Bókamessa í Ráðhúsinu Hin árvissa Bókamessa í Bókmenntaborg verður haldin í fimmta sinn um helgina. Messan verður sem fyrr í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem útgefendur sýna nýjar bækur og boðið verður upp á fjölbreytta bókmenntadagskrá fyrir fólk á öllum aldri. Í boði verða Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í upplestrar, sögustundir, spjall ráðhúsinu um helgina. um bækur, leikir, getraunir og óvæntar uppákomur. Þarna gefst fólki einstakt tækifæri til að kynna sér bókaútgáfu ársins á einu bretti, ræða við útgefendur og höfunda, fá hugmyndir að bókum í jólapakkana og skemmtilegu lesefni fyrir sig sjálft. Húsið er opið frá klukkan 12 til 17 bæði laugardag og sunnudag. Ekkert kostar inn og eru allir hjartanlega velkomnir.

metsölulisti eYmundsson

Ljóðið ratar til sinna

Yrsa veltir Arnaldi Ný spennusaga Yrsu Sigurðardóttur rýkur beint á topp metsölulista Eymundsson þessa vikuna og er toppurinn því orðinn ansi kunnuglegur. 1 Sogið Yrsa Sigurðardóttir 2 Þýska húsið Arnaldur Indriðason 3 Stóri skjálfti Auður Jónsdóttir 4 Víga-Anders og vinir – kilja Jonas Jonasson 5 Endurkoman Ólafur Jóhann Ólafsson 6 Dagbók Kidda klaufa 7 Jeff Kinney 7 Lárus eignast systkini Edda Lára Lúðvíksdóttir 8 Nautið Stefán Máni 9 Þín eigin goðsaga Ævar Þór Benediktsson 10 Vikkala Sól Kristín Margrét Kristmannsdóttir

 RitdómuR YfiR faRinn veg með BoBBY fischeR

Listinn er byggður á sölu í verslunum PennansEymundsson dagana 11.-17. nóvember.

Mikil gróska er í útgáfu ljóðabóka þetta haustið og á þar hver kanónan á fætur annarri stórleik. Lesendur hafa tekið vel í þessa útgáfu og fleiri en ein og fleiri en tvær ljóðabækur hafa selst upp og ýmist eru á leið í endurprentun eða nýtt upplag komið á markað. Fyrstan skal frægan telja Bubba Morthens, en bók hans Öskraðu gat á myrkrið var sú fyrsta sem var endurprentuð í haust. Í kjölfar hans hafa siglt Dóri DNA, Kristín Svava og Þórdís Gísladóttir. Síðastnefndu höfundarnir þrír eru allir gefnir út hjá Bjarti og forleggjarinn, Guðrún Vilmundardóttir, er að vonum sæl með sitt fólk. „Þetta hefur verið sérlega stórt og mikið ljóðahaust en fólk virðist svo sannarlega kunna að meta það. Við hjá Bjarti, a.m.k, höfum engar áhyggjur af stöðu ljóðsins,“ segir hún. „Engar.“

Meðal ljóðabóka sem búið er að endurprenta er bók Kristínar Svövu, Stormviðvörun.

 BækuR vilja viRkja fR amtíðaRhöfunda íslands

Yndislestur um vináttu karla Allir Íslendingar sem komnir eru á ákveðinn aldur hafa sína hugmynd um hvernig maður skáksnillingurinn Bobby Fischer hafi verið, við teljum okkur vita allt um manninn. Annað kemur þó á daginn við lestur bókar Garðars Sverrissonar, Yfir farinn veg með Bobby Fischer, sem komin er út hjá Skruddu. Hér lýsir Garðar kynnum sínum af Fischer sem hófust er sá síðarnefndi sat í varðhaldi í Japan og uxu og döfnuðu yfir í fagra vináttu eftir að Fischer var veitt hæli hér á landi. Myndin sem Garðar dregur upp er af ljúfum manni, sérvitrum vissulega en hann er langt því frá að vera klikkaður eða vænisjúkur einfari sem hataði fólk, eins og oft hefur verið haldið fram. Sá Fischer sem Garðar lýsir er viðkunnanleg manneskja, fjölfróð og bráðskörp með áhuga og þekkingu á hinum aðskiljanlegustu málum. Lýsingarnar á vináttu þeirra og samskiptum eru skrifaðar af hlýju og nærfærni og stíllinn er fádæma flottur, áreynslulaus og áferðarfallegur og sýnir vel færni Garðars sem rithöfundar. Lesandinn hrífst með og heillast af þessum dálítið sérlunda mönnum og það er sjaldgæft en velkomið að fá svo djúpa innsýn í vináttu tveggja fullorðinna karlmanna. Helsti galli bókarinnar er að höfundur gengur út frá því að lesandinn þekki sögu Fischers í þaula,  eyðir ekki tíma í að útskýra stöðuna sem hann er Yfir farinn veg í og endalaus upptalning á meisturum skáklistarmeð Bobby fiscinnar, einvígjum, töpum og sigrum þeirra gerir afher skaplega lítið fyrir lesanda sem þekkir hvorki haus Garðar Sverrisson né sporð á skákheiminum. Google frændi er auðviSkrudda 2015 tað fús til að upplýsa allt það sem lesandann fýsir að vita um þann heim, en það slítur í sundur lesturinn og skemmir upplifunina að þurfa sífellt að þurfa að leita á náðir hans. Hefði verið kærkomið að fá bókarauka sem veitti dálitla innsýn í forsöguna og skákheiminn fyrir fáfróða lesendur. Þrátt fyrir gloppurnar í þekkingu lesandans á bakgrunni atburðanna sem bókin greinir frá er hún yndislestur, skemmtileg og áhugaverð og manni hlýnar dálítið um hjartarætur við að kynnast þessum körlum sem á köflum umgangast hvor annan eins og gömul hjón, tuða og kýta en sættast alltaf fljótt enda getur hvorugur hugsað sér að missa hinn úr lífi sínu. Missirinn kemur þó óhjákvæmilega og lýsingar Garðars á klúðri og vandræðaganginum í kringum greftrun stórmeistarans eru í senn grátbroslegar og sjokkerandi. Það sem eftir situr að lestri loknum er þó fyrst og fremst aðdáun á frásagnargáfu höfundarins og þakklæti fyrir að fá að gægjast inn í lokaðan heim vináttunnar. Svei mér ef lesturinn gerir mann ekki að dálítið betri manneskju – að minnsta kosti um sinn. -fb

Jólanáttfötin komin! Frábært úrval!

Bláu húsin Faxafeni / S. 555 7355 / www.selena.is

Selena undirfataverslun

Snæbjörn og Kjartan eru höfundar þriggja bóka í Þriggja heima sögu og sú fjórða er á leiðinni. Ljósmynd/Hari

Bestu bókmenntirnar óskrifaðar Furðusagnahöfundarnir Snæbjörn Brynjarsson og Kjartan Yngvi Björnsson gangast fyrir námskeiði í furðusagnagerð eftir áramótin. Þá langar til að ná til rithöfunda framtíðarinnar og komast að því hvernig bækur þá langar að skrifa.

Þ

Sumum raunsæishöfundum finnst meira að segja að sér vegið, hafa þungar áhyggjur af þessari þróun og ég viðurkenni alveg að við Kjartan erum í smá trúboði fyrir furðusöguna.

etta er námskeið sem við Kjartan höfum lengi verið að pæla í, eiginlega bara frá því við byrjuðum að skrifa,“ segir Snæbjörn Brynjarsson spurður um Furðusmiðju sem hann og meðhöfundur hans, Kjartan Yngvi Björnsson, munu halda í janúar. „Okkur fannst bókmenntaflóran á Íslandi dálítið einhæf og okkur langaði til að hvetja fólk til að skrifa fleiri tegundir af skáldskap og kynna það um leið fyrir mismunandi lesefni. Þegar við fórum að hugsa þetta lengra fannst okkur einfaldast að fara bara til framtíðarhöfunda Íslands, unglinga eða krakka, kynntum hugmyndina og fengum styrk frá Barnamenningarsjóði og ákváðum að drífa bara í þessu.“ Þótt þeir Snæbjörn og Kjartan hafi hugsað námskeiðið fyrir unglinga hafa þeir fengið fjölda fyrirspurna frá eldra fólki sem hefur áhuga á að mæta og Snæbjörn segir það að sjálfsögðu velkomið á námskeiðið. „Annars hafa viðbrögðin verið svo góð að við erum að hugsa um að bæta við aukanámskeiði fyrir þá sem eru komnir af unglingsaldri, en hvort af því verður kemur í ljós síðar.“ Sé rýnt í stefnuyfirlýsingu Furðusmiðjunnar vekur athygli að meðal þeirra bókmenntagreina sem talað er um að fjalla um á námskeiðinu eru ástarsögur, telja þeir félagar ástina til furða? „Nei, ég myndi nú ekki segja það, en ástarsagnageirinn er vanmetinn og full ástæða til að beina athygli að honum,“ segir Snæbjörn. Auk þeirra félaganna verða þau Hildur Knútsdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir og Ævar Þór Benediktsson gestakennarar á námskeiðinu. Snæbjörn telur að þau muni styrkja námskeiðið mikið. „Þau eru öll að skrifa fyrir unglinga, en mjög ólíkar bækur og aðkoma þeirra eykur fjölbreytnina í því sem við getum fjallað um,“ segir hann. „Ég

vil þó leggja áherslu á að okkur langar að fjalla um bækur sem eru ekkert endilega flokkaðar sem fagurbókmenntir, en eiga samt rosalega stóran lesendahóp. Oft þykja slíkar bækur formúlukenndar en þá er gaman að skoða hver formúlan er, hver er uppbyggingin, hvaða trikk eru notuð og svo framvegis.“ Snæbjörn og Kjartan hafa sagt að ástæða þess að þeir hófu að skrifa Þriggja heima sögu hafi verið sú að þeim hafi þótt of lítið af furðusögum á íslenskum markaði, nú hefur það dæmi snúist við og flestar unglingabækur eru fantasíur eða furðusögur í einhverjum skilningi. „Við erum í rauninni bara rétt að byrja hér,“ segir Snæbjörn. „Þetta eru stærstu bókaflokkarnir í heiminum í dag og það eru svo miklu fleiri möguleikar í þessum geira en við höfum séð hingað til. Sumum raunsæishöfundum finnst meira að segja að sér vegið, hafa þungar áhyggjur af þessari þróun og ég viðurkenni alveg að við Kjartan erum í smá trúboði fyrir furðusöguna. Að því sögðu er rétt að undirstrika að við höfum mikinn áhuga á að komast að því hvernig bækur unglinga í dag langar til að skrifa og hvað þeir eru að lesa. Þegar við vorum ungir var það sem okkur langaði að lesa ekki til og kannski gildir það sama um unglinga í dag. Kannski finnst þeim furðusagan orðin gamaldags og hafa áhuga á að gera eitthvað allt annað, ég vona það eiginlega þá halda bókmenntirnar áfram að þróast út í það óendanlega. Ég er viss um að bestu bókmenntir íslenskrar tungu eru enn óskrifaðar.“ Námskeiðin verða haldin í bókasafni Kópavogs og Gerðubergi og skráning fer fram á heimasíðunni furdusmidjan.com. Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is


Nýtt Diletto – kaffið sem kemur á óvart

Þú færð Diletto í


74

menning

Helgin 20.-22. nóvember 2015

 úTgáfa K arnivalía er ný barnabóK aplaTa br aga valdirmars

JÓLIN Á APOTEKINU FRÁ KL. 17

Jólaseðill

9 rétta jólaveisla

FORDRYKKUR – freyðivín FORRÉTTIR SÍLD egg jarauðukrem, sýrðir laukar, stökkt rúgbrauð DILL GRAFLAX heimagert brioche brauð, dillmæjó og ást HUMAR rósmarín og jólatré SVÍNASÍÐA eplasulta og hnetur TVÍREYKT HANGIKJÖTS TARTAR jarðskokkauppstúfur og kartöflur KRÓNHJARTAR „TATAKI“ bláber og gráðaostur AÐALRÉTTIR

Bragi Valdimar Skúlason, sem gjarnan er kenndur við Baggalút, gaf út á dögunum barnabókaplötu sem heitir Karnivalía. Bragi hefur áður samið fyrir börn á plötunum Gilligill og Diskóeyjan sem báðar nutu mikilla vinsælda hjá yngri kynslóðinni, og foreldrum hennar. Í þetta sinn er ekki bara diskur með lögum Braga heldur er líka bók sem er nokkurskonar söngskreytt ljóðabók, eða myndasögubók með fylgitónlist, eins og segir á bakhlið bókarinnar.

É

g skuldaði yngstu dóttur minni eina plötu svo ég neyddist til þess að gera þetta,“ segir Bragi Valdimar spurður út í tildrög barnabókaplötunnar. „Þetta er orðinn þríleikur. Eitthvað af þessu efni var til eftir að við gerðum Diskóeyjuna og annað var nú bara gert svona með vorverkunum. Eins og svo oft áður þá var það Kiddi sem var nýkominn af einhverjum túr og vantaði eitthvað að gera, sem varð til þess að við réðumst í gerð þessarar plötu,“ segir Bragi og talar þar um Guðmund Kristinn Jónsson, Kidda Hjálm, sem hefur verið hans helsti samstarfsmaður í gegnum tíðina. Bæði með Baggalúti og öðrum verkefnum. „Það er enginn rauður þráður í gegnum þessa plötu eins og á Diskóeyjunni,“ segir hann. „Þetta er meira í ætt við Gilligill. Hinar ýmsu stemningar en það eru nokk-

ur kvikindi af Diskóeyjunni sem skjóta upp kollinum, en annars er þetta bara samsull,“ segir Bragi. „Aðallega bara fjör.“ Á plötunni eru söngvarar sem hafa verið áður á plötum Braga, eins og Magga Stína, Sigríður Thorlacius, Sigtryggur Baldursson og Sigurður Guðmundsson. Eitt nafn á meðal flytjenda vekur aðeins meiri athygli en annarra og er það Jón Gnarr. „Jóni rann blóðið til skyldunnar þar sem eitt lagið heitir Mannanafnanefnd,“ segir Bragi. „Að gera tónlist fyrir börn er einhverskonar blæti hjá mér. Maður hlustaði mikið á Eniga Meniga og Halla og Ladda og slíkt efni þegar maður var yngri og á þeim tíma var mikil gósentíð í barnaplötum,“ segir hann. „Maður skoðaði umslögin og slíkt. Pælingin hjá mér var sú að í stað þess að hafa bara plötu, að hafa líka bók sem

hægt væri að lesa á meðan hlustað er á plötuna. Þetta eru mjög stuttar sögur og henta vel til lesturs og tillitssamar í garð foreldranna sem þurfa oft að lesa þær. Ég hef reynt að láta þessar sögur höfða til míns sjálfs,“ segir hann. „Maður getur leyft sér meira í barnaefni, sem er þó um leið svolítil þversögn. Börn eru svo fordómalaus og maður getur leyft sér að fara fram af grensunni og látið allt flakka. Þetta er þó bara um raunveruleikann sem fólk þekkir,“ segir Bragi Valdimar Skúlason texta- og lagahöfundur. Útgáfuhóf Karnivalíu verður á KEX hostel á sunnudaginn þar sem margir af flytjendunum koma fram og syngja lögin af plötunni og Bragi les upp úr bókinni. Útgáfusprellið hefst klukkan 13 og er opið öllum. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is

Flytja verk Beethoven, Brahms og Rebeccu Clark

GRILLUÐ NAUTALUND bakaðar rauðrófur, piparrótarkrem, sveppir og rauðrófugljái EFTIRRÉTTUR JÓLAKÚLA fyllt með kirsuberjageli og hvítsúkkulaði- kirsuberjamús. Borin fram með pan d´epice ís og piparköku “crumble”

9.500 kr.

BORÐAPANTANIR Í SÍMA 551 0011

APOTEK KITCHEN+BAR

Skuldaði yngstu dótturinni eina plötu

 TónlisT K ammermúsíKKlúbburinn í Hörpu

SALTFISKUR „CACHI“ með volgu epla- og kartöflusalati

Aðeins framreitt fyrir allt borðið.

„Að gera tónlist fyrir börn er einhverskonar blæti hjá mér. Maður hlustaði mikið á Eniga Meniga og Halla og Ladda og slíkt efni þegar maður var yngri og á þeim tíma var mikil gósentíð í barnaplötum.“ Ljósmynd/Hari

Austurstræti 16

apotek.is

K

ammermúsíkklúbburinn heldur þriðju tónleika sína á þessu starfsári á sunnudaginn í Norðurljósasal Hörpu. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og á efnisskránni eru verk eftir tvo af risum tónlistarsögunnar, þá Ludwig van Beethoven og Johannes Brahms, en einnig áhugavert verk eftir enska tónskáldið Rebeccu Clarke (1886-1979), en tónlist hennar vekur æ meiri athygli. Flytjendur eru Einar Jóhannesson klarínettuleikari og stengjakvartett sem skipaður er fiðluleikurunum Nicola Lolli og Mark Reedman, víóluleikaranum Ásdísi Valdimarsdóttur og Sigurgeir Agnarssyni sem leikur á selló. Kammermúsíkklúbburinn hefur starfað óslitið frá árinu 1957 og heldur tónleika fimm sinnum á vetri. Fjölmargir greiða árgjald til klúbbsins en einnig er hægt að kaupa staka miða á tónleika klúbbsins í miðasölu Hörpu og kosta þeir 3.900 kr.

Kammermúsíkklúbburinn á æfingu fyrir tónleika í Hörpu. Í fremri röð, talið frá vinstri: Einar Jóhannesson og Ásdís Valdimarsdóttir. Aftari röð: Nicola Lolli, Mark Reedman og Sigurgeir Agnarsson.


Dreka r, vin ir og – sög hrekk ustun jusví d fyr n ir all kl. a kra kka

12.30 –13 . 30

gunna

r helg asOn mamma n eldj k lik k á r n l ey ni tu kristí r ninn á s n helg k u g ga s k a gun e ri Bergl n a r sdót t jót ar i r mói nalds hr e k k ju jóna v ru s l a dr s v ín alBOr e k i n n g árn Birgit adót t ta h au i r v ina b ók in k d a l lá ÞOrgr ra ímur Þ r áins s O n Ég el ska m áv a sigrú

ba r n a bók a h átíð í borgarstjórnarsal ráðhússins l aug a rdaginn 21. nóv

rur e v u Ora urð Þ f m g e a s li o k s k m a í kr skr r i , r r y a g nd f u t Drau s gs n i l l – hry

0 3 . 4 1 – . 30 kl. 13

t ra r f r í e v r i tt tsdó ú n k r ka ý D úk hildu n t & s i ssOn ur kr n ð r r ö j e g s tun ga i B m v r g o n On an y jarss n f t ak inn kjart y r r a B r i n jör a - Dí s a dót t g s u f a r l D snæB ó n eyj rtssO iður a e e g h g n e go ð s a g r n i ó r ag g i d e ín eO sOn Þ ar th s n t n k i u g Bened r ó Þ æ va r

w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39


76

menning

Helgin 20.-22. nóvember 2015

Gefur góða mynd af tíðarandanum Bókin Öll mín bestu ár kom út á dögunum og hefur hún að geyma ljósmyndir og frásagnir úr skemmtanalífi Íslendinga á árunum 1966 til 1979. Það var fyrrum blaðamaðurinn Stefán Halldórsson sem tók saman ásamt myndum úr safni Kristins Benediktssonar sem var iðinn ljósmyndari á þessum árum. Þeir byrjuðu að vinna að þessari bók saman en eftir andlát Kristins árið 2012 hélt Stefán áfram að vinna sig í gegnum ljósmyndasafn hans.

K

veikjan að þessari bók er sú að árið 2010 kom út ljósmyndabók eftir Sigurgeir Sigmundsson sem heitir Poppkorn. Hann fékk lánaðar myndir frá Kristni heitnum fyrir þá bók,“ segir Stefán Halldórsson sem skrifar texta bókarinnar. „Þetta varð Kristni kveikjan að því hann langaði sjálfan að gefa út bók með þessum svokölluðu poppmyndum. Munurinn á þessum tveimur ljósmyndurum er sá að Sigurgeir var meiri uppstillingarljósmyndari, á meðan Kristinn var vettvangsljósmyndari á lifandi viðburðum. Kristinn sá að hans bók myndi sýna aðra hlið á þessum tíma en bók Sigurgeirs. Kristinn var á þessum tíma í krabbameinsmeðferð og við vorum gamlir kunningjar. Við hittumst og ákváðum að vinda

okkur í verkið,“ segir Stefán Halldórsson. „Við komumst nú ekki af stað fyrr en um haustið 2011 og þá lögðum við línurnar um hvaða myndir ættu að vera í bókinni og Kristinn hófst handa við að skanna þessar filmur sínar.“ Árið 2012 lést Kristinn eftir langa baráttu við krabbamein, aðeins 63 ára að aldri. Stefán tók við safni hans og hélt áfram að skanna filmur úr fórum Kristins. „Ég fór í gegnum safnið í samstarfi við dóttur Kristins og afraksturinn má finna í þessari bók,“ segir hann. „Ég var að skrifa um popptónlist í Morgunblaðinu á þessum árum og þegar ég þurfti á ljósmyndara að halda, sem var nú yfirleitt á kvöldin, þá var Kristinn alltaf til í tuskið sem ungur maður. Hann var

Árni Johnsen, með hrafn á öxlinni, í Húsafelli árið 1970

Hjónin Rúnar Júlíusson og María Baldursdóttir prýða forsíðu bókarinnar.

Keppendur í fegurðarsamkeppni Íslands árið 1971

líka alltaf með vélina tiltæka svo hann tók mikinn fjölda ljósmynda á öllum sviðum. Hann var í eðli sínu frásagnarmaður og fyrir vikið þá er bókin þannig upp sett að í stað þess að hafa fáar stórar myndir þá höfð-

um við fleiri í mörgum stærðum,“ segir Stefán. „Fyrir vikið gefur bókin fjölbreyttari mynd af tíðarandanum sem var í gangi á þessum tíma. Yfirleitt var aldrei pláss í blöðunum nema fyrir tvær til þrjár myndir.

Gefðu íslenska tónlist í jólagjöf

Agent Fresco Destrier

Of Monsters and Men Beneath The Skin Fáanlegar á CD og LP í öllum betri plötubúðum www.recordrecords.is

Júníus Meyvant EP

Kristinn tók þó alltaf mun meira og var alltaf að leita að góðum augnablikum. Ég skrifa textann í bókinni og reyndi að nota sem mest af þeim texta sem ég hafði skrifað í Morgunblaðinu á sínum tíma, sem passaði við ljósmyndirnar. Þetta er því sameiginleg upplifun okkar á hverjum stað,“ segir hann. „Í bókinni eru rúmlega 1000 ljósmyndir sem er í rauninni bara tíund af myndunum í safni Kristins,“ segir hann. „Ég skannaði á milli tólf og fjórtán þúsund myndir í safninu. Auðvitað eru margar myndir af sama hlutnum og slíkt, en safnið er gríðarlegt. Ein hugmynd er að koma þessum hugverkum á vefinn en auðvitað er mikil vinna sem fylgir slíkri framkvæmd. Það má segja að bókin sé nokkurskonar vörulisti. Það er mikill fjöldi mynda af þeim viðburðum sem eru sýndir í bókinni og þetta verkefni gæti átt ágætis framhaldslíf ef manni sýnist svo,“ segir Stefán Halldórsson. Hægt er að panta bókina á síðunni www.ollminbestuar.is Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is

 TónleiK ar 15 –15

1915 til 2015 í Norræna húsinu Fimmtán til fimmtán er yfirskrift tónleika í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu sunnudaginn 22. nóvember klukkan 15:15. Flytjendur á tónleikunum eru Sigurður Halldórsson sem leikur á selló og Liwen Huang sem leikur á píanó. Árið 1915 var gjöfult ár í tónlistarsögunni. Sérstaklega voru mörg verk samin sem mörkuðu tímamót á sviði einleiks- og kammertónlistar fyrir selló. Það ár samdi Kodály einleikssónötuna fyrir selló. Sónatan var fyrsta verkið fyrir einleiksselló í næstum 200 ár sem öðlaðist sess á tónleikaefnisskrám og jafnframt upphafið að ríkulegum arfi tuttugustu aldar tónlistar fyrir selló með allri þeirri þróun á ýmis konar óhefðbundinni tækni og sífellt nýrri nálgun við hljóðfærið sem er þó í eðli sínu fundið upp og hannað á barokktímanum. Sama ár skrifaði Debussy sónötu fyrir selló og píanó. Verkið var gríðarlega framsækið, og er ekkert svo langt síðan það var flokkað með nútímatónlist víðast hvar í tónlistarháskólum. Það má kannski segja að með þessum tónleikum sé gerð tilraun til að skila þessum verkum endanlega úr þeim flokki yfir í „períódu“ flokkinn. Auk fyrrnefndra verka verður frumflutt á tónleikunum verkið Tatsachen eftir Ragnheiði Erlu Björnsdóttur. Hún stundar nám í tónsmíðum við Listaháskólann hjá Hróðmari I Sigurbjörnssyni og mun útskrifast með BA gráðu næsta vor. Verkið er skrifað sérstaklega fyrir þessa tónleika þannig að efnisskráin hafi að geyma ferskt innlegg úr samtímanum. -hf


Sýningum lýkur í Janúar! ...........................................................................

Ekki missa af sterkustu stelpu í heimi ........................................................................... Tryggðu þér miða MIÐASALA - 568 8000 - BORGARLEIKHUS.IS


78

menning

Helgin 20.-22. nóvember 2015

 Tjarnarbíó nýTT dansverk frumsýnT

Öldin okkar – HHHHH , S.J. Fbl. Billy Elliot (Stóra sviðið)

Fös 20/11 kl. 19:00 Lau 28/11 kl. 19:00 Lau 12/12 kl. 19:00 Fim 3/12 kl. 19:00 Lau 19/12 kl. 19:00 Lau 21/11 kl. 19:00 Fös 4/12 kl. 19:00 Lau 26/12 kl. 19:00 Sun 22/11 kl. 19:00 Fös 27/11 kl. 19:00 Fös 11/12 kl. 19:00 Sun 27/12 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - sýningum lýkur í janúar

Kenneth Máni (Litla sviðið)

Fös 20/11 kl. 20:00 10.k Fös 11/12 kl. 20:00 Lau 5/12 kl. 20:00 Fös 18/12 kl. 20:00 Kenneth Máni stelur senunni

Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 22/11 kl. 13:00 Sun 29/11 kl. 13:00 Sýningum lýkur í janúar

Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 13:00

Sun 27/12 kl. 13:00

Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 20/11 kl. 20:00 Lau 21/11 kl. 20:00 Sýningum fer fækkandi

Fös 27/11 kl. 20:00 Lau 28/11 kl. 20:00

Sókrates (Litla sviðið)

Lau 21/11 kl. 20:00 14.k Lau 28/11 kl. 20:00 Sun 22/11 kl. 20:00 15.k Fös 4/12 kl. 20:00 Mið 25/11 kl. 20:00 Lau 12/12 kl. 20:00 Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina

Sun 13/12 kl. 20:00 Lau 19/12 kl. 20:00 Sun 27/12 kl. 20:00

Vegbúar (Litla sviðið)

Fim 26/11 kl. 20:00 16.k Fim 3/12 kl. 20:00 Sun 6/12 kl. 20:00 Fös 27/11 kl. 20:00 17.k Fim 10/12 kl. 20:00 Sun 29/11 kl. 20:00 aukas. Mið 2/12 kl. 20:00 Fim 17/12 kl. 20:00 Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið

Þri 29/12 kl. 20:00 Mið 30/12 kl. 20:00

Mávurinn (Stóra sviðið) Fim 26/11 kl. 20:00 Sun 29/11 kl. 20:00 Takmarkaður sýningartími

Sun 6/12 kl. 20:00 Fim 10/12 kl. 20:00

Sun 13/12 kl. 20:00

Hystory (Litla sviðið) Þri 24/11 kl. 20:00 allra síðasta sýn.

Og himinninn kristallast (Stóra sviðið)

DAVID FARR

HARÐINDIN

Inga Huld Hákonardóttir og Rósa Ómarsdóttir frumsýndu The Valley í Tjarnarbíói í vikunni.

Yfirlitssýning

Mið 2/12 kl. 20:00 Lau 5/12 kl. 20:00 Inniflugeldasýning frá Dansflokknum

65

Dansverkið The Valley var frumsýnt í Tjarnarbíói í vikunni. Verkið sem er hugarfóstur dansarana Ingu Huldar Hákonardóttur og Rósu Ómarsdóttur er byggt á rannsóknum þeirra á mörkum hins náttúrulega og ónáttúrulega. Dalurinn er staður þar sem manneskja og vél hafa runnið saman og mörkin á milli hins náttúrulega og þess gervilega eru horfin. Dalurinn er staður tvöföldunar og afrita, þar sem tveir verða að einum áður en þeir klofna og margfaldast aftur, svo óljóst verður hvar einn hluti endar og annar hefst. Báðar eru þær búsettar í Brussel og segir Rósa þær hafa unnið mikið saman síðan þær hófu nám í borginni fyrir fimm árum síðan.

Gunnar Rúnar Ólafsson

Allra allra síðasta sýning

1950

Dans á mörkum hrolls og húmors

26.9.2015 - 10.1.2016

2015

Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)

Lau 21/11 kl. 19:30 27.sýn Sun 6/12 kl. 19:30 32.sýn Lau 2/1 kl. 19:30 40.sýn Sun 22/11 kl. 19:30 28.sýn Fös 11/12 kl. 19:30 35.sýn Sun 10/1 kl. 19:30 41.sýn Fim 26/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 12/12 kl. 19:30 36.sýn Fim 14/1 kl. 19:30 42.sýn Lau 28/11 kl. 19:30 29.sýn Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn Sun 24/1 kl. 19:30 43.sýn Sun 29/11 kl. 19:30 30.sýn Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn Lau 5/12 kl. 19:30 31.sýn Lau 2/1 kl. 15:00 39.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!

Móðurharðindin (Kassinn)

Fös 20/11 kl. 19:30 30.sýn Lau 28/11 kl. 19:30 31.sýn Lau 5/12 kl. 19:30 32.sýn Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna.

Fös 20/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 4/12 kl. 19:30 12.sýn Fös 27/11 kl. 19:30 11.sýn Sun 13/12 kl. 19:30 13.sýn Síðustu sýningar á meistaraverki Nóbelsskáldsins Pinters.

Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Lau 21/11 kl. 22:30 7.sýn Mið 2/12 kl. 19:30 9.sýn Fim 10/12 kl. 19:30 11.sýn 551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Mið 25/11 kl. 19:30 8.sýn Mið 9/12 kl. 19:30 10.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!

Lau 28/11 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 13:00 Lau 19/12 kl. 11:00 Lau 28/11 kl. 14:30 Sun 6/12 kl. 14:30 Lau 19/12 kl. 13:00 Sun 29/11 kl. 13:00 Lau 12/12 kl. 11:00 Lau 19/12 kl. 14:30 Sun 29/11 kl. 14:30 Lau 12/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 11:00 Lau 5/12 kl. 11:00 Lau 12/12 kl. 14:30 Sun 20/12 kl. 13:00 Lau 5/12 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 11:00 Sun 20/12 kl. 14:30 Lau 5/12 kl. 14:30 Sun 13/12 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 11:00 Sun 13/12 kl. 14:30 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð.

65

2015

Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið) Frumsýning

Fös 8/1 kl. 19:30 4.sýn

(90)210 Garðabær (Kassinn)

Það er alltaf gaman í Gaflaraleikhúsinu

Sun 22/11 kl. 19:30 7.sýn

Athugið Síðasta Sýning Sunnudagur 22. nóvember

kl 16.00

Frábær fjölskylduskemmtun með Gunna og Felix

Konubörn Athugið Síðasta Sýning Föstudagur 20. nóvember

kl. 20.00

Sun 17/1 kl. 19:30 7.sýn

Miðasala - 565 5900 - midi.is-gaflaraleikhusid.is Mið 25/11 kl. 19:30 9.sýn

4:48 PSYCHOSIS (Kúlan) Lau 28/11 kl. 17:00 9.sýn

GAFLARALEIKHÚSIÐ

Fyndin og mögnuð sýning um ungar konur

Sun 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 9/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 3/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 16/1 kl. 19:30 6.sýn Eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar

Lau 21/11 kl. 19:30 aukasýn

Alltaf frítt inn!

Bakaraofninn

Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)

Lau 26/12 kl. 19:30

Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð borgarsogusafn.is

Heimkoman (Stóra sviðið)

1950

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Sun 29/11 kl. 17:00 10.sýn

Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)

Sun 10/1 kl. 14:00 21.sýn Sun 17/1 kl. 14:00 23.sýn Sun 10/1 kl. 16:00 22.sýn Sun 17/1 kl. 16:00 24.sýn Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is

Þ

etta er dansverk sem teygir sig yfir í hina ýmsu miðla,“ segir Rósa Ómarsdóttir, dansari og annar höfundur The Valley. „Við erum mikið að vinna með hljóð. Við byrjuðum fyrir ábyggilega tveimur árum síðan að rannsaka Foley list, en það er það sem hljóðhönnuðir kvikmynda búa til eftir að myndir eru kvikmyndaðar. Þeir nota ýmsa hluti til þess að framkvæma hin ýmsu hljóð,“ segir hún. „Sellerístönglar hafa til dæmis lengi verið notaðir til þess að gera hljóð fyrir beinbrot og svona ýmislegt. Við búum til okkar eigin hljóðheim sem við stígum síðan inn í og framkvæmum dans sem passar við þennan heim. Svo flækjum við leikinn þar sem spurningin sem við veltum upp er hvort stjórnar hverju. Eru það hljóðin sem stjórna dansinum eða öfugt,“ segir Rósa. „Dalurinn er hugtak sem við erum hrifnar af. Á ensku heitir þetta The Uncanny Valley,“ segir hún. „Okkur hefur þótt erfitt að þýða það en sú besta er líklega Kynlegi dalurinn. Uncanny er tilfinning sem maður fær þegar eitthvað er á mörkum þess að vera lifandi og dautt, eða náttúrulegt og ónáttúrulegt á sama tíma. Dalurinn er sögusvið verksins í þessum dansi. Fyrir ári síðan bjuggum við til verk sem hét Wilhelm´s Scream sem var mikið byggt á þessari Foley list,“ segir Rósa. „Við sýndum það á Reykjavik Dance Festival og The Valley er svona stærri útgáfa sem er unnin af áhrifum af því verki, bara tekið lengra inn í hugtakið. Við vinnum mikið á mörkum hrolls og húmors. Við Inga Huld hófum saman nám í mjög virtum samtímadansskóla í Brussel sem heitir Parks og síðan höfum við samið og sýnt dansverk saman á hverju ári, svo okkar samstarf er um fimm ára gamalt,“ segir hún. „Sveinbjörn Thorarensen sér um hljóðmyndina í The Valley og Ragna Þórunn Ragnarsdóttir hannar sviðsmyndina og við vinnum þetta allt saman í mikilli sameiningu,“ segir Rósa Ómarsdóttir, dansari og danshöfundur. The Valley er sýnt í Tjarnarbíói sunnudaginn 22. nóvember og 29. nóvember og má finna allar upplýsingar um verkið á www.tjarnarbio. is Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is


Inniheldur m.a. smellina

Lapis lazuli, Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker og Þegar flóðið fellur að

KOMIN ÚT! www.sena.is/tonlist

KOMIN Í VERSLANIR OG Á TÓNLISTARVEITUR


80

dægurmál

Helgin 20.-22. nóvember 2015

 Í takt við tÍmann EydÍs Blöndal

Ljósmynd/Hari

Einhverjir gætu sagt að ég sé of mikið á netinu... og það er líklegast rétt hjá þeim Eydís Blöndal er 21 árs og ólst upp í Safamýri en býr nú í miðbænum. Hún sendi frá sér ljóðabókina Tíst og bast í haust og er einn af skemmtilegri tísturum landsins. Eydís segir að vel sniðnar joggingbuxur séu lykilflíkur í fataskáp sínum. mínum fataskáp.

Staðalbúnaður

Ég hef mikinn áhuga á tísku. Eða réttara sagt þá pæli mikið í því hvað er flott og hvað það er sem gerir lúkk að flottu lúkki. Akkúrat núna er ég viss um að þægindi spili stórt hlutverk í því að líta vel út. En þægindi eru ekki einsleitt fyrirbæri, svo þetta er kannski frekar opin skilgreining hjá mér. Þægindi geta snúið að því að líða vel á eigin skinni, það er að segja klæðast mjúkum, vönduðum fötum sem þrengja ekki of mikið að og svo framvegis, og þau geta snúið að því að líða vel í eigin skinni, sem spilar meira inn á okkar persónulega smekk og einnig sjálfstraust. Þetta tvennt helst náttúrulega mikið í hendur og ég held að fólk leyfi þessum þáttum oft að mætast á miðri leið. Þannig að góðar og vel sniðnar joggingbuxur eru algjörar lykilflíkur í

Hugbúnaður

Ég fer sjaldan langt út fyrir hverfið mitt því hér hef ég allt sem ég þarf! Ég hjóla allt þegar veður leyfir, annars tek ég strætó, sem mér finnst þægilegt. En það hefur samt stóra galla að vera í sama umhverfinu alla daga. Allt fólk sem ég hitti er meira og minna með sömu skoðanir og ég sjálf, og ef það er ekki nógu einangrandi þá er internetið líka farið að velja hvaða upplýsingum það matar mig á. Það getur því oft verið sjokkerandi að sjá þegar einhverjir á netinu, eða jafnvel skyldmenni manns í jólaboðum, eru gjörsamlega ósammála manni. Ég þarf stundum að minna mig á það að fólk á rétt á því að hafa sínar skoðanir, svo lengi sem þær eru ekki skaðlegar öðrum, og að mínar skoðanir séu ekki betri en annarra. Ég er samt ekki að segja að ég ætli að sýna því skilning þegar fólk er með kvenfyrirlitningu eða rasisma. En maður mætti kannski að víkka sjóndeildarhringinn. Ferðast meira um landið og tala við fólk. „Fol-

lowa“ einhverja á Twitter sem búa við annan veruleika, í öðru póstnúmeri jafnvel.

Vélbúnaður

Ég er gjörsamlega límd við símann minn eða tölvu allan daginn. Stundum bæði í einu! En það er einfaldlega af því að þar er allt hægt að gera. Ég get sinnt öllum mínum erindum þar, talað við vini mína, svarað tölvupóstum og lesið mér til um bókstaflega allt. Einhverjir gætu alveg sagt að ég sé of mikið á netinu, og við það fólk vil ég segja: það er líklegast alveg rétt hjá ykkur. Ég er mjög virk á Twitter og hef mjög gaman af þeim miðli af því að þar kemst fólk ekki jafn auðveldlega upp með röfl og leiðindi af því að þú hefur bara 140 stafabil! Það gerir það líka að verkum að hugmyndirnar sem fólk er að ræða á Twitter eru hnitmiðaðri og skýrari og oftar en ekki er ég að fá fréttirnar fyrst á Twitter.

Einstök safari ferð til Tanzaniu á slóðir villtra dýra, ósnortinna náttúru og fornrar menningar.

Tanzania 22. janúar – 4. febrúar

Við sjáum óviðjafnanlegt dýralíf í sínu náttúrulega umhverfi og kynnumst menningu heimamanna m.a. Masai þjóðflokknum. Ferðin er eitt ævintýri, einstök upplifun sem lætur engan ósnortin.

675.900.-* *Verð per mann í 2ja manna herbergi

Súkkulaðið frá Omnon verður kynnt á jólamatarhátíð Búrsins í Hörpu um helgina.

Jólamatarhátíð Búrsins haldin í Hörpu um helgina

J Innifalið: AlltInnifalið: flug með sköttum og gjöldum. Allur flutningur milli staða með 5–7 manna safaríbílum. ogAllur íslenskur fararstjóri. Allt flug með sköttumInnlendur og gjöldum. flutningur milli staða með

588-8900 Transatlantic.is 588-8900 Transatlantic.is

Gisting og matur á upptöldum (eða sambæri-legum) 5–7 manna safaríbílum. Innlendur og íslenskur fararstjóri. gististöðum og á erupptöldum í ferðalýsingu. Gisting ogeins matur (eða sambæri-legum) 588 8900 – transatlantic.is Öllgististöðum gjöld vegna aðgangs eins og lýst er. eins og erí þjóðgarða í ferðalýsingu. Fararstjóri Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, eigandi TanzaNice Farm í Tansaníu. Öll gjölder vegna aðgangs í þjóðgarða eins og lýst er. Fararstjóri er Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, eigandi TanzaNice Farm í Tansaníu.

ólamarkaður Búrsins verður haldinn í Hörpu um helgina. Á markaðnum verða um 40 aðilar víðs vegar að af landinu sem kynna framleiðslu sína; bændur, sjómenn og smáframleiðendur. Meðal þeirra framleiðenda sem kynna vörur sínar og þjónustu eru Móðir jörð, Friðheimar, Tefélagið, Vínekran og Omnom. Markaðurinn verður opinn frá klukkan 11-17 báða dagana. Fyrirkomulagið er með örlítið breyttu sniði frá síðustu mörkuðum. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en gestir fá endurgreitt í hlutfalli við það sem þeir versla á markaðinum, hundrað krónur af hverjum þúsund

krónum sem verslað er fyrir. Þannig er hægt að fá allt að 800 krónur endurgreitt, auk þess sem gestir fá aðgang að örkynningum og taka þátt í happdrætti þar sem veglegar mataröskjur af markaði eru í verðlaun. Öryrkjar og ellilífeyrisþegar fá frítt inn sem og börn undir 16 ára aldri. Á markaðnum verður að venju allskonar góðgæti og má þar nefna kálfapylsur, hangikjöt á beini, lífrænt súrdeigs bakarí, panetone, jólasúkkulaði, hvannarsúpu, kanínukjöt, rjómaís, mysu, heitreykta þorsklifur, regnbogasilung, lífrænt lambakjöt, sinnep, jólakaffi, te, jólasíld og lostalengjur, svo eitthvað sé nefnt.


„Russell Howard er ofurstjarna grínsins!“ - Time Out

„Þú þarft að vera algjörlega húmorslaus til að hafa ekki gaman af Good News þáttunum á BBC2!“ - Beyond the Joke

HÁSKÓLABÍÓ 21. JÚNÍ 2017

MIÐASALA HEFST Í DAG KL. 10!

MIÐASALA FER FRAM Á TIX.IS OG Í SÍMA 551 3800 NÁNAR Á WWW.SENA.IS/HOWARD


82

dægurmál

Helgin 20.-22. nóvember 2015

 orðspil nefndu3 er HressT íslenskT fjölskylduparTíspil

Þrjár sekúndur til að nefna gjöf handa tengdamömmu Borðspilið Nefndu3 kemur á markað í desem­ ber og eru það vinirnir Arnaldur Gauti Jo­ hnson og Kristinn Pálsson sem eru höfundar og framleiðendur spilsins. „Þetta er svona hresst íslenskt fjölskyldupartíspil, sem við settum saman,“ segir Arnaldur Gauti. „Maður þarf ekkert að vita svör við neinum spurn­ ingum í þessu. Það eru spurningar, en þær eru allar almenns eðlis,“ segir hann. „Nefndu þrennt sem þú tekur með þér í útilegu, eða gefur tengamömmu þinni eða tekur með þér á eyðieyju eða slíkt. Þú færð samt bara þrjár sekúndur til þess að svara spurningunni og þess vegna verða svörin oft mjög fyndin,“ segir hann.

„Það sem er svo alveg nýtt í þessu er að á einum reit þarf að hringja í númer sem er gefið upp. Þar svarar símsvari sem segir hvað þú átt að gera, og hann er aldrei sá sami. Við getum breytt honum með jöfnu millibili. Við vorum eiginlega búnir að hanna spilið í nóvember á síðasta ári en þá var tíminn of naumur fyrir þau jólin, svo við ákváðum að bíða með það í eitt ár. Það er hægt að kaupa það aðeins ódýr­ ara í forsölu á Karolina Fund en það kemur í allar stærstu verslanirnar í byrjun desember. Við erum búnir að prófa það á allskonar hópum og allir sem hafa spilað eru mjög sáttir og vilja spila aftur,“ segir Arnaldur Gauti Johnson, annar höfunda Nefndu3 borðspilsins. -hf

 TónlisT Helga Hleypur í sk arðið með sk álmöld

Norsk yfirtaka á Mikkeller Norska brugghúsið Lervig Aktiebryggeri frá Stavanger í Noregi tekur yfir dælurnar á Mikkeller & Friends Reykjavík í dag, föstudag frá klukkan 14 og til lokunar. Lervig Aktiebryggeri var stofnað af hinum bandaríska Mike Murphy í Stavanger árið 2003 og er hann stórt nafn í handverksbruggsenunni í Evrópu. Brugghúsið er virtasta handverksbrugghús

Noregs og er talið eitt besta brugghús Skandinavíu að mati heimasíðna á borð við Ratebeer og BeerAdvocate. Lervig er þekkt fyrir sína

bragðgóðu bjóra og ekki síður fyrir það að brugga tvo af þekktustu bjórum Mikkeller, Beer Geek Breakfast og Beer Geek Brunch Weasel.

„Ég gróf því upp einhver gömul leðurstígvél, pússaði þau og fann svo afsökun til þess að fara og kaupa mér eitthvað nýtt og flott.“ segir Helga Ragnarsdóttir. Ljósmynd/Hari

Barði vinsæll í Kína Bang Gang hefur á undanförnum dögum ferðast um Kína og spilað á nokkrum tón-

leikum. Barði er vinsæll í Asíu og eftir eina tónleikana sat hann í tvo tíma og áritaði plötur og myndir fyrir kurteisa aðdáendur sína. frá sér. Í þessari seríu munu meðal annars Agent Fresco, Axel Flóvent, Gréta Salóme, Úlfur Úlfur og Glowie koma fram. Þættirnir verða fjórir talsins.

Dóri og Saga koma suður Stúdíó A snýr aftur Tónlistarþættirnir Stúdíó A snúa aftur á dagskrá RÚV á næstu dögum. Þættirnir hafa verið mjög vinsælir undanfarin ár og skemmtileg innsýn inn í hvað heitustu hljómsveitir landsins eru að senda

Uppistandssýningin Þetta er grín – án djóks sem gengið hefur fyrir fullu húsi á Akureyri undanfarnar vikur verður sýnd í Reykjavík þann 28. nóvember. Sýningin sem er flutt og samin af þeim Dóra DNA og Sögu Garðarsdóttur verður í Hörpu. Þetta verður eina sýningin sunnan heiða.

Demantshringar frá 80.000 kr.

Blómakjólar eiga ekki heima á sviði með Skálmöld Hljómsveitin Skálmöld lagði af stað í vikunni í þriggja vikna tónleikaferðalag um Evrópu þar sem sveitin mun spila á 19 tónleikum á 22 dögum. Hljómborðsleikari sveitarinnar, Gunnar Ben, komst ekki í ferðina sökum anna í vinnu sinni hjá Listaháskólanum og mun Helga Ragnarsdóttir því fylla hans skarð á meðan ferðin stendur yfir. Helga er systir þeirra Snæbjörns og Baldurs sem eru í Skálmöld og segist vera spennt fyrir ferðalaginu. Hún segir félagsskapinn vera frábæran en þurfti þó að endurnýja aðeins í fataskápnum áður en haldið var af stað.

m

Það hefur gengið bara vel. Ég er í kór sem heitir London Contemporary Voices og var stofnaður í kringum tónlistarkonuna Imogen Heap. Við höfum sungið þrisvar með henni og líka með öðrum stórum nöfnum eins og Basement Jaxx.

ér líst nú bara vel á þetta. Ég hef nú farið á túra áður þó þetta verði samt öðruvísi en það sem ég hef vanist,“ segir Helga Ragnarsdóttir, söngkona og tónskáld, sem starfar meðal annars með hljóm­ sveitinni Rökkurró en hleypur í skarðið sem hljómborðsleikari Skálmaldar á Evróputúr sveitarinnar. „Þetta er töluvert ólíkt því sem ég hef verið að fást við. Á öllum sviðum. Tón­ listin er ólík, áhorfendur verða öðruvísi og félagsskapurinn líka,“ segir hún. „Ég hef heldur aldrei farið á svona túr þar sem sofið er í rútunni á milli staða. Auð­ vitað hjálpar til að ég þekki alla í Skálm­ öld og bræður mínir eru með mér, þó ég viti ekki hvort það er einhver vernd í því. Minn undirbúningur fólst mest í því að læra þessa músík,“ segir Helga. „Þetta er allt annað en ég er vön að spila og maður er bókstaflega að nota aðra vöðva í þessari spilamennsku. Ég þekkti tónlistina af fyrstu tveimur plötunum vel en var ekki búin að hlusta eins mikið á síðustu plötuna, sem mér finnst svo skemmtilegasta platan,“ segir hún. „Svo þarf maður að pakka eins litlu og maður getur, en ég er nú vön því þar sem ég hef verið ásamt Baldri bróður í Leikhópnum Lottu þar sem ferðalögin voru löng. Svo er það fatnaðurinn. Ég

er ekki þekkt fyrr það að ganga mikið í svörtu,“ segir Helga. „Ég gróf því upp einhver gömul leðurstígvél, pússaði þau og fann svo afsökun til þess að fara og kaupa mér eitthvað nýtt og flott. Ég keypti því bara sett af fötum sem ég getið verið í á sviði með Skálmöld. Ég veit ekki hvursu margir mundu vera hrifnir ef ég kæmi á svið í blómakjól­ unum mínum,“ segir hún. „Það er líka bara gaman að fara í gervi og taka þetta alla leið.“ Helga er búsett í London þar sem hún vinnur að tónlist, bæði sinni eigin og einnig með öðru tónlistarfólki. „Ég flutti út og tók mastersgráðu í tónlist og hef síðan verið harkinu,“ segir hún. „Það hefur gengið bara vel. Ég er í kór sem heitir London Contemporary Voices og var stofnaður í kringum tón­ listarkonuna Imogen Heap. Við höfum sungið þrisvar með henni og líka með öðrum stórum nöfnum eins og Basem­ ent Jaxx. Þetta var alger heppni að kom­ ast í þennan kór sem er að verða stærri og stærri. Ég tók mér samt jólapásu til þess að fara með Skálmöld. Ég hef verið mjög dugleg í því að segja bara já og sjá hvert það tekur mig,“ segir Helga Ragn­ arsdóttir tónlistarkona. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is


E&Co. eogco.is

V E L K O M I N Í N ÝJ A V E R S L U N Á S K Ó L AV Ö R Ð U S T Í G 7 Geysir Skólavörðustíg 7 & 16, Haukadal og Akureyri. Sími 519 6000 — geysir.com


HE LG A RB L A Ð

Skeifan 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  netið

27 ár af fegurð Linda Pétursdóttir minnti okkur á það í vikunni að 27 ár voru liðin frá því að hún var krýnd Ungfrú heimur árið 1988.

Sölvi engum líkur Athafnamaðurinn Sölvi Tryggvason brá á það ráð í vikunni að standa á höndum á flugvellinum í Lissabon. Hann kaus að kalla það Social disruption.

‛‛

Er litli bróðir búin með alla mjólkina í brjóstunum?‛‛

‛‛

Já.‛‛ ‛‛ Akkörru seturu þá ekki bara ný batterí í þau?‛‛

Ísabella 3 ára.

K i d W i t s.n e t

Flottir Plötuspilarar VERÐLÆKKUN

Verð frá 34.900,-

Laugavegur 45 Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is

Hrósið ... ... fá stelpurnar sem sigruðu í Skrekk fyrir hönd Hagaskóla með femínískum ljóða- og dansgjörningi sem vakið hefur verðskuldaða athygli.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.