24 03 2016

Page 1

www.frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is

Páskar 24. mars–28. mars 2016 • 12. tölublað 7. árgangur

Veðurfræðingurinn Bjarki Friis gekk um ísbjarnaslóðir á Grænlandi í tvö ár

Nýstirnið Aron Can Komst loksins inn á Prikið rapp 50

Ævintýri 24

Feðgin slást Landsliðsþjálfarinn og dóttir hans leika sér. Karate 48

Brúðkaup

Munurinn á okkur og mörgum öðrum er að við handsmíðum alla okkar hringa. 13 Sigurður G. Steinþórsson, gullsmíðameistari

FRÉTTATÍMINN

Páskahelgin 24.–28. mars 2016 www.frettatiminn.is

Suðrænt og afslappað

Helga Kristjánsdóttir förðunarfræðingur og Magnús Þór Ásgeirsson markaðsstjóri létu pússa sig saman í Hallgrímskirkju á fögrum sumardegi. Þau ákváðu að missa sig ekki í smátriðum við undirbúninginn en lögðu í staðinn áherslu á afslappað andrúmsloft með börnum sínum, vinum og fjölskyldu. 10

Sérblað GJAFABRÉF Á VELLÍÐAN & DEKUR

Minna mál með worldclassiceland

worldclassiceland

worldclassice

SagaPro hver vill eiginlega Flytja til íSlandS? Hverjir eru innflytjendur á Íslandi, hvaðan komu þeir, hvar vinna þeir og hvar búa þeir? innflytjendur 10

Mynd | Hari

iPad Pro Frá 149.990 kr.

iPad Air 2

iPad Mini

Frá 79.990 kr.

Frá 69.900 kr.

www.sagamedica.is

iPad fjölskyldan - Með heiminn í lófanum

10 heppnir sem versla Apple tæki frá 1. mars til 15. maí vinna miða á Justin Bieber.

Sérverslun með Apple vörur

KRINGLUNNI ISTORE.IS


fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016

2|

Verkalýðsmál Ósýnilegir verkamenn við störf

Lithái slasaðist í svartri vinnu Verkamenn sem eru hér í óleyfi og greiða ekki skatta eiga engan rétt á slysabótum og læknisþjónustu ef þeir slasast. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

Lithái á fertugsaldri, sem starfaði á íslensku gistiheimili og slasaðist við störf, hafði samband við verkalýðsfélagið Framsýn og óskaði eftir liðsinni félagsins. Hann slasaðist ekki lífshættulega en var óvinnufær eftir að hafa lent í bílveltu.

Þegar farið var að skoða málið reyndist maðurinn ekki vera til á Íslandi, hann var ekki með leyfi til að starfa hér, ekki með kennitölu, hvað þá skattkort. Þegar farið var að skoða hans mál reyndist hann fá greidd laun á bankareikning erlendis. Slík mál eru að færast í vöxt í þenslunni, þótt almennt séu fyrirtæki með hlutina í lagi. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélagsins Framsýnar, segir að slík mál komi of oft upp. Oftar en ekki gufi mennirnir upp þegar farið sé að kafa ofan í þeirra

Dómsmál Lokað á Nígeríska fjölskyldu

Alvarlegt ef hælisleitendur fá ekki gjafsókn

mál. Mennirnir eiga engan rétt til slysabóta ef eitthvað kemur fyrir en verkalýðsfélögin hafa samt reynt að liðsinna þeim og kanna rétt þeirra til bóta hjá tryggingafélagi fyrirtækjanna sem eiga í hlut, nema þegar þeir hverfa úr landi. Framsýn hefur ennfremur þurft að hafa afskipti af sextíu útlendingum en meirihluti þeirra starfaði við virkjunarframkvæmdir á Þeistareykjum og var með laun undir lágmarkstöxtum. Í einu tilfelli var um að ræða fyrirtæki með hóp af mönnum í vinnu

sem voru hér í óleyfi enda reyndust þeir ekki skráðir inn í landið, né heldur með kennitölu. „Við stöndum bara vaktina og látum engan komast upp með neitt,“ segir Aðalsteinn. Hann segir að þetta séu oftast pólskir verkamenn sem komi hér á vegum undirverktaka sem starfi samkvæmt tvísköttunarsamningnum. „Þessir undirverktakar líta á Ísland sem land tækifæranna og ætla að troða á réttindum fólks.“ Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar.

Alþingi Tortólamálið er heit kartafla

Úr nýjum siðareglum þingsins Meginreglur um hátterni.

Hælisleitendur sem ekki hafa efni á lögfræðiaðstoð eiga fá úrræði. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is

„Gjafsóknarnefnd virðist ætla að hætta að veita gjafsókn í málum hælisleitenda og það er sérstaklega alvarlegt mál. Afleiðingar þess eru að það verður enn ólíklegra að lögmenn taki mál þeirra að sér, þar sem hælisleitendur eru efnalítill minnihlutahópur, sem getur sjaldnast borið mörg hundruð þúsund króna málskostnað,“ segir Claudie A. Wilson, lögfræðingur Reginu Osarumaese og fjölskyldu hennar, sem synjað var um hæli hér á landi í síðustu viku. Reginu reyndist erfitt að verða sér úti um lögfræðiaðstoð eftir að máli þeirra lauk í stjórnsýslunni. Claudie segir illt í efni ef hælisleitendum sé gert að ganga á milli lögfræðinga og biðja um aðstoð sem þeir hafa ekki efni á. Rauði krossinn sér hælisleitendum fyrir aðstoð þangað til beiðni þeirra um hæli er tekin fyrir, en sé beiðninni hafnað eru hælisleitendurnir einir á báti, hafi þeir ekki efni á lögfræðingi eða fái gjafsókn, sem ekki er algengt. Lögfræðistofa Claudie hefur nú tekið að sér mál fjölskyldunnar, en áður en fjölskyldan leitaði til hennar hafði hún leitað til fjölmargra lögmanna í leit að lögfræðiaðstoð. Eins og Stundin sagði frá í vikunni kom fjölskyldan til Íslands til að leita að betra lífi fyrir börn sín. Fjölskyldufaðirinn, Eugene Imotu, er í hungurverkfalli og liggur inni á geðdeild Landspítalans. Annað barn þeirra fæddist

Öll spjót standa nú á Sigmundi Davíð Gunnlausgssyni og þess krafist að hann geri hreint fyrir sínum dyrum.

Regina og Eugene ásamt sonum sínum, Felix og Daniel.

Hvað er gjafsókn?

Gjafsókn er notað bæði um gjafsókn og gjafvörn. Gjafsókn er veitt vegna mála sem rekin eru fyrir íslenskum dómstólum. Gjafsókn er aðeins veitt einstaklingum en ekki lögaðilum. Hver sá einstaklingur sem getur átt aðild að dómsmáli hér á landi, án tillits til ríkisborgararéttar, getur átt rétt til gjafsóknar. Gjafsókn verður ekki veitt eftir að dómur hefur verði kveðinn upp. Efnahag umsækjanda um gjafsókn þarf að vera þannig háttað að kostnaður af gæslu hagsmuna hans í máli yrði honum fyrirsjáanlega ofviða. hér á landi fyrir einu og hálfu ári og hitt er í leikskóla í Keflavík. Bæði þekkja börnin ekki annað en líf á Íslandi.

Telur að siðaráð þingsins ætti að skoða málið Formaður efnahags- og viðskiptanefndar telur að mál forsætisráðherrans og eiginkonu hans, sem varðar eignarhaldsfélag í skattaskjóli, eigi kannski helst heima á borði nýs siðaráðs þingsins. Forseti þingsins hefur ekki myndað sér skoðun á því. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segist telja að nýstofnað siðaráð þingsins ætti að skoða mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og eignarhaldsfélagsins Wintris sem var skráð á Tortola á Bresku Jómfrúareyjunum og er í eigu eiginkonu hans. Hann segir alls ekki liggja beint við

að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjalli um málið. „Það hefur ekki komið til tals að taka þetta mál sérstaklega á dagskrá,“ segir hann. Hann segir að nær væri að forsætisnefnd þingsins fjalli um hvort ekki eigi að vísa því til siðaráðsins, samkvæmt nýsettum reglum um hátterni þingmanna.“ „Ég hef ekki myndað mér neina skoðun á því hvort siðaráð þingsins eigi að fjalla um málið,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins. „Ég hef bara ekki hugleitt það og treysti mér því ekki til að segja neitt um það.“ Ögmundur segir að það verði að upplýsa málið með formlegri hætti en hafi verið gert. Forsætisráðherra verði að gera hreint fyrir sínum dyrum með því að leggja allar staðreyndir fram. Síðan sé hægt að draga af þeim ályktanir.

5. gr. Alþingismenn skulu sem þjóðkjörnir fulltrúar: a. rækja störf sín af ábyrgð, ráðvendni og heiðarleika, b. taka ákvarðanir í almannaþágu án þess að vera bundnir af fyrirmælum sem kunna að vera í andstöðu við siðareglur þessar, c. ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni, d. nýta þá aðstöðu sem þeim er veitt við störf sín með ábyrgum hætti, e. ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra, f. greina frá öllum hagsmunum sem máli skipta og varða opinbert starf þeirra og leysa úr árekstrum sem upp kunna að koma með almannahag að leiðarljósi, g. efla og styðja grundvallarreglur þessar með því að sýna frumkvæði og fordæmi. Við upphaf þingsetu sinnar og að lokinni kynningu á siðareglum þessum skulu alþingismenn afhenda forseta Alþingis undirritaða yfirlýsingu um að þeir skuldbindi sig til þess að hlíta þeim. Yfirlýsinguna skulu þeir afhenda forseta Alþingis. Sama gildir um varaþingmenn sem hafa setið samfellt í fjórar vikur.

Dómsmál Fjögur ár síðan Sigurður Hólm Sigurðarson lést

Aðalfundur BÍ 2016 Fimmtudaginn 28. apríl kl. 20.00 í Síðumúla 23 Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2016 verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl n.k. að Síðumúla 23 3. Hæð, 108 Reykjavík þar sem félagið er til húsa og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00

Dagskrá: • • •

Venjuleg aðalfundarstörf Skýrslur frá starfsnefndum Kosningar*

Lagabreytingar

Önnur mál

BÍ-félagar eru hvattir til að mæta *Framboð til formanns BÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund.

Annþór og Börkur sýknaðir í héraði Annþór Karlsson og Börkur Birgisson voru sýknaðir af ákæru um að hafa veitt samfanga sínum á Litla-Hrauni, Sigurði Hólm Sigurðssyni, áverka sem drógu hann til dauða. Rúmlega 30 milljóna málskostnaður fellur á ríkissjóð. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í gær, miðvikudag, en tæp fjögur ár eru liðin frá því að Sigurður Hólm fannst látinn í klefa sínum. Meðal rannsóknargagna í málinu voru upptökur úr öryggismyndavélum sem sýndu Annþór og Börk fara inn í klefa Sigurðar skömmu áður en hann lést. Talið er að Sigurður hafi fallið á eitthvað í klefanum eða að honum

hafi verið veittur áverki á kvið í klefanum og hafi þessi áverki orsakað rof á miltað og miltisbláæðina með þeim afleiðingum að honum blæddi út í kviðarholið. Ákærðu neituðu allan tímann sök og kannast hvorugur þeirra við að hafa veitt Sigurði áverka. Í dómnum segir að ekki sé loku fyrir það skotið að aðrir hafi haft möguleika á því að veita Sigurði þá áverka sem drógu hann til dauða. Þá sé ekki heldur hægt að útiloka að fall í klefanum hafi orsakað áverkann. Að mati dómsins leikur því það mikill vafi á sekt ákærðu að ekki verður hjá því komist að sýkna þá. Saksóknari krafðist tólf ára fangelsis en Annþór og Börkur afplána nú þegar 6 og 7 ára fangelsisdóma fyrir grófa líkamsárás í janúar 2012. Fréttatíminn hefur fjallað ítarlega

Sigurður Hólm.

um lífshlaup Sigurðar Hólm undanfarið, en hann var 49 ára þegar hann lést og hafði þá dvalið í 35 ár á stofnunum, 25 í fangelsi og 10 ár á barnaheimilinu á Kumbaravogi en þangað var hann fluttur eftir hrottalegt ofbeldi sem hann varð fyrir á heimili sínu sem barn. | þká


TAKK FYRIR OKKUR!

Vörður fékk hæstu einkunn tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni Við leggjum mikinn metnað í þjónustuna því ánægja viðskiptavina okkar skiptir öllu máli. Við tökum því stolt við þessari viðurkenningu frá Íslensku ánægjuvoginni. Takk fyrir okkur kæru viðskiptavinir.


fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016

4|

Dýravernd Engin viðbragðsáætlun í einangrunarstöðinni

Ætluðu að senda fótbrotinn hund úr landi Tvítugur strákur stóð frammi fyrir því að senda átti hundinn hans úr landi eftir að það uppgötvaðist í einangrunarstöðinni í Höfnum að hann væri fótbrotinn. Matvælastofnun vildi senda lítinn hvolp úr landi eftir að hann fótbrotnaði, að því er virðist í einangrunarstöðinni í Höfnum eða á leið þangað frá flugvellinum. Ekki er vitað hvernig tíkin tvíbrotnaði á fæti. Hundurinn hafði þó verið skoðaður

af dýralækni frá Matvælastofnun við komuna til landsins og reynst við fulla heilsu Eigandinn, Damian Davíð, er tvítugur en tíkin hans, Amy, er sjö mánaða fiðrildahundur. Eftir að fótbrotið uppgötvaðis og tæpri viku eftir að hundurinn kom í stöðina, var Damian boðaður á fund með dýralæknum frá Matvælastofnun og sagt að hundurinn þyrfti að fara úr landi með næsta flugi. Vegna sóttvarna mátti ekki fara með hundinn á dýraspítala og ekki var talið að aðstaðan í stöðinni væri nógu góð

til að hægt væri að framkvæma aðgerðina. „Fyrst fór ég bara að gráta, en leitaði síðan Dýraverndarsambandsins,“ segir Damian David. „Ég gat ekki látið tíkina vera fótbrotna í stöðinni og heldur ekki hugsað mér að senda hana úr landi.“ Eigandi hundsins leitaði til Hallgerðar Hauksdóttur, formanns Dýraverndarsambandsins, en hún fór með honum á fundinn. Eftir hörð skoðanaskipti ákváðu fulltrúar Matvælastofnunar að bakka og leyfa eigandanum að kalla til dýralækni til að

gera aðgerð á hundinum og hætta við að senda hann úr landi. Hallgerður Hauksdóttir segir í samtali við Fréttatímann að það sé vont mál að eina stofnunin sem hafi lögformlega stöðu til að tala fyrir dýravernd í landinu hafi vikið þeim sjónarmiðum til hliðar fyrir sóttvarnarhlutanum sem stofnunin ber einnig ábyrgð á. Eigandi hundsins hafði varið nær 700 þúsundum í að flytja inn hundinn og greiða fyrir dvölina í einangrunarstöðinni. Hann þarf nú að greiða 360 þúsund króna læknis-

Damian ásamt tíkinni Amy, sem er eiganda sínum afar dýrmæt.

reikning því stöðin er ekki með neinar tryggingar og Matvælastofnun tekur enga ábyrgð á málinu. Hann stóð fyrir söfnun á Facebook til að greiða reikninginn og hefur safnað 230 þúsund krónum. „En henni líður vel, það er það sem skiptir máli og ég fæ hana aftur til mín miðvikudaginn eftir viku,“ segir Damian. | þká

Fíkniefni Fjögur burðardýr á vegum sama fíkniefnainnflytjanda

Lögregla hefur lagt hald á um 1400 grömm af kókaíni og fjórar milljónir í reiðufé vegna málsins. Mynd frá Keflavíkurflugvelli.

Kræklingabóndi á Vesturlandi hefur fengið til sín 30-40 sjálfboðaliða.

Skattar Ríkisskattstjóri brýnir klærnar

Sjálfboðaliðar greiði skatt af fæði og húsnæði

Skatturinn segir að sjálfboðaliðar eigi að greiða skatta og fyrirtækin sem nota þjónustu þeirra.

Búist er við hundruðum sjálfboðaliða til landsins í sumar til að starfa við landbúnað og ferðaþjónustu en fjöldi Íslendinga óskar eftir sjálfboðaliðum á sérstakri síðu, workaway.info, sem Fréttatíminn hefur áður fjallað um. Verkalýðshreyfingin telur þetta fela í sér óásættanleg undirboð en málið er umdeilt. ASÍ óskaði eftir

áliti ríkisskattstjóra á því hvort slík vinna væri skattskyld, þar sem umbunin væri einungis í formi hlunninda. Í álitinu segir að í slíkum tilfellum eigi einstaklingurinn að telja fæði og húsnæði fram sem tekjur. Fyrirtæki sem þiggi slíka vinnu, eigi að telja hana fram sem skattskylda gjöf og miða við laun sem séu ekki lægri en lágmarkslaun í landinu. Í frétt Fréttatímans af málinu var meðal annars rætt við kræklingabónda sem hafði fengið til sín 30 til 40 sjálfboðaliða síðan hann hóf að nota síðuna. | þká

Nígerískur ríkisborgari skipulagði smyglið Lögreglan og tollverðir á Keflavíkurflugvelli handtóku fjóra einstaklinga á skömmum tíma fyrir innflutning á kókaíni. Öll virðast þau hafa komið hingað til lands á vegum sama manns og verið lofað greiðslu fyrir viðvikið. Atli Þór Fanndal ritstjorn@frettatiminn.is

Alls er um að ræða tæplega 1400 grömm af kókaíni sem lögregla lagði hald á, á tveggja mánaðar tímabili í lok síðasta árs. Þá hefur lögreglan fjórar milljónir króna í peningum. Þar af tæplega 20 þúsund evrur. Nígerískur ríkisborgari, Christian Sunday, var handtekinn í nóvemberlok vegna málsins. Lögregla telur ljóst að fíkniefnin hafi verið ætluð í sölu og dreifingu á Íslandi. Christian er með ítalskt dvalarleyfi. „Hann er hvergi skráður til vinnu hér á landi og er ekki í hælismeðferð,“ segir í skýrslu lögreglu. Samkvæmt heimildum Fréttatímans er Christian farinn af landi brott. Tollverðir höfðu afskipti af ungri konu við komu hennar frá Berlín í byrjun október. Við leit fundust tvær pakkningar með fíkniefnum 450

1970–1979

1980–1989

innanklæða. Við nánari skoðun kom í ljós að konan var með pakkningu af fíkniefnum í leggöngum. [Hún] „fjarlægði þá pakkningu og afhenti lögreglu,“ segir í lögregluskýrslu vegna málsins. Tæplega sex hundruð grömm af kókaíni voru handlögð í málinu. Í samtali við tollgæslu viðurkenndi konan að hafa komið hingað til áður. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að konan kom einnig hingað til lands í lok ágúst. Í lok október hafði lögregla afskipti af tveimur mönnum sem komu frá Brussel og höfðu fíkniefni innvortis. Við yfirheyrslu kom fram að þeir hefðu komið hingað til lands í þeim tilgangi að flytja fíkniefni. Samtals voru mennirnir með tæplega 500 grömm af fíkniefnum innvortis. Við yfirheyrslu lögreglu kom fram að þeim hafi verið lofað um 500 evrum, um 70 þúsund krónum, að launum fyrir viðvikið. Mönnunum hafði verið gert að fara á gistiheimili í Skipholti. Þar áttu þeir að skila af sér fíkniefnunum og vera fluttir á annað gistiheimili áður en þeir færu úr landi. Rúmum mánuði síðar var svo kona handtekin við komu frá Brussel með fíkniefni innvortis. Í það skiptið fundust um 300 grömm af kókaíni. Við vitnaleiðslur kom fram 1990–1999

að konan hefði átt að fá 750 evrur, rúmlega 100 þúsund krónur, að launum fyrir flutning fíkniefnanna. Við rannsókn málsins varð ljóst að öll voru burðardýrin á vegum sama aðila. Við handtöku og húsleit var, eins og áður, segir gert upptækt talsvert magn fjármuna. Þá var leitað í bifreið sem maðurinn hafði til afnota. Í bílnum „fannst töluvert magn fjármuna, samtals 551.899 íslenskar krónur og 5 evrur.“ Bílinn sem um ræðir var skráður á íslenska konu sem virðist ekki talin tengjast málinu með beinum hætti. Í samtali við Fréttatímann sagðist konan vinna að því að afskrá bílinn af sínu nafni. Hann væri ekki hennar eign. Hún sagðist þekkja til hins grunaða en að hún ætti bílinn ekki og vissi ekkert um málið og hefði ekkert vitað fyrr en lögregla kallaði hana til skýrslutöku vegna bílsins. Af magni fíkniefna, tíðni innflutnings og þess fjár sem lögregla gerði upptækt virðist Christian hafa verið nokkuð virkur við sölu og innflutning fíkniefna á meðan á dvöl hans stóð. Í skýrslu lögreglu kemur fram að sýni sem sent var til rannsóknar hafi styrkur kókaíns reynst 35 prósent. Lögregla fékkst ekki til að tjá sig um málið þegar þess var leitað. 2000–2009

2010–

400 350 300

Göngugleði í svissnesku Ölpunum 30. júlí - 6. ágúst

Fararstjóri: Aðalsteinn Jónsson

Komdu með í þægilega gönguferð um glæsilega fjallasali svissnesku Alpanna, þar sem hæsti tindurinn, sjálfur Matterhorn, trónir yfir. Við göngum yfir grösug engi, gegnum forna lerkiskóga, að fjallavötnum og sjáum fjölda huggulegra fjallaþorpa. Einn gististaður og dagsferðir í frábærum félagsskap! Verð: 249.200 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!

Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK

250 200 150 100 50 0

1970

2016

Færri hafa dáið í hryðjuverkum á síðustu árum Mannfall í hryðjuverkjum í Evrópu frá 1970 Því fer fjarri að Evrópa standi nú frammi fyrir nýjum raunveruleika í kjölfar hryðjuverka í Belgíu og Frakklandi síðustu misserin. Þegar horft er yfir lengra tímabil sést að dauðsföll vegna hryðjuverka voru miklum mun algengari í Evrópu á áttunda og níunda áratugnum og fram eftir

þeim tíunda. Hryðjuverkum fækkaði í kjölfar friðarsamninga við Írska lýðveldisherinn og frelsishreyfingar Baska á Spáni undir lok síðustu aldar. Hryðjuverkin að undanförnu benda til aukinnar hættu frá því var á allra síðustu árum en ekki þegar horft er eilítið lengra aftur. | gse


gt Stillanle : Verð frá

or *

ssad a b m A , rúm

. 0 0 0 . 9 59

Skoðaðu rúmin okkar áður en þú tekur ákvörðun.

www.jensen-beds.com

Skeifan 6 / Harpa / Kringlan / 5687733 / epal@epal.is / epal.is

Jensen rúm: · Hvert rúm er sérgert fyrir þig. · 25 ára ábyrgð á gormakerfi. · Skandinavísk hönnun. · Norsk gæðaframleiðsla frá 1947. Áratuga reynsla. · Gæði, ábyrgð og öryggi. · Stillanleg rúm, Continental og boxdýnur. Yfirdýnur í úrvali.

amless* Nordic Se Verð frá:

. 0 5 7 . 0 3 3

· Stuttur afhendingartími, ótal möguleikar. · Mikið úrval af göflum, náttborðum og yfirdýnum

* Stærð: 180x200, gafl ekki innifalinn í verði

tal* Continen Verð frá:

. 0 0 5 . 9 9 3


fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016

6|

Yfirsýn á forseti2016.is

Forsetakoningar Þrettán í framboði

Virðingamesta og vandasamasta embættið Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir fjölda frambjóðenda glögglega sýna að helgin sem áður hvíldi yfir embættinu sé hverfandi.

„Áður var það aðeins á færi virtustu mektarmanna samfélagsins að bjóða sig fram þó að vísu hafi það gerst að aðrir sýndu embættinu áhuga, en þeir voru afgreiddir sem

kynlegir kvistir og höfðu ekki erindi sem erfiði,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og bendir einnig á mikilvægi samfélagsmiðla í þessu samhengi. „Blessunarlega er auðveldara fyrir fólk að gefa kost á sér til þessa embættis í dag en á móti kemur að hugsanlega gera þessi forsetaefni sér ekki grein fyrir því hversu mikinn eða lítinn stuðning þau geta vænst í raun.“

LA-Z-BOY

TAXFREE

Allir LA-Z-BOY stólar og sófar á taxfree tilboði*

„Það verður ekki fram hjá því litið að þetta embætti er eitt það virðingarmesta og líklega það vandasamasta í stórnskipun Íslands svo þeir sem hafa áhuga á því hafa vonandi lagt hausinn í bleyti og hugsað hvort þetta sé örugglega það sem þjóðin þurfi, að þessi tiltekni einstaklingur gegni embættinu.“ Dragi frambjóðendur framboð sitt ekki til baka má vænta þess að

sá sem sigrar í kosningunum geri það með litlum hluta atkvæða. Guðni bendir á að í ljósi þess hve embættið hefur breyst, hversu pólitískt það er orðið og hvernig helgi þess hefur minnkað, þá gæti verið óheppilegt að forsetinn næði kjöri með kannski fjórðungi atkvæða. „Þetta er eitt dæmi þess að stjórnarskráin sem var sett 1944 hefur ekki staðist tímans tönn.“ | hh

Félagar í Tækniskólanum smíða vefsíðuna forseti2016.is til að einfalda yfirsýn yfir ört vaxandi hóp forsetaframbjóðenda. „Það verður listi yfir alla forsetaframbjóðendur og nýjustu tölur um stöðu fylgis þeirra. Við birtum upplýsingar frá ólíkum heimildum og miðlum. Þetta verður í þægilegu og aðgengilegu formi,“ segir Eyþór Máni Steinarsson, annar stofnandi vefsíðunnar forseti2016.is, sem fer í loftið síðar í vikunni. Vefsíðan kemur einnig til með að endurbirta fréttapistla af fréttamiðlum og veita yfirsýn yfir stöðu mála. | sgk

Bandaríkin Margrét Hrafnsdóttir og forsetaframbjóðandinn Hillary

Grét með Hillary Margrét Hrafnsdóttir, athafnakona og framleiðandi, hefur að undanförnu starfað sem sjálfboðaliði í kosningabaráttu Hillary Clinton um embætti forseta Bandaríkjanna. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

„Ást mín og aðdáun á Hillary byrjaði árið 2008 þegar hún var í þessum sama slag. Hann hafðist því miður ekki en Hillary varð utanríkisráðherra og einn sá farsælasti í sögu Bandaríkjanna. Hún ferðaðist meira í flugmílum en nokkur forveri hennar, var gríðarlega afkastamikil og kom mörgum málum í gegn,“ segir Margrét Hrafnsdóttir. Hún segir að forvitni sín á stjórnmálakonunni hafi kviknað, þegar hún fór að heyra sögur af eljusemi hennar og viðleitni til að ræða við konur um stöðu þeirra, hvar sem hún var stödd í heiminum. „Stundum ferðaðist hún fótgangandi á milli staða, oft eftir myrkur, og heimsótti konur inni á heimilum þeirra og þar sem hún gat talað við þær í ró og næði. Fjarri öllum ljósmyndavélum. Þá fór ég að kynna mér þessa konu betur og fann fyrir einhverskonar mikilleika. Samskonar upplifun og ég fæ sem sjálfboðaliði í kosningabaráttunni nú.“ Margrét hefur verið búsett í Bandaríkjunum í mörg ár en öðlaðist í fyrsta sinn rétt til að kjósa í forsetakosningunum 2008. „Og ég grét með henni þegar hún tapaði fyrir Obama, ég hreinlega grét í marga daga. Ég studdi Obama ekkert sérstaklega fyrr en alveg undir lokin, þá vann hann

Margrét Hrafnsdóttir og Hillary Clinton á fjáröflunarkvöldi fyrir skömmu.

mig á sitt band. Ég held hinsvegar að Hillary sé miklu betri frambjóðandi nú en hún var árið 2008. Sennilega þurfti hún að verða utanríkisráðherra fyrst. Nú er hennar tími kominn.“ Verkefni sjálfboðaliðans eru margvísleg í kosningabaráttunni. „Eins og á öllum góðum heimilum þá byrjar maður í ruslinu,“ segir Margrét og hlær. „Svo vinnur maður sig upp og endar í fjáröflun fyrir baráttuna. Annars geng ég í það sem þarf og þetta er mjög upplýsandi og fræðandi.“ Aðspurð um þá gagnrýni á Hillary, að hún sé íhaldssöm og hlynnt stríðsrekstri, segir Mar-

grét; „Gagnrýnin beinist aðallega að afstöðu hennar til Íraksstríðsins. Miðað við þær forsendur sem bornar voru á borð þingmanna á þeim tíma, þá hefði ég tekið sömu ákvörðun og hún. Hinsvegar hefur hún sjálf sagt að hún hefði ekki gefið grænt ljós á Íraksstríðið í dag, eftir að frekari upplýsingar hafa komið í ljós. Það er virðingarvert að geta játað á sig mistök, eins og hún gerði. Hinsvegar er varla til nútímalegri kona en Hillary, hún er hressust af öllum.“ Heldurðu að hún hafi þetta? „Já. Heimurinn þarf á leiðtoga eins og henni að halda.“

Óviðunandi ástand í barnavernd EMPIRE

Grátt eða brúnt slitsterkt áklæði. Stærð: 80 × 70 × 102 cm

72.573 kr. 89.990 kr. * Taxfree tilboðið gildir bara á LA-Z-BOY og jafngildir 19,35% afslætti.

Að sjálfsögðu fær ríkissjóður viðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar og gildir til 31. mars 2016 Þú finnur nýja Páskablaðið á www.husgagnahollin.is

www.husgagnahollin.is | sími: 558 1100 OPNUNARTÍMI UM PÁSKANA | SKÍRDAGUR OPIÐ 13–17 (BARA Í REYKJAVÍK) LAUGARDAGUR OPIÐ 11–17 | LOKAÐ Á PÁSKADAG OG ANNAN Í PÁSKUM

Hver starfsmaður barnaverndarnefnda á Íslandi hefur margfalt fleiri mál á sinni könnu en starfsmenn barnaverndarnefnda á hinum Norðurlöndunum. Forstöðumaður barnaverndar Reykjanesbæjar spyr hvað Barnaverndarstofa hafi gert til að hvetja til fjölgunar starfsfólks og hvað hægt sé að gera til að mæta vandanum? Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar Reykjanesbæjar, segir málafjölda hvers starfsmanns of mikinn. Starfsmannaveltan sé óeðlilega mikil og fólk brenni út og snúi sér að öðru eftir nokkur ár í starfi. „Sem er slæmt því barnavernd krefst mikillar þekkingar og reynslu. Það hefur oft verið rætt hvort setja eigi lög um málafjölda

hvers starfsmanns og ég er hlynnt því,“ segir María. Í handbók Barnaverndarstofu er fjallað um álag á starfsmenn barnaverndarnefnda og jafnvel þótt þar sé tekið fram að erfitt sé að meta hvað sé ásættanlegur málafjöldi á borði hvers starfsmanns, er miðað við 25-35 mál. Þá er átt við krefjandi mál, en ekki þau allra léttvægustu. Raunveruleikinn er hinsvegar annar hjá barnaverndarnefndum í dag og þá sérstaklega á suðvesturhorni landsins. Samkvæmt tölum, sem Barnaverndarstofa kynnti á fundi með fulltrúum sveitarfélaga fyrir stuttu, eru starfsmenn barnaverndarnefnda á Íslandi að meðaltali með 40-50 mál á sinni könnu. Í Noregi eru starfsmenn barnaverndarnefnda hinsvegar með 12-15 mál, í Danmörku eru þeir með um 25 mál og í Svíþjóð 20-30 mál. „Það er mikil krafa um að barnaverndarmálin standist skriffinsku.

Þetta er auka álagsþáttur hjá starfsmönnum sem gerir það að verkum að þeir hafa minni tíma í sjálfa barnaverndarvinnuna. Það þarf að María skila greinarGunnarsdóttir gerðum, gera áætlanir og það er mikil tímapressa vegna málafjöldans. Þá er lítill tími til að kortleggja vandann. Barnaverndarstofa er eftirlitsaðili með barnaverndarnefndum og veit að málafjöldinn er of mikill. En hvað hafa þeir gert til að hvetja barnaverndarnefndir til að fjölga starfsfólki? Ég velti því fyrir mér hvort Barnaverndarstofa geti mætt þessum vanda með einhverjum hætti,“ spyr María.


Bragðaðu á ævintýrinu Skotti, Mía Refastelpa, Stormur Staurfótur og allir hinir úr Freyjuheiminum eru komin aftur með ljúffengu páskaeggin frá Freyju. Stökktu á páskaeggin frá Freyju því þau eru ævintýri líkust.

UPPLIFÐU PÁSKAÆVINTÝRIÐ Á freyjuheimur.is Finndu Freyjuheim á Facebook

ÞÁTTTÖKUMIÐI Í EM-DRAUMALEIK FREYJU LEYNIST Í ÖLLUM PÁSKAEGGJUM FRÁ FREYJU


fréttatÍMinn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016

8|

Stjórnmál Guðmundur Ari, 27 ára, býður sig fram til formanns Samfylkingarinnar

Vill hjálpa Samfylkingunni að finna gleði á ný „Samfylkingin þarf ekki formann sem telur sig vita allt best og að hann sé með lausnir á vandamálum samfélagsins sjálfur.“ „Helsti vandi Samfylkingarinnar í dag er að alltof mikið púður hefur farið í að gagnrýna aðra flokka. Meirihluti Íslendinga eru jafnaðarmenn og það vantar fókus á að tala fyrir jafnaðarstefnunni. Hún er lausnin á öllum stærstu vandamálum samfélagsins, eins og húsnæðismálum og heilbrigðismálum,“

segir Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. Hann er 27 ára tómstunda- og félagsmálafræðingur og hyggst bjóða sig fram til formanns Samfylkingar á komandi landsfundi. Guðmundur Ari telur það vera frumskyldu formanns og forystu Samfylkingar að virkja kraft félagsmanna og tryggja að þeir eigi sem stærstan þátt í stefnunni og þeim málum sem barist er fyrir. „Eitt stærsta vandamál stjórnmálanna í dag er að fólki finnst stjórnmál leiðinleg,“ segir í framboðstilkynningu

Guðmundar Ara. „En það þýðir ekki að það þurfi að vera candyfloss-vél á öllum fundum heldur að hinn almenni félagsmaður finni fyrir því að hlustað sé á hann og að hann hafi áhrif á framtíðaruppbyggingu samfélagsins sem hann býr í.“ Aðspurður um frammistöðu Árna Páls Árnasonar, núverandi formanns, segir Guðmundur Ari; „Hann hefur staðið sig vel í að sópa fylgi frá stjórnarflokkunum en ekki nægilega vel í að ná í fylgi fyrir Samfylkinguna. Hann hefur verið of fastur í átökunum.“ | þt

Guðmundur Ari Sigurjónsson vill verða nýr formaður Samfylkingarinnar.

Landsleikur Danmörk og Ísland mætast í vináttulandsleik í kvöld, fimmtudagskvöld

Aldrei unnið Dani og ekki skorað gegn þeim í 15 ár Íslenska landsliðið í knattspyrnu, sem undirbýr sig nú af krafti fyrir lokakeppni EM í Frakklandi í sumar, mætir því danska í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í kvöld, fimmtudagskvöld. Óhætt er að segja að íslenska landsliðið hafi ekki flegið feitan gölt í viðureignum sínum við Dani í gegnum tíðina en í 22 landsleikjum þjóðanna á milli hafa Danir unnið átján sinnum og fjórum sinnum hefur orðið jafntefli. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is

„Þetta er góð spurning. Við höfum alltaf verið í vandræðum með danska liðið. Ég held að við höfum verið þjakaðir af minnimáttarkennd og hugsað of mikið um 14-2 tapið,“ segir Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U-21 árs landsliðsins, en hann var síðasti leikmaður íslenska landsliðsins sem skoraði gegn Dönum, þann 2. september árið 2000, í 2-1 tapi á Laugardals-

530

Mínúturnar sem Ísland hefur spilað gegn Dönum frá síðasta marki.

Eyjólfur Sverrisson hefur trú á því að Ísland geti loksins brotið ísinn gegn Dönum.

velli. Tapið sem hann vísar til er háðulegasta útreið íslensks landsliðs í sögunni, 14-2 tap í Danmörku 23. ágúst 1967. Ekki tekur Eyjólfur of sterkt til orða þegar hann segir að íslenska liðið hafi verið í vandræðum með það danska í gegnum tíðina. Frá fyrsta leik þjóðanna á Melavellinum árið 1946, sem endaði með 3-0 tapi, hefur gengi Íslands gegn Dönum verið ömurlegt. Sex síðustu leikir gegn Dönum hafa tapast með markatölunni 1-16. Sá sem skoraði mark síðast gegn Dönum á undan Eyjólfi var Matthías Hallgrímsson á því herrans ári 1974.

13

Mörk sem Ísland hefur skorað gegn Dönum í 22 landsleikjum.

„Við höfum farið í leikina gegn Dönum með það fyrir augum að tapa ekki of stórt í stað þess að hugsa um hvernig við getum unnið þá. Slíkt hugarfar leiðir aldrei til góðs,“ segir Eyjólfur sem hefur þó full trú á að íslenska landsliðið geti dregið á land fyrsta sigurinn á Dönum í kvöld. „Þessi lið eru svipuð að getu og fyrir mér er þetta spurning um dagsform. Íslenska liðið hefur ekki verið sannfærandi í vináttulandsleikjum að undanförnu enda eru þeir öðruvísi og oft notaðir til að prófa nýja hluti. Staðreyndin er samt sú að 80% leikmanna íslenska liðsins voru í U-21 árs liðinu sem vann Danmörku, 3-1, í úrslitakeppni EM 2011, þannig að það er ekkert sem hindrar þá í að trúa á sigur. Við þurfum að hafa trúna og vita hvernig á að spila gegn þeim. Þá vinnum við þennan leik,“ segir Eyjólfur.

71

Mynd | NordicPhotos/GettyImages

Mark sem Danmörk hefur skorað gegn Íslandi í 22 landsleikjum.

Gylfi Sigurðsson, besti leikmaður Íslands, sést hér í leiknum gegn Dönum árið 2011 sem íslenska U-21 árs landsliðið vann, 3-1.

Kröfuhafar á Tortóla Orðaskipti á þingi í fyrrahaust hafa fengið nýja vídd eftir að í ljós kom að eiginkona forsætisráðherra á eignarhaldsfélag á Tortóla.

Þú færð pottþétt starf Í verk- og tækninámi bjóða fjölmörg fyrirtæki upp á vinnustaðanám þar sem þú öðlast dýrmæta starfsreynslu. Að námi loknu standa þér til boða ótal spennandi og vel launuð störf, þú hlýtur alþjóðlega viðurkennd starfsréttindi og auk þess góðan grunn að fjölbreyttu framhaldsnámi. Fleiri en 160 fyrirtæki í iðnaði hafa lýst yfir vilja til að efla vinnustaðanám. Kynntu þér málið á www.si.is.

Samtök iðnaðarins 2016 | 591 0100

Talsmenn krónu kjósa með fótunum Það er ekki bara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem berst fyrir íslensku krónunni með vörunum en eltir aðrar myntir með veskinu. Útgerðarmenn hafa verið miklir talsmenn þess að halda í íslensku krónuna en samt gera HB Grandi, Samherji, Þorbjörn, Vinnslustöðin, Vísir, Rammi og HG Gunnvör upp í evrum og Eskja, Huginn, Ísfélagið og Síldarvinnslan gera upp í dollurum. Morgunblaðið er að þremur fjórðu í eigu stærstu kvótafyrirtækja landsins og hefur barist hart fyrir krónunni. Hluti af fyrirtækjunum sem talin voru upp hér að ofan eiga saman um 64 prósent af Morgunblaðinu. | gse

Í umræðum á þingi í nóvember síðastliðnum, um breytingar á skattalögum sem felldu niður skatta af vaxtatekjum af skuldabréfum kröfuhafa, var Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, spurður að því hvort breytingin væri til þess að gefa einhverju Tortóla-liði grið. Frosti sagði að nefndarmenn hefðu spurt starfsmenn fjármálaráðuneytisins að þessu og fengið þau svör að ekki væru miklar líkur á því. „Þegar upp er staðið þá var ekki tilefni til þess að leggja stein í götu þessara slitabúa við að gefa út skuldabréfin vegna þess að það væri einhver möguleiki á því að 0,1% þessara kröfuhafa væri á Tortóla-eyju,“ sagði Frosti, „heldur er reynt að liðka fyrir því að þeir geti fengið þessi bréf og þau geti gengið kaupum og sölum.“ Sem kunnugt er á eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar félag á Tortóla sem var kröfuhafi í bú bankanna. Miðað við orðaskiptin á þingi grunaði marga að ein af lagabreytingum í tengslum við slit bankanna kæmu slíkum félögum sérstaklega vel. | gse


HONDA CR-V KOSTAR FRÁ KR. 4.890.000 2WD FRÁ KR. 5.190.000 4WD Hvort sem þú vilt öryggi, sparneytni og lipurð í borgarsnúningana eða þægindi, rými og útsýni í skoðunarferðina þá er Honda CR-V fyrir þig. Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmynd hagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllum heimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði og verðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims í tæp 10 ár í röð.

Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00

www.honda.is

Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535


fréttatÍMinn | páskahelgin 24. maRs–28. maRs 2016

10 |

Mynd | Hari

Filippseysk stórfjölskylda á Laugarnesvegi bregður á leik á kunnuglegan hátt. Í kjölfar efnahagshrunsins vildu Íslendingar sannfæra umheiminn um að þeir væru ekki terroristar og sátu fyrir á myndum eins og þessari. Umræðan um innflytjendur á Íslandi hefur stundum litast af öfgum og sleggjudómum, sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.

Hverjir vilja eiginlega flytja til Íslands?

Mýtan uM kynþáttastrÍðið Rúmlega 600 flóttamenn hafa komið til Íslands fRá áRinu 1960. hópuR innflytjenda eR þvÍ mjög ólÍkuR hópum innflytjenda á öðRum noRðuRlöndum sem hafa tekið á móti stóRum hópum flóttamanna á hveRju áRi, auk þess sem þangað hafa komið faRandveRkamenn. þetta hefuR mikil áhRif á samsetningu Íslenska hópsins.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is

Ísland hefur tekið á móti sárafáum flóttamönnum og það gerir það að verkum að samfélag innflytjenda er allt öðruvísi en í nágrannalöndunum. Þörf íslenskra fyrirtækja fyrir vinnuafl hefur ráðið meiru um samsetninguna en neyðin í þriðja heiminum.

Umræðan á Útvarpi Sögu, Bylgjunni og samfélagsmiðlum núna gæti bent til þess að hér byggi fjöldinn allur af múslimum sem væru að bera innfædda ofurliði í menningarlegu tilliti. Raunin er sú að þeir eru sárafáir, einungis 1,7 prósent allra innflytjenda. Í raun og veru er mun lægra hlutfall innflytjenda hér múslimar en á öðrum Norðurlöndum. Hin mýtan um innflytjendur er að þeir séu að lifa á íslensku þjóðfélagi án þess að leggja neitt að mörkum. Það sem meirihluti innflytjenda á Íslandi á hinsvegar helst sameiginlegt er að hafa lítið milli handanna og vinna störf sem innfæddir sneiða hjá. Fjölmennastir í Breiðholti Um þrjátíu þúsund innflytjendur eru á landinu, þar af tæplega átján þúsund á vinnumarkaði. Atvinnuþátttakan er því svipuð og hjá innfæddum. Samtök atvinnulífsins telja að það þurfi eitt til tvö þúsund útlendinga til viðbótar næsta áratuginn til að anna eftirspurn eftir vinnuaafli.

Langflestir innflytjendur sem hingað koma eru farandverkamenn, sem hafa tekið að sér verst launuðu störfin. Innflytjendur á Íslandi eru hlutfallslega fleiri í ódýrustu hverfunum, enda hafa þeir að meðaltali mun lægri tekjur en Íslendingar. Þannig eru innflytjendur langfjölmennastir í Breiðholti eða fjórðungur íbúa alls. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur hefur bent á að innflytjendastefna yfirvalda hafi í raun miðast fyrst og fremst við þarfir vinnumarkaðarins sem endurspeglist í því að útlendingar hafi flust til landsins til að vinna láglaunastörf sem aðrir fáist ekki til að vinna. Hvort sem þetta er meðvitað eða ekki segist Hallfríður telja að pólitík íslenskra stjórnvalda leiki þar stórt hlutverk. „Það er ekki eins og yfirvöld hafi beinlínis sóst eftir því að fá hámenntað fólk og sérfræðinga til landsins.“ Flestir innflytjendur á Íslandi taka virkan þátt í atvinnulífinu, hlutfallslega meiri en þeir sem eru bornir og barnfæddir á Íslandi. Þetta er ein-

„Það vantar enn stórar yfirgripsmiklar rannsóknir á högum innflytjendabarna.“ Bergsteinn jónsson, framkvæmdastjóri unicef

Hér hefur aldrei sest að róma-fólk, né heldur heittrúaðir gyðingar, enda er hér engin synagóga og hér eru í raun sárafáir múslimar. hallfríður þórarinsdóttir, mannfræðingur

Flestum unglingum af erlendum uppruna líður vel, en talsverður hópur upplifir sig óvelkominn í unglingasamfélaginu. þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði

stakt og Ísland sker sig úr evrópsku og norrænu samhengi hvað þetta varðar. Mörg mál hafa komið upp undanfarið þar sem fólk, sem kemur hingað sem hælisleitendur, er sent til baka, eftir synjun, þótt það eigi möguleika á vinnu hér á landi og vilji ekkert frekar en starfa hér og leggja sitt af mörkum. Margir eru reiðir yfir þessu, eðlilega, því á sama tíma er reynt að flytja fólk í stórum stíl inn til landsins til að vinna. Sárafáir flóttamenn Rúmlega 600 flóttamenn hafa komið til Íslands frá árinu 1960. Hópur innflytjenda er því mjög ólíkur hópum innflytjenda á öðrum Norðurlöndum sem hafa tekið á móti stórum hópum flóttamanna á hverju ári, auk þess sem þangað hafa komið farandverkamenn. Þetta hefur mikil áhrif á samsetningu íslenska hópsins. „Um 80 prósent allra innflytjenda eru af evrópskum uppruna. Í raun eru 90 prósent allra innflytjenda

Rúmföt fyrir hótel Íslenskur rúmfatnaður fyrir hótel, gistiheimili og Airbnb 100% hágæða Pima bómull (360 þráða) Rúmfötin sem ferðamenn kaupa með heim Skilar þér tekjum í stað kostnaðar

A R T E KJ

Ð

MIN

UR

KN

UR

AU

Einstök gæði og gott verð

N

A IK OSTN

www.lindesign.is/hotel • sala@lindesign.is • sími 5332220


f

Fyrir þitt heimili 25% af ÖLLUM MATARSTELLUM

Mallorca borðstofuborð

169.900 Nýr borstofubæklingur á www.ILVA.is Verslunin er opin alla

daga

Verslaðu á ILVA .is

Fyrir þitt heimili Lake borðstofuborð

139.900

Mallorca-borðstofuborð. Eikarborð. 200 x 100 cm. 169.900 kr. Hægt er að kaupa tvær framlengingar á borðið. 45 x 100 cm. 14.900 kr./stk. Væntanlegt - Mallorca. Skenkur með 2 hurðum og skúffum. 180 x 45 x 75 cm. 199.900 kr. Væntanlegt - Mallorca-skápur. Tvískiptur skápur. 107 x 35 x 190 cm. 219.900 kr. Jila-borðstofustóll. Hvít eða svört seta með fótum úr eik. 19.900 kr.

Nýtt

Asta borðstofustóll

14.900 Lake-borðstofuborð. Hvít laminat borðplata með Framlenging 50 x 100 cm. 19.900 kr. Asta-borðstofótum úr olíuborinni eik. 200 x 100 cm. 139.900 kr. fustóll. Stóll úr gúmmívið. Ýmsir litir. 14.900 kr.

Coco borð og 4 Cascia stólar

Mallorca borð og 4 Link stólar

77.900

99.900

SPARAÐU 33.600

SPARAÐU 51.600

Coco-borðstofuborð og 4 Cascia stólar. Borðstofuborð með hvítri laminat borðplötu og svörtum viðarfótum. 120 x 80 cm. 39.900 kr. Cascia-stóll. Svart unnið leður á setu. 17.900 kr./stk. Heildarverð á setti 111.500 kr. Nú 77.900 kr.

Mallorca borðstofuborð og 4 Link stólar. Borðstofuborð með hvítri laminat borðplötu og eikarfótum. L 160 x B90 cm. 99.900 kr. Framlengingarplata. L 45 x H 90 cm. 14.900 kr. Link-stóll. Stóll með grárri eða svartri plastsetu. Fætur, svartir eða krómlitaðir. 12.900 kr./stk. Heildarverð án framlenginga. 151.500 kr. Nú 99.900 kr.

Hnöttur með ljósi

11.995 SPARAÐU 5.000

25%

LYKKEPALLE

Gríptu tækifærið. Valdar mottur í öllum stærðum og gerðum á aðeins 19.900 kr.

af ÖLLUM LLUM SÁPUM

2 1 fyrir

af ÖLLUM HANDKLÆÐUM

Globe-hnöttur. 30 cm hnöttur með ljósi. 7 mismunandi litir. 16.995 kr. Nú 11.995 kr. Sparaðu 5.000. kr.

Rýmum fyrir nýjum sumarvörum í mars

ÚTSÖLUMARKAÐUR 30-50% afsláttur af vörum sem eru að hætta og síðustu eintökum ásamt fleiri tilboðum.

50% af SMILLA SÓFA

TILBOÐ SÍÐUSTU EINTÖK Laxabeygla

með reyktum lax, eggi, salati, papriku og graflaxsósu. 1.195 kr. Nú

895 kr.

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is Afgreiðslutími um páska: Skírdagur 12 - 18, Föstudagurinn langi LOKAÐ, laugardaga 10-18, Páskadagur LOKAÐ, mánudaga 12 - 18


fréttAtÍMiNN | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016

12 |

miðlum, svo sem síðan Hermenn Óðins, fær fimm hundruð áhangendur. Hallfríður Þórarinsdóttir bendir á að íslamsfóbía á Íslandi sé mikil ráðgáta í ljósi staðreynda um innflytjendasamfélagið og meira eða minna innflutt fyrirbæri. „Íslensk stjórnvöld hafa í raun og veru hafið einsleitnina til vegs og virðingar alla tíð, hún er innbyggð í kerfið og nánast eins og trúarbrögð sem endurspeglast hvað sterkast í afstöðunni til íslenskunnar. Fólk með hreim eða mállýskur þorði lengst af varla að tjá sig, ekki vegna þess að innihaldið væri ekki nógu merkilegt, heldur vegna þess að það óttaðist að umbúðirnar væru ekki í lagi.“

HVErjir ViljA EigiNlEgA flytjA til ÍSlANdS? kristinnar trúar en næst stærsti hópurinn er búddatrúar, múslimar lenda því einungis í þriðja sæti,“ segir Hallfríður Þórarinsdóttir. „Hér hefur aldrei sest að róma-fólk, né heldur heittrúaðir gyðingar, enda er hér engin synagóga og hér eru í raun sárafáir múslimar,“ segir hún. „Rúmlega fjórir af hverjum tíu innflytjendum á Íslandi eru Pólverjar, á hæla þeim kemur fólk frá Eystrasaltslöndunum sem eru rúm tíu prósent og í þriðja sæti eru Þjóðverjar og annað fólk frá Norðvestur-Evrópu.“

Laus við trúaröfgarnar Menningarlegir árekstrar Íslendinga og múslima eru fátíðir. Engin dæmi eru heldur, svo vitað sé, um heiðursmorð, nauðungarhjónabönd eða umskurð, eins og komið hefur upp í öðrum Norðurlöndum. Hallfríður Þórarinsdóttir segir þó mikilvægt að ræða slíka hluti opinskátt og þagga ekki umræðuna niður í nafni fjölmenningarstefnu. Það hafi verið gert, til að mynda í Svíþjóð, þar sem menn hafi vanmetið trúaröfgarnar sem geti grafið um sig. Það hafi haft vond áhrif, pólitísk og menningarleg. Slíkar öfgar geta verið vandamál meðal hópa innflytjenda og skerða lífsgæði þeirra, þar sem þær kunna að grafa um sig. Slík mál hafa hinsvegar ekki komið upp á Íslandi og menningarlegar öfgar eru því ekki vandi sem reynir á sambúðina.

Flokkur gegn múslimum Þegar lítil sprengja sprakk rétt hjá Stjórnarráðinu 31. janúar 2012 voru meðlimir fésbókarsíðunnar Mótmælum mosku á Íslandi fljótlega komnir með kenningar um múslimar hefðu verið að verki. Það kom hinsvegar fljótlega ljós að það var Íslendingur sem kom sprengjunni fyrir og vildi þar lýsa óánægju með störf ríkisstjórnarinnar. Það var eins og við manninn mælt, áhuginn á sprengjutilræðinu gufaði þar með upp og var að mestu gleymdur þegar maðurinn lýsti skömmu síðar yfir áhuga sínum á forsetaframboði. Ótti við múslima blandaðist inn í stjórnmálabaráttuna fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar í Reykjavík og hafði mikil áhrif á úrslitin, að margra mati. Þá er verið að stofna sérstakan stjórnmálaflokk í dag sem ætlar að beita sér gegn fjölmenningu og gegn því að reistar verði moskur á Íslandi. Og haturssíður á samfélags-

Mynd | Rut

Þjóðflutningar Pólverja Pólverjar eru langfjölmennasti innflytjendahópurinn á Íslandi en mestu fólksf lutningar sögunnar, frá

Krakkar í Fellaskóla lifa í fjölmenningarsamfélagi á meðan börn í mörgum öðrum skólum þekkja það mest af afspurn og í gegnum skoðanir foreldranna.

Pólverjar langstærsti hópurinn

Þegar samsetning erlendra ríkisborgara á Íslandi eru skoðuð kemur í ljós að Pólverjar eru langstærsti hópurinn. 46 prósent erlendra ríkisborgara á Íslandi eru Pólverjar eða rúmlega 11 þúsund manns. Næsta land þar á eftir eru Litháar með 6.9 prósent eða 1683 manns. Ef við leggjum saman þjóðir fyrrum Austur-Evrópu eru þær næstum tveir þriðju hlutar hópsins, eða 63,5 prósent. Innflutningur erlends vinnuafls til Íslands er önnur hlið á falli járntjaldsins og róti í samfélögum fyrrum Austur-Evrópu. Næst stærsti hópurinn eru íbúar Vestur-Evrópu. Þeir eru um 22 prósent. Norðurlandabúar eru um 6,5 prósent erlendra ríkisborgara á Íslandi. Þar af eru Danir flestir, eða 880. Ríkisborgarar annarra landa Vestur-Evrópu eru um 15,7 prósent hópsins. Þar af eru 978 Þjóðverjar og 670 Bretar fjölmennastir þjóða. Fólk frá Asíu er um 8,1 prósent hópsins. Þar af eru 543 frá Filippseyjum og 518 frá Taílandi. 2,9 prósent hópsins eru frá Bandaríkjunum eða Kanada og 1,1 prósent frá Mið- og Suður-Ameríku. Ívið fleiri, eða 1,4 prósent hópsins, koma frá Afríku sunnan Sahara en aðeins 0,6 prósent frá NorðurAfríku, Arabíu og Mið-Austurlöndum. Af þeim hópi koma flestir frá Marokkó, eða 61, 29 koma frá Íran, 24 frá Tyrklandi, 19 frá Alsír og Sýrlandi og 12 frá Egyptalandi. Fæð þessa fólks hlýtur að vekja undrun í ljósi þess þunga sem er í umræðu á Íslandi um ógn af fólki frá löndum íslam. Pólverjar á Íslandi eru mun fleiri en Vestfirðingar í dag. Þeir eru jafn margir og Vestfirðingar voru um miðja síðustu öld. Þeir eru án efa með allra stærstu minnihlutahópum á Íslandi og það er í raun undarlegt hversu lítið tillit er tekið til sérhagsmuna þeirra í samfélaginu. 

Fyrir ferminguna og önnur hátíðleg tækifæri – servíettur, dúkar, yfirdúkar og kerti í miklu úrvali

Austur-Evrópa Pólland

11.073 | 45.8%

Eystrasaltslöndin 2.509 | 10,4%

Balkanlöndin 239 | 1,0%

Önnur Austur-Evrópulönd 1,466 | 6,1%

Vestur-Evrópa Norðurlöndin 1,578 | 6,5%

Norð-vestur Evrópa 2,459 | 10,2%

Suður-Evrópa 1,314 | 5,4%

Mið-Austurlönd og Norður-Afríka 209 | 0,9%

Afríka sunnan Sahara 286 | 1,2%

Sjáðu allt úrvalið á

Asía (utan Mið-Austurlanda) Fillippseyjar

543 | 2,2%

RV.is

Taíland

518 | 2,1%

Kákasuslönd 56 | 0,2%

Önnur Asíulönd 849 | 3,5%

24/7

RV.is

Rekstrarvörur –Rekstrarvörur fyrir þig og þinn vinnustað Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is

- vinna með þér

Norður-Ameríka 690 | 2,9%

Eyjaálfa

Mið- og Suður-Ameríka

65 | 0,3%

309 | 1,3%


FIR A J G R A G N I ERM F R A G E L T SPOR

R E L I T VERTU LLAR! A K Ð I VOR ÁTTUR L S F A % 0 4 20% - AF VÖLDUM HJÓLUM AÐEINS BRO T A F ! U ÚRVALIN

30% AFSLÁTTUR

MONGOOSE ARTERY SPORT STELLSTÆRÐ L OG XL

FLOTT GÖTUHJÓL SEM SKILAR ÞÉR HRATT OG ÖRUGGLEGA Á MILLI STAÐA.

KR. 84.900,-

KR.59.430,-

2O%

25%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

MONGOOSE REFORM COMP

MONGOOSE TYAX EXPERT 27.5

MONGOOSE TYAX COMP 27.5

KR. 127.900,-

KR. 155.900,-

KR. 124.900,-

FLOTT 24 GÍRA „HYBRID“ HJÓL SEM HENTAR JAFNT TIL NOTKUNAR INNANBÆJAR OG UTAN.

KR. 102.320,-

FRÁBÆRT FJALLAHJÓL FYRIR KRÖFUHARÐA MEÐ DEORE SKIPTUM OG LOFTDEMPARA.

KR. 116.925,-

40%

25%

AFSLÁTTUR

FRÁBÆRT FJALLAHJÓL SEM SKILAR ÞÉR ÖRUGGLEGA Á LEIÐARENDA.

KR. 93.675,-

AFSLÁTTUR

KROSS EVADO 2.0 STELLSTÆRÐ XL.

24 GÍRA HYBRID HJÓL SEM Að HENTAR EINSTAKLEGA VEL Á GÖTUR BORGARINNAR.

KR. 104.900,-

KR. 62.940,-

KÍKTU VIÐ Í VERSLUN OKKAR Í FAXAFENI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200

VERSLAÐU Á

WWW.GÁP.IS


fréttatÍminn | PÁSKAHElGin 24. MARS–28. MARS 2016

14 |

Fáir múslimar, langflestir kristnir Það er auðvitað vita vonlaust að Trúarbrögð segja til um á hvað fólk trúir út frá hagstofuupplýsingum, en ef erlendErlendir ríkisborgarar um ríkisborgurum á Íslandi er skipt á Íslandi Í heiminum eftir hvaða trúarbrögð eru ríkjandi í löndum sem þeir eiga ríkisborgaraKristnir Kristnir rétt sést að bróðurparturinn er frá 31,4% 91,6% löndum þar sem kristni er ríkjandi. . Um 31 prósent jarðarbúa eru Búddistar Búddistar kristnir en 92 prósent erlendra ríkis3,4% 7,1% borgara á Íslandi. Næst fjölmennasti Trúlausir Trúlausir hópurinn eru búddistar, 7,1 prósent, 2,6% 16,3% en þeir eru 3,4 prósent erlendra ríkisborgara á Íslandi. sem trúleysi er alMúslimar Múslimar 1,7% 23,2% gengara en tengsl við trúarhópa. 2,6 prósent erlendra ríkisborgara koma Hindúar Hindúar 0,6% 15,0% frá slíkum löndum en trúlausir eru rúm 16 prósent jarðarbúa. Þar vega Þjóðtrú Þjóðtrú 0,004% 5,9% trúlausir Kínverjar þyngst. Fjórði hópurinn eru múslimar en Gyðingar Gyðingar 0,2% 0,02% þeir eru 1,7 prósent erlendra ríkisborgara á Íslandi. Múslimar eru rúm 23 prósent jarðarbúa. Þar á eftir koma hindúar en þeir eru aðeins 0,6 prósent erlendra ríkisborgara á Íslandi en 15 prósent jarðarbúa. Fáir koma frá svæðum þar sem forfeðradýrkun eða önnur hefðbundin trúarbrögð eru ríkjandi og gyðingar eru fáir í heiminum og hlutfallslega enn færri meðal erlendra ríkisborgara á Íslandi. Sundurgreining erlendra ríkisborgara á Íslandi eftir trúarbrögðum sýnir betur en margt annað að Ísland er ekki fjölmenningarsamfélag að sama skapi og næstu nágrannalönd. Hópur innflytjenda á Íslandi er einsleitur enda er stærstur hluti þeirra fluttur inn af tiltölulega fáum aðilum; stórum fyrirtækjum og starfsmannaleigum og -miðlunum. 

Erlendir ríkisborgarar í smærri þorpum

Menntun íslenskra og erlendra ríkisborgara

19+81A 17+83A 16+84A 15+85A 15+85A 13+87A

Engin

18,7% Tálknafj.

16,8%

Bolungarvík

15,7%

Sandgerði

15,2%

Borgarbyggð

14,9% Ölfus

12,9% Þórshöfn

17+83A 16+84A 16+84A 15+85A 14+86A 13+87A

16,9%

Svalbarðsstr.

Ísl. 0,0%

16,3%

Erl. 0,2%

Borgarfj. eystri

Barna- og unglingaskóli

15,6%

Ísl. 42,1%

Snæfellsbær

Erl. 27,8%

14,9%

Starfsmenntun

Grundarfj.

Ísl. 33,6%

13,5%

Patreksfjörður

Erl. 46,1%

12,5%

Háskólamenntun

Hvolsvöllur

Ísl. 24,3%

Heimild: Hagstofa Íslands

Erl. 25,9%

Nær þriðjungur vinnandi erlendur

Betur menntaðir en Íslendingar

Fyrir utan 101 Reykjavík, Fellahverfið og Bakkana eru hlutfallslega flestir erlendir ríkisborgarar í nokkrum sjávarþorpum. Hlutfallið er hæst á Tálknafirði, þar er um fimmti hver íbúi er erlendur. Nærri 30 prósent fólks á aldrinum 25 til 50 ára eru erlendir ríkisborgarar á þessum stöðum. Það er t.d. tilfellið í Bolungarvík. Þar eru 45 prósent karla á aldrinum 30 til 34 ára erlendir og 35 prósent kvenna á aldrinum 25 til 29 ára. Frá aldamótum hefur íslenskum ríkisborgurum í Bolungarvík fækkað um 161 en erlendum ríkisborgurum fjölgað um 83. 

Munurinn á menntun íslenskra ríkisborgara og erlendra ríkisborgara á Íslandi er einkum sá að þeir erlendu eru mun líklegri til að hafa starfsmenntun. Hlutfall háskólamenntaðra er svipað og einnig hlutfall þeirra sem hafa enga menntun. En mun fleiri erlendir ríkisborgarar hafa starfsmenntun eða 46 prósent hópsins á móti 34 prósent hjá íslenskum ríkisborgurum. Um 42 prósent íslenskra ríkisborgara hafa aðeins barna- eða unglingapróf eða minni menntun en þetta hlutfall er mun lægra hjá erlendum ríkisborgurum, eða 28 prósent. 

Hlutfall erlendra ríkisborgara í stærri bæjum

3+97A 5+95A 8+92A

2,6%

Akureyri

4,6%

Seltj.nes

7,4%

Hafnarfj.

3+97A 5+95A 9+91A

3,2%

4+96A 6+94A 10+90A

Garðabær

5,1%

Borgarb.

8,5%

Reykjav.

3,6%

Skagafj.

5,5%

4+96A 6+94A 11+89A

Vestm.eyjar

10,4%

Ísafjörður

3,7%

Mosfellsb.

6,4%

Akranes

10,8%

Reykjanesb.

4+96A 7+93A 12+88A

4,2% Árborg

6,5% Kópav.

11,7% Fjarðarb.

Heimild: Hagstofa Íslands

Árið 2000 á Akureyri — 2025 í Fjarðabyggð Af stærri bæjum er hlutfall erlendra lægst á Akureyri eða 2,6 prósent. Það er álíka hlutfall og var á Íslandi árið 2000, áður en innflutningur erlends vinnuafls hófst að ráði. Á sama mælikvarða má segja að Garðabær sé staddur á 2001, Skagafjörður á 2005 og Seltjarnarnes á 2006. Hæst er hlutfallið í Fjarðabyggð en uppbygging álversins á Reyðarfirði hefur skapað þörf fyrir vinnuafl langt umfram það sem sveitarfélögin fyrir austan gátu uppfyllt. Í Fjarðabyggð er fimmti til fjórði hver karlmaður á aldrinum 25 til 50 ára erlendur ríkisborgari og sjötta til fimmta hver kona á aldrinum 20 til 45 ára. Miðað við spá og væntingar samtaka fyrirtækja, SA, má gera ráð fyrir að erlendum ríkisborgurum fjölgi um eitt til tvö þúsund manns árlega á næstu árum og erlendir ríkisborgarar verði orðnir um 14 prósent af íbúum landsins árið 2030. Miðað við þá spá má segja að Fjarðabyggð sé stödd á árinu 2024, næstum aldarfjórðungi á undan Akureyri í átt til fjölmenningarsamfélagsins. 

Hverjir vilja eiginlega flytja til Íslands? seinni heimsstyrjöldinni, urðu eftir stækkun Evrópusambandsins til austurs, fyrst árið 2004 og svo 2007. Þá streymdu hundruð þúsunda frá fyrrum austantjaldslöndunum, einkum Póllandi og Litháen, vestur á bóginn í atvinnuleit. Samfara stækkun ESB var mikil efnahagsþensla í Vestur-Evrópu og eftirspurn eftir vinnuafli mikil. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur, sem hefur rannsakað þjóðflutninga frá Austur-Evrópu til Norðurlanda og pólska samfélagið á Íslandi, segir að Pólverjum hafi boðist ýmis þjónustustörf eða störf í byggingariðnaði, en sumir stjórnmálamenn og leiðtogar launaþegahreyfingarinnar hafi látið í ljós áhyggjur af því að þetta myndi leiða af sér félagsleg undirboð. Það var eftir miklu að slægjast hjá Pólverjum en laun í Póllandi voru allt að fimm sinnum lægri en á Norðurlöndum. Rannsóknir Hallfríðar leiddu í ljós að þrátt fyrir mismunandi menntun og starfsreynslu, eru Pólverjar fyrst og fremst ráðnir í láglaunastörf sem krefjast lítillar sérþekkingar og eru auk þess á fremur þröngu sviði. Í samanburðarrannsókn á starfskjörum Pólverja milli Oslóar, Kaupmannahafnar og Reykjavíkur kom í ljós að Ósló er sá áfangastaður sem borgar hæstu launin en líka sá staður þar sem farandstarfsmenn eru í hvað mestri hættu á að vera mismunað og verða fyrir ólöglegri meðferð og Reykjavík er sá staður sem borgar minnst í peningum talið en á sama tíma sá staður þar sem farandstarfsmenn eiga minnst á hættu að vera mismunað. Hvor þessara tveggja staða er álitinn vænlegri til að vernda farandstarfsmenn veltur á því hvað er álitið verðmeira: há laun eða tryggar vinnuaðstæður? Stór hópur á botninum Innflytjendur eru alls ekki einsleitur hópur, þeir koma viða að og hafa margvíslegan reynsluheim. En stór hópur þeirra sem hefur komið hingað til að vinna býr ekki við góð lífskjör á íslenskan mælikvarða. Með öðrum orðum hefur innflytjendastefnan falist í því að leyfa stórum hópi fólks að svamla um á botni samfélagsins með ákaflega gisið, ef nokkurt öryggisnet, til að fyrirtækin hafi nægt vinnuafl. Sárafáir sem koma hingað á eigin vegum fá að vera, það eru fyrirtækin sem ráða því meira og minna hverjir setjast hér að. En hversu opið er samfélagið? Geta innflytjendur í láglaunastörfum látið drauma sína rætast um betra líf fyrir börnin sín en þeir áttu sjálfir? Eldri rannsóknir hafa leitt í ljós að staða ungmenna af erlendum uppruna í skólakerfinu er mun verri en meðaltal Evrópusambands- og EES landanna. Verst er staða drengja. Sextíu prósent allra karla í hópi innflytjenda, sem bjuggu hér við lok grunnskóla, höfðu ekki lokið námi á framhaldsskólastigi við 22 ára aldur, samkvæmt rannsókn frá árinu 2004. Þetta er nær helmingi hærra brottfall en meðal íslenskra jafnaldra þeirra. Ný skýrsla UNICEF bendir til þess að staða innflytjendabarna kunni að vera að batna og hlutfall þeirra sem líði skort hafi lækkað á liðnum árum. Árið 2009 bjuggu 9,4 prósent barna innflytjenda við skort en 6,8 árið 2014. Börn innflytjenda skáru sig hinsvegar úr þegar kemur að húsnæðishrakningum og þrengslum. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF, segir að hluti þeirra sem eiga erlenda foreldra hafi ekki verið stór í mælingunni og því sé ekki hægt að útiloka skekkjur. Svarhlutfall var hlutfallslega minna hjá fólki af erlendum uppruna og því erfitt að fullyrða annað en að það þurfi að safna gögnum á reglubundnari hátt en gert er. Það vanti enn stórar yfirgripsmiklar rannsóknir á högum innflytjendabarna.

Mynd | Rut

Kynni fólks af fjölmenningarsamfélagi eru misjöfn eftir því hvar það býr, við hvað það starfar og og hvaða stétt það tilheyrir. Vel launaður sérfræðingur í Garðabæ hefur þannig allt aðra upplifun af fjölgun erlendra ríkisborgara á Íslandi en fátæk verkakona í Breiðholti. Myndin er af dyrabjöllum í Asparfelli.

Laun erlendra ríkisborgara og innfæddra Hlutfall meðaltekna erlendra ríkisborgara sem hlutfall af tekjum ríkisborgara viðkomandi lands. Meðaltal áranna 2013 til 2015. Noregur Ísland Finnland Danmörk Svíþjóð

88% 82% 80% 78% 74%

Heimild: Evrópska hagstofan.

Skipting eftir störfum Stjórnendur Ísl. 6,5% Erl. 1,2% Sérfræðingar Ísl. 25% Erl. 10,6%

Samkvæmt upplýsingum frá evrópsku hagstofunni hafa meðaltekjur erlendra ríkisborgara verið um 82 prósent af meðaltekjum íslenskra ríkisborgara undanfarin ár. Þetta er svo til sama hlutfall og meðaltal Norðurlandanna. En hlutfallið er mjög misjafnt milli Norðurlandanna. Það er lægst í Svíþjóð og Danmörku en hæst í Noregi. Munurinn kann að liggja í því hversu margt starfsfólk Noregur dró til sín til að standa undir ört vaxandi hagkerfi áður en olíuverðið féll. Samsetning erlendra ríkisborgara þar kann því að vera annað en í hinum löndunum. Til samanburðar á launamun erlendra og íslenskra ríkisborgara má benda á að samkvæmt könnun VR á launamun kynjanna var launamunurinn um 14,2 prósent á síðasta ári. Þar af er 9,9 prósent metið sem kynbundinn launamunur. Mismunurinn liggur í ólíkum störfum, vinnutíma og öðru sem raskar samanburði. Mælingar á launamun erlendra og íslenskra ríkisborgara er ekki eins þróaðar en samanburður evrópsku hagstofunnar bendir til að hann sé umtalsverður. 

Ísl. 5,4% Erl. 2,1% Iðnaðarmenn Ísl. 7,6% Erl. 12%

Sérmenntað starfsfólk

Vélgæsla

Ísl. 13,6%

Ísl. 3,9%

Erl. 3,6% Skrifstofufólk

Erlendir ríkisborgarar með 18 prósent lægri tekjur

Bændur og fiskimenn

Ísl. 6,1% Erl. 2,8%

Erl. 4,7% Ósérhæft starfsfólk Ísl. 8,5% Erl. 42,4%

Afgreiðslufólk Ísl. 23,4% Erl. 20,6%

Innflytjendur taka lökustu störfin

42 prósent erlendra ríkisborgara eru í störfum ósérhæfðs starfsfólks á meðan 8,5 prósent íslenskra ríkisborgara sinna slíkum störfum. 45 prósent íslenskra sinna störfum stjórnenda, sérfræðinga eða sérmenntaðs starfsfólks en aðeins 15 prósent erlendra. Þar sem erlendir ríkisborgarar hafa almennt betri menntun en íslenskir bendir þetta til kerfisbundinnar mismununar. Tungumál og uppruni erlendra ríkisborgara heldur þeim niðri á vinnumarkaði. Það má sjá á stöplaritinu að erlendir ríkisborgarar eru hlutfallslega fleiri meðal iðnaðarmanna, auk fólks í ósérhæfðum störfum, og nánast jafn margir meðal afgreiðslufólks. Í öðrum starfsgreinum eru útlendingar færri en Íslendingar. Af þessu má sjá að Íslendingar verða mjög misjafnlega varir við innflutning fólks af erlendu bergi eftir því í hvaða starfsgreinum það er eða hversu hátt upp metorðastigann það hefur unnið sig. 


FRAMHALDSNÁM Í HÁSKÓLA Í FREMSTU RÖÐ Kynning þriðjudaginn 5. apríl kl. 16–18 á Háskólatorgi

Grunnnám – hvað svo?

PIPAR\TBWA • SÍA • 161742

Kynning fyrir alla þá sem hyggja á framhaldsnám í Háskóla Íslands. Sérfræðingar deilda og fræðisviða veita svör við því hvaða kröfur eru gerðar fyrir hinar mörgu og mismunandi fram­ haldsnámsleiðir við Háskóla Íslands.

Um 250 spennandi námsleiðir sem opna þér leið út í atvinnulífið. Umsóknarfrestur er til 15. apríl.

Náms­ og starfsráðgjafar veita ráðgjöf og fulltrúar frá Nemendaskrá aðstoða við innritun og skrásetningu. Háskóli Íslands á í samstarfi við yfir 500 háskóla um allan heim og sérfræðingar frá Skrifstofu alþjóðasamskipta verða á staðnum og kynna hina fjölbreyttu möguleika í skiptinámi.

www.hi.is


fréttAtÍMiNN | PÁSKAHELGiN 24. MARS–28. MARS 2016

16 |

Aldurssamsetning íbúa

HVErjir ViljA EigiNlEgA flytjA til ÍSlANdS?

< Íslenskir karlar < Útlenskir karlar < Íslenskar konur < Útlenskar konur

Fyrst og fremst vinnuafl til að vega upp landflótta Þegar borin er saman aldurskeila íslenskra ríkisborgara og erlendra er tvennt áberandi. Annars vegar hversu mikil dæld er í keilu íslenskra ríkisborgara á aldrinum 25 til 50 ára. Dældin sýnir að yngri fullorðnir fara frekar en aðrir til náms í útlöndum en hún sýnir líka viðvarandi landflótta íslenskra ríkisborgara á umliðnum árum. Hann hefur fyrst og fremst dregið yngri fullorðna til útlanda. Hins vegar sést á aldurskeilu erlendra ríkisborgara að útlendingar koma hingað fyrst og fremst í gegnum skipulagðan innflutning fyrirtækja á vinnuafli og þá einkum í byggingariðnað, fiskvinnslu, ferðaiðnað, landbúnað og önnur láglaunastörf. Saman sýna aldurskeilurnar misgengi í stefnu stjórnvalda í mennta- og atvinnumálum. Frá áttunda og níunda áratugnum hefur verið lögð áhersla á að lengja skólagöngu og fjölga menntuðum en áherslur í atvinnumálum hafa snúist um að efla sjávarútveg, landbúnað og orkufrekan iðnað og ferðamannaiðnað hin síðari ár. Allt eru þetta krónískar láglaunagreinar með lítið menntuðu starfsfólki. Áhersla stjórnvalda á þessar láglaunagreinar, samhliða aukinni menntun íslenskra ríkisborgara, hefur því skapað viðvarandi þörf atvinnulífsins eftir fólki til að vinna láglaunastörf. Þeirri þörf hefur verið mætt með skipulögðum innflutningi vinnuafls sem sættir sig við lág laun, líkamlega erfið störf og veik réttindi. <

Einelti og kvíði Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, gerði rannsóknina Heilsa og lífskjör skólanema sem framkvæmd var fyrir Alþjóðaheilbrigðisstofnunina árið 2006. Þar kom að börn sem eiga erlenda foreldra eru tvöfalt líklegri til að verða fyrir einelti í íslenskra skólakerfinu. Þau voru líka þunglyndari, með lakari sjálfsmynd og í verri tengslum við skólafélagana. Tungumálið virtist gera útslagið, en börn sem höfðu annan húðlit eða komu úr meira framandi umhverfi voru ekki meira útsett en hin. Þá reyndust ungmennin mun kvíðnari en jafnaldrar þeirra ef annað foreldri þeirra var af erlendum uppruna. Þau sem áttu báða foreldra af erlendum uppruna voru helmingi kvíðnari en hin. Nýlega var farið á staðinn og spurt sömu spurninganna aftur og niðurstaðan er síst betri. Nemendur sem fæddir eru erlendis, eiga foreldra af erlendum uppruna eða búa á heimili þar sem íslenska er ekki töluð, standa verr að vígi í námi en aðrir nemendur og þar vegur tungumálið þyngst.

Flestum líður vel „Flestum unglingum af erlendum uppruna líður vel, en talsverður hópur upplifir sig óvelkominn í unglingasamfélaginu og er mun líklegri til að leiðast út í áhættuhegðun,“ segir Þóroddur Bjarnason. „Það þarf að huga vel að stöðu þess hóps, sérstaklega

þar sem við sjáum sterka tilhneigingu til samþjöppunar fólks af erlendum uppruna, til dæmis í efra Breiðholtinu, á Suðurnesjum og á Vestfjörðum. Reynslan erlendis frá kennir okkur að það er mikil ástæða til að hafa áhyggjur af lokuðum samfélögum, þar sem lífskjör eru lakari, tengsl við umhverfið takmörkuð og fólk á erfitt með að bæta stöðu sína. Það hefur verið bent á það að þótt enskan dugi ágætlega í daglegum samskiptum á Íslandi komist innflytjendur ekki alla leið inn í samfélagið nema að hafa íslenskuna á valdi sínu. Þannig getur takmörkuð kunnátta í íslensku orðið hluti fátæktargildru sem erfitt er að sleppa úr.“ <

Erlendir ríkisborgar eru betur menntaðir en íslenskir ríkisborgarar en þeir sinna frekar störfum þar sem ekki er gerð krafa um menntun og hafa mun lægri laun.

Fjölgun erlendra ríkisborgara á Íslandi: Vinnuþörf fremur en mannúðarástæður Sérstaða íslensk samfélags kemur glögglega í ljós þegar borin er saman samsetning erlendra ríkisborgara á Íslandi og í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Eins og sjá má í töflunni hér til hliðar liggur munurinn annars vegar í fjölda fólks á Íslandi frá Póllandi, Eystrasaltslöndunum og öðrum löndum Austur-Evrópu, það er fólk sem hefur verið flutt til landsins sem vinnuafl, og hins vegar í því hversu fátt fólk er hér frá Mið-Austurlöndum, Afríku og Kákasuslöndum, það er fólk frá stríðs- og hörmungarsvæðum sem hin Norðurlöndin hafa veitt skjól. Þetta er fólk sem fær landvist af mannúðarástæðum en er ekki flutt til landsins sem vinnuafl fyrir stærri fyrirtæki. Í stutt máli segja að samsetning erlendra ríkisborgara á Norðurlöndum sýni tiltölulega jafna skiptingu milli hagsmuna atvinnu-

Fjöldi ef hlutfallið væri eins og á Norðurlöndum

Fjöldi á Íslandi Austur-Evrópa: þ.a. Pólland: þ.a. Eystrasaltslöndin: þ.a. Balkanlöndin: þ.a. Önnur Austur-Evrópulönd:

Mismunur

15,287 11,073 2,509 239 1,474

8,307 1,971 763 3,083 2,490

-6,980 -9,102 -1,746 2,844 1,016

5,351 1,578 2,459 1,314

7,292 4,501 1,856 935

1,941 2,923 -603 -379

Mið-Austurlönd og Norður-Afríka:

209

8,035

7,826

Afríka sunnan Sahara:

286

2,847

2,561

1,966 543 518 48 849

4,902 346 782 1,285 2,490

2,936 -197 264 1,237 1,641

Vestur-Evrópa: þ.a. Norðurlöndin: þ.a. Norð-Vestur-Evrópu: þ.a. Suður-Evrópa:

Asía (utan Mið-Austurlanda): þ.a. Fillippseyjar: þ.a. Taíland: þ.a. Kákasuslönd: þ.a. Önnur Asíulönd: Norður-Ameríka :

690

529

-161

Mið- og Suður-Ameríka:

309

1,443

1,134

Eyjaálfa: Alls:

65

127

62

24,163

33,483

9,320

lífsins og almennra mannréttindaog mannúðarsjónarmiða. Á Íslandi vigta síðartöldu sjónarmiðin lítið sem ekkert. Og hafa aldrei gert. Það sést á töflunni að fólk frá Mið- og SuðurAmeríku er nokkuð fjölmennt á Norðurlöndunum en fámennt á Íslandi. Ástæða þess er að þegar óáran gekk yfir álfuna veittu Norðurlöndin flóttafólki frá SuðurAmeríku skjól en Íslendingar ekki. Þessi samanburður dregur fram frumstæði íslensks samfélags. Þótt umbúnaðurinn sé líkur opnum og margbreytilegum lýðræðisríkjum í nágrenni okkar þá er Ísland enn einskonar verstöð, það sem kalla mætti kompaní-town. Hér eru ákvarðanir sjaldnast teknar út frá almennum hagsmunum heldur út frá þröngum hagsmunum þess sem á verksmiðjuna sem drottnar yfir samfélaginu. <

Hlutfall erlendra ríkisborgara í hverfum Reykjavíkur

GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.

Verð frá 89.000.BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið.

GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið.

RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október.

SÍMI 588 8900

Fimmtán ára nemendur af erlendum uppruna eru tvöfalt líklegri til að finnast bekkjarfélagar óvingjarnlegir og þrefalt líklegri til að verða fyrir einelti. Þeir eru þrefalt líklegri til að reykja sígarettur og tvöfalt líklegri til að drekka áfengi. Þeir eru jafnframt mun ólíklegri til að æfa með íþróttafélagi.

WWW.TRANSATLANTIC.IS

26+74A 14+86A 9+91A 7+93A 6+94A 4+96A

26,1%

Efra-Breiðholt

13,8%

19+81A 13+87A 8+92A 7+93A 6+94A 4+96A

Laugaráshverfi

8,7%

Bústaðahverfi

6,9% Selás

6,2%

Húsahverfi

4,4%

Borgarhverfi

19,1%

Austurbær

13,4% Árbær

7,7%

Engjahverfi

6,8%

Rimahverfi

5,8%

Hamrahverfi

4,2%

Norðlingaholt

19+81A 13+87A 8+92A 7+93A 5+95A 3+97A

19,1% Bakkar

13,3%

Seljahverfi

7,4%

Grafarholt-eystra

6,4%

Laugarnes

5,1%

Víkurhverfi

2,9%

Grafarholt-vestra

17+83A 12+88A 7+93A 6+94A 5+95A 2+98A

16,9%

Norðurmýri

11,9% Hlíðar

7,0%

Ártúnsholt

6,3%

Foldahverfi

4,7%

Fossvogur

2,3%

Staðahverfi

17+83A 11+89A

16,5% Háaleiti

10,6%

Vesturbær 107

16+84A 9+91A

16,3%

Vesturbær 101

9,0%

Heimar – Vogar

Breyting íbúa í Efra-Breiðholti og Austurbæ 30 <Austurbær <Efra-Breiðholt 25 20 15 10 5 0 1998

Heimild: Hagstofa Íslands

2015

Íslendingar flytja út, útlendingar inn Hlutfall erlendra ríkisborgara í Efra-Breiðholti fór yfir hlutfallið í Austurbænum árið 2011. Ástæður þess eru einkum tvenns konar. Annars vegar leituðu hlutfallslega fleiri erlendir ríkisborgarar í ódýrara húsnæði í úthverfunum eftir að innflutningur vinnuafls hófst fyrir alvöru eftir aldamótin. Fyrir þann tíma höfðu flestir erlendir ríkisborgarar búið í Austurbænum og gamla Vesturbænum eða því sem kallað er 101-Reykjavík. Þegar íbúðaverð tók að hækka í 101 í kjölfar mikillar fjölgunar ferðamanna eftir Hrun fækkaði íbúum í 101 eftir því sem fleiri íbúðum var breytt í gistirými og þá erlendum ríkisborgurum hraðar en íslenskum. Hlutfall erlendra ríkisborgara í 101 hefur því hætt að vaxa og heldur fallið á meðan það heldur áfram að rísa í EfraBreiðholti. Umbreytingin í Efra-Breiðholti hefur verið hröð og mikil. Frá árinu 1998 hefur íslenskum ríkisborgurum í hverfinu fækkað um 2681, um 29%, á meðan er-

lendum ríkisborgurum hefur fjölgað um 2039 eða um 715%. Fyrir tæpum tuttugu árum voru 3 af hverjum hundrað íbúum Efra-Breiðholts erlendir ríkisborgarar, fyrir tíu árum var rúmlega tíundi hver íbúi hverfisins erlendur ríkisborgari en nú er fjórði hver íbúi erlendur ríkisborgari og rúmlega það. Þróunin er önnur í 101. Þar voru erlendir ríkisborgarar fleiri á árum áður og fjölgaði hratt eftir aldamótin en síðan var eins og þeir rækjust upp undir nýtt þak. Það var hækkun íbúðaverðs í hverfinu og almenn fækkun íbúa í kjölfar þess að íbúðum var breytt í gistirými til að leigja ferðamönnum eða þá að íbúðarhús voru rifin til að rýma fyrir hótelbyggingum. Frá árinu 2011 hefur íbúum í 101-Reykjavík fækkað um 319. Af þeim sem fluttu voru 75 íslenskir ríkisborgarar en 244 erlendir. Með hækkandi íbúðaverði stefnir 101-Reykjavík í átt að meiri einsleitni. Efra-Breiðholt hefur tekið við 101 sem fjölmenningarsamfélag landsins. <



Einfaldara verður það ekki! MERKIÐ

TRYGGIR GÆÐIN

MERKIÐ

TRYGGIR GÆÐIN

HAGKAUP

KALKÚNABRINGA

HAGKAUP

MEÐ FYLLINGU

FYLLT HÁTÍÐALÆRI

Við viljum vera viss um að hátíðarmaturinn þinn verði óaðfinnanlegur. Þess vegna látum við sérframleiða kalkúnabringu með ljúffengri fyllingu samkvæmt gæðastöðlum Hagkaups. Kalkúnabringan er unnin úr fyrsta flokks hráefni sem tryggir hámarks gæði.

MEÐ FRÖNSKUM CAMEMBERT

HAGKAUP MÆLIR MEÐ

HAGKAUP MÆLIR MEÐ

Fyllt hátíðalæri

Lærin eru úrbeinuð og fást með 3 tegundum af fyllingum: • Döðlur og gráðaostur • Fíkjur, engifer og kanill • Franskur Camembert

Calinda jarðarber 250 gr og 400 gr

Páskaöl

Tilvalið með páskasteikinni

Framleitt fyrir Hagkaup Reykjavík

Fylltar kalkúnabringur 4 tegundir af fyllingum: • Beikonfyllt • Með trönuberjum • Döðlufylling • Fylling með amerískum hætti

Häagen-Dazs ís

Hver er þinn uppáhalds?

Kaffi frá Kaffitár

Fyrir fullkominn kaffibolla

PÁSKAEGG Í MIKLU ÚRVALI

Lífræn ítölsk hráskina og salami

Black lakkrís

Danskur sælkera lakkrís


SMJÖRSPRAUTAÐ KALKÚNASKIP Tilbúið beint í ofninn

MERKIÐ

TRYGGIR GÆÐIN

Hagkaups smjörsprautað kalkúnaskip

Undanfarin áratug hefur Hagkaup boðið upp á smjörsprautað kalkúnaskip sem er algjört lostæti og hefur slegið rækilega í gegn á hverju ári. Það er tilbúið beint í ofninn og eldamennskan ofur einföld.

MERK

TRYGG GÆÐ

Saltminni hryggur

MERKIÐ

Hagkaups Hamborgarhryggur

TRYGGIR GÆÐIN

Sérvalinn af fagmönnum úr nýju hráefni. Við viljum vera viss um að hátíðamaturinn þinn verði óaðfinnanlegur. Þess vegna látum við framleiða sérstakan hrygg samkvæmt ströngum gæðastöðlum Hagkaups.

GRILLKJÖTIÐ ER KOMIÐ Í VERSLANIR

KÓTILETTUR KRYDDLEGNAR

LAMBA FILE BOSBORUS

NAUTAVÖÐVI HVÍTLAUKSPIPAR

verð áður 3.299

verð áður 4.999

verð áður 3.599

2.474 kr/kg

3.999 kr/kg

2.699 kr/kg

MERK

TRYGG GÆÐ


fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016

20 |

„Hann vildi verða ódauðlegur“

Enda ætlaði Donald Trump sér alltaf meira en að byggja fátækrablokkir, eins og faðirinn. Hann vildi setja mark sitt á borgarmynd New York til frambúðar og verða ódauðlegur.

Mynd | NordicPhotos/GettyImages

Hið endanlega egóflipp Trumps Það þarf ekki að grúska lengi í ævisögu forsetaframbjóðandans og auðmannsins Donalds Trumps til að komast að því að margt sem hann heldur fram um sjálfan sig stenst ekki skoðun.

Trump viðurkennir sjálfur fúslega fyrir aðdáendum sínum að hann eigi til að ýkja, enda goðsögnin um sjálfan sig líklega besta söluvara hans fyrr og síðar. Vera Illugadóttir ritstjorn@frettatiminn.is

Donald Trump hefur unnið hvern sigurinn á fætur öðrum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Forsetaframbjóðandi er nýjasta hlutverkið sem Trump bregður sér í á sínum sérlega skrautlega ferli. Lengst af var hann auðvitað aðallega þekktur sem fasteignajöfur, og vissulega hefur hann byggt margar tilkomumiklar byggingar í New York og víðar. Meðal þess sem Trump heldur gjarnan fram í kosningabaráttunni er að hann hafi hafist af sjálfum sér, og auð sinn og velgengni eigi hann algjörlega sjálfum sér að þakka. Hið rétta er að hann fékk verulegt forskot í fasteignabransanum vegna föður síns. Afi Trumps hafði flust til Bandaríkjanna frá Þýskalandi og auðgast á rekstri hóruhúsa. Faðirinn, Fred Trump, ávaxtaði sitt pund vel og varð stórtækur fasteignajöfur á kreppu- og stríðsárunum, og byggði, í samstarfi við bandarísk stjórnvöld, stórar íbúðablokkir víðsvegar um New York – að miklu leyti leiguhúsnæði fyrir efnalitla. Frá unga aldri fylgdi Donald föður sínum eftir í vinnunni, lærði allt um bókhald, umhirðu eigna og hvernig sinna skal leigjendum, og var líka látinn taka til og tína upp nagla á stangli á byggingarsvæðunum. En á slíkum skítverkum hafði Donald alltaf takmarkaðan áhuga. Um 26 ára gamall tók hann við rekstri fjölskyldufyrirtækisins að hluta til, og vílaði þá ekki fyrir sér að nota peningana hans pabba gamla til að fjármagna lúxuslífsstíl – eins

og þakíbúð á Manhattan, blæjubíl og tíðar heimsóknir á nafntogaða skemmtistaði og einkaklúbba. Vildi verða ódauðlegur Donald flutti til Manhattan þrátt fyrir að faðir hans maldaði í móinn. Fred Trump hafði byggt sínar blokkir í alþýðlegum hverfum Queens og Brooklyn. Manhattan var annar handleggur. Þar, innan um skýjakljúfana og glæsiverslanirnar, var miklu dýrara og flóknara að athafna sig – en, eins og Donald áttaði sig fljótt á, tækifærin til að græða stórar fjárhæðir voru svo miklu meiri. Enda ætlaði Donald Trump sér alltaf meira en að byggja fátækrablokkir, eins og faðirinn. Hann vildi setja mark sitt á borgarmynd New York til frambúðar og verða ódauðlegur. Eitt af fyrstu stórvirkjum Trumps var skýjakljúfur sem reis við Fifth Avenue á árunum 1979 til 1983. Fyrirmyndin var annar nokkuð nýlegur skýjakljúfur við sömu breiðgötu: Olympic Tower, sem skipakonungurinn Aristóteles Onassis lét byggja. Fyrirkomulagið í Olympic Tower var nýstárlegt, og eftir því apaði Trump nákvæmlega: blanda af lúxusíbúðum og skrifstofuhúsnæði, með verslunarhúsnæði á neðstu hæðunum. Nema hvað Trump vildi hafa allt enn nýstárlegra, og enn glæsilegra en Onassis. Hann lét því eiginkonu sína, tékknesku skíðakonuna og fyrirsætuna Ivönu Trump, um að sjá um innréttingarnar og hún lét leggja allt innvols byggingarinnar marmara og glansandi látúni. Olympic Tower, Ólympíuturninn, nefndi Onassis til heiðurs menningararfs heimalands síns, Grikklands. En Donald Trump fór alla leið og nefndi skýjakljúfinn bara eftir sjálfum sér: Trump Tower.

Alþýðan gleypti við honum Þetta þótti mjög óvenjulega á þessum tíma. Fasteignajöfrar New York-borgar höfðu hingað til ekki sóst sérstaklega eftir persónulegri frægð, vildu helst frekar fela sig bak við fyrirtæki, félög og lögfræðistofur. „Þetta var nafnlaus hópur,“ segir lögmaður Trumps, Jerry Schrager, við blaðamanninn Gwendu Blair í bókinni The Candidate, um aðra fasteignabubba í stórborginni um það leyti sem Trump Tower reis. „Maður vissi aldrei hver byggði bygginguna þar sem maður bjó, eða jafnvel hver átti hana. Svo allt í einu var maður farinn að búa í Trump Tower og Trump Plaza. Þetta var alveg einstakt.“ Og það sem meira var, segir Schrager, að þó að leigusalar og byggingaverktakar væru almennt ekki dáðir meðal bandarískrar alþýðu virtist fólkið ekki fá nóg af Donald Trump. Það var eitthvað við hann. „Það kom mér sífellt á óvart hvernig fólk tók á móti honum og hans verkefnum,“ segir hann. „Ég sat þarna með honum, stundum með mjög gáfað, veraldarvant fólk hinumegin við borðið, og meirihlutinn gleypti við honum. Alþýðan gleypti við honum. Maðurinn á götunni, leigubílstjórar, allir vildu snerta hann og taka í höndina á honum.“ Enda sló Trump Tower í gegn. Engu var til sparað og jafnvel áður en byggingu turnsins lauk voru íbúðir þar orðnar þær dýrustu í New York. Auðmenn og frægðarmenni kepptust um að komast að í marmarasleginni dýrðinni. Donald Trump skaust snarlega upp á stjörnuhimin og kunni því, af öllu að dæma, afar vel. Turninn var svo auðvitað bara byrjunin á glæstum ferli. Fleiri stórar, glæsilegar, og síðast en ekki


fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016

síst glansandi byggingar fylgdu, í New York og svo víðar. Langflestar voru þær nefndar eftir eigandanum sjálfum. Ef það var ekki Trump Tower var það Trump Building, Trump International, Trump Plaza, og svo framvegis. Eftirnafnið — sem þýskur forfaðir hafði breytt úr Drumpf einhverntímann á sautjándu öld – var orðið að vörumerki. Í dag má finna Trump-nafnið á götukortum víða um heim, ekki bara í New York og alls ekki bara í Bandaríkjunum. Jafnvel í Bakú, höfuðborg Kákasusríkisins Aserbaídsjan, má finna eitt stykki Trump Tower. Spilavíti óheillaskref

Trump-nautasteikur Af 515 fyrirtækjum sem Trump er með puttana í nú heita 268 eftir honum sjálfum, og er þá alls ekki talið – margar byggingar sem bera Trump-nafnið á hann einu sinni ekki sjálfur, heldur selur hann öðrum leyfi til að nota það. Svo gott vörumerki er það talið vera. Trump-spil hefur litið dagsins ljós, sem og Trump-tímarit, skammlíft Trump-flugfélag, Trumpskyrtur og Trump-bindi, Trumpilmvötn og Trump-rakspírar, Trump-orkudrykkir og Trumpvodka og meira að segja Trumpnautasteikur á grillið. Og allt er þetta markaðssett á þann hátt sem Trump hefur tamið sér — sem það allra fínasta og besta sinnar tegundar, þó raunin sé reyndar yfirleitt allt önnur. Trump-steikurnar ku ekki hafa verið sérlega gómsætar. Af viðtökunum sem forsetaframboð Donalds Trumps hefur fengið, að minnsta kosti hjá hluta bandarísks almennings, sést að Trump-nafnið heldur enn þessum dýrðarljóma. Því nú stendur yfir hið endanlega egóflipp þar sem Trump reynir að selja sjálfan sig sem forseta Bandaríkjanna.

PIPAR \ TBWA

SÍA

160001

Undir lok níunda áratugarins fór Trump að skipta sér af spilavítisrekstri í Atlantic City í New Jersey. Það reyndist óheillaskref. Bæði spilavítin sem Trump byggði fóru fljótt á hausinn með látum og í nokkur ár barðist Trump í bökkum — hvert gjaldþrotið rak annað og hann varð stórskuldugur. Það var á þessum erfiða tíma sem Trump áttaði sig á því hvert væri hans allra verðmætasta vörumerki. Fasteignabransinn

gekk ekki eins og skyldi, spilavítisbransinn alls ekki heldur — en þrátt fyrir fjárhagsörðugleikana hélt nafnið „Trump“ alltaf þessum dýrðarljóma í augum almennings. Trump hafði þegar gefið út ævisögu sína, The Art of the Deal, sem gekk aðallega út á að sýna fram á óbilandi viðskiptavit hans, djörfung og dug. Hann viðurkennir það sjálfur að þar ýki hann afrek sín í viðskiptum. „Ég stíla inn á draumóra fólks,“ hefur hann sagt. „Ég kalla þetta sannar ýkjur. Þetta eru sakleysislegar ýkjur – en mjög áhrifarík leið til að vekja á sér athygli.“ Stórskuldsettur og á barmi gjaldþrots átti Trump líka lítið eftir annað en nafnið og það notfærði hann sér af fullum krafti. Nafnið og persónan Trump varð að hans helstu söluvöru, frekar en fasteignir eða fjárhættuspil, og þannig gat hann smátt og smátt klórað sig fram úr fjárhagsvandanum. Það fór svo út í egóflippið The Apprentice þar sem jafnt óþekktir læringar og heimsfrægt fólk kepptist um að komast í þjónustu hins alvitra viðskiptajöfurs.

|21

REYKJAVÍK

Spennandi fjárfestingartækifæri Á innan við áratug hefur byggst upp á Ásbrú, fyrrum varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll, þróttmikið og litríkt samfélag með öfluga menntastofnun, fjölda spennandi fyrirtækja, gróskumikla nýsköpun og blómstrandi mannlíf. Hröð uppbygging í gagnaveraiðnaði og örþörugnarækt, ásamt nálægð við Keflavíkurflugvöll gera Ásbrú að sönnu vaxtarsvæði til framtíðar.

REYKJANESBÆR

ÁSBRÚ

Fasteignir til sölu á Ásbrú Íslenska ríkið er eigandi fjölda fasteigna af öllum stærðum og gerðum á Ásbrú, Reykjanesbæ. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, sem fer með umsjón og þróun svæðisins, óskar eftir tilboðum í allar fasteignir ríkisins eða stóran hluta þeirra. Margar fasteignanna eru nú þegar í útleigu en allar eru þær til sölu. Eignirnar eru í aðskildum félögum og því er einnig mögulegt að kaupa einstök félög. Tilboðum í allar fasteignirnar, eða hluta þeirra, þarf að fylgja lýsing á því hvernig tilboðsgjafar hyggjast nýta þær og þróa svæðið í þágu atvinnulífs og samfélags. Farið verður yfir öll tilboð mánudaginn 11. apríl nk.

Allar fasteignir ríkisins í umsýslu Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar eru til sölu, þær eru eftirfarandi: Aðaltröð • 2 • 4 Bogatröð • 1 • 10 • 10a • 17 • 31 • 33 Borgarbraut • 953 • 960-963 • 962 Breiðbraut • 643-647 • 643R • 668-669 • 668R • 670 • 671-679 • 671R • 672 • 674 • 675 Ferjutröð • 9 Flugvallarbraut • 710 • 732 • 749 • 740 • 752 • 770 • 771 • 773 • 778 • 790 • 937 • 941 Grænásbraut • 501 • 506 • 614 • 602R • 603-607 • 619 • 700 • 920 • 999 Heiðartröð • 517 Keilisbraut • 745 • 747-748 • 747R • 749 • 762 • 770-778 • 770R • 771 • 773 Lindarbraut • 636 • 639 Skógarbraut • 914 • 915 • 916R • 916-918 • 917 • 919 • 921 • 922 • 923 • 924 • 925 • 932 • 946 Suðurbraut • 758 Valhallarbraut • 738 • 743 • 744 • 763-764 • 763R

Við mat á tilboðum verður einkum horft til kaupverðs. Þó er áskilinn réttur til að meta hugmyndir bjóðenda um nýtingu og ráðstöfun eignanna, s.s. áhrif á eftirspurn eftir öðrum eignum á svæðinu og almennt á nærsamfélagið. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar áskilur sér rétt til að taka því tilboði sem það telur hagstæðast, m.a. út frá ofangreindum þáttum, eða hafna þeim öllum. Þú getur skoðað eignirnar nánar á kadeco.is. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.kadeco.is


Bodyflex Strong

fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016

22 |

lóaboratoríum

lóa hjálmtýsdóttir

Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.

www.birkiaska.is

Evonia Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.

www.birkiaska.is

með Charlotte Bøving

fyrir fólk sem stamar ókeypis fyrir félagsmenn Fólk sem stamar og áhugasamir hvattir til að skrá sig í félagið

skráning berist til

malbjorg@gmail.com

Í

Kompaníbærinn ísland

Fréttatímanum í dag er fjallað um erlenda ríkisborgara á Íslandi. Þar kemur meðal annars fram hversu ólíkur hópur erlendra ríkisborgara á Íslandi er sambærilegum hópum á Norðurlöndunum. Á Íslandi eru yfir 85 prósent erlendra ríkisborgara frá Evrópu en á Norðurlöndunum eru Evrópumenn aðeins 46 prósent af fólki með erlent ríkisfang. Munurinn liggur fyrst og fremst í því að stór fyrirtæki og atvinnumiðlanir hafa kerfisbundið flutt inn vinnuafl til landsins frá Austur-Evrópu á sama tíma og hið opinbera rekur afturhaldssama innflytjendastefnu. Á meðan fólk frá Austur-Evrópu er fjölmennt á Íslandi, og þá einkum Pólverjar, er fólk frá stríðshrjáðum löndum hlutfallslega fátt. Ef stefna stjórnvalda á Íslandi væri lík norrænu löndunum væri hér tífalt fleira fólk frá Afríku sunnan Sahara, þrettán sinnum fleira fólk frá Balkanlöndunum, tuttugu og sjö sinnum fleira fólk frá Kákasus og þrjátíu og átta sinnum fleiri frá Mið-Austurlöndum og NorðurAfríku. Þetta er ekki sjónarmunur heldur djúpur eðlismunur. Munurinn er að Norðurlöndin veita fólki í vanda hæli og skjól á meðan Íslendingar gera það ekki. Munurinn er sá að stórfyrirtæki stjórna innflytjendamálum á Íslandi. Þessi munur á hópum erlendra ríkisborgara afhjúpar eðlismun á íslensku samfélagi og norrænu. Íslenska samfélagið hefur verið mótað að þörfum fyrirtækja fyrst og síðast á meðan almennir hagsmunir hafa mótað umgjörð hins norræna samfélags.

Fyrr á þessu ári birti forsætisráðuneytið niðurstöður könnunar sem gerð var meðal starfsmanna ráðuneyta. Meðal annars var spurt til hverra væri helst leitað varðandi stefnumótun. 88 prósent nefndu hagsmunaaðila en aðeins 16 prósent almenning. Þessi skekkja kemur okkur ekki á óvart sem höfum lifað í íslensku samfélagi. Fyrir fáeinum vikum gerðu landbúnaðar- og fjármálaráðherra tíu ára samning við bændur um 130 milljarða króna framlag úr ríkissjóði. Ráðuneytin sömdu við bændur án þess að ræða við neytendur eða fulltrúa almennings og skattgreiðenda. Málið var ekki einu sinni lagt fyrir Alþingi. Því miður er þetta aðeins eitt dæmi af mörgum. Mikill meirihluti almennings vill að útgerðarmenn greiði fullt gjald fyrir auðlindir sjávar. Það er hins vegar ekki gert vegna þess að útgerðarmenn hafa ekki fallist á það. Samfélög þar sem fyrirtækin drottna yfir öllu eru kölluð company town. Það eru bæir sem fyrirtæki byggja upp og eiga í raun með húð hári. Allir bæjarbúar vinna hjá fyrirtækinu, beint eða óbeint. Hagsmunir fyrirtækisins og bæjarins eru taldir óaðskiljanlegir. Ef fyrirtækið hefur það gott eiga bæjarbúar að hafa það gott. Þeir sem una sér ekki í vinnu hjá fyrirtækinu geta flutt burt. Það er margt á Íslandi sem ber fremur keim af svona fyrirtækjabæjum en opnu og fjölbreyttu norrænu lýðræðissamfélagi. Með almennum kosningarétti varð lýðræðisbylting á síðustu öld. Hún

færði ríkisvaldið úr höndum hinna fáu, auðugu og valdamiklu til almennings. Með þessari byltingu uxu mannréttindi og lífskjör meginþorra fólks bötnuðu stórum. Einhverra hluta vegna hefur þessi bylting ekki orðið á Íslandi. Þrátt fyrir almennan kosningarétt hefur almenningur ekki náð völdum innan ríkisins. Það þjónar ekki almennum hagsmunum meginþorra fólks heldur fyrst og fremst hagsmunum fyrirtækja og samtaka þeirra. Landbúnaðarkerfið er mótað að hagsmunum bænda, auðlindir hafsins eru færðar fámennum hópi útgerðarmanna, orka fallvatnanna er seld á kostnaðarverði til iðnvera og öll meginumgerð samfélagsins er aðlöguð að hagsmunum fyrirtækja en ekki almennings. Það er rannsóknarefni hvers vegna Íslendingum hefur ekki auðnast að byggja upp opið virkt lýðræðislegt samfélag. Kannski er það smæðin, ef til vill vanþróuð stjórnmál eða sterkt húsbóndavald fyrirtækja yfir alþýðu, sem hafði lifað ánauð á bæjum heldri bænda öldum saman. En hver svo sem ástæðan er, er ljóst að þetta gengur ekki lengur. Sá glettni hagfræðingur Joseph Schumpeter sagði einu sinni að opinberir starfsmenn ættu ekki að hafa kosningarétt þar sem þeir hefðu næg áhrif á ríkisvaldið með störfum sínum. Af svipuðum rökum hefur fulltrúi Washington DC í bandarísku öldungadeildinni ekki atkvæðisrétt. Peningar eru mikið vald. Af þeim sökum er það mikilvæg forsenda fjölþætts og heilbrigðs samfélags að takmarka aðgengi fyrirtækja og auðmanna að stefnumótun ríkisins. Nægt er vald þeirra fyrir. Norrænu þjóðirnar áttuðu sig á þessu fyrir mörgum áratugum, næstum heilli öld. Íslendingar hljóta bráðum að skilja að þetta er veigamikil forsenda fyrir heilbrigðu samfélagi.

Gunnar Smári

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.



fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016

24 |

Bjarki Friis Veðurfræðingurinn með hreiminn á sér ævintýralega sögu

Bjarki Friis var hundasleðasérsveitarmaður í danska hernum og eyddi 29 mánuðum á ferðalagi yfir ísbreiður stærsta þjóðgarðs í heimi.

Úr hundasleðahersveit á veðurstofuna Liðsmenn Síríus-hundasleðaherdeildarinnar eyða tuttugu og sex mánuðum á ferðalagi yfir hjara veraldar. Tólf menn og hundrað hundar tryggja rétt dönsku krúnunnar til stærsta þjóðgarðs í heimi, Norð-austur Grænlands, og hætta um leið lífi sínu úti á hættulegum ísbreiðunum. Sex menn eru valdir til starfsins á ári og Bjarki Friis, jarðfræðingur og veðurfréttamaður, var einn þeirra. Halla Harðardóttir. halla@frettatiminn.is

Danska herstöðin Station Nord á Grænlandi er nyrsta byggða ból jarðar. Þar sér danski herinn um að verja rétt Danaveldis til stærsta þjóðgarðs í heimi, sem nær frá Scoresbysundi að nyrsta odda landsins. Á strjálbýlu og ísköldu svæðinu hafast danskir sérsveitarmenn við allan ársins hring en Síríus-hundasleðahersveitin er sú eina sinnar tegundar í heiminum. Fyrstu árum ævi sinnar eyddi Bjarki Friis í Meistaravík á norðausturströnd Grænlands þar sem faðir hans, Henrik Friis, fékk vinnu hjá dönsku námufyrirtæki eftir að hafa lokið tuttugu og sex mánuðum í Síríus-sveitinni. Móðir Bjarka, Karen Jónsdóttir Kaldalóns, hélt þar heimilið og sá um synina tvo við frekar frumstæðar aðstæður. Fjölskyldan flutti síðar til Noregs en sleit aldrei sambandinu við Grænland, ferðaðist þangað í fríum og endalausar sögur voru sagðar af stórbrotinni náttúru landsins og ævintýrum föður Bjarka og vina hans. Bjarki var gjörsamlega

heillaður af sögunum en bjóst þó aldrei við að geta fetað í fótspor föður síns. „Ég var alltaf með svo þykk gleraugu sem barn þannig að það kom ekki til greina. Inntökuskilyrðin eru mjög ströng og eitt af þeim er að vera með 100% sjón. Ég lét mig samt auðvitað dreyma um þetta og elskaði að ferðast með foreldrum mínum um þetta afskekkta svæði í bátnum sem þau áttu þarna með vinum sínum.“

Þeir þurfa að getað dregið tönn úr félaga sínum, gert að særðum hundum og skotið á ísbjörn. Svo eru þeir tvö ár í sömu fötunum svo það er eins gott að kunna að sauma.

Líkamlegar og sálrænar þrautir Bjarki fór í húsasmíðanám í Danmörku eftir menntaskólann í Noregi og þar frétti hann af nýrri leiseraugnaðgerð sem átti eftir að breyta öllum hans plönum. Ég bauðst til að vera tilraunadýr í aðgerðinni gegn því að fá hana fría og allt í einu var ég komin með fullkomna sjón. „Ég kláraði smíðanámið en fór svo beint í herinn því nú sá ég möguleika á að komast í Síríussveitina. Ég vissi að leiðin væri löng en mér var sama. Ég hugsaði með mér að kæmist ég ekki til Grænlands þá væri herinn í Danmörku bara ákveðin lífsreynsla.“ Leiðin að Síríus-sveitinni er ekki auðveld. Einungis þeir sem hafa verið yfirmenn í danska hernum geta sótt um að komast í inntökuprófið og aðeins 10% hermanna verða yfirmenn. Árlega sækja um sextíu menn um inngöngu í prófið sem stendur í yfir í marga daga og sem samanstendur af ýmsum líkamlegum og sálrænum þolraunum. Í gegnum þessa fyrstu síu komast átta manns sem fara í sex mánaða langan forskóla þar sem undirbúningur fyrir tuttugu og sex mánaða einveru á ísilögðu landi við

Samband hunds og manns verður náið eftir 29 mánaða sambúð.

Mynd | Hari

87. breiddargráðu hefst. Af þessum átta manns eru sex valdir í sveitina. Þarf fjölbreytta þekkingu „Þegar þú sækir um er ekki bara skoðuð reynslan þín í hernum. Umsóknin er byggð á allri ævi þinni, ekki bara á starfsferilskránni og það skiptir allt máli. Það er alls ekki verið að leita eftir ofurmönnum með stóra vöðva heldur að fólki með fjölbreytta hæfileika. Það skiptir eiginlega mestu máli að hafa hausinn í lagi. Hluti af inntökuprófinu er þriggja daga löng sálfræðiskoðun og svo hópastarf þar sem sálfræðingar fylgjast með því hvernig þú leysir úr hinum og þessum þrautum,“ segir Bjarki. Á fyrstu árum sveitarinnar var vinsælt að fá hermenn sem höfðu starfað sem bændur því þeir hafa fjölbreytta þekkingu, bæði af dýrum og vélum. Bjarki segir algjörlega nauðsynlegt að geta hugsað í lausnum og að vera skapandi því ef eitthvað klikkar, hvort sem það er talstöðin, sleðinn eða dúnúlpan, þurfa mennirnir að geta lagað það. Þeir þurfa að getað dregið tönn úr félaga sínum, gert að særðum

hundum og skotið á ísbjörn. Svo eru þeir tvö ár í sömu fötunum svo það er eins gott að kunna að sauma. Einnig er hugsað um að lokahópurinn sé vel samsettur með sem fjölbreyttastan bakgrunn. Áfall að komast ekki inn Bjarki komst ekki inn í fyrstu tilraun. „Ég komst í átta manna síuna og fór til Grænlands í sex mánuða forskólann, en var svo annar tveggja sem komst ekki í lokahópinn. Það var algjört áfall. Ég hafði gert mitt allra besta og það munaði svo rosalega litlu. Það bara hrundi allt og ég vissi í raun ekkert hvað ég ætti að gera við líf mitt því mig langaði ekki aftur í herinn og ekki heldur ekki í húsasmíðina.“ Bjarki ákvað að fara í jarðfræði í Háskólanum í Osló því þá gat hann tekið hluta námsins á Svalbarða, það næsta sem hann kæmist Grænlandi í bili. Þar vann hann sem fjallaleiðsögumaður með náminu og heillaðist af jöklum, sem síðar áttu eftir að verða hans sérgrein. „Árið leið og þegar ég kláraði námið fékk ég Síríus aftur á heilann,“ segir Bjarki sem ákvað að reyna í annað sinn. „Í þetta sinn komst ég ekki í átta manna forskólann sem var sjokk en ekki jafn mikið áfall og í fyrra skiptið. Ég fór aftur á Svalbarða að vinna við leiðsögn en ári síðar ákvað ég að reyna í þriðja sinn. Ég sagði pabba frá því að þetta yrði í síðasta skiptið sem ég myndi reyna, en ég yrði að gera þetta í síðasta sinn. Ég vildi ekki segja mömmu frá þessu því ég vissi að hún drægi úr mér, hún hafði svo miklar áhyggjur af því að ég myndi ekki þola aðra höfnun.“

Bjarki Friis, jarðfræðingur og fyrrverandi hundasleðasérsveitarmaður, vinnur á Veðurstofu Íslands.

Síríus sveitin

Árið 1931 settu Norðmenn norska fánann niður langt norðan við Scoresbysund á þeim forsendum að svæðið væri einskismannsland. Danir kærðu Norðmenn fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag sem úrskurðaði að til að geta haldið áfram að gera tilkall til svæðisins yrðu Danir að vera á staðnum. Tvær litlar lögreglustöðvar voru opnaðar í Meistaravík og Daneborg á fjórða áratugnum en þegar Þjóðverjar fóru að setja upp veðurathugunarstöðvar á svæðinu í seinni heimstyrjöldinni ákváðu Danir að herða eftirlitið og árið 1950 var ákveðið að stofna hundasleðadeild til að vakta svæðið og tryggja yfirráð Dana þar enn frekar. Hundasleðasveitin er sú eina sinnar tegundar í heiminum og samanstendur af sex tveggja manna teymum sem hvert um sig hefur um fimmtán hunda. Mennirnir eru nær stöðugt á ferðalagi því teymin deila á milli sín 160.000 ferkílómetra svæði sem þarf að vakta og fara mennirnir alla vegalengdina á gönguskíðum en hundarnir draga tjaldið og aðrar vistir. Sveitin þótti hernaðarlega mjög mikilvæg á tímum kalda stríðsins en þrátt fyrir að því sé löngu lokið sjá Danir sér hag í því að tryggja sér svæðið með viðveru tólf ævintýraþyrstra manna.

Frostið fer niður í –50° á Sirussvæðinu


MYNDGÆÐIN FULLKOMNA UPPLIFUNINA

ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR AF SONY SJÓNVÖRPUM

5 ÁRA ÁBYRG Ð

BLU-RAY SPILARI FYLGIR ÖLLUM SJÓNVARPSTÆKJUM

NÝHERJI

|

BORGARTÚNI 37 - 105 REYKJAVÍK - 569 7700

|

KAUPANGI AKUREYRI - 569 7645

|

netverslun.is


fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016

26 |

1950

er hundasleðaherdeildin stofnuð.

160.000 km2 svæði sem þarf að vakta.

-10˚ til -50˚ Celsíus.

12

manns á tveggja ára fresti.

20-30

ára aldurstakmark.

Konur

mega sækja um en engin hefur enn gert það.

Bannað að eiga fjölskyldu.

Siríus-sveitarmenn fara yfir á gönguskíðum en hundarnir bera vistirnar. Mesta hættan felst í því að missa frá sér sleðann því þar eru allar lífsins nauðsynjar.

Norð-austur Grænland þjóðgarðurinn – Stærsti þjóðgarður heims – 972.000 km2 1. Thule 2. Station Nord 3. Danmarkshavn 4. Daneborg – höfuðstöðvar Siríus 5. Meistaravík 6. Scoresbysund

2. 1.

3. Stærð Íslands til samanburðar

4. 5. 6.

EPSON EB-U32 32 EB-U ,.000 2 4 1

Þráðlaus háskerpuvarpi

Góður skjávarpi frá EPSON sem brúar bilið milli hefðbundins skrifstofu/skólavarpa og hágæða heimilis skjávarpa. Tæknilegar upplýsingar: 3LCD Technology / Upplausn: WUXGA, 1920 x 1200, 16:10 / Skerpa: 15,000 : 1 Myndsvæði: frá 30” til 300” (76.2 - 762 cm) Birta: 3,200 Lumen-2,240 Lumen (eco) Litur/hvítt ljós - Ný pera aðeins 25.000 kr. Líftími peru: Normal: 5000 / Sparkerfi (eco): 10000 tímar Tengi: Cinch audio in, MHL, Composite in, HDMI in (2x), VGA in, Wireless LAN IEEE 802.11b/g/n, USB 2.0 Type B, USB 2.0 Type A

EPSON EB-W31

Bjarki komst inn í þriðju tilraun. Hann var þrjátíu og eins árs gamall og fyrsti maðurinn til að vera tekinn inn eftir þrítugt og fyrsti maðurinn til að vera önnur kynslóð hundasleðahermanna. Hann komst reyndar inn áður en síðasta inntökuprófið hófst því einn Síríus-mannanna kól á fæti. Bjarki var því sóttur á herflugvél og lenti á nyrsta oddi Grænlands þremur mánuðum áður en 26 mánaða prógrammið hófst. „Mér var hent beint í djúpu laugina. Ég lenti þarna og keyrði hundasleða stanslaust í þrjá og hálfan mánuð, fór svo í stutt sumarfrí og svo byrjaði 26 mánaða prógrammið. Þannig að ég fékk þarna þrjá og hálfan mánuð í bónus.“

Á ferðinni yfir ísinn Tuttugu og sex mánaða tímabil Síríus-sveitarinnar hefst í Daneborg herstöðinni um sumar með undirbúningi fyrir veturinn. Skip kemur að landi einu sinni á ári með vistir og eldsneyti sem meðlimir sveitarinnar dreifa, á litlum bátum, á milli fimmtíu veiðikofa sem eru á víð og dreif um svæðið sem þeir vakta. Svæðið er stærsti þjóðgarður heims, eða um tvö Þýskalönd að stærð. Fyrsta yfirferð ársins, á hundasleðum, hefst í byrjun nóvember og þá er tólf manna sveitinni skipt niður í sex tveggja manna teymi. Ferðin tekur um tvo mánuði og er farin í algjöru myrkri, í allt að 50 gráðu frosti, því ekki sést til sólar á 87. breiddargráðu fyrr en í febrúar. Seinni ferð ársins hefst í lok janúar og tekur sú yfirferð rúmlega fjóra mánuði, ef aðstæður eru góðar. Bjarki segir alla bíða spennta eftir seinni ferðinni því þá er bjart og því hægt að njóta útsýnisins á ferðalaginu. „Það er einn innimaður sem sér um allt sem viðkemur tjaldinu og annar útimaður sem sér um hundana. Við sofum oftast í tjaldi, en stundum í gömlu veiðikofunum. Kofarnir líta út eins og algjörir hjallar en þeir eru hallir þegar þú kemur inn í þá um hávetur eftir að hafa gist í margar nætur í tjaldi. Þá getur þú kveikt á olíumiðstöð og rétt úr þér. Á ferðalaginu snýst allt um að hugsa um mat, hita og skjól og þú lærir fljótlega að meta litlu hlutina. Vinnan felst í því að vera á svæðinu og vakta það, þetta er raun líkt starfi þjóðgarðsvarðarins. Stundum eru góðir

31 EB-W 0,.00 110

Einfaldur og þægilegur varpi

Einfaldur og bjartur skjávarpi frá EPSON fyrir heimili, skrifstofur og skóla. Tæknilegar upplýsingar: 3LCD Technology / Upplausn: WXGA, 1280 x 800, 16:10 / Skerpa 15.000:1 Myndsvæði: frá 30” til 300” (76.2 - 762 cm) / Birta: 3,200 Lumen-2,240 Lumen (eco) Litur/hvítt ljós - Ný pera aðeins 25.000 kr. Líftími peru: Normal: 5000 / Sparkerfi (eco): 10000 tímar / Tengi: USB 2.0 Type A, USB 2.0 Type B, VGA in, HDMI in, Composite in, S-Video in, MHL, Cinch audio in og hægt að gera þráðlausan með viðbótar USB kubb (Wireless LAN IEEE 802.11b/g/n)

TÖLVUVERSLUN ÁRMÚLA 11 - SÍMI 568-1581

www.thor.is

ÞÓR HF - UMBOÐSAÐILI EPSON Á ÍSLANDI Í MEIRA EN 30 ÁR

Litlir kofar breytast í stórar hallir eftir margra daga göngu yfir hafísinn.


fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016

dagar en svo eru líka erfiðir dagar þegar það er bylur eða þegar ísinn sem við förum yfir er þunnur. Jólin eru góður tími því þá fær maður sendan ferskan mat með flugi, sem er auðvitað algjör himnasending eftir að hafa lifað á þurrmat í marga mánuði,“ segir Bjarki.

dót á eftir sér á sleðanum. Við hlupum á eftir og sem betur fer festist sleðinn í skafli. Þá gátum við skotið út í lofið og fælt björninn frá. Þegar við komum okkur fyrir í kofanum eftir átökin vorum við ansi glaðir að finna þar nokkra Carlsberg bjóra.“

Baráttan við ísbjörninn

Saknar alltaf Grænlands

Mikil vinna fer í að para saman einstaklinga í Síríus-sveitinni enda grundvallaratriði að samstarfið sé gott á margra mánaða ferðalagi yfir ísbreiður á hjara veraldar.„Fyrstu dagarnir fara í að segja ævisöguna og svo tekur eitthvað annað við, en suma daga ríkir bara algjör þögn,“ segir Bjarki. Ég held að það séu litlu hlutirnir sem eru erfiðastir, eins og að þola smjattið í félaganum eða týpuna sem er alltaf að tromma í borðið. Maður þarf að passa sig að byrja ekki að öskra af pirringi því það hjálpar auðvitað ekki neitt. Rétta leiðin er að segja félaganum strax frá því ef eitthvað pirrar þig. Sumir tala aldrei saman aftur en í flestum tilfellum gengur allt vel.“ „Það er í raun ekkert að óttast þarna en hættulegast er að fara yfir hafísinn á haustin þegar ísinn er að myndast. Það versta sem þú getur lent í er að slasa þig á ísnum og að missa sleðann, því þú lifir ekkert af án hans. Ég upplifði kannski helst hræðslu þegar ég fór yfir ísinn í myrkri í fyrsta sinn, það er sérstök tilfinning, þú ert svo berskjaldaður fyrir náttúruöflunum. Í raun er ísinn og veðrið hættulegra en ísbirnirnir,“ segir Bjarki sem var þó einu sinni hætt kominn í návígi við reiðan ísbjörn. „Þá vorum við að keyra frá hafísnum og upp á land í veiðikofa en misstum frá okkur hundana með sleðann. Hundarnir hlupu beint í áttina að kofanum og við eltum á skíðunum en þá kom ísbjörn út úr kofanum. Hundarnir réðust að honum með allt okkar

Þegar Síríus-ævintýri Bjarka lauk langaði hann alls ekkert aftur heim. Hann fékk vinnu á herflugstöðinni í Meistaravík, annað af tveimur stöðugildum á svæðinu, en ákvað svo að kannski væri kominn tíma á að blanda geði við fleira fólk. Hann ákvað að fara í framhaldsnám í jöklajarðfræði á Íslandi þar sem hann svo kynntist stúlkunni sem er konan hans í dag. Í dag vinnur Bjarki á Veðurstofu Íslands sem náttúruvásérfræðingur auk þess sem hann les inn veðurfréttir á RÚV. Hann segist þó alltaf sakna Grænlands. „Ég lærði svo margt á þessum tíma. Kannski fyrst og fremst að maður á ekki að vera hræddur við neitt og líka að við getum svo miklum meira en við höldum. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þessa lífsreynslu. Þessi einangraði staður er hluti af jörðinni sem fæstir fá að upplifa, ekki einu sinni fólk sem á endalaust af peningum. Og að vera í litlum hópi og þurfa að treysta á sjálfan sig og félagana sama hvað gerist er reynsla sem er erfitt að útskýra. Það er fullt af fólki sem á sér draum og er allt lífið að vinna að vinna að honum en það er skrítin tilfinning að hafa lokið við að framkvæma drauminn. Nú þarf ég að finna næsta draum en hef ekki alveg fundið út enn hver hann er.“

 Meira á frettatiminn.is

Einn sá vinsælasti...á BESTA verðinu. ADRIA AVIVA 390 PS - Eigin þyngd aðeins 800 kg. Passar aftan í nánast hvaða bíl sem er. Fullkomin vagn fyrir 2 - 4 á besta verðinu:

2.995.000

VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS


3.198

1.398

kr./kg

kr./kg

svínalunDir

nauta innralæri

verð áður 2.398 kr./kg

verð áður 3.998 kr./kg

530

1.298

svínahnaKKi úrb.

kr.

hamborgarar 115g 2 í PK.

verð áður 1.660 kr./kg

fK hamborgarhryggur

verð áður 590 kr./kg

1.339

1.798

kr./kg

verð 498 kr./askjan

1.222

298

kr.

kr.

myllu lífsKorn heilKornabollur verð 238 kr.

PásKaostaKaKa

verð 298 kr./pk.

598

kr.

CoCa-Cola 0,25l gler verð 99 kr.

898

kr.

498

verð 398 kr./askjan

kr.

lays sour Cream eða bbQ

verð 1.222 kr.

DrisColl bláber 125g

99

kr./pk.

538

kr.

kr./askjan

DrisColl jarðaber 400g asKja

verð áður 2.168 kr./kg

238

398

kr./askjan

Kf lamba sirloinsneiðar

verð 1.339 kr./kg

verð 1.598 kr.

498

kr./kg

ali bayonne sKinKa

1.278

1.598

kr./kg

kr./kg

kr.

kr.

Colourful tuliPs Kerti verð 1.278 kr.

Snertilausar greiðslur

PásKaservéttur 33 x 33 Cm verð 538 kr.

PásKaservéttur 25 x 25 Cm

verð 498 kr.

lion 10 x 42g verð 598 kr.

- Tilvalið gjafakort

OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

284 kr.

Kit Kat 4 x 45g verð 284 kr.

CoCa Cola 4 x 2l verð 898 kr.


Mesta úr

páskaeg

Miki-d úrval af

198 kr./pk.

páskaeggjuM

oreo Kex 4 gerðir verð 198 kr./pk.

398 kr.

myllu mönDluKaKa verð 398 kr.

998

1.898

528

kr./stk.

kr.

kr.

KubbaKerti 7 x 15 Cm verð 998 kr./stk.

FJAR-DARKAUP

servéttur 33 Cm

DúKur 138 x 220 Cm

verð 528 kr.

1.998

Páskar í

verð 1.898 kr.

598

kr.

FjarðarkauPum

kr.

146

198

kr.

kr.

Kjörís KonfeKtísterta

465

kr.

kr.

verð 146 kr.

verð 198 kr.

verð 598 kr.

422

578

PásKajógúrt

oreo Kex

Kjoris ársins 2016

verð 1.998 kr.

kr.

269

269

kr.

kr.

742 kr.

KubbaKerti 7 x 12 Cm verð 578 kr.

egg Kerti gul verð 648 kr.

PásKaservéttur 33 x 33 Cm verð 422 kr.

24. mars. Skírdagur 10:00 - 17:00

KubbaKerti 7 x 18 Cm verð 742 kr.

rjómaostur 400g verð 465 kr.

25. mars. Föstudagurinn langi LOKAÐ 26. mars. Laugardagur 10:00 - 17:00 27. mars. Páskadagur LOKAÐ 28. mars. Annar í páskum LOKAÐ 29. mars. Þriðjudagur 9:00 - 18:00

PiParostur 150g verð áður 269 kr.

mexiKóostur 150g verð áður 269 kr.


30 |

fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016

„Tölvuvera“ eða samvera Sæl vertu Magga Pála! Ég á 8 ára dóttur sem er alltaf í tölvunni. Hún byrjar í I-padinum á meðan hún borðar morgunverðinn og það fyrsta sem hún vill gera þegar hún kemur heim úr skólanum er að fara í tölvuna eða I-padinn. Við höfum reynt að setja reglur um skjátíma en það veldur bara vansæld og henni leiðist. Er ástæða til að óttast að hún þrói með sér tölvufíkn eða er bara gott að stelpur hafi áhuga á tækni? Sumt af því sem hún gerir í tölvunum eru skapandi verkefni, ekki bara leikir og afþreying. Gaman væri að fá þína sýn á þetta. Bestu kveðjur, Inga.

ÍSLENSKU SAFNAVERÐLAUNIN 2016

ÍSLENSKU SAFNaVERÐLAUNIN 2012

Safnaverðlaunin eru viðurkenning, veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi. ÓSKAÐ ER EFTIR ÁBENDINGUM frá almenningi, stofnunum og félagasamtökum um safn eða einstök verkefni á starfssviði safna sem þykja til eftirbreytni og íslensku safnastarfi til framdráttar. Söfnum er jafnframt heimilt að senda inn kynningar á eigin verkefnum. Til greina koma sýningar, útgáfur og annað er snýr að þjónustu við safngesti jafnt sem verkefni er lúta að faglegu innra starfi svo sem rannsóknir og varðveisla.

Valnefnd tilnefnir þrjú söfn eða verkefni sem tilkynnt verða á Alþjóðlega safnadeginum á Íslandi, 18. maí og hlýtur eitt þeirra viðurkenninguna. Safna­ verðlaunin verða veitt í tíunda sinn 13. júlí 2016 á Bessastöðum. Ábendingum skal skilað í síðasta lagi 17. apríl 2016 Sendist: Safnaverdlaun@icom.is eða Safnaverðlaunin 2016 – Íslandsdeild ICOM – pósthólf 1513 – 121 Reykjavík Íslandsdeild alþjóðaráðs safna – ICOM og FÍSOS – Félag íslenskra safna og safnmanna standa saman að verðlaununum.

Heil og sæl, kæra Inga og takk innilega fyrir bæði bréf og góða spurningu. Margir foreldrar eru í sömu sporum og standa ráðþrota gagnvart tölvunotkun og ekki síst með tilkomu spjaldtölva og snjallsíma – hugtök sem við þekktum ekki fyrir nokkrum árum. Vandi bæði foreldra og barna Fyrst vil ég nefna að börn og ungmenni eru ekki ein um að lenda í vandræðum með ofnotkun. Nýlegar rannsóknir benda til að fullorðnir opni snjallsímann sinn 1.500 sinnum á viku og talan fer hækkandi. Mikill meirihluti fólks kíkir á símann sinn um leið og það vaknar og heldur áfram á rúmstokknum. Tíminn við sjónvarp og tölvu og snjalltækin, svonefndur skjátími, er allt of mikill hjá okkur öllum – svo einfalt er það. Þess vegna þarf yfirleitt heimilisátak til að hjálpa barni frá skjánum þar sem allir á heimilinu setja sér mörk; slökkva á síma og sjónvarpi og tölvum og skapa sér samveru án truflunar frá tækjunum. Er ástæða til að hafa áhyggjur Einfalda svarið er bæði já og nei. Auðvitað skiptir máli hvernig barnið notar tækin og gæðaefni sem hentar aldri barnsins, getur haft jákvæð áhrif. Eins eru félagsleg samskipti á netinu oft jákvæð og uppbyggileg og eins leikir sem hafa eitthvert gildi fyrir barnið. Þetta gildir þó aðeins ef skjátíminn er stuttur í senn og aðrar tómstundir séu „skjálausar“. Þar má nefna lestur, hreyfingu og samveru með fjölskyldu og félögum. Hins vegar skaltu endilega fylgjast með hegðun og líðan barnsins eftir sjónvarps- og tölvunotkun. Óvirk og leið börn eða þá pirruð og uppstökk eru dæmi um að skjáveran sé ekki að gera þeim gott. Þá verða foreldrar að grípa inn í – hiklaust.

tækjanna sjálfra og líka þráðlausu netanna að ógleymdri birtunni og ljóstifinu á skjánum. Kíktu endilega á netið (í stutta stund) og skoðaðu hvað þar er að finna og þú munt án efa verða undrandi. Of mikil tölvunotkun getur ýtt undir athyglisröskun, svefntruflanir, einmanaleika og ofþyngd vegna hreyfingarleysis. Meira að segja pirringur, reiði og árásargirni að ónefndri vanlíðan og tilhneigingu hvað varðar þunglyndi hefur verið tengt við of mikla tölvunotkun. Skoðaðu líka tölvufíkn og hvað er best að gera til að hamla gegn slíkri þróun. Skömmtun á sælgæti og skjá-veru Best er að líta á skjágleðina sömu augum og sælgætisát. Nánast öll börn kjósa sætindi fremur en mat og ef þau væru einráð, væri sælgæti í hvert mál á hverju heimili. Foreldrar skammta sælgætið af sinni fullorðinsvisku og passa sig líka sjálfir því ekki virkar að þeir sitji með súkkulaði á kvöldin en rétti barninu útskorna gulrót! Það þarf líka að skammta tölvur og sjónvarp og snjalltæki fyrir börn og fullorðna af fullkominni ákveðni og gera svo eitthvað uppbyggilegt saman, öll fjölskyldan. Búið ykkur til dagskrá á heimilinu, ræðið saman um reglurnar og spáið í viðurlög með börnunum. Svo skuluð þið spá í að taka skjáfrí og það virðist sem að lágmarki fimm daga skjáfrí skipti miklu máli fyrir þroska og líðan barna. Magga Pála

Hæfilegur skjátími Sérfræðingar mæla með að börn undir tveggja ára séu hvorki að horfa á sjónvarp eða snjalltæki eða tölvur. Sem sagt, alls ekki. Fyrir tveggja til fimm ára börn er klukkustund talin hámark og fimm til átján ára aðeins tvær klukkustundir. Þetta er samt aðeins viðmiðun – en æ fleiri rannsóknir birtast núna um mögulega skaðsemi bæði

Uppeldisáhöldin Sendið Möggu Pálu spurningar á maggapala@frettatiminn.is og hún mun svara í næstu blöðum.


SÓLGLERAUGU MEÐ STYRKLEIKA

Kringlunni, 2. hæð - 103 Reykjavík | S: 568 9111 | www.augad.is


fréttatíminn | pÁSKAHeLgIN 24. MARS–28. MARS 2016

32 |

Kynningar | Matartíminn

AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Litrík og lifandi stemning á Jörgensen Íslenskt hráefni með alþjóðlegu ívafi Unnið í samstarfi við Jörgensen

J

örgensen Kitchen and Bar er nýr veitingastaður á Centerhotel Miðgarði í gamla Arionbankahúsinu við Laugaveg 120. Lögð er áhersla á lifandi og létta stemningu og er gleðin þar í fyrirrúmi; matargleðin, litagleðin og þjónustugleðin. Davíð Kjartansson, hótelstjóri á Miðgarði, segir að mikið sé lagt upp úr því að maturinn sé fallega framsettur og bragðið sé á heimsmælikvarða. „Við viljum að upplifun gesta sé frábær fyrir bragðlaukana og ekki síður fyrir augað,“ segir hann og bætir við að til að mynda sé matarstellið afar litríkt og skemmtilegt; til gamans sé alltaf reynt að hafa aldrei tvo eins diska á sama borði. Yfirmatreiðslumaður Jörgensen er Jóhann Ingi Reynisson matreiðslumeistari. Hann er með gríðarlega mikla reynslu og nýjar og ferskar hugmyndir þegar kemur að matargerð. Á matseðlinum er meðal annars gómsætir og framúrstefnulegir smáréttir eða „Street food“ á góðu verði sem er í boði alla daga frá klukkan 14-22. „Svo erum við með minni A la carte matseðil þar sem hugmyndin er að fólk geti deilt og pantað fleiri rétti ef matarlystin kallar á slíkt. Verðinu er líka stillt í hóf á þessum réttum,“ segir Davíð. Hráefnið er ávallt það ferskasta sem í boði er að hverju sinni og þemað er með alþjóðlegu tvisti. „Núna erum við mikið að vinna með Japan og Frakkland en við erum ekki bundin við þau lönd, eftir tvo mánuði getur vel verið að við viljum vinna með eitthvað allt annað. Þetta gerum við til þess að halda flæðinu og geta alltaf boðið upp á eitthvað nýtt, lifandi og skemmtilegt,“ segir Davíð. Svæðið í kringum Jörgensen er í mikilli uppbyggingu og ótrúlega mikið líf að færast yfir hverfið. „Það er verið að teygja miðbæinn þarna og verið að leggja mikið í það, bæði frá einkaaðilum og Reykjavíkurborg,“ segir Davíð.

Myndir | Rut

„Núna erum við mikið að vinna með Japan og Frakkland en við erum ekki bundin við þau lönd, eftir tvo mánuði getur vel verið að við viljum vinna með eitthvað allt annað,“ segir Davíð.

Ljúffengar veitingar í fallegu umhverfi

Í dag er pláss fyrir um 50 manns á Jörgensen en það er þó bara byrjunin; eftir fyrirhugaða stækkun á CenterHotel Miðgarði mun veitingastaðurinn stækka umtalsvert. Þá er gert ráð fyrir um 160 manns í sæti. Áætlað er að framkvæmdum við stækkunina ljúki í upphafi næsta árs. Sama hugmyndafræðin verður á Jörgensen eftir stækkunina þ.e litrík og gleðileg hönnun sem miðar að því að gestir uni sér sem best, líði vel og njóti ljúffengra veitinga í fallegu umhverfi.

Metnaðarfullur vínseðill

Veitingastjórinn á Jörgensen, Smári Helgason, hefur yfirgripsmikla reynslu í veitingageiranum og hefur til dæmis unnið til verðlauna á Íslandsmóti barþjóna. Mikið kapp var lagt í vínseðilinn á Jörgensen og sama má segja um kokteila- og viskíseðilinn. Það er Happy Hour alla daga milli 17 og 19 á Jörgensen.

Lokað verður í Víkurverk um páskana, 24. til 28. mars. Opnum aftur þriðjudaginn 29. mars. Gleðilega Páska.

VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720

HIN GLÆSILEGA HANSABORG

GDANSK PÓLLAND

Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands og þó víða væri leitað. Saga hennar nær aftur til ársins 997. Þetta er borg með mikla sögu en hún var helsta vígi Hansakaupmanna i Evrópu. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og fjölmargar tónlistarhátíðir hafa gert borgina við flóann að vinsælustu ferðamannborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. WWW.TRANSATLANTIC.IS

SÍMI: 588 8900


Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2

Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsulyfjum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.

Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð.

Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga

Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is


fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016

34 |

Heilsutíminn

Gengið í umhverfi Bláa lónsins

Þriggja klukkustunda gönguferð á annan í páskum sem er öllum að kostnaðarlausu.

Þegar páskalambinu hefur verið sporðrennt og síðustu molar páskaeggsins renna ofan í fólk er tilvalið að hressa sig aðeins við áður en ný vinnuvika hefst. Á annan dag páska bjóða Bláa lónið og Grindavíkurbær upp á gönguferð um stórbrotið umhverfi Bláa lónsins. Gangan hefst klukkan 11 við bílastæði Bláa lónsins og er áætlað að hún taki um 3 klukkustundir. Hægt er að fara rúmlega hálfan hring og fá akstur til baka. Leiðsögumaður er Sigrún Franklín og þátttaka er ókeypis. Gengið verður um mosagróið Illahraun, framhjá Rauðhól (gígnum sem hraunið kom úr á sögulegum tíma), farið með Skipstíg, fornri þjóðleið, haldið austur með norðurhlíðum Þorbjarnarfells og inn á

Gengið verður um stórbrotið umhverfi Bláa lónsins annan dag páska.

Baðsvelli. Þar er ætlunin m.a. að kíkja á þjófaslóðir og hin gömlu sel Grindvíkinga. Þá verður gengið um hið litskrúðuga lónssvæði að lækningalindinni og endað í heilsulind.

8 ráð til að tækla flensuna

Flensutímabilið að undanförnu hefur leikið marga grátt. Ekki sér alveg fyrir endann á því þó að það sé í rénun. Það er ekkert hægt að útiloka það að flensan banki upp á en ef hún er til staðar er hægt að nota ýmis ráð til þess að bæta líðanina.

1.

2.

Skolaðu nef og háls reglulega með volgu saltvatni. Rannsóknir hafa sýnt að saltvatnið getur minnkað bólgur, losað um slím og jafnvel hjálpað til við að skola út bakteríum. Ef þú ert með mikla hálsbólgu getur verið gott að taka inn bólgueyðandi lyf til að slá á bólguna og minnka verkina um leið.

3. Sofðu og liggðu með hátt undir höfði.

4. Berðu mentoláburð undir nef 7. 5.

og á gagnauga, jafnvel á háls og bringu. Þetta hjálpar til við að losa um.

Mörgum líður betur af því að drekka heitt vatn með engifer, sítrónu og hunangi. Það virðist mýkja hálsinn og jafnvel slá á einkennin tímabundið.

6. Andaðu að þér heitri gufu. Þú

getur jafnvel fyllt vaskinn inni á baðherbergi með sjóðandi heitu vatni, sett mentoláburð út í, staðið yfir vaskinum og andað að þér gufunni.

Passaðu upp á handþvott og minntu fjölskyldumeðlimi á það sama – þetta er þó aðallega til þess að reyna að koma í veg fyrir flensuna. Læknar og sérfræðingar segja handþvott vera mikilvægastan í að koma í veg fyrir flensusmit.

8. Hvíld, hvíld, hvíld. Ekki ana

af stað áður en þú ert orðin/n frísk/ur – það græðir enginn á því!

Augnheilbrigði

Hvarmabólga og þurr augu. Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum.

Fæst í öllum helstu apótekum.


fréttatíminn | PÁSkAHELGIN 24. MArS–28. MArS 2016

|35

Kynningar | Heilsutíminn

AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

„Fitugur matur örvaði sýruframleiðslu magans með tilheyrandi vanlíðan“ Frutin töflur geta hjálpað þér að neyta fæðu sem getur valdið brjóstsviða án þess að eiga hættu á að finna fyrir óþægindum. Unnið í samstarfi við IceCare

sinnar tegundar sem innihalda þessar einstöku trefjar úr appelsínum. Trefjar sem eru svo sérstakar að þær mynda náttúrulega róandi froðu yfir efsta hluta magans sem hjálpar til við að hindra að magasýrurnar flæða upp í vélindað. Það hljómaði vel og ég var tilbúin að prófa þær náttúrulegu meðferðir sem eru í boði,“ segir Hanne.

Þ

egar Hanne borðaði hamborgara, franskar kartöflur eða of stóra matarskammta leið henni eins og maginn væri útþaninn og sýruframleiðsla magans örvaðist. Stórir matarskammtar geta valdið auknu álagi á ákveðna vöðva þannig að magasýrurnar flæða upp í vélindað. Aukin sýrumyndun í maga „Ég á erfitt með að viðurkenna að ég borða ekki eins hollan mat og ég ætti að gera. Ég á það til að borða of stóra matarskammta og elska fitugan mat og franskar kartöflur. Þegar ég borðaði slíkan mat flæddu magasýrurnar upp í vélinda úr maganum með tilheyrandi vanlíðan. Þetta var hræðileg brunatilfinning og ég þurfti samstundis að drekka vatn eða mjólk. Stundum flæddu magasýrurnar líka upp í vélinda þegar ég lagðist upp í rúm. Sérstaklega þegar ég borðaði seint. Það var hræðilegt. Ég fór í heilsubúð og spurði hvort þau ættu náttúrubætiefni sem ég gæti tekið inn,“ segir Hanne.

Náttúrulega lausnin kom á óvart Hanne átti von á því að vera ráðlagt að taka inn myntutöflur og það kom því á óvart þegar konan sem rekur verslunina sagði að til væru töflur sem hægt er að tyggja og innihalda náttúrulegar trefjar úr appelsínum. „Afgreiðslukonan útskýrði fyrir mér að þetta eru einu töflur

Hefur Frutin töflurnar ávallt á sér „Ég gat ekki beðið eftir því að fá mér hamborgara og franskar kartöflur með miklu salti. Máltíð sem ég var viss um að myndi örva magasýrurnar. Þegar magasýrurnar byrjuðu að flæða tuggði ég tvær Frutin töflur. Þær virkuðu strax og ég varð undrandi. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að þessar trefjar gætu hjálpað mér að líða vel á svo skömmum tíma.“ Það er meira en ár síðan Hanne prófaði fyrstu Frutin töfluna og núna er hún alltaf með töflurnar meðferðis, hvert sem hún fer. „Ég er með pakka í eldhúsinu, á náttborðinu og í bílnum.“ Frutin er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Nánari upplýsingar er hægt er að nálgast á heimasíðu Icecare, www.icecare.is

Hvítari tennur með Gum Original White Tennurnar verða hvítari með Gum Original White munnskoli og tannkremi. Vörurnar innihalda flúor, veita vörn og hreinsa burt bletti og óhreinindi.

G

um Original White munnskol og tannkrem hreinsa burt bletti og óhreinindi og veita tönnunum vernd. Tannlæknar mæla með Gum vörunum. „Vörulínan er breið og góð og í henni má finna allt frá tannburstum og Soft Picks tannstönglum til tannhvíttunarefna. Sérfræðingar Gum eru fljótir að tileinka sér nýjungar og mæta þörfum fólks sem er virkilega gott í þessum geira,“ segir Sólveig Guðlín Sigurðaróttir, vörumerkjastjóri hjá Icecare. Engin bleikiefni Gum Original White munnskol og tannkrem hreinsa burt bletti og óhreinindi og tennurnar fá sinn upprunalega lit. Báðar vörurnar innihalda flúor og má nota að staðaldri. Þær hafa ekki skaðleg áhrif á almenna tannheilsu og innihalda ekki bleikiefni sem geta skaðað náttúrulega vörn tannanna. „Hvíttunarlínan, Original White, er mjög góð því hún virkar vel en fólk fær samt sem áður ekki tannkul. Slípimassinn er agnarsmár svo hann rispar ekki upp glerunginn eins og oft vill verða þegar notuð Sólveig Guðlín Sigurðardóttir, vörumerkjastjóri hjá Icecare.

Vörulínan frá Gum Original White inniheldur allt sem þarf til að viðhalda hvítum og heilbrigðum tönnum.

eru hvíttunartannkrem.“ Sólveig segir það einnig kost að Original White línan viðhaldi árangri eftir lýsingarmeðferð á tannlæknastofu. „Soft Picks tannstönglarnir eru mitt uppáhald því þeir komast vel á milli tannanna

og innihalda engan vír og eru ríkir af flúori. Þetta eru frábærir einnota tannstönglar sem virka eins og millitannburstar en þá er hægt að hafa í veskinu eða heima fyrir framan sjónvarpið.“ Hvíttunarvörurnar innihalda sérstaka blöndu sem Gum hefur einkaleyfi á og hreinsar betur en bleikiefni. Vörurnar eru fáanlegar í Lyfju, Apótekinu og að auki í flestum öðrum apótekum og í hillum heilsuverslana.

Hanne borðar ekki eins hollan mat og hún ætti að gera. Það kom henni á óvart hversu vel Frutin töflurnar virkuðu.

Mæli með Frutin fyrir alla „Ég hef verið með mikla uppþembu og brjóstsviða eftir mat í langan tíma. Þetta kemur sérstaklega mikið í ljós ef ég borða seint á kvöldin eða fæ mér gosdrykki eða bjór stuttu fyrir svefninn,“ segir Einar Ágúst Einarsson smiður. „Þar sem ég er smiður og mikið á ferðinni milli vinnustaða er oft auðvelt að detta í skyndibitann og fylgir því brjóstsviði eða uppþemba í nær öll skiptin. Eftir að ég byrjaði að taka Frutin 30 mínútum fyrir svefn eða mat, með vatnsglasi, þá finn ég lítið sem ekkert fyrir óþægindum eða uppþembu. Ég tek líka oft eina töflu eftir mat ef ég hef borðað mikið eða um sterkan mat er að ræða. Ég mæli með Frutin fyrir alla,“ segir Einar.


fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016

36 |

Skoðanaheppinn maður

8

5

2 6

2

Steini skoðar heiminn Þorsteinn Guðmundasson Páskarnir eru skrítin hátíð. Ekki bara vegna þess að sagan í kringum páskana er mjög ruglingsleg, maður sem deyr fyrir aðra fyrir eitthvað sem aðrir hafa samt ekki gert en hann deyr ekki vegna þess að hann sneri aftur eftir dauða sinn en ekki beinlínis vegna þess að svo fór hann til föður síns sem er á himnum og samt alls staðar og svo er hann þar og samt alls staðar og hann elskar okkur öll mjög mikið ef við elskum hann en ef við elskum hann ekki förum við til helvítis þar sem við brennum til eilífðar (sem er ansi langur tími, sama hvaða mælikvarði er notaður á það). Já, það er ekki bara þessi ruglingslega saga sem gerir páskana skrítna. Inn í allt þetta tal um dauða og syndir og krossfestingar, himnaríki og helvíti blandast hið sígilda og árlega rifrildi um gæði páskaeggja. Það er stundum sagt að allt hafi verið einfaldara í gamla daga. Nú man ég nokkuð vel eftir þessum tímum sem kallaðir eru gamlir dagar (eða einhver útgáfa af þeim) og þó að sumt hafi verið einfaldara þá er ég hreint ekki viss um að páskarnir hafi verið það. Við hugsum í svo miklum einföldunum. Og ein mesta

7 9 1 8

6 2 3 4 8 2 9

6 5 5 3

einföldunin er að allir hlutir flækist með tímanum. Tæknin flækist, frítíminn flækist af því að það er úr meiru að velja, vinnan okkar flækist vegna þess að með hverju árinu opnast nýir möguleikar, matur flækist vegna þess að úrvalið er meira og okkur stendur meira til boða en hrútspungar og harðfiskur. En er þetta þannig? Ég held að sumt einfaldist með tímanum. Skoðanir fólks í lífinu flækjast yfirleitt ekki með tímanum, þær einfaldast. Ef ung manneskja er hatursfull og fordómafull þá eru allar líkur á því að hún bara haldi því áfram og styrkist í þeirri trú sinni

að allir séu bjánar og ógeð. Þeir sem líta tilveruna aðeins bjartari augum og eru jákvæðir, styrkjast í því viðhorfi líka. Við breytumst í klisjuna af sjálfum okkur með tímanum. Og svo hættum við að flokka tilveruna og fólk niður í ótal hópa, hreyfingar og stefnur, húðlit og kynferði, tískustrauma og vaxtarlag, fólk sem er vitlaust og gáfað og þóttafullt og feimið og hrokafullt og þar fram eftir götunum. Skoðanir okkar einfaldast og við flokkum fólk í tvo hópa; fólk sem við kunnum vel við og svo hina sem við viljum helst forðast. Og ef maður er heppinn þá stækkar fyrri hópurinn í huga manns með árunum en sá seinni minnkar. Þá er maður heppinn með skoðanir.

3 6

4

7

Sudoku fyrir lengra komna

4 6

5 2 8 1 3 7 9 5 8

1

4 6

3

2 4

Skoðanir fólks í lífinu flækjast yfirleitt ekki með tímanum, þær einfaldast. Ef ung manneskja er hatursfull og fordómafull þá eru allar líkur á því að hún bara haldi því áfram og styrkist í þeirri trú sinni að allir séu bjánar og ógeð.

1

6 2 7 9

9 5

2

Krossgátan

Allar gáturnar á netinu

MYNDAST

KJÓSA

ÞANGAÐ TIL

285

HOPPA

S Ú T I K Á L G N A G I N A Ó G N L D Á T A N A F R F L E L A K A A N N E I T I Ð UTANHÚSS

LYKT

TÖNG

HVÍLD

H H N I V A N E Ð A R R F A L I J H L Á Þ R Í R E F E Y F F E L I Ð I A L L S L I S ÞESSA

ÁMÆLA

SLANGA

TVEIR EINS

HRAKA

KINN

JAFNVEL

HÓTUN

SLÁTTARTÆKI

BEKENNA TILVIST

ÞIÐNA TALA

VAFI

BEIKON HLÁTUR

REKALD EIGIND

DYLJA

DUGLEGUR SAMTALS

NYTJALIST

SMÁBÝLI

TILNEFNA

EFNI

DYLJAST

AFHENTIRU

RYKKORN

ÞÁTTTAKANDI

TUNGUMÁL MEIÐSLI

FJANDANS

HÓLMI

BARNINGUR

HEX

Lausn á krossgátunni í síðustu viku.

TVEIR EINS

KOFI

TILVERA

Lausn

BYLTA

www.versdagsins.is

286

Allar krossgátur Fréttatímans frá upphafi er hægt að nálgast á vefnum http://krossgatur.gatur.net.

mynd: Roland TuRneR (CC By-Sa 2.0)

...yðar himneski faðir veit að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki...

SKJÓLLAUS SÁLAR

VERKFÆRI ÓLUKKA

SKÍTA PILLA

PARTUR SKÓFLA

BROTT

FLJÓTRÆÐI

DÁÐ

ANDMÆLI

SVIKULL SPRIKL

KOPAR

G K R A M B I F E R L M R Á J A F I A S A S N Á I O P I N N F A R N U N M A R I T A L A T N H L U T I Á T U Ð S K R U O K R F R E K Ó T R Ú R R F L Ö N A U Ð BÓK

GIFTI

HRYSSA

STAGL

AUGNHÁR

MÆLIEINING

BLAÐUR

RÁKIR

TÁLKNBLÖÐ

HUGUR

GABB UTAN

ÁKAFLEGA

NÁSKYLDUR PALLBORÐ

KLÆÐALEYSI

DAUFUR

KRAUMI

MULDUR

LÉREFT OFAN

ÚRTÖLUR RÁMUR

NÖLDRA BRÉFSPJALD

VAGGA

SKIPULEGGJA

KLAFI

SVALL

OFFUR

KNÖTT

BLÓM

RUNA

YFIRBORÐ

TÓMUR

T A N S F E T S I R T E N U Ð N N S E K T L L I L Í N I N G A A A G G A A L L R Ó S S Í T U R U R HÖFNUN

NÍSTA

MAKA

SAMTÖK

MEINYRÐI

RÍKI Í AFRÍKU

RASK

NARSL

DRYKKUR

SEYTLAR

GRIND

HRÍSLUSKÓGUR

ÓNEFNDUR

FYRNSKA

ÁSÝND

ANGAN

ERFIÐI

TVEIR EINS

BÁS

FANGI

ÁN

NIÐURFELLING

KLAKI

Í VIÐBÓT

TUNGUMÁL

HLEYPA

ÞÍÐA

UTASTUR

ELSKA

GUFUHREINSA

ÆTÍÐ

Í RÖÐ

ÞÓ REKA FRÁ SKÓLI SKOTT

AFGANGUR

LAND Í ASÍU

SKJÓTUR

HLUTVERK

LEIFAR

YFIRLIÐ

BÓKSTAFUR

TALA

KÆRLEIKS

RADAR

SKÖMM

HORAÐUR

VIÐMÓT

NÁÐHÚS

MÁLMHÚÐA

SKEMMA

TÝNAST

HALLI

VOGUR

HINDRA

KEFLI

Í RÖÐ

FUGL

EYÐIMÖRK

INNYFLA

MÁNUÐUR

HÓFDÝR

SKÍTUR

BLÓÐSUGA KRINGJA

KVÖL

JAFNOKI NOKKRIR

MÁLEINING

JARÐSPRUNGA

STUNDA

JÁRNSKEMMD

ÉTANDI

HÝRA

SKARTGRIPUR

UMFRAM

GARMUR BLESSUN

GYÐJA NÆÐI

SKRÁ

DRYKKUR

LÍFRÆN SÝRA

PRÓFGRÁÐA

ÁTT

KERALDI

AÐ VÍSU

KUMPÁNI

ÚT



komnar komnaraftur aftur

*leggings *leggings háar háarí í 20% 20% afsláttur afsláttur RUGL BOTNVERÐ Loksins kápa kr 16.900 Loksins Loksins Loksins mittinu mittinu af aföllum öllum vörum vörum Peysur, jakkar, tunikur, kjólar og margt fl. komnar komnaraftur aftur omnar komnaraftur aftur til 17.júní júní mikið úrval *leggings *leggings háar í- 5.000 í *leggings *leggings háar háar í til í 17. Verð frá háar 1.000 kr. mittinu mittinu

kr. kr.5500 5500. . Túnika Túnika

Ekkert hærra en 5.000 kr mittinu mittinu

góð verð

fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016

38 |

Páskatískan

ÚT

Nú er bara að hlaupa og kaupa.

INN

kr.Frábær kr. 3000 3000 frábær þjónusta 280cm Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur,

kr. 5500 5500 . . kr.kr.5500 5500 . . kr. góð góð þjónusta þjónusta

Frábær Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur, ábær Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur, 98cm góðgóð þjónusta þjónusta góðgóð þjónusta þjónusta

280cm

98cm

Tökum Tökum uppupp nýjar nýjar vörur vörur daglega daglega

Tískuvöruverslun fyrir konur

Bláu Bláu húsin Faxafeni Faxafeni · S.· 588 S. 588 4499 4499 ∙ Opið ∙ vörur Opið mán.mán.fös.fös. 12-18 12-18 ∙ laug. ∙ laug. 11-16 11-16 Tökum Tökum upp upp nýjar nýjar vörur daglega daglega Tökum Tökum upphúsin upp nýjarnýjar vörur vörur daglega daglega Buff sem bera lógó banka eða annarra fyrirtækja teljast enn hallærisleg. Hinsvegar ef lógóið er yfir 10

Bláu Bláu húsin húsin Faxafeni Faxafeni ·588 588 4499 ∙ Opið ∙ Opið mán.mán.fös.fös. ∙ laug. ∙ laug. 11-16 11-16 húsin Faxafeni | ·S.S. 588 4499 | 11-16 Opið mán.-fös. | 11-18 |12-18 lau.12-18 11-16 húsin áu húsin Faxafeni Faxafeni · S. ·588 S. 588 44994499 ∙ Bláu Opið ∙ Opið mán.mán.fös. fös. 12-18 12-18 ∙S. laug. ∙4499 laug. 11-16 ára gamalt og bankinn notast ekki við það lengur, fer það hringinn og telst inni. Mynd | Arion Banki

Colonic Plus Kehonpuhdistaja

Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann.

INN

Sturla Atlas buff: Það má búast við grósku í buff framleiðslu á Íslandi en Sturla Atlas teymið hefur þegar hannað nokkur í samstarfi við hönnuðinn Sigga Odds. Mynd | @hurrareykjavik Instagram

ÚT

www.birkiaska.is

Vetrakjólar með ermum Buff sem er í einföldum lit eða með kúrekamynstri eru inni. Helst skal nota þau til að hylja munn og nef.

Fyrirtækið Buff lifir góðu lífi og heldur áfram að hanna hræðilega ljót buff, gott er að forðast þau.

Mynd | @kimkardashian Instagram

Buffið er komið aftur Bankarnir ollu hruni buffsins en það er góðæri í loftinu, það kemur sterkt inn aftur. Buffið er vanmetin flík og engin furða að hún hafi náð slíkum vinsældum í byrjun tíunda áratugarins. Það er endingargott, hlýtt og hægt að nýta á fjölbreytilega hátt. Það má snúa það og toga svo það

GLÆSIKJÓLAR GLÆSIFATNAÐUR FYRIR VORVEISLURNAR Skoðið laxdal.is/kjolar

Skoðið laxdal.is/kjolar •

facebook.com/bernhard laxdal

nýtist sem hálsklútur, bófagríma, húfa, hetta eða hárband. Sögu þessarar fjölhæfu flíkur má rekja til útivistar og er buffið sérlega vinsælt á meðal skíðafólks. Buffið teygði arma sína til almennings og sérstök Buff umboð spruttu í borginni. Bankarnir tóku að dreifa buffum merktum með lógóum sínum og fengu þau viðurnefnið

„bankabuff“. Þá sprakk bólan og hrun buffsins var svo svakalegt að fljótt taldist það hallærislegasta flík sem hægt var að hugsa sér. En tískan gengur í hringi og í dag má sjá buffinu bregða fyrir á óvæntustu stöðum. Sú þróun fylgir eflaust þeirri bófatísku sem er vinsæl, stórir „bomber“ jakkar, stígvél og síðir bolir.


I SÍRÍUS

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð Nóa Síríus súkkulaði er hluti af Cocoa Horizons verkefninu, sem gerir kakóræktendum kleift að framleiða kakó á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Verkefnið stuðlar að betri lífsskilyrðum í kakóræktarsamfélögum og bættum aðbúnaði starfsfólks.

Börnin vita best Hreina páskaeggið okkar bar sigur úr býtum í nýju páskaeggjasmakki DV. Dómnefndin var skipuð fulltrúum yngstu kynslóðarinnar og voru allir sammála um gæði eggsins. Þetta ætti ekki að koma á óvart, því öll viljum við hafa páskaeggin okkar fullkomin. Við þökkum kærlega fyrir okkur — nú mega páskarnir koma!

facebook.com/noisirius


fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016

40 |

VEGBÚAR – HHHH – S.J. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið)

Mið 30/3 kl. 20:00 6.k Sun 24/4 kl. 20:00 aukas. Fim 31/3 kl. 20:00 aukas. Fim 28/4 kl. 20:00 aukas. Fös 1/4 kl. 20:00 aukas. Fös 29/4 kl. 20:00 aukas. Lau 2/4 kl. 20:00 7.k Lau 30/4 kl. 20:00 15.s Sun 3/4 kl. 14:00 aukas. Þri 3/5 kl. 20:00 Mið 6/4 kl. 20:00 8.k Mið 4/5 kl. 20:00 Fim 7/4 kl. 20:00 aukas. Fim 5/5 kl. 20:00 Fös 8/4 kl. 20:00 9.k Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Lau 9/4 kl. 20:00 aukas. Lau 7/5 kl. 14:00 Sun 10/4 kl. 14:00 aukas. Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Mið 13/4 kl. 20:00 10.k Sun 8/5 kl. 20:00 Fim 14/4 kl. 20:00 11.k Þri 10/5 kl. 20:00 Fös 15/4 kl. 20:00 aukas. Mið 11/5 kl. 20:00 Lau 16/4 kl. 20:00 12.k Fim 12/5 kl. 20:00 Mið 20/4 kl. 20:00 13.k Fös 13/5 kl. 20:00 Fim 21/4 kl. 20:00 14.k Lau 14/5 kl. 14:00 Fös 22/4 kl. 20:00 aukas. Þri 17/5 kl. 20:00 Lau 23/4 kl. 20:00 aukas. Mið 18/5 kl. 20:00 Leikhúsmatseðill frá kl 18 í forsalnum, tónlist og kokteilar

Fim 19/5 kl. 20:00 Fös 20/5 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 14:00 Lau 21/5 kl. 20:00 Sun 22/5 kl. 20:00 Þri 24/5 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00 Mið 1/6 kl. 20:00 Fim 2/6 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00 Þri 7/6 kl. 20:00

Hvenær er djammað um páskana? FöSTuDAGinn LAnGA er lokað en opnar á miðnætti = SuMSé DjAMM! LAuGARDAGSKvöLDið er opið til klukkan 3 aðfararnótt páskadags = SMÁ DjAMM FyRiR ÞÁ ALLRA höRðuSTu. PÁSKADAGuR Legið í faðmi fjölskyldunnar til miðnættis. Barirnir opna eftir miðnætti = DjAMM

Hjómsveitin Risaeðlan kemur fram á Aldrei fór ég suður eftir 20 ára hlé.

AnnAR Í PÁSKuM Opið á barnum til 1, kærkomið frí frá djamminu.

Risaeðlan ræðst á Vestfirði Tónlist fyrir alla fjölskylduna á Ísafirði Tónlist

Auglýsing ársins (Nýja sviðið)

Fös 8/4 kl. 20:00 Frums. Lau 16/4 kl. 20:00 4.sýn Fim 28/4 kl. 20:00 8.sýn Lau 9/4 kl. 20:00 2.sýn Fim 21/4 kl. 20:00 5.sýn Lau 30/4 kl. 20:00 9.sýn Fim 14/4 kl. 20:00 aukas. Fös 22/4 kl. 20:00 6.sýn Fös 15/4 kl. 20:00 3.sýn Lau 23/4 kl. 20:00 7.sýn Ærslafullur og andstyggilegur gleðileikur e. Tyrfing Tyrfinsson

Njála (Stóra sviðið) Sun 3/4 kl. 20:00 29.sýn Síðustu sýningar

Sun 10/4 kl. 20:00 30..sýn

Vegbúar (Litla sviðið)

Lau 2/4 kl. 20:00 35.sýn Fös 8/4 kl. 20:00 36.sýn Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið

Sun 17/4 kl. 20:00 síð. sýn.

Lau 16/4 kl. 20:00 37.sýn

Kenneth Máni (Litla sviðið)

Fös 29/4 kl. 20:00 106.sýn Fös 20/5 kl. 20:00 108.sýn Fim 12/5 kl. 20:00 107.sýn Lau 28/5 kl. 20:00 109.sýn Kenneth Máni stelur senunni

Illska (Litla sviðið)

Lau 9/4 kl. 20:00 Mið 20/4 kl. 20:00 Fim 14/4 kl. 20:00 Lau 23/4 kl. 20:00 Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins

Made in Children (Litla sviðið)

Fös 1/4 kl. 20:00 frums. Fim 7/4 kl. 20:00 3.sýn Sun 3/4 kl. 20:00 2.sýn Sun 10/4 kl. 20:00 4.sýn Hvernig gera börnin heiminn betri?

Fös 15/4 kl. 20:00 5.sýn

Bíósýning – fyrsta afmæli frjálsu nipplunnar Í lok mars fyrir ári voru samfélagsmiðlar þaktir frjálsum geirvörtum í kjölfar þess að Adda Smáradóttir beraði nipplu á twitter og var áreitt af samnemanda sínum fyrir. Þá upphófst brjóstabylting kvenna sem voru dauðleiðar á að brjóst þeirra væru kyngerð þegar þær kærðu sig ekki um það. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og samfélagið kippir sér vonandi minna upp við ber brjóst. Í tilefni eins árs afmælis #freethenipple bjóða aðstandendur Free The Nipple á Íslandi á bíómyndina Suffragette í Bíó Paradís. Myndin fjallar um konur sem börðust fyrir jafnrétti kynjanna í byrjun 20. aldar og sérstaklega kosningarétti kvenna. Myndin verður sýnd klukkan 20 á laugardaginn og er frítt inn á meðan húsrúm leyfir.

Á Ísafirði um helgina hefst tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður. Þar koma fram hljómsveitin Risaeðlan, Úlfur Úlfur, GKR, Emiliana Torrini, Agent Fresco, Sykur, Laddi, Glowie, Apollo, Mamma hestur og fleiri.

Bærinn

Ólöf Dómhildur opnar listasýningu í Safnahúsinu, í félagheimilinu í Bolungarvík verður hæfileikakvöld með opnum mæk. Furðufatadagur, vestfirskur listamarkaður, uppsetning á Kardemommubæ og dansleikur með Páli Óskari eru á meðal dagskrárliða.

Fjallið

Í fjallinu verður einnig fjölbreytt dagskrá. Sprettganga, keppni í skíðaskotfimi , páskaeggjamót og hópferð á gönguskíðum.

Skírdagur, skítdagur Hvað er betra á skírdag en að sökkva sér í svartmálm og ljóðapönk? Skítdagstónleikar verða á Dillon kl. 22 á skírdag. Þar kemur fram úrval svartmálms og pönkbanda landsins. Þungapönkbandið Dauðyflin stendur fyrir tónleikunum í tilefni útgáfu kassettu. Auk Dauðyflanna koma fram ljóðapönksveitin Kælan Mikla, svartmálmsbandið World Narcosis og drungapönksveitin Grafir.

GAFLARALEIKHÚSIÐ

Hvað ætlarðu að gera um páskana?

Tryggið ykkur miða á þessar frábæru sýningar DAVID FARR

Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)

Heimsfrægt verðlaunaleikrit fyrir 2-6 ára börn „Unaðslegur leikhúsgaldur

Mið 30/3 kl. 19:30 61.sýn Lau 9/4 kl. 19:30 65.sýn Fim 28/4 kl. 19:30 69.sýn Fim 31/3 kl. 19:30 62.sýn Fim 14/4 kl. 19:30 66.sýn Fös 29/4 kl. 19:30 70.sýn Fös 1/4 kl. 19:30 63.sýn Fös 15/4 kl. 19:30 67.sýn Lau 9/4 kl. 15:00 64.sýn Sun 24/4 kl. 15:00 68.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!

Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)

1950

65

Sunnudagur 3. spríl kl 13 síðasta sýning í Hafnarborg

2015

eftir Karl Ágúst Úlfsson

Hleyptu þeim rétta inn (Stóra sviðið)

Sunnudagur 10. apríl kl 20 Frumsýning Föstudagur 15. apríl kl 20 Sunnudagur 17. apríl kl 20

Lau 2/4 kl. 19:30 8.sýn Lau 16/4 kl. 19:30 11.sýn Fös 8/4 kl. 19:30 10.sýn Lau 23/4 kl. 19:30 13.sýn Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu.

Sun 3/4 kl. 19:30 21.sýn Fim 7/4 kl. 19:30 22.sýn Síðustu sýningar!

Hildur Rósa Konráðsdóttir

Gráthlægilegur gamanharmleikur

Sun 10/4 kl. 19:30 aukasýn Fös 22/4 kl. 19:30 aukasýn "Sýningin er sigur leikhópsins alls og leikstjórans..."

Um það bil (Kassinn)

Jakob Kvennablaðið

Mig langar mikið á endurkomu Risaeðlunnar á Ísafirði, en ef ekki verður úr því finnst mér líka rosa gott að vera í bænum á páskunum.

Sun 10/4 kl. 19:30 23.sýn Mið 13/4 kl. 19:30 24.sýn

Miðasala - 565 5900 - midi.is - gaflaraleikhusid.is

Ég ætla að vera í bænum að skrifa mastersritgerð og njóta. Sólveig Birna Júlíusdóttir

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið) Sun 3/4 kl. 13:00 10.sýn Sun 10/4 kl. 13:00 11.sýn Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!

Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Sun 3/4 kl. 19:30 24.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 25.sýn Síðustu sýningar!

Fim 7/4 kl. 19:30 26.sýn Mið 13/4 kl. 19:30 27.sýn

Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)

Mið 30/3 kl. 19:30 9.sýn Mið 13/4 kl. 19:30 11.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 10.sýn Mið 20/4 kl. 19:30 12.sýn Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!

Sjóminjasafnið Mið 27/4 kl. 19:30 13.sýn

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is

í Reykjavík

Grandagarði 8, Reykjavík

Opið 10 -17 alla daga nema lokað föstudaginn langa og páskadag.

Viðey - www.elding.com Ferja frá Skarfabakka 26. mars: 13:15, 14:15 & 15:15 Friðarsúluferð 22. - 26. mars kl. 21 borgarsogusafn.is

Landnámssýningin Aðalstræti 16, Reykjavík

Opið 9 -20 alla daga, líka um páskana!

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Grófarhúsi Tryggvagötu 15, 6. hæð

Lokað yfir páskana 24. -28. mars s: 411-6300

Ég verð fyrir vestan um páskana. Það er ómissandi hluti af páskunum að troða sér í ullarsokka og skó og hlusta á geggjaða tónlist fram á rauða nótt þessa daga sem eru oft fyrstu blíðviðrisdagar ársins. Svo vonast maður bara til að komast á skíði líka. Álfur Birkir Bjarnason

Sírajón og karlakórinn Hreimur Það verða kammertónleikar að kvöldi skírdags í Mývatnssveit. Flytjendur eru tríóið Sírajón, Sesselja Kristjánsdóttir messósópran, Aladár Racz píanóleikari og karlakórinn Hreimur undir stjórn Steinþórs Þráinssonar. Komið verður saman í Skjólbrekku og hefst dagskráin klukkan 20.


ÞÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR! -Kemur skemmtilega á óvart með mannlegum ástríðum og glettilegu gríni. -Morgunblaðið

-bráðskemmtileg og ljúfsár. -Fréttablaðið

-leikurinn alveg frábær... Hvergi veikan hlekk að finna... Dásamleg. -Hringbraut

-Stórkostleg kvikmynd... 101 stjarna fyrir svona léttan miðbæjarblús. -eiríKur JónSSon

-Húrra fyrir reykjavík. -HallgríMur HelgaSon

-Fílgúdd mynd... gaman að fylgjast með þessum persónum.

-Falleg, bráðskemmtileg og launfyndin. Ákaflega vel gert. -Herðubreið

-Menningin

ATLI RAFN SIGURÐARSON NANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR

KVIKMYND EFTIR ÁSGRÍM SVERRISSON

SÝND Í HÁSKÓL ABÍÓI, SMÁRABÍÓI OG BÍÓ PARADÍS


fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016

42 |

Spurðu mig að hverju sem er

Danmörk – Ísland

RÚV Fimmtudaginn 24. mars, klukkan 18.30 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta keppir í vináttulandsleik gegn Danmörku á fimmtudaginn. Leikurinn er undirbúningur fyrir Evrópumótið í Frakklandi. Nýr þjálfari Dana, Åge Hareide, stýrir sínum fyrsta landsleik. Íslendingar hafa aldrei sigrað Danmörku áður og yrðu því mikil tímamót og hvatning að bera sigur í býtum.

Skírdagur 24. mar. rúv

föstudagur 25. mar. rúv

07.00 KrakkaRÚV 10.30 Fólkið í blokkinni (1:6) e. 11.00 Gettu betur MR - Kvennó e. 12.20 Endurfundir e. 14.00 Olísdeild kvenna í handbolta 16.00 Violetta (5:26) e. 16.45 Táknmálsfréttir 16.55 KrakkaRÚV (81:300) 16.56 Stundin okkar e. 17.20 Eðlukrúttin (11:52) 17.31 Hrúturinn Hreinn (11:20) 17.38 Kafteinn Karl (2:26) 17.50 Krakkafréttir (84) 18.00 Fréttir, íþróttir og veður 18.35 Danmörk - Ísland b 20.55 Megas og Grímur 22.00 Stríð og friður (1:4) 23.35 Leaving Las Vegas 01.25 Svikamylla (3:10) e. 02.25 Skylduverk (3:6) e.

skjár 1 08:00 Everybody Loves Raymond (21:23) 08:20 Dr. Phil 09:00 The Biggest Loser - Ísland (4:11) 10:10 The Voice Ísland (6:10) 11:40 Earth 13:25 Leiðin á EM 2016 (3:12) 13:55 America's Next Top Model (6:16) 14:40 The Voice (5:26) 16:10 Junior 18:00 Four Weddings and a Funeral 20:00 Pretty Woman 22:00 Green Card 23:50 Bridget Jones Diary 01:30 The 40 Year Old Virgin 03:30 The Tonight Show - Jimmy Fallon 04:10 The Late Late Show - James Corden

Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2

Hringbraut 20:00 Fíkn - íslenska leiðin 20:30 Binni í Gröf 21:00 Karlar og krabbi 21:30 Afsal 22:00 Fíkn - íslenska leiðin (e) 22:30 Binni í Gröf (e) 23:00 Karlar og krabbi (e) 23:30 Afsal (e)

N4 20:00 Fiskidagstónleikar 2015

07.00 KrakkaRÚV 10.20 Fólkið í blokkinni (2:6) e. 10.50 Í Hvergilandi e. 12.30 Monty Python á sviði e. 14.00 Söngvakeppnin í 30 ár (4:6) e. 15.05 Íslendingar e. 16.00 Passíusálmar Megasar e. 17.35 Bækur og staðir 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 KrakkaRÚV (82:300) 18.03 Pósturinn Páll (2:13) 18.18 Lundaklettur (8:32) 18.26 Gulljakkinn (2:26) 18.28 Drekar (7:8) 18.50 Öldin hennar e. 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Öldin okkar - Hundur í óskilum 21.25 Hvað er svona merkilegt við það? 22.40 Stríð og friður (2:4) 00.10 Network 02.10 Víkingarnir (10:10) e. 02.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (42)

skjár 1 10:10 The Voice Ísland (7:10) 11:40 Ævintýri Samma 2 13:15 Along Came Polly 14:45 The Voice (6:26) 16:15 Twins 18:05 French Kiss 20:00 The Voice (7:26) 21:30 Raising Helen 23:30 Bridget Jones: The Edge Of Reason 01:20 Forgetting Sarah Marshall 03:15 Blues Brothers 2000

Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2

Hringbraut 20:00 Olísdeildin 20:30 Skúrinn 21:00 Lífsstíll 21:30 Kvikan 22:00 Lóa og lífið (e) 22:30 Atvinnulífið (e) 23:00 Ritstjórarnir (e) 23:30 Bankað upp á (e)

N4 19:30 Matur og menning 4x4 (e) 20:00 Mótorhaus (e) 20:30 Matur og menning 4x4 (e) 21:00 Mótorhaus (e)

OPNUNARTÍMAR

24-25.mars LOKAÐ Laugardagur 11-16 27-28.mars LOKAÐ YFIR PÁSKANA

DR3 Spørg mig om alt, föstudaginn langa klukkan 18.10. Ef þú mættir spyrja ofbeldismann um hvað sem er, hvers myndirðu spyrja? Þættirnir eru á DR3 þar sem fólk situr fyrir svörum áhorfenda í hálftíma. Spurningarnar sendir fólk inn á netinu eða í síma, og skýtur sá sem svarar engu undan. Áður hafa vændiskona, fötluð kona og milljónamæringur setið fyrir svörum, svo dæmi sé nefnd, en nú er það dæmdur ofbeldismaður sem rekja á garnirnar úr.

Laugardagur 26. mar. rúv 07.00 KrakkaRÚV 11.25 Bækur og staðir 11.35 Bleiki pardusinn 13.30 McCann og svikarinn e. 14.20 Atllantshaf - ólgandi úthaf (2:3) e. 15.10 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónv. e. 15.30 Söngvakeppnin í 30 ár (5:6) e. 16.35 Á spretti (4:6) e. 17.00 Boxið 2015 e. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV (83:300) 18.01 Franklín og vinir hans 18.23 Hrúturinn Hreinn (12:20) 18.30 Krakkafréttir vikunnar 18.54 Lottó (31:52) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.45 Ísöld 4: Heimsálfuhopp 21.15 Chef 23.10 Whiplash 00.55 American Hustle e. 03.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (43)

skjár 1 18:20 Saga Evrópumótsins (2:13) 19:15 Life Unexpected (12:13) 20:00 The Voice (8:26) 20:45 While You Were Sleeping 22:30 They Came Together 23:55 Love Actually 02:10 Role Models 03:50 The Tonight Show - Jimmy Fallon 04:30 The Late Late Show - James Corden

Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (120/150)

Hringbraut 20:00 Fólk með Sirrý 20:45 Allt er nú til 21:00 Mannamál 21:30 Ég bara spyr 22:00Fíkn - íslenska leiðin (e) 22:30 Binni í Gröf (e) 23:00 Karlar og krabbi (e) 23:30 Lóa og lífið (e)

N4 20:00 Auðæfi hafsins (e) 20:30 Orka landsins (e) 21:00 Auðæfi hafsins (e) 21:30 Orka landsins (e) 22:00 Auðæfi hafsins (e) 22:30 Orka landsins (e)

Ólíkustu tvíburar í heimi

SkjárEinn Föstudaginn langa klukkan 16.15 Sjaldan hefur verið valið betur í hlutverk en þegar Danny DeVito og Arnold Schwarzenegger leiddu saman hesta sína í fjölskyldumyndinni Twins. Julius og Vincent eru afsprengi tilraunar vísindamanna til að búa til hinn fullkomna mann – nema Vincent varð svolítið minni í sniðum en Julius. Þegar þeir komast að tilvist hvors annars byrja ævintýrin fyrir alvöru.

Páskadagur 27. mar. rúv 07.00 KrakkaRÚV 10.20 Fólkið í blokkinni (4:6) e. 10.50 Bræður 12.35 Nikulás fer í sumarfrí e. 14.10 Söngvakeppnin í 30 ár (6:6) e. 15.15 Megas og Grímur 16.15 Magnus Maria - Listahátíð 2015 17.40 Táknmálsfréttir 17.55 KrakkaRÚV (84:300) 17.56 Ævintýri Berta og Árna (5:37) 18.00 Stundin okkar (22:22) 18.25 Basl er búskapur (3:11) 19.00 Fréttir 19.20 Íþróttir 19.30 Veður 19.40 Landinn (22:29) 20.15 Hrútar 21.50 Stríð og friður (3:4) 23.20 The Green Mile

skjár 1 11:40 Dýrafjör 13:15 The Voice (8:26) 14:00 Stjörnurnar á EM 2016 (1:12) 14:30 Leiðin á EM 2016 (3:12) 14:55 Evan Almighty 16:35 The Burbs 18:20 Legally Blonde 20:00 Runaway Bride 21:55 The Proposal 23:45 About A Boy 01:30 Knocked Up 03:40 The Tonight Show - Jimmy Fallon 04:20 The Late Late Show - James Corden

Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (120/150)

Hringbraut 20:00 Ferðalag keisaramörgæsanna 21:00 Mannamál: Bubbi Morthens 1 21:30 Mannamál: Bubbi Morthens 2 22:00 Ferðalag keisaramörgæsanna (e) 23:00 Mannamál: Bubbi Morthens 1 (e) 23:30 Mannamál: Bubbi Morthens 2 (e)

N4 19:30 Matur og menning 4x4 (e) 20:00 Mótorhaus (e) 20:30 Matur og menning 4x4 (e) 21:00 Mótorhaus (e) 21:30 Matur og menning 4x4 (e) 22:00 Mótorhaus (e)

2. í páskum 28. mar. rúv 07.00 KrakkaRÚV 10.15 Fólkið í blokkinni (5:6) e. 10.45 Smyglarar í Mánavík e. 12.15 112 Brúðkaup e. 13.55 Broadway Danny Rose e. 15.20 Hársbreidd frá heimsfrægð e. 16.50 BAFTA heiðrar Downton Abbey 17.40 Bækur og staðir 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 KrakkaRÚV (58:365) 17.56 Hvolpasveitin (23:26) 18.19 Hæ Sámur (2:45) 18.27 Unnar og vinur (2:9) 18.50 Krakkafréttir (85) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Afmælistónleikar Gunnars Þórðars. 21.15 Ligeglad (1:6) 21.45 Spilaborg (4:13) 22.30 Stríð og friður (4:4) 00.05 Hálfbróðirinn (4:8) e. 00.50 Fræ efans e.

skjár 1 09:00 The Biggest Loser - Ísland (8:11) 10:10 The Voice Ísland (10:10) 11:40 The Office (5:27) 12:05 Mr. Bean's Holiday 13:35 Apollo 13 15:50 For Love Or Money 17:30 When Harry Met Sally 19:10 The McCarthys (14:15) 19:30 Stjörnurnar á EM 2016 (2:12) 20:00 Sweet Home Alabama 21:50 The Royal Tenenbaums 23:40 The Break Up 01:30 Definitely, Maybe 03:25 Madam Secretary (13:23) 04:10 Elementary (15:24)

Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2

Hringbraut 20:00 Olísdeildin 20:30 Skúrinn 21:00 Lífsstíll 21:30 Kvikan 22:00 Olísdeildin (e) 22:30 Skúrinn (e) 23:00 Lífsstíll (e) 23:30 Kvikan (e)

N4 20:00 Fiskidagstónleikar 2015

8 B L S BÆ

KLINGUR

STÚTFULLUR NÝJUM SJÓÐH AF EITUM VÖRUM!

PNA AÐ ODEILD M U VOR LEIKJA LANUM NÝJALLARMÚ Í HA

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is


fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. mars 2016

|43

Undirbýr fangahlutverkið með Wentworth Perluvinirnir Megas og Hallgrímur

RÚV Megas og Grímur, skírdag klukkan 20.55 Heimildamynd um samstarf tónlistarmannsins Megasar og Hallgríms Péturssonar, höfundar Passíusálmanna, sem blómstrar þrátt fyrir að sá síðarnefndi hafi látist fyrir 350 árum. Rætt verður við Megas og þá sem komu að flutningi hans á Passíusálmunum í Grafarvogskirkju.

Sófakartaflan Arndís Hrönn Egilsdóttir leikkona Ég | horfi mikið á barnaefni með 6 ára dóttur minni. Það er grátið með Bamba og horft á Inside Out aftur og aftur. Gömlu góðu Múmínálfarnir í talsetningu Sigrúnar Eddu eru líka í miklu uppáhaldi. Ég er nýbyrjuð á áströlsku þáttunum Wentworth sem gerast í kvennafangelsi. Ég er að undirbúa mig fyrir hlutverk í þáttaröðinni Fangar sem gerist í íslensku kvennafangelsi og Ragnar Bragason er að leikstýra. Hún byrjar vel og er aðeins raunverulegri en Orange Is the New Black.

Á Netflix fylgist ég með Narcos og the Killing sem er bandaríska útgáfan af Forbrydelsen. Það má vel horfa á báðar

útgáfur en það er margt ólíkt með þeim. Svikamylla, nýju dönsku þættirnir á RÚV, eru að koma sterkir inn hjá mér. Síðan þótti mér Steinunn Ólína sérstaklega sannfærandi í Rétti, sem ég tók einni lotu um daginn.“

Bannað að horfa svangur

RÚV Laugardaginn 26. mars, klukkan 21.15 Hugljúf fjölskyldumynd um kokk sem missir vinnuna og ákveður að fylgja draumnum að opna matarvagn. Á sama tíma baslar hann við að halda fjölskyldunni saman. Ekki er mælt með því að horfa á myndina svangur en maturinn er stórkostlega girnilegur.

EINKENNISKLÆÐNAÐUR

Sönn sakamál að slafra í sig

Netflix Fyrir ykkur sem enn eruð þyrst í sönn sakamál eftir How to make a murderer-æðið eru The Forensic Files þættir sem taka fyrir eitt sakamál í hverjum þætti. Fylgst er með hvernig lögreglan og tæknimenn hennar leysa málið með hjálp DNA-prófa, blóðsletturannsókna og ábendinga almennings. Sum eru leyst á viku, önnur á áratug, en hvert einasta mál er meira krassandi en nokkur spennumynd. Þættirnir eru frá tíunda áratugnum og mátulega hallærislegir, en jafn spennandi fyrir því.

Finding Vivian Maier

Netflix Besti götuljósmyndari heims – í leyni Þegar John Maloof keypti á uppboði kassa af filmum fyrir 400 dollara óraði hann ekki fyrir að í höndunum hefði hann áður óséð safn ljósmynda Vivian Maier. Maier var barnapía sem hélt áhugamáli sínu, að taka ljósmyndir á götum New York, leyndu til dauðadags, jafnvel frá sínum nánustu vinum. Nú seljast myndir hennar og eru sýndar í virtustu söfnum heims.

„Ekki sætta þig við staðlaðan svartan, hvítan eða bláan lit. Með Skyrtu eru möguleikarnir nánast óteljandi.“ WWW.SKYRTA.IS · MYSKYRTA@SKYRTA.IS · LAUGAVEGUR 49, BAKATIL




fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016

46 |

Innflytjandinn Pólska sveitin er svo falleg

Mynd | Hari

Pawel Lewicki hefur unnið í prentsmiðju Odda í 16 ár og líkar það vel.

„Ég ólst upp í Sanok í Póllandi en það er lítil borg sem er umlukin háum og fallegum fjöllum og ám,“ segir Pawel Lewicki. „Þegar ég var unglingur flutti fjölskylda mín til Kraká því foreldrar mínir erfðu hús langömmu og langafa míns og þar býr fjölskylda mín í dag. Systir mín sér um foreldra mína sem eru orðin fullorðnir og heyrnarlausir.“ „Ég kom fyrst til Íslands árið 1998 til að heimsækja frænda minn sem hafði þá búið hér í þrjátíu ár. Mér fannst landið svo skemmtilegt og fallegt að ég ákvað að finna mér vinnu, enda orðinn þreyttur á að fara úr einni illa launaðri vinnu í aðra í Póllandi. Það var svo mikið stress. Ári síðar fékk ég

vinnu í Odda og hef verið hér síðan, í 16 ár. Þetta er góður vinnustaður og mér líður vel á Íslandi,“ segir Pawel sem er giftur og fimm ára son. „Það er pottþétt ekki veðrið sem heillar mig við Ísland, frekar fólkið. Hér eru allir mjög vinalegir.“ „Frá Póllandi er ekkert eitt sem ég sakna, bara landsins sjálfs. Við förum þangað á hverju sumri, það er svo gott að vera í Póllandi á sumrin,“ segir Pawel sem hvetur Íslendinga til að ferðast um Pólland. „Ekki endilega í borgirnar, þó margar séu fallegar, heldur í sveitina, pólska sveitin er svo falleg. Best er að leigja bíl og keyra bara út um allt.“ | hh

Rísandi stjarna í fyrirsætubransanum Jillian Mercado stelur senunni hjá Beyoncé Fyrirsætan Jillian Mercado er stjarna í auglýsingum fyrir fatalínu Diesel og Nordstrom og nú situr hún fyrir á myndum af nýjustu fatalínu Beyoncé sem er til sölu er á heimasíðu söngkonunnar. Velgengni fyrirsætunnar, sem er með skerðingu vegna sjaldgæfs vöðvarýrnunarsjúkdóms, er vonandi merki um að auglýsingabransinn sé að opna augun fyrir því að neytendur vilji sjá meiri fjölbreytni í fyrirsætuvali.

Mynd | Saga Sig

Sköpum rými fyrir margbreytileika Helga Dögg Ólafsdóttir vill að auglýsingar sýni alla hópa samfélagsins Mynd af Beyoncé.com

Fallegar fermingargjafir Bára í Icecold skartgripalínunni fæst í tveimur lengdum og fjórum litum, einnig með litlum demanti. Frá 6.900 kr.

Laugavegur 61 ︲ Kringlan ︲ Smáralind ︲ Sími 552 4910

PIPAR\TBWA • SÍA

jonogoskar.is

Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is

F

atlað fólk er aldrei sýnt í auglýsingum nema sem einhverskonar hræðsluáróður eða til vorkunnar sem er fáránlegt því það eru hluti af samfélaginu. Mig langar að sýna fram á að það sé auðvelt að búa til kúl auglýsingar sem eru líka fjölbreyttar,“ segir Helga Dögg Ólafsdóttir, nemi á lokaári í grafískri hönnun. Hún vinnur að auglýsingaherferð og fyrirlestri sem snýr að því að benda á fordóma gegn fötlun í auglýsingabransanum. Helga fékk Sögu Sig ljósmyndara til að mynda og fólk með ýmsar skerðingar til að sitja fyrir. Verkefnið er útskriftarverkefni hennar í Listaháskóla Íslands. Helga Dögg er ekki fötluð sjálf og var því óviss um hvernig hún gæti nálgast verkefnið. „Ég komst í samband við Evu Þórdísi, sem er kennari í fötlunarfræðum og sjálf með skerðingu. Við ákváðum að ég myndi nálgast verkefnið af minni upplifun sem ófötluð kona með mikil forréttindi.“ Helga segir grafíska hönnuði hafa stóran vettvang sem þeir geti nýtt til að þróa samfélagsmynd. „Rétt eins karlmenn þurfa að gefa eftir af sínum forréttindum til að koma á jafnrétti þarf ég að reyna að sjá til þess að fólk með skerðingar fái þann stað í samfélaginu sem það á rétt á.“ Auglýsingabransinn fannst henni góður staður til að byrja: „Auglýsingar eru sterkt tól til að skapa þekkingu, og eru of sjaldan nýttar í þeim tilgangi.“

Mynd|Rut

Helga Dögg segir mikilvægt að auglýsingar gefi raunsæja mynd af samfélaginu.

Helga segist hafa lært mikið af ferlinu og því að verja tíma með Evu og Emblu Guðrúnar Ágústsdóttur sem taka þátt í verkefninu. Sérstaklega tók hún eftir hversu lítið samfélagið gerir ráð fyrir þeim. „Sem dæmi var sjaldnast hjólastólaaðgengi, hvort við fórum á kaffihús eða í ljósmyndastúdíó.“ Helga segir hönnuði verða að vera meðvitaða um að sýna fjölbreytta mynd af samfélaginu í vinnu sinni. „Vinnuheiti verkefnisins er „Þrátt fyrir…“ því það er alltaf talað um að fólk með skerðingar geri hlutina „þrátt fyrir“ fötlun.“ Viðhorfið að fólk með skerðingar sé „takmarkað“ geri því oft erfiðara fyrir en fötlunin. „Auglýsingar gefa okkur mynd af samfélaginu sem við viljum búa í og fólk með skerðingar er hluti af því. Fatlað fólk þarf ekki að aðlagast umhverfinu betur – umhverfið þarf að aðlagast fötluðu fólki og skapa rými fyrir margbreytileika.“


OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR UM BA NÁM TIL 1. APRÍL OG MA NÁM TIL 13. MAÍ

BAKKALÁRNÁM

MYNDLIST HÖNNUN & ARKITEKTÚR TÓNLIST SVIÐSLISTIR MEISTARANÁM

LISTKENNSLA SVIÐSLISTIR HÖNNUN MYNDLIST Nánari upplýsingar um námsbrautir, inntökuferli og umsóknir eru á lhi.is


fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016

48 |

Kýlir pabba á kjaftinn

Snoppa átti viðburðaríka og langa kattarævi.

Líf mitt sem köttur Úr kæliskáp í klósettskál Fréttatíminn minnist læðunnar Snoppu, sem á dögunum var svæfð eftir 17 ára viðburðaríka ævi. Oft komst Snoppa í hann krappan á lífsleiðinni. Sem kettlingur týndist Snoppa og var leitað að henni hátt og lágt. Eftir mikla leit gafst fjölskyldan upp og ákvað að leita betur daginn eftir. Um nóttina sótti að frúnni á heimilinu þorsti. Hún fer að kæliskápnum að ná sér í eitthvað að drekka. Þegar hún opnar skápinn stekkur Snoppa í andlitið á henni. Öðru sinni heyrðist á baðherbergi heimilisins mikið skvamp, eins og vatn rynni í baðherberginu. Þegar húsfreyja athugaði málið fann hún Snoppu ofan í klósettskálinni þar sem hún barðist fyrir lífi sínu. Snoppa dró fram það ljúfasta í eigendum sínum og verður hennar sárt saknað. | sgþ

Landsliðsþjálfarinn Magnús Eyjólfsson þjálfar dóttur sína, Kristínu, í karate. Þau slást alveg þar til blæðir og gera sitt besta til að skilja á milli hlutverks fjölskyldu og íþróttarinnar, þar sem pabbi kallast Sensei. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is

Þ

að gerðist með stuttu millibili að við pabbi blóðguðum hvort annað. Hann kýldi mig svo ég fékk smá skurð í vörina. Nokkrum dögum síðar gerði ég hið sama, ekki að ég hafi ætlað að hefna mín,“ segir hlæjandi Kristín Magnúsdóttir. Hún hefur sópað að sér titlum í kata og kumite, undirgreinum karate. Pabbi hennar, Magnús Eyjólfsson, hefur þjálfað hana til sigurs frá sjö ára aldri. „Krakkar mega byrja að stunda karate sex ára og þá fór ég að suða í henni, hvort hún vildi ekki kíkja á æfingar,“ segir Magnús og Kristín tekur undir. „Ég var svo feimin sem barn og þorði ekki á æfingar. Ég sagði pabba að um leið og ég yrði sjö ára kæmi ég á æfingu.“ Kristín var sett í að æfa með eldri krökkum og er venjan í karate að nemendur kalli kennarann Sensei. „Ég kallaði pabba alltaf Sensei og í mörg ár vissu

hinir nemendurnir ekki að hann væri pabbi minn.“ Feðginin segja samstarfið ganga vel þó stundum sé erfitt að skilja á milli hlutverka. „Ég lærði snemma að skilja pabbahlutverkið eftir heima en það er áskorun enn þann dag í dag,“ segir Magnús. Kristín sammælst pabba sínum og segir gremjuna stundum ná sér. „Hann er alltaf að pikka, pota og benda á það sem ég er að gera. Það getur verið pirrandi, komandi frá pabba, en á sama tíma verð ég betri í íþróttinni.“ Feðginin verja miklum tíma saman, þau mæta á æfingar, fara í keppnisferðir með landsliðinu og vinna saman sem smiðir. „Í fyrra fór ég sex keppnisferðir. Þá finnst mér gott að hafa pabba með því hann kemur hausnum á mér í lag fyrir keppni. Einbeiting skiptir öllu máli í íþróttinni því hún er ekki síður andleg,“ segir Kristín. Magnús á erfitt með að leyna stoltinu og segir dóttur sína miklum hæfileikum gædd. „Hún er smiður, afreksíþróttakona og gríðarlega hæfileikaríkur teiknari, það þurfa allir að sjá verkin hennar.“

Mynd | Hari

Relax - Enjoy - Experience Welcome to mývatnssveit

www.jardbodin.is · phone +354 464 4411 · info@jardbodin.is

„Hann er alltaf að pikka, pota og benda á það sem ég er að gera. Það getur verið pirrandi, komandi frá pabba.“


stafa

Tilboð

LÍMTRÉ OG BORÐPLÖTUR

-20%

Sérvinnsla BYKO BREIDD tilboð -23%

Fyrir heimilið og bústaðinn Á verkstæði okkar í Breiddinni önnumst við alla fullvinnslu á borðplötum og sólbekkjum. Ekki gera einfaldan hlut flókinn. Nýttu þér sérþekkingu okkar og láttu sérsníða og fullvinna efnið fyrir þig.

tilboð -23%

Krono | Eik

Krono | Hnota

995.-

995.-

Plastparket 3ja stafa 6mm 193x1380mm

Plastparket 3ja stafa 6mm 193x1380mm

Vnr. 0113452

Vnr. 0113453

verð m² fullt verð 1.295 kr/m²

verð m² fullt verð 1.295 kr/m²

Grohe | Concetto

Vnr. 15510821

12.995.-

7.190.-

Handlaugatæki með botnventli.

Handlaugatæki með botnventli.

2

Sturtuklefi | 80x80x205 cm.

Damixa | Space

Vnr. 15332204

tilboð -27%

Vnr. 10705035

88.995.tilboð -20%

Sturtubotn fylgir. Blöndunartæki fylgir ekki.

/mz

Somahoz

Vnr. 10708525

Grohe | Grohtherm 1000 Vnr. 15334152

29.995.-

8.995.Handlaug.

tilboð -40%

Spurðu Páskar

OPnunartími verslun Breidd

Skírdagur .......................................................11-17 11-17 Föstudagurinn langi .......................................Lokað Lokað Laugardagurinn 26. mars .............................10-18 10-18 Páskadagur ...................................................Lokað Lokað Annar í páskum* ...........................................11-17 11-17 * Timburverslun og lagnaverslun lokuð

Sjá aðra afgreiðslutíma á www.byko.is

ÁSTU

Ásta er ráðgjafi og stílisti í Hólf & Gólf. Smekklegri manneskju er erfitt að finna og hún er spennt fyrir að miðla þekkingu sinni til viðskiptavina okkar - kíktu í gott kaffi og spjall.

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Verð gilda til 04.04. 2016

Sturtusett með tæki.


fréttatíminn | PÁSKAHElgin 24. MARS–28. MARS 2016

50 |

Morgunstund Skipti reykingunum út fyrir lýsi Birna Þórðardóttir ferðaskipuleggjandi segist ekki kunna að setjast niður með kaffibolla á morgnana og segir morgunstundina breytilega eftir dögum. Upphaf dagsins markist þó oft af LGG-flösku og skeið af lýsi. Birna hefur tekið lýsi síðan hún hætti að reykja fyrir 34 árum „Ég var svo mikill níkótínfíkill að eina leiðin til að geta hætt var að taka lýsi á morgnana. Það er nefnilega ekkert gott að reykja eftir lýsissopa.“ Mynd | Rut

Þekkið þið „stráginn“?

Spurningakeppni fólksins Eggið spælir hænuna •

1. Hver er höfuðborg Sýrlands? 2. Hvaða leikkona fer með aðalhlutverkið í nýju íslensku grínþáttunum Ligeglad, sem frumsýndir verða um páskana? 3. Á hvaða orðum hefst framlag okkar Íslendinga til Eurovision þetta árið? 4. Hvers vegna eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma? 5. Fyrir hvað komst Guðrún Margrét Pálsdóttir í fréttir í vikunni? 6. Hversu oft hefur íslenska karlalandsliðið í fótbolta sigrað það danska? 7. Hvað er áætlað að margir Íslendingar verði á Tenerife um páskana? 8. Hvaða ár er Ólafur Ragnar Grímsson fæddur? 9. Hvert er nafn nýútkominnar skáldsögu Dags Hjartarsonar? 10. Hvaða nýju gerð síma kynnti Apple til sögunnar í vikunni?

Bráðabani

11. Hvað kostar fyrsta klukkustundin í bílastæði p3 í Reykjavík? pabbi Gísla Súrssonar? 13. Hver ritstýrir vefnum sykur.is?

• 12. Hvað hét

Katrín Agla Tómasdóttir

Steinþór Helgi Arnsteinsson

1. Damaskus.

1. Damaskus.

2. Pass.

2. Anna Svava.

3. Can you here them calling.

3. Það veit ég ekki.

4. Þetta fer eftir tunglinu.

4. Miðað við vikur frá fyrsta fulla tungli eftir áramót.

keppandi í vinningsliði MR í Gettu betur 2016

5. Pass. 6. Aldrei. 7. 3.000. 8. 1942. 9. Síðasta ástarjátningin. 10. Iphone SE. 11. 60 kr. 12. Þorbjörn Súr Þorkelsson. 13. Pass.

7 rétt

spurningahöfundur í Gettu betur 2016

5. Hún bauð sig fram til forseta. 6. Aldrei. 7. Alltof margir. 8. 1942. 9. Síðasta ástarjátningin. 10. iPhone SE. 11. 150 kr. 12. Þorgeir súr. 13. Helgi Jean Claessen.

6 rétt Rétt svör 1. Damaskus. 2. Anna Svava Knútsdóttir. 3. Can you hear them calling? 4. Reglan um páska í kirkjum Vesturlanda er sú að páskadagur er fyrsti sunnudagur eftir fyrsta fulla tungl frá og með 21. mars. 5. Hún bauð sig fram til forseta. 6. Aldrei. 7. 3.000 Íslendingar. 8. Árið 1943. 9. Síðasta ástarjátningin. 10. iPhone SE. 11. 90 krónur. 12. Þorbjörn Þorkelsson. 13. Hlín Einarsdóttir.

BALKANSKAGINN EINSTÖK NÁTTÚRUFEGÐUR OG FORN MENNING

SERBÍA, SVARTFJALLALAND OG KRÓATÍA

Við ferðumst um þrjú af löndum fyrrum Júgóslaviu, Serbiu, Svartfjallaland og Króatíu. Förum aftur í tíma og sjáum gömul þorp þar sem tíminn hefur staðið í stað. Skoðum falleg sveitahéruð, kirkjur, klaustur söfn og glæsilegar borgir.

Verð 337.900.á mann í 2ja manna herbergi

WWW.TRANSATLANTIC.IS

SÍMI: 588 8900

Aron Can er 16 ára upprennandi rappari. Þekktasta lagið hans, Þekkir stráginn, varð til í fyrstu upptöku seint um nótt og vakti athygli. Fyrsta plata Arons kemur út eftir páska og situr teymið sveitt í stúdíóinu.

Þ

eir Aron Can, Aron Rafn og Jón Bjarni sitja þétt saman við hljóðblandarann í litlu stúdíói í Kópavoginum. Þeir eru komnir í páskafrí og verður það tileinkað fyrstu plötu Arons Can. Tvö lög eru þegar tilbúin og segir Jón Bjarni, annar framleiðenda, þá vinna hratt og örugglega saman. „Við Aron Rafn höfum verið að gera lög í nokkur ár og erum vanir að vinna saman. Við sendum lögin á Aron Can sem tekur aðeins hálfan dag í að semja laglínu og texta. Svo hendum við honum í stúdíóið og daginn eftir er lagið klárt.“ Strákarnir eru vongóðir að skila af sér átta laga EP plötu eftir páska. „Í síðasta lagi í byrjun apríl,“ segir 16 ára tónlistarmaðurinn Aron Can. Hann hefur vakið verðskuldaða athygli upp á síðkastið fyrir lögin Þekkir stráginn og Enginn mórall. Þríeykið kom saman eftir að Aron Can gaf út lagið Klink. „Það er mjög góð saga á bak við fyrsta lagið okkar, Þekkir stráginn. Við vorum í vetrarfríi og sömdum taktinn í gamni. Við sendum það á Aron Can eftir að hafa hlustað á hann Youtube.“ Þeir fara að hlæja þegar Aron Rafn rifjar upp samskiptin. „Ég held ég hafi sent til hans „yo, need beats?“ Aron Can fékk lagið sent í október en það var ekki fyrr en í lok janúar sem hann lagði leið sína í stúdíóið til þeirra, seint á föstudegi. „Við vorum bara að tjilla og drekka bjór,“ segir Jón. „Góðir á því að hlusta á tónlist, þegar Aron Can rifjar upp taktinn sem við sendum á hann fyrir löngu. Klukkan var tvö um nótt og við orðnir drulluþreyttir en hann byrjar að raula laglínu svo við hendum honum inn í klefann í upptöku. Þetta var tekið upp í einu rennsli og við heyrðum strax að þarna væri eitthvað sérstakt,“ segir Jón sem fór heim og hljóðblandaði lagið um nóttina. „Ég henti þessu saman á korteri, færði lagið yfir á símann minn og hlustaði á það sex sinnum áður en ég sofnaði. Um morguninn sendi ég lagið á strákana og sagðist elska þetta, þetta væri negla.“ Aron segir viðtökurnar vera vonum framar og að lagið fái enn mikla spilun frá sífellt breiðari hópi. „Upphaflega fékk þetta athygli frá rétta fólkinu, Loga Pedro, Unnsteini Manuel og Dóra DNA.“ Síðastliðinn fimmtudag var Aron fenginn til þess að spila á Prikinu ásamt Lexa Picasso og KrabbaMane. „Það var besta kvöld lífs míns. Allir kunnu textann og voru að biðja um „rewind, rewind!“ sem ég skildi ekkert hvað þýddi þá.“

Mynd | Hari

Aron Can gefur út EP plötu eftir páska. Hann kom nýverið fram á Prikinu og segir það besta kvöld lífs síns.

Aron Rafn og Jón sammælast um að strákurinn þeirra hafi tryllt lýðinn, „Hann bað plötusnúðinn um að lækka í tónlistinni og söng lagið án undirspils og allir tóku undir,“ segir Jón og Aron Rafn bætir við, „uppáhalds augnablikið mitt var þegar hann tilkynnti að þetta væri í fyrsta skiptið sem honum væri hleypt inn á Prikið og það væri eins gott að nýta það.“ Það eru margt á döfinni hjá rapparanum og en hann kemur fram á Extreme Chill Festival og Secret Solstice í sumar. Aron segist stefna á toppinn en ekki mega missa sjónar á mikilvægasta markmiðinu, að búa til góða tónlist. „Íslenska hip hop senan er hátt uppi núna. Gísli Pálmi var sparkið sem þurfti, eða allavega í mínu tilfelli. Rappið er komið til að vera.“ | sgk

Þetta var tekið upp í einu rennsli og við heyrðum strax að þarna væri eitthvað sérstakt.


Bæring býður sig fram til forseta Íslands. Sem forseti Íslands mun Bæring beita sér fyrir auknu lýðræði, hvetja ungt fólk til aukinnar menntunar og nýsköpunar, stuðla að öflugu menningarlífi, styðja og styrkja heilbrigðismál, málefni aldraðra og öryrkja, ásamt stýringu auðlinda með sjálfbærni að leiðarljósi. Bæring telur að helsta verkefni forseta þessa stundina sé að sameina þjóðina. „Þjóðin virðist vera í miklum ólgusjó og ég held það þurfi mann sem hefur reynslu til að sameina þjóðina um þau markmið og málefni sem tryggja framtíðina fyrir landið í staðinn fyrir að einblína of mikið á mistök fólks í fortíðinni og í smámálum.“ Veljum sterkan og reyndan leiðtoga sem er hæfur, traustur og óháður. Veljum leiðtoga sem hlustar á þjóðina og hefur hagsmuni hennar allrar að leiðarljósi. Veljum Bæring á Bessastaði.


Páskar í æð

Spurt er… Hvað táknar að vorið sé komið?

Sólin

Ugla Arnarsdóttir nemi

„Bara þegar sólin er byrjuð að skína eftir veturinn og svoleiðis.“

PáSkahreTið

Svavar Steinarr Guðmundsson, verkefnastj. íslenskudeildar HÍ

„Vorið er ekki komið fyrr en páskahretið er afstaðið.“

Þurr gangSTéTT

Steinunn Eldflaug Harðardóttir tónlistarkona „Aðaltáknið fyrir mér er þegar maður labbar úti, gangstéttin er þurr og mölin á stéttinni brakar undir skónum manns.“

Tjaldurinn

Haraldur Ingi Ingimundarson, bílasölumaður hjá Heklu

„Þegar tjaldurinn kemur. Lóan er svo vitlaus, greyið, hún kemur alltaf þegar ennþá er kalt.“

Gott að taka skyndiákvörðun: Kauptu flugmiða til London, keyrðu norður til að vera á Akureyri, eða skrepptu í það minnsta í sund í Hveragerði! Páskar eru tækifæri til að brjóta upp það hversdagslega, nýttu tímann vel.

Gott að skíða: Bláfjöll eru opin alla páskana frá klukkan 10–17. Hlíðarfjall er opið, þar fara fram Vetrarleikarnir og keppt verður í „slopestyle“ og „free ride“. Á Ísafirði verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna í fjallinu.

Gott að ná reggíi fyrir norðan: Allir vita að Jesús elskaði reggí! Reggíhljómsveitin Amaba Dama verður fyrir norðan um páskana og spilar á Akureyri á skírdag og Dalvík á föstudaginn langa.


Brúðkaup

Munurinn á okkur og mörgum öðrum er að við handsmíðum alla okkar hringa. 13 Sigurður G. Steinþórsson, gullsmíðameistari

FRÉTTATÍMINN

Páskahelgin 24.–28. mars 2016 www.frettatiminn.is

Suðrænt og afslappað

Helga Kristjánsdóttir förðunarfræðingur og Magnús Þór Ásgeirsson markaðsstjóri létu pússa sig saman í Hallgrímskirkju á fögrum sumardegi. Þau ákváðu að missa sig ekki í smátriðum við undirbúninginn en lögðu í staðinn áherslu á afslappað andrúmsloft með börnum sínum, vinum og fjölskyldu. 10 Mynd | Bragi Þór Jósefsson

GJAFABRÉF Á VELLÍÐAN & DEKUR worldclassiceland

worldclassiceland

worldclassice


2|

fréttatíminn | páskaHelgin 24. mars–28. mars 2016

Mynd | Jónatan Grétarsson

Brúðkaup

Íslenska brúðkaupssumarið Senn hefur brúðkaupstímabilið innreið sína þar sem sveitarómantík og ástarljómi ráða ríkjum.

Flott föt, fyrir flottar konur

Lyktin af vorinu er farin að fylla vitin. Eftir dimma mánuði, sviptinga í veðri og vindum og kulda sem nístir inn að beini er þessi tími fullur fyrirheita og væntinga. Ekki síst fyrir þau sem eru á leiðinni í hnapphelduna á næstu mánuðum. Þrátt fyrir að það verði alltaf algengara að fólk gifti sig yfir vetrarmánuðina er sumarið tími brúðkaupa. Íslenska sumarið er svo hlaðið þokka með sínum dyntum og duttlungum að það er ekki annað hægt en að nýta það í að ganga ástinni á hönd. Sveitarómantíkin Það sem er kannski einkennandi

fyrir íslensk brúðkaup eru sveitabrúðkaup. Gerðar hafa verið heilu bíómyndirnar um þetta fyrirbæri. Það sem gerir íslenskum brúðhjónum auðvelt fyrir að halda brúðkaup í sveitinni er góður aðgangur að félagsheimilum sem eru víða um land og þeim fylgir gjarnan góð gistiaðstaða og jafnvel sundlaug. Sveitabrúðkaup eiga það til verða heil brúðkaupshelgi sem er kannski það skemmtilegasta við þessa tegund brúðkaupa. Gestir mæta jafnvel á föstudegi og hjálpa til við að skreyta salinn og koma sér í gírinn fyrir aðalgiggið. Fjarlægðin frá borginni afslappandi Ragnhildur Rós Guðmundsdóttir grunnskólakennari og Ólafur S. K. Þorvaldz, leikari, handritshöf-

undur og leikstjóri, giftu sig hjá sýslumanni árið 2014. Þau héldu veislu nokkrum dögum síðar í félagsheimilinu Hlöðum í Hvalfirði. Þau höfðu skoðað nokkra staði kringum höfuðborgarsvæðið en heilluðust af staðsetningunni og umhverfinu, auk þess sem sundlaugin og tjaldsvæðið var mikið aðdráttarafl þar sem fólk kom hvaðanæva að. Þar sem hin eiginlega athöfn hafði farið fram ákváðu þau að fá vin sinn, Agnar Jón Egilsson, til þess að stjórna lítilli athöfn áður en borðhald hófst. „Þetta var eftirminnilegasti og yndislegasti dagur lífs okkar og fjarlægðin frá borginni var afslappandi. Allir vinirnir og ættingjarnir sem komu og eyddu helginni með okkur gerðu allt saman ógleymanlegt,“ segir Ragnhildur.

Flottar dagsetningar Stærðir 38-58

Sumir horfa mjög í dagsetninguna sjálfa þegar þeir velja sér brúðkaupsdag og geyma jafnvel brúðkaupið í einhvern tíma til þess að hitta á einhvern ákveðinn dag. Ein stærsta dagsetning í brúðkaupum fyrr og síðar var 7. júlí 2007; 07.07.07. Þá var gift á nánast hverri kirkju á landinu. Önnur stór dagsetning var föstudagurinn 11. nóvember árið 2011; 11.11.11. Þann dag giftu sig óvanalega margir, sér í lagi miðað við að daginn bar upp á föstudag. Í ár er ber 16. júlí upp á laugardag og er nokkuð eftirsótt dagsetning; 16.07.16. Samkvæmt upplýsingum frá Hallgrímskirkju eru ennþá nokkrar dagsetningar lausar í kirkjunni fyrir brúðkaup í sumar en nú þegar er farið að taka pantanir fyrir sumarið 2017 og þar af nokkrar fyrirspurnir um 17. júlí; 17.07.17 –klukkan 17. Þann dag ber upp á mánudag en það stoppar ekki þau sem eru með „thing“ fyrir tölum.

Einfalda leiðin Sumir kjósa að láta gefa sig saman „í kyrrþey“, eða með sem minnstri fyrirhöfn. Þá er gott að geta leitað til sýslumanns sem framkvæmir borgaralegar hjónavígslur með litlum tilburði. Einhverjir fara til sýslumanns og halda síðan veislu meðan aðrir vilja ekkert umstang, aðeins vígsluna. En þetta þarf þó að gera með þokkalegum fyrirvara því skila þarf inn ýmsum gögnum og panta tíma. Skila þarf hjónavígsluskýrslu sem hjónaefnin og

tveir svaramenn skrifa undir áður en hún er lögð inn. Svaramenn þurfa að vera 18 ára eða eldri og fjárráða, en þeir þurfa ekki að vera viðstaddir athöfnina sjálfa. Skila þarf fæðingarvottorði og hjúskaparvottorði sem ekki er eldra en átta vikna. Einnig þarf að skila inn lögskilnaðarleyfi ef viðkomandi var giftur áður. Hægt er að óska eftir því að fulltrúi sýslumannsins komi og gifti um helgar eða eftir hefðbundinn skrifstofutíma.


frettatĂ­minn.pdf 1 3/22/2016 5:32:01 PM

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K


fréttatíminn | páskaHelgin 24. mars–28. mars 2016

4|

Brúðkaup

Þið hafið heiminn í hendi ykkar

Machu Picchu er óröskuð og einstaklega vel varðveitt Inkaborg í Perú.

Brúðkaupsferðin á að snúast um samveru brúðhjónanna og skiptir kannski ekki höfuðmáli hvert er farið. Þið gætuð farið í tjaldútilegu og haft það alveg eins gott og í lúxussvítu í erlendri stórborg. En það er þó ekki úr vegi að nýta brúðkaupsferðina og fara á framandi slóðir, ef þið ætlið á annað borð að fara út fyrir landsteinana. Internetið geymir ógrynni upplýsinga um alla heimsins staði og það eru engin takmörk fyrir

því sem hægt er að gera sem fyrir fáum árum var óaðgengilegt. Með tilkomu vefsíðna eins og dohop.is og lastminute.com er hægt að bóka ferðir með stuttum fyrirvara hvert sem er. Því ekki að fara til Bali, Hawaii eða Jamaíka? Eða til Perú og kanna Machu Picchu? Kannski „road trip“ þvert yfir Bandaríkin? Möguleikarnir eru óþrjótandi og ef ævintýraþráin er sterk hafið þið heiminn í hendi ykkar.

Hawaii er ekki bara draumaheimur úr bíómyndunum; það er líka hægt að fara þangað.

Það sem má og ekki má Línan milli fjörs og feigðar getur verið örfín. Steggur í tjullpilsi eða gæs í glimmergalla er algeng sjón í miðbænum yfir sumarmánuðina. Það getur verið ótrúlega gaman að koma saman og gera sér glaðan dag og sprella dálítið með manneskjunni sem gengur senn í hnappelduna. En aðgát skal höfð í nærveru sálar og best er vitanlega að ganga hægt um gleðinnar dyr. Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa bak við eyrað þegar gæsun eða steggjun er í uppsiglingu. ■ Passið ykkur að skipuleggja ykkur vel þannig að dagurinn rakni ekki upp í einhverja markleysu. Hópurinn verður að vera nokkuð sammála um hvað er gert og það er gott að nota til dæmis leynihópa á Facebook til þess að henda hugmyndum á milli. ■ Ef gæsunin/steggjunin er tekin upp á myndband skal passa að sá sem klippir það sé meðvitaður um að löng steggja/gæsamyndbönd eru ekki skemmtileg. Það er ekkert gaman við það að horfa á 20 mínútur af einkahúmor vinahópa og slíkt getur verið töluverður stuðbani í brúðkaupum. Hafið myndbandið 5 mínútur í mesta lagi og hafið snöggar klippur af því markverðasta sem gerðist yfir daginn. ■ Ekki láta gæs/stegg gera neitt óviðeigandi eða eitthvað sem henni/honum finnst mjög óþægi-

legt. Hlustið á viðkomandi ef hann biður um vægð, dagurinn á að snúast um gleði en ekki vandræðalegheit. ■ Hlutir geta kostað nokkuð og það er ekki víst að allir í hópnum séu jafn tilbúnir eða færir um að reiða fram háar upphæðir. ■ Ef halda á ódýra gæsun/steggjun getur verið sniðugt að gera sem mest úti í náttúrunni, fara í lautarferð, gönguferð, folf, strandblak eða annað sem ekkert kostar. Nesti þarf ekki að vera dýrt og svo er hægt að skipuleggja ýmsa leiki sem allir hafa gaman af. ■ Passið ykkur að gera ekki lítið úr öðrum – til dæmis er afar ósmekklegt að nota Gay pride sem einhvern grundvöll til að gera lítið úr stegg eða gæs. Það er um að gera að fara á Gay pride til þess að sýna stuðning og hafa gaman en ekki klæða stegginn í g-streng og henda honum upp á pall til þess að hlæja að honum á kostnað göngunnar, það er bara ekki smart. ■ Ef stutt er í brúðkaupið þegar gæsun/steggjun á sér stað, passið ykkur á því að útjaska ekki steggnum eða gæsinni þannig að hætta sé á því að hann/hún liggi kylliflöt daginn eftir. Það er alveg hægt að gera ýmislegt skemmtilegt sem ekki eyðileggur heilan dag sem annars hefði mögulega átt að fara í undirbúning.



fréttatíminn | páskaHelgin 24. mars–28. mars 2016

6|

Brúðkaup

AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Útlitið er að víkja fyrir bragðinu Sykurmassaofgnótt á undanhaldi í brúðartertubakstri „Mér finnst bara almennt séð áherslan vera að færast frá því að terturnar eigi bara að „lúkka“ yfir í að þær eigi bragðast vel,“ segir Auður Ögn Árnadóttir, eigandi 17 Sorta, um það nýjasta í brúðkaupstertubransanum. „Það er minni áhugi fyrir þessum ægilegu skreytingum og sykurmassaofgnótt og fólk er farið að spá meira í bragðið. Sykurmassinn er svotil ekkert nema bragðlaus sykur,“ segir Auður. Vinsælustu brúðarterturnar Almennilegar kökur eiga einnig meira upp á pallborðið en áður fyrr, að sögn Auðar, og fólk sækir minna í kökur sem eru meira eins og frauð eða mús. „Fólk vill bara almennilega köku en kakan getur verið allavega. Vinsælustu brúðarterturnar hjá okkur eru annarsvegar súkkulaði og saltkaramellu og hins vegar vanillubotnar með hvítu súkkulaði, kampavíni og jarðarberjum. Sú kaka er rosalega sparileg.“

Mynd | Unnur Ósk Kristinsdóttir

Brúðhjónin Katrín Þóra Jóhannesdóttir og Þórir Már Björgúlfsson skera bollakökubrúðartertu frá 17 Sortum.

Mikil kúnst að gera nakta köku Naktar kökur eru að koma mjög sterkar inn en þeim má lýsa sem sykurmassakökum – án sykurmassans. „Það er raunar miklu erfiðara að gera nöktu kökurnar

Mynd | Hari

Auður Árnadóttir, eigandi 17 Sorta, segir fólk í dag vilja almennilega bragðgóða köku í stað sykurmassaofgnóttarinnar sem hefur verið ríkjandi í mörg ár.

því þú hefur ekkert til að fela þig bak við. Þær eru svo einfaldar og hráefnin verða að vera 100% og það þarf að hafa hraðar hendur. Sykurmassaterturnar eru svo vel einangraðar og loftþéttar en þegar sykurmassanum er sleppt er hætta á að hún þorni. Það þarf að passa vel upp á hlutfall krems og köku og að kakan sé ekki of þurr eða of blaut,“ segir Auður.

margar hæðir af bollakökum. Efst er síðan lítil terta sem brúðhjónin skera og hún dugir fyrir háborðið og svo er ein bollakaka á mann. Þetta myndar brúðartertu þó að óhefðbundin sé,“ segir Auður og bætir við að með þessu sé hægt að koma til móts við mismunandi smekk gesta og kaupa kannski 3-4 týpur af bollakökum.

Bollakökubrúðartertur

Auður er með tvo bakara í vinnu, þær Írisi Björk Óskarsdóttur og Rakel Hjartardóttur. Báðar eru þær nýútskrifaðar í iðninni. „Ég vildi ekki fá konditormeistara til mín því þeir gera oftar kökur sem eru meira eins og eftirréttir. Ég var svo heppin að fá þessar öflugu stelpur til mín í vinnu. Það eru reyndar bara konur sem vinna hér, bæði í framleiðslu, þetta er bara „girl power“ alla leið.“

Auður segir 17 Sortir hafa komið inn á markaðinn til þess að vera öðruvísi en bakaríin og mikil áhersla sé til að mynda á vel gerðar og öðruvísi bollakökur hjá þeim. „Margir eiga sér eftirlætis köku hjá okkur og biðja um hana í bollakökuformi. Það var svo mikil eftirspurn eftir bollakökum í brúðkaup að við fluttum inn stand sem tekur

Bara konur

Bollakökurnar í 17 sortum hafa vakið lukku.

NÝTT MIRACLE MATCH

Farði sem aðlagast þínum húðlit fullkomlega. Jafnar út misfellur og nærir húðina. Heilbrigt og náttúrulegt útlit. Naktar kökur eru eitt af því heitasta í dag. Þær eru einfaldar en hráefnin verða að vera 100%.

Fersk ber eiga alltaf upp á pallborðið.v



fréttatíminn | páskaHelgin 24. mars–28. mars 2016

8|

Brúðkaup

AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Frjálslegar áherslur í hárgreiðslum Það er af sem áður var að brúðir skarti stífum, ofspreyjuðum uppgreiðslum og slöngulokkum á brúðkaupsdaginn. Í dag snýst allt um náttúrulega og frjálslega liði, lausar fléttur og hippalega blómakransa. Þessi tíska fylgir tíðaranda sem margir fagna því að honum fylgir meira frelsi og fjölbreytni en lengi hefur tíðkast.

Fallegur blómakrans með lifandi blómum getur gert ótrúlega mikið fyrir einfalda greiðslu.

Lausar fléttur og náttúrulegir liðir eru það sem flestar brúðir sækjast eftir í dag.

Haltu vel utan um veisluna Veislustjórn er ansi mikilvægur hlekkur í því að skapa góða stemningu í brúðkaupsveislunni. Veislustjórinn verður að halda vel um taumana til þess að veislan gangi smurt og hnökralaust fyrir sig. Hér eru nokkur atriði sem stuðla að vel heppnaðri veislu.

Fagnaðu stóra deginum í Hörpu

Ef brúðhjónin fara í myndatöku áður en þau mæta í veisluna þá er gott að vera búinn að fara yfir praktísk atriði þegar þau mæta. Til dæmis varðandi mat og drykk, skemmtiatriði og almennan framgang veislunnar; til dæmis hvort það verður vinsælt að fara í „kossaleikinn“ (klingt í glösum og brúðhjón fara upp á stól að kyssast – ekki öll brúðhjón nenna þessu, veislustjórinn verður að lesa í aðstæður). Munið að skála reglulega. Það léttir stemninguna og brýtur upp veisluna. Sumum gæti þótt það snilldarhugmynd að raða á borð ókunnugu fólki og blanda saman hópum. Það gæti verið sniðugt ef á gestalistanum eru aðallega opnar týpur sem fíla ögrandi aðstæður en veislustjórinn ætti þó að undirstinga það við brúðhjónin að raða saman fólki sem þekkist. Þannig er hægt að losna við alls konar vandræðalegheit og pínlegar samræður og fólk getur notið kvöldsins betur.

Fáðu tilboð: veislur@harpa.is eða 528 5070 Við sjáum um að útfæra brúðkaupsveisluna með þér, eins og þú vilt hafa hana. Úrvals aðstaða, glæsilegir salir og hagstætt verð — og útsýnið er innifalið.

Látið mælendaskrá lokast á einhverjum tímapunkti, það gengur ekki að fólk sé að koma frameftir öllu kvöldi og kveða sér hljóðs – eftir því sem líður á verða ræðurnar innihaldsrýrari og leiðinlegra að sitja undir þeim – þó að sá/sú sem mælir sé ekki endilega sammála því. Passið að fólk tali ekki of lengi. Hafið einhvern hámarkstíma á ræðum.

Veislustjóri verður að hafa kjark til þess að stoppa af með lagni atriði eða ræður sem eru komnar á hálan ís. Það er ákveðin list að skynja það hvaða áhrif orð eða gjörðir eru að hafa á stemninguna og þá aðallega brúðhjónin. Það verður að vera hægt að gera góðlátlegt grín en meiðandi eða særandi orð eða upprifjun á leiðinlegum atvikum eiga ekki heima í brúðkaupsveislum. Segið gestum að háborðið sé ekki heilagt – það má og á að fara til hjónanna, skála við þau og segja þeim brandara. Látið dagskrána hefjast undir borðhaldi og stefnið að því að henni sé lokið á ákveðnum tímapunkti. Það er engum greiði gerður með því að láta dagskrána teygjast fram eftir öllu, athyglin er farin út í veður og vind og fólk þreytist undir löngu borðhaldi. Þegar nær dregur miðnætti vill fólk bara fara á flakk og byrja að spjalla eða dansa og brúðhjónin vilja smávegis „frjálsan tíma“ áður en þau halda út í brúðkaupsnóttina. Ef það koma upp vandamál (ofurölvi frænka, eldur í servíettu eða stíflað klósett, t.d.) passið þá að brúðhjónin verði ekki vör við það. Fáið einhvern öflugan og lausnamiðaðan með ykkur í lið til þess að leysa vandamálið á eins skilvirkan hátt og hægt er. Margir sem eru beðnir um að vera veislustjórar halda að þeir hafi verið ráðnir í uppistand. Það er ekki raunin, veislustjórinn virkar meira eins og leikstjóri – hann á að draga það besta fram í gestunum og passa að brúðhjónin njóti sín og veislunnar sinnar. Ef hann er fyndinn í ofanálag er það bara plús.


LOKSINS PÁSKAR

BLÁR HIMINN OG GOTT SKÍÐAFÆRI – MUNDU SÓLARVÖRNINA

NIVEA Sun Protect and Sensitive Kids 50+

BEST I TEST

foreldre &barn

FEBRUAR 2016

ÖRUGG SÓLARVÖRN FYRIR VIÐKVÆMA HÚÐ

NIVEA.com


fréttatíminn | páskaHelgin 24. mars–28. mars 2016

10 |

Brúðkaup

AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Smáatriðin skipta ekki máli Helga Kristjáns er ein af færustu förðunarfræðingum landsins og hefur farðað fyrir og stíliserað ótal myndatökur. Þegar hún giftist ástinni sinni kviknaði óbilandi áhugi á brúðkaupum og hefur hún farðað fjöldann allan af brúðum síðan. „Við ákváðum að gifta okkur ári eftir að hann bað mín og þess vegna var nægur tími til undirbúnings. Ég kom út úr skápnum sem alger „brúðkaupsperri“ því síðan hef ég elskað allt tengt brúðkaupum og væri til í að skipuleggja þau á hverju ári,“ segir förðunarfræðingurinn, stílistinn og Vikublaðamaðurinn Helga Kristjánsdóttir sem gekk í hið heilaga með Magnúsi Þór Ásgeirssyni markaðsstjóra einn fagran sumardag fyrir þremur árum. „Dagurinn okkar var yndislegur í alla staði og ég hefði engu viljað breyta. Ég myndi alltaf ráðleggja fólki að missa sig ekki of mikið í smáatriðin í brúðkaupsundirbúningnum. Hafa gaman af þessu og muna hvað það er sem skiptir í raun og veru máli.“ Giftust á „heimaslóðum“ Eftir töluverðar vangaveltur ákváðu Helga og Magnús að láta pússa sig saman í Hallgrímskirkju. „Upprunalega langaði okkur að giftast á suðrænum slóðum en gerðum okkur fljótt grein fyrir því að það er hægara sagt en gert. Svo vorum við lengi vel að skoða litlar sveitakirkjur en enduðum á „heimaslóðum“ þar sem við bæði erum alin upp, í Þingholtunum. Veislan var svo haldin niðri í bæ í afslöppuðum anda, í sal með útsýni út á höfn. Við ákváðum að vera með spænska smárétti frá Tapasbarnum og það tókst mjög vel,“ segir Helga. Þriggja rétta borðhald heillaði ekki og því varð þessi afslappaði stíll fyrir valinu. Eins og fyrr sagði kviknaði brennandi áhugi hjá Helgu á brúðkaupum fljótlega eftir að hún hóf undirbúning á sínu eigin. „Það verður að segjast eins og er að ég varð svolítið mikið heltekin og varði góðum tíma í að skoða hugmyndir á Pinterest. En ég gerði mér samt grein fyrir því

Million Dollar Tan

að öll smáatriði skiptu ekki öllu; aðalmálið væri að skemmta sér vel, hafa nánasta fólkið sitt samankomið, góðan mat, góða tónlist og ef við kæmum gift út úr deginum hafði allt farið á besta veg.“ Spöngin vakti mikla athygli Kjóllinn hennar Helgu var hönnun Veru Wang, „White By Vera Wang“. „Ég var ekki með neinar fastmótaðar hugmyndir um kjólinn. Mér fannst ótrúlega gaman að skoða allskonar stíla en fann fljótt í hvaða átt ég vildi fara. Ég hef alltaf verið hrifin af svona grísku sniði eins og er á kjólnum og fannst líklegt að sniðið á honum færi vaxtarlagi mínu vel. Ég tók hinsvegar risastóran séns þar sem ég pantaði kjólinn á netinu en pabbi minn var svo góður að koma með hann heim úr einni Ameríkuferðinni. Hann endaði með að smellpassa og ég var virkilega ánægð með hann,“ segir Helga. Magnús klæddist afslöppuðum Dolce Gabbana jakkafötum. „Ætli upprunalega hugmyndin um suðrænt brúðkaup hafi ekki haft svolítil áhrif á fatavalið og afslappaða stílinn. Við vorum bæði allavega strax sammála um að við vildum alls ekkert of stíft eða hefðbundið.“ Hárgreiðsla Helgu var áreynslulaus og frjálsleg en spöngin vakti mikla athygli. „Þegar ég rakst á þessa tilteknu spöng var það ást við fyrstu sýn. Síðan hefur hún birst á forsíðu brúðkaupsblaðs Vikunnar og nokkrar konur komið til mín og viljað leigja hana af mér!“ Endaði á því að mála sig sjálf Starfandi sem förðunarfræðingur og stílisti ætlaði Helga að gefa sjálfri sér frí á brúðkaupsdaginn og fór í prufuförðun til förðunarfræðings. „Mig langaði að vera „stikkfrí“ á brúðkaupsdaginn en það endaði hins vegar á því að ég farðaði ekki bara sjálfa mig, heldur líka mömmu mína og stjúpdóttur,“ segir Helga og hlær. „Maður þekkir sitt andlit og sinn stíl best. Ég fór ekkert út fyrir þægindarammann með brúðarförðunina, ég hélt mig við það sem ég vissi að klæddi mig vel. Lúkkið endaði sem brúnt „smokey“ með ferskjulituðum vörum.“

Ilmar vel - léttur og ferskur ilmur Sérð litinn strax - Liturinn kemur strax í ljós og verður betri eftir sturtubað Endist lengi - allt að 6-12 daga Náttúrulegir litir - inniheldur hæstu prósentu af DHA Þornar fljótt - á innan við 5 mínútum getur þú klætt þig aftur Nuddast ekki af - mörg brúnkukrem nuddast auðveldlega af, en ekki MDT Algjörlega skaðlaust - Brúnka án skaðlegra UV sólargeisla og enginn bruni Inniheldur lífrænt DHA - virka efnið í brúnkusprayinu sem gefur litinn

Undirbúningur skemmtilegastur Síðustu ár hefur Helga farðað margar brúðir en síðasta sumar var alger sprengja. „Er það bara ég eða giftu sig bókstaflega allir í fyrrasumar,“ spyr Helga og hlær. „Eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að vera með í brúðkaupsundirbúningi og gera konur hrikalega fallegar og ljómandi fyrir stóra daginn þeirra. Það er mikilvægast að konur séu þær sjálfar á brúðkaupsdaginn, bara besta útgáfan af sjálfri sér,“ segir Helga og bætir við að mikilvægt sé að konur fari í prufuförðun og séu óhræddar að segja sína skoðun, hvað þeim líkar og líkar ekki. „Það er alltaf gott að vera með einhverja mynd í huga og jafnvel sýna förðunarfræðingnum mynd af förðun sem þér þykir falleg, svo þið séuð að tala sama tungumálið.“ Ekki prófa á brúðkaupsdaginn Aðspurð um pottþétt ráð þegar förðunin er annars vegar segir Helga mikilvægt að konur séu trúar sínum stíl og séu ekki að prófa eitthvað spánnýtt þegar kemur að stóra deginum. „Til dæmis myndi ég ekki mæla með rauðum varalit ef það er ekki eitthvað sem konan er vön að bera. Svo er ýmislegt sem gott er að nota á húðina til að undirbúa hana fyrir farðann og láta hann endast sem lengst, eins og gott rakakrem og farðagrunn. Gott er að hafa með sér hyljara, púður og gloss eða varalit í töskunni, til að lappa upp á sig yfir daginn og kvöldið.“ facebook.com/makeupbyhelga

Eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að vera með í brúðkaupsundirbúningi og gera konur hrikalega fallegar og ljómandi fyrir stóra daginn þeirra.

Við ákváðum að biðja Braga Þór Jósefsson um að mynda okkur, því ég hafði unnið með honum í fjölmörg ár og veit fyrir hvað hann stendur. Hann er einn af okkar allra bestu ljósmyndurum, þægilegur í nærveru og alger fagmaður. Hann vissi nákvæmlega að hverju við vorum að leita og ég mæli með því að fólk velji vel og hittist og spjalli við viðkomandi ljósmyndara fyrir stóra daginn. Myndirnar frá deginum eru dýrmætustu minningarnar. Myndir | Bragi Þór Jósefsson

Helga og Magnús eiga samtals fimm börn; Magneu Ástu, Ásgeir Snæ, Júlíu Heiði, Jórunni Ósk og Birtu Maríu sem kom undir stuttu eftir brúðkaupið.


Nudd og spa meðferðir

Gefðu þér gjöf sem veitir vellíðan

Persónuleg og góð þjónusta

Hilton Reykjavík Spa er heilsurækt í algjörum sérflokki. Við bjóðum upp á glæsilega aðstöðu og notalegt andrúmsloft og æfingaáætlun sem er sérsniðin að þínum þörfum. Í heilsulindinni okkar er boðið upp á fjölbreyttar nudd- og snyrtimeðferðir og spa upplifun sem henta bæði körlum og konum. Styrktu líkama, huga og sál undir framúrskarandi handleiðslu okkar á Hilton Reykjavik Spa. Hilton Reykjavik Spa – Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík – símar 444 5090 og 444 5555 – www.hiltonreykjavikspa.is


fréttatíminn | páskaHelgin 24. mars–28. mars 2016

12 |

Brúðkaup

AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Goðsagnir í formi brúðarkjóla

Ostaást? Búrið er troðfullt af ótrúlega girnilegu ostagóðgæti og öðru gúmmulaði.

Í Ostaskóla Búrsins eru bara ostar á námsskránni. Engar frímínútur og heldur engin heimavinna. Afþreying fyrir ostelskandi einstaklinga.

Kate fór dálítið ólíka leið tengdamóður sinnar heitinnar, Díönu prinsessu, sem fór alla leið í rjómatertustílnum. Slörið var tæplega 8 metrar á lengd og kjólinn alsettur perlum og gimsteinum. Í dag er kjóllinn talinn ómetanlegur og ferðast á milli landa sem sjálfstæður sýningargripur. Trúlofunarkjóll Díönu seldist fyrir fimm árum á 192,000 pund, eða tæplega 35 milljónir króna miðað við gengið í dag.

Komin tími til að kíkja í Búrið? Opið virka daga frá 11:00 -19:00 og laugardaga 12 - 18 Grandagarður 35 · 101 Reykjavík · Sími 551 8400

Brúðarkjóllinn er stóra málið fyrir allflestar brúðir. Þennan dag er brúðurin stjarna – með fullri virðingu fyrir brúðgumum. Brúðarkjóllinn getur orðið að goðsögn, eins og reyndin er með þessa kjóla sem við völdum úr sem fremsta meðal jafningja.

www.burid.is

Einn frægasti brúðarkjóll allra tíma er kjóllinn sem Grace Kelly klæddist þegar hún gekk að eiga prins Rainier af Mónakó. Það tók tæplega fjörutíu saumakonur meira en sex vikur að handsauma hverja perlu og blúndu á kjólinn. Hann hefur elst einstaklega vel og þegar Kate Middleton giftist Vilhjálmi Bretaprinsi var kjóllinn hennar, sem hannaður var hjá tískuhúsi Alexander McQueen, greinilega innblásinn af Grace Kelly.

Hágæða postulín

- með innblæstri frá náttúrunni

Verið velkomin í verslun RV og sjáið úrvalið af glæsilegum borðbúnaði frá REVOL. Starfsfólk RV aðstoðar verðandi brúðhjón við að velja postulínsborðbúnaðinn á gjafalistann.

24/7

RV.is

Rekstrarvörur

– fyrir þig og þinn vinnustað Rekstrarvörur Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is

- vinna með þér

Einn frægasti brúðarkjóllinn í seinni tíma bíómyndasögu er án efa kjóllinn sem Carrie Bradshaw úr Sex and the City klæddist þegar hún ætlaði að giftast mr. Big í bíómyndinni um hinar fjórar fræknu – en það fór ekki eins og ætlað var, eins og frægt er. Það var Vivienne Westwood sem hannaði kjólinn sem varð, aðeins klukkutímum eftir frumsýningu myndarinnar, uppseldur. Þrátt fyrir að hafa sjálf látið framleiðendum myndarinnar kjólinn í té var Westwood langt því frá uppnumin yfir henni og yfirgaf raunar bíósalinn á frumsýningunni eftir aðeins tíu mínútur. Hún sagðist hafa haldið að „konsept“ Sex and the city væri beitt og ögrandi jaðartíska en það sem hún hefði séð væri ekki á nokkurn máta áhugavert eða eftirminnilegt. Hananú.


fréttatíminn | pÁSkAHeLGin 24. MArS–28. MArS 2016

|13

Kynningar | Brúðkaup

AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Handsmíðaðir hringar í 45 ár Íslensk skartgripasmíði af betri gerðinni hjá Gull og silfur við Laugaveg Unnið í samstarfi við Gull og silfur

S

igurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari smíðaði sína fyrstu giftingarhringa árið 1970 og ári síðar, 3. apríl 1971, stofnaði hann Gull og silfur ásamt fjölskyldu sinni og hefur hann staðið vaktina allar götur síðan. Það þýðir að aðeins nokkrir dagar eru í 45 ára afmæli fyrirtækisins, sem fyrst var til húsa við Laugaveg 35 en hefur í rúman áratug verið í húsi númer 52 við verslunargötuna góðu. Gull og silfur hefur verið rekið við góðan orðstír allan þennan tíma og ávallt lagt mikla áherslu á smíði giftingar- og trúlofunahringa. „Munurinn á okkur og mörgum öðrum er að við handsmíðum alla okkar hringa. Það eru margir sem eru meira og minna í innflutningi. Allir okkar hringar eru smíðaðir á staðnum – og þeir eru meira að segja ódýrari en þessi innfluttu,“ segir Sigurður. „Þessi bransi er að breytast svo mikið.“

Klassískir gulagullshringar eru aðalsmerki Gulls og silfurs.

Ábyrgð á þúsundum hjónabanda Sigurður segir fólk hafa ýmsar skoðanir á því hvernig það vill hafa hringana og þeir eru smíðaðir í öllum stærðum og gerðum. „Við klæðskerasaumum hringana að þörfum hvers og eins. Þetta er svo stór stund í lífi fólks að það er gaman að geta veitt þessa þjónustu. Sumir vilja klassíkina í formi og lit en aðrir eitthvað allt annað og aðra liti eins og hvítagull, rósagull og jafnvel silfur. Fólk getur komið með sínar eigin hugmyndir að hringum

Mynd | Rut

Sigurður hefur staðið vaktina ásamt fjölskyldu sinni í 45 ár í Gulli og silfri.

„Munurinn á okkur og mörgum öðrum er að við handsmíðum alla okkar hringa. Það eru margir sem eru meira og minna í innflutningi.“ sem við smíðum svo eftir,“ segir Sigurður sem hefur ásamt öðrum gullsmiðum Gulls og silfurs að öllum líkindum smíðað fleiri trúlofunar- og giftingarhringa en nokkur annar hér á landi. „Ætli við berum ekki ábyrgð á nokkur þúsund hjónaböndum gegnum tíðina, við erum búin að vera svo lengi í bransanum.“ Snýst um virðingu fyrir faginu Sigurður leggur ríka áherslu á að Gull og silfur sé fyrst og fremst íslenskt handverk og íslensk fram-

leiðsla. „Mikið af því sem kallað er íslensk hönnun og boðin víða til sölu er framleidd erlendis, svipað og með prjónavörurnar, sem eru mikið í umræðunni. Það er alltaf verið að reyna að finna ódýrt vinnuafl en við tökum ekki þátt í því. Svo snýst þetta líka um að bera virðingu fyrir okkur og faginu. 95% af öllum þeim vörum sem til sölu er í versluninni er handsmíðuð vara á okkar eigin gullsmíðaverkstæði og mjög oft bara eitt eintak af hverju. Sumum finnst það kannski tímaskekkja en svoleiðis viljum við hafa það.“ Á vefsíðu Gulls og silfurs, gullogsilfur.is, er mikið úrval af fallegum trúlofunar- og giftingarhringjum. Vikuna 1. apríl til og með 9. apríl verður 15% afsláttur af trúlofunarhringum og 25% af allri annarri vöru í tilefni af 45 ára afmæli fyrirtækisins.

Fallegar gjafir fyrir lifandi heimili

Við hjá Húsgagnahöllinni bjóðum upp á mikið úrval gjafavöru fyrir stóru stundirnar í lífinu. Okkar vinsælu brúðagjafalistar auðvelda vinum og fjölskyldu að finna gjöfina sem ykkur langar sem mest í. Hvort sem um er að ræða vinsælu matarstellin eða stærri gjafir sem ykkur langar að safna. Skráið ykkur á gjafalista á husgagnahollin.is Öll brúðhjón sem skrá sig fá veglega gjöf. Það er okkur ánægja að auðvelda ykkur valið.

Reykjavík Bíldshöfða 20

Akureyri Dalsbraut 1

www.husgagnahollin.is 558 1100


fréttatíminn | páskaHelgin 24. mars–28. mars 2016

14 |

Brúðkaup

Hvernig undirbýr skipulagsfíkill með kvíðaröskun brúðkaup? Guðrún Veiga hatar Excel en elskar skipulag. Hún ætlar að ganga í heilagt hjónaband í sumar en undirbúningurinn hefur litast af misgáfulegu kroti í tugi minnisbóka, nokkrum tárum yfir glötuðu boðskorti og fjárhagsáætlun sem mögulega er löngu sprungin. Við fengum að gægjast bak við tjöldin í skipulagðasta en jafnframt kaotískasta brúðkaupsundirbúningi sem sögur fara af. Hvenær ætli brúðkaupsundirbúningurinn hafi byrjað – þegar litið er um öxl? Tja, svona um það bil sex mínútum eftir að kærastinn féll í stafi yfir rómantísku bónorði mínu. Sem átti sér stað þegar hann var að skipta um rúmföt. Og ég áttaði mig skyndilega á að kona lætur ekki mann sem skiptir um rúmföt ganga sér úr greipum. Nú, um leið og vilyrði fyrir brúðkaupi var fengið fleygði ég mér í fangið á honum, umvafin tandurhreinum rúmfötum auðvitað og reif upp tölvuna með látum. Til þess að sýna honum sko allar hugmyndirnar sem ég er búin að vista á Pinterest. Síðustu fimm árin eða, þú veist... sjö. Það var þó nokkrum klukkutímum eytt í bólinu þann daginn. Þar sem ég sýndi honum mínar hugmyndir. Og skaut niður hans inn á milli. Kannski ég grilli bara pylsur... Það er margt sem þarf að huga að, talsvert meira en mig óraði fyrir – mögulega gæti ég verið að flækja ferlið með því að væflast um með fulla tösku af minnisbókum og handskrifa hvert einasta atriði í stað þess að setja hlutina upp í stílhreint og einfalt Excel-skjal. Ég hata Excel. Minnisbækur eru raunar ákveðinn útgjaldaliður á fjárhagsáætlun þessa ágæta brúðkaups. Svo er ég meðlimur í hópi á Facebook sem heitir Brúðkaupshugmyndir og þegar ég voga mér þangað inn fæ ég reglulega snert af taugaáfalli. Ég er að fara að gifta mig í ágúst en fólk sem ætlar að gifta sig í september 2019 virðist

vera komið lengra en ég í ferlinu. Ég íhuga ítrekað að fleygja öllum mínum bókum í ruslið, hóa í sýslumann og grilla svo pylsur í kjölfarið. Svo er það fjárhagsáætlunin ...fjárhagsáætlun sem er auðvitað fyrir löngu farin úr skorðum, svona af því við verðandi hjónin höfum mjög ólíkar hugmyndir um hvað telst spreð og hvað telst nauðsyn. Það urðu nánast sambúðarslit um daginn þegar brúðguminn reif fram ævaforna spariskó, sem mig grunar að hann hafi fermst í, og þóttist ætla að leiða mig inn í lífið með þá á löppunum. Að hans mati (sem er augljóslega mjög brenglað) þá er auðvitað bölvað bruðl að fjárfesta í sérstökum skóbúnaði fyrir eitthvert brúðkaup. Ég fór mjög blíðlega yfir þessi mál með honum og kom honum í skilning um að hann gengi ekki í hjónaband á skóm sem hann hefur dansað í á Austur. Á meðan bað ég auðvitað auðmjúklega og í hljóði til Guðs að hann kæmist aldrei að því hvað brúðarskórnir sem ég hef augastað á kosta. Verður rífandi gott tjútt Ég hef grenjað yfir ófáum brúðkaupskvikmyndum í gegnum tíðina og haft hinar ýmsu hugmyndir um hvernig mitt brúðkaup á að vera síðan ég var krakki. En með aldrinum hafa áhyggjurnar af ásýnd tertunnar farið minnkandi og áhyggjur af áfengismagni vaxandi. Mér er mikið í mun að þetta verði húrrandi skemmtilegt

Myndir | Hari

Hvenær ætli brúðkaupsundirbúningurinn hafi byrjað ... svona um það bil sex mínútum eftir að kærastinn féll í stafi yfir rómantísku bónorði mínu. Sem átti sér stað þegar hann var að skipta um rúmföt. Og ég áttaði mig skyndilega á að kona lætur ekki mann sem skiptir um rúmföt ganga sér úr greipum.

Guðrún Veiga segir að sig hafi ekki órað fyrir því hversu mörgu þarf að huga að við skipulagningu eigins brúðkaups.

samkvæmi og að ég verði komin með rauðvínsbletti í kjólinn minn áður en fyrstu gestirnir fara. Þetta á að vera gaman, rífandi gott tjútt sem endar á bestu timburmönnum í heimi – þú veist, gjafirnar og allt það. Hvernig er staðan; kalt mat? Á þessum tímapunkti mætti alveg ganga betur. Satt best að segja. Við eyddum heilli viku í það að hanna boðskortin okkar í febrúar sem ég ætlaði svo að láta prenta núna í mars þegar ég var búin taka lokasprettinn á gestalistanum. Ekki það að ég sé ekki að bæta við hann og henda út á hverjum einasta degi. Ferlega erfitt mál þessir gestalistar. En vikuvinna, vænn slatti af rifrildum og almennu volæði við fór svolítið fyrir bí þegar senda átti boðskortin í prentun og ég fann hvergi kortin inni á vefsíðunni sem

við höfðum notast við. Enda hafði mannvitsbrekkan, ég, aldrei vistað bannsett kortin. Og þau með öllu horfin. Ég er meira að segja búin að hringja háskælandi eitthvert til útlanda og ekkert hægt að gera. Nema búa til ný boðskort. Eða bjóða fólki símleiðis og eyða meiri pening í áfengar veigar. Áður en við ákváðum að græja boðskortin á þennan hátt fór ég einmitt og eyddi formúu í fínan pappír, límmiða og fokdýra penna af því ég ætlaði að vera frumleg og ægilega persónuleg og handskrifa boðskortin. Ég skrifaði tvö stykki. Gafst upp og tróð öllu draslinu ofan í skúffu. Þetta var svona fyrsta alvöru bakslagið hvað fjárhagsáætlunina varðar...

Sjá lengri útgáfu af dagbók skipulagsfíkils á frettatíminn.is

Ein af ótalmörgum skipulagsbókum Guðrúnar Veigu.


fRéTTATíminn | páSkAHElgin 24. mARS–28. mARS 2016

|15

Kynningar | Brúðkaup

AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Draumahringurinn er handan við hornið hjá Carat Unnið í samstarfi við Carat

C

arat býður upp á einstaka þjónustu þar sem pör geta hannað sína eigin giftingarhringa, allt eftir smekk og efnahag hvers og eins. Í samstarfi við þýska skartgripaframleiðandann Acredo býður Carat pörum sem eru að velja sér giftingar- eða trúlofunarhringi einstaka þjónustu þar sem þau geta komið að allri hönnun á stíl og útliti hringsins. Haukur gullsmíðameistari í Carat segir þetta verða til þess að úrvalið sé meira en hefur nokkru sinni hefur þekkst í þessum geira. Bylting í áletrunum Ekki nóg með að hægt sé að hanna útlit hringsins heldur hefur einnig orðið bylting í áletrunum. „Allar áletranir eru leiserskornar og þannig getum við boðið upp á mikið úrval og allt sem hugurinn girnist í þeim efnum. Fólk getur skrifað eitthvað sjálft niður og við skönnum það inn og leiserskerum það í hringinn. Sumir hafa sett fingraför og það er hægt að setja hvað sem er,“ segir Haukur og rifjar upp eina skemmtilega áletrun sem var þannig að kona kyssti blað og kossinn var skannaður, minnkaður og skorinn innan í hring. „Það er hugmyndaflugið sem ræður hér, þetta er virkilega skemmtilegt.“

Haukur ásamt Rakel Mist, dóttur sinni, sem stendur vaktina í Carat við hlið föður síns. Úrvalið í Carat er með því mesta sem þekkist hér á landi.

Stórgott úrval Haukur segir fólk vera opið fyrir alls konar nýjungum og það sé ekki endilega vegna þess að smekkur fólks sé að breytast heldur einfaldlega vegna þess að úrvalið í dag sé miklum mun meira en það var fyrir örfáum árum. „Það er bara svo mikið í boði. Við erum að bjóða hringana í öllum tegundum eðalmálma, einlita, tvílita og þrílita. Rósagullið er til dæmis að koma sterkt inn núna. Það er ekki ósvipað rauðagullinu en þó með mun mýkri rauðum blæ, ekki eins sterkum koparlit og rauðagullið. Svo koma ýmis munstur einnig inn líka og mjög margir velja demanta, einn eða fleiri, í dömuhringinn. Það virðist vera meiri stemning fyrir þessum hringum núna,“ segir Haukur en bætir við að þessir hefðbundnu einföldu hringar standi þó alltaf fyrir sínu og það sé alltaf gott úrval af þeim líka. Í Carat er lögð áhersla á persónulega þjónustu í afslöppuðu andrúmslofti, undirstrikar Haukur. „Við hvetjum fólk til þess að taka sér tíma og koma til okkar, skoða úrvalið og fá ráðgjöf. Fá sér kaffisopa eða kampavínsdreitil og taka ákvörðun í góðu tómi.“

Hvernig berðu þig að? Farðu inn á carat.is og veldu „trúlofunar- og giftingarhringir“. Þá kemur upp gluggi þar sem þú getur prófað þig áfram, valið breidd hringanna og lögun, þykkt og stærð. Liti að sjálfsögðu; hvítagull, gulagull, rauðagull, rósagull eða platínu. Einnig er hægt að velja steina –eða sleppa þeim og einnig áferð, hvort hringarnir eigi að vera mattir eða í glans. Þegar verið er að hanna hringinn er hægt að fylgjast með verðinu allan tímann, það breytist jafnharðan og breytingar eru gerðar. Athugið að í verslun Carat við Hátún eru á annað hundruð hringapör, demantshringir, demantsbönd og demantsskart til sýnis og mátunar. Við bjóðum ykkur velkomin í Carat og við aðstoðum ykkur að finna draumahringana.

CARAT Haukur gullsmiður, Hátún 6A S: 577 7740 | www.carat.is

Allar áletranir eru leiserskornar og þannig getum við boðið upp á mikið úrval og allt sem hugurinn girnist í þeim efnum.

„Við hvetjum fólk til þess að taka sér tíma og koma til okkar, skoða úrvalið og fá ráðgjöf. Fá sér kaffisopa eða kampavínsdreitil og taka ákvörðun í góðu tómi.“


fréttatíminn | PáSkAHELGiN 24. MARS–28. MARS 2016

16 |

Kynningar | Brúðkaup

AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Tæknimálin í öruggum höndum Luxor tækjaleiga býður upp á ljósakerfi, sviðslausnir og hljóðkerfi fyrir brúðkaupsveislur Unnið í samstarfi við Luxor tækjaleigu

F

ólk leitar gjarnan til okkar með grófar hugmyndir og við útfærum þær með viðkomandi. Við tökum hugmyndina og látum hana verða að veruleika,“ segir Bragi Reynisson, framkvæmdastjóri Luxor tækjaleigu. Luxor hefur verið starfrækt frá árinu 2001 og starfsfólk fyrirtækisins býr yfir mikilli reynslu í tæknimálum, til að mynda frá framleiðslu sjónvarpsþátta á borð við Biggest Loser og The Voice. Luxor býður upp á ljósakerfi, sviðslausnir, hljóðkerfi, rauða dregla og ýmislegt annað til leigu sem tilheyrir veisluhaldi. „Við getum með einföldum hætti tekið hefðbundinn sal og umbreytt honum. Látlaus salur eignast nýtt líf með tækjunum okkar, sérstaklega LED-ljósunum sem breyta stemningunni. Þau fylgja því litaþema sem er í brúðkaupinu og svo þegar líður á kvöldið breytist litaþemað yfir í partí með einum smelli,“ segir Bragi. Hann segir að fagþekking síns fólks geti komið að góðum notum í brúðkaupsveislum. „Mínir menn geta komið á staðinn og séð alfarið um tæknimálin, þá eru þau í öruggum höndum. Hvort sem það eru ræðuhöld, myndbönd eða plötusnúðar. Það er algengt að einhverju sé

Bragi Reynisson, framkvæmdastjóri Luxor.

tæknilega ábótavant í veislusölum og þá kemur fagþekking okkar sér vel. Flestir fá sér veisluþjónustu í brúðkaupum, það er alveg jafn sjálfsagt að leita eftir tækniþjónustu.“ Nánari upplýsingar má fá á heimasíðunni www.luxor.is.

Látlaus salur eignast nýtt líf með LED-ljósunum sem Luxor hefur yfir að ráða.

Steinar sér um tónlistina Tekur að sér að troða upp í brúðkaupum og skipuleggja tónlistaratriði Unnið í samstarfi við Más og blás

Þ

egar kemur að því að skipuleggja stóra daginn er vissara að huga að tónlistinni. Steinar Sigurðarson tónlistarmaður hefur mikla reynslu af því að troða upp í brúðkaupum og að skipuleggja tónlistaratriði. „Ég hef komist að því í gegnum tíðina að margir vita ekki hvert þeir eiga að leita þegar kemur að tónlist í veislum. Ég hef tekið þetta að mér, allt frá því að troða upp sjálfur með saxafóninn í að skipuleggja stór tónlistaratriði eða tónlist sem spiluð er undir borðhaldi,“ segir Steinar. Steinar segir ýmsa möguleika í boði varðandi tónlistarflutning í brúðkaupum. Hann hafi til að mynda sett saman brassband í New Orleans-stíl sem hafi marserað með fólk frá kirkju að veislu, hann hafi troðið upp með saxafóninn bæði

með plötusnúðum og gítarleikurum og þannig mætti áfram telja. „Við höfum spilað hresst „happy“ lag í staðinn fyrir útgöngumarsinn og það heppnaðist ótrúlega vel. Presturinn og kirkjan ráða því ekki hvort eða hvernig þú spilar brúðarmarsinn eða útgöngumarsinn. Það er hægt að spila þetta á allt annan hátt eða spila önnur lög.“ Steinar segir að margir veigri sér við að leggja fram óskir sínar í þeirri trú að það sé ómögulegt, passi ekki eða sé illframkvæmanlegt. „Það þarf ekki að vera svo og yfirleitt er hægt að hanna hlutina í kringum viðburðinn. Fólk áttar sig oft ekki á þeim möguleikum sem í boði eru og þorir jafnvel ekki að spyrja.“ Þeir sem hafa skipulagt brúðkaup vita að ýmislegt getur gengið á í hamaganginum. Steinar segir að eitt og annað er snýr að tónlist og tæknimálum eigi það til að gleymast og þá sé gott að hafa fagmann í málinu.

„Þegar pípulagnirnar bila þá ræð ég mér pípara, ég er ekki að fara í rörin sjálfur því þá eru töluverðar líkur á að það leki. Það sama gildir um tónlistina, fólk vill bara hafa þetta í lagi. Það vill ekki að það sé bara þögn þegar ræður eru búnar, tónlistin í borðhaldinu passi ekki eða það gleymist snúra til að tengja græjurnar,“ segir hann. Hægt er að hafa samband við Steinar í gegnum síðu hans á Facebook (Steinar Sig) og þar eru jafnframt nánari upplýsingar um hann.

Steinar Sigurðarson hefur góða reynslu af því að skemmta í brúðkaupum og að skipuleggja tónlistaratriði. Mynd | Hari

Tekur á móti steggjum og gæsum Jónas Björgvinsson rekur Hljóðver.is þar sem vinsælt er að láta tilvonandi brúðhjón syngja lag sem svo er spilað í brúðkaupinu Unnið í samstarfi við Hljóðver.is

Þ

etta er tilvalið til að gera daginn skemmtilegan, að taka saman upp lag,“ segir Jónas Björgvinsson, upptökumaður og eigandi Hljóðvers.is. Jónas hefur mikla reynslu af því að taka á móti hópum í gæsunum og steggjunum. Vinsælt er að gæsin eða steggurinn syngi lag í hljóðverinu sem svo er spilað í brúðkaupinu, gjarnan undir myndasyrpu frá gæsuninni eða steggjununni. Hljóðver.is hefur verið rekið frá 2008 að Langholtsvegi 60 og þar hefur fjölbreytt tónlist verið tekin upp í gegnum tíðina. „Þetta er lítið og skemmtilegt hljóðver og hér er gott að vinna,“ segir Jónas sem hefur auk tónlistar fengist talsvert við auglýsingar og talsetningu. „Og síðan hefur þetta alltaf fylgt,

að taka á móti hópum, eða gæsatímabilið eins og við köllum það. Gæsatímabilið hjá okkur er á vorin og sumrin en ekki á haustin eins og hjá flestum,“ segir Jónas hann í léttum tón. Björgvinsson. Aðspurður segir Jónas að vanalega hafi skipuleggjendur samband við hann og velji lag. Svo þegar hópurinn mætir í hljóðverið tekur um það bil hálftíma til klukkutíma að hljóðrita sönginn. „Gæsin eða steggurinn syngur aðalröddina og stundum syngja vinirnir bakraddir, það getur komið skemmtilega út. Svo eru dæmi um það að báðir hóparnir, gæsin og steggurinn, komi í sitt hvoru lagi og brúðhjónin séu óafvitandi látin syngja dúett,“ segir Jónas.

Hann segir athyglisvert að konurnar séu yfirleitt metnaðarfyllri og vilji gera hlutina vel. Strákarnir virðist hafa meiri ánægju af að pína stegginn, til að mynda með því að syngja rokkballöður sem viðkomandi ráði alls ekki við. Gengur ekki fólki misvel að spjara sig í hljóðverinu? „Jú, auðvitað. Við höfum fengið alla flóruna, allt frá góðum söngvurum til fólks sem er algjörlega laglaust. Það hefur auðvitað ákveðið skemmtanagildi líka. Svo er líka vissara að reyna að gera þetta fyrri part dags, svo allir séu ennþá hressir.“ Þegar gæsir og steggir hafa sungið hjá Jónasi hljóðblandar hann lagið og skilar af sér geisladiski með laginu og myndum frá upptökunum. Allar nánari upplýsingar má fá á heimasíðunni www.hljodver.is.

Það er oft lífleg stemning í hljóðverinu þegar gæsir og steggir kíkja í heimsókn.


fréttatíminn | PÁSkAHELGin 24. MARS–28. MARS 2016

|17

Kynningar | Brúðkaup

AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Geggjuð gæsun og steggjun Frábær skemmtun fyrir hópa sem vilja gera eitthvað öðruvísi og ögrandi Unnið í samstarfi við Eríal Pole

E

ríal Pole á Rauðarárstíg er polefitness- og dansstúdíó sem hefur að geyma hæstu súlur á landinu. Eríal Pole býður upp á skemmtilega hópatíma í súludansi og polefitness sem passa fullkomlega fyrir skemmtilega gæsun eða steggjun. Eva Rut Hjaltadóttir, þjálfari og eigandi Eríal Pole, segir tímana henta langflestum hópum sem vilja koma saman og gera eitthvað öðruvísi og ögrandi saman. „Það er bara svo gaman að koma og sveifla sér, þetta er bara eins og að vera á leikvelli,“ segir Eva. Í gæsunar- og steggjunarhópum fá allir í hópnum að spreyta sig en áhersla er lögð á gæsina eða stegginn sem í endann verður að sýna hópnum hvað í henni eða honum býr. Hægt er að nálgast upplýsingar á Facebook, facebook.com/ErialPole, og í síma 770-2012.

Eva Rut hefur stundað súlufimi í 6 ár en á þeim tíma hefur hún farið frá því að geta ekki gert eina armbeygju klakklaust yfir í að geta þetta.

Kynlífstæki eru að færast fjær klámi Blush býður upp á heimakynningar á kynlífstækjum Unnið í samstarfi við Blush

K

ynlífstækjaverslunin Blush.is býður upp á fríar kynningar á höfuðborgarsvæðinu. „Við mætum á staðinn með allar vörurnar og posa þannig að fólk hefur tök á því að versla í lokin,“ segir Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush. Gerður leggur áherslu á kynningar í gæsapartíum þar sem gæsin fær veglega gjöf í lok kynningar. Helgarnar yfir sumartímann eru vanalega þéttbókaðar en Gerður sinnir kynningunum sjálf og er að auki með 10-12 konur í vinnu. Hægt að versla í friði Lögð er áhersla á vönduð merki hjá Blush og þar eru Lelo og Svakom fremst í flokki. Á kynningunum eru allar vörurnar til sýnis. „Við leyfum konunum að snerta vörurnar þannig að þær fái tilfinningu fyrir þeim. Við leiðbeinum og útskýrum hvernig þær virka, það eru auðvitað ekki allir sérfræðingar í þessum efnum. Í lokin er öllum svo boðið að fara afsíðis, ein og ein, til þess að versla því einhverjar vilja kannski ekki versla eða spyrja ítarlegra spurninga fyrir framan allan hópinn,“ segir Gerður og bætir við að á hverri kynningu sé alltaf ein sem kann allt og á alla flóruna og svo feimna týpan sem finnst óviðeigandi að ræða kynlíf fyrir framan annað fólk. „Svo er það nú oft þannig að þessi týpa leynir á sér þegar farið er afsíðis,“ segir Gerður og hlær. Vill aftengja kynlíf og klám Á þeim fimm árum síðan Gerður byrjaði að kynna kynlífstæki hefur margt breyst að hennar mati, konur orðnar mun opnari en áður og flestar mjög spenntar fyrir nýbreytni í kynlífinu. „Ég er líka orðin opnari sjálf og minna feimin. Með tilkomu samfélagsmiðla eins og snapchat hefur umræðan líka opnast. Þar erum við að sýna ýmislegt og fræða, það er allskonar um að vera. Við erum með um Kynlífstæki eru orðin mun fegurri en áður og meira lagt í að gera tækin aðlaðandi.

Flottur Flottur Flottur Gallabuxur sumarfatnaður sumarfatnaður Verð 15.900 kr. sumarfatnaður 5 litir: gallablátt,

Algengt er að fólk sem kemur í gæsanir og steggjanir í Eríal Pole skrái sig á námskeið í kjölfarið.

Flottir kjólar Flottur Flottur svart, hvítt, blátt, ljóssand. Stærð 34 - 48

Flottur sumarfatnaður Gallabuxur sumarfatnaður Kvarterma peysa á

Kvarterma Kjóll á 9.900peysa kr. á Verð 15.900 kr. sumarfatnaður 12.900 kr. Kvarterma peysa 12.900 kr. Einn litur 5 litir:á gallablátt,

litir 12.900 kr. svart, hvítt,3blátt, 3Stærð litir 38 - 46 ljóssand. Stærð 36 3 litir 36--52 52 Stærð 34 -Stærð 48 Stærð 36 - 52 Flottur Flottur Kvarterma peysa Kvarterma peysaáá kr. Buxur á 15.900 Flottur Buxur á 15.900 kr. kr. sumarfatnaður Kvarterma peysa á 12.900 12.900 kr. sumarfatnaður litir Buxur á 15.900 kr. 5 litir Verð 15.900 kr. 335 litir sumarfatnaður 12.900 kr. litir gallablátt, Stærð 34 -5-litir: 48 Stærð 36 52 5 litir Stærð 34 48 3 litir Stærð 36-52 svart, hvítt, blátt, ljóssand. Stærð34 36 - 52 Stærð 48

Gallabuxur

Stærð 34 - 48 Buxur Buxuráá15.900 15.900kr. kr. Buxur á 15.900 kr. 55litir litir Kvarterma Kvartermapeysa peysaáá Stærð 34 48 5 litir Stærð 34--peysa 48 á 12.900 Kvarterma 12.900kr. kr. 33litir 12.900 kr. Stærð 34 - 48 litir

3 litir Stærð 36 - 52

Verð 11.900 kr. 3 litir: blátt, grátt, svart. Stærð 3611.900 - 46 kr. Verð 3 litir: blátt, grátt, svart. - rennilás neðst á skálm

Stærð Stærð36 36--52 52

Buxur Buxuráá15.900 15.900kr. kr. Buxur á 15.900 kr. 55litir litir Stærð 5 litir Stærð34 34--48 48 Stærð 34 - 48

Kjóll á 7.900 kr.

3 litir og fleiri mynstur –188 . -11–1 kl. 11 agaakl38 Stærð 44 iðiðvivirkrkaad dag p O Gerður Arinbjarnardóttir er sérfróð um p O Stærð 36 - 46 kl8kl. 11 a–1 . 11-1-155 arardkldag gga kl. 11–18Opiðið a–1 u a alla kynlífstækjaflóruna og leggur mikinn la ag 11 ag . d 8 a g u rk 11 da la vi . rennilás neðst á skálm a kl ið rk vivirka daga O Op ððp OOpipi metnað í góða ráðgjöf. . 11 85 –1-1 . 11-1-155 . 11 gaklkl. 11 gaaklkl daga daag ad Opiððlalaug ugararda Opið laðuvigrkar Opi

Opi ga kl. 11-15 Verð 11.900 kr.

3 litir: blátt, grátt, svart. 10-12.000 fylgjendur þar.“ Gerður leggur mikla Opið laugarda Stærð 36 - 46 áherslu á jafnrétti í kynlífi og það sem vekur –188 11–1 - rennilás neðst á skálm gakl.kl.11 daga Op virkakada iðvir athygli er hönnun kynlífstækjanna sem Opið -1-155 11 kl. 8 a Kíkið á myndir og verðga á Facebook –1 ag Laugavegi 178 | Sími 555 1516 11 rd 11 kl. kl. lau Kíkið á myndir verðga á Facebook iðiðog rdaga daga Laugavegi 178 Op | 555 Sími 555 ka1516 lau vir ið1516 Kíkið á myndir og verðOp á Facebook eru bæði falleg í laginu og á litinn. „Það Laugavegi 178 Kíkið á myndir og verðOp á Facebook Laugavegi 178| Sími | Sími 555 1516 rdaga kl. 11-15 ið lauága Op sem ég er að reyna að gera er aðLaugavegi tengja Kíkið á myndir og verð áog Facebook Kíkið á myndir verð Facebook Laugavegi 178 |178 Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð áog Facebook Kíkið áámyndir verð á Facebook Kíkið myndir og verð á Facebook | Sími 555 1516 kynlífstæki meira við kynlíf en klám. Að mínu mati á ekki að selja kynlífsKíkið á myndir og verð á Facebook Laugavegi 178 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Laugavegi 178| Sími | Sími 555 1516 tæki með nöktum konum framan á og Kíkið á myndir og verð á Facebook Kíkið á myndir og verð á Facebook Laugavegi 178 | Sími 555 1516 risastór æðaber typpi heldur falleg tæki sem mann virkilega langar til þess að nota,“ segir Gerður. Blush mun opna verslun að Hamraborg 5 þann 17. apríl. Úrvalið má skoða á Blush.is og snapchatið er blush.is


FRéttatíminn | páSkaHeLgin 24. MarS–28. MarS 2016

18 |

Kynningar | Brúðkaup

AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Persónulegir matseðlar og pottþétt þjónusta Veisluþjónusta Culinu leggur metnað sinn í að uppfylla óskir og væntingar viðskiptavina Unnið í samstarfi við Culina

M

argir þekkja vörurnar frá Culina sem fást til dæmis í Búrinu og Frú Laugu en góður rómur hefur verið gerður að sósunum, kexinu og maukinu sem framleitt er úr fyrsta flokks hráefni. Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari er eigandi Culinu sem einnig er veisluþjónusta með áherslu á persónulega matseðla sem sniðnir eru að þörfum viðskiptavinarins. „Ég vil semja matseðlana með fólki þannig að hver matseðill verði svona dálítið sérstakur,“ segir Dóra. Sérhæfir sig í sérþörfum Sérstaða veisluþjónustunnar er ef til vill sú að mikið er lagt upp úr því að koma til móts við þau sem þurfa af einhverjum ástæðum að vera á sérfæði, til dæmis vegna ofnæmis eða óþols. „Það er ekkert leiðinlegra en þegar fólk sem þarf að huga að sérstöku mataræði getur ekki einu sinni borðað matinn í eigin veislu, það er alveg glatað,“ segir Dóra sem notar sína miklu reynslu og þekkingu til þess að sníða matseðlana að þörfum hvers og eins án þess að það bitni á bragði eða gæðum. Bæði grænmetisætur og þau sem eru vegan hafa líka verið stór hópur sem sækir veisluþjónustu sína til Culinu. Alltaf hægt að finna lausnir Dóra gefur sér mikinn tíma til að semja matseðilinn með kúnnanum,

Matseðlar af öllum sortum Þó að Culina sérhæfi sig í matseðlum fyrir þau sem eru með sérþarfir af einhverju tagi eru engin takmörk fyrir því hvað er í boði; matseðlarnir geta verið af öllum sortum. Það eina sem þeir eiga allir sameiginlegt er að Culina leggur metnað sinn í að elda alla rétti frá grunni og notar engin óþörf aukaefni eða rotvarnarefni.

sest niður með honum og ræðir óskir og væntingar. „Það er alltaf gott að fólk sé með einhverja hugmynd áður en það kemur til mín og jafnvel verðhugmynd. Það er svo auðvelt að smíða inn í rammann eftir hugmyndum hvers og eins og alltaf hægt að finna lausnir og gera eitthvað skemmtilegt sem passar inn í flesta fjárhagsramma. Markmiðið er alltaf að þetta verði fallegt og gott og sanngjarnt fyrir alla,“ segir Dóra. Sjá nánari upplýsingar á culina.is. Hafið samband beint við Dóru: dora@culina.is eða í síma 892 5320

Mynd | Hari

„Það er ekkert leiðinlegra en þegar fólk sem þarf að huga að sérstöku mataræði getur ekki einu sinni borðað matinn í eigin veislu, það er alveg glatað,“ segir Dóra.

Rómantískur brúðarvöndur Falleg blanda af hvítum vorblómum, sígildur og rómantískur. 4 árstíðir Lágmúla 4 S. 566 8215

Hefðbundin rómantík

Vöndurinn er vafinn með brúðarslöri, nellikum, ástareldi og hvítum hortensíum. 18 Rauðar Rósir Hamraborg S. 554 4818

Villtur náttúruvöndur Samansettur af nellikum, hortensíum, bóndarós, brúðarkollu, safari og eryngium. 18 Rauðar Rósir Hamraborg S. 554 4818

Frjálslegir, rómantískir og náttúrulegir

Framandi brúðarvöndur Leikur að þykkblöðungum og orkídeum, ný og skemmtileg blanda. 4 árstíðir Lágmúla 4 S. 566 8215

Rómantískur og lukkulegur

Samkvæmt gömlum brúðkaupshefðum er það brúðinni til lukku að hafa eitthvað blátt á brúðkaupsdaginn. Bláu hortensíurnar gera þennan vönd einstaklega rómantískan og fallegan og færa brúðinni vonandi lukku í komandi hjónabandi. Garðheimar Stekkjarbakka 6 S. 540 3300

Ferskur og frjálslegur Frjálslega formaðir vendir eru að koma sterkir inn. Þeir bera með sér ferskan og óformlegan andblæ. Líkt og brúðurin hafi farið út á engi og tínt sér nokkur blóm í vönd. Í þessum vendi leika græn lauf og greinar mikilvægt hlutverk í fylgd með uppáhaldsblómum brúðarinnar. Garðheimar Stekkjarbakka 6 S. 540 3300


fréttatíminn | pÁSKAHELGIN 24. MARS–28. MARS 2016

|19

Kynningar | Brúðkaup

AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

Litagleði, frjálsræði og fjölbreytni Brúðarvendir eru að verða villtari og náttúrulegri Unnið í samstarfi við 4 Árstíðir

E

lísa Ó. Guðmundsdóttir blómahönnuður er eigandi 4 Árstíða. Verslunin sérhæfir sig í árstíðabundinni blómahönnun og fallegri gjafavöru, til að mynda sælkeravörunum frá Nicholas Vahé, IB Laursen, B. Green og hinu skandínavíska House Doctor sem margir þekkja. Í 4 Árstíðum er lögð áhersla á að bjóða upp á það ferskasta sem í boði er á hverjum árstíma. Villtir vendir „Það sem er að gerast í brúðarblómunum er að vendirnir eru að verða minna formfastir en þeir voru. Þéttingsfastir kúluvendir eru á undanhaldi og það er komin meiri hreyfing í þá, þeir eru að stækka og verða mun lausari,“ segir Elísa. „Það er líka dálítið verið að leika sér með náttúruna og blanda blómum, vendirnir eru villtir og þurfa alls ekki að vera symmetrískir.“

Litríkur hippavöndur úr smiðju Elísu.

„Það er líka dálítið verið að leika sér með náttúruna og blanda blómum, vendirnir eru villtir og þurfa alls ekki að vera symmetrískir.“

Frjálsræðið allsráðandi Fjölbreytnin í blómunum er allsráðandi, að sögn Elísu og jafnvel er farið að blanda þykkblöðungum og kryddjurtum með í vendina. Blómin eru í öllum litum og blandast með alls konar greinum. „Þetta er bara mjög skemmtilegt. Við erum að upplifa mikið frjálsræði í þessum efnum, erum að ganga inn í öld Vatnsberans!“ 4 Árstíðir eru til húsa að Lágmúla 4, ekið er inn á plan hjá Mikluborg fasteignaskrifstofu, beygt strax til hægri og keyrt niður brekku.

Yfirgripsmikil reynsla og fagmannleg vinnubrögð

Há og falleg skreyting sem myndi sóma sér vel á hvaða háborði sem er.

Elísa hefur starfað við blómahönnun og útstillingar frá árinu 1978. Reynsla hennar spannar vítt svið og var hún meðal annars yfirblómaskreytir hjá Alaska 1982-1993. Þá starfaði hún sjálfstætt við ýmis verkefni tengd viðburðum, útstillingum og blómasýningum til ársins 1998 er hún stofnaði veislu- og viðburðaþjónustuna Veislugarð ásamt manni sínum, Vigni Kristjánssyni matreiðslumeistara. Veislugarður heldur utan um veislur og aðra viðburði af flestum toga og eru skreytingar Elísu stór umgjörð utan um þá. Árið 2014 opnaði hún 4 Árstíðir sem hún rekur meðfram Veislugarði.

Bragðlaukarnir dansa í veislunni Veisluþjónustan Veislugarður býður upp á fjölbreytt úrval af mat fyrir brúðkaup og aðrar veislur Unnið í samstarfi við Veislugarð

V

eisluþjónustan Veislugarður var stofnuð árið 1998 af hjónunum Vigni Kristjánssyni matreiðslumeistara og Elísu Guðmundsdóttir blómaskreyti. Veislugarður býður upp á alhliða veisluþjónustu og leggur mikla áherslu á girnilegan og vel útilátinn matseðil sem lætur bragðlaukana dansa. Beef Wellington slær alltaf í gegn Vignir segir mikla fjölbreytni ríkja í matseðlum fyrir brúðkaup en eitt af því vinsælasta sé steikarhlaðborðið. „Þá er humarsúpa í forrétt og svo innbökuð nautalund eða Beef Wellington, hunangsgljáð kalkúnabringa og lambalæri. Svo er úrval sætra bita í boði í eftirrétt.“ Smáréttir af öllum gerðum Smáréttahlaðborð er einnig afar vinsælt í brúðkaupsveisluna og þá er hægt að raða saman alls kyns girnilegum minni réttum. „Þar erum við að tala um tapassnittur og mikið úrval af alls kyns smáréttum,“ segir Vignir. Á vefsíðu Veislugarðs, veislugardur. is, má sjá fjölbreytt úrval rétta og matseðla og fá tilboð í veislu.

Smáréttahlaðborð eru afar vinsæl.

Myndir | Rut

„Þá er humarsúpa í forrétt og svo innbökuð nautalund eða Beef Wellington, hunangsgljáð kalkúnabringa og lambalæri. Svo er úrval sætra bita í boði í eftirrétt.“

Matreiðslumeistari með mikla reynslu Matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri Veislugarðs er Vignir Kristjánsson. Vignir útskrifaðist af Hótel Borg árið 1982. Hann hefur starfað við

fagið allar götur síðan og m.a. starfað á Hótel Holti, Sjávarsíðunni og í veiðihúsum víða um Ísland.

Beef Wellington er hluti af steikarhlaðborði Veislugarðs.


15%

kaupauki til brúðhjóna

Vandaðar brúðargjafir Brúðhjón sem stofna brúðargjafalista hjá Kúnígúnd fá 15% kaupauka frá versluninni Setjið saman ykkar eigin brúðargjafalista á kunigund.is

Laugavegur - Kringlan - kunigund.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.