27 03 2015

Page 1

talar fyrir Barbí

Viðtal 16

Náttúruleg förðun á brúðkaupsdaginn

 bls. 4

Kynningarblað

Helgin 27.-29. mars 2015

Brúðkaup í Gátlisti 30 metrum  bls. 2 á sekúndu

Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

ilmur og gussi ná vel saman í Fúsa

Horfði upp á vinkonur sínar selja sig

Sérblað um brúðkaup Brúðkaup Allt sem þarf að gera og muna fyrir stóra daginn.

Elísabet Birgisdóttir og Hilmar Ingimundarson gengu í það heilaga þann 14. mars síðastliðinn í Hafnarfjarðarkirkju. Ein versta óveðurslægð vetrarins gekk yfir á meðan brúðkaupinu stóð, en það kom ekki að sök. Vinir brúðhjónanna segja að það sé aldrei lognmolla í kringum þau hvort sem er og því hafi veðrið átt vel við. Elísabet klæddist glæsilegum kjól sem hún hannaði ásamt systur sinni, fatahönnuðinum Aðalheiði Birgisdóttur, sem er ef til vill betur þekkt sem Heiða í Nikita.

 bls. 4

Viðtal 24

Skemmtilegur og skipulagður veislustjóri  bls. 2

„Taktu frá 28.03.2015“ Arna Engley og Hafsteinn Sigurðarson fóru í sérstaka myndatöku fyrir boðskortin í brúðkaupið.

 bls. 11

Fallegt vetrarbrúðkaup í Öskjuhlíð Kristján Jörgen Hannesson og Sigurður Jónas Eysteinsson klæddust indverskum Pathani jakkafötum í fallegri athöfn í Öskjuhlíð. Málverk: Ásgeir Smari

Dægurmál 68

 bls. 12 eitthvað alveg

einstakt

Úrval einstakra málverka og lis tmuna eftir ísl enska listamen n

STOFNAÐ 1987

Skipholt 50a | Sím i 581 4020 | www .gallerilist.is

27.–29. mars 2015 12. tölublað 6. árgangur

Ekki lengur Fermingarbros? Ójá! með hausverk 12 klst. Nafnið Valgeir Magnússon hringir ekki mörgum bjöllum, en það gerir nafnið Valli sport hins vegar. Valli hóf ferilinn með auglýsingastofuna Hausverk en er nú framkvæmdastjóri Pipars, áhrifamestu auglýsingastofu landsins. Hann er ólíkindatól sem er alltaf með mörg járn í eldinum. Hvort sem það er að stýra PIPAR\TBWA, markaðssetja íslenska flytjendur í Eurovision, vinna sem plötusnúður eða keppa í jaðaríþróttum, þá er honum ekkert óviðkomandi. Hann keppti í fitness eingöngu til þess að standast áskorun, sem hann er veikur fyrir.

leiðarvísir Dóra DNa um kebabfrumskóginn úttekt 20

Frábærir Braven hátalarar Verð aðeins 19.990 kr.

Viðtal 28

Veðurheldir Bluetooth hátalarar með batteríi sem endist í allt að 12 tíma. Einnig hægt að nota hátalarann sem hleðslubatterí fyrir síma. Fékk hundruðir vinabeiðna á Facebook

Viðtal 14

Fermingarbros? Ójá!

Fullt af vörum á fermingartilboði 12 klst.

Frábærir Braven hátalarar Verð aðeins 19.990 kr.

Apple TV 14.990

Veðurheldir Bluetooth hátalarar með batteríi sem endist í allt að 12 tíma. Einnig hægt að nota hátalarann sem hleðslubatterí fyrir síma.

Einkahúmor.is

Wahoo BlueHR

Wahoo BlueHR

iPhone

iRig Voice

fyrir iPhone, iPad og iPod Touch

frá 68.900 kr.

frá 49.990 kr.

frá kr. 174.990

frá 49.990 kr.

18.990 kr. í Kringlunni

566 8000 erð og sam ðv

agsleg ábyr fél

7.990 kr.

Beats Studio 2.0 by Dre Vinsælu heyrnartólin

Apple TV

MacBook Air

jónusta, gó ðþ

fyrir iPhone, iPad og iPod Touch

Beats Studio 2.0 by Dre Vinsælu heyrnartólin

frá 68.900 kr.

iRig Voice

iPhone

7.990 kr.

Apple TV 18.990 kr.

iPad Air 2 frá kr. 94.990

istore.is

Við viljum að þú brosir þegar þú kemur til okkar. Þess vegna bjóðum við góð verð, ljúft viðmót og hömluðum börnum iPad í hverjum mánuði.


2

fréttir

Helgin 27.-29. mars 2015

 náttúruvernd ný Könnun sem unnin vAr fyrir lAndvernd og ní

60% vilja þjóðgarð á hálendið Stuðningur við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands er 61,4% samkvæmt nýrri könnun sem Gallup vann fyrir Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands. Stuðningurinn hefur aukist um 5 prósentustig frá sambærilegri könnun í október 2011. „Mér finnst þetta vera til marks um aukinn áhuga og vilja almennings til þess að vernda hálendið,“ segir Á rni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Fólk lítur í auknum mæli á miðhálendið sem auðlind sem dregur að

ferðamenn og sem við verðum að passa mjög vel upp á, rétt eins og við þurfum að passa upp á fiskimiðin.“ Samkvæmt könnuninni hefur stuðningurinn við stofnun þjóðgarðs aukist um 5% frá sambærilegri könnun í október 2011. Árni telur að aukninguna megi að einhverju leiti rekja til umræðu um ferðaþjónustuna. „Aukin umræða um aukningu ferðamanna og um náttúrupassa er í raun umræða um það hvernig við ætlum að fara að því að skipuleggja ferðaiðnaðinn

og ásókn í landið en stjórnmálamenn virðast ekki almennilega vita hvernig þeir ætla að gera það.“ Þeim sem eru andvígir stofnun þjóðgarðs hefur fækkað frá því í síðustu könnun og eru nú 12,4% aðspurðra. Stuðningur við stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er þvert á stjórnmálaflokka. Á meðal stuðningsmanna allra stjórnamálaflokka eru mun fleiri aðspurðra fylgjandi stofnun þjóðgarðs en andvíg. 51% af þeim er styðja ríkisstjórnina styðja stofnun þjóðgarðs en 19% eru andvíg. Stuðningur þeirra sem ekki

Stuðningur við stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er þvert á stjórnmálaflokka. Á meðal stuðningsmanna allra stjórnamálaflokka eru mun fleiri aðspurðra fylgjandi stofnun þjóðgarðs en andvíg. Mynd/NordicPhotos/GettyImages

styðja ríkisstjórnina er 72% og 9% eru andvíg þjóðgarði. Stærð úrtaks

var 1.418 manns og þátttökuhlutfall var 61,8%. -hh

 Bylting Allt vArð vitlAust á twitter í Br jóstAByltingunni

Íslenskar konur frelsa „nippluna”

Hættir sem ríkissáttasemjari Magnús Pétursson ríkissáttasemjari mun láta af störfum innan tíðar. Hann sagði upp í lok síðasta mánaðar og mun því hætta hjá embættinu í lok maí að óbreyttu. Magnús er 67 ára og kveðst ekki hafa ákveðið hvað hann taki sér fyrir hendur eftir starfslokin.

Valhúsaskóli bestur Nemendur í 10. bekk Valhúsaskóla, grunnskóla Seltjarnarness, voru með hæstu meðaleinkunn í öllum samræmdu prófunum, þ.e. íslensku, stærðfræði og ensku. Í samanburðinum setja nemendur skólans Seltjarnarnesbæ í fyrsta sæti 39 sveitarfélaga með skóla fyrir aldurshópinn 1.-10. bekk og skólastærð yfir 320 nemendum. Útkoma nemenda skólans er talsvert fyrir ofan meðaltalsútkomu nemenda sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í öllum greinum. Fjórðubekkingar náðu besta árangri sem skólinn hefur mælst með í nokkurn tíma og nemendur í 7. bekk sýndu umtalsverðar framfarir á milli prófa. Fyrir utan góðan árangur í prófum hefur líðan nemenda í Grunnskóla Seltjarnarness einnig mælst vel í mælingum Skólapúlsins auk þess sem ánægja af lestri og hreyfingu er meðal þess sem best gerist.

16 ára kosningaaldur Kosningaraldurinn verður færður niður í 16 ár nái frumvarp fjögurra þingmanna Vinstri grænna og Samfylkingarinnar fram að ganga.

Katrín Jakobsdóttir formaður VG, Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar ásamt þingmönnunum Kristjáni Möller og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur lögðu frumvarpið fram fyrir Alþingi í lok þingfundar þann 25. mars en markmið þess er að styðja við lýðræðislega þátttöku ungs fólks í kosningum og stjórnmálastarfi. Austurríki hefur eitt Evrópuríkja stígið það skref til fulls að færa kosningaaldur niður í 16 ár en allnokkur ríki Suður- og Mið-Ameríku hafa einnig er gert það. Í greinagerð sem fylgir frumvarpinu segir m.a.: „Með því að veita ungu fólki á aldrinum 16–18 ára kosningarétt fær það tækifæri til að móta líf sitt og framtíð á sama hátt og aðrir borgarar og verður að fullu gjaldgengt í umræðu um stjórnmál og samfélagsmálefni.“

Útgáfa Fréttatímans Páskablað Fréttatímans kemur út á skírdag, 2. apríl næstkomandi. Aukin dreifing verður á Akureyri og á Ísafirði. Skil á auglýsingum eru á miðvikudaginn, 1. apríl. Fyrsta tölublað eftir páska kemur að vanda út á föstudegi, þann 10. apríl.

PIPAR\TBWA • SÍA • 150868

Þú finnur stjörnuspána þína í Spádómsegginu frá Góu.

Konur vilja frelsi og hafa fengið nóg að því að þær eigi að vera í feluleik með brjóstin á sér. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, vegna brjóstabyltingarinnar svokölluðu sem kennd er við #FreeTheNipple. Nokkrar stúlkur úr Kvennaskólanum gengu berbrjósta niður Laugaveginn í gær og segir ein þeirra að þetta hafi verið gríðarleg frelsun.

K

onur eru einfaldlega að segja: „Hingað og ekki lengra“. Brjóst og geirvörtur eru líkamspartur rétt eins og hendur eða fætur eða brjóst á karlmönnum,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Helgi segir afar áhugavert að fylgjast með byltingunni sem kennd er við frelsun geirvörtunnar, #FreeTheNipple, meðal íslenskra kvenna í gær. Byltingin hófst í raun í umræðum á Twitter um frelsi kvenna til að leyfa brjóstum sínum að sjást án þess að þau séu sett í kynferðislegt samhengi. Verzlunaskólaneminn Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir birti mynd af brjóstunum sínum á Twitter í þessu samhengi á miðvikudag en tók myndina út stuttu seinna eftir að ungur karlmaður gerði lítið úr henni vegna myndbirtingarinnar. Í kjölfarið tóku skólasystur Öddu sig til og lýstu yfir stuðningi við hana með því að birta myndir af sér berbrjósta. Allt þetta var gert með tilvísuninni #FreeTheNipple sem raunar er alþjóðlegt átak sem hefur verið í gangi í nokkurn tíma og meðal annarra stórstjarnan Miley Cyrus sem hefur birt myndir af brjóstunum á sér í nafni frelsis kvenna. Sífellt fleiri íslenskar konur og stúlkur birtu myndir af brjóstunum á sér á Twitter á miðvikudag og á fimmtudag var hvatt til þess í fjölda menntaskóla og háskóla að frelsa geirvörtuna og stúlkur til að mæta brjóstahaldaralausar í skólann. Bára Br yndís V iggósdót tir kvennaskólanemi er ein þeirra sem tóku þátt og gekk raunar skrefinu lengra með því að ganga berbrjósta niður Laugaveginn og niður í miðbæ ásamt nokkrum skólasystrum sínum. „Ég er að taka þátt því ég vil fá jafnrétti. Ég lít líka á þetta sem baráttu gegn hefndarklámi

Bára Bryndís Viggósdóttir og skólasystur hennar í Kvennaskólanum í Reykjavík gengu berbrjósta niður Laugaveginn og var þessi mynd sem birtist á Twitter tekin við Alþingishúsið.

Helgi Gunnlaugsson.

Ég er búin að skemma það fyrir öðrum að þeir geti notað myndir af brjóstunum á mér gegn mér

og ákvað líka að taka mynd af mér og setja á Twitter. Ég er þannig búin að skemma það fyrir öðrum að þeir geti notað myndir af brjóstunum á mér gegn mér og ég get verið frjáls með mín brjóst,“ segir hún. Bára viðurkennir að hún hafi í fyrstu verið eilítið stressuð, sér í lagi þegar þær fóru berbrjósta á Laugaveginn en það hafi sannarlega verið þess virði. „Þetta var virkilega frelsandi og okkur leið öllum ótrúlega vel með sjálfar okkur. Ein konan kom meira að segja berbrjósta út í glugga og kom svo út á götu til okkar. Það var bara ein gömul kona sem púaði á okkur,“ segir hún. Helgi telur að aðrar stúlkur hafi upplifað gagnrýnina á Öddu sem gagnrýni á þær sjálfar og það hafi því verið neistinn sem kveikti bálið. „Þeim hefur eflaust fundist vegið að þeim líka sem konum. Konur eru í samfélaginu settar í aðra stöðu en karlar, og þær þurfa að passa sig að ekki sjáist í brjóstin á þeim. Konur upplifa sig því aðþrengdari en karlar sem mega vera berir að ofan og sýna sín brjóst eða geirvörtur hvar sem er. Mér finnst líka áhugavert að skoða þessa byltingu í sögulegu samhengi því fyrir 10-20 árum var algengt að konur væru berbrjósta í sólbaði í sundi en það sést varla lengur. Það er því eins og þetta frelsi þeirra hafi minnkað af einhverjum ástæðum,“ segir hann. Bára segist sannfærð um að aðgerðir íslenskra kvenna eigi eftir að skila árangri og hún hlakkar til að fara á Austurvöll í sumar „og tana brjóstin.“ Hún kveður blaðamann síðan með orðunum: „Gleðilegan nippludag.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


Væntanlegt 18. mars Fylgstu með á Facebook – Lindex Iceland

It’s what you do that defines you

Buxur,

5995,-


4

fréttir

helgin 27.-29. mars 2015

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

beðið eftir vori Það er fátt sem bendir til vorlegrar veðráttu næstu daga. langt er í loft af mildum uppruna og heimskautasvalinn úr norðri og vestri allsráðandi. Útsynningur er heitið á þessu veðri. vísar í allhvassa Sa-átt , en líka éljaveður sem henni fylgir sunnan- og vestanlands og víða renningur á fjallvegum og blint í hryðjunum. verður orðið hæglátt seint á laugardag og víðast frost. Á sunnudag er spáð a- og na-átt með snjókomu víða um land, þurrt þó v-til.

2

0

3

5

vedurvaktin@vedurvaktin.is

5

4

-1

0

-2 1

5

5

einar sveinbjörnsson

3

7

2

Él V-til, en bjart na- og a-lands. HitasVeifla dags og nætur.

Hægari V-átt og smáÉl nokkuð Víða.

bleytusnjór sa-til, en snjókoma a- og n-lands.

HöfuðborgarsVæðið: Slydduél, en él um kvöldið.

HöfuðborgarsVæðið: él og hiti rétt um froStmark yfir daginn.

HöfuðborgarsVæðið: ÚrkomulauSt, en Skýjað. vægt froSt.

 vik an sem var

 atvinna sérstakt teymi starFar hjá vr sem tekur á einelti og áreitni

tom jones væntanlegur

Stórsöngvarinn tom jones heldur tónleika í laugardalshöll 8. júní í sumar. aldarfjórðungur er síðan jones tróð upp á hótel Íslandi. miðasala hefst þriðjudaginn 7. apríl.

Metromaðurinn í fangelsi jón garðar ögmundsson, sem rak mcdonald’s á Íslandi og veitingastaðinn metro, var dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum. níu mánuðir af tólf eru skilorðsbundnir. héraðsdómur reykjavíkur dæmdi jón garðar sömuleiðis til að greiða 70 milljónir króna í ríkissjóð innan fjögurra vikna. Lét fjarlægja eggjastokkana Ákvörðun bandarísku leikkonunnar angelinu jolie að láta fjarlægja eggjastokka sína og eggjaleiðara af ótta við að fá krabbamein hefur vakið mikla eftirtekt. jolie kynnti þessa ákvörðun sína í grein í new york

times. hún hafði áður látið fjarlægja brjóst sín vegna þess hversu miklar líkur voru á hún fengi brjóstakrabba. 304 ferðamenn á 100 íbúa Árið 1949 komu 4 ferðamenn til landsins fyrir hverja 100 íbúa en samsvarandi hlutfall var 304 á móti hverjum 100 í fyrra. Flutti úr landi eftir Vodafone-leka einstaklingur hefur krafið Vodafone um 90 milljónir króna í skaðabætur vegna upplýsinga sem urðu opinberar eftir að vefur fyrirtækisins var hakkaður í fyrra. Viðkomandi flutti úr landi eftir lekann.

algengast er að það séu ungar konur, jafnvel undir 18 ára aldri, sem kvarta undan kynferðislegri áreitni á vinnustað til vr.

Fimm tilkynningar árlega um kynferðislega áreitni Árlega berst stéttarfélaginu VR fimm tilkynningar um kynferðislega áreitni á vinnustað. Forstöðumaður hjá stéttarfélaginu segir eitt mál einu máli of mikið og þau séu tekin föstum tökum á vegum sérstaks teymis þótt sönnunarbyrðin geti verið erfið. Yfirleitt eru það ungar stúlkur sem kvarta undan áreitni og algengast er að sá sem kvartar hætti störfum hjá fyrirtækinu.

a

Skrifstofu og verslunarrými til leigu í Firði Upplýsingar í síma 615 0009 eða fjordur@fjordur.is Sönnunarbyrðin er það erfiðasta.

FJÖRÐUR - í miðbæ Hafnarfjarðar!

ð meðaltali fáum við um fimm tilkynningar árlega um kynferðislega áreitni á vinnustað en við tökum þessi mál föstum tökum og eitt mál er einu máli of mikið,“ segir Elías Magnússon, forstöðumaður kjaramálasviðs VR. Félagsmenn VR eru um þrjátíu þúsund talsins, það er stærsta stéttarfélag landsins. Sérstakt teymi er starfandi innan VR sem tekur á eineltis- og samskiptamálum og heyrir kynferðisleg áreitni þar undir. „Ef einhver kvartar undan kynferðislegri áreitni fer það mál í ákveðinn farveg. Sönnunarbyrðin er það erfiðasta. Þá er þetta gjarnan orð gegn orði, einhver greinir frá áreitni en það er ekkert vitni sem styður þá frásögn ef hinn aðilinn neitar sök,“ segir hann en tekur þó fram að það hafi vissulega gerst að sá sem er sakaður um kynferðislega áreitni játi. Elías man ekki eftir einu einasta dæmi þess að karlmaður hafi tilkynnt um kynferðislega áreitni, þetta séu konur og þá sérstaklega yngri konur. „Þessi mál eru allt frá því að vera ótilhlýðlegur talsmáti sem jafnvel er notaður í gríni en fer fyrir brjóstið á einhverjum, og yfir í óeðlilegar snertingar.

Þetta gerist jafnvel gagnvart mjög ungum stelpum, undir 18 ára aldri. Þær teljast þá ungmenni í skilningi laganna. Svo virðist einnig vera að ungmenni sem eru að feta sín fyrstu skref á vinnumarkaði séu óöruggari með að setja skýr mörk varðandi samskipti og við þurfum að kenna þeim það,“ segir hann. Langoftast er niðurstaða þess að tilkynnt er um kynferðislega áreitni á vinnustað að sá sem tilkynnir áreitnina hættir störfum hjá viðkomandi fyrirtæki. „Það eru dæmi um að mönnum sé vikið frá störfum þegar upp koma svona mál en yfirleitt vilja þeir sem kvarta ekki starfa lengur hjá fyrirtækinu hætta hvort sem tekst að sanna áreitnina eða ekki. Þegar sekt er sönnuð fær viðkomandi greiddan uppsagnarfrest þó viðkomandi hætti störfum strax, en svo er uppsagnarfrestur mislangur. Stundum tekst okkur vel til í þessum málum fyrir okkar félagsmenn en stundum ekki jafn vel,“ segir hann. erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


? 3,4 CO

2

BÍLL SEM SVARAR SPURNINGUM DAGSINS Í DAG

l/100 km

89

g/km

ÞARF AÐ VERA SVONA DÝRT AÐ REKA BÍL?

ER NAUÐSYNLEGT AÐ MÆLABORÐIÐ SÉ FULLT AF TÖKKUM?

ÞARF MAÐUR AÐ SÆTTA SIG VIÐ SKELLUR OG RISPUR?

VERÐ FRÁ EINUNGIS 2.690.000 KR.

CITROËN C4 CACTUS FRUMSÝNDUR Hvernig get ég eignast og rekið nýjan bíl? Hvers vegna er ekki framleiddur léttari og sparneytnari bíll? Er ekki hægt að vernda hurðirnar gegn rispum og skellum? Af hverju getur mælaborðið ekki verið notendavænna og stílhreinna? Öllum þessum spurningum er svarað með nýja Citroën C4 Cactus. Hugmyndafræðin að baki nýja C4 Cactus er bylting í hönnun bíla. Ekkert prjál, einungis hlutir sem skipta máli í dag. Hagnýt og djörf hönnun, einfaldleiki og lágt verð. C4 Cactus hefur svörin. Velkomin í reynsluakstur

Ný og glæsileg heimasíða

Skoðaðu citroen.is

Nýir og notaðir bílar: Söludeild er opin alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Uppgefinn eyðsla í blönduðum akstri miðast við 1,6 BlueHDi dísilvél. Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.


6

fréttir

Helgin 27.-29. mars 2015

 Ferðamannaiðnaður mikil greiðslukortavelta í Febrúar

Svisslendingar eyddu mestu Erlendir ferðamenn eyddu næstum 7,9 milljörðum króna með greiðslukortum sínum hér á landi í febrúar. Það er 39,1% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Af áðurnefndri upphæð vörðu ferðamennirnir rúmum tveimur milljörðum króna í skipulegar ferðir á vegum ferðaþjónustuaðila sem tengjast náttúruskoðun en mikil aukning hefur orðið í þeim geira. Þannig var erlend kortavelta í skipulagðar ferðir 87,3% meiri í febrúar en í sama mánuði í fyrra. Íslensk verslun nýtur einnig góðs af veltu-

aukningu erlendra ferðamanna og jókst um næstum þriðjung í febrúar frá sama mánuði í fyrra og nam rúmum einum milljarði króna. Útlendingar keyptu útivistarfatnað fyrir 205 milljónir króna og matvöru fyrir 184 milljónir. 604 milljónir fóru aftur á móti til bílaleiga sem er 49% aukning frá í fyrra. Hver erlendur ferðamaður greiddi að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 112 þús. kr. í febrúar sem er 3,5% hærri upphæð en í febrúar í fyrra. Ferðamenn frá Sviss keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum eða 234 þús. kr. á hvern ferðamann að jafnaði. Spánverjar fylgja þar fast á eftir með 217 þús. kr.

TAXFREE

Erlendir ferðamenn eyddu rúmum 600 milljónum í að leigja sér bíla á Íslandi í febrúar.

 trúmál múslimar og kristnir haFa unnið saman í neskirkju í vetur

ALLIR SÓFAR Á TAXFREE TILBOÐI*

CLEVELAND TUNGUSÓFI Stærð: 231 x 140 H 81 cm. Hægri eða vinsti tunga. Ljós- eða dökkgrátt slitsterkt áklæði. Höfuðpúði ekki innifalinn í verði.

AÐEINS KRÓNUR

96.766

X TAREE F

FULLT VERÐ: 119.990

Toshiki Toma prestur innflytjenda, Muhammed Emin Kizilkaya félagi í Horizon, Ersan Koyuncu formaður Horizon og Sigurvin Lárus Jónsson æskulýðsprestur fyrir framan Neskirkju. Ljósmynd/Hari

Kristni og íslam geta vel þrifist saman

KLINT 3JA SÆTA SÓFI

X TAREE

3JA SÆTA

AÐEINS KRÓNUR

169.347 FULLT VERÐ: 209.990

2JA SÆTA

AÐEINS KRÓNUR

F

Litir: Koníaksbrúnt, dökkbrúnt og svart. Vandað ekta leður. Stærð: 3ja 193 x 80 H: 81 cm. 2ja sæta 138 x 80 H: 81 cm.

137.089

X TAREE

Æskulýðsfélag Neskirkju, prestur innflytjenda og félag múslima á Íslandi - Horizon - hafa unnið saman í vetur í þeim tilgangi að auka samtal milli menningar- og trúarhefða í samfélaginu. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir samstarfið gefa tilefni til að ætla að kristni og íslam geti vel þrifist saman. Hún segir ennfremur mikilvægt að stuðla að auknu samtali um trúmál til að draga úr fordómum.

s

F

FULLT VERÐ: 169.990

DENVER 3JA OG 2JA SÆTA SÓFAR

2JA SÆTA

AÐEINS KRÓNUR

96.766 FULLT VERÐ: 119.990

X TAREE F

3JA SÆTA

AÐEINS KRÓNUR

112.895 FULLT VERÐ: 139.990

X TAREE F

Brúnt microfiber áklæði. Stærðir: 2ja sæta 168 x 98 H 88 cm. 3ja sæta: 218 x 98 H 88 cm.

R E Y K J AV Í K | A K U R E Y R I *TAXFREE TILBOÐIÐ GILDIR BARA Á SÓFUM OG JAFNGILDIR 19,35% AFSLÆTTI. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar.

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir samstarf kristinna og múslima í Neskirkju í vetur, auk reynslunnar af samráðsvettvangi trúfélaga, gefi tilefni til að ætla að kristni og íslam geti þrifist vel saman. Ljósmynd/Hari

amstarfið í Neskirkju í vetur gefur tilefni til að ætla að kristni og íslam geti þrifist vel saman,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Í vetur hafa æskulýðsfélag Neskirkju - NeDó - sem er í umsjá séra Sigurvins Lárusar Jónssonar æskulýðsprests, séra Toshiki Toma sem er prestur innflytjenda, og Horizon - félag múslima á Íslandi unnið saman í þeim tilgangi að efla virðingu fyrir ólíkum trúarhópum og eyða fordómum. Fyrr í þessum mánuði tók félagi úr Horizon, Muhammed Emin Kizilkaya, til að mynda þátt í guðsþjónustu á RÚV sem var send út frá Neskirkju og bað bænir með þeim Sigurvin og Toshiki. „Tilgangur samstarfsins er að efna til og auka samtal menningar- og trúarhefða í samfélaginu. Þátttaka múslima í guðsþjónustunni var á þeim forsendum og eðlileg sem slík,“ segir séra Agnes. Hún bendir á að frá árinu 2006 hafi starfað á Íslandi Samráðsvettvangur trúfélaga, lífsskoðunarfélaga um trúarleg efni og annarra samstarfsaðila. Markmið hans er að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli fólks með ólík lífsviðhorf og af ólíkum trúarhópum og trúarbrögðum og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi. Í stefnuyfirlýsingu samráðsvettvangsins segir að hann „veiti leiðtogum og fulltrúum trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um trúarleg efni tækifæri til að kynnast, stuðli að málefnalegum samskiptum milli

þeirra, liðki fyrir miðlun upplýsinga og hjálpi þeim að ræða sameiginleg hagsmunamál á borð við aðgengi að trúarlegri þjónustu á opinberum vettvangi og taka á vandamálum sem upp kunna að koma, svo sem í tengslum við einelti, óeirðir, styrjaldir, náttúruhamfarir eða slys.“ Spurð um álit biskups á samstarfi Þjóðkirkjunnar við múslima, hvort sem það eru trúfélög þeirra eða einstaka múslimar, segir Agnes: „Þjóðkirkjan á aðild að samráðsvettvanginum. Hann er afar mikilvægur vettvangur fyrir samstarf trúfélaga á Íslandi. Það er jafnframt mikilvægt að stuðla að auknu samtali um trúmál í landinu sem draga úr fordómum. Þjóðkirkjan hefur lagt áherslu á þetta og hefur átt gott samtal og samstarf við fjölda trúfélaga.“ Agnes segir reynsluna af samráðsvettvangnum, rétt eins og samstarfið í Neskirkju í vetur, gefa til kynna að kristni og íslam geti þrifist hér á landi í sátt og samlyndi. Spurð um hugmyndir um hvernig best megi stuðla að því segir hún að fræðsla og samtal sé forsenda aukins skilnings sem leiði til umburðarlyndis. „Við eigum því að gera það sem er hægt til að stuðla að auknu samtali og samstarfi á þessu sviði.“ Laugardaginn 11. apríl standa NeDó og Horizon að brennómóti sem haldið verður í íþróttahúsi KHÍ þar sem þau munu skora á ýmsa hópa og starfsstéttir í samfélaginu en með því að leika saman segja þau hægt að minnka fordóma og ótta og stuðla að vináttu í afslöppuðu umhverfi. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


25

Way of Life!

suzuki bílAr hf.

ára 1990-2015

AfmælisútgáfAn

gerir lífið

skemmtilegrA

Suzuki Swift

AfmælisútgáfA, verð frá

DYNAMO REYKJ AVÍK

2.580.000

SuzukI SwIfT

AfmælISúTgáfA

Suzuki Swift

TvílITur, með álfelgum

Við kynnum með stolti afmælisútgáfu Suzuki Swift. Tvílitur og á álfelgum; hann verður ekki flottari. Hann kemur bæði beinskiptur og sjálfskiptur. Meðal staðalbúnaðar eru vönduð hljómtæki með sex hátölurum, USB tengi, ESP stöðugleikakerfi og sjö öryggisloftpúðum. Komdu, því sjón er sögu ríkari.

Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is

Suzuki Swift er einstaklega sparneytinn, meðaleyðslan er aðeins 5 lítrar á hundraðið (5,6 lítrar sjálfskiptur).

Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100


8

fréttaskýring

Helgin 27.-29. mars 2015

Mikilvægt að tryggja samfellu milli orlofs og leikskóla Eygló Harðardóttir velferðarráðherra, vinnur nú að mótun nýrrar fjölskyldustefnu og býst við að kynna þingsályktunartillögu von bráðar í þinginu. Hún segir mikilvægt að tryggja samfellu milli fæðingarorlofs og leikskóla, hinsvegar þurfi fyrst að bæta þær skerðingar sem urðu á kerfinu fyrir hrun. Til að bæta líf barnafjölskyldna þurfi líka að huga að vinnustundum, húsnæðiskostnaði og samræmis milli skóla og atvinnurekenda.

www.lyfja.iswww.lyfja.is

Fyrir þig í Ly L fu fj Lyfju

Eins og fram kom í Fréttatímanum í síðustu viku eru foreldrar á Íslandi undir mun meira álagi en á hinum Norðurlöndunum. Ísland er eina Norðurlandið þar sem foreldrar þurfa sjálfir að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.

AlvoGenius DHA

Gefðu barninu forskot - DHA fitusýrur fyrir barnsheilann. DHA er ein af Omega 3 fitusýrunum. Rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif DHA á vitsmunaþroska og athyglisgáfu barna ásamt bættri andlegri líðan mæðra. Fæst fyrir óléttar konur, konur sem stefna á þungun og börn frá þeim tíma sem þau fá fasta fæðu.

Eygló Harðardóttir velferðarráðherra.

Sumar 3

E

ins og fram kom í Fréttatímanum í síðustu viku þá eru barnafjölskyldur á Íslandi undir mun meira álagi en á hinum Norðurlöndunum. Þóra Kristín Þórsdóttir félagsfræðingur sagði ýmsa samverkandi þætti valda þessu mikla álagi en nefndi lág laun, vetrarfrí barna, starfsdaga leikskóla og styttra fæðingarorlof sem dæmi, en Ísland er eina Norðurlandið þar sem foreldrar þurfa sjálfir að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.

Ný fjölskyldustefna

Velferðarráðuneytið miðar nú að því að setja í framkvæmd aðgerðir til næstu fimm ára í samræmi við tillögur verkefnisstjórnar sem Eygló Harðardóttir velferðarráðherra skipaði til að vinna að mótun fjölskyldustefnu. „Grunnurinn á bak við vinnuna var setningin í stjórnarsáttmálanum um að Ísland eigi að vera fjölskylduvænt samfélag þar sem börnin okkar eigi að búa við bestu mögulegu lífskjör,“ segir Eygló Harðardóttir. „Ég skipaði því verkefnastjórn og henni til aðstoðar var samráðshópur þar sem voru fulltrúar frá menntamálaráðuneytinu og innanríkisráðuneytinu. Útkoman eru 32 tillögur sem ég er núna að fara yfir áður en endanleg þingsályktunartillaga verður kynnt,“ segir Eygló, en í tillögunni er sett fram stefna í málefnum fjölskyldufólks sem miðar að því að tryggja velferð, afkomu og hagsmuni barna, efla forvarnir og fræðslu, tryggja aðgengi allra barna að frístundum auk þess að tryggja stuðning við umönnun og síðast en ekki síst, að því að samþætta fjölskyldu-og atvinnulíf.

23. - 30. maí

Húsnæðiskostnaður íþyngir fátækum fjölskyldum

Trítlað við Zell am See

„Ég hef hingað til lagt megináherslu á að við hugum að þeim fjölskyldum sem hafa minnst á milli handanna og mun halda áfram að gera það. Það endurspeglast í því að ég bað Velferð-

Kaprun er fallegur bær við Zell am See í Salzburgarlandi, umlukinn tignarlegum fjöllum á alla vegu. Hér gefst einstakt tækifæri til þess að anda að sér fersku fjallalofti, njóta útiveru í stórbrotnu landslagi og hreyfa sig í skemmtilegum félagsskap.

Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík

Samfella milli orlofs og leikskóla er framtíðin

Eygló skipaði einnig sérstakan starfshóp til að skoða breytingar á fæðingarorlofinu. „Framtíðarsýnin er að tryggja samfellu á milli fæðingarorlofs og leikskóla, sem ég tel vera mjög mikilvægt, hins vegar þarf fyrst að bæta þær skerðingar sem gerðar voru á fæðingarorlofskerfinu eftir hrun. Mín tilfinning er sú að í samfélaginu sé almennt aukin áhersla á að taka skerðinguna til baka áður en farið verður í lengingu, en að sjálfsögðu er það starfshópsins að meta það og koma með tillögur. Samfelluna þarf auk þess að vinna í samstarfi við sveitarfélögin því það eru þau sem bjóða upp á og halda utan um leikskólana og daggæsluna og stærsti hluti kostnaðar við að tryggja samfellu þarna á milli er á þeirra borði. Þess vegna skiptir þeirra þátttaka svo miklu máli í að móta stefnu til framtíðar.“

Samræming milli skóla og atvinnurekenda mikilvæg

Eygló telur einnig mjög mikilvægt að horfa til vinnutíma fólks. „Fólk verður að geta lifað af dagvinnulaunum og það held ég að sé í samræmi við þær áherslur sem við höfum verið að heyra, frá til dæmis BSRB. Það er mikilvægt að fólk þurfi ekki að vera frá fjölskyldunni sinni um kvöld og helgar. Eins er samræming milli skóla og atvinnurekenda mjög mikilvæg. Það skiptir að sjálfsögðu miklu máli að atvinnurekendur gefi frí á sama tíma og það eru frí í skólum en þetta líkt og annað veltur auðvitað líka á samstarfi margra aðila.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Tillögur verkefnisstjórnar Velferðarráðuneytisins sem miða að samþættingu fjölskyldu-og atvinnulífs

Spör ehf.

Verð: 184.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is

arvaktina um að koma að mótun stefnunnar og að koma með sérstakar tillögur varðandi þær fjölskyldur sem búa við mesta fátækt. Þar kemur mjög skýrt fram að það er húsnæðiskostnaður sem íþyngir þessum fjölskyldum mest,“ segir Eygló.

 Færa greiðslur í fæðingarorlofi til fyrra horfs.  Lengja fæðingarorlof í áföngum þannig að hvort foreldri eigi fimm mánaða orlof og að sameiginlegur

réttur verði tveir mánuðir.  Tryggja samfellu í umönnun barna eftir að fæðingarorlofi lýkur og hvernig megi lögleiða rétt barna til leikskóla-

dvalar.  Samræma vetrarfrí og starfsdaga milli skólastiga og innan sveitarfélaga.  Auka rétt veikra barna til að njóta umönnunar foreldra

og forsjáraðila. Meðal annars verði skoðað hvort veikindaréttur fylgi barni en ekki foreldri og hvort almannatryggingar eigi að tryggja fram-

færslu fjölskyldna í veikindum barna fari fjöldi veikindadaga barna yfir skilgreint hámark.  Stytting vinnuvikunnar.


ÍSLENSKA/SIA.IS/SML 73023 03/15

ÞAU FERMAST BARA EINU SINNI Í Smáralind finnur þú allt í fermingarpakkann: lítið, skrautlegt, stórt, einfalt, mjúkt, tæknilegt, hart, glansandi eða matt. Og auðvitað allt hið ómetanlega sem aðeins þér gæti dottið í hug.

Gjafakort Smáralindar er draumafermingargjöf.

Góða skemmtun

OPIÐ: VIRKA DAGA 11-19 FIMMTUDAGA 11-21 LAUGARDAGA 11-18 SUNNUDAGA 13-18 WWW.SMARALIND.IS FACEBOOK INSTAGRAM


fréttir

17000

Helgin 27.-29. mars 2015

fjöldi l átinnA í flugslysum fr á 1942

8.678 mannslíf

13.692 mannslíf

16.774 mannslíf

11.559 mannslíf

12.243 mannslíf

8.319 mannslíf

2.899 mannslíf

Alls hafa 79.127 manns látið lífið í flugslysum frá árinu 1942.

4.963 mannslíf

10

19421949

19501959

19601969

19701979

19801989

19901999

20002009

20102014

0

Tímabil

Fjöldi flugslysa

1942-1949

396

1950-1959

580

1960-1969

616

1970-1979

653

1980-1989

462

1990-1999

524

2000-2009

356

2010-2014

140

Ríflega 79 þúsund manns hafa farist í flugslysum A

lls fórust 150 manns þegar Airbus A320 þota Germanwings hrapaði í frönsku Ölpunum í vikunni, 144

farþegar og 6 manna áhöfn. Þegar tölur um flugslys í heiminum frá árinu 1942 til 2014 eru skoðaðar kemur í ljós að alls hafa 79.127

Flest flugslys á einu ári urðu árið 1948, 87 talsins

Flestir létust árið 1972, 2.373 manns Á þessu ári eru alls 197 látnir í flugslysum

farist í 3.727 slysum. Þessar tölur eiga við um almennt farþegaflug með stærri flugvélar og ná ekki til flugrána eða herflugvéla.

Heimild: Aviation Safety Network.

Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi A einfalt ótakmarkað niðurhal

ljósleiðari ljósnet

6.990

vortex.is

525 2400

ðstoðarflugmaður Germanwings-þotunnar sem fórst í frönsku Ölpunum í byrjun vikunnar lækkaði flug hennar vísvitandi, að sögn saksóknara í Marseille. 150 manns létust í slysinu. Á blaðamannafundi í gær upplýsti saksóknarinn, Brice Robin, að tilgangur aðstoðarflugmannsins hafi verið að granda flugvélinni. Á blaðamannafundinum var farið yfir upplýsingar úr flugrita vélarinnar. Þar kom fram að flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann til að fara á salernið. Þegar hann yfirgaf klefann hóf aðstoðarflugmaðurinn að lækka flugið. Á upptöku heyrist þegar flugstjórinn reynir að komast aftur inn í klefann en aðstoðarflugmaðurinn hleypir honum ekki inn. Aðstoðar f lugmaðurinn hét Andreas Lubitz og var 28 ára Þjóðverji. Ekkert er talið benda til tengsla hans við hryðjuverkasamtök. Airbus-farþegaþota þýska lággjaldaflugfélagsins Germanwings var á leið frá Barcelona til Dusseldorf þegar slysið varð. Germanwings er dótturfélag Lufthansa og hefur undanfarin ár flogið til Íslands en meðal áfangastaða sem er boðið upp á frá Íslandi eru Düsseldorf, Mílanó og Amsterdam. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að Facebook-síðu Andreasar Lubitz hafi verið lokað. Talið er að hann hafi eitt sinn glímt við þunglyndi og hafi af þeim sökum gert hlé á þjálfun sinni. Lubitz hóf störf hjá Germanwings árið 2013.

1

2

1 Alexander Lubitz, 28 ára Þjóðverji, er talinn hafa brotlent Airbus-þotu Germanwings vísvitandi. 2 Mikil ágangur við heimili foreldra aðstoðarflugmannsins í Montabaur í Þýskalandi. Fjölmiðlar umkringdu húsið en lögregla gætti þess að enginn færi of nálægt. 3

3 Aðstandendur þeirra sem létust í flugslysinu minntust fólksins með því að halda á lofti fánum þjóða þeirra. 4 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Francois Hollande, forseti Frakklands, vottuðu hinum látnu virðingu sína á slysstaðnum í vikunni. Ljósmyndir/NordicPhotos/Getty

4


Vorið kallar! 20% 50%

s u R p Y aF s

iK l I s A aF b

u

g n E á M fR

I

fErSk SeNdiNg af kRydDjUrtUm, síGrænUm PlönTum oG útIrósUm tIlBoð

FösTudAgAr ErU gRiLldAgAr á sPírUnnI

PásKakRusI 990kR sTrákúsTar 20% rUsLapOkaR 20% hRífuR 20%

Í Dag

gRilLað LamBAlæri Með HvítLauK Og GrænPipARsósU

KRAKKAR!

Páskaeggjaleitin byrjar kl 13 á laugardag og sunnudag

kARtöfLuúTsæðið KomIð

2 Í ^ _^ ^Ï?ÏlÏ>=9Ï<<99ÏlÏÏÌ^ Í ^ Ï ÌÏ Ï

oPið Frá 10 Til 21


12

viðhorf

Helgin 27.-29. mars 2015

LÓABOR ATORíUM

De Luxe 400 SFe 3.975.000

Excellent 460 UFe 4.295.000

Prestige 495 UL 4.595.000

Excellent 560 CFe 4.995.000

Prestige 560 UKF 4.995.000

Prestige 720 UKFe 5.995.000

Hobby sameinar nútímalegt útlit ásamt miklu notagildi. Niðurstaðan er falleg hjólhýsi að innan sem utan þar sem þér og fjölskyldu þinni líður vel.

Opið um helgar frá klukkan 12 til 16 VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS

Ert þú að huga að dreifingu? Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt.

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is

Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur.

LÓA hjáLMTýsdÓTTiR

Ófremdarástand gatna- og vegakerfis

Sameiginlegar eignir rýrna

Ó

Ófremdarástand er á götum Reykjavíkur og raunar víðar á höfuðborgarsvæðinu. Sama á við um þjóðvegi víða. Djúp hjólför hafa myndast og holur eru í slitlagi sem eykur hættu á slysum og skemmir ökutæki. Tilkynningar um óhöpp hrannast upp hjá tryggingarfélögum. Félag íslenskra bifreiðaeigenda skoraði á nýliðnu landsþingi á stjórnvöld að bregðast við með þjóðarátaki gegn niðurbroti vega. Í ályktun félagsins kom fram að sparnaður og niðurskurður í viðhaldi og nýbyggingum vega væri farinn að kosta bíleigendur, fyrirtæki og samfélagið í heild verulega fjármuni. Ástandið yki mjög á hættu á slysum, meiðslum Jónas Haraldsson og manntjóni. „Um land allt hefur verið sparað svo í viðjonas@frettatiminn.is haldi gatna hjá ríki og sveitarfélögum undanfarin ár að stórsér á vegakerfinu. Ef fram heldur sem horfir brotna þjóðvegir niður. Kostnaðurinn við endurnýjun margfaldast ef viðhaldsleysið leiðir af sér það alvarlegt niðurbrot á yfirborðsslitlaginu að það brotnar niður og rofnar þannig að niðurbrotið nær einnig að skemma undirlagið,“ segir enn fremur. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur samtaka iðnaðarins, talar á svipuðum nótum þar sem hann segir íbúa höfuðborgarsvæðisins séu um þessar mundir óþægilega minntir á einn helsta veikleika íslenska hagkerfisins síðustu árin, að of lítið hafi verið um fjárfestingar. Götur borgarinnar liggi því víða undir skemmdum enda hefði gatnakerfið illa þolað ágang veðurs undanfarið. Ástæðan fyrir ástandinu sé öðru fremur sú að fjárfestingar hafi verið afar litlar, sérstaklega opinberar fjárfestingar í margvíslegum innviðum. Sem dæmi nefndi Bjarni að á föstu verðlagi hefðu fjárfestingar í vegum og brúm dregist saman um 65% á milli áranna 2008 og 2013 og í heild hefði opinber fjárfesting minnkað um 47% á sama tíma. Afleiðing þessa birtist nú skýrt á götum borgarinnar. Ástæðan er auðvitað, segir Bjarni, bágborinn fjárhagur

opinberra aðila í kjölfar efnahagskreppunnar. Þegar skera þurfti niður hjá hinu opinbera var einkum skorið niður í framkvæmdum og viðhaldi en minni áhersla var lögð á að skera niður í margvíslegum rekstri. Þetta þýðir það, að því er fram kemur hjá hagfræðingnum, að hlutfall fjárfestinga sem hlutfall af landsframleiðslu er orðið hættulega lítið. Frá árinu 1990 hefur opinber fjárfesting að jafnaði verið um 4%, að undanskildum þensluárunum 2006-2008, en hefur hrunið síðustu ár og er nú aðeins um 2,5%. „Það hlutfall,“ segir Bjarni, „er einfaldlega hættulega lágt og veldur því að eignir okkar rýrna samanber ástandið á götum borgarinnar.“ Miðað við tölurnar má segja að árlega vanti 1,5% af landsframleiðslu í opinberar framkvæmdir til að sinna eðlilegri fjárfestingaþörf í innviðum samfélagsins. Það jafngildir um 30 milljörðum króna og er þá ekki tekið tillit til þeirrar uppsöfnuðu þarfar sem myndast hefur síðustu ár. „Ef ekki fer úr að rætast munu margvíslegir aðrir innviðir fara að taka á sig sömu mynd og götur Reykjavíkur,“ segir Bjarni Már Gylfason í varnaðarorðum sínum. Það er vissulega jákvætt að í borgarráði Reykjavíkur hafi verið samþykkt 250 milljóna króna aukafjárveiting til malbikunar í borginni þannig að alls verði malbikað fyrir 690 milljónir króna – en miðað við útreikninga hagfræðings Samtaka iðnaðarins vegur það því miður ekki þungt. Sveitarfélögin og ríkið standa frammi fyrir rýrnandi eignum almennings, verði ekki við brugðist. Skipting vegafjár, sem til nýframkvæmda og viðhalds fer, er svo annar handleggur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vakti athygli á því, vegna þeirrar miklu viðhaldsþarfar sem við blasir eftir veturinn á höfuðborgarsvæðinu öllu, að ríkið fær allar tekjur af bensín- og olíugjaldi en sveitarfélögin ekki krónu. Ríkið kemur að sönnu að gerð og viðhaldi þjóðvega í þéttbýli, eins og annarra þjóðvega, en sveitarfélög eru að öðru leyti veghaldarar sveitarfélagsvega, eins og segir í vegalögum og bera af þeim kostnað. Eðlilegt er því að skoðun fari fram á réttlátri skiptingu vegafjár.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is . Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is . Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


Til merkis um að góðir hlutir gerast hratt Samsung merkið stendur ekki bara fyrir sjónvörp og síma. Heimilistækin frá þeim eru í fremstu röð og búin allri nýjustu tækni og þægindum eins og sjónvörpin og símarnir. Góðir hlutir gerast hratt hjá Samsung.

RB29FSRNDSS

Kælir - frystir

178 cm skápur. 192+98 ltr. Blásturskældur og þarf aldrei að afþýða.

Verð: 106.900,-

RB29FSRNDWW

RB31FERNCSS

DW-UG721W

178 cm skápur. 192+98 ltr. Blásturskældur og þarf aldrei að afþýða.

185 cm skápur. 208+98 ltr. Blásturskældur og þarf aldrei að afþýða.

· Mjög rúmgóð og vel skipulögð. · Hnífaparaskúffa efst. · Mjög hljóðlát -aðeins 44db.

Kælir - frystir

Verð: 98.900,-

Kælir - frystir

Verð: 134.900,-

Uppþvottavél

Hvít: Verð: 117.900.Einnig til í stáli á kr. 129.900.-

WW80H7400EW/EE

DV70H4400CW/EE

WF70F5E4P4W

DV70FSE0HGW

· Kolalaus mótor með 10 ára ábyrgð · 1400 snúningar · Ecobubble · Demantatromla

· Barkalaus · Demantatromla · Rakaskynjari

· Kolalaus mótor með 10 ára ábyrgð · 1400 snúningar · Ecobubble · Demantatromla

· Varmadæla sem sparar orku · Orkunotkun A+++ · Barkalaus · Demantatromla

8 kg Þvottavél

Verð: 109.900,-

7 kg þurrkari

Verð: 99.900,-

7 kg Þvottavél

Verð: 96.900,-

7 kg þurrkari

Verð: 139.900,-

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900 · samsungsetrid.is


14

viðtal

Helgin 27.-29. mars 2015

Ég er eins árs á Satúrnusi Sævar Helgi Bragason hefur verið kallaður „Sólmyrkva-Sævar“ eftir óeigingjarnt starf við að gera íslenskum börnum kleift að njóta sólmyrkvans. Sævar á sjálfur fjögurra ára son en eitt fyrsta orðið sem hann lærði var „tungl.“ Sævar hefur frá unga aldri verið heillaður af himingeimnum og segir einstakt að sjá Satúrnus í gegn um sjónauka. Hann er í sömu sporum og svo margir ungir Íslendingar að vera í hinum mestu erfiðleikum við að kaupa eigið húsnæði. Sævar er þrítugur í jarðarárum sem jafngildir því að hann sé eins árs á Satúrnusi.

É

g hef haft áhuga á stjörnufræði frá því ég man eftir mér,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. „Fjögurra ára gamall var ég uppi í sumarbústað í Brekkuskógi með mömmu, pabba, ömmu og afa, og fór út að horfa á stjörnurnar. Ég varð alveg heillaður og spurði hvað þetta væri eiginlega á himninum. Sex ára gekk ég í skólann á morgnana og horfði meira á stjörnubjartan himininn en gangstéttina. Ég var átta ára þegar ég kíkti í gegn um sjónauka í fyrsta skipti og sá Satúrnus með öllum hringjunum í kring. Þetta var það flottasta sem ég hafði nokkurn tímann séð. Svona horfir maður beinlínis inn í annan heim. Ég mæli með því að allir upplifi það minnst einu sinni á ævinni að sjá sólmyrkva og skoða Satúrnus í gegn um sjónauka.“ Sævar hefur verið kallaður Sólmyrkva-Sævar í kjölfar þeirrar óeigingjörnu vinnu sem hann og félagar hans í stjörnuskoðunarfélaginu lögðu í til að færa börnum þessa lands þá upplifun að sjá sólmyrkva, og í sumum af þeim kveðjum sem sjást á Facebok-síðunni hans leggur fólk til að hann verði valinn maður ársins. Sævar segist auðmjúkur ekki vera mikið fyrir titlatog. „Það dýrmætasta var að fá myndir frá skólastjórum um land allt af börnum með sólmyrkvagleraugu að horfa á sólmyrkvann,“ segir hann.

Hafnað af stórfyrirtækjum

Sævar Helgi Bragason man eftir sér fjögurra ára gömlum að horfa upp í stjörnubjartan himininn algjörlega heillaður. Átta ára sá hann Satúrnus í gegn um sjónauka og ekki varð aftur snúið. Ljósmynd/Hari

fyrirtækja sem tengjast menntun, vísindum og tækni. Þau sögðu öll nei. Á endanum var það aðeins Friðrik Pálsson á Hótel Rangá sem lagði til fjórðung af því sem við þurftum en þar er nýbúið að

PIPAR\TBWA • SÍA • 143141

„Ég hef ekki haft undan að svara kveðjum á Facebook og held að

þær nemi hundruðum. Sú áhrifamesta er sennilega kveðja frá móðir tveggja langveikra barna sem sendi mér skeyti þar sem hún þakkaði fyrir að hafa fengið sólmyrkvagleraugu í leiksóla barnanna sinna því það er ekki vitað hvort þau lifi þar til næsti sólmyrkvi verður. Það var erfitt að fá þessa kveðju en líka mjög gleðilegt og ég hreinlega táraðist,“ segir Sævar. Hann ákveður að taka strax fram að hann tárist nú ekki oft, en hann lýsti því yfir á Twitter eftir sólmyrkvann að hann hefði tárast þá um morguninn þegar hann sá hversu heiðskýrt var og því ljóst að markmiðið væri orðið að raunveruleika - að sýna tugum þúsunda íslenskra barna sólmyrkva. „Það var búið að vera svo mikið að gera, svo gríðarlega mikið áreiti, þakklæti en líka hörð gagnrýni að ég bara táraðist þegar ég vissi að þetta myndi allt ganga upp. Ég táraðist þegar sonur minn fæddist, ég táraðist þá og ég táraðist þegar ég fékk þessa kveðju frá móðurinni,“ segir hann. Hugmyndin að því að gefa öllum skólabörnum sólmyrkvagleraugu kviknaði fyrir um ári. „Það var eina andvökunóttina en ég fæ oft mínar bestu hugmyndir, að mínu mati, þegar ég er andvaka. Mér datt í hug að finna leið til að fá heilt land til að velta sér upp úr sólmyrkva og vísindum og náttúrunni í heila viku. Ég sendi styrkumsóknir um allt og fékk ýmist neitun eða ekkert svar. Þetta kom mér mjög á óvart. Án þess að nefna nein nöfn þá sendi ég umsóknir til íslenskra stór-

Öflug fjáröflun fyrir hópinn Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins

útbúa glæsilegustu stjörnuskoðunastöð landsins, og ég starfa þar við að fræða ferðamenn um stjörnurnar og norðurljósin öll heiðskír kvöld,“ segir hann. Um tíma stóð hreinlega til að Sævar myndi nota sitt eigið sparifé í verkefnið þar sem hann hafði einstaka ástríðu fyrir því en af varð að þeir pöntuðu aukaupplag af sólmyrkvagleraugum sem þeir seldu til að eiga fyrir því að gefa skólabörnunum gleraugu. „Þetta heppnaðist stórkostlega og ég vona að við höfum sýnt þessum stórfyrirtækjum sem neituðu okkur um styrk í tvo heima í bókstaflegri merkingu,“ segir hann kankvís. Síðustu tvær vikurnar fyrir sólmyrkvann voru gríðarlega annasamar hjá Sævari. „Síminn byrjaði að hringja fyrir klukkan átta á morgnana og þrátt fyrir að vera í símanum allan daginn var ég með allt að 70 ósvöruð símtöl á hverjum einasta degi. Þetta var fólk sem vildi nálgast gleraugu, fólk sem vildi fá upplýsingar og einstaka aðilar sem skömmuðu okkur fyrir að hafa ekki útvega nóg af gleraugum,“ segir hann og rifjar upp að hann hafi verið sakaður um mannréttindabrot með því að útvega ekki öllum leikskólabörnum gleraugum. „Þetta var svakalegt. En sem betur fer voru flestir ánægðir,“ segir hann.

Bók á leiðinni

Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða.

Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.

www.rekstrarland.is

Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100

Sævar er þrítugur en fagnar 31 árs afmælinu þann 17. apríl. „Ég er eins árs á Satúrnusi,“ segir hann og ég hvái. Hann útskýrir: „Satúrnus er 30 ár að fara í kring um sólina. Ég er 15 ára á Mars og rétt rúmlega hálfs árs á Júpíter. Fólk sem hefur áhyggjur af aldrinum getur fara miðað sig við aðrar reikistjörnur.“ Hann er einhleypur,

á fjögurra ára son og er í góðu sambandi við barnsmóður sína. „Við fluttum saman til Svíþjóðar og ætluðum að fara í nám en svo slitnaði upp úr þessu hjá okkur. En við eigum þennan yndislega son saman. Hann er núna hjá mér á pabbahelgum en mamma hans er að fara að flytja nær okkur í Hafnarfirði og þá verðum við með hann sitthvora vikuna,“ segir hann. Eftir að Sævar flutti aftur heim frá Svíþjóð hafði hann ekki efni á að kaupa sér íbúð og flutti aftur heim til pabba og mömmu, og er á fullu að safna sér fyrir íbúð. „Ég er í sömu sporum og flestir ungir Íslendingar á mínum aldri sem eiga erfitt með að safna sér fyrir íbúð. Og þótt ég hefði sannarlega eytt sparifénu í að kaupa þessi sólmyrkvagleraugu þá er ég samt ánægður með að ég þurfti þess ekki,“ segir hann. Ástríða Sævars er ekki aðeins himingeimurinn heldur að miðla þekkingu sinni, en hann starfar á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands, tekur þátt í Vísindasmiðju, Háskóla unga fólksins, Háskólalestinni og öðrum verkefnum. Sonur Sævars hefur ekki farið varhluta af fræðsluþörf föðurins en eitt fyrsta orðið sem hann lærði að segja var „tungl“ og tveggja ára gamall var hann farinn að benda leikskólafélögunum á tunglið. „Hann sá líka sólmyrkvann og ég er þakklátur fyrir það,“ segir Sævar. Þessa dagana er hann að hefja vinnu við vísindabók með Vilhelm Antoni Jónssyni, sem hefur sent frá sér bækur undir heitinu Vísinda-Villi. „Þetta er mjög spennandi verkefni og vonandi kemur bókin út fyrir jólin,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


Snjallar gjafir og skínandi skjáir í fermingarpakkann

LG G3

Sony Xperia Z3

Sony Xperia Z3 compact

Einfaldur en ofursnjall

Flottur, nettur og vatnsheldur

Léttur, nettur og vatnsheldur

4.190 kr.

Lækkað verð Verð áður: 79.990 kr.

á mánuði í 18 mánuði*

Staðgreiðsla: 69.990 kr.

5.390 kr. á mánuði í 18mánuði*

13MP

Verð áður: 104.990 kr.

Staðgreiðsla: 89.990 kr.

4G 16GB

Lækkað verð

4.190 kr. á mánuði í 18mánuði*

16GB

20,7MP

Verð áður: 84.990 kr.

Staðgreiðsla: 69.990 kr.

4G

5,5”

Lækkað verð

5,2”

4G 16GB

20,7MP

4,6”

Lenovo Ideatab 7”

Moto 360

Fitbit Flex

Nett og þægileg spjaldtölva

Stílhreint snjallúr sem er fallegt á hendi

Snjallarmband sem mælir hreyfingu og svefn

5.290 kr.

14.720 kr.

1.590 kr.

Flott spjaldtölva á lækkuðu verði Verð áður: 19.990 kr.

á mánuði í 12 mánuði*

Staðgreitt: 58.990 kr.

Staðgreitt: 17.990 kr.

4x 8GB

2MP

á mánuði í 12 mánuði*

7”

1,3Ghz

WiFi

Snjallúr sem keyrir á Android Wear og virkar með flestum Android símum.

Fitbit flex mælir skrefafjölda og hreyfingu auk þess að fylgjast með svefni. Armbandið nemur hve lengi þú ert að sofna og hvernig nóttin skiptist í djúp- og grunnsvefn.

Fleiri fermingargjafir á siminn.is/fermingar *340 kr. greiðslugjald leggst við hvern mánuð ef greiðslum er dreift á kreditkort.


16

fréttir

Helgin 27.-29. mars 2015

„Ég var oft mikið í niðurrifinu,“ segir Gussi, „en ég hef lært að hrósa sjálfum mér.“

Fúsi, fraktskip, pólitík og fóbíur Kvikmyndin Fúsi í leikstjórn Dags Kára Péturssonar verður frumsýnd um helgina. Fúsi er liðlega fertugur og býr einn með móður sinni. Líf hans er í afar föstum skorðum og lítið sem kemur á óvart. Hann minnir á unga sem hefur komið sér þægilega fyrir í hreiðrinu og hefur enn ekki haft kjark til að hefja sig til flugs. Þegar ung stúlka og kona á hans reki koma óvænt inn í líf hans, fer allt úr skorðum. Með aðalhlutverkin í myndinni fara þau Gunnar Jónsson og Ilmur Kristjánsdóttir sem segja vinnuna við Fúsa mjög skemmtilega. Þau ræddu við blaðamann um pólitík og fraktskip.

Aðalfundur BÍ 2015 Aðalfundur Blaðamannafélagsins verður haldinn 22. apríl 2015 að Síðumúla 23 kl. 20.00. Dagskrá: n Venjuleg aðalfundarstörf

n Kosningar

n Skýrslur frá starfsnefndum

n Önnur mál

Framboð til formanns BÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund.

BÍ-félagar eru hvattir til að mæta.

G

unnar Jónsson, eða Gussi eins og hann er kallaður segir tómt vesen að vera í aðalhlutverki, en hann hefur leikið í fjölmörgum myndum og sjónvarpsþáttum í gegnum tíðina. Fúsi er hans stærsta hlutverk til þessa. „Þetta er bara tómt vesen,“ segir Gussi þegar hann mætir á staðinn. „Fólk er endalaust að hringja. Þá er nú skárra að vera statisti,“ segir hann með glotti. Gunnar er nýkominn frá Berlín þar sem hann var ásamt aðstandendum Fúsa að frumsýna myndina á kvikmyndahátíð. Hann segir viðtökurnar hafa verið hreint frábærar. „Það gekk alveg glimrandi og maður var klappaður upp á svið,“ segir Gussi. „Ég fékk gæsahúð á táneglurnar. Þetta er fyrsta hlutverkið mitt og vinnan var mikil. Ég var í karakter í þrjá mánuði,“ segir Gussi. „Ég var farinn að tala upp úr svefni og við mömmu sem Fúsi.“ Varstu lengi að finna Fúsann í þér? „Ég hafði góðan tíma til þess að undirbúa mig,“ segir Gussi. „Dagur Kári hringdi í mig og sagðist vera búinn að skrifa handrit fyrir mig, og ef ég væri ekki til í að leika það, þá nennti hann ekki að gera myndina,“ segir Gussi. „Ég sagði bara já, ókei. Ég var kokkur á fraktara og var staddur í Eystrasaltinu einhversstaðar og lét hann senda mér handritið. Ég las það yfir og fannst þetta nú ekki mikil saga, fannst ekkert vera að gerast og svoleiðis. Var svo með hugann smá við þetta og las það aftur og þá fór ég að sjá ýmislegt í

Þetta var algerlega áreynslulaust hjá okkur, segir Ilmur um samstarfið við Gussa. Ljósmynd/Hari

þessu og fór svona að finna Fúsann í mér,“ segir Gussi. „Ég þurfti bara aðeins að traðka á egóinu mínu og finna þennan gaur.“ Ertu með stórt egó? „Ég er bara svona týpa sem þarf að öskra og springa út, svo ég þurfti aðeins að halda aftur af mér fyrir Fúsa.“ Um leið og Gussi sleppir orðinu kemur Ilmur Kristjánsdóttir inn og þá getum við hafið viðtalið af alvöru. Ilmur leikur Sjöfn, vinkonu Fúsa í kvikmyndinni. „Ég er ekki búin að sjá myndina,“ segir Ilmur en um kvöldið stendur til að fara á viðhafnarsýningu á myndinni. „Ég er smá smeyk. Ég var að horfa á „treilerinn“ og ég á oft erfitt með að horfa á mig,“ segir Ilmur. „Ég er ekkert smeyk við myndina, bara mig. Ég þoli ekki hvernig ég tala og allskonar fóbíur- það fylgir. Það er örugglega enginn að spá í þetta nema ég,“ segir Ilmur. „Ég var oft mikið í niðurrifinu,“ segir Gussi, „en ég hef lært að hrósa sjálfum mér.“ „Maður er líka búin að læra það að vera kaldur gagnvart áliti annarra,“ segir Ilmur. „Skiptir mestu að vera sáttur í hjartanu og njóta þess að vinna hlutina, njóta þess að leika.“

Frábært að vinna með Degi

Fúsi er tragikómísk saga og eru Ilmur og Gussi bæði þekktari fyrir að vera í gríninu en dramatíkinni, sér í lagi þegar kemur að kvikmyndum og sjónvarpi. Ilmur hefur þó leikið allan skalann á leiksviðinu. Þau segja samleikinn hafa verið mjög einfaldan. „Þetta var algerlega áreynslulaust hjá okkur,“ segir Ilmur. „Hvað grínið varðar þá er yfirleitt háalvarlegt fólk sem er að leika í gríni. Það er enginn sem er svona fyndinn heima hjá sér,“ segir Ilmur. Persónan sem Ilmur leikur, Sjöfn, er flókinn karakter að því leytinu til að hún er að glíma við andlega erfiðleika en reynir að láta lítið á þeim bera til að byrja með.

Ilmur segir undirbúninginn hafa verið ákveðna leit. „Ég man þegar við vorum að leika fyrstu senurnar vorum við að leita svolítið að þessum karakter,“ segir Ilmur. „Dagur er mjög nákvæmur leikstjóri og var mjög ákveðinn í því sem hann vildi og hætti ekki fyrr en hann varð ánægður. Mér fannst æðislegt að vinna með honum, ég hafði ekki gert það áður. Karakterarnir hans eru oft sérstakir og hann vill hafa hárréttan tón í þeim, og það er gaman fyrir leikara,“ segir Ilmur. „Karakterarnir liggja í handritunum,“ segir Gussi. „Það er mjög auðvelt að sjá þessa karaktera fyrir sér í handritinu.“

Tilbúinn með tösku

Gussi segist ekki þekkja neinn sem er eins og Fúsi og þurfti að finna hann frá grunni, en karkter Ilmar er þó aðeins algengari. „Ég þekki alveg fólk sem er svona upp og niður,“ segir Ilmur. „Ég var þó ekki með neina sérstaka fyrirmynd, þetta er algengt vandamál. Það er mjög gaman að finna áþreifanlega hvað leikstjóri vill, eins og er í tilviki Dags Kára. Það er gott að finna fyrir því trausti sem manni er sýnt og Dagur er mjög ákveðinn en líka rosalega rólegur,“ segir Ilmur. „Átökin eru innra með karakterunum og það er kúnst fyrir leikara að láta karakterinn húkkast á áhorfandann.“ Ilmur er að leika í sjónvarpsþáttunum Ófærð sem verið er að taka upp á Siglufirði, en Gunnar býst fastlega við því að fara á fleiri staði til þess að kynna Fúsa fyrir kvikmyndahúsagestum í Evrópu. „Við erum að fara í apríl til New York og svo förum við til Kaupmannahafnar,“ segir Gussi. „Ég á alveg eins von á því að fara á fleiri staði. Mér var bara sagt að vera tilbúinn með tösku. Annars fer ég bara á fraktarann aftur ef mér býðst. Sjórinn kallar alltaf,“ segir Gussi. „Grunnkrafturinn í mér er sjórinn og náttúran, ég má ekki tapa grunnkraftinum.“

Bundin trúnaði

Ilmur tekur sæti varaborgarfulltrúa þegar tökum á Ófærð lýkur, og sest í velferðarráð Reykjavíkurborgar fyrir Bjarta framtíð, næstu þrjú árin. Hún ætlar að prufa pólitíkina og segir hana alltaf hafa togað aðeins í sig. „Mig langaði að prófa þetta, ég hef alltaf haft áhuga á pólitík og lengi viljað fara meira inn í hana,“ segir Ilmur. „Ég er ekkert viss um að þetta eigi við mig. Ég ætla að sannreyna það svo ég geti þá bara lagt pólitíkina til hliðar. Kannski verður þetta ógeðslega skemmtilegt og ég verð pólitíkus það sem eftir er - engin veit sína ævina fyrr en öll er.“ „Kannski nærðu að hafa einhver áhrif,“ segir Gussi. „Ég hef séð ágætis fólk fara þarna inn en lenda svo bara í sama drullumallinu.“ „Já, flokkshollusta flokkshollustunnar vegna er eitthvað sem ég forðast eins og heitan eldinn,“ segir Ilmur. „Maður þarf bara að passa sig á því að segja bara það sem manni finnst og vera heiðarlegur gagnvart sjálfum sér. Sem betur fer er það viðhorf hávært í Bjartri framtíð. En ég er allavega full af eldmóði eins og er, og vonandi næ ég að halda honum. Ég er samt oft svo utan við mig að ég mun pottþétt sóna út mörgum sinnum á löngum fundum,“ segir Ilmur. „Þá getur maður bara sagt að maður sé bundinn trúnaði,“ og þá hlær Gussi. „Ég ætla að hvíla mig aðeins á leikhúsinu í bili,“ segir Ilmur. „En ég fer aftur svið einhverntímann.“ Kvikmyndin Fúsi verður frumsýnd um helgina í kvikmyndahúsum. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is


TILBOÐ TETE A TETE

499 KR.

PÁSKALILJUR Í POTTI

POTTA F YLGIR HELÍF KKI

TILB

HELGARIOÐ NNAR

SÝPRIS 1.699 KR . COLUMNARIS VERÐ ÁÐ 2.490 KURR

PMAÁRSKAKÐUAR BLÓMAVALS

TILABROINÐNAR

HELG

KR. 9 9 7 UR VERÐ9ÁKÐR 89

KR. 0 9 1.2

Páskagreinar

10 stk.

Páskaliljur

Forsythiu- og birki greinar

Túlipanar KR. 0 9 1.4

10 stk.

Páskaskraut – MIKIÐ ÚRVAL!

TILBOÐ HELGAR

NÝ SENDING!

Orkidea

INNAR

1.990KR . VERÐ Á UR 2.490 Ð KR

Monstera deliciosa

FRÁBÆRT VERÐ Á PÁSKAMARKAÐI BLÓMAVALS UM LAND ALLT! Kaffi Garður Skútuvogi

160

Ís á kr.! Vaffla og kaffi 475 kr.!

DYNAMO REYKJAVÍK

Páskaegg, pappírs - til að setja sælgæti í. Verð: 499 kr. / Páskaegg, hengiskraut 12stk. Verð:1490 kr. Páskaskraut, plastegg Chicken. Verð: 999 kr. / Ungi í hreiðri á prjóni. Verð: 99 kr. Kerti, páskaegg gul. Verð áður: 229 kr. Tilboð: 199 kr.

TILBOÐ HELGAR

INNAR

2.690KR .


18

vorboði

Helgin 27.-29. mars 2015

Skítt með lóuna„lóferinn“ kemur með vorið Fínlegheitin finnast í tungunni

Vorið er rétt handan hornsins – vonandi. Þá er líka tími til kominn að leggja vetrastígvélunum og byrja loksins að klæðast skóm aftur. En ekki bara hvaða gömlu skóm sem er. Nei, nú er tími „lófersins“ upp runninn. Leður, rúskinn eða blanda beggja, það skiptir ekki öllu. Það eina sem skiptir máli er að lóferinn er kominn aftur.

ÓSKUM EFTIR BÓKARA Í FULLT STARF Lifandi fyrirtæki með öflugan hóp starfsmanna leitar að nýjum liðsmanni.

L

óferinn“ er þó langt frá því eitthvað nýtt af nálinni. Allir eiga frænda sem klæðist eingöngu stutterma skyrtum og setur ekkert annað en lungamjúka gamla mokkasínu á fæturna. „Lóferinn“ á nefnilega líka fjölskyldumeðlimi sem allir kannast við. Auk mokkasínunnar eru þar klassísku flókainniskórnir og Vans strigaskórnir til að nefna dæmi. Allt eru þetta útgáfur af „lófernum“ og ákjósanlegt val á sumarskóm. Bestur fer

„lóferinn“ á fæti ef sokkalaus við uppbrettar tiltölulega þröngar kakí- eða flottar gallabuxur. Stuttbuxur, aftur sokkalaus, fara einkar vel með lungamjúkum rúskinns-„lófer“. Það má meira að segja nú orðið klæðast fallegum leður-„lófer“ við jakkaföt. En þá er farið í sokkaskúffuna og fallegt, jafn vel mynstrað par dregið alla leið upp á kálfa. Enga hælasokka með „lófernum“ takk! Þeir hugrökku fara yfir í pils-„lóferinn“. Það er skór, sem eins og

„Lóferinn“ fer allt frá strigaskó upp í rándýra fína leðurskó. En hvernig hvernig hann situr á fæti fer allt eftir því hve tungan nær hátt upp. Þannig eru opnir skór með lága tungu hversdagslegri. Þá ætti helst ekki að brúka með sokkum og þar af leiðandi virka þeir ekki með jakkafötum. En því hærra sem tungan nær upp því sparilegri verður skórinn. Þá er líka óhætt að sokka sig vel upp. En – og þetta er stórt en – fínasta lóferinn í skápnum má líka brúka með bleikum uppábrettum „chinós“. Það er nefnilega að koma vor.

nafnið bendir til, eru með hálfgert pils yfir ristina. Margir rugla pils-„lófernum“ gjarnan við bátaskó enda svipaðir útlits. Bátaskórinn auk þess líka „lófer“-frændi og virkar jafn vel með stuttbuxum og fallegum uppbrettum buxum. En það ætti þó enginn að brúka bátaskó með jakkafötum. Það er ennþá bannað. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is

VERK OG ÁBYRGÐARSVIÐ Innsláttur og merking fjárhagsbókhalds Afstemmingar Reikningagerð Færsla innborgana Innheimta Ýmis önnur verkefni

HÆFNISKRÖFUR Reynsla af færslu bókhalds skilyrði Góð tölvukunnátta og þekking á TOK+ eða Axapta kostur en ekki skilyrði Skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð Frumkvæði og sjálfstæði í starfi Geta til að vinna undir álagi Vinsamlegast sendið umsóknina á atvinna@forlagid.is fyrir 14. apríl nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu

Lófers, yfirleitt óreimuð skótegund oftast kennd við mokkasínur hér á landi. Ættin er þó stærri en svo og má segja að henni tilheyra allt frá gömlu góðu kínaskónum upp í Gucci leðurmokkasínur. Með millibili í Vans strigaskóm og gömlu góðu mokkasínunum hans frænda.


www.renault.is

RENAULT CAPTUR

HLAÐINN BÚNAÐI

E N N E M M / S Í A / N M 6 8 1 4 2 / *Miðað við uppgefnar tölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri

„ÞÚ TANKAR SJALDNAR Á RENAULT“

DÍSIL, BEINSKIPTUR. 3,6 l/100 km* VERÐ: 3.490.000 KR. DÍSIL, SJÁLFSKIPTUR. 3,9 l/100 km* VERÐ: 3.790.000 KR. Innifalið í verði: 17" álfelgur, lykillaust aðgengi, tvílitur, skyggðar rúður, leiðsögubúnaður með Íslandskorti, tölvustýrð loftkæling, LED dagljós, bakkskynjarar, handfrjáls símabúnaður (Bluetooth), start/stopp ræsibúnaður, regnskynjarar á rúðuþurrkum.

DÍSILBÍLARNIR FRÁ RENAULT SLÁ Í GEGN Renault var þriðji mest keypti bíllinn á Íslandi 2014. Nýju Renault bílarnir hafa slegið í gegn með hagstæðu verði, ríkulegum búnaði og úrvali sparneytinna bensín- og dísilvéla með einstaklega hagkvæmri „Dual Clutch“ sjálfskiptingu. Komdu og reynsluaktu nýjum Renault.

BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is

GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400

Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622

Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533

Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070

IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080


20

skyndibiti

Helgin 27.-29. mars 2015

Borðaði kebab á aðfangadag Grínistinn Dóri DNA er vel með á nótunum í skyndibitamenningu landsins og er sérfróður um kebab eftir að hafa búið í Þýskalandi. Framboð á góðum kebab hefur aukist til muna síðustu ár – ekki bara í miðbæ Reykjavíkur heldur einnig í nágrannasveitarfélögum. Við fengum Dóra til að vísa veginn um frumskóg kebabsins.

Þ

egar ég bjó úti í Þýskalandi var kebabstríð í bænum mínum, Gießen. Það var maður drepinn þarna tveimur árum áður en ég kom út,“ segir Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem grínistinn Dóri DNA. Við fengum Dóra til að leiðbeina okkur um kebabmenningu í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Við hittum hann á einum af hans uppáhaldsstöðum – Alibaba við Ingólfstorg. Meðan við biðum eftir fyrsta kebabinum sagði Dóri kebabsögur. „Það eru þrjár risa kebabkeðjur í Þýskalandi og mér var sagt að það væru upprunnar í Gießen. Kebabbransinn í Þýskalandi veltir fáránlegum upphæðum. Á einu horninu eru þessir þrír aðalstaðir og allir áttu sér sinn uppáhalds stað. Minn var City Grill.“ Hvað færðu þér hér á Alibaba? „Ég fæ mér alltaf númer 6 eða númer 8, nú fór ég í áttuna. Sexan er „the hot shit“ hérna en áttuna færðu hvergi annars staðar – það er kjúklingur og franskar í vefju. Það er drullugott og minnir mig á kebabinn sem ég borðaði í Þýskalandi.“ Hann er reyndar svo góður viðskiptavinur á Alibaba að hann borðaði hér um síðustu jól. „Ég fór hingað á aðfangadag. Ég var að trítla um með dóttur mína sem var eitthvað óróleg um daginn og sá að þetta var opið. Ég hugsaði með mér að ég yrði að fá mér kebab á aðfangadag og það var bara góð stemning.“ Dóri mælir með fleiri stöðum á sama svæði. Við hliðina á er Mandi þar sem hann segist stundum fá sér Falafel, grænmetisútgáfuna af kebabnum. Skammt undan er svo Kebabhúsið sem hefur verið rekið um

árabil í Reykjavík. Dóri segist hafa prófað það aftur eftir að Reykjavík Grapevine valdi það besta kebabstaðinn og það hafi reynst góð meðmæli. Hann valdi þó að fara á Kebab Grill í Lækjargötu en þar er hægt að fá sérinnflutt djús í flösku sem smellpassar með kebabnum. Dóri pantaði sér lamba-kebab í brauði. „Djöfull er þetta gott,“ sagði okkar maður við fyrsta bitann. Stutt og laggóð umsögn. Nú var haldið af stað í nágranna-sveitarfélögin. Fyrst var rúllað í Engihjallann í Kópavogi þar sem Viking Kebab er að finna. Þar er bæði upphengd kebab-rúlla með lambakjöti og með grísakjöti. Hið síðarnefnda er kannski lýsandi fyrir austur-evrópsk áhrif í kebabheimin-um hér á landi. Dóri valdi sér grísa-kebab og fannst það forvitnilegt. Það var eitthvað gott við það... en um leið eitthvað rangt. Því næst var ferðinni heitið til Hafnarfjarðar. Dóri hefur um nokk-urt skeið haft augastað á Kebab Kings í verslunarmiðstöðinni Firði en ekki tekist að sannfæra eiginkon-una um að nauðsynlegt sé að koma þar við. Hann sá sér því leik á borði nú. Hjá Kebabkóngunum fékk grín-istinn að panta sér tvær tegundir, annars vegar Kubigeb-rúllu sem er blanda af nauta- og lambakjöti og hins vegar Djúdjé-rúllu sem er með kjúklingi. „Þetta er allt önnur pæling en hitt sem við höfum verið að smakka. Geðveikt gott. Hrísgrjónin í þessu er bara fyllingar en kjúklingurinn er mjúkur og næs og kjötið í hinum er „winner“. Þetta er uppgötvun ferðarinnar.“ Höskuldur Daði Magnússon

Kebabmeistarinn á Alibaba sá sjálfur um að útbúa einn með kjúklingi og frönskum inní fyrir Dóra.

Dóri íbygginn að prófa Kebab Kings í Hafnarfirði í fyrsta sinn. Hann var ánægður með þá upplifun.

„Djöfull er þetta gott,“ sagði sérfræðingurinn. Hann skolaði kebabinum niður með tyrknesku djúsi sem bragðast eins og Kool Aid.

hdm@frettatiminn.is

Grínistinn Dóri DNA er mikill kebab-maður og er ánægður með hve slíkum stöðum hefur fjölgað hér á landi undanfarið. Hér er Dóri að hakka í sig grísakjöt af Viking Kebab í Engihjalla. Ljósmyndir/Hari


RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM

30

AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM

KRINGLUNNI OG LITLATÚNI GARÐABÆ




24

viðtal

Helgin 27.-29. mars 2015

Missti soninn eftir að ég féll Glódís Tara Fannarsdóttir byrjaði að reykja hass áður en hún smakkaði áfengi. Hún er fíkill með geðhvörf, með svokallaðan tvíþættan vanda en lengi hefur verið kallað eftir sérstökum úrræðum fyrir þennan hóp. Glódís Tara segist hafa horft upp á margt slæmt en það versta hafi verið þegar ungar vinkonur hennar seldu sig fyrir fíkniefnum. Hún upplifði sjálfsvígshugsanir þegar eldri sonur hennar var þriggja ára, byrjaði aftur í neyslu og missti soninn tímabundið en hefur nú fengi hann aftur. Hún hefur nú verið edrú í rúmt ár og er heima í fæðingarorlofi með yngri son sinn.

É

g byrjað að reykja hass áður en ég byrjaði að drekka. Þegar ég er spurð í hvernig neyslu ég hafi verið á ég erfitt með að svara því ég tók alltaf bara það sem bauðst. Ég gleypti allt sem mér var rétt og vonaði bara að það yrði gaman,“ segir Glódís Tara Fannarsdóttir, 25 ára gömul tveggja barna móðir, fíkill með geðhvörf sem er búin að vera edrú í rúmt ár. Glódís Tara ber afar sérstakt nafn og vegna þess laug hún stundum til um nafn þegar hún var í neyslu og nálægt fólki sem hún treysti ekki. „Ég hef lent í því að hitta fólk á 12-spora fundum sem heldur að ég heiti Guðrún eða Sara og þá verð ég mjög vandræðaleg og þarf að segja þeim að ég hafi logið því hvað ég heiti.“ Það stendur stórum stöfum „Glódís Tara“ á útidyrahurðinni við heimili hennar í Breiðholtinu. Hún er í fæðingarorlofi með rétt um mánaðar gamlan son sinn sem skiptist á að sofa, gráta og drekka á meðan

Þegar ég fór í þetta skipti upp á bráðamóttöku var ég búin að skaða sjálfa mig með því að skera í fótleggina á mér

Glódís Tara er fíkill og með geðhvörf. Hún byrjaði í neyslu aðeins 14 ára en var ekki greind með geðhvörf fyrr en rúmlega tvítug, en þegar ungmenni eru í neyslu er oft erfitt að greina hvað eru afleiðingar fíkniefnaneyslu og hvað eru afleiðingar geðsjúkdóma. Mynd/Hari

SAMEINUÐ BERJUMST VIÐ! KJÓSTU JÁ www.sgs.is


heimkaup.is

Girnilegt

GOÐA lambalæri fylgir öllum gasgrillum

Grillin eru komin!

Allt að 100.000 króna afsláttur 10.000 kr afsláttur

35.000 kr afsláttur

Weber Q-2200 á fótum

Spirit E-310 premium

Flott gasgrill í ferðalagið og lítið mál að smella fótum af. Gefur stærri grillum ekkert eftir.

Weber E-310 Spirit grillið er eitt best búna grillið í Spirit-línunni. Glæsilegt gasgrill með þremur brennurum og sérstöku hólfi fyrir gaskútinn. Hér sameinast áralöng þróun og metnaður Weber fyrir því að Tilboðsverð vera fremstir á sínu sviði.

Tilboðsverð 69.900,Verð 79.900,-

100.000 kr afsláttur

50.000 kr afsláttur

Genesis E-330 GBS

Summit S-670

Genesis grillin eru stærri en Spirit. Einstaklega öflugt og fallegt þriggja brennara gasgrill. Hliðarhella og rafstýrður kveikjari. Grillflöturinn er 66×50 cm auk efri grindarinnar.

Tilboðsverð 199.900,-

Öll tilboð eru birt með fyrirvara um breytingar og uppseldar vörur.

Verð 249.900,-

Spirit E-210 Orginal Tilboðsverð 76.159,Verð 85.900,-

Summit E-420

Tilboðsverð 299.990,Verð 334.990,-

Þetta er ekkert venjulegt grill - þetta er toppurinn frá Weber og sannkallað veislueldhús! 6 ryðfríir brennarar, rafdrifinn snúningsteinn, hitamælir ofl. ofl.

Tilboðsverð 399.990,-

Þú velur það sem þér hentar...

Spirit E-310

Tilboðsverð 89.990,Verð 114.990,-

Go Anywhere

Tilboðsverð 23.648,Verð 27.900,-

Spirit S-310

Tilboðsverð 148.178,Verð 169.900,-

Weber Q-2200

Tilboðsverð 59.900,Verð 69.900,-

Verð 499.990,-

Genesis E-310

Tilboðsverð 189.990,Verð 219.990,-

Weber Q-3200

Tilboðsverð 103.328,Verð 114.990,-

Heimkaup.is er stærsta netverslun á Íslandi! Öryggi - ekkert mál að skila eða skipta

Augljós kostur við að versla við innlenda risavefverslun eins og Heimkaup.is er að ekkert mál er að skila eða skipta ef upp koma vandamál.

104.900,-

Verð 139.900,-

Hægt að greiða við afhendingu

Hjá okkur býðst þér einnig að greiða með peningum eða korti við afhendingu vörunnar. Öruggara verður það ekki.

Frí heimsending samdægurs

Pantanir sem berast fyrir kl. 1700 eru afhentar heim að dyrum samdægurs á höfuðborgarsvæðinu – næsta dag á landsbyggðinni. Pantanir yfir 4.000,- sendar frítt.

Genesis S-310

Tilboðsverð 219.990,Verð 239.990,-

Spirit E-210 Orginal

Tilboðsverð 76.159,Verð 85.900,-

Heimkaup.is Smáratorgi 3 / 201 Kópavogi / 5502700


26

Ódýrari í rekstri með nýrri, byltingarkenndri prenttækni HP og betri orkunýtingu.

fréttir Helgin 27.-29. mars 2015

á viðtalinu stendur. Glódís er með það sem kallast tvíþættur vandi, hún er fíkill með geðsjúkdóm, en mikið hefur verið kallað eftir sérstökum úrræðum fyrir þennan hóp ungmenna. Í geðhvörfum er Glódís oftar í maníu en þunglyndi, en hefur þó ítrekað fengið sjálfsvígshugsanir þegar hún er sem mest niðri. „Ég fékk ekki greiningu á geðhvörfunum fyrr en í janúar 2012. Það er líka mjög erfitt að greina geðsjúkdóma þegar fólk er í mikilli neyslu því þetta eru jafnvel sömu einkennin. Ég fór þá upp á bráðamótttöku geðdeildar og var kominn á þann stað að ég vildi einfaldlega drepa mig.“ Hún á fimm ára son sem þarna var þriggja ára og hún útskýrir að í mesta þunglyndinu virðist sjálfsvíg einfaldlega vera besta leiðin. „Þetta er bara rörsýn á að sjálfsvíg sé eina lausnin því ástandið sé ekki að fara að lagast. Þegar ég fór í þetta skipti upp á bráðamóttöku var ég búin að skaða sjálfa mig með því að skera í fótleggina á mér og var öll í sárabindum. Ég var edrú á þessum tíma en mundi samt ekkert eftir að hafa skorið mig. Læknirinn vildi þá láta athuga hvort ég væri með geðhvörf. En ég var samt ekki lögð inn heldur send heim og sagt að hafa samband ef ástandið versnaði.“

Þreif alla íbúðina um miðja nótt

Margfalt minni umbúðir

HP Officejet Pro X fjölnotaprentarar Nýtt hraðamet* í prentun – allt að 70 blaðsíður á mínútu Helmingi ódýrari í rekstri en sambærilegir laserprentarar Umhverfisvænn Kynntu þér eiginleika nýju „HP PageWide“ tækninnar *Samkvæmt Guinness World Records og prófunum Buyers Laboratory LLC.

Fáðu ráðgjöf sérfræðinga Opinna kerfa við val á lausnum sem henta þínum þörfum og umhverfi. Nánar á www.ok.is/ProX

Sérfræðingar þér við hlið

Hún byrjaði að reykja hass þegar hún var í 8. bekk og nálgaðist botninn á hraðbyr. Glódís bjó í Bökkunum í Neðra-Breiðholti og gekk í Breiðholtsskóla en var sett í sérdeild og síðan í sérstakan skóla fyrir börn með hegðunarerfiðleika og neysluvanda, Bjarkarhlíð, en svo vildi til að þar lenti hún í bekk með þeim tveimur stúlkum sem hún var í hvað mestri neyslu með en þær höfðu báðar verið reknar úr sínum skólum. „Ég byrjaði fljótt að neyta sterkari efna. Á virkum dögum var ég mest að reykja hass en um helgar fengum við okkur í nefið.“ Glódís segist alltaf hafa átt auðvelt með að eignast vini en henni hafi gengið illa námslega og átt erfitt með einbeitingu. Eftir á að hyggja segir hún augljóst að hún hafi verið með geðhvörf. „Kærastinn minn tekur stundum dæmi af maníunni hjá mér þegar ég vaknaði klukkan þrjú um nóttina, þreif alla íbúðina og dró hann og strák sem var að leigja með okkur út í bíltúr. Þeir ætluðu ekki að nenna þessu en ég sagðist bara rétt ætla út í búð. Ég keyrði hins vegar á Þingvöll og við komum ekki aftur fyrr en klukkan átta um morguninn. Þetta var bara fyrir ári síðan. Á átján ára afmælinu mínu fékk ég rúmlega milljón greitt út af söfnunarreikningi sem hafði verið lagt inn á frá því ég fæddist. Á einni viku eyddi ég öllum þessum peningum, ég leigði hótelherbergi og keypti fíkniefni. Planið var að ég myndi nota þennan sjóð sem innborgun í íbúð og ég var á frekar miklum bömmer eftir að hafa eytt þessu öllu í rugl.“

16 ára vinkona seldi sig

Hún segir undirheima Reykjavíkur vera gríðarlega ofbeldisfulla og margt slæmt sem hún hafi horft upp á. Eitt það alversta segir hún vera að horfa upp á ungar stelpur selja sig fyrir eiturlyfjum. „Ég bjó um tíma í litlu herbergi í Árbænum. Það sýnir sig hvað standardinn minnkar þegar maður er í neyslu því þetta var svo óhreint, varla hægt að ganga á gólfinu fyrir drasli og lífríki að myndast í glösunum, en mér fannst þetta bara fínt. Ég

myndi ekki stíga þarna inn fyrir í dag. En þangað kom vinkona mín stundum í heimsókn þegar hún var að fara að hitta kúnna. Hún var sextán ára sprautufíkill og var að vinna fyrir einhvern við að selja sig. Hún fékk bara lykla að íbúð í Árbænum og tók strætó þangað til að hitta kúnnana. Hún var auðvitað ekki nógu gömul til að keyra og var ekki komin með bílpróf. Ef strætó kom snemma kíkti hún stundum til mín fyrst. Þessi stelpa er enn í neyslu.“ Glódís segir þá sem ekki hafa verið í neyslu oft eiga erfitt með að skilja hvað það getur verið erfitt að hætta. „Mörgum finnst erfitt að hætta að reykja eða fara í megrun en að hætta í neyslu þýðir að þú ert að yfirgefa þitt fyrra líf, hættir að umgangast alla sem þú varst að umgangast og byrjar einn á eigin fótum, og það er allt til viðbótar við fráhvörfin. Afi spurði mig stundum af hverju ég hætti bara ekki og fannst þetta vera aumingjaskapur. Þess vegna er svo dýrmætt að geta leitað til annarra fíkla og alkóhólista í 12 spora samtökum því þar er fólk sem skilur mann.“

Fór á „bangsadeildina“ á Vogi

Fréttir þar sem lýst er eftir ungum stúlkum hafa verið áberandi síðustu ár og hefur lögreglan lýst yfir sérstökum áhyggjum af því að stúlkur séu í slagtogi með fullorðnum karlmönnum sem jafnvel halda þeim uppi á fíkniefnum. Glódís segir að yngri systir sín sé ein af þeim stelpum sem var lýst ítrekað eftir en hún átti í sambandi við sér eldri mann. „Hún er fædd 1996 en hann fæddur 1980. Þau kynntust í neyslu en það var ekki síður hún sem leitaði í hans félagsskap. Oft er þetta sett upp þannig að þetta séu vondir karlar en yfirleitt held ég að þetta sé brotið fólk sem leitar hvert í annað. Þessi maður var búinn að vera lengi í neyslu og þau voru bara á sama þroskastigi.“ Þegar Glódís fór fyrst í meðferð á Vog var hún á svokallaðri „bangsadeild,“ deild fyrir þá sem eru undir 18 ára aldri. „Við hittum samt alveg fullorðnu fíklana og mér finnst ekki bara mikilvægt að kynjaskipta meðferðinni heldur líka aldursskipta. Ungar stelpur á Vogi sækja líka í þær sem eru eldri og læra af þeim.“ Glódís hefur verið edrú síðan í janúar 2013 en hún var einnig edrú á árunum 2009-2011 og það var þá sem hún eignaðist eldri son sinn. „Ég og pabbi hans gerðum með okkur samning því við vorum bæði fíklar í bata. Samningurinn var á þá leið að ef annað okkar dytti í það þá myndi sá aðili fara út af heimilinu. Síðan hættum við saman og þá breyttist samningurinn í að ef annað okkar fellur þá myndi hitt taka barnið. Á árum áður drakk ég aldrei mikið áfengi og taldi mér trú um að ég gæti alveg drukkið, hætti að mæta á 12 spora fundi og varð hrokafull. Strákurinn minn var tveggja ára þegar ég var byrjuð að drekka aftur og helgarnar stóðu yfir fram á miðvikudag. Ég sagði barnsföður mínum frá þessu og hann tók strákinn til sín. Þetta er engu að síður það erfiðasta sem ég hef gert, að missa barnið mitt svona. Núna er hann aftur farinn að vera hjá mér aðra hvora viku. Mér tókst að verða edrú á ný og er mjög ánægð í dag,“ segir hún og horfir hlýlega á nýbakaðan soninn. „Þetta gengur allt ef maður gerir það sem maður á að vera að gera, mætir á fundi og er auðmjúkur.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


ÍSLENSKIR SÓFAR SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM

Torino

Nevada

GJAFABRÉF

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN HJÁ OKKUR FYRIR 31.MARS OG FÁÐU

50 ÞÚSUND KR INNEIGN SENDA MEÐ TÖLVUPÓSTI

Mósel

Roma

Basel B l

Rín

Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is


28

viðtal

Helgin 27.-29. mars 2015

Eina sem stoppar mig er ég sjálfur Auglýsingastofan PIPAR\TBWA var á dögunum kjörin áhrifamesta auglýsingastofa landsins. Saga stofunnar er dæmigerð Öskubuskusaga sem hófst fyrir um tuttugu árum þegar framkvæmdastjóri hennar, Valgeir Magnússon, og Sigurður Hlöðversson, Siggi Hlö tóku höndum saman. Þeir hafa ekki alltaf þótt flottustu gaurarnir í bransanum en saga stofunnar er dæmigerð fyrir drífandi menn með stórar hugmyndir. Valli sport, eins og Valgeir er jafnan kallaður, hefur fengist við eitt og annað á sínum 46 árum; rekið útvarpsstöðvar og veitingastaði, gert við bíla, kennt á saumavélar, komið fram sem plötusnúður og markaðssett íslensk Eurovisionlög. Þar fyrir utan eru það áhugamálin sem hafa leitt hann í að keppa á seglskútum, í badminton og fitness svo fátt eitt sé nefnt. Meðfram þessu öllu hefur Valli verið með sömu konunni í 29 ár, Silju Ósvaldsdóttur, og saman eiga þau tvö börn. Valli segir að stærsta hlutverk sitt í lífinu hafi verið að búa sér og sínum gott líf.

Va lgeir M agnússon

framkvæmdarstjóri PIPAR\TBWA Aldur: 46 ára. Maki: Silja Ósvaldsdóttir. Börn: Hildur Eva og Gunnar Ingi Helstu afrek: Hjólaviðgerðir Bílaréttingar Útvarpsmaður Íþróttalýsandi Framkvæmdarstjóri Myndmark Framkvæmdarstjóri Fjarðarins Markaðsfulltrúi Höfundur tveggja unglingaskáldsagna. Sölumaður auglýsinga. Saumavélakennari Keppnismaður í Badminton, fallhlífarstökki, svifdrekaflugi, sjóskíðum, seglbrettum, skútusiglingum og fitness. Skemmtanastjóri Bókfærslukennari Upplýsingafulltrúi Umboðsmaður Uppáhaldslið í enska boltanum: Arsenal Uppáhalds Eurovisionlag: All Kinds Of Everything með Dana.

É

g hitti Valla á skrifstofum PIPAR\TBWA sem í dag er með rúmlega sextíu starfsmenn og greinilegt að nóg er að gera þar. Bæði við leik og störf. Siggi Hlö spilar billjard og segir mér að láta Valla segja allt. Þeir félagarnir eru samvaxið tvíeyki sem hefur unnið mjög náið saman í rúmlega tvo áratugi. Valli mætir, sportlegur að vanda, með myndarlega mottu í tilefni af mottu-mars, nýkominn frá París þar sem hann var ásamt eiginkonu sinni í heimboði Ulu Weesendangers, eins eiganda TBWA keðjunnar. Ég spyr Valla hvort það hafi komið honum á óvart að stofan hafi fengið þá viðurkenningu sem hún fékk á nýafstaðinni ÍMARK hátíð. „Já,“ segir hann strax. „Ég hafði vonast til þess að við hefðum ekki lækkað okkur úr þriðja sætinu sem við vorum í síðast. Draumurinn var að fara upp um eitt sæti, en að vera stofa ársins kom mér á óvart. Í fyrsta sinn á ævinni varð ég málhaltur, þegar þetta gerðist,“ segir Valli.

Fór að selja Sigga Hlö út

Valli og Siggi kynntust árið 1994 þar sem þeir voru að vinna á Stöð 2. „Ég tók eftir því að Siggi var með fullt af verkefnum utan vinnunnar sem hann rukkaði aldrei fyrir. Mér fannst þetta skrýtið því ég var að vinna um kvöld og helgar við það að rétta og sprauta bíla. Þetta er á þeim tíma sem maður er að koma sér upp húsnæði og slíkt, þar sem daglaunin duga ekki,“ segir Valli. „Ég segi við Sigga hvort við ættum ekki að fara að rukka fyrir þetta, við förum að fikta saman og ég fer að selja hann út,“ segir Valli. „Þannig byrjar þetta, undir nafninu Hausverk. Ég fór af Stöð 2 yfir á FM957, vann hjá Myndmark og Firðinum. Svo stofnaði ég fyrirtækið Völustein ásamt móður minni þegar ég var í háskólanum og var alltaf viðloðinn þann rekstur og kenndi meðal annars á saumavélar. Alltaf vorum við Siggi samt að framleiða auglýsingaefni,“ segir Valli. „Svo árið 1998 sagði ég við Sigga sem var þá markaðsstjóri ACO: „Við erum að velta 30 milljónum í aukavinnunni okkar, ættum við ekki að byrja að vinna við þetta?“ Þá byrjum við í þessu í fullu starfi og fórum að ráða fólk.“

Með hausverk um helgar var auglýsingatrix Árið 1999 byrjuðu þeir félagarnir með sjónvarpsþáttinn Með hausverk um helgar og eftir það vissu allir af Sigga Hlö og Valla sport. Í þættinum, sem var alræmdur, drukku stjórnendurnir bjór og fengu gesti til að gera eitt og annað, svo sem að vaxa sig og húðflúra í beinni.

Ég hef alltaf verið veikur fyrir áskorunum. Þær verða samt að vera skemmtilegar, segir Valgeir Magnússon. Ljósmynd/Hari

Maður lenti í mörgum skrautlegum karakterum úr undirheimunum sem hótuðu manni lífláti og þar fram eftir götunum.

„Þátturinn átti að vera trix til þess að auglýsa stofuna,“ segir Valli. „Þarna vorum við komnir með 1012 manns í vinnu og það gekk allt vel. Svo kom smá sjokk árið 2001, sem var litla kreppan,“ segir Valli. „Þegar „dot-com“ bólan sprakk töpuðum við mikið af kröfum á stuttum tíma sem varð til þess að við þurftum að endurhugsa stöðuna og byrja upp á nýtt.“ Valli og Siggi ákváðu að fara aftur í útvarp og byrjuðu með morgunþátt á stöðinni Steríó til þess að drýgja tekjurnar, en stöðin gat svo ekki borgað laun svo það endaði með því að félagarnir eignuðust stöðina. Á þremur árum byggðu þeir upp nokkrar stöðvar og árið 2006 keypti Síminn stöðina þar sem þeir ætluðu í samkeppni við fjölmiðlafyrirtækið 365 sem þá hét Norðurljós, í samstarfi við Morgunblaðið. „Þeir lögðu mjög hart að okkur að selja stöðvarnar, sem voru að ná betri hlustun en svipaðar stöðvar hjá 365 á þeim tíma,“ segir Valli, en þetta voru stöðvarnar KissFM og XFM. „Við vorum bara í stuði og langaði ekkert að selja en við gerðum það samt, þar sem það var það skynsama í stöðunni. Á sama tíma vorum við líka að reka veitingastaði og tískuvöruverslanir í Kringlunni og losuðum okkur út úr þessu öllu,“ segir Valli.

Þóttu ekki töff innan auglýsingabransans

Auglýsingastofan Hausverk óx og dafnaði með hverju árinu en aldrei fékk hún inngöngu í Samtök íslenskra auglýsingastofa (SÍA). Valli segir ástæðuna vera að mörgum innan geirans fannst þeir ekki töff. Á endanum var stofan tekin inn í SÍA. Þá var Þormóður Jónsson hjá Fíton formaður SÍA og hann sá að tölurnar töluðu sínu máli. Á sama tíma flutti stofan í húsnæði við Tryggvagötu þar sem stofan breytti um ímynd og fór í mikla naflaskoðun, sem leiddi til þess að þeir endurskírðu stofuna PIPAR. En héldu sömu kennitölunni. „Við urðum að sýna breiddina,“ segir Valli. „Sýna að við værum meira en bara Valli og Siggi. Við yfirtókum stofu sem hét Mixa, og þar fengum við gott hönnunarteymi til liðs við okkur. Síðan sameinumst við TBWA/Reykjavík og með því fólki kom gríðarleg reynsla og vinnubrögð fólks sem hafði verið lengi í þessum bransa. Þá byrjar þessi alvöru vöxtur sem er enn í gangi. Guðmundur Pálsson sem rekur stofuna með mér í dag, kom einnig í þeim breytingum,“ segir Valli. „Þá var fólk farið að taka okkur alvarlega, og í dag er ég formaður SÍA.“ Árið 2010 þegar þjóðfélagið var í varnargír eftir hrunið tók PIPAR\TBWA til sinna ráða og réðst til sóknar. Valli var búinn að átta sig á því að samfélags-


Náðu lengra Meistaranám í forystu og stjórnun Meistaranám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst hefur hlotið frábærar móttökur. Námið er sérsniðið að þörfum þeirra sem vilja styrkja sig og efla leiðtogahæfileika sína fyrir forystu og stjórnunarstörf. Námið samanstendur af fjölbreyttum áföngum sem veita nemendum víðtæka þekkingu og sérstökum áföngum um ólíkar kenningar innan forystu- og stjórnunarfræða. Til að mynda er sérstakur áfangi í þjónandi forystu (e. servant leadership). Í náminu er sérstök áhersla lögð á að efla samskiptahæfni nemenda. Nám í forystu og stjórnun MS/MLM er kennt í fjarnámi og nemendur geta tekið námið á eigin hraða. Umsóknarfrestur fyrir haustönn 2015 er til og með 15. maí. Kynntu þér málið á bifrost.is

Velkomin í Háskólann á Bifröst - hvar sem þú ert og hvert sem þú stefnir


30

viðtal

Helgin 27.-29. mars 2015

svo að launin séu góð. Laun eru bara afleiðing,“ segir Valli. „Ef maður gerir vel það sem er skemmtilegt, þá kemur vonandi peningur.“

Markaðssetur íslensk Eurovisionlög

Það er Valla ekkert óviðkomandi. Hvort sem það er að vera plötusnúður eða hárgreiðslumaður. Kjölfestuna finnur hann hjá Silju eiginkonu sinni og börnum þeirra.

miðlarnir væru framtíðin og stofan auglýsti stöðu sem átti að sinna þeim miðli. Ein staða var auglýst og 1017 manns sóttu um starfið. Fjórir voru ráðnir og samfélagsdeild opnuð. „Allir héldu að við værum geðveik, en við gerðum þetta greinilega á hárréttum tíma,“ segir Valli. „Það varð alger sprenging á þessum markaði sem ennþá er í gangi.“ Á síðasta ári sameinaðist PIPAR\TBWA auglýsingastofunni Fíton og í dag er hún sú stærsta og áhrifamesta á íslenskum markaði.

Með sömu konunni í 29 ár

Þrátt fyrir að Valli sé ólíkindatól og tekur að sér stundum mun fleiri verkefni en hann ætti að gera, þá er hann mikill prinsipp maður og stendur mjög fast á sínu. Hann er kvæntur Silju Ósvaldsdóttur og eiga þau tvö börn. Þau hafa verið saman í 29 ár og Valli segir að sitt stærsta hlutverk hafi verið að búa sér og sínum til gott líf. Hann er fæddur árið 1968 í Reykjavík. Alinn upp í Fossvoginum og fór í Verslunarskólann og þaðan í Háskólann þar sem hann nam viðskiptafræði. Eftir nám fór hann að vinna sem rekstrarráðgjafi fyrir sveitarfélög meðal annars. „Þarna var ég bara Excel nörd,“

segir Valli, „en um leið tók ég að mér að selja allar auglýsingarnar á veltiskiltin á Laugaveginum. Ég hef alltaf unnið mikið,“ segir Valli. „Meira að segja þegar ég var í barnaskóla – þá ákvað ég ásamt vini mínum að fara að gera upp reiðhjól fyrir fólk. Það gekk ekkert vel en við ætluðum að gera stóra hluti,“ segir Valli kíminn. „Seinna fór ég að gera upp bíla með þessum sama vini mínum. Ég keypti klessta bíla og við gerðum upp. Pabbi hans var bifreiðasmiður og ég lærði hjá honum. Það er alltaf hægt að gera eitthvað,“ segir Valli.

Rak skemmtistaðinn Tunglið

Eitt af því sem Valli hefur tekið sér fyrir hendur er að reka skemmtistaðinn Tunglið, sem var gríðarlega vinsæll skemmtistaður á tíunda áratugnum. „Ég hafði verið mikið að skipuleggja og halda allskyns kvöld og keppnir á skemmtistöðunum og fyllti Tunglið margoft,“ segir Valli. „Svo stingur félagi minn þessari hugmynd að mér, að taka yfir Tunglið þar sem það hafði farið á hausinn stuttu áður. Ég var nú ekki á þeim buxunum á þessum tíma, en lét til leiðast. Það hefur oft háð mér hvað ég á það til að spennast upp og gleyma mér í fjörinu,“ segir Valli. „Áður en ég

Nýr vefur Fréttatímans er kominn í loftið

Gengur í kvartbuxum hálft árið Valli hefur í mörg ár klæðst kvartbuxum frá vori fram á haust. Alveg sama hvernig viðrar. Hann segir það bara fara eftir stemmingu hvenær hann byrji kvartbuxnatímabilið, en segir það yfirleitt byrja í apríl. Oft er kalt í veðri yfir íslenskt sumar, en Valli lætur það ekki slá sig út af laginu. Fyrir Eurovisionkeppnina í Malmö árið 2013, þar sem

Valli starfaði með Eyþóri Inga lét hann sauma á sig kvartbuxna-jakkaföt, til þess að geta sótt galakvöld hátíðarinnar án þess að bregða út af vananum. „Ég fékk mér einhvern tímann kvartbuxur og fílaði að ganga í þeim, bætti svo við og áður en ég vissi þá var ég í kvartbuxum alla daga og langt fram á haust,“ segir Valli. „Svo fór ég að fara snemma í þær

vissi af þá vorum við búnir að gera leigusamning um að leigja stærsta næturklúbb Norður-Evrópu. Ég hélt að þetta væri leikur einn þar sem ég hafði fyllt hann svo oft, en að fylla hann tvisvar í viku var smá áskorun.“ Þarna lenti Valli í hamstrahjóli sem erfitt var að sleppa úr. „Þetta var mjög erfitt, sérstaklega vegna þess að maður var í öðrum verkefnum um leið. En ég hefði ekki viljað sleppa þessu,“ segir Valli. „Þetta gekk í eitt ár og ég man hvaða dag þetta hrundi hjá okkur. Það var þegar snjóflóðin skullu á Flateyri. Sá hræðilegi atburður varð til þess að fólk fór ekki út að skemmta sér í nokkrar helgar, og Tunglið mátti ekki við því,“ segir Valli. „Við vorum farnir að elta skottið á okkur þangað til að við náðum að selja reksturinn. Þetta hætti að vera gaman,“ segir Valli. „En það var gaman meðan á því stóð. Maður lenti í mörgum skrautlegum karakterum úr undirheimunum sem hótuðu manni lífláti og þar fram eftir götunum, ég hefði ekki viljað sleppa því fyrst ég slapp frá því,“ segir Valli.

Keppti í fitness með sex mánaða fyrirvara

Gunnar Smári skrifar um þjóðmálin og hefur tekið upp þráðinn við matarskrif

www.frettatiminn.is

Hefur aldrei komið að því að konan spyrji þig hvort sum verkefni séu alveg málið? „Oft,“ segir Valli strax. „En í gegnum allt það sem ég hef verið að gera er kjölfestan alltaf í sambandinu. Fjölskyldan er fyrir mér heilög stofnun og það er mér mikið mál að öllum líði vel og lífið sé skemmtilegt,“ segir Valli. „Vera til staðar, þó það hafi stundum klikkað.“

á vorin og fólk fór að taka eftir því að ég væri oft kominn á kvartbuxurnar á páskum. Fólk fór þá að pæla í því hvernig reglan á þessu er, en það er engin regla. Þegar vorið kemur í mitt hjarta, þá fer ég í kvartbuxurnar og svo úr þeim þegar mér finnst vera kominn vetur. Ef vorið kemur snemma og svo kólnar aftur, þá er ekki aftur snúið.“

Valli og Silja eru miklir félagar og hún er aldrei langt undan þegar Valli er að sinna öllum sínum verkefnum. „Við gerum mikið saman, en við gerum líka fullt í sitt hvoru laginu,“ segir Valli. „Við höfum ekkert þurft að gera allt saman. Við höfum líka unnið mikið saman, þar sem hún rekur bókhaldsfyrirtæki sem sér um öll mál stofunnar, og hefur gert alla tíð.“ Hvað gerirðu í þessum litla frítíma þínum? „Ég keppi á seglskútu,“ segir Valli án þess að blikna. „Það byrjaði sem tækifæri. Björn Jörundur vinur minn átti hlut í skútu og ég datt bara inn í það. Ég hafði keppt á seglbrettum, fallhlífarstökki og á svifdrekum svo ég þurfti líka að prufa að keppa á skútum,“ segir Valli. „Ég er bara þannig.“ Valli hefur keppt í hinum ýmsu jaðarsportgreinum í gegnum tíðina og fékk þannig á sig viðurnefnið Sport, sem enn er fast við hann. Hann situr í stjórn Badmintonsambandsins og eitt sinn tók hann sig til og keppti í fitness, með sex mánaða fyrirvara en hann hafði ekki komið nálægt því sporti áður. „Það var áskorun,“ segir Valli. „Ég er veikur fyrir áskorunum, ef ég tek áskorun fer ég alla leið. Andrés Guðmundsson kraftajötunn skoraði á mig gegn því að hann keppti líka, og ég fór bara í massífa þjálfun í sex mánuði. Ég lenti í einhversstaðar í miðju móti, en Andrés mætti ekki til leiks,“ segir Valli og glottir. „Ef hugmyndin er skemmtileg þá er ég til. Það verður að vera skemmtilegt. Ég ákvað það þegar ég var framkvæmdarstjóri í Firðinum, sem mér fannst leiðinlegt starf, að hætta að gera eitthvað sem er leiðinlegt. Þó

Undanfarin ár hefur Valli verið áberandi þegar söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva nálgast. Hann hefur komið að, á einn eða annan hátt, öllum sigurlögunum undanfarin fimm ár. Hann er orðinn mjög sjóaður í öllu kynningarog markaðsstarfi fyrir íslensku atriðin og árið í ár er engin undanteking. Valli er á leiðinni til Vínar. „Þetta byrjaði allt árið 2008 þegar ég bjó til Merzedes Club í samstarfi við Barða Jóhannsson tónlistarmann. Hann var beðinn um að taka þátt í þessari keppni og vissi ekkert hvað hann ætti að gera. Hann kom með hugmynd og það var mitt að finna þetta fólk,“ segir Valli. „Árið eftir var ég með stelpuhópinn Elektra sem tók þátt og í það skiptið áttaði ég mig á því að til þess að svona atriði gangi upp þá þurfa að vera gæði og reynsla til staðar, í flytjendunum. Árið 2010 fór ég svo með Heru Björk og Örlygi Smára, og þar hófst samstarf sem enn er í miklum blóma,“ segir Valli. „Það sem ég kom með í þessa keppni sem hafði ekki verið til staðar áður, var markaðssetning og að gera atriðið að konsepti,“ segir Valli. „Þetta er enn eitt áhugamálið sem vatt upp á sig. Ég stofnaði útgáfu ásamt Örlygi Smára, sem kallast HandsUp Music sem hefur haldið utan um útgáfu flestra laganna sem ég hef unnið með,“ segir Valli. „Samstarf okkar Heru hefur verið gæfuríkt í mörg ár og ég hef ferðast með henni heimsálfa á milli, sem og kynnst gríðarlega mikið af fólki eins og maltnesku söngkonunni Ciara sem ég hef unnið með að undanförnu, svo þetta er mjög skemmtilegt og vindur alltaf upp á sig,“ segir Valli, sem einnig kemur fram sem plötusnúður og hefur gert í mörg ár. „Allt stækkar sem maður sinnir.“

Skemmtilegt fólk mikilvægast

Hafði þig órað fyrir því að þetta yrði útkoman fyrir 20 árum þegar þið Siggi voruð að baksa við að búa til auglýsingar í aukavinnu? „Já, ég var búinn að ákveða að keppa við þá stóru,“ segir Valli. „En ég hefði ekki getað ímyndað mér allt bröltið á leiðinni. Það sem ég hef lært á leiðinni er það að þetta byggir allt á fólki. Að velja rétta fólkið til þess að vinna með. Klárt fólk, helst klárara en maður sjálfur. Það er mikilvægara að fólk sé skemmtilegt en að það séu snillingar,“ segir Valli. „Það er hægt að fá skemmtilegt fólk til þess að gera margt, en það er ekki hægt að kenna fólki að vera skemmtilegt. Það er líka mikilvægt að gera vinnustaðinn eftirsóttan,“ segir Valli. „Gera umhverfið þannig að fólki langi til þess að vinna með manni. Það er það sem við leggjum hvað mest upp úr. Ég er líka mjög stoltur af því að hér er jafnt hlutfall kynja í stjórnunarstöðum. Stelpur eru duglegri að bögga mann ef þær eru ekki sammála manni. Það eru bara tveir kvenkyns „creative directors“ á Íslandi og þær vinna báðar á PIPAR\TBWA.“ Er ekkert hægt að stoppa Valla sport? „Nei það er erfitt, eina sem stoppar mig er ég sjálfur. Stundum veður maður framúr sér, en maður lendir á löppunum og þrífur upp sinn skít. Ég er samt búinn að átta mig á því að til þess að ganga vel í því sem maður er að gera þá þarf maður að hafa gaman af því,“ segir Valgeir Magnússon, Valli sport. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is


HANDKLÆÐA MARKAÐUR ! g e l m a s á d Dúnmjúk og

Handklæði 70x140 cm 1.969kr 50x70 cm 789kr 33x50 cm 479kr Þvottapokar 16x21 cm 279kr


32

matartíminn

Helgin 27.-29. mars 2015

Þegar Íslendingar borðuðu gull Gunnar Smári Egilsson skrifar um mat og menningu frá Montmartre

gunnarsmari@frettatiminn.is

Við munum reglulega rifja upp sögulegar máltíðir úr Íslandssögunni hér í Matartímanum og byrjum á þeirri sem líklega hefur valdið mestum usla í þjóðarsálinni; þegar gestir Landsbankans sáluga borðuðu risotto zafferano e foglia d’oro í Milanó.

U

m miðjan september 2007 voru bankastjórar Landsbankans, stjórn og æðstu yfirmenn á ferð í Mílanó á Norður-Ítalíu, með völdum hópi velstöndugs fólks - að því er talið var á þeim tíma. Sumir höfðu nýverið efnast stórum á því að selja hlut sinn í Actavis; aðrir höfðu selt kvóta eða lítið fjölskyldufyrirtæki inn í einhvern auðhringinn. En hvað um það; eitt kvöldið sat þessi hópur í veislu og borðaði margrétta máltíð; allt það besta sem Mílanó og nærsveitir hafa upp á bjóða. Og þar á meðal hið víðfræga risotto zafferano e foglia d’oro, sem myndi útleggjast á íslensku sem hrísgrjónagrýta með saffrani og gullþynnu. Þessi gullþynna gerði útslagið með að þessi máltíð í Mílanó varð ein best kynnta máltíð Íslandssögunnar, einskonar nútíma útgáfa af veislunni í Hruna og dansinum sem á eftir fylgdi. Eftir hrun Landsbankans og íslensks efnahagslífs haustið 2008 varð þetta gullát í Mílanó að táknmynd óhófs og sjálfstignunar góðærisáranna; merki um veruleikafirringu fólks sem hélt að það væri auðugt og snjallt og yfir allt og alla hafið; búið að rífa sig svo upp um stétt - ekki bara í nútímaskilningi; heldur miðaldaskilningi; komið í stall með aðlinum á tíma Loðvíks 14. eða ráðamönnum í Róm á tímum Nerós. Fólk sem gat ekki lengur borðað mat eins og almúginn heldur sat til borðs og snæddi gull! Gullæturnar - kölluðu bloggararnir þetta fólk. Ég ætla ekki að fjalla um stöðu Landsbankans á þessum tíma eða háskamerkin sem sáust víða um stöðu íslensks efnahagslífs heldur halda mig við matinn. Þessi réttur: risotto zafferano e foglia d’oro er nefnilega merkilegur í sjálfum sér. Hann er listræn og menningarleg niðurstaða deiglu í ítölsku mannlífi á tilteknum tíma og tilteknum stað - og hann er merk varða í höfundarverki eins fremsta matreiðslumanns Ítalíu: Gualtiero Marchesi.

Aftur til upphafsins

Gualtiero Marchesi fæddist 1930 inn í mikla matarætt; var listfengur sem barn; spilaði á hljóðfæri en varð ungur bergnuminn af matargerðarlistinni. Eftir hefðbundið nám á heimaslóðum í Mílanó og nærsveitum hélt Marchesi til Parísar og vann og lærði á mörgum frábærum veitingastöðum. Og ekki bara í París heldur líka í Dijon og Roanne. Hann snéri aftur heim rúmlega fertugur; fullskapaður listamaður eldhússins; ekki bara fullnuma á allri tækni heldur altalandi á þá menningarlegu orðræðu sem öll góð matargerðarlist er í raun og veru. Á Frakklandsárunum hafði Marchesi tekið þátt í einni af þeim bylgjum endursköpunar sem reglulega ríða yfir franska eldhúsið. Að stofni til er það sem við köllum franskt eldhús; hirðeldhús. Það mótaðist við ógnarfjölmenna hirð Frakkakóngs í nokkrar aldir; sótti hráefni langt að úr víðfeðmu ríki konungs, byggði á og sameinaði tækni mismunandi héraða og skóp eitthvað nýtt og áður óþekkt; hefð sem var svo kostnaðarsöm og þurftafrek að hún verður ekki til nema við alveg sérstakar aðstæður. Í raun eigum við bara fáeinar matarlistarstefnur sem byggja á svipuðum meið; Japanska hirðeldhúsið, það Suður-kínverska og það Thailenska. Eins og franska eldhúsið einkennast þessi eldhús af óvenju fjölbreytilegum aðferðum, hráefnum, tækjum og tólum sem önnur landsvæði höfðu ekki aðstæður til að safna saman og þróa. En þótt franska eldhúsið sé mótað við hirð-

Risotto zafferano e foglia d’oro skipar svipaðan sess í Íslandssögunni og kökurnar sem Marie Antoinette vildi að svanga fólkið í París borðaði - og álíka misskilinn.

ina þá sækir það hjartað og sálina út í héröðin. Og það getur ekki lifað án þess að sækja þangað endurreisn og endursköpun með reglulegu millibili. Í því fólst bylting Escoffier í lok þar síðustu aldar og í því fólst líka gagnrýni ungra matreiðslumanna í Frakklandi uppúr 1960; bylgju sem seinna var kölluð nýja eldhúsið eða nouvelle cuisine. Ungu mennirnir beittu sömu gagnrýni á stöðnun franska eldhússins og Escoffier hafði sjálfur gert á eldhús sér eldri manna; og skipti þá engu þótt það eldhús sem ungu mennirnir sögðu staðnað og stofnanavætt væri einmitt sprottið af stefnu og aðferðum Escoffier. Í sjálfu sér er þetta ekkert skrítið; heldur saga allra lista. Hún hefur tilhneigingu til að þorna upp og verða að stofnun; tilgerðaleg endurtekning á gömlum stefum sem fyrir löngu eru orðin innihaldslaus og án erindis. Þá rjúka menn til og sækja endurnýjun annað hvort í söguna, til lágstéttanna eða út í sveitirnar; snúa eilítið upp á þetta og kynna sem eitthvað alveg nýtt og ferskt. En ég ætla ekki að fara nánar út í þetta; aðeins minna á að á meðan Ítalía gekk í gegnum miklar samfélagslegar byltingar á eftirstríðsárunum var Marchesi staddur í Frakklandi; upptekinn við að fella úr sessi þá heilögustu eldhúskú sem sett hefur verið á stall; franska klassíska eldhúsið að hætti Escoffier.

Héraðaeldhúsin hittast

Ítalska eldhúsið er ekki hirðeldhús eins og það franska. Ítalía varð aldrei ein ríkisheild eins og Frakkland. Á meðan Frakklandskóngar, Napóleon og fyrsta, annað, þriðja og fjórða

Gualtiero Marchesi

Carlo Petrini

Eins og aðrir endureisnarmenn sótti Gualtiero Marchesi aftur í fornar hefðir til að endurnýja ítalska eldhúsið. Hann vildi ýta burt prjáli og óþarfa og hefja einfaldleikann upp á stall. Þess vegna lagði hann gullþynnu yfir soðin hrísgrjón. Á sama tíma og Gualtiero Marchesi hvatti fólk til að horfa aftur til einfaldleikans með matargerð sinni í Mílanó tók Carlo Petrini til við í Róm að skrifa stefnuyfirlýsingu um það sama og kallaði Slow Food.

lýðveldið franska voru að berja fólk úr ólíkum heröðum Frakklands í eina þjóðarheild var Ítalía enn ekki annað en safnhaugur af smáfurstadæmum - líkt og Þýskaland. Að tala um ítalskt eldhús fyrir mannsaldri eða svo; var því álíka merkingarlaust og að tala um þýskt eldhús; það hefði ekki nokkur maður skilið hugtakið. Ítalía varð ekki eitt ríki fyrr en við lok nítjándu aldar og þurfti að ganga í gegnum einkar heimskulegt bernskutímabil; kjánalegan kóng og enn hlægilegri fasistaleiðtoga. Það er því ekki fyrr en eftir seinna stríð sem eitthvað byrjar að verða til sem getur kallast nútímaleg Ítalía.

Þá springur út blómatími á Norður-Ítalíu. Norður-Ítalía verður það sem Kína er í dag; deigla og samfélagslegur suðupottur sem byggir á efnahagslegum uppgangi sem aftur byggir á ódýru vinnuafli. Og ódýra vinnuaflið var fólkið að sunnan; úr suðurhéröðum Ítalíu sem flykktust norður til að búa til ódýr heimilistæki og bíla. Í borgunum mættist fólk sem var eins ólíkt og hugsast gat. Það nægir að skoða matinn sem það borðaði til að sjá að það var í raun fáheyrð bjartsýni að ætla að gera úr þessu fólki eina samstæða þjóðarheild. Þegar norðanmenn átu smjör notuðu sunnanmenn olívuolíu; þegar norðanmenn fengu sér hrísgrjón var pasta í matinn fyrir sunnan; þegar norðanmenn settu þurrkaða svínaskinku í matinn til að gefa bragð notuðu sunnanmenn ansjósur; norðanmenn röspuðu parmesan yfir matinn en sunnan pcorino - og svo áfram endalaust. En þegar afslöppuð lífsafstaða að sunnan og rann saman við einbeitni að norðan varð til eitthvað nýtt; sem um skamma tíð gaf ungum Ítölum væntingar um nýja bjarta tíð; spennandi, iðandi, smarta og ögrandi. Og það fór svo sem ekki framhjá neinum að eitthvað nýtt og spennandi var í gangi á Ítalíu. Þaðan komu ekki bara ódýrir Zanussiískápar og Fíat lýs, heldur Vespur og Ferrari, smartasta tískan, Fellini og Sophia Loren. Ítalía komst í tísku.

Ítalska veitingaeldhúsið verður til

Það var í borgum Norður-Ítalíu sem deiglan var mest. Þar blandaðist saman fólk úr öllum deildum Ítalíu. Þar spruttu upp veitingahús sem samræmdu ólík sveitaeldhús og hefðir úr


matartíminn 33

Helgin 27.-29. mars 2015

smáum borgum og stórum og smátt og smátt varð til það sem kalla má nútíma-ítalskt-veitingaeldhús - sem er það veitingaeldhús sem hefur breiðst hraðast út um heiminn og má finna víðast. En veitingaeldhús er ekki það sama og heimaeldhús. Réttir sem heima eru unnir úr afgöngum verða sjálfstæðari á veitingastaðnum; það sem var látið malla í potti heilan dag á hlóðunum í sveitinni þarf að útbúa eftir pöntun á fáeinum mínútum á veitingastaðnum. Það sem er flókið er einfaldað á veitingahúsum; það sem er mismunandi er staðlað; það sem er spilað eftir hendinni er formað og fastmótað svo það megi ganga að því sem vísu. Margbreytilegur smekkur verður staðlaður; það rísa upp skólar sem segja hvernig rétt sé að sjóða pasta, hversu þykkt á að sneiða skinku og á hverskonar pasta sé rétt að raspa Parmigiano og hvert ekki. Svona umbreyting úr heimaeldhúsi yfir í opinbert eldhús hefur reyndar gengið hljóðlausar fyrir sig í flestum löndum öðrum en Ítalíu. Þar er það jafn ómissandi hluti máltíðarinnar og brauð eða salt; að rífast um hvaða olívuolía sé best, hvort raspa eigi ost ofan á sjávarréttapasta eða hvort bestu þurrkuðu hrognin séu frá Sardiníu eða Sikiley. En þótt Ítalir rífist enn um þetta yfir borðum var það engu að síður svo þegar Gualtiero Marchesi snéri aftur heim eftir langdvöl í Frakklandi að ítalska veitingaeldhúsið var tekið að staðna; sat fast í sömu réttunum.

siður í fjöldaframleiddri menningu eða ómenningu sem var steypt yfir heimsbyggðina í krafti auðs og áhrifa. Petrini og félagar suðu spaghetti fyrir utan McDonalds og buðu fólki. Ekki svíkja okkar eigin menningu fyrir bragðlausan hamborgara, sögðu þau við þá sem stöldruðu við. En því miður voru flest þeirra sem þáðu ókeypis spaghetti túristar sem skyldu ekki orð í ítölsku og höfðu enga innsýn inn í þessi menningarlegu meginlönd sem þarna laust saman. En þar sem Petrini stóð og starði á McDonsalds-skilti laust niður í honum hugsun: Hvað í veröldinni er ég að gera? hugsaði hann. Hér stend ég, gamli kommúnistinn og gáfumaðurinn og skilgreini mig

sem EKKI-McDonalds? Hvað er aumara en það? Það er þó skárra að vera McDonalds sjálfur en ekkiMcDonalds! Petrini lagði því frá sér ausuna og fór heim. McDonalds-staðurinn við spönsku tröppurnar opnaði og var sá fyrsti í heiminum sem bauð upp á spaghetti auk hamborgara. En Petrini skrifaði útlistun á því hver hann var án þess að nota orðið EKKI. Hann var ekki EKKI-fast food heldur var hann slow food; og í því fólst að borða mat sem var árstíðarbundinn og svæðisbundinn; tengdur sögu menningar okkar og fjölskyldu; mat sem var búinn til með aðferðum sem við lærðum af foreldrum okkar og ömmum og öfum og kenndum börnum okkar og barnabörnum. Matur

Sorglegt. Það er síðan mikill misskilningur að risotto zafferano e foglia d’oro sé dýr réttur. Það má kaupa 25 þynnur á 43 dollara a Amazon eða um 230 krónur stykkið. Þegar Landsbankamenn borðuðu risottóið sitt í Mílanó var krónan miklu sterkari svo gullþynnan hefur vart kostað meira en 100 krónur á þáverandi gengi. Það eru mörg hráefni dýrari en þetta; það er meira að segja hugsanlegt að saffranið sem fór í réttinn hafi kostað meira en gullið. Það er heldur ekki svo óalgengt að gull sé notað í mat. Það er útbreiddur siður á Indlandi að skreyta mat með gulli og alsiða í konfektgerð. Það er meira að segja hægt að kaupa vodka með gullþynnum út í.

sem er ekki fóður fyrir líkamann heldur andagift og menningarleg geymd; sögur, ljóð, glens og gaman, sorg og svekkelsi - hvaðeina sem kemur til okkar úr sögunni og við berum áfram inn í framtíðina.

Mislesin skilaboð

Þessi voru skilaboðin sem gullið á diskum gesta Landsbankamanna í Mílanó haustið 2007 vildu koma áfram. Verið trú hinu einfalda og hljóðláta. Haldið ykkur við hefðirnar. Ekki gleyma upprunanum. Því miður misfórust þessi skilaboð á leiðinni til Íslands. Í stað þess að segja sögu af nauðsyn þess að hlúa að rótunum urðu þau að táknmynd rótleysis, kúltúrleysis og heimsku hinna nýríku.

Fátækramaturinn kringdur

Komandi frá Frakklandi - landi byltingarinnar - vissi Marchesi lausnina á þessum vanda. Hann tók því einfaldasta rétt sinna heimahaga; einskonar naglasúpu þeirra Milanómanna; rétt sem búinn til úr því sem finna má í flestum eldhúsum - og hann eldaði hann eins vel og hann gat; af eins mikilli ástúð og hann fann hjá sér og af allri þeiri færni sem hann bjó yfir. Hann bræddi smjör á pönnu og steikti í því lauk við vægan hita. Bætti síðan við arborio-hrísgrjónum og velti þeim uppúr smjörinu um stund. Þegar hrísgrjónin höfðu drukkið í sig smjörið hellti hann einu hvítvínsglasi á pönnuna og lét það sjóða niður. Síðan hellti hann ausu af heitu grænmetissoði á pönnuna og leyfði hrísgrjónunum að drekka það í sig áður en hann bætti við nýrri ausu - en þá af grænmetissoði sem nokkrir þræðir af saffrani höfðu verið leystir upp í. Og svo koll af kolli; alltaf til skiptis; ein ausa af soði og önnur af soði með saffrani. Þegar hrísgrjónin voru við það að verða soðin tók Marchesi pönnuna af hellunni, kryddaði rísottóið til með salti og pipar og leyfði því að jafna sig aðeins undir loki. Síðan raspaði hann Grana-ost út á og blandaði saman við rísottóið og skammtaði svo á diskana. En áður en þjónarnir komu og báru þennan einfalda rétt á borð lagði Marchesi eina gullþynnu yfir risottóið á hverjum diski. Það þarf ekki djúpt menningarlæsi til að skilja hvað Marchesi var að segja; skilaboðin voru skýr; einfaldleikinn sigrar allt. Arfur okkar er fátækraeldhúsið. Við megum aldrei gleyma sögunni eða rótunum. Þaðan komum við og þangað munum við aftur hverfa.

Miðlungsbrennt malað kaffi úr 100% Arabica baunum

Rautt Merrild er miðlungsbrennt sígillt kaffi, fullkomið og bragðmikið. Miðlungsbrennsla þýðir að baunir eru ristaðar þar til þær fá ljósbrúnana lit, ljúfan og jafnan keim og notalegan ilm.

Á sama tíma og Marchesi var að senda frá sér menningarpólitísk skilaboð með rísottói stóð annar Ítali fyrir utan McDonalds-stað sem átti að opna við endann á spönsku tröppunum í Róm. Þetta var Carlo Petrini. Hann stóð þarna í hópi ítölsku intellígensíunnar að mótmæla amerískum imperíalisma sem birtist ekki bara í ofbeldi gagnvart smærri þjóðum; heldur ekki

ENNEMM / SIA • NM67254

Við erum ræturnar

HÆG UPPÁHELLING BÝR TIL GÓÐAR STUNDIR – svona gerirðu betra kaffi

1

Settu kaffipoka í trektina.

2

Mældu sléttfulla matskeið í pokann fyrir hvern bolla eða 6-7 g á 1,5 dl. Örlítið meira ef þú vilt hafa kaffið sterkt.

Bíddu augnablik eftir að vatnið er búið að sjóða – best er að hitastigið sé u.þ.b. 93°C. Helltu dálitlu vatni yfir kaffið, rétt til að bleyta upp í því.

4

Haltu áfram að hella vatninu smám saman þar til kaffið er tilbúið.


FERMINGA

ÚRVALIÐ ER Í STÆRSTU TÖLVUVERSLUN 60 3840x21

4K-UHD RU 960 ALVÖ 4GB GTX JÁKORT! LEIKJASK

PÁSK TILBOA Ð AÐEINS 1.STK Á MANN

4K-UHD

Y504K Y50

LVMIANGLIARNTIÍ FER

LÚXUS LEIKJAFARTÖLVA FRÁ LENOVO

PAKKANN;)

Ótrúlegt leikjaskrímsli frá Lenovo drekkhlaðin allri nýjustu tækni með 4K ULTRA-HD skjá og gífurlega öflugu GTX 960 leikjaskjákorti. • • • • • • • • •

BAKLÝST

LYKLAB FULLRI STORÐ Í ÆRÐ

KÜRBISBT

MG7550 7550

• • • • • • •

• • • • • • • •

50W RMS og 50Hz - 20kHz tíðnissvið Öflug 5.25” segulvarin bassakeila Hárnákvæmur 1” tweeter úr silki Drone FX tæknin skilar kristaltærum hljóm Hammer Bass tækni fyrir meiri bassa Bluetooth móttakari RCA og jack tengi Tengist þráðlaust við síma og fleiri tæki

249.900 ÞESSI VAR AÐ LENDA:)

16 MILLJ

HE NTA

R HVAÐA STE

ÓN

VE R ÐI

ÞÚ FÆRÐ

MACBOOK

R!

SE M

SE ME

NS K

L

O AB

ÍSLE

R LÍMMIÐAR Á ETU LYK

UM

DU

LIT DU VEL

L IR

21.900 ALGENGT VERÐ 29.995

TI

ÖRÞUNN AÐEINST 18mm OG FISLÉT

L

2014

24.900 BLUETOOTH ÞRÁÐLAUST

G

U

8555GTK

IN MN

LEIKJAHEYRNARTÓL

V5-552G AMD A8-5557M Quad Core 3.1GHz Turbo 8GB DDR3 1600MHz vinnsluminni 1TB SATA3 Ultra Fast harðdiskur 15.6’’ HD LED CineCrystal 1366x768 2GB HD8750M DUAL leikjaskjákort 300Mbps WiFi, Bluetooth 4.0, USB 3.0 4.0 Dolby Home Theater v4 hljóðkerfi 720p HD Crystal Eye vefmyndavél Windows 8.1 64-bit, hlaðið nýjungum

Ð!

BE E TR A V

R

EN

Á BETRA VERÐI MEÐ ÍSLENSKUM LETUR N LÍMMIÐUM

• • • • • • • • •

13” RETINA 256GB

119.900

249.900 ALGENGT VERÐ 309.990

E

In rtölva með 4GB 15.6” fare örgjörva, Dual Co 500GB disk og , ni in m 8.1 Windows

EX2508

49.900

iPadAir2 9.7” RETINA WiFi 64GB

99.900

ALGENGT VERÐ 119.990

7

15.6” ACER EXTENSA

• • • • • • • •

Intel Core i5-4288U 3.1GHz Turbo 4xHT 8GB DDR3 1600MHz vinnsluminni 256GB SSD PCIe Flash - 60% hraðari 13.3’’ IPS Retina 2560x1600 skjár Intel Iris Graphics og HDMI tengi AC WiFi, BT4.0, USB 3.0, Thunderbolt 2 Apple OS X Mavericks stýrikerfi

VINSÆLASTA FARTÖLVAN OKKAR;)

ACER A XTENStel

Þráðlaus lúxus leikjaheyrnartól frá Creative með ofur flottri RGB lýsingu, aftengjanlegur mic og sérstaklega hönnuð til þess að skila ótrúlega nákvæmum og þéttum hljómi til þín ;)

MacBookPro Pro • • • • • • •

3 LITIR

16GB AIR2 WIFI

74.900

25 Þ ÚSUND LÆ GRA VER

ALGENGT

Prentar, skannar og ljósritar - þráðlaust! 6 hylki (550-PGBK, 551-Y/M/C/BK/GY) Prentar báðum megin með Auto Duplex ISO hraði 15 bls á mín í svörtu / 10 í lit AirPrint sem prentar frá Android o. fl. 1200x2400dpi hágæða A4 skanni 6.2cm litaskjár sýnir myndir og aðgerðir USB 2.0 og WiFi, PC, Mac og Linux

LI

NÝ KYNSLÓÐ

WiFi FJÖLNOTATÆKI

2.1 HLJÓÐKERFI

Intel Core i7-4720HQ 3.6GHz Turbo 8xHT 16GB DDR3 1600MHz vinnsluminni 1TB SSHD og 8GB SSD Hybrid diskur 15.6’’ Ultra HD 4K IPS skjár 3840x2160 4GB GeForce GTX 960M leikjaskjákort 2.1 JBL Dolby Digital Plus hljóðkerfi AccuType lyklaborð með baklýsingu 433Mbps WiFi AC, Bluetooth 4.0, USB 3.0 Windows 8.1 64-bit, hlaðið nýjungum

VERÐ 99

Ð!

.990

16GB iPad Air 2

Ótrúleg þráðlaus Creative heyrnartól Sérhönnuð með leikjaspilun í huga Hágæða 50mm Neodymium hátalarar Hámarks hljómgæði með SBX Pro Studio Sérstillanleg RGB lýsing á heyrnartólum Hnappar til að stýra öllum helstu aðgerðum Aftengjanlegur noise cancelling hljóðnemi 16 tíma afspilun sem hleður meðan þú spilar

19.900 ÞRÁÐLAUS LEIKJAHEYRNARTÓL HEYRNARTÓL

ACER

B1-750

ICONIA

19.900

Ný kynslóð enn öflugri og þynnri spjaldtölva frá Acer með 7” IPS HD fjölsnertiskjá með Zero Air Gap og Anti-fingerprint tækni

1TB SLIM

KEMUR Í

FJÓRUM LITUM!

7

3 LITIR

7” SPJALDTÖLVA

1TB SLIM FLAKKARI

OPNUNARTÍMAR

Virka daga 10:00 - 18:30 Laugardaga 11:00 - 16:00

14.900

Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900


ARVEISLA

N LANDSINS • NÝR 8 BLS BÆKLINGUR

SNJALLÚR

Pebble snjallúrin eru með baklýstum LED 1.26” e-paper skjá, BT 4.0 og allt að 7 daga rafhlöðu:)

Frá 19.900 FERMINGARGJÖFIN Í ÁR:)

” 0 5JÓNVARP

I HDM I G N E TDMI OG VGA H

S

VINUR BOOK ARP E C A F V N N HEPPINUR 50” SJÓ A VINN RÁ SALOR F

TENGI

” 2JÁ7 IR FRÁ SK

34.900

24” FULL HD

Stórglæsilegur skjár frá V7 með FULL HD upplausn og öfluga 4W innbyggða hátalara!

24.900 ÓTRÚLEGT VERÐ!

8 B L S BÆ

ÚRVAL

KLINGUR

GLÆNÝR B Æ Á WWW.TO KLINGUR MEÐ GAGNLVUTEK.IS V KÖRFUHNAIRKUM PP

STÆRSTA TÖLVUVERSLUN LANDSINS

Hallarmúla 2 Reykjavík

LESTÖLVÁA Á VERÐI FR

16.900

SENDUM

FRÍTT

ÖRUR ALLAR V A K TIL PÁS

AMAZONKINDLE

Ný Kindle lestölva með 6’’ E-Ink skjá sem glampar ekki á. 15% hraðari síðuflettingar og skýrari leturgerðir.

16.900 ALLTAF BETRA VERÐ!

STÆRSTA TÖLVUVERSLUN NORÐURLANDS

Undirhlíð 2 Akureyri

Birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl

R ÞÚ

VINNU


36

Meiri sól

með Gaman Ferðum!

viðhorf

Fortíðarþrá miðaldra manns

É

HELGARPISTILL

Tenerife Las Palmeras **** Frá:

99.900 kr.

Verð á mann í tvíbýli. Tímabil: Valdar dagsetningar í maí. Innifalið er flug með sköttum, gisting í 7 nætur með hálfu fæði og 20 kg taska báðar leiðir.

Hannes Friðbjarnarson hannes@ frettatiminn.is

Tenerife Costa Adeje Palace **** Frá:

109.900 kr.

Verð á mann í tvíbýli. Tímabil: Valdar dagsetningar í apríl og maí. Innifalið er flug með sköttum, gisting í 7 nætur með hálfu fæði og 20 kg taska báðar leiðir.

Alicante Hotel Kaktus Albir **** Frá:

59.900 kr.

Verð á mann í tvíbýli. Tímabil: Valdar dagsetningar í apríl og maí. Innifalið er flug með sköttum, gisting í 3 nætur með hálfu fæði og 12 kg handfarangur báðar leiðir.

Alicante / Albir Albir Playa Hotel ****

89.900 kr.

Verð á mann í tvíbýli. Tímabil: Valdar dagsetningar í apríl og maí. Innifalið er flug með sköttum, gisting í 7 nætur með hálfu fæði og 20 kg taska báðar leiðir.

www.gaman.is / gaman@gaman.is / Gaman Ferðir fljúga með WOW air

Teikning/Hari

Frá:

Helgin 27.-29. mars 2015

Ég átti samtal við æskuvini mína um daginn um uppeldi barnanna okkar. Við vorum ekki að tala um einhverja þjóðfélagslega ábyrgð eða fordómalausa hugsun. Við vorum að tala um kvikmyndir og sjón­ varpsþætti sem við ólumst upp við að horfa á, og erum með miklum sannfæringarkrafti að láta okkar börn horfa á. Svona til þess að upp­ hefja okkar eigin æsku um leið og við neitum að viðurkenna það fyrir sjálfum okkur að flestar þessar myndir standast ekki tímans tönn. Margt er skemmtilegt, annað alls ekki. Sem eru meiri vonbrigði en fólk gerir sér grein fyrir. Mín kyn­ slóð ólst upp með hetjum á borð við Michael J.Fox, Eddie Murphy, Rob Lowe og Emilio Estevez. Ég er ennþá á því að Rob Lowe beri höfuð og herðar yfir Brad Pitt í kynþokka, og Demi Moore sé sú allra flottasta. Sem segir hvað mest um hvað ég er fastur í fortíðinni. Undanfarin ár höfum við vinirnir verið að sýna börnunum okkar klassíkera eins og Back to the future trílógíuna, sem er enn skemmtileg. Star Wars, gömlu myndirnar sem hafa vakið ótrúlegustu spurningar barnanna okkar (spurningar, sem við allir höfðum ekki vitsmuni til þess að spyrja um fyrir 30 árum), og ýmsar aðrar myndir. Það sem er verst í þessu ferli er uppgötvunin að myndir, sem hafa verið sveipaðar dýrðarljóma í áranna rás og maður man hvað maður fékk sér í Stjörnu­ bíó þegar maður sá myndirnar, eru í raun drepleiðinlegar. Um daginn horfði ég á kvikmyndina Beetlejuice með syni mínum sem er á tólfta ári. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar og var farinn að rifja upp allskonar móment sem ég mundi eftir áður en veislan hófst, og talaði sigur­ reifur um Michael Keaton sem fékk næstum því Óskar um daginn. Með snakk og sódavatn og óraunhæfar væntingar föðursins settumst við í sófann og komum okkur vel fyrir, og myndin hófst. Eftir 25 mínútur var hausinn á mér á einhverjum stað sem ég þekkti ekki. Allskonar endurminningar og nostalgíur voru farnar að birtast og nú voru þær í meiri móðu en áður. Var æska mín ekki eins frábær og ég hef haldið? Var Rob Lowe ekki flottur í Young­ blood? Er Duran Duran ekki besta hljómsveit allra tíma? Ég var efins, og um leið hræddur. Sonurinn horfði á Beetlejuice og stökk ekki bros, og mér fannst hún svo leiðinleg að það var eins og hún gerðist í rauntíma. Eins og Spaug­ stofan með Randveri hefði tekið Michael Keaton yfir! Við horfðum á myndina og eina sem sonurinn sagði var: „Góða nótt“. Skildi mig eftir

án nokkurra spurninga, eins og ég hefði neytt hann til þess að gera ein­ hvern hræðilegan hlut. Sem betur fer því ég hafði engin svör. Bara spurningar, og nóg af þeim. Hvað er að gerast? Getur verið að ég sé að verða foreldrar mínir? Einhver miðaldra maður sem segir; „Svona var þetta nú ekki í gamla daga,“ eða „Þetta hefur aldrei verið gert svona.“ Ég trúi þessu ekki. Stuttu seinna tók ég upp þráðinn og vildi horfa á aðra mynd. Ég ætlaði ekki að gefast upp. Three Amigos var á RÚV. Ég herti upp hugann og hugsaði með mér að þessi mynd væri ein af bestu grínmyndum sem gerðar hafa verið. Ég mun endur­ heimta stoltið, og það svo um munar. Myndin hófst, og 36 klukkutím­ um síðar, að mér fannst, kláraðist hún. Vissulega var hún fyndnari en Bjöllusafinn en ekki í líkingu við vonir mínar, sem lágu mölbrotnar á stofugólfinu. Sonurinn hló að vísu aðeins meira í þetta skiptið, en ég var ekki að átta mig á því hvort það væri af góðmennsku svo niðurlæg­ ing mín væri ekki alger, eða honum hafi myndin bara verið ágæt. Þetta hefur kennt mér að það var ekki allt svona frábært á níunda áratugnum. Fyrir utan Star Wars og tónlistina. Þessi áratugur var lang­ bestur hvað það varðar. Ég ætla ekki að horfa á fleiri myndir úr æsku minni, án þess að slá stóran var­ nagla við. Nú mun ég alltaf segja við soninn: „Það getur vel verið að þér finnist þetta ekkert skemmtilegt“, og ég mun taka því með miklum fyrirvara ef hann segist finnast þessar myndir skemmtilegar. Með­ virkni með foreldrum er nefnilega mjög algeng meðal barna. Lærdómurinn er sá að hlutirnir þróast. Maður á ekki að vera með fordóma gagnvart nýjum hlutum. Nýjum kvikmyndum, nýrri tónlist eða nýjum græjum. Maður á ekki að vera fastur í einhverju sem var, því í rauninni var það ekkert eins geggjað og maður hélt. Það væri samt mjög gaman að verða vitni að því þegar sonur minn fær vonandi tækifæri til þess að upp­ lifa það sama, með sínum börnum. Ég mundi gefa mikið fyrir það að sjá svipinn á barnabörnum mínum þegar hann horfir á Hot Tub Time Machine eða 22 Jump Street með þeim. Hugsanlega endar hann kvöldið á því að skríða um stofugólf­ ið að safna saman sínum mölbrotnu minningarbrotum og segir, „Svona var þetta nú ekki á tólfta áratugn­ um.“ Ég ætla samt að halda áfram að hlusta á Duran Duran og Nik Kers­ haw. Það er allavega ekki verið að svíkja mig í þeim efnum. Ennþá.


viðhorf 37

Helgin 27.­29. mars 2015

Ránið í Seðlabankanum undirbúið

Gunnar Smári Egilsson.

Gunnar Smári Egilsson bloggar reglulega á vef Fréttatímans. Vinsælasta færsla hans í vikunni fjallaði um fyrirheit stjórnvalda að fjölga Seðlabankastjórum í þrjá. Ástæðan fyrir að stjórnarflokkarnir vilja hafa þrjá Seðlabankastjóra er að sú skipan hentaði þeim vel – þótt hún hafi reynst almenningi ákaflega illa. Hagsmunir þessara tveggja, almennings annars vegar og Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hins vegar, hafa sjaldan farið saman. Segja má þvert á móti að flokkarnir hafi verið helsta hindrunin fyrir því að lífskjör almennings á Íslandi gætu orðið sambærileg og þau eru í nágrannalöndunum. Áhersla Framsóknar- og Sjálf-

Heitustu kolin á

stæðisflokksins á eigin hagsmuni umfram hagsmuni almennings hefur eitrað íslenskt samfélag á margvíslegan máta. Flokkarnir hafa skipað sitt fólk í mikilvægar stöður innan ríkiskerfisins þótt það hafi lítið til brunns að bera til að geta sinnt starfinu. Stofnanir sem ætlað er að gæta hagsmuna almennings hafa þannig verið lamaðar vegna getuleysis stjórnenda. Þegar á reynir velja þeir ætíð hagsmuni ríkisvaldsins fram yfir hagsmuni almennings. Hags-

munir ríkisvalds á Íslandi eru fyrst og fremst hagsmunir Framsóknarog Sjálfstæðisflokks. Þetta á við um fjölmargar ríkisstofnanir en einnig dómskerfið. Þar sitja fulltrúar stjórnarflokkanna í dómarasæti og gæta þess að í öllum málum séu hagsmunir flokkanna teknir fram yfir hagsmuni almennings. Af þeim sökum hafa íslenskir dómstólar ekki varið rétt almennings gagnvart ríkisvaldinu og stjórnmálaflokkum. Almenningi hefur í nokkrum tilfellum tekist að

sækja réttlæti til erlendra dómstóla. Án þeirra væru réttindi almennings enn verr varin á Íslandi. Hagsmunir Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafa ekki einvörðungu stjórnað ríkiskerfinu heldur einnig atvinnu- og viðskiptalífinu – sem flokkarnir hafa mótað með tökum sínum á ríkisvaldinu. Yfir svo til öllum geirum atvinnulífsins drottna fyrirtæki sem segja má að hafi verið hluti af Framsóknar- og Sjálfstæðisflokknum. Flokkarnir vernduðu yfirburðastöðu fyrirtækj-

anna á markaði og fyrirtækin héldu uppi starfsemi flokkanna með fjármagni. Þetta fyrirkomulag hindraði frjálsa samkeppni, hækkaði verð og svipti almenning helstu kostum markaðsbúskapar, eins og hann var stundaður í nágrannalöndunum.“ Nánar á www.frettatiminn.is

TAKMARKAÐ MAGN á afmælistilboði

Það ætlaði allt um koll að keyra á Twitter á miðvikudag og fimmtudag vegna #FreeTheNipple. Á meðan unga fólkið átti sviðið þar klóraði eldra fólkið sér í hausnum á Facebook. Ég gat ekki ímyndað mér að einhver hefði áhuga á sjá geirvörtur mínar í lausagangi og varð því ákaflega hissa í morgun þegar ég var rukkuð um myndina yfir morgunkaffinu á Kaffifélaginu. ?#?FreeT?­ heNipple. Marta María Jónasdóttir Smartlandsstýra. Einu litningagallarnir sem ég hef áhyggjur af eru kvenfyrirlitningakallarnir. Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur. Ég vissi ekki að geirvartan væri í ánauð ... Alltaf að læra. Friðrika Benónýsdóttir bókmenntagagnrýnandi. Það býr einhver ofurmannlegur kraftur í fólki sem er 10­15 árum yngra en ég. Skrítið að feisa það en ég grenja af aðdáun. ?#?FreeTheNipple? Hildur Lilliendahl Viggósdóttir baráttukona. Farið með mig á öldrunarstofnun. Ég er ekki að ná þessu. Erum við ekki nýbúin að vera að messa yfir unglingunum okkar um að setja ekki hvað sem er á snapchat eða aðra samfélagsmiðla því netið gleymir engu og myndirnar geta elt viðkomandi um aldur og ævi? Margrét Tryggvadóttir fyrrum alþingiskona Ískalt á geirvörtudeginum. Reynir Traustason blaðamaður sem birti myndband af sér í sjósundi. Biggi lögga botnar ekki í frelsun frelsun geirvörtunnar. Ég botna ekki í Bigga löggu. Botnar yfir­ leitt nokkur í neinum einasta hlut á þessum síðustu og verstu? Kjartan Guðmundsson útvarpsmaður. Frelsum geirvörtuna­dagurinn er alveg hámark plebbismans Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi. Hvert er álit Þor­ steins Pálssonar á freethenipple? Helgi Seljan sjónvarpsmaður.

40% afsláttur fram að páskum

96%

Sendum frítt lindesign.is

eigenda ánægðir með dúnsængina.

Kíktu á könnunina lindesign.is

Dúnsængurnar eru hannaðar og framleiddar af Lín Design fyrir íslenskar aðstæður

10 ára afmælistilboð

Við fögnum 15.000 ánægðum viðskiptavinum og bjóðum fleiri í hópinn með risa afmælistilboði á öllum dúnsængum sem gildir fram að páskum. UNGBARNA

Stærð 70x100 200 grömm dúnn

Verð 12.980 kr

Tilboð 7.788 kr

BARNA

FULLORÐINS

400 grömm dúnn

790 grömm dúnn

Stærð 100x140 Stærð 140x200 Verð 16.980 kr

Verð 39.990 kr

Tilboð 10.194 kr Tilboð 23.990 kr

Léttar og hlýjar dúnsængur sem færa þér einstakan svefn. Eingöngu 100% náttúruleg efni, dúnn & bómull. Allur dúnn er hitahreinsaður án kemískra efna.

Lín Design

. Laugavegi 176 . Glerártorgi Akureyri . 533 2220 . lindesign.is


38

ferðalög

Helgin 27.-29. mars 2015

Borg englanna Los Angeles í Kaliforníu er önnur fjölmennasta borg Bandaríkjanna og hún er þekktust fyrir Hollywood og kvikmyndastjörnur. Þetta er sólrík og heit borg sem stendur við ströndina og er umvafin löngum og fallegum fjallgarði og hefur upp á heilmikið að bjóða.

B

esta flugleiðin frá Íslandi til Kaliforníu er í gegnum Seattle eða Denver og þaðan er rúmlega tveggja tíma flug til Los Angeles. Tímamismunurinn er 8 tímar á eftir íslenskum tíma á veturna og 7 á sumrin. Það tekur því alltaf nokkra daga að jafna sig og það þarf mun meira en eina helgi til að njóta borgarinnar. Almenningssamgöngur eru ekki upp á það besta í borginni, þótt verið sé að vinna að því hörðum höndum um þessar mundir að bæta úr því og vonir standa til að á næstu árum batni þær til muna. Því er nauðsynlegt að leigja sér bíl til að ferðast um og þá skapast möguleiki á að keyra upp með ströndinni eftir þjóðvegi númer eitt eða fara í vínsmökkun. Hér er lítið brot af því sem hægt er að sjá og gera í borginni.

Ströndin

Strendurnar eru hvítar, hreinar og fallegar og sjórinn er heitastur seinni part sumars og langt fram á haustið. Þekktustu strendurnar eru Santa Monica, Venice og Malibu og eru þetta frábærir staðir til að fara á brimbretti en það er hægt að leigja þau niður við strönd og fá kennslu. Skemmtilegt er að keyra upp með strandlengjunni og það eru miklar líkur á að höfrungar séu að leika sér í sjónum, sérstaklega á haustin. Það er líka gaman að leigja sér hjól og hjóla meðfram Venice og Santa Monica.

Stórfengleg borg

Beint flug frá Keflavík og Akureyri 14.-17. maí

Riga Lettlandi

Venice og Santa Monica

Úrval veitingahúsa, verslana (m.a. H&M) og kaffihúsa. Næturlíf eins og það gerist best. Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er verndaður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu.

Verð í tveggja manna herbergi kr. 98.900,Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, íslensk fararstjórn og rúta til og frá flugvelli. Trans Atlantic sérhæfir sig í ferðum til Eystrasaltslanda.

Upplýsingar í síma 588 8900

Litríkt götulíf, vaxtarræktartröll, hjólabrettakúnstir, hippar og tónlist einkenna strandlífið í Venice. Þar er aldrei nein lognmolla og hefur staðurinn mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. En Venice er einnig þekkt fyrir verslunargötuna Abbot Kinney og kanalana. Abbot Kinney þykir ein svalasta verslunargatan í Bandaríkjunum og þar er mikið af flottum litlum verslunum og kaffihúsum og góðum veitingastöðum. Kanalarnir liggja neðan við Abbot Kinney en þeir eru vel geymt leyndarmál sem ferðamenn vita margir hverjir ekki af. Santa Monica er við hlið Venice og er þekktust fyrir The Pier en það er skemmtigarður með rússíbana og risastóru parísarhjóli á bryggjunni. Í Santa Monica er jafnframt að finna einu verslunargötuna í borginni sem er göngugata.

Downtown

Lengi vel var Downtown líflaus staður og það var helst á vinnutíma sem fólk var þar á ferðinni, en þar standa helstu háhýsi borgarinnar sem flest eru bankar og fjármálastofnanir. Það er hinsvegar að breytast og ýmislegt að gerjast á svæðinu og spennandi veitinga-

Fáðu meira út úr Fríinu gerðu verðsamanburð á hótelum og bílaleigubílum á túristi.is

staðir að opna þar og flottar verslanir. Fyrir nokkrum árum reis þar tónlistarhúsið Walt Disney Concert Hall sem Frank Gehry arktitekt hannaði og er núna heimili Fílharmóníusveitar L.A.

Hollywood og Disneyland

Helsti ferðamannastraumurinn liggur um Hollywood Boulevard framhjá Chinese Theatre þar sem handaog fótaför frægra leikrara eru greipt í jörðina og nöfn stjarnanna er að finna á gangstéttinni. Disneyland hefur einnig mikið aðdráttarafl en þetta er fyrsti Disneyland skemmtigarðurinn sem Disney opnaði.

Highland Park

Þetta er svalasta hverfið í L.A. um þessar mundir. Hipsteranir flykkjast í hverfið og hefur húsnæðisverð hækkað. En það þýðir líka að hellingur af flottum veitingastöðum, verslunum og listagalleríum hafa opnað þar. Annan hvern laugardag er svokallað „art-walk“ eftir York stræti þar sem fjöldi listamanna kemur saman og selja verkin sín, setur upp danssýningar og tónleika og ýmislegt fleira sem hleypir skemmtilegu lífi í Highland Park.


Til hamingju með frábæra rokkhátíð Vestfirðingar


ÞÚ G E T UR FLOGIÐ! LONDON

40

ferðalög

Helgin 27.-29. mars 2015

fl u g f r á

9.999 kr. apríl - júní 2015

Á sama tíma og þúsundir Íslendinga flytja til Noregs þá fækkar íslenskum ferðamönnum þar í landi. Mynd: Terje Rakke/Nordic Life AS - Visitnorway.com

B E RLÍN

Nú er Noregur líka fyrir íslenska túrista

fl u g f r á

13.999 kr. apríl - júní 2015

PA R ÍS

F

fl u g f r á

12.999 kr. apríl - júní 2015

ALICANTE, BENIDORM

18.999 kr.

fl u g f r á

apríl - maí 2015

lugmiðar til Noregs eru alla jafna þeir ódýrustu sem í boði eru hér á landi en þrátt fyrir það fækkaði íslenskum ferðamönnum í Noregi umtalsvert í fyrra. Lækkandi gengi norsku krónunnar gæti snúið þeirri þróun við. Fjöldi íslenskra innflytjenda í Noregi hefur tvöfaldast síðustu ár og eru þeir í dag ríflega átta þúsund talsins. Af blaðaskrifum að dæma eru launin hjá frændþjóðinni eitt aðal aðdráttaraflið en í íslenskum krónum eru þau mun hærri en gerist og gengur hér á landi. Bilið hefur þó minnkað síðustu misseri því norska krónan hefur misst flugið og lækkað um átta prósent í samanburði við þá íslensku í ár. Sú breyting kemur íslenskum ferðamönnum til góða þó auðvitað sé Noregur ennþá dýr áfangastaður.

Miklu færri íslenskir hótelgestir

KÖ BEN

fl u g f r á

9.999 kr. apríl - júní 2015

Ge rð u ve rðsam an b u rð, þ a ð borg ar sig !

Á síðasta ári keyptu Íslendingar ríflega fimmtungi færri gistinætur á norskum gististöðum en árið 2013 samkvæmt tölum frá hagstofunni þar í landi. Á sama tíma fjölgaði hins vegar utanlandsferðum Íslendinga um nærri tíund. Vægi Noregs hjá íslenskum túristum dróst þar af leiðandi verulega saman í fyrra. Reyndar gæti ein ástæða þess að íslenskum hótelgestum fækki í Noregi verið sú að sífellt fleiri eiga þar í hús að venda og borgi fyrir gistingu með flatkökum, hangikjöti og nammi.

Farið til Óslóar oftast ódýrast

KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS

Mánaðarlega ber Túristi saman fargjöld til höfuðborga Bretlands, Danmerkur og Noregs. Trekk í trekk er farið til þeirrar norsku það lægsta en þangað fljúga Icelandair, Norwegian og SAS allt árið um kring. Oft bjóða félögin ferðir á vel innan við þrjátíu þúsund sem er stundum miklu minna en ódýrustu fargjöldin til London og Kaupmannahafnar. Til Bergen má einnig reglulega finna ódýra flugmiða og samkvæmt nýlegri athugun var töluvert úrval af farmiðum til þessara næstfjölmennstu borgar Noregs á innan við tuttugu þúsund krónur næstu vikur og fram á sumarið. Icelandair og Norwegian bjóða upp á reglu-

Það er alla jafna mun ódýrara að fljúga til Óslóar en London og Kaupmannahafnar. Mynd: Nancy Bundt - Visitnorway.com

legt flug til Bergen. Auk þess flýgur íslenska félagið til Stavanger og Þrándheims. Ef gengið heldur áfram að vænkast íslenskum ferðamönnum í hag, og fargjöld til Noregs haldast lág, gæti farið svo að Íslendingar verði í ár mun fjölmennari á þilfarinu hjá Hurtigruten, milli Hansahúsanna

í Bergen og við nýja óperuhúsið í Ósló. Það eru líka teikn á lofti um að verðskrár norskra hótela eigi eftir að vera í lægri kantinum því það mun hafa dregið verulega úr heimsóknum viðskiptaferðalanga þangað það sem af er ári. Ef hugurinn stefnir á Noreg þá lítur út fyrir að nú sé rétti tíminn til að skella sér.


GAMALDAGS

PIPAR \ TBWA

Bragðið sem kallar fram dýrmætar minningar um gamla góða heimagerða ísinn sem allir elska.

SÍA •

150462

Með

ns ísle

ku

jóm mr

a


42

ferðalög

Helgin 27.-29. mars 2015

Hin fullkomna brúðkaupsferð Margir láta sig dreyma um brúðkaupsferð á suðrænni strönd þar sem pálmar blakta í vindinum á meðan aðrir sækjast eftir iðandi stórborgarlífi eða sveitasælunni í heimahögunum. Hér eru fimm góður staðir sem tilvalið er að heimsækja að brúðkaupi loknu.

Kauai, Hawaii

Kauai eyja er ein af eyjum Hawaii sem stendur við Kyrrahafið og er fullkomin staður til að slaka á í hlýju loftslagi við mikla náttúrufegurð. Þar er hægt að sóla sig á ströndinni og synda í heitum sjó eða læra á brimbretti. Auk þess er hægt að fara í kajakferð niður Wailua á, skoða litríka og gróðurmikla garða, fara í fjallgöngur, skoða háa fossa og Waimea gljúfur sem hefur viðurnefnið Miklagljúfur Kyrrahafsins. Kauai þykir með fallegri stöðum á jörðinni og er þykir henta vel til brúðkaupsferða.

Bali, Indónesía

Þó að einstök náttúrufegurðin dragi fólk að Balí, þá er það fyrst og fremst einstök menning og hefðir sem fær fólk til að falla fyrir þessari paradís í Indónesíu. Sjórinn er tær og heitur, gróðurinn er litríkur, maturinn er góður og fólkið hlýlegt og gott. Þetta er fullkominn staður til að láta streituna líða úr sér, kveikja í rómantíkinni og kynnast nýjum menningarheimi.

Dubrovnik, Króatía

Dubrovnik er gömul hafnarborg sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Miðaldabagur borgarinnar gerir hana einstaklega rómantíska með steini lögðum strætum, dómkirkjum og hafnarlífi. Byron lávarður kallaði borgina perlu Adríahafsins sem segir allt til um hversu rómantísk hún er. Hægt er að gleyma sér í gönguferð um gamla miðbæinn eða flatmaga á ströndinni og njóta góðs matar á fjölskyldureknum veitingastöðum.

Istanbúl, Tyrklandi

Istanbúl er kjörinn áfangastaður fyrir hjón sem sækjast eftir iðandi stórborgarlífi og hefur áhuga á sögu og menningu. Fornar og fallegar byggingar, fallegt umhverfi, litríkir götumarkaðir og einstakur matur heilla þá sem heimsækja borgina. Meðal þess sem vert er að skoða í Istanbúl er moska Ahmed soldáns sem er betur þekkt sem Bláa moskan, Hagia Sophia sem hefur bæði verið dómkirkja og moska, en er núna safn og Grand Basar sem er einn stærsti og elsti götumarkaður í heimi.

KYNNIÐ YKKUR FJÖLBREYTTA DAGSKRÁ HÁTÍÐARINNAR Á BIOPARADIS.IS

Hringvegurinn, Ísland

Það er ekki að ástæðulausu að Ísland er vinsæll ferðamannastaður, því landið er einstaklega fallegt. Það getur verið afar rómantískt að aka hringveginn á húsbíl, eða með tjald í skottinu, eða einfaldlega bóka næturgistinu á einhverjum af þeim fjölmörgu sveitahótelum sem er að finna um allt land. Ótal áhugaverðir staðir eru á leið þeirra sem aka hingveginn.


GLEYMDU STÚLKURNAR EFTIR GLÆPASAGNADROTTNINGUNA SÖRU BLÆDEL

★★★★ „Spennandi og frábærlega skrifuð“ – BERLINGSKE

„Þú rífur sög un á einum deg a í þig i, og um hana len hugsar gi á eftir.“ – OPRAH

★★★★

„ „Blædel kemur lesandanum í opna sskjöldu á hárréttum augnablikum og óóhugnaðurinn eykst jafnt og þétt.” – POLITIKEN


Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900

gisting.dk Kaupmannahöfn

499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)

www.fi.is

r u k ú n h s l a Hvannad FÍ ferð u n n u s a t í v Árleg h u þig út inn – Skráðu þig

drífð

44

fjölskyldan

Helgin 27.-29. mars 2015

 Bækur SyStkinin Freyja og Fróði lenda í ýmSum ævintýrum

Nýjar bækur fyrir leikskólabörn „Kristjana er bráðfyndinn höfundur, skrifar aðgengilegan og skemmtilegan texta sem er ekki bara auðvelt heldur gaman að myndskreyta,“ segir Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknari. Þær Bergrún og Kristjana Friðbjörnsdóttir voru að senda frá sér tvær barnabækur um þau Freyju og Fróða þar sem Kristjana skrifar textann en Bergrún teiknar myndirnar. Í annarri bókinni fara Freyja og Fróði í sund með pabba sínum á meðan mamma er að vinna, og í hinni fara þau í sína fyrstu heimsókn til Mörtu tannlæknis og fá töfraduft á tennurnar.

Freyja og Fróði eru söguhetjur í nýjum bókaflokki fyrir leikskólabörn, og í fyrstu tveimur bókunum fara þau í sund og til tannlæknis.

Bergrún segir að þær Kristjana hafi kynnst á bókamessunni í

Ráðhúsinu jólin 2012. „Við Kristjana Friðbjörnsdóttir kynntumst á bókamessunni í Ráðhúsinu jólin 2012 og náðum strax vel saman. Við vorum því meira en til í samstarf þegar Sigþrúður, ritstjóri barnabóka hjá Forlaginu stakk upp á því að við myndum vinna saman að barnabókaseríu fyrir leikskólabörn,“ segir hún en þessar tvær bækur eru aðeins byrjunin. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

 FjölSkyldan FyrStu 1000 dagarnir í líFi Barna Skipta Sköpum

Hvannadalshnúkur 23. maí, laugardagur

Árleg hvítasunnuferð FÍ á Hvannadalshnúk, 2110 m. Gengin Sandfellsleið. Hækkun um 2000 m. 12-15 klst. Jöklabúnaður er nauðsynlegur. Gisting á eigin vegum.

Á fyrsta árinu byrja foreldrar þó á því að búa til venjur sem verða grunnur að góðum aga

Undirbúningsfundur: Miðvikudaginn 29. apríl kl. 20:00 í sal FÍ. Fararstjóri: Örlygur Steinn Sigurjónsson.

Sjá nánar á www.fi.is Nánari upplýsingar og skráning er í síma 568 2533 eða í netpóst fi@fi.is

Sæunn Kjartansdóttir er einn af stofnendum Miðstöðvar foreldra og barna sem sérhæfir sig í tengslaeflandi meðferð foreldra og ungbarna, og hefur sinnt sálgreiningu í aldarfjórðung. Mynd/Hari

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is

Öryggislaus án aga

ÍSLENSKUR

GÓÐOSTUR – NÚ Á TILBOÐI –

Höfundur bókarinnar Árin sem enginn man - Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir - hefur sent frá sér nýja bók um fyrstu þúsund dagana í lífi barns, frá getnaði til tveggja ára aldurs. Sæunn segir stærstu áskorun foreldra að setja sig í spor barnsins og skynja hvernig því líður. Hún gagnrýnir hversu stutt fæðingarorlof er hér á landi og leggur áherslu á að foreldrar beiti aga til að börn upplifi ekki öryggisleysi.

Þ

TVEIMUR GG MEÐ PÁSKAE ÖNGUM SANDLEIKF

HÆGT A BREYTA ÍÐFÖTU

Leikfangg

PÁSKAEGGIN frr

VEFVERSLUN KÍKTU Á A KRUMM .IS /krumma.is

Gylfaflöt 7

112 Reykjavík

587 8700

2850 kr

www.krumma.is

að er samfélagslegt verkefni að koma barni til manns. Ef við ætlum foreldrum að gera það vel þá verðum við líka að halda vel utan um þá,“ segir Sæunn Kjartansdóttir, höfundur bókarinnar „Fyrstu 1000 dagarnir“ sem er nýkomin út. Um er að ræða aðgengilega handbók fyrir foreldra um fyrstu þúsund dagana í lífi barns - frá getnaði til tveggja ára aldurs en rannsóknir sýna að þessir dagar hafa afgerandi áhrif á þau til framtíðar. Sæunn er einn af stofnendum Miðstöðvar foreldra og barna sem sérhæfir sig í tengslaeflandi meðferð foreldra og ungbarna, hún hefur sinnt sálgreiningu í aldarfjórðung. Sæunn er höfundur bókarinnar „Árin sem enginn man“ sem kom fyrst út fyrir sex árum og hefur notið mikilla vinsælda. Hún segir hugmyndina að nýju bókinni hafa komið í kjölfar fjölda áskorana um að skrifa bók um svipað efni sem höfðaði meira til þeirra sem hefðu ekki tíma eða áhuga til að lesa mikið fræðilegt efni. „Þetta eru einfaldir og stuttir kaflar þannig að fólk getur valið kaflana eftir því hvað höfðar til þess. Dæmi um kaflaheiti eru: Grátur ungra barna; Samviskubit foreldra; og Þegar mamma og pabbi eru ekki par. „Stærsta áskorun foreldra er að setja sig í spor barnsins og skynja hvernig því líður, og það er ýmislegt sem getur haft áhrif á hvernig það tekst til. Manns eigin reynsla af

því að vera barn skiptir máli jafnvel þótt við munum lítið eftir henni,“ segir hún.

Flýtum okkur um of

Agi skiptir miklu í uppeldi barna en Sæunn bendir á að það sé ekki fyrr en eftir fyrsta árið sem barn er Of skjótur aðskilnaður tilbúið til að skilja agabeitingu. „Á Sæunn gagnrýnir harðlega hversu fyrsta árinu byrja foreldrar þó á því stutt fæðingarorlof er á Íslandi vegna að búa til venjur sem verða grunnþess að börn séu alls ur að góðum aga. ekki tilbúin fyrir aðOft tekur tíma að beita aga því skilnað frá foreldrþað þarf að útum sínum stóran skýra og fylgja hluta úr degi fyrr en í fyrsta lagi eins og eftir, og taka við hálfs árs eða jafnvel reiði bar nsins þegar það fær tveggja ára. „Auðvitað er ekki hægt að ekki það sem það alhæfa og það skiptvill. Agaleysi er mikið vandamál ir líka máli hvort þv í börn sem barnið fer til aðila ekki hafa skýrsem þykir vænt um an ramma geta það og er ekki uppfundið fyrir örtekinn við annað, yggisleysi. Við eða hvort barnið fer í hóp annarra barna erum oft að flýta þar sem fátt er um Fyrstu 1000 dagarnir eru handbók okkur allt of mikstarfsfólk. Það sem fyrir foreldra sem byggir á sálgreing- ið,“ segir hún. okkur vantar sárlega ingu, tengslakenningum og nýjustu Sérstakt málrannsóknum í taugavísindum. þing er haldið hér á landi er sveigjanlegri vinnumarkaður þegar kemur í dag, föstudag, í fyrirlestrarsal að þörfum barna þannig að foreldrar Þjóðminjasafnsins milli klukkan geti dregið úr vinnu án þess að það 14-16 í tilefni af útkomu bókarinnar komi niður á frama þess. Það er mik- þar sem Sæunn er með erindi auk il skammtímahugsun að fá foreldra Sigrúnar Júlíusdóttur prófessors, aftur til vinnu sem allra fyrst ef þeir Maríu Helenu Sarabiu dagforeldri, eru ósáttir og líður illa að vera fjarri Svövu Björg Mörk leikskólastjóra, ungum börnum sínum. Þeir eru því Michael Clausen barnalækni og ekki jafn góður starfskraftur og þeir Guðbrandi Árna Ísberg sálfræðsem fá tíma til að fylla tankana hjá ingi. sér og sínu barni,“ segir hún en sérstaklega er fjallað um aðskilnað í Erla Hlynsdóttir bókinni. erla@frettatiminn.is


RÚM Stjórnaðu rúminu með símanum

Dunlopillo Box Elevation Í Box elevation rafstillanlegu línunni er dýnan samföst stillanlegum stálbotninum. Latex kjarni með innbyggðum auka 5cm latex mottu til að hámarka þægindin og gefa meir dýpt.

Elevation 310 rúmið frá Dunlopillo er þægilegt og sterkbyggt rafmagnsrúm. Dýnurnar eru 7 svæðaskiptar gerðar úr 18cm heilsteyptum Latex kjarna eftir forskrift Dunlopillo.

ERMES Hægindasófi

Lama contenental

Henson design Brixton

Rafstillanlegu rúmin frá Lama í Danmörku eru í senn falleg og vönduð vara. Margir möguleikar eru í dýnuvali. Rúmin eru einnig til án rafstýringar í mörgum útfærslum.

Frábær gæði frá Belgíu. Rafstillanlegt rúm af hæsta gæðaflokki. Fáanleg í fjölda stærðum og útfærslum. Fæst í nokkrum stærðum og litum.

Diva tungusófi

Isabella hægindasófi

Alklæddur leðri eða í slitsterku tauáklæði. sófinn er fáanlegur Nettur og þægilegur tungusófi. Hann er einnig fáanlegur í fjöldamörgum útfærslum svo sem tveggja, þriggja eða fjögura sem hvíldarstóll, 2ja eða 3ja sæta og öll sæti stillanleg. sæta. Öll sæti fáanleg með rafstýrðum skemlum.

Glæsilegur og virkilega vandaður svefnsófi frá Ítalíu. Öflugt og sterkt stálstell. Fjölmargir litir í tauáklæðum og leðurútfærslum.

TRIPODE Borð- og standlampar

Komdu í heimsókn – og uppfylltu drauma þína um betri hvíld

LÚR

Ezzy og Mobius hvíldarstólar Góðir hvíldarstólar með háu baki og stillanlegum hnakkapúða fyrir auka stuðning. Margir litir í boði.

BUGATTI

Demetra Svefnsófi

Vandaður horn/tungusófi alklæddur leðri eða tauáklæði. Hvíldarstóll í enda.Fáanlegur með vinstri eða hægri tungu. Má standa nánast við vegg. Fáanlegur í mörgum litum.

LAMPAR

TRINUS hornsófi

Fáanlegur sem 2ja, 3ja og 4ja sæta. Öll sæti stillanleg. Draumur einn að setjast í þennan. Má standa nánast við vegg þegar bak hallast.

Hlíðasmára 1

201 Kópavogi

Sími 554 6969

SÓFAR

Dunlopillo Elevation 310

lur@lur.is

www.lur.is


46

Biblían er góð gjöf

fermingar

Helgin 27.-29. mars 2015

Guðný Eva bauð gesti sína velkomna í fermingarveisluna með því að rappa, henni fannst það skemmtilegara en að halda hefðbundna ræðu.

HIÐ ISLENSKA K KA BIBLIUFELAG

1815

2015

200 ARA

Guðný Eva ásamt bróður sínum og frænkum á fermingardaginn.

Rappaði í eigin fermingarveislu Guðný Eva Eiríksdóttir bauð gesti í fermingarveislunni sinni velkomna með rappi. Henni fannst það skemmtilegra en að halda formlega ræðu eins og mörg fermingarbörn kvíða fyrir.

ÓGLEYMANLEG KVEÐJA Pósturinn býður þér að setja þína eigin mynd á fermingarskeytið og undirstrika þannig þínar persónulegu framtíðaróskir til fermingarbarnsins.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 5 - 0 5 0 0

Sendu fermingarbarninu persónulegt skeyti

Gefðu sköpunargáfunni og tilfinningunum lausan tauminn á postur.is/fermingar

SKEY

T EY

Elsku

tín

ris

uK

kar

aginn.

ingard

eð ferm

skir m

ingjuó ar ham innileg nntí. ðinni. m þér m i u a d fr g n í e Við s ast vel da ér farn ingar Megi þ erm f eð ga oirgmLau Dóri sk juó g n mi ha ar eg i. l i n inn l r in þé á só

SK

lsk

I

inn ok

Þorste

TI

Afi Guðnýjar Evu er séra Önundur Björnsson, prestur á Breiðabólsstað í Fljótsdalshlíð. Hann tók þátt í fermingarmessunni í Lindakirkju síðastliðinn sunnudag og fermdi barnabarnið sitt. Guðmundur Karl sóknarprestur fylgist með.


fermingar 47

Helgin 27.-29. mars 2015

G

uðný Eva fermdist síðastliðinn sunnudag í Lindakirkju í Kópavogi. Athöfnin var fjölmenn og sáu þrír prestar um að ferma. Sá fjórði bættist svo við þegar kom að Guðnýju Evu, en þar var á ferðinni afi hennar, séra Önundur Björnsson, prestur á Breiðabólsstað í Fljótshlíð. „Mig langaði alltaf að afi myndi ferma mig. En mig langaði líka að fermast með vinum mínum og þá stakk afi upp á því að hann myndi bara hoppa inn í athöfnina,“ segir Guðný Eva. Sóknarpresturinn, Guðmundur Karl Brynjarsson, var þó búinn að tilkynna söfnuðinum að gestaprestur myndi ferma eitt fermingarbarnið, svo það kom engum á óvart þegar meðlimur safnaðarins steig upp að altarinu með prestakraga um hálsinn. Önundur þjónaði einnig undir altarisgöngunni ásamt hinum prestunum og tók því virkan þátt í athöfninni.

Presturinn spilaði á ukulele

Guðný Eva segir að athöfnin hafi verið fjörug og skemmtileg og tekur faðir hennar, Eiríkur Önundsson undir. „Það er töluvert langt síðan að ég hef farið í fermingarmessu og formið var frjálslegt og skemmtilegt. Kór safnaðarins hélt uppi stuðinu með gospelsöng og stóð einnig fyrir keðjusöng með öllum gestunum í kirkjunum.“ „Guðmundur Karl spilaði líka á ukulele, hann hefur gert það líka í fermingarfræðslunni sem var mjög gaman,“ bætir Guðný Eva við.

UPPrUni fErMingar Fermingin er eins konar ungmennavígsla og sem slík er hún sennilega jafn gömul mannlegu samfélagi. Félagshópar, fjölskyldur og þjóðfélög aðgreina stöðu og hlutverk einstaklinga á margvíslegan hátt með siðum og venjum til þess að tryggja félagslega reglu og samhæfða verkaskiptingu. Unglingavígslan tengist kynþroskatímabilinu og táknar það að einstaklingurinn er ekki lengur barn heldur ungmenni sem mætir viðfangsefnum hinna fullorðnu og öðlast bæði réttindi og skyldur. Það er eins og innbyggt sé í samfélög manna að þessi tímamót verði eftirminnileg. Alvaran sem fylgir vígslunum undirstrikar félagslegt mikilvægi þeirra en þeim fylgir einnig hátíð og samfagnaður sem fjölskyldan og samfélagið sem slíkt á aðild að. Upplýsingar af Vísindavef HÍ

Gefðu sparnað í fermingargjöf Gjafakort Landsbankans er góður kostur fyrir þá sem vilja gefa sparnað í fermingargjöf. Landsbankinn greiðir 6.000 króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn.

Fann flæðið og rappaði fyrir gestina

Í veislunni bauð Guðný Eva gesti velkomna með því að rappa. Það verður að teljast mikið afrek, sérstaklega í ljósi þess að flest fermingarbörn eiga erfitt með að bjóða gesti sína velkomna í örfáum orðum. „Hún vildi ekki vera með þessa hefðbundnu ræðu sem alla krakka kvíðir fyrir,“ segir Eiríkur. „Ég ætlaði alltaf að halda ræðu en fannst það ekki jafn skemmtilegt. Mamma stakk þá upp á því að ég gæti rappað. Ég settist svo niður með pabba og við sömdum texta. Þar þakkaði ég öllum fyrir hjálpina, sérstaklega þeim sem bökuðu kökurnar og svo auðvitað mömmu,“ segir Guðný Eva, en hún fann „beat“ á netinu sem hún notaði undir. „Svo fann ég bara flæðið.“ Guðný Eva er að stíga sín fyrst skref í rappheiminum, en hún lítur mikið upp til rapp- og söngkonunnar Sölku Sólar. „Hún er góð í að rappa og syngja og er með flotta rödd.“ Það verður án efa gaman að fylgjast með þessari ungu og upprennandi rappstjörnu, en myndbandið af fermingarappinu má sjá á vef Fréttatímans, frettatiminn.is. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is

Kortið er gjöf sem getur lagt grunn að traustum fjárhag í framtíðinni. Það er í fallegum gjafaumbúðum og fæst án endurgjalds í útibúum Landsbankans.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


48

heilsa

Helgin 27.-29. mars 2015

Ræktum sambandið við okkur sjálf Hugleiðsla fyrir byrjendur Augun/fókus: Sittu með krosslagða fætur og hálsloku á – þ.e.a.s. hökuna að bringu án þess að horfa niður. Lokaðu augunum eða horfðu beint fram með augun 1/10 opin. Mudra (handastaða): Settu vinstri höndina á hjartað, lófann flatan upp við brjóstið og fingurna lárétt við gólf – í átt til hægri. Hægri hendin er í Gyan mudra (fingurgómar vísifingurs og þumalfingurs snertast og hinir vísa beint upp). Lyftu hægri hönd upp til hægri við þig eins og þú værir að sverja eið. Lófinn snýr fram. Olnboginn slakur við síðuna.

Guðrún Darshan Arnalds, jógakennari, hugleiðir daglega og öðlast þannig góða undirstöðu fyrir daginn.

Öndun: Einbeittu þér að önduninni. Andaðu meðvitað alla leið inn og alla leið út. Andaðu hægt og djúpt inn um nefið, lyftu brjóstinu og haltu loftinu inni eins lengi og þú getur. Andaðu þá frá, mjúkt, hægt og alveg út. Þegar þú hefur andað alveg frá, haltu þá loftinu úti eins lengi og þú getur. Tími og lok hugleiðslu: Haltu þessari löngu djúpu öndun áfram í 3-31 mínútu. Ljúktu hugleiðslunni með því að anda djúpt og kröftugt inn þrisvar sinnum. Slakaðu á.

Hugleiðsla er tækni sem miðar að því að kyrra hugann með því að losa hann frá venjulegum hugsunum í ákveðinn tíma. Hugleiðsla er eitthvað fyrir alla, það hafa allir gott af því að kúpla sig út úr amstri hversdagsins, þótt það sé ekki nema í örstutta stund.

É

g hugleiði daglega og hugleiðslan gefur mér undirstöðu fyrir daginn,“ segir Guðrún Darshan Arnalds, jógakennari, hómópati og stofnandi jóga- og heilsustöðvarinnar Andartaks. „Þegar ég hugleiði finnst mér ég hafa meira rými. Það hljómar kannski skringilega en þegar ég næ að dýpka andardráttinn tekst mér um leið að skynja dýptina í mér. Um leið og ég anda dýpra næ ég dýpra sambandi við minn innri mann.“

Hugleiðsla er fyrir alla

Guðrún segir að hugleiðsla sé fyrst og fremst tími með okkur sjálfum sem við getum nýtt til að endurnærast, finna kyrrðina hið innra og hlusta á sálina. „Með því að hugleiða gefum við okkur tíma til að hlusta, finna aftur taktinn innra með okkur og gefa heiminum fyrir utan frí á meðan.“ Hugleiðsla hentar öllum og segir Guðrún að það sé mjög mikilvægt að kenna fólki að eiga samband við sjálft sig. „Það geta allir hugleitt. Ég, maðurinn minn, sem er mjög virkur og á fullu alla daga, og sonur

okkar sem er sjö ára hugleiðum oft öll saman. Hugleiðsla er eitthvað sem við getum gert á hverjum degi, nært okkur og komist í samband við eigin visku. Það getur einnig verið gott að hugleiða með einhverjum, við þurfum ekki alltaf að tala saman. Það er oft gott að þegja saman líka.“

Hugleiðsla úr brunni Kundalini jóga

Guðrún Darshan kennir meðal annars hugleiðslu fyrir byrjendur. Hér er dæmi um hugleiðslu úr brunni Kundalini jógafræðanna sem er fullkomin fyrir byrjendur. Hún opnar fyrir meðvitund gagnvart önduninni, styrkir og nærir lungun og gefur okkur frið í hjarta. Áður en við hugleiðum í kundalini jóga tengjum við alltaf inn með möntrunni „ong namo gurudev namo.“ Nánari leiðbeiningar má finna á heimasíðu andartaks: www.andartak. is/kundalini-yoga/hugleidsla-idagsins-onn Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is

 Minnisleysi

Fljótandi farði sem hylur, nærir og verndar

Estrógen hormónið er ástæða þess að konur hafa þetta forskot á karla þegar árin færast yfir.

Án parabena - án ilmefna - án rotvarnarefna Fæst í Lyfjaveri, Lyf og heilsu og Apótekaranum.

Þurr húð og exem

20% KKKKKKKKK NÝTT

fyrir börn Sölustaðir: Flest apótek og heilsubúðir

Fyrir börn 3ja mánaða og eldri.

KKKKKKKKK

Karlar eiga erfiðara að muna heldur en konur þegar þeir koma á efri ár.

Minni karla verri en kvenna Karlmenn hafa verra minni og heilar þeirra eru jafnframt minni, að minnsta kosti sá hluti sem stjórnar minninu.

Þ

etta á við um karlmenn sem eru 40 ára og eldri þegar þeir eru bornir saman við jafnöldrur sínar, samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var á Mayo Clinic í Bandaríkjunum og greint er frá á fréttasíðu CNN. Tæplega 1300 manns á aldrinum 30 til 95 ára tóku þátt í rannsókninni sem

sýndi að minnið byrjar að versna upp úr þrítugu hjá báðum kynjum, en minni karlmanna er mun verra þegar fram líða stundir og þá sérstaklega eftir að þeir hafa náð fertugsaldri. Jafnframt er drekinn, eða það kallast sá hluti heilans sem stýrir minninu hlutfallslega mun smærri hjá karlmönnum, sérstak-

lega eftir sextugt. Estrógen hormónið er ástæða þess að konur hafa þetta forskot á karla þegar árin færast yfir. Það hefur sýnt sig að estrógen ver konur áður en þær fara á breytingaskeiðið fyrir beinþynningu og hjartasjúkdómum og jafnvel þvagfærasýkingum. Þó estrógen magn minnki talsvert hjá konum eftir fimmtugt þá gætir áhrifa þess í mörg ár.


www.lyfja.is

Betri og bjartari Lyfja Lágmúla Við bjóðum ykkur velkomin í nýja og endurbætta Lyfju Lágmúla. Þar sameinast afbragðs þjónusta, fagleg ráðgjöf, frábært vöruúrval og þægileg staðsetning í alfaraleið. Í tilefni af breytingunum bjóðum við 25% afslátt af öllum vörum í verslun og glæsilega kaupauka frá birgjum.* Við hlökkum til að sjá þig. Lyfja Lágmúla

*Gildir ekki af lyfjum og lausasölulyfjum. Tilboðið gildir 26.–29. mars, á meðan birgðir endast.


50

tíska

Helgin 27.-29. mars 2015

 Herr atísk an

Vel sniðin jakkaföt skapa manninn Vel sniðin jakkaföt eru nauðsynleg eign hvers karlmanns. Þau þurfa ekki að vera dýr til að þess að sniðið sé gott, því hægt er að fara með hvaða jakkaföt sem er til klæðskera og láta sníða þau að eigin þörfum.

David Gandy

U

m þessar mundir eru vel sniðin jakkaföt í tísku og þótt svört séu alltaf sígild þá má sjá liti og mynstur á jakkafötum og tvíhnepptir jakkar eru einnig að koma sterkir inn. Við hátíðlegt tilefni eins og brúðkaup verða þó oftast sígild jakkaföt í svörtu fyrir valinu en blái liturinn er einnig afar vinsæll um þessar mundir. Hér getur að líta nokkra uppáklædda fræga karlmenn sem þykja sérstaklega flottir í tauinu og veita eflaust góðan innblástur.

Ryan Gosling

Chris Hemsworth

Ryan Gosling í bláum smóking jakkafötum með svarta slaufu um hálsinn, á svörtum lakkskóm.

Chris Hemsworth í ljósgráum jakkafötum með vesti við hvíta skyrtu og mynstrað bindi.

Brúnir leðurskór fara einstaklega vel við þessi dökkbláu jakkaföt sem David Gandy er í. Vasaklútur í brjóstvasanum eru punkturinn yfir i-ið.

Mark Ronson Tónlistarmaðurinn Mark Ronson í tvíhnepptum bláum jakkafötum.

Kolvetnaskert og próteinríkt með suðrænu bragði – Nýtt KEA Skyr með kókosbragði. Náttúrulegur sætugjafi



52

tíska

Helgin 27.-29. mars 2015

Litagleði í umgjörðum og glerum

Appelsínugult og heitt sumar Appelsínugulur hefur verið áberandi litur á tískupöllunum síðastliðin misseri og vinsældir litarins virðast ætla að halda áfram, nú í formi varalita. Appelsínugulur litur vekur upp gleði og er oft tengdur við sól og hita. Liturinn getur hins vegar verið erfiður viðureignar og því þarf að vanda valið á varalit. Þær sem eru ekki vanar að bera sterka varaliti ættu að velja kórallitaðan tón og jafnvel lit með mattri áferð.

Sólgleraugnatískan í sumar verður litrík og fjölbreytt.

Páskagleði

20%

Litríkar umgjarðir Litríkar umgjarðir, þó ekki með litríkum glerum, verða einnig áberandi í sumar.

afsláttur af öllum vörum Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Flugstjóragleraugun Hið klassíska „aviator“ snið er alltaf öruggt val og verður þannig áfram í sumar. Það er þó vel hægt að leika sér með litinn á umgjörðunum sem og glerunum sjálfum.

Glæsilegar

Verð 9.900 kr. 4 litir Stærð S - XXL (36 - 44) a kl. 11–18 Opið virka dag a kl. 11-16 Opið laugardag

Verð 9.900 kr. Einn litur Stærð S - XXL (36 - 44)

Laugavegi 178 | Sími 555 1516

Kíkið á myndir og verð á Facebook

Litrík gler Sumarið einkennist af litagleði og þar eru sólgleraugun engin undantekning. Litrík sólgler verða áberandi í sumar.


tíska 53

Helgin 27.-29. mars 2015

„Ombre“ sólgleraugu Ombre áferðin virðist vera að færast úr hártískunni og yfir í sólgleraugun. Ombre áferðin verði bæði áberandi í litatónum umgjarða og glera.

Á kynningarverði í næsta apóteki.

Hvítar umgjarðir Ef litirnir heilla ekki má þó lífga upp á lúkkið með hvítum umgjörðum í alls konar stíl.

Þægilegri rakstur - mýkri húð! „Serum“ borði gefur húðinni meiri raka. „Skin Guard“ dregur úr óþægindum við rakstur. Fimm blöð sem gefa betri rakstur.

Sólgleraugu í 60’s og 70’s stíl Sjöundi áratugurinn hefur verið að koma sterkur inn í tískuheiminum upp á síðkastið og þar eru sólgleraugun engin undantekning.

Frábærir þýskir herraskór Úr mjúku leðri, skinnfóðraðir og með góðan sóla Stærðir: 39 - 48 Verð: 16.975 og 17.975.-

Sími 551-2070

NÝTT NÝTT

Teg DECO - bh 32-38 D,DD,E,F,FF,G á kr. 9.980,bandabuxur kr. 3.785,-

Sími 551-3366 www.misty.is

Póstsendum hvert á land sem er Laugavegi 178 • OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14


54

matur & vín

Helgin 27.-29. mars 2015

 Pásk ar Hallgrímur sigurðarson með leggur okkur til girnilega uPPskrift

Páskalambið að norðlenskum sið Páskalambahryggur að norðan, rósamarinbakaðar kartöflur, sultað grænmeti, bakaðir konfekttómatar og villisveppasósa að hætti Hallgríms Friðriks Sigurðarsonar matreiðslumeistara, veitingamanns og ritstjóra þáttarins Matar og menningar á sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri.

H

allgrímur Friðrik Sigurðarson hefur starfað við nánast allt sem við kemur veitingabransanum, allt frá uppvaski og skúringum að rekstri og starfi yfirmatreiðslumeistara. Eftir sveinspróf hélt hann í víking til Noregs og starfaði fyrir heimsmeistarann í matreiðslu á nýjum Michelin veitingstað hans, Oro í Osló. Við heimkomu ári seinna starfaði hann á veitingastaðnum Vox á Hilton í tæp fimm ár áður en hann hélt aftur „norður í paradís“, eins og hann kallar það, þar sem hann var yfirkokkur á Friðriki V áður en hann opnaði 1862 Nordic Bistró í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Eftir alvarlegt vélsleðaslys 2013 og langa endurhæfingu kallaði sjónvarpsstöðin N4 eftir starfskröftum hans í þáttinn Mat og menningu. Nú hefur Hallgrímur framleitt um 35 þætti alls staðar af landinu og er meira efni að vænta á næstunni. Halli kokkur situr ekki auðum höndum á milli sjónvarpsþáttagerðarinnar en með vorinu ætlar hann að opna hvorki meira né minna en þrjá nýja veitingastaði á Akureyri. Það er sem sagt nóg að gera hjá meistarakokkinum fyrir norðan.

Hallgrímur Friðrik Sigurðarson, matreiðslumeistari og sjónvarpsmaður á Akureyri, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir þætti sína á N4. Hann leggur okkur hér til girnilega uppskrift að páskalambi.

Páskalambahryggur fyrir 4-6 Innkaupalistinn  Vænn og feitur lambahryggur. Passið vel að hryggurinn, eins og allt annað kjöt, sé vel meyrnaður. Fínt að geyma hann í kæli í a.m.k. eina til tvær vikur áður en á að elda.  50 g þurrkaðir villisveppir frá tínslu fjölskyldunnar síðasta haust. Einnig er að hægt að fá fyrirtaks þurrkaða sveppi í betri verslunum.  1 flaska Páska Kaldi frá Árskógssandi. Hér er einnig hægt að nota góðan kjötkraft og vatn eða jafnvel maltöl.  Hnífsoddur sveppakraftur. Hér má líka nota grænmetis- eða kjötkraft.  1 dl rjómi

Aðferð  50 g kalt smjör  Dass sítrónusafi  250 g bestu kartöflurnar frá síðustu uppskeru. Best er að geyma kartöflur með moldinni á köldum stað á milli uppskera.  100 g bráðið smjör  Handfylli ferskt saxað rósmarín  2 klípur birkireyksalt frá Saltverki, Reykjanesi. Hér má líka nota gott flögusalt.  1 hvítlauksgeiri  6-8 stk. þurrkaðar apríkósur  2 handfylli af rabarbaranum í frystinum frá síðasta sumri. Hér má líka nota hverskyns ber.  1 stk. ferskur maísstöngull

 2 msk fíflahunang. Það er langbest frá vini mínum Guðmundi Helga Helgasyni, vert á Núpi í Dýrafirði og Edinborg Ísafirði. En gott hunang er einnig að finna í betri verslunum.  Handfylli af söxuðum salthnetum.  12 stk konfekttómatar  3 msk repjuolía. Hér má að sjálfsögðu nota hvaða bragðgóðu olíu sem er.  1 tsk Blóðbergssalt frá Saltverki, Reykjanesi. Hér má líka nota gott flögusalt.  Nokkrir hnífsoddar nýmalaður pipar  Dass þolinmæði og slatti af nennu.

 Dragið grillið út úr geymslunni og þrífið vel á laugardegi fyrir páska, farið inn og hellið öllum Páska Kalda yfir þurrkuðu sveppina og látið standa út á bekk yfir nótt. Snyrtið hrygginn vel og skerið vel af fitunni í burtu. Einnig er gaman að skera lundirnar af, úrbeina hrygginn í heilu lagi, setja lundirnar inní miðju, rúlla upp og binda eða festa með grillpinnum. Þannig fær hryggurinn og lundirnar, besti bitinn, jafna og góða eldun. En hvort sem hryggurinn er eldaður í heilu eða úrbeinaður og uppbundinn er gott að láta hann standa úti á bekk yfir nótt áður en grillað er.  Á Páskasunnudag kveikjum við á grillinu og þegar hryggurinn er grillaður er gott að byrja með mikinn hita í ca. 10-15 mín. og

minnka hann svo í u.þ.b 30 mín. Ef það er kjöthitamælir á svæðinu er æskilegur kjarnhiti á milli 50-60 gráður þegar hann er borinn fram. Passið bara að það kvikni ekki í fitunni og þakskeggi nágrannans.  Við hendum kartöflum í suðu og byrjum að dunda í villisveppasósunni með því að sjóða sveppina í Páska Kalda vel niður. Bætum síðan rjóma út í, smá sítrónusafa og smökkum til með örlitlum sveppakrafti, hunangi, salti og pipar. Að lokum, rétt áður en sósan er borin fram er kalt smjör þeytt út í sósuna.  Á sama tíma skerum við þurrkuðu apríkósurnar í litla bita og setjum í annan pott með frosnu rabarbarabitunum (eða berjunum) frá síðasta sumri. Þegar „sultan“ okkar fer að þykkna bætum við

afskornu maískorninu (ekki stönglinum) í pottinn ásamt salthnetunum. Sultan er síðan smökkuð til með salti, pipar og hunangi. Ekki sakar að missa smjörklípu útí í restina.  Vatninu er hellt af kartöflunum þegar það er örlítið bit eftir í þeim og þær settar í eldfast mót. Bræddu smjöri, bragðbættu söxuðum hvítlauk, rósmarín, reyksaltinu og pipar, er síðan hellt yfir og kartöflurnar þær bakaðar í 180° heitum ofni í u.þ.b. 10 mín. áður en þær eru bornar fram.  Með kartöflum er tilvalið að setja konfekttómata í eldfast form, baða þá í repjuolíu, góðu salti, pipar og hunangi og baka í ofninum á sama tíma, eða skella á grillið. Einfalt en frábært meðlæti á diskinn. Góða skemmtun og gleðilega páska.

Frábært úrval

20% afsláttur

af öllum kæliog frystiskápum!!


3564-FRE – VERT.IS


56

matur & vín

Helgin 27.-29. mars 2015

Drottning rauðvínsþrúganna Cabernet Sauvignon þrúgan er 17. aldar afsprengi tveggja vínþrúga, hinnar frönsku Cabernet Franc og hinnar ljósu Sauvignon Blanc. Þrátt fyrir ungan aldur er þessi þrúga ein sú útbreiddasta í heimi enda afar harðgerð og auðveld í ræktun en best líður henni þó í mildu, ekki of köldu og ekki of heitu loftslagi eins og Bordaux, norðlægri Kaliforníu og Maipodalnum í Chile. Þrúgan er lítil og með þykkt hýði sem gerir vín hennar jafnan tannínrík. Vín þrúgunnar eru oft á tíðum flókin með mikla fyllingu. Fleiri bragðeinkenni Cabernet eru jafnan dökk ber, mynta, jörð og tóbak. Þegar

kemur að því að para saman mat og Cabernet Sauvignon þá toppar rautt kjöt listann, steikin ljúfa. Sérstaklega ef um kraftmikil vín er að ræða og vel fitusprengt kjöt. Fita og Cabernet eru nefnilega bestu vinir. Lambið okkar góða og Bordeaux Cabernetblöndur eiga til að mynda einstaklega vel saman. Það þýðir ekkert að velja Cabernet með léttari mat, vínið mun alltaf yfirgnæfa máltíðina og eini fiskurinn sem gæti hugsanlega passað er túnfiskur. Síðan eru það ostarnir. Margir myndu halda að

bragðmiklir myglu- og mjúkostar ættu best við vegna fitunnar en því fer fjarri. Þannig ostar kalla á sýru og fersk vín. Með Cabernet er best að hafa milda harðosta. Yngri óþroskaðri vín elska grillmat því beiskjan í léttbrenndu grillbragðinu vinnur með beiskjunni í tannínríku víninu og mildar þannig heildarbeiskjuna þannig að bæði vínið og kjötið nýtur sín betur. Svo eru það sætindinin og Cabernet. Þau ber að forðast, punktur. Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson

Vín vikunnar

ritstjorn@frettatiminn.is

Cono Sur Cabernet Sauvignon Reserva Especial Gerð: Rauðvín Þrúgur: Cabernet Sauvignon Uppruni: Chile, 2012 Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: 2.367 kr.

(750 ml) Þetta vín þarf helst að geyma í nokkur ár svo það nái að sýna sínar bestu hliðar. Það er þó vel drekkanlegt núna og skemmti-

legir tónarnir fá alveg að njóta sín þrátt fyrir eilítið óhefluð tannín. Það er algjörlega nauðsynlegt að leyfa víninu að anda

vel áður en þess er neytt. Það er ungt með ferska sýru, dökkt með berjabragði, kirsuberjum og sólberjum. Það er smá eik í

því líka. Þetta steinliggur með vel grilluðu lambi.

Leopard’s Leap Cabernet Sauvignon Merlot

Vidal Fleury Cotes du Rhone Gerð: Rauðvín

Dourthe No1 Merlot Cabernet Sauvignon

Gerð: Rauðvín

Þrúgur: Grenache, Syrah

Gerð: Rauðvín

Þrúgur: Cabernet Sauvignon, Merlot

Uppruni: Cotes du Rhone, Frakkland, 2012

Þrúgur: Merlot, Cabernet Sauvignon

Uppruni: Suður-Afríka, 2012

Styrkleiki: 14%

Uppruni: Bordeaux, Frakkland, 2012

Styrkleiki: 13,5%

Verð í Vínbúðunum: 2.499 kr. (750 ml)

Styrkleiki: 13%

Verð í Vínbúðunum: 1.999 kr. (750 ml)

Ágætur strúktúr þrátt fyrir ungan aldur. Tiltölulega milt. Greinilegir jarðartónar, létt og ferskt miðað við Cabernet en hefur sína einkennandi dökku ávexti. Fersk sýran í því hentar ágætlega með grillkjöti.

Verð í Vínbúðunum: 2.469 kr. (750 ml)

Skemmtilegt vín frá Cotes Du Rhone. Kryddaður sveitakeimur með rauðum ávexti. Þú finnur alveg fyrir tanníninu en það er í ágætu jafnvægi við ferksleikan í víninu. Það er nógu létt til að þola ljósara kjöt en gæti líka ráðið við fituminni bita af lambinu.

Fínasta Bordeauxblanda á ágætu verði. Merlot þrúgan skilar sínu við að milda ágenga Cabernet þrúguna og úr verður vín í ágætu jafnvægi. Eikað með rauðum berjum og smá reyktu eftirbragði. Þetta er fínasta kjötvín, þolir allt frá grillréttum með bbq-sósu upp í bragðmikla pottrétti.

Kryddblöndur á páskalambið

Villijurtir Lamb Islandia Grískt lambakrydd Lambakrydd úr 1001 nótt

Kryddin frá okkur eru ómissandi í eldhúsið hjá ykkur



58

matur & vín

Helgin 27.-29. mars 2015

 Matur Einfalt Er að gEr a sitt Eigið pásk aEgg án sykurs

Heimagert sykurlaust páskaegg É

g fór í smá herferð á sínum tíma í að finna uppskrift góðu páskaeggi án sykurs og gerði margar tilraunir sem enduðu flestar í ruslatunnunni. Það var ekki fyrr en eftir hátt í 10 tilraunir og þegar eldhúsið var allt úti í súkku­ laði að ég fann loksins uppskrift að góðu páskaeggi sem ég deili hér í dag,“ segir Júlía Magnúsdóttir, nær­ ingar­ og lífsstílsráðgjafi Lifðu til fulls­heilsumarkþjálfunnar. Hér áður fyrr borðaði Júlía alltaf venju­ leg páskaegg með bestu lyst en fór að finna fyrir vanlíðan eftir sykur­ átið og sá hvað það gerði heilsu hennar þegar kom að þyngd, orku og jafnvægi, og fór að leita annara valkosta.

„Þú græðir betri heilsu með því að búa til þitt eigið páskaegg. Þú lendir líka ekki í því eftir páskana að líða eins og þú þurfir að „byrja upp á nýtt” vegna ofáts á sykri og hátíðarmat heldur getur þú upplifað sátt, orku og vellíðan,“ segir hún.

Sykurlaust páskaegg 60gr lífrænt ósætt kakó duft 1 bolli kakósmjör 2 msk kókosolía 4 msk stevia/etrytol duft blanda 2 tsk steviadropar 1 1/2 tsk vanilludropar 1/4 tsk salt 1. Setjið öll innihaldsefni í pott við lágan hita nema kakó duftið. Sigtið kakóduftið útí og hrærið saman með sleif. Gætið þess að brenna ekki og hrærið vel til að fá fallega súkkulaðiáferð.

Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Formin fékk Júlía í versluninni Pipar og Salt í Reykjavík og eru þau til í ýmsum stærðum og gerðum.

Júlía Magnúsdóttir, stofnandi Lifðu til fulls, segir margar konur sem hún vinnur með sem heilsumarkþjálfi tali um að þeim finnist erfitt að halda sig frá sykri.

Uppskriftin dugar í annað hvort 12 lítil egg, 1 stórt páskaegg eða 2 meðalstór kanínuegg.

2. Taktu því næst eggjaformin og settu nokkrar skeiðar af súkkulaði í formin. Þú hallar þeim til að fylla alveg útí allar hliðar með súkkulaðinu. Settu þá næst í frysti í nokkrar mínútur og endurtaktu með því að fylla í formin minnst 2-5 sinnum eftir því hvort þú vilt fá gegnheil egg eða ekki. 3. Þegar þetta er þá tilbúið getur þú bætt við málshætti inní og hollustufæðu af eigin vali eins og goji-berjum eða kakónibbum eins og myndin sýnir. Þá næst máttu líma eggið saman með því að nota setja súkkulaði í sprautupoka og límir allan hringinn. (Ath: einnig getur þú sett eggin saman með því að skeyta formunum saman áður en þú setur í frystinn.) n Ef þú vilt að eggið bragðist meira eins og mjólkursúkkulaði getur þú bætt við nokkrum matskeiðum af rísmjólk, möndlumjólk eða kókosmjólk. Uppskriftin inniheldur sætuefni sem hækka ekki blóðsykur og styðja við heilsu og þyngdartap. Ef þú vilt eggið sætara geturðu prófað þig áfram og bætt þá við dropa af steviu eða örlítið af kókospálmasykri eða hunangi.

Græna dúndurduftið Rannsóknir hafa sýnt að neysla á Matcha grænu tei getur komið í veg fyrir ýmis algeng krabbamein, hægt á öldrun og hjálpað fólki að léttast svo fátt eitt sé nefnt.

M

atcha er grænt duft sem búið er til úr þurrkuðum grænum telaufum og þessvegna þykir það hollara en að drekka te sem er soð af telaufum. Til að drekka matcha er það þeytt

Matcha og grænkál: 1 frosinn banani blanda af ananas og mangóbitum, frosnum 1 tsk Matcha duft lúka af grænkáli chia-fræ

Bertolli viðbit er framleitt úr hágæða ólífuolíu. Það er alltaf mjúkt og auðvelt að smyrja. Í Bertolli er mjúk fita og fitusýrur sem taldar eru heppilegri fyrir hjarta- og æðakerfi en hörð fita.

Öllu blandað saman í blandara og hellt í glas. Sáldraðu chia-fræjum yfir.

Einfaldur Matcha hristingur ½ bolli hrein jógúrt 2 tsk hunang ½ bolli ísmolar 1 tsk Matcha duft Öllu blandað saman í blandara og hellt í glas.

Berjamatcha:

BERTOLLI

Af matarborði Miðjarðarhafsins

¼ bolli af berjum af eigin vali (bláber, jarðarber, brómber) ½ bolli af hreinni jógúrt ½ bolli af ísmolum 1 tsk Matcha dufti Öllu blandað saman í blandara og hellt í glas. Drekkið strax.

út í heitt vatn þar til froða myndast og það getur verið gott að hella yfir það heitri froðumjólk. Önnur góð leið til að neyta Matcha er að blanda duftinu saman við hristing. Hér eru nokkar uppskriftir:


Mjólk er góð. En það er ekki þar með sagt að hún þurfi að vera alls staðar. Í öllu. Sumt súkkulaði er bara þannig gert að það á ekkert, nákvæmlega ekkert sameiginlegt með mjólkurvörum og á enga samleið með þeim. Það skal þó tekið fram að öll eggin í körfunni eiga að vera vinir — og ekkert egg má borða annað egg. skaeggjum Súkkulaðið í pá QPP er s ríu Sí a Nó er Program) (Q ualit y Partn m stuðlar að framleiðsla se starfs fólks ði na bú að betri t. í kakóbaunaræk

Litríkt á bragðið. facebook.com/noisirius


60

heilabrot

Helgin 27.-29. mars 2015

Spreyttu þig

 Sudoku

Spurningakeppni Fréttatímans er í fríi, en snýr aftur eftir páska. Á meðan er um að gera að spreyta sig á nokkrum laufléttum.

1

6 3 7 5 6

6 9 1 5 4 6 8 2

4 7

5 3 2

8 5 2 9

9

6

 Sudoku fyrir lengr a komna

8 3. Í hvaða fylki Bandaríkjanna er

8. 9.

 kroSS -

7

gátan PLANTA

ÞORA

FYLLIBYTTA

ÞRÁ

LÉREFT

SPAUGA

ÁVÖXTUR

TARFUR SJÚKDÓMUR FOR VÍN

 lauSn

BÓK

Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 233

ÁLANDSVINDUR

H Þ A F Á S T T T R E F Ð L Ó K A A R A L U L F I A S Á I L

SPOSKUR HÁMARK

SLUNGINN SKRIFA Á ERFIÐI

B G R E I E I N I G I G T S S E L A S T U K A N Ý R N L A M A R I N G S M S R Æ S Ó L A U F R I G S R I S T VÍSAÐ

SKÍNA

SKÁLMA

TVEIR

BORGAÐ RUNNI

SJÚKDÓMUR

UPPFYLLA LOFTTEGUND

ÆXLUN

VÖRUMERKI

GLINGUR

BAKTAL

TERTA

MARGSKONAR

LÍFFÆRA DREPA NIÐUR

ÓÐAGOT HRJÚF

RUGLUN

SKILABOÐ

ÞÖGGUN

BEKKUR REGLA

BLAÐA

GÖNGULAG

ANDA

www.versdagsins.is

5 6

234

mynd: Timeline (CC By-SA 3.0)

Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig.

5

7 2 5 8

9 7 4

1. Eldgos. 2. Frelsi til sölu. 3. Texas.

7.

starfsgreinasambandsins? 14. Hvað hefur Alfreð Finnbogason skorað mörg mörk í spænsku deildinni í vetur? 15. Númer hvað verður María Ólafs á svið í Eurovision keppninni í maí?

4. 78. 5. 96. 6. Stevie Wonder. 7.

6.

1 9 9 6 2

raunir nú fram?

13. Hver er framkvæmdarstjóri

Noregi. 8. Árni Páll Árnason. 9.

5.

4 3 5 1

brautaskólinn í Breiðholti?

11. Hver er elstur Gibb-bræðra? 12. Í hvaða skipti fara músíktil-

Lárpera. 10. Austurbrún. 11. Barry.

4.

10. Við hvaða götu stendur Fjöl-

borgin El Paso? Hvað hefur Eiður Smári Guðjohnsen spilað marga A-landsleiki? Af hvað mörgum eyjum samanstendur borgin Amsterdam? Undir hvaða nafni er Stevland Morris betur þekktur? Frá hvaða landi eru Toro súpurnar? Hver er formaður Samfylkingarinnar? Hvert er íslenska heitið á avocado?

12. 33. 13. Drífa Snædal. 14. Eitt.

myndast nornahár? 2. Á hvaða plötu Bubba er lagið Serbinn?

15. Tólfta.

1. Við hvaða náttúruhamfarir

7 4 8

INNYFLI

SNJÓHRÚGA SNÖGG SJÓÐA

GOÐ

KK NAFN

HELBER KJÁNI

FARFA FORM

SJOKK

MÁLMUR

U M Á Ð S L E K S Í R Æ R T I R I T A A F A G L A U S K A F L N A T U U N A R Ð I N N L Ó G A L G E R S U T A N R A F I T N A Ó B Ó Á F A L L L A R Á L N Á N

LÖGSÓKN

HRYSSA

ÞEI

SJÁ

LITNINGAR SIGRAÐUR

VÉLFLAUTA BEIN

KVARSSTEIN

SPJALLA

ÞRÆLASALA

KRYDD

ARRA

RÝJA STÓ

NÆGUR

ELDSNEYTI MOKA

KUSK

GÓNA

HÓFDÝR

VÍNANDI

RAFMAGN REFUR

Á KVIÐI KRAKKI

HLJÓÐFÆRI

BJARGBRÚN

FISKUR

HAMINGJA

REIÐMAÐUR

GANGÞÓFI

ÁN

TUNNUR

RÆKILEGAR

HEITI

YFIRBORÐ

KIRTILL

FAGNAÐARLÆTI

GALSI

KLAKI

ÚRRÆÐI

GLJÁHÚÐ

ÞÁTTTAKANDI

SPRIKL

LITUR

GAPA

AÐ BAKI

SNUDDA

G U R E N A N N U I Ð Í N A S N M S K A I N N G A S A P A I L N A F L F L I N Ö F T U M U R A R

SJÓNOP

STÚLKA

BLÓMI

SÝKING

TÝNA

LÚÐUR

ÓGREIDDUR

Í RÖÐ

PÁLMALILJA

EFNISMAGN

SKYNFÆRI

Í VAFA

MATARÍLÁT

TALA

SÁL

BEIN

SKREFA

EITURLYF

FUNDA

ÓNEFNDUR

RISSA

VEIÐI

VERÐ

SKÓLI

KLAFI

NÁ YFIR

LAUN

Í RÖÐ

FYRIR HÖND

KAPÍTULI

YNDI

STAÐFESTA TJÚTTA

SPYRJA

UMRÓT

SVIK

ÖSKRA

ILLGRESI

ÁTT

STEYPUEFNI

LOKAORÐ

PEDALI

BRÚN

DUNDA

SAFNA

SAMTÖK

ÞÓ

STREITA

TIF

RÉNUN KROPP

GASTEGUND

5.990 kr. mán.-mið. 6.990 kr. fim.-sun.

STREYMI

HARMUR

ÓNN

UNGT BEITA

EIGNARFORNAFN

Tryggðu þér sæti núna í s. 552 1630.

HNAPPUR

ÓNÆÐI

ÓPRÝÐA

HRYGGÐ

GÓL

LÍTIÐ BÝLI

SAUÐAGARNIR

SÉRSTAKLEGA

KEYRA

FJANDMANNA

STJÓRNA

GJALDMIÐILL

SKOÐUN

Í RÖÐ

Í RÖÐ

GANGBRAUT

www.austurindia.is Hverfisgata 56 Opið: sun.-fim. 17:30 - 22:00 og fös.-lau. 17:30 - 23:00

TRIMMA

SKILYRÐISLAUS

FÚSKA TEYGJUDÝR

SKJÁLFA


Æsispennandi glæpasaga ...

... með óhugnanlegri undiröldu Um Leikarann og Hina réttlátu: „Sögufléttan er vel úthugsuð ... vel gerð glæpasaga sem hélt mér spenntri alla leið til loka.“ Ingveldur geIrsdót tIr / Morgunbl aðIð

„... sagan er vel skrifuð, flækjurnar eru úthugsaðar ...“

Flekklaus er þriðja bók S ó lv e i g a r P á l S d ó t t U r sem hefur áður sent frá sér Leikarann, sem kom út árið 2012, og Hina réttlátu sem kom út árið 2013. Bækurnar hafa fengið lofsamlega dóma og verið gefnar út í Þýskalandi.

steInþór guðbjart sson / Morgunbl aðIð

w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39


62

sjónvarp

Helgin 27.-29. mars 2015

Föstudagur 27. mars

Föstudagur RÚV

23.40 Vandræði (The Lookout) Chris vaknar breyttur maður eftir að hafa stórslasast í bílslysi og ekkert verður eins og áður.

19:50 Parks & Recreation Geggjaðir gamanþættir með Amy Pohler í aðalhlutverki.

Laugardagur

19.45 Aftur til framtíðar Nú þarf Marty að ferðast alla leið til villta vestursins til að forða vini sínum Emmet frá bráðum bana.

21.40 The Master Dramatísk mynd frá 2012 með Joaquin Phoenix, Philip Seymour Hoffman og Amy Adams í aðalhlutverkum.

Sunnudagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

22:30 The Walking Dead Rick Grimes og félagar þurfa að glíma við uppvakninga utanfrá og svikara innanfrá í þessum hrollvekjandi.

21:30 Better Call Saul Glæný og fersk þáttaröð um Saul Goodman sem er best þekktur sem lögfræðingur Walter White í þáttaröðinni Breaking Bad.

16.25 Paradís (7:8) e. 17.20 Vinabær Danna tígurs (8:40) 17.31 Litli prinsinn (8:18) 17.54 Jessie (4:26) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Fljótlegt og ferskt með Lorraine Pascale (4:6) 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Hraðfréttir 20.00 Útsvar (Reykjavík - Reykjanesbær) 21.15 Dýragarðurinn okkar (4:6) (Our Zoo) Bresk þáttaröð fyrir alla fjölskylduna. 22.10 Wallander – Eftirsjá (Wallander) Unglingstúlka finnst myrt og líkið er illa leikið. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða. Wallander fer með rannsóknina en minnisleysi gerir honum erfitt fyrir og undirmennn hans bítast um stjórnina. 23.40 Vandræði (The Lookout) Spennutryllir frá 2007. 01.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Everybody Loves Raymond (23:24) 08:20 Dr. Phil 09:00 The Talk 09:45 Pepsi MAX tónlist 14:10 Cheers (20:26) 14:35 The Biggest Loser - Ísland (10:11) 15:45 Once Upon a Time (2:22) 16:30 Beauty and the Beast (16:22) 17:10 Agents of S.H.I.E.L.D. (16:22) 17:50 Dr. Phil 18:30 The Tonight Show 19:10 The Talk 19:50 Parks & Recreation (10:22) 20:15 The Voice (9:28) 21:45 The Voice (10:28) 22:30 The Tonight Show 23:15 Dark Horse 5 00:45 Necessary6 Roughness (4:10) 01:30 The Tonight Show 02:15 The Tonight Show 03:00 Pepsi MAX tónlist

Laugardagur 28. mars

Sunnudagur

RÚV STÖÐ 2 07.00 Morgunstundin okkar 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10.25 Útsvar e. 08:05 The Middle (14/24) 11.25 Skólahreysti (2:6) e. 08:30 Glee 5 (3/20) 11.55 Djöflaeyjan e. 09:15 Bold and the Beautiful 12.25 Landinn e. 09:35 Doctors (138/175) 12.55 Viðtalið (18) e. 10:15 Last Man Standing (4/22) 13.25 Hlýnun jarðar e. 10:40 Heimsókn (7/27) 14.20 Hrúturinn Hreinn 11:50 Jamie Oliver's Food Revolution 14.30 Forkeppni EM karla í fótbolta 12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur (Kasakstan - Ísland) 15:10 The Amazing Race (1/12) 17.25 Táknmálsfréttir 15:55 Family Tools (1/10) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.35 Unnar og vinur (12:26) 16:20 Super Fun Night (4/17) 18.00 Með okkar augum (4:6) e. 16:45 Raising Hope (16/22) 18.30 Hraðfréttir e. 17:10 Bold and the Beautiful 18.54 Lottó (31) 17:32 Nágrannar 19.00 Fréttir 17:57 Simpson-fjölskyldan 4 5 19.20 Íþróttir (28) 18:23 Veður 19.35 Veðurfréttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19.45 Aftur til framtíðar (Back to the 18:47 Íþróttir Future III) Þriðja myndin um þá 18:54 Ísland í dag. félaga Emmet Brown og Marty 19:11 Veður McFly. 19:20 The Simpsons 21.40 Forkeppni EM í fótbolta 19:45 Spurningabomban (8/11) (Samantekt) 20:35 The Amazing Spider-Man 2 22.10 Refurinn Jack (Casino Jack) 22:55 The Look of Love Mynd byggð á sögu Jacks Abra00:35 The Conjuring moff, harðsvíraðs spunameistara 02:25 Philadelphia sem festist í vef spillingar og 04:30 Spurningabomban (8/11) mútuþægni. 05:15 Simpson-fjölskyldan (18/22) 00.00 Albert Nobbs (Albert Nobbs) e. 05:40 Fréttir og Ísland í dag 01.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

RÚV STÖÐ 2 07.00 Morgunstundin okkar 07:00 Barnaefni Stöðvar 2 10.25 Hraðfréttir e. 12:00 Bold and the Beautiful 10.45 Boxið e. 12:20 Bold and the Beautiful 11.30 Gyðingar og múslimar (2:4) e. 13:45 Ísland Got Talent (9/11) 12.25 Matador (3:24) e. 15:20 Spurningabomban (8/11) 13.15 Kiljan e. 16:10 ET Weekend (28/53) 13.55 George Harrison - þögli Bítillinn 16:55 Íslenski listinn 15.50 Á spretti e. 17:25 Sjáðu 16.10 Alzheimer á Íslandi e. 17:55 Latibær allt fyrir áskrifendur 16.40 Handboltalið Íslands (12:16) e. 18:23 Veður 16.55 Rétt viðbrögð í skyndihjálp 18:30 Fréttir Stöðvar 2 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.10 Táknmálsfréttir 19:00 Sportpakkinn (33/50) 17.20 Kalli og Lóla (8:26) 19:10 Lottó 17.32 Sebbi (19:40) 19:15 Stelpurnar (2/12) 17.44 Ævintýri Berta og Árna (20:52) 19:40 Fókus (7/12) 17.49 Tillý og vinir (10:52) 20:05 Austin Powers in Goldmember 4 5 6 Ofurnjósnarinn Austin Powers er 18.00 Stundin okkar 18.25 Kökugerð í konungsríkinu (6:12) kominn aftur á stjá. 19.00 Fréttir 21:40 The Master Dramatísk mynd 19.20 Íþróttir (29) frá 2012 með Joaquin Phoenix, Philip Seymour Hoffman og Amy 19.35 Veðurfréttir 19.40 Landinn (26) Adams í aðalhlutverkum. 20.10 Öldin hennar (13:52) 23:55 A Good Day To Die Hard Spennumynd frá 2013 með Bruce 20.15 Þú ert hér (2:6) (Magga Stína) 20.40 Sjónvarpsleikhúsið – Geimferðin Willis og Jai Courtney í aðalhlut(Playhouse Presents) verkum. 21.05 Heiðvirða konan (6:9) 01:30 The Possession 22.00 Hannah Arendt 03:05 Malavita 23.50 Fast land undir fótum e. 04:55 ET Weekend (28/53) 01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 05:40 Fréttir Fréttir

SkjárEinn 07:00 Njarðvík - Stjarnan 06:00 Pepsi MAX tónlist 10:55 Meistaradeildin í hestaíþróttum 10:40 The Talk 13:45 Samantekt og spjall 11:20 The Talk 14:20 B.Munchen - S.Donetsk 12:00 The Talk 16:00 Barcelona - Man. City 12:40 Dr. Phil 17:40 Njarðvík - Stjarnan 19:10 Meistaradeild Evrópu allt fyrir áskrifendur13:20 Dr. Phil 14:00 Cheers (21:26) 19:40 Spánn - Úkraína 14:20 The Bachelor (12:13) 21:45 Moldóva - Svíþjóð fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:50 Royal Pains (5:16) 23:25 Meistaradeild Evrópu 16:30 Scorpion (11:22) 23:55/06:00 Spánn - Úkraína 17:15 The Voice (9:28) 04:55 Malasía - Æfing 3 18:45 The Voice (10:28) 19:30 Red Band Society (3:13) 4 5 20:15 Intolerable Cruelty 21:55 Easy A 10:55 Aston Villa - Swansea 23:25 Unforgettable (10:13) 12:35 Hull - Chelsea 00:10 The Client List (10:10) 14:20 Messan 00:55 Hannibal (13:13) 15:35 West Ham Sunderland allt fyrir áskrifendur 01:40 The Tonight Show 17:20 Premier League World 2014/15 02:30 The Tonight Show 17:50 Tottenham - Leicester fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 03:20 Pepsi MAX tónlist 19:40/01:05 England - Litháen 21:40 Man. City - WBA 23:20 Southampton - Burnley

06:00 Pepsi MAX tónlist 07:50 Malasía 11:20 The Talk 09:40 Spænsku mörkin 12:40 Dr. Phil 10:10 Spánn - Úkraína 14:45 Cheers (22:26) 12:00 Skeiðgreinar úti 15:05 Royal Pains (6:16) 16:25 Þýsku mörkin 15:45 The Real Housewives of Orange 16:55 Tékkland - Lettland 19:10 Meistaradeild Evrópu -allt fyrir áskrifendurCounty (5:16) 16:30 The Biggest Loser - Ísland (10:11) fréttaþáttur 17:40 Top Gear (1:7) 19:40 Holland - Tyrkland fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:40 Parks & Recreation (10:22) 21:45 Kasakstan - Ísland 19:00 The Office (2:24) 23:25 Malasía 19:20 Gordon Ramsay Ultimate Home 00:45 UFC Now 2015 Cooking (2:20) 01:35 Króatía - Noregur 19:50 Solsidan (9:10) 4 5 6 20:15 Scorpion (12:22) 21:00 Law & Order (9:23) 21:45 Allegiance (7:13) 08:55 England - Litháen 22:30 The Walking Dead (13:16) 10:35 Wolves - Derby 23:20 Hawaii Five-0 (17:25) 12:15 Newcastle - Arsenal 00:05 CSI: Cyber (2:13) 13:55 Liverpool Man. Utd. allt fyrir áskrifendur 00:50 Law & Order (9:23) 15:40 Messan 01:35 Allegiance (7:13) 16:55 Ísrael - Wales fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 02:20 The Walking Dead (13:16) 19:00 England - Litháen 03:10 The Tonight Show 20:40 Premier League World 2014/ 04:00 Pepsi MAX tónlist 21:10 Ísrael - Wales 22:50 Aston Villa - Swansea

09:25 My Cousin Vinny 11:25 Contact Eleanor SkjárSport 4 allt fyrir áskrifendur 13:50 Mom's Night Out 11:00 Bundesliga Highlights Show 15:40 My Cousin Vinny 11:50 B.München - B. Mönchenglad. 17:40 Contact Eleanor fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13:40 Hamburger SV - Hertha Berlin 20:10 Mom's Night Out 15:30 Bundesliga Highlights Show 22:00 The Terminal 16:20 Hannover - Borussia Dortmund 00:10 Sacrifice 18:10 Schalke - Bayer Leverkusen 01:50 The Mortal Instrument: City 20:00 Bundesliga Highlights Show 4 5 of Bones 20:50 Mainz - Wolfsburg 04:00 The Terminal 22:40 Bundesliga Highlights Show

5

SkjárEinn

6

07:45/ 14:50 The Bucket List 6 09:20 Say Anything 4 5 6 allt fyrir áskrifendur 11:00 Bridges of Madison County SkjárSport 07:15/14:35 Pay It Forward 13:15/ 20:20 LOL 11:00 FC B.Munich - VfL Wolfsburg fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 09:15/16:40 Tenure 16:25 Say Anything 12:50 FC Schalke 04 - FC B.Munich allt fyrir áskrifendur 10:45/18:10 Juno 18:05 Bridges of Madison County 14:40 FC B.Munich - VfB Stuttgart 12:20/19:45 Sense and Sensibility 22:00 Hot Tub Time Machine 16:30 Hamburger SV - FC B.Munich fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00/04:00 The Dark Knight Rises 23:40 The Marine 3: Homefront 18:20 FC Schalke Borussia Dortmund 00:45 Hitchcock 01:106The Eagle 20:10 B.München - Werder Bremen 4 5 02:256One In the Chamber 03:05 Hot Tub Time Machine 22:00 B.Mönchenglad.- B.Munchen

allt fyrir áskrifendur

4

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

6

Þetta virta og vinsæla merki sem er einn fremsti framleiðandi 5

6

Rafmagnstannburstar fyrir alla

ORMSSON.IS

rafmagnsrakvéla síðan 1950, er nú komið til Fjölbreytt úrval fyrir konur á öllum aldri

Rafmagnsrakvélar fyrir karla á öllum aldri

Lágmúla 8 - Sími 530 2800


sjónvarp 63

Helgin 27.-29. mars 2015  Í sjónvarpinu Körfubolti á stöð 2 sport

29. mars STÖÐ 2 07:25 Barnaefni Stöðvar 2 12:00 Nágrannar 13:45 Modern Family (1/24) 14:15 How I Met Your Mother (5/24) 14:40 Matargleði Evu (3/12) 15:10 Margra barna mæður (4/7) 15:40 Fókus (7/12) 16:05 Um land allt (18/19) 16:45 60 mínútur (25/53) allt fyrir áskrifendur 17:30 Eyjan (28/35) 18:23 Veður fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (83/100) 19:10 Ísland Got Talent (10/11) 20:45 Rizzoli & Isles (17/18) 21:30 Better Call Saul (3/10) 4 Glæný og fersk þáttaröð um Saul Goodman sem er best þekktur sem lögfræðingur Walter White í þáttaröðinni Breaking Bad. 22:20 60 mínútur (26/53) 23:05 Who is Clarck Rockefeller 00:30 Eyjan (28/35) 01:15 Brestir (1/5) 02:10 Transparent (7/10) 02:30 Backstrom (2/13) 03:15 Vice (3/14) 03:45 Looking (10/10) 04:15 You've Got Mail

Minn maður í leiknum fagra Ég horfi ekki mikið á íþróttir í sjónvarpi. Æ, það er reyndar lygi því ég horfi óhóflega mikið á golf og líka smá á hjólreiðar. Það er fótboltinn. Ég horfi ekki mikið á fótbolta. Hvorki í sjónvarpinu né annars staðar. Eins og þeim í Ameríku finnst mér beinlínis leiðinlegt að horfa á fótbolta. Helst að maður nái hálfum leik þegar HM er í gangi og rauðvín við hendina. Og handbolti er bara eitthvað ofan á brauð. Hundleiðinlegt sport. Körfubolti er eina hópíþróttin sem ég nenni að horfa á. Aðallega úrslitakeppnir þó, – bæði NBA og þessar heimabrugguðu. Nú er einmitt ein slík keppni í gangi hér á Fróni og þótt ÍR-ingarnir fallegu hafi verið nokkuð fjarri því að komast í hana þá horfi ég nú samt. Sérstaklega ef ég heyri í honum Svala mínum þegar ég flakka á milli stöðva. 5

6

5

6

Ekki er þar á ferð Svali-og-Svavar-Svalinn heldur er minn maður Svali Björgvinsson. Fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og núverandi frasakóngur í íþróttum. Guðmundur Benediktsson ku vera góður, ég hef heyrt hann lýsa Ólsen Ólsen og það var stórkostlegt, en Svali er minn maður. Þvílíkt sem hann getur glatt mig með frösum og fölskvalausri gleði yfir íþróttinni fögru. Þar eru líka á ferðinni ósviknir heimasamdir frasar. Ekki verið að elta neinn eða þýða nokkurn skapaðan hlut. Heldur kúrir bara inni í teig og tekur starfsmann mánaðarins á þetta. Enda refur í báðar ættir, fullþroskað og vel skapað karldýr, hreinn diskósmellur sem fær aldrei bollu beint í andlitið. Haraldur Jónasson

07:30 Formúla 1 - Malasía 10:30 Belgía - Kýpur 12:10 Kasakstan - Ísland 13:50 Formúla 1 - Malasía 15:55 Georgía - Þýskaland 18:40 Portúgal - Serbía 20:45 Njarðvík - Stjarnan allt fyrir áskrifendur 22:15 Moto GP - Ástralía 23:15 Rúmenía - Færeyjar fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 00:55 Írland - Pólland 07:00 Portúgal - Serbía

10:50 Ísrael - Wales 12:30 Man. City - WBA 14:10 Hull - Chelsea 15:55 Skotland - Gíbraltar allt fyrir áskrifendur 18:00 Ísrael - Wales 19:40 Football League Show 2014/15 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:10 Skotland - Gíbraltar 21:50 Tottenham - Leicester 23:40 Premier League Review 2014/2015 (29/40) 07:00 Skotland - Gíbraltar 4

4

5

6

SkjárSport 11:00 B.München - Borussia Dortmund 12:50 Eintracht Frankfurt - B.München 14:40 Bayern München - Hoffenheim 16:30 Hertha Berlin - Bayern München 18:20 Bayern München - B.Leverkusen 20:10 Augsburg - Bayern München 22:00 Bayern München - Freiburg

FORSALA HAFIN Á ,

OG


64

menning

Helgin 27.-29. mars 2015  bækur nýtt fr á söru blædEl og Jørn liEr Horst

Dagskrá

Veisla fyrir krimmaunnendur

hannesarholts

Unnendur góðra spennusagna fengu aldeilis huggulega sendingu í vikunni þegar tvær nýjar slíkar komu út í íslenskri þýðingu. Annars vegar er um að ræða Gleymdu stúlkurnar eftir Söru Blædel en hins vegar Hellisbúann eftir Jørn Lier Horst. Í bók Söru Blædel segir enn af ævintýrum Louise Rick sem nú er að hefja störf hjá sérstökum mannshvarfahóp. Blædel er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur Danmerkur en hún var einmitt hér á landi í vikunni, nýkomin úr upplestrarferðalagi um Bandaríkin. „Hér fékk hún þau gleðitíðindi að þáttastjórn-

29.mars

ljóðasöngur í hannesarholti Hanna Dóra Sturludóttir syngur Mahler Gerrit Schuil leikur undir á flygil www.hannesarholt.is Miðasala á midi.is

leikhusid.is

andinn og fjölmiðlakonan vinsæla, Oprah, hefði hrósað bókinni á heimasíðu sinni – en það þykja ameríska útgefandanum og umboðsmanninum svo sannarlega þrusutíðindi!“ segir í skeyti frá Bjarti, útgefanda hennar hér á landi. Í Hellisbúanum segir af dauðsfalli manns sem fátt bendir til að hafi borið að með saknæmum hætti. Lína Wistings blaðamaður rannsakar málið sem er flóknara en virðist í fyrstu. Jörn Lier Horst er einn fremsti glæpasagnahöfundur Noregs. Þetta er þriðja glæpasaga hans sem kemur út á Íslandi. Útgefandi er Draumsýn.

Ný bók eftir Söru Blædel kom út á íslensku í vikunni. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

Konan við 1000° – HHHH „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið

 Myndlist MEnn í Hafnarborg í Hafnarfirði

Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið)

Fös 27/3 kl. 19:30 2.sýn Fös 10/4 kl. 19:30 5.sýn Fös 17/4 kl. 19:30 8.sýn Mið 1/4 kl. 19:30 3.sýn Lau 11/4 kl. 19:30 6.sýn Lau 18/4 kl. 19:30 9.sýn Fim 9/4 kl. 19:30 4.sýn Fim 16/4 kl. 19:30 7.sýn Fös 24/4 kl. 19:30 10.sýn Eitt magnaðasta verk íslenskra leikbókmennta í uppsetningu Stefan Metz.

Segulsvið (Kassinn)

Fös 27/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 10/4 kl. 19:30 7.sýn Nýtt leikverk eftir Sigurð Pálsson

Lau 11/4 kl. 19:30 8.sýn

Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið) Konan við 1000° (Stóra sviðið) Lau 28/3 kl. 19:30 Lokas. Aukasýningar á Stóra sviðinu.

Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan)

Sun 29/3 kl. 13:30 Sun 12/4 kl. 13:30 Sun 19/4 kl. 13:30 Sun 12/4 kl. 15:00 Sun 19/4 kl. 15:00 Sun 29/3 kl. 15:00 Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn!

Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)

Lau 28/3 kl. 14:00 Lau 28/3 kl. 16:00 Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu

551 1200 HVERFISGATA 19 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS

S.J. Fbl.

Billy Elliot (Stóra sviðið)

Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Fös 24/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Sun 26/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Mið 29/4 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00 Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Fim 30/4 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00 Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Sun 3/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Þri 5/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00 Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Mið 6/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00 Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Fim 7/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 19:00 Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Fös 8/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00 Mið 22/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega

Lína langsokkur (Stóra sviðið)

Lau 28/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Lau 18/4 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Lau 11/4 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið

Lau 25/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00

Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið)

Fös 27/3 kl. 20:00 4.k. Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Sun 29/3 kl. 20:00 aukas. Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Mið 8/4 kl. 20:00 5.k. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Fim 9/4 kl. 20:00 6.k. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Þri 12/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/4 kl. 20:00 7.k. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k. Sun 12/4 kl. 20:00 8.k. Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k. Þri 14/4 kl. 20:00 aukas. Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas. Mið 15/4 kl. 20:00 9.k Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Sun 17/5 kl. 20:00 Fim 16/4 kl. 20:00 10.k Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar

Kenneth Máni (Litla sviðið)

Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni

Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 28/3 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Sýningum fer fækkandi

Hystory (Litla sviðið)

Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00

Fös 27/3 kl. 20:00 Frums. Lau 11/4 kl. 20:00 3.k. Sun 29/3 kl. 20:00 2.k Sun 12/4 kl. 20:00 4.k. Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur

Tvær nýjar sýningar verða opnaðar í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, á morgun, laugardag. Í aðalsal er það sýningin MENN með verkum eftir fjóra karllistamenn í fremstu röð, þá Curver Thoroddsen, Finn Arnar Arnarson, Hlyn Hallsson og Kristinn G. Harðarson.

s

Sun 29/3 kl. 19:30 Lokas. Síðustu sýningar

Billy Elliot – HHHHH ,

Sýn manna á manninum

Fös 24/4 kl. 20:00 5.k. Mið 29/4 kl. 20:00 6.k.

ýningin MENN beinir sjónum að stöðu karla við upphaf 21. aldar og þeim breytingum sem orðið hafa á högum þeirra í ljósi breyttrar stöðu kvenna. Í verkunum takast listamennirnir á við spurningar um stöðu karla innan fjölskyldu hvað varðar hugmyndir um þátttöku í heimilislífi, ábyrgð á afkomu og uppeldi barna. Verkin á sýningunni vekja upp áleitnar spurningar um karlmennsku og þau skilaboð sem karlar fá frá samfélaginu. „Hugmyndin kemur frá Ólöfu Sigurðardóttur, sýningarstjóra í Hafnarborg,“ segir Hlynur Hallsson, einn listamannanna fjögurra sem á verk á sýningunni. „Sýningin er sýning karla sem sýna stöðu mannsins í nútíma samfélagi, og vegna 100 ára kosningaafmælis kvenna í ár, var tilefnið nú eða aldrei,“ segir Hlynur. Listamennirnir koma að viðfangsefninu hver með sínum hætti. Listamennirnir eiga að baki fjölda sýninga auk þess sem þeir hafa fengist við önnur verkefni, svo sem útgáfu, hönnun, tónlist og pólitík. Á sýningartímanum munu þeir taka þátt í leiðsögnum um sýninguna. „Mín verk á sýningunni eru innblásin af hlutverki föðursins í víðum skilningi,“ segir Hlynur. „Þetta eru bæði ljósmyndaverk og spreyverk sem ég hef sýnt áður, en þau passa fullkomnlega í þessa sýningu. Þetta eru litlu hlutirnir sem allir menn gera daglega og taka þátt í,“ segir Hlynur. „Ég las nýverið könnun á jafnréttisvitund ungs fólks og það er

Hlynur Hallsson er einn fjögurra listamanna sem opna sýningu í Hafnarborg um helgina.

Við erum að þokast í átt að jafnrétti en þurfum að vera á tánum til að þetta gangi upp.

ennþá alltof ríkjandi sú hugsun að konan setji í þvottavél og karlinn geri við bílinn,“ segir Hlynur. „Við erum að þokast í átt að jafnrétti en þurfum að vera á tánum til að þetta gangi upp.“ Í tengslum við sýninguna er efnt til fræðslu og fyrirlestra um efni hennar. Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) skipuleggur

málþing þar sem fræðimenn og samfélagsrýnar koma saman og ræða efni sýningarinnar og vakin er athygli á karlímyndum og breyttri stöðu karla í ljósi breyttrar stöðu kvenna. Allar nánari upplýsingar um sýninguna má finna á Facebook síðu Hafnarborgar. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is


PÁSKAHÁTÍÐ HALLGRÍMSKIRKJU 29. MARS – 6. APRÍL 2015 Pálmasunnudagur 29. mars

– nýr prestur, prósessía, messa og barnastarf 10.45 Hallgrímstorg. Birkigreinum útdeilt. Fluttur verður Introitus fyrir Pálmasunnudag eftir Gunnar Andreas Kristinsson tónskáld fyrir kór og málmblásara og gengið í prósessíu til kirkjunnar. Allir innilega velkomnir og foreldrar hvattir til að taka börn sín með. 11.00 Messa í Hallgrímskirkju. Nýr prestur Hallgrímskirkju sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir sett inn í embætti af sr. Birgi Ásgeirssyni. Sr. Irma Sjöfn prédikar og þjónar fyrir altari ásamt dr. Sigurði Árna Þórðarsyni sóknarpresti. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja undir stjórn Harðar Áskelssonar. Einsöngvari Þórgunnur Örnólfsdóttir, organisti Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarf á sama tíma og messan í umsjón Ingu Harðardóttur cand.theol. og verður páskaföndur með börnunum með Ingu, Helene Ingu, Rósu og Karítas. Veislukaffi eftir messu og allir velkomnir. 14.00 Ensk messa í Hallgrímskirkju. Prestur er sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Kaffi og meðlæti eftir messu. Allir velkomnir.

Skírdagur 2. apríl

– Söngvahátíð barnanna, kvöldmessa, Getsemanestund og afskrýðing altaris 17.00 Söngvahátíð barnanna 130 barna kór ásamt djasshljómsveit, flytur fjölbreytta söngva frá ýmsum löndum ásamt nýjum íslenskum barnasálmum. Sérstakur gestur er Egill Ólafsson söngvari. Nýr sóknarprestur Hallgrímskirkju, dr. Sigurður Árni Þórðarson kynnir. Ókeypis aðgangur. Allir innilega velkomnir meðan húsrúm leyfir. Barnakórar: Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju, stjórnendur Helga Loftsdóttir og Anna Magnúsdóttir Stúlknakór Langholtskirkju (Graduale futuri), stjórnandi Rósa Jóhannesdóttir Börn úr kórskóla Langholtskirkju, stjórnandi Bryndís Baldvinsdóttir Stúlknakór Seljakirkju, stjórnandi Rósalind Gísladóttir Barnakór Akraneskirkju stjórnandi Sveinn Arnar Sæmundsson Barnakór Bústaðakirkju, stjórnandi Svava Ingólfsdóttir Stúlknakór Reykjavíkur og Stúlknakór Reykjavíkur í Grafarvogskirkju, stjórnendur Margrét Pálmadóttir, Guðrún Árný Guðmundsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir Hljómsveit: Þórir Úlfarsson píanó, Pétur Valgarð Pétursson gítar, Matthías Stefánsson fiðla, Gunnar Hrafnsson bassi og Magnús Magnússon trommur. 20.00 Messa með altarisgöngu- síðustu kvöldmáltíðarinnar minnst. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða messusöng. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Að messu lokinni fer fram stutt athöfn, Getsemanestund. Lesinn verður kafli píslarsögunnar um bæn Jesú í Getsemane og að því loknu verður altarið afskrýtt á meðan lesið er úr 22. Davíðssálmi. Íhugun niðurlægingar Krists. Pelíkanklæði Unnar Ólafsdóttur sett fram fyrir föstudaginn langa.

STREYMI - sýning Guðbjargar Ringsted í forkirkju Hallgrímskirkju 20. mars -18. maí Á sýningunni eru ný málverk eftir Guðbjörgu sem eru að hluta til byggð á jurta- og blómamynstrum faldbúningsins sem Sigurður Guðmundsson teiknaði á síðari hluta nítjándu aldar. Níels Hafstein segir m.a. um verkin: “Guðbjörg finnur blómum sínum nýstárlegan farveg, sem er magnaður upp af persónulegu innsæi og listfengi.... þau eru spegilmyndir umhverfisins, markviss innhverf tjáning. “ Ókeypis aðgangur. Opið alla daga á opnunartíma kirkjunnar.

Föstudagurinn langi 3. apríl

- Passíusálmalestur, Passía eftir Hafliða Hallgrímsson og kvöldmessa 11.00 - 16.00 Passíusálmalestur -10 konur lesa. (Athugið breyttan tíma). Í tilefni af afmælisári kosningaréttar kvenna lesa eftirtaldar konur Passíusálma Hallgríms Péturssonar: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Brynja Þorgeirsdóttir, Dagný Kristjánsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þorgerður E. Sigurðardóttir. Umsjónarmenn eru Þórunn Sigurðardóttir og Ævar Kjartansson. Orgelleikur milli lestra. Gestir eru hvattir til að taka með sér Passíusálma. Ókeypis aðgangur.

17.00 Hátíðartónleikar - Passía eftir Hafliða Hallgrímsson fyrir kór, tvo einsöngvara og 35 hljóðfæraleikara Flytjendur: Hanna Dóra Sturludóttir mezzosópran, Elmar Gilbertsson tenór, Mótettukór Hallgrímskirkju og Kammersveit Hallgrímskirkju. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Hið stórbrotna tónverk sem samið var að beiðni Listvinafélags Hallgrímskirkju í tilefni af Kristnitökuárinu árið 2000 hefur hlotið afburða dóma. Flutningurinn er tileinkaður minningu Guðmundar Hallgrímssonar lyfjafræðings, bróður tónskáldsins. Aðgangseyrir: 4900 kr. Miðasala í Hallgrímskirkju og á midi.is. 20.00 Guðsþjónusta að kvöldi föstudagsins langa. (Athugið breyttan tíma). Prestar eru sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, sem prédikar og dr. Sigurður Árni Þórðarson. Organisti er Eyþór Franzson Wechner. Schola cantorum syngur.

Páskadagur 5. apríl „Kristur er upprisinn“

- árdegisguðsþjónusta, páskamessa og barnastarf 8.00 Páskaguðsþjónusta með helgileik úr Hólabók frá 1589. Mótettukór Hallgrímskirkju og einsöngvarar úr röðum kórfélaga syngja. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt dr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Stjórnandi er Hörður Áskelsson, organisti Björn Steinar Sólbergsson. 11.00 Hátíðarmessa og barnastarf á Páskadag. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur hátíðlega páskatónlist undir stjórn Harðar Áskelssonar. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarf í umsjón Ingu Harðardóttur cand.theol. ásamt Sólveigu Önnu, Karítas og Rósu.

Annar í páskum 6. apríl

- Fermingarmessa 11.00 Hátíðarmessa og ferming. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og Ingu Harðardóttur cand.theol. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson.

PASSÍA

eftir Hafliða Hallgrímsson Föstudaginn langa, 3. apríl 2015 kl. 17

listvinafelag.is, hallgrimskirkja.is Hallgrímskirkja og turninn eru opin alla daga kl. 9-17, en opið er frá kl. 9-21 frá og með skírdegi og til annars í páskum.


Ú L L E N, DÚLLEN DOFF!

66

menning

Helgin 27.-29. mars 2015

 leiklist Verk saMuels Beckett í tJarnarBíói

Safna fyrir Endataflinu Leikhópurinn Svipir frumsýnir Endatafl eftir írska Nóbelsverðlaunahafann Samuel Beckett í Tjarnarbíói hinn 1. maí næstkomandi. Um er að ræða metnaðarfulla sýningu með flottum leikhópi sem skipaður er þeim Þorsteini Bachmann Edduverðlaunahafa, Þór Tulinius, Hörpu Arnardóttur og Stefáni Jónssyni. Leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir. Hópurinn hefur hrint af stað söfnun á Karolina Fund til að fjármagna uppsetninguna. Markmiðið er að safna sex hundruð þúsund krónum og hefur ríflega hálf sú upphæð safnast þegar vika er til stefnu. Nánari upplýsingar um sýninguna má fá á Facebooksíðu Endatafls og á Karolina Fund.

Þór Tulinius og Þorsteinn Bachmann undirbúa sig fyrir frumsýningu á Endatafli eftir Samuel Beckett. Ljósmynd/Jónatan Grétarsson

 Myndlist laufey Jónsdóttir sýnir í norr æna húsinu

TENERIFE

fl u g f r á

19.999 kr. apríl - maí 2015

B A RC E LO N A

fl u g f r á

19.999 kr. maí 2015

MÍLANÓ

fl u g f r á

18.999 kr.

maí - júlí 2015

Laufey Jónsdóttir fatahönnuður. Ljósmynd/Laura McLean

18.999 kr.

Spurningum um mannveruna velt upp

A M S T E R DA M

Hönnuðurinn Laufey Jónsdóttir tekur á móti gestum í Norræna húsinu í tengslum við sýninguna PERSONA, í dag föstudag, en sýningunni lýkur á sunnudag. Á sýningunni kannar Laufey nýjar slóðir og teflir saman miðlum í tilraunakenndum þrívíðum klippimyndaverkum sem sýna ólíkar persónur á áhugaverðan hátt. Verkin eru byggð á persónulegum viðtölum Laufeyjar við viðfangsefni sín um ævi og minningar.

RÓ M

fl u g f r á

júní - júlí 2015

fl u g f r á

12.999 kr.

l

júní 2015

G e rð u v e rð s a m a n b u rð, það borgar sig!

KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS

Sýningunni er ætlað að velta upp spurningum um mannveruna og ímyndir í víðu samhengi með áleitnum hætti og afgerandi stílfærslu.

aufey Jónsdóttir sem er formaður Fatahönnunarfélags Íslands, opnaði á dögunum einkasýningu á tilraunakenndum portrettverkum í Norræna Húsinu, en sýningin stendur til 29. mars. Í verkunum gefur að líta ólíka einstaklinga út frá einstöku sjónarhorni í þrívíðum klippiverkum unnum úr mörgum lögum af ljósmyndum. Laufey er útskrifaður fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands og starfaði m.a. sem hönnuður hjá tísku- fyrirtækinu STEiNUNN og yfirhönnuður fatamerkisins Blik. Hún hefur einnig gert myndskreytingar fyrir bækur, tímarit og sýningar og opnaði sína fyrstu einkasýningu á teikningum 2012. Á undanförnum árum hefur Laufey sinnt formennsku Fatahönnunarfélags Íslands og í tengslum við það tekið að sér hin ýmsu verkefni, meðal annars stjórnarsetu í Hönnunarmiðstöð Íslands og Nordic Fashion Association. Verkin vinnur hún úr áferðum sem sóttar eru í innri og ytri heim viðfangsefnisins í gegnum ljósmyndun og sker út í mörgum lögum eftir teikningum. „Í gegnum viðtölin mála viðfangsefnin í raun sína

eigin mynd. Ég nýti þannig samtölin sem innblástur að áferðunum í verkunum,“ segir Laufey um sýninguna. „Mér fannst mikilvægt að hafa verkin þrívídd og í mörgum lögum til að leggja áherslu á margskiptingu persónuleikans og einstakar minningar sem skapa sjálfið.“ Sýningunni er ætlað að velta upp spurningum um mannveruna og ímyndir í víðu samhengi með áleitnum hætti og afgerandi stílfærslu. Hún skoðar sjálfið, mannlegt eðli og minningar, hvernig sjálfið beygir og brýtur upp veruleikann. Einstaklingarnir sem Laufey tekur fyrir sem viðfangsefni í sýningu sinni eru ólíkir innbyrðis og skapa áhugaverða heild en á sýningunni verður leitast við að skapa upplifun af því margþætta ferli að baki verkunum. Meðal viðfangsefna Laufeyjar á sýningunni eru leikstjóri, strætóbílstjóri, tónlistarmaður, ráðuneytisstjóri og sérfræðingur á sviði þróunarmála. Móttakan verður milli 17 og 19 í dag, föstudag í Norræna húsinu. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is


ENZO grár Tilboðsverð 251.000 kr.

SÍÐUSTU SÓFADAGARNIR

SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á

TEKK.IS

LAND Tilboðsverð 220.000 kr.

SÍÐUSTU FORVÖÐ – SÓFADÖGUM FER AÐ LJÚKA

20-40% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SÓFUM

BAYAM Tilboðsverð 157.500 kr.

PISA Tilboðsverð 195.000 kr.

House Doctor Tilboðsverð159.000 kr.

SÍÐAN 1964

TEKK COMPANY OG HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 | Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13 -18 | Vefverslun á www.tekk.is


68

dægurmál

Helgin 27.-29. mars 2015

 Í takt við tÍmann Íris tanja Flygenring

Syng svo hátt í bílnum að fólk horfir á mig á ljósum Íris Tanja Flygenring er 25 ára leiklistarnemi í Listaháskóla Íslands. Hún vinnur líka við að talsetja teiknimyndir og hefur ljáð rödd sína í Barbie-myndir, Monster High og Póstinn Pál svo fátt eitt sé nefnt. Íris Tanja stundar jóga og á það til að detta inn í samtöl ókunnugs fólks á kaffihúsum. Staðalbúnaður

Ég er mjög hrifin af skandinavískri hönnun og fatasmekkurinn mótast af því. Ætli stíllinn minn sé ekki einhvers konar blanda af „minimal chic“ og töffara. Ég leita mér innblásturs hjá fólki eins og Maju Wyh og Olsen-tvíburunum og stel líka rosalega mikið af fötum frá kærastanum mínum. Ég væri líka að ljúga ef ég segðist ekki leita innblásturs á Pinterest. Fötin versla ég úti um allt; í Kolaportinu, á fatamörkuðum og búðum eins og Zöru, Vila, Monki og & Other Stories. Ég er sjúk í yfirhafnir og kósí peysur. Oft þegar kaupi mér föt enda á ég til að koma heim með alveg eins yfirhöfn og ég átti fyrir. Ég er búin að gefast upp á hælum en geng mikið í lágbotnaskóm eins og Dr. Martens eða íþróttaskóm eins og New Balance og Nike. Þegar maður er alltaf að hlaupa á eftir fjögurra ára strák er það mjög þægilegt.

Hugbúnaður

Ég get setið tímunum saman að fylgjast með fólki og dett oft inn í samtöl fólks á kaffihúsum. Það getur skapað vandræðaleg móment þegar ég hlæ óvart upphátt með fólkinu á næsta borði. Vinir mínir eru alltaf að segja mér að hætta að stara en mér finnst fólk bara áhugavert, kannski er þetta partur af leiklistinni. Ég drekk ekki áfengi og fer þess vegna ekki oft út að skemmta mér. Mér finnst samt rosa gaman að dansa og fer því stundum út með bekknum mínum. Það er mjög gaman að dansa í góðra vina hópi en stundum upplifi ég mig sem risaeðlu á þessum skemmtistöðum. Það leiðinlegasta sem ég geri er að hlaupa en ég fer svolítið í sund. Svo stunda ég jóga í Yoga shala. Ég horfi á sjónvarpsþætti og er aðeins farin að horfa meira á kvikmyndir. Yfirleitt

hef ég ekki nógu mikið þol í heila mynd en eftir að ég fór í kvikmyndakúrs hjá Ragga Braga er ég farin að finna myndir sem ég get horft á.

Vélbúnaður

Ég fer aldrei út úr húsi án símans og týni honum örugglega svona sex sinnum á dag, í vösunum á öllum þessum fötum sem ég klæðist. Ég fer mikið á Pinterest, Facebook og Instagram og get gleymt mér klukktímum saman á hönnunar- og lífsstílsbloggum.

Aukabúnaður

Þegar mikið er að gera í skólanum er ég ekki eins dugleg við að elda og ég vildi. Ég þarf líka að vera duglegri við að prófa nýja rétti, ég á það til að festast bara í því sem ég kann. Ég elska hins vegar að baka kökur og skreyta þær. Ég fékk einmitt Kitchen Aid hrærivél í jólagjöf og hún hefur að mestu verið í notkun síðan. Ég er dugleg við að breyta heima hjá mér, að færa til hluti og raða upp á nýtt, og elska að leita mér innblásturs í blöðum. Ég les líka mikið af bókum en það er dýrt sport í dag svo ég sæki mér bækur á iPadinn. Þegar ég keyri um borgina syng ég rosa hátt í bílnum svo fólk horfir á mig á ljósum. Í morgun var ég líka að gera raddæfingar á leiðinni upp í hljóðver, að purra munninn og teygja andlitið. Það getur eflaust verið fyndin sjón. Ljósmynd/Hari

PÁSKASPRENGJA

 tónleik ar Br ain Police á Dillon

25 - 50% afsl. af skíðavörum til páska. Skíðahjálmar og bakhlífar

30 - 50% afsl.

Gönguskíðabúnaður

30% afsl.

Svigskíðabúnaður

30 - 40% afsl. Fjallaskíðabúnaður

25% afsl.

Í s le n s k u www.alparnir.is

✓ Góð gæði ✓ Betra verð

ALPARNIR

Faxafeni 8 // 108 Reykjavík Sími 534 2727 // www.alparnir.is

Munum klára þessa plötu fyrir rest

Þetta er búið að vera erfið fæðing en platan mun koma út á þessu ári, þótt það verði okkar síðasta verk.

Þungarokksveitin Brain Police hefur um árabil verið ein þeirra sveita sem leitt hafa hina íslensku þungarokksenu af miklum móð. Þrátt fyrir að það séu 9 ár síðan platan Beyond The Wasteland kom út hefur sveitin spilað reglulega að undanförnu og er um þessar mundir að vinna að nýrri plötu. „Við erum að vinna og semja,“ segir Jón Björn Ríharðsson trommari Brain Police. „Þetta er búið að vera erfið fæðing en platan mun koma út á þessu ári, þótt það verði okkar síðasta verk. Við tókum pásu í tvö ár frá 2009 því við fengum nóg af hver öðrum, en það var tilboð um að fara á túr um Þýskaland sem kveikti áhugann að nýju, sem við fórum í 2012,“ segir Jón Björn. „Síðan þá höfum við komið fram reglulega.“ Brain Police heldur tónleika í kvöld, föstudagskvöld, á skemmtistaðnum Dillon. „Við ætlum svo bara að spila sem minnst þangað til platan kemur út,“ segir Jón. „Við tökum Eistnaflug og það er eiginlega það eina. Þessi plata skal koma út fyrir jólin,“ segir Jón Björn trommuleikari Dillon. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 22.30. -hf


Brandenburg

FRUMSÝNING 26. MARS – UPPSELT fös 27/03 kl. 19:30, 2. sýning – Örfá sæti

fös 10/04 kl. 19:30, 5. sýning – Örfá sæti

fös 17/04 kl. 19:30, 8. sýning – Örfá sæti

mið 01/04 kl. 19:30, 3. sýning – Örfá sæti

lau 11/04 kl. 19:30, 6. sýning – Örfá sæti

lau 18/04 kl. 19:30, 9. sýning – Örfá sæti

fim 09/04 kl. 19:30, 4. sýning – Örfá sæti

fim 16/04 kl. 19:30, 7. sýning – Örfá sæti

fös 24/04 kl. 19:30, 10. sýning – Örfá sæti

ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

WWW.LEIKHUSID.IS Miðasala í 551 1200 og á www.leikhusid.is


70

dægurmál

Helgin 27.-29. mars 2015

 Leikhús Friðrik Friðriksson r áðinn tiL sjáLFstæðu Leikhúsanna

Leikarinn verður framkvæmdastjóri Leikarinn Friðrik Friðriksson var í vikunni ráðinn framkvæmdastjóri Sjálfstæðu leikhúsanna. Fráfarandi framkvæmdarstjóri, Gunnar Gunnsteinsson, flutti sig til Akureyrar þar sem hann gegnir starfi framkvæmdarstjóra Menningarfélags Akureyrar. Þrettán einstaklingar sóttu um og var Friðrik ráðinn og hefur nú þegar hafið störf. „Ég er mættur á skrifstofuna í Tjarnarbíói og þetta leggst mjög vel í mig, þótt ég sé enn að ná áttum,“ segir Friðrik. „Hér í húsinu er svo gríðarlega lifandi starf og mikið af skemmtilegu fólki svo mér á ekki eftir að leiðast. Sjálfstæðu leikhúsin halda

utan um alla þá sjálfstæðu leikhópa sem starfa á landinu. Það eru fjölmargir hópar og leikhús um land allt sem heyra undir okkur. Misvirkir þó,“ segir Friðrik. „Ég mun byrja á að taka það saman hversu margir þetta eru og ná utan um þetta. Svo mun ég ásamt stjórninni mynda stefnu og sýn í kringum þetta og fyrst og fremst þétta raðirnar innan félagsins,“ segir Friðrik sem hefur tekið sér frí frá leiksviðinu um tíma. „Ég lék síðast í Ofsa í Þjóðleikhúsinu en set leikinn aðeins til hliðar þennan veturinn þar sem ég er líka í MBA námi í HR,“ segir Friðrik Friðriksson framkvæmdarstjóri Sjálfstæðu leikhúsanna. -hf

Friðrik Friðriksson í hlutverki sínu í Ofsa. Hann tekur sér nú frí frá leiklistinni og sest í stól framkvæmdastjória.

 skemmtanir rúningskeppnin guLLkLippurnar á kex hosteL

Stórmyndir á leiðinni? Lítið hefur farið fyrir komum erlendra kvikmyndagerðarmanna hingað að undanförnu eftir ekki varð þverfótað fyrir þeim um tíma. Nú heyrist að breyting verði á, þótt ekkert hafi enn fengist staðfest og fólk í bransanum vilji ekkert segja. Frægt varð að teknar voru senur í væntanlegar Star Wars-myndir hér í fyrra, þótt ekkert af þekktustu leikurunum hafi komið hingað. Tökurnar voru mestmegnis svokallaðar plate-tökur, eða bakgrunnstökur. Nýlega var skipt um leikstjóra og Rian Johnson hefur tekið við af JJ Abrahms. Hefur nýi leikstjórinn

fyrirskipað frekari tökur og mun tökulið vera væntanlegt hingað innan tíðar. Eins og í fyrra skiptið er þó ekki búist við að þekktir leikarar verði með í för. Einnig er vonast eftir því að bakgrunnstökur verði hér fyrir þriðju myndina í Captain America-flokknum; Captain America: Civil War. Stóra verkefnið sem fólk í kvikmyndaheiminum bindur vonir við að rati hingað er svo framhaldið af King Kong. Sú mynd á reyndar að gerast í Detroit á áttunda áratugnum svo ekki er ljóst hversu mikið Ísland getur nýst við tökurnar.

valdi tímaritið „Esquire“ Kaleo sem eina af hljómsveitunum til að fylgjast með á hátíðinni en eins og áður hefur komið fram samdi Kaleo við plöturisann Atlantic Records síðasta haust. Sveitin verður á ferð og flugi á næstunni og koma meðlimir hennar við í bæði Dallas og Kansas City áður en þeir fara á tónleikaferðalag með Vance Joy sem að hefst í Seattle þann 9. apríl.

Kanarnir hrifnir af Kaleo Hljómsveitin Kaleo er um þessar mundir stödd í Austin í Texas þar sem hún spilaði á tónlistarhátíðinni „South by South-West.“ Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í Bandaríkjunum og kom hljómsveitin fram alls 8 sinnum á 5 dögum. Fyrir hátíðina

ms.is

Dúnúlpur fyrir Vín María Ólafs og StopWaitGo hópurinn birti mynd af sér á samfélagsmiðlum í vikunni íklædd glæsilegum úlpum frá Cintamani fataframleiðandanum. Fyrirtæki hafa alltaf hengt sig á flytjendur í Eurovision og í ár er engin breyting þar á. María var glæsileg í úlpunni með drengjunum í StopWaitGo. Líklegt er þó að hitastigið í Vín í vor verði aðeins of hátt fyrir dúnúlpur.

Engin fyrirhöfn

/SÍA H V Í TA H Ú S I Ð

Dásamlegur á brauðið og hentugur fyrir heimilið

25 sneiðar

TILBOÐ

Julio Cesar sigraði Gullklippurnar á síðasta ári. Hann mætir að sjálfsögðu aftur til leiks á Kex Hostel á laugardag.

Julio frá Hávarsstöðum hitar upp fyrir heimsmeistaramótið

Rúningskeppnin Gullklippurnar verður haldin á Kex Hosteli á laugardag. Allra augu verða á Julio Cesar sem sigraði keppnina í fyrra. Hann er frá Úrúgvæ en hefur verið búsettur hér á landi í tvo áratugi. Julio fer á heimsmeistaramótið í sauðklippum í Bretlandi í sumar.

k Á meðan keppni stendur verður boðið uppá tvíreykt sauðakjöt, kúmenbrennivín, harmonikkuundirleik og fleira.

exland og Landsamband sauðfjárbænda heldur rúningskeppnina Gullklippurnar 2015 á laugardaginn á Kex Hostel. Þar mun færasta rúningsfólk landsins mæta og keppa um Gullklippurnar. Keppendur eru af báðum kynjum og mun sá sem framkvæmir sneggstu og bestu rúninguna standa uppi sem sigurvegari. Meðal keppenda í ár eru núverandi Íslandsmeistari Hafliði Sævarsson, Gavin Stevens frá Skotlandi, Englendingurinn Foulty Bush og Julio Cesar, fyrrum sigurvegari Gullklippanna. Julio er frá Úrúgvæ og hefur búið hér á landi í um tvo áratugi. „Ég kom til Íslands vegna þess að ég kynntist íslenskri konu, sem er konan mín,“ segir Julio sem er bóndi að Hávarsstöðum í Hvalfjarðarsveit. „Ég er alinn upp í sveit og hér er ég með um hundrað kindur og slatta af hrossum,“ segir Julio sem er tamningamaður. „Ég var Íslandsmeistari í rúningi fyrstu þrjú árin og tók svo pásu, og keppti aftur í fyrra og varð annar. Sauðklippukeppnin á KEX er mjög skemmtileg og það var gaman að vinna og ég stefni auðvitað á það að

vinna aftur í ár,“ segir Julio. „Þetta fer meira eftir gæðum en hraða,“ segir Julio. „Ég var ekki fyrstur en ég var með bestu rúninguna. Tíminn skiptir auðvitað máli, en gæðin meira.“ Julio fer til Bretlands í sumar að keppa á heimsmeistaramótinu í sauðklippum og er það í annað sinn sem hann tekur þátt. „Við kepptum í fyrra í keppninni á Írlandi og enduðum um miðju, en það voru rúmlega hundrað lið sem tóku þátt,“ segir Julio Cesar Gutierrez bóndi og sauðklippumeistari. Gullklippurnar eru fjölskylduvæn skemmtun og verður haldin í portinu fyrir aftan Kex Hostel klukkan 14 á laugardag og er hún opin öllum, ungum sem öldnum. Á meðan keppni stendur verður boðið uppá tvíreykt sauðakjöt, kúmenbrennivín, harmonikkuundirleik og fleira. Sauðféð kemur frá Hraðastöðum í Mosfellsdal og kemur það í fylgd dýralæknis sem sér um að allt fari mannúðlega fram. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is


4200 ljós Verð frá 89.900 kr.

Manhattan púði 40x60 Verð 14.900 kr.

Ventura hægindastóll Verð frá 469.900 kr.

M-sófi Sniðinn eftir máli. Verð frá 239.900 kr.

Eclipse sófaborð Verð frá 34.900 kr.

Patchwork gólfmotta

Góð hönnun gerir heimilið betra

Sniðin eftir máli. Verð frá 81.900 kr. pr. fm

OPIÐ Á LAUGARDÖGUM FRÁ 11–16

Við leggjum mikinn metnað í að bjóða aðeins vandaðar vörur og tefla fram því besta í evrópskri hönnun. Úrvalið einkennist af fallegri og fjölbreyttri hönnun sem stenst tímans tönn. Markmið okkar er að aðstoða viðskiptavini við að fegra heimili sín.

NÝR LITUR

Omaggio vasar / Verð frá 3.990 kr.

Catifa 46 stóll / Verð 49.900 kr.

Silvia ljós / Verð frá 13.900 kr.

Nido hægindastóll / Verð frá 189.900 kr.

ÓTAL STÆRÐIR

Hægt að raða saman

Quadrant hillueining, L: 154,8 cm, H: 80,5 cm / Verð frá 132.850 kr.

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18

• LAUGARDAGA KL. 11–16 • HLÍÐASMÁRA 1 • 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is

Kastehelmi skál 35 cl / Verð frá 3.790 kr.


HE LG A RB L A Ð

Hrósið...

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  Bakhliðin Helga THors

Einlæg ofurkona

Aldur: 44 ára í maí. Maki: Björn Ólafsson forstjóri Þríhnúka. Börn: Kristín Kolka 13 ára og Birna bráðum 8 ára. Menntun: Viðskiptafræðingur og MBA. Starf: Markaðsstjóri SFS. Fyrri störf: Markaðsstjóri Hörpu, viðburðastjóri Sagafilm, markaðsstjóri erlendra markaða Kaupþings. Áhugamál: Fjallahjól og fjallaskíði... Var reyndar að eignast racer svo nú færist maður yfir á malbikið. Stjörnumerki: Naut en svín í Kína! Stjörnuspá: Það er í mörg horn að líta og þér finnst stundum þú ekki komast yfir allt saman. En ef maður teygar lífið í botn má allt eins búast við því að maður sulli niður á sig.

E

f flett er upp orðinu ofurkona í orðabók, birtist mynd af Helgu,“ segir Sara Lind vinkona hennar. „Hún er mjög kær vinkona og ég er enn að reyna að átta mig á hvernig hún kemst yfir allt sem hún getur gert. Hún er skemmtileg, fyndin, einlæg og góður vinur með ótal hæfileika. Hún getur dansað, sungið, synt í sjónum og klifið fjöll. Svo er hún frábær kokkur, hún er eiginlega jafnvíg á allt sem hún gerir,“ segir Sara Lind. Helga Thors var í vikunni ráðin markaðsstjóri hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Starfið er nýtt og snýr að því að efla ímynd fyrir íslenskar sjávarafurðir á erlendum markaði. Helga hefur starfað síðustu þrjú ár sem markaðsstjóri Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss. Helga sat í stjórn Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í tvö ár, í stjórn Emblna önnur tvö og hefur átt sæti í markaðsnefndum útgerðafélags Árdísa.

Flott fermingargjöf

Verð 39.900,-

Laugavegur 45 Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is

... fær Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, nem­ andi í Versló, sem setti af stað #FreeTheNipple bylgjuna meðal Íslendinga á samfélagsmiðlinum Twitter en samnefndur dagur var í kjölfarið haldinn í gær.


Brúðkaup Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Kynningarblað

Náttúruleg förðun á brúðkaupsdaginn  bls. 4 Helgin 27.-29. mars 2015

Brúðkaup í Gátlisti 30 metrum  bls. 2 á sekúndu Allt sem þarf að gera og muna fyrir stóra daginn.

Elísabet Birgisdóttir og Hilmar Ingimundarson gengu í það heilaga þann 14. mars síðastliðinn í Hafnarfjarðarkirkju. Ein versta óveðurslægð vetrarins gekk yfir á meðan brúðkaupinu stóð, en það kom ekki að sök. Vinir brúðhjónanna segja að það sé aldrei lognmolla í kringum þau hvort sem er og því hafi veðrið átt vel við. Elísabet klæddist glæsilegum kjól sem hún hannaði ásamt systur sinni, fatahönnuðinum Aðalheiði Birgisdóttur, sem er ef til vill betur þekkt sem Heiða í Nikita.

 bls. 4

Skemmtilegur og skipulagður veislustjóri  bls. 2

„Taktu frá 28.03.2015“ Arna Engley og Hafsteinn Sigurðarson fóru í sérstaka myndatöku fyrir boðskortin í brúðkaupið.

 bls. 11

Fallegt vetrarbrúðkaup í Öskjuhlíð Kristján Jörgen Hannesson og Sigurður Jónas Eysteinsson klæddust indverskum Pathani jakkafötum í fallegri athöfn í Öskjuhlíð.

Málverk: Ásgeir Smari

 bls. 12 eitthvað alveg

einstakt

STOFNAÐ 1987

Úrval einstakra málverka og listmuna eftir íslenska listamenn

Skipholt 50a | Sími 581 4020 | www.gallerilist.is


brúðkaup

2

Allt sem þarf að muna

Boðskort:

Minningar:

Gestalisti Útbúa þarf gestalistann sem allra fyrst og gera þeim gestum viðvart tímanlega sem þurfa að ferðast langa leið.

Boðskort Veljið og prentið boðskort með nokkurra mánaða fyrirvara og sendið af stað ekki seinna en tveimur mánuðum fyrir brúðkaupsdaginn.

Gera kostnaðaráætlun Ágætt er að gera sér grein fyrir í upphafi hversu mikill peningur er til umráða og gera allar áætlanir út frá því. Velja dagsetningu Í upphafi getur verið gott að velja tvær dagsetningar sem koma til greina því það er margt sem þarf að bóka og þá þarf stundum að færa dagsetninguna til svo að allt gangi upp.

Gestabók Gömul og góð íslensk hefð er að hafa gestabók fyrir gesti að skrifa í.

Hringir Veljið og kaupið giftingarhringi. Hafið í huga að það getur tekið nokkra daga að sníða þá í rétta stærð.

Útbúa óskalista Flestar verslanir halda utan um óskalista fyrir brúðhjónin.

Brúðarkjóll Kjólinn er hægt að sérsauma, leigja eða kaupa. Ágætt er að byrja sem fyrst að leita að rétta kjólnum.

Gjafaborð Taka frá borð í veislunni undir gjafir.

Jakkaföt á brúðgumann Fallegt er að brúðarkjólinn og föt brúðgumans séu í sömu litapallettu.

Fyrstu skrefin Búa til safnmöppu Útbúið möppu þar sem þið haldið utan um myndir og hugmyndir sem veita ykkur innblástur. Þetta er hægt að gera gera rafrænt eða notast við úrklippubók. Á netinu er tiltil valið að nota Pinterest, en þar er hægt að búa til möppu sem enginn sér nema notandinn.

Ljósmyndari/tökumaður Bóka þarf ljósmyndara og jafnvel tökumann vilji brúðhjónin eiga upptöku af brúðkaupinu.

Brúðhjónin:

Gjafir:

Það er í ótal horn að líta þegar brúðkaup er skipulagt og mikilvægt að huga að hverju smáatriði. Hér er ítarlegur gátlisti fyrir brúðhjónin.

Helgin 27.-29. mars 2015

Klipping og greiðsla Bóka þarf klippingu fyrir brúð-

Bóka prest/sýslumann Bókið prest/sýslumann/alsherjagoða með góðum fyrirvara. Ágætt er að ræða um staðsetningu við þann sem mun gefa ykkur saman.

Blóm og skreytingar: Brúðarvöndur Hann þarf að velja og panta með 2 til 4 mánaða fyrirvara. Blóm Hægt er að panta blóm í blómaverslunum eða beint frá bónda. Skreytingar Velja þarf dúka, kerti, ljós, blóm og annað sem nota á til skreytingar á veisluborðið og í kirkjuna.

Velja tónlist Velja þarf tónlist fyrir athöfnina og bóka tónlistarmenn.

30 ára afmælisleikur Við viljum gefa 2015 brúðum tækifæri á að fá brúðarkjólinn sinn endurgreiddan! Nánari upplýsingar um þátttöku má finna efst á facebook síðu okkar. Í byrjun maí verður ein heppin dregin út af þeim sem taka þátt. Hvetjum stelpur til þess að koma tímanlega í mátun. Tímabókanir eru í síma 557-6020 eða með því að senda mail á katrin@brudhjon.is.

Mjóddin • S. 557-6020 • katrin@brudhjon.is.

Förðun Bóka þarf tíma í förðun, handsnyrtingu og annað í þeim dúr. Skór og fylgihlutir Velja og kaupa skó og fylgihluti fyrir brúðguma og brúði, t.d. skartgripi, bindi, ermahnappa o.fl. Nærföt Mikilvægt er að velja réttu nærfötin undir brúðarkjólinn svo hann fari brúðinni sem best.

Veislan:

Athöfnin: Finna staðsetningu Athöfnin getur farið fram í kirkju, hjá sýslumanni, í heimahúsi eða undir berum himni. Mikilvægt er þó að bóka staðinn sem fyrst og fá tilskilin leyfi ef athöfnin fer fram undir berum himni, t.d. í skrúðgarði eða í þjóðgarði.

gumann og tíma í greiðslu fyrir brúðina. Brúðurin þarf jafnframt að bóka tíma í prufugreiðslu.

Veislusalur Gefið ykkur tíma til að kíkja á nokkra sali áður en þið bókið. Ef veislan er úti undir berum himni þarf líklega að panta veislutjald og allt tilheyrandi. Veislustjóri Góður veislustjóri sér um að skipulag veislunnar gangi vel og skipuleggur skemmtiatriði og ræðuhöld. Tónlist og skemmtiatriði Hægt er að bóka tónlistarmenn eða hljómsveitir til að halda uppi fjörinu í veislunni, eða fá plötusnúð. Gott er að byrja sem allra fyrst að setja saman lagalista fyrir veisluna.

Matur Ágætt er að fara í veisluþjónustur og fá að smakka matinn áður en hann er pantaður. Ef maturinn er heimatilbúinn þarf að ákveða matseðilinn sem fyrst og gefa einhverjum það hlutverk að hafa yfirumsjón með matnum. Drykkir Ef boðið er upp á áfengi þarf að muna að bjóða upp á góða drykki handa þeim sem neyta ekki áfengis. Brúðarterta Velja þarf tertu og panta hjá bakara með a.m.k. tveggja mánaða fyrirvara.

Skipulagður og skemmtilegur veislustjóri

M

ikilvægt er að hafa það í huga að þegar veislustjórinn er valinn að hans stærsta hlutverk er að sjá til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Margir falla í þá gryfju að velja veislustjóra bara af því að hann er fyndinn og skemmtilegur en það er ekki hans hlutverk, þó það skemmi auðvitað aldrei fyrir að hafa skemmtilegan veislustjóra. Margir velja veislustjóra sem er vinur eða í fjölskyldunni, ef sá sem er valinn hefur litla eða enga reynslu er ágætis hugmynd að velja tvo svo þeir geti skipt með sér verkum. Veislustjóri býður gesti velkomna og heldur þá jafnvel litla tölu, því næst kynnir hann dagskrána og sér til þess að góðu tempói sé haldið í veislunni. Hann skipuleggur ræðuhöldin og skemmtiatriðin og þurfa þeir sem hafa hug á að stíga á svið að láta hann vita við upphaf veislunnar. Hann raðar þá öllu þannig að það sé gott flæði á ræðuhöldum, borðhaldi og skemmtiatriðum og sér til þess að það sé tími fyrir veislugesti að sitja saman og spjalla. Það er ágætt fyrir veislustjóra að undirbúa sig með því að kíkja á staðinn þar sem veislan er haldin og sjá til þess að þar séu allar þær græjur sem þarf að notast við, til dæmis tengingar fyrir tölvur fyrir myndasýningar, gott hljóðkerfi og annað í þeim dúr. Upplýsingar

Veislustjóri þarf að sjá til þess að veislan gangi snurðulaust og skipuleggja ræðuhöld og skemmtiatriði.

sem hann þar að hafa er matseðillinn, hversu margir eru að koma og nöfn brúðhjónanna og jafnvel þeirra nánustu. Ef brúðkaupið er óvenju rólegt og nauðsynlegt að rífa upp stemmninguna er gott fyrir veislustjóra að hafa nokkra brandara eða skemmti-

sögur á takteinunum. Hann getur grafið upp gamlar myndir af brúðhjónunum, jafnvel fermingarmyndir þeirra og allra þeirra nánustu. Það er eitthvað sem mun vekja talsverða lukku. Hann getur líka verið reiðubúinn með nokkra partíleiki sem brjóta ísinn ef á þarf að halda.


HÁÞRÓAÐUR SVEFNBÚNAÐUR

Frábærar gæsadúnssængur og koddar úr hvítum gæsadún.

Hágæða sængurfatnaður frá Georg Jensen Damask, Gant Home og DUX.

DUXIANA Ármúla 10 S-5689950 duxiana.com

Háþróaður svefnbúnaður


brúðkaup

4

Helgin 27.-29. mars 2015

Systur hönnuðu draumakjólinn Elísabet Birgisdóttir og Hilmar Ingimundarson gengu í það heilaga þann 14. mars síðastliðinn í Hafnarfjarðarkirkju. Þau létu veðrið svo sannarlega ekki stoppa sig, en kraftmesta lægð vetrarins gekk yfir landið á meðan athöfninni stóð. Þegar þau stigu út úr kirkjunni tók sólin hins vegar á móti þeim. Elísabet klæddist glæsilegum brúðarkjól sem hún hannaði ásamt systur sinni, Aðalheiði Birgisdóttur.

E

Elísabet Birgisdóttir og Hilmar Ingimundarson gengu í það heilaga þann 14. mars síðastliðinn. Elísabet hannaði brúðarkjólinn ásamt Heiðu systur sinni, en hún hefur hannað undir merki Nikita um árabil. Það blés hressilega á brúðkaupsdaginn en það kom ekki að sök, dagurinn var fullkominn í alla staði.

lísabet og Hilmar hafa verið saman í 16 ár og Elísabet hefur því haft nægan tíma til að hugsa um kjólinn. „Ég hef alltaf verið svolítil laumuprinsessa í mér og hef spáð í því frá því ég var lítil hvernig brúðarkjóllinn minn ætti að vera.“ Elísabet hefur alltaf haft gaman af flottum kjólum og þegar hún var yngri var hún staðráðin í því að klæðast kjól eins og Lea prinsessa í Star Wars á brúðkaupsdaginn.

Ljósmynd / Íris Dögg Einarsdóttir

Systir Elísabetar er Heiða, gjarnan kennd við Nikita, en hún hefur hannað undir því merki um árabil. „Eftir að systir mín fór að hanna föt og sauma varð það draumur minn að hún myndi einn daginn hanna á mig brúðarkjól og sauma. Þegar búið var að ákveða brúðkaupsdaginn með átta mánaða fyrirvara var það nánast þegjandi samkomulag milli okkar systra að hún myndi sauma kjólinn,“ segir Elísabet. Kjóllinn er stórglæsilegur úr þremur mismunandi efnum; blúndu, siffon og tjulli. Fallegt v-hálsmál er að framan og aftan og neðri parturinn er samsettur úr sjö lögum af tjulli og siffon. „Þetta er fyrsti brúðarkjóllinn sem ég geri og það var einstaklega gaman að takast á við annars konar hönnunarverkefni en ég er vön,“ segir Heiða. Systurnar hönnuðu kjólinn saman en Heiða sá alfarið um saumaskapinn. „Við höfum örugglega aldrei hist svona mikið á stuttum tíma og það var gaman að taka svona stóran þátt

Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is

Laugardagstilboð

Náttúruleg fegurð

B

rúðurin er oftast förðuð þannig að náttúruleg fegurð hennar fái að njóta sín, en til þess að ná fram því útliti þarf að vanda til verks. Margar hverjar láta farða sig fyrir brúðkaupsdaginn en suma brúðir kjósa að farða sig sjálfar. Markmiðið er að kalla fram náttúrulega fegurð en ekki að sýna hæfileika sína til að setja á sig farða, þannig að oft er minna meira. Hér eru nokkur góð ráð: Notaðu vatnsheldan maskara: Förðunin þarf að endast allan daginn og má búast við að tár verði felld. Þess vegna er gott að velja vatnsheldan maskara.

Sjásehér ! Ýmis rv éttubro

t

kerti

servéttúr

– á völdum dúkum, servéttum og kertum

dúkar

Aldrei lognmolla í kringum brúðhjónin

Allt gekk að óskum á brúðkaupsdaginn, þó svo að vangaveltur um veðrið hefðu vissulega truflað, en mesta óveðurslægð vetrarins gekk einmitt yfir landið fyrri part dags. „Við vorum búin að láta okkur dreyma um útimyndatöku í snjó, en svo skall þessi blessaða lægð á og þegar við vorum að skreyta salinn á föstudeginum var allt á floti á planinu fyrir framan, en Maggi og Rakel sem sjá um salinn stóðu sig með stakri prýði og voru búin að gera ráðstafanir um að láta flytja vatnið í burtu,“ segir Elísabet, en veislan var haldin í veislusal Spretts í Kórahverfinu í Kópavogi. „Þegar ég vaknaði svo á brúðkaupsdaginn sjálfan leist mér ekki á blikuna og hugsaði með mér hvað yrði um kjólinn, hárið og myndatökuna?“ Þegar Elísabet og Hilmar gengu hins vegar út úr kirkjunni eftir athöfnina blasti sólin við þeim. „Þetta var í raun töfrum líkast. Fólk gerði nú líka grín að því að það væri aldrei lognmolla i kringum okkur og því væri þetta veður bara vel við hæfi,“ segir Elísabet og hlær.

Brúðarkjóllinn styrkti systrasambandið

®

í undirbúningnum fyrir brúðkaupið. Nú sakna ég þess að þurfa ekki að vera að vinna í kjólnum,“ segir Heiða. Elísabet tekur í sama streng. „Já, það var mjög skrýtin tilfinning strax daginn eftir brúðkaupið að þurfa ekki að fara í mátun til Heiðu. Ég fann fyrir ákveðnum tómleika því þetta hafði verið ansi stór hluti af undirbúningnum síðustu vikurnar.“

Rekstrarvörur - vinna með þér

Rekstrarvörur Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is

- vinna með þér

Verslun RV er opin virka daga kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-16

Farði sem þolir myndatökur: Farði og/eða púður getur litið öðruvísi út á myndum en í raunveruleikanum, þannig að best er að prófa að farða þig og taka svo nokkrar myndir af þér með flassi til að finna rétta farðann. Auk þess sem gott er að muna að setja smá farða á hálsinn svo andlitið sé ekki öðruvísi á litinn. Andlitsbað nokkrum dögum áður: Ef þú ætlar að fara í andlitsmeðferð skaltu gera það með góðum fyrirvara því húðin getur verið rauð í nokkra daga á eftir.

Brúðurinn er oftast förðuð þannig að náttúruleg fegurð hennar fái að njóta sín.

Plokkaðu augabrúnir nokkrum dögum áður. Láttu lita og plokka augabrúnir nokkrum dögum fyrir brúðkaupið því húðin getur verið rauð og upphleypt á eftir og liturinn er stundum of dökkur fyrstu tvo dagana á eftir. Slakaðu á: Streita getur valdið útbrotum á húðinni því er mikilvægt að slaka vel á. Ef það koma bólur á húðina þá er mikilvæg að láta þær eiga sig svo þær versni ekki. Auk þess er gott að sofa á hreinu koddaveri á hverri nóttu og drekka nóg af vatni og borða hollan mat svo húðin verði hrein og hraust.


Gjafir sem gleðja

Verð 17.900,-

Verð 5.900,-

Verð 7.500,-

Verð 5.900,-

Fermingagjafir á frábæru verði

Verð 8.200,-

Verð 11.500,-

Verð 6.700,-

Verð 4.700,-

Verð 6.950,-

Verð 5.800,-

LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383

g o ð i v u t t Lí ð i l a v r ú skoðaðu


Æðisleg sundföt!

6

Helgin 27.-29. mars 2015

Brúðarförðun frá Lancôme

Förðun: Björg Alfreðsdóttir Módel: Sóley Sigurþórsdóttir frá Eskimo Models

A

llur undirbúningur fyrir góða förðun hefst á að undirbúa húðina vel. Í þessu tilfelli byrjaði Kristjana á að setja Génifique serum sem örvar starfsemi húðarinnar og eykur ljóma. Því næst La Base Pro undirfarðann borinn á með fingurgómum á T-svæðið. Farði: Berið Teint Idole Ultra 24 H á með farðabursta til að fá fullkomna, lýtalausa áferð. Byrjið við miðju andlitsins og vinnið út á við. Augabrúnir: Le Sourcils Pro númer 030 augabrúnablýantur er notaður til að fylla upp í augabrúnirnar til að móta þær. Að auki er bursti á enda blýantsins til að greiða í gegnum brúnirnar.

Bláu húsin v/Faxafen S. 555 7355 • www.selena.is Selena undirfataverslun

www.gullsmidjan.is

Hlýjar minningar á brúðkapsdaginn Sængur og koddar frá Dún og fiðri

Augu: Til að förðunin haldist á allan daginn er La Base Paupiéres Pro augnskuggagrunnur númer 02 borin á með fingurgómum yfir allt augnlokið. Létt augnförðun er fengin með augnskuggapallettu sem heitir Hypnôse Pallette númer D01. Ljós litur er borinn á í innri augnkrók, millitónn er settur í ytri augnkrók og litirnir mætast, blanda skal vel saman. Dekksti liturinn er notaður í neðri augnlínuna. Hypnôse Khol vatnsheldur augnblýantur er notaður í augnlínu á efra augnloki. Maskari: Hypnôse Doll Eyes svartur maskari sem lyftir augnhárum frá rót ásamt því að þykkja og lengja augnhárin. Gott er að nota vatnsheldan maskara á þessum degi. Kinnar: Mildur og fallegur litur í Blush Subtil kinnalitunum númer 11 var settur á epli kinnanna til að fá fallegan og mildan roða í kinnarnar. Varir: Rouge in Love varalitur númer 240. Dumpaður á með fingrum til að áferðin verði náttúrulegri og haldist betur á.

Falleg brúðarförðun Laugavegi 86 101 Reykjavík S. 511 2004 www.dunogfidur.is

Ostaást? Búrið er troðfullt af ótrúlega girnilegu ostagóðgæti og öðru gúmmulaði.

Í Ostaskóla Búrsins eru bara ostar á námsskránni. Engar frímínútur og heldur engin heimavinna. Afþreying fyrir ostelskandi einstaklinga.

Andlit: Nýr farðagrunnur, Touche Éclat Blur Primer, frá YSL var borinn á hreina húðina. Þetta er fyrsti fljótandi gel-undirfarðinn sem gefur ljóma og hylur ójöfnur á yfirborði svo að áferð húðar verður samstundis betrumbætt, opnar húðholur virðast engar, fínum línum er eytt og húðin verður slétt og falleg. Youth Liberator farðinn var því næst borinn yfir allt andlitið, hann vinnur á fínum línum, gefur 24 klukkustunda rakagjöf og hefur náttúrleg, ljómandi áhrif. Touche Éclat gullpenninn var settur í kringum augu, út á kinnbein og í kringum varir, með þessu móti drögum við fram kinnbein, stækkum varir og lýsum upp augnsvæði. Til að fá skyggingu og hreyfingu í förðunina var Blush Volupté kinnalitur nr.1 settur á epli kinna og Terre Saharienne sólarpúður nr.10 undir kinnbein og kjálka til að ýkja andlitsdrætti.

Módel: Urður Bergsdóttir frá Eskimo. Förðun: Ástrós Sigurðardóttir með vörum frá Yves Saint Laurent.

Augu: Augnskuggagrunnur, Couture Eye Primer, var borinn yfir allt augnlokið til að gefa jafnari áferð augnskugga, betra hald, dýpri og bjartari lit ásamt því að hann kemur í veg fyrir að augnskuggi smiti eða renni til yfir daginn. Couture 5 skugga palletta var notuð í augnförðunina, þetta eru mildir og rómantískir litir sem gefa jafna og fallega ljómandi áferð yfir daginn. Að lokum var BabyDoll eyeliner nr.1 dreginn í þunna línu við augnhárin og BabyDoll maskari borinn á augnhárin. Maskarinn þykkir vel með hverri stroku, augnhárin virðast margföld, hann gefur mun opnara augnsvæði og hefur 24 klukkustunda endingu.

Komin tími til að kíkja í Búrið? Opið virka daga frá 11:00 -19:00 og laugardaga 12 - 18 Grandagarður 35 · 101 Reykjavík · Sími 551 8400

www.burid.is

Varir: Eins og áður kom fram er gott að nota gullpennann í kringum varir til að ramma þær inn og til að koma í veg fyrir að varalitur eða gloss renni til. Varablýantur númer 6 var borinn á í kringum og aðeins inn á varir. Volupté Tint-In-Oil númer 6 var að lokum sett á varir, þetta er algjörlega smitfrí varaolía sem gefur mikla og góða næringu ásamt náttúrulegum lit sem endist á vörunum allan daginn þrátt fyrir að olíurnar gangi inn í varirnar.

Brúðartips: 1. Vertu með gullpennann í veskinu yfir daginn til að bera undir augu og í kringum varir, með þessu móti nærðu að fríska þig við á nokkrum sekúndum! 2. Vertu með enn eina frábæra nýjungina frá YSL, Touche Éclat Blur Perfector í veskinu yfir daginn. Þetta er fyrsta vara sinnar tegundar sem felur ójöfnur og dregur fram náttúrulegan ljóma húðarinnar. Mjög létt formúla sem ummyndast úr kremi í púður við ásetningu. Áferð húðarinnar jafnast samstundis, opnar húðholur hverfa, fínum línum er eytt, húðin verður slétt og einstaklega mjúk!



brúðkaup

8

Helgin 27.-29. mars 2015

Skálað á brúðkaupsdaginn Freyðivín

Hvítvín

Rauðvín

Bjórinn

Tosti Asti

Villa Lucia Pinot Grigio

Villa Lucia Chianti Reserva

Víking Gylltur 330 ml. Gler.

Gerð: Freyðivín

Gerð: Hvítvín

Gerð: Rauðvín

Gerð: Rauðvín

Uppruni: Ítalía

Uppruni: Ítalía

Uppruni: Ítalía

Uppruni: Ísland

Styrkleiki: 7,5%

Styrkleiki: 12%

Styrkleiki: 12,5%

Styrkleiki: 5,6%

Verð í Vínbúðunum: 1.483 kr. (750 ml)

Verð í Vínbúðunum: 1.581 kr. (750 ml)

Verð í Vínbúðunum: 1.779 kr. (750 ml)

Verð í Vínbúðunum: 333 kr. (7330 ml)

Það sem gerir þennan Asti frábrugðin öðrum er að hann er ekki dísætur og fyrir vikið er þægilegt að drekka hann einan og sér og gerir hann fullkominn sem fordrykk. Ávöxturinn einkennist af perum og ananas með þægilegum ferskleika. Æðislegt að drekka þetta vín með rjómakendum pastaréttum, reyktum söltum mat, kransakökum og öðrum eftirréttum.

Vinsælasta ítalska hvítvínið í ÁTVR til margra ára og nú með skrúfutappa. Vínið er gullið, kremað og ávaxtakennt en þó ferkst. Líflegt og þægilegt eitt og sér en þykknar með mat. Perur og suðrænir ávextir einkenna þetta seiðandi vín sem er svalandi eitt og sér en frábært með hvítum fisk og kjúkling.

Tær rúbín rautt að lit með unglegum ávaxtaríkum angan þar sem vottar fyrir fjólum. Í munni er vínið milt, ferskt og með bragð af dökku súkkulaði og svörtum kirsuberjum. Upplagt með rauðu kjöti sem og pastaréttum með klassískri ítalskri tómatsósu og kjöti. Virkilega gott eitt og sér.

Víking Gylltur er sígíldur lager, bruggaður með gamla laginu. Vel valið hráefni og aldagömul aðferð veitir þessum gullna úrvalsbjór frískandi léttleika og fágað eftirbragð.

Dásamlegir ostar úr Dölunum Á dögunum fór í loftið ný heimasíða tileinkuð Dalaostafjölskyldunni og þeirri ríku ostagerðarhefð sem er í gróskumikla landbúnaðarhéraðinu Dölunum.

Á

heimasíðunni www.dalaostar.is er að finna margvíslegar upplýsingar um sögu ostagerðar, ostaframsetningu, uppskriftir, gjafahugmyndir og lista yfir hvernig einstaka vín- og bjórtegundir parast með ólíkum Dalaostum. Flestum kemur rauðvín í hug þegar

Blanda af stökku, sætu, söltu og krydduðu meðlæti gerir ostabakkann einstakan.

Bakaður Gullostur með piparkornum og hunangi.

velja á vín með ostum. Eflaust má rekja það til þess að ostar koma oft á eftir aðalréttinum en á undan ábætisréttinum og er þá gjarnan rauðvín í glösunum. Með hvítmygluostum er öruggara að velja sér hvítvín sem yfirgnæfir ekki mildu og ljúfu eiginleika ostsins en einnig hjálpar ferskleiki og sýra til við að lyfta bragði ostsins. Óheppileg pörun á vínum og ostum getur skemmt bragðupplifunina. Besta pörunin er þegar bæði vínið og osturinn halda bragðeinkennum sínum, ef samsetningin dregur

það besta fram í hvoru tveggja þá er það auka bónus.

Nokkrar viðmiðunarreglur

Hvítmygluostar eins og hvítur Dalakastali, hvítur Dala-höfðingi, Dalabrie og Dala-hringur fara vel með þurru eða hálfsætu hvítvíni. Einnig rauðvínum sem eru óeikuð, létt og ávaxtakennd eða þurru og góðu freyði- eða kampavíni. Blámygluostar eins og blár Dala-kastali, blár Dala-höfðingi, Ljótur og Stóri-Dímon fara sérlega vel með sætum

desert vínum og því kröftugri sem þeir eru þeim mun betra er að para þá saman með styrktum vínum eins og portvínum og sérrí. Hvítvín með miklum eikarkeim henta almennt ekki vel með hvítmygluostum og sömuleiðis eru rauðvín með miklu tanníni, kryddi og kröftugum ávexti ekki alltaf heppileg.

Ekki eingöngu vín og ostar

Ostar innihalda sýru, salt og fitu og allt hefur þetta áhrif á vínvalið, auk þess sem bragðkrafturinn hef-

ur mikið að segja. Bjór getur líka passað vel með ostum. Léttir bjórar og ferskir henta vel með ostum sem eru ekki of bragðsterkir. Til að mynda passa Dala-Brie, Camembert og Dala-Auður sérstaklega vel með mildari bjórum eins og hveitibjór eða Pale Ale. Njótið þess að borða ykkar uppáhalds Dalaost og kynnast góðu handbragði úr Dölunum. Unnið í samstarfi við MS


Helgin 27.-29. mars 2015

brúðkaup

9

Frábær vín í brúðkaupsgleðina Þegar kemur að því að velja vín fyrir brúðkaupsveisluna þarf að taka bæði tillit til verðs og gæða. Það er gott að velja vínin með það í huga að þau falli sem flestum í geð, séu mild og góð til að skála í en henti líka vel með alls konar mat. Hér eru gæðavín sem óhætt er að mæla með en öll eiga þau það sameiginlegt að hver flaska kostar undir tvö þúsund krónum.

Piccini Memoro

Masi Modello

Þessi vín koma frá Ítalíu eru ein mest seldu vínin hér á landi. Það sem gerir þessi vín sérstök er að í þeim eru notaðar fjórar mismunandi þrúgur frá fjórum hornum Ítalíu. Þrúgurnar koma frá Puglia, Abruzzo, Sikiley og Veneto.

Þessi vín koma frá Verona á Norður-Ítalíu. Masi er einn virtasti vínframleiðandi Ítalíu og brautryðjandi í mörgum vínaðferðum á Ítalíu. Hann er hvað þekktastur fyrir Amarone vínin sín sem eru með betri vínum Ítalíu. Modello vínin eru ung vín gerð úr þrúgum frá Veneto svæðinu.

Piccini Memoro rauðvínið er dökkrúbínrautt, þétt vín með góðri fyllingu. Það er þurrt, með ferskri sýru, þroskuðu tanníni, sælgætiskenndum berjabláma með snertingu af vanillu og eik. Vín sem passar með nautakjöti, lambakjöti og svínakjöti sem og ostum, pottréttum og grillmat.

Masi Modello rauðvínið er kirsuberjarautt, vín með meðalfyllingu, ósætt, með mildu tanníni, með keim af lyngtónum, kryddi og vanillu. Vín sem passar með fuglakjöti, grillmat, pastaréttum sem og smáréttum.

Piccini Memoro hvítvínið er sítrónugult með meðalfyllingu, þurrt með angan af peru, hunangi og eik. Vín sem passar með fiskréttum, fuglakjöti, grænmetisréttum sem og smáréttum.

Masi Modello hvítvínið er fölgrænt, með létta fyllingu, þurrt vín með milda sýru, vín með keim af epli og melónu. Báðar tegundir kosta 1.870 kr. í Vínbúðunum.

Piccini Memoro hvítvínið Verð í Vínbúðunum: 1.980 kr. Piccini Memoro rauðvínið Verð í Vínbúðunum: 1.970 kr.

Mamma Piccini

Barone Montalto

Þetta eru ein mest seldu léttvín hér á landi. Piccini er einn stærsti vínframleiðandi Toskana héraðsins á Ítalíu. Piccini er fjölskyldufyrirtæki sem framleitt hefur vín frá árinu 1882 og nú fjórða kynslóð fjölskyldunnar við stjórnvölinn.

Montalto vínin koma frá Sikiley og eru mest seldu lífrænt ræktuðu vínin hér á landi. Barone Montalto-fyrirtækið er ungt fyrirtæki sem stofnað var árið 2000 og hefur á þessum stuttu tíma náð að skapa sér sess sem virtur léttvínsframleiðandi. Montalto-vínin eru nú fáanleg um allan heim.

Mamma Piccini Rosso rauðvínið er kirsuberjarautt, vín með meðalfyllingu, þurrt en frísklegt, vín með anga af skógarberjum, lyngi og vanillu. Vín sem passar með fuglakjöti, svínakjöti, pastaréttum sem og smáréttum.

Montalto Organic Nero d‘Avola rauðvín. Nero d‘Avola er ein mikilvægasta þrúga á Sikiley sem notuð er í framleiðslu á rauðvínum og kemur upprunalega frá litlum bæ á suður Sikiley sem heitir Avola. Rúbínrautt vín með léttri fyllingu, þurrt með ferskri sýru og litlu tannín, vín með angan af kirsuberjum og hindberjum. Vín sem passar með fugla- og svínakjöti, pastaréttum og smáréttum.

Mamma Piccini Bianco hvítvín er sítrónugult, þurrt en ferskt, með angan af ávöxtum og sítrus. Vín sem smellpassar sem fordrykkur, með fiskréttum, ostum og grænmetisréttum Mamma piccini Bianco hvítvín Verð í Vínbúðunum: 1.550 kr. Mamma piccini Bianco rauðvín Verð í Vínbúðunum: 1.590 kr.

Montalto Organic Cataratto hvítvín. Cataratto er þrúga sem nær eingöngu er ræktuð á Sikiley. Vínið er ljóssítrónugult, með meðalfyllingu, þurrt með milda sýru og angan af ljósum ávexti, sítrus- og kryddtónum. Montalto Organic Cataratto hvítvín. Verð í Vínbúðunum: 1.799 kr. Montalto Organic Nero d‘Avola rauðvín. Verð í Vínbúðunum: 1.699 kr.


brúðkaup

10

Fallegir brúðarvendir Klassísk fegurð Klassískur brúðarvöndur með fallegum rauðum rósum og brúðarslöri. Blómabúðin Upplifun í Hörpu. S: 561-2100

Boðskort

Þér er boðið í brúðkaup

Rokk og rósir Rómantískur, náttúrulegur og villtur brúðarvöndur með fallegum rósum. Blómabúðin Upplifun í Hörpu. S: 561-2100

Flottur í sveitabrúðkaupið Náttúrulegur og fallegur vöndur sem er fullkominn í sveitabrúðkaupið. Marsala-litaðar Dalíur koma sterkar inn í brúðarvendi sumarsins. Garðheimar, Stekkjarbakka sími: 540 3300 www.gardheimar.is/blomabud

Helgin 27.-29. mars 2015

Þ

ótt boðskort séu í sjálfu sér einföld geta þau reynst mikill höfuðverkur þegar kemur að því að hanna útlit og velja orðalag. Boðskort þurfa að berast til veislugesta ekki seinna en tveimur mánuðum fyrir sjálfan brúðkaupsdaginn og því þarf að gefa sér góðan tíma til að búa þau til.

Fölbleikur og rómantískur vöndur Fölbleikur og rómantískur vöndur með þykkblöðungum. Vinsælasti vöndur ársins 2014. Garðheimar, Stekkjabakka S: 540 3300 www.gardheimar.is/blomabud

Orðlag Byrja þarf á því að negla niður orðalagið og þá þarf að sjálfsögðu að hafa allar nauðsynlegar upplýsingar tilbúnar, svo sem staðsetningu athafnarinnar og veislunnar, auk þess sem nöfn brúðhjónanna þurfa að koma fram og upplýsingar um hvernig tilkynna eigi forföll. Ágætt dæmi um orðalag á boðskorti er eftirfarandi: Þann 15. júní 2015 kl. 16. 30 verða Guðrún Björt og Arnar Páll gefin saman í Dómkirkjunni. Okkur væri sönn ánægja ef þú/þið sæjuð ykkur fært að gleðjast með okkur og þiggja veitingar að athöfn lokinni. Þá er staðsetning veislunnar næst tilgreind og upplýsingar um hvert eigi að tilkynna forföll og innan hvaða tíma. Útlit Þá er það næst að huga að útliti og þá er gott að byrja á því að hugsa hvort þið viljið hafa mynd eða myndir á kortinu eða einfaldan texta. Ætlið þið að láta prenta þetta fyrir ykkur eða ætlið þið að prenta kortin heima? Mikið af forritum eru til sem innihalda skapalón

Hvítur og klassískur Klassískur og stílhreinn brúðarvöndur. Hvítar og bleikar bóndarósir, hvítar nellikur og bleikar rósir 18 rauðar rósir Hamraborg Kópavogi S:554 4818

sem hægt er að fylla út í, auk þess margar myndprentþjónustur bjóða upp á slíkt. Hönnun á kortinu getur endurspeglað heildaryfirbragð brúðkaupsins, svo sem litirnir sem notaðir eru í veislusalnum eða blómin í brúðarvendinum. Það er einnig hægt að koma fyrir uppáhalds ljóði brúðhjónanna eða birta myndir af þeim þegar þau voru börn. Umslög Ekki má gleyma umslögum utan um boðskortin og þar er hægt að leyfa sér að vera frumlegur. Þau geta verið í sama lit og bindi brúðgumans eða blómaskreytingarnar. Það er líka hægt að ráða skrautskrifara til að handskrifa á kortin til að gefa þeim hátíðlegt útlit eða loka þeim með innsigli. Prófarkalestur Ekki gleyma að lesa kortið yfir áður en það fer í prentun. Ein lítil stafsetningarvilla getur eyðilagt mikið og mikilvægt er að dagsetningar, staðsetningar og tímasetningar séu hárréttar.

Falleg sérverslun með vandaðar gjafavörur Verslunin Kúnígúnd á Laugavegi og Kringlunni býður upp á fallega gjafavöru fyrir öll tilefni.

k

únígúnd er gjafavöruverslun sem hefur verið starfrækt frá árinu 1982. Í upphafi var búðin staðsett í Hafnarstræti 9 en vöruúrval hefur breyst mikið síðan þá. Verslunin var til að byrja með þekktust fyrir svarta potta og íslenskan leir. Nú setja þekktustu framleiðendur Evrópu sterkan svip sinn á verslunina. Verslunin er bæði á Laugavegi 53 og í Kringlunni en var nýverið færð um set og er nú á fyrstu hæð, beint á móti Kaffitári.

Gjafavara fyrir öll tilefni

Kúnígúnd býður upp á mikið úrval af fallegri gjafavöru frá mörgum framleiðendum á borð við Georg Jensen, Holmegaard, Rosendahl, Wusthof, Royal Copenhagen, Kosta Boda, Villeroy & Boch, WMF og Schott Zwiesel og er markmiðið að vera með bæði klassíska vöru og það nýjasta hverju sinni. Mikil áhersla er lögð á árstíðarvörur og um þessar mundir er mikið úrval af fallegri páskavöru og má þar nefna páskaeggin frá Royal Copenhagen sem eru mjög vinsæl ár hvert.

Ný lína frá Georg Jensen

Cobra frá Georg Jensen hefur verið mjög vinsæl lína gegnum árin enda hönnunin falleg og einstök. Cobra porcelain er ný lína sem er beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Hún er væntanleg í verslanir Kúnígúnd á næstunni en hún er úr postulíni eins og nafnið gefur til kynna og fetar Georg Jensen þar

Kúnígúnd var nýverið fært um set í Kringlunni og er nú staðsett á fyrstu hæð, beint á móti Kaffitári.

inn á nýjar brautir og býður upp á glæsilega hannað matarstell í hæsta gæðaflokki. Fleiri nýjar vörur eru að koma í Cobra línunni og má þar einnig nefna glæsilegan lampa sem mun koma í tveimur stærðum.

Fallegar brúðargjafir

Brúðargjafir eru að sjálfsögðu í miklu úrvali hjá Kúnígúnd og mikið úrval af matarstellum, hágæða kristalsglösum, hnífaparasettum og fjölda annarra glæsilegra hluta sem fegra öll heimili. Tilvonandi

brúðhjónum stendur til boða að koma í verslanir Kúnígúnd og setja saman gjafalista og á komandi vikum mun nýr vefur fara í loftið með öllu vöruúrvali verslunarinnar og stendur brúðhjónum þá einnig til boða að velja og setja saman sinn óskalista á www.kunigund.is. Það hefur sýnt sig að tilvonandi veislugestum þykir gott að fá ábendingar og gjafahugmyndir frá brúðhjónum. Starfsfólk pakkar svo inn vörunum í fallegar gjafapakkningar sé þess óskað. Gott vöruúrval og fallegur

frágangur til viðskiptavina er aðalsmerki verslunarinnar og starfsfólk Kúnígúnd býður viðskiptavini velkomna og leggur sig fram við að bjóða upp á góða þjónustu. Unnið í samstarfi við Kúnígúnd


GEFUM UPPLIFUN Í BRÚÐKAUPSGJÖF

Helgin 27.-29. mars 2015

Arna Engley og Hafsteinn Sigurðarson fóru í sérstaka myndatöku fyrir boðskortin þar sem þau báðu gesti um að taka daginn frá. Brúðkaupið fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík á á morgun, laugardag. Ljósmynd/Grétar G. Guðbergsson.

Sérstök myndataka fyrir boðskortin

A

rna Engley og Hafsteinn Sigurðarson munu ganga í það heilaga á morgun, laugardag, í Dómkirkjunni í Reykjavík. Undirbúningurinn hefur gengið vel en það kom þeim mest á óvart hversu tímafrekt það var að raða gestunum í sæti, en þeir koma víða að. Hjónin tilvonandi lögðu mikla vinnu í boðskortin sjálf, en þar spilar líklega inn í að Arna var búsett í Bandaríkjunum um hríð. Þar tíðkast að senda svokölluð „save the date“ boðskort þar sem gestir eru beðnir um að taka dagsetninguna frá.

Demantshringur í koddaverinu

Aðspurð um bónorðið segir Arna að það hafi verið mjög sætt. „Við vorum að fara sofa þegar ég fann eitthvað hart inni í koddaverinu mínu. Það reyndist svo vera hringabox. Ég opnaði það og við blasti þessi fallegi stóri demantshringur.“ Undirbúningurinn hófst stuttu eftir bónorðið og vissu brúðhjónin tilvonandi strax að þau vildu ekki hafa hefðbundin boðskort. „Ég er Kani í mér og hef búið í Ameríku og þekki vel hversu stór brúðkaup eru þar. Við nýttum okkur margar skemmtilegar hugmyndir þaðan og meðal annars hugmyndina um „save the date“ boðskort, þar sem pör fara í myndatöku og gera alls konar skemmtilegar útfærslur á myndum þar sem þau biðja gesti um að taka dagsetninguna frá,“ segir Arna. Hún og Hafsteinn skelltu sér í myndatöku sem fór fram á Suðurnesjunum, aðallega í skrúðgarðinum í Keflavík og Bláa lóninu.

Vonast eftir góðu veðri

Allt er að smella fyrir stóra daginn, eina sem þau hafa áhyggjur af er veðrið, en því er víst ekki hægt að stjórna. „Við vonum bara það besta eftir þennan vetur,“ segir Arna. Brúðhjónin tilvonandi munu þó fá nóg af sól í brúðkaupsferðinni í október, en þá fara þau í siglingu í karabíska hafinu.

Óskaskrínin eru ávísun á upplifun og innihalda handbók með úrvali möguleika sem brúðhjónin geta valið um. Hægt er að velja um fjórar tegundir Óskaskrína, Rómantík, Gourmet, Töff og Dekurstund en hvert Óskaskrín hefur sitt þema Rómantík inniheldur gistinótt á hóteli fyrir tvo ásamt kvöldverði og morgunverði. Verð kr. 32.900 Gourmet inniheldur þriggja til fjögurra rétta máltíð fyrir tvo á fjölda veitingahúsa um allt land. Verð kr. 16.900 Töff inniheldur afar fjölbreytt úrval valmöguleika, námskeið, dekur og ævintýraferðir. Skemmtileg og öðruvísi gjöf. Verð kr. 14.900 Dekurstund inniheldur ýmiskonar dekur fyrir líkama og sál eins og hand og fótsnyrtingu, spa og margt margt fleira. Verð kr. 7.900

KYNNTU ÞÉR ÚRVALIÐ Á WWW.OSKASKRIN.IS Sendu okkur fyrirspurn á info@oskaskrin.is eða sláðu einfaldlega á þráðinn til okkar í síma 577 5600 Óskaskrín fæst einnig í verslunum Eymundsson og Hagkaupa

Majorica söluaðilar: Reykjavík:

Egilsstaðir:

Tímadjásn Grímsbæ - Efstalandi 26 s: 553-9260 GÞ skartgripir og úr Bankastræti 12 s: 551-4007 Gullsmiðurinn í Mjódd Mjódd s: 567-3550 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Rhodium Kringlunni s: 553-1150

Klassík Selási 1 s: 471-1886 Selfossi: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Vestmannaeyjar: Geisli Hilmisgötu 4 s: 481-3333

Hafnarfjörður: Gullsmiðjan Lækjargötu 34c s: 565-4453 Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Akureyri Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458


12

The Oak Men bakki 17.500.-

Bjóðum brúðhjónum upp á að gera brúðargjafalista. Brúðhjónin frá 10% inneign í versluninni af heildarúttekt listans og fallega gjöf frá okkur. Brúðargestir geta svo sent okkur e-mail og gengið frá pöntun á netinu og fengið sent til sín eða sótt í búðina. Einfaldara getur það ekki verið!

Fuss púði 13.990.-

Tók tíu ár að skipuleggja veisluna Kristján Jörgen Hannesson og Sigurður Jónas Eysteinsson staðfestu samvist sína árið 2005, einir fyrir framan sýslumanni.Tíu árum seinna skipulögðu þeir síðan fallega athöfn í Öskjuhlíð, þar sem þeir gengu að eiga hvorn annan, umkringdir vinum og fjölskyldu. Einkennislitur dagsins var við hvítur, en snjór var yfir öllu, auk þess sem brúðgumarnir og dóttir þeirra klæddust hvítu frá toppi til táar.

V

ið staðfestum samvist okkar hjá Sýslumanninum í Reykjavík á laun, af praktískum ástæðum. Ætlunin var svo að hafa veislu og blessun um sumarið,“ segir Sigurður. „Móðir mín lést svo um vorið og því var öllu veisluhaldi frestað. Svo fannst einhvern veginn aldrei rétti tíminn.“ Síðastliðið haust áttaði Sigurður sig svo á því að síðan höfðu liðið nærri tíu ár. „Ég ákvað því að það væri kominn tími til þess að láta verða af þessu og ákvað að biðja Kristjáns upp á nýtt. Ég fór til Önnu Maríu skartgripasmiðs sem er með verslun á móti veitingastaðnum okkar, Núðluskálinni, á Skólavörðustíg. Hún gerði ofboðslega fallega hringa og hálsnisti í stíl fyrir dóttur okkar.“ Sama dag og Sigurður fékk hringana í hendurnar bað hann Kristján að keyra út í Gróttu þar sem hann bað hans upp á nýtt.

Athöfn innblásin af búddhisma

Þar sem Sigurður og Kristján voru búnir staðfesta samvist sína þurfti ekki lögaðila til þess að sjá um athöfnina. „Við ákváðum því að gefast hvor öðrum milliliðalaust með okkar eigin athöfn. Þegar við vorum að ákveða formið litum við meðal annars til búddhískra athafna þar sem ég er Búddhisti, en enduðum á því að semja okkar eigið form,“ segir Sigurður.

Finnsdottir krukka 14.900.-

Síðumúla 21 S: 537-5101

snuran.is

Helgin 27.-29. mars 2015

Karlakór og brúðkaupsheit í fjórum liðum

Athöfnin fór fram laugardaginn 17. janúar síðastliðinn, utandyra í heiðna reitnum í Öskjuhlíð. „Við stefndum öllum gestunum í anddyrið á Nauthól í Öskjuhlíð og gengum svo fremstir í fylkingu í heiðna reitinn þar. Karlakórinn Esja kom sér svo fyrir og hóf athöfnin á því að syngja „Ég fann þig“. Að því loknu fórum við með heitin okkar í fjórum liðum til skiptis og innsigluðum hvert heit með einu tákni sem fjölskyldumeðlimir réttu okkur til skiptis,“ segir Sigurður. Eftir kossinn hefðbundna söng svo karlakórinn „Ég er kominn heim“ auk nokkurra laga þegar gengið var til baka til veislu í Nauthóli.

Hvítir kjólar fyrir alla fjölskyldumeðlimi Alls tók um einn mánuð að skipuleggja stóra daginn. Mestan tíma tók þá að ákveða klæðnaðinn og finna hann. „Við vildum ekki hafa fötin hefðbundin og tók það okkur því dálítinn tíma að finna föt sem okkur fannst henta. Eftir að hafa flett í gegnum mikinn fjölda af giftingarmyndum á netinu duttum við niður á hvít indversk hör Pathani jakkafötum og urðum strax sammála um að þarna væru fötin sem við höfðum verið að leita að. Þannig gátum við öll í fjölskyldunni klæðst hvítum kjól á giftingardaginn eins og ein vinkona mín orðaði það, án þess þó að það tæki í karlmennskuna,“ segir Sigurður, en þeir Kristján eiga þriggja ára gamla dóttur sem hafði mjög gaman af athöfninni og veislunni. Aðspurðir hvort brúðkaupsferð hafi fylgt í kjölfar athafnarinnar segir Sigurður að þeir hafi ekki mátt vera að því í janúar. „Við eigum hana eftir. Við erum reyndar ekki einu sinni búnir að ákveða áfangastað, en vonandi mun það ekki taka tíu ár eins brúðkaupsveislan.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is

Kristján Jörgen Hannesson og Sigurður Jónas Eysteinsson staðfestu samvist sína árið 2005. Veislan fór hins vegar ekki fram fyrr en tíu árum seinna, þegar Sigurður greip tækifærið og bað Kristjáns aftur. Athöfnin og veislan fóru fram í Öskjuhlíð á fallegum, sólríkum vetrardegi.


brúðkaup

13

Helgin 27.-29. mars 2015

Borð Fyrir Tvo býður tilvonandi brúðhjónum til veislu Borð Fyrir Tvo er falleg verslun við Laugarveg 95 sem sérhæfir sig í matarstellum og ýmsum gjafavörum. Á morgun, laugardag, verður brúðkaupsdagur Borð Fyrir Tvo haldinn í þriðja skipti.

B

orð Fyrir Tvo hefur til margra ára veitt brúðhjónum og gestum góða þjónustu þegar kemur að vali á brúðargjöfum. Verslunin hefur í gegnum tíðina tekið þátt í stærri brúðkaupssýningum en heldur nú sinn eigin brúðkaupsdag. Boðið verður upp á glæsilega dagskrá milli klukkan 12 og 16 sem er sérhönnuð fyrir tilvonandi brúðhjón. Kynning verður á matar- og kaffistellum sem eru fáanleg í versluninni og hafa notið

vinsælda á óskalista fyrir brúðkaup ásamt annarri gjafavöru svo sem hnífaparasettum, raftækjum og fleira. Öll brúðhjón sem gera lista hjá Borð Fyrir Tvo fá 10% af heildarupphæð sem verslað er fyrir í formi gjafabréfs að brúðkaupi loknu. Margir góðir gestir verða með kynningu á vörum sínum og þjónustu. Búrið ostaverslun verður með vörukynningu á ostum og sultum, Krissy ljósmyndastúdíó kynnir þjónustu sína fyrir brúðhjónum,

Eggert Kristjánsson mun bjóða upp á franskar makkarónur og HaugenGruppen býður gestum upp á léttar veitingar og vínsmökkun. Þau brúðhjón sem gera gjafalista þennan dag fara í pott og eiga kost á því að vinna inneign að verðmæti 20.000 krónur upp í matarstellið sitt. Þetta er því viðburður sem tilvonandi brúðhjón ættu ekki að láta framhjá sér fara. Unnið í samstarfi við Borð Fyrir Tvo

Borð fyrir tvo heldur sérstakan brúðkaupsdag á morgun, laugardag, þar sem tilvonandi brúðhjón geta kynnt sér margs konar vörur og þjónustu fyrir brúðkaupsdaginn. Mynd/Hari.

Músíkeggið mælir suðutímann á eggjunum Nýjasta eldhúsáhaldið sem þú vissir ekki að þig vantaði

Þ

egar egg voru soðin hér áður fyrr þurfti annað hvort að leggja á minnið tímann frá því að eggin fóru í pottinn og muna svo eftir að fylgjast með þeim eða nota þar til gerðan tímamæli eða eggjaklukku. En nú er tíðin önnur. Músíkeggið er snilldargripur sem fer með eggjunum í kalt eða heitt vatn í pottinn.

Einkennislag fyrir hvert suðustig

Músíkeggið hefur ákveðið einkennislag fyrir hvert suðustig eggjanna. Fyrst spilar eggið lagið „Killing me softly,“ en það merkir að eggið sé linsoðið. Vilji menn hafa sitt egg miðlungssoðið þá þarf að bíða þar

Þegar eggjanna er neytt er skemmtilegt að hafa sniðuga eggjabikara sem lífga upp á morgunverðarborðið eins og til dæmis „Eggið“ eða „Sumo.“

til músíkeggið spilar lag sem The Animals gerðu frægt hér um árið, „The House of the Rising Sun.“ Fyrir þá harðsnúnu sem vilja harðsoðið egg spilar þessi litla tónlistarfruma að lokum „Final Countdown.“

Tilvalin gjöf

Eggið er tilvalin gjöf og fæst með margs konar mismunandi litamynstrum. Músikeggið er fáanlegt í Minju fyrir 5.500 krónur. Eggið er geymt með eggjunum í ísskápnum. Þegar egg eru soðin fer músíkeggið strax með í pottinn í kalt eða heitt vatn og svo bara bíður þú eftir tónlistinni. Unnið í samstarfi við Minju

Músíkeggið er sniðugt eldúsáhald sem tryggir að þú færð eggið nákvæmlega eins og þú vilt.


brúðkaup

14

Helgin 27.-29. mars 2015

aMOVE - tímalaus dönsk hönnun Fallegur og nettur hátalari með frábærum hljómi sem hægt er að nota hvar sem er. Gæddur nýjustu gerð af rafhlöðu sem endist 24 tíma. Tímalaus dönsk hönnun í bestu fáanlegum gæðum. Bluetooth 3.0 og EDR + CSR Fakó verzlun Laugavegi 37 S: 568 0707 fako.is

Lip lover frá Lancôme Nýir vorlitir frá Lip lover. Glossin eru þægileg og auðveld að nota. Gefa mikinn gljáa og veita góðan raka.

Rómantík í bolla Rómantísku Thermo bollarnir frá Sveinbjörgu eru fullkomin gjöf fyrir brúðhjónin. Tveir bollar saman í kassa, halda vel heitu og hitna ekki í gegn. Fást í flestum hönnunarverslunum um land allt, m.a. hjá Dúku, Kraum, Epal, Eymundsson á Laugarvegi, Akureyri og Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Garðheimum. Sjá nánar sölustaði, heildarvöruúrval og vefverslun á www.sveinbjorg.is.

Flott föt fyrir flottar konur

Self tan flash bronzer frá Lancôme Sjálfbrúnkulínan sem gefur fallega og náttúrulega brúnku án sólar. Rík af E-vítamíni, húðin verður silkimjúk.

Powercell serum frá Helenu Rubinstein Tvöfalt meira af jurtastofnfrumum sem minnka hrukkur og línur, styrkir og gefur húðinni heilbrigðan ljóma. Ásamt því að verja húðina gegn lífsstílsáhrifum. Húðin fær yngra yfirbragð.

Vernis á lévres frá YSL Nýir fallegir vorlitir. Gljái sem fullkomnar stílinn. Hámarks glans með léttri þekju, frískleika, mýkt og þægindum. Falleg lakkáferð með góða endingu.

Hypnose star waterproof frá Lancôme Gefur djúpa og glæsilega förðun. Tveggja þátta bursti setur maskarann vel í rótina og auðveldar klessulausa en þykka ásetningu, lengir augnhárin og veitir glæsilega sveigju. Waterproof hentar einstaklega vel fyrir tárin á brúðkaupsdaginn.

Ljómaðu á brúðkaupsdaginn Verslunin Belladonna á Facebook

Stærðir 38-58

Skeifan 8 I 108 Reykjavík I sími 517 6460 I www.belladonna.is

Það er nú eða aldrei!

Hypnose palette frá Lancôme Einstök formúla sem gerir förðunina svo einfalda. Augnlok verða sléttari, mýkri og þéttari. Úrval lita með miklum ljóma. Margir aðlaðandi litir og takmarkalausir förðunarmöguleikar. Le sourcil pro frá Lancôme Fullkomin tvenna, highlighter til að lýsa upp augnsvæðið og augabrúnalitur sem mótar fullkomnar augabrúnir.

ERNA Skipholti 3 - Sími: 552 0775

w w w. e r n a .(IP1) i s 1.000.000,1ct demantshringur 0.50ct demantshringur (HS1) 400.000,0.25ct demantshringur (HS1) 200.000,-

ERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.is

Exfoliance clarté frá Lancôme Nýjar umbúðir, sama formúlan. Losar um dauðar húðfrumur á mildan hátt og örvar endurnýjun frumna svo húðin verður tær, mjúk og hrein. Notist einu sinni til tvisvar í viku. Fyrir eðlilega og blandaða húð.

Couture eye primer frá YSL Eykur lit ljóma og gefur augnskuggum meira líf. Vatnsheld formúla sem einnig er hægt að nota eina og sér. Fæst í tveimur litum sem passa öllum húðtónum.

Couture variation frá YSL Tvær litasamsetningar sem höfða til allra! Allt í augnförðunina í einni pallettu. Þéttir, litmiklir og nærandi litir sem endast vel allan daginn. Allt frá möttum til metallic lita. Teint Icole ultra 24H frá Lancôme Nýr farði sem gefur létta og matta áferð án þess að búa til grímu. Farðinn er flauelsmjúkur og endist í 24 klukkustundir án lagfæringa. Fáanlegur í 10 litum.

La base pro hydra glow & smoothing frá Lancôme Undirbúðu húðina eins og fagmaður á skömmum tíma. Húðin verður bjartari og jafnari. Húðin fyllist raka og mýkt. Hylur húðholur. Örtækni sem gefur fallegan ljóma sem endist allan daginn.

Pure ritual care in peel frá Helenu Rubinstein Care in peel er svartur peeling sem endurnýjar yfirborð húðarinnar og gefur raka. Örvar innri hreinsun og endurnýjun. Svört grjón, svart te, AHA sýrur og hraunsandur sem endurnýja og mýkja húðina.

Hydra intense rakamaski frá Lancôme Nýjar umbúðir sama formúlan. Rakamaski sem fangar og heldur raka í hyrnislaginu og eykur rakamagn húðarinnar. Bíða í 5 mínútur. Fyrir eðlilega og blandaða húð. Youth liberator frá YSL Farði sem vinnur á línum, styrkir og þéttir húðina. Hann gefur húðinni unglegra yfirbragð og náttúrlegan ljóma. Formúla sem byggir á Glycobiology og inniheldur serumvirkni.

BB milk frá Biotherm Létt og frískandi BB húðmjólk fyrir líkamann. Jafnar áferð húðarinnar og gefur fallegan litatón. Verndar og gefur góðan raka í 24 stundir. Léttur sítrusilmur.

MIKIÐ ÚRVAL SNYRTI- OG DEKURMEÐFERÐA FYRIR BRÚÐHJÓN KYNNTU ÞÉR ÚRVALIÐ Á LAUGARSPA.IS OG WORLDCLASS.IS/VEFVERSLUN


brudargjafir og brudkaupsdagur heilsida copy.pdf 1 3/26/2015 11:24:11 AM

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K


Finnsdottir krukka 14.900.-

Finnsdottir lampi 79.900.-

Finnsdottir vasi 24.900.-

Bjóðum brúðhjónum upp á að gera brúðargjafalista. Brúðhjónin frá 10% inneign í versluninni af heildarúttekt listans og fallega gjöf frá okkur. Brúðargestir geta svo sent okkur e-mail og gengið frá pöntun á netinu og fengið sent til sín eða sótt í búðina. Einfaldara getur það ekki verið!

Fuss teppi 17.990.-

The Oak Men bakki 17.500.-

Síðumúla 21 S: 537-5101

snuran.is

Fuss púði 13.990.-


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.