23 09 2016

Page 1

frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 57. tölublað 7. árgangur

Föstudagur 23.09.2016

Stelpuíþróttir fá minni styrki Landsliðin í fimleikum 24 borga fyrir sig sjálf

Landbúnaðarkerfið: Vont, dýrt og virkar illa 10

FYLGJA MEÐ BLAÐINU Í DAG!

FÖSTUDAGUR

23.09.16

JÚLÍA

Bræðurnir saman í fangelsi Steingrímur Wernersson lýsir átökum við Karl

MAGNÚSDÓTTIR

NÁGRANNAR VILJA EKKI LAUNDROMAT CAFÉ

BREYTTUR LÍFSSTÍLL VARÐ AÐ STARFSFERLI

KÓSÍ PEYSUR FYRIR HAUSTIÐ

ARNA Í ÖRNU OPNAR ÍSBÚÐ SÉRKAFLI UM HEILSU & HUGRÆKT

EYGLÓ KENNIR JÓGA Á VINNUSTÖÐUM

SEGÐU STRESSINU STRÍÐ Á HENDUR

Mynd | Rut

Jólaflækja

SKÓLADAGAR 20% afsláttur af gleraugum ÞOR STEI ELMA NN B STEF ACH MAN ANÍA N HILM ÁGÚ STSD AR G ÓTTI UÐJÓ TÍN R NSSO ÞÓR A HA N RALD ÁRN I AR SDÓ NAR TTIR SON

KRIS

Skólavördustíg 2

Kringlunni

Bláuhúsin v. Faxafen

20 RIT Í NÝTT ÍSLENSKT LEIK TURPORT S A M S TA R F I V I Ð V E S

Áskriftarkort Borgarleikhússins Einfaldast og best að tryggja sér kort á borgarleikhus.is

BROT ÚR HJÓNABANDI UNNUR ÖSP STEFÁNSDÓTTIR BJÖRN THORS

Mynd | Stewer

20 árum yngri en þolandinn Sakamál Maður, sem er grunaður um að hafa misþyrmt konu með hrottafengnum hætti í Vestmannaeyjum um síðustu helgi, er um 20 árum yngri en hún. Bæjarbúar eru slegnir og segja konuna eiga alla sína samúð. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

Maðurinn, sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna grófs ofbeldisbrots gegn konu í Vestmannaeyjum, er um tuttugu árum yngri en konan sem hann er sakaður um að hafa misþyrmt með hrottalegum hætti síðustu helgi, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttatímans. Bæjarbúum er verulega brugð-

iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili DJI á Íslandi

ið vegna málsins, auk þess sem einhverjir eru farnir að fordæma manninn á Facebook-síðu hans. „Fólk hér í bænum er rosalega reitt,“ segir viðmælandi Fréttatímans spurður út í andrúmsloftið í bænum. Hann segir ólíklegt að maðurinn geti gengið um götur Vestmannaeyja óáreittur þegar hann verður látinn laus næstkomandi laugardag. Lýsingar á meintu broti mannsins eru hrottalegar. Þannig er honum gefið að sök að hafa kvalið konuna og niðurlægt með því að neyða höfuð hennar ofan í steyptan öskubakka fyrir utan skemmtistaðinn Lundann í Vestmannaeyjum þar sem átökin virðast hafa átt upptök sín. Bæði voru þau nokkuð ölvuð um kvöldið. Lögreglan fékk tilkynningu um átök á milli

mannsins og konunnar, en gat ekki sinnt útkallinu vegna anna. Konan fannst að lokum nakin og illa til reika í garði nærri eigin heimili, og kom íbúi í grennd, konunni til aðstoðar. Granninn lýsir því fyrir dómi að konan hafi verið með mikla áverka á líkama þegar hann kom að. Meðal annars er grunur um að árásarmaðurinn hafi sparkað í höfuð konunnar, auk þess sem kynfæri hennar voru blóðug. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum, en því var hafnað. Hæstiréttur snéri úrskurðinum og sagði lögreglustjóri að hún gæti ekki útilokað að rannsóknarhagsmunir hefðu spillst vegna ákvörðunarinnar. Hinn grunaði er Íslendingur og

vinnur við ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum auk þess sem hann hefur starfað sem dyravörður þar í bæ, þó ekki á sama stað og árásin tengist. Maðurinn er rétt rúmlega tvítugur. „Fólk er hreinlega slegið, hissa og reitt, allt í senn,“ segir viðmælandi Fréttatímans, en nafn mannsins virðist vera almenn vitneskja á meðal bæjarbúa; enda flýgur fiskisagan fljótt. Annar viðmælandi Fréttatímans segir fólk reitt, ekki síst vegna þess að konan, sem varð fyrir árásinni, standi höllum fæti í samfélaginu og eigi erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér. Hún eigi samúð allra bæjarbúa þegar kemur að þessu máli. Maðurinn neitar sök en málið er enn í rannsókn.

20%

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM ÚT MÁNUDAGINN!

SMÁRALIND

Hausttilboð á Phantom 4. Frá 199.990 kr.

Sérverslun með Apple vörur

KRINGLUNNI ISTORE.IS


2|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016

Sjálfstæðiskonur gera uppreisn Stjórnmál Tveir fyrrver­ andi formenn Landssam­ bands Sjálfstæðiskvenna, Þórey ­Vilhjálmsdóttir og ­Jarþrúður Ásmundsdóttir, og nú­verandi formaður þess, Helga Dögg Björgvinsdóttir, hafa sagt sig úr Sjálfstæðis­ flokknum. Til viðbótar þessu hafa tíu konur sagt sig úr Landssambandi Sjálfstæðis­ kvenna en hluti þeirra er genginn úr flokknum.

Í tilkynningu frá Jarþrúði, Þóreyju og Helgu Dögg segir að þær hafi varið kröftum sínum og tíma í þágu flokksins og að tala fyrir jafnrétti kynjanna þegar kemur að vali í áhrifastöður. Nú telji þær fullreynt að hreyfa við íhaldssömum skoðunum á jafnréttismálum sem ríki innan flokksins. Í samtali við Fréttatímann segir Jarþrúður að engin viðbrögð hafi borist frá forystunni, eða þingmönnum og ráðherrum flokksins en þær séu spenntar að sjá hvað gerist í framhaldinu. „Við höfum verið í sambandi við Sjálfstæðiskonur um allt land sem fylgja okkur að málum og við erum að fá mikil

Tiacur

Vitamin B1

Icepharma = 20.097 kr. 2016

Parlogis = 525 kr. 2015

Þörfin fyrir lyfið er um 3000 skammtar á ári. Icepaharma seldi skammtinn á um 25.113 fyrst eftir að það fékk markaðsleyfi en lækkaði verðið

í kjölfar gagnrýni í 20.097. Parlogis keypti lyfið frá Þýskalandi og seldi skammtinn á 525 krónur.

Markaðsleyfi Icepharma kostar almenning rúmar 60 milljónir Lyfjamál Heilbrigðis­ stofnanir þurfa að greiða 62 milljónir á þessu ári fyrir B-vítamín í sprautuformi en greiddu áður 1,5 milljónir. Reyndar var upphæðin 75 milljónir í fyrra en lækkaði vegna megnrar óánægju ­viðskiptavina. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir frettatiminn.is

Fyrirtækið Parlogis f lutti inn B-vítamín sprautulyf samkvæmt undanþágu og seldi á 525 krónur skammtinn án virðisauka. „Við fluttum þetta inn frá Þýskalandi, fyrst að beiðni Landspítalans og síðar fleiri heilbrigðisstofnana og SÁÁ,“ segir Ólafía Elísabet Þórðar-

dóttir, innkaupastjóri hjá Parlogis, en fyrirtækið seldi rúmar 3000 pakkningar í fyrra fyrir 1,3 milljónir. Þær kosta stofnanirnar núna 62 milljónir. Icepharma sótti um markaðsleyfi fyrir lyfið Tiacur, sem er B-vítamín í sprautuformi, en samkvæmt lögum ganga slík lyf fyrir í innkaupum og því hefur Parlogis hætt að flytja inn vitamin b1. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjagreiðslunefnd var tekin ákvörðun um verð lyfsins með hliðsjón af meðalverði á Norðurlöndum, eins og verklagsreglur gera ráð fyrir. Lyfið er framleitt af Abkur í Svíþjóð og er selt úr apóteki í Noregi á 1619 krónur norskar eða rúmar 24.000 krónur.

og sterk viðbrögð úr grasrótinni.“ Í yfirlýsingu þeirra segir meðal annars: „Víðtæk andstaða hefur verið gegn því að ganga lengra í að breyta kerfi og ásýnd flokksins í þá veru að konur fáist til þátttöku. Mikið hefur verið talað fyrir því að velja „hæfasta einstaklinginn“. Það sannaði sig í prófkjörum síðustu vikna að þessi málflutningur er úreltur og ekki í neinum takti við nútímann og enn einu sinni kom í ljós að prófkjör skila ekki endilega góðum niðurstöðum þótt að þau séu kannski lýðræðisleg fyrir þann þrönga hóp sem tekur þátt í þeim. Það er kominn tími til að horfast

Þórey, J­ arþrúður og Helga Dögg telja fullreynt að ná jafnrétti innan Sjálfstæðis­flokksins.

í augu við það að prófkjör eru úrelt leið við val á lista. Ýmsir aðrir stjórnmálaflokkar veigra sér ekki við því að velja þannig á lista að konur fái jöfn tækifæri til ábyrgðar

á við karla. Nema staðan sé sú innan Sjálfstæðisflokksins að allir „hæfustu einstaklingarnir“ séu karlar,” segja þær í yfirlýsingunni. | þká

Greiðir út 99 milljóna arð eftir sölu á sjúkrahóteli Viðskipti Fyrirtæki Ásdísar Höllu Bragadóttur og Ástu Þórarinsdóttir högnuðust um 350 milljónir í fyrra. Reka hjúkrunarfyrirtæk­ ið Sinnum og sjúkrahótel Landspítala meðal annars. Ásdís Halla segir hagnað­ inn tilkominn vegna sölu á fasteigninni að Ármúla 9 sem hýsir sjúkrahótelið, Sinnum og Klíníkina. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Eignarhaldsfélög fjárfestanna Ásdísar Höllu Bragadóttur og Ástu Þórarinsdóttur, sem halda utan um hluti þeirra í einkarekna hjúkrunarfyrirtækinu Sinnum, Klíníkinni og rekstri sjúkrahótels Landspítalans, högnuðust um tæplega 350 milljónir króna í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningnum fyrirtækjanna. Fyrirtæki Ásdísar Höllu heitir Gekka ehf. og fyrirtæki Ástu heitir Flösin ehf. Meðeigendur þeirra að félögunum eru eiginmenn þeirra, Aðalsteinn Jónasson og Gunnar Viðar. Fyrirtækin eru hluthafar í heilbrigðisfyrirtækinu EVU Consortium, ásamt fjárfestingarsjóði í eigu lífeyrissjóðanna sem heitir Kjölfesta. Ásdís Halla segir að um sé að ræða hagnað vegna sölu á fasteigninni Ármúla 9 en ekki vegna rekstrar hjúkrunar- og umönnunarfyrirtækjanna sem hún á hlut í. „Hagnaðurinn kemur til þegar EVA selur dótturfélag sitt, Hótel Ísland, til Reita. […] Ekkert af hagnaði Gekka, eða öðrum sem eiga EVU, kemur frá Sinnum, sjúkrahótelinu, Klíníkinni eða annarri heilsutengdri starfsemi þar sem hún var öll rekin með tapi.“ Félag Ásdísar Höllu hagnaðist um rúmlega 217 milljónir króna í fyrra og var ákveðið að greiða rúmlega 99 milljóna króna af hagnaðinum út sem arð á þessu ári. Arðgreiðsla Gekku ehf. til Ásdísar Höllu og Að-

Rekstur eignarhaldsfélaga Ásdísar Höllu Bragadóttur og Ástu Þórarinsdóttur var arðbær á síðasta ári og skilaði þeim 350 milljóna króna hagnaði og 125 milljóna útgreiddum arði. Þær sjást hér ásamt Kolbrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Kjölfestu, sem er fjárfestingarfélag nokkurra lífeyrissjóða sem keypti sig inn í fyrirtæki þeirra árið 2013.

alsteins nam 44.5 milljónum í fyrra. Samanlagðar arðgreiðslur félags Ásdísar Höllu nema því tæpum 145 milljónum króna á síðustu tveimur árum. Félag Ástu, Flösin ehf., hagnaðist um tæplega 133 milljónir í fyrra og var ákveðið að greiða 25 milljóna króna arð til hluthafa. Árið þar á undan nam arðgreiðslan 6.5 milljónum króna og 8 milljónum árið 2013. Ásdís Halla segir að hluti hagnaðar Gekku hafi farið í endurbætur á húsinu í Ármúla 9 vegna þeirrar heilsutengdu starfsemi sem þar fer fram. „Hagnaðurinn sem er til og verður til í fyrra er að stórum hluta nýttur í að breyta sjúkrahótelinu og Ármúla 9.“ Aðspurð um arðgreiðslurnar út úr félaginu segir Ásdís Halla. „Það er eins og félög eru: Sum ár er greitt inn í félög og sum ár út úr. Á þessu ári greiddi Gekka út þessa upphæð. Það er verið að greiða út hagnað af starfsemi Gekka, sem er þetta og önnur starfsemi. Á sama tíma standa yfir framkvæmdir við Ármúla 9 og við sem eigendur höfum líka verið að setja peninga í þær.“ Höfuðstöðvar Sinnum, læknafyrirtækisins Klíníkurinnar og

„Hagnaðurinn kemur til þegar EVA selur dótturfélag sitt.“ sjúkrahótels Landspítalans eru í þessu húsi í Ármúlanum og gerðu fyrirtæki sem eru í eigu Ásdísar Höllu og Ástu leigusamninga við eignarhaldsfélagið sem á húsið, Hótel Ísland ehf., áður en félagið var selt til Fasteignafélagsins Reita í fyrra en stærstu eigendur þess félags eru lífeyrissjóðir. Verðmæti atvinnuhúsnæðis getur verið meira við sölu þess ef fasteignunum fylgja leigusamningar við rekstraraðila til lengri tíma. EVA Consortium hefur ekki skilað ársreikningi fyrir síðasta ár og því er ekki hægt að sjá söluverð Ármúla 9 þar en miðað við ársreikning eignarhaldsfélags hússins getur kaupverðið hafa numið tæpum þremur milljörðum króna. Árið 2013 keypti EVA húsið hins vegar á rúmlega 830 milljónir króna. Tekið skal fram að eigendur EVU lögðust í kostnaðarsamar breytingar á húsinu til að þar gæti farið fram rekstur heilbrigðisþjónustu.

Kortavelta ferðamanna meiri en allt síðasta ár Ferðamenn Gífurleg aukning er á kortaveltu ferðamanna hér á landi og er hún þegar orðin um átta milljörðum hærri en allt síðasta ár. Í ágúst síðastliðnum nam erlend greiðslukortavelta 30,6 milljörðum króna samanborið við 22,2 milljarða í sama mánuði 2015, samkvæmt samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar. Það sem af er ári hafa erlendir ferðamenn greitt tæpa 162 milljarða með kortum sínum en til sam• Erlend greiðslukortavelta ferðamanna 30 milljarðar í ágúst

anburðar var erlend greiðslukortavelta allt árið í fyrra 154,4 milljarðar króna. Kortavelta á tímabilinu janúar til ágúst 2016 er því um 5% meiri en allt árið í fyrra. Til samanburðar má geta þess að útflutningur sjávarafurða á síðasta ári nam rúmlega 264 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Ef þeirri upphæð er deilt niður mánuði þá var útflutningur á mánuði rúmir 22 milljarðar. Tæpir 6,5 milljarðar króna fóru um posa gististaða í ágúst en gististarfsemi er veltuhæsti flokkurinn í korta• Útflutningur sjávarafurða 22 milljarðar á mánuði að ­meðaltali

Ferðamenn eyða gífurlegum fjárhæð­ um á Íslandi.

veltu ferðamanna. Upphæðin nú er 32,3% hærri en í ágúst 2015 þegar erlendir ferðamenn greiddu 4,9 milljarða króna til gististaða með kortum sínum. | vg • Greiðslukortaveltan þegar hærri en allt síðasta ár



4|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016

Félag Sigurðar og eiginkonu í 246 milljón króna þrot Viðskipti Ekkert fékkst upp í kröfur LL eigna en skiptum lauk í búið í byrjun september. Alls voru gerðar kröfur upp á 245 milljónir króna, að því er fram kom í Lögbirtingablaðinu, en félagið kom víða við í íslensku viðskiptalífi fyrir hrun.

LL eignir var í eigu Láru Lúðvíks­ dótt­u r, eiginkonu Sigurðar G. Guð­ jónssonar hæstaréttarlögmanns, sem var jafnframt stjórnarformað­ ur félagsins. Í svari Sigurðar við fyrirspurn Fréttatímans segist hann ekki hafa margt um félagið að segja. „Þetta félag átti stóran hlut í Saga Capital sem fór á hausinn sá hlutur hafði verið staðgreiddur á sínum tíma. Það átti líka hlut í Sparisjóði Vestfirðinga sem illu heilli var sam­ einaður Sparisjóðnum í Keflavík, að mig minnir 2007. LL-eignir átti því verulega mikið eigið fé árið 2007.“ Hann bætir við að stefnt hafi

verið að leggja grunn að fiskeldi í Dýrafirði. Liður í því hafi verið að kaupa kvóta og því var ráðist í það að kaupa útgerðarfélagið Benóný ehf. haustið 2007 með kvóta og bát­ inn Binna í Gröf. „Til að fjármagna þau kaup var fengið lán sem átti að vera í erlend­ um myntum til þess að tryggja sem lægst vaxtagjöld. Lánið margfald­ aðist frá haustdögum 2007 fram á árið 2008 þegar samið var um að breyta því í íslenskar krónur. Eftir efnahags- og bankahrunið, senni­ lega á árinu 2009, var kvótinn seldur og allt andvirði hans greitt lánveitanda inn á hið uppblásna

lán,“ segir Sigurður. Skömmu síð­ ar fór Saga Capital á hausinn og stofnfjárhlutir félagins í Sparisjóði Keflavíkur urðu verðlausir á svip­ uðum tíma. „Aldrei var hins vegar farið í það að fá leiðréttingu á láninu frá 2007 sem var gengistryggt, sem hefði lækkað skuldina verulega, þar sem ljóst var að félagið mundi ekki heldur geta greitt hana eftir allt eignatapið. Engin ástæða þótti heldur til þess að vera að taka þann slag sérstaklega fyrir eignalaust fé­ lag í skiptum. Af þessum sökum virkar gjaldþrotið stórt,“ segir Sig­ urður. | vg

Sigurður G. Guðjónsson hefur ávallt verið fyrirferðarmikill í íslensku þjóðlífi en félag Sigurðar og eiginkonu hans, LL eignir, var úrskurðað gjaldþrota í byrjun mánaðarins.

Ríkið greiðir 200 milljónir fyrir ofbeldið í Landakotsskóla

Spítalinn ekki aðili að málinu Páll Matthíasson, forstjóri LSH, segist ekki ætla að taka afstöðu í deilu Tómasar Guðbjartssonar yfirlæknis og landlæknis þar sem sjúkrahúsið sé ekki aðili að málinu.

Deila landlæknis og Tómasar sögð Landspítalanum óviðkomandi Heilbrigðismál Yfirlæknir á Landspítalanum og landlæknir deila um plastbarkamálið. Forstjóri Landspítalans vill ekki taka afstöðu þar sem spítalinn sé ekki aðili að málinu. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Landspítalinn telur að deila Tómas­ ar Guðbjartssonar, yfirlæknis á spít­ alanum, og landlæknis, Birgis Jak­ obssonar, um plastbarkamálið sé spítalanum óviðkomandi og að þar af leiðandi sé ekki við hæfi að hann taki afstöðu til hennar. Þetta kem­ ur fram í svari frá Páli Matthías­ syni, forstjóra spítalans, við spurn­ ingu Fréttatímans, um afstöðu sjúkrahússins til deilunnar sem Tómas greindi frá í fréttatilkynn­ ingu á mánudaginn. „Ég tek ekki afstöðu til þessa máls né mun spít­ alinn tjá sig um það, enda ekki aðili máls,“ segir í svari Páls. Tómas sendi frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem hann tjáði sig um orð Birgis Jakobssonar sem hann lét falla í viðtali við Fréttatímann

fyrir tveimur vikum. Meðal þess sem Birgir spurði um var af hverju læknar fyrsta plastbarkaþegans, Andemariams Beyene, hömpuðu plastbarkaaðgerðinni á honum á sérstöku málþingi í Háskóla Íslands árið 2012 þegar fyrir lá að aðgerðin hefði ekki tekist sem skyldi. Um þetta sagði Tómas meðal annars í yfirlýsingu sinni: „… um­ mælin finnst mér ærumeiðandi og vega að heilindum mínum sem læknis og vísindamanns. […] Hann ýjar að því að ákvarðanir um næstu aðgerðir hafi verið teknar vegna framburðar lækna um að sjúklingn­ um hafi liðið vel.“ Í yfirlýsingunni sagði Tómas að hann hefði beðið Birgi að biðjast afsökunar á þessum orðum en að hann hafi ekki orðið við því. Háskóli Íslands og Landspítalinn ætla að láta óháðan aðila gera út­ tekt á aðkomu þessara stofnana að meðferð Andemariams Beyene og umfjöllun um fyrstu plastbarkaað­ gerðina og stjórnskipunar- og eft­ irlitsnefnd mun líka rannsaka mál­ ið, segir formaður nefndarinnar, Ögmundur Jónasson.

Ástralía 18. nóv til 5. des 2016 Sydney, Brisbane, Fraser Island, strandbærinn Noosa, þjóðgarðar og fl. er meðal þess sem boðið verður upp á í þessari ferð. Verð á mann í tvíbýli kr 622.000

Nánari ferðalýsing á www.icelinetravel.com

Upplýsingar í símum 845 1425 / 899 1295 eða á tölvupósti info@iceline.is

Sanngirnisbætur Ríkið býður 33 fyrrum nemendum Landakotsskóla sanngirnisbætur, samtals 200 milljónir króna, vegna illrar meðferðar starfsmanna kaþólsku kirkjunnar. Kirkjan hefur greitt örlitla upphæð í bætur til þolenda. Séra Patrick Breen, sem sakaður var af rannsóknarnefnd um vanrækslu í málinu, er enn að störfum. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur ákveðið, fyrir hönd ríkisins, að bjóða 33 fyrrum nem­ endum Landakotsskóla sanngirn­ isbætur vegna illrar meðferðar sem þeir sættu af hálfu starfsmanna kaþólsku kirkjunnar. Send voru út boð um sanngirnisbætur til 18 karla og 15 kvenna þann 9. september. Bæturnar nema hátt í 200 millj­ ónum króna alls. Þær hæstu voru rúmar sex milljónir en fram kom í Fréttatímanum í síðustu viku að Ísleifi Friðrikssyni hafi verið boð­ in sú upphæð. Hann var nemandi í Landakotsskóla og hefur lýst hrottalegu ofbeldi skólastjórans og kennslukonu við skólann í áraraðir. Fleiri fengu boð um svo háa upp­ hæð. Elsti einstaklingurinn sem sótti um bætur er fæddur 1943, sá yngsti 1986. „Það er auðvitað kaþólska kirkj­ an sem á að greiða þessa upphæð. Það er ekki í lagi að þetta lendi á rík­ inu,“ segir Guðrún Björg Birgisdótt­ ir lögmaður sem hefur starfað fyrir fyrrum nemendur Landakotsskóla. Það var niðurstaða hinnar óháðu rannsóknarnefndar kaþólsku kirkj­ unnar frá árinu 2012 sem leiddi til þess að ríkið ákvað að kalla eftir umsóknum um sanngirnisbætur. Rannsóknarnefndinni var kom­ ið á koppinn af Róbert Spanó, og hún var leidd af Hjördísi Hákonar­

Bollywood vill taka upp fimm myndir á Íslandi Kvikmyndir Áhugi á Íslandi virðist vera að aukast í Indlandi, meðal annars vegna kvikmynda sem hafa verið teknar upp hér á landi. Fleiri vilja taka upp bíómyndir hér en ferðamenn frá Indlandi eru fáir.

Séra Jakob Rolland til vinstri, við athöfn í kaþólsku kirkjunni á Landakoti.

dóttur, fyrrum hæstaréttardómara. Var það niðurstaða nefndarinnar að starfsmenn kaþólsku kirkjunnar hefðu ekki brugðist rétt við ásökun­ um um ofbeldi starfsmanna kirkj­ unnar og að þeir hafi gert tilraun­ ir til að þagga þær niður. Þeirra á meðal var presturinn Patrick Breen sem enn er að störfum innan kirkj­ unnar og gegnir hlutverki staðgeng­ ils biskups. Hann vildi ekki svara spurningum Fréttatímans. Biskup kaþólsku kirkjunnar er í útlöndum og hefur ekki svarað Fréttatímanum. Kaþólska kirkjan var augljós­ lega ekki sátt við niðurstöðu rann­ sóknarnefndarinnar frá árinu 2012 og stofnaði því sína eigin rann­ sóknarnefnd til að fara aftur yfir málið. Niðurstaða hennar var ekki gerð opinber. Auk þess stofnaði kirkjan fagráð sem komst að því að kirkjan væri ekki bótaskyld nema í einu tilfelli. Kirkjan kallaði eftir kröfum um bætur frá fyrrum nem­ endum Landakotsskóla og greiddi sáralitlar upphæðir til nokkurra þeirra. Ísleifur Friðriksson var í hópi þeirra sem bauðst hæstu bæturnar, um 170 þúsund krónur. Þær endurgreiddi Ísleifur og taldi smánarlegar. Fimm indverskir kvikmyndafram­ leiðendur hafa lýst yfir áhuga á að koma hingað til lands og framleiða kvikmyndir fyrir kvikmyndaiðnað­ urinn í Indlandi sem er að jafnaði kallaður Bollywood. Þetta kemur fram í viðtali við Þóri Ibsen, sendi­ herra Íslands á Indlandi, í dagblað­ inu The Hindu. Fimm indverskar kvikmyndir hafa þegar verið teknar hér á landi, meðal annars myndin Dilwale, með stórstirninu Shah Rukh. Myndin gekk vel á alþjóðamarkaði en skilaði þó minna en búist var við í miðasölu í Indlandi. Það breytir þó ekki hinum mikla áhuga, sem Þórir telur að muni einnig skila sér í auknum ferða­ mannastraumi. „Áhugi ferðamanna á Íslandi hef­ ur aukist eftir sýningar á Dilwale,“

Mynd | Catholica.is

„Ég get ekki hætt sem prestur hjá kaþólsku kirkjunni, því að vera prestur er köllun,“ segir séra Jakob Rolland.

Séra Patrick Breen er enn að störfum hjá kaþólsku kirkjunni þó rannsóknarnefnd kaþólsku kirkjunnar hafi komist að því að hann hafi vanrækt að greina frá ofbeldi sem hann vissi af.

Fréttatíminn hefur ítrekað fjallað um ofbeldið sem viðgekkst í Landa­ kotsskóla og í viðtölum við fyrrum nemendur voru þeir séra Patrick Breen og séra Jakob Rolland sagð­ ir hafa tekið máttlaust á því þegar þeim var greint frá ofbeldinu. Þeir hafi haldið áfram störfum innan kirkjunnar og haldið tryggð við ger­ endur í málinu. Jakob baðst undan viðtali. Aðspurður um hvort hann hafi íhugað að hætta hjá kirkjunni svaraði hann: „Ég get ekki hætt sem prestur hjá kaþólsku kirkjunni, því að vera prestur er köllun.“ sagði Þórir í viðtali við The Hindu og bættir við: „Í kjölfarið hafa fimm indverskir kvikmynda­ framleiðendur sýnt áhuga á að taka upp kvikmyndir hér á landi.“ Indverskir ferða­ menn sem koma hing­ að til lands eru ekki margir, en á síðasta ári voru þeir að­ eins um þúsund talsins. | vg Shah Rukh er stórstjarna í Indlandi, en myndin Dilwale, sem hann lék í, hefur aukið áhuga Indverja á Íslandi.



6|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016

Mikil ólga á meðal vélhjólagengja Lögregla Fylgst er grannt með þróun mála eftir að Jón Trausti Lúthersson snéri aftur heim í ágúst. Sá er forsvarsmaður Outlaws og óttast kunnugir að upp úr kunni að sjóða á milli hans og Vítisengla. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

Mik il ólga er á meðal vélhjólagengja hér á landi eftir að Jón Trausti Lúthersson snéri aftur til landsins í ágúst síðastliðnum og fylgist lögreglan grannt með gangi mála.

Jón Trausti fór mikinn á Íslandi á síðasta áratug og er líklega þekktastur fyrir að ryðjast inn á ritstjórnarskrifstofu DV. Hræringar virðast vera að eiga sér stað hjá vélhjólagengjunum hér á landi. Meðal annars greindi Stundin frá tilurð nýs vélhjólagengis í Garðabæ, Bad Breed MC, sem er í raun byggt á gömlu félagi sem kallaðist Devils Choice. Þá virðist sem lykilmenn í vélhjólagenginu Outlaws, sem Jón Trausti er núna í forsvari fyrir, hafi yfirgefið klúbbinn og gengið til liðs við Hells Angels fyrr á árinu. Jón Trausti kom til Íslands

Fyrir þínar bestu stundir

upp úr miðjum ágúst og mun vera að leita að nýjum félagsmönnum í Outlaws, auk þess sem hann er sagður hafa ógnað fyrrum félögum sínum með alvarlegum hætti þar sem það þykja mikil svik að skipta um vélhjólaklúbba. Sjálfur á Jón Trausti harma að hefna, en hann var í forystu fyrir vélhjólagengið Fáfni, sem síðar varð að Hells Angels. Félagar hans voru þó ósáttir við Jón Trausta sem varð til þess að hann var að lokum rekinn úr klúbbnum. Einn heimildamaður Fréttatímans sagði augljóst að einhverskonar uppgjör verði á milli hópanna, þá

helst vegna þess að Jón Trausti er á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fylgjast menn þar á bæ með þróun mála. Heimildir Fréttatímans herma að auki að áhugi lögreglu hafi aukist nokkuð á málefnum vélhjólagengjanna eftir að Jón Trausti snéri aftur, en gengin hafa lengi verið skilgreind sem skipulögð glæpasamtök í bókum Ríkislögreglustjóra. Þau hafa háð blóðugar orrustur á götum stórborga víða í Skandinavíu, og því þykir ástæða til þess að hafa allan varann á. Þá hefur erlendum liðsmönnum vélhjólagengjanna

Jón Trausti Lúthersson fór mikinn á síðasta áratug og varð frægt þegar hann ruddist inn á ritstjórnarskrifstofu DV og réðist þar á Reyni Traustason.

umsvifalaust verið vísað úr landi, komi þeir til Íslands.

Kvíði ekki samtalinu við kjósendur

Yfirheyrsla Unnur Brá Konráðsdóttur um stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum.

NATURE’S LUXURY heilsurúm

Nature’s Luxury heilsudýna með Classic botni. Stærð: 180x200 cm. Fullt verð: 189.900 kr.

Aðeins 142.490 kr.

„Það voru mikil vonbrigði að hafa ekki náð settu marki. Maður fær ekki alltaf það sem maður vill en lífið stendur ekki og fellur með því hvort maður er á lista hjá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir sem lenti í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en miklar umræður spunnust um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum í kjölfarið. Nú hefur verið ákveðið að flytja hana í fjórða sæti eftir að Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem lenti þar, ákvað að hætta í pólitík. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

25% AFSLÁTTUR

Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni.

Nettur

10.000

Plano

króna

AFSLÁTTUR

svefnsófi Click – Clack svefnsófi. Grátt og rautt slitsterkt áklæði. Svefnsvæði: 120 x 190 cm.

Fyrir þínar bestu stundir

Fullt verð: 59.900 kr.

Aðeins 49.900 kr. NATURE’S LUXURY heilsurúm

Þú finnur nýja bæklinginn okkar á www.dorma.is

Holtagörðum, 512 6800 Smáratorgi, 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafjörður

Afgreiðslutími sjá

www.dorma.is

HELSINKI rúmgafl

20%

Nature’s Luxury heilsudýna með Classic botni. Stærð: 180x200 cm. Fullt verð: 189.900 kr.

Aðeins 142.490 kr.

AFSLÁTTUR

25%

Rúmgafl fæst í svörtu og hvítu PU leðri og í gráu áklæði. Stærðir: 120, 140, 160, 180 cm. Verð að neðan miðað við rúmbreidd 120 cm. Fullt verð: 39.900 kr.

AFSLÁTTUR

Aðeins 31.920 kr. Smáratorg | Holtagarðar | Akureyri | Ísafjörður

Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni.

www.dorma.is

Þetta er mjög harkalegur skellur. Áttirðu á einhverjum tímapunkti von á þessu áður en úrslitin voru tilkynnt? „Ég vissi að það yrði á brattann að sækja en bjóst aldrei við því að falla svona langt niður listann. En ég vissi að það hefði örugglega áhrif á niðurstöðuna að ég gæti ekki tekið þátt í baráttunni á lokametrunum,“ segir Unnur Brá en hún eignaðist stúlkubarn tíu dögum fyrir prófkjörið og þurfti því að hafa hugann við aðra hluti. En nú vissi fólk að þú varst að eiga barn og þurfti því ekki að gera ráð fyrir þér. Hvaða skilaboð eru flokksmenn að senda þér? „Veistu það, ég hef ekki áttað mig alveg á því ennþá. Það er misjafnt eftir því við hvern þú talar. Ég hefði sjálfsagt bara þurft að vera meira á ferðinni. Það eru fjögur þúsund manns að kjósa og þau vissu kannski ekki alveg öll að ég væri komin á steypirinn en það var auðvitað kynnt og lesin yfirlýsing í upphafi framboðsfunda. Ég hef verið hvött til að halda áfram og taka þessu ekki persónulega.“ En hvarflaði ekki að þér að hætta bara? „Jú, vissulega þurfti ég að endurmeta allt þegar ég fékk þessa niðurstöðu. En niðurstaðan er sú að ég er í pólitík af hugsjón og til að hafa áhrif og ég er ekki búin að klára það sem ég vil gera. En það var vissulega einn af valkostunum.“ Nú voru þið Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra í fyrsta og öðru sæti fyrir síðustu kosningar. Hvaða skilaboð voru menn að senda henni? „Það er ekki mitt að svara því. Ég ber virðingu fyrir hennar ákvörðun þótt ég hafi kosið aðra leið. Ég mun sakna hennar úr pólitíkinni.“ Nú hafa jafnréttismálin í Sjálfstæðisflokknum verið rædd eftir prófkjör-

Það var enginn vondur við mig, ég var bara á fæðingardeildinni, segir Unnur Brá Konráðsdóttir. Mynd | Hari

in i Suður- og Suðvesturkjördæmi, staða kvenna virðist fremur bágborin og fáar starfandi þingkonur úr Sjálfstæðisflokksins verða áfram á Alþingi samkvæmt þessu. „Mér finnst umræðan eiga rétt á sér í ljósi þess að engin þingkona er í öruggu sæti á framboðslista. En ég held að ástæðan fyrir mínu falli liggi ekki í því að ég er kona. Ég hef hingað til fengið það sem ég hef sóst eftir. Ég beitti mér ekki nóg fyrir prófkjörið enda önnum kafin við að eiga barn og koma því á brjóst. Það voru þrír einstaklingar að berjast um fyrsta sætið og það hafði þessi áhrif.“ Var mikil harka í þessari prófkjörsbaráttu? „Nei, það var engin harka. Þessir þrír karlar fengu bara góða kosningu og mega vera ánægðir með það. Það var enginn vondur við mig, ég var bara á fæðingardeildinni.“ En þarf að skoða hvort prófkjör eru verri aðferð fyrir konur í ljósi þessa? „Mér finnst allt í lagi að skoða hvort þessi aðferð sé meira fráhrindandi fyrir konur, til dæmis í ljósi þess að einungis þrjár konur gáfu kost á sér. Ég hef hinsvegar alltaf verið mikill talsmaður prófkjöra og þess að almennir flokksmenn fái að velja hverjir skipa á lista en kannski þarf einhverja nýja umgjörð. Kannski á kjörnefndin að skoða hvort það sé nauðsynlegt að bæta við fólki í framboð þegar það hallar á ákveðna aldurshópa eða karla og konur. Ég veit það ekki.“ Hvað með kynjakvóta? „Ég er ekki viss um að það sé rétta leiðin. Í síðasta prófkjöri urðum við Ragnheiður Elín í tveimur efstu sætunum, ef það hefði verið kynjakvóti, hefði ég verið færð niður.“ Margar Sjálfstæðiskonur urðu reiðar vegna úrslitanna og það kom meðal annars upp sú hugmynd að vera með

kvennaframboð. Var það rætt í fullri alvöru? „Nei, það var aldrei rætt. Ég las það bara í blöðunum.“ Er það eitthvað sem þú hefðir getað hugsað þér? „Nei.“ Þú hefur vakið athygli og aflað þér virðingar meðal pólitískra andstæðinga þinna á Alþingi fyrir mannúðlega nálgun í málefnum hælisleitenda og flóttamanna og gengið lengra í þá átt en aðrir í þingflokki Sjálfstæðismanna. Ásmundur Friðriksson hefur hinsvegar verið gagnrýndur fyrir skort á umburðarlyndi. Hann vermir nú sæti þitt á framboðslista flokksins. Hafði það eitthvað að segja? „Ég vona að svo sé ekki því mínar skoðanir á þessum málum eru í samræmi við grunngildi Sjálfstæðisflokksins. Við viljum standa vörð um frelsi einstaklingsins og jöfn tækifæri. Vinna mín í þessum málaflokki hefur verið því marki brennd. Ég hef gegnt ábyrgðarstörfum fyrir flokkinn í þingnefndum og náð stórum og flóknum málum í gegn.“ Þú hefur á stundum farið þínar eigin leiðir þvert á vilja flokksforystunnar. Til að mynda greiddirðu atkvæði með þingrofi þegar flokkurinn lagðist gegn því. Er verið að refsa þér. „Ég fylgi minni sannfæringu sem þingmaður og reyni að gera það sem mér finnst rétt. Ég þarf að vera sátt við sjálfa mig.“ Nú er á brattann að sækja innan flokksins, líður þér eins og þú sért á byrjunarreit? „Nei, það er spennandi að vera komin í baráttusæti. Þegar maður fær ekki það sem maður vill, er hægt að fara í fýlu og hætta eða fara í fýlu, jafna sig og koma til baka. Ég valdi þann kostinn. Og hér er ég. Og ég kvíði ekki samtalinu við kjósendur fyrir kosningar.“


B N GAX B VLAA TSA A F F R U V X A A A LAAFUBO BO N G O UXNT U N A T A R U B N A G S U S V X A T F L G O R U U G S U A V X A A R B N G A R U A V A T F L O R U L N A S O V X FU B ASA A AG TUT RVGA UN NTAL AFUBO XAX L R O U S A X A A A B N G O U V A V T F L R U B A S V X A A F L N G O UXNT U N A T A A R U B N A G S U V X A T F L G O R U U G S A V X A A R B N G A R O U V A T F L O R U B N A S O FU B AG RVGAX UN NTAVL AFUBO XUTSA A L R O U S A X A A B N A G O U V A T F L R U B N A S V X A A F L N G O U U N A T X A A R U B N A G S U V X A T F L G O R U U G S A V X A A R B N G A R O U V A T F L O R U ON FB UN BB TSA A AG RVGAX U NTAVLA AFUBSO X L G R O U U S A X A A B N A G O U V A T F L R U B A S V X A A F L N G O U A AA UXT B N A GAUXN SOR V T F L G R U U S A V X A A R B N G A O U V A T F L R O U B N A S V X A A F L B N G O U U FU AG RVA LAAFB G O UXNTA SOR AAXUTS A B N G U V A T F L R U B A S V X A A F L N G O U A T A A R U B N A GAUX S V X T F L G O R U U S A V X A A R B N G A O U V A T F L R O U B N A S V X A A F L B N G O U U FU AG RVA LAAFB G O UXNTA SOR AAXUTS A B N G U V A T F L R U B A S V X A A F L N G O U A T A A R U B N A S V X TS FU L GA RVGAU UBO X A A R N G A O U V A T F L R O U B N A S V X A A F L B N G O U U A T F A A R U B N G A S V X AG O N GAUXT UBSOR VLAAU TSALAF FB R U A V X A A F L N G O U A T A A R U B N A S V X T F L G O RGU U U S A X A A R B N G A O U V A T F L R O U B A S V X A A F L B N G O U A T F A A R U B N A S AG O ALAF R B NV GAUXT US VLAAXU T F R U A S V X A A L N G O U A T A R U B N A G S V X T F L G O R U U A X A A R B N G A O V A T F L R O U B S V X A A F B N G O U A T F A R U B AG O ALAAF R B NV GUN US VLAAXUS USOR T F R U A S X A A L N G O U A T A U B A V X T F L G A X A RV NTA AFB ORG A L O U B S V X A A F B N G U A T F A R U N A S V X A L G O U U S R VLAA FB RG UN AU XTA A A L N G O A T A R U B S V X T F G O RG U A X A R B N A O V A F L O U B S V A A F B N G U T F A R U N A S X til og með 22. október. Raðgreiðslur með Netgíró eða kreditkorti í allt að 12 mánuði A L G O U U VLAA TA FB OR RG AUS X A A L N O A T A U B S V X T F G U A X A R N A V A U BOR S V F N G U TAL FB A R UO N A X AG L O U S A A B G SOR U V LA OR AXT A UN B S AF V T F G U X A R N A A L O U S V A B LAU ORG UN AXT A B G S AF V T F R X A N O A U B S V AF RG N AU L O U S A B G U T F R A X A L O A A S XT AFB NV A U S V G U R N A L O U US AFB RGUN VAXTA AUS AFBORG L O US AFB RGUN VAXTA O US AFB

Vaxtalaus afborgun af

TAG Heuer Formula 1 Senna

ÖLLUM vörum

Tudor North Flag

Tudor Grantour Chrono Fly-Back

Hugo Boss Ikon

Rodania Marin

Tissot PRC 200

Michelsen Tradition

Auguste Reymond

TAG Heuer Carrera Cara Delevingne

Michael Kors Darci Mini

Michael Kors Slim Runway

Movado Amarosa

Staðgreitt 240.000 kr. Vaxtalaus afb. í 12 mán. 21.105 kr.

Staðgreitt 511.000 kr. Vaxtalaus afb. í 12 mán. 44.479 kr.

Staðgreitt 641.400 kr. Vaxtalaus afb. í 12 mán. 55.726 kr.

Staðgreitt 73.900 kr. Vaxtalaus afb. í 12 mán. 6.779 kr.

Herraúr

Staðgreitt 50.200 kr. Vaxtalaus afb. í 12 mán. 4.735 kr.

Staðgreitt 360.000 kr. Vaxtalaus afb. í 12 mán. 31.455 kr.

Staðgreitt 67.000 kr. Vaxtalaus afb. í 12 mán. 6.184 kr.

Staðgreitt 61.700 kr. Vaxtalaus afb. í 12 mán. 5.727 kr.

Staðgreitt 73.000 kr. Vaxtalaus afb. í 12 mán. 6.701 kr.

Staðgreitt 65.600 kr. Vaxtalaus afb. í 12 mán. 6.063 kr.

Staðgreitt 86.500 kr. Vaxtalaus afb. í 12 mán. 7.866 kr.

Staðgreitt 109.700 kr. Vaxtalaus afb. í 12 mán. 9.867 kr.

Dömuúr

Kíktu á allt úrvalið hjá okkur á Laugaveginum eða í Kringlunni Upphæðir miðast við raðgreiðslur með Netgíró eða kreditkorti í 12 mánuði, 0% vextir, 3,5% lántökugjald og 405 kr. greiðslugjald.

Skagen Ditte

Staðgreitt 40.400 kr. Vaxtalaus afb. í 12 mán. 3.890 kr.

TAG Heuer Aquaracer

Staðgreitt 195.000 kr. Vaxtalaus afb. í 12 mán. 17.224 kr.

Laugavegi 15 og Kringlunni – sími 511 1900 – www.michelsen.is

Kenneth Cole Classic

Staðgreitt 24.900 kr. Vaxtalaus afb. í 12 mán. 2.553 kr.


Tökuliðið okkar skrapp upp á fjall til að skjóta vetrarherferðina.

#66onlocation


Það birti til í augnablik en annars voru þau mjög heppin með veður.

66north.is


10 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016

Íslendingar vinna fyrir

Samningar sem viðhalda úreltu kerfi Henny Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, segir nauðsynlegt að taka samtal um landbúnaðarkerfið því búvörusamningar séu ekki sérhagsmunir þröngs hóps.

samtal í gang og það voru gefin vilyrði fyrir því að samningarnir yrðu styttir og að það yrði farið í þjóðarsamtal um landbúnað þar sem fleiri raddir heyrðust. Formaður atvinnuveganefndar hét því að skýr endurskoðunarákvæði yrðu sett í samn„Okkur hefði þótt rétt að aðkominga þannig að í reynd væri Alþingi an að samningunum hefði vereinungis að samþykkja fyrstu þrjú ið breiðari því þetta er stórt hagsár samningsins. Það á að stofna munamál. Sjónarmið neytenda og nefnd og svo eftir þrjú ár gefst bændfleira fólks sem um kostur á að kjósa um starfar í landbúnaði hefðu niðurstöðuna þurft að komsem nefndin landbúnaðarKERFIÐ kemst að og ast að en samnkjósi þeir að ingurinn er einhafna niðurgöngu á milli stöðum nefndarinnar þá gilda Bændasamtakanna og ráðherra,“ samningarnir til tíu ára. Bændur segir Henny Hinz, deildarstjóri haghafa þannig algjört neitunarvald deildar Alþýðusambands Íslands. Miðstjórn ASÍ skoraði á Alþingi yfir niðurstöðum þessa hóps og það í mars síðastliðnum að hafna búer langt frá því að vera það þjóðarvörusamningum og hefur gagnrýnt samtal sem formaður atvinnunýsamþykktan samning harðlega. veganefndar lofaði. Og því ekki hægt „Það er kominn tími til að taka samað sjá annað en að samningarnir séu talið um það hvernig kerfið á að vera festir í sessi til tíu ára.“ og samtalið á að vera opnara því Föst í hefðbundnum búgreinum þetta eru hagsmunir allra, en ekki sérhagsmunir þröngs hóps,“ segir Samningarnir viðhalda að mestu leyti núverandi kerfi og þetta er Henny kerfi sem er að mörgu leyti orðið Svikin loforð um þjóðarsamtal úrelt. Það þarf að taka samtal um „Þetta eru samningar til tíu ára og það hvernig kerfið eigi að vera,“ segþað eru stórar upphæðir undir,“ ir Henny. „Almennt höfum við verið segir Henny og bendir á að loforð á þeirri skoðun að það þurfi að horfa um að samningar verði styttir eigi á stuðningskerfið með nýjum hætti. erfiðlega eftir að standast. „Í kjölfar Það ríkir sátt um að styðja við blómgagnrýni á samninginn fór ákveðið legan landbúnað með myndarlegum

Hversu lengi er fólk að vinna fyrir matarkörfu með mjólk, eggjum, osti, kjúklingi, tómötum, kartöflum og salati?

VONDU KERFIN:

Henny segir reynsluna sína að íslenskir neytendur séu trúir íslenskri framleiðslu. Mynd | Rut

hætti en það þarf kannski að fara að horfa frá þessum framleiðslutengda stuðningi yfir í almennari stuðning.“ „Við höfum talað fyrir því að draga úr innflutningshömlum og fara aðrar leiðir í stuðningi því það felst gríðarlega mikill óbeinn stuðningur í tollum og innflutningshömlum. Við erum ennþá mjög föst í hefðbundnum búgreinum og margir hafa gagnrýnt að ekki skuli vera brugðist við kröfu nútímans um t.d. aukinn stuðning við lífræna

ræktun. Kröfur neytenda eru að breytast og það verður að bregðast við því,“ segir Henny og bendir á að við höfum fordæmi að breytingum á tollakerfi sem hafi gefið góða raun. „Reynsla okkar af því að fella niður tolla á tómötum, papriku og gúrku, er mjög góð. Sú grein er í miklum blóma og verð til neytenda lækkaði. Þar var gerð mjög róttæk breyting en það kom í ljós að íslenskir neytendur eru mjög trúir íslenskri framleiðslu.“ | hh

Íslenskt launafólk er mun lengur að vinna fyrir matarkörfu með landbúnaðarvörum en fólk í nágrannalöndum okkar. Ef Færeyingar, rúmlega 50 þúsund manns á afskiptum eyjum, eru undanskildir þurfum við að fara suður til Portúgal til að finna óhagstæðara samspil launa og verðs á landbúnaðarvörum eða austur til Póllands. Að þessu leyti, eins og svo mörgu öðru, tollir Ísland illa inn í sínum heimshluta, velstæðarihluta Vetsurlanda. Verðlag og launakjör eru líkari því sem þekkist í Suður-Evrópu eða Austur-Evrópu. Samanburðurinn við Norðurlöndin er óhagstæður Íslendingum. Á meðan reykvískt launafólk á meðallaunum er 4 tíma og 21 mínútu að vinna fyrir matarkörfunni tekur það sænskan meðalmann í Stokkhólmi 3 tíma og 17 mínútur, meðalmanneskju í Osló 2 tíma og 58 mínútur, meðal danskan

Við flytjum snilligáfu


FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016

| 11

eru lengi að matnum

Vinnustundir á bak við matarkörfuna 0,4

Hér má sjá flögg sem gefa til kynna hversu lengi fólk er að vinna fyrir matarkörfu með landbúnaðarvörum. Ljósari litirnir á flöggunum sem rekin eru niður í borgirnar segja að þar sé fólk fljótara að vinna fyrir körfunni en íslenskt launafólk; því ljósara því fljótar. Dekkri litirnir sýna borgir þar sem fólk þarf að vinna lengur fyrir sinni körfu.

Ísland=1

2,2

Hvað er í körfunni: 1 lítri af mjólk 12 egg 1 kíló af osti 1 kíló af kjúklingabringum 1 kíló af nauta innanlæri 1 kíló af tómötum 1 kíló af kartöflum 1 salathaus

Hlutfallið verður ekki lakara en á Íslandi fyrr en komið er syðst í Frakkland eða suður til Portúgals. Við þurfum að fara austur

fyrir Varsjá til finna launafólk sem er lengur að vinna fyrir körfunni. Ef við höldum í vestur þurfum við að fara þvert

yfir Kanada og Bandaríkin til að rekast á slíkt fólk austast í Rússlandi eða halda suður yfir landamærin til Mexíkó. | gse

Byggt á upplýsingum af numbeo.com, lífskjara- og verðlagsvef, sem safnar upplýsingum frá almenningi víða um heim og er einskonar wikipediu-hagstofa.

16-2688 – HVÍTA HÚSIÐ/SÍA

Kaupmannahafnarbúa 2 tíma og 26 mínútur. Þegar sunnar og austar dregur lækkar verð en líka laun.

til þeirra sem rækta hana

VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA


12 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016

Hver selur okkur hrygginn?

Fjármálaráðuneytið fær kr. 428,-

Það er lagður 11 prósent virðisaukaskattur á lambakjöt, eins og annan mat. Ríkissjóður fær því til baka kr. 428,- á móti þeim kr. 1579,- sem hann lagði til framleiðslu hryggjarins. Nettóframlag ríkissjóðs er því kr. 1151,-

Verslunin fær kr. 876,-

Þetta er nokkuð há álagning, eða 29 prósent, þar sem miðað er við óunninn hrygg. Álagning er yfirleitt mun minni á unnar afurðir. Þiðinn tapar hryggurinn vökva meðan hann hangir, um 5 prósent á dag. Álagning búðar sem veitir slíka þjónustu fellur því niður í kr. 681,eftir einn dag, í kr. 497,- eftir tvo daga og í kr. 321,- eftir þrjá daga á krók.

Þessi hryggur kostar 4.316 krónur út í búð. Raunverulegt verð hans er hins vegar 5.895 krónur þar sem skattgreiðendur greiða bændum beint fyrir að framleiða lambakjöt. Svona skiptast þessar krónur:

Afurðastöðin fær kr. 1.214,-

Þetta er gjaldið fyrir að taka við dýrinu, slátra því, flá, hreinsa og snyrta, frysta og flytja í búðina.

Bóndinn var búinn að fá frá skattgreiðendum kr. 1.579, kr. Í ár nema beingreiðslur og aðrar greiðslur til sauðfjárbænda, fyrir utan ullargreiðslur, um 4,9 milljörðum króna. Samanlögð innanlandsneysla og útflutningur var í fyrra um 9420 tonn. Ef við deilum þessar upphæð niður á kíló þá nema þær um kr. 524,- á hvert kíló og þar sem hryggurinn er verðmætasti hlutinn út úr búð jafngildir það kr. 877,- á hvert kíló hryggjar.

Selur kjötið beint á veitingahús erlendis Halla Sigríður Steinólfsdóttir, fjárbóndi í Fagradal, segir mikil sóknarfæri felast í lífrænni ræktun. „Neytendur er farnir að kalla eftir lífrænni vottun því hún tryggir dýravelferð og að dýrin séu ekki fóðruð á erfðabreyttum áburði heldur grasi og heyi. Margir halda að allt íslenskt lambakjöt sé lífrænt en það er ekki þannig,“ segir Halla Sigríður Steinólfsdóttir, bóndi í Ytra-Fagradal. Halla er einn af fáum bændum á Íslandi sem stundar lífræna sauðfjárrækt og hún er eini bóndinn á landinu sem elur sláturlömbin sín á hvönn til að ná fram sérstöku bragði. Höllu hafði lengi dreymt um að skipta yfir í lífrænan búskap en það var ekki fyrr en árið 2010 sem hún segir það hafa borgað sig. „Þá fyrst var gert ráð fyrir styrkjum til bænda sem vildu laga búin sín að lífrænni ræktun svo við hentum okkur út í breytingar. Síðan voru styrkirnir dregnir til baka en nú hafa þeir komið aftur,“ segir Halla sem vonast eftir skýrari stefnumótun stjórnvalda. Sama ár fór sláturhúsið á Blönduósi að greiða 20% hærra verð fyrir lífrænt vottaða skrokka en það var um tíma eini vottaði sláturleyfishafinn fyrir lífrænt kjöt. Í dag er sláturhúsið á Hvammstanga einnig komið með lífræna vottun og fer Halla þangað með dýrin sín því það er styttri vegalengd. Halla segist horfa til mun betri „Ef það er offramboð á venjulegu lambakjöti þá er sóknarfæri í lífrænu.“ Mynd | Hari tíma í lífrænni ræktun og það sé fyrst og fremst neytendum að Halla sem selur mest af sínu kjöti un til að veita okkur sérstöðu á erþakka. „Þetta hefur verið barningbeint inn á veitingahús í Reykjalendum markaði. Ef það er offramur en ég hef tröllavík og Kaupboð á venjulegu lambakjöti þá er trú á þessu og mannahöfn. sóknarfæri í lífrænu. Það eru alltaf það er gaman „Þetta er fleiri veitingahús, bæði hér heima að vera bóndi framtíðin og og erlendis, að sýna afurðunum í dag. Það er nú hefur frammínum áhuga og ef þetta heldur landbúnaðarKERFIÐ heldur ekkert kvæmdastjóri svona áfram mun vanta miklu fleiri hægt að fara Landssamlífræna sauðfjárbændur hérlendtil baka þegar maður er búin taka sauðfjárbænda sagt það líka, is.“ | hh að vinna sig inn á markaði,“ segir að framtíðin sé að fá lífræna vott-

VONDU KERFIN:

Bóndinn fær frá neytandanum kr. 1799,Þetta er hlutur bóndans af hrygg sem vegur 1,8 kg., kr. 999,- á kílóið. Það er mun hærra en þær kr. 538,- sem afurðastöðvar bjóða bændum í dag. Það er meðalverð á skrokk, en hryggur er mun verðmætari en framparturinn og slögin og því er eðlilegt að reikna upp verð hryggjarins til að fá út hlut bóndans út í búð.

Mikill stuðningur við íslenskan landbúnað Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD, er stuðningur stjórnvalda á Íslandi meðal því allra hæsta sem þekkist. Ef íslensk stjórnvöld myndu styðja landbúnaðinn álíka og gert er innan Evrópusambandsins hefðu 7,3 milljörðum króna minna runnið úr ríkissjóði í fyrra til landbúnaðarins og álögur á neytendur hefðu orðið 10,9 milljörðum krónum lægri. Íslensk landbúnaðarstefna kostar því neytendur og skattgreiðendur um 18,2 milljörðum meira árlega en ef hér ríkti landbúnaðarstefna Evrópusambandsins. Munurinn yrði heldur meiri ef miðað væri við Bandaríkin. Þar eru niðurgreiðslur sem hlutfall af framleiðsluverði ívið lægri en í Evrópusambandinu og sömuleiðis byrði neytenda vegna tolla og annars konar hamla á samkeppni. Ef hér væri rekin bandarísk stefna myndu neytendur og skattgreiðendur greiða um 19,9 milljörðum króna minna til landbúnaðar. Ef miðað er við kanadíska stefnu batnaði hagur skattgreiðenda og neytenda um 21,9 milljarða króna á ári eða um 219 milljarða króna ef miðað er við gildistíma búvörusamningsins. Og munurinn verður enn meiri ef miðað er við Ástralíu, 25,7 milljarðar króna árlega, og enn meira ef við miðum við Nýja-Sjáland eða 25,9 milljarðar króna. En Ísland er ekki eina landið sem styrkir landbúnað sinn mikið í hlutfalli við verðmæti framleiðslunnar. Ef við tækjum upp japanska stefnu myndu neytendur þurfa að borga meira vegna tolla og innflutningsbanns en skattgreiðendur hins vegar minna. Bættur hagur íslensks almennings yrði ekki nema 1,5 milljarðar króna af japanskri stefnu. Einu löndin sem styrkja sinn landbúnað meira en Íslendingar eru Svisslendingar og Norðmenn. Bæði löndin eru utan Evrópusambandsins og hafa því miklar hömlur á innflutningi landbúnaðarvara og leggja á þær tolla til að vernda eigin framleiðslu. Og bæði löndin styrkja hefðbundinn landbúnað ríkulegar en Íslendingar. Þetta er augljóst þeim sem ferðast um þessi lönd. Hefðbundinn fjölskyldubýli eru áberandi í norskum sveitum og í Sviss er víða enn búrekstur inni í bæjum og þorpum. Þar hafa fjölbreyttari samfélög vaxið utan um bóndabæina svo sjá má kýr á beit í íbúðahverfum. Ef Íslendingar ætluðu að styrkja sinn landbúnað til jafns við Norðmenn yrðu þeir að leggja um 9,5 milljörðum meira á neytendur og skattgreiðendur og álíka mikið ef hér yrði lögð á svissnesk landbúnaðarstefna. Það gerir um 35 prósent aukningu á stuðningi við landbúnað. Bæði eru þessi lönd, Noregur og Sviss, vellauðug. Umframstuðningur þeirra við landbúnað er því minni ef miðað er við landsframleiðslu. Þá er stuðningurinn í Sviss aðeins 4 prósent hærri en á Íslandi og 25 prósent minni en í Noregi. Þessi lönd eru þau einu sem styrkja landbúnað meira en Íslendingar sé miðað við framleiðsluverðmæti landbúnaðarvara. Sviss er eina landið sem styrkir landbúnað meira en Íslendingar, sé miðað við landsframleiðslu. | gse Neytendur

Ísland

1,22% af landsframleiðslu

Bandaríkin

0,42% af landsframleiðslu

Noregur

Skattgreiðendur

Sviss

0,91% af landsframleiðslu

1,27% af landsframleiðslu

Kanada

Nýja-Sjáland

0,38% af landsframleiðslu

0,28% af landsframleiðslu

Evrópusambandið 0,7% af landsframleiðslu

Ástralía

0,12% af landsframleiðslu

Kökurnar sýna stuðning neytenda og skattgreiðenda við landbúnað í löndunum sem hlutfall af verðmæti landbúnaðarframleiðslunnar. Prósentutalan sýnir stuðninginn sem hlutfall af landsframleiðslu.


SamSUngSetrid.iS

Samsung KS9005T 49”/ 55”/ 65”/ 78”

SUHD • ULTRA HD PREMIUM • HDR1000 • 4K • QUANTUM DOT DISPLAY • SMART TV

Framtíðar sjónvörp

10 ÁRA INNBRENNIÁBYRGÐ

SUHD TV Quantum dot

Samsung KS8005T 49”/ 55”/ 65”

SUHD • ULTRA HD PREMIUM • HDR1000 • 4K • QUANTUM DOT DISPLAY • SMART TV

Þetta merki er eingöngu notað fyrir vörur sem uppfylla efri mæligildi mynd- og hljóðgæða. Hátt dynamic svið (HDR), hámarks styrkleiki ljóss, svarti liturinn og breið litapalletta er þess á meðal. Einnig er merkið staðfesting á betri hljómgæðum. Framfarir í upplausn, skerpu, birtu, lit og hljóði hafa verið hraðar, en með þessu merki ættu flestir að sjá hvar mestu gæðin eru.

10 ÁRA INNBRENNIÁBYRGÐ

SUHD TV Quantum dot

Samsung KS7505 43”/ 49”/ 55”/ 65”

SUHD • ULTRA HD PREMIUM • HDR1000 • 4K • QUANTUM DOT DISPLAY • SMART TV

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900


14 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016

Oddný Anna Björnsdóttir segir Krónuna hafa sett sér stefnu um samfélagsábyrgð og meðal markmiða stefnunnar sé að auka framboð á lífrænni ferskvöru. Mynd | Rut

Krónan er á bændaveiðum

Oddný Anna Björnsdóttir, ráðgjafi hjá Krónunni, segir neytendur hrópa á lífræna ferskvöru. Skortur á framboði valdi því að stór fyrirtæki séu farin að fjárfesta í lífrænum landbúnaði.

en segir sárvanta skýra stefnu til framtíðar. „Á Íslandi erum við í mun betri stöðu en önnur lönd til þess að breyta framleiðsluaðferðum í landbúnaði. Það er svo margt jákvætt við íslenskan landbúnað. Hér hafa vaxtahormón og sýklalyf í fyrirbyggjandi tilgangi alltaf verið bönnuð og við höfum ekki þurft að nota mikið af skordýraeitri vegna hins kalda loftslags. Það sem helst vantar upp á hjá okkur er lífrænt fóður og áburður og betri aðbúnaður sláturdýra. Við ættum að taka okkur Dani til fyrirmyndar en þeir eru búnir að setja sér það markmið að danskur landbúnaður verði 100% lífrænn. Það er svo margt sem felst í lífrænni vottun, ekki bara að fæðan sé hollari fyrir neytandann heldur stuðlar lífræn ræktun að umhverfisvernd og sjálfbærni,“ segir Oddný og bendir á að í sauðfjárrækt þýði það til dæmis að það sé tryggt að féð gangi ekki á landið, að áburður á tún sé lífrænn, að ærnar hafi meira húsrúm og lífrænt vottað fóður. „Neytendur eru að kalla eftir meira úrvali og þess vegna hefur Krónan sett lífrænt á oddinn.“ | hh

„Það er ekkert mál að nálgast lífrænar þurrvörur en tveir þriðju af því sem við kaupum er ferskvara og þar þurfum við að bæta okkur í vöruúrvali. Ef þú vilt verða ábyrgur neytandi reynirðu að kaupa sem mest af vörum úr nærumhverfinu til að minnka vistspor, en ekki að „Þróunin um allan heim er í átt að skipta yfir í erlenda vöru. Að mínu mati er megin ástæðan fyrir skorti meiri sjálfbærni og við hjá Krónunni finnum fyrir mikilli aukningu á lífrænum landbúnaðarvörum í áhuga og eftirspurn eftir ferskvöru sú að stjórnvöld hafa ekki mótað frá velferðarbúum og lífrænum stefnu um að auka lífræna ræktun framleiðendum,“ segir Oddný Anna í landinu, sinnt fræðslu eða stutt Björnsdóttir, ráðgjafi hjá Krónunni. við bakið á þeim sem vilja skipta „Það eina sem hindrar þessa þróun yfir með aðlögunarstyrkjum. er skortur á framboði og það á líka Hingað til hefur verið bæði erfitt við erlendis. og áhættusamt Þess veg na f y rir bændur eru erlendað taka þetta ar smásöluskref en við hjá landbúnaðarKERFIÐ og veitingaKrónunni erum staðakeðjur á bændaveiðum. Ef bændog lí f ræn i r framleiðendur farnir að fjárfesta í ur hafa áhuga á að skipta yfir í lífræna ræktun og framleiðendur að lífrænum búum eða jafnvel framleiða sjálf í stað þess að bíða eftir að auka úrval á lífrænum vörum þá er bændur bregðist við eftirspurninni.“ Krónan tilbúin í samstarf.“ Oddný segir Krónuna hafa sett Oddný fagnar því að skref í átt að sér stefnu um samfélagsábyrgð og aukinni sjálfbærni séu tekin í nýjeitt af markmiðunum sé að auka um búvörusamningum m.a. með framboð á lífrænni ferskvöru og aðlögunarstyrkjum til þeirra sem velferðarkjöti. vilja skipta yfir í lífræna ræktun

VONDU KERFIN:

færi

Tæki 10 ára ðá ábyrg e v iQdri m. rnu móto

8 Tekur mest

Ryksuga

Þvottavél

Orkuflokkur B. Útblástur A. Parkett og flísar, flokkur D. Teppi, flokkur E.

Vindur upp í 1400 sn./mín. Kolalaus, hljóðlátur mótor með 10 ára ábyrgð.

Tækifærisverð:

Tækifærisverð:

15.900 kr.

Fullt verð: 19.900 kr.

99.900 kr.

Fullt verð: 139.900 kr.

Billy Kjúklingur

0

20

40

60

80

100

120

140

Ísland er dýrt en íslenskur landbúnaður er rándýr Fréttaveita Bloomberg fjallar árlega um svokallaða Billy vísitölu, ber saman verð á hvítri Billy-bókahillu frá Ikea, sem er 202 cm á hæð, 80 cm á breidd og 28 cm að dýpt. Með samanburði á milli landa á þessari stöðluðu vöru má sjá stöðu viðkomandi gjaldmiðla og það verðlag sem almenningur býr við. Þegar Fréttatíminn bjó til Billy-vísitöluna fyrir haustið 2016 og stillti 100 á Ísland kom í ljós að Billy-hillan er dýrust á Íslandi í okkar heimshluta, eins og sjá má af bláu stöplunum í grafinu hér að ofan. Dýrari hillur fást í New York, Norður-Afríku og Asíu. Það er hins vegar 15 prósent ódýrara að kaupa hilluna í Stokkhólmi en Garðabæ, hún er 26 prósent ódýrari í Dublin og Berlín, 34 prósent ódýrari í Kaupmannahöfn og 49 prósent ódýrari í Prag. Það sem veldur þessu er smæð íslenska markaðarins og almennt hátt verðlag hér, fjarlægð frá mörkuðum og dýr flutningskostnaður og skortur á samkeppni. Til samanburðar bjuggum við til kjúklinga-vísitölu og byggðum á þeim upplýsingum sem íbúar borga í þeim löndum sem hýsa Ikea búðir hafa fyllt inn á verðlags- og lífskjaravefinn numbeo.com. Sú vísitala er sýnd á gulu stöplunum og sett á 100 í Reykjavík, eins og Billy-vísitalan. Samanburður þessara tveggja vísitalna sýnir að skýra verður hátt verðlag á kjúklingi á Íslandi með öðrum þáttum en óhagkvæmni lítils markaðar. Það má aðeins kaupa dýrari kjúkling í Sviss, þar sem laun eru miklum mun hærri en á Íslandi. Alls staðar annars staðar er kjúklingurinn miklum mun ódýrari en á Íslandi, að meðaltali næstum helmingi ódýrari. Þótt í því felist viss einföldun má segja að mismunurinn á Billy og kjúklinga-vísitölunum sýni sérstaka óhagkvæmni landbúnaðarkerfisins á Íslandi til viðbót við smæð markaðarins. Þessi munur er 42 prósent gagnvart New York og Vín, 34 prósent gagnvart Stokkhólmi og London, 50 prósent gagnvart Berlín og Prag. Að meðaltali er munurinn 54 prósent. Það er það aukagjald sem Íslendingar greiða fyrir sinn kjúkling. Þegar þeir kaupa kjúkling fyrir 2000 krónur fá þeir minna en helmingi minna kjöt en fólk í þessum borgum. | gse

Horfnar hefðir

Orkuflokkur

VS 06B120

Santo Domingo Tel Aviv Kairó Jeddah Jakarta Bangkok Hong Kong Casablanca Macau Seoul Kuwait New York Amman Tokyo Reykjavík Nicosia Taipei Istanbul Shanghai Stokkhólmur Singapore Sydney Róm Vín Amsterdam Aþena Toronto Zagreb Sofia Zürich Lisabon Berlín Dublin Búkarest Kuala Lumpur Osló Doha Dubai Budapest London Kaupmannahöfn Madrid Brussel París Vilnius Helsinki Varsjá Prag Bratislava Edinborg Moskva

WM 14P4E8DN

Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is

Besta leiðin til að skoða hvernig kerfi virkar er að skoða útkomuna. Varðandi landbúnaðarkerfið getum við skoðað verð til neytenda, eins og gert er með margvíslegum hætti í þessari umfjöllun. Önnur leið er að skoða vörurnar sem koma út úr kerfinu. Og það þarf ekki að ganga lengi um stórmarkaði á Íslandi til að sjá ákveðna hnignun íslenskra matarhefða. Meginstofn íslenskra mjólkurhefða er íslenska mjólkureldhúsið. Í því var rjómanum fleytt ofan af undanrennunni og honum safnað saman þar til nóg var komið til að strokka í smjör. Rjóminn var því eilítið súr og smjörið einnig. Af smjörinu runnu súrar áfir. Undanrennan var notuð til að búa til skyr og af því rann mysa. Í dag er ekki hægt að nálgast neina af þessum vörum í búðum. Smjörið frá MS er ekki súrt, eins og víðast um Evrópu, heldur sætt, svipað og Bandaríkjamenn borða. Áfir eru ekki seldar heldur notaðar í engjaþykkni eða aðrar unnar mjólkurafurðir. Skyrið er ekki lengur búið til með hefðbundnum hætti og mysan sem verður til er allt önnur en áður var, með litlu ef nokkru mjólkurpróteini. Það er því ekki hægt að nota hana til að búa til hefðbundinn súrmat. Og nútíma kjötvinnsla er líka allt önnur en sú hefðbundna. Það sést til dæmis á þessari lifrarpylsu frá Sláturfélagi Suðurlands, sem inniheldur sojamjöl til að drýgja lifrina. | gse


Renault CAPTUR

GULLFALLEGUR RENAULT ÍSLANDSMEISTARI Í SPARAKSTRI 2016 Renault sigraði í sparaksturskeppni FÍB 2016. Sparneytnum Renault Clio 1,5 dísil var ekið 380 km leið frá Reykjavík til Akureyrar á löglegum hraða fyrir aðeins 2.740 kr. (4,02 l/100 km). Þú færð Renault Captur með 1,5 dísilvélinni.

*Miðað við uppgefnar tölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri

E N N E M M / S Í A / N M 76 8 0 8 Re n a u l t C a p t u r 5 x 3 8 s e p t

„ÞÚ TANKAR SJALDNAR Á RENAULT“

Verð: 2.940.000 kr.

Verð: 3.590.000 kr.

CAPTUR Expression Bensín, beinskiptur

CAPTUR Dynamic Dísil, sjálfskiptur

Eyðsla 5,1 l/100 km*

Eyðsla 3,8 l/100 km*

Bílalán 45.098 kr. á mán. m.v. 10% innborgun.**

Bílalán 55.041 kr. á mán. m.v. 10% innborgun.**

Innifalið í verði Dynamic: 17" álfelgur, lykillaust aðgengi, tvílitur, skyggðar rúður, leiðsögubúnaður með Íslandskorti, tölvustýrð loftkæling, LED dagljós, bakkskynjarar, handfrjáls símabúnaður (Bluetooth), start/stopp ræsibúnaður, regnskynjarar á rúðuþurrkum.

**Mánaðarlegar afborganir af bílaláni í 84 mánuði samkvæmt fjármögnunar reiknivél Lykill.is. Verð og afborganir geta breyst án fyrirvara. Gengið frá fjármögnun á staðnum. Árleg hlutsfallstala kostnaðar 11,39%.

GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400

Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622

Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533

Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070

IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080

BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516

BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is


16 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016 Borið hefur á því í vikunni að bændur taki sig til og selji lambaskrokka á netinu milliliðalaust til neytanda. Gunnar segist hafa reynt þetta fyrir mörgum árum en án árangurs. „Við sendum póst á 1000 manns sem við vissum að hefðu áhuga á landgræðslu og ætluðum að láta 10% af verðinu renna í landgræðslusjóð. Það svöruðu 7 manns póstinum, en þetta var auðvitað fyrir tíma internetsins.“

Allir á móti nema þeir sem fá greitt Atvinnuveganefnd óskaði eftir umsögn 74 félaga og stofnanna við breytingar á búvörulögum. Nefndinni bárust 35 umsagnir, þar af nokkrar frá einstaklingum. Af þessum umsögnum voru tvær hlutlausar eða fjölluðu ekki um efnisatriði búvörusamningsins, 14 jákvæðar

42% Umsagnir um búvörulögin sendar inn til atvinnuveganefndar: 35 Ferskar: 14 Rotnar: 19 Hlutlausar: 2

Styrkir ættu að fara í framtíðaruppbyggingu Gunnar Einarsson, bóndi á Daðastöðum, telur beitarþol landsins hafa verið stórlega ofmetið, allt of mikið sé af fé í sumum sveitum. Hann telur skynsamlegra að setja styrki í að byggja upp landið á sjálfbæran hátt fyrir komandi kynslóðir en að styrkja útflutning á kjöti.

„Á Nýja-Sjálandi vann ég til dæmis á búi þar sem land, sem metið var ónýtt, var gert upp og framleiðnin jókst í kjölfarið fjórfalt. Þegar við komum hingað norður þá var mér sagt að ég gæti verið með miklu fleira fé en ég sá nokkra glóru í að hafa. Hér er geysilega fallegt og gott land en hér er líka land sem er mjög illa farið,“ segir Gunnar sem telur beitarþol á Íslandi hafa verið stór„Við getum auðveldlega gert Íslega ofmetið. land að einu besta beitarlandi fyr„Ísland gæti orðið gósenland til beitar eftir i r skepnu r hundrað ár ef sem til er,“ bændur gerast segir Gunnar Einarsson, sjálfbærir,“ segFIÐ ER rK ða na landbú f já rbóndi á ir Gunnar sem hefur undanDaðastöðum farin ár unnið í Norður-Þingað því að rækta upp landið sitt, eyjarsýslu. Gunnar er Reykvíkingur fyrst og fremst með lúpínu. „Við en ákvað að gerast sauðfjárbóndi árið 1982. Áður hann settist að fyrir höfum tekið fyrir land sem var talið norðan vann hann við landbúnað í óbeitarhæft, ýtt niður illa förnu Ástralíu og á Nýja-Sjálandi þar sem landi og rofabörðum og sáð þar lúpínu. Núna er þetta allt saman hann kynntist hugmyndum um landgræðslu og sjálfbæran búskap. algróið með lúpínu og grasi og alls-

VONDU KERFIN:

Hver tók eggið úr körfunni? Egg eru hvergi dýrari í heiminum en á Íslandi. Næstdýrustu eggin er að finna í Sviss og nyrst í Noregi þar sem fólk er bæði með hærri laun en á Íslandi og sérstakan skattaafslátt af launum til að sætta sig við dýrtíðina, myrkrið og einhæfni mannlífsins. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is

Einkenni íslenskrar landbúnaðarstefnu er að fyrir henni er beitt bæði styrkjum og aðflutningstakmörkunum. Meginreglan er sú að innlendur landbúnaður, og þá einna helst svæðisbundinn og hefðbundinn býlisrekstur, er styrktur til að mæta frjálsari innflutningi. Hér eru mjólkurbú og sauðfjárbændur styrkt en auk þess eru strangar takmarkanir á innflutningi, bæði innflutningsbann og háir tollar á því sem þó má flytja inn. Þetta veldur því að verð á mjólk og lambakjöti er ekki svo miklu hærra á Íslandi en annars staðar

en 19 neikvæðar. Sé mælikvarði hinnar vinsælu bíógagnrýnisíðu Rotten Tomatoes notaður þá fékk búvörusamningurinn 42 prósent frá umsagnaraðilum. Það þykir ekki góð bíómynd, eiginlega tímasóun. Þeir aðilar sem gáfu jákvæða umsögn voru: Auðhumla ehf. (móðurfélag MS), Bændasamtök Íslands, Kaupfélag Skagfirðinga, Landssamband kúabænda, Landssamtök sauðfjárbænda, Landssamtök slátursleyfishafa, MS–Mjólkursamsalan, Samtök garðyrkjubænda, Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði, Samtök mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Samtök ungra bænda og Vor–félag framleiðenda í lífrænum búskap. Eins og sjá má eru þarna samankomin þau fyrirtæki og þau samtök sem mestan hag hafa af áframhaldandi búvörusamningi. Neikvæða umsögn sendu hins vegar: Alþýðusamband Íslands, Arna ehf., Dýraverndarsamband Íslands, Félag atvinnurekenda, Guðbjartur Gunnarsson, Guðjón Sigurbjartsson, Kú ehf., Landgræðsla ríkisins, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Neytendasamtökin, Ólafur Arnalds, Samkeppniseftirlitið, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Sveinn Runólfsson, Svínarætarfélag Íslands, Samtök verslunar og þjónustu og Viðskiptaráð Íslands. Þarna eru þau samtök sem kalla má fulltrúa skattgreiðenda og neytenda. Umsagnir skiptust því mjög í tvö horn. Öðru megin eru þeir sem fá greitt í gegnum samninginn eða hafa fjárhagslega hagsmuni af því að halda þeim áfram. Hinum megin eru þeir sem borga brúsann. | gse

konar gróðri og skilar miklu meira til beitar en það land sem var fyrir. Áburður hjálpar líka til en það er í engu samræmi við það sem lúpínuakrarnir gefa,“ segir Gunnar sem einnig hefur ræktað upp beitarskóg á landi sínu. Gunnar segir sauðfjárrækt dagsins í dag ekki eingöngu eiga að snúast um að framleiða kindakjöt heldur ekki síður um að bæta landið og búa það undir framtíðina. „Skógrækt hugsar 100 ár fram í tímann. Sauðfjárrækt á að gera það líka. Um allan heim er sífellt meira kjöt framleitt á korni í verksmiðjum svo við sauðfjárbændur erum dálítið sér á báti að framleiða fyrst og fremst á heyi og grasi. Neytandinn lítur alltaf á verðið og velur oftar að kaupa ódýrt. Ég bind vonir mínar við að í framtíðinni verði menn að breyta þessum háttum sínum og fara aftur að reka búskap þar sem skítnum er ekki safnað úr húsunum og hleypt út í ár, heldur sé hann notaður sem áburður

á jörðina, eins og áður. Þá verðum við miklu samkeppnishæfari en við erum í dag og ég held að fólk hljóti að sjá það með tíð og tíma að kindakjötið er góður kostur. Kindakjötið er Rolls Royce í mat og það er ekki hægt að framleiða það á sama verði og verksmiðjuframleitt kjöt. Og það eru hvorki langtímahagsmunir bænda né neytenda að pína verðið á því niður úr öllu valdi,“ segir Gunnar sem er ekki hrifinn af því að styrkja útflutning á kindakjöti. „Það er allt í lagi að flytja út kindakjöt en bara ef við fáum gott verð fyrir það, ekki ef við þurfum að borga með því. Það þurfa að vera einhverskonar landgæslumenn en ég held að ríkið ætti frekar að styrkja landgræðslu og aðra uppbyggingu greinarinnar til framtíðar frekar en að borga með útflutningi á frosnu kindakjöti. Styrkir ættu frekar að fara í að styrkja innanlandsmarkað.“ | hh

í nágrannalöndunum. Ástæðan er sú að neytandinn er búinn að borga um helming útsöluverðsins í gegnum skattinn. Þær vörur sem eru ekki niðurgreiddar en njóta verndar með innflutningshöftum eru hins vegar miklum mun dýrari á Íslandi en nokkurs staðar í heiminum. Þetta á fyrst og fremst við um þann hluta landbúnaðarins sem er fjærst hefðbundnum býlisrekstri og næst iðnframleiðslu; svína- og kjúklingarækt

og eggjaframleiðsla. Byrði íslenskra neytenda af háu verði á svínakjöti, kjúklingum og eggjum er því óvenju mikil í ljósi þess að engin hefð er fyrir þessum rekstri í sveitum landsins og stuðningur við hann hefur lítið sem ekkert gildi út frá byggðasjónarmiðum. Kjúklinga-, eggjaog svínabú eru hér oftast staðsett í nágrenni við þéttustu byggðina til að halda niðri flutningskostnaði og vegna nábýlis við fjölmennan vinnu-

markað sem getur skilað starfsfólki sem sættir sig við lág laun. Styrkir í gegnum skattkerfið leiða til þess að mjólk er 19 prósent ódýrari á Íslandi en að meðaltali í þeim 73 borgum sem Fréttatíminn skoðaði og ostur 9 prósent ódýrari. Önnur ástæða er að mjólk og ostur eru síður hluti af daglegum mat í Asíu og sumum öðrum tekjulægri svæðum, eru hluti af munaðarlífi. Egg eru hins vegar um 67 prósent dýrari á Íslandi en meðaltal allra borganna og kjúklingakjöt 94 prósent dýrara. Það er aðeins í Sviss sem finna má dýrari kjúkling en á Íslandi.

Edinborg - Cagliari - Torontó - Tókýó

Lissabon - Madríd - Sevilla - Vilníus Kúveit - Jakarta

Prag - Gdansk - Sarajevó

Helsinki - Ljubljana - München - Zagreb Taipei - Amman

Búdapest - Bangkok

Hversu mörg egg fást fyrir 225 krónur? Reykjavík

Stokkhólmur - Kaupmannahöfn Lúxemborg - París - Vín - Aþena - Árósar Marseilles - Lyon - Denver - Seattle Sydney - Tel Aviv

Zürich - Tromsö

Dublin - London - Brussel - Róm Gautaborg - Bordeaux - Mílanó - Chicago St. John’s - Houston - Vancouver Hong Kong - Dúbaí - Nikósía - Doha - Seúl

Osló - Björgvin - Þórshöfn - New York Los Angeles - San Francisco - Anchorage

Amsterdam - Napólí - Hamborg - Frankfurt Palermó - Quebec - Orlandó - Macau

Berlín - Varsjá - Bratislava - Istanbúl Barcelona - Búkarest - Valletta - Singapore Jeddah - Sjanghaí

Kraká - Ríga - Sofía

Belgrad - Mexíkóborg

Tallinn

Heimild: Verð á eggjum í ýmsum borgum samkvæmt numbeo.com, vefsíðu sem safnar saman verðlagsupplýsingum alls staðar að. Verðið er meðaltal þeirra upplýsinga sem þátttakendur setja inn í grunninn.


Ungbarnadagar

% 20 afsláttur

af öllum ungbarnafatnaði Dagana 22. sept. - 2. okt. Kringlan, Skeifan, Spöng, Garðabær, Borgarnes, Njarðvík, Selfoss og Akureyri


2.998

1.598

kr./kg

SS valið Saltkjöt

verð áður 2.398 kr./kg

verð áður 3.698 kr./kg

1.298

verð áður 2.749 kr./kg

2.698

kr./kg

298

kr./kg

kr./kg

lambainnralæri

Svínahnakki úrb.

kjarnafæði lifur 8 gerðir roo próteinStöng verð áður 345 kr./kg

verð áður 3.598 kr./kg

verð áður 1.660 kr./kg

kr./kg

kr./kg

Svínalundir

lambaprime

1.459

1.998

kr./kg

698 kr./kg

kf Súpukjöt froSið verð áður 898 kr.

verð 188 kr./stk.

298

1.198

kr./kg

kr./kg

kf lambalæri froSið

kjarnafæði SveSkjur hjörtu rúSínur 500g

verð áður 1.498 kr.

verð áður 345 kr./kg 414 kr.

98

verð 473 kr.

215

kr.

kr.

heilhveiti Spagetti verð áður 269 kr.

fjallalambS kryddað lambalæri verð áður 1.698 kr.

2.198 kr./kg

greenS gulrætur 450g verð 98 kr.

290 kr.

CalCium/ Spektro multi vitamin magneSium/zinC verð 2.248 kr.

verð 1.458 kr.

206 kr.

879 kr./kg

198 kr.

ali ferSkar kjúklingabringur verð áður 2.598 kr.

Snertilausar greiðslur

ali heill ferSkur kjúklingur verð áður 975 kr.

- Tilvalið gjafakort

OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

tómatSóSa 300g verð áður 363 kr.

kjúklingabaunir verð áður 258 kr.

tómatpúrra verð áður 248 kr.


253

Spaghetti vollkorn

398

verð áður 317 kr.

kr./stk.

kr.

251

622

284

kr.

608 kr.

Skrúfur heilhveiti tómatpúrra í túpu

774

biona wild berry muSli verð áður 1.264 kr.

kr.

paStaSóSa, SykurlauS

alloS Smyrja, 5 gerðir verð áður 498 kr./stk.

verð áður 368 kr.

verð áður 356 kr.

FJAR-DARKAUP

Helgartilboð

820

kr.

kr.

294

verð áður 454 kr.

verð áður 330 kr.

892

verð áður 498 kr./stk.

verð 251 kr.

laSagne vollkorn

paSSata mauk

iSo möndlumjólk

verð áður 778 kr./pk.

kr.

kr.

verð áður 760 kr.

kr./stk.

mgC kex, 3 gerðir

363

264

tiger kinder tómatSóSa

398

kr./pk.

kr.

kr.

23. og 24. september

biona honey hazel muSli biona ChoCo CoConu verð áður 1.089 kr.

verð áður 1.162 kr.

1.992 kr.

736

1.457

kr.

519

kr.

167

2.158

kr.

kr./stk.

kr.

1.926 kr.

protiS amino liðir verð áður 2.618 kr.

verð áður 2.428 kr.

verð áður 2.752 kr.

2.188

kr.

nutrilink m/kaupauka verð 5.798 kr.

bio-kult m/kaupauka kallo Sveppa-teningar verð áður 2.273 kr.

285

verð áður 357 kr.

tilboð gildir meðan birgðir endaSt

kr.

kr.

kr.

Spry xylito tyggjó

verð áður 258 kr.

2.773

232

kr.

verð áður 257 kr.

biona Svartar baunir

verð áður 2.698 kr.

verð áður 798 kr.

kr.

79

verð áður 122 kr.

prógaStró ddS+

hörfræolía

5.798

aCtive liver

biona ChiCk peaS 400g

kalk oStruSkel verð áður 1.228 kr. hárkúr 180 Stk.

Chello f/breygingaSkeiðið m/kaupauka verð 2.773 kr.

iChoCo almond orange verð áður 438 kr.


20 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016

Í fangelsi með bróður sínum

Steingrímur Wernersson mun senn hefja afplánun á Kvíabryggju á Snæfellsnesi þar sem fyrir eru í afplánun þeir Karl bróðir hans og Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone.

„einræðisherranum“

Steingrímur Wernersson fjárfestir mun hefja afplánun á Kvíabryggju innan skamms. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir umboðssvik fyrr á árinu ásamt Kari Wernerssyni, bróður sínum, sem hlaut þriggja og hálfs árs dóm. Steingrímur viðurkennir að hafa gert mistök en heldur því fram að hann sé saklaus þar sem hann hafi ekki vitað að helsta lögbrotið í málinu hafi átt sér stað. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

„Það er bara gengið út frá því að ég hafi verið að sitja á einhverjum fundi og plotta með þeim; sem ég var bara alls ekki að gera. Nafn mitt er ekki á neinum undirskriftum sem tengjast neinu sem ég er dæmdur fyrir eða ákærður,“ segir Steingrímur Wernersson, kaupsýslumaður kenndur við fjárfestingarfélagið Milestone, í viðtali við Fréttatímann. Viðtalið er það fyrsta sem Steingrímur hefur veitt fjölmiðlum frá efnahagshruninu árið 2008. Steingrímur mun á næstunni hefja afplánun tveggja ára fangelsisdóms á Kvíabryggju á Snæfellsnesi. Steingrímur er ósáttur við dóminn sem féll í Hæstarétti Íslands í lok apríl og segist vera saklaus. „Ég veit bara að ég er saklaus. Ég hef aldrei beðið neinn um að gera neitt ólöglegt. Það er verið að búa til sögu sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Hæstiréttur segir alltaf: Karl, Guðmundur og Steingrímur en svo koma bara tölvupóstar á milli Karls og Guðmundar en ekki mín.“

Viðurkennir mistök Steingrímur segir samt að hann viðurkenni mistök sín og sjái eftir því að hafa ekki selt hlutabréf sín í Milestone og hætt sem stjórnarmaður í fyrirtækinu. Honum finnst hins vegar að dómurinn yfir sér sé of harður þar sem hann hafi ekki komið að helsta lögbrotinu í málinu. „Ég gerði hryllileg mistök, ég veit það. Heldurðu að ég viti það ekki? Heldurðu að ég sé ekki búinn að skamma sjálfan mig fyrir þetta? En ég vissi ekki hvað var að gerast hjá Milestone af því að ég fékk engin svör. Ég hefði átt að fá mér tvo lögfræðinga til að komast að því hvað stjórn Milestone var að gera. En það er rosalega erfitt að bera ábyrgð á einhverju sem maður veit ekki hvað er. Mér hefði fundist eðlilegra að ég hefði fengið sex mánaða skilorðsbundinn dóm, eða eitthvað slíkt.“

„Ég gerði hryllileg mistök, ég veit það.“ Í fangelsi með „einræðisherranum“ Fyrir í fangelsinu á Kvíabryggju eru bróðir Steingríms, Karl Wernersson, sem átti Milestone á móti honum, og Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone, en þeir voru dæmdir til þriggja og hálfs árs og þriggja ára fangelsisvistar í sama sakamáli í Hæstarétti Íslands. Þremenningarnir voru meðal annars dæmdir fyrir umboðssvik vegna þess að þeir létu Milestone borga Ingunni Wernersdóttur rúma fimm milljarða króna fyrir hlutabréf hennar í Milestone árið 2005 þrátt fyrir að Karl og Steingrímur væru að kaupa bréfin en ekki Milestone. Steingrímur naut fjárhagslega góðs af viðskiptunum þar sem hann átti 40 prósenta hlut í Milestone í kjölfar viðskiptanna við Ingunni auk þess sem hann sat í stjórn Milestone á grundvelli þessarar hlutabréfaeignar sinnar. Steingrímur segir hins vegar að hann hafi verið beittur „þrýstingi“ í málinu og „blekktur“ og að hann líði nú fyrir það með fangelsisdómi. Í yfirheyrslum sérstaks saksóknara yfir Steingrími, frá árinu 2009, kallaði hann Karl bróður sinn „einræðisherra“ og að hann hefði kúgað sig mikið á meðan þeir áttu Milestone saman. „Dómararnir í málinu gefa sér þá forsendu að samvinna hafi átt sér stað á milli okkar [Karls og Guðmundar]. En það er bara alröng forsenda,“ segir Steingrímur en í dómnum er komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi verið hlutdeildarmaður í brotum þeirra Karls og Guðmundar. Til að undirstrika vald Karls Wernerssonar yfir Milestone má einnig benda á að í dómi Hæstaréttar er tekinn upp staðhæfing endurskoðanda Milestone, KPMG, um vægi hans í fyrirtækinu. „Stærsti

Mynd | Stewer

Persónur í viðtalinu: Steingrímur Wernersson, 50 ára fjárfestir. Næststærsti hluthafi fjárfestingarfélagsins Milestone. Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir umboðssvik og fleira 2016. Búsettur í London.

Karl Wernersson, 54 ára fjárfestir. Stærsti hluthafi Milestone. Dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik og fleira 2016. Eigandi Lyfja og heilsu og forstjóri fyrirtækisins þar til hann var dæmdur. Ingunn Wernersdóttir, 52 ára fjárfestir. Þriðji stærsti hluthafi Milestone fram til 2005. Seldi Karli og Steingrími hlutabréf sín og borgaði Milestone henni rúma fimm milljarða fyrir. Lögbrot í málinu tengjast henni ekki. Guðmundur Ólason, 44 ára fjárfestir. Forstjóri Milestone. Þátttakandi í viðskiptunum með hlutabréf Ingunnar Wernersdóttur og prókúruhafi Milestone. Dæmdur í þriggja ára fangelsi. Forstjóri orkufyrirtækisins Arctic Green Energy, áður Orka Energy.


30%

AFSLÁTTUR AF BARNADÚNSÆNGUM 70X100 200g 100X140 400g

Dúnmjúkir dúndagar

12.990 kr 9.093 kr 16.990 kr 11.893 kr

30%

AFSLÁTTUR AF DÚNSÆNGUM NÝTT NÝTT LÚXUS

140X200 400g 19.990 kr 140x200 600g 29.990 kr 140x200 800g 39.990 kr 140x200 1000g 49.990 kr 140x220 890g 44.990 kr 200x220 1200g 58.990 kr

13.993 20.993 27.993 34.993 31.493 41.293

kr kr kr kr kr kr

100%

25%

DÚNN

ENGIN

GERVIEFNI

AFSLÁTTUR AF DÚNKODDUM

Dúnsængurnar eru fylltar með 100% hvítum dúni. Utan um sængurnar er 100% Pima bómull sem er bæði mjúk og endingargóð. Allur dúnn er hitahreinsaður án kemískra efna og því eru dúnsængurnar hlýjar, léttar og einstaklega rakadrægar. Dúnsængurnar frá Lín Design eru hólfaðar til þess að rétt magn af dúni fari í hvert hólf. Með þessu helst rétt hitastig í allri sænginni.

50X70 50X70 35x50 35x50

100% Dúnúlpa 15.980 kr 9.588 kr

Á hettunni er ekta loðskinnskragi sem hægt er að smella af. Hlý og létt heilsársúlpa fyrir börn á aldrinum 2-10 ára.

400g 14.990 kr 11.242 kr 500g 16.990 kr 12.742 kr 100g 4.990 kr 3.742 kr 200g 5.990 kr 4.492 kr

40%

AFSLÁTTUR AF DÚNÚLPUM

LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS


22 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016

hluthafi Milestone ehf. er starfandi stjórnarformaður félagsins. Hann er mjög domenerandi og allar stærri ákvarðanir fara í gegnum hann,“ segir um Karl þar. Steingrímur er því á leið í fangelsi með manninum – bróður sínum – sem hann kallaði „einræðisherra“. Miðað við lagabreytingu sem gerð var fyrr á árinu mun Steingrímur þurfa að afplána 1/3 hluta dómsins á Kvíabryggju og svo verður hluti dómsins á Vernd eða sambærilegri stofnun. 400 milljarða eignir Milestone var eitt stærsta fjárfestingarfélag Íslands á árunum fyrir efnahagshrunið 2008 og voru bókfærðar eignir þess tæpir 400 milljarðar króna í lok árs 2007. Meðal eigna félagsins voru tryggingafélagið Sjóvá, Askar Capital, sænska fjármála- og tryggingafyrirtækið Invik, lyfjaverslanirnar Lyf og heilsa og stór hlutur í Glitni. Fyrirtækið var stofnað með fyrirframgreiddum arfi sem Karl, Steingrímur og Ingunn fengu frá föður sínum, lyfjafræðingnum og fjárfestinum Werner Rasmussyni sem efnast á hlutabréfaviðskiptum með lyfjafyrirtækið sem síðar var kallað Actavis. Milestone varð gjaldþrota árið 2009 og hefur síðan verið í skiptameðferð. Vísar til þrýstings frá Karli Í dómnum kemur fram að Steingrímur skrifaði undir sex samninga við Ingunni ásamt Karli um umrædd hlutabréfakaup og er því alveg ljóst að hann samþykkti viðskiptin fyrir sitt leyti. Þetta gerði Steingrímur þann 14. nóvember árið 2005. Fyrr sama dag hafði hann hins vegar undirritað samkomulag við Ingunni systur sinna um að hann

Steingrímur og Karl Wernerssynir voru báðir dæmdir í fangelsi fyrr á árinu vegna viðskipta með hlutabréf systur sinnar í Milestone. Þeir sjást hér með Tryggva Þór Herbertssyni, forstjóra Askar Capital sem Milestone átti.

irheyrslu hjá sérstökum saksóknara að Karl sé „einræðisherra“. Í staðinn fyrir að selja hlutabréfin sín undirritaði hann skjölin um kaupin af Ingunni; kaup sem leiddu til þess

„Aðkoma stjórnarinnar að þessu var engin. Í dag get ég sagt þér að ég réði engu í Milestone, akkúrat engu. hafi líka ætlað að selja sig út úr Milestone. Steingrímur hætti hins vegar við að selja hlutabréfin sín og segir hann að það hafi verið vegna þrýstings frá bróður sínum. Hann vill ekki fara nánar út í hvernig bróðir hans beitti hann þrýstingi en vísa má til þeirra orða hans í yf-

að hann átti 40 prósenta hlut á móti 60 prósenta hluti Karls. Í staðinn fyrir að þurfa að kaupa Steingrím út líka fyrir upphæð sem samtals hefði numið meira en tíu milljörðum króna þá var Karl með meirihluta í Milestone án þess að kaupa Steingrím út.

Vissi ekki að Milestone borgaði Steingrímur segir að þetta sé eina aðkoma sín að málinu. „Ég samþykkti það að selja mig ekki út og í framhaldi af því á ég ekki nokkra aðkomu að málinu, ekki nokkra. Þú sérð það á samskiptunum sem áttu sér stað á milli manna um þetta mál þá er ég ekki kópíeraður í neinum tölvupósti eða neitt. Það er svo auðvelt að sjá að aðkoma mín var engin því þetta var gert á bak við luktar dyr. Aðkoma mín að því með hvaða hætti yrði greitt fyrir hlutinn var engin og það er ekkert talað um það í samningunum sem ég skrifaði undir.“ Miðað við orð Steingríms þá vissi

Fyrirbyggjandi

lúsasjampó lúsasprey Öflug tvenna fyrir börn sem fyrirbyggir lúsasmit Gotitas de Oro Anti-Lice Shapoo Anti-Lice hair Lotion

Virk samsetning innihaldsefna ver hárið og hársvörðinn og kemur í veg fyrir lúsasmit í 90% tilfella án þess að valda óþægindum né ertingu. Notið eins og hvert annað sjampó fyrir venjulegan hárþvott og/eða spreyið daglega í þurrt hárið Inniheldur ekki eitur- né skordýraefni Útsölustaðir flest apótek og heilsubúðir.

Stofnað

Stofnað

Umboð: www.vitex.is

Kemur í veg fyrir lúsasmit

hann ekki hvernig hann og bróðir hans greiddu fyrir hlutabréf sem þeir keyptu á rúma fimm milljarða króna. „Dómararnir hljóta að verða að sýna og sanna að ég hafi vitað og tekið ákvarðanir um þetta. Ég vissi bara ekki að þetta hefði verið gert.“ Í dómi Hæstaréttar Íslands stendur um aðkomu hans að fjármögnun viðskiptanna að honum hafi ekki getað „dulist“ að Milestone hafi borgað hlutabréfin en að hann hafi látið það „viðgangast“. Þetta segir Steingrímur að sé ósatt: Hann hafi ekki vitað þetta og ekki komið að því að taka ákvörðun um þetta. „Ég kom ekkert að þessu og ég fékk aldrei rukkun fyrir bréfin.“ Las um lánið í ákæru Steingrímur segir að ákvörðunin um að Milestone myndi greiða fyrir hlutabréfin, sem þeir Karl og Steingrímur keyptu, hafi aldrei farið fyrir stjórn Milestone. Einu stjórnarmenn Milestone voru Karl og Steingrímur. „Aðkoma stjórnarinnar að þessu var engin. Í dag get ég sagt þér að ég réði engu í Milestone, akkúrat engu. Ég var að vinna í lyfjahluta Milestone sem hafði ekkert með þetta að gera. Þeir léku líka lausum hala í Sjóvá-tryggingarfélagi og ég vissi ekkert um það. Mér finnst alveg furðulegt að enginn skuli vera ákærður fyrir það að heill bótasjóður úr tryggingarfélagi hverfi. Það er eitthvað skrítið í gangi í samfélaginu fyrst það er löglegt.“ Blaðamaður: „En hvernig hélstu þá að þið mynduð borga fyrir hlutabréfin?“ Steingrímur: „Ég settist aldrei yfir það og velti því fyrir mér. Það var mikill hamagangur þegar þetta gerðist og svo var ég bara settur út í kuldann og ég fékk ekki upplýsingar um neitt.“ Blaðamaður „En þú hélst samt áfram að vera stjórnarmaður í Milestone þar til félagið féll?“ Steingrímur: „Já, það voru mistök. En það sem var kallað „stjórn“ í Milestone er ekki stjórn í öðrum félögum. Framkvæmdastjórnin í Milestone var það sem kallast stjórn í öðrum félögum. Þeir tóku ákvarðanir um allt og gerðu það sem þeim sýndist.“

Blaðamaður: „En hvenær vissir þú að Milestone hefði borgað fyrir hlutabréfin sem þið keyptuð?“ Steingrímur: „Það var bara eftir að ákæran var birt og maður fer að lesa þetta og sér hvað var í gangi þarna.“ Miðað við þessi orð Steingríms þá vissi hann ekki að aðal lögbrotið í málinu hefði verið framið fyrr en meira en fimm árum eftir að brotin áttu sér stað. „Ég er að fara í fangelsi fyrir eitthvað sem ég gerði ekki. Ok. Ég lét undan þrýstingi; þá er ég að fara í fangelsi fyrir að láta undan þrýstingi. En aðkoma mín að þessum gjörningi er akkúrat engin.“ Græddi á viðskiptunum Í dómi Hæstaréttar er rakið hvernig Steingrímur naut fjárhagslega góðs af því að Milestone greiddi Ingunni fyrir hlutabréfin sem svo voru skráð á nöfn þeirra Karls og Steingríms. Árið 2005 voru til dæmis greiddar út 50 milljónir króna í arð til hluthafa Milestone og 300 milljónir árið 2006. Steingrímur hefur því fengið 20 milljónir árið 2005 og 120 milljónir árið 2006, þegar horft er á 40 prósenta eignarhlut hans. Þá var greiddur arður upp á 478 milljónir króna til hluthafa Milestone í lok árs 2008. Hvað Steingrímur fékk af þessum 478 milljónum liggur ekki fyrir en heimildir Fréttatímans herma að hans hluti af arðinum árið 2008 hafi verið notaður til að greiða upp í skuld hans við Milestone út af hlutabréfakaupunum af Ingunni Wernersdóttur árið 2005. Aðspurður segist Steingrímur ekkert vita um þetta og að hann muni ekki hversu mikinn arð hann fékk út úr Milestone á árunum 2005 til 2008. Ótvírætt er hins vegar að hann naut fjárhagslega góðs af viðskiptunum með hlutabréf Ingunnar, sama þó hann segist ekki hafa vitað hvernig viðskiptin voru fjármögnuð. Hann skrifaði undir viðskiptin við Ingunni, sat í stjórn félagsins sem greiddi fyrir hlutabréfin með ólöglegum hætti, hagnaðist á þeim persónulega en hann segir að hann hafi einfaldlega ekki vitað að Milestone borgaði fyrir hlutabréfin. Steingrímur segist ætla að leita réttar síns hjá Mannréttindadómstóli Evrópu í Strassborg.


FRUMSÝND Í DAG


24 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016

Kvennaíþróttir fá lægri styrki Keppendur í landsliði Íslands í hópfimleikum greiða sjálfir sinn kostnað við keppnisferðir en Fimleikasambandið stendur straum af kostnaði þjálfara og fylgdarliðs. Í flestum tilvikum bætast við kostnað landsliðsfólks há æfingagjöld fyrir að æfa í meistaraflokki með sínu félagsliði. Þótt landslið Íslands í hópfimleikum skarti tvöföldum Evrópumeistaratitli í liðakeppni, fær liðið einungis lágmarks styrk úr afrekssjóði ÍSÍ. Unglingalandsliðin, sem getað státað sig af einum Evróputitli, fá hinsvegar enga styrki úr afrekssjóði ÍSÍ, þrátt fyrir að slíkt þekkist í öðrum greinum.

Glódís Guðgeirsdóttir.

Það kemur sér vel að ég hef ástríðu fyrir fimleikum

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

Unglingalandsliðin greiða 350 þúsund vegna þátttöku sinnar í EM verkefninu. Í hópnum eru tvíburar og þrenn pör af systrum en fjölskyldur þeirra greiða um átta hundruð þúsund hver fyrir þann heiður að senda þær í keppni með landsliði Íslands. Þegar allt er tekið saman getur kostnaður þessara heimila rokið í eina milljón. Fjögur lið frá Íslandi, alls fimmtíu fimleikamenn, eru á leið á Evrópumeistaramótið í Slóveníu sem fer fram þann 10. til 16. október. Liðin sem keppa fyrir Ísland eru kvennalið í unglingaflokki og fullorðinsflokki og tvö blönduð lið karla- og kvenna, bæði í unglinga- og fullorðinsflokki. „WOW

Fjórða hver stúlka leggur stund á fimleika. Formaður Fimleikasambandsins segir að afreksfólk í fimleikum fái lægri styrki þar sem stúlkur séu í miklum meirihluta. Myndir | Hari

lega í gegn,“ segir Sólveig en það eru örfá sæti laus í flugvélinni fyrir þá sem hafa áhuga. Fjórða hver stúlka æfir fimleika S ó l ve i g J ó n s d ó t t i r, f r a m kvæmdastjóri Fimleikasambandsins, segir ástæðu þess að lítið fé hefur fengist til að styrkja fimleika, líklega vera af tvennum toga: „Annars vegar held ég að það

Árangur í grein eins og hópfimleikum krefst gríðarmikilla æfinga og hæfni. Fimleikafólkið æfir alls í um 20 klukkustundir á viku, ekki bara í aðdraganda mótsins heldur meira og minna allt árið um kring. er einn samstarfsaðila FSÍ og landsliðin fljúga út með leiguvél frá flugfélaginu. Stuðningsmönnum var boðið að kaupa sér ferð á EM og ferðast með liðinu og það sló alger-

vegi þungt að konur eru í miklum meirihluta þeirra sem æfa fimleika, en fjórða hver stúlka æfir fimleika á Íslandi. Síðan vinnur það mögulega gegn okkur að vera ekki boltaíþrótt,

Heimili & hönnun Allt um gólfefni

Þann 1. október

auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300

en kvennalandslið í boltagreinunum hafa verið að fá hærri styrki úr afrekssjóðnum en við.“ Ef ekki væri fyrir samstarfsaðila Fimleikasambandsins gætum við ekki tekið þátt í Evrópumótinu, en heildarkostnaður verkefnisins er um 60 milljónir og erum við þeim sem styðja fimleikafólkið okkar, ákaflega þakklát. Hún segir að strákum sé smám saman að fjölga í íþróttinni: „Kannski við fáum meiri styrki í framtíðinni vegna þess,“ segir hún hlæjandi. „Við settum okkur það markmið að fjölga strákum í fimleikum úr 15 prósentum í 35 prósent og það er að takast.“ Árangur í grein eins og hópfimleikum krefst gríðarmikilla æfinga og hæfni. Fimleikafólkið æfir alls í um 20 klukkustundir á viku, ekki bara í aðdraganda mótsins heldur meira og minna allt árið um kring.

Líkt og áður er stefnan sett á fyrsta sætið. Fimleikasambandið hefur hleypt af stokkunum, átakinu Vertu mEMm, sem miðar að því að kynna íþróttina og byggja upp stemningu í aðdraganda mótsins. Skorað er á fyrirtæki að styrkja afreksfólkið en sérstakur vefur heldur utan um áskorunina. Hún felur tvennt í sér: Annars vegar að styrkja landsliðin um 25.000.- og hins vegar að skora á önnur tvö fyrirtæki og halda leiknum þannig gangandi. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt og vera mEMm geta heimsótt em2016.islfim.net Á sunnudaginn, klukkan 17.30, verður æfingamót fyrir liðin í Íþróttafélaginu Gerplu. Forseti Íslands setur mótið og allir eru velkomnir til að hvetja þetta kraftmikla íþróttafólk til dáða.

Glódís Guðgeirsdóttir er tvöfaldur Evrópumeistari með kvennalandsliðinu, árin 2010 og 2012, en hún meiddist fyrir keppni árið 2014 en beit á jaxlinn var keppti með í úrslitum þegar liðið lenti í 2. sæti og hlaut silfur. „Þetta er mitt sjötta stórmót og ég er að greiða 350 þúsund krónur á mánuði fyrir ferðina, það er hægt að margfalda það með fimm en síðan bætast við æfingagjöld og sjúkraþjálfun,“ segir Glódís sem er námsmaður í háskólanum og hefur því ekki úr miklu að spila. Upptekin á kvöldin „Þetta er í raun alveg hrikalegt, því æfingaprógrammið er stíft og kemur í veg fyrir að það sé hægt að taka að sér aukavinnu. Ég er alltaf upptekin frá 6 til 10 á kvöldin og svo detta stundum inn aukaæfingar. Hún segist vita að fólk taki þetta með í reikninginn þegar það ákveði hvort það geti hreinlega stundað þetta sport. „En það kemur sér vel að ég hef algera ástríðu fyrir fimleikum og ég neita að láta þetta skemma fyrir mér,“ segir Glódís sem segir stefnt á sigur á mótinu enda sé gullið vel raunhæft.

Sigrún Magnúsdóttir með tvíburadætrum sínum sem báðar keppa i fimleikum. Ánægjan er mikil og kostnaðurinn líka.

Tvöföld ánægja – tvöfaldur kostnaður Sigrún Magnúsdóttir, verslunarstjóri hjá 66 norður, á tvíburadætur sem báðar keppa með landsliðinu í fimleikum. Þátttaka dætranna í Evrópumeistaramótinu í Slóveníu kostar heimilið eina milljón króna. „Þær byrjuðu fimm ára í fimleikum en eldri systir þeirra var í fimleikum og þær vildu gera eins og hún,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, móðir Tinnu og Tönju Ólafsdætra, sem færðu sig fljótlega úr einstaklingsfimleikum í hópfimleika hjá Stjörnunni í Garðabæ. „Eftir að þær byrjuðu þar tóku fimleikarnir yfir öll önnur áhugamál. Þetta er rosalega mikið og sterkt hópefli og gefur þeim líka afskaplega mikið. Þær hafa líka náð góðum árangri, eru Íslands- deildar- og bikarmeistarar og hafa tekið þátt í stórmótum fyrir Íslands hönd.“ Sigrún segir að dæturnar æfi þrjá tíma á dag en í kringum mót séu allar helgar lagðar undir æfingar auk þess sem þær dvelja oft í sérstökum æfingabúðum. Þær hafa unnið marga titla og tekið þátt í stórmótum. Fyrir tveimur árum felldi Stjarnan niður æfingagjöldin þar sem þær eru í meistaraflokki en Sigrún segir að það hafi munað mikið um það en æfingagjöldin eru um 200.000

þúsund fyrir hvern einstakling á önn. Horfum á þetta sem fjárfestingu

Sigrún segir að það hafi verið léttir að losna við æfingagjöldin en þátttakan í mótinu núna kostar 380 þúsund fyrir hvora stelpu en ofan á það bætist fatakostnaður svo kostnaður er minnst ein milljón fyrir báðar. Í apríl tóku stelpurnar þátt í Norðurlandamóti félagsliða fyrir hönd Stjörnunnar og náðu fyrsta sæti. Sú ferð kostaði 600.000. „Við höfum hinsvegar alltaf horft á þetta sem fjárfestingu í stelpunum okkar og sjáum ekki eftir peningunum. Það er ofboðslega flott af vita af þeim í þessu og ég er afskaplega stolt þegar vel gengur. Það er erfitt að bakka út þegar vel gengur en það er ekki hægt að neita því að kostnaðurinn er mikill og margir foreldrar horfa til hans þegar þeir taka ákvörðun um hvort börnin haldi áfram í fimleikum eða ekki. Það fer líka mikill tími í foreldrastarfið og ég tek þátt í þessu öllu af lífi og sál og leiðist aldrei. Þetta skiptir öllu máli fyrir stelpurnar mínar og er þeirra líf og yndi. Það er í raun frábært að vera á þessum stað á unglingsárunum. Ég er þakklát fyrir það.“


17

VIÐ BJÓÐUM ÓDÝRARI

Kl. 8-11

20% AFSláttUR

BIFREIÐASKOÐUN

MoRgUnvERÐ gIlDa á ÖllUM SkoÐUnaRSTÖÐvUM FRUMHERJa úT SEPTEMBER 2016 Mundu að aftasti stafurinn í bílnúmerinu þínu táknar þann mánuð sem mæta á með bílinn í skoðun.

ílA

gIlDIR FyRIR FÓlKSB í EINKAEIgN

IS

SE 789 17

FRUMHERJI BÝÐUR „MoRgUnvERГ á MIllI klUkkan 8-11 vIRka MoRgna. 20% aFSláTTUR aF aÐalSkoÐUn. gæÐa kaFFI og FRíTT WI-FI á MEÐan þú BíÐUR.

Sími: 570 9090 · Netfang: frumherji@frumherji.is · www.frumherji.is

- örugg bifreiðaskoðun um allt land


26 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016

lóaboratoríum

lóa hjálmtýsdóttir

GASTROPUB

MIMOSA fylgir öllum aðalréttum í hádeginu á föstudögum.

HAPPY HOUR

15–18 ALLA DAGA Allir kokteilar, léttvín í glösum og bjór á krana á hálfvirði.

ALLIR KOKTEILAR á hálfvirði á föstudagskvöldum frá kl. 23–24.

SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is

S

BYGGJUM UPP SAMFÉLAG EINS OG FÓLKIÐ VILL

amkvæmt könnun, sem Ríkisútvarpið gerði á áhuga fólks á einstökum samfélagsmálum fyrir komandi kosningar, hafa landsmenn fyrst og fremst áhuga á uppbyggingu velferðarkerfisins. Ríkisútvarpið bauð fólki að velja á tólf málefni og flokka má fjögur þeirra sem velferðarmál; stöðu heilbrigðiskerfisins, málefni aldraðra og öryrkja, menntamál og stöðuna í húsnæðismálum. Þessi mál röðuðu sér í efstu sætin, í þessari röð. Önnur málefni, sem ekki er hægt að flokka sem velferðarmál, lentu öll fyrir neðan þessi fjögur. Almenningur vill ræða velferð í aðdraganda komandi kosninga. Til að glöggva okkur betur á niðurstöðunni bjuggum við til einkunnargjöf þannig að mjög mikill áhugi gaf þrjú stig og fremur mikill áhugi eitt stig. Á móti drógust frá sambærileg mínusstig ef fólk taldi málefnin skipta fremur litlu eða afar litlu máli. Með þessu móti skora þau málefni hæst sem breiðasta samstaðan er um. Þau málefni sem fáir telja mikilvæg en margir lítt áríðandi lenda að sama skapi neðarlega á listanum. Sum mál eru þess eðlis að þrátt fyrir mikinn áhuga fárra er ekki grundvöllur til að ræða þau í stórum hópi. Þau fjögur mál sem lentu neðst á lista kjósenda samkvæmt þessari einkunnargjöf voru málefni innf lytjenda, f lóttamanna og hælisleitenda, endurskoðun stjórnarskrárinnar, staðsetning flugvallar

í Reykjavík og aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ef eitthvað af þessum málum verður heitt í kosningabaráttunni er það í óþökk stórs meirihluta kjósenda sem vildi miklu fremur ræða önnur mál sem skipta fleiri meira máli. Málefnin sem lenda þarna á milli, mál sem ekki eru velferðarmál en sem njóta samt víðtæks stuðnings; eru nýting náttúruauðlinda og gjaldtaka, skattabreytingar, umhverfismál og atvinnuuppbygging á landsbyggðinni. Þetta eru mál sem leggja mætti fram fyrir kosningar í þokkalegri sátt. Hvernig viljum við auka gjaldtöku af auðlindum þjóðarinnar? Hvernig viljum við breyta skattkerfinu? Hvernig viljum við vernda náttúruna og hvernig má efla samfélögin á landsbyggðinni? En ef marka má þessa könnun ættum við helst af öllu að ræða saman um hvernig við getum sveigt velferðarkerfin svo þau þjóni betur fólkinu í landinu. Þau eru augljóslega ekki nógu góð. Þetta hefur svo sem verið ljóst árum og áratugum saman. Hefðin er hins vegar sú að stjórnmálamennirnir vilja ræða eitthvað allt annað en fólk vill heyra. Því er iðulega haldið fram fyrir kosningar að við getum hugað að velferðarkerfunum þegar við erum búin að tryggja sérhagsmunaöflunum það sem þau biðja um; skattalækkanir til fyrirtækja, aukna styrki til landbúnaðar eða fleiri samninga um orkusölu til iðnvera á kostnað-

arverði. Því er haldið fram að fyrst þurfi sérhagsmunirnir að fá sitt áður en tími sé til að ræða umgerð um líf venjulegs fólks. Vonandi verður komandi kosningabarátta öðruvísi. Vonandi mun samfélagsumræðan snúast um þá framtíð sem mikill meirihluti landsmanna vill stefna að. Vonandi auðnast okkur að tala um hvernig byggja má upp samfélag af vonum fólks og væntingum. Við höfum eytt of miklum tíma á umliðnum áratugum í umræður um hvernig byggja má upp samfélag kringum ótta fólks og kvíða. Stjórnmálamenn hafa lofað okkur að vernda okkur fyrir hinu og þessu; atvinnuleysi, erlendum ítökum, hrægömmum. Það er hins vegar miklu fremur hlutverk stjórnmálanna að leiða uppbyggingu velferðarkerfisins en að forða okkur frá óáran. Vissulega geta stjórnmálamenn valdið efnahagslegum skaða; ekki síst þegar þeir sveigja ríkið að þröngum sérhagsmunahópum. En efnahags- og atvinnulífið sveiflast iðulega upp og niður eftir aðstæðum sem stjórnmálamenn hafa litla sem enga stjórn á. Aukinn hagvöxtur á Íslandi á undanförnum misserum kemur til dæmis af fjölgun ferðamanna, sem stjórnvöld eiga lítinn ef nokkurn þátt í að efla. Það mætti jafnvel frekar halda því fram að ferðamönnum hafi fjölgað þrátt fyrir aðgerðaleysi stjórnvalda. Markmið stjórnvalda ætti að vera að vasast helst í því sem fólk væntir af þeim; að byggja upp velferðarkerfi sem skapar góða umgjörð utan um líf almennings og traust öryggisnet til að grípa þá sem þurfa á aðstoð að halda.

Gunnar Smári

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.


1. des. í 3 nætur Frá kr.

79.995

BEINT FLUG

m/morgunmat

PORTO

Nýr áfangastaður

Óviðjafnanleg borg á fleiri hátt en einn!

H

eimsferðir bjóða nú í fyrsta skipti borgarferð í beinu flugi til Porto í Portúgal, en borgin var árið 2014 kjörin besti borgaráfangastaður Evrópu.

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

ENNEMM / SIA • NM77418

Porto er önnur stærsta borg Portúgal og dregur landið nafn sitt af henni. Hér mætast mikil saga, falleg byggingarlist, blómleg menning, ljúffengur matur og mögnuð upplifun. Borgin stendur við Douro-ána, hún er hæðótt og margar byggingar eru byggðar beint inn í klettana. Gamli bærinn í Porto er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar eru göturnar þröngar og brattar, byggingarnar litríkar og fallegar og vekja upp þá tilfinningu að maður hafi ferðast aftur í tímann. Það er einstaklega skemmtilegt að upplifa sögu borgarinnar á göngu og þú mátt ekki missa af gersemum eins og Bolsa höllinni. En Porto er ekki síður nútímaleg borg en söguleg. Nýrri hverfin eru full af einstöku andrúmslofti, lífi og mikilli grósku. Auk þess er frábært að versla í Porto, hér er að finna fjölmargar alþjóðlegar verslunarkeðjur, stórar verslunarmiðstöðvar, fjöruga markaði og einstakar litlar verslanir með portúgölskum listmunum og hönnun. Litríkar götur Porto bíða eftir þér! Dragðu í þig andrúmsloft borgarinnar, uppgötvaðu portúgölsk sætindi og njóttu þess að bragða á heimsþekktum vínum Portúgala.

Hotel Teatro

Hotel Dom Henriqu

Hotel Via Gale Porto

Hotel Cristal Porto

Frá 99.895 kr.

Frá 84.395 kr.

Frá 82.995 kr.

Frá 79.995 kr.

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi m/ morgunmat.

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi m/ morgunmat.

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi m/ morgunmat.

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi m/ morgunmat.


28 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016

Trump á raunverulegan möguleika á sigri

Fylgi Hillary Clinton og Donald Trump á landsvísu. Meðaltal skoðanakannana, samkvæmt Real Clear Politics

Örvænting meðal Demókrata eftir að forskot Clinton er nánast horfið. Magnús Sveinn Helgason ritstjorn@frettatiminn.is

Fyrir rétt rúmlega mánuði síðan voru stjórnmálaskýrendur og stuðningsmenn HillaryClinton svo gott sem búnir að afskrifa Donald Trump. Sigur virtist nánast öruggur, því forskot Hillary á Trump á landsvísu var allt að 9%. Spurningin virtist ekki hvort Hillary myndi sigra, heldur hversu stór sigurinn yrði. Demókratar gældu jafnvel við að sigur Hillary yrði svo stór og ósigur Trump svo alger, að það myndi sópa stórum hluta þingflokks Repúblikana út úr báðum deildum þingsins. Sögulegur stórsigur virtist vera í sjónmáli. Í dag er staðan allt önnur. Lítið hefur sést til Clinton allan ágústmánuð, á meðan Trump virðist hafa tekið sig á, er örlítið agaðri og ábyrgari á félagsmiðlum og á kosningafundum. Í síðustu viku beindist hið neikvæða kastljós svo að Clinton, því í kjölfar þess að hún hneig niður á minningarathöfn um hryðjuverkaárásirnar 11. september í NewYork snérist öll stjórnmálaumræða í Bandaríkjunum um heilsufar hennar og tilraun um til að halda veikindum hennar leyndum. Afleiðing alls þessa er að forskot Hillary er nánast horfið. Mikil um-

Clinton hefur ekki mælst minna, né munurinn á frambjóðendunum, síðan í lok júlí, rétt fyrir upphaf landsfundar Demókrataflokksins. (Sjá rammagrein). Frá upphafi kosningabaráttunnar hafði Hillary forskot á Donald en fylgi Trump jókst þó eftir því sem leið á prófkjörsslag Repúblikanaflokksins. Á meðan kjósendur á hægri vængnum fylktu sér um Trump leið Clinton fyrir átök stuðningsmanna sinna og Bernie Sanders. Trump tókst hins vegar að glutra fylgisaukningunni niður í júní, ekki síst vegna eilífra deilna við forystu flokksins. Stjórnmálaskýrendur bentu á fylgishrun Trump í júní sem sönnun þess að sú strategía sem hann hafði beitt í prófkjörum flokksins, þ.e. að æsa upp grasrótina með stóryrðum og bægslagangi, virkaði ekki á aðra kjósendur. Um miðjan þann mánuð rak Trump svo kosningastjóra sinn, Corey Lewandowski, sem hafði stýrt framboðinu í gegnum prófkjörsslaginn. Fylgið tók aftur að stíga í júlí og tók svo kipp upp á við í kjölfar landsfundar Repúblikanaflokksins í lok mánaðarins. Landsfundarkippurinn, „the convention bounce“ varð hins vegar skammvinnur fyrir Trump, því Demókrataflokkurinn

Meðan Hillary Clinton naut góðs af jákvæðri umfjöllun um landsfund Demókrataflokksins hélt Trump áfram illdeilum við leiðtoga síns eigin flokks og efndi til nýrra, t.d. með Twitterrifrildi við fjölskyldu látins hermanns af múslimskum uppruna. fjöllun er um gerbreytta stöðu í kosningunum og það er ekki laust við að ákveðinnar örvæntingar gæti í herbúðum Demókrata: Trump á allt í einu raunhæfan möguleika á að sigra í nóvember. Úr nærri 10% forskoti í innan við 1% Samkvæmt meðaltali Real ClearPolitics á skoðanakönnunum er munurinn á frambjóðendunum núna innan við eitt prósent. Á mánudag sýndi meðaltal RCP á könnunum að fylgi Trump er 44% á landsvísu, meðan fylgi Clinton er 44,9%. Fylgi

hélt sinn landsfund skömmu eftir að Repúblikanar höfðu lokið sínum. Meðan Hillary Clinton naut góðs af jákvæðri umfjöllun um landsfund Demókrataflokksins hélt Trump áfram illdeilum við leiðtoga síns eigin flokks og efndi til nýrra, t.d. með Twitterrifrildi við fjölskyldu látins hermanns af múslimskum uppruna. Í byrjun ágúst var staðan sú að Trump var kominn undir 40% fylgi og Hillary komin í 50%. Undir lok ágústmánaðar tók hins vegar að halla undan fæti hjá Hillary.

6 júní Clinton innsiglar sigur í próf­ kjörum Demókrataflokksins.

26 maí Trump innsiglar sigur í prófkjörum Repúblíkanaflokksins

Hillary Clinton Donald Trump 2 sept FBI birtir skýrslu um rannsókn á tölvu­ póstaskandal Clinton.

18 júlí Landsfundur Repúblíkana hefst.

7. júlí Yfirmaður FBI ber vitni fyrir þingnefnd vegna tölvu­ póstaskandals Clinton.

48

25 júlí Landsfundur Demókrata hefst. 17 ágúst Trump skiptir um kosningastjórn. Steve Bannon frá Breitbart Media tekur við.

20 júní Trump rekur kosn­ ingastjóra sem stýrði í prófkjörsslagnum.

30 júlí Illdeilur Trump við Khanfjöl­ skylduna á Twitter hefjast Apríl

Maí

Júní

Júlí

Ágúst

46

44

11 sept Hillary fær aðsvif og upplýsir um lungna­ bólgu­smit.

September Heimild | realclearpolitics.com

Hillary lætur Trump eftir sviðið Eitt af því sem fréttaskýrendur hafa bent á sem ástæðu fyrir þeim viðsnúningi sem átt hefur sér stað er að Clinton var lítt sýnileg í ágúst Í stað þess að fylgja vel heppnuðum landsfundi eftir með fundaherferð um lykilfylki kosningabaráttunnar beindi Clinton nær allri athygli sinni að fjáröflun en samkvæmt kosningaskrifstofu Clinton hélt hún alls 37 fjáröflunarfundi í mánuðinum. Clinton eyddi tíma sínum í kokteilboðum og fjáröflunarkvöldverðum með vellauðugum stuðningmönnum sínum, vinum og velunnurum í stað þess að mæta á kosningafundi með almúganum í smábæjum Bandaríkjanna. Afraksturinn var alveg hreint skínandi, sé hann mældur í dollurum. Alls safnaði Clinton 143 milljónum bandaríkjadollara í ágúst, sem var met. Til samanburðar safnaði Obama ekki nema 66 milljónum dollara í ágúst 2008. Fjáröflun Trump í ágúst skilaði svo 90 milljónum dollara. Og það sem meira er, fylgistölur Clinton virtust ekki líða fyrir fjarveru hennar en það breytti því ekki að í fjarveru hennar átti Trump sviðið einn. Rommel eða Dukakis? Með því að einblína á stuðning hinna auðugu var Clinton að taka ákveðna áhættu. Í stað þess að hitta kjósendur í eigin persónu og fá ókeypis umfjöllun í fylkis- og héraðsmiðlum í tengslum við kosningafundi valdi hún að safna digrum kosningasjóðum sem gætu borgað fyrir þéttriðið net kosningaskrifstofa og auglýsingaherferðir í sjónvarpi á lokametrum kosningabaráttunnar. Forskot hennar í könnunum virtist benda til að hún hefði efni á að hverfa af sjónarsviðinu í nokkrar vikur. Það verður ekki að fullu ljóst fyrr en í nóvember hvort Clinton veðjaði á réttan kost í þessari stöðu. En eins og Glenn Thrush, dálkahöfundur á Politico.com, bendir á mun sú ákvörðun Clinton að einbeita sér að fjáröflun í ágúst vafalaust verða umfjöllunarefni stjórnmálaskýrenda um langa framtíð. „Ef hún vinnur kosningarnar munu menn benda á fjáröflunarherferðina og þá holskeflu anti-Trump sjónvarsauglýsinga sem hún mun borga fyrir, sem dæmi um snilli Clinton og herkænsku. En ef hún tapar mun þessi ákvörðun enda

Donald Trump á kosningafundi í Ohio 12. september. Sigur Trump veltur á því að vinna stuðning hvítra kjósenda í fylkjum þar sem lítill munur er á fylgi frambjóðendanna. Árásir Trump á innflytjendur og fólk af suður-amerískum uppruna skaða Trump fyrst og fremst í fjölmennum fylkjum sem Clinton er hvort sem er örugg um að vinna. Myndir | Getty

einhverstaðar á toppi listans, ásamt Michael Dukakis í skriðdrekanum.“ (Sjá myndatexta) Trump verður „forsetalegri“ Meðan Hillary heimsótti auðmenn í The Hamptons virðist Trump hafa ákveðið að nú skyldi hefja alvöru kosningabaráttu og um miðjan ágústmánuð skipti hann í annað sinn á stuttum tíma um kosningastjóra. Við stjórninni tóku Steve Bannon, sem hafði stýrt Breitbart Media og Kellyanne Conway en Trump réði Conway sérstaklega til að milda yfirbragð framboðsins og bæta ímynd þess. Í stað þess að eiga í stöðugum útistöðum á félagsmiðlum hefur Trump verið tiltölulega rólegur frá því í byrjun ágúst. Að vísu hefur hann ekki hætt að skrifa undarlegar Twitterfærslur á tímum þegar flestir sofa, dreifa samsæriskenningum, móðga minnihlutahópa eða setja fram fullyrðingar sem eru óumdeilanlega rangar, en í samanburði við það sem fjölmiðlar og kjósendur áttu að venjast frá Trump hefur hann verið því sem næst yfirvegaður og hófstilltur í samanburði. Trump hefur líka haldið nokkra blaðamannafundi þar sem hann hefur haldið sig við fyrirfram skrifað handrit og skýra punkta, og einnig flutt ræður með útfærðum stefnumálum. KosningafundirTrump eru eftir sem áður undarlegt spunaleikhús með „orðasalötum“, en þó hafa blaðamannafundir, eins og sá sem

Gary Johnson, frambjóðandi Frjálshyggjuflokksins, ásamt ungum stuðningsmanni í Purdue-háskóla. Kannanir sýna að Johnson nýtur stuðnings 15-20% yngsta kjósendahópsins, en þessir kjósendur voru einn mikilvægasti hluti kosningabandalags Obama 2008 og 2012.

50

Trump hélt með forseta Mexíkó í lok ágúst, hjálpað til við að gera Trump „forsetalegan“ í augum margra kjósenda. Skandalar Clinton Önnur meginástæða þess að Clinton hefur tapað forskoti sínu er fremur neikvæð fjölmiðlaumfjöllun. Í lok ágúst vöknuðu spurningar um að Clintonhjónin hefðu veitt þeim er gáfu fé til góðgerðarstofnunar þeirra, The Clinton Foundation, óeðlilega pólitíska fyrirgreiðslu, og í byrjun september birti bandaríska alríkislögreglan skýrslu um rannsókn á tölvupóstsamskiptum Clinton meðan hún var utanríkisráðherra. Að vísu var ekkert glæpsamlegt að finna í þessum uppljóstrunum, né í raun nýjar fréttir, en umfjöllunin renndi stoðum undir þá tilfinningu margra kjósenda að Clinton væri að fela eitthvað og að það væri ekki hægt að treysta henni fyllilega. Trump hefur alla kosningabaráttuna hamrað á því að Clinton sé óheiðarleg og slagorðin „Crooked Hillary“ og „Hillary for Prison“ voru áberandi á landsfundi Repúblikanaflokksins. Samsæri og Lunganbólgu-gate Þriðja skýringin á vandræðum Clinton, og sú nærtækasta, eru veikindi hennar, aðsvifið sem hún fékk sunnudaginn 11. september og svo sú staðreynd að hún hélt veikindum sínum leyndum. Þessar fréttir orsökuðu tvennt. Annars vegar ýttu þær enn frekar undir þá tilfinningu margra að Hillary Clinton væri lífsins ómögulegt að koma hreint fram og að hún væri að leyna almenning einhverju. Hins vegar kynntu þær undir samsæriskenningum sem höfðu verið á sveimi yst á hægri vængnum í nokkur ár um að Clinton væri fársjúk. Þessar kenningar, sem Breitbart News hefur verið ötult við að dreifa, ganga ýmist út á að Clinton þjáist af Parkinsons, hún sé með heilaskaða af einhverjum ástæðum, fái regluleg flog og sé líklega við dauðans dyr. Einn angi kenninganna gengur út á að hin „raunverulega“ Hillary Clinton sé of farlama til að birtast opinberlega, og að hún láti tvífari sinn sjá um opinberar uppákomur. Á Breitbart News var fjarvera Clinton í ágúst talin styðja þessa kenningu

42

40


31. jan. í 10 nætur

Frá kr.

139.795 m/hálfu fæði

BEINT FLUG

Nýr áfangastaður

LA PALMA

á Kanaríeyjum

H

eimsferðir bjóða nú í fyrsta sinn beint flug til Kanaríeyjunnar La Palma en þessi dásamlega eyja skartar fallegs útsýnis, ósnortinnar náttúru og frábærrar umgjarðar fyrir sólarunnandann. La Palma er einstaklega falleg eldfjallaeyja með hreint ótrúlega miklum gróðri, enda þýðir Isla La Palma „Pálmaeyjan“ og eyjan er stundum kölluð Isla Bonita sem þýðir „Fallega eyjan“. Meðalhitinn er eins og öðrum Kanaríeyjum yfir vetrartímann, um 20-25 gráður og hér er að finna eitt besta loftslag í heimi, milt og gott veður með jöfnu hitastigi árið um kring. Vinsældir Kanaríeyjanna hafa farið vaxandi með hverju árinu en hingað sækja ferðalangar til að njóta notalegs loftslags, sólarinnar, afslöppunar og útivistar að ógleymdum góða matnum sem í boði er.

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

ENNEMM / SIA • NM77424

Fyrir þá sem langar að hreyfa sig í fríinu þá hefur La Palma uppá margt að bjóða en aðstæður á eyjunni henta mjög vel til gönguferða. Hægt er að komast í skipulagðar gönguferðir um skóginn sem eru algjörlega einstakar, fara í fjallgöngur, stjörnuskoðunarferðir og fleira. Heimsferðir eru stolt af því að bjóða gistingu á Hotel La Palma Princess í Princesshótelkeðjunni sem býður ótrúlega fjölbreytta þjónustu en flaggskip hótelsins er án efa sundlaugargarðurinn sem státar af 11 sundlaugum. Á hótelinu er í boði allt innifalið þjónusta en hótelið er hannað með þeim hætti að gestirnir hafi allt til alls og þurfi ekki að sækja þjónustu annað.

Frábær kjör

10.000 kr. bókunarafsláttur

Hotel La Palma Princess

Las Olas Apartments

Hotel Sol La Palma

H10 Taburiente Playa

Frá kr. 149.795 m/allt innifalið

Frá kr. 139.795 m/hálft fæði innif.

Frá kr. 155.595 m/allt innifalið

Frá kr. 141.195 m/hálft fæði innif.

Netverð á mann frá kr. 139.795 m.v. 2 í íbúð.

Netverð á mann frá kr. 155.595 m.v. 2 í herbergi.

Netverð á mann frá kr. 141.195 m.v. 2 í herbergi.

Netverð á mann frá kr. 149.795 m.v. 2 í herbergi.


AÐVENTU GAMAN!

30 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016

Hillary Clinton á kosningafundi í Háskóla Norður Karólínu í Greensboro 15. september, á fyrsta kosningafundi sínum eftir að hafa hnigið niður á leiðinni af minningarathöfn um 11. september. Í ágúst var Clinton með nokkuð öruggt forskot í Norður-Karólínu, en nýjustu kannanir hafa ýmist sýnt að Clinton og Trump séu hnífjöfn eða Trump með 1-3% forskot.

Aðventuferð til Berlínar Frá:

78.900 kr.

Berlín er dásamleg borg og einstök upplifun á aðventunni. Borgin er fallega skreytt og jólamarkaðir eru um alla borg. Ferðatímabil: 1.-4. des. & 8.-11. des. 2016.

Julefrokost í Köben Frá:

69.900 kr.

Danir eru frægir fyrir Julefrokost matinn og Íslendingar einfaldlega elska Kaupmannahöfn. Ferðatímabil: 18.-20. nóv., 25.-27. nóv, 2.-4. des og 9.-11. des. 2016.

Jólastemming í Dublin Frá:

69.900 kr.

Dublin er alltaf jafn vinsæl að heimsækja og tilvalið að gera jólainnkaupin í ekta írskri stemmingu. Ferðatímabil: 24.-27. nóv. og 1.-4. des. 2016.

Gaman Ferðir fljúga með WOW air / www.gaman.is / gaman@gaman.is

og aðsvifið 11. september óræk sönnun hennar. Þó ekkert bendi til þess að samsæriskenningar um heilsufar Clinton eigi við rök að styðjast og þær séu engu merkilegri en bollaleggingar um fæðingarstað Obama (kona eða blökkumaður geti ekki verið kjörgeng til forseta Bandaríkjanna) og angi þar að auki af kvenfyrirlitningu (69 ára kona geti ekki ráðið við álagið sem fylgi því að vera forseti Bandaríkjanna á meðan 70 ára karl hljóti að geta það), hefur fjölmiðlaumfjöllun um þær skilað sér í neikvæðri athygli. Rót vandans: Óvinsældir Clinton Líkt og Matt Yglesias á Vox bendir á er rót vandans einfaldlega sú að Hillary Clinton er gríðarlega óvinsæl. Ekki aðeins meðal pólitískra andstæðinga, heldur líka meðal margra á bandaríska vinstri vængnum. Fréttir síðustu vikna og fjarvera hennar í ágúst hafa líklega orðið til þess að minna marga kjósendur, sem höfðu sannfærst um að hún væri ekkert svo slæm eða í það minnsta skárri kostur en Trump, á að þeir voru aldrei neitt sérstaklega hrifnir af henni. Eitt af helstu vandamálum Clinton hefur verið að laða til sín unga kjósendur. Aldamótakynslóðin, sem á ensku er kölluð „millennials“, fólk sem komst til vits og ára í kringum aldamótin eða á fyrstu árum þessarar aldar, og er nú 18-35 ára, var einn mikilvægasti hluti kosningabandalags Barack Obama. Þó yfirgnæfandi meirihluta yngri kjósenda styðji ennþá Obama og séu ánægðir með árangur hans í embætti, hefur Hillary gengið mjög illa að sannfæra þá um að hún sé eðlilegur arftaki hans í embætti. Ef Clinton vill eiga möguleika á að sigra í nóvember verður hún að virkja kosningabandalag Obama: Minnihlutahópa, konur og unga kjósendur. Þriðjuflokksframbjóðendur Vandi Clinton er sérstaklega alvarlegur meðal háskólanema. Samkvæmt niðurstöðum könnunar SurveyMonkey, sem FiveThirtyEight. com birti, styður 41% kjósenda yngri en 25 ára Clinton og 27% Trump en forskot Obama meðal þessa kjósendahóps var tvisvar sinnum stærra. Ástæða þess að Clinton nær ekki betri árangri er að meira en fjórðungur yngri kjósenda styður þriðjaflokksframbjóðendur: Gary Johnson, frambjóðandi Frjálshyggjuflokksins, nýtur stuðnings 17% og Jill Stein, frambjóðandi Græningja, nýtur stuðnings 10%. Á FiveThirtyEight er þessi niðurstaða sögð þeim mun merkilegri fyrir þær sakir að kannanir sýni að yngstu kjósendurnir séu frjálslyndari og vinstrisinnaðri en aðrir kjósendahópar og ættu því öðru

Bush eldri og yngri. Andúð forystu Repúblikanaflokksins á Donald Trump birtist meðal annars í því að enginn meðlimur Bushfjölskyldunnar hefur lýst yfir stuðningi við Trump og samkvæmt heimildum Politico ætlar George H.W. Bush að kjósa Hillary Clinton.

fremur að styðja Clinton. Það má þó spyrja sig hvort skýringin á efasemdum þessara kjósenda um Clinton sé ekki einmitt að leita í þessu: Þeim þyki hún einfaldlega ekki nógu róttæk. Þriðja leiðin og svokölluð „triangulation“ Clintonáranna á ekki upp á pallborðið hjá ungu fólki sem studdu sósíalistann Bernie Sanders. Bandalag Bush og Clinton Meðan tilraunir Clinton til að sækja inn á miðjuna og höfða til óánægðra Repúblikana hafa ekki orðið til þess að auka áhuga róttækari yngri kjósenda á að styðja hana hafa þær þó borið annan nokkuð magnaðan ávöxt, því samkvæmt heimildum politico.com ætlar George H.W. Bush eldri að kjósa Hillary. Það er auðvelt að líta á stuðning Bush eldri við Clinton sem súrrealíska fullkomnun á þeirri „aftur til framtíðar“ stemingu sem er farin að einkenna kosningabaráttuna: Newt Gingrich, fyrrum leiðtogi Repúblikana í Bandaríkjaþingi sem og krossferðarinnar gegn Bill Clinton, vinnur nú hörðum höndum að því að endurvekja allar gömlu Clinton-samsæriskenningarnar, „morðið“ á Vince Foster er aftur til umræðu á AM-Talk Radio og loks ríður ættfaðir Bush-fjölskyldunnar inn á sviðið til að styðja Clinton. Það er kannski ekki skrýtið að ungt fólk ætli að kjósa eitthvað annað en endurtekið efni eða að ungt fólk muni einfaldlega sitja heima, eins og margir ráðgjafar Clinton óttast. Þjóðaratkvæði um hatur Clinton hefur reynt að biðla til yngri kjósenda með kosningaloforðum um aðgerðir til að ná tökum á námslánaskuldum, aðgerðir til að jafna launamun kynjanna og hækkun lögbundinna lágmarkslauna en það sem virðist hafa fundið mestan hljómgrunn er áhersla hennar á að ungir kjósendur verði að standa

saman gegn hatursorðræðu Trump. Og staðreyndin er að þó Hillary sé vissulega óvinsæl er Trump enn óvinsælli, sérstaklega meðal ungra kjósenda. Samkvæmt nýlegri könnun Quinnipiac telja 73% kjósenda á aldrinum 18-34 ára að Trump „biðli til fordóma“ almennings. Aðrar kannanir sýna að 66% kjósenda á aldrinum 18-39 ára telja Trump hafa fordóma í garð minnihlutahópa og kvenna, og 73% telja að hann sé hreinlega kynþáttahatari. Ein helsta von Clinton, þegar kemur að því að vinna hug ungra kjósenda, er því að beina athyglinni að Trump og minna á að valið standi milli tveggja ólíkra sýna á Bandaríkin. Annars vegar fjölmenningarsamfélags sem lítur bjartsýnt fram á veg, samfélags þar sem innflytjendur, konur og minnihlutahópar eiga sama rétt og möguleika og hvítir miðaldra karlmenn, og hins vegar hatursfullrar og biturrar fortíðarþrár Trump sem dreymir um ímyndaða gullöld sjötta áratugar síðustu aldar, bölsótast yfir öllum breytingum, óttast ímyndaða upplausn og glæpaöldu í stórborgum, og hræðist innflytjendur og mannréttindi minnihlutahópa. Slæmt gengi gæti bjargað Clinton Verra gengi Clinton í könnunum gæti jafnvel hjálpað henni til sigurs, eins þversagnakennt og það hljómar. Því í ágúst, þegar næsta öruggt þótti að hún yrði næsti forseti Bandaríkjanna, ákváðu margir yngri kjósendur að það væri óhætt að styðja Jill Stein eða Gary Johnson. Trump myndi hvort sem er ekki ná kjöri og því óþarfi að mæta í kjörklefann til að velja skárri kostinn af tveimur slæmum. Nú, þegar meira virðist í húfi og atkvæði greitt þriðjuflokksframbjóðendum gæti hæglega skipt sköpum og jafnvel tryggt Trump sigur, er hugsanlegt að eitthvað af þessum kjósendum endurskoði afstöðu sína.


NÝ SENDING

SKÁPAR SKENKAR BORÐ

LÆKKAÐ VERÐ

50%

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM KUBBAKERTUM

VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND

NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS


VERTU MEMM! LONDON

32 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016

frá

7.999 kr. *

des. - mars

KÖBEN

frá

7.999 kr. *

n ó v. - m a r s

S TOKKHÓLMU R

frá

7.999 kr.

*

n ó v. - m a r s

Abena Darko segir Gana-samfélagið á Íslandi vera nokkuð stórt og mjög samheldið. Stærsti hluti þeirra hittist reglulega og borði saman. „Mér finnst aðalmunurinn á matnum hér og í Gana vera kryddin því við notum miklu fleiri og sterkari krydd. Og hér er allt úrbeinað en í Gana borðum við bæði og notum miklu meira af beinum og skinni.“ Myndir | Rut

Allir borða fufu alla daga Abenu Darko hefur lengi dreymt um að kynna matarmenningu Gana fyrir Íslendingum. Þegar íslenskt forlag vildi ekki gefa kokkabókina hennar út ákvað hún að gera það sjálf. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

A M ST ERDAM

frá

7.999 kr.

*

n ó v. - m a r s

E DI NBORG

frá

7.999 kr. *

okt. - mars

„Ég var nýbúin að klára nám í tölvunarfræði og var komin í starfsnám þegar mig langaði allt í einu til að gera eitthvað alveg nýtt. Ég fór inn á skrifstofu í Bekwai sem sér um skiptiprógram fyrir ungt fólk og sagðist vilja fara bara eitthvert að vinna sem sjálfboðaliði. Og ég var send hingað án þess að hafa hugmynd um hvert ég væri að fara.“ Síðan eru liðin ellefu ár og Abena Darko hefur ekki farið aftur til Gana síðan. Hún fékk vinnu sem matráður á leikskóla, varð ástfangin af manni frá Gana og ákvað að setjast hér að. Þegar hún skildi við manninn sinn fyrir nokkrum árum flutti móðir hennar til Íslands til að létta undir með Abenu sem á þrjú börn. Yngri systir hennar fluttist svo til þeirra í fyrra þegar hún hóf hér nám í kennslufræðum. Safnar fyrir hárgreiðslustofu í Gana

BRI S TOL

frá

7.999 kr.

*

okt. - mars

KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

„Ég hef alltaf elskað að elda og var mjög glöð þegar ég fékk vinnu sem matráður á leikskólanum Ægisborg,“ segir Abena sem vinnur hjá Íslandspósti í dag. „Á meðan ég eld-

Abena með móður sinni og systur.

með stuðning fjölskyldunnar til að vinna að verkefninu en hún leitar ýmissa leiða til að fjármagna drauminn, til dæmis með því að prenta sína eigin kokkabók og láta allan ágóða af sölu hennar renna í hárgreiðslu-og saumastofuna. „Ég fór í íslenskt forlag með hugmynd um að kynna afríska matargerð fyrir Íslendingum en þeir sögðu ekki vera markað fyrir það. Svo ég ákvað að gera bókina bara sjálf,“ segir Abena og nær í lítinn stafla af bókum sem kom úr prentun fyrir mánuði. „Ég hef verið að bjóða fólki heim sem vill prófa

„Ég hef lengi haft hug á því að gera litla kokkabók en vöruúrvalið stoppaði mig því sumir hlutir sem eru algjörlega nauðsynlegir í afríska matargerð fengust ekki hér.“ aði og bakaði fyrir börnin leyfði ég mér að dagdreyma um framtíðina og hvernig það væri að reka minn eigin veitingastað. Ég sá hann alltaf fyrir mér í Gana en ég er hætt að hugsa þannig, nú langar mig að vera áfram á Íslandi. Ég hugsa samt enn til Gana og langar að láta gott af mér leiða þar. „Ég veit að mikið af ungum konum með menntun sem fá ekki vinnu og nú er ég búin að ákveða að opna þar hárgreiðslu- og saumastofu þar sem þessar ungu stelpur geta unnið,“ segir Abena sem er nú þegar komin með rými undir reksturinn í húsi sem er í eigu fjölskyldu sinnar í Bekwai. Hún er

mat frá Gana og nokkrir hafa keypt eintök. Svo er hægt að kaupa hana af mér á facebook. Þetta eru fyrstu eintök en í næstu prentun langar mig að bæta myndirnar. Maður lærir á leiðinni,“ segir hún og brosir. Djúpsteiktur banani í uppáhaldi „Ég hef lengi haft hug á því að gera litla kokkabók en vöruúrvalið stoppaði mig því sumir hlutir sem eru algjörlega nauðsynlegir í afríska matargerð fengust ekki hér. En svo opnaði ung kona frá Gana verslun með afrískar vörur í Breiðholti og þá ákvað ég að slá til því nú eru til hér hlutir eins og fufu sem er borð-

að á hverjum einasta degi í Gana,“ segir Abena og dregur fufu-mjöl út úr einum eldhússkápanna. „Úr þessu mjöli gerum við deig sem lítur dálítið út eins og kartöflumús og þetta borðum við með öllum mat. Mjölið sem er notað í fufu er úr jukkurót (cassava), maísmjöli eða semolamjöli en oftast er það úr plantain,“ segir Abena og bendir á risastóra græna banana sem liggja á eldhúsborðinu. „Þetta er ávöxtur af bananaætt en bragðast meira eins og rótargrænmeti. Við notum plantain mikið í Gana og einn af mínum uppáhaldsréttum er djúpsteikt plantain með sterkri chili-sósu.“ Fufu eins og kartöflur „Allir borða fufu alla daga. Fufu er uppistaðan í matarmenningu Ghana og er í alvöru borðað á hverjum einasta degi. Við setjum það stundum ofan á kássur eða í súpur en oftast er það á sérstökum diski til hliðar við aðalréttinn. Svo býrðu til litlar bollur með höndunum úr deiginu og dýfir í matinn til að fá bragðið í fufu-ið. Eldri kynslóðin vill fá þetta með öllum mat en yngra fólkið vill prófa nýja hluti,“ segir Abena og hlær. „Þetta er dálítið eins og með kartöflurnar á Íslandi, sumir vilja þær með öllum mat.“ Áhugasamir um kokkabók og matargerð Abenu geta kíkt á facebook-síðu hennar; Good food for a good cause.



34 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016

Guðmundur Andri Thorsson mun segja sögu af langafa sínum á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi í kvöld, manni sem var ein helsta persóna umbreytingar Íslands frá stöðnuðum miðöldum í gegnum villtan kapítalsima og að innmúruðum Kolkrabba.

Fyrsti banksterinn

Guðmundur Andri Thorsson fjallar um langafa sinn í sagnaleikhúsi á Söguloftinu á Landnámssetrinu í Borgarnesi í kvöld. Thor Jensen var mikill höfðingi ættar sinnar og lifir góðu lífi í hugum afkomenda sinna. En saga Thors er líka saga okkar hinna. Frá því hann kemur til landsins sem unglingspiltur og þar til hann deyr sem aldinn auðmaður ferðast hann í raun með Íslandi frá miðöldum, í gegnum innleiðingu peninga í sveitunum og iðnvæðingu sjávarútvegsins að þeim íslenska nútíma sem mótar líf okkar í dag. Það má jafnvel halda því fram að Thor sé einn helsti höfundur hins vanhelga samlífis stjórnmála og viðskipta, sem hefur legið eins og mara á samfélaginu. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is

Thor Jensen var líklega fyrsti Íslendingurinn sem fór á hausinn vegna afleiðuviðskipta.

Thor Jensen kom til landsins fimmtán ára gamall árið 1878. Hann hafði misst föður sinn og verið alinn upp á munaðarleysingjaheimili. Eftir útskrift úr unglingaskóla þáði hann að fara kauplaust í læri til kaupmannsins á Borðeyri uppi á Íslandi. Þá voru liðin fjögur ár frá þjóðhátíðinni á Þingvöllum 1874 og sjá mátti ýmiss merki þess að Ísland væri við það að brjóta af sér ísbrynjuna sem hafði umlukið samfélagið aldirnar á undan. Þegar þarna var komið var Ísland nýlenda og útkjálki Evrópu, mannfélagið var þjakað af úrræðaleysi og brostnum vonum. Hinir ungu og reiðu menn nítjándu aldar drógu upp myndir af fræknum frjálsbornum fornköppum annars vegar og kúguðum kotbændum nýlendutímans hins vegar. Þessar myndir voru leiðarljós sjálfstæðisbaráttunnar. Þær drifu endurreisn hinnar fornu tungu, sem var orðin æði dönskuskotin. Segja má að Íslendingar hafi lagt niður nútímamál sitt og tekið upp hina fornu tungu. Skreyttur og flúraður barókkstíll vék fyrir skýrleik Íslendingasagna. Og í þessu andrúmi endurreisnar myndaðist rými til sjálfsköpunar manna. Menn voru ekki lengur bundnir á klafa tímans heldur hvatti samtíminn þá til að gera betur en áður hafði verið gert. Það var að vora á Íslandi. Og eins og þegar bráir af þunglyndissjúklingi þá pökkuðu margir saman og flúðu til Vesturheims. En þrátt fyrir fólksflóttann þá var eins og bjartsýni og framtakssemi væri að skjóta rótum í sveitum landsins. Þannig var stemningin þegar Thor Jensen kom til Íslands. Þrátt fyrir áberandi viljafestu og einbeitni var hann enn gljúpur æskumaður og drakk í sig áhrifin af bylgjum þjóðarvakningar. Þessi bylgja reis mjög eftir þjóðhátíðina á Þingvöllum. Þar fengu Íslendingar sína fyrstu stjórnarskrá með ýmsum lýðréttindum. Það voru þó ekki þessi lýðréttindi sem blésu Íslendingum kapp í brjóst. Þessi réttindi má rekja til vaxtar borgarastéttar í kjölfar iðnbyltingar og breyttra þjóðfélagshátta, sem enn höfðu ekki orðið á Íslandi. Það hafði varla orðið nein þéttbýlismyndun á Íslandi sem orð var á gerandi og fyrir utan sýslumenn og presta bjó íslensk borgarastétt í Kaupmannahöfn. Íslendingar fögnuðu því ekki lýðréttindum sínum á þjóðhátíð á Þingvöllum heldur var samkoman í hugum flestra hátíð þjóðernisvakningar. Og hún hafði mikil áhrif á sjálfsmynd Íslendinga, einkum ungs fólks. Þetta var sú kynslóð sem átti eftir að umbylta mörgu í íslensku samfélagi. Þetta var fólkið sem stofnaði kaupfélögin og ungmennafélögin og dró þannig ákvarðanir og stefnumótun heim í hérað, forsendu þess að fólk gæti mótað eigin framtíð. Þetta er líka fólkið sem seinna átti eftir að flytja iðnbyltinguna til Íslands – vonum seinna – með vélvæðingu sjávarútvegs. Sú nútímavæðing varð forsenda bæjarmyndunar, afnáms vistabanda vinnufólks og mótun nýs samfélags sem átti eftir að gerbylta Íslandi. Thor Jensen tók ekki aðeins þátt í þessum umbreytingum. Hann varð

án nokkurs vafa helsti forystumaður Íslendinga næstu áratugina. Það voru margir aðrir meira áberandi í pólitískum umræðum og argaþrasi dagsins. En það voru engir aðrir sem með verkum sínum höfðu meira mótandi áhrif á þá stefnu sem íslenskt samfélag tók. Sauðaæðið Í mörg hundruð ár hafði verslun með íslenskar vörur verið í formi vöruskipta. Bændur framleiddu ull og vaðmál á bæjum og lýsi og skreið í verum, lögðu inn í verslun danskra kaupmanna og tóku út nauðsynjar. Þessi viðskipti sköpuðu engan afgang til fjárfestinga eða aukinnar framleiðslu. Þau höfðu náttúru til að staðna í nokkurs konar marxisma andskotans: Bændur framleiddu af vanefnum það sem þeir gátu og fengu það sem þeir þurftu til að skrimta. En þótt tíminn hefði numið staðar á Íslandi þá óð hann áfram annars staðar. Og ekki síst í Englandi. Þar fylgdu gífurlegir fólksflutningar iðnbyltingunni. Fólk flykktist úr sveitunum til verksmiðjanna í borgunum. Og borgirnar þöndust út. Um miðja nítjándu öld var svo komið að ensku sveitirnar gátu ekki lengur brauðfætt mannfjöldann í borgunum. Englendingar þurftu að leita út fyrir landsteinanna að matvælum. Þessi umframeftirspurn frá enskum borgum skaut, svo dæmi sé tekið, fótunum undir svínarækt á Jótlandi. Þaðan fluttu bændur beikon yfir til Englands og efnuðust mjög, voru kallaðir beikon-barónar og höfðu mikil áhrif á danskt samfélag. En þörf sívaxandi enskra borga fyrir matvæli var óseðjandi. Spekúlantar ferðuðust um nálæg lönd, keyptu upp matvæli og fluttu til Englands. Og þessir spekúlantar komu til Íslands og keyptu upp sauðfé, fluttu á fæti út til Skotlands, þar sem því var beitt á rófukál til að auka holdin fyrir slátrun. Þetta var fyrir tíma frystitækninnar og eina leiðin að koma kjöti á markað var að flytja það á fæti. Þótt íslensku sauðirnir hafi vart mælst í þeim aðföngum sem hin sístækkandi vél iðnbyltingarinnar kallaði eftir, þá voru þau næg til að

kveikja á íslenska samfélaginu. Öfugt við danska kaupmenn þá borguðu spekúlantarnir bændum með beinhörðum peningum. Skyndilega gátu bændurnir stórbætt hag sinn með því að auka framleiðslu. Þeir fengu brýnustu nauðsynjar með hefðbundnum viðskiptum við danska kaupmenn en gátu síðan safnað fénu frá ensku spekúlöntunum eða ráðstafað því í uppbyggingu bæjanna. Íslenskir bændur voru með þessu rifnir upp hálfgerðum sjálfsþurftarbúskap undanliðinna alda og boðið að taka þátt í markaðsbúskap. Og bændurnir svöruðu þessu kalli. Þótt einhverjir kunni að hafa lagt fyrir og margir fest fé í endurbótum á bæjum sínum, þá fór mestur hagurinn af sauðasölunni í að stækka enn stofninn og auka söluna. Bændur tóku arðinn og lögðu hann undir. Þar sem fjöldi íbúa hafði nánast staðið í stað öldum saman hafði fjárstofninn haldist nálægt 400 þúsund fjár svo langt aftur sem nokkurn rak minni til. En á örskömmum tíma fjölgaði fénu í 600 þúsund fjár og síðan allt upp í 800 þúsund. Og meira en helmingi af framleiðslunni var beint á Englandsmarkað. Við sem fórum í gegnum Hrunið erum fljót að átta okkur á að þarna hefur verið bóla að blása út, bóla sem hlaut að springa von bráðar. Peningauppspretta Thor Jensen tókst að afla nokkurra tekna þrátt fyrir að vera launalaus lærlingur á Borðeyri. Hann lærði bókband, batt inn skrifbækur og seldi. Andvirðið notaði hann til kaupa á fé og borgaði bændum fyrir að ala það á jörðum sínum. Á haustin seldi hann lömbin spekúlöntum og notaði andvirðið til að bæta við fjárstofninn. Eftir fimm ára launalaust starf átti hann bæði nokkurn sjóð og ágætan fjárstofn. Eftir dvölina á Borðeyri réðst Thor til kaupmannsins í Borgarnesi og nú hafði hann ágæt laun. En hann hélt áfram fjárræktinni og efldi hana, keypti jörð í Borgarfirði og réð ráðsmann til hennar. Innan skammst tíma var hann orðinn umsvifamestur fjárbænda í Borgarfirði, hélt fé bæði á eigin jörðum og hjá öðrum bændum, auk þess sem hann keypti fé við réttir, fóðraði það meðan beðið var skipa og hirti ávinninginn þegar sala fór fram. Þegar ósætti kom upp á milli Thors og kaupmannsins í Borgarnesi hætti hann störfum og stofnaði til eigin verslunar á Akranesi. Þar naut hann tengsla við skoska kaupmenn, sem hann hafði kynnst í gegnum verslunarreksturinn í Borgarnesi, en ekki síður í tengslum við sauðasöluna. Þessir kaupmenn lögðu Thor til lánsfé til stofnunar verslunarinnar. En Thor lagði ekki af fjárbúskap. Þvert á móti jók hann enn umsvif sín, bæði eigin ræktun og kaup af bændum. Og nú var hann ekki aðeins að ávaxta eigið sparifé í sauðaviðskiptunum heldur tók hann lán til að auka enn umsvifin og mögulegan hagnað. Thor reið því hátt á bólunni sem var um það bil að springa. Ef til vill er ofmælt að kalla sauðsöluna til Bretlands bólu. Hún var vissulega æði í svipaðri merkingu og gullæði. Spekúlantarnir komu með fyrstu peningana sem sést höfðu að nokkru ráði í landinu öldum saman. Og skiljanlega umhverfðist samfélagið fljótlega um þessa peninga-


-PERLA SUÐURLANDS-

Þrastalundur Hefur opnað eftir gagngerar breytingar! GAML ASMIÐJAN

Eldbakaðar pizzur Í Þrastalundi færðu gott úrval af eldbökuðum pizzum sem hafa fengið frábæra dóma. Komdu og smakkaðu.

Í S FA B R I K K A N

Frír ís fyrir krakka Allir krakkar sem koma við í Þrastalundi fá frían ís í september!

Tilvalið að skreppa í stuttan bíltúr og koma við í Þrastalundi þar sem hægt að fá sér veitingar og njóta stórglæsilegrar náttúru í nýuppgerðum veitingastað. Vertu velkomin.

MINIMARKET

SÍMI 779 6500


36 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016

uppsprettu. Hún breytti eðli búskapar í sveitum, sem nú snerist um að framleiða sífellt meira og meira. Peningarnir drógu að fólk úr bæjunum, menn eins og Thor Jensen. Og til urðu nýjar fjármálaafurðir eins og þau afleiðuviðskipti sem Thor stundaði með því að greiða bændum fyrir að ala fé. Þar var hann í raun að veðja á söluverð sauðanna að hausti. Ef það yrði hátt myndi hann græða. Ef það yrði lágt var hann í raun að verja bændurna tapi. Sífellt aukin framleiðsla leiddi til verðfalls sum árin. Til að styrkja stöðu sína stofnuðu bændur til félagsskapar sem sömdu við sauðakaupmenn og seldu jafnvel fram hjá þeim beint á markað í Skotlandi. Þessi félög urðu vísir að kaupfélögunum, sem seinna meir áttu eftir að

verða mikið afl í íslensku samfélagi og blandast á margan hátt, og sjaldan góðan, inn í líf Thors Jensen. En það sem gerir sauðasöluna ólíka hefðbundnum bólum er að hún var í raun aðeins örlítill angi af miklu stærri markaði. Þótt bændur á Íslandi hafi skaðað stöðu sína mörg árin með offramleiðslu þá gat hún aldrei haft teljandi áhrif á eftirspurnin sem lá að baki viðskiptunum, iðnbyltingin og borgarmyndun í Bretlandi. Íslenskar sveitir voru alger jaðar- og aukaatriði sjálfra drifkrafta markaðarins. Og bólan sprakk ekki vegna offramleiðslu, heldur vegna þess að ný tækni gat annað eftirspurninni á hagkvæmari hátt. Það varð íslenskum bændum til tjóns að einhverjir menn úti í heimi fundu upp tækni

Þótt andi vakningar íslenskra sveita hafi komið frá Kaupmannahöfn kom aflið með peningum skoskra spekúlanta. Á eftir varð Ísland ekki samt.

Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum. VÍKURVAGNAR

EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Kerrur

frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum

Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Kerrur

frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum

Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

til að frysta kjöt og flytja það frosið á markað. Við það opnaðist neytendamarkaurinn á Bretlandi í raun fyrir öllum heiminum. Þeir sem gátu framleitt mesta magnið með minnstum tilkostnaði unnu markaðinn. Og Ísland missti sitt forskot, sem var nálægð við markaðinn. Og uppsveiflan fór frá Íslandi til Argentínu. Þar reis upp stétt auðugra nautgripabænda, sem áttu eftir að hafa engu síðri áhrif á stjórnmálaþróun síns lands en beikon-barónarnir á Jótlandi eða sauðfjárbændur á Íslandi. Búskapur og basl Hrun sauðasölunnar til Bretlands skall ekki skyndilega á Íslandi. Verðlækkanir í kjölfar minni eftirspurnar komu fram í hrinum. Sum árin var eftirspurnin nánast engin. Bændur sátu þá uppi með sauði sína og þurftu annað hvort að slátra þeim eða freistast til að ala þá annað ár. Við slíkar aðstæður fara þeir verst sem eru með mest lánsfé í rekstri sínum. Og allra verst þeir sem höfðu stundað afleiðuviðskipti. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að langafi Guðmundar Andra var einn þeirra fyrstu sem féllu með hruni sauðasölunnar. Þótt það sé auðsætt af frásögnum Thors Jensen af gjaldþroti hans á Akranesi að hann rak ófarir sínar til fjölmargra þátta, meðal annars óveðurs, bruna og skipsskaða, þá held ég hann hafi áttað sig á að hann féll með fallandi markaði. Þrátt fyrir að vera sonur byggingaverktaka og alinn upp í miðri Kaupmannahöfn þá leitaðist hann með einhverjum hætti alla æfi við að stunda búskap. Hann átti eftir að ráðast í stórvirki í landbúnaði seinna á ævinni. En hann snerti aldrei aftur á sauðfjárbúskap. Ef hann hélt einhverjar rollur þá var það til heimilisnota. Það var ekki sjálfgefið að snúa baki við sauðfjárbúskap á Íslandi undir lok nítjándu aldar og í byrjun þeirrar tuttugustu. Sauðir voru seldir til Bretlands allt fram undir kreppuna miklu, en á sífellt lækkandi verði. Vegna mikilvægis sauðfjárbænda í íslenskum stjórnmálum var ríkissjóður notaður til að bæta bændum upp lægra verð. Framleiðslu var haldið uppi án markaðar. Í raun má segja íslenskur landbúnaður hafi farið japönsku leiðina þegar bólan sprakk. Útflutningsbætur, niðurgreiðslur og urðun umframframleiðslu voru notaðar til að milda áhrif af sprungnu bólunni og það leiddi til næstum algerar stöðnunar í greininni. Eins og áður sagði voru á Íslandi um 400 þúsund fjár áður en sauðasalan kom til. Fjöldi sauðfjár á Íslandi fór allt upp fyrir 900 þúsund um miðja síðustu öld. Þrátt fyrir að áratugir væru liðnir frá því að eini sögulegi erlendi markaðurinn fyrir kindakjöt féll þá var framleiðslunni haldið uppi. Sauðasalan gat því af sér

langvarandi og kostnaðarsamt „bailout“ til bænda. Möguleikar sauðkindarinnar Til réttlætingar á fjáraustri úr ríkissjóði var haldið úti söluskrifstofum sem leita áttu markaða fyrir íslenskt lambakjöt. Sú leit var vonlaus. Kostnaðurinn við að framleiða hvert kíló af lambakjöti er margfaldur á við kostnað við framleiðslu á hverju kílói af kjúklingum, svínum eða nautum. Íslenskt lambakjöt gat því aldrei staðist verðsamkeppni við annað kjöt. Sú hugmynd hefur verið landlæg á Íslandi að styrkur íslenska lambakjötsins felist í því að kindin lifir á villigróðri. Íslenska lambakjötið sé því náttúrlegt kjöt. Það er vissulega rétt þegar lambakjöt er borið saman við kjúklinga eða svín en þegar íslenskt lambakjöt er borið saman við lambakjöt frá öðrum löndum kemur í ljós að kindur eru hvergi aldar upp á kjarnfóðri í iðnaðarumhverfi eins og naut, svín og kjúklingar. Annars vegar er það sökum þess að kindur nota of mikið fóður til að framleiða hvert kíló af kjöti og henta því illa til kjötframleiðslu. Hins vegar er markaðurinn fyrir lambakjöt of lítill til að hann standi undir stórfelldum iðnrekstri. Niðurstaðan er því sú, að íslenska lambakjötið er of dýrt í framleiðslu og hefur of litla sérstöðu á of litlum markað sem engar líkur eru á að muni vaxa að nokkru ráði. Thor Jensen áttaði sig á þessu í kjölfar gjaldþrotsins á Akranesi. Hann sá enga framtíð í sauðafjárræktun. En hann sá bjarta framtíð og mikla möguleika fyrir íslenskan landbúnað sem miðaði að bættri þjónustu við innanlandsmarkað. Þar var hann einn á báti og átti eftir að heyja harða baráttu við þá sem mestan hag höfðu af því að viðhalda markaðslausum útflutningslandbúnaði. Vopnum safnað Eftir gjaldþrot í kjölfar hruns sauðasölunnar sleikti Thor sárin í nokkur ár, réri til fiskjar frá Hafnarfirði og lét lítið fyrir sér fara. Eftir nokkur ár fékk hann stuðning frá skoskum kaupmönnum til að byggja upp veiðafæraverslun í nafni konu sinnar. Hún gekk vel og leiddi til þess að Thor fór í útgerð, þar sem hann var einn af forvígismönnum iðnvæðingar Íslands, en hún fólst í vélvæðingu bátaflotans fyrst og fremst, sem opnaði Íslandsmið fyrir Íslendingum. Thor auðgaðist svo af útgerð að við eigum erfitt með að ímynda okkur það. Þótt útgerðarmenn nútímans vaði í peningum þá var auður Thorsaranna á velmektarárum þeirra slíkur að við þurfum líklega að fara til Angólu nútímans til að finna samjöfnuð á mismun auðlegðar hástéttarinnar og venjulegs launafólks. Þótt uppbygging sjávarbyggða hafi

frelsað almenning úr vinnumennsku í sveitum bjó það við aum kjör á mölinni. Sem kunnugt er var Thor helsti hvatamaður að stofnun Eimskipafélags Íslands þótt hann hafi ekki fengið að sitja þar í stjórn. Það þótti ekki við hæfi að danskur maður sæti í stjórn þessa óskabarns þjóðarinnar. Thor tók líka þátt í viðskiptasamningum opinberra aðila eftir fyrra stríð þegar verðfall varð á mörkuðum í Suður-Evrópu. Í þeim samningum var meðal annars samið um innflutning á Spánarvínunum svokölluðu, sem brutu niður áfengisbannið. Í þessum samningum var tóninn sleginn fyrir Ísland á tuttugustu öld. Hagsmunir útgerðar voru skilgreindir sem íslenskir hagsmunir, og svo er enn. Segja má að í þeim hafi lokið tímabili hins villta kapitalisma á Íslandi, sem hafði gert Thor ógnarríkan, og við tók vanhelgt hjónaband viðskipta og stjórnmála; það sem síðar var kallað Kolkrabbinn. Það hjónaband holdgerðist í Ólafi Thors, syni Thors Jensen, sem var ekki aðeins af voldugustu ætt auðmanna heldur foringi Sjálfstæðisflokksins áratugum saman og leiddi þaðan mótun samfélagsins að þörfum útgerðarinnar og annarra auðmanna. Thor Jensen var ekki hrifinn af þessari þróun. Hann heyrði hvernig dyr tækifæranna lokuðust þegar samfélagið var njörvað niður í klíkur og hagsmunabandalög. Sagan segir að hann hafi þráð að flytja til Ameríku, þar sem enn voru tækifæri til að gera eitthvað nýtt og spennandi. Og hann ráðlagði sonum sínum að flytja burt. En þeir gerðu það ekki heldur urðu forvígismenn hins lokaða lands. Það var ekki fyrr en eftir gjaldþrot Kveldúlfs, útgerðarfélags Thorsaranna, sem elsti sonurinn, Richard Thors, flutti til Spánar þar sem hann lifði áratugum saman góðu lífi af sjóðum sem hann hafði safnað upp með því að svíkjast um gjaldeyrisskil. Það voru aflandsreikningar þess tíma. Thor dró sig sjálfur úr útgerð eftir viðskiptasamningana og ákvað að reyna fyrir sér aftur í landbúnaði. Hann vissi af sárri reynslu að engin framtíð var í sauðfjárrækt til útflutnings. Hann sá hins vegar þörf borgarbúa fyrir góðar mjólkurvörur í vaxandi borg og byggði upp Korpúlfsstaði í útjaðri Reykjavíkur. Við rekstur þess bús rakst hann hins vegar á hina klíkuna á Íslandi, það sem síðar var kallað landbúnaðarmafían. Þrátt fyrir að kynna ýmsar nýjungar í mjólkurvinnslu varð Thor á endanum að játa sig sigraðan í baráttu við Mjólkursamsöluna í Reykjavík og ítök Framsóknarmanna í landsstjórninni. En þá sögu, og margar fleiri, mun Guðmundur Andri örugglega rekja á söguloftinu í Borgarnesi í kvöld.


AFMÆLIS VEISLA

10 ÁRA AFMÆLISVEISLA Í STÆRSTU TÖLVUVERSLUN LANDSINS * AFMÆ

IS TILBOLÐ

2 LITIR

FULL HD

IPS

FJÖLSNERTIS 178° SJÓN KJÁR MEÐ ARHORNI

S5-371T

Ultra | Thin LÍNAN FRÁ ACER!

SLÓÐ KYN ÞUNN AÐEINS ÖR 14.6mm OG 1.49kg

BAKLÝST • Intel Core i5-6200U 2.8GHz Turbo 4xHT LYKLAB ORÐ

KEMUR Í TVEIMUR LITUM

10

• • • • • • • •

8GB DDR4 2133MHz vinnsluminni 256GB SSD M.2 - Enn hraðari ný kynslóð 13.3’’ FHD IPS fjölsnertiskjár 1920x1080 Intel HD 520 DX12 Skylake skjákjarni 2.0 Dolby Digital Plus hljóðkerfi 1732Mbps WiFi MU-MIMO, BT 4.0, USB-C 3.1 720p HDR Crystal Eye Skype vefmyndavél Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum

ALLT 2x HDM TENGI;)

23. september 2016 • Birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl

VERÐ ÁÐ UR UR 59.990

• • • • • • •

5

ES1-522

• • • • • • • • •

AMD QuadCore E2-7110 1.8GHz 4GB DDR3 1600MHz vinnsluminni 500GB SATA3 5400RPM diskur 15.6’’ HD LED AntiGlare 1366x768 2GB AMD R2 128GCN DX12 skjákjarni 2.0 hljóðkerfi með góðum hátölurum 300Mbps WiFi, Bluetooth 4.0, USB 3.0 Innbyggð 480p vefmyndavél Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum

34.990

Ý N SENDING

7”MOBII

7’’ IPS fjölsnertiskjár 1024x600 Quad Core 1.3GHz A53 64-bit örgjörvi Hexa Core Mali T720 DX11 3D skjákjarni 8GB flash og allt að 32GB microSD 4G-LTE, 300Mbps WiFi, BT 4.0, GPS Li-Polymer rafhlaða allt að 4 tímar USB2 micro og microSD kortalesari 2x vefmyndavélar 2MP FHD og 0.3MP Android 5.1 Lollipop og fjöldi forrita

FÆST Í 2 LITUM

FYRIR POKÉMON GO!

0 19.990 5 AFSLÁTT % UR

KURBIS

5.995

S SO PPUR

HNA

A SENDIR BOÐ Í SÍM FORELDRA!

NET YFIR RAFMAGN

Bráðsniðugt og vandað GPS krakkaúr með 1.22’’ LED lita snertiskjá, SOS takki fyrir neyðarsímtal og SMS sendingu með staðsetningu.

MICRO

SIM

M VIRKAR MEÐ ÖLLU SIM KORTUM:)

SIP4 P NI R TÝ IN

• • • • • • • • •

1.22’’ lita LED snertiskjár Allt að 10 símanúmer í símaskrá Hægt að velja 3 SOS símanúmer Með innbyggðri vekjaraklukku Viðvörun kemur í síma ef úr er tekið af Hægt að skoða ferðir barnsins yfir daginn GEOgirðing varar við ef úr fer út fyrir svæði Allar aðgerðir stjórnast úr síma foreldra App í boði fyrir IOS og Android

9.990 WONLEX GPS KRAKKAÚR

500GB

S Ertu í vandræðum með þráðlausa netið?

2.0 HLJÓÐKERFI

GPSKRAKKAÚR

3 LITIR

TPL408E2K

VERÐ ÁÐ UR 11.990

VERÐ ÁÐ 29.99 UR 0

GW100

ENGAR ÁHYGGJUR MEÐ WONLEX!

12.990

IS TILBOÐ

HINN FULLKOMNI PRENTARI!

LENT!

44.990 AFMÆL

Hágæða þráðlaust A4/A3 fjölnotatæki Prentar allt að 18 bls/mín, 16 bls/mín í lit 4 hagkvæm hylki, fáanleg allt að 1200 bls 6000x1200 dpi prentari og 2400 dpi skanni 150 bls A4 bakki og A3 bak-matari Duplex sjálfvirk tvíhliða prentun, 6bls/mín 4.5cm lita snertiskjár fyrir allar aðgerðir Þráðlaust WIFI / Airprint / Cloud Print USB 2.0 tengi, PC, MAC og LINUX

15.990

22” 24.990 | 24” 27.990

RT SÍMKO TEKUR ÖLLUM FRÁ LÖGUM É SÍMF

• • • • • • • • •

ÞVÍ:)

J4120DW

• • • • • • • • •

28’’ VA-LED FHD 1920x1080 skjár 3000:1 native skerpa og True 8-bit litir 5ms GTG viðbragðstími fyrir leikina Flicker-free og Low Blue Light tækni 178° True to Life Ultra Wide sjónarhorn Einstök myndgæði með Wide Color Gamut 2x HDMI 1.4, VGA, HDMI kapall fylgir

G 4 SIM DUAL

KEMUR Í TVEIMUR LITUM

RIR

NÆSTUM

FULL HD SKJÁR

M7410

2 LITIR

AFSLÁTT

ÞESSI GE

ALLT

I

28”VALED

FÆST ÍÍ3 FÆST Í 2LITUM 2LITUM LITUM FÆST FÆST Í2 LITUM

15

VERÐ ÁÐ 19.99 UR 0

TENGDU

179.990 ÞÚSUND

AFMÆ

IS TILBOLÐ

59.990

FYLGIR

PLAYSTATION 4

AFMÆL

IS

TILBOÐ

ENZO

29.990

VERÐ ÁÐ 34.99 UR 0

4 LITIR LEIKJASTÓLAR

OPNUNARTÍMAR

Virka daga 10:00 - 18:00 Laugardaga 11:00 - 16:00

SENDUM

FRÍTT

Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900

UR ARTÖLV ALLAR F R E B M E T Í SEP

*Tölvutek er stærsta sérhæfða tölvuverslun landsins í fermetrum verslunarrýmis talið, samkvæmt niðurstöðu Neytendastofu þann 10.05.2016

Fislétt og örþunn úr Ultra | Thin línu Acer með Nano skornu álbaki, 2.0 Dolby Digital hljóðkerfi og eitt öflugasta þráðlausa net sem völ er á.

GC2870H

VERÐ ÁÐ 49.99 UR 0



HARÐPARKET

Suðurlandsbraut 20

108 Reykjavík

Sími: 595 0500

www.egillarnason.is

Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18 og lau kl. 11–15


40 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016

GOTT UM HELGINA

Tónleikar og fyrirlestrar í gamla skólanum Menntaskólinn í Hamrahlíð hefur verið að halda upp 50 ára afmæli sitt í vikunni og þar hafa fyrrverandi nemendur skólans stigið á stokk til að tala um hugðarefni sín. Lokadagurinn er í dag og hefjast stuttir fyrirlestrar klukkan 11.15, sem eru opnir bæði núverandi nemendum, fyrrverandi nemendum og öllum áhugasömum. Klukkan 11.45 er síðan boðið upp á hádegistónleika þar sem Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari, Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona, Berglind María Tómasdóttir þverflautuleikari, Guðrún Dalía píanóleikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari koma fram. Öll eru þau fyrrverandi nemendur úr þessum mikla tónlistar-framhaldsskóla. Hvar? Menntaskólinn í Hamrahlíð. Hvenær? Föstudag, 11.15–3.15 Hvað kostar? Ekki neitt.

Sin Fang & Tilbury Um síðustu helgi sendi tónlistarmaðurinn Sin Fang, eða Sindri Már Sigfússon, frá sér nýja plötu sem heitir Spaceland, en þetta er fjórða stóra platan frá Sin Fang. Nú er líklegt að eitthvað skíni í nýja efnið á tónleikum í Reykjavík, þó ekki sé um eiginlega útgáfutónleika að ræða. Hljómsveitin Tilbury er einnig að undirbúa nýja útgáfu, þriðju plötu sveitarinnar, og því aldrei að vita nema eitthvað af nýju efni frá þeim verði ­prufukeyrt. Hvar? Húrra, Tryggvagötu. Hvenær? Föstudagur kl. 21. Hvað kostar? 2000 kr.

Karókí upphitun fyrir RIFF Það styttist í RIFF, Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst 29. september. Það er því ekki seinna vænna en að fara að hita upp fyrir þá veislu og nú tekur Hits & Tits dúóið að sér það verkefni. Það eru plötusnúðarnir og þúsundþjalasmiðirnir Margrét Erla og Ragnheiður Maísól sem mynda Hits & Hits og hafa sérhæft sig í karókíkvöldum um árabil. Nú setja þær saman sérstakt bíókaraoke þar sem kvikmyndatónlist er í fyrirrúmi. Kvikmyndasagan er uppfull af söngvænni tónlist og nú er bara að velja lag og láta ljós sitt skína! Hvar? Stúdentakjallarinn Hvenær? Föstudagur kl. 21 Hvað kostar? Ókeypis inn.

Framsækinn fiðluleikari

Fiðluleikarinn Aisha Orazbayeva er fædd í Kasakstan en hún er búsett í London. Hún er leitandi tónlistarmaður sem einnig hefur reynt fyrir sér í kvikmyndagerð. Á fjölmörgum upptökum hefur Orazbayeva tekið tónlist framsækinna tónskálda 20. aldar og samtímans upp á arma sína og blandað saman við tónlist fyrri tíma. Efnisskrá tónleika hennar í Reykjavík ber þess vitni því þar leikur hún verk eftir ítölsku tónskáldin Salvatore Sciarrino og Luigi Nono, auk þess sem verk eftir átjándu aldar tónskáldið Georg Philipp Telemann prýða efnisskrána. Tónleikarnir eru liður í tónleikaferðalagi Aishu sem kemur í kjölfar nýrrar plötu með verkum þessara

ólíku t­ ónsmíðameistara. Sérstakur gestur Aishu er Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari sem kemur fram með henni í verki Luigi Nono, Hay que caminar, sem var meðal allra síðustu verka þessa merka ­tónskálds. Hvar? Mengi við Óðinsgötu Hvenær? Föstudag kl. 21. Hvað kostar? 2000 kr.

Lífrænt brúðuleikhús

Færeyskir gestir Þeir Jógvan Joensen og Rógvi Odvørson frá Færeyjum eru saman í hljómsveitinni Rökkvi. Sveitin gaf nýlega frá sér skífuna Where is the sun. Þetta er popp- og rokktónlist, en þessir færeysku tónlistarmenn ætla að bjóða reykvískum tónlistaráhugamönnum upp á órafmagnaða útgáfu af plötunni við heimilislegar aðstæður í Norræna húsinu. Hvar? Norræna Húsið Hvenær? Föstudagur kl. 20. Hvað kostar? Ókeypis tónleikar.

Engi heitir brúðuleikhús­sýning sem gerist í mannlausri framtíð þar sem aðeins grasið ber í sér minningar um það hvernig hlutirnir voru. Það er Brúðuleikhúsið Handbendi, sem er atvinnu­ leikhús á Norðurlandi vestra, sem stendur að sýningunni. Hún er ætluð börnum sem eru þriggja ára og eldri. Höfundur sýningarinnar er Grata Clough, sem býr brúðurnar til úr lífrænum efnum sem safnað var á engjum úti og leikmyndin er líka lifandi, plöntur sem vaxa og dafna. Það er tónskáldið og söngvarinn Paul Mosley sem er höfundur tónlistarinnar. Sýningin hlaut góðar viðtökur þegar hún var frumflutt í London síðasta sumar og verður aðeins nokkrum sínum sett upp á Íslandi. Hvar? Samkomuhúsið á Akureyri Hvenær? Frumsýning á morgun, laugardag, kl. 13. Hvað kostar? 1600 kr.


NÝ VERSLUN SÍÐUMÚLA 37

BRJÁLUÐ OPNUNARTILBOÐ

60% ALLT AÐ

LIFANDI VERKEFNI

AFSLÁTTUR

Á

NÝJUM

VÖRUM

FRÁ FIMMTUDEGI TIL SUNNUDAGS SKRIFBORÐ – STÓLAR – SKÁPAR – HILLUR

NÝTTU TÆKIFÆRIÐ ÞVÍ AÐEINS ÞESSA EINU HELGI ERU ALLAR VÖRUR Á ÚTSÖLU

50%

COMMANDER 128.700.-

NÚ 64.350.-

50%

PROFI STAR 147.500.-

NÚ 73.750.-

60%

LEAN ON 5 244.800.-

NÚ 97.900.-

ALLTAF GÆÐI ALLTAF GOTT VERÐ

50%

OPEN ART 127.800.-

NÚ 63.900.-


42 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016

Grímuklæddir japanskir gestir

Erfitt er að drekka vatn í gegnum voldugar grímurnar í Kyogen leikhúsinu.

Leikhús í Japan stendur á gömlum merg og hefur skilað sér til nútímans í gegnum aldalanga iðkun sem oft er bundin við ákveðnar fjölskyldur. Sakurama fjölskyldan er komin til Reykjavíkur með leiklist aldanna.

Klassísk japanskt leikhús skiptist að mestu í fjóra flokka sem heita Noh, Kyogen, Bunraku og Kabuk. Það eru tveir fyrstu flokkarnir sem nú eru kynntir hér á landi. Noh og Kyogen þróuðust saman á 14. öld og meðlimir Sakurama fjölskyldunnar, sem nú heimsækja Reykjavík með list sína, hafa lagt stund á sígilda japanska leiklist allt frá sextándu öld. List sína kynntu listamennirnir nemendum Listaháskóla Íslands í vikunni og í kvöld klukkan átta heldur hópurinn lokaða sýningu í Háskólabíói sem japanska sendiráðið býður upp á.

Noh er leikhús sem er þrungið táknrænni merkingu á meðan Kyogen er ætlað að fá áhorfendur til að brosa og hlæja. Formin tvö fléttast saman þar sem Kyogen sögurnar koma inn á milli Noh atriðanna, sem eru þokkafull og rígbundin aldalangri fagurfræði. Umfjöllunarefnið í Noh kemur úr sögu Japans eða sígildum bókmenntum landsins, á meðan Kyogen hefðin hefur mótast af alþýðumenningu í hinu forna japanska samfélagi. Sameinuðu þjóðirnar hafa frá árinu 2001 litið svo á að þessi tvö fornu leiklistarform séu hluti af sameiginlegri menningararfleifð

Sverð á lofti. Þrátt fyrir fágun í aldagömlu japönsku leikhúsi dregur stundum til tíðinda.

veraldar, arfi sem ekki er hönd á festandi, enda er hér um hefðir að ræða sem að ferðast frá kynslóð til kynslóðar, oft innan fjölskyldna, með þrotlausum æfingum og í munnlegri geymd. | gt

Fullorðnir með bangsa

Greyið er búið að fylgja Huldu alla ævi.

Mynd | Hari

Bangsinn getur verið besti vinur mannsins. Lítið tuskudýr sem fylgir fólki langt fram á fullorðinsár. Það er enginn skömm að knúsa bangsa eftir táningsárin og ákvað Fréttatíminn því að heyra í fjórum einstaklingum sem enn eiga á bangsa á fullorðinsaldri. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is

Kjartan Guðmundsson og Basi Lúa Bangsinn hans Kjartans er nafnlaus og hefur verið alla tíð enda var hann mjög ungur þegar hann fékk hann að gjöf. „Þegar ég var lítill og vitlaus, gekk hann undir nafninu Basi og þegar ég vildi að hann fengi sér kríu sagði ég iðulega Basi lúa (bangsi lúlla).“ Kjartan hefur átt bangsann alla ævi og hefur því alltaf fylgt honum: „Hann beið eftir mér þegar ég kom heim af fæðingardeildinni og er því nánast jafnaldri minn. Fyrir nostalgíumann eins og mig er bangsinn notaleg tenging við gamla tíma og sönnun þess að allt var betra í gamla daga, enda sér varla á honum eftir að hafa verið tuskaður linnulítið til í tæplega fjörutíu ár.“ „Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort ég ætti að láta jarða mig með bangsann þegar kallið kemur, eða brenna hann ásamt mér, og taka þá fram á legsteini eða duftkeri að hér hvíli Kjartan og bangsinn hans. Ég veit ekki hver afstaða útfararstjóra er til slíkra mála. En líklega verður þessi ættargripur hreinlega til að eilífu.“

Hulda Hólmkelsdóttir og Greyið Bangsinn hennar Huldu heitir Greyið. Hulda fékk bangsann í vöggugjöf og hann fylgdi henni allt fram að 13 ára aldri: „Þessi útgáfa er eiginlega Greyið 2.0. Upphaflega Greyið týndist í hótelþvotti í London. Bekkjarsystir mín átti fyrir tilviljun alveg eins eintak og gaf mér hann. Núna læt ég bara eins og þetta sé upprunalega eintakið.“ Spurð að því af hverju Hulda eigi bangsann enn kemur í ljós að það er ekki fræðilegur möguleiki að hún láti bangsann frá sér: „Ég fékk

nett áfall þegar upprunalega eintakið týndist í London. Upprunalega eintakið fylgdi mér í hjartaaðgerð þegar ég var eins árs og ég gat hvergi án hans verið.“ Huldu finnst ekkert vandræðalegt að eiga bangsann sinn enn á fullorðins aldri. „Það er bæði mjög hollt fyrir sálina að varðveita barnið í sér og svo dettur mér bara ekki í hug að skammast mín fyrir Greyið, hann er bara búinn að fylgja mér alla ævi.“

Brynja Huld Óskarsdóttir og Mona Kjartan vill verða grafinn með sinn bangsa. Mynd | Hari

Jónas Unnarsson og Batti

Jónas fékk Batta í vöggugjöf. Mynd | Hari

Bangsinn hans Jónasar heitir Batti, hann hefur fylgt honum síðan í vöggu. Nafnið kemur líklega frá tímum sem Jónas hefur verið læra að mynda orð því nafnið er stytting á orðinu Bangsi. „Mér þykir náttúrlega svolítið vænt um hann. Hann minnir mig á það þegar ég var barn. Ég veit ekki af hverju ég á hann ennþá. Þetta er svona bara einn af þessum hlutum sem fylgja manni.“ Jónas á ekki margar sögur af Batta því bangsinn hefur dvalið mest alla tíð í rúminu hans. Jónas á þó eina sterka minningu af þeim félögum þegar þeir fóru saman í bíó: „Ég fór með hann í bíó þegar ég var orðinn allt of gamall til að vera að þvælast með bangsann minn. Hann fór á hilluna eftir þessa bíóferð. Í dag nota ég hann til að geyma slaufuna af sparifötunum mínum og fyrsta hattinn minn.“

Dúkkan hennar Brynju heitir Mona og eru þær búnar að vera vinkonur í 28 ár. Þær stöllur hafa ferðast oft saman til útlanda: „Hún hefur flutt fimm sinnum með mér til útlanda, síðast til London fyrir ári. Eðli málsins samkvæmt er hún alltaf höfð í handfarangri því ekki treysti ég flugfélögunum til að skila ferðatöskunni ótýndri og heilli á hinum enda flugsins.“ Brynja er skilnaðarbarn og var Mona mjög mikilvægur fjöldskyldumeðlimur þegar hún þurfti að ferðast á milli mömmu og pabbahelga: „Ég var send á milli foreldra minna landshorna á milli frá unga aldri í pabbahelgar og páskafrí. Það

er náttúrulega fáránlegt að vera næstum 29 ára og að mín dýrmætasta veraldlega eign sé þessi blessaða dúkka. Hún hefur alltaf verið stuðningsdúkka, fylgdardúkka jafnvel.“ „Þegar ég var 19 ára flutti ég ein til Parísar til að vera au-pair. Þegar í Leifsstöð var komið var ég að kveðja fjölskyldu mína, og mamma sá glitta í Monu í handfarangurstöskunni, reyndi hún að telja mér trú um að nú væri ég að flytja ein til Parísar og það væri kannski tímabært að skilja hana eftir. Ég hélt nú ekki. Og síðan hefur hún bara alltaf flutt með til útlanda.“

Brynja og heimshornaflakkarinn Mona.



44 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016

Vináttan: Jafn gömul Sjónvarpinu

Vinkonurnar Ragna Fossberg förðunarmeistari og Ása Finnsdóttir, fyrsta þula Sjónvarpsins, kynntust á fyrstu dögum Sjónvarpsins. Mynd | Rut

Ragna Fossberg förðunarmeistari og Ása Finnsdóttir, fyrsta þula Ríkissjónvarpsins, hafa verið vinkonur síðan 1966, eða frá því að Sjónvarpið var stofnað. Þær eru líka upphafskonur Svarthvíta-gengisins, sem stofnað var á svarthvítu árum Sjónvarpsins. Vinkonurnar segjast eiga saman yndislega vináttu þrátt fyrir að í dag líði stundum nokkrir mánuðir milli þess sem þær hittast. „Ragna kom oft og greiddi mér þegar ég var þula og þannig byrjaði vináttan að þróast. Það er alltaf sama hlýjan á milli okkar.

Við hjálpuðum Rögnu og hennar manni þegar þau byggðu sér hús og þau hjálpuðu okkur að mála og vesenast þegar við byggðum okkar hús, “ segir Ása. „Þessi svarthvíti hópur varð til því í gamla daga þekktumst við öll svo vel. Þetta hefur breyst svo mikið, fólk er ekki að vinna jafn lengi á sama vinnustað og áður,“ segir Ragna. „Við þekktum maka hvers annars og jafnvel foreldrana og börnin líka. Við vorum eins og eins stór fjölskylda og fólk kynntist svo vel. Til þess að halda hópnum saman ákváðum við að hittast

reglulega, í byrjun á fjögurra ára fresti en eftir því sem við eldumst viljum við gjarna hittast oftar því við höfum ekki tíma til að bíða.“ „Ragna hefur haldið utan um gengið og á milli okkar félaganna er hún ekki kölluð fossberg heldur fosskraftur því hún er svo svakalega orkumikil,“ segir Ása. „Ég hef verið henni til aðstoðar. Þetta er yndislegur hópur en auðvitað er hann að eldast. Sumir eru dánir og aðrir eru veikir en þannig gengur þetta víst fyrir sig.“ | hh

Konur deila tíðahringnum sínum Clue er app til auðvelda fólki að fylgjast með tíðahringnum. Appið hefur hjálpað fólki út um allan heim að skilja fyrirtíðarspennu og þekkja sinn eigin líkama. Túr á ekki að vera tabú og appið gerir það eðlilegra að tala um órjúfanlegan hluta af lífi kvenna og opna umræður sem hafa í gegnum tíðina verið feimnismál. Nýjasta nýtt meðal appa er að nú er hægt að tengjast tíðahring vina eða bjóða einhverjum til að sjá þinn eigin hring. Feimnin við að ræða tilfinningalegt ástand tengt því hvar konur eru á hringnum minnkar með að deila því með vinkonum, fjölskyldumeðlimum eða maka.

Að deila hringnum með maka getur verið mjög fræðandi og bætir samskipti í sambandi, gerir þau jafnari og þægilegri. Mikilvægt er að maki viti hvar ástvinur er staddur á hverjum tíma fyrir sig svo að maki skilji við hverju er að búast. Einnig er mjög auðvelt fyrir báða aðila að fylgjast með frjó-

semistímabili konunnar. Margar konur fylgjast ekki með tíðahring sínum og er appið frábær leið fyrir þær og þeirra nánustu til að skilja allt sem viðkemur túr. Nú fræðast allir nánustu um hvað er að gerast í líkama kvenna og hvað mun gerast á komandi ­v ikum. | hdó

Leikararnir ræða við matarborðið það sem má ekki ræða við matarborðið. Mynd | Rut

Tölum um hvað má ekki tala um í fjölskylduog matarboðum Til þess að gera matar- og fjölskylduboðið skemmtilegri er vert að íhuga að skilja nokkur umræðu efni eftir heima. Sigrún Edda Björnsdóttir og Hilmar Guðjónsson leikarar deila með Fréttatímanum reynslu sinni af þessum reglum. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is

Gaman að rífast um pólitík Sigrún er sammála þeirri reglu að það eigi að forðast pólitík í matarboðum, en það fari að sjálfsögðu eftir aðstæðum og fólki sem situr við borðið: „Í sumum matarboðum er ekki hægt að ræða pólitík þá fer allt í loft upp og menn móðgast og taka hlutunum persónulega. Hilmar segist ekki sækjast eftir því að ræða pólitík en það megi nú alveg ræða hana en það má líka biðja fólk að hætta, sú regla gleymist stundum. „Ég hef farið í boð þar sem tveir aðilar yfirtaka boðið og það kemst enginn annar að eða neitt annað málefni en bara hægri eða vinstri. Það má alveg biðja fólk að hætta.“ Sigrún segir að fólki finnist stundum gaman að ræða pólitíkina: „Maður getur alveg lent í svoleiðis matarboði, að það er gaman að vera á öndverðum meiði ef allir kunna að tala saman.“

Rasismi bannaður Leikararnir eru spurðir um hvaða aðra hluti gott sé að forðast og nefna þau mismunum af öllu tagi,

leyndarmálin sem þú veist um aðra við borðið og rasisma. „Ég hef setið við borð þar sem er rasismi. Þá leið mér ótrúlega illa, ég sagði ekki neitt en ég fór bara stuttu seinna. Ég myndi segja að rasismi sé bannaður við matarborðið,“ segir Hilmar. Sigrúnu finnst hverskonar mismunun eins og kvenfyrirlitning, fyrirlitning gagnvart samkynhneigð og ef einhver tekur upp á því að tala niður þá sem eru manni kærir... það er bannað. Þá er ég farin.

Virðing er besta reglan Sigrún nefnir að það sé líka gott að forðast að ræða leyndarmál eða mistök þeirra sem sitja við borðið, nema þeir vilji það sjálfir og fólk ætti að gera sem minnst af því að rægja aðra. Hilmar segir ef hann þyrfti að setja eina reglu við matarborðið þá yrði það að vera að allir ættu að bera virðingu f­ yrir öllum.


SENA LIVE OG MICK PERRIN WORLDWIDE KYNNA

RELOADED

eddieizzard.com

6. DESEMBER Í HÖRPU

MIÐASALA HEFST Á FIMMTUDAG KL.10! T ÁT

ÚR

U L E G B R AG Ð

EF

N

I

N

AUSTRALIA | BELGIUM | CANADA | CROATIA | DENMARK | ESTONIA | FINLAND | FRANCE | GERMANY | HONG KONG | ICELAND | INDIA | INDONESIA | IRELAND | LATVIA | MALAYSIA NEPAL | NETHERLANDS | NEW ZEALAND | NORWAY | RUSSIA | SERBIA | SINGAPORE | SLOVENIA | SOUTH AFRICA | SPAIN | SWEDEN | SWITZERLAND | TURKEY | UK | USA

L

IT

AR

FN

ÁN

A

MIÐASALA Á HARPA.IS OG Í SÍMA 528 5050 EFN

A

. ÁN SÆT

UE

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SENA.IS/IZZARD2016


46 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016

Herpes og gular gervineglur Ofur tvíeykið Anni Ólafsdóttir og Sunnva Ása Weisshappel stofnuðu samstarfið Herpes þar sem þær hafa unnið að gerð tónlistarmyndbanda saman í nokkur ár. Nú hafa þær lagt lokahönd á tónlistarmyndbandið Goldigaz sem þær unnu með frönsku hljómsveitinni We are Z. „Ég kynntist Gabriel Gazes, meðlimi hljómsveitarinnar We are Z, við uppsetningu á Mutter Courage í Þjóðleikhúsinu í Wiesbaden í janúar þar sem hann sá um tónlist í verkinu og

ég um búninga. Í kjölfarið ákváðum við Anni að vinna með hljómsveitinni hans að myndbandi. Við tókum myndbandið Goldigaz upp París og fórum svo til Barcelona þar sem við klipptum myndbandið,“ segir Sunneva um kynni sín af hljómsveitinni. Í myndbandinu eru búningarnir aðalkarakterar þar sem má sjá glysgirni, fjaðrir, gular gervineglur og apagrímu. Aðal sögusviðið er skítugt salerni og götur Parísarborgar þar sem hljómsveitarmeðlimir skreyta sig með litríkum hárkollum. Hrollvekjandi og kjánalegt en á sama tíma frábært.

Tvíeykið Herpes.

Sunneva hefur verið að vinna með leikstjóranum Þorleifi Erni Arnarssyni og eru þau nú í Dresden í Þýskalandi að vinna að uppsetningu leikverksins Óþelló eftir William Shakespeare. „Ég var að klára að frumsýna í Þjóðleikhúsinu í Osló

Hljómsveitin We are Z.

verkið Villiöndina og fjandmenn fólksins. Í Óþelló er ég að gera búninga, risastóra skúltptúra og hanna gjörninga á sviðinu með Þorleifi.“ Í augnablikinu eru stöllurnar að

vinna að stuttmynd sem tekin verður í Ríga í Lettlandi. Tónlistarmyndbandið verður frumsýnt á vef Fréttatímans í hádeginu. | hdó

Bragi Björnsson og Sigríður Rúna Gísladóttir stóðu vaktina í Höfðingja í vikunni.

Bókabíllinn aftur hress Höfðingi, bókabíll Borgarbókasafnsins, hikstaði lítillega í vikunni en er kominn aftur á rúntinn með forvitnilegar bækur. Annar tveggja bílstjóra Höfðingja, Bragi Björnsson, segir bílinn engu að síður við góða heilsu. „Höfðingi fór í smá viðgerð,“ segir Bragi bílstjóri. „Hann var farinn að leka smá olíu og það gengur auðvitað ekki inni á bílastæðunum þar sem við erum vön að stoppa. Það þurfti því bara að skipta um rör og þá var það komið.“ Bíllinn er af Scania gerð, árgerð 2000 og keyrður rétt rúmlega 200 þúsund kílómetra. Bragi Björnsson hefur keyrt bókabílinn frá 1981 og man því hvernig það var að vinna á gamla bókabílnum sem þjónaði hlutverki sínu um áratuga skeið frá því að þjónustunni var komið á laggirnar árið

1969. Bróðir Braga, Bjarni Björnsson, keyrir rúntinn á móti bróður sínum og hann keyrði eldri bílinn, sem var árgerð 1955, alveg frá upphafi. „Hér um árið voru bílarnir síðan tveir, Höfðingi og Stubbur, sem var minni bíll, en hann heyrir sögunni til.“ Bragi segir að það séu einkum þakklátir rosknir borgarar og krakkar sem noti þjónustu bókabílsins. „Fastakúnnarnir eru þó nokkrir, nánast í hverri viku, en áhuginn á þjónustunni er vitanlega misjafn eftir stöðum, dögum og veðri. Við sjáum líka um þjónustu við skóla sem ekki hafa komið sér upp bókasafni.“ Skiljanlega er dagskrá bókabílsins vel skipulögð, stoppin eitthvað á milli 30 og 40, í viku hverri, skýtur Bragi á. Hann segir þetta þó hafa verið í nokkuð föstum skorðum undanfarin ár því borgin hafi ekki þanist út að undanförnu. | gt

Dráttarbeisli

undir flestar tegundir bíla

Setjum undir á staðnum Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Stikla úr myndinni, afi Katrínar að moka snjó í Fellabæ.

Kynslóð með deyjandi tungumál

Heimildamyndin Heimakær fjallar um Kristján póst frá Fellabæ og á sama tíma um kynslóðina sem ólst upp án þeirra tækni sem telst sjálfsögð í dag, kynslóðina sem er hverfandi. Leikstjórinn, Katrín Braga, vill varðveita sögu afa síns og segir sögu þessarar kynslóðar vera menningararf. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is

Heimakær er heimildamynd um afa Katrínar, Kristján Björnsson eða Kristján póst eins og hann er kallaður. Sögusvið myndarinnar er í Fellabæ á Austurlandi þar sem Kristján og Katrín ólust upp. „Þetta byrjaði sem persónulegt verkefni, mig langaði að varðveita söguna hans afa fyrir komandi kynslóðir í fjölskyldunni. Einnig vildi ég varðveita söguna fyrir sjálfa mig til að eiga í framtíðinni. Í myndinni talar afi um að vera póstmaður fyrir austan, íslenskt veður og fjölskylduna sína. Hann fjallar um dagbækur sem faðir hans skrifaði í daglega í 68 ár, frá 1928-1996 þar til daginn sem hann dó. Afi talar um síðasta daginn sem faðir hans skrifaði í bókina.“

Síðasta kynslóðin sem kann ekki á tæknina VÍKURVAGNAR EHF.

„Ég hef alltaf haft áhuga á eldri kynslóðinni, þessari kynslóð með deyjandi tungumál sem er hverfandi. Yngri kynslóðin á til að gleyma því að þetta fólk sé til og

það sé alveg jafn mikilvægt og allir aðrir. Mig langaði til að varðveita sögu fólks sem ólst upp og lifði án þeirra tækni sem við erum vön í dag, kynslóð sem ég held að hafi ekki farið frá Íslandi. Eins og afi hefur aldrei yfirgefið Ísland, aldrei farið til útlanda,“ segir Katrín.

Frumsýningarstress og menningararfur Það getur verið stressandi að frumsýna sýna fyrstu mynd en Katrín segist vera meira spennt en stressuð: „Ég hélt að ljósmyndirnar yrðu minn stærsti miðill en það er mjög gaman að gera eitthvað öðruvísi en það sem ég er vön. Heimildamyndir heilla mig mjög mikið, það er ferill sem ég vil stefna að. Þessi mynd er gott byrjunarskref inn í þennan heim og gott að byrja á því að gera mynd um eitthvað sem ég þekki mjög vel. Þetta byrjaði sem stuttmynd fyrir mig og fjölskylduna en svo endaði ég á því að senda hana inn á kvikmyndahátíðina Riff. Myndin komst inn og það er ótrúlega gaman. Mig langar til þess að sækja um

Katrín Braga. Mynd | Berkley Vopnfjord

styrki til að gera gert fleiri heimildamyndir um allt Ísland sem fjallar um þetta fólk, þessa kynslóð og menningararfinn.“ Kemur afi þinn á sýninguna? „Nei, hann ætlar ekki að mæta, hann vill helst halda sig á Austurlandi. Hann þorir ekki að fara til Reykjavíkur eða hann reynir að forðast það ef hann getur. Honum líður bara best í sveitinni.“


PIPAR \ TBWA •

SÍA •

163778

Fullkomið til að deila!

TWISTER TVISTUR 1.990 KR. ®™

Tveir Twisterar að eigin vali, miðstærð af frönskum, tveir Hot Wings og Bingókúlur. ®™


NÝTT Í BÆNUM

Tölum um… hrós Svava Traustadóttir Hrós er yndislegt fyrirbæri. Getur breytt því hvernig ­einhverjum ­líður á einu augnabliki. Myndi örugglega bjarga mörgum mannslífum ef öllum væru hrósað oft á dag. Það væri ekkert óöryggi eða þunglyndi. Hrós kostar ekkert, gerum meira af því.

Stefan Svan ­Aðalheiðarson Að hrósa einhverjum er eins og að gefa viðkomandi rós, þetta kenndi vinkona mín, Linda Loeskov, mér. Það er uppbyggjandi og gott fyrir sálina að fá hrós, það er hvatning til dáða eða verðlaun fyrir afrek unnin. Ewnnig bætir það og kætir að hrósa öðrum, en það skal hafa hugfast að það þarf að vera hreinskilið hrós.

Júlía Runólfsdóttir Hrós er svona hlýtt í hjartað. Alltaf æðislegt og breytir versta degi í hinn besta. Hrósum afgreiðslufólki á háannatíma og strætóbílstjórum í haustlægð. Og mömmum okkar auðvitað. Hvunndagshetjunum.

Nýtt í bíó Eftirlætis Bridget flestra landsmanna kemur á ný á hvíta tjaldið. Nú fáum við að fylgjast með ungfrú Jones takast á við aukaverkanir óléttu og eltingarleik hennar við að finna hinn eina sanna.

Nýtt á heimilið Á laugardag gefst fólki færi á að kaupa muni úr Herkastala Reykjavíkur og fara í göngutúr um húsið og upplifa fegurð kastala Hjálpræðishersins áður en að húsið verður afhent nýjum eiganda 1. október.

Nýtt í magann Vegan pítsur hafa lent í verslunum Krónunnar. Gríðarleg eftirvænting hefur verið eftir pítsunum og verða margir vel saddir um helgina.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.