22 11 2013

Page 1

Stolt af nýju plötunni

mugison segir ungum tónlistarmönnum að þeir þurfi að hafa fyrir hlutunum.

nýja plata lay low er persónuleg og uppgjör við óöryggi fortíðarinnar.

Viðtal 24

michelsenwatch.com

18 Viðtal

HelgaRblað

22.–24. nóvember 2013 47. tölublað 4. árgangur

ókeypiS  Viðtal Syni Rönku ingu Studic VaR Rænt á fæðingaRdeild í JúgóSlaVíu fyRiR 21 áRi

Drengurinn þinn er á lífi Sif Sigmars Nefndi dótturina eftir norn Bækur 76

Sirrý skrifar barnabók Sagan kom bara til mín

Rönku Ingu Studic var tilkynnt að sonur hennar hefði látist skömmu eftir fæðingu á fæðingardeildinni á sjúkrahúsinu í Jagodínu í Júgóslavíu fyrir 21 ári. Fyrir þremur árum fékk hún hins vegar dularfullt símtal þar sem henni var tilkynnt að drengurinn hennar væri á lífi – hann hefði alls ekki látist eftir fæðingu heldur verið rænt og seldur til ættleiðingar til efnaðrar fjölskyldu í Sviss. Ranka og eiginmaður hennar flúðu til Íslands árið 1998 fyrir milligöngu bolvískrar konu, Ingu Vagnsdóttur, sem hafði séð viðtal við hana er Kastljós heimsótti flóttamannabúðirnar sem hún dvaldi í og ákvað að bjarga þessari konu.

Viðtal 38

NÝJAR VÖRUR

VIKULEGA

ljósmynd/Hari

síða 20

KRINGLAN / SMÁRALIND

SÍA

110613

GÖNGUGREINING FLEXOR PIPAR \ TBWA

menning í Fréttatímanum í dag: Hlustað eFtir Jón óttar ólaFsson – alþJóðleg glæpasagnaHátíð – sól í tógo býður upp ólaF elíasson og Fleiri

Björt framtíð í tónlistinni

TÍMA PANTAÐU

517 3900

getur komið í veg fyrir ýmis stoðkerfisvandamál og kvilla í helstu álagspunktum líkamans. Orkuhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 108 Reykjavík / S. 517 3900 / www.flexor.is


2

fréttir

Helgin 22.-24. nóvember 2013

 Sorpflokkun ný Sending af bláu tunnunni er væntanleg eftir helgi

Bláa tunnan er uppseld Bláa tunnan er uppseld hjá Reykjavíkurborg og hafa sorphirðumenn því sýnt sveigjanleika þegar kemur að pappír í hefðbundum sorptunnum. Átakið Pappír er ekki rusl hófst hjá borginni fyrr á þessu ári og gefið var út að frá og með 11. október yrðu gráu sorptunnurnar ekki tæmdar ef í þeim væri of mikið af pappír. Gámasending með bláum tunnum er væntanleg eftir helgina og þeir sem eru að bíða eftir tunnum fá þær væntanlega í lok næstu viku. Tekið skal fram að einkaaðilar bjóða einnig upp á flokkunartunnur. Í lok síðasta árs voru um 4 þúsund bláar tunnur í Reykjavík. Í byrjun október voru þær orðnar um 9 þúsund og samkvæmt nýjustu upplýsingum eru

tæplega 11 þúsund bláar sorptunnur í borginni. „Viðtökurnar hafa verið ákaflega góðar. Við erum greinilega tilbúin til að verða græn,“ segir Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Hún hvetur fólk einnig til að flokka gler, plast og annað endurvinnanlegt efni og skila í grenndargáma. Nú stendur yfir samevrópsk nýtnivika en markmið hennar er að draga úr myndun úrgangs og hvetja fólk til að nýta hluti betur. Í tilefni af því er í gangi samkeppni um „Best nýtta pappírinn“ á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar þar sem pappír eða pappi er endurnýttur eða hefur fengið nýtt hlutverk. - eh

Á ellefta þúsund bláar tunnur eru nú í Reykjavík. Þar sem tunnan er uppseld hafa sorphirðumenn sýnt sveigjanleika þegar kemur að tæmingu á gráu tunnunum. Ljósmynd/Hari

 heilbrigðiSmál heilSugæSla höfuðborgarSvæðiSinS

Safna fyrir rúmum á Staðarfell Nýstofnað stuðningsfélag meðferðarheimilisins Staðarfells í Dölum safnar nú fyrir nýjum rúmum því rúm vistmanna eru öll komin mjög til ára sinna. „Þeir sem dvelja á Staðarfelli eru þar að öllu jafna í fjórar vikur. Að okkar mati er afar brýnt að tryggja að hver vistmaður eigi sem mestan möguleika á góðri hvíld, sem af sér leiðir betri möguleika á að einstaklingar nái bata,“ segir Ólafur Hákonarson, einn aðstandenda söfnunarinnar. „Fjármagn SÁÁ til rekstursins er af skornum skammti. Allt kapp hefur verið lagt á að viðhalda meðferðinni sjálfri, en þar starfa áfengisráðgjafar með áralanga reynslu í fullu starfi. Allar kannanir sem gerðar hafa verið á starfseminni benda til þess að gæði meðferðarinnar standast fyllilega samanburð við það sem best gerist erlendis,“ segir Ólafur. -sda

Barnavörubasar Lífs styrktarfélags Líf styrktarfélag stendur annað árið í röð fyrir basar í fjáröflunarskyni. Nú ætlar félagið að gefa öllum barnavörum nýtt líf en í fyrra var eingöngu tekið á móti leikföngum. Mótttaka á barnavörum verður laugardaginn 23. nóvember milli klukkan 11 og 15 að Skeifunni 19, við hliðina á Hreysti. Barnavörubasarinn verður svo á sunnudeginum 24. nóvember frá klukkan 11 til 14 á sama stað. Tekið verður á móti barnaleikföngum, barnafötum, spilum, bókum, húsgögnum og öllu öðru barnatengdu. Barnavörubasarinn er opinn öllum og hvetur Líf þá sem hafa hug á að gera góð kaup, en í leiðinni styrkja gott málefni, að kíkja við á markaðnum á sunnudaginn. -sda

Nýtt úrræði fyrir bótalausa Vinnumálastofnun hefur ýtt úr vör sam-

starfsverkefni með sveitarfélögum í landinu um þjónustu við atvinnuleitendur sem eru án bótaréttar í atvinnuleysistryggingakerfinu og njóta fjárhagsaðstoðar frá félagsþjónustu sveitarfélaga. Verkefnið hefur fengið nafnið Stígur og markmið þess að styrkja viðkomandi einstaklinga í leit sinni að atvinnu og fækka þannig í hópi þeirra sem þurfa á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga að halda. -sda

ASÍ gagnrýnir SA Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, gagnrýnir harðlega sjónvarpsauglýsingar frá Samtökum atvinnulífsins sem hann segir sögufölsun. „Í þeim er með sérlega ósmekklegum hætti látið í það skína að kröfur launafólks um launahækkanir séu ástæða hárrar verðbólgu á Íslandi. Samtök atvinnulífsins skauta algerlega framhjá þeirri augljósu staðreynd að hér á landi er í umferð veikur gjaldmiðill sem fellur reglulega með braki og brestum svo ekki sé talað um hrun krónunnar fyrir 5 árum,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. -sda

Skapandi jól í Ólátagarði Leikföng

Barnaherbergið

Spil

PIPAR \ TBWA • SÍA • 133324

Föndur

Púsl

olatagardur.is / Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin við Faxafen) / Sími: 511 3060 Opið: mán.–fös. 11.00–18.00 og laugardaga 11.00–16.00

Til stendur að leggja niður sérhæfða ung- og smábarnavernd fyrirbura. Þjónustan hefur staðið þeim börnum til boða sem hafa fæðst eftir minna en 32 vikna meðgöngu og/eða verið með fæðingarþyngd undir 1500 grömmum. Ljósmynd/Hari.

Hætta með sérhæft fyrirburaeftirlit Fyrirburum hefur staðið til boða sérhæfð ungbarnavernd hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins en nú eru uppi áform um að hætta þeirri þjónustu. Almenn ánægja hefur verið meðal foreldra fyrirbura með þjónustuna og eru margir þeirra ósáttir við fréttir af því að til standi að hætta að veita hana.

h

eilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins hefur tilkynnt nokkrum foreldrum fyrirbura að í janúar á næsta ári standi til að leggja niður sérstakt fyrirbura eftirlit sem þeim hefur staðið til boða. Ekki hafa allir foreldrar fengið slíka tilkynningu heldur heyrt af þessum áformum annars staðar frá. Þjónustan hefur staðið þeim börnum til boða sem hafa fæðst fyrir 32 vikna meðgöngu og/eða með fæðingarþyngd undir 1500 grömmum. Meðal foreldra fyrirbura hefur almennt verið mikil ánægja með þjónustuna og eru þeir því ósáttir við að ekki standi til að halda henni áfram. Hafdís Magnúsdóttir hefur nýtt sérhæfða ung- og smábarnavernd fyrirbura fyrir dóttur sína sem fæddist eftir rúmlega 32 vikna meðgöngu. „Fyrstu sex mánuðina fórum við í hefðbundna ungbarnavernd og fengum góðan hjúkrunarfræðing en því miður var sá ekki með sérhæfingu í málefnum fyrirbura. Dóttir mín fæddist eftir 32 vikna og 1 dags meðgöngu og því fórum við ekki sjálfkrafa í fyrirburaeftirlitið en fengum svo að færa okkur yfir,“ segir Hafdís. Hún fann mikinn mun á þeirri þjónustu sem henni bauðst í sérhæfða fyrirburaeftirlitinu og í því hefðbundna. „Í sérhæfða fyrirburaeftirlitinu var skilningur á öllu því sem fylgir að vera fyrirburi. Í hefðbundna eftirlitinu var hjúkrunarfræðingurinn til dæmis með miklar áhyggjur af því hversu hægt dóttir mín þyngdist og við þurftum að mæta í

vigtun vikulega. Þetta olli mikilli streitu hjá mér því ég hafði áhyggjur af því að hún þyngdist ekki nóg. Í sérhæfða fyrirburaeftirlitinu sá hjúkrunarfræðingurinn strax að dóttir mín fylgdi sinni vaxtarkúrfu þó hún væri minni en jafnaldrar hennar og því mættum við aðeins mánaðarlega í vigtun.“ Á vef Heilsugæslunnar kemur fram að með sérhæfða eftirlitinu sé markmiðið að fylgjast reglulega með heilsu og framvindu á þroska fyrirbura og að lögð sé áhersla á stuðning við fjölskylduna og þannig stuðlað að því að börnum séu búin bestu möguleg uppvaxtarskilyrði a hverjum tíma. Þá sé börnum tryggðum viðeigandi stuðningur og þjónusta fagaðila við frávik. Drífa Baldursdóttir heldur utan um vefsvæði fyrirburaforeldra, fyrirburar.is, og segir hún fjölda fólks mjög uggandi yfir þessum áformum Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. „Það er mjög gott fyrir foreldra fyrirbura að hafa alltaf aðgang að sérfræðingum í málefnum fyrirbura og að fá allan þann stuðning sem þeim er nauðsynlegur eins og til dæmis við brjóstagjöf og líðan sína sem foreldra fyrirbura sem þarf mikla sérhæfingu til að sinna. Við fyrirbura foreldrar erum mjög ósátt við að þessa sérhæfðu þjónustu eigi ekki að veita áfram og viljum að fyrir alla þá fyrirbura sem eiga eftir að koma standi þetta til boða.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is


FORSKOT Á VETURINN

Avensis

Yaris

Corolla

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 65893 10/13

Prius

Auris Touring Sports

Auris

Hverjum nýjum fólksbíl frá Toyota sem við afhendum fram að áramótum fylgir glæsilegur vetrarpakki: Vetrardekk Fyrsta flokks vetrardekk sem munstra þig inn í veturinn. Toyota ProTect filman - þú þarft aldrei að bóna framar - skotheld vörn gegn mengun og veðri - lakkið eins og nýbónað eftir hvern þvott

Sérstakt vetrartilboð á takmörkuðum fjölda RAV4

Fáðu nánari upplýsingar á www.toyota.is Erum á Facebook - Toyota á Íslandi

5 ÁRA ÁBYRGÐ

Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070

Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600

Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000

Bílarnir á myndinni kunna að vera búnir aukahlutum sem ekki eiga við uppgefið verð og allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur. Vetrarpakkinn fylgir ekki með RAV4, Land Cruiser 150, Land Cruiser 200, Hilux og PRoACe. Vetrarpakkinn gildir ekki með öðrum tilboðum.


4

fréttir

helgin 22.-24. nóvember 2013

Veður

föStudagur

laugardagur

Sunnudagur

Laugardagur – fremur stillt og fallegt Hitasveiflurnar hafa verið öfgakenndar í veðrinu að undanförnu og lítið lát á. kólnar fram að helgi og á laugardag er spáð hæðarhrygg yfir landinu. Með honum birtir upp um land allt. Það verður því fyrirtaks útivistarveður og um að gera að teyga í sig lága vetrarsólina yfir miðjan daginn, en njóta stjörnuskins. Stendur ekki lengi, því að sunnudag dregur upp ský í vestri og fer að rigna um síðir einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is

-4

-1

-4

-5

1

-6

-8

-5

-5

Að meStu úrkomuLAuSt og kóLnAr fyrir norðAn og AuStAn.

LéttSkýjAð og víðASt Hægur vinDur. nokkurt froSt tiL LAnDSinS.

Heiðríkt A-tiL. SíðDegiS, SnjókomA og SíðAr rigning v-tiL.

HöfuðborgArSvæðið: Þurrt, en SlyDDuél lÍkleg SÍðDegiS.

HöfuðborgArSvæðið: hæglátt Veður og léttSkýjað. FroStlÍtið.

HöfuðborgArSvæðið: Þykknar upp. SlyDDa og Snjór, en rigning um kVölDið.

 Menning Stofnun VigdíSar finnbogadóttur

Hagnaður Landsbanka 22 milljarðar hagnaður landsbankans var 22,3 milljarðar króna eftir skatta fyrstu níu mánuði ársins 2013. hagnaður á sama tímabili árið 2012 nam 13,5 milljörðum króna. Þessi breyting skýrist einkanlega af hækkun annarra rekstrartekna, lækkun kostnaðar, af hækkandi virði hluta- og skuldabréfa, af virðisbreytingu lána og hærri þjónustutekjum, að því er fram kemur í tilkynningu. -sda

22,3 milljarða

„Við höfum áhuga á því að heyra hvað Danir höfðu að segja af upplifun sinni af því að búa hérna og hvernig þeir upplifðu íslenskt samfélag á þessum tíma,“ segir auður hauksdóttir, forstöðumaður stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.

hagnaður Fyrstu 9. mánuði 2013 Landsbankinn

Safna sögum af Dönum á Íslandi Frjóar hugmyndir um nýtingu gufuness Borgarstjórn efnir til samráðs við íbúa og hagsmunaaðila um tækifærin sem felast í landsvæðinu í gufunesi. Svæðið býður upp á ótal möguleika til útivistar og afþreyingar, nýtingarmöguleika á svæði gömlu öskuhauganna og á svæði áburðarverksmiðjunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá borginni. Í kringum gamla gufunesbæinn hefur þegar verið byggð upp myndarleg tómstundaaðstaða, með leiktækjum, strandblaksvelli, frisbígolfaðstöðu, klifuraðstöðu og ýmsum leiktækjum. „Fram hafa komið hugmyndir

um að leggja 18 holu golfvöll á svæðinu, ylströnd, aðstöðu fyrir ýmsar jaðaríþróttir og byggingu hótels í tengslum við hafnaraðstöðu á svæðinu,“ segir Dagur B. eggertsson, formaður borgarráðs. Þessar hugmyndir eru meðal þess sem taka þarf afstöðu til í samráði við íbúa og hagsmunaaðila. Við sjóinn mætti bjóða upp skemmtilega möguleika til þróunar á ýmis konar vatnasporti, t.d. á sjókajökum og vatnaþotum, og ekki má gleyma þeim möguleika að brúa milli gufuness og Viðeyjar,“ segir Dagur. -sda

sjö

verslanir með mikið vöruúrval

EXPO - www.expo.is

Hafðu bílinn kláran fyrir veturinn!

reykjavík, Bíldshöfða 9 kópavoGur, Smiðjuvegi 4a, græn gata Hafnarfjörður, Dalshrauni 17 reykjanesbær, Krossmóa 4, selfoss, Hrísmýri 7 akureyri, Furuvöllum 15, eGilsstaðir, Lyngás 13

www.bilanaust.is

-9

1

-1

0

-5

-1

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og sagnfræðistofnun hÍ safna nú sögum af Dönum á Íslandi fyrr á árum. markmiðið er að varpa ljósi á upplifun Dananna af dönskum menningaráhrifum hér á landi. Fólk er hvatt til að leggja nýjum gagnagrunni lið með því að afhenda sendibréf, ljósmyndir og þvíumlíkt sem varpað getur ljósi á upplifun Dananna.

S

tofnun Vigdísar Finnbogadóttur, í samstarfi við sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, safnar nú sögum af Dönum á Íslandi í tengslum við rannsókn sem stendur yfir. Auður Hauksdóttir, forstöðumaður stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, segir að tvær ástæður séu fyrir því að sagnanna sé leitað, annars vegar hafi komið í ljós að Danir nútildags kunni mun betri íslensku en Danir hér áður fyrr, svo áhugi hafi vaknað á að rannsaka hvernig á því stæði. Einnig er áhugi á því að kanna upplifun Dana af danskri menningu og menningaráhrifum hér á landi fyrr á tímum. Horft er sérstaklega til tímabilsins 1900-1970 vegna þess hve sá tími var mikill umbrotatími í íslenskri sögu, að sögn Auðar. „Við höfum áhuga á því að heyra hvað Danir höfðu að segja af upplifun sinni af því að búa hérna og hvernig þeir upplifðu íslenskt samfélag á þessum tíma,“ segir Auður. Óskað er eftir hvers kyns heimildum sem geta varpað á það ljósi, sendibréfum, póstkortum, ljósmyndum, dagbókum og þar fram eftir götunum. „Mikið hefur verið rætt um þau áhrif sem dönsk tunga og menning höfðu hér á landi. Okkur langar hins vegar að vita hvort þau áhrif séu eins mikil og um hefur verið rætt, hvernig Danirnir sem bjuggu hér upplifðu það. Við höfum tekið viðtal við tugi Dana undanfarin fjögur til fimm ár sem við höfum skráð og greint og afraksturinn er greinasafn sem kemur út í bók í Danmörku á næstunni. Auk mín hafa Guðmundur Jónsson prófessor og Erik Skyum-Nielsen, lektor við Kaupmannahafnarháskóla, leitt rannsóknarverkefnið „Á mótum danskrar og íslenskrar menningar. Danir á Íslandi 19001970“. Íris Ellenberg hefur einnig unnið doktorsritgerð um viðfangsefnið, sem hún ver í næstu viku,“ segir Auður. Í dag, föstudag, verður undirritað samkomulag milli Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands, um varðveislu og skráningu gagna um Dani og danska menningu á Íslandi. Heiti safnsins er DANÍS. „Við hvetjum fólk, sem á í fórum sínum heimildir um Dani hér á landi að afhenda gögnin þessu gagnasafni. Þar verða þau skráð og varðveitt,“ segir Auður.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir Gæði, reynsla og gott verð!

sigridur@frettatiminn.is


Við opnum nýja kynslóð útibúa í Vesturbæ Landsbankinn opnar nýja kynslóð útibúa við Hagatorg í Vesturbæ mánudaginn 25. nóvember. Með því stígum við mikilvægt skref í nútímavæðingu útibúa, í takt við stóraukna netnotkun og breyttar þarfir viðskiptavina. Breytt meðhöndlun á reiðufé

Aukin þjónusta

Við tökum vel á móti þér

Öll meðhöndlun seðla verður í nýrri gerð hraðbanka þar sem m.a. er hægt að leggja inn reiðufé og greiða reikninga.

Með nýrri tækni hefur skapast tækifæri til að gera þjónustu bankans sérhæfðari og sveigjanlegri.

Starfsfólk bankans tekur vel á móti viðskiptavinum og leiðbeinir þeim eftir þörfum við öll bankaviðskipti í nýju útibúi.

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Við bjóðum ykkur velkomin í útibú Landsbankans við Hagatorg í Vesturbæ. Allar nánari upplýsingar um breytingarnar er að finna á landsbankinn.is/nyutibu.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


6

fréttir

Helgin 22.-24. nóvember 2013

 heilSa Útgjöld til heilbrigðiSMála hafa dregiSt SaMan uM 3,8% að Meðaltali

Íslendingar taka mest af þunglyndislyfjum Notkun þunglyndislyfja er mest á Íslandi af þeim 34 löndum sem heyra undir Efnahags- og framfarastofnunina í París, OECD. Árið 2011 voru hér 106 dagskammtar af þunglyndislyfjum á hverja 1000 íbúa á dag eða um helmingi meiri en var að meðaltali í OECD ríkjunum. Þetta kemur fram í nýju riti stofnunarinnar um heilbrigðismál, Health at a Glance 2013. Heildarútgjöld til heilbrigðismála á mann drógust saman í einu af hverjum þremur ríkja OECD milli áranna 2009 og 2011, mest í þeim ríkjum sem urðu verst fyrir efnahagskreppunni. Ísland er þar á meðal með 3,8% samdrátt að meðaltali á ári.

Árið 2011 var tíðni ungbarnadauða lægst á Íslandi eða sem svarar 1,6 látnum á fyrsta ári af 1000 lifandi fæddum. Meðaltal OECD-ríkja var 4,1. Börn með lága fæðingarþyngd, undir 2500 grömmum, voru einnig hlutfallslega fæst hér á landi. Rúmlega helmingur fullorðinna er nú talinn of þungur eða of feitur í 20 af 34 löndum OECD, þ.á m. á Íslandi. Árið 2011 var hlutfall of feitra hæst í Bandaríkjunum eða rúm 36% en lægst í Kóreu og Japan, um 4%. Á sama tíma var þetta hlutfall 21% á Íslandi en 10-17% á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt skýrslu OECD voru sjö aðildarlönd með hærra hlutfall of feitra en Ísland. - eh

Íslendingar taka mest allra innan OECD af þunglyndislyfjum. NordicPhotos/Getty

 ÚtiviSt Mörg SkíðaSvæði verða opnuð uM helgina

GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST

HÁGÆÐA JÓLALJÓS Díóðusesíur LED

Skíðavertíðin hefst um helgina á Bláfjöllum, Akureyri og fleiri stöðum. Staðarhaldarar eru bjartsýnir á skíðaveturinn framundan. Ljósmynd/NodricPhotos/GettyImages

Frá Svíþjóð

Mikið úrval vandaðra útisería fyrir fyrirtæki og heimili Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is

Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400

Opið til kl. 16 á laugardag

Gleðileg skíðahelgi fram undan

Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opnað um helgina, óvenju snemma, og skíðasvæðin í Hlíðarfjalli og Tindastóli sömuleiðis og á Siglufirði. Skíðasvæðið í Oddsskarði var opnað um síðustu helgi. Ekki er unnt að opna svæðin á Ísafirði, Ólafsfirði eða Dalvík um sinn vegna snjóleysis.

S

Verum upplýst -verndum börnin okkar!

tefnt er að því að opna skíðalyfturnar í Bláfjöllum á laugardaginn og er það óvenju snemmt, að sögn Magnúsar Árnasonar, framkvæmdastjóra skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. „Það er mjög gott útlit á laugardaginn og við ætlum að opna. Það er mjög fallegt upp frá og komið fullt af snjó þótt enn sé aðeins nóvember,“ segir Magnús. Þetta er einungis í þriðja sinn sem hægt að opna lyfturnar í Bláfjöllum í nóvember en fyrir árið 2007 hafði það aldrei gerst. Að sögn Magnúsar er skýringin sú að mikil vinna hefur verið lögð í undirvinnu á svæðinu, girðingar sem settar hafa verið upp safna snjó á rétta staði og brautirnar hafa verið sléttaðar og í þær sáð grasi svo minni snjó þarf en áður. „Áralöng vinna er því að skila sér í því að við getum opnað fyrr en áður,“ segir Magnús. Hann segir að þó svo að hlýindum sé spáð í næstu viku sé útlitið fyrir veturinn mjög gott. „Við höfum ekkert verið að framleiða snjó, þetta er bara náttúrulegur snjór, þannig að við getum bara verið mjög glöð með þetta,“ segir Magnús sem hvetur íbúa höfuðborgarsvæðisins til að skella sér á skíði um helgina. Guðmundur Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á Akureyri, segir útlitið þar gott enda

verði svæðið opnað á laugardag. „Hér er nægur snjór og veðurspáin fín og það stefnir í gott skíðafæri,“ segir Guðmundur. Undanfarin ár hefur svæðið opnað á þessum tíma, í lok nóvember og verið opið nánast óslitið fram undir lok apríl. „Síðasti vetur var mjög góður og ég á von á að þessi verði ekki síðri,“ segir Guðmundur. Skíðalyfturnar í Tindastóli í Skagafirði verða opnaðar í dag, föstudag, og segir Viggó Jónsson aðstæður í fjallinu frábærar. „Það er kominn fínn snjór og við erum til í slaginn,“ segir Viggó. Hann segir opnuna fremur snemma í ár þótt það hafi einu sinni komið fyrir að hann hafi opnað svæðið 31. október. Sömu sögu er að segja af skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði, sem opnað verður á morgun. Skíðasvæðið Oddsskarði var opnað um síðustu helgi. Ekki næst að opna skíðasvæði Dalvíkur í Böggvisstaðafjalli, né heldur í Tungudal á Ísafirði eða á Ólafsfirði, samkvæmt upplýsingum frá skíðasvæðunum. Þar er snjólítið og talsverður hiti og ekki útlit fyrir að hægt verði að skíða næstu vikurnar. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


Aðventan er gleðileg í Garðheimum

JólAhlAðbOrð sPírUnnAR fErSkt oG lJúfFenGT í AndA jólAnnA í BoðI í hádEgiNu alLa fiMmTu- oG fösTudAgA fRam að jólUm. NánaR á wWw.SpírAn.iS

20% AfsLátTur LjósAseRíuR aðvEntULjóS oG kErtI

tAktU á mótI gEsTunUm Með FalLeGum hUrðarKrAnsI

tEikNaðU gArðhEimA –HveR fær veRðlaUn?

aLlt eFni X hUgMynDir X tILbúnIr KrAnsAR

Garðheimar • Stekkjarbakka 6 • 540 3300 • gardheimar.is


8

fréttir

Helgin 22.-24. nóvember 2013

 r áðHúsið FjölbreyTT bókmennTadagskr á

Bókamessa í Bókmenntaborg PIPAR \ TBWA •

SÍA •

132743

Bókamessa í Bókmenntaborg verður haldin í þriðja sinn nú um helgina, 23.-24. nóvember. Messan verður sem fyrr í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem útgefendur sýna bækur sínar og boðið verður upp á fjölbreytta bókmenntadagskrá. Bókamessan verður opin frá klukkan 12-18 bæði laugardag og sunnudag. Höfundar lesa úr verkum sínum, þekktar sögupersónur mæta í heimsókn, boðið verður upp á lifandi tónlist, tískusýningu, förðun, LEGO-smiðju, sögustundir, fræðandi erindi og umræður um nýjar bækur. Gestir geta skorað á Gunnar

Helgason í fótboltaspili, spreytt sig á að skrifa upp texta eftir handriti úr fórum Árna Magnússonar, teiknað brosmyndir – eða bara hreiðrað um sig í lestrarhorninu og lesið. Meðal annars verður hægt að kynna sér fjölbreytt úrval lífsstílsbóka en þær hafa verið valdar jólagjöf ársins 2013 af valnefnd Rannsóknarseturs verslunarinnar. Matreiðslubækur, sjálfshjálparbækur og hannyrðabækur verða kynntar á Ráðhúsganginum alla helgina, að því er fram kemur í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Klukkan 16 báða dagana verður bókmenntadagskrá í Borgar-

stjórnarsalnum. Haukur Ingvarsson fær til sín skáldin Guðmund Andra Thorsson, Sindra Freysson og Sjón til að ræða Hliðar karlmennskunnar í verkum sínum á laugardag og skáldið og þýðandinn Þórdís Gísladóttir fær til sín þýðendurna Ingunni Ásdísardóttur, Óskar Árna Óskarsson og Rúnar Helga Vignisson til að ræða Ást, dauða og djöfulskap í þýðingum. Að þessu sinni verða tveir erlendir höfundar þýddra bóka ársins gestir messunnar, þeir Carl Jóhan Jensen frá Færeyjum og norski glæpasagnahöfundurinn Jörn Lier Horst . -jh

 Heilbrigðismál TækjaskorTurinn á landspíTalanum

er ð i m ko á kfc „Það er nauðsynlegt fyrir framþróun að fjárfesta í nauðsynlegum tækninýjungum, ekki síst í því skyni að laða til okkar fært starfsfólk og fylgja þeim spítölum eftir sem við viljum vera á pari við,“ segir Eiríkur Jónsson, yfirlæknir á þvagfæraskurðlækningadeild Landspítalans.

Læknar safna fyrir róbot Sérfræðilæknar á Landspítalanum fara fyrir söfnun til kaupa á svokölluðum aðgerðarþjarki, róbot, sem nýtist til skurðaðgerða. Sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum segir að læknar neyðist til að vekja athygli á tækjaþörfinni með þessum hætti og vonast til að geta safnað helmingi af þeim 300 milljónum sem tækið kostar.

svooogott

r fylgim eð öllum m u x o b a n r a b

e

iríkur Jónsson, yfirlæknir á þvagfæraskurðlækningadeild, fer fyrir hópi lækna sem hrundið hafa af stað söfnun fyrir kaupum á svokölluðum aðgerðaþjarki, eða róbot, sem nýtist til margvíslegra skurðaðgerða, svo sem vegna krabbameins í blöðruhálskirtli og við aðgerðir á grindarholslíffærum kvenna. Aðgerðir með þessari aðferð eru inngripsminni en ella, að sögn Eiríks, bati er skjótari og hægt að hlífa betur nærliggjandi líffærum og viðkvæmri starfsemi. „Í raun er um að ræða framlengingu á fingrum skurðlæknisins. Allar hreyfingar verða nákvæmari og sýn skurðlæknisins á aðgerðarsvæðinu framúrskarandi. Þetta er dýrt tæki, kostar um 300 milljónir, en við þurfum hins vegar einungis að hugsa um kostnaðinn við tækið sjálft því við erum nú þegar með sérfræðilækna á Landspítalanum sem hafa reynslu af því að nota þetta tæki,“ segir Eiríkur. Tæki sem þetta er að finna á nær öllum háskólasjúkrahúsum á Norðurlöndunum og hefur verið í notkun í 10-15 ár. „Það er nauðsynlegt fyrir framþróun að fjárfesta í nauðsynlegum

tækninýjungum, ekki síst í því skyni að laða til okkar fært starfsfólk og fylgja þeim spítölum eftir sem við viljum vera á pari við,“ segir Eiríkur. Aðspurður hvort það sé eðlilegt að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk þurfi að standa í því sjálft að safna fyrir nauðsynlegum tækjabúnaði segir hann: „Þannig gerast nú bara kaupin á eyrinni. Viðkomandi sérgreinar neyðast til að vekja athygli á þörfinni með þessum hætti. Við gerum það samt sem áður í samráði við yfirstjórn spítalans því það myndi ekki ganga ef allir færu í einu í gang með tækjasöfnun fyrir tækjum sem hver og einn telur þörf á,“ segir Eiríkur. Stefnt er að því að safna helmingi upphæðarinnar og mun Landspítalinn brúa rest. Eiríkur vonast eftir því að tækið verði komið í notkun strax á næsta ári. Sjá fréttaskýringu á síðum 32-37

Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


E N N E M M / S Í A / N M 5 1 6 24

Sjónvarp Símans nú loksins fáanlegt hjá tannlækninum

Ná í appið!

Sjónvarp Símans hvar og hvenær sem er með nýja appinu Nú geturðu horft á RÚV, Stöð 2, Skjáinn og fleiri stöðvar inni í eldhúsi, farið á Frelsið í göngugötunni á Akureyri og spólað útsendinguna tvo klukkutíma til baka úti í sjoppu. Þú gætir jafnvel horft á Enska bikarinn í beinni á Listasafni Íslands og valið úr þúsundum mynda í SkjáBíói meðan bíllinn er í skoðun. Það kostar ekkert að nota appið fyrstu þrjá mánuðina en þjónustan kostar 490 kr. á mánuði eftir það. Vertu í sterkara sambandi við Sjónvarp Símans með snjalltækjunum þínum!

Ath. að skilmálar Apple heimila ekki leigu á myndefni með smáforriti í Apple tækjum. Unnt er að leigja myndefni gegnum önnur tæki (Android eða myndlykil) og nálgast síðan efnið í Apple tæki. Sjá nánar um skilmála þjónustunnar á siminn.is


10

fréttaviðtal

Helgin 22.-24. nóvember 2013

 SamfÉlagSmál Um 35 þúSUnd mannS hafa Sótt fr æðSlU hjá Blátt áfr am

Blátt áfram bregst við gagnrýni Samtökin Blátt áfram eru að fara af stað með nýja auglýsingaherferð með öllu mildari áherslum en áður. Sumir hafa gagnrýnt samtökin fyrir opinskátt fræðsluefni og segja forsvarsmenn að þau taki fagnandi ábendingum sem geta bætt framsetninguna. Hins vegar sé nauðsynlegt að hreyfa við fólki og minna fullorðna á þá skyldu sína að vernda börn fyrir kynferðisofbeldi.

É

g fór á leiðbeinendanámskeið hjá Blátt áfram að gefnu tilefni. Ég var leikskólafulltrúi Vestmannaeyjabæjar, starfaði ein á leikskólaskrifstofunni og kom að umsjón allra barna, frá fæðingu til 6 ára, bæði hvað varðar ráðgjöf og fræðslu til dagforeldra og leikskólakennara. Á meðan ég var starfandi fór barn sem var gróflega misnotað í gegnum dagmæðrakerfið hjá mér og áfram uppi í leikskóla. Það var greinilegt að eitthvað var að en þetta var bara svo fjarri mér. Ég þekkti ekki einkennin. Þá ákvað ég að gera allt sem í mínu valdi stæði til að koma í veg fyrir að þetta

myndi gerast aftur,“ segir Guðrún Helga Bjarnadóttir, nýr starfsmaður á skrifstofu Blátt áfram. „Þetta ýtti við mér og á næstu þremur árum fóru um fimm hundruð manns á vegum Vestmannaeyjabæjar á námskeið hjá Blátt áfram, bæði grunnog leikskólastarfsmenn, starfsfólk í frístundaveri, sundlaugum og víðar,“ segir hún. Samtökin Blátt áfram berjast fyrir því að efla forvarnir gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Þau hafa starfað í níu ár og hafa meðal annars vakið athygli fyrir opinskáar auglýsingar sem hafa farið fyrir brjóstið á sumum. Til að mynda tók fólk misjafnlega sjónvarpsauglýsingum þar sem börn komu fram og lítil stúlka sagði: „Ég vil ekki að einhver strjúki mér og verði góður við pjölluna mína.

Mega neita að kyssa afa

Sigríður Björnsdóttir, annar stofnenda Blátt áfram, leggur áherslu á að öllum þeirra auglýsingum sé beint að fullorðnum. „Sumir hafa túlkað þetta þannig að við séum að reyna að ná til barna. Skilaboðin okkar eru að fullorðnir þurfa að fræða börnin um þeirra mörk og um snertingu og markmiðið er að börn geti sagt frá þessum hlutum,“ segir hún. Guðrún Helga tekur undir: „Engu barni dettur í hug að segja svona ef eng-

inn hefur sagt þeim að það megi tala. Það er á ábyrgð foreldra að taka þetta til sín.“ Og sumir foreldrar hafa upplifað að samtökin taki fram fyrir hendurnar á þeim þegar kemur að fræðslu til barnanna þeirra um kynferðisofbeldi. „Í ljósi þess að aðeins 29% foreldra fræða börnin sín þá er sannarlega ástæða til að hreyfa við foreldrum,“ segir Sigríður. „Reyndar voru bara tveir aðilar með höfðu samband á sínum tíma og voru ósáttir við auglýsingarnar. Fleiri komu eða hringdu í okkur og þökkuðu okkur fyrir og lýst yfir ánægju sinni með auglýsingarnar,“ bætir hún við. Við Sigríður og Guðrún Helga settumst niður til að ræða áherslur samtakanna og þá gagnrýni sem kynningarefni þeirra hefur hlotið. Þær segjast vissulega kannast við að hafa hitt fólk á námskeiðum sem finnst vera of mikið um hræðsluáróður og að hvorki feður né afar geti lengur leyft sér að sýna börnum nánd og jákvæða snertingu án þess að það sé gert tortryggilegt. Ég sýni þeim líka skrif á netinu þar sem þessu er haldið fram. „Það er auðvitað ekki það sem námskeiðin okkar snúast um en það væri óeðlilegt ef umræðuefnið hreyfði ekki við okkur,“ segir Guðrún Helga. „Ég hef stundum tekið saklaust dæmi á fyrirlestrum að stundum þarf barn að kyssa alla í fjölskylduboði. Barnið langar kannski

Frábærar McCain franskar á 5 mínútum

Franskar kartöflur í sérflokki sem þú töfrar fram á augabragði. Einföld og fljótleg matreiðsla og algjör sæla fyrir bragðlaukana. Prófaðu núna!

Þú talar ekki um kynferðisofbeldi við fjögurra ára gamalt barn.

Sigríður Björnsdóttir og Guðrún Helga Bjarnadóttir hjá Blátt áfram segja mikilvægt að fræða börn um að þau mega setja mörk og að þau mega segja frá öllu. Ljósmynd/Hari

ekki að kyssa afa sinn, sem notar neftóbak, og finnst það ógeðslegt. Það veit hins vegar ekki að það megi neita því, og gerir því það sem því er sagt, þó því finnist það óþægilegt. Og þetta dæmi kannast fólk yfirleitt við. Það er hluti af forvörnum gegn kynferðisofbeldi að börn viti að þau megi setja mörk og að þau megi segja frá því þegar farið er yfir þau. Það er hins vegar staðreynd að 17% barna verða fyrir kynferðislegu ofbeldi og við viljum vernda þau. Við segjum hins vegar ekki að 17% karla séu gerendur. Þeir eru miklu færri enda níðast flestir barnaníðingar á mörgum börnum,“ segir Guðrún Helga.

Fjarlægðu efni eftir athugasemdir

Annað atriði sem hefur verið gagnrýnt er ábending sem birt var á vefsíðu Blátt áfram þar sem sagði: „Ef þú þarft að fá pössun fyrir börnin, vertu búin að baða þau og klæða þau í náttföt fyrir svefninn áður en hann/ hún mætir. Ekki gefa barnfóstru ástæðu til þess að afklæða börnin þín.“ Þær viðurkenna að þetta sé heldur harkaleg nálgun og að þessi ábending hafi verið fjarlægð fyrir um þremur vikum. „Allt okkar efni er í sífelldri endurskoðun til þess að ná betur til sem flestra. Við fengum hörð viðbrögð við þessu og fjarlægðum það. Ef þú talar við einstakling sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi sem barn þá myndi hann segja að þetta væri einmitt ein leiðin sem notuð er til að komast að börnum. Við sáum hins vegar að þessi framsetning náði ekki til fólks og við þurftum bara aðeins að draga í land.“ segir Sigríður. Í bæklingnum „7 skref til verndar börnum“ sem Blátt áfram gaf út var fólki leiðbeint um heilbrigð tjáskipti við börnin sín og hvernig þau geti minnkað líkur á að þau verði fyrir kynferðisofbeldi. Þar er fjöldi ábendinga sem eru mjög rökréttar og upplýsandi en ein þeirra fannst mér stuðandi: „Byrjaðu að ræða þessi mál þegar barnið er ungt og ræddu þau oft. Notaðu hversdagslega atburði sem kveikju að umræðum um kynferðisofbeldi.“ Þær taka undir að þetta geti misskilist enda er það ekki í anda samtakanna að hvetja fólk til að ræða opinskátt um kynferðisofbeldi við lítil börn. „Þú talar ekki um kynferðisofbeldi við fjögurra ára gamalt barn. Á þessum aldri ættu foreldrar að hafa talað um einkastaðina við börnin, bara hvað þeir heita, rétt eins og aðra líkamshluta, og áfram um að þau megi setja sín eigin mörk. Þetta orðalag mætti vera skýrara,“ segir Guðrún Helga. Þegar ég spyr líka hvort ekki þurfi að skilgreina hvað er oft segir Sigríður: „Við kennum börnunum okkar umferðarreglurnar, segjum þeim að passa sig á bílunum og muna að nota hjálm þegar þau eru að hjóla. Það gerum við oft, jafnvel daglega. Ættum við ekki einmitt oft að minna börnin okkar á að þau hafa rétt á að setja mörk og að þau mega segja frá öllu.“

Flest fólk er gott Í bæklingnum er einnig fjallað um hvernig foreldrar geta fækkað tækifærum barnaníðinga og þar lögð áhersla á að „forðast að láta barnið vera eitt með einum fullorðnum aðila.“ Ég spyr hvort þetta sé ekki til þess fallið að ala á vantrausti í garð fólks og þar að auki vart gerlegt. „Ef þú lest áfram sést að í 80% tilvika sem börn eru beitt kynferðisofbeldi eru þau ein með einum fullorðnum aðila og í um 90% tilvika þekkir barnið gerandann. Þannig væri það ábyrgðarleysi af okkur að taka þetta út. Okkur finnst þetta hafa verið svolítið slitið úr samhengi. Við erum ekki að segja að þú eigir ekki að láta barnið þitt vera eitt með einhverjum ef þú telur það vera í lagi. Þeir sem fá fræðslu hjá okkur fá mun meiri upplýsingar en eru í bæklingnum og skilja því betur hvað við erum að fara með þessu,“ segir Sigríður. „Við fjöllum líka um mikilvægi þess að geta verið eitt með börnum. Flest fólk er gott og við eigum að treysta fólki en við þurfum ekki að treysta fólki skilyrðislaust,“ segir Guðrún Helga. Blátt áfram er nú að fara af stað með nýja auglýsingaherferð sem er með öðru sniði en áður. Auglýsingarnar verða í blöðum og skjáauglýsingar í sjónvarpi. Þar er sýnd krítarmynd af hamingjusamri fjölskyldu og yfirskriftin er. „Verum upplýst – verndum börnin okkar.“ Þá er því beint til fullorðinna að þeir beri ábyrgð á börnunum og settar fram tölur um þann fjölda fólks sem hefur fengið fræðslu á vegum Blátt áfram á síðasta ári. Auglýsingarnar eru mun almennari en fyrri auglýsingar samtakanna og mér þykja þær til marks um einhvers konar stefnubreytingu þegar kemur að kynningarmálum. „Við erum í raun bara að minna á okkur, hvað við erum að gera og hvað hefur áunnist. Um 35 þúsund manns hafa fengið fræðslu hjá Blátt áfram frá upphafi. Samtökin verða 10 ára á næsta ári og við værum ekki starfandi nema vegna þess fjölda sem óskar eftir fræðslu og námskeiðum. Skólar, foreldrafélög og jafnvel heilu sveitarfélögin hafa fengið fræðslu hjá okkur ár eftir ár. Við værum ekki til ef fólk hefði ekki trú á því sem við erum búin gera,“ segir Sigríður. Hún og Svava systir hennar stofnuðu Blátt áfram en báðar eru þær þolendur kynferðisofbeldis. „Líklega hafa um 60 manns farið á leiðbeinendanámskeið hjá okkur en það eru færri en tíu sem eru starfandi. Þetta eru leikskólakennarar, námsráðgjafar, sálfræðingur og félagsráðgjafar – allt fagfólk. Fæstir leiðbeinendanna eru þolendur. Áhersla okkar er að vinna faglega og vinna með fólki sem þekkir vel til málaflokksins,“ segir Sigríður. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


ÖLL K Kerti

30% afsláttur HeLGar tiLboð

Ð R E V A R BET i l A V A m ó l B í ogi V u T ú k s í 1:00 opiÐ Til 2

* R u T T á l s 20% Af isERíum

T gs Af öllumTú il sunnudA g fimmTudA

Led útisería

999kr

jóL jó jóLastjarNa LastjarN Lastjar

999kr

1.490

40 Ljósa Led

1.490 HeLGar tiLboð

rósir stK. í búNti stK 7 stK.

999kr ódýrt

GreN Gre GreNiLeNGja NiLeNGja ja

jó asýpris jóLasýpris

399kr

790kr ódýrt

ódýrt

POTTHLÍF

299 kr.

*Afsláttur gildir ekki af vörum merktum Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar

Skútuvogur - Grafarholt - Akureyri - Egilsstaðir Akranes - Hafnarfjörður - Ísafjörður - Selfoss Reykjanesbær - Vestmannaeyjar


12

fréttir

Helgin 22.-24. nóvember 2013

 Lífskjör samtök atvinnuLífsins seGja tímabært að kveða verðbóLGuna niður

Hvert prósentustig verðbólgu leggur 20 milljarða á heimilin

Hvert prósentustig verðbólgunnar leggur 20 milljarða byrði á heimilin.

„Íslensk heimili skulda 2.000 milj­ arða króna og er stærstur hluti þeirra skulda verðtryggður. Hvert prósentu­ stig verðbólgunnar leggur 20 milljarða byrði á heimilin en 1% hækkun launa tryggir heimilunum 5 milljarða eftir skatta. Ávinningur heimilanna af 1% hjöðnun verðbólgu er því fjórfalt meiri en af 1% launahækkun. Ávinningur skuldugra fyrirtækja af lækkun vaxta er líka mikill,“ segir á síðu Samtaka atvinnulífsins. Þar kemur fram að sjö af hverjum tíu landsmanna hafa miklar áhyggjur af verðbólgu „og orðið tímabært að kveða

hana niður. Verðbólgan er ógn við lífs­ kjör landsmanna en með samstilltu átaki er hægt að vinna bug á henni og halda aftur af verðhækkunum. Það mun lækka vexti, auka umsvif í efnahagslífinu, fjölga störfum og auka tekjur heimilanna,“ segir enn fremur. „Laun á Íslandi hafa hækkað þrefalt meira en í viðskiptalöndum okkar á síðustu sjö árum, en það hefur í raun engu skilað. Kaupmáttur launa í dag er minni en 2006 og ástæðan er einföld. Of miklar launahækkanir hafa leitt til verðbólgu sem hefur étið upp ávinn­ inginn,“ segir á síðu samtakanna sem

benda á að Norðurlöndin hafi farið aðra leið en Íslendingar og byggt upp betri lífskjör með minni hækkun launa og lægri verðbólgu. „Seðlabankinn hefur bent á,“ segir einnig, „að 2% launahækkun á ári muni hafa mjög jákvæð áhrif. Vextir verða lægri, fjárfestingar taka við sér og hagvöxtur eykst. Tekjur heimil­ anna verða meiri eftir tvö ár með minni launahækkunum vegna meiri atvinnu.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is

 GenGi LæGri verðbóLGa oG minni verðbóLGuvæntinGar

Stöðugt gengi krónunnar Góð tíðindi fyrir vegna kjarasamninga að mati Greiningar Íslandsbanka. Langt tímabil án inngripa Seðlabankans.

G

engi krónunnar hefur verið mjög stöðugt bæði í október og það sem af er nóvember eftir að hafa veikst nokkuð í september. Hefur velta á millibankamarkaði með gjaldeyri verið fremur lítil og sérstaklega núna í nóvem­ ber. Þá hefur Seðlabankinn ekki verið með inngrip á þeim markaði frá miðjum október, sem er lengsta tímabil án inn­ gripa síðan í júlí á þessu ári, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. „Stöðugleiki krónunnar undanfarið er góð tíðindi. Sú mikla lækkun krónunnar sem var haustið 2012 og fram á vetur 2012/2013 er ekki að endurtaka sig nú.

Rekstrarumhverfi fyrirtækja og heimila er því öllu stöðugra hvað þetta varðar en var fyrir ári. Hefur krónan auk þess verið um 3% sterkari gagnvart vegnu meðaltali helstu viðskiptamynta það sem af er nóvember en á sama tíma í fyrra og yfir síðustu þrjá mánuði hefur hún verið ríflega 2% sterkari en á sama tíma í fyrra. Afraksturinn er lægri verðbólga og verð­ bólguvæntingar. Tímasetning aukins stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og sterkari krónu er sérstaklega mikilvæg í ljósi þess að framundan eru kjarasamningar þar sem verðbólguvæntingar eru mótandi fyrir

Gengi krónunnar hefur verið stöðugt í október og nóvember og hefur Seðlabankinn ekki þurft að grípa til ráðstafana um skeið.

Er bíllinn þinn klár fyrir veturinn? Löður kynnir

Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti Rain-X fylgir öllum bílaþvotti í svampburstastöð Löðurs á Fiskislóð 29 og er fáanlegur á snertilausu þvottastöðum Löðurs á Grjóthálsi og Fiskislóð 29

Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.

þær launahækkanir sem samið verður um og þar með þá verðbólgu sem í fylgir í kjöl­ farið. Verðbólgan hefur nú lækkað úr 4,3% í ágúst niður í 3,6% í október. Verðbólgu­ væntingar aðila á fjármálamarkaði, litið til næstu tólf mánaða, hafa að meðaltali farið úr 4,3% í ágúst sl. niður í 3,9% í lok síðasta mánaðar sam­ kvæmt könnun Seðlabankans,“ segir enn fremur. Greiningin segir að flestir virðist gera ráð fyrir því að gengi krónunnar muni lækka næstu misseri. Tæpur helmingur stjórn­ enda stærstu fyrirtækja lands­ ins vænti þess að gengi krónunnar muni lækka á næstu tólf mán­ uðum en ekki nema 8% vænta þess að hún muni styrkjast sam­ kvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök atvinnu­ lífsins og Seðla­ bankann í septem­ ber síðastliðnum. Þá vænta aðilar á fjármálamarkaði þess að gengi krónunnar muni lækka á næstu tólf mánuðum samkvæmt könnun sem Seðlabanki Íslands gerði í lok október síðastliðins. „Á meðan flestir virðast vera á því að gengi krónunnar muni lækka næsta kastið,“ segir Greining Íslandsbanka, „þá er ekki reiknað með að sú lækkun verði veruleg. Þannig kom fram í könnun meðal stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins að þeir vænta ekki nema 2% lækkun krónunn­ ar yfir næsta ár.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is


Reitir varðveita ásýnd og sögu borgarinnar Reitir eru stærsta fasteignafélag landsins á sviði útleigu atvinnuhúsnæðis. Við leigjum út yfir 130 eignir af öllum stærðum og gerðum. Með vönduðu viðhaldi á eignum varðveitum við sögu borgarinnar, gefum henni fallega ásýnd og sköpum um leið góðan vinnustað fyrir þig og þína.

Kringlan 4–12

103 Reykjavík

www.reitir.is

575 9000


14

viðhorf

Helgin 22.-24. nóvember 2013

Bækurnar Þjóðarátak gegn sykuræði okkar á M Bókamessu Offitufaraldur feitustu þjóðar Norðurlanda ógnar lýðheilsu

Öll helgin: Getur þú lesið miðaldahandrit? Taktu þátt í messuleik og freistaðu þess að vinna glæsilega bók frá Opnu. Dregið úr réttum lausnum.

Meðal sykurneysla hvers Íslendinga nemur 60 kílóum á ári. Það eru hrikalegar tölur og Íslendingar, sem eru feitastir Norðurlandaþjóða, virðast fylgja í kjölfar Bandaríkjamanna. Þeir eru afleit fyrirmynd í þessum efnum en fram kom í fréttaskýringaþætti bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS, 60 mínútur, að sykurneysla væri að fara með Bandaríkjamenn í gröfina. Hérlendis eru 57,1 prósent fullorðinna yfir kjörþyngd og 18,6 prósent barna. Offitufaraldurinn er ein helsta ógnin við lýðheilsu í dag, að því er fram kom hjá Bolla Þórssyni, lækni hjá Hjartavernd og sérfræðingi í innkirtlasjúkdómum, í Líftímanum sem fylgir Fréttatímanum mánaðarlega. Jónas Haraldsson Rannsókn Norrænu ráðherrajonas@frettatiminn.is nefndarinnar sýnir að offita hrjáir 17,8 prósent Íslendinga sem er hæsta hlutfallið á Norðurlöndunum. Lægst er hlutfallið í Noregi, 8,7 prósent. Rannsókn Hjartaverndar á aldurshópnum 35 til 44 ára sýndi að fyrir 45 árum, árið 1968, vógu konur á Íslandi að meðaltali 64,9 kíló en karlar 81,9 kíló. Árið 2007 var meðalþyngd kvenna 74 kíló og karla 90 kíló. Bolli telur að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir því hve hættuleg offita getur verið. Axel F. Sigurðsson, sérfræðingur í hjartasjúkdómum, segir í Líftímanum að algengustu afleiðingar offitu séu áunnin sykursýki, hár blóðþrýstingur, auk hjarta- og æðasjúkdóma en þeir eru algengasta dánarorsökin hér. Hann bendir á að undanfarna tvo áratugi hafi fituneysla hérlendis nokkurn veginn staðið í stað en neysla á sykri og unnum kolvetnum aukist. Því sé ólíklegt að þjóðin hafi fitnað af of mikilli fituneyslu. Skýringanna sé fremur að leita í óhóflegri sykurneyslu. Ef snúa á við þróun offitumála segir Axel lykilatriði að fræða börn um mataræði og fá þau til að heillast af því sem er hollt og ferskt og sjá ókostina við unninn sykur og

sælgæti. Offita í barnæsku eykur líkur á offitu á fullorðinsaldri og segir Axel rannsóknir sýna að séu börn of feit séu 70-80 prósent líkur á offitu þeirra á fullorðinsaldri. Sé barn í eðlilegum holdum séu ekki nema 7-10 prósent líkur á að það glími við offitu síðar á ævinni. Gríðarleg gosdrykkjaneysla hefur verið viðvarandi en Íslendingar drekka að meðaltali um 130 lítra af gosdrykkjum á ári. Á þetta hefur Vilhjálmur Ari Arason læknir bent og nefnir auk þess sælgæti, orkudrykki og sykraðar mjólkurvörur. Fjórðungur allrar sykurneyslu landans er í formi gos- og sykurdrykkja, segir hann og bendir á að fimmföld ofneysla á sykri á Íslandi sé „svakaleg ofneysla á skaðlegu fæðuefni í of miklu magni.“ Ógnvænlegt er að sjá „nammibari“ svokallaða í stórverslunum þar sem mannhæðarháir rekkar eru sneisafullir af sælgæti sem mokað er í poka með skóflum. Meðal Íslendingurinn innbyrðir kíló af sykri í viku hverri og vel það. Það er með því mesta sem þekkist í heiminum. Náttúrulækningafélag Íslands hefur bent á að neysluhlutfall barna sé jafnvel enn hærra en hjá fullorðnum en samkvæmt upplýsingum frá Neytendasamtökunum borðar leikskólabarn að meðaltali 54 grömm af sykri á dag, yfir 19 kíló af hreinum sykri á ári. Það er rúmlega meðalþyngd fjögurra ára drengja. Þetta gríðarlega sykurmagn er meira en lifrin ræður við. Þegar lifrin fær meira af sykri og sætuefnum en hún getur unnið úr breytir hún sykrinum í fitu. Hundrað manns fara í offitumeðferð á ári hverju og sjúklingarnir verða sífellt yngri. Tíðni sykursýki 2 hefur aukist um helming hjá körlum og rúmlega tvo þriðju hjá konum. Einn sykraður gosdrykkur á dag eykur hættu á að fá hjartaáfall um 20 prósent og rannsóknir sýna bein tengsl hegðunarerfiðleika ungra barna og gosdrykkjaneyslu. Það þarf ekki annað en ganga um götur hérlendis til að sjá æpandi dæmi um ástandið. Við það má ekki una. Þörf er á þjóðarátaki gegn sykuræðinu.

Meðal Íslendingurinn innbyrðir kíló af sykri í viku hverri og vel það. Það er með því mesta sem þekkist í heiminum. Laugardagur kl. 15.00: Tískusýning! Félagar úr Heimilisiðnaðarfélagi Íslands sýna glæsilega þjóðbúninga frá ýmsum tímum.

Sunnudagur kl. 15.00: Fríða Rún Þórðardóttir kynnir ljúffengar krásir sem allir geta notið - líka þeir sem þurfa að forðast egg, mjólkurvörur, glúten eða hnetur.

Bókaútgáfan Opna - Skipholti 50b - 105 Reykjavík - sími 578 9080 - www.opna.is

 Vik an seM Var En hann er boxari Mig langaði í eitt sinn að berja Gunnar Birgisson. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, upplýsti að einhverju sinni stuðaði Gunnar Birgisson hann svo að hann vildi rjúka í hann. Gunnar er hins vegar þungavigtarmaður og áhugasamur um hnefaleika.

Úr vöndu að ráða Ekki slægi ég hendinni á móti því að skuldir mínar lækkuðu. En það getur líka verið að hægt sé að gera eitthvað skynsamlegra við peningana. Óvissan er enn svo mikil að ég get ekki metið það. Egill Helgason veit ekki hvað honum á að finnast um áform um skuldaniðurfellingu.

Og hvernig er hún í viðkynningu? Ég og Magnús þekkjum þessa eign og höfum komið að rekstri hennar, en „fréttin“ snýst ekki um það. Hvorugur okkar er eigandi, eins og áður segir, og ég kem ekki að rekstri þessarar fasteignar í dag. Hannes Smárason hafnar því að eiga flottan skíðaskála, en kannast við húsið.

Kanahrollur Fyrir mér er bara mjög óþægilegt að vita til þess að það séu einhver einkafyrirtæki að hnýsast í persónuupplýsingar fólks fyrir einhver erlend stórveldi, mér finnst það bara mjög krípí. Birgitta Jónsdóttir pírataþingmaður fær hroll eins og Kristinn.

Hammó með ammó! Þetta er á mjög gráu svæði og mér finnst þetta vera hámark ruddaskaparins – að birta mér stefnu á heimili mínu vegna minnar vinnu. Þeir hefðu vel getað beðið í einn dag eða komið til mín í vinnuna. Stefnuvottur frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni truflaði sextugsafmæli Reynis Traustasonar, ritstjóra DV, og gerði litla lukku.

Og sjö þúsund árum síðar kom Sing Sing Hó... Þetta er bara sögufölsun. Annarsvegar á þróun launa og verðlags og hinsvegar á því sem Seðlabankinn var að gera. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, er óhress með auglýsingu Samtaka atvinnulífsins þar sem launþegar eru hvattir til að stilla kröfum sínum um kjarabætur í hóf vegna verðbólgu.

CIA – Iceland Það er ljóst að ríkislögreglustjóri telur enga þörf á að útskýra fyrir almenningi hvernig samstarfi hans við erlend lögregluembætti og leyniþjónustur er háttað. Þingið þarf greinilega að þvinga þessar upplýsingar fram. Kristinn Hrafnsson, blaðamaður og talsmaður WikiLeaks, furðar sig á fylgispekt íslenskra lögregluyfirvalda við bandarískar njósnastofnanir. En hér er myrkur og kreppa! Já, það getur verið og þetta er eitthvað sem þarf að skoða miklu betur. Þetta hefur svo sem verið vitað lengi, áratugum saman að Íslendingar nota meira af þunglyndislyfjum en er á hinum Norðurlöndunum. Það hefur verið vitað lengi. Magnús Jóhannsson, læknir veltir fyrir sér mikilli lyfjanotkun mörlandans. Harður jaxl Þetta er skelfilegt alveg, en maður lifir þetta af. Brynjar Dagbjartsson, trésmiður, lenti í árásargjörnum innbrotsþjófum við sumarbústað við Reykjaskóg í Bláskógabyggð.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


Bjóðum landsins besta úrval kaffivéla. FAVOLA PLUS

AEG FAVOLA PLUS kaffivélin er hönnuð frá grunni í samstarfi við LAVAZZA á Ítalíu. Vélin notar hylki með sérvöldu kaffi frá LAVAZZA – Cappuchino, Cafe Latte, Espresso, Americano – alltaf ferskt og frábært.

Kíktu í kaffi!

Lítil, nett og pottþétt kaffivél nútímamannsins.

Ástríða í kaffigerð

Í þessari vél mætast gamli og nýi tíminn.

Þessi hágæða kaffivél svarar öllum kröfum kaffigæðinga.

Þetta er draumurinn – nýmalað kaffi beint í pokann og þú færð þína hefðbundnu „upp-á-hellingu“.

Frábær sjálfvirk kaffivél til heimilisnota og í vinnunni. Svissnesk/ þýsk nákvæmni.

Dásamleg kaffivél.

AEG hefur aldrei brugðist aðdáendum sínum þegar kemur að kaffivélum.

Þýsk heimilistæki af bestu gerð. Traust, sterk og endingargóð. Kaffivélar fyrir vandláta.

Eigum fjölbreytt úrval af klassískum kaffivélum. Flottar og þægilegar gæðavélar sem duga vel og lengi.

Pott Pot Pottar&Pönnur otta tar ar&Pönnur P Pönnur

Pottar&Pönnur

INNRÉTTINGAR

LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 · ORMSSON.IS ORMSSON KEFLAVÍK SÍMI 421 1535

ORMSSON AKRANESI SÍMI 431 3333

ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SÍMI 456 4751

KS SUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 4500

SR-Byggingavörur

SILGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

ORMSSON VÍK-EGILSSTÖÐUM SÍMI 471 2038

ORMSSON PAN-NESKAUPSTAÐ SÍMI 477 1900

ORMSSON ÁRVIRKINN-SELFOSSI SÍMI 480 1160

GEISLI VESTMANNAEYJUM SÍMI 481 3333


16

viðhorf

Helgin 22.-24. nóvember 2013

Siðfræðilegt álitamál sem verður að ræða opinskátt

Hvenær á að lækna fólk og hvenær á ekki að lækna fólk?

E

iríkur Jónsson, yfirlæknir á þvagfæraskurðlækningadeild, vekur máls á áhugaverðri umræðu í viðtali hér í Fréttatímanum í dag, síauknum kostnaði í heilbrigðiskerfi Vesturlanda, sem sliga mun samfélög verði ekki brugðist við. Í nýútkomnu riti OECD, Health at a Glance 2013, kemur fram að í tveimur af hverjum sjónarhóll þremur ríkjum hafi heildarútgjöld til heilbrigðismála aukist á milli ára. Aukningin var hins vegar enn meiri á árunum fyrir efnahagshrun. Eiríkur segir að þjóðir verði að bregðast við kostnaðaraukningunni með því að velja Sigríður hvað þær ætli ekki að gera. Dögg „Við verðum að ganga heiðarAuðunsdóttir lega fram hvað það varðar sigridur@ að það er ýmislegt sem við frettatiminn.is ætlum ekki að gera. Við verðum að taka afstöðu til þess hvort við ætlum að veita sjúklingum sem hafa í grunninn lélegar lífslíkur, vegna veikinda eða hás aldurs, dýra og flókna læknismeðferð. Við erum nú þegar að forgangsraða í heilbrigðisþjónustu en læknar og hjúkrunarfólk þurfa að taka þessa umræðu, við getum ekki sett þetta í hendurnar á pólitíkinni,“ segir Eiríkur. „Við þurfum að sækja fram en þetta getur ekki bara verið opinn reikningur. Hið sama er uppi á teningnum á öllum Vesturlöndum, fólk er að eldast og sjúkdómar eru farnir að láta á sé kræla sem við þurftum áður fyrr ekki

að hafa áhyggjur af. Það verður æ brýnna að ræða hvenær við ætlum að aðhafast, hvar á að draga línuna. Þetta er óhjákvæmileg umræða en samfélagið stendur ekki undir endalausum kostnaði,“ segir hann. Það er rétt hjá honum að þetta er umræða sem nauðsynlegt er að taka. Vestræn ríki eru í raun orðin fórnarlömb eigin velmegunar því með

hækkandi meðalaldri fjölgar til muna sjúkdómum sem heilbrigðiskerfið þarf að takast á við með sívaxandi kostnaði. Ég er nú hvorki læknir né siðfræðingur og treysti mér ekki til þess að taka afstöðu í þessu siðferðilega álitamáli, hvenær á að lækna fólk og hvenær ekki, en eins og Eiríkur bendir á þurfa læknar og hjúkrunarfólk að ganga fram í því máli. Hann

bendir á að nú þegar fari fram forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Læknar og hjúkrunarfólk ákveða hvenær hætta skuli læknismeðferð og hefja beri líknandi meðferð, þegar sjúklingar eru ekki að ná bata. Umræðuna þarf hins vegar að víkka út og taka opinskátt og heiðarlega, eins og hann bendir á, því kostnaðurinn á einvörðungu eftir að aukast enn meir.

Þetta er óhjákvæmileg umræða en samfélagið stendur ekki undir endalausum kostnaði.

Snyrtivörur með Tax Free* afslætti hjá Heimkaupum dagana 22.–25. nóvember. Glæsilegt úrval af vörum fyrir húðina og hárið. Gerðu góð kaup fyrir jólin á Tax Free dögum

PIPAR \ TBWA

SÍA

133419

á Heimkaup.is.


viðhorf 17

Helgin 22.-24. nóvember 2013

Vikan í tölum

1,4

CREÓLA KJÚKLINGUR milljónum króna eyddi fyrrverandi fjármálastjóri Háskóla Íslands á dýrum veitingastöðum í Reykjavík, í Vínbúðinni og á hóteli í Las Vegas og greiddi fyrir með kreditkorti Háskólans.

4,7 24 prósent 15 og 16 ára drengja skoðar daglega klámsíður á netinu.

4

milljarða króna er talið að heilsufarsmál tengd myglusveppum kosti heilbrigðiskerfið árlega.

hæðir er hæsta bygging sem leyfð verður í nýrri byggð í Vesturbugt í Reykjavík, samkvæmt nýju deiliskipulagi. Einnig var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði að fallið yrði frá því að leggja Mýrargötu í stokk.

16

er fjöldi aðstoðarmanna ráðherra eftir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra réð Benedikt Gíslason sem annan aðstoðarmann sinn við hlið Svanhildar Hólm Valsdóttur.

10

Glæsibæ • Dalvegi • N1 Ártúnsbrekku • Bæjarhrauni • Skoðaðu matseðilinn á saffran.is

prósent Íslendinga eru á þunglyndislyfjum, samkvæmt upplýsingum frá OECD, og er það mest allra þjóða í heimi.

heimkaup.is

SENDUM FRÍTT HEIM STRAX Í KVÖLD

*Heimkaup greiða virðisaukaskatt en veita afslátt sem nemur 20,3% af verði vörunnar. Tax Free afsláttur gildir aðeins um snyrtivörur, dagana 22.–26. nóvember.

innan höfuðborgarsvæðisins.

Smáratorgi 3 / 201 Kópavogi / 550 2700

heimkaup.is

Örugg vefverslun

Hagstætt verð

Hraðsending

Sendum um allt land


18

viðtal

Helgin 22.-24. nóvember 2013

Er ótrúlega stolt af plötunni

Lay Low hlakkar til að halda tónleika á landsbyggðinni á næstu vikum og mánuðum. Ljósmynd Hari

Lay Low heldur sína fjórðu útgáfutónleika í Fríkirkjunni í kvöld en þessi plata „Talking about the weather“ er ákveðið uppgjör við eigið óöryggi fortíðarinnar. Hún vann plötuna að mestu ein sem gaf henni aukið sjálfstraust um eigin getu. Tónlistin er samin í rólegheitum sveitarinnar en þar finnst tónlistarkonunni best að vinna.

P

latan og textarnir eru mjög persónulegir. Það er kannski vegna þess að ég vann plötuna að mestu ein. Um daginn var ég að hlusta á hana og ég hugsaði, úps!, hún er kannski aðeins of persónuleg. Ég legg soltið mikið af sjálfri mér í hana. Ég er eiginlega búin að taka þá ákvörðun að það skiptir ekki endilega máli hvað öðrum finnst. Ég er að gera þetta að miklu leyti fyrir mína ánægju og er ótrúlega stolt af sjálfri mér. Maður er oft hræddur við að segja að maður sé stoltur af sjálfum sér. En ég er það núna,“ segir tónlistarkonan Lovísa Elísabet

Sigrúnardóttir, eða Lay Low, sem mun halda útgáfutónleika af sinni fjórðu breiðskífu „Talking about the weather“ í Fríkirkjunni í kvöld. Lay Low byrjaði sinn tónlistarferil árið 2006 og hefur síðan farið í óteljandi tónleikaferðir bæði til Evrópu og Bandaríkjanna. Hún segist hafa þroskast mikið á þessum tíma. „Þetta er langt frá því sem ég ímyndaði mér að ég myndi gera. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt, ég er mjög lánsöm að hafa fengið öll þessi tækifæri. Það eru kannski ekki margir sem fá að vinna draumavinnuna sína. Ég er þakklát ef ég kemst upp með það en það er ekki alltaf auðvelt. Ég rétt-

læti það með því að mér finnst þetta svo gaman,“ segir Lovísa.

Ánægð með útkomuna

„Talking about the weather er öðruvísi að því leyti að þetta er fyrsta skiptið sem ég geri allt sjálf. Ég hef alltaf verið að vinna með mjög góðu fólki. En nú geri ég allt sjálf nema að taka upp trommurnar og þetta var mjög áhugavert ferli,“ segir Lovísa. Hún segir að ferlið hafi verið erfitt og skemmtilegt á sama tíma. Það erfiðasta hafi verið að hafa ekki önnur eyru og geta rætt hlutina sem hafi tekið mikið á í lokin. „Ég ákvað að taka smá pásu og hlusta ekki á

VR óskar eftir orlofshúsum VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofsíbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is, fyrir 20. desember 2013. . Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja: Lýsing á eign og því sem henni fylgir, ástand hennar, staðsetning, stærð, aldur og fjöldi svefnplássa. Auk þess skal fylgja lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta umhverfi. Æskilegt er að myndir og lýsing á umhverfi fylgi einnig með. Öllum tilboðum verður svarað.

VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS

Virðing Réttlæti

efnið í nokkra daga. Ég var alveg hætt að heyra hvað væri í gangi. Svo kom ég aftur að þessu og þá gerði ég breytingar. Þá fór ég í það að hreinsa til og laga og er mjög ánægð með útkomuna. Ég var svolítið að sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti þetta svona sjálf. Mig grunaði að ég gæti gert þetta en að gera heila plötu og geta skilað henni frá mér...., ég er smámunasöm, en það tókst,“ segir Lovísa. Lovísa segir að þessi plata marki ákveðin tímamót eða ákveðið uppgjör á sínum þroska og tónlistarferli. „Ég var alltaf ótrúlega stressuð áður en ég fór upp á svið að syngja og var rosalega hlédræg. Mér leið eins og tónlistin mín væri ekki nógu góð og ég skildi ekki af hverju fólk var að kaupa plöturnar mínar. Það gekk svo vel í fyrstu að það var sjokkerandi fyrir mig og ég átti erfitt með að átta mig á hvað væri að gerast. Ég er til dæmis búin að læra að vera stolt af því sem ég geri. Mér fannst stundum eins og að ég væri að bögga fólk en núna er ég búin að læra að skemmta mér og hafa gaman af því að syngja,“ segir Lovísa. „Þegar ég var að byrja í þessu þá var ég mjög lokuð og var ekki mikið að tjá mig um neitt. Núna á ég auðveldara með það, það er búið að þroska mig sem einstakling að ferðast um heiminn og spila fyrir ókunnuga,“ segir Lovísa.

Komin vel á fast

Lovísa er að fara að flytja í sveitina aftur og hlakkar mikið til. „Við vorum að kaupa hús í Ölfusinu, ég og sambýliskona mín. Þetta er gamalt hús sem við ætlum að gera upp. Við verðum með grímurnar að rífa niður teppi næstu vikur og mánuði. Við erum búnar að vera saman í um fjögur ár og það má segja að við séum komnar vel á fast. Það er mjög góður stuðningur að eiga hana að, hún er svo sterk og flott manneskja. Hún er búin að hjálpa mér í þessu skrefi að reyna að standa með sjálfri mér. Hún hvetur mig áfram og það er rosalega gott að eiga einhvern að,“ segir Lovísa. Lovísu finnst gott að búa og vinna að tónlist sinni í rólegu umhverfi náttúrunnar. „Það er eitthvað við að fara út í sveit. Þá skipuleggur maður sig betur. Það verður meira úr tímanum og maður fer í öðruvísi ástand. Þegar maður kemst upp úr þreytunni þá fær maður endurnærða orku. Ég

hef oftast verið næturmanneskjan en ég reyndi að hafa rútínu núna. Það er svo þægilegt að fá sólarbirtuna og vinna í rólegheitum,“ segir Lovísa Nýja breiðskífan heitir „Talking about the weather“ og segir Lovísa að veðráttan hafi sannarlega haft áhrif á hugarástandið sem hafi skilað sér að einhverju leyti í textana hennar. „Þetta er hálfpartinn einkahúmor hjá mér. Ég var komin langleiðina með plötuna þegar ég tók eftir því hvað ég var mikið að tala um veðrið og mér fannst það fyndið því að það var ekki meðvitað. Veðrið hefur til dæmis bein áhrif á eitt lag sem heitir „In the dead of winter“ sem fjallar um að vera staddur í miðjum vetri. Og þá hafði verið mikill snjór og ófært yfir heiðina,“ segir Lovísa.

Dýrmætt að halda tónleika

„Í kvöld verða útgáfutónleikar í Fríkirkjunni. Ég hef alltaf haldið útgáfutónleika þar. Fyrstu útgáfutónleikarnir mínir voru skelfilegir. Ég man eiginlega ekkert eftir því kvöldi því að ég var svo stressuð, ég var alveg ónýt. Þetta var hræðileg lífsreynsla, ég skalf og titraði og ég spurði sjálfa mig, af hverju er ég að þessu? Næstu útgáfutónleikar gengu betur en mér þótti samt erfitt að koma fram. Núna er ég loks farin að læra að njóta þess að syngja og spila tónlist. Það er mjög dýrmætt og gaman að halda tónleika og fólk kemur, það er ótrúlega skemmtilegt. Það var stundum auðveldara að spila fyrir fólk á tónleikum erlendis sem vissi ekkert hver ég var,“ segir Lovísa. „Stundum kemur fyrir að ég myndi vilja slökkva á þeim takka að vera svona í sviðsljósinu en á sama tíma þá er ég þakklát að vera komin á þennan stað. Það er ekkert öruggt í þessum bransa og ég á örugglega eftir að finna mér allskonar önnur verkefni, ég vil ekki vera með of mikið planað, maður veit aldrei hvað gerist.“ Lovísa mun halda tónleika á landsbyggðinni í nóvember og desember. „Það er gaman að fara í tónleikaferðir um Ísland þegar maður hefur verið svo mikið erlendis. Núna er ég með tríó og með mínímalíska útgáfu. Ég hugsa að sjálfsögðu um hvort fólki eigi eftir að líka vel við nýju lögin en ég er mjög spennt,“ segir Lovísa. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is


Aðventutónleikar Sinfóníunnar Litrík og heillandi hátíðarstemning með fíngerðu frönsku barokki, Vivaldi, Mozart og Bach. Einsöngvari er Hallveig Rúnarsdóttir. Fim. 5. des. » 19:30

Verð frá 2.300 kr.

Tryggið ykkur miða

Matthew Halls hljómsveitarstjóri Hallveig Rúnarsdóttir einsöngvari Fögnum aðventunni með hrífandi hátíðartónlist meistaranna. Bach, Mozart, Händel, Vivaldi og Piazzolla – og Hallveig Rúnarsdóttir syngur Bach-kantötuna Fagnið fyrir guði í öllum löndum. Stjórnandi er Matthew Halls sem nú stjórnar Sinfóníuhljómsveitinni í annað sinn á Aðventutónleikum. Halls er í framvarðasveit ungra breskra stjórnenda. Síðast stjórnaði hann hér á landi flutningi á Messíasi árið 2011 við mikla hrifningu áheyrenda.

Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar


20

viðtal

Helgin 22.­24. nóvember 2013

Sonur minn er á lífi

Ranka Inga Studic fæddi langþráð barn rétt eftir að stríðið skall á í fyrrum Júgóslavíu. Á fæðingar­ deildinni var henni sagt að barnið væri dáið. Ranka og eiginmaður hennar hröktust til Belgrad í stríðinu og íslensk kona, Inga Vagnsdóttir í Bolungarvík, ákvað að bjarga þeim eftir að hún sá viðtal við Rönku í Kastljósi. Ranka eignaðist aldrei annað barn og neitaði alltaf að trúa því að sonur hennar hefði dáið. Hún fékk grun sinn staðfestan þegar hún fékk dularfullt símtal fyrir fjórum árum þar sem henni var sagt að sonur hennar væri á lífi.

Ranka Inga Studic trúði því alltaf innst inni að sonur hennar væri á lífi. Hún fékk grun sinn staðfestan þegar henni barst dularfullt símtal. Ljósmynd/Hari

Siðmennt Málsvari veraldlegs samfélags Skráðu þig í félagið á www.sidmennt.is

SIÐMENNT w w w. s i d m e n n t . i s

kynntu þér málið!

Þegar Ranka fæðir barn í Júgóslavíu er henni sagt að það sé dáið - á Íslandi fær hún óvæntar fréttir Hún býr við hörmuleg kjör sem flóttamaður þegar hjartagóð kona í Bolungarvík hjálpar henni til Íslands. Tólf árum síðar hringir síminn og henni er sagt að barnið sé á lífi. Þetta er saga um ráðgátu, kærleika og mögnuð örlög.

ÚTKALL BÓKAÚTGÁFA

R

anka Inga Studic er móðir án barns. Þann 7. júlí árið 1992 fæddi hún sveinbarn á sjúkrahúsinu í Jagodínu í Júgóslavíu, nú Serbíu. Stríðið í Bosníu-Hersegóvínu hófst í apríl það sama ár. Ranka og maðurinn hennar, Zdravko Studic, bjuggu í höfuðborginni Sarajevo þegar stríðið skall á. Hún tekur á móti mér á heimili sínu í Kópavogi, ásamt Elínu Hirst sem skrifaði sögu Rönku í bókinni: „Barnið þitt er á lífi.“ „Mig hafði alltaf dreymt um að eignast barn. Ég vissi samt að það gæti verið erfitt því ég er með tvískipt leg sem getur skapað ýmsa hættu á meðgöngunni,“ segir Ranka og vegna þess lagðist hún snemma á meðgöngunni inn á sjúkrahús til að hægt væri að fylgjast með henni. „Mér leið eins og prinsessu, var í góðu yfirlæti á sjúkrahúsinu og las bækur eftir ástarsagnahöfundinn Danielle Steele. Við heyrðum af því að það væri hafið stríð í Króatíu en vorum sannfærð um að það kæmi aldrei stríð í Sarajevo.“ Veröldin breyttist þegar Bosnía lýsti yfir sjálfstæði sínu þann 6. apríl. Ranka er um hríð áfram á sjúkrahúsinu í Sarajevo en ástandið þar versnar smátt og smátt og starfsliðinu fækkar. Ranka ákveður á endanum að strjúka af spítalanum, kasólétt, og leggur líf sitt og ófædds barnsins í hættu á leið sinni um stríðshrjáða borgina á leið til fjölskyldu sinnar. Móðir Rönku tekur málin í eigin hendur og kemur henni fyrir hjá systur sinni sem býr í Jagodínu og eftir nokkra bið kemst hún þar inn á sjúkrahús.

Ingibjörg Vagnsdóttir, Inga, er bjargvættur Rönku og fjölskyldu hennar. Inga varð bráðkvödd 20. nóvember 2011. Ljósmynd/Hari

Skrifar undir í móki

„Ég er ekki búin að vera þar lengi þegar ég fæ hríðir. Þetta er auðvitað í fyrsta skipti sem ég er ólétt en ég finn á mér að barninu liggur mikið á að komast í heiminn og ég finn fyrir miklum verkjum. Ljósmóðir kemur og tekur hjá mér blóðprufu því hún segir þau þurfa að vita í hvaða blóðflokki ég er ef ég skyldi þurfa á blóðgjöf að halda í fæðingunni.“ Móðursystir Rönku sinnti

henni lítið og hún var alein á sjúkrahúsinu, alein og hrædd. „Mér fannst starfsfólkið vera mjög ópersónulegt. Ein ljósmóðirin kallaði ekki á mig með því að nota nafnið mitt heldur kallaði hún mig Sarajevostúlku. Verkirnir urðu verri, ég svitna og rembist. 7. júlí er opinber frídagur í Serbíu og því voru fáir á vaktinni en skyndilega standa fjórir eða fimm starfsmenn við rúmið mitt og ég óttast það versta. Ég sé að ein hjúkrunar-


viðtal 21

Helgin 22.-24. nóvember 2013

Þegar ég svara er kona á hinni línunni sem talar mitt tungumál og spyr um mig með nafni.

Ranka og Zdravko hröktust til Belgrad þar sem þau voru flóttamenn. Hér sjást mótmæli í borginni á stríðstímum.

2 AF HVERJUM 5

13-2316

HAFA SAFNAÐ FYRIR FERÐALAGI

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

konan er með skurðáhöld og ég hugsa með mér að þau ætli að skera mig upp og mér finnst ég vera að deyja. Ég finn að höfuðið á barninu er að koma út en svo missi ég meðvitund í stutta stund. Það næsta sem ég sé eru pínulitlir fætur og blóð út um allt. Þau taka svo barnið, ég sé það ekki en heyri að það grætur. Gráturinn er samt ekki kröftugur heldur minnir mig á lítið mjálm. Við mér blasir stór klukka og ég sé að klukkan er sex. Þau segja mér að barnið sé fætt fyrir tímann og þar sem ég ligg í móki koma þau með einhverja pappíra sem þau segja mér að skrifa undir svo þau geti læknað barnið. Ég veit ekkert hvað stóð þarna en ég skrifaði undir. Því næst fæ ég sprautu í handlegginn og ég sofna. Þegar ég vakna aftur er ég komin á aðra sjúkrastofu með öðrum konum sem eru með blá og bleik armbönd um úlnliðina. Ég spyr um barnið mitt en fæ bara óljós svör um að það hafi verið fætt fyrir tímann. „Hvar er barnið mitt?“ spyr ég óttaslegin og allt í einu verður mér hugsað til þess að ég hef heyrt sögur um að börnum sé stolið og þau seld. Ég fékk síðan fleiri sprautur og var ekki með mikinn mátt. Ég man samt að ég heyrði mann konunnar sem lá við hliðina á mér segja að þau yrðu að hjálpa mér því ég væri svo veik. Svo sofnaði ég.“ Ranka fær að heyra að barnið hennar sé veikt en hún fær aldrei að sjá það. Hún vaknar eitt sinn upp úr mókinu við að verið er að pumpa mjólk úr brjóstunum hennar. Hún nær ekki að opna augun en heyrir konu segja „100 millilítrar eru alveg nóg.“

Blóði drifin slóð

Framhald á næstu opnu

Samkvæmt sparnaðarkönnun Capacent og Arion banka

STEFNIR - SAMVAL Blandaður fjárfestingarsjóður sem nýtir þau fjárfestingartækifæri sem rekstraraðili telur best á markaði hverju sinni. Virk eignastýring í skuldabréfum, hlutabréfum og sérhæfðum fjárfestingum í einum sjóði. Góður kostur í langtímasparnaði, laus með þriggja daga fyrirvara. Hægt að spara í sjóðnum frá 5.000 kr. á mánuði.

STEFNIR – SAMVAL VERÐÞRÓUN

ÁRLEG NAFNÁVÖXTUN

800

21,9% 18,8%

Frá stofnun 01.11.1996 - 31.10.2013

700

20%

16,5% 15,1%

600

15%

12,3%

500

10%

400 300 4 ár

5 ár

3 ár

1 ár

100

2 ár

5%

200 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013

„Einn daginn ákveð ég að bíða eftir myrkrinu, slít af mér allar nálar og slöngur og haltra fram að vöggustofunni. Blóð lak niður á gólfið og ég skildi eftir mig blóðslóð en mér var alveg sama. Ég veit varla hvernig ég hafði orku til að fara á fætur. Ég fann loks vöggustofuna og sé þar börn með bleik og blá armbönd. Mér sýnist ég sjá einn dreng með svart hár sem er ekki með armband en kannski var mér að missýnast. Hann var pínulítill og ég hugsaði með mér: „Kannski er þetta mitt barn?“ Þá kemur ljósmóðir auga á mig og húðskammar mig. Hún öskrar á mig og önnur kemur með sprautu og stingur sprautunni beint í gegn um fötin.“ Móðir Rönku hafði ekki heyrt frá henni í lengri tíma enda símasambandslaust við Sarajevo og fór að ókyrrast. Hún fer, ásamt Bosko bróður Rönku, til Jagodínu. „Mamma kom og þau byrjuðu þá á að lýsa því yfir að barnið hafi verið fyrirburi og það sé dáið. Mamma vildi fá að sjá barnið en hún fékk það ekki. Líklega hafa þau ekki reiknað með því að neinn myndi koma til mín því ég var alltaf ein. Mamma reyndi að fá svör en starfsfólk sjúkrahússins var mjög missaga. Á endanum fór hún með mig í burtu.“ Ranka fékk aldrei að sjá barnið sitt og hefur áfallið við að missa barnið, auk minninganna um hrylling stríðsins, haft mikil áhrif á hana. Hryllingur stríðsins hafði líka mikil áhrif á konu á Bolungarvík sem horfði á umfjöllun Kastljóss árið 1997 um aðstæður flóttafólks í Serbíu. Ingibjörg Vagnsdóttir horfði á þegar Ranka lýsti grátandi neyð sinni og ákveður hún að bjarga Rönku. Hún lætur ekki

1 ár 31.10.2012-31.10.2013 2 ár 31.10.2011-31.10.2013 3 ár 31.10.2010-31.10.2013 4 ár 31.10.2009-31.10.2013 5 ár 31.10.2008-31.10.2013

ÞÚ GETUR KEYPT Í SJÓÐNUM: Í síma 444 7000

Í netbanka Arion banka

Í næsta útibúi Arion banka

Stefnir hf. er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki sem rekur innlenda og alþjóðlega verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði fyrir einstaklinga og fagfjárfesta. Verðbréfaþjónusta Arion banka er söluaðili sjóða Stefnis. Ávöxtunartölur eru fengnar hjá Stefni hf. Árangur í fortíð er ekki örugg vísbending eða trygging fyrir árangri í framtíð. Vakin er athygli á að fjárfesting í hlutdeildarskírteinum sjóða er áhættusöm og getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á.m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans og fjárfestingarstefnu má finna í útboðslýsingu, og í útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins sem nálgast má á arionbanki.is/sjodir.


40%

30% 60%

22

50%

70%

AFSLÁTTUR

SALA

40% 60% 70% 40% 22. NÓVEMBER - 1. DESEMBER

LEIKFÖNG ÚTILEIKTÆKI

GJAFAVARA R A IN E V S A L IR N JÓ M O K VEL MIKIÐ ÚRVAL AF

JÓLAGJÖFUM

GYLFAFLÖT 7 112 REYKJAVÍK 587-8700

Helgin 22.-24. nóvember 2013

ALLT AÐ

60%30% LAGER 50%

OPNUNARTÍMI: VIRKA DAGA10:00 - 20:00 HELGAR 10:00 -18:00

viðtal

Foreldrar mínir sem eru í Bosníu töluðu við okkur í gegnum Skype og þegar þau heyrðu að Inga væri dáin þá grétu þau líka. sitja við orðin tóm og árið 1998 eru Ranka og fjölskyldan hennar komin til Bolungarvíkur þar sem fjölskylda Ingu aðstoðar þau við að koma sér fyrir og aðlagast samfélaginu.

Tók nafn Ingu

Mikið af trúarlegum myndum er á veggjum heimilis Rönku og Zdravko í Kópavoginum en þau tilheyra serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Ranka er trúuð og fer jafnt í messur hjá þjóðkirkjunni og hjá kaþólsku kirkjunni. Hún er með logandi kerti fyrir framan eina myndina og signir sig fyrir framan hana þegar hún hefur fengið símtal í miðju viðtalinu. Þennan saman morgunn var bróðr Rönku, Bosko, í aðgerð á Landspítalanum og er hún því mjög áhyggjufull þó aðgerðin eigi ekki að vera hættuleg. Hún biðst afsökunar á því að vera stressuð út af bróður sínum, biðst afsökunar á því að tala ekki góða íslensku og líkt og margir sem reykja þá þurfti hún að reykja enn meira en venjulega því hún var stressuð. Hún baðst líka afsökunar á því. Ég segi henni að reykja alveg endilega og sem allra mest. Íslenskukunnáttan er líka fín en einmitt af því að hún var óörugg vildi hún að Elín myndi líka hitta mig og vera sér til halds og trausts. Á litlu borði í stofunni er mynd af Ingibjörgu Vagnsdóttur, eða Ingu eins og hún var kölluð. Ranka ber gríðarlega ást í hjarta til Ingu, bjargvættarins hennar. Í fyrradag, 20. nóvember, voru rétt tvö ár síðan Inga varð bráðkvödd. Í kringum myndina á borðinu eru logandi kerti. Samkvæmt gömlum íslenskum lögum þurftu innflytjendur að taka sér íslenskt nafn til að öðlast ríkisborgararétt. Ranka valdi sér nafnið Inga í höfuðið á sinni ástkæru vinkonu. „Samkvæmt okkar trúarbrögðum er 21. nóvember dagur Mikaels erkiengils og við fjölskyldan borðum þá alltaf saman. Daginn áður hafði ég sofið illa og var ekki í góðu skapi, af einhverjum ástæðum. Ég fór ekki að hugsa um það fyrr en síðar. Næsta dag þegar ég var að ljúka vinnudeginum í Blómavali fór ég heim í sturtu og hafa mig til fyrir kvöldverðinn með fjölskyldunni. Ég heyrði frammi að Zdravko snökti en hélt bara áfram að laga á mér hárið. Þegar ég kom fram sagði hann mér að systir Ingu hafi hringt og að Inga hafi fengið hjartaáfall og væri látin. Ég áttaði mig ekki strax á þessum orðum en síðan bara lagðist ég í gólfið, grét og öskraði. Þegar ég missti Ingu var það eins og að missa barn. Hún gaf mér annað líf, hún gaf mér ást og öryggi. Þegar ég var nýkom-

Zdravko og Ranka á meðan allt lék í lyndi í Júgóslavíu. Hér njóta þau lífsins í Króatíu.

Zdravko kom til Bolungarvíkur fjórum mánuðum á eftir Rönku. Hér eru þau sameinuð á ný á Íslandi.


viðtal 23

Helgin 22.-24. nóvember 2013

in til Íslands og kunni hvorki íslensku né ensku gátum við Inga samt spjallað saman, hún á íslensku og ég á serbnesku eða rússnesku og bara með því að horfast í augu skildum við hvor aðra. Við fórum og borðuðum með fjölskyldu minni um kvöldið en það var engin hátíð, það var bara sorg. Foreldrar mínir sem eru í Bosníu töluðu við okkur í gegnum Skype og þegar þau heyrðu að Inga væri dáin þá grétu þau líka.“ Ranka mætti í vinnuna í Blómavali strax næsta dag en samkvæmt hefði frá heimalandinu var hún svartklædd vegna sorgarinnar. „Samstarfsfólkið mitt þekkti mig svo vel og sá strax að það var eitthvað að. Það reyndist mér vel og hvatti mig til að fara heim ef ég vildi en ég kaus frekar að vera í vinnunni.“ Fyrir útför Ingu skreytti Ranka síðan krans og á honum voru borðar bæði með fána heimalands síns og Íslands. Fráfall Ingu tók mjög á Rönku og hugsar hún mikið til hennar. En Ranka hugsar afar mikið til annarrar manneskju – sonar síns sem hún hitti aldrei en veit nú að er á lífi.

þetta er svartur blettur á sögu gömlu Júgóslavíu. Fréttamaður hjá serbneskri sjónvarpsstöð hefur einnig verið í sambandi við Rönku og ætlar mögulega að taka hana í viðtal. Sum af börnunum sem var rænt hafa fundist síðar. Önnur hafa aldrei komið í leitirnar.

Líður illa eftir afmælisveislur barna

„Ég hugsa stöðugt um son minn og hvernig honum líður. Ég velti fyrir mér hverjir fengu hann og hvort þau gefa honum ást eða hvort þau koma illa fram við hann. Ég hef lesið fréttir um fólk sem fer illa með börnin sín og þá hugsa ég alltaf til hans.

Ég er með þúsund spurningar og það er erfitt að vita af honum þarna úti en vita ekkert meir. Mig langar svo að vita hvort lífið hans er gott, hvernig foreldrar hans eru, hvort hann er í skóla eða hvað hann er að vinna. Ég veit ekkert hvaða upplýsingar fólkið sem fékk hann hefur fengið. Kannski skrifaði ég á sínum tíma undir að ég vildi gefa barnið. Ég veit það ekki,“ segir Ranka. Hún hefur misst fóstur þrettán eða fjórtán sinnum, þar af þrisvar eftir að hún flutti til Íslands. Í gegnum tíðina hefur það reynst henni afar erfitt að mæta í afmæli barna innan fjölskyldunnar. „Mér líður alltaf mjög illa

eftir afmælisveislur. Mér er auðvitað boðið en fólk skilur að ég stoppi bara stutt við. Ég er glöð fyrir hönd þeirra en ég fer líka að hugsa um hvað sonur minn væri gamall og fer þá inn á salerni að gráta. Í gegnum árin hef ég oft farið í búðir að skoða barnaföt. Ef hann hefði verið tíu ára á þeim tíma þá skoðaði ég föt fyrir tíu ára stráka og velti fyrir mér hvernig hann myndi líta út í þeim.“ Sonur hennar er nú orðinn 21 árs. „Stundum fer ég í Smáralind eða Kringluna, horfi á unga stráka og ég fer oft að stara svo mikið að maðurinn minn þarf að minna mig á að það er ókurteisi að horfa svona á fólk. Þá er ég að velta

fyrir mér hvernig sonur minn lítur út.“ Ranka og Zdravko hafa sent vinabeiðnir til allra sem þau hafa fundið á Facebook sem heita Ratko, búa í Sviss og eru um tvítugt. Leitin hefur enn ekki borið árangur og þau vona að bókin hjálpi til með leitina. Hvað sem verður þá mun týndi sonurinn alltaf eiga vísan stað í hjarta þeirra. Stofnuð hefur verið Facebook-síðan „Barnið þitt er á lífi.“ Þar geta Íslendingar sem aðrir fylgst með leitinni að Ratko og lagt Rönku og Zdravko lið ef það hefur áhuga. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

SÍA •

PIPAR\TBWA

„Mig grunaði alltaf að hann væri á lífi en ég var hætt að tala um það við fjölskylduna mína. Ættingjar mínir báðu mig, bara mín vegna, að hætta að hugsa þannig. Hörmungarnar í stríðinu voru svo miklar og þetta var bara eitt af því sem þar gerðist. En innst inni gat ég aldrei gleymt honum.“ Hún fékk örlagaríkt símtal í október 2009. „Ég var sofandi heima, mér leið illa og ég var búin að fá martraðir um stríð og barnsfæðingar. Síminn byrjar að hringja og ég nenni ekki að svara. Hann hringir út en byrjar aftur að hringja. Hann hringir aftur út og byrjar að hringja í þriðja sinn. Ég hugsa þá allt í einu til þess að pabbi minn er veikur í Bosníu og kannski er verið að láta mig vita af honum. Þegar ég svara er kona á hinni línunni sem talar mitt tungumál og spyr um mig með nafni. Hún segir að ég hafi fætt dreng á sjúkrahúsinu í Jagodínu þann 7. júlí árið 1992 klukkan sex. Mér bregður mikið og ég spyr hvernig hún viti þetta. Þá segist hún í rúm sautján ár hafa haft þetta mál á samviskunni en hún hafi ekki getað þagað lengur. „Drengurinn þinn er á lífi,“ segir hún. Konan segir að hann heiti Ratko og hafi verið seldur af fæðingardeildinni til efnaðrar fjölskyldu í Sviss. Síðan lagði hún á og ég gat ekki spurt þeirra þúsund spurninga sem ég hafði. Eftir þetta símtal brotnaði ég niður eins og þegar ég heyrði að Inga væri látin. Ég missti símann í gólfið þannig að hann brotnaði og ég grét og grét.“ Ranka heyrði aldrei aftur frá konunni og veit engin deili á henni. Hún hefur náð sambandi við aðra konu sem starfaði á sjúkrahúsinu í Jagodínu þegar hún fæddi drenginn en er engu nær um hvar hann er nú. Á undanförnum árum hafa hundruð foreldra komið fram í dagsljósið í gömlu Júgóslavíu og fullyrt að börnunum þeirra hafi verið stolið á fæðingardeildum víða um landið. Um áratuga skeið var starfandi í landinu svonefnd „Barnamafía“ sem rændi börnum og seldi þau úr landi. Ranka og Elín settu sig í samband við blaðamann í Serbíu sem hefur fjallað mikið um barnsránin og ljóst er að

133360

Símtalið örlagaríka

Ljóminn á skilið það lof sem hann fær Góðar uppskriftir ganga kynslóð fram af kynslóð. Minningin um uppáhaldskökuna sem amma bakaði fylgir okkur alla tíð. Bragðið, lyktin úr ofninum ... Kökurnar verða ljómandi með Ljóma. Taktu þátt í Ljómaleiknum á Facebook – Facebook.com/ljomasmjorliki Glæsileg Kenwood hrærivél í verðlaun.

Ljóma smjörlíki er eingöngu framleitt úr jurtaolíum og án transfitu.


24

viðtal

Helgin 22.-24. nóvember 2013

Mugison kveðst ekki vita hver verði framtíðin í tónlistarútgáfu en deilir ekki áhyggjum kollega sinna. Hann segir að nú sé breytingaskeið sem muni ganga yfir. Ljósmynd/Hari

Geisladiskur er frábær gjafavara, hann kostar álíka og tveir sígarettupakkar Mugison deilir ekki áhyggjum margra kollega sinna af framtíð tónlistarsölu. Hann segir að nú sé breytingatímabil sem eigi eftir að ganga yfir. Mugison segir að tónlist sé og verði frábær gjafavara. Hann hvetur aðra tónlistarmenn til að búa sér til vettvang og vera duglegir við að koma fram.

Ryksuguúrval Model-LD801 Cyclon ryksuga 2200W

8.990,Spandy heimilisryksugan

7.490,-

Drive ryksuga í bílskúrinn • 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta

• 1600W • afar hljóðlát • mikill sogkraftur > 18KPA • Hepa filter • margnota poki

5.990,-

Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum

– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

S

umum tónlistarmönnum finnst að tækifærin eigi að koma upp í hendurnar á þeim. Ég held að það gerist bara allt of sjaldan. Það hefur virkað vel fyrir mig að vera duglegur að spila og kynna mig. Ég veit að það er ógeðslega erfitt að spila fyrir engan eða tvo eða þrjá. En þegar maður er búinn að venjast því og helst farinn að fíla það þá hjálpar þetta allt saman,“ segir Örn Elías Guðmundsson tónlistarmaður, betur þekktur sem Mugison.

ekki þessum augum. „Mín neysla á tónlist hefur aldrei verið meiri. Ég kaupi kannski ekki jafn marga geisladiska og ég gerði en ég hlusta ógeðslega mikið á tónlist. Ég hlusta á tónlist í símanum og Youtube er guðsgjöf. Þar getur maður eytt heilu kvöldunum í að horfa á heimildarþætti um Jimi Hendrix og eitthvað dót sem maður fílar. Neyslan er sannarlega til staðar,“ segir hann.

hvað. Ég held alla vega að gjafavaran sem slík standi áfram fyrir sínu. Þetta hugarfar: Ég fíla þetta, ég fíla þig, tékkaðu á þessu. Þessi þróun verður sjálfsagt til þess að tónlistarmenn hætti að hugsa eins mikið í plötum og fari að hugsa í lögum í staðinn. Fari bara að henda dóti út í stað þess að safna upp í tólf lög. Það er áhugavert að sprengja þetta form.“

Aldrei hlustað jafn mikið á tónlist

Seldu 91 disk á Siglufirði

Mugison segir að almenningur hafi stutt vel við bak íslenskra tónlistarmanna undanfarin ár. „Það hefur selst rosalega mikið af íslenskri tónlist. Jólavertíðin er ekki enn farin af stað því fólk er ekki komið í gírinn enn, menn eru ekki komnir í jólageðveikina ennþá. Svo hefur það líka sitt að segja að það eru fjögur þúsund heimili á landinu í vanskilum. En útgáfurnar í ár eru líka dálítið seinar.“ Þegar maður skoðar Tónlistann má sjá að það var fyrst í síðustu viku sem eitthvað fór að gerast, þegar ný plata Baggalúts kom út. „Já, en sölulistinn endurspeglar ekki endilega allt sem er í gangi því það eru ekki allar búðir þar inni. Mörg bönd selja tugi geisladiska eftir gigg á Airwaves, það fer ekkert þarna inn. Við Drangamenn vorum í sjötta sæti um daginn með örfá eintök seld. Á sama tíma vorum við að spila á Siglufirði fyrir troðfullt hús, 150 manns, og seldum eftir það 91 disk. Bara það hefði átt að koma okkur á topp þrjú.“

Aðspurður segir Mugison að það geti verið erfitt að láta tónleika úti á landi ganga upp fjárhagslega. Hann segir að uppleggið sé að tónleikarnir sjálfir standi undir kostnaði við ferðalagið en sala á geisladiskum sjái fyrir launum. „Því miður eru tónlistarmenn nærri því hættir að túra um landið. Nema nokkrar gamlar geitur eins og ég og Bubbi,“ segir hann. Það er því mikilvægt að auglýsa tónleika og hafa Mugison og félagar hans í Dröngum til að mynda troðið upp í kjörbúðum úti á landi til að minna á tónleika í plássinu um kvöldið. „Það verður að láta vita af sér ef tími gefst til. Þegar ég var á Haglélstúrnum var ég með þema. Þá spilaði ég alltaf við hliðina á frosnum kjúklingum í Bónusbúðunum. Svo er líka mjög gaman að fá að hitta fólkið sem er að selja diskana manns. Það fólk á sinn þátt í að þetta er hægt.“ Og þetta eru skilaboð Mugisons til ungra og upprennandi tónlistarmanna: Það þarf að hafa fyrir hlutunum og vera tilbúinn að mæta mótlæti. „Maður á að vera duglegur að mæta í plötubúðirnar sem þó eru eftir. Það er um að gera að búa sér til vettvang. Það þarf ekki að kosta pening. Einhvers staðar þarf að byrja. Auk þess að hafa oft spilað fyrir engan eða einn eða tvo hef ég oftar en tíu sinnum lent í því að vera fenginn í áritun og það mætti enginn. Til dæmis í Smáralind. Þar kom einu sinni unglingahópur upp að mér og spurði hver ég væri. Svo spurðu þeir af hverju ég væri með svona mikið skegg og hvort það væri ekki ógeðslegt.“

Mugison er einn af athafnasömustu tónlistarmönnum landsins þegar kemur að tónleikahaldi. Um þessar mundir ferðast hann um landið með hljómsveitinni Dröngum og í sumar var hann í svipuðum félagsskap þegar Áhöfnin á Húna sigldi hringinn og tróð upp. Mugison var sömuleiðis mikið á faraldsfæti þegar hann gaf út metsöluplötuna Haglél fyrir tveimur árum. Þá eru ótaldir tónleikar hans úti í löndum, til að mynda tónleikaferð með Of Monsters and Men í vor. Auk þess að vera iðinn við tónleikahald hefur Mugison alla tíð lagt áherslu á að gefa sjálfur út tónlist sína. Það tryggir að hann fær meira fyrir sinn snúð þegar vel gengur. Að undanförnu hefur verið mikil umræða um stöðu tónlistarmanna og möguleika þeirra á að afla sér tekna. Ólöglegt niðurhal og Spotify hafa í hugum margra gert það að verkum að vonlaust sé fyrir tónlistarmenn að selja tónlist sína. Fráfarandi útgáfustjóri Senu sagði á dögunum að það myndi sennilega aldrei nein plata seljast viðlíka mikið og Haglél Mugison og fyrsta plata Ásgeirs Trausta. Þegar rætt er við Mugison skynjar maður aftur á móti nokkra bjartsýni. „Eins og sumir hafa bent á er breytingatímabil í gangi núna. Alveg eins og þegar kasettan kom inn, eða geisladiskurinn og mp3. Nú er það að streyma tónlist á netinu. Núna sér fólk ekki nógu skýrt hvað er að fara að gerast og þá er auðvelt að detta í það hugarfar að allt sé að fara til helvítis,“ segir Mugison sem sér hlutina

Tónlist er persónuleg gjöf

En þá er það stóra spurningin: Hver er framtíðin í tónlistarútgáfu? Hvað sérðu fyrir þér? „Ég veit ekki alveg svarið. Tónlist er náttúrlega frábær gjafavara, geisladiskur kostar álíka og tveir sígarettupakkar. Það er tiltölulega ódýrt en er samt gjafavert. Mann langar að gefa frænku sinni Lay Low diskinn í jólagjöf af því maður fílar Lay Low í botn og vill að hún kynnist henni. Tónlist er persónuleg gjöf, þótt umbúðirnar eigi pottþétt eftir að breytast á næstu tveim eða þremur árum. Ég veit ekki hvort maður muni þá gefa niðurhalskóða, USB-lykil eða

Spilaði hjá frosna kjúklingnum

Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is


gefðu mér gott í jólaskóinn...

Afnemum virðisAukAskAtt* Af öllum skóm 21.-25. nóvember.

*Jafngildir 20,32% verðlækkun. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 25,5% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 20,32% er alfarið á kostnað Hagkaups. Tilboðin gilda út mánudaginn 25. nóvember.


26

bækur

Helgin 22.-24. nóvember 2013

20 ára afmæli Útkalls. Óttar Sveinsson rithöfundur og Alda Gunnlaugsdóttir, kona hans, lyfta glasi í tilefni þess en á annað hundrað manns komu til að fagna með þeim áfanganum.

Á slysstað á Langjökli – þyrla Landhelgisgæslunnar lendir og undanfarar úr björgunarsveitum í Hafnarfirði og Reykjavík hraða sér út. Þeir, ásamt björgunarmanni frá Akranesi áttu eftir að síga niður í sprunguna. Jeppinn festist í sömu sprungu og mæðginin féllu niður í.

Heyrði angistarvein í drengnum

HVER SEGIR AÐ HINIR GÓÐU FARI ALLIR TIL HIMNA?

Útkallsbækur Óttars Sveinssonar hafa verið eitt vinsælasta lesefni Íslendinga 20 ár í röð. Í þessari bók – Útkall Lífróður – er fjallað um björgun á Langjökli árið 2010 þegar mæðgin féllu niður í sprungu og festust á dýpi sem svarar til átta hæða húss. Björgunarmenn sigu niður í ógnar þrönga sprunguna þar sem þeir urðu að athafna sig á hvolfi og í andnauð. Í bókinni er einnig saga tólf íslenskra síldveiðisjómanna sem höfðu verið hátt í viku í björgunarbátum í Norður-Íshafi þegar fólk í landi fór loks að sakna þeirra. Ótrúleg saga sem varð upphafið að Tilkynningaskyldunni.

H

ér er drepið niður í kafla í Útkalli Lífróður þar sem hugaðir björgunarmenn segja frá af vettvangi slyssins á Langjökli.

Hjálmurinn var að festast milli ísveggjanna

BÓKIN HLAUT DÖNSKU

ORLA-VERÐLAUNIN FYRIR BESTU BARNABÓKINA.

Æsispennandi! Fyrsta bókin af fjórum um Djöflastríðið mikla eftir einn vinsælasta barna- og unglingabókahöfund Dana. Unglingar sem aldrei lásu staf spæna þessa í sig. ,,Ef við eigum ekki það vonda þá eigum við heldur ekki það góða. Ef við aðskiljum andstæðurnar, er ekkert eftir. Ég

skal sýna þér...“

www.bjortutgafa.is

Á um fimmtán metra dýpi í sprungunni var Kolbeinn búinn að koma fyrir festingu fyrir Hlyn en leist illa á aðstæður: „Ég bað Frey að gefa Ásgeiri og Sveini Friðriki fyrirmæli um að láta mig síga neðar. Á leiðinni á slysstað hafði ekki hvarflað að mér að þetta væri svona djúpt og þröngt. Ég lýsti niður með ljósinu á hjálminum en sá ekki mæðginin. Ég kallaði niður til Gunnars, vildi reyna að renna á hljóðið og finna þannig hvar í sprungunni hann og móðir hans væru. Þegar hann svaraði mér heyrði ég strax að meðvitund hans var farin að þverra. Ég vissi ekki hvort það var vegna ofkælingar eða meiðsla, en mér fannst ekki ólíklegt að eftir svona hátt fall væri það af völdum líkamlegra áverka. Þegar ég fjarlægðist Hlyn fór að dimma enn meira. Sprungan hallaðist aðeins fyrst en þegar ég seig neðar varð hún beinni og þrengri. Ég kallaði aftur á Gunnar og hann svaraði. Nú fannst mér þau vera lengra til hliðar í sprungunni en ég hafði talið í fyrstu. Ég var nokkra stund að finna út hvar þau væru. Þegar neðar dró sá ég eins konar haft. Þá varð mér ljóst að mæðginin voru hulin snjó og ís sem hafði fallið ofan á þau. Sprungan var ótrúlega þröng og dimm. Ég hafði komið að mörgum slysum, bæði sem björgunarsveitarmaður og sjúkraflutningamaður. Maður fer ósjálfrátt að fá tilfinningu fyrir því hvað komið hefur fyrir fólk. Mér fannst alveg með ólíkindum að drengurinn

Í síðari hluta nýju Útkalls-bókarinnar er greint frá björgun tólf manna af Ólafsfjarðarbátnum Stíganda. Hér er áhöfnin á Stíganda heimt úr helju. Myndin er tekin í Ólafsfirði við heimkomuna. Mennirnir bíða eftir að fá að hitta ástvini sína. Frá vinstri: Hermann Björn Haraldsson, Valgeir Stefánsson, Gunnar Nattestad (Færeyjum), Karl G. Sigurbergsson, skipstjóri, Guðjón Sævar Jónsson, Magnús Guðjónsson, Gunnlaugur Sigursveinsson, Guðjón Sigurðsson (aftar), Gunnar Reynir Kristinsson, Bjarni Frímann Karlsson (aftar) og Þórir Bjarni Guðlaugsson. Mynd Svavar Berg

væri fær um að svara okkur Hlyni, svona löngu eftir þetta háa fall. Ég seig smám saman lengra niður en loks stöðvaðist ég alveg, var orðinn gjörsamlega klemmdur með sprunguveggina beggja vegna við mig. Fæturnir urðu að vera alveg útskeifir og ég þurfti að snúa höfðinu til hliðar til að komast þetta langt. Þar sem mæðginin voru fyrir neðan mig var svakalega þröngt. Hjálmurinn snerti nú ísveggina beggja megin og var að festast. Nú runnu á mig tvær grímur. Hvernig átti yfir höfuð að vera hægt að ná þeim upp í þessum ótrúlegu þrengslum? Mér leist satt að segja ekki vel á horfurnar - möguleikana á að bjarga þeim úr þessum aðstæðum. Ég heyrði angistarvein í drengnum. Það snart mig mjög. Ljóst var að ef

við félagarnir stæðum okkur ekki hér myndi þetta barn ekki komast lífs af.“ Ásgeir Guðjónsson hafði heyrt í talstöðinni hvernig ástandið var niðri í sprungunni. Hann og félagar hans uppi á brúninni áttuðu sig nú á því að aðstæðurnar væru erfiðari en gert hafði verið ráð fyrir: „Ég heyrði á Kolbeini í talstöðinni að ekki væri hægt að komast að drengnum. Sársaukavein hans bárust líka gegnum talstöðina. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Þetta þarf að gerast hratt, hugsaði ég. En hvernig? Þetta leit ekki vel út. Við höfðum átt í erfiðleikum með að finna nógu mjúk bönd til að hífa siglínurnar með. Vegna kuldans og ísingarinnar vildu sum böndin Framhald á næstu opnu


30

40

% afsláttur

afsláttu% r Aðeins

íslenskt kjöt

Aðeins

íslenskt

í kjötborði

kjöt

í kjötborði

Folaldalundir

3289 4698

Folaldainnralæri

kr./kg

kr./kg

30

% ur afslátt

Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

r

e Við g

á a l a s ! t i t Ú kjö

a d l a l o f

kr./kg

30

% afsláttur

1979 3298

kr./kg

kr./kg

Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

8 9 5 1

g kr./k

Folaldafile

2699 3898

g

kr./k 1998

kr./kg

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

ir Bestöti í kj

llas dagú snitsel l a l o F lalda og fo

Folaldahakk

399 598

ir þig

a fyr

eir um m

kr./kg

kr./kg

20

ísleAðeins n kjötskt í

% r u t t á l afs

kjöt bor ði

Helgartilboð! 1 7 5 1 % ur afslátt

A. Mabel’s muffins, 3 teg.

219 259

kr./stk.

kr./stk.

% afsláttur

MS engjaþykkni m/karamellu og korni, 150 g

129 146

kr./stk.

kr./stk.

Myllu heimilisbrauð

Mjólka bláberjaskyrterta, 600 g

998 1209

249 358

kr./pk.

kr./pk.

kr./stk.

kr./stk.

Vilko hrökkbrauð, 2 tegundir, 370 g

509 569

kr./pk.

kr./pk.

Kinder egg bílar, 4 stk. í pk.

798

kr./pk.

Hátíðarblanda, 0,5 lítrar

124

kr./stk.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Maarud flögur, 3 tegundir, 250 g

538 598 kr.pk.

kr./pk.


28

bækur

Helgin 22.-24. nóvember 2013

Björgunarmenn frá slysinu á Langjökli og feðgarnir þegar þeir hittust í síðustu viku. Frá vinstri Freyr Ingi Björnsson, Reykjavík, Þórður Guðnason, Akranesi, Jón Örvar Kristinsson, þyrlulæknir, Sveinn Friðrik Sveinsson, Reykjavík, faðirinn, Kristján Gunnarsson, Kolbeinn Guðmundsson, Hafnarfirði, Ásgeir Guðjónsson, Hafnarfirði, og Sigurður Axel Axelsson, Akranesi – fremstur er drengurinn sem björgunarsveitarmennirnir björguðu – Gunnar Kristjánsson. Faðirinn segir það komast kraftaverki næst að sonur hans skyldi hafa lifað slysið af.

Sveinn Friðrik Sveinsson, undanfari og björgunarsveitarmaður úr Reykjavík, á leið á slysstað á Langjökli um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hægra megin er Freyr Ingi Björnsson, sem var stjórnandi á vettvangi, en á milli þeirra er Helgi Rafnsson flugvirki.

sem við höfðum meðferðis renna til á siglínunum. Hér máttu engin mistök eiga sér stað hvað varðaði línur og annan búnað. Ein slík gætu orðið mjög afdrifarík.“ Sveinn Friðrik Sveinsson stóð skammt frá Ásgeiri: „Þegar við vorum að hífa eða slaka þurfti að breyta línukerfinu í hvert einasta skipti. Hér var mikilvægt að vera með þaulreynda menn á línunum. Þeir urðu að vera tilbúnir hvenær sem var, nákvæmir og eldsnöggir að bregðast við.“

Fallhæðin svaraði til átta hæða húss

Verum upplýst -verndum börnin okkar! Fullorðnir bera ábyrgð á börnum sínum og hafa samtökin Blátt áfram lagt mest upp úr því að fræða þá. Fræðslan fer fram í leik- og grunnskólum landsins í formi fyrirlestra og námskeiðs sem nefnist Verndarar barna. Samtökin hafa það að markmiði að fræða fullorðna um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og hvernig megi fyrirbyggja það.

Blátt áfram • Fákafen 9, 108 Reykjavík • Sími 533 2929 • blattafram@blattafram.is • blattafram.is

Þórður Guðnason og félagar hans frá Akranesi og úr Borgarfirði fylgdust með því sem gerðist uppi við brúnina: „Búið var að setja upp sig- og öryggislínu fyrir einn mann sem var nýfarinn niður. Freyr Ingi Björnsson stjórnaði Reykjavíkurmönnunum. Kolbeinn Guðmundsson hafði sigið niður en með Frey uppi voru Sveinn Friðrik Sveinsson og Ásgeir Guðjónsson. Freyr sagði okkur að maður úr hópi jeppafólksins væri einnig niðri í sprungunni. Það væru kona og barn sem hefðu fallið niður. Ég vissi ekki strax að maðurinn úr jeppahópnum hefði sigið niður á jeppastroffu, taldi fyrst að hann hefði fallið á eftir konunni og barninu. En það hafði verið sett lykkja um brjóst hans, bundið við axlirnar á honum og hann látinn síga um fimmtán metra niður. Ég hélt fyrst að aðgerðin yrði flóknari vegna jeppamannsins. Það þyrfti kannski að bjarga aukamanni. En svo fékk ég að vita að þessi maður, Hlynur, hefði gert ómetanlegt gagn með því að tala við drenginn og styðja hann þannig. Farið var að gera ráðstafanir til að senda annan sigmann niður. Ég kallaði á nærstaddan mann úr jeppahópnum og bað hann að leggja bílnum sínum skáhallt að sprungunni. Hann gerði eins og ég bað hann um. Við festum eina aðallínu fyrir sigmann í jeppann og aðra öryggislínu. Bíllinn var rétt staðsettur, í parki og handbremsu.“ Niðri á 22-23 metra dýpi var Kolbeinn að reyna að átta sig á því hvað hægt væri að gera við þessar hrikalega erfiðu aðstæður. Upp á brún svaraði hæðin til átta hæða húss. Frá fótum Kolbeins og niður að mæðginunum voru um tveir metrar: „Við björgunarsveitarmenn höfðum oft æft við mjög erfið skilyrði, en aldrei við neitt þessu líkt. Þetta voru einstaklega snúnar aðstæður. Ég bar vissulega fullt traust til strákanna


bækur 29

Helgin 22.-24. nóvember 2013

fæturna alveg til hliðar í útskeifri stöðu: „Hér skipti hver sentimetri máli. Ef ég færði mig aðeins til í sprungunni, til hliðar, gat ég komist örlítið neðar. Ég teygði annan handlegginn niður á undan mér en hinn var með fram síðunni, upp á við. Blóðið þrýstist fram í höfuðið. Nú var ég alveg að komast að konunni, hún var alveg föst fyrir ofan drenginn. Ég var farinn að geta kraflað niður til að hreinsa snjóinn ofan af henni. Þetta var bras. Ég kallaði til drengsins og hann áttaði sig á að ég var kominn mjög nálægt honum. Svör hans voru stutt. Ég hafði búist við að hann væri fyrir neðan móður sína og það uppi, þeir myndu hífa og slaka þegar ég segði þeim til. Ég var í góðu talstöðvarsambandi við þá, skilyrðin voru sem betur fór góð þarna niðri. Stundum höfðum við farið í útköll í hella og þá dofnaði sambandið en það gerðist til allrar blessunar ekki hér. Ég mátti bara alls ekki missa talstöðina. Þá gæti ég ekki komið skilaboðum hratt og örugglega til þeirra. Það var gott að vita af Hlyni um átta metrum ofar. Hann gat borið boð á milli með því að kalla upp. Ég var fyrst með talstöðina á brjóstinu en þegar ég var búinn að troða mér eins langt niður og ég komst bað ég strákana að hífa mig nokkra metra upp. Þar stansaði ég og festi sautján sentimetra langa ísskrúfu í vegginn. Þannig útbjó ég eins konar farangurssnaga og losaði mig við allt dót sem ég bar á mér og gat einhvern veginn verið fyrir mér í þrengslunum. Ég setti síðan talstöðina utan á mjöðmina. Hún var með míkrófón sem var fastur við úlpukragann minn, þannig að ég gat talað þegar ég þurfti án þess að verða að styðja á takka á stöðinni sjálfri. Nú blasti það við að til þess að komast neðar var engin önnur leið en að ég sneri mér á hvolf. Einungis þannig myndi ég geta náð með höndunum til mæðginanna - ef ég kæmist nógu nálægt þeim. Þrettán ára hafði ég byrjað að stunda svona leikfimi; hanga í böndum og síga fram af klettum og ofan í hella og sprungur. Við Ásgeir höfðum sem strákar oft stolist til að leika okkur við ýmsar aðstæður úti í hrauni í Hafnarfirði og fengið göt á höfuðið en sloppið með skrekkinn. Þá var þetta kallað leikaraskapur, en nú gagnaðist þessi árátta mér sannarlega vel. Í þessari stöðu hefði ég hins vegar aldrei sigið ef ég hefði ekki vitað af félögum mínum á brúninni, mönnum sem ég gjörþekkti og treysti. Nú sneri ég mér - með höfuðið niður og fæturna upp. Þyngdarpunkturinn var við naflann. Svo bað ég strákana að slaka mér niður. Ég hékk í tveimur böndum sem voru tengd saman á endunum. Þetta var svakalega þröngt. Ég hélt að ég hefði verið búinn að hreinsa allt úr vösunum en nú uppgötvaði ég að hnífurinn minn var í opnum brjóstvasanum á jakkanum. Hann féll niður. Niður í það óendanlega, fannst mér. Það var alls ekki gott að vera án hnífs í jökulsprungu.“

Sentimetra fyrir sentimetra

Kolbeinn var í einstaklega erfiðri stöðu, á hvolfi þarna niðri í dimmri og níðþröngri sprungunni, og hann hafði einungis skímuna af ljósinu á hjálminum sínum til að sjá eitthvað frá sér. Svo mikil voru þrengslin að við ákveðnar höfuðhreyfingar vildi hjálmurinn fleygast fastur við sprunguveggina. Hann var með höfuðið reigt aftur og báða

reyndist rétt. Mér tókst næstum að teygja mig að öðrum fæti konunnar. Ég mat það svo að til að ná henni upp yrði að koma á hana festingu. Hún yrði toguð um það bil upp að skrúfunni sem ég hafði fest í ísvegginn. Þar hugðist ég snúa henni og hagræða. Mér tókst að binda um fótinn og festi síðan konuna við sigkerfið mitt sem strákarnir stjórnuðu uppi. Ég reyndi að losa hana en það tókst ekki. Það rann upp fyrir mér að þegar fólk fellur í sprungu og festist bræðir heitur líkaminn sig gjarnan neðar og þannig festist hann enn frekar.“ Kristján beið milli vonar og ótta, ýmist inni í jeppa eða úti á jökulbreiðunni, fór með Faðir-

vorið og bað almættið um styrk. Hann hafði mikið verið inni í bíl Halldóri og Heiðu. Þau, ásamt Guðmundi og Hjörleifi, höfðu veitt honum andlegan stuðning. Kristján hafði ekki enn áttað sig á því hve aðstæður voru í raun erfiðar niðri í sprungunni sem hafði litið svo sakleysislega út í fyrstu: „Þegar við heyrðum í þyrlunni fylltist ég von. Svo tók hún á loft og skildi björgunarsveitarmenn eftir og fór að sækja fleiri menn og búnað. Nú beið þyrlan hins vegar aðgerðalaus. Þá fór ég að fyllast vonleysi. Af hverju voru menn ekki fljótari? Af hverju tók það svona langan tíma að koma Dóru og Gunnari upp?

Ég seig smám saman lengra niður en loks stöðvaðist ég alveg, var orðinn gjörsamlega klemmdur með sprunguveggina beggja vegna við mig.

Breyttu línunum og tónaðu líkamann í sitt fegursta form Við höfum sett saman nýtt æfingakerfi byggt á kerfi sem hefur slegið rækilega í gegn í New York. Það sameinar margar ólíkar styrktaræfingar sem móta og tóna vöðva líkamans á áhrifaríkan hátt. Æfingarnar eru rólegar, krefjandi og gerðar til að breyta línum líkamans á kerfisbundinn hátt. Áhersla er lögð á þægilega tónlist.

5 stjörnu FIT

Innifalið: • Lokaðir tímar 3x í viku • Leiðbeiningar um mataræði sem er sérstaklega samsett til að tryggja þátttakendum 5 stjörnu árangur • Hvatning, fróðleikur og hollar og góðar uppskriftir frá Ágústu Johnson • Mælingar og vigtun fyrir og eftir fyrir þær sem vilja • Dekurkvöld í Blue Lagoon spa • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum • Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu - jarðsjávarpotti og gufuböðum • 10% afsláttur af öllum meðferðum í Blue Lagoon spa Nýttu þér reynslu okkar og þekkingu til að ná 5 stjörnu formi. Hentar jafnt byrjendum sem vönum. Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningu og skráningu finnur þú á www.hreyfing.is

Náðu 5 stjörnu formi


ferskasti nammibarinn 50%

799kr/ks

afsláttur á kassa

450kr/kg

kaki er vítamínum, f a lt l u f t ú t s fnum og andoxu nare ! steinefnum

v.á. 899

v.á. 899

50%

Robin klementínur 2,3kg

afsláttur á kassa

Kaki

225kr/stk v.á. 449

v.á. 479

Rautt greip - Vítamínbomba! Safaríkt og gott greip sem inniheldur

˚ einungis 42 hitaeiningar í 100 gr. Ríkt af A-vítamíni, beta-karótíni,

50% afsláttur á kassa Romain salat

afsláttur á kassa

v.á. 299

240kr/kg

50% afsláttur á kassa

50%

150kr/kg

˚ lýkópeni og C-vítamíni. ˚

Rautt greip inniheldur einnig; kalíum, járn, kalsíum, kopar og fosfór.

225kr/kg v.á. 449

Butternut

Perur

1499kr/pk v.á. 1889

Hátíðakaffi frá Kaffitár

Lindu konfekt 600g

Cheesecake Factory ostakökur Alvöru amerískar ostakökur

r! kominn aftu

579kr/stk v.á. 799

Gildir til 24. nóvember á meðan birgðir endast.

Karamellukaka

Hamlet trufflur

Belgískt eðal súkkulaði

Soja- og kókosís

Fyrir þá sem er með mjólkuróþol og/eða ofnæmi.

epli eru ekki bara epli

Súrt

Græn epli

KonfeKt epli

rauð epli

Gul epli

JonaGold

royal Gala

ambrosia

fuJi

Sætt


hafðu Það gott.... 30% afsláttur á kassa 699kr/pk

Ummmm....

v.á. 999

Hamborgarar

Hamborgarar 4 Stk með brauði

GiRnileGAR uppSkriftir www.islandsnaut.is

Þakkargjörð 2013 - ferskur heill kalkúnn kemur í verslanir í næstu viku

20%

35%

afsláttur á kassa

afsláttur á kassa

3999kr/kg

1553kr/kg

2099kr/kg

v.á. 4999

Lambafille

v.á. 2389

v.á. 2799

Grískt lambalæri

Kjúklingabringur

25%

30%

afsláttur á kassa

afsláttur á kassa

1424kr/kg

1539kr/kg

v.á. 1899

v.á. 2199

Nautahakk 8-12% fita

nýbakaðar!

25%

afsláttur á kassa

Kalkúnasneiðar með lemongrasi

jólasmákökur hagkaups Hvernig væri að eiga notalega stund og gleðja einhvern nákominn með ljúffengum smákökum, tilvöldum með rjúkandi kaffi eða kakóbolla?

˚ ˚

Hver er uppáhaldstegundin þín? Súkkulaðibitar Hunang & múslí Rúsínur & hafrar ˚ súkkulaði & macadamia ˚ Hnetusmjör Hvítt hnetur ˚ Brownies Karamellu og mjólkursúkkulaði

˚

˚


32

fréttaskýring

Helgin 22.-24. nóvember 2013

8. hluti Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm

Ljósmyndir/Hari

201

3

Jólahlaðborð Nóatúns Veislur frá 1990 kr.pr.mann Nánari upplýsingar á www.noatun.is Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Jólaskeiðin 2013 Við hönnun skeiðarinnar sóttum við innblástur í okkar gömlu hefðir með emeleringu eins og fyrstu skeiðarnar okkar. Hin eina sanna jólaskeið okkar íslendinga í 67 ár

Guðlaugur A Magnússon

Skólavörðustíg 10 • Reykjavík • www.gam.is • sími 5625222

Skurðstofur í fjórum húsum Þ Mikið óhagræði skapast af því að hafa skurðstofur í fjórum húsum líkt og reyndin er með Landspítalann. Skurðstofurnar eru of litlar og of fáar og hafa jafnvel ekki verið endurnýjaðar frá því þær voru byggðar, í kringum 1970. Þær rýma vart þann nútímatæknibúnað sem nauðsynlegur er í skurðlækningum nútímans auk þess sem ekki er hægt að tryggja fyllsta öryggi og sýkingavarnir vegna aðstöðuleysis. Á skurðlækningasviði er veitt almenn og sérhæfð læknis- og hjúkrunarþjónusta sem nær til svæfingar- og gjörgæslustarfsemi og blóðbanka, auk skurðlækninga.

að er enn niðamyrkur úti þegar mér er vísað inn á skurðstofu fjögur á fimmtu hæð Landspítalans í Fossvogi. Þar er dagurinn löngu byrjaður. Sjúklingurinn liggur á borðinu og hefur þegar verið svæfður. Hann er á leið í flókna skurðaðgerð þar sem fjarlægja á æxli úr heila. Skurðstofan er full af fólki og tækjum, þar eru fjórir sérfræðilæknar og fjöldi sérmenntaðra hjúkrunarfræðinga, auk hjúkrunarnema og læknanema. Hver og einn hefur sínu mikilvæga hlutverki að gegna í því flókna ferli sem skurðaðgerð er. Tækin eru ótalmörg og taka mikið pláss. Ég horfi í kring um mig til þess að átta mig á því sem hér er í gangi, sérstaklega í ljósi þeirra upplýsinga sem ég hef viðað að mér um ástandið á Landspítalanum. Skurðlækningasviðið er síðasta klíníska sviðið sem ég skoða í greinaflokki um ástandið á Landspítalanum. „Hjarta spítalans“, segja þeir sem hér vinna. Skurðstofa fjögur er ein af 21 skurðstofum spítalans. Tveimur hefur verið lokað því þær eru einfaldlega of litlar til þess að þær megi nýta. Skurðstofurnar

Yfir 14 þúsund aðgerðir eru gerðar á hverju ári á skurðsviði, það eru tæplega 40 aðgerðir á hverjum degi. Auk starfsemi legudeilda er veitt umfangsmikil göngudeildarþjónusta þar sem komur eru rúmlega 36 þúsund á ári, og dagdeildarstarfsemi fer vaxandi.

Á sviðinu eru 20 skurðstofur í fjórum byggingum. Á dauðhreinsun að Tunguhálsi fer fram sérhæfð þjónusta sem lýtur að dauðhreinsun varnings og búnaðar. Svæfingadeildir eru við skurðstofueiningarnar í Fossvogi og við Hringbraut. Gjörgæsludeildir eru í Fossvogi og við Hringbraut. Vöknun eftir skurðaðgerðir fellur undir starfsemi þeirra.

eru í fjórum húsum en í fimmta húsinu fer fram dauðhreinsun á áhöldum frá skurðstofum. „Það er langt frá því ásættanlegt, enda mikið óhagræði af því,“ segir Helga Kristín Einarsdóttir, deildarstjóri hjúkrunar á skurðsviði, sem hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á Landspítala í fjörutíu ár. Hún, eins og svo margir, bíður eftir nýjum spítala. Húsnæði skurðdeildanna í Fossvogi hefur lítið breyst í fjörutíu ár og svarar langt frá því þörfum nútímans. Lofthæðin er til að mynda svo lítil að ekki er hægt að hafa skurðlampana í nægilegri hæð yfir sjúklingnum svo vel sé. Flest tæki eru á hjólastöndum á gólfi í stað þess að hanga niður úr loftinu og þvælast því mun frekar fyrir en ella. Því skurðstofurnar eru flestar of litlar að auki. Skurðstofa fjögur er ein sú stærsta, enda stór tæki sem nota þarf við heilaskurðaðgerð sem þessa, eitt þeirra er sérstakt, tölvustýrt staðsetningartæki sem sýnir nákvæmlega staðsetningu æxlisins í heilanum, tæki sem er örsmá myndavél sem komið

Blóðbankinn við Snorrabraut tilheyrir skurðlækningasviði en þar fer fram blóðsöfnun og blóðvinnsla, auk sérhæfðrar ráðgjafar og verkefna, svo sem við stofnfrumusöfnun og stofnfrumuvinnslu. Auk þess annast Blóðbankinn rekstur blóðbankaþjónustu á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Framhald á næstu opnu

Aðalsérgreinar lækninga á skurðlækningasviði: Almennar skurðlækningar, augnlækningar, blóðbankafræði, bæklunarskurðlækningar, háls-, nef- og eyrnalækningar, heila- og taugaskurðlækningar, hjarta- og lungnaskurðlækningar (brjóstholsskurðlækningar), lýtalækningar, svæfingaog gjörgæslulækningar, þvagfæraskurðlækningar, æðaskurðlækningar.


Tökum á móti pöntunum á M-sófanum í dag Catifa 70 Soft hægindastóll Verð frá 399.900 kr.

M-sófi Verð frá 229.900 kr.

Síðasti pöntunardagur á M-sófum til afgreiðslu fyrir jól er í dag.

Eclipse sófaborð Verð frá 29.900 kr.

Patchwork gólfmotta Sniðin eftir máli. Verð pr. fm 75.900 kr.

20% afsláttur

af öllum vörum frá Kähler á föstudag og laugardag. Gildir einnig í vefverslun.

MARGAR STÆRÐIR

Omaggio vasi / Verð áður frá 3.890 kr.

Omaggio skál, 30 sm / Verð áður 7.590 kr.

Avvento / Verð áður 2.990 kr.

Cono kertastjakar / Verð áður 3.290 kr.

Botanica vasi / Verð áður frá 3.890 kr.

Omaggio Thermobolli, rauður/hvítur / Verð áður 3.990 kr.

PIPAR \ TBWA

SÍA

Omaggio skál, 14 sm, rauð/hvít / Verð áður 3.990 kr.

Illumina 4 kerti / Verð áður 12.990 kr.

Urbania kertahús, 10,5 sm, hvítt / Verð áður frá 6.490 kr. Candelina kertastjakar / Verð áður 3.490 kr.

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18 • LAUGARDAGA KL. 11–16 • HLÍÐASMÁRA 1 • 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is


34

fréttaskýring

Helgin 22.-24. nóvember 2013

8. hluti

 Eiríkur Jónsson, yfirlæknir á þvagfæraskurðlækningadEild

Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm

Starfsfólkið er mikilvægast

Helga Kristín Einarsdóttir, deildarstjóri hjúkrunar á skurðsviði

er fyrir inni í sjúklingnum og sýnir aðgerðarsvæðið á skjá, stór smásjá sem einnig er notuð við nákvæmar aðgerðir sem þessa auk hefðbundinna tækja sem nota þarf í skurðaðgerðum. Öll þessi tæki voru ekki til staðar þegar húsnæðið var byggt í lok sjöunda áratugar síðustu aldar og því er nauðsynlegt að horfa til þess þegar rætt er um nýjan spítala þar sem ætlunin er að hafa allar skurðstofur á sama svæði, sem og svæfingardeildir og gjörgæsludeildir, en þær eru nú bæði á Hringbraut og í Fossvogi.

Ein svæfing og gjörgæsla

Helga Kristín sat í byggingarnefnd um nýjan spítala og segir að sýnt hafi verið fram á verulega hagræðingu í rekstri með því að færa starfsemina alla á einn stað. „Við munum geta sparað í mannafla því við þurfum ekki að keyra tvöfalt vaktakerfi í gjörgæslum og svæfingum auk þess sem við þurfum ekki í sífellu að vera að flytja tækjabúnað á milli,“ bendir hún á. „Við erum með skurðstofur í fjórum húsum en því til viðbótar með dauðhreinsunardeild í fimmta húsinu, á Tunguhálsi. Það tekur að lágmarki þrjár klukkustundir að senda frá okkur tæki og áhöld í dauðhreinsun þar til við fáum þau til baka. Því erum við með dauðhreinsun hér á skurðdeildinni fyrir þau tæki sem við megum ekki missa úr húsi í svo langan tíma,“ segir hún. Vegna þrengsla á skolherbergjum skurðdeilda er ófullnægjandi aðskilnaður milli hreins og óhreins svæðis sem eykur óneitanlega líkurnar á sýkingum. Í nýrri skýrslu um húsnæði skurðstofa, svæfinga- og gjörgæsludeilda sem unnin var fyrir framkvæmdastjóra sviðsins, kemur fram að kostnaður við nauðsynlegar endurbætur á skurðstofugangi í Fossvogi sé 45 milljónir. Bæta þurfi við einni bráðaskurðstofu, gera þarf upp eina skurðstofu sem er óbreytt frá því í kringum 1970, bæta þurfi aðstöðu til dauðhreinsunar svo skilja megi að hreint og óhreint svæði auk fleiri vandmála sem tilgreind eru í skýrslunni og varða aðstöðuleysi og öryggi sjúklinga. Auk þess sem nauðsynlegra breytinga sé þörf á skurðstofum segir í skýrslunni að stækka þurfi vöknun í Fossvogi um þrjú rými sem kosta myndi um 30 milljónir til viðbótar.

Hættuleg lyfta

Svipuð vandamál eru á Hringbraut þar sem skurðstofur eru einnig of fáar og of

litlar. Þar er að auki alvarlegt vandamál á gjörgæslu og vöknun á Hringbraut sem skapar oft lífshættulegar aðstæður við flutning á fárveikum sjúklingum. Lyftan sem notuð er til að flytja sjúklinga milli hæða er allt of lítil og í raun óviðunandi því ekki er hægt að koma inn í hana nauðsynlegum tækjum, svo sem öndunarvélum, ásamt sjúkrarúmi og nauðsynlegu starfsfólki. Vinnuhópurinn sem vann skýrsluna leggur til að byggð verði 400 fermetra viðbygging ofan á og við A álmu á Hringbraut þar sem koma mætti fyrir stoðrýmum fyrir skurðstofur auk bráðalyftu. Um leið verði hægt að bæta aðstöðu á skurðstofugangi og jafnvel fjölga skurðstofum eða bæta aðstöðu fyrir móttöku sjúklinga. Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er um 140 milljónir. Það er farið að birta af degi þegar aðgerðin sjálf hefst því undirbúningurinn tekur dágóðan tíma. Sérfræðilæknarnir ræða saman á sænsku því sérfræðingur í heilaskurðlækningum frá Karolinska spítalanum í Svíþjóð er kominn til að aðstoða íslensku læknana en tveir þeirra tóku sérnám sitt á Karolinska. „Við erum kannski ekki með bestu skurðstofur í heimi, en sjáðu útsýnið,“ heyrist mér einn segja við sænska sérfræðinginn og benda út um gluggann á fjallasýnina í morgunsólinni. Þótt fólk sé einbeitt á skurðstofunni er andrúmsloftið létt. „Þó svo að ég sé búin að vinna hér í fjörutíu ár hlakka ég alltaf til að mæta í vinnuna,“ segir Helga Kristín. Aðrir sem ég ræði við á sviðinu taka undir þetta.

Vonbrigði mikil

Helga Kristín segir að starfsfólk spítalans hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar ný ríkisstjórn tilkynnti um að ekki yrði ráðist í byggingu nýs spítala í bráð. „Ég fann hvernig vonin brast hjá mörgum. Það sem hjálpar í þessum aðstæðum er hve starfsfólkið er sveigjanlegt og vinnur af fagmennsku. Það er vel menntað og með mikla reynslu og getur leyst úr flóknum verkefnum af öryggi. Það hefur verið sparað í rekstri spítalans alla mína tíð hér en ég man aldrei eftir því að ástandið hafi verið jafn slæmt og nú. Ég skil

Eiríkur Jónsson, yfirlæknir á þvagfæraskurðlækningadeild, segir að mikið hafi verið unnið í að gera starfsemi Landspítalans skilvirkari á undanförnum árum. Vandamál felist hins vegar í því að hafa starfsemi á tveimur stöðum, tækjabúnaði og mannafla þurfi því að skipta á milli. „Þetta er eins og að deila eldavél með fólkinu í næsta húsi. Við þurfum eitt hús svo verkefnin vinnist betur. Við leitum mikið aðstoðar milli greina og það er mikið til unnið með nálægðinni,“ segir Eiríkur. Hann leggur hins vegar áherslu á að mikilvægasti þáttur spítalans sé mannauðurinn. „Ég held því fram að sjúklingurinn sé í raun í þriðja sæti. Starfsfólkið er mikilvægast, því næst tækjabúnaður, síðan sjúklingurinn og síðast húsnæðið. Það er vel hægt að framkvæma flóknar aðgerðir í bragga ef þar er fært starfsfólk með rétt tæki. Hins vegar spilar þetta allt saman því til þess að fá til okkar gott starfsfólk verðum við að bjóða upp á góða starfsaðstöðu og tækjabúnað, og meðal rakanna fyrir því að byggja þurfi nýjan spítala er að við þurfum að geta laðað til okkar gott starfsfólk,“ segir Eiríkur.

Verkefnin með ólíkindum

„Við megum ekki gleyma því í allri umræðunni um Landspítalann, að það er í raun með ólíkindum hvað við erum að leysa flókin verkefni, gera flóknar aðgerðir, í ekki fjölmennara samfélagi en við erum. Við erum að veita jafn góða þjónustu og á öðrum háskólasjúkrahúsum á Norðurlöndunum, jafn góða. Við erum ekki best í heimi og getum aldrei orðið það. En við getum verið jafngóð og önnur háskólasjúkrahús á Norðurlöndunum og við eigum að setja okkur það markmið að vera það,“ segir Eiríkur. Á síðasta ári komu þrír nýir sérfræðingar í þvagfæraskurðlækningum til starfa á Landspítalanum, sem að sögn Eiríks er ómetanlegt fyrir spítalann. „Unga fólkið er okkar súrefni. Við verðum að tryggja að hingað vilji fólk koma. Það snýst ekki allt um peninga. Að mínu viti er lausnin á vandræðum okkar í heilbrigðiskerfinu þríþætt. Í fyrsta lagi er þarf að breyta viðhorfum, í öðru lagi skipulagi og í þriðja lagi auka fjármagn til heilbrigðismála. Það er hins vegar að sjálfsögðu áhyggjuefni sem öll Vesturlönd standa frammi fyrir, að kostnaður í heilbrigðiskerfinu eykst ár frá ári, tæki, áhöld og annað kostar æ meira. Við getum ekki haldið svona áfram endalaust. Við ætlum að sækja fram og halda í nýjungar en við verðum líka að velja hvað við ætlum ekki að gera. Við verðum að ganga heiðarlega fram hvað það varðar að það er ýmislegt sem við ætlum ekki að gera. Við verðum að taka afstöðu til þess hvort við ætlum að veita sjúklingum sem hafa í grunninn lélegar lífslíkur, vegna veikinda eða hás aldurs, dýra og flókna læknismeðferð. Við erum nú þegar að forgangsraða í heilbrigð-

Eiríkur Jónsson yfirlæknir.

isþjónustu en læknar og hjúkrunarfólk þurfa að taka þessa umræðu, við getum ekki sett þetta í hendurnar á pólitíkinni,“ segir Eiríkur. „Við þurfum að sækja fram en þetta getur ekki bara verið opinn reikningur. Hið sama er uppi á teningnum á öllum Vesturlöndum, fólk er að eldast og sjúkdómar eru farnir að láta á sé kræla sem við þurftum áður fyrr ekki að hafa áhyggjur af. Það verður æ brýnna að ræða hvenær við ætlum að aðhafast, hvar á að draga línuna. Þetta er óhjákvæmileg umræða en samfélagið stendur ekki undir endalausum kostnaði,“ segir hann.

Vilja aðgerðaþjark

Eiríkur fer fyrir hópi lækna sem hrundið hafa af stað söfnun fyrir kaupum á svokölluðum aðgerðaþjarki, eða róbot, sem nýtist til margvíslegra skurðaðgerða, svo sem vegna krabbameins í blöðruhálskirtli og við aðgerðir á grindarholslíffærum kvenna. Aðgerð með þessari aðferð eru inngripsminni en ella, að sögn Eiríks, bati er skjótari og hægt að hlífa betur nærliggjandi líffærum og viðkvæmri starfsemi. „Í raun er um að ræða framlengingu á fingrum skurðlæknisins. Allar hreyfingar verða nákvæmari og sýn skurðlæknisins á aðgerðarsvæðinu framúrskarandi. Þetta er dýrt tæki, kostar um 300 milljónir, en við þurfum hins vegar einungis að hugsa um kostnaðinn við tækið sjálft því við erum nú þegar með sérfræðilækna á Landspítalanum sem hafa reynslu af því að nota þetta tæki,“ segir Eiríkur. Tæki sem þetta er að finna á nær öllum háskólasjúkrahúsum á Norðurlöndunum og hefur verið í notkun í 10-15 ár. „Það er nauðsynlegt fyrir framþróun að fjárfesta í nauðsynlegum tækninýjungum, ekki síst í því skyni að laða til okkar fært starfsfólk og fylgja þeim spítölum eftir sem við viljum vera á pari við,“ segir Eiríkur. Aðspurður hvort það sé eðlilegt að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk þurfi að standa í því sjálft að safna fyrir nauðsynlegum tækjabúnaði segir hann: „Þannig gerast nú bara kaupin á eyrinni. Viðkomandi sérgreinar neyðast til að vekja athygli á þörfinni með þessum hætti. Við gerum það samt sem áður í samráði við yfirstjórn spítalans því það myndi ekki ganga ef allir færu í einu í gang með tækjasöfnun fyrir tækjum sem hver og einn telur þörf á,“ segir Eiríkur. Stefnt er að því að safna helmingi upphæðarinnar og mun Landspítalinn brúa rest. Eiríkur vonast eftir því að tækið verði komið í notkun strax á næsta ári.

Framhald á næstu opnu

Kínversk handgerð list Frábær jólagjöf!

• Vasar • Pottar • Diskar • Myndir • Lampar o.m.fl.

Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is


Ómótstæðilegir Komdu og fiktaðu.

Litaglaðir snillingar á góðu verði

Snjallasti snjallsíminn frá Apple

109 900 kr

139 900 kr 1000 kr. símnotkun á mánuði hjá NOVA fylgir í 12 mánuði. Gildir bæði í frelsi og áskrift.

Einstakt úrval af aukahlutum fyrir Apple græjurnar þínar.

Apple TV

Macbook Air 13"

Snilld fyrir Netflix

21 900 kr

209 900 kr

iPad Air

20% þynnri og 28% léttari

frá 89 900 kr

Wahoo BlueHR

Þráðlaus púlsmælir. iPhone 4S og 5

Phillips Hue

þráðlaust ljósakerfi

13.990 kr

44.900 kr

Opið

mán. - mið. 10-18.30 fim. 10-21 fös. 10-19 lau. 10-18 sun. 13-18

jónusta, gó ðþ

agsleg ábyr fél

erð og sam ðv

Heimilisfræði 101

128GB 12 tíma rafhlaða

SuperTooth Disco 2 Bluetooth hátalar

19 900 kr

566 8000 istore.is í Kringlunni

Við viljum að þú brosir þegar þú kemur til okkar. Þess vegna bjóðum við góð verð, ljúft viðmót og faglega þjónustu. Að auki renna 1000 kr. af hverju seldu tæki í styrktarsjóð sem úthlutar hreyfihömluðum börnum iPad í hverjum mánuði.


36

fréttaskýring

Helgin 22.-24. nóvember 2013

8. hluti Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm ekki hvernig hægt er að skella skollaeyrum við því sem fagfólkið segir. Tugir starfsmanna og erlendra sérfræðinga hafa lagst yfir það að finna bestu lausnina á vanda spítalans fyrir þjóðina. Við gerum það ekki í okkar eigin þágu, heldur í þágu sjúklinganna, þjóðarinnar, og niðurstaðan er sú að best er að byggja nýtt meðferðarhús á Hringbraut. Auðvitað hefði verið best af öllu að byggja nýjan spítala frá grunni á einhverjum allt öðrum stað eins og Vífilsstöðum en taka varð inn í myndina þann kostnað sem hlytist af því að endurbyggja alla þá starfsemi sem þegar er til staðar á Hringbraut, svo sem nýlegan barnaspítala, og fleira,“ segir Helga. „Það þýðir ekkert að þrasa um staðsetninguna lengur. Niðurstaðan af áralöngum rannsóknum er sú að það sé hagkvæmast að byggja við Hringbraut. Við erum ekki að tala um nýjan spítala, heldur einungis um að koma upp nýju meðferðarhúsi þar sem hægt væri að bæta aðstöðu til skurðaðgerða til mikilla muna, svo og aðstöðu fyrir svæfingardeildir og gjörgæslu,“ segir hún.

Þrengsli á vöknun

Skurðstofan er full af fólki og tækjum, þar eru fjórir sérfræðilæknar og fjöldi sérmenntaðra hjúkrunarfræðinga, auk hjúkrunarnema og læknanema. Hver og einn hefur sínu mikilvæga hlutverki að gegna.

Smám saman fækkar fólki á skurðstofunni. Þeir sem hafa lokið sínu hlutverki yfirgefa svæðið um leið. Sjúklingurinn er færður inn á vöknun um leið og hann hefur verið búinn undir það. Í skýrslu vinnuhóps um húsnæði skurðsviðs kemur fram að mikil óánægja sé meðal starfsfólks á vöknun með þrengsli og lélegar vinnuaðstæður. Búið sé að teikna upp lausnir en fátt sé um úrbætur í því takmarkaða rými sem nú er nýtt undir vöknun. Því felist allar raunverulegar lausnir í því að stækka eininguna um þrjú stæði líkt og lagt hefur verið til og metið er að kosti um 30 milljónir. Eftir að sjúklingur er vaknaður er hann færður yfir á eina af legudeildum spítalans ef talið er að

hann þurfi að dvelja yfir nótt. Eitt af helstu vandamálum skurðsviðs er svokallaður fráflæðisvandi. Á hverjum tíma er fjöldi sjúklinga inniliggjandi sem þarf ekki lengur á læknisþjónustu að halda en er ekki nógu heilbrigt til að sjá um sig sjálft og bíður ýmist eftir plássi á hjúkrunarheimili eða heimahjúkrun.

Ein deildin stífluð til hálfs

Ein legudeildin er nánast stífluð til hálfs því helmingur sjúklinga er á bið eftir úrræðum. Margir bíða á spítalanum í mánuð, jafnvel lengur, og fyrir vikið hægist á skurðaðgerðum því engin rúm eru til að taka við þeim sem koma úr aðgerðum. Undanfarin ár hefur áhersla færst yfir á dag- og göngudeildarform og

dregið hefur verulega úr innlögnum yfir nótt. Þrátt fyrir það lengjast biðlistar, sérstaklega eftir aðgerðum sem eru ekki lífshótandi, svo sem liðskiptiaðgerðum eða öðrum bæklunaraðgerðum. Sjúklingar eru misþolinmóðir að sögn tveggja hjúkrunarfræðinga sem starfa við svokallað innköllun, sem felst í því að búa sjúklinga undir aðgerð símleiðis. Fyrsta viðtal hjúkrunarfræðings við sjúkling fyrir aðgerð fer því fram í gegnum síma. Eitt af þeim verkefnum sem skurðsviðið vinnur nú í er að breyta verkferlum með þeim hætti að jafna betur álag á starfsfólk deildanna og eru verkefnin því færð til eftir álagi og mönnun. Sérhæfð teymi starfa með hverri sérgrein enda

vinna sérþjálfaðir hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar í teymum með ákveðnum skurðlæknum í tilteknum sérgreinum. „Allur mannafli mun nýtast betur þegar við erum komin í eitt húsnæði,“ bendir Helga Kristín á. Sýnt hefur verið fram á að tveir milljarðar muni sparast í rekstri Landspítalans árlega vegna breytts rekstarfyrirkomulags í einu húsnæði. Árlegur rekstrarkostnaður spítalans er um 40 milljarðar og fyrirhugaður byggingar- og fjármagnskostnaður við nýjan spítala er á bilinu 60-80 milljarðar, rúmlega rekstrarkostnaður spítalans í eitt ár. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

bíll á mynd: Honda Civic 1.6i-dteC executive.

Heilaskurðaðgerðinni miðar vel og allt fer fram samkvæmt áætlun. Skerma hefur þurft fyrir vetrarsólina sem sker í augu og útsýnið hverfur og skurðstofan verður einungis miðlungs skurðstofa en án útsýnis. Heilaskurðlæknarnir tilkynna viðstöddum ánægðir að þeir hafi fundið æxlið og séu nú að fjarlægja það. Aðgerðin heppnaðist og sjúklingurinn er því læknaður.

Við erum með skurðstofur í fjórum húsum en því til viðbótar með dauðhreinsunardeild í fimmta húsinu, á Tunguhálsi.

Honda CiviC 1.6 dÍSiL 2

3.840.000

Umboðsaðilar:

bernhard, reykjanesbæ, sími 421 7800 bílver, akranesi, sími 431 1985 Höldur, akureyri, sími 461 6020 bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535

www.honda.is

komdu í reynsluakstur og prófaðu Honda Civic dísil, með nýrri Earth dreams Technology dísilvél, sem býður upp á einstakt samspil sparneytni og krafts.

3,6

4,0

/100km

Innanbæjar akstur

L

3,3

/100km

Blandaður akstur

Utanbæjar akstur

L

Honda CiviC 1.4 BEnSÍn - beinSkiPtur, kOStar frá kr. 3.490.000 Honda CiviC 1.8 BEnSÍn - SJáLfSkiPtur, kOStar frá kr. 3.840.000

/100km

Honda CiviC 1.6 dÍSiL kOStar frá kr.

útbLáStur aðeinS 94 g

L

3,6 L/100km í bLönduðum akStri C0

CO2 94 / g

útblástur

km

Áreiðanlegasti bílaframleiðandinn Samkvæmt What Car og Warranty direct hefur Honda verið valin áreiðanlegasti bílaframleiðandinn átta ár í röð.

Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is


Krít

. r k 0 0 0 . 5 1

ldum ö v á n á man f bókað r u t t afslá gum e er. n i n t e emb s dags e d . boði. í fyrir 1 n g a kað m r a m k Ta

Frá kr. 119.900 – allt innifalið Maleme Mare Beach Resort

Netverð á mann m.v. 2 fullorðnir og 2 börn í íbúð m/1 svefnherbergi, 12. júní í 11 nætur með afslætti.

Netverð á mann m.v. 2 fullorðnir og 2 börn í íbúð m/1 svefnherbergi, 2. júní í 10 nætur með afslætti.

Frá kr. 113.900

Frá kr. 144.900 – allt innifalið

Netverð á mann m.v. 2 fullorðnir í stúdíó, 12. júní í 11 nætur með afslætti.

Netverð á mann m.v. 2 fullorðnir í stúdíó, 2. júní í 10 nætur með afslætti.

Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri, sími 461 1099 • www.heimsferdir.is

ENNEMM / SIA • NM59745

Frá kr. 99.900 Pella Steve I

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

Sumarið 2014


Vetur Vetur, tímarit 66°NORÐUR er komið út. Það liggur frammi í öllum verslunum okkar og á www.66north.is. Náðu í eintak, það er nístingskalt og fullt af áhugaverðu efni. Klæddu þig vel.



40

viðtal

Helgin 22.-24. nóvember 2013

Minnast Hemma í gleymda bænum Á mánudaginn heldur Hrafn ásamt félögum í Hróknum til Upernavik á 73. breiddargráðu. Grænlendingar kalla Upernavik „gleymda bæinn“ en þetta er 1200 manna bær á vesturströndinni. Umhverfis bæinn eru tíu lítil þorp og sagt er að það minnsta sé fimm manna en það stærsta telji 40 – 50 manns. Hrafn segir tilgang þessa leiðangurs að koma gleymda bænum og börnunum þar á kortið en auk þess ætlar Hróksliðið að halda þar minningarmót um Hermann heitinn Gunnarsson. Hemmi var, eins og margir vita, mikill skákáhugamaður og hafði lengi ætlað sér að fara með Hróknum til Grænlands en auðnaðist það því miður ekki.

Skákbrú gleðinnar milli Íslands og Grænlands Skák var nánast óþekkt á Grænlandi fyrir áratug en þá byrjaði skákfélagið Hrókurinn að halda þar skákmót og kynna skákina fyrir grænlenskum börnum. Ellefta starfsár Hróksins á Grænlandi hófst í október á þessu ári. Skákferðirnar þangað eru orðnar um 30 og þúsundir grænlenskra barna kunna nú að tefla. Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, fékk þá hugmynd að halda fyrsta alþjóðlega skákmótið á Grænlandi 2002 og síðan þá hafa Hróksmenn aldrei litið um öxl en Hrafn segir markmiðið ekki aðeins hafa verið að kynna þjóðaríþrótt Íslendinga fyrir Grænlendingum, heldur að efla tengsl og dýpka vináttu grannþjóðanna í norðri. Eftir helgina heldur Hrafn til Upernavik á 73. breiddargráðu. Þangað sem enginn kemur, eins og hann orðar það.

S

Grænland er stórkostlegur og heillandi ævintýraheimur og þar býr undursamleg þjóð.

kákfélagið Hrókurinn með forsetann Hrafn Jökulsson í broddi fylkingar hefur stundað öflugt skáktrúboð á Grænlandi í rúman áratug. Hugmyndin að baki skákheimsóknum Hróksins, sem orðnar eru um 30, var ekki síst sú að efla tengsl Íslendinga og Grænlendinga auk þess vitaskuld að kynna Grænlendinga fyrir skákinni og gleðja grænlensk börn. ,,Ég sat nú bara yfir kaffibolla í desember 2002 og fór að velta fyrir mér hvað ég vissi um skák á Grænlandi. Þá hafði ég aldrei þangað komið, en hinsvegar höfðum við Hróksmenn heimsótt alla grunnskóla og öll sveitarfélög á Íslandi til að útbreiða fagnaðarerindi skákarinnar,“ segir Hrafn. Nokkur símtöl færðu honum heim sanninn um að skák væri nánast óþekkt á Grænlandi. „Ég hringdi í Jón Karl Helgason, þáverandi

forstjóra Flugfélags Íslands, sem í áratugi hefur haldið uppi ferðum til Grænlands. Við höfðum aldrei talað saman áður, en þegar ég spurði hvort ekki væri tilvalið að efna til fyrsta alþjóðlega skákmótsins í sögu Grænlands var svarið umsvifalaust: Jú, gerum það! Það þurfti hvorki fundi né tölvupósta. Allar götur síðan hefur Flugfélag Íslands staðið með okkur í þessu mikla ævintýri, sem hefur borið okkur vítt og breitt um þetta stórkostlega land." Og það var svo sannarlega byrjað með stæl, lúðraþyt og söng, eins og Hrafn orðar það. Efnt var til alþjóðlegs stórmóts í Qaqortoq á Suður-Grænlandi. Meðal keppenda voru stórmeistarar á borð við Friðrik Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Ivan Sokolov og Luke McShane, og tugir grænlenskra áhugamanna og erlendra gesta. Og síðan hafa Hrafn og félagar ekki litið til baka heldur þvert á móti

Skák var nánast óþekkt á Grænlandi þegar Hrókurinn byrjaði að heimsækja börnin þar en það hefur heldur betur breyst síðasta áratuginn.

haldið ótrauðir áfram og sótt heim fjölda þorpa á Grænlandi.

Gleðin er leiðarljósið

„Í október hófst ellefta starfsár okkar á Grænlandi, ferðirnar eru orðnar um 30 og nú kunna þúsundir grænlenskra barna að tefla. Markmiðið frá upphafi var ekki bara að kynna þjóðaríþrótt okkar fyrir Grænlendingum, heldur að efla tengsl og dýpka vináttu grannþjóðanna í norðri. Ótal margir hafa komið með okkur til Grænlands gegnum tíðina: Börn og listamenn, fjölmiðlamenn og pólitíkusar, fólk úr öllum áttum. Stundum höfum við haldið stórar og fjölmennar hátíðir, stundum hafa tveir til fjórir liðsmenn okkar farið í heimsóknir í afskekkt þorp í dimmasta skammdeginu. Gleðin og vináttan eru okkar leiðarljós,“ segir Hrafn en eins og við má búast hefur sendinefndunum ætíð verið tekið fagnandi. „Okkur er ævinlega tekið fagnandi, jafnt af börnum sem fullorðnum. Grænlendingar líta á Íslendinga sem vini og samherja í norðrinu. Og börnin á Grænlandi, eins og börn alls staðar, falla auðvitað fyrir skákinni því hún er fyrst og fremst skemmtileg, fyrir utan að vera þroskandi og uppbyggileg tómstundaiðja. Í skák er ekki spurt um aldur eða umfang, þjóðerni eða kyn. Skák brúar öll bil.“ Framhald á næstu opnu

iPad mini

Verð frá: 54.990.-

Jólagjöfin fæst hjá okkur iPhone

Verð frá: 109.990.-


lpur frá Flottar ú EY, MCKINL S, ON DIDRIKS G O ETIREL FIREFLY

LPUR Ú U M Ö D PUR L Ú A R R HE LPUR Ú A N R A B

e e r f Tax M U L L Ö AF ÚLPUM

TAX FREE DAGAR

21.-24. NÓVEMBER

TA X F R E E J A F N G I L D I R 2 0 , 3 2 % V E R Ð L Æ K K U N . G I L D I R A Ð E I N S Á Ú L P U M D A G A N A 2 1 . – 2 4 . N Ó V E M B E R 2 0 1 3 .

INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / BILDSHOFDI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 18. SUN. 13 - 17.

INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4890 / AKUREYRI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / SELFOSS@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.


42

viðtal

Helgin 22.-24. nóvember 2013

Okkur er ævinlega tekið fagnandi. Grænlendingar líta á Íslendinga sem samherja og vini.

formaður Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, þegar ég fékk þessa dásamlegu flugu í höfuðið. Hún er fyrrverandi ráðherra á Grænlandi, gift kraftaverkamanninum Guðmundi Þorsteinssyni handboltakappa, og hefur unnið ótrúlegt starf í þágu beggja þjóða. Og síðan er það heiðursforsetinn okkar í Hróknum, Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt, ekkja Jonathans Motzfeldt, landsföður Grænlendinga og forsætisráðherra þeirra í sautján ár. Fyrsta skákin sem ég tefldi á Grænlandi var við Jonathan og það er einstakur heiður að hafa kynnst þeim merka manni örlítið. Hann studdi við starf okkar frá upphafi. Kristjana er sá Íslendingur sem allra best þekkir til á Grænlandi, óþrjótandi að orku og hugsjónum, og drífur okkur félagana áfram.“

Efnahagslegt stórveldi í framtíðinni

Börnin alist ekki upp í fátækt Aleqa Hammond, forsætisráðherra Grænlands, hefur stutt Hrókinn með ráðum og dáð á Grænlandi og Hrafn fer ekki leynt með aðdáun sína á henni. „Hún er einhver merkilegasti stjórnmálamaður sem ég hef kynnst, veiðimannsdóttir frá Norður-Grænlandi, leiftrandi gáfuð, brimandi af hugsjónum og frábær leiðtogi. Hún hefur sagt skýrt og skorinort að hennar hlutverk sé að sjá til þess að börn á Grænlandi framtíðarinnar alist ekki upp í fátækt. Aleqa Hammond leggur mikla áherslu á að Grænland og Ísland eigi samleið, og hún styður fagnaðarerindi skákarinnar, vináttunnar og gleðinnar með ráðum og dáð.“

Teflt á hjara veraldar

Á síðustu árum hafa Hróksmenn ekki síst lagt áherslu á að heimsækja afskekkt og fámenn þorp og koma oftar en ekki í myrkasta skammdeginu með skák og gleði í farteskinu. „Við höfum undanfarin ár einbeitt okkur að austurströnd Grænlands, en þar eru afskekktustu þorp norðurslóða og um leið allra næstu nágrannar Íslendinga. Fæstir gera sér grein fyrir því að næsta byggða ból við Ísland heitir Kulusuk. Fólkið á austurströnd Grænlands stendur okkur næst, bókstaflega. Við höfum líka um hverja páska í átta ár haldið mikla hátíð í Ittoqqortoormiit við Scoresby-sund, sem er 800 kílómetrum norðar en Kulusuk. Driffjöður bak við það starf og væntanlegur heiðursborgari þar í bæ er Arnar Valgeirsson, sem hélt kyndlinum logandi meðan ég bjó á Ströndum norður,“ segir Hrafn sem heldur á mánudaginn af stað til Upernavik á 73. breiddargráðu. Hrókurinn hefur ekki komið þangað áður og Hrafn

segir engan fara þangað. Allra síst á veturna.

Kjarnakonur koma til hjálpar

Hrafn minnir á að hann er ekki einn um skáklandnámið á Grænlandi og að fjöldi fólks hafi komið að málum síðasta áratuginn og gert Hróknum kleift að lyfta tilveru grænlenskra barna með tafli og almennri gleði. „Við gætum troðfyllt heilt blað með lista yfir alla þá sem lagt hafa okkur lið, með einum eða öðrum hætti. En helminginn af öllu sem Hrókurinn hefur gert á minn óbilandi félagi Róbert Lagerman. Við höfum varið algjörlega óteljandi stundum í að skipuleggja, ráðgera, undirbúa og framkvæma það sem mörgum hefur kannski fundist langsótt eða fráleitt í fyrstu,“ segir Hrafn en hann og Róbert stofnuðu Hrókinn á Grand Rokk, sáluga, fyrir margt löngu. „Ég verð líka að nefna tvær kjarnakonur, sem gegnt hafa algjöru lykilhlutverki í skáklandnáminu og trúboði vináttu og samvinnu Íslands og Grænlands. Benedikte Thorsteinsson var

Grænland var ekki í brennidepli upp úr aldamótum þegar Hrafn tók stefnuna þangað með Hrókinn. Nú er hins vegar litið til Grænlands sem þess lands sem býður upp á ótal möguleika á norðurslóðum og allar þær auðlindir sem liggja undir ísnum og geta gerbreytt kjörum landsmanna. Við þær aðstæður segir Hrafn Grænlendingum ekki síst mikilvægt að eiga góða vini í Íslendingum. „Engin þjóð í heiminum er jafn heppin með nágranna og við. Grænland er stórkostlegur og heillandi ævintýraheimur og þar býr undursamleg þjóð. Grænlendingar horfa mjög til Íslendinga, ekki síst í sjálfstæðismálum, og þeir líta á okkur sem vini og samherja sem þeir geta treyst. Það er mjög mikilvægt að við rísum undir því trausti, og eflum og styrkjum vináttuböndin á öllum sviðum. Nú horfa margir ágirndaraugum á hinar stórkostlegu auðlindir sem Grænland býr yfir, og þangað streyma erlendar sendinefndir með allskonar gylliboð. Það er sem sagt að renna upp fyrir mörgum að þetta gleymda og fátæka land hefur alla burði til að verða efnahagslegt stórveldi í framtíðinni. Grænland er land framtíðarinnar, og litla Ísland má heita heppið að kúra í krikanum á risanum mikla í norðri.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

Hrafn Jökulsson og Aleqa Hammond, forsætisráðherra Grænlands. Myndin var tekin í nóvember þegar Hrafn og Róbert færðu Alequ selskinn úr Árneshreppi á Ströndum. Frumkvæði að gjöfinni átti Kristjana G. Motzfeldt, heiðursforseti Hróksins.

LC-2 LC-4X LC-4X

99.900 99.900 Kr Kr 49.900 Kr

LCLC-4X

99.900 Kr 49.90 Sigurlaug Jóhannsdóttir og Jónatan heitinn Motzfeldt takast í hendur eftir fjöruga skák, sem grænlenski þingforsetinn vann.



44

viðhorf

Helgin 22.-24. nóvember 2013

HELGARPISTILL

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Í dag, föstudag, er hálf öld liðin frá morði John F. Kennedy Bandaríkjaforseta. Sá atburður skók heimsbyggðina og telst tvímælalaust til hinna stærstu á liðinni öld. Þegar slíkt gerist man fólk það gjarna hvar það var statt. Ég var ellefu ára þegar Kennedy var skotinn í Dallas og man vissulega hvar ég var staddur er tíðindin bárust, í strákahópi í grennd við æskuheimili mitt. Jafnvel guttar eins og við, sem veltum ekki mikið fyrir okkur gangi heimsmála, áttuðum okkur á hvílík tíðindi þetta voru. Um John F. Kennedy og fjölskyldu hans lék ævintýraljómi. Hann tók við forsetaembættinu í janúar 1961 eftir nauman sigur yfir Nixon, þáverandi varaforseta. Kennedy var ungur og

myndarlegur, nánast eins og kvikmyndastjarna og honum fylgdi í Hvíta húsið eiginkonan glæsilega, Jacqueline. Það var mikil breyting frá fyrri tíð að börn forsetahjónanna léku sér á göngum Hvíta hússins en dóttirin, Caroline var þriggja ára þegar faðir hennar var kjörinn og sonurinn og nafni forsetans fæddist árið 1960, nokkrum vikum eftir forsetakosningarnar. Heimsbyggðin fylgdist einnig með því þegar forsetafrúin gekk með barn og ekki síður sorg hjónanna þegar barnið, sonur sem var gefið nafnið Patrick, lést stuttu eftir fæðingu í ágúst 1963. Ljóminn yfir forsetahjónunum glæsilegu yfirskyggði allt annað fyrirfólk í heiminum. Það var nánast eins

Teikning/Hari

Konunglegir dagar í Hvíta húsinu og Bandaríkjamenn hefðu eignast konungsfjölskyldu þar sem Kennedyarnir voru. Það átti ekki aðeins við um forsetahjónin heldur stórfjölskylduna alla. Joe Kennedy, faðir forsetans, átti sér snemma þá von að elsti bróðirinn, Joseph P. Kennedy kæmist í Hvíta húsið en hann féll í seinni heimstyrjöldinni. John F. tók því við keflinu og náði í mark. Yngri bræður forsetans – og fjölskyldur þeirra – voru einnig mjög áberandi en Robert Kennedy varð dómsmála-

Gæði á Dorma-verði! MIaMI svefn-tungusófi

JólATilBoð

149.900

Nature‘s Rest heilsurúm Aðeins kr.

verð

Aðeins

7.056

í 12 mánuði*

79.900

StæRð 120x200 Dýna, botn og lappir

120x200

n Mjúkt og n Svæðaskipt slitsterkt áklæði gormakerfi

n Frábærar n Aldrei n Sterkur n Burstaðar kantstyrkingar að snúa botn stállappir

Nature‘s Comfort heilsurúm

n 320 gormar pr fm2

Aðeins kr.

Aðeins

13.094 í 12 mánuði*

StæRð 160x200

149.900

Dýna, botn og lappir

160x200

n Mjúkt og slitsterkt áklæði n Svæðaskipt pokagormakerfi

Jazz hægindastóll Jazz hægindastóll með skemli. Fæst í koníaksbrúnu, svörtu,dökk brúnu og kremuðu leðri.

Aðeins

95.900 DormAverð

n Heilsu- og hægindalag í yfir- n Steyptar kantstyrkingar dýnu sem hægt er að taka af n Aldrei að snúa

n Sterkur botn n Burstaðar stállappir

Silo svefnsófi með tungu

Stærð: 228 x 162 cm. H. 83 cm. Dökkgrátt áklæði tunga unga getur verið beggja vegna. Rúmfatageymsla.

sveFnsóFi

FrÁBÆrT

verð

JólATilBoð

119.900 FullTverð kr. 139.900

Holtagörðum, Reykjavík ✆ 512 6800 • OPIÐ: Virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.00–16.00 Dalsbraut 1, Akureyri ✆ 558 1100 • Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆ 558 1100

* afborgun pr. mán. í 12 mán. Vaxtalaust lán. 3,5% lántökugj.

FrÁBÆrT

* afborgun pr. mán. í 12 mán. Vaxtalaust lán. 3,5% lántökugj.

Heilsurúm

FullTverð kr. 169.900

Fullt verð krónur 169.900 Stærð: 240x90 Tunga: 225 Hæð: 90 cm. Grátt slitsterkt áklæði. Rúmfatageymsla í tungunni.

ráðherra í stjórn stóra bróður og Edward var lengi öldungardeildarþingmaður. Robert féll fyrir morðingjahendi 1968 þegar hann keppti að tilnefningu flokksins til embættis forseta. Atburður í einkalífi Edwards árið 1969 átti einnig eftir að draga dilk á eftir sér en ung kona lét lífið í bíl sem hann ók en þingmaðurinn yfirgaf vettvang slyssins án þess að tilkynna um það. Þessi atburður skaðað orðspor hins áhrifamikla stjórnmálamanns og kom í raun í veg fyrir að hann gæti af fullum krafti keppt um forsetaembættið. Allt líf Kennedy-fjölskyldunnar var því dramatískt og það drama hélt með ýmsum hætti áfram löngu eftir dauða forsetans. Ekkjan giftist Aristotle Onassis, grískum skipakóngi, og var eitt helsta viðfang slúðurblaða um allan heim í kjölfar þess en Onassis sleit sambandi sínu við óperudívuna frægu, Mariu Callas, er hann giftist ekkju forsetans. Ógæfan fylgdi Kennedyfjölskyldunni hins vegar áfram og sýndi sig enn og aftur er John, sonur forsetans, fórst árið 1999 með konu sinni í lítilli flugvél sem hann flaug sjálfur. Ekkert af þessu sáum við strákarnir fyrir þegar tíðindin bárust um morðið á Kennedy Bandaríkjaforseta 22. nóvember 1963. Við höfðum bara fylgst með aðdáun fullorðna fólksins á þessari mögnuðu fjölskyldu í Hvíta húsinu og sáum áhrif hennar berast til landsins langt í norðri, þegar mæður okkar komu úr lagningu með sömu hárgreiðslu og þær höfðu séð á Jackie forsetafrú í lit dönsku blöðunum – og kannski í svart-hvítu í Mogganum. „Hvað verður nú um Jacqueline og börnin?“ var haft eftir skólastjóranum í bók Péturs Gunnarssonar og víst er að margir hafa hugsað hið sama þótt menn hafi varla haft áhyggjur af því að ekkjan og börnin færu á vergang. Fjárhagsstaða þeirra var víst trygg þótt Jackie hafi þurft Onassis karlinn til þess að halda uppi bærilegum standard – svona þegar frá leið. Við strákarnir höfðum heldur enga hugmynd um að Kennedy forseti var ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum, svo vægt sé til orða tekið. Okkur hefði svo sem verið slétt sama – að minnsta kosti ekki gert athugasemdir við það að hann eyddi helgi með sjálfri Marilyn Monroe. Samt hefði okkur þótt skrýtið, ungir sem við vorum, hefði einhver haft fyrir því að segja okkur af spjalli forsetans við breska forsætisráðherrann sem ku hafa verið eitthvað á þessa leið: „Ég veit ekki hvernig það er með þig, Harold [Macmillan], en ég fæ hræðilegan höfuðverk ef þrír dagar líða án þess að ég sé með konu.“ Forsetinn stundaði því mikið viðhald á árum sínum í Hvíta húsinu, án þess að það tengdist viðgerðum í því mikla húsi. Samkvæmt seinni tíma heimildum voru margar konur á þeim lista, jafnvel einkaritari eiginkonunnar. Þetta líferni forsetans var þó ekki í hámæli þegar ótíðindin bárust heimsbyggðinni fyrir hálfri öld. Menn sáu bara og heyrðu, meðal annars í svart-hvítu kanasjónvarpinu, að foringinn var fallinn, glæsimennið sjálft. Við tók varaforsetinn, Lyndon B. Johnson, svipljótur og gamall. Hinn konunglegi tími í Hvíta húsinu var liðinn. Það datt engri íslenskri konu í hug að fylgja hártísku Lady Bird Johnson. Enginn bandarískur forseti hefur náð þessari stöðu síðan. Barack og Michelle Obama, núverandi forsetahjón, komast næst því. Þau voru ung þegar þau komu í Hvíta húsið, með tvær stelpur – og það er að sönnu stíll yfir forsetafrúnni. Samt er það ekki sami glamúrinn og var þegar John F. Kennedy var og hét með Jackie við hlið sér. Ólíklegt er enn fremur að Bandaríkjaforseti í samtímanum kæmist upp með svipaða hegðun og Kennedy fyrir hálfri öld. Öll munum við hvernig fór fyrir Bill Clinton karlinum þegar hann tók framhjá kerlu sinni með Móníku, sem svo sannarlega var engin Marilyn. Hann rétt lafði í embættinu en það var komið kusk á hvítflibbann – eða öllu heldur líf-sýni á bláa kjólinn – en það er önnur saga.


Hin dýrin & húsdýrin Lín Design kynnir nýja vörulínu TILBOÐ 9.990 kr

Dýr í loftbelg Stærð 70x100 Verð 8.990 kr

Svunta Verð 2.790 kr

TILBOÐ

TILBOÐ

2.093 kr

6.743 kr

Örn

rúmföt

Krummi rúmföt

Hreindýr

Fálki

Stærð 140x200 Verð 13.490 kr

Stærð 140x200 Verð 13.490 kr

Stærð 140x200 Verð 12.980 kr

TILBOÐ

TILBOÐ

9.735 kr

9.990 kr

100% Pima

bómull

TILBOÐ 9.990 kr

25% kynningarafsláttur

Öllum þykir vænt um náttúruna

Í samstarfi við Rauða krossinn tökum við á móti notuðum rúmfötum frá Lín Design. Við bjóðum þér 15% afslátt af nýrri vöru. Rauði krossinn kemur notaðri vöru áfram til þeirra sem þarfnast hennar.

föstudag & laugardag TILBOÐ

TILBOÐ 9.990 kr

2.993 kr

Íslenskar jólavörur

25%

Handklæði fyrir börnin Stærð 75x75 Verð 3.990 kr

Örn rúmföt

Stærð 140x200 Verð 13.490 kr

KAUPAUKI

TILBOÐ 1.493 kr

Allir sem versla fyrir 19.990 kr eða meira fá dagatal með íslenskum jólasveinum að andvirði 9.990 kr

TILBOÐ 9.990 kr

Ofnhanski Krummi

Fiðrildin

Stærð 140x200 Verð 13.490 kr

Verð 1.990 kr

Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 www.lindesign.is


46

útlönd

Helgin 22.-24. nóvember 2013

Börn sérstaklega berskjölduð Fellibylurinn Haiyan sem reið yfir Filippseyjar í byrjun mánaðarins er sá fellibylur sem valdið hefur hvað mestri eyðileggingu í heiminum. Strax var ljóst að lífi milljóna fólks hafði verið umturnað. Yfir 1,7 milljónir barna eru nú á vergangi í kjölfar hamfaranna. Mörg þeirra hafa orðið viðskila við fjölskyldur sínar eða misst foreldra sína. Starfsmaður UNICEF lýsir hér ástandinu.

„Við vitum að með því að hlúa að börnum á þessum erfiðu tímum byggjum við upp þrautseigju þeirra og fjölskyldna þeirra,“ segir Kent Page, sérfræðingur UNICEF í neyðaraðgerðum.

VILTU GÓÐA

NÓTT?

KING KOIL KING SIZE TILBOÐ!

ÓTRÚLEG VERÐ! PALMER KING

5AFS0LÁT% TUR!

King Size (193x203 cm)

SILVIA

HÆGINDASTÓLL Fullt verð 43.700 kr.

Fullt verð 319.413 kr.

Verð nú 34.960 kr.

159.707 kr. SABÍNA KING

FÆST Í SVÖRTU, HVÍTU OG BRÚNU

King Size (193x203 cm)

Fullt verð 278.600 kr.

5AFS0LÁT% TUR! ARGH!!! 181113

DAKOTA KING

139.300 kr.

50% AFSLÁTTUR!

20%

AFSLÁTTUR

!

King Size (193x203 cm)

Fullt verð 234.200 kr.

117.100 kr. Rekkjan ehf ≤≥ Ármúla 44 ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16

H E I L S U R Ú M

Tveimur dögum eftir að fellibylurinn gekk yfir. Faðir heldur á tveimur ungum börnum sínum.

Í neyðarskýli í Tacloban á Filippseyjum hefst Jhana við. Hún er tvítug og aðeins viku áður en fellibylurinn skall á fæddi hún dóttur sína, Gwendolyn.


útlönd 47

Helgin 22.-24. nóvember 2013

S

Móðir grætur með barninu sínu á meðan þau bíða eftir að vera flutt frá hamfarasvæðinu.

Mæðgurnar á myndinni hafast nú við í einu af 13 neyðarskýlum í borginni Tacloban á Filippseyjum.

Auður & L jótur

Auður og Ljótur kynntust í Búðardal. Þau eru mjög sérstakt par. Auður, ljós yfirlitum, mild og góð en Ljótur er tja … ljótur. Hann er með mikinn karakter. Frekar þurr á manninn en samt ljúfur. Þau eiga rosalega vel saman. Ef til væri parakeppni osta væru þau sigurstrangleg.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 1 0 8 6

tarfsmaður UNICEF á Filippseyjum, Kent Page, var í Tacloban ásamt fleira starfsfólki UNICEF. Fellibylurinn jafnaði þennan 200.000 manna bæ nánast við jörðu og hefur bærinn verið áberandi í umfjöllun fjölmiðla um hamfarirnar á Filippseyjum. Page skrifaði um það sem fyrir augu bar á leiðinni milli þorpa og bæja sem fellibylurinn reið yfir. „Fólkið í Tacloban og á öllum þeim svæðum þar sem fellibylurinn skall á þarf alla þá hjálp sem það getur fengið. Börnin eru sérstaklega berskjölduð. Þau þurfa allan okkar stuðning,“ segir Page. „Eflaust hafa færri heyrt um bæinn Tanauan, 50.000 manna bæ um 30 kílómetra suður af Tacloban. Á allri leiðinni komum við ekki auga á einn einasta sentimetra sem ekki hafði orðið fellibylnum að bráð. Eyðileggingin er gríðarleg. Að meta aðstæður og umfang vandans er erfitt. En á sama hátt er það ekki flókið. Margt af þessu fólki hefur misst allt. Það þarf allt,“ segir hann. „Ráðhúsið í Tanuan er nú notað sem sjúkraskýli. Við fluttum yfir 100 segldúka í sjúkraskýlið til að skapa skjól, bæði fyrir kröftugri rigningunni og steikjandi sólinni. Að auki voru hreinlætispakkar fluttir í sjúkraskýlið en eftir því sem líður á eykst áhættan á að sjúkdómar brjótist út.“ „Ég hef starfað með UNICEF við neyðarhjálp um allan heim. Þó svo að erfitt sé að bera saman staði þar sem neyðarástand skapast er eyðileggingin á mörgum svæðum á Filippseyjum nú þess eðlis að erfitt er að gera sér fyllilega grein fyrir umfangi hennar. Hún er allsstaðar. Hún er algjör. Líkpokarnir eru bornir upp á flutningabíla þegar brak er hreinsað í burtu. Lyktin er yfirþyrmandi sterk.“ „En það er von. Það sjáum við best á brosi barnanna í kringum okkur. Við vitum að með því að hlúa að þeim á þessum erfiðu tímum byggjum við upp þrautseigju þeirra, fjölskyldna þeirra og samfélaga. Þörfin er gríðarleg hér í Tanauan, í Tacloban og á ótal stöðum í landinu. Hjálparstarfið er að skila árangri. Um helgina fengu allir íbúar Tacloban aftur aðgang að hreinu vatni. Við vonumst til að geta sagt fleiri góðar fréttir sem fyrst.“ UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hóf þegar neyðarsöfnun um allan heim fyrir börn á Filippseyjum. Þremur dögum eftir að fellibylurinn reið yfir byrjaði UNICEF á Íslandi að safna fyrir neyðaraðgerðum og óhætt er að segja að söfnunin hafi vakið sterk viðbrögð. Ótal einstaklingar og fyrirtæki hafa lagt söfnuninni lið og greinilegt að fólk á Íslandi lætur sig málið varða og vill leggja sitt af mörkum. UNICEF leggur áherslu á að tryggja hreint vatn, hreinlætisaðstöðu og heilsugæslu en einnig að sinna barnavernd og veita börnum sem orðið hafa viðskila við fjölskyldur sínar vernd og skjól. Hægt er að styrkja söfnunina með því að senda smsið BARN í númerið 1900 (1900 krónur). Enn fremur má leggja frjáls framlög til neyðarsöfnunarinnar inn á reikning 701-26-102040 kt. 481203-2850.

Auður og Ljótur - ólíklega parið frá Búðardal.


48

fjölskyldan

Helgin 22.-24. nóvember 2013  uppvöxtur örvun og þroski

Verðskuldað hrós styrkir sjálfsmynd barna Verðskuldað hrós og eðlileg örvun eru lykilatriði í heilbrigðri mótun sjálfsmyndar barna, rétt eins og matur og drykkur eru nauðsynleg líkamlegum þroska. Örvunin þarf að taka mið af getu barnsins og aðstæðum vera rétt tímasett og í samræmi við verknað. Leggja þarf áherslu á að uppalendur hlusti og taki virkan þátt í lífi barnsins með því að eiga með því samverustundir og sýna áhuga á því sem barnið tekur sér fyrir hendur. Svo virðist sem fólk sem hefur notið umhyggju, öryggis og aga í uppvexti sínum og er jafnframt hvatt snemma til að bera ábyrgð og

Ábyrgðarkennd, færni í samskiptum og sjálfstæði á barnsaldri eykur líkur á vellíðan og velgengni á fullorðinsárum. Ljósmynd/GettyImages/NordicPhotos

sýna öðrum virðingu, eigi auðveldara með að takast á við ögranir síðar á lífsleiðinni. Það leitast við að

finna lausnir, þorir frekar að leita sér ráða og aðstoðar, lítur á sig sem gerendur í eigin lífi og leggur sig fram við að læra bæði af velgengni og mistökum. Ábyrgðarkennd, færni í samskiptum og sjálfstæði á barnsaldri eykur líkur á vellíðan og velgengni á fullorðinsárum. Þau börn sem njóta þessa í uppvextinum eru oftar fær um að gefa og þiggja í samskiptum, eru bjartsýnni og eiga auðveldara með að setja mörk um hvað þau vilja og hvað ekki í samskiptum við aðra. Þeim gengur einnig betur í námi og félagslegum samskiptum. - dh

Mamman veik og pabbinn drekkur

Hátíðarnar og fjölskyldulífið – saga úr núinu Ó

Bogomil Font

 &

StóRSvEIt REykjavíkUR

, ég hlakka svo til um jólin,“ heyrði ég litla ljóshærða stúlku hrópa upp yfir sig með eftirvæntingu í rómnum við tvær aðrar dökkhærðar stúlkur sem hún var að tala við önnur þeirra með fallega bleika húfu. Ég var á gangi fram hjá barnaskólanum í hverfinu mínu öslaði snjóinn upp fyrir kálfa og horfði vandlega niður fyrir mig svo myndi ekki renna til í hálkunni undir snjónum. En við að heyra þessi eftirvæntingar orð, hlátur og skríkjur út undan mér leit ég ósjálfrátt upp stoppaði og horfði á stúlkurnar sem eru líklega um tíu ára aldur. Stúlkan sem í gleði sinni talaði um jólin og önnur hinna töluðu ákaft um hversu spennandi allt þetta jólastand er. Allt fas þeirra lýsti þeirri barnslegu gleði og áhyggjuleysi sem öll börn og unglingar eiga rétt á að heimur barna upplifa. Þriðja stúlkan dró sig í hlé tók ekki undir gleði og áhyggjulaust tal stallsystra sinna og gerði sig líklega að labba í burt með því að setja á sig skólatöskuna. Það var enga eftirvæntingu eða tilhlökkun að sjá í fasi þeirrar stúlku og ég velti því fyrir mér hvers vegna? En vinkonur hennar svöruðu þessari spurningu fyrir mig án þess að ég hafi ætlað mér að liggja á hleri þegar stúlkan með skólatöskuna var komin í nokkra fjarlægð frá þeim. „Hvað er eiginlega að? Hún getur aldrei talað um eitthvað skemmtilegt, t.d. sagt okkur hvað hana langar í jólagjöf,“ segir dökkhærða stúlkan með bleiku húfuna. Þá svara sú ljóshærða sem af orðum hennar að dæma þekkti hún betur stúlkuna sem var farin en hin. „Þetta er alltaf svona hjá henni, mamma hennar er veik og liggur alltaf í rúminu og pabbi hennar drekkur oft út af því og er reiður, maður má ekki koma heim til hennar. Hún og litli bróðir Jóna hennar fá bara fínar jólagjafir frá ömmu sinni sem býr á Akureyri, þau eru nefniMargrét lega líka svo fátæk“. Ég gekk áfram fram hjá skólanum og var hugsandi, börn og unglingar eru næm Ólafsdóttir á umhverfi sitt og líðan annarra og afgreiða hlutina oft á einfaldan hátt líkt og ritstjórn@ stúlkurnar. Aðstæður vinkonunnar voru einfaldlega þær að hún bjó við veikindi og frettatiminn.is fátækt þess vegna var hún svona fúl. Ég sá fyrir mér litla stúlku sem var orðin fullorðin of fljótt vegna aðstæðna og líðan sem einkenndist af drykkju foreldris. Ríkjandi líðan hennar eru áhyggjur, kvíði, óöryggi, reiði, sektarkennd og ábyrgð sem ekki á að leggja á börn og unglinga vegna veikinda foreldra. Aðventan og jólin eru tími gleði og friðar, virðum börnin, unglingana og lífsgæði þeirra. Áfengi og vímuefni eiga ekki samleið með hátíðum. Höfundur er félagsráðgjafi og sérfræðingur um áfengis- og vímuefnamál jona@hi.is

Jólastuð fyrir alla fjölskylduna Flutt verður öll tónlistin af hinum vinsæla geisladiski Majonesjól sem kom út 2006. Tónlistin er í léttum dúr, full af glettni og jólahúmor. Stjórnandi: Samúel J. Samúelsson

HARPA SILFURBERG

Styrkt af

Sunnudag 1.des kl. 17:00 Miðaverð kr. 1.500 / 3.500

miðar á midi.is s harpa.is s í miðasölu Hörpu

Aðventan og jólin eru tími gleði og friðar, virðum börnin, unglingana og lífsgæði þeirra.


✶✶✶✶✶ „Arnaldur einsog hann gerist bestur.“ BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON / PRESSAN.IS

✶✶✶✶ „[Arnaldur] sýnir hér allar sínar bestu hliðar í bók sem hlýtur að teljast með hans allra bestu verkum.“ Þ Ó R A R I N N Þ Ó R A R I N S S O N / F R É T TAT Í M I N N

✶✶✶✶ „Sögusvið, persónusköpun og bygging haldast í hendur við að gera Skuggasund að einni bestu bók Arnaldar.“ F R I Ð R I K A B E N Ó N Ý S D Ó T T I R / F R É T TA B L A Ð I Ð

„… mjög vel skrifuð bók, hún er þétt með eftirminnilegum persónum.“ KO L B RÚ N B E R G Þ Ó R S D Ó T T I R / K I L JA N

„Sagan rígheldur, hún er alveg pottþétt. Þetta er listilega ofið … maður leggur hana ekki frá sér.“ S I G U R Ð U R G . T Ó M A S S O N / K I L JA N

1. Metsölulisti Eymundsson

1

Topplistinn 11.11.–17.11.2013

Heildarlisti 13.11.–19.11.2013

www.forlagid.is


50

bílar

Helgin 22.-24. nóvember 2013

 suzuKi Bílasýningin í tóKíó

Sýnir sex nýja hugmyndabíla Suzuki sýnir hvorki fleiri né færri en sex nýja hugmyndabíla á bílasýningunni í Tókíó, þar á meðal blendingjann Crosshiker sem státar af nýstárlegri hönnun, lítilli þyngd og einkar sparneytinni aflrás, að því er fram kemur í tilkynningu. Sýningarbílar Suzuki í Tókíó eru bílar sem gæti orðið fáanlegir í næstu framtíð en einnig þar eru einnig hugmyndabílar sem taka mið af fjarlægari framtíð. Bílarnir eru hlaðnir búnaði og nýjustu tækni frá Suzuki. Crosshiker er blendingur sem byggir á REGINA hugmyndabílnum sem var sýndur á bílasýningunni í Tókíó 2011. Þrátt fyrir jepplingaform vegur bíllinn ekki nema 810 kg. Hann er með nýrri eins lítra, þriggja strokka vél sem býr yfir nægu afli fyrir þennan létta bíl og er um leið einstaklega umhverfisvæn.

„X-LANDER á hinn bóginn er hreinræktaður jeppi með bensínvél og rafmótor, svokallaður tvinnbíll,“ segir enn fremur. „Bíllinn er ætlaður til notkunar í borgum en hann býr jafnframt yfir þeim kosti að komast torfærari slóðir utan borganna. X-LANDER byggir á smájeppanum Jimny og er með 1,3 lítra bensínvél og nýrri, sjálfvirkri beinskiptingu. Rafaflrásin er léttbyggð og bíllinn er fjórhjóladrifinn. Hustler er annar blendingur sem Suzuki sýnir í Tókíó. Þetta er ný gerð smábíls sem hentar lífsglöðu fólki sem ann náttúrunni og stundar útiveru og íþróttir. Hann státar af laglegri hönnun sem um leið býr yfir hagnýtu notagildi og margt við hann minnir á jeppa. iV-4 hugmyndabíllinn er smájepplingur og þar er Suzuki á heimavelli enda hlotið jákvæðar umsagnir jafnt um Jimny, Grand Vitara og aðra smájeppa.“

iv4.

Hustler.

X-LANDER.

Crosshiker.

 ReynsluaKstuR Kia CaRens

Kia Carens er heldur sportlegur í útiliti fyrir fjölskyldubíl, sem er vel.

Ljósmynd/Hari

Frábær fjölskyldubíll Ice scraping is a thing of Ice is aathing of thescraping past! With Webasto Aldrei aðheater. skafa! the past! With a Webasto parking Með Webasto bílahitara. parking heater. Enjoy the comfort and safety provided with a

parking choose from different control Þú hitarheater bílinnand með fjarstýringu og þannig Enjoy the comfort and safety provided with a optionsþú with great useability.og öryggis. getur notið þæginda parking heater and choose from different control options with great useability.

T91

HTM100

Thermo ThermoCall callwith meðApp App

T91

HTM100

Thermo Call with App

BÍLASMIÐURINN HF

Bíldshöfða 16 www.parkingheater.com 110 Reykjavík sími 567 2330 www.parkingheater.com bilasmidurinn@bilasmidurinn.is www.bilasmidurinn.is

Kia Carens er sjö sæta fjölskyldubíll þar sem hagkvæmni er í fyrirrúmi. Öftustu tvö sætin koma upp úr farangursrýminu og tapast það rými þegar sætin eru í notkun. Annars er bíllinn mjög rúmgóður og sætin þægileg. Nútímafjölskylda sem gerir kröfur um fjölda glasahaldara og borð fyrir farþega verður ekki svikin.

K

ia Carens er hinn fullkomni fjölskyldubíll, rúmgóður og þægilegur. Hann telst vera 7 manna, í annarri sætaröð eru þrjú rúmgóð sæti og upp úr gólfi geymslurýmisins aftast er hægt að taka tvö sæti til viðbótar. Geymslurýmið er nokkuð gott en það tapast vitanlega að mestu leyti þegar sætin eru í notkun. Í raun henta þau best fyrir smávaxna farþega sem er auðvitað afar hentugt þegar um er að ræða barnmargar fjölskyldur eða þegar það vantar auka sæti fyrir vini barnanna. Aðgengið að þessum öftustu sætum er þó heldur erfitt og þarf að færa fram eða leggja niður sæti í annarri röð til að komast að þeim. Ég er svolítið veik fyrir litlu hlutunum og þannig gladdi það bæði mig og dóttur mína einstaklega mikið að það eru borð aftan á framsætunum, svona eins og í flugvélum. Dóttirin krafðist þess að hafa borðið niðri, alltaf – jafnvel þó ekki væri nema bara til að geyma þar blað. Já, ég held að hún sakni borðsins mest við þennan bíl. Miðsætið í annarri sætaröð var síðan hægt að setja alveg niður og þá var komið lítið hliðarborð og glasahaldarar að auki. Vitanlega er hægt að hita framsætin en Kia Carens býður upp á aukabónus sem gladdi mig mjög í vetrarkuldanum – hita í stýri. Útispeglarnir eru líka upphitaðir sem auðvitað eykur á öryggið. Speglarnir falla síðan sjálfkrafa að bílnum þegar slökkt er á honum sem er kostur í þröngum stæðum og viðlíka aðstæðum. Þeir sem vilja endilega að

Hér sjást sætin tvö sem hægt er að taka upp úr gólfinu aftast. Á móti minnkar þá geymsluplássið. Í annarri sætaröð er barnabílstóllinn minn. Ljósmynd/Hari

speglarnir leggist ekki að bílnum hafa þó val um það. Bíllinn er afar þægilegur í akstri og hægt að velja um þrjár mismunandi stillingar á þyngd stýrisins. Þannig þyngdi ég það þegar ég ók Reykjanesbrautina en hafði það léttara innanbæjar. Þá er hægt er stilla hæð bílstjórasætisins sem kemur sér ágætlega fyrir lágvaxna konu eins og mig. Kia Carens er annar af tveimur bílum í flokki minni fjölnotabíla sem nú eru á markaði í Evrópu sem hefur fengið 5 stjörnur, fullt hús stiga, í árekstraprófunum Euro NCAP, leiðandi stofnunar á sviði umferðaröryggismála í Evrópu. Euro NCAP stofnunin gaf Carens hámarkseinkunn fyrir varnir gegn hliðarárekstrum, varnir fyrir 18 mánaða gömul börn, varnir gegn hálshnykkjum í framsætum og varnir gegn meiðslum á fótleggjum gangandi vegfarenda. Meðal staðalbúnaðar bílsins er brekkuvari sem kemur í veg fyrir að bíllinn renni aftur á bak í brekkum, nokkuð sem ég þurfti að venjast en fannst þó mjög traust-

Þægileg sæti Brekkuvari Borð fyrir farþega Aðfellanlegir útispeglar Hiti í stýri

Erfitt aðgengi að öftustu sætunum Skortur á geymslurými ef öftustu sæti eru í notkun Eldsneytisnotkun 5 l/100 km í blönduðum akstri CO2 blandaður akstur 116 g/km Hestöfl 122 9,3 sek upp í 100 km/klst Lengd 4310 mm Breidd 1785 mm Verð 4.990.00 kr.

vekjandi. Bíllinn er með bakkmyndavél og bakkskynjara. Hægt er að panta frá framleiðanda að fá bíl með glerþaki, „panoramic roof“, en ég hef aldrei prófað að aka slíkum bíl. Allir bílar Kia koma síðan með 7 ára ábyrgð sem er ótvíræður kostur. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


FINNDU RÉTTU GREIÐSLUNA FYRIR ÞIG! NÝ BÓK EFTIR METSÖLUHÖFUNDINN ÍRISI SVEINSDÓTTUR

„HRIKALEGA SKEMMTILEG OG GAGNLEG BÓK!“

„STÓRSKEMMTILEG BÓK FYRIR KAÍN.“ STRÁ N, ÁR GR ISTI ARI ELDJ

D YNAMO REYK JAVÍ K

ARON PÁLMARSSON, HANDBOLTASTRÁKUR


52

ferðalög

Helgin 22.-24. nóvember 2013

 Flugvellir Styttri tími í aFgreiðSluSalnum Fyrir brottFör

Sjálfsafgreiðsla í utanlandsferðinni Flugfarþegar munu kannski ganga í störf enn fleiri flugvallarstarfsmanna í framtíðinni og jafnvel leysa öryggisverðina í vopnaleitinni af hólmi.

S

tór hluti flugfarþega sér sjálfur um að tékka sig inn og prenta út brottfararspjöld. Sum flugfélög eru jafnvel hætt að bjóða upp á innritun í flugstöðinni. Þeir sem ferðast með meira en handfarangur

Jólastemningin býr í Básum Aðventuferð 29. nóv. – 1. des. Aðventuferð jeppadeildar 7. – 8. des. Áramótaferð 29. des. – 1. jan.

Bókun á skrifstofu í síma 562 1000 eða á www.utivist.is Laugavegi 178. Sími 562 1000. www.utivist.is

komast þó ekki hjá því að fá aðstoð við að skila töskunum af sér. Það gæti þó breyst fljótlega því í flugstöðvunum í Kaupmannahöfn og Osló hefur verið tekin í notkun farangursmóttaka þar sem farþegarnir sjá sjálfir um að skanna töskurnar og setja þær á færiband. Eru bundnar vonir við að þessi nýja sjálfsafgreiðsla muni stytta þann tíma sem farþegar eyða í afgreiðslusalnum fyrir brottför.

Sjálfsskoðun í vopnaleit

Eftir að farþegar hafa skilað af sér farangrinum bíða þeirra einkennisklæddir öryggisverðir sem eiga að ganga úr skugga um að enginn fari vopnaður um borð eða með vökva í of stórum ílátum. Síðastliðinn áratug hefur þessi leit orðið mun ítarlegri en áður og því erfitt að ímynda sér að hér verði einhvern tíma í boði sjálfsafgreiðsla. En það er ekki útilokað því í síðasta mánuði kynnti bandaríska fyrirtækið Qylur til sögunnar vopnaleit sem gerir farþegunum sjálfum kleift að sjá um skoðunina. Tækið er til prófunar á flugvelli í Ríó í Brasilíu en ekki fylgir sögunni hvort þessi nýju hlið séu eins næm fyrir skóm og þau sem eru í notkun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Farþegar á Kaupmannahafnarflugvelli geta nú sjálfir innritað töskurnar sínar í flug.

Lobbíið í vörn

Það er þó ekki aðeins á flugvöllum sem reynt er að virkja ferðalanga í að bjarga sér sjálfir. Forsvarsmenn einnar stærsta hótelkeðju Norðurlanda, Scandic, bjóða nú gestum sínum að tékka sig út af hótelinu á einfaldan hátt. Daginn fyrir brottför fær fólk tölvupóst eða símaskilaboð sem það svarar með upplýsingum um notkun á mínibar og annarri þjónustu. Í kjölfarið kemur póstur með reikningi og gesturinn er þá laus allra mála. Framkvæmdastjóri Scandic segir að með þessu komist ferðalangar hjá þeim hluta hóteldvalarinnar sem mörgum þyki hvað leiðinlegastur.

Fríhafnarpokarnir bíða

Fólk kemur til landsins á nær öllum tímum sólarhringsins og er því misvel upplagt fyrir búðarferð á meðan beðið er eftir töskunum. Þeir sem vilja sneiða hjá þessum hluta ferðalagsins geta nú pantað

Með þessum nýju öryggishliðum geta flugfarþegar sjálfir gengið úr skugga um hvort þeir fari með eitthvað hættulegt um borð.

vörur á heimasíðu Fríhafnarinnar og sótt þær við komuna til Keflavíkur. Þessi þjónusta er einnig í boði þegar flogið er út en panta verður með sólarhrings fyrirvara. Hvort tollskoðunin verði færð í hendur farþega á næstunni er ekki víst en á nokkrum flugvöllum er boðið upp á sjálfsafgreiðslu við vegabréfaeftirlit. Það gæti því styst í að hægt verði að fara í gegnum flugstöðvar án þess að eiga nokkur

samskipti við starfsmann fyrr en gengið er um borð.

Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is

Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is en þar er hægt að gera verðsamanburð á bílaleigubílum út um allan heim.

Fáðu meira út úr Fríinu Viltu afslátt af hótelgistingu, ókeypis morgunmat eða Frítt Freyðivín upp á herbergi? bókaðu sértilboð á gistingu, ódýr hótel og bílaleigubíla út um allan heim á túristi.is

TÚRISTI


ÚRVALIÐ ER HJÁ OKKUR

STÚTFULL BÚÐ AF NÝJUM TILBOÐUM SMELLT Á KÖRFUNU A NETBÆKLIN GU RÁ WWW.TOLV U T E K .IS MEÐ GAGN VIRKUM KÖRFUHNA PP

ENN A BETRÐ VER

IdeaTab

Glæsileg með skörpum 7” skjá, öflugum Dual Core örgjörva og hágæða Dolby Digital hljóðkerfi

18.900 FÆST Í 2 LITUM

ALLT AÐ

3 0% A FSLÁTTU

R

Birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl

AF ÖLLUM G SKJÁKORIGABYTE TUM

GTX760OC

Eitt öflugasta leikjaskjákort í heimi yfirklukkað með öflugri Windforce X3 kælingu á ótrúlegu tilboði

44.900 HRAÐASTA GTX760 Í HEIMI!

ALLT AÐ

50% AFSLÁTTUR

SPJALDTÖLVUR

Notaðar og lítið útlitsgallaðar spjaldtölvur á ótrúlegu verði meðan birgðir endast

FRÁ 9.990 MEÐAN BIRGÐIR ENDAST!

OPNUNARTÍMAR

Virka daga 10:00 - 18:30 Laugardaga 11:00 - 16:00

Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900


54

heimili

Helgin 22.-24. nóvember 2013

Sígild hönnun frá 1881 Hönnun frá finnska merkinu Iittala er þekkt um allan heim. Vörur Iittala þykja sígildar og falla aldrei úr tísku. Fyrirtækið var stofnað árið 1881 í bænum Iittala í suðurhluta Finnlands. Stofnandinn var Svíinn Petrus Magnus Abrahamsson og fyrstu áratugina kom handverksfólk Iittala frá Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi og Belgíu. Margir heimsþekktir hönnuðir hafa hannað fyrir Iittala eins og Alvar Aalto, Oiva Toikka og Kaj Franck. Iittala söfn eru starfrækt í Helsinki, Iittala og Nuutajarvi þar sem gestum gefst kostur á að fræðast um hönnun fyrirtækisins í gegnum áratugina. -dhe

Oiva Toikka hannaði Kastehelmi línuna sem framleidd hefur verið frá árinu 1964 og nýtur enn mikilla vinsælda.

Vasinn er hönnun Alvar Alto og hefur verið framleiddur frá árinu 1937.

 Módern Hönnunar- og Húsgagnaverslun

Falleg gjafavara alltaf vinsæl Góður fyrir meltinguna og blóðið - inniheldur fólínsýru

Fæst í næstu verslun Nánar á www.heilsa.is

ÞREYTT AUGU

BEELL BELLAVISTA LLAV AVIS AV ISTA IS TA A nnáttúrulegt áttú át túru tú rulle ru legtt efni fyrir augun, ríkt af lúteini og bláberjum www.gengurvel.is

Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum

H

önnunar- og húsgagnaverslunin Módern er með gott úrval af fallegri gjafavöru. Nýlega bættust við vörur frá Bandaríkjamanninum fræga, Jonathan Adler, og ber þar hæst glæsileg ilmkerti sem hafa fengið verðskuldaða athygli. Þá er einnig mikið úrval af skemmtilegum dýrum í versluninni úr mdf viði sem sett eru saman og eru í flottum gjafapakkningum. Í dýralínunni eru hreindýr sem eru auðvitað alveg ómissandi á aðventunni auk hesta og dádýra frá ítalska fyrirtækinu MIHO. Módern býður einnig upp á vörur frá Kähler, sem er einn vinsælasti keramikframleiðandi á Norðurlöndum. Að sögn Arnars Gauta Sverrissonar, listræns stjórnanda, eru vasarnir í Omaggio línunni hjá Kähler mjög vinsælir og á það sama við um keramik kertahúsin sem eru mjög falleg ein og sér eða nokkur saman. „Á hverju ári sendir Kähler frá sér nýtt hús og eru margir sem safna þeim ár eftir ár,“ segir Arnar Gauti. Hjá Módern er gott úrval af Iittala vörunum sívinsælu og hafa viðskiptavinir nýtt sér þann möguleika að fá góða þjónustu við val á jólagjöfunum og að láta pakka þeim inn fyrir sig. Að undanförnu hefur færst í aukana að viðskiptavinir gangi frá kaupum sínum í vefverslun Módern á modern.is og sæki síðan gjafavörurnar innpakkaðar og tilbúnar í poka eða láti senda sér út á land. Síðast en ekki síst er í Módern að finna mjög gott úrval af klukkum sem notið hafa mikilla vinsælda og þá sérstaklega Cucu klukkurnar sem til eru í þremur stærðum og mörgum litum.

Vasi frá Kähler sem er einn vinsælasti keramik framleiðandi á Norðurlöndum.

Cucu klukka frá Diamanti & Domenicini. Klukkurnar eru til í þremur stærðum og ýmsum litum.

Hreindýrin frá MIHO eru ómissandi á aðventunni. Þau eru úr mdf viði og í fallegum gjafapakkningum. Í Módern eru einnig hestar og dádýr frá MIHO.

Hollari jólabakstur! heilsunnar vegna ∙ Burt með hveiti og sykur ∙ Sukrin bökunarvörur heilsunnar vegna ∙ LKL vænt ∙ Uppskriftir á

sukrin.is

Sukrin vörurnar fást í eftirfarandi verslunum: Krónan · Nóatún · Kjarval · Fjarðarkaup · Hagkaup · Nettó · Melabúðin og betri matvöruverslunum landsins.

Hjá Módern er gott úrval af vörum frá Iittala, meðal annars þessir fallegu kertastjakar.



56

prjónað

C A B L E Helgin 22.-24. nóvember 2013

Beret

Anniken Allis

 K aðlahúfa Góð Gjöf í jólapaKK ann

Page 00

Ullin hlýja og góða T

Guðrún Hannele Henttinen hannele@ storkurinn.is

he Campaign for Wool er alþjóðlegt verkefni sem prinsinn af Wales, Charles ríksarfi í Bretlandi er málsvari fyrir. Markmiðið er að vekja neytendur til umhugsunar um gæði og mikilvægi ullar. Ullin hefur einstaka eiginleika, er náttúrulegt hráefni og styður við sjálfbærni. Þátttakendur í verkefninu eru ullarbændur, tískuhönnuðir, seljendur, framleiðendur, handverksfólk og innanhúsarkitektar. The Campaign for Wool verkefnið hefur einnig unnið að kynningu á mikilvægi og fjölbreytileika ullarinnar fyrir almenna neytendur. Verkefnið byrjaði árið 2010 og hefur

t r æ b á fr ! ð o b l i t

remst – fyrst ogofg snjöll ódýr

% 3 3 afsláttur

meðal annars skilað þeim árangri að verð á ull til bænda í Bretlandi hefur þrefaldast síðan þá. Á hverju ári er sett af stað Wool Week <http://www. campaignforwool.org/eventitem/wool-week-uk-2013-3/> eða ullarvika þar sem er boðið upp á fjölda viðburða og notkunarmöguleikar ullarinnar skoðaðir frá öllum hliðum. Hér slóðin fyrir þá sem vilja fylgjast með viðburðum: www.campaignforwool.org. Mjög mörg lönd taka þátt í þessu verkefni. Meðal þeirra tískuhönnuða sem voru með þegar fyrstu ullarvikunni var hleypt af stokkunum voru Yves Saint Laurent, Alexander McQueen and Vivienne Westwood. Við sem seljum garn frá Bretlandi höfum orðið vör við breytingar því úrval garns sem er framleitt úr breskri ull hefur stóraukist. Bretar rækta mjög margar tegundir af fé, ýmist fyrir ullina, kjötið er hvoru tveggja. Ein tegund heitir Blue Faced Leicester og hún gefur af sé mjúka, gljúpa og auðvitað hlýja ull. Þeir hafa lagt mikla vinnu í vöruþróun á þessari ull og núna er hægt að fá hana með „superwash“ eiginleika eða að hægt er að þvo hana í vél við 30°C. Margir breskir dreifingaraðilar fyrir garn hafa tekið þessa

4

Húfan er tilvalin jólagjöf og hentar bæði yngri og eldri.

ull inn í vörulínuna sína, til að styrkja breskan ullariðnað en líka vegna góðra gæða. Ullin í húfunni sem fylgir í dag er einmitt úr þessari góðu bresku ull

sem er hönnuð af náttúrunni til að halda á okkur hita og hrinda frá vatni. Kjörið fyrir okkur hér þar sem snjóar og rignir til skiptis.

KaðlaHúfa – uppsKrift

Hámark 4 dósir

ðan á mann mnedast! e birgðir

1989

kr. dósin dósin kr. Verð áður 2995

Quality Street, 1,25 kg

Það fer kólnandi og húfuvertíð löngu hafin. Húfur geta verið alla vegana í laginu og klætt fólk misjafnlega. En ein rök heyrir maður oft hjá konum og það er að þær mega ekki vera það þröngar að hárið klessist niður. Þetta snið er einmitt þannig að húfan á að sitja þétt um höfuðið neðst svo hún haggist ekki í vindi en er laus að öðru leyti og gefur hárinu nægt rými. Húfan klæðir einnig yngri dömurnar og þetta gæti orðið góð gjöf í jólapakkann.

KAÐLAHÚFA Á YNGRI OG ELDRI DÖMUR Stærð S-M-L Passar höfuðstærð 51 – 56 – 61 cm. Ummál neðst á húfunni 45 – 49 – 53 cm (teygist) Garn ARTESANO British Wool DK Blue Faced Blend 2-3-3 x 50 g hespur Litur á mynd: Minni húfa 05 blágræn – stærri húfa 01 svart Prjónfesta 22L og 30 umf = 10cm í sléttprjóni með prjónum nr 4. Prjónar 40cm hringprjónn og sokkaprjónar nr 4. Kaðlaprjónn Prjónamerki.

551 1200 | HVERFISGATA 19 | LEIKHUSID.IS | MIDASALA@LEIKHUSID.IS

Orðalykill L = lykkja, lykkjur umf = umferð endurt = endurtakið S = slétt B = brugðið s = saman Sz = slétt lykkja prjónuð snúin, prjónað aftan í hana

auk:1SV = útaukning, 1 lykkja aukin út með því að prjóna þverbandið á milli snúið, hallar til vinstri. úrt: 2Ss = úrtaka, 2 L prjónaðar slétt saman úrt: 2Bs = úrtaka, 2 L prjónaðar brugðnar saman K = kaðall A = kaðlaprjónn settur aftur fyrir F = kaðlaprjónn settur fram fyrir Dæmi um kaðal: K2/2A = Kaðall 4L - hallar til hægri = 2 L settar á kaðlaprjón, kaðlaprjóninn settur aftur fyrir, 2L prjónaðar sléttar af vinstra prjóni, 2 L prjónaðar sléttar af kaðlaprjóni.

HÚFAN Húfan er prjónuð í hring. Hér birtist uppskriftin í skriflegu formi en ef einhverjum finnst þægilegra að prjóna eftir mynsturteikningu þá fæst hún í Storkinum. Fitjið upp 99-107-115L með 40cm hringprjóni nr 4. Skiptið yfir í sokkaprjóna þegar lykkjum fækkar á prjónunum í úrtökunni. Tengið saman í hring, gætið þess að ekki snúist uppá. Setjið merki við upphaf umferðar. Prjónið 5 umf slétt. Útaukning : 5S, auk:1SV, *2S, auk:1SV. Endurt frá * þar til 6L eru eftir. Prjónið slétt út umf = 144-156168L. 1. umf: [1B, 1Sz+1Sz, 1B] 1213-14 sinnum. 2. umf: [1B, 2S, 1B] 12-13-14 sinnum. Endurt síðust 2 umf 1-2-2 sinnum í viðbót.

Hefjið mynsturprjón: Prjónið næstu 26 umf eftir mynstri. Mynsturkaflinn sem lýst er er endut 12-1314 sinnum yfir hverja umf. 1. umf: 1B, auk:1SV, 1Sz+1Sz, 2B, 1Sz+1Sz,2B, 1Sz+1Sz, auk:1SV, 1B = 168-182196L. 2., 4. og 6. umf: 4S, 2B, 2S, 2B, 4S. 3. umf: K2/2F, 2B, 1Sz+1Sz, 2B, K2/2A. 5. umf: 4S, 2B, 1Sz+1Sz, 2B, 4S. 7. umf: Eins og 3. umf. 8. umf: *2B, [2S, 2B] x 3, endurt frá * út umf. 9. umf : 2B, K2/2F, auk:1Sv, 1Sz+1Sz, auk:1SV, K2/2A, 2B = 192-208-224L. 10. umf: 4B, 8S, 4B. 11. umf: 4B, K2/2A, K2/2F, 4B. 12., 13 . og 14. umf: Eins og 10. umf. 15. umf: Eins og 11. umf. 16. umf: 4B, 2S, 4B, 2S, 4B. 17. umf: 2B, K2/2A, 4B, K2/2F, 2B. 18. umf: 4S, 8B, 4S. 19. umf: K2/2F, 8B, K2/2A. 20., 21. og 22. umf: Eins og 18. umf. 23. umf: Eins og 19. umf. 24. umf: 2B, 2S, 8B, 2S, 2B. 25. umf: 2B, K2/4F, 4B, K2/2A, 2B. 26. umf: Eins og 10. umf. Eingöngu stærðir M og L: Endurt 11. til 26. umf einu sinni enn. Úrtaka á kolli: Úrtakan er gerð í 2. hverri umf og mynstrið er endurt 12-13-14 sinnum yfir umf eins og áður. 1. umf: 4B, K2/2A, K2/2F, 4B. 2. umf: 4B, 8S, 2B, úrt:2Ss = 180-195-210L. 3. umf: 4B, 8S, 3B. 4. umf: Úrt:2Bs, 2B, 8S, 3B = 168-182-196L.

5. umf: 3B, K22A, K2/2F, 3B. 6. umf: 3B, 2S, 1B, úrt:2Bs, 1B, 2S, 3B = 156-169-182L. 7. umf: 1B, K2/2A, 3B, K2/2F, 1B. 8. umf: 1B, 2S, 2B, 2Bs, 3B, 2S, 1B = 144-156-168L. 9. umf: K1/2A, 6B, K2/1F. 10. umf: 3S, 2B, úrt:2Bs, 2B, 3S = 132-143-154L. 11. umf: 3S, 5B, 3S. 12. umf: 3S, 1B, úrt: 2Bs, 2B, 3S = 120-130-140L. 13. umf: K1/2A, 4B, K2/1F. 14. umf: 2S, 2B, úrt:2Bs, 2B, 2S = 108-117-126L. 15. umf: 2S, 5B, 2S. 16. umf: 2S, 1B, úrt:2Bs, 2B, 2S = 96-104-112L. 17. umf: K1/1A, 4B, K1/1F. 18. umf: 1S, 2B, úrt:2Bs, 2B, 1S = 84-91-98L. 19. umf: 1Sz, 5B, 1Sz. 20. umf: 1S, 1B, úrt:2Bs, 2B, 1S = 72-78-84L. 21. umf: 1Sz, 4B, 1Sz. 22. umf: 1S, 1B, úrt:2Bs, 1B, 1S = 60-65-70L. 23. umf: 1Sz, 3B, 1Sz. 24. umf: 1S, úrt:2Bs, 1B, 1S = 48-52-56L. 25. umf: 1Sz, 2B, 1Sz. 26. umf: 1S, úrt:2Bs, 1S == 36-39-42L. 27. umf: 1Sz, 1B, 1Sz. 28. umf: 1S, úrt:2Ss = 2426-28L. 29. umf: Allar L slétt. 30. umf: * Úrt:2Ss, endurt frá * út umf =12-13-14L. 31. umf: Allar L slétt. Slítið frá og þræðið endann í gegnum L sem eftir eru. Gangið frá endum. Skolið úr ylvolgu vatni með ullarþvottalegi og leggið flata til þerris. Þýðing og staðfæring: Guðrún Hannele hannele@storkurinn.is


„YRSA HEFUR KOMIÐ SÉR FYRIR Á EÐA VIÐ TIND NORRÆNNA GLÆPASAGNA.“ THE TIMES

★★★★★ DYNAMO REYKJAVÍK

ADRESSEAVIS ADRESSEAVISEN

LYGI YRSU Á LEIÐ Í VERSLANIR!


58

tíska

Helgin 22.-24. nóvember 2013 KYNNING

Glæsilegur jólakjóll Jólakjóll á kr. 34.900. Fæst í ýmsum litum.

Rauður og jólalegur Kjóll á kr. 19.990.

Móðir Kona Meyja Smáralind S:571-0003 w w w.mkm.is

madebySHE Verslun & vinnustofa Garðastræti 2 S: 517-7272 w w w.madeby SHE.is

Hátíðarfatnaðurinn Kjóll á kr. 14.900. Ciffonkápa á kr. 9.900. Leggings á kr. 3.990. Skór á kr. 8.900.

Möst C Suðurlandsbraut 50 Bláu húsin í Faxafeni S . 5 8 8 4 499

Sparisokkabuxur Fallegar nælon sparisokkabuxur frá Trasparenze á góðu verði. Fást í hvítu, offwhite, bleiku og svörtu. Mikið úrval af alls konar gerðum í boði, bæði munstraðar og ómunstraðar. Str. frá 3-12 ára. Verð kr. 1.290.

Jólaliturinn í ár Cranberry Yndislegar Falke 50 den mattar sokkabuxur. Str. 36 til 52. Margir fleiri litir í boði. Verð kr. 3.190.

Sokkabúðin Cobra Kringlunni S . 553 7010

Sokkabúðin Cobra Kringlunni S . 553 7010

Sterkir litir einkenna jólafötin í ár

Klassískur og stílhreinn

Sterkir litir, svo sem trönuberjarautt og vínberjablátt, einkenna jólakjólana þetta árið. Svartur er samt enn klassískur og vinsæll en þá er um að gera að fríska upp á dressið með litríkum sokkabuxum eða einhverju sparilegu. Pallíettur og glimmer setja síðan punktinn yfir i-ið um hátíðirnar og eru fallegar með svörtu.

Kjóll verð kr. 12.980. Str. 38-48. Leggings verð kr. 5.990.

Belladonna Skeifunni 8 S: 517-6460

Vandaðir amerískir barnakjólar Str. 80cm – 166cm. Fjólublár, rauður, kóngablár og beis. Verð frá kr. 7.290.

Dimmalimm–Iana Laugavegi 53 S . 552 37 37

Rifflaðar glimmersokkabuxur Gullfallegar Falke rifflaðar glimmersokkabuxur. Str. 36-44. Fást í tveimur litum, svart/ silfur og svart/gull. Verð kr. 4.490

Sokkabúðin Cobra Kringlunni S . 553 7010

Jóladressið Pallíettu jakki á kr. 33.990. Buxur á kr. 23.990.

Stíll Laugavegi 58 S . 551 4 8 8 4

Fínar buxur Jólakjóll frá Mamalicious. Verð kr. 9.990. Stærðir XS-XL.

Tvö Líf Holtasmára 1 S . 517 850 0

Pils/buxur á kr 13.900. frá danska merkinu One two Luxzuz Str. 36 - 46

Black Pepper fashion Laugavegi 178 S . 555 1 516

Glimmersokkabuxur Klassískar glimmersokkabuxur sem fást í svörtu, silfur og rauðu. Str. frá 2-14 ára Verð kr. 1.990.

Sokkabúðin Cobra Kringlunni 553 7010


BB

Skin Perfecting Cream sólvarnarstuðull (SPF) 25 Endurnærir. Verndar. Fullkomnar.

Einstaklega falleg húð. Einstök samblanda af dagkremi og farða. Dregur úr roða, gefur raka og orku ásamt því að veita ljóma, ferskleika og útgeislun. Clarins er í 1. sæti þegar kemur að lúxus­ húðsnyrtivörum á Evrópumarkaði**. **Heimild: European Forecasts

CLARINS KYNNING Í DEBENHAMS 21. – 27. NÓVEMBER. GLÆSILEGUR KAUPAUKI FYLGIR MEÐ BB KREMUM FRÁ CLARINS.


60

Garnier Nordic Essentials hentar vel fyrir venjulega eða blandaða húð. Húðin verður frískari.

2í pk5.

799

kr. stk.

Garnier hreinsimjólk og tóner, 200 ml hreinsiklútar, 25 stk. í pk.

Garnier Nordic Essentials hentar vel viðkvæmum augum

799

kr. stk.

Garnier augnhreinsir, 150 ml

Garnier Youthful Radience

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

• Nauðsynlegur raki og næring • Inniheldur Omega 3 og 6 • Vinnur á fínum línum og eykur frumuuppbyggingu húðarinnar

699

kr. stk.

Garnier dag- og næturkrem, 50 ml

Garnier BB Miracle

• Nauðsynlegur raki andoxunarefni • C vítamín og steinefni • Jafnar húðlitinn, lýtalaus og einstaklega falleg áferð • SPF 15

1499

kr. stk.

Garnier BB litað dagkrem, 50 ml

tíska

Flippuð jakkaföt í vetur Vetrartískan í jakkafötum er svo sannarlega ekki með hefðbundnu sniði í ár. Í raun má segja að allt sé leyfilegt, mynstur, sterkir litir og litasamsetningar, óvenjuleg snið og framúrstefnuleg. Aukahlutir eru jafnframt áberandi, töskur, belti (jafnvel mittisbelti) og hattar.

Helgin 22.-24. nóvember 2013



www.gabor.is - facebook.com/gaborserverslun

62

tíska

Helgin 22.-24. nóvember 2013 KYNNING

Náttúruleg hárþykkingarmeðferð Vörurnar frá Nanogen henta fólki með þunnt hár, hárlos eða skalla, hvort sem er vegna aldurs eða eftir meðgöngu. Árangur af notkun þeirra sést eftir aðeins tvo mánuði. Framleiðsla varanna byggir á niðurstöðum vísindalegra rannsókna á hárvexti sem hafa sýnt að með réttri notkun verður hárvöxtur mun þéttari. Vörurnar henta vel fyrir viðkvæman hársvörð og hafa þau áhrif að hárið vex og þykknar á náttúrulegan hátt. Gabor sérverslun Fákafeni 9 S: 553-7060

Opið mán-fös 11-18 & lau 11-16

NÝTT Á STÓRU STELPUNA Teg Madison fæst í D,D, E,F,FF,G skálum á kr. 11.885,buxur við á kr. 5.990,OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

F

lest viljum við vera með þykkt, gljáandi og heil­ brigt hár. Streita í daglegu lífi, meðganga, oflitun á hári og hækkandi aldur geta haft áhrif á hárvöxt­ inn. Heilbrigt hár þarf á svokölluðum „vaxtarþáttum“ að halda til að vaxa og dafna og getur ýmislegt haft áhrif á þá þannig að hárvöxtur minnki eða hætti alveg. Vísindamönnum á rannsóknarstofu Nanogen í nágrenni London hefur, með nýjustu líftækni, tekist að endurgera þá „vaxtarþætti“ sem líkaminn notar til að viðhalda hárvexti og sett í vörur sínar. Prófanir á tvö hundruð notendum Nanogen hárvara sýndu að hjá 88 prósent þeirra þykknaði hárið á innan við mánuði. Í samanburði við það sem hefur áður verið talið best á markaðnum jókst hárvöxturinn um 237 prósent. Eðlilegum hárvexti er stjórnað af merkjum sem líkam­ inn sendir frá sér en hækkandi aldur, streita, meðganga, breytingar á hormónastarfsemi og ýmislegt annað getur minnkað þessa getu líkamans. Með notkun á Nanogen hárvörunum er þessi geta líkamans virkjuð aftur og jafn­ vægi kemst á hárvöxt. Nanogen hárvörunar eru ofnæmis­ prófaðar og fást í apótekum um land allt.

Sérhannað efni fyrir þunnt hár

Nanogen hárlínan er sérhönnuð lausn fyrir fólk með þunnt hár, hárlos og/eða skallabletti. Framleiðsla varanna byggir á niðurstöðum vísindalegra rannsókna á hárvexti sem hafa sýnt að með réttri notkun verður hárvöxtur mun þéttari. Þær henta vel fyrir viðkvæman hársvörð og hafa þau áhrif að hárið vex og þykknar á náttúrulegan hátt. Ein lína er í boði fyrir konur og önnur fyrir karla og inni­ halda þær báðar sjampó, hárnæringu og sérstaka serum dropa sem auka hárvöxt. Með réttri notkun sést árangur á innan við tveimur mánuðum. Notkun á sjampóinu og næringunni gerir hárið strax fyllra og líflegra og sést ár­ angur eftir fyrsta þvott. Hárnæringin er unnin úr blöndu af amínósýrum og náttúrulegum hárþykkingarefnum sem komast í hárið og byggja upp þykkt að innan og gefa mikla lyftingu, styrk og gljáa. Hárdroparnir innihalda vaxtarörvandi efni sem hjálpa óvirkum hársekkjum að endurnýja sig og viðhalda heil­ brigðum hárvexti. Þeir hjálpa hárinu að komast aftur í fyrra ástand ásamt því að vernda hársvörðinn fyrir skemmdum og skapa kjöraðstæður fyrir hárið til að vaxa og dafna.

Hártrefjar sem hylja þunn hársvæði

Áður en fullur árangur næst með sjampóinu, hárnæring­ unni og hárdropunum er kjörið að hylja þunn hársvæði með hártrefjum til að auka sjálfstraust og vellíðan. Hár­ trefjarnar kallast Keratin Hair Fiber og eru til í sjö mis­ munandi hárlitum og koma í handhægum stauk sem lítur út eins og hver önnur hárvara. Efnið þykkir hárið á aðeins þrjátíu sekúndum og inniheldur náttúrulegt keratín eins og hárið sjálft. Virkni efnisins lýsir sér þannig að það fest­ ist við hárið og helst allan daginn, þrátt fyrir regn, vind

Nóatún 17 105 Reykjavik Sími 581-1552

Með notkun á sjampói og hárnæringu frá Nanogen verður hárið strax fyllra og líflegra auk þess sem hárvöxturinn þéttist og örvast.

og raka. Efninu er sáldrað yfir hárþynningarsvæðið og við það dreifast þúsundir hárpróteina í hárið en ekki í hár­ svörðinn. Próteinin eru samlit hárinu og hafa þau áhrif að það verður meira um sig. Hártrefjarnar bæta náttúru­ legum gljáa við hárið og veita því létt hald sem gerir það náttúrulega fallegt. Myndband um notkun Nanogen varanna á íslensku má nálgast á vefnum www.youtube.com/watch?v=0xMd-RRLBms

 Sk artgripaSmíði Hönnun HanSínu JenS

Skartgripir eftir Hansínu komnir í sölu hjá Jens

Síðar mussur kr. 7.900.Str. 40-58

Bæjarlind 6, sími 554 7030

www.rita.is

Ríta tískuverslun

Skartgripa- og gjafavöruverslunin Jens hefur tekið til sölu skartgripi eftir Hansínu Jens en hún hefur um árabil hannað skartgripi undir vörumerki sínu HJ. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hönnun Hansínu er til sölu hjá Jens. Fyrirtækið var stofnað árið 1965 af hjónunum Ingibjörgu Ólafsdóttur og Jens Guðjónssyni og tóku börn þeirra, Jón Snorri Sigurðsson og Hansína Jens, þátt í hönnun og skartgripasmíði allt frá fyrstu tíð fyrirtækisins. Jón Snorri tók við rekstri þess árið 1996 en Hansína byrjaði að selja hönnun sína í eigin verslun árið 1998. Jón Snorri starfar enn af fullum krafti hjá fyrirtækinu ásamt dætrum sínum tveimur. Ingibjörg Snorradóttir sér um reksturinn og Berglind Snorra starfar við gullsmíði og vöruhönnun. „Jens hefur frá upphafi verið mikið fjölskyldufyrirtæki og við erum ánægð með að fá Hansínu aftur í lið með okkur. Hönnun hennar er góð viðbót við það mikla úrval af skartgripum og gjafavöru sem fyrirtækið hefur að bjóða,“ segir Ingibjörg Snorradóttir, framkvæmdastjóri Jens. Valdir hlutir úr vörulínu Hansínu eru nú til sölu í verslun Jens í Kringlunni.

Hálsmen eftir Hansínu Jens.


tíska 63

Helgin 22.-24. nóvember 2013

GLÆSIKJÓLAR

Serum fyrir konur

fremstir í kjólum

Hárdroparnir styrkja hárið til að ná náttúrulegu jafnvægi. Þeir innihalda vaxtarörvandi efni sem hjálpa óvirkum hársekkjum að endurnýja sig.

Lína fyrir konur

VERTU VINUR Á FACEBOOK

Serum karla

Nanogen línan er heildarmiðuð lausn fyrir fólk með þunnt hár, hárlos og/eða skallabletti. Nanogen sjampóið og hárnæringin þykkja hárið frá fyrsta þvotti og endurvekja náttúrulegan gljáa hársins og heilbrigði auk þess að auka fyllingu í fíngerðu hári.

Styrkir hárið til að ná náttúrulegu jafnvægi. Inniheldur vaxtarörvandi efni sem hjálpa óvirkum hársekkjum að endurnýja sig.

Skoðið laxdal.is/kjolar • facebook.com/bernhard laxdal

Nanogen hártrefjar

Trefjarnar þykkja hárið á aðeins 30 sekúndum og virka á þau svæði þar sem hár er byrjað að þynnast og á skallabletti. Efnið er í duftformi og handhægum staukum. Hártrefjarnar eru fáanlegar í sjö mismunandi hárlitum.

m Fullt af ódýru skóm á alla á Kulda skór i kr. 6.900 frábæru verð St. 22-26

Lína fyrir karla

Sjampóið og hárnæringin veita hressilegan þvott sem sýnir virkni frá fyrstu notkun. Veitir ferskan ilm sem endist allan daginn. Örvar og þéttir hárvöxt.

Kulda skór kr. 7.900 St. 27-35

Auðvelt að taka með í ræktina

kr.9.900 St. 36–41

Herra skór

Úði til að festa trefjarnar

Umbúðir Nanogen hártrefjanna eru sambærilegar og annarra hárvara og og því auðvelt að taka með í ræktina eða annað.

Dömu skór

kr. 9.900 St. 39-48

Með úðanum eru trefjarnar festar í hárinu og þær gerðar vatnsheldar. Bætir við náttúrulegan gljáa.

Dömu skór kr. 9.900 St. 35-40

OUTLET-SKÓR | FISKISLÓÐ 75 | 101 REYKJAVÍK Opið: mán-fös 13-18 & lau 12-16 sími: 514 4407

Peysa 2.490 kr

Peysa 2.490 kr Náttföt 3.980 kr

Náttföt 3.980 kr

Buxur 1.990 kr

3.980 kr Kjóll Buxur 1.990 kr

Þegar barnið vex upp úr flíkinni, komdu með hana gegn 15% afslætti af nýrri. Rauði krossinn sér um að endurnýta vöruna.

Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 www.lindesign.is


64

matur & vín

Helgin 22.-24. nóvember 2013

 vín vikunnar

Ræktað í hæstu hæðum Eftir mörg ár sem hafa farið í það að framleiða mest ódýr vín í miklu magni fyrir heimamarkaðinn eru Argentínumenn farnir að einbeita sér að meira gæðavíni til útflutnings. Argentína snýst um rauðvín, aðalþrúgan er Malbec og 75% af allri vínframleiðslu fer fram í Mendoza héraðinu. Amalaya hefur notið talsverðra vinsælda undanfarin ár og ekki að ástæðulausu því fólk fær mikið fyrir peningana í einni flösku. Vínið er framleitt við sérstakar aðstæður, 1.700 metra yfir sjávarmáli. Það hljómar ekki eins og kjöraðstæður en Argentínumönnum hefur tekist vel til með þetta vín.

Amalaya Gerð: Rauðvín. Þrúga: Malbec.

Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson

Uppruni: Argentína, 2011. Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: 2.299 kr. (750 ml)

ritstjorn@frettatiminn.is

Fréttatíminn mælir með Undir 2.000 kr.

2.000-4.000 kr.

Yfir 4.000 kr.

FERSKLEIKI • GÆÐI • ÞJÓNUSTA

 FRITT FYRIR BORN* af barnamatseðli og drykk úr vél frá 15. nóvember til 15. desember og því tilvalið að koma með börnin og gæða sér á dýrindis mat eða jólaplatta í jólastemningu

Morande Pionero Faustino I Gran Sauvignon Blanc Reserva

Brennivín Jólasnafs 2013

Gerð: Hvítvín.

Gerð: Rauðvín.

Gerð: Snafs.

Þrúga: Sauvignon

Þrúgur: Tempr-

Uppruni: Ísland,

Blanc.

anillo o.fl.

2013.

Uppruni: Chile,

Uppruni: Spánn,

Styrkleiki: 40%

2012.

2000.

Verð í Vín­

Styrkleiki: 13%

Styrkleiki: 13,5%

Verð í Vín­

Verð í Vín­

búðunum: 6.634 kr. (700 ml)

búðunum: 1.799 kr.

búðunum: 3.998 kr.

Umsögn: Ákavíti

(750 ml)

(750 ml)

Umsögn: Létt,

Umsögn: Þetta er

ávaxtaríkt vín með ferskri sýru. Hentar vel með sjávarréttum. Flott við jólainnkaupin á netinu.

eitt þekktasta Gran Reserva frá Rioja héraðinu á Spáni. Vínið er blanda af nokkrum þrúgum en aðalþrúgan er hin spænska Tempranillo. Þetta vín fær að vera lengi í tunnu, 26 mánuði, og hefur því þróað með sér djúpan karakter og þroska.

hefur verið hluti af matarhefð Dana um jól og þetta er framlag okkar í þessa menningu. Þessi snafs hefur svipaðan kúmenkeim og íslenska brennivínið en aðeins flóknara bragð.

Fullkomin nautalund með gullostasósu og bakaðri kartöflu Ragnar Freyr Ingvarsson er einn kunnasti matarbloggari landsins. Hann gaf nýverið út sína fyrstu matreiðslubók, Læknirinn í eldhúsinu, sem er veglegt rit sem óhætt er að mæla með að fólk kynni sér. „Ég kalla þessa nautasteikt í hógværð minni fullkomna. Það er að vissu leyti rétt þar sem eldunaraðferðin tryggir að

verður í boði frá 22. nóvember. Á plattanum er hangikjöt, jólaskinka, dönsk lifrarkæfa, síld, reyktur lax, hreindýrapaté, kalkúnabringa, eplasalat, laufabrauð, rúgbrauð, flatbrauð, smjör, Cumberland sósa og súkkulaði marquise.

Montes Alpha Cabernet Sauvignon Gerð: Rauðvín. Þrúgur: Cabernet Sauvignon, Cabernet Franc, Merlot og Verdot. Uppruni: Chile. Styrkleiki: 14,5%

Austurstræti 14, 101 Reykjavík, sími 551 1020

Réttur vikunnar

Jólaplatti *Frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum sem panta rétt af matseðli. Hámarksfjöldi barna eru fimm.

Verð í Vínbúðunum:

2.999 kr. (750 ml)

lundin verður elduð á fullkominn hátt alla leið í gegn. Bryndís Pétursdóttir, vinkona mín, kenndi mér þessa aðferð. Hún byggir á „sous-vide“ aðferðinni, en samkvæmt henni er kjötið eldað í lofttæmdum poka í vatnsbaði. Önnur leið til að ná svipaðri áferð á kjötið er að vefja lundinni í plast og setja inn í 60 gráðu heitan ofn í 1 1/2 klukkustund. Hitinn á kjötinu mun aldrei verða meiri en stillingin á ofninum.“ 1 nautalund (stærð að eigin vali) salt og pipar Gullostasósan er næstum hrein ostasósa. Hún er byggð á uppskrift frá Frakklandi, SaintMarcellin ostasósu, og þar notast maður við Saint-Marcellin ost sem er ljúfur

hvítmygluostur. Saint-Marcellin osturinn kemur frá smábæ í Dauphiné héraði í Frakklandi. Á Íslandi getur verið snúið að nálgast þessa ostategund og því mætti í raun notast við hvaða hvítmygluost sem er; brie, gullost eða camenbert, eða bara einhvern ost sem ykkur finnst ljúffengur. Mér datt strax í hug gullostur, sem er einstaklega velheppnaður íslenskur ostur. 250 gr ljúffengur hvítmygluostur 60 ml rjómi salt og pipar 1/4 tsk nýmalaður negull Kjötið 1. Fyrst er lundin hreinsuð. Skerið burt sinar og tægjur. 2. Piprið nautalundina. Gætið þess að salta ekki lundina á þessum tímapunkti þar sem það myndi draga vökva úr kjötinu.

3. Vefjið inn í a.m.k. sex lög af matarplasti. Venjuleg plastfilma dugar vel til verksins. 4. Setjið í 60 gráðu heitan forhitaðan ofn og hitið í u.þ.b. tvær klukkustundir. 5. Takið lundina síðan úr ofninum og látið hana hvíla í nokkrar mínútur. 6. Bræðið 30 g af smjöri á pönnunni. Saltið nautalundina og brúnið hana svo að utan. 7. Látið lundina hvíla í fimm mínútur áður en hún er skorin í sneiðar. Sósan 1. Setjið lítinn pott á hlóðirnar og hitið rjómann aðeins. 2. Hakkið niður ostinn og bætið honum síðan við volgan rjómann. 3. Bræðið saman við lágan hita. 4. Þegar osturinn er bráðinn þarf bara að mala negulinn út í sósuna og salta og pipra eftir smekk.



66

matur & vín

Helgin 22.-24. nóvember 2013

 Matur Eva LaufEy Kjar an var að sEnda fr á sér sína fyrstu MatrEiðsLubóK Vinkonusalatið er gómsætt og hentar vel til að bjóða upp á þegar góðar vinkonur hittast.

Vinkonusalatið góða Eva Laufey Kjaran kolféll fyrir Vinkonusalatinu góða þegar hún fékk það fyrst hjá vinkonu sinni. Hún segir það ansi oft á boðstólum þegar hún á von á vinkonum.

Mynd úr bókinni

„Ég ólst upp í mannmargri fjölskyldu þar sem matur var í hávegum hafður. Í huga mínum er hann sameiningartákn fjölskyldu og vina, mínar bestu stundir eru með fjölskyldu minni og vinum við matarborðið,“ segir Eva Laufey Kjaran sem var að senda frá sér sína fyrstu matreiðslubók, Matargleði Evu. Bloggsíða hennar með uppskriftum og umfjöllun um matargerð hefur notið mikilla vinsælda og hún er nýbyrjuð með matreiðsluþátt á Stöð 3. Eva deilir með lesendum Fréttatímans uppskrift að salati sem hún segir eitt besta salat sem hún hefur smakkað. „Ég fékk það fyrst hjá vinkonu minni fyrir nokkrum árum og kolféll fyrir því en hef prófað mig áfram með það og breytt því smávegis. Salatið er ansi oft á boðstólum þegar ég á von á vinkonum í mat og því tengi ég það við þær og kalla það Vinkonusalatið góða.“ Fyrir fjóra 1 msk ólífuolía 700 g kjúklingakjöt, helst bringur 1 krukka satay sósa salt og nýmalaður pipar 1 poki spínat 1 askja kirsuberjatómatar, skornir í tvennt 3 lárperur, smátt skornar 1 gúrka, smátt skorin 1 mangó, smátt skorið 200 g kúskús, kryddað með 1 tsk karrí 150 g fetaostur 100 g ristaðar furuhnetur Hitið olíuna við vægan hita á pönnu, skerið kjúklingakjötið í litla bita og steikið. Kryddið með salti og pipar, bætið satay sósunni saman við og leyfið þessu að malla í nokkrar mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Skerið allt grænmetið fremur smátt og blandið saman í sér

skál. Eldið kúskúsið samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum og bætið 1 tsk af karrí saman við. Ristið furuhnetur á þurri pönnu við vægan hita, fylgist vel með þeim, það er ósköp auðvelt að brenna þessar ágætu hnetur ef maður lítur af þeim augnablik. Raðið spínatinu á fallegt fat, bætið því næst kúskúsinu yfir spínatið. Grænmetið fer síðan ofan á kúskúsið og kjúklingurinn yfir grænmetið. Dreifið fetaosti og ristuðum furuhnetum yfir í lokin. - eh

Eva Laufey Kjaran var að senda frá sér sína fyrstu matreiðslubók.

Jólamatseðill

Frá 18. nóvember

Tapas barsins

Hefst með Faustino freyðivíni í fordrykk 7 gómsætir jólatapas fylgja síðan í kjölfarið Tvíreykt hangikjöts tartar með balsamik vinaigrette Rauðrófu- og piparrótargrafinn lax Spænsk marineruð síld með koriander og mangó Léttreykt andabringa með malt- og appelsínsósu Kalkúnabringa með spænskri „stuffing“ og calvados villisveppasósu Steiktur saltfiskur með sætri kartöflumús Hægelduð grísasíða með heimatilbúnu rauðkáli, fíkjum og fjallagrasasósu Og í lokin tveir ljúfir eftirréttir Rise a la mande með berjasaft Ekta súkkulaðiterta

5.990 kr. RESTAURANT- BAR

Vesturgata 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is


matur & vín 67

Helgin 22.-24. nóvember 2013  Jólasælgæti

Kostagóðar karamellur

Forvitnilegur jólabjór Bjóráhugafólk hefur úr nægu að moða í Vínbúðunum um þessar mundir. Nú er liðin vika síðan jólabjórinn kom í sölu og hefur hann notið mikilla vinsælda. Ekki þarf að koma á óvart að JólaKaldi naut mikilla vinsælda eftir að sérfræðingar Fréttatímans völdu hann besta jólabjórinn síðasta föstudag. Tuborg og Viking nutu sömuleiðis mikilla vinsælda. Alls eru um 25 tegundir af jólabjór í sölu þetta árið. Óhætt er að mæla með að bjóráhugafólk sem ekki er feimið við að prófa nýja hluti kynni sér Anchor-jólabjórinn. Hann kemur frá Kaliforníu og hefur verið bruggaður síðan 1975. Anchor-jólabjórinn

er aldrei eins milli ára. Þó er óhætt að segja að bragðið sé mjög sérstakt og jólalegt ár hvert. Þessi er sannarlega áhugaverður.

Anchor Jólabjór 2013 Gerð: Bjór. Flokkur: Öl. Uppruni: Bandaríkin. Styrkleiki: 5,5% Verð í Vínbúðunum: 598 kr. (355 ml). Fæst aðeins í Heiðrúnu.

Á sumum heimilum koma ekki jól fyrr en er búið að búa til karamellur en aðrir hafa aldrei prófað að spreyta sig á karamellugerð. Hún er ekki flókin og ætti að vera á allra færi að útbúa girnilegar karamellur fyrir jólin.

K

aramellugerð er tiltölulega einföld, það sem helst ber að varast er að blandan verði ekki of heit og brenni ekki við. Of þunna karamellu er alltaf hægt að nota í sósu út á jólaís, eða á vöfflur og pönnukökur milli hátíða.

25%

1 dl vatn 250 g sykur 250 g síróp 2,5 dl rjómi 25 g smjör Salt á hnífsoddi Bragðefni, t.d. vanilla ef vill

Setjið sykur, salt og vatn í pott og látið sjóða þar til sykurinn hefur leyst upp. Hellið sírópi, rjóma og smjöri saman við og látið sjóða upp að 120-125 gráðum eftir því hversu harðar karamellurnar eiga að vera. Hrærið allan tímann svo ekki festist í botninum. Þegar óskahitastigi hefur verið náð má setja bragðefni saman við eftir smekk. Hellið karamellublöndunni í form með bökunarpappír og látið kólna í ísskáp. Skerið svo karamelluna niður í ákjósanlega molastærð og pakkið í sellófan ef vill. ATH. Mælt er með að kaupa sykurhitamæli ef ætlunin er að taka enga áhættu með karamellurnar, annars má prófa hvort æskilegu hitastigi er náð með því að láta karamelludropa drjúpa af skeið ofan í glas af köldu vatni. Ef dropinn verður að kúlu er karamellan tilbúin.

74,6% ... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

AFSL A Át INN F ÖLLU tUr rÉt tIN M tIL J G ÓLA UM

Fataskápar og sérsmíði

Við sníðum innrétt innréttinguna að þínum óskum. þú getur fengið skúffur og útdregin tauborð undir véL véLarnar, einnig útdreginn óhreinatausskáp, kústaskáp o.m.fl .

BESTA VERÐ!

Baðherbergi

Skóhillur

Vandaðar hillur

Pottaskápar

Þvottahúsinnréttingar

Nú í AÐDrAGANDA JÓLANNA hÖFUM VIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ BJÓÐA OKKAr ALBESt tA t A VEr rÐ, SANNKALLAÐ JÓLAVErÐ!

% 0 3 2 AFSLÁttUr

AF ÖLLUM GAr M þE rAFtÆKJU ING Er t t É r N IN KEyPt

KOMDU MEÐ MÁLIN og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð

ÁByrGÐ - þJÓNUStA t tA 5 ár á innréttingum, 2 ár á raftækjum. Fríform annast alla þjónustu. (Trésmíðaverkstæði, raftækjaviðgerðaverkstæði).

Mán. - föst. kl. 9-18 · Laugardaga kl. 11-15

VIÐ KOMUM hEIM tIL þíN, tökum mál og ráðleggjum um val innréttingar.

RAFTÆKI

þú VELUr að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, samsetta, eða samsetta og uppsetta.

FYRIR ELDHÚSIÐ

FAGMENNSKA í FyrIrrúMI Þú nýtur þekkingar og reynslu og fyrsta flokks þjónustu.

Háfar Ofnar

Viftur

VÖNDUÐ rAFtÆKI t tÆKI Á VÆGU VErÐI VErÐI r

*konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013

hrEINt OG KLÁrt

Helluborð Kæliskápar Uppþvottavélar

friform.is

Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500


68

skák og bridge

Helgin 22.-24. nóvember 2013

 Sk ák MagnuS CarlSen að tryggja Sér heiMSMeiStar atitilinn

Í skákfréttum er þetta helst...

M

agnus Carlsen, sem verður 23 ára eftir rúma viku, stefnir hraðbyri í átt að heimsmeistaratitlinum. Þegar þetta er skrifað hafa verið tefldar átta skákir af tólf, og Norðmaðurinn ungi hefur hlotið 5 vinninga gegn 3 vinningum Anands heimsmeistara. Staðan í einvíginu þarf ekki að koma á óvart: Carlsen er langstigahæstur í heiminum, meðan hinn 43 ára gamli Anand hefur verið að síga niður listann og er þessa stundina í 9. sæti. Hinir fjölmörgu aðdáendur Anands geta huggað sig við að hann hefur setið sex ár í hásæti heimsmeistarans, og fjölgað skákáhugamönnum á Indlandi og um gjörvalla Asíu um mörghundruð milljónir. Anand var fyrsti Indverjinn sem varð stórmeistari í skák, en nú skipta þeir tugum og landið er orðið stórveldi í skákheiminum. Tíunda skákin í einvígi þeirra er tefld í dag, föstudag, og er hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á chessbomb.com.

Azerar Evrópumeistarar landsliða – Íslendingar á pari

Azerar sigruðu á Evrópumóti landsliða, sem lauk á sunnudaginn í Varsjá, höfuðborg Póllands. Alls sendu 38 þjóðir lið til keppni og þar léku margir fremstu skákmenn

heims listir sínar. Frakkar urðu í 2. sæti og Rússar hrepptu bronsið eftir talsverðan barning. Sveit Azera leiddu þeir Mamedyrov og Radjabov. Sigur þeirra var frekar óvæntur, en liðið vann fimm viðureignir, gerði fjögur jafntefli og tapaði engri. Íslenska liðið hafnaði í 29. sæti og stóð sig nokkurn veginn í samræmi við væntingar. Héðinn Steingrímsson hlaut 3,5 vinning af 8 á efsta borði, og jafngilti árangur hans 2559 skákstigum. Hannes Hlífar Stefánsson fékk 5 vinninga af 9 (2537 stig), Hjörvar Steinn Grétarsson 3 af 7 (2509) og Henrik Danielsen 3,5 af 7 (2458). Varamaðurinn Guðmundur Kjartansson fékk 2,5 vinning af 5 (2414). Íslenska liðið vann þrjár viðureignir, gerði eitt jafntefli en tapaði fimm. Stelpurnar okkar áttu við ramman reip að draga á Evrópumótinu, enda með stigalægsta liðið. Þrjátíu og tvær þjóðir sendu kvennalið, og varð íslenska liðið í næstneðsta sæti. Lenka Ptacnikova, langbesta skákkona Íslands, dró vagninn en liðið var að öðru leyti skipað kornungum og efnilegum skákkonum. Tinna Kristín Finnbogadóttir stóð sig þeirra best, með 4 vinninga í 7 skákum. Aðrar í liðinu voru Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Jóhanna Björg

Jóhannsdóttir og Elsa María Kristínardóttir. Dýrmæt reynsla fyrir okkar unga kvennalið! Úkraína varð Evrópumeistari kvennalandsliða, Rússar hrepptu silfrið og Pólverjar bronsið. Það er svo gaman að segja frá því að bestum árangri einstaklinga á mótinu náði hinn mikli Íslandsvinur, Ivan Sokolov, sem teflir undir fána Hollands. Hann rakaði saman 6,5 vinningi í 7 skákum, og jafngilti árangur hans hvorki meira né minna en 2941 skákstigi!

Glæsilegur árangur TR

Taflfélag Reykjavíkur kom, sá og sigraði á Íslandsmóti unglingasveita, sem fram fór um síðustu helgi. Alls tóku 16 lið frá fimm taflfélögum þátt í mótinu og tefldi TR fram sex sveitum alls! Sigursveitin var skipuð Vigni Vatnari Stefánssyni, Gauta Páli Jónssyni, Veroniku Magnúsdóttur og Birni Hólm Birkissyni. GM Hellir varð í 2. sæti og skákdeild Fjölnis hlaut bronsið. Bestum árangri allra náði Fjölnispilturinn Oliver Aron Jóhannesson sem sigraði í öllum 7 skákum sínum. Full ástæða er til að óska TR til hamingju með góðan sigur, sem og það metnaðarfulla starf sem þar er unnið meðal barna og ungmenna.

Jón Þorvaldsson sigraði á bráðskemmtilegu Grænlandsmóti sem Hrókurinn og Vinaskákfélagið stóðu fyrir í Vin á mánudaginn. Í næstu sætum urðu Magnús Magnússon og Gunnar Freyr Rúnarsson, en keppendur voru alls 16. Heiðursgestur mótsins var Vigdís Hauksdóttir alþingismaður, sem kann sitthvað fyrir sér í skáklistinni. Hún er gamall skólaskákmeistari og hefur auk þess afrekað að sigra sterka skákmenn í fjölteflum. Hér leikur Vigdís fyrsta leikinn fyrir kempuna Bjarna Hjartarson.

 Bridge ÍSlandSMótið Í par aSveitakeppni

Baráttusigur PWC-sveitarinnar

Í

slandsmótið í parasveitakeppni var háð um síðustu helgi og sveit PWC hafði sigur eftir mikla baráttu. Spilarar í sveit PWC voru Ljósbrá Baldursdóttir, Matthías Þorvaldsson, Anna Ívarsdóttir og Þorlákur Jónsson. Sveit PWC vann einnig árið 2012, en þá næsta örugglega. Baráttan um titilinn var harðari núna og aðeins 4 stig skildu að sveitina í fyrsta og öðru sæti. Fimm efstu sveitirnar voru: 1. PWC

135,96

2. Veika sveitin

131,72

3. Þrír frakkar

126,90

4. Sigurjón Björnsson

122,89

5. Ferill

117,98

Tólf sveitir tóku þátt að þessu sinni. Árangur para og spilara er reiknaður sérstaklega með bötler-útreikningi. Páll Þórsson endaði efstur með 1,89 impa að meðaltali í spili eftir 4 leiki. Rosemary Shaw endaði í öðru sæti með 0,94 impa í 11 leikjum. Kristján B. Snorrason og Alda Guðnadóttir fengu 0,59 í 11 leikjum og Anna Ívarsdóttir-Þorlákur Jónsson (0,55) og Ljósbrá BaldursdóttirMatthías Þorvaldsson (0,50) enduðu í fjórða

og fimmta sæti, einnig eftir 11 spilaða leiki. Spil 16 í 8. umferð mótsins reyndist PWC vel á móti sveit TM-Selfoss. Vestur var gjafari og AV á hættu. Í sæti vesturs var Matthías Þorvaldsson. Spilið var allt svona:

♠ ♥ ♦ ♣ ♠ ♥ ♦ ♣

DG3 D10765 Á DG42

K109872 3 D107 K97 N

V

A S

♠ ♥ ♦ ♣

♠ ♥ ♦ ♣

KG98 KG983 10853

Íslandsmót eldri spilara

Íslandsmót eldri spilara verður haldið laugardaginn 23. nóvember og hefst klukkan 11. Íslandsmeistarar 2012 eru Guðbrandur Sigurbergsson og Friðþjófur Einarsson. Hægt er að skrá sig í síma BSÍ – 587 9360 eða á vefsíðu.

Á654 Á42 6542 Á6

Matthías

Ljósbrá

Vestur

norður

austur

suður

1

3t*

3

P

♠ 3♠

X

p/h

1

4

Þriggja tígla stökksögn Ljósbrár í austur sýndi stuðning í hjarta og tígullit („fit-showing“) og Matthías ákvað að verjast í 4 spöðum. Sá samningur fór 1 niður en hefði getað unnist ef sagnhafi tekur tvö hæstu trompin, hreinsar upp hjarta og lauf og spilar tígli. Þá verður vestur endaspilaður og verður að gefa sagnhafa tíunda slaginn. Útspil Ljósbrár var hjarta sem benti til tígulstöðunnar. Sennilega var vestur með háspil í tígli blankt úr því útspil var ekki tígull. Á hinu borðinu enduðu sagnir í 5 hjörtum dobluðum sem fóru 500 niður.

♥* 4♠

Fótboltinn tók völdin hjá Bridgefélagi Reykjavíkur

Spilamennska var felld niður þriðjudagskvöldið 19. nóvember hjá Bridgefélagi Reykjavíkur vegna knattspyrnuleiks Króata

Bókin Lærum að tefla er komin út!

Sveitarmeðlimir í PWC voru að vonum ánægðir með að ná fyrsta sætinu á Íslandsmótinu í parasveitakeppni. Frá vinstri eru Þorlákur Jónsson, Anna Ívarsdóttir, Ljósbrá Baldursdóttir og Matthías Þorvaldsson. Ljósmyndari: Aðalsteinn Jörgensen

og Íslendinga. Í húfi var sæti á HM í Brasilíu í sumar og var áhugi bridgespilara mikill, eins og þjóðarinnar allrar.

Loksins ...skákbók fyrir byrjendur

Aðgengileg bók fyrir börn og byrjendur í skák. Farið er yfir grunnatriði eins og mannganginn og einfaldar skákfléttur.

„Ég get mælt með þessari vönduðu skákbók fyrir alla byrjendur.“

Gunnar Björnsson, forseti skáksambands Íslands

„... skemmtileg og aðgengileg handbók fyrir skákkennslu ... ég fagna útgáfu hennar. “ Stefán Bergsson, framkvæmdastjóri Skákakademíunnar

BÓKAÚTGÁFA · SÍMI 588 6609 · WWW.TOFRALAND.IS



70

heilabrot

Helgin 22.-24. nóvember 2013

?

Spurningakeppni fólksins

 Sudoku

1. Hver er markahæsti leikmaður íslenska

3 9 1 5 9 6 4

karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi? 2. Hvað heitir höfuðborg Brasilíu? 3. Hver er yfirhönnuður franska tískuhússins

4 8 6 9

Chanel? 4. Hvenær er fyrsti sunnudagur í aðventu í ár?

2

5. Hver er höfuðborg Króatíu? 6. Hvert var fyrsta ríkið í heiminum til að

7

viðurkenna fullveldi og sjálfstæði Króatíu

5

um Hungurleikana?

nemi 1. Eiður Smári Guðjohnsen. 2. Brasilía.

5. 6. 7.

ný auglýsing fyrir Nexus 7, fyrstu spjaldtölvu

2. Brasilía.

Google?

 1. desember.  Zagreb.  Ísland.  Jennifer Lawrence. 

4. 1. desember.

fangelsum eru erlendir ríkisborgarar?

5. Zagreb.

10. Hver er innanríkisráðherra?

7. Jennifer Lawrence.

12. Í hvaða sæti hafnaði Þorbjörg Helga Vigfús-

10. Hanna Birna Kristjánsdóttir.

13. Breska sjónvarpshetjan Doctor Who fagnar stórafmæli í nóvember. Hvað eru þættirnir

11. 21. desember.

12. 1. sæti.

orðnir gamlir?

12. 4. sæti.

15. Jack Ruby.

helgi? 15. Hver skaut Lee Harvey Oswald, meintan

10 rétt.

Svör: 1. Eiður Smári Guðjohnsen. 2. Brasilía. 3. Karl Lagerfeld. 4. 1. desember. 5. Zagreb. 6. Ísland. 7. Jennifer Lawrence. 8. Dettifossi. 9. 15%. 10. Hanna Birna Kristjánsdóttir. 11. 21. desember. 12. 4. sæti. 13. 50 ára. 14. V.I.P. 15. Jack Ruby.

Stefán skorar á Ólaf Ingva Ólason, Brúsa, nema

 kroSSgátan

1 5 7 4 1 3 5

ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 164

SAMTÍMIS

HANDSAMA

KNIPPI

SPIL

GJALDA

HORFÐI

KVEINA STRITA

BORG FISKILÍNA RÆKILEGAR

 lauSn

GILDRA

Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 163

STARFSHEITI

R H Ó T A B R Ú I N T O A R G N A A O O L F Í S A A R A R ÖFUGT

SAMKVÆMI mynd: meronim (CC By-SA 3.0)

... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

Hannes Óli hefur sigrað þrisvar í röð og skorar á Egil Ingibergsson, ljósahönnuð og leikhússmann, að taka við af sér.

2

3 4 6 8 7 1 9 1 4 3 4 8

11 rétt.

morðingja Johns Kennedy, til bana?

74,6%

  14. V.I.P. Club.  15. Jack Ruby. 

Reykjavíkur sem lögreglan lokaði um síðustu

4 7 2

6 9

13. 50 ára.

14. Hvað heitir kampavínsklúbburinn í miðborg

14. Monte Carlo?

9. 25%.

Reykjavík?

11. 22. desember. 13. 50 ára.

5

8. Goðafossi.

dóttir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í

10. Ragnheiður Elín Árnadóttir.

3 8 7

 Sudoku fyrir lengr a komna

6. Danmörk?

11. Hvenær eru vetrarsólstöður í ár?

3. Jean Paul Gaultier.

9. Hversu hátt hlutfall fanga í íslenskum

8. Goðafossi. 9. 15%

1. Eiður Smári Guðjohnsen.

2

9

leikari

8. Um borð í hvaða íslenska gámaskipi gerist

3. Karl Lagerfeld. 4.

Hannes Óli Ágústsson

7. Hver leikur Katniss Everdeen í þríleiknum

1

8

árið 1991?

Stefán Hannesson

5 4

GEGNSÆR FÍFLAST SETJA Í KNIPPI LJÓMI HLUTDEILD

V I S L L P A N D S I

PLANTA

SÍVINNANDI ROF

TVEIR EINS SKORDÝR

A Ð I L D HITA HVETJA

E G G Þ J R A A K U R T Ú FALLA

SÁLDA

LEND

HREÐKA

MÖGLA

ÞRÚTNAR

ÚÐI

ÓREIÐA

G L M I N T B D A O R T T T A R Ó D Í Ý R R A T N GRÓÐABRALL Í RÖÐ

TIND

VANGASKEGG

EINGÖNGU SYFJA

GUNGA

BILLEGT

ÁVÖXTUR LAND

SÖNGRÖDD GARGA

ÁLÍTA ÁTT

STÆÐA

ELDSNEYTI

MUNDA ÁKEFÐ

NIÐURFELLING

TVEIR EINS

HAFIÐ

*konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013 HELGAR BLAÐ

E D A N G S Æ F G A M Æ R T I T A S T A S K F O F J S Ó P R A P P E R A Ú T A R U N A R S A S T A F L T A A L A G R A K J A R A G N A F N Á M Á N L A A T L SNÍKJUDÝR

SÝNISHORN

SKÖRP BRÚN

SPAUG

FLJÓTFÆRNI

DÝRKA GRÍN

SJÁVARMÁL

ÚTSÆÐI

PRUMPA

NAUMUR

OFMENNI HRÓP

PIRRA

MÆLIEINING

KLÍNA

KVK. SPENDÝR

ÓSKERTAR

Í RÖÐ

SJÚKDÓMUR

EINING

FLEY

HVERS EINASTA

NYTSEMI

MOKA

SLÉTTA

VELTINGUR HOLUFISKUR

TÁL

GALDRASTAFUR

SKYLDIR

MAS

SÍTT

BARDAGI

HÁTTUR

RÉTT

LÍTIÐ

SPERGILL HUGSÝNN

L I A N G N S R Æ A R N G J T A R S M I L R F A U G R Ú VÖRUMERKI

VITLAUST

KVARTANIR

TVEIR EINS GÓÐMÁLMUR

POTTRÉTTUR

KVK. NAFN

L Ó A

ÓSKIPT

FRÚ

ÞJAKA

SAMTÖK

DAUÐI

Í RÖÐ

PÚSTRAR

SLÆMA

UPPHRÓPUN

SKEL

HVÍSKUR

HEILAN

FLÝTA

TVÍHLJÓÐI

FUGL

SPERGILL KAPÍTULI

TVEIR EINS

FÁLM IÐN

ORLOF

DJÖFSI

OFSÖGUR

DRAGA

H E LG A R BLA Ð

BYLGJAST

GLATA

STYKKI

SAMHYGÐ

ÓNÆÐI

HÝÐI

KJÁNI

REIKA

MERGÐ

G N Ó N G T Á G T

KOMAST TVEIR EINS

EÐLISFAR

SUNDFÖT

ENNÞÁ

TITRA

R I Ð A

IM

HVIÐA

A S P A S

EFTIRGJÖF

FLAUEL

HEITI

ÓKYRRÐ

TÁLKNBLÖÐ

SKAÐI

ÚTDEILDI

FARVEGUR

HINDRA

Í RÖÐ

VERKFÆRI

SPRIKL

HAMFLETTA

BOR

BÓKSTAFUR

SKOTT

MÆLIEINING

SVEI

GANGA

HVERS EINASTA

HVÍLD

ANGAÐI

HAMINGJA

HÁR LÝÐUR

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

TJÓN

Í RÖÐ

FISKUR

SEFUN

ÞVÆTTINGUR

MÁLA

EFTIRLÍKING MJÖG

ÁFENGISBLANDA HALD

AUÐ ÁSÝND

HÆKKA

NUDD

GARGA

BERIST TIL

ÆST

NAUTNAMEÐAL TVEIR EINS

ÞÓ

UPPLÝSINGAR ÁRÁS


PIPAR\TBWA · SÍA · 133192

Verður þín hugmynd að veruleika á Ásbrú?

sjónvarps-

Svona er lífið á Ásbrú Komdu og kynntu þér sjónvarpsþáttagerð í Offiseraklúbbnum á Ásbrú laugardaginn 23. nóvember kl. 14–16. Í Offiseraklúbbnum og víðar á Reykjanesi stendur nú yfir stór framleiðsla á íslenskri sjónvarpsþáttaröð sem Sagafilm framleiðir fyrir SkjáEinn. Laugardaginn 23. nóvember kl. 14–16 býður Sagafilm þér að líta við í klúbbnum, skoða þig um og kynnast því hvernig risastór sjónvarpsverkefni á borð við Biggest Loser verða til á Ásbrú.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is


72

sjónvarp

Helgin 22.-24. nóvember 2013

Föstudagur 22. nóvember

Föstudagur

19:45 Logi í beinni Þáttur í umsjá Loga Bergmann þar sem viðmælendur mæta í bland við tónlistaratriði.

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

20:30 The Voice (9:13) Spennandi söngþættir þar 4 sem röddin ein sker úr um framtíð söngvarans.

Laugardagur

21.25 Sturlað hjarta. Útbrunninn sveitasöngvari verður ástfanginn af blaðakonu og reynir að koma skikk á líf sitt.

23:30 Köld slóð Íslenskur spennutryllir um blaðamanninn Baldur sem fær til rannsóknar andlát starfsmanns virkjunar úti á landi.

Sunnudagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

20.00 Orðbragð (1:6) 4 Skemmtiþáttur þar sem Bragi Valdimar Skúlason og Brynja Þorgeirsdóttir snúa upp á íslenska tungumálið, teygja það, toga og umfaðma, knúsa og blása í það lífi.

22:00 Dexter (10:12) Þættir um fjöldamorðingjann og prúðmennið Dexter Morgan.

RÚV 15.30 Ástareldur e 17.10 Litli prinsinn (4:25) 17.35 Hrúturinn Hreinn (1:3) 17.40 Hið mikla Bé (6:20) 18.05 Táknmálsfréttir 18.15 Villt og grænt (3:8) e. 18.45 Íþróttir 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.00 Útsvar Spurningakeppni sveitarfélaga. Að þessu sinni eigast við lið Garðabæjar og Reykjanesbæjar. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir 21.10 Lygarinn Hraðlyginn lögfræðingur neyðist til þess að 5 6 segja satt í einn sólarhring eftir að sú ósk sonar hans rætist. Leikstjóri er Tom Shadyac og meðal leikenda eru Jim Carrey, Maura Tierney og Justin Cooper. Bandarísk gamanmynd frá 1997. 22.35 Boðorðin tíu Egypski prinsinn Móses fræðist um hebreska arfleifð sína og hlutverkið sem honum er ætlað, að verða bjargvættur þjóðar sinnar. Leikstjóri er Cecil B. DeMille og meðal leikenda eru Charlton Heston, Yul Brynner, Anne Baxter, Edward G. Robinson og Vincent Price. Bandarísk bíómynd frá 1956. 02.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

STÖÐ 2

Laugardagur 23. nóvember RÚV

STÖÐ 2

Sunnudagur RÚV

07.00 Morgunstundin okkar / Smælki 07.00 Morgunstundin okkar / Smælki 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:00 Strumparnir / Villingarnir / / Háværa ljónið Urri / Teitur / Ævintýri 08:10 Malcolm In The Middle (10/22) / Háværa ljónið Urri (30:52) / Teitur / Hello Kitty / Algjör Sveppi / SkógarBerta og Árna / Múmínálfarnir / Einar Múmínálfarnir / Hopp og hí Sessamí 08:30 Ellen (93/170) dýrið Húgó / Algjör Sveppi / Kalli Áskell og fleira / Tillý og vinir / Sebbi / Friðþjófur 09:15 Bold and the Beautiful kanína og félagar / Scooby-Doo! 10.15 Stúdíó A (3:6) e. forvitni / Úmísúmí / Paddi og Steinn 09:35 Doctors (84/175) Mystery Inc. / Young Justice / Big 11.00 Sunnudagsmorgunn / Abba-labba-lá / Paddi og Steinn 10:20 Drop Dead Diva (6/13) Time Rush 12.10 Vertu viss (3:8) e. / Kung Fu Panda / Teiknum dýrin / 11:05 Fairly Legal (13/13) 12:00 Bold and the Beautiful 12.55 Ævintýri Merlíns (13:13) e. Robbi og Skrímsli 11:50 Dallas 13:40 Popp og kók 13.45 Ég gafst ekki upp e. 10.15 Stundin okkar e. 12:35 Nágrannar 14:05 Ástríður (10/10) allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 14.45 Saga kvikmyndanna e. 10.45 Fólkið í blokkinni (6:6) e. 13:00 Mistresses (2/13) 14:35 Kolla 15.50 Kennedy forseti e. 11.10 Útsvar e. 13:45 Diary of A Wimpy Kid 15:00 Heimsókn fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16.50 Minnisverð máltíð (4:7) 12.15 Kastljós e. 15:20 Skógardýrið Húgó 15:20 Doktor 17.00 Táknmálsfréttir 12.40 Viðtalið e. 15:40 Geimkeppni Jóga björns 15:45 Sjálfstætt fólk (11/15) 17.10 Poppý kisuló (40:52) 13.05 Landinn e. 16:05 Waybuloo 16:20 ET Weekend 17.21 Teitur (48:52) 13.35 Kiljan e. 16:25 Ellen (94/170) 17:05 Íslenski listinn 17.31 Vöffluhjarta (5:7) 14.20 Djöflaeyjan e. 17:10 Bold and the Beautiful 17:356Sjáðu 4 5 4 Stundin okkar 5 6 18.00 14.50 Á götunni (2:8) 17:32 Nágrannar 18:05 Ávaxtakarfan - þættir 18.25 Hraðfréttir e. 15.20 Varasamir vegir – Alaska (1:3) e. 17:57 Simpson-fjölskyldan (10/22) 18:23 Veður 18.35 Íþróttir 16.25 Ástin grípur unglinginn (85:85) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 & Íþróttir 19.00 Fréttir og Veðurfréttir 17.10 Táknmálsfréttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Fangavaktin 19.30 Landinn 17.20 Grettir (6:52) 18:47 Íþróttir 19:30 Lottó 20.00 Orðbragð (1:6) 17.32 Verðlaunafé (1:21) 18:54 Ísland í dag 19:35 Spaugstofan 20.35 Downton Abbey (5:9) 17.35 Vasaljós (1:10) 19:11 Veður 20:00 To Rome With Love 21.25 Kynlífsfræðingarnir (3:12) 18.00 Gunnar á völlum Maður í bak 19:20 Popp og kók 21:55 How I Spent My Summer Vac. 22.20 Sunnudagsmorgunn e. 18.10 Íþróttir 19:45 Logi í beinni 23:30 Köld slóð 23.30 Brúin (9:10) e. 18.54 Lottó 20:35 Hello Ladies (8/8) 01:10 The Shape of Things 00.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 19.00 Fréttir og Veðurfréttir 21:05 Harry Potter and the Goblet 02:45 Apollo 13 19.30 Ævintýri Merlíns (13:13) of Fire 05:00 ET Weekend SkjárEinn 20.25 Vertu viss (3:8) 23:40 Battle Los Angeles 05:40 Fréttir 06:00 Pepsi MAX tónlist 21.15 Hraðfréttir e. 01:35 Seven 09:00 Dr.Phil 21.25 Sturlað hjarta. 03:35 Unstoppable 10:30 Kitchen Nightmares (15:17) 23.20 Tortímandinn: Hjálpræðið 05:10 Simpson-fjölskyldan (11/22) 10:10 Heim.m. um Guðmund Steinars 11:20 Secret Street Crew (6:9) Atriði í myndinni eru ekki við 05:35 Fréttir 11:15 Austurríki - Bandaríkin 12:10 Save Me (9:13) hæfi ungra barna. e. 12:55 Formúla 1 - Brasilía - Æfing 3 12:35 30 Rock (9:13) 01.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 14:00 Samuel L. Jackson á heimaslóð 13:05 Happy Endings (13:22) 12:00 Formúla 1 - Brasilía - Æfing 1 14:50 Meistaradeild Evrópu 13:30 Parks & Recreation (13:22) SkjárEinn 16:00 Formúla 1 - Brasilía - Æfing 2 15:20 Liðið mitt 13:55 The Bachelor (4:13) 06:00 Pepsi MAX tónlist SkjárEinn 17:30 Real Betis - Barcelona 15:50 Formúla 1 2013 - Tímataka Beint allt fyrir áskrifendur 15:25 Hollenska knattspyrnan - BEINT 09:35 Dr.Phil 06:00 Pepsi MAX tónlist 19:15 Sportspjallið 17:30 Þýski handboltinn 2013/2014 17:35 Family Guy (3:21) 11:50 Gordon Ramsay 08:25 Dr.Phil 20:00 Meistaradeild Evrópu 18:55 Almeria - Real Madrid Beint fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:00 Hawaii Five-0 (2:22) 12:20 Borð fyrir fimm (6:8) 09:10 Pepsi MAX tónlist 20:30 La Liga Report 21:00 Sportspjallið 18:50 In Plain Sight (3:8) 13:40 Judging Amy (14:24) 15:40 Once Upon A Time (14:22) 21:00 Þór Þorlákshöfn 21:45 La Liga Report allt fyrir áskrifendur 19:40 Judging Amy (15:24) 14:25 The Voice (9:13) 16:30 Secret Street Crew (5:9) 21:35 Keflavík - KR 22:20 Barcelona - Granada 20:25 Top Gear´s Top 41 (1:8) 16:55 America's Next Top Model 17:20 Borð fyrir fimm (6:8) 23:05 Sportspjallið 00:00 Almeria - Real Madrid fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:15 L&O: Special Victims Unit (13:23) 17:40 Hollenska knattspyrnan BEINT 17:50 Dr.Phil 23:50 Real Madrid - Real Sociedad 01:40 Formúla 1 2013 - Tímataka 4 Dexter (10:12) 5 6 22:00 19:40 Secret Street Crew (6:9) 18:30 Happy Endings (13:22) 22:50 The Borgias LOKAÞÁTTUR 20:30 The Bachelor (4:13) 18:55 Minute To Win It 23:40 Sönn íslensk sakamál (5:8) 22:00 The Client List (4:10) 19:40 America's Funniest Home Vid. 00:10 Under the Dome (9:13) 22:45 Touching The Void 20:05 Family Guy (3:21) 15:15 Bradford - Coventry 09:40 Match Pack 4 5 6 01:00 Hannibal (10:13) 00:35 Hawaii Five-0 (2:22) 20:30 The Voice (9:13) 16:55 Walsall - Peterborough 10:15 Doncaster Rovers Yeovil Town 5 6 01:45 Dexter (10:12) 01:25 Scandal (1:7) 23:00 After the Sunset 18:35 Premier League World 12:05 Enska úrvalsdeildin - upphitun 02:35 Necessary Roughness (1:10) 02:15 The Borgias (9:10) 00:40 Excused 19:05 Match Pack 12:35 Everton - Liverpool Beint allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 03:25 Excused 03:05 The Client List (4:10) 01:05 The Bachelor (3:13) 19:35 Donc. Rovers - Yeovil Beint 14:35 Laugardagsmörkin 03:50 Pepsi MAX tónlist 03:50 Excused 02:35 Ringer (6:22) 21:40 Enska úrvalsdeildin - upphitun 14:50 Arsenal - Southampton Beint fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 04:15 Pepsi MAX tónlist 03:25 Pepsi MAX tónlist 22:10 Manstu 17:00 Laugardagsmörkin 22:55 Doncaster Rovers - Yeovil Town 17:20 West Ham - Chelsea Beint 00:35 Enska úrvalsdeildin - upphitun 19:30 Newcastle - Norwich 10:40 The Adjustment Bureau 21:10 Stoke - Sunderland 12:25 The Winning Season 10:45 The Other End of the Line 11:20 Sumarlandið allt fyrir áskrifendur 22:50 Fulham - Swansea SkjárGolf 12:45 Broadcast News 4 512:35 Moneyball 6 4 514:10 Erin Brockovich 6 allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 00:30 Everton - Liverpool 16:20 The Adjustment Bureau 06:00 Eurosport 14:45 Journey 2 14:55 The Young Victoria 18:05 The Winning Seasonfréttir, fræðsla, sport og skemmtun 08:00 DP World Tour 2013 (2:4) 16:20 The Other End of the Line 16:40 Sumarlandið 19:50 Erin Brockovich fréttir, fræðsla, sport og skemmtun SkjárGolf 13:00 DP World Tour 2013 (3:4) 18:10 Moneyball 18:05 Broadcast News fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00 The Lincoln Lawyer 18:00 Inside the PGA Tour (47:47) 06:00 Eurosport 20:25 Journey 2 20:15 The Young Victoria 00:00 Rock of Ages 18:25 DP World Tour 2013 (4:4) 08:00 OHL Classic 2013 (1:4) (2:4) 22:00 Wallander 22:00 Taken 2 02:05 Ray 23:25 OHL Classic 2013 (4:4) 14:00 Inside the PGA Tour (47:47) 23:35 Fragments 23:35 The Matrix Revolutions 4 04:35 The Lincoln Lawyer 02:25 Eurosport 14:25 OHL Classic 2013 (3:4) (4:4) 01:10 Battleship 01:45 The Pelican Brief 4 5 6 4 5 6 02:25 Eurosport 03:20 Wallander 04:05 Taken 2

HAVARTÍ KRYDD FJÖRUGUR Havartí Krydd er náskyldur einum þekktasta osti Dana, úr smiðju hinnar frægu ostagerðarkonu, Hanne Nielsen. Ljúfur, mildur og smjörkenndur ostur með sætri papriku og votti af piparaldinum. Frábær partíostur, með nachos eða á steikarsamlokuna.

www.odalsostar.is


sjónvarp 73

Helgin 22.-24. nóvember 2013

24. nóvember STÖÐ 2 07:00 Strumparnir / Villingarnir / UKI / Doddi litli og Eyrnastór / Algjör Sveppi / Ben 10 / Grallararnir / Ofurhetjusérsveitin / Loonatics Unleashed / Batman: The Brave and the bold 12:00 Spaugstofan 12:30 Nágrannar 14:15 Logi í beinni 15:00 Go On (16/22) allt fyrir áskrifendur 15:25 Modern Family (7/22) 15:45 Grey's Anatomy (9/22) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:30 Þjófadalafjöllin 17:10 Stóru málin 17:35 60 mínútur (7/52) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 4 18:55 Sportpakkinn (13/30) 19:10 Fangavaktin 19:45 Sjálfstætt fólk (12/15) 20:20 The Crazy Ones (8/22) 20:45 Óupplýst lögreglumál 21:10 Homeland (8/12) 22:00 Boardwalk Empire (11/12) 22:55 60 mínútur (8/52) 23:40 The Daily Show: Global Editon 00:10 Nashville (21/21) 00:55 Hostages (8/15) 01:40 The Americans (9/13) 02:25 World Without End (3/8) 03:15 Stig Larsson þríleikurinn 05:20 Óupplýst lögreglumál 05:45 Fréttir

10:35 Sportspjallið 11:20 Liðið mitt 11:55 KR - Stjarnan 13:25 Meistaradeild Evrópu 13:55 Þýski handboltinn Beint 15:30 Formúla 1 - Brasilía Beint 18:30 La Liga Report allt fyrir áskrifendur 19:00 Almeria - Real Madrid 20:45 Barcelona - Granadafréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:30 Þýski handboltinn 2013/2014 23:50 Formúla 1 - Brasilía

4

09:55 West Ham - Chelsea 11:35 Newcastle - Norwich 13:15 Man. City - Tottenham Beint 15:45 Cardiff - Man. Utd. Beint allt fyrir áskrifendur 17:50 Arsenal - Southampton 19:30 Everton - Liverpool fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:10 Man. City - Tottenham 22:50 Cardiff - Man. Utd. 00:30 Stoke - Sunderland

SkjárGolf 4

06:00 Eurosport 08:00 DP World Tour 2013 (2:4) 13:00 DP World Tour 2013 (3:4) 18:00 DP World Tour 2013 (4:4) 23:00 OHL Classic 2013 (4:4) 02:00 Eurosport



 Í sjónvarpinu The BlacklisT

Svo bregðast krosstré Ég er með böggum hildar, í sjokki ef ekki bara áfalli. Ég er búinn að gefast upp á spennuþáttunum The Blacklist en yfirleitt sný ég ekki baki við mínu fólki í sjónvarpi og kvikmyndum sama á hverju dynur. James Spader er dásamlegur leikari og einn af mínum uppáhalds og eftir að hafa heillast af og dáðst að honum í hlutverki hins tungulipra og hjartahreina siðleysinga, lögmannsins Alans Shore í Boston Leagal gæti ég treyst mér til þess að hefja með honum ástarsamband. Einum karlmanna í öllum heiminum. Eða gat ég treyst mér öllu heldur. Hann hefur brugðist trausti mínu og ást í þáttunum The Blacklist. Þar leikur hann eftirlýstan atvinnuterrorista, Raymond „Red“ Reddington, sem gefur sig fram 5

við yfirvöld upp úr þurru og fer að aðstoða þau við að stöðva alls konar stórhættulega vandræðagemlinga. Hljómar eins og hlutverk sniðið fyrir minn mann en svo er ekki. Hann er sköllóttur og asnalegur. Og þótt persónan hafi greinilega einhver hulin áform og sé svakalega slyng og klár þá nær hann mér ekki. Ég var á báðum áttum eftir fyrsta þáttinn. Fannst hann kjánalegur, ef ekki beinlínis barnalegur, í framvindu. En gaf þessu séns en nú endist þetta ekki lengur. Vonbrigðin eru ótrúleg og mér líður eins og ég hafi verið svikinn í tryggðum. Þarf að fara að svipast um eftir öðrum karlmanni sem ég get dýrkað, dáð og treyst til að skemmta mér eina og eina kvöldstund í viku. Þórarinn Þórarinsson

6

Bókaútgáfan Salka fjölbreytt dagskrá á Bókamessu í Ráðhúsinu

LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER Kl. 13:00 – 13:30 • Matsalur, 1. hæð

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir María Krista Hreiðarsdóttir

Björn G. Björnsson

Höfundurinn, einn reyndasti sýningaog leikmyndahönnuður landsins, kynnir ritröð sína um hinn íslenska menningararf og 5 nýja bók um sýningagerð. 6 Kl. 14:00 – 16:00 Setustofa, 2. hæð Sögustund fyrir börn og fylgdarfólk þeirra

Jóna Valborg Árnadóttir Elsa Nielsen

Höfundarnir kynna bækur sínar og gefa gestum að smakka.

SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER Kl. 12:30 – 13:00, 13:00 – 13:30 og 17:00 – 17:30 • Matsalur, 1. hæð

Hin sanna náttúra

Dag einn hverfur brosið hennar Sólu á dularfullan hátt. Mamma og pabbi eru í öngum sínum. Hafði Sóla týnt brosinu sínu á meðan hún svaf? Hafði kannski einhver stolið því?

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir

er nútímalegt ævintýri þar sem allt getur gerst. Myndskreytingar iða af lífi og leik og gefa hugmyndafluginu lausan tauminn.

Fyrir alla þá sem hafa einhvern tímann farið í fýlu!

www.salka.is

Jóna Valborg Árnadóttir og Elsa Nielsen 5

Matargleði Brauð og eftirréttir Kristu

Íslenskur menningararfur Sýningagerð

Brosbókin

Kl. 16:00-17:00 • Ráðhúsgangur

Mektarkötturinn Matthías og orðastelpan 6 Kristín Arngrímsdóttir

Langar þig að kyrra hugann og slaka á innan um bækur og gott fólk í Ráðhúsinu? Hugleiðsla og gongslökun með höfundi bókarinnar. Kl. 14:00 • Tjarnarsalur Tónlist í Tjarnarsal

Kl. 15:00 – 16:00 • Ráðhúsgangur

Tískubókin Eva Dögg Sigurgeirsdóttir

Eva Dögg gefur gestum bókamessunnar góð tískuráð. Kl. 15:00 – 16:00 • Ráðhúsgangur

María – heklbók Tinna Þórudóttir Þorvaldar Hlýir fætur Ágústa Þóra Jónsdóttir og Benný Ósk Harðardóttir

Höfundarnir, kynna þessar skemmtilegu hannyrðabækur, gefa góð ráð og verða með sýnishorn.

Snorri á Fossum Bragi Þórðarson Snorri á Fossum tekur lagið ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara. Bragi Þórðarson, sem hefur ritað ævisögu Snorra, kynnir. Kl. 15:30 – 16:00 • Kaffihús Lesið úr nýjum bókum fyrir ungt fólk.

Augað Hallveig Thorlacius Höfundar nokkurra nýrra bóka fyrir ungt fólk á öllum aldri bjóða upp á upplestrarstund með kaffinu. Kl. 16:30 – 17:00 • Kaffihús Ljóðskáld lesa úr nýjum bókum

Elst milli hendinga Þóra Jónsdóttir Skyldi það vera Stefanía Gísladóttir Steinunn Hjartardóttir les úr Skyldi það vera.

Bjartasta brosið • Ráðhúsgangur Sýndar verða myndir úr Brosbókinni. Krakkar geta teiknað brosmyndir á meðan messunni stendur og hengt upp á staðnum. Í lok messu verða heppnir teiknisnillingar verðlaunaðir. salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík


74

bíó

Helgin 22.-24. nóvember 2013

Frumsýnd stand up guys

WikiLeaks-myndin umdeilda Það er ekki hægt að segja að hin umtalaða og umdeilda WikiLeaks-mynd, The Fifth Estate, hafi fengið mikinn byr í seglin enda hafa fordæmingar Julians Assagne og annars WikilLeaksfólks fylgt henni frá því hún var nánast aðeins hugmynd. Myndarinnar hefur þó að vonum verið beðið hér með nokkurri eftirvæntingu enda er hún tekinn upp að hluta í Reykjavík og Birgitta Jónsdóttir, pírati, er persóna í henni. The Fifth Estate segir sköpunarsögu WikiLeaks frá sjónarhóli Daniel Domscheit-Berg sem vann náið með uppljóstraranum og WikiLeaks-hugmyndafræðingnum Julian Assange í upphafi. Síðar slettist harkalega upp á vinskapinn. WikiLeaks-síðan komst í heimspressuna þegar hún ljóstraði upp miður geðslegu hernaðarbrölti Bandaríkjamanna og síðan hefur Assagne verið hundeltur. Daniel varð, samkvæmt myndinni, sífellt vonsviknari með umdeildar aðferðir Julians og þeir skildu að skiptum eftir að

Ellismellir á síðasta snúningi

Benedict Cumberbatch og Daniel Brühl á Austurvelli í hlutverkum Julian Assagne og Daniel Domscheit-Berg.

hafa þó haft varanleg áhrif með uppljóstrunum sínum. Breski leikarinn Benedict Cumberbatch fer með hlutverk Assagne en Assagne sjálfur reyndi að fá leikarann ofan af því að leika í myndinni sem hann finnur allt til foráttu og segir ómerkilega áróðursmynd, ætlaða til að sverta hann og WikiLeaks.

GERSEMI

Í Stand Up Guys koma saman þrír gamlir jaxlar, magnaðir leikarar sem hafa ýmsa fjöruna sopið. Fyrstan ber að nefna sjálfan Al Pacino sem þarfnast vitaskuld ekki frekari kynningar en hinir tveir; erkitöffarinn með ómögulega hárið, Christopher Walken og sá snjalli leikari Alan Arkin sem átti magnaða endurkomu fyrir nokkrum árum í Little Miss Sunshine. Þremenningarnir leika gamla félaga úr glæpaheiminum. Val (Pacino) er að losna úr fangelsi eftir 28 ár fyrir vopnað rán. Doc (Walken) félagi hans tekur á móti honum og þeir ákveð að skemmta sér hressilega og

hafa uppi á flóttabílstjóranum sínum síðan í gamla daga (Arkin). Sá skuggi er yfir gleðinni að glæpaforingi nokkur hefur skipað Doc að drepa Val eða verða sjálfur drepinn. Þetta setur Doc í mikla klemmu, ekki síst þar sem Val veit hvað stendur til.

 Frumsýnd CatChing Fire Katniss og Peeta eru síður en svo hólpin þótt þau hafi sigrað á síðustu Hungurleikum og nú bruggar Snow forseti þeim almennileg banaráð.

Jón Yngvi Jóhannsson / Fréttablaðið

Runólfur Ágústsson / Pressan.is

Æsast nú hungurleikar

llinn er „… stí r, mikil gaðu mjög fá kja að lesa, tas konfek tur þess að ný maður verri lesa á h síðu.“ blað einustu Birgisdóttir

Eftir bið sem hefur verið mögrum aðdáendum bókaþrennunnar sem kennd er við Hungurleikana er loksins komið að frumsýningu annarrar myndarinnar í samnefndum myndabálki. Í The Hunger Games: Catching Fire er þráðurinn tekinn upp þar sem skilið var við Katniss og Peeta í fyrstu myndinni. Þar sigruðu þau en vandræði þeirra eru þó rétt að byrja.

Þ

uður Kiljan

Soffía A

www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu

paradís: von

Forsetinn er harður á því að koma þeim í hel.

“IT coULD bE hIS bEST FILM So FAR” the guardian

Q&A MEÐ LEIKSTj. ULRIch SEIDL

SÍÐASTA MYNDIN Í PARADÍSARÞRÍLEIK ULRIch SEIDL FYRRI MYNDIRNAR TVÆR ERU EINNIG SÝNDAR

pARADíS: vON

(16)

sýningatímar á bioparadis.is

thE iNNOcENtS sun: 20.00

(16)

SKÓLANEMAR: 25% AfSLáttuR gEgN fRAMvíSuN SKíRtEiNiS! MEÐ StuÐNiNgi REYKJAvíKuRBORgAR & KviKMYNDAMiÐStÖÐvAR íSLANDS - MiÐASALA: 412 7711

au undur og stórmerki gerðust í 74. Hungurleikunum að tvö ungmenni lifðu hildarleikinn af, þau Katniss Everdeen og Peeta Mellark. Eins og allir sem þekkja til sögunnar vita var það fyrir hugrekki og hugvit Katniss sem þau lifðu bæði af en leikarnir höfðu áður gengið út á að aðeins eitt ungmenni frá einu af hinum tólf fylkjum endurreistu Bandaríkjanna, Panem, stæði uppi sem sigurvegari. Þau snúa aftur heim í fátæka fylkið sitt númer 12 en fá ekki að dvelja lengi í faðmi vina og ættingja þar sem þeim er uppálagt að fara í sigurför um landið. Þessi áframhaldandi samvera kyndir undir þeim tilfinningum sem Katniss og Peeta fundu sín á milli á meðan þau börðust fyrir lífi sínu og áherslan er í þessari mynd meiri á ástarþríhyrninginn sem dreginn var upp í The Hunger Games. Peeta hefur verið skotinn í Katniss árum saman en Katniss og æskuvinur hennar Gale hafa aftur á móti verið óaðskiljanleg og þeirra á milli bærast heitar tilfinningar og Katniss á í bölvuðu basli með að greina hvor ungu mannanna sé hinn eini rétti. Þessi vandræði eru þó smámunir samanborið við að Snow forseti er öskuillur og kann Katniss og Peeta nákvæmlega engar þakkir fyrir að hafa rofið áratugalanga hefð Hungurleikanna. Ekki síst þar sem dirfska þeirra og göfgi hefur blásið uppreisnaranda í brjóst almennings í fylkjunum sem öll eru kúguð af höfuðborgarbúum.

Forsetinn bregður á það snjallræði að smala saman öllum sigurvegurum Hungurleika liðinna ára og etja þeim saman á ný, upp á líf og dauða að sjálfsögðu. Eðli málsins samkvæmt og í ljósi reynslu þeirra sem þarna koma saman af drápum og vélráðum eru fyrri Hungurleikar sem barnaleikur í samanburði við þau ósköp sem nú bíða Katniss og Peeta. Forsetinn er harður á því að koma þeim í hel en þau eru ekki á sama máli og sigri þau aftur blasir við að uppreisnarneistinn sem þau tendruðu verði að byltingarbáli. Sú frábæra unga leikkona Jennifer Lawrence leikur Katniss sem fyrr og vegur hennar hefur heldur betur vaxið frá því hún mundaði bogann fyrst í The Hunger Games en í millitíðinni hefur hún landað Óskarsverðlaunum sem besta leikkonan í The Silver Linings Playbook. Josh Hutcherson leikur Peeta áfram og Liam Hemsworth leikur Gale. Woody Harrelson, Lenny Kravitz, Elizabeth Banks, Stanley Tucci og Donald Sutherland endurtaka einnig rullur sínar auk þess sem öflugir nýliðar mæta til leiks í þeim Phillip Seymour Hoffman, Sam Claflin, Jena Malone, Lynn Cohen, Amanda Plummer og Jeffrey Wright.

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


1.390 kr. ALLAR STÓRAR PIZZUR AF MATSEÐLI

PÖNNUPIZZA: 1.590 KR. EF ÞÚ SÆKIR, VIKUNA 18.–24. NÓVEMBER 2013

TÍ TAKTU ÞÁT TU G KÍK FJÖRINU O A.IS Á MEGAVIK

www.dominos.is

sími 58 12345

domino’s app


76

bækur

Helgin 22.-24. nóvember 2013

Rökkurnætur í Reykjavík Alþjóðlega glæpasagnahátíðin Iceland Noir hófst í Reykjavík á fimmtudaginn. Um þrjátíu rithöfundar og þýðendur taka þátt í hátíðinni, þar af kemur rúmlega helmingur frá útlöndum. Heiðursgestur hátíðarinnar er Arnaldur Indriðason en á meðal erlendra gesta eru Ann Cleeves, höfundur sakamálasagnanna um Veru lögreglukonu, dr. John Curran, fremsti sérfræðingur heims í verkum Agöthu Christie, og Jorn Lier Horst, handhafi Glerlykilsins 2013 fyrir bestu norrænu spennusöguna. Skipuleggjendur hátíðarinnar eru rithöfundarnir Quentin Bates, Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir, en samstarfsaðilar eru Hið íslenska glæpafélag, Norræna húsið, Borgarbókasafnið og Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. Heilmikil dagskrá er í kringum hátíðina um helgina og meðal annars verður gengið í fótspor Erlendar í Glæpagöngu á föstudaginn klukkan 15.30. Úlfhildur Dagsdóttir leiðir gesti um götur borgarinnar. Gangan hefst við lögreglustöðina á Hverfisgötu og er opin öllum. Allar frekari upplýsingar má finna á www.icelandnoir.com.

Góður ljóðafél aGssk apur

Berglind Gunnarsdóttir hefur sent frá sér ljóðabókina Ekki einhöm en í bókinni eru bæði frumsamin ljóð og þýðingar Berglindar á ljóðum rokkgoðsins Jim Morrison, César Vallejo og Omar Khayyam. Ljóðin í bókinni eru margbreytileg og ná yfir viðnám tímans, fegurð andartaksins og harm dauðans, ástina og skáldskapinn. Berglind lagði stund á spænsku og málvísindi í Reykjavík og Madríd. Hún hefur birt frumort ljóð og ljóðaþýðingar, einkum úr spænsku, bæði í eigin bókum og ýmsum tímaritum og safnverkum. Berglind hefur sent frá sér átta ljóðabækur, tvær frumsamdar skáldsögur (Flugfiskur, 1992 og Tímavillt, 2007) og eina þýdda (Ást og skuggar, 1988, eftir Isabel Allende). Auk þess ritaði hún ævisögu Sveinbjörns Beinteinssonar allsherjargoða 1992.

 Bók adómur Hlustað

Skrímslið fer til Færeyja Skrímslið litla systir mín er að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur vora í Færeyjum. Tilefnið er að á föstudag kemur barnabókin Skrímslið litla systir mín út á færeysku ásamt geisladiski með tónlist Eivarar Pálsdóttur úr samnefndri leiksýningu. Bókin kom út á íslensku í september og hefur hlotið mjög góðar viðtökur. Helga Arnalds og leikhúsið 10 fingur munu sýna Skrímslið litla systir mín tvisvar sinnum í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn á sunnudaginn og eftir sýninguna verður Eivör Pálsdóttir með tónleika fyrir börn og fullorðna. Björk Bjarkadóttir sem myndskreytti bókina mun svo leiða börnin í gegnum skapandi smiðju þar sem börnin fá að skapa sjálf með litum og pappír. Með í ferðinni verður líka sonur Helgu, Úlfur Elíasson, sem upphaflega átti hugmyndina að sögunni sem bæði leiksýningin og bókin byggja á. Allt er þetta hluti af Bókadögum sem haldnir eru á vegum rithöfundafélags Færeyja í samstarfi við Norðurlandahúsið.

 Bækur sif siGmarsdóttir skrifaði fr amtíðartrylli

Góð áhrif frá Los Angeles hennar á heilann. Allt bendir til Hlustað er fyrsta skáldsaga Jóns þess að hún hafi látist af of stórum Óttars Ólafssonar og er óneitanskammti fíkniefna en Davíð linnir lega nokkuð sérstakt og áhugavert ekki látum fyrr en hann hefur fundinnlegg í íslensku glæpasagnaflórið grunaðan morðingja. Rannsókn una. Sérstaða Hlustað felst í því að hans flækist saman við rannsókn á höfundurinn hefur yfirgripsmikla umfangsmiklum dópviðskiptum og og haldgóða þekkingu á rannefnahagsbrotum fyrirhrunsáranna. sóknum sakamála og þá ekki síst Eins og titillinn bendir til eru efnahagsbrota, sem koma einmitt hleranir í forgrunni í rannsókninni talsvert við sögu hér. Jón Óttar er og vangaveltur um slíkt ættu að doktor í afbrotafræðum og hefur virka sem olía á eld þeirra sem líta starfað innan lögreglunnar, í fjárforvirkar rannsóknarheimildir festingabanka og hjá sérstökum hornauga. saksóknara. Ekki ónýtur reynsluHlustað er spennandi, rígheldur banki þegar kemur að því að skrifa og fléttan gengur smekklega reyfara þar sem morð, fíkniefnaviðupp. Stíllinn er þó tilþrifalítill og skipti, aflandseyjasvindl með milljmeð nokkrum skýrslublæ eins arða, lögreglan og embætti sérog kannski við er að búast, og er staks saksóknara koma við sögu. kannski viðeigandi, þar sem ítarHlustað er fyrsta bókin í fyrirlegar lýsingar eru á aðferðafræði huguðum þríleik þannig að þótt lögreglurannsókna. Mjög áhugamorðmál sé hér í forgrunni spinnur vert allt saman en textinn iðar samt Jón Óttar stærri og flóknari sögu ekkert af lífi. sem mun ekki verða til lykta leidd Í nákvæmum lýsfyrr en í næstu bókum. ingum sínum minnir Hann kynnir hér til Jón Óttar um margt á leiks rannsóknarlögMichael Connelly, sem reglumanninn Davíð. er í fremstu röð bandaSá á að baki tuttugu ára rískra krimmahöfunda, starf í lögreglunni með og áhrifin frá sögum viðkomu í fjárfestingarhans um lögguna Harry banka á bóluárunum. Bosch eru augljós og Hann er laskaður eftir ánægjuleg. hrunið, eins og flestir Og þótt Davíð sem bankamenn og fær frekar einhliða persóna tímabundna ráðningu á framan af þá sækir hann sínum gamla vinnustað, í sig veðrið eftir því sem lögreglustöðinni við á líður og harmsaga Hverfisgötu.  hans kemur betur í ljós. Þegar lík ungrar Hlustað Jón Óttar fer vel af stað konu finnst grásleppuJón Óttar Ólafsson og það verður spennandi skúr við Ægisíðu má Bjartur 359 s, 2013 að sjá framhaldið. -ÞÞ segja að hann fái mál

STEINUNN ÞÓRARINSDÓTTIR 1. nóvember – 30. nóvember 2013 Opnunartímar 11:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi

TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery

Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is

Sif og Urður litla sem skaut einni ljósmóðurinni skelk í bringu þegar hún heyrði að nefna ætti barnið eftir norn.

Nefndi dóttur sína eftir norn Sif Sigmarsdóttir, rit- og pistlahöfundur, hefur sent frá sér nokkrar vinsælar unglingabækur en nú kveður við nýjan tón hjá henni. Nýja bókin hennar heitir Múrinn og þar segir frá fjórtán ára stelpu sem lendir í miklum ævintýrum í fjarlægri og drungalegri framtíð. Sif eignaðist sitt fyrsta barn, dótturina Urði, fyrir þremur mánuðum og þegar ein ljósmóðirin á sjúkrahúsinu í London heyrði að barnið ætti að heita eftir norn runnu á hana í það minnsta tvær grímur.

s

Múrinn Borgin Dónol er í heljargreipum einvaldsins Zheng og lífvarðasveita hans. Freyja elst þar upp hjá ömmu sinni og veit ekki betur en að þær séu ósköp venjulegir íbúar en þegar hinir Utanaðkomandi taka skyndilega að birtast innan borgarmúrsins fer tilvera hennar á hvolf. Hverjir eru hinir Utanaðkomandi? Og hvað vilja þeir Freyju?

if Sigmarsdóttir hefur getið sér gott orð fyrir unglingabækur sínar um dramadrottninguna en í sinni nýjustu bók skiptir hún heldur betur um gír. Múrinn er fyrsta bókin í flokki sem Sif kallar Freyju sögu og þar gengur á miklu í ævintýri sem hún segir nokkuð í anda Hungurleikanna. „Það er mikið aksjón í gangi í Múrnum. Þetta er drungaleg fantasía, dálítið í anda Hungurleikanna. Fyrsta bókin í flokknum Freyju saga og hún endar á spennandi stað þannig að það kemur í það minnsta ein bók í viðbót.“ Sif segir söguna gerast í fjarlægri framtíð í borginni Dónol sem er lokuð af innan múrveggja lengst upp á hálendi Íslands. „Aðalsöguhetjan er Freyja, fjórtán ára stelpa, sem býr þar hjá ömmu sinni. Hún heldur að hún sé ósköp venjuleg stelpa en þegar dularfullir atburðir fara að gerast kemur í ljós að það er ekkert hversdagslegt við hana Freyju.“ Sif hefur um árabil skrifað pistla í Fréttablaðið er færði sig nýlega yfir í Morgunútvarp Rásar 2. „Ég fæ innblástur víða að. Ég hef mikinn áhuga á þjóðmálum og pólitík og það eru til dæmis ófáir stjórnmálamenn sem ég hef stolið ýmsu frá í Múrnum,“ segir Sif og segir að útlits- og persónueinkenni ýmissa persóna gætu verið kunnugleg. „En ætli það sé ekki best að segja sem minnst um það og leyfa lesendum að sjá hvort þeir þekki einhverja þarna.“ Sif býr í London og hefur búið í Bretlandi síðustu tólf árin. „Ég fór þangað fyrst í nám og er bara ekki búin að flytja

til baka ennþá.“ Hún eignaðist sitt fyrsta barn fyrir þremur mánuðum og ákvað að fæða í London þótt margir legðu hart að henni að koma heim og eignast barnið í „besta heilbrigðiskerfi í heimi“. „Hún er þriggja mánaða þannig að maður er með nokkra bolta á lofti og maður er að reyna að missa ekki neinn. Vonum að minnsta kosti að það verði ekki barnið sem ég missi,“ segir Sif og hlær. „Við ákváðum að eignast hana úti og það gekk bara ágætlega og við vorum alveg hrifin af kerfinu þar. Það er skemmtilegt frá því að segja að þar sem London er fjölmenningarborg komu ljósmæðurnar á spítalanum víða að. Ég sagði þeim að hún ætti að heita Urður eftir norn úr norrænu goðafræðinni. Flestum leist ágætlega á það nema einni ljósmóður sem kemur frá Síerra Leóne. Hana hryllti svo við nafni barnsins að ég hef aldrei séð annan eins svip og óttaðist bara hreinlega að hún myndi hringja í barnaverndaryfirvöld. Henni leist svo rosalega illa á að barnið yrði skírt í höfuðið á norn. Þannig að nornir í Síerra Leóne eru kannski ekki jafn vel liðnar og á Íslandi.“ Sif segir næstu bók vera í vinnslu í hausnum á sér. „Ég var í rauninni búin að leggja ákveðin drög um leið og ég skrifaði fyrstu bókina og núna er ég að berjast við að finna tíma til að skrifa fyrstu setninguna í bók númer tvö þannig að það fer að koma að því.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


Ævintýrin gerast enn Nýjar bækur í frábærum ævintýraseríum

Önnur bókin í geysivinsælum þríleik

Fimmta bókin um Nicolas Flamel

amazon.co.uk

amazon.co.uk

Framhald verðlaunabókarinnar Hrafnsauga „... upphaf að mögnuðum sagnabálki.“ ÁM / Mbl. (um Hrafnsauga)

www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu


78

menning

Helgin 22.-24. nóvember 2013

 Sól í Tógo AflA fjár með liSTAuppboði

Ólafur Elíasson er bomban S Samtökin Sól í Tógó starfa í Vestur-Afríku þar sem þau vinna að því að bæta hag bágt staddra barna. Verið er að leggja lokahönd á einingahús í Glidji þar sem börn sem nú eru á víð og dreif geta búið saman. Til þess að ljúka fjármögnun þessa verkefnis efna samtökin til sýningar og uppboðs á verkum yfir 30 íslenskra listamanna. Einn þeirra er Ólafur Elíasson en það þykir saga til næsta bæjar þegar möguleiki er á að eignast verkefni eftir hann.

ól í Tógó opna myndlistarsýningu í Hannesarholti að Grundarstíg 10 á laugardaginn klukkan 17. Sýningunni lýkur þann 30. nóvember en þá verða verkin sem þar eru boðin upp og seld hæstbjóðendum. Og það er eftir heilmiklu að slægjast en meðal þeirra sem gefa verk á uppboðið eru Eggert Pétursson, Davíð Örn Halldórsson, Elín Hansdóttir, Egill Sæbjörnsson, Gabríela Friðriksdóttir, Gjörningaklúbburinn, Hallgrímur Helgason, Ragnar Kjartansson og sjálfur Ólafur Elíasson. Alda Lóa Leifsdóttir, hjá Sól í Tógó, segir það hafa verið auðsótt mál að fá listafólkið til að leggja samtökunum lið með þessu móti. „Það var einhver rosaleg stemning fyrir því að taka þátt,“ segir hún. „Við hljótum bara að vera með svona fallegt verkefni.“ Sem sjálfsagt enginn efast um. Alda Lóa segir uppboðið hugsað til þess að ljúka fjármögnun á einingahúsi í Glidji þar sem skjólstæðingar Sólar í Tógó munu geta búið allir saman, en sem stendur eru börnin dreifð á þremur svæðum. „Við erum loksins að klára að reisa hús yfir alla krakkana. Þróunarsamvinnustofnun Íslands styrkti okkur um 70% og nú erum við að reyna að dekka það sem eftir stendur, sem er eitthvað á bilinu sjö til átta milljónir. Þetta verður tilbúið í mars og þá geta krakkarnir vonandi flutt.“ Alda Lóa segir að óhætt sé að tala um að stórkanónurnar í íslenskri myndlist séu saman komnar á upp-

boðinu ásamt rísandi stjörnum. Það sem geri uppboðið síðan svo skemmtilegt er að þar mun fólk geta eignast fallega list á viðráðanlegu verði. Síðan telst vitaskuld til tíðinda að Ólafur Elíasson skuli eiga þar verk. „Það er bara stórfrétt,“ segir Alda Lóa og hlær. „Hann er auðvitað bomban á uppboðinu.“ Sýningin opnar á laugardaginn klukkan 17 og verður opin alla vikuna frá klukkan 11–18. Þar gefst fólki kostur á því að skoða og kynnast verkunum fyrir uppboðið sjálft. Uppboð á verkum fer fram á lokadegi sýningarinnar þann 30. nóvember frá klukkan 14–16. Uppboðshaldari er Óttar Proppé, alþingismaður. Allir sem koma að uppboðinu hafa gefið vinnu sína til að styrkja málefnið. -ÞÞ

Guðjón Ketilsson.

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.

Sól í Tógó

Hallgrímur Helgason.

Sól í Tógó eru frjáls félagasamtök sem starfa í Tógó í Vestur-Afríku. Verkefnismarkmið Sól í Tógó eru tvö. Annars vegar að byggja heimili fyrir varnarlaus börn í Glidji þar sem þau geta notið skjóls, umhyggju og menntunar. Hins vegar að starfsfólk heimilisins hljóti starfsþjálfun og öðlist þekkingu á aðferðum Hjallastefnunnar á Laufásborg, sem og innleiðingu og framkvæmd stefnunnar í Tógó. Starfsþjálfunin er liður í því að nota Hjallastefnuna til að bæta gæði menntunar og stuðla að jafnrétti og lýðræðislegri uppbyggingu í samfélagi umkomulausra barna í Tógó.

Húbert Nói.

Hildur.

Ragnar Kjartansson.

 TónleikAr kAmmerkór SuðurlAndS fékk óvænTA AThygli í london

Mary Poppins „Stórfengleg upplifun“ – EB, Fbl Mary Poppins (Stóra sviðið)

Fös 22/11 kl. 19:00 Fös 6/12 kl. 19:00 Fös 27/12 kl. 19:00 Lau 23/11 kl. 13:00 Lau 7/12 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 13:00 Sun 24/11 kl. 13:00 Sun 8/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Fös 29/11 kl. 19:00 Fös 13/12 kl. 19:00 Fös 3/1 kl. 19:00 Lau 14/12 kl. 19:00 Lau 4/1 kl. 13:00 Lau 30/11 kl. 13:00 Fim 26/12 kl. 13:00 Sun 5/1 kl. 13:00 Sun 1/12 kl. 13:00 Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.

Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið)

Fös 22/11 kl. 20:00 30.k Fös 6/12 kl. 20:00 35.k Þri 17/12 kl. 20:00 Mið 27/11 kl. 20:00 aukas Sun 8/12 kl. 20:00 36.k Mið 18/12 kl. 20:00 Fim 28/11 kl. 20:00 31.k Fim 12/12 kl. 20:00 37.k Fim 19/12 kl. 20:00 Fös 29/11 kl. 20:00 32.k Fös 13/12 kl. 20:00 38.k Fös 20/12 kl. 20:00 Sun 1/12 kl. 20:00 33.k Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Lau 28/12 kl. 20:00 Fim 5/12 kl. 20:00 34.k Sun 15/12 kl. 20:00 40.k Sun 29/12 kl. 20:00 Epískur tónsjónleikur. ATH! Ekki unnt að hleypa inní sal eftir að sýning hefst

Mýs og menn (Stóra sviðið)

Lau 23/11 kl. 20:00 9.k Sun 24/11 kl. 20:00 10.k Lau 30/11 kl. 20:00 lokas Meistaraverkið eftir John Steinbeck aftur á svið. Síðustu sýningar!

Refurinn (Litla sviðið)

Lau 23/11 kl. 20:00 3.k Þri 3/12 kl. 20:00 7.k Mið 11/12 kl. 20:00 11.k Sun 24/11 kl. 20:00 4.k Mið 4/12 kl. 20:00 8.k Lau 21/12 kl. 20:00 12.k Þri 26/11 kl. 20:00 5.k Lau 7/12 kl. 20:00 9.k Sun 22/12 kl. 20:00 Þri 10/12 kl. 20:00 10.k Lau 30/11 kl. 20:00 6.k Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt

Hús Bernhörðu Alba (Gamla bíó)

Lau 23/11 kl. 20:00 Sun 24/11 kl. 20:00 Lau 30/11 kl. 20:00 lokas Ólgandi ástríður, þrá eftir frelsi og betra lífi. Síðustu sýningar!

Saumur (Litla sviðið)

Fös 22/11 kl. 20:00 5.k Nærgöngult og nístandi verk. Síðustu sýningar!

Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið)

Lau 23/11 kl. 13:00 3.k Lau 7/12 kl. 13:00 Sun 24/11 kl. 11:00 aukas Lau 7/12 kl. 14:30 Sun 24/11 kl. 13:00 4.k Sun 8/12 kl. 13:00 Lau 30/11 kl. 11:00 aukas Sun 8/12 kl. 14:30 Lau 14/12 kl. 13:00 Lau 30/11 kl. 13:00 5.k Lau 14/12 kl. 14:30 Lau 30/11 kl. 14:30 Sun 15/12 kl. 11:00 Sun 1/12 kl. 11:00 aukas Sun 15/12 kl. 13:00 Sun 1/12 kl. 13:00 6.k Sun 15/12 kl. 14:30 Sun 1/12 kl. 14:30 aukas Lau 21/12 kl. 13:00 Lau 7/12 kl. 11:00 Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap

Lau 21/12 kl. 14:30 Sun 22/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 14:30 Fös 27/12 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 14:30 Lau 28/12 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 14:30 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 14:30

Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is

Húsfyllir í kjölfar dauða tónskáldsins Tónskáldið Sir John Tavener lést þremur dögum áður en Kammerkór Suðurlands frumflutti verk hans, Three Shakespeare Sonnets, í sóknarkirkju Shakespeare, Southwark Cathedral. Kammerkór Suðurlands sneri heim á sunnudagskvöld úr afar vel heppnaðri tónleikaferð til London. Sú sorglega tilviljun að hið þekkta tónskáld Breta, Sir John Tavener, lést þremur dögum áður en kórinn frumflutti að ósk tónskáldsins Three Shakespeare Sonnets í sóknarkirkju Shakespeare, Southwark Cathedral, hafði dramatísk áhrif á þá athygli og umfjöllun sem tónleikarnir fengu. Húsfyllir varð á tónleikunum í kirkjunni sem rúmar yfir 600 sæti og þurftu sumir frá að hverfa. Kammerkór Suðurlands var, að því er fram kemur í tilkynningu kórsins, í stöðugu kastljósi fjölmiðlanna í aðdraganda tónleikanna þá tvo daga sem kórinn dvaldi í London til undirbúnings. Viðtöl við stjórnanda kórsins og kórfélaga birtust í morgunþætti á BBC Television á föstudag og síðar þann dag á ITV. Þá var tekið upp fyrir heimildamynd á BBC World og kórinn söng í beinni útsendingu á BBC 3 á fimmtudeginum. Um helgina birtist gagnrýni í eftirfarandi blöðum: The Daily Telegraph (4 stjörnur), The Evening Standard (3 stjörnur) og The Independent. „Tónleikarnir fá 4 stjörnur í The Daily Telegraph þar sem Hugo Shirley lýkur upp miklu lofsorði á flutning kórsins og einsöngvara í verkum Taveners. Hann telur það lán að flutningurinn hafi verið í höndum Kammerkórs Suðurlands en jafnframt voru á tónleikunum flutt eftir Tavener The Lamb, Birthday Sleep, Iero Oneiro, Schuon Hymnen og Song for Athene sem flutt var við útför Díönu prinsessu. Sir John Tavener hefur alla tíð átt við heilsubrest að stríða. Three Shakespeare Sonnets samdi Sir John Tavener til eiginkonu sinnar eftir að hún hafði hjúkrað honum til heilsu í kjölfar mikilla veikinda árið 2007. Hann fékk hugmyndina að verkinu þegar hann dvaldi á Íslandi 2010 en þá kom hann hingað til lands til að vera viðstaddur útgáfutónleika Kammerkórs Suðurlands með verkum hans. Hann bað Kammerkór Suðurlands þegar fram liðu stundir um að frumflytja þetta nýja kórverk sem inniheldur

Kammerkór Suðurlands í sóknarkirkju Shakespeare, Southwark Cathedral.

þann tragíska en viðeigandi texta „No longer mourn for me“ í síðasta ljóðinu sem varð niðurlag tónleikanna á föstudagskvöld,“ segir enn fremur. Á tónleikunum frumflutti Kammerkór Suðurlands einnig nýtt kórverk eftir ungan Breta, Jack White, en tónleikarnir hófust á nokkrum íslenskum verkum eftir m.a. Kjartan Sveinsson, Báru Grímsdóttur, Snorra Hallgrímsson og Örlyg Benediktsson. Tónleikana skipulagði breska umboðsskrifstofan Curated Place í samvinnu við umboðsskrifstofu nýrrar tónlistar í Bretlandi, Sound and Music, og stjórnanda Kammerkórs Suðurlands, Hilmar Örn Agnarsson. Flytjendur á tónleikunum voru Kammerkór Suðurlands ásamt kammersveit, stjórnandi Hilmar Örn Agnarsson. Einsöngvarar voru Elísabet Einarsdóttir, Björg Þórhallsdóttir, Henrietta Ósk Gunnarsdóttir, Tui Hirv, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Hrólfur Sæmundsson og Adrian Peacock. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is


„Ég geri afskaplega miklar kröfur“ Daníel Ágúst

MOMENTUM On-Ear Glæsilegt útlit. Einstök hljómgæði.

Sölustaðir: Pfaff, Grensásvegi – ELKO – Macland – Tölvutek

HLJÓMGÆÐI ERU LÍFSGÆÐI


80

menning

Helgin 22.-24. nóvember 2013

 Norr æNa húsið aldar afmæli BeNjamiN BritteN

ALFREÐ FINNBOGASON Í BEINNI ÚTSENDINGU

Kvartettinn Dísurnar, Eydís, Herdís og Bryndís, eru meðal flytjenda á tónleikunum.

Hátíðartónleikar í Norræna húsinu Í tilefni af 100 ára afmæli breska tónskáldsins Benjamin Britten efnir 15:15 tónleikasyrpan til Britten hátíðartónleika í Norræna húsinu 24. nóvember klukkan 15:15. Tónleikarnir verða, að því er fram kemur í tilkynningu, sannkölluð hátíðarveisla þar sem flutt verða einsöngsverk, kórverk, og kammerverk þessa mesta snillings breskrar tónlistarsögu. Flytjendur á tónleikunum eru: Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Gerrit Schuil píanó, kvartettinn Dísurnar og sönghópurinn Hljómeyki undir stjórn Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur. „Benjamin Britten er þekktasta tónskáld Breta frá 20. öldinni. Á tónleikunum verður flutt úrval verka hans sem sýna glöggt hæfni þessa mikla meistara sem fæddur var á degi heilagrar Sesselju, verndara tónlistarinnar, 1913. Kórverk Brittens; Hymn to St. Cecilia við samnefnt ljóð eftir W. A. Auden verður flutt af sönghópnum Hljómeyki. Þar kveikir heilög Sesselja sköpunarkraftinn sem vopn gegn eyðingar-

HOLLENSKI BOLTINN Í OPINNI DAGSKRÁ UM HELGINA

PSV EINDHOVEN – SC HEERENVEEN LAUGARDAG KL. 17.35 FC TWENTE – NAC BREDA SUNNUDAG KL. 15.20

afli stríðsins. Kvartettinn Dísurnar flytja Phantasy Quartet op. 2 fyrir óbó og strengi, kvartett saminn af Britten einungis 19 ára gömlum. Verkið þykir eitt stórbrotnasta verk tónbókmennta óbósins og mjög áhugavert. Eyjólfur Eyjólfsson og Gerrit Schuil flytja lagaflokkinn On this Island op. 11, fyrir tenór og píanó og ensk þjóðlög í útsetningum Brittens, en útsetningar Brittens þykja afburða góðar og lögin njóta sín á sem upprunalegasta hátt. Að lokum flytur Hljómeyki Sacred and Profane, kórverk við safn enskra miðaldaljóða frá 12. 13. og 14. öld. Kvæðin eru bæði af andlegum og veraldlegum toga. Þau fjalla um tilvist mannsins og afstöðu hans til náttúrunnar og Guðdómsins.“ Miðaverð á tónleikana er kr. 2000 og kr. 1000 fyrir öryrkja, eldri borgara og nemendur. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is


47 MILLJÓNIR

RENNA MILLJÓNIR TIL ÞÍN?

F ÍTON / S ÍA

Fimmfaldur Lottópottur stefnir í 47 flughálar milljónir. Leyfðu þér smá Lottó!

Skráðu þig sem aðdáanda Lottó á facebook.com/lotto.is

W W.L 013 | W 2 3/11 2

OT TO.I

S


82

menning

Helgin 22.-24. nóvember 2013

 Doctor Who Fimmtugur í Fullu Fjöri

Ótrúlega vinsæll á Íslandi Breska sjónvarpsþáttapersónan Doctor Who fagnar 50 ára afmæli sínu um helgina. Hann er jafn lífseigur og landi hans, James Bond, sem hefur haldið sjó í gegnum áratugina í kvikmyndum og breytt um útlit eftir þörfum með nýjum leikurum. Bondarnir eru þó að vísu aðeins orðnir sex en Doktorarnir eru ellefu og sá tólfti verður kynntur til leiks nýlega. Þrátt fyrir að hafa verið lítið sýndur í íslensku sjónvarpi nýtur Doctor Who gríðarlegra vinsælda á Íslandi. Sérstakur afmælisþáttur um hann verður sýndur í Bíó Paradís á laugardaginn og það seldist jafn hratt upp og á landsleikinn.

F

yrsta þrívíddarsýningin í Bíó Paradís verður á laugardagskvöld klukkan 22.30. Og tilefnið er ærið en þá verður sérstökum 50 ára afmælisþætti um tímaflakkarann vinsæla Doctor Who varpað á tjald kvikmyndahússins. Doctor Who er breskur þáttur sem hefur gengið með hléum í sjónvarpi þar í landi í hálfa öld og Doktorinn er jafn samofinn breskri þjóðarsál og Bjartur í Sumarhúsum hér á landi. Who hefur ekki síst lifað svona lengi vegna þess að hann er nokkurn veginn eilífur og endurholdgast reglulega og þannig hafa nýir leikarar jafnan getað leyst þá eldri af hólmi á sannfærandi hátt. Þeir eru orðnir ellefu leikararnir sem hafa túlkað þennan magnaða náunga sem ferðast í tíma og rúmi um heima og geyma í TARDIS, geimfari sem lítur út eins og símaklefi og er stærri að innan en það virðist að utan. Ótal aðdáenda Doctor Who munu njóta 50 ára afmælisþáttar Doctor Who mjög víða um heiminn, meðal annars í Þýskalandi, Noregi, Rússlandi, Ástralíu, Kazakhstan, Bandaríkjunum, Kanada, Svíþjóð, á Spáni, Bretlandi og Írlandi. The Day of the Doctor verður sýndur í þrívídd, 3D á stóra tjaldinu, og verður Bíó Paradís ekki undanskilið. Doctor Who þáttaröðin heldur upp á hálfrar aldar afmælið með þættinum The Day of the Doctor með Matt Smith, David Tennant, Jenna Coleman, Billie Piper og John Hurt í aðalhlutverkum. Þarna koma saman allir núlifandi leikarar sem leikið hafa Doktorinn, að Christopher Eccelstone undanslildum. Hann á að vísu heiðurinn að því að hafa leikið Who í fyrstu seríu þáttanna sem ganga

núna og vöktu Doktorinn til lífsins á ný. En það er einhver hundur í honum og hann vill ekki vera með. Breytir því ekki að fram undan er stórveisla fyrir aðdáendur Doctor Who sem fá nokkra „Doctora“ saman á færibandi. Þótt Who hafi lítið sem ekkert verið sýndur í sjónvarpi á Íslandi er hann svo vinsæll hérna að það seldist upp á sýninguna í Bíó Paradís á augabragði og ýmsir hörðustu aðdáendur hans sitja eftir með sárt ennið. Héldu að þeir væru hluti af örfáum sálum á Íslandi sem fylgja Who að málum. Örlagarík fortíð Doktorsins mun varpa sprengju í söguþróun þáttanna og það er því mikið í húfi fyrir aðdáendur hans að missa ekki af þessum sögulegu ósköpum.

Allir Doktorarnir ellefu sem hafa heillað unga sem aldna í gegnum áratugina.

Tveir Góðir. Matt Stone og David Tennant eru þeir tveir síðustu til að leika Doktorinn. Tennant var ómótstæðilegur í þremur seríum, svo tók Stone við en hann hverfur nú af velli og tólfti maðurinn tekur við.

Fást í verslunum Hagkaups og Bónus


JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ HALLGRÍMSKIRKJU 2013

JÓLATÓNLEIKAR

MÓTETTUKÓRS HALLGRÍMSKIRKJU MEÐ DIDDÚ

7. DESEMBER, LAUGARDAGUR KL. 17 8. DESEMBER, SUNNUDAGUR KL. 17 FLYTJENDUR: MÓTETTUKÓR HALLGRÍMSKIRKJU SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR SÓPRAN BALDVIN ODDSSON TROMPET BJÖRN STEINAR SÓLBERGSSON ORGEL

AÐGANGSEYRIR: 3.900 / 2.500 kr.

STJÓRNANDI: HÖRÐUR ÁSKELSSON Á EFNISSKRÁNNI ER HÁTÍÐLEG AÐVENTU- OG JÓLATÓNLIST, M.A. EFTIR: HÄNDEL, MOZART, SIGVALDA KALDALÓNS, HALLDÓR HAUKSSON OG ÁSKEL JÓNSSON. AÐRIR VIÐBURÐIR

13. desember föstudagur kl. 12.00 Orgeltónleikar Orgelið og aðventan Klais-orgelið 21. árs! Björn Steinar Sólbergsson flytur orgelverk eftir Bach, Andrew Carter og César Franck Aðgangseyrir: 1500 kr. 20. desember föstudagur 19.30 Sálmajazz! Spiritual standards- saxófónn og píanó.

AÐVENTU- OG JÓLATÓNLEIKAR SCHOLA CANTORUM Á AÐVENTU Hátíðartónleikar Schola cantorum á aðventu Fyrsta sunnudag í aðventu 1. desember kl. 17.00 Kammerkórinn Schola cantorum flytur hátíðlega aðventu- og jólatónlist á sex tungumálum. Á efnisskránni er frumflutningur nýrra jólasöngva e. Hafliða Hallgrímsson, Christus vincit e. MacMillan, Sieben Magnificat-Antiphonen e. Pärt ásamt verkum eftir Kreek og Sviridov. Einnig flytur kórinn tónlist eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Hauk Tómasson. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Aðgangseyrir: 3.500 / 2.500 kr.

Jólasálmar frá Þýskalandi og öðrum löndum í flutningi tveggja afburðahljóðfæraleikara frá Hollandi og Þýskalandi, sem ferðast nú um heiminn í tilefni af siðbótarári Lúthers 2017. Flytjendur: Markus Bürger píanó og Jan von Klewitz saxófónn. Í samvinnu við Þýska sendiráðið í Reykjavík. Aðgangur ókeypis. 29. desember sunnudagur 17.00 Orgeltónleikar – Barokkjól!

4. desember miðvikudagur 12.00-12.30 – Aðventa hádegistónleikar með Schola cantorum. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Aðgangseyrir: 2.000 / 1.500 kr.

Björn Steinar Sólbergsson flytur orgelverk eftir Bach, Buxtehude og Louis Claude D´Aquin. Aðgangseyrir: 2500 kr. 31. desember Gamlársdagur 17.00 Hátíðarhljómar við áramót.

11. desember miðvikudagur

Hátíðartónlist fyrir 3 trompeta, orgel og pákur.

18. desember miðvikudagur

Trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. Jónsson, Hörður Áskelsson orgelleikari og Eggert Pálsson pákuleikari flytja verk m.a. eftir Vivaldi, Purcell, Bach og Albinoni

12.00-12.30 – Aðventan og jólin hádegistónleikar með Schola cantorum. Aðgangseyrir: 2.000 / 1.500 kr. 12.00-12.30 – Jólin hádegistónleikar með Schola cantorum. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Aðgangseyrir: 2.000 / 1.500 kr.

Aðgangseyrir: 3.000 kr.

MIÐASALA: HALLGRÍMSKIRKJA, S. 510 1000, OPIÐ 9 - 17 ALLA DAGA, HALLGRIMSKIRKJA.IS


84

dægurmál

Helgin 22.-24. nóvember 2013

 Í takt við tÍmann Íris Lóa Eskin

Gengur í pallíettujakka af ömmu sinni Íris Lóa Eskin hefur vakið mikla athygli á netinu fyrir fyrsta lag sitt, Hypnotized. Hún ætlar að láta frekar að sér kveða í tónlistinni í framtíðinni. Ljósmynd/Hari

Íris Lóa Eskin er 19 ára nemi í Flensborg sem sendi á dögunum frá sér sitt fyrsta lag, Hypnotized. Lagið hefur vakið mikla athygli og hafa yfir fjórtán þúsund manns kíkt á það á Youtube. Íris er „húkkt“ á hot yoga. Staðalbúnaður

Ég geng í gallabuxum, samfestingum, skyrtum, jökkum og flottum skóm við. Ég kaupi mér eiginlega aldrei föt á Íslandi en ef ég geri það þá er það yfirleitt í Gallerí 17. Ég versla oftast í útlöndum, það eru mikið flottari föt þar og aðeins ódýrari en hér. H&M er alltaf voða vinsæl og svo er Urban Outfitters í miklu uppáhaldi en ef ég ætti að velja mér mína uppáhalds flík þá væri það pallíettu „vintage“ jakkinn sem hún amma mín átti. Ég geng mjög mikið í Jeffrey Campbell skóm, ég þarf aðeins að fara að breyta til þar.

Hugbúnaður

útí vor. að semja upptökustjór-

Ég stunda nám við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og skrifast þaðan Síðan er ég á fullu og taka upp tónlist með anum og snillingnum

Agga Friðbertssyni. Mér finnst það endalaust gaman! Svo auðvitað kíkir maður stundum út með vinkonum sínum svona af og til. Ég reyni að fara sem oftast í ræktina þegar ég hef tíma. Ég er orðin „húkkt“ á hot yoga, mér finnst það æði. Annars æfði ég listskauta í mörg ár. Ég er ekki mikil sjónvarps manneskja en ég á mína uppáhalds bíómynd og þætti. Uppáhalds myndin mín er The Holiday, það er eiginlega vandræðalegt hvað ég horfi oft á hana. Ég kann hana bókstaflega utan að. Þættirnir sem ég horfi á eru Suits, Game of Thrones, Sex and the City, Desperate Housewives og svo auðvitað Vampire Diaries.

Vélbúnaður

Ég á MacBook Pro tölvu sem ég gæti ekki verið án og ég á iPhone. Ég nota Facebook, Instagram og Snapchat en ég hef enn ekki prófað Twitter.

Aukabúnaður

Ég elska ítalskan mat, það er eiginlega það besta sem ég fæ. Uppáhalds staðurinn minn er einmitt Ítalía á Laugaveginum, ég hef farið þangað alveg síðan ég var lítil. Áhugamálin mín eru að semja tónlist, vera með fjölskyldu og vinum og njóta lífsins. Í sumar fór ég til Hawaii að heimsækja pabba minn. Ég hef farið þangað núna þrisvar sinnum og þessi staður kemur mér alltaf jafn mikið á óvart! Annars finnst mér líka alltaf gaman að fara til Boston þar sem amma mín á heima, og London er í miklu uppáhaldi.

appafEngur

QuizUp Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um QuizUp sem er orðið umtalaðasta appið á Íslandi þrátt fyrir að hafa aðeins verið aðgengilegt í 2 vikur. Ástæðan er vitanlega sú að þetta er algjörlega frábært app, komið ofar á listann í iStore en hið geysivinsæla Candy Crush og því umtalað víða um heim, en það kveikir einnig á þjóðarstoltinu að framleiðandi QuizUp er íslenski leikjaframleiðandinn Plain Vanilla Games. Afskaplega einfalt er að spila leikinn og mjög svo ávanabindandi.

Hægt er að velja úr miklum fjölda flokka og keppa við bæði vini og ókunnuga hvaðanæva úr heiminum. Spilaðar eru 7 umferðir og sá sem svarar flestu rétt vinnur. Eftir því sem á líður safnar fólk sér síðan hinum ýmsu heiðursnafnbótum. Ég þorði aldrei að prófa Candy Crush því ég hafði heyrt af virtu fólki sem var gjörsamlega orðið háð leiknum. Ég prófaði þennan því mér fannst þetta einmitt vera virðulegur spurningaleikur. Ég viðurkenni hér með: Ég er háð QuizUp. -eh


www.sonycenter.is 5 árA áByrgð fylgIr öllum SjóNVörpum

50”

risi á frábæru verði 259.990.-

Stórt Gott Frábært verð 5 ára ábyrgð glæSIleg höNNuN á fráBæru VerðI 50” LED SJÓNVARP KDL50W656 • • • •

Full HD 1920 x1080 punktar 200 Hz X-Reality myndvinnslukerfi Multimedia HD link fyrir snjallsíma Nettengjanlegt og innbyggt WiFi

Verð 259.990.-

Tilboð

Tilboð

399.990.-

189.990.-

PS3 fylgir með

Tilboð

299.990.-

örþuNNt og flott

frAmúrSKArANDI myNDgæðI

fráBær KAupAuKI fylgIr r

• Full HD 1920 x1080 punktar • 200 Hz X-Reality myndvinnslukerfi • Multimedia HD link fyrir snjallsíma • Nettengjanlegt og innbyggt WiFi

• Full HD 1920 x1080 punktar • 400 Hz X-Reality myndvinnslukerfi • Multimedia HD link fyrir snjallsíma • Nettengjanlegt og innbyggt WiFi

• Full HD 1920 x1080 punktar • 800 Hz X-Reality myndvinnslukerfi • Multimedia HD link fyrir snjallsíma • Nettengjanlegt og innbyggt WiFi

tilboð 189.990.-

tilboð 299.990.-

tilboð 399.990.-

42” LED SJÓNVARP KDL42W653

Verð áður 199.990.-

Sony Center Verslun Nýherja Borgartúni 569 7700

47” 3D LED SJÓNVARP KDL47W805

Verð áður 389.990.-

Sony Center Verslun Nýherja Kaupangi Akureyri 569 7645

46” 3D LED SJÓNVARP KDL46W905

Verð áður 519.990.-

12 máNAðA VAxtAlAuS láN VISA* *3,5% lántökugjald og 340 kr. færslugjald á hvern gjalddaga.


86

dægurmál

Helgin 22.-24. nóvember 2013

 iðnnemaR GReiddu fyRiR upplestuR með R akstRi

Rithöfundar fóru undir hnífinn Rithöfundarnir Þorsteinn Mar og Einar Leif Nielsen sóttu nemendur í Iðnskólanum í Hafnarfirði heim á fimmtudaginn og lásu fyrir þá upp úr verkum sínum en báðir eru þeir með fantasíubækur í jólabókaflóðinu. Þorsteinn með bókina Vargsöld og Einar með Hvítir múrar borgarinnar. Þeim var launaður greiðinn með almennilegum rakstri með gamla laginu og fara því stífrakaðir út í bókahasarinn sem fram undan er. „Í fyrra fengum við Eirík Örn Norðdahl til okkar gegn rakstri og hann vann síðan Íslensku bókmenntaverðlaunin þannig að ég tel það vita á gott fyrir höfunda að

koma hingað að lesa,“ segir Óli Gneisti Sóleyjarson, safnstjóri í Iðnskólanum, og sá sem stendur fyrir lestrarheimsóknunum i skólann. Óli segist ekki eiga von á öðru en að áframhald verði á þessum vinnuskiptum við rithöfunda og bendir á að fólk þurfi ekki endilega að fá ómakið launað með klippingu eða rakstri. „Við höfum upp á margt að bjóða hérna og kannski er einhver höfundur til dæmis með stíflað klósett sem hann þarf hjálp með.“ Óli segist hafa fengið þessa tvo höfunda í heimsókn vegna þess að „þeir semja báðir furðusögur sem mér finnst virka

ágætlega fyrir krakkana hérna.“ Og nemarnir eru hæst ánægðir með uppátæki safnstjórans. „Þau hafa gaman af þessu ekki síst þær sem tóku að sér að raka þá. Krökkunum finnst gaman að fá að gera eitthvað aðeins öðruvísi auk þess sem að sjálfsögðu urðu úrvalsnemendur fyrir valinu í raksturinn. Þannig að það sýnir mikið traust frá kennurunum að vera sérvalin í þetta verkefni.“ Óli segir rithöfundana ekki síður hafa verið káta enda ekki á hverjum degi sem menn fá alvöru rakstur með gamaldags rakhníf, en slíkt er upplifun í sjálfu sér. -þþ

Óli Gneisti Sóleyjarson, safnstjóri í Iðnskólanum, stóð fyrir vinnuskiptum þar sem rithöfundar lásu upp og fengu klippingu í staðinn.

 RóbeRt Guðmundsson JólaskReytiR hús af k appi

Með marglitar perur á lofti frá hruni Krakkar með Vasaljós

Ríkissjónvarpið hefur sýningar á nýjum þætti fyrir krakka á laugardaginn. Þátturinn heitir Vasaljós og honum stjórna krakkar og fjalla að sjálfsögðu bara um það sem krakkar hafa áhuga á. Sem er vitaskuld allt milli himins og jarðar. Marteinn Elí, Hekla Gná, Katla, Mira Esther, Salka, Alex Leó og Júlíana Dögg eru á aldrinum níu til þrettán ára og í þáttunum ætla þau að beina Vasaljósinu inn í króka og kima krakkaheimsins og lýsa upp skemmtilega krakka og allt það áhugaverða sem þeir eru að fást við. Krökkunum til halds og trausts við dagskrárgerðina eru vinkonurnar Kristín Eva Þórhallsdóttir og Brynhildur Björnsdóttir sem hafa sinnt börnum hjá RÚV með sóma undanfarin ár og notið mikilla vinsælda með útvarpsþáttinn Leynifélagið.

Hulli djókar Myndasögumaðurinn, teiknaða sjónvarpsstjarnan og grínarinn Hugleikur Dagsson hefur undanfarið þvælst um landið og grínast eins og honum einum er lagið með uppistand sitt, Djókaín. Hann er nú mættur í borg óttans með Djókaínið og fer með gamanmál sín í heilmiklu prógrammi sem hann hefur slípað á hvassri landsbyggðinni í Háskólabíói þann 29. nóvember klukkan 20. Þarna er á ferðinni rúm klukkustund af kynlífi, ofbeldi og Star Wars. Djókaín er bannað börnum sem eru yngri en 13 ára en Hulli bendir á að annars sé Djókaínið ekki bannað viðkvæmum en þeim er þó ekki ráðlagt að mæta. „Það var einn viðkvæmur maður sem kom á Djókaín á Egilsstöðum og hann meiddi sig í fætinum,“ segir Hulli sem rukkar 2000 krónur fyrir aðganginn að herlegheitunum.

Blátt áfram hafa það að markmiði að fræða fullorðna um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og hvernig megi fyrirbyggja það.

Málaraneminn Róbert Guðmundsson hefur um árabil tekið að sér að jólaskreyta hús fyrir fólk sem treystir sér ekki til þess sjálft að baða híbýli sín marglitri birtu. Jólaþjónustu Róberts hefur verið tekið fagnandi og í nóvember og desember hefur hann ekki undan og þeytist milli Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins og þræðir jólaseríur á hús og tré eins og óður væri.

R

óbert Guðmundsson hefur fengist við að jólaskreyta hús frá árinu 2007 og er að eigin sögn orðin býsna lunkinn og með gott auga fyrir því hvernig hægt er að láta ólík hús og garða njóta sín sem best á aðventunni. „Ég skreyti hús fyrir fólk með jólaljósum, bæði að utan og innan og er frekar öflugur þegar kemur að því að gera húsin falleg,“ segir Róbert sem er þegar byrjaður að skreyta og hefur vart undan í nóvember og desember. „Það er alltaf nóg að gera þessa tvo mánuði.“ Hróður Róberts í þessum efnum hefur borist víða en árið 2008 skreytti hann til að mynda hús í Árborg sem vann til verðlauna fyrir skreytinguna það árið. Hann býr í Hveragerði og hefur sjálfur staðið fyrir keppni um fallegustu skreytinguna á Suðurlandi og þá þótti Hótel Örk best skreytta byggingin. Róbert segir að vissulega leiti fólk til sín sem sé of upptekið til þess að standa sjálft í því að festa ótal perur upp en fyrst og fremst sé fólk þó að sækjast eftir stíliseringu hans. „Ég myndi nú segja að þetta sé mest fólk sem vantar uppástungur um hvernig ljósaskreytingarnar eigi að líta út hjá þeim. Annars er þetta alls konar. Eldra fólk sem treystir sér ekki til að gera þetta og svo fólk sem má kannski ekki vera að því að skreyta hjá sér. Er kannski í mikilli vinnu fyrir jólin og kýs þá að hringja í mig.“ Róbert mætir með allar græjur og hefur í krafti mikilla viðskipta góð afsláttarkjör á seríum sem hann lætur viðskiptavinina njóta beint. „Ég er meira

„Ég bakaði 50 kíló í fyrra.

Róbert Guðmundsson er sannkallaður jólasveinn, bakar smákökur í kílóavís fyrir jólin og skreytir hús fyrir fólk í tveimur landshlutum. Mynd/Hari

að segja ekkert að rukka fyrir svona ferðir þegar ég sæki jólaseríur í Byko eða Húsasmiðjuna. Ég er með allt upp í 25% afslátt af seríum sem kúnnarnir fá beint í vasann.“ Og Róbert segist vera í svo miklu jólaskapi þetta árið að hann veiti 20% afslátt af tímavinnu sinni. En hvað kom til að hann byrjaði að bjóða skreytingaþjónustuna? „Þetta var eiginlega bara þann-

ig að 2008 kom hrunið yfir alla. Þá var bara ekkert orðið að gera fyrir mig á veturna og þá datt mér í hug að það væri hægt að nýta tímann í að vera með jólaskreytingar,“ segir Róbert sem jólar yfir sig árlega og hefur til að mynda undanfarin ár bakað smákökur og gefið kirkjum á Suðurlandi. „Ég bakaði 50 kíló í fyrra.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


tar x e t g n ö erkið. S sonar v í n n i s pössuðu og Andra Ólaf l l e IN VAR G m N s I N n Ý i S e „ g u ö g l G.“ E „Nýju rls Tea mdir.“ L I a a T s K M l s M e E v m K í S a ULEGAuldudóttir – Morgunblaðið. L G Steingr ru einstakledgóttir – Morgunblaðið. E R e u Silja Björk H rk Huld Silja Bjö

GERT. L E V A G E „VIRKIL N.“ N A M Í T N A LL ÉLT MÉR A Rás 2.

H

Gunna Dís –

„M börnum sý eð uppsetningunni e nd sú virði r n g s e m þeim ber a Þjóðleikhú ð hálfu ssins og sa m f é l a gsins.“ Hlín Agnars dóttir – DV

„Gunnar Helgason kan n sannarlega að setja kraft í „show ið“, þrusukraft meira að se gja.“ Jón Viðar – Fréttablaðið.

hrós skilið á i r jó t s ik le n so „Gunnar Helga ýningu.“ s a t t o fl g o la fyrir kraftmik gunblaðið. dudóttir – Mor

Silja Björk Hul

.

imin og e f ó a d n e u r „Börnin vo einbeitingu f a i ð æ b u ék óþvinguð, l leikgleði.“ i n n i k i v s ó og aðið. réttabl

Jón Viðar – F

„KRAFTMIKIL OG LITSKRÚÐUG SÝ NING.“ Jón Viðar – Fréttabla ðið.

„Það var sérleg a ánægjulegt a ð sjá alla þessa hæfi leikaríku krak ka sem þátt taka í sýn ingunni.“ Silja Björk Huldu dóttir

heppnuð l e v a t t e þ r e „Í heildina á Óvitum.“ a l s r æ f p p u DV. dóttir –

Hlín Agnars

– Morgunblaðið.

FJÖR Ð I K I M R E „ÞAÐ UNNI.“ G N I N Ý S Í G STUÐ Víðsjá.

O

551 1200

ardóttir – rður E. Sigurð

Þorge

HVERFISGATA 19

LEIKHUSID.IS

MIDASALA@LEIKHUSID.IS

„Krakkarnir leik ekkert smá v a el.“ Gunna D ís – Rás 2.


HE LG A RB L A Ð

Hrósið ...fær Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu, fyrir að koma liðinu lengra en nokkru sinni og gleðja íslenska þjóð í skammdeginu.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  Bakhliðin JóhANNA PálSdóttiR

r i r y f allt JÓliN DAGATALSKERTI Mikið úrval. Vnr. 5670400

SPARIÐ

1000

1 STK.

Reynsluríkur orkubolti Aldur: Er afstæður en árin sem ég hef lifað eru 42. Maki: Makalaus. Börn: Lísbet Freyja, 6 ára ljónynja. Foreldrar: Páll Guðjónsson og Ingibjörg Flygenring. Áhugamál: Stjórnmál, bækur, listir og leikhús og að elda góðan mat í góðra vina hópi.

1

GilDir 22.11 - 24.1

249

160 PERUR

20%

FULLT VERÐ: 4.995

3.995

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ÚTISERÍUM

CEPHEUS NETSERÍA Glæsileg netasería með 160 LED perum. Stærð: 200 x 200 sm. Vnr. 6020400

Menntun: BA í stjórnmálafræði og MSC í alþjóða markaðsfræði. Starf: Ég var að hefja störf í vikunni sem framkvæmdarstjóri hjá vefstofunni WEDO – sem er smá umsnúningur frá módel- og tískubransanum sem ég er að kveðja.

MIKIÐ

20%

ÚRVAL

Stjörnumerki: Ljón. Stjörnuspá: Að eðlisfari veistu nákvæmlega hver þú ert og vilt fara. Ræddu framtíðardrauma þína við aðra og vittu hvað þeir segja.

AFSLÁTTUR

J

óhanna er mikill orkubolti og getur reddað mörgum hlutum samtímis enda þykir okkur vinkonunum gott að geta leitað til hennar þegar eitthvað mikilvægt er fram undan,“ segir Áslaug Friðriksdóttir, vinkona Jóhönnu en Jóhanna var henni til halds og trausts í nýliðinni prófkjörsbaráttu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Hún er „teamplayer“ og setur árangurinn alltaf í forgang. Ekki spillir að hún þaulvön markaðsmanneskja, bjó í Skotlandi í mörg ár og vann hjá einu stærsta fjölmiðlafyrirtækinu þar og kom heim með gríðarlega reynslu og gerði okkur öll ríkari.“ Jóhanna Pálsdóttir tók í vikunni við starfi framkvæmdastjóra veffyrirtækisins sem hefur gert vefsíður fyrir mörg stórfyrirtæki hér á landi, þar á meðal NOVA, Sagafilm og WOW Air. Jóhanna hefur áralanga reynslu í viðskiptalífinu og gegndi meðal annars stöðu markaðsstjóra fyrir Scottish Media Group og Capital Radio í Bretlandi. Þá var hún markaðsstjóri hjá Íslenska dansflokknum og framkvæmdastýra Elite Fashion Academy.

PLÖTUSPILARI

NÚ VERÐ PR. MTR.

299

KAUPTU 2 OG SPARAÐU

400

SPARIÐ

50 PERUR

1000

1 STK.

1.995

STóR KIRKjUKERTI Stærð: 29 x 10 sm. 1 stk. 1.995 nú 2 stk. 3.590 Vnr. 34479001

15% AFSLÁTTUR

20%

AFSLÁTTUR

3.995 STjÖRNUSERÍA Falleg stjörnusería í glugga með 50 LED perum. Stærð: 100 x 105 sm. Vnr. 42578001

1.595

SANTA DAGATALSKERTI Hæð: 33 sm. Vnr. KN103312

FULLT VERÐ: 4.695

Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is

24% AFSLÁTTUR

FULLT VERÐ: 4.995

KERTI FULLT VERÐ: 1.995 LjóSAHRINGUR Fallegur 60 ljósa hringur á frábæru verði! Stærð: Ø35 sm. Vnr. 1002-12-1017

Verð 59.900,-

SLÖNGUSERÍUR Einlitar frá: 379 nú 299 pr. mtr. Marglitar 379 nú 299 pr. mtr. Með LED ljósum 695 nú 555 pr. mtr. Vnr. 1002-11-1079

3.995

400 LJÓSA HÆÐ: 200 SM. FULLT VERÐ: 16.950

12.950

YGGDRASIL LjóSATRé Fallegt 400 ljósa tré með LED perum. Hægt að nota innan- og utandyra. Hæð: 200 sm. Vnr. 6024700

www.rumfatalagerinn.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.