21 02 2014

Page 1

helga guðmundsdóttir dúxaði í tölvunarfræði við háskólann í reykjavík en lokaverkefnið hennar voru rannsóknir fyrir nasa. FréttaViðtal 10

lætur reyna á leiklistarformið í nýju verki og verður með 12 sýningar á gjörningi sem þær segja veislu fyrir öll skynfæri. Helgarblað

menning 56

nýjar lendur níðinga gífurleg aukning hefur orðið á kynferðisbrotum á netinu, að sögn sérfræðinga, og eru börn í áhættuhópi þeirra sem lenda í tælingu. 4 Fréttaskýring 21.–23. febrúar 2014 8. tölublað 5. árgangur

óKeypis  Viðtal Þorbjörg Marínósdóttir og Karl sigurðsson uM saMbandið og erfingjann

Spennt en dauðhrædd tobba marínós er spennt en dauðhrædd við að takast á við nýtt hlutverk í lífinu er hún verður móðir stúlkubarns í sumar. hún og sambýlismaður hennar, Karl sigurðsson, standa á tímamótum á árinu. tobba verður að auki þrítug og Kalli ætlar að hætta afskiptum af pólitík. Þau segjast ólík og rífast stundum eins og hundur og köttur en að þau hafi kennt hvort öðru heilmikið.

Fótboltafólk í syngjandi sókn greta mjöll, ingó og jón jónsson eru í hópi sparkandi söngvara. úttekt 26

Zúmbar um heiminn Friðrik þróaði arabíska útgáfu af zúmba sem sló í gegn. Dægurmál 62

JAKKI 15900

NÝJAR VÖRUR

síða 18

ljósmynd/hari

ei nn ig í Fr ét tat ímanu m í dag: tanja Ýr berst Fyrir réttindum dÝra – KoKKteiluppsKriFt Fyrir Konudaginn – allt Fyrir sKíðaáhugaFólKið

Vill gera konur í tölv- Hugsa minna – skynja meira unarfræði sýnilegri gjörningaklúbburinn

KRINGLUNNI / SMÁRALIND FACEBOOK.COM/JACKANDJONESICELAND INSTAGRAM @JACKANDJONESICELAND


2

fréttir

Helgin 21.-23. febrúar 2014

 SamfélagSmál gríðarleg aukning er meðal ungmenna Sem Skr áð eru í borgar alega fermingu

44% fleiri skráðir í borgaralega fermingu Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is

Þegar eru 304 ungmenni skráð í borgaralega fermingu Siðmenntar í vor sem jafngildir 7,3% allra ungmenna á fermingaraldri. Töluverð aukning hefur átt sér stað milli ára en í fyrra fermdust 212 borgaralega hjá Siðmennt og nemur aukningin því 44%. „Líklega eru nokkrar ástæður fyrir auknum vinsældum. Mögulega hefur lögskráning félagsins haft jákvæð áhrif til viðbótar við góðan orðstír fermingarinnar. Mestu skiptir að Jóhann

Björnsson, heimspekingur og kennari, hefur byggt upp afar vandað námskeið sem öll ungmennin sækja á 12 vikna tímabili,“ segir Hope Knútsson, stofnandi Siðmenntar og formaður til fjölda ára. Í vor verða þrjár athafnir í Háskólabíói í Reykjavík, tvær í Salnum í Kópavogi, ein í Hofi á Akureyri og ein á hverjum eftirtaldra staða: Fljótsdalshéraði, Höfn í Hornafirði og Suðurlandi. Búast má við um að 4.000 gestir verði við athafnirnar í ár.

Það eru 25 ár síðan boðið var fyrst upp á borgaralega fermingu hér á landi. Sextán ungmenni voru í fyrsta hópnum en þátttakendum hefur fjölgað reglulega síðan. Sérstaklega mikil fjölgun hefur orðið síðan 2010 en þá fermdust 166 ungmenni borgaralega. Á námskeiðunum fyrir borgaralega fermingu er meðal annars fjallað um gagnrýna hugsun, frelsi, ábyrgð, mannréttindi, samskipti unglinga og fullorðinna, og fordóma.

Hope Knútsson segir ánægjulegt hversu mörg ungmenni sækjast í að fermast borgaralega hjá Siðmennt. Ljósmynd/Hari

 SkipulagSmál kirkjuráð vill ekki taka við Skuldugri ÞorlákSbúð

Balti og Lilja stækka við sig Umsókn kvikmyndaleikstjórans Baltasars Kormáks og Lilju Sigurlínu Pálmadóttur um breytingar á húsi þeirra við Miðstræti 7 í 101 Reykjavík var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni. Baltasar og Lilja sóttu um leyfi til að byggja kvist á norðurhlið einbýlishússins. Eins og sjá má á myndinni sem tekin var á fimmtudag eru framkvæmdir þegar hafnar. Erindi hjónanna fylgdi umsögn Minjastofnunar Íslands frá því í nóvember á síðasta ári og umsögn Minjasafns Reykjavíkur frá 9. janúar. Í byggingarleyfinu er áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Baltasar og Lilja eru sem kunnugt er búsett að Hofi í Skagafirði.

Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur standa í framkvæmdum á húsi sínu við Miðstræti í Reykjavík.

Höfuðstöðvar Íslandsbanka á einum stað Íslandsbanki hyggst sameina starfsemi höfuðstöðva bankans á einum stað, á Kirkjusandi, en starfsemi höfuðstöðva fer fram á fjórum stöðum í dag. Sameiningin felur í sér stækkun húsnæðis á Kirkjusandi með viðbyggingu við suðurenda byggingarinnar. Stærsta breytingin mun felast í flutningi á Upplýsingatækni- og rekstrarsviði bankans frá Lynghálsi á Kirkjusand, en á því sviði starfa um 300 manns. „Töluverð hagræðing næst með sameiningu höfuðstöðvanna á einn stað, bæði með lægri leigukostnaði og lækkun rekstrarkostnaðar vegna upplýsingakerfa, viðhaldi vinnustöðva og rekstri mötuneyta,“ segir í tilkynningu bankans. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á seinni hluta þessa árs og er áætlað að þær standi yfir í um tvö ár. „Með þessari sameiningu viljum við byggja upp öfluga fjármálamiðstöð á besta stað í borginni,“ segir Birna Einarsdóttir bankastjóri. -jh

Borgin semur við ÍR Jón Gnarr borgarstjóri og Hjálmar Sigurþórsson, formaður Íþróttafélags Reykjavíkur, undirrituðu í vikunni nýjan samning til ársins 2020 en samkvæmt honum mun borgin nú þegar hefja undirbúning að nýjum æfingavelli á ÍR-svæðinu við Mjódd. Frjálsíþróttadeild ÍR, sem er ein sú stærsta í Evrópu, mun áfram reka íþróttahús Seljaskóla og íþróttahús við Austurberg, en félagið hefur haft reksturinn með höndum síðastliðin þrjú ár. Auk þess er ráðgert að endurskipulagningu íþróttamannvirkja ÍR í Suður-Mjódd verði lokið fyrir 1. maí 2014 og í að í kjölfarið verði gerður sérstakur samningur um framkvæmdir og fjármögnun á svæðinu.

Tólf milljónir hvíla á Þorláksbúð

Þorláksbúðarfélagið, sem stóð að byggingu Þorláksbúðar við Skálholtskirkju, skuldar 12 milljónir. Kirkjuráð vill ekki taka við skuldugri Þorláksbúð. Vígslubiskup í Skálholti segir að Kirkjuráð verði að ganga frá sínum málum. Árni Johnsen segir það kosta um 200 milljónir að flytja eða fjarlægja bygginguna.

S

Hugmyndir hafa einnig verið uppi um að selja Þorláksbúð og er Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár, einn þeirra sem hefur sýnt byggingunni áhuga.

tyr hefur staðið um Þorláksbúð, tilgátuhús sem stendur við hlið Skálholtskirkju, allt frá því að hugmyndir um húsið voru kynntar. Nú þegar húsið er tilbúið verður það ekki tekið í notkun fyrr ljóst er hver tekur við skuldum félagsins sem stóð að byggingu þess. Skuldirnar nema 12 milljónum króna samkvæmt upplýsingum formanns þess, Árna Johnsen. Auk Árna sitja í stjórn félagsins Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, og Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skálholti. Raddir hafa verið uppi um að flytja eða jafnvel selja húsið. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, segir ekki vera á dagskrá að taka á móti Þorláksbúð fyrr en Kirkjuráð hafi gengið frá sínum málum. „Á sínum tíma samþykkti Kirkjuráð að það myndi ekki taka við Þorláksbúð nema skuldlausri og kvaðalausri. Þorláksbúðarfélagið ber ákveðna ábyrgð því að það bauðst til þess á sínum tíma að útvega fjárstuðning við bygginguna.

Árni Johnsen var einn forvígismanna við byggingu Þorláksbúðar í Skálholti. Húsið er tilbúið en hefur ekki verið tekið í notkun. Árni segir of marga púka á fjósbitanum til að vinnufriður hafi gefist til að klára verkið.

bakaðar kjúklingabringur Prófaðu bökuðu kjúklingabringurnar, fylltar með ferskum kryddjurtum og rjómaosti. Gottimatinn.is

Þar að auki hefur heldur ekki verið samið um það hvernig eigi að sjá um viðhald á byggingunni, en hún þarfnast nú þegar viðhalds. Í dag eru skuldir á byggingunni og það eru ýmis mál í óvissu. Til að mynda telur Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, að það eigi að flytja bygginguna og það kostar auðvitað peninga líka.“ Árni Johnsen segir það kosta um 200 milljónir að flytja eða fjarlægja bygginguna og byggja nýja, og að það komi ekki til greina af hálfu félagsins. Skuldir félagsins segir Árni tilkomnar vegna þess að ekki hafi gefist vinnufriður til að leysa úr málum félagsins. „Við höfum starfað í þessu í sjálfboðavinnu og af áhugamennsku en eigum eftir að gera upp ákveðna kostnaðarþætti því við höfum ekki fengið frið til að afla fjár vegna eilífra ásókna frá Eiði Guðnasyni, Vilhjálmi Bjarnasyni, Þorkeli Helgasyni og Jóni Hákoni Magnússyni. Þessir menn vinna stanslaust í því að gera hlutina tortryggilega. Auðvitað ætluðum við að skila húsinu til kirkjunnar skuldlausu en það eru bara of margir púkar á fjósbitanum,“ segir Árni Johnsen. Hugmyndir hafa einnig verið uppi um að selja Þorláksbúð og er Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár, einn þeirra sem hefur sýnt byggingunni áhuga. Friðrik staðfesti í samtali við Fréttatímann að hann hafi lýst áhuga á Þorláksbúð þegar hún var hálfbyggð. „Já, ég hringdi þá í Árna Johnsen og sagði honum að ef til þess kæmi að rífa ætti húsið eða flytja það þá hefði ég áhuga.“ Halla Harðardóttir. halla@frettatiminn.is



4

fréttir

helgin 21.-23. febrúar 2014

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

Norðaustlæg átt, éljagangur nyrðra en skýjað með köflum syðra Norðaustanátt um helgina með snjókomu norðan og austantil, þó léttir aðeins til inn á milli. suðvestantil verður bjartviðri, en kólnar aftur og fystir um mest allt land.

-2

0

0

2

elín björk jónasdóttir

-3

-3

-3

-2

-3

-1

3

vedurvaktin@vedurvaktin.is

-4

-2

0

-1

NA 10-18 m/s, hvAssAst A-lANDs. sNjókomA A-til ANNArs skýjAð. hiti um frostmArk.

NA 8-15 og él um N-og A-vert lANDið eN bjArtviðri s-til. frost 0 til 5 stig.

NA 5-15 m/s, hvAssAst Nv-til, sNjókomA eN bjArtviðri s-lANDs. vægt frost.

höfuðborgArsvæðið: NA 5-13 m/s. skýjAð og hiti 0 til 3 stig.

höfuðborgArsvæðið: NA 5-8 og léttskýjAð . Frost 0 til 4 stig.

höfuðborgArsvæðið: NA 5-8 m/s. léttskýjAð og Frost 0 til 3 stig.

 InternetIð tælIng barna

Dýraeftirlitsmaður aftur til starfa Niðurstaða álitsgerðar þriggja óháðra sérfræðinga sem matvælastofnun fól að skoða mál eftirlitsmanns á sviði dýrahalds er sú hann hafi ekki gerst sekur um vanrækslu eða illa meðferð hrossa, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá stofnuninni. starfsmaðurinn kom því aftur til starfa í gær. Í lok janúar ákvað mAst í samráði við nýráðinn dýraeftirlitsmann í suðurlandsumdæmi að hann viki tímabundið frá störfum meðan fram færi skoðun á ásökunum um að hann hafi ekki á árum áður ekki gætt að eðlilegum starfsháttum við eftirlit með stóðhestahólfum sem hann hafði umsjón með. sérfræðingarnir ræddu við starfsmanninn

og forráðamenn þeirra hrossa sem um ræðir og dýralækna sem komu að þeim málum og stóðhestahaldi mannsins. Í álitinu kemur fram að mat dýralæknanna hafi verið að tilfellin sem upp hafi komið í stóðhestahólfum á vegum starfsmannsins hafi verið fá og ekki til komin vegna vanrækslu. -dhe

4,5 prósent í sama aldursflokki. Uppsafnað áhorf á þann þátt var 8,1 prósent. Allar þessar tölur eru fengnar frá rÚV.

Nýr skólastjóri landakotsskóla

mikið áhorf á þátt gísla marteins Áhorf á sunnudagsmorgun, sjónvarpsþátt gísla marteins Baldurssonar, tók kipp um síðustu helgi þegar hann fékk sigmund Davíð gunnlaugsson forsætisráðherra í umtalað viðtal. Meðaláhorf á þáttinn í aldursflokknum 12-80 ára var 12,7 prósent. Fram til þessa hefur meðaláhorfið verið á bilinu 8-9 prósent. Uppsafnað áhorf á þáttinn var 22,7 prósent. Er þá tekið tillit til endursýninga og fleira. til samanburðar var meðaláhorf á þátt mikaels torfasonar á stöð 2, mín skoðun,

ingibjörg jóhannsdóttir mun taka við af sölva sveinssyni sem skólastjóri landakotsskóla 1.ágúst næstkomandi. ingibjörg mun láta af störfum sem skólastjóri myndlistakólans í reykjavík en þar hefur hún starfað síðan 2005. stjórn skólans tekur sérstaklega fram að reynsla, áhugamál, bakgrunnur og menntun ingibjargar falli sérstaklega vel að áherslum skólans, en landakotsskóli leggur áherslu á skapandi greinar. ingibjörg hefur til margra ára verið virkur þátttakandi í umræðum um þróun listkennslu og listnám sem hluta af almennu grunnskólanámi auk þess að vera aðalhöfundur ritsins „Sköpun í skólastarfi“ sem samið var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. landakotsskóli, sem var stofnaður árið 1896 og hefur starfað sem sjálfseignarstofnun frá árinu 2005, tekur við börnum úr öllum hverfum borgarinnar og nágrannasveitarfélögum.

Algengt er að eldri menn villi á sér heimildir til að komast í samband við unglinga á netinu. Besta forvörnin fyrir börn er sterk félagsleg staða og aukin sjálfsvirðing. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages

Gífurleg aukning á kynferðisbrotum á netinu Tæling á netinu eru nýjar lendur í veiðimennsku, segir Guðlaug M. Júlíusdóttir félagsráðgjafi. tæling hefur stóraukist með tilkomu netsins en Ólöf Ásta Farestveit, formaður Barnahúss, segir kynferðisleg samskipti á netinu vera komin út fyrir öll mörk. Ákveðin börn eru í áhættuhópi og ábyrgð foreldra er rík.

g

uðlaug M. Júlíusdóttir, félagsráðgjafi og verkefnastjóri hjá BUGL og Barnaspítala Hringsins, hélt fyrirlesturinn „Veiðimennska á nýjum lendum“ á afmælisráðstefnu Félagsráðgjafafélags Íslands í vikunni en hún var auk þess forsvarsmaður forvarnarátaks gegn nettælingu árið 2010 sem kallaðist „Tæling á netinu“. Guðlaug segir það aðallega vera stelpur sem leiti sér aðstoðar eftir að hafa lent í að vera tældar á netinu en er þess fullviss um að strákar lendi í tælingu líka. Hún segir ákveðin börn vera í áhættuhópi. „Það eru börn með slaka sjálfsmynd, börn sem lenda upp á kant félagslega eða eiga erfitt í skóla, börn sem vantar viðurkenningu og jákvæða svörun. Þessi börn leita eftir viðurkenningu og vinskap og einmitt vegna þessa líður þeim eins og þau beri ábyrgðina þegar „vinskapurinn“ gengur of langt. Börnin átta sig ekki á því meðan þau eru í aðstæðunum að engir venjulegir fullorðnir menn tala eins og börn eða leita eftir svona vinskap við börn.“ Guðlaug segir mikilvægustu forvörnina vera að vera vinur barnanna sinna og tala við þau, um það sem þau eru að gera á daginn en líka um það sem þau eru að gera á netinu. Börn eigi í raun að eiga takmarkað einkalíf. Foreldar eigi að vera forvitnir og virkir í lífi barnsins, sýna að þeim sé ekki sama. Tæling er íslensk þýðing á enska hugtakinu „grooming“ og er notað yfir athöfn fullorðins einstaklings sem setur sig í samband við barn með kynferðislegar athafnir í huga. Einstaklingurinn reynir að byggja upp trúnað, traust og vináttu við barnið, yfirleitt með hrósi, umhyggju og jafnvel gjöfum. Í tilfelli nettælingar nær fullorðni einstaklingurinn sambandi við barn, stundum undir fölsku flaggi í nafni vináttu en fer svo að vera með kynferðislega tilburði og jafnvel gera kröfur um kynferðislegar athafnir í gegnum vefmyndavél eða að barnið hitti hann. Þessir einstaklingar nýta sér facebook eða hverskyns samskiptaforrit til að draga börnin á tálar. Nettæling var sett inn í almenn hegningarlög árið 2013 og brot á þeim varðar allt að tveggja ára fangelsi. Fyrirlestur Guðlaugar í vikunni byggði á samtali milli tólf ára gamallar stúlku og manns á þrítugsaldri, þar sem maðurinn reyndi að draga stúlkuna á tálar.

Móðir stúlkunnar komst á snoðir um samtalið og stoppaði það af áður en illa fór. En á aðeins fimm daga tímabili hafði maðurinn fengið hana til að senda sér myndir af sér á bikiníi og beðið hana um að hitta sig í Kringlunni. Guðlaug segir ýmsa þætti valda því að tæling virki svona vel. „Að hluta til er þetta vegna félagslegrar hegðunar sem við erum búin að stimpla inn hjá börnunum okkar. Börnum er kennt að þau eigi að hlýða fullorðnum og að þau eigi að treysta fullorðnum. Börnum er kennt að fullorðnir vilji þeim vel. Þetta vita mennirnir sem draga börn á tálar og hafa vitað það frá örófi alda. Netið er bara nýjar lendur fyrir þessa aðila. Áður fyrr þurftu menn að hafa meira fyrir þessu, bæði landfræðilega en líka til að finna börn sem væru viðkvæm fyrir. Núna eru þessir menn með jafnvel nokkur börn í gangi í einu og vinna vinnuna bara heima sér.“ Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, óttast þróun mála á netinu. Hún segir kynferðisleg samskipti á netinu vera orðin algjörlega markalaus. Tæling hafi klárlega stóraukist með tilkomu netsins en auk þess sé hún uggandi yfir nýjum miðlum sem unglingar með litla sjálfsvirðingu virðast nota í auknum mæli til að leita eftir viðurkenningu. Þetta sé ný tegund tilfella þar sem börn senda að fyrra bragði af sér nektarmyndir. „Fyrst var það msn svo facebook en nú eru það aðallega instagram og snapchat sem unglingarnir eru að nota. Við erum að fá tilfelli líka núna þar sem það á sér kannski ekki stað tæling heldur senda börnin nektarmyndir af sér af fúsum og frjálsum vilja. Þetta eru börn með lélega sjálfsvirðingu sem vilja fá viðurkenningu í gegnum „komment“ og „like“. Börnin sem koma með þessi vandamál í Barnahús eru flest undir 14 ára, aðallega stúlkur.“ Olga Ásta segir fræðslu skipta öllu máli og byrja þurfi mjög snemma. Foreldrar þurfi að kenna börnunum sínum sjálfsvirðingu og vera duglegir að hrósa þeim og hvetja. „Góður grunnur og félagsleg staða barns er það sem skiptir öllu máli.“ halla harðardóttir halla@frettatiminn.is


Ótvíræður sigurvegari

sviðslistaverðlauna Breta

Forsala í fullum gangi! Viðskiptavinum Íslandsbanka býðst 25% afsláttur

ef keypt er fyrir frumsýningu og greitt með greiðslukorti frá Íslandsbanka í miðasölu Borgarleikhússins.

Frumsýnt 8. mars

lau 8/3 kl. 20 þri 11/3 kl. 20 mið 12/3 kl. 20 fim 13/3 kl. 20 fös 14/3 kl. 20

lau 15/3 sun 16/3 mið 19/3 fim 20/3 fös 21/3

kl. kl. kl. kl. kl.

20 20 20 20 20

lau 22/3 kl. 20 sun 23/3 kl. 20 fös 28/3 kl. 20 lau 29/3 kl. 20 sun 30/3 kl. 20

lau 5/4 sun 6/4 fös 11/4 lau 12/4 sunx 13/4

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

kl. kl. kl. kl. kl.

20 20 20 20 20

Ljúffengt leikhúskvöld!

. khúsupplifunina Fullkomnaðu lei a rétti til að njóta ng ffe ljú ðu nta Pa a í hléi. fyrir sýningu eð


6

fréttaskýring

Helgin 21.-23. febrúar 2014

 Evrópusambandsviðræður FramsóknarmEnn vilja lEggja Fram þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðna

Reyna að sannfæra Bjarna um viðræðuslit Framsóknarmenn reyna nú að fá sjálfstæðismenn til að samþykkja að leggja fram þingsályktunartillögu í næstu viku um slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Stór hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins er á sömu skoðun og framsóknarmenn en formaðurinn er enn óákveðinn. Sjálfstæðismenn íhuga að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild.

Reykjavík | akuReyRi | Reykjavík | akuReyRi | Reykjavík | akuReyRi | Reykjavík | akuReyR

áTTU vON á gesTUM!

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Štefan Füle, stækkunarstjóri ESB, á fundi þeirra í Brussel í júní síðastliðnum þegar Íslendingar tilkynntu um hlé á viðræðum við Evrópusambandið.

SILO SVefnSófI

Stærð: 228x162 H: 83 cm Dökkgrátt slitsterkt áklæði.

119.900

fullt verð kr. 139.900

Með rúmfatageymslu í tungu

Svefnsvæði 140x190 cm

Mikið úrval svefnsófa

dorma.is Skoðaðu úrvalið!

Holtagörðum, Reykjavík ✆ 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri ✆ 558 1100 Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆ 558 1100 OPNUNARTÍMI HOlTAgöRðUM: Virka daga 1000-1800, Laugardaga 1100–1600

F

ramsóknarflokkurinn rær nú öllum árum að því að fá Sjálfstæðisflokkinn til þess að samþykkja að leggja fram þingsályktunartillögu um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið og vill utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, leggja hana fyrir Alþingi á þriðjudag. Stærsti hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins vill gera hið sama en heimildir Fréttatímans herma að Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, hafi ekki tekið endanlega ákvörðun. Tvö sjónarmið takist á. Annars vegar gangi ákvörðun um viðræðuslit í berhögg við stefnu Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var á síðasta landsfundi þar sem segir að „aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu“. Sú ályktun var keyrð í gegn á landsfundi af miklu harðfylgi til þess að reyna að sætta ólík sjónarmið innan flokksins. Auk þess geri stjórnarsáttmálinn ekki ráð fyrir viðræðuslitum heldur sammæltust flokkarnir um að gera hlé á aðildarviðræðum og halda þeim ekki áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hitt sjónarmiðið er hávært innan flokksins, að með því að slíta viðræðum séu aðildarviðræður úr sögunni á kjörtímabilinu og þar með málið allt. Það þyki vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina að hafa það svona hangandi yfir og heiðarlegra hreinlega að slíta viðræðunum. Ekki þykir ólíklegt að Bjarni muni fallast á þau rök og samþykkja að leggja fram þingsályktunartillögu um viðræðuslit. Evrópusinnar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins eru enn á þeirri skoðun að ljúka eigi við aðildarviðræður. Þeir segja að ákvörðun um að slíta viðræðum gangi í berhögg við landsfundarályktun flokksins

og munu greiða atkvæði gegn þingsályktunartillögu um viðræðuslit. Þeir eru þó í minnihluta í þingflokki Sjálfstæðisflokks, einungis tvö af nítján, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason, og mun þingsályktunartillagan því hljóta stuðning mikils meirihluta þingmanna þótt þau greiði atkvæði gegn henni, því stjórnarþingmenn eru 38 talsins.

Úr stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar:

Ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins 2013 um aðildarviðræður:

Ályktun flokksþings Framsóknarflokksins 2013 um aðildarviðræður:

Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þjóðin vill kjósa

Til að flækja málið frekar er skýr þjóðarvilji fyrir því að almenningur fái að kjósa um það hvort viðræðum verði haldið áfram. Þá vill ríflega helmingur ljúka aðildarviðræðum, samkvæmt skoðanakönnunum þó svo að einungis þriðjungur sé hlynntur aðild. Innan Sjálfstæðisflokksins eru alvarlegar vangaveltur um það hvort ríkisstjórnin eigi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild. Ekki verði spurt hvort fólk vilji halda viðræðum áfram – heldur verði einfaldlega spurt hvort fólk vilji að Ísland gangi í Evópusambandið. Niðurstöður úr slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu yrðu síðan nýttar til þess að ákveða hvort slíta skuli viðræðum eða halda þeim áfram. Ekki er vilji fyrir því hjá sjálfstæðismönnum að láta slíka þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor því sveitarstjórnarmenn yrðu ósáttir við að fókusinn færi þá allur á ESB í staðinn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sjálfar. Þjóðaratkvæðagreiðslan yrði þá haldin ein og sér en einungis þarf 8 vikna fyrirvara til að boða til hennar. Þá hefur verið rætt um að með fyrirhuguðum breytingum á stjórnarskrá muni þjóðin fá heimild til að óska eftir því að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um tiltekin mál að ákveðnum skilyrðum

uppfylltum. Með því að samþykkja slíka breytingu á stjórnarskránni verði þjóðinni þar með færð heimild til að taka til sín aðildarmálið og krefjast um það þjóðaratkvæðagreiðslu. Bæði Bjarni og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafa hins vegar sagt að erfitt sé fyrir ríkisstjórn að halda áfram viðræðum um aðild að Evrópusambandinu þegar báðir flokkarnir telji að Íslandi sé betur komið utan þess. Þá greinir hins vegar á um hvernig best sé að leiða málið til lykta, hvort slíta beri viðræðum – en til þess þarf þingsályktunartillögu – eða fresta þeim einungis áfram.

Ósáttir við utanríkisráðherra

Samkvæmt heimildum Fréttatímans eru sjálfstæðismenn hins vegar langt frá því sáttir við málflutning Gunnars Braga Sveinssonar í umræðum á Alþingi um nýútkomna skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu aðildarviðræðna, þar sem hann sagði meðal annars að ESB væri „í raun ekki í stakk búið til að taka á móti velmegandi ríki eins og Íslandi og eiga samninga um aðild á jafnræðisgrundvelli.“ Þeir segja ljóst af öllum málflutningi utanríkisráðherra að hann vilji slíta viðræðum og eru margir ósáttir við að skýrslan skuli hafa verið kynnt með þeim hætti sem raunin varð. Í stað þess að tryggja málefnalega og fræðilega umræðu um skýrsluna með því að fá höfunda hennar til þess að kynna hana hafi henni verið lekið til aðila andsnúnum aðild, samtakanna Nei Ísland og Morgunblaðsins. Þannig hafi umræðan mótast að sjónarmiðum Evrópuandstæðinga strax frá fyrstu stundu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


NOTAÐIR BÍLAR Gerðu betri bílakaup! MIKIÐ ÚRVAL R GÓÐU UR! T T FSLÁ

A

Tilboð: 2.990.000 kr.

Tilboð: 4.190.000 kr.

Honda Accord YHE12

ÍLInn B u D n n fI þInn á

R GÓÐU UR! T ÁT AFSL

Skráður apríl 2013, 1,6TDCi dísil, beinsk. Ekinn 21.000 km. ð Ásett verð: 3.290.000 kr. Í ábyrg

Skráður apríl 2012, 2,0TDCi dísil, sjálfsk. Ekinn 71.000 km. ð Í ábyrg Ásett verð: 4.660.000 kr.

R GÓÐU UR! T T FSLÁ

A

notaD Tilboð: 2.990.000 kr.

ErÐIr aLLar g töKum PÍ! BÍLa uP

Skráður júní 2011, 2,5i bensín, sjálfsk. Ekinn 77.000 km. Ásett verð: 3.480.000 kr.

Verð: 10.270.000 kr.

Volvo XC90 Momentum D5 AWD UUV86

TOH76

Skráður des. 2012, 2,4TDi dísil, sjálfsk. Ekinn 40.000 km. ð

Skráður júní 2008, 1,6i bensín, beinsk. Ekinn 95.000 km. Ásett verð: 1.690.000 kr.

Í ábyrg

R GÓÐU UR! T T Á L AFS

R GÓÐU UR! T T FSLÁ

A

Hyundai i20 Classic

á Fylgstu með

FACEBOOK Notaðir bílar - Brimborg

LVB51

Skráður ágúst 2011, 1,4i bensín, beinsk. Ekinn 42.000 km. Ásett verð: 1.940.000 kr.

Skráður maí 2013, 1,0i bensín, beinsk. Ekinn 32.000 km. byrgð Ásett verð: 2.090.000 kr. Í á

*

Tilboð: 2.590.000 kr.

Citroën C4 Comfort SNZ90

Skráður mars 2013, 1,6Di dísil, beinsk. Ekinn 29.000 km. Ásett verð: 2.790.000 kr.

Tilboð: 2.640.000 kr.

Tilboð: 1.390.000 kr.

Skoda Octavia Ambiente LI505

Skráður apríl 2007, 1,9TDi dísil, sjálfsk. Ekinn 215.000 km. Ásett verð: 1.590.000 kr.

BÍL a Dag DÍLL sIn Hafð s! u sa m

R GÓÐU UR! T T Á AFSL

stra band x!

Tilboð: 1.990.000 kr.

Tilboð: 2.290.000 kr.

Citroën C8 SX DAL57

Ford Edge SEL Plus AWD SIS80

Skráður ágúst 2007, 3,5i bensín, sjálfsk. Ekinn 133.000 km. Ásett verð: 2.790.000 kr.

Skráður júní 2008, 2,0i bensín, sjálfsk.

Ekinn 76.000 km. Ásett verð: 2.290.000 kr.

Tilboð: 1.290.000 kr.

Ford Escape Limited AWD RZE50

Skráður okt. 2005, 1,6i hybrid/bensín, sjálfsk. Ekinn 96.000 km. ð Ásett verð: 1.490.000 kr. Í ábyrg

% þarftu 100 ? n fjármögnu

hafÐu samBanD vIÐ ráÐgjafa gjafa og fáÐu uPPLýsIngar um hvaÐ Er Í BoÐI.

Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16

Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7030 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050

Verð: 2.690.000 kr.

Toyota Prius EXE NV358

a Tilboðsbílarnir far ! beint á Facebook

NOTADIR.BRIMBORG.IS

BÍLUM

R GÓÐU UR! T ÁT AFSL

Tilboð: 1.790.000 kr.

Tilboð: 1.940.000 kr.

Ford Fiesta Trend MUE42

UN

LDUM

R GÓÐU UR! T ÁT AFSL

R GÓÐU UR! T T Á AFSL

Tilboð: 1.540.000 kr.

Skoðaðu úrvalið á

R GÓÐU UR! T T Á AFSL

Skráður mars 2013, 1,0i bensín, beinsk. Ekinn 39.000 km. ð Ásett verð: 2.890. 000 kr. Í ábyrg

R GÓÐU UR! T T Á L AFS

80% Á VÖ

Ford Focus Trend ZER40

Ford Escape XLT AWD PMM87

Hyundai i30 Classic

.Is

ÖGN

Skráður júlí 2008, 2,4i bensín, sjálfsk. Ekinn 93.000 km. Ásett verð: 2.690.000 kr.

rg o B m I r Ir.B

og

FJÁRM

Tilboð: 2.390.000 kr.

Ford Focus Trend Edition ONK73

Ford Kuga Titanium S AWD TKV42

ALLT

R GÓÐU UR! T ÁT AFSL

R GÓÐU UR! T T FSLÁ

A

GAFÓ Ð I SLÆTTR IR

Komdu!

vIÐ töK um tEgunDIr

Skráður sept. 2008, 3,0Di bensín, sjálfsk. Ekinn 79.000 km.

aLLar BÍL

Við tökum notaðaauPPÍ þinn uppí á hagstæ bílinn Sýndu okkur bíli ðu verði. og við gerum þér nn þinn milligjöf. Engin tilboð í skuldbinding.

*Kaskótrygging er forsenda fyrir fjármögnun ásamt því að lántaki standist lánshæfis- eða greiðslumat. Notaðir_bílar_heilsíða_27.01.2014.indd 1

20.2.2014 11:09:51


8

fréttir

Helgin 21.-23. febrúar 2014  VitundarVakning konur og hjartasjúkdómar

GÆÐAMÁLNING Hjartasjúkdómar algengasta orsök dauðsfalla hjá konum 1.895 Deka Meistaralakk 70 Akrýllakk. hvítt. 1 líter

Deka Pro 10 Innimálning. 10 lítrar

6.690

Deka Gólfmálning grá 3 lítrar

DekaCryl 7 Innimálning. 10 lítrar

LDNI

HE VOTTA

GÓÐ Þ

Deka Pro 4. Veggja- og loftamálning. 10 lítrar

6.995

5.795

4.295

Jafn margar konur og karlar deyja árlega úr hjartasjúkdómum en konur virðast forðast að tala um hjartaáföll á meðan karla eru opnari fyrir umræðunni. Einkenni kvenna eru önnur en þau sem karlar finna fyrir, en auk þess nálgast kynin umræðuna og einkenni á ólíkan hátt. Átakið GoRed miðar að því að breyta staðalímynd okkar af hjartasjúkdómum. Átakið er alþjóðlegt langtímaverkefni sem hófst í Bandaríkjunum og víða í Evrópu árið 2004 og hefur verið haldið á Íslandi frá árinu 2009. GoRed dagurinn verður haldin í Kringlunni laugardaginn 22. febrúar, klukkan 14.

Deka Spartl LH. 3lítrar Mako pensill 50mm Bakki, 25 cm rúlla, grind og pensill. - Sett

1.595

225

1.990

LF Veggspartl 0,5 litrar

795

Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, formaður Go Red á Íslandi.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 8 7 5

Konur tala um þreytu og magaverki frekar en þyngsli fyrir brjósti sem leiðir út í handlegg.

Hjartaþræðingaraðgerð á Landsspítalanum. Ljósmynd/Hari.

V

ið höfum ákveðna staðalímynd af hjartasjúkdómum sem miðast við karlmanninn. Kennslubækur eru líka skrifaðar út frá þessari staðalímynd og allar rannsóknir á hjarta- og æðasjúkdómum framan af miðuðust við karlmenn. Þessir þættir hafa ýtt undir það að við lítum á hjartasjúkdóma sem óalgenga hjá konum þó þeir séu mjög algengir þegar tölfræðin er skoðuð,“ segir Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, formaður Go Red á Íslandi og sérfræðingur í hjarta og æðasjúkdómum. „Í almennri umræðu er ekki óalgengt að talað sé um að þessi eða hinn karlinn hafi fengið hjartaáfall en konur virðast forðast að tala um það. Þeim virðist finnast það skammarlegt og kenna sjálfum sér um því oft er hægt að tengja sjúkdóminn við lífsstíl og áhættuþætti. Konur fara frekar í felur með sinn hjartasjúkdóm á meðan karlar virðast vera opinskárri.“ Karlar og konur finna ólík einkenni en virðast auk þess upplifa þau og tjá á ólíkan máta. „Verkurinn hjá konum öðruvísi en þessi skólabókaverkur sem við þekkjum hjá körlum. Konur tala um þreytu og magaverki frekar en þyngsli fyrir brjósti sem leiðir út í handlegg. En einkennin eru reyndar oft þau sömu en kynin virðast orða hlutina á ólíkan hátt. Konur tala frekar um þyngsli eða mæði frekar en verk. Þannig að þetta er líka spurning um tjáningarform.“ Þórdís Jóna segir konur yfir höfuð ekki gera sér grein fyrir eigin áhættu, einkenni sjúkdómsins séu oftar óljósari hjá konum en körlum og því tefjist greiningarferlið oft. „Heilbrigðisstarfsmenn eiga það auk þess til að tengja einkenni kvenna við eitthvað annað en hjarta og æðasjúkdóma. Þegar konur kvarta yfir brjóstverk er

hjartverkur ekki það fyrsta sem okkur dettur í hug, við hugsum jafnvel frekar um vöðvabólgu. Þessu þarf að breyta. GoRed er alþjóðlegt átak sem við höfum unnið að síðustu fimm árin og gengur út á vitundarvakningu. Við viljum benda konum á, og starfsmönnum heilbrigðisstéttanna, að hjarta og æðasjúkdomar eru helsta dánarorsök kvenna á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Við viljum beina því til kvenna að þær fylgist með sínum áhættuþáttum og viti hver einkennin eru.“ Samkvæmt rannsóknum Hjartaverndar eykst tíðni áhættuþátta hjá konum eftir 50 ára aldur, sem er hár blóðþrýstingur, hátt kólesteról, sykursýki og ofþyngd. Helstu einkenni bæði karla og kvenna eru þyngsli eða verkur fyrir brjósti, óþægindi eða verkur milli herðablaða, í hálsi, kjálka eða maga, verkur sem kemur við áreynslu og hverfur við hvíld, stöðugur verkur fyrir brjósti sem stundum fylgir kaldur sviti og ógleði. Helstu einkenni kvenna sem karlar tala minna um eru óútskýrður slappleiki eða þreyta, óeðlilegt kvíðakast og meltingartruflanir. Þórdís Jóna segir bestu forvörnina út lífið fyrir alla þegar kemur að hjarta-og æðasjúkdómum vera fyrst og fremst að reykja ekki, borða hollan og góðan mat, aðallega fisk, grænmeti og gróft kornmeti. Hreyfa sig reglulega, ekki endilega hlaupa maraþon, heldur stunda reglubundna hreyfingu. Auk þess sé mikilvægt að láta skoða blóðsykur, blóðþrýsting og kólesteról. Þetta reglubundna eftirlit er hægt að fá hjá heimilislækni eða í áhættumati hjá Hjartvernd. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Öflugi sportjeppinn Mercedes-Benz GLK er ríkulega búinn og einstaklega öflugur sportjeppi. Hann er búinn hinu háþróaða 4MATIC aldrifskerfi sem tryggir framúrskarandi aksturseiginleika og aukinn stöðugleika, jafnt á bundnu sem óbundnu slitlagi. 4MATIC er ávallt virkt og bregst strax við breyttum akstursaðstæðum, t.d. mikilli úrkomu, ísingu eða snjó. Dráttargetan er heil 2.400 kg og hann eyðir aðeins 6,1 l/100 km í blönduðum akstri. Hjá Öskju á Krókhálsi 11 bíður þín glæsilegur GLK til sýnis og reynsluaksturs.

Mercedes-Benz GLK 220 CDI með 7 þrepa 7 G-TRONIC PLUS sjálfskiptingu. Verð frá 7.590.000 kr.

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook


Midori leikur Mendelssohn Fim. 6. mars » 19:30

Fös. 7. mars » 19:30

Oliver Kentish Glaðsheimr Felix Mendelssohn Fiðlukonsert í e-moll Pjotr Tsjajkovskíj Sinfónía nr. 4

Japanski fiðlusnillingurinn Midori leikur fiðlukonsertinn eilífa eftir Mendelssohn. Allt frá 6 ára aldri hefur þessi magnaði tónlistarmaður vakið aðdáun og komið fram með virtustu sinfóníuhljómsveitum heims.

Eivind Aadland hljómsveitarstjóri Midori einleikari

www.sinfonia.is

Bætt hefur verið við öðrum tónleikum 7. mars. Tryggið ykkur miða á einstakan tónlistarviðburð.

Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar


fréttaviðtal

10

Helgin 21.-23. febrúar 2014

Ætlar að sigra heiminn Helga Guðmundsdóttir dúxaði í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík en lokaverkefnið hennar voru rannsóknir fyrir NASA. Henni fannst konur í faginu ekki nægjanlega sýnilegar og stofnaði félag kvenna í tölvunarfræði við skólann. Atvinnutilboðum rignir yfir Helgu en hún vinnur nú að meistaraverkefni sínu í samstarfi við Facebook.

É

g var ekki þessi týpíski tölvunörd. Ég spilaði ekki tölvuleiki og þegar ég byrjaði hafði aldrei forritað,“ segir Helga Guðmundsdóttir, meistarafræðinemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, en Helga dúxaði þegar hún lauk grunnnáminu núna í janúar. „Ég var lengi vel hikandi við að skrá mig í námið og fannst eins og þarna væru bara einhverjir strákar með snillingastimpil á enninu og að ég ætti lítið erindi með þeim, sem auðvitað var algjör misskilningur. Fyrst prófaði ég að vinna á tölvuverkstæði og fór á námskeið hjá NTV, Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum, til að fá smá sjálfstraust. Þar gekk mér vel og ég ákvað að fara í námið,“ segir hún en alls liðu fimm ár frá því áhuginn vaknaði þar til hún lét af verða að skrá sig í tölvunarfræði. Helga vinnur nú að meistaraverkefni sínu í samstarfi við vísindamenn frá Facebook. Í grunnnáminu stundaði hún rannsóknir fyrir NASA og Google er þegar byrjað að hafa samband. Helga er einnig ein af stofnendum /sys/tra, sem er félag kvenna innan tölvunarfræðideildar í Háskólanum í Reykjavík.

Ekki alltaf góður nemandi

Helga var ekki alltaf góður nemandi, rétt skreið í gegn um menntaskólann og fannst námið hund-

leiðinlegt. Þegar kom að því að velja háskólafag var tölvunarfræði aðeins eitt þeirra faga sem komu til greina. „Ég var ekkert fullkomlega viss um að þetta væri málið en ég var ágætis notandi og tölvur hafa legið ágætlega fyrir mér. Ef það þurfti að gera eitthvað með tölvu gat ég fundið út úr því. Mér finnst líka heillandi við tölvunarfræðina að það er hægt að tengja hana við hvað sem er. Þó mann langi til dæmis síðar að læra líffræði þá er hægt að tengja það saman. Möguleikarnir eru endalausir. Mér gekk strax vel í náminu enda fannst mér það skemmtilegt og ég sinnti því. Það skiptir öllu að maður hafi áhuga á því sem maður er að læra. Á þriðju önn skráði ég mig í mjög erfiðan stærðfræðikúrs, nánast af slysni, og flestir þar voru á þriðja ári í stærðfræði en ég hef lítinn stærðfræðibakgrunn, enda langt síðan ég var í menntaskóla. Ég ákvað bara að taka þessari áskorun, lagði á mig mikla vinnu og stóð uppi með hæstu einkunn á öllum verkefnum og á lokaprófinu í kúrsinum. Það er svo mikill persónulegur sigur að halda að maður eigi ekki erindi en ganga svo miklu betur en maður þorði að vona. Sagan hefur síðan endurtekið sig. Ég skráði mig til dæmis í tölvuöryggisáfanga, eina stelpan sem hingað til hefur verið í þeim

áfanga, og ákvað að vera ekki hrædd við strákana með snillingastimpilinn sem mér fannst vita allt fyrirfram. Þar lærði ég að hakka og hef tvisvar komist í úrslit í Hakkarakeppni HR,“ segir hún en tilgangur keppninnar er að kenna forriturum og yfirmönnum tölvufyrirtækja að fyrirbyggja árásir tölvuþrjóta með því að þekkja þær leiðir sem andstæðingurinn notar til að koma í veg fyrir að hann fái sínu framgengt.

Alltaf eina stelpan

Eftir að Helga tók þátt í hakkarakeppninni síðasta haust fór hún fyrir alvöru að velta fyrir sér stöðu kvenna í tölvunarfræði. „Þar var ég eina stelpan annað árið í röð. Ég hafði líka tekið þátt í forritunarkeppnum og sá engar stelpur þar heldur.“ Hún var einnig ein í strákahópi þegar hún vann lokaverkefnið sitt í grunnnáminu en þá fór hún í starfsnám við hina virtu Fraunhofer-stofnun í Bandaríkjunum. Þar vann hún að rannsóknum að sjálfvirkum prófunum á kerfum sem NASA notar til að stjórna gervihnöttum. „Það var sama hvað ég tók mér fyrir hendur, ég var alltaf eina stelpan. Ég hreinlega vildi ekki trúa því að engar aðrar stelpur hefðu áhuga á þessu því mér fannst þetta allt svo skemmtilegt og spennandi. Mér fannst ég

Helga Guðmundsdóttir segir að tilgangur félagsins /sys/tur sé „að mynda tengslanet okkar á milli, hvetja hvor aðra og læra eitthvað nýtt saman, auk þess sem við reynum að vera góðar fyrirmyndir út á við.“ Ljósmynd/Hari

þurfa að gera eitthvað í málunum, fékk nokkrar stelpur til liðs við mig og við stofnuðum /sys/tur, félag kvenna í tölvunarfræði eða tengdu námi.“ Nafnið /sys/tur er vísun í Linux stýrikerfið svo og póstlistann Systers sem frumkvöðullinn Anita Borg stofnaði árið 1987. Póstlistinn var hugsaður sem tengslanet kvenna innan tæknigeirans. Þegar Anita Borg byrjaði með hann voru 12 konur skráðar en nú er hann heimsins stærsta póstlistasamfélag kvenna í tæknigeiranum. „Það eru 160 konur skráðar í félagið, þetta eru konur á ýmsum stigum í náminu, sumar að byrja og aðrar jafnvel nýlega útskrifaðar, ýmist í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða stærðfræði,“ segir Helga sem er formaður félagsins. Við HR hefur markvisst verið reynt að fjölga konum í tæknigreinum en 28% nýnema sem komust inn í tölvunarfræði í haust voru konur.

Óhræddar við að kafa djúpt í tæknina

Komdu á háskóladaginn! Taktu upplýsta ákvörðun!

Háskóladagurinn um allt land Egilsstaðir, ME 
19. mars kl. 11 - 13:30. 
 Akureyri, VMA 
20. mars kl. 11 - 13:30.

 Selfoss, FSU 26. mars kl. 10 - 13. 
Ísafjörður, MÍ 
27. mars kl. 11 - 13.

1. mars kl. 12 – 16 Háskóli Íslands kynnir námsframboð sitt í Aðalbyggingu, Háskólatorgi, Öskju og Háskólabíói. H 
 áskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands verða með námskynningu á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Listaháskóli Íslands verður með kynningu á námsbrautum sínum í Þverholti 11. 

 Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst kynna námsframboð háskólanna í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík. Fríar ar rútuferðir á milli HÍ, HR og LHÍ (Þverholti). /Háskóladagurinn #hdagurinn

„Tilgangurinn er mynda tengslanet okkar á milli, hvetja hvor aðra og læra eitthvað nýtt saman, auk þess sem við reynum að vera góðar fyrirmyndir út á við. Við höldum reglulega fundi, fáum til okkar flottar konur úr atvinnulífinu og grúskum saman í tæknilegum verkefnum. Með þessu viljum við næla okkur í smá forskot og efla sjálfstraustið. Við erum tæknilegar konur og erum óhræddar við að kafa djúpt í tæknina. Umræðan um að það séu ekki nógu margar konur í tæknigreinum felur að einhverju leyti í sér að þar sé eitthvað fyrir okkur að óttast eða að við séum í einhverri undirmannastöðu í þessum geira. Það er misskilningur sem verður að leiðrétta, því að við erum ekki síður færar.“ Á UT-messunni nú í byrjun febrúar vöktu /sys/tur athygli þar sem þær meðal annars sýndu vélmennið Krúttmund sem þær bjuggu til úr legókubbum og forrituðu í gegnum tölvu. „Á UTmessunni vorum við að kenna krökkum að forrita. Við sýndum líka dæmi um hvernig hægt er að hakka sig inn á símann hjá fólki. Það er mikilvægt að fólk sjái konur gera skemmtilega og töff hluti,

það er ein leið til að leiðrétta þennan misskilning um hlutverk kynjanna í tækni.“

Strákarnir stundum of hjálpsamir Helga segir að stelpum sé heilt yfir mjög tekið af strákunum í tölvunarfræðinni. „Þeir eru upp til hópa ekki neitt annað en yndislegir. Þegar maður er í vanda eru þeir ekkert nema hjálpsamir en eru stundum aðeins of miklir herramenn. Þeir eiga það til að grípa inn í og redda, sem er ekki endilega það sem maður vill. Þeir vilja samt auðvitað vel og eru líklega ekki meðvitaðir um þetta.“ Helga er 29 ára, á fyrsta ári í meistaranáminu og komin í samstarf við vísindamenn frá Facebook og bandaríska háskólanum Cornell vegna lokaverkefnisins. „Ég sérhæfi mig í dreifðum kerfum. Facebook er dæmi um stórt dreift kerfi með gagnaver úti um allt og stóran notendahóp um allan heim. Það er frábær reynsla að fá, strax í meistaranáminu, að glíma við alvöru vandamál sem koma upp í hönnun og rekstri á kerfi af þessari stærðargráðu sem þarf að ráða við gríðarlega mikla umferð. Leiðbeinandinn minn, Ýmir Vigfússon lektor í tölvunarfræði, er duglegur að koma nemendum sínum á framfæri. Hann er í samstarfi við ýmsa flotta vísindamenn víðs vegar um heiminn og ég sem nemandi hans fæ að njóta góðs af því. Framhaldsnámið og rannsóknirnar hér við skólann eru á heimsmælikvarða og leiðbeinendur eru með öflugt alþjóðlegt tengslanet. Þannig fá góðir nemendur tækifæri til að koma tánum inn á stærri staði, ýmist í formi beins samstarfs eða með því að fara á ráðstefnur erlendis til að kynna það sem við erum að gera hér.“ Atvinnutilboðunum bókstaflega rignir yfir Helgu og á undanförnum mánuðum hafa til að mynda þrír útsendarar frá Google haft samband við hana. „Þeir eru duglegir að hafa samband við nemendur sem vekja athygli á einhvern hátt, til dæmis með þátttöku í forritunarkeppnum,“ segir hún. Helga einbeitir sér nú að náminu en er með nokkuð skýrt markmið: „Ég stefni á að sigra heiminn. Það er fínt að setja markmiðin hátt.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


www.volkswagen.is

Nýr Golf.

Komdu við í H EKLU og reynsluaktu V olkswagen G olf

Evrópu- og heimsmeistari Það er skammt stórra högga á milli hjá Volkswagen Golf þessa dagana. Ekki er langt síðan Golf var kosinn bíll ársins í Evrópu 2013 á bílasýningunni í Genf og síðan bættist við enn ein rósin í hnappagatið þegar 66 bílablaðamenn hvaðanæva að útnefndu hann bíl ársins í heiminum á bílasýningunni í New York. Í vor eru 40 ár liðin síðan Golf kom fyrst á markað og setti ný viðmið í hönnun fjölskyldubíla. Viðtökurnar við þessari sjöundu kynslóð sýna svo ekki verður um villst að enn er Volkswagen Golf fremstur meðal jafningja.

Volkswagen Golf kostar frá

3.540.000 kr.* *Golf Trendline, 1.4 TSI, beinskiptur, 122 hestöfl.

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði


12

viðhorf

Helgin 21.-23. febrúar 2014

Stórmál hangi ekki í lausu lofti árum saman

Virðing gagnvart samningsaðila

Þ

Það er eðlilegt að skiptar skoðanir séu á aðild Íslands að Evrópusambandinu. Rök mæla bæði með og móti – eins og í flestum stórmálum. Stuðningsmenn aðildar benda á stöðu okkar með öðrum Evrópuþjóðum og þar sé mikilvægasta markaðssvæði fyrir útflutning á íslenskri þjónustu og vörum. Efnahagsleg atriði vegi þungt og hrun krónunnar hafi orðið til þess að stór hluti íslenskra fjölskyldna sé í skuldafjötrum. Aukinn stöðugleiki fylgi upptöku evru í stað krónunnar og bætt stjórnsýsla vegna aukins aðhalds. Efnahagssamdráttur leiði ekki til gjaldeyriskreppu, verðbólgu og himinhárra vaxta. Þá verði aðgangur að erlendu fjármagni greiðari. Afnám tolla milli Íslands og Evrópusambandsríkja á landbúnaðar- og sjávarafurðum fylgi aðild og aukin tækifæri til útflutnings og fullvinnslu. Jónas Haraldsson Andstæðingar aðildar benda hins vegar á að henni fylgi framsal á löggjafarjonas@frettatiminn.is og dómsvaldi en ekki síst snerti aðild forræði Íslendinga á náttúruauðlindum, sjávarútvegi, fiskimiðum, landbúnaði og matvælavinnslu í landinu. Sóknarfærin séu fólgin í sjálfstæðum samskiptum við aðrar þjóðir. Íslendingar stóðu höllum fæti þegar Alþingi samþykkti, með naumum meirihluta í júlí 2009, að fela þáverandi ríkisstjórn að sækja um aðild að Evrópusambandinu, stóðu varla uppréttir í samskiptum við aðra svo skömmu eftir banka- og efnahagshrun. Eflaust hafa þeir sem að samþykktinni stóðu gert sér vonir um að aðild, eða að minnsta kosti umsókn þar um, hjálpaði okkur út úr þrengingunum. Bjartsýnustu þingmenn Samfylkingarinnar, eina stjórnmálaflokksins sem stóð einhuga að aðildarumsókninni, töldu að hægt yrði að ljúka aðildarviðræðum á tiltölulega skömmum tíma. Það var borin von. Einhugur var ekki innan ríkis-

stjórnarinnar sem falið var að sækja um. Hún var klofin í afstöðu sinni sem leiddi meðal annars til þess að nokkrir þingmenn annars stjórnarflokksins, Vinstri grænna, yfirgáfu flokkinn. Álykta má, vegna þessa, að umsóknin hafi verið ótímabær enda gengur Evrópusambandið út frá því að ríki sem sækir um aðild sækist í raun eftir því að komast í ríkjahópinn. Um það mátti deila hvað Íslendinga varðaði árið 2009 – og enn frekar nú eftir að ný ríkisstjórn stöðvaði aðildarviðræðurnar, án þess þó að afturkalla umsóknina. Allt ferlið á síðasta kjörtímabili gekk út á það að kanna hvað væri í pökkum. Stóru pakkarnir, sem innihéldu landbúnaðar- en einkum sjávarútvegsmálin, voru hins vegar aldrei opnaðir – og raunar var ekkert í þá komið. Fyrri ríkisstjórn hægði á ferlinu þegar nær dró þingkosningum í fyrra – og sú sem við tók setti málið á ís. Í stefnuyfirlýsingu hennar segir: „Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Nú liggur þessi úttekt fyrir. Þar kemur fram að óheppilegt hafi verið að ekki skyldi auðnast að opna og leggja fram samningsafstöðu varðandi fjóra kafla, „ekki síst þar sem ljóst var að reyna myndi á ýmis mikilvæg álitamál hvað þá varðar, þ.e. landbúnaðarkafla, sjávarútvegskafla, kafla um frjálsa fjármagnsflutninga og kafla um staðfesturétt og þjónustufrelsi.“ „Ætla má,“ segir í úttektinni, „að kaflarnir um frjálsa fjármagnsflutninga og staðfesturétt og þjónustufrelsi tengist málum í sjávarútvegskaflanum og þá sérstaklega hvað varðar mögulegar takmarkanir við erlendum fjárfestingum í íslenskum sjávarútvegi. Jafnframt er það mat skýrsluhöfunda að erfitt hefði verið að semja

út frá þeim áherslum sem lagðar voru í meirihlutaáliti utanríkisnefndar en þar má nefna atriði eins og formlegt forræði yfir auðlindum sjávar, takmarkanir við fjárfestingar og forsvar á alþjóðavettvangi. „Stofnanir Evrópusambandsins hafa,“ segir enn fremur, „vald til þess að setja löggjöf í sjávarútvegsmálum sambandsins í mjög víðtækum mæli. Þá fer Evrópusambandið eitt með valdheimildir yfir varðveislu auðlinda í sameiginlegri fiskveiðistefnu þess.“ Einnig kemur fram í úttektinni að reynsla annarra þjóða sýni að erfitt hafi reynst að fá varanlegar undanþágur frá sameiginlegri stefnu Evrópusambandsins enda þýði aðild að land taki upp hins sameiginlega stefnu, þótt hægt sé að fá tímabundnar undanþágur. Ef þetta hefði komið upp úr sjávarútvegspakkanum hefði það að líkindum staðið í mörgum. Hann var hins vegar ófrágenginn þegar hlé var gert. Engar líkur eru á að núverandi ríkisstjórn og meirihluti á Alþingi haldi aðildarviðræðunum áfram á þessu kjörtímabili. Fram kom á flokksþingum beggja stjórnarflokkanna fyrir kosningarnar í fyrra að hagsmunum Íslendinga væri best borgið utan Evrópusambandsins. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er heldur ekki nein tímasetning á þjóðaratkvæðagreiðslu, aðeins sagt að viðræðum verði ekki haldið áfram án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Mat á stöðunni er því að stjórnvöld muni afturkalla umsóknina – og væntanlegra er það heiðarlegra gagnvart viðsemjandanum en að láta málið hanga í lausu lofti árum saman. Þróist mál svo í framtíðinni að innganga í Evrópusambandið þyki álitlegri en nú ber að kanna afstöðu þjóðarinnar til þess fyrst og leggja síðan í leiðangurinn með traust bakland, liggi það fyrir – en láta vera ella ef meirihluti þjóðarinnar vill hafa það svo. Óumdeilt er síðan að kosið verður um niðurstöðu samninga, komi til þeirra.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmdaog auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

ÚR

r u t t á fsl esel

i a % ssil - D o F 0 5 NY - Casio DK

GULL

30% afsláttur

R U F L I S ur t t á l s f a % 50

LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 | SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660

Verslunin í Spönginni LOKAR – allt á að seljast


style

living with vELDu BAkPúðA

vELDu Dýnu vELDu ákLæðI

25%

vELDu ArmA

ttur kynningarafslá r af öllum TaILO svefnsófum

SvefnSófar www.ilva.is/tailor

2ja sæta svefnsófi

svefnsófi m/legubekk

89.925

149.925

164.925

FALLEGUR Á DAGINN NOTALEGUR Á NÓTTUNNI

sparaðu 29.975

sparaðu 49.975

tailor FLEX 100 2ja sæta svefnsófi með einstaklega fallegu

CHILI áklæði og svampdýnu. L 173 cm. Svefnflötur L 196 x B 139 cm. 119.900,- nÚ 89.925,-

2ja sæta svefnsófi

sparaðu 54.975

tailor FLEX 210 svefnsófi með legubekk. Fallegt ljósgrátt Emanuel áklæði og svampdýna. L 242 x D 157 cm. Svefnflötur L 207 x B 142 cm. 199.900,- nÚ 149.925,- Legubekkur til hægri eða vinstri.

tailor FLEX 200 svefnsófi með legubekk. Fallegt KENDO áklæði og svampdýna. L 219 x D 157 cm. Svefnflötur L 207 x B 142 cm. 219.900,- nÚ 164.925,- Legubekkur til hægri eða vinstri.

3ja sæta svefnsófi

116.175

svefnsófi m/skemilenda

119.925

sparaðu 38.725

187.425

sparaðu 39.975

tailor FLEX 100 2ja sæta svefnsófi. Fallegu KENDO áklæði

og svampdýna. L 190 cm. Svefnflötur L 196 x B 139 cm.

154.900,- nÚ 116.175,-

sparaðu 62.475

tailor FLEX 410 svefnsófi með skemilenda. Fallegt EmANuEL áklæði og svampdýna. L 248 x D 220 cm. Svefnflötur L 205 x B 142 cm. 249.900,- nÚ 187.425,- Skemilendi til hægri eða vinstri.

tailor FLEX 300 3ja sæta svefnsófi. Fallegt LIVOrNO áklæði og svampdýna. L 245 cm. Svefnflötur L 200 x B 140 cm. 159.900,nÚ 119.925,-

VELDu ArmA

© ILVA Ísland 2014

svefnsófi m/legubekk

VELDu BAKpúðA

A

B

C

D

E

B 17,5 cm

B 6 cm

B 26 cm

B 18 cm

B 30 cm Innbyggt geymsluhólf.

VELDu DýNu

1

2

1

2

3

Bakpúði með svampögnum

Lúxus bakpúði með hnöppum.

Svampur

Bonell fjöðrun

Pokafjöðrun

Sérpantaður SvefnSófi

Þú getur valið um 5 grunneiningar og 5 gerðir af örmum. Bakpúðana er hægt að fá með eða án hnappa. Þú velur á milli 23ja lita á áklæði í 5 verðflokkum. Að endingu getur þú valið um hvort þú vilt svamp, Bonell fjöðrun eða pokafjöðrun. Sérpantaður sófi tekur um það bil 8 - 10 vikur að koma til landsins. Draumurinn byrjar hér. Kynningarafsláttur gildir til og með 17. mars.

beikonbeygla Ofnristað beikon, egg, tómatur, rauðlaukur, hvítlauksdressing og salatblanda Verð

995,-

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30


14

viðhorf

Helgin 21.-23. febrúar 2014

158 kíló hafa þátttakendur í Biggest Loser misst á fyrstu fjórum vikunum undir stjórn Gurrýjar og Everts.

20.000 heimili á Íslandi eru með áskrift að Netflix samkvæmt könnun MMR fyrir Viðskiptablaðið.

466

milljóna hagnaður varð af rekstri Sláturfélags Suðurlands á síðasta ári.

60

herbergi bætast við Reykjavík Hótel Marina á næstunni. Borgarráð hefur samþykkt að selja fasteignafélaginu Slippnum ehf. lóðina við Mýrargötu 10-12 á 142 milljónir króna. 108 herbergi eru á hótelinu en með stækkuninni bætast við 60-90 herbergi.

Ég var heilu sumrin í sveit sem barn og á menntaskólaárunum vann ég á bóndabæ í Þýskalandi

Firring og fróðleiksflótti

É

g var að skoða bókina um hann Bóbó bangsa sem heimsótti bóndabæinn með fjögurra ára dóttur minni þegar við komum að mynd þar sem bóndinn er að mjólka í fötu og dóttir mín bendir á fötuna undir spenunum og segir: Þetta er svo hún pissi ekki í moldina. Vitanlega var mér brugðið yfir vanþekkingu barnsins enda sjónarhóll hef ég reynt að uppfræða hana sem allra mest um lífsins gagn og nauðsynjar, og hef minnst þrisvar sinnum farið með henni í fjós þar sem við höfum fylgst með því þegar kýrnar eru mjólkaðar – raunar með vél. Já, þetta barn ætti að vita allt um Erla hvernig kýrnar eru mjólkHlynsdóttir aðar og að mjólkin sem við drekkum kemur frá kúnum, erla@ en það er greinilega aðeins of frettatiminn.is langt síðan við höfum farið í sveitina. Sjálf var ég heilu sumrin í sveit sem barn; ég horfði á burð lambanna, smalaði kindunum á hestbaki, tíndi eggin undan hænunum og horfði á hanana hálshöggna og hengda upp á þvottasnúru svo búkurinn hlypi ekki í burtu. Þegar ég var eilítið eldri vann

ég á kjúklingabúi við að gefa ungunum og flokka innyfli í poka, en á þessum tíma fylgdi sett af innyflum með hverjum heilum kjúklingi í matvörubúðinni. Á menntaskólaárunum starfaði ég í heilt sumar á bóndabæ í Þýskalandi þar sem mitt fyrsta verk alla kalda og dimma morgna var að mjólka kýrnar. Ég veit alveg hvernig lífið gengur fyrir sig hjá blessuðum dýrunum og ég veit hvernig þau eru drepin til að við fáum kjöt á diskinn okkar. Sem blaðamaður hef ég mikið fjallað um dýravernd og vistvænan búskap. Árið 2010 skrifaði ég heila greinaröð um geldingu grísa án deyfilyfja, að bændur geldi kálfa með töngum, um að flest íslensk egg koma undan hænum sem eru lokaðar í búri alla ævi og að kúabændur hafi verið sektaðir fyrir að hleypa ekki mjólkurkúnum sínum út undir bert loft. Svo dæmi séu tekin. Ég er dýravinur og vil að við komum vel fram við dýrin okkar. En ég er ekki í hópi þeirra sem misbauð að gíraffanum Maríusi hafi verið slátrað í dönskum dýragarði. Talað hefur verið um að börnin hafi verið neydd til að horfa upp á þetta en foreldrum var uppálagt að gefa börnum sínum tækifæri til að fylgjast með og fá fræðslu í leiðinni.

Ég hef skoðað mjög grafískar myndir af því þegar hann var skorinn niður og komst að því að anatómía gíraffa er beinlínis einstök, hann er með tvö hjörtu sem eru tæp tíu kíló hvort, auk þess sem bygging hálsins er rannsóknarefni út af fyrir sig. Já, og svo misbauð einhverjum að hræ gíraffans skyldi gefið ljónunum sem átu það fyrir framan dýragarðsgesti, sem raunar er það sem næst kemst eðlilegri hegðun ljóna sem ekki fá að veiða sér til matar. Þannig á þetta sér nefnilega stað í náttúrunni. Og þó við Íslendingar séum ekki vanir því að leggja gíraffa okkur til matar þá slátrum við fagureygðum kálfum, glaðværum lömbum og aðeins of sætum grísum til að matbúa og halda veislu. Við lítum ekki á okkur sem villimenn þrátt fyrir það þó það sé þægilegra að ímynda sér að kjötið sé ræktað bakatil í Nóatúni eða búið til frá grunni í kjötverksmiðju á vegum Hagkaupa. En að fordæma dýragarð í Danmörku fyrir að slátra einu af dýrum garðsins og gefa öðru er beinlínis fáránlegt. Svo við tölum nú ekki um að nákvæmlega það sama á sér reglulega stað í okkar ástkæra Fjölskyldu- og húsdýragarði þó að, því miður, viti ég ekki til þess að börnin geti fengið að fylgjast með þar.

Þetta barn ætti að vita allt um hvernig kýrnar eru mjólkaðar og að mjólkin sem við drekkum kemur frá kúnum  Vik an sem Var Furðuveröld Gísla Þetta var furðulegasta viðtal sem ég hef farið í, vissulega. Sjálfum fannst Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra þras sitt við Gísla Martein allt hið einkennilegasta.

Opið til kl. 21 alla daga í Faxafeni

Regluvörður ástarinnar Ég er algjörlega á móti því að karlmenn virði ekki þennan dag. Það er ekki kúl. Ásdís Rán tekur Valentínusardaginn mjög alvarlega. Dramb er falli næst Mér finnst hroki alltaf löstur á ráði stjórnmálamanna, Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, sá ýmislegt athugavert við framkomu forsætisráðherra í sögulegu viðtali við Gísla Martein. Óbærilegur ömurleiki pólitíkurinnar Mér fannst þetta ömurlegt viðtal, svo það sé nú bara sagt, ömurlegt. Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, var ekki skemmt yfir viðtali Gísla Marteins við Sigmund Davíð. Voff ! Gísli Marteinn var eins og smáhundur sem geltir skrækum rómi og glefsar í ökkla í viðtalinu við forsætisráðherra. Ólafur Arnarson hagfræðingur gaf nýrri viðtalstækni Gísla Marteins falleinkunn á Facebook-síðu sinni.

Breiða bakið Það eru engin mál á mínu baki lengur. Björn Leifsson, kenndur við World Class, telur full mikið gert úr skuldamálum sínum. Fór flokkavillt Það var ljóst að fundurinn var ekki að biðja um mig. Grímur Atlason reið ekki feitum hesti frá valfundi VG í Reykjavík þar sem hann gaf kost á sér í oddvitasætið.

Hvað varstu að segja? Ég vil nú helst tala í fortíðinni og horfa til framtíðar og standa hér í nútíðinni heldur en að vera að líta til baka. Vigdís Hauksdóttir steig fram sem atómskáld í Kastljóssumræðum um ESBskýrsluna. Ansans vesen! Þá hljótum við að geta verið sammála um að það er ákveðinn ómöguleiki hér til staðar sem ekki verður hægt að komast í kringum. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, rakst á ljón á veginum til ESB.


* 3.5 % lántökugjald

ÞVOTTADAGAR AGA A AG GLoAR GA A R kadagar Vaxtalausar raðgreiðslur í tólf mánuði! *

– komdu og gerðu frábær kaup! ÞVOTTAVÉL LAVAMAT 60260FL

ÞVOTTAVÉL LAVAMAT 60460FL

1200 snúninga Taumagn 6 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Íslensk notendahandbók

1400 snúninga Taumagn 6 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Íslensk notendahandbók

ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ

Listaverð: 135.900,-

Listaverð: 145.900,-

Þú sparar: 36.000,-

Þú sparar: 36.000,-

TILBOÐSVERÐ – 99.900,-

UPPÞVOTTAVÉL FAVORIT 45010-M

ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ

12 manna stell 5 þvottakerfi Turbo-þurrkun Hljóðlát vél: 47db (re 1 pW) Orkunýtni: A Þvottahæfni: A Þurrkhæfni : A

TILBOÐSVERÐ – 95.920,- STÁL

TILBOÐSVERÐ – 109.900,-

UPPÞVOTTAVÉL ZDF2010 - W/M

ÞURRKARI LAVATHERM T76280AC

12 manna stell 5 þvottakerfi 4 hraðastillingar A/A/A orkunýting Hljóð 51db Þvottahæfni: A Þurrkhæfni : A

Barkalaus Rakaskynjari Taumagn: 8 kg Íslensk notendahandbók

FRÁBÆRT PAR OG MIKILL SPARNAÐUR:

ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ

ÞVOTTAVÉL OG ÞURRKARI LAVAMAT 75470 & LAVATHERM T76280

ÞVOTTAVÉL 1400 snúninga Taumagn 7 kg Öll hugsanleg þvottakerfi Íslensk notendahandbók ÞURRKARI Barkalaus með rakaskynjara Taumagn 8 kg Íslensk notendahandbók

Listaverð: 149.900,-

TILBOÐSVERÐ – 79.900,89.990,-

Þú sparar: 29.980,-

TILBOÐSVERÐ – 119.920,-

HV HVÍT STÁL

Listaverð á PARINU: 329.800,-

Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-15

Þú sparar: 65.960,-

LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 · ORMSSON.IS ORMSSON KEFLAVÍK SÍMI 421 1535

ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SÍMI 456 4751

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

KS SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 4500

ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

ORMSSON VÍK-EGILSSTÖÐUM SÍMI 471 2038

ORMSSON PAN-NESKAUPSTAÐ SÍMI 477 1900

ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ

TILBOÐSVERÐ –

PARIÐ 263.840,-

GEISLI ORMSSON ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM SÍMI 481 3333 SÍMI 480 1160

BJÓÐUM FJÖLBREYTT ÚRVAL RAFTÆKJA Á GÓÐU VERÐI

SKEIFAN 11

VERÐ: 15.900

4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

28.900

TILBOÐSVERÐ:

VERÐ:

23.900

FM útvarp með 40 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA, CD-R/RW 2 x 15W hátalarar 4 Ohm · USB, RCA, Heyrnartól

TILBOÐSVERÐ:

36.900

Blutooth hátalari

iPod/iPhone dokka · 20W · Geislaspilari · (CD-R/CD-RW/WMA/MP3) USB afspilun · FM útvarp með 30 stöðva minni ·LCD skjár með klukku · Fjarstýring fylgir

39.900

NP270E5G-K03SE

FM útvarp með 40 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA, iPod, iPad (gegnum usb) · USB, RCA, Heyrnartól, Video out (f. iPod) · 2x15W hátalarar · Spilar og hleður iPod

45.900

Blutooth hátalari · 10W · Aux in tengi · Einfaldur í notkun · Til bæði hvítir og svartir

VERÐ:

22.500

TILBOÐSVERÐ:

Stýrikerfi: Windows 8 (64-bit)

Vinnsluminni: 4GB · Harður diskur: 500 GB Töff hönnun · Frábær tölva fyrir fólk á ferðinni.

VERÐ:

34.900

16.900

TILBOÐSVERÐ:

119.900

VERÐ:

Hljómtækjastæða

VERÐ:

15,6"

X-HM11-K

XW-BTS1

iPod dokka

94.900

Hljómtækjastæða

PIX-SMC00

VERÐ:

Stýrikerfi: Windows 8 (64-bit)

Ódýr og hagkvæm tölva fyrir skólafólk. Flottur skjár og glæsileg hönnun.

X-CM31

Frábært bíltæki!

VERÐ:

15,6"

53955

Vefmyndavél+heyrnartól Pottþétt fyrir Skype

29.900

VERÐ:

5.990

DCS-222K

DVD–Heimabíókerfi 5.1 rása

5.1 rása DVD heimabíókerfi m. FM útvarpi og Karaoke · 300W magnari · Spilar; DVD-R/RW, CD-R/RW, MP3, JPEG, PNG, WMA, DivX og fl., HD upscaling

VERÐ:

49.900

TILBOÐSVERÐ:

39.900

Mario Kart leikur fylgir með.

DEH-X3500UI

Ativ Book 2

· 40.000 tíma ending sem gerir 27 ár miða við 4 klst. notkun á dag. · 1017 Lumens í fullum styrk · 17W í fullum styrk en 9W í 50% styrk. · Allt að 16 milljón litir mögulegir og hvítt ljós 2700-8000 Kelvin. · LIFX snjallforrit í Apple iOS 6+ eða Android 4.0+ · Stuðningur við allt að 60+ perur á sama netkerfi.

NP275E5E-K01SE

LIFX SMART LED LJÓSAPERA

Ativ Book 2

Ljósaperan enduruppgötvuð

NÝTT VERÐ:

26.900

OPIÐ: ALLA DAGA TIL KL.18.00 SKEIFUNNI 11 · SÍMAR: 550·4444 · www.bt.is


16

fréttaskýring

Helgin 21.-23. febrúar 2014

Hugarfarsbreyting í hönnun og byggingarlist Byggingariðnaðurinn er að taka við sér eftir langa niðursveiflu, en hvað er verið að byggja og hvernig? Viðmælendur skynja allir nýjan tíðaranda eftir hrun sem eigi eftir að formgerast á næstu árum í þéttari byggð og arkitektúr sem hugsar út fyrir rýmið.

M

ér finnst ég skynja vísbendingar um breytt gildismat sem mögulega á eftir að sjást í því sem byggt verður á komandi árum,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt og meðlimur í Torfusamtökunum. „Margir hafa óbeit á ríkmannlegri naumhyggju „2007“-áranna og þeirri ofgnótt sem einkenndi þann lífsstíl sem slík hús voru hönnuð fyrir. Ljóst er að það voru bæði mjög góðir hlutir og slæmir gerðir í arkitektúr á hruntímabilinu en það er kannski enn of nálægt okkur í tíma til að hægt sé að meta að verðleikum það sem vel var gert þá.“ Hann segir erfitt að fullyrða hvað taki nú við, efnahagur þorra fólks leyfi ekki lengur þann lífsstíl sem tíðkaðist fyrir nokkrum árum, unga kynslóðin þurfi að gera sér að góðu mun minna og ódýrara húsnæði. „Það þýðir samt alls ekki að húsnæði verði nú illa hannað. Góður arkitektúr felst ekki í íburði og óhófi, vel hönnuð smáíbúð getur verið markverðari byggingarlist en rándýrt einbýlishús í yfirstærð,” segir Pétur. Sigrún Birgisdóttir, deildarforseti hönnunar og arkitektúrdeildar Listaháskólans, segir hraða hafa einkennt þróunina fyrir hrun og áherslur um gæði byggðar hafi verið aðrar en í dag. „Á þessum tíma var enn í gangi hugsun sem er afsprengi hinnar módernísku hugsunar, en hún fjallaði um að brjóta nýtt land og byggja nýjar stakstæðar byggingar.

Borgartúnið er dæmi um vanhugsað skipulag, að mati Magnúsar Jenssonar arkitekts.

Innan þessarar hugsunar er mikil áhersla á einkarétt og einkarými. Fyrirtæki fengu landrými án þess að þurfa að gefa eitthvað til baka til samfélagsins og gífurlegt land var brotið undir heimili borgarbúa. Afsprengi þessarar stefnu eru úthverfin í jaðri borgarinnar en sú byggð kallar á gríðarlegt álag á samgöngukerfi hennar.“ Magnús Jensen er sjálfstætt starfandi arkitekt og áhugamaður um bíllausan lífsstíl. Hann er sammála Sigrúnu um það að hraðinn hafi verið gífurlegur og telur byggingar og skipulagsmál hafa goldið fyrir það. „Borgartún er dæmi um götu sem hefur byggst þrisvar. Fyrst var Höfðaborgin þarna, svo iðnaðarhverfi og nú viðskiptahverfi. Þetta er gott dæmi um að það má þróa borg áfram og bæta hana. En það var hins vegar ekki gert. Borgartúnið er bein leið á sléttlendi frá austurenda miðbæjarins inn í Laugardal. Þarna hefði átt að vera mannlífsgata með gott míkróklíma en alls ekki stök hús með ókeypis bifreiðastæðum á milli.“ Magnús segist finna fyrir umræðu núna sem átti sér ekki rými fyrir hrun en telur enn frekari sjálfsskoðun nauðsynlega.

Breyttar áherslur

Almenn hugarfarsbreyting virðist eiga sér stað í hönnun og byggingarlist og Ísland fer ekki varhluta af því. Aukin áhersla er nú á þéttingu byggðar en búist er við því að um miðja þessa öld muni 80% jarðarbúa búa í borg. Byggingariðnaðurinn er einn sá mest mengandi í heiminum og reynt er að bregðast við því með vistvænni húsum og hverfum. Stjórnvöld eru farin að leggja sitt af mörkum sem sést í breyttum áherslum og í nýju borgarskipulagi. Fólk virðist almennt vera að vakna til vitundar um umhverfi sitt. Sigrún Birgisdóttir segir Listaháskólann búa nemendur undir breyttar áherslur. „Búsetuskilyrði mannkyns eru að breytast alveg gríðarlega mikið svo borgarþróun er því orðin umhverfismál. Við leggjum líka ríka áherslu á það hér í náminu, að líta ekki á byggingar sem stakar einingar og að góður arkitektúr fjalli um umhverfi sitt, bæði félagslegt og landfræðilegt.“ Samkvæmt viðmælendum er greinilegt að vindar blása í nýjar

áttir. Teikn um þessa nýju tíma eru þverfagleg samstarfsverkefni. „Hæg breytileg átt“ er eitt þeirra verkefna sem spegla tíðarandann og spennandi verður að fylgjast með þróun þess. Verkefnið er leitt af Hönnunarsjóði Auroru og er samstarfsverkefni milli Reykjavíkurborgar, Samtaka iðnaðarins, Félagsbústaða, Íbúðalánasjóðs og Hönnunarmiðstöðvar, en Sigrún Birgisdóttir verður ráðgjafi þess. Þar er kallað til þverfaglegs teymis, mjög fjölbreytts hóps ungra arkitekta og sérfræðinga, sem munu vinna að tillögugerð fyrir nýjar tegundir af húsnæði og endurskoða hvernig heimili við munum búa okkur í framtíðinni.

Vistvæn framtíð?

Aðalheiður Atladóttir er arkitekt hjá a2f arkitektum. Hún finnur einnig fyrir hugarfarsbreytingu. Breyttar áherslur sé að finna hjá viðskiptavinum sem velji nú ódýrari og lágstemmdari efni en áður og almennt sé sýnd meiri varkárni og nýtni. „Mér finnst fólk líka líta til lengri tíma núna, hugsa meira um viðhaldskostnað og hámarksnýtingu efnanna.“ Aðalheiður er einn hönnuða Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, en hann flokkast undir vistvæna byggingarlist og er af mörgum talinn vera tákn um nýja tíma í byggingarlist á Íslandi. „Vistvæn hönnun gengur út á það byggingin sjálf, bæði framkvæmd hennar, og svo áframhaldandi rekstur, sé gerð með það í huga að skaða umhverfið sem minnst,“ segir Aðalheiður. Umhverfismeðvitundin nær til margra samverkandi þátta. Aðalheiður nefnir sem dæmi efnivið sem þarfnist ekki viðhalds og aðgerðir sem vekji upp umhverfismeðvitund hjá notendum byggingarinnar en þeir eru hvattir

Sæbrautin árið 2008. Uppbyggingin í aðdraganda hrunsins einkenndist af miklum hraða.

til að nota almenningssamgöngur eða hjól, vatnsbrunnar eru á hverri hæð ásamt töflum sem upplýsa um orkunotkun hússins. Tvær aðrar nýbyggingar hafa verið byggðar með þessar hugmyndir að leiðarljósi á Íslandi, Náttúrufræðistofnun Íslands í Garðabæ og Snæfellsstofa, gestastofan í Vatnajökulsþjóðgarði, en nú er fyrirhugað að fleiri byggingar fái umhverfisvottun, s.s. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Hús íslenskra fræða og nýi Landspítalinn.

Megum ekki gefa of hratt í

Auðvitað eru það gleðifréttir að byggingariðnaðurinn sé farinn að taka við sér en viðmælendur eru sammála um það að stíga verði varlega til jarðar og varast hraðann sem einkenndi árin fyrir hrun. Gífurleg aukning hefur orðið í ferðaþjónustu og ýmsir eru uggandi yfir þróun mála þegar kemur að mannvirkjagerð innan hennar. Of mikill hraði og skammtímasjónarmið megi ekki ná yfirhöndinni aftur. „Það hefur margt gott verið gert á þessu sviði á undanförnum árum, en margt má betur fara. Við verðum að passa okkur á því að þetta verði ekki að bólu og við verðum að vanda okkur. Það

þýðir ekki að henda bara einhverju upp í flýti,“ segir Aðalheiður. Sigrún bendir á að fyrir höndum sé að læra af reynslunni og vinna að fleiri rannsóknum, skammtímalausnir megi ekki verða að langtímalausnum. „Ísland gæti verið fyrirmyndarland hvað sjálfbærni og vistvæni varðar, hér eru allir möguleikar til að byggja upp ferðaþjónustu í sátt við samfélag og náttúru, en til þess þurfum við tíma til að þróa ný verkefni. Hér mætti stuðla í auknum mæli að gæði í hönnun og framkvæmd og gefa smærri inngripum ráðrúm og stuðning en ekki að stökkva á stórtækar og umhverfisskaðlegar lausnir. Til dæmis mætti stórauka stuðning við minni ferðaþjóna til uppbyggingar á ferðamannastöðum.“ Að lokum bendir Sigrún á Framhaldsskólann í Mosfellsbæ sem dæmi um byggingu nýrra tíma og eins aukna endurgerð gamall húsa, en franski spítalinn á Stöðvarfirði virðist henni mjög áhugavert verkefni og sömuleiðis endurgerðin á Hótel Egilsen í Stykkishómi. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Árni Björnsson þjóðháttafræðingur ritar hnitmiðað yfirlit um menningar- og atvinnusögu tímabilsins í meginhluta fyrsta bindisins, eins konar ramma utan um verkið og skipar því í samhengi við sinn tíma.

Margverðlaunað, þriggja binda, verk um mannlíf á millistríðsárunum 1919 – 1939. Lifandi lýsing á landi og þjóð, í máli og nær 2000 myndum, á einhverju mesta umbrotaskeiði Íslandssögunnar. Síðustu 160 settin boðin á 9.900.í stað 29.900.- á bókamarkaðinum í Laugardal. Verkinu fylgja 40 sérprentaðar myndir úr bókunum og nokkrar tveggja alda gamlar, litaðar þjóðlífsmyndir.

Örn og Örlygur - Sími: 898 6658 Netfang: ornogorlygur@gmail.com Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ var unninn af a2f arkitektum. Hann þykir vera tákn um nýja tíma í íslenskri byggingarlist.


Helgartilboð í Kosti! 25%

30%

Pure Komachi 2

Goða lambalæri

Cashew Clusters

Kjúklingabringur

8.998 kr. Áður 11.998 kr.

1.398 kr/kg. Áður 1.998 kr/kg.

1.998 kr. Áður 2.598 kr.

1.898 kr/kg. Áður 2.198 kr/kg.

Heitt súkkulaði

Frosted Flakes

Frosted Flakes

Þurrkað mangó

329 kr. Áður 498 kr.

1.298 kr. Áður 1.598 kr.

1.398 kr. Áður 1.698 kr.

2.798 kr. Áður 3.298 kr.

6 litríkir hnífar með hlífum

AFSLÁTTUR

Kryddlegið

Til í mörgum bragðtegundum Með súkkulaðibragði.1,3 kg.

34%

355 ml. flöskur

119 kr/stk. Áður 179 kr/stk.

Venjulegt. 1,7 kg.

Framleiddar af Matfugli

850 gr.

24%

AFSLÁTTUR

IBC Root Beer

907 gr.

AFSLÁTTUR

Ghirardelli

Brownie mix. 3,4 kg.

1.998 kr. Áður 2.649 kr.

Betty Crocker

Nature’s Path

1.598 kr. Áður 2.095 kr.

485 kr. Áður 649 kr.

Brownie mix. 2,26 kg.

Toasters. 312 gr.

33% AFSLÁTTUR

er sunnudaginn

23. febrúar

Það er gaman að gleðja konuna sem þú elskar með ferskum jarðarberjum beint frá Ameríku og ljúffengu súkkulaði.

Chocolove

Súkkulaði með ástarljóði

479 kr. Áður 579 kr.

Bob’s Red Mill

Whole wheat bread mix.

349 kr. Áður 519 kr.

Dalvegur 10-14 | 201 Kópavogur Sími: 560-2500 | kostur@kostur.is | www.kostur.is

Tilboðin gilda föstudaginn 21.02, laugardaginn 22.02 og sunnudaginn 23.02. Með fyrirvara um villur og á meðan birgðir endast.

AFSLÁTTUR


18

viðtal

Helgin 21.-23. febrúar 2014

Lífið er meira en rósir og súkkulaði Tobba Marínós og Kalli Baggalútur, eins og þau eru jafnan kölluð, eiga von á sínu fyrsta barni í júní en eftir að þau uppgötvuðu óléttuna tók við afar fjörugur feluleikur þar til hægt var að deila fréttunum. Tobba segir að í sambandinu hafi hún stundum talið að illa gengi ef ekki væru súkkulaði og rósir um allt en Kalli hafi kennt henni að meta smáatriðin sem skipta svo miklu. Fleiri tímamót eru í lífi þeirra beggja á næstunni, fjórða bók Tobbu er væntanleg í vor og Kalli hefur ákveðið að finna sér aðra dagvinnu en að vera í framlínunni í stjórnmálum.

É

g er komin 22 vikur á leið. Barnið á að fæðast 24. júní og ég verð þrítug á árinu. Þetta verður mjög stórt ár hjá okkur,“ segir Þorbjörg Marínósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marínós. Hún á von á stúlkubarni í sumar með sambýlismanni sínum Karli Sigurðssyni sem einnig á sitt gælunafn, Kalli Baggalútur. Þetta er fyrsta barn þeirra beggja og mikil eftirvænting ríkir hjá fjölskyldum þeirra þar sem þau bókstaflega reikna með slagsmálum um hver fær að passa. „Við erum í mestu vandræðum því það vilja allir fá að passa. Ég held að við þurfum að taka upp eitthvað númerakerfi eða vera jafnvel með happdrættisstemningu þar sem við drögum út hver fær að passa í það skiptið,“ segir Kalli sem finnst þau afskaplega heppin að eiga við þennan vanda að etja.

Skrautlegur feluleikur

Við sitjum við borðstofuborðið á heimili þeirra við Ránargötu, í rúmgóðri og bjartri íbúð þar sem vel er pláss fyrir ungbarn þó þau þurfi að stækka við sig þegar líða tekur á. Barneignir voru ekki sérstaklega á dagskránni en þær voru heldur ekki útilokaðar. „Var það ekki mamma þín sem sagðist ekki reikna með því að við myndum eignast börn?“ spyr Tobba sambýlismanninn sem bendir á að þau hafi aldrei talað mikið um barneignir út á við. „Kalli hefur sagt að við tvö séum fjölskylda og við þurfum ekki börn nema við viljum það. Við höfum samt alveg verið til í að skoða það, höfum hugsað um að það gæti verið gaman að eignast barn en höfum alltaf talið að það væri betra seinna. Svo ákváðum við bara að ég myndi hætta á pillunni og það bara kæmi ef það kæmi. Það þurfti síðan ekki meira til en einn koss á milli uppvasksvakta og ég var orðin ólétt,“ segir Tobba og þau horfa ástúðlega hvort á annað. Þau reiknuðu þó ekki með því að þetta myndi gerast svona hratt og kom óléttan í byrjun aftan að Tobbu. „Ég er að eðlisfari mjög kvöldsvæf en skyndilega var það eiginlega komið út fyrir öll mörk. Við héldum til dæmis óvænta brúðkaupsveislu fyrir vinafólk okkar og ég sofnaði í veislunni sem við stóðum fyrir. Í annað skiptið vorum við hér með matarboð og ég sofnaði á klósettinu. Kalli þurfti að koma og banka, en þarna var ég alveg búin á því eftir eitt léttvínsglas.“ Skömmu síðar fór sá grunur að læðast að Tobbu að hún væri hreinlega orðin ólétt. „Ég ákvað þá að ef ég væri ólétt þá yrði ég að kaupa eitthvað handa Kalla sem á stæði: „Þú ert að verða pabbi“ eða „Besti pabbi í heimi“ og fór beint í Lyfju í Smáralind og keypti óléttupróf.

Mér fannst afgreiðslukonan horfa svo mikið á mig og svo sagði hún við mig: „Gangi þér vel.“ Ég dreif mig svo inn á klósettið í Smáralind og pissaði á óléttuprófið en það sýndi að ég væri ekki ólétt.“ Kalli læðir því inn að hún hafi verið ansi svekkt. „Já, ég var drullusvekkt en ég vildi ekki að hann upplifði að það væri einhver pressa. Við vorum búin að panta borð og fórum út að borða um kvöldið en ég hafði bara enga lyst og sagði honum þá að ég hefði tekið þessa prufu og að ég hefði ætlað að kaupa eitthvað handa honum. Ég gat samt ekki hætt að hugsa um óléttuprófið og þegar við komum heim rótaði ég í ruslinu og fann prufuna – og hún var orðin jákvæð. Ég fékk algjört taugaveiklunarkast og hló og hló,“ segir Tobba en Kalli vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þar til hún, milli hláturekkasoganna, útskýrði málið. „Við ákváðum þá að taka fleiri próf og Kalli var sendur út í Pétursbúð og apótekið seint um kvöld til að kaupa eitt KitKat og eitt óléttupróf. Við röðuðum síðan öllum prófunum saman og þau voru öll jákvæð. Við bókuðum síðan tíma í sónar og þá sást að ég var komin 4-5 vikur á leið.“ Tobba á afar erfitt með að þegja yfir leyndarmálum og til marks um það hefur hún ítrekað gefið Kalla jólagjöfina fyrir jól því hún hefur verið svo spennt yfir gjöfinni og þurft að kaupa nýja undir jólatréð. „Mér fannst mjög erfitt að þegja yfir þessu og þurfti að búa til alls konar sögur. Það vakti til dæmis upp spurningar þegar ég fór út að borða með vinnufélögunum og fékk mér hvorki sushi né hvítvín. Ég þóttist vera á detox og alls konar kúrum. Ég upplifði það þarna að það er hreinlega bara dónalegt að spyrja konu hvort hún sé ólétt. Á þessum fyrstu þremur mánuðum er maður hræddur um að þetta gangi ekki upp og maður missi barnið. Það er því töluverð árás að spyrja konu hvort hún sé ólétt því það kallar annað hvort á lygi eða að konan þarf að tala um eitthvað sem hún er ekki tilbúin til að deila.“ Yfirleitt var það þó bara í gríni sem hún var spurð, sérstaklega í veislum, og ákváðu Tobba og Kalli fljótt að hafa þann háttinn á að þau væru alltaf bæði með léttvínsglas í hendi en skiptust á þannig að Kalli drakk úr þeim báðum. Hann segir kómískt frá því hvað þetta gat verið flókið. „Þetta voru erfiðar veislur fyrir mig. Ég skrönglaðist út, Tobba hálfpartinn hélt mér uppi og við læddumst fyrir hornið og sóttum bílinn, því auðvitað þóttumst við ekki vera á bíl.“

Geta rifist eins og hundur og köttur

Fyrstu mánuðina var Tobbu líka mjög flökurt en hún reyndi líka að fela það eftir besta megni. „Ég er í

mjög krefjandi starfi, ég stýri markaðsdeild Skjásins og sit þar í framkvæmdastjórn, og þeir eru ófáir fundirnir þar sem ég hef hugsað um hvað myndi gerast ef ég gubbaði á fundarborðið og stundum faldi ég mig inni á klósetti í fósturstellingunni því ég gat engan veginn verið. Ég missti þrjú, fjögur kíló þarna til að byrja með en ég er búin að ná þeim kílóum aftur,“ segir hún og strýkur kúlunni sem henni finnst enn ægilega lítil. Í 20 vikna sónarnum fengu þau að vita kyn barnsins. „Þetta er stelpa. Hún er svolítill stríðnispúki þannig að það var erfitt að sjá

kynið. Þegar það kom í ljós hrópaði ég strax af gleði að við gætum klætt hana í tjullpils og allskonar fínirí,“ segir Tobba af sinni óendanlegu glaðværð. „Og Kalli sagði bara: Ó, fokk!“ Hann segist á undanförnum árum hafa reynt að tileinka sér langlundargeðið sem pabbi Tobbu hefur þróað með sér og hún skýtur inn að þar sem pabbi hennar hafi búið með fjórum konum, þar af þremur dætrum, hafi hann ósjaldan verið sendur út á Select til að kaupa dömubindi. „Þessi maður hefur þróað með sér mesta langlundargeð sem ég þekki,“ segir Kalli og brosir.

Hann benti mér á að ég væri á villigötum í lífinu og að ég yrði að kynnast honum betur.


viðtal 19

Helgin 21.-23. febrúar 2014

Sigurjónsson í Digraneskirkju er minn prestur, hann á mótorhjól og er sterkasti prestur í heimi. Ég upplifi hann sem andlegan leiðtoga, ekki af því að hann er prestur heldur af því að hann var alltaf svo jákvæður og kröftugur. Ef hann væri bara venjulegur prestur myndi ég kannski ekki leggja svona mikið upp úr þessu. Hann er til dæmis eini presturinn sem ég veit um sem neitaði að gifta fólk því hann hafði ekki trú á sambandinu. En við Kalli komumst að niðurstöðu á endanum. Hann er alinn upp af sósíalískum femínístum en foreldrar mínir og afi voru framsóknarfólk og sem unglingur var ég skráð í Framsóknarflokkinn þó ég sé óflokksbundin í dag. Ég

vann hjá Búnaðarsambandinu og var í sveit flest sumur, átti hesta og gekk um í lopapeysu og drullugum bomsum á meðan Kalli sat í bænum og talaði við foreldra sína um pólitík við eldhúsborðið.“ Kalli minnir þó á að hann tali oft um pólitík við pabba Tobbu. „Hann spyr mig alltaf annað slagi hvað sé að frétta úr borginni, svona eins og hann búi í sveit,“ segir Kalli um Kópavogsbúann Marínó en Kalli hefur síðustu fjögur ár starfað sem borgarfulltrúi Besta flokksins. Tobba sættist á að það hafi verið rætt um pólitík á þeirra heimili en hún hafi ekki tengst flokkum heldur baráttu móður hennar við yfirvaldið. „Öll systkini mín hafa á einhverjum tímapunkti átt við alvarleg veikindi að stríða.

Mamma hefur átt í pólitískri baráttu við heilbrigðisyfirvöld og hún er sérfræðingur í að koma börnunum sínum í réttar hendur. Líklega er sami baráttuhugurinn hjá báðum fjölskyldum en baráttan hefur átt sér stað á ólíkum vígstöðvum.“

Skrýtið að starfa í pólitík

Kalli er í 16. sæti á lista Bjartrar framtíðar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar og verður því ekki lengur í framlínunni. „Ég er virkilega ánægður með fólkið sem tekur við keflinu. Þarna er fólk úr Besta flokknum, einhverjir nýir og fólk sem var áður neðar á lista tekur sæti ofar. Ég er í rauninni að fara öfuga leið, er búinn að vera í framlínunni en fer síðan í bak-

landið. Ég hef enn mikinn áhuga á starfinu og málaflokkunum en mig langar að vera í annarri dagvinnu. Þessi fjögur ár voru hæfileg fyrir mig. Svo eru aðrir, eins og Björn Blöndal, sem blómstrar í þessu. Hann kann þetta, hefur gríðarlegan áhuga og hefur síðustu fjögur árin sett sig inn í öll mál með borgarstjóranum,“ segir Kalli en Björn er aðstoðarmaður borgarstjóra. „Ég get enn afsakað mig með því að segja að Jón Gnarr hafi platað mig í framboð og sagt að ég þyrfti ekki að gera neitt, og að þetta yrði ágætt flipp. Ef ég byði mig fram aftur hefði ég enga afsökun,“ segir Kalli á léttu nótunum en er þess þó fullviss að hann langar ekki að

KAKA ÁRSINS 2014

Framhald á næstu opnu

Karamellusúkkulaðiterta með anís og rauðum Ópal Tobba Marínós og Karl Sigurðsson leggja mikið upp úr því að rækta sambandið og segja að smáatriðin skipti miklu, til dæmis að reyna að taka hvort öðru fagnandi í hvert skipti sem þau hittast í lok vinnudags. Ljósmynd/Hari

Alinn upp af sósíalískum femínistum

„Í raun er mjög fyndið hvað við erum ólík og við getum rifist eins og hundur og köttur,“ segir Tobba hreinskilnislega. „Hann er til dæmis algjör heiðingi – óskírður og ófermdur – og nú þegar við erum að eignast saman barn mæta okkur ýmsar áskoranir, til að mynda þurfum við að komast að niðurstöðu um hvort það eigi að skíra barnið. Kalla finnst ekki sjálfsagt að barnið sé skírt af presti í kirkju og þó ég sé ekki mjög trúuð þá ólst ég upp við að presturinn í mínu lífi var hálfgerð stórstjarna. Séra Gunnar

ER KOMIN Í BAKARÍ UM ALLT LAND


viðtal

20

Helgin 21.-23. febrúar 2014

METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 13.02.14 - 19.02.14

1

Sannleikurinn um mál Harrys Quebert Joel Dicker

2

Kalli og Tobba eiga von á stúlkubarni í sumar og þau eiga eftir að komast að niðurstöðu um hvort barnið verður skírt en þau voru alin upp við ólíkar hefðir. Ljósmynd/Hari

Marco áhrifin Jussi Adler Olsen

3

HHhH Laurent Binet

4

Veistu hvað ég elska þig mikið ? Sam McBratney

5

5:2 Mataræðið Michael Mosley / Mimi Spencer

6

Skrifað í stjörnurnar John Green

vera atvinnustjórnmálamaður. „Ég er menntaður tölvunarfræðingur, starfaði lengi við forritun og hugbúnaðarprófanir, auk þess sem ég hef starfað við tónlist og hef víðtæka reynslu úr skemmtanabransanum,“ segir hann en nafnbót Kalla kemur til af því að hann er einn meðlima í hinum kostulega Baggalúti sem hefur gert garðinn frægan á hinum ýmsu sviðum, svo sem með tónlist og gríni. „Það er margt sem mig langar að gera og ég segi bara eins og Marta María: „Maður á aldrei að gera neitt nema það sé ógeðslega skemmtilegt.“ Hún sagði þetta við mig og ef það er ekki skemmtilegt þá er það leiðinlegt og það viljum við ekki.“ Tobba hefur líka ákveðnar skoðanir á starfi stjórnmálamannins. „Fólk virðist halda að það sé rosalega flott að starfa í pólitík. Hann hins vegar lækkaði gríðarlega í launum við að verða borgarfulltrúi því þeir eru auðvitað bara á taxta og stundum kom hann ekki heim fyrr en klukkan tíu eða ellefu á kvöldin því hann var á borgarstjórnarfundum. Þetta er skrýtið starf þar sem sífellt er verið að öskra á fólk,“ segir hún. Kalli rifjar upp eftirminnilegt atvik þegar hann og Tobba voru saman úti að borða og ókunnugur maður vindur sér upp að þeim. „Hann fór að kvarta undan því að það væri ekki búið að klippa trén í kringum húsið hans. Kjörnir fulltrúar hafa auðvitað sín takmörk. Það er gömul vinnubrögð að pólitík-

usar reddi hlutum fyrir einstaka aðila, óháð heildarstefnunni, en það er fólk sem í alvöru heldur að við gerum þetta á nýjum tímum. Það er meira að segja fólk sem trúir því ekki að Besti flokkurinn sé ekki að hygla vinum sínum í lista- og menningarlífinu, og þetta er jafnvel sama fólk og kaus okkur til að gera það ekki.“

Las Tobbu hárrétt

Það vakti mikla athygli á sínum tíma þegar Tobba og Kalli byrjuðu að draga sig saman. „Fólk sagði ýmist að ég væri of mikið flipp fyrir hann eða að hann væri of gáfaður fyrir mig,“ segir hún en ellefu ára aldursmunur vakti ekki síður athygli. Tobba var blaðamaður á Séð&Heyrt þegar hún las í blaðinu að Kalli væri eini borgarfulltrúi Besta flokksins sem væri einhleypur og einsetti hún sér að koma honum út, en hún hafði einnig starfað sem stjórnandi stefnumótaþáttarins Djúpa laugin. Þegar þau hittust fyrir tilviljun kvöld eitt á Ölstofunni ákvað hún að koma honum saman við stúlku sem hún sá þar. „Þetta var eflaust ágætis stúlka en ég hafði minni áhuga á henni og meiri áhuga á Tobbu,“ segir Kalli sem viðurkennir að hafa strax orðið skotinn í henni. „Ég sá strax að það var fjör í henni.“ Hún segir að einn af leyndum hæfileikum Kalla sé ákveðni. „Þú sérð það ekki á honum; hann er sætur og góður og heldur á börnum ókunnugra, en

hann jaðrar alveg við það að vera frekur. Ef hann ætlar sér eitthvað þá fær hann það. Hann sagðist klárlega vera maðurinn fyrir mig og að allt annað væri misskilningur. Hann benti mér á að ég væri á villigötum í lífinu og að ég yrði að kynnast honum betur.“ Kalli tekur hógvær fram að þetta hafi hann ekki sagt þetta fyrsta kvöld heldur nokkrum vikum síðar en Tobba kunni vel að meta þetta: „Það er allt of sjaldan að karlmenn eru til í að hafa fyrir hlutunum.“ Og hógvær að venju segist Kalli hafa lesið Tobbu alveg rétt: „Hún gaf mér þau skilaboð að ég þyrfti að vinna fyrir þessu og ég gerði það. Það gerist ekkert sjálfkrafa.“ Tobba segir það einkennandi fyrir samband þeirra hvað þau eru óhrædd við að viðurkenna bara að stundum gengur vel en stundum gengur illa. „Ég var þannig að ef það voru ekki rósir og súkkulaði um allt þá gekk illa en Kalli kenndi mér margt og benti mér á hvað litlu hlutirnir skipta miklu máli. Ég gleymi því aldrei, þegar við höfðum verið saman í um ár, ég kem að sækja hann og þegar hann kemur út í bíl muldra ég áhugalaus „hæ.“ Líklega var þetta erfiður dagur, en hann spurði mig bara: „Af hverju tekurðu ekki betur á móti mér? Ertu ekki glöð að sjá mig? Ég er búinn að hlakka til að sjá þig í allan dag.“ Ég fór þá að hugsa að það er ekki sjálfgefið að hittast á hverjum degi og núna er það smá „móment“

Sumarbúðir fyrir unglinga 14 til 17 ára í Tarifa á Spáni, spænska,sport og útivist 26. júní til 7.júlí. Verð með flugi 230.000 isk. Skráningarfrestur til 1. mars.

7

Óskalistinn Grégoire Delacourt

9

Mánasteinn Sjón

8

10

5:2 Mataræðið Unnur Guðrún Pálsdóttir

Iceland Small World - lítil Sigurgeir Sigurjónsson

SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT

Nánari uppl. má finna á www.alandalustarifa.com; info@alandalustarifa.com. Sími: 0034 671948150.


í hvert skipti sem við hittumst. Mér finnst það gera sambandið svo mikið betra,“ segir hún. Kalli bætir við: „Fyrstu fimm mínúturnar skipta öllu, hvort sem það er þegar fólk kemur heim eða hittist í bílnum eftir viðskilnað yfir daginn. Ef það er byrjað illa er erfitt að vinda ofan af því en ef manni tekst að byrja vel þá er auðveldara að halda góðri stemningu.“

Vissi ekki að hún væri feit

Þrátt fyrir að nokkuð sé í fæðingu barnsins hefur Tobba nóg fyrir stafni því auk þess að stýra markaðsmálum Skjásins leggur hún nú lokahönd á fjórðu bókina sína sem er væntanleg í maí. „Þetta er svona hálf sjálfsævisöguleg bók en er í raun bara safn af skemmtilegum frásögnum úr mínu lífi. Eflaust hugsa margir með sér hvað ég sé rosalega sjálfhverf og hvað ég sé nú að pæla að gefa út ævisögu svona næstum því nýfædd. Staðreyndin er hins vegar sú að veruleikinn er svo miklu steiktari en nokkur skáldskapur og ég hef oft verið spurð hvort þessar sögur séu sannar. Það eru líka sumir sem halda að ég hafi fengið allt upp í hendurnar en bókin á sannarlega erindi við ungt fólk því þarna segi ég frá ýmsu mótlæti sem ég hef orðið fyrir og hvernig ég hef unnið með það. Ég var um tíma orðin hundrað kíló en upplifði mig aldrei sem feita. Ég man eftir því að hafa einhverju sinni verið að labba heim úr skólanum og einhver kallaði á mig að ég væri ógeðslega feit, og ég var bara svo hissa. Það hafði aldrei neinn sagt það við mig áður og það hvarflaði aldrei að mér að ég væri sérstaklega feit. Mamma var orðin útlærður næringarfræðingur því hún óttaðist svo að ég yrði lögð í einelti en staðreyndin var hins vegar sú að ég var alltaf hressi krakkinn og ef aðrir sögðu eitthvað ljótt við mig þá bara barði ég þá. Einu sinni var ég send til skólastjórans út af slíku og þegar ég sagði honum að ég hefði barið strákinn því hann kallaði mig feita sagði skólastjórinn mér bara endilega að gefa honum einn á´ann. Þarna eru líka sögur af kærastamálum, starfi mínu hjá slúðurtímariti og margt sem á eftir að koma á óvart,“ segir Tobba leyndardómsfull. Kalli ætlar að ljúka kjörtímabilinu og taka þátt í kosningabaráttunni en skömmu eftir borgarstjórnarkosningarnar verður Kalli orðinn pabbi og Tobba orðin mamma. „Maður veit aldrei hvort maður verður gott foreldri. Þetta er skemmtilegt og spennandi þó ég sé líka dauðhrædd. En við erum ánægð og ætlum að gera okkar allra besta,“ segir Tobba. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

SÖLUTURN ATLANTSOLÍU

REKSTRARAÐILI

Atlantsolía leitar að sjálfstæðum rekstraraðila til að reka söluturn við bensínstöð sína að Kópavogsbraut 115. Bensínstöðin að Kópavogsbraut var sú fyrsta sem fyrirtækið tók í notkun og hefur markað sér sterkan sess á markaðssvæði sínu. Við leitum að traustum og ábyggilegum aðila. Mikill kostur væri að þekkja til reksturs sambærilegra stöðva. Umsóknir sendist á johanna@atlantsolia.is fyrir þriðjudaginn 25. febrúar.


22

viðtal

Helgin 21.-23. febrúar 2014

Þefar uppi ótrúlegustu hluti A

ntikbúð Jónasar Ragnars Halldórssonar í Hafnarfirði er sannkallaður ævintýraheimur á 302 fermetrum, hálfgert safn sem auðvelt er að gleyma sér í enda er þar margt sem gleður augað. „Við hjónin byrjuðum í þessu fyrir 25 árum síðan,“ segir Jónas. „Ég datt eiginlega inn í þetta fyrir tilviljun þegar ég sá dánarbú auglýst til sölu í Dagblaðinu og fór á stúfana. Ég labbaði þar inn eins og ég hafi aldrei gert neitt annað um ævina og gerði tilboð sem var tekið. Síðan þá hefur ekki verið aftur snúið. Jónas segir antíkbransann hafa breyst mikið á þeim aldarfjórðungi sem hann hefur fengist við fornmunasölu. „Það er svo margt skemmtilegt að gerast í þessum bransa og það hafa orðið svo miklar breytingar eftir hrun. Þetta var handónýtur bissniss fyrir hrun. Það er allt annað vermætamat núna. Fólk er hætt að einblína á hluti sem eru 100 ára og eldri. Ef hluturinn er töff hannaður og mér finnst hann vera kúl þá tek ég hann inn. Konan mín segir líka að ég sé snillingur í þessu og það er eins og ég þefi þetta upp. Það er ótrúlegt hvað finnst á Íslandi og þú veist aldrei hvað kemur næst inn í þessa búð.“ Og það er óhætt að segja að þeir munir sem Jónas þefar uppi veki athygli og forvitni. „Á laugardögum verður ekki þverfótað inni í búðinni og það eru alls ekkert allir að kaupa. Meirihlutinn er bara að skoða og skemmta sér og fá mig til að láta dæluna ganga sem er nú ekki erfitt.“ -þþ

g

rf

la

i.i

s

Fé a

llr

.h

Jónas Ragnar Halldórsson hefur ásamt eiginkonu sinni höndlað með forngripi í aldarfjórðung. Hann stendur vaktina í Antikbúðinni við Strandgötu á milli þess sem hann aðstoðar fólk við að verðmeta dánarbú og kaupir alls kyns furðuhluti sem verða á vegi hans. Fréttatíminn leit við hjá Jónasi sem dró fram ýmsa hluti sem meðal annars hafa komið úr dánarbúum.

a

hu

nde

w igenda •

w

w

Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands 22.-23. febrúar 2014 Klettagörðum 6, 104 Reykavík

802 hundar - 86 tegundir - 28 ungir sýnendur - 6 erlendir dómarar Meðal viðburða F

él

Fallegustu hundar sýningar valdir da aVirðulegir láta ljóswsitt skína nöldungar g al ige w lra h u n d e

w. h r f i . i s

Sölu- og kynningabásar með ýmis sértilboð Hvolpar setja skemmtilegan svip á sýninguna

Sýningin stendur frá kl. 9-17 laugardag og sunnudag Keppni ungra sýnenda fer fram á föstudaginn 21. febrúar kl.19:00 Fullorðnir 700 kr. Börn yngri en 12 ára og í fylgd með fullorðnum frá frítt inn, annars 400 kr.

Nánar á www.hrfi.is


viðtal 23

Helgin 21.-23. febrúar 2014

Vélmenni

Þetta vélmenni frá 1960 gengur og blikkar ljósum og vekur mikla athygli búðargesta.

Skjaldbökuskel Jónas rak upp stór augu þegar hann fann þessa skjaldbökuskel frá Brasilíu í dánarbúi.

Herskyrtan úr Kóreustríðinu „Ég fann tvær svona skyrtur í dánarbúi fyrir 20 árum. Önnur fór upp á Árbæjarsafn og hin er hér í búðinni en ég tími ekki að selja hana og er með hana hér bara til þess að skemmta fólki. Þetta er skyrta af eina Íslendingnum sem barðist í Kóreustríðinu, svo vitað sé. Hún er merkt Ray Björnsson en hann hét að vísu Reynir Björnsson.“

Fyrir eftirlætis

300 ára bjórflaska

„Þessi bjórflaska fannst í skútu sem sökk í Ísafjarðardjúpi. Hún er í það minnsta 300 ára en það sést á því að hún er það sem kallað er þriggja laga flaska. Í þá daga var ekki hægt að steypa flöskur í heilu. Glasið var steypt og svo hvor hliðin uppi. Flaskan fannst fyrir nokkrum árum, svona 300 ára gömul samkvæmt því hvenær flöskur urðu svo heilar.“

manneskjuna í þínu lífi Glæný og ljúffeng konudagsostakaka bíður þín í næstu verslun

Myndasögur Jónas segir að nýir flokkar séu alltaf að bætast við og nefnir sérstaklega myndasögur, vínýl-plötur, hljómflutningstæki og filmumyndavélar. „Teiknimyndabækur, Svalur og Valur og þetta allt eru mjög vinsælar. Ég lenti á konu sem var að fara að fleygja þessu fyrir jól og hún fékk fleiri þúsundir fyrir bunkann. Ég hef ekki undan að skaffa þetta. Ég nennti ekki að bera plöturnar út úr búslóðunum en nú er þetta eftirsóttast.“

Jónas hefur rekist á nokkuð af sverðum í íslenskum dánarbúum þar á meðal þetta. „Þetta sverð er frá Chile og er gert úr tönnum sverðfiska sem synda við strendur SuðurAmeríku. Þessir sverðfiskar eru hraðskreiðustu fiskar í heimi og synda á allt að 120 kílómetra hraða.“

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - 1 2 - 0 2 4 6

Sverðfiskasverð


R U G N I L K Ú J K N LÍFRÆN

LÍFRÆNI KJÚKLINGA FRAMLEIÐANDINN ROSE FYLGIR STRÖNGUM REGLUM UM LÍFRÆNAN BÚSKAP. KJÚKLINGURINN FÆR ÓHEFTAN AÐGANG AÐ ÚTIVERU, LÍFRÆNU FÓÐRI OG VATNI.

KJÚKLINGUR, LÍFRÆNN DANSKUR 1,2 KG

2.299 kr/stk Verð áður 2.699

Sjá nánar um framleiðslu og reglur: http://www.rosepoultry.com/Ecology.asp

M U N IÐ KO N U D A G IN N !

TILBOÐ

TILBOÐ

499kr/pk verð áður 699

399kr/pk verð áður 579

Gildir til 23. febrúar á meðan birgðir endast.

Jarðarber 250 gr.

Konudagskaka

Gómsæt súkkulaðikaka með rifsberjasultu og mintukremi.

N D U R IN N KO N U D A G S V Ö P! FÆ S T Í H A G K AU

Goodfella´s Pizzur - fljótlegt og þægilegt

TILBOÐ Suðrænn shake

1 Dós Tropical, 400 g. 1 avacado stórt (eða 2 litil) 1 glas klakar

20%

afsláttur á kassa

Þessu blandað saman í blandara og tilbúið til drykkjar.

Natures Finest Ávaxtasalat

Ávextir í hreinum ávaxtasafa. Engin aukefni.

BEN&JERRY ´ S Í MIKLU ÚRVALI

Lock & Lock

Plastílát án BPA og glerílát með plastloki.


ALVÖRU HELGARSTEIK

TILBOÐ

35%

afsláttur á kassa

LAMBAINNRALÆRI

3.248 kr/kg Verð áður 4.997

ÓMÓTSTÆÐILEGT LAMBAINNRALÆRI FYLLT MEÐ DÖÐLUM OG PISTASÍUHNETUM fyrir 4 800 g lambainnralæri 20 g döðlur, saxaðar 20 g pistasíukjarnar, grófsaxaðir 2 msk austurlensk kryddblanda

2 msk hunang 1 msk sítrónusafi 1 tsk rifinn sítrónubörkur salt og nýmalaður pipar

Hitið ofninn í 200°C. Skerið rauf í lambainnralærið og kryddið með salti og pipar. Fyllið með döðlum og pistasíuhnetum. Blandið kryddblöndunni saman við hunangið, sítrónusafann og börkinn og makið á kjötið. Leggið kjötið í ofnskúffu og bakið í 35-40 mínútur.

KINDALUNDIR

KINDAFILE

2.999 kr/kg

2.999 kr/kg

verð áður 4.498

GRÆNT OG VÆNT COUS COUS 2 msk sítrónusafi 300 g cous cous 20 g ferskt kóríander, saxað 500 ml kjúklingasoð 20 g fersk minta, söxuð eða 500 ml vatn og 1 kjúklingakraftsteningur salt og nýmalaður pipar 2 msk ólífuolía

GRÍSALUNDIR FROSNAR

1.499 kr/kg

verð áður 4.498

verð áður 1.999

TILBOÐ

30%

afsláttur á kassa

HÁLFLÆRI JURTAKRYDDAÐ

NAUTALUNDIR INNFLUTTAR

verð áður 2.399

verð áður 3.999

1.679 kr/kg

3.799 kr/kg

RICETTE D‘AUTORE PASTAÐ Á FERSKASTA FLUGI FRÁ ÍSLANDI MEÐ TOSCANA!

FERSKT ÍTALSKT GÆÐAPASTA MEÐ FYLLINGU


26

úttekt

Helgin 21.-23. febrúar 2014

Fótboltafólk í syngjandi sókn Gréta Mjöll Samúelsdóttir gerði mikla lukku í Söngvakeppninni þar sem hún flutti lagið Eftir eitt lag. Söngkonan á glæstan knattspyrnuferil að baki og fyllir þannig vaskan flokk íslenskra söngvara sem hafa einnig sýnt mikla fótafimi á sparkvellinum. Hinir fornfrægu kappar Hemmi Gunn og Rúni Júl voru ákveðnir brautryðjendur í söngdeild knattspyrnufólks en enginn skortur er á ungum stjörnum sem hitta í mark á báðum þessum sviðum.

Greta Mjöll Samúelsdóttir Greta Mjöll lagði takkaskóna á hilluna í fyrra eftir glæstan feril og kvaddi sportið á Facebook með þessum orðum: „ Ég hef ákveðið að nú sé fótboltaferli mínum lokið. Fótboltanum hef ég mikið að þakka og hann hefur gefið mér óskaplega margt. Óteljandi dásamlegar minningar, ferðalög útum allan heim, menntun sem mun alltaf nýtast mér, heilmikinn lærdóm á lífið og svo auðvitað besta af öllu, vini fyrir lífstíð.“ Greta Mjöll spilaði alla sína tíð með Breiðabliki og lét til sín taka í 129 leikjum í grænu treyjunni og skoraði 70 mörk. Þá á hún að baki 28 landsleiki þar sem hún skoraði þrjú mörk. Greta Mjöll myndar dúettinn SamSam ásamt systur sinni, Hófí sem einnig hefur einnig getið sér gott orð í boltanum. Greta Mjöll söng á sínum tíma lagið Ó María í Söngkeppni framhaldsskólanna og hafnaði í öðru sæti. Greta Mjöll keppti í Söngvakeppninni og komst áfram í úrslit með lagið Eftir eitt lag eftir Ástu Björgu Björgvinsdóttur og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. „Greta er með mjög fallega og sérstaka rödd sem við heyrðum einhvern veginn alltaf á meðan við vorum að semja lagið,“ sagði Bergrún í samtali við Fréttatímann fyrir keppnina.

Guðmundur Reynir KR-ingnum knáa Guðmundi Reyni Gunnarssyni er margt til lista lagt. Hann leikur með Íslandsmeisturum KR í knattspyrnu, útskrifaðist í febrúar með meðaleinkunina 9,55, hæstu einkunn sem gefin hefur verið í hagfræðideild Háskóla Íslands. Hann var fimmtán ára gamall þegar hann lauk sjöunda stigi í klassískum píanóleik og sendi frá sér sólóplötu 2010.

Glæsilegu konur! Lyf & heilsa fagnar ykkur á konudaginn með 25% afslætti á snyrtivörum alla helgina.

2 5%

PIPAR \ TBWA • SÍA • 140517

afslá tt ur af öllum sn yr ti vörum 2 0.– 2 3. feb rúar

www.lyfogheilsa.is

Ingó veðurguð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, lék með Selfossi við góðar orðstír en er kominn til Hamars í Hveragerði. Hann er þó sjálfsagt þekktari sem söngvari en knattspyrnumaður enda hefur hann verið ein skærasta poppstjarna landsins á síðustu árum. Allt frá því hann sló í gegn með laginu Bahama sumarið 2008.


úttekt 27

Helgin 21.-23. febrúar 2014

Hemmi Gunn Hermann Gunnarsson var öflugur bæði í hand- og fótbolta. Mikil hetja í liði Vals og öflugur landsliðsmaður. Hann og Rúni Júl náðu saman, bæði í boltanum og tónlistinni, eða eins og Hemmi orðaði það: „Við Rúnar vorum andstæðingar inni á vellinum en samherjar á skemmtistöðum.“ Þessir boltakappar sungu meðal annars saman inn á barnaplötur en Hemmi kom víða við í tónlistinni, var í Sumargleðinni og þeir eru ófáir sígildu slagararnir sem hann söng á sinn einstaka hátt.

Rúni Júl Rúnar Júlíusson, sjálfur herra Rokk, gekk til liðs við Hljóma átján ára gamall. Sveitin varð sú langvinsælasta á landinu á bítlatímanum og Rúni fór hamförum á sviðinu. Þegar tónlsitarferill hans hófst var knattspyrnuferill hans í blóma. Hann spilaði með Keflavíkurliðinu og var í fyrsta Íslandsmeistaraliði Keflavíkur árið 1964 þá aðeins 19 ára gamall. Hann skoraði jöfnunarmarkið fyrir Keflavík gegn KR í lokaleiknum fyrir framan 5000 áhorfendur í Njarðvík og tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn með því marki. Þá lék hann með landsliðinu og var óumdeildur mestur töffari á Íslandi, í vinsælustu hljómsveitinni, kvæntur Maríu Baldursdóttur, fegurðardrottningu Íslands – og í landsliðinu. Ferill Rúnars í tónlistinni var enn glæsilegri. Hann var í Hljómum þar til hann stofnaði Trúbrot og var síðar í Lónlí blú bojs. Hann stofnaði Áhöfnina á Halastjörnunni með Gylfa Ægissyni 1980 og GCD ásamt Bubba Morthens 1991.

Pekanpæ

Sörur

Rósamúffa með súkkulaði

Bailey’s terta

Jón Jónsson Hafnfirðingurinn Jón Ragnar Jónsson hefur spilað knattspyrnu með hinu vaska FH-liði en hefur þó mun meira látið á sér bera í tónlistinni þar sem hann er í stórsókn. Hann hefur farið hamförum á íslenskum vinsældalistum með lögum sínum og landaði samningi við Epic Records eftir að hafa heillað L.A. Reid sem þar ræður ríkjum. Jón hefur tekið velgengninni með sinni stóísku ró og á örugglega eftir að fljúga hátt með byrinn frá Reid undir báðum vængjum.

Sætabolla með passion-rjóma og kókos

Kaka ársins

Rósaterta

Steinbökuð morgunverðarbrauð

Broskallar

Konudagur að hætti Jóa Fel Fullt af kökum og kruðeríi til að gleðja elskuna sína. Verið hjartanlega velkomin.

Holtagarðar & Smáralind & Kringlan & Garðabær & Hringbraut


28

viðtal

Helgin 21.-23. febrúar 2014

Íslendingar eru mestu umhverfissóðar í heimi Kristín Vala Ragnarsdóttir hafði rannsakað jarðvísindi til fjölda ára en vaknaði upp við vondan draum þegar hún kynntist umræðu um ósjálfbæran lífsmáta jarðarbúa. Hún ákvað að breyta um stefnu og snúa sér alfarið að rannsóknum á þáttum sem geta gert samfélög sjálfbær. Það hefur hún gert að ævistarfi sínu og hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir. Kristín Vala hefur auk þess vakið athygli fyrir þá skoðun sína að árangur þjóða eigi að mælast í öðru en vergri landsframleiðslu þar sem sú stefna hafi leitt til eyðileggingar náttúrunnar og misskiptingar auðs milli stétta og þjóða. Hún, ásamt öðrum, mælir með því að miðað verði við velferð, vellíðan og hamingju í stað auðs.

ar. Svo eru það lífrænu bakararnir okkar og lífrænu búðirnar og matsölustaðirnir. Hér er hópur fólks sem keyrir ekki bíl (Samtök um bíllausan lífsstíl). Ég þekki hins vegar einungis eina konu sem er kollegi minn í háskólanum sem hefur sjálfbæran lífsstíl, á ekki bíl, fer ekki til útlanda í frí, labbar með allt rusl í sorpu og kaupir öll föt í „second hand“ búðum. Svo eru hér ný samtök sem eru að skipuleggja námskeið í „permaculture“ eða vistmenningu, sem hjálpar fólki að byggja upp sjálfbæran lífsstíl. Sólheimar eru elsta vistþorp í Evrópu og mjög þekkt fyrir sína vinnu langt út fyrir landsteinana. Við eigum sterk útivistar- og náttúrusamtök og hér eru að spretta upp aðilar sem vinna að því að styrkja sjálfsmeðvitund fólks, t.d. með jógaiðkun, hugleiðslu og núvitund.

K

ristín Vala Ragnarsdóttir er prófessor við Jarðvísindastofnun og Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun. Hún var forseti verkfræði-og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands frá 2008 til 2012, en lauk námi í jarðfræði við Háskóla Íslands árið 1979 og doktorsprófi frá Northwestern University í Bandaríkjunum árið 1984. Kristín Vala hefur unnið við rannsóknir í Bandaríkjunum, Frakklandi og Bretlandi og er vísindalegur ráðgjafi eða stjórnarmeðlimur ýmissa sjálfbærni tengdra samtaka, t.d. Schumacher Institute, The Ecological Sequestration Trust, TreeSisters, Initiative for Equality, Alliance for Sustainability and Prosperity og Framtíðarlandsins. Kristín Vala hlaut viðurkenningu alþjóðlegrar hugveitu sem nefnist Balaton-hópurinn árið 2013 fyrir vinnu í þágu sjálfbærni og er nú varastjórnarformaður hennar.

Hvernig kviknaði áhugi þinn á sjálfbærni?

„Ég hitti Richard St George, forstjóra Schumacher Society í Bretlandi í afmæli í Bristol árið 2000. Schumacher Society hefur rannsakað sjálfbærni í 30 ár. Ég komst að því að við vorum bæði að vinna að umhverfismálum, en ég var að vinna rannsóknir á umhverfismengun á nanóskala en hann var að vinna að umhverfismálum

Eru til algjörlega sjálfbær samfélög? Kristín Vala Ragnarsdóttir segir það fyrst og fremst vera fjölskylduna, vini og samfélagstengsl sem geri okkur hamingjusöm.

á skala jarðarinnar okkar. Þegar ég gerði mér grein fyrir ósjálfbærni lífsmáta okkar á jörðinni varð ég fyrir miklu áfalli og starði á tölvuskjáinn minn í heilt sumar og vissi ekki hvað ég ætti að gera. Síðan ákvað ég að breyta um stefnu, fara á ráðstefnur sem tengjast sjálfbærni og læra. Ég hef nú lesið hundruð bóka og greina og öll mín vinna tengist núna þessu nýja fagi í rannsóknum og kennslu auk þess sem ég sit í stjórnum ýmissa samtaka sem tengjast þessum efnum.“

Er það rétt að Íslendingar séu einir mestu umhverfissóðar í heimi?

Þegar ég gerði mér grein fyrir ósjálfbærni lífsmáta okkar á jörðinni varð ég fyrir miklu áfalli og starði á tölvuskjáinn minn í heilt sumar og vissi ekki hvað ég ætti að gera.

Heimilistæki

„Já, við erum mestu umhverfissóðar í heimi. Rannsóknir sýna að ef allir lifðu eins og Íslendingar þá þyrftum við 10 jarðir. Til samanburðar þurfa Bandaríkjamenn fimm jarðir og Evrópusambandið þrjár. Þetta er vitanlega mjög ósjálfbært. Ég myndi segja að Íslendingar séu bæði umhverfissóðar og auðlindasóðar. Við erum með stærsta vistspor í heimi vegna mikillar neyslu, en samt finnst þjóðarsálinni að við séum mjög umhverfisvæn vegna þess að við eigum og nýtum endurnýjanlega orku.“

Hvað eru vistspor?

„Vistspor, eða fótspor, er reiknað út frá því að skoða hve mikið land þjóðfélagsþegnar landa þurfa til að veita þeim allt sem þeir borða og neyta og hver mikið land þarf til þess að taka upp allan úrganginn, þar með talið útblástur. Eins og er lifa 7.2 milljarðar jarðarbúa eins og við ættum eina og hálfa jörð. Þetta þýðir að við erum að eyða upp náttúruauðlindum og vistkerfum hraðar en þau endurnýja sig. Vistsporið er því neikvætt. Handspor eru skref sem þú getur tekið til að minnka fótsporið. Handsporið stækkar því og stækkar eftir því sem þú breytir um lífsstíl meira og meira og þú getur líka reiknað til þín ef þér tekst að fá vini og kunningja til að minnka sitt fótspor. Handsporið er því jákvætt.“

Hver á réttinn til náttúruauðlinda?

„Þjóðfélagsþegnar eiga náttúruauðlindir. Þess vegna eiga þeir sem nýta náttúruauðlindirnar að borga fyrir það stóran hluta af arðinum í þjóðarsjóð. Norðmenn hafa gert þetta mjög vel og þeir sem nýta olíuna borga 72% af virði olíunnar í sjóð fyrir komandi kynslóðir. Arður okkar af orkunni er nú einungis 3% fyrir Landsvirkjun, og ráðamenn vilja virkja meira og byggja meira af stóriðju. Hvernig getum við Íslendingar verið svona vitlausir? Útgerðarmennirnir borga nær ekkert til ríkisins fyrir að fiska fiskinn úr sjónum sem við eigum sameiginlega, en greiða arðinn í eigin vasa. Við gætum lært margt af Norðmönnum.

Erum við að gera eitthvað rétt á Íslandi?

fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420

Það er alltaf hægt að sjá jákvæða hlið á öllu. Við eigum nokkrar hetjur. Það eru til dæmis lífrænu bændurnir og lífrænu gróðurhúsaræktendurnir okk-

Nú eru í gangi tilraunir út um allan heim í að byggja upp vistþorp og vistbæjarhluta. Senegal í Afríku vinnur nú að því að breyta 14,000 þorpum í vistþorp án þess að fara í gegnum ósjálfbæru vitleysuna sem við erum í á Vesturlöndum. Einnig eru samtökin Transition Towns eða umskiptabæir, mjög sterk með yfir 1000 hópa út um allan heim sem eru að búa sig undir lífið eftir að olían er búin og heimssamfélagið breytist í grenndarsamfélög.

Eigum við einhvern tímann eftir að mæla árangur þjóða í öðru en veraldlegum auði?

Rannsóknir sýna að veraldlegur auður gerir fólk ekki hamingjusamt. Það er fyrst og fremst fjölskylda, vinir og samfélagstengsl sem gera það. Í Bútan hefur verið mælt það sem þeir kalla verga hamingju og stuðlarnir sem þeir nota eru byggðir á spurningalista sem er sendur út til þjóðfélagsþegna. Árið 2013 var mér og 60 öðrum boðið af kónginum og þáverandi forsætisráðherra Bútan til landsins til að ræða um hvort þessi hamingjustuðull ætti að koma inn á nýja þróunarstefnu SÞ frá 2015-2030 og hvernig unnt væri að þróa slíka stuðla fyrir alla þróun í heiminum. Þessi vinna er enn í gangi.

Hvert er mikilvægasta verkefni okkar núna?

Til að byggja upp sjálfbær samfélög þar sem vellíðan þjóðfélagsþegna er góð þarf að hlúa að og græða upp náttúruna, skipuleggja og hlúa að nýsköpun sem veitir umhverfisvæn störf og vinna að því að misskiping auðs minnki, en nú eru allt of hátt bil milli lægstu og hæstu launa. Fyrirtæki sem lífeyrissjóðirnir okkar fjárfesta í hafa launahlutfall allt að 40:1. Hagkerfið þarf að vera fyrir fólkið og það er best gert með því að reka margvísleg smá og meðalstór fyrirtæki sem starfsmenn eiga saman. Þegar ójöfnuðurinn er mikill eru vandamál innan þjóðfélaga miklu meiri, bæði fyrir þá fátæku og þá ríku.

Hvað getum við sem einstaklingar gert betur hér á Íslandi?

Hvar á ég að byrja? Við getum verið betri í að keyra minna og taka strætó. Við þurfum að henda minna af mat. Við getum verið meira á Íslandi í fríum. Við þurfum að hlúa að og styrkja lífræna bændur. Við getum hætt að nota plastpoka, getum sett á stofn umbreytingarbæi og gildisbanka. Að mínu mati geta allir horft í eigin barm og stækkað sitt handspor. En við þurfum miklu meira til þess að byggja upp grænt hagkerfi þar sem virði náttúrunnar er tekið inn í hagkerfið. Við þurfum að vinna að því að hlúa að og vernda náttúruna, minnka útblástur, byggja upp sjálfbært hagkerfi, og réttlátt samfélag þar sem fólki líður vel. Þetta er átaksverkefni sem við þurfum öll að vinna að saman. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


ÍSLENSKUR

GÓÐOSTUR – GÓÐUR Á BRAUÐ –


30

viðhorf

Helgin 21.-23. febrúar 2014

Elskuð, dáð og eftirsótt

NEW THINKING. NEW POSSIBILITIES.

HYUNDAI NOTAÐIR

F

HELGARPISTILL

Gott rval notaðra b la staðnum. Komdu heims kn eða skoðaðu heimas ðuna; www.hyundai.is / notaðir b lar.

ALLT AÐ 80% FJ RM GNUN

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Nr. 120306

VERÐ 2.550 þús.

HYUNDAI SANTA FE II CRDI Nýskr 06/2006, ekinn 101 þús. dísil, sjálfskiptur

Nr. 281081

Nr. 310046

TOYOTA AVENSIS S/D SOL

HYUNDAI TUCSON 4x4

Nýskr 04/2009, ekinn 105 þús. bensín, beinskiptur

Nýskr 06/2006, ekinn 136 þús. bensín, sjálfskiptur

VERÐ:

VERÐ:

1.990.000 kr.

1.390.000 kr. Nr. 130761

Nr. 120286

LEXUS GS300

BMW 320i

Nýskr 02/2008, ekinn 62 þús. bensín, sjálfskiptur

Nýskr 02/2006, ekinn 145 þús. bensín, sjálfskiptur

VERÐ:

VERÐ:

1.990.000 kr. Nr. 130785

Nr. 120355

NISSAN MICRA VISIA

TOYOTA LAND CRUISER 120 GX

Nýskr 06/2012, ekinn 45 þús. bensín, sjálfskiptur

Nýskr 06/2006, ekinn 147 þús. dísil, sjálfskiptur

VERÐ:

VERÐ:

1.990.000 kr.

4.190.000 kr.

HYUNDAI

Kaupt ni 1

S mi 575 1200

Teikning/Hari

3.980.000 kr.

Foreldrar skipta vitaskuld mestu máli í lífi afkvæma sinna en ekki má vanmeta hlutverk ömmunnar. Hún heldur utan um sitt fólk og er til staðar þegar á þarf að halda, elskuð, dáð og eftirsótt vegna þeirra strauma sem hún gefur frá sér – og afinn fær mola sem af gnægtaborði hennar falla í umgengni við smáfólkið. Hlýja ömmunnar hefur reyndar verið vegsömuð í gegnum tíðina – mjög að verðleikum – en hlutverk hennar breytist eins og annarra. Ömmur nútímans eru í fullri vinnu utan heimilis en þær eru engu að síður fyrsti kostur foreldra ef aðstoðar er þörf, hvort heldur er að sækja barn á leikskóla, sitja yfir því veiku, gæta að kvöldi eða taka í nætur- eða helgargistingu. Dásemdin er hins vegar sú að það þarf ekki sérstakt tilefni til samvistanna. Svo ég tali aðeins út frá reynslu okkar hjóna, en við eigum átta barnabörn á aldrinum eins til ellefu ára, sækja þau í samvistirnar við ömmuna vegna þess að hún er gefandi í samskiptum, les fyrir þau og syngur, bakar, föndrar og heldur kósíkvöld. Ógleymdar eru fjöruferðir til að skoða kuðunga og skeljar og labbitúrar að andapollinum svo fuglarnir fái sitt. Afinn fylgir með í pakkanum, aðstoðar eftir þörfum og gætir þess að eiga nóg af teikniblöðum og vatnsliti í skúffu. Hann er enn fremur sendur í bakaríið ef splæsa skal snúðum á hópinn og hefur jafnframt það hlutverk að búa til kakó. Eftirsóknarverðast er þó að fara með ömmu og afa í sveitina – og amman er spurð hvort það megi. Það mátti um liðna helgi. Þá hélt helmingur barnabarnanna okkur félagsskap – og sá um að halda okkur ungum frá föstudegi til sunnudags – tvö systkinapör, fjögurra ára gutti og sjö ára stóra systir annars vegar og þriggja ára gutti og níu ára stóra systir hins vegar. Strákarnir sofnuðu á leiðinni, bundnir í sína barnastóla. Við öðru var ekki að búast. Við höfum áratuga reynslu af því að bera sofandi börn úr bílum. Drengirnir sváfu áfram eftir að inn var komið – en það þýddi óhjákvæmilega að þeir vöknuðu snemma á laugardagsmorgninum. Dugðu þá ekki fortölur syfjaðra. Það var kominn dagur að mati sveinanna. Við vissum raunar hvað okkar beið og treystum á að barnaefnið í sjónvarpinu kæmi sterkt inn, jafnvel þótt aðeins sé ein rás í sveitinni. Ungir menn þurfa engu að síður lágmarksþjónustu meðan á teiknimyndaglápi stendur, morgunmat og eitthvað að drekka. Minna þurfti fyrir stelpunum að hafa. Þær eru blessunarlega komnar á þann aldur að sofa lengur á morgnana og sá dásamlegi eiginleiki á bara eftir að batna eftir því sem nær dregur unglingsárum, að minnsta kosti að mati ömmu og afa sem síður þurfa að hafa áhyggjur af þessum svefnvenjum á virkum dögum þegar

foreldrar verða að vekja liðið í skólann. Það breytir ekki því að við höfðum í nógu að snúast báða helgardagana, með fjögur börn á aldrinum þriggja til níu ára. Það vildi til að veðrið var eins gott og það verður í febrúar, sól og svolítið frost. Þegar barnatímanum lauk var ekki annað að gera en dúða ungviðið, klæða það í galla og finna til húfur og vettlinga. Sumartólin voru tekin í gagnið þótt svolítið hart væri að lenda á klaka neðan við rennibrautina. Trampólínið var óspart notað en kallaði á deildaskiptingu. Það fara ekki saman hopp þriggja og fjögurra ára annars vegar og sjö og níu ára hins vegar. Guttarnir skutust stjórnlaust til og frá undan heljarstökkum meyjanna og urðu að fá að spreyta sig einir. Ella var hætta á skrokkskjóðum. Þau rúmuðust hins vegar öll í heita pottinum og skutu bæði ömmu og afa miskunnarlaust með vatnsbyssum og öðrum tiltækum vopnum. Ég leyfði mér þann munað, þrátt fyrir að vera afi í ábyrgðarhlutverki, að verðlauna mig með einum köldum meðan ég grillaði laugardagsmatinn. Minna mátti það eiginlega ekki vera, enda kallinn með lafandi tungu eftir hopp og hí ungdómsins. Amman hefði svo sem getað fengið sér annan, svona til að róa taugarnar, en lét það vera. Bæði vissum við af rauðvínsflösku sem við áttum í handraðanum en þegar til kom gafst varla tími til að bragða á þeim eðalveigum. Það var kannski eins gott því ballið byrjaði fyrir alvöru aðfararnótt sunnudagsins. Þá vorum við minnt á það sem fylgir umsjón smábarna. Þau fá nefnilega gubbupest, einhvern veginn upp úr þurru. Það henti einmitt yngsta barnið í hópnum. Þá reyndi svolítið á afann – en meira á ömmuna sem tók ástandinu með stöku jafnaðargeði. Litli drengurinn, sem svaf við hlið stóru systur í tvíbreiðu rúmi, gubbaði sem sagt yfir koddann sinn, lakið og sængina. Amman tók sveininn til sín, huggaði hann, klæddi í ný náttföt og fjarlægði lak, kodda- og sængurver. Afinn fékk það hlutverk að koma upp barnarúmi sem við gátum haft hjá okkur. Þegar það var klárt með nýju laki, koddaog sængurveri vonuðumst við til þess að drengurinn sofnaði. Hann hafði hins vegar varla lagt höfuðið á hreina koddaverið er hann gubbaði á ný – yfir koddann, sængina og lakið. Amman kippti sér ekkert upp við þetta – öllu vön – huggaði á ný og fann aftur til hreint á barnarúmið. Hún stóð jafnframt klár á næstu gubbusyrpum uns drengurinn sofnaði og svaf til morguns. Þá vaknaði hann stálsleginn – sem er meðal undra bernskunnar – þótt amma og afi væru svolítið teygð. Hann var þegar við heimkomu, rétt eins og hin, til í næstu ferð í sveitina. Amma er nefnilega svo góð – og afi svo sem sæmilegur líka.


Íslensk matvæli kjúklingabringur

2198 2469

25

Aðeins

íslenskt

10

kjöt

í kjötborði

% afsláttur

ira m me

eru

Við g

g llas o ú g a Kind asnitsel kind

fyrir

8 9 0 1

kr./kg

kr./kg

% afsláttur Kindalundir og kindafille

þig

2249

g kr./k

kr./kg

2998 kr./kg

g

kr./k 8 9 4 1

Aðeins

íslenskt kjöt

Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

í kjötborði

26

Ungnautahamborgari, 200 g

Bestir í kjöti

afsláttu% r

369 385

kr./stk.

kr./stk.

Helgartilboð! 19 15

15

% afsláttur

MS þykkmjólk með karamellu, 500 ml

235 275

kr./stk.

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

kr./stk.

13

11

MS léttur smurostur með papriku, 250 g

379 428

kr./pk.

kr./pk.

26

Gæðabrauð, heilkorna rúgbrauð

Muscovado vínarbrauð

329 379

kr./pk.

kr./pk.

% afsláttur

169 228

% afsláttur Rauð vínber

799 949

kr./kg

kr./kg

% afsláttur

kr./stk.

kr./stk.

% afsláttur

% afsláttur

15

% afsláttur

Maarud flögur m/papriku, 250 g

508 598

kr./pk.

kr./pk.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Þykkvabæjar kartöflugratín með sveppaostasósu, 600 g

499 615

kr./pk.

kr./pk.

13

% afsláttur Pepsi Max 2 lítrar

229 265

kr./stk.

kr./stk.


FJÓRIR FJÖRUGIR

BARNADAGAR Fiskispil

Hver veiðir flesta fiskana? Skemmtilegt spil fyrir alla fjölskylduna. Verð kr. 2.499

Vaxlitir

12 stk í kassa Að verðmæti 399 kr fylgja hverri keyptri litabók.

Málað á striga,

Dóra 25x25, litir og pensill fylgja. Vildarverð kr. 979

30% vildarafsláttur

Fullt verð kr. 1.399

Púsl 100 Emil í Kattholti

Vildarverð kr. 3.999

Fullt verð kr. 4.999

af öllum límmiðum.

Myndaspil Lína Langsokkur

Myndaspil Emil í Kattholti

Púsl Lína Langsokkur 54

Fullt verð kr. 3.499

Fullt verð kr. 3.499

Fullt verð kr. 3.999

Vildarverð kr. 2.799

Vildarverð kr. 2.799

SKRÁÐU ÞIG NÚNA! FÁÐU VILDARTILBOÐIN BEINT TIL ÞÍN!

Vildarverð kr. 3.199

Púsl 100 Lína Langsokkur Vildarverð kr. 3.999

Fullt verð kr. 4.999

Austurstræti 18 Skólavörðustíg 11 Kringlunni Álfabakka 14b, Mjódd


% 0 2

VILDARAFSLÁTTUR AF ÖLLUM BARNABÓKUM

Smáralind

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Strandgötu 31, Hafnarfirði

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Faxastíg 36

Akranesi - Dalbraut 1

Penninn - Hallarmúla 4

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl. Gildistími barnadaga er frá 20.febrúar til og með 23. febrúar eða á meðan birgðir endast.


áltíð fyrir

34

matur & vín

Helgin 21.-23. febrúar 2014

 vín vikunnar

Klassík á konudegi Konudagurinn er á sunnudaginn. Hann hefur sumpartinn átt undir högg að sækja því mörgum finnst þetta fyrirbæri orðið hálf gamaldags. Við viljum hins vegar halda gömlu hefðunum í heiðri og gera það á eins skemmtilegan hátt og hægt er. Rósavín hefur ekki átt mikið upp á pallborðið hjá okkur Íslendingum sem er synd því gott rósavín getur verið hreint afbragð. Því miður hefur úrval af þessari ágætu vöru ekki verið upp á marga fiska hér á landi. Mateus á vel við á konudeginum því það hefur fylgt þjóðinni lengi og var jafnan að finna í vínskáp allra góðra kvenna. Þetta er vínið sem mömmur og ömmur dreyptu á í sumarbústaðaferðunum. Mateus er í gamaldags flösku en drykkurinn sjálfur hefur breyst frá því sem áður var, nú er hann orðinn ljósari. Mateus tilheyrir léttari tegund rósavína. Áfengisprósentan er lág sem tengist oft því að vínin séu sæt. Hins vegar er Mateus ekkert sérstaklega sætt en það er hins vegar ávaxtaríkt með sætum og léttum keim. Það freyðir pínulítið sem gerir það mjög frískandi. Mateus Gerð: Rósavín. Þrúgur: Baga, Rufete o.fl.

4

Uppruni: Portúgal.

Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson

Styrkleiki: 10%

ritstjorn@frettatiminn.is

Fréttatíminn mælir með

Verð í Vínbúðunum: 1.499 kr. (750 ml)

+

1 flaska af 2L

Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Verð aðeins Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero

1990,-

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

www.fi.is

. . . n n i g i þ u ð á Skr t ú g i þ u ð f í ...dr

Era Montepulciano d'Abruzzo

Delicato Chardonnay

Chateau Michelle Riesling

Gerð: Rauðvín.

Gerð: Hvítvín.

Gerð: Hvítvín.

Þrúga: Montepul-

Þrúga: Chardonnay.

Þrúga: Riesling.

ciano.

Uppruni: Bandaríkin,

Uppruni: Bandaríkin,

Uppruni: Ítalía, 2011.

2011.

2011.

Styrkleiki: 12,5%

Styrkleiki: 13%

Styrkleiki: 11%

Verð í Vínbúðunum:

Verð í Vínbúðunum:

Verð í Vínbúðunum:

1.899 kr. (750 ml)

1.999 kr. (750 ml)

2.497 kr. (750 ml)

Umsögn: Virkilega

Umsögn: Delicato er

spennandi Montepulciano-vín frá Ítalíu og lífrænt ræktað í þokkabót. Verðið er gott, bragðið er gott og vínið hentar vel með bragðmiklum pastaréttum. Ekki síst kröftugri sósu, jafnvel bragðbættri með ansjósum.

magnframleiðandi frá Kaliforníu sem stendur alltaf fyrir sínu. Vínin eru jöfn að gæðum og þú veist alltaf að hverju þú gengur. Þetta Chardonnay er bragðmilt og hentar með alls konar mat, ekki síst feitari fiski.

Umsögn: Chateau Michelle er frábær framleiðandi í Columbia-dalnum í Washington-fylki í Bandaríkjunum. Þaðan koma mörg afbragðs vín og þessi Riesling gefur bræðrum sínum frá Alsace ekkert eftir. Gættu þess að drekka vínið ekki beint úr ísskápnum, leyfðu því að standa smá stund og opna sig.

Uppskrift vikunnar

Fullkominn konudagskokteill Konudagurinn er á sunnudaginn og þá er viðeigandi að karlmenn gleðji konur sínar. Auk hefðbundinnar þjónustu er tilvalið að gleðja frúna með því að færa henni kokteil fyrir matinn eða þegar ró er komin á um kvöldið. Við fengum Ása á Slippbarnum, Ásgeir Má Björnsson, til að reiða fram snilldarkokteil fyrir þetta tilefni. Ásgeir og félagar eru rómaðir kokteilgerðarmenn og það verður enginn svikinn af þessum.

Winter Sour Uppskrift 60 ml Red Stag Cherry Bourbon infusað með eplum og kanil. 15 ml peru og sítrónu timían síróp. 30 ml ferskur sítrónusafi. Múskat á toppinn. Aðferð Allt nema múskatið hrist saman og síað í kælt kokteilglas og múskat rifið yfir. Bourbon Infuse Krukka fyllt með skornum

rauðum eplum sem búið er að fjarlæga stein og stilk, 2-4 kanilstöngum bætt við og Red Stag hellt yfir, krukkunni lokað og látið liggja í 3-6 daga. Að því loknu eru eplin og kanillinn síuð frá. Peru og timían síróp Jöfn hlutföll af afhýddum og steinhreinsuðum perum og sykri sett í ílát ásamt knippi af sítrónu timían. Í rólegheitunum er sykurinn látinn leysast upp í perusafanum. Þetta er látið liggja í 2-3 daga og þá er sykurlögurinn síaður frá.

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is

Ási á Slippbarnum mælir með Winter Sour fyrir konuna á sunnudaginn. Ljósmyndir/Hari



36

samtíminn

Helgin 21.-23. febrúar 2014

 Sagan af þvÍ hvernig maturinn okk ar breyttiSt – annar hluti

Vort daglega brauð Það má rekja sögu okkar frá hefðbundinni matargerð eftir brauðmolum síðustu einnar og hálfar aldar; hvernig súrdeigsbakstur leggst af þegar galdurinn á bak við hefun brauðs var afhjúpaður og þar til að venjuleg hefðbundin brauð eru orðin að einskonar fágæti hinna efnuðu og menntuðu á meðan meginþorri fólks borðar óunnin nýbrauð. Og verður bumbult af.

Í

síðustu viku byrjaði ég að drepa á þau miklu áhrif sem uppgötvun Louis Pasteur hafði á menningu okkar — þegar hann sýndi fram á hvað gerlar gerðu við mat; hvernig þeir létu kjöt úldna, vatn fúlna, ávöxt rotna og köku mygla; en þó fyrst og fremst hvernig þeir sýrðu mjólk (og hvernig hægt var að koma í veg fyrir að hún súrnaði með gerilsneyðingu); hvernig gerlar breyttu sætunni í vínberjasafanum eða bygg- og humlasúpunni í áfengi ; hvernig gerlarnir létu brauð hefast; lyftu deiginu og gerðu brauðið létt og mjúkt þegar það kom úr ofninum. Áður en Pasteur gat útskýrt hvers vegna þetta gerðist hafði maðurinn í þúsundir ára bakað brauð og bruggað vín, náð að geyma mat og gerilsneyða mjólk — án þess að þekkja andstæðinginn. Og í raun er þessi glíma við gerlana — og meira að segja nýting þeirra; eins og í brauðbakstri og víngerð — undirstaða matarmenningar okkar. Matarmenning aldanna er einskonar málamiðlun mannsins við gerlana; stundum vopnahlé; stundum jöfn skipti herfangsins.

Hinn ósýnilegi veislugestur

Það er þetta sambland af nýtingu gerlanna til að bæta matinn og vörnum gegn því að þeir eyðileggi hann sem hefur gefið okkur jafn ólíkan mat og salami-pylsu og gouda-ost, brauðhleif og rauðvín, jógúrt og kæsta skötu. Í öllum þessum tilfellum snýst meðhöndlun hráefnisins um að stjórna því hvernig gerlarnir ráðast á matinn; stýra því hvernig þeir umbreyta honum — að sumu leyti með því að loka yfirborði matarins með salti eða kaffæra hann í pækli; eða að einangra hann frá súrefni og öðrum gerlum eða bakteríum með

Það er þetta sambland af nýtingu gerlanna til að bæta matinn og vörnum gegn því að þeir eyðileggi hann sem hefur gefið okkur jafn ólíkan mat og salami-pylsu og gouda-ost, brauðhleif og rauðvín, jógúrt og kæsta skötu.

…eggið sem hænan verpti að morgni og mjólkin sem kýrin gaf við morgunmjaltir; þetta var komið á markað upp úr hádegi…

WILBO frá Habitat 3ja sæta sófi 195.000 kr. 2ja sæta sófi 175.000 kr. Stóll 119.000 kr. tekk company og habitat kauptún 3 sími 564 4400 vefverslun á www.tekk.is

öðrum aðferðum; öðrum bakteríum en eru þegar í hráefninu sjálfu. Þetta á við um salami, kæsta skötu og flesta osta; með því að loka yfirborðinu á hráefninu og vernda það fyrir árásum utanaðkomandi baktería fá aðeins þær bakteríur og þeir gerlar sem fyrir eru í matnum að vinna á sætindum og öðru því sem þessum litlu verum þykir gott að borða; og smátt og smátt umbreytist maturinn; hann skemmist ekki (alla vega ekki í þeim skilningi að það sé okkur hættulegur til neyslu) en hann er ekki samur; það er af honum annar keimur, annað bragð og önnur áferð. Bakteríurnar og gerlarnir hafa umbreytt salamipylsunni, ostinum eða skötunni ekki á svo ólíkan hátt og gerlar umbreyta víni eða brauði. Vægi þessara gömlu geymsluaðferða stórminnkaði eftir Pasteur hafði leyst gátuna um gerlana. Eftir það varð vinnsla matvæla ekki varfærnisleg vernd gamalla vinnsluaðferða heldur miklu einfaldari leit (og ákafari) að tiltekinni lausn: Hvernig getum við komið í veg fyrir að gerlarnir og bakteríurnar spilli matnum? Og um leið og Pasteur hafði gerilsneytt mjólk; drepið meira en helming af um 200 mismunandi gerlum sem búa í ógerilsneyddri kúamjólk; með því að hita hana snöggt upp fyrir 70 gráður og kæla niður aftur; þá lengdi hann geymsluþol mjólkur úr um tveimur dögum við góðar aðstæður í kannski tíu daga. Þetta eitt breytti náttúrlega öllu um mögulega búsetu manna; borgarskipulag; verkaskiptingu í samfélaginu — og að sjálfsögðu öllu sem tengist matnum sem við borðum. Og þar með líka sterkustu tengslum okkar við náttúrna sem við tilheyrum og lífríkið sem við erum sprottin af; í gegnum lyktar- og bragðskyn, munn og meltingarfæri.

Vega- og slóðakerfi matvæladreifingar Ef við stöldrum aðeins við borgirnar; þá var George-Eugéne Hausemann einmitt að endurskipuleggja París um svipað leyti og Pasteur gerilsneyddi mjólk í fyrsta skipti. Markmið Hausemann var að hluta til að uppfylla kröfur Napóleons III um að hersveitir gætu á skömmum tíma riðið inn að borgarmiðju og kæft óeirðir. Hann ætlaði ekki að fá yfir sig neinar byltingar eða kommúnur; hann leit á ógöngur fyrirrennara sinna að hluta til sem afleiðingar verkfræðilegri vanrækslu. En þrátt fyrir róttækar umbyltingar Hausemann á borgarskipulagi Parísar raskaði hann ekki ævagömlum flutningsleiðum matar inn í borgina; þær lágu áfram eftir götum sem hlykkjuðust úr sveitunum í kring og allt inn að miðju borgarinnar; að mörkuðunum við Les Halles — og reyndar mörgum minni mörkuðum út í hverfunum. Þetta vegakerfi mótaðist áður en Pasteur og eftirmönnum hans tókst að lengja geymslutíma matar og þetta kerfi miðaðist því við að koma ferskum mat til borgarbúa á hverjum degi; eggið sem hænan verpti að morgni og mjólkin sem kýrin gaf við morgunmjaltir; þetta var komið á markað upp úr hádegi; og sláturdýr voru rekin á fæti að borgarmiðju og slátrað þar eftir þörfum markaðarins hverju sinni. Við Les Halles var stórfelld slátrun í gangi allan ársins hring; jafnvel á föstunni; enda höfðu Frakkar þegar þarna var komið að mestu kastað trúnni á Krist og losað sig við óttann um refsingar eftir dauðann. En þegar uppgötvun Pasteur hafði umbreytt matvælavinnslunni úreltist þetta gamla dreifikerfi. Það var orðið að tímaskekkju í nýrri

veröld þekkingar og tækni — alveg á sama hátt og gömlu vinnsluaðferðirnar. Nú er stórmarkaður þar sem Les Halles var; en líka tískubúðir, plötubúðir, raftækjaverslanir, sportvörubúðir o.s.frv. — sem sagt týpísk Kringla. Í stórmarkaðnum er vissulega til ostur og salami en megnið af matnum er gerilsneyddur, kældur, frystur, niðursoðinn eða verndaður fyrir árás gerla og baketría með öðrum aðferðum en þekktust þegar Pasteur gerði sínar uppgötvanir. Matvælum er dreift til íbúa Parísar í gegnum nýtt net; risavöruhús eru langt utan borgarmiðju; flutningsleiðir eru miklu lengri, maturinn kemur til borgarinnar alls staðar að úr heiminum; geymsluþol hans er miklu meira; og sá tími sem líður frá því að hænan verpir egginu og þar til neytandinn borðar mat sem er búinn til úr egginu eru margfalt lengri en sá tími sem leið frá því að hæna verpti eggi í útjarðri Parísar árið 1862 og þar til einhver Parísarbúinn át eggið stuttu síðar. Uppgötvun Pasteur hefur því í raun umbreytt matvælaframleiðslu, -dreifingu, -sölu og neyslu matar. Það liðu rétt um 109 ár frá því að Pasteur gerilsneyddi mjólk í fyrsta sinn og þar til markaðurinn við Les Halles lokaði; afi minn var 3 ára þegar Pasteur gerilsneyddi mjólkina 1862. Ég var 10 ára þegar Les Halles lokaði. Lengri tíma tók það ekki að umbreyta matnum okkar.

Maturinn heldur áfram að breytast

Við sumar göturnar sem liggja út í sveitirnar frá Les Halles má enn sjá merki gamalla matarflutninga inn í borgina; til dæmis Rue Montorgueil. Rue Montorgueil er mikil gurmet-gata með fjölmörgum veitingastöðum og sérverslunum


Komdu út að keyra… Berlín · Amsterdam · París Róm · Barcelóna?

á Skr gæ w w á ð tir w. u þ un sm ig á ni yr p ð ill ós fe in tl rð e is til .is tan Fæ og n re þú yj a

FÆREYJAR ÖRK DANM orðnir

2 full með fólksbíl rir 1. mars Staðgreitt fy

frá

64.200

2 fullorðnir með fólksbíl

Staðgreitt fy rir 1. mars

frá

32.700 á mann

á mann

1 0 % af

B ó ka ð u nú n a !

sláttur

Staðgr eitt fy rir 1. m Á ferðu a rs m f ra m og til b gildir e aka, kki me ð tilboðu öðrum m.

Hópferð með Fúsa á Brekku 6. árið í röð

Húsbíla/Hjólhýsatilboð

10. - 15. september

26. júní eða 3. júlí

Færeyjaferð með Fúsa á Brekku og Svenna frá Hafursá. Skoðunarferðir, skemmtun, matur, gisting og íslensk fararstjórn.

Stoppað í fallegu Færeyjum á útleið í 3 daga, siglt til Danmerkur á sunnudagskvöldi. Góða ferð! Takmarkað pláss, bókaðu snemma.

Verð á mann frá kr.

Staðgr. frá kr.

Miðað við 2 saman.

139.900

Innifalið í verði: • Ferð með Norrænu • Hótel Færeyjar í 4 nætur • Morgunmatur og kvöldverður • Skoðunarferðir • Íslensk fararstjórn

B ó ka ð snemm u a! Uppse lt öll ári n

570-8600 / 472-1111 · www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is

104.900

Á mann miðað við 2 fullorðna

Innifalið í verði: • Ferð með Norrænu fram og til baka • 2ja manna klefi án glugga

Staðgr. frá kr.

56.400

Á mann miðað við 2 fullorðna + 2 börn (3-11 ára)

B ó ka ð u a! snemm Uppselt 2013

Frábæ rt tilboð

Innifalið í verði: • Ferð með Norrænu fram og til baka • 4ra manna klefi án glugga * Lengd farartækis allt að 12 metrum. Aukagjald greiðist fyrir hvern umfram metra. Síðasta brottför frá Danmörku er 29.07.14.

Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is


38

samtíminn

Helgin 21.-23. febrúar 2014

með osta, bakkelsi, sætindi, fisk og kjöt, blóm, krydd og hvaðeina. Í þessum búðum má fá flest það besta úr gömlu matarhefðunum og margt af því sem stórmarkaðir ráða illa við að bjóða upp á; vörur sem of fáir vilja, vörur sem eru árstíðarbundnar (og enginn veit hvað á að vera í hillunum þegar þær fást ekki); vörur sem krefjast sérstakrar meðhöndlunar (eru viðkvæmar) og vörur sem eru of dýrar til að falla að einföldum mælikvarða stórmarkaðarins; sem í raun getur bara metið mat á einni mælistiku — er hann dýr eða er hann ódýr. Það er hugmynd dagsins um góðan mat og slæman; hvernig kemur hann við budduna. Og þegar mælistikan er svona einföld; þá er vegurinn greiður og þróunin getur orðið hröð. Í raun hefur maturinn okkar umbreyst æ ofan í æ frá þeim tíma að Pasteur markaði leiðina frá hefðbundinni matarmenningu og að iðnvæðingu matarins. Gamla matarmenningin er í dag eins og gömul spor eða antík innan í og utan við nýju matarmenninguna; eins og uppgert seglskip innan um öll risaolíuskipin; eins og hestvagn við hliðina á tuttuguhjóla trukki. Matur eins og maðurinn hafði lifað á síðustu 7 til 10 þúsund árin; allt þar til að afi fæddist, fermdist og giftist ömmu; sá matur er nánast horfinn. Matarmenning okkar í dag er því splunkuný — og í raun óreynd; við erum einskonar tilraunadýr; svolítið eins og geimfarar sem hafa lent á áður ókunnri plánetu og eru að venjast við þann mat sem má finna þar og nýta. Til að skilja þessa breytingu betur er ágætt að horfa á mat í einni af sinni einföldustu mynd; vort daglega brauð — og skoða hvernig blessuðu brauðinu hefur farnast á umliðnum árum. Það má vel lesa úr sögu brauðsins ris og fall mannsandans; hvernig hann rís upp fagur og fellur síðan flatur. En það má líka lesa inn í þetta flóknari þráð eða fleiri þræði. Og í næstu vikum skulum reyna að spinna þann þráð aðeins. Menn hafa náttúrlega ekki hugmynd um hvaða höfuðsnillingur bakaði fyrsta gerbrauðið fremur en hver það var sem fyrstur

Ð GI

U

H AT

Teikning úr franska dagblaðinu Le Petit Parisien 19. júlí 1908 sem sýnir jarðaber á Les Halles markaðnum í París við upphaf uppskerutímabils jarðarberja.

heilsaði með handabandi. Þannig eru flestir þeir sem mest lögðu til menningar okkur öllum löngu gleymdir og týndir; fólkið sem byrjaði að tala, reikna, syngja, teikna, dansa og segja brandara er jafn óþekkt og það fólk sem fyrst fór að ljúga, stela, svíkja og pretta. Öll þessi grunn-element mannlífisns eru arfur sögunnar; þær uppgötvanir sem við hömpum hvað mest í kennslubókum hafa í raun mun minni áhrif á líf okkar og hugmynda-

heim en þessi arfur sögunnar. Og við erum afkvæmi sögunar; við erum sú menning sem hefur dregið okkur hingað; hugur okkar er mótaður af henni og líffærin og meltingin; bragð- og lyktarskynið; hungur okkar og löngun til að seðja það; — allt er þetta mótað af þúsund ára sögu; mörg þúsund ára sögu. Okkur er að sumu ætlað að lifa eins og forfeður okkar; þótt nútímamenning segi hið gagnstæða: Að okkur sé þvert á móti ætlað

að lifa með allt öðrum hætti; finna upp nýjan og betri lífsmáta og nýjan og betri kost. En meira um það síðar.

Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is

DRAUMAHÓTEL – DRAUMABAÐSTRENDUR – LÚXUS- OG MENNINGAFERÐ

TYRKLAND TYRKNESKA RIVIERAN VEISLA FYRIR ÖLL SKILNINGARVIT Vikulöng lúxusferð þar sem gist er á mismunandi stöðum á tyrknesku rivíerunni, Leiguflug til og frá Antalya, 7 gistinætur á 4 og 5 stjörnu hótelum, ríkulegt morgunverðarhlaðborð á hverjum morgni .... Sérverð frá

49.900,á mann

Aðeins með afsláttarkóða: ISLK503

Innifalið í ferðinni eru:

Ferðatímabil og verð fyrir 2014 eru gefin upp í íslenskum krónum á mann í tveggja manna herbergjum

Flugvöllur

KEFLAVÍK (-KEF)

2014

11.03.

18.03.

25.03.

Verð á mann

49.900,-

59.900,-

69.900,-

3 Leigu ug með viðurkenndu ugfélagi til og frá Antalya 3 Akstur til og frá hóteli 3 Allar ferðir í loftkældum/-hituðum sérútbúnum langferðabílum 3 Gisting í 2 manna herbergjum með sturtu eða baði/ klósetti, loftkælingu og sjónvarpi 3 7 gistinætur á 4 og 5 stjörnu hótelum (stjörnur skv. stöðlum hvers lands) 3 Ríkulegt morgunverðarhlaðborð á hverjum morgni 3 Upplýsingafundur og kynnisferð 3 Heilsdagsferð Kemer – Pamukkale 3 Heilsdagsferð Pamukkale – Tavas – Antalya 3 Heilsdagsferð Antalya (bæjarferð) og Perge 3 Sérhæfðir enskumælandi fararstjórar

Hugsanlegt eldsneytisálag og erlent álag sem fer eftir heimsmarkaðsstöðu eru ekki innifalin í verðinu. Álag, hvers eðlis sem er, verður aðgengilegt í bókunarferlinu. Aukalega fyrir eins manns herbergi 20.700,- kr. á mann/viku (ef fáanlegt).

OSKA Travel er skandinavískur ferðaaðili með skrifstofu í Noregi. OSKA Travel er meðlimur í norska ríkistryggingasjóðnum RGF og veitir því ferðatryggingu samkvæmt lögum. Þessi ferðatrygging gildir einnig fyrir ferðir frá Íslandi. www.rgf.no Ferðaaðili: OSKA AS | Postboks 4814 Nydalen | NO - 0422 Nydalen Org.nr. 995 944 588 MVA. Með fyrirvara um villur og breytingar.

www.oska-travel.is Sími 5 711 888


2490.-

2490.-

1990.-

bókahöll við Laugardalsvöll

ÓTRÚLEGT ÚRVAL

2980.-

2990.-

ÞÚSUNDIR TITLA

99.-

EKKI MISSA AF ÞESSU

1393.-

1490.-

2490.-

1990.-

1490.-


40

skíðalæti

Helgin 21.-23. febrúar 2014

 skíðaþjálfun börnin byr ji ung Sigurður að þjálfa börn á skíðaæfingu. Hjá skíðadeild Breiðabliks eru alltaf æfingar þegar opið er í Bláfjöllum.

Ef foreldrarnir kunna ekki grunninn kenna þeir börnum sínum oft einhverja vitleysu sem erfitt er að vinda ofan af. Í Bláfjöllum er boðið upp á kennslu fyrir byrjendur sem ég hvet fólk til að nýta sér.

Best að skíða í miklu frosti og birtu Sigurður Sveinn Nikulásson er þjálfari hjá skíðadeild Breiðabliks og byrjaði að æfa skíðaíþróttina aðeins fimm ára gamall. Þegar þjálfun er lokið um helgar nýtir hann tímann í Bláfjöllum og skíðar með fjölskyldunni.

HÁGÆÐA ULLARFATNAÐUR Á GÓÐU VERÐI

100% MERINO ULL

HÚN

Ullarbolur st. S-XXL

3.999

Ullarleggings st. S-XXL

4.999

HANN Ullarbolur st. S-XXL

4.999

Ullarleggings st. S-XXL

5.999

þ

að er best að skíða í miklu frosti og birtu. Þá er snjórinn stífur og grefst ekki og færið er miklu betra en annars,“ segir Sigurður Sveinn Nikulásson, sölustjóri hjá Öskju og þjálfari hjá skíðadeild Breiðabliks. Sjálfur byrjaði hann að æfa skíðaíþróttina aðeins fimm ára gamall og segir best að börn byrji ung. „Það er mælt með því að börn byrji að æfa fimm ára gömul en algengast er að þau byrji á aldrinum fimm til tólf ára og yfirleitt ekki eftir það.“ Sigurður æfði skíðaíþróttina til 19 ára aldurs og hefur þjálfað í 19 ár. Þegar Sigurður er að þjálfa skíðar hann ekki en eftir æfingar notar hann það sem eftir er dagsins til að leika sér og skíða með fjölskyldunni. Börnin hans tvö, níu og þrettán ára, byrjuðu bæði að æfa skíði aðeins þriggja ára gömul og fara á skíði um það bil hundrað daga á ári. Hann mælir með því að þegar börn fara með foreldrum sínum á skíðasvæði í fyrsta sinn fái þau kennslu hjá skíðakennara. „Ef foreldrarnir kunna ekki grunninn kenna þeir börnum sínum oft einhverja vitleysu sem erfitt er að vinda ofan af. Í Bláfjöllum er boðið upp á kennslu fyrir byrjendur sem ég hvet fólk til að nýta sér.“ Fyrir þá sem eru þessa dagana að dusta rykið af skíðunum og að fara í fyrsta sinn í langan tíma á skíði mælir Sigurður með því að fólk hafi stíganda og skynsemi að

Sigurður Sveinn Nikulásson, skíðaþjálfari hjá skíðadeild Breiðabliks, mælir með því að börn sem eru að fara á skíði í fyrsta sinn fái kennslu hjá skíðakennara.

leiðarljósi. „Fólk verður að meta þetta sjálft en það borgar sig að fara ekki strax í brattar brekkur, heldur að byrja í flatri barnabrekku.“ Alltaf eru æfingar hjá skíðadeild Breiðabliks þegar opið er í Bláfjöllum og fara börnin þá á æfingar eftir skóla á virkum dögum og um helgar. „Oft er opið tíu daga í röð og þá æfum við alla dagana. Svo lokar kannski í þrjá daga vegna veðurs og þá hlöðum við batteríin.“ Börn sem byrja að æfa hjá skíðadeild Breiðabliks þurfa ekki að hafa neina kunnáttu fyrir. „Þau sem vilja prófa að æfa eina helgi geta leigt sér skíði en annars er nauðsynlegt að eiga skíði þegar æft er að staðaldri.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is

Engin afsökun að eiga ekki skíði Hægt er að leigja skíðabúnað hjá leigum á skíðasvæðum vítt og breitt um landið svo það að eiga ekki skíði ætti ekki að vera hindrun. Í Reykjavík er einnig hægt að leigja skíðabúnað hjá Ferða- og útivistarversluninni Everest. Þegar búnaður er leigður í einn dag er hægt að sækja hann að morgni skíðadags en ef fólk vill nýta allan daginn á skíðum er hægt að sækja búnaðinn seinni partinn daginn áður og skila snemma þar næsta dag. Á Akureyri eru skíði leigð út í Hlíðarfjalli og hjá Skíðaþjónustunni við Fjölnisgötu en þar er opið alla daga vikunnar. Bæði

Í skála Gönguskíðafélagsins Ullur í Bláfjöllum er hægt að leigja gönguskíðabúnað og er opið um helgar frá klukkan 10 til 17 þegar skíðasvæðið er opið.

hjá Everest og Skíðaþjónustunni lækkar verðið fyrir hvern dag ef leigt er í meira en einn dag.


STORMUR

25%

AFSLÁTTUR

unisex parkaúlpa

TILBOÐ 29.950 VERÐ ÁÐUR 39.950

gildir föstudag og laugardag (21.- 22. febrúar)

www.icewear.is icewear þingholtsstræti 2, 101 reykjavík | fákafen 9, 108 reykjavík


42

fjölskyldan

Helgin 21.-23. febrúar 2014

Ódýr og skapandi skemmtun Þegar ískalt er úti er gott að vera bara heima og föndra. Origami er japönsk pappírslist sem snýst um að búa til þrívíð form úr flötum pappír. Samkvæmt aldagömlum japönskum hefðum er pappírinn einungis brotinn saman en aldrei límdur eða klipptur. Hægt er að búa til fjöldann allan af formum, þau takmarkast bara af ímyndunarafli þess sem brýtur saman pappírinn. Frægasta formið af origami er sennilega hegrinn en gömul þjóðsaga segir að brjótir þú saman eitt þúsund pappírshegra

getir þú fengið þína heitustu ósk uppfyllta. Almennt er hegrinn talinn færa hamingju í Japan og origami hegrinn því vinsæl gjöf. Hægt er að notast við næstum hvaða pappír sem er, en formið er alltaf ferhyrnt og algengasta stærðin er 7,5 x 7,5 cm. Hérlendis er hægt að nálgast origami pappír með hefðbundnum komino mynstrum í Tiger en svo er að sjálfsögðu hægt að kaupa bara pappír og klippa út ferhyrnda kassa. Þegar framleidd hafa verið nokkur stykki af fuglum, drekum, stjörnum, blómum, eða bara hverju sem

er, er sniðugt að finna nál og grófan tvinna og þræða formin upp í óróa. Svo er alltaf hægt að færa einhverjum fegurðina að gjöf og hver veit nema hamingja fylgi í kjölfarið. Á alnetinu er endalaust mikið af síðum sem kenna origami gerð og svo er alltaf gott að styðjast við you-tube kennslu. Hér eru nokkrar góðar síður: www.en.origami-club.com, www.origami-fun.com, http:// www.origami-make.com/ - hh

Í Japan er hegrinn talinn færa hamingju.

Kvíðahnútur fermingarbarnsins

Ein eða tvær fermingarveislur?

H

elena var með kvíðahnút í maganum. Hún vissi ekki hvort hún fengi að hitta pabba sinn eða afa og ömmu að athöfn lokinni. Mamma hennar og pabbi töluðu ekki saman. Veislan var aðeins með fólkinu hennar mömmu og stjúpa. Pabbi hennar ætlaði að hafa boð helgina á eftir. Hvernig fólk hagar sínum veisluhöldum er að Heimur barna sjálfsögðu einkamál hvers og eins. Það er ekkert óalgengt að fólk haldi fleiri en eina afmælisveislu fyrir barn, hvort sem foreldrar búa saman eða ekki. Það eru haldin bekkjarafmæli, fjölskylduafmæli og vinaafmæli ef því er að skipta. Af hverju ætti eitthvað annað gilda um fermingarveisluna? Halda má eina veislu eða fleiri. Aðalatriðið er að barnið og þeir sem að því standa séu sáttir. Hvað svo sem öllum öðrum finnst um fyrirkomulagið. Óhjákvæmilega er það dýrara að hafa margar Valgerður veislur en hver og einn verður að gera það upp Halldórsvið sig hverju hann hefur ráð á. Ætli fólki hinsvegar að halda veislu saman þarf að komast að dóttir samkomulagi um kostnað, vinnuframlag og þess félagsráðgjafi háttar. Góð regla er að ráðstafa hvorki tíma né og kennari peningum annarra án samráðs við viðkomandi vilji fólk eiga góð samskipti. Muna þarf líka eftir að eiga samráð við stjúpforeldra séu þeir til staðar. Það er örlítið flóknara með ferminguna sjálfa hvort heldur um er að ræða kirkjulega eða borgaralega athöfn. Ferming er einstakur atburður og verður ekki endurtekinn. Spurningin er, hvaða minningar viljum við að börnin eigi um athöfnina og það sem henni fylgir? Rétt eins og langvarandi áhyggjur og ótti hafa nei-

kvæð áhrif á heilsu og velferð barna og fullorðinna, þá hefur það jákvæð áhrif að finna ást og öryggi hjá þeim sem næst okkur standa. Við verðum betur í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem lífið leggur okkur á herðar. Börn læra að verða vongóð í stað þess að líta á sig sem fórnarlömb sem lítil áhrif geta haft á líf sitt. Skilnaður foreldra er yfirleitt börnum áfall í fyrstu en flest jafna sig smám saman nái foreldrar að leysa sín mál á uppbyggilegan máta. Takist það ekki er líklegt að mikill og langvarandi ágreiningur valdi börnunum streitu og kvíða. Á það líka við um börn sem búa með báðum foreldrum sínum. Erfið samskipti fyrrverandi maka geta líka haft áhrif á aðlögun barna í stjúpfjölskyldum þar sem koma barnsins verður kvíðvænleg vegna þeirra deilna, sem ósjaldan fylgja inn á heimilið. Þegar deilur eru miklar er börnum stundum bannað að tengjast stjúpforeldri sínu og ræða það sem gerist á öðru heimilinu á hinu heimilinu. Ekki veit ég hvað fullorðnu fólki þætti um að mega hvorki ræða vinnuna eða vinnufélaga sína heima eða fjölskyldu sína í vinnunni? Eða það lenti í sífelldum yfirheyrslum um hvað gerðist á hvorum staðnum um sig. Hvað þá ef það mætti ekki tengjast ákveðnum vinnufélaga sem væri bara viðkunnanleg manneskja? Hætta er á að foreldrar missi traust barna sinna og staða barnanna verður í senn einmanaleg og flókin. Hvort haldin verði ein eða tvær veislur er því kannski ekki stóra málið fyrir barnið heldur laskað traust til foreldra og stjúpforeldra séu þeir til staðar. Þegar kemur að athöfninni sjálfri eiga börn ekki annarra kosta völ, mæti báðir foreldra og fjölskyldur, en að hafa þau á sama stað á sama tíma. Það er því mikil-

Ferming er einstakur atburður og verður ekki endurtekinn.

vægt að athöfnin sé undirbúin – og þau viti hvað bíður þeirra í stað þess að ala á kvíða og óvissu. Enn er tími til stefnu vilji fólk finna út úr hlutunum og setja má sér það markmið að enda deilur eða a.m.k. finna leið til að lágmarka áhrif þeirra á börnin. Börnin eiga líklega eftir að gifta sig og skíra í framtíðinni og æskilegt að þau séu ekki að glíma við skilnað foreldra sinna langt fram á fullorðins ár – hvað þá ófædd barnabörn. Þeir sem sjá um athöfnina og undirbúning hennar geta gegnt mikilvægu hlutverki við að aðstoða foreldra og börn sem eru í þessum aðstæðum – það þarf bara að opna umræðuna og sjá hvað hentar hverjum og einum. Ættum við ekki frekar að hafa áhyggjur af kvíðahnút barnsins en hvort það fær eina eða tvær fermingarveislur?

Fermingarblað

Fermingarblað Fréttatímans fylgir blaðinu 21. mars næstkomandi.

PIPAR \ TBWA • SÍA • 140526

Lengjum opnunartímann í vetrarfríinu Opið í Bláfjöllum:

Venjuleg helgaropnun kl. 10–17. Einnig opið föstudag, mánudag og þriðjudag kl. 11–21. Skálafell verður einnig opið á föstudag kl. 12–21 og um helgina kl. 10–17.

Ferðir samkvæmt áætlun. Aukarúta fer á föstudegi frá Olís í Mjódd kl. 11 og frá Bláfjöllum kl. 15.

1986 Markmið okkar er, eins og áður, að gefa út gæðablað með áhugaverðu efni fyrir alla sem huga að fermingu þetta árið. Hvort sem það snertir matinn, veisluna, fötin, gjafir eða annað sem tengist fermingunni, verður fjallað um það á vandaðan máta. HELGARBLAÐ

ÓKEYPIS

Upplýsingasími 530 3000 Nánari upplýsingar skidasvaedi.is

HELGARBLAÐ Hafið samband við auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3300 eða á auglysingar@frettatiminn.is og við finnum réttu leiðina fyrir þig til þess að nálgast markhópinn þinn. ÓKEY

PIS

HELGARBLAÐ

Ó


ALLT

FYRIR

LÍKAMS-

RÆKTINA NIKE ROCHERUN

Léttir skór með góðri öndun. Dömustærðir. Litur: Bleikir, svartir. Herrastærðir. Litir: Dökkgráir, svartir.

NÝJAR UER VÖR Á NIK FR ER OG UND R ARMOU

18.990

8.990

8.990 4.990

NIKE TEAM WOVEN

UNDER ARMOUR HEATGEAR

Dri fit buxur sem henta vel í ræktina. Stærðir: S-XL. Litur: Svartar.

Hrindir frá sér svita og heldur þér þurrum. Litir: Blár, grár. Stærðir: S-XL.

12.490

5.490 NIKE NO PAIN NO GAIN

Flottur dri fit bolur hentar bæði í líkamsræktina og hversdags. Stærðir: S-XL. Litir: Svartur, orange.

NIKE KO FULL ZIP

Rennd hettupeysa úr THERMA FIT efni. Stærðir: S-XL. Litur: Orange.

4.990

UNDER ARMOUR AUTHENTIC

Síðar compression buxur, sniðið veitir þétt aðhald. Litur: Svartar. Stærðir: XS-XL.

9.990 FULLT VERÐ:

5.490 6.490

NIKE PRO LS/SS

Dri fit langerma-/stuttermabolur með þröngu sniði. Stærðir: XS-XL. Litir: Bleikur, svartur.

Borgaðu vaxtalaust innan 14 daga eða með raðgreiðslum í verslun Intersport á Bíldshöfda EXPO • www.expo.is

UNDER ARMOUR HEATGEAR

Hrindir frá sér svita og heldur þér þurrum. Litir: bleikur, blár. Stærðir: S-XL.

INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / BILDSHOFDI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 18. SUN. 13 - 17. INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4890 / AKUREYRI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / SELFOSS@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.

10.990

NIKE LEGEND 2.0 SLIM POLY

Dri fit æfingabuxur með mjóu sniði sem grenna. Stærðir: XS-XL. Litur: Svartar.


44

heilsa

Helgin 21.-23. febrúar 2014

 Heilsa Friðsæll Febrúar verður settur á sunnudag

Hugleiðsluvika í febrúarlok

Hugleiðslan hjálpar okkur að þekkja eigin hug og þar af leiðandi takast betur á við líf okkar, þar sem skiptast á skin og skúrir.

Síðasta vikan í febrúar er tileinkuð friðsæld að þessu sinni þar sem fólk og fyrirtæki kynna hugleiðslu fyrir almenningi án endurgjalds. Tímaritið Í boði náttúrunnar stendur fyrir Friðsælum febrúar og stefnt er að því að þetta verði árlegur viðburður. Verkefnisstýra segir hugleiðslu vera mikilvægt tæki til að takast á við kvíða, þunglyndi og streitu.

Þ

400Íg

UMB

ÚÐUM

UMBÚÐIR NÁTTÚRULEGA

ENNEMM / SIA • NM61327

BETRI Það er lítið mál að endurvinna nýju Smjörva umbúðirnar. Þú tekur bara pappann af plastöskjunni og setur í pappírstunnuna. Gámar fyrir plastumbúðir eru á næstu grenndarstöð eða endurvinnslustöð.

að er svo mikill hraði í samfélaginu og í amstri dagsins gefum við okkur ekki tíma til að staldra við og kyrra hugann,“ segir Gyða Dröfn Tryggvadóttir, verkefnistýra Friðsældar í febrúar – viðburðar sem ætlað er að vekja athygli á hugleiðslu. Friðsæld í febrúar er ætlað að verða árlegur viðburður þar sem athygli er beint að hugleiðslu og þeim ávinningi sem í kyrrðinni felst. „Kvíði, þunglyndi og streita hrjáir æ fleiri og hugleiðsla er tæki sem hægt er að nota til að takast á við þessa kvilla. Hugleiðslan hjálpar okkur að þekkja eigin hug og þar af leiðandi takast betur á við líf okkar, þar sem skiptast á skin og skúrir. Við búum við endalaust áreiti og því er mikilvægt að gefa sér tíma til að staldra við, kyrra hugann og vera til staðar hér og nú,“ segir Gyða Dröfn. Forsvarsmenn Friðsældar í febrúar höfðu samband við aðila sem bjóða upp á hugleiðslu á höfuðborgarsvæðinu og víðar og buðu þeim að

vera með. „Við fengum ótrúlega góð viðbrögð og bjuggumst satt að segja ekki við svona góðri þátttöku,“ segir Gyða. Meðal þess sem kynnt verður í vikunni er iðkun SGI búddista, Zen hugleiðsla, jóga Nidra, heilunarhugleiðsla og Gong slökun. Yfirlit yfir alla viðburðina á finna á vefnum ibn. is/vidburdir/ sem og á Facebooksíðu Friðsældar í febrúar. Guðbjörg Gissurardóttir, ritstýra Í boði náttúrunnar og forsprakki þessarar hugleiðsluviku, ritar um mikilvægi hugleiðslu á vef tímaritsins og gefur leiðbeiningar fyrir þá sem eru að hefja hugleiðslu: „Komdu þér vel fyrir á stól með góðan stuðning við bakið og hendur í kjöltu eða á lærum. Mikilvægt er að ganga úr skugga um að maður verði ekki fyrir truflun. Dragðu djúpt inn andann, alveg niður í maga. Á útöndun lætur þú alla spennu líða úr líkamanum. Endurtaktu þetta nokkrum sinnum eða þangað til þú hefur náð góðri slökun. Beindu athyglinni að öndunKYNNING

Femarelle er dásam konur á breytinga Soffía Káradóttir hefur notað Femarelle í rúmlega ár og segir árangurinn mjög góðan. Eftir aðeins 10 daga notkun hurfu öll einkenni breytingaskeiðsins. Femarelle er náttúruleg vara, unnin úr soya og hefur virkni þess verið staðfest með fjölda rannsókna á undanförnum 13 árum.

É

g ákvað að prófa Femarelle síðasta vetur eftir að hafa lesið frásögn konu í blaði þar sem hún lýsti ánægju sinni með vöruna,“ segir Soffía Káradóttir sem á þeim tíma var að byrja á breytingaskeiðinu en vildi ekki nota hormóna. „Ég fann fyrir hitakófum, fótaóeirð, skapsveiflum, líkamlegri vanlíðan og vaknaði oft upp á nóttunni.“ Eftir að Soffía hafði tekið Femarelle inn í aðeins 10 daga hurfu öll einkenni breytingaskeiðsins. „Nú fæ ég samfelldan svefn, finn ekki lengur fyrir hitakófum eða fótaóeirð og líður mun betur á allan hátt og er í góðu jafnvægi.“ Soffía mælir hiklaust með Femarelle við vinkonur sínar. „Ein þeirra hætti á hormónum og notar Femarelle í dag. Ég mæli með því að allar konur á breytingaaldrinum prófi Femarelle og get ekki ímyndað mér hvernig mér liði í dag ef ég hefði ekki kynnst þessu dásamlega undraefni.“ Virkni Femarelle hefur verið staðfest með fjölda rannsókna á undanförnum 13 árum. Femarelle er fáanlegt í apótekum, heilsuverslunum og í heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upplýsingar má nálgast á icecare.is og á Facebooksíðunni Femarelle.

Femarelle er náttúruleg vara, unnin úr soya og vinnur á einkennum tíðahvarfa hjá konum. Hitakóf, nætursviti, skapsveiflur og verkir í liðum og vöðvum eru algeng einkenni tíðahvarfa.


heilsa 45

Helgin 21.-23. febrúar 2014

Hugleiðsla hefur verið stundum um aldaraðir til að bæta líkamlega og andlega heilsu, en næsta vika er sérstaklega tileinkuð hugleiðslu. Mynd/Friðsæll febrúar

ÁHRIFARÍK

LEIÐ TIL AÐ VIÐHALDA GÓÐRI SJÓN

BELLAVISTA er eitt öflugasta fæðubótarefnið á

markaðnum fyrir sjónina. Náttúrulegir plöntukjarnar ásamt vítamínum og steinefnum sem gegna mikilvægu hlutverki í að viðhalda góðri og skarpri sjón langt fram eftir aldri. Í BELLAVISTA er hátt hlutfall af bláberjaþykkni og lúteini.

Kynntu þér BELLAVISTA á www.gengurvel.is

Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna

inni sem er nú orðin eðlileg. Finndu hvernig loftið streymir út og inn um nasirnar og sjáðu jafnvel fyrir þér magann eða brjóstkassann lyftast og hníga með hverjum andardrætti. Ef hugsanir koma upp í hugann tekur þú eftir þeim en sleppir þeim aftur um leið og þú áttar þig á því að hugsunin er farin að snúast um eitthvað annað en andardráttinn. Ekki dæma eða pirrast þótt hugsanir streymi fram til að byrja með; þeim fækkar um leið og þú nærð betri stjórn á huganum. Prófaðu þetta fyrst í 5 eða 10 mínútur og svo getur þú lengt tímann eftir hentugleika.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

mlegt fyrir askeiði Einkenni breytingaskeiðsins hjá Soffíu Káradóttur, eins og hitakóf, fótaóeirð, skapsveiflur og svefnleysi hurfu eftir aðeins 10 daga notkun á Femarelle.

Sacla klassískt pestó með basilíku eða tómötum er nú fáanlegt í handhægum skvísum sem auðvelt er að nota og geymist í allt að fjórar vikur eftir opnun. Fullkomið með pizzu, pasta, fiski, kjúklingi eða salati. Prófaðu eina, prófaðu tvær, prófaðu þrjár...

Fáðu girnilegar uppskriftir á www.sacla.is Finndu okkur á Facebook.


Helgin 21.-23. febrúar 2014

Fullkomin gjöf

 Vortísk a herr anna

Villta vestrið mætir rómantík

á konudaginn PIPAR\TBWA • SÍA • 140529

Hönnuðir helstu tískuhúsanna munu færa okkur skemmtilega blöndu af rokki og rómantík með vorinu. Herrarnir ættu að vera óhræddir við að setja sig í kúrekastellingar, nota stuttbuxur við fína jakka eða sveipa sig afslöppuðum blómamynstrum. Vorið verður villt og rómantískt.

jonogoskar.is

Sími 5524910

Laugavegi 61

Kringlan

Smáralind

NÁTTÚRULEGAR HÚÐVÖRUR Aloe Vera gel Hand & Body Lotion Moisturizing Cream

Sölustaðir: Hagkaup, Víðir, Fjarðarkaup, Lyfja og fleiri apótek.

rar Frábæ r vöru úr ngu eingö ulegum r náttú num. ef

Háar í mittið ! LauRie gallabuxur á 13.900 kr. 4 litir Stærð 34 - 56

Leggingsbuxur á 6.900 kr. 3 litir Stærð 36 - 48

Nýtt kortatímabil

Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16

Rebecca svakalega flott ! Fæst í stærðum 32-40 D,DD,E,F,FF,G á kr. 11.550,OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is


Helgin 21.-23. febrúar 2014

Söngskólinn í Reykjavík

SÖNGNÁMSKEIÐ • • • •

Næsta 7 vikna námskeið vetrarins hefst 3. mars

Fyrir fólk á öllum aldri: Sem undirbúningur fyrir frekara söngnám Tómstundagaman fyrir söngáhugafólk á öllum aldri

Kennslutímar:

Morguntímar / Síðdegistímar / Kvöldtímar

Söngtækni:

Raddbeiting / Túlkun / Einsöngur / Raddaður söngur

Tónmennt:

Tónfræði / Tónheyrnarþjálfun / Nótnalestur

• www.songskolinn.is

Allir geta fundið eitthvað fræðandi og skemmtilegt við sitt hæfi! Hvert námskeið stendur í 7 vikur og lýkur með prófumsögn og tónleikum.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans að Snorrabraut 54, sími 552-7366 kl. 10-16 alla virka daga

www.lyfja.is

Sýndu húðinni umhyggju Það borgar sig að bera umhyggju fyrir húðinni sem verndar líkama þinn. Falleg húð ber vott um góða heilsu. Gerðu vel við heilsu allrar fjölskyldunnar á húðverndardögum Lyfju í febrúar og nýttu þér úrvalsvörur fyrir húðina á 20% afslætti.

Locobase Repair Gott kuldakrem á andlit og hendur sem ver húð þína fyrir frosti og vindi og hentar bæði fyrir börn og fullorðna. Locobase Repair inniheldur hvorki rotvarnarefni né ilm- eða litarefni.

NeoStrata NeoStrata-húðvörur vinna gegn ótímabærri öldrun. Þær eru ofnæmisprófaðar og þróaðar af húðlæknum svo að gæðin eru mikil. Fjölbreytt úrval við allra hæfi.

Lágmúla Laugavegi Nýbýlavegi

Smáralind Smáratorgi Borgarnesi

Grundarfirði Stykkishólmi Búðardal

20% afsláttur út febrúar

20% afsláttur

Ceridal Ceridal er fitukrem fyrir þurra og viðkvæma húð sem veitir góða vörn í kulda og vindi. Má nota á sár og varir. Hentugt fyrir börn og ungbörn enda án parabena, ilm- og litarefna.

Decubal Decubal húðvörurnar eru ilmefnalausar og sérstaklega ætlaðar fyrir þurra og viðkvæma húð.

út febrúar

Patreksfirði Ísafirði Blönduósi

20%

afsláttur út febrúar

20% afsláttur út febrúar

Hvammstanga Skagaströnd Sauðárkróki

Húsavík Þórshöfn Egilsstöðum

Seyðisfirði Neskaupstað Eskifirði

Reyðarfirði Höfn Laugarási

Selfossi Grindavík Keflavík


48

bílar

Helgin 21.-23. febrúar 2014

 ReynsluakstuR FoRd Fiesta

Umhverfisvænn og hlaðinn öryggisbúnaði Ford Fiesta er lipur og fallegur bíll á góðu verði. Hann er hlaðinn öryggisbúnaði og hefur hlotið hæstu einkunn á öryggisprófunum. Vegna þess hversu umhverfisvænn hann er má leggja honum frítt í gjaldskyld bílastæði í Reykjavík. Kröfuhörð börn vilja geta séð vel út um glugga úr aftursætinu og það er sannarlega hægt í Ford Fiesta.

Kostir Hagkvæmur Töff hönnun Lipur í akstri Gott verð Umhverfisvænn Frítt í stæði

F

Lítið farangursrými

Framendi Ford Fiesta var endurhannaður á síðasta ári og er bíllinn því enn rennilegri en áður. Ljósmynd/Hari

eftir því hvað mér fannst blikk-hljóðið í stefnuljósinu vera notalegt. Síðar hafði ljósmyndari Fréttatímans sérstaklega á orði hvað honum fyndist einmitt þetta hljóð vera óþolandi. Það kom mér á óvart að þetta skyldi vera svona umdeilt hljóð, en ég stend vitanlega fast á mínu. Ég er alltaf svolítið vandfýsin á liti á bílum og var svo heppin að fá eldrauðan Fiesta til afnota. „Þú færð rauðan, í stíl við úlpuna þína,“ sagði sölustjórinn í Brimborg en þegar litið er yfir Evrópu eru vinsælustu litirnir hvítur, svartur og grár. Í útliti er hann bara heldur töff, með fallegar línur og gaman að spóka sig á honum, en á síðasta ári var fram-

endi Fiesta endurhannaður með góðum árangri. Við hönnun bílsins var lögð á að hann væri eins umhverfisvænn og mögulegt væri, hann er búinn eins lítra EcoBoost-vél, auk Start/stoptækninnar og honum má leggja ókeypis í bílastæði Reykjavíkurborgar sem er ótvíræður kostur. Öryggið skiptir alltaf máli og Fiesta fékk hæstu einkunn í árekstraprófunum, bæði hjá evrópsku og bandarískum umferðaröryggisstofnunum, Euro NCAP og IIHS. Þá er bíllinn búinn ISOFIX-festingum fyrir tvo bílstóla en ekki er pláss fyrir mikið meira í aftursætunum. Lítið farangursrými er líka óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að eiga smábíl en fólk verður

vitanlega að forgangsraða eftir eigin þörfum. Hvað stjórntæki varðar er bíllinn með My Key-tækni sem gerir fólki kleift að forrita lyklana með takmörkum á hámarkshraða og hljóðstyrk hljómtækja, svo dæmi séu tekin, sem líklega hentar best þegar lítt reyndir ökumenn taka við stýrinu. Stóri kosturinn er gott og mjög sanngjarnt verð. Um tíma hugsaði ég með mér að þetta væru fullkomin fyrstu kaup fyrir ungt fólk en eftir að vinur minn, sem ég skutlaði á bílnum, hafði á orði að bíllinn færi mér sérlega vel varð ég að viðurkenna að hann hentar þörfum mínum og minnar litlu fjölskyldu algjörlega, og dóttir mín hafði sérstaklega

Helstu upplýsingar Ford Fiesta Trend Beinskiptur, 5 dyra Vél 1,0i Hestöfl 100 Togkraftur 170 4,3 l/100 km í blönduðum akstri CO2: 99 g/km Lengd 3969 mm Breidd 1722 mm Farangursrými 290 lítrar Verð frá 2.450.000 kr

orð á því hvað hún sæi vel út um gluggana úr aftursætinu. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Bíll á mynd: Honda Civic 1.6i-DTEC Executive.

ord Fiesta var mest seldi bíllinn í sínum flokki í Evrópu í fyrra og það var hann líka árið áður. Þetta kemur alls ekki á óvart því þessi bíll hefur allt sem til þarf fyrir einstaklinga og litlar fjölskyldur, hvorki meira né minna. Bíllinn sem ég reynsluók var hefðbundinn Ford Fiesta Trend bensínbíll og er því svo haganlega fyrirkomið að það er engin leið að setja dísil á bensínbílinn, og öfugt. Ekki að ég kannist við að hafa lent í slíku óhappi. Bíllinn var ekki búinn neinum aukabúnaði en var þó búinn öllu sem þarf þó ég væri svolítið spennt fyrir upphitanlegri framrúðu sem hægt er að panta sérstaklega. Þó er hann mjög fljótur að hitna sem skiptir miklu á köldum febrúarmorgnum, ekki síst þegar dagurinn hefst á að keyra barn á leikskóla. Ég ætlaði nú ekki að skrifa það í þennan dóm en rétt áður en ég tók fyrstu beygjuna tók ég sérstaklega

HONDA CIVIC 1.6 DÍSIL 2

3.940.000

Umboðsaðilar:

Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 Bílver, Akranesi, sími 431 1985 Höldur, Akureyri, sími 461 6020 Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535

www.honda.is

Komdu í reynsluakstur og prófaðu Honda Civic dísil, með nýrri Earth Dreams Technology dísilvél, sem býður upp á einstakt samspil sparneytni og krafts.

3,6

4,0

/100km

Innanbæjar akstur

L

3,3

/100km

Blandaður akstur

Utanbæjar akstur

L

HONDA CIVIC 1.4 BENSÍN - BEINSKIPTUR, KOSTAR FRÁ KR. 3.490.000 HONDA CIVIC 1.8 BENSÍN - SJÁLFSKIPTUR, KOSTAR FRÁ KR. 3.940.000

/100km

HONDA CIVIC 1.6 DÍSIL KOSTAR FRÁ KR.

ÚTBLÁSTUR AÐEINS 94 g

L

3,6 L/100KM Í BLÖNDUÐUM AKSTRI C0

CO2 94 / g

útblástur

km

Áreiðanlegasti bílaframleiðandinn Samkvæmt What Car og Warranty Direct hefur Honda verið valin áreiðanlegasti bílaframleiðandinn átta ár í röð.

Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is


FRÁBÆRT ÚRVAL AF RÚMUM, SÓFUM OG HVÍLDARSTÓLUM – GÆÐI Í GEGN

Walton Tungusófi

Gary

Tungusófi með hvíldarstól í enda. Til hægri eða vinstri tunga í fjölmörgum litum, hvort sem tauáklæði eða alklæddur leðri.

Vinsæll sófi með stuðninginn á réttum stöðum. Hvíldarstólar í endum, raf- eða handstýrðir. Alklæddur leðri eða tauáklæði í mörgum litum.

Gary

Einstaklega þægilegur hægindastóll. Sérstök mjóbaksbólstrun gerir þennan stól mjög þægilegan. Fáanlegur raf- eða handstýrður. Margir litir í boði, alklæddur leðri eða í tauáklæði.

Yuni

Fallegur horn og tungusófi. Fæst hægri eða vinstra horn, alklæddur leðri í mörgum litum eða tauáklæði. Nokkrar stærðarútfærslur í boði. Hvíldarstóll í enda.

Rinoa tungusófi

Alklæddur leðri en einnig til með áklæði. Margar útfærslur og úrval lita. Hægri eða vinstri tungusófi

Ezzy

Nettur og góður hægindastóll með háu baki og stillanlegum hnakkapúða. Raf- eða handstýrður í mörgum litum, alklæddur leðri eða tauáklæði.

Massa

Stílhreinn og flottur hvíldarsófi með háu baki. Raf- eða handstýrðir hvíldarstólar í endum. Til í mörgum litum alklæddur leðri eða tauáklæði.

Mobius

Í senn nettur og þægilegur hægindastóll. Klassísk en nútímaleg hönnun með þægindin í huga. Alklæddur leðri, fáanlegur í fjölmörgum litum.

Espace

Demetra svefnsófi

Dawn tungusófi

Italiano

Flottur og vandaður tungusófi, alklæddur þykku nautaleðri. Hægri eða vinstri tunga.

Glæsilegur og vandaður svenfsófi frá Ítalíu. Hægt að fá í mörgum útfærslum og litum m.a sem tungusófi.

Flottur og mjög þæginlegur sófi. Fáanlegur í nokkrum litum í leðri og áklæði.

– og uppfylltu drauma þína um betri hvíld Hlíðasmára 1

Fallegur og einfaldur í notkun fyrir þá sem að eiga erfitt með að standa upp úr stólum. Til bæði í tauáklæði og alklæddur leðri í nokkrum litum.

Smekklegur og nettur sófi sem frábært er að sitja í. Nokkrar stærðir í boði. Alklæddur leðri eða tauáklæði. Mikið litaúrval.

Komdu í heimsókn LÚR

Tracy Lyftistóll

201 Kópavogi

Sími 554 6969

lur@lur.is

www.lur.is


50

heilabrot

Helgin 21.-23. febrúar 2014

Spurningakeppni fólksins 1. Hvað heitir trommuleikarinn í hljómsveitinni Pollapönki, sem vann Eurovision undankeppnina um síðustu helgi? 2. Hvað eru seðlabankastjórar margir á Íslandi? 3. Hvaða vorboði sást á Seltjarnarnesi í vikunni? 4. Hvað heitir vetrarhátíðin sem fór fram á Hólmavík um liðna helgi? 5. Hvor er eldri, Gísli Marteinn Baldursson eða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson? 6. Fjallagarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttur leggur brátt á sjötta tindinn af sjö sem hún hyggst klífa í þessari atrennu. Hver er síðasti tindurinn? 7. Hvaða ár tók álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði til starfa? 8. Hvað heitir landsátak Matís sem ætlað er að gera fólk meðvitaðra um mikilvægi fiskneyslu og tengdra afurða, svo sem lýsi? 9. Svíinn Zlatan Ibrahimovic er að eigin áliti besti knattspyrnumaður í heimi. Með hvaða félagsliði leikur hann um þessar mundir? 10. Hvernig er Dipsy í Stubbunum á litinn? 11. Hvaða kaupstaður á Norðurlandi hét eitt sinn Böggvisstaðasandur? 12. Hver hlaut fjölmiðlaviðurkenningu á ársþingi KSÍ fyrir að hafa „glætt útvarpslýsingar frá fótboltaleikjum nýju lífi“? 13. Hvaða vikudagur heitir Donnerstag í Þýskalandi? 14. Hver lék Lilla klifurmús í uppfærslu Þjóðleikhússins á Dýrunum í Hálsaskógi haustið 2012? 15. Hvað heita þjálfararnir í Biggest Loser Ísland?  Svör

 Sudoku 1. Pass. 2. Einn. 3. Lóan.

8

10. Rauður.

 

11. Grenivík. 12. Guðmundur Benediktsson.

 5. Gísli Marteinn.  6. Kilimanjaro.  4. Hörmungardagar.

13. Fimmtudagur.

3

14. Pass.

9 8 5 7 2 9 6 3

15. Pass.

7. 2003. 8. Pass. 9. Paris Saint-Germain.

?

 8 Stig

Sigursveinn Már Sigurðsson kennari.

1. Pass. 10. Grænn.

 3. Lóa.  2. Einn.

6. Kilimanjaro.

7 8

12. Guðmundur Benediktsson. 13. Fimmtudagur.

14. Ævar Þór Benediktsson.

1 6 3

 9 Stig

hjá Plain Vanilla.

?

Sigursveinn skorar á föður sinn Sigurð Sigursteinsson, framkvæmdastjóra Háskólafélags Suðurlands. Stígur sigrar í þriðja sinn og er því kominn í úrslit og hann skorar á Sunnu Valgerðardóttur fréttakonu.

1 7

5 3 7 4 5 6 3 9 2 1 9 6 3 5 5 7 2 1 3

Stígur Helgason

5

9 7

8. Pass. 9. Paris Saint-Germain.

1

8 2

15. Evert og Guðrún.

7. 2006.

2

 Sudoku fyrir lengr a komna

11. Siglufjörður.

4. Pass. 5. Gísli.

6 5 7 8 3 5 1

 kroSSgátan

1. Arnar Gíslason. 2. Einn. 3. Lóan. 4. Hörmungardagar. 5. Gísli Marteinn. 6. Kilimanjaro í Afríku. 7. 2007. 8. Fiskídag. 9. PSG (Paris Saint-Germain). 10. Grænn. 11. Dalvík. 12. Guðmundur Benediktsson. 13. Fimmtudagur. 14. Ævar Þór Benediktsson. 15. Evert Víglundsson og Gurrý Torfadóttir

177

TÖFRA

HLUTA

UPPRÁÐAGERÐ HRÓPUN

ÓVILD

ILMA

FUGL

FERÐALAG

FUGL ÚTDEILDI

KAUPUM

 lauSn 176

VERND

T A R A U Í S S T K R Ó A G N T A A F R L Æ M G A R Í B S T

SUNDRAST FUGL

SÓÐA NÝR

URGA

HREKJAST SÝNISHORN VAÐALL

E MUN URGA

S

HAFNARFIRÐI 552-8222 / 867-5117

EFNI

Lausn á krossgátunni í síðustu viku.

Gamlar Teiknimyndabækur {Hljómplötur} {Postulín} {Silfur} {Sjóminjar} {Gamla síma}…

NÚMER TVÖ

FLATBAKA GÖSLA

Ö VOÐI FÁTÆKRAHVERFI

G BUR TRJÁTEGUND

E FRAMLEIÐNI

B R Ú Ð K A U P S V E I S L A

E E K A R T A J A U F R G A E L Í T S L A Á B T T Ó Ó L O N U R I F K Ö

ÓSVIKINN

ÍSHÚÐ

SKÆRUR

SAMTÖK

SEFA SVIK

GLEÐJAST

BOLMAGN

HNOÐA SKÁL

FRJÓ

BLÖÐRU

SKURÐGOÐ GOSDRYKKUR

ÆSINGUR

HLUTI VERKFÆRIS

BÚSTAÐUR

SLAGA

HRÆÐA

MEN

SKÁK

KEFLI

RENNINGUR

DRYKKUR SVÍN

KK NAFN

BERIST TIL

Ö G V Í S T R I P R Ó T A Ú F N G U R I N G S G Ó M K R U S A A R Ó L N A M A I S T I N A E V A L T I Æ K A G T I U N A L T A M Ó R J A K O B Ú Ð F E I I R VOTTUR

HRJÚF

TRÉ

REYNA TÁL

ÓGREIDDUR ÓTTI

SAFNA SAMAN

DRULLA

VANVIRÐING

SPIL

TANNSTÆÐI

HÆGT ÁNA

MASAR

STEINTEGUND

HLÓÐIR KENNA

ÁTT

LOFTTEGUND

BLEYTA

EFNI

GLÆSIBÍLL ANGAÐI

DVELJA STAL

BÁRA

SKARÐ

SVÖRÐUR

RÖLT

REYNDAR

KLÆÐALAUS

HJÓLGJÖRÐ

TVEIR

ÁI

TRYGGUR

UPPHAF

EYÐIMÖRK

A S T F A E I N N D Ó A U R U R B E G A L A R S T Ó T A N R S G I A V L D A A R K A T L G A Ó T

TOGA

TVÍHLJÓÐI

AÐALSMANNS

SKRIFSTOFUTÆKI

Í RÖÐ GÓLA

TRÉ

SLANGA

FULLSKIPAÐ

ÓNEFNDUR

NÁLEGA ÚTLIT VÆTTA

FORNESKJA

ÚTDRÁTTUR

HEILU

MÁLMUR

SKVETTA

FUGL

KUSK

Aðeins 699-kr.

BELTI

SKEINA

FUGLAHLJÓÐ

STEFNUR

STEFNA

SLÁTTARTÆKI LABBA

SIGTI

SÍLL

KORN

KLÆÐI EINÓMUR

FÍKNIEFNI

HRUN

FRESTUR TVEIR EINS

TÓFT

AFGREIÐA

ÞRÁÐUR

DÝRAHLJÓÐ

MÖGLA

STEINTEGUND

RITVINNSLUFORRIT

GLEÐJAST

SANNFÆRINGAR

LEYFI

ENGINN

LÉREFT

MORÐS

TOGVINDA

SÁLAR

SKRIFA

ÞANGAÐ TIL

FYRST FÆDD

& gos/Kristall að eigin vali

UPPHRÓPUN STÚLKA

Lítill bátur eða salat m/kjúkling / roastbeef AÐSTOÐ

TALA

ÓHLJÓÐ

SJÚKDÓMUR

ANGAN

BRJÁLAÐUR

SMÆRRI

UTAN

LJÓMI

KRINGUM

SAMTÖK

SKRAN

Nýbýlavegi 32 S:577 577 3 supersub.is

NÍSTA

VAGGA

ÞJAKA

ÓLÆTI

KRAKKI

12” pizza 2 álegg Aðeins 999-kr.

HEPPNAST

MÆLIEINING

GÆTA

JAKKI OG PILS

ÞVAGA ÖFUG RÖÐ

KVENMAÐUR

UMFANG

Miðstærð af bát

EYJA

SJÁ OFSJÓNUM YFIR

HÁDEGISTILBOÐ

Aðeins 999-kr.

LITLAUS

BRODDUR

LÉST

FYRST FÆDD

GÖLTUR

HVÍLD

SÖNGRÖDD

VERKNÁM

SLEIKJA

Í RÖÐ

BLAÐUR


Frá kr.

149.900

Gönguferðir & Sérferðir

Allt að

15.0 0 bók unar 0 kr. til 23 .

af

febr sláttu úar 201 r 4

Léttganga á

ENNEMM / SIA • NM61544

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

Tenerife & Madeira

Cinque Terre

Vorið í Portúgal

Ítalskar vatnaperlur

Frá kr.169.900

Frá kr. 219.700

Frá kr. 279.900

Frá kr. 227.700

Fararstjóri: Níels R. Vendelbjerg

Fararstjóri: Einar Garibaldi Eiríks.

Fararstjóri: Sigrún Knútsdóttir

Fararstjóri: Una Sigurðardóttir

Léttganga er nýr og spennandi valkostur fyrir þá sem vilja fá hæfilega blöndu af góðri hreyfingu og slökun í fríinu.

Gönguferðir um ströndina og þorpin í Cinque Terre á Ítalíu, á svæði sem býr yfir óviðjafnanlegri náttúrufegurð, sögu og menningu.

Tenerife 18. mars í 10 nætur. Madeira 22. apríl í 8 nætur.

24./31. maí og 23. ágúst í 7 nætur.

Í þessari skemmtilegu vorferð kynnumst við mörgum af áhugaverðustu stöðum Portúgals sem eru á heimsminjaskrá UNESCO og förum í dagsferð til Lissabon.

Í þessari ferð skoðum við ítölsku vatnaperlurnar Lago Maggiore og Lago di Garda og nágrenni þeirra en vötnin eru svo sannarlega með fallegri stöðum Ítalíu.

6. júní í 10 nætur.

9. júní í 7 nætur.

Netverð á mann á Madeira m/ bókunarafsl. í tvíbýli frá kr. 169.900

Netverð á mann í tvíbýli frá kr. 219.700

Netverð á mann í tvíbýli frá kr. 279.900

Netverð á mann í tvíbýli frá kr. 227.700

Madeira

Flórens Frá kr. 168.300

Frá kr. 149.900

Fararstjóri: Valgerður Hauksdóttir

Fararstjóri: Ólafur Gíslason

Madeira er stundum nefnd „skrúðgarðurinn í Atlantshafinu“ enda með fádæmum gróðursæl og býr yfir náttúrutöfrum.

Flórens er án efa ein af fallegustu borgum heims, enda hefur borgin að geyma ófáar minjar á heimsminjaskrá UNESCO.

22. apríl í 8 nætur.

24. apríl í 4 nætur.

Netverð á mann m/bókunarafslætti í tvíbýli frá kr. 168.300

Netverð á mann m/bókunarafslætti í tvíbýli frá kr. 149.900

Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri • Sími 461 1099 • heimsferdir.is


sjónvarp

Helgin 21.-23. febrúar 2014

Föstudagur 21. febrúar RÚV

STÖÐ 2

SkjárEinn

SkjárEinn

RÚV

STÖÐ 2

07.00 Morgunstundin okkar 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10.32 Fisk í dag e. 11:35 Big Time Rush 10.40 Þrekmótaröðin 2013 (5:8) e. 12:00 Bold and the Beautiful 11.00 Sunnudagsmorgunn 13:45 Ísland Got Talent 12.00 VÓ – Íshokkí úrslit karlar Beint 14:40 Hello Ladies (7/8) 14.30 VÓ – Bobsleðar 15:15 Veep (7/8) 15.50 Táknmálsfréttir 15:50 Sjálfstætt fólk (22/30) 16.00 Lokaathöfn VÓ Beint 16:30 ET Weekend 18.30 Stundin okkar 17:15 Íslenski listinn allt fyrir áskrifendur 19.00 Fréttir 17:45 Sjáðu 19.20 Veðurfréttir 18:13 Leyndarmál vísindanna fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19.25 Íþróttir 18:23 Veður 19.40 Landinn 18:30 Fréttir Stöðvar 2 20.10 Brautryðjendur (3:8) (Valdís 18:50 Íþróttir Óskarsd.) 18:55 Eddan 2014 - Rauði dregillinn 20.40 Erfingjarnir (8:10) 19:206 Lottó 4 5 21.40 Afturgöngurnar (2:8) Ein19:25 Eddan 2014 Beint staklingar sem hafa verið taldir 21:30 Zero Dark Thirty Bíómynd látnir til nokkurs tíma, fara að frá 2012 sem segir frá leiðangri dúkka upp í litlu fjallaþorpi eins sérsveita Bandaríkjahers til þess og ekkert hafi í skorist. Atriði í að hafa hendur í hári Osama bin þáttunum eru ekki við hæfi barna. Ladens eftir hryðjuverkaárásina 22.35 Endurkoma Gamanmynd með á tvíburaturnana í New York. Penélope Cruz í aðalhlutverki. 00:05 Red Konu sem snýr aftur eftir sinn 01:40 Paul dag og tekur til sinna ráða við að 03:20 Franklyn koma friði á innan fjölskyldunnar. 04:55 ET Weekend Aðalhlutverk: Penélope Cruz, 05:40 Hello Ladies (7/8) Carmen Maura, Lola Duenas o.fl. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 09:30 30 km skíðaganga kv. Beint 00.40 Sunnudagsmorgunn e. 11:20 Evrópudeildarmörkin 2013/2014 01.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 12:15 Meistaradeild Evrópu SkjárEinn 12:40 Svig karla: Fyrri ferð Beint 06:00 Pepsi MAX tónlist 14:15 ÓL 2014 - samantekt 12:50 Dr. Phil 14:50 Skautahlaup liða Beint 14:10 Once Upon a Time (7:22) 16:10 Svig karla: Seinni ferð allt Beint fyrir áskrifendur 14:55 7th Heaven (7:22) 17:45 Njarðvík 15:35 90210 (7:22) 18:20 La Liga Report fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:15 Family Guy (17:21) 18:50 R. Sociedad - Barcelona Beint 16:40 Made in Jersey (4:8) 20:55 Samhliða snjóbrettasvig karla 17:25 Parenthood (7:15) 22:00 ÓL 2014 - samantekt 18:10 The Good Wife (2:22) 22:30 Real Madrid - Elche 19:00 00:10 Real Sociedad - Barcelona 4 Friday Night Lights 5 (6:13) 19:40 Judging Amy (4:23) 01:50 NBA 2013/2014 - All Star Game 20:25 Top Gear - LOKAÞÁTTUR (6:6) 21:15 Law & Order (3:22) 22:00 The Walking Dead (8:16) 10:15 Messan 22:45 The Biggest Loser - Ísland (5:11) 11:35 Match Pack 23:45 Elementary (7:22) 6 12:05 Enska úrvalsdeildin - upphitun 00:35 Scandal (6:22) 12:35 Chelsea - Everton Beint 01:20 The Bridge (7:13) allt fyrir áskrifendur 14:50 Arsenal - Sunderland Beint 02:00 The Walking Dead (8:16) 17:20 C. Palace - Man. Utd. Beint 02:45 The Tonight Show fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:30 Cardiff - Hull 03:30 The Tonight Show 21:10 Man. City - Stoke 04:15 Beauty and the Beast (16:22) 22:50 WBA - Fulham 04:55 Pepsi MAX tónlist 00:30 West Ham - Southampton

07.00 Morgunstundin okkar 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10.30 Landinn e. 08:10 Malcolm in the Middle (4/22) 11.00 Gettu betur (3:7) e. 08:30 Ellen (145/170) S 12.05 Djöflaeyjan e. 09:10 Bold and the Beautiful 12.40 Viðtalið (Dr. Andreas Hensel) 09:30 Doctors (12/175) 13.05 Fisk í dag 10:15 Harry's Law (13/22) 13.15 Snæfell-Haukar 11:00 Celebrity Apprentice (3/11) 15.45 Grindavík-ÍR (2:2) 12:35 Nágrannar 13:00 Time Traveler's Wife allt fyrir áskrifendur17.40 Grettir (17:52) 17.53 Ég og fjölskyldan mín – Danni 14:45 The Glee Project (2/12) 18.10 Táknmálsfréttir 15:25 Ærlslagangur Kalla kanínu fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18.20 Ævar vísindamaður (4:8) 15:45 Xiaolin Showdown 18.45 Gunnar 16:10 Waybuloo 18.54 Lottó 16:30 Ellen (146/170) 19.00 Fréttir 17:10 Bold and the Beautiful 19.20 Veðurfréttir 17:32 Nágrannar 4 5 19.25 Íþróttir 17:57 Simpson-fjölskyldan (1/21) 19.40 Hraðfréttir e. 18:23 Veður 19.45 Vetrarólympíuleikar – Hátíðar18:30 Fréttir Stöðvar 2 sýning á skautum 18:47 Íþróttir 22.15 Á bláþræði Mynd sem til18:54 Ísland í dag nefnd var til 7 Óskarsverðlauna 19:11 Veður og er byggð á raunverulegum 19:20 The Simpsons atburðum seinni heimsstyrj19:45 Spurningabomban aldarinnar. Leikstjóri: Terrence 20:35 Batman & Robin Malick. Atriði í myndinni eru ekki 22:40 Son Of No One Spennumynd frá 2011 með Channing Tatum, Al við hæfi barna. 01.00 Glundroðakenningin GamanPacino, Katie Holmes, Ray Liotta mynd um fullkomnunarsinna og Juliette Binoche. með skipulagsáráttu sem tekst 00:10 Staten Island að ganga framaf sínum nánustu 01:45 Happy Tears og sér sig knúinn til að breyta 03:20 Time Traveler's Wife um lífstíl. Atriði í myndinni eru 05:05 The Simpsons ekki við hæfi ungra barna.e. 05:30 Fréttir og Ísland í dag 02.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

06:00 Pepsi MAX tónlist 09:30 Skíðaat kvenna Beint 12:10 Dr. Phil 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:00 ÓL 2014 - samantekt 14:10 Top Chef (11:15) 08:30 Dr. Phil 11:30 Spænsku mörkin 2013/14 14:55 Got to Dance (7:20) 09:10 Pepsi MAX tónlist 12:00 Undanúrslit Beint 15:45 Judging Amy (3:23) 16:10 Svali&Svavar (7:12) 14:30 4x6 km boð-sk.skotf. kv. Beint 16:30 Sean Saves the World (7:18) 16:50 The Biggest Loser - Ísland (5:11) 16:30 ÓL 2014 - samantekt 17:50 Dr. Phil 17:00 Undanúrslit Beint. allt fyrir áskrifendur16:55 Svali&Svavar (7:12) 17:35 The Biggest Loser - Ísland (5:11) 18:30 Minute To Win It 19:30 Njarðvík 18:35 Franklin & Bash (6:10) 19:15 The Millers (7:22) 20:00 La Liga Report fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:20 7th Heaven (7:22) 19:40 America's Funniest Home Vid. 20:30 Meistaradeild Evrópu 20:00 Once Upon a Time (7:22) 20:05 Family Guy (17:21) 21:00 Evrópudeildarmörkin 20:45 Made in Jersey (4:8) 20:30 Got to Dance (7:20) 22:00 ÓL 2014 - samantekt 21:30 The Wendell Baker Story 21:20 90210 (7:22) 22:30 Njarðvík 23:10 22:00 Friday Night Lights (6:13) 23:00 NBA 2013/2014 - All Star Game 4 Trophy Wife (7:22)5 23:35 Blue Bloods (7:22) 22:40 The Tonight Show 00:25 Arsenal - Bayern Munchen 00:20 Mad Dogs (1:4) 23:25 Saving Private Ryan 01:05 Friday Night Lights (6:13) 02:15 The Good Wife (2:22) 01:45 Made in Jersey (4:8) 03:05 In Plain Sight (4:13) 14:25 Arsenal - Man. Utd. 02:30 The Tonight Show 03:50 Ringer (19:22) 16:05 Sunderland - Hull 03:15 The Tonight Show 04:30 Beauty and the Beast (15:22) 17:45 Premier League World 04:00 The Mob Doctor (12:13) 05:10 Pepsi MAX tónlist 18:15 Arsenal - Norwich 04:45 Pepsi MAX tónlist allt fyrir áskrifendur 20:00 Match Pack 4 20:30 Enska úrvalsdeildin - upphitun SkjárSport fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:00 Manstu 10:30 & 16:15 Love Happens 06:00 Eurosport 2 08:20 & 15:05 Bowfinger 21:50 Football League Show 2013/14 12:20 & 18:05 Trouble With the Curve 12:00 Eurosport 2 09:55 & 16:45 Stand By Me allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 22:20 Chelsea - Newcastle 14:10 & 19:55 Philadelphia 14:25 Hamburg - Borussia Dortmund 11:25 & 18:15 City Slickers 23:40 Alex Cross 16:35 Hamburg - Borussia Dortmund 13:15 & 20:10 Pitch Perfect fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 01:20 Conan The Barbarianfréttir, fræðsla, sport og skemmtun SkjárSport 19:40 NEC Nijmegen - PSV Eindhoven 4 522:00 & 03:15 Milk 6 06:00 Eurosport 2 21:50 NEC Nijmegen - PSV Eindhoven 00:05 Fire With Fire 12:00 Eurosport 2 23:50 Eurosport 2 01:45 Blood Out

297 kr. Rafhlöður

p r. pk

.

Ve rð fr á

57 kr. p r. stk

.

4

Ve rð fr á

288 kr. p r. stk

.

RV - birg in

í skrifst n þinn o og daglefuvörum rekstr ar gum vörum

5

08:20 Man. City - Stoke 10:00 Cardiff - Hull 11:40 Crystal Palace - Man. Utd. 13:20 Liverpool - Swansea Beint allt fyrir áskrifendur 15:50 Norwich - Tottenham Beint 18:00 Newcastle - Aston Villa fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:40 Arsenal - Sunderland 21:20 Liverpool - Swansea 23:00 Norwich - Tottenham 00:40 Chelsea - Everton

08:10 & 15:05 Office Space 09:40 & 16:35 Rumor Has It allt fyrir áskrifendur 4 11:15 & 18:10 P.S. SkjárSport 12:55 & 19:50 Erin Brockovich 06:00 Eurosport 2 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00 & 03:50 Boys Don't Cry 13:25 AFC Ajax - AZ Alkmaar 23:55 Match Point 15:25 AFC Ajax - AZ Alkmaar 01:55 Dark Tide 17:25 Eurosport 2

698 kr. p r. stk

4

6

Ve rð fr á

Reiknivélar

Ve rð fr á

6

06:55 50 km skíðaganga karla Beint 09:55 Evrópudeildarmörkin 10:55 Bobsleðak. 4ra manna Beint 12:00 Úrslitaleikur Beint 14:30 ÓL 2014 - samantekt 15:00 Meistaradeild Evrópu 15:30 Setningarathöfn Ólympíul. allt fyrir áskrifendur 16:00 Lokahátíð Ólympíul. Beint 18:50 Njarðvík fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:20 La Liga Report 19:506Osasuna - Atletico 22:00 ÓL 2014 - samantekt 22:30 NBA - Rodman Revealed 22:55 Oklahoma - L.A. Clippers 4 00:35 Osasuna - Atletico

RV skrifstofuvörutilboð 6

Bréfabindi

5

Kúlupennar

4

5

STÖÐ 2 06:10 Fréttir 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10:05 Victorious 10:30 Nágrannar 12:15 60 mínútur (20/52) 13:00 Mikael Torfason - mín skoðun 13:50 Spurningabomban 14:40 Heimsókn 15:10 Heilsugengið allt fyrir áskrifendur 15:40 Modern Family (4/24) 16:05 Um land allt fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:35 Léttir sprettir 17:10 Geggjaðar græjur 17:30 Ísland Got Talent 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 4 6 18:55 Sportpakkinn (26/50) 19:10 Sjálfstætt fólk (23/30) 19:45 Ísland Got Talent 20:35 Mr. Selfridge 21:25 The Following (5/15) 22:10 Banshee (7/10) 23:00 60 mínútur (21/52) 23:45 Mikael Torfason - mín skoðun 00:30 Daily Show: Global Edition 00:55 Nashville (7/22) 01:40 True Detective (5/8) 02:30 Mayday (4/5) 03:30 American Horror Story: Asylum 04:15 Mad Men (8/13) 05:05 The Untold History of The US

.

Ve rð fr á

498 kr. p r. 5 0

0 b l.

5

Ve rð fr á

297 kr. p r. pk

.

Tússlitir

RÚV 09.25 VÓ – Skíðaat Beint 12.40 VÓ – Alpagreinar kv. Beint. 14.20 VÓ – Skíðaskotfimi kv. Beint 16.10 VÓ – Alpagreinar Beint 17.30 Litli prinsinn (11:25) 17.52 Hið mikla Bé (11:20) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Nigellissima (2:6) e. 19.00 Fréttir 19.25 Veðurfréttir 19.30 Íþróttir 19.40 Njósnari (5:10) 20.10 Gettu betur (4:7) Spurningakeppni framhaldsskólanna. 21.15 Barnaby ræður gátuna - Í djörfum leik Íþróttamaður úr þorpinu vinnur til verðlauna í New York og kemur þar með óvæntu róti á samfélagið heima fyrir. 22.45 Stjúpfaðirinn Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 00.25 Hausaveiðarar Norsk spennumynd frá 2011 byggð á sögu eftir Jo Nesbø um ráðningarfulltrúann Roger Brown sem fæst við listaverkaþjófnað í frístundum til að standa undir dýrum lífsstíl þeirra hjóna. Konan hans kynnir hann fyrir dularfullum manni sem á verðmætt málverk og í framhaldi af því kemst Roger í hann krappann. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 02.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

Sunnudagur 23. febrúar

Laugardagur 22. febrúar

Ljósritunarpappír

52

Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is

5

6


JIMMY FALLON ER MÆTTUR TIL STARFA!

Sumir segja að Jimmy Fallon sé skemmtilegasti maður í heimi. Við á SkjáEinum erum sannfærð um það.

The Tonight Show undir stjórn Jimmy Fallon er á dagskrá SkjásEins alla virka daga kl. 22.40. Gestir kvöldsins eru Michelle Obama, Will Ferrell og Arcade Fire.

TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT! SKJARINN.IS | 595 6000


54

bíó

Helgin 21.-23. febrúar 2014

 Frumsýnd allan k arlsson er mættur

 Frumsýndar ride along og i, Frankenstein

Gamlinginn skríður í bíó

Gangavörður og óskapnaður

Sænska metsölubókin Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf eftir Jonas Jonasson sló hressilega í gegn og þá ekki síst á Íslandi þar sem bókin seldist í vel yfir 20.000 eintökum. Vinsældirnar urðu til þess að í snatri var gengið í að kvikmynda bókina og nú er hann loksins mættur í bíó, öldungurinn Allan Karlsson og verður sjálfsagt tekið fagnandi. Sænski leikstjórinn Felix Herngren leikstýrir myndinni. Hann nýtur mikilla vinsælda og virðingar í heimalandinu ekki síst fyrir sjónvarpsþættina Solsidan sem hann skrifar, framleiðir og leikstýrir auk

Myndirnar I, Frankenstein og Ride Along eru frumsýndar á föstudag. Í þeirri fyrrnefndu leikur Aaron Eckahart óskapnað Viktors Frankensteins sem er enn í fullu fjöri þótt 200 ár séu liðin frá því skapari hans fórst á Norðurpólnum. Sköpunarverkið hefur nú tekið upp nafnið Adam og berst á vegum Mikaels erkiengils við djöfla sem stefna á heimsyfirráð. Í Ride along leikur Kevin

þess að leika í þeim. Hafi það farið fram hjá einhverjum fjallar bókin og myndin um Allan sem vaknar á 100 ára afmælisdegi sínum, nennir ekki í eigin afmælisveislu, skríður út um glugga á elliheimilinu og lætur sig hverfa. Á flóttanum lendir hann í ævintýralegum aðstæðum en rekur um leið ótrúlegt lífshlaup sitt þar sem við sögu koma ýmis frægðarmenni undangenginnar aldar, svo sem Franco hershöfðingi, Harry S. Truman, Stalín, Maó Tse Tung og Kim II Sung. Flakk öldungsins um Svíþjóð verður því eins konar rússíbanaferð

Gamlinginn hittir kynlega kvisti á flóttanum.

í gegnum 20. öldina, þar sem Allan reynist heldur betur hafa komið við sögu

Óskapnaður Frankensteins er ekki dauður úr öllum æðum.

Hart öryggisvörð í grunnskóla sem dreymir um að verða lögga. Hann fær óvænt tækifæri til að

sanna sig þegar harðsnúin lögga, tilvonandi mágur hans, tekur hann upp á sína arma.

 Frumsýnd nebr ask a

ÉG UM MIG OG MÖMMU

(12)

SÝNINGARTÍMAR Á MIDI.IS

REGNHLÍFARNAR FRÁ CHERBOURG (L) SUN: 20.00

remst

– fyrst og f

SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS!

MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711

remst

– fyrst og f

A G E E M-E- LBOÐ GOTT TI

ódýr!

40% afsláttur

Hámark 4 pakkar

á mann meðan birgðir endast!

Bruce Dern og Will Forte leggja land undir fót og halda til Nebraska.

Ferð með vafasamt fyrirheit Leikstjóranum og handritshöfundinum Alexander Payne er einkar lagið að segja hjartnæmar og mannlegar sögur og kann þá einna best við sig á vegum úti. Í Nebraska dustar hann rykið af gamla jaxlinum Bruce Dern og sendir hann í tilgangslaust ferðalag frá Missouri til Nebraska þar sem sá gamli telur milljón dollara bíða sín.

699

kr. pk.

a

. r 1199 kúr.llpukr, 12 stk. Verð áðaule rnisr Lambi s

S ke m m t i s i g l i n g a r m e ð N o r w e g i a n C r u i s e L i n e Feneyar, Grikkland og Tyrkland 15. maí verð frá kr. 265.000 Alaska 21. ágúst verð frá kr. 360.000 Barcelona og Miðjarðarhafið 29. ágúst verð frá 275.000 Feneyjar og Barcelona 13. september verð frá kr. 360.000 Panama og Los Angeles 31. október verð frá kr. 424.000 Karabískahafið og Orlando 14. nóvember verð frá kr. 288.000 Íslensk fararstjórn

Valið besta skipafélag í Evrópu síðustu sex ár

www.norræna.is

Sími 570 8600

www.norræna.is sími 570 8600

Dern leikur í Nebraska roskna fyllibyttu sem er mátulega skemmdur og ruglaður af áratuga drykkju.

lexander Payne er snjall handritshöfundur og leikstjóri sem hefur verið fastagestur á Óskarnum með myndir sínar og hefur hlotið verðlaun í tvígang, fyrir handrit sín að Sideways og The Descendants. Hann er einnig tilnefndur í ár fyrir handrit Nebraska en myndin fékk sex óskarstilnefningar, meðal annars sem besta myndin auk þess sem Payne er tilnefndur fyrir leikstjórn og Bruce Dern sem besti leikarinn. Dern leikur í Nebraska roskna fyllibyttu sem er mátulega skemmd og rugluð af áratuga drykkju. Sá gamli býr í Missouri en vill óður og uppvægur komast sem fyrst til Nebraska þegar hann fær tilkynningu um að hann hafi unnið milljón dollara í happdrætti og þurfi að vitja peninganna þar. Allt heilvita fólk sér auðvitað að sá gamli er lentur í svikamyllu en hann gefur sig ekki og sonur hans lætur til leiðast og fellst á að keyra hann á áfangastað. Payne kom sér vel fyrir á Hawaii í The Descendants en er nú aftur kominn út á þjóðveginn en þar hefur hann áður spunnið bráðskemmtilegar þroskasögur laskaðara einstaklinga í About Schmidt og hinni kostulegu Sideways sem sagði frá pílagrímsferð rauðvínsgutlara um vínekrur Kaliforníu. Ökuferð feðganna gefur þeim tækifæri til þess að eyða tíma saman og kynnast betur og að því leyti getur hún orðið ábatasöm þótt

hún komi varla til með að hafa stórkostleg áhrif á fjárhag gamla mannsins. Will Forte leikur soninn sem lætur delluna eftir þeim gamla en hann er þekktastur fyrir frammistöðu sína í Saturday Night Live-þáttunum og kvikmyndinni MacGruber. June Squibb, Kevin Kunkel, Elizabeth Moore, Glendora Stitt, Angela McEwan og fleiri leikarar koma einnig við sögu ásamt þeim frábæra Bob Odenkirk sem fór á kostum sem lögmaðurinn Saul Goodman í Breaking Bad og gamla harðjaxlinum Stacy Keach. Bruce Dern er gamall í hettunni en hefur ekki látið mikið fyrir sér fara á síðustu árum en hefur þó látið til sín taka í sjónvarpsþáttunum Big Love á kapalstöðinni HBO. Þá skaut hann upp kollinum í Tarantino-myndinni Django Unchained en á löngum ferli hefur hann unnið með nafntoguðum leikstjórum á borð við Alfred Hitchcock, Elia Kazan, Bob Rafelson og Hal Ashby. Dern var verðlaunaður fyrir leik sinn í myndinni í Cannes í vor og þar var myndin einnig tilnefnd til Gullpálmans.

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


Markhönnun ehf

Kræsingar & kostakjör

nýtt kortatímabil

Sýrður rjóMi 10% í flösku Stykkjaverð Áður 309

294,kjúklinga FajitaS fyrir fjóra:

450 g kjúklingabringur (eða nautakjöt), skornar í lengjur Casa Fiesta tortillavefjur 2 litlar rauðar eða grænar paprikur, skornar í lengjur 1 lítill laukur, niðurskorinn 3 hvítlauksrif, niðurskorin 1 1/4 tsk. cumin krydd 1 tsk. chilli krydd 1 krukka Casa Fiesta salsasósa olía til steikingar Meðlæti: Ms sýrður rjómi, Casa fiesta guacamole, Ms rifinn ostur og ólífur. Hitið olíu á pönnu. steikið paprikuna, laukinn og hvítlaukinn þar til paprikan er orðin mjúk og laukurinn gylltur að lit. setjið kjúklinginn út á pönnuna, ásamt cumin og chilli kryddinu. steikið þar til kjötið er ekki lengur bleikt að lit. Hellið salsasósunni út á pönnuna og látið malla þar til kjúklingurinn er steiktur í gegn.

20% afsláttur af Casa Fiesta vörum

Mozzarella rifinn 200 g pakkaverð Áður 345

328,-

Hitið tortillurnar samkvæmt leiðbeiningum á umbúðunum. fyllið tortillurnar með kjúklingafyllingunni. Bætið meðlæti að eigin vali ofan á. Berið fram strax.

SuShibakki 12 Bitar blandað Áður 1.298

-300kr

998,m u n n i m við ykkur á að:

grandaótt

ereð lágt verð dag og n m ! t t ó n m e s g a d – in m o k l e v a g e l n a t r a j h ið r Ve Tilboðin gilda 20. - 23. feb 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Lóan er komin Sumarvesti Handprjónasamband Íslands Skólavörðustíg 19 s. 552-1890 www.handknit.is

Óskasteinar – „Verulega góð kvöldskemmtun”

– SA, tmm.is

Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið) Lau 8/3 kl. 20:00 frums Mið 19/3 kl. 20:00 aukas Þri 11/3 kl. 20:00 aukas Fim 20/3 kl. 20:00 aukas Mið 12/3 kl. 20:00 2.k Fös 21/3 kl. 20:00 6.k Fim 13/3 kl. 20:00 3.k Lau 22/3 kl. 20:00 7.k Fös 14/3 kl. 20:00 aukas Sun 23/3 kl. 20:00 8.k Lau 15/3 kl. 20:00 4.k Fös 28/3 kl. 20:00 aukas Sun 16/3 kl. 20:00 5.k Lau 29/3 kl. 20:00 9.k Ótvíræður sigurvegari á merkustu leiklistarhátíðar Breta

Sun 30/3 kl. 20:00 10.k Lau 5/4 kl. 20:00 aukas Sun 6/4 kl. 20:00 11.k Fös 11/4 kl. 20:00 12.k Lau 12/4 kl. 20:00 13.k Sun 13/4 kl. 20:00 14.k Sun 27/4 kl. 20:00 15.k

56

menning

Helgin 21.-23. febrúar 2014

 jón k alman ausinn loFi í Verdens gang

Skínandi skáldskapur Þríleikur Jóns Kalmans Stefánssonar sem hófst með Himnaríki og helvíti og lauk með Hjarta mannsins er allur kominn út á norsku. Norski rithöfundurinn og gagnrýnandinn Gabriel Michael Vosgraff Moro skrifar ritdóm um lokabindið, Menneskets hjerte, í Verdens Gang og fer ekki leynt með hrifningu sína. Moro segir þessar þrjár bækur Jóns um líf fólks á Íslandi fyrir hundrað árum síðan hafa fengið glimrandi dóma á Íslandi og að með vandaðri norskri þýðingu Tone Myklesbosts fái norskir lesendur

nú loks að njóta til fullnustu eins af metnaðarfyllstu skáldverkum Norðurlanda á síðustu árum. Jón Kalman er sagður vekja sögupersónur sínar til lífsins með ljóðrænum og harmrænum texta sínum. Langar setningar og frásagnarháttur Jóns framkalli skýrar myndir af persónunum og krefjist um leið mikils af lesandanum. Moro segir Menneskets hjerte ekki vera auðlesna bók en fegurð hennar nái slíkum tökum á lesandanum að hún hafi varanleg áhrif á hann.

Jóni Kalman er hrósað í hástert í ritdómi um Hjarta mannsins í Verdens Gang.

 Frumsýning gjörningaklúbburinn í listasaFni íslands

Hamlet (Stóra sviðið)

Fös 21/2 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00 Fös 28/2 kl. 20:00 lokas Frægasta leikrit allra tíma. Ný kynslóð, nýir tímar, nýr Hamlet. Lokasýningar

Óskasteinar (Nýja sviðið)

Fös 21/2 kl. 20:00 12.k Sun 2/3 kl. 20:00 17.k Fös 14/3 kl. 20:00 Þri 4/3 kl. 20:00 18.k Lau 15/3 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00 13.k Mið 5/3 kl. 20:00 19.k Sun 16/3 kl. 20:00 Sun 23/2 kl. 20:00 14.k Fim 6/3 kl. 20:00 aukas Mið 19/3 kl. 20:00 Þri 25/2 kl. 20:00 15.k Fös 7/3 kl. 20:00 aukas Fim 20/3 kl. 20:00 Mið 26/2 kl. 20:00 aukas Lau 8/3 kl. 20:00 20.k Fös 21/3 kl. 20:00 Fim 27/2 kl. 20:00 aukas Fös 28/2 kl. 20:00 16.k Sun 9/3 kl. 20:00 21.k Lau 22/3 kl. 20:00 Fim 13/3 kl. 20:00 Sun 23/3 kl. 20:00 Lau 1/3 kl. 20:00 aukas Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla

Bláskjár (Litla sviðið)

Sun 23/2 kl. 20:00 5.k Lau 8/3 kl. 20:00 aukas Lau 15/3 kl. 20:00 aukas Lau 1/3 kl. 20:00 Sun 9/3 kl. 20:00 aukas Sun 2/3 kl. 20:00 aukas Fös 14/3 kl. 20:00 aukas Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson. Aðeins þessar sýningar

Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið)

Sun 23/3 kl. 20:00 Sun 30/3 kl. 20:00 Fræðandi uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í

ÍD: Þríleikur (Stóra sviðið)

Sun 23/2 kl. 20:00 4.k Sun 2/3 kl. 20:00 5.k Sun 9/3 kl. 20:00 Íslenski dansflokkurinn sýnir þrjú ný verk á kvöldinu Þríleikur

Þær Eirún, Jóní og Sigrún hafa unnið saman gjörninga í 18 ár en láta nú reyna á leiklistarformið í nýju verki. Ljósmynd/Hari

Hugsa minna - skynja meira Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is

leikhusid.is

ENGLAR ALHEIMSINS – HHHHH

„Leikhús á öðru plani...fullkomin útfærsla á skáldsögunni.“ Fbl SÁS

Englar alheimsins (Stóra sviðið)

Sun 23/2 kl. 19:30 74.sýn Sun 9/3 kl. 19:30 78.sýn Lau 1/3 kl. 19:30 75.sýn Mið 19/3 kl. 19:30 77.sýn Sun 2/3 kl. 19:30 76.sýn Sun 23/3 kl. 19:30 81.sýn Veilsa aldarinnar - leikrit ársins 2013. Síðustu sýningar!

Mið 26/3 kl. 19:30 Aukas. Fim 27/3 kl. 19:30 Aukas. Sun 30/3 kl. 19:30 lokas

SPAMALOT (Stóra sviðið)

Fös 21/2 kl. 19:30 Frums. Fös 7/3 kl. 19:30 6.sýn Sun 16/3 kl. 16:00 Aukas. Lau 22/2 kl. 19:30 2.sýn Lau 8/3 kl. 19:30 Aukas. Fim 20/3 kl. 19:30 11.sýn Mið 26/2 kl. 19:30 Aukas. Mið 12/3 kl. 19:30 7.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 12.sýn Fim 27/2 kl. 19:30 3.sýn Fim 13/3 kl. 19:30 8.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 13.sýn Fös 28/2 kl. 19:30 4.sýn Fös 14/3 kl. 19:30 9.sýn Fim 6/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 15/3 kl. 19:30 10.sýn Dásamleg, fáránleg della - óbærilega fyndinn nýr söngleikur!

Svanir skilja ekki (Kassinn)

Fös 28/2 kl. 19:30 Frums. Fös 14/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 29/3 kl. 19:30 13.sýn Mið 5/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 15/3 kl. 19:30 8.sýn Fim 3/4 kl. 19:30 14.sýn Fim 6/3 kl. 19:30 3.sýn Sun 16/3 kl. 19:30 Aukas. Fös 4/4 kl. 19:30 15.sýn Fös 7/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 20/3 kl. 19:30 9.sýn Lau 5/4 kl. 19:30 16.sýn Lau 8/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 10.sýn Sun 13/4 kl. 19:30 17.sýn Mið 12/3 kl. 19:30 Aukas. Lau 22/3 kl. 19:30 11.sýn Fim 13/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 28/3 kl. 19:30 12.sýn Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur um undarlegt eðli hjónabandsins.

Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)

Lau 22/2 kl. 20:00 23.sýn Fim 6/3 kl. 20:00 30.sýn Lau 22/2 kl. 22:30 24.sýn Fös 7/3 kl. 20:00 31.sýn Mið 26/2 kl. 20:00 25.sýn Fös 7/3 kl. 22:30 32.sýn Fim 27/2 kl. 20:00 26.sýn Fim 13/3 kl. 20:00 33.sýn Fös 28/2 kl. 20:00 27.sýn Fös 14/3 kl. 20:00 34.sýn Fös 28/2 kl. 22:30 28.sýn Fös 14/3 kl. 22:30 35.sýn Mið 19/3 kl. 20:00 36.sýn Mið 5/3 kl. 20:00 29.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!

ÓVITAR (Stóra sviðið) Sun 23/2 kl. 13:00 Síðustu sýningar.

Sun 2/3 kl. 13:00

Fim 20/3 kl. 19:30 37.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 38.sýn Fös 21/3 kl. 22:30 39.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 Aukas. Lau 22/3 kl. 22:30 Aukas. Mið 26/3 kl. 20:00

Sun 9/3 kl. 13:00 Lokas.

Karíus og Baktus (Kúlan)

Lau 1/3 kl. 13:30 Lau 8/3 kl. 13:30 Lau 15/3 kl. 13:30 Lau 1/3 kl. 15:00 Lau 8/3 kl. 15:00 Lau 15/3 kl. 15:00 Það miklu betra að hitta Karíus og Baktus í leikhúsinu en að hafa þá í munninum.

Aladdín (Brúðuloftið)

Lau 22/3 kl. 13:00 16.sýn Lau 29/3 kl. 13:00 18.sýn Lau 5/4 kl. 13:00 20.sýn Lau 22/3 kl. 16:00 17.sýn Lau 29/3 kl. 16:00 19.sýn Lau 5/4 kl. 16:00 21.sýn 1001 galdur - brúðuleiksýning fyrir 4ra til 94 ára. Allra síðustu sýningar.

551 1200

HVERFISGATA 19 LEIKHUSID.IS

MIDASALA@LEIKHUSID.IS

Gjörningaklúbburinn býður upp á klukkutíma upplifun Listasafni Íslands. Til að taka þátt þarf að tryggja sér miða því sýningarfjöldi er takmarkaður, mæta svartklæddur eftir lokun á safnið og helst að skilja rökhugsunina eftir heima. Gestir mega búast við öðruvísi sýningu, sjónrænni veislu sem örvar öll skynfæri og leikur sér að mörkum leikhúss og myndlistar.

V

ið erum að leggja áherslu á hversu mikilvægt það er að treysta skynjuninni því við búum í þjóðfélagi sem byggir svo mikið á rökhyggju. Við erum ekkert endilega að gagnrýna rökhugsunina heldur viljum við bara leggja áherslu á að maður eigi að líka að treysta tilfinningum sínum og skynfærum. Þetta er nú skringileg skipun en kannski er þetta frekar hvatning. Þetta er eiginlega boð og skipun,“ segir Eirún Sigurðardóttir, einn meðlima Gjörningaklúbbsins, og hlær. Eirún og samstarfskonur hennar láta nú reyna á leiklistarformið í nýju verki. Hún segir rökhugsunina oftast ná yfirhöndinni yfir tilfinningunum. „Í mörgu í lífinu þá treystum við öðru en rökum, til dæmis ástinni eða listinni. Við ættum að taka þessa þætti meira til greina. Þennan heim ætlum við að bjóða fólki að koma inn í eftir lokun safnisins. Fólk fær að koma og sjá sýningu sem er allt öðruvísi en sýningar sem það á að venjast hér í Listasafninu. Það er ekki hægt að sjá verkið á venjulegum opnunartíma og fólk verður að koma sérstaklega til að sjá verkið og verða hluti af því. Það er nauðsynlegt að upplifa það.“ Gjörningaklúbbinn skipa þær Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir. Þær hafa fléttað saman líf og

list í 18 ár og gjörningurinn er þeirra tjáningarmáti, en þetta er í fyrsta sinn sem þær róa svo langt út á leiklistarmiðin. „Oftast gerum við bara gjörning einu sinni en núna erum við að fá lánað þetta skipulag leikhússins, verðum með 12 sýningar og það er takmarkaður sýningarfjöldi Áhorfendur eru þátttakendur í verkinu og mega búast við veislu fyrr öll skynfæri. Gestirnir þurfa að huga að ýmsu. Í fyrsta lagi þurfa þeir að vera alveg svartlæddir og svo þurfa þeir að koma hér í skjóli nætur. Ganga svo inn í verkið sem ein stór svört heild og reyna á ýmis skynfæri, en án þess þó að nokkur sé tekin úr hópnum. Við erum að leggja áherslu á hráa skynjun og þetta lítur kannski út fyrir að vera mjög súrrealískt en það eru þarna allskyns tilvitnanir,“ segir Eirún. Þær stöllur hafa aldrei unnið jafn umfangsmikið verk hérlendis en þær hafa fengið 16 listamenn til samstarfs við sig. Sigrún segir það skemmtilega og gefandi nýbreytni að vinna með jafn mörgum ólíkum listamönnum. „Þetta eru leikarar, dansarar, myndlistamenn, arkitektar og tónlistamenn. Allar listgreinar koma að þessu. Við höfum yfirleitt unnið þrjár saman svo þetta er alveg nýtt fyrir okkur. Allir fengu frekar skýrar línur frá okkur en svo

kemur hver og einn með sitt innlegg.“ Jóní segir aðferð þeirra við að nálgast efnið ekki vera neitt öðruvísi núna þegar þær eru að gera leikhús. „Við köstum á milli okkar spurningum og hugmyndum, spáum í samtímann, fortíðina og framtíðina. Samstarfið milli okkar er og hefur alltaf verið mjög lífrænt. Við erum sem einstaklingar á mjög svipuðum nótum, oftast frekar samstíga enda með líkan bakgrunn, erum hvítar konur úr sama samfélagi. Svo höfum við unnið saman í 18 ár og erum mjög góðar vinkonur.“ Hún vill ekki gefa of mikið uppi um efnistök verksins en segir þeirra hugðarefni fá eitthvert pláss. Þær spegli söguna og framtíðina í karaktersköpun og sjónrænni framsetningu. „Við spáum mikið í jafnréttisbaráttu og pólitík og viljum leggja okkar af mörkum með listinni. Í þessu verki erum við soldið að hugsa um framtíðina, það er svo auðvelt að spá í hana því allt endurtekur sig. Við vitum að það hafa verið bólur og að það verða bólur og í kjölfarið kreppur. Við rýnum í fortíðina og sjáum það sama, stríð og kreppur. Fólk hefur alltaf fengið yfir sig sömu hluti og eru að viðgangast núna.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


Nýtt Eau de Parfum

Life is beautiful. Live it your way.


menning

Helgin 21.-23. febrúar 2014

Aukasýning á óperu

SÝNINGARHÚS

Aukasýningu hefur verið bætt við á Ragnheiði, nýja óperu eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson. Ragnheiður verður frumsýnd í Eldborg þann 1. mars næstkomandi. Hátt í fjögur þúsund miðar eru þegar seldir á óperuna. Aukasýningin verður laugardaginn 22. mars. Fyrri sýningarnar eru 1., 8., og 15. mars. Miðasala fer fram á Harpa.is. Alls taka hátt í eitt hundrað listamenn þátt í uppfærslunni undir leikstjórn Stefáns Baldurssonar og skartar sýningin mörgum af okkar fremstu söngvurum í aðalhlutverkum. Þóra Einarsdóttir syngur titilhlutverkið,

TIL SÖLU

hlutverk Ragnheiðar Brynjólfsdóttir og Viðar Gunnarsson syngur hlutverk Skálholtsbiskups, föður hennar. Hinn ungi tenór Elmar Gilbertsson syngur hlutverk Daða Halldórssonar.

 Þjóðleikhúsið Frumsýnir spamalot

Veisla fyrir Monty Python-aðdáendur Rammahús frá BYKO til sölu, stærð 41,1 fm2. Til sýnis við BYKO Breidd, Skemmuvegi 2. Upplýsingar í timbursölu BYKO og á fagsolusvid@byko.is

www.expo.is / EXPO auglýsingastofa

58

Söngleikurinn Spamalot er byggður á kvikmyndinni Monty Python and the Holy Grail. Spamalot hefur notið mikilla vinsælda á Broadway, West End og víðar. Þjóðleikhúsið frumsýnir söngleikinn á föstudagskvöld í íslenskri þýðingu Braga Valdimars Skúlasonar og leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar. Persónugallerí sýningarinnar er fjölskrúðugt og Stefán Karl Stefánsson lætur sig ekki muna um að bregða sér í átta kvikinda líki í sýningunni.

Stefán Karl Stefánsson skýtur upp kollinum í ýmsum gervum í söngleiknum Spamalot.

e

ric Idle vann söngleikinn Spamalot upp úr kvikmyndinni Monty Python and the Holy Grail en myndina gerði hann ásamt félögum sínum í Monty Python-hópnum 1975. Spamalot hefur notið mikilla vinsælda á Broadway, West End og víðar um lönd. Þá hefur sýningin hlotið Tony verðlaunin og Drama Desk verðlaunin sem besti söngleikur ársins 2005. Monty Python and the Holy

Grail hverfðist um leit Arthúrs konungs og riddara hringborðsins að hinu helga grali. Í Spamalot rennur sagnaheimur miðaldanna saman við veröld Broadwaysöngleikjanna þar sem riddarar bresta í söng og beljur fljúga. Ýmsir furðufuglar verða á vegi riddaranna á ferðalaginu og þar koma leikararnir Eggert Þorleifsson og Stefán Karl Stefánsson mikið við sögu. „Við leikum karaktera sem verða á vegi riddaranna og reyna að villa um fyrir


menning 59

Helgin 21.-23. febrúar 2014

 TónlisT Blásar akvinTeTT reykjavíkur á Tónleikum k ammermúsíkklúBBsins

Nýtt verk Högna Egilssonar frumflutt í Hörpu Nýtt verk eftir Högna Egilsson tónskáld verður frumflutt á sunnudagskvöld þegar Blásarakvintett Reykjavíkur leikur á tónleikum á vegum Kammermúsíkklúbbsins. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósasal Hörpu og hefjast klukkan 19.30. Píanóleikarinn Peter Máté leikur með Blásarakvintettinum. Á efnisskránni eru verk eftir Anton Reicha, Ludwig van Beethoven og Francis Poulenc,

Blásarakvintett Reykjavíkur leikur á tónleikunum sem eru á vegum Kammermúsíkklúbbsins.

auk verks Högna Egilssonar. Verk Högna kallast Andartak Tetiönu Chornovol. „Tetiana Chornovol var úkraínskur aktivisti og blaðakona sem lést um síðustu jól af völdum barsmíða í Kænugarði. Hún hafði þá nýlokið grein um spillingu innan stjórnsýslunnar. Atvikið vakti sterk viðbrögð, bæði í Kænugarði og annarsstaðar í heiminum. Borgarastyrjöld geisar nú í Kænugarði,“ segir Högni um verk sitt.

Blásarakvintett Reykjavíkur var stofnaður árið 1981 og skipuðu hann þeir Bernharður Wilkinson flauta, Daði Kolbeinsson óbó, Einar Jóhannesson klarinett, Hafsteinn Guðmundsson fagott og Jósef Ognibene horn. Þeir voru allir fastráðnir hljóðfæraleikarar við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Nú er Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari kvintettsins og Darri Mikaelsson fagottleikari.

Nýtt verk Högna Egilssonar verður frumflutt í Norðurljósasal Hörpu á sunnudagskvöld. Ljósmynd/Hari

Þetta er mikill heiður fyrir okkur sem eru Python-aðdáendur að fá að taka þátt í þessu. þeim. Franska riddara sem svívirða þá og svo framvegis og framvegis. Ég held að ég leiki þarna einhver átta hlutverk. Minna má það ekki vera.“ Stefán Karl segir æfingarnar búnar að vera ótrúlega skemmtilegar og hvað sig varðar spillir ekki fyrir að hann er mikill Python-aðdáandi. „Ég er mikill aðdáandi Monty Python og hef alltaf verið. Kannski ekkert af öllu þeirra efni en Holy Grail og þessar bíómyndir hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér og sjónvarpsþættirnir auðvitað. Þetta er mikill heiður fyrir okkur sem eru Pythonaðdáendur að fá að taka þátt í þessu. Það er ekki spurning og þetta verður mikil Python-veisla fyrir þá sem fíla Python.“ Stefán Karl segir einlæga aðdáendur Monty Python ekki þurfa að óttast. „Það var kona sem sagði við mig um daginn að hún væri svo mikill Monty Python-aðdáandi að hún þori ekki á sýninguna. Ég sagði henni að þetta væri svona svipað og að segja að manni finnist matur svo góður að maður ætli ekki að fara út að borða. Eða að ég ætli ekki að fara á Hamlet af því að ég elska Shakespeare. Þetta er einmitt fyrir Monty Pythonaðdáendur. Eini munurinn er bara að þeir sjálfir eru ekki að leika enda eru þeir á grafarbakkanum.“ Auk Stefáns Karls og Eggerts leika Friðrik Friðriksson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Maríus Sverrisson, Oddur Júlíusson, Salóme Rannveig Gunnarsdóttir, Selma Björnsdóttir, Sibylle Köll, Stefán Karl Stefánsson, Unnur Birna Björnsdóttir, Þorleifur Einarsson, Ævar Þór Benediktsson, Örn Árnason og Ágústa Eva Erlendsdóttir í sýningunni. Hilmir Snær Guðnason leikstýrir og Bragi Valdimar Skúlason þýddi verkið. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

Nýjung sem verndar útivistarfatnað

Cintamani-gjafabréf að verðmæti 20.000 kr. fylgir nú með Siemens þvottavélum með sérker�inu Útifatnaður.

www.sminor.is

Siemens leggur mikla áherslu á nýsköpun í starfi sínu og nú hefur fyrirtækið þróað nýtt útifatnaðarkerfi fyrir þvottavélar sínar. Þetta nýja kerfi verndar útifatnað svo að öndunar- og vatnsfráhrindandi eiginleikar hans haldi sér betur. Það getur sannarlega borgað sig að hugsa vel um útifatnaðinn. Hvort sem menn stunda fjallgöngur, hjólreiðar, hlaup eða finnst einfaldlega gaman að vera úti í rigningunni að drullumalla hentar sérkerfið Útifatnaður vel. Nokkrar gerðir af glæsilegum þvottavélum með þessu sérkerfi. Hafðu samband við sölumenn okkar og fáðu frekari upplýsingar. Einnig er hægt að fá upplýsingar á heimasíðunni: www.sminor.is/utifatnadur.html. Gildir til og með 28. febrúar eða á meðan birgðir endast.

Útifatnaður / vatnsvörn

Útifatnaður


60

dægurmál

Helgin 21.-23. febrúar 2014

 Í takt við tÍmann tanja Ýr Ástþórsdóttir

Berst fyrir réttindum dýra Tanja Ýr Ástþórsdóttir er 22 ára Reykjavíkurmær sem var krýnd Ungfrú Ísland í fyrra og býr sig nú undir að taka þátt í keppninni Ungfrú heimur síðar á árinu. Tanja Ýr er að læra hugbúnaðarverkfræði við Háskólann í Reykjavík, elskar mexíkóskan mat og að ferðast til heitra landa. Staðalbúnaður

Ég er með ósköp venjulegan fatastíl, held ég. Ég elska skyrtur og geng í fínum skyrtum eiginlega á hverjum degi. Ég vil frekar vera fínni en hversdagsleg en þegar ég er heima hjá mér þá tjilla ég bara í kósífötunum. Þegar ég fer til útlanda nýti ég tækifærið og kaupi mér föt en hér heima versla ég í Júník og Zöru. Mér finnst skartgripir Hendrikku Waage geðveikir, ég fer ekki út úr húsi án armbandanna hennar. Mér finnst ógeðslega gaman að vera á fínum hælum en það er ekki alltaf hægt því ég er í skóla. Við mamma erum báðar mikið fyrir skó, hún á örugglega yfir hundrað pör.

Hugbúnaður

Ég er byrjuð að undirbúa mig fyrir Ungfrú heim en keppnin verður í London í ágúst eða september. Ég er í einkaþjálfun hjá Aðalheiði Ýr og Heiðar snyrtir er líka að hjálpa mér. Svo var ég að opna heimasíðuna Tanjayr.com þar sem hægt er að fylgjast með mér. Ég geri því mikið af því að hanga í tölvunni þessa dagana, bæði vegna heimasíðunnar og skólans. Einu sjónvarpsþættirnir sem ég býð spennt eftir eru Pretty Little Liars. Ég er ekki mikið fyrir að fara niður í bæ að skemmta mér þó það komi auðvitað fyrir. Við vinkonurnar förum hins vegar oft út að borða eða kíkjum í Borgarnes þar sem góð vinkona mín býr. Það er gaman að kíkja á sveitastemninguna. Mér finnst leiðinlegt að fara ein í ræktina og mæti því í ótrúlega marga opna tíma í

World Class. Ég var að æfa loftfimleika en það hafa ekki verið námskeið að undanförnu sem ég hef komist á.

Vélbúnaður

Ég er alger Apple-manneskja, er með Macbook Air eins og er en átti Macbook Pro áður. Svo er ég með iPhone og nota hann oft meira en tölvuna. Uppáhalds appið mitt er Instagram en ég spila enga leiki í símanum. Það er reyndar skrítið því ég var mikið í tölvuleikjum, Counterstrike og öllum þeim.

Aukabúnaður

Mexíkóskur matur er í uppáhaldi hjá mér og ég fer oft á Culiacan og fæ mér taco skeljar. Þær eru algjört nammi. Ég hef nú að mestu látið mömmu sjá um eldamennskuna en núna elda ég stundum kjúkling. Ég er samt mest í þessu létta eins og ommilettu. Ég hef alltaf elskað snyrtivörur og finnst gaman að prófa mig áfram með þær. Bláa lóns vörurnar eru til dæmis í miklu uppáhaldi, ég nota þær daglega. Ég hef mikla ástríðu fyrir dýrum og berst fyrir réttindum þeirra. Sjálf á ég chihuahuahund sem heitir Bella. Ég er mikið fyrir útiveru og adrenalín-íþróttir, ég fer á snjóbretti, skíða og þegar það kemur gott veður í sumar ætla ég að drífa mig á brimbretti. En um leið finnst mér æðislegt að ferðast til heitra landa. Ég var á Mallorca í fjóra mánuði sumarið 2012 og myndi velja Spán fram yfir flest önnur lönd.

Tanja Ýr tekur þátt í keppninni um Ungfrú heim í haust og nýtur leiðsagnar Heiðars snyrtis við undirbúninginn. Ljósmynd/Hari

 appafengur

Sigurvegari í keppninni Kaka ársins 2014

Homestyler Interior Design

Kræsingar fyrir öll tilefni tertur snittur brauðtertur OPIÐ ALLA HELGINA

Skipholti, Hólagarði og Arnarbakka. Sími: 557 2600 Sveinsbakarí - www.sveinsbakari.is

Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Homestyler Interior Design er eiginlega bara alveg fáránlega sniðugt app, og þó það sé hægt að nota það á snjallsíma er enn betra að nota það á því í spjaldtölvu skjárinn er auðvitað mun stærri. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta app til innanhúshönnunar og það er ekki flóknara en svo að þú getur tekið mynd af svefnherberginu þínu, stofunni eða baðherberginu og endurhannað það með appinu á ótrúlega raunverulegan hátt. Það eru tíðindi að þetta flotta app er frítt en það skýrist af því að húsgögnin, ljósakrónurnar og speglarnir sem þú velur úr þegar þú endurhannar rýmið eru öll til sölu einhvers staðar og í gegn um appið getur þú nálgast þessa hluti. Hefðbundinn notandi getur þó allt eins mátað rautt sófasett í stofuna sína og málað veggina græna án þess að greiða krónu fyrir, og farið svo bara í Ikea og Litaval. Ýmislegt annað er hægt að gera með appinu, hægt er að skoða rými sem aðrir hafa hannað og jafnvel dundað sér við að endurhanna þau, og svo er einfalt að senda myndir af eigin hönnun til vina og ættingja.



62

dægurmál

Helgin 21.-23. febrúar 2014

 TóNliST JuSTiN TimberlAke Treður upp í kórNum í kópAvogi

Sextán þúsund manna tónleikar daginn eftir Menningarnótt

„Húsið tekur átján eða nítján þúsund manns en við viljum fara varlega og hafa nóg pláss. Með því að hafa þetta sextán þúsund manna tónleika getum við verið með veitingasvæði, útisvæði og salerni án þess að troða fólki út í öll horn,“ segir Ísleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu. Í gær var tilkynnt að poppstjarnan Justin Timberlake heldur tónleika í Kórnum í Kópavogi 24. ágúst næstkomandi. Tónleikarnir verða hluti af tónleikaferðalagi hans um heiminn. Athygli vekur að þeir eru daginn eftir Menningarnótt. „Þetta

ætti að verða ansi hressileg helgi í skemmtanalífi landans,“ segir Ísleifur. Miðasala hefst fimmtudaginn 6. mars og verður fyrirkomulag hennar kynnt á næstu dögum. Ísleifur upplýsir þó að selt verði á þrjú svæði í húsinu; gólf, stúku A og stúku B. Hann segist telja að verðið eigi eftir að koma fólki skemmtilega á óvart. Verða einhver upphitunaratriði? „Það lítur út fyrir að það verði upphitunaratriði og ég býst við að það verði íslenskur artisti. Það eru þegar komnar nokkrar beiðnir frá áhugasömum,“ segir Ísleifur. -hdm

Justin Timberlake mun koma fram á stórtónleikum í Kórnum í Kópavogi í ágúst. Mynd/NordicPhotos/Getty

 DANS Friðrik ÁrNASoN DANSAr zúmbA um heimiNN

Bumbudansari í Tjarnarbíói Dansverkið „Dansaðu fyrir mig“ var frumsýnt í Tjarnarbíói á fimmtudag en verkið var frumsýnt á Akureyri í fyrra. Verkið er þannig til komið að Ármann Einarsson hafði í fimmtán ár dreymt um að dansa samtímadans á sviði. Hann fékk því son sinn, Pétur og unnustu hans Brogan Davison, sem er dansari og danshöfundur, til þess að hjálpa sér að láta drauminn verða að veruleika. Niðurstaðan varð „Dansaðu fyrir mig“ en Pétur segir verkið ekki síst áhugavert þar sem faðir hans „er með virkilega myndarlega bumbu og hefur aldrei nokkurn tímann hlotið formlega danskennslu.“

Frikki og Amina kynntust við zúmba-kennslu í Stokkhólmi, náðu strax vel saman og þróuðu saman zúmba-dansinn Arabian Nights.

Arabíunætur létu drauminn rætast

Svanasöngvar Bjarna Ljóðskáldið og listmálarinn Bjarni Bernharður hefur sent frá sér tvær nýjar bækur Tímablik og Tímaspor. Þetta eru þriðja og fjórða bókin í ljóðbókaúrvali Bjarna og marka tímamót á ferli hans þar sem hann hefur ákveðið að snúa baki við ljóðinu og helga sig alfarið málverkinu. „Ég verð 64 ára á þessu ári og það er að síga inn á síðasta korter lífs míns. Á þessum tímamótum er mér ljóst að ég er aðeins skammt á veg kominn með það sem ég ætlaði

Síðan í æsku hefur Friðrik Árnason látið sig dreyma um að geta starfað í kringum dans og haft lífsviðurværi af þeirri list. Þegar hann flutti til Stokkhólms hellti hann sér út í zúmba fitness. Í þeim dansi kynntist hann Aminu El Mallaha. Þau náðu vel saman og hafa þróað zúmba-dans undir áhrifum arabískrar tónlistar og nú stendur þeim til boða að zúmba um heiminn.

F mér með málverkið. Ég hef þó ákveðnar hugmyndir um umfang þess sem þarf að ljúka áður en minn hinsti dagur rennur upp – og því má ég engan tíma missa,“

segir Bjarni. Bækurnar eru myndskreyttar með olíu- og akrylmálverkum höfundar sem lætur hér reyna á hvort ljóð og myndverk hans eiga samleið.

Túnika 5.990 kr.

Frábær verð og Kjóll kr. 12.900 persónuleg þjónusta

Þetta er vissulega heilmikið puð og hjá okkur reynir þetta sérstaklega á axlir og mjaðmir.

Dansinn hefur ólgað í blóði Frikka síðan í æsku og nú eru draumar hans að rætast.

riðrik Árnason byrjaði að æfa samkvæmisdansa þegar hann var aðeins fjögurra ára og síðan hefur hann þráð að lifa og starfa í kringum dans. Draumurinn er að rætast núna, eftir að hann kynntist vinkonu sinni Aminu El Mallaha. Þau hafa þróað saman zúmba-dans undir arabískum áhrifum og vakið slíka athygli að þeim stendur til boða að sýna og kenna víðsvegar um Evrópu og í Bandaríkjunum. Frikki, eins og hann er kallaður, segist varla enn trúa þessu og í hamingjuvímu þarf hann reglulega að klípa sig til þess að fullvissa sig um að hann sé ekki að dreyma. „Ég hætti að dansa þegar ég var sextán ára,“ segir Frikki sem stundaði dans sem keppnisíþrótt og flutti meðal annars í eitt og hálft ár til Ástralíu ásamt dansdömu sinni þar sem þau kenndu dans, æfðu og kepptu. „Þetta gekk mjög vel en ég hætti eftir Ástralíudvölina vegna þess að álagið var orðið of mikið.“ Frikki byrjaði síðan aftur að dansa þegar hann kynntist zúmbafitness. „Ég fann mig bara einhvern veginn algerlega í þessu.“ Eftir Ástralíu ævintýrið fór hann í háskólanám í listrænni stjórnun í Mílanó en þegar kærastanum hans bauðst vinna í Stokkhólmi elti hann ástina þangað. Og þar byrjaði zúmba-boltinn að rúlla. „Í Stokkhólmi kynntist ég

Aminu, við fórum að vinna saman og þróuðum Arabian Nights zúmba-dansinn og þá yfirtók dansinn eiginlega allt hjá mér. Við þróuðum þetta út frá tónlist frá MiðAusturlöndum en við erum bæði blönduð. Ég er að hluta til Indverji því mamma mín er frá Indlandi og var ættleidd til Íslands sem ungbarn. Amina er líka með austurlenskt blóð í æðum, því hún er að hluta til Egypti, þannig að þarna kemur þessi mikli áhugi okkar á austurlenskri tónlist og danshefð. Við vinnum gríðarlega vel saman og það var okkur hvatning þegar við fundum fyrir miklum áhuga á þessari gerð tónlistar í zúmba-kennslunni.“ Blaðamaðurinn spyr hvort zúmba sé ekki bara einhvers konar leikfimi en það er víst ekki tilfellið. „Þetta er vissulega heilmikið puð og hjá okkur reynir þetta sérstaklega á axlir og mjaðmir og við erum búin að stúdera mikið hvernig má laga þennan dans að þessu líkamsræktarformi og gera þetta aðgengilegt fólki sem sækir fitness danstíma eins og zúmba. Við notum bara arabíska popptónlist og magadansinn tengist þessu líka en mamma Aminu er magadansari og hefur kennt hann um allan heim í 30 ár.“ Frikki segir þau hlakka mjög til framtíðarinnar en framundan eru ferðalög hjá þeim um Evrópu þvera og endilanga í sumar þar sem þau munu sýna Arabian Nights og þá hefur þeim einnig verið boðið að taka þátt í stórri zúmba-uppákomu í Bandaríkjunum í haust. Frikki og Amina ætla að frumflytja Arabian Nights í World Class í Laugum á laugardaginn og dansinn byrjar að duna klukkan 13. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


1.390 kr. ALLAR STÓRAR PIZZUR AF MATSEÐLI

PÖNNUPIZZA: 1.590 KR. EF ÞÚ SÆKIR, VIKUNA 17.–23. FEBRÚAR 2014

Í BOÐI DOMINO’S!

Þeir sem panta í Megaviku fá aðgang að fyrstu 12 þáttum Agents of S.H.I.E.L.D. á SkjáFrelsi!

www.dominos.is

sími 58 12345

domino’s app


HE LG A RB L A Ð

Hrósið... fá Erla María Árnadóttir og Jónas Valtýsson sem söfnuðu 250 þúsund krónum með sölu myndverka og notuðu ágóðann til að kaupa leikföng fyrir Barnaspítala Hringsins.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  BakHliðin GuðBRanduR BenediktSSon

FRÁBÆR TILBOÐ! NÝTT KORTATÍMABIL

ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR

ÁFÖST YFIRDÝNA

ST. 90 X 200 SM.

20.02.14

SPARIÐ

30.000

Vinur vina sinna Börn: Arnheiður Erla, Benedikt og Brynja Kristín.

Menntun: MA í sagnfræði frá HÍ og MA í safnafræði frá Gautaborgarháskóla. Starf: Safnstjóri hjá nýju safni Reykjavíkurborgar, sem ekki enn hefur hlotið nafn. Áhugamál: Saga, söfn og skógrækt. Stjörnumerki: Fiskur.

30.000

89.950

Maki: Rakel Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur.

Foreldrar: Benedikt Guðbrandsson og Kristín Sigurðardóttir.

SPARIÐ

BORÐ + 4 STÓLAR FULLT VERÐ: 119.950

Aldur: 40 ár.

BLuE Sky AMERíSk DÝNA Miðlungsstíf dýna með 250 pokagormum pr. m2. Innifalið í verði er 4 sm. þykk yfirdýna. Stærð: 90 x 200 sm. Vnr. 8880000632

COPENHAGEN BORÐ + 4 COPENHAGEN STÓLAR Flott borðstofusett úr olíuborinni eik í RETRO stíl. Borðið er stækkanlegt með allt að tveimur stækkunarplötum. Borð stærð: H75 x B90 x L180 sm. Borð 69.950 Stóll 12.950 Stækkunarpalata stærð: B90 x D45 sm. 9.950 Borð + 6 stólar: 104.950 Vnr. 4217001, 42191001, 4217002

GOLD ein st ök Gæ ði

RAFMA

Stjörnuspá: Þróunin heldur stöðugt áfram og þú verður að fylgjast með hvað sem tautar og raular. Veittu tækifærum athygli og ræddu hugmyndir þínar við aðra.

GNSRÚ

44.950

SÆNG OG KODDI

A DÝN YFIR ALIN INNIF

M

FULLT VERÐ: 74.950

ST. 90 X 200 SM. 7

6.995

SÆNG OG KODDI

H

ann Guðbrandur er mikill vinur vina sinna,“ segir Jóhann Gunnar Jóhannsson, æskuvinur Guðbrands. „Það kemur mér alls ekki á óvart að hann hafi verið valinn í þetta starf. Hann er hiklaust með eiginleikana sem þarf til að stýra góðu liði, enda vanur að vera aðal kallinn á bekknum í gamla daga í handboltanum. Hann verður örugglega fúll að ég skuli segja þetta en Garðbæingar munu kunna að meta þennan húmor. Annars get ég bara ekki sagt neitt annað en jákvætt um Guðbrand. Hann er hrókur alls fagnaðar, sama hvar hann kemur.“ Guðbrandur Benediktsson var valinn í vikunni úr hópi 23 umsækjenda um stöðu safnstjóra til að stýra nýju safni Reykjavíkurborgar, sem mun sameina Minjasafn Reykjavíkur, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Viðey og Víkina Sjóminjasafn. Safnið verður eitt stærsta safn landsins.

FULLT VERÐ: 299.950

199.950

SPARIÐ

100.000

BERGEN SÆNG OG kODDi Góð sæng fyllt með 1000 gr. af polyesterholtrefjum. Sængin er sikksakksaumuð. Sæng: 135 x 200 sm. Koddi: 50 x 70 sm. Vnr. 4106100

DuNLOPiLLO RAfMAGNSRúM Einstaklega vönduð latexdýna með 7 þægindasvæðum. Yfirdýna úr latexsvampi sem andar. Þráðlaus fjarstýring. Stærð: 90 x 200 sm. Vnr. 3528132-0 FULLT VERÐ: 2.495

TUNG

1.495

Falleg ljós

3 STK.

FRÁBÆRT VERÐ

89.950

40% AFSLÁTTUR

MIKIÐ

Verð 6.500,-

Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is

Ú R VA L

AF FERÐ

VERÐ FRÁ

MÁF ATÖSKU

2.995

RÁBÆR

U VERÐ

GÓÐ KAUP

GÓÐ KAUP

SÓFI USVEFN

I!

SHANiA HiLLuR Flottar hillur úr MDF efni. 3 stk. saman í pakka. Fáanlegar í hvítum og svörtum lit. Stærðir: B15 x L15 x H9 sm. B20 x L20 x H9 sm. B25 x L25 x H9 sm. Vnr. 1986400

BRONx TuNGuSvEfNSÓfi Glæsilegur tungusófi sem auðvelt er að breyta í svefnsófa með rúmfatageymslu. Sessur úr góðum kaldsvampi. Teflonmeðhöndlað áklæði úr 100% polyester sem er auðvelt að þrífa. Stærð: B227 x H86 x D90/187 sm. Í svefnstöðu: B140 x L200 sm. Fáanlegur með vinstri og hægri tungu. Litur: Grár. Vnr. 3607717

www.rumfatalagerinn.is Tilboðin gilda frá 20.02 til 26.02


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.