26 oktober 2012

Page 1

tveir íslenskir læknar, hið minnsta, hafa greinst með krabbamein eftir að hafa verið við friðargæslustörf í Bosníu. Fréttir

Svipt forræði vegna einhverfu sex ára sonur Láru kristínar Brynjólfsdóttur var tekinn af henni í vikunni á grundvelli rangrar greiningar um geðsjúkdóma. Einhverf en ekki með geðklofa eins og sálfræðingurinn hélt.

6

Helgarblað

Stóra systir er hörku þjálfari Berglind Ýr vann dans, dans, dans í fyrra. Nú þjálfar hún Birki litla bróður sinn til sigurs.

78

10 Fréttir

DæGurmál 26.-28. október 2012 43. tölublað 3. árgangur

 Viðtal anna ingólfsdóttir og guðfinna eydal Hafa skrifað bók um sorgina

Makalaust líf Bleik bylgja Gleður og ergir konur Úttekt 28

Útigangsfólki fjölgar Yngstur á ver­ gangi aðeins 18 ára 8 Fréttir

Brynhildur Guðjónsdóttir

Úr Yale í blokkar­ íbúð í Fellunum

síða 22 Þau Anna Ingólfsdóttir, Guðfinna Eydal, Kristján Gunnarsson, Guðrún Elísabet Jónsdóttir, Sigurður Þorkelsson og Sigurbjörg Ágústsdóttir eiga það öll sameiginlegt að hafa misst maka sinn en þær Anna, Guðfinna og Jóna Hrönn Bolladóttir skrifuðu bók um sorgina og þar segja þau öll sögu sína. Fréttatíminn fékk að skyggnast inn í djúpa sorg og hvernig það er að lifa makalausu lífi. Ljósmynd/Hari

38 viðtal

SÍA

121444

Barnagleraugu frá 0 kr. (Já, þú last rétt)

PIPAR \ TBWA

Þriggja Þrepa húðhirðukerFið – BB nude magique – mizú snyrtistoFa – sensai Frá kaneBo – spice BomB – Lady gaga

Snyrtivörur í Fréttatímanum í dag

Íslenskir Bosníulæknar

MJÓDDIN

Álfabakka 14 Sími 587 2123

FJÖRÐUR Fjarðargötu 13-15 Sími 555 4789

SELFOSS Austurvegi 4 Sími 482 3949

Öll börn upp að 18 ára aldri eiga rétt á endurgreiðslu frá Þjónustuog þekkingarmiðstöð vegna gleraugnakaupa. Þú getur fengið gleraugu hjá okkur á endurgreiðsluverði Miðstöðvarinnar.

Velkomin í Augastað.

Gleraugnaverslunin þín


2

fréttir

Helgin 26.-28. október 2012

 LögregLumáL AfbrotAtöLfr æði ríkisLögregLustjór A

Fleiri keyra fullir og keyra of hratt Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is

Fleiri voru teknir ölvaðir undir stýri á fyrstu níu mánuðum ársins en á sama tímabili fyrir ári og hraðakstursbrotum hefur að sama skapi fjölgað um 21 prósent. Alls voru rúmlega þúsund manns teknir fyrir ölvunarakstur og tæplega 28 þúsund voru dæmdir fyrir of hraðan akstur, fimm þúsund fleiri en árinu áður. Á tímabilinu slösuðust rúmlega 700 manns í umferðarslysum, þar af 103 alvarlega. Sjö hafa látist. Þjófnuðum og innbrotum hefur

fækkað talsvert á árinu miðað við sama tímabil í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra náðu innbrot hámarki árið 2009 en hefur fækkað jafnt og þétt síðan. Ástæðan er markvissar aðgerðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að sporna gegn innbrotum. Stöðug aukning hefur hins vegar verið á fíkniefnabrotum undanfarin ár og hefur þeim fjölgað fyrstu níu mánuði ársins miðað við sama tímabil fyrir ári. Aukningin er tilkomin vegna

fjölgunar brota vegna vörslu og neyslu en brotum vegna innflutnings og sölu og dreifingar hefur fækkað. Þegar litið er til samanburðar á fjölda brota á árinu 2011 miðað við meðaltal brotanna árin 2005 til 2010 má sjá að fækkun er í öllum brotaflokkum að undanskildum fíkniefna- og kynferðisbrotum sem fjölgaði. Áfengislagabrotum fækkaði mest eða um tæp 43%, brotum gegn friðhelgi um 21% og manndrápum og líkamsmeiðingum um tæp 18%.

Alls voru rúmlega þúsund manns teknir fyrir ölvunarakstur á fyrstu níu mánuðum ársins.

 bók AútgáfA óvænt útr ás

Íslensk fyrirtæki enn í eigu bankanna Íslensk fjármálafyrirtæki eiga enn í 83 fyrirtækjum. Aðeins 13 þeirra eru í rekstri á Íslandi og þar á meðal sterk og mikilvæg félög þar á meðal. Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins, sagði í samtali við Fréttatímann að ekki sé hægt að veita upplýsingar um hvaða fyrirtæki þetta séu. Íslensku bankarnir eiga stóran hlut í flestum þessarra fyrirtækja en Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, segir mikið þrekvirki hafa verið unnið síðustu misseri en 107 fyrirtæki hafa nú færst úr eign bankanna, „flest með sölu til nýrra eigenda en einnig nokkur með því að rekstur lagðist af.“

Sælgæti gegn tannskemmdum „Þetta eru molar sem valda ekki tannskemmdum,“ segir dr. Þorbjörg Jensdóttir um nýtt íslenskt nammi, Hap+, sem hún er með einkaleyfi fyrir og fæst í öllum helstu apótekum. Þorbjörg býr í Noregi ásamt manni sínum sem er landslagsarkitekt. Þar vinnur hún að rannsóknum fyrir fylkistannlækninn í Rogalandi en það er íslenskt fyrirtæki sem hún stofnaði („og stefnir á útrás“), Ice Medica, sem framleiðir nammið. Á morgun og hinn mun Þorbjörg kynna nammið og niðurstöður tíu ára langrar rannsóknar á molunum á ársþingi Tannlæknafélags Íslands í Hörpunni. Sjálf segir Þorbjörg nammið sitt mjög gott. „Þetta er sykurlaus ferskur brjóstsykur sem hefur lágt sýrustig. Hentar vel sem munnhreinsir og örvar munnvatnið tuttugufalt.“ Dr. Þorbjörg og hennar fólk hjá Ice Medica eru með einkaleyfi fyrir uppskriftinni.

Gítarherðartré og prjónapappakassi Þakrennuviðgerðardós, prjónapappakassi og gítarherðatré eru á meðal þeirra hugmynda sem unnið hafa til verðlauna í Snilldarlausnum Marel – hugmyndasamkeppni framhaldsskólanema undanfarin þrjú ár. Hátt á þriðja hundrað framhaldsskólanemar hafa virkjað eigið hugmyndaflug með því að taka þátt í keppninni en

83 íslensk fyrirtæki eru enn í eigu bankanna.

Berglind Sigmarsdóttir hefur slegið í gegn með bók sinni, Heilsuréttum fjölskyldunnar. Tíu þúsund eintök hafa selst hér á landi og nú eru erlend bókaforlög farin að bítast um útgáfuréttinn. Höfundurinn er hógvær enda byrjaði ævintýrið á því að hún var að vinna gegn einkennum Tourette-sjúkdóms sonar síns.

hún fer nú fram í fjórða sinn og er skilafrestur hugmynda til 5. nóvember. Markmið keppninnar er að gera sem mest virði úr einföldum hlutum á borð við pappakassa, herðatré og niðursuðudósir og taka hið aukna virði upp á myndband. Fyrri ár hefur einn ákveðinn hlutur verið tekinn fyrir hverju sinni en í ár hafa aðstandendur keppninnar ákveðið að gefa þátttakendum lausan tauminn og mega þeir vinna með hvaða hluti sem er. -sda

Það er áhyggjuefni hvað börn eru orðin þung og ég held að fólk vilji bregðast við því.

Munúðarfullar mömmur Áhrif meðgöngu og fæðingar á kynlíf íslenskra kvenna, kynlífsraskanir hjá konum í langvarandi veikindum og munúðarfullar mömmur, kynlíf eftir barneignir verða umfjöllunarefni opins fræðslufundar næstkomandi þriðjudag, 30. október. Það er Líf, styrktarfélag, sem styður við konur og fjölskyldur þeirra á kvennadeild Landspítalans, sem býður til fundarins. Hann verður í Háskólanum í Reykjavík, stofu M 209 á 2. hæð og hefst klukkan 12. Bjarni Haukur Þórsson setur fundinn. Edda Sveinsdóttir og Hilda Friðfinnsdóttir ljósmæður ræða áhrif meðgöngu og fæðingar á kynlíf íslenskra kvenna. Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur ræðir um konur og kynlífsraskanir í langvarandi veikindum og Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur fjallar um munaðarfullar mömmur; kynlíf eftir barneignir. - jh

Dala Feta fyrir þá sem gera kröfur

Berglind Sigmarsdóttir hefur selt tíu þúsund bækur á þessu ári. Útlit er fyrir að bók hennar verði gefin út á hinum Norðurlöndunum innan tíðar og jafnvel víðar.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

ms.is

Heilsuréttir Berglindar á borð bornir í Skandinavíu

Þ

etta er mjög spennandi. Ég hafði aldrei spáð í þetta en ef það er áhugi á bókinni erlendis þá er bara gaman að því,“ segir Berglind Sigmarsdóttir, höfundur bókarinnar Heilsuréttir fjölskyldunnar. Berglind kynnti Heilsurétti fjölskyldunnar á bókamessu í Gautaborg á dögunum ásamt útgefanda sínum og vakti bókin mikla athygli. Jónas Sigurgeirsson, útgefandi hjá Bókafélaginu, segir að tíðinda sé að vænta á næstunni um hvar bókin verður fyrst gefin út. „Við gerðum samning við sænskan umboðsmann sem er að vinna að því að selja bókina á hinum Norðurlöndunum en einnig hafa bandarískar og

breskar útgáfur lýst yfir áhuga á að gefa hana út,“ segir Jónas. Fjórða prentun af Heilsuréttum fjölskyldunnar kom nýverið í bókaverslanir hér á landi og segir Jónas að um tíu þúsund eintök hafi þegar selst af henni. Upphafið að velgengninni má rekja til þess að Berglind tók mataræði allrar fjölskyldunnar í gegn. Það gerði hún í von um að draga úr sjúkdómseinkennum sem fylgja Tourette-sjúkdómnum sem sonur hennar hafði þá nýlega greinst með. Kækir hans versnuðu þegar hann borðaði sykur, flestar mjólkurvörur og vörur sem innihalda glúten. Með breyttu mataræði er hann að mestu laus við kækina. Berglind skrifaði bókina með það að markmiði að hjálpa fólki að skipta óhollum mat út fyrir hollan án öfga. „Ég er ótrúlega ánægð með viðtökurnar og ánægðust er ég með að þeir sem kaupa bókina eru að nota hana. Fólk kaupir oft matreiðslubækur og eldar kannski eina uppskrift en nú er ég í sambandi við fullt af fólki sem hefur eldað nær allt upp úr bókinni. Fólk er það ánægt að ánægjan spyrst út og ég held að bókin selji sig sjálf,“ segir Berglind. Berglind segist telja að bókin eigi erindi á markað í Skandinavíu, enda hugsi grannar okkar mikið um heilsuna og hugi að fjölskyldunni. Þar eru þó vandamál með of þung börn, rétt eins og hér á landi. „Auðvitað ættu allir að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl. Það er áhyggjuefni hvað börn eru orðin þung og ég held að fólk vilji bregðast við því. Það hefur oft verið þannig að mamman og pabbinn eru í fínu formi en vita ekki hvað þau eiga að gefa börnunum sínum að borða. Ég hef lagt upp með það að fólk eldi eitthvað sem allir geta borðað saman og það höfðar til fólks,“ segir Berglind Sigmarsdóttir. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is


Er fjölskyldan rétt tryggð ef áföll verða? Á bornogforeldrar.tm.is sérð þú hversu mikla vernd þú þarft.

bornogforeldrar.tm.is Við gerðum einfalda reiknivél þar sem þú getur séð hversu mikla vernd þú þarft fyrir þig og fjölskylduna og hvað hún kostar.

> Sjúkdómatrygging veitir fjölskyldunni fjárhagslegan stuðning ef alvarleg veikindi ber að garði.

> Sjúkra- og slysatrygging bætir tekjumissi ef þú verður óvinnufær. Slysum og sjúkdómum fylgir álag á fjölskyldur. Tekjumissir og aukin útgjöld geta haft veruleg áhrif á daglega lífið og heimilisbókhaldið. Þess vegna er fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar sennilega mikilvægasta ástæðan fyrir því að vera tryggður.

> Líftrygging veitir fjölskyldunni fjárhagslegan stuðning við fráfall.

> Barnatrygging bætir tjón sem gæti haft áhrif á framtíðarvelferð barnanna þinna.

Tryggingamiðstöðin Síðumúla 24 Sími 515 2000 tm@tm.is tm.is

Jónsson & Le’macks

jl.is

sÍa

Mikilvægasta ástæðan fyrir því að vera vel tryggður Ánægðustu viðskiptavinir tryggingafélaga Gott samband TM og viðskiptavina er byggt á trausti og öflugu samstarfi. Við vitum að góð ráðgjöf er forsenda fyrir réttri tryggingavernd og þekkjum mikilvægi þess að bregðast skjótt og rétt við ef til tjóns kemur. 1

1

1

1 1

2

1

1

1

1

2

1

1

99 00 01 02 03 04 05 06 07 08 09 10 11

Á síðustu 13 árum hefur TM 11 sinnum verið með ánægðustu viðskiptavini tryggingafélaga.

Á afhverju.tm.is getur þú séð umsagnir viðskiptavina sem notið hafa þjónustu TM. Ef eitthvað kemur fyrir, þá viltu vera hjá TM.


4

fréttir

helgin 26.-28. október 2012

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

úrkomusamt en fallegt á sunnudaginn fyrri hluta helgarinnar verður úrkomusamt, einkum um vestanvert landið en einnig austantil á laugardag. Yfirleitt rigning á láglendi en mögulega slydda til fjalla. á sunnudag má þó búast við fallegu veðri víðast hvar um landið, þó það verði vissulega frekar svalt. vestlægar áttir og úrkoma fram á aðfaranótt sunnudags, þegar snýst til norðlægrar áttar, léttir til og kólnar.

elín björk jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is

-2

2

3

3

-2

3

5 5

-2

0

3

-3

2 4

6

SuðveStan og veStanátt, 5-10 m/S og Slydda SíðdegiS en rigning undir kvöld.

v- og Sv-átt 5-13 m/S, rigning um allt land. SnýSt í n-átt og Snjókomu n- ogg a-landS.

n-átt og léttir til. SnýSt í Sv-átt með Skúrum eða éljum með v-Ströndinni.

HöfuðborgarSvæðið: SuðveStlæg átt, þykknar upp með Slyddu í fyrStu en rigningu undir kvöld og hlýnar heldur.

HöfuðborgarSvæði : veStlæg átt og rigning með köflum, en norðlægari og Styttir upp um kvöldið. kólnar.

HöfuðborgarSvæðið: hæg breytileg og Síðar veStlæg átt og bjartviðri.

OYSTER PERPETUAL ROLEX DEEPSEA

sjávarútvegur

Sjávarútvegurinn snertir okkur öll Michelsen_255x50_K_0612.indd 1

„þetta er þriðja árið sem við höldum þessa ráðstefnu,“ segir finnbogi alfreðsson, framkvæmdarstjóri Sjávarútvegsráðstefnunnar sem haldin verður á grand hótel í reykjavík 8.-9. nóvember. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Horft til framtíðar“ en finnbogi segir að fólk megi ekki gleyma að sjávarútvegurinn er ein mikilvægasta atvinnugreinin. „við erum ekki ræða pólitík á þessari ráðstefnu og við öll sem stöndum að henni höfum áhuga á að auka vægi sjávarútvegs í umræðunni á íslandi,“ segir finnbogi og lofar fræðilegri nálgun þar sem veiðarnar, vinnslan og markaðssetningin verður rædd á skapandi hátt. „Sjávarútvegurinn snertir okkur öll.“

halla jónsdóttir með svifölduna, verðlaun fyrir bestu framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2011.

Fyrsta ballið á Hrafnistu Í gærkvöldi var fyrsta ballið haldið á nýja kaffihúsinu, Skálafelli, á hrafnistu í reykjavík síðan byrjað var að selja áfengi. dagskráin hófst með fordrykk klukkan 18 en veislustjóri kvöldins var albert eiríksson. Söngnemar bergþórs pálssonar sáu svo um söngskemmtun. loks var slegið upp í ball og var það guðmundur haukur jónsson sem hélt uppi fjörinu.

leiðrétting

í síðasta blaði var hulda björk garðarsdóttir, óperusöngkona sem syngur hlutverk leonöru í il trovatore, rangfeðruð. beðist er velvirðingar á mistökunum.

GLÆSILEGUR VEISLUSALUR! Náttúruparadís í hjarta borgarinnar

Fundir og ráðstefnur

Veislusalurinn er vel tækjum búinn og er því tilvalinn fyrir hvers kyns ráðstefnur og fundi, stóra sem smáa. Í salnum er meðal annars hágæða hljóðkerfi, skjávarpi, flettitafla og púlt. Starfsfólk okkar veitir þér ráðgjöf varðandi veitingar og annað sem huga þarf að.

www.nautholl.is

www.facebook.com/nautholl

nautholl@nautholl.is

sími 599 6660

r annsókn viðhorF Íslendinga til aFbrota eFtir Þjóðerni og kyni 14.06.12 16:57

Íslendingar telja útlendinga líklegri til afbrota þriðjungur telur að útlendingar séu líklegri til að fremja afbrot hér á landi en íslendingar. lítill munur er á því eftir þjóðerni hvort fólk vilji dæma brotamenn í fangelsisvist þó svo að eilítið fleiri vilji dæma útlendinginn en Íslendinginn. Engar rannsóknir eru til um málsmeðferð og dóma eftir þjóðerni gerenda.

Þ

riðjungur landsmanna telur útlendinga líklegri til að fremja afbrot hér á landi en Íslendinga, samkvæmt niðurstöðum úr rannsókn sem Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands hefur gert. Eitt prósent telur Íslendinga líklegri og 70% telja Íslendinga og útlendinga jafn líklega til að fremja afbrot hér á landi. Í annarri nýrri rannsókn, sem hann gerði ásamt Snorra Erni Árnasyni félagsfræðingi og Norræna sakfræðiráðið stóð að, kom fram að eilítið fleiri Íslendingar teldu að útlendingar ættu að fá dóm fyrir tiltekið afbrot en ef Íslendingur fremdi brotið, þótt munurinn væri ekki jafnmikill og í afstöðunni til hvor hópurinn væri líklegri til að fremja afbrot, Íslendingar eða útlendingar. „Send voru tilbúin dæmi um þrenns konar afbrot, kynferðisbrot, ofbeldi gegn maka og smygl á fíkniefnum,“ segir Helgi. „Sett voru upp dæmi um sambærileg mál með ólíka gerendur, annars vegar voru gerendur Íslendingar og hins vegar útlendingar en að öðru leyti voru málin nákvæmlega eins. Einnig voru sett upp mál með fólki af báðum kynjum,“ segir hann. „Fram kom að heldur fleiri vildu senda útlendinginn í fangelsi en Íslendinginn. 80% vildu að útlendingurinn en 75% vildu að Íslendingurinn færi í fangelsi. Lengdin á refsitímanum var hins vegar mjög áþekk,“ segir Helgi. Munurinn á viðhorfum var hins vegar meiri eftir því hvort gerandi var karl eða kona þegar um er að ræða fíkniefnasmygl. „Þar vildu fleiri dæma karlinn til fangelsisvistar en konuna en meginmunurinn var að refsitími karlanna var lengri,“ segir hann. 45% aðspurðra vildi dæma karlinn í þriggja ára fangelsisvistun eða lengri en 30% töldu það hæfilega refsingu fyrir konuna. Þátttakendur í rannsókninni fengu senda stuttar lýsingar á afbrotamálum og síðan spurðir hvaða refsingu þeir myndu vilja dæma viðkomandi í. „Rannsóknin skoðar afstöðu Íslendinga til mála út frá kyni og þjóðerni. Niðurstöðurnar benda til að það séu ekki miklir fordómar hérlendis í garð gerenda, alvarleiki brotsins skipti meira

máli en þjóðerni geranda. Hins vegar virðist vera meiri samúð með konum en körlum og því spurning hvort fólk telji konur frekar fórnarlömb aðstæðna en karlar,“ segir Helgi. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á því hérlendis hvort Íslendingar og útlendingar fái jafn þunga dóma í sambærilegum málum. Fréttatíminn óskaði eftir upplýsingum um meðferð kynferðisbrotamála eftir þjóðerni hjá ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra sem ekki gátu orðið við beiðninni þar sem gögnin voru ekki tiltæk. „Margar rannsóknir erlendis styðja það að minnihlutahópar fá lengri dóma en hvítir, þeir eru handteknir frekar og fá lengri refsingar,“ segir Helgi. „Við vitum líka að þjóðerni skiptir máli bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og útlendingar eru frekar handteknir og fá þyngri dóma. Það er full þörf á að skoða hvernig þessu er háttað hér á Íslandi,“ segir Helgi. Sigríður dögg auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

í könnun um viðhorf íslendinga til afbrota kemur fram að eilítið fleiri vildu senda útlending í fangelsi fyrir afbrot en íslending. meðal annars var horft til ofbeldis gegn maka.

„Heldur fleiri vildu senda útlendinginn í fangelsi en Íslendinginn.“


LYFTU ÞÉR UPP MEÐ LOTTÓ

F Í TO N / SÍ A

Fjórfaldur Lottópottur stefnir beinustu leið í 30 milljónir. Hoppaðu um borð og leyfðu þér smá Lottó!

Skráðu þig sem aðdáanda Lottó á facebook.com/lotto.is

012 27/10 2

.IS .LOT TO | WWW


6

fréttir

Helgin 26.-28. október 2012

skipulAgsmál Borgin kynnir nýtt skipulAg fyrir geirsgötu

25 ára leigusamningur við Guðmund í Brimi V

ið teljum að það geti verið skemmtilegt ef Guðmundur í Brimi nýtir húsið undir starfsemi,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna, en það kom á óvart að Faxaflóahafnir framlengdu leigusamning við Brim um húsið við Geirsgötu 11 því lengi hefur verið unnið að nýju skipulagi á þessu fallega hafnarsvæði. „Það geta falist mögu-

leikar í þessu húsi og Guðmundur í Brimi er öflugur útgerðarmaður og ætti að vera í stakk búinn að hefja framkvæmdir fljótlega. Það fylgja þessu þau skilyrði að Brim snyrti og bæti útlit hússins,“ heldur Hjálmar áfram en hann segir ómögulegt að hafnarhverfið verið einvörðungu með túristasjoppum heldur megi önnur atvinnustarfsemi vel þrífast við höfnina.

Geirsgata í dag. Vel hefur tekist að lyfta upp hafnarsvæðinu austar, þar sem Sægreifinn, Hamborgarabúllan og nýtt hótel hafa risið síðustu misseri og mikið líf myndast.

Geirsagtan eins og hún verður. Ekki sést í Brim-húsið en framkvæmdir við það ættu að hefjast fljótlega. Hjálmar Sveinsson segir nýjan leigusamning við Brim ekki setja áætlanirnar, sem birtast á þessari mynd, úr skorðum.

friðArgæslA Bosníuheilkennið

Íslenskir Bosníulæknar greinast með krabbamein Tveir íslenskir læknar, hið minnsta, hafa greinst með alvarlega tegund krabbameins eftir að hafa verið við friðargæslustörf í Bosníu þar sem notuð voru úranvopn sem grunur leikur á að geti valdið krabbameini.

A

Minnst tveir íslenskir læknar sem voru við friðargæslustörf í Bosníu hafa greinst með alvarlega tegund krabbameins.

ð minnsta kosti tveir íslenskir læknar sem voru við friðargæslustörf í Bosníu hafa greinst með alvarlega tegund krabbameins. Mikið magn af geislavirkum málmi, rýrðu úrani, var notað í sprengjuodda sem NATO notaði í Bosníustríðinu. Samkvæmt upplýsingum úr Læknablaðinu dreifist sprengjurykið í andrúmslofti, sest í jarðveginn og er talið krabbameinsvaldandi. Í byrjun árs 2001 var mikil umræða í fjölmiðlum í Evrópu og Bandaríkjunum um óeðlilegan fjölda krabbameinstilfella hjá hermönnum sem höfðu verið við störf í Bosníu. Sextán friðargæsluliðar frá sex mismunandi löndum höfðu látist af hvítblæði og fjöldi til viðbótar greindist með krabbamein sem síðar var nefnt Balkan-heilkennið. Í kjölfarið fóru af stað rannsóknir á tengslum milli notkunar úranvopna og heilsu hermanna í stríðinu á vegum NATO og Umhverfisverndaráætlunar Sameinuðu þjóðanna. Breska ríkisstjórnin staðfesti í kjölfarið að þúsundir hermanna í Bosníustríðinu hefðu verið í hættu vegna banvænna áhrifa úranvopna og játaði að hafa ekki upplýst um hugsanleg neikvæð heilsufarsleg áhrif þess. Niðurstöður úr rannsóknum NATO og SÞ sögðu að ekki mætti greina nein tengsl milli notkunar úrans og krabbameins í hermönnum í Bosníustríðinu en samtök fyrrverandi hermanna gagnrýndu rannsóknina og sögðu hana gallaða. Rannsókn sem gerð var í Þýskalandi árið 2003 sýndi fram á að úransameindir geti farið um allan líkamann og valdið þar skaða, jafnvel í egg og sáðfrumur og skaðað þannig erfðaefni þeirra. Fyrir tveimur árum komu fram nýjar rannsóknir á fæðingargöllum barna í Falluja í Írak en mikið magn úrans var notað í vopnum sem beitt var í Íraksstríðinu sem hófst árið 1991. Fæðingargallar reyndust 11 sinnum algengari en eðlilegt væri.

Sextán friðargæsluliðar frá sex mismunandi löndum höfðu látist af hvítblæði og fjöldi til viðbótar greindist með krabbamein sem síðar var nefnt Balkan-heilkennið.

Ekki var hægt að slá því föstu að orsökin væri úran en gríðarlegt magn þess var notað í tveimur árásum á borgina í apríl og nóvember 2004. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hafa íslenskir friðargæsluliðar ekki gengið undir sérstaka læknisrannsókn til að kanna hvort greina megi úran í líkama þeirra líkt og hermönnum og friðargæsluliðum í mörgum öðrum Evrópulöndum bauðst í kjölfar umræðunnar um Balkan-syndrómið. Engar tilkynningar hafa borist til ráðuneytisins vegna gruns um krabbamein af völdum úrans. Síðustu ár hafa nokkur lönd, þar á meðal Belgía, samþykkt bann við notkun úrans í vopnum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

GOUDA STERKUR KRÖFTUGUR Íslenskur Gouda-ostur hefur verið á boðstólum á Íslandi frá árinu 1961. Í dag sér KEA Akureyri um framleiðsluna. Fyrirmynd ostsins er hinn frægi Gouda, frá samnefndum bæ í suðurhluta Hollands. Gouda Sterkur er lageraður í sex mánuði. Mjúkur, bragðmikill og þroskaður ostur með skörpu bragði, sveppatónum, kryddkeimi og langvarandi eftirbragði. Hentar við flest öll tækifæri, hvort sem er á ostabakkann eða til að setja punktinn yfir i-ið í matargerðinni.

www.odalsostar.is


Iceland Airwaves með Símanum

Airwaves appið er komið! Skannaðu kóðann eða finndu „Airwaves” á App Store eða Google Play.

Með Airwaves appi Símans færðu upplýsingar um alla viðburði on- og off-venue, setur saman þína eigin dagskrá og færð áminningu korteri fyrir tónleika, sérð viðtöl og myndbönd með flytjendum og getur fylgst með röðunum í beinni. Náðu í appið og njóttu þess að vera á Airwaves!

Þórunn Antonía og meira en tvö hundruð aðrir koma fram á Iceland Airwaves. #airwaves12

ENNEMM / SÍA / NM52202

Upplifðu


8

fréttir

Helgin 26.-28. október 2012  Útigangur Flestir þeirr a sem eru á götunni þjást aF Fíkn

Allt borgað með símanum Kortafyrirtækið Valitor mun leiða tilraunaverkefni þar sem þúsund Íslendingar munu nota farsíma sína til að greiða fyrir vörur og þjónustu. Verkefnið fer í gang í byrjun næsta árs og ef vel tekst til gæti Ísland orðið fyrsta landið í heiminum til að innleiða þessa gjörbyltingu á viðskiptaháttum. Frá þessu var greint á ráðstefnunni CAC Card Academy í Hörpu í vikunni. Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins frá því í febrúar og á næstunni verða um þúsund einstaklingar valdir til þátttöku. Allir stærstu bankarnir á Íslandi koma að verkefninu, tvö símafyrirtæki og fjölmargir seljendur vöru og þjónustu.

Yngsti útigangsmaðurinn 18 ára Í nýrri skýrslu sem að unnin var af Reykjavíkurborg kemur fram að 179 manns eru heimilislausir í Reykjavík. Þar eru karlar í meirihluta en konum hefur fjölgað um tæp ellefu prósent síðan 2009. Í nýju skýrslunni er þess getið að yngsti útigangsmaðurinn sé aðeins átján ára. Fréttatíminn náði tali af þeim sem var yngstur í fyrra en nú er sá piltur á nítjánda ári og kominn hús.

Þúsund Íslendingar taka þátt í tilraunaverkefni þar sem þeir geta greitt fyrir vörur og þjónustu með símanum sínum.

179 á vergangi í Reykjavík.

@

É

g er alls ekki yngstur,“ segir útigangsmaðurinn sem ný skýrsla Reykjavíkurborgar segir yngstan. Hann er þessa dagana að koma undir sig fótunum og vill því ekki láta nafns síns getið. Hann, eins og flestir sem í skýrslunni eru sagðir á vergangi, hefur háð harða baráttu við fíknisjúkdóma. Þannig hafa meira en tveir þriðju af þessum 179 sótt eina eða fleiri áfengis- og vímuefnameðferð hjá SÁ Á. Samkvæmt upplýsingum Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, hafa barnaverndarnefndir vitneskju um flest þeirra barna sem eru á götunni. Lítið er þó hægt að gera nema koma þeim fyrir á fósturheimilum eða hjá fjölskyldu, ef það er hægt. Maðurinn ungi sem Fréttatíminn ræddi við hafðist lengi við á götum Reykjavíkurborgar þar sem hann gisti, ýmist á bekkjum eða í fangaklefum. Í skýrslunni kemur einmitt fram að útigangsfólki yngra en þrítugt hefur fjölgað um fimmtung frá 2009. Samkvæmt fyrrnefndri skýrslu telst sá vera húsnæðislaus sem ekki hefur aðgang að hefðbundnu húsnæði eða fast heimili og gistir þar sem kostur er hverja nótt, í gistiskýli, á gistiheimili eða inni á öðru fólki. Sem merki að þau sem ekki leita aðstoðar hjá hinu opinbera eða hjálparsamtökum teljist ekki til heimilislausra. Ætla má að hópurinn sé því enn stærri. Ungi maðurinn staðfestir þetta: „Það eru mjög margir strákar á mínum aldri á götunni,“ útskýrir hann. Allir eru þeir í mikilli neyslu og hana fjármagna þeir með smáglæpum en mikill meirihluti útigangsfólksins á við áfengisvandamál að stríða og um þriðjungur við geðræn vandamál. Ungi maðurinn sem Fréttatíminn ræddi við er einnig greindur með geðhvörf. „Það eru líka yngri krakkar þarna, sá yngsti sem ég þekki er fjórum árum yngri en ég hann er alveg að sprauta sig og þannig, hann er samt bara barn. Maður reynir náttúrlega að passa aðeins þá sem eru yngri. Þetta

er raunveruleikinn, svona er þetta hér á Íslandi.“ Mikið álag fylgir því að búa á götunni. Ekki eingöngu hvað unga manninn sjálfan varðar, en hann hefur stundað glæpi og þótt áfengi besta fíkniefni, heldur hefur fjölskyldan hans þurft að þola mikið. „Mamma var orðin 49 kíló af áhyggjum,“ útskýrir drengurinn en hann vonast til að geta bætt sig og náð sáttum við fjölskylduna. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is

„Sá yngsti sem ég þekki er fjórum árum yngri en ég hann er alveg að sprauta sig og þannig.“ Sviðsett mynd. Ljósmynd Hari

20

11

JÁKVÆÐ MERKI ÚR ATVINNULÍFINU 2011

Það eru jákvæð teikn á lofti í íslensku atvinnulífi. Fjölmörg fyrirtæki eru að ná eftirtektarverðum árangri þrátt fyrir krefjandi aðstæður. Arion banki fagnar þessum góða árangri. Kynntu þér málið á arionbanki.is

32% VELTUAUKNING VEIÐIHORNIÐ


Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is

VITA - ferðaskrifstofa á traustum grunni

Ítölsku Alparnir Morgunflug með Icelandair til Verona

Flugáætlun: 19. og 26. jan. 2., 9., 16. og 23. feb. Fararstjórar: Einar, Anna, Evert og Örn

Paganella

Ljósmyndari: Randy Lincks

Madonna di Campiglio

Nýtt hjá VITA Hótel St. Hubertus

2. - 9. feb.

Hótel Select

Einn vinsælasti skíðastaður Ítalíu. Þægilegar brekkur sem henta öllum!

Verð frá 145.900 kr.*

Paganella skíðasvæðið er m.a. þekkt fyrir að bæði norska og bandaríska landsliðið hafa æft þar. Svæðið tilheyrir Dólómítafjöllunum og þar eru 50 km af skíðabrautum.

Verð frá 133.200 kr.*

og 15.000 Vildarpunktar á mann í tvíbýli á Hótel St. Hubertus sem er þriggja stjörnu hótel á besta stað í Madonna.

og 15.000 Vildarpunktar

Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn.

Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með hálfu fæði og íslensk fararstjórn.

* Verð án Vildarpunkta 155.900 kr.

Hótel Shandrani

á mann í tvíbýli á Hótel Select, nýuppgerðu hóteli á góðum stað í Paganella. *Verð án Vildarpunkta 143.200 kr.

Val di Fiemme

ÍSLENSKA SIA.IS/ VIT 61406 10/12

19. - 26. jan.

Selva, Val Gardena

19. - 26. jan.

Hótel Des Alpes

9. - 16. feb.

Val di Fiemme - Skíðasvæði með löngum, flottum brekkum sem kemur þér skemmtilega á óvart.

Selva, Val Gardena - Stærsta skíðasvæði í Evrópu. Náttúrufegurð, nægur snjór og brekkur fyrir alla. Það er Selva!

Verð frá 153.100 kr.*

Verð frá 182.600 kr.*

og 15.000 Vildarpunktar

og 15.000 Vildarpunktar

á mann í tvíbýli á Hótel Shandrani, sem er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel með öllum þægindum. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting, hálft fæði og íslensk fararstjórn.

*Verð án Vildarpunkta 163.100 kr.

á mann í tvíbýli á Hótel des Alpes, sem er þriggja stjörnu hótel við aðalgötuna í Selva. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn.

*Verð án Vildarpunkta 192.600 kr.

VITA er lífið VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is


10

fréttir

Helgin 26.-28. október 2012

 nýsköpun BEsta fjárfEstingin í orkuBúnaðar- og tæknigEir anum

Íslenskt fyrirtæki verðlaunað Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is

Íslenska hátæknifyrirtækið ReMake Electric hefur verið útnefnt sem helsta fjárfestingartækifæri í Evrópu árið 2012 í orkubúnaðar- og tæknigeiranum. Matið fór fram hjá markaðs- og ráðgjafarisanum Frost & Sullivan sem starfar um allan heim, en verðlaunin eru hluti af árlegu „Best Practices Awards“ frá Frost & Sullivan í Evrópu. ReMake Electric hannar, framleiðir og markaðssetur nýjan mæli- og tölvubúnað auk hugbúnaðar fyrir raforkueftirlit til að ná fram sparnaði og nýtni í raforkunotkun. Hilmir Ingi Jónsson framkvæmdastjóri segir útnefninguna

glæsilega viðurkenningu á íslenskri nýsköpun. Ásamt ReMake voru fyrirtæki á borð við Siemens, ABB, Sennheiser og Hewlett Parkard sem unnu til verðlauna fyrir sína nýsköpun, samkeppnishæfni og framsýni en ReMake Electric skarar fram úr í heildarlausnum til greiningar og eftirlits á raforkunotkun og álagi.

Hilmir Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri ReMake og Gary Jeffery, framkvæmdastjóri Frost & Sullivan í Bretlandi.

 DómsmáL EinhvErf kona svipt forr æði yfir syni sínum

Röng sjúkdómsgreining grundvöllur að forræðissviptingu Ung kona var svipt forræði yfir sex ára syni sínum í vikunni á grundvelli rangrar greiningar um geðsjúkdóma. Hún greindist nýlega með einhverfu. Yfirlæknir á geðsviði Landspítalans staðfesti að um ranga greiningu hefði verið að ræða og að lyf sem henni hefðu verið gefin hefðu gert hana veikari.

L

ára Kristín Brynjólfsdóttir var í vikunni svipt forræði yfir sex ára syni sínum á grundvelli geðsjúkdóma sem yfirlæknir á geðdeild Landspítalans sagði fyrir dómi að hefðu verið röng greining. Hann sagði einnig að meðferðin við geðsjúkdómunum hefðu gert Láru veika. Landspítalinn hefur beðið hana afsökunar á meðferðinni og rangri greiningu. Enginn þeirra sem komu fyrir dómarann dró það í efa að Lára gæti sinnt barninu sínu. Lára Kristín var í sumar greind með dæmigerða einhverfu en hefur átt við mikla erfiðleika að stríða allt sitt líf vegna hennar. Hún hefur margoft verið lögð inn á geðdeild og ranglega greind með fjölda geðsjúkdóma. Árið 2011 fór barnsfaðir hennar í forræðismál við hana og var í kjölfarið dæmt að lögheimili sonar þeirra yrði hjá honum en forræði yfir honum sameiginlegt. Lára Kristín fékk því minni umgengni við son sinn en hún var vön. „Í kjölfarið leitaði ég mér aðstoðar sálfræðings á Landspítalanum, þar sem ég var að vinna, vegna depurðar yfir því að hafa minni umgengnisrétt við son minn en áður. Vegna þess hve ég á erfitt með að horfa í augun á fólki, eins og algengt er hjá einhverfum, þá taldi sálfræðingurinn að ég væri með geðklofa. Hann hringdi í lækna og lét fjarlægja mig með valdi og leggja inn á geðdeild þar sem ég var ranglega greind með geðrof,“ segir Lára. Hún neitaði að taka lyf við

geðrofi og var í kjölfarið svipt sjálfræði svo hægt væri að gefa henni lyf. Lögfræðingur Láru, Þuríður Halldórsdóttir, segir að sjálfræðissviptingin hafi verið ein af ástæðunum fyrir því að dómarinn í forræðismálinu sem dæmt var í nú í vikunni ákvað að svipta Láru forræði yfir syni sínum. „Fyrra forsjármálið höfðaði barnsfaðir hennar á grundvelli geðsjúkdóma Láru sem síðan kom í ljós að var röng greining. Síðara forræðismálið var höfðað í kjölfar ábendingar frá félagsráðgjafa á geðdeild Landspítalans sem hafði samband við barnaverndaryfirvöld því hann taldi Láru ekki færa um að sinna barni sínu sökum geðsjúkdóma,“ segir Lára. „Páll Matthíasson yfirlæknir á geðsviði bar vitni fyrir dómnum og staðfesti að Lára hefði fengið ranga greiningu á Landspítala og ranga meðferð. Hann játaði því jafnframt að lyfin sem henni hefðu verið gefin hefðu gert hana veikari en ella,“ segir Þuríður. „Dómarinn dæmir á grundvelli þeirra gagna sem lágu fyrir í málinu en í þeim kemur fram að Lára sé með fjölda geðsjúkdóma. Það var ekki fyrr en í aðalmeðferð málsins sem Páll Matthíasson læknir sagði frá því að Lára hefði verið ranglega greind og hún væri einhverf en ekki með geðsjúkdóma. Dómarinn virðist hins vegar ekki hafa neinn skilning á eðli einhverfu en einhverfa er ekki sjúkdómur heldur fötlun,“ segir Þuríður. Í dómnum segir: „[Lára] hefur átt við andleg veik-

Lyf við ranglega greindum geðsjúkdómum gerðu Láru veikari.

indi að stríða undanfarin ár, hefur barnaverndarnefnd þurft að hafa afskipti af [Láru] á heimili hennar og [hún] verið lögð á geðdeild.“ Að sögn Þuríðar er það ekki rétt sem þarna kemur fram. „Í fyrsta lagi hefur Lára ekki átt við geðsjúkdóma að stríða eins og fram kom í aðalmeðferð og einu afskipti sem barnavernd hefur haft af henni er vegna tilkynningar félagsráðgjafa á Landspítalanum sem byggð var á sjúkdómi sem hún var ekki með,“ segir Þuríður. Hún segir að matsmaður sem fenginn var til að meta hæfni Láru hafi ennfremur gert matið á henni áður en greiningin um einhverfuna kom fram og hann hafi því byggt mat sitt á rangri greiningu um geðsjúkdóma. „Þetta er allt mjög sorglegt mál og það hefur verið margbrotið á þessari stúlku,“ segir Þuríður sem hefur hvatt Láru til að áfrýja málinu til hæstaréttar. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

Lára Kristín Brynjólfsdóttir segist hafa áhyggjur af samfélagið fatlaðs fólks og rétti þeirra til að sinna foreldrahlutverkinu. Ljósmynd/Hari


Rauðvínssoðinn, reyktur kjúklingur með skallottulauk og sveppum.

Uppskriftina í heild sinni ásamt eldunaraðferð er að finna á www.holta.is/uppskriftir.


12

úttekt

Helgin 26.-28. október 2012

Þurfum þjóðarátak gegn brottfalli Hvergi í heiminum hætta fleiri framhaldsskólanemendur í námi en á Íslandi og þrátt fyrir áralanga umræðu um vandann hefur ekki tekist að draga úr honum. Nauðsynlegt er að grípa inn í strax í grunnskóla og að skólakerfið verði byggt út frá einstaklingnum, styrkleika hans og áhugasviði. Þörf er á þjóðarátaki gegn brottfalli.

Það er engan veginn ásættanlegt að upp undir þriðjungur nemenda í framhaldsskóla hrökklist frá námi.

S

kúli Helgason, alþingismaður og varaformaður allsherjarnefndar og menntamálanefndar Alþingis, segir að þjóðarátak þurfi til að sporna gegn því mikla brottfalli úr framhaldsskólum sem okkur hefur ekki tekist að bregðast við. Brottfall framhaldsskólanema úr námi á Íslandi er með því mesta sem gerist í heiminum. Samkvæmt rannsóknum hafa fjögur af hverjum tíu ungmennum ekki lokið framhaldsskólanámi við 24 ára aldur. Hvergi í heiminum er hlutfall framhaldsskólanema sem ljúka námi á tilsettum tíma lægra en hér, einungis 44 prósent. Hið sama gildir þótt gefin séu tvö ár til viðbótar, enn erum við í neðsta sæti með 58 prósent. Einn af hverjum tíu nemendum í árgangi hættir námi í framhaldsskóla á ári hverju. „Það er engann veginn ásættanlegt að upp undir þriðjungur nemenda í framhaldsskóla hrökklist frá námi án þess að fá viðunandi þjónustu,“ segir Skúli. „En það er grundvallaratriði að takast á við brotthvarfið fyrr í skólakerfinu. Hann birtist sem brotthvarf í framhaldsskólunum en vandinn byrjar oft að myndast í grunnskólanum, sem slakur námsárangur, námsleiði og hegðunarerfiðleikar og við þurfum því að fá grunnskólann í lið með okkur ef við viljum ná árangri í að minnka brotthvarfið,“ segir hann. Kristjana Stella Blöndal er lektor í starfs- og námsráðgjöf við Háskóla Íslands og hefur gert rannsóknir á brottfalli nemenda úr framhaldsskólum. Til þessa hafa helstu skýringar á brottfalli verið taldar vera óígrundað námsval og hin mikla áhersla sem lögð er á bóknám.

Námsleiði er einn af þeim áhættuþáttum sem greina má í grunnskóla og bregðast má við til að reyna að koma í veg fyrir að nemandi flosni upp úr námi.

Laaaaaaaaaangbestar?

Brottfall meira meðal þeirra sem líkar verknám Kristjana Stella og Jón Torfi Jónasson, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands, gerðu rannsókn árið 2007 sem náði til tæplega 4.000 nemenda í öllum framhaldsskólum landsins. Í henni kom fram að um helmingi nýnema líkaði betur við verklegar greinar í grunnskóla og þriðjungi líkaði álíka vel við bóklegar og verklegar greinar. „Þetta er athyglisvert því árið 2007 völdu einungis 14 af hverjum hundrað nýnemum í framhaldsskólum landsins starfs- og verknám,“ segir Stella. „Meira brottfall er meðal nemenda sem líkar betur verknám,“ bendir hún á. Skúli er í forsvari fyrir starfshóp sem vinnur að skýrslu um samhengi menntamála og atvinnumála sem verið er að leggja lokahönd á. „Starfshópurinn var settur á fót meðal annars til að greina þá þversögn sem birtist í því að við búum við sögulegt hámark atvinnuleysis en um leið er skortur á starfsfólki með verk- og tæknimenntun í mörgum vaxtargreinum, svo sem hugverkaiðnaði, málmiðnaði og fleira,“ segir Skúli. „Það virðist sem talsvert vanti upp á samtalið milli atvinnulífsins og skólakerfisins þannig að samhengi sé milli námsframboðs og færniþarfa atvinnulífsins,“ segir hann. Eitt af því sem starfshópurinn hefur skoðað er brottfall í framhaldsskólum. „Mín niðurstaða er sú að grundvallarsjónarhornið í menntakerfinu þurfi að breytast og það verði að byggja í auknum mæli á því að greina og virkja styrkleika hvers nemanda. Menntakerfið hefur þróast á löngum tíma og miðar of mikið að því að þjóna hópum og fylgja miðlægum áætlunum í stað þess að einbeita sér að því að ná því besta út úr nemandanum,“ segir Skúli.

Kristjana Stella Blöndal.

Hægt að bregðast við fyrr

Mörgum finnst Superfries vera laaaangbestu frönskurnar og þær eru nú betri en nokkru sinni áður. Sérvaldar kartöflur, steiktar í repjuolíu og kryddaðar með sjávarsalti. Prófaðu núna!

Kristjana Stella hefur hannað tæki til að skima fyrir áhættuhópunum svo hægt sé að bregðast við sem fyrst. „Með þessum skimunarprófum má greina áhættuþætti brotthvarfs strax í efri bekkjum grunnskóla og takast á við vandann áður en í óefni er komið,“ bendir Skúli á. Hann tekur fram að víða sé verið að vinna spennandi og gott starf í skólum. „Hins vegar vantar nokkurs konar þjóðarátak, samstillta áætlun ríkis og sveitarfélaga með þátttöku skólafólks um aðgerðir gegn brotthvarfi og gera það með þeim hætti að úrræðin sem við teljum að virki standi öllum til boða, alls staðar á landinu,“ segir Skúli. „Við þurfum að breyta um sjónarhorn í menntakerfinu og byggja það upp út frá þörfum nemandans, styrkleikum hans og áhugasviði,“ segir hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

Skúli Helgason.


© ILVA Ísland 2012 Virðisaukaskatturinn er reiknaður af við kassa. Afsláttarprósenta er 20.32% og gildir fyrir allar vörur í verslun, nema á ILVA kaffi. Að sjálfsögðu stendur ILVA skil á virðisauka til ríkissjóðs. Verðlækkunin er alfarið á kostnað ILVA.

TAX-FREE HELGI

AF ÖLLUM VÖRUM

OG VIÐ MEINUM ÖLLUM VÖRUM!

26. - 28. OKTÓBER

ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík s: 522 4500 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30


Pinnið ver fyrirtækið fyrir kortasvikum

Fyrirtæki sem tekur við greiðslu með því að lesa segulrönd örgjörvakorts er ábyrgt ef færslan reynist sviksamleg. Með notkun örgjörvaposa sem snúa að viðskiptavinum er rekstraráhæ a tengd kortaviðskiptum takmörkuð. Advania á tilbúnar posalausnir og aðstoðar við innleiðingu á örgjörvaposum. Nánari upplýsingar á www.advania.is/pinnid eða í síma 440 9428.

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

14

viðhorf

Helgin 26.-28. október 2012

Þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs

F

Sigur fyrir nýjan biskup

Fátt kom á óvart þegar niðurstöður ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá nema niðurstöður þriðju spurningarinnar. Þar var spurt: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi. Spurningin skar sig úr, því hún var sú eina sem svara þurfti neitandi væri kjósandi sammála tillögum stjórnlagaráðs. Ekki þarf að hafa mörg orð um það að þjóðkirkjan hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár og margir hafa sagt sig úr henni. Því hefði fyrirfram mátt ætla að mikill stuðningur væri að baki tillögum stjórnlagaráðs en þar er lagt til að kirkjuskipan ríkisins verði ekki ákveðin í stjórnarskrá og þjóðkirkjunnar ekki getið þar lengur. Í núgildandi Jónas Haraldsson stjórnarskrá segir að hin jonas@frettatiminn.is evangelíska lútherska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi og ríkisvaldið skuli að því leyti styðja hana og styrkja. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar var hins vegar sú að 57,1 prósent kjósenda sagði já en 42,9 prósent nei. Ríflegur meirihluti er fylgjandi því að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi. Þegar Alþingi gengur frá frumvarpi um breytingar á stjórnarskránni verður væntanlega tekið tillit til þessarar niðurstöðu. Hún er sigur fyrir nýjan biskup, Agnesi M. Sigurðardóttur. Í liðnum september var efnt til auka kirkjuþings þar sem ákvæði um þjóðkirkju var umræðuefnið. Þar var afstaða til spurningarinnar mótuð og þeirri stefnu fylgdi biskup eftir af festu en um leið þeirri sanngirni sem ætlast verður til af leiðtoga þjóðkirkju sem nýtur stjórnarskrárvarinnar sérstöðu en tekur um leið á sig skyldur sem henni fylgir. Kirkjuráð og kirkjuþing ályktuðu þar sem hvatt var til þess að í nýrri stjórnarskrá verði þjóðkirkjuákvæði en staða annarra trú- og lífsskoðunarfélaga tryggð. Þar var vísað til fordæmis norsku stjórnarskrárinnar en þar segir: „Allir þegnar ríkisins skulu njóta frelsis til trúariðkunar. Norska kirkjan, evangelísk-lút-

ersk kirkja er þjóðkirkja og skal sem slík njóta stuðnings ríkisins. Nánar skal það ákvarðað með lögum. Öll trú- og lífsskoðunarfélög skulu njóta stuðnings með ámóta hætti.“ Áður en til þjóðaratkvæðagreiðslunnar kom skýrði biskup afstöðu kirkjunnar í fjölmiðlum og á upplýsingavef þjóðkirkjunnar. Þar var komið á framfæri atriðum sem Agnes taldi tengja þjóðina og kirkjuna og lýsa hlutverki hennar. Hún benti á að trúarleg málefni væru meðal grunnstoða hvers samfélags. Kirkja og íslensk þjóð hefðu átt langa og farsæla samleið og íslensk menning og samfélagssýn væru sterklega mótuð af kristnum sið. Biskup H EtilLG A R BLA Ð benti jafnframt á að ef litið væri Evrópuríkja mætti ýmist sjá í stjórnarskrá eða lögum stuðning og umgjörð um stöðu trúfélaga. Agnes minnti enn fremur á að skyldur fylgja þessari stöðu: „Þjóðkirkjan hefur annast kirkjulega og félagslega þjónustu um landið allt; það er í senn köllun hennar og skylda er fer vel við samferð kirkju og þjóðar um aldir og lagahefð.“ Þá kom fram að fjölskylduþjónusta kirkjunnar veitir félagsráðgjöf og sálfræðiþjónustu ókeypis eða gegn því gjaldi sem viðkomandi ræður við. Biskup vék einnig að því að þjóðkirkjan væri sjálfstætt trúfélag, aðskilið frá ríkisvaldinu og að ekki þyrfti að óttast að stjórnarskrárákvæði um þjóðkirkju fæli í sér mismunun. Stjórnarskrárákvæðið væri í samræmi við hæstaréttardóm og trúfrelsis- og jafnréttisreglur stjórnarskrárinnar sem og alþjóðlega mannréttindasamninga. Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar benda til þess að málflutningur biskups hafi náð í gegn. Þær sýna líka, þrátt fyrir erfiðleika innan þjóðkirkjunnar undanfarin ár, að þjóðkirkjan á sér hljómgrunn meðal þjóðarinnar og að staða hennar hefur styrkst með nýjum biskupi. „Fólk vill hafa þann stöðugleika sem felst í þjóðkirkju sem starfar um allt land,“ sagði biskup þegar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir og bætti við: „Kannski hefur þetta líka gefið okkur sem þjóð tækifæri til að hugsa um þau grunngildi sem viljum hafa í þessu þjóðfélagi, hér eftir sem hingað til.“

 Vik an sem Var Pólitík dulspekinnar Það er auðvitað bara píp að það eigi að lesa hugsanir þeirra sem heima sátu. Helgi Hjörvar alþingismaður gefur ekki túskilding fyrir vangaveltur Bjarna Benediktssonar um hvað þeir sem heima sátu við þjóðaratkvæðagreiðsluna voru að hugsa.

Var það Pálmi? Þetta hefur ekkert með okkur að gera. Svanhvít Friðriksdóttir, fjölmiðlafulltrúi WOW air, sagði yfirtöku flugfélagsins á Iceland Express ekkert hafa með kyrrsetningu vélar Express að gera.

Lögbundin sannfæring Þannig að ég fer lögum og skipti um skoðun. Vigdís Hauksdóttir framsóknarþingkona var áður fylgjandi stjórnarskrá en lögum samkvæmt skipti hún um skoðun.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

Áætlunarflug

Leiguflug

Skipulagðar ævintýraferðir

Bókaðu flugið á ernir.is alltaf ódýrara á netinu

Upplýsingar og bókanir sími: 562 2640 netfang: ernir@ernir.is vefur: www.ernir.is

Bíldudalur

Gjögur

Húsavík

Höfn

Reykjavík Vestmannaeyjar


viðhorf 15

Helgin 26.-28. október 2012

Góð vika fyrir Salvöru Nordal, fyrrum formann stjórnlagaráðs

Traust á störf stjórnlagaráðs Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá reyndust 66,9 prósent kjósenda fylgjandi því að leggja þær til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Salvör Nordal var formaður stjórnlagaráðs. Hún segir mikilvægt að ná breiðri sátt um breytingarnar en niðurstaðan sýni traust á störfum stjórnlagaráðs og vilja til þess að tillögur þess verði grundvöllur nýrrar stjórnarskrár.

Maður vikunnar

Trúir á samvinnu og sátt í stjórnmálum Hanna Birna Kristjánsdóttir nýtur yfirburðastuðnings kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, samkvæmt nýrri könnun, en hún er að bjóða sig fram í fyrsta sinn til Alþingis eftir áralanga þátttöku í borgarmálum. „Prófkjörsbaráttan leggst vel í mig,“ segir Hanna Birna. „Ég hlakka til að fara yfir málin með öllu því góða sjálfstæðisfólki sem ég mun hitta á næstu vikum en mest af öllu hlakka ég til að takast á við það sem skiptir meira máli: framtíð landsins okkar,“ segir hún. Aðspurð segist hún þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur samkvæmt könnuninni. „Ég hef í langan tíma fengið mikla hvatningu en átti ekki von á að þessi vísbending væri jafn kröftug og þarna kemur fram. Ég lít hins vegar ekki á að það snúist um mig sem einstakling heldur það sem ég stend fyrir í pólitík. Mig langar að sjá breytingar á stjórnmálum og er ánægð með að fleiri eru

sammála um það,“ segir Hanna Birna. „Stjórnmálin eiga að snúast um það eitt hvernig við getum bætt hag fólksins í landinu og fjölgað tækifærum þess,“ segir hún. Hanna Birna segist vilja draga úr þeirri átakahefð sem ríkt hefur í íslenskum stjórnmálum. „Ég trúi á meiri samvinnu og sátt og að við vinnum hlutina af meiri virðingu fyrir skoðunum hvers annars. Við eigum að hætta að mála andstæðingana jafn sterkum litum og gert hefur verið og tala um það sem við höfum sjálf fram að færa í stað þess að benda einungis á það sem aðrir gera ekki nægilega vel,“ segir hún. „Margir gætu sagt þetta barnalega nálgun í stjórnmálum en ég er 46 ára og búin að vera í stjórnmálum í tuttugu ár. Því þroskaðri sem ég verð því ákveðnari verð ég í þessari skoðun minni,“ segir hún. -sda

(Hari reddar mynd)

slæM vika fyrir Pálma Haraldsson, eiganda Iceland Express

Iceland Express gengið inn í WOW

Allir vildu Bond kveðið hafa Við erum frændur, ég og James Bond. Ingi Hans Jónsson, forstöðumaður Sögumiðstöðvarinnar á Grundafirði, getur rakið ættir sínar í báða liði til Williams Stephenson sem hann telur fyrirmyndina að James Bond. Stuttbuxnadeildin Hann vill að allir búi í 101 og 107 Reykjavík og labbi eða hjóli milli kaffihúsa í kvartbuxum á milli þess sem skotist er á fundi hjá nefndum og ráðum á vegum hins opinbera... Sigurður G. Guðjónsson lögmaður rýnir ofan í hugarfylgsn borgarfulltrúans Gísla Marteins Baldurssonar sem er óljúft að taka þátt í niðurgreiðslu kyndingarkostnaðar á landsbyggðinni. Til í allt án Bjarna Sjálfstæðisflokkurinn er og verður helsta ógn íslensks samfélags. Með honum frýs allt fast. Án hans er allt hægt. Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason fór mikinn í grein í DV og greindi helstu mein samfélagsins. Sterkari gjaldmiðill en krónan Hann reyndi að borga mér með því að láta mig, og annan mann sem hann skuldaði laun, hafa mat sem hann fékk í Fjölskylduhjálpinni. Margrét Friðriksdóttir vandaði Guðmundi Franklín Jónssyni, formanni Hægri grænna, ekki kveðjurnar á Smugunni þar sem hún vændi hann um að hafa reynt að greiða sér verklaun með mat frá Fjölskylduhjálp Íslands.

ATA R N A

Sögu Iceland Express í núverandi mynd er lokið. Hitt íslenska lágfargjaldaflugfélagið WOW air hefur yfirtekið leiðakerfi, vörumerki og viðskiptavild Iceland Express. Í yfirlýsingu Pálma Haraldssonar, eiganda Iceland Express, kom fram að óhjákvæmilegt væri að segja upp hluta starfsfólks. Mikill taprekstur hefur verið á Iceland Express, einkum í fyrra, og varð Pálmi að leggja því til mikið fé.

„Heimilistækin mín eru frá Smith & Norland. Það kemur ekkert annað til greina.“ „Siemens-tækin eru margreynd á Íslandi. Þau eru fallega hönnuð, endingargóð og þægileg í notkun. Smith & Norland er eins og Siemens: traust fyrirtæki með mikla reynslu þar sem viðskiptavinurinn er í fyrirrúmi. Þannig vil ég hafa það.“ Örn Arnarson, íþrótta- og ökukennari, hefur keypt öll heimilistækin sín hjá Smith & Norland.

Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is


Helgin 26.-28. október 2012

Stjúptengsl

Börnin mín eiga ellefu foreldri

F

jölskyldan mín er ein sú flóknasta gerð af stjúptengslafjölskyldu sem ég veit um. Aðeins tvö yngstu börnin okkar hjóna eiga einungis tvö foreldri. Hin eiga á bilinu þrjú til sex. Samtals eiga börnin okkar sex ellefu foreldri. Til að flækja þetta mál aðeins meira má segja frá því að þessir ellefu foreldri búa í þremur löndum og eru af fjórum þjóðernum. Sex ára dóttir mín er dálítið upptekin af þessu öllu um þessar mundir. Þá sjaldan við erum aðeins fjögur í heimili (hin börnin hjá hinum foreldrum sínum úti í bæ) segir hún stundum upp úr eins manns hljóði: „Þetta er alfjölskyldan mín“. Ætli sjónarhóll það sé ekki leið barnsins til þess að skilja það flókna fjölskyldumynstur sem hún er hluti af? Við forðumst samt að tala um stjúp-systkin eða hálfsystkin heima hjá okkur – án þess þó að það sé eitthvert tabú. Börnin okkar eru öll jafnmikil systkin hvort sem þau eru meira eða minna skyld eða bara alls ekkert skyld. Eitt sinn fengum við Au-Pair stúlku sem var hjá Sigríður okkur í um ár. Hið fyrsta sem elsta dóttirin á heimDögg ilinu gerði var að setjast niður með henni og teikna Auðunsdóttir upp fjölskyldutengslin. Þau voru of flókin svo hægt sigridur@ væri að útskýra þau með orðum. frettatiminn.is Dóttir mín var að eignast fyrrverandi stjúpbróður. Fyrrverandi stjúppabbi hennar var sem sagt að eignast son. Hún er í miklu sambandi við þennan fyrrverandi stjúpa sinn sem hún ólst upp með frá því hún var þriggja ára þar til hún var sjö ára og kallar hann enn „Daddy“. Ég spurði hana að því hvort henni fyndist að hún hefði verið að eignast bróður. Hún hugsaði sig aðeins um og svaraði:„Nei – frekar frænda.“ Stjúptengsl geta orðið ansi flókin. Samband kynforeldris og barns er annars eðlis en samband stjúpforeldris og barns. Það er ekki fyrr en bæði kynforeldrið og stjúpforeldrið gera sér í grein fyrir því að hlutirnir verða auðveldari. Áður en ég valdi að gerast stjúpforeldri vissi ég í raun ekkert um hlutverkið. Ég var móðir fyrir og bjóst við því að stjúpmóðurhlutverkið væri eins. Ég gerði miklar kröfur til sjálfrar mín um það að ég myndi elska stjúpbörnin mín alveg á sama hátt og mitt eigið barn. En það var öðruvísi en ég bjóst við. Tengslin eru allt önnur, ekki síst hvað varðar tilfinningalega endurgjöf frá stjúpbarninu – sem auðvitað á þegar tvö kynforeldri sem það elskar meira en allt annað í heiminum og þarf í raun ekkert fleiri foreldri. Það var ekki fyrr en við fjölskyldan fórum í stjúptengslaráðgjöf til Valgerðar Halldórsdóttur að ég fékk að heyra að stjúpmæður gera ósjaldan óraunhæfar kröfur til sjálfra sín varðandi tengsl sín við stjúpbörn. Það er allt í lagi að elska þau öðruvísi en sín eigin börn. Lykilorðið er „öðruvísi“. Ég elska stjúpbörnin mín en ég veit að þau eiga mömmu sem þau elska miklu meira og öðruvísi en mig – og ég veit að dóttir mín mun aldrei elska stjúpmömmu sína meira en mig – og þannig á það að vera. Þau elska mig öðruvísi en mömmu sína – og ég elska þau öðruvísi en börnin sem ég gekk með. Gagnkvæm virðing og vinskapur eru lykilorðin í samskiptum stjúpforeldra og barna, að mínu mati. Ég geri kröfu um að þau sýni mér virðingu og séu vingjarnleg og virði þær reglur sem gilda á heimilinu. Ég sýni þeim ást og umhyggju. Ég geri ekki þær kröfur að tilfinningasamband okkar sé eins og milli kynforeldris og barns. Þegar ég uppgötvaði þetta – varð hið flókna stjúptengslanet mitt miklu einfaldara.

Afsláttur af lántökugjöldum Ergo vill aðstoða þig við að eignast farartæki Áfram bjóðum við græn bílalán án lántökugjalda. Við bjóðum einnig 50% afslátt af lántökugjöldum á bílalánum og bílasamningum í október.

Suðurlandsbraut 14

Verslaðu á vefnum

>

sími 440 4400

>

www.ergo.is

Frí sending að 20 kg

>

ENNEMM / SÍA / NM54512

Reiknaðu með okkur á ergo.is.

ergo@ergo.is

1 árs skilaréttur

Fosc

am M

onito

r-C

Engin áskriftargjöld

ame

ra 1

- heim

a

- gæsla og öryggi

Verð: 39.750 kr. Bendum á reglur um rafræna vöktun á personuvernd.is

Kíktu heim - til öryggis • • • • • • •

Þráðlaus samskipti við tölvur og snjallsíma Háskerpumyndavél fjarstýrð með símanum Sendir myndir í tölvupósti við hreyfingu Möguleiki á upptöku beint á minniskort Nýjasta tækni í myndgæðum Einföld uppsetning – Íslenskar leiðbeiningar Gæsla í þínum höndum – Engin áskriftargjöld

Foscam er leiðandi á sínu sviði með mest seldu öryggismyndavélar í Bandaríkjunum

öryggismyndavélar

Fjarstýrð Pan / Tilt

Þráðlaus samskipti

Greinir hreyfingu og sendir boð

Hljóðnemi og hátalari

Nætursjón

Háskerpumyndgæði

Opið virka daga kl. 9 -18 og laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is


viðhorf 17

Helgin 26.-28. október 2012

61

Vikan í tölum

4

krónu verðhækkun hefur orðið á metaneldsneyti frá ársbyrjun 2009 til dagsins í dag. Þetta er um 70 prósent verðhækkun en á sama tíma hefur bensín hækkað um 80 prósent.

ár í röð hefur Ísland hafnað í efsta sæti í úttekt Alþjóða efnahagsráðsins, WEF, á stöðu jafnræðis karla og kvenna í heiminum.

25.009 285 fiskar komu á land í Veiðivötnum í ár. Þetta er minni veiði en undanfarin ár.

milljóna tap var á rekstri Skjásins í fyrra. Velta félagsins jókst hins vegar um 350 milljónir króna á milli ára og var tæpir 1,9 milljarðar.

90.000

farþegar komu hingað til lands með skemmtiferðaskipum í ár samkvæmt áætlunum. Þegar hefur verið bókað fyrir hundrað þúsund farþega á næsta ári.

Fimmtán þúsund undirskriftir Fimmtán þúsund Íslendingar hafa skrifað undir kröfu um að 10 prósent af áfengisgjaldi verði varið til nýrra úrræða fyrir þolendur áfengis- og vímuefnavandans.

www.kia.is

7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum.

Skýrari skilyrði verða sett til að beita tilteknum aðgerðum í þágu rannsóknar samkvæmt frumvarpi um breytingu á lögum um meðferð sakamála. Aðgerðirnar skerða friðhelgi einkalífs, símhlustun, upptaka á hljóðum og merkjum, taka ljósmynda og kvikmynda og notkun eftirfararbúnaðar.

Skjálftavirkni úti fyrir Norðurlandi Íbúar á Siglufirði og víðar á Norðurlandi mega búast við áframhaldandi skjálftavirkni næstu daga og einstaka jarðskjálftum í stærra lagi. Fern jarðgöng eru á Tröllaskaga og eru Héðinsfjarðargöng sérstaklega hönnuð til að standast jarðskálfta.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 2 0 3 0

Skýrari skilyrði fyrir hlerunum

Þér er boðið að reynsluaka nýjum

Kia cee’d Sportswagon

Stefnt að fullri greiðslu fyrir tannlækningar barna Greitt verður að fullu fyrir allar tannlækningar barna, nái tillögur sem starfshópur um lausn á barnatannlækningum hefur lagt fyrir velferðarráðherra.

Svartur atvinnurekstur í ferðaþjónustu Undanskot í ferðaþjónustu hafa aldrei verið meiri, segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Könnun sýnir að hópur fólks sem stundaði svartan atvinnurekstur þáði einnig atvinnuleysisbætur. Ástandið var verst hjá einyrkjum og tiltölulega litlum fyrirtækjum.

Segir að ný stjórnarskrá geti tekið gildi 17. júní Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að ný stjórnarskrá geti tekið gildi 17. júní á næsta ári. Þjóðinni hafi í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag tekist það sem Alþingi hafi ekki tekist, að kjósa um nýja stjórnarskrá.

Búseta á háhitasvæðum tengist krabbameinshættu Búseta á háhitasvæðum á Íslandi tengist hættu á að fá krabbamein, samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var við læknadeild Háskóla Íslands.

Bílabruni upplýstur Lögreglan á Suðurnesjum hefur upplýst bensínþjófnað og bílabruna á bílaleigu á Suðurnesjum um helgina. Átta bílar skemmdust í brunanum, þar af eru fimm ónýtir. Tveir menn um tvítugt voru handteknir og játuðu þeir verknaðinn.

Ásakanir um mansal rannsakaðar Kínversk kona sem bjó hér á landi í fjögur ár sakar kínversk hjón um að stunda mansal á Íslandi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið.

Lambhrútur lifði 40 daga í fönn Lambhrútur frá bænum Litlu-Reykjum í Reykjahverfi fannst á lífi á laugardag á heiði austur af bænum eftir 40 daga vist í fönn.

Við kynnum nýjan Kia cee’d Sportswagon – stærri og rúmbetri útgáfu af hinum vinsæla Kia cee'd. Hann er vel búinn og kraftmikill en samt sparneytinn, eyðir frá aðeins 4,4 l/100 km í blönduðum akstri. Komdu við í sýningarsal Öskju að Krókhálsi 11 eða hjá umboðsmönnum okkar og kynntu þér þennan stórglæsilega bíl. Við tökum vel á móti þér.

Verð frá 3.655.777 kr. Kia cee’d Sportswagon Aðeins 30.777 kr. á mánuði í 84 mánuði* *M.v. 50% útborgun eða uppítökubíl að sambærilegu verðmæti. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,06 %.

Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.


18

viðhorf

Helgin 26.-28. október 2012

Löðrungur veruleikans

Alþingi – Íslands óhamingja?

V

ið Íslendingar fengum tækifæri Valdið er eign stjórnmálamanna, og til að kjósa um framtíðina síðasta hagsmunaafla laugardag, tækifæri sem margar Makalaust hvað maður getur verið bjartsýnn, þjóðir öfunduðu okkur af, fréttin eins og barn – en síðan kemur veruleikinn og um kosningarnar fór víða, og niðurstaðan löðrungar mann. ekki síður; að hér væri samfélag þar sem Fyrstu daga og vikur eftir búsáhaldabyltlýðræði virkar í alvöru en er ekki kæft eða inguna fannst mér það blasa við að hér eftir skrumskælt af þingmönnum og hagsmuna- yrði útilokað fyrir þingmenn að tala áfram öflum. Maður verður svolítið stoltur að vita af eins og þeir höfðu gert, og hélt í alvöru að þessu áliti umheimsins – en um leið feginn að það væri búið að fletta svo rækilega ofan hann skilur ekki íslensku og eigi þessvegna af spillingu og dugleysi og svikum að ekki erfiðara með að fylgjast yrði aftur snúið. Síðan kom með alþingismönnum okkveruleikinn með sína blautu ar ræða um kosningarnar, tusku, og það lá við að maður og niðurstöðurnar. Sunnuskammaðist sín fyrir bjartdagurinn var tæpast runnsýnina. Eitt af því sem ég inn upp þegar sjálfstæðishélt að myndi breytast, gæti menn voru farnir að gera ekki annað en breyst í kjölfar lítið úr kosningunum, þáttalls þess sem hrunið leiddi í takan væri svo döpur, rétt ljós, og Rannsóknarskýrslan um 50 prósent. Formaðdró síðan saman í járnbundurinn, Bjarni Benediktsson in rök, var að íslenskt þjóðsagði að þetta væru ómarkfélag hefði sumpart stjórnast tækar kosningar, og Illuga af fáránleikanum. Og ég man Gunnarssyni tókst að slá að þegar sá orðrómur komst á kreik nokkru eftir hrunið, alveg nýjan tón þegar hann sagði að það yrði líka að að eigendur Morgunblaðsins hlusta á þá sem ekki kusu. hygðust ráða Davíð Oddsson Jón Kalman Stefánsson Ég held að þessi nýjung Illsem ritstjóra, þá hló ég, og rithfundur uga sé á heimsmælikvarða, þekkti þarna aftur fáránleika einhver ætti að veita honfortíðar; ég var sannfærður um meistartign fyrir hugum að svona gjörning væri myndaflug og útúrsnúning – og eitt er víst bókstaflega ekki hægt að bjóða íslenskri þjóð að hann hefði hlotið mörg stig fyrir þetta í eftir hrun. En Davíð var ráðinn – og sumir morfískeppni. Og þar liggur hundurinn sum- þingmenn Sjálfstæðisflokksins stigu þá fram part grafinn; of margir þingmenn virðast líta og fögnuðu. Afhverju fögnuðu þeir? Þeir vissu á þingstólinn sem ræðustól í morfískeppni, auðvitað, eins og við hin, að Davíð hefur aldrei að það sé ekki þeirra heilög skylda að koma verið maður sátta og sanngirni, heldur fyrst á betra samfélagi, heldur snúist allt saman og síðast maður hagsmuna, maður sem þolir um að koma höggi á andstæðinginn, snúa svo enga skoðun nema sína. Það blasti því við að rækilega út úr málum að þau endi í rembi- Morgunblaðið yrði eftir hans höfði, og einmitt hnút. Eða er hægt að taka svona þingmann á þeim tíma þegar við sem þjóð þurfum svo alvarlega, því ef við fylgjum rökum hans eftir, sárlega á opinni umræðu að halda, og sterkég á við, samþykkjum það að þarna sé talað um fjölmiðli sem reynir sitt ítrasta að draga af heilindum, að þarna sé manneskja sem vilji fram rétta mynd af ástandinu. Það blasti við láta taka sig alvarlega, nefnilega að ekki sé að Morgunblaðið yrði miðill þröngra sjónarhægt að túlka niðurstöður kosninga fyrr en miða, baráttuafl hagsmuna, miðill ósættis, búið er að rýna í þau prósent sem ekki kusu, miðill útúrsnúninga. Samt fögnuðu þessir alímynda sér hvar þau atkvæði hefðu fallið – ja, þingismenn Sjálfstæðisflokksins. Og afhverju hverskonar sýndarheim sætum við uppi með? – jú, líklega vegna þess að þeim er alveg sama Hverskonar ef og hefði heim lifðum við þá í? um umræðuna. Nei, það er ekki rétt, þeim er Eða er hérna kannski kominn kjarninn í Sjálf- ekki sama, þeim er bara illa við umræðuna ef stæðisflokki Bjarna og Illuga: Ekki hlusta á hún er ekki þeim í vil. Þeir vilja að umræðan raddir fólksins ef þær falla ekki að okkar vilja. í fjölmiðlum sé svipuð og í leikhúsi fáránleikVið neitum að sjá það sem við blasir ef okkur ans, á hinu háa Alþingi. Þeir vilja ekki réttgeðjast ekki að því – við bendum frekar á það læti, heldur völd. Ekki umræðu heldur sína sem er ósýnilegt, og kannski ekki til. Með skoðun. Þessvegna fögnuðu þeir Davíð í stól öðrum orðum, við sjáum það sem við viljum ritstjórans, sannfærðir um að hann myndi sjá. Og breytum síðan þögninni í raddir sem færa þeim veldissprotann aftur. Bjarni Benefalla að okkar vilja. diktsson og félagar virðast nefnilega standa í

þeirri trú að valdið sé eign stjórnmálamanna. Og hagsmunasamtaka. Þessvegna hamast þeir nú við að gera lítið úr kosningunum síðastliðinn laugardag. Þessvegna nældi Illugi Gunnarsson sér í meistaratign í útúrsnúningum með því að fara fram á að við myndum túlka raddir þeirra sem töluðu ekki – og telja atkvæði þeirra sem ekki kusu.

Verkefni fyrir alþingismenn með meistaratign í útúrsnúningi

Þetta er í raun mjög einfalt; Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur Stjórnlagaráðs, rétt undir 50 prósent kusu, og mikill meirihluti, afgerandi, sagði skýrt já, að tillögurnar yrðu grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. Auðvitað hefði verið gaman ef fleiri hefðu kosið, en þetta þætti samt gott í öðrum ríkjum, í Sviss fer þátttakan til að mynda niður í 20-30 prósent, en það hvarflar þó ekki að neinum í Sviss að taka upp hugmyndir Illuga Gunnarssonar og rýna í þau 70-80 prósent sem ekki kusu. Og síðan túlka niðurstöður eftir því – væntanlega sér í hag. Íslenskir alþingismenn virðast þola það illa ef þjóðin er óvart á annarri skoðun en þeir sjálfir. Þjóðaratkvæðagreiðsla er þjóðaratkvæðagreiðsla, og hvort sem alþingismenn eru sáttir við hana eða ekki, þá ber þeim skylda að hlíta niðurstöðum hennar. Siðferðisleg skylda. Hvort sem 10 eða 90 prósent greiða atkvæði. Þeir sem sátu heima kusu sér það hlutskipti, þeir segja með þögn sinni; mér er alveg sama, eða; ég læt ykkur sem kjósa ráða. Í stuttu máli: Þeir sem kusu tóku ákvörðun fyrir þjóðina. Og þeirri ákvörðun ber þingmönnum að hlíta. Nema þeir telji sig ofar þjóðinni. Að þeir viti betur. Gunnar Bragi, þingflokksformaður Framsóknar gengur í takt með sjálfstæðismönnum og segir um kosningarnar: „Ég fæ ekki séð að þar hafi þjóðin talað.“ Hvernig komast menn að svona niðurstöðu? Eru það annarlegir hagsmunir sem blinda sýn, eða verður löngunin við að koma höggi á þá sem sitja við stjórn yfirsterkari hollustu við land og þjóð? Eða með leyfi, hvar talar þjóðin nema í þjóðaratkvæðagreiðslu? Það mun vafalaust hryggja Gunnar Braga, og skoðanabræður hans í Sjálfstæðisflokknum, að könnun sem gerð var í apríl á vegum MMR er nánast samhljóma í einu og öllu niðurstöðum kosninga. En menn með meistaratign í útúrsnúningi fara sjálfsagt létt með að skrúfa það í sundur.

Meðferðarstofnun fyrir íslenska alþingismenn

Þegar allt hrynur, ekki bara efnahagskerfið heldur hugmyndakerfið líka, og tjöldin svipt-

ast til hliðar þannig að spillingin, lygarnar og vanhæfnin blasa við þjóðinni, þá þarf augljóslega að taka til hendinni. Það er ekki nóg að sauma ný tjöld, það verður að huga að grunnstoðum, hugsa allt upp á nýtt, annars lærum við ekki neitt og siglum inn í annað og ekki minna hrun eftir tíu til fimmtán ár. Hrunið var staðfesting á því að innri hugsun íslensks samfélags var, ef ekki röng, þá verulega ábótavant. Þessvegna þarf að hugsa stjórnarskrána upp á nýtt. Framsóknarþingkonan Vigdís Hauksdóttir gefur lítið fyrir kosningarnar. Henni finnst öll umræðan óþörf og fullyrðir: „Það var ekki stjórnarskráin sem olli bankahruninu.“ Hún vill að stjórnvöld einbeiti sér að því að koma heimilum og fyrirtækjum til bjargar, en eyði ekki tíma í tal um stjórnarskrána. Samt sagði hún þann 3. apríl 2009: „Ný stjórnarskrá er grundvöllurinn að endurreisn Íslands.“ Skyldi Vigdís Hauksdóttir ekki eiga neina sannfæringu? Eða hefur hún skipt um skoðun og trúir því að það sé verra en tímasóun að ræða um grunnstoðir samfélagsins, stoðirnar sem framtíðin, þar með fyrirtæki og heimili, muni hvíla á? Eða er hún, eins og skoðanabræður hennar í Sjálfstæðisflokknum, svo þyrst í völd að hún segir hvað sem er til að koma höggi á núverandi stjórn? Hörð orð hjá mér? Ósanngjörn? Ég veit það ekki. Ég er einfaldlega kjósandi sem er fyrir löngu búinn að fá nóg af þessu lífríki sem virðist þrífast inni á Alþingi Íslendinga. Ég hef stundum reynt að átta mig á því hversvegna hlutirnir gangi svona ógæfulega fyrir sig á Alþingi, mér hefur meira að segja dottið í hug að sumir þingmenn væru meira eða minna fullir, langdrukknir, og því komnir á þrálátt röflstig. Eina lausnin væri þar með að senda þá í meðferð. Og kannski er það eina lausnin; að senda alþingismenn Íslendinga í meðferð þar sem grundvallaratriði í mannlegum samskiptum væru kennd. Þar sem siðfræðingar myndu leiða þeim fyrir sjónir hvað virðing fyrir skoðunum annarra þýðir, og að þeir væru valdir á þing til að vinna fyrir íslenska þjóð, ekki flokkinn sinn, ekki LÍÚ eða önnur hagsmunaöfl. Kannski komust við ekki lengra, kannski komum við ekki í veg fyrir nýtt hrun fyrr en þingmenn hafa útskrifast frá strangri meðferðarstofnun: þeir sem stæðust ekki prófin yrðu felldir og þar með vísað af þingi. Því við þurfum einfaldlega þingmenn sem virða vilja þjóðarinnar, sem skilja og sætta sig við að rödd hennar birtist í þjóðaratkvæðagreiðslu, og að þeirri rödd ber þeim að hlýða – jafnvel þótt hún gangi gegn sterkum hagsmunaöflum, persónulegum metnaði eða heill flokksins. Þingmaður sem hundsar vilja þjóðar á ekki heima á alþingi Íslendinga.

www.volkswagen.is

Volkswagen Polo - fyrir okkur öll Meðaleyðsla aðeins 5,5 lítrar á hverja 100 km

Aukabúnaður á mynd: 16“ álflegur, þokuljós

Polo 1.2 bensín kostar aðeins:

2.350.000 kr. Polo Trendline 1.2 bensín, 70 hestafla, beinskiptur

Komdu og reynsluaktu Volkswagen Polo


KÆRU LANDAR

NÚ eR GOUDA GóðOstUR KOmiNN í NýjAN sAmfestiNG

þá

þá

þá


Helgin 26.-28. október 2012

Þáttur Freysteins Þorbergssonar

40 ára afmæli HM-einvígisins í skák

Í Á fundinum mun Trine Kanter Zwerekh, kynningarstjóri hjá norsku vegagerðinni kynna National Tourist Routes, samstarfsverkefni norsku vegagerðarinnar og ferðaþjónustunnar þar í landi sem miðar að því að byggja upp vinsælar leiðir fyrir ferðamenn. Því næst mun Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, fræða viðstadda um stöðuna á samstarfi Vegagerðarinnar við ferðaþjónustu á Íslandi. Þá stígur Hlynur Snæland Lárusson frá Snælandi Grímssyni fram og ræðir hugmyndir að samvinnu fyrrnefndra aðila í framtíðinni. Að lokum veltir Þórarinn Malmquist arkitekt því fyrir sér hvernig hægt væri að vinna sambærilegt verkefni og National Tourist Routes hér heima. Skráning fer fram á islandsstofa@islandsstofa.is eða í síma 511 4000 Nánari upplýsingar veita Brynja Bjarkadóttir, brynja@islandsstofa.is og Hermann Ottósson, hermann@islandsstofa.is

Gullsmiðadagurinn laugardaginn 27. október

Uppbygging og endurskipulagning

Ég skal taka til

Kíktu til gullsmiðsins þíns Hann tekur vel á móti þér Komdu með uppáhaldsskartgripinn þinn og láttu hreinsa hann þér að kostnaðarlausu.

É

Verið velkomin Akranes Dýrfinna gullsmiður Hafnarfjörður Fríða gullsmiður, Strandgötu 43 Gullsmiðjan, Lækjargötu 34c Nonni gull, Strandgötu 37 Sign gullsmiðaverkstæði við smábátahöfnina Kópavogur Carat-Haukur gullsmiður, Smáralind Meba Rhodium, Smáralind Reykjanesbær Georg V. Hannah, úr og skartgripaverslun, Hafnargötu 49 Reykjavík Anna María Design, Skólavörðustíg 3 Aurum, Bankastræti 4 Gull og Silfur, Laugavegi 52 Gull og silfursmiðjan Erna, Skipholti 3 Gullkistan, Frakkastíg 10 Gullkúnst Helgu, Laugavegi 11 Gullsmiðja Óla, Ingólfstorgi Gullsmiðurinn, Mjódd

tilefni af 40 ára afvar hann einnig með í mæli HM-einvígútreikningum sínum. isins í skák finnst mér við hæfi að minnast Það sem myndi auka þess hvernig Freysteinn áhorf: 1. Hve pólitískt einvígÞorbergsson stuðlaði að ið yrði, þar sem fullþví að það var haldið á trúar kalda stríðsins Íslandi 1972. Freysteinn hélt til náms í Moskvu í mættust við skákágúst 1957. Hann horfði borðið 2. Frægð Fischers . á hluta af HM-einvígi milli Botwinniks og 3. Forvitni um þessa Smyslovs og varð það Edda Júlía Þráinsdóttir litlu óþekktu þjóð örlagaríkt, því hann húsmóðir sem náði svo stórum fékk þá hugmynd að viðburði. koma HM-einvígi til Íslands. Hann byrjaði strax í Moskvu að kafa ofan Það sem mundi draga úr í skáksöguna því hann vissi að það áhorfi: þurfti að fortíð að hyggja ef framtíð 1. Óþekkt land með kalt nafn. skal byggja. Þar sem einvígið var í 2. Langt að fara og kostnaðarsamt. gangi og allar upplýsingar mundu 3. Dýrt uppihald yfir skáktímabilið. ekki liggja fyrir fyrr en eftir tvö ár, ákvað hann að skoða einvígi sem Öll þessi atriði og einhver fleiri haldið hafði verið áður milli Botw- sem ég man ekki fengu ákveðið inniks og Tals. Hann skipulagði sig vægi í útreikningum hans. Freyþannig að hann byrjaði á að skoða steinn gerði spá fyrir Ísland. Á húsið vandlega. Síðan fór hann á há- skákina sem minnsta áhorfið hlaut skólabókasafn og las allt sem skrif- komu 5 færri en hann reiknaði með. að hafði verið um einvígið. Það sem Á mesta áhorfið komu 38 fleiri en hann var aðallega að fiska eftir var hann var með í útreikningum sínhvort húsnæðið hefði verið of stórt um og að meðaltali komu 24 fleiri á eða of lítið eða aðrir gallar komið hverja skák en hann þorði að vona. í ljós. Þannig skoðaði hann 30 hús Freysteinn rannsakaði sögu og hallir hér og þar í heiminum þar hvers staðar fyrir sig í 10 ár fyrir sem HM-keppni í skák hafði farið keppni og 10 ár eftir keppni til að fram. Síðan fór hann í viðkomandi hafa samanburð á hvaða breytingar skáksamband til að fá eins nákvæm- hefðu orðið. Alltaf var mikill munar aðsóknartölur og mögulegt var. ur og vel sýnilegur. Aukinn ferðaEinnig ræddi hann við prófessora mannastraumur, ráðstefnuhald og ef hann vantaði frekari upplýsingar. alls kyns ferðamennska og síðast Hann safnaði aðsóknartölum til út- en ekki síst fylgdi leiðtogafundur reiknings en ef þær vantaði reikn- í kjölfarið. Algengast var að 1-3 ár aði hann út trúverðugar tölur miðað liðu frá keppninni þangað til leiðvið lýsingar á aðsókn. Hann smækk- togafundur var haldinn en tvisvar aði síðan þær tölur og miðaði við hafði liðið skemmri tími og tvívegis 200.000 manna þjóð. Önnur viðmið hafði það dregist upp undir 10 ár, en

Leifur Kaldal gullsmiður

GÞ Skartgripir og úr, Bankastræti 12 Hún og hún, Skólavörðustíg 17b Meba Rhodium, Kringlunni Metal Design, Skólavörðustíg 2 Orr gullsmiðir, Bankastræti 11 Ófeigur, gullsmiðja og listmunahús, Skólavörðustíg 5 Tímadjásn, skartgripaverslun, Grímsbæ

www.gullsmidir.is

g vil ljúka leiðréttÞað þarf æðruleysi, hugrekki og kraft til að ingu húsnæðislána almennings og endtaka að sér fjárhagslega urstilla hagkerfið upp á endurskipulagningu fyrnýtt. Skapa störf og skapa irtækja og sveitarfélags. framtíð. Það hentar engum Hugrekki snýst um að að bíða nema bönkunum. gera það sem við þurfum að gera jafnvel þegar það Ég hef reynslu í því að taka er virkilega erfitt eða við til, endurskipuleggja og byggja upp. hræðumst það. Við þurfFrá hruni hafa um 4000 um á hugrekki að halda fyrirtæki farið í þrot. Á þegar við reynum eittsama tíma hefur atvinnu- Kjartan Örn Sigurðsson, hvað nýtt, þegar við horfleysi aukist. Í einhverjum frambjóðandi í prófkjöri umst í augu við erfiðar aðstæður og þegar við tilfellum hefur tekist að Sjálfstæðisflokksins í endurreisa fyrirtæki og þurfum að taka okkur á Suðvesturkjördæmi bjarga störfum. Illa stöddeftir að hafa gert mistök um fyrirtækjum er hægt og verðum að reyna aftur. að bjarga með nauðasamningi við Í mínum huga er mikilvægt að fólk lánardrottna. Sum fyrirtæki eru svo með fjölbreytta reynslu og bakgrunn illa stödd að gjaldþrot er eina lausnin. taki sæti á Alþingi. Fólk sem er uppÍ sumum tilfellum er reynt að stofna byggjandi og hefur hugrekki og þor nýtt félag á rústum þess fallna og til að takast á við erfiðar aðstæður og bjarga þannig störfum og skapa við- ekki síður fólk sem kann að beisla ný skiptavin fyrir önnur fyrirtæki. Jafn- tækifæri til sóknar. vel lánardrottnar sem þurfa að afskrifa Ég fæddist ekki með silfurskeið í skuldir geta verið betur settir með nýj- munninum. Ég er menntaður stjórnan viðskiptavin til framtíðar en engan. málafræðingur og býð fram þá reynslu Frá hruni hefur Eftirlitsnefnd með og þekkingu sem ég sjálfur hef náð fjármálum sveitarfélaga sent tíu sveit- mér í. arfélögum viðvörun vegna slæmrar Eftir að fjölskyldan f lutti aftfjárhagsstöðu. Eitt þeirra er sveitar- ur heim 2007 hef ég tekið að mér félagið Álftanes. Ástandið þar var framkvæmdastjórn og fjárhagslega mjög slæmt og var m.a. skoðuð sú endurskipulagningu fyrirtækja og leið að aðlaga skuldir og skuldbind- sveitarfélagsins Álftaness. Ég var ingar að greiðslugetu sveitarfélagsins framkvæmdastjóri fyrir Evrópu 2001með nauðasamningi. Á Íslandi hafði 2006 hjá Strax (www.strax.com) og sveitarfélag aldrei farið í svo alvarlegt leiddi uppbyggingu í ellefu milljarða greiðsluþrot og tæknilega hafði aldrei veltu, framkvæmdastjóri Hans Peteráður reynt á nauðasamning sveitar- sen 2007 og forstjóri Egilsson/Office1 félags. (www.egilsson.is) frá 2008-2012.


viðhorf 21

Helgin 26.-28. október 2012

móður úr Þingholtunum. Á því heimili þurfti að elta kolatrukkinn til að grípa það sem af honum féll og heimilistekjurnar voru drýgðar með blaðasölu. Ef launin urðu einn far mínir tveir Magnús og eyrir, gat móðir hans keypt efnisbút Björgvin fæddust báðir í og saumað svuntu sem hægt var að Reykjavík á fyrri hluta 20. selja á tíu aura. Með útsjónarsemi af aldar en áttu um margt ólíka ævi. þessum toga tókst þeim að ná endum Björgvin, sonur skipstjóra í Vestursaman. Afi taldi mikilvægt að allir bænum var á sínum tíma farsæll ættu að hafa jöfn tækifæri í lífinu og knattspyrnumaður, og áberandi í að við Íslendingar ættum að gæta félagslífi borgarbúa á árunum eft- Magnús Orri Schram vel að þeim efnaminni. Þannig fylgdi ir stríð. Hann starfaði lengi sem alþingismaður lambakjötinu á sunnudögum oft lítið stórkaupmaður og var alltaf mikill erindi um misjafnar aðstæður fólks stuðningsmaður frjálsra viðskipta, utanríkis- til að sækja sér menntun. verslunar og afnáms hafta. Hann taldi mikilvægt Lífsbaráttan var um margt harðari á sínum að gera hverjum manni kleift að njóta afraksturs tíma, en hrunið fyrir fjórum árum skerpti hins vinnu sinnar og dugnaðar. vegar mjög á umræðu um grundvallarþætti í Magnús var einn fjögurra sona einstæðrar samfélagi okkar. Skyndilega áttuðum við Íslend-

Tveir afar

Þá og nú

þá var það vegna styrjaldarástands sem braust út í landinu eftir keppnina. Freysteinn var eini Íslendingurinn sem sótti alþjóðaþing FIDE þegar einvígið var í undirbúningi og nefndi þar Ísland sem einvígisstað. Það var í Amsterdam 9. ágúst 1971. Freysteinn samdi tilboð Íslendinga og var sendur með það til Amsterdam af þáverandi forseta Skáksambands Íslands, Guðmundi G. Þórarinssyni. Þegar Æðsta ráð Sovétríkjanna kom hingað í opinbera heimsókn í byrjun ágúst 1960 var Freysteinn túlkur ríkisstjórnar Íslands og var þá fyrsti Íslendingurinn sem túlkaði beint úr rússnesku yfir á íslensku. Augljóst er að það hefur þurft rússneskumælandi mann til að afla upplýsinga frá Rússlandi þegar unnið var að upplýsingum um HM-einvígi því það var stærsta og virtasta skákland heims á þeim tíma og er enn. Það er ekki hægt að lesa um heimsókn Æðsta ráðs Sovétríkjanna í blöðum Landsbókasafns því búið er að falsa blöð á safninu og þurrka út mestallar greinar eftir Freystein eða um hann. Ég hef farið á Landsbókasafnið og leitað að þessum greinum og mörgum öðrum en ekki fundið þær. Hverjir geta falsað blöð á Landsbókasafni? Þeir njóta sjaldnast eldanna sem fyrstir kveikja þá. Valdamiklir menn boluðu Freysteini út úr einvígismálunum og hafa eignað sér heiðurinn af stórum hluta ævistarfs hans síðan. Freysteinn átti frumkvæðið að HM-einvíginu í skák 1972 sem er enn að stækka. Minning hans lifi. Freysteinn varð Íslandsmeistari í skák 1960 og Norðurlandameistari 1965.

Í störfum mínum undanfarin ár hefur tekist að bjarga hundruðum starfa Nýverið fékk ég gagnrýni á mig í fjölmiðlum fyrir að hafa stýrt fyrirtækjum í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og tekið til eftir hrun. Með öðrum orðum gagnrýni fyrir að hafa tekið til eftir partý sem ég hvorki bauð í né var boðið í. Ég kann að taka til, byggja upp og endurskipuleggja. Ég hef tekið að mér ýmiss vanþakklát störf eftir hrun en alltaf reynt að standa mig vel í þeim verkefnum sem ég hef verið ráðinn til að leysa. Störf mín hafa ekki alltaf notið vinsælda og það eru aldrei allir sáttir þegar kröfur eru afskrifaðar. Það hef ég hinsvegar aldrei gert með persónulegan ásetning eða ávinning að leiðarljósi. Í mínum huga er fólkið í landinu með mjög skýrar kröfur. Leiðið okkur út úr þessari kreppu. Eyðið óvissu og skapið eitthvað sem börnin okkar og barnabörn geta notið góðs af til framtíðar. Á sama tíma vil ég tryggja foreldrum okkar, ömmum og öfum þessa lands, ánægjulegt ævikvöld. Ég er kvæntur, fjögurra barna faðir á Álftanesi með verðtryggt íbúðarlán. Ég er fulltrúi fjölskyldna í landinu. Í alþingiskosningum eigum við að geta valið okkur starfsmenn sem við treystum til að taka á hlutunum, framkvæma og skapa. Með reynsluna í farteskinu býð ég mig fram í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Ég skal taka til, endurskipuleggja og byggja upp.

Atvinnulíf og velferð

Undanfarin ár hef ég oft hugsað til þeirra Björgvins og Magnúsar. Ég hef viljað vinna að framgangi stjórnmálaflokks sem lítur til sjónarmiða beggja við mótun stefnu sinnar. Velferð og jafn réttur allra til þjónustu verður ekki til án verðmætasköpunar, samkeppnishæfni atvinnulífsins og frelsis til athafna. Á sama hátt byggir sterkt atvinnulíf á öflugu velferðarkerfi og góðri menntun. Þetta er kjarni jafnaðarstefnunnar – og verður ekki í sundur slitið. Samfylking jafnaðarmanna verður að tryggja að hún sé valkostur þeirra sem staðsetja sig á miðju íslenskra stjórnmála og leggja þessi sjónarmið að jöfnu.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 1 - 2 0 1 1

A

ingar okkur á því að velferðin var ekki jafn sjálfsögð og áður. Jafnræði til menntunar, velferðin, afnám hafta og mikilvægi utanríkisviðskipta urðu heitustu málin í stjórnmálunum, rétt eins og um miðja 20 öld.

VEGAAÐSTOÐ SJÓVÁ Bensínlaus, straumlaus, sprungið, tjónaskýrsla?

ÞÚ HRINGIR Í 440 2222 OG VEGAAÐSTOÐ SJÓVÁ BJARGAR MÁLUNUM Sem viðskiptavinur í Stofni nýtur þú Vegaaðstoðar Sjóvá án endurgjalds. Kynntu þér stækkað þjónustusvæði Vegaaðstoðar á sjova.is.

ÞESS VEGNA ERTU HJÁ SJÓVÁ

Fáðu símanúmer Vegaaðstoðar sent í símann þinn.


22

viðtal

Helgin 26.-28. október 2012

Anna: „Mér þótti líka vænt um hvað samfélagið fyrir austan þjappaði sér vel í kringum okkur stelpurnar en öll orkan hjá mér fyrst fór í að hugsa um þær. Ef ég hefði klikkað þá hefði allt klikkað.“ Myndir Hari

Guðfinna: „Þú kemst ekki heil út úr þessu nema þú leyfir þér að fara aftur og aftur í gegnum þetta. Og þetta er ferli. Fyrsta, annað og þriðja árið eru ekki eins.“

Makalaust líf Þær Anna Ingólfsdóttir og Guðfinna Eydal kynntust í röð í Ráðhúsinu því þær vildu báðar votta Norðmönnum samúð sína eftir harmleikinn sem Breivík olli. Báðar misstu þær mennina sína og tengdust órjúfanlegum böndum. Nú hafa þær skrifað bók ásamt séra Jónu Hrönn Bolladóttur um reynslu sína og sorgina sem yfirgefur þær aldrei þótt þær elski lífið og kunni að njóta augnablikanna.

É

g held maður jafni sig aldrei,“ segir Guðfinna Eydal en hún missti manninn sinn, Egil Egilsson, fyrir þremur árum. Hann varð bráðkvaddur í jólaboði. Hallaði sér aftur í stólnum og dó. Fyrir ári síðan, í fyrra sumar, stóð Guðfinna í röðinni við Ráðhúsið því hún vildi skrifa í bók og votta þannig

Norðmönnum samúð sína eftir harmleikinn í Útey. Þá er bankað í öxlina á henni og yngri kona kynnir sig og segist votta Guðfinnu samúð sína en hún hafði heyrt af því að hún hefði misst manninn sinn. „Ég hafði verið í móki heima þennan laugardag og vildi ekki út. Svo það var alger tilviljun að ég var þarna og kynnist þannig Önnu,“ útskýrir Guðfinna en þær Anna Ingólfsdóttir náðu

ekki strax saman því Guðfinna þakkaði samúðarkveðjuna og snéri sér svo aftur að röðinni og vildi sem minnst vita af umheiminum. Hún var í þannig skapi. Þar til Anna bankaði aftur í öxlina og sagðist vita að Guðfinna væri sálfræðimenntuð og hvort hún væri til í að lesa bók sem hún væri með í skrifum um sorgina því hún hefði sjálf misst manninn Framhald á næstu opnu

Bókin Makalaust líf er tileinkuð minningu látinna maka þeirra sem segja sögu sína í bókinni: Árni Margeirsson Egill Egilsson Halldóra Benediktsdóttir Valgerður Marteinsdóttir Sveinn Sigurðsson Kristín Gestsdóttir


FRÍHAFNARDAGAR Dagana 25. - 29. október afnemum við virðisaukaskatt af öllum snyrtivörum.

TAX

FREE

SNYRTIVÖRU

DAGAR *Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 25,5% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 20,32% er alfarið á kostnað Hagkaups.


24

viðtal

Kristján „gerði sér ljóst frá byrjun að það þýddi ekkert að gefast upp. Það væri skylda hans að heiðra minningu Dóru með því að vera sjálfur sterkur bakhjarl fyrir börnin þeirra.“ (Makalaust líf, síða 43).

Helgin 26.-28. október 2012

Kristján Gunnarsson missti konu sína 2010 K

ristján missti konu sína, Halldóru Benediktsdóttir, fyrir rúmum tveimur árum. Þau eiga þrjú börn, 10, 17 og 22 ára, sem búa hjá föður sínum. Halldóra lést þegar hún féll niður í jökulsprungu á Langjökli laugardaginn 30. janúar 2010. Kristján og Halldóra giftu sig 1994 en höfðu þá verið saman í sjö ár. Yngsti sonur þeirra, Gunnar, var með þeim á jöklinum þennan dag og datt með móður sinni ofan í sprunguna. Hann var fluttur á gjörgæsludeild með þyrlu Landhelgisgæslunnar en losnaði þaðan tveim dögum síðar. Þegar Dóra var hífð upp úr sprungunni hélt hún enn á vettlingi Gunnars og fékk hún að halda honum. Hjá feðgunum og eldri systkinum tók við sorgartímabil og Kristján segir í bókinni Makalaust líf að það hafi hjálpað sér og börnunum að hafa auðmýkt til að leita sér hjálpar. Frásögn hans er átakanleg og einlæg.

„Þegar maður er ungur þá er maður ekkert að hugsa um dauðann eða krabbamein.

sinn fyrir fjórtán árum. Hann greindist með krabbamein og sjö mánuðum síðar hafði hann kvatt heiminn. Eftir sat hún, ein með þrjár dætur, 4, 6 og 12 ára gamlar. „Klukkutíma síðar er ég komin heim og þá er bankað. Stendur ekki Anna þar með handritið að sögu sinni. Ég byrja að lesa og gat ekki hætt fyrr en ég var búin. Fór auðvitað mörgum sinnum að grenja. En svo þegar ég ætlaði að finna Önnu þá var ég ekki með símanúmerið hennar og þurfti því að hringja í þær allar í símaskránni.“ Nú er bókin tilbúin. Anna kláraði hana með Guðfinnu og séra Jónu Hrönn Bolladóttur því þær stöllur vildu að bókin yrði miklu stærri og hún er stór. Þar er sorgarferlið kortlagt og talað við fjölda fólks sem misst hefur maka sinn auk þess sem Anna segir sína

átakanlegu og einlægu sögu.

Gaman að lifa

„Við Anna eigum það sameiginlegt að hafa misst maka. Ég náttúrlega orðin miklu eldri þegar ég missi minn en báðar þurftum við að læra að lifa með sorginni. Ég er komin á þann aldur að ég er ekkert hrædd við dauðann,“ segir Guðfinna en bætir við að það sé samt erfitt að missa lífsförunautinn. Henni þykir það í raun óásættanlegt og ómögulegt. Það breytir því samt ekki að hvorki Anna né Guðfinna eru í því sem þær í bókinni kalla læstri sorg. „Okkur finnst gaman að lifa og við eigum góðar stundir,“ segja þær sem nú eru orðnar vinkonur og Anna bendir á að dauðinn sé flestum óraunverulegur. Framhald á næstu opnu


Guðrún Elísabet „Fyrstu jólin eftir andlát Völlu voru Gunnu Betu hreint kvalræði. Í dag nýtur hún samvista við dóttur sína og barnabörn á jólunum, þar borðar hún hátíðarmatinn og opnar pakkana með fjölskyldunni.“ (Makalaust líf, síða 54).

ISIO 4 með D-vítamíni góð fyrir æðakerfið

Guðrún Elísabet Jónsdóttir missti konu sína 2005 G

Olíurnar fjórar sem sameinast í ISIO4, repju-, oléisol-, sólblóma- og vínberjaolía, eru ríkar af E-vítamíni, andoxunarefni sem verndar frumur líkamans. Auk þess inniheldur ISIO4 núna meira af D-vítamíni sem hjálpar þér að styrkja ónæmiskerfið. Hugsaðu um heilsuna og veldu ISIO4 með lífsnauðsynlegum Omega-3 fyrir hjarta og æðakerfi og Omega-6 til að halda kólesteróli í skefjum. Olían er bragðgóð og hentar vel í alla matargerð, heita rétti sem kalda.

ÍSLENSKA SIA.IS NAT 58050 03/12

uðrún Elísabet missti konu sína, Valgerði Marteinsdóttur, fyrir um sjö árum. Valla, eins og hún var kölluð, hafði þá lengi barist við krabbamein. Þær giftust hjá sýslumanni 1996 þegar ný lög tryggðu að tveir einstaklingar af sama kyni gætu stofnað til staðfestrar samvistar. Gunna Beta og Valla höfðu kynnst árið 1983 og byrjuðu að búa saman ári síðar. Valla var ávallt mikil handverkskona og þegar hún hafði lengi verið veik ákvað hún að smíða líkkistu sjálf. Sjálf banalegan tók svo tvær vikur og svo tók sorgin við sem var Gunnu Betu erfiður förunautur. Í bókinni segir Guðrún frá því að henni hafi fundist vanta helminginn af öllu sem hún gerði. Þær voru saman í tuttugu og tvö dýrmæt ár og hún er þakklát fyrir að hafa átt í henni sannan sálufélaga.

ISIO4 er heilsusamleg blanda af olíum — auðug af náttúrulegu E-vítamíni og viðbættu D-vítamíni.


26

viðtal

Sigurður: „Sigurður segir ekkert hafa verið óuppgert í samskiptum þeirra Kristínar. Honum finnst þau hafa fengið að upplifa heiminn saman.“ (Makalaust líf síða 75).

Helgin 26.-28. október 2012

Sigurður Þorkelsson missti konu sína 2006 S igurður og Kristín Gestsdóttur giftust árið 1959 en hún lést árið 2006, þá 77 ára gömul. Sigurður á þrjú börn, ellefu barnabörn og sjö langaafabörn. Hann er 82 ára gamall í dag og bæði skipasmiður og myndlistarkennari. Fyrir tæpum 30 árum greindist Kristín með Parkinsonssjúkdóminn og missti hún því hreyfigetu sína hægt og bítandi. Sigurður segist í bókinni líta svo á að stundum geti dauðinn verið lausn en Kristín hafði misst líkamlega getu og verið orðin andlega fjarlæg. Hann er þess þakklátur að hún hafi fengið ljúfan dauðdaga í faðmi fjölskyldunnar. Hún lést á Landspítalanum umkringd börnum þeirra og tengdabörnum og líka barnabörnum og barnabarnabörnum sem vildu vera nálægt ömmu sinni, hugga hana og kveðja. Þau Sigurður héldust í hendur þar til hún kvaddi.

Opel Ampera Full hleðsla á fjórum klst. Rafmagn og hleðsluvél með 560 km drægni

Eigum bíla á lager

Ég var alltaf ein og hlutverk mitt í fjölskyldunni hafði breyst og í raun hlutverk mitt í samfélaginu líka svo ég vildi breyta til og flutti til Reykjavíkur.“

„Þegar maður er ungur þá er maður ekkert að hugsa um dauðann eða krabbamein. Maður er bara að hugsa um börn og reka fyrirtæki og lifa lífinu. Svo kemur þetta áfall og auðvitað verður maður aldrei sátt við missinn. Þetta fór ekki eins og ég ætlaði mér,“ segir Anna en það sem henni þótti erfiðast var að dætur hennar hefðu misst pabba sinn. Það var óbætanlegt og mikil sorg sem fylgir því að reyna að lifa við það. Anna og Guðfinna hafa ólíkan bakgrunn. Anna ólst upp í Garðabæ og foreldrar hennar voru að byggja („já, það voru gardínur í stað herbergishurða,“ segir hún og hlær en hún sór þess ung eið að hún skyldi aldrei byggja hús) en Guðfinna eyddi sinni æsku á Akureyri. Anna kynntist manninum sínum, Árna Margeirssyni, í JC þar sem hún lærði ræðulist og fundarsköp. Guðfinna flutti ung með honum Agli sínum til Danmerkur og þar eignuðust þau fyrsta barnið sitt. Hann lærði eðlisfræði og hún sálfræði („Danmörk á alltaf stað í hjarta mínu því þar bjó ég í níu ár,“ segir Guðfinna). Þær lifðu lífinu án þess að vita nokkuð af hvor annarri. Anna flutti með sínum manni á Egilsstaði þar sem þau ráku auglýsingastofu saman. Guðfinna var í bænum, gift í 42 ár. Sorgin sameinaði þessar tvær ólíku konur og það er auðvelt að koma auga á þann djúpa kærleika sem hefur myndast á milli þeirra.

E N N E M M / S Í A / N M 5 4 8 74

Algengasta og alvarlegasta áfallið

OPEL AMPERA

RAUNVERULEGUR RAFBÍLL. Bíll ársins 2012. Opið laugardaga frá kl. 12-16. Komdu í reynsluakstur!

Opel / BL ehf.

Opel | Ármúli 17 | 108 Reykjavík | 525 8000 | www.opel.is

Fljótlega eftir að Guðfinna og Anna byrjuðu að ræða bókina ákváðu þær að bókin þyrfti að ná utan um allt sem snýr að því að missa maka. „Við tölum ekki mikið um makamissi. Þetta er ekki beint tabú en ég held að fólk geri sér hvorki grein fyrir því hvað þetta er algengt né hvað það þetta er mikið áfall. Þetta er talið algengasta og alvarlegasta áfallið sem fólk lendir í. Ef þú ert í sambandi þá deyr alltaf annar á undan hinum. Það er óumflýjanlegt. Þetta gerist annað hvort þegar þú ert ung, miðaldra eða gömul,“ segir Guðfinna. „Ég skil vel að fólk vilji helst lesa um baráttu og sjá viðtöl við fólk sem hefur sigrast á krabbameini. Dauðinn er svo óþægilegur og sorgin svo djúp. Við sem samfélag viljum auðvitað bara að hlutirnir séu í lagi en stundum er þetta bara búið,“ bætir Anna við. Þær benda líka á sem dæmi um það hversu alvarlegt áfall það sé að missa maka sinn er að fólk sem lendir í því er í sex sinnum meiri áhættu að fá hjartaáfall.

„Fyrstu vikurnar ertu í mun meiri hættu á að deyja,“ segir Guðfinna því það er hægt að deyja úr sorg. „Það er svo ofboðslegt álag sem fylgir svona áfalli. Allt kerfið hrynur.“ Anna botnar að mjög algengt sé að fólk veikist eftir svona missi. „Þú færð líka skrítna raunveruleikakennd. Ég man eftir að hafa verið að keyra bílinn en allt í einu rankað við mér og ekki haft hugmynd um hvert ég var að fara.“ Erfiðast er að finna leið til að lifa þetta af. Anna fór sjálf mikið í gönguferðir og tengdist náttúrunni. Einn uppáhaldsstaðurinn hennar var litli skógurinn á Egilsstöðum en þar sleppti hún sér og talaði við trén. Svo hefur það hjálpað henni að stunda jóga og í dag er hún jógakennari. Þá hefur það veitt henni mikla sálarhjálp að skrifa og eftir Árni dó tók hún BA gráðu frá bandarískum háskóla í bókmenntum og ritlist. „Mér þótti líka vænt um hvað samfélagið fyrir austan þjappaði sér vel í kringum okkur stelpurnar en öll orkan hjá mér fyrst fór í að hugsa um þær. Ef ég hefði klikkað þá hefði allt klikkað,“ segir Anna en hún bjó á Egilsstöðum í þrjú ár eftir að Árni dó og flutti svo í bæinn. „Þá var ég orðin mjög leið á að vera fyrir austan. Ég tilheyrði ekki lengur þeim hópi sem ég gerði áður. Ég var ekki lengur hjón. Ég var alltaf ein og hlutverk mitt í fjölskyldunni hafði breyst og í raun hlutverk mitt í samfélaginu líka svo ég vildi breyta til og flutti til Reykjavíkur.“

Munur á körlum og konum

Dætur Önnu hafa spjarað sig. Sú elsta, Addí eins og hún er kölluð, var tólf ára þegar pabbi hennar dó úr krabbameini. Hún ákvað þá að verða læknir og stóð við það. Í dag vinnur hún sem deildarlæknir á hjartadeild í Kaupmannahöfn og íhugar framhaldsnám. Erla María býr líka í Kaupmannahöfn og stefnir á tannlækninn. Sú yngsta, Una, er með annan fótinn í móðurhúsum og vinnur í Sunnuhlíð. Anna og Guðfinna eiga margar góðar minningar frá skriftunum og margar sársaukafullar. Þær eyddu hluta úr sumri í sumarbústaðinum hennar Guðfinnu (sem var ákveðin í að fita Önnu og eldaði ofan í hana miklar kræsingar). „Þetta var ótrúlega dínamískt andrúmsloft. Efnið viðkvæmt og við þurftum að kafa ofan í sorgina til að ná í þennan texta,“ segir Anna og Guðfinna segir að eina leiðin til að takast á við þetta sé að taka út þjáninguna. „Þú kemst ekki heil út úr þessu nema þú leyfir þér að fara aftur og aftur í gegnum


viðtal 27

Helgin 26.-28. október 2012

þetta. Og þetta er ferli. Fyrsta, annað og þriðja árið eru ekki eins,“ segir Guðfinna og bendir á að í bókinni fjalli þær einnig um muninn á kynjunum hvað sorgina varðar: „Auðvitað má ekki horfa um of í slíkar alhæfingar því margir karlmenn tilheyra kvennamódelinu og öfugt. En almennt talað þá eru tvö módel í þessu. Kvennamódelið og karlamódelið. Karlar eiga að hafa meiri tilhneigingu til að byrgja inni, loka, og þeir hafa ekki eins mikinn orðaforða þegar kemur að því að syrgja. Svo gráta þeir ekki eins mikið. Þeir setja sorgina í virkni og athafnir og kjósa einveru. Konur hinsvegar gráta og tala mikið. Kannski verður það fullmikið hjá okkur á köflum því við getum orðið lamaðar af sorg. Við finnum mikið til og viljum deila sorginni og hleypa henni út.“ Er önnur aðferðin betri en hin? „Nei. Um tíma var talað illa um karllægu aðferðina. Eins og það væri verra að vera eins og karlinn og betra að vera eins og konan. Það hefur breyst og helstu sérfræðingar í þessu sorgarferli í dag segja að þegar til lengri tíma er litið komi drengir ekki verr út en stúlkur þótt þeir bregðist öðruvísi við í sorg. Í raun sýna sömu rannsóknir meiri tilhneigingu hjá stúlkum að verða kvíðnar og þunglyndar. Ég tel sjálf persónulega mikilvægt að kynin læri hvort af öðru. Önnur aðferðin er ekkert betri eða verri.“

Dauðinn er óumflýjanlegur

Að lokum vilja vinkonurnar þakka öllum sem komu að gerð bókarinnar Makalaust líf. Efnið er viðkvæmt og þær eru stoltar af því hugrakka fólki sem ljær bókinni rödd sína. „Sorgin tekur langan tíma,“ segir Guðfinna og vill benda fólki á að sýna fólki í sorg skilning og þolinmæði. Hún fær til sín fólk, á sína stofu, sem spyr hvort það sé óeðlilegt að það sé enn að syrgja maka sinn eftir heilt ár. En það er allt eðlilegt og við erum misjöfn, segir hún. „Fólki liggur á að maður jafni sig,“ segir Anna og viðurkennir að sumir hafi verið hræddir við sig og tekið krók á leið sína frekar en að rekast á hana. „Af því að fólk veit ekki hvað það á að segja, hvernig það á að bregðast við, en oft þarf engin orð. Bara faðmlag kannski,“ heldur Anna áfram en í bókinni fara þær yfir það hvernig gott sé að tala við fólk sem er nýbúið að missa og því í mjög viðkvæmu ástandi. „Og gleymum því ekki,“ segir Guðfinna, „að dauðinn er óumflýjanlegur.“ „Það sleppur enginn lifandi héðan,“ segir Anna og brosir. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is

Sigurbjörg Ágústsdóttir missti manninn sinn 2004 S

igurbjörg giftist Sveini Sigurðssyni árið 1999 og eignuðust þau soninn Ágúst saman. Sveinn lést árið 2004 en síðar giftist hún Hafþóri Hafsteinssyni og saman eiga þau þrjá drengi. Sveinn barðist lengi við krabbamein og var jarðsunginn 16. ágúst, á afmælisdegi Ágústs. Hafþór og Sigurbjörg giftu sig einnig á þessum degi og þann dag var yngsti sonur þeirra skírður. Sigurbjörgu þótti erfitt að horfast í augu við þá staðreynd að hún væri ekki lengur gift ástinni sinni. Hún vissi ekki hvað hún átti að gera við giftingarhringinn hans eða hversu lengi hún átti að bera sinn. Sorgin var henni þung en hún átti gleðigjafann Ágúst litla og þau hugsuðu vel um hvort annað. Í bókinni lýsir Sigurbjörg sorgarferlinu á hreinskilinn og fallegan hátt.

HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

Sigurbjörg: „Eftir útförina var Sigurbjörg heima í stuttan tíma. Dagarnir liðu þannig að hún fór með drenginn í skólann, þaðan upp í kirkjugarð og svo heim til að gráta.“ (Makalaust líf, síða 64).


28

úttekt

Helgin 26.-28. október 2012

Bleika bylgjan á netinu Frá því vefurinn Bleikt.is opnaði undir lok ársins 2010 hafa lífsstílsvefir ætlaðir konum skotið reglulega upp kollinum. Einna mest ber á Mörtu Maríu Jónasdóttur sem drottnar yfir Smartlandi sínu á mbl.is. Hlín Einarsdóttir hefur ritstýrt Bleikt.is frá upphafi en hún lagði upp á sínum tíma með að gera vef fyrir drottningar. Pistlahöfundarnir Bryndís Gyða Michelsen og Heiða Þórðar skrifuðu pistla á Bleikt.is en þær hafa báðar sagt skilið við Hlín og opnað sína eigin vefi, Hún.is og Spegill.is. Framboðið er því yfirdrifið og eftirspurnin væntanlega einhver þótt vefirnir séu þyrnir í augum margra.

Þ Það virðist vera alls konar fólk sem les okkur og ég skrifa ekkert með neinar sérstakar týpur í huga.

egar Hlín Einarsdóttir opnaði Bleikt.is sagði hún í viðtali við Fréttatímann að hún fengi frekar neikvæð viðbrögð við skrifum sínum frá konum en körlum. „Ég er kona og ég er að gera ógeðslega flotta hluti en þá er ég bara ekki að gera réttu hlutina.“ Og ekki bitu úrtöluraddirnar á bleiku drottninguna: „Ég hlusta ekki á þetta enda er ég sterk, flott og sjálfstæð kona sem veit hvað ég vil og veit að ég er á réttri leið.“ Heiða Þórðar yfirgaf Bleikt.is og opnaði sinn eigin vef, Spegill.is og hefur fengið sinn skammt af neikvæðri gagnrýni. „Ég hef ekkert nema gott um Bleikt að segja en ég er kannski aðeins eldri en þessar gellur sem voru að skrifa þar og þetta var kannski ekki akkúrat sá staður sem ég vildi vera á. Það var ástæðan fyrir að ég fór og mig langaði bara að ritstýra mínum eigin vef.“ Heiða telur víst að einhverjir vefjanna hljóti að verða undir í samkeppninni um svipaðan markhópinn. „Það dettur einhver út. Það er bara þannig og þetta á eftir að þynnst út. Þetta snýst bara um úthaldið og ég gefst ekki upp.“

Kynlífið vinsælast

Allir hafa tilvistarrétt á netinu Bryndís Gyða Michelsen, K idda Svarfdal og Kristrún Ösp Barkardóttir sameinuðu nýlega krafta sína á vefnum hun.is. Bryndís Gyða byrjaði að skrifa pistla á Pressuna fyrir margt löngu, færði sig síðan yfir á Bleikt. is en hefur nú komið sér upp sínum heimavelli. „Mig langaði að gera þetta alfarið á mínum forsendum og talaði v ið K iddu og K r istr únu og

„Við ræddum mikið um samskipti kynjanna í þættinum og þar kviknaði þessi hugmynd fyrst vegna þess að mig langaði að halda þessu öllu saman fyrir hlustendur,“ segir Sigga. „Ég lét samt aldrei verða af þessu en draumurinn um svona Sigga Lund hefur haft vef dó þó aldrei. Þegar mér nóg að gera á vefnum var sparkað úr útvarpinu þá sínum eftir að hún var var bara að duga eða drepast og við kýldum þetta af stað. rekin úr útvarpinu.

Sigga Lund opnaði lífsstílsvef sinn, siggalund.is, eftir að henni var sagt upp hjá útvarpsstöðinni FM 957 þar sem hún var einn umsjónarmanna morgunþáttarins Zúúúber.

Þú stjórnar með Fékortinu Nýtt fyrirframgreitt kort Það er auðvitað frábært að eyða peningum sem maður á ekki. En miklu skemmtilegra er að eiga fyrir því sem maður kaupir hverju sinni. Farðu á fekort.is, til að sækja um Fékortið, nýtt fyrirframgreitt greiðslukort fyrir skynsama í fjármálum. Það er sannkölluð ferð til fjár.

þeim leist rosalega vel á þetta,“ segir Bryndís. „Síðan þróaðist þetta og varð að því sem það er í dag. Kristrún hefur ekki verið í þessu áður og kemur fersk inn en Kidda sá um Veröldina á Pressunni og hefur verið að skrifa í DV.“ Þegar Bryndís er spurð hvers vegna hún hafi yfirgefið Bleikt.is segir hún: „Mig langaði að gera aðeins öðruvísi hluti en ég var að gera á Bleikt og vildi hafa frjálsar hendur. Við erum ekkert hræddar við að fjalla um viðkvæm og erfið mál enda þarf að gera það.“ Bryndís segir vefinn hafa fengið góðar viðtökur. „Þetta hefur verið fínt hingað til en það eru líka alltaf einhverjar leiðinlegar raddir sem heyrast. Ég hef reyndar ekkert kíkt inn á Barnaland en það getur vel verið að það sé einhver pirringur þar en það er þá bara fínt. Það er bara auglýsing fyrir okk-

ur. Maður verður bara að hugsa þetta svona.“ Bryndís segist alls ekki líta á sem svo að stelpurnar á Hún. is séu í sérstakri samkeppni við aðra vefi eins og Bleikt og Spegil. „Nei. Mér finnst bara að allir hafi rétt á að vera til.“ Bryndís segir konur vissulega vera meirihluta lesenda Hún.is en hún spái lítið í markhópum í skrifum sínum. Þá segir hún lesendur vera eldri en hún hafði búist við og flestir séu 21 árs eða eldri. „Það virðist vera a l l s ko n a r fólk sem les okkur og ég skrifa ekkert með neinar sérstakar týpur í huga.“

Bryndís, Kidda og Kristrún. „Við þekktumst ekkert áður en við byrjuðum á þessu en vissum auðvitað hver af annarri og höfðum eitthvað spjallað saman en erum orðnar mjög góðar vinkonur og erum sterkt teymi saman,“ segir Bryndís.

Þarna var rétta augnablikið komið.“ Sigga segist hæstánægð með aðsóknina þessa sjö mánuði sem vefurinn hefur verið uppi og að viðbrögð lesenda séu mikil og góð. „Ég fæ mikið af bréfum, rétt eins og í morgunþættinum. Þetta er mikið frá konum sem segjast hafa fylgst með mér lengi og að þær hafi aldrei verið ánægðari með

mig en núna.“ Sigga segir vefinn fyrst og fremst hugsaðan fyrir konur. „Hugmyndin er og var að skrifa fyrir konur en ef karlmenn njóta þess líka þá er ég hæstánægð. Það kemur ótrúlega mikið af karlmönnum þarna inn og ég finn vel fyrir því að fjölmargir karlmenn fylgist vel með.“ Sigga hefur ekki síst vakið athygli fyrir skrif sín um kyn-

líf. „Fyrir mér er það ekkert mikilvægara en hvað annað á vefnum. Hugsunin var ekki að þarna ætlaði ég að hafa frjálsan vettvang fyrir mig til að fjalla um kynlíf. En það er bara svo merkilegt að greinar um samskipti kynjanna og kynlíf eru langvinsælasta efnið. Það er alveg ótrúlegt en þetta eru alltaf vinsælustu greinarnar. Allt matartengt fylgir síðan í kjölfarið.“


Beint frá

Bónda

ÍsLensKir sveppir, þurrKaðir, 30 g

ÍSLENSKT KJÖT

499

Við gerum meira fyrir þig

Kr./pK.

25%

afsláttur Ú

B

I

bestir Í KJÖti R

KJÖTBORÐ

298

LambaLæri fyLLt m/ viLLisveppum og camembert

Kr./Kg

TB KJÖ ORÐ

Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni

Ú

224

R

I

ananas, fersKur

2598

epLi, græn

293

Kr./Kg

Kr./Kg

ÍSLENSKT KJÖT

ÍSLENSKT KJÖT

orviLLe ÖrbyLgJupopp, 6 poKar Í pK.

15%

Ú

bestir Í KJÖti

Kr./Kg

I

Ú

I

B

Ú

R

KJÖTBORÐ

Kr./Kg

598

Kr./pK.

TB KJÖ ORÐ

KJÖTBORÐ

bestir Í KJÖti

R

I

B

Ú

2198

TB KJÖ ORÐ

I

1798

R

479

grÍsabógur, hringsKorinn

R

afsláttur

LambaLærissneiðar

FRÁBÆRktaFFINU! MEð remi mint og nougat

229 Kr./pK.

Ú

1998

F

fersKir Í fisKi ÐI

Ú

ÐI

FISKBOR

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

ÚR

Kr./Kg

ISKBORÐ

Kr./Kg

FISKBOR

F

fersKir Í fisKi

RF

ÚR

ISKBORÐ

I

1890

RF

I

LaxafLÖK, beinhreinsuð

Laxavasi fyLLtur með mozzareLLa

Ferskt sushi alla daga í fiskborði Nóatúns t Nýt túNI! Í Nóa

egiLs maLt og appeLsÍn, 0,5 L

188

Kr./stK.

BYRJUN FRÁBÆR M! Á DEGINU ab mJóLKurDryKKur, 250 mL, 3 teg.

99

Kr./stK.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt


30

úttekt

Helgin 26.-28. október 2012

Morðhótanir og vítissódi

Heiða segir konur í miklum meirihluta lesenda sinna og að þær séu flestar 30 ára eða eldri. „Við erum að reyna að ná til karla en þetta er auðvitað svolítið kvenlægur vefur.“ Hún telur karlana þó hafa gott af því að lesa vefinn og segir feng í viðbrögðum frá þeim. „Þeir eru oft ekki jafn grimmir og konurnar svo ég segi það bara beint út.“ Heiða segist óhrædd við að skrifa um viðkvæm mál og oft byggi hún skrif sín um slíkt á ábendingum frá lesendum. Og hörð viðbrögðin láta ekki á sér standa. „Já, þokkalega! Ég er alveg búin að fá morðhótanir og allt. Og það er meira að segja búið að tímasetja það fyrir mig hvenær ég verð drepin. Reiðir karlar hafa hringt í mig en konur eru meira í að skrifa mér. Einhver bókmenntafræðingur talaði um í fyrra að eftir að hún hefði lesið greinina mína þyrfti hún að þrífa á sér heilann með vítissóda og vírbursta. Mér fannst það nú bara kómískt. Þetta var þvílík snilld og ég brosi enn að þessu.“ Heiða segist ekki láta umtalið á sig fá en láti þó eiga sig að skoða Barnaland (bland.is) þar sem harkan sé einna mest. „Ég fer ekkert inn á Barnaland en ég frétti stundum að ég sé í umræðunni þar en ég er ekkert að svekkja mig með því að lesa það.“

Vinsælir bloggarar sameinast á m-x-k.com

Vefurinn m-x-k.com er nýjasti lífsstílsvefurinn en konurnar tvær sem að honum standa, Manuela Ósk Harðardóttir og Karen Lind Tómasdóttir, eru þó engir nýgræðingar og hafa bloggað hvor í sínu lagi um langt skeið. „Ætli við höfum ekki bara verið að missa móðinn svona hvor í sínu horninu,“ segir Manuela þegar hún er spurð hvað varð til þess að þær stöllur ákváðu að opna vefinn. Manuela segir þær ekki vera með neinn ákveðinn lesendahóp í huga þegar kemur að efnisvali. „Okkur langar auðvitað að allir lesi okkur en ætli hópurinn sé ekki aðallega konur á aldrinum 18 til 35 ára.“ Vefur Manuelu og Karenar sker sig líklega einna helst úr flórunni með áherslu á myndir og frekar stutta texta. „Myndir eru algert aðalatriði. Okkur finnst sjálfum myndirnar áhugaverðari þegar við erum að skoða síður og nennum sjaldan að lesa langan texta.“ Manuela segir þær vinkonurnar hafa ólík áhugamál og það geri vefinn fjölbreyttari. „Við Karen erum mjög líkar að mörgu leyti en það er svolítið skemmtilegt að við höfum samt ólík áhugamál. Hún hefur til dæmis mikinn áhuga á heilsu- og líkamsrækt á meðan ég lifi og hrærist í tískunni.“ Aðspurð segist Manuela ekki líta svo á að þær séu í sérstakri samkeppni við aðra lífsstílsvefi. „Nei alls ekki. Við höfum báðar verið lengi með vinsæl blogg og erum ofsa ánægðar með alla þá sem hafa lesið okkur þessi ár. Við erum ekki að keppast neitt og erum bara að þessu fyrir ánægjuna þannig að síðan okkar er mjög persónuleg og mun alltaf vera það.“

Heiða Þórðar segir það meira en fulla vinnu að halda úti vef eins og Spegill.is en hún ætli sér ekki að gefast upp.

Manuela Ósk er persónuleg á vef sínum og ætlar að halda því áfram. Mynd/Helgi Ómarsson

Þöngulhausum sagt að sofa

StærSti

v e t t va n g u r

allra

Sem

Starfa

í

S j á va r ú t v e g i n u m

HORFT TIL FRAMTÍÐAR Grand Hótel Reykjavík 8.– 9. nóvember Skráning á www.sjavarutvegsradstefnan.is

2012

9:00 Afhending gagna Fimmtudagurinn 8. nóvember

10:00-12:00

Íslenskur sjávarútvegur 2012 • Opnun, utanríkisráðherra • Yfirlit yfir íslenskan sjávarútveg 2012 og heimsafla • Um hugsanleg áhrif breyttra umhverfisskilyrða á næstu áratugum á framboð af fiski frá Íslandi • Sjávarþorpið 2030 • Afhending framúrstefnuverðlauna • Umræður 12:00-13:30

Föstudagurinn 9. nóvember

09:00-10:30

Málstofa A3 |Heimsframboð helstu

botnfisktegunda

Málstofa B3 | Framboð og eftirspurn upp-

sjávarfiska í N-Atlantshafi

10:30-11:00 Morgunkaffi

Hádegisverður

Fimmtudagurinn 8. nóvember

13:30-15:00

Málstofa A1 |Eiga Íslendingar að vera með

sameiginlegt markaðsstarf?

Málstofa B1 | Framtíðartækifæri í fiskeldi

15:00-15:30 Síðdegiskaffi

Fimmtudagurinn 8. nóvember

15:30-17:00

Föstudagurinn 9. nóvember

11:00-12:45

Opportunities for the seafood industry of Iceland in the EU, now or as member • The EU Common Fishery Policy and proposals for change • The environment to operate a seafood company in Iceland • Panel discussion with speakers and 2 other persons from the industry in Iceland

Málstofa A2 |Allt hráefni á land?

Föstudagurinn 9. nóvember

Málstofa B2 | Er framtíð í fullvinnslu

Hluthafafundur Sjávarútvegsráðstefnunnar ehf. | 13:00

á Íslandi?

17:30-19:00 Móttaka

Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir er bókmenntafræðingurinn sem þurfti að skrúbba á sér heilann með vítissóda eftir lestur pistils Heiðu Þórðar á Bleikt.is. Hún segist fá lítinn botn í tilganginn með lífstílsvefjunum svokölluðu. „Mér sýnist lífsstílsvefirnir kappkosta að segja lesendum sínum með reglulegu millibili að karlmenn séu organdi fábjánar, sem aðeins hugsa um kynlíf og fótbolta, en konur viðkvæm lítil blóm sem þurfa bara skilyrðislausa ást karlmanns til þess að vera hamingjusamar. Ég hreinlega skil ekki hver er tilgangurinn með þessu staðalímyndabulli, en líklega er ég ekki í markhópnum. Aðsenda efnið sem kallað er játningar eða reynslusögur virðist í það minnsta vera skrifað af fjórtán ára börnum í uppnámi og á varla að höfða til fullorðinna kvenna. Þarna eru líka slúðurfréttir og mataruppskriftir, auk fegrunarráða, en lítið fer fyrir annars konar fréttum, enda þær líklega utan áhugasviðs þeirra sem skrifa á vefina. Hver þarf líka að fræðast um heimsmálin þegar í boði eru „24 myndir sem sanna að karlmenn hafa tilfinningar“, þrjú þúsundasta greinin sem segir okkur þöngulhausunum að svefn sé rosa mikilvægur fyrir útlitið, tja eða fantasíur Heiðu Þórðar?“

13:00

Kosning þriggja nýrra fulltrúa í stjórn, skipulag Sjávar­ útvegsráðstefnunnar 2013, o.fl.

Aðal styrktaraðilar Sjávarútvegsráðstefnunnar 2012

Þórunn Hrefna sér litla sem enga vitglóru á lífsstílsvefjunum þar sem hún telur staðalímyndir ráða ríkjum.


g y Tr

r é þ u ð g

T f i r k ás

mánudagskvöld kl. 21:30

595 6000 – skjarinn.is


2

2

w

Ára

a r Á

Afmæli

43 ”

ELKO Granda er 2 ára og af því tilefni er fullt af afmælistilboðum alla helgina.

5af0slá% ttur

600Hz

Af öllum m veggfestingur ef keypt e sjónvarp!

5afs0lá% ttur

3afs1lá% ttur

60. stk. Verð áður: 5.995-

25 stk. Verð áður: 129.995-

PLASMA SJÓNVARP

4x768 • HD Ready – upplausn 102 búnaður – bætir myndgæðin • HyperReal myndvinnslu flökkt og mýkri hreyfingar • 600Hz Sub-Field – minna onent 1xOptical út o.fl. • 2xHDMI, 1xScart, 1xComp i myndgæði án myndlykils betr – ri taka mót n ræn Staf • tónlist og ljósmyndir. • USB tengi fyrir myndbönd, PS43E455XXE

89.995 eða 8.102 kr. á mánuði

2.995 Rafmagnspanna sem er 32 cm í þvermál og 3,5 cm djúp. Má nota til að gufusjóða, steikja, sjóða, afþíða og halda heitu. Glerlok fylgir. 1500W.

2afs5lá% ttur

2afs5lá% ttur

60. stk.

PP3401

miðað við 12 mánaða vaxtalaust lán, alls 97.225 kr.

30. stk. 100. stk.

Verð áður: 11.995-

6.995

4afs2lá% ttur

750W Mótorafl

Verð áður: 19.995-

14.995

Vandaður 750W blandari frá Russel Hobbs, í Desire línunni. 2 hraðar og púls, 1,5 lítra kanna með gúmmíloki og öflugur stálhnífur. 1899056

Nýja Philips Senseo Twist línan er í senn glæsileg og framúrstefnuleg. 1450W og hellir upp á 1-2 bolla í einu og á aðeins 30 sek. Stillanleg hæð á stút, stillanlegur styrkur á kaffi og snertirofar. 1 lítra vatnstankur og slekkur á sér eftir 15 mín. HD787010/70

Verð áður: 14.995-

Fullt verð: 79.995-

Glæsileg 1200 snúninga vél sem þvær 6 kg. Hlaðin kerfum s.s. skyrtu-, buxna-, hrað-, straulétt-, blandað-, ullar/handþvottakerfi. Seinkuð ræsing, virk freyðivörn, rafstýrð. Stærð (hxbxd): 85 x 60 x 50,1. Þyngd: 48,5 kg. ZWG6120K

59.995 eða 5.515 kr. á mánuði

miðað við 12 mánaða vaxtalaust lán, alls 66.175 kr.

A+

Orkuflokkur

6 Kg

1200 Snúninga

5afs0lá% ttur

60. stk. Gler Verð áður: 2.995-

40. stk.

9.995 1800W MEN2001 Mótorafl

Ryksugupokar

1.495

Glæsileg baðvog sem vegur allt að 180 kíló á 100 g bili. Stór LCD skjár sem slekkur sjálfvirkt á sér og einfaldur snertirofi. Hert gler. HCPS100

Lítil og nett ryksuga með samandraganlegu málmskafti og 1800W mótor. Stillanlegt sogafl, gaumljós f. pokaskipti, inndraganleg snúra og góðir fylgihlutir. VS01E1801

3afs3lá% ttur


2

2

s- A ! li ld A æ gi nd m n A Af oði gr á lb s ti Ein Að

2

Allir sem koma og ve í ELKO Granrdsla um helgina a KR spilið frí fá tt meÁ ð!r Gildir ám birgðir endeaðan st!

a

ishátíð á GrAndA Ára

1af0slá% ttur

Af öllum tölvum!

34.995

2afs8lá% ttur

50. stk.

eða 3.358 kr. á mánuði miðað við 12 mánaða vaxtalaust lán, alls 40.300 kr.

Ný PS3 12GB 100. stk.

Nýja PlayStation 3 vélin er minni, léttari og flottari en forverarnir. Vélin er helmingi minni en upprunalega PlayStation 3 vélin og 25% minni en síðasta útgáfa. High Definition leikjatölva sem spilar CD, Blu-Ray, 3D Blu-Ray, DVD, Mpeg, DivX, MP3 o.fl. Spilar einnig PS3 leiki í þrívídd. Þráðlaust net og fullkominn netvafri innbyggt í vélina. Tvö USB tengi, HDMI tengi, optical tengi með 7.1 hljóðútgangi. Spilar myndbönd og tónlist í gegnum USB eða í gegnum heimanetið af öðrum tölvum. Þráðlaus stýripinni fylgir. Fullkomið Media Center.

Verð áður: 13.995-

9.995

PS312GB

100 stk.

3 Stig Larson myndir í einum pakka

5afs0lá% ttur

Verð áður: 4.995-

2.495

Verð áður: 995-

555

4afs4lá% ttur

600 stk. 4 GB T78337

1.495

Flott og öflug DJ heyrnartól sem gefa góða einangrun frá umhverfishljóðum. Hljóðstyrkur 108 dB og tíðnisvið 20 – 20.000 Hz, 1,3 metra snúra.

3afs0lá% ttur

MP100

CD

1.795

3afs8lá% ttur 20 stk. Uppfæranlegur í 4.0

Verð áður: 47.995-

29.995 eða 2.927 kr. á mánuði

Monsters Of Men Verð áður: 2.495-

2.3

miðað við 12 mánaða vaxtalaust lán, alls 35.125 kr.

2afs8lá% ttur

DVD spilari sem spilar DVD og CD diska og styður algengustu skráarsnið. Tengimöguleikar eru HDMI, Scart, Digital coax og USB sem gerir það að verkum að þú getur horft á kvikmyndir, skoðað ljósmyndir og hlustað á tónlist af USB minnislykli í gegnum spilarann. S1DVD12E

Verð áður: 9.995-

6.995

LT25i. 3,5” snertiskjá (480x854). Gorilla Gler sem rispast minna Android stýrikerfi. WiFi, 3G, Bluetooth. 5 Mpix myndavél. HD video upptaka 720p. Dual- core 1,0 GHz örgjörvi. 8GB minni. SONYUBLA


Nýtt teppi á stigaganginn – nú er tækifærið !!!!

34

sakamál

Helgin 26.-28. október 2012

Eitt verð - niðurkomið kr. 5.790 m 2 Verðdæmi: 70 fermetra stigahús með 8 íbúðum Heildarverð 405.300 kr Vsk af vinnu 39.825 kr pr. íbúð aðeins 45.684 kr

Komum á staðinn með prufur og mælum, ykkur að kostnaðar lausu Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Hin unga Catalina á leið til Vestmannaeyja með íslenska sjómanninum sínum. Ísland var aldrei fyrirheitna landið í huga Afríkustúlkunnar sem gafst upp á hjónabandinu og fór út í vændi. (Sviðsetning úr Sönn íslensk sakamál).

Svarta perlan seldi sig dýrt Annar þátturinn í röðinni Sönn íslensk sakamál verður sýndur á Skjá einum á mánudagskvöld en í honum verður farið yfir vægast sagt skrautlegan feril Catalinu Mikue Ncogo sem gerðist frek til fjörsins á íslenskum vændismarkaði fyrir nokkrum árum. Catalina vakti fyrst athygli þegar DV greindi frá því að hún ræki vændishús við hlið lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. Hún var fyrsta manneskjan á Íslandi sem var ákærð fyrir mansal en var sýknuð af þeirri ákæru. Hún fékk fangelsisdóm fyrir hórmang og fleiri brot. Nokkrir kúnna hennar voru ákærðir fyrir vændiskaup en sluppu með sektargreiðslu.

Ra fog

hl jó ðb ók

Fyrsta fréttin um Catalinu sem í kjölfarið varð alræmd á Íslandi.

Fifty Shades Trilogy · Fifty Shades of Grey · Fifty Shades Darker · Fifty Shades Freed

eftir E L James

Allar þrjár saman!

Ég er búin að eyða tímanum í fangelsi í grát, þunglyndi og svefnleysi, en ætla ekki að láta þessa refsingu og þjáningu mína verða til einskis.

C

atalina Mikue Ncogo ólst upp á heimili foreldra sinna í MiðbaugsGíneu. Á seinni hluta tíunda áratugar síðustu aldar sigldi íslenskur frystitogari til Miðbaugs-Gíneu á vegum þarlendra stjórnvalda til að kanna aðstæður til fiskveiða við strendur landsins. Þegar skipið var ekki á veiðum lá það við festar í höfninni í Malabo. Nokkrir Íslendingar voru í áhöfninni og tókust kynni með einum þeirra og hinni ungu Catalinu. Þegar verkefni skipsins var lokið laumaði Íslendingurinn hinni ungu kærustu sinni um borð og við tók ævintýralegt ferðalag til lands sem Catalina vissi ekkert um. Catalina steig fæti á íslenska grund hinn 31. október 1997 og framvísaði illa fengnu vegabréfi í nafni Jacintu Correia Goncalves, fæddri á Grænhöfðaeyjum hinn 1. mars 1977. Hún var síðar dregin fyrir dómara fyrir að hafa komið inn í landið á fölskum forsendum.

Hjónaskilnaður og vændi

Catalina og sjómaðurinn gengu í hjónaband árið 1999 og hófu búskap í Vestmannaeyjum. Húsmóðurlífið og vinna í fiski áttu illa við Catalinu og um það leyti sem hjónabandið leystist upp var hún farinn að íhuga alvarlega að framfleyta sér með því að selja sig. „Ég ákvað að fara út í vændi um svipað leyti og skilnaðurinn fór fram. Ég byrjaði því að selja mig árið 2006 þegar ég var 25 eða 26 ára. Ég hefði alveg getað farið að vinna aftur í fiski eða á kassa í Bónus, en takmark mitt var að verða rík og það gerist ekki ef maður vinnur fyrir aðra,“ segir Catalina í sögu sinni, Hið dökka man, sem kom út haustið 2010. Catalina kallaði sig Svörtu perluna enda

fullviss um yfirburði sína á vændismarkaðnum. Þegar hún hafði fest sig í sessi seldi hún sig dýrt og gerðist vandlát á viðskiptavini. Uppgangur Catalinu á vændismarkaðnum var með slíkum ólíkindum að hún sá sér þann kost vænstan að fá fleiri vændiskonur til liðs við sig. Og rukkaði minna fyrir þjónustu þeirra en sína eigin. Eftir að lögreglan lauk rannsókn sinni á Catalinu skráði hún sig á spjöld íslenskrar réttarsögu þegar hún var fyrst allra á Íslandi ákærð fyrir mansal. Hún var sýknuð af þeirri ákæru og fimm Litháar njóta þess mjög svo vafasama heiðurs að hafa fyrstir manna verið dæmdir fyrir mansal á Íslandi. Catalina fékk hins vegar dóm fyrir að hafa hagnast af vændi sem þriðji aðili, nokkur ofbeldisbrot og tilraun til innflutnings á fíkniefnum. Samanlagt fékk Catalina tæplega fimm ára fangelsisdóm fyrir öll brotin þar sem brot gegn valdstjórninni og árásir á lögreglumenn komu einnig við sögu.

Frjáls og vill vera í friði

Catalina sagðist í málsvörn sinni ekki hafa neytt nokkra konu til þess að stunda vændi og að ákæran um mansal væri út í hött. Konur sem störfuðu hjá henni vitnuðu þó gegn henni og sökuðu hana um að hafa tekið af þeim vegabréf og beitt þær ofbeldi og annarri nauðung. Catalina hélt því aftur á móti fram að allar konurnar hefðu stundað vændi áður og hefðu flestar haldið því áfram eftir að þær hættu að starfa fyrir hana. Hún sagðist hafa komist í kynni við mellumömmur og fjölda vændiskvenna á meðan hún seldi sig í Evrópu og þegar ásókn íslenskra karlmanna í þjónustu hennar varð henni ofviða, hafi hún leitað til vinkvenna sinna eftir liðsauka. Flestar stúlkurnar komu að hennar sögn frá vændishúsum í Þýskalandi. Catalina er nú frjáls ferða sinna og þátturinn um hana er gerður í óþökk hennar en hún segist hafa fengið sig fullsadda af kastljósi fjölmiðlanna og vilji fá að lifa lífi sínu í friði. Hún kaus þó að segja sögu sína í bókinni Hið dökka man fyrir tveimur árum og í bókarlok segist hún hafa lært af reynslunni. „Ég er búin að eyða tímanum í fangelsi í grát, þunglyndi og svefnleysi, en ætla ekki að láta þessa refsingu og þjáningu mína verða til einskis. Ég vil halda áfram að berjast fyrir því sem ég tel rétt en ætli ég gerist ekki bara nunna til að vera viss um, að geta um frjálst höfuð strokið í framtíðinni.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


Fimm rétta

DIWALI hátíðarmatseðill

4.990 5.990 kr. (fös.-lau.) kr.

FORRÉTTUR

Anarkali Machhli

Léttkryddaðar laxabollur með lauk, hvítlauk, chillíi, kúmmíni og ferskum kóríander

AÐALRÉTTIR

Shikandari Gosht

Safaríkt lambafillet, marínerað í ferskri myntu, tómatmauki, chillíi, fennelfræjum, kúmmíni og kewra-vatni og

Murgh Rajasthani

Maríneraðar kjúklingalundir með engiferi, hvítlauk, kúmmíni, kardimommum, negul og hvítum pipar. Uppáhald frá eyðimörkinni í Rajasthan og

Hyderabadi do Piaza

Blómkál og brokkolí eldað með tómatmauki, lauk, chillíi, kóríander og túrmeriki

MEÐLÆTI

Raitha

Heimalöguð jógúrtsósa með gúrkum og kryddblöndu og

Basmati-hrísgrjón og

Naan-brauð

Garlic Naan með hvítlauk, Masala Kulcha með kúmeni, lauk og kóríander

EFTIRRÉTTUR

Mango Kulfi

Indverskur eftirréttur

DIWALI – Hátíð LjóssIns á Austur-Indíafjelaginu

Indverjum duga ekki færri en fimm dagar til að halda upp á hátíð ljóssins, Diwali, sem nú á hug þeirra og hjörtu. Við hjá Austur-Indíafjelaginu viljum færa örlitla birtu inn í byrjun vetrar og bjóðum því upp á sérstakan fimm rétta Diwalihátíðarmatseðil frá og með 18. október til 18. nóvember á afar góðu verði: 4.990 kr. virka daga og 5.990 kr. á föstudögum og laugardögum.

Borðapantanir í síma 552 1630.

Hverfisgata 56, 101 Reykjavík Sími: 552 1630 www.austurindia.is Opið: sun.-fim. 18:00 - 22:00 fös. og lau. 18:00 - 23:00

Chandrika Gunnarsson hjá Austur-Indíafélaginu býður gesti velkomna á Diwali, hátíð ljóssins.


viðtal

36 

Helgin 26.-28. október 2012

k aren Björk er dómari og fyrrum heimsmeistari

Sé mig ekki í hefðbundnu starfi Karen Björk Björgvinsdóttir er einn dómaranna í sjónvarpsþáttunum Dans dans dans. Hún er sjálf fyrrum heimsmeistari í samkvæmisdönsum en hefur nú snúið sér alfarið að þjálfun ásamt dansfélaga sínum og lífsförunauti, Ástralanum Adam Reeve. Hún bjó að eigin sögn lengi vel í ferðatösku, þar sem hún flakkaði um heiminn, dansaði og þjálfaði. Í dag eiga þau hjónin eina dóttur og hafa sest að á Íslandi.

É

g er mjög aktív kona og þessi lífsstíll hentar mér vel, ég þarf að vera mikið á hreyfingu og sé mig ekki í hefðbundnu starfi,“ segir Karen sem byrjaði dansferilinn sex ára gömul. „Ég var mjög hress krakki, algjör strákastelpa, eða allavega passaði ég ekki alveg í rammann sem stelpum er sniðinn. Ég var mjög dugleg að taka mér eitthvað fyrir hendur, svo það hefur kannski lítið breyst,“ segir hún og hlær. Þegar Karen var sextán ára flutti hún til London þar sem hún fór í framhaldsnám í dansi. „Ég ætlaði mér að „meikaða“, það var bara þannig.“ Í Lundúnum kynntist hún manninum sínum, Ástralanum Adam Reeve. „Ég var með dansherra frá Rússlandi í skólanum og hann hafði líka rússneskan dansfélaga. Ég bjó með þeim og við

kynntumst í gegnum þau.“ Þau urðu að sögn Karenar miklir vinir fljótlega sem að síðar leiddi til ástarsambands. Að náminu loknu tóku þau að dansa saman fyrir Íslands hönd og árið 2003 urðu þau fyrstu heimsmeistararnir í dansi hér á landi. „Við bjuggum í ferðatösku, við vorum alltaf á ferðinni. Dansinn átti okkur öll og það var bara þannig.“ Þau fóru síðan að þjálfa og hafa snúið sér alfarið að þjálfuninni í dag. Þau opnuðu dansskóla í Ástralíu og voru þar með annan fótinn þangað til fyrir fjórum árum þegar þeim fæðist dóttir. „Þegar dóttir okkar fæddist tókum við ákvörðunina um að setjast alfarið að á Íslandi. Það er ekki hægt að bjóða ungu barni upp á þessi endalausu ferðalög.“ Karen viðurkennir samt að búa ekki við

hefðbundið fjölskyldumunstur. „Ég á í rauninni fullt af börnum, ég lít svo á að við eigum mikið í öllum þeim krökkum sem hjá okkur æfa. Dagurinn minn snýst í kringum þau öll og auðvitað dóttur mína, sem þekkir ekkert annað en að foreldrarnir séu á stöðugri hreyfingu. Þetta er kannski ekki lífið eins og flestir venjast. Vinnudagurinn minn einkennist af lotum, sérstaklega núna þegar þátturinn er farinn í gang. Það þarf bara að vera skipulagður til þess að allt rúmist innan dagskrárinnar. Þar kemur dansreynslan að góðum notum því að í dansinum þarf maður mikinn aga.“ Karen er, sem áður sagði, ein af dómurum þáttanna. „Ég vaknaði einn morguninn við símtal þar sem að framleiðandi frá Sagafilm sagði mér frá hugmyndinni. Mér leist strax mjög vel á og mætti í pruf-

Það er sjaldan lognmolla í kringum Karen Björk og dagurinn er þétt skipaður verkefnum. Mynd Hari

urnar.“ Hún segir að við það að vera dómari í þættinum hafi hún farið nokkuð langt út fyrir sitt þægindasvið. „Ég er auðvitað vön því að vera á hinum enda dómaraborðsins, svo þetta er krefjandi. Ég hef samt aldrei verið hrædd við að takast á við ný verkefni og ögra sjálfri mér.“ Aðspurð segir hún það ómögulegt að segja hvort að hún hefði tekið þátt í svona þætti hefði það verið í boði á sínum tíma. „Það er aldrei að vita, ég hef alltaf verið mjög nýjungagjörn, en ég á erfitt með að setja mig í þau spor, ég veit ekkert hverjar aðstæður hefðu verið.“ Hún segist dást mikið af hugrekki keppenda og að í ár séu keppendurnir ekki síðri en í fyrra. „Mín

tilfinning er sú að keppendur séu jafnvel sterkari og betur undirbúnir í ár, keppnin verður því ótrúlega spennandi. Það eru svo svakalega margir góðir.“ En hver eru skilaboð þín til þeirra sem að vilja ná jafn langt og þú í dansinum? „Ekki gefast upp, sama hve mikið á reynir. Hafir þú metnaðinn og ástríðuna eru þér allir vegir færir. Ekki láta ósigra draga ykkur niður, berið höfuðið hátt og haldið alltaf áfram. Þetta er mjög harður heimur en gefandi,“ segir Karen og er rokin af stað í næsta verkefni. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is

Skólavörðustíg 12 Sími: 519 6030, www.geysir.net

ÞRíR fRakkaR Baldursgötu 14, 101 Reykjavík Sími: 552 3939

Airwaves

Miðb

NÆR HÁMARKI

Laugavegur 58 • s: 551 4884 • still@stillfashion.is • stillfashion.is

í

orginn

i Skólavörðustíg 42, 101 Reykjavík Sími: 551 0449

, er þéttasti s og við kjósum að kalla hann ein R BE TÓ KK RO a eð er, tób Ok st rís AIRWAVES hátíðin. hæ m se r þa , ins árs r ðu nu má viðburða tónlistarmenn stökkva fram r ga þe lífi nn ma af lar rik sp og Miðborgin iðar nar og imshornum streyma til borgarin he um öll frá nn me ða bla , ðið á svi sjá og hlýða á dýrðina. áhorfendur flykkjast að til að

Tökum tónlistinni fagnandi og njótum saman þessa stór viðburðar í Mið borginni okkar.

i c e l a n d i c

d e s i g n

Aðalstræti 10 • sími: 517 7797 • www.kraum.is

Litla Jólabúðin Litla Jólabúðin Laugavegi 8, 101 Reykjavík Sími: 552 2412, lindsay@simnet.is Laugavegi 8 101 Reykjavík

Sími: 5522412 lindsay@simnet.is

Skólavörðustíg 10, bílastæðismegin 101 Reykjavík Sími: 534 6489

JóLaföTin koMin

jartað slær h kk ro m se r a þ – ð e m u Vert

Laugavegur 53b • sími: 552-3737

TiLboðsdagar

Laugavegi 53, 101 Reykjavík S: 553 1144


Dagljósin vekja þig hægt og rólega með því að minnka magn svefnhormóna (melatónín) og auka framleiðslu hormóna (cortisol) sem hvetja líkamann til að vakna.

Vaknið endurnærð!

Dagljós Active útvarp • Vekur þig með 15-90 mín. sólarupprás • Hægt að sofna og vakna við útvarp eða náttúruhljóð

Verð 29.750 kr. Dagljós Starter • Nett vekjaraklukka • Vekur þig með 30 mín. sólarupprás

Verð 17.750 kr

:)

Lumie dagljósin Skrifstofulampi með dagljósi • Flottur og stílhreinn lampi • Sérstakar dagljósadíóður

Bæta líðan og auka afköst Dagljósin frá Lumie eru sérstaklega

• 10.000 lux í 22 cm fjarlægð

Verð 39.750 kr.

hönnuð til að líkja eftir sólarljósi.

Dagljós Arabica

Rannsóknir hafa sýnt fram á að dag-

• Öflugt alhliða sólarljós sem lýsir upp herbergið

ljósameðferð í 30-90 mín. á dag virki vel gegn skammdegisþunglyndi. Meðal einkenna er depurð, sinnu-

• Virkar vel gegn skammdegisþunglyndi • 10.000 lux í 25 cm fjarlægð

Verð 29.750 kr.

leysi, orkuleysi, aukin svefnþörf og aukin matarlyst.

Verslaðu á vefnum

Frí sending að 20 kg

1 árs skilaréttur

Opið virka daga kl. 9 -18 og laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is


38

viðtal

Helgin 26.-28. október 2012

Hin ljúfa og góða Daniela huggar unnusta sinn sem er ekki allur þar sem hann er séður.

Beint frá Yale í blokkaríbúð í Fellunum

Leikkonan Brynhildur Guðjónsdóttir fór á kostum í kvikmyndinni Okkar eigin Osló í fyrra en síðan hefur lítið borið á henni. Eðlilega, kannski, þar sem hún skellti sér í ársnám við Yale-háskólann í Bandaríkjunum. Hún er nú mætt aftur til leiks, fersk og eldhress, og fer með eitt aðalhlutverkanna í Gullregni, nýju leikriti eftir Ragnar Bragason. Þar leikur hún pólska konu sem finnur ástina á Íslandi. Eða ekki.

É VILTU VINNA

LEIKINN EÐA BÍÓMIÐA? SENDU SMS EST BOND Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! FULLT AF AUKAVINNINGUM: DVD - TÖLVULEIKIR GOS O.FL.

g stakk bara pínu af,“ segir Brynhildur glettin. „Maður verður að sinna því og sýna lit þegar manni er boðin ársdvöl við Yale.“ Leikskáldið Paula Vogel bauð Brynhildi að vera eitt námsár við leikritunardeildina í Yale og hún gat vitaskuld ekki annað en þekktst boðið. „En ég vann líka með leiklistardeildinni og var í tímum með leikstjórunum. Tók bara smá skref út úr því sem var að gerast hérna heima, bara til að bæta við mig og koma hress og kát til baka,“ segir Brynhildur og bætir við að dvölin ytra hafi verið frábær. Leikkonan hefur ekki setið auðum höndum síðan hún kom heim og er nú á fullu í æfingum fyrir Gullregn, nýtt íslenskt leikrit eftir Ragnar Bragason sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu á fimmtudaginn. Ragnar er að sjálfsögðu þekktastur sem kvikmyndaleikstjóri og státar af öndvegismyndunum Börn og Foreldrar auk þess sem hann leikstýrði öllu heila Vaktaklabbinu, að bíómyndinni Bjarnfreðarson meðtalinni. „Ég vann með Ragga í Stelpunum. Svo var ég með honum í Heimsendi og er líka með honum núna í kvikmyndinni Málmhaus,“ segir leikkonan sem kann ákaflega vel við að vinna með Ragnari. „Hann er mesta ljúfmenni í öllum heiminum. Hann er yndislegur. Hann er grófur að utan en mjúkur að innan.“

Ást í björgunarsveit

KOMIN Í BÍÓ!

9. HVER VINNUR! FJÖLDI AUKAVINNINGA

SPILAÐU Í GEGNUM HELSTU ATRIÐI BOND MYNDANNA Í MÖGNUÐUM SKOTLEIK.

199 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB.

„Í hjálparsveitinni kynnist hún manni, honum Unnari Jónssyni, og þau fella saman hugi. Það er svolítill sláttur á honum innan sveitarinnar og hún sér ekki betur en þetta sé alveg bara stórkostlega heilbrigður og meiriháttar einstaklingur. Hún telur sig líka ljónheppna vegna þess að þau eru bæði barnlaus. Þannig að þarna er bara mikill fengur vegna þess að það eru engin börn og þá engin fyrrverandi á kantinum. En síðan kemur náttúrlega í ljós hvers vegna svo er í pottinn búið,“ segir Brynhildur og skellir upp úr. „Þetta fólk gæti átt gott líf saman en lífið er bara eins og það er.“

Eins og fjölskylduboð

Brynhildur hefur ekki áður unnið i Borgarleikhúsinu og stígur nú í fyrsta skipti á svið með leikurum eins og Sigrúnu Eddu, Halldóru, Hallgrími og Halldóri Gylfasyni þótt hún þekki þau öll vel. „Ég er svo hamingjusöm í vinnunni. Þetta er svo yndislegt fólk og það er svo gott að koma þarna að þetta er eins og að vera í fjölskylduboði. Þetta er algjörlega frábær hópur. Það var gaman að fá þetta tækifæri og þetta hentaði líka svo vel þegar ég kom að utan. Að halda bara flakkinu og ævintýrinu áfram.“ Brynhildur segir að Ragnar hafi unnið verkið mikið til í spuna með leikurunum rétt eins og hann gerði með Vesturporti í Foreldrum og Börnum og sjónvarpsþáttunum Heimsenda. „Þá kemur hann með hryggjarstykkið að verkinu og leggur nokkurn veginn línurnar með hvaða grunnþætti persónurnar hafa og svo leggjum við af stað í ferðalag og spinnum senurnar. Þetta tók hann allt saman upp á myndband í sumar og svo fór hann og skrifaði leikritið upp úr þessum spuna. Þannig að við sitjum dálítið vel í karakterunum og þekkjum þá vel. Enginn er ókunnugur sínum texta og mikið til er þetta það sem gerðist á æfingum í vor áður en Raggi fór og skrifaði leikritið í sumar,“ segir Brynhildur sem líkar þessi aðferð vel. „Það sem gerir þetta svo ofboðslega spennandi er að maður kemur svo mikið að sköpuninni og það er skemmtilegt að hafa unnið þetta í sameiningu þótt þetta sé vissulega leikrit eftir Ragnar Bragason þá eigum við svo vel heima innan verksins.“

Í Gullregni tekst Ragnar á við hráan samtímann í mannlegu, broslegu en um leið harmrænu verki um Íslendinga samtímans. Sagan hverfist um Indíönu Jónsdóttur sem lifir á bótum þótt ekkert ami að henni enda klár „kerfisfræðingur“. Hún býr í blokk í Fellahverfi þar sem hún er umkringd fólki af erlendum uppruna sem hún fyrirlítur. Sigrún Edda Björnsdóttir leikur Indíönu. Halldóra Geirharðsdóttir leikur vinkonu hennar og nágranna sem er í raun öryrki. Hallgrímur Ólafsson leikur son Indíönu og Brynhildur er pólsk kærasta hans. „Ég leik hana Danielu, sem kemur frá Póllandi, þannig að ég er svona samfélagslega mikilvægi karakterinn þarna í Gullregninu.“ Daniela leggur sig alla fram um að verða nýtur þjóðfélagsþegn og vegna þess að hún er svo vel af Þetta fólk gæti átt gott líf saman guði gerð og vill láta gott af sér leiða starfar hún með en lífið er bara eins og það er. björgunarsveit.

Þórarinn Þórarinnsson toti@frettatiminn.is


DAKOTA leðursófasett

OSCAR leðurhornsófi

3+1+1 Litir: Svart og Brúnt

Litur: Svart - Stærð: 276X220

Verð: 421.000,-

Verð: 389.000,-

Skenkur Eik Breidd: 180cm

Verð: 159.000,-

Skenkur

Breidd: 180cm

Verð: 195.000,-

FALLEG HÚSGÖGN Á GÓÐU VERÐI Stækkanlegt eikarborð - 2 stærðir 160(248)X100cm

JESSIE 16.900,-

TORINO 16.900,-

TESS 18.900,-

200(288)X110cm

MONET 19.900,-

Verð: 179.900,Verð: 199.900,-

ORION tungusófi

CORAL tungusófi

Stærð: 300X180

Stærð: 290X156

Tilboðsverð: 229.500,-

Tilboðsverð: 194.650,-

LUND tungusófi

Færanleg tunga Stærð: 230X157

Tilboðsverð: 147.900,-

CANYON HORN/TUNGUSÓFI Stærð: 318X223X152cm

Tilboðsverð: 239.700,-

Opið mán-fös: 10:00 - 18.00 Opið um helgina: Lau 10.00-16.00 - Sun: 13.00-16.00

Ego Dekor - Bæjarlind 12 S: 5444420 - www.egodekor.is


40

viðhorf

Helgin 26.-28. október 2012

Pósthús á spottprís

E HELGARPISTILL

Jónas Haraldsson

Teikning/Hari

jonas@ frettatiminn.is

„Eigum við að kaupa það?“ sagði konan um leið og sjónvarpsþulurinn lauk lestri fréttar um liðna helgi þar sem fram kom að fyrrum afgreiðsluhúsnæði Pósts og síma á Raufarhöfn væri til sölu, þriggja hæða steinsteypt hús, 370 fermetrar – á þrjár og hálfa milljón króna! Húsið var byggt á uppgangstíma Raufarhafnar, árið 1960, þegar síldargróðinn flæddi um holóttar göturnar og peningalyktin fyllti vitin. Kjallari pósthússins er 106 fermetrar með geymslum, snyrtingum og tæknirými. Á neðri hæðinni er afgreiðslusalur og með fylgja þjónustuborð og innréttingar frá þeim tíma er ríkisfyrirtækið Póstur og sími rak þar sína þjónustu. Salurinn er 133 fermetrar. Á efri hæð hússins er 131 fermetra íbúð. Það fylgdi sögunni að húsið væri prýðisgott, vel íbúðarhæft en þarfnaðist viðhalds.

Af myndum að dæma er um reisulegt hús að ræða og að innan má sjá afgreiðslu hins gamla þjónustufyrirtækis. Jafnvel stólarnir eru enn á sínum stað. Veggir eru blámálaðir og ofnar gulir, í þeim sterku litum sem voru í tísku er við hjónakornin hófum búskap á áttunda áratug liðinnar aldar. Eldhúsinnréttingin er í sama stíl, tómatsósurauð, og hvít eldavél á sínum stað. „Það væri svo sem nógu geggjað að kaupa það,“ svaraði ég og leit á frúna um leið og ég spurði hana hvað í ósköpunum við ættum að gera við pósthúsið á Raufarhöfn, sem er nokkurn veginn eins langt frá Kópavogi og komist verður landleiðina. „Við gætum búið á efri hæðinni og notað þá neðri sem gistirými,“ sagði konan, eins og ekkert væri sjálfsagðara en að við gerðum út á túrista á Raufarhöfn. Ég leyfði mér að taka vel í tillöguna enda vissi ég að málið næði ekki lengra. Það var bara söluverð þessa stóra húss sem varð kveikjan að skyndihugdettunni. Fram kom í fréttinni það mat fasteignasala að sambærilegt hús á höfuðborgarsvæðinu gæti kostað 80 milljónir króna. Jafnframt sagði núverandi eigandi hússins að gott væri að búa í þorpinu. Fræg eru þau ummæli fyrrum bæjarstjóra í okkar sveitarfélagi að gott sé að búa í Kópavogi og ekki efa ég að gott sé að búa á Raufarhöfn. Pósthúsið er ekki eina húsið sem fæst á góðu verði – eða jafnvel ókeypis – á Raufarhöfn. Í ársbyrjun var auglýst að gamla kaupfélagshúsið á staðnum fengist án endurgjalds. Það skilyrði var eitt sett nýjum eigendum að þeir gerðu húsið upp

að utan innan þriggja ára, í samráði við byggingarfulltrúa staðarins. Gróðinn fólst í því að bæta bæjarbraginn. Fasteignaverð á Raufarhöfn segir til um stöðu þessarar fornfrægu verstöðvar. Fólki hefur stöðugt fækkað. Ákall íbúanna eftir aðstoð hins opinbera hefur ekki farið fram hjá öðrum landsmönnum. Óljóst er hins vegar hvað er til ráða. Raufarhöfn á sér merka og mikla sögu. Þar hefur verið löggiltur verslunarstaður frá árinu 1883 en frægust er Raufarhöfn sem síldarstaður enda hófu Norðmenn síldveiðar þaðan í reknet árið 1900. Á næstu áratugum stækkaði þorpið ört. Afkoma manna byggðist á söltun, bræðslu og tilheyrandi þjónustu við síldarútgerðina. Síldarverksmiðjur ríkisins keyptu síldarbræðslustöð Norðmanna árið 1934. Verksmiðjan malaði gull fyrir þorpið og ekki síður þjóðarbúið allt næstu áratugi en árið 1944 var Raufarhöfn orðin næst stærsta útgerðarstöð landsins, aðeins Siglufjörður stóð framar. Íbúar voru flestir á sjötta hundrað og aðkomufólkið margt, vel yfir tvö þúsund og á fjórða þúsund í landlegum þegar sjómenn á rúmlega 400 bátum bættust í hópinn. Þá var stuð á böllum í samkomuhúsinu. Ævintýrinu lauk með hvarfi síldarinnar árið 1967. Síðan hefur leiðin legið niður á við. Pistilskrifarinn kom til Raufarhafnar ári síðar til þeirrar sumarvinnu að mála Raufarhafnarvita sem trónir á Höfðanum, náttúruprýði staðarins. Þá var dauflegt um að litast, verksmiðuglamrið þagnað sem og köll og hróp fólksins á síldarplönunum. Örlög Raufarhafnar eru um sumt svipuð og síldarbæjarins mikla, Siglufjarðar. Þar tókst þó, eftir

langa mæðu og mikla mannfækkun, að snúa vörn í sókn. Það er ekki síst fyrir einkaframtak að Siglufjörður, einkum hafnarbyggðin, er orðin einhver sú fallegasta á landinu og laðar að sér ferðamenn. Hvort svipað er hægt að gera á Raufarhöfn skal ósagt látið en alls ekki vonlaust. Vonandi sjá bjartsýnir menn sér hag í að kaupa pósthúsið þar á spottprís og gera eitthvað skemmtilegt í framhaldinu. Sennilegt er enn fremur að einhver hafi nælt sér í gamla kaupfélagið. Vonandi nær það fyrri virðingarsessi. Þótt nauðsynlegt geti verið að leita tímabundinnar aðstoðar hins opinbera er affarasælla til lengdar að einstaklingar og fyrirtæki standi að framkvæmdum og uppbyggingu atvinnulífs. Ekki má gleyma því að margir sjá fyrir sér uppbyggingu norðausturhorns landsins þegar siglingaleiðin í íshafinu, norðan Rússlands til Asíu, opnast. Svo eru það bjartsýnismennirnir sem huga að olíuvinnslu á Drekasvæðinu, tiltölulega skammt undan. Rætist þeir draumar þarf að sækja þjónustu stystu leið í land. Þar kemur Raufarhöfn inn í dæmið, ekki síður en önnur pláss, með sína góðu hafnaraðstöðu. Það væri kannski ekki svo vitlaust að taka konuna á orðinu og splæsa í pósthúsið. Fasteignaverð gæti átt eftir að hækka hressilega á svæðinu. Ógleymdur er svo Núbó hinn kínverski, verðandi bóndi á Grímsstöðum á Fjöllum. Eitthvað verður ríka fólkið sem hann ætlar að flytja inn að gera sér til dundurs, annað en að spila golf á aðventunni. Er ekki trúlegt, miðað við önnur plön hans, að hann leggi hraðlestarteina út að sjó – til dæmis til Raufarhafnar?

Atvinnutækifæri í Evrópu Vinnumálastofnun og EURES standa fyrir starfakynningu í Ráðhúsi Reykjavíkur 26. og 27. október. Föstudagur 26. október kl. 16:00 - 19:00. Laugardagur 27. október kl. 12:00 - 17:00. Á kynningunni verða kynnt laus störf og veittar upplýsingar um starfs- og búsetuskilyrði víða í Evrópu. Einnig gefst fólki færi á að ræða beint við atvinnurekendur. Sjá má hluta þeirra starfa sem í boði eru á síðunni www.eures.is með því að smella á „Laus störf“.

Einkum er eftirspurn eftir fólki úr eftirtöldum starfsstéttum: Mikil eftirspurn er eftir flestum starfsstéttum í byggingariðnaði svo sem arkitektum, húsasmiðum, rafvirkjum, málurum, járnamönnum, pípulagningarmönnum ofl. Einnig eru í boði störf fyrir bílstjóra, kranamenn, bifvélavirkja, vélvirkja, í iðnaði og vörustjórnun. Áfram er eftirspurn eftir verkfræðingum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og fólki með menntun í hugbúnaðargeiranum.

Eftirtalin fyrirtæki kynna laus störf og taka á móti umsóknum: Frá Noregi koma fulltrúar Dips ASA, Stongfjord Vekst AS, Network Scenario Automation AS, Helse Personal AS, Xtra personell Care, Solund Verft AS, Rett Bemanning AS og CBA Fagformidling.

EURES ráðgjafar frá Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Litháen kynna atvinnutækifæri í sínum löndum.


Síríus 56%

Framleitt fyrir ABC barnahjálp / ABC Children’s Aid www.abc.is, www.abcinternational.org Innihald: Kakómassi, sykur, kakósmjör, ýruefni (sojalesitín), vanilla. Kakóþurrefni 56% að lágmarki. – Getur innihaldið hnetur í snefilmagni. Ingredients: Cocoa mass, sugar, cocoa butter, emulsifier (soya lecithin), vanilla. Cocoa dry solids min 56%. – May contain nut traces.

Rjómasúkkulaði

Nettóþyngd / Net Weight: 100g

Framleitt fyrir ABC barnahjálp / ABC Children’s Aid www.abc.is, www.abcinternational.org Innihald: Kakómassi, sykur, kakóduft, ýruefni (sojalesitín), vanilla. Kakóþurrefni 70% að lágmarki. Getur innihaldið hnetur í snefilmagni. Ingredients: Cocoa mass, sugar, cocoa powder, emulsifier (soya lecithin), vanilla. Cocoa dry solids min 70%. – May contain traces of nuts.

Appelsínubragð

Ljóst súkkulaði

70% chocolate

70% súkkulaði

Konsum Orange

Dökkt súkkulaði

ABC barnahjálp · Síðumúla 29 · 108 Reykjavík · sími 414 0990 · abc@abc.is · www.abc.is

ABC súkkulaði gefur 5 fátækum börnum máltíð Falleg gjöf sem gleður og nærir - tilvalin í jólakörfur 500 kr./stk. (magnafsláttur) Nettóþyngd / Net Weight: 100g

Framleiðandi/ Produced by: Nói Síríus, Hesthálsi 2–4, IS-110 Reykjavík, Ísland.

Framleiðandi/ Produced by: Nói Síríus, Hesthálsi 2–4, IS-110 Reykjavík, Ísland.

Framleiðandi/ Produced by: Nói Síríus, Hesthálsi 2–4, IS-110 Reykjavík, Ísland.

Framleiðandi / Produced by: Nói Síríus, Hesthálsi 2–4, IS-110 Reykjavík, Ísland.

Nettóþyngd / Net Weight: 100g

Nettóþyngd / Net Weight: 100g

Ingredients: Sugar, cocoa mass, cocoa butter, emulsifier (soya lecithin), flavouring (vanilla, orange). Cocoa dry solids min 45%. – May contain traces of nuts.

Ingredients: Milk chocolate (sugar, cocoa butter, cocoa liquor, whole milk powder, skimmed milk powder, emulsifier (soy lecithin), vanilla. Cocoa dry matter min. 33%) – May contain nut traces.

Innihald: Sykur, kakómassi, kakósmjör, bindiefni (sojalesitín), bragðefni (vanilla, appelsínubragð). Kakóþurrefni 45% að lágmarki. – Getur innihaldið hnetur í snefilmagni.

Innihald: Rjómasúkkulaði (sykur, kakósmjör, nýmjólkurduft, undanrennuduft, kakómassi, ýruefni (sojalesitín), vanilla. Kakóþurrefni 33% að lágmarki.) – Getur innihaldið hnetur í snefilmagni.

Framleitt fyrir ABC barnahjálp / ABC Children’s Aid www.abc.is, www.abcinternational.org

Framleitt fyrir ABC barnahjálp / ABC Children’s Aid www.abc.is, www.abcinternational.org

abc barnahjálp PANTONE 032 PANTONE 659 PANTONE 301


2

ABC BARNAHJÁLP

Upphaf ABC

og staðan í dag

Hrunið haft afar mikil áhrif á starfið

H

jónin Hannes Lentz og Guðrún Margrét Pálsdóttir stofnuðu ABC barnahjálp ásamt góðu fólki árið 1988. Þau segja það vera köllun sína að búa fátækum götubörnum um gjörvalla veröld gott heimili með Guðs hjálp og góðra manna.

Hugsjónin kviknaði á ferðalagi

„Það er ofboðslega mikil ábyrgð að halda utan um allt þetta starf og öll börnin,“ segir Guðrún Margrét sem hefur frá stofnun samtakanna séð um framkvæmdastjórn og verið almennt við stjórnvölinn. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt og skömmu eftir útskrift fór hún í hnattferð sem markaði djúp spor í líf hennar. „Í þeirri ferð kviknaði hugsjónin. Að komast svona í bein tengsl við fátæktina og sjá hvað fátækt fólk hefur litla möguleika, börn sem sofa úti á götu og eiga ekki mat. Það verður enginn samur eftir svoleiðis reynslu.“ Guðrún tók að kaupa bækur og dreifa þeim á meðal fólks í fátækrahverfunum. „Mér fannst svo átakanlegt að fólk gæti ekki keypt sér bækur, það var eitthvað sem skipti mig svo miklu máli.“ Hún segir að raunverulega áfallið hafi komið þegar hún áttaði sig á því að margir væru ólæsir. „Þá tók ég ákvörðun, ég ætlaði að klára hringinn, koma heim og safna fé og halda síðar aftur út til þess að kenna fólki að lesa.“ Fjölskyldan reyndi ítrekað að telja henni hughvarf en hún segir að slíkt gangi sjaldnast þegar hún hafi bitið eitthvað í sig. Henni varð þó ekki úr fyrirætlunum af annari ástæðu. Viku eftir heimkomuna kynntist hún manni, Hannesi Lentz.

Guðrún Margrét og Hannes segja ekki koma til greina að hætta fyrr en öllum börnum hefur verið komið í skjól

Örlögin tóku völdin

Hannes hóf nám í viðskiptafræði en lauk því ekki þar sem hann hóf störf innan tryggingageirans og gekk mjög vel í starfi. „Ég hafði ekki sömu hugsjón í byrjun og Guðrún en átti ekki annarra kosta völ en að taka þátt í starfinu með henni þar sem við vorum jú gift“ segir Hannes brosandi. „Það kom sér vel að ég hafði fjárfest í húsnæði sem við gátum síðar nýtt undir starfsemi ABC. Með fríu húsnæði og eintómri sjálfboðavinnu gátum við þannig haldið öllum kostnaði í lágmarki fyrir ABC.“ Guðrún Margrét segir að það hafi ekki verið auðveld ákvörðun sem hún stóð frammi fyrir þegar hún kynntist Hannesi, „Allt í einu stóð ég frammi fyrir mjög erfiðu vali, að elta drauma mína og það hlutverk sem að ég hélt innilega að mér hefði verið ætlað eða það að setjast að á Íslandi.“ Það myndi seint teljast hefðbundin leið sem að Guðrún beitti við ákvörðunartökuna. „Ég hafði fyrir löngu falið Guði líf mitt, það er algjörlega í hans höndum og í bæn óskaði ég eftir leiðsögn. Að því búnu tók ég sex peninga. Ég sagði við Guð að ef fiskarnir kæmu upp færi ég utan en annars ekki. Það sem gerðist var greinilegt merki um hvað ég ætti að gera, það kom ekki upp ein einasta fiskahlið. Ég vildi þó vera alveg viss svo ég tók upp Biblíuna mína. Með lokuð augun opnaði ég hana og benti með fingrinum ákveðið. Þegar ég opnaði augun var þar komið annað og mjög skýrt teikn. Undir fingrinum stóð, „farið ekki. Ákvörðunin hafði verið tekin fyrir mig” segir Guðrún Margrét og heldur áfram: „Þarna hafði ég í höndum mér framtíðina, annars vegar það sem ég trúði einlæglega að væri mitt hlutverk í lífinu, og svo manninn sem ég hafði nýverið kynnst og elskaði. Það er nefnilega svo að oft telur maður sig hafa svörin, telur sig vita hvað manni sé ætlað

Sjálfboðaliðar að störfum á skrifstofu ABC

án þess að hafa einhvern tímann litið heildarmyndina augum. Þessi tvö merki um að ég ætti að vera hér heima voru svo skýr, ég hefði aldrei getað horft fram hjá þeim.“

skylduna og ýmsa gesti utan úr heimi sem gistu hjá þeim. Við gátum skipt nokkurn veginn á sléttu. Fjölmiðill nokkur hefur gert þetta að umfjöllunarefni sínu. „Okkur finnst leiðinlegt að rýrð skuli hafa verið varpað á starfið hjá barnahjálpinni,“ segir Guðrún Margrét og Hannes bætir við að kannski sé best að láta það kyrrt liggja, „þessi grein var ekki svaraverð.“ „Velgengni okkar í einkalífinu stafar án vafa af því að við höfum lært að gefa“ segir Guðrún Margrét. „Ég ólst upp við það að faðir

Í sjálfboðastarfi í tuttugu og tvö ár.

Hjónin giftu sig í maí tæpu ári eftir heimkomu Guðrúnar Margrétar. Ári eftir það var ABC stofnað og hjónin segja að það hefi hreint ekki verið auðvelt, þrátt fyrir að skrifstofuhúsnæðið hafi verið til reiðu sem þau höfðu fjárfest í. „Guðrún Margrét vann myrkranna á milli,“ segir Hannes. „Hún vaknaði oft upp á næturnar og fór að sinna einhverju á skrifstofunni, þetta var ótrúlegt álag á fjölskylduna“ en saman eiga þau hjónin fjögur börn. „Konan mín var í sjálfboðavinnu fyrir ABC í yfir tuttugu og tvö ár og bar allan þungann af starfinu. Það komu auðvitað og fóru aðrir sjálfboðaliðar en við þurftum alltaf að standa við okkar skyldur gagnvart skjólstæðingum okkar. Þegar mest hefur verið, höfum borið ábyrgð á framtíð 13 þúsund barna. Oft hefur ABC gengið í gegnum þrengingar og þá hefur reynt enn meira á.“ Hannesi er greinilega mikið niðri fyrir og Guðrún tekur því við og útskýrir að Hannes hafi alltaf staðið þétt við bakið á starfinu fjárhagslega og verið traustur bakhjarl frá upphafi meðal annars með fríu húsnæði, rafmagni, hita og bíl auk þess að vera eina fyrirvinna fjölskyldunnar á meðan hún fékk að vera í sjálfboðavinnu. Árið 2004 seldu þau hjónin skrifstofuhúsnæðið í Sóltúni og keyptu annað minna í Síðumúla. Á sama tíma höfðu þau líka ákveðið að stækka við heimilið sitt og fluttu í annað hús þar sem það gamla var löngu orðið of þröngt fyrir sex manna fjöl-

Frá starfinu í Pakistan

minn gaf tíund af öllum tekjum sínum og ég hef frá unglingsárum gert það sama. Það einhvern veginn blessast allt þegar maður gefur.“ „Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir umfanginu á starfi ABC, þetta er ekki eins og að borga fyrir áskrift að tímariti. Þetta er raunverulegt líf einhvers, framtíð einstaklings í höndum þínum. Slíku höfum við aldrei tekið létt, þetta er gríðarleg ábyrgð.“ Hannes segir að það hafi komið tímabil þar sem álagið hafi verið slíkt að hefði hann haft eitthvert val hefði hann viljað bakka út en það hafi aldrei verið í boði. Með stækkandi starfi varð svo ekki komist hjá því að ráða fasta starfsmenn. „Upphafið var að móðir mín kom einn daginn með 10.000 kr. og sagði að þetta ætti að fara í launasjóð ABC“ segir Guðrún Margrét og bætir við að með tilkomu fastráðinna starfsmanna séu hlutirnir nú auðveldari en áður. Við stofnuðum síðar Vinafélag ABC sem sér um rekstrarhlið ABC. Við leggjum kapp á að hafa starfið gegnsætt og skothelt. Fjárreiður og bókhald eru á sitt hvorri hendinni, KPMG sér um ársreikningagerð og ársreikningum er skilað til Ríkisendurskoðunar auk þess sem þeir eru aðgengilegir á heimasíðu starfsins. Aðspurður út í trúartenginguna í starfinu segir Hannes aldrei neitt annað hafa komið til greina en að byggja starfið upp á kristnum gildum. „Það lá beint við, Guðrún hefur verið kristin frá unglingsárum og ég hef einnig falið líf mitt Guði.“ „Oft hefur reynt á trúna í starfsemi ABC, núna síðast í þessum mánuði þegar neyðarástand skapaðist hjá ABC í Pakistan. Þar var búið var að reisa veggi fyrir heimavistarskóla en vantaði enn þakið og vetur að skella á. Engir peningar voru í hendi og senda þurfti tvær milljónir króna strax til þess að byggja þakið. Börn og starfsfólk höfðu beðið til Guðs um lausn í


BARNAHJÁLP

ABC hefur sett á fót fjörutíu skóla í átta löndum Afríku og Asíu og styður í dag um tólf þúsund börn til náms. Af þeim búa um fjögur þúsund börn á heimavistum ABC. Það eru börn sem koma úr virkilega slæmum aðstæðum, eru á götunni eða búa of langt frá skólanum til þess að geta gengið þangað daglega. Það vantar stuðningsforeldra fyrir mörg þessara barna og er ein mesta áskorunin í starfinu að mæta þeirri þörf.

Hjónin í heimsókn á Heimili litlu ljósanna á Indlandi

málið og viti menn, aðili sem vissi ekkert um þessa þörf hringdi óvænt um daginn og sagðist vilja gefa ABC tvær milljónir króna. Daginn eftir höfðum við sent féð til Pakistan og mikið vorum við þakklát og fegin“ segir Guðrún Margrét.

Við höfum mjög stóra sýn

Frá starfinu í Úganda

ABC 3

ABC hefur sett á fót fjörutíu skóla í átta löndum Afríku og Asíu og styður í dag um tólf þúsund börn til náms. Af þeim búa um fjögur þúsund börn á heimavistum ABC. Það eru börn sem koma úr virkilega slæmum aðstæðum, eru á götunni eða búa of langt frá skólanum til þess að geta gengið þangað daglega. Það vantar stuðningsforeldra fyrir mörg þessara barna og er ein mesta áskorunin í starfinu að mæta þeirri þörf. Önnur stór áskorun er að mæta þeim mismun sem skapaðist við gengisfall íslensku krónunnar þar sem yfir 90% af tekjum ABC barnahjálpar á heimsvísu koma frá Íslandi. Á heimasíðunni www. abc.is <http://www.abc.is> er hægt að finna börn sem vantar stuðning eða leggja starfinu lið á annan hátt. Aðspurð að því hve lengi þau ætla að standa að þessu svarar Guðrún Margrét ákveðin: „Þangað til að öll börn sem þess þurfa hafa fengið þak yfir höfuðið og tækifæri til náms, þetta er það sem við stefnum að og teljum vera okkar hlutverk.“ Hún segir krefjandi og spennandi tíma fram undan hjá barnahjálpinni, „við höfum mjög stóra sýn og hlökkum til að vinna áfram að þessu brýna máli.“


4

ABC BARNAHJÁLP

LÍF fyrir LÍF Lista- og minningamiðstöð á Laugavegi

H

ugmyndin á bak við Líf fyrir Líf er sú að fólk gefi barni líf fyrir líf horfins ástvinar og heiðri þannig minningu viðkomandi. Ég hafði velt því lengi fyrir mér hvernig ég gæti heiðrað minningu hans eftir svo ótímabæran dauða og erfitt sorgarferli“ Þetta segir Sigrún G. Jónsdóttir, hjá ABC barnahjálp og fyrrum nemi í ABC skólanum, en hún missti manninn sinn, Friðstein Helga, í sjóslysi fyrir fimmtán árum. Hún er konan að baki LÍF fyrir LÍF hugmyndinni en þar gefst fólki tækifæri til að styrkja fátækt barn til betra lífs í minningu horfins ástvinar og jafnframt að leggja einstökum verkefnum lið í minningu ástvina. Hún segir hugmyndina því fimmtán ára gamla en það hafi tekið hana tíma að finna henni farveg og koma í framkvæmd. „Ég hafði ekki skrifað minningargrein á sínum tíma, hans var lengi leitað og þetta tók eðlilega mikið á. Ég ákvað þess í stað að finna aðra leið til að minnast hans. Fyrsta hugmyndin var að fá Bubba Morthens til þess að flytja lag honum til heiðurs, en hann var mikill aðdáandi hans. Það má því kannski segja að Bubbi hafi verið fyrsta

kveikjan að þessari óhefðbundnu minningargrein.“

Hugmyndinni fundinn farvegur

Sigrún vildi koma þessu í framkvæmd og segir að málin hafi svo tekið ákveðna stefnu þegar hún bað um leiðsögn. „Friðsteinn Helgi hefði orðið fimmtíu ára á þessu ári og ég var ekki sátt yfir því að hafa ekki fundið leið til þess að heiðra minningu hans svo löngu síðar. Dag einn á meðan á HM í handbolta 2011 stóð flýtti ég mér heim að horfa á handboltann á netinu,“ útskýrir Sigrún, sem er að eigin sögn mikil áhugakona um handbolta, „Þegar ég kom heim og settist við tölvuna opnaðist heimasíðan hjá ABC og við blasir mynd af dreng sem óskaði eftir aðstoð. Drengurinn var fæddur á dánardegi Friðsteins Helga og ég gat bara ekki sleppt þessu og tók hann að mér án þess að hugsa það frekar. Hann bara kallaði á mig.“ Skömmu síðar bárust fréttir af auknum vanda barna í heiminum og Sigrún segir það hafi verið lokakallið. „Einn morguninn lá blaðið við útihurðina sem endranær og við mér blasti fyrirsögn um aukna fátækt meðal barna í heiminum. Það var síðasta teiknið og þá al-

gjör vissa um að þetta væri málið og að ég ætti að gera eitthvað í þágu fátækra barna og um leið heiðra minningu Friðsteins Helga.“

Lista- og minningarmiðstöðin opnuð

LÍF fyrir LÍF, lista- og minningamiðstöð var opnuð fyrir tveimur vikum á Laugavegi. Þetta fer af stað eins og við reiknuðum með, hægt og örugglega, að sögn Sigrúnar. Við erum með listverkasýningu í salnum og hefur að meðal tali eitt barn bæst við á dag frá opnun. Hún segir jafnframt að verkefnið sé ungt og enn í mótun. Við höfum gott húsnæði og mögulega komum við til með að leigja aðstöðuna til minningarathafna af ýmsu tagi og erum við opin fyrir hugmyndum að frekari nýtingu húsnæðisins. Líf fyrir Líf er staðsett að Laugavegi 103 í Reykjavík, en einnig er hægt að komast í samband við Líf fyrir Líf á vefsíðu ABC barnahjálpar: www.abcchildrensaid.org/is/

„Ég hafði ekki skrifað minningargrein á sínum tíma, hans var lengi leitað og þetta tók eðlilega mikið á. Ég ákvað þess í stað að finna aðra leið til að minnast hans.“

Frá starfinu í Senegal

Frá starfinu í Filipseyjum

Frá starfinu í Filipseyjum

Frá starfinu í Burkina Faso


BARNAHJÁLP

ABC 5

ABC skólinn S

Þjálfun sjálfboðaliða til hjálparstarfs á vegum ABC

kólastjóri ABC skólans eða „skólamamma“ eins og hún vill kalla sig heitir Bryndís Rut Stefánsdóttir. Hún hefur verið að mestu viðloðandi ABC frá stofnun þess, setið í stjórn ABC og tekið þátt í ýmsum fjáröflunarverkefnum í gegnum tíðina. „Árið 2008, eftir nokkurra ára fjarveru frá ABC, deildi Guðrún Margrét með mér hugsjón sinni og draumi um að setja af stað skóla fyrir fólk sem hefur áhuga á þróunarog hjálparstarfi, skóla sem upplýsir fólk um kjör og líðan bágstaddra barna. Lengi vel hafði hún greint mikinn áhuga fólks á hjálparstarfi og þörfina fyrir vettvang þar sem að fólki gæfist kostur á læra um það og að taka virkan þátt í hjálparstarfi. Sömuleiðis sá hún fyrir sér að skóli sem þessi gæti aukið vitund fólks um mikilvægi þess hjálpa öðrum, sér nær og fjær og um leið eflt lið stuðningsmanna sem ABC og fleiri hjálparstörf þurfa á að halda til að ná fram markmiðum sínum. Hún bauð mér að vera með í undirbúningi þessa skóla og ég sló til. Stofnuð var 5 manna skólastjórn og til liðs við okkur fengum við hóp fólks til að vera okkur ráðgefandi”. Það kom Bryndísi skemmtilega á óvart hve mikinn velvilja hún fann í garð starfsins við undirbúning skólans. Nánast allir sem leitað var til vegna framgangs skólans svöruðu játandi, bæði er snertir kennslu, húsnæði, kennslugögn og veitingar svo eitthvað sé nefnt. Allir buðu fram þjónustu sína án þess að taka greiðslu fyrir. Allar dyr voru opnar og ekki eftir neinu að bíða. Skólastarfið hófst haustið 2009 og stóð skólinn yfir í 15 vikur. Nemendurnir sem voru á aldrinum 17 - 69 ára gerðu sér grein fyrir að þeir voru að taka þátt í brautryðjendstarfi og það var svolítið verið að henda sér í djúpu laugina svona í byrjun. Í mars 2010 var fyrsti hópurinn útskrifaður með stolti og rúmri viku síðar fór hluti af hópnum í vettvangsferð til ABC í Kenýa. “Fyrsta skólaárið var reynsluríkt og í kjölfarið breyttum við ýmsu og bættum. Í fyrsta lagi styttum við skólann og þéttum dagskrána. Í dag er skólinn 8 vikur og kennt er frá kl. 9 - 12 virka daga. Um leið og nemendur byggja upp þekkingu sína á málefnum bágstaddra er námsefnið sömuleiðis uppbyggjandi fyrir hvern og einn því fjallað er um málefni sem snertir lífsgæði fólks hvar sem er í heiminum” Þótt nemandi hafi lokið námi í ABC skólanum er það ekki ávísun á starf hjá ABC barnahjálp, en ABC barnahjálp lítur vissulega til þess hóps sem hefur setið skólann þegar nýr starfsmaður er valinn, sérstaklega hvað varðar starfsmenn og sjálfboðaliða á erlendri grundu. Til gamans má geta að einn nemandi skólans er á leið til Senegal í næstu viku til þess að vinna fyrir ABC. Hann hefur nú þegar farið í tvær nemendaferðir til starfsins í Kenýa. Ásdís Stefánsdóttir er nemandi skólans frá haustmisseri 2011. Hennar umsögn um skólann er eftirfarandi: “Ég var á tímamótum í mínu lífi og ákvað að skella mér í ABC skólann án þess að þekkja neitt til hans, fann upplýsingar um hann á internetinu þegar ég var að leita að sjálfboðaliðastörfum. Ég var smá kvíðin en það var óþarfi því þessi skóli stóð alveg undir mínum væntingum. Það er mjög fræðandi, skemmtilegt og hreinlega mannbætandi að sitja hann. Ég var þeirrar gæfu að-

Skólastarfið hófst haustið 2009 og stóð skólinn yfir í 15 vikur. Nemendurnir sem voru á aldrinum 17 - 69 ára gerðu sér grein fyrir að þeir voru að taka þátt í brautryðjendstarfi og það var svolítið verið að henda sér í djúpu laugina svona í byrjun. Í mars 2010 var fyrsti hópurinn útskrifaður með stolti og rúmri viku síðar fór hluti af hópnum í vettvangsferð til ABC í Kenýa.

Bryndís Rut Stefánsdóttir, skólastjóri ABC skólans

njótandi að fara í vettvangsferð í lok skólans til Kenya sem var ótrúleg upplifun, en þar fékk ég að starfa i í fátækrahverfum Nairobí með heimsóknum á heimili fátækra barna sem þurftu stuðning til að stunda skóla. Í lok ferðarinnar fengum við að heimsækja Masaaia þorp undir rótum Kilimanjaro þar sem starfsfólk ABC tókst með samningum að fá einn þorpshöfðingja til að samþykkja byggingu ABC skóla í þorpinu sínu. Þetta var í desember 2011 og núna eru nemendur á annað hundrað sem stunda þennan skóla. Að fá að taka þátt í þessu er algjörlega óborganlegt og ég mun búa að því alla ævi. Ég hef haldið áfram að starfa hér heima við fjáröflun til styrktar starfinu. Ég verð ævinlega þakklát ABC fyrir þetta tækifæri”.

Tvöfalt gagn

ABC skólinn hefur fært starfinu röð af einstöku fólki sem hefur skilað sér í sjálfboðavinnu og eða stutt starfið með öðrum hætti. Margt af því kemur fram í þessu blaði. Einn þeirra, Patricia Segura Valdes, bauð fram vinnu sína með því að halda námskeið

Í vettvangsferð í Kenýa

í spænsku með það fyrir augum að námskeiðsgjöldin yrðu notuð til að greiða laun kennara ABC skóla erlendis. Þátttakendur gera þar af leiðandi Tvöfalt gagn um leið og þeir efla kunnáttu sína. Þetta spurðist út til stuðningsaðila ABC og fleiri bættust við sem buðu sig fram til að halda námskeið. Nú á haustmisseri eru í boði námskeið í spænsku I og II og standa þau nú yfir. Kennari er eins og fyrr segir Patricia Segura Valdes. Þá er framundan 6 kvölda námskeið í frönsku fyrir byrjendur á fimmtudagskvöldum og hefst það 6. nóvember. Kennari er Lilja Baldursdóttir. Efling samskipta er námskeið sem hefur það að markmiði að hjálpa fólki að bæta samskipti sín við samstarfsfólk með því að hjálpa því að koma auga á bæði styrkleika sína og veikleika og að nýta sér þá til gagns. Það verður þrjá fimmtudagsmorgna og hefst 8. nóvember. Kennari er Ragnar Gunnarsson. Tvöfalt gagn mun einnig bjóða upp á fjögurra kvölda námskeið í bragfræði,

Nemendur við útskrift

dagana 12., 13., 19. og 20. nóvember. Farið er yfir grunnatriði hefðbundinnar bragfræði, fjallað um alla helstu bragarhætti í íslenskum kveðskap og þróun hefðbundins kveðskapar frá fyrstu tíð til dagsins í dag. Þátttakendur fá að spreyta sig á að yrkja eigin vísur og leggja fram eigin kveðskap. Kennari er Ragnar Ingi Aðalsteinsson.

Hagyrðingamót

Hagyrðingamót, undir stjórn Ragnars Inga Aðalsteinssonar, verður haldið laugardaginn 3. nóv. kl. 20:00 í sal LÍF fyrir LÍF á Laugavegi 103. Hagyrðingarnir Bjarki M. Karlsson, Helgi Zimsen, Sigrún Haraldsdóttir, Sigurjón V. Jónsson og Ragnar Ingi Aðalsteinsson munu kveðast á og standa fyrir vísnasölu. Hægt verður að leggja inn beiðni um sérorta vísu í völdum braghætti gegn greiðslu. Einnig er hægt að panta vísu með fyrirvara á netfangið ria@hi.is fyrir fimmtud. 1. nóvember. Allur ágóði kvöldsins verður nýttur til að koma aftur á skólamáltíð í grunnskóla ABC í Pakistan.


6

ABC BARNAHJÁLP

Styrktar verslanir ABC 2 verslanir reknar til styrktar ABC starfsins

ABC barnahjálp rekur tvær “vintage” verslanir, Hakuna Matata sem er á Laugavegi 103 og er opin mánudaga til laugardaga milli kl. 12 og 18 og Nytjamarkaðinn sem er í Súðarvogi 3, og er opinn mánudaga til föstudaga kl. 12 - 18 og á laugardögum milli kl. 12 og 16. Í Nytjamarkaðnum er gott úrval af fatnaði á alla fjölskylduna og flest allt til heimilisins, jafnt stórt sem smátt. Verslunin á Laugavegi selur fatnað og fylgihluti á konur og karla. Verið er að klæða verslanirnar í jólabúning og minnum við lesendur og jólasveina á að framundan eru “jól í skókassa” og “skórinn í gluggann” og hægt er að gera góð kaup í verslunum ABC. Við hvetjum fólk til að skoða sjálfboðaliðastarf ABC barnahjálpar því það er bæði gefandi fyrir okkur og þann sem er svo lánsamur að geta gefið af tíma sínum til góðgerðarmála. Hægt er að gerast sjálfboðaliði við ýmis störf t.d. aðstoð í verlsununum og ýmislegt fleira.

Ert þú sú sem við leitum að? Við leitum eftir innri fegurð og sterkum konum sem þora að láta drauma sína rætast og hafa hugsjón og karakter til að láta gott af sér leiða. Fylgstu með, skráningar hefjast í nóvember.


BARNAHJÁLP 

ABC 7

naíRóbí Kenýa Auk reksturs heimavistarinnar eru um 500 fátæk börn í hverfinu studd til að ganga í skóla. Í skólanum fá þau læknisþjónustu, heitan mat og skólabúning, auk þess sem þau fá hjálp við heimanám og ýmsa afþreyingu eftir skóla í skólaathvarfi sem rekið er af ABC.

Br ýn þörf á að brúa bilið

H

austið 2006 hóf ABC barnahjálp hjálparstarf í Nairóbí. Þórunn Helgadóttir og eiginmaður hennar, Kenýamaðurinn Samuel Lusiru Gona, veita starfinu forstöðu. Í miðju Mathare fátækrahverfinu, sem er eitt stærsta fátækrahverfi borgarinnar, reka þau heimavist fyrir 180 börn. Stór hluti barnanna á heimavistinni eru fyrrverandi götubörn sem sváfu á götunni, betluðu, stálu og sniffuðu lím. Þessi börn stunda nú námið af kappi og umbreytingin á þeim er algjört kraftaverk. Auk reksturs heimavistarinnar eru um 500 fátæk börn í hverfinu studd til að ganga í skóla. Í skólanum fá þau læknisþjónustu, heitan mat og skólabúning, auk þess sem þau fá hjálp við heimanám og ýmsa afþreyingu eftir skóla í skólaathvarfi sem rekið er af ABC. Í byrjun desember 2011 var farið ásamt 7 sjálfboðaliðum frá Íslandi til Loitokitok og höfu þau sér til aðstoðar Masaia konu sem er menntuð sem kennari en er komin á eftirlaun. Hún hefur verið að hýsa ungar stúlkur á heimili sínu sem flúið hafa að heiman til að forðast giftingu og/eða umskurn. Aðstoðaði hún við túlkun í viðræðum við þorpshöfðingja með það fyrir

augum að stofna ABC skóla og fá Masaiamennina til að senda stúlkurnar frekar í skóla en að gifta þær. Fundurinn tókst með ágætum og samþykkti þorpsráðið þetta og útvegaði land fyrir skólann. Í janúar 2012 var síðan hafist handa við byggingu skólans. Þörfin er afar mikil og ganga nú bæði drengir og stúlkur í skólann og er fjöldinn í dag þegar orðinn 107 nemendur og sjá innfæddir kennarar um alla kennslu. ABC styður nú alls um 800 börn í Kenýa.

Naíróbí, Kenýa

Naíróbí er ein hættulegasta höfuðborg heims. Af þremur milljónum íbúa, lifir hið minnsta helmingur í fátækrahverfum og atvinnuleysi er yfir 70%. Millistéttin virðist engin heldur búa langflestir við ömurleg kjör. Í fátækrahverfunum er atvinnuleysi yfir 90% og eykst tíðni HIV smita stöðugt. Á aðeins einum ferkílómetra búa um 3000 manns, skólplækir liggja milli kofaskrifla og rusl hrúgast upp um allt. Hér gildir frumskógarlögmálið. Hver bjargar sjálfum sér og lifað er fyrir einn dag í einu. Allt er til sölu og meðfram moldarvegum liggja sölubásar með þýfi, skemmdu grænmeti, brotnum diskum og fleiru sem enginn hefur efni á að kaupa. Vændi er líka mjög

neyðarákall

algengt og réttlætt. Afkoman gefur mat handa fjölskyldunni það kvöldið, HIV er vandamál morgundagsins. Spillingin hefur tröllriðið þjóðfélaginu. Ríkið lofar ókeypis grunnskólamenntun en skólabúningar eru í staðinn dýrir og leiga á skólaborði kostar 2500 krónur á ári. Sólarhringur á ríkisspítalanum kostar um 40.000 krónur og er um tveggja sólarhringa bið . Fyrir fólk sem þénar undir 70 krónum á dag að jafnaði er staðan afar slæm. Vítahringur vonleysis hefur skapast í samfélaginu, hringur sem erfitt er að rjúfa.

Afleiðingar hrunsins

Mikil neyð hefur skapast undanfarið vegna hrunsins á Íslandi í starfi okkar í Kenýa Til að áfram sé hægt að veita börnunum sem nú eru í skólum og heimavist á okkar vegum í Naírobí viðunandi þjónustu er brýn þörf á styrktaraðilum. Bæði styrktarforeldrum og velunnurum, svo hægt sé að sinna þessu starfi sómasamlega. Starfið hefur verið skorið niður á allan mögulegan hátt og má segja í dag að börnin lifi við mikinn skort í skólanum, sem er ekki það sem ABC hafði í huga þegar skólinn var stofnaður. Allt hefur hækkað og viðhald á bílum, byggingum og lóð hefur

ekki verið hægt að sinna að neinu leyti og ástandið er allt orðið afar vont. Hugsjón okkar var og er að öll okkar börn séu örugg um að við mætum lágmarks þörfum þeirra að öllu leyti.

Neyðarkall til þjóðarinnar

Við sendum út neyðarákall til okkar þjóðar núna. Við stöndum frammi fyrir því að börnum okkar verði vísað úr skóla og þau fái ekki áframhaldandi læknisþjónustu komi ekki fjármagn inn í starfið afar fljótt og þörf er á að lágmarki 3,5 milljónum króna hið allra fyrsta. Mánaðarleg þörf til að halda starfsins Kenýa í gangi er þrjár milljónir, sjö hundruð og fimmtíu þúsund. Framlög frá styrktarforeldrum eru í dag 2,3 milljónir króna og er því mismunur uppá rétt um 1,5 milljónir króna á mánuði, en þessi mikli mismunur er mikið tilkomin vegna gengisfalls íslensku krónunnar í hruninu. Það segir sig því sjálft að ástandið er afar erfitt. Við viljum bjóða þér kæri samborgari okkar að gerast velunnari Kenýa með mánaðarlegu framlagi að eigin vali til að brúa bilið. Reikningsnúmer Kenýa reiknings okkar er: 344-13-44005 kennitala 690688-1589


Fíton / SÍA

BLANDAN MÍN OG BLANDAN ÞÍN


Snyrtivörur Blaðhluti

vöru- og fyrirtækjakynningar

Helgin 26.-28. október 2012

 Silki í Snyrtivörum

k

anebo er rúmlega 100 ára gamalt japanskt fyrirtæki en það var upphaflega stofnað sem vefnaðarvörufyrirtæki sem framleiðir silki fyrir tískuhús. Það var snemma á tuttugustu öld sem þáverandi forstjóri Kanebo - Sanji Muto - vakti á því athygli að starfsfólk sem vann reglulega við framleiðslu á silki var með óvenjulega fallegar og mjúkar hendur. Þessi uppgötvun benti til þess

að silki hefði bætandi áhrif á húðina og leiddi til þróunar á tækni sem gat af sér byltingakenndar nýjungar í framleiðslu á snyrtivörum og húðverndarvörum þar sem silki varð aðaluppistaðan. Upp frá þessu var snyrtivörudeild Kanebo stofnuð. „Koishimaru silki er í öllum snyrtivörunum Sensai frá Kanebo. Það er eitt vandaðasta silki sem til er í heiminum

og er einstaklega rakabindandi fyrir húðina þar sem silki ber uppi sexþúsund sinnum þyngd sína í raka. Undirstaða fallegrar húðar sem geislar af heilbrigði og er í jafnvægi, er notkun tveggja þrepa hreinsunar og tveggja þrepa rakagjafar,” segir Sólveig Einarsdóttir, snyrtifræðingur hjá heildsölunni Sigurborg ehf. sem flytur inn Sensai frá Kanebo.

Tveggja þrepa hreinsun

Tveggja þrepa rakagjöf

Tveggja þrepa hreinsun hefst á notkun hreinsis (þrep 1) til að fjarlæga óhreinindi og síðan er notuð mild sápa til að slípa og fínpússa (þrep 2).

Tveggja þrepa rakagjöf hefst á notkun rakagefandi andlitsvatns (þrep 1) til þess að undirbúa húðina undir rakakrem eða krem til næringar og varnar (þrep 2).

Þrep 1. Notaðu þrep 1. á kvöldin til að hreinsa farða, mengun og umfram fitu. Hreinsarnir í þrepi 1. eru fyrir allar húðgerðir og má notast á augun.

Dásamlega mjúk olía sem breiðist yfir húðina eins og fljótandi silki. Hreinsimjólk sem

veitir húðinni raka og mýkt.

Fljótvirkt hreinsikrem sem er silkimjúkt og sefar húðina.

Undurmjúkt gel sem hreinsar fljótt og örugglega á mildan hátt.

Þrep 2. Fjarlægir erfið óhreinindi og dauðar húðfrumur og

gerir áferð húðarinnar fíngerðari. Húðin verður mjúk og geislandi og undirbýr hana fyrir rakakrem. Látið freyða vel með vatni. Notið eftir þrep 1. á kvöldin og eitt og sér á morgnana.

Einstaklega mild og rakagefandi hreinsifroða fyrir venjulega og þurra húð.

Silkimjúk sápa sem veitir góðan raka. Fyrir venjulega og blandaða húð.

Frískandi andlitssápa sem er tilbúin til notkunar. Fyrir venjulega og feita húð.

Létt og fljótfreyðandi sápa sem hægt er að nota sem maska. Fyrir feita og blandaða húð.

Þrep 1. Frískandi rakavatn sem þéttir húðina og undirbýr

hana fyrir kremið þitt. Það bindur rakann þannig að húðin er vel nærð í allt að 12. klst. 125ml.

Lotion II. Fyrir venjulega og þurra húð. Berið ríkulega á að morgni og kvöldi.

Lotion I. Fyrir blandaða og feita húð. Notist kvölds og morgna undir viðeigandi krem.

Þrep 2. 24. tíma rakakrem sem kemur jafnvægi á fituframleiðslu. Glæðir húðina unglegum frískleika og umvefur hana örþunnri rakaslæðu með Koishimaru silki. 100 ml.

Emulsion I. Létt 24 tíma rakakrem fyrir feita húð.

Emulsion II. 24 tíma rakakrem fyrir venjulega og blandaða húð.

Emulsion III. 24 tíma rakakrem fyrir þurra húð.

Dekur fyrir húðina Nú þegar vetur gengur í garð, getur húðin þurft á aukinni umönnun að halda

Sérstök hreinsiumönnun Nota má fleiri vörur til að vinna á sérstökum vandamálum

Djúphreinsandi kornamaski sem inniheldur ensím í stað korna. Notist tvisvar í viku í staðinn fyrir þrep.2

Klúturinn sem fullkomnar hreinsiferlið. Þessi mjúki svampklútur er sérstaklega hannaður til að hreinsa húðina án þess að erta hana.

Sensai Essence Þessir dropar eru sérstaklega nærandi. Hentar vel viðkvæmri húð og húð með rósroða. Notist undir rakakrem.

Sensai Mask Einstakur lúxusmaski sem gefur húðinni næringu og ferskleika. Berið á hreina húð og látið liggja 10.mínútur. Einnig má sofa með maskann ef húðin er þurr.

Total Lip Treatment Krem sem ætlað er á „Osvæðið“. Örvar efnaskipti kollagens, mýkir varirnar og vinnur á fínum línum þar í kring.


42

snyrtivörur vöru- og fyrirtækjakynningar

Helgin 26.-28. október 2012

 SignatureS of nature Lífr æn Snyrtimeðfeð með heim

Hollusta fyrir húðina Signatures of Nature er stolt af frábærum viðtökum á nýjungum sem byrjað var á snemma árs en það er heima spa-to go

h

öfum opnað glæsilegan heima spa bar þar sem er, í fyrsta skipti á Íslandi, hægt að fá ferskar, nýblandaðar og lífrænar snyrtimeðferðir með sér heim! Einfaldara, þægilegra og ódýrara verður það ekki að fá fullkomna andlits- og/eða líkamsmeðferðir með frábærum innihaldsefnum og öllum leiðbeiningum til að dekra við sig heima. Þetta er frábært fyrir fólk sem vill huga að húðinni á heilbrigðan hátt og flestir eru að gera þetta til að sjá og finna mun á húðinni. Signatures of Nature er þekkt fyrir persónulega þjónustu þar sem traust ríkir á milli starfsmanna og kúnna og það er ekkert skemmtilegra en að upplifa að fólkið okkar kemur aftur og aftur til þess að prófa fleiri ólíkar meðferðir og þakkar okkur fyrir frábær ráð og einnig er fólk er búið að glíma við húðvandamál í lengri tíma sem auðvelt er að leiðrétta með réttum ráðum og efnisinnihaldi. Nýjung, sem við erum núna að bæta inn í barinn til þess að bæta enn þjónustuna er að hver sá sem vill stunda reglulega meðferðir til þess að fá enn betri árangur, er spjaldskrá þar sem við húðgreinum og hver meðferð er skráð á spjaldið. Þannig er hægt að fylgjast með því sem er gert og hvað má betur gera. Enn fremur er frábært fyrir viðskiptavininn að þurfa ekki að muna í hvert skipti með hverju við mælum næst. Það eina sem hann þarf að gera er að mæta og þá er allt skráð og við ráðleggjum hvað á við í hvert skipti. En við tökum skýrt fram að við höfum einnig þurft að vísa fólki til húðsjúkdómalækna, þar sem það á við. Við bjóðum upp á meðferðir fyrir allar húðtegundir, sérblöndum og setjum saman eftir þínum þörfum svo að upplifun þín verði sem allra best! Meðferðirnar er hægt að nálgast í verslun okkar alla daga. Hægt er að fá heila meðferð með öllu því sem til þarf þannig viðkomandi þarf ekki að nota neitt af því sem hann á heima. Slík meðferð kostar ekki nema 1590 krónur en hver meðferð er eitt skipti. Við köllum

þetta matseðil fyrir húðina, segir Anna María Ragnarsdóttir, framkvæmdarstjóri Signatures of Nature, þar sem við erum að notast eingöngu við ferskt hráefni og vítamín sem og næringu fyrir húðina og fólk sem hugar að hollu matarræði ætti í raun líka að fara að huga að hollustu fyrir húðina. Heima spa barinn hefur slegið i gegn hjá vinkvennahópum, að fara með þessar meðferðir í bústaði eða stunda kósí dekurkvöld saman. Einnig höfum við keyrt út í fyrirtæki á fimmtudögum og föstudögum ef 10 manns eða fleiri panta, því það eru svo margir sem vilja dekra við sig í lok erfiðar vinnuviku. Þá er þessi leið tilvalin.

Einnig hefur Signatures of Nature upp á margar vörur að bjóða fyrir andlit og líkama, fyrir konur, karla og börn. Vörurnar eru án allra kemískra efna og hafa þær vörur Ecocert vottunarstimpil. Einnig látum við framleiða okkar eigin ilmkerti sem eru íslensk og handgerð. Þeir ilmir eru einmitt í stíl við spa líkamslínuna okkar þannig fólk getur stundað heildrænar meðferðir heima, bæði á húð og í andrúmsloftinu. Það er margt nýtt og spennandi að gerast hjá Signatures of Nature núna fyrir jólin og hefur verslunin einnig verið þekkt fyrir frábærar tækifærisgjafir. Njótið!

 CeridaL húðvöruLínan

Mildar húðvörur fyrir alla fjölskylduna C eridal húðvörulínan er mild og hentar bæði fólki með venjulega húð og viðkvæma. Vörurnar verja húðina fyrir kulda og þurrki og hjálpa húðinni að græða sár. Vörurnar eru mildar og henta því börnum og fullorðnum jafnvel. Ceridal er heilsusamleg húðhirðulína fyrir alla fjölskylduna, laus við öll óþarfa aukaefni. Hægt er að nálgast hana í næsta apóteki. Ceridal er mild húðhirðulína fyrir þá sem vilja huga sérstaklega að húðinni alla daga. Afurðirnar í línunni eru lausar við ilmefni, paraben, litarefni, lanólín, fleytiefni og önnur óþörf aukaefni. Öll innihaldsefni eru sérstaklega valin þannig að Ceridal henti bæði þeim sem eru með venjulega og viðkvæma húð eða húðsjúkdóm. Ceridal hentar fyrir vikið vel fyrir alla fjölskylduna. Helstu vörurnar í línunni eru fitukrem, húðolía, andlitskrem og baðolía.

Fitukrem

Þegar haustar að, hvessir og kólnar í veðri er þurr húð algengt vandamál hjá mörgum. Þá er mikilvægt að verja húðina vel. Ceridal fitukrem minnkar hættuna á húðskemmdum af völdum kulda því fitukremið inniheldur ekki vatn og húðin andar því eðlilega. Kremið myndar hlífðarlag á yfirborði húðarinnar og kemst meðfram frumum í ysta lagi hennar. Fituefnin haldast lengi í húðinni og varna því að hún

þorni upp, jafnvel þótt hún sé í snertingu við vatn, svo sem við handþvott eða í sundlaug. Auk þess hjálpar fitukremið húðinni að græða sár. Ef húðin er þurr getur tekið langan tíma fyrir sár að gróa en fitukremið varðveitir raka umhverfis sárin. Kremið gagnast einnig vel á þurrar og sprungnar varir.

Húðolía

Ef húðin er þeim mun viðkvæmari gæti Ceridal húðolían verið betri lausn. Fljótandi fituefni henta vel á þurra og viðkvæma húð. Olían inniheldur þrjár tegundir af olíu og ekkert annað. Hún er þunnfljótandi, tær fituolía, sem ver húðina gegn þurrki og kemur í veg fyrir að hún glati eðlilegum raka sínum. Olían er í fljótandi formi og því auðvelt að dreifa henni. Húðolíunni er sprautað beint á húðina og hún hentar mjög vel á þurra staði þar sem ekki er ráðlegt að nudda of mikið. Fyrst í stað virðist húðin vera fitug en að

örfáum mínútum liðnum hefur hún drukkið í sig olíuna og húðin verður mjúk. Ceridal húðolía hentar mjög vel á sumrin á þurra fótleggi og þurra húð almennt. Líkt og við á um Ceridal fitukrem gagnast húðolían einnig vel á sár.

Krem og andlitskrem

Ceridal krem og andlitskrem eru frábær vörn fyrir viðkvæma húð og hefur einnig góð áhrif á exem og ofnæmi. Kremin innihalda jurtaolíur, sem minna talsvert á olíurnar sem eru í húðinni frá náttúrunnar hendi. Vörnin sem kremin veita líkist því vörn húðarinnar sjálfrar. Geta húðarinnar til að endurnýja sig eykst þar af leiðandi og fyrr en varir verður húðin mjúk. Ceridal krem er fyrir daglega umhirðu líkamans. Sérstaklega gott á hendur, olnboga og hné. Andlitskremið er ætlað fyrir daglega umhirðu á andliti og hálsi.

Baðolía

Ceridal baðolía er mild baðolía sem

gerir húðina mjúka og slétta, án þess að hún verði fitug. Baðolían er gerð úr olíum á borð við parafínolíu og vínberjakjarnaolíu, ásamt mildum hreinsiefnum. Ólíkt öðrum baðolíum safnast Ceridal baðolía ekki í lag á yfirborðinu, heldur dreifist hún jafnt í baðvatninu og kemst þannig í beina snertingu við húðina. Þegar olían blandast baðvatninu verður það mjólkurhvítt að lit.

Barnvænar vörur

Allar vörurnar í Ceridal húðhirðulínunni eru algerlega lausar við ilmefni, parabena, litarefni, lanólín, fleytiefni og önnur óþörf aukaefni. Vörurnar henta því vel fyrir börn og ungbörn með viðkvæma húð. Börnum sem nota snuð er hætt við ertingu í kringum munninn, en til að koma í veg fyrir útbrot má bera þunnt lag af Ceridal fitukremi í kringum munninn. Ef barnið er með þurra húð er mikilvægt að bera reglulega á húðina til að forðast að þurrkurinn breytist í exem. Oft vilja börn ekki láta bera á sig. Ceridal húðolía getur gert þetta auðveldara þar sem þunnfljótandi olíunni er sprautað á húðina, sem dregur olíuna fljótt í sig án sviða. Olían gagnast ennfremur vel á rauðan bossa og bleyjuútbrot. Baðolían hentar einnig vel fyrir börn því hún er mjög mild. Ceridal vörurnar fást í apótekum og þar er jafnframt hægt að fá ráðleggingar um val á Ceridal vörum sem hentar hverjum og einum.


TVEGGJA HLIÐA BURSTI: 2 flatar hliðar gefa þykkingu. 2 rúnnaðar hliðar sveigja og aðskilja.

Fyrsti „stjörnumaskarinn“.* Gefur tafarlausa þykkingu og dýpt. Sveigir augnhárin frá rót til enda.

HYPNÔSE STAR DRESSAÐU ÞIG UPP AÐ HÆTTI KVIKMYNDASTJARNANNA

*By Lancôme.

NÝR


44

snyrtivörur vöru- og fyrirtækjakynningar

Helgin 26.-28. október 2012

 SnyrtiStofa Þórunn KriStín er eigandi SnyrtiStofunnar mizú

 Húðvörur andlitSKrem

BB Nude Magique

t

öfrandi BB krem sem gefur þér fullkomna náttúrulega húð. Algjör tæknibylting. Kremið er með örfínum litarögnum sem aðlagast þínum húðlit. Þú öðlast fallega húð með fullkominni þekju, eykur náttúru­ legt yfirbragð, jafnar húðlitinn, gefur húðinni 24 tíma raka og veitir henni SPF 12 og andoxunarefni. Einnig fáanlegt BB púður frá L‘Oréal sem gefur húðinni flauels­ mjúka áferð.

 Húðvörur dagKrem Þórunn Kristín Snorradóttir rekur sína eigin snyrtistofu í Borgartúni.

Þú verður að hugsa vel um sjálfa þig

v

ið erum flest gjörn á að hugsa fyrst um aðra og svo um okkur sjálf,“ segir Þórunn Kristín Snorradóttir sem á og rekur snyrtistofuna Mizú í Borgartúni 6 (gamla Rúg­ brauðsgerðin) en hún bendir á að í lífinu sé þetta svoldið eins og með súrefnisgrímurnar í flug­ vélunum: „Auðvitað eigum við fyrst að hugsa um okkur sjálfar því þannig getum við gefið miklu meira af okkur.“ Þórunn opnaði snyrtistofuna 2008 þegar hér átti allt að vera í kaldakoli en þessi hugrakka kona byrjaði með tvær í vinnu en þær

eru sex í dag. Mizú býður upp á litun og plokkun, vax og brasil­ ískt, nudd, fótaaðgerðir, brúnku­ meðferðir, höfuðbeina­ og spjald­ hr yggsmeðferð og varanlega förðun svo eitthvað sé nefnt.

Varanleg förðun?

„Húðflúr eða tattú. Ég fór út til Bretlands um það leyti sem ég opnaði stofuna og lærði það hjá Nouveau Contour. Sem er eitt virt­ asta fyrirtæki í heimi,“ útskýrir Þórunn en þessi kjarnorkukona lætur sér ekki nægja að reka sitt eigið fyrirtæki heldur bíða fjögur börn heima á aldrinum eins og

hálfs til tólf ára. Eiginmaðurinn stendur þétt við bakið á sinni konu en hann er málarameistari.

Revitalift Total Repair 10

f

En hvað er væntanlegt?

„Það sem er að koma til landsins nú í vetur vonandi heitir Meta­ therapy og þá er verið að vinna með þurrar nálar á hrukkur. Þetta er einskonar hrukkubani og hann verður næsta stóra trendið, býst ég við,“ svarar Þórunn og ít­ rekar að fólk verði að hugsa vel um sjálft sig, upp á sjálfsvirð­ inguna: „Annars finnst mér ég persónulega ekki fúnkera dags­ daglega.“

 Húðvörur vítamín

Invigorating Night Gel Ole Henriksen a

ullkomið dagkrem sem dregur úr 10 merkjum öldrunar með stöðugri notkun. Þetta er fyrsta heildarlausn gegn öldrun húðarinnar, allt í einu kremi. Þú færð sléttari húð, mýkri húð, styrkari húð, bætir rakamissi, aukinn teygjanleika, meiri fyllingu, jafnari húðlit, geisl­ andi húð og jafnar skarpari línur. Allir þessir eiginleikar krems­ ins halda sér einnig í BB útgáfu af Revitalift Total Repair 10, þar sem þú getur valið um 2 litar­ tóna. Það er í senn fyrsta BB krem sem vinn­ ur gegn öldrun húðarinnar.

 Húðvörur Þr jú Þrep

lgjör vítamínsprengja fyrir húðina, inniheld­ ur ávaxtasýrur sem hjálpa til við að endur­ nýja húðfrumurnar og dregur úr línum. www.olehenriksen.is

Gentleman‘s Tonic

Séntilmennska við raksturinn. Breska snyrtivöru­ línan Gentlaman´s Tonic fer alla leið þegar kemur að herramennsku. Klassískur keimur af Babbassau & Bergamont. Fæst í Hygeu.

Þriggja þrepa húðhirðukerfið í Clinique

e

r þróað af húðlæknum og samanstendur af hreinsun, endurnýjun og raka. Þrjú

einföld þrep, kvölds og morgna, sem gerir húðina fullkomna, bjarta og geislandi.


Helgin 26.-28. október 2012

 húðvörur

Skin.ergetic eyes – Biotherm

67%

... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

h

eildarlausn gegn þreytulegum augum, dökkum baugum, pokum og þungum augnlokum. Einstök formúla.

*konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011

Mýkt og hlýja er það eina sem virkar á veturinn

 herr ailmur

ENCOUNTER nýr herrailmur frá Calvin Klein

PIPAR \ TBWA • SÍA • 121249

i

lmurinn er í senn leyndardómsfullur, tælandi og karlmannlegur.

Fegurð haustsins er einstök og litadýrð náttúrunnar engu lík. Því fylgir þó óneitanlega meiri kuldi og þurrari húð. Húðvörurnar frá Gamla apótekinu henta einstaklega vel til að viðhalda raka húðarinnar, verja hana og mýkja.

Fylgstu með okkur á Facebook / www.gamlaapotekid.is

Fást í öllum helstu apótekum um land allt

Veljum íslenskt


46

snyrtivörur vöru- og fyrirtækjakynningar

Helgin 26.-28. október 2012

 Húðvörur Dagkrem

 Herr ailmur

 konuilmur

Biotherm – Skin ergetic

Spice bomb

Lady Gaga FAME

a

ndoxandi dagkrem. Veitir stöðuga rakagjöf og vinnur gegn þreytumerkjum. Virk andoxandi áhrif sem vernda húðina gegn sindurefnum. Fyllir húðina af raka og orku.

Fáanlegt í: EDP 30 ml, 50 ml og 100 ml, Black body lotion 200 ml, Black shower Gel 200 ml.

F

k

arlmanlegur ilmur, ávanabindandi, kynþokkafullur, algjör ilmsprengja. Inniheldur bergamot, kanil, bleikan sterkan pipar og elemi sem gefur ilminum skerpu ásamt pimento pipar, vetiver og tóbakslauf sem kalla fram kynþokkann í ilminum.

medico.is

olay.co.uk

“#1 anti-aging skin care brand in the world”

yrsti ilmur Lady Gaga heitir FAME og það sem er óvenjulegt við hann er að vökvinn er svartur í flöskunni – en þegar þú sprautar honum á þig þá verður hann glær. Gaga vildi hafa þrennt á hreinu þegar ilmurinn var þróaður. Hann átti að vera á sama tíma léttur, munúðarfullur og dökkur. Ilmurinn er ríkur af blómum og í honum er meðal annars Tígur Orkídea og Jasmína, það er einnig léttur ávaxtakeimur af honum en Gaga var hörð á því að hann ætti að vera léttur og vildi að hann hæfði sem flestum.

 Herr ailmur

David Beckham - The Essence Fáanlegt í: EDT 30 ml og 50 ml, After Shave 50 ml, Deo Stick og Hair & Body Wash.

n

ýjasti ilmurinn frá David Beckham, The Essence, er fullur af orku. Fersk blanda af sítrusávöxtum og viðartónum. Beckham vildi láta ilmvatnsglasið endurspegla ástríðu sína á mótorhjólum; en það er eins og mótorhjól hafi keyrt yfir glasið og skilið eftir sig hjólför og tappinn er úr stáli til að undirstrika karlmennsku. Um ilminn segir Beckham: „Every man has something that makes him happy and for me, it is the smell of The Essence that conveys a sense of adventure and those special moments spent with the loved ones.“

ELSKAÐU

 konuilmur

Beyoncé Midnight Heat

húðina með

Fáanlegt í EDP 30 ml og 50 ml, Shower Cream 200 ml og Body Lotion 200 ml.

n

OLAY

Vinnur á 7 áhrifaríka vegu gegn öldrun húðarinnar

ýjasti ilmurinn frá Beyonce er Midnight Heat. Munúðarfullur og seiðandi ilmur sem slær í gegn eftir miðnætti.

Sölustaðir: Hagkaup Garðabæ, Holtagörðum, Kringlunni, Skeifunni, Smáralind og Spöng. Lyf og Heilsa: Austurveri, Eiðistorgi, Hringbraut, Kringlunni. Apótek Garðabæjar, Apótek Hafnarfjarðar, Lyfjaborg, Nana, Urðarapótek. Landið: Hagkaup Akureyri, Lyf og Heilsa Glerártorgi, Hrísalundi, Hveragerði, Vestmannaeyjum. KS Sauðarkróki.

Hafðu hjartað heima Átta vikna námskeið í gjörhygli

(Mindfulness based cognitive therapy/stress reduction) Námskeið í gjörhygli tengir saman hugræna atferlismeðferð og hugleiðsluæfingar. Gjörhygli er kerfisbundin þjálfun í að vera í núinu og vera meðvitaður um líkama, hugsanir og tilfinningar, augnablik eftir augnablik. Námskeiðið hefst 1. nóvember á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Kennt er á fimmtudögum kl.16:30 - 19:00. Verð 45.000 kr. Kennari er Bridget „Bee“ Ýr McEvoy RPN en hún hefur kennt gjörhygli á Heilsustofnun NLFÍ frá 2006.

Nánari upplýsingar og skráning í síma 483 0300 og á www.hnlfi.is Berum ábyrgð á eigin heilsu

 konuilmur

La vie est belle

Þ

etta er fyrsti kvenlegi ilmurinn úr íris þykkni. Þessi lúxus ilmur inniheldur einstaka blöndu af tilkomumiklum og náttúrulegum innihaldsefnum. Hann mun skilja eftir sig dýrmæta og yndislega ilmslæðu.


Verndar og græðir þurra og viðkvæma húð Ceridal fitukrem inniheldur 100% fituefni og olíu Ceridal fitukrem er án litarog ilmefna, parabena og annarra rotvarnarefna Minni hætta á ofnæmisviðbrögðum


48

snyrtivörur vöru- og fyrirtækjakynningar

 húðvörur Bronzgel

Helgin 26.-28. október 2012  húðvörur hrukkukrem

Biotherm – Blue therapy

Bronzing Gel

Í

fyrsta skipti eru virkum náttúrulegum innihaldsefnum frá lækjum, sjó og heitum lindum blandað saman. Samvirknin og krafturinn frá tveimur þörungum eru sannkölluð virkni í öllum húðlögum. Vísindalegur árangur á þremur tegundum húðskemmda. Hrukkur minnka sjáanlega, húðin styrkist og þéttist, dökkir blettir lýsast. Mögnuð vörn fyrir húðina gegn óæskilegum efnum.

e

ngin kona ætti að vera án Bronzing gelsins í vetur. Gelið gerir stórkostlega hluti og svíkur engan. Um leið og gelið sveipir húð þína bronzlitri hulu úr vatni og silki, veitir það henni raka og vellíðan.

 húðvörur gr æðissmyrsl

GRÆÐIR –

eyGLÓ –

GR ÆÐIR er smyrsl sem er laust við öll aukaefni. Smyrslið er búið til eftir gamalli uppskrift sem varðveist hefur í fjölskyldu Sóleyjar til dagsins í dag. GR ÆÐIR hefur margsannað virkni sína við ýmsum húðvandamálum, t.d. gegn exemum; þar á meðal sóríasis, þurrkublettum, ertingu í húð, varaþurrki, bleyjuútbrotum og minni háttar sárum. Góð virkni GR ÆÐIS þegar kemur að brunasárum er þó það sem gerir hann hvað undraverðastan. Einnig hefur komið í ljós góð virkni hans hans gegn sveppasýkingum á kynfærum.

Lífrænt vottað andlitskrem með kvöldvorrósarolíu og villtum íslenskum jurtum

Lífrænt vottað allra handa græðissmyrsl

Urtasmiðjan S— la l’ fr¾ n vottuð vara F¾ st ’ n‡ ttœ ruvš ru-verslunum Gl¾ sileg netverslun www.urtasmidjan.is s’ mi 462 4769

Silki andlitsol’ a, djœ pn¾ randi serum Inniheldur aprik— su- og arganol’ ur sem eru eftirs— ttar vegna endurnýjandi og n¾ randi eiginleika sinna ‡ hœ ðina og gefa henni nýtt l’ f og lj— mandi ‡ ferð. Sannkš lluð v’ tam’ nbomba. Hœ ðn¾ ring, e-v’ tam’ n augnsalvi Gefðu hœ ðinni extra umš nnun og n¾ ringu með granateplaoliu, E-v’ tam’ ni, morgunfrœ ar,r— sa- og bl‡ gresisol’ u sem vernda, n¾ ra og mýkja hœ ðina.

 húðvörur andlitskrem

eyGLÓ andlitskremið er ríkt af andoxunarefnum og ómissandi fyrir þurra, þreytta og líflausa húð. Hin magnaða samsetning villtra íslenskra handtíndra jurta, íslensks lindarvatns og heilandi kjarnaolía nærir húðina og dregur fram náttúrulegan ljóma hennar. Kvöldvorrósarolían geymir hátt innihald fitusýrunnar GLA sem vísindalegar rannsóknir hafa sannað að endurbyggi húðfrumurnar og auki teygjanleika húðarinnar.

 verslun ditto - verslun með náttúrlegar og andlegar vörur

Vöndum valið á því sem við látum á húðina okkar - veljum lífrænt, náttúrulegt og án skaðlegra parabena og aukaefna.

Verslun með náttúruvænar og andlegar vörur d itto er verslun á Smiðjuvegi 4, sem lítið hefur farið fyrir en þó hefur verslunin verið starfrækt í um 6 ár og á sér nú breiðan kúnnahóp. Ditto flytur inn Himalaya saltkristalslampa og vörur og hefur eitt mesta úrval landsins af þeim. Einnig er fáanlegt mikið úrval af slökunargeisladiskum, steinum, blómadropum og margt fleira. Nýir eigendur tóku við versluninni fyrir 2 árum og hafa smám saman verið að auka vöruúrvalið með innflutningi á vönduðum heilsuvörum og lífrænum húð/snyrtivörum. Ditto flytur meðal annars inn lífrænu snyrtivörurnar Essential Care og Green People. Bæði þessu merki eru bresk og þekkt fyrir mikil gæði og hafa unnið til fjölda verðlauna. Green People býður upp á mjög breiða og vandaða vörulínu, meðal annars fyrir börn, unglinga, konur og sérstaka herralínu. Essential Care er fjölskyldufyrirtæki sem setur hjartað í alla sína framleiðslu; allar þeirra vörur eru í fremsta gæðaflokki. Einnig framleiðir Essential Care frábærar lífrænar ilmkjarnaolíur. Talið er að húðvandamálum hafi fjölgað mikið á

síðustu árum. Margir greina frá miklum þurrki í húð, kláða og jafnvel mjög slæmum útbrotum. Orsakir þess geta meðal annars verið rangt matarræði og/eða vegna þeirra húðvara sem við notum á líkama okkar og hár. Þess vegna leggur Ditto metnað í að bjóða upp á aðeins það besta fyrir líkama okkar og hár. www.ditto.is


Dreymir þig um húðkrem sem virkar lengur? Dove húðkremin vinna dýpra, næra, mýkja og gefa húðinni fallega og slétta áferð.

ÍSLENSKA / SIA.IS / NAT 61631 10/12

Húðnæring í heila


50

heilsa

Helgin 26.-28. október 2012

kolbrún gr asalæknir breytingaskeiðið er blómaskeið

Breytingaskeið karla feimnismál Kolbrún grasalæknir segir að mikil feimni einkenni umræðuna um breytingaskeiðið. Það sé órjúfanlegur raunveruleiki, ekki ólíkt unglingsárunum. Hún vill benda á að tímabilið einkennist ekki síður af tilfinningunum og taugakerfinu en almennri líkamsstarfsemi og fyrir karlmönnum sé það oft meira feimnismál. Þeim sé ekki kennt það að hlusta á og spila út tilfinningum sínum.

b

reytingaskeið kvenna og karla er í grunninn ekki svo ólíkt, það þarf að veita hvoru tveggja athygli og útskýra fyrir fólki að breytingaskeiðið, eða blómaskeiðið, líkt og ég kýs að kalla það snýst ekki eingöngu um hormón, heldur líka taugakerfið og tilfinningarnar.“ Þetta segir Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir en hún vill vekja athygli á því að breytingaskeiðið þurfi ekki að vera neitt sem að fólk þurfi að hræðast, heldur skemmtilegt og gefandi tímabil ef réttar ráðstafanir séu gerðar. Hún segir breytingaskeið karla falið sjónum almennings og þyki feimnismál. Körlum sé oftar en ekki kennt að tilfinningasemi sé kvenleg og þar af leiðandi óæskileg þeim. „Munurinn á milli kynjanna felst einna helst í því að breytingarnar eru hægari hjá körlunum en konunum, það er hormónarnir minnka hægar. „Hjá konum gerist þetta svona allt í einu eftir fertugt og er því mun dramatískara. Karlar byrja fyrr, eða um 35 ára og testósterónið hjá þeim dregst hægar saman.“ Kolbrún segir það mikilvægt að útskýra fyrir fólki hvað felst í þessu tímabili og hvað það geti gert til þess að gera það sem þægilegast og auðveldast, „Það er heilmargt sem að hægt er að gera fyrir taugakerfið. Drekka til dæmis

– Lifið heil

Lægra verð í Lyfju

15% afsláttur

Strepsils jarðarberja Áður: 1.299 kr. Nú: 1.099 kr.

Gildir í október 2012.

ÍSLENSKA / SIA.IS / LYF 61246 09/12

www.lyfja.is

Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir segir að breytingaskeiðið sé karlmönnum oft meira feimnismál en konum. Ljósmynd/Hari

minna kaffi, fara snemma að sofa, hreyfa sig og stunda slökun. Við vitum þetta allt. Fæstir gera sér þó grein fyrir mikilvægi þess í sambandi við breytingaskeiðið. Einnig eru til margvíslegar jurtir sem nota má. Ef þú hugsar um að gera þig sterkari verða breytingarnar um leið auðveldari. Ef ekki er bókað mál að þetta verður erfitt.“ Hún segir að mörg hjónabönd þoli illa álagið sem að fylgir breytingaskeiðinu, mörg hjón verði pirruð og þreytt og vita ekkert endilega út af hverju. Eins finna einstaklingar á breytingaskeiði oft fyrir depurð og tengja það ekki endilega því. Það getur valdið miklum misskilningi og togstreitu í samböndum. „Það er mikilvægt að hlusta á líkamann og finna út hvað það er sem að þú þarft, ef við leyfum okkur bara að fara í gegnum þetta tímabil þá getur það verið yndisleg reynsla. Til er það fólk sem að ekki leyfir sér að fara í gegnum þetta tímabil og ber þess líkamleg merki, upp safnast fita á skrítnum stöðum, til dæmis aðeins um miðbik magans, eða fyrir neðan naflann. Brjóstkassinn verður þaninn og stór. Þetta eru

stíflur. Ef orkunni er leyft að flæða gerist eitthvað undursamlegt.” Kolbrún segir að breytingaskeiðið ætti að vera eitthvað til þess að hlakka til. „Lífið verður öðruvísi, öll næmni eykst og þú ferð að skynja heiminn öðruvísi. Það er mjög algengt að fólk sem að kemur í gegnum breytingaskeiðið fái oft andann yfir sig í listum, fólk sem að hefur kannski aldrei fundið fyrir því áður að langa að skrifa eða mála tekur upp á því í kringum þetta tímabil, viskan er orðin svo mikil.“ Hún segir tímabært að láta feimnina sem einkennir tímabilið ekki ráða för lengur. „Breytingaskeiðið er eins og að verða unglingur aftur og líkt og unglingsárin er það órjúfanlegur þáttur tilverunnar okkar. Það getur tekið allt að tíu ár og þess vegna er ekki hægt að horfa fram hjá því.“ Kolbrún bendir á að mikilvægt sé að vera meðvitaður, upplýstur og ófeiminn að takast á við tilfinningar sínar. „Þá opnast eitthvað nýtt.” María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is

matargerðin byrjar á gottimatinn.is

HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

Á nýjum vef Gott í matinn finnurðu einfaldar, flóknar, spari- og hversdagsuppskriftir fyrir öll tilefni. Sjáðu spennandi hráefnisnotkun og girnilegar hugmyndir frá matarbloggurum. Brettu svo upp ermar, hnýttu á þig svuntu og gerðu eitthvað girnilegt.


Helgin 26.-28. október 2012

morgunverður mikilvægasta máltíðin

Borða rétt og brjóta upp daginn með hreyfingu

s

Þegar fólk borðar staðgóðan morgunmat borðar það jafnan minna í hádeginu.

jaldan er góð vísa of oft kveðin: Morgunverðurinn er mikilvægasta máltíð dagsins. Rannsóknir sýna að þeir sem borða morgunverð eru grennri en þeir sem ekki borða morgunverð og ástæðan er ekki sú að þeir fyrrnefndu hugsi svo vel um heilsuna að öðru leyti. Þegar fólk sleppir því að borða morgunmat fær heilinn þau skilaboð að líkaminn sé að fasta og að það þurfi að borða mikið þegar tækifæri gefst næst til. Þegar fólk borðar morgunmat borðar það jafnan minna í hádeginu en hinir eru gjarnir á að gúffa í sig óhollum, kaloríuríkum mat. Í nýlegri rannsókn á nærri því hundrað þúsund manns kom í ljós að fólk sem situr mikið eykur hættuna á að þróa með sér áunna sykursýki, jafnvel þó það stundi líkamsrækt. Þetta á sérstaklega við of feitt fólk en það er þegar í áhættuhópi fyrir áunna sykursýki. Þeir sem þetta á við ættu alvarlega að íhuga að brjóta enn frekar upp daginn með hreyfingu, göngutúrum eða að standa við skrifborðið í vinnunni.

DVÍTAMÍN D-vítamínskortur er einn algengasti og alvarlegasti vítamínskorturinn hjá Íslendingum á meðan sífellt er að koma betur í ljós hve mikilvægt það er fyrir starfsemi líkamans.

FLJÓTANDI

1000 IU 2000 IU

Hámarks upptaka

TUGGUTÖFLUR (HENTA BÖRNUM)

GMP vottað

www.nowfoods.is


52 

matur

Helgin 26.-28. október 2012

matur Haustborgarinn 

kynning

Samlokur fyrir alla fjölskylduna

Í botninn með beikonið Nú eru flestir búnir að setja grillið inn í skúr og þá þarf að grípa til annarra ráða við eldamennskuna. Nú skal steikja borgarann.

Á

vorin virðast allir hlaupa til og rífa grillin fram úr fylgsnum sínum. Á sama tíma bylja á okkur auglýsingar um allt sem tengist grillinu. Þetta sama virðist ekki eiga við um haustið og veturinn. Fáar auglýsingar leggja áherslu á bestu pottana til að elda í kjötsúpu og enn sem komið er hefur slík ekki verið framleidd um hve góðir hamborgarar eru steiktir á vel gerðri pönnu. Þetta er auðvitað rugl því það skiptir jafn miklu ef ekki meira á hverju maturinn er eldaður innandyra. Hamborgari eldaður á þykkri og vel notaðri pottjárnspönnu er mörgum sinnum betri en annar alveg eins eldaður á þunnri teflon pönnu. Jafn vel enn betri en grillaður.

Rétta kjötið

Best er að fara til kjötsalans og fá hakk sem er með fituprósentu upp á u.þ.b. tuttugu. Ekki vera alltaf að kaupa fituhreinsað eitthvað sem selt er úti í búð. Það þarf smá fitu í kjötið svo það breytist ekki í skósóla. Næsta skref er beikonið. Ó, já það er beikon í haustborgaranum. Það er best að fá það líka hjá kjöteða pylsugerðarmanni. Skorið í aðeins þykkari sneiðar. Saxa það svo í tætlur. Búa til bolta úr hakkinu og fletja smá. Fylla botninn með beikoni og pressa kjötið svo á milli tveggja smjörpappírslaga (þeir sem eiga hamborgarapressur noti þær að sjálfsögðu). Kryddið á þennan ágæta borgara er mest megnis pipar. Kannski smá salt á toppinn en bara pínulítið því að beikonið sjálft er brimsalt.

Pannan

Hita pönnuna. Passa að hún sé vel heit en þó ekki rjúkandi. Sjö af tíu hitastigum. Steikja beikonhliðina þangað til að fitan byrjar að taka sig en er ekki orðið stökkt. Snúa varlega við og elda hina hliðina. Fitan úr beikoninu lekur yfir kjötið og gerir allt djúsí og fínt. Þá er plattanum snúið aftur á beikonhliðina og ostur, beittur eins og t.d. cheddar, er settur á. Þá er smá vatni, c.a. einni matskeið, dreitlað í jaðarinn á pönnunni og lok sett yfir. Við þetta myndast gufa sem bræðir ostinn en kemur ekki í veg fyrir að botninn verði stökkur og góður. Hamborgara á að elda í gegn en þó ekki þannig að hægt sé að spila með þeim hokkí.

Samsetning

Þá er um að gera að hvíla borgarann aðeins á meðan brauðið er glóðað í fitunni á pönnunni. Um að gera að prófa sig áfram í hvaða brauð er keypt. Ekki eru allar verslanir með það sama og kjötkaupmennirnir láta oft baka fyrir sig dúnmjúk brauð. Val á meðlæti er auðvitað einstaklingsbundið sem og sósurnar. Súrsaðar gúrkur eru samt nauðsynlegar. Það margborgar sig þó að prófa nokkrar tegundir því eins og með brauðið eru þær svo sannarlega ekki allar eins af guði gerðar.

Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is

Á Nýbýlavegi í Kópavogi er samlokustaðurinn Supersub. Þar er hægt að fá 20 tegundir af samlokum auk þess sem boðið er upp á þunnbotna pitsur, salöt og fundarbakka. Staðurinn er sérlega fjölskylduvænn með 40 fermetra boltaland og krakkahorn fyllt með leiktækjum þannig að engum þarf að leiðast heimsóknin. Yngri kynslóðinni býðst að útbúa sína eigin pítsu, fylgjast með henni fara inn í ofn og alla leiðina á diskinn. Subersub, sem að tekur 70 manns í sæti, hentar sérlega vel fyrir barnaafmæli og ekkert aukagjald er tekið fyrir það annað en að kaupa matinn á staðnum. Þeir sem svo kjósa fá svo að koma með kökuna að heiman eða beint úr bakaríinu. Einnig er hægt að fara með veisluna heim því veislubakkarnir á Supersub eru sérlega vinsælir og henta við öll tækifæri. Ef pantaðir eru þrír bakkar eða fleiri eru bakkarnir sendir frítt heim að dyrum. Supersub er á Facebook og vinir fá sérstök tilboð.


matur 53

Helgin 26.-28. október 2012

kynning

Gamalt stálsmíðaverkstæði verður nýtt steikhús

VIÐ BJÓÐUM NÝJU 600 LÍNUNA VELKOMNA Í iRobot FJÖLSKYLDUNA!

Í

hlýlegu en þó hrjúfu húsi gegnt höfninni, nánar til tekið í gamla Hamarshúsinu við Tryggvagötu 4-6, er búið að opna Steikhúsið, alvöru steikhús þar sem aðall hússins er 28 daga meyrnað nautakjöt. Eldað í kolaofni en auk þessa er einnig boðið upp á lamb, fisk og jafnvel hnetusteik fyrir þá sem ekki borða mikið kjöt. Það að láta kjöt meyrna við bestu aðstæður í hátt í mánuð breytir áferð kjötsins til muna. Mikið af vökva gufar upp og bragðið verður sterkara auk þess sem náttúruleg ensím í kjötinu brjóta niður stoðvefi í því og gera það þannig sérlega mjúkt undir tönn og gerir 28 daga biðina vel þess virði. Sérstaklega þegar það er eldað í sérhæfðum kolaofni. Eitt af því sem gerir upplifun heimsóknar í Steikhúsið eftirminnilega er valið. Hægt er að setja saman draumamáltíð hvers og eins. Að sjálfsögðu er byrjað á að velja steikina sjálfa. T.d. nauta – eða lambakjöt, auk fisks og rétta fyrir grænmetisætur. Því næst er að velja meðlæti. Kartöflur eru klassískt val og þær koma ýmist bakaðar eða þrísteiktar sem franskar og skiptir þá engu hvort um er að ræða venjulegar kartöflur eða sætar. Grænmetið má ekki vanrækja í

draumamáltíðinni og heldur ekki sósurnar sem koma í ótal útgáfum. Svo er að sjálfsögðu gott úrval bæði forrétta og deserta. Hægt er að fylgjast með Steikhúsinu á Facebook þar sem hægt er að finna tilboð og afslætti. Um þessar mundir er boðið upp á þríréttaða grillveislu á 5.900 krónur. Fyrir þá sem ætla í leikhús er líka sérstakt tilboð í gangi. Steik og desert á milli 17.30 og 19 á 4.200 krónur. Hægt er að finna matseðilinn á www.steik.is.

iRobot Roomba 650

iRobot Roomba 630

iRobot Scooba 390

iRobot Roomba 780

iRobot Roomba 555

• Ryksugar/skúrar 99.97% af gólffletinum • Hreinsar upp ryk, sand, ló, dýrahár o... • Hreinsar teppi, parket, mottur, .ísar, dúka o... • Hreinsar undir rúmum, sófum, borðum, stólum o...

iRobot Roomba 581 • Skynjar fallhæð, fer ekki fram af þrepum • Snúrulaus. Hleður sig sjálf. Engir ryksugupokar • Sýndarvitar, sýndarveggir og hleðslustöð


54

bílar

Helgin 26.-28. október 2012

reynsluakstur Volkswagen up!

Kia cee‘d Sportswagon kynntur

Nýr Kia cee‘d Sportswagon var frumsýndur hjá Öskju fyrr í þessum mánuði.

Askja, umboð Kia, kynnti fyrr í þessum mánuði nýjan Kia cee‘d Sportswagon. Kia cee‘d kemur í tveimur útfærslum, annars vegar sem fimm dyra hlaðbakur sem kom á markað í vor, og hins vegar sem Sportswagon sem tekur við af fyrri kynslóð langbaksins. Sportswagon er boðinn með tveimur dísilvélum 1,4 og 1,6 lítra sem skila 90 og 128 hestöflum. Farangursrýmið er 528 lítrar og hægt er að stækka það í alls 1642 lítra ef aftursætin eru felld niður. Bíllinn er með 7 ára verksmiðjuábyrgð, eins og allir nýir Kia bílar. Sportswagon er framleiddur í verskmiðju Kia í Zilina í Slóvakíu sem mun framleiða um 285.000 Kia bíla á þessu ári. Á síðu Öskju segir: „Nýju Kia cee‘d bílarnir hafa breyst mikið í útliti og aksturseiginleikum, auk þess sem þeir eru búnir nýjum aflmiklum en um leið eyðslugrönnum og umhverfismildum vélum. Báðar gerðirnar búa yfir kraftalegum línum og fáguðum formum. Falleg díóðuljós einkenna nú cee‘d að framan auk þess sem báðar gerðirnar eru lengri og breiðari en forverarnir en verða 1 sm. lægri. Innanrýmið þykir mjög fallegt og sportlegt, þar sem efnisnotkun er vönduð og tækjabúnaður ríkulegur.“

Ódýr, öruggur og sparneytinn smábíll Nýjasta útspil Volkswagen heitir Up! og er fjögurra manna sparneytinn smábíll á góðu verði sem gerir allt sem hann þarf að gera en ekki mikið meira en það.

V

fyrir flestar stærðir jeppa og jepplinga

Vönduð amerísk heilsársdekk - stærðir 31- 44 tommur - slitsterk - neglanleg - má míkróskera - frábært veggrip

Gott verð! Skjót og góð þjónusta!

Dekkjaverkstæði á staðnum. Bjóðum alla almenna dekkjaþjónustu.

Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is

2012-10 Dekk 100x100mm.indd 1

olkswagen up! er nýjasta útspil þýska bílaframleiðandans og hefur fengið fádæma góða dóma og var til að mynda kosinn bíll ársins hjá breska bílatímaritinu What Car?. Volkswagen up! er fjögurra manna og því aðeins fyrir litlar fjölskyldur eða sem aukabíll á heimili. Hann er fádæma sparneytinn, eyðir bensínvélin aðeins 4,1 lítra á hverja hundrað kílómetra í blönduðum akstri, sem er með því besta sem gerist í bílaheiminum. Hann drepur á sér á ljósum og sparar þannig óþarfa bensíneyðslu og mengar minna. Bíllinn sem ég reynsluók var beinskiptur. Til þess að stuðla að sem minnstri eldsneytiseyðslu gefur bíllinn ökumanni merki um hvenær eigi að skipta um gír og komst ég að því að ég er sennilega alltaf að þenja vélina of mikið og keyri í of lágum gír. Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég alltaf keyrt í einum gír lægra en skilaboðin gáfu til kynna og er þar ef til vill komin skýringin á því hvers vegna mér tekst ekki að keyra minn eigin bíl, Volkswagen Sharan, á þeirri eyðslu sem hann er gefinn upp með. Ég mun tvímælalaust endurskoða gírskiptingar mínar héðan í frá því ekki er bensínið gefins. Skottið er rúmgott af svona litlum bíl að vera. Það er djúpt og er

hægt að stækka það enn meira með því að leggja aftursætin niður. Börnin sáu ágætlega vel út um afturgluggana en ekki er hægt að renna þeim niður. Þeir opnast út með smellu. Volkswagen up! kemur vel út í árekstraprófum, fær fimm stjörnur af fimm mögulegum hjá Euro NCAP, sem er evrópsk stofnun sem gerir öryggispróf á bílum. Staðalútbúnaður inniheldur meðal annars ABS bremsukerfi, sem gerir bílinn öruggari og kemur í veg fyrir að hjólin læsist við snögga hemlun. Einnig eru loftpúðar bæði fyrir ökumann og farþega. Bíllinn sem ég prófaði er ódýrasta útgáfan og kostar rétt innan við 2 milljónir sem þykir ekki mikið fyrir nýjan bíl. Unglingsdóttirin kvartaði hins vegar undan skorti á aukabúnaði og fannst ansi rýrt að hafa ekki einu sinni spegil innan á sólskyggninu, hvorki fyrir farþega né ökumann. Þessi bíll gerir svo sem það sem hann þarf að gera, en svo sem ekki mikið meira. Enda er verðið eftir því.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is

23.10.2012 14:33:00

HAGKVÆM BÍLAFJÁRMÖGNUN Arion banki býður nú kaupleigu og bílalán til að fjármagna bílakaup. Viðskiptavinir í Vildarþjónustu njóta hagstæðra kjara og geta sparað sér töluverða fjármuni.

ÁRSAÐILD AÐ FÍB FYLGIR ÖLLUM SAMNINGUM

20% MINNI bensíneyðsla á 90 en á 110 km hraða.

Á arionbanki.is finnur þú reiknivél sem sýnir með einföldum hætti muninn á þeim valkostum sem í boði eru.


LIFRARPYLSAN

- gamaldags og góð! FRÁ KJARNAFÆÐI

ÁN MSG

Ekkert hveiti - ekkert sojaprótein - engin aukaefni


56

tíska

Helgin 19.-21. október 2012

Ný framsækin fatalína frá Guðmundi Jörundssyni

Guðmundur Jörundsson frumsýnir nýju fatalínuna Jör á morgun, laugardag.

Ný sending frá Olsen og Sandwich Fyrsta vetrardagstilboð. Allar buxur og peysur á 20% afslætti, föstudag og laugardag.

Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson hefur hannað fatnað fyrir Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar um tíma en á morgun, laugardag, mun hann frumsýna nýja vor- og sumarlínu undir merkinu Jör by Guðmundur Jörundsson á efstu hæðinni í Höfðatorgi. „Þetta er nýtt merki undir nýju nafni og mun eingöngu vera vandaður herrafatnaður,“ segir Guðmundur. „Línan er ágætlega stór, eitthvað í kringum tuttugu „átfitt“ og verður hún seld í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar þegar líða fer á vorið.“ Guðmundur mun þó ekki hætta að hanna undir merki Kormáks og Skjaldar en Jör-fatalínan verður mun framsæknari, að hans sögn. „Kormáks og Skjaldar línan er miklu klassískari og er ekki árstíðabundin tískuvara eins og Jör er. Við ætlum að reyna að koma nýju línunni á framfæri erlendis og reiknum með að sýna hana á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í febrúar.“

Myndabók með verkum tíu íslenska hönnuða Icelandic Fashion Design er ný og vönduð ljósmyndabók eftir breska ljósmyndarann og stílistann Charlie Strand, sem inniheldur myndaþætti og umfjöllun tíu íslenska

hönnuða. Þessir tíu hönnuðir eru Steinunn, Bóas, Eygló, Royal Extreme, ELM, Dead, Mundi, Vera Þórðardóttir, E-Label og Arna Sigrún, sem öll búa yfir sérstökum höfundareinkennum. Bókin gefur sterka mynd af íslenskri tísku eins og hún er í dag og er þessi bók mikilvæg heimild um þennan iðnað sem fatahönnun er á Íslandi. Bókin kom í verslanir fyrr í þessari viku og kostar 6.990 krónur.

 Stígur upp úr hverSdagSleikanum í SparidreSSið með Sömu flíkinni

Stíllinn er einfaldur en töff Hversdagsdressið

Sparidressið

Útimarkaður á Spáni River Island

Nostalgía Urban Outfitters

Topshop

Flottar yfirhafnir fyrir flottar konur

LF Stores LF stores Jeffrey Campbell

All Saints

Friis And Company

Stærðir 40-58

Verslunin Belladonna á Facebook

Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is

„Það sem heillaði mig við kjólinn var hvað hann er flottur í sniðinu. Hann er opinn í bakið og „loose“ og svo elska ég allt sem er hvítt,“ segir Ingunn Sigurðardóttir, 19 ára nemandi í Menntaskólanum við Sund, sem heldur mikið upp á hvíta kjólinn sinn sem hún keypti í Boston í sumar á 60% afslætti í versluninni LF Stores. „Ég notaði kjólinn mikið í sumar, enda sumarlegur og fínn. Það er auðvelt að breyta kjólnum eftir því við hvað ég para hann, og peysa yfir og strigaskór við gera hann hversdagslegan. Ef ég klæðist honum við hælaskó, þá verður hann mjög fínn og flottur til að fara á ball, en svo er einnig möguleiki að fara í „crop top“ og pels við og er hann þá tilvalinn í bæinn á veturna. Stíllinn minn er frekar einfaldur en töff. Ég er meiri gallabuxnatýpa hversdagslega en þegar fer ég eitthvað fínt þá elska ég að vera í pilsi eða kjól við töff jakka og mikið af skarti. Fötin mín kaupi ég helst í Topshop, All Saint og Urban Outfitters, en eftir að ég kynntist dr.deninm þá kaupi ég aðeins gallabuxurnar mínar þar.“


Við erum

1 árs

og bjóðum því

20%

afslátt af öllum vörum

dagana 25 okt til 01 nóv...

Alberville - Ange - Black Lily - By Malene Birger - Margit Brandt - Bullboxer - BZR by bruuns bazaar Deby Debo - Northland - Saint Tropez - Siste´s - Siste´s More - Sinequanone - Soaked in Luxury - 5 Units

Smáralind | s.512 1744 | www.ntc.is | erum á


Flottir skór góð verð

58 

tíska

Helgin 26.-28. október 2012

för ðun Helgi Ómarsson för ðunar meistar i

Förðunartíska karlmanna K

Pinnahælar /7litir

9.995.-

Ökklaskór m/teyg ju

9.995.-

arlmenn í dag eru mun meðvitaðri um að vera snyrtilegir og þeir vilja líta vel út,“ segir Helgi Ómarsson förðunarfræðingur, áhugaljósmyndari, fyrirsæta og bloggari á trendnet.is. „Svo lengi sem að farðinn er náttúrulegur á karlmönnum, þá pælir enginn í því hvort að hann sé með baugafelara eða eitthvað annað, heldur er frekar tekið eftir því hvað aðilinn lítur vel út. Gott að nefna alla þessa karlmenn sem aðrir karlar eiga til að líta upp til, eins og David Beckham, Ronaldo og Ryan Gosling. Þeir nota allir farða daglega í hófi.“ Þeir strákar sem farða sig leitast yfirleitt eftir náttúrulegri förðun og eru hyljararnir númer eitt, tvö og þrjú. „Við lendum öll í því að fá bólur eða roða eða bauga eftir lítinn svefn og þá er tilvalið að skella á sig hyljara. Persónulega nota ég hyljara frá Graftobian sem er til sölu í Mood of Make Up School, skólanum þar sem ég lærði förðun. Hann leggst fallega á húðina og blandast henni fullkomlega. Einnig mæli ég með Sensai Bronzing gelinu, sem er svipað og brúnkukrem, nema það liggur ekki á húðinni og gerir hana flekkótta og ljóta. Gelið frískar upp á húðina og gefur henni dekkri tón. Sólarpúður finnst mér líka gott að nota, í mjög litlu magni þó, til að leggja áherslu kannski á skeggrótina og kinnbeinin. Sjálfur nota ég sólarpúður frá snyrtivöruframleiðandanum MAC og í því er ekkert glimmer eða Shimmer, sem er hentugt fyrir karlmenn.“ Sensai Bronzing gel. Helgi Ómarsson skrifar um karlatísku á trendnet.is.

Reimaðir ökklaskór

14.995.-

Sólarpúður frá Mac.

Satin hælaskór m/slaufu

5.995.-

S KÓ M A R K A Ð U R Grensásvegi 8

Ra fb ók

Hyljarar frá Graftobian.

Fylltir ökklaskór m/sylg jum

11.995.-

TILBOÐ

St. 36-40 Verð 9.995.-

St. 28-35 Verð 5.295

Opið

mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16

TILBOÐ

Kringlan - Smáralind s.512 1733 - s.512 7733 www.ntc.is | erum á

St. 41-46 Verð 9.995.-

SKÓ

MARKAÐURINN

Grensásvegur 8 - Sími: 517 2040

Reflected in You eftir Sylvia Day


íslenskar aðstæður íslenskar aðstæður íslenskar aðstæður íslenskar aðstæður íslenskar aðstæður íslenskar aðstæður Nokkar gerðir og litir. Glæsileg og vönduð vara.

Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • Kauptúni www.signature.is 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature

tíska 59

Helgin 26.-28. október 2012

Nokkar gerðir og litir. Glæsileg oggerðir vönduð Nokkar ogvara. litir. Glæsileg og vönduð vara.

ÚTSALA! ÚTSALA! er komin Sumarvaran SumarvaranSumarvaran er komin er komin Seljum SeinuStu útiSófaSettin

Íslensk tískublogg verða vinsælli

Allt að 60% afsláttur af glæsilegum viðhaldsfríum útihúsgögnum

Vinsældir persónulegra tískublogga hér á landi hafa farið vaxandi síðustu mánuði. Þau sækja innblástur sinn helst til stærri blogga úti í heimi. Lengi hefur verið sagt að ekki sé til markaður hér á landinu litla fyrir slík blogg, en þau virðast þó vera að ná auknum vinsældum og miklum lestri. Fréttatíminn tók saman helstu íslensku tískubloggin.

með 50% afSlætti um helgina! GlæsileG sett fyrir íslenskar aðstæður.

Trendnet.is Einn stærsti tískuvefur landsins, Trendnet. is, fór á fullan skrið þann 9. ágúst síðastliðinn, þar sem reyndir tísku- og lífsstílsbloggarar sameinuðust á einni síðu, ásamt nokkrum nýliðum. Alls eru átta pennar á síðunni, sjö stelpur og einn strákur, sem uppfæra hana daglega með efni tengt tísku og hönnun, og koma þau frá sér efninu á mjög ólíkan hátt, bæði í máli og myndum.

Förðunarfræðingurinn Heiðdís Lóa skrifa heldur úti síðunni heiddisloa.is.

heiddisloa.com Förðunarfræðingurinn Heiðdís Lóa Óskarsdóttir er 21 árs gömul og heldur úti blogginu heiddisloa.com, þar sem hún fjallar helst um tísku, förðun, uppskriftir og hversdagslífið. Heiðdís hefur mikinn áhuga á ljósmyndun og skreytir hún bloggið með fallegum myndum sem hún Opið: tekur sjálf.

Á mynd: Tetris sett Lipari útisófasett, brúnt Á mynd: Tetris sett

Tetris útisófasett, svart

Stella útisófasett, hvítt

Opið: Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16 Opið: Má. - Fö. 123 -•18210 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16 Kauptúni Garðabær • S 771 3800 • www.signature

Opið: Opið: babilja.blogspot.com Má. Fö.Garðabær 12 - 18•- SLau. 12 -•16 - Sun.3 •13 - 16 Kauptúni 3 •- 210 771 3800 www.signature.is Kauptúni 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature. Ásta, Jenný og Kolbrún halda úti Bábilja er tísku-, ljósmynda-, förðunar- og Má. - Fö. lífstílsblogg 12 - 18 Lau. 12 16 Sun. 13 16 Má. Fö. 12 18 Lau. 12 16 Sun. 13 16 tískublogginu Keen-bean.tumblr.com. sem haldið er úti af fimm Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16 Garðapósturinn

SÍMI 555 6101- 697 4020 - netfang: valdimar@gardaposturinn.is

ára stelpumGarðabær sem allar hafa Kauptúni19brennandi 3 gömlum • 210 •Kauptúni S 771 3800 3• 210 • S 771 3800 19• www.signature.is SÍMI 555 6101697hlutum. 4020 - netfang: valdimar@gardaposturinn.is Garðapósturinn SÍMI• 555www.signature.is 6101- Garðabær 697 4020 - netfang: valdimar@gardaposturinn.is áhuga á þessum

Keen-bean.tumblr.com

Keen-bean.tumblr.com er persónulegt tískublogg þriggja vinkvenna á 21. aldursári sem hafa mikinn áhuga á tísku. Bloggið var sett á laggirnir núna í sumar af þeim Ástu Jóhannsdóttur, Jenný June og Kolbrúnu Önnu Vignisdóttur, sem gefa lesendum innsýn inn í persónulega tískuveröld. Þær eru duglegar að uppfæra fataskápinn og má segja að þær séu með puttann á púlsinum þegar kemur að nýjum tískutrendum.

Síðan var stofnuð af Ingileif Friðriksdóttur, Jóhönnu Gunnþóru Guðmundsdóttur, Heiðrúnu Maríu Magnúsdóttur og Guðrúnu Gígju Georgsdóttur sem allar eru Verzlunarskólameyjar en síðar bættist Elísabet Ormslev förðunarfræðingur í hópinn. Pennarnir á bloggsíðunni babilja. blogspot.com.

ALEXA CHUNG ALEXA CHUNG KJÓLL 6990 KJÓLL 6990 ALEXA CHUNG

ALEXA CHUNG KJÓL 69 0

KJÓLL 6990

Kringlan / Smáralind / facebook.com/veromodaiceland

Kringlan / Smáralind Kringlan / Smáralind// facebook.com/veromodaiceland facebook.com/veromodaiceland


heilabrot

Helgin 26.-28. október 2012

?

Spurningakeppni fólksins

 Sudoku

8 5

1. Hver hefur leikið James Bond oftast?

4 5

2. Hvaða flugfélag tók yfir rekstur Iceland

8 6

3

Express á dögunum? 3. Hversu margir eru á biðlista til þess að

1

komast í afeitrun á Vogi? 4. Hver leikstýrir Bastörðum-Fjölskyldusögu í

4 1

Borgarleikhúsinu? inssonar? 6. Hvað heitir ný plata hljómsveitarinnar Retro

Björk Eiðsdóttir 1. Roger Moore. 2. WOW.

1. Roger Moore.

rapparans PSY?

4. Gísli Örn Garðarsson.

3. 200.

tölvunni iPad. Hvað kallast hún?

9. Hvenær er leyfilegt að setja nagladekk undir

5. Pass. 7. Gangnam style.

7. Gangnam Style.

og Garðabæjar heita?

 10. Garðabær.  11. Skúli Mogensen.  12. Ísland.  9. 1. nóvember.

12. Í hvaða landi er mesta jafnrétti samkvæmt 13. Hversu stór var stærsti jarðskjálftinn sem

12. Íslandi.

innanríkisráðherra? Jör?

Björk sigrar með 10 stigum gegn 7

14. Hannes Hólmsteinn. 15. Jörundur.

15. Hvað heitir höfundur nýju herrafatalínunar

10. stig

13. 3,8.

14. Hvern vill Jón Steinar Gunnlaugsson sjá sem

11. Man ekki.

var á Norðurlandi í vikunni?

7. stig

SANYL

ÞAKRENNUR

 kroSSgátan

Ragnheiður skorar á son sinn og háskólanemann, Kjartan Yngva Björnsson, að taka við keflinu.

109

 lauSn

Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 108

KLINGJA

• RYÐGA EKKI • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR

mynd: RichaRd SleSSoR (cc By-Sa 2.0)

ÞRÁI

DÝR

NÆR ÖLL

HESTASJÚKDÓMUR

G R M A F Á K Y R O R BLIK

ÞUSA

SKORDÝR

TVEIR EINS BÆN

Nýbýlavegi 32

BAKMÆLGI

Matur fyrir

HLÝJA

UNDIRGEFINN

Þú getur valið um:

Sub-Samlokur Salöt m/kjöti Pizzur +2 l gos

TITILL

H Á B Ó O T I BJÚGALDIN

MUNDA

DUGNAÐUR

+

S T F Í F S N M P I S A T R Ö T U L G L A G U R T A K A S R M A N I K Á K L O I T LITUR

DRYKKUR

BLAÐA

DRULLA

L A U F A

A U R DUGLEGUR SLÁTRA

L Ó Ó G N A Á Ð U A N S A Ð N

ÓSKIPULAG TRUFLA

ÞANGAÐ TIL

HALLANDI TIL

SKAUT

NARSL

FYRIRTÆKI

LÉLEGT MÓLAG

VELTINGUR

HYGGJA HEILU

GAGNSÆR ARÐA

HAGGA

SJÚKDÓMUR

ÞVOTTUR BARN

PAPPÍRSBLAÐ

VERKFÆRI

TRJÁTEGUND POT

ÆTTGÖFGI

H V E L L A ÞUKL ÖNUGUR

F Ú L L MERKIR NÝNEMI

B U S I EINUNGIS VAFI

E F I

O B A R B R F L O L Ó S E S T R L H K Á F I S J A T A F L S T Æ R A T Á K N I F A A U K A P I Ð I S A Ð E I L R I U R R G N S GLEÐIMERKI

HLUTI VERKFÆRIS

BÖLV

FEITI

TRJÁTEGUND

VANVIRÐING

SLENGJAST

TAFLMAÐUR

MAGI ÞUS

STRUNS

AÐ BAKI

LEIKUR

FYRIRGANGUR

STAUR VAFRA

MJÖG LAUN

KÖTTUR

Á Ú N N T Á Ó M I P E Ð Í T A R K A A L M I K A F A R A R M Ó U M P R A A K N S D Ý R A R I T A M UTAN

LENGDAREININGU

LIFANDI VERA Í RÖÐ

ÆTTKVÍSL FISKA

MÁLHELTI

NÖLDRA

ÓSANNUR

SKAMMT UPP

LYFTIST

SNIÐGANGA

RÍKIS

NÆRA

STJÓRNA

ÁLITS

ÁTT

LÍTIÐ GLAS

HLUTDEILD

VÖRUMERKI

ÁN

ÆTÍÐ

SKYNFÆRA

NAGLBÍTUR Í RÖÐ PÍLA

TÓNVERK

IÐNAÐARMAÐUR

BLÖKK

ER UTAR

Í RÖÐ

EGGJA

VÍN

FORM

SÚRSA

PILI

Í RÖÐ

TAPPI

FRAMBURÐUR

MÆLIEINING

DÝRAHLJÓÐ

ALÞÝÐA

SÁLDRA

USS

1990,-

ÞEFA KROPP

SMYRSL

TVÍSTRA

DÝRAHLJÓÐ

SÓT

STARF

Verð aðeins

SMYRSL

GOLA

ÆXLAST

RÁNFUGL

SVELGUR

INNGANGUR KÁSSA

2L

EYÐAST

GÖSLA

ANGAN

ÁVARP

KRYDDJURT

LÆSING

RÖLT

VOÐI

TRÉ

TEMJA

ÆTT SPENDÝRA LAND

ÁKÆRA

KJASSA

HINDRA GLYRNA

SKÓLI

TEGUND

TRÉ

KJÁNI

VILLAST

ÁBURÐUR

FLAN

SKAUT ÓHREINT VATN

GADDUR

KIND

KÚGUN

HLEYPIR VANSÆMD

HALDA BROTT SKÝRA Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

HÆTTA

STORKUN

YFIRRÁÐ

*Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero

HLUTA

ÁRSTÍÐ

1 flaska af

Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar*

TILHLAUP

FYRIRHÖFN

ELDSNEYTI

DÝR

ÁTT

TALA

DYRAUMGERÐ

EINKENNI

MÁLMUR

6

MÝRLENDUR

VERA TIL

UMHVERFIS

FJÖRGA

LÁRVIÐARRÓS LÖGUNAR

NÁÐHÚS

SAMTÖK

Í VIÐBÓT

EFTIRSJÁ

NÁKOMIÐ

DRAUMALAND

4

ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni.

mynd: höfundur óþekktur (CC By-SA 3.0)

15. Guðmundur Jörundsson.

4

10. Garðabær.

World Economic Forum?

14. Pass.

4 2 9 5 7 3 8 5 9 3 1 2 4 7 3 2 4 5 4 5

9. 15. október.

press eftir sameiningu?

13. 4,2.

9

8. Pass.

11. Hver verður forstjóri WOW og Iceland Ex-

5

 Sudoku fyrir lengr a komna

6. Pass.

10. Hvaða mun sameinað sveitarfélag Álftaness

4. Gísli Örn Garðarsson. 5. Pass.

bíla fyrir veturinn?

6. Glow

 

2. WOW.

8. Apple kynnti í vikunni nýja útgáfu af spjald-

3. 300.

8. Mini.

rithöfundur

7. Hvert er þekktasta lag suður-kóreska

7 8 2 6 6 8 7 2 5 6 9

Ragnheiður Gestsdóttir

Stefson?

ritstýra Séð og heyrt

2 4

7

5. Hvað heitir nýjasta glæpasaga Árna Þórar-

Svör: 1. Roger Moore (7 sinnum). 2. WOW air. 3. Um 200 manns 4. Gísli Örn Garðarsson 5. Ár kattarins 6. Retro Stefson 7. Gangnam Style 8. 1. nóvember 9. ipad mini 10. Garðabær 11. Skúli Mogensen 12. Á Íslandi 13. 5,6 14. Brynjar Níelsson 15. Guðmundur Jörundsson

áltíð fyrir

60

ÝLFUR

KIRTILL


Hlíf›u náttúrunni og skiptu yfir í KeepCup kaffimál í

KRAFTAVERK

sta› einnota mála!

KEEPCUP KAFFIMÁLIN: • • • • • • •

KEEPCUP KAFFIMÁLIN FÁST Í ÖLLUM REGNBOGANS LITUM

Eru létt og óbrothætt Eru me› vel flétt lok og áfastan hnapp til a› loka drykkjargatinu eru til í ótal litum og litasamsetningum Má setja í uppflvottavél Má setja í örbylgjuofn Á griphringinn getur›u merkt uppáhalds kaffidrykkinn flinn Fást í 4 stær›um, 110 ml - espresso, 220 ml, 330 ml og 450 ml

Í Minju finnur flú fallega íslenska hönnun jafnt sem gjafvörur frá öllum heimshornum

KEEPCUP MÁLIN ERU UMHVERFISVÆN • Í 28 einnota málum er nægt hráefni til a› gera 1 líti› KeepCup mál • Minni orka er notu› í ger› KeepCup en keramikbolla e›a stálmála • KeepCup málin eru laus vi› BPA og önnur ska›leg plastefni

KeepCup Fæst í Minju, Kokku, Duka Kringlunni, Duka Smáralind og Sirku Akureyri

Skólavörðustíg 12 • Sími: 578 6090 • www. minja.is • facebook: versluninminja


62

skák

Helgin 26.-28. október 2012

 Sk ák ak ademían

Jóhann Hjartarson er besti skákmaður Íslands

á

nú 2588 stig, en næstir koma Héðinn Steinrið 1970 tók FIDE, Alþjóða skáksamgrímsson (2560), Helgi Ólafsson (2547), Henrik bandið, upp kerfi til að meta styrkleika Danielsen (2524), Hjörvar Steinn skákmanna. Þetta kerfi Grétarsson (2512) og Hannes var hannað af bandaríska skákH. Stefánsson (2510) og Jón L. meistaranum Arpad Elo og Árnason (2502). Aðrir íslenskir við hann kennt. Snillingurinn skákmenn eru öfugu megin við Gary Kasparov náði í kringum 2500 stigin. Þessi listi minnir aldamótin hæstu skákstigatölu okkur á þá frómu ósk skákáhugasem sést hefur, 2851, og héldu manna að Jóhann Hjartarson tefli víst margir að það met yrði meira, enda sá Íslendingur sem aldrei bætt. Nú er norski undralengst hefur náð í baráttunni um drengurinn Magnus Carlsen heimsmeistaratitilinn. hinsvegar í seilingarfjarlægð frá meti Kasparovs, kominn með Caruana og Carlsen sigruðu á tæp 2848 stig. sterkasta móti ársins Hér er listi yfir 10 stigahæstu Á dögunum lauk í Bilbao sannköllskákmenn heims þessa stunduðu ofurmóti, þar sem sex jöfrar Norski undradrengurinn Magnus ina, sem finna má á vefnum leiddu saman hesta sína. Tefld Carlsen. Nálgast stigamet Kaspwww.2700chess.com <http:// var tvöföld umferð og er skemmst www.2700chess.com/> en þar er arovs. frá því að segja að Ítalinn Fabiano hægt að fylgjast með þeim skákCaruana, sigurvegari N1 Reykjamönnum sem náð hafa að klífa yfir 2700-stiga víkurmótsins 2012, stal senunni. Caruana og múrinn. Fyrst er nafn, þá þjóðerni, síðan stigatala Carlsen urðu efstir og jafnir með 6,5 vinning af og loks fæðingarár. 10, en síðan komu Aronian, Karjakin, Anand og Francisco Vallejo. Það bar til tíðinda að heims1. Magnus Carlsen Noregi 2847,6 (1990) meistarinn Anand vann ekki skák á mótinu, og er 2. Levon Aronian Armeníu 2815,4 (1982) kominn niður í 6. sæti heimslistans. 3. Vladimir Kramnik Rússlandi 2795 (1975) Lífið er tafl 4. Teimour Radjabov Azerbæjan 2788,9 (1987) Benjamin Franklin (1706-1790) var fjölhæfur 5. Fabiano Caruana Ítalíu 2786,5 (1992) snillingur: Vísindamaður, heimspekingur, upp6. Vishy Anand Indlandi 2775,4 (1969) finningamaður og einn af höfundum bandarísku 7. Sergei Karjakin Rússlandi 2775,4 (1990) stjórnarskrárinnar. Nafn Franklins er skrifað 8. Veselin Topalov Búlgaríu 2766 (1975) gylltu letri í sögu Bandaríkjanna og myndin af honum prýðir sjálfan 100 dollara seðilinn. Árið 9. Gata Kamsky Bandaríkjunum 2764,7 (1974) 1779 skrifaði Franklin: „Skákin er ekki aðeins 10. Vassily Ivanchuk Úkraínu 2764,4 (1969) tómstundaiðja. Marga mikilvæga eðlisþætti Jóhann Hjartarson besti skákmaður Íslands mannshugans – nýtilega í lífshlaupi hvers manns Þótt ár og dagar séu síðan Jóhann Hjartarson – má vekja og efla með taflmennsku, svo að þeir hætti atvinnumennsku í skák er hann ennþá séu undirbúnir hvenær sem á þarf að halda. Lífið stigahæstur íslenskra skákmanna. Jóhann hefur sjálft er einskonar tafl.“

Jóhann Hjartarson hampar sigurlaunum á Alþjóða geðheilbrigðismótinu á dögunum. Hann er stigahæstur Íslendinga.

skákþrautin

Svartur leikur og vinnur Aðeins hvíta drottningin kemur í veg fyrir að svartur máti með því drepa með biskupinn á c3. Meistari Toulush hafði svart og átti leik gegn Bivshev, og hann stjakar illyrmislega við drottningunni. 1. Da7! 0-1 (Drepi hvítur drottninguna blasir mátið við, færi hún sig af skálínunni fellur hrókurinn á g1.)

 Bíódómur Skyfall 

Frábær afmælisveisla

S

67% *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011

... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

kyfall er 23. bíómyndin um James Bond og markar þau tímamót að 50 ár eru liðin frá því Bond sást fyrst í bíó þegar hann steig fullskapaður fram, holdgerður í Sean Connery, í Dr. No árið 1962. Á þessum árum hafa sex menn leikið Bond sem hefur mátt laga sig að síbreytilegum heimi en þessi kappi sem hóf feril sinn sem kaldastríðshetja, sem tókst á við rússneska KGB-skúrka og alþjóðlegu glæpasamtökin S.P.E.C.T.R.E. (ígildi ESB í hugum margra), hefur þurft að finna sér nýja óvini. Leikstjórinn Martin Campell og leikarinn Daniel Craig björguðu Bond frá stöðnun með Casino Royale árið 2006 þar sem uppfærður Bond pakkaði saman hetjum nýrrar aldar á borð við Jack Bauer og Jason Bourne. Skyfall er þriðja Bond-mynd Craigs sem situr svo notalega í hlutverkinu að hann sýnir nú sígilda Bond-takta í anda forveranna. Hann hefur meira að segja tíma til þess að gefa sér sekúndubrot til þess að laga ermahnappinn um leið og hann ryðst til árásar með skotsár á öxl. Sam Mendes (American Beauty, Road to Perdition, Jarhead) er alvöru leikstjóri sem skilar Bond, eins og við höfum aldrei séð hann áður, í Bond-mynd sem er ólík öllu sem við höfum hingað til séð. Eftir frábæra byrjun hjá Craig í Casino Royale rann næsta mynd, Quantum of Solace, út í tóma dellu þannig að aðdáendur Bonds áttu inni skaðabætur í Skyfall og þær eru sko greiddar með vöxtum og vaxtavöxtum. Öllum lausum endum úr síðustu tveimur myndum er kastað til hliðar, tilgangslaus hasaratriði víkja fyrir persónusköpun og vandlega undirbyggðri sögu um snarklikkaðan brjálæðing sem hefur aðeins eitt takmark. Hann hefur ekki áhuga á heimsyfirráðum eða neinu

Aftur til fortíðar. Craig sækir Aston Martin bifreiðina sem Connery notaði í Goldfinger í bílskúrinn og áhorfendur fá gæsahúð.

slíku. Hann vill bara drepa M, yfirkonu Bonds. Bond hefur aldrei verið persónulegri en nú þegar hann og M þurfa að snúa bökum saman, einangruð og með lítinn stuðning frá græjunum hans Q. Þetta er svolítið eins og munaðarlaus drengur og fósturmóðir hans að berjast við ljóta skrímslið undir rúminu. Algerlega einstakt þegar Bond er annars vegar. Judi Dench er aldrei þessu vant ein aðalpersóna myndarinnar í hlutverki M og hún getur sko leikið konan sú. Javier Bardem skilar illmenni ólíku öllu því hyski sem Bond hefur tekist á við. Bardem á nú þegar heiðurinn af hinum sérlega ógeðfellda Chigurh í No Country for Old Men en hann er ekki leikari sem endurtekur sig og gerir frábæra hluti með brjálæðinginn Raoul Silva. Gamli úrvalsdeildarmaðurinn Albert Finney á síðan dásamlega innkomu sem maður úr fortíð Bonds. Mendes og hans fólk hakkar Bond-formúluna um leið og þau leika sér með fortíð Bonds sem persónu og í bókum og eldri bíómyndun svo unun er að horfa á. Bond verður ekki samur eftir þessa mynd en hann verður betri en nokkru sinni fyrr enda bæði hristur og hrærður. þórarinn þórarinsson toti@frettatiminn.is


Taktu hárið í þínar hendur Yfir 70 greiðslur fyrir sítt og millisítt hár Heilbrigt og vel hirt hár er höfuðprýði. Hér eru fjölbreyttar hárgreiðslur fyrir öll tækifæri – gleðistundirnar, skólann, vinnuna, hvenær sem er og hvar sem er.

núð Snúið í s

1

litla lokka u. Taktu tvo Skiptu í miðj alveg upp m megin, fremst, öðru na. við skiptingu

4

2

, niður að hálsi ert komin u Þegar þú na af hárin upp á resti snúðu þá r. alla leið niðu

7

n hvorn anna lokkana yfir Krossaðu nn. Krossaðu í aftari lokki og bættu annan. yfir hvorn lokkana aftur

5

3

í endann. gúmmíteygju in. Settu litla hinum meg u allt ferlið Endurtakt

á höfði. snúður aftan r hann niðu að myndist á þannig þú spennir Snúðu upp i á meðan annarri hend Haltu með i. hinn með

8

andlitinu niður með inginn Haltu áfram inn í snún og taktu lokka tingunni. miðjuskip meðfram

6

saman. ingunum Vefðu snún

að stinga unnii,, er gott slunn úr greiðsl . standa út spennum Ef endarnir og festa með í snúðinn þeim inn

49

48

Hin vinsæla hárgreiðslukona Theodóra Mjöll sýnir aðferðir við fléttur, snúða og fjölbreytilega uppsetningu á hári og gefur ótal góð ráð um hárvörur og umhirðu hársins.

salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík


64

sjónvarp

Helgin 26.-28. október 2012

Föstudagur 26. október

Föstudagur RÚV

20.30 Útsvar Að þessu sinni mætast lið Borgarbyggðar og Mosfellsbæjar. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Brynja Þorgeirsdóttir.

21:25 The Voice Bandarískur raunveruleikaþáttur þar sem leitað er hæfileikaríku tónlistarfólki.

Laugardagur

23.30 Endurskoðun málsins Leikstjóri Andrew Jarecki Aðalhlutv. Ryan Gosling og Kristen Dunst. Ekki við hæfi ungra barna.

21:45 Appaloosa Hörkuspennandi vestri með Ed Harris, Viggo Mortensen og Renée Zellweg í aðalhlutverkum.

Sunnudagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

22:00 Dexter - NÝTT (1:12) Raðmorðinginn viðkunnanlegi Dexter Morgan snýr aftur.

20:25 Pressa (3/6) Þriðja þáttaröðin um blaðakonuna Láru, fjölskyldu hennar og samstarfsmenn.

15.40 Ástareldur 17.18 Snillingarnir (64:67) 17.42 Bombubyrgið (9:26) 18.10 Táknmálsfréttir 18.20 Andri á flandri - Í Vesturh. e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.40 Á tali við Hemma Gunn 20.30 Útsvar Borgarb. - Mosfellsb. 21.40 Dans dans dans 21.55 Lewis – Fögur fyrirheit Bresk sakamálamynd þar sem Lewis lögreglufulltrúi í Oxford glímir við dularfullt sakamál. Meðal leikenda eru Kevin Whately, Laurence Fox, Clare Holman og Rebecca Front. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 23.30 Hverfi níu Geimverur sem búa við slæm skilyrði á jörðinni eignast að vini útsendara hins opinbera eftir að hann verður fyrir geimefnaeitrun. Leikstjórar eru Neill Blomkamp og Peter Robert Gerber og meðal leikenda eru Sharlto Copley og Jason Cope. Bíómynd frá 2009. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. e. 01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Rachael Ray e 08:45 Dr. Phil e 09:35 Pepsi MAX tónlist 15:10 Parenthood (1:22) e 15:55 My Mom Is Obsessed (2:6) e 16:45 Rachael Ray 17:30 Dr. Phil 18:10 GCB (8:10) e 19:00 An Idiot Abroad (6:9) e 19:50 America's Funniest Home Video 20:15 America's Funniest Home Video 20:40 Minute To Win It 21:25 The Voice (7:15) 22:55 Johnny Naz (5:6) e 23:25 Excused 23:50 CSI: New York (10:18) e 5 6 00:40 House (6:23) e 01:30 A Gifted Man (8:16) e 02:20 CSI (2:23) e 03:10 Pepsi MAX tónlist

RÚV

STÖÐ 2

08.00 Morgunstundin okkar/Lítil 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:05 Malcolm In The Middle (21/22) prinsessa/Háværa ljónið Urr/Kioka/ Úmísúmí /Spurt og sprellað/Babar/ 08:30 Ellen (29/170) Grettir/Nína Pataló/Hið mikla Bé/ 09:15 Bold and the Beautiful Unnar og vinur/Geimverurnar/Hanna 09:35 Doctors (12/175) Montana 10:15 Sjálfstætt fólk (24/30) 10.55 Dans dans dans 10:55 Cougar Town (19/22) 11.05 Á tali við Hemma Gunn e 11:20 Hank (4/10) 11.55 Útsvar e 11:45 Jamie Oliver's Food Revolution allt fyrir áskrifendur 12.55 Landinn e 12:35 Nágrannar 13.25 Kiljan e 13:00 The Mask fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14.15 360 gráður (16:30) e 14:45 Game Tíví 14.45 Þrekmótaröðin 15:10 Sorry I've Got No Head 15.30 Handb. Haukar - Akureyri Beint 15:40 Barnatími Stöðvar 2 17.30 Ástin grípur unglinginn (55:61) 16:25 Ævintýri Tinna 18.15 Táknmálsfréttir 16:50 Bold and the Beautiful 4 5 18.25 Úrval úr Kastljósi 17:10 Nágrannar 18.54 Lottó 17:35 Ellen (2/170) 19.00 Fréttir 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 /18:47 Íþróttir 19.30 Veðurfréttir 19.40 Ævintýri Merlíns (12:13) 18:54 Ísland í dag 20.30 Dans dans dans 19:11 Veður 21.35 Hraðfréttir 19:20 Simpson-fjölskyldan (10/22) 21.45 Djöflaeyjan. Bíómynd eftir 19:45 Týnda kynslóðin (8/24) Friðrik Þór Friðriksson frá 1996 20:10 Spurningabomban (7/21) um skrautlegar persónur í 21:00 The X-Factor (11/26) braggahverfi í Reykjavík upp úr 22:30 Halloween miðri síðustu öld. e 00:20 Species: The Awakening 23.30 Endurskoðun málsins 01:55 Swordfish 01.10 Spenska e 03:35 The Mask 03.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 05:15 Simpson-fjölskyldan (10/22) 05:40 Fréttir og Ísland í dag

SkjárEinn

06:00 Pepsi MAX tónlist 10:15 Rachael Ray e 08:30 Indland - Æfing 2 Beint 12:25 Dr. Phil e 17:45 Spænsku mörkin 13:45 The 27 Inch Man e 18:15 Maribor - Tottenham 14:35 Kitchen Nightmares (2:17) e 20:00 Meistaradeild Evrópu 15:25 GCB (8:10) e 20:30 La Liga Report 16:15 Rules of Engagement (15:15) e 21:00 Evrópudeildarmörkin 16:40 My Mom Is Obsessed (2:6) e 21:50 Michelle Wie á heimaslóðum allt fyrir áskrifendur 17:30 The Voice (7:15) e 22:35 Liverpool - Anji 19:00 Minute To Win It e 05:25 Indland - Æfing 3 Beint fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:45 The Bachelorette (10:12) 21:15 A Gifted Man (9:16) 22:00 Ringer (9:22) 22:45 Undercover Blues 15:45 Sunnudagsmessan 00:40 Teen Wolf 17:00 Liverpool - Reading 4 5 02:15 Secret Diary of a Call Girl 18:45 Man. Utd. - Stoke (2:8) e 20:30 Premier League Preview Show allt fyrir áskrifendur 02:45 Excused e 21:00 Premier League World 2012/13 03:10 Ringer (9:22) e 21:30 Being Liverpool fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 04:00 Pepsi MAX tónlist 22:15 Premier League Preview Show 22:45 WBA - Man. City 00:30 Tottenham - Chelsea

SkjárGolf 4

10:00 Búi og Símon 06:00 ESPN America 11:30 The Last Song 08:00 US Open 2008 - Official Film allt fyrir áskrifendur 13:20 Dear John 09:00 CIMB Classic 2012 (2:4) 15:05 Búi og Símon 13:00 Golfing World fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:35 The Last Song 13:50 Ollie´s Ryder Cup (1:1) 18:20 Dear John 14:20 CIMB Classic 2012 (2:4) 20:10 Get Him to the Greek 18:20 Inside the PGA Tour (42:45) 22:00 Death Becomes Her 18:45 Ryder Cup Official Film 2008 23:45 The Gambler, The Girl and the 20:00 CIMB Classic 20125(2:4) 4 01:10 Get Him to the Greek 00:00 ESPN America 03:00 Death Becomes Her

5

LAGERSALA fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

VÖRUR FRÁ TEKK-COMPANY, HABITAT, VATNSVIRKJANUM, O.FL. 5

6

RÚV

STÖÐ 2

08.00 Morgunstundin okkar/Froskur 07:00 Strumparnir/Brunabílog vinir hans/Herramenn/Franklín og arnir/Elías/Algjör Sveppi/Skoppa og vinir hans/Stella og Steinn/Smælki/ Skrítla/Fjörugi teiknimyndatíminn/ Kúlugúbbar/Kung fu panda/Litli Lukku láki/Scooby-Doo! Leynifélagið/ prinsinn Big Time Rush 10.10 Með okkar augum (4:6) e 12:00 Bold and the Beautiful 10.40 Ævintýri Merlíns e 13:40 The X-Factor (11/26) 11.25 Dans dans dans e 15:10 Sjálfstætt fólk 12.30 Silfur Egils 15:50 Neyðarlínan allt fyrir áskrifendur 13.55 Djöflaeyjan (10:30) e 16:20 ET Weekend 14.40 Hrafnhildur e 17:05 Íslenski listinn fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15.45 Jaglavak - Prins skordýranna 17:30 Game Tíví 16.40 Svört sól e 18:00 Sjáðu 17.00 Dýraspítalinn (7:10) e 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17.30 Skellibær (50:52) 18:47 Íþróttir 17.40 Teitur (1:52) 18:566 Heimsókn 4 Táknmálsfréttir 5 17.50 19:13 Lottó 18.00 Stundin okkar 19:20 Veður 18.25 Basl er búskapur (7:10) 19:30 Spaugstofan (6/22) 19.00 Fréttir 19:55 Monte Carlo 19.30 Veðurfréttir 21:45 Appaloosa 19.40 Landinn 23:40 Field of Dreams 20.15 Þegar tíminn hverfur 01:25 Austin Powers. 21.00 Ljósmóðirin (4:6) 02:55 Murder by Numbers 21.55 Leynilíf Walters Mittys 04:50 Spaugstofan (6/22) Leikstjóri Norman Z. McLeod. Aðalhlutv. Danny Kaye, Virginia Mayo og Boris Karloff. Frá 1947 08:20 Indía - Tímataka Beint byggð á sögu eftir James Thurber. 10:00 The Swing Verið er að endurgera myndina 10:25 Meistaradeildin - (E) og var hún að hluta tekin upp á 12:10 Þorsteinn J. og gestir Íslandi í sumar. 12:55 Hamburg - Kiel Beint 23.45 Silfur Egils 14:35 Meistaradeild Evrópu 01.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 15:05 Spænsku mörkin allt fyrir áskrifendur 15:35 The Short Game SkjárEinn 16:00 Liverpool - Anji fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 06:00 Pepsi MAX tónlist 17:45 Evrópudeildarmörkin 10:15 Rachael Ray e 18:35 Ken Venturi á heimaslóðum 11:45 Dr. Phil e 19:20 La Liga Report 13:45 America's Next Top Model e 19:50 Rayo - Barcelona 14:40 The Bachelorette (10:12) e 22:00 Árni í Cage Contender 15 4 Moonraker 5 16:15 23:30 Hamburg - Kiel 18:20 House (6:23) e 00:55 Rayo - Barcelona 19:10 A Gifted Man (9:16) e

10:05 Premier League Review Show 11:00 Premier League Preview Show 6 11:30 Aston Villa - Norwich Beint 13:45 Arsenal - QPR Beit allt fyrir áskrifendur 16:15 Man. City - Swansea Beint 18:30 Wigan - West Ham fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:15 Stoke - Sunderland 22:00 Reading - Fulham 23:45 Arsenal - QPR

11:20 Toy Story 3 SkjárGolf 6 4 13:05 Gray Matters 06:00 ESPN America allt fyrir áskrifendur 14:40 It's Complicated 08:00 US Open 2000 - Official Film 16:40 Toy Story 3 09:00 CIMB Classic 2012 (3:4) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:25 Gray Matters 13:00 Inside the PGA Tour (42:45) 20:00 It's Complicated 13:25 CIMB Classic 2012 (3:4) 22:00 The Walker 17:10 The Memorial Tournament 2012 23:50 Surfer, Dude 20:00 CIMB Classic 2012 (3:4) 01:20 Murder by Numbers 00:00 ESPN America 5 4 03:20 The Walker 05:106Surfer, Dude

allt fyrir áskrifendur

4

Sunnudagur

Laugardagur 27. október

6

20:00 30 Rock (10:22) e 20:25 Top Gear (4:7) 21:16 L&O: Special Victims Un. (11:24) 22:00 Dexter - NÝTT (1:12) 22:50 Bedlam - NÝTT (1:6) 23:40 Sönn íslensk sakamál (1:8) e 00:10 In Plain Sight (5:13) e 01:00 The 27 Inch Man e 01:50 Blue Bloods (10:22) e 02:35 Bedlam (1:6) e 03:25 Pepsi MAX tónlist

5

6

11:25 Unstable Fables: 12:40 Wedding Daze allt fyrir áskrifendur 14:10 The Majestic 16:40 Unstable Fables: fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:55 Wedding Daze 19:30 The Majestic 22:00 Stig Larsson þríleikurinn 00:256 Little Trip to Heaven, A 01:55 The Contract 4 03:30 Stig Larsson þríleikurinn

30% AUKAAFSLÁTTUR TIL SUNNUDAGS

AF ÖLLUM

HÚSGÖGNUM

LAGERSALAN KAUPTÚNI 3 - SÍMI 861 7541

6

Opið mán. til fös. kl. 13 – 18 og lau. til sun. kl. 13–17


sjónvarp 65

Helgin 26.-28. október 2012

28. október

 Sjónvarp Sönn íSlenSk Sak amál

STÖÐ 2 05:15 ET Weekend 05:55 Fréttir 07:25 Villingarnir/Algjör Sveppi/iCarly/ Babe 12:00 Spaugstofan (6/22) 12:30 Nágrannar 14:15 Dallas (3/10) 15:00 New Girl (1/22) 15:25 Up All Night (13/24) allt fyrir áskrifendur 15:50 Modern Family (20/24) 16:15 Týnda kynslóðin (8/24) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:45 Spurningabomban (7/21) 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Um land allt 19:25 Frasier (6/24) 4 19:50 Sjálfstætt fólk 20:25 Pressa (3/6) 21:10 Homeland (4/12) 22:05 Mad Men (12/13) 22:55 60 mínútur 23:45 The Daily Show: Global Edition 00:10 Fairly Legal (8/13) 00:55 The Newsroom (3/10) 02:05 Boardwalk Empire (7/12) 03:00 Boardwalk Empire (8/12) 04:00 Nikita (17/22) 04:40 The Tempest

Alvöru íslenskur óhugnaður Þættirnir Sönn íslensk sakamál nutu verðskuldaðra vinsælda á sínum tíma enda vel unnir þættir sem fóru ofan í saumana á þekktum sakamálum með sviðsetningum og viðtölum við fólk sem kom beint að málunum með einum eða öðrum hætti. Þættirnir eru komnir aftur á kreik og nú á Skjá einum og ef eitthvað er að marka fyrsta þáttinn þá hafa aðstandendur Sannra íslenskra sakamála engu gleymt og fram undan eru sjö áhugaverðir, sorglegir og óhugnanlegir þættir. Fyrsti þátturinn fjallaði um hrottlegt morðið á Sri Rahmawati og ör5

09:10 Indland Beint 11:40 Meistaradeild Evrópu 13:25 Þorsteinn J. og gestir 14:10 Rayo - Barcelona 15:55 Meistaradeild Evrópu 16:25 Flensburg - Fuchse Berlin Beint 18:05 Indland allt fyrir áskrifendur 20:20 Mallorca - Real Madrid 22:25 Evrópudeildarmörkinfréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:15 Flensburg - Fuchse Berlin 00:40 Mallorca - Real Madrid

08:00 Aston Villa - Norwich 09:45 Man. City - Swansea 11:30 Wigan - West Ham 13:15alltEverton - Liverpool Beint fyrir áskrifendur 15:45 Chelsea - Man. Utd. Beint 18:00 Sunnudagsmessan fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:15 Southampton - Tottenham 21:00 Sunnudagsmessan 22:15 Newcastle - WBA 00:00 Sunnudagsmessan 01:15 Everton - Liverpool 4 03:00 Sunnudagsmessan

væntingarfulla leit hennar nánustu að henni en morðingi hennar, Hákon Eydal, var svo kaldrifjaður að hann dró í lengstu lög að upplýsa hvað hann hafði gert Sri og hvar hann kom líki hennar fyrir. Þetta mál, eins og öll hin sem fram undan eru, standa okkur nálægt í tíma og því vandmeðfarin en höfundar eru greinilega mjög meðvitaðir um þetta, stíga varlega til jarðar og reyna að sýna nærgætni þótt slíkt sé að vonum vandasamt þegar kafað er ofan í jafn sorgleg mál. Sviðsetningar atburða eru vandaðar og vel gerðar en þá um leið átak-

anlegar og óhugnanlegar og það var ekki auðvelt að sitja undir sögunni af sorglegum örlögum Sri sem kom til Íslands í leit að betra lífi. Sigursteinn Másson var þulur þáttanna á sínum tíma og sem betur fer fékkst hann til þess að leiða áhorfendur í gegnum þessa nýju þætti. Hann er jafn ómissandi í

Sönnum íslenskum sakamálum og drungalegt upphafsstef Mána Svavarssonar. Þegar Sigursteinn talar er ekki annað hægt en að hlusta og með sinni yfirveguðu röddu slær hann aðeins á hrollinn sem óhjákvæmilega fylgir þeim hryllingi sem hann lýsir. Vel gert í alla staði. Þórarinn Þórarinsson

6

THE FIRST EVER BLACK EAU DE PARFUM

4

5



5

6

6

SkjárGolf 06:00 ESPN America 08:00 US Open 2002 - Official Film 09:00 CIMB Classic 2012 (4:4) 13:00 Inside the PGA Tour (42:45) 13:25 CIMB Classic 2012 (4:4) 17:10 The Memorial Tournament 2012 20:00 CIMB Classic 2012 (4:4) 00:00 ESPN America

H AU S L A B O R ATO R I E S .C O M FA C E B O O K .C O M / H AU S L A B O R ATO R I E S

HR CO_6275 Lady Gaga Frettatiminn SP ad 280x400.indd 1

02/10/2012 09:53


66

bíó

Helgin 26.-28. október 2012

 bond í 50 ár sex menn – einn 007

 Frumsýndar

Hreinsun í bíó Skáldsagan Hreinsun sem Sofi Oksanen vann upp úr eigin leikriti hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi og víðar í Evrópu. Oksanen segir í bók sinni harða og óvægna sögu þar sem hún tvinnar saman örlög kvenna af tveimur kynslóðum sem ganga í gegnum hrylling kúgunar og kynferðisofbeldis. ÞjóðAliide kemur Zöru til hjálpar. leikhúsið setti Hreinsun upp í fyrra og nú geta áhugasamir séð finnska mynd sem byggir á bókinni og er frumsýnd í Bíó Paradís í dag, föstudag. Sagan gerist í Eistlandi og hefst árið 1992, ári eftir að þjóðin lýsti yfir sjálfstæði. Aliide er tæplega sjötug kona sem skýtur skjólshúsi yfir Zöru, unga stúlku sem hún finnur illa á sig komna við lítinn bóndabæ. Þrátt fyrir aldursmuninn sem á konunum er og þá breyttu heimsmynd sem blasir við þjóð þeirra kemur á daginn að margt er líkt með sögum þeirra. Saga Zöru kallast því á við samtímaumræðuna um mansal en þegar hrikti í stoðum samfélagsins urðu Eystrasaltslöndin að gróðrarstíu mannsals og hvítrar þrælasölu.

Enginn alvöru Bond HVERS VIRÐI - bara uppáhalds STEKK EFTIR SIGURBJÖRGU ÞRASTARDÓTTUR

ER ÁSTIN?

James Bond-myndin Skyfall er frumsýnd á Íslandi á föstudag. Þetta er tuttugasta og þriðja myndin um þennan öflugasta njósnara í þjónustu hennar hátignar. Bond sást fyrst í bíó í Dr. No fyrir hálfri öld en á þessum tíma hafa sex leikarar brugðið sér í smókinginn og túlkað kappann. Sean Connery hefur löngum þótt vera hinn eini sanni Bond, enda fyrstur til að leika hann, en Daniel Craig hefur sótt fast að honum á síðustu árum.

F

réttatíminn hafði upp á sex manns sem eiga sinn eftirlætis Bond og færa fyrir því sannfærandi rök.

Allur pakkinn

Ég er af þeirri kynslóð sem ólst upp við Roger Moore og kynntist hinum raunverulega Bond ekki fyrr en vídeótækið kom til sögunnar. Og það er ekki nokkur spurning að Connery er sá eini sanni. Hann hefur upp á allt að bjóða sem þarf að prýða James Bond. Hann er með útlitið, græjurnar og er kaldhæðinn án þess að vera of mikill grínisti. Roger Moore er til dæmis fyrir mína parta of mjúkur og Daniel Craig of gerilsneyddur.

lights, er uppáhalds Bond-myndin mín. Dalton var glerharður og mun líkari þeim karakter sem Ian Fleming skapaði upphaflega í bókunum og dró upp nýja mynd af njósnaranum. Hans Bond er alvarlegur en ekki leiðinlegur, eins og flest alvarlegt fólk er. Dalton dregur upp mynd af njósnara sem líður ekki vel með öll drápin sem hann hefur framið; hann er öróttur að innan – fallegur að utan – og stútfullur af dimmum hugsunum – þreyttur, en samt til í einn bardaga í viðbót. Ekki hægt að biðja um meira. Timothy Dalton er eins raunverulegur sem James Bond og mögulegt er. Timothy Dalton er minn James Bond. Svanur Már Snorrason blaðamaður.

Pétur Ívarsson, verslunarstjóri Boss í Kringlunni.

Besta myndin – Besti Bondinn

George Lazenby er minn maður vegna þess að On Her Majesty´s Secret Service er langbesta James Bond myndin að mínu mati. Ástæðan fyrir því að ég held svona upp á myndina er aðallega vegna þess hvað hún er skrýtin. Og fyndin líka. Á svona skemmtilega óviljandi hátt. Enginn Bond hefur til dæmis farið í sleik við jafnmargar stelpur og Lazenby gerir í OHMSS. Sem er töff. Svo drepur hann bara sex vonda kalla í myndinni. Sem segir mér að Lazenby er „lover not á fighter.“ Lazenby á eiginlega meira sameiginlegt með Mike Myers í Austin Powers en Daniel Craig í Casino Royale.

Alexandra Flask íhugar að stökkva fram af svölum litlu íbúðarinnar sem hún leigir í Barselónu. Þrátt fyrir hitabylgju í borginni er þrálátt kul í hjartanu.

Andri Ólafsson fréttamaður.

Hinn sanni herramaður

www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu

MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  MIÐASALA: 412 7711

NÝJAR MYNDIR Í BÍÓ PARADÍS!

PURGE

HREINSUN

BYGGÐ Á METSÖLUBÓK SOFI OKSANEN

Farðu núna á www.bioparadis.is/klubburinn! SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis!

KOMDU Í KLÚBBINN! bioparadis.is/klubburinn

Hefur allt sem prýðir sannan karlmann, er úrræðagóður, sjarmerandi og geislar af hráum kynþokka.

Roger Moore er eiginlega nákvæmlega eins og ég sé Bond fyrir mér. Moore kom með ákveðinn léttleika í myndirnar. Hann var fágaðari en Connery og er mesti séntilmaðurinn af þeim öllum. Moore er piparsveinn en samt alvöru herramaður á meðan Connery var meiri karlremba. Ég held að Moore hafi fallið miklu betur að tíðaranda sinna mynda (1973-1985) en Connery hefði gert. Connery sýndi ákveðna karlrembutakta sem átti kannski betur við fyrri tíma. Pierce Brosnan hafði líka þennan léttleika en mér fannst hann of væminn. Moore missti sig aldrei í væmni þótt hann væri léttur á því og frábær í tilsvörum. Hann er hinn sanni herramaður. Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson, verslunarstjóri í Herragarðinum í Kringlunni.

Alvarlegur en ekki leiðinlegur

Timothy Dalton er minn James Bond og ef ég heyri einu sinni enn að Sean Connery sé hinn eini sanni James Bond þá gubba ég upp í mig og kyngi því öllu. Hinn eini sanni James Bond er ekki til – bara uppáhalds. Þegar Timothy Dalton tók við hlutverki James Bond af Roger Moore var hann svo ferskur að það brakaði í honum; frumraunin frá árinu 1987, The Living Day-

Lýtur stjórn konu

Ein af ástæðunum fyrir því að mér líkar best við Pierce Brosnan er að í fyrstu myndinni hans er yfirmaður Bonds, M, kona en það minnkar kvenfyrirlitninguna þarna strax þúsundfalt. Síðan hafa nú flestar Bondstúlkurnar sem honum fylgja eitthvað til brunns að bera annað en að vera bara sætar, eru sjálfar njósnarar til dæmis, og standa Bond jafnfætis. Pierce Brosnan er líka sætastur og mér finnst Daniel Craig til dæmis of ófríður fyrir hlutverkið. Hann er eins og búálfur og þótt hann sé vöðvastæltur þá hefur hann ekki þetta fágaða yfirbragð sem Pierce Brosnan hefur. Kaldhæðni húmorinn fer Brosnan líka mjög vel og það fer honum best að læða kaldhæðnum línum Bonds út úr sér. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir bókmenntafræðingur.

Mesti töffarinn

Daniel Craig er án efa mesti töffarinn og hörkutólið. Hann er svo töff að hann gæti auðveldlega farið í bólið með karlmanni fyrir Queen and Country (og pumpað hann um upplýsingar) án þess að þjást af komplexum yfir því. Ég sé engan hinna Bondanna fyrir mér í senu eins og í fyrstu mynd Craigs, Casino Royale, þar sem óvinurinn lemur „krúnudjásnin“ á honum með hnútasvipu og gæinn hlær bara að kvalara sínum. Ein magnaðasta pyntingarsena í Bond-mynd frá upphafi. Þá virkar Craig eitthvað svo veðraður, eins og hann feli innra með sér mikinn sársauka. Hann er nánast bugaður af reynslu. Hann er líka raunverulegastur af Bond leikurunum, maður trúir því að þessi maður sé sá sem hann gefur sig út fyrir að vera. Hefur allt sem prýðir sannan karlmann, er úrræðagóður, sjarmerandi og geislar af hráum kynþokka. Getur ekki verið betri maður í hlutverki Bond, að hinum ólöstuðum. Heimir Már Pétursson upplýsingafulltrúi.

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


ADJ>H KJ>IIDC ;{Âj Ä g a_ [[Zc\i AJ `Zm c¨hij kZghajc d\ Ä \¨i^g jcc^Â Adj^h Kj^iidc ]VcYi h`j! '*#%%% `g# hZÂajb ZÂV AJ \_V[Ved`V# @ `ij `ZmeV``Vcc d\ Vi]j\VÂj ]kdgi ÄVÂ aZnc^hi k^cc^c\jg


68

bækur

Helgin 26.-28. október 2012

SívinSælt mömmuklám

Fimmtíu gráir skuggar var mest selda bók landsins á tímabilinu 7. til 20. október samkvæmt metsölulista bókaverslana. Bókin er fjórða mest selda bók ársins.

Margradda fjölskyldusaga Kristínar Marju Kristín Marja Baldursdóttir hefur um langt skeið verið meðal vinsælustu rithöfunda landsins. Það ætti því að vera aðdáendum hennar fagnaðarefni að hún var að senda frá sér nýja bók. Sú kallast Kantata og er lýst sem margradda fjölskyldusögu þar sem þræðir fléttast, spinnast, vindast og rakna. Kristín Marja er fædd 1949 og starfaði sem kennari og blaðamaður áður en hún helgaði líf sitt ritstörfum. Fyrsta bók Kristínar Marju var Mávahlátur sem sló rækilega í gegn og var síðar kvikmynduð. Stórvirki Kristínar Marju er tveggja binda skáldsagan Karitas án titils og Óreiða á striga sem segir ævisögu listakonunnar Karitasar og spannar alla tuttugustu öldina. Þær seldust samanlagt í yfir tuttugu þúsund eintökum og eru enn að seljast. Karlsvagninn naut sömuleiðis mikilla vinsælda og seldist í yfir tíu þúsund eintökum. Kristín Marja er leikhússkáld Borgarleikhússins um þessar mundir.

Kristín Marja Baldursdóttir.

 ritdómur Sk áld

metsölubækur

1. sæti

Íslendingasaga fyrir byrjendur

H

kiljur 7.–20.10.2012 Félag íslenskra bókaútgeFenda

2. sæti

3. sæti

4. sæti

kiljur 7.–20.10.2012

kiljur 7.–20.10.2012

kiljur 7.–20.10.2012

Félag íslenskra bókaútgeFenda

Félag íslenskra bókaútgeFenda

Félag íslenskra bókaútgeFenda

5. sæti

6. sæti

7. sæti

kiljur 7.–20.10.2012

kiljur 7.–20.10.2012

kiljur 7.–20.10.2012

Félag íslenskra bókaútgeFenda

Félag íslenskra bókaútgeFenda

Félag íslenskra bókaútgeFenda

www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu

 Skáld Einar Kárason Mál og menning, 235 síður. 2012.

ann er ekki hávaxinn maður, fremur kubbslegur þó ekki þéttholda. Höfuðið er í stærra lagi og andlitsdrættir eru stórskornir. Nefið er stutt og granstæðið breitt. Hárið er tekið að grána þó ekki orðið alhvítt. Þannig gæti hljómað mannlýsing á Einari Kárasyni sem hefur nú lokað þríleiknum sínum um Sturlungaöld. Bálkurinn hófst með Óvinafögnuði, vel heppnaðri sögulegri skáldsögu um bardagana sem geisuðu á Íslandi mest alla 13. öld, Sturlungaöldina. Framhaldið, Ofsi, var meira af því sama, bardögum og hugrenningum löngu liðinna manna. Ekki alveg jafn góð og sú fyrri. Saman eru þær þó skemmtilegir reyfarar um bardaga Íslendinga á söguöld. Nútíma Íslendingasögur. Nú lokar Einar bálknum með allt öðruvísi bók. Ekki beinlínis sögulegri skáldsögu, frekar sögulegri skáldævisögu. Bókin er þó byggð eins og þær fyrri þannig að lesandinn fær söguna frá mörgum hliðum í stuttum köflum. Bókin fjallar um ævi skáldsins Sturlu Þórðarsonar (1214 - 1284) sem var einn af hinum kolvitlausu Sturlungunum. Hann lifði svo gott sem alla þessa vígaöld. Þetta er því skemmtileg nálgun til að gera upp þessa tíma og nota þennan eina mann sem viðmið. Bókin er í rauninni hálfgerður eftirmáli hinna tveggja. Uppgjör skáldsins við þessa róstursömu tíma sem og þrautagönguna við að koma sögunni á skinn. Hvernig menn sem dragast óviljandi og nánast út af engu inn í atburði sem leiða til allra þeirra voðaverka sem unnin voru á þessu tímabili. Aðdáun Einars Kárasonar á skáldinu leynir sér ekki og þótt sannað þyki að Sturla hafi skrifað stóran hluta Sturlungu og að margra mati þann merkasta, virðist Kárason sannfærður um að hann sé einnig höfundur sjálfrar Brennu-

Njálssögu. Sem er skemmtileg tilgáta og sjálfsagt margt til í henni. Sagan flakkar fram og til baka í ævi þessa merka skálds og eins og áður segir fær lesandinn mörg sjónarhorn á lífshlaup Sturlu og því kemur í ljós mjög sterk mynd af þessum manni. Þó er hann langt því frá upphafinn sem manneskja en sem skáld er hann settur í flokk útvaldra. Einari Kárasyni virðist það einmitt sérstaklega tamt að gæða persónurnar í bókum sínum lífi og nær að skila þessum fornmönnum og forfeðrum þannig að við sjáum þá ljóslifandi fyrir okkur. Fólk með breyskleika og húmor. Einfaldlega venjulegt fólk en ekki ósnertanlegir postular sögualdarinnar. Í einum kaflanum er Sturla kófdrukkinn og býðst af alúð aftur og aftur til þess að slá færeyskan gestgjafa sinn utan undir. Eitthvað sem allir hafa séð fulla frændann í partíinu gera en ekki jafn margir hefðu trúað upp á virt skáld frá 12 hundruð og eitthvað. Bókina las ég sum sé og hafði gaman af og hafði lesturinn þau áhrif á lífið á mínu heimili að ek byrjaði að tala sem fornmaður væri og var hornauga litinn þær stundir sem það lifði. Svona svipað og þegar ég skrepp norður í Þingeyjarsýslurnar og byrja að tala með allt of þykkum norðlenskum hreim. Það skal þó koma fram í þessari rýni að ég er meiri svona „bíða eftir myndinni“ maður en „bókin var betri“ maður og ég sé ljóslifandi fyrir mér að samstarf milli þeirra Einars og meistara Hrafns Gunnlaugssonar myndi skila stórgóðri ræmu.

Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is


ENNEMM / SÍA / NM54331

Stærsta bókabúð landsins! Síðustu dagar opnunartilboðs! Við skráningu á eBækur.is færðu fimm bækur að gjöf og 30% afslátt af fyrstu kaupum. Auk þess fylgir Vögguvísa eftir Elías Mar í tilefni af yfirstandandi Lestrarhátíð í Reykjavík.

Skráðu þig núna! Tilboðið gildir aðeins út október.

Njóttu þess að lesa ...

www.ebækur.is


70

menning

Helgin 26.-28. október 2012

Þegar maður vinnur erfiðisvinnu er hugurinn oft á fullu og það er ágætt að beisla hana með svona pælingum.

ÁgúSt Þór ÁmundaSon Siglir út Á glæpabr autina

Spann glæpasögu á meðan hann slægði þorsk Glæpasagan Afturgangan er fyrsta skáldsaga sjómannsins Ágústs Þórs Ámundasonar en bókina skrifaði hann mikið til á frívöktum úti á sjó. Hann lauk við söguna árið 2008 og gekk með hana á milli útgefanda og nú er hún loksins að koma út. Hann segir ágætt að flétta reyfara í huganum á meðan hann vinnur erfiðisvinnu úti á hafi.

S

jómaðurinn og rithöfundurinn Ágúst Þór Ámundason þreytir frumraun sína á glæpasagnasviðinu með Afturgöngunni sem kemur út á næstu dögum. Hann segist hafa lesið mikið af íslenskum glæpasögum og langaði að spreyta sig sjáfur á forminu. „Mér fannst ég vel geta skrifað sumt af því sem ég var að lesa sjálfur,“ segir Ágúst sem lét ekki þar við sitja og settist við skriftir. „Sagan hefst á því að líkamsleifar manns finnast milli þils og veggja eyðibýlis sem verið er að rífa. Þá hefst rannsókn á gömlu máli sem tvinnast óbeint saman við glæpi í samtímanum,“ segir Ágúst sem skrifaði bókina að miklu leyti á frívöktum úti á sjó. „Maður var að pæla í þessu alla vaktina.

Þegar maður vinnur erfiðisvinnu er hugurinn oft á fullu og það er ágætt að beisla hana með svona pælingum. Þetta eru fínar aðstæður til þess að tjasla saman atburðarás og samtölum. Oftast er maður bara með blað og penna í brjóstvasanum og punktar niður það sem manni dettur í hug. Ég fæ oft bestu hugmyndirnar á meðan ég stend úti á dekki og er að slægja þorsk.“ Ágúst bar síðan hugmyndir sínar undir skipsfélagana sem sumir hverjir voru fínir gagnrýnendur. „Ég hef lesið eitthvað af þessu upp fyrir þá og jafnvel borið hitt og þetta undir þá. Þarna eru bókaormar um borð sem pæla mikið í glæpasögum. Það er líka mikið lesið um borð og menn skiptast á bókum og skoðunum.“ Afturgangan er lögreglusaga þar sem fjórir rannsóknarlögreglumenn á ýmsum aldri og með ólíkan bakgrunn reyna að brjóta málin til mergjar. „Ég kem líka svolítið inn á líf þeirra en þetta eru mjög ólíkar persónur og síðan er líka skoðað hvað glæpamennirnir

Þegar Ágúst Þór lauk við Afturgönguna árið 2008 tók við ganga á milli forlaga þar sem hann fékk að heyra mörg „nei“ en fékk einnig vinsamlegar ábendingar um hvað mætti betur fara. „Þeir spörkuðu í rassgatið á mér,“ segir Ágúst sem tók ábendingum og var með söguna í stöðugri endurskoðun.

Ra fb æ ku r

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

Ljúfar ástarsögur í skammdeginu

Þórarinn Þórarinson toti@frettatiminn.is

Saga Þórdísar ljósmóður

r ku bæ af

Rauða serían

sumir hverjir eru að hugsa og gera.“ Rannsóknarlögreglumaðurinn Jón fer fyrir hópnum enda með hátt í þrjátíu ára starfsreynslu. Bíladellukallinn og laxveiðimaðurinn Loki er aðeins yngri en Jón og nýtur þess að búa yfir skyggnigáfu. Nýliðarnir í hópnum eru svo djammarinn Helgi og lesbían Marta María sem er hrein og bein og með allt á hreinu. Ágúst segist hafa lesið allar bækur Arnaldar Indriðasonar, Ævars Arnar Jósepssonar og Yrsu Sigurðardóttur. Og megnið af bókum Árna Þórarinssonar. „Áður en ég byrjaði að skrifa reyndi ég að ljúga því að mér að ég hefði engar fyrirmyndir í þessu en auðvitað lærir maður af þeim sem maður hefur lesið. Eins og Arnaldur hefur lært mest af þessum skandinavísku höfundum.“ Ágúst segir Stefán Mána vera í mestu uppáhaldi hjá sér en hann passaði vel upp á að lesa ekki reyfara né horfa á sakamálaþætti á meðan hann skrifaði Afturgönguna. „Ég vildi ekki eiga á hættu að fá innblástur frá öðrum og vildi halda í minn stíl.“

Eyrún Ingadóttir hefur sent frá sér sögulega skáldsögu, Ljósmóðurina. Bókin kom nýverið út hjá Bjarti. Í Ljósmóðurinni segir af Þórdísi Símonardóttur sem var ljósmóðir á Eyrarbakka á árunum fyrir og eftir aldamótin 1900. Tvívegis fann hún ástina og tvívegis glataði hún henni. Hún barðist gegn yfirgangi og kúgun valdamanna sem beittu öllum ráðum til að beygja hana í duftið. Hún gafst aldrei upp, reis á fætur þegar hún var snúin niður og glataði aldrei trúnni á hugsjónir sínar. Eyrún Ingadóttir er fædd árið 1967. Hún er sagnfræðingur að mennt og hefur sent frá sér nokkrar bækur, til að mynda sögu Húsmæðraskóla Reykjavíkur, sögu Húsmæðraskóla Suðurlands, ævisögu Eyjólfs R. Eyjólfssonar og bókina Sagnamaðurinn Örn Clausen. Eyrún byggir Ljósmóðurina á ýmiss konar heimildum um ævi og störf Þórdísar.


tónleik ar

FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR!

Liwen Huang heldur tónleika í Norræna húsinu á sunnudag.

Liwen Huang kynntist eiginmanninum á Plaza

É

g kom fyrst til Íslands í frí,“ segir Liwen Huang frá Najing í Kína en hún og Sigurður Halldórsson (sellóleikari og meðlimur CAPUT, Camerarctica osfrv.) verða með tónleika í Norræna húsinu á sunnudaginn klukkan 15.15. Yfirskrift tónleikana er Þjóðlegt og alþjóðlegt og þau Sigurður munu leika Tilbrigði við stef frá Slóvakíu eftir Bohuslav Martinu, Sónötu í d moll eftir Claude Debussy og Sónötu op. 19 í g moll eftir Sergei Rachmanioff. Liwen nam píanólistina í Stavanger og kenndi um tíma í Noregi. Í fyrrnefndu fríi á Íslandi kynntist hún manninum sínum. Hann var að leysa af á Center Plaza hótelinu í Reykjavík. Þau giftu sig í fyrra en héldu veisluna hér á landi í sumar þegar foreldrar hennar komu til landsins. „Fyrst eftir að við kynntumst þá prófuðum við að búa í Noregi en erum hér núna. Í desember ætlum við að halda brúðkaupsveislu í Kína,“ segir Liwen glaðlega en tónleikarnir byrjar sem fyrr segir klukkan 15.15 og kostar aðeins 2.000 krónur inn.

„Óperan hefur unnið enn einn sigurinn og sannarlega sinn stærsta í Hörpu til þessa“ – Gunnar Guðbjörnsson, Smugumenning „Jóhann Friðgeir var alveg magnaður! Hulda Björk Garðarsdóttir var stórkostleg...Viðar Gunnarsson sömuleiðis...Elsa Waage vann leiksigur, söngurinn hástemdur og litríkur... Anooshah Golesorkhi söng einstaklega fallega.“

„Leikmynd og lýsing Gretars Reynissonar og Björns Bergsteins algerlega frábær, makalaust flott. – Helgi Jónsson, Víðsjá „Hljómsveitin var frábær.“ – Jónas Sen, Fréttablaðið „Sem endranær brilleraði kór ÍÓ“ – Ríkarður Örn Pálsson, Morgunblaðið

– Jónas Sen, Fréttablaðið Söngvararnir...öll með tölu framúrskarandi!

„Mikil upplifun, frábær tónlist - og vel flutt.“

– Gunnar Guðbjörnsson, Smugumenning

– Greipur Gíslason, Morgunútvarpið Rás 1

„Kom mér ánægjulega á óvart. Íslenska óperan er komin heim!“

„Hulda Björk var algjörlega frábær...Elsa Waage var gríðar­ lega sterk...Viðar Gunnarsson virkilega flottur.“

– Hlín Agnarsdóttir, Djöflaeyjan

– Helgi Jónsson, Víðsjá Nokkrar umsagnir áhorfenda á netmiðlum: „Hreint út sagt frábær sýning. Stórkostlegur söngur.“ – Eiður Guðnason „Það var engu líkara en hlið himnaríkis hefðu opnast.“ – Sigríður Ingvarsdóttir „Stórkostleg sýning. Söngur, ljós og umgjörð á heimsmælikvarða.“ – Jóhanna Pálsdóttir

Föstudaginn 26. október kl. 20 – 2. sýning laugardaginn 27. október kl. 20 – 3. sýning sunnudaginn 4. nóvember kl. 20 – 4. sýning laugardaginn 10. nóvember kl. 20 – 5. sýning næstsíðasta sinn laugardaginn 17. nóvember kl. 20 – 6. sýning síðasta sinn

miðasala í Hörpu og á www.Harpa.is – miðasölusími 528 5050

Jólagrillpartí Sjávargrillsins - Harður pakki fullur af mýkt, fjöllaga góðgæti sem skilar hinni sönnu upplifun yls, friðar og allsnægta. Afgreitt fyrir borðið í heild. Verð 8.700 á mann. Sælkerapakkinn Sjávargrillsins - fjögra rétta hátíðarblanda fjölbreytileika og ferskra hugmynda í bland við hefð. 7.900 á mann. Litlujólin - í hádeginu eru litlujólin sem reyndar eru fullvaxin þriggja rétta jólaveisla, forréttur er jólaplatti aðalréttur, kjöt- eða fiskitvenna og í eftirrétt, rís ala mandé með heitri karamellusósu með jólabragði. Fílubomba og fínmeti - Skötuilmurinn liðast upp eftir Skólavörðustígnum á Þorláksmessu 11:30 til 16:00 4.900 kr. Pantið tímanlega, nú þegar farið að þéttast í árlega Skötuveislu Sjávargrillsins.

SKÓLAVÖRÐURSTÍGUR 14 • 101 Reykjavík www.sjavargrillid.is • Sími 571 1100

Opnunartími yfir hátíðarnar. 23. des 11:30-16:00 & frá 17:00 24.& 25.des lokað 26.des frá 17:00 31.des 11:30-16:00 & frá 17:00 1.jan frá 17:00


72

U RP Ö ÍH

J.S. BACH

JÓLAÓRATÓRÍAN

Mótettukór Hallgrímskirkju Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag Stjórnandi: Hörður Áskelsson

29. des. kl. 17: kantötur I-IV 30. des. kl. 17: kantötur I,II,V,VI

ELDBORG, HÖRPU

Miðasala er hafin í Hörpu, s. 528 5050, www.harpa.is og á miði.is

leikhús

Helgin 26.-28. október 2012

 frumsýning Vesturport Í ham

Bastarðarnir loka hringnum Vesturport frumsýnir Bastarða í Borgarleikhúsinu á laugardagskvöld. Hér er á ferðinni umfangsmikið samstarfsverkefni sem sækir innblástur í hina miklu skáldsögu Dostojefskís um Karamazov-bræðurna. Vesturport og Borgarleikhúsið tóku höndum saman með Malmö Statsteater og Teater Far302 í Kaupmannahöfn og afraksturinn er þessi sýning sem hefur slípast til frá því hún var forsýnd, með íslenskum, sænskum og dönskum leik-

urum, á Listahátíð í Reykjavík í vor. Síðan tóku við sýningar í Malmö og Kaupmannahöfn þar sem verkinu hefur verið vel tekið en segja má að nú verði endanleg útgáfa þess heimsfrumsýnd. Bastarðar er saga um brotna fjölskyldu; föður, börn hans og maka þeirra, mögnuð saga afbrýði og haturs en jafnframt ástar og bróðurþels. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir verkinu og semur ásamt bandaríska handritshöfundinum Richard

LaGravenese en sá hefur skrifað handrit ekki ómerkari kvikmynda en The Bridges of Madison County og The Fisher King. Leikarar í verkinu eru þau Jóhann Sigurðarson, Nína Dögg Filippusdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Hilmir Snær Guðnason, Elva Ósk Ólafsdóttir, Víkingur Kristjánsson, Þórunn Erna Clausen, Sigurður Þór Óskarsson og Jóhannes Níels Sigurðsson.

Jóhann Sigurðarson og Nína Dögg Filippusdóttir eru á meðal leikara í Bastörðum sem Vesturport frumsýnir um helgina.

 Leikhús brúðuLeikhús fyrir fuLLorðna Í ÞjóðLeikhúsinu

Saga þjóðar – allt að seljast upp Bastarðar - fjölskyldusaga

(Stóra sviðið)

Fös 26/10 kl. 20:00 fors Fim 1/11 kl. 20:00 5.k Lau 27/10 kl. 20:00 frums Fös 2/11 kl. 20:00 6.k Sun 28/10 kl. 20:00 2.k Lau 3/11 kl. 20:00 7.k Sun 4/11 kl. 20:00 8.k Þri 30/10 kl. 20:00 3.k Þri 6/11 kl. 20:00 9.k Mið 31/10 kl. 20:00 4.k Ný stórsýning frá Vesturporti, loks á Íslandi. Aðeins sýnd í

Á sama tíma að ári

Mið 7/11 kl. 20:00 10.k Fim 8/11 kl. 20:00 11.k Fös 9/11 kl. 20:00 Lau 10/11 kl. 20:00 Sun 11/11 kl. 20:00 3 vikur!

(Stóra sviðið og Hof)

Fim 1/11 kl. 20:00 í Hofi Lau 17/11 kl. 22:00 aukas Fös 30/11 kl. 20:00 aukas Fös 2/11 kl. 20:00 í Hofi Fim 22/11 kl. 20:00 aukas Lau 1/12 kl. 19:00 11.k Lau 10/11 kl. 19:00 í Hofi Fös 23/11 kl. 20:00 aukas Sun 2/12 kl. 20:00 aukas Lau 17/11 kl. 19:00 9.k Lau 24/11 kl. 19:00 10.k Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur. Sýnt í Hofi 1, 2 og 10 nóvember

Gulleyjan

(Stóra sviðið)

Sun 18/11 kl. 14:00 15.k Sun 25/11 kl. 14:00 Lau 24/11 kl. 14:00 16.k Sun 2/12 kl. 14:00 Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma

Rautt

17.k

Sun 9/12 kl. 14:00

(Litla sviðið)

Sun 18/11 kl. 20:00 22.k Fim 22/11 kl. 20:00 Þri 20/11 kl. 20:00 Sun 25/11 kl. 20:00 Mið 21/11 kl. 20:00 Þri 27/11 kl. 20:00 Margverðlaunað meistaraverk. Aukasýningar í nóvember.

Gullregn

Mið 28/11 kl. 20:00

(Nýja sviðið)

Þri 30/10 kl. 20:00 fors Lau 10/11 kl. 20:00 6.k Mið 31/10 kl. 20:00 fors Sun 11/11 kl. 20:00 7.k Fim 1/11 kl. 20:00 frums Fim 15/11 kl. 20:00 8.k Fös 2/11 kl. 20:00 2.k Fös 16/11 kl. 20:00 aukas Lau 3/11 kl. 20:00 3.k Lau 17/11 kl. 20:00 9.k Sun 4/11 kl. 20:00 4.k Sun 18/11 kl. 20:00 10.k Fim 8/11 kl. 20:00 aukas Lau 24/11 kl. 20:00 11.k Fös 9/11 kl. 20:00 5.k Sun 25/11 kl. 20:00 12.k Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré

Saga Þjóðar

Fim 29/11 kl. 20:00 13.k Fös 30/11 kl. 20:00 14.k Lau 1/12 kl. 20:00 aukas Fös 7/12 kl. 20:00 15.k Lau 8/12 kl. 20:00 16.k Fös 14/12 kl. 20:00 17.k Lau 15/12 kl. 20:00 aukas Sun 16/12 kl. 20:00 aukas

(Litla sviðið)

Fös 26/10 kl. 20:00 1.k Fim 8/11 kl. 20:00 aukas Fös 23/11 kl. 20:00 10.k Lau 27/10 kl. 20:00 2.k Fös 9/11 kl. 20:00 5.k Lau 24/11 kl. 20:00 11.k Sun 28/10 kl. 20:00 aukas Lau 10/11 kl. 20:00 6.k Fim 29/11 kl. 20:00 12.k Fim 1/11 kl. 20:00 aukas Sun 11/11 kl. 20:00 7.k Fös 30/11 kl. 20:00 13.k Fös 2/11 kl. 20:00 3.k Fim 15/11 kl. 20:00 aukas Fös 7/12 kl. 20:00 14.k Lau 3/11 kl. 20:00 4.k Fös 16/11 kl. 20:00 8.k Lau 8/12 kl. 20:00 15.k Sun 4/11 kl. 20:00 aukas Lau 17/11 kl. 20:00 9.k Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum.

Gói og baunagrasið

(Litla sviðið)

Sun 28/10 kl. 13:00 4.k Sun 28/10 kl. 14:30 aukas Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri

Íslenski Dansflokkurinn: Októberuppfærsla

(Stóra sviðinu)

Sun 18/11 kl. 20:00 Sun 25/11 kl. 20:00 It is not a metaphor, Cameron Colbert og Hel haldi sínu, Jérôme Delbey

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

Dýrin í Hálsaskógi

Sun 28/10 kl. 14:00 15.sýn Sun 28/10 kl. 17:00 16.sýn Sun 4/11 kl. 14:00 17.sýn Sun 4/11 kl. 17:00 18.sýn Lau 10/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 11/11 kl. 14:00 19.sýn Sun 11/11 kl. 17:00 20.sýn Lau 17/11 kl. 13:00 Aukas. Sýningar í desember komnar

Tveggja þjónn

Sara Marti Guðmundsdóttir og Sigríður Sunna Reynisdóttir hafa ásamt Irenu Stratieve og fleiri sett upp frumlega brúðuleikhússýningu í Þjóðleikhúsinu. Þær hafa báðar bakgrunn í tónlist og segja sýninguna ekki líkjast því sem oftast er á boðstólum í íslensku leikhúsi.

(Stóra sviðið) Sun 18/11 kl. 14:00 21.sýn Sun 18/11 kl. 17:00 22.sýn Sun 25/11 kl. 14:00 Sun 25/11 kl. 17:00 Sun 2/12 kl. 14:00 Sun 2/12 kl. 17:00 Sun 9/12 kl. 14:00 Sun 9/12 kl. 17:00 í sölu. Tryggið ykkur sæti því

Jónsmessunótt

miðarnir fljúga út!

Fös 23/11 kl. 19:30 16.sýn Lau 24/11 kl. 19:30 17.sýn Fim 29/11 kl. 19:30 18.sýn Fös 30/11 kl. 19:30 19.sýn Lau 1/12 kl. 19:30 20.sýn

(Kassinn)

Lau 27/10 kl. 19:30 8.sýn Sun 4/11 kl. 19:30 12.sýn Fim 22/11 kl. 19:30 17.sýn Sun 28/10 kl. 19:30 9.sýn Fös 9/11 kl. 19:30 13.sýn Fös 23/11 kl. 19:30 18.sýn Fim 1/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 10/11 kl. 19:30 14.sýn Lau 24/11 kl. 19:30 19.sýn Fös 2/11 kl. 19:30 10.sýn Fim 15/11 kl. 19:30 15.sýn Lau 3/11 kl. 19:30 11.sýn Lau 17/11 kl. 19:30 16.sýn Meinfyndið nýtt íslenskt verk, svört kómedía beint úr íslenskum samtíma.

Með fulla vasa af grjóti

(Stóra sviðið )

Með fulla vasa af grjóti

(Samkomuhúsið Akureyri)

Fim 31/1 kl. 20:30 19.sýn Fös 8/2 kl. 20:30 21.sýn Sun 3/2 kl. 20:30 20.sýn Sun 10/2 kl. 20:30 Síðasta sýning 25.10 - Nýtt sýingatímabil hefst eftir áramót!

Ástin

Sun 27/1 kl. 14:00

Ak.

(Þjóðleikhúskjallarinn)

Fös 2/11 kl. 22:00 Frums. Sun 4/11 kl. 20:00 Lau 3/11 kl. 22:00 Mið 7/11 kl. 20:00 Ólafía Hrönn á trúnó í Þjóðleikhúskjallaranum

Gamli maðurinn og hafið

Lau 10/11 kl. 22:00 Sun 11/11 kl. 20:00

(Kúlan)

Mið 7/11 kl. 19:30 Fim 8/11 kl. 19:30 Sun 11/11 kl. 19:30 Miðasala hafin. Aðeins þessar fjórar sýningar í nóvember.

Nýjustu fréttir

(Kúlan )

VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Fös 26/10 kl. 20:00 Frumsýnt 18. október

Hverfisgötu 19

551 1200

É

Lau 29/12 kl. 14:00 Lau 29/12 kl. 17:00 Sun 30/12 kl. 14:00 Sun 30/12 kl. 17:00 Sun 6/1 kl. 13:00 Sun 6/1 kl. 16:00

(Stóra sviðið)

Fös 26/10 kl. 19:30 4.sýn Fös 9/11 kl. 19:30 10.sýn Lau 27/10 kl. 19:30 5.sýn Lau 10/11 kl. 19:30 11.sýn Fim 1/11 kl. 19:30 6.sýn Fim 15/11 kl. 19:30 12.sýn Fös 2/11 kl. 19:30 7.sýn Fös 16/11 kl. 19:30 13.sýn Lau 3/11 kl. 19:30 8.sýn Lau 17/11 kl. 19:30 14.sýn Fim 8/11 kl. 19:30 9.sýn Fim 22/11 kl. 19:30 15.sýn Óborganlega skemmtilegur nýr gamanleikur!

Lau 26/1 kl. 20:00 Ak. Sýningar á Akureyri

Nýjustu fréttir í brúðuleikhúsi

Mið 31/10 kl. 18:00

leikhusid.is

Fréttafíkillinn í Nýjustu fréttir, nýju brúðuleikverki sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.

Fim 1/11 kl. 18:00

midasala@leikhusid.is

Ég hef verið heilluð af brúðuleikhúsi síðan ég var barn.

g hef verið heilluð af brúðuleikhúsi síðan ég var barn,“ segir Sigríður Sunna Reynisdóttir brúðuleikkona sem heldur uppi nýrri sýningu, Nýjustu fréttir, í Þjóðleikhúsinu ásamt stöllu sinni, Irenu Stratieve, en sýningin hefur notið mikillar og jákvæðrar athygli. Það var frumsýnt um síðustu helgi en aðeins er hægt að sjá sýninguna í kvöld og á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku því Sigríður Sunna og Irena eru vinsælar brúðuleikkonur, önnur bókuð í London eftir næstu viku og hin í Finnlandi. Leikstjóri sýningarinnar, Sara Marti Guðmundsdóttir, kynntist Sigríði Sunnu í skóla í Englandi þegar önnur var í brúðuleikkonunámi og hin í leikstjórnarnámi. „Sigríður var hinn Íslendingurinn í skólanum og við urðum góðar vinkonur,“ útskýrir Sara sem segist aðspurð hafa droppað út úr menntó á sínum tíma til að gerast poppstjarna. Svo hlær hún og minnist Lhooq og fleiri hljómsveita frá poppsöngkonuárunum en hún söðlaði um eftir poppið og fór í leiklist í Listaháskólanum og útskrifaðist þaðan 2007. Lék svoldið í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu en lét sig svo hverfa og lærði leikstjórn í London þar sem hún býr í dag. Sigríður á líka bakgrunn í mússík og var lengi í klassísku píanónámi. Þær eru

báðar kröftugar konur sem virðast gera það sem þeim dettur í hug. Þannig spilaði Sigríður Sunna lengi með manninum sínum, tónlistarmanninum Valgeiri Sigurðssyni, og áður en hún fór út í brúðuleikhúsnám kláraði hún bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Sara er líka búin að gifta sig („og ég á eins árs strák,“ segir hún) breskum kvikmyndaframleiðanda sem framleiddi íslensku myndina Á annan veg í fyrra. Þær stöllur segja verkið spunaverkefni án orða, unnið með svokallaðri devised aðferð sem nýtur mikillar hylli þessi misserin. „Við erum að skoða ákveðna tegund af fíkn,“ útskýrir Sara en aðalhetjan þeirra fellur fyrir fréttum og verður fíkin í þær. „Þetta er á mörkum þess að vera leikhús, gjörningur og dans,“ útskýrir Sigríður Sunna en að sögn er verkið mjög skemmtilegt og eins og myndirnar hér á síðunni sýna er það af allt annarri tegund en við eigum að venjast í íslensku leikhúsi. „Ég vona að sem flestir sjái þetta,“ segir Sara og sjálf er hún þegar flogin til London: „Þú hefur ekki séð neitt þessu líkt hér á landi.“ Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is


Við erum að taka upp flottar jólavörur!

Skoðið úrvalið og bloggið

www.hrim.is

Bjóðum einnig upp á gott úrval af íslenskri jólavöru

Góðar hugmyndir að gjöfum

H ö n n u n a r h ú s Laugavegi 25 - S: 553-3003


74

tónlist

Helgin 26.-28. október 2012

 Iceland aIrwaVes erlendIr gestIr í fyrsta sInn fleIrI en íslendIngar

Milljarður í beinhörðum peningum á leið til landsins V

Fólkið sem skipuleggur Iceland Airwaves. Kamilla Ingibergsdóttir fjölmiðlafulltrúi, Grímur Atlason framkvæmdastjóri og Egill Tómasson sem bæði bókar hljómsveitir og heldur utan um tónleikastaði. Auk þeirra vinnur Róbert Aron Magnússon við að bóka hljómsveitir í London. Ljósmynd/Hari

kostnaðurinn hafði margfaldast og við þurftum að borga tvöfalt meira en áður fyrir erlend bönd. Það var kúnst að sparka þessu upp og ég er nokkuð sáttur við sjálfan mig,“ segir Grímur. Hann viðurkennir jafnframt að það sé kannski fyrst nú í ár sem hann og hans fólk hafi endanlega gert hátíðina

að sinni. „Fyrsta árið var ekki búið að bóka eitt band þegar ég tók við svo það var erfitt að staldra við og gera almennileg plön. Í fyrra voru gerð ákveðin plön en þau voru ekki orðin nógu nákvæm því við höfðum ekki reynslu af öllum þáttum hátíðarinnar. Í ár sjáum við þetta skýrar og vinnum

út frá því.“ Alls verða sjö þúsund gestir á hátíðinni. Þar af eru um fjögur þúsund erlendir gestir en þeir verða í fyrsta skipti fleiri en þeir íslensku. Hátíðin er nú haldin síðar á árinu en verið hefur og er nú utan hefðbundins ferðamannatíma. Óhætt er að segja að hún sé kærkomin viðbót í hagkerfi landsins. „Í fyrra skilaði Iceland Airwaves tæplega 700 milljónum króna í beinhörðum peningum inn í landið. Þá eru ekki tekin með hagræn áhrif sem mér finnst persónulega að við ættum að gera. Ég tel að við getum margfaldað þessa tölu með tveimur. Í ár eru mun fleiri erlendir ferðamenn á leið hingað og við getum reiknað með að minnsta kosti milljarði. Og þá á eftir að reikna margföldunina.“ Hverju mælir svo framkvæmdastjórinn með? Hvaða böndum á fólk ekki að missa af? „Úff. Það er svo ofsalega margt. Ef ég sleppi stóru nöfnunum og íslensku böndunum þá eru nokkrir minni spámenn sem ég get mælt með. Til að mynda Montreal-bandið Jesuslesfilles sem er stórkostlegt pönkband. Svo eru það Half Moon Run, Purity Ring... þetta eru allt Kanadamenn. Nelson Can frá Danmörku er flott og The Barr Brothers er æðislegt band,“ segir Grímur Atlason. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is

JÓLAHLAÐBORÐ fjölskyldunnar í Súlnasal alla sunnudaga 25.11 - 16.12.2012 VERÐ Fullorðnir: 3.900 kr. Börn 6-12 ára: 2.900 kr. Börn yngri en 6 ára: Frítt

isHádegJÓLAHLAÐBORÐ Hótel Saga býður upp á hádegisjólahlaðborð fyrir alla fjölskylduna með ríkulegu úrvali girnilegra forrétta, aðalrétta og eftirrétta. Íþróttaálfurinn og Solla stirða mæta í jólaskapi og Örn Árnason skemmtir gestum eins og honum er einum lagið. Bókaðu skemmtilegt jólahlaðborð fyrir alla fjölskylduna í síma 525 9930 eða á hotelsaga@hotelsaga.is

ók b f Ra

Fantasíur eftir Hildi Sverrisdóttur

ANTON&BERGUR

ið erum alltaf meðvituð um að við deyjum ef við ætlum að lifa á fornri frægð. Það er ekkert sem segir að fólk komi aftur á næsta ári svo við þurfum að passa upp á að blaðamennirnir og gestirnir fari til baka og segi öllum að þetta sé aðal hátíðin,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Iceland Airwaves verður haldin í næstu viku í fjórtánda sinn og er löngu uppselt á hátíðina. Alls munu 222 listamenn koma fram á 254 tónleikum á 12 tónleikastöðum. Auk þess verða nokkur hundruð tónleikar í boði á 31 tónleikastað á svokallaðri „off venue“ dagskrá. Sú dagskrá er öllum opin. Grímur tók við Airwaves hátíðinni árið 2010 af Þorsteini Stephensen. „Mitt markmið var að halda áfram að gera góða hátíð. Við styðjumst við þrjú markmið, að halda frábæra hátíð – á heimsmælikvarða, að flytja út íslenska tónlist og að fjölga ferðamönnum yfir vetrartímann,“ segir Grímur. Manni virðist sem hátíðin sé sífellt að sækja í sig veðrið. Hvernig finnst þér hafa til tekist? „Icelandair hafði sett mikið af peningum í uppbyggingu hátíðarinnar og fyrst um sinn var ekki þessi fjöldi gesta sem nú er. Ég nýt auðvitað þessa starfs. Hins vegar vil ég ekki taka það af mér og okkur að við vorum illa leikin eftir hrunið. Það var erfitt að blása í lúðra þegar

Ra fb ók

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hefst í miðborg Reykjavíkur á miðvikudagskvöld. Yfir 250 tónleikar verða í boði á fimm dögum og þá eru ótalin hundruð tónleika sem eru „off venue“ og öllum opnir. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, segir að hátíðin sé góð innspýting í hagkerfi landsins.



76

dægurmál

Helgin 26.-28. október 2012

 Í takt við tÍmann anna Garðarsdóttir knattspyrnukona

Væri til í að vera í íþróttafötum allan daginn Anna Garðarsdóttir er 24 ára knattspyrnukona sem nýverið sagði skilið við KR og ætlar að leika með Selfossi á næstu leiktíð. Anna lauk BS-námi í verkfræði frá Háskólanum í Reykjavík í fyrra og starfar í Landsbankanum. Hún hefur vakið athygli fyrir umfjöllun um enska boltann á vefsíðunni Sport.is. Staðalbúnaður

Ég hef aldrei fylgst mikið með tískunni en ég á nokkrar góðar vinkonur sem hjálpa mér að klæða mig þegar ég þarf að vera fín. Fatastíllinn minn er frekar einfaldur, ég er mjög mikið í buxum og kannski skyrtu við eða flottum bol og peysu. Ég væri samt til í að vera í íþróttafötum allan daginn en þar sem það er ekki í boði þar sem ég vinn reyni ég að vera í einhverju þægilegu en ágætlega snyrtilegu. Ég geng oftast með úr og hálsmen eða eyrnalokka. Ég hugsa að ég hafi svona þrisvar sinnum keypt mér flík á Íslandi, ég kaupi allt erlendis í búðum eins og H&M, Monki, Ginu Tricot og Mango.

Hugbúnaður

Skemmtanalífið mótast algjörlega af því hvort keppnistímabilið er í gangi eða ekki. Á haustin þegar mótið er búið og æfingarnar eru ekki komnar á fullt reyni ég að gera hluti sem eru ekki í boði á sumrin. Til dæmis að fá mér 1-2 rauðvínsglös með vinkonunum og kíkja á staði niðri í bæ. Þá förum við oft á Vegamót, b5 eða Næsta bar. Ég prófaði að fara á Kaffibarinn í fyrsta skipti um daginn og hann var ágætur, kom mér á óvart. Ég panta mér yfirleitt bjór þegar ég fer á barinn. Á meðan á tímabilinu stendur er ég mikill aðdáandi þess að slappa af heima við, horfa á bíómynd eða hitta vinkonurnar. Ég horfi alltaf á íþróttir þegar þær eru

í boði, ég get horft á hvaða íþróttagrein sem er en horfi mest á enska boltann. Það er engin tilviljun að ég er oftast með 6-8 leiki rétta um hverja helgi.

Vélbúnaður

Ég á gamla Dell-fartölvu og samlokusíma frá Nokia svo ég gæti verið betur uppfærð í þeim málum. Ég get samt ekki staðið í þessum samlokusíma lengur og er mjög nálægt því að henda mér á iPhone. Ég er virk bæði á Facebook og Twitter og líður illa ef ég fer ekki þar inn reglulega. Ég er nettur netfíkill. Það ótrúlega er að ég get farið á netið í samlokusímanum og svalað þessari þörf og fylgst með úrslitum í leikjum í leiðinni.

Aukabúnaður

Ég borða oftast í mötuneytinu í vinnunni en einstaka sinnum fer ég og fæ mér hollan skyndibita, til dæmis á Serrano, Nings eða Saffran. Ég set yfirleitt púður og maskara á mig áður en ég fer út en það er ekki mikið meira en það. Ég keyri um á bláum Toyota Yaris. Hann er mjög flottur og þægilegur að keyra hér innanbæjar. Ég gæti samt þurft að uppfæra hann nú þegar ég fer að keyra mikið á Selfoss. Það er ekki alltaf gott veður á heiðinni. Anna Garðarsdóttir fór í fyrsta skipti á Kaffibarinn á dögunum og líkaði vel. Ljósmynd/Hari

dr . Gunni Gefur út stuð vors lands

Versta tónlistin á tíunda áratugnum

Þ

etta er eins og að bera saman svarthvítt sjónvarp við flatskjá,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni, þegar hann er beðinn að bera saman nýja bók sína, Stuð vors lands, við þá fyrri sem kom út fyrir rúmum áratug. Dr. Gunni er einn helsti poppfræðingur þjóðarinnar. Árið 2001 gaf hann út bókina Eru ekki allir í stuði? sem var skilgreind sem saga rokktónlistar á Íslandi. Nýja bókin er mun umfangsmeiri; saga dægurtónlistar á Íslandi frá upphafi til dagsins í dag. „Ég get ekki lengur skýlt mér á bak við það að Mezzoforte eða Ríó tríó séu ekki rokksveitir,“ segir Gunni og glottir. Til samanburðar má nefna að nýja bókin, sem er hönnuð eins og vínilplata og er einstaklega glæsileg, vegur þrjú og hálft kíló en hin fyrri vóg eitt og hálf kíló. Hún mun kosta í kringum fimmtán þúsund krónur út úr búð. „Ég sé ekki af hverju myndir af jöklum ættu að vera dýrari en poppsagan,“ segir höfundurinn. Stuð vors lands er byggð á fyrri bókinni en Gunni eyddi um einu ári í skrifin, auk þess að sjá um að afla mynda. Upphafið að vinnunni má rekja til þess að hann heimsótti gamlan einbúa í Ísafjarðardjúpi en sá átti allar 78 snúninga plötur sem komu út á Íslandi, tæplega 800 talsins. „Hann hleypti mér inn og byrjaði að spila fyrir mig plötur sem ég hafði aldrei heyrt um,“ segir Gunni. Eftir allar rannsóknirnar hefur Gunni komist að því að einn áratugur stendur öðrum að baki í tónlistinni. „Næntísið er mesta ruglið, þó að Björk hafi slegið í gegn þá. Þetta er slappasti áratugurinn frá því að rokköldin hófst,“ segir hann og bætir við að núna séum við að ganga í gegnum mjög gott tímabil í íslenskri tónlist. Bókin kemur út eftir helgi en næsta föstudag, 2. nóvember, verður útgáfunni fagnað í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi. „Þar munu nokkrir þekktustu popparar landsins leika sín bestu lög við undirleik hljómsveitar Dr. Gunna. Það verður aldrei endurtekið.“ -hdm

Dr. Gunni í vinnuherberginu á Hjarðarhaganum, þar sem Stuð vors lands varð til. Ljósmynd/Hari


Nú er Snyrtibuddan í öllum apótekum Lyfja & heilsu 25%

a ö llu f s lá t t u r ms ny r t a f i vö r um

Af því tilefni er 25% afsláttur fyrir alla af öllum snyrtivörum dagana 25.–28. október. Í Snyrtibuddunni færðu ýmis sértilboð, fréttir og fleira skemmtilegt.

Skráðu þig núna á www.lyfogheilsa.is

Snyrtibuddan

r

PIPAR \ TBWA • SÍA • 123092

Snyrtivöruklúbbu

o Oroblu sokkabuxur

o Lancome

o Allir ilmir

o Skin Doctor

o Naglavörur

o Bobbi Brown

o Helena Rubinstein

o L’Oréal

o Bláa Lónið

o Gervineglur

o Clarins

o Yves Saint Laurent

o Bourjois

o Burt’s Bees

o Gerviaugnhár

o Clinique

o Biotherm

o Max Factor

o Opi

o Augnháralitur

o Dior

o Guerlain

o Olay

o Sally Hansen

o Self tan

o Shiseido

o Elisabeth Arden

o EGF

o Sensai frá Kanebo

o Chanel

o UNA

Vöruúrval getur verið mismunandi eftir apótekum.

Fylgstu með spennandi tilboðum

Við hlustum!


78 

dægurmál

Helgin 26.-28. október 2012

pr jónar ar arne & Carlos heimsækja Ísland og pr jóna jólakúlur

Ánægjulegt að strákar séu farnir að prjóna V

ið ætlum að kenna fólki að prjóna jólakúlur og vonandi að koma því í hátíðarskap!“ segir Carlos Zachrison, annar helmingur hönnunartvíeykisins Arne & Carlos sem væntanlegt er hingað til lands í næstu viku. Arne & Carlos eru þekktir hönnuðir sem búa og vinna og saman í Noregi. Þeir slógu í gegn með bókinni Jólakúlur þar í landi árið 2010. Bókin hefur selst í um 60 þúsund eintökum og hefur síðan verið gefin út á tíu tungumálum. Heimsókn þeirra hingað er í tengslum við útgáfu bókarinnar.

Hannyrðir hafa alltaf notið vinsælda á Íslandi en eftir efnahagshrunið hefur orðið einhvers konar prjóna-sprengja. Er þetta heppileg iðja þegar erfiðleikar steðja að? Eða er þetta kannski hobbí fyrir fátækt fólk? „Mér finnst prjónaskapur ekki vera áhugamál fátæks fólks og ég held að efnahagsþrengingar eigi ekki bara sök á þessum vinsældum,“ segir Carlos, fremur ósáttur við spurninguna. Hann segir að netið skýri auknar vinsældir prjónaskapar. „Í dag er stanslaust verið að fóðra okkur á upplýsingum svo það verður

sífellt vinsælla að leita í einfaldari hluti. Í matargeiranum er „slow food“-hreyfingin mjög vinsæl, að borða mat úr nærumhverfinu sem eldaður er upp á gamla mátann. Og af sömu sökum eru sífellt fleiri farnir að prjóna – meira að segja börn. Þeim finnst það framandi og njóta þess að vinna með höndunum. Bæði strákar og stelpur prjóna í dag, þetta er ekki bara fyrir kvenfólk lengur. Og það er ánægjulegt.“ Carlos segir að hann og Arne hafi heimsótt Ísland árið 2007. Þeir hafa því þegar kynnt sér íslenska prjónahefð: „Við keyptum gullfallega bók

Gulldrengurinn kominn í gull

með íslenskum mynstrum og svo pöntuðum við okkur aðra bók með fleiri mynstrum svo við erum þegar undir áhrifum af ykkar frábæru prjónahefð.“ Carlos og Arne koma til landsins næsta föstudag og koma fram á prjónakaffi í Norræna húsinu sunnudaginn 4. nóvember klukkan 14. Þeir vonast til að geta skoðað sig um meðan á heimsókninni stendur. „Kannski getum við baðað okkur í einni af sundlaugunum í Reykjavík eða Bláa lóninu.“ -hdm

Arne Nerjordet and Carlos Zachrison ætla að kenna Íslendingum að prjóna jólakúlur.

dans stór a systir er hörku þjálfari

Ótrúleg velgengni tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta Einarssonar heldur áfram. Plata hans, Dýrð í dauðaþögn, var vinsælasta plata landsins enn eina vikuna á Tónlistanum sem kynntur var í vikunni. Á sunnudaginn fyrir rúmri viku höfðu 4.511 eintök selst af plötu hans og á þeim tæpu tveim vikum sem síðan eru liðnar er Ásgeir skriðinn yfir fimm þúsund seld eintök og reyndar vel það. Það tók þennan tvítuga tónlistarmann því ekki nema sex vikur að ná gullsölu. Það er árangur sem margir reyndari og stærri listamenn myndu vera stoltir af.

Birkir Karlsson er nýorðinn sextán ára, er á fyrsta ári í Verzlunarskólanum og dansar með jafnöldru sinni, Helgu Kristínu, í Dans, dans, dans. Ljósmynd/Hari

Bráðkvödd bíómynd

Ra fog hl jó ðb ók

Íslenska hasar- og spennumyndin Blóðhefnd, eftir Ingó Ingólfsson, staldraði svo stutt við í kvikmyndahúsum í Reykjavík að furðu sætir. Jafnvel þótt fyrstu dómar um hana hafi verið átakanlega neikvæðir þá má segja að myndin hafi orðið bráðkvödd. Myndin hvarf úr sýningu fimm dögum, eða svo, eftir frumsýningu sem er einsdæmi fyrir íslenska mynd en fregnir herma að kvikmyndahúsin hafi ekki séð tilgang með því að bíða eftir að bíógestir tækju við sér þar sem aðeins 56 manns sáu Blóðhefnd yfir frumsýningarhelgina.

Einar í Turninn

Athafnamaðurinn Einar Bárðarson er kominn á fullt eftir brotthvarf frá útvarpsstöðinni Kananum. Einar sótti um stöðu bæjarstjóra í Garði en fékk ekki. Þess í stað ákvað hann að snúa sér að sérsviði sínu, tónleikahaldi og almannatengslum. Einar skipuleggur stórtónleikana Hátt í Höllinni í desember og hefur stofnað almannatengslafyrirtækið Meðbyr. Hefur hann komið sér fyrir í Turninum á Smáratorgi en þar er fyrir á fleti annar almannatengill, Jón Geirdal með sitt Ysland.

Allar þrjár saman!

Berglind Ýr hjálpar litla bróður í nútímadansinum Birkir og Helga Kristín vöktu verðskuldaða athygli í fyrsta þætti Dans, dans, dans um síðustu helgi. Þau njóta leiðsagnar sigurvegara fyrstu þáttaraðarinnar, Berglindar Ýrar, en hún er eldri systir Birkis.

d

Ég er að fara dálítið langt út fyrir þægindarammann.

ansparið unga, Birkir Karlsson og Helga Kristín, dönsuðu sig með glæsibrag í gegnum fyrsta þátt Dans, dans, dans á laugardagskvöld. Þau eru aðeins sextán ára gömul og rétt sleppa þannig í gegnum aldurstakmark þáttarins sem er sextán ár. Birkir er litli bróðir sigurvegarans í Dans, dans, dans frá því í fyrra og nýtur að sjálfsögðu reynslu og ráða stóru systur. „Ég er búinn að æfa samkvæmisdansa síðan ég var níu ára en það eru ekki nema um það bil tveir mánuðir síðan ég byrjaði að

æfa nútímadans og ballet í Listdansskólanum,“ segir Birkir sem tók þetta stóra hliðarspor sérstaklega með Dans, dans, dans í huga. „Við Helga Kristín keppum í nútímadansi þannig að ég er að fara dálítið langt út fyrir þægindarammann.“ Birkir gat ekki tekið þátt í Dans, dans, dans í fyrra vegna ungs aldurs en hann fylgdist spenntur með stóru systur sinni. „Ég fór alltaf til þess að horfa á hana,“ segir dansarinn ungi sem er hæst ánægður með að geta verið með að þessu sinni. „Þetta er mjög gaman og alveg ofboðslega mikil reynsla sem við fáum út úr þessu.“ Birkir og Helga Kristín semja dansatriði sitt saman en njóta leiðsagnar og dyggilegs stuðnings Berglindar Ýrar sem er sjö árum eldri en þau. „Systir mín hjálpar okkur og við erum að gera þetta í sameiningu með henni. Hún er hörkuþjálfari,“ segir Birkir um stóru systur. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

Fifty Shades Trilogy · Fifty Shades of Grey · Fifty Shades Darker · Fifty Shades Freed

eftir E L James

Berglind Ýr, sigurvegari Dans, dans, dans í fyrra, Birkir og Helga Kristín hafa undirbúið sig af kappi.


THE

PIPAR\TBWA • SÍA • 122599

B O X - M Á LT Í Ð

Safaríkur tower-borgari með bragðmikilli ítalskri sósu, kjúklingabiti, maís*, franskar og gos.

1490

Allt þetta á aðeins

krónur!

* Eða annað meðlæti að eigin vali.

svooogott

FAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUM HAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ REYKJANESBÆ • SELFOSSI

WWW.KFC.IS


HE LG A RB L A Ð

Hrósið...

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  BakHliðin SóLeY STefánSdóTTIr

Hugulsöm og góð hæfileikakona Aldur: 26 Starf: Tónlistarkona Búseta: Karlagata í Reykjavík Maki: Héðinn Finnsson myndlistarnemi Foreldrar: Ingveldur Thorarensen bókmenntafræðinemi og Stefán Jakobsson tónlistakennari Menntun: BA í tónsmíðum Fyrri störf: Kennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar Áhugamál: Tónlist og krúttlegir kettlingar Stjörnumerki: Vog Stjörnuspá: „Þú átt erfitt með að átta þig á fólki í dag því margir virðast vera úrillir. Ekki eyða orku í smáhluti sem enginn tekur eftir nema þú,“ segir í stjörnuspá mbl.is

H

ún er fyrst og fremst vinur minn,“ segir Eiríkur Rafn Stefánsson tónlistarmaður og bróðir Sóleyjar. „Hún er hugulsöm og góð við bæði menn og dýr, hún vill öllum vel og ljúfmennskan skilar sér vel inn í tónlistina hennar sem er ótrúlega falleg, eins og hún sjálf.“ Hann segist þakklátur fyrir systur sína. „Ég hef alltaf verið svo ótrúlega þakklátur fyrir hana sem systur, það er svo dásamlegt og æðislegt að hafa hana hjá sér, við skemmtum okkur alltaf vel saman sama hvað við tökum okkur fyrir hendur.“

Tónlistarkonan Sóley gaf út nýtt myndband við lagið I’ll drown á dögunum. Lagið er af plötu Sóleyjar, We Sink, sem kom út í fyrra og hefur hlotið einróma lof. Sóley hefur notið mikilla vinsælda og náð fleiri milljónum spilana á sumum laga sinna á vefsíðunni YouTube.

... fær Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, fyrir að benda á það að stúlkur séu jafn merkilegar og drengir í íþróttum. Hann vill breyta því að íþróttir stúlkna fá ekki sömu athygli, umfjöllun og fjármagn og karlaíþróttir.

E E R F X TA LGI E H

TILBOÐIN GILDA 26.10 TIL 29.10

M U N U L S R E V ! S M N I U S L L R E Ö G Í A T L T A A T K A S F A M K U RÚ A S

I Ð R I V M M U R U Ö M E V M AFN U L L Ö F A tti. afslæ . % 2 s 20.3 alagersin s. r i d l fngi mfat ssjóð oð ja stnað Rú l ríki i b t l i t ð ko ree skila Tax F rinn er á lfsögðu u á t t sj Afslá a er að k u a s Virði

DU M O K ÐU R E G OG BÆR FRÁ P! KAU

Rúmfatalagerinn er á 4 stöðum : Korputorgi - Smáratorgi - Skeifunni - Akureyri


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.