22. júní 2012

Page 1

Lambalæri Forsetakosningar á grillið

EM 2012

Loksins blómstrar Steven Gerrard.

Fólkið á bak við fram­bjóðendur og hernaðar­áætlanir þeirra.

Lærðu að grilla besta kjöt í heimi.

Fótbolti

Matur og Vín 40

18

úttekt

20 22.-24. júní 2012 25. tölublað 3. árgangur

 VIÐTAL

Eiga von á fimmburum

Tom og Katie Ísland á kort hinna frægu á ný.

úttekt 28

Barði Jóhanns Ljósmynd/Hari

Veður í verkefnum í Frakklandi. Viðtal

24 Hjón á þrítugsaldri, búsett í Reykjavík, standa nú frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun hvort

Shania Twain

Kántrídrottningin sækir Ísland heim.

þau eigi að fara að ráðleggingum lækna, og fækka fóstrum sem konan gengur með, um þrjú! Konan er gengin tæpa þrjá mánuði með fimmbura. Hjónin fengu þessa sláandi frétt fyrir rúmri viku og hafa í kjölfarið sveiflast

Hún sagði

fram og til baka; hvort þau eigi að láta fram-

mér að fóstrin

fóstrum til að auka lífslíkur hinna tveggja sem

væru fimm

eftir yrðu – eða hvort þau eigi að feta braut fimm lifi. Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem kona verður barnshafandi af fimm­burum

algjört áfall.

enda er slíkt afar fátítt á heimsvísu.

121771 •

Unnið í samvinnu  Hver aGer

við Garðyrkjufélag

Hjartnæm Garðablóm Hjartablóm hafa verið í ræktun hérlendis um áratuga skeið og aldrei hefur neinn heyrst hallmæla plöntum enda forkunnarfagr þessum ar.

Íslands

 bls. 2 Helgin 22.-24. júní

ði SýninG Um HelGina

2012

Vökvið mikið í kjölfar vorhrets og þurrka Ýmsar reynitegundir og rósayrki fóru illa í vor.

 bls. 2

Hluti af svæði sem

félagar í GÍ skreyttu

árið 2010.

Velkomin á Bló

Þ

m í bæ!

að er okkur Hvergerðingum sérstök ánægja tækifæri til að að bjóða sjá hið besta frá velkomna á Garðyrkju- gesti íslenskum blómaframleiðen dum. og blómasýninguna „Blóm sýning á garðplöntum Á útisvæði er vegleg í bæ“ sem nú er þar sem virða haldin í sér sumarblóm, berjarunna, matjurtirmá fyrir Tugþúsundir gesta fjórða sinn í Hveragerði. fjölæringa. Allar hafa sótt hátíðina og skreytingar í bæjarfélaginu fjölbreyttrar sýningar og notið eru í höndum atvinnuá öllu því sem tilheyrir græna geiranum og áhugamanna blómaskreytinga auk þess sem skreytingar um r sem leggja nótt blómaskreyta í fyrir sýninguna bæjarfélaginu við hafa vakið svo skreytingarnar dag mikla athygli fyrir bestar. verði sem frumleika og fegurð. Þema sýningarinnar Hvergi gefst betra í ár er „sirkus“ munu skreytingar tækifæri til að það helsta sem á sýningunni taka og í boði er í garðyrkju kynna sér því. Alls konar kynjaverur sirkusins mið af í bæ í Hveragerði. en á Blóm Ýmislegt í blómum og myndum lifna við afþreyingar, blóma-bingó verður síðan til og litagleðin tekur völd. Í beðum og verður með regluöll legu millibili hátíðardagana, kerjum má sjá marglit blóm af ýmsum gerðum örfyrirlestrar, fræðslugöngur, sem garðaskoðun, ljóðablómabreytileika náttúrunnaröll minna okkur á fjölstaurar, plöntupúl og og gæði íslenskrar framleiðslu. Aldrei bæjarbúa er meðal garðasúpa í görðum af afurðum græna hefur jafn mikið magn þess fjölmarga skrá verður þessa sem á daggeirans verið til helgi. Á laugardeginum á einum stað. Í fagnar Norræna íþróttahúsi bæjarinssýnis félagið í Hveragerði glæsileg sýning hefur messu og reisir afskorinna blóma Jónsmiðsumarstöng blóma verið sett og pottameð tilheyrandi gleðskap í upp og þar gefst Lystigarðinum. gestum Auk þessa alls verða leiktæki og uppákomur fyrir yngstu

kynslóðina og sýningar og markaðir allan bæ þannig út um að engum ætti að leiðast. Sýningin hefst næstkomandi föstudag klukkan 12 en henni lýkur á sunnudeginum klukkan 18. Setningarathöfn verður á föstudag klukkan 14 og mun ráðherra landbúnaðar og sjávarútvegs setja sýninguna. Um leið og Hvergerðingar og fagfélög græna geirans bjóða alla landsmenn komna til að njóta velþess besta sem garðyrkja býður íslensk uppá bendum við á að nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.blomibae.is Aldís Hafsteinsdóttir Bæjarstjóri Hveragerðis.

Betri gæði á

Viltu skipta á plöntu? Það má býtta á plöntum ekki síður en frímerkjum og servéttum.

 bls. 5

Garðagöngurnar eru sívinsælar

Ýmist gengið á millli einkagarða eða opinberir garðar skoðaðir.

 bls. 6

góðu verði

Rúm, dýnur, hægindas ófar,

svefnsófar, gjafavöru r og fleira

Garðar

síða 14

í miðju FrÉttatímans Hlíðasmára 1 | 201 Kópavogur | Sími: 554-6969 | www.lur.is

Gamla, góða sumarið

SÍA

Dægurmál

Garðar

áhættusamrar meðgöngu og treysta á að öll

og ég fékk

PIPAR \ TBWA

62

kvæma flókna fóstureyðingu á þremur

Njóttu þess að vera úti í sólinni með Gamla apótekinu Fylgstu með okkur á Facebook / www.gamlaapotekid.is

Veljum íslenskt


2 

fréttir

Helgin 22.-24. júní 2012

Viðskipti Samkeppniseftirlitið skoðar k aup Senu á Miða.is

Sena kaupir Miða.is Höskuldur Daði Magnússon

Þ

að er búið að skrifa undir kaupsamning en það fylgja honum fyrirvarar. Það er verið að vinna í þeim fyrirvörum hdm@frettatiminn.is núna,“ segir Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu. Sena hefur fest kaup á Miða.is og Samkeppniseftirlitið skoðar nú kaupin. Björn telur að búast megi við niðurstöðu þess eftir um 4-6 vikur. Sena er stærsta afþreyingarfyrirtæki landsins og Miði.is er stærsta fyrirtækið sem selur miða á netinu. Fréttatíminn hefur heimildir fyrir því að Samkeppniseftirlitið hafi sett sig í samband við tónleikahaldara og fleiri sem selja miða hjá Miða.is og óskað eftir athugasemdum þeirra. Kurr er meðal þeirra enda hefur Sena staðið fyrir tónleikahaldi og má því færa rök fyrir að fyrirtækið verði beggja vegna borðsins gangi kaupin eftir. Fyrirtækið hafi þannig aðgang að viðkvæmum upplýsingum um keppinautana.

Ólafur Ragnar með átta prósentustiga forskot á Þóru

Ólafur Ragnar Grímsson hefur átta prósentustiga forskot á Þóru Arnórsdóttur samkvæmt nýrri könnun Gallup á fylgi við forsetaframbjóðendur, sem Ríkisútvarpið birti í gær. Ari Trausti Guðmundsson og Herdís Þorgeirsdóttir bæta við sig fylgi frá síðustu könnun. Ólafur Ragnar Grímsson er, samkvæmt könnuninni, með mest fylgi frambjóðendanna eða 44,8 prósent þeirra sem tóku afstöðu. Það er um einu prósentustigi minna fylgi en í síðustu könnun. Þóra Arnórsdóttir mælist með 37 prósenta fylgi, um tveimur prósentustigum minna en síðast. Bilið milli þeirra hefur því aukist um eitt prósentustig á tveimur vikum. Þá var munurinn sjö prósentustig en er nú átta. Ari Trausti Guðmundsson er með 10,5 prósenta fylgi og Herdís Þorgeirsdóttir með stuðning 5,3 prósenta kjósenda. Bæði Ari Trausti og Herdís bæta lítillega við sig fylgi frá síðustu Gallupkönnun en aðrir frambjóðendur missa fylgi. Andrea J. Ólafsdóttir er með 1,6 prósenta fylgi og Hannes Bjarnason með 0,8 prósent. - jh

Agnes vígð á sunnudag

Munur milli tveggja efstu 21. júní 2012 Gallup

Reynir í annað sinn að laumast um borð Einn mannanna fimm sem reyndu að lauma sér um borð í skip til Ameríku snemma í gærmorgun er í hópi þeirra drengja sem komu fylgdarlausir hingað til lands á árinu og sögðust vera undir lögaldri. Þetta er í annað sinn sem hann næst í tilraun við að komast um borð í skip á leið til Ameríku, samkvæmt heimildum Fréttatímans. Að sögn Ólafs William Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips, gerist það undantekningarlítið að menn reyni að lauma sér um borð í skip félagsins á leið til Ameríku. Af þeim sökum er mikill öryggisviðbúnaður viðhafður þegar skip eru hér í höfn á leið til Ameríku. Aðspurður segir hann engann hafa tekist að lauma sér milli landa með skipum félagsins en einu sinni þurfti að snúa við skipi sem komið var út fyrir Reykjanesskagann þegar laumufarþegi uppgötvaðist. „Eimskip yrði að greina milljónasekt í Bandaríkjunum og Kanada ef í ljós kæmi að laumufarþegi komi þar til lands með skipi félagsins frá Íslandi,“ segir Ólafur. -sda

HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

Sunnudaginn 24. júní næstkomandi verður sr. Agnes M. Sigurðardóttir vígð til embættis biskups Íslands. Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, vígir sr. Agnesi og meðal vígsluvotta eru ellefu erlendir biskupar. Vígsluathöfnin fer fram í Hallgrímskirkju klukkan 14.00 og er öllum opin. RÚV mun einnig sjónvarpa beint frá athöfninni. Þrír kórar syngja við athöfnina; Mótettukór Hallgrímskirkju, Dómkórinn og kirkjukór Bolungarvíkur. Dómkórinn, undir stjórn Kára Þormars, mun einnig syngja fyrir athöfnina eða frá 13.30.

8%

toppaðu grillmatinn með ferskum sósum Uppskriftirnar eru á www.gottimatinn.is

„Við gerum okkur grein fyrir því að við þurfum að sannfæra bransann um að það verði aðskilnaður við okkar fyrirtæki svo mönnum líði vel í viðskiptum við Miða,“ segir Björn. Af hverju vill Sena eignast Miða.is? „Við sjáum mikil tækifæri í þessu skemmtilega félagi í tengslum við það sem við erum að gera í afþreyingarbransanum. Við erum sjálfir viðskiptavinir þess og hefur líkað vel.“ Hvað kostar Miði.is? „Það eru alltof viðkvæmar upplýsingar til að ég geti upplýst það á þessu stigi málsins.“ Björn Sigurðsson hjá Senu er spenntur fyrir kaupunum á Miða.is.

Yfirlýsing Egill Einarsson um ákvörðun ríkissaksóknar a

Óskar skýringa á meðferð nauðgunarkæru Ríkissaksóknari hefur fellt niður nauðgunarkæru á Egil Einarsson og unnustu hans. Egill hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins sem fer hér á eftir.

S

em kunnugt er hefur ríkissaksóknari fellt niður nauðgunarkæru á hendur mér og Guðríði unnustu minni. Ég hef hingað til forðast að ræða þetta mál opinberlega, ef frá eru taldar tvær stuttar yfirlýsingar sem ég gaf út um málið þar sem ég ítrekaði sakleysi mitt. Nú, þegar mér hefur borist í hendur rökstuðningur ríkissaksóknara fyrir niðurfellingu kærunnar finn ég mig nú knúinn til, vegna misvísandi viðbragða sem sjá má á internetinu, að koma eftirfarandi á framfæri: Í fyrri yfirlýsingum mínum hélt ég því fram að nauðgunarkæran væri fráleit og ekkert í málinu benti til sektar, hvorki framburður kæranda eða vitna, né önnur gögn málsins. Í rökstuðningi ríkissaksóknara fyrir niðurfellingu málsins er framburður minn og Guðríðar um atvik sagður staðfastur og samræmist öðrum gögnum málsins og ekkert bendi til að við hefðum samræmt framburð til að fegra hlut okkar. Hins vegar telur ríkissaksóknari að ekki verði framhjá því litið að í framburði kæranda var ekki innbyrðis samræmi í skýrslum hennar hjá lögreglu. Og heldur ekki samræmi í því sem haft var eftir henni á Neyðarmóttöku strax í kjölfar hins meinta brots og þess sem hún skýrði frá hjá lögreglu. Þá kemur fram í rökstuðningi ríkissaksóknara að engin réttarlæknisfræðileg gögn sýni fram á að brotið hafi verið kynferðislega á meintum brotaþola í umrætt sinn. Síðan eru mörg önnur atriði, sem ríkissaksóknari tekur ekki fram í rökstuðningi sínum fyrir niðurfellingunni, sem benda ótvírætt til þess að kæran sé ekki á rökum reist. Hingað til hafa allar atburðalýsingar í þessu ömurlega máli, sem birst hafa í fjölmiðlum, einkum DV, komið frá „stuðningsmönnum“ stúlkunnar sem kærði okkur. Þessar atburðalýsingar eru í meginatriðum rangar og stundum hreinn uppspuni, eins og til dæmis sú fullyrðing að stúlkan haf i þur f t að gangast undir læknisað-

gerð eftir samskipti mín við hana. Ekkert slíkt kemur fram í gögnum málsins. Því miður hafa fjölmargir byggt afstöðu sína á grunni þessara röngu upplýsinga, og sumir þeyst fram á ritvöllinn og opinberað sína „ígrunduðu“ og „réttlátu“ nauðgunardóma yfir mér. Eins og gefur að skilja er ég mjög ósáttur við þetta mál og allt sem því tengist. Ég mun óska eftir því við þar til bæra aðila að fá skýringar á því hvað varð til þess að málið fór jafn langt og raun ber vitni? Hvers vegna það tók þennan óratíma að fella það niður og hvort að eitthvað óeðlilegt eða saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við kæruna? Hef ég falið lögmanni mínum að koma þeim óskum á framfæri með viðeigandi hætti. Illgirnin og hefndarhugurinn hjá mörgum þeirra sem tjáðu sig um mig í tengslum við þetta mál ætti að vera öllum íhugunarefni. Háskólakennarar, rithöfundar, embættismenn, stjórnmálamenn og fjölmargir aðrir gengu miklu lengra en eðlilegt getur tal-

ist, svo mjög að á tímabili fékk ég það hreinlega á tilfinninguna að það væri einlæg von nokkurra þeirra sem dómharðastir voru, að nauðgun hefði átt sér stað! Þetta ömurlega mál skyldi nýtt sem réttlæting eða vopn í einhverskonar „hugmyndabaráttu“, svo ósmekklega sem það nú hljómar. Eða sem vopn í höndum þeirra sem einhverra hluta vegna töldu sig eiga eitthvað sökótt við mig. Örlög og heill stúlkunnar virtust aukaatriði. Eða, hvað annað er hægt að lesa út úr ummælum Sóleyjar Tómasdóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna, á Facebook, þegar hún sagði: „Nú er bara að krossa fingur“ og tengdi frétt þess efnis að Ríkissaksóknari væri kominn með málið á sitt borð? Krossa fingur um hvað? Að stúlkunni hafi verið nauðgað eða að saklaust fólk yrði ákært? Þetta mál hefur verið þungbært fyrir mig, unnustu mína og okkar nánustu. Þrátt fyrir sakleysi okkar hefur mannorð okkar beggja beðið alvarlegan skaða. Þar fyrir utan fylgir því nær óbærileg vanlíðan að verða fyrir ásökun um svo alvarlegan glæp. Ofan á það bættist svo mjög einhliða fjölmiðlafár. Að síðustu vil ég ítreka að nauðgun er í mínum huga alvarlegur glæpur. Það er einnig alvarlegt mál að kæra fólk fyrir slíkan glæp að ósekju og ég á engan annan kost en að bera hönd fyrir höfuð mér. Ég vona innilega að þetta mál verði ekki til þess að draga úr trúverðugleika raunverulegra fórnarlamba kynferðisofbeldis, eða möguleikum þeirra að ná fram rétti sínum – en sú hætta er fyrir hendi þegar rangar sakir eru bornar á fólk. Ef svo reynist liggur ábyrgðin ekki hjá mér heldur öðrum þeim sem hafa viljað gera sér mat úr þessu máli. Virðingarfyllst, Egill Einarsson


HVÍTA HÚSIÐ/SÍA 12-1295

Lifðu lífinu Nýr Kia cee’d

Nýr Kia cee’d er kominn Kia cee’d er kraftmikill, sparneytinn, rúmgóður og betur búinn en nokkru sinni. Hann eyðir aðeins 4,1 l/100 km í blönduðum akstri og fær því frítt bílastæði í Reykjavík í 90 mínútur í senn.

Verð frá

3.450.777 kr.

Kia cee’d EX dísil 128 hö. Staðalbúnaður: • 16“ álfelgur • Led ljós að framan og aftan • Bakkskynjarar • Loftkæling • Hraðastillir • Handfrjáls búnaður … og margt fleira

Komdu og reynsluaktu nýjum Kia cee’d – lifðu lífinu

7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum.

Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.

www.kia.is


4

fréttir

Helgin 22.-24. júní 2012

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

Gott útlit á laugardag Aftur er að hlýna í háloftunum og þá minnka líkur á skúrum og sólin nær að skína í öllu sínu veldi. Jafnframt hlýnar í lofti. Á morgun laugardag er spáð blíðuveðri um land allt, en á sunnudag verður meira skýjað á landinu og líklega lítilsháttar væta norðan- og austantil og aftur líkur á síðdegisskúrum á Suður- og Suðausturlandi. Engar verulegar breytingar er að sjá á stóru myndinni eftir helgi. Áfram því blítt og fremur stillt veður á landinu.

14

12

13

Einar Sveinbjörnsson

10

16

15

14

15

9

10

16

9

12 11

15

Léttir til um nær allt land og hlýnandi veður.

Léttskýjað víðast hvar og hægur vindur eða hafgola.

Höfuðborgarsvæðið: Léttskýjað þegar líður á daginn

Höfuðborgarsvæðið: A-gola og sólríkt. Fremur hlýtt

vedurvaktin@vedurvaktin.is

Smá rigning hér og þar norðan- og austantil. Annars skýjað með köflum. Skúrir síðdegis sunnanlands. Höfuðborgarsvæðið: Hafgola, sól annað slagið, en þurrt.

OYSTER PERPETUAL DATEJUST

Solveig Lára vígslubiskup á Hólum

 K ár ahnjúk avirkjun Tekist á um greiðslu fyrir vatnsréttindi

Michelsen_255x50_C_0612.indd 1

01.06.12 07:21

Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Möðruvöll­ um, tekur við sem vígslubiskup á Hólum. Atkvæði voru talin í síðari umferð kosningar til embættisins á miðvikudag. Tvö voru í kjöri í síðari umferð, Kristján Björnsson, sóknar­ prestur í Vestmannaeyjum, og Solveig Lára. Atkvæði féllu þannig Solveig Lára fékk 96 atkvæði að en Kristján 70. Alls var 181 á kjörskrá, 174 greiddu atkvæði eða 96 %. Þrjú atkvæði voru auð og fimm ógild. Solveig Lára verður vígð í embætti á Hólahátíð í ágúst. Hún tekur við embættinu af Jóni Aðalsteini Baldvinssyni. - jh/Ljósmynd Biskupsstofa

Nýtt greiðslu­ þátttökukerfi lyfja

Íbúðaverð hækkar

Velferðarráðuneytið undirbýr nú innleiðingu á nýju greiðsluþátttökukerfi sem hefur það meginmarkmið að verja sjúklinga fyrir háum lyfjakostnaði. Alþingi samþykkti 1. júní breytingar á lögum um sjúkratryggingar og einnig lyfjamál sem kveða á um fyrirkomu­ lag nýja greiðsluþátttökukerfisins. Helstu breytingar sem lögin kveða á um eru, að því er fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins, nýtt greiðsluþátttökukerfi lyfja sem ver sjúklinga fyrir háum lyfjakostnaði þar sem sett er þak á hámarksgreiðslur og að allir sem nota lyf fái rafrænan aðgang að lyfja­ sögu sinni í Lyfjagagnagrunni landlæknis. Læknar fá sama aðgang að upplýsingum um lyfjanotkun sjúklinga sinna. Einfaldara fyrir­ komulag verður á umsýslu S-merktra lyfja sem tryggir sama greiðslufyrirkomulag fyrir lyfin hvort sem einstaklingur sem þarfnast þeirra dvelur á sjúkrahúsi, í heimahúsi eða á hjúkrunarheimili. - jh

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,3% í maí, samkvæmt vísitölu íbúða­ verðs á höfuðborgarsvæðinu að því er fram kemur hjá Þjóðskrá Íslands. Vísitalan undanfarna 12 mánuði hefur hækkað um 5,3% að nafnverði en staðið í stað að raun­ virði. Umtalsverður munur var í verðþróun á sérbýli annars vegar og fjölbýli hins vegar í maí. Verð íbúða í fjölbýli hækkaði um 1,3% í maí en íbúðir í sérbýli lækkuðu um 2,2% frá mánuðinum á undan. Undanfarið ár hafa íbúðir í fjölbýli hækkað um 5,8% en íbúðir í sérbýli hafa hækkað um 3,8%. Mjög mikil velta var á íbúðamarkaði í maí. Alls voru gerðir 492 kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu. Það er mesti fjöldi samninga í einum mánuði síðan í desember 2007. Heildarveltan nam 15 milljörðum króna og er meðalupphæð á hvern kaup­ samning 30,5 milljónir króna. Þetta er mikil aukning frá fyrri mánuði þegar veltan var rúmlega 10 milljarðar króna. - jh

Kárahjúkavirkjun. Tekist er á um greiðslu fyrir vatnsréttindi virkjunarinnar. Ljósmynd/Landsvirkjun

Hæstiréttur verður skipaður 7 dómurum Aðalkrafa Landsvirkjunar er að niðurstaða héraðsdóms um 1,6 milljarða króna greiðslu til land­ eigenda verði staðfest en aðalkrafa þeirra er að greiða beri 25 milljarða króna.

H

FERÐAGRILL 8.900

44.900

4 Litir

Er frá Þýskalandi

Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400

19.900

Má ætla að ákvörðun Hæstaréttar um fjölda dómara taki nokkuð mið af því að rétturinn er í fyrsta skipti að fjalla um beitingu eignarnámsreglna vegna vatnsréttinda í tengslum við virkjunarframkvæmdir.

æstiréttur verðar skipaður 7 dómurum í máli er varða greiðslu til eigenda jarða fyrir heildarvatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunar en vatnsréttindamálin verða á dagskrá réttarins 5. október næstkomandi. Þá fer fram málflutningur um kröfur og röksemdir aðila fyrir réttinum. Aðalkrafa Landsvirkjunar fyrir Hæstarétti er að dómur Héraðsdóms Austurlands verði staðfestur. Hann byggði á því að verðmat meirihluta sérstakrar matsnefndar frá ágúst 2007 var staðfest, að greiða ætti 1,6 milljarða króna fyrir heildarvatnsréttindi virkjunarinnar. Landeigendur sættu sig ekki við niðurstöðuna og áfrýjuðu til Hæstaréttar. Efnislegar kröfur þeirra í málinu fela í sér að héraðsdómi verði hnekkt og að Landsvirkjun greiði tilteknar fjárhæðir vegna vatnsréttinda hverrar jarðar, ásamt vöxtum. Aðalkrafa landeigenda fyrir Hæstarétti miðar við verðmat byggt á 10 prósent prósent af brúttótekjum virkjunar, en það er hæsta prósenta sem komið hefur fram í þekktum leigusamningum um vatnsréttindi á Íslandi. Miðað við forsendur úr matsgerðum um raforkuverð, vexti til núvirðingar leigutekna og fleira miðar aðalkrafa við hlutdeild hverrar jarðar af heildarvatnsréttindum að fjárhæð

sem nemur um 25 milljörðum króna. Varakrafa miðar við 5 prósent af brúttótekjum, í samræmi við niðurstöðu matsgerðar Ragnars Árnasonar og Birgis Runólfssonar, eða 12,5 milljarða króna. Fyrir liggja varakröfur, byggðar á sömu matsgerð, um verðmat á vatnsréttindum, um 6 til 8 milljarðar króna eftir því við hvaða tíma er miðað. Lægsta varakrafa byggist á matsgerð Björns Þorra og Dan Wium en þeir skiluðu verðmati um vatnsréttindin að fjárhæð um 4 milljarða króna. Ákvörðun Hæstaréttar um 7 dómara byggir jafnan á tilliti til þess að um mikla hagsmuni sé að tefla í málum og/eða að mál geti haft almenna þýðingu um réttarframkvæmd á tilteknu sviði. Að mati hæstaréttarlögmannanna Hilmars Guðlaugssonar og Jóns Jónssonar hjá Sókn lögmannsstofu, sem fer með mál landeigenda, má ætla að ákvörðun Hæstaréttar um fjölda dómara taki nokkuð mið af því að rétturinn er í fyrsta skipti að fjalla um beitingu eignarnámsreglna vegna vatnsréttinda í tengslum við virkjunarframkvæmdir. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is



6

fréttir

Helgin 22.-24. júní 2012

 Stjórnmál Siðareglur og boðsferðir r áðamanna

Vilja skýringu frá andstæðingum en ekki samherjum Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is

Borgarráðsfulltrúar Vinstri-grænna og Sjálfstæðisflokks óskuðu á borgarráðsfundi þann 7. júní eftir áliti innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar og greinargerð frá menningar- og ferðamálasviði um boðsferð WOW til Parísar. Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins og formaður menningar- og ferðamálaráðs, þáði boðsferð flugfélagsins í jómfrúarflugi þess til Parísar á dögunum sem og tveir embættismenn menningar- og ferðamálasviðs. Í bókun minnihlutans segir meðal annars: „Óskað er eftir áliti innri endur-

skoðanda á ferðalaginu með hliðsjón af siðareglum og góðum starfsháttum kjörinna fulltrúa og embættismanna á vegum borgarinnar. Jafnframt er óskað eftir greinargerð frá menningar- og ferðamálasviði um ástæður og aðdraganda ferðalagsins.“ Fréttatíminn skýrði frá því í síðustu viku að Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra og formaður Vinstri grænna, aðstoðarmaður hans, fulltrúar bæjarstjórnar Akureyrar og lykilmenn íslenskrar ferðaþjónustu fóru í boði Icelandair til Denver í Bandaríkjunum um miðjan maí síðastliðinn.

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri-grænna, var spurð hvort ekki væri tilefni til að óska eftir skýringum hjá formanni flokks hennar á boðsferð hans til Denver á sama hátt og óskað hefði verið eftir skýringum á boðsferð Einars Arnar til Parísar. „Ég hef ekki gagnrýnt Einar Örn opinberlega í tengslum við þessa ferð heldur einungis spurt um það hvernig ferðin samræmist siðareglum borgarfulltrúa,“ segir Sóley. „Það er að sjálfsögðu alltaf matsatriði hvenær á að þiggja

svona ferðir og líta ber til þess hvaða hagsmunir eru í húfi,“ segir Sóley. „Ef það er mat Steingríms að hann hafi verið að gæta hagsmuna Íslendinga og íslensk viðskiptalífs sem ráðherra, líkt og fram kemur í fréttinni, finnst mér sú skýring nægja,“ segir Sóley. „Ef ráðamenn telja ástæðu til þess að fara til útlanda af einhverjum ástæðum finnst mér eðlilegast að það sé greitt af ríkinu þótt það sé að sjálfsögðu matsatriði í hvert sinn,“ segir hún.

 Hreindýr aveiðar Skotpróf

Áframhaldandi bati á vinnumarkaði

Vinnumarkaðurinn hefur verið að taka við sér undanfarið. Atvinnuleysi hefur verið að minnka og fjöldi starfandi að aukast. Atvinnuleysi var 8,5% í maí í ár samanborið við 11,0% í maí í fyrra, samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar sem birt var á miðvikudaginn og Greining Íslandsbanka vitnar til. „Í fjölda fóru atvinnulausir úr því að vera 20.500 niður í 15.900 á tímabilinu sem er fækkun um 4.600 manns, sem verður að teljast umtalsvert. Fjöldi starfandi fer þá úr 165.500 upp í 170.600 og hlutfall starfandi úr 74% upp í 76%,“ segir Greiningin. „Virðist sá hagvöxtur sem verið hefur undanfarið,“ segir enn fremur, „nægur til þess að draga úr slakanum á vinnumarkaði. Mældist vöxturinn 3,1% á síðastliðnu ári og er það nokkuð umfram jafnvægisvöxt hagkerfisins. Hagkerfið er þannig á leið upp úr þeim öldudal sem það lenti í við hrun bankakerfisins árið 2008.“ - jh

Stórmeistarar á Skákhátíð á Ströndum Skákhátíð á Ströndum 2012 verður haldin um helgina og er efnt til fjölteflis á Hólmavík og skákmóta í Djúpavík, Trékyllisvík og Norðurfirði. Von er á stórmeisturunum Helga Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni og Þresti Þórhallssyni, auk skákáhugamanna víða að. Þá munu mörg af efnilegustu skákbörnum landsins taka þátt í hátíðinni, sem er öllum opin. Fjöldi viðurkenninga og verðlauna eru í boði. Hátíðin hefst með fjöltefli á Hólmavík klukkan 16 á föstudaginn, þegar Róbert Lagerman, heiðursgestur hátíðarinnar, teflir fjöltefli. Á föstudagskvöld klukkan 20 verður tvískákarmót í Hótel Djúpavík og á laugardag klukkan 13 hefst Afmælismót Róberts Lagerman í samkomuhúsinu í Trékyllisvík. - jh

Mjólkin hækkar Mjólkurlítrinn hækkar um næstu mánaðarmót um 4 prósent. Verðlagsnefnd búvara tilkynnti þetta í gær. Staðhæft er að ástæður þessara verðbreytinga séu launabreytingar og hækkanir á aðföngum við búrekstur.

Í fréttatilkynningu frá verðlagsnefndinni segir að afurðastöðvaverð til bænda hækki um 2,80 krónur á lítra mjólkur, eða um 3,6 prósent. Þá hækkaði vinnslu- og dreifingarkostnaður mjólkur um tæp 4,4 prósent.

Funda með ungu fólki Allir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa boðað komu sína á fund með ungu fólki í Ráðhúsi Reykjavíkur á mánudagskvöld klukkan 20. Reykjavíkurráð ungmenna, í samstarfi við Landssamband Æskulýðsfélaga og Áttavitann, boðar til fundarins og gefst ungu fólki þar tækifæri til að spyrja frambjóðendurna spjörunum úr. Fundurinn er opinn öllu ungu fólki.

Taugastrekkjandi skotpróf Pálma Pálmi Gestsson leikari er kunnur skotveiðimaður og er einn þeirra þúsund af fjögur þúsund sem fékk „hreindýr“ 2012. Hann gekk í gegnum nokkrar hremmingar áður en hann náði umdeildu prófi sem hreindýraveiðimönnum er nú gert að undirgangast – á ákveðnu augnabliki sá Pálmi fyrir sér að það yrðu engar hreindýraveiðar þetta árið.

É

g hef ekkert á móti þessu skotprófi sem slíku, það getur vissulega verið til góðs; setur fókusinn á vopnið og það að menn haldi sér í æfingu. En þetta er alltaf spurning um framkvæmdina,” segir Pálmi Gestsson leikari og skotveiðimaður sem sannarlega mátti ganga í gegnum mjög svo taugastrekkjandi ferli áður en hann náði því umdeilda prófi sem áskilið er að þeir sem fara á hreindýr hafi staðist. Þann 14. júní 2011 var samþykkt breyting á lögum þar sem gerð var aukin krafa til hreindýraveiðimanna: „Enginn má stunda hreindýraveiðar nema hafa til þess leyfi, vera í fylgd með leiðsögumanni og hafa staðist verklegt skotpróf,“ segir í bréf sem barst til þeirra sem ekki hafa enn lokið skotprófinu en fengu leyfi. Fréttatíminn hefur fjallað um málið og meðal annars sagt frá því að samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun, þrjátíu prósenta fall sé á þessum prófum sem fara fram á 22 stöðum víðsvegar um landið, próf sem eru umdeild meðal annars vegna þess að menn sóttu um leyfi á tilteknum forsendum en reglum var svo breytt eftir á. Þá þykir prófið strangt.

Veiðiriffill ekki skotfimigræja

Pálmi segir að menn hafi fullyrt í sín eyru að í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við sé það annað hvort þannig að veiðimönnum beri að standast skotpróf eða að þeim sé gert að fara til veiða með leiðsögumönnum. Sjálfur lenti Pálmi í nokkrum hremmingum er varðar þetta próf eins og svo margir aðrir veiðimenn, en tímamörk er varðar að hafa staðist prófið Er ég einn eru nú um mánaðarmót, annars missa menn leyfið. þeirra sem var „Þetta er að strangt próf,“ segir svo heppinn Pálmi sem náði prófinu í þriðju atlögu. Fréttablaðið fékk hann til að að fá dýr, tarf á segja af reynslu sinni sem má heita tvö sem eru 15 lýsandi fyrir það sem skotveiðimenn landsins eru að ganga í gegnum um prósenta líkur þessar mundir. Pálmi kemur inn á og missi svo eitt atriða sem veiðimenn telja gagnrýniverð, sem er að hitta þarf fimm dýrið á skotskotum í 14 sm skotmark í 100 m svæðinu? fjarlægð. Á veiðislóð er um að ræða eitt skot og þá er hjörðin rokin. Sjálfur er Pálmi þaulvanur veiðimaður, hefur á löngum veiðmannsferli fellt sjö dýr. „Það hefur aldrei klikkað skot hjá mér á veiðum. Ég felldi einu sinni dýr á 270 metrum. Ég er með 7 mm Remington Magnum, öflugt kaliber, má ekki öflugra vera. Þetta er veiðiriffill en ekki skotfimigræja.“

Við að missa hreindýrið

Pálmi fór engu að síður nokkuð viss til prófs, enda reynslunnar smiður í þessum efnum. En, fyrsta skotið var þremur millimetrum utan hins 14 sentímetra hrings. Og þar með var það búið. Hann skaut engu að síður fjórum skotum til og voru þau öll vel innan hrings. Hann meldaði sig í prófið strax aftur og þá gekk allt sem í sögu nema:

Pálmi Gestsson. Þaulvön skytta en þurfti að sætta sig við að falla tvisvar á prófi þó árangurinn hafi verið að tvö skot af fimmtán voru 3 millímetra utan hins 14 sentímetra hrings.

„Fyrsta skotið beint í mark, annað, þriðja, fjórða ... en, fimmta var rétt utan við. Heyrðu, nú fór mér ekki að lítast á þetta. Það getur ýmislegt spilað inn í, vindur, andardráttur og svo framvegis, en hvur rækallinn. Er ég einn þeirra sem var svo heppinn að fá dýr, tarf á tvö sem eru 15 prósenta líkur og missi svo dýrið á skotsvæðinu?“ Pálmi þurfti því að taka prófið þriðja sinni og var það eðli málsins álag á taugakerfið, enda lokatækifæri. Og, sem betur fer gekk þá allt eins og í sögu. „Nú skal enginn misskilja mig, það er jákvætt að menn og vopn séu í lagi þegar haldið er til veiða. En, við erum að tala um að tvö skot af 15 hafi verið þrjá millímetra utan hrings. Algjörlega við hringinn en snertu hann ekki. Þá hefði ég sloppið – og ég slapp en það munaði mjóu.“ Kostnaður við hreindýraveiðar eru seint undir 300 þúsund krónum á mann sé litið til kostnaðar við leyfi, ferðir, leiðsögumann, gistingu og annan kostnað. Gjald við prófið er svo 4.500 krónur, í hvert skipti, og þegar við bætist að riffilskot eru dýr er hætt við að þetta togi verulega í pyngju venjulegs íslensks veiðimanns. Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettatiminn.is


Alltaf lágt verð AKKU SLÁTTUORF

RAFMAGNS HEKKKLIPPUR

HHSI 5246. 520 Wött. 230 Volt. Sverðlengd 51 cm. Vinnur á greinum upp að 16 mm. Þyngd 2,7kg.

6.490.SPÆNSK MARRGARÍTA „SÓLBOÐI”

ART 23 Li Accu. Engin sjálfsafhleðsla og ekkert “minni” - alltaf klár til notkunar, jafnvel á erfiðum svæðum. Hraðhleðsla. 14,4 V lithíum. Sláttubreidd 23 cm.

19.900.-

695.-

BENSÍNSLÁTTUVÉL MATJURTIR/KRYDDJURTIR

BLÓMAKER OG BLÓMAPOTTAR

Í 10 cm potti. Tilvalið í gróðurhúsið eða gróðurreitinn. T.d. blómkál, gulrófur, sellerí, spergilkál og steinselja.

Í miklu úrvali. Margar gerðir og stærðir.

á Ve r ð f r

395.-

995.-

Ginge Silver 520 BR. 190 cc mótor. 51 cm sláttubreidd. 7 hæðarstillingar, 70 l safnskúffa. Stór afturhjól.

99.900.-

Gerðu garðinn frægan með... STJÚPUR - FJÓLUR - FLAUELSBLÓM 4 stk í bakka, íslensk ræktun.

395.-

Í Garðalandi færðu allt fyrir garðinn. Laugardaginn 23. júní mun starfsfólk okkar kynna og leiðbeina viðskiptavinum um val á garðvélum, gaðrverkfærum og auk þess fræða þá um matjurtarræktkun og um val á plöntum. Njóttu þess að koma til okkar í og láttu okkur koma þér á óvart með ótrúlegu úrvali.

Krakkar, Það verða andlitsmálarar í á laugardaginn frá kl 12-17, og allir krakkar fá ókeypis ís frá Kjörís.

Verðin gilda frá föstudeginum 22. júní til og með laugardagsins 23. júní 2012. Gildir á meðan birgðir endast.

GÆÐI

ÞJÓNUSTA

GJAFVERÐ

BAUHAUS REYKJAVIK - Lambhagavegur 2-4 - 113 Reykjavik - www.bauhaus.is

VÖRUÚRVAL


8

fréttir

Helgin 22.-24. júní 2012

Þrír starfsnemar á leið til Gullverðlaun í matreiðslukeppni Malaví, Mósambík og Úganda Matreiðslumaðurinn Völundur Snær VölÞróunarsamvinnustofnun hefur ráðið í þrjár starfsnemastöður sem auglýstar voru í vor, að því er fram kemur í veftímariti stofnunarinnar. Alls bárust 49 umsóknir um stöðurnar. Heiður M. Björnsdóttir fer til Malaví. Hún er að ljúka M.Sc. gráðu í þróunarhagfræði frá Háskólanum í Glasgow, með áherslu á aðferðafræði við mat á árangri í heilbrigðisverkefnum í þróunarlöndum. Ester Straumberg Halldórsdóttir fer til Mósambík. Hún er að ljúka MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Westminster háskóla í London, með áherslu á sjálfbæra þróunarsamvinnu. Jórunn Edda Helgadóttirfer til Úganda. Hún er með MA gráðu í alþjóða- og samanburðarlögfræði frá London School of Oriental and African Studies, með áherslu á mannréttindi, umhverfis- og auðlindamál. Gert er ráð fyrir að starfsnemarnir hefji störf í síðari hluta ágúst og starfi í Afríku í fjóra mánuði. - jh

undarson keppti á þriðjudaginn í matreiðslukeppninni Yi Yin Cup og hlaut fyrstu verðlaun í erlendu keppninni, að því er fram kemur í tilkynningu bókaútgáfunnar Sölku. Keppt var í liða- og einstaklingskeppni og hlaut Völundur fyrstu verðlaun í þeirri síðarnefndu. Keppnin fer fram árlega en var nú í fyrsta skipti opin erlendum matreiðslumönnum. Alls kepptu tvö þúsund kínverskir kokkar í innlendu keppninni og tvö hundruð í þeirri erlendu. Margir af fremstu matreiðslumönnum heims tóku þátt í keppninni, t.d. var franska liðinu meðal annars stýrt af hinum kunna matreiðslumanni Cyril Rouquet sem jafnframt er kynnir í þáttunum Top Chef. Keppnin fór fram á Ólympíuleikvanginum í Peking. - jh

Landsframleiðsla á mann Umframeftirspurn yfir meðaltali ESB-ríkjanna eftir hlut í Regin Landsframleiðsla á mann, leiðrétt fyrir kaupmætti í hverju landi, var 10% yfir meðaltali ESB-landanna hér á landi á síðasta ári samkvæmt tölum sem hagstofa ESB birti fyrr í vikunni og Greining Íslandsbaka vísar til. „Er þessi mælikvarði,“ segir Greiningin, „oft notaður á velferð og virðist hún vera nokkuð viðunandi í þessum samanburði þrátt fyrir allt sem hér hefur gengið á í efnahagsmálum á undanförnum árum. En þetta er ekki eini mælikvarðinn á velferð. Annar slíkur mælikvarði sem endurspeglar sennilega betur velferð heimilanna í hverju landi fyrir sig er neysla á mann leiðrétt fyrir kaupmætti. Á þann mælikvarða var Ísland með neyslu á mann sem var 7% yfir meðaltali ESB-landanna á síðastliðnu ári samkvæmt tölum hagstofu Evrópusambandsins.“ - jh

Landsbankinn hefur selt 75% eignarhlut sinn í fasteignafélaginu Regin en opnu hlutafjárútboði lauk á þriðjudaginn. Umframeftirspurn var í útboðinu en alls seldi Landsbankinn 975 milljónir hluta á genginu 8,2 krónur á hlut sem er í lægri enda verðbilsins sem gefið var út en það var 8,1-11,9 krónur á hlut, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Heildarsöluverðmæti útboðsins var 7.895 milljónir króna en heildareftirspurn í útboðinu nam 10,3 milljörðum. Landsbankinn heldur eftir 25% hlut í félaginu og skuldbindur sig til að selja þann eignarhlut ekki í 10 mánuði eftir skráningu félagsins. Samkeppniseftirlitið hefur sett fram skilyrði um sölu bankans fyrir miðjan maí 2013. - h

Heyrnartækni kynnir ...

Minnstu heyrnartæki í heimi*

Bókaðu tím Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 Intiga til prufu í vikutíma og fáðu Int I ga er Intiga Inti eru ofurnett heyrnartæki og hönnuð með það fyrir augum að gera aðlögun að notkun hey yrnart heyrnartækja eins auðvelda og hægt er. Hljóðvinnslan er einstaklega mjúk og talmál verður ský rara en e þú hefur áður upplifað. skýrara

Með Me eð Intiga In verður minna mál að heyra betur í öllum aðstæðum! G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s

 Verslun og viðskipti Stefgjöld

Njósnað um tónlist í búðum Reikningur frá STEF kom verslunareiganda í miðborginni spánskt fyrir sjónir, ekki síst vegna þess að verslunin er beinlínis þannig hugsuð að ekki sé þar tónlist. Borið hefur á kvörtunum vegna reikninga frá STEF nú uppá síðkastið en talsmaður þar segir á móti eðlilegt að rétthafar tónlistar, þeir sem skapi hana, fái nokkuð fyrir sinn snúð.

S

„Menn á vegum STEFs voru hreinlega lagðir í einelti, var ekki boðið í afmæli og svo framvegis...“

vo virðist sem eitthvað sé í gangi núna en okkur hafa borist tvær eða þrjár fyrirspurnir síðustu daga,” segir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Nýverið barst verslunareiganda nokkrum í miðborginni borist reikningur frá STEF – sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar – sem hljóðaði uppá 15 þúsund krónur. Hann taldi þetta fráleitt þar sem búðin er nánast lögð þannig upp að þar ómi ekki tónlist í verslunarrými. Við eftirgrennslan kom í ljós að reikningurinn byggði á því að maður á vegum samtakanna hafi komið við í búðinni og heyrt óm í útvarpi sem er í kaffistofunni. „Þetta kemur alltaf upp af og til,“ segir Andrés. „Við höfum ekkert þurft að standa í stappi við Stef vegna þessa, yfirleitt leysist þetta sjálfkrafa þegar menn átta sig á því hvernig í pottinn er búið. Almennur tónlistarflutningur í verslunarrými er stef-skyldur en ekki ef um venjulega notkun á útvarpi í vinnustofu eða eldhúsi er að ræða.“ Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri hjá STEF, segir ekkert nýtt í gangi núna nema að ... „það hefur starfsmaður frá okkur farið einn rúnt til að kanna hvort það séu komnar einhverjar nýjar verslanir sem ekki eru á skrá hjá okkur og bjóða upp á tónlist í verslunum sínum og kannað það. En ekkert átak. Ef viðkomandi er ekki með leyfi byrjum við á að senda viðkomandi kynning-

arbréf þar sem fram kemur að ef hann vilji hafa tónlist í búð sinni beri honum að greiða flytjendum, höfundum og hljómplötuframleiðendum fyrir það.“

Mikilvægur tekjupóstur

Á höfuðborgarsvæðinu eru 700 verslanir á skrá hjá STEFi. Að sögn Guðrúnar er þetta tekjustofn sem skiptir þau hjá STEFi verulegu máli. Samkvæmt ársreikningi eru verslanir og þjónustufyrirtæki að greiða STEF árlega 29 milljónir. Guðrún segir, þrátt fyrir þetta tiltekna atvik sem vísað er til, um mikla viðhorfsbreytingu til þessa gjalds að ræða. „Fyrir um tuttugu árum var þetta mjög erfitt og gekk þá hreinlega á með talsvert mörgum dómsmálum þar sem deilt var um hvað teldist opinber flutningur,“ segir Guðrún Björk og dregur ekki úr því að átök hafi á árum áður verið býsna harkaleg: „Menn á vegum STEFs voru hreinlega lagðir í einelti, var ekki boðið í afmæli og svo framvegis. En deilumálum hefur fækkað. Þó alltaf sé einn og einn ósáttur.“

Mikilvægi tónlistarinnar

Guðrún Björk útskýrir hversu jákvæð tónlist reynist við verslun og þeim skilaboðum reynir hún að koma á framfæri. „Þetta styðja kannanir. Viðskiptavinurinn dvelur lengur inni í versluninni og hann verslar meira ef tónlist er í búðinni. Þetta gerist allt í undirmeðvitundinni. Fólk upplifir þögn-

ina neikvætt.“ Hún nefnir dæmi um áhrif tónlistar á kauphegðun könnun sem gerð var nýlega þegar vín frá Frakklandi og Þýskalandi, svipaðs verðs og gæða, var stillt upp með sama hætti og reyndist augljós fylgni milli þess hvort vínið var valið eftir því hvers konar tónlist var spiluð. „Tónlist er mikilvægur liður í ímyndarsköpun meðal annars að teknu tilliti til mismunandi hópa. Og þá er mikilvægt að þeir sem skapa tónlistina fái greitt fyrir hana. Þessari hugsun þurfum við að koma inná internetið. Það er hið stóra verkefni sem við stöndum frammi fyrir.“ Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@ frettatiminn.is

Guðrún Björk Bjarnadóttir hjá STEF segir skilningur á því að þeim sem skapi hina mikilvægu tónlist beri að fá nokkuð fyrir sinn snúð hafi aukist til mikilla muna í seinni tíð. Ljósmynd/Hari

*Í flokki bak við eyra heyrnartækja sem búa yfir þráðlausri tækni og hljóðstreymingu


DRÖGUM 26. JÚNÍ

MILLJÓNAVELTAN VELTUR ÁFRAM!

ÁTTU PLÁSS FYRIR MILLJÓNIR? Þann 26. júní drögum við út 3O milljónir á einn miða í Milljónaveltunni. Síðasti vinningur sem gekk út í Milljónaveltunni var einmitt 3O milljónir! Í hverri Milljónaveltu drögum við að auki út 5 stakar milljónir, aðeins úr seldum miðum.

EINN MIÐI 1O. TVEIR LEIKIR DRÖGUM

PIPAR\TBWA • SÍA • 120900

í mánuði, fyrir aðeins 1.1OO krónur.

JÚLÍ

Miðaeigendur í Happdrættinu fá inneign á Spilaeyjunni!

Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 66 11 eða hjá næsta umboðsmanni.

Aðalútdráttur Vinningshafar eru um 3.OOO í hverjum mánuði.


10

fréttaskýring

Helgin 22.-24. júní 2012

Þeir hópar sem þurfa hvað mest á stuðningi að halda eru fyrst og fremst barnafjölskyldur og þá einna helst einstæðar mæður af erlendum uppruna sem hafa oft lítið félagslegt net í kringum sig og vinna á lægstu laununum. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images

Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is

Erlendar, einstæðar mæður fátækastar H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

12-1039

Erlendar, einstæðar mæður búa við mestu fátæktina, samkvæmt upplýsingum frá talsmönnum Hjálparstarfs kirkjunnar. Í nýlegri skýrslu frá UNICEF búa börn innflytjenda og atvinnulausra á Íslandi við mestu fátæktina. Sigríður Dögg Auðunsdóttir rýndi í skýrslur og ræddi við sérfræðinga.

2011

2010

2010

2011

62% SÖLUAUKNING MÝRANAUT

2011

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

12-1039

2010

15% VELTUAUKNING ÖRNINN ehf.

40% AUKIÐ REKSTRARUMFANG HÓPBÍLAR hf.


fréttaskýring 11

Helgin 22.-24. júní 2012

B

örn innflytjenda eða atvinnulausra búa við mestu fátæktina á Íslandi, samkvæmt nýlegri skýrslu UNICEF – Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Börn foreldra með litla menntun og börn innflytjenda eru fjórum sinnum líklegri en önnur til að líða skort samkvæmt mælingunni og börn einstæðra foreldra fimm sinnum líklegri. Innan við eitt prósent íslenskra barna býr við efnislegan skort og búa börn á Íslandi við minnsta skortinn af þeim 29 ríkjum sem mæld voru. Mikill munur er þó milli og innan ákveðinna hópa í íslensku samfélagi. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá hjálparstarfi kirkjunnar, segir að þeir hópar sem þurfi hvað mest á stuðningi að halda séu fyrst og fremst barnafjölskyldur og þá einna helst einstæðar mæður af erlendum uppruna. „Þær hafa oft lítið net í kringum sig og vinna á lægstu laununum,“ segir Vilborg. Hún segir að eitt það sem er hvað mest áberandi er að foreldrar hafi margir hverjir ekki ráð á því að fjölskyldan geri hluti saman og börn þessara foreldra upplifi því minna með foreldrum sínum en önnur börn. „Fólk hefur ekki efni á að fara í Húsdýragarðinn saman, svo ég nefni dæmi, eða í bíó. Það skiptir miklu máli að geta upplifað eitthvað með mömmu og pabba sem börn geta síðan deilt með vinum sínum og bekkjarfélögum. Það getur verið erfitt fyrir börn að koma í skólann aftur eftir sumarfrí þegar kennarinn spyr bekkinn hvað þau hafi nú gert skemmtilegt í sumar. Sum þeirra gátu til að mynda ekki fengið að

fara á sumarnámskeið því það var of dýrt,“ segir Vilborg. Hún segir að ástandið hjá sumum fjölskyldum sé þannig að um leið og kaupa þurfi eitthvað aukalega fyrir börnin, til að mynda hjól, verði einfaldlega að taka það af matarpeningum fjölskyldunnar. „Dæmi eru um að fólk eigi hreinlega ekki fyrir mat en við sjáum jafnframt að fólk lætur börnin sín ganga fyrir. Félagsleg fátækt getur haft alvarlegar afleiðingar og mun hafa meiri langtímaáhrif en við gerum okkur grein fyrir,“ segir Vilborg.

Fimm hópar standa verst

Rauði krossinn tekur annað hvert ár saman skýrslu um hvaða hópar í samfélaginu standa höllum fæti. Síðast var skýrslan, sem nefnist „Hvar þrengir að“ gerð árið 2010. Í henni kemur fram að fimm hópar standa verst í íslensku samfélagi: atvinnuleitendur, barnafjölskyldur og einstæðir foreldrar, innflytjendur, öryrkjar og börn og ungt fólk sem skortir tækifæri. Þar segir að ástæður þess að atvinnuleitendur standa höllum fæti séu einna helst þær að þeir eiga erfitt með að standa undir lágmarksútgjöldum og óvissan á vinnumarkaði geri það að verkum að þeir vita ekki hversu lengi þeir þurfa að „redda sér“, líkt og fram kemur í skýrslunni. Þar af leiðir að andlegt ástand og félagsleg staða þeirra versnar. „Afleiðingar atvinnuleysis á andlega og líkamlega líðan fólks geta verið margvíslegar. Atvinnuleysi getur leitt til brostinnar sjálfsmyndar, minna sjálfstrausts, aðgerðaleysis og Framhald á næstu opnu

 Guðbjartur Hannesson velferðarr áðherr a

Þurfum að fylgjast með börnum innflytjenda Í samtali við Fréttatímann segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra eftirfarandi um skýrslu UNICEF og fátækt á Íslandi: „Almennt eru niðurstöðurnar frábærlega góðar en varðandi þá hópa þar sem við erum ekki í efsta sæti má auðvitað gera betur. Ráðuneytið hefur verið vakandi yfir aðstæðum einmitt þessara barna og velferðarvaktin hefur fylgst með þessum hópum sérstaklega og bent á að stjórnvöld þurfi að koma betur til móts við aðstæður þeirra. Ég bendi samt á að ef við skoðum stöðu þessara hópa á Íslandi í samanburði við hinar Evrópuþjóðirnar sem skýrsla UNICEF tekur til, þá er staðan þeirra betri hér en víðast annars staðar. Staða barna einstæðra foreldra er þriðja best á eftir Noregi og Svíþjóð, staða barna foreldra með litla menntun er önnur best hér á landi á eftir Finnlandi, við erum í fjórða sæti þegar fátækt er mæld meðal barna foreldra sem eru án atvinnu á eftir Svíum, Bretum og Norðmönnum og sömuleiðis í fjórða sæti þegar mæld er fátækt barna innflytjenda, á eftir Svíþjóð, Írlandi og Noregi. Það skiptir miklu máli hve vel okkur hefur tekist að verjast atvinnuleysi, því það segir sig

sjálft að þegar hvorugt foreldrið hefur atvinnutekjur er staðan þröng. Þess má einnig geta að atvinnuþátttaka er hvergi í Evrópu meiri en á Íslandi og það hjálpar okkur. Eins voru atvinnuleysisbætur hækkaðar fljótlega eftir hrun. Við stefnum að því að taka upp nýtt húsnæðisbótakerfi, það mun koma tekjulágum vel en markmiðið er að jafna opinberan stuðning hvort sem fólk býr í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Við vinnum að því hörðum höndum að endurskoða almannatryggingakerfið, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að taka upp nýtt

kerfi barnatrygginga eða að bæta barnabótakerfið. Þessar aðgerðir munu að einhverju leyti gagnast börnum innflytjenda, en við þurfum greinilega að fylgjast mjög vel með þeim og sjá hvernig við getum bætt stöðu innflytjendafjölskyldna sem sest hafa að hér á landi. Stjórnvöld hafa frá hruni lagt áherslu á að verja lágtekju- og millitekjufólk fyrir áhrifum kreppunnar og það hefur skilað miklum árangri. Þetta sést meðal annars á því að árin 2008-2010 rýrnuðu kjör lágtekjufólks um 9 prósent á móti 38 prósenta rýrnun hjá hæsta tekjuhópnum. Þær aðgerðir stjórnvalda sem helst hafa varið kjör lægri tekjuhópa fólust einkum í hækkun lágmarksframfærslutryggingu almannatrygginga og hækkun vaxtabóta og atvinnuleysisbóta, jafnframt því sem skattbyrði fólks í millitekju- og lágtekjuhópum var lækkuð meðan hún var aukin hjá fólki í hærri tekjuhópunum. Ég er afar ánægður með þessa könnun UNICEF á barnafátækt. Það er ómetanlegt fyrir stjórn­ völd að fá svona vandaðar upplýsingar og þær hjálpa okkur við að taka réttar ákvarðanir til að bæta stöðu þeirra sem helst þurfa þess með.“

ÞAÐ ERU JÁKVÆÐ TEIKN Á LOFTI

Í ÍSLENSKU ATVINNULÍFI

Fjölmörg fyrirtæki í viðskiptum við Arion banka eru að ná eftirtektarverðum árangri þrátt fyrir krefjandi aðstæður. Arion banki fagnar þessum góða árangri. Kynntu þér málið á arionbanki.is


12

fréttaskýring

einangrunar. Sumir upplifa einnig til­ finningalega vanlíðan, svo sem doða, vonleysi, kvíða, samviskubit og jafn­ vel þunglyndi,“ segir jafnframt. Atvinnuleitendur með litla mennt­ un umfram grunnskólapróf eru fjöl­ mennasti hópurinn á atvinnuleysis­ skrá og þeir sem standa verst innan hópsins. Þeir eiga erfiðara með að fá vinnu og voru áður með lágar tekjur. Atvinnuleitendur með börn á fram­ færi eru einnig hópur sem stendur illa vegna þess hversu erfitt þeir eiga með að ná endum saman og standa við skuldbindingar sínar.

Tungumálaörðugleikar einangra

Ástæður þess að innflytjendur standa höllum fæti í samfélaginu eru meðal annars þær að hluti innflytjenda tala litla eða enga íslensku og eru þeir berskjaldaðastir í þessum hópi, eru jafnvel einangraðir og skortir félags­ legt stuðningsnet. Án tungumáls­ ins eiga þeir erfitt með að taka þátt í því sem samfélagið hefur upp á að bjóða sem gerir það að verkum að þeir einangrast félagslega og skortir tengslanet, meðal annars við að finna aðra vinnu ef svo ber undir. Börn inn­ flytjenda standa einnig höllum fæti. Þau búa oft við hindranir og þurfa að tileinka sér nýja menningu og læra nýtt tungumál. Eins og áður segir eru börn inn­ flytjenda sá hópur á Íslandi sem, samkvæmt UNICEF, býr við hvað mesta fátækt. Í úttekt Rauða kross­ ins kemur fram að berskjaldaðastir í hópi innflytjenda eru þeir sem tala litla eða enga íslensku og þeir sem eru félagslega einangraðir og skortir stuðningsnet. Margir telja að lök íslenskukunnátta sé helsta ástæðan fyrir því að innflytjendur eru í þess­ ari erfiðu stöðu. Vegna tungumála­ erfiðleika eiga þeir erfitt með að taka

Helgin 22.-24. júní 2012

þátt í öllu því sem samfélagið hefur upp á að bjóða sem svo aftur gerir það að verkum að þeir einangrast félagslega og skortir tengslanet. Barbara Kristvinsson er ráðgjafi fyrir innflytjendur hjá Reykjavíkur­ borg og formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Hún segir ástæður fyrir bágri fjárhagsstöðu sumra innflytjanda margvíslegar en margir þeirra vinna láglaunastörf og/eða eru atvinnulausir. „Þeir koma hingað jafnvel með litla menntun og reynslu og fá þar af leiðandi einungis störf með lægstu launin. Hins vegar kemur hingað einnig vel menntað fólk með mikla reynslu sem það fær ekki metið, oft út af skorti á íslensku­ kunnáttu. Þetta bitnar síðan allt á börnunum, eins og fram kemur í skýrslu UNICEF,“ segir Barbara. Hún segir að þótt mikið hafi verið gert í því að bæta aðgengi innflytj­ enda að tungumálanámi megi þar enn gera betur. „Ég myndi vilja sjá ókeypis eða mjög ódýr námskeið fyrir innflytjendur, jafnvel íslensku­ kennslu og félagsfræðslu. Jafnframt væri til bóta ef aukin áhersla væri lögð á að mennta kennara til að kenna íslensku sem annað tungu­ mál,“ segir Barbara. Hún bendir á að innflytjendur sem eru atvinnulausir fái íslenskunám­ skeið á vegum Vinnumálastofnunar, sem sé vel. „Hins vegar verða þeir sem eru í vinnu að sækja námskeið utan vinnutíma sem reynist fólki oft erfitt. Eftir langan vinnudag þarf fólk að sinna heimili og börnum og er oft einfaldlega of þreytt til að fara síðan á íslenskunámskeið á kvöldin.“ Hún bendir á að í góðærinu hafi mörg fyrirtæki boðið innflytjendum upp á íslenskunámskeið á vinnutíma. „Eftir hrun hefur þetta meira og minna verið lagt niður,“ segir Barbara.

Ekki viljaleysi um að kenna

Litla íslenskukunnáttu má þannig ekki einungis rekja til viljaleysis fólks til að læra, að því er fram kemur í skýrslu Rauða krossins. „Ástæðan getur einnig verið sú að innflytjendur eru oft í láglaunastörfum og þurfa að vinna mikið, auk þess sem íslensku­ kennsla á landsbyggðinni er eins­ leit og hentar ekki innflytjendum af öllum þjóðernum.“ Í skýrslunni koma fram áhyggjur af börnum innflytjenda. „Þau búa oft við hindranir og þurfa að tileinka sér nýja menningu og læra nýtt tungu­ mál. Börn sem koma úr framandi menningu og eru með annan litarhátt eru sérstaklega viðkvæm. Sá hópur barna innflytjenda sem kemst ekki í framhaldsskóla vegna slakrar tungu­ málakunnáttu og nær því ekki að mennta sig fer stækkandi. Börn sem hvorki tala móðurmál sitt vel né ná góðum tökum á íslenskunni eru einn­ ig stækkandi hópur og áhyggjuefni.“ Aðrir hópar innflytjenda, sem oft eru nefndir af viðmælendum, eru hælisleitendur, flóttafólk, aldraðir og fólk sem býr við takmörkuð réttindi innan kerfissins. Þar má taka sem dæmi fólk utan EES-svæðisins og þá sem eru án dvalarleyfis og eiga þar af leiðandi hvorki rétt á félagslegri aðstoð né bótum. „Þessir einstak­ lingar þora ekki að leita sér hjálpar eða aðstoðar af ótta við að fá ekki ríkisborgararétt seinna meir. Þeir eru líka algjörlega háðir vinnuveitendum sínum og auðvelt að svína á þeim,“ sagði starfsmaður hjálparsamtaka og fram kemur í skýrslunni.

Samkvæmt skýrslunni líður barn efnislegan skort ef það hefur ekki aðgang að tveimur eða fleiri atriðum af fjórtán sem talin eru ákvarða lífsgæði í efnameiri ríkjum heims.

Skortvísitala barna mæld í fyrsta sinn Í skýrslunni, sem ber heitið Report Card 10: Measuring Child Poverty, er að finna nýstárlega leið til að

Komdu í Vodafone 250 og lækkaðu símreikninginn 250 250 100 MIN

SMS MB

2.980 kr.

á mánuði

Vodafone 250 – vinsælasta farsímaáskriftin* Þú borgar aðeins 2.980 krónur á mánuði og færð 250 mínútur, 250 SMS og 100 MB gagnamagn.Virði pakkans er allt að 9.000 krónum. Fáðu þér áskrift með inniföldu gagnamagni og breyttu þér úr snjallsímaeiganda í snjallsímanotanda.

Þín ánægja er okkar markmið *hjá Vodafone, sjá vodafone.is

mæla „barnafátækt“ í velmegandi ríkjum. Það er gert með mæl­ ingu á svokallaðri „skortvísitölu barna“. Samkvæmt skýrslunni líður barn efnislegan skort ef það hefur ekki aðgang að tveimur eða fleiri atriðum af fjórtán sem talin eru ákvarða lífsgæði í efnameiri ríkjum heims. Þar má nefna þrjár máltíðir á dag, að minnsta kosti tvö pör af skóm, rými og næði til að vinna heimavinnu, mögu­ leika á tómstundaiðkun, efni sem nægja til að halda afmælisveislu fyrir barnið og burði til þátttöku í ferðalögum og viðburðum á veg­ um skóla. Stuðst er við nýjustu tölur sem aðgengilegar eru en þær eru frá árinu 2009. „Skýrslan tilheyrir Report Card-rannsóknarritröð UNICEF sem er merkileg fyrir þær sakir að hún er viðleitni til að ná til allra berskjölduðustu barnanna í ríkjum sem hafa almennt náð tökum á þeim stóru ógnum sem blasa við öðrum börnum heims­ ins, svo sem barnadauða og bráðavannæringu. Hér er verið að þróa mælitæki og aðferðir til að ná til viðkvæmustu hópa barna í efnameiri ríkjum. Mikilvægt er að finna þessa hópa til að ekkert barn falli á milli fjala,“ segir Stef­ án Ingi Stefánsson, framkvæmda­ stjóri UNICEF á Íslandi. „Skýrsl­ an sýnir hversu mikilvægt það er að mæla barnafátækt – bæði þegar vel árar en ekki síst þegar kreppir að eins og nú. Börn eru viðkvæmasti þjóðfélagshópurinn og umfang og eðli barnafátæktar er skýr endurspeglun á aðstæðum í samfélaginu í heild. Við þurfum nýrri tölur og reglulegri mæling­ ar, bæði á hlutfallslegri fátækt og skorti á lífsgæðum,“ segir Stefán.


SHIFT_the way you move

QASHQAI DÍSIL 4,6 l/100 km

Nú er Nissan Qashqai fáanlegur með nýjum og mjög spennandi dísilvélum sem eyða aðeins frá 4,6 lítrum af eldsneyti á hverja 100 km. Þetta er með því allra lægsta sem þekkist meðal fjórhjóladrifsbíla á Íslandi. Kíktu til okkar og fáðu að reynsluaka – og já, verðið mun sannarlega koma þér á óvart!

• • • • • • • • •

6 gíra beinskipting 1.6 dCi dísil - 130 hö. Tog 320 Nm. 5 stjörnu einkunn í EURO Ncap Fjórhjóladrif með LOCK stillingum Handfrjáls Bluetooth símabúnaður Bakkskynjarar 17“ álfelgur Og margt fleira

KYNNINGARVERÐ Frá:

4.990 þús. kr. ENNEMM / SÍA / NM53140

NISSAN QASHQAI DÍSIL

www.nissan.is Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílasala austurlands / Egilstöðum / 470 5070

BL Sævarhöfða 2 110 Reykjavík 525 8000


14

viðtal

Helgin 22.-24. júní 2012

Á von á fimmburum Hjón í Reykjavík standa frammi fyrir afar erfiðri ákvörðun sem er hvort þau eigi, samkvæmt læknisráði, að fækka fóstrum um þrjú niður í tvö! Konan gengur sem sagt með fimmbura og er þetta í fyrsta skipti sem slík gerist á Íslandi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir ræddi við hina verðandi móður.

K

ona nokkur er nú komin hátt í þrjá mánuði á leið með fimmbura og er það í fyrsta sinn sem það gerist hér á landi, að sögn Huldu Hjartardóttur, yfirlæknis á kvennadeild Landspítalans: Aldrei áður hefur það gerst hér á landi að kona hafi orðið barnshafandi af fimmburum en fjórburar fæddust hér á landi árið 1998 þá er fjórar stúlkur komu í heiminn.

Konan vill ekki láta nafn síns getið því hún og eiginmaður hennar standa nú frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun hvort þau eigi að fara að ráðleggingum lækna og fækka fóstrunum. Þau vilja fá næði til að taka þá erfiðu ákvörðun en féllust á að segja lesendum Fréttatímans sögu sína, enda hér um einstæðan viðburð er að ræða. Um er að ræða hjón á þrítugsaldri, búsett í Reykjavík en þau eru einmitt að leita sér að húsnæði um þessar mundir.

G NÝJUN

HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

M HÆGU Í HAND ÐUM Ú B UM

Þræddir, bræddir, snæddir. Í salatið, í nestisboxið, á ostapinnann og út í heita rétti. Það eru nánast engin takmörk fyrir möguleikum ostakubbanna.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is

Konan varð barnshafandi fyrir tilstuðlan tæknisæðingar með aðstoð lækna í Art Medica. Um er að ræða fimm egg sem frjóvguðust en að sögn Guðmundar Arasonar, frjósemislæknis á Art Medica, er afar sjaldgæft á heimsvísu að slíkt gerist og einsdæmi hér á landi, eins og áður sagði. Tæknisæðing fer þannig fram að konunni er gefið hormón til að örva vöxt og þroska eggbúa. Síðan er sæðisfrumur settar upp í leghol konunnar með örfínum plastlegg.

Héldu að eggin væru tvö

Að sögn konunnar voru gerðar rannsóknir áður en tæknisæðingin fór fram sem leiddu í ljós að tvö egg hefðu losnað. Læknarnir sögðust hafa séð tvö önnur egg sem væru ekki þroskuð. Áttu hjónin, sem og læknarnir, því von á því að ef meðferðin tækist vel myndu hjónin í mesta lagi geta vonast eftir tvíburum. Síðar kom í ljós að eggin voru að minnsta kosti fimm. „Við urðum að sjálfsögðu mjög ánægð þegar í ljós kom að meðferðin heppnaðist og þungunarprófið var jákvætt,“ segir konan í samtali við Fréttatímann. Ekki var gleðin minni í fyrstu sónarskoðun hjá Art Medica þegar tvö fóstur sáust. „Maðurinn minn fullyrti reyndar við mig eftir skoðunina að hann hefði séð þriðja fóstrið, en þegar ég kom í aðra sónarskoðunina og sagði hjúkrunarfræðingnum frá því sagði hún að það væri mjög algeng missýn,“ segir konan. Hún hafði farið ein í aðra sónarskoðun því eiginmaður hennar var ekki á landinu. „Vinur okkar keyrði mig, en beið úti í bíl á meðan. Ég sagði við hann í gríni, áður en ég fór inn, að nú myndum við

Hjón í Reykjavík eiga von á fimmburum. Konan fékk áfall þegar henni voru færð tíðindin, enda hélt hún að hún þyrfti að láta eyða öllum fóstrunum. Ljósmynd/Hari

Hún sagði mér síðan að hún sæi ekki betur en að fóstrin væru fimm og ég fékk algjört áfall.

fá að vita hvort börnin væru tvö eða þrjú – eða kannski fjögur. Mér fannst það mjög fyndið. Það var hins vegar ekki fyndið að sjá svipinn á hjúkrunarfræðingnum þegar hún horfði á skjáinn á meðan á sónarskoðuninni stóð. „Þetta er ekki gott,“ sagði hún og mér krossbrá. Hún sagði mér síðan að hún sæi ekki betur en að fóstrin væru fimm og ég fékk algjört áfall,“ segir konan. „Áfallið var eiginlega mest vegna þess að ég hélt að ég myndi þurfa að láta eyða þeim öllum því á þeim tímapunkti vissi ég ekki hvað hægt væri að gera í stöðunni. Síðan var útskýrt fyrir mér að það besta í stöðunni væri að láta fækka fóstrunum í tvö,“ segir hún. „Þegar ég kom út í bíl og sagði vini okkar frá þessu hélt hann náttúrulega að ég væri að grínast. Hann áttaði sig fljótlega á því að svo var ekki, þegar ég brast í grát. Ég hringdi svo í manninn minn strax og ég gat og sagði honum að við ættum ekki von á tveimur börnum heldur fimm og að læknarnir vildu að við fækkuðum þeim í tvö. Hans fyrstu viðbrögð voru að við skyldum reyna að eiga þau öll. En við erum að velta þessu öllu fyrir okkur í samráði við læknana,“ segir hún.

Erfið ákvörðun

Konan leggur ríka áherslu á að hún áfellist ekki læknana á Art Medica. „Þetta er engum að kenna. Þetta bara gerðist og nú verðum við bara að sjá hvernig þetta fer,“ segir hún. Guðmundur hjá Art Medica segir að fimmburameðganga sé ein af aukaverkununum meðferðarinnar en ákaflega Framhald á næstu opnu


Sameinumst um Þóru sem forseta „Við kjósum Þóru Arnórsdóttur til embættis forseta Íslands því hún boðar nýtt upphaf byggt á heiðarleika, réttsýni, umburðarlyndi og nýrri von fyrir Íslendinga.“

Aðalheiður Þorsteinsdóttir málfræðingur Albert S. Sigurðsson landfræðingur Alla Dóra Smith leikskólakennari Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda Anna Júlía Óskarsdóttir ellilífeyrisþegi Anna Leoniak arkitekt Anna Margrét Guðmundsóttir bankastarfsmaður Anna Ragnhildur Halldórsdóttir lögfræðingur Anna Th. Rögnvaldsdóttir kvikmyndagerðarkona Ari Sigvaldason myndamaður Arna Hauksdóttir lektor við HÍ Arna Lísbet Þorgeirsdóttir húsmóðir Arna Schram upplýsingafulltrúi Áslaug Ottesen bókasafnsfræðingur Auður Árnadóttir verkefnastjóri hjá Umboðsmanni barna Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðingur Ágústa Dröfn Sigmarsdóttir geislafræðingur Ásdís Ólafsdóttir heimspekinemi Ásdís Spanó myndlistarmaður Ásgeir Halldórsson flísari og framkvæmdaráðgjafi Áslaug Hulda Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar í Garðabæ Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri hjá Borgarbyggð Bergur Ebbi Benediktsson rithöfundur Bergur Ólafsson framkvæmdastjóri Bjargey Ólafsdóttir listamaður Bjarni Kristófer Kristjánsson prófessor Björk Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur Björk Þorleifsdóttir sagnfræðingur Björn Sigurbjörnsson fyrrum ráðuneytisstjóri Björn Þór Ármannsson sjómaður Bryndís Bjarnadóttir mannréttindafræðingur Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur Brynhildur Einarsdóttir kennari Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur og háskólakennari Brynja Baldursdóttir verkfræðingur Brynjar Þór Þorsteinsson viðskiptafræðingur Dagný Laxdal fv. kaupmaður Dagrún Steinunn Ólafsdóttir sjúkraþjálfari og kennari Diljá Ámundadóttir varaborgarfulltrúi Besta flokksins Edda Agnarsdóttir grunnskólakennari Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt Elín Karlsdóttir Cand. Psych. Elín Sigríður Óladóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun Elísabet Hlín Adolfsdóttir hjúkrunarfræðingur Elva Björk Sverrisdóttir blaðamaður og háskólanemi Elvar Örn Arason stjórnsýslufræðingur Erlendur Eiríksson leikari Erlingur Loftsson bóndi Erna Gísladóttir stjórnarformaður BL og Sjóvá Esther Hermannsdóttir héraðsdómslögmaður Eva Diðriksdóttir mastersnemi Eydís S. Úlfarsdóttir tónlistarkennari Eyrún Sveinbjörg Jónsdóttir húsmóðir Eyþór Jóvinsson kaupmaður Felix Bergsson leikari Finnur Magnússon forritari Finnur P. Fróðason arkitekt og leiðsögumaður Franklín Margrétarsson verkamaður Friðjón R. Friðjónsson ráðgjafi Frosti Friðriksson myndlistarmaður Gaukur Úlfarsson leikstjóri Gerður Guðnadóttir nemi Gréta Friðriksdóttir félagsráðgjafi Grétar Einarsson rófubóndi og björgunarsveitarmaður Guðlaug Þorsteinsdóttir eldri borgari Guðmundur Benedikt Þorsteinsson starfsmadur Alcoa Guðmundur Halldórsson skipstjóri Guðmundur Ómar Hafsteinsson hæstaréttarlögmaður Guðríður Lára Þrastardóttir lögmaður Guðrún Agnarsdóttir læknir Guðrún Björg Birgisdóttir hæstaréttarlögmaður Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri á Fljótsdalshéraði Guðrún Helgadóttir húsmóðir Guðrún Inga Ingólfsdóttir hagfræðingur Guðrún Ingvarsdóttir arkitekt FAÍ Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur

Gunnar Jónatansson framkvæmdastjóri Gunnar Már Gunnarsson húsasmiður Gunnar Sigurjónsson lífeyrisþegi Gunnhildur Sveinsdóttir verkefnisstjóri Halldór Arason uppeldisfræðingur og dyravörður Halldór Svavarsson ellilífeyrisþegi Halldóra F. Víðisdóttir hjúkrunarfræðingur Halldóra Hálfdánardóttir hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri Hallfríður Guðmundsdóttir umhverfisskipulagsfræðingur Hanna Björg Vilhjálmsdóttir framhaldsskólakennari Hanna Katrín Friðriksdóttir forstöðumaður Hanna Ólafsdóttir myndlistarmaður Hanna Rún Sverrisdóttir lögfræðingur Hannes Birgisson málari Harpa Kruger verkakona Heiða Hannesdóttir flugfreyja Heiða Helgadóttir stjórnmálafræðingur Heiðar Hinriksson lögregluvarðstjóri Helga Ásgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri Helga Kolbeinsdóttir tónlistarleiðbeinandi og móðir Helga Kristjánsdóttir hagfræðingur Helga Rakel Rafnsdóttir kvikmyndagerðarkona Helga Rún Viktorsdóttir vísindasiðfræðingur Helga Valfells hjúkrunarfræðingur Helgi Kjærnested byggingasérfræðingur Helgi Sverrisson kvikmyndagerðarmaður Herdís Friðriksdóttir skógfræðingur Hildur Friðriksdóttir félagsfræðingur Hildur Knútsdóttir rithöfundur Hjalti Vigfússon forseti nemendafélags MH Hjördís Garðarsdóttir aðstoðarvarðstjóri Neyðarlínunnar Hjörtur Smárason stjórnmálafræðingur Hlín Agnarsdóttir manneskja Hólmfríður Sigþórsdóttir líffræðingur og menntaskólakennari Hrafn Þorgeirsson framkvæmdastjóri Hrafnhildur Ragnarsdóttir sérfræðingur Helgi Valdimarsson læknir Hrefna Höskuldsdóttir þroskaþjálfi Hrefna Kristín Jónsdóttir lögmaður Hreinn Hreinsson vefritstjóri Hrund Kristinsdóttir lögmaður Hrönn Brynjarsdóttir leirkerasmíðameistari Hulda Þórisdóttir háskólakennari Högni Óskarsson geðlæknir Hörður Sigurgestsson rekstrarhagfræðingur Ilmur Kristjánsdóttir leikkona Inga Ásta Hafstein píanókennari Inga Kristín Sveinbjörnsdóttir bankastarfsmaður Inga Lind Karlsdóttir frétta- og sjónvarpskona Inga Rós Antoníusdóttir framhaldsskólakennari Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir félagsfræðingur Ingimar Karl Helgason fréttamaður Ingunn Ólafsdóttir stjórnsýslufræðingur Ingunn Snædal skáld og grunnskólakennari Ingvaldur Mar Ingvaldsson vélstjóri og viðskiptafræðingur Ingvar Sverrisson ráðgjafi Jóhanna Rútsdóttir sérfræðingur hjá Endurmenntun HÍ Jón Ingi Hákonarson bóksali Jón Kr. Óskarsson form. félags eldri borgara í Hafnarfirði Jón Sigurðsson fv. rektor og Seðlabankastjóri Jón Trausti Harðarson viðskiptastjóri Jóní Jónsdóttir listamaður Karen Valdimarsdóttir leikskólastjóri Katla Stefánsdóttir myndlistarmaður Kristinn Hrafnsson fjölmiðlamaður Kristín Jónsdóttir sagnfræðingur Kristín Jónsdóttir þýðandi Kristín Soffía Þorsteinsdóttir húsmóðir Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri Kristján Gíslason viðskiptafræðingur Lára Björg Björnsdóttir rithöfundur Lára Ingþórsdóttir háskólanemi Leifur Örn Gunnarsson verkefnastjóri Ljósbrá Guðmundsdóttir fiskverkakona Loftur Erlingsson tónlistarkennari Lóa Hrönn Ingvaldsdóttir snyrtifræðingur Magnús Árni Magnússon hagfræðingur

Stuðningsmenn Þóru eru víðsvegar af landinu, úr öllum flokkum og starfsstéttum. Stuðningsmannalistinn er á thoraarnors.is.

Magnús Örn Sigurðsson bókmenntafræðingur Margeir Ingólfsson forritari og tónlistarmaður Margrét Böðvarsdóttir framhaldsskólakennari Margrét Guðmundsdóttir forstjóri Icepharma Margrét Pála Ólafsdóttir skólastjóri María Guðmundsdóttir framleiðandi Matthildur Helgadóttir Jónudóttir framkvæmdastjóri Ninja Ómarsdóttir markaðsfræðingur Njörður P. Njarðvík rithöfundur, prófessor emeritus Oddgeir Þór Gunnarsson viðskiptastjóri Olav Veigar Davíðsson stjórnmálafræðingur Ollý Björk Ólafsdóttir nemi Orri Björnsson sjálfstæðismaður og glímukóngur Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður Ólafur Torfason tónlistarmaður Ólafur Örn Ólafsson veitingamaður Óskar Þór Axelsson kvikmyndastjóri Óttar Guðjónsson framkvæmdastjóri Pálmi Ketilsson nemi Pálmi Óskarsson heimilislæknir á Akureyri Pétur Gauti Jónsson félagsráðgjafi Pétur Kr. Hafstein fv. Hæstaréttardómari Ragheiður Helga Gústafsdóttir viðskiptafræðingur Ragna Sæmundsdóttir birtingastjóri Ragnheiður Davíðsdóttir blaðamaður Ragnheiður Kristín Pálsdóttir ljósmyndari Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir íslenskukennari Rannveig Höskuldsdóttir verkefnastjóri Róbert Ragnarsson stjórnmálafræðingur Rúnar Óskarsson hljóðfæraleikari Salka Guðmundsdóttir leikskáld Salóme Mist Kristjánsdóttir nemi Sandra Lind Ingvaldsdóttir naglafræðingur Signý E. Sæmundsen hjúkrunarfræðingur Sigríður Eir Zophoníusardóttir listnemi Sigrún Blöndal bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði Sigrún Eldjárn myndlistarmaður og rithöfundur Sigrún Ólafsdóttir lektor í félagsfræði Sigrún Perla Böðvarsdóttir læknir Sigrún Ríkharðsdóttir náms- og starfsráðgjafi Sigrún Þorgeirsdóttir verkefnastjóri Sigrún Ögmundsdóttir leikskólakennari Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður Sigurður Hilmar Ólafsson byggingafræðingur Sigurður Yngvi Kristinsson læknir Sigurður Þ. Guðmundsson stýrimaður Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir stjórnmálafræðingur Silja Hauksdóttir leikstjóri Silja Ingólfsdóttir friðar- og átakafræðingur Sirrý Hallgrímsdóttir ráðgjafi Sjón skáld Skúli Björnsson framkvæmdastjóri Barra hf. Snorri Heimisson tónlistarmaður Soffía Sigurgeirsdóttir ráðgjafi Stefán Bogi Sveinsson forseti bæjarstj. Fljótsdalshéraðs Stefán Gíslason umhverfisfræðingur Stefán Stephenssen tónlistarmaður Stefán Thors forstjóri Skipulagsstofnunar Steingrímur Sigurgeirsson stjórnsýslufræðingur Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur Steinunn Gestsdóttir dósent við HÍ Sunna Snædal læknir Svanbjörg Helga Haraldsdóttir jarðeðlisfræðingur Svanhildur Hólm Valsdóttir lögfræðingur Unnsteinn Manúel Stefánsson tónsmiður Unnur Valdimarsdóttir lektor við HÍ Vilhjálmur Bjarnason lektor við HÍ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi Þorgeir Helgason nemi Þorleifur Hauksson cand. mag. Þorsteinn Eggertsson textahöfundur Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor Þorvaldur Sverrisson auglýsingamaður Þórfríður Kristín Grímsdóttir starfsmaður á Grund Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Þóroddur Bjarnason prófessor í félagsfræði Þyrí Halla Steingrímsdóttir hæstaréttarlögmaður Ævar Örn Jósepsson rithöfundur


16

viðtal

Helgin 22.-24. júní 2012

Bollaleggingar

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Fyrsta sónarmyndin af börnunum fimm sem kona í Reykjavík gengur með.

sjaldgæf. „Við reynum að koma í veg fyrir að svona geti gerst en í tilfellum sem þessum getur það verið erfitt,“ segir Guðmundur. Hann segir að á þeim 20 árum sem fyrirtækið hafi starfað hafi slíkt aldrei áður gerst. Læknar Art Medica gera um 500 tæknisæðingar árlega og hafa því gert alls um 10 þúsund slíkar aðgerðir. „Allt sem getur gerst gerist einhvern tímann,“ segir Guðmundur. Læknar á Art Medica mæltu með því við hjónin að fóstrunum yrði fækkað í tvö en Guðmundur segir að konan sé nú komin í hendur lækna Landspítalans sem munu nú veita hjónunum áframhaldandi ráðgjöf. Konan missti fóstur fyrir rúmu ári og var það þeim hjónunum mikið áfall. „Ég veit ekki hvort ég þori að taka áhættuna sem fylgir því að láta fækka fóstrunum eftir að hafa lesið fjölda frásagna þar sem fimmburameðgöngur ganga vel og fimmburarnir fæðast heilbrigðir. Á hinn bóginn vil ég að sjálfsögðu gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja lífslíkur barnanna þannig að við hjónin stöndum frammi fyrir afar erfiðri ákvörðun,“ segir hún. Að sögn Huldu kvensjúkdómalæknis felur fækkun á fóstrum í sér um 5 prósenta áhættu á fósturláti fyrir þau fóstur sem eftir eru. Fóstrum hefur áður verið fækkað hér á landi, en aldrei úr fleiri en þremur. „Áhættan á fósturláti er ekki meiri þótt fækkað sé úr fimm í tvö en úr þremur í tvö. Hún eykst hins vegar eftir að fóstrin eru orðin

Ég geri mér grein fyrir að það yrði krefjandi ef öll fimm börnin koma í heiminn. sex eða fleiri,“ segir Hulda. Þegar valið er hvaða fóstrum á að eyða er fyrst og fremst litið til þess hvaða fóstur eru aðgengilegust, að sögn Huldu, en einnig hvort einhvert fóstranna sé að þroskast hægar en hin eða sé minna.

Talaði við aðrar fjölburamæður

Hulda segir að hættan á fósturláti í fimmburameðgöngu sé hins vegar meiri en 5 prósent og jafnframt séu aðrir áhættuþættir sem líta beri til við fjölburameðgöngur. „Fjölburameðgöngur fela í sér meiri áhættu fyrir móðurina og eykur hættuna á meðgöngutengdum sjúkdómum svo sem meðgöngueitrun og meðgöngusykursýki,“ segir Hulda. Engin hætta er þó á varanlegu heilsufarstjóni vegna fjölburameðgöngu. Fjölburar eiga jafnframt á hættu að fæðast fyrir tímann og að verða fyrir vaxtarskerðingu reynist fylgjan ekki nógu stór. Öllum fyrirburafæðingum fylgir jafnframt hætta á

þroskaskerðingu, að sögn Huldu. Konan hefur sett sig í samband við fjölburamæður hér á landi og erlendis með það fyrir augum að geta betur vegið og metið þá kosti sem hún stendur frammi fyrir. „Ég talaði við konu í Bandaríkjunum sem eignaðist fimmbura með sama hætti og ég, þar sem fimm egg frjóvguðust. Hún sagði mér að líkurnar á því að svona geti gerst séu einn á móti 15 milljónum. Hennar meðganga gekk vel og þótt börnin fæddust lítil og fyrir tímann voru þau öll heilbrigð,“ segir hún. „Auðvitað hugsa ég líka um hvað þetta yrði erfitt fjárhagslega þó ég reyni að láta það ekki hafa áhrif á þá ákvörðun sem ég tek. Fyrst og fremst vil ég verða góð móðir sem getur gefið börnunum mínum þann tíma og þá athygli sem þau þurfa. Ég geri mér grein fyrir að það yrði krefjandi ef öll fimm börnin koma í heiminn,“ segir hún. Hjónin hafa sagt nánustu vinum og fjölskyldu frá því að þau eiga von á fimmburum. „Við finnum mikinn stuðning frá okkar nánustu. Við vitum að við munum eiga stuðning þeirra vísan hvort sem við ákveðum að reyna að eiga öll fimm eða förum að ráðleggingum lækna og látum fækka í tvö. En það eru að sjálfsögðu allir í áfalli yfir þessum fréttum,“ segir konan. Hún á bókaðan tíma hjá Huldu í næstu viku þar sem hún fer aftur í sónar og þroski fóstranna verður metinn. „Við verðum að taka ákvörðun um hvað við ætlum að gera fljótlega upp úr því,“ segir konan.

Fyrstu fimmburarnir árið 1934 Bolli er ekki bara bolli og rétta útlitið getur breytt öllu. Smekkur manna er mismunandi og bollarnir frá Kahla eru misstórir, mislitir og fjölbreyttir í laginu svo flestir geta fundið þann rétta fyrir sig. Spáðu í bollana hjá Kokku, í verslun okkar eða á kokka.is

Líkur á því að eignast tvíbura eru um 3,3 prósent. Líkurnar á þríburum eru 1 af 4.400 og líkurnar á fjórburum eru einn á móti 142.000. Á Íslandi hafa tvisvar sinnum fæðst fjórburar, fyrst árið 1957 en eitt barnanna fjögurra fæddist andvana. Árið 1988 fæddust fjórar stúlkur og fékk þjóðin að fylgjast með uppvexti þeirra í gegnum fjölmiðla. Þær voru allar heilbrigðar og voru síðast fréttir af þeim í fjölmiðlum árið 2008 þegar þær héldu upp á tvítugsafmæli sitt. Frá árinu 1951 hafa fæðst 6482

lifandi fjölburar á Íslandi, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Þar af voru 213 börn sem fæddust í þríburafæðingum, 6262 tvíburar og 7 fjórburar. Á sama tímabili fæddust 258.380 einburar. Flest börn sem fæðst hafa í einu eru átta. Það hefur gerst tvisvar, bæði skiptin í Bandaríkjunum. Árið 1998 fæddust Chukwu-áttburarnir svokölluðu. Eitt barnanna fæddist á undan hinum sjö, 15 vikum fyrir tímann og lést skömmu síðar. Hin sjö fæddust tveimur vikum síðar og voru 500-810 grömm að þyngd en

eru öll heilbrigð og hafa þroskast eðlilega. Árið 2009 eignaðist einstæð móðir áttbura. Móðirin hefur verið mikið í kastljósi fjölmiðlanna síðan en hún átti sex börn fyrir. Áttburarnir eru sagðir heilbrigðir. Fyrstu fimmburarnir sem vitað er að hafi lifað fram á fullorðinsár eru hinir svokölluðu Dionnefimmburar sem fæddust í Kanada þann 28. maí árið 1934. Talið er að alls hafi fimmburar fæðst 795 sinnum í heiminum. Elstu fimmburarnir sem eru á lífi í dag eru Diligenti-fimmburarnir frá Argentínu sem eru 61 ára gamlir.


TENGDU og

Mitsubishi i-MiEV rafmagnsbíllinn er þrautreyndur á norðlægum slóðum. Á síðasta ári fengu á annað þúsund Norðmenn i-MiEV rafmagnsbíl afhendan.

AKTU kr./100km* kr. orkukostnaður á ári** CO2

Verð aðeins frá

3.890.000 kr. Kostnaðartölur taka mið af aksturslagi, ástandi vega, umferðarþunga, veðráttu og notkun á rafmagnsbúnaði. * Miðað við 12,65 kr/Kwh & 13,5 kwh/100km. * * Miðað við 20.000 km blandaðan akstur á ári.

Komdu og reynsluaktu Mitsubishi i-MiEV


18

fótbolti

Helgin 22.-24. júní 2012

Loksins kom að Gerrard

Um Gerrard

Englendingar mæta Ítölum í síðasta leik fjórðungsúrslitanna á EM á sunnudag. Englendingar hafa komið flestum á óvart með árangri sínum til þessa og maðurinn á bakvið velgengnina er Steven Gerrard. Fyrirliðinn hefur lagt upp þrjú af fimm mörkum liðsins og virðist loks ætla að sýna sitt allra besta með landsliðinu.

E

nglendingar eru vanalega búnir að vinna stórmót í fótbolta í huganum áður en þau hefjast. Fyrir vikið eru vonbrigðin ávallt mikil þegar lið þeirra veldur vonbrigðum og er slegið snemma úr keppni. Eða, sú var tíðin. Aldrei þessu vant voru litlar væntingar bundnar við liðið fyrir EM sem nú stendur yfir í Póllandi og Úkraínu. Og þá, öllum að óvörum, mættu enskir vel stemmdir til leiks og þykja nú til alls líklegir á mótinu. „Við skulum átta okkur á því að England gæti verið að fara að vinna þetta mót,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í EM-stofu Ríkissjónvarpsins í tengslum við leik liðsins gegn Úkraínu. England bar sigur úr býtum í D riðli EM. Englendingar sigruðu Úkraínumenn og Svía og gerðu jafntefli við Frakka. Besti maður liðsins hefur án vafa verið fyrirliðinn Steven Gerrard. Miðjumaðurinn góðkunni hefur drifið sína menn áfram með kraftinum sem margir kannast við úr leikjum hans með Liverpool. Þar að auki hefur Gerrard lagt upp þrjú af fimm mörkum liðsins til þessa. Fyrsta stoðsendingin skilaði stigi gegn Frökkum, næst hitti sending hans á koll tröllsins Andy Carroll í leiknum gegn Svíum og sú þriðja tryggði að Wayne Rooney komst á bragðið í sínum fyrsta leik í mótinu.

Lukkan með í liði

„Við ætluðum að vinna riðilinn. Enginn hafði trú á okkur í byrjun. Við erum að komast í gang á réttum tíma,“ sagði Gerrard í viðtali eftir leikinn við Úkraínumenn. Athygli vakti að heppnin var með liðinu þegar Úkraínumenn komu boltanum inn fyrir marklínu en dómarinn dæmdi ekki mark. „Maður kemst ekki langt í svona keppni án smá heppni. Við skulum vona að lukkan verði áfram með okkur í liði,“ segir Gerrard. Breskir blaðamenn halda vart vatni yfir frammistöðu fyrirliðans. „Gerrard hefur verið frábær hér í sumar,“ skrifar Martin Samuel hjá Daily Mail sem telur að Gerrard hafi of oft valdið vonbrigðum með landsliðinu. Ástæðan hafi kannski verið of miklar væntingar. „Roy Hodgson á heiður skilinn fyrir að umbreyta honum. Hann er orðinn fyrirliði og honum er treyst til að spila á miðri miðjunni, vítateiga á milli án þess að gleyma varnarskyldunum. Þar nýtur hann sín.“

Naut loks trausts

Það er vel þekkt að Steven Gerrard hefur ekki alltaf fengið að spila sína eftirlætis stöðu með enska landsliðinu. Hann og Frank Lampard þóttu ekki geta leikið saman á miðjunni, til þess þykja þeir of sókndjarfir báðir tveir.

Aldur: 32 ára Hjúskaparstaða: Kvæntur tískublaðamanninum Alex Curran og saman eiga þau þrjár dætur. Leikir/mörk: 581/149 Landsleikir/mörk: 95/19

Gerrard hefur oft verið látinn spila úti á kanti eða með afar varnarsinnaða miðjumenn fyrir aftan sig. Nú þegar honum er sýnt traust á miðri miðjunni blómstrar hann. Gerrard var sem kunnugt er skipaður fyrirliði Englands þegar Roy Hodgson tók við liðinu á dögunum. Undir stjórn Capello fékk hann aðeins að bera bandið þegar John Terry og Rio Ferdinand forfölluðust en nú er hann óumdeilanlega aðalmaðurinn. Og það hlutverk þekkir hann vel eftir að hafa borið lið Liverpool á herðunum síðasta áratuginn.

Hversu langt fer enska liðið?

Stóra spurningin er hversu langt Englendingar geta komist á EM undir stjórn hins nýja þjálfara? Á sunnudagskvöldið mæta þeir Ítölum í átta liða úrslitum. Hvorugt liðið hefur leikið leiftrandi knattspyrnu eða skemmt áhorfendum að ráði til þessa með tilþrifum. Ólíklegt verður að teljast að það breytist í þeim leik enda er mikið í húfi. Sigurvegarinn mætir að líkindum Þjóðverjum í undanúrslitum – það er ef þeim þýsku tekst að leggja gríska liðið. Það hefur unnið með Englendingum til þessa að enginn bjóst við neinu af þeim. Meira að segja Hodgson viðurkenndi að það hefði að einhverju leyti komið honum á óvart að liðið komst upp úr riðlinum. Velgengni liðsins veltur nokkuð á því hvernig stjörnur þess standa sig. Heldur Terry vörninni áfram jafn þéttri og til þessa? Heldur Rooney áfram að skora? Og mun hinn endurfæddi leikmaður sem ber númer 4 á bakinu halda áfram að blómstra? Höskuldur Daði Magnússon

Steven Gerrard hefur verið maður leiksins í öllum viðureignum Englendinga á EM til þessa að mati þjálfarans, Roy Hodgsons. Mynd/ Nordicphotos/Getty

hdm@frettatiminn.is

Fyrirliðinn slakar á í lauginni.

Byggðu þig upp og stefndu hátt! Taktu Build-up súpur með í fjallgönguna í sumar Build-up súpurnar eru fljótlegar, ljúffengar og næringarríkar. Þær innihalda prótein og trefjar og eru ríkar af vítamínum og steinefnum.

Það hefur unnið með Englendingum til þessa að enginn bjóst við neinu af þeim.


3,6

AVEO eyðir aðeins 3.6 l/ 100 km í blönduðum akstri

Það er langt í tóman tank!

Nú getum við boðið nýjan Chevrolet Aveo Eco með hreint ótrúlega sparneytinni díselvél. Eyðslan er aðeins 3,6 lítrar á hverja 100 km*. Það er með því allra lægsta sem þekkist á markaðnum. *Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum Aveo 1,3 dísel LT

Frítt í stæði fyrir AVEO

Opið laugardag frá kl. 12 -16. Komdu í reynsluakstur

SPARK

VOLT

CRUZE

Bílabúð Benna • Tangarhöfða 8 • S: 590 2000 Njarðarbraut 9 • Reykjanesbæ • S: 420 3330

ORLANDO

MALIBU

Bílaríki • Glerárgötu 36 Akureyri • S: 461 3636

Nánari upplýsingar á www.benni.is

CAPTIVA


20

úttekt

Helgin 22.-24. júní 2012

Landsmóðirin gegn forsetanum Ólafur Ragnar Grímsson kann þetta, segja sérfræðingar í ímyndarmálum. Hann hefur reynsluna og nýtir sér hana. Þóra ætlaði að verða hin bjarta landsmóðir en kemur því ekki nægilega vel til skila. Sigríður Dögg Auðunsdóttir ræddi við sérfræðinga í ímyndarmálum um þá ímynd sem forsetaframbjóðendurnir hefðu lagt upp með og kannaði einnig hverjir standa þeim að baki.

E

Nýjung!

D-vítamínbætt LÉttmJÓLK

nginn fer einn í forsetaframboð. Framboð til forseta Íslands krefst mikillar vinnu, gríðarlegrar skipulagningar og úthalds. Forsetaframbjóðandinn ferðast um land allt og hittir fólk og því þarf að skipuleggja fundi, vekja á þeim athygli og sjá til þess að allt gangi þar snurðulaust. Ekki minna máli skiptir hvað frambjóðandinn segir á fundinum og hvernig hann kemur fyrir. Það þarf að falla að þeirri ímynd sem forsetaframbjóðandinn leggur upp með í upphafi og aðdraganda kosningabaráttunnar. Ímyndin þarf jafnframt að falla vel að þeirri persónu sem býður sig fram svo hún sé sannfærandi og virki vel á kjósendur. Fréttatíminn leitaði til nokkurra sérfræðinga í ímyndarmálum og fékk þá til að leggja mat á það hvaða ímynd hver frambjóðandi hefði lagt upp með og hvernig honum væri að takast að fylgja henni eftir. Góður forsetakandídat þarf að hafa yfir að búa nokkrum mikilvægum eiginleikum. Hann þarf að vera vel menntaður, vel mæltur á erlenda tungu og hann

Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is

Enn er þó rúm vika til stefnu og eins og reyndar konur segja: vika er langur tími í pólitík.

þarf að geta fótað sig hvar sem er, innanlands sem utan. Hann þarf ennfremur að vera lífsreyndur og hafa þurft að takast á við erfiðleika sem hafa mótað hann og þroskað. Góður forsetakandídat þarf að hafa framtíðarsýn og geta miðlað henni með sannfærandi hætti. Hann þarf jafnframt að hafa útgeislun og sterkan persónuleika, það sem nefnt hefur verið kjörþokki. Að mati þeirra sérfræðinga sem Fréttatíminn ræddi við er Ólafur Ragnar Grímsson sá forsetaframbjóðendanna sex sem býr yfir flestum þeirra eiginleika sem nefndir eru hér að ofan. Endurspeglast það jafnframt í nýjustu skoðanakönnunum á fylgi frambjóðendanna. Þar eru tveir langefstir Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir en Ari Trausti Guðmundsson fylgir þar á eftir. Hinir þrír eru með umtalsvert minna fylgi, Herdís Þorgeirsdóttir, Hannes Bjarnason og Andrea Ólafsdóttir. Enn er þó rúm vika til stefnu og eins og reyndar konur segja: vika er langur tími í pólitík. Framhald á næstu opnu


HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Þú velur GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir)

Íslensk framleiðsla

og draumasófinn þinn er klár

HÚSGÖGN Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is

Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað

Basel


22

úttekt

Afsprengi bús­ áhalda­byltingar

Helgin 22.-24. júní 2012

Hlutlausi fræðimaðurinn

Með augum útlendingsins

Mannréttinda­ prófessorinn

Þjóðkjörni fulltrúinn

Bjarta landsmóðirin

Andrea J. Ólafsdóttir

Ari Trausti Guðmundsson

Hannes Bjarnason

Herdís Þorgeirsdóttir

Ólafur Ragnar Grímsson

Þóra Arnórsdóttir

andreaolafs.is

aritrausti.is

jaforseti.is

herdis.is

olafurogdorrit.is

thoraarnors.is

Ari Trausti lagði upp með þá ímynd sem hann hafði þegar áskapað sér sjálfstæði, hlutlausi, ópólitíski fræðimaðurinn. Hann er í þriðja sæti, með umtalsvert minna fylgi en Ólafur og Þóra, og sleppur þar af leiðandi við neikvæða athygli. Sumir halda því jafnvel fram að hann hafi alltaf vitað að hann yrði aldrei forseti þó svo að hann telji sig hafa það fram að færa sem þarf til. Hans sterkasta vopn er hve mælskur hann er og hefur hann jafnframt náð að gagnrýna sitjandi forseta á trúverðugan hátt. Ari Trausti hefur farið að fordæmi sitandi forseta og fengið tengdason sinn til liðs við sig í baráttunni, Rúnar Þór Guðbrandsson. Hann hefur ekki lagt áherslu á að fá fagmenn með sér í baráttuna heldur treystir á stuðning vina og vandamanna.

Hannes lagði upp með þá ímynd að vera sá sem sér samfélagið með augum þess sem stendur fyrir utan enda hefur hann búið í Noregi í 14 ár. Hann hefur reynt að nýta sér það sem styrk og bent á það í viðtölum og umræðuþáttum að hann hafi fylgst með því úr fjarlægð sem hér hefur gerst. Auk þess bendir hann á að hann sé af þeim sökum ótengdur hagsmunaöflum hér á landi. Í herráði hans sitja vinir og skyldmenni, Ragnar Bjarnason íþróttakennari, sem er búsettur í Danmörku, er bróðir Hannesar og einnig Rúnar Birgir Gíslason og Sveinn Arnar Sæmundsson á Akranesi.

Herdís lagði upp með sömu ímynd og hún hafði haft enda nokkuð þekkt úr þjóðmálaumræðunni þar sem hún hefur komið fram sem gagnrýnn prófessor í lögum sem leggur áherslu á mannréttindi. Hún hefur hins vegar alltaf verið í hlutverki gagnrýnanda og greinanda og aldrei þurft að svara fyrir neitt er varðar hana sjálfa. Hún býr yfir mörgum þeim eiginleikum sem nefndir eru hér að framan, er vel menntuð, ágætlega kynnt og nokkra lífsreynslu. Hún fór því of seint af stað að mati sérfræðinga, og hefði átt að hefja undirbúning að framboði sínu fyrir tveimur árum með því að koma fram við opinber tækifæri og þess háttar. Í herráði Herdísar eru Dögg Pálsdóttir lögmaður, myndlistarhjónin Hulda Hákon og Jón Óskar, kvikmyndagerðarkonan Elísabet Rónaldsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir leikkona, Sigurlaug Ragnarsdóttir, systir Ómars Ragnarssonar, Jörgína Elínbjörg Jónsdóttir, systkini Herdísar, Þorsteinn og Sigríður, Jakobína Ingunn Ólafsdóttir stjórnsýslufræðingur, Nathan Kolbeinsson, formaður ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, Jón Þór Ólafsson, Kristín Ómarsdóttir og Guðný Oddsdóttir.

Ólafur Ragnar lagði upp þá ímynd með að vera hinn þjóðkjörni fulltrúi sem veitir ríkisstjórninni aðhald og viðnám og sækir atkvæði til þeirra sem eru andstæðingar óvinsællar ríkisstjórnar. Ólafur talar einnig fyrir hönd ákveðinna atvinnugreina, svo sem sjávarútvegsins, stóriðju og bænda. Hann gerir út á það sem hann kallar óvissutíma og leggur á það áherslu að nauðsynlegt sé að vera með vanan mann í brúnni á slíkum tímum. Ólafur Ragnar hefur augljóslega stúderað frambjóðendur víða um heim sem náð hafa árangri og hagar sér eins og þeir. Hann tekur til að mynda í höndina á öllum þeim sem hann getur og kemur fram við hvert tækifæri. Framboð hans hefur staðið yfir í langan tíma, í raun í mörg ár, og hefur hann þar með forskot á aðra frambjóðendur sem erfitt er að brúa. Hann er vel undirbúinn hvar sem hann kemur og er með tilbúin svör við öllu. Veikleikar hans hafa verið kortlagðir og mótsvör undirbúin, svo sem gagnvart þeirri gagnrýni að hann hafi setið of lengi, að hann hafi þjónað útrásarvíkingum og að hann sé of fjarlægur fólkinu. Í herráði Ólafs sitja dætur hans, Tinna og Dalla, og tengdasonurinn Karl Pétur Jónsson, eiginmaður Tinnu. Kosningabaráttunni stýrir Ólafía B. Rafnsdóttir. Svo er því haldið fram að lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson sé þar einnig en hann er þá sá eini af upprunalegu herráði Ólafs Ragnars frá árinu 1996 þegar hann var kjörinn forseti í fyrsta sinn.

Þóra lagði upp með þá ímynd að verða forseti á borð við Vigdísi Finnbogadóttur. Ímyndin sem hún leitaðist við að ná var að vera hin bjarta landsmóðir sem veitir öllum öryggi og fólki líður vel með. Hún spilar á sameiningatáknið og ætlaði sér að koma inn í baráttuna eins og ferskur blær líkt og Vigdís gerði á sínum tíma. Henni virðist þó ekki takast að koma þessari ímynd til skila og hefði, að sögn eins sérfræðings, betur varið tíma í að stúdera það hvernig Vigdís kom fram, skoðað myndbönd með henni og hlustað á hana. Þóra er vinsæl sjónvarpskona sem fólk er hrifið af. Hins vegar virðist sem hún hafi ekki það sem þarf til að þjóðin sameinist um hana sem forseta, ef marka má skoðanakannanir. Þó má benda á að Þóra er með álíka mikið fylgi nú og Vigdís þegar hún náði kjöri sem forseti árið 1980 þegar atkvæðin dreifðust jafnar á frambjóðendur en nú virðist vera raunin. Þóra er með mikinn og stóran hóp stuðningsfólks á bak við sig. Í herráði hennar situr eiginmaðurinn Svavar Halldórsson, Friðjón R. Friðjónsson, fyrrum aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, Hreinn Hreinsson, Ingvar Sverrisson, Gaukur Úlfarsson, sem er maðurinn á bak við Silvíu Nótt og Jón Gnarr borgarstjóra, Sigrún Þorgeirsdóttir kosningastjóri og Guðrún Pétursdóttir, fyrrum forsetaframbjóðandi. Aðrir nánir ráðgjafar eru sjónvarpskonurnar Inga Lind Karlsdóttir og Svanhildur Hólm Valsdóttir og fjölmiðakonan Katrín Bessadóttir, sambýliskona Helga Seljan, fréttamanns á RÚV. Einnig má nefna Andrés Jónsson almannatengil og Ásdísi Ólafsdóttur, vinkonu Þóru.

Andrea lagði upp með þá ímynd að vera málsvari lýðræðisins enda hefur hún barist fyrir hagsmunum almennings sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna um skeið. Hún er nokkurs konar afsprengi búsáhaldabyltingarinnar og ætlar sér meðal annars að halda þjóðfund um hlutverk forsetans nái hún kjöri. Í herráði hennar sitja vinir og fjölskylda auk fólks sem tók þátt í búsáhaldabyltingunni. Einn ráðgjafa hennar er Þórður Björn Sigurðsson, fyrrum formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og núverandi starfsmaður þingflokks Hreyfingarinnar.

Framundan er lokahnykkurinn í baráttunni um Bessastaði en kosningar fara fram laugardaginn 30. júní. Sex frambjóðendur keppa um atkvæði þjóðarinnar.

Einstakar búðargjafir Kíktu á gjafatilboðin

lindesign.is

Höfuðklútar fyrir öll tækifæri! Áprentað merki fyrirtækis eða eigin hönnun 500 stk á aðeins 120.000 án vsk.

Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is

Sími: 533-1510 elin@markadslausnir.is


nÝtt!

Ú I

besTir í KJÖTi

698

ÍSLENSKT KJÖT

Kr./sTK.

nÝtt! Grillsumar Nóatúns

fyllTur rauðlauKur m/ HvíTlauKsGrasi

98

Glæsilegt úrval meðlætis í kjötborði Nóatúns

I KJÖTBORÐ

349

30% afsláttur

ÍSLENSKT KJÖT

Kr./KG

98

B

Ð

besTir í KJÖTi Ú

Grillsumar Nóatúns

Grillsumar Nóatúns

salTbaKaðar KarTÖflur

lÖnGusPJóT með rauðlauK oG PaPriKu

R

TB KJÖ OR

I

Ú

Kr./sTK.

R

Meðlæti úr kjötborði

B

KJÖTBORÐ

Tandoori lambasPJóT með lauK oG PaPriKu

R

Grillsumar Nóatúns

Kr./sTK.

Við gerum meira fyrir þig

TB KJÖ ORÐ

Ú

129

R

I

Grillsumar Nóatúns

fyllTir TómaTar m/mozzarella oG basil

498

Kr./sTK.

ÍSLENSKT KJÖT

i! Sval and

ÍSLENSKT KJÖT

20% R

ÍSLENSKT KJÖT

2598

Ú

1998

B

Kr./sTK.

besTir í KJÖTi

I

Ú

KJÖTBORÐ

100% aKjöt! naut

Grísalundir

TB KJÖ ORÐ

Kr./KG

Ú

Kr./KG

Ú

I

besTir í KJÖTi

R

KJÖTBORÐ

B

afsláttur

R

TB KJÖ ORÐ

I

R

I

3998

229

20%

afsláttur

lambainnralæri, Kryddað að þínum ósKum

3198

PePsi max, 2l

merrild senseo darK oG medium roasT, 16 sTK.

nÝtt!

ÍSLENSKT KJÖT

498 Kr./sTK.

Ú

I

Ú

B

besTir í KJÖTi

Kr./sTK.

isio4 maTarolía, 1l

589 Kr./sTK.

R

KJÖTBORÐ

! FerSKur

ÍSLENSKT KJÖT

ja, Hindbearmellu og Kar l áberja! b lambaframHryGGJasneiðar , Kryddaðar að þínum ósKum

Ú

R

TB KJÖ ORÐ

B

I

besTir í KJÖTi R

KJÖTBORÐ

Kr./KG

Ú

1998

ms osTaKaKa, 3 TeGundir

I

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

198

TB KJÖ ORÐ

Ú

Kr./sTK.

Ú

I

besTir í KJÖTi

R

KJÖTBORÐ

B

GrísaborGari, 120 G

R

TB KJÖ ORÐ

I

249

R

I

unGnauTa HamborGari, 120 G

998

ím Heill KJÚKlinGur, fersKur

845

Kr./sTK.

Kr./KG

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt


24

viðtal

Helgin 22.-24. júní 2012

Barði í París. Tónlistarmaðurinn er með annan fótinn í Frakklandi og hefur náð að marka sér spor meðal Frakka. Mynd/Jeaneen Lund

Brjálað að gera hjá Barða Barði Jóhannsson hefur sett mark sitt á Frakkland. Leyndur tónlistarmarkaður, segir hann og bendir á að sá franski sé einungis einu prósentustigi minni en sá breski. Hann velur úr verkefnum og segja má að hann vaði í þeim líka, enda fjölhæfur; vinnur að nýrri plötu með Lady and Bird, einnig Bang Gang plötu og semur tónlistina bæði við sjónvarpsseríuna Pressu 3 og við heimildarmynd um tónlistarhúsið Hörpu. Svo var hann að undirrita samning um að semja alla tónlist, ásamt Keren Ann, í næstu kvikmynd óskarsverðlaunahafans Luc Jaquet, sem gerði hina eftirtektarverðu mynd um mörgæsamarsinn; March of the Penguins. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir raskaði vinnudegi Barða í miðri viku í Reykjavík.

É

g gleymi oft því sem ég hef verið að gera yfir árið. Í janúar var ég að velta mér upp úr því að ég hefði ekki gert neitt á síðasta ári. Ég þurfti að kíkja á dagatalið til að sjá að ég hafði samið óperu. Ég var bara búinn að gleyma því,“ segir Barði Jóhannsson tónlistarmaður sem situr afslappaður við eldhúsborðið á heimili sínu í Reykjavík. Bara svona ósköp venjulegt heimili; í það minnsta við fyrstu sýn. En þarna býr ekkert venjulegur maður. Það er til dæmis hreint með ólíkindum að hægt sé að gleyma heilli óperu, Red Waters; tónlistarverki sem Barði samdi með Keren Ann og sýnd var fyrir fullu húsi í Theatre National d’Orleans í Frakklandi síðasta vetur. Nú er stefnt að því að breyta verkinu í teiknimynd. Hann hlýtur að vera að djóka! Verkið er viðamikið og of stórt fyrir Ísland. Það er of dýrt að flytja það heim. Og segja má að Ísland sé líka of lítið fyrir Barða, ekki það að hann sé eitthvað merkilegur með sig, hreint ekki. Vinir hans segja hann hæverskan og að hann haldi sig til hlés, flíki ekki sínu. En hann er stórhuga, þótt hann virðist á sama tíma mjög jarðtengdur – og afkastamikill. Hann sá fljótt að ef hann ætlaði að lifa á tónlistinni nægði íslenski markaðurinn honum ekki. Barði herjaði á Frakkland. „Ég ákvað að fara til Bretlands og Frakklands. Ég fór á fund hjá tveimur fyrirtækjum. Fékk tilboð frá þeim báðum; annað hét Delabel, hitt EMI Publishing. Á þeim tíma voru bæði fyrirtækin í eigu sama aðila. Þau vissu ekki

hvort af öðru og máttu ekki bjóða á móti hvort öðru. Þannig að ég endaði í Frakklandi.“ Þetta var síðla árs 2002 eða fyrir tíu árum.

March of the Penguins. Hann var að rita undir samninginn nú í vikunni. Blekið er vart þornað.

Lifir og hrærist í tónlist

Stoppar þig ekkert af? „Nei, það er aldrei neitt of stórt eða of flókið. Það eru bara áskoranir. Þeim mun ólíklegra sem útlit er fyrir að verkefnið komist í höfn þeim mun spenntari er ég að vinna í því. Þessa dagana er þó tíminn af svo skornum skammti að ég verð að velja vel.“ Barði viðurkennir að það hafi þó ekki allt gengið upp sem hann tekur sér fyrir hendur. „Þegar ég fór fyrst til London, sagði maður við mig: Heldur þú að þú getir farið til útlanda og bókað fundi hjá útgáfufyrirtækjum og fengið samning? Hann sagði þetta í hæðnistóni, en það var nákvæmlega það sem ég gerði. Síðan þá hef ég einhvern veginn látið vaða og látið reyna á hlutina.“ Fullt af verkefnum. Flott ferilskrá tónlistarmanns, en hver er hann? Barði er 37 ára, útskrifaður úr Menntaskólanum í Reykjavík og einnig af handíðabraut Fjölbrautarskólans í Breiðholti. Hann tók nokkra áfanga í íslensku í Háskólanum, vann fjölbreytt störf sem unglingur; var sundlaugarvörður, í garðrækt og stóð við bensíndælu svo dæmi séu tekin. Hann á litla dóttur og á bandaríska kærustu. Bara svona hefðbundið líf í grunninn. Punktur. Barði vill ekki ræða prívat-lífið. Hvers vegna ekki? Hann segir að sér finnist það ekki eiga erindi við fjöldann. „Sumir sjá ástæðu til að fara með hvert smáatriði lífs síns í blöðin. Það eru svo margir sem vilja fjölmiðla heim

Barði lifir og hrærist í tónlist og segja má að plöturnar séu gæluverkefnin. Hann semur stef og tónlist fyrir sjónvarpsþætti, í auglýsingar og kvikmyndatónlist auk þess sem hann vinnur með ólíkum listamönnum; oft frönskum, undir hinum ýmsu merkjum. Þá er sem bílaframleiðendum líki sérstaklega vel við verk Barða: Citröen-, Lancia-, Hyundai- og Volkswagen Passat-auglýsingar notast við lög hans, svo dæmi séu tekin. „Ég gæti aldrei lifað af því að vera bara í hljómsveit, það tekur óendanlegan tíma og er kostnaðarsamt, þannig að það verður að vera „balance“ svo að endar nái saman.“ Þessa stundina vinnur Barði að annarri plötu Lady and Bird með Keren Ann og hefur að auki verið að vinna með frönsku söngkonunni Mélanie Pain úr hljómsveitinni Nouvelle Vague. Hann er einnig með fjórðu plötu Bang Gang í smíðum – en það var Bang Gang sem kom honum á kortið árið 1998. „Þessi nýja plata hefur reynst vera óendanlegt verkefni. Bang Gang-plöturnar koma alltaf á fimm ára fresti og ég lendi í öðru á milli.“ Annað, glænýtt verkefni, sem líklegt er að taki býsna mikinn toll af tíma Barða er að semja alla tónlist í næstu kvikmynd Luc Jacquet – franska Óskarsverðlaunahafans sem gerði frægu myndina um mörgæsir sem sló í gegn;

Ekkert of stórt eða of flókið

Ég er bara ekki þessi hressa týpa og það þurfa ekki allir að vera eins þó svo að það virðist henta þjóðfélaginu best. Ef ég væri í grunnskóla í dag veit ég ekki hvaða lyfjum væri búið að dæla í mig til að lækna sköpunarhæfileikana.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

til sín og inn í einkalífið sitt. Mér finnst bara fínt að leyfa þessu fólki að fá sitt pláss og leyfa því að njóta sín. Mér finnst fínt að gera bara mitt.“ Hann hefur því reist vegg um líf sitt og stendur um það vörð. Og honum stendur ekki á sama um sé farið með fleipur. „Yfirleitt hjálpa ég ekki illa undirbúnu fjölmiðlafólki þegar ég mæti í viðtal. En ég fór í viðtal hjá ágætri stúlku á einhverri útvarpsstöð hérna heima. Hún var búin að undirbúa sig ótrúlega vel, búin að láta gera stjörnukort og allt. Þetta var klukkustundar útvarpsviðtal og hún byrjar: Jæja, Barði. Nú ert þú fæddur 10. október. Ég svara: Nei, 10. september. Hún hvítnaði í framan og endurtók nei, 10. október, er það ekki? Þú ert að grínast, er það ekki? Nei, svaraði ég. Og hún var búin að undirbúa sig vel, hafði farið á Wikipediu og fengið rangan afmælisdag. Allt í rugli og ég ákvað að vera mjög næs og hjálpa henni.“ Barði forðast einnig að veita upplýsingar um verkefnin í sjónmáli. „Ég vil frekar tala um hlutina þegar þeir hafa gerst. En þá virðast þeir ekki eins spennandi í augum fjölmiðlafólks. Það virðist meira spennandi ef möguleiki er á að verkefni muni gerast, hvort sem það verði svo að veruleika eða ekki,“ segir hann. „Stundum finnst mér eins og menn hlaupi í blöðin með verkefni sem eru á frumstigi til þess að fá klapp á bakið hjá vinum eða á barnum. Svo verður ekki neitt úr neinu, en það er aldrei fjallað um afraksturinn.“

Gríma, ímynd eða hann sjálfur?

Umfjöllun um Barða hefur átt það til að snúast um viðmót hans í fjölmiðlum. Hann virkar afar rólegur og stundum jafnvel snúinn. Setur hann upp grímu, vill hann ná fram ákveðinni ímynd sem poppstjarna eða er hann svona? „Mér finnst þetta skemmtilega vangaveltur,“ segir hann. „Sko, þegar þú ferð í viðtal í sjónvarpi og sérð spyrilinn skipta um karakter þegar kveikt er á myndavélinni og hann verður allt önnur manneskja Framhald á næstu opnu


ý ta N us ón þj

Við bjóðum vaxtagreiðsluþak yfir höfuðið

ENNEMM / SÍA / NM52730

Vaxtabreytingar geta valdið sveiflum í greiðslubyrði óverðtryggðra húsnæðislána. Vaxtagreiðsluþak Íslandsbanka veitir skjól ef vextir hækka. Þá jafnast greiðslubyrðin en það sem fer upp fyrir þakið bætist við höfuð­ stól og dreifist á lánstímann.

Íslandsbanki hvetur alla til að kynna sér nánar skilmála vaxtagreiðsluþaksins og þær tegundir lána sem í boði eru og taka ákvörðun að vandlega athuguðu máli.

Kostir vaxtagreiðsluþaks · Léttir greiðslubyrði ef vextir hækka · Dregur úr óvissu og veitir öryggi · Lánstími lengist ekki · Óverðtryggð lán geta hraðað eignamyndun

Ókostir vaxtagreiðsluþaks · Hluta vaxtagreiðslunnar er frestað · Höfuðstóll hækkar ef vextir lánsins eru umfram vaxtagreiðsluþakið · Hærri höfuðstóll hækkar heildarvaxtakostnað lánsins

Allar upplýsingar er að finna á www.islandsbanki.is

Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000


26

viðtal

Helgin 22.-24. júní 2012

en hann var fimm mínútum áður, þá verður maður oft undrandi á slíkri hegðun. Fólki finnst ekkert óeðlilegt við að sjá spyrla í mjög óeðlilegu ástandi; ofurhressa og ýkta. Það þykir mjög eðlilegt. Kannski það hafi róandi áhrif á mann og veki upp viðbrögð að sjá manneskju umbreytast í einhverja teiknimyndakaraktera og fara spyrja spurninga sem eru grunnar og hálf tilgangslausar, búnar til á staðnum af því þáttarstjórnandinn nennti ekki að vinna fyrir kaupinu sínu. Það er mjög algengt að spyrlar skipti um karakter og það er enginn að spá í það,“ segir hann. „Ég er bara ekki þessi hressa týpa og það þurfa ekki allir að vera eins þó svo að það virðist henta þjóðfélaginu best. Ef ég væri í grunnskóla í dag veit ég ekki hvaða lyfjum væri búið að dæla í mig til að lækna sköpunarhæfileikana.“

Býr hjá vinum í Frakklandi

En úti í Frakklandi? Eru fjölmiðlar að velta karakter þínum fyrir sér þar? „Nei, ekkert. Þar eru menn öllu vanir. Svo mæta þeir undirbúnir í 90 prósent tilfella. Einu sinni gekk samt blaðamaður frá Le Monde út úr viðtali við Lady & Bird. Við vorum búin að skrifa nákvæmar og flóknar reglur fyrir blaðamenn sem þeir áttu að virða áður en viðtalið færi fram. Þessi hafði ekki lesið reglurnar þannig að hann fékk svör sem hann botnaði lítið sem ekkert í. Svo mætti hann aftur nokkrum dögum síðar eftir að hafa kynnt sér reglurnar og kláraði viðtalið.“ Á þessu sífellda ferðalagi milli Íslands og Frakklands hefur Barði lært að tala frönsku við þá sem enskan pirrar mest – þjóna og leigubílstjóra. „Öfugt við flest önnur lönd: Ef þú ferð á veitingastað í Frakklandi máttu þakka fyrir að þjónninn vilji afgreiða þig. Þú átt að vera þakklátur fyrir að fá að sitja þarna inni og borga mjög mikið fyrir kaffið og að hann vilji afgreiða þig. En það eru helst leigubílstjórar og þjónar sem eru með stæla. Allir hinir eru voða næs,“ segir hann þegar hann talar um tíma sinn ytra. „Og yngri kynslóðin talar ensku, í það minnsta reynir það.“ Barði virðist lifa nokkuð sérstöku lífi í Frakklandi. Hann á enga íbúð þar og sjaldnast gistir

þegar maður setur allt undir eru fleiri sammála því að útkoman sé góð.“

Bransinn þekkir Barða

Fjölmargir franskir listamenn hafa unnið með Barða og ekkert lát er á því. Barði stefnir til Frakklands með haustinu, en er þó sjaldnast lengur en í þrjár vikur þar ytra í einu. Mynd/Jeaneen Lund

hann á hótelum. „Ég á bara fullt af vinum. Einu sinni las ég um það í Séð og Heyrt að ég ætti íbúð í París. Ég hringdi og spurði hvaðan þeir hefðu þær heimildir og fékk þau svör að þar sem ég væri svo mikið þarna héldu þeir að ég ætti þarna íbúð. Það þótti nóg,“ segir hann og bætir við. „Ég væri líklega farinn á hausinn ef ég fengi ekki að gista hjá vinum. Þar sem ég á unga dóttur á Íslandi reyni ég allt sem ég get til að koma heim og vera með henni. Stundum er því miður ekki „budget“ fyrir flugi heim á 10 daga fresti.“

Engar fastar áætlanir

Hann segir einnig að oft geti reynt á að plana ferðirnar á milli fram í tímann. „Það ræðst af því hvað ég er að gera. Síðan kannski fer maður á fund sem kallar á annan fund, eftir einhvern tíma, sem kallar á eitthvað annað og síðan vinnur maður að einhverju sem gengur hægt eða hratt. Þetta er svo abstrakt vinna. Ég hef ekki hugmynd um hvað það tekur mig langan tíma að gera eitthvað á meðan flestir geta farið í vinnuna og séð svona sirka hvert

Þegar ég fór fyrst til London, sagði maður við mig: Heldur þú að þú getir farið til útlanda og bókað fundi hjá útgáfufyrirtækjum og fengið samning? Hann sagði þetta í hæðnistóni, en það var nákvæmlega það sem ég gerði.

stefnir.“ Af hverju ræðst það? „Ég veit ekki hvort ég þarf að endursemja sama lagið tíu sinnum af því að það er ekki nógu gott eða hvort það kemur á tveimur tímum? Maður skilar ekki einhverju sem manni finnst lélegt, það eru aðrir og nógu margir í þeim bransa. Ég get byrjað á einhverju á mánudegi og klárað um kvöldið eða ég get verið búin með það viku síðar. Síðan er ég búin að plana restina á vikunni og er þá í fimm daga mínus, sem ég þarf þá að taka af svefni.“ En gengur honum vel? „Gengur þér vel þegar þú selur mikið? Eða þegar þú ert ánægður með það sem þú ert búinn að gera? Er það velgengni að selja margar plötur en finnast innihald þeirra lélegt? Eða þegar þér finnst þú gera gott en selur lítið? Tuttugu til þrjátíu þúsund getur verið mikið fyrir einn en lítið fyrir annan. Þetta er allt afstætt. Ég er sáttur við þá tónlist sem ég hef unnið að hingað til “ Hvaða markmið setur þú þér? „Að gera eitthvað sem mér finnst skemmtilegt og fólk vill hlusta á. Það sem ég er ánægður með, það besta sem ég get gert hverju sinni. Yfirleitt

En er kippt í þig úti á götu í Frakklandi? „Nei, það hefur gerst tvisvar, þrisvar. Ég er ekkert frægur þar, þótt bransinn viti hver ég er, en það er alltaf fullt á tónleikunum,“ segir hann. „Þetta er svo stórt land. Í Frakklandi seljast fimm prósent tónlistar í heiminum. Þýskalandi fimm prósent og sex í Bretlandi. Þannig að þetta er stórt. Fólk fattar ekki; bæði almenningur og bransinn sjálfur, að Bretland er aðeins einu prósentustigi stærra en Frakkland. Munurinn er ekki mikill. En það eru meiri læti í Bretunum. Það er algengt að Frakki, sem enginn veit um, selji yfir milljón plötur, sem er meira en margar þekktari hljómsveitir gera.“ Barði hefur ekki verið mikið fyrir „óþarfa tónleikahald“ eins og hann kallar það og vill velja vel á hvaða tónleikum hann kemur fram á. Hann segir að hann hafi ekki verið mikið fyrir að vera á sviði í byrjun ferilsins, en það hafi breyst enda hefur sjálfstraustið líka stigið upp á við með árunum. Mér leið ömurlega á sviði til að byrja með. Mér fannst svona fyrstu árin þegar ég stóð uppi á sviði að ég gæti nú gert miklu betur en þetta. Mér fannst óþarfi að bæta fleiru lélegu við. Mér fannst alveg nóg af því fyrir. En núna finnst mér þetta farið að verða skemmtilegra og frammistaðan betri. Ég hef alltaf verið heppinn með þá sem eru í bandinu með mér og alltaf fundist þeir miklu betri en ég.“ Barði er nú kominn til að vera mestan part sumarsins hér á landi „Mér finnst gott að vera á Íslandi og reyni að koma með eins mörg verkefni hingað heim og ég get.“ Sérðu fyrir þér að þú verðir alltaf í tónlist? „Ég veit ekki hvort mér endist ævin í að læra lögfræði og eitthvað annað áhugavert. Mig langar að gera svo ótrúlega margt, en ég á líka eftir að klára svo margt og svo er svo margt sem mig langar að gera í músík. Ég held hreinlega að það sé of seint að skipta núna. Svo hefur ekki gefist mikill tími í að sinna púkanum í sér upp á síðkastið, ég held að hann þarfnist aðhlynningar fljótlega!“


Vnr. 50657153 STERLING gasgrill, 1716-3, 2 brennarar, niðurfellanleg hliðarborð, hitamælir, þrýstijafnari og álhjálmur. 11,72 kW.

Vnr. 41621501 Fellanlegt borð og stólar, tekk.

49.990

59.900

kr.

kr.

49.900

AFMÆLISVERÐ kr.

GasGrill

á afmælisverði

*

á Pallinn EÐa svalirnar Vnr. 50657139 SUNWIND TEXAS 3000 gasgrill, 4 brennarar, niðurfellanleg hliðarborð, hitamælir og þrýstijafnari. 10 kW.

39.900

AFMÆLISVERÐ

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Allar vörur fást í BYKO Breidd en minna framboð getur verið í öðrum verslunum.

kr.

54.900

kr.

69.900

AFMÆLISVERÐ

Vnr. 50657144 STERLING gasgrill með tvískiptum brennara, grillflötur 50x32 cm, efri grind 50x24 cm. Hitamælir, neistakveikjari, þrýstijafnari og hitadreifiplata. 8,79 kW.

54.900

AFMÆLISVERÐ

44.900

AFMÆLISVERÐ

kr.

kr.

44.990

kr.

69.900

kr.

kr.

Vnr. 50632306 OUTBACK TUNGSTEN gasgrill, 2 brennarar, hliðarborð, hitamælir, þrýstijafnari og emeleraður hjálmur. 7,92 kW.

9.900

Vnr. 50632115 COMBO gasgrill með tveimur brennurum, samanbrjótanlegt með 2 hjólum og hliðarborðum. Einfalt í uppsetningu. Grillflötur 42x35cm. Neistakveikjari, þrýstijafnari og hitadreifiplata.

kr.

Vnr. 50632105 MR GRILL ferðagasgrill, grillflötur 30x37 cm, efri grind, hitadreifiplata. Þrýstijafnari og slanga. 2,6 kW.

349

19.900

AFMÆLISVERÐ

kr.

kr.

kr.

18.900

AFMÆLISVERÐ kr.

kr.

Vnr. 50652233 STERLING PORTA CHEF ferðagasgrill með efri grind. Grillflötur 32x48 cm. Slanga og þrýstijafnari. 4,1 kW.

25.900

kr.

ÚtiMálninG á GluGGa OG vEGGi

Vnr. 89470110 PINOTEX CLASSIC, þekjandi hvít, 1l.

2.685

kr.

Vnr. 83020210-30 HARRIS PREMIER pensill, 1, 2, eða 3”. Verð frá:

Taska fáanleg.

22.900

12.600

kr.

MálninGarvörur Í MiKlu Úrvali

Í FErÐalaGiÐ AFMÆLISVERÐ

89.900

Vnr. 50657137 SUNWIND MINNES 4000, 4 brennarar, niðurfellanleg hliðarborð, hitamælir, þrýstijafnari fylgir, ryðfrír hjálmur, skápur. 16,3 kW.

Vnr. 85551083-1183 BYKO úti- og innimálning, hvítir litir, 10 l.

7.490

kr.

Vnr. 58761012 Málningarfata, 12 ltr.

Vnr. 89600183-483 SADOLIN múrmálning, allir litir, 10 l. Góð alhliða akrýl/olíumálning til notkunar utanhúss.

9.990

610

kr. Vnr. 84100150 FIA málningarrúlla og skaft, 25 cm.

1.699

kr.

kr.

Verðvernd BYKO tryggir þér lægsta verðið. Ef þú kaupir vöru hjá okkur og sérð sömu eða sambærilega vöru auglýsta ódýrari annars staðar, innan 20 daga, endurgreiðum við þér mismuninn og 10% af honum að auki! Sjá nánari upplýsingar og skilmála á www.byko.is.

* Afmælisverð gilda til 27. júní 2012.


28

úttekt

Helgin 22.-24. júní 2012

Ísland – Fastaland í stórstjörnuhafinu Ísland er aftur komið rækilega á kortið hjá þeim stærstu og þekktustu í Hollywood og nú streyma stórstjörnurnar hingað sem aldrei fyrr. Tom Cruise er á landinu við tökur á framtíðartryllinum Oblivion, leikstjórinn Darren Aronofsky er á landinu til þess að skoða tökustaði fyrir risamynd sína Noah. Tökur hefjast á Íslandi síðar í sumar og ætla má að þá verði Russell Crowe og fleiri þekkt nöfn í för með leikstjóranum. Þá ætlar gamanleikarinn og leikstjórinn Ben Stiller að taka hluta myndar sinnar The Secret Life of Walter Mitty á Seyðisfirði. Fréttatíminn skautar hér yfir hvaða stórstjörnur hafa heiðrað landann með nærveru sinni og hverjar eru væntanlegar.

Í Cruise er kvæntur leikkonunni Katie Holmes sem var með honum í för í síðustu viku þar sem vegfarendur í Þingholtunum mættu þeim til að mynda á göngu umkringdum lífvörðum á laugardaginn.

slenskt landslag hefur löngum höfðað til kvikmyndagerðarfólks úti í hinum stóra heimi og hér hafa verið tekin upp atriði fyrir James Bond-myndir og fyrstu Batman-mynd Christopers Nolan, Batman Begins. Clint Eastwood kom hingað sælla minninga og tók stríðsatriði fyrir mynd sína Flag of Our Fathers og síðasta sumar tók sá goðsagnakenndi leikstjóri Ridley Scott upp byrjunaratriði geimtryllisins Prometheus sem sýnd er í kvikmyndahúsum um þessar mundir. Scott er einn allra mesti þungavigtarmaður í kvikmyndabransanum sem gefið hefur Íslandi gaum og sú landkynning sem Ísland fær í Prometheus verður seint metin til fjár. Listinn yfir frægðarmenninn sem hingað hafa komið á síðustu árum verður vart tæmdur hér en svo einhverjir séu nefndir þá gerði Kiefer Sutherland sér glaðan dag í Reykjavík fyrir nokkrum árum, Harrison Ford hefur kneyfað ölið á Dillon og John Travolta og Robert De Niro hafa millilent hérna en DeNiro snæddi þá á Hótel Holti, mörgum ógleymanlegur og þótti hann óvenju örlátur á þjórfé. Sopranos-leikarinn Michael Imperioli kom til Íslands þegar hann lék í Stóra planinu eftir Ólaf Jóhannesson sem fékk síðar Jonathan Pryce til landsins fyrir Borgríki. Þá birtist Daniel Bruhl hér ferskur eftir Inglorious Basterds Quentins Tarantinos í Kóngavegi Valdísar Óskarsdóttur.

Tom Cruise í Bónusvillu

Tom Cruise er einhver áhrifamesti leikarinn í Hollywood og hann dvelur nú á Hrafnabjörgum í Vaðlaheiði, lúxusvillu sem Jóhannes, kenndur við Bónus, reisti sér á sínum tíma. Cruise er við tökur á framtíðarspennumyndinni Oblivion við Hrossaborgir í Mývatnssveit en þar þykir landslagið geta lýst því hvernig verður umhverfis á jörðinni að undangengnum dómsdegi. Cruise framleiðir myndina og leikur aðalhlutverkið. Morgan Freeman og Game of Thrones-skúrkurinn danski Nikolaj Coster-Waldau leika einnig í myndinni þannig að þeir gætu skotið upp kollinum í sveitinni. Cruise er kvæntur leikkonunni Katie Holmes sem var með honum í Charlize Theron var ánægð með Íslandsdvöl sína þar sem hún synti meðal annars með sólgleraugu á nefinu mörlandanum til mikillar gleði.

Íslendingar telja sig með nokkrum rétti eiga smávegis í Noomi Rapace, sem hefur síðan í æsku verið tíður gestur á landinu. Síðast kom hún hingað í fyrra þegar hún lék í Prometheus eftir Ridley Scott.

för í síðustu viku þar sem vegfarendur í Þingholtunum mættu þeim til að mynda á göngu umkringdum lífvörðum á laugardaginn. Orðrómur hefur verið uppi um að Cruise verði á Íslandi á fimmtugsafmælisdegi sínum þann 3. júlí og fari svo að hann fagni þeim áfanga hér má telja víst að mikill stjörnufans muni leggja leið sína hingað til þess að fagna með honum og hafa ekki ómerkari manneskjur en David og Victoria Beckham og Will og Jada Pinkett-Smith verið nefndar til sögunnar í því sambandi. Þar sem Ísland hefur hingað til heillað stjörnurnar má gera ráð fyrir að ruðningsáhrifin af afmæli Cruise verði þó nokkur og ríka og fræga fólkið muni hrúgast hingað í enn lengri halarófum.

fyndnari mönnum í Hollywood þrátt fyrir að hann glími við þunglyndi. Hann er byrjaður á endurgerð bíómyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty sem fjallar um dagdreyminn myndritstjóra á dagblaði sem fær skyndilega og óvænt tækifæri til þess að upplifa ævintýri. Myndin byggir á þekktustu smásögu James Thurber með sama nafni. Stiller hyggst taka upp atriði fyrir myndina á Seyðisfirði og víðar í sumar. Sean Penn hefur verið orðaður við hlutverk í myndinni þannig að reikna má með miklu stjörnustuði á Seyðisfirði á næstunni. Fréttatíminn hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að nokkur fjöldi íslenskra leikara hafi undanfarið mætt í prufutökur fyrir hlutverk í myndinni en enn hefur ekkert frést hvort eða hver hafi hreppt hnossið.

Nóaflóð skellur á Íslandi

Upphaf lífsins á Íslandi

Leikstjórinn magnaði Darren Aronofsky, sem gerði það síðast gott með Black Swan, er staddur á Íslandi og undirbýr tökur á Noah, sem byggir á biblíusögunni um Örkina hans Nóa. Hann hefur ráðið Russell Crowe í hlutverk Nóa þannig að sá kappi er væntanlegur hingað síðsumars. Þá fara leikkonurnar Jennifer Connelly og Emma Watson, Hermoine úr Harry Potter, með hlutverk í myndinni og ætla má að nokkur fiðringur muni fara um Potter-aðdáendur þegar stúlkan sú stígur á íslenska grund. Þá fer breski harðjaxlinn Ray Winstone líklega með hlutverk erkifjanda Nóa en hann þekkir vel til á Íslandi og hefur þambað vodka á börum í Reykjavík. Þess má einnig geta til gamans að Ólafur Ragnar Grímsson hefur látið þess svo getið að ef gerð yrði kvikmynd um ævi hans sæi hann Russell Crowe fyrir sér í hlutverki Ólafs Ragnars Grímssonar. Þá hefur forsetinn einnig lýst því yfir að Crowe sé efstur á óskalista hans yfir þá það frægðarfólk sem hann langi að bjóða á Bessastaði og verði Ólafur Ragnar enn húsbóndi á forsetasetrinu þegar Crowe kemur má telja næsta víst að sá draumur hans rætist.

Dagdraumar á Seyðisfirði

Leikstjórinn og gamanleikarinn Ben Stiller er með

Morgan Freeman leikur bandamann Tom Cruise í Oblivion og ætti því að eiga við hann erindi á Íslandi.

Ben Stiller mun væntanlega setja sterkan svip á bæjarbraginn á Seyðisfirði.

Meistari Ridley Scott var á Íslandi fyrir nær sléttu ári þegar hann tók upphafsatriði stórmyndarinnar og Alien-forleiksins Prometheus við Heklurætur. Hugmyndin um Ísland sem tökustað kom upp seint í ferlinu en Scott hafði þetta að segja um landið í spjalli við Fréttatímann í fyrra: „Þetta er fallegt land og mikilfenglegt og hér fann ég það sem ég vildi fyrir þetta atriði,“ sagði Scott og bætti við að hann hafi ekki síst heillast af svörtu grjótinu og trjálausum auðnum. Landslagi sem vel megi sjá fyrir sér að hafi verið áberandi um það leyti sem líf var að kvikna á jörðinni. Það var enginn smá mannskapur sem fylgdi Scott til landsins og í hópnum voru stórleikararnir Charlize Theron, Noomi Rapace og Michael Fassbender sem hefur risið hátt og hratt undanfarin hár. Theron vakti meðal annars óskipta athygli heimafólks þegar hún stakk sér til sunds í Landmannalaugar með sólgleraugu á nefinu.

Russell Crowe er væntanlegur til landsins seinna í sumar og mun líklega koma við á Bessastöðum.

Emma Watson á risavaxinn hóp aðdáenda á Íslandi og mun líklega ekki vekja síður meiri lukku en Tom Cruise.

Tom Cruise og Katie Holmes eru alltaf jafn ástfangin og Cruise gaf sér tíma til að njóta lífsins í Reykjavík um síðustu helgi.

Michael Fassbender er funheitur í Hollywood um þessar mundir og þykir bera af í Prometheusi.


safaríkt líf

ljúffengir HeilsUdrykkir 68 Uppskriftir

stútfUllar af HollUstU við öll tækifæri

eftir Þorbjörgu Hafsteinsdóttur

Þeytingar

Hristingar

grænir safar Girnilegir og gómsætir þeytingar sem dekra við kroppinn og fríska uppá húðina, grænir drykkir sem styrkja ónæmiskerfið – góðir milli mála eða í stað máltíða.

ndur na Höfu ókan b u l ö i mets ynGr em m u s 10 ár at u r m , m og iku eflir á 10 v G o r ynGi leiðir 9 ku fsor til lí

salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík


30

fréttir vikunnar

Norðfjarðargöng taka þriðjunginn

Helgin 22.-24. júní 2012

Vikan í tölum

475

Listasafnið fær verk Sigurjóns

Norðfjarðargöng taka ríflega þriðjung alls fjármagns sem ætlað er til vegagerðar á árinu 2014, samkvæmt nýrri samgönguáætlun. Gert er ráð fyrir að um 20 milljarðar fari í vegaframkvæmdir á næstu þremur árum.

Örmerkja hnakka á Selfossi Hestamenn á Selfossi örmerkja nú hnakka sína til að geta rakið þá og fundið ef þeim er stolið. Þetta eru viðbrögð við innbrotum og gripdeildum í hesthúsum á Suðurlandi síðustu mánuði.

Þýsk stríðsáravél í heimsókn Sjaldséðan gest bar að garði á Reykjavíkurflugvelli undir kvöld á miðvikudag, þýska þriggja hreyfla flugvél af gerðinni Junckers Ju-52. Þær voru smíðaðar á tímum þriðja ríkisins og voru meðal annars nýttar af Hitler.

Staðfest var á fimmtudag gjöf Listasafns Sigurjóns Ólafssonar á listaverkum Sigurjóns og öðrum eignum safnsins til Listasafns Íslands. Þar á meðal er hús Sigurjóns í Laugarnesi, en fasteignamat þess nemur tæpum 60 milljónum króna. Gjöfin felur meðal annars í sér að Listasafni Íslands verða færðar til eignar rúmlega 180 höggmyndir og 240 teikningar Sigurjóns.

milljónir króna hefur enska 1. deildarliðið Wolves samþykkt að greiða fyrir framherjann Björn Bergmann Sigurðarson frá Lilleström í Noregi.

Skriflegum málflutningi lokið Skriflegum málflutningi í Icesave-málinu er lokið fyrir EFTA dómstólnum. Íslensk stjórnvöld hafa svarað greinargerð framkvæmdastjórnar ESB í málinu og gagnrýndu málflutning hennar harðlega.

Tónlistarmaðurinn John Grant tróð upp á Hemma og Valda á dögunum og var kampakátur að þeim loknum ásamt hljómsveit sinni. Frá vinstri eru Pétur Hallgrímsson, John Grant, Arnar Geir Ómarsson og Jakob Smári Magnússon. Ljós-

Veiðigjald skili nær 13 milljörðum Frumvarp um sérstakt veiðigjald var samþykkt á Alþingi. Það á að skila tæpum 13 milljörðum króna til ríkisins á næsta fiskveiðiári. Sjálfstæðismenn hafa talið þetta gjald of hátt.

Veiðikortið 37 vötn Eitt kort 6.000 kr. www.veidikortid.is

mynd/Hari

Heitustu kolin á

Bomba Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið til að greiða miskabætur vegna yfirlýsingar Jóhönnu Sigurðardóttur, vegna brots forsætisráðherra á jafnréttislögum.

Guðmundur Andri Thorsson

00000

FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ

55

Kona sækir um embætti, er raðað neðst í ráðningarmatinu en telur sig samt hæfasta til starfans. Eru jafnréttislög brotin ef það sjálfsmat hennar er ekki lagt til grundvallar og hún ráðin, hvað sem öðrum sjónarmiðum líður? Eða var svindlað á henni í ráðningarmatinu og dregið markvisst úr hæfni hennar til að hleypa karlinum að?

Eva Hauksdóttir Kærunefnd jafnréttismála kemst að þeirri niðurstöðu að það sé brot gegn jafnréttislögum að ráða ekki vanhæfasta umsækjandann. Héraðsdómur kemst svo að þeirri niðurstöðu að þegar sá vanhæfasti heldur því fram að hann sé bara víst hæfastur, þá megi ekki segja frá því hvernig staðan raunverulega var. Er það þetta sem kallað er feðraveldi?

Stór bomba Eiríkur Jónsson, blaðamaður, hefur aldrei fetað troðnar

slóðir í fréttamennsku sinni en í vikunni þótti mörgum hann fara langt út af sporinu þegar hann tók sjónvarpsviðtal við fyrrverandi eiginkonu Svavars Halldórssonar.

Hjúkkitt að Guðbergur er ekki forseti, hver veit hvað hann hefði skrifað undir Icesave?

Sjitt! Hvað er í gangi?

Lilja Þorkelsdóttir

Grímur Atlason

Þetta finnst mér fyrir neðan virðingu fjölmiðils. Sjálfsagt heldur Eiríkur að þetta hjálpi framboði Herdísar, náfrænku hans, - en því er þveröfugt farið, er ég hrædd um.

Heiða B Heiðars Það er niðurgangur í herbúðum athyglissjúlks fyrrverandi fjölmiðlamanns og illa innrættrar konu.

Torfi Geirmundsson Hér er fagmaður á ferð. Eir aftur í sjónvarp.

Stærri bomba Guðbergur Bergsson gerði allt brjálað á þjóðhátíðardaginn þegar hann birti grein um mál Egils Einarssonar á Eyjunni.

420

talsins urðu sýningar Gísla Arnar Garðarssonar og Vesturports á Rómeo og Júlíu. Þær áttu upphaflega að vera fimm.

Helgi Seljan Grein Guðbergs Bergssonar gerir álíka mikið fyrir málstað Egils Einarssonar og það ef leikskólakennarar myndu sprengja leikskóla til að mótmæla uppsögnum.

Ragnar Thor Petursson

prósent greiddra atkvæði í síðari umferð kjörs vígslubiskups á Hólum féllu sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur í skaut.

Ég vona að kallarnir 3300 sem fagna Guðbergi og skrifum hans þurfi aldrei að horfa upp á dætur sínar, systur, eiginkonur, mæður og/eða vinkonur fást við afleiðingar nauðgunar. Ekki viss um að kátína þeirra yfir ummælum eins og “stelpupussulátum” yrði jafn sönn...

86

þúsund krónur hafa bæst í launaumslag Jóhönnu Sigurðardóttur á hverju ári síðustu þrjú árin.

Þórarinn Leifsson Ætli Agli Guðbergi Gilzenegger sé ekki örugglega boðið í þessa göngu [Meinta druslugöngu]? Hefði gott af að skokka þetta blessaður karlinn. Skokka smá illsku úr krumpuðum rasskinnunum :)

Andri Þór Sturluson Ekki vissi ég að Guðbergur Bergson, rithöfundur, væri í eiturlyfjunum.

48

sekúndur tók það Reykvíking ársins, Theodóru Rafnsdóttur, að setja í fyrsta laxinn í Elliðaánum þetta sumarið. Laxinn reyndist sex punda þegar Theodóra og leiðsögumaður hennar lönduðu honum skömmu síðar.

Bragi Valdimar Skúlason

Góð vika

Slæm vika

fyrir Þorgerði Ingólfsdóttur kórstjóra

fyrir Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra

Gullmoli í menningarlífinu Þorgerður var útnefnd Borgarlistamaður Reykjavíkur þetta árið við hátíðlega athöfn í Höfða á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Þorgerður er heiðruð fyrir ómetanlegt frumkvöðlastarf í tónlist og menningaruppeldi en eins og margir vita er hún stofnandi Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórsins. Þorgerður hefur leiðbeint á þriðja þúsund ungmennum í kórunum tveimur og þeirra á meðal eru margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar. Þorgerður er sannkallaður gullmoli í menningarlífinu og óhætt er að fullyrða að hún er vel að þessari viðurkenningu komin.

Jafnréttissinni brýtur jafnréttislög Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vikunni Önnu Kristínu Ólafsdóttur 500 þúsund krónur í miskabætur. Anna Kristín sótti um stöðu skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu en Arnar Þór Másson var ráðinn í stöðuna. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. Þetta er augljóslega áfall fyrir Jóhönnu sem hefur látið sig jafnréttismál varða og gagnrýndi, þegar hún var í stjórnarandstöðu, stöðuveitingar stjórn­valda á þeim forsendum.


I AM YOUR SUMMER DEAL Verð frá 139.995.KAUPAUKI

Ný hágæða stafræn SLR myndavél með 24.2 Megapixla C-MOS myndflögu og 18-55VR linsu með hristivörn. GUIDE valmyndakerfið auðveldar öllum að taka betri myndir á augabragði. D-Movie kvikmyndataka í háskerpu (1920x1080p). 11 punkta sjálfvirkt fókus kerfi, hátt ljósnæmi ISO (100-6400) sem má framlengja í 12800, Live View og stórum 3“ háskerpu skjá.

Sumarpakki frá Nikon í kaupbæti: Kælitaska fyrir sex gosdósir, svifdiskur, strandbolti, spilastokkur að virði 5.995.-

KAUPAUKI

Verð 24.995.-

Sumarpakki frá Nikon í kaupbæti: Kælihulstur

COOLPIX S3300 – Litrík sýn á þína veröld. Nett og meðfærileg myndavél með 16 megapixla upplausn, NIKKOR gleiðhornslinsu, 6x optískum aðdrætti og hristivörn. Sjálfvirkar umhverfisstillingar, stór 2.7“ LCD skjár og HD hreyfimyndataka. Eins fæst hún í 8 líflegum litum. Taktu skemmtilegar myndir við öll tilefni.

Með öllum Nikon vélum fylgir íslenskur leiðarvísir.

www.nikon.is

SÖLUAÐILAR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Heimilistæki – Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík – 569 1500 – www.ht.is Sjónvarpsmiðstöðin – Síðumúla 2, 108 Reykjavík – 568 9090 – www.sm.is Beco – Langholtsvegi 84, 104 Reykjavík – 533 3411 – www.beco.is Fotoval – Skipholti 50b, 105 Reykjavík – 553 9200 – www.fotoval.is MAX – Kauptún 1, 210 Garðabær – 412 2200 – www.max.is Hagkaup – Smáralind, 201 Kópavogur – 563 5000 – www.hagkaup.is Tölvulistinn – Reykjavík, Hafnarfirði – 414 1700 – www.tl.is

fyrir gosdós, farsímavasi fyrir ströndina, spilastokkur að virði 2.495.-

Nikon School D-SLR Intro – 2.5 klst kynningarnámskeið ásamt Check & Clean í 3 ár fylgir með D3200 að verðmæti 25.000.-

SÖLUAÐILAR Á LANDSBYGGÐINNI Hljómsýn – Akranesi; Framköllunarþjónustan – Borgarnesi; Blómsturvellir – Hellissandi; Hrannarbúðin – Grundarfirði; Skipavík – Stykkishólmi; Snerpa – Ísafirði; Kaupfélag V-Húnvetninga – Hvammstanga; Smárabær – Blönduósi; Skagfirðingabúð – Sauðárkróki; SR Byggingavörur – Siglufirði; Valberg – Ólafsfjörður; Kauptún – Vopnafirði; Verslunin Pan – Neskaupstað; Geisli – Vestmannaeyjum; Mosfell – Hellu; Heimilistæki – Reykjanesbæ, Selfossi, Akureyri og Húsavík; Tölvulistinn – Akureyri, Egilstaðir, Selfoss og Reykjanesbæ; Omnis – Akranes, Borgarnes og Reykjanesbæ.


32

FERÐIR SÉRBLAÐ

107 ÞÚSUND LESENDUR*

Í Fréttatímanum í næstu viku verður fjallað um ferðalög frá ýmsum sjónarhornum. Ef þú ert að bjóða ferðir eða þjónustu og vilt koma því á framfæri í kraftmiklum miðli hafðu samband. Fréttatíminn kemur út í um 82.000 eintökum, er dreift um allt land og er eitt mest lesna blað landsins.

Þú nærð til markhópsins þíns hjá okkur Hafðu samband við Baldvin í síma 531 3311 eða á baldvin@frettatiminn.is

* capacent lestur í maí 2012 12 til 80 ára.

HELGAR BLAÐ

viðhorf

Helgin 22.-24. júní 2012

Króna eða upptaka erlends gjaldmiðils

Ráðast þarf að rót vandans

K

Kaupmáttur Bandaríkjadollars hefur rýrnað um 90 prósent á liðnum hundrað árum og Kanadadollar hefur rýrnað enn meir. Undanfarin 50 ár hefur verðbólga í ensku pundi samtals numið 2554 prósent en margir gjaldmiðlar hafa rýrnað hraðar. Í þeim hópi er íslenska krónan, eins og Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur bendir á í nýju hefti Þjóðmála þar sem hann talar um það þekkta vandamál sem rýrnun gjaldmiðla er, en orsökin felst jafnan í of hröðum vexti peningamagns í umferð. Saga íslensku krónunnar, frá því að hún var skilin frá þeirri dönsku stuttu eftir að Ísland fékk fullveldi, er Jónas Haraldsson ekki glæsileg þegar horft er jonas@frettatiminn.is á hversu mikil virðisrýrnun hennar hefur verið og því ekki furða að ýmsir velti fyrir sér hvort ekki kunni að vera betra að leggja hana niður og taka upp annan gjaldmiðil, einhliða eða í tengslum við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Spurningin er hins vegar sú hvort krónan sé rót vandans eða óstöðugt gengi hennar fremur birtingarmynd dýpri vanda. Ef svo er, munu gjaldmiðilsskipti draga úr vandanum eða gera það erfiðara og dýrara fyrir samfélagið að takast á við vandann? Þessu veltir Erlendur Magnússon framkvæmdastjóri fyrir sér í sama hefti tímaritsins og spyr, að vonum, hvort ekki sé vænlegra að ráðast að rót vandans og gera krónuna með þeim hætti stöðugri og verðlagsþróun hérlendis meira í samræmi við verðlagsþróun í öðrum vestrænum löndum. Á sama tíma og leiðtogar G-20 hópsins funda um það með hvaða ráðum megi bjarga evrusvæðinu og koma í veg fyrir upplausn hljóta menn að velta þessu fyrir sér í ljósi þess ástands sem ríkir meðal margra þeirra Evrópuþjóða sem tekið hafa upp sameiginlegan gjaldmiðil. Þær standa frammi fyrir miklum efnahagslegum, pólitískum og samfélagslegum vanda sem enn sér ekki fyrir endann á, vanda sem reynist erfitt að

leysa án þjóðargjaldmiðils, eins og Erlendur bendir á í grein sinni. Það að íslenska krónan hafi ekki reynst vel þýði ekki að upptaka erlends gjaldmiðils muni reynast betur. Vænlegra sé því að beina kröftunum fremur að því að leiðrétta það sem við höfum gert rangt fram til þessa og gert krónuna, þjóðargjaldmiðil okkar, að betri gjaldmiðli til framtíðar. Í gegnum tíðina eru tvær meginástæður fyrir sveiflum í gengi krónunnar og hlutfallslega hárrar verðbólgu umfram það sem gerist í öðrum löndum, eins og Erlendur bendir á, annars vegar ytri áföll sem raska viðskiptakjörum og hins vegar agaleysi Íslendinga í efnhagsmálum. Við hin ytri áföll ráðum við ekki og verðum að bregðast við afleiðingum þeirra en taka má á agaleysinu. Birtingarmynd þess er meðal annars ör útgjaldaaukning hins opinbera sem oft er fjármögnuð með lántökum eða tímabundinni tekjuaukningu á þenslutímum. Sveitarfélög hafa ekki síður verið óábyrg en ríkið. Of ör útlánavöxtur banka og annarra útlánastofnana er annað dæmi agaleysis þar sem mótaðilar útlánastofnana í óhófslántökum eru fyrirtæki og heimili. Í þriðja lagi er þekkt fyrirbrigði hérlendis, óhóflegir kjarasamningar. „Vilji menn,“ segir Erlendur, „stöðugt gengi og verðbólgu í takti við það sem gerist í nágrannalöndum okkar verða launahækkanir að takmarkast við framleiðniaukningu og alþjóðaverðbólgu – það skiptir engu hvað gjaldmiðillinn heitir, undan þessu skilyrði verður ekki vikist.“ Temji Íslendingar sér slíkan efnahagsaga þarf, að mati greinarhöfundar, ekki að skipta gjaldmiðlinum út til þess að ná fram stöðugleika. Að þeim orðum hljótum við að gefa gaum. Verðgildi krónunnar myndi eftir sem áður sveiflast hóflega á móti gengi annarra gjaldmiðla. Slíkar breytingar eru eðlilegar í þróuðu hagkerfi en hið mikilvægasta yrði eftir, krónan sem öryggisventill við skyndileg ytri áföll sem flýtti aðlögun og dreifði kostnaði af áföllunum nokkuð jafnt yfir samfélagið.

Lýsendur og knattspyrnusérfræðingar

Frammistaða sé metin af sanngirni og hófsemi sér sjálft inn á heimili fólks skuli standa fyrir atvinnurógi og einelti sem þessu gagnvart nafngreindum einstaklingi, Adolf Inga Erlingssyni, sem hefur meira en 20 ára reynslu sem íþróttafréttamaður. „Ágæti ritstjóri Menn mega auðvitað hafa sína skoðun á Í síðasta tölublaði Fréttatímans er grein störfum hans og hæfileikum, en að ráðast um það hvernig lýsendur og sérfræðingar í skjóli nafnleyndar að æru hans á opinstanda sig í umfjöllun RÚV um EM í fótberum vettvangi er óþolandi. Fréttatímbolta. Gott og vel. Ekki er hægt að gera inn kemst að þeirri niðurstöðu að Adolf athugasemd um það að fjölmiðill taki Ingi sé versti lýsandinn, og lætur m.a. þetta vinsæla efni til skoðunar. Það hlýtur þessi ummæli falla: þó að vera lágmarkskrafa að það sé gert „Það má kæfa hann mín vegna.“ af sanngirni og hófsemi – og þó einkum „Þátttaka hans hlýtur að vera eitthvað og sér í lagi að dómar séu felldir af nafnÓðinn Jónsson, grín.“ greindum einstaklingum. Þetta fer alvarfréttastjóri RÚV „Dolli er verstur. Þarf eitthvað að ræða lega úrskeiðis í Fréttatímanum. Þar eru það?“ meiðandi ummæli látin falla, án þess að Það á engin manneskja skilið að sitja undir svona nafngreindur einstaklingur beri ábyrgð á þeim. Það meiðandi dómum um sína persónu, hvað þá börn dugar auðvitað engan veginn að gera 10 nafngreinda álitsgjafa ábyrga fyrir einstökum ummælum. Þá bætir og aðrir aðstandendur viðkomandi. Ég fer fram á að ritstjóri Fréttatímans biðjist afsökunar á þessum ekki úr skák að á lista álitsgjafa eru menn sem starfa skrifum í næsta tölublaði. fyrir keppinauta RÚV og geta því á engan hátt talist Með kveðju.“ hlutlægir álitsgjafar. Furðu vekur að blað sem býður Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, sendi Fréttatímanum eftirfarandi athugsasemd:

Árétting Þeir sem gegna áberandi störfum, eins og lýsendur og sérfræðingar EM-keppni í knattspyrnu í sjónvarpi, þurfa að sæta því að skiptar skoðanir eru á frammistöðu þeirra. Eftir þeim skoðunum var leitað í hópi nafngreindra álitsgjafa Fréttatímans. Þar settu þeir fram lof og last, meðal annars á Adolf Inga Erlingssyni íþróttafréttamanni, sem var í senn talinn versti lýsandinn og sá besti. Við þarf hann að una. Fyrstu ummælin af þremur sem fréttastjóri RÚV tilgreinir eru hins vegar ósmekkleg. Í slíkum samantektum tala menn gjarna tæpitungulaust, eins og vera ber, en ummæli eiga ekki að vera meiðandi. - ritstj. Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


Garðar

Hjartnæm Garðablóm Hjartablóm hafa verið í ræktun hérlendis um áratuga skeið og aldrei hefur neinn heyrst hallmæla þessum plöntum enda forkunnarfagrar.

 bls. 2

Unnið í samvinnu við Garðyrkjufélag Íslands

Helgin 22.-24. júní 2012

Vökvið mikið í kjölfar vorhrets og þurrka

 Hver agerði Sýning um helgina

Ýmsar reynitegundir og rósayrki fóru illa í vor.

 bls. 2

Hluti af svæði sem félagar í GÍ skreyttu árið 2010.

Velkomin á Blóm í bæ!

Þ

að er okkur Hvergerðingum sérstök ánægja að bjóða gesti velkomna á Garðyrkju- og blómasýninguna „Blóm í bæ“ sem nú er haldin í fjórða sinn í Hveragerði. Tugþúsundir gesta hafa sótt hátíðina og notið fjölbreyttrar sýningar á öllu því sem tilheyrir græna geiranum auk þess sem skreytingar blómaskreyta í bæjarfélaginu hafa vakið mikla athygli fyrir frumleika og fegurð. Þema sýningarinnar í ár er „sirkus“ og munu skreytingar á sýningunni taka mið af því. Alls konar kynjaverur sirkusins lifna við í blómum og myndum og litagleðin tekur öll völd. Í beðum og kerjum má sjá marglit blóm af ýmsum gerðum sem öll minna okkur á fjölbreytileika náttúrunnar og gæði íslenskrar framleiðslu. Aldrei hefur jafn mikið magn af afurðum græna geirans verið til sýnis á einum stað. Í íþróttahúsi bæjarins hefur glæsileg sýning afskorinna blóma og pottablóma verið sett upp og þar gefst gestum

tækifæri til að sjá hið besta frá íslenskum blómaframleiðendum. Á útisvæði er vegleg sýning á garðplöntum þar sem virða má fyrir sér sumarblóm, berjarunna, matjurtir og fjölæringa. Allar skreytingar í bæjarfélaginu eru í höndum atvinnu- og áhugamanna um blómaskreytingar sem leggja nótt við dag fyrir sýninguna svo skreytingarnar verði sem bestar. Hvergi gefst betra tækifæri til að kynna sér það helsta sem í boði er í garðyrkju en á Blóm í bæ í Hveragerði. Ýmislegt verður síðan til afþreyingar, blóma-bingó verður með reglulegu millibili hátíðardagana, örfyrirlestrar, fræðslugöngur, garðaskoðun, ljóðablómastaurar, plöntupúl og garðasúpa í görðum bæjarbúa er meðal þess fjölmarga sem á dagskrá verður þessa helgi. Á laugardeginum fagnar Norræna félagið í Hveragerði Jónsmessu og reisir miðsumarstöng með tilheyrandi gleðskap í Lystigarðinum. Auk þessa alls verða leiktæki og uppákomur fyrir yngstu

kynslóðina og sýningar og markaðir út um allan bæ þannig að engum ætti að leiðast. Sýningin hefst næstkomandi föstudag klukkan 12 en henni lýkur á sunnudeginum klukkan 18. Setningarathöfn verður á föstudag klukkan 14 og mun ráðherra landbúnaðar og sjávarútvegs setja sýninguna. Um leið og Hvergerðingar og fagfélög græna geirans bjóða alla landsmenn velkomna til að njóta þess besta sem íslensk garðyrkja býður uppá bendum við á að nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.blomibae.is Aldís Hafsteinsdóttir Bæjarstjóri Hveragerðis.

Viltu skipta á plöntu? Það má býtta á plöntum ekki síður en frímerkjum og servéttum.

 bls. 5

Garðagöngurnar eru sívinsælar Ýmist gengið á millli einkagarða eða opinberir garðar skoðaðir.

 bls. 6

Betri gæði á góðu verði Rúm, dýnur, hægindasófar, svefnsófar, gjafavörur og fleira

Hlíðasmára 1 | 201 Kópavogur | Sími: 554-6969 | www.lur.is


2

garðar

Helgin 22.-24. júní 2012

 K al Norðanhret og frost

Vorhret og þurrkur – Vökva, vökva!

Í

garðablaði Fréttatímans og Garðyrkjufélagsins sem kom út í lok apríl skrifaði ég að það virtist ætla að vora vel. Góðviðri var síðari hluta mars og allan apríl fyrstu vikurnar í maí, fyrst með votviðri og ljúfri rigningu og seinna með sól og yl. Ekkert hret kom um páskana eða næstu vikur þar á eftir og gróður tók vel við sér. Vorlaukarnir buðu upp á einstæða litasýningu og stóðu lengi án þess að verða vindbarðir. Í lok mars voru rósir farnar að opna brum. En sunnudaginn 13. maí skall á norðanbál sem stóð í þrjá daga með frostnóttum. Síðan þá hefur að mestu verið sólskin hér á Suðvesturhorninu og þurrkur eftir því utan einn laugardag með úrhelli. Nokkrar nætur hefur hitastig fallið undir frostmark. Áhrifin hafa ekki látið á sér standa og verið heldur dapurlegar fyrir sumar tegundir og sortir. Sérstaklega hafa ýmsar reynitegundir og mörg rósayrki farið illa. Útsprungin lauf og brum hafa kalið í frostinu og síðan hafa plönturnar smám saman drepið af sér brum og heilar greinum til viðbótar. Þær reyna að spara safann og endurhæfa neðri hluta plöntunnar og greinarnar með mesta vaxtarþróttinn. Þetta tekur dálítið á taugarnar sérstaklega þegar einstakar, fágætar plöntur kala niður í rót og ætlunin er að sýna garðinn á Norrænni rósahelgi á komandi sumri. En íslenska þrautseigjan lætur ekki að sér hæða! Við þessu var jú að búast eins og reynslan hefur sýnt svo oft áður. Þetta eru þær aðstæður sem við búum við í landinu bláa! Í blaði danska rósafélagsins sem ég fékk nýlega sé ég að mikill rósadauði varð í frosthörkum sem gengu yfir Danmörku í vetur sem leið og gefin góð ráð um hvernig megi endurvekja þær. Við erum því ekki ein

á báti um vandamál af þessu tagi. Ráðin sem þarna birtast eru:  Láta plöntuna vakna vel. Hörð klipping á réttum tíma og ekki of snemma. Klippa ofan við vöxtulegan sprota – vel neðan við kalsprotann þannig að sárið verði hvítt og vefurinn lifandi í sárinu.  Ef rós er kalin niður að rót er ráðlegt að bíða eftir að sprotar komi upp frá ágræðslustað og stilla sig um að rífa plöntuna upp. Rósin getur endurhæft sig; beðrósir á einu ári og runnarósir á tveimur árum.  Vökva mikið og gefa áburðargjöf eftir klippingu. Þetta síðast talda atriði er einna mikilvægast til að ná plöntunni af stað og fá líf í greinarnar. Ég er að reyna þessi ráð núna. Ávinningurinn af mikilli vökvun er ótvíræður og flýtir mjög fyrir endurhæfingunni. Áburðargjöfin fylgir í kjölfarið. Klippingin kemur seinast þegar kominn er nýr vöxtur í lifandi brumin. Ég hef vökvað hverja plöntu þriðja hvern dag á sólardögunum svo duglega að jarðvegur hefur blotnað skófludjúpt niður. Vatnið verður að ná niður til djúpu rótanna, sérstaklega á rósunum. Reynitegundirnar sem ættaðar frá Himalayafjöllum virðast ná sér býsna fljótt eins og greinin á rósareyninum hér sýnir. Efsti þriðjungur hans kól og ég er búinn að klippa hann af. Jafnvel blaðfallega kínverska reynisortin „Dodong“, sem missti öll blöðin sem komin voru út, er farin að vaxa aftur með furðu lítilli fórn á greinum og brumum. Rósirnar hafa valdið meiri höfuðverk því þær er ég sumar búinn að þríklippa. Líklega var ég of fljótur á mér í fyrstu tvö skiptin.

ráðgjöf við garðahönnun Bjarnheiður Erlendsdóttir skrúðgarðyrkjufræðingur veitir viðskiptavinum BYKO ráðgjöf vegna fyrirhugaðra framkvæmda í garðinum í sumar.

Skráning á netfangið gudrunhalla@byko.is og í síma 515 4144 alla virka daga. Hver viðskiptavinur fær hálftíma ráðgjöf sem kostar kr. 5.900 og nýtist sem inneign þegar keypt er efni í pallinn hjá BYKO. Ráðgjöfin er veitt í BYKO Breidd.

Kalin grein á rósareyni. Rós að springa út 31. mars 2012. Lac Majeau á góðum degi. Kalin Lac Majeau tilbúin undir klippingu.

Hér fylgir mynd af rósinni kanadísku rósinni „Lac Majeau“ sem hefur reynst vel hér á landi ásamt systrum sínum „Louise Bugnet“ og „Marie Bugnet“. Myndin sýnir sprota sem hafa verið klipptir áður en brumin fyrir neðan klippingarsárið hafa þornað upp. Nú þarf að klippa aftur 5-6 mm ofan við nýja öfl-

uga sprotann sem farinn er að vaxa. Ég geri mér bjartar vonir um að þessi rós blómstri fagurlega í sumar sínum hvítu fylltu og ilmandi blómum! Muna að vökva vel í þurrkinum! Vilhjálmur Lúðvíksson

 hjartablóm óviðjafnanlega fögur

Hjartnæm garðblóm

G

arðblómin snerta mismunandi strengi í hjörtum þeirra sem rækta þau. Sum blóm eru alltaf frekar pirrandi, sá sér á óheppilega staði, skríða út fyrir áætlað pláss, blómstra á leiðinlegum tíma eða sleppa því jafnvel sem er sýnu verra, aldinin eru étin samstundis af fuglum og öðrum gestum og svo mætti lengi telja. Önnur blóm eru þeirrar náttúru að það er alveg sama hvernig þau eru stemmd, þau eru alltaf óviðjafnanlega fögur í augum ræktandans. Ættkvísl hjartablóma, Dicentra, fyllir þennan seinni flokk. Nokkrar tegundir hjartablóma hafa verið í ræktun hérlendis um áratuga skeið og aldrei hefur neinn heyrst hallmæla þessum plöntum enda eru þær forkunnarfagrar. Hið eiginlega hjartablóm, Dicentra spectabilis, er stórvaxnast þeirra tegunda sem ræktaðar eru hér, getur orðið hartnær meter á hæð. Blöðin eru stór og með blágrænum lit og er það mjög blaðfallegt. Stönglarnir vaxa í boga og hanga blómin í röðun neðan á stönglunum. Blómin eru hjartalaga, ytri krónublöðin bleik og

hjartalaga en þau innri eru hvít og standa niður úr hjartanu. Hjartablómið stendur lengi í blóma en þarf skjólgóðan vaxtarstað. Það þolir dálítinn skugga, eins og reyndar öll ættkvíslin. Dverghjarta, Dicentra formosa, er langalgengast hjartablóma í íslenskum görðum. Blöðin eru mjög fínleg og dálítið grágræn að lit. Blómin eru frekar smá, fallega hjartalaga og ýmist bleik eða með hreinhvítum blómum. Dverghjarta myndar fallegan brúsk með tímanum, er sérlega blómviljugt og auðvelt að eiga við það. Blómgunartíminn er óvenjulega langur því dverghjartað getur verið í blóma meira og minna allt sumarið, frá því í júní og allt fram í september. Mjög auðvelt er að fjölga því með sáningu eða skiptingu. Hjartablóm „Burning Hearts“ er tiltölulega nýtt yrki sem kom á markað árið 2008 og hefur farið sigurför um hjartablómaheiminn. Yrki þetta er blendingur milli álfahjarta, Dicentra eximia og tegundarinnar Dicentra peregrina. Blöðin eru ákaflega fínleg, minna á burknablöð og fallega

Dverghjarta - nærmynd af blómum á plöntu á Reykjum.

Blómstrandi Hjartablóm „Burning Hearts“.

ljósgrá á litinn. Þau mynda þéttan lágan brúsk niðri við jörð. Blómin eru aftur á móti stór og áberandi hjartalaga, fagurrauð með hvítum kanti og standa þau nokkur saman í stuttum klösum á sveigðum stönglum sem standa vel upp úr blaðbrúsknum. Þessi planta byrjar að blómstra snemma í júní og heldur áfram allt sumarið, allt fram á haust, rétt eins og dverghjartað. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur

Hjartablóm, bleikt. Nærmynd af blómklasa hjá KK.


TRJÁPLÖNTU-

VEISLA FRÁBÆ RT

VERÐ!

ÚRVAL RIÐ GETUR VE T BREYTILEG SLEFTIR VER UNUM!

Víðir, mispill og alparifs!

Kvistir, toppar, rifs og sígrænt!

999 kr.

T FRÁBÆR

VERÐ!

690 kr.

Bjarkeyjarkvistur ....... 999 kr.

Vetrartoppur .............. 999 kr.

Dreyrakvistur ............ 999 kr.

Sígrænar plöntur Ýmsar tegundir, 1,5 – 2 ltr pottur ......... 999 kr.

Grákvistur ................. 999 kr.

Gljámispill ................. 690 kr.

Japanskvistur ............ 999 kr. Rósakvistur ............... 999 kr. Sunnukvistur ............. 999 kr.

1.990 kr. Gullregn

Einir Sígrænar plöntur Ýmsar tegundir, 30/40 cm. ................ Bergfura, 2 ltr pottur 30/40 cm. ................ Einir ......................... Sýpris ...................... Thuja .......................

1.990 kr. 1.990 kr. 1.990 kr. 1.990 kr. 1.990 kr.

Nýttu ávísunina strax! í vikunni. Ávísunin gildir sem 3.000 kr. innborgun í verslunum Húsasmiðjunnar og Blómavals um land allt, ef keypt er fyrir 10.000 kr. eða meira. Nýttu ávísunina strax, því hún gildir aðeins til 1. júlí.

VERÐ!

Blátoppur

Sumarblóm

Gullregn, 100/150 cm. ............ 1.990 kr.

Ávísun á sumarauka kemur inn á öll heimili landsins

Rifs

FRÁBÆRT

Rifs: Rifsberjaplanta .......... 999 kr.

Sígrænar plöntur! VERÐ!

Rauðtoppur ............... 999 kr.

Loðkvistur ................. 999 kr. Síberíukvistur ............ 999 kr.

T FRÁBÆR

Glótoppur .................. 999 kr. Gultoppur .................. 999 kr.

Loðvíðir ..................... 690 kr. Gljámispill

Dúntoppur ................. 999 kr.

Kvistir: Birkikvistur ................ 999 kr.

Dögglingskvistur ....... 999 kr.

Alparifs ...................... 690 kr.

Toppar: Blátoppur .................. 999 kr.

VERÐ ÁÐUR 2.799 NÚ

1.990 kr.

Hengitóbakshorn Stór og flott, 17 cm pottur

FRÁBÆRT

VERÐ!

Hortensia Enn stærri og flottari!

VERÐ ÁÐUR 4.590 NÚ

2.990 kr.


4

FERÐIR SÉRBLAÐ

garðar

Helgin 22.-24. júní 2012

 hver agerði sýning um helgina

Garðyrkjufélagið á sýningunni Blóm í bæ

107 ÞÚSUND LESENDUR*

H

elgina 22. - 24. júní 2012 verður Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ haldin í fjórða sinn í Hveragerði. Fyrri sýningar hafa notið mikillar hylli og þúsundir gesta hafa sótt hátíðina heim og notið þess sem í boði hefur verið. Blómaskreytar, garðyrkjufræðingar og áhugafólk um garðyrkju sjá að venju um skreytingar á sýningunni, en í ár er þema sýningarinnar „sirkus“ og munu skreytingar bera dám af því. Garðyrkjufélagið hefur frá upphafi átt formlega aðild að sýningunni og GÍ-félagar hafa tekið þátt í að skreyta sýningarsvæðið. Að venju verður félagið með fallegan kynningarbás miðsvæðis við lystigarðinn, á móti íþróttahúsinu. Að þessu sinni mun félagið einnig vera með bókasölu, þar sem í boði verður fjöldi bóka um gróður og garða á góðu tilboði, auk pappírs-pottaranna vinsælu. Fyrir þá sem áhuga hafa á að ganga í félagið, verður lukkupottur þessa helgi og þeir sem eru heppnir fá glaðning með félagsskírteininu. Gróðurunnendur er hvattir til að leggja leið sína í Hveragerði um helgina, þar ættu allir aldurshópar að finna eitthvað við

Í Fréttatímanum í næstu viku verður fjallað um ferðalög frá ýmsum sjónarhornum. Ef þú ert að bjóða ferðir eða þjónustu og vilt koma því á framfæri í kraftmiklum miðli hafðu samband.

Hesturinn var ein skreyting félaga í GÍ á Blóm í bæ 2011.

sitt hæfi. Leikir og leiktæki eru í boði fyrir þá yngstu, glaðlegar og fjölbreytilegar blómaskreytingar út um allan bæ og blómasirkustjald í íþróttahúsinu, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess hafa Hvergerðingar opna garða sína og bjóða gestum upp á garðasúpu; sjá nánar í dagskrá sýn-

ingarinnar. Enginn aðgangseyrir er inn á sýningarsvæðið, aðgangur er öllum opinn og sjálfsagt að drífa sig á vit blómlegra sirkus ævintýra og gera helgina eftirminnilega. Valborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Garðyrkjufélags Íslands

Harðgerð tré og runnar fyrir garða og skógrækt

Úrval dekurplantna: | | | | | |

Fréttatíminn kemur út í um 82.000 eintökum, er dreift um allt land og er eitt mest lesna blað landsins.

Alparósir Klifurplöntur Rósir Sígrænir runnar Ávaxtatré Berjarunnar

Þú nærð til markhópsins þíns hjá okkur

© Páll Jökull 2012

Hafðu samband við Baldvin í síma 531 3311 eða á baldvin@frettatiminn.is

* capacent lestur í maí 2012 12 til 80 ára. Opið kl. 10:00 - 19:00 frá sumardeginum fyrsta og fram á haust. HELGAR BLAÐ

Sími 483 4840 | GSM 698 4840 Heimasíða: www.natthagi.is Netfang: natthagi@centrum.is

Ólafur Njálsson garðyrkjusérfræðingur


garðar 5

Helgin 22.-24. júní 2012

 plöntuskipti ný mynd söfnunar ár áttu

Viltu skipta á plöntu? Hver man ekki eftir að hafa býttað við vinina á servéttum, frímerkjum, leikaramyndum eða öðru í æsku? Söfnunaráráttan eldist af mörgum, aðrir skipta um áhugamál og gamla góða söfnunarárattan tekur á sig nýja mynd hjá mörgum. Margir garðplöntunördar hafa fundið sig í Garðyrkjufélaginu en þar eru það plöntuskiptidagarnir sem hafa átt auknum vinsældum að fagna undanfarin ár. Í ár var hinn árlegi plöntuskiptidagur Garðyrkjufélags Íslands haldinn í sól og blíðu í Grasagarðinum í Reykjavík, laugardaginn 2. júní. Plöntuskiptidagar eru einnig haldnir í deildum félagsins á landsbyggðinni, flestir voru þeir ýmist helgarnar á undan eða eftir. Öllum plöntusöfnurnum er ljóst að ein öruggasta leiðin til að eiga allt sumarið eitthvað fallegt í garðinum, og helst í blóma, er að eiga nóg úrval

Eitthvað fyrir alla.

Áhuginn leynir sér ekki.

Til að eiga möguleika á að eignast eitthvað verulega fágætt og spennandi, sem hugsanlega er í boði, borgar sig að mæta á staðinn með einhverja verðmæta plöntu, sé þess nokkur kostur.

af plöntum. Þó margir séu duglegir við að sá sér fyrir nýjum plöntum eða versla í garðplöntustöðvum, koma plöntuskiptidagarnir sér afskaplega vel fyrir garðyrkjuáhugafólkið og plöntusafnarana: Ómissandi tækifæri til að eignast eitthvað nýtt og spennandi í garðinn. Félagar á öllum aldri skipta á plöntu gegn plöntu við aðra félaga og einlæg gleði skín úr hverju andliti. Félagar mæta með plöntur sem þeir ýmist hafa sáð til eða eru að grisja og plönturnar eru af öllum stærðum og gerðum, þó oftar en ekki séu þær ungar að aldri. Frá ári til árs getur verið mjög misjafnt hvað er í boði. Þetta geta verið

tré, runnar, matjurtir, fjölæringar, sumarblóm, stofublóm, sáðplöntur, berjarunnar eða garðskálaplöntur. Til að eiga möguleika á að eignast eitthvað verulega fágætt og spennandi, sem hugsanlega er í boði, borgar sig að mæta á staðinn með einhverja verðmæta plöntu, sé þess nokkur kostur. Plöntuúrvalið á plöntuskiptidegi hefur verulega aukist ár frá ári, enda hefur orðið mikil aukning á þáttöku og allir fara glaðir í bragði heim spenntir að gróðursetja nýfengnu plönturnar. Valborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Garðyrkjufélags Íslands


6

garðar

Helgin 22.-24. júní 2012

 landbúnaðarháskólinn hvað hentar best í r æktun

Yndisgróður

Staður til að hvílast Staður til að njóta!

rgerð

– Endu a ð r a g ja yrir ný f g a l u Skip

rðum

um gö á göml

Stanislas Bohic – Garðhönnun sími: 8984332 email: bohicstan@gmail.com

V

erkefnið Yndisgróður er rekið á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands og hefur frá 2008 gengið út á að rannsaka garð- og landslagsplöntur sem reynst hafa best í ræktun hér á landi og henta til notkunar í þéttbýli og dreifbýli, við sjávarsíðuna og inn til landsins. Framboð á ýmiskonar tegundum og yrkjum garðplantna sem landsmenn eiga kost á að kaupa og rækta í görðum sínum, hefur aukist stöðugt undanfarin ár. Mikið af því sem í boði er eru innfluttar plöntur, sem sumar hverjar eiga litla framtíð fyrir sér því þær eru ekki nógu harðgerar og skortir aðlögunarhæfni sem þarf til að vaxa og dafna í okkar rysjótta veðurfari. Til að komast að því hvaða yrki eru vænlegust til ræktunnar með tilliti til harðgeris, fegurðar og nytsemda hefur Yndisgróður byggt upp plöntusöfn (Yndisgarða) á sex stöðum um landið; á Blönduósi, Sandgerði, Fossvogi í Kópavogi, Laugardal í Reykjavík, Hvanneyri í Borgarfirði og Reykjum í Ölfusi. Veðurskilyrði eru misjöfn á þessum stöðum og gefur veitir það mikilvægar upplýsingar – reynslu. Á Reykjum er stærsta safn Yndisgróðurs, þar er allar þær plöntur að finna sem verkefnið vinnur með. Þar er meðal annars safn af kvistum, íslenskum eini, sýrenum og hegg. Þar eru, á vegum verkefnisins, gerðar ýmsar samanburðarrannsóknir á yrkjum innan sömu tegundar. Sem dæmi má nefna samanburð á blómgun

Ræktaðu allt árið!

Autopot Easy2grow kerfi

Sjálfvirk vökvun Einfalt í uppsetningu Ekkert rafmagn Endalausir stækkunarmöguleikar

Root!T Byggir upp og eykur rótarvöxt. Notað til forræktunar fyrir allar plöntur.

Flora serían Öflugur alhliða áburður Hentar jafnt fyrir vatnsrækt og mold

InniGarðar ehf. Hraunbæ 117 www.innigardar.is

Sími: 534 9585

Á Reykjum er stærsta safn Yndisgróðurs, myndin sýnir safn af japanskvisti og er fremst íslenska yrkið „Eiríkur rauði“. Á heimasíðu verkefnisins má finna samantekt um japanskvisti í safninu.

yrkja, vexti, útliti og harðgeri. Hret eins og komið hafa síðustu tvö vor eru mikilvæg fyrir verkefni eins og Yndisgróður þar sem virkilega reynir á plönturnar og sterkari yrkin standa hraust upp úr en önnur kala og skemmast. Hretið nú í vor gaf mikilvægar upplýsingar um skemmdir, þar sem mikill munur var til dæmis á yrkjum á hegg, frá því að vera mjög miklar þar sem bæði blöð og blómklasar voru nær alveg visnuð, til þess að lítil merki um kal sáust á plöntum. Yndisgörðum er ætlað að varðveita úrval íslenskra garð- og landslagsplantna, vera vettvangur rannsókna á harðgeri og gæði

plantna og að vera sýningareitir fyrir fagfólk og almenning. Garðarnir hafa verið unnir í góðri samvinnu við viðkomandi sveitarfélög, sem leggja til land, vinnu við gerð garðanna og umhirðu þeirra. Jafnframt hafa garðplöntustöðvar í Félagi Garðplöntuframleiðenda og Reykjavíkurborg lagt til allar plöntur sem gróðursettar hafa verið. Yndisgarðar eru öllum opnir til fróðleiks og yndisauka. Á heimasíðu Yndisgróðurs http://yndisgrodur.lbhi.is má nálgast plöntulista og uppdrætti af söfnunum, auk þess eru plönturnar merktar í görðunum.

 garðyrkjufélagið garðar skoðaðir

Garðagöngur sívinsælar Garðagöngur fyrir félaga í Garðyrkjufélaginu hafa verið sívinsælar til margra ára. Yfirleitt eru um fimm göngur að ræða á hverju sumri. Ýmist er gengið á milli einkagarða félagsmanna eða opinberir garðar skoðaðir undir leiðsögn, en einnig er gengið í hverfi og um áhugaverðar götur. Ekki miðast göngurnar eingöngu við gróður heldur einnig byggingar og umhverfi. Fyrsta ganga sumarsins var í Kálfamóa, þar sem skoðuð var 65 ára gömul ræktunarsaga í sumarbústaðalandi á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var afskaplega fróðleg og skemmtileg ganga, enda leiðsögumaðurinn enginn annar en Jóhann Pálsson grasafræðingur sem fræddi félaga um tré, runna og skógarbotnsplönturnar á sinn einstaka hátt. Þó að sumarbústaða- og landeigendur græði ef til vill mest á slíkum göngum, þá er alltaf óviðjafnanleg upplifun að koma í íslenskan skóg, sérstaklega þegar plöntuúrvalið er mikið, því þá má alltaf fá hugmyndir um plöntuúrval í einkagarðinn. Önnur garðaganga sumarsins á vegum félagsins verður í byrjun júlí, en þá ganga félagar um Rósagarðinn í Höfðaskógi, sem er samstarfsverkefni Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands og Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Í Rósagarðinum í Höfðaskógi eru fyrst og fremst ræktaðrar harðgerðar runnarósir svo sem þyrni-, ígul-, fjalla- og meyjarósir, alls um 130 yrki rósa, sem félagar Rósaklúbbsins hafa gróðursett síðan árið 2005. Þetta er kjörið tækifæri til að sjá árangurinn af því hvaða rósir þrífast við erfið skilyrði á Íslandi. Í lok júlí fá félagar tækifæri til að líta í einkagarða félagsmanna á

Álftanesi og sjá hvað leynist á bak við limgerði og girðingar. Fátt er skemmtilegra en að fá að kíkja inn í einkagarða annarra félaga, skoða gróðurvalið, sjá hvað dafnar vel og yfirleitt er hægt að fá nýjar hugmyndir um betri ræktun. Í byrjun ágúst verður nýi Rósagarðurinn í Laugardal skoðaður, garðurinn er samvinnuverkefni Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands, Yndisgróðurs og Reykjavíkurborgar og er tileinkaður Jóhanni Pálssyni, grasafræðing. Þar er að finna yfir 140 yrki af rósum, bjarma­rósir (Rosa x alba), Gallarósir (Rosa gallica), meyjarósir (Rosa moyesii), hjónarósir (Rosa sweginzowii), fjallarósir (Rosa pendulina), ígulrósir (Rosa rugosa), þyrnirósir (Rosa spinosissima – syn. R. pimpinellifolia), Austin rósir, finnskar rósir og ýmsar fleiri tegundir og yrki. Auk þess er þar að finna sérstakt safn rósa sem Jóhann Pálsson hefur kynbætt. Nánari upplýsingar um garðagöngurnar er að finna á heimasíðu Garðyrkjufélags Íslands, gardurinn.is. Vel er við hæfi að áhugasamir mæti í garðagöngur og gerist nýir félagar um leið, en göngurnar eru eingöngu ætlaðar félögum Garðyrkjufélags Íslands og fjölskyldum þeirra. Valborg Einarsdóttir



Garðyrkju- og blómasýningin 2012

Hveragerði 22. – 24. júní leg m ó l B di n a f i og l fyrir alla un t m a! skem lskyldun fjö

Sýningin er

opin:

18.00 í kl. 12.00 – n jú . 2 2 n in 18.00 Föstudag í kl. 12.00 – n jú . 3 2 n in 8.00 Laugardag l. 12.00 – 1 k í n jú . 4 2 n Sunnudagin

Lista verk úr bl ómu m! Blóm akak an 2012 !

agana! d a l l a s i p ókey Aðgangur ibae.is www.blom

og Markaðir ásar! b r a g n i n sý

Sirku sþem a! Trúða keppn i!

Upplifun!

ARGH! 0612

Leið 51 tó! ræ með St .is bus


viðhorf 41

Helgin 22.-24. júní 2012

HELGARPISTILL

Ég fékk sendingu á Facebook um daginn, þess efnis að tuttugu ár væru liðin frá útskrift úr grunnskóla. Þetta gat nú ekki staðist því mér finnst ég ekki degi eldri en tuttugu og sjö. Þetta gekk illa upp en reyndist við nánari athugun á rökum reist og ég virðist, saklaus, orðinn að gamlingja. Kominn í hóp fólks sem getur vitnað í hluti sem gerðust fyrir tugum ára. Vera mín í þessari grúppu er mér hins vegar alls ekkert gleðiefni.

Haraldur Jónasson

minn má rekja til þess að ég byrjaði ekki að eignast börn fyrr en um þrítugt og held því barnaafmæli á meðan margir jafnaldrar eru nýbúnir að splæsa í fermingarveislu og það styttist jafn vel í bílpróf hjá börnum þeirra bráðþroskuðustu. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að í grunninn breytist fólk sáralítið að loknu skyldunámi. Þar hafi flest þau persónueinkenni komið fram sem á annað borð koma fram. Ég þori að veðja að áhugamál flestra eru nokkurn veginn þau sömu. Kannski með smá tilfæringum sem aðallega felast í því að geta nú löglega keyrt mótorhjól og bíla auk þess að áfengi er hægt að kaupa af ríkinu í stað þess að kaupa sér sull hjá sprúttsölum. Óþroskinn er þannig ekkert að eldast af mér, nú tveggja barna föðurnum, enda veit ég ekkert betra en að leika mér á fjallahjólum, hanga í Playstation, elda eitthverja óhollustu og gefa mér alveg rosalega langan tíma í það; nú eða horfa á imbakassann uppi í sófa og hundsa allt og alla. Ég bara næ ekki nokkru sambandi við þennan ábyrgðafulla einstakling sem samfélagið ætlast til að ég sé. Get eiginlega ekki beðið eftir því að börnin verði að fúlum unglingum sem sofa allan daginn, spila tölvuleikina mína fram á nótt og yrði ekki á mig. Vandamál mitt er að þá verð ég sennilega á pari við margan langafa frá fyrri tíð.

Teikning/Hari

hari@ frettatiminn.is

Ég er nefnilega „glasið er hálf tómt-maður“ og er bara ekkert að komast yfir þetta með aldurinn. Finn ekki gleðina í því að eldast og lít á fólk sem segir það æðislegt að fá fleiri ár í reynslubankann með undrunarsvip. Þetta byrjaði allt rétt upp úr tvítugu. Þá voru ekki aðrar kvaðir á manni en þær að reyna að mæta sæmilega í skólann og finna peninga fyrir bensíni á hvurja þá bíltík sem ég fékk að keyra. Það var um þetta leyti sem ég áttaði mig á því að þegar foreldrar mínir voru á sama aldri voru þau að eignast börn og stofna heimili. Sum sé fullir ábyrgðar og gagnlegir einstaklingar í þjóðfélaginu að gera það sem fullorðið fólk á að gera. Nokkuð sem ég forðaðist að leiða huga að. Eins og gefur að skilja hefur leiðin fyrir mann sem mig legið niður á við eftir hvern afmælisdag. Þegar nú er komið við sögu er ég að óðum að nálgast þann aldur sem amma var á þegar hún varð fyrst amma. Þetta er sem sagt að verða búið! Nú mætti ætla að ég sé fjörgamall með annan fótinn í gröfinni en svo er reyndar ekki. Ég er ekki einu sinni orðinn fertugur en, guð minn góður, hvað ætli gerist í hausnum á mér við þau tímamót? En þau færast auðvitað óumflýjanlega nær með degi hverjum. Þennan óþroska

EKTA ÍSLENSKT SUMAR

Ð O B Y TIL

A W A KE

TA

SUÐURLANDSBRAUT 12 | LAUGAVEGUR 81

562 3838

É

Tímans þungi niður

BRAGAGATA 38a

” 6 1 ” 6 1 2495.-

1

2

Am Z Z I Pur áleggju .tveim 5 9 með / 8 1 RITA A G MAR BRAUÐ ” 2 S 1 AUK & VÍTL A H PuIrZáleZggjum með

tveim

” 6 1 ZA &

16”3495.-

3

PIZmatseðli af

H

A/ ARIT Ð G R MA BRAU S AUK VÍTL


bílar

34 

Helgin 22.-24. júní 2012

Skoda Rapid Væntanlegur sem árgerð 2013

Nýr bíll en gamalgróið nafn Bíll með þessu nafni var sportútgáfa Skoda 130 á árunum 1984 til 1990.

S

koda Rapid er ný gerð bifreiðar tékkneska bílaframleiðandans sem er væntanleg í haust, þegar árgerðir 2013 taka að renna af færiböndunum, að því er fram kemur á síðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Þar segir að margir muni það nafn, sem var á sportútgáfu Skoda 130 á árunum 1984 til 1990. „Gamli Rapid var með vélinni aftur í skotti og var mjög laglegur og rennilegur bíll og þótti ágætis akstursbíll. Sumir vestrænir bílablaðamenn líktu aksturseiginleikum hans meira að segja við Porsche og það var ekki í háði gert,“ segir á síðu FÍB.

Hinn nýi Skoda Rapid er að stærð á milli hinnar nýju gerðar Skoda Octavia og Skoda Fabia. Hann er byggður á stækkaðri grunnplötu VW Polo og er blendingur stallbaks og hlaðbaks. Vélagerðirnar eru fimm bensínvélar og tvær dísilvélar. Sú sparneytnasta nefnist GreenLine og með henni verður CO2 útblásturinn undir 90 grömmum á kílómetra. Fimm gíra handskiptingar verða staðalbúnaður en sjö gíra DSG-gírkassar valbúnaður. Bíllinn verður kynntur nánar á bílasýningunni í París í september.

Chevrolet Goðsögnin lifir

Skoda mun kynna í haust nýjan bíl, Rapid. Nafnið var á sportútgáfu Skoda 130 á níunda áratug liðinnar aldar.

Ný kynslóð af Kia cee‘d

Malibu mættur aftur Farartæki sem stendur fyrir kjarna bandarískrar akstursupplifunar.

B

andaríkjamenn hafa haft Chevrolet Malibu í hávegum í meira en fjóra áratugi og þeir eru vafalaust margir á Íslandi sem eiga ljúfar minningar tengdar þeim bíl. En goðsögnin lifir, því nú er hann kominn aftur á Evrópumarkað í glænýrri útgáfu og öllu tjaldað til,“ segir á heimasíðu Bílabúðar Benna, umboðsaðila Chevrolet. Umboðið kynnti hinn nýja Malibu síðastliðinn laugardag. „Með nýjum Malibu höfum við hannað farartæki sem stendur fyrir kjarnanum í bandarískri akstursupplifun: Rúmgóðan bíl, sem einkennist af kraftalegum línum og skartar lúxusinnréttingu í hæsta gæðaflokki,“ segir Ed Welburn, aðstoðarforstjóri alþjóðlegrar hönnunar hjá Chevrolet. Bílagagnrýnendur hafa tekið Malibu fagnandi, enda um að ræða lúxusbíl sem er ríkulega

Ný útgáfa Chevrolet Malibu er komin á markaðinn.

hlaðinn staðalbúnaði og skartar hæstu einkunn í evrópskum öryggisprófunum,“ segir enn fremur á síðu Bílabúðar Benna. Malibu býðst með fjögurra strokka vél, 2,4 lítra, 182 hestöfl með sex stiga sjálfskiptingu.

Öryggi Athugasemd Umferðarstofu

Öryggisbúnaður í bílum fyrir börn sem eru lægri 150 sentimetrar Í niðurlagi greinar í Fréttatímanum síðastliðinn föstudag um að færri börn slasist nú en áður í bílum vegna aukinnar notkunar barnaöryggisbúnaðar sagði að börn sem eru minni en 135 sentimetrar að hæð eigi að vera í barnabílstól. Í athugasemd Einars Magnúsar Magnússonar, upplýsingafulltrúa Umferðarstofu, kemur fram að þetta sé ekki rétt. Hæðin er miðuð við 150 sentimetra. Upplýsingar sem Fréttatíminn studdist við voru fengnar af vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Í 71. grein umferðarlaga segir meðal annars. „Ökumaður skal sjá um að í stað öryggisbeltis eða ásamt öryggisbelti

noti barn viðurkenndan barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggisog verndarbúnað ætlaðan börnum lægri en 150 sm á hæð.“ Auk þessa, segir upplýsingafulltrúinn, má geta þess að fram kemur einnig í 71. gr umferðarlaga að ... „Barn sem er lægra en 150 sm á hæð má ekki vera farþegi í framsæti bifreiðar sem búin er uppblásanlegum öryggispúða fyrir framan sætið.“ Í athugasemd Einars Magnúsar kemur fram að skýringin á þessari villu kunni að vera sú að fram til ársins 2004 gilti ákvæði um 135 sentimetra en því var síðan breytt það ár í 150 sentimetra.

Nýr Kia cee‘d. Bíllinn býðst annars vegar sem fimm dyra langbakur og hins vegar sem langbakur.

Mest seldi bíll Kia frá upphafi Nýr Kia cee‘d kemur annars vegar sem fimm dyra hlaðbakur og hins vegar sem langbakur. Bíllinn verður í boði með 1,4 lítra og 1,6 lítra dísilvélum.

Ö

Hlaðbaksútgáfa bílsins verður kynnt hér á landi á næstunni.

nnur kynslóð Kia cee‘d er komin til landsins en hún var frumsýnd á bílasýningunni í Genf í mars síðastliðnum. Kia cee‘d er mest seldi bíll Kia Motors frá upphafi, að því er fram kemur í tilkynningu umboðsins. „Þegar Kia cee’d kom fyrst á markað fyrir sex árum gerði hann harða atlögu að rótgrónum evrópskum bílgerðum og fékk mjög góða dóma fyrir gæði, lága bilanatíðni og góða endingu,“ segir enn fremur. Nýr Kia cee‘d kemur í tveimur útfærslum, annars vegar sem fimm dyra hlaðbakur og hins vegar sem langbakur. Báðar gerðirnar búa yfir kraftalegum línum og fáguðum formum. Nýju Kia cee‘d bílarnir hafa breyst mikið í útliti og aksturseiginleikum, auk þess sem þeir er búnir nýjum aflmiklum en um leið eyðslugrönnum og umhverfismildum vélum. Díóðuljós einkenna cee‘d að framan auk þess sem báðar gerðirnar eru lengri og breiðari en forverarnir en verða 1 sentimetra lægri. Innanrýmið þykir mjög fallegt og sportlegt, þar sem efnisnotkun er vönduð og tækjabúnaður ríkulegur. Hlaðbaksútgáfa bílsins verður kynnt hér á landi á næstunni. Þrjár útfærslur verða í boði og allar með dísilvélum. Hér

er um að ræða 1,4 lítra LX, beinskiptur, 6 gíra, sem skilar 90 hestöflum. Þá er í boði 1,6 lítra EX beinskiptur, 6 gíra, sem skilar 128 hestöflum og loks 1,6 lítra EX með 6 þrepa sjálfskiptingu sem skilar 128 hestöflum. Allar vélarnar eru talsvert sparneytnari og umhverfismildari en í fyrri gerð. Langbaksútgáfan fer í framleiðslu í ágúst og er væntanleg til landsins undir lok ársins. Áætlað verð á nýjum Kia cee‘d er frá 3.400.000 krónum. „Kia cee’d á stóran þátt í velgengni okkar,“ segir Peter Schreyer, yfirhönnuður Kia, sem hannað hefur margar endurbættar útgáfur af Kia bílunum á undanförnum tveimur árum. Schreyer er mjög virtur í bílageiranum en hann var áður aðalhönnuður hjá VW og Audi og hannaði meðal annars nýju Bjölluna, Audi T T og Audi A4. „Það var veruleg áskorun og mikil ábyrgð fólgin í því að betrumbæta bílinn. Hlaðbakurinn er fimm dyra fjölskyldubíll og þarf að hafa hlutlaust útlit sem hentar öllum. Langbakurinn þarf sömuleiðis að uppfylla sértækar þarfir fyrir flutninga og skila eigendum sínum um leið góðri tilfinningu með stílhreinum og sérstökum formlínum,“ segir Schreyer ennfremur.


60 VESTFJA RÐAV

EGUR

Ásgarður,

stór garðinn fræga býli, var kirkjustaður. Bjarni Jensso n fyrir gestris n einaðs Alþin gis. Í Ásgar ni. Sonur hans Ásgeir va (1865-1942) gerði ðslandi er ke huldufólks. ilumyndaður r lengi forseti samGömul þjóð trú stap sem ekki sé litið aftur, ge segir að hópganga á stap i, talinn bústaður fi óskum bo an farsældar. rnum fram up n, í aldursröð, þar pi á stapanum Fáskrúð, la byr til xveiðiá lang t að komin of Ljárskógar an af Gaflfells , landmesta heiði. jörð Dalasýs skáld og sö lu. Þar fædd ngmaður. M ist Jón inni reistur þar vi ð þjóðveginn svarði um Jón frá Ljár Jónsson (1914-45), . Við þjóðve ir Klofastei ginn í landi Lj skógum hefur verið nar sem mar árskóga eru gir telja búst tvívegis vegn sv að álfa. Stei a narnir hafa ve onefndrunalega stað vegaframkvæmda og í rið færðir síðara skiptið . Við þær fr am , 1995, á si um sem sum nn uppir vildu teng kvæmdir urðu verktaka r fyrir ýmsu ja óánægju ál í eyði, ólst up m óhöppfanna. Í Ljár p skógaseli, að Goddastöð Jóhannes (1899-1972) sem skáld úr Köt um. Minnisva lum, Jónasson nú er Margir bæir í Dölum bera rði um Jóhannes var re istur í Búðar fæddur skógaheiti þó Ljá, vatnslíti dal tt nú sé þar sk l óglaust að m 1999. Þorkell Eyjó á sem fellur um grunna estu. lfsson í sína n dal, Ljárda hi l. ns Frá Ljáeyri tu för með ki Búðardalu r, kauptún lagði rk ju vi ð út af sem stendur Helgafelli. liggur vel vi við ð örnefnum hv samgöngum til allra át innanverðan Hvammsf jö ta. Sagan lif er ir í bæjarnöf rð og í Laxdælasö t sem litið er og kem num og ur gu. Alla almenna Í Dalabyggð búa um 68 nafnið Búðardalur þega r fyrir 6 manns þa þjónustu er r að finna í B heilsugæslus úðardal en þa af í 249 Búðardal. töð, dýralæ knir, sýslum r Mjólkursam er m.a grunns aður lagi Dala-yrja og nu þar eru m.a framleid , félagsheimilið Dalabúð kóli, dir hinir vins Dala-brie. Ve og í æ Sigurðsson rs lu ostar, Höf lun hófst í B (185 ði maður. Í Búð 8-1930) „faðir staðarin úðardal 1899 og var þa ngi, ð s“ ar einn mesti bó dal bjó lengi Þorsteinn Þo sem var þar fyrstur ka Bogi upka rs skólans í Sk safnari landsins. Er safn teinsson sýslumaður, álholti. Við smábátahöfni hans nú í eigu lýðháupplýsingam na er Leifsbú iðst ð. Þar er ar á vegum Li öð fyrir ferðamenn, ve iti stasafns Dal asýslu og Byg ngastaður og sýningSaurar, þar gðasafns Dal bjó Saura-G amanna. ísli Jónsson iður yfirvöldu (1820-94) óe m. irðamaður og Kambsnes, erfþar segir La xd týndi kambi sínum. Þar er æla að Auður djúpúðga flugvöllur. landnámsko Brautarholt, na sveitaverslun var þar fram Kvennabre an60af VE kka, kirkju öl dinn ST i. ÐAVEGU staður og pr FJAR Jónsson (Lei Ásgarður, estsse R rulæ r. Þastó r rbý fæli,ddvariskir kjuig prófessor og kja-Fúsi) og bróðurso gartu ðinn frægan stafú tV ður. Bjarni fyrir gestris Jensson (18 nueinr aðs ha ha ni. Sonurshan ns nd 65-1942) ger Alþ Á rit rn ing as i is. af s Ásgeir M Theodóra Th Í Ás ag andss ði na hul lengi i eron ólks. Gömul garðslnú keilumyndaðu var oroddsen (186 ri (1663-sem 17duf 30 60 VESTFJ forseti sam). þjó ðtr r sta Ei ú seg pi, taliARÐ nn ekki sé litið 3-1954) skál iggef fæirdd að hópganga nn AVE búsGUR aft ur, á is sta dk pann, í aldurs taður farsæ i óskum bor t onldaar.þar. röð num

NÝ OG ENDURBÆTT ÚTGÁFA! Hafsjór af fróðleik um land og þjóð Kortabók

54 Snæ fellsnesveg ur, s. 250 582 Hál sabæjarveg ur, s. 280 586 Hau kadalsvegu r, s. 277 590 Klofn ingsvegur, s. 278

Ásgarður, stórbýli, var kirkjustaður. garðinn fræg Bjarni Jenss an fyrir gestr

on (1865-19 isni. Sonur einaðs Alþingis. 42) fram upp hans Ásgeir Í Ásgarðslandi, þar var lengi forse gerði huldiufólk á s.sta Fáskrúð, lax er keilumyn pan Göm ti samul þjóð um daður stapi, trú byr sem ekki sé veiðiá langt talinn hópganga á litið aftur, gefi segir aðtil stapann, í aldur bústaður að komin ofa farsældar. óskum born Ljárskógar, sröð, þar um fram uppi n af Ga lan á

Fáskrúð, laxve stapanum byr flfellsh eiði. iðiá langt að komin ofan til skáld og sön dmesta jörð Dalasýslu. Ljárskóga r, landmesta af Gaflfellsh Þar fæddist Jón gmaður. Mi jörð Dalasýslu eiði. skáld og söng nnisvarði um rei59 Jónsso maðu stur þar La Minnisvarði . Þar fæddist Jón Jónsson n r.(19 reistur þar við viðxá Jón um, Jón frá þjórd (1914-45), al þjóðveginn. 14-45) ðve frá sv gin Ljárs Ljá eg n. Við þjó Við þjóðvegin ir rsk kógum hefu Klofaógu ir Klofastein urðve steinar , s.gin25 r verið m n í landi Ljárs sem hef marg ur ir tvíve kóga ar sem margi n í7 telja ver gis eru bústa landi Ljá vegna vegafram iðð álfa. Steinarnir svonefnd rsk tví58 r telja bústað kvæmda og runa veg5 hafa verið færð legaóga is veg eruþærsvo stað. Við í síðara skipt ir Hna avafra álfa. Steinarn framnef ið, 1995, á um sem sumi kvæmnddir urðu sinn egmkvæ s.a28 r vildu tengj runalega sta líðveg a óánægju álfan verktakar fyrir ýmsum uppí eyði,irólsthaf og0í síð ver uppaJóha ð. Við þær fraur,md óhöppfær na. Í Ljárskóga nnesið (189 aðð, Godd 9-19ðir seli, 72) skáld úr astöð5, mkvæmdir urð ara skiptiMarg um 199 um. á sem Minn Kötlum, Jóna sem nú er isvarð 58 sum sin i um ir 7 ir n bæir sson Jóha u vil upp verktakar í Dölum bera du tengja óán - nnes var reistur í Búðardalfæddur ja skógaheiti þótt rð Ljá,fyr í eyði, ólsH vatns ir ar æg ým lítil 1999 nú ho ju á sé sum . sem t upp álfanna. Í Ljá Þorkell Eyjólfsso felluróhö lts gu um grun pp-nan dal, þar skóglaust að mestu. r, s. 257rsk í sína hinstu að Goddastö Jóhannes (1899-ve óglur, askaup Búðarda 1972) ská för með kirkj Ljárdal. Frá Ljáeyri lagði elin tún , sem nú ðum. Minni uvið út af Helg liggum, afelli. r vel við samg sem stendurer svarði um Jóh ld úr Kötlu við innanverð Margir bæir assöngumfæd an Hvammsfj til allra átta. annes var reiíörnefnum Jón í Dölum ber hvert sem on örð og Sagan litið er og dur a skógaheiti Laxdrælas stu kemur nafn lifir í bæjarnöfnum og Ljá, vatnslítil í ögu. Bú Í ðar Dala ið Búðardalu þótt nú sé þar Alla almenna þjón dal byggð 199 búa um r þegar fyrir á 9. 686 manns sem ustu skó fel þar er gla lur að heils af Þorkell Eyjól ustð, að læknstufinna í Búðardal en þar í 249 Búðardal. ugæslustö fsson í sína hin um grunnan dal, Ljárda . maður, Mjólkursamlag dýrame ir, sýslu er m.a grun nskóli, inu þar eru stu för með Dalal. m.a framleidd félagsheimilið Dalabúð Búðardalur -yrjaFrá Ljá og eyr Dala ir og í hinir kirkjuvið útSigurðsson (185 -brie. Versi lunlag , kau vinsælu ostar ði hófst , Höfðingi, af Í lga8-19 liggur vel við ptún sem stendur við 30) „faðir staða í Búðardal 1899 og maður.He var það Bogi li. Búðardalfel rins“ sem bjó lengi Þors einn teinn Þorsteins var þar fyrstur kaupi bókasafnari annsmestHv örnefnum hve samgöngum til allra átta innanverðskóla son sýslumaðu am fjöins. Erog í Skálholti.mslands r, safn rð . Sagan lifi rt sem litið hans nú í Við smábátahö uppl rýsing í Laxdælasögu fnina er Leifs eigu lýðháer í bæ amiðjar stöð nöf fyrir ferða búð. Þar er ar á vegum Lista num menn, veiti . Í Dalabygg og kemur nafnið Bú Dalasýslu ogog ngastaður og sýningðar Alla almenn ð búa um 686 Saur dalbjóursafns ar, þar Byggðasafns þeg arJónsfyr a þjó Dalamanna. iður yfirvöldu Saura-Gísli son ir (1820-94) óeirð heilsugæslustö nustu er að finna í Bú manns þar af s,í m. amaður og erf249 Kambsne ðar ðardal en þar þar segirBú ð, dýralækni dal. Laxd týndi kamb Mjólkursam r, sýslumaðu er im. sínum Þar er æla að Auður djúpúðga flugvkól landnámskona nns lag Brautarholt, a . gru öllur.i, r, félagshei averslun var minabr Dala-yrja og inu þar eru m.a framleid liðekkasveit Kven þar framan af Da lab öldinni. , kirkj úð dir hinir vinJóns Dala-brie. Ve ustað og ur í og son prest ssetur. ulækja-Fúsi) sælu(Leirost Sigurðsson rslun hófst í og bróðurson prófessor ist Vigfús ar, ritasa Höfnari (18 og hand fðingi, ur hansÞarÁrnifædd Bú Magnússon Theodóra (1663-1730). maður. Í Bú 58-1930) „faðir staðarins ðardal 189 Thorodds 9 og en var (186 Einn ig fæddist það3-19Bo ðar 54) skáld “ einn mesti bók dal bjó lengi Þorsteinn Þo sem var þar fyrstur kaup- gi kona þar. 54 Snæ rsteinsson sýs asafnari landsi fellsnesvegur , skólans í Sk ns. Er safn han 59 Laxá 582lum aðujarve Hálsabæ r, gur, s.s. 250 rdalsvegur, álh s nú í eig586u lýð s. 257 585 Hlíð upplýsingam olti. Við smábátahöfnina Haukada há-lsvegur, s. 277280 avegur, s. 280 iðs er Leifsbúð.590 Klof 587 Hjar ar á vegum Lis töð fyrir ferðamenn, vei ðarholtsvegur ersvegur, s. 278 , s. 257 tingastaður og Þar ning tasafns Dalas sýningýslu og Byggð Saurar, þar bjó asafns Dalam anna. iður yfirvöldu Saura-Gísli Jónsson (18 20-94) óeirða m. BÚÐAR DALUR, miðstöð maður og erf Kambsnes þjónustu og stjórn , þar segir sýslu í Dalasýslu. Laxdæla að týndi kambi Á söguslóðum Auður djúpúð sínum. Þar er Laxdælu ga landnám flugvöllur. Brautarholt, F skona sveitaverslun var þar frama Kvennabre n af öldinni. kka, kir 89Jón ,9/96 sson,3(Leirulæk kjustaður og prestsset Dalirnir heilla ur. Þar fæddis ja-Fúsi) og bró prófessor og t Vig ðursonur han fús FM 92,5/8 8,0 LW handritasafn 189/2 s Árni Ma FM 89,9/96,3 Theodóra Th ari gnússon 07 · (16 63-1730). oroddsen (18 Einnig fæd 63-1954) ská 28 2811 dist ldkona þar.

Dalabyggð

BÚÐARDALUR, mi ðstöð þjónustu

F

LW 189/207

·

FM

lasýslu.

Laxdælu

Dalabyggð

Dalirnir heilla FM 92,5/88,0

og stjórnsýslu í Da

Á söguslóðum

Stöðug uppfærsla í

54 Snæf ellsnesvegu r, s. 250 582 Hálsa bæjarvegu r, s. 280 586 Hauk adalsvegu r, s. 277 590 Klofni ngsvegur, s. 278

NÝJUNG!

59 Laxá rdalsvegur, s. 257 585 Hlíða vegur, s. 280 587 Hja rðarholtsve gur, s. 257

Dalabyggð

Kortabók sem auðveldar notkun

BÚÐARDALUR, mið stöð þjónustu og

F

stjórnsýslu í Dala

Á söguslóðum

sýslu.

Laxdælu

Í Vegahandbókina er nú komin ný ítarleg 24 síðna kortabók, Dalirnir heilla á bls. 574 – 599. Hér færð þú skýra yfirsýn yfir landsvæði Íslands - í mælikvarðanum 1 : 500 000. Auðvelt er að fletta á milli bókarinnar og korta- bókarinnar til að fá yfirsýn yfir það svæði sem ferðast er um. Tilvísanir leiða þig á rétta blaðsíðu. Ef þú ert t.d. að aka til Búðardals og ert á bls. 281 í bókinni og vilt fá meiri yfirsýn yfir svæðið er tilvísun á síðunni sem vísar þér á kort nr. 3 á bls. 578 í kortabókinni. FM 92,5/88,0

LW 189/207

·

FM 89,9/96,3

281

Ný hljóðbók!

Sögumaður Arnar Jónsson ásamt fleirum.

Ítarlegur hálendiskafli ... og margt fleira

FULLT VERÐ 4.990 KR 1000 kr. afsláttur ef þú kemur með gömlu bókina Einungis hægt að skipta í bókabúðum (ekki á bensínstöðvum)

Byrjaðu ferðalagið á vegahandbokin.is Vegahandbókin • Sundaborg 9 • Sími 562 2600


36

veiði

Helgin 22.-24. júní 2012

 Fluga vikunnar Björgvin Halldórsson

Mögnuð fiskifluga Jensens Jakob Bjarnar Grétarson ritstjorn@ frettatiminn.is

„Ég get ekki farið að velja Peacock eða Nobbler,“ segir Elvis Íslands, Björgvin Halldórsson. Fréttatíminn fékk Björgvin til að velja flugu vikunnar. Þetta eru engar smá kanónur sem koma að valinu þessa vikuna, goðsagnir í íslensku tónlistarlífi hvorki meira né minna, því eftir nokkra umhugsun lá valið fyrir: „Fiskifluga Jensens!“ segir Bó um leið og hann snýr sér að því að segja blaðamanni af ævintýrum hans og Jóns Elvars Hafsteinssonar gítarleikara í Þingvallavatni þar sem þeir lönduðu vænum bleikjum... „með hinum Pólverjunum og Portúgölunum.“

Það er ekkert „go“ fyrr en Bó segir og þegar valið lá fyrir var ekki úr vegi að heyra í höfundi flugunnar, sjálfum Engilbert Jensen fyrrum forsöngvara Hljóma með meiru, en það eru nokkur ár síðan hann hannaði þessa frægu flugu: „Þetta er ein af þessum flugum. Ég fæ myndir í hausinn og svo hnýti ég. Þetta er einhver sköpunargáfa. Ég þarf ekki annað en sjá einhver efni þar sem ég er að þvælast um og þá koma svona vitranir. Listræna genið sem er í manni,“ segir Engilbert. Engilbert segir svo frá að hárskeri sinn hafi mokað upp bleikju, mörgum

 veiðigræjurnar stangir og flugur

Vopnabúr Dóra Braga Dóri á, líkt og allir fluguveiðigeggjarar, margar stangir. En beðinn um að nefna einhverja eina tiltekna þá verður stöng að gerðinni Echo II fyrir línu númer fimm fyrir valinu. „Þetta er hröð og öflug stöng sem ég nota mikið. Hönnuð af hinum fræga stangveiðimanni Tim Rajeff, þeir bræður eru yfirhönnuðir hjá G-Loomis, og hann smíðaði þennan gæðagrip.“ Flugurnar sem Dóri notaði helst í Mývatsveitinni voru púpur en ekki straumflugur. „Ég veiði mikið andstreymis á púpur og hefur gengið mjög vel með það. Ég var helst að ná þeim þannig núna. Þá er þetta hefbundið; Peacock, Pheasant Tail, Krókurinn og ýmsar aðrar nymph-ur.“ Þetta eru flugur sem Dóri hnýtir sjálfur: „Já, við vorum þarna félagarnir úr hannyrðafélaginu Peacock, hittumst yfir vetrarmánuðina reglulega, borðum góðan mat saman og stundum svo hannyrðir okkur til hugarhægðar.“

Fiskifluga Jensens birtist höfundi hennar, Engilberti, sem vitrun. Pálmi Gunnarsson hefur hana í hávegum og segist myndi velja hana ef hann mætti bara velja eina.

 Fluguveiði Halldór Br agason

Enginn blús á bakkanum Veiðisíða Fréttatímans greip Halldór Bragason tónlistarmann, aka Dóra Braga blúshund Íslands númer eitt, glóðvolgan þar sem hann var að koma úr árlegri veiðiferð úr Laxá í Mývatnssveit. inum því þarna geta menn sett í mjög væna urriða ef svo ber undir; sem verða þá alveg brjálaðir, mjög fúlir og dansa á sporðinum, taka sporðadansinn – þetta eru tökur sem eru engu líkar. Síðan er eins og myrkraöflin sjálf hafi plantað þarna allskyns gróðri, hríslum, runnum og hvönn við árbakkana og þar vilja línur flækjast, einmitt þegar þú ert við það að taka nákvæmlega hið örlagaríka kast sem á að gefa.“

Dóri Braga er til þess að gera nýlega kominn til landsins en hann spilaði fyrir um hálfum mánuði á Bluesfestivali í Kansas fyrir 96 þúsund manns.

Sveittur í dásamlegri náttúrunni

Dóri Braga með illilegan urriða sem hann setti í við Hrafnstaðaey; 67 sentímetrar, rúmlega fimm punda fiskur sem brást ókvæða við og steig sporðadansinn í ómótstæðilegri töku.

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

kílóum, á einmitt þessa flugu úr Þingvallavatni. „Leit ekki við neinu öðru. Ég gaf rakaranum mínum svona flugu, borga ekkert í peningum heldur flugum og það borgaði sig fyrir hann; fór með fullt af fiski heim.“ Engilbert er ánægður með flugu sína sem upphaflega var hugsuð sem laxafluga, sem hún er og segir að Pálmi Gunnarsson, tónlistarmaður og fluguveiðigeggjari haldi ekki vatni hennar vegna; segist ekki þurfa aðra en þessa með sér á veiðistað.

J

á, ég er nú bara enn að klóra mér eftir mýbitið,” segir Dóri Braga tónlistarmaður sem var að detta í höfuðstaðinn eftir góðan túr úr Laxá í Mývatnssveit. Dóri hefur árum saman verið forfallinn fluguveiðimaður. Ástríða sem er slík og engu lík að hann heldur því fram að það að ætla sér að tala um hana sé eins og að blaðra um fallhlífarstökk uppí sófa – orðin verða hjóm miðað við upplifunina. En, eftir fortölur getur hann ekki stillt sig, frekar en aðrir veiðimenn, að tala aðeins um þessa dásemd sem engu líkist. „Já, við vorum þarna saman okkrir veiðifélagar, sumir sem stundað hafa veiðimennsku í Mývatssveitinni mjög lengi. Ég hef lært þarna allt sem ég kann í fluguveiði, við að veiða Laxá í Mývatnsveit með reyndum félögum. Var lengi vel sem fermingardrengur, mögnuð á eins og allir vita sem til þekkja.“

... menn [geta] sett í Háskóli fluguveiðinnar mjög væna Dóri og félagar voru á urriðasvæðinu, urriða ef svo efsta svæðinu þar sem menn veiða urriða. Laxinn gengur ekki þar uppeftir, heldur er ber undir; hann neðan stíflu. „Þarna var Stefán Jónsson útvarpsmaður, einfættur með flugusem verða stöng og dvaldist þarna lengi við veiðar. þá alveg Þarna eru fornfrægir veiðistaðir, leynistaðir og þarna er beitt öllum aðferðum flugveiðbrjálaðir, innar sem þekkjast; sökklínur, hægsökkvmjög fúlir andi línur, flotlínur, stórar stangir, litlar stangir, þurrflugur og svo framvegis.“ og dansa á Þrátt fyrir þetta segist Dóri allan gang sporðinum, á því hversu mikill viðbúnaðurinn er eða taka sporða- hversu mikið menn verða að vera „gíraðir“ í topp. Menn geti komist af með góða dansinn „sexu“ en svo eru þarna staðir sem kasta - þetta eru þarf býsna lang og þá vilji menn jafnvel vera með tvíhendu. „Eins og í Mjósundi, tökur sem þar getur verið langt að kasta fyrir suma. eru engu En, við erum að tala um háskólann í flugveiðum. Menn koma allstaðar að úr heimlíkar.

Þetta er með öðrum orðum ákaflega krefjandi á sem reynir á alla þætti fluguveiðinnar. „Annað sem er krefjandi við Laxá í Mývatnssveit er að þú þarft að labba á veiðistaðina. Þú ert mikið á labbinu þannig að í þessu felst talsverð líkamsrækt. Menn eru þarna sveittir og þurfa að vera hreyfanlegir. Átta veiðistaðir á víðfeðmu svæði. En það getur verið mjög skemmtilegt líka því þetta er gríðarlega fallegt svæði. Fara með stöngina út í náttúruna innan um allskyns fugla og gróður. Áin er svo falleg. Ég hef sjaldan notið þess sem nú,“ segir Dóri sem hefur haldið til veiða í Mývatnssveitina undanfarin tíu ár eða svo. „Sumir hafa farið þangað reglulega í kvartöld og eru enn að læra eitthvað nýtt.“ Hann leitar orða til að lýsa upplifuninni sem hann segir einstaka. Og það þrátt fyrir að mýið væri eilítið að hrekkja menn síðasta daginn og fiskurinn hafi reynst smærri og minna af honum en oft áður. „En menn voru engu að síður að setja í væna fiska og gera ágæta veiði. Ég setti í einn sem var 67 sentímetrar. Hann hefði undir eðlilegum kringumstæðum átt að vera sex pund, því þarna eru fiskar feitir, en var nú ekki nema rúmlega H E fimm. LG AÞetta R BLA Ð virðist ekki komið almennilega í gang enn, sennilega vorað seint.“

Stóra sinfónía lífsins

Þessum helsta forvígismanni blústónlistarinnar vefst tunga um tönn þegar hann er spurður hvort þetta sé þá hreint alls enginn blús á árbakkanum, því hann vill nú meina að blús-hugtakið sé ólíkt margþættara en svo að það nái aðeins yfir einhvers konar depurð. „En, neinei, þetta er enginn blús á árbakkanum,“ hlær Dóri. „Ég tók ukulele með í ferðina. Við Róbert Þórhalls bassaleikari vorum með tónleika í veiðiskálanum; á kassabassa og ukulele. Það var ágætt.“ Dóra veitist erfitt að skilgreina það nákvæmlega hvað veldur því að svo margir tónlistarmenn sæki í fluguveiðina. „Ég held að þetta sé svipuð áskorun. Það þarf ákveðna sköpun í fluguveiði. Sem ég held að eigi vel við tónlistarmenn. Þú þarft ákveðinn rythma í köstin og svo framvegis. Og svo er þetta líka eitthvað allt annað en tónlistin. En, flugveiðar eru eins og stóra sinfónía lífsins. Þegar maður er við á eins og Laxá í Mývatnssveit. Fuglar í tuga tegunda tali svamla um, náttúran og þú tengir við ána eins og menn tengja við tónlistina. Kannski svipað.“ Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettatiminn.is


ferð.is Ný ferðaskrifstofa á netinu

Alicante, Tyrkland og Portúgal Sama sól

ÍSLENSKA SIA.IS FER 60251 06/12

- bara miklu hlýrra!

Alicante

Vikulegt fl ug 23.900

Verð frá kr. aðra leiðina með sköttum

Tyrkland

Portúgal

3. júlí til 13. júlí

24.500kr.

All t innifalið

Flug aðra leiðina með sköttum 26. júní.

99.900kr.

Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjölskylduherb. með öllu inniföldu. Innifalið: Flug, skattar og gisting.

23.450kr. flug aðra leiðina

84.700kr.

Verð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn í íbúð m/1 svefnh. 26. júní til 10. júlí (2 vikur).

með sköttum 3. júlí

Úrval af gistingu í boði, sjá nánar á Ferð.is

fljúgðu fyrir minna

ferð.is er íslensk ferðaskrifstofa sem einungis er starfrækt í gegnum netið. Íslendingum gefst með ferð.is kostur á að kaupa ódýrar ferðir á netinu án þess að slaka á kröfum um öryggi, þjónustu og góðan aðbúnað.

ferð.is sími 570 4455


38

golf

Helgin 22.-24. júní 2012

 Heimavöllurinn minn Hamarsvöllurinn í Borgarnesi

Ingvi Hrafn. Átti framan af golfferli erfitt með að hemja skapsmunina, braut kylfur og gerði allt sem menn eiga ekki að gera, en nú er hann yfirvegaður og þroskaður spilari. Ljósmynd/Hari

Ingvi Hrafn er „Boogie-man“ Jakob Bjarnar Grétarson jakob@ frettatiminn.is

„Ég er „boogie-man“ og mjög sáttur við það. Þá áttu séns á „birdie“ og kastar ekki kylfu þó þú farir á tvöföldum „boogie“. Íslenska forgjöfin mín er 16,1. Sú ameríska er 22. Kemur til af því að fyrir þremur sumrum átti ég þrjá svakalega hringi, uppá 43 punkta og lækkaði úr 19 niður í 15. Svo hef ég ekki spilað mikið og maður hækkar bara um núll komma einn í hvert skipti,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson. Ingvi Hrafn er sannarlega enginn nýgræðingur í golfinu. Hann lærði íþróttina þegar hann var við nám í Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum, árið 1967. Hann gengst fúslega við því að hann hafi átt

erfitt með að hemja skapsmunina ef golfkúlan vildi ekki fara þangað sem henni var ætlað. „Framan af átti ég erfitt með skapið en nú er ég gamall og yfirvegaður, þroskaður golfspilari, enda að verða sjötugur.“ Sjónvarpsstjórinn litríki upplýsir að hann ætli einmitt að halda uppá stórafmælið 27. júlí með opnu golfmóti á Hamarsvellinum, en það verður jafnframt opið mót ÍNN - sjónvarsstöðvar Ingva Hrafns. Aðspurður hvort menn séu ekkert í því að staupa sig úti á velli segir Ingvi Hrafn það af og frá. Sú sé liðin tíð: „Nema í einhverjum djókmótum. Ef Tiger Woods myndi fá sér einn tvöfaldan Jack Daníels

Risastóra golfkókdósin Eftirtekt vekur að á golfvellinum í Borgarnesi getur að líta risastóra kókdós, sem og reyndar risastórann Ópal-pakka og fleira í þeim dúr. „Honum á reyndar að breyta í Tópas. En, þetta er gamli súrheysturninn,“ segir Jóhannes Ármannsson framkvæmdastjóri þar sem við erum staddir á 13. teig. Jóhannes segir þetta ágæta innspýtingu í rekstrinum, en viðkomandi fyrirtæki greiða árlega gjald fyrir. Þessi risaskúlptúr minnir helst á popplistaverk eftir Andy Warhol en er sannarlega ekki óumdeilur enda blasir dósin við af þjóðveginum. „Getur verið að við eigum eftir að venjast kókdollunni við Borgarnes? Getur verið að eftir nokkur ár fari okkur að þykja vænt um gömlu góðu kókdósina að Hamri? Ég held ekki,“ skrifaði til dæmis Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á heimasíðu sína árið 2003. Jóhannes segir svo frá að á sínum tíma hafi maður verið gripinn af lögreglu en sá hafði þann einlæga og yfirlýsta ásetning að granda kókdósinni miklu með öllum tiltækum ráðum, en þá var þetta stærsta kókdós í Evrópu, ef ekki öllum Brugðið á leik. Kókdósin heiminum. Manninum tókst ekki að koma kókdósinni, risastóra er ekki óumdeild og eitt sinn ætlaði ónefndur fyrrum súrheysturni, fyrir kattarnef og blasir hann nú við mönnum til yndisauka eða armæðu – eftir maður að granda henni. atvikum. - jbg Ljósmynd/Hari

þá myndi hann spila eins og hálfviti.“ En, að heimavelli Ingva. „Ég er gríðarlega stoltur af því að vera meðlimur í þessum klúbbi, með þeim mönnum og konum sem hafa unnið það þrekvirki að koma Hamarsvellinum í fremstu röð. Þetta er háklassavöllur og nú er við sjóndeildar-

hring að geta haldið þar landsmót,“ segir Ingvi en þarna, í Golfklúbbi Borgarness, hefur hann verið hartnær í tuttugu ár. „Þetta voru níu holur. En þröngur hópur manna, um 30-50 manns hafa haft veg og vanda af öllu. Sumir farnir yfir móðuna miklu og aðrir ungir sem nú eru miðaldra, en á tíu árum hefur þetta byggst úr því að vera níu holu sveitarvöllur í átján holu völl. Þetta er í raun fyrsti skógarvöllurinn á Íslandi enda höfum við gróðursett þarna fimm til tíu þúsund plöntur. Við höfum verið gríðarlega passasamir með reksturinn, sem alltaf hefur skilað hagnaði og þegið lágmarks styrki.“

 Golf Úttekt á Hamarsvelli í Borgarnesi

Golfparadís í Borgarnesi Golfsérfræðingar Fréttatímans tóku Hamarsvöllinn í Borgarnesi út í fádæma veðurblíðu nýlega. Þeir nutu leiðsagnar framkvæmdastjóra vallarins, Jóhannesar Ármannssonar, sem sannarlega má vera stoltur af sínum velli og því góða starfi sem þar hefur verið unnið.

Jóhannes Ármannsson. Les flötina og ekki í fyrsta skipti. Ljósmynd/Hari.

S

Heilsueldhúsið heilsurettir.is

67% *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011

... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

ól skein í heiði og fuglarnir sungu þegar golfspekingar Fréttatímans stigu út úr blaðamannabílnum á hlaði Hamarsvallarins í Borgarnesi. Sannkallað golfæði hefur ríkt á Íslandi undanfarin ár og er þar ekkert lát á; fyrirtæki og sveitarfélög hafa áttað sig á þessu fyrir löngu sem og þeir sem starfa að ferðaþjónustu gera sér fulla grein fyrir þessu - allir vilja tengjast golfíþróttinni. Fyrsti maðurinn sem við rákumst á, þarna í hlaðinu, var sjálfur Kjartan Ragnarsson leikstjóri. Kjartan hefur unnið frumkvöðlastarf með Landnámssetrinu í Borgarnesi. Og kom nokkuð á óvart að sjá þennan mikla menningarinnar mann með golfsettið, einbeittan á svip á leiðinni til að taka hring. „Kjartan kemur hér á hverjum degi, hann og hans kona,“ segir Jóhannes framkvæmdastjóri Hamarsvallarins sem telur þetta fara vel saman; menningartengda ferðaþjónustu og svo golf. Til stóð að plata hinn litríka sjónvarpsstjóra Ingva Hrafn í að lóðsa Fréttatímamenn um völlinn en hann var önnum kafinn við að taka upp Hrafnaþing á ÍNN og ræða við sína Heimastjórn um kolómögulega ríkisstjórn. En það var ekki í kot vísað að fara um völlinn í fylgd Jóhannesar sem hefur verið framkvæmdastjóri Hamarsvallar allt frá árinu 2007, þegar vellinum var breytt í 18 holu golfvöll. Jóhannes og hans menn búa svo vel að völlurinn sjálfur er eins og risastórt auglýsingaskilti þar sem hann blasir við frá þjóðveginum þeim sem eru að fara norður eða koma þaðan. Ekki þarf að efa að margur golfgeggjarinn hefur nagað sig í handarbökin

að vera að fara eitthvert annað en nákvæmlega þangað á blíðviðrisdögum.

Afslöppuð stemning

Það sem fyrst vekur eftirtekt er hversu rólegt og notalegt andrúmsloft er á vellinum. Eitt helsta einkenni vallarins er golfskálinn sjálfur, reisulegt hús sem áður var sveitabær, Hamar, og Jóhannes segir að mikið sé lagt uppúr að þar sé heimilisleg stemmning; þar geta golfarar fengið sér heimilislega máltíð. Þar er gistirými fyrir átján manns en að auki er við völlinn eina golfhótel landsins, Hótel Hamar þar sem er eru þrjátíu herbergi - draumur golfarans. Og þangað förum við til að fá golfbíl áður en lagt er af stað. Það vekur strax eftirtekt hversu allt er snyrtilegt á vellinum, og segir Jóhannes að hann hafi ætíð lagt sérstaka áherslu á það. Segir að sé þessu vel við haldið sé umgengnin í takti við það. Og allt verður auðveldara. Við teigana er kort af hverri braut á reisulegum stuðlabergsstólpum, gjöf Sparisjóðs Borgnesinga á sínum tíma til golfklúbbsins. Eins og Ingvi Hrafn segir er Hamarsvöllurinn skógarvöllur og þar hefur verið plantað gríðarlega mikið af trjám. Völlurinn er þannig þröngur víða og eins gott að halda sig á brautinni ef menn ætla að ná góðu skori.

Skógarvöllur

Það kemur á daginn að Jóhannes er enginn aukvisi með kylfurnar, segist reyndar ekki í æfingu en á þrátt fyrir það tvö pútt fyrir erni. Jóhannes játar aðspurður að hann hafi á sínum tíma verið keppnis-

maður í íþróttinni og þá er ekki spurt um forgjöf. Sérlegir golfspekingar Fréttatímans - blaðamaður og ljósmyndari – göslast á eftir, halda vitaskuld engan veginn í við framkvæmdastjórann en þó gengur allt vonum framar í einstakri veðurblíðunni; engar kylfur eru brotnar að hætti Ingva Hrafns áður en hann varð þessi þroskaði golfspilari sem hann nú er orðinn. (Sjá „Heimavöllurinn minn“.) Undan fáu er hægt að kvarta, völlurinn er bráðskemmtilegur og Jóhannes útskýrir fyrir blaðamönnum ýmsar breytingar sem hann er með í pípunum. Mikil hugsun býr að baki hönnun golfvalla, landslagsarkítektúr. Þeir í Borgarnesi eru hvergi nærri hættir. Og víðernin og glæsilegt útsýnið blasa við hvert sem litið er. Plássið virðist ótakmarkað en hönnun átján holu vallarins byggir á þeim gamla níu holu velli ekki þannig að bætt hafi verið níu holum við heldur er sá gamli undirliggjandi bæði á fyrri níu sem og seinni. Þegar þangað er komið, að 10. teig, en haldið er frá golfskálanum í norðurátt, en áður stefndu menn í átt til Reykjavíkur, segir Jóhannes að honum þyki sá hluti vallarins skemmtilegri. Það var og.

Einstakar vatnshindranir

Ein holan tekur við af annarri og á seinni níu er að finna þá holu sem er mörgum golfaranum hugleikin, hún nálgast óðum, sú 16. sem er úti í eyju. Vatnakerfið í átt að Hvítá er einstakt og segist Jóhannes geta stjórnað yfirborði vatns með aðferðum sem eru handan skilnings blaðamanns. En þarna er sem sagt að finna ógnvekjandi vatnahindranir; einkum við holu 16 og segir Jóhannes að þegar líða tekur á sumarið sé vatnið beinlínis hvítt, þá vegna fjölda golfkúla sem liggja í vatninu. „Hún hefur tekið toll af ýmsum,“ segir Ingvi Hrafn um þessa tilteknu holu sem er að verða einskonar einkennishola vallarins, ásamt vitanlega Langárbrautinni: „Menn með þrjá í forgjöf hafa átt í stökustu erfiðleikum með hana og þar er stutt úr birdie yfir í fimmfaldan boogie,“ segir sjónvarpsstjórinn sem furðar sig á því að allir þrír, Fréttatímamenn og Jóhannes hafi komist klakklaust í gegnum þessa hindrun; pöruðu allir eins og fínir menn. Kannski er það ekki síst vegna þess hversu kátir menn luku hring og vildu helst ekki fara þegar að því kom. Það má sannarlega mæla með Hamarsvellinum, sem er býr yfir kostum beggja; sveitarvöllur en samt klassa-golfvöllur. Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettatiminn.is


HUSA | BONALBA | VILLAITANA | PLANTIO GOLF RESORT | ÍRLAND | GOLFSKÓLI

Úrvals GOlFFErÐir NÚ ERU HAUSTGOLFFERÐIRNAR KOMAR Í SÖLU! ÚRVALS GISTINGAR, STUTTUR AKSTUR FRÁ FLUGVELLI, AÐSTAÐA TIL FYRIRMYNDAR OG MIKIÐ INNIFALIÐ Á FRÁBÆRU VERÐI!

FYRSTA BR 25. SEP OTTFÖR TEmBE R

n Án sP

n Án sP

n Án sP

n Án sP

HUSA ALICANTE GOLF

PLANTIO GOLF

VILLAITANA

BONALBA

Einn vinsælasti golfáfangastaður Íslendinga til margra ára!

Lúxus íbúðir og allt innifalið!

Ævintýraveröld kylfingsins!

11 golfdagar og allt innifalið!

VERÐDÆMI:

VERÐDÆMI:

VERÐDÆMI:

VERÐDÆMI:

á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli.

á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð m. 2 svefnherbergjum.

á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli.

á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli.

Innifalið: » Gisting í viku » Hálft fæði ** » Golf alla daga með golfbíl

Innifalið: » Gisting í 3 nætur » Allt fæði og drykkir *** » Ótakmarkað golf í 3 og 1/2 dag » Golfkerra

Innifalið: » Gisting í viku » Hálft fæði » Ótakmarkað golf

Innifalið: » Gisting í 11 nætur » Allt fæði og drykkir » Ótakmarkað golf

189.900*,-

139.900*,-

179.900*,-

209.900*,á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli.

Skannaðu QR-kóðann hér fyrir neðan og horfðu á stutta kynningu á golfferðum Úrvals Útsýnar í haust.

HUSA ALICANTE GOLF

D

VERÐ FRÁ:

n la

Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna! Kennsla fyrir hádegi og spil eftir hádegi.

Innifalið: » Gisting í 7 nætur » Hálft fæði » Golf í 7 daga með golfbíl » Flug og skattar » Flutningur á golfsetti » Akstur milli flugvallar og hótels » Golfkennsla í 3 daga » Íslensk fararstjórn

Ír

HUSA ALICANTE GOLF

ri r D a El G H Fin l Ky

GOLFSKÓLI ÚRVALS ÚTSÝNAR

259.900*,-

ROGANSTOWN

Hinar sívinsælu ferðir með meistara Blandaðu saman spennandi golf- og Kjartani L. Páls! borgarferð! VERÐDÆMI:

VERÐDÆMI:

á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli.

á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli.

Innifalið: » Gisting í 11 nætur » Hálft fæði ** » Golf alla daga með golfbíl

Innifalið: » Gisting í 4 nætur » Hálft fæði ** » Ótakmarkað golf

249.900*,-

129.900*,-

ÚRVAL ÚTSÝN | LágmÚLi 4 108 RVK | S. 585 4000 | mEiRA á urvalutsyn.is * Verð miðast við að bókað sé á netinu. Birt með fyrirvara um prentvillur. ** Hálft fæði: Morgun- og kvöldmatur. *** Allt innifalið: Morgun-, hádegis- og kvöldmatur, snarl milli mála og allir innlendir drykkir.


40 

matur og vín

Helgin 22.-24. júní 2012

Grill

Réttu tækin og tólin Hlutir sem gott er að eiga og hafa við hendina og aðrir sem ekki er hægt að vera án. Lítill stálpottur og einnota álbakkar til þess að setja BBQ sósur, tilfallandi vökva í og jafn vel spæni til reykinga.

Góðar tangir, helst svona mekkanískar, eru eitt nauðsynlegasta grilltólið.

Hitamælir er bráðnauðsynlegur. Flunkunýr, stafrænn og þráðlaus er draumurinn en svona gamaldags með skífu er fínn.

Panna úr pottjárni. Það er hvimleitt að missa litla humarhala milli grind­a nna. Það er hægt að taka handfangið af þessum svo það hitni ekki.

Grind fyrir fisk sem er sérstaklega laus í sér og líka fyrir roðlausan fisk.

Hitaþolinn hanska er oft nauðsynlegt að hafa við hendina.

Gott er að hafa einn klassískan tvífork við höndina.

Grillbursti. Það verður að halda grindunum hreinum, annars festist allt. Spaðar. Einn venjulegur og gott að eiga annan langan í sérverkefni svo sem fiskflök.

Penslarnir eiga að vera tveir og annar með hár úr hitaþolnu sílikoni. Grillspjót. Helst að eiga bæði einnota úr spýtu og fjölnota úr málmi.

OREO BANANA

Götóttur bakki til að grilla grænmeti – meðal annars.

Úrbeinað og álpappírslaust

SÚKKULAÐIKAKA

Það vita allir sem hafa reynt að kjöt bragðast sérstaklega vel þegar það er grillað. Þetta þarf náttúrlega ekki að segja nokkrum manni. Litlar sneiðar af kjöti er einfalt að elda og stærri bita eins og lambalæri er alls ekki eins flókið að grilla og margir vilja af láta.

S ku

O

d

úk

re

al

ok

ih

e x.

Inn

PRENTUN.IS

:S

lað ibo tna r,

súkku ta, b laðimousse, bláberjasul

n ana

ar

og

Opnunartími: mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugar- og sunnudaga 8.00 -16.00

Sími: 561 1433

67% *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011

... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

é lærið úrbeinað fer svo ennþá minna fyrir því þannig að það er um að gera að æfa úrbeiningartæknina. Og... álpappír er ónauðsynlegt hjálpartæki og þarf ekki að fara saman með grillaðri stórsteik. Athugið það. Svona er farið að: Finnið uppáhalds kryddjurtir fjölskyldunnar og hvort þær eru þurrkaðar eða ferskar fer einfaldlega eftir smekk. Ef ferskar er best að saxa smátt fyrst. Jurtunum er svo blandað saman við örlítið af kryddi, enn eftir smekk og blöndunni nuddað vandlega á lærið. Góð blanda á lamb er rósmarín og timían ásamt með kóríander-og paprikudufti og ef það er örlítið af túrmerek í húsinu er um að gera að splæsa smá af því líka. Nuddið lærinu upp úr kryddjurtunum með svona um það bil hálftíma klukkustundar fyrirvara. Hitið grillið vel og loka kjötinu á öllum hliðum. Piprið vel og myljið smotteríi af grófu salti yfir. Þá er að slökkva svo undir kjötinu en hafa kveikt annarstaðar í grillinu og á með lokið. Já, það verður að vera lok. Haldið hitanum í um það bil 170 gráðum. Inni í grillinu! Gott er að hafa við hendina blöndu af olíu eða smjöri og smá sojasósu sem notuð er til að

pensla bitann af og til. Ekki samt vera að opna og loka of oft. Þá hverfur allur hitinn út í svala sumarnóttina. Elda svo þangað til hitamælirinn segir stopp – hingað og ekki

lengra. Rautt 55 gráður Medium 60 gráður Fulleldað 65 gráður


VERÐI ÞÉR AÐ GÓÐU

ÍSLENSKA SIA.IS SFG 50278 06/10 - Ljósmyndir: Hari

Hjónin Knútur og Helena rækta tómata á Friðheimum í Reykholti. Þau eru einu garðyrkjubændurnir sem rækta plómutómata allt árið um kring en auk þeirra rækta þau hefðbundna tómata og konfekttómata. Á Friðheimum gefst gestum tækifæri til að skoða gróðurhúsin og kynna sér hvernig tómatarækt gengur fyrir sig.

islenskt.is


42

matur og vín

Helgin 22.-24. júní 2012

 Boli Nýr íslenskur bjór

Útskriftarverkefnið sem fór í framleiðslu Róbert Einarsson hannaði vörumerkið Bola sem útskriftarverkefni við Listaháskólann. Ölgerðin hefur hafið framleiðslu á því: Bjórnum Bola.

R

Menn voru ekkert að stytta sér leið. Ég er gríðarlega ánægður með útkomuna. Þetta er góður bjór,

óbert Einarsson er grafískur hönnuður sem útskrifaðist úr Listaháskólanum í fyrra. Lokaverkefni hans var að hanna nýtt vörumerki og gera vöruumbúðir frá a-ö. Hann var ekki í vafa þegar kom að því að velja vöruna sem hann vildi hanna fyrir, bjór skyldi það vera. Róbert stefndi að því frá byrjun að láta þetta verkefni ekki daga uppi sem útskriftarverkefni heldur vildi hann hanna vörumerki sem á endanum færi á markað fyrir alvöru. Hann setti sig því í samband við Ölgerðina til að kynna sér allt við framleiðslu bjórs en þar á bæ voru menn spenntir fyrir verkefninu og til í að aðstoða Róbert í ferlinu. Róbert lagði mikið í að finna nafn og einkenni vörumerkisins. Hann bjó til rýnihópa eins og góðum markaðsmanni sæmir og prófaði hinar ýmsu hugmyndir. Margt kom til greina en á endanum varð Griðungurinn Boli, landvættur Vesturlands á íslenska skjaldamerkinu fyrir valinu. Landvættirnar eru raktar til frásagnar úr Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Þar segir frá því þegar Haraldur konungur sendi galdrakarl sinn í hvalslíki til Íslands í þeim tilgangi að kanna hvor landið væri byggilegt. Þar mætti galdrakarl landvættunum fjórum sem ráku hann á brott, einn í hverjum landsfjórðungi. Boli er verndari Vesturlands og var annar vætta til að reka galdrakarl á brott. Á neðri hluta dósarinnar

er teikning af fallegu Hverfellinu austan Mývatns. „Hverafellið er þarna sem tákn um þá mikilfenglegu og ósnortnu náttúru sem tók á móti galdrakarli konungs,“ segir Róbert. Og heldur áfram: „Ég vildi hefðbundið útlit á umbúðunum, eins og bjórinn væri búinn að vera lengi á markaði og mér fannst landvættirnar og Boli henta vel í það auk þess sem þetta er bjór í sterkari kantinum eða 5,6% – alveg nautsterkur. Útlitið hefur líka áhrif á bragðið og þar skiptir liturinn miklu máli. Rauði liturinn táknar eld.“ Ölgerðarmenn hrifust svo mjög af hugmynd og vinnu Róberts að þeir ákváðu fljótlega að setja Bola í framleiðslu og að þetta skyldi verða bjór í háum gæðaflokki. Þannig er framleiðsluferlið lengra, bjórinn er „tvímeskjaður“ og gerjun hægari, auk þess sem íslenskt bygg er notað til bjórgerðarinnar. Allt þetta skilar sér í sterkum karakter, aukinni mýkt og meiri fyllingu. „Menn voru ekkert að stytta sér leið. Ég er gríðarlega ánægður með útkomuna. Þetta er góður bjór,“ segir Róbert stoltur. Boli flokkast sem Märzen/Octoberfesttegund að þýskri fyrirmynd. Bragðið er þétt og maltsæta áberandi en humlabeiskja er einnig nokkuð skýr, sérstaklega í eftirbragði. Íslenskt bygg er notað að hluta til ásamt maltkorni sem gefur bjórnum góða fyllingu og meiri froðuheldni. Þetta er flottur bjór með grillmatnum.

Hér er hönnuðurinn Róbert umvafinn fögrum meyjum þegar Boli var kynntur til leiks á dögunum á Enska barnum á Austurvelli.

OPNUM 17. JÚNÍ. VERIÐ VELKOMIN AÐ TEMPLARASUNDI 3.

EINFALDUR. HÆGUR. NÆRANDI. BRAGÐGÓÐUR. ÁRSTÍÐABUNDINN. BEINT FRÁ BÓNDA. ELDAÐUR AF ÁSTRÍÐU. ÚR GÓÐU HRÁEFNI. SEM ÞÚ BORÐAR AFTUR & AFTUR. Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP. ÞAÐ ER OKKAR MATUR. …

T EMPL AR A SUND 3 … 101 RE Y K JAV ÍK … W W W.BERGSSON.IS

Á myndinni hér að neðan er útskriftarverkefni Róberts en að ofan er Boli fullbúin vara frá Ölgerðinni. Róbert er sérstaklega ánægður með hvernig til tókst með dósina en hana vantaði í útskriftarverkefnið og var því bætt sérstaklega við fyrir Ölgerðina.


NÝTT ÍSLENSKA SIA.IS MSA 59849 06/12

 R auðvín

Ítölsk gæðablanda

Piccini Me mero-rauðvínið hefur þá sérstöðu að það er blanda úr fjórum ítölskum þrúgum, primitivo, montepulciano, nero d’avola og me r lot del veneto. Vínið kemur, eins og þrúgurnar benda til, frá landshornunum fjórum á Ítalíu: Puglia, Abruzzo, Sikiley og Veneto. Vínið er dökkrúbínrautt með höfuga og frekar þunga angan. Vínið er bragðmikið og kröftugt með góða fyllingu. Dökk ber og bláber eru ráðandi í bragði ásamt vanillu, kryddi og eikartónum. Sætkenndur berjakeimur og þroskuð tannín. Vín sem fer vel með nautapiparsteik, grillaðri villibráð, hickory bbq svínabóg og sætum kartöflum, sem og hvítmygluostum. Verð í Vínbúðunum: 750 ml, 1.999 kr.

100% HÁGÆÐA PRÓTEIN

Ríkt af

mysupróteinum

HLEÐSLUSKYR ER HOLL NÆRING. ÞAÐ HENTAR VEL Í BOOST-DRYKKI EÐA SEM MÁLTÍÐ OG ER RÍKT AF MYSUPRÓTEINUM. SMAKKAÐU ÞAÐ HREINT EÐA BRAGÐBÆTT.

Lífið er æfing - taktu á því

Besti Nýja heims-vínframleiðandi 2011

Vínframleiðandinn Vina San Pedro frá Chile fékk nýverið verðlaun tímaritsins Wine Enthusiast sem besti Nýja heimsvínframleiðandi ársins 2011. Þessi verðlaun sem þykja mikil viðurkenning innan vínheimsins og hluti af verðlaunum sem kallast „Annual Wine Star Awards“ og eru nokkurs konar „Óskar“ þess bransa. Frá þessum framleiðanda koma meðal annars vínin Castillo De Molina, Gato Negro og Santa Helena sem öll fást hér á landi.

Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Þú velur

Verð frá

GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir)

Basel sófi

Roma sófasett 311 251.900 kr

Verð frá

172.900 kr

Íslensk framleiðsla

og draumasófinn þinn er klár Torino T2T

Áður 343.700 kr Nú aðeins 274.960 kr

HÚSGÖGN Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is

Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga lokað Sunnudaga lokað

Oslo stóll Verð frá

Rín Hornsófi 2H2 Verð frá

285.900 kr

52.900 kr


44

bækur

Helgin 22.-24. júní 2012

Lesefni fyrir fótboltafrík Bókaútgáfan Sögur hefur sent frá sér tvær nýjar bækur helgaðar fótboltamönnunum Ronaldo og Messi. Höfundur textans er Illugi Jökulsson en um brot bókanna sér Ólafur Gunnar Gunnlaugsson. Þessar harðspjaldabækur eru ríkulega myndskreyttar af ljósmyndum úr erlendum myndabönkum sem sýna þessar hetjur boltans á ýmsum skeiðum ferils síns. Þær eru ekki samdar með samþykki umboðsmanna þeirra en gefa ungum lesendum í skýru og markvissu lesefni innsýn í þann heim sem Messi og Ronaldo eru sprottnir úr og ættu því að vera kjörið lesefni ungum áhugamönnum um knattspyrnu. Þá hefur bókaútgáfan Draumsýn auglýst að væntanleg sé á markað sjálfsævisaga Zlatans Ibrahimovic sem kom út í Svíþjóð á liðnu ári og sló þar öll sölumet. -pbb

Sívinsælir Hungurleikar

Önnur bókin í Hungurleikaflokknum, Eldar kvikna, hefur slegið í gegn hér á landi. Bókin situr í toppsæti metsölulista bókaútgefenda á tímabilinu 3. - 16. júní. Þá er bókin á toppi kiljulistans.

 Ritdómur Ást í meinum

Leiðréttingar varðandi Núkynslóð Þakka ber menningarstjóra Fréttatímans glöggar silkiþrykk ofl.) í prentun bóka og tímarita, plakata og vekjandi greiningar gegnum tíðina. En hér koma og plötualbúma. Þetta örvaði margt ungt fólk til tvö betrumbótakorn. að sniðganga í prenti hefðir, reglur og Í Fréttatímanum 15.-17. júní 2012, fastmótaða fagurfræði og beita heldur öfgum og andstæðum í vali og meðferð á bls. 46, í rítdómi um bók Ernis Snorrasonar „Sýslumaðurinn sem sá texta, mynda og skrauts svo allt rann álfa“, segir að eina heftið af tímaritinu saman, eins og sjá má í Núkynslóð. Ritdómarinn skrifar enn fremur í Núkynslóð sem út kom 1968 hafi verið „fagurlega umbrotið af Jóhannesi pistli sínum í Fréttatímanum um Núheitnum Ólafssyni“. Umbrotsmaðurinn kynslóð: „Ég minnist þess ekki að Ernir var reyndar ekki Jóhannes, mikill [Snorrason] hafi átt efni í heftinu“. Hið rétta er að Ernir birti í Núkynslóð hæfileikamaður sem féll of snemma Ernir Snorrason. frá, heldur undirritaður. Má til minninga- og skilgreiningabrot undir gamans rifja upp að kringum árið 1968 gerjaðist heitinu „Þrjár borgir“ og er þar um að ræða Tours pólitísk hugmyndafræði (frelsiskröfur, endurmat, í Frakklandi, Istanbúl í Tyrklandi og Reykjavík. ögrun, öfgar ofl.) ásamt tæknibreytingum (offset, Ólafur H. Torfason

 Ritdómur Fórnardauði/Dauðadjúp

Látið ykkur falla

Rúnar Helgi Vignisson Mynd/Jón Páll Vignisson.

 Ást í meinum Rúnar Helgi Vignisson Uppheimar, 194 síður, 2012.

Sambúðin er undirliggjandi þema í sagnasveig Rúnars Helga Vignissonar sem kominn er út á forlagi Uppheima. Kallast smásagnasafnið Ást í meinum og geymir fimmtán nýjar smásögur sem allar gerast á okkar tímum og fjalla með einum og öðrum þætti um samlíf fólks, oftast af gagnstæðu kyni sem býr saman en hér hljóma líka raddir af sjúkrastofu, lýst er samveru kvenna í sturtuklefa sundlaugar og víða skýst Rúnar inn og þreifar eftir glufum í lífi fólks. Frásagnarhátturinn er ýkjulaus, hljóðlátur og vindur sögunum fram með samtölum og ytri lýsingum rétt eins og innra lífi persóna, oftast bundið við eina miðju aðalpersónu. Hér er allt vel gert, höfundurinn talar ekki hástöfum heldur leiðir okkur af öryggi sögumeistara um þaulunninn sagnaheim af mikilli smekkvísi. Millistéttin er undir og hennar veiku vonir og djúpu þrár um erindi á jörðina og hamingju í sambúð. Á þessari fimmtán skrefa göngu yrkir skáldið upp margar eftirminnilegar smámyndir, sumar nokkuð bersöglislegar eins og söguefnið heimtar, alltaf með björtum augum umburðarlyndis og mildu brosi fyrir skoplegum hliðum. Fyrir bragðið glyttir víða í miklar tragedíur sem skáldið lætur sér duga að gefa í skyn. Þetta er dæileg lesning, ekkert uppistand hér. Margt er litað lifnaðarháttum okkar, rétt eins og í sjónvarpssögum eru samskiptatæki nútímafrásagnar bíll og farsími nærri, heimurinn teygir sig til annarra meginlanda en þungamiðja, ytri lýsingar á híbýlum bara það allra nauðsynlegasta enda er þungamiðjan samskiptamáti okkar í kulnuðum glóðum ástar, ösku liðinna vona. Viðkvæmt efni en afar vel með það farið. Nú má fagna því að höfundar á borð við Guðmund Andra, Kristínu Eiríksdóttur og Rúnar leggi fyrir sig hið merkilega form smásögunnar. Eini óttinn er sá að þessar bækur fái ekki vigt í innkaupi lestrarhestanna, en því má bæta úr. Nú er einmitt sá tími að gott er að hafa við höndina vel unna texta sem heimta ekki lotulestur; þetta sögsafn er ekki svikinn héri, heldur afbragðs bókmenntaverk. -pbb

Åsa Larsson.

Reacher og Rebekka F

 Dauðadjúp Åsa Larson JPV , 326 síður, 2012.

b ó k a b ú ð f o r l a g s i n s

Fiskislóð 39

Opið alla virKa daga

kl.

10–18

Og laugardaga

kl. 10–14

Kaffi á könnunni og næg bílastæði

 Fórnardauði Lee Child JPV, 411 síður, 2012.

jórða bókin um heljarmennið Jack Reacher er komin út á forlagi JPV í nákvæmri þýðingu Jóns St. Kristjánssonar, heitir Fórnardauði og nú er huldumaðurinn á ferð um Nebraska og lendir óvart inn í heimiliserjum í sveit þar sem feðgar ráða lögum og lofum. Hugmyndin er ekki ný, sagan er nánast tekin í heilu lagi úr Lífverðinum eftir Kurusawa: Fyrrum hermaður sem kann vel öll drápsbrögð lendir milli tveggja andstæðra fylkinga. Upphaflega hugmyndin var sótt í Red Harvest eftir Dashiell Hammett. Hér heima er Hrafninn flýgur sprottinn af sama meiði. Lee Child er um margt flinkur spennusagnahöfundur þótt hann gernýti gömul stef í skemmtisögum sínum. Snúningarnir í fléttunni eru nógu margir til að halda uppi fjörinu drjúga kvöldstund. Heftin um þennan kraftakarl sem hik-

Lee Child

laust limlestir menn til lífstíðar hafa líka selst vel og nú bíða aðdáendur þessa skemmtiefnis spenntir að sjá Tom Cruise klifra upp á stall og leika 195 sentimetra hátt heljarmennið. Child ratar til sinna og líklega eru þeir flestir karlkyns. Åsa Larson er í þriðja sinn komin á íslenskan bókamarkað með Dauðadjúpi en Eyrún Edda Hjörleifsdóttir þýðir sem fyrr. Sagan heitir á sænsku Till dess din vrede upphör en heitið er sótt í Jobsbók: Uns reiði þinni slotar. Væri betra að útgefandi sýndi lesendum þá virðingu að halda sig við rétt heiti á bókverkum þótt djúp og dauði koma hér við sögu. Hér segir af velmetnum lögfræðingi sem flýr norður í Botna og reynir á fornum slóðum að koma reiðu á líf sitt í starfi saksóknar. Annar meginás sögunnar er þverlynd kona í lögreglunni og saman takast þær á við herraríki sem þrífst í einangrun. Sagan teygir sig í þessu tilviki aftur til samstarfsára Þjóðverja og Svía á fyrri árum stríðsins. Larson er áhugasamari um mannleg einstaklingsbundin örlög fólks en Child, tuttugu sentimetrum dýpri í skoðun sinni á mannfólkinu. Hér er aragrúi af trúverðugum aukapersónum, slitið og einangrað mannlíf í erfiðri byggð undir smásjánni. Henni fer stöðugt fram þótt hún hneigist enn til að ljúka sögum sínum með háreistum og hvelli. Fínt stöff.

Bækur

Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is


FerðaFélagar sumarsins

p

u p á k l ast

-

n a í r se

Bók a Bú ð For l agsi ns | F isk isl óð 39 | 101 r e y k jav ík | www.forlagid.is


46

heilabrot

Helgin 22.-24. júní 2012

8 manna úrslit

Spurningakeppni fólksins

Sudoku

3 2 6 7

Spurningar

8

1. Hver skoraði sigurmark landsliðs Englands gegn Úkraínu á

1 5

EM? 2. Hver var ræðukóngur á nýloknu þingi?

7

bíómyndarinnar Borgríki? 4. Í hvaða landi hefur Julian Assange óskað eftir pólitísku hæli? 5. Hvenær fer Druslugangan fram í Reykjavík?

tónlistar- og textagerðarmaður 1. Rooney með skalla.

 3. Óttar Norðfjörð.  4. Ekvador.  5. 23. júní.  6. Björk Eiðsdóttir.  7. 1991.  2. Pétur Blöndal.

8. Þorgerður Ingólfsdóttir, elskulegur fyrrverandi kórstjórinn minn.

6. Hver tekur við starfi ritstjóra Séð og heyrt af Lilju Katrínu

blaðamaður á Fréttablaðinu.

Gunnarsdóttur?

10. Hver leikur JR Ewing í Dallas?

  3. Óttar Norðfjörð.  4. Ekvador.  5. Næsta laugardag.  6. Björk Eiðsdóttir. 

11. Hvaða löngu látni Bandaríkjaforseti birtist sem vampírubani

7. 1992.

1. Wayne Rooney.

7. Hvaða ár misþyrmdu fjórir lögreglumenn í Los Angeles Rodney King hrottalega? 8. Hver er Borgarlistamaður Reykjavíkur? 9. Hver var fyrsta skáldsaga Guðbergs Bergssonar?

8. Þorgerður Ingólfsdóttir.

í kvikmynd sem frumsýnd verður í sumar?

13. Hvaða þjóðþekkta útvarpskona hefur undanfarið leyst Gunnu

10. Larry Hagman. 12. Sjötugur.

14. Hver er eiginkona Ara Trausta Guðmundssonar, forsetafram-

4 8

 

15. Oblivion.

5

11 rétt.

upp á Íslandi?

Svör: 1. Wayne Rooney, 2. Pétur H. Blöndal, 3. Óttar Martin Norðfjörð, 4. Í Ekvador, 5. Á laugardaginn, 23. júní, 6. Björk Eiðsdóttir, 7. 1991, 8. Þorgerður Ingólfsdóttir, kórstjóri, 9. Músin sem læðist, 10. Larry Hagman, 11. Abraham Lincoln, 12. 70 ára, 13. Gerður G. Bjarklind, 14. María G. Baldvinsdóttir, 15. Oblivion.

krossgátan

8 2

14. María Guðjónsdóttir.

15. Hvað heitir Tom Cruise-myndin sem tekin verður að hluta

1

1

13. Guðrún Gunnarsdóttir.

bjóðanda?

2 5

11. Abraham Lincoln.

Dís af í Virkum morgnum á Rás 2?

Sudoku fyrir lengr a komna

8

9. Tómas Jónsson metsölubók.

12. Hversu gamall er Bítillinn Paul McCartney orðinn?

Dóri hafði betur og heldur áfram í undanúrslit.

9 3

2. Pétur Blöndal.

10. Larry Hagman.

14 rétt.

6 5 3 5 8 6 4

8

Magnús Þorlákur Lúðvíksson,

9. Tómas Jónsson metsölubók.

 11. Abraham Lincoln.  12. Sjötugur.  13. Gerður G. Bjarklind.  14. María Baldvinsdóttir.  15. Oblivion. 

7 4

2

3. Hvaða rithöfundur skrifar skáldsögu sem er framhald

Dóri DNA,

9 4 6

6

4 9 7 3 3 7 2 4 5

5 1 4

ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 91

mynd: CJ Begas (1852) puBliC domain

TRIMMA

MÖGLA

SKURÐBRÚN

KARLMAÐUR

SLYNGUR

ANGAN

KLESSA

VÖRUBYRGÐIR

ROKKINN MUN

VISNA

MÓT

SAMTÍMIS SPILLA ÞEFJA

HÁSKÆLA

ÁNÆGJA

RANGL

TEKJUHLIÐ

SAMANBURÐART.

STAUR

KLUKKA

SÆRA

FERÐ

UTAN

GLUFA

HÆNGUR

PENINGAR

EINNIG

HNOÐAÐI

Allt í grillmatinn Grillpakkar fyrir hópa og samkvæmi

LANGINTES

FJALLSNÖF

VÍSUPARTUR

ELDHÚSÁHALD

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

HÖGG

ÓVILD

NEITUN

MÆLIEINING

SKRAMBI

TIL

TUDDA

SIGAÐ

SKRIFA Á

HLJÓÐFÆRI

BOX

YFIRBRAGÐ

HOLA

MÆLIEINING

ÁLITINN

GEFA EFTIR

POTTRÉTTUR

DÝRAHLJÓÐ BETRUN

JÖTNA

FOR

ÓSKERTAR

SPÖNN UNGUR FUGL

MÁLMUR

TANGI

GLUMDI

STRÝTA

KÆLA

STYKKI

ORÐTAK

RAFMAGN

ÞÓFI HRÆÐA EGNA

HÁRFLÓKI

SNÍKJUDÝR

STRÍÐA NUGGA

TRJÁTEGUND

GABB

SKRIÐDÝR

ÞRÁÐUR

AFAR

UMMÁL

FLAN KVK. NAFN

BILLJÓNASTI

PÍPA LAGAR

MERGÐ

ÁVINNA

BYLGJA

www.noatun.is

STJÖRNU- BRYNNING MERKI

RÓTA

TITILL

VENJA


KRAFTAVERK

Í Minju finnur flú fallega íslenska hönnun jafnt sem gjafvörur frá öllum heimshornum

Vintage plaggöt

(50x70 cm). Mikið úrval af einstaklega flottum plaggötum. Aðeins kr. 750,-

skissu- og minnisbækur 3 í pakka: línustrikuð, rúðustrikuð og óstrikuð kr. 1.990,-

Heico lamparnir vinsælu Kanína 5 litir...........kr. 7.400,Sveppur 6 litir.........kr. 6.200,(Einnig bambi, gæs og fótbolti)

Linsukrús Kaffikrús í dulargervi. Kr. 2.490,-

KeepCup kaffimál Espresso mál.....kr. 2.100,Lítið mál............kr. 2.290, Miðlungs mál....kr. 2.490,Stórt mál...........kr. 2.690,-

Fuglapeysa Handprjónuð peysa úr léttlopa. Kr. 29.900,-

High Heel kökuspa›i High Heel kökuspaði. Kr. 2.990,SKÓLAVÖR‹USTÍG 12 • SÍMI 578 6090 • www. minja.is

Þrjár gerðir: Lundi (ljósgrá) Fálki (ljósgrá) Máfur (svört)

D‡rapú›ar eftir Ross Menuez Mikið úrval, 2 stærðir Górilla (37x25 cm) kr. 7.700,-


48

sjónvarp

Helgin 22.-24. júní 2012

Föstudagur 22. júní

Föstudagur RUV

21.15 Justin Bieber á tónleikum Bandaríska barnastjarnan Justin Bieber á tónleikum í Osló.

21:00 So You Think You Can Dance (3/15) Stærsta danskeppni í heimi snýr aftur níunda sinn

Laugardagur

14.30 Leiðarljós 15.55 Fjölskyldusaga af landsmóti 16.55 Leó (33:52) 17.00 Snillingarnir (48:54) 17.25 Galdrakrakkar (55:59) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Fréttir og veður 18.25 EM stofa 18.45 EM í fótbolta ÞýskalandGrikkland 20.40 EM kvöld 21.15 Justin Bieber á tónleikum 22.20 Barnaby ræður gátuna – Frændi töframannsins Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Caroline Graham þar sem Barnaby lögreglufulltrúi glímir við dularfull morð í ensku þorpi. Meðal leikenda eru John Nettles og Jason Hughes. 00.00 Hvískur 01.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

18.45 EM í fótbolta SpánnFrakkland, átta liða úrslit Bein útsending frá leik Spánverja og Frakka.

22:30 Olivia Lee: Dirty, Sexy, Funny Breskur gamanþáttur þar sem falin myndavél er notuð til að koma fólki í opna skjöldu.

Sunnudagur

20:30 Sprettur (3/3) Léttir og skemmtilegir þættir með Helga Björnssyni og Vilborgu Halldórsdóttur þar sem þau ferðast um landið og taka hús á nokkrum einstaklingum. allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

20:10 Titanic - Blood & Steel (11:12) Vönduð þáttaröð í tólf hlutum sem segir frá smíði Titanic.

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Dr. Phil (e) 08:45 Pepsi MAX6 tónlist 5 12:00 Solsidan (10:10) (e) 12:25 Pepsi MAX tónlist 16:30 Hæfileikakeppni Íslands (1:6) 17:20 Dr. Phil 18:00 The Good Wife (21:22) (e) 18:50 America's Funniest Home Videos (12:48) (e) 19:15 Will & Grace (8:27) (e) 19:40 Got to Dance (17:17) 20:30 Minute To Win It 21:15 The Biggest Loser (7:20) Bandarísk raunveruleikaþáttaröð um baráttu ólíkra einstaklinga við mittismálið í heimi skyndibita og ruslfæðis. 22:45 HA? (11:27) (e) Í kvöld taka Jói G. og Sóli á móti hinum geðþekku leikurum og snillingum Þóru Sigurðardóttur, Björgvin Franz Gíslasyni og Gunnari Hanssyni. 23:35 Prime Suspect (8:13) (e) 00:20 The River (1:8) (e) 01:10 Jimmy Kimmel (e) 02:40 Pepsi MAX tónlist

STÖÐ 2

RUV

08.00 Morgunstundin okkar Lítil 08:05 Barnatími Stöðvar 2 prinsessa / Háværa ljónið Urri / Kioka 08:30 Oprah / Snillingarnir / Skotta skrímsli / 09:10 Bold and the Beautiful Spurt og sprellað /Teiknum dýrin / 09:30 Doctors (157/175) Grettir / Engilbert ræður / Kafteinn 10:15 Sjálfstætt fólk (6/38) Karl /Nína Pataló / Skoltur skipstjóri / 10:55 The Glades (7/13) Hið mikla Bé / Geimverurnar 11:45 Cougar Town (1/22) 10.30 Justin Bieber á tónleikum 12:10 Kalli Berndsen - Í nýju ljósi 11.45 Geimurinn (4:7) 12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur 11.50 Grillað (8:8) 13:00 Coraline 12.20 Leiðarljós 14:40 The Cleveland Show (7/21) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13.45 K2: Neyðarkall af hæsta tindi 15:05 Tricky TV (2/23) 14.35 Hreinn umfram allt 15:25 Sorry I've Got No Head 16.10 Horfnir heimar – Þéttbýli (1:6) 15:55 Barnatími Stöðvar 2 17.05 Ástin grípur unglinginn (41:61) 16:20 Waybuloo 17.50 Táknmálsfréttir 16:40 Barnatími Stöðvar 2 4 5 18.00 Fréttir og veður 17:05 Bold and the Beautiful F 18.25 EM stofa 17:30 Nágrannar 18.45 EM í fótbolta Spánn-Frakkland, 17:55 The Simpsons (20/22) átta liða úrslit) Bein útsending frá 18:23 Veður leik Spánverja og Frakka í átta 18:30 Fréttir Stöðvar 2 liða úrslitum. 18:47 Íþróttir 20.40 EM kvöld 18:54 Ísland í dag 21.15 Lottó 19:06 Veður 21.20 Ævintýri Merlíns (9:13) 19:15 American Dad (2/19) Breskur myndaflokkur um 19:40 The Simpsons (14/22) æskuævintýri galdrakarlsins 20:05 Spurningabomban (6/6) fræga. 21:00 So You Think You Can Dance 22.10 Hamilton njósnari 22:25 That Thing You Do! 00:10 The Texas Cheerleading Scandal 00.00 Með á nótunum 01.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 01:40 Sicko 03:40 Cougar Town (1/22) 04:05 Spurningabomban (6/6) 04:50 The Simpsons (14/22) 05:15 American Dad (2/19) 05:40 Fréttir og Ísland í dag

Sunnudagur

Laugardagur 23. júní

SkjárEinn

RUV

STÖÐ 2

08.00 Morgunstundin okkar Poppý 07:00 Strumparnir / Lalli / kisukló / Herramenn / Franklín og Stubbarnir / Brunabílarnir / Algjör vinir hans / Stella og Steinn / Smælki Sveppi / Doddi litli og Eyrnastór / / Disneystundin / Finnbogi og Felix / Grallararnir / Waybuloo / Latibær Sígildar teiknimyndir / Gló magnaða / Hvellur keppnisbíll / Fjörugi / Litli prinsinn / Hérastöð teiknimyndatíminn / Ofurhetjusér10.25 Ævintýri Merlíns sveitin 11.10 Töfraflautan 11:15 Glee (10/22) 13.30 Séra frú Agnes 12:00 Bold and the Beautifulallt fyrir áskrifendur 14.00 Biskupsvígsla 13:40 Stóra þjóðin (4/4) 16.00 Heppni fíllinn 14:10 So You Think You Can Dance fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.25 Skellibær (34:52) 15:35 ET Weekend 17.35 Teitur (37:52) 16:20 Íslenski listinn 17.45 Táknmálsfréttir 16:45 Sjáðu 18.00 Fréttir og veður 17:15 Pepsi mörkin 18.25 EM stofa 18:30 Fréttir Stöðvar 2 4 5 6 18.45 EM í fótbolta 18:49 Íþróttir England-Ítalía, 18:56 Lottó 20.40 EM kvöld 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 21.10 Kviksjá Sigríður Pétursdóttir 19:29 Veður ræðir við Egil Eðvarðsson leik19:35 Wipeout USA (10/18) stjóra myndarinnar Húsið. 20:20 Smother 21.20 Húsið Íslensk bíómynd frá 21:50 Right at Your Door 1983. Ungt par fær inni í gömlu 23:25 Speed húsi og verður fljótlega vart við 01:20 Ripley Under Ground undarlega strauma þar. 03:00 The International 23.05 Wallander – Hefnd Sænsk 04:55 ET Weekend sakamálamynd frá 2006. Kurt 05:35 Fréttir Wallander rannsóknarlögreglumaður í Ystad á Skáni glímir við erfitt sakamál. Atriði í myndinni 08:55 Valencia - Æfing 3 eru ekki við hæfi barna. e. 10:00 Miami - Oklahoma 00.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 11:50 Spánn (Valencia) - Tímataka 13:30 Norðurálsmótið SkjárEinn 14:30 Að vera fjölhæfir leikmenn 06:00 Pepsi MAX tónlist 15:10 Australian Open 13:35 Dr. Phil (e) 19:15 Spænski boltinn: Barcelona allt fyrir áskrifendur 15:40 90210 (21:24) (e) Osasuna 16:30 The Bachelor (4:12) (e) 21:00 Spænski boltinn: Real Madrid fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:55 Unforgettable (9:22) (e) - Rayo 18:45 Solsidan (10:10) (e) 22:45 Spánn (Valencia) - Tímataka 19:10 Top Gear (1:7) (e) 20:10 Titanic - Blood & Steel (11:12) 21:00 Law & Order (15:22) 4 5 21:45 Californication (8:12) 17:00 Newcastle - Arsenal 05.02.11 22:15 Lost Girl (8:13) 17:30 Premier League World 23:00 Blue Bloods (19:22) (e) 18:00 Everton - Sunderland 23:50 Teen Wolf (3:12) (e) 19:45 PL Classic Matches: Charlton allt fyrir áskrifendur 00:40 The Defenders (12:18) (e) Man. Utd., 2000 01:25 Californication (8:12) (e) 20:15 Liverpool - Man. City fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 01:55 Psych (7:16) (e) 22:00 2002/2003 02:40 Camelot (2:10) (e) 22:55 Arsenal - Aston Villa 6 03:30 Pepsi MAX tónlist

06:00 Pepsi MAX tónlist 12:10 Dr. Phil (e) 13:35 Got to Dance (17:17) (e) 14:25 Eldhús sannleikans (7:10) (e) 14:45 The Firm (17:22) (e) 15:35 Everything She Ever Wanted 08:00 Valencia - Æfing 1 17:05 The Biggest Loser (7:20) (e) 12:00 Valencia- Æfing 2 18:35 Necessary Roughness (11:12) (e) 17:30 Norðurálsmótið 19:25 Minute To Win It (e) 18:20 Sterkasti maður Íslands 20:10 The Bachelor (4:12) 18:50 Pepsi mörkin 21:40 Teen Wolf (3:12) 20:00 Miami - Oklahoma 22:30 Olivia Lee: Dirty, Sexy, Funny 21:50 UFC 115 allt fyrir áskrifendur 22:55 See No Evil, Hear No Evil (e) 00:40 Jimmy Kimmel (e) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 02:10 Lost Girl (7:13) (e) 18:15 Man. Utd. - Chelsea 02:55 Pepsi MAX tónlist 20:00 1001 Goals 21:00 Premier League World 21:30 Arsenal - Man. City allt fyrir áskrifendur 08:00 Love and Other Disasters 4 5 23:15 Pep Guardiola 10:00 He's Just Not That Into You allt fyrir áskrifendur 23:40 Liverpool - Man Utd, 99/00 SkjárGolf 12:05 Tangled fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 06:00 ESPN America 14:00 Love and Other Disasters 4 SkjárGolf 08:00 Daddy's Little Girls fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 07:30 PGA Tour 2012 (2:4) 16:00 He's Just Not That Into You 06:00 ESPN America 12:00 Babe 10:30 US Open 2012 (4:4) 18:05 Tangled allt fyrir áskrifendur 08:10PGA Tour 2012 (1:4) 14:00 Daddy's Little Girls 16:35 Inside the PGA Tour (25:45) 20:00 Dude, Where's My Car? 11:10 Golfing World 16:00 Rat Pack 17:00 PGA Tour 2012 (3:4) 4 5 22:00 London to Brighton 6 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 12:00 PGA Tour 2012 (1:4) 18:00 Babe 22:00 LPGA Highlights (11:20) 00:00 True Lies 15:00 LPGA Highlights (11:20) 20:00 The Russell Girl 4 23:20 Golfing World 5 02:20 Pledge This! 16:20 Inside the PGA Tour (25:45) 22:05 The Soloist 00:10 ESPN America 04:00 London to Brighton 5 6 16:45 PGA Tour 2012 (1:4) 00:00 Prelude to a Kiss 06:00 Rain man 19:00 PGA Tour 2012 (2:4) 02:00 Goya's Ghosts 4 Golfing World 5 6 22:00 04:00 The Soloist 22:50 PGA Tour Highlights (22:45) 06:00 Dude, Where's My Car? 23:45 ESPN America

5

6

6

6

08:10 The Astronaut Farmer 10:00 Amelia allt fyrir áskrifendur 12:00 Gulliver's Travels 14:00 The Astronaut Farmer fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:00 Amelia 18:006 Gulliver's Travels 20:00 Rain man 22:10 The Hoax 02:00 Outlaw 4 04:00 The Hoax 06:00 Magnolia


sjónvarp 49

Helgin 22.-24. júní 2012

24. júní

 Í sjónvarpinu Dallas

STÖÐ 2 07:00 Villingarnir / Hello Kitty / Stubbarnir / Algjör Sveppi / Ævintýraferðin / UKI / Dóra könnuður / Mörgæsirnar frá Madagaskar / Mamma Mu / Kalli litli kanína og vinir / Tasmanía /Bionicle: The Legend Reborn 12:00 Nágrannar 13:45 Sprettur (2/3) 14:25 New Girl (19/24) 14:50 2 Broke Girls (4/24) allt fyrir áskrifendur 15:15 Wipeout USA (10/18) 16:00 Spurningabomban (6/6) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:50 Mad Men (11/13) 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 20:30 Sprettur (3/3) 21:00 Dallas (2/10) 4 21:45 The Killing (7/13) 22:30 House of Saddam (3/4) 23:30 60 mínútur 00:15 The Daily Show: Global Edition 00:40 Silent Witness (7/12) 01:35 Supernatural (17/22) 02:15 Suits (2/12) 03:00 The Event (15/22) 03:45 The Killing (7/13) 04:30 Dallas (2/10) 05:15 Sprettur (3/3) 05:40 Fréttir

11:10 Sterkasti maður Íslands 11:40 Spánn (Valencia) 14:10 Greg Norman á heimaslóðum 14:55 Þór/KA - ÍBV 17:05 Selfoss - Fylkir 18:55 Pepsi mörkin 20:05 Spánn (Valencia) allt fyrir áskrifendur 22:20 Þór/KA - ÍBV 00:00 Oklahoma - Miami #fréttir, 6 effræðsla, verður sport og skemmtun

17:00 Football Legends 17:30 PL Classic Matches: Liverpool - Arsenal, 4 2001 18:00 Arsenal - Tottenham allt fyrir áskrifendur 19:45 Premier League World 20:15 Chelsea - Man. Utd. fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00 PL Classic Matches: Newcastle - Man. Utd, 2002 22:30 Man. City - WBA

SkjárGolf 4

5

06:00 ESPN America 07:00 Travelers Championship - PGA Tour 2012 (3:4) 11:15 Golfing World 12:05 Travelers Championship - PGA Tour 2012 (3:4) 16:35 Inside the PGA Tour (25:45) 17:00 PGA Tour 2012 (4:4) 22:00 Golfing World 22:50 PGA TOUR Year-in-Review 2012 23:45 ESPN America



Litlir strákar í stórum skugga

Miðvikudagskvöld voru hápunktar sjónvarpsvikunnar hjá Íslendingum fyrir þrjátíu árum eða svo. Þau kvöld sýndi sjónvarpið Dallas og fjölskyldur sameinuðust opinmynntar fyrir framan skjáinn og hneyksluðust á og dáðust að ríka og fallega fólkinu í Dallas. Dallas var vitaskuld sápa og óttaleg þvæla en svo sjarmerandi, skemmtileg og spennandi auk þess sem JR var svo dásamlegur í illsku sinni að óhjákvæmilegt var að hrífast ekki með og festast í þessu. Auðvitað er í dag útilokað að ná fram þeim áhrifum og galdri sem 5

Dallas gerði í einföldum og saklausari heimi fyrir þremur áratugum og maður hefur óneitanlega spurt sig hvað fólki gangi til að draga þau Larry Hagman, Lindu Gray og Patrick Duffy út af elliheimilunum til þess að halda áfram sögunni um erjur Ewinganna á Suðurgafli. En lengi má lifa á fornri frægð og að sjálfsögðu stóðst maður ekki mátið og horfði á fyrsta þáttinn í nýja Dallasinu á Stöð 2 um helgina. Larry Hagman er enn sjálfum sér og JR líkur þótt kallinn hafi eðlilega látið verulega á sjá. Þau Bobby og Sue Ellen eru líka í nokkuð góðu

formi þótt árin hafi krumpað þau eilítið. Þessi þrjú standa því fyrir sínu en unga fólkið sem á að vera í forgrunni þáttanna er drulluslappt og þeir John Ross III og Christopher, synir Ewing-bræðranna, standa ferðum sínum langt að baki. Þarna eru mættir duglitlir ungir menn sem reyna að feta í djúp spor sér „meiri manna“. Eiginlega segir það allt sem segja þarf um styrk gamla Dallasins og deyfðina yfir því nýja að þeim Lucy Ewing og Ray Krebbs rétt brá fyrir í augnablik og maður vildi strax miklu meira fá að vita hvað þau væru að gera saman, hvernig þeim liði og

hvað á daga þeirra hefði drifið frekar en að fylgjast með svikum og ástarbrölti nýju kynslóðarinnar. Fyrsti þátturinn var engu að síður drekkhlaðinn af svikráðum og fríkuðum fléttum þannig að maður skyldi ekki slá nýja Dallasið út af borðinu umsvifalaust þótt það sé svolítið eins og New Coke á sínum tíma. Það er smá keimur af klassíkinni en bragðið er skrýtið og alls ekki nógu gott. Þórarinn Þórarinsson

6

frá aðeins kr.

89.100

frá aðeins kr.

167.700 Fyrstur kemur með allt innifalið fyrstur fær!

3. og 17. júlí í 14 nætur

Costa del Sol 5

6

Aguamarina

H

eimsferðir bjóða ótrúleg tilboð 3. júlí og 17. júlí í 14 nætur til Costa del Sol. Mörg hótel í boði.

Frá kr.

89.100 í 14 nætur

Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð 14 nætur. Verð m.v. 2 fullorðna í studio íbúð á Apartamentos Alay’s kr. 114.500. Sértilboð 3. júlí í 14 nætur.

6

frá aðeins kr.

111.900

í 14 nætur með allt innifalið

Mallorca Aparthotel Ariel

H

eimsferðir bjóða ferðir til Mallorca í allt sumar. Núna erum við með einstök tilboð þann 26. júní og 10. júlí í 14 nætur.

111.900 í 2 vikur

Frá kr. allt innifalið

Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð. Verð m.v. 2 fullorðna í studio íbúð kr. 114.900 á mann. Sértilboð 26. júní í 14 nætur.

Skráðu þig í netklúbb Heimsferða og fáðu send öll tilboð.

Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri, sími 461 1099 • www.heimsferdir.is


50 

bíó

Helgin 22.-24. júní 2012

Angelina Jolie Setur upp hornin

Disney teflir fram sinni verstu norn

T

ökur eru hafnar á Disney-myndinni Maleficent sem eins og nafnið bendir til fjallar um eitt allra flottasta illmenni Disney-teiknimyndanna, nornina Maleficent sem sá til þess að Þyrnirós stakk sig á snældu og svaf í hundrað ár. Angelina Jolie fer með titilhlutverkið og fyrsta myndin af henni sem Maleficent hefur verið gerð opinber og lofar vægast sagt góðu. Angelina minnir um margt á fyrirmyndina úr teiknimyndinni

Sleeping Beauty frá 1959 og banvænn þokki hornóttar nornarinnar er svo sannarlega til staðar. Angelina segir Maleficent vera ráðgátu í nýju myndinni og hún sé miklu meira en aðeins dæmigert illkvendi sem breytir sér í dreka. Nú verði saga Maleficent sögð og skýrt hvers vegna hún er eins og hún er þegar hún birtist gegnsýrð af illsku í Sleeping Beauty. Angelina ógnvekjandi en seiðandi.

Cranston vill meira

Fimmta þáttaröð hinna vinsælu sjónvarpsþátta Breaking Bad hefur göngu sína í Bandaríkjunum í júlí. Höfundur þeirra, Vince Gilligan, hefur þegar látið þau boð út ganga að einungis sextán þættir séu eftir í seríunni og Breaking Bad klárist 2013. Aðdáendur þáttanna hafa nú fengið smá vonarglætu um að þeir þurfi ekki að kveðja krabbameinssjúka efnafræðikennarann Walter White, sem aflar fjölskyldu sínni lífeyris með fíkniefnaframleiðslu, endanlega þar sem leikarinn Bryan Cranston hefur gefið mögulegri gerð bíómyndar um frekari hremmingar Walters undir fótinn. Cranston segir útlit fyrir að búið sé að skrifa meira en komist fyrir í þeim sextán þáttum sem eftir eru og hann hafi áhuga á því að kanna möguleika á að halda sögu Walters áfram í kvikmynd, að því gefnu að þáttunum ljúki ekki með einum allsherjar dómsdegi.

Bryan Cranston hefur slegið hressilega í gegn í hlutverki Walters og vill gjarnan teygja sögu hans yfir í kvikmynd.

 Rock of Ages Söngleikur í bíó

 FrumsýndAR

Blóðsugubaninn Abraham Lincoln Abraham Lincoln, sextándi forseti Bandaríkjanna, er einhver dáðasti maðurinn sem gengt hefur embættinu og er hann ekki síst þekktur fyrir framgöngu sína í réttindabaráttu þeldökkra þræla á sínum tíma. Í myndinni Abraham Lincoln: Vampire Hunter er sýnd ný og áður óþekkt hlið á forsetanum sem einhverra hluta vegna láðist að geta þess í Gettysborgar-ávarpinu að hann barðist gegn vampírum sem ætluðu sér að yfirtaka Bandaríkin. Rússinn Timur Bekmambetov (Nochnoy dozor, Wanted) leikstýrir þessari dellu sem hljómar óneitanlega áhugaverð en myndin er byggð á samnefndri skáldsögu frá árinu 2010. Lincoln kemst að því að blóðþyrstar vampírur ætli sér að ræna völdum í Bandaríkjunum og hann snýr vörn í sókn og setur sér það göfuga takmark að útrýma ófögnuðinum og verða um leið mesti vampírubani sögunnar. Hann vinnur samt þessa aukavinnu sína í skjóli myrkurs og fer ákaflega leynt með blóðsugudrápin og þess vegna teljum við öll nafna hans Van Helsing vera mesta vampírubana allra tíma. Benjamin Walker leikur Lincoln og Rufus Sewell (Dark City) fer með hlutverk Adams, leiðtoga vampíranna.

What to Expect When You’re Expecting Cameron Diaz, Chris Rock, Dennis Quaid, Jennifer Lopez, Megan Mullally og fleira gott fólk leiðir saman hesta sína í þessari mynd sem er innblásin af samnefndri metsölubók og fjallar um fimm pör og hvernig líf þeirra fer allt á hvolf þegar von er á barni inn á heimilið. Sjónvarpslíkamsræktarþáttastjórnandinn Jules og danssýningastjarnan Evan, sjá fyrir sér að frægðarlíf þeirra muni umturnast. Aðrar persónur eru svo mistaugaveiklaðar og einn tilvonandi faðirinn leitar hjálpar hjá stuðningshópi fyrir karlmenn.

Sumartíð Sumarið er komið í Bíó Paradís við Hverfisgötu sem sýnir þessa dagana frönsku kvikmyndina L’Heure d’éte (Sumartíð) eftir einn fremsta leikstjóra Frakka, Olivier Assayas. Myndin hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda sem ein áhrifamesta fjölskyldusaga síðari ára. Þegar ættmóðirin fellur frá standa uppkomin systkinin frammi fyrir breyttum tímum. Eiga þau að halda gullfallegu fjölskyldusetrinu áfram í sinni eigu eða selja það? Hvað með allar bernskuminningarnar og sameiginlegan samkomustað fjölskyldunnar?

Tom Cruise á ekki í nokkrum vandræðum með að gera sér upp stjörnustæla í Rock of Ages.

Ástir, kynlíf og rokk og ról Tom Cruise er mættur til landsins en hér verða tekin upp atriðið í framtíðarspennumyndina Oblivion. Svo skemmtilega vill til að rétt í kjölfar komu hans til landsins hefjast hér sýningar á nýjustu mynd hans, Rock of Ages, sem byggð er á samnefndum söngleik sem notið hefur mikilla og stöðugra vinsælda um árabil.

S

Aðrir miðlar: Imdb: 7.1, Rotten Tomatoes: 93%

Aðrir miðlar: Imdb: 5.3, Rotten Tomatoes: 41%, Metacritic: 47%

MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  CAFÉ/BAR, opið 17-23

NÝTT Í BÍÓ PARADÍS!

SAGA SVO ÓTRÚLEG AÐ HÚN HLÝTUR AÐ VERA SÖNN!

BERNIE

JACK BLACK MATTHEW McCONAUGHEY SHIRLEY MACLAINE

Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis!

VERTU FASTAGESTUR!

Ódýrara í bíó með aðgangskortum!

Jaxx er nýhættur í hljómsveit sinni Arsenal en ýmislegt er á huldu um hvernig þau starfslok komu til.

öngleikurinn Rock of Ages var fyrst settur á svið árið 2006 og sló í gegn á Broadway 2009 og hefur notið vinsælda víða um lönd í kjölfarið. Söngleikurinn er nú orðinn að kvikmynd þar sem góðum hópi þekktra leikara er teflt fram og ber þar vitaskuld fyrstan að nefna sjálfan Tom Cruise sem um þessar mundir spókar sig á Íslandi. Russell Brand, Catherine Zeta-Jones, Paul Giamatti, Malin Åkerman, Bryan Cranston og Alec Baldwin láta einnig til sín taka en í brennidepli eru kántrí söngkonan unga Julianne Hough og Diego Boneta. Rock of Ages gerist árið 1987 og tónlist þess tíma skipar veigamikinn sess í myndinni og kunnuglegir slagarar á borð við Just Like Paradise, I Love Rock ‘n’ Roll, Wanted Dead or Alive, Harden My Heart og Can’t Fight This Feeling hljóma og ekki minni kempur en Bon Jovi, Guns N’ Roses, Def Leppard, Foreigner, Journey, Poison, Whitesnake, Night Ranger, Twisted Sister og REO Speedwagon láta til sín taka og leika undir rokkaðri dramatíkinni í myndinni. Smábæjarstúlkan Sherrie (Julianne Hough) kemur til Los Angeles frá Tulsa í Oklahoma með stóra drauma um að slá i gegn sem söngkona. Hún hefur varla náð áttum í stórborginni þegar plötusafninu hennar, sem hún burðast með með sér, er stolið. Barþjóninn Drew (Diego Boneta), sem vinnur á hinum vinsæla klúbbi The Bourbon Room, verður vitni að þjófnaðinum en tekst ekki að bjarga vínýlnum hennar Sherrie. Þeim verður þó vel til vina og frægðardraumar sameina þau og tilfinnningar vakna. Drew

útvegar Sherrie vinnu á The Bourbon Room þar sem allt er á suðupunkti fyrir og ekki dregur úr spennunni að parið vinnur þar saman. Eigendur staðarins skulda skatta og eiga á hættu að klúbbnum verði lokað en skattskuldin er vatn á millu Patriciu Whitmore (Catherine Zeta-Jones), íhaldsamrar og strangtrúaðrar eiginkonu borgarstjórans sem berst harkalega fyrir því að lastabælinu The Bourbon Room verði endanlega lokað. Alec Baldwin leikur eiganda klúbbsins, Dennis Dupree, og hann ákveður, ásamt hægri hönd sinni Lonny Barnett (Russell Brand) að reyna að bjarga skuldinni með stórtónleikum. Helsta tromp þeirra í þessu plani er rokkstjarnan Stace Jaxx, sem Tom Cruise leikur, en hann hóf glæstan feril sinn á sínum tíma í hljómsveit með þeim Dennis og Lonny á Teh Bourbon Room. Jaxx er nýhættur í hljómsveit sinni Arsenal en ýmislegt er á huldu um hvernig þau starfslok komu til. Örlög og tilfinningar alls þessa fólks og fleiri til fléttast sundur og saman í Rock of Ages og ýmislegt gengur á í The Bourbon Room eins og lög og óreglur rokksins gera ráð fyrir. Aðrir miðlar: Imdb 6.3, Rotten Tomatoes: 41%, Metacritic: 47%

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


Kringlunni | s.512 1710 | ntc.is | erum รก


52

tíska

Helgin 22.-24. júní 2012

Leiðist að mála sig

Greiðsla sem hentar hvaða tilefni sem er Ljóskurnar Ashley Tisdale og Julianne Hough mættu báðar, með eins dags millibili, prúðbúnar á rauða dregilinn með sömu hárgreiðslu.

Við glæsilegu síðkjólana vöfðu þær hárinu upp í háan og úfinn snúð sem setti skemmtilegt ójafnvægi á heildarútlitið. Þessi greiðsla er farin

að sjást æ oftar, bæði á rauða dreglinum og úti á götum úti í Hollywood, enda greiðsla sem hentar nærri hvaða tilefni sem er.

Skrifar bók um heilbrigt líferni

Hin nítján ára Selena Gomez segir að besta ráðið sem förðunarfræðingurinn hennar hefur gefið henni sé að sleppa allri andlitsförðun á sumrin. Þau tvö hafa unnið saman allar götur frá því Selena var þrettán ára og segist hún nota sólarvörnina óspart á hverjum degi í staðinn fyrir að mála sig. „Ég hef ekki mikinn áhuga á förðun. Ég reyni að komast hjá því að mála mig og er það yfirleitt bara vinnutengt þegar ég þarf þess. Ef ég mætti ráða myndi ég helst sleppa því alltaf,“ lét Selena hafa eftir sér í viðtali við tímaritið WWD.

Leikkonan Cameron Diaz tilkynnti í vikunni að ný bók sé væntanleg frá henni síðar á þessu ári. Bókin er ætluð ungum konum sem leitast við að lifa heilbrigðu líferni. Undanfarna mánuði hefur leikkonan verið töluvert í sviðsljósinu vegna breyttra lífshátta og kviknaði hugmyndin að bókinni út frá þeim mikla áhuga sem fjölmiðlar sýndu því. Cameron Diaz mun skrifa bæði um sína persónulegu reynslu þar sem hún segir frá því hvernig hún leggur æfingar upp og matardagbók sem hún hélt en auk þess fylgja athugasemdir frá frægum einkaþjálfurum í Hollywood.

Mánudagur Skór: Footlocker Skyrta: Woodwood Jakki: Hugo Boss Buxur: Rauða kross búðin

tíska

Kolbrún Pálsdóttir skrifar

Verðmiðinn fer eftir notagildinu Afríkuferðin er loksins almennilega hafin eftir að hafa ferðast með aldargamalli lest alla leið frá Tansaníu til Zambíu, tæpa 2500 kílómetra. Á leiðinni, fyrsta kvöldið, varð ég fyrir því óláni að vera rænd. Lítill krakki hafði klifrað upp í lestargluggann og stolið einni af þremur töskum sem lágu á gólfinu á meðan ég svaf. Afríkubarnið hafði greinilega valið eina tösku af handahófi og því miður valið þá sem hafði að geyma minnstu verðmætin. Bakpokinn minn var svartur og lítill og fremur ómerkilegur. Krakkinn hafði greinlega heillast meira af honum en dýru, fínu Louis Vuitton-töskunni sem konan sem deildi lestarklefa með mér geymdi einnig á gólfinu. Þessi dýra taska hafði að geyma allskonar fína muni eins og splunkunýjan iPad, rándýra Canon-myndavél, snjallsíma og fleiri tæki og tól sem ég kann ekki að nefna. Þarna var krakkinn óheppinn. En þetta er þó einhvern veginn svo dæmigert fyrir Afríku. Ekki gat krakkinn séð hvaða taska af þessum þremur byggi yfir mestu verðmætunum. Fólk hér setur ekki dýrari verðmiða á merkjavörur. Þær vörur sem verslanir fá frá Vesturlöndum eru verðmerktar eftir notagildi; hvort flíkin henti vel fyrir næturkulda, regn eða sólríka dagia. Ekki hvernig þær líta út hvað þá að það skipti máli hver hannaði þær. Notagildið er í fyrirrúmi.

5

dagar dress

Föstudagur Skór: Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar Buxur: H&M Peysa: H&M Jakki: Keyptur í Portúgal

Þriðjudagur Skór: Vans Buxur: Rauða kross búðin Bolur: Primark Peysa: Spúútnik Jakki: Keyptur í Portúgal

Rapptónlistin veitir innblástur „Undanfarið hef ég verið að kaupa fötin mín erlendis,“ segir tónlistamaðurinn og plötusnúðurinn Logi Pedro Stefánsson sem fagnar tuttugu ára afmæli sínu seinna á árinu. „Ég er meira fyrir að kaupa færri flíkur og dýrari heldur en fleiri og ódýrari. Þær endast mun lengur og svo eru minni líkur að maður

klæðist eins og næsti maður. Rapptónlistin veitir mér innblástur þegar kemur að klæðavali enda alltaf mikið að gerast í þeim heimi. Svo fletti ég stundum í tímaritum eins og Complex þar sem maður grefur upp einhverja gullmola um tísku.“

Miðvikudagur Skór: Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar Buxur: Rauða kross búðin Skyrta: Spúútnik Jakki: Panda Sportswear

Fimmtudagur Skór: Footlocker Buxur: H&M Bolur: Urban Outfitters Jakki: Paul Smith


Sumar 2012

Ilaria Nistri | By Malene Birger | Moma | French Connection | Imperial/Please | Strategia G-Star | Twist & Tango | MarithĂŠ Francois Girbaud

Kringlunni | s.512 1765 |ntc.is | erum ĂĄ


54

tíska

Helgin 22.-24. júní 2012

Stutt hár passar við allt

Konurnar sem breyttu tískuheiminum

„Það er miklu auðveldara að finna föt sem passa við stutt hár en sítt,“ sagði hin stutthærða Ginnifer Goodwin í viðtali við tímaritið People á dögunum. „Fólk segir stundum við mig að þetta sé of einhæf hárgreiðsla. Ég held ekki. Þvert á móti býður hún uppá endalaust af möguleikum. Ég get ekki hugsað mér að hafa það síðara og þurfa að eyða meiri tíma á morgnana í að ákveða hvernig ég ætla að hafa hárið.“

Coco Chanel Chanel-tískuhúsið er eitt stærsta og virtasta tískufyrirtæki samtímans sem stofnað var af hinni ungu Coco Channel árið 1909. Coco byrjaði ung að árum að vinna fyrir sér og saumaði fallegar flíkur handa fólki. Um tvítugt opnaði hún sína fyrstu verslun sem staðsett var í París og fór fyrirtækið að stækka og fór stækkandi með hverju árinu. Coco hefur haft mikil áhrif á tískuheiminn, er áhrifamikil enn í dag og er sögð vera einn helst brautryðjandi tísku á síðustu öld. Helstu tískuhönnuðir heims á borð við Karl Lagerfeld halda tískuhúsinu gangandi og á sama tíma minningu Coco Chanel lifandi.

Jeanne Lanvin

Ný sending af sumarkjólum Nýr sumarfatnaður

Stærðir 40-56 Verslunin Belladonna á Facebook

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is

www.gabor.is - facebook.com/gaborserverslun

Gæði &

Glæsileiki

Jeanne Lanvin, sem fæddist árið 1867, saumaði allan fatnað á bæði sjálfa sig og dóttur sína. Hún hafði ekki mikið á milli handanna og þegar auðugt fólk fór að biðja hana um að sauma kjóla á dætur sínar, sló hún ekki hendinni á móti því tækifæri til þess að safna fleiri aurum í budduna. Þegar vinsældir fatnaðar hennar gerðu vart við sig opnaði Jeanne Lanvin fyrstu verslunina sem aðeins seldi barnaföt. Seinna fóru mæður stúlknanna að sækjast eftir fatnaði á sjálfan sig og varð þetta seinna meir verslun fyrir konur á öllum aldri. Þarna hafði hún skapað vörumerki sem enn lifir í dag og er áberandi í helstu hátískuverslunum samtímans.

Hulanicki Biba Hin pólskættaða Hulanicki Biba hefur verið á toppnum í tískubransanum alveg síðan hún sló í gegn á sjöunda áratugnum en hönnun hennar einkenndist af rokki, glans og glamúr. Tískuhús hennar Biba var stofnað árið 1964 þar sem helstu viðskiptavinir hennar voru hljómsveitameðlimir The Rolling Stones og Bítlanna. Þrátt fyrir að hafa verið á toppnum á þessum tíma er hún enn í flokki yfir færustu tískuhönnuði heims og er tískuhús hennar enn í góðu gengi. Vogue-ritstýran Anna Wintour á henni feril sinn að þakka en fimmtán ára fékk hún sína fyrstu vinnu sem sölukona hjá Biba. Eftir það vann hún sig upp á toppinn og er ein sú virtasta í tískuheiminum.

Vera Wang

Mikið úrval af fallegum skóm og töskum

Sérverslun með

25 ár á Íslandi FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16

Vera Wang er einn færasta tískuhönnuður veraldar um þessar mundir en hún sérhæfir sig í að hanna fallega og eftirsótta brúðkaupskjóla. Vera hefur unnið hörðum höndum síðustu ár að komast á þann stað sem hún er í dag og byggja hið mikla veldi sem hún hefur komið upp. Það mætti segja að Vera sé sú sem ræður brúðkaupstískunni frá ári til árs og fer hún leiðir sem enginn hefur troðið áður.


tíska 55

Helgin 22.-24. júní 2012

Ný sending

Litaskórnir á kortið í Hollywood Svínvinsælu Litaskórnir frá skóframleiðandanum Jeffrey Campbell hafa verið eftirsóttustu hælaskórnir síðustu tvö ár og eru vinsældir þeirra ekkert að dala á næstu mánuðum. Nú hafa margar stjörnurnar bætt slíkum skóbúnaði í safnið, en þeir hafa ekki sést víða í Hollywood fyrr en núna.

góð verð

Frá vinstri: Disney stjarnan Ashley Tisdale valdi sér bláa Litaskó. Söngkonan Jessie J í Jeffrey skóm með göddum sem hafa verið svo vinsælir hér á landi. Tattú gellan Kat Von D paraði svarta Litaskó við svartan klæðnað.

Korkhælar 3 litir

5.995.-

Ný bók í þessum vinsæla bókaflokki

25 gönguleiðir á Reykjanesskaga

Henkelman Strigaskór

4.995.-

eftiR Reyni ingibjaRtsson Sannkallaður lykill að fjölbreyttum gönguleiðum og útivistarperlum frá Reykjanestá að Þrengslavegi og Þorlákshöfn KrýsuvíKurbe

gÖN guL eIð

15

rg og sela KrýsuvíKurbe

rg og selalda

gÖN guL eIð

Fylltir banda hælar

15

8.995.-

lda

15 gÖ Ng uL eIð og selalda g er rb íKu Krýsuv arvegi Frá Suðurstrand ergi, að Krýsuvíkurb um 4,8 km. styttri ganga arvegi Frá Suðurstrand Vegalengd: og ergi að Krýsuvíkurb km. Selöldu um 6,4

Vegalengd:

Gönguleið:

Slóði, ómerkt

leið.

við slóða endastaður: Upphafs- og arvegi. út af Suðurstrand

s er ekki aðein Krýsuvíkurberg jargið á öllum stærsta fuglab a fuglam, heldur stærst Reykjanesskaganu og vestur að yjum annae byggðin frá Vestm tölum æmt nýlegum Látrabjargi. Samkv – alls 10 63 þúsund pör verpa þar um frá fyrri fækkað mjög tegundir en hefur silfurmávur, toppskarfur, tíð. Það eru fýll, álka, efja, stuttn langvía, svartbakur, rita, glinn er Algengasti varpfu lar teista og lundi. verpa mófug svartfugl. Þá rita og síðan íkja og eins og sólskr nu, bjargi á uppi er því betra sendlings. Það maríuerla, auk haldið er á sér kíki þegar að hafa með Krýsuvíkurberg.

strandarveginum Slóði er af Suður . Hann er þó og niður á bergið bara hressbúna bíla og aðeins fyrir betur niður að frá veginum og andi að ganga sprænu farið er yfir lækjar berginu. Þegar r, er heitir Vestarilæku neðarlega sem lækinn og heitir við rétt komið að rústum a frá eitt sinn hjáleig var Hér þar Fitjar. lækinn rétt Krýsuvík. Við höfuðbólinu í steinbrú, er svo gömul neðan við vaðið lækinn. Snothefur verið yfir sem eitt sinn og gott ar rústirn m bæjar urt tún er kringu með yfir það og niður r að ganga áfram . Vestarilæku niður á bergið læknum, allt legum af berginu í snyrti fram svo fellur

95

ngur á Selöldu.

Grágrýtisbergga

Fylltur hæll m/bandi á rist

94

6.995.-

Kort með fjölda örnefna, fylgir hverjum gönguhring, ásamt leiðarlýsingu og myndum af því sem fyrir augu ber

Áður útkomnar í bókaflokknum 25 gönguleiðir

Sandalar 3 litir

5.995.-

á Höfuðborgarsvæðinu Fjölbreyttar gönguleiðir í fallegri náttúru rétt við bæjarvegginn

25 gönguleiðir

á Hvalfjarðarsvæðinu Hvalfjörðurinn og umhverfi hans er mikil útivistarparadís. Fögur náttúra og merkar minjar

salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík

Kringlan - Smáralind s.512 1733 - s.512 7733 www.ntc.is | erum á



Meistarakokkurinn Völundur Snær hlaut 1. verðlaun í Yi Yin Cup matreiðslukeppninni í Kína

TIL HAMINGJU!

Við erum stolt af okkar manni, enda sigraði hann marga þekktustu matreiðslumenn heims, þar á meðal Cyril Rouquet sem er kynnir í raunveruleikaþáttunum Top Chef. Matreiðslubækur Völundar, Delicious Iceland og Silver of the Sea, hafa notið mikilla vinsælda erlendis en íslenska grillbókin, Grillað, gefur heldur ekkert eftir. Þar skellir Völli ásamt félögum sínum, Sigurði Gísla og Stefáni Inga, bókstaflega öllu á grillið – og árangurinn er ævintýralegur og bragðið eftir því.

Einstök landkynning

Grillað

maggi@12og3.is

Einfalt, gott og girnilegt – hrein snilld.

Delicious Iceland

Silver of the Sea

Magnaðar ljósmyndir og ómótstæðilegar uppskriftir úr íslenskri náttúru

Ljúffengar fiskiuppskriftir, glæsilegar ljósmyndir, teikningar og ýmiss konar fróðleikur um allar fiskitegundir við Íslandsstrendur. Salka • Skipholti 50c • 105 Reykjavík


58

dægurmál

Helgin 22.-24. júní 2012

Uppáhalds greiðsla Lady Gaga

Svo virðist sem eftirlætis hárgreiðsla söngkonunnar Lady Gaga sé þegar hún býr til mikilfenglega slaufu úr hárinu sínu. Þessari hárgreiðslu hefur hún skartað ósjaldan gegnum tíðina og getum við búist við að sjá hana oftar í framtíðinni. Svo virðist sem þetta er auðveld greiðsla, sem tekur enga stund og hægt er að fylgjast með sýnikennslu á myndbandavefnum Youtube.

trend stuttir sumarkjólar

Flottur klæðnaður í sumarbrúðkaupið H

vítir, stuttir sumarkjólar hafa verið áberandi á rauða dreglinum í Hollywood núna þegar sumarið er loksins gengið í garð. Stjörnurnar velja mismundandi snið á kjólunum, örugglega eftir því hvað passar líkamsvexti þeirra best. Þetta er tilvalinn klæðnaður í sumarbrúðkaupið og ættum við hérna á Íslandi kannski að para kjólinn við flottar sokkabuxur til þess að verjast kuldanum.

29. október 2008.

2. maí 2009.

16. janúar 2009.

10. desember 2010.

20. febrúar 2009.

23. apríl 2012.

20. desember 2011.

Leikkonan Chelsea Kane.

Glee leikkonan Lea Michele. Leikkonan Molly Ranson.

Shay Mitchell.

Lily Allen syngur á ný Söngkonan Lily Allen hefur upplýst að hún sé að vinna að nýrri tónlist sem sætir tíðindum; Lily tilkynnti fyrir tveimur árum að hún væri hætt í tónlist og hefur að mestu haldið sig til hlés síðan. Reyndar hafa verið þrálátar sögusagnir um að hún ætli að hella sér út í sveitatónlist en ekkert hefur reynst hæft í þeim. Nú hefur Allen staðfest að hún sé að vinna að nýrri popptónlist: „Ég get glatt ykkur með því að ég er akkúrat núna í hljóðverinu með Greg Kurstin. Ekkert stórmál samt, ég er bara að kasta einhverju í vegginn til að sjá hvort eitthvað festist,“ sagði Allen á Twittersíðu sinni nýlega. Síðasta plata Allen, It's Not me, It's You, kom út árið 2009. Hún eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember á síðasta ári og hefur verið í önnum við að sinna móðurhlutverkinu.

EKTA ÍSLENSKT SUMAR

Lily Allen tekur upp ný popplög.


u t u t p í p r í ggr r é r þ é ðþ e ð e m m

T L T L A F A E F R E ÞÞR beetrtraa b gó ó j j g tygg ty

Nýtt Mentos tyggjó


60

dægurmál

Helgin 22.-24. júní 2012

 Athafnamaður Robbi Chronic opnar útibú Búllunnar í London

Borðaði 24 hamborgara á tveimur dögum Róbert Aron Magnússon hefur í nógu að snúast í London. Hann opnar útibú Búllunnar á næstu dögum en eyðir tímanum þess utan í að leita að hljómsveitum fyrir Airwaves og útvega fólki miða á tónleika og fótboltaleiki þar í borg.

Þ

að var hérna kaffihús sem var kallað The Greasy Spoon og við þurftum að skafa fitulag af veggjunum sem var frá tíunda áratugnum. En þegar við vorum búnir að ná burtu þykku lagi af veggfóðri komu flottir steinveggir í ljós og nú er þetta farið að taka á sig góða mynd,“ segir Róbert Aron Magnússon, athafnamaður í London. Róbert, eða Robbi eins og hann er alltaf kallaður, opnar útibú frá Hamborgarabúllu Tómasar í London á næstu dögum. Búllan mun kallast Tommi’s Burger Joint og er til húsa á Marlybone Lane, örskammt frá Oxfordstræti. Auk Robba standa að staðnum þeir Hallur Dan Johansen og Valgarð Sörensen, sem reka The Laundromat Café og Úrillu górilluna í Reykjavík. „Svo erum við auðvitað í nánu samstarfi við Tomma sem hefur séð til þess að við erum með alvöru hráefni í borgurunum og staðurinn sé eins og aðrar búllur hans, enda þekkir enginn hamborgara eins og Tommi sem býr að 40 ára reynslu á því sviði.“

um iðnaðarmönnum sem hafa lagt hönd á plóg við verkið. Robbi mun stýra Búllunni en við hlið hans verður kokkurinn Sigurður Gunnlaugsson sem hefur verið í þjálfun hjá Tomma núna síðustu tvo mánuði. Er ekki heilmikið mál að opna veitingastað í London? „Já og nei. Maður þarf svolítið að skilja Bretana til að þetta gangi. Ef maður skilur tempóið sem þeir vinna á þá er þetta hægt en það verður að viðurkennast að kerfið getur verið dálítið stíft. Íslendingar halda alltaf að hægt sé að fá allt gert á morgun og ég hef svolítið þurft að útskýra þetta fyrir strákunum.“ Er ekki nóg af hamborgarastöðum og öðru slíku í London, skyndibitastöðum? Eru einhverjir aumir Íslendingar að fara að leggja eitthvað til í þeim efnum? „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum ekki að finna upp hjólið. Við teljum samt að við séum að búa til eitthvað nýtt. Hér úti er fólk mikið á ferðinni, hvort sem það er í hádeginu eða yfir daginn, og hjá okkur getur fólk gengið upp að borðinu, pantað og labbað með matinn út ef það vill. Það er ekki algengt hér að fólk geti labbað upp að afgreiðsluborðinu og ráðið því hvort það sest eða tekur með sér nema það sé á McDonalds eða öðrum svipuðum skyndibitastöðum. Ég held að þetta konsept eigi eftir að ganga nokkuð vel,“ segir Robbi

sem segir að þeir félagar hafi kynnt sér samkeppnina í hverfinu í fyrrasumar. „Við borðuðum 24 hamborgara á tveimur dögum. Manni leið svolítið eins og gaurnum í Supersize Me eftir það. En niðurstaðan var að það eru kannski 1-2 staðir þarna af svipuðu kalíberi og okkar.“

Tónleikahald skiptir meira máli nú en var

Robbi var áberandi í skemmtanalífinu hér á landi á árum áður, bæði sem útvarpsmaður og plötusnúður. Hann var einn af helstu boðberum rapptónlistar og var gjarnan kallaður Robbi rapp eða Robbi Chronic ef t ir sam nefndum útvarpsþæt t i sínum. Meðfram tónlistinni vann Robbi hjá Varnarliðinu. Hann flutti svo út til London, lauk Nýr skyndibiti í meistaraprófi í skyndibitaborg Music Business Managemet frá Robbi segir að hugmyndin að opninum. Hann er Rób ert Aro n Mag nús son Universit y Of einn af þeim un Búllunnar í London hafi kviknað Ljósm ynd/ Katr ín Lilja Ólafs dótt ir sem kemur að fyrir um ári og síðan hafi verið unnWestminster og ið hörðum höndum að því að klára hefur nú búið framkvæmd snjóbrettahátíðdæmið. Undanfarnar vikur hefur þar ytra í um sjö ár. Auk Búllunnar verið stanslaus straumur af íslenskhefur Robbi ýmis önnur járn í eldarinnar AK Extreme á Akureyri, hefur verið duglegur í tónleikahaldi hér á landi sem og í London auk þess sem hann stofnaði á dögunum þjónustusíðuna 2 do in London í samstarfi við Heiðar Hauksson. Hugmyndin með henni er að aðstoða fólk við að verða sér úti um miða á tónleika, fótboltaleiki og fleira í London. Þá er ónefnt starf sem Robbi hefur innt af hendi fyrir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. „Ég sé um flestar erlendu bókanÞú grípur einfaldlega pakka af uppáhalds irnar fyrir Airwaves. Þetta er svona Maryland kexinu þínu og gætir um leið eignast 20 prósenta starf yfir allt árið og það

VINNUR ÞÚ GLÆSILEGT WEBER GRILL? glæsilegt grill.

hdm@frettatiminn.is

State of Mind

Sólheimar





múm

Arnar Ástráðsson

BistroBoy

Dúndur sprell!

Derrick á dansgólfinu

Dottað í pottinum

Heila- og taugaskurðlæknirinn Arnar lætur hér gamlan draum rætast og kýlir á plötugerð. Hann hefur ekki verið áberandi í tónlistarlífinu, en átti þó lag sem Erna Hrönn Ólafsdóttir söng í Söngvakeppninni í fyrra. Arnar býður upp á tölvutrommuknúið syntapopp sem hljómar eins og það sé 1989 í Mið-Evrópu. Hið drífandi ósungna lag One Day og hið angurværa Farwell myndu smellpassa í Derrick þátt. Við fáum tvær útgáfur af þremur lögum, meðal annars af besta lagi plötunnar, hinu grípandi My One and Only sem Erna Hrönn syngur. Í lögum Arnars má finna ágætar melódíur en lögin líða fyrir bitlausar útsetningarnar og heldur þunnt sánd.

Enn heldur Möller útgáfan áfram að færa nýsprottna raftónlistarmenn fram í sviðsljósið. Bistro Boy heitir í raun Frosti Jónsson. Þótt hann hafi verið að gera tónlist í mörg ár er þessi 6 laga plata hans fyrsta útgefna verk. Bistróinn er svakalega lágstemmdur. Lögin eru fljótandi, hlý og mjúk, dálítið úr fókus og tilvalin í bakgrunni – næstum því nógu tíðindalítil til að ganga sem svefnmeðal. Annað veifið brestur á með barnsröddum svo það er eins og að dotta í heita pottinum að hlusta á plötuna. Frosti gerir þetta vel og dregur oft upp fagrar hljóðmyndir, til að mynda í lokalaginu Afrika, þar sem örlar fyrir ákafa undir syntamottunum.



ER A SKÍF S G IN M VINN KKANU A ÍP M? ÞÍNU

Höskuldur Daði Magnússon

 Plötudómar dr. gunna

Early Birds

2 x Weber E310 kr. 132.990

er nóg að gera við að skoða böndin og hitta umboðsmenn,“ segir Robbi. Hann segir tónlistarbransann hafa breyst mikið á síðustu árum. „Plötusalan hefur minnkað svo gríðarlega þannig að tónleikahald skiptir enn meira máli en áður. Þar af leiðandi eru umboðsmenn tónlistarmanna mikið til við stjórnvölinn og þá er best að hafa þá góða. Það að maður sé kominn í persónuleg sambönd við þessa náunga hefur líka komið sér mjög vel. Við fáum alltaf ábendingar um flott bönd og listamenn áður en þau verða stór og gestir Airwaves hafa fengið að sjá margar stjörnur áður en þær springa út.“

28 x Weber Smokey Joe kr. 16.950

Hér er safnað saman á rúmlega klukkutíma langan disk 15 lögum sem múm bjó til á árunum 1998-2000 og komu út á ýmsum smáútgáfum áður en sveitin sló í gegn með plötunni Yesterday was dramatic, today is OK. Á þessum sokkabandsárum voru Gunnar og Örvar að fínstilla stefnuna og uppfullir af gáska og leikgleði. Platan er því ægihress og skemmtileg, tilraunapopptónlistin fersk og lifandi, jafnvel hrottalega æðisleg þegar Bústaðavegurinn er fáviti. Nokkrar grámyglulegar langlokur í enda plötunnar skyggja á litríkt sprellið, en svona í heildina litið er þetta frábær safnplata sem iðar af ákefð, grósku og stuði.


Það gleður okkur að kynna að ICEWEAR hefur nú tekið við rekstri Víkurprjóns. Til viðbótar við útivistarfatnað okkar bjóðum við nú upp á landsins mesta úrval prjónafatnaðar.

MADE IN ICELAND

www.icewear.is

þingholtsstræti 2-4, 101 Reykjavík

Víkurprjón, Austurvegi 21, 870 Vík

Suðurhraun 12c, 210 Garðabær

Fæst í verslunum um land allt


dægurmál

62 

Helgin 22.-24. júní 2012

Djammið Systurstaður Jolene opnar í Hafnarstr æti

Dóra Takefusa opnar Dolly

Þ

að breytir engu fyrir mig hvort ég er með skrifstofu á Nörrebro eða við Klapparstíg,“ segir skemmtistaðaeigandinn Dóra Take-

fusa. Dóra hefur um árabil rekið skemmtistaðinn Jolene í Kaupmannahöfn en síðasta árið hefur hún fjarstýrt staðnum héðan úr Reykjavík. „Það er voðalega lítið mál, ég held fundi í gegnum Skype og panta og borga alla reikninga á netinu. Svo flakka ég töluvert á milli, ætli ég sé ekki um það bil fjóra daga í mánuði í Kaupmannahöfn,“ segir Dóra. Skemmtanaveldi Dóru stækkar um helming á næstunni þegar hún opnar nýjan stað í miðborg Reykjavíkur. Staðurinn verður í Hafnarstræti þar sem írski barinn Dubliners var áður. „Við erum að

fara að byggja staðinn upp á svipuðu konsepti og Jolene svo það kom aldrei neitt annað til greina en að hann héti Dolly,“ segir Dóra og hlær. Dóra segir þó að Dolly verði aldrei eins og systurstaðurinn enda er sá síðarnefndi í gömlu sláturhúsi í iðnaðarhverfi en sá væntanlegi í eldgömlu timburhúsi. Dóra hefur fengið góðan liðsstyrk því Óli Hjörtur Ólafsson, velþekktur stuðbolti úr skemmtanalífinu sem rak eitt sinn Q bar, mun reka staðinn með henni. „Hann er bugaður af reynslu í þessum bransa,“ segir Dóra sem lofar spennandi stað: „Þó fólk verði að sveifla sér og dansa uppi á borðum um helgar mun það samt alveg geta haft það huggulegt þarna á virkum dögum.“ -hdm

Frá bleikri pressu til RÚV

Dóra Takefusa opnar skemmtistaðinn Dolly í Hafnarstræti innan tíðar. Ljósmynd/Hari

K ántrípoppdrottning Í afslöppun á Íslandi

Blaðakonan Malín Brand, sem lét um skeið til sín taka á vefjunum Bleikt.is og Pressan.is, hefur snúið sér að verkefnum sem sumir ætla að séu meira krefjandi. Hún var ráðin í sumarafleysingar á fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir mánuði og líkar vistin í Efstaleitinu svo vel að hún vonast til þess að geta haldið þar áfram eftir að sumri hallar. Ómþýð rödd Malínar hljómar nú á öldum ljósvakans auk þess sem hún stekkur af og til í sjónvarpsfréttir, eins og gengur og gerist á sameinaðri fréttastofunni. Þá tekur hún einnig vaktir á vefnum Ruv.is og þá dansa fingur hennar um lyklaborðið í góðri æfingu eftir þjálfunina á Pressunni en þar starfaði hún við hlið Steingríms Sævarrs Ólafssonar og yfirgaf skútuna þegar hann sagði starfi sínu lausu fyrir nokkru.

Erró-verkin rokseljast Sölusýning á grafíkverkum úr einkasafni Errós opnaði með nokkrum látum og ljóst að fjölmargir sáu sér leik á borði að eignast Erró-verk en myndirnar á sýningunni eru á verðbilinu 100-200 þúsund krónur. Verkin seldust hratt og örugglega og fáar eru eftir óseldar. Sýningin er haldin af því tilefni að listamaðurinn verður áttræður í næsta mánuði. Verkin eru til sýnis í Brekkugerði 19 og sýningin er opin frá 12-17 og stendur til 2. júlí.

Cruise keypti úlpur Hollywoodstjarnan Tom Cruise dvelst nú hér á landi við tökur á stórmyndinni Oblivion. Leikarinn góðkunni heldur sig norður í landi og ku vera mjög áhugasamur um land og þjóð. Eftir að hafa umgengist Íslendinga á tökustaðnum hreifst Cruise mjög af klæðaburði þeirra. Cruise var sérstaklega hrifinn af úlpum frá 66°norður og lét sig ekki muna um að kaupa tvær slíkar til að klæðast við tökurnar.

Hjónakornin Shania Twain og Frédéric Thiébaud ætla að slappa af fjarri frægðarinnar glaumi á Íslandi.

Shania Twain læddi sér til landsins

Gestir og gangandi á Nordica hótelinu við Suðurlandsbraut ráku upp stór augu á fimmtudag þegar þeir sáu hinni feykivinsælu kanadísku kántrísöngkonu Shania Twain bregða fyrir. Söngkonan sást á spjalli við tónleikahaldarann Ísleif B. Þórhallsson sem hafði aðspurður um hvort Twain væri á Íslandi á hans vegum þetta eitt að segja: „No comment.“

S

Engin tónlistarkona, óháð tónlistarstefnum, hefur selt plötur í sama upplagi og Twain gerði með Come On Over.

hania Twain er ein allra vinsælasta söngkona heims og vakti á sínum tíma verulega athygli með plötunni The Woman in Me árið 1995 og sló síðan hressilega í gegn 1997 með plötunni Come On Over. Engin tónlistarkona, óháð tónlistarstefnum, hefur selt plötur í sama upplagi og Twain gerði með henni. Platan hefur selst í ríflega 40 milljón eintökum um víða veröld og er í níunda sæti á lista yfir mest seldu breiðskífur í Bandaríkjunum. Fjórða plata Twain, Up!, kom út árið 2002 og hefur selst í 20 milljónum eintaka. Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari með meiru, vildi spurður ekki staðfesta að hann hafi verið í fylgd Twain í gærdag og sagði ekkert nema „no comment.“ Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst er Twain hingað komin í frí ásamt eiginmanni sínum, svisslendingnum Frédéric Thiébaud, og að Íslandsferðin hafi staðið til um nokkurt skeið. Frédéric Thiébaud og Twain gengu í hjónbaband á nýársdag í fyrra en Twain á ellefu ára son frá fyrra hjónabandi. Thiébaud er stjórnandi hjá súkkulaðirisanum Nestlé.

Fjölmargir aðdáendur söngkonunnar hljóta þó að geta gert sér einhverjar vonir um að hún heillist svo af landi og þjóð að hún muni leggja leið sína hingað síðar og slá þá upp tónleikum. Eins og rakið er framar í blaðinu í dag, á síðu 28, er Ísland komið vandlega á ferðakort frægra og dáðra útlendinga en ekki liggur fyrir hvað fékk Twain til þess að taka sér frí á Íslandi en mögulega hefur hróður landsins borist henni til eyrna í gegnum tónlistarfólk sem troðið hefur upp á Íslandi. Þannig gerðu til dæmis meðlimir hljómsveitarinnar The Eagles góðan róm að landinu eftir að þeir spiluðu í Laugardalshöll í fyrra en þá sagði stallbróðir hennar í kántríinu, Timothy B. Schmit bassaleikari sveitarinnar, á Twitter-síðu sinni indælt að vera á Íslandi sem væri „hreint, tært, kalt og fallegt.“ Twain er annáluð grænmetisæta og mun áreiðanlega kynna sér vandlega íslenskt heilsufæði en árið 2001 útnefndu PETA hana kynþokkafyllstu lifandi grænmetisætuna en það var í fyrsta sinn sem þeim titli var útdeilt. toti@frettatiminn.is


fisléttir ferðafélagar

Mesta ferðatöskuúrvalið í eyMundsson sMáralind og á eyMundsson.is

Léttur ferðamáti

5%

afsláttur af öllum ferðatöskum fyrir Vildarklúbbsmeðlimi. Skráðu þig í næstu heimsókn.


HE LG A RB L A Ð

Hrósið ...

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is

Leikarinn í bíó? Leikarinn, fyrsta bók Sólveigar Pálsdóttur, hefur fengið afar góðar viðtökur. Um 3000 eintök eru farin af lager Forlagsins og höfundurinn er svo ánægður með viðtökurnar að hún er þegar byrjuð á næstu bók. Leikarinn er spennusaga sem fjallar um þjóðþekktan leikara sem hnígur niður við tökur á kvikmynd. Íslenski kvikmyndabransinn er svo baksvið rannsóknar á dauða hans. Það þarf því varla að koma á óvart að kvikmyndagerðarmenn sýni sögunni áhuga. Fregnir herma að minnst eitt kvikmyndafyrirtæki vilji tryggja sér kvikmyndaréttinn og má búast við frekari fréttum þar af á næstunni.

Ólöf kynnir nýju lögin Síðari sumarsólstöðutónleikar Ólafar Arnalds verða á Café Flóru í Grasagarðinum í kvöld. Eins og oft áður leggur Skúli Sverrisson bassaleikari Ólöfu lið á tónleikunum. Ólöf er að leggja lokahönd á þriðju breiðskífu sinni, Sudden Elevation, og mun hún flytja lög af nýju plötunni í bland við eldra efna og lög eftir aðra. Fyrri tvær plötur tónlistarkonunnar hlutu mikið lof gagnrýnenda svo margir bíða eflaust spenntir eftir næstu skrefum hennar. Miða á tónleikana má nálgast á Miða.is en þeir hefjast klukkan 21.

E E R F X TA LGI E H

M U L L Ö F A T T A K S M A U K S U S A E S S I Ð G O IR V M U M R N U I G K M Ö K E E G B S , Ú AFN R H A Ð I L T R Ó T A T Æ G S L Ð S R F A A G E E , R Ð F R S N O X I B E A Ð T Ð A A D GAR ESSUR Á L I G N S I S Ð G A O G B D O U IL T N N Ð I U G S ATHU UDAG TIL FÖST

tti. afslæ . % .32 sins ir 20 atalager d l i g jóðs. fn mf ríkiss oð ja stnað Rú l i b t l i t ð ko ree skila Tax F rinn er á lfsögðu ttu sjá Afslá a er að k u sa Virði

Allt tekið upp Botnleðja fyllti Gamla Gaukinn í tvígang um síðustu helgi. Tónleikagestir voru alsælir með frammistöðu bandsins sem virðist eiga nóg inni. Aðdáendur Botnleðju geta glaðst yfir því að tónleikarnir voru teknir upp, bæði hljóð og mynd, svo ekki er útilokað að hægt verði að rifja þá upp í framtíðinni. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um útgáfu.

... fær Erna Kristín Stefánsdóttir sem safnaði 600 þúsund krónum til styrktar starfi ABC barnahjálpar í Kenía.

ALLIR AR TT O P A BLÓM % 30 TTUR AFSLÁ

TILBOÐIN GILDA TIL 24.06.12

Rúmfatalagerinn er á 4 stöðum : Korputorgi - Smáratorgi - Skeifunni - Akureyri


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.