27 08 2016

Page 1

frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 50. tölublað 7. árgangur

Laugardagur 27.08.2016

Ísland: Lægri laun og hærri skattar, lægri bætur og hærri vextir Noregur: Hærri laun og lægri skattar, hærri bætur og lægri vextir

6

Lúsin er komin Jón Kalman og Auður Ava 30

Hjá nýjum útgefanda

2

Íslendingur hljóðbókavæðir Svíþjóð Rekur 27 milljarða bókafyrirtæki

18

MATARTÍMINN Laugardagur 27. ágúst 2016

Það er mjög sérstakt að fara í vinnuna inni á þessari lestarstöð og ganga hér um þegar allt er á fullu, þá líður manni dálítið eins og maður sé í miðju heimsins. -Gunnar Karl Gíslason, yfirkokkur á Agern á Grand Central lestarstöðinni í New York

LAUGARDAGUR

27.08.16

ALLT AÐ GERAST Á HLEMMI Gísli Matthías á Mat og drykk verður með í matarmarkaðnum 16

BESTU STAÐIRNIR SAMKVÆMT GRAPEVINE

Sami staður efstur 5. árið í röð

vettvanginn Nota XXX að tala um til XXX er að hvað

Mynd | Rut

GUNNAR KARL SLÆR Í GEGN Í NEW YORK 14

KVEÐJUVEISLA LÆKNISINS Í LUNDI

FÉKK ÓVÆNT BÓNORÐ Í SJÓNVARPSÞÆTTI

Heilgrillaður grís ásamt ljúffengu Waldorf salati

18

LILJA KATRÍN

Við getum líka geymt gáminn fyrir þig

Harpa Stefánsdóttir skilaði meistararitgerð sinni í hagnýtri menningarmiðlun á óhefðbundnu formi; sem matarbloggi. Á blogginu eru og verða uppskriftir að grænmetisréttum frá 196 löndum en tilgangur verkefnisins var að vekja athygli á baráttunni gegn verksmiðjubúskap og þeim ónáttúrulegu aðstæðum sem dýr í slíkum búskap lifa við.

HEILL GRÍS Í KVEÐJUVEISLU RAGNARS LÆKNIS EVA LAUFEY KJARAN MEÐ MÖRG JÁRN Í ELDINUM

4

Mynd | Rut

Klettagörðum 5,5,104 Klettagörðum 104Reykjavík Reykjavík| |stolpi@stolpigamar.is stolpi@stolpiehf.is

Matur er mannsins megin

Beðið eftir Bieber

Mynd | Rut

14

INTERNET Mánaðarlegt línugjald er 2.580 kr.

50 3.990 kr. Mb/s

100 5.990 kr. Mb/s

Mesti hraðinn! Mb/s

500 7.390 kr.

537 7000

hringdu.is

Gámaleiga

HAFÐU 568 0100 stolpigamar.is SAMBAND stolpiehf.is

HAFÐU 568 0100 SAMBAND stolpiehf.is

Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is

Við getum líka geymt gáminn fyrir þig

Er gámur lausnin fyrir þig?

Gámaleiga

Er gámur lausnin fyrir þig?

Búslóðageymsla Búslóðageymslazn Ártíðabundinn Árstíðarbundinn lager lagerz nLager Lagerz nSumar-/vetrarvörur Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla Frystgeymsla nKæligeymslaznLeiga z Kæligeymsla Leiga tiltil skemmri skemmri eða eða lengri lengri tíma tíma

Búslóðageymsla z Ártíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystgeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma

MATARTÍMINN 20 SÍÐNA AUKABLAÐ FYLGIR


2|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. ágúst 2016

Börnin eru ekki að fá góðan mat fyrir þennan pening Skólamál Leikskólastjóri í borginni segist þurfa að sjá hundrað manns fyrri mat fyrir þrjátíu þúsund krónur á dag. Hún segir núverandi meirihluta hafa ákveðið að lækka leikskólagjöld án þess að kosta neinu til. Foreldrar verði að gera sér grein fyrir því að þessi stefna komi niður á börnunum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

„Það gefur auga leið að börnin eru ekki að fá hollan og góðan mat fyrir þennan pening,“ segir Anna Mar-

grét Ólafsdóttir, leikskólastjóri á Nóaborg, en skólastjórar leikskóla og grunnskóla og forstöðumenn frístundaheimila hittu stjórnendur hjá skóla- og frístundasviði borgarinnar í gær til að ræða rekstrarniðurstöður fyrir síðasta á. Anna Margrét segist hafa 30.000 krónur til að sjá 80 börnum og tuttugu starfsmönnum fyrir morgunmat, ávaxtastund, hádegisverði og síðdegishressingu. „Bara fiskurinn kostar til dæmis um 24.000 og þá er allt annað eftir,“ segir hún. Hún hefur verið leikskólastjóri í fimmtán ár en síðasti vetur og það sem af er þessu ári hafi verið erfiðasta tímabil

Það þarf að gera eitthvað róttækt í skólamálum og það strax, segir Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri á Nóaborg.

á starfsferlinum. „Ég skrifa það nánast að öllu leyti á þann meirihluta sem nú stjórnar borginni,“ segir Anna Margrét. Anna Margrét segist hafa verið

leikskólastjóri í fimmtán ár og alltaf þurft að velta hverri krónu milli handanna. Nú sé hinsvegar skorið langt inn að beini. Hún segist hafa stutt núverandi meirihluta til valda

og hafa haft mikla trú á honum. Það traust fari þverrandi með hverjum deginum sem líður. „Ég veit að mörgum stjórnendum líður eins og mér og eru komnir með nóg. Það þarf að gera eitthvað róttækt í skólamálunum og það strax, áður en það verður of seint,” segir hún. Hún segist hlynnt gjaldfrjálsum leikskóla en það þýði ekki að lækka leikskólagjöldin nema láta skólana fá aukið rekstrarfé á móti. Foreldrar verða að koma inn sem þrýstihópur til verndar börnunum og skólunum. „Þetta ástand gengur ekki upp, við erum að missa starfsfólk og þetta bitnar á börnunum.“

Missti dóttur sína úr ofneyslu

Jón Kalman Stefánsson og Auður Ava Ólafsdóttir, ætla að fylgja Guðrúnu Vilmundardóttir frá Bjarti og til nýs forlags.

Auður Ava og Jón Kalman hætta hjá Bjarti með Guðrúnu Menning Guðrún Vilmundardóttir og Pétur Már Ólafsson deildu meðal annars um bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Rithöfundarnir Jón Kalman Stefánsson og Auður Ava Ólafsdóttir munu hætta að gefa út hjá bókaforlaginu Bjarti í kjölfar starfsloka útgáfustjóra forlagsins, Guðrúnar Vilmundardóttur. Þetta herma heimildir Fréttatímans og hafa báðir höfundarnir lýst þessu yfir. Guðrún lét af störfum hjá Bjarti í sumar og hefur hún ákveðið að stofna eigið bókaforlag. Jón Kalman og Auður Ava ætla sér að gefa út hjá henni í stað Bjarts. Í samtali við Fréttatímann segir Guðrún að hún vilji ekki tjá sig um starfslok sín eða fyrirætlanir sínar á bókamarkaði. Jón Kalman segir sömuleiðis að hann vilji ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Ekki náðist í Auðu Övu. Jón Kalman hefur gefið út 11 skáldsögur á 20 árum und-

ir merkjum Bjarts á meðan Auður Ava hefur gefið út eina bók hjá forlaginu. Guðrún Vilmundardóttir hafði unnið hjá Bjarti í tíu ár en eigandi fyrirtækisins er Pétur Már Ólafsson. Pétur Már á líka forlagið Veröld og hefur rekið það ásamt Bjarti í sama húsnæði á Bræðraborgarstígnum. Bjartur hefur sérhæft sig í útgáfu fagurbókmennta, íslenskra og þýddra, á meðan Veröld hefur að mestu einbeitt sér að útgáfu ævisagna, fræðirita og rita almenns eðlis. Eitt af því sem mun hafa valdið deilum í samskiptum Guðrúnar og Péturs Más var að í fyrra neitaði hún að gefa út bókina Endurkomuna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson undir merkjum Bjarts og var bókin á endanum gefin út hjá Veröld í staðinn. Einhver faglegur ágreiningur var því til staðar þó ástæður starfslokanna séu ókunnar. Pétur Már vill ekki tjá sig um starfslok Guðrúnar eða ákvarðanir Jóns Kalmans og Auðar Övu.

ÚTSALA gasgrill 4ra brennara

Skoðið útsöluna á www.grillbudin.is

FULLT VERÐ 189.900

129.900 Á R A

Nr. 12799

• Afl 18,7 KW

• 4 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • Gaumljós í tökkum • Hitamælir í loki • Postulínsemaleruð efri grind • Grillflötur: 70,5 x 49,5 • Grillið er afgreitt 95% samsett

Grillbúðin

Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400

Segir samúð sína hjá foreldrum mannsins Fíkniefni „Að vita til þess að það eru foreldrar að ganga í gegnum það sama og maður sjálfur – það er alveg skelfilegt,“ segir Þorvarður Helgason sem missti dóttur sína, Evu Maríu, í október árið 2013 úr ofneyslu fíknefna á heimili tónlistarmannsins Gísla Pálma. Þá var hún 21 árs gömul. Hún var ekki í neyslu eftir því sem foreldrar komast næst, en hún tók inn MDMA sem dró hana til dauða. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

Þorvarður og eiginkona hans, Lilja Guðmundsdóttir, fengu símtal á sunnudaginn síðasta þar sem þeim var sagt að ungur maður hefði látist úr lyfjaeitrun en grunur er uppi um að hann hafi neytt Fentanýls. Félagi hans fór í hjartastopp fyrir utan Prikið á Menningarnótt, en þar reyndi Gísli Pálmi að endurlífga félaga sinn áður en sjúkrabíll kom á vettvang. Sá sem fór upp á spítala lifði nóttina af, en félagi þeirra fór heim og lést þar, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar.

Þorvarður Helgason missti dóttur sína árið 2013 úr ofneyslu fíkniefna.

Grunur leikur á að þeir hafi neytt sama efnisins um kvöldið. Þorvarður segir að hann hafi orðið sorgmæddur þegar hann fékk fréttirnar frekar en að fyllast reiði „Það er depurð sem fylgir því að hugsa til þess að ungt fólk í blóma lífsins, sem á alla framtíðina fyrir sér, fari þessa leið,“ segir hann. Þorvarður segist ekki kenna tónlistarmanninum um andlát dóttur sinnar, en hann hefur aldrei dregið fjöður yfir eigin fíkniefnaneyslu. „Við erum ekki að leita að sökudólgum,“ segir hann og bendir á að Gísli Pálmi sé ekki fyrsti tónlistarmaðurinn sem hefur verið í mikilli fíkniefnaneyslu. „Það er hins-

Maðurinn sem lést er talinn hafa innbyrt læknadóp.

Eva María lést í nóvember 2013 úr ofneyslu MDMA. Hún var 21 árs.

„Það er depurð sem fylgir því að hugsa til þess að ungt fólk í blóma lífsins, sem á alla framtíðina fyrir sér, fari þessa leið.“ vegar sorglegt að horfa á það þegar honum er hampað og hann verður óhjákvæmilega ákveðin fyrirmynd fyrir þessa krakka. Það er fullt af ungmennum innan við tvítugt sem hanga í honum og það getur verið óhugnanlegt,“ segir Þorvarður. Samúð Þorvarðar er hjá fjölskyldu mannsins sem var á þrítugsaldri þegar hann lést. „Þetta er rosalega erfitt fyrir foreldra. Það er erfitt að ganga í gegnum svona lagað. Við Lilja hugsum um Evu Maríu á hverjum degi og tölum oft um þetta,“ segir Þorvarður. Spurður hvað sé til ráða svarar Þorvarður: „Við erum ekki að standa okkur nægilega vel í þessum málaflokki. Mér finnst að við eigum að byrja á forvörnum fyrr. Það virðist vera það eina sem virkar.“ Hann bætir svo við: „Við þurfum að hugsa þetta betur; það er bara of mikið í húfi.“

Velferðarmál

Fötluð kona skreið upp tröppurnar Marianna Vilbergs Hafsteinsdóttir skreið upp tröppurnar hjá Pósthúsinu í Austurstræti vegna lélegs aðgengis fyrir fatlaða. „Aðgengi fyrir fatlaða, líka þá sem þurfa að notast við göngugrindur og hækjur, er til háborinnar skammar,“ segir Marianna Vilbergs Hafsteinsdóttir, en hún, ásamt hópnum Ferðabæklingurinn, hafa kannað aðgengi ýmissa stofnana og verslana víða um borgina. Meðal annars kannaði hún og Hjördís Heiða Ásmundsdóttir aðgengi að pósthúsinu í Austurstræti á dögunum. Það er óhætt að segja að aðgeng-

ið þar sé ekki til fyrirmyndar þegar kemur að fötluðum, en Marianna þurfti að skríða upp tröppurnar hjá Hinu Húsinu með hjólastólinn í eftirdragi til þess að komast inn. Til þess að allrar sanngirni sé gætt þá er hjólastólalyfta í anddyri Hins hússins, ekki Pósthússins. Guðmundur Samsson tók myndbandið upp og hefur því verið deilt yfir 400 sinnum á netinu og yfir þrjátíu þúsund hafa horft á það. Marianna, Hjördís og Sigrún Heiða Birgisdóttir standa að aðgerðarhópnum sem kannar aðgengi fyrir fatlaða en myndbandið má sjá á vef Fréttatímans. | vg

Marianna og Hjördís að virða fyrir sér aðgengið.


Við lækkum vexti!!! Við fögnum lækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands sem gerir okkur kleift að bjóða enn lægri vexti á öllum Lykillánum og Lykilsamningum.

Lægstu vextir 8,75%

Lykill er hluti af Lýsingu hf. I Ármúla 1 I 108 Reykjavík I S. 540 1700 I lykill.is I lykill@lykill.is


4|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. ágúst 2016

N1 græðir meira á bensíni þrátt fyrir hrun olíuverðs Viðskipti Olíuverð í heiminum er um það bil helmingi lægra en það var í heiminum árið 2013. Olíufélagið N1 sýnir samt meiri framlegð af olíusölu en þá. Til marks um að lækkað olíuverð skili sér ekki til íslenskra neytenda. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Nærri þrisvar sinnum meira varð eftir í kassanum hjá olíufélaginu N1 vegna sölu eldsneytis á fyrri helmingi þessa árs en á sama tímabili árið 2013. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs var framlegð N1, mismunurinn á innkaups- og söluverði á eldsneyti auk kostnaðar við söluna, af sölu eldsneytis 27,7 prósent en 9,9 prósent árið 2013. Þetta er meðal þess sem sjá má í hálfsársuppgjöri N1 sem gert var opinbert á miðvikudaginn. N1 er skráð á íslenska hlutabréfamarkaðinn og er að langstærstu leyti í eigu íslenskra lífeyrissjóða og er Lífeyrissjóður verslunarmanna stærsti

N1 skilar meiri framlegð af bensínsölu nú en árið 2013 þrátt fyrir að tekjurnar af sölu bensíns hafi hríðfallið. Eggert Þór Kristófersson er forstjóri N1 en hann tók við af Eggerti Guðmundssyni í fyrra.

hluthafinn með 14,2 prósent. Bensínverð hefur lækkað mjög í heiminum á síðustu árum en þessi lækkun hefur ekki skilað sér með nægilega miklum hætti hlutfallslega til neytenda á Ís-

landi. Sem dæmi lækkaði verð á tunnu af Brent-olíu um 57 prósent á einu ári, frá ágúst 2014 og þar til í ágúst 2015, en hún fór frá 116 Bandaríkjadölum og niður í um 50 dollara. Lítri af bensíni á Íslandi kostaði 260 krónur á Íslandi árið 2013 en tæplega 195 krónur hjá N1 á fimmtudaginn. Til marks um þessi lækkun á bensínverði hafi ekki skilað sér til neytenda á Íslandi í hlutfalli við lækkunina voru brúttótekjur N1 af sölu á eldsneyti tæplega 22 milljarðar króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2013 en aðeins tæplega 10,3 milljarðar á fyrri helmingi þessa

Borguðu sér út 750 milljónir frá HS Veitum Viðskipti Félag fjárfestisins Heiðars Guðjónssonar fékk 96 milljónir frá hluthafa HS Veitna. HS Veitur kaupir upp hlutabréf eigenda sinna í stórum stíl. Eigendur HSV eignarhaldsfélags slhf., næst stærsta hluthafa almannaþjónustufyrirtækisins HS Veitna á Suðurnesjum, borguðu sér út 750 milljónir króna í fyrra með því að lækka hlutafé sitt sem nam þessari upphæð. Félagið fékk til þess sérstakt leyfi frá Ríkisskattstjóra og fór hlutafé félagsins þá niður úr 3.1 milljarði í rúmlega 2.4 milljarða. Með þessu móti þarf ekki að greiða skatt af útborguðu fé líkt og þegar arður er greiddur. Þetta kemur fram í gögnum hjá Ríkisskattstjóra. Þá borgaði fyrirtækið líka út 154 milljóna arð til hluthafa sinna. Félagið á 34,4 prósenta hlut í HS veitum. Fjárfestirinn Heiðar Guðjónsson er einn stærsti hluthafi félagsins og fékk hann í sinn hlut 96 milljónir króna af milljónunum 750. Þessa pen i nga fék k HSV eignarhaldsfélag frá HS Veitum þar sem fyrirtækið hefur á síðustu árum keypt upp hlutabréf eigenda

Einungis einn lífeyrissjóður af þeim stærstu á Íslandi hefur tekið ákvörðun um að setja peninga í kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Meðal eigenda Thorsil er Þorsteinn Már Baldvinsson, útgerðarmaður í Samherja.

Næst stærsti hluthafi HS Veitna, sem Heiðar Guðjónsson er hluthafi í, greiddi út 750 milljónir króna skattfrjálst til hluthafa í fyrra. Fjármunirnir koma frá HS Veitum.

sinna í sjálfu sér. Þessi viðskipti HS Veitna hafa verið fjármögnuð með lántökum. Bara í fyrra fékk HSV eignarhaldsfélag til dæmis greiddar rúmlega 842 milljónir frá HS Veitum en inni í þeirri upphæð er einnig arður frá fyrirtækinu. Þetta þýðir að í fyrra fengu hluthafar HSV eignarhaldsfélags greidda út upphæð sem nemur tæpum 27 prósentum af því verði sem fyrirtækið keypti hlutabréfin í HS Veitum á árið 2014. Fyrirtækið keypti hlutabréfin af Reykjanesbæ, Orkuveitu Reykjavíkur og nokkrum minni sveitarfélögum og voru umdeild. Í ársreikningi HSV eignarhaldsfélags kemur fram að fyrirtækið muni einnig ætla að feta þessa sömu leið sem og að greiða út arð á þessu ári. | ifv

Bara einn af stóru lífeyrissjóðunum ætlar að fjárfesta í Thorsil Viðskipti Stærstu lífeyrissjóðir landsins fengu fjárfestakynningu á kísilmálmverksmiðju Thorsil en aðeins Almenni lífeyrissjóðurinn hefur ákveðið að setja fé í verkefnið, 350 milljónir króna. Þrír stærstu sjóðirnir eru enn að hugsa sig um en þrír ætla ekki að fjárfesta. Kísilverð í heiminum hefur lækkað um þriðjung á tveimur árum. Framkvæmdastjóri Thorsil segir verkefnið fullfjármagnað en að ganga þurfi frá því formlega. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Jólaferð til Regensburg 24. - 27. nóvember

Miðaldaborgin Regensburg á árbökkum Dónár er heillandi á aðventunni. Jólamarkaðurinn innan um hús frá 11.-13. öld er einstaklega huggulegur og ilmurinn af jólaglöggi og brenndum möndlum kemur öllum í jólaskap. Verð: 109.900 kr. á mann í tvíbýli. Skoðunarferð til Nürnberg er innifalin!

Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK

árs. Framlegð N1 út af sölunni á þessu ári var samt hærri en árið 2013: Tæplega 2,9 milljarðar í stað tæplega 2,2 milljarða árið 2013. Þrátt fyrir að tekjurnar af sölu eldsneytis hafi minnkað um rúman helming vegna lækkandi bensínverðs verður samt meira eftir í kassanum hjá N1 vegna á sölu á bensíni í ár en árið 2013. Fréttatíminn hringdi í Eggert Þór Kristófersson, forstjóra N1, til að spyrja hann um árshlutauppgjörið og bensínverð N1 og bað ritara hans um að biðja hann um að hringja í blaðið. Eggert hafði ekki samband.

Einungis einn af tíu stærstu lífeyrissjóðum landsins hefur tekið ákvörðun um að fjárfesta í kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Af tíu stærstu lífeyrissjóðunum hafa allir nema einn, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, fengið fjárfestakynningu á verksmiðjunni en það er bara einn, Almenni lífeyrissjóðurinn, sem tekið hefur ákvörðun um að setja fé í hana. Þetta kemur fram í svörum frá framkvæmdastjórum stærstu lífeyrissjóðanna við spurningum Fréttatímans. Verðbréfafyrirtækið Arctica Finance sá um fjárfestakynningarnar fyrir Thorsil. Meðal eigenda Thorsil eru Þorsteinn Már Baldvinsson, Einar Sveinsson og Eyþór Arnalds. Fjármög nun Thorsil hefur staðið yfir lengi og sagði framkvæmdastjóri Thorsil, Hákon Björnsson, fyrr í sumar að henni ætti að ljúka í júlí. Fyrirhuguð fjárfesting Thorsil er upp á 34 milljarða króna og stendur til að opna kísilverksmiðjuna árið 2018. Fjármögnuninni er hins vegar ekki enn lokið og eru nokkrir af lífeyrissjóðunum, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Gildi og Lífeyrissjóður verslunar-

Thorsil og lífeyrissjóðirnir

Kynning á Thorsil? Ákvörðun? Lífeyrissjóður starfsmanna ríksins Já Ekki tekin Lífeyrissjóður verslunarmanna Já Ekki tekin Gildi-lífeyrissjóður Já Ekki tekin Já Fjárfestir ekki Sameinaði lífeyrissjóðurinn Já Fjárfestir ekki Stapi Almenni lífeyrissjóðurinn Já Fjárfestir Stafir Já Fjárfestir ekki Svarar ekki já eða nei Hefur ekki fjárfest Frjálsi lífeyrissjóðurinn Nei Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda Já Ekki tekin Festa lífeyrissjóður manna, ennþá að hugsa sig um. Hákon segir í samtali við Fréttatímann að fjármögnunin hafi dregist og í júlí hafi markmiðið verið að klára hana fyrir sumarfrí en að það hafi ekki náðst. Hákon vill ekki gefa upp hversu margir lífeyrissjóðir muni fjárfesta í verksmiðju Thorsil. Hann segist búast við því að fjármögnuninni ljúki á næstu vikum. „Það liggja fyrir vilyrði fyrir allri þessari fjármögnun en það þarf bara að ganga frá þessu. Ekkert er hins vegar tryggt fyrr en búið er að undirrita samninga.“ Viðbrögð lífeyrissjóðanna við hugmyndinni um Thorsil-verkefnið sýna að forsvarsmönnum Thorsil hefur gengið erfiðlega að sækja fé til þeirra enda hefur kísilverð hríðfallið í verði í heiminum. Á síðustu tveimur árum hefur heimsmarkaðsverðið lækkað um þriðjung, farið frá 2400 evrum fyrir tonnið og niður í 1600 evrur. Sérfræðingur í orkumálum, Ketill Sigurjónsson, sagði í síðasta mánuði að hann furðaði sig á því að lífeyrissjóðir ætluðu að fjárfesta í svo áhættusömum rekstri. Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, hefur hins vegar trú á verksmiðju Thorsil og skráði sjóðurinn sig fyrir hlutafé upp á þrjár

milljónir dollara, ríflega 350 milljónum króna, eða sem nemur einu prósenti af hlutafé fyrirtækisins. Hann bendir á að frágangi skjala vegna fjárfestingarinnar sé ekki lokið og því sé hún ennþá háð fyrirvörum. Aðspurður um af hverju sjóðurinn telji Thorsil vera góðan fjárfestingarkost segir Gunnar: „Ágæt vænt ávöxtun í USD að teknu tilliti til áhættu. Fjárfesting í Thorsil felur í sér tækifæri fyrir lífeyrissjóðinn til fjárfestinga í atvinnugreinum sem eru ekki aðgengilegar með öðrum hætti og veitir ákveðna áhættudreifingu í söfnum sjóðsins. Iðnaðurinn felur í sér umbreytingu á hreinni raforku í fullunnar afurðir sem seldar eru í gjaldeyri, auk þess að vera atvinnuskapandi á Íslandi. Stefnt er að því að mengunarvarnir verði í háum gæðaflokki.“ Þeir stóru lífeyrissjóðir sem fengu kynningu en hafa ákveðið að fjárfesta ekki í Thorsil eru Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Stapi og Stafir. Framkvæmdastjóri Stafa, Ólafur Sigurðsson, segir að sjóðurinn gefi ekki upp af hverju ekki hafi verið ráðist í fjárfestingu í Thorsil: „Fjárfestingaráð er ekki að vinna með þetta sem fjárfestingakost í dag af ýmsum ástæðum sem við gefum ekki upp.“


Hvort sem þú vilt öryggi, sparneytni og lipurð í borgarsnúningana eða þægindi, rými og útsýni í skoðunarferðina þá er Honda CR-V fyrir þig. Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmynd hagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllum heimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði og verðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims í tæp 10 ár í röð.

www.honda.is

Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00

Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535


6|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 27. ágúst 2016

Noregur: Hærri laun og lægri skattar, Noregur er eina landið í okkar heimshluta þar sem hlutfall séreignar er svipað og á Íslandi. Þar hefur launafólk hins vegar hærri tekjur, borgar lægri skatta, fær ríkulegri barna- og vaxtabætur og borgar lægri vexti en Íslendingar. Til að halda uppi jafn háu hlutfalli séreignar og tryggja láglaunafólki og fólki með lægri millitekjur öruggt húsaskjól, þyrftu Íslendingar að aðlaga launaog skattkerfi sitt að því norska. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is

Til að átta okkur á muninum milli landanna bjug g um v ið til tvö ímynduð pör, annað norskt og hitt íslenskt. Við byrjum að fylgjast með þeim þar sem þau eru í námi á námslánum. Annað útskrifast eftir þriggja ára háskólanám og hitt eftir fimm ár. Bæði starfa eftir það sem kennarar allan tímann og færast upp launastigann eftir aldurshækkunum. Þau eignast barn 25 ára og annað barn um þrítugt. Frá tvítugu til 25 leigja þau litla íbúð, nokkuð stærri næstu fimm árin en kaupa síðan íbúð um þrítugt sem

þau búa í fram á lífeyrisaldur. Þetta er sem sé hið dæmige rða fól k , sem er svo dæmigert að það er líklega ekki til. En það dugar okkur til að sjá meginútlínur þeirra kerfa sem Norðmenn og Íslendingar hafa byggt í kringum líf venjulegs fólks.

VONDU KERFIN:

HÚSNÆÐISKERFIÐ

Verra fyrir ungmenni Meðan pörin eru á námslánum er staða íslenska parsins betri. Framfærslulán eru hér hærri og parið

30 ára

Kaupa íbúð

fær auk þess húsaleigubætur. Slíkar bætur fást ekki í Noregi nema fólk sé með mjög litla innkomu eða borgi svimandi leigu. Húsaleiga í Reykjavík og Osló er viðlíka há svo leigan hefur ekki áhrif á samanburðinn. Þegar náminu lýkur breytast 40 prósent af námslánaskuld norska parsins í styrk. Í lok námstímans skuldar það 6,8 milljónir króna á meðan íslenska parið skuldar þá 12,7 milljónir króna, að hluta til vegna þess að það fékk meira lánað en að mestu vegna þess að þau fá ekki styrk og lánin bera hærri vexti. Barnabætur hærri Þegar skólagöngu lýkur og fyrra barnið fæðist er annar aðilinn

43 ára

25 ára

23 ára

20 ára

Bæði í kennaranámi

Annað byrjar í vinnu

Fyrsta barn fæðist

kominn út á vinnumarkaðinn á meðan hitt er að ljúka námi. Þá batnar hagur Norðmanna meira, bæði vegna þess að launin eru um 14 prósent hærri í upphafi starfsferilsins og barnabætur veigameiri. Í Noregi fær hvert barn 13.775 krónur á mánuði eða 165 þúsund krónur á ári. Íslenskar parið fær hins vegar engar barnabætur með sínu fyrsta barni. Það er ekki fyrr en börnin eru orðin tvö að íslenska parið fær fyrst 167 þúsund krónur en síðan lækkar sú upphæð ört eftir því sem launin hækka eftir því sem parið færist upp launastigann. Þegar íslenska parið fær 167 þúsund á mánuði í barnabætur fær

26 ára

Hitt byrjar í vinnu

Gunnlaugur er flugvallarstarfsmaður og það er meðal annars í hans verkahring að sjá um að öll ljós á Akureyrarflugvelli séu í góðu lagi. Þannig er Gunnlaugur hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um Akureyrarflugvöll.

Eldra barnið 18 ára


FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 27. ágúst 2016

|7

hærri bætur og lægri vextir það norska 330 þúsund. Og það fær þá upphæð þar til eldra barnið verður nítján ára en þá er íslenska barið löngu hætt að fá bætur. Yfir allt tímabilið fær norska parið rétt tæpar 6 milljónir í barnabætur á meðan það íslenska fær aðeins 872 þúsund krónur. En munurinn er í raun meiri því norska parið fær kostnað við barnagæslu, frístund og annað slíkt frádráttarbært frá skatti þar til börnin eru tólf ára. Með einu barni nemur þessi frádráttur 355 þúsund krónum á ári og 568 þúsund krónum með tveimur börnum. Samanlagt lækkar þessi frádráttur skatta parsins því um rúmar 2 milljónir króna þar til bæði börnin eru orðin 12 ára.

Munurinn á stuðningi við íslenska parsins og það norska vegna barnanna er því rúmlega 7,1 milljón króna. Vaxtabætur hærri Um þrítugt kaupa pörin 100 fermetra íbúð í millidýru hverfi í höfuðborginni. Norska parið fær 85 prósent lán á bestu bankakjörum fyrir íbúð sem er næstum tvisvar sinnum dýrari en íbúðin í Reykjavík, sem kostar 33 milljónir króna. Íslenska parið tekur 80 prósent íbúðaverðsins að láni á bestu bankakjörum. Í Noregi er ekki vaxtabótakerfi eins og á Íslandi. Þar geta einstaklingar dregið vaxtagreiðslur sínar frá skattskyldum tekjum. Í tilfelli

Munurinn á stuðningi við íslenska parsins og það norska vegna barnanna er því rúmlega 7,1 milljón króna.

Lægri tekjur, hærri vextir, minni bætur, hærri skattar, minna til ráðstöfunar

norska parsins jafngildir þessi afsláttur um 344 þúsund krónum á ári í fyrstu en lækkar síðan í takt við lækkun vaxtagreiðslna. Á sama tíma fær íslenska parið 100 þúsund krónur í vaxtabætur og þær lækka líka á næstu árum, ekki vegna þess að vaxtagreiðslur lækki heldur vegna þess hækkandi tekjur og vaxandi eignarhluti skerðir bæturnar. Íslenska parið hættir að fá vaxtabætur 41 árs þótt það eigi eftir að greiða af húsnæðinu til 69 ára aldurs. Norska parið fær skattaafslátt vegna vaxtagreiðslna allt þar til lánið er að fullu greitt þegar parið heldur upp á 54 ára afmælið. Yfir ævina fær íslenska parið um 1068 þúsund krónur í

48 ára

Íslenskir námsmenn í leiguhúsnæði hafa hærri ráðstöfunartekjur en norsk ungmenni í sömu stöðu, framfærslulánin eru hærri og íslensku ungmennin fá leigubætur en þau norsku ekki. En þegar fólkið útskrifast fá Norðmennirnir hærri laun og borga lægri skatta. Þegar börnin fæðast fær norska parið hærri barnabætur og þegar þau kaupa sér íbúð geta þau dregið vaxtagreiðslur frá skattskyldum tekjum. Íslensku vaxtabæturnar vega miklu minna. Í lok skólagöngunnar skulda norsku ungmennin minna, þar sem 40 prósent af námslánunum er breytt í styrk. En skuldir Norðmanna rjúka upp við húsnæðiskaup þar sem íbúðaverð er tvisvar sinnum hærra en á Íslandi og húsnæðisskuldin því miklum mun hærri. En þar sem vextir eru miklu lægri í Noregi og jafngreiðslulán tíðkast þar ekki lækkar norska skuldin hraðar en sú íslenska og norska parið er orðið skuldlaust rétt rúmlega fimmtugt á meðan íslenska parið dregur skuldirnar á eftir sér inn á ellilífeyrisaldurinn.

Yngra barnið 18 ára

Fjárhagsleg lífsleið ímyndað pars á Íslandi og í Noregi. Línurnar sýna ráðstöfunartekjur kennarapars á grunnlaunum miðað við að annað sé með BA-gráðu en hitt MA. Sýndar eru ráðstöfunartekjur á mann þannig að parið er metið

1,7 en hvort barn 0,5, eins og venja er við mat á framfærsluþyngd fjölskyldna. Laun taka lífaldurshækkunum samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Frá launum eru dregnir skattar að frádregnum barna- og vaxtabótum og öðrum

frádráttarliðum og húsnæðiskostnaður; leiga fyrstu tíu árin en afborganir og vextir af húsnæðislánum eftir það. Súlurnar sýna skuldastöðu heimilisins, samanlagðar námslánaskuldir og húsnæðisskuldir.

16-1620 — HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

Heimildir: kennarasambönd landanna, námslánasjóðir, skattstjórar, stærstu bankar.

Freydís er á leið til ömmu og afa á Akureyri með mömmu sinni, henni Jónu. Freydís hefur ótrúlega gaman af að fljúga og gæti vel hugsað sér að verða flugmaður þegar hún verður stór.

VIÐ ERUM HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI Hjá Isavia starfar samhentur hópur starfsmanna. Markmið okkar er að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljóna farþega sem fara um flugvelli og flugstjórnarsvæði okkar árlega. Okkar hlutverk er að tryggja öryggi þeirra allra og gera för þeirra sem ánægjulegasta. Við erum að vaxa og þurfum að fjölga í liðinu okkar til að bregðast við sífelldri fjölgun farþega. Við bjóðum upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins. Kynntu þér störfin sem standa til boða hjá Isavia og vertu hluti af góðu ferðalagi með okkur

isavia.is/atvinna facebook.com/isaviastorf


8|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 27. ágúst 2016

Lág laun og háir vextir en mikil séreign

­v axtabætur en það norska fær hins vegar 4391 þúsund krónur. Lægri vextir og styttri skuldir Það þarf ekki að taka fram að vextir eru lægri í Noregi en Íslandi. Þótt norska parið hafi tekið meira en tvöfalt hærra húsnæðislán þá eru endurgreiðslurnar minna en helmingi hærri. Alls tók norska parið um 69 milljónir króna í húsnæðis- og námslán og borgar um 81 milljón króna til baka, 17 prósent meira en það fékk að láni. Íslenska parið tók tæpar 39 milljónir króna að láni en endurgreiðir rúmar 66 milljónir til baka, 70 prósent meira en það tók að láni. Munurinn er meiri en þessi þar sem hér er ekki reiknað með hvernig verðbólgan étur smátt og smátt höfuðstól hins óverðtryggða norska láns en íslenska lánið er verðtryggt og því helst verðgildi endurgreiðslu íslenska parsins. Ef íslenska parið myndi greiða til baka af sínu láni samkvæmt norskum reglum myndi það ekki borga rúmar 66 milljónir til baka heldur 45,5 milljónir króna. Mismunurinn er 20,5 milljónir króna. Lægri skattar Öfugt við ríkjandi þjóðtrú á Íslandi eru skattar almennt lægri í Noregi en á Íslandi. Þar eru skatthlutföllin eilítið hærri en ríkari heimild til að draga kostnað frá tekjum. Það á ekki aðeins við um vaxtagjöld heldur geta allir dregið um 108 þúsund kostnað frá skattskyldum tekjum í mánuði. Frádráttur vegna vaxta og barnagæslu leggst þar ofan á. Þegar búið er að draga kostnað frá launum situr eftir skattstofn þaðan sem skatturinn er reiknaður. Þegar það er búið dregst frá persónuafsláttur eins og á Íslandi. Afslátturinn er rúmlega 61 þúsund krónur á mánuði í Noregi en tæpar 52 þúsund krónur á mánuði á Íslandi. A l lt veldu r þet t a þv í að nettóskattgreiðslur norska parsins eru lægri en þess íslenska. Þrátt fyrir hærri tekjur greiðir norska parið aðeins 96 milljónir króna í skatta frá tvítugt til sjötugs á meðan íslenska parið greiðir 125,5 milljónir króna. Jafnvel þegar norska parið er búið að koma börnum á legg og

Félagslegi hluti íslenska húsnæðiskerfisins var sögulega veikari en í nágrannalöndum okkar og varð í ofanálag fyrir meiri áföllum á nýfrjálshyggjuárunum. Kerfið okkar sker sig því úr húsnæðiskerfum okkar heimshluta og minnir um margt meira á ástandið í Austur-Evrópu þar sem óheftum markaðnum var ætlað að taka við af Sovétinu.

Ævitekjur:

Noregur

Ísland

milljónir króna

milljónir króna

632

555

Barnabætur:

Noregur

Ísland

þúsund króna

þúsund króna

5.950

870

Vaxtabætur:

Noregur

4.390

þúsund króna

Ísland

1.070

þúsund króna

Nettóskattur:

Noregur

Ísland

milljónir króna

milljónir króna

96

126

Skuldir um fimmtugt: Noregur

Ísland

milljónir króna

milljónir króna

9

22

búið að borga niður húsnæðislánin, og frádráttarliðir því færri, er skatthlutfall þess aðeins 18,2 prósent af tekjum á meðan íslenska parið greiðir 24,5 prósent. Ef við hækkum laun íslenska parsins um framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð og bætum lífeyrisiðgjöldum við skattinn fer skatthlutfall íslenska parsins upp í 33,8 prósent. Hærri laun Laun eru veigamikill hluti velferðar almennings og laun eru hærri í Noregi. Eins og annars staðar á Norðurlöndum hefur verið rekin þar hálaunastefna. Þau fyrirtæki sem ekki geta greitt há laun verða að leggja niður starfsemi eða flytja úr landi. Um þetta snýst norræn launastefna; að kröfur samfélagsins um góð laun móti atvinnulífið en ekki öfugt eins og stefnan hefur verið á Íslandi. En um það má skrifa aðra grein.

Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettariminn.is

Einkenni íslenska húsnæðiskerfisins er óvenjuhátt hlutfall séreignar. Það má aðeins finna viðlíka hlutfall í Noregi í okkar heimshluta. Annars þarf að leita að samjöfnuði til landanna í Austur-Evrópu og við Miðjarðarhafið. Meginreglan í okkar heimshluta, mestu velferðarlöndunum á Norðurlöndunum og norðan og vestan á meginlandi Evrópu, er að um og undir 70 prósent fjölskyldna býr í séreign. Noregur dregur hlutfallið upp á Norðurlöndum, í um 72 prósent, en meðaltal landa í Vestur og Norður-Evrópu er nálægt 63 prósentum. Séreign á Íslandi fór hins vegar yfir 86 prósent á hábólunni fyrir Hrun en féll síðan niður og er nú í námunda við 78 prósent. Séreignarhlutfallið við Miðjarðarhafið, þar sem velferðarkerfin eru veikari, er um 76 prósent, og hlutfallið í föllnu Sovétríkjunum er um 84 prósent. Húsnæðisstefnan á Íslandi á því meira skylt við stefnuna í þessum heimshlutum en okkar eigin. Eina undantekningin er Noregur, en í Fréttatímanum í dag er fjallað nokkuð um mismun á lífskjörum almennings á Íslandi og í Noregi. Klofin hreyfing Rætur húsnæðisstefnu stjórnvalda í okkar heimshluta má rekja langt aftur, sumstaðar til upphafsára iðnbyltingarinnar en víðast til verkalýðsbaráttu í upphafi síðustu aldar. Í flestum löndum hefur verið byggður uppi mikill fjöldi íbúða sem eru að stóru leyti utan hins opna húsnæðismarkaðar og sem eru varðar fyrir verðsveiflum og hættu á gjaldþrotum. Þótt meginhugsunin sé víðast sú sama er formið misjafnt, sums staðar eru þessar íbúðir í eigu sveitarfélaga, annars staðar í eigu verkalýðsfélaga eða húsaleigufyrirtækja sem eru að hluta til í þeirra eigu, í Hollandi eru þessar íbúðir í eigu félagasamtaka og svona má telja áfram. Og eins og rætur þessara kerfa eru líkar, þær liggja í samtakamætti alþýðufólks sem krafðist öruggs húsnæðis fyrir alla óháð tekjum eða eignastöðu, þá gengu flest þessi kerfi í gegnum hrörnunarskeið á tímum nýfrjálshyggjunnar. Margrét Thatcher bauð leigjendum að kaupa bæjaríbúðirnar, „council house“, undir slagorðinu „the right to buy“, rétturinn til að kaupa. Á Íslandi lagði ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins niður séreignararm félagslega kerfisins, verkamannabústaðina, með því að heimila íbúðareigendum að selja íbúðir á frjálsum markaði og út úr kerfinu. Kalla hefði mátt það átak „the right to sell“, réttinn til að selja. En þótt ríkisstjórnir flestra landa hafi með einhverjum hætti reynt að færa hluta félagslega kerfisins yfir

90 Noregur

80 Svíþjóð

70 Danmörk og Bretland

60 Þýskaland

50 2004 Hlutfall heimila í eigin húsnæði á Íslandi frá 2004 til 2015. Til viðmiðunar sést hlutfall séreignar í ýmsum löndum 2015.

á opinn markað á nýfrjálshyggjuárunum, í þeirri trú að markaðurinn myndi ætíð galdra fram betri lausnir, þá eru félagslegu kerfin í okkar heimshluta miklu öflugri en á Íslandi. Stjórn Íhaldsflokksins í Danmörku reyndi að færa íbúðir úr húsaleigufélögunum yfir á markaðinn en tókst ekki þar sem félögin eru ekki opinber heldur sjálfstæð félög. Þau gátu því varið rétt sinn og kerfið. Vernd gegn markaðssveiflum Í þeim löndum þar sem stór hluti fjölskyldna býr í leiguhúsnæði eru íbúar varðir fyrir verðsveiflum, svo að há leiga á uppgangstíma svipti fólk ekki húsnæði. Meginstef húsnæðisstefnunnar snýr að því að verja fólk fyrir markaðnum. Það sama á við þar sem félagslegar eignaríbúðir eru margar. Þar er verð eignanna miðað við byggingarkostnað fremur en markaðsvirði, bæði þegar fólk kaupir og selur. Ástæða þessa er slæm reynsla þjóðanna af að láta markaðinn stjórna húsnæðismarkaðnum. Það kemur ekki að sök gagnvart hinum tekjuhærri. Þeir geta safnað í sjóð til að standa af sér mögur ár, hafa nægar tekjur fyrir svo að tímabundinn samdráttur hefur ekki áhrif á afborganir og eiga nægt eigið fé svo þeir verða ekki gjaldþrota þótt verð fasteigna lækki nokkuð. Ástæða þess að þjóðir í okkar heimshluta hafa byggt upp húsnæðiskerfi sem ver fólk fyrir markaðssveiflum er að hinir tekjulágu og fólk með lægri millitekjur hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að komast yfir sveiflurnar á markaðnum. Þess vegna hafa þjóðirnar byggt upp félagslegt húsnæðiskerfi utan hins villta markaðar svo að meginþorri fólks geti búið við öryggi í húsnæðismálum. Húsnæðiskerfið er veigamikill hluti þess sem kallað er velferðarkerfi. Óraunsæ gróðavon Auk ólíkra sögu verkalýðsbaráttu setti tímabil neikvæðra vaxta á áttunda áratugnum skekkti mjög hugmyndir landsmanna um húsnæðiskaup. Á þessum áratug er talið að um 500 milljarðar króna á núvirði hafa flust frá sparifjáreigendum, en þó einkum lífeyrissjóðunum, til húsbyggjanda vegna lágra nafnvaxta í mikilli verðbólgu. Fólk hagnaðist verulega á húsnæðiskaupum. Um svipað leyti hefst tímabil í Bandaríkjunum sem stóð frá um 1970 fram að hruninu 2008 sem einkenndist af stöðnun launatekna en viðvarandi eignabólu vegna aukins aðgengis að lánsfé sem skilaði millistéttinni svigrúmi til að slá ný lán út á hækkun íbúðaverðs til að standa straum af bættum lífskjörum. Hug-

2015 Heimild: Evrópska hagstofan.

Á valdatíma Margrétar Thatcher var leigjendum í bæjarhúsum gefinn réttur til að kaupa íbúðirnar út úr félagslega kerfinu.

Á valdatíma Davíðs Oddssonar var eigendum íbúða í Verkamannabústöðum boðið að selja íbúðirnar út úr félagslega kerfinu.

myndin um að launafólk gæti bætt stöðu sína með skuldsettum eignakaupum skaut rótum. Í Bandaríkjunum, hérlendis og víða um lönd varð það vaxandi viðfang stjórnmálanna að auka aðgengi launafólks að lánsfé og skuldsettum eignakaupum. Eftir því sem tímar liðu færðust mörkin niður launastigann. Sífellt tekjuminna fólk fékk lán og færðist af leigumarkaði yfir í séreign. Hrunið afhjúpaði þessa stefnu sem einskonar villutrú. Launafólk var verr sett en áður. Laun voru litlu hærri en fyrr en launafólk skuldaði gríðarháar upphæðir. Vaxandi skuldir alþýðu manna voru orðnar öflug vél sem færði fé frá fólki til fjármálafyrirtækja. Smá skref Vesturlönd lentu á tímamótum við Hrunið. Það má heita viðurkennt meðal hagfræðinga að besta leiðin til að bæta hag fjöldans sé að styrkja stöðu hinna verst settu og lægst launuðu – ekki hina auðugu og valdamiklu, eins og var stefnan áratugina fram að Hruni. Kenningin um að allir myndu auðgast ef auðurinn fengi að renna upp í móti reyndist blekking. Því horfa hagfræðingar og stjórnmálamenn á Vesturlöndum aftur til gullaldarinnar, þegar samfélögin voru byggð upp til að mæta hagsmunum fjöldans. Þessi endurnýjun er að litlu leyti komin til Íslands. Þótt tilraun Bandaríkjamanna til að hækka hlutfall séreignar úr 68 prósentum í 73 prósent hafi endað með hörmungum og falli fjármálaheimsins líta flestir stjórnmálamenn á Íslandi á það sem vandamál að hlutfall séreignar hafi fallið úr 86 prósentum niður í 78 prósent. Verkalýðshreyfingin keyrði í gegn áætlun um uppbyggingu leiguhúsnæðis. Áætlunin mun leiða til byggingar um eitt þúsund íbúða á fjórum árum. Það er vissulega skref, jafnvel stórt skref, en virkar smátt í samanburði við áætlanir um félagslegar íbúðir á Breiðholtsárunum þegar 7200 íbúðir voru byggðar.


finnur rétta starfsmanninn fyrir þig. er starfsmannaþjónusta sem sér um að finna starfsfólk í fjölbreytt störf um allt land, til lengri eða skemmri tíma.

sér fjölbreyttum atvinnugreinum fyrir sérhæfðu og ófaglærðu vinnuafli frá ríkjum innan EES með skömmum fyrirvara.

er íslenskt fyrirtæki sem styður við uppbyggingu íslensks atvinnulífs og starfar samkvæmt lögum og reglugerðum.

sér um umsýslu launa, launatengdra gjalda og skatta samkvæmt íslenskum lögum og útvegar starfsfólki húsnæði.

Elja starfsmannaþjónusta Hátúni 2b 105 Reykjavík 415 0140 www.elja.is elja@elja.is

leggur kapp á að starfa í sátt við vinnumarkaðinn, starfsgreinafélög, verkalýðsfélög og opinbera aðila.


10 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 27. ágúst 2016

Í Framsóknarflokknum er undirbúningur fyrir flokksþing í fullum gangi.

N

ÞAÐ ER DÝRT AÐ VERA MANNESKJA

okkrir klíkufélagar í eignarhaldsfélagi Kaupþings skipta bróðurlega á milli sín 1500 milljónum og kalla það bónus. Forstöðukona á barnaheimili þarf að gefa hundrað manns að borða þrisvar á dag, fyrir 30 þúsund krónur. Braskarar dusta rykið af úreltu borgarskipulagi frá því fyrir hrun og reikna út að það eigi að greiða þeim mörg hundruð milljónir fyrir að leyfa gömlum húsum að standa. Af því það væri vel hægt að byggja hótel í staðinn. Eða bara eitthvað annað. Öryrkjar og sjúklingar selja lyfin sín á Facebook til að eiga fyrir mat og húsaleigu. Einhvers staðar í myrkrinu, í helgarskarkalanum hnígur ungur maður niður fyrir utan veitingahús eftir of stóran skammt af verkjalyfi og félagi hans reynir að blása í hann lífi. Þetta er bara brot úr síbyljunni úr fréttum vikunnar en úr því má lesa hvað það virðist vera flókið að skapa hérna samfélag fyrir alla. Sérstaklega þar sem stjórnmálamennirnir, sem eiga að skapa reglurnar í sambúðinni, segja sjálftöku bankamannanna siðlausa. Þeir segjast elska gömul hús, börn og öryrkja og fátt vilji þeir meira en standa vörð um okkur öll og gæta þess að við getum haft gömul hús og fallega náttúru í kringum okkur þegar við viljum. Og nema hvað?

Auðvitað er eitthvað að þegar fáeinir starfsmenn í eignarhaldsfélagi Kaupþings geta skipt á milli sín 1500 milljónum en ekki eru til peningar til að gefa smábörnum almennilega að borða. Lítil börn sem feta hikandi fyrstu skrefin á skólagöngunni, með trúnaðartraust í augum og bakpokana á bakinu. Eru þau ekki það verðmætasta sem við eigum? E r u s t jór n m á l a me n n i r n i r kannski verðmætari? Er það þess vegna sem við niðurgreiðum fyrir þá góðan og hollan mat en ætlumst til að börnin borði þrisvar á dag fyrir 300 krónur? Hælisleitendur eru sendir úr landi í kippum, ungir, gamlir, ófrískar konur, börn og jafnvel fársjúkt fólk. Mannúðin kostar peninga. Inn eru fluttir erlendir verkamenn til að vinna fyrir lág laun og búa í vinnubúðum. Það þarf að halda vélinni gangandi. Landspítalinn sendir innheimtulögfræðinga á skjólstæðinga sína til að rukka fyrir veitta þjónustu á geðdeild. Það vantar peninga til að reka spítala og sjúklingar fá ekki liggja þar. Þeir eru sendir fárveikir heim og unglingum í sjálfsvígshættu er vísað út á götu. Á meðan liggja milljarðar ríkasta fólks landsins á aflandsreikningum og þrír ráðherrar þurfa aldrei að sýna fram á svart á hvítu hvort þeir notuðu sín aflandsfélög til að svíkja undan skatti líkt og þorri þeirra sem eru í sömu sporum. Það ríkir leynd yfir fjármálum þeirra sem einstaklinga.

En þeir elska samt sjúklinga og vilja reka heilbrigðiskerfi fyrir alla. En þetta kostar bara svo mikið af peningum. Róm var ekki byggð á einum degi og allt það. „Af hverju er heilbrigðiskerfið svo heilagt að ekki megi taka áhættu og finna upp á einhverju nýju ef það heitir velferð og heilbrigðiskerfi,“ spyr borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem vill verða þingmaður og setur sig í stellingar. Já maður spyr sig. Það er auðvitað líka kominn verðmiði á sjúklinga. En bara suma. Hinir eru ókeypis og bráðum vill þá enginn. Hvarvetna blakta verðmiðarnir í golunni. Það kostar að leyfa ám að streyma, að leyfa hverum að bulla, að leyfa gömlum húsum að standa og sólinni að skína. Það kostar peninga að elska. Og það kostar peninga að gefa litlum börnum að borða. Og útgerðarmenn réðu sér nýjan framkvæmdastjóra í vikunni. Einu sinni var hann talsmaður þess að ekkert væri athugavert að láta almenning borga auðmönnum peninga fyrir að horfa á fallega náttúru. Nú er hann orðin talsmaður þeirra auðmanna sem vilja veiða fiskinn í sjónum án þess að borga markaðsverð til almennings. Alls staðar rekur almenningur sig á ómöguleikann og ósýnilega veggi reiknimeistara kapítalismans, þegar kemur að því sem skiptir máli. En þegar útgerðarmenn slá eign sinni á fiskinn í sjónum og kallaklíkan í Kaupþingi ætlar að skipta á milli sín 1500 milljónum halda engar girðingar. Í raun gæti maður haldið að það væri vegna þess að þetta fólk væri það verðmætasta sem við eigum. En í raun er það öfugt. Við erum það verðmætasta sem það á. Með nægum fagurgala verður bráðum hægt að rukka okkur líka fyrir andrúmsloftið sem við drögum að okkur.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.


ER VEISLA Í VÆNDUM? TILVALIÐ FYRIR VEISLUNA, ÁRSHÁTÍÐINA, RÁÐSTEFNUR OG FLEIRA GLÆSILEGIR SALIR, FRÁBÆR AÐSTAÐA OG FJÖLBREYTTIR MATSEÐLAR

www.keahotels.is H ó t e l Ke a | Ha f n arstræt i 87 - 89 | Sími 460 2000 | kea@keahotels.is



ÚTSALA Á HÖRKU PLANKA HARÐPARKETI VERÐ FRÁ 1.490 kr. m²

Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is


14 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 27. ágúst 2016

Ástfangnar af Justin Bieber Ör hjartsláttur. Gæsahúð. Vonbrigði. Gleðihrollur. Að vera ástfangin af Justin Bieber er ekki svo ólíkt því að vera ástfangin af öðrum. Fréttatíminn ræddi við nokkrar stelpur sem telja stærstu stund lífs síns vera í aðsigi. Þegar poppstjarnan, sem þær elska, kemur fram á Íslandi. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Líður eins og í fjarsambandi Ella María Georgsdóttir er 15 ára og keypti sér miða á báða tónleika Justin Bieber fyrir fermingarpeningana sína. Hún segir það erfiðasta við að elska Bieber vera að lesa ljótar athugasemdir um hann á netinu. „Stóra frænka mín sagði mér fyrst frá Justin Bieber. Hún sagði að hann væri asnalegur og syngi eins og stelpa. Í byrjun þorði ég ekki að viðurkenna hvað mér fannst hann flottur og hlustaði bara á hann í leyni. Pabbi minn var heldur ekkert mikið fyrir hann, þannig að þegar ég stalst í tölvuna hans til að hlusta á hann á netinu, þá notaði ég bara heyrnartól.“ Myndirðu segja að þú værir skotin í honum? „Að sjálfsögðu. Ég er búin að vera það í svona fjögur eða fimm ár.“ Hvernig er að vera skotin í honum? „Mér líður svo vel þegar ég heyri lögin hans. Þegar mér líður illa og þarf að gráta, þá get ég notað lögin hans til að koma mér til að gráta. Ég get líka látið mér líða betur með því að hlusta á þau. Og þegar mér líður vel, þá get ég notað lögin hans til að líða ennþá betur. Stundum hugsa ég til hans þegar ég þarf að gera eitthvað sem mér finnst erfitt. Eins og þegar ég er í íþróttum, og ég er sko ekki mikil íþróttamanneskja, þá segi ég við sjálfa mig að ef ég klára bara þessa æfingu, þá eigi ég pottþétt eftir að hitta hann einhverntíma. Og það virkar! Mér finnst samt erfitt að vera ástfangin af honum af því að ég hef aldrei hitt hann. Ég veit að hann elskar mig ekki til baka en mér líður samt eins og við séum í fjarsambandi.“ Eitt af því sem Ellu Maríu finnst erfitt við að vera skotin í Bieber, er að lesa allar ljótu athugasemdirnar sem skrifaðar eru um hann á netinu. „Ég kynni mig oftast sem Ellu Maríu Bieber þegar ég hitti fólk, og þá fæ ég alltaf einhver neikvæð komment, um að hann reyki gras eða sé alltaf að lenda í slagsmálum eða eitthvað álíka. Ég þoli það ekki.” Er það þá ekki satt? „Jú, en það þarf ekki alltaf að einblína á það neikvæða. Hann hefur

Ella María Georgsdóttir segist hafa upplifað raunverulega hamingju og hundrað prósent ást þegar Justin Bieber setti myndbönd af sér syngja, án undirleiks, á Instagram. Mynd | Rut

alltaf verið viðkvæm og góð manneskja. Hann hefur sett fáránlega mikla peninga í góð málefni og ég held að hann sé að reyna sitt besta. En hatararnir eru svo leiðinlegir við hann og eru sífellt að dæma hann. Öllum myndi líða illa við að fá svona athugasemdir og það gerir allt svo margfalt verra. Það hefur komið honum í þennan félagsskap og þetta rugl.” Hefur hann reynt að taka sig á? „Já, ég held að það en það hefur bara ekki gengið alveg nógu vel. Ég trúi því að hann sé að reyna.“ Hvernig hugsarðu til hans? „Ég get eiginlega ekki lýst því. Þetta er allt mjög eðlilegt hjá mér, en mér finnst samt mjög óraunverulegt að hann sé til í alvöru. Mér finnst stundum eins og hann sé bara til í hausnum á mér. Ég fæ

gæsahúð þegar ég sé myndir af honum. Sama þegar hann syngur. Einu sinni póstaði hann vídeóum á Instagram, af sér að syngja með enga tónlist undir, og ég bara missti mig. Mér leið svo óendanlega vel, allar áhyggjur hurfu. Ég upplifði raunverulega hamingju. Og 100% ást.“ Hvernig á þér eftir að líða þegar þú færð loks að sjá hann? „Ég er svo stressuð fyrir þessa tónleika, ég byrja að titra við tilhugsunina. Ég er svo hrædd um að lenda einhvers staðar aftast og sjá ekkert, eða að miðinn minn rifni áður en ég kemst inn. Eða bara að eitthvað klikki. Ég er svo hrædd um að ég fái ekki að sjá hann. Ég er samt komin með leyfi frá skólanum báða dagana, til þess að geta mætt snemma. Ég samdi við mömmu

„Ég veit að hann elskar mig ekki til baka en mér líður samt eins og við séum í fjarsambandi.“ þegar við keyptum miðana, um að ég fengi frí úr skólanum báða dagana sem tónleikarnir eru.“ Aðspurð um hvernig hún varð sér út um miða, segir Ella María: „Ég keypti þá sjálf fyrir fermingarpeningana mína. Fyrst áttu bara að vera einir tónleikar og foreldrar mínir leyfðu mér að kaupa einn miða. En svo komu aukatónleikarnir og ég gat ekki sleppt þeim. Mamma

og pabbi vita að þetta er það eina sem ég vil þannig að þau leyfðu mér að kaupa annan. Þetta hefur verið draumur minn í svo mörg ár. Ég veit ekki hversu mörg bréf ég hef skrifað til hans, og sjónvarpskonunnar Ellen DeGeneres, og fleiri í gegnum tíðina, til að biðja um að hann héldi tónleika á Íslandi.“ Hefurðu elskað einhvern annan svona mikið? „Já, íslenska söngvarann Jón Jónsson. Ég elska hann jafn mikið og Justin Bieber. Ég gleymi því ekki þegar ég sá hann fyrst í sjónvarpinu. Ég elska sem sagt tvo.“ Heldurðu að þeir beri tilfinningar til þín? „Nei, það truflar mig ekki að þeir séu ekki skotnir í mér. Ég elska þá bara óendanlega mikið. Mér finnst alveg nóg að fá lögin þeirra.“


TAKMARKALAUS AKSTURSGLEÐI ER STAÐALBÚNAÐUR

MAZDA2 FRÁ 2.290.000 KR. SKYACTIV Technology

Mazda2 er einn sá allra glæsilegasti í sínum flokki. Sportlegt útlit og spennandi aksturseiginleikar spila þar stórt hlutverk. Mazda2 er meðal annars fáanlegur með 7“ snertiskjá, margmiðlunarkerfi með GPS vegaleiðsögn, nálægðarskynjurum, Bluetooth, 16“ álfelgum og leðursætum. Þú getur jafnframt fengið Mazda2 með ýmsum öryggisbúnaði líkt og veglínuskynjara, LED aðalljósum með sjálfvirkri hæðarstýringu og snjallhemlunarkerfi sem varar ökumann við ef stefnir í árekstur og grípur inn í ef þörf krefur. Byltingarkennd SkyActiv tæknin sem sameinar mikinn vélarkraft, lága eyðslu og takmarkalausa akstursgleði er alltaf staðalbúnaður í Mazda.

Komdu og reynsluaktu Mazda2 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.

Mazda2_akstursgleði_5x38_20160812_END.indd 1

12.8.2016 10:22:13


16 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 27. ágúst 2016

Á eftir að fara að gráta Birna Rún Kolbeinsdóttir er 17 ára. Þegar hún varð fyrst skotin í Justin Bieber hélt hún að þau væru sálufélagar og ættu eftir að giftast. Ást hennar á Bieber hefur breyst og þroskast. Hvaða tilfinningar berðu til Justin Bieber? „Mér finnst hann mjög flottur gæi. Bara frábær gaur. Ég hef verið skotin í honum síðan ég var 11 ára.“ Myndirðu seg ja að þú værir ástfangin af honum? „Já, ég myndi segja það.“ Hvernig er að vera skotin í manneskju sem þú hefur ekki hitt? „Ég hugsa mjög mikið um hann og þegar ég var yngri hélt ég í alvöru að hann myndi giftast mér. Ég eyddi öllum peningunum mínum í að kaupa plaköt, boli, spil og tímarit með myndum af honum. Ef ég sá hann í einhverju blaði, gat ég verið mjög lengi að safna mér fyrir því. Ég þakti alla veggi í herberginu heima hjá mér með myndum af honum. Ég tók þær reyndar niður

þegar ég byrjaði í 8. bekk.“ Voru þetta raunverulegar tilfinningar? „Já, ég hélt innilega að við værum sálufélagar og að við myndum giftast hvort öðru. Mér fannst við hafa alveg sérstaka tengingu. Allt sem hann sagði í viðtölum lét mér líða þannig. Til dæmis var uppáhaldsmaturinn hans var spagettí og pítsa og það var líka uppáhaldsmaturinn minn á þeim tíma. Hann var svo einlægur og góður. Ég hugsaði að þetta gæti ekki verið tilviljun. That should be me var uppáhaldslagið mitt og ég fór alltaf að gráta yfir því. Hann var ekki búinn að gera myndband við það og ég ímyndaði mér alltaf að ég myndi leika í því. Hann var þá að syngja um stelpu sem hann langaði til að vera með en hún var með einhverjum öðrum.“ Fór það í taugarnar á þér að aðrar stelpur væru skotnar í honum? „Já, en ég hugsaði að þær ættu ekkert í mig, mér fannst ég elska hann miklu meira og ég þyrfti ekki einu sinni að sýna það. Ég upplifði

raunverulega tengingu.“ Hvenær stóð þetta sem hæst? „Svona í sjöunda bekk. Þá bað ég vinkonur mínar oft að koma heim til mín að klippa út myndir af Justin Bieber.“ Hefur ást þín til hans þróast? „Já, ég er ekki heltekin lengur. En mér finnst hann ennþá mjög sætur og skemmtilegur og búa til góða tónlist. Ég efast til dæmis um að ég eigi eftir að giftast honum. Ég er ekki lengur með hann upp um alla veggi og ég eyði ekki lengur öllum peningunum mínum í hann. En ég er auðvitað einlægur aðdáandi. Ég held mest uppá One time og languppáhalds lagið mitt er Favorite girl. Eða Pick me.“ Verður maður aldrei of gamall til að hlusta á hann? „Nei, hann er ennþá í takt við tímann og kemur með nýja góða tónlist. Ég er alltaf mjög spennt að heyra nýjustu lögin hans.“ Hvernig verður að hitta hann? „Ég veit það ekki, ég bara veit ekki hvað ég mun gera. Ég á örugglega eftir að fara að gráta.“

Birnu Rún Kolbeinsdóttur fannst hún eiga alveg sérstaka tengingu við Justin Bieber og sá fyrir sér að hún myndi leika í myndbandi við uppáhalds lagið sitt með honum.

Höfum bæði lært af mistökum

20-70%

AFSLÁTTUR Ruggustóll Dawood Púðar Yankee Candle Handklæði Ruggustólar

Sængurver Rúmteppi Sængurver Hvíldarstólar Gjafavara

Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504

Anna Schalk, 16 ára, hefur borið sterkar tilfinningar til Justin Bieber frá því hún var barn. Hún segir þau bæði hafa þroskast undanfarið. Hvaða tilfinningar berðu til Justin Bieber? „Hann var einn af fyrstu skotunum mínum svo ég ber mjög sterkar tilfinningar til hans. Ást og væntumþykju. Og þakklæti. Hann er fallegasti maður sem uppi hefur verið, hann syngur eins og engill og er með risastórt hjarta.“ Ertu ástfangin af honum? „Ég myndi allavega mjög gjarnan vilja kynnast honum, þó ég viti helling um hann. Þetta er einskonar ást. Ekki alveg platónsk en samt að einhverju leyti. Mjög einlæg.“ Hugsarðu oft til hans? „Ég hugsa oft um hvað hann sé að gera þá og þá stundina og með hverjum. Ég hugsa um hvernig ég var þegar ég byrjaði að hlusta á hann og fylgjast með honum og hvernig ég hef breyst og hvernig tónlistin hans hefur breyst og hvernig við höfum þroskast.“ Hvernig hafið þið þroskast? „Við höfum bæði fengið okkar eigin stíl og öðlast rökhugsun, orðið kynþroska, orðið ástfangin, sem hann talar mikið um í lögunum sínum sem ég tengdi mikið við þegar ég gekk í gegnum það sama og hann. Og hvernig við höfum gert mistök og lært af þeim.“

Justin Bieber var fyrsta ástin í lífi Önnu Schalk og hún ber enn sterkar tilfinningar til hans.


Ertu búinn að prófa

Kaffi Port

á nýja staðnum

?

TROÐIÐ AF SPENNANDI KOMPUDÓTI, ÖLLU MÖGULEGU OG ÓMÖGULEGU OG GIRNILEGUM MAT

Kolaportið er umkringt af bílastæðahúsum: • VESTURGATA

Mjóstræti

• KOLAPORTIÐ

Kalkofnsvegur 1 • RÁÐHÚSIÐ

Tjarnargata 11 • TRAÐARKOT

Hverfisgata 20

Komdu og upplifðu þessa einstöku Kolaports stemningu!

Verið alltaf velkomin í Kolaportið!

OPIÐ ALLA LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA FRÁ KL. 11–17


18 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 27 . ágúst 2016

„Við áttum engan pening, vorum alveg búnir á því og vöknuðum á hverjum degi í hálfgerðu hjartaáfalli.“

Íslendingurinn sem byggt hefur upp 27 milljarða, alþjóðlegt bókafyrirtæki Jón Hauksson þekkja sjálf­ sagt ekki margir hér á landi en hann er einn af stofn­ endum alþjóðlega hljóð­ bókafyrirtækisins Storytel sem vaxið hefur hratt á liðnum árum. Story­tel var byggt upp frá grunni af Jóni og viðskiptafélaga hans og byrjaði tæknileg þróun þess í kjallara Jóns í Lundi í Svíþjóð á meðan hann var í fæðingarorlofi. Saga fyrir­ tækisins er langt í frá þrauta­ laus og varð það næstum því gjaldþrota eftir hrunið 2008. Íslenskt fyrirtæki Stef­ áns Hjörleifssonar hyggst opna sams konar þjónustu á Íslandi á ­næstunni. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

„Ég byrjaði að vinna að þessu í kjallaranum mínum í Lundi þegar ég var í feðraorlofi,“ segir Jón Hauksson, eigandi og annar af stofnendum sænska hljóðbóka­f yrirtækisins Storytel sem orðið er alþjóðlegt stórfyrirtæki með um 200 starfsmönnum og 300 þúsund notendum. „Við byrjuðum bara tveir; ég sá um tæknilegu hliðina og Jonas [Tellander] sá um viðskiptalegu hliðina.“ Umræddur vinur hans, Jonas Tellander, er forstjóri Storytel og stærsti hluthafi þess með um 12 prósenta hlut. Jón á sjálfur um 6,6 prósent af hlutabréfum félagsins og er þriðji stærsti hluthafi þess. Nærri 27 milljarða virði Storytel er fyrirtæki sem selur fólki aðgang að hljóðbókum í appi. Viðskiptavinurinn borgar ákveðið mánaðargjald fyrir áskriftina – í Svíþjóð kostar áskrift 169 sænskar krónur eða tæplega 2400 íslenskar – og getur hann síðan streymt og hlustað á eins mikið af hljóðbókum Storytel og hann vill. Í gegnum appið er hægt að hlusta á f leiri þúsundir titla af alls kyns gerðum, allt frá sjálfshjálparog barnabókum til þekktustu verka þýska heimspekingsins Immanuels Kants. Fyrirtækið er með starfsemi í sex löndum: ­Svíþjóð,

­Danmörku, Noregi, Finnlandi, Póllandi og Hollandi. Munurinn á þjónustu Storytel og fyrirtækjum eins og hinu bandaríska Audible er að notkunin á Storytel er ótak­mörkuð fyrir áskrifendur þjónustunnar. „Við erum fyrsta fyrirtækið í heiminum sem býður upp á streymiþjónustu á hljóðbókum,“ segir Jón sem hefur búið í Svíþjóð frá árinu 1979 þegar hann var níu ára gamall. Storytel er skráð á hlutabréfamarkað í Svíþjóð sem heitir Aktietorget og er bókfært markaðsverðmæti hlutabréfa fyrirtækisins nærri tveir milljarðar sænskra króna, nærri 27 milljarðar íslenskra króna. Hlutabréfaverð fyrirtækisins hefur hækkað stöðugt á síðustu árum, meðal annars um 5 prósent á nokkrum klukkutímum á mánudagsmorgun þegar jákvæðar niðurstöður um rekstur félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2016 voru gerðar opinberar. Í ár hafa hlutabréf fyrirtækisins hækkað um 100 prósent. Kaup á sænskri menningarstofnun Í sumar hefur verið mikil umfjöllun um Storytel í sænskum fjölmiðlum, og einnig miðlum í öðrum löndum, eftir að fyrirtækið keypti eitt stærsta, elsta og virtasta bóka­forlag Svíþjóðar, Norstedts, fyrir um 150 milljónir sænskra króna, rúmlega tvo milljarða íslenskra króna. Norstedts var stofnað á nítjándu öld, árið 1823, og eru höfuðstöðvar þess í þekktri, gamalli byggingu í miðbæ Stokkhólms; Storytel er hins vegar einungis rúmlega 10 ára gamalt hljóðbókarfyrirtæki sem hefur vaxið hratt. Viðskiptin eru því merkileg og sæta tíðindum í þessu ljósi. Með kaupunum á Norstedts getur Storytel gert alla titla bókaforlagsins aðgengilega á hljóðbókaformi í gegnum app fyrirtækisins. Með-

al höfunda Norstedts er til dæmis David Lagercrantz sem skrifaði síðustu Millenium bókina með sögupersónum Stieg Larssons, Astrid Lindgren – í gegnum dótturfélag Norstedts – og P.O. Enquist sem er einn þekktasti fagurbókmenntahöfundur Svíþjóðar. Norstedts gefur einnig út bækur Arnaldar Indriðasonar í Svíþjóð. Stóðu frammi fyrir gjaldþroti Jón segir að stofnun og vinnan við Storytel hafi verið mikið hark fyrir þá Jonas Tellander framan af. Á fyrstu árum Storytel stóð fyrirtækið frammi fyrir gjaldþroti vegna peningaleysis. Jón segir að eftir efnahagshrunið árið 2008 hafi þeir verið að því komnir að hætta starfseminni. „Árið 2008 vorum við bara með 2000 áskrifendur. Við ætluðum að auka við hlutafé félagsins og leituðum til fjárfesta víða um Evrópu. En það gekk ekki neitt og svo kom efnahagshrunið. Það var allt að fara á hausinn, við vorum mjög nálægt gjaldþroti. Svo bauðst okkur að fara í sjónvarpsþáttinn Draknästet – það var ­síðasta Jón Hauksson og vinur hans, Jonas Tellander, voru til að byrja með einu starfsmenn Storytel. Í dag starfa 200 manns hjá fyrirtækinu og áskrifendurnir eru um 300 þúsund.

„Við erum fyrsta fyrir­ tækið í heiminum sem býður upp á streymi­ þjónustu á hljóðbókum.“


ykjavík e R í r Laugarna

fyrir alla fjölsky lduna

Vegna mikillar aðsóknar í sumar lengjum við opnunartíma í Árbæjar- og Vesturbæjarlaug í ágúst Sunnudaginn 14. ágúst Sunnudaginn 21. ágúst Laugardaginn 27. ágúst Sunnudaginn 28. ágúst

kl. 09:00 – 22:00 kl. 09:00 – 22:00 kl. 09:00 – 22:00 kl. 09:00 – 22:00

í þí nu hv erfi

Fr á m or gn i t il kvölds

Allir afgreiðslutímar á www.itr.is.

Sími: 411 5000

• www.itr.is


20 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 27. ágúst 2016

hálmstráið – og við fengum eina milljón sænskra króna fyrir tíu pró­ sent af fyrirtækinu. Það bjargaði okkur. Þá vorum við þrír eftir hjá fyrirtækinu því við vorum búnir að segja svo mörgum upp. Við áttum engan pening, vorum alveg búnir á því og vöknuðum á hverjum degi í hálfgerðu hjartaáfalli. Þannig að þetta var alveg ógeðslega erfitt í svona fimm ár. En þetta er líka búið að vera hrikalega skemmtilegt.“ Þátturinn Draknästet, Dreka­ hreiðrið, gengur út á það að ­frumkvöðlar, og aðrir sem eru með viðskiptahugmyndir, geta kynnt þær fyrir fjárfestum sem kallað­ ir eru Drekarnir. Í tilfelli Storytel ákvað einn fjárfestirinn, Rickard Båge, að setja eina milljón sænskra króna inn í fyrirtækið. Sú fjárfesting hefur nú borgað sig margfalt fyr­ ir hann. Eins ótrúlega og það kann að hljóma í dag, þegar fyrirtækið er metið á nærri 27 milljarða króna, þá gerði þessi lága upphæð – ein millj­ ón sænskra króna eða um 14 millj­ ónir íslenskra króna – gæfumuninn fyrir Storytel á þessum tíma og hélt fyrirtækinu starfandi, segir Jón. Svo breyttist allt hjá fyrirtækinu árið 2010, með til­ komu snjallsím­ anna og auk­ inni notkun á þeim. „Þetta gekk mjög hægt hjá o k k­ ur í svona

fimm ár, frá 2005 til 2010 – árið 2010 voru notendur þjónustunnar um tíu þúsund. Fólk var ekkert að fatta hvaða öpp voru og mörgum fannst erfitt að eiga ekki b ­ ókina heldur hafa ­aðeins réttinn til að hlusta á hana. Svo breyttist þetta mikið með ­tilkomu snjallsímanna.“ Síðan þá hefur Storytel skilað hagn­ aði á hverju ári, að sögn Jóhanns, og notendurnir hafa farið frá tíu þús­ und í einu landi og upp í 300 þús­ und í sex löndum. Lætur semja bækur fyrir formið Eitt af því sem Storytel er byrj­ að að gera er að fá höfunda til að semja bækur beint fyrir hljóðbóka­ formið. Slíkar bækur bætast þá við hefðbundnar bækur sem lesnar eru upp. Jóhann segir að þetta sé svip­ uð hugmynd og hjá sjónvarpsfyr­ irtækinu Netflix, streymifyrirtæki sem einnig framleiðir eigið sjón­ varpsefni, eins og til dæmis House of Cards. „Þetta eru bækur sem eru sérskrifaðar fyrir hljóðbóka­ formið. Við erum með ágætlega þekkta höfunda sem eru að gera þetta ­f yrir okkur.“ Jóhann segir að hljóðbækurn­ ar lúti öðrum lögmálum en hefð­ bundnar skrifaðar bókmenntir og að meira sé gert af því að reyna að halda lesandanum við efnið með því að vera með svokallaða „cliff­ hangers“ í textanum – að búa til spennu í lok hvers kafla eða bók­ arhluta þannig að lesandinn eða hlustandinn spyrji sig að því hvað gerist næst og haldi áfram að hlusta. Slíkir „cliffhangerar“ eru þekktir úr spennusögum og sjónvarpsþáttum þar sem fólk er skilið eftir í lausu lofti við Stefán Hjörleifsson kafla- eða mun á næstunni bjóða ­þáttarlok. upp á sams konar þjónustu og Storytel á Íslandi.

­Uppgangur hljóðbókarfyrirtækja eins og Storytel getur því átt sinn þátt í því að búa til og þróa nýtt bók­ menntaform – hljóðbókina – sem sérstaka bókmenntategund sem lýt­ ur eigin lögmálum. Innkoma fyrir­ tækisins á bókmenntamarkaðinn getur því ekki bara breytt því hvern­ ig fólk notar bækur og texta heldur líka hvernig bækur eru skrifaðar þó auðvitað sé aðeins um viðbót við bókaformið hefðbundna að ræða. Vöxtur Storytel hefur ekki far­ ið framhjá sænska bókaútgáfu­ fyrirtækinu Bonniers sem er eitt það stærsta og virtasta í Svíþjóð. Bonniers hefur opnað sams konar streymiþjónustu og Storytel sem kallast Bookbeat. Sem dæmi um samkeppni fyrirtækjanna í Sví­ þjóð þá bjóða bæði fyrirtækin nú ókeypis notkun í tvær vikur fyrir nýja áskrifendur auk þess sem Book­ beat auglýsir grimmt á opinberum v ­ ettvangi. Hvað svo hjá Storytel? En hversu mikið hyggst Storytel vaxa? Til hvaða landa ætlar fyrir­ tækið að fara næst? Jóhann segir að Storytel verji miklum tíma og orku í að skoða nýja markaði. Getur fyrirtækið til dæmis farið til Bandaríkjanna og farið í samkeppni við stærsta hljóðbókafyrirtæki Bandaríkj­ anna, ­Audible, sem er í eigu netris­ ans Amazon? „Það getur vel verið en ég má ekki segja of mikið því fyrirtækið er skráð á markað. Við ­k íkjum að minnsta kosti eftir því. Við gerum ítarlegar greiningar áður en við förum til nýrra landa, hvaða samkeppnisaðilar eru til staðar og svo framvegis. Maður hugsar sig tvisvar um áður en maður fer inn á markað þar sem Amazon er og fer að ráðast á þá.“ Þegar Jóhann er spurður að því

hvort hægt sé að fara með Story­ tel til nánast hvaða lands sem er í Evrópu og jafnvel í hinum vestræna heimi þá segir Jóhann að svo virðist vera. „Þetta virkar alls staðar. Þeir sem nota þetta mest eru fólk sem er að labba mikið, fer í göngutúra, fólk sem er mikið í æfingum og í rækt­ inni, margir hlusta á þetta í bílnum sínum og svo er þetta vinsælt hjá fólki sem vinnur störf þar sem það þarf kannski ekki hugsa svo mikið,“ segir Jóhann. Notendahópurinn hjá Storytel er hins vegar mest konur sem eru 35 ára og eldri. „Það eru 75 prósent konur sem nota þjónustuna. Þetta er samt alltaf að verða vin­ sælla hjá karlmönnum.“ Aðspurður segir Jóhann að vissu­ lega hafi hann velt því fyrir sér að skoða möguleikann á því að opna Storytel á Íslandi. Ekkert slíkt hljóðabókafyrirtæki – fyrirtæki sem býður upp á hljóðbækur með streymiþjónustu í gegnum áskrift – er starfandi á Íslandi. „Af því ég er Íslendingur þá höfum við verið að pæla að opna á Íslandi en þetta er ekki stór markaður. Ísland gæti hins vegar verið góður prufumarkaður.“ Opnar streymiþjónustu á Íslandi Þó Storytel hafi ekki tekið ákvörðun um að opna á Íslandi þá vinnur Stef­ án Hjörleifsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Skynjunar, sem gef­ ið hefur út hljóð- og rafbækur um nokkurra ára bil, að því opna sam­ bærilegt fyrirtæki sem streymir hljóðbókum. „Við erum að horfa til Storytel,“ segir Stefán sem býst við að opna fyrir þjónustuna seint á þessu ári eða í byrjun þess næsta. „Þetta er búið að vera á teikni­ borðinu lengi. Þetta tekur langan tíma og er eitt það tímafrekasta í þessu að ná samningum við rétt­ hafa, útgefendur og höfunda, um að fá leyfi til að lesa inn bækurnar

Maður hugsar sig tvisvar um áður en maður fer inn á markað þar sem Amazon er og fer að ráðast á þá.

þeirra. En það gengur ágætlega. Tæknihliðin er kannski minnsta málið í þessu. Svo þurfum við að ná okkur upp ákveðnum massa af áskrifendum. Við verðum að vera vissir um það að hafa svona tíu til fimmtán þúsund áskrifendur. Ég er hins vegar alveg viss um að þetta gengur.“ Stefán segir að ástæðan fyrir þeirri vissu sinni sé sú að það sé svo mikil sprenging í notkun á hljóðbók­ um í heiminum. „Þetta er í rauninni það eina sem gleður útgáfubrans­ ann þessi ár. Storytel er til dæmis alveg ótrúlegt ævintýri. Þetta tek­ ur hins vegar alveg ótrúlega langan tíma. Ég meina: Storytel byrjaði árið 2005 og það er fyrst núna sem þetta er að springa út,“ segir Stefán. Sem dæmi um þessa sprengingu má nefna að áskrifendur Storytel hlust­ uðu á tvær milljónir hljóðbóka í gegnum app fyrirtækisins árið 2014 en 3.5 milljónir í fyrra. Hann segir að hann muni bjóða upp á þjónustuna í gegnum sérstakt app sem hann muni láta gera. Nú þegar hafi hann aðgang að nokk­ uð hundruð hljóðbókatitlum sem Skynjun býður upp á. „Ég er búinn að láta lesa inn nokkur hundruð titla. Það er alveg mögulegt að það náist að opna þetta á þessu ári. En ég vil helst vera tilbúinn með upp­ lestra á bókum allra helstu höfunda þjóðarinnar áður en ég opna þetta.

ENNEMM / SÍA / NM69402

Enn meira rafmagn í umferð í sumar

Fylltu á rafbílinn með Orku náttúrunnar Orka náttúrunnar hefur opnað tvær hraðhleðslustöðvar á Akureyri. Stöðvarnar eru orðnar 13 talsins og er meðal annars að finna á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á Selfossi og í Reykjanesbæ. Straumurinn liggur svo sannarlega í vistvænni ferðamáta og ON er stolt af því að leggja sitt af mörkum í þessu hljóðláta samgönguátaki. ON selur hreina og endurnýjanlega íslenska orku til heimila og fyrirtækja um allt land og nú ganga sífellt fleiri rafbílar fyrir orku náttúrunnar.

ORKA NÁTTÚRUNNAR · Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is

Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn um allt land og sér höfuðborgarbúum fyrir heitu vatni. Við nýtum auðlindir af ábyrgð til að bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð.


30-50

% afsláttur

Snyrtivöruútsala Vinsælar snyrtivörur á frábæru verði og við sendum frítt heim, samdægurs!

-50

-50

-50

-50

Retractable Bronzer bursti

Masterline 10in1 hársprey

2.190 kr. 1.095 kr.

L´Oreal Miss Manga maskari

2.790 kr. 1.395 kr.

Masterline Color sjampó

-50

-50

-50

-30

L'Oréal Infallible Mega gloss

Essie vor 16 naglalökk

1.990 kr. 995 kr.

Maybelline Cover Stick hyljari

1.590 kr. 795 kr.

SensatioNail startpakki

-50

-50

-50

-50

SuperStay Skin púðurfarði

Maybelline naglalakk

L'Oréal Lumi Magique hyljari

Maybelline Color Elixir gloss

3.790 kr. 1.895 kr.

1.990 kr. 995 kr.

2.490 kr. 1.245 kr.

1.490 kr. 745 kr.

2.990 kr. 1.495 kr.

2.190 kr. 1.095 kr.

18.990 kr. 13.290 kr.

2.150 kr. 1.075 kr.

Stærsta íslenska vefverslunin Frí heimsending ef verslað er fyrir 4.000 eða meira Afhendum samdægurs á höfuðborgarsvæðinu! Gildir á meðan birgðir endast.

www.heimkaup.is | Smáratorgi 3 | 201 Kóp. | S: 550-2700


22 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 27. ágúst 2016

HREYFING Á AÐ VERA SKEMMTILEG!

ÓKEYPIS KYNNINGARTÍMI

15%

FÁÐU ÞÉR

AFSLÁTTUR Í ÁGÚST

ÁRSKORT! 5 PARTÝ + 3 JÓGATÍMAR Á VIKU 200 ZUMBA PARTÝ + 100 JÓGA TÍMAR

DANS & J ÓGA

Nóttin

ER AÐ KOMA

DANS & JÓGA · VALSHEIMILIÐ HLÍÐARENDA · WWW.DANSOGJOGA.IS

Ár eftir ár vekur koma næturmyrkursins hér á Íslandi hjá manni furðu. Það er líklega til merkis um það hve íslenska sumarið, með alla sína birtu er magnað, að við skulum nánast gleyma myrkrinu yfir hásumarið. Guðni Tómasson gudni@frettatimann.is

VIÐ GEFUM HJÓL! AÐ VERÐMÆTI 114.900 KR

FACEBOOK.COM/KISSFMICELAND

Heimili & hönnun Allt um eldhús, bað & blöndunartæki Þann 3. september

auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300

Birtan á Íslandi er öfgakennd. Það gerir hnattstaðan og afstaða og hreyfing sólar og tungls, sem virðast alltaf á snúningi í kringum okkur, þrátt fyrir það sem við vitum nú um gang himintunglanna. Nóttin tekur auðvitað alltaf við af deginum en eftir langt íslenskt sumar er samt eins og hún komi aftur, stimpli sig inn. Nóttin læðist Á Íslandi lengist nóttin um 7-8 mínútur á hverjum sólarhring um þetta leyti árs og dagurinn styttist auðvitað á móti. Breyting þessi er nokkuð stöðug fram í nóvember en þá hægir á henni og hún er afar hæg í mánuð eða svo í kringum vetrarsólstöður. Myrkrið kom til sögunnar í Reykjavík í síðari hluta júlí en svokallað dagsetur, þegar nóttin verður samkvæmt skilgreiningu aldimm, kemur ekki til sögunnar fyrr en í fyrstu viku september. Það má því með sanni segja að nóttin sé að læðast yfir okkur þessa dagana. Dagurinn hefur þó enn vinninginn hvað lengd varðar því að haustjafndægur verða ekki fyrr en 22. september. Þá verða nótt og dagur jafnlöng á jörðinni og þá er stundum sagt að haustið hefjist formlega á norðurhveli en vorið á suðurhveli. Aðeins á jafndægrum á vori og hausti rís sólin nákvæmlega í austri og sest nákvæmlega í vestri. Andstæður dags og nætur Nóttin hefur lengi heillað manninn en líka ógnað tilveru hans. Öll menningarsamfélög hafa reynt að koma sér upp kerfum til að reyna að skilja gang himintunglanna. Vísindamenn og kenningasmiðir trúarbragðanna hafa reynt að koma böndum á nóttina með því að skilja hana og skilgreina, enda gerir nóttin okkur agnarsmá. Aðdáun okkar og óvissa um nóttina er því gríðarlega mannleg forvitni og óvissan um hana situr djúpt í mannlegu eðli. Í okkur sitja líka ýmsar menningarlegar tengingar um nóttina,

Næturvaktin eftir Rembrandt er eitt mesta meistaraverk hollenska málarans, pólitísk pöntun frá árinu 1642. 34 manneskjur málverksins eru nærri í fullri stærð. Varðmennirnir vernduðu íbúa Amsterdam frá hættum næturinnar: Ribböldum, uppþotum og eldi.

Við vitum ekki hvað býr í nóttinni en ef við njótum skjóls frá óvissunni sem nóttin ber með sér, kemur hún með sína jákvæðu eiginleika inn í líf okkar. Þá er hún tími hvíldar, vináttu, ástar og hlýju.

Nokkur hugtök um nóttina: Dagsetur heitir það þegar sólmiðjan er 18° undir sjóndeildarhring á niðurleið, en dögun þegar hún er jafnlangt undir sjónhring á uppleið. Þegar dagsetri er náð er himininn orðinn aldimmur. ­Dagsetri verður fyrst náð í ­Reykjavík eftir sumarið í fyrstu viku ­september. Myrkur er skilgreint þegar sólmiðjan er 6° undir sjóndeildarhring en talað um birtingu þegar hún er jafnlangt undir sjónhring á uppleið. Sólarlag er miðað við að efri rönd sólar sýnist vera við sjóndeildarhring og sama á við um sólris. Byggt á Almannaki Háskóla Íslands en í því og á Vísindavef skólans má finna ýmsan fróðleik um gang himintunglanna.


TAX FREE

24. – 31. ágúst AF öllum vörum GLÆSILEGT ÚRVAL Á PIER.IS S m á r a t o r g i 5 2 2 7 8 6 0 • K o r p u t o r g i 5 2 2 7 8 7 0 • G l e r á r t o r g i 5 2 2 7 8 80


24 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 27. ágúst 2016

eins konar uppsöfnuð skilaboð aldanna um það hvaða hættur geta leynst í henni. Líklega er hér um varnarviðbrögð að ræða sem liggja djúpt í fortíð mannsins því að í nóttinni býr það óséða og allt það sem við erum berskjölduð gegn. Rándýr, stigamenn og annað það sem getur meitt og hrætt okkur fer, samkvæmt hefðinni, um í skjóli nætur. Öll menningarsamfélög hafa því búið sér til sögur um hættur næturinnar, ástæðan er fyrst og fremst lífsbaráttan. Þetta byggist á því hvernig við hugsum um ljós og skugga sem algjörar andstæður. Ljósið veitir okkur hlýju og næringu en skugganum fylgir kuldi. Nóttin er þannig tími undirferlis, fávisku og svika á meðan dagurinn er tími sann-

Þegar jarðskjálfti sló út rafmagnið af Los Angeles borg árið 1994 hringdu nokkuð skelkaðir íbúar sérstaklega í Griffith stjörnuskoðunar-miðstöðina í útjaðri borgarinnar til að spyrja um af hverju himininn væri svona skrítinn. Þar skinu stjörnurnar eins og venjulega, nema nú sást í þær.

leika, þekkingar og upplýsingar. Þetta endurspegla bæði heimspeki og trúarbrögð heimsins sem snúast svo oft um að leiða okkur úr skugganum og inn í ljósið. Á meðan hafa kukl og galdrar tilheyrt nóttinni, rétt eins og verur handanheima. Nyx hét gríska gyðjan sem var persónugerving næturinnar. Hún var dóttir óreiðunnar (Chaos) og móðir bæði himins og jarðar. Samkvæmt goðsögunum fæðir hún einnig af sér ýmis neikvæð og jákvæð fyrirbæri. Þar á meðal má nefna eyðileggingu, dauða, örlög, sársauka, ásakanir, svik, vináttu, elli og erfiðleika. Við vitum ekki hvað býr í nóttinni en ef við njótum skjóls frá óvissunni sem nóttin ber með sér, kemur hún með sína jákvæðu

www.reykjavik.is/styrkir

Styrkir Reykjavíkurborgar Reykjavík City grants Granty Miasta Reykjavík

eiginleika inn í líf okkar. Þá er hún tími hvíldar, vináttu, ástar og hlýju. Við fjarlægjumst nóttina Í raf lýstum heimi erum við að miklu leyti komin úr tengslum við nóttina og hve myrk hún getur verið. Ljósmengun er vandamál sem við höfum búið okkur til með raflýsingu samtímans. Það var Sólkonungurinn Loðvík fjórtándi sem fyrstur fór að láta hengja upp götuluktir í París á 17. öld. Baráttan við næturmyrkrið var merkilegt tákn um alvald konungsins sem sat í hásæti í miðju síns miðstýrða ríkis. Í dag eru götuljós og lampar á vegum Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og Faxaf lóahafna hátt í 30 þúsund talsins í höfuðborginni. Kerfinu er ætlað að bægja nóttinni frá en ljósin gera það að verkum að sækja verður út fyrir bæinn til að styrkja upplifunina af næturhimninum og dýpt næturinnar. Sú er raunin víða um lönd að möguleikar fólks til að njóta næturhiminsins er orðnir heldur litlir. Stórborgir eru stjörnulausar. Talið er að 80 prósent Evrópu og Norður-Ameríku bjóði ekki upp á alvöru myrkur vegna ljósmengunar. Þegar jarðskjálfti sló út rafmagnið af Los Angeles borg árið 1994 hringdu nokkuð skelkaðir íbúar sérstaklega í Griffith stjörnuskoðunar-miðstöðina í útjaðri borgarinnar til að spyrja um af hverju himininn væri svona skrítinn. Þar skinu stjörnurnar eins og venjulega, nema nú sást í þær. Að fagna nóttinni Vegna þess hve við virðumst forrituð um hættur næturinnar getur reynst erfitt að uppfæra hugmyndir okkar um hana. Reynsla aldanna og hugmyndir um nóttina segja okkur að við eigum að forðast hana. Hins vegar má allt eins halda því fram að eftir ævintýri sumarsins komi myrkrið með kyrrð yfir Ísland. Á haustin tökum við til í lífinu, það færist aftur í fastar skorður og því fylgir ákveðin hvíld. Skammdegið fer illa í marga en það er líka nauðsynlegt að reyna að taka nóttina í sátt.

Fjórar góðar kvikmyndir um nótt

Night on Earth (1991) – Fimm kostulegir túrar með fimm leigubílum í Evrópu og Ameríku.

Nattevagten (1994) – Það er ekkert grín að vera næturvörður í dönsku líkhúsi.

Who’s Afraid Of Virginia Woolf? (1966) 4 Sígild og svarthvít. Alvöru leikrit um nótt með alvöru samtölum.

Before Sunrise (1995) – Fyrir þá rómantísku og ástföngnu jafnast ekkert á við París um nótt

Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsemi á árinu 2017. Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og Þjónustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. Styrkir eru m.a. veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka: IpODJV RJ YHOIHUèDUPiOD VNyOD RJ IUtVWXQGDPiOD tìUyWWD RJ VNXOêèVPiOD PDQQUpWWLQGDPiOD PHQQLQJDPiOD Á www.reykjavik.is/styrkir er hægt að sækja um og finna leiðbeiningar um umsóknarferli. Einnig er þar að finna reglur um styrkveitingar og nánari Upplýsingar um áherslur borgarinnar í einstökum málaflokkum. Umsóknarfrestur er til 12:00 á hádegi 3. október nk. English The city of Reykjavíkis currently accepting grant applications for the 2017 fiscal year. The goal of the grants is to strengthen and create cooperation with NGO´s businesses and individuals in constructive activities and services. In accordance with the city´s policies and priorties. Grants will be awarded for projects in the following fields: VRFLDO DQG ZHOIDUH DIIDLUV HGXFDWLRQ DQG OHLVXUH VSRUWV DQG \RXWK KXPDQ ULJKWV FXOWXUH To apply go to: www.reykjavik.is/styrkir Also available on the website is information on grant rules and regulations and information about the city´s priorities in the various area of interest. The application deadline is at 12:00 pm on October 3rd. Fyrirspurnir og óskir um nánari upplýsingar má senda á netfangið: VW\UNLU#UH\NMDYLN LV More information: VW\UNLU#UH\NMDYLN LV Wiecej informacji: VW\UNLU#UH\NMDYLN LV

Reykjavíkurborg

www.reykjavik.is

Í norrænni goðafræði er Nótt dóttir jötunsins Narfa. Hún er sögð svört og dökk, ríður hestinum Hrímfaxa og að morgni hverjum „döggvir hann jörðina með méldropum sínum.“ Sonur Náttar og ássins Dellings var Dagur sem er ljós og fagur. Dagur ríður hestinum Skinfaxa sem lýsir loft og jörð með faxi sínu. Málverkið af Nótt og Degi er eftir norska málarann Peter Nicolai Arbo.



26 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 27. ágúst 2016

GOTT UM HELGINA

ÁTTU RÖDD AÐ LJÁ OKKUR? Karlakór Reykjavíkur ætlar að bæta við sig söngmönnum nú í haust og þá fara fram raddpróf fyrir þá sem hafa áhuga á að slást í hópinn. Við prófum raddsvið og tónheyrn og finnst það kostur ef þú býrð yfir kunnáttu í tónlist og nótnalestri. Það er þó alls ekki skilyrði. Ef þú hefur áhuga á að koma í raddpróf skaltu senda okkur línu á netfangið kor@kkor.is fyrir 10. september næstkomandi og við höfum samband við þig um hæl. Frekari upplýsingar má fá í síma 856-7229. VETRARSTARFIÐ Starfsár Karlakórs Reykjavíkur einkennast af tveimur hápunktum. Annars vegar eru það aðventutónleikar í Hallgrímskirkju um miðjan desember, sem alltaf eru vel sóttir enda fastur liður í jólaundirbúningi fjölmargra landsmanna. Eftir áramót hefst undirbúningur fyrir vortónleika í Langholtskirkju sem fara fram í lok apríl. Á þeim tónleikum er uppskera vetrarstarfsins lögð fram og að þeim loknum gleðjast kórmenn og makar þeirra yfir liðnum vetri og fagna vorkomu. Til viðbótar við þessa föstu liði er starfið kryddað með með alls kyns viðburðum á vegum ýmissa aðila. Karlakór Reykjavíkur var stofnaður 1926 og hefur starfað samfleytt síðan. Kórinn býður upp á krefjandi og skemmtileg viðfangsefni í tónlist og skemmtilegt félagsstarf í góðum félagsskap. Söngferðir til útlanda eru farnar reglulega auk þess sem byggðir landsins eru heimsóttar til tónleikahalds.

Ritvélar sem spila músík Góð og „júník“ stemning á Nasa Skálmöld heldur tónleika á NASA í kvöld. Sveitin hefur ekki spilað í þessu glæsilega húsi um árabil og eftirvæntingin vitanlega mikil því Nasa er eitt skemmtilegasta tónleikahús veraldar. Hvort þetta verður í síðasta skipti sem Skálmöld hljómar í húsinu skal ósagt látið en óhætt er að lofa afskaplega góðri og „júník“ ­stemningu. Hvar? Nasa Hvenær? Í kvöld klukkan 22 Hvað kostar? 3900 kr.

Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar munu halda tónleika á Græna hattinum í kvöld. Hljómsveitin er annáluð fyrir lifandi flutning á lögum og textum Jónasar og sumir vilja meina að þau séu hvergi betri en einmitt á Græna hattinum og oftar en ekki komast færri að en vilja. Hvar? Græna hattinum, Akureyri Hvenær? Í kvöld klukkan 22 Hvað kostar? 3900 kr.

Rokkhátíð æskunnar

Glæðingamessa

frettatiminn.is

Hljómsveitin Eva vinnur nú að Glæðingamessu sem framin verður í Fríkirkjunni, í dag, laugardaginn 27. ágúst. Þar ætla þær að glæða kulnaðar sálir lífi. Hljómsveitin Eva ætlar sér að ávarpa þetta alvarlega málefni sem við þurfum að horfast í augu við sem samfélag. „Við ætlum að bjarga heiminum undan dugnaðinum og við teljum okkur vera með lausnina. Við þurfum að vera miklu latari. Þetta er svo „beisikk“. Við erum öll föst í hamstrahjólinu, við framleiðum allt of mikið, svo mikið að við erum að kaffæra jörðinni okkar, við vinnum svo mikið að við erum öll að brenna út, missa tengslin og týna okkur sjálfum. Nú þurfum við bara að hafa hugrekki til þess að stoppa hjólið. Við þurfum að slaka á og leggja okkur á daginn, gera ekkert og stefna bara að því almennt í lífinu að vera sirka 60%.“ Þó þetta fari fram í Fríkirkjunni þá er þessi samkoma þver-menningarleg og þver-trúarleg og allir hjartanlega velkomnir og ókeypis inn. Hvar? Fríkirkjan Hvenær? 27. ágúst kl. 19 Hvað kostar? Frítt

Á sunnudag mun verða haldin í fyrsta skipti Rokkhátíð æskunnar. Hátíðin verður haldin á Kex Hostel um munu margar hljómsveitir stíga sín fyrstu skref í átt að frægð og frama. Þar má nefna hljómsveitirnar Hush Hush og Meistara dauðans. Raftónlistamaðurinn Futurgrapher leyfir gestum og gangandi að læra á raftónlistar græjurnar sínar og tónlistarkonan Hildur tekur nokkur lög. Skemmtunin er á vegum Stelpna rokka og Heimilislegra sunnudaga. Salka Snæbrá Hrannarsdóttir, 13 ára, fór í annað skiptið í Rokkbúðirnar Stelpur rokka nú í sumar. Þar lærði hún rokksögu, sjálfsvörn og hvernig forréttindi okkar liggja í samfélaginu. Salka spilar á trommur í hljómsveitinni Hush Hush sem kemur fram á sunnudag ásamt Örnu, Emmu, Hertu og Völu. Hljómsveitin hefur verið starfrækt í mánuð eða alveg síðan þær kynntust í Rokkbúðunum. Þær ætla að taka lagið sitt Óskrifaðar reglur samfélagsins en megininntak textans

er ef einhver reynir að meiða mann þá er það ekki manni að kenna, það skiptir ekki máli hvar þú átt heima eða hverju þú ­klæðist. Mikilvægt er að undirbúa sig vel fyrir tónleika og hafa þær stöllur undirbúið sig með því að spila síendurtekið þemalag frægustu kvikmyndar níunda áratugarins, Titanic, lagið My heart will go on, til að komast í rétta gírinn. Salka er mjög meðvituð um að hljómsveit þeirra vinkvenna eigi mikla möguleika á að verða fræg, enda frábær hljómsveit. Hvar? Kex Hostel Hvenær? Sunnudaginn 28. ágúst klukkan 13 Hvað kostar? Frítt inn

Sóley í Mengi Sóley er komin langt á veg með nýja plötu sem spenntir tónlistarunnendur fá að heyra í snemma á næsta ári. Hún mun fagna gerð plötunnar með góðum vinahópi í Mengi á Laugardagskvöld. Hvar? Mengi Hvenær? Laugardaginn 27. ágúst klukkan 19 Hvað kostar? 2000 kr.


2 fyrir einn af รถllum . kubbakertum


28 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 27. ágúst 2016

Býr með sautján Anime-dúkkum Á meðan japanskar konur ryðja sér til rúms á vinnumarkaði og kynin umgangast hvort annað meira en nokkru sinni fyrr blasir ákveðið vandamál við Japönum í dag. Einungis þriðjungur Japana er í sambandi og ástin hefur orðið að forgangsmálum stjórnvalda; að koma fólki saman til að auka fæðingartíðni og giftingar. Hiroyuki Nomura er fimmtíu og eins árs Japani sem kýs frekar að búa með 17 Anime-dúkkum úr sílíkoni en að eigu í alvöru ástarsambandi. „Margir menn verða fyrir vonbrigðum með alvöru kvenmenn. Ég hef aldrei verið með

konu og legg ekki í það. fyrsta stelpan sem ég bauð Held það sé tilfinningavelkomna í líf mitt,“ seglega erfitt. Dúkkurnir Nomura. ,,Fyrst var ar hafa róandi áhrif hún bara dúkka sem á mig og koma mér ég keypti í búð en síðtil að brosa,“ segir an varð hún mér mjög Nomura en mönnum kær. Hún er hvorki Ein eins og honum sem lifa kærasta né dóttir mín af Animeí á fantasíuheimi er oft heldur eitthvað mikil-dúkkum kennt um vanda Japana. vægara.“ Áður hafði Nomura Nomura. Allar dúkkurnar eru safnað mótorhjólum en sú persónur úr uppáhalds ástríða þurfti að víkja fyrir teiknimyndunum hans. dúkkunum. „Þegar maður klæðir þær og greiðNomura á reyndar dúkkunni Tise mikinn vinskap að þakka með ir þeim er eins og þær séu á lífi.“ öðrum söfnurum en hann tekur Eftirlætisdúkkan hans er Tise en þær iðulega með í ferðalög um hana keypti hann fyrst. „Hún er

Nomura situr með Tise, umvafinn Anime-dúkkum. Mynd | Aljazeera

Japan þar sem hann hittir önnur „nörd“ eins og hann kallar það. „Ég elska að fara með dúkkurnar mínar í ferðir þar sem ég fæ hól fyrir að eiga svona fínar dúkkur. Ég vona líka að með því að vera með dúkk-

unum opinberlega, og hitta aðra safnara, eyði það fordómum.“ „Ég er ekki að leita mér að konu því fólk sem giftir sig verður bara vansælt. Maður á að njóta lífsins.“ | bg

Mótmæla byssuleyfi með gervilimum Óhætt er að fullyrða að skotvopnalöggjöf og byssumenning Bandaríkjanna hafi verið afar umdeild lengi vel. Skotvopn í einkaeigu eru talin sjálfsvörn og mörgum finnst þar eins venjulegt að bera með sér byssu eins og hverja aðra handtösku. Nú nýlega var ákveðið að leyfa skotvopn í háskólabyggingum Texasríkis og hafa miklar umræður sprottið út frá þeirri ákvörðun. Efnt hefur verið til mótmæla við háskólann í Texas þar sem leyfi til að bera skotvopn í skólanum hefur verið fordæmt, en á sama tíma eru

kynlífsleikföng bönnuð í háskólanum. Ákveðið var að dreifa kynlífsleikföngum til nemenda og sýna með því hversu fáránlegt það er að nemendum sé bannað að hafa á sér gervilimi en leyfilegt að bera skotvopn á meðan lært er um Shakespeare. 4000 gervilimum hefur verið dreift um háskólasvæðið, sem flestir hafa verið gefnir af fullorðins leikfangabúðum á svæðinu í kring. Herferðin heitir „Cocks not Glocks“ eða Limir en ekki Glock sem er vinsæl byssutegund vestanhafs. | hdó

Fyrir Benna Hemm Hemm var það sérstök reynsla að átta sig á því að ljóðabók væri að fæðast.

Mótmælin fyrir utan háskólann í Austin.

Skordýrin hans Benna

Óvissan er þema nýrrar ljóðabókar sem fann sér farveg í ljóðum, tónlist og myndböndum. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

M

Viðhaldsfríir

gluggar, hurðir, rennihurðir, sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í yfir 30 ár. Yfir 80 litir í boði. Nánari upplýsingar á www.solskalar.is

Allar tæknilegar upplýsingar, snið og teikningar, eru fyrirliggjandi hjá okkur - hafðu samband.

ér líður bara vel með þetta,“ segir Benedikt Hermann Hermannsson inntur eftir því hvernig tilfinningin sé að senda frá sér ljóðabók í fyrsta sinn. „Ég er eiginlega bara hálf hissa á því hvað þetta er allt eins og það á að vera.“ Draumur um ljóðabók hefur ekki brotist um í tónlistarmanninum, en nú kölluðu verkin á þessa framsetningu. „Ég áttaði mig á því síðasta haust að það sem ég vann að var ekki plata, eins og ég hélt, heldur ljóðabók. Reyndar bætti ég tónlistinni síðan við og hef samið lög við ­nokkur ljóðanna. Þau gef ég út á net­ inu, ásamt myndböndum við þau.“ Nýju lögin eru 22 talsins og þau ætlar Benedikt að flytja á þrennum tónleikum í Mengi þann 2. og 3. september. Þar kemur Benedikt fram með þremur ólíkum hópum tónlistarfólks, en engar æfingar verða haldnar. „Þetta er dálítið ­þemað í þessu verkefni,“ segir ­Benedikt, „að vita ekki ­alveg hvað maður er að gera. Ég tók lögin upp án þess að vera búinn að læra þau, gaf út ljóðabók án þess að kunna á hefðir ljóðsins og svo verða tón­leikarnir ekki æfðir. Orkan verður önnur og maður er ­eiginlega eins berskjaldaður

og maður getur m ­ ögulega verið.“ Benedikt segist hafa verið skíthræddur við hugmyndina um að gefa út ljóðabók, „en síðan þurfti ég bara að díla við það. Það er fyndið augnablik þegar maður fattar allt í einu að maður er að gera ljóðabók og fer að vinna með það í huga. Ég hef alltaf talið mér trú um að þetta sé alveg sitt hvor hluturinn, lagatextar og ljóð. Ég var á því að ég kunni bara annað, en ekki hitt. Það er síðan eins og hver önnur vitleysa sem maður segir sjálfum sér. Á endanum er það bara hressandi að takast á við það óþekkta.“

Gömul slæða Tómur, svangur, léttur svífandi. Kaldur að utan, heitur að innan. Svífandi upp húðin harðnar líffærin mýkjast. Húðin harðnar líffærin leysast upp. Á örskotsstundu skil ég allt. Ekkert hefur breyst.

Maður – loftbelgur – egg.


Parketplankar á betra verði - beint frá verksmiðju -

IN G I E

FR A M

L

EIð SLA

O KKAr

www.parketverksmidjan.is, Síðumúla 31, 108 Reykjavík

PARKET

VERKSMIÐJAN


30 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 27. ágúst 2016

Gullverðlaunahafinn Cester Semenya Verður svartri, intersex hlaupakonu bannað að keppa aftur? Caster Semenya frá Suður Afríku varð ólympíumeistari í 800 metra hlaupi kvenna á ólympíuleikunum í Ríó. Árangurinn var bæði persónulegt og suður-afrískt met. Sigurinn var öruggur en ljóst er að Semenya er einn umdeildasti frjálsíþróttamaður heims enda mikið deilt um á sínum tíma hvort hún væri karl eða kona. Vöðvabygging Semenya þykir svipa til vöðvabyggingar karlmanns, testosterónmagn í líkama hennar er meira en í flestum konum. Eiginleikar sem að margra mati

Aðrir keppendur hafa verið ósáttir við þátttöku Semenya. Mynd | Telegraph

skilgreina hana líkamlega sem intersex. Áður var hún skikkuð í „kynjapróf“ sökum þess hve yfirburða-

góð hún var og var henni gert að taka inn hormón til að halda testosteróninu innan „eðlilegra“ marka að mati íþróttasambands IAAF. Í kjölfar þess að íþróttakonan Dutee Chand kærði ákvörðun IAAF um hormónainntöku til að halda niðri testosteróni og vann málið hætti Semenya hormónainntökunni fyrir ólympíuleikana. Eftir sigur Semenya á ólympíuleikunum má hins vegar vera að henni verði bannað að keppa aftur þar sem IAAF telur að henni og öðrum intersex íþrótta-

mönnum eigi ekki að vera leyfilegt að keppa án þess að taka inn hormón. Semenya hefur neitað að koma fram opinberlega og tjá sig um álit IAAF en hafði ekki annara kosta völ í vikunni þar sem sigurvegurum á ólympíuleikunum er gert að tala við fjölmiðla eftir keppni. Semenya sagði þar að líkami hennar kæmi öðrum ekki við. „Nelson Mandela sagði mér einu sinni að íþróttum væri ætlað að sameina fólk og það er það sem ég er að reyna að gera.“

Hamingjumolinn: Kolfinna Nikulásdóttir, leikskáld og Reykjavíkurdóttir Hamingja er að vera 25 ára og yngja upp. Hamingja er að vita að enginn raunverulegur munur er á því að vera sorgmædd og glöð. Hamingja er samviskubitið yfir því að vera geðveik og ólétt og kenna pabbanum um allt, líka bakverkinn og bjúginn. Hamingja er 24 karata gull iphone með Mother of Pearl mynstri. Hamingja er að dæma ekki óléttar konur sem reykja. ­Hamingja er Versace.

Stelpur rokka Tógó Fyrir skömmu stóðu samtökin Sól í Tógó fyrir námskeiði með Stelpum rokka í borginni Kpalimé. Þrjátíu táningsstúlkur tóku þátt í rokkbúðunum og eftir tvo daga mátti heyra hljóma, takt og söng óma um dali og hæðir. Afraksturinn var fjórar hljómsveitir sem fluttu músík sína á lokatónleikum. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is

Kembingin getur orðið að fallegri fjölskyldustund þar sem allir deila sínum persónulegu lúsasögum. Mynd | Shutterstock

Lúsin mætt í skólann Spyr hvorki um stétt né stöðu. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is

„Reynið að fá síðhærða að halda hárinu saman með einhverju móti.“ Foreldrar grunnskólabarna hafa fengið hinn árlega póst um að lúsin sé komin að kveða burt sumarið. Þar er tilkynnt um að lúsin sé orðin að faraldri í skólum landsins og að byrja aftur í skólanum geti fylgt aukinn kláði í hársverði. Sprottið hafa upp umræður á samfélagsmiðlunum Twitter og Facebook þar sem foreldrar ræða hinn árlega lúsapóst og má þar til dæmis sjá athugasemd frá Braga Valdimar textasmiði um hvort ætti ekki að setja skólaskyldu á þessar blessuðu lýs. Einnig er rætt hvort

það eigi að setja dagsekt á þá foreldra sem kemba ekki börnin sín. Lúsin er algengust meðal 3-12 ára barna og er mjög mikilvægt að muna að lús og sóðaskapur eiga lítið sem ekkert sameiginlegt, lúsin ræðst á fólk og horfir ekki á stöðu né stétt. Einnig má minna á að lúsin getur hvorki stokkið, flogið né synt og smitast þá helst við lán á derhúfum og þvíumlíku. Kembingin getur orðið að fallegri fjölskyldustund þar sem fjölskyldumeðlimir hittast, kemba, segja sínar persónulegu lúsasögur og allir fá hárþvott. Einnig geta vinahópar hist og gert slíkt hið sama og mögulega bætt við einum lúsakokteil.

Sérblað um

Heilsu móður & barns

E

inn aðstandenda verkefnisins var Áslaug Einarsdóttir, eða Áa, sem segir verkefnið hafa heppnast vel „Stelpurnar höfðu fæstar spilað á hljóðfæri en margar sungið í kirkjunni. Þær byrjuðu strax að spila og syngja á fullu. Ótrúlega skapandi, skemmtilegar og hæfileikaríkar. Ein hágrét þegar búðunum lauk og var ákveðin að koma aftur að ári.“ Stúlkurnar höfðu orð á því að þær væru öruggar í rokkbúðunum og gott að starfa í kvennarými þar sem þær gætu unnið óáreittar en í Tógó er jafnrétti kynjanna ekki komið langt á veg. „Tónlistarkonurnar Mirlinda Kuakuvi og Mother voru aðalskipuleggjendur búðanna og þær fengu til liðs við sig níu tónlistarkonur sem eru meðlimir í eina kvennabandi Tógó, Bella Bellow Orchestra.“ Rokkbúðirnar í Tógó voru að fyrirmynd verkefnisins Stelpur rokka. Þær lærðu þannig á hljóðfæri og spiluðu á lokatónleikum. Áður en farið var til Tógó stóðu skipuleggjendur fyrir hljóðfærasöfnun á Íslandi og sendu gám með hljóðfærum í búðirnar. „Rokkbúðirnar gengu stórkostlega vel. Stelpurnar spiluðu allar lag í lokin og svo hélt Bella Bellow langa tónleika og stelpurnar sungu, dönsuðu og voru í miklu stuði. Á einhverjum tímapunkti

Lea mætti klukkan 6 um morguninn fyrsta daginn, hún er 13 ára og býr í Kpalime. Það kom í ljós í rokk­búðunum að hún er bæði ljóðskáld og með frábæra rödd.

fór rafmagnið af, ljós slokknuðu og hljóðfæri þögnuðu en trommarinn hélt áfram að spila og hélt partíinu gangandi. Óþarfi að láta tímabundið rafmagnsleysi slá sig út af laginu,“ segir Áa, en verkefnið verður endurtekið á næsta ári. Stelpurnar í Exoucia taka rokkhljómsveitar-hoppið! En í búðunum mynduðust fjórar hljómsveitir: Exoucia, Love Voice, Les Lionees de Judea og Les Caeurs de Anges.

Þann 10. september

auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300 kristijo@frettatiminn.is | 531 3307

Hljómsveitaræfing: Vestur-afrískt popp og hipp hopp er í ­uppáhaldi hjá stelpunum í Tógó. Asa frá Nigeríu stendur upp úr en tógóískt tónlistarfólk, eins og Willi Baby og Toofan og hinn belgísk-­ rúandísk ættaði Stromae, eru líka hátt skrifaðir, svo eitthvað sé nefnt.

Esther byrjaði á trommunum en endað í söngnum. Hún hágrét þegar búðunum lauk og er harðákveðin að koma aftur að ári.


Grill66.is

t ó i lb b m o o ð K Enginn venjulegur borgari og ekkert venjulegt tilboð

PIPAR \ TBWA

SÍA

163645

8 9 9kró nur

be

St. Louis

i ko

Fra nsk ar

n b o rg a

Coke 0 ,5 L

VIL U J Y E FR

i r

T ÖT K I L

UR

ildir tilboðið– g 3. SEPT. 25. ÁGÚST

Grill 66 Norðlingaholti Álfheimum Gullinbrú Mosfellsbæ Selfossi Hellu Akranesi Borgarnesi

Stykkishólmi Skagaströnd ólafsfirði Dalvík Siglufirði HÚSAVÍK Neskaupstað Reyðarfirði

Þú finnur okkur á olís-stöðvum

Betra grill við veginn


NÝTT Í BÆNUM

Tölum um... yndislegustu manneskju í heimi, mömmu Embla Guðrúnar Ágústsdóttir

Þegar ég var lítil vildi ég verða eins og mamma því í mínum augum gat hún allt. Mamma hefur þann einstaka hæfileika að geta haft ótakamarkaða trú á fólkinu í kringum sig án þess þó að skapa óþægilega pressu. Í heimi sem hefur litla trú á getu minni og hæfni hefur mamma alltaf verið sú sem segir „ég veit þú getur þetta“ meðan aðrir fylgjast með og efast.

Cemetery of Splendour Cemetery of Splendour fjallar um Jen, sjálfboðaliða á sjúkrahúsi sem annast hermenn sem þjást af dularfullri svefnsýki. Jen heillast af ungum og myndarlegum sjúklingi og fær hina skyggnu Keng til að sjá inn í draumaheim hans. Sýnd í Bíó Paradís.

SVEFNHERBERGIÐ 25. ágúst - 11. september

Nýtt

30%

180 x 200 cm. nú

AF DUNLOPILLO

594.700

• • •

SPARAÐU 255.000

Mjúk, millistíf eða stíf dýna með Duo yfirdýnu. 849.700 kr. Nú 594.700 kr. Sérpöntun.

Mamma mín er best. Það er fólk út um allan bæ sem kallar hana mömmu, skyldfólk og ekki skyldfólk. Hún er t.d. mamma frænda minna og þar af leiðandi á hún nokkur barnabörn þó svo að við systurnar eigum engin börn og sumir vinir mínir eru betri vinir mömmu. Hún vill alltaf allt fyrir mann gera og er hversdagshetja og fyrirmynd enda á hún sjálf frábæra mömmu.

Endingagóðar 100% náttúrulegt latex 7 mismunandi þægindasvæði sem veitir góða öndun og sveigjanleika App sem man þínar stillingar

15 ára ábyrgð

Sveigjanleg

Góð öndun

7 þægindasvæði

Ofnæmisvæn

Náttúruvæn efni

Download on the

Basic +3D Vigdís Perla Maack

Stripp Leikárið er hafið með ­aragrúa sýninga sjálfstæðra leikhópa. Meðal þeirra er sýningin Stripp úr smiðju Olgu Sonju Thorarensen og Dance For Me leikhópsins og byggir á reynslu Olgu á því að hafa unnið á strippstað í Berlín. Sýnd í Tjarnarbíói.

Nói Síríus með kremkexi Síríus rjómasúkkulaði-­ fjölskyldan stækkar og stækkar og nú hefur bæst við í hópinn Nói Síríus með kremkexi. Fátt er betra en að fá sér einn vænan bita af nýjasta meðlimi súkkulaðifjölskyldunnar og svolgra niður með mjólkurglasi eða heitu kaffi af könnunni.

30%

ANDROID APP ON

Made in Denmark

Nýtt

CLASSIC

AF NOCTURNE

180 x 200 cm.

• • • •

349.500

SPARAÐU 149.800

Mikið úrval - margar stærðir og mýktir Boxdýna eða hæðarstillanleg dýna Fallegt endingargott áklæði SILVER Mikið úrval af yfirdýnum - Celsius, latex eða pólýetersvampur Endingargóður rimlabotn GOLD 10-25 ÁRA ÁBYRGÐ á grind og gormum

Nocturne 421 Silver

10 ÁRA

5 ÁRA

á dýnu

á mótor

SIGÁBYRGÐ

ÁBYRGÐ

Millistíf dýna með Duo-latex yfirdýnu. 180 x 200 cm. 499.300 kr. Nú 349.500 kr.

Björn Þór Björnsson

Ég er algjör mömmustrákur og er það engin furða því mamma mín, Þóra Jónsdóttir, er besta móðir í heimi. Gáfuð, gjafmild og fögur, elskar skilyrðislaust og vill allt fyrir mann gera. Við erum miklir vinir og heyrumst á hverjum degi. Oftast þegar við hringjumst á svörum við með því að segja „ég var einmit að hugsa til þín!“ Ég elska þig, mamma mín.

25%

NÝJAR GÆÐADÝNUR FRÁ KANADA Á FRÁBÆRU VERÐI

AF SERTA

Nýtt

Camari

Mjúk gormadýna með tvöföldu lagi af Serta® PillowSoftTM svamp. 152 x 203 cm. 154.700 kr. Nú 115.900 kr. Einnig til í stærðunum: 99 x 191 cm, 137 x 203 cm og 193 x 203 cm.

FRÍ HEIMSENDING UM ALLT LAND Á FATASKÁPUM OG DÝNUM TIL OG MEÐ 11. SEPTEMBER SENDUM UM ALLT LAND

LANGVIRK SÓLARVÖRN Sölustaði má finna á celsus.is

bakhlid.indd 1

11.5.2016 13:10:35

Nýtt

Nýtt

Harlyn

Addilyn

Millistíf pokagormadýna með yfirdýnu úr Gel memory svamp, sem fullkomnar þægindin. Dýnan er með styrktum kanti. 152 x 203 cm. 214.700 kr. Nú 159.900 kr. Einnig til í stærðunum: 99 x 203 cm, 137 x 203 cm og 193 x 203 cm.

Millistíf dýna sem samanstendur af Serta® PillowSoftTM svamp, Gel memory svamp og Comfort Last® Foam Core svampi sem veitir enn meiri stuðning við líkamann og veitir þér fullkomna hvíld. 152 x 203 cm. 224.700 kr. Nú 167.900 kr. Einnig til í stærðunum: 99 x 203 cm og 193 x 203 cm.

30% AF BIANCA FATASKÁPUM OG FRÍ HEIMSENDING

Made in Swiss

Fataskápur 300 x 202 cm

127.400

SPARAÐU 54.600

Bianca-fataskápur með hvítum rennihurðum. H 303 x 202 x D65 cm. 182.000 kr. Nú 127.400 kr. Aukahlutir seldir sér.

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30


LAUGARDAGUR

27.08.16

GUNNAR KARL SLÆR Í GEGN Í NEW YORK

EVA LAUFEY KJARAN MEÐ MÖRG JÁRN Í ELDINUM

4

MATARTÍMINN 20 SÍÐNA AUKABLAÐ FYLGIR Mynd | Rut

Gámaleiga

Er gámur lausnin fyrir þig?

HAFÐU 568 0100

stolpigamar.is SAMBAND stolpiehf.is

HAFÐU 568 SAMBAND stol

Við getum líka geymt gáminn fyrir þig

Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolp

Búslóðageymslazn Ártíðabundinn Árstíðarbundinn lagerz nLager Lagerz nSumar-/vetrarvörur Sumar-/vetrarvörur Búslóðageymsla lager nKæligeymslaznLeiga til skemmri skemmri eða eða lengri lengri tíma tíma Frystigeymsla Frystgeymsla z Kæligeymsla Leiga til

Klettagörðum 5,5,104 Klettagörðum 104Reykjavík Reykjavík| |stolpi@stolpigamar.is stolpi@stolpiehf.is

Búslóðageymsla z Ártíðabundinn lager z Lager z Sumar-/ Frystgeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða

LILJA KATRÍN

Við getum líka geymt gáminn fyrir þig

FÉKK ÓVÆNT BÓNORÐ Í SJÓNVARPSÞÆTTI

HEILL GRÍS Í KVEÐJUVEISLU RAGNARS LÆKNIS


…fólk

2 | amk… LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016

Blæs á orðróm um brjóstastækkun Kylie Jenner bauð fylgjendum á twitter að koma og sannreyna hvort brjóstin væru ekta. Orðrómur komst á kreik í vikunni að Kylie Jenner hefði farið brjósta­ stækkun. Og var sá orðrómur svo sannarlega ekki gripinn úr lausu lofti enda birti hún myndir af sér á snapchat þar sem hún virtist óvenju brjóstgóð. Hafði hún þá ekki birst á snapchat í svolítinn tíma, en hún sagði skýringuna vera að hún hefði fengið matareitr­ un og verið veik. Töluverð umræða skapaðist um brjóstin góðu á twitter, þar sem

margir létu sitt ekki eftir liggja. Kylie hafði varla við að svara, en hún reyndi þó hvað hún gat. Fyrst ætlaði hún að tækla þetta með einu orði: „Aldrei.“ Sem átti þá væntanlega að þýða að hún myndi aldrei fara í slíka aðgerð. En það dugði ekki til að draga úr um­ talinu. Enda líklega fáir sem trúðu þessari fullyrðingu. Hún gekk því skrefinu lengra og varð aðeins persónulegri: „Það er bara þessi tími mánaðarins. Þau

Er Burt Reynold’s kominn með Parkison’s? Vinir leikarans Burt Reynold’s hafa áhyggjur af heilsu hans. Burt er orðinn 80 ára gamall og vinur hans sagði RadarOnline að hann sýndi mörg einkenni Parkison’s sjúkdómsins. Hann segir Burt vera skjálfhentan, með enginn svipbrigði og stífan í líkamanum. „Hann kemst stundum ekki upp úr sófanum heima hjá sér en neitar að láta sérfræðing skoða sig af hættu við slæmar fréttir,“ segir þessi heimildarmaður. Fjölmiðlafulltrúi Burt gerði lítið úr þessum fréttum og sagði: „Burt hefur nýlokið tökum á nýrri mynd og hefur ekki verið jafn hamingjusamur árum saman.“ Heimildarmaður slúðurvefsins segir að Burt eyði flestum dögum heima hjá sér, einn, en hann er tvífráskilinn.

Katy Perry fer til sálfræðings til að vera venjuleg Katy Perry sagði frá því í útvarpsviðtali á þriðjudag að hún færi til s­ álfræðings reglulega til að halda sér „venjulegri“ í þessum erfiða tónlistar­bransa. Katy segir að meðferðin hjá sálfræðingnum hafi hjálpað sér við að halda jafnvægi í þessu öllu og líða vel. Hún er komin aftur í stúdíó­tökur eftir 3 ára frí frá tónlistinni og er í sjóðheitu ástarsambandi við leikarann Orlando Bloom. Katy segist eiga erfitt með að semja kynþokkafull lög. Hún s­ egist samt hafa náð að koma lagi á blað um daginn sem fjallar um kynlíf. „Ég stunda ennþá kynlíf og ég vil semja lög um alla mína lífsreynslu,“ sagði þessi flotta söngkona í viðtalinu.

Gwen og Blake að fara að gifta sig Gwen Stefani og Blake Shelton eru mjög ástfangin, eins og flestir hafa tekið eftir. Þau hafa nú í hyggju að gifta sig um jólin og munu væntanlega hafa athöfnina á búgarði Blake í Oklahoma. Samkvæmt Life & Style hafa Gwen og Blake meira að segja ­hafist handa við gestalistann og eru ­nokkrir af Voice þjálfurunum á þeim. Einnig ­hefur því ­verið fleygt að Gwen sé að hanna sinn ­eigin b ­ rúðarkjól sem verði b ­ einhvítur og ­vljósblár. Það er alveg spurning hvað er að marka þessar fréttir en við vitum allavega að þau virðast yfir sig ástfangin. Það kom reyndar í slúðurblöðum fyrir stuttu að Gwen hafi ekki verið hrifin af því að hafa Miley Cyrus með Blake Shelton í The Voice. Hún á að hafa sagt við unga trippið, hana Miley, að halda sig frá Blake, enda er hún alræmdur daðrari.

munu skreppa saman aftur og þá verð ég leið.“ Kylie á væntanlega við að hún sé á blæðingum og því hafi brjóstin tútnað út. Þegar í ljós kom að þessi skýring dugði ekki til að róa umræðuna á twitter bauð raunveruleikastjarnan fólki upp á að koma og snerta brjóstin, til að ganga úr skugga um að þau væru ekta. Hvort einhver hafi látið slag standa er ekki vitað.

Ósatt Kylie Jenner neitar því alfarið að hafa farið í brjóstastækkun. Mynd | Getty

Gaman að tala við fleiri en sjálfa sig eldhúsinu Eva Laufey stýrir óhefðbundnum matreiðslu­þætti á Stöð 2 ásamt Gumma Ben. Þá er hún að leggja lokahönd á nýja ­pastelbleika kökubók.

E

va Laufey Kjaran Her­ mannsdóttir er með mörg járn í eldinum að vanda, en hún er nú að leggja lokahönd á nýja kökubók, á leið í tökur fyrir Ísskápastríð, sem er nýr þáttur á Stöð 2, ásamt því að vera að ljúka síðasta ári í viðskiptafræði.

Fær hugmyndir í bakaríum

„Ég er bara að klára að baka og Karl Peterson myndar fyrir mig, svo kemur bókin út í október. Mig hafði alltaf langað að gefa út bara kökubók, þannig þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Þetta er mjög rjómalöguð og pastelbleik kökubók,“ segir Eva Laufey og hlær. Hún virðist vera óþrjótandi uppspretta hugmynda að girni­ legum kökum, en hún er dugleg að leita sér innblásturs hvar sem hún fer. „Mér finnst kökur svo góðar – ef ég fer í bakarí, hvort sem það er hér heima eða í út­ löndum, þá fæ ég alltaf nýjar hug­ myndir. Þegar ég fer til útlanda þá fer ég alltaf í kökuhús eða bolla­ kökubúðir til að fá innblástur og borða. Ég er mikil kökukerling. Og það er þess vegna sem ég er að þessu. Mér sjálfri finnst svo gott að borða kökur.“

Líka skemmtiþáttur

En um leið hún hefur lokið við bókina fer hún í tökur á nýjum og óhefðbundnum matreiðsluþætti, sem kallast Ísskápastríð, sem sýndur verður á Stöð 2 í vetur. En þættinum mun hún stýra ásamt hinum eina sanna Guðmundi Benediktssyni, eða Gumma Ben, eins og við þekkjum hann flest. Munu þau fá til sín góða gesti sem keppast við að elda úr hráefni sem þeim er afhent. „Þetta er svolítið annað en ég er vön að gera. Ég er auðvitað búin

að gera nokkrar seríur þar sem ég er sjálf í eldhúsinu, en mér finnst þetta mjög spennandi. Það er gaman að fá að vera með öðrum þáttastjórnanda. Þá get ég talað við einhvern annan en sjálfa mig.“ Í hverjum þætti verða tveir keppendur, en þeir vita ekkert hvað þeir eru að fara að elda. „Keppendur velja sér einn ísskáp af sex og þurfa að elda forrétt, aðalrétt og eftirrétt úr hráefninu sem er í þessum ísskápum. Þetta er öðruvísi þáttur en hefur ver­ ið gerður, allavega svo við vitum til. Þetta er blanda af Einn, tveir og elda, Masterchef og fleiri skemmtilegum þátt­ um. Þetta er bæði matreiðsluþáttur og skemmtiþáttur, þannig þeir sem hafa ekki mikinn áhuga á mat ættu líka að hafa gaman af,“ segir hún.

Hugmyndin frá Loga

Keppnin er líka á milli Evu Lauf­ eyjar og Gumma, en þau munu hjálpa sitt hvorum keppandanum í eldamennskunni hverju sinni. „Við ætlum að reyna að byggja þetta þannig upp að Gummi fái þann sem færari er í eldhús­ inu á meðan ég fæ þann sem kann minna. Gummi segist að minnsta kosti ekki vera vanur í eldhúsinu, en svo er hann kannski að blöffa og kemur sterkur til leiks. Það getur því allt gerst. Svo eru allskonar tromp og tvist sem eiga eftir að koma bæði áhorfendum og keppendum á óvart,“ segir Eva Laufey, en hug­ myndin að þáttunum kemur frá sjónvarpsmanninum Loga Bergmann.

Nóg að gera Eva Laufey situr ekki auðum höndum, en í október sendir hún frá sér nýja kökubók og birtist aftur á skjánum í nýjum ­matreiðsluþætti. Mynd | Ernir Eyjólfssson

5 uppáhaldsstaðir Evu Laufeyjar Flott föt, fyrir flottar konur Verslunin Belladonna

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

Ítalía

Sushi Samba

17 sortir

Snaps

Brauð & Co



…viðtal

4 | amk… LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016

Fengu Pál Óskar til að gefa sig saman af sjónvarpsskjá

Lilja Katrín gekk að eiga unnusta sinn í sumar og fóru þau heldur óvenjulega leið í þeim efnum. Bónorðið var líka ansi óvenjulegt, en það var sýnt í Ísland í dag á Stöð 2. Lilja er reyndar dugleg að gera óvenjulega hluti, en nú er hún að skipuleggja sólarhrings bökunarmaraþon. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is

L

ilja Katrín Gunnarsdóttir, leikkona, fjölmiðlakona og áhugabakari með meiru, stofnaði kökubloggið blaka.is fyrir um ári. Hún hafði lengi gengið með þann draum í maganum að opna fallega síðu þar sem hún gæti sett inn uppskriftir og myndir af kökunum sem hún væri að baka. Maðurinn hennar, Guðmundur R. Einarsson vefari, hjálpaði henni að láta drauminn verða að veruleika. Hún er alltaf að fá nýjar hugmyndir sem tengjast bakstri og sú nýjasta er sólarhrings bökunarmaraþon til styrktar Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein, og aðstandendur þess.

Bakar í heilan sólarhring

„Frænka mannsins míns var fyrir stuttu síðan í auglýsingu fyrir Kraft. Hún missti fótinn vegna krabbameins. Ég veit að það var erfitt fyrir hana að stíga þetta skref en mér finnst hún svo brjálæðislega hugrökk. Mér fannst hún svo góð fyrirmynd að gera þetta. Hún sagði mér frá Krafti, en það er kannski ekki mikið talað um félagið og hvað er verið að gera þar. Hugmyndin að bökunarmaraþoninu fæddist út frá því. Mig langaði að gera eitthvað. Ég nennti ekki að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu, ég hef gert það áður og það er mjög gaman, en að vera með tvö börn og alltaf þreytt, það hefði liðið yfir mig,“ sagði Lilja sem einmitt var frekar illa sofin þegar við hittumst, því 14 mánaða dóttur hennar þykir ekki gaman að sofa. Og þar fyrir utan er hún að taka tennur. Dóttirin semsagt, ekki Lilja. En hin dóttir-

in, þessi 6 ára, sefur sem betur fer á nóttunni. „Ég ákvað því að fara í annars konar maraþon, aðeins lengra reyndar. Það hefði samt örugglega tekið mig sólarhring að hlaupa heilt maraþon, svo þetta kemur á sama stað niður. Mér þykir bara miklu skemmtilegra að baka og borða kökur heldur en að hlaupa.“ Lilja ætlar því að bjóða öllum þeim sem hafa áhuga á góðum kökum og vilja styrkja gott málefni, heim til sín í sólarhringslangt kaffiboð, sem hefst klukkan 12 á hádegi þann 17. september næstkomandi. „Ég hef smá áhyggjur af því að vera ekki með hrærivél, en ég hef aldrei átt hrærivél. Ég nota bara handþeytara. Það á eftir að koma í ljós hvort ég fæ krampa í upphandleggina,“ segir hún hlæjandi.

ldrei „Mig hafði a gifta ð dreymt um a g hafði é mig þannig um hvað nd enga hugmy byrjaði að ég vildi. Ég rkjóla og skoða brúða neitt.“ vissi ekki

Aldrei dreymt um brúðkaup

Þrátt fyrir að blaðamaður sé mikill áhugamaður um góðar kökur getur hann ekki haft augun af einstaklega fallegum hælaskóm sem Lilja klæðist. Hún tekur fram að þetta séu brúðarskórnir hennar sem sáust reyndar ekkert fyrir kjólnum þegar hún gifti sig í sumar. Þeir fá því að njóta sín við önnur tilefni. „Við giftum okkur 23. júlí síðastliðinn svo það er bara rétt rúmur mánuður síðan. Þetta var ógeðslega gaman og ég mæli með þessu.“ Lilja viðurkennir þó að það hafi tekið á taugarnar að skipuleggja eigin brúðkaupsveislu,

Flottur Flottur Flottur Gallabuxur sumarfatnaður sumarfatnaður Verð 15.900 kr. sumarfatnaður 5 litir: gallablátt,

Flottur Flottur ÚTSÖLULOK Flottur sumarfatnaður Gallabuxur sumarfatnaður svart, hvítt, blátt, ljóssand. Stærð 34 - 48

Kvarterma Kvartermapeysa peysaáá

sumarfatnaður

VERÐHRUN

Verð 15.900 kr. 12.900 Kvarterma peysa 12.900kr. kr. 5 litir:á gallablátt, svart, hvítt, blátt, 3 litir 12.900 kr. 3 litir ljóssand. Stærð 36 3 litir 36--52 52 Stærð 34 -Stærð 48

Flottur Flottur Kvarterma Kvarterma peysaáá kr. Buxur áápeysa 15.900 Flottur Gallabuxur Buxur 15.900 kr. kr. sumarfatnaður Kvarterma peysa á 12.900 12.900 kr. sumarfatnaður 5litir litir Buxur á 15.900 kr. 5 litir Verð 15.900 kr. 3 sumarfatnaður 12.900 kr. 3 litir Stærð 34 -5 litir: 48gallablátt, Stærð 36 - 52

60-80% AFSLÁTTUR

5 litir 3 litir Stærð34 36 - 52 Stærð 48

Stærð 36 52 Stærð 34 - 48 Stærð 36-52 svart, hvítt, blátt, ljóssand.

Stærð 34 - 48 Buxur Buxuráá15.900 15.900kr. kr. 5 litir Buxur á 15.900 kr. 5 litir Kvarterma Kvartermapeysa peysaáá Stærð 34 48 5 litir Stærð 34--peysa 48 á 12.900 Kvarterma 12.900kr. kr. 33litir 12.900 kr. Stærð 34 - 48 litir

Buxur Pils Kjólar

36 Stærð 36--52 52 1.900 kr. - Stærð 6.900 kr.

3 litir Stærð 36 - 52

Buxur Buxuráá15.900 15.900kr. kr. Buxur á 15.900 kr. 55litir litir Stærð 5 litir Stærð34 34--48 48 Stærð 34 - 48

900 kr. - 3.900 kr.

1.900 kr. - 3.900 kr.

Verð 11.900 kr. Efri 900 kr. - 3.900 3 litir: blátt, grátt, svart.partar Stærð 3611.900 - 46 kr. Verð . 11–18 3 litir: blátt, grátt, svart. - rennilás neðst á skálm agaaklkl. 11–158 OOppiðiðvivirkrkaaddag -1-15 Stærð 36 - 46 kl8kl. 11 a–1 arardkldag a–1 a kl. 11–18Oppið laalaudaugga ag . 11 8. 11 a dag g 11 . rennilás á skálm kl ið ið virkneðst rk vi ga O O- p ð da pi a O rk Opið vi daga kl. 11 -1-155 . 11 85 –1-1 . 11 gaaklkl daag ad OOpipiððlalaug ugarardaga kl. 11 Opið ðuvigrkar Opila Verð 11.900 kr. 5 ga kl. 11-1 3 litir: blátt, grátt, svart. Opið laugarda Stærð 36 - 46 - rennilás neðst á skálm

Laugavegi 178 |178 Sími 555555 1516 Laugavegi | Sími 1516

kr.

–188 11–1 gakl.kl.11 iðiðvir daga Op virkakada Op 5 Laugavegi 178 Sími 555 1516 kl. daga Laugavegi 178| Op | 555 Sími 555 1516 ka vir ið1516 Kíkið á myndir og verð á Op Facebook Laugavegi 178 Kíkið á myndir og verð á Facebook 5 Laugavegi 178| Sími | Sími 555 1516 -1 11 kl. a ag rd ið lauága Opverð Kíkið á myndir og verð áog Facebook Kíkið á myndir Facebook

en hún og maðurinn hennar höfðu mestar áhyggjur af því að veislan yrði ekki nógu skemmtileg. „Mig hafði aldrei dreymt um að gifta mig þannig ég hafði enga hugmynd um hvað ég vildi. Ég byrjaði að skoða brúðarkjóla og vissi ekki neitt. Og skreytingar. En svo byrjar maður og þá koma upp allskonar hugmyndir. Það var bara eitt atriði sem við vorum alveg viss um að við vildum. Það var staðsetningin – í hlöðunni í Laxnesi í Mosfellsdal.“ Um var að ræða hundrað manna veislu, sem samt var mjög heimilisleg, að sögn Lilju. Og þar sem veislan var uppi í Mosfellsdal ákváðu þau að panta rútu til að ferja gestina í bæinn, en til stóð að brúðhjónin færu einnig með rútunni. Það fór hins vegar ekki svo. „Á þeim tímapunkti fann ég bara að ég varð að setjast niður og fá mér heilt vínglas án þess að nokkur væri að biðja mig um að koma hingað eða þangað eða taka mynd af mér. Það var búið að vera mjög gaman, en ég fann það þarna hvað ég var búin að fá nóg af áreiti. Þetta var besta vínglas sem ég hef drukkið.“ Kvöldið endaði svo á því að Lilja og maðurinn hennar fóru heim með vinahjónum sínum í einn drykk og sofnuðu næstum því á sófanum hjá þeim. Þau náðu þó að komast til síns heima áður en það gerðist. Uppgefin en ánægð.

Sögðu já við skjá

Lilja segir stóra daginn hafa verið frábæran í alla staði, en hún væri samt alveg til í að prófa að upplifa hann aftur án spennufallsins sem myndaðist þegar allt var að gerast. „Mesta stressið var reyndar bara fyrsta hálftímann eftir að við komum inn. En við vorum búin að reikna með því þannig við undurbjuggum smá grín í athöfninni til að létta pressuna. Við létum Pál Óskar gefa okkur saman á skjá,“ segir Lilja, en maðurinn

hennar þekkir til hans eftir að hafa útbúið fyrir hann vefsíðu. „Hann var staddur í Bandaríkjunum og komst ekki til að syngja í brúðkaupinu, en vildi samt gera eitthvað. Hann kom sjálfur með þessa hugmynd, að gefa okkur saman. Við bárum þetta undir prestinn og honum fannst það mjög fyndið. Þannig að einn eftirmiðdag fyrir brúðkaupið fórum við heim til Páls Óskars og tókum upp myndband þar sem hann talaði í einhvers konar sýndarheimi og við sögðum já við skjá á brúðkaupsdaginn. Við þurftum reyndar að segja aftur já við prestinn, en það var aukaatriði.“

Brjálæðislegt bónorð

Bónorð Guðmundar til Lilju var líka mjög frumlegt og skemmtilegt, en það fór fram í þættinum Ísland í dag. Hann fékk þáttastjórnendur til liðs við sig við að gabba Lilju aðeins, svo hann gæti beðið hennar fyrir framan myndavélarnar, að fjölskyldu og vinum viðstöddum. Með áhorfendur heima í stofu. Hún var látin halda að hún væri að hjálpa annarri konu við að undirbúa bónorð til kærasta hennar. „Mér hefði aldrei dottið í hug að þetta myndi gerast. Þetta var svo langt fyrir utan hans þægindaramma. Hann hatar alla athygli, ólíkt mér. Mér líður eiginlega eins og þetta hafi aldrei gerst. Þetta var svo brjálæðislega framandi. Ég upplifði algjöra geðshræringu þegar ég áttaði mig á að þetta væri að gerast. Það fyrsta sem ég sá þegar ég kom niður í kjallarann á Snaps var hann með kampavínsglas og mig langaði að fara að hágráta. En svo fór ég að hlæja. Ég trúði því ekki að einhver hefði gert allt þetta fyrir mig. Mér fannst það svo skrýtið. En mjög góð tilfinning. Svo hugsaði ég samt með mér að ég gæti aldrei toppað þetta. Ég hef reynt að koma honum á óvart á afmælinu hans, en hvað gæti ég gert? Flogið með hann til Afríku?

Fara með hann í loftbelg?“ spyr Lilja og hlær. Þrátt fyrir að bónorðið bæri að með óvenjulegum hætti var Lilja aldrei í vafa um hvert svarið yrði. Hún hafði oft hugsað út í hvernig hún myndi bregðast við ef þessi spurning kæmi upp. Eftir bónorðið átti þau svo frábært kvöld með fjölskyldu og vinum þar sem hún reyndi að ná sér niður á jörðina. „Þetta var eiginlega meira spennufall en eftir brúðkaupið. Við höfðum talað um að gifta okkur en ég var búin að segja við hann að hann yrði að biðja mín. Það mátti alveg vera bara uppi í sófa yfir sjónvarpinu. En ég vildi ekki að við myndum sammælast um að trúlofa okkur. Ég vildi fá bónorð en þetta var svolítið sjokk.“

Meiri ró og festa

Guðmundur sagði Lilju eftir á að hann hefði reynt að hugsa upp leið til að biðja hennar þannig hún gæti ekki sagt nei. Þetta varð niðurstaðan. Svo bætti hann því að þetta yrði allt sýnt í sjónvarpinu. „Þá fékk ég annað sjokk. Þó mér finnist athygli ekki leiðinleg þá fannst mér þetta pínu skrýtið. Þetta var svolítið persónulegt.“ En hvernig líður henni svo sem giftri konu? „Það er rosa þægilegt að vera gift. Ég hélt þetta væri eins og þegar maður á afmæli og vaknar daginn eftir einu ári eldri án þess að nokkuð hafi breyst. En þetta er ekki þannig. Það er meiri ró, meiri festa og meira öryggi. Það er auðvitað vinna að vera í hjónabandi. Það getur nefnilega alveg verið hættulegt að finna fyrir öryggi og ró. Þá getur maður dottið í einhvern fasa þar sem manni finnst maður ekki þurfa að gera neitt flippað lengur. Eins og dautt línurit. Við erum samt dugleg að gera skemmtilega og sæta hluti og tölum mjög mikið saman, þannig ég held það verði ekki þannig.“

11-1 8 myndir Kíkið á myndir og verðga á Facebook –1 11 lau agaakl.kl. 11-15 Kíkið áOp verðga árd Facebook ið rdag lau iðog

Kíkið á myndir og verð áog Facebook Kíkið á myndir verð

Kíkið á myndir og verð á Facebook á Facebook

Laugavegi 178 555 1516 Laugavegi 178| Sími | Sími 555 1516 Laugavegi 178 | Sími 555 1516

Nýgift Lilja Katrín segir að eitthvað hafi breyst þegar hún og unnustinn hennar urðu hjón. Það sé meiri ró og festa í sambandinu.

Kíkið á myndir og verð áog Facebook Kíkið á myndir verð

á Facebook

Kíkið á myndir og verð á Facebook Kíkið á myndir og verð á Facebook

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, gudrunveiga@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.



…menntun

6 | amk… LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016

Endurmenntunarskóli Tækniskólans hefur eitthvað fyrir alla

Nemendur öðlast færni sem þá óraði aldrei fyrir Unnið í samstarfi við Tækniskólann

E

ndurmenntunarskóli Tækniskólans býður fjölda námskeiða þar sem sköpunargleðinni er veitt útrás. Þar á meðal er gítarsmíði, silfursmíði, olíumálun, þrívíddarhönnun, útskurður í tré, eldsmíði, húsgagnaviðgerðir, bólstrun og saumanámskeið, svo fátt eitt sé nefnt. Hámarksfjöldi er á mörg þessara námskeiða og yfirleitt bókast hratt á námskeiðin og stundum komast færri að en vilja. Hér veita þrír kennarar Endurmenntunarskólans okkur innsýn í nokkur vinsæl námskeið. Nánari upplýsingar og skráning á www.tskoli.is/namskeid.

Að sjá einhvern spila á gítar sem maður hefur sjálfur smíðað er eins og að sjá barnið sitt lyfta gulli á ólympíuleikunum.

Kennir fólki að smíða gítar Labba út með rafmagnsgítar í lokin Gítarsmíði er gríðarlega skemmtilegt námskeið hjá Endurmenntunarskólanum sem hefur notið mikilla vinsælda. „Að sjá einhvern spila á gítar sem maður hefur sjálfur smíðað er eins og að sjá barnið sitt lyfta gulli á ólympíuleikunum,“ segir Gunnar Örn Sigurðsson gítarsmiður sem kennir fólki að smíða rafmagnsgítar frá grunni á námskeiði í Endurmenntunarskóla Tækniskólans. Gunnar er þekktur gítarsmiður og hefur smíðað gítara fyrir þekkta tónlistarmenn eins og Ómar Guðjónsson, Sigurgeir Sigmundsson og fleiri. „Það er allskonar fólk sem kemur á þetta námskeið, sumir eru hljóðfæraleikarar sem vilja smíða eigið hljóðfæri en aðrir eru þarna því þeir hafa einlægan áhuga á að smíða fallega gripi. Það myndast oft mjög skemmtileg stemning á námskeiðinu því hópurinn er aldrei stór og umræður myndast oft um hljómsveitir og hljóðfæraleikara. Mér finnst þetta sjálfum gríðarlega gaman að vera innan um alla þessa skemmtilegu og áhugasömu einstaklinga. Það eru jafnframt nokkrir nemendur sem hafa komið nokkrum sinnum á þetta nám-

skeið og smíða nýtt hljóðfæri í hvert sinn,“ segir Gunnar. Á námskeiðinu er farið yfir hvernig gítar er smíðaður, skref fyrir skref þar til allir hafa lokið við að smíða gítar. „Það er mjög misjafnt hvernig fólk vinnur, sumir er afar vandvirkir og huga að hverju smáatriði á meðan aðrir eru tilbúnir að líta fram hjá smávægilegum mistökum. Það er misjafnt hvernig fólk vinnur og allir labba út með tilbúinn rafmagnsgítar í lok námskeiðs,“ segir Gunnar. Þegar gítar er handsmíðaður á þennan hátt kallar það fram ákveðinn karakter sem gerir hvern gítar einstakan. „Þeir eru aldrei eins.“ Við lok námskeiðs þegar nemendur standa stoltir með rafmangsgítar í hendi segir Gunnar að þá komi stundum upp sú tilfinning að fólk trúi varla að það hafi klárað verkið. „Mig óraði aldrei fyrir að þetta yrði svona, hafa sumir sagt,“ segir Gunnar. Námskeiðið í gítarsmíði hjá Endurmenntunarskólanum hefur notið mikilla vinsælda en þau eru haldin tvisvar á ári. Næsta námskeið hefst 22. september og stendur yfir til 5. desember. Kennt er á mánudögum og fimmtudögum.

Handsmíðuð hljóðfæri Gunnar Örn Sigurðsson gítarsmiður kennir fólki að smíða eigin rafmagnsgítar á námskeiði hjá Endurmenntunarskóla Tækniskólans. Myndir | Rut


…menntun

7 | amk… LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 Olíumálun Ég leiði fólk í gegnum ferlið, þar sem eitt skref er tekið í einu, eiginlega eins og í jóga, og áður en það veit af er það komið í flóknar tækniæfingar. Þá er ekki annað hægt en að hugsa um það sem maður er að fást við á þeirri stundu og allt dæguramstur fýkur út í veður og vind,“ segir Anna Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður.

Olíumálun til andlegrar næringar

Öðlast færni og fá nýja sýn Endurmenntunarskóli Tækniskólans býður námskeið í málun fyrir byrjendur og lengra komna. Kennari á námskeiðunum er Anna Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður. „Markmið námskeiðanna er að læra að horfa upp á nýtt, taka eftir umhverfinu og fá öðruvísi sýn á umheiminn. Að þátttakendur kynnist myndlistinni af eigin raun og séu færir um að njóta þess að mála sér til yndisauka og andlegrar næringar eftir námskeið,“ segir Anna Gunnlaugsdóttir, myndlistarmaður og kennari, sem kennir fjögur námskeið í málun á haustönn Endurmenntunarskólans. Á byrjendanámskeiðinu, Olíumálun fyrir byrjendur, er farið í litafræðina og myndbyggingu og kynntar tvær ólíkar aðferðir í málun. „Ég fer yfir hvernig litirnir verða til og hvernig þeir breytast eftir birtuskilyrðum og kynni litafræðilegar rannsóknir Impressionistana. Við

skoðum til dæmis hvernig virkni lita er mismunandi þegar er málað frá frá dökku yfir í ljóst og öfugt. Málað verður á raunsæjan máta eftir einfaldri uppstillingu og síðan myndefnið þróað í annarri útfærslu á frjálslegri hátt með sköfu,“ segir Anna. Þekking á litafræðinni og málun með olíu- og/eða akrýllitum er forkrafa fyrir hin námskeiðin þrjú sem Anna kennir: Andlit/ Portrett, Landslag og Málað með spaða. Það síðastnefnda tekur á aðferð sem Anna þekkir einna best og notar í eigin verkum. „Á þessu námskeiði er spaðatækni þjálfuð. Með slíkum vinnubrögðum er hægt að ná fram miklu lífi í liti og form og góð aðferð fyrir þá sem vilja vinna „spontant“ en líka þá sem vilja losa um nostursamleg vinnubrögð. Skissað verður með akrýlog olíupastellitum og gerðar grófar fyrirmyndir að stærri verkum og eins unnið beint á strigann, hratt

og með flæði,“ segir Anna. „Mestu skiptir að njóta ferilsins og þora að stíga skrefi lengra og gera mistök, af því lærum við mest. Þá höldum við áfram ferðalaginu og könnum ókunna akra og hvað í okkur býr. Ég leiði fólk í gegnum ferlið, þar sem eitt skref er tekið í einu, eiginlega eins og í jóga, og áður en það veit af er það komið í flóknar tækniæfingar. Þá er ekki annað hægt en að hugsa um það sem maður er að fást við á þeirri stundu og allt dæguramstur fýkur út í veður og vind,“ segir Anna. Öll námskeiðin eru fjögur kvöld, 4 klukkustundir í senn. Byrjendanámskeiðið, Olímálun fyrir byrjendur, hefst 26. september. Hin námskeiðin hefjast að því loknu og svo koll af kolli, þannig að þátttakakendum gefst kostur á að taka þau öllsömul í röð, sé áhugi á því.

Skrafað um skart og málma Skartgripagerðin alltaf vinsæl Harpa Kristjánsdóttir gull- og silfursmiður kennir hin feikivinsælu námskeið Silfursmíði og Víravirki hjá Endurmenntunarskólanum. „Langflestir sem sækja námskeiðin hafa áhuga á skartgripagerð,“ segir Harpa en á námskeiðinu læra þátttakendur að beita helstu verkfærum gull- og silfursmíðinnar og vinna með eldinn í mótun skartgripa. Þátttakendur smíða skartgripi eftir eigin hugmyndum. „Sumir nemendur koma aftur og aftur og eru orðnir ansi færir,“ segir Harpa sem hefur kennt silfursmíði í nokkur ár. „Þetta eru mjög skemmtilegar kvöldstundir og miklu skemmtilegra en að horfa á sjónvarpið. Þátttakendur eru að skoða hjá hver öðrum og kíkja á hvað hinir eru að gera. Hver og einn er að vinna að sínu verkefni og geng ég á milli og aðstoða. Yfirleitt ríkir mikil gleði og verið er að skiptast á skoðunum og að sjálfsögðu spjallað mikið um skart, silfur og málma. Ég segi alltaf að fyrir mig sé þetta eins og að vera í saumaklúbbi á launum,“ segir Harpa. Á námskeiðinu Víravirki er kennd gerð víravirkis allt frá undirbúningi efnis að fullunnu skarti. Þátttakendur fá sjálfir að spreyta sig á flestu sem viðkemur vinnu við gerð víravirkis, kveikja, snitta, vinna höfuðbeygjur, kornsetja, eldbera, pússa, pólera og ganga frá fullunnu víravirkisskarti. Þar að auki er fjallað um mismunandi tegundir þjóðbúningasilfurs og tímabil í íslenskri þjóðbúningagerð. „Það eru alltaf einhverjir sem koma til að búa til búningasilfur, en það

Silfursmíði Á námskeiðinu fá þáttakendur að vinna verk eftir eigin höfði undir leiðsögn Hörpu Kristjánsdóttur gull- og silfursmiðs.

hefur komið mér á óvart hvað margir eru bara að búa sér til skart úr víravirki, en það er alltaf fullt á þetta námskeið.“ Haldin eru þrjú námskeið í silfursmíði á haustönn Endurmenntunarskólans. Fyrsta námskeiðið hefst 5. september og stendur til 24. október. Kennt er einu sinni í viku. Námskeið í víravirki hefst 7. nóvember og er kennt tvisvar í viku.

Námskeið sem hitta í mark Hönnun og handverk

Tölvur og upplýsingatækni

Skipstjórn – vélstjórn

Málmur og tré

Andlit/portrett Fatabreytingar Ferilmöppugerð „portfolio“ Innanhússhönnun Landslagsmálun Málað með spaða Mósaíknámskeið Olíumálun/litafræði Saumanámskeið Silfursmíði Skissuteikning Skrautskrift Steinaslípun Taulitun og tauþrykk Teikning Tískuteikning Víravirki

App fyrir Android AutoCAD Bæklingagerð í InDesign Forritun í C# HTML5 og CSS3 Illustrator Kvikmyndanámskeið Lightroom myndvinnsla Listræn tískuljósmyndun Ljósmyndanámskeið Maya Photoshop Revit Architecture SketchUp þrívíddarteikning Tölvuleikjagerð í þrívídd

ARPA ratsjárnámskeið ECDIS Endurnýjun skipstjórnarréttinda Endurnýjun vélstjórnarréttinda GMDSS ROC og GOC Hásetafræðsla IMDG endurnýjun Skemmtibátanámskeið Smáskipanámskeið Smáskipavélavörður – vélgæsla SSO og CSO öryggisnámskeið

Bólstrun Eldsmíði Gítarsmíði Hannað og smíðað Húsgagnaviðgerðir Járnrennismíði Lesið í skóginn Málmsuða Trésmíði fyrir konur Útskurður í tré

Raftækni

Undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf í:

Greinaskrif og hugmyndavinna

GPS staðsetningartæki og rötun Reiðhjólaviðgerðir Veðurfræði og útivist

Hagnýt skrif Skapandi hugsun

Umhverfi og útivist

Arduino Rafeindatækni

Skráning og nánari upplýsingar: tskoli.is/namskeid | endurmenntun@tskoli.is | Sími 514 9602 facebook.com/endurmenntunarskolinn Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Rafvirkjun Rennismíði Vélvirkjun


S K Ó L A DA GA R

…sjónvarp

8 | amk… LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016

Akureyrarvaka í beinni

MEÐ HVERRI SELDRI DÚNÚLPU FYLGIR 3 . 0 0 0 K R . Á V Í S U N Á BA R N A F Ö T *

RÚV Gestir út um allt laugardagur klukkan 20.05. Bein útsending frá kvölddagskrá Akureyrarvöku sem fer fram í Gilinu á Akureyri. Margrét Blöndal, Felix Bergsson og hljómsveit hússins, undir stjórn Hjörleifs Arnars Jónssonar, munu taka á móti góðum gestum og vera í miklu stuði. Friðarvaka á kirkjutröppum Akureyrarkirkju hefst svo þegar líður á þáttinn en þá munu tröppurnar fyllast af fallegum kertum sem seld verða til styrktar Hetjunum, félagi langveikra barna.

ÍSLENSK HÖNNUN

Laugardagur 27.08.2016 rúv

100% Dúnúlpa 15.980 kr 1 - 10 ára LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS

30%

A F S L Á TT U R A F Ö LL U M BA R N A F A T N A Ð I

GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.

VERÐ FRÁ 87.900.BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið.

07.00 KrakkaRÚV 10.20 Jessie (26:26) e. 10.45 Áfram, konur! (3:3) e. 11.15 Matador (8:24) e. 12.35 Adele (Adele: Live at the BBC) e. 13.40 Fiskidagstónleikar á Dalvík e. 15.45 Sitthvað skrítið í náttúrunni e. 16.40 Saga af strák e. 17.05 Mótorsport (10:12) Þáttur um Íslandsmótin í rallý, torfæru og ýmsu öðru á fjórum hjólum. Dagskrárgerð: Bragi Þórðarson. 17.40 Táknmálsfréttir 17.50 KrakkaRÚV (93:300) 18.25 Heilabrot (5:10) 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Akureyrarvaka Samantekt frá Akureyrarvöku. Umsjón hefur Hilda Jana Gísladóttir. 20.05 Gestir út um allt Bein útsending frá kvölddagskrá Akureyrarvöku sem fram fer í Gilinu á Akureyri. 21.45 Emperor Mynd byggð á raunverulegum atburðum í lok seinni heimstyrjaldar. 23.30 Le Donk & Scor-zay-zee Gamanmynd um ungan mann, Rock Rodie eða Le Donk, sem hefur lifað tímana tvenna. 00.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

Sjónvarp símans 10:55 How I Met Your Mother (10:24) 11:20 Dr. Phil 12:40 The Tonight Show with Jimmy Fallon 14:40 Rachel Allen's Everyday Kitchen (6:13) 15:05 Chasing Life (7:21) 15:50 The Odd Couple (9:13) 16:15 The Office (26:27) 16:40 Playing House (10:10) 17:05 The Bachelor (8:15) 18:35 Everybody Loves Raymond (20:25) 19:00 King of Queens (6:25) 19:25 How I Met Your Mother (14:24)

19:50 Baskets (4:10) 20:15 My Life Without Me 22:05 Rescue Dawn Mögnuð mynd með Christian Bale í aðalhlutverki. 00:05 Rapture-Palooza Gamanmynd frá 2013 með Craig Robinson, John Francis Daley og Anna Kendrick í aðalhlutverkum. 01:35 Passengers Spennumynd með Anne Hathaway, Patrick Wilson og David Morse í aðalhlutverkum. 03:10 Hope Springs Skemmtileg og rómantísk mynd með Meryl Streep, Tommy Lee Jones og Steve Carell í aðalhlutverkum. 04:50 Pepsi MAX tónlist

Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:50 Íþróttir

Hringbraut 20:00 Lóa og lífið 20:30 Örlögin 21:00 Lífið og Herrahornið með Sigmundi Erni 21:30 Okkar fólk 22:00 Lífið og Kryddjurtir með Auði Rafns 22:30 Mannamál 23:00 Þjóðbraut á fimmtudegi

N4 16:30 Hvítir mávar (e) 17:30 Mótorhaus (e) 18:00 Íslendingasögur (e) 18:30 Að austan 19:00 Að Norðan Fimmtudagur 19:30 Föstudagsþáttur 20:30 Hundaráð (e) 21:00 Að vestan (e) 21:30 Hvítir mávar (e) 22:00 Að norðan Þriðjudagur 22:30 Mótorhaus (e) 23:00 Að austan Dagskrá N4 er endurtekin allan sólarhringinn um helgar.

Sunnudagur 28.08.2016 rúv 07.00 KrakkaRÚV 10.10 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónvarps (33:50) e. 10.25 Frumkvöðlakrakkarnir e. 11.20 Attenborough: Furðudýr í náttúrunni e. 11.45 Íslendingar (Ásmundur Sveinsson) e. 12.35 Áramótaskaup 2007 e. 13.20 Bækur og staðir (Davíðshús) 13.30 Sonny Rollins: Handan við nóturnar e. 14.30 Rafmögnuð Reykjavík e. 15.20 Uppruni tesins með Simon Reeve e. 16.15 Tíu milljarðar e. 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 KrakkaRÚV (94:300) 18.00 Stundin okkar (19:22) e. 18.25 Grænkeramatur (5:5) Spánýir grænmetis-matreiðsluþættir frá sænska sjónvarpinu. 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Keflavík í 50 ár (9:9) 20.30 Íslendingar (Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir) 21.30 Houdini (1:2) 23.05 Gullkálfar (1:6) e. 00.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

Sjónvarp símans 10:30 King of Queens (4:25) 10:55 How I Met Your Mother (12:24) 11:20 Dr. Phil 13:20 The Tonight Show with Jimmy Fallon 14:40 Royal Pains (2:13) 15:25 Parenthood (1:13) 16:10 Life In Pieces (4:22) 16:35 Grandfathered (4:22) 17:00 The Grinder (4:22) 17:25 Angel From Hell (10:13) 17:50 Top Chef (17:18) 18:35 Everybody Loves Raymond (21:25) 19:00 King of Queens (7:25) 19:25 How I Met Your Mother (15:24) 19:50 Rachel Allen's Everyday Kitchen (7:13) 20:15 Chasing Life (8:21)

Hringbraut 10:00 Þjóðbraut á sunnudegi 12:00 Örlögin (e) 12:30 Þjóðbraut á þriðjudegi (e) 13:00 Ritstjórarnir (e) 13:30 Þjóðbraut á mánudegi (e) 14:30 Okkar fólk (e) 15:00 Heimilið (e) 16:00 Lífið og Kryddjurtir með Auði Rafns (e) 16:30 Mannamál (e) 17:00 Þjóðbraut á miðvikudegi (e) 18:00 Lífið og Grillspaðinn (e) 18:30 Fólk með Sirrý (e) 19:00 Þjóðbraut á fimmtudegi (e) 20:00 Heimilið 21:00 Kokkasögur 21:30 Mannamál

N4 16:00 Vorsýning STEPS 18:00 Að norðan Þriðjudagur 18:30 Mótorhaus (e) 19:00 Íslendingasögur (e) 19:30 Að austan 20:00 Að Norðan Fimmtudagur 20:30 Föstudagsþáttur 21:30 Hundaráð (e) 22:00 Að norðan Dagskrá N4 er endurtekin allan sólarhringinn um helgar.

Hringbraut Þjóðbraut á sunnudegi, kl. 10. Sigurjón M. Egilsson er kominn yfir á Hringbraut og stjórnar spennandi umræðuþætti um málefni líðandi stundar, bæði á sjónvarpstöðinni Hringbraut og útvarpsstöðinni sem er á bylgjulengd 89,1.

SÍMI: 588 8900

Fréttatíminn.is

Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:50 Íþróttir

Þjóðbraut Sigurjóns

RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október.

WWW.TRANSATLANTIC.IS

21:00 Law & Order: Special Victims Unit (20:23) 21:45 American Gothic (8:13) 22:30 The Bastard Executioner (10:10) 23:15 Fargo (4:10) 00:00 Limitless (17:22) 00:45 Heroes Reborn (11:13) 01:30 Law & Order: Special Victims Unit (20:23) 02:15 American Gothic (8:13) 03:00 The Bastard Executioner (10:10) 03:45 Under the Dome (2:13) 04:30 The Late Late Show with James Corden 05:10 Pepsi MAX tónlist

Gott grín

Netflix That ´70s Show. Á Netflix má nálgast 8 þáttaraðir af þessum bráðskemmtilegu gamanþáttum sem voru gríðarlega vinsælir í kringum aldamótin. Þættirnir fjalla um hóp unglinga í Wisconsin í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum, sorgir þeirra, ástir og sigra. Með aðalhlutverk fara meðal annars Ashton Kutcher, Mila Kunis og Topher Grace.


…sjónvarp

9 | amk… LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016

Magnað að upplifa stemninguna í kringum Ófærð

Fyrir alla aðdáendur Adele

RÚV Adele: Live at the BBC laugardagur klukkan 12.35. Þáttur sem enginn aðdáandi söngkonunnar Adele ætti að missa af. Söngkonan flytur bæði gömul lög og ný, segir frá fortíð sinni og ferlinum ásamt því að slá á létta strengi með aðdáendum.

Uppáhalds sjónvarpsþættirnir Amk fékk Magnús Má Guðmundsson, borgarfulltrúa og frambjóðanda í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík, til að segja frá uppáhalds sjónvarpsþáttunum sínum.

West Wing Fyrir stjórnmálanördin eru þessir þættir meiriháttar veisla. Sjö seríur og þættirnir klukkustundarlangir. Blaðafulltrúinn C.J. Cregg og aðstoðarstarfsmannastjóri forsetans, Josh Lyman, eru í miklu uppáhaldi.

Forbrydelsen Þessir þættir eru alveg hreint frábærir og héldu mér límdum við sjónvarpsskjáinn á sunnudagskvöldum þegar þeir voru sýndir á RÚV. Lögreglukonan Sara Lund er með eftirminnilegri karakterum sem sést hafa í sjónvarpi. Norrænt sakamálastöff í heimsklassa.

Ófærð Það var magnað að upplifa stemninguna sem myndaðist í þjóðfélaginu í vetur þegar þættirnir voru sýndir. Menningarviðburður í sjónvarpi sem stóð í margar vikur. Íslenskir hæfileikar í bland við íslenskt umhverfi er öflug blanda. Ólafur Darri er frábær leikari og

Draugalegur spennutryllir

Stöð 2 The Gallows laugardagur klukka 23.40. Spennandi kvikmynd frá árinu 2015 sem segir frá nokkrum unglingum í framhaldsskóla sem ákveða að heiðra minningu nemanda sem féll frá á voveiflegan hátt 20 árum áður í miðri leiksýningu sem ber nafnið The Gallows. Til að minnast hans ákveða unglingarnir að setja leikritið upp aftur og eru á kafi í þeirri vinnu þegar þeim verður ljóst að eitthvað er ekki eins og það á að vera.

Hin ráðvillta Susanna

Netflix Girl, Interrupted. Virkilega vönduð og áhugaverð mynd með leikkonunum Angelina Jolie og Winona Ryder í aðalhlutverkum. Susanna hefur átt erfitt uppdráttar og er lögð inn á geðspítalann Claymore eftir að hún gerir tilraun til sjálfsmorðs. Spítalinn er fullur af áhugaverðum persónum sem Susanna kynnist smátt og smátt og áttar sig á að hún á meira sameiginlegt með þeim en hún hélt í fyrstu.

Innritun er hafin. Kynntu þér málin á vefnum okkar www.skatarnir.is

svo sýndi vinkona mín úr borgarmálunum, Ilmur Kristjánsdóttir, hvað hún er öflug leikkona í hlutverki lögreglukonunnar Hinriku. Seinfeld Tímalausir og í raun alltaf góðir. Það tók mig reyndar smá tíma að komast upp á lagið en þættirnir eru hamingjubomba. Hversdagslegir hlutir geta verið meinfyndnir. Stranger Things Nýir þættir sem ég mæli með. Við tókum okkur þrjú kvöld í að klára þá á Netflix. Ég er ekki mikið fyrir

að horfa á efni um eitthvað yfirnáttúrulegt og fríkað en það er eitthvað við þessa þætti. Umgjörð, tónlist og fleira í anda þess tíma sem þeir eiga að gerast.


…heilabrot

10 | amk… LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016

Sudoku miðlungs

Krossgátan 308

BLÓÐSUGA FYRIRGEFA

ÓBEIT

ATORKA

Í RÖÐ

SMÁTOTA

ELDSNEYTI

SLÉTTUR

KVÖLD

TIL FRAMBÚÐAR EFTIRMYND SÁLARKVÖL

mynd: Bff (CC By-SA 3.0)

FYRIRTÆKI

FUGLAHLJÓÐ ÓNEFNDUR

SAMSTÆÐA HELGIMYNDIR TÆPLEGA

FALLA

SPIL

TVEIR EINS

RÆKILEGAR GALDRAKVENDI PLANTA SKRAMBI

SMJAÐRA

ÆSKJA

GRAFA

HÓTUN

TULDUR

BUNDIÐ

GARÐI

BLAÐUR

HEIMTING

YNDIS

DÆLD

RABBA

Lausn síðustu krossgátu Allar gáturnar á netinu Allar krossgátur Fréttatímans frá upphafi er hægt að nálgast á vefnum krossgatur.gatur.net 307

MUNÚÐLÍFI

S G Æ L Á L Í F E I I M A A L U U R M T A A R L Í A A G R N A S

RÁNFUGL SÍÐASTI DAGUR

SLAPPUR VÆTTA

VÖMB

SKJÓLA

GUFUHREINSA

D J Ó M Ú P L V Í M I A K K R U Á K A F S Ó L U R I N N G G A U T O R T

EITURLYF

EKKI

MÁNUÐUR

L D J Ó S A S K R H E Y T G I N G BELTI

FJARSKIPTATÆKI

RAUP

KLASTUR

HÚÐPOKI

HLÝJA

STEINN

TÓNLEIKAR

YNDIS

GROBB

BRAK

BEYGÐU

KOSIÐ

MERKJA

SÁÐJÖRÐ BÓKSTAFUR

VERKUR OFFUR

MJÖG BUGA

BANI NÝR

ÆXLUNARKORN

TVEIR EINS

HÖRFA BOR

YFIRRÁÐ

AFSPURN

REIÐMAÐUR

EINSÖNGUR

ARÐA TÁL

EINS

FLJÓTFÆRNI

EYÐA

KLÓRA

K R A F S A BOÐAFÖLL

B R I M Í RÖÐ LISTAMAÐUR

K K KIPRA FRÆ

F R J Ó ÓSAMRÆMI

Ó

E A L L S I A T R T A S A K R Ð R Á Á B N A T V I I T A A F L M I A

FYRNSKA

SKRÁ RÉTT

ÓVILD

UMRÓT

GREMJAST STULDUR

BÓKSTAFUR

NÆR ÖLL GRÓÐI

VAÐA

KUNNA

KATTBJÖRN VEIÐI

UPPSPRETTUR SKÓLI

SVARA

LASLEIKI

L I N K A HÆÐ KAPPSEMI

Á K E F Ð SAMSTÆÐNA NASL

P O P P ÞEFA

N A S A

F A Ö R N S T I E N F G A L U J Ó L H Ó L L R N A A G H F F Á L E S T L I T P A R A I K R R F A R A G A N D A G Á T T S A U G A R R ÆM I N S A KLÆÐI

BEIN

ÁNA

KRYDD

ÞANGAÐ TIL

LÓÐ

HREINN

NÁÐHÚS

RISPA

KLÆÐALEYSI

TVEIR EINS

RÉTT

TVEIR EINS

AMBOÐ

PAPPÍRSBLAÐ

MÁLEINING

SNÍKILL

BÁTUR

VIÐLAG RÓMVERSK TALA

STÁTA

MATVANDUR

FISKUR

SKIN

FUGL

OF LÍTIÐ

GOSEFNI

Sudoku þung

SKARPSKYGGN

ÁRSTÍÐ

HEITI

ÁSTÆÐA

SAMTÖK

KRAFTUR

TALA

SÆGUR

KRASS

STEINTEGUND

JAFNINGUR

TORFÆRUR

VINNU

KRÆKJUR

SAMSKEYTI

FLEY STRUNS

ÓGRYNNI

SAMTALS

TÓNSTIGI

FJANDI

SEIÐI

ÁNA

SKÓLI

KATTARDÝR

ÓSKIPULAG

HÁTÍÐ

SLITRUR

BARNINGUR

SPERGILL

TÁLKNBLAÐ

FOR

AFKVÆMI

AFKLÆÐIST

Í RÖÐ

DYLJA

NÁLEGA

HEPPNI

MÁNUÐUR

ÁTT

HÆKKAR

KVK NAFN

FARFA ERTA

ÍÞRÓTTAFÉLAG

HLJÓMA

FAÐMUR

SELUR

BAÐ

FRÁ

KALLORÐ

TÆKI

VEGSAMA

VARKÁRNI

KÖLDUSÓTT

ÞYNNU

SPÍRA

ÁTT

FUGL

SANDEYRI

FÖNN

KRAKKI

SRI LANKA FERÐAÁÆTLUN 03. - 16. NÓVEMBER 2016

VIÐ GEFUM HJÓL!

Stórkostleg náttúra, einstakt mannlíf og forn menning. Kynnstu fjölbreyttu dýralífi í safaríferð um þjóðgarð eyjunnar en þar má m.a sjá fílahjarðir, hlébarða, krókódíla, buffala, apa, slöngur og einstakt fuglalíf.

AÐ VERÐMÆTI 114.900 KR

549.900.á mann í 2ja manna herbergi Innifalið í verði: Hálft fæði, flug, hótel, skattar, islenskur fararstjóri og allar ferðir m.a. Safarí ferð um Yala þjóðgarðinn

WWW.TRANSATLANTIC.IS

SÍMI: 588 8900

FACEBOOK.COM/KISSFMICELAND


Viðburðaríkur vetur framundan! Hnotubrjóturinn

VIÐ TÓNLIST TCHAIKOVSKYS

Velkomin!

ureyrar | Strandgötu 12 | Akureyri | 450 1000 | mak.is

ureyrar | Strandgötu 12 | Akureyri | 450 1000 | mak.is

0 | mak.is

0 | mak.is

Sala áskriftarkorta hefst 27. ágúst Tryggðu þér sæti í vetur!

Menningarfélag Akureyrar | Strandgötu 12 | Akureyri | 450 1000 | mak.is

Menningarfélag Akureyrar | Strandgötu 12 | Akureyri | 450 1000 | mak.is


Njóttu listar alla föstudaga og laugardaga

Lókal, alþjóðleg sviðslistahátíð fer fram í Reykjavík um helgina. Hægt er að nálgast upplýsingar um viðburði á lokal.is.

Fullyrðir að sambandinu sé lokið

Jennifer Lopez hætti með Casper Smart eftir að hann sveikst um að mæta á góðgerðarsamkomu.

Ungfrú Ísland fer fram í kvöld Ungfrú Ísland 2016 fer fram í kvöld í kvöld í Hörpu, en þar mun 21 stúlka keppa um titilinn eftirsótta. Stelpurnar hafa staðið í ströngu síðustu mánuði enda hafa stífar æfingar staðið yfir á ýmsum sviðum. Arna Ýr Jónsdóttir, Ungfrú Ísland 2015, hefur verið stúlkunum innan handar og miðlað reynslu sinni. En hún virtist glöð í vikunni þegar hún var á leið á næstsíðustu æfinguna fyrir keppnina. Árið er búið að vera viðburðaríkt hjá Örnu, en það verður eflaust kærkomið fyrir hana að afhenda nýrri stúlkunni kórónuna og halda á vit nýrra verkefna. Arna sýndi fylgjendum sínum á snapchat nokkra af kjólunum sem stúlkurnar munu klæðast í kvöld og óhætt er að segja að þar verði allt með hefðbundu sniði. Prinsessukjólar og pallíettur.

Ekki bara fegurð? Og talandi um fegurðarsamkeppni, þá styttist óðum í aðra slíka hér á landi. Miss Universe Iceland fer fram í Gamla bíói þann 12. september næstkomandi, en fegurðardrottningin Manúela Ósk Harðardóttur er ein af þeim sem sér um skipulagningu keppninnar. Sjálf fór hún út til að taka þátt í keppninni á sínum tíma, en varð að hætta við vegna veikinda. Undirbúningur keppninnar stendur nú sem hæst, en það verður fróðlegt að sjá hvort hún skeri sig frá Ungfrú Ísland keppninni á einhvern hátt. Sjálf hefur Manúela tekið fram að keppnin snúist að sjálfsögðu ekki bara um fegurð, en það á hin keppnin reyndar heldur ekki að gera.

REYKJAVÍK

FM104,5 AKUREYRI

FM102,5 ÍSAFJÖRÐUR

FM104,1

FACEBOOK.COM/KISSFMICELAND

Jennifer Lopez sleit sambandi sínu við leikarann Casper Smart af því hann sveikst um að mæta með henni á góðgerðarsamkomu fyrr í þessum mánuði. Lopez hafði gert Smart grein fyrir því að það væri mjög mikilvægt að hann kæmi með henni á þennan viðburð, en hann var líklegra ekki sammála henni um mikilvægi þess. Honum þótti allavega mikilvægara að fara með vinum sínum til Vegas að fylgjast með bardaga á milli Conor McGregor og Nate Diaz.

Lopez ku hafa orðið alveg brjáluð yfir þessari ákvörðun Smart og sleit sambandinu „á nóinu“. Þá var hann reyndar kominn til Vegas og hún í The Hamptons og uppsögnin skilaði sér ekki alveg strax. Hann virtist allavega ekki meðvitaður um það á bardaganum, þar sem hann sagði fólki sem hann hitti, að hann væri að fara að hitta kærustuna í New York daginn eftir. Eitthvað virðist Lopez þó hafa runnið reiðin og eru þau farin að tala saman

aftur, en bara sem vinir. Hún fullyrðir að sambandi þeirra sé lokið fyrir fullt og allt, en Smart er í afneitun hvað það varðar. Það að hann skyldi svíkja hana á góðgerðarsamkomunni var víst kornið sem fyllti mælinn í þeirra sambandi, að hennar mati. Parið fyrrverandi hefur reyndar hætt saman nokkrum sinnum svo það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.

Meðan allt lék í lyndi Lopez og Smart hafa hætt saman nokkrum sinnum áður, svo það er aldrei að vita hvað gerist í samskiptum þeirra.


MATARTÍMINN Laugardagur 27. ágúst 2016

Það er mjög sérstakt að fara í vinnuna inni á þessari lestarstöð og ganga hér um þegar allt er á fullu, þá líður manni dálítið eins og maður sé í miðju heimsins. -Gunnar Karl Gíslason, yfirkokkur á Agern á Grand Central lestarstöðinni í New York

ALLT AÐ GERAST Á HLEMMI Harpa Stefánsdóttir skilaði meistararitgerð sinni í hagnýtri menningarmiðlun á óhefðbundnu formi; sem matarbloggi. Á blogginu eru og verða uppskriftir að grænmetisréttum frá 196 löndum en tilgangur verkefnisins var að vekja athygli á baráttunni gegn verksmiðjubúskap og þeim ónáttúrulegu aðstæðum sem dýr í slíkum búskap lifa við.

Nota vett­ v anginn XXX til að tala um XXX hvað er að Mynd | Rut

Gísli Matthías á Mat og drykk verður með í matarmarkaðnum 16

BESTU STAÐIRNIR SAMKVÆMT GRAPEVINE Sami staður efstur 5. árið í röð

14

KVEÐJUVEISLA LÆKNISINS Í LUNDI Heilgrillaður grís ásamt ljúffengu ­Waldorf salati

18


2 MATARTÍMINN

LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 árs, ásamt konu sinni og tveimur yngstu börnunum, til borgarinnar til að undirbúa opnun staðarins. „Ég vissi svosem að það er snúið að opna veitingastað í Reykjavík, en það er barnaleikur miðað við að opna stað í þessari borg. Ég hefði aldrei trúað því hvað skriffinnskan og fundahöldin hafa tekið mikinn tíma og mikla orku. Á tímabili var ég eiginlega að gefast upp á þessu, vildi bara fara að komast í eldhúsið og fá að elda.“

Magnaður vinnustaður

Gunnar Karl Gunnarsson stökk af stað þegar tækifærið bauðst og lét drauminn um að stýra eldhúsi í New York rætast.

Gunnar á Grand Central Kokkurinn Gunnar Karl Gíslason tekur lestina beint í vinnuna. Það er ekki skrítið því að hann vinnur á einni frægustu lestarstöð í heimi, í miðri New York. Þar stýrir Gunnar nýjum veitingastað, Agern, sem vakið hefur þó nokkra athygli í þessari miklu matarborg. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

Á

venjulegum degi er talið að um 750 þúsund farþegar fari um Grand Central lestarstöð­ ina í New York. Stöðin er miðpunktur í samgöngukerfi borgarinnar og vinsæll viðkomu­ staður ferðamanna, enda glæsilegt mannvirki. Í einu horni stöðvarinnar, sem áður var niðurnítt, opnaði í mars síðastliðnum nýr háklassa veitingastaður sem heitir Agern. Hann er rekinn af Claus Meyer sem var einn stofnenda goðsagna­ kennda veitingahússins Noma í Kaupmannahöfn og stundum kall­ aður guðfaðir nýja norræna eld­ hússins. Sá matreiðsluskóli hefur fangað bragðlauka og ímyndunar­ afl mataráhugamanna víða um heim frá því í upphafi aldarinnar.

Agern hefur fengið góðar við­ tökur í annars blómlegri veitinga­ staðaflóru New York. Yfirkokk­ urinn á Agern er Gunnar Karl Gíslason, sem hefur á undan­ förnum árum komið ýmsum veitinga­stöðum í Reykjavík á legg, en er þó þekktastur fyrir Dill, sem þykir einn af bestu veitingastöð­ um Reykjavíkur. Gunnar kemur þó enn að rekstri staðanna sem hann hefur opnað á Íslandi, þrátt fyrir nýju ævintýrin vestanhafs.

Hráefnið lykilatriði

Á Agern vinna 65 manns undir stjórn Gunnars, en staðurinn ­tekur 70 gesti í sæti auk þess sem boðið er upp á lítið barsvæði. Gunnar segir að þrátt fyrir að áhugi á nýja norræna eldhúsinu sé mikill í New York sé Agern ekki hreinræktaður staður af þeim skóla. „Við leggjum áherslu á að allt hráefni komi til okkar frá innan

við 500 mílna radíus í kringum lestarstöðina. Þessu náum við, þó að það sé auðvitað nokkur óvissa um það hvar fiskurinn er nákvæm­ lega veiddur. Við leggjum líka mikla áherslu á lífræn hráefni og fylgjumst vel með hlutfalli þeirra og viljum alltaf gera betur,“ segir Gunnar. Gunnar Karl segir að p ­ lássið sem Agern leggur undir sig í lestar­ stöðinni sögufrægu hafi áður verið ónýtt. „Þarna var á árum áður Gentlemen’s Smoking Room, þegar enn mátti reykja innandyra og einhver raunveruleg bið var enn eftir lestum,“ segir Gunn­ ar. „Fyrir rúmu einu og hálfi ári, þegar ég skoðaði fyrst rýmið, voru þarna rottur og mýs og útigangs­ fólk. Mér þótti lygilegt að þarna, á þessari ótrúlegu lestarstöð á miðri Manhattan, væri þetta húsnæði að grotna niður.“ Gunnar Karl fluttist í upphafi

Okkar sívinsælu steikur frá kr. 3300,-

Gunnar segir að lestarstöðin sé frá­ bær staðsetning fyrir stað eins og Agern, en vinnan sem fylgt hefur opnuninni hefur verið rífleg. Hann mætir auðvitað með lestinni klukk­ an 9 á morgnana og fer heim upp úr miðnætti. „Það er mjög sérstakt að fara í vinnuna inni á þessari lest­ arstöð og ganga hér um þegar allt er á fullu, þá líður manni dálítið eins og maður sé í miðju heimsins. Það var líka mjög sérstakt þegar við vorum að vinna að opnun staðarins langt fram á nótt og mað­ ur kom út af staðnum í mannlausa lestar­stöðina, því henni er lokað vegna þrifa yfir blánóttina. Það var verulega skrítið.“ Eftir því sem rekstur staðarins kemst í fastari skorður bætist við starfsemina. Í fyrstu var aðeins um kvöldmat að ræða, síðan var hádegismatnum bætt við þegar fullum tökum á kvöldmatnum var náð og nú stendur fyrir dyrum að fara að bjóða upp á morgunmat líka. „Þetta heldur því bara áfram og er búið að vera ótrúlegt ævin­ týri. Þar sem ég bý, í Greenpoint, get ég horft yfir Manhattan og það er ennþá ótrúleg tilhugsun þegar ég út á svalir á kvöldin og horfi yfir borgina, að ég skuli stýra veitinga­ stað í þessari borg.“ Gunnar rifjar upp þegar hann fór í sína fyrstu kokkaferð til Bandaríkjanna, líklega árið 2003, ásamt Sigga Hall og fleiri íslensk­ um kokkum til að elda. Gunnar man vel eftir bílferðinni út á flug­ völl þegar halda átti heim á leið eftir vel heppnaða ferð. „Þá man ég að ég sagði við Sigga að ég væri alveg til í að prófa að búa og vinna í New York. Nú hefur sá draumur ræst svo um munar.“

Stóri dómur

Matarmenningin í New York er endalaust fjölbreytt og sam­ keppnin er hörð. Veitingastaðir í borginni eru eitthvað um 24 þús­ und talsins. Að fá umsögn í New York Times um veitingastaðinn sinn þykir mikið mál og á dögun­ um birtist loks dómur um Agern á síðum stórblaðsins. Dómurinn er jákvæður og Agern fær þar þrjár af fjórum stjörnum sem blaðið útdeilir. Agern er einn af aðeins 40 stöðum í þriggja stjörnu flokki blaðsins og algengt er að gagnrýnendur komi þrisvar til fjórum sinnum í heim­ sókn á staðinn áður en þeir prenta niðurstöðuna.

Dönsku umsvifin

Gamla Vínhúsið laugavegi 73 rvk og Vesturgötu 4 hf.

Danski matreiðslumaðurinn Claus Meyer og viðskiptafélagar hans verða sífellt umsvifameiri í matarmenningu New York borg­ ar. Auk Agern hafa þeir komið á fót stórum matarmarkaði, Great Northern Food Hall, inni á Grand Central. Þar er hægt að finna alls konar góðgæti á fjölbreyttum matarbásum. Meyer hefur líka komið á fót bakaríi í Williamsburg í Brooklyn og er að fara opna veitingastað

Miðpunktur

Grand Central lestarstöðin í New York er á miðri Manhattan eyju. Hún er risavaxin en þarna var fyrst lestarstöð árið 1871. Núver­ andi stöð var byggð á árunum 1903-1913. Þá varð hún stærsta lestarstöð veraldar, bæði hvað varðar fjölda lestarspora og stærð bygginga. Byggingin er heillandi og vel þess virði að heimsækja stöðina þótt maður ætli hvorki í lest eða á veitingastaðinn Agern. Í aðal­ salnum er hátt til lofts og vítt til veggja og blálitað loftið er skreytt myndum af stjörnumerkjum. Þarna hafa atriði í fjölmörg­ um kvikmyndum verið tekin upp og eftir að Sovétmenn skutu Spútnik á loft árið 1957 var reynt að slá á óöryggi bandarísku þjóðarinnar með því að stilla eld­ flaug upp í miðju rýminu. Eftir árásirnar á tvíburaturnana árið 2001 hefur risavaxinn banda­ rískur fáni hangið í aðalsalnum. Þetta tvennt segir meira en mörg orð um táknræna stöðu lestar­ stöðvarinnar í hugum New York búa og Bandaríkjamanna allra. „Dómur eins og þessi skiptir miklu máli,“ segir Gunnar. „Tvær fyrstu vikurnar eftir dóminn vor­ um við gjörsamlega á haus. Með þessu springur allt út, enda eru gagnrýnendur New York Times meðal þeirra mikilvægustu í heimi. Staðir standa og falla með þessum skrifum.“

Ákvörðunin kom í maganum

Þeir Gunnar og aðaleigandi staðar­ ins, Claus Meyer, kynntust fyrir rúmum áratug þegar Meyer kom til Íslands og bauð upp á sýni­ kennslu. „Við héldum alltaf smá sambandi en hann var auðvit­ að með fleiri kandidata í huga til að stýra staðnum. Á endanum ákvað hann samt að bjóða „litla Íslendingnum“ vinnuna,“ segir Gunnar og hlær. „Þetta er búið að vera ótrúlegt ævintýri. Ég er ánægður með að hafa stokkið á þetta og stjórnast af innsæinu. Svona ákvarðanir finnur maður oft ágætlega í maganum og mað­ ur verður að hlusta á hann. Það skemmtilega við þetta starf er að þú verður aldrei alveg tilbúinn, aldrei alveg fullkominn. Það er alltaf svigrúm til að bæta sig og það er sá partur af starfinu sem hefur alltaf heillað mig mest,“ segir Gunnar Karl Gíslason, sem nú þarf að fara að undirbúa sig og sína fyrir næstu gesti í stór­ borginni. í Greenpoint þar sem andrúms­ loftið verður afslappað. Jafnframt hefur Meyer komið að stofnun veitingastaða sem aðrir skandi­ navískir stjörnukokkar stýra í New York. Til stendur að rekstur Agern verði tengdur bakaríi Meyer í Williamsburg og það er draumur Gunnars Karls að þar geti kokk­ arnir í eldhúsinu hans fengið að reyna sig enn frekar, því þar pláss fyrir gesti í sætum. „Þarna langar mig að kokkarnir frá Agern geti komið og sett upp „pop­ -up“ veitingastað,“ segir Gunnar. „Hann yrði þá settur upp tvisvar í mánuði. Mig langar að auka með­ vitund kokkanna um veitinga­ rekstur. Þeir þurfa þá að undirbúa og plana allt og gera upp kvöldin sín. Það verður spennandi að þróa svona verkefni.“



4 MATARTÍMINN

LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016

Nota vettvanginn til að tala um hvað er að Eftirspurn eftir ódýru kjöti og dýraafurðum hefur ýtt undir aukinn verksmiðjubúskap á Íslandi.

Katrín Bessadóttir katrin@frettatiminn.is

H

arpa Stefánsdóttir skilaði meistararitgerð sinni í hagnýtri menningarmiðlun á óhefðbundnu formi; sem matarbloggi. Á blogginu eru og verða uppskriftir að grænmetisréttum frá 196 löndum en tilgangur verkefnisins var að vekja athygli á baráttunni gegn verksmiðjubúskap og þeim ónáttúrulegu aðstæðum sem dýr í slíkum búskap lifa við. „Þetta byrjaði í raun og veru fyrir rúmum áratug þegar ég bjó á Indlandi meðan maðurinn minn var í námi. Á þeim tímapunkti hafði mér aldrei dottið í hug að gerast grænmetisæta, ekkert var fjarri mér. En þegar við vorum þarna úti þá opnaðist fyrir mér nýr heimur af matarmenningu,“ segir Harpa.

Kjöt og fiskur lúxusvörur

Á Indlandi er grænmetismatur normið og uppistaðan í flestum réttum. „Grænmetismatur skipar

mjög stóran sess í matarmenningu Indverja, af efnahagslegum, menningarlegum og trúarlegum ástæðum. Þetta er svo ólíkt því sem við eigum að venjast hér. Á veitingastöðum er á matseðlunum, „vegs“ og svo „nonvegs“. Mér fannst það mjög merkilegt. Kjöt og fiskur þar er lúxusvarningur og grænmetið var alltaf í aðalhlutverki,“ segir Harpa og rifjar upp hvernig hún áleit grænmetisfæði einhæft og óspennandi og einungis snúast um ýkta hollustu; spelt og spínat í öll mál. „En þetta breyttist á þessu ári sem ég bjó á Indlandi, þá borðaði ég nær eingöngu grænmetisrétti, kynnist alls konar nýjum réttum og aðferðum og fjölbreytileikanum í grænmetisfæði. Þetta snerist ekki bara um hollustu. Þessi lífsreynsla varð til þess að ég hætti að borða kjöt.“

Réttir frá 196 löndum

Fljótlega eftir heimkomu fór Harpa að velta fyrir sér hvernig hún gæti miðlað áfram þekkingunni sem hún öðlaðist á Indlandi. „Mig langaði

að búa til matreiðslubók og safna saman alls kyns uppskriftum. Mig langaði að sýna hvað grænmetisfæði getur verið skemmtilegt og gekk með þá hugmynd í maganum í 10 ár. Þegar ég var að velja mér

Trier, Luxemborg og Mósel 3.–7. nóvember

lokaverkefni í hagnýtri menningarmiðlun datt mér að búa til þessa vefsíðu,“ segir Harpa sem kom þá í kjölfarið Eldhúsatlasnum á laggirnar, eldhusatlasinn.is. „Þetta er raunar matreiðslublogg þar sem ég finn og elda eina uppskrift eða grænmetisrétt frá 196 löndum frá öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna og svo ákvað ég að taka Palestínu, Tíbet og Vestur-Sahara inn líka. Nú eru komnar 30 uppskriftir frá 6 heimsálfum og 24 löndum. Ég reikna með að þetta taki um 5 ár,“ segir hún og bætir við að þetta geti þó raunar haldið endalaust áfram þar sem hún eigi í stökustu vandræðum með að velja milli uppskrifta og þannig geti margar uppskriftir verið frá sama landinu.

Vekur athygli á verksmiðjubúskap

Harpa stúderar uppskriftirnar gaumgæfilega, leggur mikið upp úr ljósmyndum og því að framsetningin sé aðlaðandi. „Hver uppskrift getur tekið ansi mikinn tíma. Það er mikil heimildavinna bak við hverja og eina og ég er lengi að finna og velja. Ég komst fljótlega að því að það er gott að leita ekki bara á ensku heldur nota google transla-

Vínsmökkun við Mósel Fimm daga ferð þar sem gist er í Trier. Skoðunarferðir og vínsmökkun. Flogið með Icelandair. Fararstjóri er Óskar Bjarnason. Verð frá 126.900.-

Sjá nánar www.ferdir.is Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar

Vesturvör 34, 200 Kópavogi, S: 511 1515 • outgoing@gjtravel.is • www.ferdir.is

te og leita á frummálinu. Markmiðið er að vera með sem flestar hefðbundnar uppskriftir og stundum tek ég klassískar uppskriftir og breyti í vegan uppskriftir.“ En þó að áherslan á síðunni sé á fallegum og girnilegum mat frá öllum heimshornum er markmið hennar æðra. „Tilgangurinn með öllum þessum gjörningi er að vekja athygli á mikilvægi þess að minnka kjötneyslu sem og neyslu á öðrum dýraafurðum í þágu dýravelferðar og umhverfisverndar. Það er drifkrafturinn bak við verkefnið þó að uppskriftirnar séu í forgrunni. Baráttan gegn verksmiðjubúskap er ástæða þess að ég fór af stað með verkefnið,“ segir Harpa og undirstrikar að verksmiðjubúskapur sé ekki síður vandamál hér á landi en annars staðar. „Mikil eftirspurn eftir ódýru kjöti og dýraafurðum hefur því miður ýtt undir aukinn verksmiðjubúskap á Íslandi. Við eigum það til að sjá búskap í svo rómantísku ljósi, hér er mjög algeng sjón að sjá dýr á beit á sumrin og það er kannski sú ímynd sem við höfum af ræktun dýra hér á landi. Verksmiðjubúskapur er okkur flestum hulinn enda fer hann nær eingöngu fram á bak við luktar dyr,“ segir

Tilgangurinn með öllum þessum gjörningi er að vekja athygli á mikilvægi þess að minnka kjötneyslu sem og neyslu á öðrum dýraafurðum í þágu dýravelferðar og umhverfisverndar.


fastus.is

HÁGÆÐA FAGVÖRUR Í FÍNA ELDHÚSIÐ ÞITT Verið velkomin í verslun okkar og skoðið úrvalið af áhöldum sem fagmenn, jafnt sem áhugamenn geta ekki án verið í góðu eldhúsi. Í nýrri vefverslun fastus.is er m.a. mikið úrval af alls kyns eldhúsvörum, sem unun er að vinna með!

MAUVIEL POTTAR OG PÖNNUR

BALLARINI GRANIT POTTAR OG PÖNNUR

YAXELL HNÍFAR FYRIR KRÖFUHARÐA KOKKA

Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is

Veit á vandaða lausn


6 MATARTÍMINN

LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016

Zhug frá Jemen

Vegan „smørrebrød“

2 búnt af fersku kóríander (stilkarnir líka) 4 – 6 græn chilialdin* 2 – 3 msk. ólífuolía 2 msk. sítrónusafi 1/2 tsk. cuminduft Tvö hvítlauksrif allt eftir smekk (ég notaði u.þ.b. teskeið)

Þið metið magnið eftir því hversu margir eru að fara að gæða sér á réttunum.

*Það má nota færri eða fleiri. Fræhreinsa eða ekki fræhreinsa. Allt eftir smekk.

Harpa og nefnir í því samhengi svínarækt, kjúklingarækt og eggjaframleiðslu sem öll fer nær eingöngu fram í verksmiðjubúskap.

Þetta er ekkert líf

„Í verksmiðjubúum lifa dýr við ónáttúrulegar aðstæður og það er í rauninni bara upp á síðkastið sem við erum að fá einhverja raunverulega innsýn inn í þetta. Dýrin geta ekki viðhaft eðlilegt atferli, það er engin náttúra, þau fara ekki á beit, þar enginn gróður, engin dagsbirta, ekkert ferskt loft, jafnvel ekki pláss til þess að hreyfa sig eða friður til að hvílast á nóttunni og dýrin vita raunar ekki hvort það er dagur eða nótt. Það er ekki hægt að hugsa sér ónáttúrulegra umhverfi fyrir dýr. Þarna er verið að fórna velferð dýra fyrir lægra vöruverð. Búrhænur eru innilokaðar í búrum alla ævi, með gervidagsbirtu eru þær plataðar til að verpa allt að þrivsvar á

dag. Venjuleg hæna verpir bara einu sinni á dag. Þær þekkja ekki mun og dag og nótt, það er bara kveikt og slökkt. Þær þekkja ekki veður eða vinda eða árstíðaskipti, þetta er ekkert líf.“

Umræðan skiptir máli

Í rannsóknarvinnunni fyrir meistaraverkefnið opnuðust augu Hörpu fyrir þessum raunveruleika upp á gátt. „Ég hafði alltaf forðast umfjöllun um verksmiðjubúskap, mér fannst hún óþægileg. Það vill þetta enginn!“ Þó að Harpa noti dýraafurðir í sumar uppskriftanna notar hún tækifærið til þess að opna umræðuna um vandann. „Þegar ég fór að skoða þetta almennilega kynnti ég mér til dæmis landnámshænur og við tókum landnámshænur í fóstur í Þykkvabænum. Þær eru frjálsar eins og þær vilja, fara inn þegar veðrið er vont og eins og náttúran ætlaði verpa þær einu sinni á

dag. Ég legg mikla áherslu í uppskriftunum sem eru með eggjum að nota egg frá hænum sem fá að ganga frjálsar.“ Í uppskriftum sem innihalda mjólkurafurðir er sama uppi á teningnum, Harpa vekur athygli á aðbúnaði kúa og talar um mjólkuriðnaðinn og þá siðferðislegu klemmu sem notkun dýraafurða setur fólk í. „Áhrifa verksmiðjubúskapar gætir einnig hjá kúabændum. Ég hef að minnsta kosti tvö staðfest dæmi um stór kúabú þar sem kýrnar fá ekki að fara út og njóta sumarbeitar.“ Markhópur síðunnar er ekki endilega bara grænmetisætur heldur allir sem vilja láta sig málefnið varða. „Síðan er fyrir fólk sem er forvitið og er að stíga sín fyrstu skref í áttina að því að minnka notkun dýraafurða, þessi umræða skiptir máli. Ég nota vettvanginn til að tala um hvað er að.“

SRI LANKA FERÐAÁÆTLUN 03. - 16. NÓVEMBER 2016

Stórkostleg náttúra, einstakt mannlíf og forn menning. Kynnstu fjölbreyttu dýralífi í safaríferð um þjóðgarð eyjunnar en þar má m.a sjá fílahjarðir, hlébarða, krókódíla, buffala, apa, slöngur og einstakt fuglalíf.

549.900.á mann í 2ja manna herbergi Innifalið í verði: Hálft fæði, flug, hótel, skattar, islenskur fararstjóri og allar ferðir m.a. Safarí ferð um Yala þjóðgarðinn

WWW.TRANSATLANTIC.IS

4. - 15. október

Albanía

Hin fagra og forna Albanía.

Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð.

Verð 344.900 per mann i 2ja manna herbergi

Innifalið. Flug hótel í London, hótel m/hálfu fæði í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á.

Upplýsingar í síma 588 8900

SÍMI: 588 8900

Saxið innihaldsefnin gróflega og setjið svo í matvinnsluvél eða blandara. Athugið að kóríanderstilkarnir fara með. Blandið vel svo úr verði fíngert mauk. Bætið við örlitlu vatni ef þarf. Bara einni teskeið í einu svo maukið verði ekki of þunnt. Smakkið til með salti, sítrónusafa, hvítlauk og cumin.

Gado Gado Fyrir 4 200 g ferskt tófú (alltaf til í Álfheimabúðinni) 6 kartöflur 4 egg (frá hænum sem fá að njóta útiveru og lifa lífinu lifandi) 200 g strengjabaunir (ég mæli með íslensku strengjabaununum frá Kinn) 150 g hvítkál 150 g bok choi (ég mæli með íslensku Bok Choi frá Kinn) 200 g baunaspírur ferskt kóríander, grænt chili eftir smekk muldar salthnetur (má sleppa) Byrjið á því að pressa vatnið úr tófúinu. Það er auðveldast að skera það í sneiðar, setja í sigti og hella heitu saltvatni yfir. Því næst er tófúið lagt inn í hreint viskustykki og pressað niður, til dæmis með trébretti og potti, í að minnsta kosti 20 mínútur. Sjóðið kartöflur og egg. Skerið hvítkálið smátt og setjið í sjóðandi saltað vatn í u.þ.b. 30 sekúndur. Setjið í sigti og skolið með köldu vatni. Skolið baunaspírurnar vel og leyfið þeim að þorna. Snyrtið strengjabaunirnar og sjóðið í söltuðu vatni í u.þ.b. 3 mínútur. Setjið til hliðar og leyfið þeim að kólna. Steikið tófúið þar til það verður stökkt og gullinbrúnt. Kryddið eftir smekk. (Ég saltaði það bara og setti smá cayenne pipar). Skrælið kartöflurnar og skerið í bita. Skerið soðnu eggin í tvennt. Raðið innihaldsefnunum fallega saman og berið fram með hnetudressingunni. Það er mjög gott að bæta við fersku kóríander, fersku grænu chili og muldum salthnetum.

Hnetudressingin 1 hvítlauksgeiri 2-3 tsk. af hrásykri 130 g gróft ósætt hnetusmjör 1-2 græn chili 2 límóna (safinn) 1 msk. tamarind mauk 1 ½ msk. sojasósa Setjið öll innihaldsefnin í blandara og blandið þar til dressingin er orðin silkimjúk. Ég notaði 3 tsk. af sykri en þá má alveg nota meira. Ef þið notið ekki sykur myndi ég mæla með því að minnka limesafann. Smakkið dressinguna til með chili, lime og sojasósu eftir smekk. Ef hún verður of þykk þá er best að bæta við örlitlu vatni.

„Kartoffelmad“ gott rúgbrauð eða súrdeigsbrauð kartöflur ólífuolía, vegan majónes eða vegan viðbit að eigin vali (& ef til vill Dijon sinnep) radísur laukur vætukarsi, salat, spínat eða steinselja hveiti salt og pipar Sjóðið kartöflur og leyfið þeim að kólna alveg. Skrælið kartöflurnar og skerið í frekar þunnar sneiðar. Skerið laukinn í þunnar sneiðar, þekjið vandlega með hveiti og kryddið með salti og pipar. Setjið laukinn í sigti og hristið allt auka hveiti af. Steikið laukinn í mikilli olíu þar til hann verður gullinbrúnn og stökkur. Setjið hann beint af pönnunni á eldhúspappír. Skerið radísur í þunnar sneiðar. Smyrjið brauðið, raðið álegginu fallega á það, kryddið með salti & pipar og dreypið ólífuolíu yfir. Einnig er gott að setja vegan majónes ofan á brauðið. Skreytið með vætukarsa eða steinselju… eða einhverju grænu að eigin vali. Ég fann hvergi vætukarsa þannig að ég skar spínat í þunnar ræmur og stráði yfir. Ef þið notið súrdeigsbrauð er best að rista það vel, smyrja það með Dijon sinnepi og dreypa á það ólífuolíu. Dreypið einnig ólífuolíu yfir kartöflurnar. Svo þarf að bera það fram strax. Ef þið notið rúgbrauð er betra að smyrja með einhverju vegan viðbiti (t.d. vegan smjöri eða tahini).

„Frikadeller“ gott rúgbrauð lítil grænmetisbuff (ég notaði Anamma basilbollur sem fást í Hagkaup) tahini eða annað vegan viðbit radísur graslaukur spínat eða annað salat súrsaðar rauðrófur eða gúrkur salt og pipar Brúnið grænmetisbuffin á pönnu og leyfið þeim svo að kólna. Skerið radísur í þunnar sneiðar og fínsaxið graslaukinn. Smyrjið brauðið og raðið á það spínati/salati, grænmetisbuffum, radísum og súrsuðum rauðrófum eða gúrkum. Stráið graslauknum yfir. Kryddið með salti & pipar.

„Leverpastej“ gott rúgbrauð jurtakæfa (ég notaði frá Tartex) sveppir olía til steikingar súrsaður rauðlaukur ferskt dill salt og pipar Steikið sveppi á pönnu, kryddið þá með salti & pipar og leyfið þeim að kólna. Smyrjið brauðið með jurtakæfu. Raðið sveppum, súrsuðum rauðlauk og dilli fallega á brauðið. Kryddið með salti og pipar.

„Leverpastej“ II gott rúgbrauð jurtakæfa (ég notaði frá Tartex) súrsaðar rauðrófur súrsaðar gúrkur ferskt dill salt og pipar Hér þarf nú í raun engar leiðbeiningar. Það þarf bara að smyrja brauðið með jurtakæfu og raða álegginu fallega ofan á.


r á t i f f a K í u t Kík Hver einasta kaffibaun og ferðalag hennar í bollann skiptir máli. Hjá Kaffitári verkum við kaffið af þekkingu og berum fram með alúð.

Bankastræti • Borgartúni • Kringlunni • Smáralind • Reykjanesbæ • Safnahúsinu • Þjóðminjasafni • Kruðerí


8 MATARTÍMINN

LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016

Geggjaður bjór og ferskt sjávarfang Bjórinn brátt fáanlegur í Vínbúðum.

Unnið í samstarfi við Bryggjuna Brugghús

B

ryggjan Brugghús hefur á stuttum tíma stimplað sig rækilega inn sem eftirsóttur staður fyrir bjórunnendur og aðra sælkera. Staðurinn er fyrst og fremst brugghús og bístróveitingastaður með áherslu á sjávarfang. Elvar Ingimarsson er markaðsstjóri Bryggjunnar Brugghúss. „Við erum að brugga 5 tegundir að geggjuðum bjór; lager, redale, paleale, IPA og hveitibjór. Við erum með tvo bruggara í vinnu sem brugga allan daginn,“ segir Elvar. Bjórinn hefur fengið góðar viðtökur, raunar svo góðar að innan skamms verður hægt að fá hann í Vínbúðum. „Við erum að láta setja hann á dósir, hann verður fáanlegur eftir um tvo mánuði.“ Á Bryggjunni Brugghúsi er salur sem tekur um 100 manns þægilega í sæti, þar er orðið vinsælt að halda hvers kyns veislur, fyrirtæki nýta hann fyrir árshátíðir og einstaklingar fyrir afmæli og brúðkaupsveislur. „Svo erum við með bjórkynningar, þá kemur fólk í bjórsmakk og tekur rúnt um brugghúsið með bruggmeisturunum. Svo er líka hægt að koma í

Lostæti Bjórsoðin bláskel. Myndir | Rut

bjórskóla. Hann er um 90 mínútna langur, bruggararnir sýna bruggferlið á breiðtjaldi og fólk fær að smakka alla bjórana og getur drukkið allan þann bjór sem það vill.“ Reglulega eru svo alls kyns uppákomur, tónleikar og fleira til. Ekki má gleyma taco-þriðjudeginum eða „taco-tuesday“ sem margir sækja vikulega. Um þessar mundir eru framkvæmdir í gangi við Brugghúsið. „Við erum að stækka staðinn, smíða bryggju hérna fyrir utan þar sem fólk getur setið í sólinni með bjórsoðinn krækling og bjór eða hvítvínsglas,“ segir Elvar. Eins og áður sagði er lögð áhersla á ferskt sjávarfang og það nýjasta á matseðlinum eru ferskar rækjur í skel sem fólk pillar sjálft og hefur rétturinn slegið í gegn að, sögn Elvars, og er kominn til að vera. Að sjálfsögðu eru hefðbundnari réttir á seðlinum; borgarar, steikur, humar og vitanlega barnamatseðill. Í bígerð er bjórklúbbur sem bjóráhugamenn eiga eflaust eftir að fagna. „Fólk fær rafrænt kort og getur skráð sig þannig í klúbbinn. Þá er bjórinn á góðu verði og meðlimir fá að koma og smakka nýja bjóra þegar þeir koma úr brugghúsinu.“

Á Bryggjunni Brugghúsi er salur sem tekur um 100 manns þægilega í sæti, þar er orðið vinsælt að halda hvers kyns veislur, fyrirtæki nýta hann fyrir árshátíðir og einstaklingar fyrir afmæli og brúðkaupsveislur. Elvar Ingimarsson Markaðsstjóri Bryggjunnar Brugghúss

Margrét Ríkharðsdóttir yfirkokkur.

Girnilegt Stökkur þorskur og franskar.


MATARTÍMINN 9

LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016

Lystisemdir Frú Laugu í Listasafninu Góðgæti af Laugalæknum í Hafnarhúsinu.

Unnið í samstarfi við Frú Laugu

Á

Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi, Tryggvagötu 17, er nú hægt að setjast niður og gæða sér á góðgæti beint frá Frú Laugu; á Kaffiog matstofu Frú Laugu. „Staðurinn er í rauninni beint framhald af búðinni okkar. Við erum að nýta góðu vörurnar og afurðirnar okkar sem við erum með í Frú Laugu í létta, næringarríka og gómsæta rétti,“ segir Rakel Halldórsdóttir, eigandi Frú Laugu. „Við erum alltaf með súpu og brúskettur þar sem við notum lífrænu ólífuolíuna okkar og ekta mozzarellaost eða ricotta sem við flytjum inn, mozzarella di bufala eða ricotta di bufala. Svo erum við með einstaklega góða tómata sem fást í búðinni og einnig tómata sem við ræktum sjálf í gróðurhúsinu í Laugardalnum,“ segir Rakel en Frú Lauga er í samstarfsverkefni með Grasagarðinum í Reykjavík og inn í það tvinnast fræðsla til grunnskólabarna um ræktun. „Í fyrrahaust kom allur fjórði bekkur í hverfisskólanum í heimsókn, skoðaði ræktunina og fékk að tína af trjánum. Krakkarnir voru mjög áhugasamir og ánægðir og þetta er eitthvað sem við munum væntanlega endurtaka í haust.“

Bulsur og bjór

Fleiri léttir réttir eru í boði í Kaffiog matstofunni en úrvalið fer eftir því hvaða hráefni er í boði hverju sinni í búðinni. „Ef við erum með sítrónur í búðinni bjóðum við til dæmis upp á sítrónuböku og gerum pestó úr þeim jurtum sem eru ferskar hjá okkur hverju sinni.“ Eins og nafnið gefur til kynna er kaffi á boðstólum, ítalskt og sérinnflutt, og einnig er hægt að gæða sér á sætum bitum og konfekti. „Svo erum við með ítalskan bjór, Baladin, sem enginn annar er með á Íslandi, og lífræna húsvínið okkar er frá sikileyska framleiðandanum Valdibella, sama framleiðanda og gerir ólífuolíuna okkar góðu sem fylla má á flöskur að heiman í verslun Frú Laugu.“ Á fimmtudagskvöldum er opið til klukkan 22 á Kaffi og matstofunni og annað hvert fimmtudagskvöld í vetur verður boðið upp á viðburði. „Næsta fimmtudag, 1. september, verðum við til dæmis með bulsur og bjór, bulsurnar frá Svavari Pétri og Berglindi í Havaríi með sinnepi og súrkáli og bjór með,“ segir Rakel. Opið er lengur í Listasafninu á fimmtudagskvöldum og þá er hægt að njóta listarinnar og þeirra viðburða sem eru á vegum

Kaffi- og matstofa Frú Laugu Staðurinn er beint framhald af Frú Laugu. „Við erum að nýta góðu vörurnar og afurðirnar okkar sem við erum með í Frú Laugu í létta, næringarríka og gómsæta rétti,“ segir Rakel Halldórsdóttir í Frú Laugu. Mynd | Rut

Listasafnsins og líta svo við á kaffistofunni og gæða sér á góðu víni og ostabakka.

Íslenskar kantalópur

Nú er uppskerutími sem þýðir að Frú Lauga er stútfull af íslenskri uppskeru, rótargrænmeti, aðalbláberjum og jafnvel sólberjum. Ræktun á íslensku hráefni er einnig í blóma og eru íslenskir garðyrkjubændur óhræddir við að fara ótroðnar slóðir ásamt því að rækta það sem er hefðbundnara. „Við höfum verið með mjög góðar íslenskar strengjabaunir, sellerí, blómkál, spergilkál, vorlauk svo eitthvað sé nefnt. Einnig fengum við um daginn melónur frá Engi í Laugarási, stórar, flottar og safaríkar kantalópur. Þær eru alls ekki síðri en þær sem koma frá sólríkum löndum svo það er sannarlega ýmislegt hægt að gera,“ segir Rakel. „Svo erum við að fá sendingu frá Ítalíu með lífrænum ferskjum, apríkósum, nektarínum, vínberjum, einstaklega góða ítalska hvítlauknum og fleiru. Þá fara vinsælu lífrænu eplin frá Englandi alveg að detta í hús.“

Hafnarhúsið Opið er lengur í Listasafninu á fimmtudagskvöldum og þá er hægt að njóta listarinnar og þeirra viðburða sem eru á vegum Listasafnsins og líta svo við á kaffistofunni og gæða sér á góðu víni og ostabakka. Mynd | Rut


10 MATARTÍMINN

LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016

Útverðir íslensks landbúnaðar

Kjaftæði, aðgangsharður krummi og samtal um íslensku sveitina. Unnið í samstarfi við Erpsstaði

H

róður Kjaftæðis, íssins frá Rjómabúinu á Erpsstöðum, hefur borist víða um heim en tilurð hans er nánast hendingu háð. Sumir myndu jafnvel segja að örlögin hafi gripið inn í. Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir höfðu verið bændur á Erpsstöðum í um 10 ár þegar miklar sviptingar í íslenskum landbúnaði urðu til þess að þau þurftu að taka ákvörðun um framtíð sína sem bændur. Hjónin koma bæði úr sveit og voru ekki tilbúin til þess að flytja á malbikið og gefa landbúnaðinn upp á bátinn. „Við sáum að við þurftum að gera eitthvað. En við vildum vera í sveitinni og vinna við landbúnað. Við tókum því ákvörðun árið 2006 að byggja nýtt fjós,“ segir Þorgrímur sem er menntaður mjólkurfræðingur og því hæg heimatökin þegar hjónin ákváðu að þróa eigin afurðir úr mjólkinni.

Útverðir íslensks landbúnaðar

En á Erpsstöðum er gert fleira en að mjólka kýr og búa til ís og osta. Ferðaþjónustan, sem að einhverju leyti hverfist um afurðirnar, hefur vaxið og dafnað síðustu ár. „Okkur langaði að prófa þetta, að fara út í ferðaþjónustuna. Aðallega til þess

Dýralíf Skepnurnar una sér vel á Erpsstöðum.

Blómleg framleiðsla Gestum á Erpsstöðum gefst tækifæri til að fylgjast með framleiðslu afurða.

að veita ferðamönnum tækifæri til þess að komast í návígi við íslenskan landbúnað, hitta bændur og geta átt við okkur samtal um það hvernig lífið er í íslenskri sveit. Það var raunar okkar helsta hvatning með þessu. Að vera útvörður íslensks landbúnaðar hér á Íslandi gagnvart erlendum ferðamönnum og Íslendingum sem hafa ekki miklar taugar eða tengingar við íslenska sveit en langar að fræðast,“ segir Þorgrímur og bætir við að gestir ráði og beri ábyrgð á sinni heimsókn. Þeir þurfi að ákveða hvað þeir vilji fá út úr heimsókninni. „Vilja þeir

tala við okkur eða bara vera í friði og ró.“

Flóki aðgangsharður

Dýralífið er blómlegt á Erpsstöðum og margir sem koma eingöngu til þess að komast í snertingu við húsdýrin sem vappa frjálslega um svæðið. Kisa sem gjarnan vill láta klappa sér; fær að launum að lepja dreggjarnar úr ísskálunum, voffi sem þreytist ekki á að fylgja gestum í hlað, grísirnir sem liggja makindalega í stíunni og hænurnar sem kæra sig kollótta þótt heimalningurinn Flóki sé að þvælast fyrir

þeim. Flóki er reyndar ekki lamb heldur hrafn sem hefur gert sig heimakominn á Erpsstöðum og er ekkert að sýna á sér neitt fararsnið. „Hann kom sem lítill ungi í vor og við höfum fóstrað hann, með misjöfnum árangri. Hann er ansi uppátækjasamur og aðgangsharður. En ef maður stendur hann að verki og nær að skamma hann þá nær maður til hans og hann sér að sér,“ segir Þorgrímur sem fagnar að sjálfsögðu fjölbreyttu dýralífinu á Erpsstöðum.

Rabarbaraísinn slær í gegn

En það er vissulega ísinn sem laðar að og útlendingar koma margir inn í búðina og spyrja hvort það sé hér sem frægi ísinn er, „The Bullshit“. Fjölmargar bragðtegundir hafa verið prófaðar á ísinn og þessa dagana er rabarbaraísinn að slá í gegn meðal útlendinga sem eru stórhrifnir en Íslendingar síður; enda rabarbari ef til vill álitinn heldur hversdagslegt

hráefni hér á landi. Jarðarberjaísinn er líka að gera góða hluti. „Við hófum samstarf við jarðarberjabændur í Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum og fórum í kjölfarið að gera jarðarberjaís sem hefur slegið í gegn. Útlendingarnir eru dálítið „skeptískir“ á hann enda vanir skærrauðum jarðarberjaís en við notum engin aukaefni eða litarefni svo ísinn fær fölbeikan lit,“ segir Þorgrímur sem merkir greinilegan mun á smekk Íslendinga og erlendra á ísnum. Yfir sumarmánuðina er opið allan daginn á Erpsstöðum en þegar ekki er „high season“ er opið eftir samkomulagi og alltaf hægt að hringja á undan sér og athuga hvort hjónin séu laus í leiðsögn eða spjall. Vörurnar frá Erpsstöðum eru fáanlegar í Frú Laugu og bændamarkaðnum Ljómalind í Borgarnesi sem opinn er allan ársins hring.

Flestir sólgnir í lambakjöt með bernaise

Salatbarinn í Faxafeni fagnar 20 ára afmæli á þessu ári og hefur orð á sér fyrir að vera eitt besta hlaðborðið í bænum. Hlaðborðið nýtur mikilla vinsælda en þar er að finna staðgóðan heimilismat, sem öllum líkar, á hagstæðu verði. Unnið í samstarfi við Salatbarinn

S

alatbarinn býður daglega upp á heita rétti, salat, ferskan fisk, kjúklingarétti, pastarétti, heimalagðar súpur, grænmeti, brauð og heilmargt fleira. Fastagestir staðarins eru margir og flestir á fimmtudögum og föstudögum þegar lambalæri með bernaise sósu er á boðstólum, sem er vinsælasti réttur Salatbarsins. Langflestir sem sækja staðinn koma þangað í hádegishléinu til að fá vel útilátinn og heitan mat í hádeginu, en staðurinn er einnig tilvalinn kvöldverðarstaður fyrir fjölskyldur þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Salatbarinn býður einnig upp á það að velja mat í bakka sem „take-away“, sem er tilvalið fyrir þá Sívinsæll Salatbar Á Salatbarnum er daglega boðið upp á heita rétta, salat, ferskan fisk, kjúklingarétti, pastarétti og súpur en á fimmtudögum og föstudögum er lambalæri með bernaise á boðstólum. Mynd | Rut sem hafa ekki tök á því að elda kvöldmat eða geta ekki borðað hádegismatinn á staðnum. Verðið er afar hagstætt, salatbar hlaðborð þar Ánægðir viðskiptavinir: sem heitur matur er birtur á heimasíðMjög góður t innifalinn kostar unni salatbarinn. sileg læ G matur og flottur 2090 krónur á is og á Facebook Athugasemdir frá ánægðum t ll a g o l a staður heimilislegur v r ú mann, súpa- salat Salatbarsins. viðskiptavinum Salatbarsins á t síðu k rs fe , og kósý, við eigum sko tt og brauð hlaðborð Á Facebook Facebook síðu staðarins. æ s góm eftir að koma aftur til kostar 1690 krónur á síðunni er jafnStjörnugjöf: 4.2 af 5 mögulegum. ! tt o g og mann, súpa og brauð framt hægt að ykkar :) hlaðborð kostar 1350 lesa athugasemdir krónur á mann og „takefrá gestum staðarins -away“ hlaðborð er á 1960 sem keppast við að hrósa krónur á mann. Verð fyrir börnin honum fyrir góðan mat, hagstætt er það sama fyrir öll hlaðborðin, verð og góða þjónustu. Mesti 990 krónur fyrir börn á aldrinum annatíminn er í hádeginu en stað5 til 10 ára og 500 krónur fyrir urinn er opin frá klukkan 11.30 til börn 3 til 4 ára. Boðið er upp á 20 á kvöldin heita rétti daglega, ferskan fisk, alla virka daga og milli klukkan kjúkling. Matseðill dagsins er 11.30 til 15.00 um helgar.

Dæmi um matseðil dagsins: Matseðill dagsins Hlaðborð frá 11.30-20.00 Fimmtudagur 25.08.16 Lambalæri bearnaise Brúnaðar kartöflur Pönnusteiktur fiskur Kjúklingur í súrsætri sósu Kartöflugratín Rjómapasta með grænmeti Sætar kartöflur og rótargrænmeti Brokkolísúpa og mexico kjúklingasúpa Salatbar, nýbökuð brauð og pestó

Salatbarinn er uppáhaldsstaðurinn minn, hann er neytendavænn, fer vel í maga og tekur ekki fúlgur úr buddunni.


MATARTÍMINN 11

LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016

Góður matur í góðu umhverfi

Bergsson Mathús og Bergsson RE eru vinsælir morgun- og hádegisverðarstaðir, þekktir fyrir einfaldan, hollan og góðan mat en ekki síst þægilegt andrúmsloft. Unnið í samstarfi við Bergsson Mathús

Einfaldur, hægur, nærandi og bragðgóður

S

Bergsson Mathús er opið frá klukkan 7 til 21 alla virka daga, en til klukkan 5 um helgar. Bergsson RE er opinn á virkum dögum frá klukkan 9 til 16 en lokað er um helgar. Upplýsingar um matseðil dagsins er að finna á Facebook síðu staðanna.

taðirnir eru fallega innréttaðir á afslappaðan máta í þeim tilgangi að láta fólki líða vel á meðan það nýtur góðs matar og félagsskapar. September mánuður verður tileinkaður heilsunni og mun Bergsson RE, í samstarfi við Siggu Völu sem áður var á Manni Lifandi, opna morgunbar með grautum, drykkjum og skotum sem hægt er að grípa með sér. „Einfaldur. Hægur. Nærandi. Bragðgóður. Árstíðabundinn. Beint frá bónda. Eldaður af ástríðu. Úr góðu hráefni. Sem þú borðar aftur & aftur. Í góðum félagsskap. Það er okkar matur.“ Þessi orð mæta gestum Bergson Mathús við Templarasund og segja allt sem segja þarf um þann metnað og umhyggju sem lögð er í allt á staðnum, frá innréttingum, framkomu starfsfólks til hins einstaklega ljúffenga matar sem þar er borinn á borð. Staðurinn er vinsæll morgunverðarstaður og opnar klukkan sjö á morgnana. Mathús er það orð sem eigandi staðarins, Þórir Bergsson matreiðslumeistari, telur lýsa best þeirri tegund veitingastaðar sem staðurinn er. Orðið bjó hann til þegar hann stofnaði Bergsson Mathús, það hefur náð fótfestu og er víða notað í dag. „Mathús hefur fest sig í sessi sem staður þar sem hægt er að fá einfaldan, hollan og góðan mat á skyndibitatíma. Þjónað er til borð en jafnframt lagt upp úr því að fólk þurfi ekki að bíða lengi eftir matnum,“ segir Þórir. Áhersla er lögð á gæði og vellíðan þeirra sem heimsækja staðinn. Maturinn er nærandi og bragðgóður og mikið af grænmeti. Hann höfðar til allra skilningarvita og er ekki síst fallegur og litríkur. „Ég geri miklar kröfur um að halda litnum í salatinu, hann má alls ekki þynna út. Brokkólí á að vera vel grænt og eggaldin á að halda sínum rústik dökka lit. Þar að auki þarf að hugsa um litasamsetningar og form þegar maturinn er borinn fram. Það skiptir mig mjög miklu máli hvernig fólk upplifir matinn og sem betur fer er fólk oftast ánægt,“ segir Þórir. Bergsson Mathús hefur til

Vinsæll Bergsson Mathús veitingastaður hefur fest sig í sessi sem vinsæll morgun- og hádegisverðastaður. Stemmningin er góð og maturinn ljúffengur. Mynd | Rut

Fallegur, litríkur og góður matur Það skiptir mig mjög miklu máli hvernig fólk upplifir matinn og sem betur fer er fólk oftast ánægt, segir Þórir Bergsson.morgun- og hádegisverðastaður. Stemmningin er góð og maturinn ljúffengur. Mynd | Rut

margra ára boðið upp á súrdeigsbrauð sem bökuð eru á staðnum og má segja að það hafi verið upphafið að súrdeigsbrauðs-æðinu hér á landi. Þórir lærði að baka brauðin hjá sjálfum Chad Robertsson sem stundum er nefndur brauðhvíslarinn og er þekktur fyrir brauðin sem hann bakar og rekur eitt besta bakarí í Bandaríkjunum í San Francisco. „Áhrifavaldar mínir eru víða og fylgist ég grannt með matarsenunni.“ Hollur matur er Þóri hugleikinn og í september verður sérstakt heilsuátak í Bergsson RE þegar þar opnar heilsumorgunverðarbar í samstarfi við Siggu Völu sem áður var hjá Manni Lifandi. „Á morgunverðarbarnum verða meðal annars chia-grautar í boði, wheat-grass skot, engiferskot og fleira sem fólk

getur tekið með sér úr húsi. Þetta er mjög spennandi samstarf,“ segir Þórir. Bróðir Bergsson Mathúss er Bergsson RE á Grandagarði. Það er hádegisverðarstaður sem hefur til að bera öll sömu höfuðeinkenni Bergsson Mathúss, en sérstök áhersla er lögð á að elda úr fiski. „Á Bergsson RE finnst okkur skemmtilegast að elda fisk, hvað sem er úr fiski, enda horfum við á fiskinn koma í land út um gluggann hjá okkur,“ segir á heimasíðu staðarins. Útsýnið og staðsetningin er heillandi og gefst fólki færi á að panta salinn, ásamt veitingum, fyrir allskonar veislur, svo sem brúðkaup, afmæli eða árshátíð. „Veitingastaðurinn Bergsson RE er ekki opinn á kvöldin því við viljum geta boðið fólki að panta staðinn fyrir sérstök tilefni.“

Mathús hefur fest sig í sessi sem staður þar sem hægt er að fá einfaldan, hollan og góðan mat á skyndibitatíma. Þjónað er til borð en jafnframt lagt upp úr því að fólk þurfi ekki að bíða lengi eftir matnum.


12 MATARTÍMINN

LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016

Askur í hálfa öld Hefðbundinn, heimilislegur og fjölskylduvænn.

Unnið í samstarfi við Ask

A

skur Steikhús á 50 ára afmæli í ár. Hjónin Haukur Ragnarsson og María Jóhannsdóttir hafa rekið Ask Steikhús síðan 2006 og tóku þau við góðu búi af fyrri eigendum. Askur hefur fest sig í sessi sem klassískur steikarstaður með fjölbreyttan matseðil. „Ég man sjálfur eftir að hafa hoppað í strætó, komið við á Aski að kaupa franskar og kokteilsósu á leiðinni í Laugardalinn að horfa á fótbolta, þegar ég var smá polli,“ segir Haukur. Fyrstu árin var Askur við Suðurlandsbraut 8, við hliðina á Fálkahúsinu, en fluttist í núverandi húsnæði, Suðurlandsbraut 4a, á 8. áratugnum.

Bernaisesósan heim

Fyrirkomulagið á Aski hefur haldist nokkuð óbreytt gegnum tíðina; hádegishlaðborð alla virka daga og steikarhlaðborð á sunnudagskvöldum sem hefur verið fastur punktur hjá mörgum fjölskyldum. Aðalsmerki Asks er án efa steikta lambalærið, bernaisesósan og bakaðar kartöflur. Raunar er það svo að margir koma á Ask til þess að taka með sér bernaisesósu

Hinn eini sanniAskur Askurinn hefur verið órjúfanlegur partur af sögu staðarins í 50 ár.

heim þegar verið er að undirbúa veislu eða grill. „Fólk er að koma og grípa með sér hálfan eða einn lítra til að fara með heim.“

Barnvænn og hefðbundinn

„Matseðillinn er mjög hefðbundinn hjá okkur og hefur haldist nánast eins gegnum tíðina, hann er bara að virka það vel. Við erum með kótilettur, lambainnralærissteik og djúpsteiktan fisk. Fólk veit að hverju það gengur og við erum frekar íhaldssöm,“ segir Haukur. Börn eru mjög velkomin á Ask og tekið er vel á móti þeim. „Við heyrum reglulega þegar fjölskyldur koma að börnin hafi ekki viljað fara neitt annað,“ segir Haukur. Eldra fólk sækir einnig staðinn, sumt hvert sem hefur komið reglulega þessa hálfu öld sem staðurinn hefur verið starfandi. „Svo koma heilu stórfjölskyldurnar saman, stórar fjölskyldur sem koma kannski fast hingað á afmælum eða við önnur tækifæri.“ Askur hefur ekki farið varhluta af aukningu ferðamanna á Íslandi og þeir koma í sífellt meira mæli til að gæða sér á hefðbundinni íslenskri steik og öðru góðgæti.

Eitthvað fyrir alla Matseðillinn á Aski er fjölbreyttur og hefðbundinn.

List eftir Línu Rut Stórt listaverk eftir Línu Rut setur svip sinn á innréttingu staðarins og vekjur jafnan mikla athygli bæði innlendra og erlendra gesta.


MATARTÍMINN 13

LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016

Hágæða hollustuvörur

H-Berg Halldór Berg Jónsson stofnaði fyrirtækið árið 2007 og síðan hefur það vaxið frá ári til árs. Myndir | Rut

H-Berg vörurnar þekkjast af bragði og gæðum. Unnið í samstarfi við H-Berg

H

-Berg var stofnað árið 2007 af Halldóri Berg Jónssyni og fjölskyldu. Í byrjun hóf fyrirtækið innflutning á golfhjólum og rafskutlum á viðráðanlegu verði en árið 2009 skipti fyrirtækið alveg um gír og farið var í framleiðslu á súkkulaðihjúpuðum gráfíkjum og döðlukúlum sem nutu strax mikilla vinsælda.

Afurðum H-Berg hefur fjölgað jafnt og þétt gegnum árin og núna framleiðir og pakkar H-Berg tugum vörutegunda sem allar eiga það sameiginlegt að stíla inn á bragðgóða hollustu og næringu. Sífellt bætist við flóruna og er úrvalið orðið afar yfirgripsmikið. Þess má geta að stofnandi H-Berg var frumkvöðull í vélpökkun á Íslandi á þessum vörum og stofnaði Hagver árið 1983 og seldi 1990.

Afurðum r H-Berg hefu g o t fjölgað jafn m þétt gegnu árin

Án aukaefna Hnetusmjörið frá H-Berg er afar vinsælt og er mjög hrein vara án aukaefna og sykurs; 99,5% jarðhnetur og 0,5% sjávarsalt.

Gott í „boost“ Möndlusmjörið kom á markað síðla árs 2013 og hefur slegið í gegn. Það er mikið notað í „boost“ og þeytinga. Frumkvöðull Halldór Berg var frumkvöðull í vélpökkun á Íslandi.

Kókosolía Bragðlaus og lyktarlaus kókosolía sem hentar vel í alla matargerð.


14 MATARTÍMINN

LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016

Ætluðu bara að vera tvö í rómantíkinni Gæðin öll í hlutföllum og meðhöndlun á hráefninu.

Bestur Snaps er besti veitingastaðurinn í Reykjavík, að mati Reykjavík Grapevine.

Það besta í bænum

Unnið í samstarfi við Eldofninn

H

jónin Ellert Ingimundar­ son og Eva Karlsdóttir ætluðu að stofna lítið fjölskyldufyrirtæki en eiga í dag einn vinsælasta pítsu­ staðinn í Reykjavík, Eldofninn í Grímsbæ. „Þetta var bara gamall draumur, að þegar losnaði um hjá okkur ætluðum við stofna lítið fjölskyldufyrirtæki. Bara tvö hérna í rómantíkinni en þetta hef­ ur bara vaxið langt yfir okkur,“ segir Ellert og bætir við að planið hafi verið að selja um 100 pítsur á dag en það sé nærri sölunni á klukkutímanum, kannski tveimur. Eldofninn sérhæfir sig í þunn­ botna eldbökuðum pítsum og leggur mikinn metnað í sósuna sem er hægelduð með plómu­ tómötum, rauðlauk, hvítlauk og kryddi. Ellert og Eva komu ný inn í veitingabransann þó að Ellert hafi reyndar fengið eldskírnina í pítsu­ bakstri á Eldsmiðjunni í gamla daga. „Við erum búin að vera að læra allan tímann og erum að læra ennþá. Það tók okkur langan tíma að finna rétta deigið og við fórum margar krókaleiðir en það var líklega bara einhver sem stýrði okkur á réttan stað. Gamlir pítsu­bakarar segja að þetta felist

Tímaritið Grapevine útnefnir bestu veitinga­ staðina í Reykjavík

í húsnæðinu. Hefunin og allur „próssessinn“ með deigið, það eru gamlar bábiljur um að þetta sé allt í húsinu. En þetta er vissulega allt lifandi.“ Eldofninn virðist hafa hitt naglann á höfuðið með uppskrift­ ir að sósunni og deiginu, það er eitthvað sem gengur fullkomlega upp. Ellert vill þó ekki meina að um leyniuppskrift sé að ræða; gæðin séu öll í hlutföllum og meðhöndlun á hráefninu. „Það er þessi natni sem skiptir svo miklu máli. Það fer svo mikill tími í alla þessa væntumþykju í hráefnið. Fólk kemur ekkert hingað inn og byrjar bara að baka, allir verða að vita hvað þeir eru með í höndun­ um.“ Eldofninn er ekki stór staður og oft verður biðin töluverð eftir borði. „Við þökkum fyrir það að

kúnnarnir eru mjög þolinmóðir. Við erum með eins mikinn mann­ skap og við komum fyrir á þess­ um 100 fermetrum. Það gengur hratt fyrir sig um leið og pláss fæst.“ Eftir pítsuna er tilvalið að fá sér góðan kaffibolla en fjöl­ skyldan flytur einmitt inn ítalskt gæðakaffi sem er til sölu í Mela­ búðinni og Kjöthöllinni. En hvað fær Elli yfirbakari sér á pítsuna? „Það er ein sem varð til mjög snemma og heitir Elli pepp sem ég fer alltaf aftur í. Ég hef alltaf verið mikið fyrir sterkt þannig að það er auðvitað pepp­ eroni og hakkað jalapeno, flestir eru með jalapeno skífur en við hökkum það niður og dreifum því meira eins og kryddi, svo set ég rauðlauk og papriku sem verður svakalega sæt og góð. Svo koma sveppir þar ofan á, þetta er alveg svakaleg pítsa.“

Tímaritið Reykjavík Grapevine útnefndi á dögunum það besta sem er í boði í veitingahúsaflórunni í höfuðborginni. Grapevine hefur gert þetta á hverju ári um nokkurt skeið og niðurstöðurnar gefa því ágætis mynd af því hvað stendur upp úr hverju sinni. Besti veitingastaðurinn, eða The Best Goddamn Restaurant eins og flokkurinn kallast, er Snaps við Óðinstorg. Þetta er fimmta árið í röð sem Snaps þykir sá besti í þessum flokki en að þessu sinni hafnaði Matur og drykkur í öðru sæti og Apótek í þriðja. Bestu fjölskyldumáltíðina færðu á Laundromat Café, besta ­sushi-ið er á Fiskmarkaðinum og besta pítsan fyrirfinnst á nafnlausa staðnum á Hverfisgötu 12, ­samkvæmt Grapevine. Þá er Búllan með besta borgarann í bænum en þar á eftir koma Block Burger og Dirty Burger & Ribs. Besti grænmetisborgarinn er hins vegar á Kaffi Vest en grænfóðrungar fá sömuleiðis góðan borgara á Block Burger og Bike Cave í Skerjafirði.

Besti borgarinn Á Búllunni fást bestu borgarar bæjarins.

Besta grænmetisfæðið er á Kaffi Vinyl, besti tælenski maturinn er á Ban Thai, þriðja árið í röð, en Austur-Indíafjelagið er með besta indverska matinn.

Himnasending fyrir ostaunnendur á hraðferð Búrverjar senda þig heim með það sem þeim finnst best. Unnið í samstarfi við Búrið

L

júfmetisverslunin Búrið hefur nú verið við Granda­ garð í 3 ár en í lok septem­ ber fagna Búrverjar átta ára afmælinu sínu. „Við höfum í þessi átta ár verið að sinna fólki sem er að hafa gaman saman,“ segir Eirný Sigurðardóttir sem hefur verið vakin og sofin í heimi sælkeravara og góðgætis í yfir áratug.

Vel þjálfað starfsfólk

Í vetur verður boðið upp á við­ bót við þá þjónustu sem fyrir er; ósamsetta ostabakka þar sem Búrverjar velja það sem þeim finnst best. „Eitt af því sem við höfum gert mikið af gegnum tíð­ ina eru ostabakkar þar sem fólk kemur og velur úr borðinu hjá okkur. Við höfum fundið að sum­ um finnst þetta flókið og vilja að við veljum fyrir það. Með þessari þjónustu eru Búrverjar í rauninni bara að setja saman það sem við myndum gera heima hjá okkur. Við leggjum mikinn metnað í að starfsfólkið okkar sé vel þjálf­ að og gefi persónulegar ráð­ leggingar, við erum í raun bara að hugsa fyrir fólk. Við erum að taka næsta skref – sendum fólk heim með góðgætið og góðu ráð­ in,“ segir Eirný en með hráefninu

munu fylgja pörunarráðleggingar sem hjálpa til við að setja saman bakkann.

Gæti ekki verið einfaldara

Það sem mun fylgja þessum til­ búnu ósamsettu bökkum er allt sem þarf til þess að byggja upp fallegan og girnilegan osta­ bakka. „Bakkinn í bitum“, eins og Eirný orðar það; fjórir ostar af topp tíu vinsældalista Búrsins, ferskir ávextir, kex eða brauð, sætmeti og sultmeti og niður­ skorið kjöt. Eirný segir erfitt að áætla nákvæmt innihald pakk­ ans hverju sinni enda fari það eftir því hvað er ferskast og best á hverjum tíma fyrir sig. Hægt verður að koma með séróskir upp að vissu marki en svo er það bara að treysta Búrverjum – enda traustsins verðir! „Þú hringir og pantar, við tökum góðgætið til og þú stekkur inn til okkar og sækir, þetta gæti ekki verið ein­ faldara.“ Hægt er að panta fyrir í minnsta lagi 6 manns og verðið á mann er 2600 krónur, Sé pantað fyrir 12 eða fleiri keyra Búrverjar sælgætið heim að dyrum á höf­ uðborgarsvæðinu. Öruggast er að panta daginn áður en sækja á góðgætið en Eirný segir það sleppa ef fólk hringir að morgni ef það ætlar að sækja eftir vinnu. Vert er að minna á að ný önn

er að hefjast í Ostaskóla Búrsins. Hann hefur verið starfræktur frá öðru ári rekstursins en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. „Þá voru kannski bara ég og tve­ ir aðrir aðilar inni í búðinni eftir lokun en núna fara mörg hund­ ruð manns gegnum húsið á hverri önn,“ segir Eirný og bendir á vef­ síðuna burid.is ef fólk vill kíkja á þau námskeið sem framundan eru en þeirra á meðal er Ostaást 101, Ostar og vín og Vetrarostar og yljandi meðlæti.

Bakkinn í bitum Dæmi um hvaða hráefni fylgir með í pakkanum Myndir | Rut

Fullt hús matar Hillurnar svigna undan kræsingum

Eirný Búrið verður 8 ára í lok september.

Búrverjar Viðskiptavinir Búrsins treysta Búrverjum fyrir veisluföngum


MATARTÍMINN 15

LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016

Sígild steik og nýjungar á Argentínu Happy hour milli 16 og 18 Unnið í samstarfi við Argentínu Steikhús

A

rgentína Steikhús hefur verið starfandi í hartnær 27 ár og svo gott sem allan þann tíma hefur Kristján Þór Sigfússon staðið vaktina ásamt eiginkonu sinni, Ágústu Magnúsdóttur. Fyrst sem kokkur en síðustu árin hefur hann séð til þess að vel sé tekið á móti gestum staðarins og þeim líði eins og best verður á kosið. Argentína hefur haldið dampi gegnum mismunandi tíðarfar enda geta gestir gengið að lungamjúkum nautasteikum vísum allan ársins hring – hjartað í húsinu eru steikurnar sem hafa borðið hróður sinn víða.

Hamborgari í fyrsta sinn

Þó að matseðilinn hafi sínu föstu punkta hefur hann þó tekið nokkrum breytingum að undanförnu og nýjungar litið dagsins ljós. „Með auknum túrisma hefur matseðillinn stækkað töluvert. Við höfum verið að bæta við grillpinnum og 3-4 rétta matseðlum. Í sumar gerðum við svo það sem við héldum að við myndum aldrei gera, við settum hamborgara á seðilinn. Þetta er „dry aged“ hamborgari með humarhala, alger lúxusborgari.

Með þessu fylgja franskar og trufflumajones. Einn með öllu,“ segir Kristján og bætir við að það séu aðallega ferðamenn sem panta hamborgarann, Íslendingar séu mun vanafastari og vilji flestir sína Með auknumr Argentínu nautasteik. túrisma hefu kkað stæ Aðspurður matseðillinn höfum hvers vegna töluvert. Við ta við nautasteikurnar séu eins rómaðverið að bæ g 3-4 ar og raun ber grillpinnum oðlum. vitni segir Kristdregur nafn ján það fyrst og sitt af. Þetta rétta matse fremst vera endavolduga grill er lausa natni. „Og góð stórt og mikið og samvinna við kjötvinnsluna er einstakt hér á landi. sem við skiptum við. Við gerum Auk nautasteikanna er lambafilé miklar kröfur til þess kjöts sem á matseðlinum, kjúklingalæri frá við fáum afgreitt frá kjötvinnslLitlu gulu hænunni og fiskréttir, unni. Það þarf að vera mjög fitus.s. þorskhnakki og karfi. Einnig sprengt, vel verkað og geymt eru reglulega prófaðar nýjar við rétt hitastig í ákveðið marga steikur, nýlega var porterhouse daga áður en við fáum það í hús steik bætt við sem er fullkomið Þetta eru lykilatriði áður en kjötfyrir tvo og cote de boeuf sem ið fer á grillið.“ er af framhryggnum á nautinu og er grillað með beini sem gefur Grill með sérstöðu steikinni meira bragð. Hjartað í húsinu er, eins og áður Mikill metnaður er einnig í sagði, nautasteikurnar sem hafa forréttum á Argentínu, að sögn haldið gæðum sínum gegnKristjáns og áhersla lögð á gott um tíðina en ef þær eru hjarthráefni. að má segja að grillið sé heilinn, „Yfirkokkurinn leggur áherslu argentínska grillið sem staðurinn á ferskleikann og að bragð hrá-

efnisins skíni í gegn, það því sé ekki kaffært í kryddum. Svo erum við þekkt fyrir carpaccioið okkar, við erum með fastakúnna vegna þess.“

Happy hour

Síðustu ár hefur landinn verið duglegur að sækja „happy hour“, þ.e. fara í drykk seinnipartinn í stað þess að sækja öldurhús og bari á kvöldin. Argentína býður upp á Happy hour milli klukkan 16 og 18 sem er nýbreytni því áður fyrr opnaði staðurinn alltaf klukkan 18. Til að svara auknum ferðamannastraumi var ákveðið að opna fyrr. „Ferðamenn eru að stinga sér inn á þessum tíma. Við erum með smárétti sem henta vel með bjórnum eða hvítvínsglasinu,“ segir Kristján.

Kynntist konfektgerðinni í Harrods Handgert lúxuskonfekt fyrir augað og bragðlaukana. Unnið í samstarfi við Reyni bakara

R

eynir bakari hefur starfrækt samnefnt bakarí við Dalveg í 22 ár en nú er svo komið að Henry Þór, sonur hans, ætlar að taka við keflinu á allra næstu mánuðum. Henry hefur unnið við hlið föður síns síðan hann var 13 ára gamall og það lá alltaf beint við að hann myndi snúa sér að iðninni. „Þetta lá vel fyrir mér og ég hef alltaf haft áhugann. Áhuginn hefur ekkert minnkað og ef eitthvað er þá hefur hann aldrei verið meiri en núna,“ segir Henry.

Handgert lúxuskonfekt

En það er ekki bara bakaríið sem á hug og hjarta Henrys, annað fyrirtæki mun líta dagsins ljós í nóvember; konfektgerð. Henry var á samningi í Harrods í London eftir námið þar sem hann kynntist súkkulaðinu fyrir alvöru og þá kviknaði áhuginn á konfektinu. „Við ætlum að vera með handgerð páskaegg og lúxuskonfekt í veglegum öskjum.“ Áhersla verður lögð á fallega og öðruvísi mola og óhefðbundnar fyllingar, karamellað hvítt súkkulaði og Yuzu sítrusbragð í bland við hefðbundnara súkkulaði. Konfektgerðin verður fyrir ofan bakaríið á Dalveginum og er allt á fullu um þessar mundir við undirbúning.

Grófara brauð

En þrátt fyrir að vera með hugann við konfektið er brauðið aldrei langt undan. Henry hefur

Við ætlum að vera með handgerð páskaegg og lúxuskonfekt í veglegum öskjum.

lengi verið viðriðinn baksturinn, eins og áður sagði, og hefur því fylgst með því hvernig áherslur hafa breyst gegnum tíðina. „Það er ekkert lát á vinsældum súrdeigsbrauðsins og það verður alltaf vinsælla. Fólk er að borða grófara brauð, ég man að maður var að selja mikið af franskbrauði áður fyrr en það hefur minnkað mikið og hitt aukist á móti. Fólk er orðið meðvitaðra um hollustuna.“

Fallegir og öðruvísi Molarnir verða veisla fyrir augað og bragðlaukana. Sítrus og aðrir ávextir í bland við hefðbundnara súkkulaði

Konfekt og brauð Henry Þór mun sinna konfektinu og brauðinu til jafns Mynd | Rut


16 MATARTÍMINN

LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016

Vistvæn og sjálfbær ræktun 400 tonn af salati á ári. Unnið í samstarfi við Lambhaga

L

ambhagi er tæplega 40 ára gamalt fyrirtæki sem hefur verið í stöðugum vexti frá stofnun þess. „Við reiknum með að framleiðslan verði í ár um 400 tonn,“ segir Magnús Stefánsson garðyrkjumaður. „Við ræktum allt árið og notum þar af leiðandi mikið ljós, verðum að lýsa mikið alla vetrarmánuðina. Það er ekki mikið minni framleiðsla yfir veturinn. Eins og er önnum við vart eftirspurn. Við erum með þrjá stóra dreifingarðila sem sjá til þess að salatið sé fáanlegt um allt land en keyrum líka aðeins út sjálf í verslanir og á veitingastaði,“ segir Magnús.

Lollo Rosso á leiðinni í búðir

Hefðbundna blaðsalatið, hið eina sanna Lambhagasalat, þekkja flestir enda er það eins konar flaggskip Lambhaga. Nokkuð er ræktað af kryddjurtum einnig sem og íssalat og nokkur tonn af spínatkáli sem nýtur mikilla vinsælda. „Svo vorum við að byrja að framleiða salat sem heitir Lollo Rosso, það verður komið í verslanir fljótlega. Þetta er mjög gott salat og góður litur í því.“

Grænir fingu Magnús Stefánsson garðyrkjumaður leggur áherslu á vistvæna og sjálfbæra ræktun. Mynd | Rut

Engin eiturefni

Hjá Lambhaga eru menn meðvitaðir um umhverfi sitt og mikilvægi þess að stuðla að sjálfbærni. „Við erum með algerlega vistvæna ræktun, notum engin eiturefni og vörunnar má neyta án þess að þvo hana, bara beint úr pokanum. Við ráðum yfir 15000 fermetrum og þetta er í dag stærsta garðyrkjufyrirtæki landins og það inni í miðri Reykjavík,“ segir Magnús.

Plastpottarnir liðin tíð

Hjá Lambhaga vinna 25-30 manns. Stöðin er afar tæknivædd og sjálfvirk að stórum hluta. „Við ræktum allt á færiböndum og leggjum mikið upp úr snyrtimennsku. Við erum líka alltaf að verða vistvænni, nú erum hætt að rækta í plastpottum og ræktum allt í pappapottum sem eyðast á 6 vikum.“ Lollo Rosso Þetta fallega kóralrauða salat verður fáanlegt innan tíðar í öllum verslunum. Mynd | Rut

VON í hjarta Hafnarfjarðar Ástríða fyrir matarmenningu í forgrunni.

Unnið í samstarfi við VON

H

jónin Einar Hjaltason og Kristjana Þura Bergþórsdóttir höfðu lengi gengið með þann draum í maganum að opna veitingahús þar sem áhugi þeirra og ástríða fyrir „local“ matarmenningu og matargerð fengi að njóta sín. Rétt fyrir fæðingu frumburðarins, árið 2014, ákváðu þau að koma sér fyrir í Hafnarfirðinum og þá lá beinast við að láta drauminn rætast í nánasta umhverfi. Útkoman varð VON Mathús sem er staðsett í hjarta Hafnarfjarðar, á hafnar­svæðinu sem er í miklum blóma. Einar

hefur yfirgripsmikla reynslu úr veitingageiranum og var síðast á KOL á Skólavörðustíg og Kristjana hefur unnið í hótel- og veitingageiranum í yfir áratug. Hún er fædd og uppalin í Hafnarfirði og þannig var það enn meira viðeigandi að hefja rekstur þar. Mathúsið er staðsett í húsi sem kallast Drafnarhúsið, þar var skipasmíðastöðin Dröfn áður fyrr. Hönnun staðarins er með vísan í fyrri starfsemi. „Við erum með sjávarþema á staðnum, mikið stál og gamlar myndir úr skípasmíðastöðinni, reyndum að halda dálítið í þennan hafnarfíling,“ segir Kristjana.

Á matseðlinum er lögð áhersla á ferskt fiskmeti sem þarf að sækja sem styst og árstíða­ bundið hráefni. „Við reynum að versla eins mikið og við getum í nærumhverfi okkar, gerum allt frá grunni og vöndum valið á hrá­ efninu,“ segir Kristjana. Um helgar er boðið upp á brönsseðil þar sem áhersla er lögð á notalega fjölskyldustund. Ekki var farin hefðbundin leið í að ákveða seðilinn; þar er ekkert beikon eða bakaðar baunir að finna. Hins vegar er til ­dæmis hægt að fá íslenska vöfflu með reyktum laxi, grænkáli og eggjakremi, hægeldaða svínasíðu og heimagert granóla.

Gísli Matthías verður á Hlemmi Mathöllin opnar í desember ef allt gengur upp.

G

ísli Matthías Auðunsson, yfirkokkur og eigandi Matar og drykks og Slippsins í Vestmannaeyjum, verður einn þeirra veitingamanna sem verður með rekstur í mathöllinni á Hlemmi. Staðinn mun hann reka ásamt Birni Steinari Jónssyni sem kenndur er við Saltverk. „Þetta verður kokkteila- og bjórbar með íslenskum smáréttum,“ segir Gísli sem hlakkar til að takast á við nýja áskorun. Haukur Már Gestsson, annar framkvæmdastjóra mathallarinnar, segir allt komið á fullt fyrir

alvöru og ótrautt sé stefnt á opnun í desember. Búið er að rífa allt út úr húsinu, byrjað á lögnum og öðru þannig að ef allt gengur upp mun mathöllin opna dyrnar sínar í desember. Auk staðar Gísla og Björns verður á Hlemmi grænmetisverslun þar sem einungis verður fáanlegt íslenskt grænmeti, kryddjurtir og ber. Áður hafði verið tilkynnt um staðina Urban Pasta sem verður ítalskur bístró þar sem pastað er gert á staðnum og Te og kaffi micro roast kaffibar. Tilkynnt verður um fleiri staði á allra næstu vikum.


MATARTÍMINN 17

LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016

Hótelið Hafist var handa við að byggja nýja hótelið árið 2005.

Blómstrandi fjölskyldufyrirtæki í hjarta Suðurlands Hráefni úr nærumhverfinu.

Unnið í samstarfi við Hótel Laka

H

ótel Laki er staðsett um 5 kílómetra suður af Kirkubæjarklaustri, í hjarta Suðurlands. Sögu hótelsins má rekja allt til ársins 1973 þegar hjónin Hörður Davíðsson og Salóme Ragnarsdóttir hófu að reka ferðaþjónustu á svæðinu. Þau eiga og reka staðinn enn þann dag í dag, ásamt Evu Björk, dóttur sinni, og eiginmanni hennar, Þorsteini Kristinssyni. Hótelið er fjölskyldufyrirtæki þar sem allir ganga í þau störf sem sinna þarf. „Foreldrar mínir byrjuðu með tvö herbergi og mamma bauð upp á „smörrebröd“, þetta var óskaplega heimilislegt. Við erum með elstu ferðaþjónustunum á landinu og með fyrstu ferðaþjónustunum sem fengu vínveitingaleyfi. Það var skemmtilegt að fylgjast með því þegar pabbi var að skenkja gestum barmafullt glas af koníaki við mikla kátínu,“ segir Eva Björk sem hefur lifað og hrærst í rekstrinum frá unga aldri. „Við hjónin höfum svo byggt þetta upp með foreldrum mínum, þetta er svo dálítið eins og barnið okkar. Við erum öll á haus í þessu þó að við séum líka að vasast í ýmsu öðru,“ segir Eva og bætir við að börnin þeirra sex

hafa á einhverjum tímapunkti verið viðriðin reksturinn. „Ég hef náð að dreifa þeim ansi jafnt um hótelið, í þrif, eldhús að þjóna eða í móttökuna!“ Fljótlega eftir opnun fóru hjónin að bæta við smáhýsum við gistinguna og árið 2005 hófst bygging hótelbyggingarinnar. Í dag eru starfræktar 88 gistieiningar.

Margir munnar að metta

Veitingastaðurinn á Hóteli Laka hefur vaxið og dafnað síðustu ár og nú er lagt upp með að vera með hráefni beint frá býli. „Við erum með bónda sem skaffar okkur nautakjöt og lambakjöt og það er handverkssláturhús hérna í sveitinni líka. Þetta er orðið eins og við viljum hafa það, hangið eftir okkar þörfum og svo framvegis. Við erum komin með mjög góða vöru og mjög gott hráefni sem er ekki keyrt landshorna á milli. Við erum líka með klausturbleikju á matseðlinum sem er alin hérna í vötnunum okkar,“ segir Eva og er þá ótalinn rófnabóndinn sem skaffar ferskar íslenskar rófur. „Við nýtum allt sem við mögulega getum í kringum okkur. Við óskum svo bara eftir fleiri grænmetisbændum í nágrenninu! Hér fara í gegn 150 manns svo það eru margir munnar að metta.“ Hótel Laki er þáttGamli tíminn Árið 1973 var pláss takandi í matarfyrir fjóra í gistingu og boðið var upp á „smörrebröd“. Mikið vatn tengdri ferðaþjónhefur runnið til sjávar síðan. ustu eða „foodtrail“. „Gestir í sveitarfélaginu geta fengið afhent kort af hreppnum þar sem allir þeir sem bjóða upp á afurðir úr héraði eru sérmerktir inn á með upplýsingar um sína sérstöðu, segir Eva. Frá Laka er einnig

farið í dagslangar skoðunarferðir í allar áttir, Skaftafell, Landmannalaugar, Laka, Eldgjá og Jökulsárlón, svo dæmi séu tekin. Hótelið er opið allan ársins hring, jól, áramót og páska og eru hátíðisdagarnir alltaf fullbókaðir. Á veturna breytist stemmningin töluvert, þá lokast hálendið og fólk ferðast öðruvísi. „Þá er fólk mikið að pæla norðurljósum. Við erum með glerskála uppi á þaki hjá okkur sem er mjög notalegt, fólk fær teppi og heitt kakó og við erum með þjónustu á nóttunni, til að mynda norðurljósavakningu fyrir gestina okkar. Þetta er kjörinn staður fyrir norðurljósaskoðun, hér er engin ljósmengun.“

Norðurljós Ljósmengun er engin á Hótel Laka. Gestir geta pantað norðurljósavakningu og notið sjónarspilsins með teppi og kakóbolla í hendi.

Í nágrenni Hótel Laka er hægt að fræðast, veiða, skoða og ganga Öskulagsbyrgi Þar er hægt að lesa gossögu landsins þúsund ár aftur í tímann og finna öskulög úr flestum eldstöðvum landsins. Kötlu, Heklu, Öræfajökli og Eldgjá. Vatnið Víkurflóð Staðbundin bleikja, urriði ásamt ál. Stærð fiska er allt frá smáfiski upp í 5-6 punda fiska.

Setustofan Útsýnið er fallegt á Hóteli Laka.

Fuglarnir á flóðinu Við Víkurflóð er heilmikið fuglalíf, bæði varpfugla og farfugla. Fuglaskoðunarhúsið við Víkurflóð er einn ákjósanlegasti staðurinn til að fylgjast með fuglalífi hér um slóðir. Bjarnagarður Hér í sveit hefur verið stundaður búskapur síðan landnám hófst, hér eru ýmsar fornar menjar þess. Bjarnagarður er ein þeirra.

Falleg herbergi Nú eru 88 gistieiningar starfræktar á Hóteli Laka.


18 MATARTÍMINN

LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016

Heilgrillaður grís í kveðjuveislu Ragnars læknis Ragnar Freyr Ingvarsson, betur þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu, var að flytja heim til Íslands eftir áralanga búsetu í Lundi í Svíþjóð og í Bretlandi. Hann hélt veglega kveðjuveislu fyrir vini sína í Lundi og bauð upp á eftirminnilegan rétt – heilgrillaðan grís með fersku nuddi ásamt ljúffengu waldorf salati með eplum úr garðinum.

A

llir sem ég hitti á förnum vegi, hvort sem það er í vinnu eða þar fyrir utan, segja að þetta hafi verið besta sumar í langan tíma. Og það virðist ekkert slá slöku við, alltént ekki ef litið er til seinustu daga. Í gær var glampandi sól og dásamlegt veður. Það var meira að segja hlýtt þegar við fórum úr húsi á leið í vinnu um morguninn,“ segir Ragnar sem kann því vel að vera kominn aftur heim. Við fengum hann til að rifja upp kveðjuveisluna eftirminnilegu en uppskriftina má sömuleiðis finna í frábærri bók Ragnars,

Grillveislunni, sem kom út fyrr í sumar.

Besta kjötið í höfði gríssins

Þetta er veisluréttur að mínu skapi. Þessi uppskrift er kjörin þegar marga gesti ber að garði! Og það er ekkert mál að elda eftir henni; það eina sem þarf er vilji og nægur tími. Eldunartíminn er auðvitað háður stærð gríssins sem og veðri og vindum. Það má reikna með að minnsta kosti fimm klukkustundum og jafnvel meira. – Hvað er betra en að fá að eyða heilum sumardegi við grillið? Hér skiptir undirbúningurinn

höfuðmáli. Það þarf að byrja á að verða sér úti um heilan grís, sem er í sjálfu sér ekki snúið. Leggið bara inn pöntun hjá kjötkaupmanni. Þeir eru sem betur fer fáeinir eftir á Íslandi (ég ræði alltaf við vini mína hjá Kjöthöllinni). Svo þarf auðvitað að grafa holu, eiga nóg af kolum eða eldiviði og ekki má gleyma spjótinu – sem að mínum dómi er aðalmálið. Spjót er þó ekki eina aðferðin við að elda grís. Það væri hægt að útbúa stóran kolaofn (nóg af leiðbeiningum á netinu) á nokkuð auðveldan hátt – en ég held að grísinn verði alltaf bestur sé hann eldaður á spjóti (teini). Grísir eru nánast alltaf seldir með hausinn áfastan, ólíkt lambinu. Sumum finnst óhugnanlegt að sjá hann þannig en besta kjötið af grísnum er einmitt í höfðinu. Grísakinnarnar eru umluktar þéttri fitu sem bráðnar við eldun og umlykur kjötið sem meyrnar og verður guðdómlega ljúffengt svo það bráðnar í munni.

Trier, Luxemborg og Mósel 3.–7. nóvember

Vínsmökkun við Mósel Fimm daga ferð þar sem gist er í Trier. Skoðunarferðir og vínsmökkun. Flogið með Icelandair. Fararstjóri er Óskar Bjarnason. Verð frá 126.900.-

Sjá nánar www.ferdir.is Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar

Vesturvör 34, 200 Kópavogi, S: 511 1515 • outgoing@gjtravel.is • www.ferdir.is

Heill grís – 18-25 kg 2 bollar fantagott ferskt svínanudd (sjá hérna að neðan) eplaskvetta/eplasmjör Eplaskvetta 1 hluti eplaedik 1 hluti eplasafi Blandið saman í sprautuflösku. Geymist svo vikum skiptir. Viku fyrir veisluna hringið þið í kjötkaupmanninn – þetta er vara sem þarf að panta. Á degi grillveislunnar skolið þið og þerrið grísinn. Þetta er best að gera utanhúss, t.d. úti á palli með grísinn hengdan upp. Kveikið upp í kolunum/eldiviðnum. Nuddið grísinn vandlega upp úr olíu og svo ferska svínanuddinu bæði að utan og inn í kviðar- og brjóstholið. Þræðið upp á spjótið og skorðið grísinn vandlega. Setjið grísinn yfir eldinn og snúið reglulega eða hafið hann á spjóti með mótor. Eldið grísinn þar til kjarnhiti nær að minnsta kosti 70°C. Meðan á eldun stendur er mikilvægt að úða grísinn reglulega með skvettum svo hann haldist vel rakur allan eldunartímann. Þetta er verk sem tekur bróðurpartinn úr degi og því ekki vitlaust að kokkurinn fái eitthvað fyrir sinn snúð – einn fyrir kokkinn og einn fyrir grísinn!

Fantagott ferskt svínanudd Sumt krydd passar betur með svínakjöti en annað. Þegar ég fer að hugleiða krydd með svínakjöti fljúga salvía og fennel alltaf fram á sjónarsviðið. Og til að lyfta því aðeins hærra er um að gera að nota nóg af sítrónuberki, og auðvitað salt og pipar. Börkur af 7-8 sítrónum 1 salvíuplanta

2 msk af ristuðum fennelfræjum 4 msk salt 2 msk nýmalaður pipar Skafið börkinn af sítrónunni (bara þetta gula), saxið smátt og setjið í skál. Ristið fennelfræ á pönnu og setjið svo í mortél og steytið í duft og bætið saman við sítrónubörkinn ásamt smátt saxaðri salvíu. Blandið við salti og nýmöluðum pipar. Best er að nota þetta nudd strax en það geymist eflaust í nokkra daga í lokuðu íláti.

Waldorfsalat Með þessari dásemd finnst mér gott að bera fram waldorfsalat sem er klassíker með svínakjöti. Fyrir sex 5 lítil epli 2 sellerístangir 75 g valhnetukjarnar 100 g rauð vínber 100 ml þeyttur rjómi 50 ml majónes safi úr ½ sítrónu Skolið eplin vandlega og kjarnhreinsið (ég flysjaði ekki mín epli þar sem þau eru alveg ómeðhöndluð) og skerið í grófa bita. Setjið í skál, kreistið sítrónusafann yfir. Skolið selleríið vandlega, sneiðið í bita og blandið saman við eplin. Skerið valhneturnar gróft og hrærið saman við, ásamt vínberjum sem hafa verið skorin í tvennt. Þeytið rjómann og hrærið saman við ásamt majónesi. Látið standa í ísskáp í 30 mínútur (geymist vandræðalaust í hálfan dag).


Þjóðarréttur Íslendinga er lambakjöt

8,4%

17,7% 73,9%

8,4%

Fiskréttir

73,9%

Lambakjötsréttir

17,7%

*Um 74% þátttakenda í könnun Gallup, sem var unnin fyrir kokkalandsliðið, nefndu lambakjöt þegar þeir voru spurðir hver þjóðarréttur Íslendinga væri.

Annað


UR

ÐARBER • LAMB • G R A J • RÆ CK NE I L K RT C UR A L • •B

VA

KR Æ KL IN G

R TU NE LH

Er ekki kominn tími á Haustferð? Leyfðu náttúru Íslands að koma þér á óvart með fjögurra rétta máltíð úr ferskasta og besta hráefninu sem landið og náttúran býður. Kokkarnir okkar reiða fram veislu í takt við árstíðirnar, innblásna af fjöllum, heiðum og ströndum landsins.

Stjörnukokkurinn Jónas Oddur hefur starfað á Michelin veitingahúsum bæði í Frakklandi og Danmörku. Hann setur saman spennandi matseðil þar sem uppskera haustsins er í aðalhlutverki.

Haust Restaurant er staðsettur á stærsta hóteli landsins, Fosshótel Reykjavík, Þórunnartúni 1 haust@haustrestaurant.is | Borðapantanir í síma 531 9020 | haustrestaurant.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.