undanfarið hafa fréttir borist af skrímslum, sem hafa birst á ólíklegustu stöðum. skrímslin þykja óvenju gæf og vingjarnleg. gert er ráð fyrir frekari skrímslaferðum á næstunni.
Það gerir mig ekkert minni femínista þó ég eldi súpu, segir Hildur Björg gunnarsdóttir sem nam hússtjórn í leyfi frá læknanámi. 12 viðtal
Helgarblað
auglýSing
mEnning 48
Skrímslainnrás
26.–28. júlí 2013 30. tölublað 4. árgangur
ókeypiS viðtal Sif HaukSdóttir og Hjörvar jónSSon Hlaupa til Styrktar ungum Sonum Sínum
Greindust með ólæknandi sjúkdóm með viku millibili Hönnuðu rafknúinn kappakstursbíl Kappakstursbíll íslenskra verkfræðinema lenti í verðlaunasæti í alþjóðlegri hönnunarkeppni.
viðtal 24
gallabuxur bannaðar í golfinu Mæta má í köflóttu á Íslandsmótið en gallabuxurnar eru úti í kuldanum. golf 32
Fyrir tæplega ári greindust tveir synir Sifjar Hauksdóttur og Hjörvars Jónssonar með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne. Engin lækning er til við sjúkdómnum og ætla Sif og Hjörvar bæði að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni og safna áheitum til styrktar Duchenne samtökunum á Íslandi sem styður rannsóknir á sjúkdómnum. Heitasta ósk foreldranna er að lækning finnist því þeir vilja ekkert frekar en að nýfædd dóttir þeirra eigi bræður á lífi þegar hún verður fullorðin.
ljósmynd/Hari
P r j ó n a P i st i l l : H e k lu ð l i ta d ý r ð – s a m t í m i n n : r a n g H u g m y n d i r u m í s l e n s k t s a m F é l ag – m e n n i n g : í s l e n s k a ko n a n
söngvari das-bandsins er 84 ára en hljómsveitin heldur uppi stuðinu á Hrafnistu og víðar. um helgina treður hún upp á sveitaballi á gömlu Borg í grímsnesi.
Í Hússtjórnarskólann í leyfi frá læknisfræðinni
síða 18
LYTOS útivistaskór – ný sending Nitron Þrír litir Stærðir 36–47 kr. 19.990
LeFlorians Turkis og fjólublár 36–42 Ljós og svartur 36–47 kr. 19.990
Mulaz Faz Brúnn Stærðir 41–48 kr. 29.990
Sér blað um Edrú hátíð ina
rr sio i þu Ca nd di ka Kid bra r æti m
Einnig í Fréttatímanum í dag:
tónelskir ellismellir
Útih átíð
V ER SLUNA
L auga L a
R M A NNA
Gústi Chef býður upp á frábæra veislu
ndi, hoLt um
HELGIN A
2.-5. ÁGÚST 2013
nánaRi uPPLÝSingaR um eRdRÚhátíði na má náLgaSt á
saa.is
Leikhópurin
n Lotta Frumsamið leikrit um íslensk tröll arnþór Jónsson, formaður sÁÁ Sólin á eftir að skína á Edrú-hátíðinni
DaníeL Ágúst, söngvari
Kemur með góða
g
us gus skapið á flotta hátíð í
ÆðruLeysismessa Einkennist af þakklæ ti, ánægju og gleði
Draumarnir rætast Ótrúlega gaman
freyr
eyJóLfsson er ég sný bingókú lunum
hLJómsveitin yLJa að taka þátt í Edrú-há tíðinni
SÁÁ-blaðið Edrú
í miðju FrÉttatímanS
Opið virka daga kl. 9.00–17.30
Hiker Top Brúnn stærðir 38–47 kr. 18.990
Orkuhúsinu Suðurlandsbraut 34 S. 517 3900 w w w.flexor.is
2
fréttir
Helgin 26.-28. júlí 2013
sK attar álaGninGarsKr á ríKissK attstjór a löGð fr am
Magnús Kristinsson skattakóngur ársins Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, er skattakóngur Íslands í ár. Magnús greiddi mest allra í tekju- og auðlegðarskatt samkvæmt Ríkisskattstjóra, 189,6 milljónir króna. Magnús seldi útgerðarfyrirtækið Berg-Hugin á síðasta ári. Útgerðarmenn tylla sér í þrjú efstu sæti listans yfir þá sem hæst greiddu. Kristján Vilhelmsson hjá Samherja er í öðru sæti með 152,3 milljónir króna og Guðbjörg Matthíasdóttir hjá Ísfélagi Vestmannaeyja í því þriðja með 135,6 milljónir króna. Í fjórða sæti listans er Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi, sem greiddi 115,4 milljónir króna í skatt. Sigurður Örn Eiríksson í Garðabæ greiddi 109,6 milljónir króna, Sveinlaug-
ur Kristjánsson greiddi 102,8 milljónir og Össur Kristinsson, stofnandi Össurar hf, 100, 6 milljónir. Þorsteinn Már Baldvinsson útgerðarmaður í Samherja greiddi 85,5 milljónir króna, Helgi Vilhjálmsson í Góu greiddi 61,7 milljónir, Skúli Mogensen athafnamaður 60,1 milljón og Ingunn Gyða Wernersdóttir 60 milljónir króna. Tekjuskrár liggja nú frammi og fjölmiðlar og aðrir forvitnir eru farnir að rýna betur í þær. Í gær greindi Viðskiptablaðið frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona hans, eiga rúmlega 1,1 milljarð króna umfram skuldir, samkvæmt greiðslu auðlegðarskatts fyrir árið 2012. Þau greiða rúmar 19 milljónir króna í auðlegðarskatt fyrir árið 2012.
Magnús Kristinsson og Skúli Mogensen eru í hópi hæstu skattgreiðenda landsins. Magnús er skattakóngur í ár.
GluGGaþvottur KönGulóarmenn utan á Glerhýsum
Fjölgun slysa vegna vinstri beygju
Yfir sumarið fjölgar jafnan slysum þar sem ökumaður hyggst beygja til vinstri út af aðalvegi í dreifbýli eða aðalgötu í þéttbýli og á sama tíma ætlar sá sem á eftir kemur að taka fram úr. Oft verða harðir árekstrar við þessar aðstæður, að því er fram kemur á vef Vátryggingafélags Íslands. Með öllu er óheimilt að aka fram úr á gatnamótum en ekki liggur alltaf ljóst fyrir hvort um gatnamót sé að ræða við heimkeyrslur að sveitabæjum, útsýnisstöllum og slíkum stöðum. Á vis. is kemur jafnframt fram að fjöldi slíkra mála hafi farið fyrir Tjónanefnd vátryggingafélaganna og sum áfram til Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum sem dregið hefur skýra línu í málum sem þessum og skiptist sökin þannig að 2/3 hlutar hennar eru lagðir á þann sem beygir til vinstri þegar miðlína er fullbrotin en þegar miðlína er hálfbrotin snýst það við og 2/3 hlutar sakar eru lagðir á þann sem ekur fram úr. Sé línan heil ber sá sem fram úr ekur alla sökina.
Rólyndismenn með stáltaugar Síðustu daga hafa vegfarendur í Borgartúni veitt manni athygli sem hangir utan á glerturninum sem stendur við götuna. Maðurinn sinnir því sem kalla má eilífðarverk, að þrífa seltu og önnur óhreinindi af gluggum turnsins. Hann er að prófa sig áfram með þá aðferð að hanga í vír við iðju sína en þessi aðferð mun vera um margt þægilegri en að þrífa glugga í körfu.
G
luggaþvottamaðurinn sem hangið hefur utan á glerturninum í Borgartúni undanfarið hefur vakið mikla athygli vegfarenda og ófáir hafa smellt af honum mynd og sett á Facebook-síður sínar, oftar en ekki undir þeim formerkjum að þeir hafi rekist á Köngulóarmanninn í Borgartúninu. Bjarki Þorsteinsson er einn eigenda AÞÞrifa sem sinnir gluggahreinsun í Borgartúni og víðar. Hann segir það vissulega ekki fyrir hvern sem er að stunda gluggaþvott í háloftunum og til starfans veljist ákveðnar manngerðir. „Við erum alla jafna með tvo til þrjá sigmenn og það verður nú að segjast eins og er að þeir eru allir sérstakar manngerðir og mjög rólegir,“ segir Bjarki í léttum tón. „Þetta eru pollrólegir gæjar, bæði þeir íslensku og pólsku sem eru í þessu hjá okkur.“ Gluggaþvottamennirnir eru hæglátir ofurhugar sem láta sér fátt fyrir brjósti brenna og munar lítið um að dingla sér með sköfurnar í háloftunum. Bjarki hefur sjálfur þrifið glugga úr körfu en hefur ekki prófað að þrífa gler í vírnum en segir þessa aðferð reynast vel. „Þetta er ákveðin leið sem við erum að prófa en við losnum með þessu við alls konar vesen sem fylgir körfunum.“ En er ekki eilífðarverkefni að halda glerhýsunum hreinum, að maður tali ekki um í Borgartúninu þar sem vindurinn stendur á turninn frá hafinu? „Það mætti alveg segja að það þyrfti að byrja aftur á fyrsta glugganum um leið og sá síðasti er kláraður. Vinnan við turninn í Borgartúni tekur tvær til þrjár vikur eftir því hversu margir koma að þessu.“ Bjarki segir meira en nóg að gera í gluggaþvottinum enda góður slatti ef gleri sem teygir sig til himins á höfuðborgarsvæðinu. „Það eru auðvitað turnarnir í Kópavogi og Borgartúni, Grand Hótel og svo Harpa en sú hlið hennar sem snýr út að sjó tekur á sig mikla seltu og hana er ekki hægt að þrífa öðruvísi en hangandi í vírnum. Það er ekki nokkur leið að komast að henni með öðru móti.“
hæsta boð 677.000 krónur sem er undir lágmarksuppboði – svo betur má ef duga skal. - jh
Atvinnuleysi 6,4 prósent í júní Vélhjólið sem stendur til boða á www. bilauppbod.is – til styrktar Sunnu Valdísi Sigurðardóttur.
Góðgerðaruppboðið stendur til sunnudags Uppboð á vélhjóli sem hófst síðastliðinn föstudag til styrktar Sunnu Valdísi Sigurðardóttur og AHC-samtökunum stendur til næstkomandi sunnudags, 28. júlí. Sunna Valdis er sjö ára gömul og er eini AHCsjúklingurinn á Íslandi en sjúkdómurinn er sjaldgæfur taugasjúkdómur. Fólk sem þjáist af AHC fær köst sem einkennast af lömun í annarri eða báðum hliðum líkamans. Fylgifiskar sjúkdómsins eru krampaköst, augntif, mikil þroskaskerðing, athyglisbrestur og fleira. Það er www.bilauppbod.is sem heldur utan um uppboðið. Allt andvirði þess rennur í rannsóknarsjóð AHC-samtakanna. Vélhjólið er af gerðinni Victory VC92 Sport Cruiser 1500cc, árgerð 2001 og ekið 1500 mílur. Það var flutt inn árið 2006. Í gær var
Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í júní 2013 að jafnaði 191.000 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 178.700 starfandi og 12.300 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 84,3%, hlutfall starfandi 78,9% og atvinnuleysi var 6,4%. Atvinnuleysi hefur aukist um 1,2 prósentustig frá því í júní 2012 en þá var atvinnuleysi 5,3%. Atvinnuleysi í júní 2013 var 6,7% á meðal karla miðað við 5% í júní 2012 og meðal kvenna var það 6,1% miðað við 5,6% í júní 2012. -jh
170 hlutafélög nýskráð Nýskráð einkahlutafélög í júní voru 170, til samanburðar við 185 í júní 2012. Nýskráningar voru flestar í heild- og smásöluverslun, viðgerðir á ökutækjum. Fyrstu 6 mánuði ársins var fjöldi nýskráninga 1.023, en það er 11% aukning frá sama tíma í fyrra þegar 922 fyrirtæki voru skráð, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. Þá voru 70 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í júní, flest í heild- og smásöluverslun. -jh
Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
Heimilis
RIFINN OSTUR Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið.
100% ÍSLENSKUR OSTUR
Köngulóarmaðurinn í Borgartúni að störfum. Hann er rólyndismaður sem kippir sér ekki upp við margt og eins og gefur að skilja er hann alveg laus við lofthræðslu. Mynd Hari
Við erum alla jafna með tvo til þrjá sigmenn og það verður nú að segjast eins og er að þeir eru allir sérstakar manngerðir og mjög rólegir.
Fékk draumastarfið Símtalið sem í miðri öllu klippingu breytti Reykjavík,Reykjavík/San 2013, Ævar segir frá hamingjusömum Fransisco, 2013, Jón og viðskiptavini Gummi segja frá sölu á sprotafyrirtæki Ég var að klippa mann síminn hans hringdi. Í ljósSoftware kom að biðum hann hafði draumastarfið, Eftir hálft ár þegar af samningaviðræðum við Jive við í fengið nístandi óvissu á bar íátti Reykjavík nú fyrir höndum ferðast út frá umsölunni allan heim! sturlaðist auðvitað af gleði. Hann þurfti að rjúka meðanað Gunni gekk á litlaHann fyrirtækinu okkar í San Fransisco. Þegar síminn hringdi loks og
Sjáðu Sjáðu
strax burt til að ganga frá einhverjum málum, þannig hann hljóp út hálfklipptur. komVið svopöntuðum til baka okkur hann færði okkur góðu fréttirnar vissum viðaðekki alveg hvað við áttum aðEngera.
Jón Ævar og Gumma
seinna umannan daginnbjór. og þá gaterég klárað verkið. Það einhvern veginn þannig að stærstu stundirnar í lífi manns láta oft svo lítið yfir sér.
segja segja frá frá
Galaxy S4 eða iPhone 5 Samsung
Snjallpakkinn er frábær áskriftarleið þar sem þú færð SMS, gagna magn og innifaldar mínútur sem gilda í farsíma og heimasíma óháð kerfi. Engin upphafsgjöld eru af inniföldum mínútum.
Sumarglaðningur 3 GB og 3000 SMS á mán. fylgja öllum Snjallpökkum til 31. ágúst.
Galaxy S4
iPhone 5
7.290kr.
7.290kr.
119.900 kr. stgr.
119.900 kr. stgr.
Á mánuði í 18 mánuði*
Á mánuði í 18 mánuði*
Bættu við Snjallpakka
Bættu við Snjallpakka
4.990 kr./mán.
3.490 kr./mán.
500
500 mín. | 500 SMS | 500 MB
Nánar á siminn.is
Vertu í sterkara sambandi á stærsta farsímaneti landsins
300
300 mín. | 300 SMS | 300 MB
*Greiðslugjald 340 kr. bætist við mánaðargjald.
Segðu sögu með
Veldu Snjallpakka sem passar þér!
4
fréttir
Helgin 26.-28. júlí 2012
veður
Föstudagur
laugardagur
sunnudagur
lítið lát á góðviðrinu Hlýtt loft er yfir landinu þessa dagana og við erum undir áhrifasvæði háþrýstings sem gerir það að verkum að heiðskýrt sé að mestu. einnig hægur vindur. Það þýðir líka að þokan getur orðið þrálát við strendur. Á laugardag verður vindur þó aðeins s-stæður sem er hagstætt fyrir n- og a-land. Á sunnudag má síðan gera ráð fyrir síðdegisskúrum um leið og dregur úr mestu hlýindunum.
15
17
17
18
13
20
17
13
15 16
21
15
15
18
14
Hægur vindur, víða Hafgola, skýjað og þoka við sjóinn. Bjart og Hlýtt til landsins.
Hægur vindur, Bjart að mestu. Hlýtt, en víða svöl Hafgola.
meira skýjað á landinu og kröftugar fjallaskúrir síðdegis.
HöfuðBorgarsvæðið: Hafgola og skýjað með köflum.
HöfuðBorgarsvæðið: sólríkt framan af, en síðan skýjað.
HöfuðBorgarsvæðið: skýjað að mestu og skúrir
einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is
dýraverndarinn kemur út eftir þrjátíu ára hlé
Dýraverndarinn Tímarit dýravina á Íslandi. 70. árgangur,
1. tbl 2013. Verð 1.299 kr.
Dýraverndarinn, tímarit dýravina á íslandi hefur verið endurvakið en útgáfa þess hefur legið niðri í þrjátíu ár. Dýraverndarinn kom reglulega út í tæplega sjötíu ár, fram til 1983 en þá varð hlé á Dýravernd í fortíð og framtíð útgáfunni. DýraverndarsamIll meðferð á íslenska hestinum vinir? Geta öll dýrin í skóginum verið Hallgerður band íslands gefur ritið út og Hauks dóttir, er stefnt að útgáfu þess vor og Dýraverndarsamband íslands hefur endurvakið útgáfu ritstjóri Dýrahaust ár hvert. tímaritsins Dýraverndarinn. verndarans. „Ég hef frétt af fólki, sérstaklega sem komið er á efri ár og man eftir blaðinu, sem gleðst mjög yfir að heyra af útgáfunni. Blaðið var fastur hluti af heimilislífi margra og þess jafnan beðið með óþreyju. Gömul kona á Vesturlandi mun hafa tárast af gleði við fréttirnar, sem sýnir áhrif blaðsins í bernsku hennar,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, ritstjóri Dýraverndarans. Fyrstu dýraverndarlögin sem sett voru á Íslandi voru samin fyrir tilstuðlan Tryggva Gunnarssonar, föður Dýraverndarans, og samþykkt nær óbreytt á Alþingi árið 1915. „Tímaritið var vettvangur ýmissa ritsmíða tengdum dýrum, svo sem greina og frétta ásamt ljóðum og sögum sem annars hefðu ekki orðið, en ritstjórar þess leituðu textasmíða hjá skáldum og rithöfundum á sínum tíma. Við munum leitast við að halda þeim gildum á lofti sem blaðið ætíð stóð fyrir, að vera rödd dýra og dýravina á Íslandi. Allir sem vilja geta sent greinar og annað efni til blaðsins,“ segir Hallgerður. -dhe
HeilbrigðisMál Mjög slæMar starFsaðstæður Hjá læknuM
Ekki er hægt að fjölga læknanemum Starfsaðstæður eru erfiðar hjá læknum á Landspítalanum og þeir leita annað. Ólöf Birna margrétardóttir unglæknir segir synd að ekki sé betur hlúð að læknum eftir að varið hefur verið fjármunum í menntun þeirra.
M
ikil aðsókn er í læknanámið. Það eru 48 manns sem komast áfram á hverju ári og það hefur verið í umræðunni að fjölga þeim til þess að stemma stigu við læknaskorti en spítalinn ræður ekki við að taka fleiri í verklegt nám. Þar er hindrun því að það er ekki hægt að hlaða endalaust á þá lækna sem fyrir eru,“ segir Ólöf Birna Margrétardóttir, læknir á lyflækningasviði, sem nú er í fæðingarorlofi. Eftir þriggja ára bóklegt nám fara læknanemar í verklegt nám á Landspítalanum. „Kennslan fer fram á deildum og ef álagið er þannig að læknarnir ná ekki að sinna sjúklingunum tímanlega þá bitnar það auðvitað á læknanemunum. Klárlega fá læknanemarnir slakari kennslu því að þeir verða út undan,“ segir Ólöf Birna. Ólöf Birna útskrifaðist árið 2009 og telur að starfsaðstæður hjá nýjum læknum hafi versnað mikið. Ástæður fyrir óánægju lækna segir hún vera ósamkeppnishæf laun sem og slæmar starfsaðstæður. Segir hún að sérfræðilæknar sem hafa komið heim eftir nám stoppi nú styttra við á Íslandi vegna þess að Landspítalinn geti hvorki boðið upp á samkeppnishæf laun né sambærilegar starfsaðstæður sem leiði til þess að þeir fara út í vinnu. „Þeir sem eftir eru reynast okkur almennum læknum mjög vel. En þeir eru störfum hlaðnir, það er alveg sama að hverjum þú kemur. Þeir sinna ráðgjafarvinnu, sinna sínum eigin sjúklingum, eru með stofu úti í bæ og svo er mælst til þess að þeir sinni rannsóknarstörfum sem er nánast ekkert svigrúm fyrir,“ segir Ólöf Birna Segir hún að álagið á spítalanum sé mikið hjá öllu starfsfólkinu. „Manni finnst það liggja í augum uppi að eftir því sem álagið eykst þá hljóta að vera auknar líkur á mistökum, alveg sama á hvaða stigi þau eru, hvort sem það er hjá læknum, hjúkrunarfræðingum eða öðrum stéttum á spítalanum, það eru allir að hlaupa hraðar,“ segir Ólöf Birna Ólöf Birna hefur starfað á slysadeild og síðast á lyflækningasviði og segir ástandið vera slæmt þar. „Það hefur gengið illa að manna stöður lækna og er það slæmt því að þeir læknar eru framlína spítalans. Nú eru þessi svið mönnuð meira og minna læknanemum í sumar. Það er bæði verið að láta fólk í stöðu sem það er ekki tilbúið í og verið að auka álag á sérfræðilækna og annað starfsfólk verulega. Ástæðan er að það er miklu meira álag fyrir sérfræðilækna að vera með óreyndar manneskjur á gólfinu,“ segir Ólöf Birna. „Búið er að verja fjármunum í að mennta lækna og það er synd að ekki sé betur hlúð að þeim. Íslenskir læknar þurfa að afla sér menntunar erlendis og við þurfum að fá þá heim, ekki bara til þess að manna heilbrigðiskerfið heldur til að fá til Íslands þekkingu, nýjungar og reynslu. Það þarf að viðhalda almennum upplýsingum og fræðslu um það sem er að gerast úti í heimi, það gerist ekki á meðan maður er hér á Íslandi,“ segir Ólöf Birna. „Landspítalinn er ekki samkeppnishæfur, hvorki hvað varðar laun, aðstæður eða tækjakost fyrir lækna og það er synd að mennta lækna sem síðan sjá sér ekki fært að vinna hér á landi,“ segir Ólöf Birna Hún segir að hætta á læknaskorti í ýmsum sérgreinum sé yfirvofandi, til dæmis sé há prósenta heimilislækna að komast á aldur og ekki líti út fyrir að hægt verði að manna með nýliðun í stéttinni.
GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST
róandi te úr kannabislaufunum
gaf ekki upp hvaðan. Hann áliti að þau innihéldu ekki virkt efni og teldi þau fremur lyf heldur en fíkniefni. Hann notaði laufin til að laga sér róandi te úr þeim. Dómurinn taldi þessi rök „haldlausa vörn“ þar sem varsla á kannabisefnum, óháð notkun, er bönnuð á íslensku yfirráðasvæði. Var maðurinn því dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára og til greiðslu 460 þúsund króna í sakarkostnað.“ - jh
karlmaður á fertugsaldri var nýverið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi austurlands fyrir að hafa á heimili sínu tæp 130 grömm af kannabislaufum. maðurinn sagðist hafa notað efnin til að útbúa sér róandi te en ekki sem vímugjafa, að því er Austurfrétt greinir frá. Þar kemur fram að húsleit hafi verið gerð á heimili mannsins, bifreið hans og tveimur öðrum húsum sem hann hafði yfir að ráða eftir að lögreglu bárust ábendingar um að á heimili hans héngu kannabisplöntur „til þerris.“ „Í öðrum húsakynnum,“ segir enn fremur, „fundust sumarblóm sem héngu til þerris en kannabislaufin fundust í tveimur ílátum í eldhúsi á heimili mannsins. maðurinn kvaðst hafa þegið laufin að gjöf en
Hækkandi íbúðaverð Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum júní hækkaði um 1,8% frá fyrri mánuði. Tólf mánaða hækkun vísitölunnar er 6,9% að nafnvirði og 3,4% að raunvirði, að því er fram kemur hjá Hagfræðideild landsbankans. Vísitala leiguverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði minna milli mánaða eða um 0,9%. - jh
U VELD L L I R G
42.900 Kraftmikið, meðfærilegt og frábærlega hannað 2ja brennara gasgrill fyrir heimiliðeða í ferðalagið
Opið kl. 11 - 18 virka daga Opið kl. 11 - 16 laugardaga
DIST SEM EGNÞÚ O
AR
SPAR
www.grillbudin.is BERIÐ SAMAN VERÐ OG GÆÐI
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
maría elísabet Pallé maria@frettatiminn.is
ólöf Birna margrétardóttir, læknir á lyflækningasviði. Mynd/Hari
7-3544
,- M/VSK - ISSN 101
949 6. TBL. 2011 - VERÐ
N1017-3544
Ð 1099,- M/VSK ISS
6. TBL.2013 - VER
Ð I Ð A L Ð B I U Ð J A L K B E TTEKJU
6. TBL. 2011 - VE
6. TBL.2013
D I NG A N E L S Í 0 3.0000 ÍSLENDINGA R U J K E T UR 3.0
RÐ 949,- M/VS
- VERÐ 1099
TEKJUBLAÐIÐ
TEKJ
TTEKJUR EKJ3.000 UBÍSLE LANDÐINGA IÐ TEKJUR 3.000 ÍSLENDIN
GA
uhúsnæðis til leigu úr Úrval atvinnit t.asafni landsins s i fá gn ir tei ll fas a a rst stæ Svo
K - ISSN 1017
,- M/VSK IS
www.reitir.is
Svo allir stÚrfvaál ati vinnuhúsnæðis til leigu úr ærsta fas stieit gnt as.afni landsins www.reitir.is
-3544
SN1017-354
4
6
fréttir
Helgin 26.-28. júlí 2013
Tækifæri Á bóluTímanum hefði íslenskur jöfur k annski slegið Til
Dönsk höll til sölu Rúma tvo milljarða þarf að reiða fram vilji menn 2500 fermetra höll með 37 þúsund fermetra hallargarði. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is
Á bólutímanum alræmda hefði meintur íslenskur viðskiptajöfur jafnvel slegið til og splæst í slotið en ólíklegt er að slíkur finnist nú, en slot er svo sannarlega til sölu, eða höll öllu heldur í Danaveldi, Gurrehus við Helsingjaeyri á norðurhluta Sjálands. Höllin er 2500 fermetrar að stærð og talsverðan tíma tekur að slá og sinna hallargarðinum því hann er 37 þúsund fermetrar að stærð, eða 3,7 hektarar. Herlegheitin kosta 100 milljónir danskra króna eða sem svarar um 2,1 milljarði íslenskra króna. Frá þessu greinir Jótlandspósturinn og vitnar í frétt í staðarblaðinu Fredriksborg Amts Avis. Til samanburðar má geta þess að athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson keypti Fríkirkjuveg 11 í Reykjavík árið 2008 og greiddi fyrir það fína slot, sem
FRÓÐASTI FERÐAFÉLAGINN Í Vegahandbókina er komin ítarleg 24 síðna kortabók, með yfirlitskortum, 1:500 000, sem gefa skýra yfirsýn yfir landsvæði Íslands og auðvelda notkun bókarinnar.
þykir vera með glæsilegri timburhúsum í Reykjavík, 650 milljónir króna. Húsið reisti langafi hans, athafnamaðurinn Thor Jensen, á árunum 1907-1908. Rétt er þó að taka það fram, svo öllu sé til skila haldið, að skráður eigandi reykvísku hallarinnar er Novator. Garðurinn umhverfis Fríkirkjuveg 11 er einmitt kallaður Hallargarðurinn, fyrsti sérhannaði almenningsgarðurinn í höfuðborginni, þótt ekki sé hann eins stór og garðurinn sem fylgir höllinni dönsku. Gurrehus var byggt í kringum 1880 en höll hafði verið á þessum stað frá því á 16. öld. Konunglegur andi hefur svifið yfir vötnum og fram undir 1950 nýtti Georg Grikkjaprins Gurrehus sem sumardvalarstað sinn. Í seinni tíð hafa þekktir Danir átt höllina um hríð,
Það er nóg pláss fyrir þá sem flytja vilja í höllina – en þá verða þeir að punga út rúmum tveimur milljörðum króna.
meðal annarra fasteignabraskarinn Steen Gude og Erik Damgard sem þekktur er úr upplýsingatæknigeiranum. Í fyrra eignaðist athafnamaðurinn Anders VestergaardJensen Gurrehus en þá hafði höllin staðið auð í áratug. Hann hefur nú auglýst eignina til sölu en fram kemur að stöðugt sé unnið að endurbótum á slotinu, meðal annars undir eftirliti danska arkitektsins Lars Gitz.
ríkisreikningur Tök Á ríkisfjÁrmÁlum hafa ekki nÁðsT
Skuldastaða ríkisins er mjög alvarleg
Fullt verð 4.990 kr.
1.000 kr. afsláttur ef þú kemur með gömlu bókina ( einungis hægt að skipta í bókabúðum, ekki bensínstöðvum )
Allt í einni bók Vegahandbókin
Sundaborg 9
sími 562 2600
www.vegahandbokin.is
Frábærar daglinsur á sama góða verðinu 2.800 kr. pakkinn Verið velkomin í eina glæsilegustu gleraugnaverslun landsins Ný verslun í göngugötu
L ÍF RÆ N H O L L U STA
Skuldastaða ríkissjóðs er alvarleg. Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra stendur því frammi fyrir erfiðu verkefni en mikilvægt er, eins og hagfræðideild Landsbankans segir, að ná tökum á rekstri ríkisins, skapa afgang og hefja niðurgreiðslu skulda. Mynd/Hari
Hagfræðideild Landsbankans segir mjög mikilvægt að ná tökum á rekstri ríkisins, skapa afgang og hefja niðurgreiðslu skulda.
n
ýbirtur ríkisreikningur sýnir svo ekki verður um villst að markmið um árangur í ríkisfjármálum hafa ekki náðst að fullu, segir Hagfræðideild Landsbankans, en Fjársýsla ríkisins birti reikninginn á dögunum en þar kemur fram lokaniðurstaða fyrir rekstur og efnahag ríkisins á síðasta ári. Niðurstaðan staðfestir, segir hagfræðideildin, það sem margoft hefur komið fram að markmið um að ná tökum á rekstrinum hafa ekki náðst. Langur vegur er frá fjárlögum til lokaniðurstöðu. „Endanleg niðurstaða reksturs ríkisins á árinu 2012,“ segir deildin, „var þannig tvöfalt verri en lagt var upp með í fjárlagafrumvarpi. Fjárlagafrumvarp var upphaflega lagt fram með 18 milljarða halla en endanleg niðurstaða varð 36 milljarða halli. Skuldastaða ríkisins er mjög alvarleg og mun verri en gerist í flestum nálægum ríkjum. Á árinu 2012 fóru tæplega 15% tekna ríkisins í vaxtagreiðslur. Sú upphæð nemur tvöföldum rekstri Landspítalans í ár. Það er því mjög mikilvægt að ná tökum á rekstri ríkisins, skapa afgang og hefja niðurgreiðslu skulda.“ Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2014 verður lagt fram við upphaf þings í haust, en nokkuð ljóst er, segir hagfræðideildin, að erfitt verður að ná þeim markmiðum sem sett voru um afgang í rekstri ríkisins á árinu 2014. „Skuldastaða ríkissjóðs var
orðin vel ásættanleg fyrir hrun, en í kjölfar hrunsins jukust skuldir ríkisins mikið. Sé litið á heildarskuldir ríkisins eins og þær birtast í efnahagsreikningi hafa þær farið stöðugt vaxandi og voru um síðustu áramót um 1.950 milljarðar króna, þar af voru lífeyrisskuldbindingar um 390 milljarðar króna. Sé miðað við hlutfall heildarskulda af vergri landsframleiðslu fór það hlutfall yfir 117% á árinu 2011, en lækkaði niður í 114% á árinu 2012. Þetta hlutfall er mjög hátt í sögulegu samhengi, en einnig í samanburði við þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við,“ en fram kemur að opinberar skuldir hinna Norðurlandanna eru almennt vel undir 50% af landsframleiðslu. Þá nefnir deildin mikla vaxtabyrði vegna skulda: „Þrátt fyrir að fjármögnunarkjör á markaði séu með allra hagstæðasta móti þessi árin er greiðslubyrði vegna vaxta verulega íþyngjandi fyrir ríkissjóð. Vaxtabyrði nam undir 5% af tekjum ríkissjóðs á árunum fyrir hrun, en er nú í kringum 14%. Vaxtagjöld á árinu 2012 voru um 75 milljarðar króna og höfðu aukist um rúma 10 milljarða frá árinu áður. Í fjárlögum ársins 2013 er gert ráð fyrir vaxtagjöldum upp á u.þ.b. 85 milljarða króna.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is
SÝNIR SARA HÉR?
SÝNIR JÓHANNA HÉR?
SÝNIR PABBI HÉR?
SÝNIR PÉTUR HÉR?
ALLIR MEÐ Í STÆRSTU LISTSÝNINGU LANDSINS GÖTUSÝNINGIN 2013 Í tilefni Menningarnætur efnir Arion banki til stærstu listsýningar landsins. Myndir af 500 verkum verða sýndar á götuskiltum höfuðborgarsvæðisins dagana 20.–27. ágúst.
Taktu þátt! Hefur þú teiknað, málað, mótað, prjónað, hannað? Öllum er velkomið að taka þátt í sýningunni. Það er einfalt að vera með, finndu verk eftir þig eða gerðu nýtt og taktu af því ljósmynd. Skráðu síðan verkið á arionbanki.is. Opið fyrir þátttöku til 9. ágúst 2013.
SÝNIR JÖKULL HÉR?
SÝNIR MARTEINN HÉR?
SÝNIR ÞÚ HÉR?
1 3 - 2 0 6 4 HV Í TA HÚS I Ð / S Í A
SÝNIR BRAGI HÉR?
8
fréttir
Helgin 26.-28. júlí 2013
SumarbúStaðir Lítt hugað að brunavörnum
Engin eða ónothæf slökkvitæki í sumarhúsunum Þrjú slökkvitæki fundust í 25 sumarbústöðum og aðeins eitt virkaði. Við sinubruna í Skorradal fyrr á árinu voru íbúar og gestir í um 25 sumarhúsum beðnir um að sækja slökkvitæki sín til að nota við slökkvistarfið. Aðeins þrír áttu slík tæki og einungis eitt þeirra virkaði, að því er fram kemur á síðu VÍS, Vátryggingafélags Íslands. „Vonandi gefur þetta ekki til kynna,“ segir þar, „hvernig brunavörnum er almennt háttað í sumarhúsum. Þetta er a.m.k. mun verra en á heimilunum því á tveimur af hverjum þremur þeirra er slökkvitæki, samkvæmt könnun sem gerð var árið 2012.“
Flest íslensk sumarhús eru úr timbri og eldsmatur þar nægur. Þá er gróður gjarnan töluverður í kring og töluverð hætta getur verið á sinubruna þegar þannig árar. „Í sumarhúsum er mikilvægt að huga að eldhættu,“ segir enn fremur á síðu VÍS, „ekki hvað síst á svæðum þar sem þau eru flest,“ en á Suðurlandi eru skráð fleiri en 6.000 sumarhús og yfir 2.500 á Vesturlandi. Íbúum þessara svæða fjölgar því um nokkur þúsund á sumrin. „Reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnarteppi þurfa að vera vel aðgengileg
í öllum sumarhúsum og kunnátta til að nota búnaðinn. Jafnframt ætti að vera vatnsslanga sem nær hringinn í kringum húsið og sinuklöppur til að geta brugðist við sinueldi. Brýnt er,“ segir VÍS, „að sýna árvekni við meðhöndlun elds. Gæta þarf vel að einnota grillum, notkun eldavélar, varðeldi, logandi sígarettum, kertum, gasgrilli og útiarni og tryggja að börn fikti hvorki með eld né eldfæri.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is
Í sumarhúsum, sem flest eru timburhús, er mikilvægt að huga að eldhættu. Hætta getur einnig verið á sinubruna.
Opinber gjöLd SkuLdir heimiLanna jukuSt á Liðnu ári
Rúmlega þrjú þúsund fjölskyldur greiða auðlegðarskatt Tæplega 26 þúsund af 94 þúsund fjölskyldum sem eiga íbúðarhúsnæði telja ekki fram skuldir vegna þess.
F
ramtaldar skuldir heimilanna námu 1.785 milljörðum króna í árslok 2012 og jukust um 1,5% á árinu. Þær drógust saman um rúmlega 6% árið 2011. Framtaldar skuldir vegna íbúðarkaupa námu 1.159 milljörðum króna sem er 3,1% aukning milli ára. Eigið fé heimila í fasteign er tæplega 57% af verðmæti. Tæplega 26 þúsund af 94 þúsund fjölskyldum sem eiga íbúðarhúsnæði telja ekki fram skuldir vegna þess. Nettóeign heimila jókst um rúm 12% á árinu 2012 og nam samtals 2.075 milljörðum. Aukningin nemur 7,5% að raungildi. Framtaldar eignir heimilanna námu 3.861 milljarði í lok síðasta árs og jukust um 6,9% milli ára. Fasteignir töldust 2.679 milljarðar króna að verðmæti, eða 69,0% af eignum. Þetta er meðal þess sem fram kemur hjá efnahags- og fjármálaráðuneytinu en ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga. Um næstu mánaðamót verða greiddir 18,3 milljarðar króna úr ríkissjóði til heimila. Þar er um að ræða endurgreiðslu á ofgreiddum sköttum, barnabætur og vaxtabætur. Auðlegðarskattur var lagður á sem tímabundin aðgerð og rennur samkvæmt lögum út um næstu áramót. Skatthlutfallið við álagningu 2013 er 1,5% af eign á bilinu 75-150 milljónir hjá einhleypum og 100-200 milljónir hjá hjónum en 2,0% af eign umfram þessi mörk. Auðlegðarskatt greiða 5.980 aðilar – um 3.100 fjölskyldur – alls
Um næstu mánaðamót verða greiddir 18,3 milljarðar króna úr ríkissjóði til heimilanna.
tæplega 5,6 milljarða króna. Viðbótarauðlegðarskattur á hlutabréfaeign var lagður á 4.988 gjaldendur og nam 3,5 milljörðum sem er 44% aukning á milli ára. Samanlagt hækkar auðlegðarskattur um liðlega 13% milli ára. Framteljendum fjölgar um 0,9% milli ára og eru 264.193. Framteljendur eru 3.300 færri en þegar þeir voru flestir árið 2009. Alls fengu 158.455 einstaklingar álagðan
almennan tekjuskatt og 253.606 fengu álagt útsvar. Tekjuskatts- og útsvarsstofn landsmanna árið 2013 vegna tekna árið 2012 nemur 932 milljörðum og hefur aukist um 6,4% frá fyrra ári. Samanlögð álagning almenns tekjuskatts og útsvars nemur 243,5 milljörðum og hækkar um 6,8% frá fyrra ári. Álagður tekjuskattur nemur tæplega 43% af fjárhæðinni og útsvar rúmlega 57%. Almennur tekjuskattur nemur 104,3 millj-
örðum og var lagður á rúmlega 158 þúsund framteljendur. Álagningin eykst um 7,0% á milli ára og gjaldendum fjölgar um 1,6%. Útsvarstekjur sveitarfélaga nema 139,2 milljörðum sem er 6,7% aukning á milli ára. Fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur 11,7 milljörðum, hækkar um 13,9% milli ára. Vextir eru stærsti einstaki liður fjármagnstekna og nema 30,4 milljörðum sem er 0,5% aukning frá árinu áður. Vaxtatekjur eru rúmur fjórðungur þess sem þær voru árið 2009. Tekjur af arði nema 16,7 milljörðum sem er 28,8% aukning frá fyrra ári og leigutekjur nema 9,1 milljarði sem er 20,7% aukning á milli ára. Útvarpsgjald nemur samtals 3,4 milljörðum á árinu 2013. Fjárhæð þess er 18.800 krónur á hvern framteljanda á aldrinum 16–69 ára sem greiðir tekjuskatt. Barnabætur hækka verulega og nema 10,1 milljarði sem er 36% aukning. Tæplega 57 þúsund fjölskyldur fá barnabætur sem er 9,5% fjölgun frá fyrra ári. Meðalfjárhæð bóta hækkar um tæplega 24% milli ára. Almennar vaxtabætur vegna vaxtagjalda af lánum til kaupa á íbúðarhúsnæði, sem einstaklingar greiddu af á árinu 2012, nema 8,7 milljörðum sem er 1,3% lækkun á milli ára. Almennar vaxtabætur fá 44.876 fjölskyldur og fækkar þeim um 3,3%. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is
www.volkswagen.is
Nýr Golf. Evrópu- og heimsmeistari Volkswagen Golf var kosinn bíll ársins í Evrópu 2013 á bílasýningunni í Genf og 66 bílablaðamenn hvaðanæva að útnefndu hann bíl ársins í heiminum á bílasýningunni í New York.
Nýr Golf kostar frá
3.540.000 kr. Golf Trendline, 1.4 TSI, beinskiptur, 122 hestöfl.
Komdu og reynsluaktu bíl ársins
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
einfaldlega betri kostur
SUMARtilboð
25% AF ÖllUM sUMarVÖrUM í júLí
OG VIÐ MEINUM ÖLLUM! Einföld beygla
Skinka, ostur, smjör og sulta Verð 495,-
nú
bjóðum uppá vaxtalaust lán til 6 mánaða
sendum um allt land
ilVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ilVA.is mánudaga - föstudaga 11-18:30 laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18
195,-
tilboð
10
viðhorf
Helgin 26.-28. júlí 2013
Skoðunar- eða veiðisvæði hvala
Minni hagsmunir víki fyrir meiri
„ Á SKILIÐ AÐ
H
VERÐA SUMARSMELLUR!“ – Kolbrún Bergþórsdóttir, Mbl.
SJARMA SPRENGJA SUMARSINS!
emmtiS,leg“ „Feykisk ÐRIKA BENÓNÝ – FRI U FRÉTTABLAÐIN
1. SÆTI
KUR N - ALLAR BÆ BÓKSÖLULISTIN
VIKUM SAMAN Í FYRSTA SÆTI!
„Einfaldlega hrein dásemd“
„Ekki láta sumarið líða án þess að lesa Maður sem heitir Ove ... í senn hrífandi og fyndin.“
★★★★★
– Kolbrún Bergþórsdóttir, Morgunblaðinu
– Kristjana Guðbrandsdóttir, DV
„Stórkostleg saga. Hún grætir og kætir.“
DYNAMO REYKJAVÍK
– Kolbrún Bergþór sdóttir, Morgunblaðinu
Hvalir eru verðmæti við Íslandsstrendur. Þeir hafa lengi verið veiddir en í seinni tíð frekar skoðaðir af ferðamönnum. Hvalaskoðun er atvinnugrein í sókn, hvalveiðar eru atvinnugrein í krappri vörn, á undanhaldi sem vart verður stöðvað. Til lengri tíma litið verður ekki annað séð en hvalaskoðun muni gefa miklu meira af sér til þjóðarbúsins en hvalveiðar sem virðist haldið gangandi af þrákelkni, að minnsta kosti hvað stórhvelaveiðar varðar. Reynt hefur verið að reka þessar greinar hlið við hlið, þ.e, hrefnuveiðar og hvalaskoðun, en þar er svo að sjá sem stjórnvöld dragi fremur taug veiðimanna en skoðunarfyrirtækja. Samtök Jónas Haraldsson ferðaþjónustunnar fordæmdu jonas@frettatiminn.is á dögunum þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að minnka án samráðs hvalaskoðunarsvæði í Faxaflóa. Í ályktun samtakanna, í framhaldi af ákvörðun ráðherrans, sagði að hvalaskoðun væri stærsta auðlind ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu með árlega veltu upp á tæpan milljarð króna, atvinnuvegur sem skapaði í umhverfi sínu hundruð starfa. „Með ákvörðun sjávarútvegsráðherra er hagsmunum og framtíð greinarinnar fórnað fyrir sérhagsmuni örfárra einstaklinga sem hafa takmarkaðar tekjur af hrefnuveiðum,“ sagði meðal annars. Hvalaskoðun hefur einnig verið í örum vexti norðanlands, og víðar um land, en segja má að miðstöð hvalaskoðunar nyrðra sé Húsavík enda er Skjálfandi kjörinn til hvalaskoðunar. Lítið hefur hins vegar sést til hrefnu norður af landi í sumar og segir Hörður Sigurbjarnarson, skipstjóri og eigandi hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík, í viðtali við Morgunblaðið að það megi rekja til hrefnuveiða en hrefnuveiðimenn segja fæðuframboð fremur ráða. Hörður segir hvalaskoðunarfyrirtækin nyrðra standa heilshugar með kollegum í Reykjavík um að þeir fái stærra friðað svæði og hafi „vitað af þessari ógn sem verður allt í einu að veruleika í sumar; að það kemur hrefnuveiðiskip hérna og fer að skjóta hrefnurnar rétt við skoðunar-
svæðin okkar.“ Hörður segir að ferðaþjónustuaðilar hafi talað fyrir daufum eyrum þrátt fyrir að hrefnuskoðun hafi verið gríðarlega stór þáttur í ferðaþjónustunni, beðist hafi verið vægðar hjá ráðherra eftir ráðherra. Hörður segir að skoðunarfyrirtækin fari ekki fram á að hrefnuveiði verði bönnuð, þau bendi hins vegar á að núverandi fyrirkomulag muni eyðileggja hrefnuskoðun nema friðuðu svæðin verði stækkuð. Þær hrefnur sem veiddar hafa verið og skipta hundruðum síðustu ár, verði ekki skoðaðar. Það er því ekki af tilfinningalegum ástæðum sem endurskoðunar er þörf heldur efnahagslegum. Hrefnuskoðun er verðmætari atvinnugrein en hrefnuveiðar. Stórhvelaveiðum er sjálfhætt ef ekki er hægt að selja afurðirnar. Fraktskip kom til baka til Reykjavíkur í vikubyrjun með sex gáma af langreyðarkjöti en ekki hafði tekist að koma kjötinu á markað. Skipafélagið Samskip hafði flutt kjötið til Rotterdam en mætti þar tregðu hafnaryfirvalda við að umskipa hvalkjötinu. Fulltrúi Samskipa lýsti því yfir að sjálfhætt væri þessum flutningum því hafnir sem hvalkjötið hefur verið flutt til hafi sett bann á þessar afurðir. Jónas Kristjánsson ritstjóri lýsti þessum tveimur hliðum hvalamála með eftirfarandi hætti: „Hvalaskoðun er bisness, sem gefur evrur, alvörupening. Ekki skrípó eins og flótti á hvalkjöti undir dulnefni milli hafna við Norðursjó. Kjötinu var svo snúið aftur til Íslands. Verðlaus afurð, sem enginn vill flytja, enginn vill geyma og enginn vill kaupa. Hrefnan er skrípó. Hvalveiðar eru að vísu ekki ógnun við náttúru, heldur ógnun við bisness.“ Þegar upp er staðið snýst málið um þetta. Það er arðvænlegra að skoða hvali en veiða, sýna þessar skepnur við Íslandsstrendur áhugasömum ferðamönnum, innlendum en einkum erlendum sem skilja fyrir vikið eftir dýrmætan gjaldeyri, meira fé en fæst fyrir hrefnukjöt, svo ekki sé minnst á langreyðarkjöt sem flutt er fram og til baka með skipum og safnast fyrir í frystigeymslum. Þegar deilt er um svæði sem veiðimenn og skoðunarfyrirtæki sækja á verður að forgangsraða í þjóðarþágu, minni hagsmunir verða að víkja fyrir meiri.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Vik an sem Var
Vinur við veginn
11 kg
2 kg 5 kg
10 kg
Smellugas fyrir grillið, útileguna og heimilið
PIPAR\TBWA-SÍA - 131955
Einfalt, öruggt og þægilegt!
Óstöðvandi Mér finnst þetta afar gaman og ég vonast til að keppa áfram næstu árin og að sjálfsögðu langar mig að bæta mig enn frekar en orðið er. Aníta Hinriksdóttir lét engan Íslending ósnortinn með frábærum árangri á hlaupabrautinni þar sem hún landaði heims- og Evrópumeistaratitlum í 800 metra hlaupi.
Óskar Bergsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, útilokar ekki endurkomu í borgarpólitíkina. Vegna fjölda áskorana.
Alltaf í boltanum Ég man varla eftir meiri afleik hjá stjórnmálamanni. Sigurjón M. Egilsson, verðlaunablaðamaður á Sprengisandi á Bylgjunni, var gáttaður á ummælum Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, borgarfulltrúa, í Nýju lífi um veikindi Ólafs F. Magnússonar.
Hjá þessum eina smitaða Hjá hverjum eru allar þessar íslensku dömur að sofa? Sóley Björk Stefánsdóttir, ritstjóri vefmiðilsins Akureyrivikublad.is, furðar sig á frétt um tíðni klamydíu hjá íslenskum konum en þar komu karlmenn lítið sem ekkert við sögu.
Minni um gullfisk Þeim væri nær að æfa sig betur í fótbolta en að vera að kvelja dýr. Svíinn Ludvig Lindstrom er ekki par ánægður með að Sigurwin, lukkudýr íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sé látið dúsa í krukku og eigi jafnvel yfir höfði sér klósettferð vegna taps liðsins gegn sænskum boltastelpum.
Smellugas
Er hægt að nefna nöfn? Það eru margir sem hafa komið að máli við mig og skorað á mig að fara í fyrsta sætið hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík.
Er þetta ekki orðið þreytandi? Þetta er bara bull eins og venjulega. Bjarni Ármannsson fjárfestir hafnar alfarið aðkomu að kaupum á skuldabréfi Orkuveitu Reykjavíkur.
Trúarleg stólpípa Ég hef hugsað málið mjög vandlega! Ég vil alls ekki moskur á Íslandi. Jónína Benediktsdóttir mótmælti fyrirhugaðri moskubyggingu harðlega á Facebook. Ókei, bæ Ég hef ekkert við þig að ræða þannig að við skulum bara ljúka þessu samtali. Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, eigandi 365, hafði nákvæmlega engan áhuga á því að ræða hugsanlega sölu á fjölmiðlarisanum við Inga Frey Vilhjálmsson, blaðamann á DV.
heimkaup.is
FRÁBÆRT WEBER GRILLTILBOÐ Smelltu þér á hágæða grill og grillvörur á frábæru verði!
20
15
%
% afsl.
afsl.
72.900 VERÐ ÁÐUR
85.900 0 00
1.900 1 .900
um d n e S T! T Í R F
Weber gasgrill Spirit E210 classic
VERÐ ÁÐUR
PIPAR \ TBWA
•
SÍA
•
132200
Weber E-210 Classic grillið er hluti af Spirit línunni frá Weber og er frábær valkostur þegar kemur að
2.490
Weber hamborgarapressa
fjölskyldu grillinu. Hér sameinast áralöng þróun og
Pressar í 125 g og 250 g hamborgara.
áhugi Weber á því að vera fremstir á sínu sviði og skilar frábærri vöru til neytandans með þarfir hans í huga.
Brot af vöruúrvali okkar
3.450
Angelcare bleyjufata
Piz Buin Tan Intensif sólarvörn
28.800
3.590
1.290
Sýrusson – Hangover vínrekki á vegg, svartur
Malmsten Aqtive sundgleraugu, silfruð
SENDUM FRÍTT HEIM STRAX Í KVÖLD innan höfuðborgarsvæðisins*
9.490
Chicco Artemis sólgleraugu, rauð
4.995
Leatherman Sidekick fjölnota verkfæri
Sex kíló á sex vikum
Risa vefverslun – aukin þjónusta Frá því Heimkaup hóf göngu sína hafa þúsundir Íslendinga nýtt sér hversu þægilegt og fljótlegt er að versla á heimkaup.is, enda bjóðum við mikið úrval af vörum á frábæru verði. Við sendum vöruna til þín frítt* hvert á land sem er og komum vörum til skila sama kvöld ef pantað er fyrir kl. 18. Við bjóðum viðskiptavini líka velkomna í sýningarsal okkar í Turninum, Kópavogi þar sem hægt er að kaupa vörur á staðnum eða sækja vörur sem keyptar eru í vefversluninni.
*Sjá nánar um sendingarmöguleika og skilmála um heimsendingar á heimasíðunni, www.heimkaup.is
heimkaup.is
heimkaup.is Örugg vefverslun Örugg vefverslun
Hagstætt verð Hagstætt verð
Hraðsending Hraðsending
Smáratorgi 3 / 201 Kópavogi / 550 2700
Sendum um allt um land Sendum allt land
12
viðtal
Helgin 26.-28. júlí 2013
Læknanemi í Hússtjórnarskólanum Hildur Björg Gunnarsdóttir kom mörgum á óvart þegar hún tók sér leyfi frá læknisfræðinámi til að fara í Hússtjórnarskólann. Hún er femínisti og segist í raun enn meiri femínisti eftir að hafa numið hússtjórn. Hildur gifti sig ung, aðeins 19 ára gömul, og er óhrædd við að fara óhefðbundnar leiðir í lífinu.
Þ
etta kom fólki á óvart. Einstaka manni fannst þetta vera það hræðilegasta sem hægt væri að gera,“ segir Hildur Björg Gunnarsdóttir sem tók sér námsleyfi frá læknisfræði á síðasta námsári og fór í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur. „Þetta var æðislegt. Ég gæti talað endalaust um hvað þetta var lærdómsríkt og mikil upplifun. Þetta nám er allt öðruvís en nokkuð sem maður hefur prófað. Við bjuggum til alveg ótrúlega margt, bæði mat og hluti,“ segir Hildur. Í sumar vinnur hún á dagdeild krabbameinslækninga á Landspítalanum. Þetta er ekki hluti af náminu hennar en hún getur nýtt margt af þeirri þekkingu sem hún hefur öðlast á þremur árum í læknisfræði. Hún er mjög ánægð með námið og er spennt að hefja fjórða námsárið í haust, jafnvel enn spenntari því í námsleyfinu lét hún gamlan draum rætast.
Það gerir mig ekkert að minni femínista þó ég eldi súpu.
Sama um álit annarra
PIPAR\TBWA
•
SÍA
•
131902
„Ég og vinkona mín skráðum okkur saman í Hússtjórnarskólann. Hún er útskrifaður lögfræðingur og hefur starfað sem slíkur í tvö ár. Við komumst að þeirri niðurstöðu að það væri aldrei of seint að uppfylla drauma sína. Handavinna er mitt aðaláhugamál. Ég sá ekki fyrir mér að ég myndi mennta mig í að vera klæðskeri eða fara í fatahönnun. Þarna fékk ég tækifæri til að fara á námskeið í því, og læra svo margt fleira í leiðinni.“ Þessi ákvörðun þeirra vakti mismunandi viðbrögð. „Einhverjir héldu að ég væri að hætta í læknisfræði sem ég var auðvitað ekki að gera. Það var eins og sumum fyndist það vera skref niður á við að fara í Hússtjórnarskólann en okkur var alveg sama. Þegar við útskýrðum áhuga okkar fannst fólki þetta sniðugt. Okkar nánustu studdu okkur alltaf.“ Hún telur að hluti af undrun fólks hafi stafað af því að það taldi hana vera að fara í nám sem væri skref afturábak fyrir jafnréttisbaráttu kynjanna. Hún gefur lítið fyrir það, segist vera femínisti og jafnvel enn meiri femínisti eftir að hafa farið í Hússtjórnarskólann. „Ég hef með tímanum skilið að femínismi snýst um að konur hafi réttinn til að velja. Þegar ég var yngri þá var ég svona æstari femínisti, bara eins og unglingar eru sem berjast á móti öllu. Þá fannst mér fáránlegt ef konur vildu vera heima og sinna börnunum og mér fannst það hundrað skref afturábak fyrir jafnréttið. En þetta er ekki svona einfalt. Ég er búin að komast að því að það er mjög mikil vinna að sjá um heimili og börn og ég ber mikla virðingu fyrir konum sem velja það. Nú er ég er byrjuð að reka heimili og það gerir mig ekkert að minni femínista þó ég eldi súpu. Það dregur ekkert úr mínum skoðunum á réttindum kvenna. Konur geta verið femínistar sama hvað þær gera í lífinu.“
Handavinna er helsta áhugamál Hildar Bjargar Gunnarsdóttur læknanema. Mynd/Teitur
Vefnaðarstóllinn eins og orgel
Njóttu lífsins í sundlaugum Kópavogs
Sund er dásamleg líkamsrækt, hvort sem þú vilt ná þér í holla hreyfngu, slökun og vellíðan í þægilegu umhverf eða bara busla og skemmta þér! Sundlaug Kópavogs og Sundlaugin Versölum bjóða frábæra aðstöðu, vatnsrennibrautir og heita potta. Komdu í sund! Frá 1. maí er opið virka daga: 06.30–22.00 um helgar: 08.00–20.00 Sundlaug Kópavogs Borgarholtsbraut 17–19 Sími 570 0470
Sundlaugin Versölum Versölum 3 Sími 570 0480
kopavogur.is
Hildi finnst hún hafa lært margt afar nytsamlegt í Hússtjórnarskólanum. „Við lærðum marga hagnýta hluti um hvernig á að reka heimili, hvernig er best að nýta hlutina og hvernig er gott að skipuleggja þrifin. Við lærðum ýmis húsráð og að elda einfaldan mat. Ég hef alveg trú á minni kynslóð en held að það séu ansi margir sem mikla fyrir sér að elda. Það er svo margt sem er ekkert mál þegar maður er búinn að læra það, eins og að gera sósur og súpur frá grunni eða að strauja skyrtur. Ég er orðin 25 ára og þarna lærði ég margt sem ég hefði viljað læra fyrr,“ segir hún og finnst hreinlega að það ætti að skylda ungmenni á námskeið í heimilishaldi. „Alveg óháð því hver þrífur mest á heimilinu þá þurfa allir einhvern tímann að þvo af börnunum sínum og allir þurfa að skúra. Ég lærði þarna margt sem á eftir að auðvelda mér lífið og lifa með mér í framtíðinni.“ Eitt stendur sérstaklega upp úr náminu hjá handavinnukonunni Hildi. „Mér fannst afskaplega gaman að læra að vefa. Við unnum við stóra vefstóla og mér leið fyrst eins og ég væri að setjast við orgel. Þarna voru pedalar sem ég vissi í fyrstu ekkert hvað ég átti að gera við. Þetta var mjög gaman og ég veit ekki hvort ég fæ nokkurn tímann aftur tækifæri til að setjast við vefstól.“
Heppin með foreldra
Þetta hliðarspor á menntabrautinni er ekki það eina óvenjulega sem Hildur hefur gert því hún gifti sig aðeins 19 ára gömul og þótti það heldur ungt. Hún kynntist manninum sínum, Elíasi Bjarnasyni, þegar þau voru bæði 17 ára. „Hann var nýkominn frá Eþíópíu þar sem hann bjó í 8 ár með fjölskyldu sinni og foreldrar hans störfuðu sem kristniboðar. Við kynntumst í gegn um sameiginlega vini í KSS, Kristi-
legum skólasamtökum fyrir krakka á menntaskólaaldri. Við felldum fljótt hugi saman, byrjuðum á því að vera vinir en fundum að við áttum svona ljómandi vel saman.“ Elías er menntaður smiður, lýkur BS gráðu í byggingatæknifræði í sumar og byrjar í meistaranámi í verkfræði í haust. Þrátt fyrir allt þetta nám höfðu þau tækifæri til að eyða nokkrum vikum í Suður-Ameríku fyrir áramót enda eru þau þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í kjallaranum hjá foreldrum hennar á Seltjarnarnesi. „Það er ómetanlegur stuðningur að fá að búa í þessari íbúð. Við erum ótrúlega þakklát og heppin. Það gerir það líka að verkum að við getum ferðast aðeins þegar við erum búin að vera dugleg að vinna.“ Hildur og Elías giftu sig í Dómkirkjunni þann 26. desember 2007, á annan í jólum. „Okkur finnst jólin rómantískari tími en sumarið. Við fengum jólasnjó og þurftum að klofa hann til að komast inn í kirkjuna. Jólin eru besti tími ársins hjá okkur. Það kom sumum á óvart að við ætluðum að gifta okkur svona ung. Okkur fannst þetta það eina rétta. Við erum bæði gamlar sálir og okkur langaði að hefja hjónaband og stofna heimili. Þetta er eins og með svo margt annað, sumum fannst það skrýtið í fyrstu en þegar það kynntist okkur og hvernig við hugsum þá fannst fólki þetta mjög eðlilegt. Ég er ekki upptekin af því hvað öðrum finnst. Ég reyni ekki meðvitað að ögra en ef mér finnst eitthvað rétt og er viss í minni sök þá læt ég bara vaða. Ég er heppin með foreldra, þeir ólu mig upp sem ábyrga unga konu og þau treysta því að ég taki ábyrgðarfullar ákvarðanir. Ég ígrunda allt vel og ana ekki út í neitt. Ég er foreldrum mínum mjög þakklát.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
Sumar 2013
SAFNAÐU stimplum OG ELTU SÓLINA ALLA LEIÐ TIL TENERIFE Í SUMAR Fjöldinn allur af meiriháttar vinningum og heppin fjölskylda stimplar sig í vikudvöl á suðrænni sólarströnd. Vinningur í hverjum stimpli. Skilaðu fullstimpluðu vegabréfi inn á næstu þjónustustöð N1 og þú ert komin(n) í pottinn.
ÍSLENSKA/SIA.IS/ENN 65038 07/13
vegabréf
14
viðtal
Helgin 26.-28. júlí 2013
SamfélagSmál DruSlugangan á þremur Stöðum á lanDinu
Nauðganir eru vandamál alls samfélagsins Druslugangan fer fram á morgun og er markmið hennar að vekja samfélagið til umhugsunar um að kynferðisofbeldi sé ekki einkamál þess sem fyrir því verður, heldur samfélagsins alls. „Við viljum færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur og ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn.“
María Rut Kristinsdóttir, Sunna Ben, Snærós Sindradóttir og Rósa Björk Bergþórsdóttir, nokkrar af skipuleggjendum Druslugöngunnar í ár. Mynd/Hari.
máli hvort þolandinn sé undir áhrifum áfengis og muni nákvæmlega eftir allri atburðarásinni. Skilaboð okkar í Druslugöngunni eru þau að skipti ekki öllu máli hvað gerist á undan verknaðinum. Nauðgun er grafalvarlegt mál, sama hver aðdragandinn er,“ segir María Rut Kristinsdóttir, talskona Druslugöngunnar í ár. Með göngunni í ár vilja skipuleggjendur hennar vekja athygli á því að nauðganir séu ekki aðeins einkamál þeirra sem fyrir þeim verða, heldur samfélagsins alls. Að sögn Rósu Bjarkar Bergþórsdóttur hefur ein nauðgun gríðarleg áhrif á marga einstaklinga, til dæmis vinahópa og fjölskyldur, ásamt því að vera gríðarlega kostnaðarsamar fyrir samfélagið. „Fólk er með áfallastreituröskun, getur
ekki mætt til vinnu og þarf á margs konar hjálp að halda í langan tíma eftir að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.“ Aðstandendur göngunnar eru sannfærðir um að boðskapur hennar skili sér til samfélagsins og telja margt hafa áunnist á undanförnum árum þó baráttunni sé ekki nærri því lokið. „Í fyrra héldum við „meinta druslugöngu“ og beindum þannig spjótum okkar að fjölmiðlum sem hafa í gegnum tíðina fjallað um nauðganir með öðrum hætti en önnur afbrot. Maður sér ekki lengur orðalag um meintar nauðganir í fjölmiðlum svo skilaboðin okkar í fyrra hafa náð í gegn,“ segir Rósa Björk. Að sögn Sunnu Ben þróast umræðan og verður skárri með hverju árinu. „Það var erfitt að fá fólk með í gönguna fyrsta árið en núna
eru allir tilbúnir að sýna baráttumálum okkar stuðning.“ Að sögn Snærósar Sindradóttur, laganema og eins skipuleggjanda Druslugöngunnar, þarf að breyta því hugarfari sem ríkir innan réttarkerfisins að brotaþola beri sjálfum að kæra kynferðisofbeldi. „Í hefðbundnu ofbeldismáli þarf brotaþoli ekki að kæra. Þegar hann mætir á bráðamóttöku fer kerfið í gang. Það er ekki þannig í kynferðisbrotamálum og því þarf að breyta. Það þarf að taka þessa ábyrgð af brotaþola og málin eiga að fara sjálfkrafa í ferli. Við höfum ótal mörg dæmi um hótanir gegn brotaþolum sem koma í veg fyrir að fólk þori að kæra.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is
rjóminn er kominn í nýjar umbúðir Rjóminn er einstakur. Hann á sér fastan sess í matargerð okkar íslendinga. Þú finnur girnilegar og sumarlegar uppskriftir með rjóma á gottimatinn.is
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
D
ruslugangan á uppruna sinn í Toronto í Kanada en árið 2011 sagði lögreglustjóri opinberlega að stúlkur þyrftu að hugsa sinn gang og hætta að klæða sig eins og druslur svo þeim verði ekki nauðgað. Í mótmælaskyni við þau viðhorf sem orð lögreglustjórans endurspegluðu var efnt til Drusluganga víða um heim og fer gangan fram í þriðja sinn hér á landi á morgun, laugardag, klukkan 14 frá Hallgrímskirkju, á Akureyri og í Vestmannaeyjum. „Við viljum mótmæla þeirri orðræðu sem tíðkast að ef fólk klæðir sig á ákveðinn hátt eða hafi ákveðið fas bjóði það upp á að verða nauðgað. Það er þessi orðræða sem við heyrum svo oft í kringum dómsmál. Það virðist skipta
5000 LÍNAN
6400 LÍNAN
8000 LÍNAN 40“ 46“ 55“ 65“
32“ 40“ 46“ 50“
Vönduð lína af LED sjónvörpum.
SMART-TV · 3D · LED · 200 Hz. Frábær myndgæði. USB upptaka.
HEIMABÍÓ
BLU-RAY SPILARAR
Verð frá: 104.900 kr.
Verð frá: 219.900 kr.
46“ 55“ 65“
TOPPURINN Í MYNDGÆÐUM.
MYNDAVÉLAR NX 100
HT-E5530 BD-ES6000
Heimabíó 5.1. með Blu-ray spilara, 3D, 1000 W hátalarakerfi.
SMART · Blu-ray spilari · 3D með Wi-Fi
14.3 milljón pixlar, 20-50 mm linsa fylgir.
FARTÖLVUR
FARTÖLVUR
Tilboðverð: 44.900 kr.
Tilboðverð: 129.900 kr.
TÖLVUSKJÁIR
Tilboðsverð: 49.900 kr.
13.3"
LS24B750VS
15.6"
NP355E5C-S04SE
NP900X3C-A02SE
Fallegur 24“ tölvuskjár sem hentar fyrir alla notkun. Tengdu Android símann þinn við skjáinn og upplifðu fulla háskerpu.
Samsung 9 series er hinn fullkomni ferðafélagi. Aðeins 1,16 kg og ofurbjartur skjár.
PRENTARAR
ÖRBYLGJUOFNAR
Verð: 274.900 kr.
Verð: 54.900 kr
Falleg fartölva með stórum og björtum skjá. Hentar fyrir alla daglega notkun.
Verð: 114.900 kr.
KÆLI-/FRYSTISKÁPAR Kæli- og frystiskápar, hvítir og stál. Margar gerðir.
ML-3310D
ME82V-WW
Hagkvæmur Laser-prentari sem prentar báðum megin. Frábær á skifstofuna.
Úrval af mjög vönduðum örbylgjuofnum í ýmsum stærðum. Þeir gerast ekki flottari.
UPPÞVOTTAVÉLAR
ÞVOTTAVÉLAR/ÞURRKARAR
KÆLISKÁPAR
Vandaðar og glæsilegar uppþvottavélar.
Eco Bubble þvottavélar, demanta mynstruð tromla.
Mikið úrval hágæða kæliskápa. Stál og hvítir.
Tilboðsverð: 25.900 kr.
Verð frá 29.900 kr.
Verð frá 139.900 kr.
Verð frá 129.900 kr.
Stærðir 7-12 kg.
Sjá nánar: samsungsetrid.is
samsungsetrid.is S ÍÐUMÚLA 9 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2900 ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000
ORMSSON KEFLAVÍK SÍMI 421 1535
ORMSSON AKRANESI SÍMI 530 2870
ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SÍMI 456 4751
KS SAUÐÁRKRÓKI 455 4500
LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515
ORMSSON VÍK-EGILSSTÖÐUM SÍMI 471 2038
ORMSSON PAN-NESKAUPSTAÐ SÍMI 477 1900
ORMSSON ÁRVIRKINN-SELFOSSI SÍMI 480 1160
GEISLI VESTMANNAEYJUM SÍMI 481 3333
dr. oetker
Tradizionale pizzur
tradizionale Pizzur
549kr/stk verð áður 699
tilboð
Nýtt
tilboð
40% afsláttur á kassa
199kr/PK verð áður 229
tilboð
418kr/pk verð áður 697
smákökur 6 stk í poka
Kjúklingavængir
hafra og rúsínu / brownies / hnetu / hunang og múslí / karamellu og súkkulaði
800 g - 2 tegundir
r
alvöru ameríska bbq-sósur!
guy fieri bbq sósur
Gildir til 28. júlí á meðan birgðir endast.
Nýtt
eyri Akur og á umar! s í
verð áður 339
tilboð
sweet baby ray´s
Nýjar vörur frá meistarakokkinum guy fieri sem er að gera allt vitlaust á food Network. Sósurnar hans Guy Fieri draga fram rokkað bragð á grillinu þínu. Komdu og skoðaðu úrvalið!
299kr/stk
berry Whité
lífrænir, léttir, ljúffengir og svalandi drykkir. Án viðbætts sykurs. engin aukefni.
eira 25% m magn!
tilboð
299kr/pk
499
verð áður 359
kr/pk
Myllu kleinur
heilar flatkökur 4 stk í pakka
meðlæti og eftirréttir tilbúið á grillið!
eð marinerað og m rtum u j d d y r k m u k s fer tilboð
30% afsláttur á kassa
MERKIÐ
MERKIÐ
TRYGGIR GÆÐIN
TRYGGIR GÆÐIN
grilllambalæri
1819kr/kg verð áður
2598
að mangó mariner tilboð
tilboð
20% afsláttur á kassa
tilboð
25% afsláttur á kassa
25% afsláttur á kassa
ítölsk helgarsteik
Lambafile
3999kr/kg
kjúklingabringur
2249kr/kg
verð áður 4999
2099kr/kg
verð áður 2999
verð áður 2799
að mangó mariner tilboð
tilboð
15% afsláttur á kassa
frosinn lambahryggur
20% afsláttur á kassa
lambaprime
1699kr/kg
3519kr/kg
verð áður 1999
verð áður 4399
Jensen´s bØfhus - hafðu það þægilegt Jensen‘s tilbúnir réttir
- Klassískur pottréttur - Buffpottréttur - Klassískur svínapottréttur
tilboð
599kr/PK verð áður 899
tilboð
1199kr/PK verð áður 1799
18
viðtal
Helgin 26.-28. júlí 2013
Hlaupa fyrir strákana sína Sif Hauksdóttir og Hjörvar Jónsson hafa eignast þrjú börn á rúmlega þriggja ára tímabili. Fyrir tæplega ári síðan greindust tveir synir þeirra með vöðvarýrnunarsjúkdóminn duchenne. Engin lækning er til við sjúkdómnum og ætla Sif og Hjörvar bæði að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni og safna áheitum til styrktar Duchenne samtökunum á Íslandi sem styður rannsóknir á sjúkdómnum. „Mín heitasta ósk er sú að það finnist lækning því ég vil ekkert frekar en að synir mínir eigi langt og gott líf fyrir höndum og að nýfædd dóttir mín muni eiga bræður á lífi þegar hún verður fullorðin,” segir Sif.
viðtal 19
Helgin 26.-28. júlí 2013
B
ræðurnir Baldvin Týr, þriggja ára og Baldur Ari, tveggja ára, greindust með duchenne sjúkdóminn með viku millibili í fyrra og var það foreldrunum, sem aldrei áður höfðu heyrt af duchenne sjúkdómnum, mikið áfall. Sjúkdómurinn er arfgengur vöðvarýrnunarsjúkdómur sem engin lækning er við og ætla foreldrar Baldvins og Baldurs að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni og safna áheitum til styrktar Duchenne samtökunum á Íslandi. Fjármunina nota samtökin annars vegar til að styrkja rannsóknir á sjúkdómnum og hins vegar til að gera lífið skemmtilegra og auðveldara fyrir þá drengi sem eru með duchenne sjúkdóminn. Duchenne sjúkdómurinn berst frá móður til sonar en konur fá þó aldrei sjúkdóminn sjálfan þó þær geti haft einhver einkenni hans. Að sögn Sifjar Hauksdóttur, móður Baldvins og Baldurs, lýsir sjúkdómurinn sér þannig að ákveðið prótein vantar í vöðvana sem veldur því að þeir brotna niður og endurnýja sig ekki, heldur breytast í fitu- og örvef. „Rýrnunin sést fyrst á kálfum því þeir verða áberandi stórir þegar fitu- og örvefur kemur í staðinn fyrir vöðvann. Svo hefst rýrnun í mjöðmum, handleggjum og öxlum. Með tíð og tíma hefur rýrnunin einnig áhrif á hjartað,“ segir Sif. Sjúkdómurinn þróast á sama hátt hjá öllum en þó mis hratt. „Drengir með duchenne sjúkdóminn eru mis gamlir þegar þeir byrja að nota hjólastól,“ segir Sif.
Greiningin var áfall
Tæplega ár er síðan Baldvin Týr og Baldur Ari greindust með duchenne sjúkdóminn en sá eldri var greindur viku fyrr en sá yngri og var greiningin mikið áfall fyrir foreldrana sem aldrei höfðu heyrt af duchenne sjúkdómnum áður. „Við vissum að líkamlegt atgervi Baldvins var ekki eins og hjá jafnöldrum hans og héldum kannski að þroskinn hjá honum væri hægari en gengur og gerist. Það er engin saga um þennan sjúkdóm í minni fjölskyldu,“ segir Sif. Að sögn Hjörvars grunaði þau aldrei að það sem hrjáði Baldvin væri svo alvarlegt. „Fyrst þegar læknirinn sagði okkur frá sjúkdómnum spurðum við bara hvaða lyf við ættum að gefa honum því við héldum að það væru til lyf við þessu,“ segir Hjörvar. Að sögn Sifjar man hún nákvæmlega stundina þegar læknirinn útskýrði fyrir þeim niðurstöður rannsókna. „Ég get spilað það eins og bíómynd í huganum. Við sátum á móti lækninum inni á stofu á Barnaspítalanum. Baldvin var búinn að fara í blóðprufu og vöðvamyndatöku og læknirinn vildi hitta okkur til að segja okkur niðurstöðurnar. Fyrst þegar ég heyrði orðið vöðvarýrnunarsjúkdómur datt mér í hug SMA (Spinal Muscular Atrophy) því það var eini vöðvarýrnunarsjúkdómurinn sem ég hafði heyrt um. Svo þegar læknirinn fór að tala um duchenne og að það væri ekki til nein lækning og ekkert hægt að gera rann upp fyrir mér hversu alvarlegt þetta væri. Ég var lengi að telja í mig kjark til að spyrja hvenær þeir myndu deyja því ég vissi að þetta væri það alvarlegt að þeir yrðu ekki langlífir,“ segir Sif. Læknirinn sagði þeim að fyrir tíu árum síðan hefði hann sagt að lífslíkurnar væru tuttugu ár en að elsti núlifandi Íslendingurinn með duchenne sjúkdóminn væri að nálgast fertugt.
Heitasta óskin að lækning finnist
Ekki er til nein lækning við sjúkdómnum en Hjörvar og Sif binda vonir við að hún finnist á næstu árum. „Það eru rannsóknir í gangi víða um heim og við krossleggjum
Þegar læknirinn fór að tala um duchenne sjúkdóminn og að það væri ekki til nein lækning rann upp fyrir mér hversu alvarlegt þetta væri. Ég var lengi að telja í mig kjark til að spyrja hvenær þeir myndu deyja því ég vissi að þetta væri það alvarlegt að þeir yrðu ekki langlífir.
fingurna og vonum að það komi eitthvað sem gagnast muni sonum okkar. Maður liggur yfir þessu á netinu og fylgist með um leið og einhverjar fréttir koma og ég er mjög bjartsýnn á að eitthvað komi á næstu árum,“ segir Hjörvar. Drengjum með duchenne eru í sumum tilvikum gefnir sterar sem minnka bólgur og hægja á niðurbroti vöðva, ásamt því að styrkja hjarta og lungu. Sif segir þó að aukaverkanir steranna séu miklar og að þeir hafi misjöfn áhrif á börn. „Við prófuðum stera fyrir eldri soninn í fyrra en hættum því svo því þeir fóru illa í skapið á honum. Hann var of ungur þá en við ætlum að prófa aftur í haust.“
Þrjú börn á rúmlega þremur árum Bræðurnir Baldvin Týr og Baldur Ari
eignuðust fyrr í sumar litla systur, Addú Sjöfn, svo því eru systkinin orðin þrjú á rúmlega þremur árum og því mikið líf og fjör á heimili fjölskyldunnar sem nýlega flutti í hentugra húsnæði með inngangi á jarðhæð. Áður bjuggu þau á annarri hæð í fjölbýlishúsi en þar sem ljóst er að bræðurnir muni í framtíðinni notast við hjólastól er fjölskyldan að koma sér fyrir í hentugra framtíðar húsnæði. Bræðurnir Baldvin Týr og Baldur Ari verða fjögurra og þriggja ára í haust og fara í sjúkraþjálfun nokkrum sinnum í viku. Sú þjálfun fer fram á leikskólatíma og er Baldvin, sá eldri, ekki alltaf sáttur við að vera sóttur fyrr en vinirnir. „Hann á stundum eftir að drekka og gera ýmislegt
Ánægja eða endurgreiðsla. Prófaðu hana í eldhúsinu þínu í 60 daga. Við erum svo viss um að þú verðir ánægð(ur), að við bjóðum 60 daga skilatryggingu, ef svo ólíklega vill til að hún standist ekki væntingar þínar.
Framhald á næstu opnu
20
viðtal
Helgin 26.-28. júlí 2013
Ert þú með brjóstsviða? Dregur úr brjóstsviða á 3 mínútum 1 • Virkar í allt að 4 tíma 2 •
Galieve Peppermint
Tuggutöflur með piparmintu bragði
Mixtúra Cool Mint 300 ml Mixtúra með Cool Mint bragði og lykt.
Galieve Cool Mint mixtúra, dreifa /skammtapoki / Galieve Peppermint tuggutöflur.. Innihaldslýsing: Hver 10 ml skammtur af Galieve Cool Mint inniheldur 500 mg af natríumalgínati, 267 mg af natríumhýdrógenkarbónati og 160 mg af kalsíumkarbónati. Hver tafla Galieve Peppermint inniheldur: 250 mg af natríumalgínati, 133,5 mg af natríumhýdrógenkarbónati og 80 mg af kalsíumkarbónati. Ábendingar: Meðferð við einkennum maga- og vélindabakflæðis, svo sem nábít (sýrubakflæði), brjóstsviða og meltingartruflunum (tengdum bakflæði), t.d. eftir máltíðir eða á meðgöngu. Skammtar og lyfjagjöf: Galieve Cool Mint mixtúra: Til inntöku. Fullorðnir og börn 12 ára og eldri: 10-20 ml (eða 1-2 skammtapokar) eftir máltíðir og þegar farið er að sofa (allt að fjórum sinnum á dag). Galieve Peppermint tuggutöflur: Til inntöku, eftir að hafa verið tuggin vandlega. Fullorðnir og börn 12 ára og eldri: Tvær til fjórar töflur eftir máltíðir og þegar farið er að sofa (allt að fjórum sinnum á sólarhring). Frábendingar: Ekki má nota lyfið hjá sjúklingum með þekkt ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna, eða ef grunur er um slíkt. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Galieve inniheldur natríum. Þetta þarf að hafa í huga þegar þörf er á mjög saltsnauðu fæði, t.d. í sumum tilvikum hjartabilunar og skerðingar á nýrnastarfsemi. Galieve inniheldur kalsíumkarbónat. Gæta þarf varúðar við meðferð sjúklinga með blóðkalsíumhækkun, nýrnakölkun og endurtekna nýrnasteina sem innihalda kalsíum. Verkun er hugsanlega skert hjá sjúklingum með mjög lága þéttni magasýru. Ef einkenni batna ekki eftir sjö daga, skal endurmeta klínískt ástand. Yfirleitt er ekki mælt með meðferð hjá börnum yngri en 12 ára, nema samkvæmt læknisráði. Galieve Cool Mint mixtúra/skammtapokar inniheldur metýlparahýdroxýbenzóat (E218) og própýlparahýdroxýbenzóat (E216) sem geta valdið ofnæmisviðbrögðum (hugsanlega síðbúnum). Galieve Peppermint tuggutöflur má ekki gefa sjúklingum með fenýlketónmigu, þar sem þær innihalda aspartam.. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. 1. V Strugala er. Al. The journal of international medical research, vol 38 (2010) A randomized, Controlled, Crossover trial to Investigae Times of onset of the perception of soothing and cooling by Over-the-Counter Heartburn Treatments. 2. B.Chevrel, MD. Journal of International Medical Research, vol 8 (1980) A comparative Cross-over Study on the Treatment of heartburn and Epigastric Pain; Liquid Gaviscone and MagnesiumAluminum Antacid Gel.
Hjörvar Jónsson Ef ég safna yfir sjö hundruð þúsundum breyti ég skráningunni aftur og fer heilt maraþon. Ljósmyndir/Hari
þegar við sækjum hann og verður þá svolítið pirraður. Sjúkdómurinn veldur því að hann þreytist fyrr en jafnaldrarnir og hefur ekki sama úthald og þeir til að hlaupa um og klifra,“ segir Sif. Að sögn Hjörvars er þó ekkert sem drengirnir geta ekki gert ennþá, flest taki aðeins lengri tíma og þreyti þá meira en jafnaldrana. „Um daginn fórum við seinni part dags í heimsókn til ömmu og afa sem búa á þriðju hæð í blokk og Baldvin bað um að fá bara að bíða úti í bíl, hann væri svo þreyttur. Hann gat bara alls ekki hugsað sér að ganga alla leið upp á þriðju hæð. Svo buðum við honum að afi myndi koma og bera hann upp og þá fékkst hann með,“ segir Sif.
Áheitasöfnun gengur vel
Í Reykjavíkurmaraþoninu ætlar Hjörvar að hlaupa hálft maraþon en Sif tíu kílómetra og safna áheitum fyrir Duchenne samtökin á Íslandi. Hvorugt þeirra hefur hlaupið svo langa vegalengd áður en hafa þó ekki áhyggjur af því að komast ekki í mark. „Við göngum þá bara inn á milli ef við verðum mjög þreytt.“ Þegar þessar línur eru skrifaðar, fjórum vikum fyrir maraþonið, hafa þau Hjörvar og Sif þegar safnað hátt í fjögur hundruð þúsund krónum í gegnum áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons.
Það eru rannsóknir í gangi víða um heim og við krossleggjum fingurna og vonum að það komi eitthvað sem mun gagnast sonum okkar. Maður liggur yfir þessu á netinu og fylgist með um leið og einhverjar fréttir koma og ég er mjög bjartsýnn á að það komi lækning á næstu árum.
Fjölmargir aðrir hlaupa einnig fyrir samtökin. Upphaflega hafði Hjörvar skráð sig til þátttöku í tíu kílómetra hlaupinu og þá söfnuðust nokkur þúsund en svo skoruðu bræður hans á hann að hlaupa hálft maraþon ef áheitin færu yfir 50.000 krónur og tókst það á örskotsstundu. „Í fyrra söfnuðust 700.000 krónur fyrir samtökin svo ef ég einn næ þeirri upphæð breyti ég skráningunni aftur og fer heilt maraþon,“ segir Hjörvar og hlær. Þegar Reykjavíkurmaraþonið fer fram verður liðið nákvæmlega ár frá því Baldur Ari fékk sína greiningu en sá eldri, Baldvin, var greindur viku fyrr. Foreldrarnir vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að safna peningum til rannsókna á sjúkdómnum sem engin lækning hefur enn fundist við. „Mín heitasta ósk er sú að það finnist lækning því ég vil ekkert frekar en að synir mínir eigi langt og gott líf fyrir höndum. Ég vil líka að nýfædd dóttir mín muni eiga bræður á lífi þegar hún verður fullorðin,“ segir Sif. Nánari upplýsingar um áheitasöfnun til styrktar Duchenne samtökunum á Íslandi má nálgast á síðunni www.hlaupastyrkur.is Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is
viðtal 21
Helgin 26.-28. júlí 2013 Marta María Jónasdóttir
Hálft maraþon fyrir Duchenne Samtökin Marta María Jónasdóttir, fréttastjóri dægurmála hjá mbl.is, ætlar að hlaupa hálft maraþon og safna áheitum fyrir Duchenne Samtökin á Íslandi en sonur hennar tilheyrir þeim.
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA – 13-2105
Marta María Jónasdóttir, fréttastjóri dægurmála hjá mbl.is, ætlar að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir Duchenne Samtökin á Íslandi. Marta María ætlar að hlaupa fyrir son sinn sem tilheyrir samtökunum og verður þetta í fyrsta sinn sem hún hleypur svo langa vegalengd. „Ég hef nokkrum sinnum hlaupið tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu og það hefur verið meira en nóg fyrir mig. Ég hef alltaf verið nær dauða en lífi þegar ég hef komist í mark þannig að það er töluvert djarft að ætla sér að hlaupa tuttugu og einn kílómetra,“ segir Marta María sem stundar nú grimmar hlaupaæfingar undir stjórn vinkonu sinnar. „Ég var svo heppin að endurheimta vinkonu mína, sem er mikill hlaupari, frá New York um áramótin og hún hefur teymt mig um götur borgarinnar síðan. Þetta var skrautlegt í byrjun en nú er ég komin á gott skrið. Því er þó ekki að leyna að hún er og verður alltaf eins og arabískur veðhlaupahestur á meðan ég er eins og lítill bleikur pónýhestur sem hún er með í taumi,“ segir Marta María. „Ég er reyndar búin að rjúfa tíu kílómetra múrinn því ég hljóp tólf kílómetra á dögunum
Íslenskt mínútuverð í Evrópu með Vodafone EuroTraveller Virkjaðu Vodafone EuroTraveller með því að senda sms-ið „Euro“ í 1414.
Góð samskipti bæta lífið RAUNVERULEGUR SPARNAÐUR
6 DAGA FERÐ TIL SPÁNAR
ÁN EUROTRAVELLER DAGGJÖLD GAGNAMAGN MÓTTEKIN SÍMTÖL HRINGD SÍMTÖL SMS
75 %
SPA
RNA
Því er þó ekki að leyna að hún er og verður alltaf eins og arabískur veðhlaupahestur á meðan ég er eins og lítill bleikur pónýhestur sem hún er með í taumi. og á morgun stefni ég að því að hlaupa fjórtán kílómetra. Planið er að bæta alltaf tveimur kílómetrum við í hverri viku og hefur það gengið ágætlega hingað til. Í raun finnst mér alltaf erfiðast að hlaupa fyrstu þrjá kílómetrana en eftir það verður þetta auðveldara. Ólíkt því að mæta í ræktina finnst mér skipta sérstaklega miklu máli að vera vel upplögð fyrir hlaupin. Ég get til dæmis ekki hlaupið langt ef ég er þreytt og svöng, þetta veitir því ágætis aðhald á fleiri sviðum tilverunnar.“ Marta María segist aldrei hafa verið mikil íþróttakona og því komi hlaupaáhuginn skemmtilega á óvart. „Þegar ég var yngri gat ég aldrei hlaupið neitt og fékk hlaupasting við minnstu áreynslu en í dag nýt ég þess að hlaupa. Svo hefur lífið kennt mér að vera þakklát fyrir að geta hlaupið, það er nefnilega langt frá því að vera sjálfsagt.“
ÐUR
SAMTALS
0 KR 30.554 KR 145 KR 2.928 KR 222 KR
33.849 KR
MEÐ EUROTRAVELLER DAGGJÖLD GAGNAMAGN MÓTTEKIN SÍMTÖL HRINGD SÍMTÖL SMS
SAMTALS
4.140 KR 2.340 KR 0 KR 1.922 KR 194 KR
8.596 KR
Kynntu þér Vodafone EuroTraveller á vodafone.is
Rakel Ýrr og fjölskylda í fríi á Spáni.
#godsamskipti
22
viðtal
Helgin 26.-28. júlí 2013
Vilborg pólfari skrifar bók fyrir börn
Pálína Ósk Hraundal, sérfræðingur í náttúrutengdri afþreyingu og Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari skrifa saman bók fyrir börn um útivist sem kemur út næsta vor. Mynd/Teitur.
Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800
V
ilborg Arna og Pálína Ósk kynntust þegar þær námu saman ferðamálafræði við Háskólann að Hólum og hafa báðar mikinn áhuga á börnum, útivist og upplifun. „Skrif bókarinnar eru ástríðuverkefni hjá okkur vinkonunum. Við viljum stuðla að aukinni útivist barna og auðvelda aðgengi þeirra að útiOpið: lífi. Bókin er skrifuð fyrir yngri kynslóðina en á þann hátt að allir Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16 Opið: fjölskyldumeðlimir geti haft gaman að og flett bókinni saman og Má. - Fö. 123 -• 18210 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16 Kauptúni Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is fengið hugmyndir,“ segir Vilborg sem þekkt er fyrir afrek sín á • Kauptúni www.signature.is 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is fjöllum. Pálína hefur stundað meistaranám við Háskólann í Ási í Noregi og sérhæft sig í náttúrutengdri afþreyingu og upplifun fyrir börn og unglinga. Núna stundar hún nám við Listaljósmyndaskólann í Osló og mun taka allir ljósmyndir bókarinnar. Í bókinni er fjallað um útivist, bæði í borgum, bæjum og villtri náttúrunni ásamt því sem ýmsir leikir eru kenndir. Bókin byggir á norrænu aðferðafræðinni „leiktu og lærðu“ sem felur í sér að börn fari út í náttúruna og læri, til dæmis með því að finna ákveðnar tegundir blóma og fugla og skeljar. „Í bókinni kennum við einnig útieldun sem er mjög vinsæl í Skandinavíu og er aðeins að byrja hérna heima þó það hafi ekki farið mikið fyrir henni ennþá,“ segir Vilborg. Bókin kemur væntanlega út næsta vor og ætla Vilborg og Pálína að bjóða upp á útivistar- og útilífsnámskeið fyrir börn í framhaldi af útgáfunni. „Þar fá börnin að njóta sín úti í náttúrunni og upplifa töfra útieldunar, læra að raða í bakpokann sinn, klæða sig rétt og ýmislegt fleira skemmtilegt. Á námskeiðinu förum við í gönguferðir og gerum hópeflisæfingar þar sem börnin vinna saman og læra að treysta hvert öðru. Námskeiðið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu og að öllum líkindum líka fyrir norðan þar sem Pálína er með annan fótinn.“ Vilborg lætur nú gamlan draum rætast og ætlar að klífa Tindana Sjö á einu ári en það verkefni felur í sér að klífa hæsta fjallstind hverrar heimsálfu á einu ári. Vilborg kleif fjallið Denali í Norður-Ameríku í maí síðastliðnum sem var fyrsta fjallið í sjö tinda verkefninu. „Svo fer ég á næsta tind í ágúst sem er fjallið Elbrus í Rússlandi og er 5.642 metra hátt. Það koma nokkrir Íslendingar með mér í þá ferð og mér sýnist stefna í Íslandsmet kvenna því ef allt gengur upp þá eiga fimm íslenskar konur eftir að standa saman á tindinum,“ segir Vilborg. Í vetur er markmiðið hjá Vilborgu að klífa tindana hvern af öðrum og enda svo á því að klífa Everest í mars á næsta ári. Á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna býðst göngufólki að slást í hópinn með Vilborgu þegar hún Opið: gengur á fjöllin Elbrus í Rússlandi, Kilimanjaro í Tansaníu og á Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16 Opið: Aconcagua í Suður-Ameríku. „Það er frábært að fá að ferðast með Má. - Fö. 123 -• 18210 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16 Kauptúni Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is löndum sínum og upplifa þetta með þeim.“
Útisófasett fyrir Útisófasett fyrir sófasett fyrir Útisófasett fyrir fasett fyrir Útisófasett fyrir íslenskar aðstæður íslenskar aðstæður skar aðstæður íslenskar aðstæður r aðstæður íslenskar aðstæður Nokkar gerðir og litir. Glæsileg og vönduð vara. Opið: Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16
Göngugarparnir og vinkonurnar Vilborg Arna Gissurardóttir og Pálína Ósk Hraundal vinna í sameiningu að útivistarbók. Bókin er skrifuð til barna en er þó einnig gagnleg allri fjölskyldunni og kennurum til að fá góðar hugmyndir að útivist. Bókin kemur út næsta vor og ætla vinkonurnar í framhaldinu að bjóða upp á útivistarnámskeið fyrir börn þar sem meðal annars verður kennd útieldun.
og litir. Glæsileg oggerðir vönduð Nokkar ogvara. litir. Glæsileg og vönduð vara.
ÚTSALA! ÚTSALA! er komin Sumarvaran rvaranSumarvaran er komin er komin Allt að 60% afsláttur af glæsilegum viðhaldsfríum útihúsgögnum
Á mynd: Tetris sett Á mynd: Tetris sett Opið: Opið: Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16
Opið: au. 12 - 16 - Sun. 13 - 16 Má. - Fö. 12 - Lau. 12 - 16 - • Sun. 13 - 3800 16 Kauptúni 3 -•18210 Garðabær S 771 • www.signature.isDagný Hulda Erlendsdóttir Má. Fö.Garðabær 12 - 18•- SLau. 12 -•16 - Sun.3 •13 - 16 Kauptúni 3 •- 210 771 3800 www.signature.is Kauptúni 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is Garðapósturinn
SÍMI 555 6101- 697 4020 - netfang: valdimar@gardaposturinn.is
Garðabær •Kauptúni S 771 3800 3• 210 • S 771 3800 19• www.signature.isdagnyhulda@frettatiminn.is SÍMI• 555www.signature.is 6101- Garðabær 697 4020 - netfang: valdimar@gardaposturinn.is
1- 697 4020 - netfang: valdimar@gardaposturinn.is Garðapósturinn
SAFARÍKARI SAFAPRESSA Safapressan sem fagaðilar keppast við að dásama Hurom® Slow Juicer safapressan hefur svo sannarlega slegið í gegn, enda nær hún allt að 35-50% meiri safa úr hráefninu en aðrar safapressur. Slow Juicer safapressan þrýstir safanum úr hráefninu eins og mortél, en tætir ekki eins og aðrar safapressur. Fyrir vikið færðu bæði meiri og næringarríkari safa úr Hurom® Slow Juicer. Hurom® Slow Juicer pressar m.a. safa úr ávöxtum, grænmeti, hnetum, berjum, fræjum, möndlum og hveitigrasi. π Allt að 70% hljóðlátari en aðrar vélar π Hæg pressa skilar ferskari og betri safa π Hreinni safi, miklu minna hrat π 35%–50% meiri safi en úr hefðbundnum safapressum π Allt að 50% hraðvirkari en hefðbundnar safapressur π Mun meira næringargildi en úr öðrum vélum π Auðvelt að hreinsa
Meiri safi – meira af vítamínum – betri nýting. Nánari upplýsingar á www.hataekni.is/hurom
0% 35–ir5i safi me
Söluaðilar:
Höfuðborgarsvæðið: Borð fyrir tvo, Laugavegi 97 π Hagkaup, Eiðistorgi, Garðabæ, Holtagörðum, Kringlunni, Skeifunni, Smáralind og Spöng Hátækni, Ármúla 26 π Heilsuhúsið, Kringlunni π Innigarðar, Hraunbæ 117 π Lifandi Markaður, Borgartúni 24, Fákafeni 11, Hæðasmára 6
Austurland: Tónspil, Neskaupsstað Suðurland: Árvirkinn, Selfossi π Geisli, Vestmannaeyjum π Hagkaup, Selfossi π Hagkaup, Reykjanesbæ π Heilsuhúsið, Selfossi
PIPAR \ TBWA
•
SÍA
•
132176
Vesturland: Hagkaup, Borgarnesi Norðurland: Bókaverslun Þórarins, Húsavík π Byko, Akureyri π Hagkaup, Akureyri π Heilsuhúsið, Akureyri π Skagfirðingabúð, Sauðárkróki
Aðrir: www.aha.is π www.heimkaup.is Heildsöludreifing: Hátækni Heildverslun
24
viðtal
Helgin 26.-28. júlí 2013
Íslenskir verkfræðinemar tóku þátt í alþjóðlegu hönnunarkeppninni Formula Student sem fór fram á Silverstone-kappakstursbrautinni í Englandi og höfnuðu í 3 sæti í sínum flokki. Hópurinn vinnur nú að hönnun nýs kappakstursbíls og mun ásamt ökumanni keppa að ári liðnu.
Þ
egar maður tekur þátt í svona keppni þá fylgist maður með teikningu á pappír verða að veruleika, alveg frá því að maður fær efnið sjálft í hendurnar þangað til að maður vinnur með það, meðhöndlar það, spennugreinir það og svo framvegis. Maður tekur þátt í öllu ferlinu og það er ekki lengur bara einhver stærðfræðiformúla,“ segir Saga Úlfarsdóttir, nýútskrifuð úr vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Hópur nemenda við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands tók nýverið þátt í alþjóðlegri keppni um hönnun kappakstursbíla sem heitir Formula Student og fór fram á Silverstone-kappakstursbrautinni í Englandi. Liðið náði frábærum árangri og hafnaði í þriðja sæti af 25 liðum í sínum flokki.
Erfiðara að þróa rafmagnsbíla
„Þetta kom okkur svolítið á óvart vegna þess að í þessari keppni eru mjög góðir skólar að keppa og meðal annars lentum við ofar en Cambridge háskólinn sem þykir með þeim bestu. Í Bretlandi er valið úr skólum og bara topparnir fá að taka þátt. Þá er gott að vera frá litla Íslandi vegna þess að þeir vilja að sem flest lönd taki þátt í keppninni,“ segir Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðinemi við Háskóla Íslands. Aðrir meðlimir hópsins eru Einar Hreinsson, Aðalsteinn Pálsson, Steinar Þorvaldsson, Sigurður Örn Ragnarsson og Jóhann Oddur Úlfarsson. Meðlimir íslenska hópsins stunda flest allir nám í iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og rafmagns- og tölvuverkfræði. Íslenski hópurinn lenti í 2. sæti fyrir kynningu sína á kostnaðar- og umhverfisáætlun, 4. sæti fyrir hönnun og 11. sæti fyrir viðskiptaáætlun sína. „Það var hópur frá Imperial College London háskólanum sem vann í okkar flokki en þeir höfðu töluvert betri vitneskju um það sem átti að koma fram í viðskiptaáætluninni. Hefðum við haft betri hugmynd um það tel ég að við hefðum getað lent í því fyrsta,“ segir Ragnheiður.
Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili · Tekur venjulegt GSM SIM kort · Hægt að panta mynd eða hlusta svæði. · SMS og MMS viðvörun í síma og netf. · Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist. · Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara. · Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o.fl.
S. 699-6869 · rafeindir@internet.is · www.rafeindir.is
Hönnuðu rafknúinn kappakstursbíl Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, Saga Úlfarsdóttir og Einar Hreinsson eru ásamt hinum meðlimum hópsins stolt af verðlaunabílnum. Ljósmyndir/Hari
Bíllinn sem hannaður var af hópnum var rafknúinn kappakstursbíll og segir Saga að rafmagnsbílar séu í gífurlegri ásókn og að rafmagnsbíll hafi verið í toppsætinu. Hins vegar sé erfiðara að þróa rafmagnsbíla.
Kvenmaður við stýrið
–
mst fyrst og fre
ódýr!
% 8 3
Saga og Ragnheiður segja að vinnan við undirbúning keppninnar hafi verið mjög mikil en þær eru mjög ánægðar sem og hópurinn með að hafa tekið þátt. Nú mun hópurinn einbeita sér
að næstu keppni að ári þar sem hann mun taka þátt í raunverulegum kappakstri með nýjan kappakstursbíl og ökumann. Verkefnið segja þær að sé mjög kostnaðarsamt og tímafrekt en á sama tíma mjög lærdómsríkt. Hópurinn mun hefja framleiðslu á bílnum sem og þjálfun á ökumanni samhliða því. Stefnt er að því að bíllinn verði tilbúinn til aksturs ekki seinna en 1. maí næstkomandi og stefnan er að ökumaðurinn verði kvenmaður úr hópnum. Ástæðan fyrir því er að betra er að hafa léttan ökumann
afsláttur
99
kr. stk.
Verð áður 159la-okrg.apstpek.lsínusafi, 1 lítri Don sim. oafnhv,errepi tegund meðan birgðir endast Hámark 4 stk
Einar Hreinsson prófar bílinn fyrir utan aðstöðu nemanna við Toppstöðina í Reykjavík.
með lágan þyngdarpunkt. „Það er mjög mikilvægt að prófa bílinn og að þjálfa ökumanninn samhliða því,“ segir Ragnheiður. „Þetta er alvöru formúlukappakstur, bílarnir eru að ná 140 km hraða í 75 metra langri spyrnu. Þetta stendur og fellur með ökumanninum,“ segir Saga.
Stórfyrirtæki fylgjast með
Saga og Ragnheiður segja að mörg tækifæri myndist fyrir þá nemendur sem taka þátt í keppni sem þessari. „Hérna á Íslandi hafa
Helgin 26.-28. júlí 2013
Íslenski hópurinn vann að hönnun skeljarinnar á bílnum í nánu samstarfi við nemendur við LHÍ en hönnunin sjálf tók 1-2 mánuði. Þegar verkfræðinemarnir höfðu lokið við smíðina á bílnum sjálfum fengu nemendur við LHÍ upplýsingar um hvar festingarnar á skelinni mættu vera. Nemendur úr LHÍ eyddu heilum degi í að pússa mót sem gert var úr frauðplasti og kláruðu skelina á fimm vikum.
nokkrir meðlimir fengið vinnu út á reynsluna í keppninni, annars vegar hjá Marel og svo hjá Össuri,“ segir Ragnheiður. „Í keppninni eru fulltrúar frá stærstu framleiðslufyrirtækjunum, hvort sem þeir framleiða bíla eða flugvélar sem eru að fylgjast með hvað nemendur hafa fram á að færa og þá hafa nemendur tækifæri á að sanna sig,“ segir Ragnheiður. „Þarna gefst tækifæri til að vinna stórt verkefni í samvinnu við stórfyrirtæki og læra hvernig er að vera verkfræðingur, ég held að það sé fyrst og fremst mikilvægast,“ segir Saga. „Það sem aðrir skólar gera betur en HÍ er að búa til aðstæður þar sem fólk frá mismunandi stöðum kemur saman og vinnur saman að ákveðnu verkefni. Þetta verkefni er frábær vettvangur fyrir það. Ef svona verkefni gætu fengið meira vægi í framtíðinni þá munu þau gefa af sér mjög góða verkfræðinga,“ segir Saga. Segir Ragnheiður að stærstu og bestu skólarnir í heiminum leggi gríðarlega áherslu á verklegt nám sem og þverfaglega þáttinn við verkfræðina. Háskóli Íslands hefur verið að efla samstarf á milli verkfræði- og náttúruvísindasviðs og fyrirtækja og segja þær að sé frábært framtak en það þurfi þó að gera meira.
Hægt að framleiða lúxusbíla á Íslandi
Saga vinnur nú í Marel og mun sinna hlutverki ráðgjafa í verkefninu næsta vetur. Hópurinn hefur fengið styrki í formi efnis og vinnu frá fyrirtækjum sem mörg hafa verið mjög hjálpsöm en stundum þurfi þau að verða sér út um vinnu og vörur erlendis frá og það geti verið mjög kostnaðarsamt. „Við þurfum að kaupa batterí, mótora, stýringar og fleira og erum sífellt að leita að styrktaraðilum,“ segir Saga. „Það sem við komust að þarna úti var að mikilvægasti þátturinn var ekki endilega tæknilega þekkingin heldur að geta haldið utan um hópinn og geta unnið saman, rekið verkefnið áfram sem fyrirtæki og það var í rauninni helsti styrkleikinn hjá liðinu okkar. Aðalatriðið er ekki að vera með besta bílinn, ef allir gera sitt besta sem lið þá fer maður að sjá árangur sem er stærsti parturinn í þessu,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður og Saga segja að hópurinn hafi fengið mjög mikinn og góðan stuðning frá liðinu sem keppti árinu áður en hefur að miklu leyti snúið sér til annarra starfa. Saga og Ragnheiður segja að áhuginn á raungreinum sé að aukast hjá konum og um leið og að þær hafi góðar fyrirmyndir muni þær fá meira sjálfstraust í framtíðinni. „Það er þvílík þekking hérna á Íslandi, ég sé ekkert sem stendur í vegi fyrir því að hægt sé að framleiða lúxusbíla á Íslandi eða aðrar tækninýjungar,“ segir Saga. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is
Grillaðu í sumar með HEINZ
viðtal 25
26
viðhorf
Helgin 26.-28. júlí 2013
Saman í þarabaði
M HELGARPISTILL
Einstök Ævintýraferð Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralífi og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. hin þekkta píramída Tulum, gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Við tökum svo nokkra daga á lúxus hóteli við Karabíska hafið þar sem allt er innifalið
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is
Verð á mann í tveggja manna herbergi . Kr. 464.329,Innifalið: Flug, hótel, allar ferðir, skattar og íslenskur fararstjóri www.transatlantic.is
Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt
Ertu búinn að fá þér Veiðikortið!
Veiðitímabilið er byrjað. Kr. 6.900.-
www.veidikortid.is
Teikning/Hari
00000
Margt hefur breyst í tæknimálum frá því að pistilskrifarinn byrjaði að hamra á órafknúna skólaritvél á ritstjórnarskrifstofu Dagblaðsins fyrir löngu. Það var ekki hraðasti ásláttur sögunnar, það verður að viðurkennast, en mér fór smám saman fram. Síminn var að sönnu til staðar á borðshorninu og búið var að finna upp segulbandið en það notaði ég ekki. Hripaði heldur á blað það sem viðmælendur sögðu. Aðrar upplýsingar þurfti að sækja í bækur eða blöð – og það tók dágóða stund. Allt gekk þetta þó upp og útkoman var eftirsótt blað sem samstæður og skemmtilegur hópur stóð að. Eitt blað á dag kom út þrátt fyrir frumstæðar græjur. Mér verður stundum hugsað til þessa tíma. Borðsíminn er enn á sínum stað og segulband fyrir þá sem það vilja, hvort heldur er í tölvunni sjálfri, farsímanum eða diktafóni en mestur munur er á samskiptum öllum og auðveldari upplýsingaöflun umfram það sem þá var, með stórkostlegum möguleikum netsins – og þægindunum sem fylgja tölvupóstinum. Samskipti með tölvupósti eru afar þægileg og gríðarlega mikið notuð hjá öllum almenningi, hvort heldur er til einkabrúks eða í atvinnuskyni. En þar fylgir böggull skammrifi. Flestir eru svo hrekklausir að þeir telja að þau skilaboð sem þeir senda með tölvupósti séu aðeins á milli tveggja einstaklinga og efni póstsins verði ekki notað nema með leyfi viðkomandi. Svo er þó alls ekki. Það sýna dæmin. Hið nýjasta eru uppljóstranir Edward Snowden en hann greindi frá víðtækum persónunjósnum bandarískra yfirvalda. Umtalsverður hluti mannkyns er nettengdur og nýtir sér þjónustu stórfyrirtækja á borð við Microsoft, Apple, Facebook og Google. Kannski hefði það ekki átt að koma okkur á óvart en margir hrukku í kút þegar Snowden sýndi fram á hve greiðan aðgang bandaríska leyniþjónustan hafði að netþjónum þessara fyrirtækja. Nær okkur þekkjum við mörg dæmi um tölvupósta sem einum voru ætlaðir en rötuðu fyrir almenningssjónir. Umtalað dæmi þar um voru samskipti Jónínu Benediktsdóttur sem stolið var úr tölvu hennar og tengdust frægu, eða alræmdu, Baugsmáli á sínum tíma. Þeir póstar birtust á síðum Fréttablaðsins. Nýlegt dæmi höfum við um það að aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra sendi í ógáti tölvupóst á netfang yfirmanns þess er fór fyrir í undirskriftasöfnun um óbreytt veiðigjald. Frægari af endemum urðu þó skilaboð sem Bjarni Harðarson bóksali, þáverandi alþingismaður, hugðist senda aðstoðarmanni sínum í tölvupósti síðla hausts árið 2008. Þar var þingmaðurinn svolítið að skrattast í varaformanni flokks síns, Valgerði Sverrisdóttur, fyrrum ráðherra. Bjarni þingmaður sendi aðstoðarmanni sínum bréf, fráleitt hliðhollt flokksysturinni, bað hann í fæstum orðum að búa til „anonymous“ netfang og senda á alla fjölmiðla.
Bréf Bjarna til aðstoðarmannsins fór hins vegar óvart á hópsendingarlista fjölmiðla. Laumusendingin fór því út um víðan völl – sem varð til þess að þingmaðurinn neyddist til að segja af sér. Samskipti flestra í tölvupósti eru þó sárasaklaus. Fjölmiðlar hefðu því engan áhuga á þeim þótt þau ræki fyrir slysni á fjörur þeirra, svo ekki sé talað um kílómetra langar skjalaraðir bandarísku leyniþjónustunnar – eða leyniþjónustur annarra ríkja, ef því er að skipta. Samt er betra að gæta sín þegar ýtt er á „send“ takkann. Að því komst ég fyrir nokkru þótt fráleitt hafi í þeim tölvupósti verið fjallað um hernaðarleyndarmál eða þjóðaröryggi. Mín ágæta eiginkona sá fyrir nokkrum misserum fjallað um þaraböð sem í boði voru á Reykhólum vestra þar sem hugvitsamar konur blönduðu saman gæðavottuðu þarahráefni frá Þörungaverksmiðjunni og hveravatninu á Reykhólum. Þar kom fram að þarabað í heitum potti væri nánast allra meina bót, einkar hollt fyrir húðina og stuðlaði almennt að vellíðan gesta meðan þeir slökuðu á og virtu fyrir sér rómaða náttúru á Reykhólum. Um þetta ræddum við hjónakornin svo sem ekkert frekar en fyrir kemur að við eigum erindi vestur á firði. Skömmu fyrir ferð þangað var ég að vafra á vestfirskum netmiðlum og rak þá augun í kynningu á fyrrnefndu þarabaði. Þá datt mér í hug, sem eiginmanni í senn hugulsömum og ástríkum, að bjóða eiginkonu minni í langþráð þarabaðið. Því skrifaði ég henni heldur elskulegan tölvupóst milli verkefna í vinnunni. Að vanda hafði ég upphafsstaf nafns hennar H á undan E LGerindinu, ARBLAÐ án sérstaks formála. Bréfinu lauk ég ástúðlega – og sendi frúnni – eða taldi mig gera það. Nútíma tölvupóstkerfi flýta nefnilega fyrir manni og um leið og fyrsti stafur nafns er sleginn inn koma önnur upp, til dæmis þau sem nærri standa í stafrófinu. Um leið og tölvubréfið um þarabaðið hvarf af skjánum sá ég að það hafði alls ekki farið til konunnar minnar elskulegrar heldur samstarfsmanns míns af karlkyni, með sama upphafsstaf í nafni sínu og eiginkonan. Ég segi ekki að hann hafi skipt litum þegar hann fékk kveðjuna en augnatillitið sem hann sendi mér var óneitanlega sérstakt. Sá góði maður fékk sem sagt svohljóðandi tölvupóst, en tekið skal fram að hann situr skáhalt á móti mér í vinnunni: (Upphafsstafur móttakanda) „Nú látum við verða af því, elskan, og skellum við okkur saman í þarabaðið á Reykhólum, látum fara vel um okkur hönd í hönd í heitum pottinum og njótum saman dásemda Breiðafjarðar. Kannski fáum við okkur drykk til að fullkomna stundina. Ef við, í flýtinum fyrir vesturförina, gleymum að taka með okkur sundföt skiptir það engu því þau er hægt að leigja á staðnum. Eftir á getum við keypt okkur þarabaðsölt og fleira fínt. Hvernig líst þér á, krúttið mitt?“
20
afslátt % ur
Aðeins
íslenskt kjöt
í kjötborði
Aðeins
íslenskt
15
kjöt
í kjötborði
Ungnauta entrecode
3998 4998
kr./kg
r
e Við g
kr./kg
ir þig
a fyr
eir um m
Kindaspjót Las vegas % afslátt ur 2699kr./kg 3198 kr./kg
Aðeins
e bafill Lam fiturönd með
íslenskt kjöt
8 5 9 3
í kjötborði
g kr./k
ill r! Grm a
g
kr./k 4398
su
15
afslátt % ur
ÍM kjúklingalundir
2384 2649
Grísa spare ribs
kr./kg
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
985 1159
ísleAðeins k nskt í k jöt jö
kr./kg
kr./kg
kr./kg
tbo rði
Grilltilboð! 20 20 % afsláttur
% afsláttur
Úrvals Bernaisesósa, 270 ml
269 369 415
299 kr./stk.
Sætar kartöflur
Þykkvabæjar grillkartöflur, fors.
349 449
kr./kg
kr./kg
kr./pk.
kr./stk.
15
20
% afsláttur
% afsláttur
kr./pk.
Pepsi/Pepsi Max, 33 cl í plasti
99 109
kr./stk.
kr./stk.
A. Mabel muffins, 3 teg.
219 259
kr./stk.
kr./stk.
Maarud flögur sour cream & onion
478 598
kr./pk.
kr./pk.
Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt
Plómur 1 kg
499
kr./kg
649 kr./kg
25% meira magn
Myllu kleinur, 10 stk, 25% meira magn
459
kr./pk.
28
bílar
Helgin 26.-28. júlí 2013
ReynsluakstuR lexus Is 300h
Myndir/Teitur
Skvetta er skrímsli í krapinu og svellköld, líkt og flest kvenkyns ísskrímsli. Hún hefur verið virk í starfi femínísa um langt skeið og er mikið samkvæmisljón. Hún veit fátt skemmtilegra en vel heppnaða ísveislu í góðra skrímsla hópi — og á það til að slá upp veislu í nálægum frystikistum. Hún er ekki öll þar sem hún er séð, enda erfði
hún viðskiptavit föður síns, sem var ákaflega virt og dáð lakkrísbindi, sem og skipulagskunnáttu móður sinnar, sem var finnsk eistnesk snjóblástursvél. Hún stundar jöklajóga af miklum krafti og er áhugasöm um verndun hins íslenska íspinnastofns.
slin á skrím rimsli ð i v Leiktu oris.is/sk kj www.
Eyðslugrannur lúxusbíll fyrir pæjur Ný kynslóð Lexus IS er kominn á markað og er fáanlegur með Hybrid-tækninni sem gerir hann að eyðslugrönnum lúxusbíl. Vönduð innrétting og hönnun auk þess hve fimur hann er í akstri gerir hann ennfremur að hinum fullkomna pæjubíl.
Þ
Í mælaborðinu birtast allar þær etta er hinn fullkomni upplýsingar sem þörf er á, meira pæjubíll,“ hugsaði ég þegar Sigríður Dögg að segja heiti laga sem verið er að ég settist undir stýri á nýrri Auðunsdóttir hlusta á þannig að bílstjórinn þarf kynslóð Lexus IS sem ég fékk sigridur@ frettatiminn.is aldrei að gjóa augunum annað. í prufuakstur á dögunum. Bara Ennfremur eru allir takkar og handsaumaða leðurstýrið eitt og stillingar innan seilingar, þeir helstu sér fékk mig til að finnast ég vera Plúsar í stýrinu. ögn meira „glamorous“ en venju+ Fallegur að innan og utan. Þó svo að bíllinn sé mikill pæjubíll lega og aðsniðnu leðursætin juku + Eyðir litlu. er gert ráð fyrir því að börn þurfi að enn á þá tilfinningu. Hún náði síðan ferðast í honum – því flestar pæjur hámarki þegar ég ók af stað, hljóð+ Góður í akstri. eru líka mömmur. ISOFIX festingar laust, því bíllinn sem ég prófaði er fyrir barnastóla eru mjög aðgengimeð svokallaða hybrid-vél, sem nýtir Mínusar legar og gátu tveir fimm ára drengir, rafmagn að hluta til að knýja bílinn. ÷ Hátt verð. sem fengu að koma á rúntinn í fína Meira um það á eftir. bílnum, auðveldlega fest beltin sín Mér hafði verið bent á að prófa Helstu upplýsingar sjálfir. Skottið er rúmgott þrátt fyrir endilega sport-takkann á bílnum, IS 300h að Hybrid-rafhlaðan sé geymd undir sem ég og gerði. Og viti menn: bíllHámarks afköst (DIN hö): 223 því. Auðvelt er að komast inn og út inn breyttist í sportbíl. Þegar ég CO2 blandaður akstur (g/km): 99* úr bílnum þótt hann sé tiltölulega gaf í tók vélin heldur betur við sér, Blandaður akstur (l/100km): 4.3* lágur. skipti sjálfkrafa og áreynslulaust Hröðun 0-100 km/klst.: 8.3 Af því að við pæjur erum svo umaf rafmagninu yfir í bensínið, enda Hámarkshraði (km/klst): 200 hverfislega þenkjandi – og vegna rafmagninu einungis ætlað að knýja * Tölurnar miðast við IS 300h Eco þess að við gleðjumst síður en svo bílinn upp að 65 km hraða á klukkuþegar við reiðum fram á annan tug stund en þá tekur bensínvélin við. þúsunda í hvert sinn sem við fyllum bensíntankinn Bíllinn liggur sérstaklega vel við akstri, jafnt í – þá er þessi nýja Hybrid-tækni algerlega málið. hægri borgarumferð sem í hraðari akstri á vegum Lexus var fyrsti lúxusbíllinn til að tileinka sér úti. Það sem mér fannst einna helst einkenna tæknina sem hefur fest sig í sessi undanfarin ár og Lexusinn var lítill hávaði hjá vélinni, jafnvel þótt er notuð í æ fleiri bíla og nýtur vaxandi vinsælla bensínvélin væri í gangi, og veghljóð var að sama meðal hagsýnna bílaeigenda. Hybrid-tæknin gerir skapi mjög lítið. það að verkum að eyðsla Lexusins er ekki nema Bíllinn er búinn öllum mögulegum „lúxusfídus4,3 lítrar af eldsneyti á hverja hundrað kílómetra, um“, svo sem rafmagsstilltum sætum, skynjurum sem er eins og eyðslugrannur smábíll. Munurinn er að framan og aftan, bakkmyndavél, sjö tommu bara sá að hér erum við komin með eyðslugrannan litaskjá með þráðlausri tengingu við farsíma og öfllúxusbíl – fyrir pæjur. ugum hljómflutningstækjum svo fátt eitt sé nefnt.
Fáðu meira út úr Fríinu Viltu afslátt af hótelgistingu, ókeypis morgunmat eða Frítt Freyðivín upp á herbergi? bókaðu sértilboð á gistingu, ódýr hótel og bílaleigubíla út um allan heim á túristi.is
T Ú R I S T I
bílar 29
Helgin 26.-28. júlí 2013 GLa Nýr keppiNautur á sportjeppamark aði
Flottur sportjeppi frá Mercedes-Benz Mercedes-Benz mun koma með nýjan lúxus sportjeppa á markað fyrri hluta árs 2014. Nýi bíllinn ber nafnið GLA en hann var fyrst kynntur sem hugmyndabíll undir sama heiti á bílasýningunni í Sjanghæ nú í sumarbyrjun. Búist er við að framleiðsluútfærsla GLA verði kynnt á bílasýningunni í Frankfurt í september næstkomandi. GLA þykir vera með flottar línur og mikið er lagt í innanrýmið, eins og vænta má frá framleiðanda eins og Mercedes-Benz. GLA er ætlað að keppa við lúxus sportjeppana frá Audi og BMW sem og Range Rover Evoque. Búist er við að hann verði meðal annars boðinn með tveggja lítra, fjögurra strokka vél með forþjöppu sem skilar 211 hestöflum og með 7G-DCT gírkassa og 4MATIC fjórhjóladrifi. Einnig verður hann boðinn með afturhjóladrifi. Þá má fastlega gera ráð fyrir að í framhaldinu fylgi ofurútgáfan GLA45 AMG með 355 hestafla vél sem er einnig að finna í CLA 45 AMG og A45 AMG.
Mik ið er lag t í innanr ým
i GLA .
Nýr sportjeppi frá MercedesBenz, GLA, verður væntanlegan kynntur í Frankfurt í september.
Trax sterkur í árekstrar prófunum
Trax, nýi jepplingurinn frá Chevrolet, er þegar farinn að hlaða á sig rósum á mörkuðum erlendis, segir á síðu Chevroletumboðsins, Bílabúðar Benna. Þar er getið úttektar sem Euro NCAP gerði á bílnum en NCAP er sjálfstæð stofnun sem metur árekstrarvarnir nýrra fólksbíla í Evrópu. „Trax hlaut 5 stjörnur og hæstu einkunn í sínum flokki, sem er ennþá athyglisverðara fyrir þá sök að árið 2013 voru innleiddir mun strangari staðlar við prófanirnar. Trax er þar með orðinn sjötti bíllinn frá Chevrolet sem flaggar Euro NCAP öryggisstimplinum eftirsótta. Fyrir eru Aveo, Volt, Cruze, Orlando, Malibu og Captiva.“ „Þetta eru flottar fréttir því Trax er sérlega spennandi viðbót við Chevrolet fjölskylduna og vakti mikla athygli á bílasýningunni í Fífunni í vor,“ segir Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna. Trax jepplingurinn kom á Evrópumarkað í maí og til Bílabúðar Benna nú í júlí.
H2 hönnun / h2h.is
Chevrolet Trax jepplingurinn.
NÝ ÍSLENSK
FRAMLEIÐSLA
30
prjónað
Helgin 26.-28. júlí 2013
Pr jónaPistill litadýrð úr náttúrunni
Blómleg litadýrð E
kki veitir okkur af að lífga upp á sumarið með litadýrð úr náttúrunni. Hér birtist uppskrift af hekluðu sjali sem hægt er að vefja um sig til að hlýja sér á svölum sumardögum og litirnir lífga upp á sálartetrið í leiðinni.
Hekl
Áhugi á hekli hefur aukist mikið undanfarin ár sem er gott mál. Mér hefur alltaf fundist hekl ómissandi með prjóninu, enda hægt að nota það með í bland. En svo eru margar sem kjósa heklið fram yfir prjónið því þeim finnst það einfaldlega skemmtilegra. Ef grunnþekking á hekli er til staðar en hægt að gera nánast hvað sem er. En sem betur fer er til fullt af fallegum uppskriftum til að gefa Guðrún okkur hugmyndir. Þið kannHannele ist vafalaust við Þóru – heklHenttinen Skvetta er skrímsli í bók sem kom út í fyrra og sló krapinuhannele@ og svellköld, í gegn. Það er aldrei að vita líkt og flest kvenkyns ísstorkurinn.is nema að eitthvað fleira komi skrímsli. Hún hefur verið virk í úr þeirri átt fyrr en síðar. Og starfi femínísa um langt skeið þær eru óteljandi bækurnar og er mikið samkvæmisljón. Hún veit fátt skemmtilegra sem fást á ensku með svo stílhreinum og en vel heppnaða ísveislu í uppskriftum að það mun koma flottum góðra skrímsla hópi — og þeim sem ekki þekkja til á óvart. á það til að slá upp veislu Ef þið sem þetta lesið hafið ekki kynnst í nálægum frystikistum. hekli Hún er ekki öll eða viljið læra það þá er víða boðið þar sem hún upp er á námskeið í hekli. Það eru margir séð, enda erfði sem hafa orðið að leggja prjónið á hilluna vegna gigtar en geta samt heklað því þá beitir maður sér á annan hátt. Í dag eru til svo góðar heklunálar sem gott er að halda um og þá þreytist maður minna. Góða skemmtun
ja sér á
Uppruni Slabba er óljós. Líklegt er að hann sé afkvæmi grýlukertis og græns pistasíubúðings. Hann ólst upp á afskekktri jöklarannsóknarstöð á Grænlandi, þar sem hann þótti liðtækur í bæði ísknattleik og listdansi á skautum (þungavigt). hann gæti leynst í næsta Slabbi hefur mikinn áhuga á frystihólfi. útivist, magadansi og rapptónlist, en hann er formaður aðdáendaSlabbi er klúbbs Vanilla Ice uppáhalds á Íslandi. skrímslið.
Slabbi er eitt af skrímslunum frá Kjörís. Hann er víða á ferli í sumar. Hafðu auga með honum,
slin á skrím rimsli ð i v u Leikt oris.is/sk kj www.
Blómasjal Þessi uppskrift kemur úr smiðju NORO sem er garnframleiðandi í Japan og er þekktastur fyrir litríkt, marglitt garn og óvenjulegar litasamsetningar. Sjalið er heklað og hver dúlla er kringlótt og minnir á blómið Chrysanthemum.
2) Blómadúllurnar eru tengdar saman með keðjulykkju í 4. umferð. 3) Það ræðst af staðsetningu hverrar dúllu hve oft hún festist við næstu dúllu/r. Hugið að því áður en 4. umferð er hekluð. 3) Byrjið hvert blóm á nýjum litakafla í garninu ef þið viljið fá afgerandi blómabreiðu.
Hönnuður: Anna Al
Heklfesta:
Efni og áhöld:
1 blómadúlla = 7,5 cm í þvermál með heklunál nr 4. Notið fínni eða grófari heklunál ef þarf til að ná réttri heklfestu. Orðalyklar: LL = loftlykkja KL = keðjulykkja FL = fastalykkja HST = hálfstuðull umf = umferð
6 x 50g af NORO Silk Garden Lite (silki/mohair/lambsull) hér í lit 2038. Heklunál nr. 4 eða sú stærð sem þarf til að ná réttri heklfestu. Jafanál. Stærð: 45,5 x 164 cm.
Athugið 1) Heklið 59 blómadúllur – allar frá réttunni án þess að snúa við.
SJALIÐ Fyrsta blómið
6 LL, tengið í hring með KL í fyrstu LL umf. 1. umf: 1 LL, [1 FL, 4 LL] 5 sinnum inn í hringinn, 1 FL inn í hringinn, 1 LL, 1 HST í 1. FL umf (telst sem LL-bogi) = 6 LL-bogar. 2. umf: 1 LL, 1 FL í HST, [4 LL, 1 FL í næsta LL-boga] 5 sinnum, 1 FL, 1 LL, HST í 1 FL umferðar. 3. umf: 1 LL, FL í HST, [(4 LL, 1 FL) 2 sinnum í næsta LLboga] 5 sinnum, 4 LL, FL í næstu LL-boga, 1 LL, 1 HST í 1. FL umferðar = 12 LL-bogar. 4. umf: 1 LL, 1 FL í HST, [4 LL, 1 FL í næsta LL-boga] 11 sinnum, 4 LL, KL í fyrstu FL umferðar. Klippið spottann og dragið í gegn. Tengja saman blóm á tveimur stöðum Hvert blóm í lengjunni er tengt við næsta blóm á tveimur stöðum með keðjulykkju í loftlykkjuboga. 1. - 3. umf: Eins og í fyrsta
blóminu. 4. umf: 1 LL, FL í HST, 2 LL, [KL í einhvern LL-boga næsta blóms, 2 LL, 1 FL í LL-boga í þessu blómi] 2 sinnum, [4 LL, FL í næsta LL-boga] 9 sinnum, 1 LL, HST í 1 FL umferðar. Klippið á spottann og dragið í gegn. Heklið þannig hverja dúllu og festið við næstu dúllu í síðustu umferðinni. Byrjið á að hekla saman 8 dúllur í eina lengju, síðan 9 dúllur í næstu lengju sem skarast við hina fyrri og festast við á fleiri stöðum. Þannig verða í heildina 7 raðir eða lengjur, 4 með 8 dúllum og 3 með 9 dúllum, samtals 59 blómadúllur. Dúllurnar sem eru í miðjunni eru festar við 6 dúllur allan hringinn, en þær sem lenda á jaðrinum á færri stöðum. Þeim sem finnst betra að hekla eftir teikningu geta fengið hana í Storkinum.
Dönsku astma- og ofnæmissamtökin
ÞVOTTAEFNI FYRIR HVERT TILEFNI
Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum frá Neutral
H Silkihönskum, ullarteppum
NÚ ER STÓR OTTU R FRAMUNDAN?
SVART
svartan glæsileikann svo hann
Neutral Storvask til
af öllu tagi.
litríka sokka Fyrir alla muni, ekki láta
NÚ ER
VÍTT
HALTU LÍFI Í LITUNUM
Ensímin í Neutral Hvid vask inn jafn litríkan úr vélinni Fljótandi Neutral leysist vel
hverja vél. Fljótandi Neutral Color endist líka og endist.
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á NEUTRAL.IS
32
golf
Helgin 26.-28. júlí 2013
Fatnaður meistar anna
Haraldur Jónasson
Nýju fötin golfarans Í
slandsmótið í golfi fer fram á Korpúlfsstaðavelli nú um helgina. Mótið er hápunktur keppnisgolfs á hverju ári og allir sem vettlingi geta valdið taka þátt. En það er ekki það sama að vinna og að vinna með stæl. Fyrir golfarann er fataskápurinn því orðin fimmtánda kylfan í pokanum. Það hefur enda loðað við sportið að grín sé gert að spilurum og yfirleitt er byrjað á köflóttu buxunum. Nú má segja margt um köflóttar buxur en ekki eru þær mörgum klæðaskápnum til framdráttar. Svona hvunndags í það minnsta. Slík tíska hefur þó ekki alltaf fylgt golfinu. Frá því að menn hófu að spila íþróttina fögru og fram undir 1970, þegar útvíðar og skærköflóttar buxur tóku yfir, voru golfarar með snyrtilegri mönnum og jafn vel tískuíkon, ekki síður en Sean Connery og hans líkar upp úr miðri síðustu öld. Því ættu þeir sem hugsa sér að líta vel út á golfvellinum að byrja þar eða um miðbik aldarinnar. Arnold Palmer, golfkóngurinn sjálfur, er mjög góður upphafspunktur.
klæðnaður golfarans
mulla á þetta allt saman. Kaupa brúnleitar kakíbuxur og byrja bara upp á nýtt.
Grínarinn
Það er þó ekki þar með sagt að allir þurfi að klæða sig eins og þeir séu nýsloppnir af setti Mad men þáttanna. En gott er þó að hafa í huga að ef menn mæta í appelsínugulum alklæðnaði á teig og slá svo boltann sjö metra áfram og fimmtíu metra til hægri væri kannski ráð að taka
hari@ frettatiminn.is
Skóbúnaðurinn
Golfskór eru nauðsyn. Um það geta allir verið sammála. Ekki eru þó sama golfskór og golfskór. Í gegnum tíðina hafa golfskór yfirleitt litið út eins og gamaldags spariskór og er það vel. Enda hafa flestar tilraunir til þess að gera sportlega golfskó farið fyrir ofan garð og neðan. Svo komu strætisskórnir frá Ecco, langt frá því fallegur skóbúnaður en nógu gott til að golfskór tóku stóran kipp fram í núið. Svo slæmt var það þó orðið með þessa Ecco-skó að þeir hörðustu fóru ekkert úr skónum á milli golfhringja. Þeirra vegna er það vonandi að líða undir lok. Nú er helsta tískubólan að skórnir séu ekki neitt frábrugðnir öðrum íþróttaskóm og jafnvel hægt að fá skó sem er alveg eins og helstu tískuíþróttaskór stóru framleiðendanna. Sambaskórnir frá Adidas hljóta þar að vera fremstir í flokki.
Grunn-
Gallabxur eru ennþá bannaðar sama hvað Elín Hirst segir. Það er alveg óþarfi að fara beint til Kormáks og Skjaldar til að kaupa tweedjakka og hnjábuxur í stíl. En þar fást þó góðar kakíbuxur. Til dæmis brúnar eða bláar, aðsniðnar án þess þó að vera þröngar og örlítið hærri í mittið en tískubuxurnar. Því ekki ku það gott að sporta voldugum plömmer á þriðja teig. Nett belti og pólóbolur eru svo það sem koma skal. Bolurinn á að vera aðeins aðsniðinn og ermarnar mega ekki ná niður á olnboga. Falleg ullarpeysa með v-hálsmáli eða jafnvel upphneppt afapeysa í fallegum lit ef skyldi nú fara að blása. Loka svo lúkkinu með mjúkum brúnum Wing-tips golfskóm sem bæði Kormákur og Skjöldur væru stoltir af. Þess ber þó að geta að þegar byrjar að rigna – og það byrjar alltaf að rigna – er best að renna bara upp ljótu regnúlpunni og hugsa til heita kakóbollans sem bíður í skálanum – vonandi.
Dúkkulísumódelin hér til vinstri eru samsettar myndir af þeim Haraldi Franklín Íslandsmeistara síðasta árs og Guðmundi Ágústi Íslandsmeistara í holukeppni 2013.
Kóngurinn Arnold Palmer (fyrir neðan) er góður byrjunarreitur en Rodney Dangerfield (að ofan) er aðeins fyrir lengra komna.
Það er komin ný sleggja í bæinn Norðlendingurinn Örvar Samúelsson er ein allra mesta sleggjan á Eimskipamótaröðinni þetta árið. Það kom berlega í ljós þegar nokkrir af okkar aðalkylfingum reyndu með sér að hitta inn á flöt með dræver. Karlarnir frá 280 metrum og konurnar frá um 240 metrum. Léttur mótvindur blés á golfarana
og nákvæmust kvennanna var Valdís Þóra Jónsdóttir en þegar kom að drengjunum er skemmst frá því að segja að enginn þeirra dreif inn á flötina – þangað til að fyrrnefndur Örvar steig á teiginn. Hann bombaði inn á flöt og yfirskaut holuna meira að segja um nokkra metra. Örvar hefur greinilega fengið lýsið
sitt fyrir norðan því í mælingu sem framkvæmd var fyrir nokkru átti hann högg upp á vel yfir 300 metra og obbann af þeim metrum var boltinn á flugi og það sem ekki þótti síðra afrek: Boltinn fór lóðbeint hjá Norðlendingnum nautsterka.
Upplifðu austurlenska gestrisni og matargerð eins og hún gerist best, í fallegu umhverfi þar sem þú upplifir töfra Asíu Hádegistilboð frá 690 krónum. Verð á réttum af matseðli 1.250 krónum í hádeginu og frá 2.950 krónum á kvöldin. Á barnum fæst úrval kokkteila og sérblandaðra drykkja, svo er bjór á tilboði alla daga klukkan 16-19 á aðeins 450 krónur.
Opið: Mánudaga-föstudaga 11.30 til 21.30 Laugardaga 17.00-22.00 Lokað á sunnudögum asian cuisine & lounge
☎
+354 517-0123 / www.bambusrestaurant.is Borgartúni 16, 105 Reykjavik
ENNEMM / SÍA / NM47860
34
matur og vín
Helgin 26.-28. júlí 2013
Veitingahús Vínbarinn Við KirKjutorg fagnar 13 ár a afmæli
Vínbarinn opnar eftir gagngerar endurbætur Gunnar Páll Rúnarsson og aðrir eigendur Vínbarsins hafa tekið staðinn í gegn og breytt um stefnu. Vínbarinn er nú veitingastaður sem opnaður er snemma á daginn og býðst fólki að snæða þar hádegisverð, kvöldverð og létta rétti yfir daginn. Eftir sem áður er áhugafólki um góð vín ekki í kot vísað á Vínbarnum og hægt er að kaupa langflest vínin í glasi. Gunnar Páll Rúnarsson og Teitur Jónasson hafa tekið Vínbarinn við Kirkjutorg í gegn í tilefni af þrettán ára afmæli staðarins. Vínbarinn er nú veitingastaður og vínmenningarstaður.
V
ínbarinn við Kirkjutorg í miðborg Reykjavíkur fagnaði í gærkvöldi, fimmtudagskvöld, þrettán ára afmæli sínu. Staðurinn hefur að undanförnu gengið í gegnum gagngerar endurbætur og var opnaður að nýju á afmælisdaginn. Að sögn Gunnars Páls Rúnarssonar, stofnanda og eins eigenda Vínbarsins, er staðurinn nú orðinn veitingastaður, bistró, sem opnar snemma á daginn. Gestir geta snætt hádegisverð og kvöldverð á staðnum auk þess sem léttir réttir eru í boði allan daginn. Staðurinn er opinn alla daga vikunnar.
En þó Vínbarinn sé orðinn veitingastaður er eftir sem áður aðall staðarins gott úrval af góðum vínum. Langflest vínin er hægt að kaupa í glasi sem ekki er algengt um eðalvín hér á landi. „Þetta er veitingastaður og vínmenningarstaður,“ segir Teitur Jónasson, einn af forsprökkum rekstrarfélagsins Meira ehf., sem nýverið kom inn í eigendahóp Vínbarsins. Meira rekur Kvosina Downtown Hotel í sama húsi og Vínbarinn sem er nú rekinn í tengslum við hótelið sem og Bergsson mathús, veitingastaðurinn vinsæli og hið nýopnaða Bergsson delí og djús.
20% afsláttur Gildir í júlí
Ferskur kræklingur frá Einari og Sævari suður með sjó Fæst án lyfseðils. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun.
350 gr ferskur kræklingur. 2 msk tómatsafi 1 saxað hvítlauksrif. 60 gr chorizo pylsur í sneiðum. 1/2 laukur grófsaxaður. 50 ml hvítvín. smjör.
Steikið lauk og chorizo í smjöri í 4 mínútur. Bætið tómatsafa, hvítvíni og hvítlauk auk kræklings og látið malla í 5 til 6 mínútur.
Gott að hafa súrdeigsbrauð með og hvítvín, t.d. La Pettegola frá Banfi Toscana 2012. Brakandi ferskt og fáguð Vermentino þrúga frá Toscana.
matur og vín 35
Helgin 26.-28. júlí 2013 Matur uppSkrift fr á veitingaStaðnuM BaMBuS
Hollur kínverskur grænmetisréttur Betty Wang á veitingastaðnum Bambus eldar ljúffengan og bráðhollan „stir fry“-rétt. Það er fljótlegt að elda hann og bragðið kemur á óvart.
S
tir-fry er sígild kínversk eldunaraðferð til að elda mat í wok-pönnu. Stir-fry er tilvalið á virkum dögum. Það er fljótlegt og maður fær grænmeti og prótein á einum diski. Það er hollt og krefst ekki annars meðlætis en hrísgrjóna. (Þó það sé betra að hafa Riesling-vín með). Aðalreglan er að það á að elda grænmetið og prótínið í sitt hvoru lagi og sameina að eldun lokinni,“ segir Betty Wang á veitingastaðnum Bambus.
Betty Wang töfrar fram gómsætan „stir-fry“ rétt. Ljósmynd/Hari
Uppskrift 2 bollar brokkólí 2 bollar gulrætur 2 bollar kjúklingur, skorinn í bita 1/4 bolli sojasósa 2 tsk hvítlaukur, saxaður 2 tsk engifer, rifið 1 tsk pipar 1 msk maísmjöl Blandið saman sojasósu, hvítlauk og engiferi og hitið á stórri pönnu eða wokpönnu í tvær mínútur. Bætið kjúklingi við og fulleldið. Setið til hliðar. Steikið gulrætur í nokkrar mínútur. Bætið svo við brokkólí. Bætið við hálfum bolla af vatni (eða kjúklingasoði) og látið suðuna koma upp. Blandið maísmjöli við smá kalt vatn. Hellið út á pönnuna og eldið þar til sósan verður þykk og „bubblandi“. Berið fram með einum bolla af hrísgrjónum. Máltíðin er innan við 250 kalóríur.
Plúsar Fáar hitaeiningar Ríkt af A og C-vítamínum
Mínusar Saltríkt
Drykkjarföng
Hvítvín: Riesling-vín. Góður förunautur með þessum holla rétti.
74,6% ... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
ENNEMM / SÍA / NM57655
Bjór: Tiger. Einn besti bjórinn í Asíu, passar vel með öllum asískum mat.
Svo létt á brauðið
36
heilsa
Helgin 26.-28. júlí 2013
Nefkvef, hnerri og kláði í nefi eru helstu einkenni frjókornaofnæmis
Nýjung Sinose 100% náttúrulegt efni
sem úðað er í nef og kemur af stað öflugum hnerra sem hjálpar til við að hreinsa ofnæmisvaka úr nefi en í leiðinni róar það og ver með áframhaldandi notkun.
Heilsa Hugmyndir að Hugleiðslu úr Kundalini jóga
Bók um hugleiðslu í íslenskri náttúru
Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, jógakennari með meiru, hefur sent frá sér bókina Hin sanna náttúra. Í bókinni eru leiðbeiningar að hugleiðslu víðs vegar í náttúru Íslands. Bókin kemur jafnframt út á ensku og er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og jafnvel í heiminum. Yoko Ono las yfir þann kafla sem fjallar um friðarhugleiðslu í Viðey og líkaði vel og ritaði tilvitnun í kaflann.
s PRENTUN.IS
Sinose er þrívirk blanda sem hreinsar, róar og ver. Hentar einnig þeim sem þjást af stífluðu nefi og nef- og kinnholubólgum. Hentar öllum frá 12 mánaða aldri, á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur. Slævir ekki, engin kemísk íblöndunarefni. Frekari upplýsingar www.gengurvel.is
Andaðu léttar og njóttu sumarsins með Sinose Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum
Náttúrulegi nefúðinn sem sló í gegn sumarið 2012
alka gaf í vikunni út bókina Hin sanna náttúra eftir Arnbjörgu Kristínu Konráðsdóttur, kundalini jógakennara, heilara og jógískan ráðgjafa. Í bókinni eru útskýringar og ljósmyndir af hugleiðslu úr Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan á tuttugu og fjórum stöðum í náttúru Íslands. Við hverja hugleiðslu fléttast svo landslagsmyndir og fróðleikur um hvern stað. Ef lesandi á þess ekki kost að ferðast á staðina hjálpa myndirnar að skynja orkuna frá þeim og njóta hugleiðslunnar. „Ef fólk hefur ekki kost á því að skreppa út í náttúruna getur það horft á mynd í bókinni og tengt sig í huganum,“ segir Arnbjörg. Bókin kemur einnig út á ensku undir heitinu True Nature in Iceland og var það nokkurra mánaða ferli að fá hana samþykkta hjá Kundalini Research Institute í Bandaríkjunum sem tryggir að hugleiðsluleiðbeiningar og myndir eru eins og Kundalini-, Hatha- og Naad jógameistarinn Yogi Bhajan kenndi upphaflega. „Það var mikil vinna að fá hana samþykkta hjá
hugleiðslu með stofnuninni en að hjálp bókarinnar. sama skapi mjög „Bókin hefur mikilvægt. Þá geta verið mikið samiðkendur gengið vinnuverkefni og að því vísu að hugótal margir sem leiðsluleiðbeiningar hafa hjálpað til að og myndir séu samláta hana verða að kvæmt hefðinni,“ veruleika. Yoko segir Arnbjörg. Ono las yfir þann „Mín reynsla er kafla sem fjallar sú að það sé mun um friðarhugánægjulegra að leiðslu í Viðey og hugleiða úti í náttlíkaði vel og ritaði úrunni. Þegar Yogi eina tilvitnun Bhajan hóf kennslu í þann kafla.“ í Bandaríkjunum Fyrsti hugleiðsluviðburður bókarBókin er fyrsta árið 1968 var það innar var í Kjarnaskógi á Akureyri. sinnar tegundar einmitt oft utanArnbjörg við gong-hljóðfærið eftir á Íslandi og telur dyra. Það eru svo slökunarstund. Arnbjörg jafnmargir fallegir vel líklegt að bókin sé sú fyrsta staðir að velja um, hreint loft og í heiminum í tengslum við þessa gróðurilmur allt í kring svo upptegund jóga. „Það er þó ekki hægt lifunin verður ánægjulegri og að slá því föstu. Ég hef ekki heyrt heilsusamlegri,“ segir Arnbjörg. af öllu því góða sem fólk hefur Í bókinni eru leiðbeiningar að tekið sér fyrir hendur í heiminum. mismunandi hugleiðslu, sem til Þau hjá Kundalini Research Instidæmis veitir iðkendum hamingju, tute hafa í það minnsta ekki saminnri staðfestu, orku, frið og kærþykkt bók sem þessa áður,“ segir leik. Þar eru grunnskrefin einnig Arnbjörg. kennd svo byrjendur geta lært
KYNNING
Nýtt augnkrem frá UNA skincare Nýtt augnkrem frá íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Marinox, framleiðanda UNA skincare, er komið á markað. Kremið inniheldur sérvalin og öflug innihaldsefni en eitt af virku efnunum er unnið úr íslenskum sjávarþörungum og voru rannsóknir á þeim gerðar í náinni samvinnu við Matís. Fyrir ári komu á markað UNA dag- og næturkrem sem notið hafa mikilla vinsælda.
s
íðasta sumar komu dag- og næturkremin frá UNA skincare á markað og var það stór stund fyrir íslenska nýsköpunarfyrirtækið Marinox, framleiðanda varanna. Nú hefur augnkrem bæst í Marine Bioactive línuna og ber það nafnið Ultra Rich Eye Cream. Kreminu er pakkað í loftþéttar, fimmtán millilítra krukkur með pumpu og er afar þægilegt í notkun.
Augnkremið hefur nú bæst við línu UNA húðvara en fyrir ári síðan komu dag- og næturkrem á markað.
UNA augnkremið inniheldur öflug og sérvalin efni svo árangurinn leynir sér ekki. Kremið styrkir og endurvekur byggingarefni húðarinnar, dregur verulega úr dökkum og þrútnum svæðum og varnar hrukkumyndun á augnsvæðinu ásamt því að bæta áferð húðarinnar svo hún verður silkimjúk og ljómandi.
Augnkremið inniheldur virk efni sem unnin eru úr íslenskum þörungum og fór rannsóknar- og þróunarvinna fram í náinni samvinnu við Matís í Reykjavík og á Sauðárkróki. Rannsóknirnar snérust um lífvirk efni í íslenskum þörungum og andoxunarvirkni þeirra og leiddu þær í ljós að bóluþang stóð upp úr. Því eru lífvirku þörungaefnin í vörum UNA unnar úr bóluþangi. „Sjávarþörungar eru vannýtt auðlind á Íslandi en þeir innihalda aragrúa af heilsusamlegum lífefnum sem hægt er að nýta í margvíslegar afurðir. Marinox hefur þróað náttúrulega aðferð til að einangra og framleiða virk efni úr þessari einstöku íslensku auðlind og þar með tryggt hámarksvirkni þeirra. Þeir sjávarþörungar sem við notum eru handtíndir og sérvaldir,“ segir Eybjörg Einarsdóttir sölu- og markaðsstjóri Marinox. Ultra Rich augnkremið frá UNA skincare er hannað til að vinna á húðinni í kringum augun og inniheldur lífvirk efni úr sjávarþörungum ásamt öðrum öflugum og
virkum sérvöldum efnum. Húðin í kringum augun er afar þunn og því eitt viðkvæmasta húðsvæðið. Með aldrinum og ytra áreiti svo sem sólargeislum og mengun veikist byggingarefni húðarinnar og það dregur úr framleiðslu mikilvægra efna sem veldur því að húðin verður slappari og línur og hrukkur byrja að myndast. Augnkremið frá UNA skincare er sérhannað til að vinna gegn þessum breytingum. Eitt af virku efnunum í augnkreminu er Palmitoyl Tripeptide-38 sem er eitt öflugasta peptíð sinnar tegundar og kemur í veg fyrir og dregur úr hrukkum á augnsvæðinu. Klínískar rannsóknir sýna að peptíðið dregur marktækt úr hrukkum og sléttir húðina kringum augun. Í kreminu er einnig þörungaextrakt unnið úr bóluþangi, sem inniheldur mikið af lífvirkum efnum eins og florótannín andoxunarefni, lífvirkar fjölsykrur, amínósýrur, vítamín og steinefni sem berjast gegn hvarfeindum og öldrun húðarinnar ásamt því að draga úr bólgum og roða. Þörungaextraktið er framleitt af
Marinox með háþróaðri aðferð úr sérvöldum handtíndum íslenskum þörungum. „Nýlegar rannsóknir á þörungaefnum benda til framúrskarandi andoxunarvirkni í frumum og hindra virku innihaldsefnin ákveðin ensím sem finnast í húðinni sem valda niðurbroti á kollageni og elastíni sem eru mikilvæg byggingarefni hennar. Virku efnin draga verulega úr bólgumyndun og bæta teygjanleika húðarinnar,“ segir Eybjörg. Að sögn Eybjargar hafa viðtökur UNA skincare vörumerkisins verið afar góðar. „Íslendingar leggja sig fram við að kaupa íslenskar vörur. Það skiptir miklu máli fyrir okkur sem þjóð því öll nýsköpun og verðmæta aukning er afar mikilvæg. UNA skincare er eitt af fáum íslenskum húðvörumerkjum sem hafa vísindalegar rannsóknir á bak við sig.“ Augnkremið frá UNA er án allra litar,paraben,- og ilmefna og er ekki prófað á dýrum. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu UNA www.unaskincare.com og á Facebook-síðunni unaskincare.
heilsa 37
Helgin 26.-28. júlí 2013
GLÆSILEGUR SUMARKJÓLAR FRÁ NÚ Á ÚTSÖLUVERÐI VERTU VINUR Á FACEBOOK
Útsöluvörur • yfirhafnir • sparifatnaður • buxur • bolirlaxdal • peysur Skoðið laxdal.is/kjolar • facebook.com/bernhard
Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir sendi í vikunni frá sér bók um hugleiðslu úti í náttúrunni. Bókin er unnin í samstarfi við Kundalini Yoga Institute. Ljósmynd/Antonía Bergþórsdóttir
Kynningarhóf vegna útgáfu bókarinnar fer fram í Jógasal Ljósheima að Borgartúni 3, fjórðu hæð, þriðjudaginn 30. júlí frá klukkan
17 til 19. Hugleiðsluviðburður og gongslökun í náttúrunni í tengslum við bókina verður svo í Maríuhellum í Heiðmörk þann 7. ágúst frá
klukkan 17 til 19. Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðunni Græni Lótusinn og á heimasíðunni www.graenilotusinn.is.
Láttu hjartað ráða
„Himneskir lífrænir gosdrykkir úr fyrsta okks hráefni og allir í fjölskyldunni nna eitthvað við sitt hæ .“
38
tíska
Helgin 26.-28. júlí 2013
30% afsláttur Sumarkjólar Little Mistress kjólar Aðrir kjólar
Tísk a engin venjuleg r áðsTefna
Ofurhetjur og Hollywoodstjörnur Hin árlega „Comic Con“ ráðstefna í San Diego var haldin 18.21. júlí. „Comic Con“ var stofnað árið 1970 og hét þá „Golden State Comic Book“ ráðstefnan. Eins og nafnið bendir til byrjaði „Comic Con“ sem vettvangur fyrir áhugafólk um myndasögublöð en í dag er áherslan frekar á kvikmyndir og tölvuleiki. Gestir ráðstefnunnar nýta tækifærið og klæða sig upp í allskonar búninga, „cosplay“. Þar má sjá allskyns ofurhetjur, geimverur o.s.frv. í bland við fræga leikara sem mættir eru til að kynna ofurhetjumyndir og annað tengt efni. Afslappaður stíll sem passar vel við tilefnið einkennir klæðaburð leikaranna. Svart er áberandi en þá parað með sterkum lit eða litríku munstri.
Verð áður: Verð nú: 7.900 kr. 8.900 kr. 11.700 kr. 15.900 kr. 20.990 kr.
4.900 kr. 5.900 kr. 7.900 kr. 10.900 kr. 13.900 kr.
“Kryddaðu” fataskápinn með fatnaði frá
Ný verslun l Næg Bílastæði l Engir stöðumælar Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á
síðuna okkar
Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16
Hugsaðu vel um fæturna
Í meira en hálfa öld hafa miljónir manna um allan heim notað BIRKENSTOCK sér til heilsubótar. Hvað um þig?
Sigrún Ásgeirsdóttir sigrun@frettatiminn.is
Gerð Arisona Stærðir: 35 - 48 Verð: 12.885.-
Gestir á „Comic Con“.
Sími: 551 2070 Opið má. -fö. 10 - 18, lokað á laugardögum í sumar. Góð þjónusta fagleg ráðgjöf.
Ert þú búin að prófa ?
Leikkonan Tracy Spiridakos.
Gestur á „Comic Con“.
Leikkonan Cobie Smulders.
Leikarinn Godfrey Gao.
FÍNLEGUR OG RÓMANTÍSKUR
Moroccan Argan oil sjampó og næring
74,6% *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör
... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Lokað á laugardögum í sumar
Laugavegi 178 · Sími 551-3366 · www.misty.is
náttúruleg fegurð
Lífrænn og mjúkur varalitur góðu verði
kr. 1865
www.gengurvel.is
Einstök blanda af Moroccan argan olíu sem smýgur inní hárið og endurnýjar það. Endurnýjar raka, gefur glans, mýkir og styrkir hárið. Verndar gegn hitaverkfærum og útfjólubláum geislum. Hentar öllum hárgerðum en sérstaklega lituðu hári.
Fæst í 70-85B og 75-85C skálum á kr. 5.800,Buxur S,M,L,XL á kr. 1.995,-
Elizabeth Henstridge og Iain De Caestecker.
MARKAÐUR T ÓTRÚLEGT ÚRVAL AF TÓNLIS OG KVIKMYNDUM
80%
DVD MYNDIR
35%
35%
Verð frá
199
1.699
Verð áður
Verð áður
35%
35% 35 1.699
ð
Tilboðsver
2.099
ð Tilboðsver
Verð áður
35% 1.699
ð Tilboðsver
Tilboðsverð
2.599,-
Verð áður 2.599,-
BLU-RAY
Tilboðs verð
1.999
2.999,-
Verð áð
2.599,-
ur 2.999 ,-
BARNA TÓNLIST 35%
35%
50%
1.999
1.999
Tilboðsverð
1.499
Verð áð
Verð áður 3.299,-
Verð áður 2.999,-
30%
Tilboðs verð
Tilboðsverð
Tilboðsve
2.799
ur 2.999 ,-
Verð áður
rð
3.999,-
YFIR
DVD Á 999
Verð frá
999
2x CD
39% 33%
VÍNYLPLÖTUR
Tilboðsve
1.999
ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR!
Tilboðs verð
1.999
Verð áður 3.299,-
rð
1.999 Verð áð
43%
Tilboðsverð
500
Verð áð
,ur 2.999
ur 3.49 9,-
20% AFSLÁTTUR AF ALLRI TÓNLIST Í 3 DAGA KRINGLAN OG LAUGAVEGUR 44 · 591 5300 · WWW.SKIFAN.IS
Takm arkað
MAGN Í BOÐ I!
!!! PS3 - 12 GB
Fylgja
með!
43.999,-
XCOM & TVEIR STÝRIPINNAR
XBOX
5.499,-
arkað Takm
PS3
PS3
1.999,Áður 10.999,-
1.999,Áður 10.999,-
PS3
PS3
1.999,Áður 10.999,-
4.999,Áður 6.999,-
PS3
3.999,Áður 10.999,-
MAOGÐN I!
PS3
3.999,Áður 10.999,-
XBOX
3.999,Áður 10.999,-
XBOX
1.999,Áður 10.999,-
SPILAÐU MEIRA BORGAÐU MINNA KRINGLAN · 588 9400 · WWW.GAMESTODIN.IS · FACEBOOK.COM/GAMESTODIN
ÍB
XBOX
3.999,Áður 10.999,-
Áður 11.999,-
heilabrot
Helgin 26.-28. júlí 2013
?
Spurningakeppni fólksins
Sudoku
9
1. Hvað heitir rektor Háskóla Íslands?
5
3
2. Hver leikur forseta Bandaríkjanna í kvik-
1
4 8 2 9
myndinni White House Down? 3. Hvað heitir breska konunglega hertogaynjan sem eignaðist son í vikunni? 4. Hvað er Justin Bieber með mörg tattú?
5 6
5. Hvaða tveir leikarar fara með aðalhlutverkin 6. Hvað heitir lukkudýr íslenska landsliðsins í kvennaknattspyrnu?
Björn Friðrik Brynjólfsson,
7. Leikarinn Kit Harington í Game of Thrones er
fjölmiðlafulltrúi VÍS 1. Kristín Ingólfsdóttir
að verða fastagestur á Íslandi. Hvern leikur
3. Kate Middleton
5. Mark Wahlberg og Benzel Washington 6. Gullfiskurinn SigurWin
3. Katrín
elsisdóm og síðar náðun í Dúbaí eftir að hún
7. Jon Snow
verðlaun Nóbels? Keflavíkurflugvelli á dögunum?
10. Árið 1956
12. Egill Einarsson
12. Hver mun stýra húkkaraballinu í ár á
13. Ontario
13. Hvað heitir höfuðborg Kanada?
15. Seljavallalaug
14. Hvers son var Gunnar á Hlíðarenda?
þjóðhátíð í Eyjum?
14. Hámundarson
Hafdís sigrar með 12 stigum gegn 8 stigum Björns Friðriks.
1
8 7 7 4
8 3 9
9 1 8 3
kroSSgátan
Björn Friðrik skorar á Guðríði Baldvinsdóttur, bónda og sælusápugerðarkonu.
3
4 5 6
12 rétt
laugum veraldar?
Grænt íste
11. Rússlandi 12. Gilz 13. Ottawa
8
9. Filippus
15. Seljavallalaug
The Guardian á dögunum eina af tíu bestu
Svalandi og eykur brennslu!
14. Hámundarson
15. Hvaða sundlaug á Íslandi völdu lesendur
8 rétt
4 2
10. 1955
11. Frá Rússlandi
2
Sudoku fyrir lengr a komna
8. Veit ekki
11. Frá hvaða landi er flugvélin sem magalenti á
9. Karl
6. Gullfiskurinn SigurWin
10. Hvaða ár fékk Halldór Laxness bókmennta-
8. Daniela Marteva
4 8
5. Veit ekki
9. Hvað heitir nýkrýndur konungur í Belgíu?
7. Pass
4. 16 tattú
kærði nauðgun þar í landi?
6 3
leiðsögumaður 2. Morgan Freeman
8. Hvað heitir norska konan sem fékk fang-
4. 18 tattú
7 4
Hafdís Karlsdóttir 1. Kristín Ingólfsdóttir
hann í þáttunum?
2. Tom Hanks
8 7 1 8
3
í 2 Guns eftir Baltasar Kormák?
6 1
Svör: 1. Kristín Ingólfsdóttir. 2. Jamie Foxx. 3. Katrín. 4. 16 tattú. 5. Mark Wahlberg og Denzel Washington. 6. Gullfiskurinn SigurWin. 7. Jon Snow. 8. Marte Dalelv. 9. Filippus. 10. árið 1955. 11. Rússlandi. 12. Egill Einarsson/Gilz. 13. Ottawa. 14. Hámundarson. 15. Seljavallalaug.
áltíð fyrir
40
8 4
9 5 1
ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 147
MÁNUÐUR
TUNNA
ÖKUFERÐ
SMÁRÍKI
GROBB
SLÆMA
HIRSLA
HAFNA
ÍÞRÓTT mynd: Piet SPaanS (CC By-Sa 3.0)
PFN. FÆDDAR
lauSn
... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
+
mynd: Charles h. Walther (publiC domain)
FÍTON
74,6% 4
FET
Lausn á krossgátunni í síðustu viku.
SPÁDÓMSBÓK
S A B Ö S T Á R A K S T PÚLA
GÖSLA
TIL DÆMIS SKRIFA Á
146
GÓL
FYRIRBOÐI
ÓLMAST
HLJÓÐFÆRI KEYRA
A R K S A M T A A N U S A Á L F E K N E G R I
SVARI RAUST
R Ó M L A U F R S A N E L R AFHENDING
FLEKKA
PLANTA NÚMER
TRÉ
GABBA
SVALI
K A L D I
HLÓÐIR
SKAPRAUNA
A Ý L S Æ P L Í A A N O Ó D D S I S M V E A Ð N A T L A R E GEGNT
BEITISIGLING
BLAÐ
ÁVÍTA EITURLYF
Í RÖÐ
GAGN
ÞRÆLASALA
LÍKAN EFNI
VÍN
VARKÁRNI KIRNA
SNÚRA
EIGIND TANGI
GÁLA
VÖRUMERKI
EIGNIR LYF
SKÓLI
SKORTIR
RÖÐ
S N U P R A RÁNDÝRA EFNASAMBAND
E T E R LJÓSRÁK ÓHLJÓÐ
G A R G AFGLÖP FUGL
A R I
Ó K D S P Æ K A R Á T A S L A S T A T Ú L F A Ð L I A S F L K A Ó S L G E I S Ó S S S M S K I L Á T O M I S T G J A U N A M L E UNNUSTA
ÞRÁ
FÁLMA
MÆLIEINING BLÍÐA
TUÐA
LABBA
ÞÖKK
SJÁVARDÝR
BERJA SVIK
JARÐBIK KENNIMARK
KÓF
SÆTI
DREPA NIÐUR
STEFNA
ANGAN SLÚTA
SKILABOÐ
ÓHREININDI
ANGAR
ÆTTGÖFGI
UPPHRÓPUN KLÆÐI
GLYMJA
KRINGUM
METASKÁL
SKILJA EFTIR
M N I S A T P U T A T R A K K A S L Á A L T F T A M A L I I L M D Ý M A R J I Ö K L L A V O G I F A Í MIÐJU
TALA
NESTISPOKI
MARKMIÐ
KRAFS
LAUMUSPIL
HRÓP
MARÐARDÝR
GIRND
SNÍKJUDÝR
HÖGG
TUDDA
RANGUR
EINNA
LÚSAEGG
BLAÐLAUKUR
SKARA
ÓNEFNDUR
TOGAÐI MATREIÐA
DRAGA ÚR
VOTLENDI
FEN
STERKJA
SMÁPENINGAR
ÓLMUR
ÚRSKURÐ
GRASTEGUND
LANGAR
SKREF
SIÐA
LÍMBAND
DÝRAHLJÓÐ
STARFSHEITI
SPIK
ÓREGLA
FYRIR HÖND
HÖGNI
HLAUP
GRÓÐI
TÍK
NAGDÝR HLÝJA
1 flaska af
NÆTURGAGN
FRERI
FYRST FÆDD
Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero
Verð aðeins
1990,-
ALA
ÚTFALL
SAMRÆÐA
HYGGJA
BÓKSTAFUR
GLJÁI
VERKUR
SKYNDISALA
AFHENTIRU
TEIKNIBLEK
STRITA
STEINTEGUND TÆRA
SIGAÐ
SKJÓTUR
RÁNDÝRA
GATA
ÓGLEÐI
HRÆÐAST
RÖST
RANGL NÚMER TVÖ
VERRI
Á FÆTI
TVEIR EINS
SKISSA
FUGL
DRYKKUR MÖGLA Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt
FARVEGUR
SNÍKJUDÝR
ERLENDIS
AFHENDING
VERST
ÓSVIKINN
*konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013 HELGAR BLAÐ
SAMSTÆÐA
BORÐANDI
FÓRNARGJÖF
MORÐS SÚREFNI
KVK. SPENDÝR
2L
PAPPÍRSBLAÐ
FAT
OFSI
GESTRISNI
ÖSLA
. r k 0 0 0 . 0 60 500.000 kr. . 100.000 kr
42
skák og bridge
Helgin 26.-28. júlí 2013
Sk ák ak ademían Ungir Snillingar Skipa fleSt efStU Sætin á StigaliSta fide
10 bestu skákmenn heims
Á vefnum 2700chess.com er hægt að fylgjast með breytingum á skákstigalistanum frá degi til dags. Lítum nú aðeins á 10 stigahæstu skákmenn heims. 1. sæti: magnus Carlsen, fæddur 30. nóvember 1990, Noregi. Hann varð stórmeistari 13 ára, næstyngstur allra í sögunni, og hefur síðan slegið flest met sem hann hefur komist í tæri Carlsen, 2862 stig. við. Carlsen teflir í nóvember einvígi við Anand um heimsmeistaratitilinn. Þótt einvígið fari fram á heimavelli Anands, Indlandi, hallast flestir að öruggum sigri unga Norðmannsins. 2. sæti: levon aronian, fæddur 6. október 1982, Armeníu. Þessi eitilharði meistari er þjóðhetja í heimalandi sínu, enda hefur hann leitt Armena til margra glæsilegra sigra á Aronian 2813 stig. ólympíumótum og í heimsmeistarakeppni. Hefur orðið heimsmeistari í atskák og hraðskák, og ávallt til alls líklegur.
3. sæti: fabiano Caruana, fæddur 30. júlí, 1992, Ítalíu. Hinn geðþekki Ítali, sem sigraði á N1 Reykjavíkurmótinu í fyrra, hefur farið með himinskautum síðustu misserin. Hann er yngstur Caruana 2796 stig. allra á topp 10 og til alls líklegur í framtíðinni. Er nú rétt við 2800 stiga múrinn, og að margra áliti skæðasti keppninautur Carlsens í framtíðinni. 4. sæti: alexander grischuk, fæddur 31. október, 1983, Rússlandi. Grischuk er nú stigahæstur rússneskra skákmanna, en fæstir búast við að hann blandi sér alvarlega í keppni Grischuk 2785 um heimsmeistarastig. titilinn úr þessu. Grischuk varð hinsvegar heimsmeistari í hraðskák 2006 og 2012.
5. sæti: Vladimir kramnik, fæddur 25. júní 1975, Rússlandi. Einn af jöfrum skáksögunnar, sigraði Kasparov í einvígi um aldamótin og sat sem heimsmeistari til 2007, þegar hann Kramnik 2784 stig. tapaði fyrir Anand. Kramnik, sem býr í París, hefur verið mistækur að undanförnu. Hann var þó hársbreidd frá sigri á áskorendamótinu í London í vor, og gæti alveg blandað sér aftur í baráttuna um heimsmeistaratitilinn á næstu árum. 6. sæti: Hikaru nakamura, fæddur 9. desember 1987, Bandaríkjunum. Besti skákmaður vesturálfu er hinn sókndjarfi og drambsami Nakamura, sem er Nakamura 2775 japanskrar ættar. stig. Hann sigraði á fyrsta risamóti sínu í fyrra (Wijk aan Zee) og hefur prílað upp stigalistann af einurð
og festu. Eitilharðir aðdáendur spá honum heimsmeistaratitli. 7. sæti: Vishy anand, fæddur 11. desember 1969, Indlandi. Heimsmeistarinn Anand, sem verður 44 ára á aðventunni, er aldursforsetinn á topp 10. Hann hefur sigið niður listann Anand 2775 stig. að undanförnu og átt misjöfn mót. Sjöunda sætið sæmir auðvitað ekki heimsmeistara, en Anand er tvímælalaust einn mesti skákmaður allra tíma. Enginn skyldi afskrifa hann fyrirfram í einvíginu á móti Carlsen í haust. 8. sæti: Shakhriyar mamedyarov, fæddur 12. apríl 1985, Azerbæjan. Þessi eitilharði Azeri er ríkjandi heimsmeistari í atskák og hefur staðið sig frábærlega á Grand Prix mótum Mamedyarov 2774 FIDE. Hann hefur á stig. síðustu árum staðið í skugga landa síns, Radjabovs, en sá góði meistari er í frjálsu falli meðan boxarasonurinn blómstrar.
9. sæti: Sergey karjakin, fæddur 12. janúar 1990, Rússlandi. Karjakin fæddist í Úkraínu en tók upp rússneskt ríkisfang fyrir fjórum árum. Hann varð stórmeistari í skák aðeins 12 Karjakin 2772 stig. ára og 7 mánaða, yngstur allra í sögunni. Gríðarlega hæfileikaríkur skákmaður sem ugglaust mun keppa um æðstu metorð við Carlsen, Caruana og aðra snillinga af ungu kynslóðinni. 10. sæti: Veselin topalov, fæddur 15. mars 1975, Búlgaríu. Topalov varð heimsmeistari FIDE árið 2005, en tapaði árið eftir fyrir Kramnik í „sameiningareinvígi“. Reyndi svo án árangurs að ná krúnunni af Topalov 2769 stig. Anand. Þessi harðskeytti Búlgari hefur setið í efsta sæti heimslistans í alls 27 mánuði. Aðeins Kasparov, Karpov, Fischer og Carlsen hafa trónað þar lengur. Topalov elur enn með sér drauma um æðstu metorð, en tími hans á toppnum er trúlega liðinn.
Bridge fr áBær ár angUr HjördíSar eyþórSdóttUr
Sæti í landsliði Bandaríkjanna
í
slenska stúlkan Hjördís Eyþórsdóttir, sem hefur verið atvinnumaður í bridge um árabil vestanhafs í Bandaríkjunum, vann sér á dögunum sæti í heimsmeistarakeppninni í Balí. Bandaríkin hafa rétt til þess að senda tvö kvennalið í keppnina og haldin var keppni í Flórída í júlímánuði til að velja lið. Hjördís var í sveit Westheimer, sem kennd er við fyrirliða sveitarinnar Valerie Westheimer en auk þeirra voru í sveitinni Jenny Wolpert og Jill Levin. Sveit Westheimer háði 120 spila úrslitaleik gegn sveit Baker og vann nauman sigur með 221-217 impum. Naumara mátti það ekki vera, því sveit Baker var með forystu fyrir lokalotuna 197-184. Lokalotan fór 37-20 fyrir sveit Westheimer og sigurinn var hennar. Sigurinn veitir sveitinni rétt til þess að vera önnur kvennasveit Bandaríkjanna á heimsmeistaramótinu Venice Cup í Balí sem háð verður í september. Sannarlega frábær árangur hjá Hjördísi, sem gengur undir gælunafninu „Disa“ í Bandaríkjunum. Spil dagsins er frá úrslitaleiknum gegn sveit Baker. Það kom fyrir í lokalotunni og var númer 107 í leiknum. Óhætt er að segja að spilið hafi verið stór þáttur í sigri sveitar Westheimer. Suður var gjafari og enginn á hættu:
♠ ♥ ♦ ♣ ♠ ♥ ♦ ♣
7 7643 87 D98653
N V
♠ ♠ ♣ ♥
A S
♠ ♥ ♦ ♣ Suður 1 2 4 5
DG2 ÁG ÁK103 K1042
vestur pass pass pass pass
♠ ♥ ♦ ♣
K109 D10982 G654 7
Á86543 K5 D92 ÁG norður 2 3 4 grönd 6
♣ ♠
♠
austur pass pass pass p/h
Tiltölulega einfaldar sagnir. Hjördís sat í norður og Westheimer í suður. Hjördís geimkrafði með 2 laufum, Westheimer sýndi sexlit með 2 spöðum og þriggja spaða sögn Hjördísar sýndi stuðning í litnum og slemmuáhuga. Fjögur lauf var fyrirstöðusögn, 4 grönd 5 ása spurning (trompkóngur talinn sem ás) og 5 hjarta svarið sýndi 2
ása og neituðu spaðadrottningu. Hjördís lét því eðlilega 6 spaða duga. Þar græddi sveit hennar vel, því sveit Baker réði ekki vel við sagnir og endaði í alslemmu í spaða. Þar var notuð fjögurra granda sögnin sem annar spilaranna taldi að væri ásaspurning en félagi hennar skildi hana ekki þannig. Austur átti öruggan spaðaslag í alslemmu og sveit Westheimer græddi 14 impa á þessu spili.
Fyrirtaks þátttaka í sumarbridge
Óhætt er að segja að þátttakan hafi verið góð miðvikudagskvöldið 17. júlí í sumarbridge. Þar skráðu 38 pör sig til leiks. Bræðurnir Oddur og Árni Hannessynir unnu næsta öruggan sigur með góðu skori. Lokastaða 5 efstu para varð þannig: 1. Oddur Hannesson – Árni Hannesson 67,8% 2. Gunnlaugur Karlsson – Kjartan Ingvarsson 61,6% 3. Ingibjörg Guðmundsd. – Sólveig Jakobsd. 58,8% 4. Gunnar B Helgason – Magnús E Magnússon 57,6% 5. Guðmundur Skúlason – Stefán Stefánsson 57,3%
Aðsóknin hefur verið minni á mánudagskvöldum í sumarbridge, en samt með ágætum. Þó að það sé sjaldgæft, þá enduðu leikar þannig í sumarbridge 22. júlí, þar sem þáttakan var 23 pör, að tvö pör enduðu jöfn í fyrsta sætinu. Lokastaða efstu para varð þannig:
Spilarar í sveit Westeimer voru Jenny Wolpert, Valerie Westheimer, Hjördís Eyþórsdóttir og Jill Levin.
1. Kjartan Jóhannsson – Hjálmar S Pálsson 61,1% 1. Jón Viðar Jónmundss. – Þorvaldur Pálmas. 61,1,% 3. Guðrún Jörgensen – Vilhjálmur Sigurðsson jr 8,9% 4. Egill Darri Brynjólfsson – Snorri Karlsson 56,1% 5. Magnús Sverrisson – Halldór Þorvaldsson 55,5%
Á heimasíðu Bridgesambandsins (bridge. is) er reiknaður út árangur allra þeirra sem mæta í sumarbridge. Þar er efstur á blaði Bergur Reynisson sem hefur fengið 58,22% skor að meðaltali. Gunnlaugur Sævarsson er í öðru sæti með 58,13% að meðaltali, Stefán Stefánsson í þriðja sæti með 57,67% að meðaltali, Árni Hannesson í fjórða sæti með 57,10% og Kristján Már Gunnarsson í fimmta sæti með 56,18% að meðaltali.
44
sjónvarp
Helgin 26.-28. júlí 2013
Föstudagur 26. júlí
Föstudagur RÚV
15.40 Ástareldur 17.20 Sumar í Snædal (2:6) 17.47 Unnar og vinur (15:26) 18.10 Smælki (2:26) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Hið sæta sumarlíf (5:6) (Det søde sommerliv) e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Gunnar á völlum 19.45 Dýralæknirinn (7:9) (Animal Practice) 20.10 Stígvélaði kötturinn (Puss in Boots) 21.40 Barnaby ræður gátuna – Sverð Vilhjálms (2:8) (Midsomer Murders XIII: The Sword of Guillaume) Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Caroline Graham. 23.15 Hinn eini sanni (My One and Only) Kona fer með syni sína tvo í mikla ökuferð frá New York til Pittsburg, St. Louis og loks til Hollywood í leit að fyrirvinnu.e. 01.00 Systrafélagið (Sorority Row) e. 02.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
20.10 Stígvélaði kötturinn (Puss in Boots) Myndin er talsett á íslensku en verður sýnd samtímis á RÚV Íþróttir með ensku tali og íslenskum texta.
23:45 Excused Nýstárlegir stefnumótaþáttur um ólíka einstaklinga sem allir eru í leit að ást.
Laugardagur
19:20 The Neighbors (11/22) Gamanþáttur um Weaver fjölskylduna sem flytja í nýtt hverfi í New Jersey sem að þeirra mati er líkastur paradís á jörð. allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
19.40 Duran Duran (Duran 4 Duran: Diamond in the Mind) Upptaka frá tón leikum hljómsveitarinnar Duran Duran í Manchester í desember 2011.
Sunnudagur
20:20 Top Gear Australia LOKAÞÁTTUR (6:6) Ástralska útgáfa Top Gear þátt anna hefur notið mikilla vinsælda.
RÚV Íþróttir 18.00 EM kvenna í knattspyrnu 20.10 Stígvélaði kötturinn 22.00 EM kvenna í knattspyrnu
SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Dr.Phil 08:45 Pepsi MAX tónlist 13:55 The Voice (5:13) 16:15 The Good Wife (8:22) 5 6 17:00 The Office (16:24) 17:25 Dr.Phil 18:10 Royal Pains (12:16) 18:55 Minute To Win It 19:40 Family Guy (14:22) 20:05 America's Funniest Home Videos 20:30 The Biggest Loser (5:19) 22:00 Rocky V Rocky er búinn að koma sér í peningavandræði á nýjan leik eftir að hafa verið svikinn af óprúttnum aðila. 23:45 Excused 00:10 Nurse Jackie (5:10) 00:40 Flashpoint (6:18) 01:30 Lost Girl (17:22) 02:15 Pepsi MAX tónlist
STÖÐ 2
Laugardagur 27. júlí RÚV
STÖÐ 2
Sunnudagur RÚV
08.00 Morgunstundin okkar / Tillý 07:00 Barnatími Stöðvar 2 og vinir / Háværa ljónið Urri / Sebbi / 08:05 Malcolm in the Middle (10/22) Úmísúmí / Litli Prinsinn / Grettir / Nína 08:30 Ellen (8/170) Pataló / Kung Fu Panda - Goðsagnir 09:15 Bold and the Beautiful frábærleikans / Skúli skelfir / Grettir 09:35 Doctors (34/175) 10.30 360 gráður (9:30) e. 10:15 Fairly Legal (6/10) 10.55 Með okkar augum (4:6) e. 11:00 Drop Dead Diva (2/13) 11.25 Fjársjóður framtíðar II (6:6) e. 11:50 The Mentalist (10/22) 11.55 Brasilía með Michael Palin – 12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur Suðrið (4:4) e. 13:00 Extreme Makeover: Home Edition 12.50 Basl er búskapur (6:7) e. 13:45 Benny and Joon fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13.20 Á meðan ég man (7:8) e. 15:20 Scooby-Doo! Leynifélagið 13.50 Gulli byggir - Í Undirheimum e. 15:40 Ævintýri Tinna 14.20 Skarfar - einstök aðlögun e. 16:05 Waybuloo 15.15 Íslandsmótið í höggleik (1:2) 16:25 Ellen (9/170) 18.15 Táknmálsfréttir 17:10 Bold and the Beautiful 4 5 18.25 Golfið (6:13) e. 17:32 Nágrannar 18.54 Lottó 17:57 Simpson-fjölskyldan (2/22) 19.00 Fréttir 18:23 Veður 19.30 Veðurfréttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19.40 Duran Duran (Duran Duran: 18:47 Íþróttir Diamond in the Mind) 18:54 Ísland í dag 20.45 Stigið í vænginn við frú Stone 19:06 Veður (The Roman Spring of Mrs. Stone) 19:15 Simpson-fjölskyldan (2/22) 22.40 Undir fögru skinni (The Joneses) 19:40 Arrested Development (7/15) 00.15 Veðurfréttamaðurinn (The 20:10 Besta svarið (7/8) Weather Man) e. 20:55 A League of Their Own Tom 01.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Hanks, Geena Davis og Madonna
08.00 Barnatími 07:00 Strumparnir / Brunabílarnir 11.55 Nýsköpun - Íslensk vísindi (7:12) e. / Doddi litli og Eyrnastór / Algjör 12.25 Útsvar e. Sveppi / Scooby-Doo! Mystery Inc. / 13.30 Íslandsmótið í höggleik (2:2) Loonatics Unleashed / Ozzy & Drix 17.30 Táknmálsfréttir 11:00 Mad 17.40 Teitur (33:52) 11:10 Young Justice 17.51 Skotta Skrímsli (25:26) 11:35 Big Time Rush 18.00 Stundin okkar (11:31) e. 12:00 Bold and the Beautiful 18.25 Græn gleði (5:10) (Grønn glede) 13:45 Tossarnir allt fyrir áskrifendur 19.00 Fréttir 14:25 How I Met Your Mother (3/24) 19.30 Veðurfréttir 14:50 ET Weekend fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19.35 Íslendingar: Róbert Arnfinnsson 15:35 Sjáðu 20.45 Paradís (4:8) (The Paradise) 16:05 Íslenski listinn 21.40 Íslenskt bíósumar - For16:35 Pepsi mörkin 2013 eldrar Bíómynd eftir Vesturport og 17:55 Latibær Ragnar Bragason sem leikstýrir. 18:236 Veður 4 Brúin (6:10) (Broen) 5 e. 23.05 18:30 Fréttir Stöðvar 2 00.05 EM kvenna í fótbolta (Úrslita 18:50 Íþróttir leikurinn) 18:55 Ísland í dag - helgarúrval 01.50 EM-stofa 19:10 Lottó 02.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 19:20 The Neighbors (11/22) 19:45 Total Wipeout (10/12) RÚV Íþróttir 20:35 Soul Surfer Dennis Quaid og 13.30 EM-stofa Helen Hunt í hugljúfri mynd um 13.50 EM kvenna í knattspyrnu, úrslitaunga konu sem missir hönd eftir leikur árás hákarls. 16.05 EM-stofa 22:20 Rock of Ages 16.30 EM kvenna í knattspyrnu 00:20 The Night of the White Pants
í klassískri mynd um nýstofnaða kvennadeild í hafnabolta. 23:00 Rise Of The Planet Of The Apes 00:40 Predators 02:25 Kickin It Old Skool 04:10 Benny and Joon 05:45 Fréttir og Ísland í dag
01:45 Righteous Kill 03:25 Planet of the Apes 05:20 Fréttir
RÚV Íþróttir 16.00 EM kvenna í knattspyrnu 18.00 EM kvenna í knattspyrnu 20.00 EM kvenna í knattspyrnu
SkjárEinn
SkjárEinn
06:00 Pepsi MAX tónlist 13:05 Dr.Phil 14:35 Last Comic Standing (5:10) 16:00 Men at Work (2:10) 08:55 Búdapest 2013 - Æfing # 3 16:25 Parenthood (16:18) 10:00 FH - FK Ekranas 17:15 Royal Pains (12:16) 11:50 Formúla 1 2013 - Tímataka 18:00 Common Law (11:12) 13:35 Eiður Smári Guðjohnsen 18:45 Blue Bloods (22:23) 14:25 Man. City - Wigan 19:35 Judging Amy (23:24) 16:25 Bubba Watson á heimaslóðum 20:20 Top Gear Australia - LOKA17:15 Formúla 1 2013 - Tímataka allt fyrir áskrifendur ÞÁTTUR (6:6) 19:00 Spænski boltinn 21:10 Law & Order (14:18) 22:25 UFC London 2013 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00 Leverage (9:16) 22:45 Lost Girl (18:22) 23:30 Nurse Jackie (5:10) 00:00 House of Lies (5:12) 09:55 Leikur um 3. sæti 00:30 The Mob Doctor (11:13) 12:25 Úrslitaleikur 4 Flashpoint (6:18) 5 01:15 14:30 Cerezo Osaka - Man. Utd. 02:05 Excused 16:10 PL Classic Matches, 1995 allt fyrir áskrifendur 02:30 Leverage (9:16) 16:40 Tottenham - Sunderland 03:15 Lost Girl (18:22) 18:20 Man. City - South China 6fræðsla, sport og skemmtun fréttir, 04:00 Pepsi MAX tónlist 20:00 Leikur um 3. sæti
06:00 Pepsi MAX tónlist 12:55 Dr.Phil 15:10 Judging Amy (22:24) 08:00 Búdapest 2013 - Æfing # 1 15:55 Psych (11:16) 13:10 Búdapest 2013 - Æfing # 2 16:40 Britain's Next Top Model (7:13) 14:40 Sumarmótin 2013 17:30 The Office (16:24) 15:25 Chelsea - Man. Utd. 17:55 Family Guy (14:22) 17:05 ÍBV - Red Star Belgrade 18:20 The Biggest Loser (5:19) 19:10 Stjarnan - KR 21:00 San Antonio - Miami allt fyrir áskrifendur19:50 Last Comic Standing (5:10) 21:15 Justin Bieber Live@Home 22:50 Chelsea - Man. City 22:00 License to Kill fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 00:00 NYC 22 (7:13) 6 00:50 Upstairs Downstairs (1:6) 09:55 Cerezo Osaka - Man. Utd. 01:40 Men at Work (2:10) 18:05 Premier League World 02:05 Excused 18:35 1001 Goals 4 5 19:30 PL Classic Matches, 1999 allt fyrir áskrifendur 20:00 Guðni Bergsson 21:40 Úrslitaleikur 20:35 Cerezo Osaka - Man. Utd. 23:20 Swansea - Aston Villa 08:10 When Harry Met Sally fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:15 Aston Villa - Man. Utd. 09:45 Adam allt fyrir áskrifendur 09:10 Sumarlandið 11:25 Prince and Me II SkjárGolf 4 510:30 Cyrus 6 13:00 Philadelphia allt fyrir áskrifendur SkjárGolf 06:00 ESPN America 12:00 Journey 2: The Mysterious Island fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:05 When Harry Met Sally 12:30 The Full Monty 07:40 RBC Canadian Open 2013 (1:4) 07:00 RBC Canadian Open 2013 (2:4) 13:35 The King's Speech 14:00 Scott Pilgrim vs. The World 10:40 PGA Tour - Highlights (27:45) 10:00 The Open Championship Official 4 516:40 Adam 6 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun allt fyrir áskrifendur 15:30 Sumarlandið 18:20 Prince and Me II 15:50 Superhero Movie 11:35 RBC Canadian Open 2013 (1:4) Film 1989 16:55 Cyrus 19:55 Philadelphia 17:15 The Full Monty 14:35 Inside the PGA Tour (30:47) 11:00 Ryder Cup Official Film 2006 18:25 Journey 2: The Mysterious Island fræðsla, sport og skemmtun 22:00 Bad Lieutenant - Port of Call 18:45 Scott Pilgrim vs. Thefréttir, World 15:00 RBC Canadian Open 2013 (1:4) 12:15 4 Inside the PGA Tour 5 (30:47) 20:006 The King's Speech New Orleans 20:35 Superhero Movie 18:00 The Open Championship 12:40 RBC Canadian Open 2013 (2:4) 22:00 The Pelican Brief 00:00 Into the Blue 22:00 Prometheus Official Film 1990 15:40 LPGA Highlights (10:20) 4 00:20 Harry Brown 01:50 Big Stan 00:05 Poison Ivy: The Secret Society 19:00 RBC Canadian Open 2013 (2:4) 17:00 RBC Canadian Open 2013 (3:4) 02:00 The Edge 01:40 Mercury Rising 22:00 The Players Championship 2013 03:356Bad Lieutenant - Port of Call 22:00 The Players Championship 2013 4 5 03:55 The Pelican Brief New Orleans 03:30 Prometheus 02:00 ESPN America 02:00 ESPN America
21:40 Crossing Lines (3/10) Sakamálaþáttaröð sem fjallar um hóp þrautþjálf aðra rannsóknarlögreglu manna sem ferðast um Evrópu og rannsaka dularfull sakamál. allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
5
6
Einstakar brúðargjafir Úrval brúðargjafa á tilboðsverði
Ofið úr Pima bómull sem er einstök að gæðum Yfir 40 tegundir íslenskra rúmfata til brúðargjafa
Íslensk hönnun
6
Sendum frítt úr vefverslun www.lindesign.is
Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri
sjónvarp 45
Helgin 26.-28. júlí 2013 í sjónvarpinu prins fæðist í beinni
28. júlí STÖÐ 2 07:00 Strumparnir / Grallararnir / Hello Kitty / UKI / Algjör Sveppi / Xiaolin Showdown / Hundagengið / Batman: The Brave and the bold 12:00 Nágrannar 13:45 Besta svarið (7/8) 14:25 Grillað með Jóa Fel (3/6) 15:00 Mr Selfridge (10/10) 15:45 Suits (16/16) allt fyrir áskrifendur 16:35 How I Met Your Mother (3/24) 17:05 Mannshvörf á Íslandi (3/8) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:35 60 mínútur 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:00 Frasier (8/24) Sígildir og margverðlaunaðir gamanþættir. 4 19:25 Harry's Law (10/22) Önnur þáttaröðin um stjörnulögfræðinginn Harriet Korn (Kathy Bates) sem hætti hjá þekktri lögfræðistofu og stofnaði sína eigin. 20:10 Rizzoli & Isles (8/15) 20:55 The Killing (8/12) Þriðja þáttaröðin af þessum æsispennandi sakamálaþáttum. 21:40 Crossing Lines (3/10) 22:25 60 mínútur 23:10 The Daily Show: Global Editon 23:35 Nashville (5/21) 00:20 The Newsroom (2/10) 01:10 Boss (6/10) 02:05 Suits (16/16) 02:50 Rita (4/8) 03:35 Columbus Day 05:05 Harry's Law (10/22) 05:50 Fréttir
Kornabarn í gapastokk fjölmiðla Svokallað raunveruleikasjónvarp á ekkert skylt við hversdagslegan raunveruleikann. Allt snýst þetta um sviðsetningar, gervimennsku, prjál og fyrst og fremst niðurlæg ingu fólks. Og vinsældir efnis sem kenndar eru við þessi ósköp bera hnignandi siðferði og þrá eftir lífi í sýndarveruleika dapurlegt vitni. Hvaða hvatir liggja annars að baki því að fá andlega fró út úr því að horfa á offitusjúklinga brotna saman og gráta á hlaupabrettinu. Nú eða hina rætnu Tyru Banks brjóta ungar stúlkur niður fyrir útlit þeirra? 5
Stærsti raunveruleikasjónvarps þáttur sögunnar var sendur út í beinni í vikunni þegar heims pressan fór hamförum í fréttum að fæðingu litla prinsins George Alex ander Louis. Fæðing hvers barns er vissulega einstakt kraftaverk en um leið einnig ósköp hversdags legur viðburður og sjálfsagður. Fréttir af fæðingu litla prinsins fengu gríðarlega athygli á þeim drottins degi 22. júlí 2013. Lítið stoðar því að æsa sig út í fjölmiðla fyrir að gefa fæðingunni slíkan gaum. Múgurinn kvað upp sinn dóm með áhorfi, lestri og músar
smellum. Hann fékk sitt sýndar veruleikasjónvarp. Margir fögnuðu og aðrir fussuðu og sjálfsagt hefur ekkert annað kornabarn orðið skotspónn alls kyns gríns og persónulegra árása áður en það nær að reka upp sitt fyrsta öskur. Enginn efast um tilvist foreldr anna en þau eru samt gervifólk í gerviveröld. Georg litli pantaði samt ekki bláa blóðið sem rennur um æðar hans. Þannig að þeir sem fá út úr því að upphefja sjálfa sig með Facebooktuði yfir fréttum af fæðingu í gáfulegum vandlæt
Mynd/NordicPhotos/Getty
ingartón ættu kannski að staldra við og spyrja sig hvort þeim finnist jafn sjálfsagt að hía á feitabollurn ar í The Biggest Looser. Munurinn á litla prinsinum og þeim er sára lítill enda er hann sama fórnar lamb sjúklegs áhuga á fölskum raunveruleika. Hann er brauð og leikar og vart öfundsverður af því hlutskipti sem bíður hans. Þórarinn Þórarinsson
6
09:50 ÍBV - Red Star Belgrade 11:30 Formúla 1 14:30 Sumarmótin 2013 15:20 San Antonio - Miami 17:20 2013 Augusta Masters 23:05 Formúla 1 allt fyrir áskrifendur
GLÆSILEGAR DANSKAR
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
10:35 Club Friendly Football Matches 12:45 Tottenham - Sunderland 14:30 Man. City - South China 16:10 Leikur um 3. sæti allt fyrir áskrifendur 17:50 Úrslitaleikur 19:30 PL Classic Matches, 1993 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:00 Club Friendly Football Matches 21:40 Cerezo Osaka - Man. Utd. 23:20 Everton - Tottenham
SkjárGolf 4
06:00 RBC Canadian Open 2013 (3:4) 10:30 The Open Championship Official Film 1995 11:30 RBC Canadian Open 2013 (3:4) 16:00 The Open Championship Official Film 1999 17:00 RBC Canadian Open 2013 (4:4) 22:00 The Players Championship 2013 02:00 ESPN America
4
5
5
6
Baðherbergi
INNRÉTTINGAR É Í ÖLL HERBERGI HEIMILISINS 6
FJÖLBREYTT ÚRVAL AF HURÐUM, FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUM OG EININGUM, GEFA ÞÉR ENDALAUSA MÖGULEIKA Á AÐ SETJA SAMAN ÞITT EIGIÐ RÝMI.
Góðar hirslur
Innbyggðar uppþvottavélar
Pottaskápar
Allar útfærslur
HREINT OG KLÁRT
IDENTITY THIEF
THIS IS
WRECK IT RALPH ÍSL. TAL
JACK REACHER
A GOOD DAY TO DIE HARD
PARKER
SNITCH SNI
BROKEN CITY
PEACE, LOVE & MISUNDERSTANDING
Fataskápar
Sérsmíði
VIÐ HÖNNUM OG TEIKNUM FYRIR ÞIG
Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu
Þvottahús
Úrvalið er hjá okkur
ÞITT ER VALIÐ
Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.
& OVER
TOPP
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • Mán. - fimmt. kl. 09-18 • föst. 09-17 • Lokað á laugardögum í sumar
friform.is
46
bíó
Helgin 26.-28. júlí 2013
Frumsýnd Gambit
Frumsýnd GroWn ups 2
Sandler og vinir hans
Krókur á móti bragði Gamanmyndin Gambit er gerð eftir handriti hinna óborganlegu Coen-bræðra, Ethan og Joel, og skartar Colin Firth, Cameron Diaz, Alan Rickman og Stanley Tucci í helstu hlutverkum þannig að mannvalið er býsna traust. Firth leikur Harry, sem starfar fyrir klikkhausinn Lionel Shahbandar sem Rickman leikur. Shahbandar þessi er ríkasti maður Englands og kemur fram við fólk eins og gólftuskur. Harry hefur fengið sig fullsaddan af hroka yfirmannsins og ákveður að ná sér niður á honum með því að selja honum falsað málverk og hafa af honum væna fúlgu í leiðinni. En eins og oft vill verða í myndum af þessu tagi gengur áætlun Harrys ekki alveg eins og hann gerði ráð fyrir.
Aðrir miðlar: Imdb: 5,6, Rotten Tomatoes: 19%
Colin Firth leikur Harry sem er í hefndarhug og ætlar að græða um leið og hann nær sér niður á yfirmanni sínum. Cameron Diaz er honum innan handar.
Brandarakallinn Adam Sandler hóaði saman nokkrum félögum sínum, sem teljast fyndnir, í gamanmyndina Grown Ups ekki alls fyrir löngu. Þar skemmtu þeir Kevin James, Chris Rock, David Spade og Rob Schneider sér í hlutverkum fullorðinna bjána sem hegðuðu sér eins og börn, eiginkonum og unnustum til nokkurs ama en sjálf Salma Hayek fór með hlutverk eiginkonu Sandlers. Flippið sló í gegn og nú er komið framhald þar sem fíflaganginum er haldið áfram þegar persóna Sandlers flytur með fjölskylduna til bæjarins sem hann ólst upp í. Tilgangurinn er víst að komast frá erli og hamagangi en okkar maður á eftir að
Salma Hayek leikur eiginkonu Adams Sandlers á ný og situr enn uppi með seinþroska vini hans.
komast að því að sumt eltir mann hvert sem maður fer. Rob Schneider er fjarri góðu gamni í þessari umferð sem getur varla talist annað en til bóta enda með eindæmum þreytandi náungi.
Aðrir miðlar: Imdb: 4,7, Rotten Tomatoes: 7%, Metacritic: 19%
Wolverine mættur eina Ferðina enn
Ísleifur er óvenju heitfengur af ísskrímsli að vera. Hann getur verið ögn uppstökkur, en er oftast blíður og góður, einkanlega ef hann fær ís til að kæla sig niður. Hann er sonur heimsþekktrar ísskúlptúrlistakonu frá plánetunni Mars, þar sem hann ólst upp.
Sjálfur er hann þó heldur klaufalegur, enda erfði hann stirðan limaburð föður síns, sem var vestfirskur hraðfrystitogari. Hann þykir liðtækt íþróttaskrímsli og á ríkjandi Evrópumet í dýfingum í volgt súkkulaði. innanhúss. Þess má geta að Ísleifur er örvhentur.
á ímslin ið skr skrimsli v u t k Lei .is/ kjoris www.
Anagram och TriArt Film presenterar
27. Settimana Internazionale della Critica di Venezia
Þegar Wolverine er ógnað spretta flugbeittir hnífar úr hnúum hans og þá er ekki gott að mæta kappanum. Hann gengur til liðs við samúræja í gengjastríði í Japan en sjálfum er honum lýst sem „ronin“, samúræja án höfðingja.
Jarfi í Japan Varla er á nokkra ofurhetjuna úr hópi þeim sem kennir sig við X-Men hallað þótt fullyrt sé að geðstirði einfarinn og utangarðsmaðurinn Wolverine, eða Jarfi eins og hann nefnist á íslensku, sé þeirra vinsælastur. Jarfi er nú mættur til leiks í sjötta sinn og sem fyrr fer Hugh Jackman með hlutverk hans. Að þessu sinni er Wolverine einn síns liðs og blandast í átök glæpagengja og samúræja í Japan.
GABRIELA PICHLER FOTO JOHAN LUNDBORG LJUD LSSON CASTICASTING NG LOTTA ONSLEDARE PETER KIKIMAY MAY KLIPPNING KLIPPNING GABRIELA GABRIELA PICHLER & JOHAN LUNDBORG PRODUCENT CHINA CHINA ÅHLANDER MANUS GABRIELA LJUDMARTI MARTINN HENNEL HENNEL MUSI MUSIKK ANDREAS ANDREASSVENSSON SVENSSON&&JONAS JONASNINILSSON LOTTAFORSBLAD FORSBLAD PRODUKTI PRODUKTIONSLEDARE LUNDBORG EXEKUTIV PRODUCENT MARTI MARTINN PERSSON PRODUCENT SAMPRODUKTION MED FILM FILMI ISKÅNE SKÅNE SVERIGES SVERIGESTELEVISION TELEVISION FILMFILMI VÄST I VÄSTI SAMARBETE I SAMARBETEMEDMED D ENTERTAINMENT HINDEN HINDEN PIRAYAFILM PIRAYAFILMMEDMEDSTÖDSTÖDAV SVENSKA AV SVENSKA FILMINSTITUTET FILMKONSULENT FILMKONSULENTSUZANNE SUZANNEGLANSBORG GLANSBORG BOOST BOOS HBG KONSTNÄRSNÄMDEN KONSTNÄRSNÄMNDEN DISTRIBUTION DISTRIBUTIONTRIART TRIARTFILMS FILM I SAMPRODUKTION SOLIDSOLIENTERTAINMENT FILMINSTITUTET
|
|
|
|
|
|
ÄTA SOvA Dö
|
(14)
26-31/7: 18.00 - 20.00 - 22.00
SKÓLANEMAR:
25%
AfSLáTTuR
BEDAZZLED
SOME LIKE IT HOT gEgN
fRAMvíSuN
(L)
l
28/7 - 30/7 - 1/8
(L) 27/7 - 29/7 - 31/7
SKíRTEINIS!
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711
Jane Gray fórst í lok The Last Stand og hér er þráðurinn tekinn upp þaðan.
eikstjórinn Bryan Singer tók að sér að koma stökkbreytunum í X-Men myndasöguflokki Marvel á hvíta tjaldið árið 2000. Singer stillti upp fjölda úrvalsleikara í hlutverkum ofurhetjanna. Patrick Stewart lék prófessor X, sem fer fyrir X-mennunum, en Ian McKellen lék fjandvin hans, Magneto, sem vildi láta hart mæta hörðu í baráttu stökkbreyta fyrir tilverurétti sínum á meðan prófessor X trúði á friðsamari lausnir. Halle Berry og Anna Paquin léku Storm og Rouge. Rebecca Romijn lék hina fláráðu Mystique og Hugh Jackman brá sér í gervi Wolverine og Famke Janssen lék Jane Gray. Allt gekk þetta upp hjá Singer og hann fylgdi X-Men eftir með X-2 sem gaf þeirri fyrstu lítið eftir. Hann sneri sér síðan að öðru og Brett Ratner leysti hann af með frekar döprum árangri með X-Men: The Last Stand. Myndin gerði þó síður en svo út af við Xfólkið og Wolverine fékk sína eigin mynd, X-Men Origins: Wolverine 2009. Og nú er hann mættur aftur einn síns liðs í Wolverine sem tengist þó myndinni frá 2009 ekki beint. Þessi mynd myndar hins vegar brú á milli næstu X-Men myndar, X-Men: Days of Future Past, sem er væntanleg á næsta ári. X-Men voru nefnilega endurræstir á milli Wolverine-myndanna, með X-Men: First Class, árið 2011 en þar var horfið aftur í tímann og James McAvoy og Michael Fassbender birtust í hlutverkum prófessors X og
Magneto þegar þeir voru ungir menn. Jackman brá fyrir í augnablik í myndinni en fær meira að gera í Days of Future Past. Jane Gray fórst í lok The Last Stand og hér er þráðurinn tekinn upp þaðan. Wolverine var voða skotinn í Jane og er í sárum eftir dauða hennar. Gamall kunningi fær hann þá til þess að koma til Japans þar sem Wolverine mætir hættulegasta andstæðingi sínum til þessa, tekst á við samúræja og berst við sinn innri mann og ódauðleika sinn sem hefur í raun dæmt hann til endalauss einmanaleika. Leikstjórinn, James Mangold, heldur í tauminn á Jarfa að þessu sinni en hann á að baki myndir eins og Girl, Interrupted, Cop Land, Knight and Day, 3:10 to Yuma og Walk the Line. Hann segist hafa sótt innblástur í nokkrar býsna ólíkar bíómyndir þannig að ætla má að Wolverine sé hressilegur kokteill ýmissa strauma og stefna en meðal þeirra mynda sem leikstjórinn lá yfir við gerð Wolverine eru Chungking Express, The Outlaw Josey Wales, 13 Assassins, The French Connection, Chinatown og Shane. Hljómar óneitanlega undarlega en er að sama skapi mjög áhugavert.
Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
MEGI SÁ DRULLUBESTI VINNA Í MÝRARBOLTANUM :-)
DRULLUGOTT VERÐ:
Bíll á mynd: Chevrolet Spark LTZ
1.790 ÞÚS. KR.
KUR
R A S Á R
MÝR
DRULLUFLOTTUR SPARK Chevrolet Spark er söluhæsti smábíllinn á landinu. Hann er skynsamlegt sparnaðarráð sem verður að veruleika í minni útgjöldum. Spark er sparneytinn, umhverfisvænn og jafnframt sá ódýrasti á markaðinum - enda á alveg drullugóðu verði.
Chevrolet Spark LT 1.0 l • bensín • bsk • 5 dyra Verð aðeins: 1.790 þús. kr.
Opið alla virka frá 9 til 18 Lokað á laugardögum í júlí. Verið velkomin í reynsluakstur.
Nánari upplýsingar á benni.is Reykjavík Tangarhöfða 8 Sími: 590 2000
Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330
Akureyri Glerárgötu 36 Sími: 461 3636
EI LTAL O B R A
2
U N ER ÐI. U A L U VERÐ Í 3 MÁN U T S K FYR F SPAR AÐ SKRÁ TA TIL S AFNO LLASTU RBOLTI.I U A R R D MY ÞIG Á
48
menning
Helgin 26.-28. júlí 2013
Das -banDið Hressir ellismellir
Eðaltenór á níræðisaldri og harmonikkuher b Sprellfjörugir og tónelskir ellismellir á Hrafnistu í Hafnarfirði hafa létt lífið og lyft stemningunni á dvalarheimilinu í ein þrettán ár undir merkjum DAS-bandsins. Harmonikkan er, kannski eðli málsins samkvæmt, ráðandi hljóðfæri í bandinu sem rennir sér ljúflega í gegnum slagara allt frá stríðsárunum til dagsins í dag. Stuðið er slíkt að á laugardaginn leggur sveitin land undir fót og treður upp á sveitaballi á Gömlu Borg í Grímsnesi. Böðvar Magnússon ásamt ellismellunum hressu sem hann hefur smalað saman í hið léttleikandi DAS-band. Með spilagleðina og óbilandi lífsgleði heldur hópurinn á sveitaball um helgina. Mynd/Hari
Það er ótrúlegur misskilningur að lífið sé búið þegar fólk er komið á elliheimili.
öðvar Magnússon stofnaði DAS-bandið á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir þrettán árum þegar hann hitti þar fyrir gamlan trommara. Síðan hefur þetta undið upp á sig og bandið telur nú um tíu manns en í því hafa verið um fimmtán meðlimir þegar mest er. „Ég er búinn að vinna á Hrafnistu í Hafnarfirði í þrettán ár og þetta byrjaði nú bara þannig að ég rakst hérna á fullorðinn heimilismann sem hafði verið trommuleikari og við fórum að spila saman. Og þá var þetta orðin tveggja manna hljómsveit,“ segir Böðvar sem leikur á pínaó, harmonikku og orgel. „Svo erum við með gítarleikara, stundum bassaleikara, trommara og svo söngvarann, Guðmund Ólafsson. Hann er alveg frábær söngvari og hafði nú ekki sungið popp fyrr en hann kom hingað. Hann söng mest með kirkju- og karlakórum og svoleiðis. Mjög bjartur og fallegur tenór sem syngur hvað sem er, Presley og hvað annað sem okkur dettur í hug að taka.“ Böðvar segir nikkuna vera ráðandi hljóðfæri í undirleiknum. „Flestir spila á harmonikkur enda er hún mjög vinsæl hjá þeim sem komnir eru á aldur og þannig rúllar þetta viku eftir viku,“ segir hljómsveitarstjórinn en DAS-bandið treður upp á Hrafnistu á hverjum föstudegi. „Böllin hjá okkur hérna eru
mjög fjörug enda hefur og þessi aldurshópur sem nú er á elliheimilum gaman af því að dansa og hefur alltaf haft. Við spilum svo einu sinni í mánuði á Hrafnistu í Reykjavík og spilum svo bara hingað og þangað. Hafnfirðingar hafa til dæmis verið duglegir að fá okkur til þess að spila við ýmis tækifæri, bryggjuböll og fleira.“ Þetta hefur gengið svo vel og góður rómur verið gerður að bandinu að Böðvar segir þau hafa ákveðið að fara á sveitaball. „Allir hlakka mjög til og við erum fyrst og fremst að fara að skemmta okkur sjálfum en vonumst til þess að skemmta sem flestum í leiðinni,“ segir Böðvar og heldur áfram: „Það er ótrúlegur misskilningur að lífið sé búið þegar fólk er komið á elliheimili. Þar fær fólk góða hjúkrun og þarf ekki að sjá um líf sitt frá degi til dags og getur þá einmitt farið að njóta tómstundanna. Og það er ekki spurning að tónlistin léttir og lengir lífið. Bara það að hlusta á tónlist er svo hollt og gott að ég tali nú ekki um að hreyfa sig eftir henni.“ Sveitaballið á Gömlu Borg í Grímsnesi hefst á laugardagskvöld klukkan 21 og stendur til miðnættis. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
TónlisT nýjar barnaplöTur
Flottar plötur fyrir börnin í ferðalagið Sveppi og Villi hafa gefið út sína fyrstu plötu.
Hin frábæra barnaplata Gilligill er ein fimm sígildra plata í kassanum 5 barnagull.
Útgáfufyrirtækið Sena hefur að undanförnu sent frá sér þrjár plötur sem ættu að falla vel í kramið hjá yngri kynslóðinni. Og henta vel um þessar mundir þegar lagt er upp í langferðir um landið. Fyrst ber að geta fyrstu plötu þeirra Sveppa og Villa sem kallast Sveppi og Villi búa til plötu. Þeir félagar hafa notið mikilla vinsælda hjá krökkunum með sjónvarpsþáttum sínum og þremur kvikmyndum. Í sjónvarpsþáttunum hafa þeir verið duglegir að flytja frumsamin lög og þótti félögunum því tilvalið að reyna sig við plötugerð. Aðdáendur fá því eitthvað nýtt til að kjamsa á meðan þeir bíða eftir fjórðu myndinni. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var gerð hennar frestað þar eð ekki fékkst vilyrði fyrir styrk frá Kvikmyndamiðstöð. Þá er nýkomin út þreföld safnplata sem kallast Fjölskyldualbúmið. Foreldrarnir fá lög með Mannakornum, Sálinni og fleirum á einni plötu og unglingar finna máské eitthvað við sitt hæfi á annarri plötu þar sem Friðrik Dór, Ásgeir Trausti, Jón Jónsson og fleiri koma við sögu. Á þriðju plötunni geta börnin gengið að lögum úr Ávaxtakörfunni, lögum með Skoppu og Skrítlu, Friðriki Ómari og fleirum. Síðast en ekki síst hafa fimm eldri barnaplötur verið steyptar saman í einn kassa; 5 barnagull. Þar er barnaplatan Gilligill, Bakkabræður í flutningi Sigurðar Sigurjónssonar, lög úr uppsetningu Leikfélags Reykjavíkur á Línu langsokki, Íslenska vísnaplatan og Uppáhaldslögin okkar þar sem popparar á borð við Birgittu Haukdal og Magna Ásgeirsson láta til sín taka.
Verum öll vinir...
...en fáðu þér síma sem skilur þig! Samsung Galaxy S4 hefur þann skemmtilega eiginleika að skilja okkar ástkæra ylhýra. Þannig má stjórna ýmsum aðgerðum og einnig er hægt að skrifa tölvupósta og SMS með því að tala við símann á íslensku. Fáðu þér síma sem skilur þig.
Kynntu þér málið á GalaxyS4.is
50
samtíminn
Helgin 26.-28. júlí 2013
R anghugmyndiR um Íslenskt samfélag
Valdaleysingjar sem lifa í sögu höfðingjanna Á tyllidögum halda valdsmenn því fram að Ísland sé stéttlaust samfélag og hér séu allir jafnir; sjálfstætt fólk sem beygir sig ekki undir vald annarra. Ekkert í sögu okkar styður þessar hugmyndir; þvert á móti. Saga okkar er saga langvarandi kúgunar örfárra á valdalausum fjöldanum.
Í
ársbyrjun 1866, fyrir 147 og hálfu ári, fékk Ísafjörður kaupstaðarréttindi. Þetta var ekki stór bær. Á Eyrinni voru 35 hús. Í þeim bjuggu 220 manns; eða rúmlega sex manns í hverju húsi. Við myndun þessa bæjarfélags fóru fram kosningar til bæjarstjórnar og í þeim hafði 21 atkvæðisrétt; eða 9,5 prósent bæjarbúa. Þessir kjósendur voru allir karlar; konur fengu ekki kosningarétt fyrr en 1915. En það höfðu ekki allir karlar kosningarétt 1866; heldur aðeins eignamenn. Til að fá að kjósa þurftu þessir karlar að eiga eignir að andvirði um þúsund ríkisdala. Það er eiginlega vonlaust (og enn frekar tilgangslaust) að reikna þá upphæð til núvirðis. Peningalegt mat á eignum í fátæku samfélagi nítjándu aldar hefur allt aðra merkingu en virði peninga í dag. Það þekkja þeir sem hafa ferðast um lönd þar sem er raunveruleg peningaleg fátæk. En ef horft er framhjá slíku; þá eru 1000 ríkisdalir um 1866 líklega jafnvirði vel rúmlega hálfrar milljónar króna í dag. Ef við gerum hins vegar ráð fyrir að íbúar Ísafjarðar hafi endurspeglað aldurs- og kynjaskiptingu landsmanna allra á þessum tíma; þá hafa líklega verið um 48 karlar 25 ára og eldri á Ísafirði þegar fyrstu bæjarstjórnarkosningarnar fóru fram. 44% prósent þeirra áttu nægar eignir til að fá að kjósa. 56% karla eldri en 25 ára en voru sviptir kosningarétti vegna fátæktar. Ef við miðum við það réttlæti sem felst í núgildandi lögum (allir 18 ára og eldri hafa kosningarétt) þá fengu 84 prósent þeirra sem væru með kosningarétt 2013 ekki að kjósa 1866 vegna kyns, æsku eða fátæktar. Þetta var samfélag sem var sniðið að hagsmunum 16 prósent fullorðinna.
2,5 prósent áttu Ísland
Þessar bæjarstjórnarkosningar á Ísa-
firði skera sig ekki frá öðrum kosningum á Íslandi á nítjándu öld. Talið er að um 9 prósent landsmanna hafi haft kosningarétt til Alþingis á nítjándu öld. Það er um þriðjungur fullorðinna karla á þeim tímum; sjötti hluti fullorðins fólks. Alþingi var ekki valdastofnun á þessum tímum; aðeins ráðgefandi samkunda og veikur samráðsvettvangur eignamanna og nýlenduvaldsins. Valdið var hjá konungi og stjórnarráði nýlenduherranna í Kaupmannahöfn. Íslendingar gátu hins vegar haft mótandi áhrif á samfélagið í gegnum starfsemi hreppanna, sem meðal annars sinntu framfærsluskyldu þegar fjölskyldunnar gátu ekki sinnt henni. Að hreppstjórn komu skattbændur, þeir bændur sem greiddu eignaskatt. Í upphafi nítjándu aldar er talið að jarðir á Íslandi hafi verið um átta þúsund. Við landnám voru flestar jarðir eignarlönd; en þegar komið var fram undir lok átjándu aldar og byrjun þeirrar nítjándu er talið að um 90 prósent (og allt að 95 prósent) allra jarða hafi verið byggðar leiguliðum. Leiguliðar gátu haft atkvæðisrétt ef þeir höfðu ævilangan leigurétt að stórum jörðum; en meginþorri þeirra hafði lítið sem ekkert að segja um skipan samfélagsins. Stórbændur, sem byggðu eigin jörð, voru vart fleiri en 500 til 800 á þessum árum. Auk þeirra höfðu helstu embættismenn, efnaðir kaupmenn og fáeinir aðrir karlar einhver ítök um mótun samfélagsins á nítjándu öld; líklega um 2,5 prósent fullorðinna landsmanna.
Harðæri drápu hina fátæku
Líf annarra landsmanna var komið upp á náð og miskunn þessara herra. Þetta fólk var undir vald þeirra sett og sagan geymir mýmörg dæmi þess að herrarnir fóru ekki vel með vald
sitt. Um 10 til 15 prósent landsmanna voru niðursetningar og þurfafólk, sem hafði ekkert vald yfir lífi sínu. Kannanir á afleiðingum harðæris og náttúruhamfara sýna að fólk úr þessum hópi var þrisvar til fjórum sinnum líklegra til að farast en fólk almennt. Fullorðið fólk var ekki borið út í harðærum; en augljóst er að þeim var fækkað skipulega með kerfisbundinni vanrækslu. Vinnufólk var um 40 prósent landsmanna. Það hafði ekki kosningarétt eða önnur tækifæri til að áhrifa í samfélaginu, var óheimilt að giftast og eignast börn og var því í raun dæmt til ófrjósams lífs og þrældóms. Meginþorri annarra landsmanna voru síðan leiguliðar og fjölskyldur
Meira að segja þeir flokkar sem lengst af skilgreindu sig sem verkalýðsflokka settu þjóðernissjónarmið ofar hefðbundnum stéttarsjónarmiðum. Þeir börðust meðal annars gegn virkjunum og uppbyggingu stóriðju á þeim forsendum að hagur af þessum framkvæmdum rynni í vasa útlendra auðhringa.
þeirra. Þéttbýlismyndun við sjávarsíðuna var sáralítil og fáir leiguliðar eða vinnufólk sem hafði tekist að flýja þangað undan vonleysi sveitanna. Ef farið er með þjóð, sem er samsett með þessum hætti, í gegnum harðæri og hörmungar margra alda (allt frá harðærum Sturlungualdar að móðuharðindunum og síðan miklum harðærum nítjándu aldar; er augljóst að þessi harðindi hafa lagst þyngst á þá efnaminni og réttlausu. Við þekkjum þetta af yfirstandandi kreppu. Þótt sá vilji sé útbreiddur að líta á Hrunið sem almennan vanda, er augljóst að það lék verst þá sem veikast stóðu; voru fátækir eða heilsuveilir fyrir Hrun.
Tvær ranghugmyndir
Viljinn til líta framhjá þeirri augljósu staðreynd að erfiðleikar leiki þá verst sem eru verst undir þá búnir; byggir á útbreiddum hugmyndum um íslenskt samfélag sem eiga sér enga stoð. Annars vegar að íslenskt samfélag sé (og hafi jafnvel ætíð verið) stéttlaust og að Íslendingar séu á einhvern hátt jafnari en aðrar þjóðir. Og hins vegar að Íslendingar séu á einhvern hátt eðlislega sjálfstæðir, beygi sig lítt undir yfirvald og hafi því örlög sín fremur í eigin höndum en annað fólk. Eins og sjá má af samfélagsgerðinni á nítjándu öld er augljóst að hið fyrra á sér litla stoð. Allt frá þrælahaldi landnáms- og þjóðveldisaldar og fram á okkur daga hefur misskipting auðs og lífsgæða verið mjög mikil á Íslandi. Því miður hefur þessi misskipting lítið verið rannsökuð og enn síður haldið á lofti. Íslendingar vilja upp til hópa lifa sögu höfðingjanna. Saga fátækra, kvenna, barna, þurfandi og þræla fer ekki hátt. Síðari hugmyndin; sú um sjálfstæði Íslendinga; byggir á misskilningi. Í stöðnuðu samfélagi vistabanda var það eina von vinnufólks til sjálfstæðs lífs að reyna fyrir sér sem leiguliðar á kotum þar sem öðr-
um hafði mistekist. Vinnufólk hafði því einkahag af því að fjölskyldur fátækra leiguliða yrðu leystar upp. Grimm örlög leiguliða voru tækifæri fyrir þá sem höfðu enn lakari stöðu. Stöðnun samfélagsins og fá tækifæri vógu því gegn augljósum hagsmunum vinnufólks, leiguliða og fátækra til að krefjast í sameiningu aukins jafnræðis. Þegar tækifærið kom varð bylting þessa fólks hljóðlaus. Um fjórðungur Íslendinga flutti til Vesturheims á seinni hluta nítjándu aldar. Í kjölfarið flutti meginþorri vinnufólksins og leiguliðanna á mölina og gerðist verkafólk á sjávarútvegi; vann daglaunavinnu hjá þeim höfðingjum sem höfðu aðstöðu til að taka lán fyrir skútum og fiskiskipum. Sjálfstæðisbarátta heiðabændanna (eins og hún birtist til dæmis í Sjálfstæðu fólki) bætti ekki kjör hinna fátæku og valdalitlu. Í raun viðhélt hún eymd þeirra og valdaleysi.
Hægrið vann verkalýðshreyfinguna
Eins og á við um flestar fyrrum nýlendur hafa stjórnmál á Íslandi fremur snúist um sjálfstæðisbaráttu í ýmsum myndum fremur en stéttaátök. Meira að segja þeir flokkar sem lengst af skilgreindu sig sem verkalýðsflokka settu þjóðernissjónarmið ofar hefðbundnum stéttarsjónarmiðum. Þeir börðust meðal annars gegn virkjunum og uppbyggingu stóriðju á þeim forsendum að hagur af þessum framkvæmdum rynni í vasa útlendra auðhringa. Eins og á við um margar fyrrum nýlendur var íslenska verkalýðshreyfingin klofin á milli hefðbundnari vinstri flokka með áherslu á klassísk velferðarmál (almannatryggingar, ókeypis heilbrigðisþjónustu og skóla) og þjóðernissinnaðra hægrimanna með áherslu á sjálfsbjargarviðleitni einstaklinga. Verkalýðshreyfingin var í raun klofin langt fram eftir síðustu öld og náði ekki að virkja sameiningarmátt sinn fyrr en á sjöunda áratugnum; og þá fremur
samtíminn 51
Helgin 26.-28. júlí 2013
um baráttumál hægri hlutans: sjálfseignarstefnu í húsnæðismálum og lífeyrissjóðskerfi sem byggði upp sparnað sem einkaeign. Hugmyndin um að samfélaginu farnaðist best ef stétt ynni með stétt, að Ísland væri stéttlaust og Íslendingar allir jafnir; féll vel að þessum baráttumálum. Áhersla verkalýðshreyfingarinnar var flutt frá þeim sjónarmiðum sem höfðu byggt upp velferðarkerfi Bretlands og Skandinavíu; að lágstéttirnar gætu með samtakamætti sínum mótað samfélagið sem þjónaði hagsmunum þessara hópa; og yfir til klassískra hægri sjónarmiða; að auðvelda einstaklingunum að byggja sjálfur upp sitt eigið velferðar- og öryggisnet með sparn-
aði og eignamyndun. Sá vandi sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í dag er hrun þessara hugmynda. Lífeyris- og séreignarkerfið hefur ekki byggt upp betra og réttlátara samfélag fyrir hina tekjulægri. Um leið og fólk gerir upp við þessi kerfi tvö; ætti það ef til vill að ráðast einnig gegn þeim ranghugmyndum um sjálf okkur sem lágu að baki vinsældum þeirra og gerði mögulegt selja eignalausu og tekjulitlu fólki þessar hugmyndir.
Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is
Nokkrir hnakkar lausir í reiðskóla Íshesta og Sörla í sumar Þrautabrautir, reiðtúrar, foreldrasýning og fleira skemmtilegt. Nánari upplýsingar á www.ishestar.is og í síma 555 7000
Eins og algengast er um fyrrum nýlendur hverfist íslensk stjórnmálaumræða um sjálfstæðisbaráttu en ekki um ólíka hagsmuni mismunandi stétta. Að mörgu leyti snérust síðustu kosningar um slík sjálfstæðsmál fremur en nokkuð annað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skilgreinir úrslit þeirra sem slík; að með þeim hafi ríkisstjórnin fengið umboð til að glíma við samfélagsmál eins og allir Íslendingar séu í sama báti og að ógnin sé að utan. Ljósmynd/Hari
Fyrir 10GB getur þú hlaupið 380 maraþon með Runkeeper tal.is/10GB
52
dægurmál
Helgin 26.-28. júlí 2013
Í takt við tÍmann Bjartey SveinSdóttir
Bjó til loftljós úr kaffipokum
Bjartey Sveinsdóttir er 23 ára Hafnfirðingur sem vakið hefur eftirtekt með hljómsveitinni Ylju. Bjartey vinnur á leikskólanum Vesturborg og kaupir föt í Kolaportinu. Hún var að flytja í nýja íbúð með kærastanum, Gígju vinkonu sinni úr Ylju og umboðsmanni hljómsveitarinnar. Staðalbúnaður
Yfirleitt geng ég í þægilegum fötum, síðum pilsum eða kjólum og kannski kögurpeysu. Ég er mjög sjaldan í níðþröngum fötum en það gerist þó stundum. Mér finnst alltaf rosa gaman að fara í Kolaportið og ég finn mér eiginlega alltaf föt þar. Svo versla ég í Spútnik og kíki stundum í Zöru og Topshop. Ég kaupi samt yfirleitt ódýr föt, ég er ekkert í þessu merkjadóti.
Hugbúnaður
Þegar ég fer út að skemmta mér fer ég yfirleitt bara á Dollý. Jú, það er gaman að fá sér kannski einn bjór á Laundro og rölta aðeins um en við endum alltaf á Dollý, án þess að vera búin að ákveða það. Þegar ég er ekki að vinna eða að spila með Ylju þá er ég oft bara heima og hef það kósý. Ég kveiki á kertum og finnst gaman að búa til hina og þessa hluti,
föndra, teikna og mála. Í fyrradag kláraði ég til dæmis loftljós úr kaffipokum. Það er voða fínt og hangir núna í loftinu hjá mér. Ég hef alltaf verið rosa heimakær og finnst gaman að dunda mér. Ég horfi voða lítið á sjónvarp en horfi stundum á þætti sem vinkonur mínar hafa „dánlódað“. New Girl eru rosa skemmtilegir og Modern Family eru í uppáhaldi hjá mér. Svo hlusta ég auðvitað mikið á tónlist, mestmegnis rólega folk-tónlist. Ég hlusta á Ben Howard, Selahsu, Vincent McMorrow og Eivör er í miklu uppáhaldi. Ég hef farið á marga tónleika með henni og fæ alltaf gæsahúð þegar hún spilar.
Vélbúnaður
Ég á Macbook Pro tölvu og iPhone 4s. Ég nota Facebook appið og Snapchat og svo finnst mér gaman að breyta myndum í Snapseed. Um daginn fékk ég mér Instagram og er búin að pósta tveimur
myndum. Ég ætla mér að vera dugleg að setja inn myndir því mér finnst rosa gaman að sjá hvað aðrir eru að gera.
Aukabúnaður
Eftir að ég flutti hef ég verið mjög dugleg að fara út að borða. Ég ætla mér að verða duglegri að elda þegar allt er komið í röð og reglu í nýju íbúðinni. Ég hef farið svolítið á Beyglubarinn í Austurstræti og mæli með honum. Svo er alltaf voða gott að borða á Vegamótum. Ég á ekki bíl og fer flestra minna ferða labbandi eða hjólandi. Mér finnst mjög gaman að ferðast, bæði hér heima og til útlanda. Uppáhalds staðurinn minn er Rauðasandur á Vestfjörðum. Hann er algjör náttúruperla. Ég og kærastinn erum að spá í að fara í heimsreisu eftir kannski tvö ár en næst á dagskrá er helgarferð til Brighton í nóvember. Ég fer með mömmu og systur minni og þetta verður verslunarferð.
Bjartey og félagar í hljómsveitinni Ylju njóta sífellt meiri vinsælda. Þegar hún er ekki að spila með sveitinni finnst henni notalegt að kveikja á kertum heima hjá sér og föndra. Ljósmynd/Hari
tónliSt tónliStarhátÍð haldin Í tólfta Sinn
Feitur Innipúki um verslunarmannahelgina
Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í tólfta sinn í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Hátíðin verður haldin föstudagskvöldið 2. ágúst og laugardagskvöldið 3. ágúst og verður aðaldagskráin á Faktorý við Smiðjustíg.
Geiri Sæm leikur öll sín þekktustu lög á Innipúkanum.
Aðalnúmerin á hátíðinni í ár eru Geiri Sæm, Gísli Pálmi og Botnleðja. Fleiri listamenn eiga eftir að bætast við dagskrána að sögn skipuleggjenda. Miðasala er hafin á Miði.is og kostar tveggja daga passi 4.900 krónur. Miði á stakt kvöld kostar 3.000 krónur. Klútur 3490 Toppur 6990
Dagskrá Innipúkans Föstudagur: Gísli Pálmi Valdimar Steed Lord Skelkur í bringu
Laugardagur: Botnleðja Geiri Sæm Ólafur Arnalds Soundsystem Ylja Agent Fresco Grísalappalísa
Rapparinn Gísli Pálmi treður upp á laugardagskvöldinu á Innipúkanum um verslunarmannahelgina. Ljósmynd/Hari
PIPAR \ TBWA • SÍA • 131121
Nú er Djæf gæðaísinn kominN í nýjar umbúðir. Hver er þinn uppáhalds djæf?
54
dægurmál
Helgin 26.-28. júlí 2013
Borð fyrir fimm Vínþjónn og nörd þiggur heimBoð í nýjum þáttum
Vín er bóklegt fyrirbæri Vínþjóninn Alba E.H. Hough verður í dómnefnd raunveruleikasjónvarpsþáttanna Borð fyrir fimm ásamt þeim Svavari Erni tískuvita og Sigga Hall ofurkokki. Þættirnir hefja göngu sína á Skjá einum í haust en í þeim verða átta pör valin til þess að halda þriggja rétta matarboð heima hjá sér, þangað sem Alba og félagar mæta og gera úttekt á herlegheitunum. „Ég hef alltaf gaman af því að vera boðið í mat og kann vel að meta mat, vín, góð samtöl og skemmtilegt fólk,“ segir Alba full tilhlökkunar. „Ég held að þetta verði bara mjög gott partí og fallegt af þessu fólki að vilja bjóða okkur heim. Ég
held við munum verða mjög skrautleg. „Ég er líka búin að þekkja Sigga í mörg ár og kann mjög vel við hann Svavar og held að við verðum geðveikt fyndin saman.“ Alba hefur hampað titlinum vínþjónn ársins og starfar nú á Slippbarnum. Þá stundar hún nám í enskum bókmenntum við HÍ og er heltekin af vísindaskáldskap og gotneskum hryllingi. „Maður er náttúrlega bara nörd sem er ágætt vegna þess að nördar stjórna heiminum.“ Þegar Alba er ekki í vinnunni eða skólanum segist hún annaðhvort vera í sofandi eða í myndasöguversluninni Nexus, varnarþingi íslenskra nörda.
Ný rafpopptónlist á íslensku
Árni Guðjónsson.
Hljómsveitin Blóðberg.
einungis unnið úr safa ungra grænna kókoshneta
himneskt.is
„Hljómsveitin spilar rafpopptónlist og hefur undanfarna þrjá mánuði unnið að sex laga smáskífu þar sem sungið er bæði á íslensku og ensku,“ segir Árni Guðjónsson sem er í forsvari fyrir splunkunýja hljómsveit sem kallar sig Blóðberg. Árni Guðjónsson er fyrrum hljómborðsleikari í sveitinni Of Monsters and Men og hætti hann í sveitinni í nóvember síðastliðnum til þess að einbeita sér að námi og öðrum hlutum. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Valborg Ólafsdóttir (söngur), Árni Guðjónsson (hljómborð, synthar), Helgi Kristjánsson (slagverk, rafgítar og synthar), Hjörvar Hans Bragason (synthabassi, rafbassi) og Orri Guðmundsson (raftrommur). Hljómsveitin sendir nú frá sér sitt fyrsta smáskífulag sem nefnist „Óskir“ en á upptöku lagsins leikur Hrafnkell Gauti Sigurðsson á rafgítar en hann er þekktastur fyrir leik sinn í hljómsveitum á borð við Ojbarasta og Berndsen. Hinir meðlimir hljómsveitarinnar hafa komið víða við og leikið með hljómsveitum á borð við Lovely Lion, Ásgeir Trausta, Ylju, Orphic Oxtra, Fjallabræður, Vicky og Of Monsters and Men.
Vínþjóninn Alba E.H. Hough er nörd af lífi og sál og þegar hún er ekki að skenkja veigum eða læra liggur hún í góðum bókum eða tölvuleikjum. „Þetta er það sem gleður mig.“
„Bókmenntir eru bara stór hluti af lífi mínu og vínið kemur líka inn á nördismann. Það er ofboðslega mikill lestur í kringum þetta og vín er bóklegt fyrirbæri þótt smakkið sé að sjálfsögðu stór partur af þessu. En ef þú ert ekki með staðreyndirnar þínar á hreinu er nú erfitt að vinna í þessu. Þetta eru ákveðin fræði.“ Skráning er hafin á bordfyrirfimm. is fyrir pör sem vilja sýna hvað í þeim býr þegar kemur að veisluhöldum og fá um leið þetta skrautlega tríó, sem Alba, Svavar Örn og Siggi Hall óneitanlega eru, í heimsókn. -þþ
Mynd/Hari
Snæfríður ingadóttir Skoðar íSlenSku konuna
Gengur með börn og bækur á sama tíma
Snæfríður Ingadóttir ásamt dætrum sínum þremur Ragnheiði Ingu, Margréti Sóleyju og þeirri yngstu, Bryndísi.
Fréttakonan Snæfríður Ingadóttir og ljósmyndarinn Þorvaldur Örn Kristmundsson eiga að baki farsælt samstarf í bókagerð þar sem Þorvaldur leggur til myndefnið og Snæfríður textann. Fimmta samstarfsverkefni þeirra, ljósmyndabók um íslensku konuna, er komin í búðir. Þar skoða þau íslensku konuna frá öllum sjónarhornum í máli og myndum en Snæfríður segir íslenskar konur sérstakar að mörgu leyti.
U
o
t
icelandic woman
t
powerfu owerful l,, unique, independent
S
Snæfríður Ingadóttir Þorvaldur Örn Kristmu ndsson
s
The Icelandic woman
The Icelandic woman er bók fyrir erlenda ferðamenn sem er full af fróðleik og upplýsingum um íslensku konuna jafnt í máli sem myndum. Tæpt er á sögulegum atriðum, athygli vakin á konum sem allir verða að kannast við, fjallað um staði á Íslandi sem eru eingöngu fyrir konur, íslensk fegrunarráð tíunduð, farið yfir kjör og stöðu íslenskra kvenna og svo framvegis. Efnisatriði bókarinnar eru valin með það í huga að úr verði áhugaverð lesning fyrir erlenda ferðamenn sem veitir þeim innsýn í hver hin íslenska kona er í raun og veru.
he Icelandic woman - powerful, unique, independent er fimmta bókin sem ljósmyndarinn Þorvaldur Örn Kristmundsson og fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir gera í sameiningu. Bókin fjallar um íslensku konuna í máli og myndum. Bókin er fyrst og fremst hugsuð fyrir erlenda ferðamenn þótt allir ættu að geta haft bæði gagn og gaman af henni. „Þarna er bara allt um íslensku konuna,“ segir Snæfríður. „Skemmtilegar staðreyndir og alls konar fróðleikur. Þetta er fimmta bókin sem við Þorvaldur vinnum saman þannig að við erum nú orðin nokkuð sjóuð í samstarfi. En bókin er búin að vera nokkuð lengi í fæðingu,“ segir Snæfríður sem einmitt eignaðist sína þriðju dóttur fyrir sjö vikum og bendir hlæjandi á að bókagerð hennar hefur verið í takti við barneignir hennar. „Þetta hangir svolítið þannig saman að þegar ég verð ófrísk verð ég einhvern veginn ófrísk af bókum í leiðinni,“ segir hún og hlær. „En nú þykist ég ekki ætla að eignast fleiri börn þannig að það er spurning hvað gerist með bækurnar og hvort þessu samstarfi okkar Þorvaldar sé bara lokið.“ Snæfríður segir íslenskar konur mjög áhugavert viðfangsefni enda séu þær sérstakar að mörgu leyti. „Við vinnum til dæmis meira en aðrar konur í Evrópu en við eignumst samt sem áður fleiri börn og erum mjög langlífar. Ég er kannski bara svona þessi týpíska íslenska kona sem vinnur of mikið og hrúgar niður börnum.“
Snæfríður og Þorvaldur gera bækur sínar ekki síst með erlenda lesendur í huga. „Enn á ný erum við kannski að gera bók fyrir erlenda ferðamenn sem fjallar ekki um náttúruperlur landsins. Það er víst nóg af slíkum bókum. Mér finnst jafnvel frekar vanta fleiri bækur um þjóðina sjálfa.“ Og í The Icelandic woman gefa þau helmingi þjóðarinnar alla athyglina. „Myndirnar eru alls konar og eins og í öðrum bókum okkar eru sumar teknar sérstaklega fyrir bókina en Þorvaldur hefur náttúrlega starfað svo lengi sem ljósmyndari þannig að hann átti mikið af myndum af konum fyrir.“ Snæfríður og Þorvaldur leita fanga víða og margar konur koma við sögu í bókinni. „Þetta er alls konar. Tölur frá Hagstofunni, listi yfir algengustu konunöfnin, upptalning á hlutum sem íslenskar konur hafa hannað og svo er fjallað um hræðilegustu konu Íslands, Grýlu.“ Snæfríður segir að þótt efnisatriði bókarinnar séu ef til vill valin sérstaklega með það í huga að höfða til útlendinga þá „ættu allir og ekki síst venjulegar íslenskar konur örugglega að rekast á eitthvað sem þær vissu ekki.“ Snæfríður er að velta fyrir sér að láta ekki hinn helming þjóðarinnar liggja óbættan hjá garði. „Svo er náttúrlega spurning hvort maður setji ekki saman í kjölfarið bók um hinn helming þjóðarinnar. Það gæti vel orðið.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
ÓTRÚLEGI ÚTSÖLUMARKAÐURINN
Í LAUGARDALSHÖLLINNI
VERÐ FRÁ
99KR.
1 0 % % 15 AUKAAFSLÁTTUR AUKAAFSLÁTTUR
EF ÞÚ KAUPIR FYRIR. MEIRA EN 20.000 KR
EF ÞÚ KAUPIR FYRIR MEIRA EN 10.000 KR.
SKÓLAVÖRUR Á GÓÐU VERÐI!
HEFST Í DAG!
OPIÐ 11 - 19 ALLA DAGA · RÚMLEGA 35.000 VÖRUR · NÝ TILBOÐ DAGLEGA
HE LG A RB L A Ð
Hrósið... ... fær Aníta Hinriksdóttir sem nældi sér í heims- og Evrópumeistaratitil í 800 metra hlaupi með nokkurra daga millibili.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Bakhliðin ÁslAug ArnA sigurbjörnsdóttir
SPARIÐ
PLUs
20.000
www.rumfatalagerinn.is
Þæ G in Di & Gæ ði
GILDIR 26.07-28.07
BÓMULLARKREP
STÆRÐ 120 X 200 SM.
ELIZA 140 X 200 SM.
Dugleg og æðisleg Aldur: 22 ára. Maki: Nei. Foreldrar: Sigurbjörn Magnússon hæstaréttarlögmaður og Kristín Steinarsdóttir sem er látin. Menntun: Laganemi við Háskóla Íslands. Áhugamál: Pólitík, hestamennska, að ferðast, bakstur og félagsstörf. Fyrri störf: Lögfræðistofan Juris, sem jafningjafræðari hjá Hinu húsinu, aðstoðarreiðkennari, formaður Heimdallar. Starf: Blaðamaður hjá Morgunblaðinu í sumar. Stjörnumerki: Bogmaður. Stjörnuspá: Ekki er allt gull sem glóir og þar sem skjótfenginn gróði virðist innan seilingar getur verið skammt í tapið. Eitthvað er reynt í fyrsta sinn og það heppnast þegar.
Á
slaug er sterk, dugleg og æðisleg. Hún er gerir allt vel sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er bara góð í öllu en hún er sjúklega hrædd við köngulær og rekur upp öskur þegar hún sér þær,“ segir Magnús, bróðir Áslaugar.
2.995
ElIZA SÆNguRVERASEtt Efni: 100% bómullarkrep. Stærð: 140 x 200 sm. / 50 x 70 sm. Lokað með tölum. X-langt: 140 x 220 sm. 3.995
2.000
FULLT VERÐ: 7.995 tHERMo lux SÆNg og koddI Góð sæng, fyllt með 2 x 550 gr. af sílikonmeðhöndluðum holtrefjum. Má þvo á 90°C. Sæng: 140 x 200 sm. Koddi: 50 x 70 sm.
20.000
5.995 JERSEY tEYgJulök Mjög góð teygjulök. Efni: 100% bómull. Nokkrir litir. Ath. sumir litir eru ekki fáanlegir í öllum stærðum. Dýpt í öllum stærðum: 45 sm. Stærðir: 90 x 200 sm. 1.995 120 x 200 sm. 2.295 140 x 200 sm. 2.495 180 x 200 sm. 2.995
TEYGJULÖK
www.heilsuhotel.is
STÆRÐ 90 X 200 SM.
SPARIÐ
ein st ök Gæ ði
512-8040
PluS b12 JubIlÆuM boxdýNA Miðlungsstíf dýna með 250 pokagormum pr. m2 í efra lagi. Innifalið í verði er 2 sm. þykk yfirdýna. Slitsterkt áklæði úr bómull/polyester. Grindin er úr sterkri, ofnþurrkaðri furu. Verð á fótum 7.995 Stærð: 120 x 200 sm.
bluE SkY dýNA Góð amerísk dýna með 4 sm. yfirdýnu Stærð: 90 x 200 sm.
MEÐ YFIRDÝNU
SÆNG OG KODDI
GOLD
Skráning í síma
VERÐ ÁN fÓtA
SPARIÐ
stæðismanna.
endurnýjuð lífsorka.
49.950
ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR
ALLT FYRIR SVEFNINN
Áslaug Arna mun ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Heimdallar, félags ungra sjálf-
Enn betri heilsa,
FULLT VERÐ: 69.950
VERÐ FRÁ:
ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR
FULLT VERÐ: 69.950
49.950 VERÐ FRÁ:
2.995
SPARIÐ
1.000
1.995
SPARIÐ
2 STÆRÐIR
1.000
VERÐ FRÁ:
1.995
VERÐ FRÁ:
4.995 EGGJABAKKADÝNA
PluS t10 YfIRdýNA Eggjabakkalöguð yfirdýna úr svampi sem eykur þægindi og vellíðan. Tilvalin dýna í hjólhýsið, fellihýsið, tjaldvagninn eða sumarbústaðinn. Þykkt: 5 sm. Stærðir: 90 x 200 sm. 4.995 140 x 200 sm. 6.995
lIANA tIlbúNAR gARdíNuR Svartar gardínur með samlitu munstri. Efni: 100% polyester. Stærðir: 1 x 140 x 175 sm. 2.995 nú 1.995 1 x 140 x 245 sm. 3.495 nú 2.495
lIANA RúllugARdíNuR Fallegar koksgráar rúllugardínur með svörtu munstri. Stærðir: 100 x 170 sm. 3.995 nú 2.995 120 x 170 sm. 4.495 nú 3.495 140 x 170 sm. 4.995 nú 3.995 180 x 170 sm. 6.995 nú 5.995
rr io þu as di i C an dd ak Ki br tir æ m
Útih átíð L auga L a ndi, hoLtum V ER SLUNA R M A NNA HELGINA 2.-5. ÁGÚST 2013
ná na R i ga R u m n i S Ý L P uP át í ði na e R dRÚ h ga S t á m á ná L
sa a .is
Gústi Chef býður upp á frábæra veislu
Leikhópurinn Lotta
Frumsamið leikrit um íslensk tröll arnþór Jónsson, formaður sÁÁ
Sólin á eftir að skína á Edrú-hátíðinni DaníeL Ágúst, söngvari í gus gus
Kemur með góða skapið á flotta hátíð ÆðruLeysismessa
Einkennist af þakklæti, ánægju og gleði freyr eyJóLfsson
Draumarnir rætast er ég sný bingókúlunum hLJómsveitin yLJa
Ótrúlega gaman að taka þátt í Edrú-hátíðinni
2
EDRÚ VER SLUNARMANNAHELGINA 2.-5. ÁGÚS T 201 3
Edrúhátíð rúnar FrEyr GíSlaSon
Sáá hefur snert hverja einustu fjölskyldu S
Á Á hefur snert hverja einustu fjölskyldu í landinu í gegnum árin. Ef maður sjálfur hefur ekki fengið þjónustu frá SÁ Á þá er einhver þér nátengdur sem hefur þurft að gera það,“ segir Rúnar Freyr Gíslason, leikari og framkvæmdastjóri Edrúhátíðar. Rúnar Freyr segir hópinn mjög stóran sem vill leggja sitt af mörkum fyrir samtökin vegna þess að margir hafa öðlast betra líf með hjálp SÁÁ. Hann segir að samtökin líta á það sem eitt af hlutverkum sínum að bjóða félagsmönnum og ölkum í bata upp á valkosti. „Stundum er það þannig að fólk sem er edrú finnst eins og að það hafi ekkert að gera. SÁ Á stendur fyrir alls konar viðburðum til að skemmta sér saman án áfengis. Þarna er komin hátíð, og þær eru fáar því miður, þar sem börn geta komið og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að foreldrar eða aðrir fullorðnir séu annað hvort fullir eða þunnir sem veldur börnum óöryggi,“ segir Rúnar Freyr. Rúnar Freyr segir að á Edrúhátíðinni að Laugalandi í Holtum geti öll fjölskyldan komið saman. „Dagskráin fyrir börnin er mjög flott. Listasmiðja, barnaball, Ingó töframaður, leikhópurinn Lotta, söngkeppni barna, brekkusöngur og varðeldur. Á svæðinu er líka mikið af leiktækjum, aparólur og trampólín, .Þetta verður svo sannarlega hátíð barnanna,“ segir hann. Mjög fjölbreytt dagskrá fyrir fullorðna verður einnig í boði, „Það verður plötusnúður öll kvöld inni í stórum sal, Daníel Ágúst, Ylja, Geirfuglarnir og Sniglabandið koma. Hægt verður að fara í nudd og heilun, jóga og hlusta á fyrirlestra um andleg málefni þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og til að taka af allan vafa þá er þessi hátíð ekki bara fyrir alkóhólista og aðstandendur þeirra heldur fyrir alla sem vilja skemmta sér án áfengis og eiturlyfja“ segir Rúnar Freyr. Óþarfi verður, segir hann, að láta veðrið draga úr gleðinni því að hægt verði að færa hátíðina inn í stóran sal, ef fólk vill og þörf verður á. Á hátíðina kostar aðeins 6.000 krónur og þá er tjaldstæði innifalið. „Þessi hátíð er fyrir alla sem vilja skemmta sér án áfengis og ég býð þá alla velkomna,“ segir Rúnar Freyr.
Örviðtal
Rúnar Guðbrandsson Hvað er gott við Edrúhátíð? Allir edrú! – þannig er fólk skýrara, skarpara og skemmtilegra og síðast en ekki síst ábyrgara og þar af leiðandi litlar líkur á verða fyrir óþarfa áreiti og ónæði. Hvað er mikilvægast í lífinu? Augnablikið, – það er nefnilega svo snúið við núið að það er aldrei búið. Af hverju ertu stoltastur? Að upplifa öll lífsins litbrigði og takast á við þau – allsgáður.
Edrúhátíðin FjölbrEytt andlEG daGSkr á
Finna barnið í sjálfum sér
Þ
essi hátíð er dásamleg, strákarnir mínir 10 og 12 ára eru farnir að tala um hátíðina í september árið áður og maður hefur heyrt á börnunum að þau séu að draga foreldra sína á hátíðina,“ segir Hafþór Ingi Samúelsson en hann, ásamt Heklu Jósefsdóttur, mun sjá um að næra áhugann á andlegum málefnum eins og hugleiðslu og jóga. Hafþór segir að börnin geti verið að leika sér meðan foreldrarnir eru að gera eitthvað skemmtilegt eða slaka á. „Þetta er svo gaman að maður er alltaf að taka meira að sér. Morgunjóga verður haldið á morgnana, bæði á laugardeginum og sunnu-
deginum klukkan 9, og hugleiðsla á miðnætti, bæði laugardag og sunnudag. Hugleiðsla snýst um að vera í núinu þó og margar aðferðir séu notaðar til þess,“ segir Hafþór. „Svokallaður fimmrytma dans verður haldinn á laugardeginum klukkan 5,“ segir Hafþór en hann hefur tekið þátt í Edrú-hátíðunum síðustu ár. „Þetta er þriðja árið í röð sem við höfum fimmrtymadans og það hefur verið mjög vinsælt. Það er haldið úti og er mjög frjálslegt og skemmtilegt. Við vorum svolítið „skeptísk“ fyrst vegna þess að fullorðna fólkið hugsar svo mikið um álit annarra, það hefur áhyggjur af því að það líti kjánalega út og vill ekki taka þátt en í fyrra tóku allt
að 90 manns þátt. Það er eiginlega sama hver aldurinn var, fólk fann barnið í sjálfu sér,“ segir Hafþór. „Fimmrytma dans er að dansa í takt og í hóp og skilja ,kúlið“ eftir og sleppa sér. Krökkunum er þetta einhvern veginn meðfætt, þeir dansa bara og dansa,“ segir Hafþór.
rr io þu Cas di di akan Kid br tir æ m
Útih átíð L auga L a ndi, hoLtum V ER SLUNA R M A NNA HELGINA 2.-5. ÁGÚST 2013
nánaRi gaR um
uPPLÝSin
íðina eRdRÚhát á má náLgaSt
saa.is
Gústi Chef býður upp á frábæra veislu
Leikhópurinn Lotta
Frumsamið leikrit um íslensk tröll
arnþór Jónsson, formaður sÁÁ
Sólin á eftir að skína á Edrú-hátíðinni
DaníeL Ágúst, söngvari í gus gus
Kemur með góða skapið á flotta hátíð
ÆðruLeysismessa
Einkennist af þakklæti, ánægju og gleði
freyr eyJóLfsson
Draumarnir rætast er ég sný bingókúlunum
hLJómsveitin yLJa
Ótrúlega gaman að taka þátt í Edrú-hátíðinni
ÚTGEFANDI: SÁÁ – Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann Efstaleiti 7, 103 Reykjavík | Sími: 530 7600 ÁBYRGÐARMAÐUR: Arnþór Jónsson | RITSTJÓRI: Rúnar Freyr Gíslason UMBROT: Morgundagur ehf. |
Örviðtal
Sigga Eyþórsdóttir
Sérstakt hugleiðsluherbergi Á Laugalandi í Holtum er öll aðstaða til mikillar fyrirmyndar. Á veturna er rekinn þar stór skóli og hafa gestir Edrúhátíðarinnar aðgang að þeim flottu mannvirkjum sem þar er að finna og verða þau nýtt til hins ýtrasta. Meðal annars verður boðið upp á sérstakt hugleiðsluherbergi sem verður öllum opið alla helgina þar sem tilvalið er að koma í kyrrðina og finna sinn innri frið.
binGó SnjallSími í FyrStu vErðlaun Hvað er það besta við Edrúhátíðina? Að allir eru edrú. Hvað er mikilvægast í lífinu? Að vera góður. Hvar endar alheimurinn? Á nýju upphafi.
daGpaSSar EinniG í boði Á Edrúhátíðinni er fjöldinn allur af viðburðum í boði og tjaldstæðið að laugalandi í Holtum er frábært. Það er í rúmlega klukkustundar akstursferð í austur frá Reykjavík (rétt hjá Hellu, sami afleggjari af þjóðvegi og liggur að Galtalæk). Aðgangurinn að hátíðinni kostar 6000 krónur fyrir manninn og gildir aðgangsmiðinn alla helgina – frítt er fyrir börn yngri en tólf ára. Tjaldstæðið er innifalið í miðaverðinu. Fyrir þá sem vilja heimsækja hátíðina part úr helgi er í boði að kaupa dagspassa sem kostar 2.500 krónur fyrir daginn.
hlakkar til að snúa bingókúlunum Hvað: Bingó Hvenær: Föstudagur Klukkan: 19.00 Freyr Eyjólfsson dagskrárgerðarmaður mun stjórna bingói í matsalnum á föstudagskvöld klukkan 19.00. Í boði verða ýmis vegleg verðlaun en í fyrstu verðlaun verður Samsung Galaxy SIII mini snjallsími frá Símanum að verðmæti 59.900 krónur. Bingóstjórastarfið leggst vel í Frey sem mun þreyta frumraun sína við bingóstjórnun á Edrú-hátíðinni. „Þegar ég var lítill ætlaði ég annað hvort að verða
bingóstjóri eða sirkusstjóri svo allir draumar mínir eru að rætast núna og ég hlakka mikið til að fá að snúa kúlunum,“ segir Freyr í léttum dúr. „Edrú-hátíðin er góð hátíð til að fara með börnin sín á. Dagskráin er góð og mikið í boði fyrir alla fjölskylduna og svo ríkir ofsalega skemmtilegur andi á hátíðinni. Það er enginn heilagleiki eins og margir virðast halda heldur bara alveg ofsalega mikið stuð og sönn íslensk gleði.“ Sjálfur á Freyr tvö börn og segir það góða reglu í uppeldi að foreldrar drekki ekki með börnum sínum.
3
EDRÚ VER SLUNARMANNAHELGINA 2.-5. ÁGÚS T 201 3
Kemur með góða skapið á flotta hátíð
Ylja spilar á Edrúhátíðinni
Þ
Búumst við enn betri stemningu í ár
V
ið tókum þátt í Edrúhátíðinni í fyrra og það var ótrúlega gaman og gekk vel. Það var hin fínasta stemning og mér heyrist á öllu að það verði stærra í ár og við búumst við enn betri stemningu,“ segir Guðný Gígja Skjaldardóttir, Gígja, ein af fimm meðlimum hljómsveitarinnar Ylju sem mun spila á hátíðinni. „Ég tel Edrúhátíðina vera mjög skemmtilegt framtak. Það að geta farið með fjölskyldu og börnum og verið í áfengislausri útilegu,“ segir Gígja. Hljómsveitin Ylja gaf út sína fyrstu plötu í nóvember í fyrra „Ylja“. „Við höfum verið ótrúlega dugleg að fylgja henni eftir, það gengur vel og við erum rosalega ánægð. Nú erum við að leggja drög að næstu plötu og erum að vinna í henni hægt og rólega,“ segir Gígja. Viðtökurnar við
Nú erum við að leggja drög að næstu plötu og erum að vinna í henni hægt og rólega
fyrstu plötunni segir hún að hafi verið góðar og að platan hafi verið að seljast vel. „Við höfum verið að selja plötur á tónleikum líka og sérstaklega til útlendinga sem hafa veitt okkur mjög góðar viðtökur þó svo að við syngjum bara á íslensku,“ segir Gígja. Á Edrúhátíðinni segir Gígja að Ylja muni spila lög af gömlu plötunni. „Síðan verðum við vonandi komin með nýtt lag sem við erum að klára þessa dagana ef allt gengur eftir,“ segir Gígja. Ylja hefur verið að spila um landið í sumar en mun einnig spila á hátíðinni Innipúkanum í Reykjavík um Verslunarmannahelgina. Einnig mun hljómsveitin spila á Vegamótum í miðri viku í sumar. Hljómsveitinni Ylju skipa Bjartey Sveinsdóttir (söngur og gítar), Guðný Gígja Skjaldardóttir (söngur og gítar), Smári Tarfur Jósepsson (slide-guitar) og Valgarð Hrafnsson (bassi) og Maggi Magg (trommur).
Gústi Chef býður upp á frábæra veislu „Börnunum fannst sætkartöflusúpan og kjúklingurinn bestur,“ segir Ágúst Már Garðarsson, betur er þekktur sem Gústi Chef. Gústi Chef sá um matinn í Edrúhátíðinni í fyrra en vann einnig við tónleikahaldið á kvöldin. Á þessari hátíð mun hann hins vegar einbeita sér að því að elda dýrindis kræsingar fyrir gesti hátíðarinnar og getur frekar notið þess að hlusta á tónleikana á kvöldin að þessu sinni. „Þetta var alveg frábært í fyrra og ég vona að það verði eðlileg þróun að hátíðin stækki. Hátíðin heppnaðist mjög vel í fyrra og tónleikarnir voru mjög flottir,“ segir Gústi. Gústi segir að í fyrra hafi listasmiðjurnar úti og leikritin notið mikilla vinsælda hjá börnunum en í ár komi til dæmis líka Leikhópurinn Lotta. Segir hann að dagskráin í fyrra hafi
heppnast mjög vel, til dæmis áherslan á hið andlega eins og jógaæfingar, hláturjóga og fleira sem verður líka á hátíðinni núna. Matseðillinn verður ekki bara gómsætur heldur líka hollur og á góðu verði. Morgunmatur: Hafragrautur, AB mjólk, Granola músli og ávextir, soðin egg, brauð og álegg. 750 kr. Hádegi: Bragðmikil edrúsúpa og brauð. 1250 kr. Kvöldmatur: Steik og hlaðborð. S æt a r kartöflur, eplasalat, ferskt salat, tómatsalat og tvær kaldar sósur ( kjúk l ing ur á laugardeginum og lambalæri á sunnudeginum). 2000 kr.
essi hátíð er flott framtak. Ég mæti bara á svæðið með góða skapið í farteskinu og vona að fólk eigi eftir að njóta hátíðarinnar. Ég ætla að syngja nokkur lög af sólóplötunum mínum og nokkur GusGus lög á föstudagskvöldinu,“ segir Daníel Ágúst, tónlistarmaður og meðlimur hljómsveitarinnar GusGus. Hljómsveitin GusGus er að vinna að næstu plötu þessa dagana, inn á milli þess sem hún spilar á tónlistarhátíðum víðs vegar um Evrópu. „Við ljúkum við plötuna líklega í haust og hún kemur út væntanlega á næsta ári, það er þó ekki víst að það náist fyrir jólin. Platan er búin þegar hún segist vera búin, það er ekki hægt að flýta eða stjórna því einhvern veginn,“ segir Daníel. Daníel segir að á nýju plötunni muni GusGus reyna að finna nýja fleti á nýjum lögum og það sem veiti honum innblástur sé að mestu leyti samskipti við annað fólk og þær aðstæður sem hann lendir í.
Hljómsveitin GusGus hefur nýlega spilað á þremur tónlistarhátíðum í Austurríki, Ungverjalandi og Noregi. „Við vorum að spila á besta tíma og á stóru sviði í Ungverjalandi og það myndaðist alveg ótrúlega mögnuð stemning,“ segir Daníel. Hópurinn lenti einnig í ævintýralegum aðstæðum í Osló en allt endaði vel. „Þetta var nú svolítið skrítin tónleikaferð hjá okkur því flugfélagið týndi megninu af tónleikagræjunum. Frá því að við lentum og við áttum að fara á svið voru þrír klukkutímar. Okkur tókst með góðra vina hjálp að púsla saman einhverjum græjubúnaði til þess að flytja tónleikana. Þetta var lítið kraftaverk að þetta tókst í rauninni. Viddi, íslenskur vinur okkar í Osló, lánaði okkur eina græju og hjálpaði okkur að finna hljóðfæraleigu þar sem við fengum hljómborð. Við fengum græjurnar okkar kvöldið eftir þannig að þetta var ævintýri sem endaði vel,“ segir Daníel Ágúst.
Örviðtal
Natalie Gunnarsdóttir Hvað er svona gott við edrúhátíðina? Maður er ekki að fara að vakna á degi tvö með djammviskubit og skilja tjaldið eftir og húkka far í bæinn. Annars hef ég aldrei skemmt mér jafnvel og á Laugalandi i fyrra.
Hvað er mikilvægast í lífinu? Lifa lífinu lifandi. Af hverju ertu svona brún þrátt fyrir alla þessa rigningu? Þökk sé sólbaðstofunni Sól 101 verð eg brún út sumarið :)
4
EDRÚ VER SLUNARMANNAHELGINA 2.-5. ÁGÚS T 201 3
Fótboltamót á battavellinum Hvað: Fótboltamót Hvenær: Laugardagur Klukkan: 15.15 Á laugardeginum verður haldið fótboltamót þar sem
keppt verður í tveimur aldursflokkum, sex til fjórtán ára og fimmtán ára og eldri. Opnað verður fyrir skráningu klukkan 15.15 á laugardeginum og mun hún standa í sólarhring. Skráningin fer fram í salnum en mótið sjálft verður á battavellinum.
Fyrirkomulagið verður á þann hátt að fimm leikmenn eru í hverju liði en fjórir spila inni á vellinum í hvert sinn. Liðin verða kynjablönduð og verður bikar í verðlaun í aldursflokkunum tveimur. Kristján Davíð hjá knattspyrnufélagi SÁÁ
hefur umsjón með mótinu og segir hann markmiðið að hafa gaman, skapa góða stemningu og spila saman fótbolta. „Ef einhverja vantar fleiri í sitt lið er um að gera að koma til mín og ég finn þá fólk sem vill slást í hópinn svo liðið verði fullskipað.“
NýkjöriNN FormAður SÁ Á Leikur Á SeLLó og HjóLAr dAgLegA
Sólin á eftir að skína á edrú-hátíðinni Sigurvegarinn syngur með hljómsveit kvöldsins Hvað: Söngkeppni barna Hvenær: Sunnudagur Klukkan: 16.00 Valgeir Skagfjörð hefur umsjón með Söngkeppni barna sem fram fer á sunnudagskvöld. Keppnin er öllum opin og fer skráning fram á staðnum. „Börnin koma með undirleik með sér eða syngja án undirleiks. Svo get ég líka spilað undir er því er að skipta,“ segir Valgeir. Auk verðlauna fær sigurvegarinn í keppninni að syngja með hljómsveit kvöldsins.
Útilegulög við varðeld Hvað: Brennusöngur Hvenær: Sunnudagur Klukkan: 23.00 „Við syngjum þessi klassísku útilegulög eins og Óbyggðirnar kalla, Á Sprengisandi og Kveikjum eld. Lagið Ég er kominn heim er líka alltaf ómissandi í fjöldasöng,“ segir Valgeir Skagfjörð sem mun stjórna brennusöng á sunnudagskvöld. „Fólk fær svo textana á prentuðu formi svo það ætti ekki mikið að reka í vörðurnar.“
Örviðtal
Hekla Jósefsdóttir
A
rnþór Jónsson var kjörinn formaður SÁ Á fyrr í sumar en hafði áður starfað innan stjórnar samtakanna í sautján ár. Arnþór er Vesturbæingur sem hætti í MR og hélt til Englands nítján ára gamall í tónlistarnám og var síðar fastráðinn sellóleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands í nokkur ár. Eftir alvarlegt bílslys tók Arnþór sér launalaust leyfi frá Sinfóníunni og heillaðist á þeim tíma af tölvutækninni og var svo árið 1993 meðal stofnenda fyrsta internetfyrirtækisins á Íslandi sem hét Miðheimar. „Þetta voru sérstakir tímar. Fólk skyldi ekki alveg hvað við vorum að tala um og hvað við vorum að selja; að tengja saman tölvur og eiga í samskiptum í gegnum þær var framandi tækni árið 1993. Sumir voru samt fljótir að grípa þetta og það var virkilega gaman að vera fyrstir á þessum markaði.“ Arnþór er mikill hjólreiðagarpur og hjólar nær daglega. „Ég hjóla yfirleitt í vinnuna en annars tek ég einn hring í kringum borgina, svona þrjátíu kílómetra. Það er miklu betra en að hamast inni við á hlaupabretti. Maður fær súrefni, D-vítamín, sólskin og birtu. Arnþór segir lítið mál að hjóla yfir vetrartímann. Allt sem til þurfi séu vettlingar, lambhúshetta og varkárni í snjónum. Að sögn formannsins eru helstu verkefnin framundan að veita daglega þá þjónustu sem þörf er á því ekkert lát sé á eftirspurninni. Einnig blasi við að ráðast verði í endurbætur á húsnæði Vogs. „Sjúkrahúsið Vogur verður þrjátíu ára í desember. Húsnæðið er gott og þar er gott að vera en byggingin er þó barn síns tíma. Við þurfum að ráðst í nauðsynlegar endurbætur á vaktinni, koma lyfjaumsýslu í öruggt skjól og fjölga herbergjum en þeim sjúklingum á Vogi hefur fjölgað mikið sem eru eldri og veikari og jafnvel hreyfihamlaðir og þarfnast sérstakrar aðhlynningar.“ Þá sé fjölskyldu- og barnaþjónusta SÁ Á mikilvæg þjónusta sem þarf að efla og þróa áfram og mikið enn óunnið í réttindabaráttu alkóhólista. Edrú-hátíðin hefur verið haldin í 25 ár og er í miklu uppáhaldi hjá formanninum. „Þetta er frábær hátíð fyrir fjölskyldu- og barnafólk. Þarna getur maður verið alveg áhyggjulaus með krakkana sína og allir hjálpast að. Í ár verður frábær dagskrá fyrir alla, unga sem aldna. Það getur eiginlega ekkert klikkað og veðrið verður líka gott. Sólin á eftir að skína á okkur og í hjörtum okkar þessa daga.“
Heilsusetrið Þykkvabæ flytur á Laugaland Hvað: Heilsusetur Þykkvabæjar Hvenær: Laugardegi og sunnudegi Klukkan: 11-15 á laugard og 12-15 á sunnud.
Hvað er það besta við Edrúhátíðina? Kærleiksandinn. Hvað er mikilvægast í lífinu? Synir mínir. Hvernig er veðrið? Veðrið er lygilega gott.
Heilsusetur Þykkvabæjar verður með aðstöðu innandyra á Edrú-hátíðinni og mun bjóða upp á margvíslega þjónustu, svo sem herðanudd, heilun, regndropa- og natmeðferðir, orkupunktajöfnun ásamt höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferðum fyrir börn og fullorðna. „Við verðum þarna sex frá heilsusetrinu Þykkvabæ með nuddbekki og annað tilheyrandi,“ segir Brynja Rúnarsdóttir. Herðanuddið mun taka fimmtán til tuttugu mínútur og kosta þrjú þúsund krónur. „Fólk getur komið til okkar, sest á stól og fengið gott nudd fyrir herðar og aðeins niður á bak,“ segir
Brynja. Einnig verður boðið upp á heilun sem tekur klukkutíma og kostar fimm þúsund krónur. Að sögn Brynju er heilun náttúruleg aðferð til að stilla orkustöðvarnar og hefur áhrif á orku og tilfinningar fólks þar sem handayfirlögn er beitt. „Við bjóðum einnig upp á nat- og regndropameðferðir. Sú fyrrnefnda byggist á því að olíur er settar efst á bak, á háls og hnakka og vinna inn á taugakerfið. Regndropameðferðin er aðeins viðameiri en í henni eru notaðar níu tegundir af olíum sem fyrst eru settar á fætur og svo á bak með nuddi. Regndropameðferðinni lýkur svo með heitum bökstrum og slökun. Hún er góð fyrir bæði stoð- og ónæmiskerfið.“ Natmeðferðin kostar fimm þúsund krónur en regndropameðferðin átta þúsund. Á laugardeginum klukkan 13:00 verður boðið upp á ilmkjarnaolíukynningu.
5
EDRÚ VER SLUNARMANNAHELGINA 2.-5. ÁGÚS T 201 3
List fyrir börnin Á laugardeginum frá klukkan 11 til 14 mun Melkorka Otradóttir leikskólakennari stjórna listasmiðju fyrir börnin. „Það verður í boði að mála mynd með vaxlitum og svo að mála yfir hana með vatnslitum. Einnig að búa til kór-
Sérstaklega er hugað að þörfum barnanna á Edrúhátíð. Þau geta dansað, sungið, knúsað og skapað ódauðleg listaverk. Hér er stiklað á því helsta af þeim dagskrárliðum helgarinnar sem ætlaðir eru yngri börnunum sérstaklega.
ónu og svo verður eitt sameiginlegt verkefni þar sem öllum býðst að setja hendurnar í málningu og setja sitt handarfar á stóran efnisbút,“ segir Melkorka. Sá efnisbútur mun svo í framtíðinni prýða húsnæði Vonar í Efstaleiti.
FÖSTUDAGUR MATSALUR
LeiKhópurinn Lotta
Dimma á laugardagskvöldinu Þungarokkhljómsveitin vinsæla Dimma mun stíga á stokk á útisviðinu á laugardagskvöld klukkan 20 svo rokkarar á öllum aldri ættu ekki að láta þann viðburð fram hjá sér fara. Að sögn hljómsveitarmeðlima ætla þeir að flytja þétt rokk af mikilli innlifun. „Á Edrú-hátíðinni ætlum við að spila af sama krafti og alltaf. Við höfum aldrei áður spilað á Edrú-hátíðinni en þó oft spilað edrú.“ Þeir Biggi, Ingó, Stefán og Silli skipa Dimmu og hefur hljómsveitin verið starfandi í þeirri mynd í rúm tvö ár. Saman hefur þessi hópur gefið út stuttskífuna Dogma og breiðskífuna Myrkraverk. Áður höfðu plöturnar Dimma og Stigmata komið út. Hljómsveitarmeðlimir lýsa tónlist sinni sem kröftugu og melódísku þungarokki.
Frumsamið leikrit um íslensk tröll
L
eikhópurinn Lotta mun halda eina sýningu klukkan 15 á laugardeginum. „Leikhópurinn verður með klukkutíma sýningu en svo verður fjör hjá okkur krökkunum þar sem þeir geta fengið að kynnast persónunum, skoða listmunina í leikritinu og láta taka mynda af sér með þeim ef börnin hafa áhuga,“ segir Andrea Ösp Karlsdóttir úr leikhópnum Lottu. Sýning leikhópsins Lottu „Gilitrutt“ er glænýr íslenskur söngleikur sem er samfléttaður af Gilitrutt, Búkollu og Geitunum þrem. Í útfærslu leikhópsins eru þessar þrjár íslensku tröllasögur fléttaðar saman í eina. Andrea segir að leikhópnum hafi gengið mjög vel með sýninguna þrátt fyrir mikla rigningu í sumar. „Við erum búin að lenda nokkrum sinnum í góðu veðri sem er frábært og það er búið að ganga rosalega vel þó að það hafi verið rigning, fólk hefur bara klætt sig vel og verið duglegt að mæta á svæðið,“ segir Andrea. „Við erum mjög ánægð með sýninguna í ár. Hún er rosalega skemmti-
Kl. 20.15-21.00 Barnagítarstund. Rólegt hjá börnunum á meðan foreldrarnir tjalda.
LAUGARDAGUR SALUR Kl. 16.00-18.00 Söngvakeppni barnanna
ÚTISVIÐ Á TÚNI Kl. 15.00 Leikhópurinn Lotta: Gilitrutt Kl. 16.00 Lautarferð
Á BATTAVELLI Kl. 15.00 Fótboltamót
SUNNUDAGUR ÚTISVIÐ Kl. 20.00 Sniglabandið Kl. 20.45 Úrslit í Söngkeppni barnanna
Á TÚNI Kl. 13.30 Íþróttakeppni barna
ÖRVIÐTAL
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir
Lottu „Gilitrutt“ er glænýr íslenskur söngleikur sem er samfléttaður af Gilitrutt, Búkollu og Geitunum þrem.
Skemmtun sem brennir miklu bensíni
leg og við erum búin að fá frábærar undirtektir og viðtökur. Við erum svo ánægð því að hún er svo skemmtileg bæði fyrir fullorðna og fyrir börn en við leggjum áherslu á að foreldrarnir hafi líka gaman af sýningum okkar,“ segir Andrea. Leikhópurinn Lotta er búinn að starfa í 7 ár og fyrsta sumarið sýndu þau leikritið Dýrin í Hálsaskógi en síðan þá hefur hópurinn samið bæði leikrit og lög sjálfur og því hafa verk þeirra verið frumsamin síðustu 6 ár.
KiDDi CaSio mætir br aK anDi þurr
Í góðu lagi með alkóhóllausan breezer! Söngvarinn Kiddi Casio er þekktastur sem söngvari hljómsveitarinnar Sólarinnar, eða Sólinn eins og hún hét óvart einu sinni þegar næturvaktarbensínafgreiðslumaðurinn og frændi Kidda, Ólafur Ragnar Hannesson, var umboðsmaður sveitarinnar. Kiddi tók líferni rokkarans alla leið en hefur nú snúið blaðinu við og „troðið tappanum í flöskuna“ eins og hann orðar það. Hann er búinn að vera edrú í þrjár vikur, líkar nýja lífið vel og ætlar að fagna edrúmennskunni með því að troða upp á Edrúhátíðinni. „Sleppiði því að vera mollý allavegana fram yfir verslunarmannahelgina ef þið viljið sjá Kidda Casio!“ Segir Kiddi og er mikið niðri fyrir þegar hann ræðir Edrúhátíðina þar sem hann treður upp á sunnudeginum, án Sólarinnar. „Ég kem bara einn. Sólin er ekki með, sko,“ segir Kiddi sem reiknar með að fá Sniglabandið „eða einhverja“ til þess að sjá um undirleikinn. „Nei, nei. Ég var ekkert á hátíðinni í fyrra,“ segir Kiddi aðspurður. „Ég er búinn að vera edrú í þrjár vikur núna og þetta gengur bara mjög vel. Ég ætla ekkert að fá mér í glas aftur fyrr en ég verð fertugur. Það er ekki fyrr en í lok október,“ segir söngvarinn og er greinilega ekki alveg búinn að læra að taka einn dag í einu.
SALUR
Kl. 16.30-18.00 Barnaball. Geirfuglarnir, Ingó töframaður o.fl.
Sober Riders eru með hausinn í góðu lagi enda allir edrú. Þeim fylgir mikið fjör þegar þeir ríða í hlað á Edrúhátíðinni.
Félagar í vélhjólaklúbbnum Sober Riders gerðu stormandi lukku á Edrúhátíðinni í fyrra og ætla að endurtaka leikinn í ár. Meðlimirnir í þessu leðurklædda en ljúfa gengi eiga það allir sameiginlegt að njóta lífsins án vímuefna eða eins og einn þeirra, Friðþjófur Johnson, orðar það: „Við erum mótorhjólatöffarar af öllum stærðum og gerðum. Allir lausir við hugbreytandi efni, með forsögu og eftirmála. Eins og gengur og gerist.“ Friðþjófur segir Sober Riders því njóta þess að eiga sameiginlegt vandamál og sameiginlegt áhugamál. „Þannig að það er næstum því fjör á fundum.“ Sober Riders slógu hressilega í gegn á Edrúhátíðinni í fyrra og ætla að bruna til leiks á laugardeginum og leyfa gestum að kynnast tryllitækjum sínum í návígi. „Þetta tókst alveg svakalega vel í fyrra. Svo vel að við urðum næstum því bensínlausir.“ Í fyrra var hugmyndin að leyfa krökkum á svæðinu að taka salíbunu á hjólunum og skoða gripina en fullorðna fólkið var ekki síður áhugasamt. „Þetta var feiknavinsælt og það var orðið þannig að foreldrarnir voru farnir að heimta far líka og mömmurnar farnar að ryðjast fram fyrir börnin,“ segir Friðþjófur.
Kl. 19.00 Bingó. Freyr Eyjólfsson verður bingóstjóri. Vegleg verðlaun.
Hvað er það besta við Edrúhátíðina? Fullt af skemmtilegu fólki og öll fjölskyldan samankomin með það markmið að skemmta sér saman á heilbrigðan hátt. Það er dagskrá og skemmtun fyrir alla og ef einhverjir halda að edrú fólk kunni ekki að skemmta sér ...þá vá hvað þeir hafa rangt fyrir sér. Hvað er mikilvægast í lífinu? Hamingja og heilbrigði fjölskyldu minnar og sjálfs míns skipta mig mestu máli. Stelpurnar mínar Isabella, Dögun og Aþena eru ljósin í lífi mínu. Að vera góð mamma er stærsta og mikilvægasta hlutverkið og að vera til staðar fyrir þá sem ég elska. Ein dýrmætasta lexían sem ég hef lært er að þegar ég er þakklát þá skiptir höfuðmáli að sýna það í verki og gefa það áfram.
Kiddi Casio er hættur að drekka og er hæstánægður með lífið. Hann skemmtir gestum Edrúhátíðarinnar með söng á sunnudeginum og mætir án hljómsveitar sinnar, Sólarinnar.
Þegar kemur að lagavali segist Kiddi taka sveitaballalög. „Bara eitthvað með Á móti sól og Skítamóral og eitthvað.“ Kiddi bætir því síðan við að það sé ekkert mál að koma sér í góðan sveitaballagír án áfengis. „Prufiði bara alkóhóllausan Breezer. Það er í góðu lagi!“
Er gaman að vera þú? Í gegnum 12 spora kerfið reyni ég að vera „bestasta útgáfan“ af sjálfri mér. Ég fæ kraft til að vinna í mér og tæki og tól til að takast á við verkefni lífsins. Ég er þakklát fyrir hvern dag og alla þá litlu hluti hversdagsleikans sem gera lífið svo stórkostlegt. Það er yndislegt að vera til.
6
EDRÚ VER SLUNARMANNAHELGINA 2.-5. ÁGÚS T 201 3
TónliSTardagSkrá á EdrúháTíðinni Fjölbreytt tónlistardagskrá verður í boði á Edrúhátíðinni á laugalandi um verslunarmannahelgina.
Föstudagur Útisvið Kl. 21.00 Magnús og Jóhann Kl. 22.00 Eyjólfur Kristjáns Kl. 23.00 Ylja
Íþróttasalur Kl. 00.00 Daníel Ágúst Kl. 01.00 Dj. Katla
Laugardagur Útisvið Kl. 17.00 Barnaball. Geirfuglar og ingó töframaður kl. 19.30 Hljómsveitin Eva
Indjánadans er heilunardans Hvað:Indjánadans Hvenær: Sunnudagur Klukkan: 10.00 „Indjánadans er heilunardans sem er yfirleitt dansaður á morgnana og tekur um það bil tíu til fimmtán mínútur og með honum tengist fólk höfuðáttunum sex sem eru þær fjórar sem við þekkjum að viðbættum himni og jörð,“ segir Erna Jóhannesdóttir sem ætlar að leiða indjánadans á Edrú-hátíðinni. Erna segir alla heillast af indjánadansinum enda sé hann mjög skemmtilegur. „Dansinn virkar eins og sjálfstyrking og er nokkurs konar morgunleikfimi.“
Fyrir alla sem elska að dansa DJ Katla mun spila á Edrúhátíðinni bæði föstudags- og laugardagskvöld. „Á föstudeginum tek ég við af Daníel Ágústi um miðnætti og spila svo í einhverju epísku edrú-sundlaugarpartýi á laugardagskvöldinu,“ segir Katla Ásgeirsdóttir plötusnúður en hún hefur verið að spila í um það bil eitt ár.„Ég byrjaði að spila þegar gamli yfirmaðurinn minn á skemmtistaðnum Bakkus henti mér upp í dj-búr eitt kvöldið og skipaði mér að spila, ég hef spilað allar götur síðan,“ segir Katla sem mun spila danstónlist og vonast til þess að allir sem hafa unun af því að dansa geri það, óháð aldri. Katla segist aldrei hafa farið á Edrúhátíð áður en segir að dagskráin sé þannig að ekki sé annað hægt en að mæla með henni fyrir barnafjölskyldur.
ÆðrulEysIsmEssA
Ellen Kristjánsdóttir syngur sálma á Æðruleysismessunni og Pálmi Sigurhjartarson spilar undir.
Kl. 20.00 Dimma Kl. 21.00 Ojba rasta Kl. 22.30 Geirfuglaball
Íþróttasalur Kl. 23.30 Diskó – Íþróttasalur
Sunnudagur Útisvið Kl. 19.10 Æðruleysismessa. Séra Karl v. Matthíasson, Ellen Kristjáns og Pálmi Sigurhjartar Kl. 20.00 Sniglabandið, Ellen Kristjáns og Berglind Björk Kl. 20.45 Úrslit í söngkeppni barna Kl. 21.00 Sniglabandið Kl. 23.00 Kvöldvaka. Brekkusöngur við varðeld með valgeiri Skagfjörð Kl. 00.00 Kiddi Casio
Íþróttasalur Kl. 16.00-18.00 Söngvakeppni barna Kl. 00.30 Dj diskó
Örviðtal
Valgeir Skagfjörð
Einkennist af þakklæti, ánægju og gleði
A
en það var fjallræðan sem flutt var ð mæta á samkomu fyrir tæpum 2000 árum en er hana þar sem stefnt er að finna í Matthíasarguðspjalli. Þar að því að allir séu eru svo margar fallegar dæmisögallsgáðir er alveg ur sem kenna fólki að sýna hvert stórkostlegt því þá öðru kærleika,“ segir Karl. taka menn meira eftir lífinu, hvað „Æðruleysismessan verður með það getur verið fallegt og gott,“ mjög svipuðu sniði og þær hafa versegir séra Karl Valgarð Matthíasson ið í Dómkirkjunni. Þær einkennast sem mun bjóða upp á Æðruleysisaf þakklæti, ánægju og gleði og er messu á sunnudeginum klukkan 19 hún ætluð öllum. Ég ætla að taka á útisviðinu. Ellen Kristjánsdóttir dæmisöguna um týnda soninn syngur sálma og Pálmi SigurhjartKarl Valgarður Matthíasson. sem er ein besta saga heimsbókarson spilar undir. Karl segir að í menntanna sem og sagan um misfyrra hafi Æðruleysismessan verið kunnsama Samverjann,“ segir Karl sem hefur notið haldin í kirkju en hún hafi verið of lítil. „Ein frægasta hjálpar SÁ Á og á samtökunum gott að gjalda. boðunarræða allra tíma var haldin undir beru lofti,
Jógatímar þar sem allir geta tekið þátt
Gong tíminn hjá Ernu mun hefjast á jógaæfingum og eftir þær verða tónar gongsins notaðir til heilunar.
Hugleiðsla undir tónum gongsins Hvað: Gong hugleiðsla Hvenær: Laugardagur Klukkan: 16.00 „Það er alveg rosalega mikil heilun í tónum gongsins. Bylgjur frá tónum þess fara um líkamann og leiðrétta hann. Gongið er sjötíu sentimetra langt koparhljóðfæri en við hlýðum á tónlist af geisladiski í tímanum,“ segir Erna Jóhannesdóttir sem mun bjóða gestum Edrú-hátíðarinnar upp á gong hugleiðslutíma. „Það er svo merkilegt að trommuhljómurinn í gonginu virðist eiga möguleika á að leiðrétta allar skekkjur í líkamanum. Mér fannst alveg ótrúlegt að sjá hestana hérna hjá mér, hvað þeir sækja í tóna gongsins. Það er alveg ótrúleg heilun í svona djúpum hljómum.“
Örviðtal
Símon Birgisson
Hvað: Morgun jóga Hvenær: Laugardagur og sunnudagur Klukkan: 10.00 Tvo morgna verður boðið upp á jóga fyrir alla, bæði byrjendur sem lengra komna. „Tímarnir verða þannig að allir geti tekið þátt,“ segir Erna Jóhannesdóttir, kripalujóga kennari, sem mun kenna jóga tvo morgna á hátíðinni. „Við höfum þetta einfalt og tökum upphitun og förum svo í jógastöður.“
Hvað er það besta við Edrúhátíðina? Félagsskapurinn og fjölbreytt prógramm með fólki sem er allsgáð og reiðubúið til að skemmta sér og hafa gaman af því sem í boði er á hátíðinni. Hvað er mikilvægast í lífinu? Ástin og edrúmennskan.
Hollur valkostur á útihátíð
Er sumarið tíminn? Það jafnast ekkert í heiminum á við íslenskt sumar. Verst hvað við höfum fengið lítið af því hér á suðvesturhorninu.
„Það eru svo margir í dag sem vilja eiga kost á að fá sér eitthvað létt og hollt í magann. Sama hvort það er á útihátíð eða ekki.“ segir Guðrún
Jóna Stefánsdóttir en hún mun reka Heilsuhornið í veitingatjaldinu á Edrúhátíðinni. Hún mun bjóða upp á nokkrar tegundir af heilsusjeikum, engifersnafs
og eitthvað góðgæti. „Ég mun vera með fullt af góðu hráefni á staðnum og selja drykkina á fínu verði svo allir sem vilja geti fengið sér hressingu.“
Hvað er það besta við Edrúhátíðina? Morgunyoga undir berum himni. Maturinn og fólkið. Hvað er mikilvægast í lífinu? Að koma fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. Er sumarið tíminn? Hver tími ber yfir sinni eigin sérstæðu fegurð sem vert er að njóta.
7
EDRÚ VER SLUNARMANNAHELGINA 2.-5. ÁGÚS T 201 3
DAGSKRÁ VERSLUNARMANNAHELGARINNAR Á LAUGALANDI 2. - 5. ÁGÚST Föstudagur 2. ágúst Kl. 18 Léttar veitingar – Veitingatjald Kl. 18 Skráning í fótboltamót og söngkeppni barna hefst – Veitingatjald Kl. 19 Fjölskyldubingó – Matsalur Kl. 20.30 Rólegheitastund fyrir börnin – Íþróttasalur Kl. 21 Magnús og Jóhann – Útisvið Kl. 22 Eyjólfur Kristjáns – Útisvið Kl. 23 Ylja – Útisvið Kl. 23 Kvöldhugleiðsla – Herbergi andans Kl. 24 12 sporafundur – Herbergi andans Kl. 00 Daníel Ágúst – Íþróttasalur Kl. 01 Dj. Katla – Íþróttasalur
Laugardagur 3. ágúst
nÁ nA R I M In G A R U U P P LÝ S A In ÁT ÍÐ e R DRÚ H Á T GA S M Á nÁ L
saa .is
Kl. 9-10 Morgunmatur – Matsalur Kl. 9.30 Morgunhugleiðsla Kl. 10 Morgunyoga – íþróttasalur Kl. 11 Indjánadans – Útisvið Kl. 11 12 sporafundur – Herbergi andans Kl. 11-15 Heilsusetur – herðanudd, ilmkjarnaolíur, heilun, sérstök höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun fyrir börn ofl. - Miðgarður Kl. 11 Listasmiðja barna – Íþróttasalur Kl. 12-14: Sober Riders keyra um með börnin – Túnið Kl. 12-14 Hádegismatur - Matsalur Kl. 13: Kynning á ilmkjarnaolíum. Heilsusetur – Miðgarður
Kl. 14 12 sporafundur – Herbergi andans Kl. 15 Leikhópurinn Lotta flytur leikritið Gilitrutt – Túnið Kl. 15 Fyrirlestur (Spor án landamæra) – Herbergi andans Kl. 15.15 Fótboltamót – Íþróttasvæði (Battavöllur) Kl. 16 Gong-hugleiðsla – Íþróttasalur Kl. 16.15 Sigrastu á meðvirkninni. Fyrirlestur Gitte Lassen meðvirknisþerapista – Matsalur Kl. 17 5-rytma-dans – Íþróttasalur Kl. 17 Barnaball. Geirfuglar og Ingó töframaður – Útisvið Kl. 18-20 Kvöldmatur – Matsalur kl. 19.30 Hljómsveitin EVA – Útisvið Kl. 20 Dimma – Útisvið Kl. 21 Ojba Rasta - Útisvið Kl. 22.30 Geirfuglaball – Útisvið Kl. 22 Sundlaugarpartý (aldurstakmark 13-25 ára) – Sundlaug Kl. 23 Kvöldhugleiðsla – Herbergi andans Kl. 23.30 Diskó – Íþróttasalur Kl. 00 12 sporafundur – Herbergi andans
Sunnudagur 4. ágúst Kl. 9-10: Morgunmatur – Matsalur Kl. 9.30 Morgunhugleiðsla Kl. 10 Morgunyoga – íþróttasalur Kl. 11 Indjánadans – Útisvið Kl. 11 12 sporafundur – Herbergi andans
Kl. 12-15 Heilsusetur - herðanudd, ilmkjarnaolíur, heilun, sérstök höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun fyrir börn ofl. - Miðgarður Kl. 12-14 Hádegismatur – Matsalur Kl. 13 Zúmba – íþróttasalur Kl. 13.30 Íþróttamót barna – Túnið Kl. 14 Kirtan – Íþróttasalur Kl. 15 Brennó fyrir alla - Íþróttasvæði Kl. 15 Húmor og hamingja: Fyrirlestur með Eddu Björgvins Kl. 16-18 Söngvakeppni barna – Íþróttasalur Kl. 18-20 Kvöldmatur – Matsalur Kl. 18 12 sporafundur – Herbergi andans Kl. 19.10 Æðruleysismessa. Séra Karl V. Matthíasson, Ellen Kristjáns og Pálmi Sigurhjartar – Útisvið Kl. 20 Sniglabandið, Ellen Kristjáns og Berglind Björk – Útisvið Kl. 20.45 Úrslit í söngkeppni barna – Útisvið Kl. 21 Sniglabandið – Útisvið Kl. 23 Kvöldvaka. Brekkusöngur við varðeld með Valgeiri Skagfjörð – Útisvið Kl. 23 Kvöldhugleiðsla – Herbergi andans Kl. 00 12 sporafundur – Herbergi andans Kl. 00 Kiddi Casio – Útisvið Kl. 00.30 Dj diskó – Íþróttasalur
V I Ð þ ö K K U M e f T I RTö L D U M A Ð I LU M V e I T TA n S T U Ð n I n G ASK Arkitektar ehf Danica sjávarafurðir ehf Íslensk erfðagreining Sprettur – þróun og stjórnun ehf Gjögur hf TBLSHOP Ísland ehf Iceland Seafood ehf Knattspyrnusamband Íslands Nýi ökuskólinn ehf Árni Reynisson ehf Bandalag starfsmanna ríkis og bæja Efling stéttarfélag Hugsmiðjan ehf Íslensk endurskoðun ehf Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf Verðbréfaskráning Íslands hf Vernd, fangahjálp Eignaumsjón hf Herrafataverslun Birgis ehf Tanngo ehf Tölvar ehf 7.is ehf Íslandspóstur hf Ó. Johnson & Kaaber ehf Ósal ehf Rafstjórn ehf Rarik ohf Tandur hf
Verslunartækni ehf, Reykjavík DGJ Málningarþjónusta ehf G.Á.verktakar sf Landsnet hf Matthías ehf Rafsvið sf Tannvernd ehf Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu Íslandsbanki hf, útibú 526 Bliki bílamálun/réttingar ehf Íslandsspil sf Púst ehf Verkfræðistofan Hamraborg sf Á Guðmundsson ehf Bifreiðaverkstæðið Stimpill ehf Nobex ehf Rafbreidd ehf Söluturninn Smári Garðabær Kompan ehf Marás ehf Bókhaldsstofan ehf Ferskfiskur ehf Múr og menn ehf Stekkur ehf Hvalur hf G.K. Viðgerðir ehf Laxnes ehf
Nonni litli ehf Reykjanesbær Verslunarmannafélag Suðurnesja Suðurflug ehf Einhamar Seafood ehf Víkurbraut 62 Sparri ehf Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur Akraneskaupstaður Runólfur Hallfreðsson ehf Vignir G. Jónsson hf Tannlæknastofa Hilmis ehf Söðulsholt ehf Garðyrkjustöðin Varmalandi Bókhaldsstofan Stykkishólmi ehf Jónatan Sigtryggsson Kamski – Hótel Framnes Breiðavík ehf Vélsmiðja Árna Jóns ehf Guðjón Gunnarsson Tréver sf Bolungarvíkurkaupstaður Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar ehf VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir Gistiheimilið Bjarmalandi ehf Hafkalk ehf Sveitasæla ehf Húnaþing vestra
Villi Valli ehf Glaðheimar – Hótel Blönduós Kaupfélag Skagfirðinga K-Tak ehf Ísgát ehf Samvirkni ehf Kjarnafæði hf Sigurbjörn ehf Miðlarinn ehf Sorpsamlag Þingeyinga ehf Vermir sf Steinsteypir ehf Trésmiðjan Brú ehf Fljótsdalshérað Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf Síldarvinnslan hf Veitingastaðurinn Fljótið ehf Grís og flex ehf Eldhestar ehf Hveragerðiskirkja Flúðafiskur Flúðasveppir Eldstó ehf Héraðsbókasafn Rangæinga Ísfélag Vestmannaeyja hf Langa ehf Tvisturinn ehf
FÍTON / SÍA
ÞÚ SÆKIR PIZZU OG STÓRAN SKAMMT AF BRAUÐSTÖNGUM OG FÆRÐ AÐRA PIZZU SÖMU STÆRÐAR AÐ AUKI. VIÐ NOTUM EINGÖNGU 100% ÍSLENSKAN OST!
SÍMI 58 12345
DOMINO’S APP
WWW.DOMINOS.IS