rifja upp eftirminnilegar stundir á 25 ára ferli stjórnarinnar og auglýsa eftir blómafötunum hans grétars. viðtal 18
kristnýju grunaði lengi að móðir hennar, þá 48 ára, væri komin með alzheimers og þurfti að berjast í þrjú ár til að fá sjúkdómsgreiningu. þá var yngri bróðir hennar aðeins sextán ára. 26 viðtal
michelsenwatch.com
Helgarblað
27.–29. september 2013 39. tölublað 4. árgangur
ókeypis Viðtal Magnús þór Jónsson, Megas.
Fjölskyldan í meira áfalli Valdís barðist við brjóstakrabba viðtal 32
Elsa María Frumsýnir fyrstu stuttmynd sína 58
DægurMál
Grét yfir Beyoncé Söngkonan Una Stefánsdóttir fékk létt taugaáfall á tónleikum Beyoncé Knowles í Köben
Meistari Megas tók í fyrstu treglega í að semja tónlist við hinn fornfræga gamanleik Jeppa á Fjalli en gerðist síðan málsvari fyllibyttunnar Jeppa, sem Megas segir verða einvald heimsins þegar hann er ölóður. Bragi valdimar Skúlason þýddi verkið og Benedikt Erlingsson setur það upp en Megas reyndi að bæta í það vídd með tón- og textasmíðinni. síða 22
•
SÍA
•
120350
Er Apótekarinn nálægt þér? Höfða Mjóddinni Melhaga Fjarðarkaupum
Salavegi Smiðjuvegi Mosfellsbæ Akureyri
www.apotekarinn.is
ljósmynd/hari
Málsvari fyllibyttunnar
PIPAR\TBWA
Einnig í Fréttatímanum í dag: alþjóðleg kvikmyndahátíð í reykjavík – Bresk rómantík við spænska gítartóna – kjarval í marmarahöllinni – matur og vín
Sigga og grétar vorum lengi í hvergilandi
LYF Á LÆGRA VERÐI
DægurMál 56
2
fréttir
Helgin 27.-29. september 2013
Mannréttindi Mótvægi við Hátíð vonar
Samtökin ´78 halda mannréttindahátíðina Glæstar vonir
Anna Pála Sverrisdóttir er formaður Samtakanna ´78.
Samtökin ´78 halda mannréttindahátíðina Glæstar vonir í Þróttaraheimilinu á laugardag til mótvægis við Hátíð vonar sem fer fram um helgina í Laugardalshöll. Prédikarinn Franklin Graham, sem þekktur er fyrir andúð í garð samkynhneigðra og múslima, mun flytja erindi á Hátíð vonar og biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, einnig. Graham var boðið til landsins af Bænahópi kirkna á Íslandi. Boð til prédikarans og þátttaka biskups Íslands í hátíðinni hafa verið gagnrýnd á undanförnum vikum, meðal annars af formanni Samtakanna ´78. „Ég hvet allt áhugafólk um mannréttindi til að mæta á Glæstar vonir og sýna að Ísland er í liði með sjálfsögðum
mannréttindum og mannlegri reisn fyrir allt fólk,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakanna. „Hér á landi ríkir tjáningar- og fundafrelsi en mér þykir leitt að það frelsi sé notað til að halda hátíð þar sem aðalstjarnan er maður sem hefur atvinnu sína af því að predika hatursorðræðu í garð hinsegin fólks og annarra hópa,“ segir Anna Pála. Laugarneskirkja mun flagga regnbogafána allan sunnudaginn og halda Regnbogamessu um kvöldið klukkan 20 þar sem yfirskriftin er Fögnum fjölbreytileika – krefjumst mannréttinda.
Bandaríski predikarinn Franklin Graham mun halda erindi á Hátíð vonar en hann er þekktur fyrir andúð í garð hinsegin fólks og annarra hópa.
Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is
LögregLuMáL LeikskóLakennari Með barnaHóp gekk fr aM á Lík
Nýr tíu þúsund króna seðill
Seðlabanki Íslands setur nýjan tíu þúsund króna seðil í umferð fimmtudaginn 24. október næstkomandi. Seðillinn er tileinkaður Jónasi Hallgrímssyni, en í seðlinum má finna vísanir í störf Jónasar sem skálds, íslenskumanns, alþýðufræðara og náttNýi seðillinn er tileinkaður Jónasi Hallgrímssyni. úrufræðings. Á framhlið er mynd af Jónasi Hallgrímssyni, Háafjalli og Hraundranga. Þar eru einnig ljóðlínur úr kvæðinu Ferðalok með rithönd Jónasar. Hæðarlínur fjallsins Skjaldbreiðs mynda grunnmynstur bak- og framhliðar. Á bakhlið er blýantsteikning Jónasar af fjallinu Skjaldbreið ásamt vetrarljósmynd af fönnum fjallsins. Hæðarlínum Skjaldbreiðs er varpað inn á myndina. Einnig eru þar myndir af lóum og hörpuskel og ljóðlínur með rithönd Jónasar úr fyrsta erindi kvæðisins Fjallið Skjaldbreiður. Kristín Þorkelsdóttir hannaði seðilinn, en hún hefur stýrt hönnun íslenskra seðla frá árinu 1981. Samstarfsmaður og meðhönnuður hennar er Stephen Fairbairn.
Hindraði að börnin sæju lík í skógarrjóðri Leikskólakennari sýndi fagleg viðbrögð þegar hann var í skógarferð í Öskjuhlíð með hóp þriggja ára barna og kom að manni sem hafði fyrirfarið sér. Leikskólastjórinn segir að kennaranum hafi tekist að hindra að börnin sæju líkið.
Atvinnuleysi í ágúst 4,4 prósent
Gæti skapað 4 þúsund störf
FÍTON / SÍA
Félag atvinnurekenda hleypti í vikunni formlega af stokkunum átakinu Falda aflið en þar eru lagðar fram tólf tillögur sem gætu skapað allt að 4000 störf í samfélaginu næðu þær fram að ganga, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. Tillögurnar miða að því að bæta starfsumhverfi 90% fyrirtækja landsins. Það er þau fyrirtæki sem eru minni eða meðalstór en hjá þeim starfa 80-90 þúsund manns. Undanfarin ár hafa sértækar aðgerðir verið reyndar með litlum árangri, segir félagið, en það telur tíma til kominn að beita almennum aðgerðum til að auka hagvöxt. Markmið félagsins er að vinna tillögunum fylgis svo hrinda megi þeim í framkvæmd fyrir þinglok næsta vor. Meðal tillaga félagsins eru að skýrari takmörk verði á eignarhaldi banka á fyrirtækjum, farið verði í markvissar aðgerðir gegn kennitöluflakki og lækkun tryggingagjalds. Hægt er að kynna sér tillögurnar á atvinnurekendur.is. -jh
Atvinnuleysi í ágúst var 4,4 prósent samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands, að því er kemur fram á vef stofnunarinnar. Atvinnuleysi hefur minnkað um 1,3 prósentustig frá því í ágúst 2012 en þá var atvinnuleysi 5,7 prósent. Atvinnuleysi meðal kvenna var minna í ágúst en meðal karla en fyrir ári voru mun fleiri konur án atvinnu en karlar. Atvinnuleysi kvenna í ágúst þessa árs var 4,2 prósent miðað við 6,7 prósent í ágúst á síðasta ári. Hjá körlum var atvinnuleysi í ágúst síðastliðnum 4,6 prósent miðað við 4,9 prósent í ágúst 2012. Í ágúst síðastliðnum voru að jafnaði 188.300 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 180.000 starfandi og 8.300 án vinnu og í atvinnuleit. -dhe
Leikskólinn Askja og barnaskóli Hjallastefnunnar í Reykjavík standa báðir nærri svæði þar sem maðurinn fyrirfór sér. Ljósmynd/Hari
L
eikskólakennari við leikskólann Öskju í Öskjuhlíð var í skógarferð með börnin þegar hann kom að látnum manni sem hafði fyrirfarið sér. „Kennarinn var fremstur í röðinni. Hann sýndi afar fagleg vinnubrögð, snéri sér við á punktinum og beindi börnunum glaðlega á annan stað. Börnin urðu aldrei vör við neitt,“ segir Dóra Margrét Bjarnadóttir, leikskólastjóri Öskju. Bæði leikskólinn og barnaskóli Hjallastefnunnar í Reykjavík standa við skóginn og er hann mikið nýttur í skólastarfinu. „Við teljum það almennt mikinn kost að hafa þessa útivistarparadís í túnjaðrinum. Börnin fara hins vegar aldrei ein eða eftirlitslaus í skóginn enda er hann utan við skólalóðina,“ segir Dóra. Atvikið átti sér stað á þriðjudag og var leikskólakennarinn úti með þriggja ára börnum. Eftir að hann hafði snúið hópnum við gerði hann viðeigandi ráðstafanir og hringdi í lögreglu. „Við hringdum í foreldra viðkomandi barna og allir foreldrar barna í bæði leikskólanum og barnaskólanum fengu tölvupóst um að slys hefði átt sér stað í skóginum en að börnin hefðu ekki orðið vitni að neinu,“ segir Dóra. Foreldrum var ennfremur bent á að skólasálfræðingur væri til taks en ekkert barn hefur leitað til hans vegna málsins. „Eldri börnin voru að velta fyrir sér af hverju það væri lögreglubíll á svæðinu
og við sögðum þeim þá að það hefði orðið slys í skóginum,“ segir hún. Raunar var þetta sama dag og umfangsmikil leit að danska kettinum Nuk átti sér stað og héldu sum börnin að björgunarsveitarmennirnir sem leituðu að kettinum væri að leita að slösuðum manni í skóginum. Þegar líkbíllinn sótti manninn fór hann síðan að svæðinu frá Háskólanum í Reykjavík en ekki frá skólunum. „Líkbíllinn kom aldrei hér. Lögreglan segir að það hafi verið með vilja gert,“ segir Dóra. Umræddur leikskólakennari var skiljanlega miður sín eftir atvikið, fór snemma heim þennan daginn og fékk áfallahjálp. „Eðlilega kom þetta við allan starfsmannahópinn. Það var eins og allt púður úr fólki eftir daginn. En hugur okkar er auðvitað hjá þeim sem tengjast þessum manni. Þetta er virkilega sorglegt mál,“ segir Dóra. Leikskólakennarinn er kominn aftur til starfa og ekkert barnanna hefur spurt um atvikið. Fyrr í þessum mánuði kom hópur barna að manni sem hafði fyrirfarið sér í Skessuhelli í Reykjanesbæ sem er jafnan fjölsóttur af börnum. „Við erum afskaplega þakklát fyrir að ekkert barnanna kom að manninum hér. Þetta fór í raun eins og best var á kosið miðað við þessar aðstæður,“ segir Dóra. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
Líkbíllinn kom aldrei hér. Lögreglan segir að það hafi verið með vilja gert.
KYNSLÓÐ EFTIR KYNSLÓÐ NÝ COROLLA
Í upphafi skyldi endinguna skoða. Við kynnum nýja kynslóð, spengilegri og glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Corolla er fyrir löngu orðin að tákni um endingu og gæði. Tæplega fimmtíu ár af óbilandi áreiðanleika hafa skilað henni traustum hóp aðdáenda. Og nú er komin ný kynslóð á götuna. Endurhönnuð og endurbætt Corolla. Nútímaleg, kröftug og sparneytin, búin Toyota Touch margmiðlunarkerfi og ríkulegum staðalbúnaði sem drífur hana til móts við nýjar kynslóðir. Komdu og reynsluaktu. Fáðu nánari upplýsingar á www.toyota.is Erum á Facebook - Toyota á Íslandi Verð frá: 3.590.000 kr.
TOYOTA TOUCH
5 ÁRA ÁBYRGÐ
Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070
Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300
Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600
*Bíllinn á myndinni kann að vera búinn aukahlutum sem ekki eiga við uppgefið verð og allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.
Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000
4
fréttir
Helgin 27.-29. september 2013
veður
Föstudagur
laugardagur
sunnudagur
Norðlæg átt og kólnandi veður Norðlæg átt með úrkomu austantil en úrkomulítið sV-lands. Úrkomuminna og hægviðri á laugardag en suðlæg átt á sunnudag og úrkomulítið NA-til en súld eða rigning með köflum annars staðar. kólnar og hiti oft 2 til 6 stig.
2
2
1
2
3
6
2
5
4
8
2
4
1
5
6
NA 5 til 13 m/S. Skúrir eðA rigNiNg eN úrkomulítið SV-til. Hiti 2 til 8 Stig.
Hæg Suðlæg átt. ÞykkNAr upp V-til með úrkomu eN bjArtViðri A-til. Hiti 1 til 6 Stig.
SuðAuStAN eðA AuStAN átt og rigNiNg, eN úrkomulítið NV-til. Hiti 2 til 7 Stig.
HöfuðborgArSVæðið: NA 3-8 m/s og skýjAð. Hiti 3 til 8 stig.
HöfuðborgArSVæði: Breytileg átt 3-5 m/s og skýjAð. Hiti 3 til 6 stig.
HöfuðborgArSVæði: s 3-5 m/s og skýjAð. Hiti 4 til 7 stig.
elín björk jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is
JaFnréttismál Konur eru í miKlum meirihluta í hásKólanámi
Safnað fyrir nýju hjartaþræðingartæki Hjartaheill og Neistinn hrinda um helgina af stað átaki til söfnunar fyrir nýju hjartaþræðingartæki. Í dag eru 260 manns á biðlista eftir hjartaþræðingu en um 200 aðgerðir eru framkvæmdar í hverjum mánuði. Biðlað er til landsmanna um að leggja fé til söfnunarinnar, en það er hægt með þrennum hætti; greiða valgreiðslu í heimabanka, hringja í styrktarsíma, eða leggja beint inn á reikning söfnunarinnar ef um hærri fjárhæðir er að ræða. Valgreiðslan er, að sögn ásgeirs Þórs árnasonar, framkvæmdastjóra Hjartaheilla, hófleg, eða 1000 krónur „Við höfum leitað til fjölskyldnanna í landinu til þess að leggja okkur lið. stofnuð hefur verið valgreiðsla á hverja fjölskyldu í landinu og að sjálfsögðu er öllum í sjálfsvald sett hvort þeir vilji styðja átakið eða ekki. Hverja fjölskyldu munar kannski ekki svo mikið um 1000 krónur en það safnast þegar saman kemur, segir Ásgeir. einar guðmundsson, grafískur hönnuður, útfærði gjörning ásamt góðum gestum á miðvikudaginn en gjörningurinn markaði upphaf söfnunarinnar. Festur var rauður þráður á stóran flöt, og úr því varð merki söfnunarinnar „STYRKJUM HJARTAÞRÆÐINA“ til. Verkið er hátt í tveir metrar á hæð og um hálfur annar metri á breidd. rúmlega 700 Íslendingar látast árlega af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Þá fæðast árlega 50 til 70 börn með hjartagalla. -jh
merki söfnunarinnar. safnað er fyrir nýju hjartaþræðingartæki.
Konur taka við stjórn inni í Ísafjarðarbæ konur voru nýverið ráðnar í þrjár af æðstu stöðum Ísafjarðarbæjar. Bæjarstjórinn segir karlmenn í minnihluta þegar kemur að sviðsstjórum bæjarins. konur eru einnig í meirihluta þegar kemur að kjörnum bæjarfulltrúum, forseti bæjarstjórnar er kona og nýskipaður dómari við Héraðsdóm Vesturlands er kvenkyns.
safna fyrir Hagbarð og börnin kirkjukór lágafellssóknar heldur sína árlegu styrktartónleika á morgun, laugardaginn 28. september. tónleikarnir fara fram í grafarvogskirkju og hefjast klukkan 16. Allur ágóði af miðasölu mun renna til Hagbarðs Valssonar, fjögurra barna föður sem búsettur er í Noregi. síðastliðið sumar lést eiginkona hans eftir að hafa fengið hjartastopp, þrjátíu og fjögurra ára gömul. Þá var hún gengin sjö mánuði með fjórða barn þeirra hjóna. Lífi barnsins var bjargað með keisaraskurði á stofugólfinu heima hjá þeim en hefur það þurft á sólarhrings umönnun
að halda. guðrún heitin sigurðardóttur var ættuð úr Mosfellsbæ og er afi hennar einn söngvara kirkjukórs lágafellssóknar. meðal þeirra tónlistarmanna sem koma fram á tónleikunum eru kk, ragnheiður gröndal, karlakórinn Þrestir, undir stjórn jóns kristins Cortez, jóhann Friðgeir Valdemarsson, Hulda Björk garðarsdóttir, Vox Populi, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar og strengjasveit undir stjórn
Hjörleifs Valssonar, bróður Hagbarðs. Fyrir og eftir tónleikana og í hléi mun kári sigurðsson myndlistarmaður selja myndir sem munu kosta eitt þúsund til fimmtán hundruð krónur. Þá mun Súfistinn bjóða upp á kaffi og súkkulaðiskeljar á fimm hundruð krónur og mun allir ágóði af sölu á tónleikunum renna til Hagbarðs og fjölskyldu. miðaverð er þrjú þúsund krónur og er ókeypis fyrir börn, tólf ára og yngri.
Slakandi steinefnablanda - Náttúrulega ■ Haf-Ró inniheldur magnesíum extrakt unnið úr sjó og Hafkalk sem unnið er úr kalkþörungum úr Arnarfirði. Haf-Ró inniheldur einnig B6 (P5P) og C vítamín sem styðja við virkni efnanna. Magnesíum úr hafinu ■ Magnesíum sem notað er í Haf-Ró er ein sterkasta náttúrulega uppspretta magnesíums sem völ er á. Þetta gerir það kleift að hafa mikið magn virkra efna í hverju hylki. ■ Magnesíum er líkamanum nauðsynlegt til að viðhalda jafnvægi í vöðva- og taugakerfinu. Magnesíumskortur getur lýst sér í þreytu og streitu en leiðrétting á þeim skorti getur því gefið slakandi áhrif, samhliða aukinni orku.
Fæst í lyfja- og heilsubúðum um land allt
www.hafkalk.is
edda maría Hagalín nýr fjármálastjóri.
Herdís rós kjartansdóttir, nýráðinn mannauðsstjóri.
K Konur eru bara orðnar mun betur menntaðar en karlmenn.
onur voru nýverið ráðnar í þrjár af æðstu stöðum Ísafjarðarbæjar; starf fjármálastjóra, mannauðsstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. „Ég er bara kominn í algjöran minnihlutahóp,“ segir Daníel Jakobsson, bæjarstjóri. „Það hefði raunar verið æskilegra að einhver karl hefði verið ráðinn því hér eru konur í miklum meirihluta. Af fimm sviðsstjórum er nú einn karlmaður. En það var einfaldlega þannig að það komu miklu betri umsóknir frá konum en körlum í öll þessi störf,“ segir hann. Nýr sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs er Þórdís Sif Sigurðardóttir. Hún starfaði síðast sem sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst. Meistararitgerð Þórdísar í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík fjallar um kynjakvóta í hlutafélögum. Nýr fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar heitir Edda María Hagalín. Hún er með meistaragráðu í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskólanum í Reykjavík og hefur síðustu átta ár unnið við ársreikningagerð, endurskoðun og tengd störf hjá Deloitte í Reykjavík. Herdís Rós Kjartansdóttir hefur verið ráðin sem mannauðsstjóri hjá bænum. Hún er með MBA gráðu og lýkur í desember meistaranámi í mannauðsstjórnum. Hún hefur starfað sem leikskólastjóri í Mosfellsbæ í áratug og þekkir því vel til opinberrar stjórnsýslu, kjarasamninga og fjárhagsáætlanagerð. Þessi tíðindi koma framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, Kristínu Ástgeirsdóttur, lítið á óvart. „Konur eru bara orðnar mun betur menntaðar en karlmenn. Þær
Daníel jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Þórdís Sif Sigurðardóttir, nýráðinn sviðsstjóri- stjórnsýslu og lögfræðisviðs.
eru í miklum meirihluta í háskólanámi,“ segir hún. Þessar þrjár konur voru ráðnar nú á haustmánuðum en þeim til viðbótar skipaði innanríkisráðherra nýverið Sigríði Elsu Kjartansdóttur í embætti dómara við Héraðsdóm Vestfjarða en hún er dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og áður saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara. Þegar kemur að bæjarstjórn Ísafjarðar eru konur í meirihluta, sex konur og þrír karlmenn. Þá er forseti bæjarstjórnar kona. Spurður hvort konur séu að taka yfir í bæjarfélaginu segir bæjarstjórinn: „Já, og ekki bara hér heldur alls staðar. Þær fá hærri einkunnir og eiga þess vegna erfiðara með að komast inn í suma skóla,“ segir hann og vísar til þess að meðal annars í Verzlunarskóla Íslands eru þurfa strákar lægri einkunnir en stelpur til að komast inn til að jafna kynjahlutfallið í skólanum. „Konur ná alls staðar góðum árangri nema í Gettu betur,“ segir hann en mikil umræða hefur verið að undanförnu um hversu fáar stelpur taka þátt í spurningakeppni framhaldsskólanna. Honum finnst mjög skemmtilegt að fá þessar konur til starfa og bendir á að þær verði einnig nýir íbúar í bæjarfélaginu því allar eru þær búsettar á höfuðborgarsvæðinu þó Edda María sé raunar uppalin á Ísafirði. „Það er gaman að fá nýtt fólk í bæinn og flott að það séu svona öflugar konur,“ segir Daníel. erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
Fyrirtækjaþjónusta Símans fer með
ENNEMM / SÍA / NM57928
hlutverk í Þjóðleikhúsinu
Vertu í sterkara sambandi með IP símkerfi sem hentar þínu fyrirtæki
Vertu með fyrirtækið í sterkara sambandi
Nánar á siminn.is eða í síma 800 4000.
Á hverju ári eiga snillingarnir í miðasölu Þjóðleikhússins samtöl við tugþúsundir spenntra Íslendinga og bóka fyrir þá ávísun á hlátur, táraflóð, tilfinningasveiflur, hasar, afþreyingu, skilning og samúð í gegnum traust og öruggt IP símkerfi frá Símanum. Fyrirtækjaþjónusta Símans býður öllum stærðum og gerðum fyrirtækja aðgang að IP símkerfi. Starfsfólkið getur þannig einbeitt sér að sínu aðalhlutverki meðan Síminn sér um rekstur, viðhald og uppfærslur kerfanna.
6
fréttir
Helgin 27.-29. september 2013
AlþjóðAmál ForsetAkosningAr í AserbAídsjAn
Íslendingar við eftirlit í Aserbaídsjan Íslensk stjórnvöld senda þrjá kosningaeftirlitsmenn til Aserbaídsjan á næstunni vegna forsetakosninga. Á undanförnum árum hafa alþjóðastofnanir gert athugasemdir við framkvæmd kosninga og frelsi fjölmiðla í landinu. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, á sæti í íslenska hópnum ásamt tveimur stjórnsýslufræðingum. Forseti Aserbaídsjan á blaðamannafundi með José Manual Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, síðastliðið sumar. Forsetinn hefur setið í tíu ár og býður sig fram til setu þriðja kjörtímabilið. Í síðustu kosningum hlaut hann 88% atkvæða.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, ráðfærði sig við Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, áður en hún tók ákvörðun um að fara til Aserbaídsjan í kosningaeftirlit en Eygló sinnti kosningaeftirliti í Úkraínu árið 2010.
þ
rír Íslendingar fara á vegum Íslensku friðargæslunnar til Aserbaídsjan að sinna kosningaeftirliti á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu vegna forsetakosninga sem fram fara 9. október. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á sæti í íslenska hópnum ásamt tveimur stjórnsýslufræðingum og verður þetta hennar fyrsta kosningaeftirlitsferð. „Það verða um það bil þrjú hundruð manns víðs vegar að í kosningaeftirlitssveit ÖSE í Aserbaídsjan. Við byrjum á því að sitja undirbúningsnámskeið í höfuðborginni Baku og verðum svo send á kjörstaði þar sem við sinnum eftirliti,“ segir Silja Dögg sem ráðfærði sig við Eygló Harðardóttur flokkssystur sína, áður en hún ákvað að leggja í slíka langferð. „Ég vissi að Eygló hafði farið í kosningaeftirlit til Úkraínu árið 2010 svo ég hafði samband við hana og hún sagði mér að þetta hefði verið mjög lærdómsrík lífsreynsla svo ég ákvað að slá til.“ Hópurinn mun leggja af stað til Aserbaídsjan 4. október og koma til baka þann 12. Silja Dögg á sæti í forsætis- og utanríkismálanefnd alþingis og kveðst sannfærð um að reynslan frá Aserbaídsjan muni nýtast við þau störf. „Meðal hlutverka forsætisnefndar er að fara yfir framkvæmd kosninga og hvernig megi bæta fyrirkomulagið hér á landi. Það
er ein helsta ástæðan fyrir því að ég bauð mig fram í kosningaeftirlitið og svo líka smá ævintýrmennska,“ segir Silja Dögg. Núverandi forseti Aserbaídsjan, Ilham Aliyev, tók við völdum árið 2003 og býður sig aftur fram í ár. Í kosningunum 2003 fékk hann sjötíu og sex prósent atkvæða og var endurkjörinn fimm árum síðar með áttatíu og átta prósentum atkvæða. Samkvæmt skýrslu Öryggis- og samvinnustofunar Evrópu eftir kosningarnar 2008 uppfyllti framkvæmd þeirra ekki kröfur stofnunarinnar, meðal annars vegna þess að lítil samkeppni hafi ríkt þar sem andstæðingar forsetans drógu sig út úr baráttunni vegna erfiðleika við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við kjósendur. Þá lýsti sendinefnd Evrópuráðsins yfir áhyggjum sínum af frelsi fjölmiðla í landinu. Á vef utanríkisráðuneytisins kemur fram að kosningaeftirliti sé ætlað að tryggja frjálsar og lýðræðislegar kosningar í aðildarríkjum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og að íslensk stjórnvöld hafi á undanförnum árum lagt til fjölda fólks í lengri og skemmri tíma í kosningaeftirlit alþjóðastofnana, aðallega á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.
Meðal hlutverka forsætisnefndar er að fara yfir framkvæmd kosninga og hvernig megi bæta fyrirkomulagið hér á landi.
Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is
Veldu notaðan Kia með lengri ábyrgð 6 ár eftir af ábyrgð
5 ár eftir af ábyrgð
6 ár eftir af ábyrgð
Kia Rio EX 1,4 Árg. 2011, ekinn 24 þús. km, bensín, 90 hö., sjálfskiptur, eyðsla 6,4 l/100 km*.
Verð: 2.790.000 kr. Greiðsla á mánuði
Kia cee’d Sportswagon EX 1,6
Kia cee’d EX 1,6
Árg. 2012, ekinn 19 þús. km, dísil, 128 hö., 6 gíra, eyðsla 4,3 l/100 km*.
Árg. 2012, ekinn 4 þús. km, dísil, 128 hö., sjálfskiptur, eyðsla 5,5 l/100 km*.
Verð 3.890.000 kr.
Verð: 3.890.0 00 kr.
26.690 kr. M.v. 50% innborgun og 72 mán. óverðtryggt lán á 9,7% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,37%.
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 4 9 3
5 ár eftir af ábyrgð
6 ár eftir af ábyrgð
6 ár eftir af ábyrgð
5 ár eftir af ábyrgð
Kia Sorento EX Luxury 4wd
Kia Sportage EX 4wd
Kia cee’d Sportswagon EX 1,6
Kia cee‘d LX 1,6
Árg. 2011, ekinn 30 þús. km, 198 hö., dísil, sjálfskiptur, eyðsla 7,4 l/100 km*. Verð: 6.690.000 kr.
Árg. 2011, ekinn 42 þús. km, dísil, 136 hö., sjálfskiptur, eyðsla 6,9 l/100 km*.
Árg. 2012, ekinn 30 þús. km, dísil, 116 hö., 6 gíra, eyðsla 5,6 l/100 km*.
Árg. 2012, ekinn 41 þús. km, dísil, 116 hö., sjálfskiptur, eyðsla 5,6 l/100 km*.
Tilboðsverð: 6.390.000 kr.
Verð: 5.390.000 kr.
Verð 3.190.000 kr.
Verð 2.850.000 kr. * Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda.
NOTAÐIR BÍLAR
Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is
Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16
Kitti kitti kat kat kat kat ...
8
fréttaskýring
Helgin 27.-29. september 2013
Stjórnmál VæntingaBoginn hátt Spenntur
Þetta verður erfitt próf Stjórnmálafræðingar segja að ríkisstjórnin sé að fara inn í erfiðan vetur og framundan sé erfitt próf fyrir forsætisráðherra með útfærslu á kosningaloforðum sem kynnt verður í nóvember. Togstreita geti skapast milli stjórnarflokkanna þar sem forgangsröðun þeirra sé ólík, Framsóknarflokkurinn vilji fara í gríðarlega tilfærsluaðgerð yfir til skuldara sem bitni á öllu öðru en Sjálfstæðisflokkurinn vilji skattabreytingar.
B
úast má við fjaðrafoki þegar þingið tekur aftur til starfa á þriðjudaginn enda lítil sem engin fordæmi fyrir jafnstórum kosningaloforðum og Fram sóknarflokkurinn setti fram í vor og þarf nú að efna. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís lands, segir að framundan sé erfiður vetur fyrir ríkisstjórnina. „Stjórnin hefur tapað miklu fylgi samkvæmt skoðanakönnunum, þrjú til fjögur prósent á mánuði, sem rekja má til þess að væntingaboginn hefur verið spenntur mjög hátt en ekki mikið hefur gerst,“ segir hann. „Ríkisstjórnin er að fara inn í verulega erfiðan vetur og forgangs röðunin er ólík hjá stjórnmálaflokkunum. Ríkisfjármálin eru erfið þar sem loforð um skattabreytingar annars vegar og niður skurð hins vegar togast á. Framsóknar flokkurinn vill fara í gríðarlega mikla til færsluaðgerð yfir til skuldara sem mun bitna á öllu öðru, skattakerfinu, opinberum rekstri og útgjöldum ríkisins. Sjálfstæðis flokkurinn lagði hins vegar áherslu í að draganda kosninganna á skattabreytingar. Það er erfitt að sjá hvernig þetta tvennt kemur heim og saman enda gæti skapast togstreita milli stjórnarflokkanna,“ segir Gunnar Helgi.
Kjarasamningar framundan
Hann bendir jafnframt á að í framhaldinu séu nýir kjarasamningar sem gætu reynst erfiðir. „Verið gæti að stjórnin neydd ist til að semja um alls kyns stefnumál í tengslum við kjarasamninga sem mun kosta sitt,“ segir Gunnar Helgi. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórn málafræði við Háskólann á Akureyri, tekur undir þetta. Skuldaleiðréttingar og verð tryggingarmálin hljóti að verða mál mál
anna í vetur, ekki síst í ljósi þess að þegar hafi verið gefið út að draga muni til tíðinda í nóvember. „Það þarf ekki að koma á óvart að talsmenn launþega tali um það að þeir vilji stutta samninga því allir eru að bíða eftir því hvað kemur upp úr hatti forsætis ráðherra í nóvember. Það stjórnar öllum væntingum og kröfum í þjóðfélaginu,“ bendir hann á. Grétar býst við því að stjórnarandstaðan muni láta verulega í sér heyra þegar ríkis stjórnin kynnir tillögur sínar að útfærslum á kosningaloforðum Framsóknarflokksins. „Það er nýtt að gefa svona afdráttarlaus kosningaloforð en ekki má gleyma því að forsætisráðherra hefur bætt í frekar en hitt eftir því sem frá er liðið. Hann hefur ekki reynt að tala þessi loforð niður á neinn hátt heldur fullvissað fólk um að þetta verði eitthvað sem hvergi annars þekkist,“ bend ir Grétar Þór á.
Stóru málin í skugganum
Þeir eru sammála um að erfitt sé að átta sig á hvernig leiðtogi Sigmundur Davíð sé. Prófsteinninn á það sé í nóvember þegar tillögurnar verði kynntar enda muni þá reyna á hvernig honum tekst að tækla um ræðuna um þær. Gunnar Helgi bendir jafnframt á að fjölda annarra mála sé einnig ólokið. „Hvað varðar samningaviðræður við Evr ópusambandið þá mun ríkisstjórnin ekki fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sem hún getur tapað og mun því ýta því á undan sér,“ segir Gunnar Helgi. Hann telur einnig líklegt að stjórnin reyni að fresta eins og hún getur umræðunni um veiðileyfagjaldið. „Svo getur vel verið að stjórnin ætli í einhvern slag í umhverf ismálum,“ bendir hann á. Grétar tekur
undir þetta og bendir jafnframt á að öll önnur mál á næstu mánuðum muni standa í skugganum af skuldaleiðréttingum. Gunnar Helgi bendir jafnframt á að til viðbótar þessum málum öllum sé kosn ingavetur framundan því sveitarstjórnar kosningar verða í vor. „Algengast er að stjórnarflokkar tapi í sveitarstjórnarkosn ingum en það verður erfitt fyrir stjórnina að fá áfall af slíku tagi,“ segir Gunnar Helgi. Spurður hvernig leiðtogi Sigmundur Davíð sé segir Gunnar Helgi erfitt að átta sig á því. „Formenn stjórnarflokk anna hafa passað sig á því að vera ekki að munnhöggvast mjög mikið. Það er hins vegar viss óróleiki í baklandinu. Forsætis ráðherra ber sérstaklega að sjá um að friður ríki innan stjórnarinnar en það mun reyna mjög á hann á komandi vetri. Hann er bæði ungur og hefur ekki verið lengi í stjórnmálum. Þetta verður erfitt próf,“ segir Gunnar Helgi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
Gunnar Helgi Kristinsson.
Grétar Þór Eyþórsson.
Stjórnmálafræðingar eru sammála um að reyna muni mjög á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á komandi vetri. Hann hefur tilkynnt að í nóvember muni hann kynna tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaniðurfærslu og sagt þær ólíkar öllu öðru sem heimurinn hafi hingað til séð. Væntingaboginn hefur því verið spenntur til hins ítrasta.
Það er nýtt að gefa svona afdráttarlaus kosningaloforð en ekki má gleyma því að forsætisráðherra hefur bætt í frekar en hitt eftir því sem frá er liðið.
- snjallar lausnir
hvert er þitt hlutverk? Wise býður fjölbreyttar viðskiptalausnir fyrir fólk með mismunandi hlutverk. TM
Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is
Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV)
Skilaboðaskjóðan 28. september
JÓNSSON & LE’MACKS
•
jl.is
•
SÍA
•
T E I K N I N G E F T I R Þ O R VA L D Þ O R S T E I N S S O N
Ævintýralega skemmtun fyrir alla fjölslylduna. Miðaverð aðeins 1.900/2.300 kr.
Lau. 28. sept. 2013 » 14:00 & 16:00 Jóhann G. Jóhannsson Tónlist úr Skilaboðaskjóðunni Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Sigríður Thorlacius og Örn Árnason söngvarar Gradualekórar Langholtskirkju Jón Stefánsson kórstjóri
Heillandi, litrík og fjörug tónlist úr ævintýrasöng leiknum Skilaboðaskjóðunni eftir Þorvald Þorsteins son í nýrri útsetningu tónskáldsins, Jóhanns G. Jóhannssonar, fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands.
„Veruleikinn oftast er ævintýri líkur; undarlegur, grautarlegur og bragðgóður sem slíkur.“ — Úr Skilaboðaskjóðunni
Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 10–18 virka daga og 12–18 um helgar
10
viðtal
Helgin 27.-29. september 2013
Tvöfalt fleiri hundar í þéttbýli nú en fyrir áratug Sú var tíðin á Íslandi að hundar bjuggu í sveitum og gengu þar frjálsir en á undanförnum áratugum hefur þeim fjölgað mikið í þéttbýli og eru nú yfir fimm þúsund hundar skráðir á höfuðborgarsvæðinu. Dýralæknir segir mikilvægt að hundar gangi ekki lausir í þéttbýli og að aðeins þeir sem hafi aldur og burði til fari með hunda í gönguferðir.
H
undum í þéttbýli hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og má sem dæmi nefna að árið 2002 voru 1106 hundar til samans skráðir í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi. Í lok árs 2012 var fjöldinn orðinn 2371. Sama er uppi á teningnum í Reykjavík þar sem þeim fjölgaði úr 1389 árið 2003 í 2277 árið 2012. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra voru sex brot á samþykktum sveitarfélaga um hundahald skráð árið 2007 en hafði fjölgað í þrettán árið 2012. Að sögn Hönnu Arnórsdóttur dýralæknis mætti margt betur fara við hundahald hér á landi þó ástandið sé betra en víða annars staðar. „Ef hundaeigendur myndu passa betur upp á að hundar sleppi ekki út þá myndi vandamálum tengdum þeim fækka mikið. Ég myndi giska á að í um sjötíu prósent tilfella séu það lausir hundar sem valda ónæði. Til dæmis með því að skíta í garða og svo eru sumir líka hræddir við lausa hunda sem enginn stýrir,“ segir hún. Þá bendir Hanna á að hundar eigi aldrei að vera lausir í þéttbýli. „Nægt er plássið fyrir utan þéttbýli til að leyfa hundum að vera lausir. Þar eru minni líkur á árekstrum við fólk sem er hrætt við hunda eða að þeir lendi í áflogum við hvorn annan.“ Hanna telur að ef eðli hunda og dýra almennt væri sýnd meiri þolinmæði væri dýrahald í þéttbýli mun farsælla. „Það er mikilvægt að geta lesið í hegðun hunda því áður en þeir glefsa eða bíta eru þeir yfirleitt búnir að láta vita áður að þeim líði illa eða séu hræddir, til dæmis með því að bakka, lyfta efri vör örlítið eða urra. Allt eru þetta aðvaranir sem fólk á til að leiða hjá sér eða hefur ekki kunnáttu til að lesa í.“ Stundum jafnvel ávíti eigendur hunda sína fyrir að urra og þá sé búið að
Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir hjá Dýraspítalanum í Garðabæ, ásamt hundinum Mikka. Hún segir ekki nóg að gefa hundum að borða og hleypa þeim út að pissa. Hundar hafi stöðuga þörf fyrir félagsskap og væntumþykju eigenda sinna. Ljósmynd/Hari.
Það er mjög algengt í dag að ungt fólk í leiguhúsnæði fái sér hund eða kött og þarf svo að láta svæfa þau þegar flutt er.
taka aðvörunina í burtu. Næsta skref hjá hundunum sé því að glefsa úr því að ekki var hlustað á óskirnar með urrinu. Að mati Hönnu er það viðhorf ríkjandi á Íslandi að annað hvort séu hundar góðir eða vondir en að það sé fjarri raunveruleikanum. „Við sem vinnum hér saman, dýralæknarnir og atferlisfræðingarnir, förum yfir það sem á sér stað áður en hundur bítur og yfirleitt er forsagan þannig að hann er búinn að sýna vanlíðan í ákveðnum aðstæðum sem eigandinn hefði átt að vera búinn að gera sér grein fyrir.“ Því sé vanhugsað að aflífa hund við fyrsta glefs, það sé hvorki rétt gagnvart honum né eigandanum.
Börn beri ekki ábyrgð á hundum
Hanna segir mikilvægt að aðeins þeir sem hafi aldur og burði til fari með hunda í gönguferðir og aldrei börn yngri en tólf ára. Þegar um stóra og þunga hunda sé að ræða ættu börn ekki að bera ábyrgð á þeim því ætli þeir sér að fara í burtu sé erfitt að halda aftur af þeim. Flest börn sem bitin eru af hundum eru á aldrinum sex til tólf ára og segir
Dúnmjúkur draumur
Hanna megin ástæðuna vera þá að hreyfingar þeirra eru örar, þau sýni mikla væntumþykju og knúsi dýrin sem líkar það ekki alltaf. „Hundar og ung börn eiga aldrei að vera ein saman. Ef eitthvað gerist og barnið fer að gráta er ekki neinn til frásagnar og ómögulegt að vita hvort hundurinn hafi hoppað upp á það til að leika eða hvort barnið hafi potað í hundinn og hann svarað með glefsi.“
Hundar eru félagsverur
Hanna segir það alltaf slæmt þegar fólk fær sér hund til að prófa hvernig það er. „Slíkt verður yfirleitt ekki farsælt því fyrir hundinn er það binding fyrir lífstíð að fá eiganda og svo er ekki alltaf hlaupið að því að finna nýtt heimili þegar fólk vill losna við þá.“ Því sé mikilvægt að fólk íhugi vel áður en það fær sér hund hvort það hafi tíma til þess að hugsa um hann og búi í varanlegu húsnæði. „Það er mjög algengt í dag að ungt fólk í leiguhúsnæði fái sér hund eða kött og þarf svo að láta svæfa dýrin þegar flutningar standa til.“ Þá sé mikilvægt að gera sér grein fyrir því að veikist hundurinn fylgi því kostnaður við þjónustu dýralæknis.
Við fögnum 12.000 ánægðum viðskiptavinum og bjóðum fleiri í hópinn með risatilboði á sængum.
Hundar eru miklar félagsverur og hafa ríka þörf fyrir væntumþykju eigenda sinna og þeim á ekki að ýta til hliðar þegar fólk hefur litinn tíma. „Hundar lifa yfirleitt í níu til fjórtán ár og þarfir þeirra breytast ekki mikið á þessum tíma.“ Hanna segir ekki er nóg að gefa hundi að borða og hleypa honum út að pissa heldur hafi hann stöðuga þörf fyrir félagsskap eiganda síns og því sé mikilvægt að hann sé áhugasamur um hundinn sinn. Að sögn Hönnu liður hundum best þegar þeir fá að nota skynfæri sín úti í náttúrunni og þefa og merkja sér staði. Allir hundar þurfi að hreyfa sig úti og það er ekki til neitt sem heitir „innihundur“. Fyrir flesta hunda er hæfilegt að ganga daglega um í taumi í þéttbýli en fara einu sinni til tvisvar sinnum í viku út í náttúruna þar sem þeir geta hlaupið um frjálsir. „Í mínum huga eru skemmtilegustu stundirnar með hundum úti í náttúrunni þar sem maður sér þá í réttu ljósi og hvað þeir eru athugulir á umhverfi sitt.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is
30% af
rúmfötum með hverri dúnsæng
Léttar og hlýjar dúnsængur sem færa þér einstakan svefn. Eingöngu 100% náttúruleg efni, dúnn & bómull. Allur dúnn er hitahreinsaður án kemískra efna.
Áður 34.990 kr
Nú 24.990 kr
Þú sparar 10.000 kr
Stærð: 140x200 Fylling: 100% hvítur dúnn Dúnmagn: 790 gr Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 www.lindesing.is
coffee
hannaðu þinn eigin sófa.... Komdu með málin af rýminu sem þú hefur til okkar og við aðstoðum þig við að teikna upp sófa sem hentar þér best og uppfyllir þínar þarfir.
Java
2x
Jamaica
1x
1x
1x
2x
12x
1x
1
2
þú velur arma sem passa sófanum.
3
þú velur áklæði eða leður eftir þínum smekk og þörfum.
Kenya
2x
8x
1x
Verð frá kr. 326.000 - stærð 240x280
Verð frá kr. 338.800 - Stærð 360x167
þú velur einingar og raðar saman svo úr verði sófi sem passar í þitt rými.
1x
Frábært úrval af áklæðum og leðri í boði.
4 5
þú velur viðar eða stálfætur.
Draumasófinn er framleiddur eftir þinni samsetningu.
Kave
1x
1x
1x
1x
Verð frá kr. 433.300 - Stærð 280x364
1x
1x
1x
6x
Verð frá kr. 283.780 - Stærð 210x295
10x
Ótal möguleikar á útfærslum. Allt frá því að vera stóll upp í stóran hornsófa.
2x
1x
4x
Verð frá kr. 156.900 - Stærð 232 cm
2x
1x
1x
8x
Verð frá kr. 252.800 í áklæði - stærð 252x151
2x
1x
Verð frá kr. 180.700 - stærð 230 cm
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
4x
12
viðhorf
Helgin 27.-29. september 2013
Líkur á kjarasamningum til tiltölulega stutts tíma
A
Verkjastillandi bólgueyðandi Veldur síður lyfjaáhrifum um allan líkamann eins og þegar töflur eru teknar inn
Sameiginleg markmið
Allt stefnir í að næstu kjarasamningar verði til tiltölulega skamms tíma. Samningsaðilar líta svo á að óvissa sé það mikil að óráðlegt sé að semja til lengri tíma. Vinnumarkaður inn, hvort heldur eru samtök launamanna eða fyrirtækja, vill skýra efnahagsstefnu stjórnvalda en metur það svo að enn liggi hún ekki fyrir. Þegar flest aðildarfélög Al þýðusambands Íslands undirrituðu samning við Samtök atvinnulífsins í maí 2011 var gildistími hans til 31. janúar 2014 en með samkomulagi í janúar síðast liðnum var sá tími styttur um tvo mánuði þannig að kjara samningarnir falla úr gildi 30. nóvember næstkomandi. Aðildarfélög Starfsgreina sambandsins funduðu í liðinni Jónas Haraldsson viku en sextán félög hafa veitt jonas@frettatiminn.is sambandinu umboð til samn inga á hinum almenna mark aði og kröfugerð hefur borist frá flestum þeirra. Fram kom á fundinum að töluverð óvissa væri um framhald viðræðna enda lægi ekki fyrir endanleg viðræðuáætlun við Samtök atvinnulífsins auk þess sem óvíst væri hvaða áhrif ákvarðanir ríkisstjórnar innar myndu hafa á ráðstöfunartekjur heimilanna. Vegna þessarar óvissu í efna hagsmálum var það niðurstaða fundarins að semja bæri til stutts tíma. Hilmar Harðar son, formaður Samiðnar, talaði á sömu nót um á kjaramálaráðstefnu nýverið. Þar varp aði hann fram þeirri spurningu hvort stuttur kjarasamningur, til vors eða fram á haust, sem hefði það að markmiði að tryggja kaup mátt, væri vænlegri en samningur til lengri tíma. Á meðan efnahagsstefna stjórnvalda væri ekki að fullu komin fram gætu aðilar vinnumarkaðarins í samstarfi við stjór nvöld nýtt samningstímann til undirbúnings kjarasamningi til lengri tíma sem byggði á efnahagslegum vexti og stöðugleika og þar með vaxandi kaupmætti. Fundurinn tók undir þessi sjónarmið formannsins. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmda stjóri Samtaka atvinnulífsins, sér heldur ekki fram á kjarasamninga til langs tíma, miðað við núverandi aðstæður. Fram kemur hjá honum að í kjarasamningunum 2011 hafi
meðal annars verið byggt á ákveðnum for sendum um hagvöxt, fjárfestingar, gengis þróun, verðbólgu og lækkun trygginga gjalds. Þær forsendur hafi ekki gengið eftir heldur hafi í kjölfar samninganna fylgt vaxandi verðbólga, minni hagvöxtur og lægra atvinnustig en ella. Samtökin hyggist því ekki endurtaka þá aðferð sem samn ingarnir 2011 byggðu á sem var að ráðstafa svigrúmi sem ekki var til en átti að skapa á samningstímanum með ýmsum aðgerðum stjórnvalda. Í stað þess verði kjarasamning ar byggðir á raunverulegri stöðu þjóðarbú skaparins. Samtökin vilji því að samið verði til tólf til átján mánaða og að sá tími verði nýttur til að skýra efnahagsstefnu stjórn valda til lengri tíma, eyða óvissu og mynda víðtæka samstöðu um markmið. Undir lok árs 2014 verði unnt að horfa til lengri tíma og gera kjarasamninga sem samrýmist verð stöðugleika og stöðugu gengi krónunnar. Þannig geti vextir lækkað, fjárfestingar aukist og þar með hagvöxtur. Samtök launþega og fyrirtækja eru því um margt samstiga og kalla eftir skýrri efnahagsstefnu stjórnvalda. Aðalmarkmið kjarasamninga er að auka kaupmátt fólks en forsenda góðra lífskjara almennings er öflugt atvinnulíf. Framkvæmdastjóri Sam taka atvinnulífsins bendir á að samningsað ilar geti stuðlað að því að störfum fjölgi, verðbólga hjaðni, vextir lækki og kaupmátt ur atvinnutekna heimilanna aukist. Til að það takist þurfi skýra framtíðarsýn og sam ræmda afstöðu samtaka aðila vinnumarkað arins og stjórnvalda. Niðurstaða samning anna gæti samt, segir hann, stuðlað að hinu gagnstæða; að verðbólga verði áfram langt yfir markmiði Seðlabankans, vextir fari hækkandi, greiðslubyrði skuldugra heimila aukist, fjárfestingar fyrirtækja verði enn um sinn í sögulegu lágmarki, störfum fjölgi ekki og atvinnuleysi fari vaxandi á ný. Síðari kosturinn er allt of kunnuglegur en fráleitt fýsilegur. Það hlýtur því að vera sameiginlegt markmið allra sem að koma að stuðla að kjarasamningum sem halda verðbólgu niðri og tryggja kaupmátt. Verði samið til skamms tíma, eins og líkur eru á, verða sömu aðilar að nýta tímann á næsta ári þegar horft verður lengra fram á veg.
Samtök launþega og fyrirtækja eru því um margt samstiga og kalla eftir skýrri efnahagsstefnu stjórnvalda. Vik An sem VAr Kattasmölun Finnið Nuk, fangið hana og hringið strax í mig. Ég kem um leið, hvort sem það er um dag eða nótt. Susanne Alsing, eigandi kattarins Nuk, sem stakk af úr einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli fór í mikið uppnám en góðu heilli skilaði læðan sér áður en þurfti að gera út kattasmala síðustu ríkisstjórnar.
Fæst án lyfseðils Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða augu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ
Veðurstofan í Hádegismóum Þá þyrfti ég ekki að vakna á hverjum morgni og gá til veðurs, í pólitískum skilningi. Gísli Marteinn Baldursson sagði skilið við borgarpólitíkina í vikunni og þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af stormviðvörunum úr Hádegismóum. Eru spólur ennþá til? Til að útvega klámspólu eða blöð nú til dags þarf ekki að fara í laumulegan leiðangur. María Hjálmtýsdóttir, kynjafræði- og spænskukennari við Menntaskólann
í Kópavogi, gerði klámvædda tilveruna að umtalsefni í grein á vef Kennarasambands Íslands. Alvöru mál Hann spurði um heilsu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og hvernig fóturinn væri að jafna sig. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hitti Barack Obama sem spurði hann frétta. Netveiðiblús Ég er brjálaður út í Bubba að vera að bera þennan óhróður út á netinu. Jóhann Hauksson, fyrrum upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, var saltvondur þegar Eiríkur Jónsson ræddi við hann eftir að Bubbi Morthens sakaði hann um ólöglegar netaveiðar. Bekkurinn gerði það Ég er saklaus af þessu.
Lögreglumaðurinn sem hefur verið ákærður fyrir harkalega handtöku á Laugavegi fyrr í sumar lýsti sig saklausan fyrir dómi. Eins og krókódíll Ég er ekki inni í skáp, en ég er með þykkan skráp. Hannes Hólmsteinn Gissurarson ræddi leikritið Maður að mínu skapi í Kastljósinu en fáum dylst að þar er Hannes hafður til fyrirmyndar aðalpersónunni. Heyr, heyr! Við þurfum að fá fólk á völlinn og ég hvet fólk til þess að koma og styðja við bakið á okkur og ekki síst til að sýna Katrínu Jónsdóttur þá virðingu og það þakklæti sem hún á skilið með góðu lófaklappi í lok leiks. Knattspyrnukempan Margrét Lára Viðarsdóttir hvatti fólk til þess að fjölmenna á völlinn og hylla fyrirliðann Katrínu Jónsdóttur sem lauk glæstum ferli í landsleik gegn Sviss á fimmtudag.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
bĂlarnir eru komnir ĂĄ BĂlasĂślu ReykjavĂkur AuĂ°veld kaup ĂĄ nĂ˝legum bĂlum
Einsta kt tĂŚkifĂŚ ri! OpiĂ°
Lauga rdag 12-16 Sunnu dag 1 2-15 Virka daga 1 0-18
FjĂślbre
ytt Ăşrv al
Dekkja
ĂĄvĂsun
frĂĄ N1 fy Ăśllum lgir bĂlum
gĂŚĂ°ab
Ăla
Ăštborg
Takma r
Ă RNASYNIR
un frĂĄ
0 kr. BILASALA REYKJAVIKUR
kaĂ°
magn
BĂla ĂĄrmĂśgnun Landsbankans
BĂldshĂśfĂ°a 10 l S: 5878888 l br.is
BĂlaleiga
viðhorf
Helgin 27.-29. september 2013
Vikan í tölum
1.803
kíló vógu keppendur í íslensku útgáfunni af The Biggest Loser samanlagt þegar tökur á þáttunum hófust. Það kemur í hlut þjálfaranna Everts Víglundssonar og Guðríðar Torfadóttur að koma þeim í form.
1.726
200
9,5
42.000
milljónir króna komu í kassann hjá World Class með sölu aðgangskorta og veitinga í fyrra. Hagnaður ársins nam 147 milljónum en eigið fé er neikvætt um 107 milljónir króna.
milljóna hagnaður varð af rekstri Kaffibarsins á síðasta ári.
391.000.000 króna tap varð á rekstri Byko í fyrra.
athugasemdir voru gerðar við aðalskipulag Reykjavíkur en frestur til þess rann út síðasta föstudag.
rjúpur mega íslenskir veiðimenn skjóta á veiðitímabilinu sem hefst 25. október.
Nýtt hlutverk í lífinu
Anh Viet Nquyen
Hver vill ekki eiga þrjár ömmur?
SuZushii
É
g er að eignast ömmubarn. Reyndar verð ég stjúp amma barnsins – en ég er sannfærð um að hvorki ég né ömmubarnið mitt munum láta það hafa áhrif á samband okkar. Elsta dóttir mannsins míns, elsta stjúp dóttir mín, er sem sagt að verða mamma. Hún var orðin tvítug þegar ég og pabbi hennar tókum saman þannig að ég hef aldrei beinlínis verið stjúpmamma hennar, þannig séð – til þess var hún orðin of fullorðin. Við höfum hins vegar alltaf verið góðar vinkonur og mér þykir óendan lega vænt um það. sjónarhóll Nú fæ ég hins vegar að taka þátt í lífi barnsins hennar og verða amma þess – ef ég legg mig fram um það. Stjúpömmuhlutverksins vegna get ég valið hvort barnið kallar mig ömmu – eða bara Siggu – og þannig pínulítið lagt grunninn að framtíðarsambandi okkar. Því börn kalla ekki hvern sem er ömmu. Ömmur eru einstakar. Mér þótti óskaplega vænt um ömmur mínar en ólst því miður upp í öðrum landshluta en þær bjuggu í og öfundaði þær vinkonur mínar Sigríður ávallt sem áttu ömmu í næstu götu sem þær gátu Dögg heimsótt þegar þær vildu. Nú hef ég hins vegar auðunsdóttir tækifæri til að verða þessi amma í næstu götu sigridur@ sem mig dreymdi alltaf um að eiga. Og þetta til frettatiminn.is tekna, ófædda barn á einmitt enga aðra ömmu í næstu götu en mig. Hinar tvær ömmurnar – blóðskyldu ömmurnar – búa langt í burtu og hef ég því einstakt tækifæri til þess að verða sú amma sem mig dreymdi sjálf um að eiga. Þetta er nefnilega svo merkilegt. Stjúpforeldrar verða oft svona eins og þriðja hjól undir vagni og þurfa oft að berjast fyrir því að fá að taka virkan þátt í uppeldi stjúp barna sinna. Þau eiga mömmu og pabba – alltaf bara eina mömmu og einn pabba – og svo stjúpforeldra. Börn eiga hins vegar tvö sett af ömmum og öfum þannig að stjúpömmurnar og afarnir hafa því tækifæri á að stækka þann hóp. Hver vill ekki eiga þrjár ömmur? Ég er algjörlega sannfærð um að í augum barnsins verði ég einfaldlega „amma“. Ég verð væntanlega að greind frá hinum ömmunum með því að fá sæmdarheitið Sigga amma (sem mér þykir svo vænt um því sjálf átti ég yndislega Siggu ömmu). Ég verð aldrei kölluð Sigga stjúpamma. Enda ætla ég ekki að kalla barnabarnið mitt ófædda stjúpömmubarn. Það verður ömmubarnið mitt.
Kringlan er einn fjölsóttasti verslunar- og þjónustukjarni Íslands og einn fjölmennasti vinnustaður landsins. Hátt í 1.000 hjálpfúsir starfsmenn eru þér ávallt innan handar, þakklátir fyrir innlitið og viðskiptin.
TAKK FYRIR AÐ STYÐJA ÍSLENSKA VERSLUN
FÍTON / SÍA
14
TILBOÐSVERÐ TIL SEPTEMBERLOKA
ELDHÚSDAGAR í ORMSSON
Opnum nýjan og stærri sýningarsal um miðjan október
20% afsláttur
af öllum HTH innréttingum í september!
ELDHÚSIÐ ER HJARTA HEIMILISINS HTH er metnaðarfullt danskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á innréttingum í eldhús og baðherbergi – auk fataskápa. HTH er einn stærsti framleiðandi innréttinga í Evrópu, enda er dönsk hönnun og danskt handverk eftirsótt og mikils metið um heim allan. Komdu og upplifðu af eigin raun þá snilld, þegar saman fer listræn sýn hönnuða, nákvæmar og framúrstefnulegar lausnir, framleiðsla sem stenst fyllilega allan samanburð og uppfyllir ströngustu gæðaog umhverfisstaðla.
20%
afsláttur af hágæða eldhústækjum*
Velkomin í ORMSSON LÁGMÚLA 8 og kynnist því nýjasta og flottasta í eldhúsinnréttingum frá HTH – og því heitasta í AEG eldhústækjum. Við hönnum án skuldbindinga fyrir þig tillögur að nýja draumaeldhúsinu þínu og gerum þér frábært verðtilboð.
*með kaupum á HTH eldhúsinnréttingum
Opið:
Mánudaga–föstudaga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-15 AKUREYRI / Furuvöllum 5 · Sími 461-5000
LÁGMÚLA 8 · REYK JAVÍK · 2. HÆÐ · SÍMI: 530-2819 & 530-2821
16
viðhorf
Helgin 27.-29. september 2013
Stjórnvöld nútímavæði hamlandi regluverk
Öflug íslensk verslun – Takk fyrir
L
FÍTON / SÍA
munar um minna! engi vel var það Íslenskir neytendur til siðs að tala vita að með því að íslenska verslun versla heima er verið niður. Slíkt heyrir þó að flytja inn störf í ísað mestu leyti sögunni lenska verslun, störf til þar sem íslenskir sem að öðrum kosti neytendur eru orðnir skapast utan landvel meðvitaðir um þá steinanna. Rétt er að staðreynd að á flestum benda á að um 23.000 sviðum verslunar og störf eru í kringum þjónustu stenst hún íslenska verslun eða fyllilega samanburð Sigurjón Örn Þórsson um 13,4% af heildarvið nágrannalöndin framkvæmdastjóri vinnuafli þjóðarinnar. hvað varðar þjónustu, Kringlunnar Smásölufyrirtækin vöruúrval, verðlagnveltu 336 milljörðum ingu og gæði. Á þessu króna á síðasta ári að viðbættum eru þó undantekningar sem í virðisaukaskatti sem ríkið fær í langflestum tilvikum má rekja til sinn hlut. Fyrir þær skatttekjur þess umhverfis hamlandi laga og er hægt að reka talsverðan hluta regluverks sem íslensk verslun samneyslu þjóðarinnar. Mætti hefur þurft að búa við um allt of ekki bjóða ríkinu að auka þann langt skeið. hlut með einfaldri endurskipuÞað er því ekki óeðlileg krafa lagningu og afnámi úreltra gjalda af hálfu verslunarinnar og neytog tolla? enda þessa lands að gangskör Það er samfélagsleg ábyrgð verði gerð í því að afnema úrelt okkar allra, þar með talið stjórnvörugjöld, tolla og kvóta sem valda, að beina viðskiptum sem hamla eðlilega þróun og vexti mest að íslenskri verslun. Er ekki íslenskrar verslunar og koma réttara að styrkja innviði samí veg fyrir auknar kjarabætur félagsins með tekjum af verslun, til handa íslenskum heimilum. að viðhalda og fjölga störfum í Við getum gert svo miklu betur greininni og ýta undir og búa til og ef stjórnvöld tækju áskorun fjölbreyttari framleiðslugreinar verslunarinnar og færu í að sem framleiða íslenskar vörur af nútímavæða það regluverk sem ýmsu tagi? nú virkar hamlandi, myndi það Það er einfaldlega þannig að ekki aðeins hleypa nýju blóði í ísöflug íslensk verslun er allra haglenskan verslunarrekstur, heldur ur. Við höfum heldur betur orðið styrkja hann verulega í sessi, vör við það í Kringlunni. Og fyrir fjölga störfum og þar með auka það segjum við: Takk fyrir. skatttekjur ríkisins til muna. Það
903 1000 | 903 3000 | 903 5000
Hjartadagurinn er á sunnudaginn – Erfðir og kransæðasjúkdómar
Um 300 einstaklingar með arfbundna kólesterólhækkun ógreindir
Þ
að tryggingafélög á að hefur Íslandi virðast hafa lengi verið áttað sig á þessu þekkt að því nýleg dæmi er kransæðasjúkdómum að Íslendingar ar eru algengari í með FH hafi fengið sumum ættum en líftryggingu á sömu öðrum og það á kjörum og aðrir, séu einnig við hér á Ísþeir á statin lyfjum. landi. Þessir möguÞar sem kólestlegu erfðaþættir eról þeirra sem hafa verið mikið til hafa FH er hækkað rannsóknar á síðGunnar Sigurðsson Bolli Þórsson Vilmundur Guðnason frá fæðingu er ustu áratugum, m.a. prófessor læknir prófessor mikilvægt að greina í hóprannsóknum þessa einstaklinga Hjartaverndar. Hátt á unga aldri. Það má gera með einfaldri blóðprufu á kólesteról í blóði er einn af sterkustu áhættuþáttum kólesteróli. Ef erfðagallinn er þekktur í öðru foreldri kransæðasjúkdóma og ákvarðast verulega af erfðum. er hæfilegt að hyggja að greiningu barna milli átta og Mikilvægasti erfðaþátturinn í því sambandi erfist tíu ára aldurs. með ríkjandi erfðum með mikilli kólesterólhækkun, Greinarhöfundar hafa lengi stundað rannsóknir oftast í um það bil öðrum hverjum einstaklingi í fjölá þessu sviði, m.a. á Íslandi, þar sem meira en 20 skyldu og óháð kyni. Þessi áhrif koma fram þegar ættir hafa greinst með FH, að mestu með þrjár misvið fæðingu og valda ævilangri kólesterólhækkun sé munandi stökkbreytingar, ein þeirra er þó algengkólesterólið ekki meðhöndlað með lyfjum. Alþjóðlega ust og nær til um 60% einstaklinga á Íslandi með hefur sjúkdómurinn verið kallaður familial hyperchoþekktan FH. Ef algengi sjúkdómsins er svipað og í lesterolaemia, skammstafað FH. mörgum öðrum löndum, um 1/500, þá áætlum við að Sjúkdómi þessum var fyrst lýst af norska lækninum um 600 Íslendingar ættu að hafa kólesterólhækkun H. Müller árið 1939. Oft mátti greina þessa einstakaf þessum ástæðum. Helmingur þessa fjölda hefur linga út frá kólesterólútfellingum í sinum svo sem þegar greinst, en væntanlega er svipaður fjöldi ennþá hásin og handarsinum sem endurspeglandi langvarandi kólesterólhækkun. Bandarísku vísindamennirnir ógreindur. Með aðstoð Erfðafræðinefndar Háskóla Íslands hefur verið framkvæmd ættrakning og skimað Goldstein og Brown sýndu hins vegar fyrstir fram fyrir sjúkdómnum og þannig fundust fjölmargir einá undirliggjandi erfðagalla í þessum sjúkdómi. Þeir staklingar sem ekki var kunnugt um að þeir hefðu sýndu fram á að erfðagallinn var bundinn við gen sem sjúkdóminn og þeim boðin meðferð. tjáir viðtakann á yfirborði frumna fyrir svokölluðu Hver einstaklingur sem finnst með FH er mikilLDL-kólesteróli. Gallinn veldur því að kólesteról er vægur, ekki aðeins vegna hans sjálfs, heldur einnig ekki tekið upp í eðlilegu magni inn í lifrarfrumurnar vegna þeirra nákomnu ættingja sem greinast þegar og safnast því upp í blóðinu og smám saman leiðir ný ætt hefur verið skilgreind og skimun hafin. Líkur þetta til fyrstu stiga æðakölkunar, sem er uppsöfnun eru á því að erfðagallar sem valda FH hafi orðið til á kólesteróli í æðaveggnum. Goldstein og Brown fyrir mörgum hundruðum eða þúsundum ára og muni fengu síðan Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 1985 erfast áfram um alla tíð. Því þarf að viðhalda vitneskju fyrir þessa mikilvægu uppgötvun, sem jók skilning um sjúkdóminn í hverri þeirri ætt þar sem sjúkdómurokkar á efnaskiptum kólesteróls í líkamanum og lagði inn hefur greinst því sífellt bætast við nýjar kynslóðir grunninn að statin lyfjaflokknum, sem verið hefur sem hægt er að bjóða auðvelda og árangursríka meðhornsteinn í lyfjameðferð við háu kólesteróli síðastferð við sjúkdómi sem var áður illviðráðanlegur. liðin 20 ár, bæði í einstaklingum með FH og með Sem áður segir teljum við að einungis helmingur kólesterólhækkun af öðrum orsökum. Þessi lyf hafa einstaklinga með FH á Íslandi hafi verið greindur gjörbreytt horfum einstaklinga sem erft hafa áður til þessa og Hjartavernd hyggst nú, í samvinnu við nefndan genagalla. Fyrir tilkomu lyfjanna voru líkur Hjartaheill og íslenska barnalækna, leggja áherslu á á kransæðasjúkdómi stór auknar hjá fólki með FH. að greina þennan sjúkdóm með frekari skimun fyrir Rannsóknir hafa sýnt að lyfjameðferð með statinum FH á Íslandi. Í því sambandi verður stuðst við nýjustu ásamt bættum lífsstíl hafa minnkað stórlega líkurnar erfðatækni og möguleikar ættrakningar á Íslandi á snemmbærum dauðsföllum og öðrum afleiðingum nýttir í samvinnu við Erfðafræðinefnd HÍ til þess kransæðasjúkdóma í þessum einstaklingum. Nýlegt að finna þessa einstaklinga og gefa þeim tækifæri uppgjör á lífslíkum einstaklinga með FH frá Bretlandi á æskilegri forvörn gegn kransæðasjúkdómum og sýndi að þeir sem nota statin lyfin frá unga aldri hafa öðrum æðasjúkdómum. nú svipaðar lífslíkur og jafnaldrar þeirra. Gleðilegt er
Rannsóknir hafa sýnt að lyfjameðferð með statinum ásamt bættum lífsstíl hafa minnkað stórlega líkurnar á snemmbærum dauðsföllum og öðrum afleiðingum kransæðasjúkdóma í þessum einstaklingum.
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A / 1 3 - 2 4 9 0
SÚRMJÓLK
NÝJAR UMBÚÐIR
SAMA GÓÐA INNIHALDIÐ Súrmjólkin skipar sígildan sess í matarmenningu Íslendinga og er sjálfsagður hluti af morgunverðarborðinu.
Klæðskerasniðin fjarskiptaþjónusta Með Vodafone Firma velur þú þjónustu í takt við þarfir þíns fyrirtækis og nýtur ávinnings. Hafðu samband við fyrirtækjaþjónustu Vodafone í síma 599 9500.
Örugg samskipti bæta lífið vodafone.is/fyrirtaeki
18
viðtal
Sigríður Beinteinsdóttir hafði í fyrstu miklar efasemdir um Eitt lag enn sem í upphafi hét Hæ hæ hó. Grétar Örvarsson hafði alltaf trú á laginu sem Stjórnin flutti síðan í Eurovision-keppninni í Zagreb og lentu í 4. sæti. Þegar sveitin ferðaðist sem mest um landið og spilað á sveitaböllum bjuggu hljómsveitarmeðlimir bókstaflega í hljómleikarútunni. Stjórnin kemur nú saman að nýju í tilefni af 25 ára afmæli sveitarinnar og sendir einnig frá sér nýtt lag þar sem þau gera óspart grín að sjálfum sér.
Helgin 27.-29. september 2013
Hlýjar minningar um ljótu fötin
Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson. Ljósmynd/Hari
Allur ágóði af sölu BLEIKA POKANS rennur til Krabbameinsfélags Íslands. NÝTT
BIO poki*
*BIO pokinn er framleiddur úr maíssterkju og eyðist upp í náttúrunni.
Bleiki pokinn - til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands
Hafðu samband við sölumenn Odda í síma 515 5000 Oddi – Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
Þ
etta er upprunalega bandið sem nú kemur saman, bandið sem var með þessa stóru smelli á borð við Eitt lag enn, Ég lifi í voninni og Við eigum samleið. Við reyndum að fá alla þessa menn saman á 20 ára afmælinu en náðum því ekki. Núna gekk hins vegar allt upp,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir söngkona um afmælistónleika Stjórnarinnar í tilefni af 25 ára afmæli hljómsveitarinnar. Grétar Örvarsson söngvari segir gömlu hljómsveitarmeðlimina heldur dreifða og því hafi það verið nokkuð mál að ná öllum saman. „Trommarinn sem starfaði með okkur, Þorsteinn Gunnarsson, er heilaskurðlæknir í Kanada, Einar Bragi Bragason saxófónleikari er skólastjóri Tónlistarskólans á Seyðisfirði. Það hefur verið mikill áhugi innan hópsins að koma saman og þetta var rétti tíminn að okkar mati,“ segir hann. Hljómsveitin Stjórnin fagnar þessum tímamótum með afmælis-
og ferilstónleikum í Háskólabíói þann 25. október. Á tónleikunum verður það Stjórnin eins og hún var á seinni tímum sem spilar mestallan tímann, skipuð Friðriki Karlssyni og Sigfúsi Óskarssyni, auk Siggu og Grétars.
Leist ekkert á þetta
Stjórnin sendi frá sér 7 plötur og geisladiska, hún lék um árabil á Hótel Íslandi og í Leikhúskjallaranum fyrir fullu húsi auk þess að halda sveitaböll í velflestum félagsheimilum á landsbyggðinni. Þá tók hljómsveitin tvisvar þátt í Eurovison fyrir Íslands hönd. Mér finnst það einhvern veginn hálf undarlegt en samt svo eðlilegt að hitta „Siggu og Grétar í Stjórninni,“ setjast niður með þeim og spjalla um ferilinn. Ég var 10 ára þegar Stjórnin var stofnuð árið 1988 og ólst því upp við alla stærstu smellina og gæti enn sönglað með nánast öllum þeirra, rétt eins og eflaust flestir af minni kynslóð.
Fyrra skiptið þegar hljómsveitin keppti í Eurovison var árið 1990 þegar hún flutti hið ástsæla Eitt lag enn. Grétar segist strax hafa haft mjög góða tilfinningu fyrir laginu. „Ég var hrifinn um leið og við fengum þetta lag í hendur og var viss um að við gætum flutt það með miklum sóma. Sigga og fleiri voru meiri rokkarar og voru ekki jafn hrifin.“ Sigga viðurkennir það fúslega: „Mér leist ekkert á þetta.“ Upphaflega hét lagið ekki Eitt lag enn heldur Hæ hæ hó. Textinn var endurskoðaður sem og lagið. „Ég stappaði stálinu í mannskapinn og sagði að við yrðum að taka þetta lag. Það fékk síðan flotta útsetningu, við tókum það í forkeppninni hér heima og unnum. Raunar lentum við í bæði fyrsta og þriðja sæti því við sungum líka lag eftir Jóhann G. Jóhannsson heitinn, Ef ekki er til nein ást. Við vildum bara hámarka möguleika okkar. Þegar öllu var á botninn hvolft þá vorum við til í allt,“ segir Grétar og
r a g a d s ð o b l i t r ofu sunnudags il t i g e d u t s ö f á fr
TILBOÐ
TILBOÐ
TILBOÐ
Matreiðslubók 2 tegundir
1.499
Stígvél, loðfóðruð
Bolur
verð áður 2.990
st. 20-35
st. S-XXL
vnr. 847173
2.499
vnr. 878112
1.999
verð áður 4.999
verð áður 3.999
AÐ AUKI TAX FREE AF
SKÓM!
TILBOÐ
TILBOÐ
Kjóll
Boxer,
st. S-XXL
saumlausar st. M/L-XL
vnr. 876630
3.999
vnr. 893849
999
verð áður 9.999
verð áður 1.999
TILBOÐ Nærbuxur,
saumlausar st. M/L-XL/XXL
TILBOÐ Peysa, herra
vnr. 893847
999
st. M-XL vnr. 889915
1.999
verð áður 1.999
verð áður 4.999
TILBOÐ Skyrta
st. 10-20 vnr. 887365
1.999
verð áður 5.999
TILBOÐ Nærfatasett
Gildir 27. - 29. september á meðan birgðir endast.
st. 92/98-128/134 vnr. 867105
1.499
verð áður 2.999
TILBOÐ Boxer, 2 í pk. st. S-L
vnr. 867105
1.499
verð áður 3.499
TILBOÐ Brjóstahaldari st. 70A-95D vnr. 406307
999
verð áður 2.499
20
viðtal
Helgin 27.-29. september 2013
Sigríður grípur síðustu orðin á lofti: „Eins og segir í textanum“ og vísar í lag Stjórnarinnar, Til í allt.
Lagt fyrir nefnd hjá RÚV
Hljómsveitin Stjórnin þegar hún var upp á sitt besta.
Hvert mannsba rn þekkti Siggu og Grétar og um tíma prýddu þau líka bíla Mjólkurs amsölunnar.
Söngkonan Alda Ólafsdóttir söng með Stjórninni áður en Sigga kom til sögunnar.
Blómafötin sem Grétar og Sigga voru í þegar þau sungu Eitt lag enn í keppninni hér heima. Grétar auglýsir eftir sínum fötum sem hann lánaði og fékk aldrei aftur.
Ég man ekki hver það var sem fékk þau lánuð síðast. Kannski er einhver sem klæðir sig reglulega upp í þeim.
Eftir sigurinn hér heima kom ekki annað til greina af hálfu Siggu og Grétars en að hljómsveitin færi með þeim til Zagreb í Júgóslagívu þar sem aðalkeppnin fór fram. „Þeir hjá RÚV höfðu aðrar hugmyndir um fyrirkomulagið og við áttum bara að fara tvö með einhverjar ríkisbakraddir,“ segir Grétar. „Þeir sem voru með okkur í hljómsveitinni voru fullfærir um að radda lagið með okkur en forsvarsmenn RÚV höfðu ekki meiri trú á þessu en það að fengnir voru þekktir menn úr tónlistarbransanum til að úrskurða um hvort við værum hæf. Ég ætla ekki að nefna nein nöfn en þetta voru toppar í íslensku tónlistarlífi. Þeir voru settir í dómarasæti til að ákveða hvort strákarnir gætu raddað lagið,“ segir hann. Sigga er þung á brún þegar hún rifjar þetta upp. „Ég held að þetta hafi aldrei komið fram. Mér fannst þetta mjög sérstakt.“ Það fékkst í gegn að Stjórnin færi öll út og Sigga og Grétar lögðust í dansæfingar. „Við erum hvorugt miklir dansarar og æfðum í marga mánuði,“ segir Grétar. Hann tekur fram að Sigga sé miklu meiri dansari en hann. Þessi mótmælir Sigga brosmild og segir Grétar vera betri dansarann. Lagið hafnaði í fjórða sæti, sem er þriðji besti árangur Íslands í Eurovison. Á þessum tíma sungu allar þjóðir á eigin tungumáli og bæði segjast þau frekar hafa viljað syngja á ensku. „Við hefðum alltaf haft enn betri möguleika á að vinna þannig,“ segir Grétar.
Blómafötin týnd
Mikið var lagt upp úr klæðnaði þeirra Siggu og Grétars á þessum tíma og ekki hægt annað en að víkja tali að sviðsbúningunum. Í undankeppninni voru þau í samstæðum gallafatnaði með skrautlegu blómamynstri sem þóttu þá afar töff en þykja það vart í dag. „Ég á flesta búningana. Þeir eru svo eftirminnilegir. Sér í lagi rauði kjóllinn sem ég var í úti í keppninni og svo blómadressið sem er eitt það hræðilegasta sem hægt er að sjá,“ segir Sigga og hefur fullan húmor fyrir því hvað tíska þessa tíma hefur elst illa. Grétar segist hins vegar ekki lengur hafa blómafötin í sínum fórum því hann hafi lánað þau og þeim ekki verið skilað. „Það voru margir sem vildu fá þessi föt lánuð. Ég man ekki hver það var sem fékk þau lánuð síðast. Kannski er einhver sem klæðir sig reglulega upp í þeim. En ég verð eiginlega að nota þetta tækifæri til að auglýsa eftir skræpóttu fötunum. Það er einhver með þessi föt,“ segir hann. Sigga segist einu sinni hafa lánað rauða kjólinn í söngvakeppni á Sauðárkróki þar sem flutt var lagið Eitt lag enn. „Þessi föt eru dæmd til að týnast ef maður lánar þau í gæsapartí eða fyrirtækjapartí. Það er gaman að eiga þessa búninga og við komum til með að stilla þeim upp á afmælistónleikunum. Ég held að fólk hafi gaman af því að skoða þá,“ segir hún.
Hentu kínaskónum
Útlitið skipti ekki síður máli þegar hljómsveitin ferðaðist um landið og spilaði á böllum. „Ég var alltaf í leðurjakka. Það voru allir að spá í útlitið því það bara tilheyrir þessum bransa. Það er ákveðið leikrit sem er sett á svið fyrir áhorfendur,“ segir Grétar. Hann rifjar upp að einum hljómsveitarmeðlimi hafi þótt hinir svokölluðu kínaskór vera öllu þægilegri og hann hafi því ekki gengið í kúrekastígvélum eins og hinir, sem voru allt annað en hrifnir að skóbúnaði félagans. „Í hljómsveitarrútunni var í eitt skiptið tek-
in umræða um þessa kínaskó þegar hann var sofandi og einhverjir tóku sig til þegar við keyrðum yfir eina brúna að láta skóna bara gossa þar ofan í. Þetta voru skýr skilaboð til hans um að fá sér nýja skó.“ Hljómsveitin var sú vinsælasta á landinu á tímabili og eitt merkið um það var að Mjólkursamsalan fékk þau Siggu og Grétar til að sitja fyrir á mynd sem prýddi mjólkurbílana. „Mjólkursamsalan styrkti okkur til að byrja með. Það var nú ekki alltaf drukkin mjólk á ferðalögunum þó ég hafi nú líklega verið með þeim duglegri þegar kom að mjólk og kaffi. Þetta gátu verið skrautlegar rútuferðir,“ segir Grétar. Þau bókstaflega bjuggu í rútunni frá fimmtudegi til mánudags þegar þau spiluðu sem mest. Þau fengu rútu sem Stuðmenn höfðu áður haft afnot af. „Þessi rúta var eiginlega að syngja sitt síðasta en hún var dubbuð upp og merkt Stjórninni. Það voru fimm kojur þannig að þetta rétt passaði,“ segir Grétar. Hann rifjar upp eina helgina þar sem þau spiluðu á Inghóli á föstudegi, keyrðu af stað um nóttina að loknum tónleikum og biðu eftir að söluskálinn í Freysnesi opnaði um morguninn til að fá sér morgunmat. „Við skröltum svo áfram á Hornafjörð þar sem við spiluðum á útisamkomu um daginn. Þaðan fórum við upp í Lón að spila á svokölluðu Lónsballi en þau voru haldin á þessum tíma. Á laugardagskvöldinu var fólk orðið þreytt en við héldum okkur gangandi og eftir tónleikana keyrðum við af stað til Egilsstaða þar sem við áttum að spila á fjölskylduskemmtun í Valaskjálf um daginn. Þarna hafði ég varla sofið frá föstudeginum og þegar við komum á Valaskjálf var veðrið alveg dásamlegt, grasið varð heldur freistandi og við lögðumst þar öll niður og sofnuðum í um klukkutíma. Á sunnudagskvöldið náðum við svo loks almennilegum svefni,“ segir hann.
Í afmæli hjá þekktum athafnamanni
Upphaflegu meðlimir Stjórnarinnar hafa ekki komið saman síðan 1991. Sigga segir að í seinni tíð hafi Stjórnin verið sett saman fyrir Eurovision-ball á Players fyrir mörgum árum og svo eitt einkasamkvæmi. Ég velti fyrir mér hver hafði efni á að láta hóa saman Stjórninni fyrir einkaboð og Sigga bendir á að þetta hafi jú verið í kring um 2007. „Þetta var stórafmæli hjá athafnamanni í bænum,“ segir hún. Þau fást ekki til að gefa upp hvern var um að ræða en taka fram að þetta hafi í raun verið þeirra eina þátttaka í ævintýrinu sem kennt er við árið 2007. Þau tilkynna mér að lokum að nýtt lag með Stjórninni verði frumflutt næsta dag, á fimmtudag, sumsé daginn áður en þetta blað kemur út. Lag og texti er eftir Grétar og Friðrik Karlsson. „Við erum þarna að gera grín að okkur sjálfum. Lagið heitir „Þegar mojo-ið flæðir“ og syngjum um að við höfum misst mojo-ið og hvað við þurfum að gera til að finna neistann aftur, hlustum á Flash, FM og lifum í gegn um iPhoneinn okkar,“ segir Grétar. Fáir hafa eflaust velt mojo-inu jafn mikið fyrir sér og kvikmyndapersónan Austin Powers sem hafði yfir að ráða einstökum persónutöfrum. Sigga hefur ákveðnar efasemdir við titil lagsins. „Er ekki flottara að láta það bara heita Mojo? Hitt er svo langt. En þið höfundarnir verðið auðvitað að ráða þessu.“ Ég tek undir með Siggu og Grétar kemur með lokaúrskurðinn. „Jú, Mojo er sennilega flottara. Þá ákveðum við það hér með. Lagið heitir Mojo.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
15
% afsláttur
Aðeins
íslenskt kjöt
í kjötborði
Aðeins
íslenskt
Ungnauta hamborgari, 120 g
249 289
kjöt
í kjötborði
kr./stk.
38
kr./stk.
Við g
% afsláttur
ime bapr m a L
8 9 9 2
g kr./k
g
kr./k 3498
1898 2298
g
rir þi
ira fy
me erum
Lambagúllas kr./kg
kr./kg
ir Bestöti í kj
Aðeins
íslenskt kjöt
í kjötborði
Grísalundir
1487 2398
kr./kg
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
kr./kg
Íslensk matvæli kjúklingabringur
ísleAðeins n kjötskt í
2198 2469
kjöt bor ði
kr./kg
kr./kg
Helgartilboð! 25 15 afsláttu% r Jacob’s pítubrauð
afsláttu% r
MS Skinkumyrja
fín og gróf, 6 stk.
229 255
SS Caj’P folaldasteik
3148 3498
399 477
Myllu Heimilisbrauð
kr./pk.
kr./pk.
28
% ur afslátt
kr./kg
kr./kg
259 358
kr./stk.
kr./stk.
kr./pk.
kr./pk.
Nammibarinn Afsláttur öll kvöld frá kl. 20 - 24 og alla laugardaga
Hatting mini hvítlauksbrauð
498 569
kr./pk.
kr./pk.
Doritos snakk, 4 teg.
230 255
kr./pk.
kr./pk.
Fanta, 2 lítrar, 3 tegundir
249 348
kr./stk.
kr./stk.
Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt
50
% afsláttur
viðtal
Helgin 27.-29. september 2013
Jeppi drekkur sig fullleiðinlegan
Hið fornfræga leikrit Jeppi á Fjalli verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í byrjun október. Benedikt Erlingsson leikstýrir því sem kallað er epískur tón-sjónleikur í nýrri þýðingu Braga Valdimars Skúlasonar með nýrri tónlist eftir hann sjálfan og meistara Megas sem segist hafa tekið að sér að verða málsvari Jeppa sem drekki sig full leiðinlegan. Megas segist hafa verið tregur til í fyrstu en þegar hann sá möguleikana í þessu gamla leikverki hafi hann allur færst í aukana og skilaði af sér átján nýjum lögum.
G
amanleikurinn um Jeppa á Fjalli, eftir Ludvig Holberg, hefur notið hylli leikhúsgesta víða um lönd allt frá því hann var fyrst settur á svið 1722. Jeppi er enn tíður gestur á sviðum leikhúsa í Evrópu og mun minna hressilega á sig á Íslandi í Borgarleikhúsinu í októberbyrjun. Sjálfsagt segir það sitt um slagkraftinn í Jeppa gamla að nú þegar er uppselt á 22 sýningar í Borgarleikhúsinu. Bragi Baggalútur hefur gert nýja þýðingu á verkinu sem Benedikt Erlingsson leikstýrir en Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk Jeppa. Meistari Megas var fenginn til þess að semja lög við verkið en lifandi tónlist verður áberandi í sýningunni.
Ljósmyndir/Hari
22
Framhald á næstu opnu.
24
viðtal „Ég var nú ekki mikið til í þetta fyrst í stað,“ segir Megas. „En svo þegar ég fór að kynna mér leikritið og upp á hvað það bauð þá fór mér að finnast þetta svolítið spennandi. Þetta reyndist nú síðan verða dálítil yfirlega. Sumt greip maður ekki alveg fyrsta kastið en svo fór þetta að lýsast fyrir manni og maður áttaði sig betur á hlutunum. Vinnan fólst ekki síst í að reyna að hafa þetta svolítið sannfærandi og viðeigandi þannig að þetta hentaði þessu gamla leikriti sem er búið að vera rosalega vinsælt alveg frá 1720- og eitthvað.“ Þótt Jeppi sé kominn til ára sinna virðist hann alltaf eiga erindi og Megas bendir á að verkið hafi gengið í gegnum alla síðustu öld á Íslandi. „Ég held að það séu alveg óteljandi skipti sem þetta hefur verið sett upp og fólk sem er komið á einhvern aldur það þekkir allt Jeppa. Ég man nú ekki hvenær hann var síðast sýndur í borginni en ég held að leikklúbbar og leikfélög úti á landi hafi töluvert verið með einhvern Jeppa í gangi.“
Málsvari fyllibyttunnar Jeppi á Fjalli er í meira lagi vínhneigður og væri
Helgin 27.-29. september 2013
líklega best lýst sem fyllibyttu og sumir þeirra söngva sem Megas leggur honum til draga dám af því. „Fíkn er náttúrlega ekki til á þessum tíma en ég samdi þrjú lög sem hann syngur nánast í beit. Þetta er lag um þurrafyllirí, annað um glaðafyllirí og það þriðja um blindafyllirí. Hvert með sínu móti eins og vill verða í slíku ástandi.“ En hvernig fór á með þeim Megasi og Jeppa á meðan tónlistarmaðurinn glímdi við hann í höfðinu? „Ég tók nú eiginlega að mér að vera hans advókat og það fór vel á með okkur að vissu marki. Hann drekkur sig full leiðinlegan. Er svolítið lítill í sér og verður einvaldur heimsins þegar hann er orðinn nógu ölóður og það stýrir ekki góðri lukku. Hann er því nokkuð venjuleg, þekkt stærð. Dæmi um menn sem eru litlir en vex ásmegin þegar hugrekkið í brennivíninu rennur út í blóðið.“
Hrist upp í pempíulegum texta
Megas segir hugmyndina hafa verið að reyna að bæta einhverri vídd við verkið með lögunum og hann hafi í raun samið þau jafnóðum eftir því hvernig Braga
Valdimar sóttist þýðingin. „Ég las þetta leikrit nú bara fyrst í gömlu þýðingunni sem var svolítið svona pempíuleg. En svo fór ég að gera texta eftir því sem Braga sóttist þýðingin og ég fékk það sem hann var búinn að þýða. Einn kafla í einu. Hann var svo vænn að merkja inn tilgátur um hvar mætti skreyta með lagi og ég fór mestan part eftir því sem hann benti á og reyndi þá aðeins að smeygja inn aðeins öðrum órum en leikritið virðist í fljótu bragði hafa að geyma.“ Bragi leggur sjálfur til fjögur lög en Megas sér um rest. Fjöldinn er að vísu slíkur að Megas reiknar ekki með að öll lögin rati í sýninguna en þau verði þó öll á geisladiski sem kemur út á næstunni. „Bragi kom nú fyrst með ein fjögur lög og eitthvað af þeim verður notað en ég var það snöggur að taka við mér í götunum að hann lét þetta nú nægja. Ég gerði átján lög í allt en veit ekki hversu mikið af því verður notað og er ekki alveg kunnugur því hvernig endanlega útgáfan verður. Ég gerði alla vegana texta þar sem mér fannst þá helst þurfa.“ Megas segir að það hafi ekki beinlínis verið um
Megas tók í fyrstu treglega í að semja tónlist við Jeppa á Fjalli en þegar hann sá möguleikana sem fólust í verkinu sló hann til og gerðist málsvari hins drykkfellda Jeppa.
samstarf hjá þeim Braga að ræða og hvor hafi sýslað í sínu horni og það hafi gengið vel. „Hann er gargandi talent í bæði málum og tónum. Það vantar ekki.“
Hrært í mörgum pottum
Megas gerir ráð fyrir að nokkuð yfirfall verði af lögum enda séu átján lög frá honum og fjögur frá Braga ríflegur skammtur fyrir leikritið. Öll þessi lög verða þó á geisladiskinum þar sem Megas syngur lög Jeppa. „Meiningin var eiginlega að diskurinn yrði tilbúinn áður en æfingum væri lokið og þetta yrði
svona banki fyrir Benedikt að sækja í eftir því hvenær honum þætti lag viðeigandi svoleiðis. Þannig að það verður sennilega eitthvað meira efni á plötunni heldur en er í leikritinu.“ Megas segir engar hugmyndir uppi um að fylgja diskinum eftir með tónleikahaldi. „Nei, nei. Ég held að þetta verði bara diskurinn sem fylgir Jeppa og veit ekki til þess að það sé planið.“ Megas segist ekki hafa fylgst með æfingum á verkinu og láti duga að legga til sönglögin. „Ég held það þurfi ekkert að vakta Benedikt. Hann virðist hafa það til að bera að verkin sem
viðtal 25
Helgin 27.-29. september 2013
hann hefur sett upp hafa orðið „hitt.““ Megas hefur enda í nógu að snúast. Hann hefur undanfarin misseri gert nokkuð af því að troða upp með félögum sínum Rúnari Þór Péturssyni og Gylfa Ægissyni. „Það hefur strjálast dálítið en það eru einhverjir tónleikar á döfinni. Bæði með þeim félögum og öðrum. Svo er ég að gera lög eftir pöntunum og maður veit aldrei hvað getur dottið inn. Það er í nógu að hrærast.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
Jeppi á Fjalli Jeppi er drykkjumaður – en hann hefur líka góðar ástæður til að drekka! Hann er kúgaður kotbóndi, arðrændur og smáður auk þess sem konan hans heldur framhjá honum. Þar sem hann liggur brennivínsdauður í drullupolli birtist Baróninn ásamt fylgdarliði. Baróninn er sá sem allt á og öllu ræður en leiðist samt og nú verður Jeppi nýja leikfangið hans. Hvað gerist þegar kotbóndinn heldur að hann sé eitthvað? Jeppi á Fjalli verður frumsýndur föstudaginn 4. október á Nýja sviði Borgarleikhússins.
Kókoshnetuolía
Einstaklega holl og næringarrík Kókoshnetuolía inniheldur hátt hlutfall af lárinsýru, eykur upptöku og nýtingu á omega 3 og 6 fitusýrum, bætir meltingu, örvar brennslu, styrkir ónæmiskerfið, er græðandi, sótthreinsandi og góð fyrir liði, húð og hár.
Jeppi er dæmi um menn sem eru litlir en vex ásmegin þegar hugrekkið í brennivíninu rennur út í blóðið.
Kaldpressuð/jómfrúar
Bragð- og lyktarlaus
Upplögð í • þeytinginn • grautinn • baksturinn • til að smyrja bökunarform • te og kaffi • til inntöku ein og sér, t.d. 1–2 msk daglega • næring fyrir húð og hár
Upplögð • þegar kókosbragðs er ekki óskað • til steikingar á kjöti, fiski og grænmeti • til að poppa popp • til að smyrja bökunarform • út í te og kaffi
Heilbrigð skynsemi
Yggdrasill heildsala | yggdrasill.is
26
viðtal
Helgin 27.-29. september 2013
Lifa í núinu og njóta tímans Hafalda Elín Kristinsdóttir er aðeins fimmtug og greindist með Alzheimerssjúkdóminn fyrir einu og hálfu ári. Árin áður höfðu verið erfið því greinilegt var að Hafalda var mjög utan við sig en engin niðurstaða fékkst úr rannsóknum. Áður bjó Hafalda í Ólafsvík en er nú flutt til Reykjavíkur þar sem hún nýtur daglega stuðnings fjölskyldunnar.
Hafalda greindist með Alzheimerssjúkdóminn aðeins 48 ára gömul. Fjölskyldan stendur þétt saman og reynir að gera eitthvað skemmtilegt með Haföldu daglega. „Mottóið okkar er að lifa í núinu og njóta tímans. Það er mikilvægt að hafa alltaf í huga að tíminn er ekki sjálfgefinn hjá neinum, hvort sem fólk er heilbrigt eða með sjúkdóm.“ Ljósmyndir/Hari.
B
laðamaður hitti þær mæðgur, Haföldu Elínu Kristinsdóttur og Kristnýju Rós Gústafsdóttur, á heimili Haföldu og eiginmanns hennar í Reykjavík. Áður bjó fjölskyldan í Ólafsvík en eftir að Hafalda greindist með Alzheimerssjúkdóminn, aðeins 48 ára, fluttu þau til Reykjavíkur til að vera nær stórfjölskyldunni og njóta stuðnings hennar. Í Reykjavík búa fjórar systur Haföldu og móðir. Í næstu íbúð við Haföldu og eiginmann hennar búa svo mágur hennar og svilkona svo stuðningsnetið er þétt og allir leggja sitt af mörkum við að gera líf Haföldu sem innihaldsríkast og njóta tímans með henni. Kristný er elsta barn Haföldu en að auki á hún tvo syni, tuttugu og fjögurra ára og átján ára. Fyrir um það bil fimm árum fór Kristný að taka eftir breytingum á móður sinni sem henni fannst orðin mjög gleymin og spyrja sömu spurninganna aftur og aftur. „Ég var svolítið pirruð á þessu og fannst mamma vera voðalega lítið með á nótunum og jafnvel að hún væri vísvitandi að reyna að pirra okkur fjölskylduna,“ segir Kristný. Á þessum tíma bjó Kristný ekki í Ólafsvík hjá foreldrum sínum heldur var í skóla í Reykjavík en reyndi að fylgjast náið með móður sinni þegar hún kom heim í frí. Til að byrja með fékk Kristný ekki miklar undirtektir hjá öðrum fjölskyldumeðlimum og hafði faðir hennar ekki eins miklar áhyggjur af breytingunum á Haföldu og Kristný. „Mér fannst ég því svolítið ein með þessar hugsanir. Síðan veitti móðuramma mín því athygli líka að mamma væri ekki eins og hún á að sér að vera og það var viss léttir.“
Var send í veikindaleyfi
Þegar veikindin hófust, fyrir um það bil fimm árum, vann Hafalda við bókhaldsstörf hjá Deloitte og Tryggingamiðstöðinni í Ólafsvík. Veikindin voru farin að hafa það mikil áhrif á hana dagsdaglega að hún var send í árslangt veikindaleyfi úr vinnunni. „Samstarfsfólkið í vinnunni og bæjarbúar í Ólafsvík höfðu tekið eftir því að það væri ekki alveg í lagi hjá mömmu. Svo fórum við í nokkrar heimsóknir til læknis í Reykjavík sem gerði rannsóknir á mömmu og niðurstaðan var sú að hún væri ekki með Alzheimerssjúkdóminn en það kom þó engin önnur sjúkdómsgreining heldur,“ segir Kristný. Kristný kveðst ekki hafa glaðst neitt sérstaklega yfir tíðindunum af því að móðir hennar væri ekki með Alzheimers því áfram var fjölskyldan í lausu lofti, móðirin mjög utan
Ég vissi alltaf að það væri eitthvað mikið að. Við vorum rosalega lengi í nokkurs konar „hvergilandi“.
við sig og ekki vinnuhæf en samt án sjúkdómsgreiningar. „Ég vissi alltaf að það væri eitthvað mikið að. Við vorum rosalega lengi í nokkurs konar „hvergilandi“. Það vissi enginn hvað var að og eins og enginn hefði áhuga á að finna út úr því. Það var mér mjög mikilvægt að komast að því hvað væri að hrjá mömmu svo hægt yrði að hjálpa henni.“
Barátta við kerfið Þegar sú niðurstaða kom að Hafalda væri ekki með Alzheimers tjáði Kristný lækninum vonbrigði sín. „Ég gat ekki látið eins og ekkert væri að þó hún væri ekki með Alzheimers þá var samt eitthvað að en þá sagði læknirinn að enginn annar styddi mína frásögn. Þá reiddist ég út í lækninn en er ekki reið lengur. Á þessum
viðtal 27
Helgin 27.-29. september 2013
tíma upplifði ég oft eins og ég vildi að mamma mín væri með Alzheimers. Ég velti því oft fyrir mér hvort ég væri svona rugluð og ímyndundarveik varðandi mömmu og á þessari stundu var upplifunin þannig. Svo þegar hún var send í veikindaleyfi í vinnunni var komin staðfesting á því að einhver annar en ég sæi þetta,“ segir Kristný. Næsta skref var að Hafalda fór til geðlæknis í Reykjavík sem taldi þrjá möguleika í stöðunni; alvarlegt þunglyndi, heilaskaða eftir bílslys sem Hafalda hafði lent í árið 2007 eða heilabilun. Eftir þetta fékk Hafalda þunglyndislyf og meðferð við þunglyndi sem fjölskyldan tók þátt í. „Ég var samt alltaf full efasemda og var örugglega mjög leiðinleg og pirrandi við fagfólkið. Mér fannst alltaf eins og ekki væri verið að gera nóg fyrir mömmu.“ Þegar veikindaleyfinu lauk fór Hafalda ekki aftur til vinnu og þá hófst barátta við kerfið til að tryggja réttindi hennar. „Á þeim tíma var ekki búið að greina mömmu með neinn sjúkdóm svo hún var ekki öryrki en gat samt engan veginn unnið. Fyrst til að byrja með fékk hún sjúkradagpeninga frá verkalýðsfélaginu sínu. Á þessum tímapunkti vorum við því bæði í baráttu við lækna og velferðarkerfið.“
Við fengum gríðarlegt áfall þrátt fyrir að hafa lengi vitað að eitthvað væri að eftir þrjú ár í óvissu.
ekki vel fyrir þar eftir að veikindin ágerðust. „Hún hafði ekki drifkraft til að framkvæma neitt og var líka mjög gleymin. Hún fór stundum þrisvar sinnum á dag í búðina en gleymdi alltaf hvað hún átti að kaupa. Á þessum tíma var hún sjálf að finna að það var eitthvað að og var orðin þunglynd.“ Yngsti sonurinn bjó á þessum tíma heima hjá foreldrum sínum og Hafalda hugsaði um hann þegar hann kom heim úr skóla á daginn en var annars að mestu leyti hætt að sinna daglegum athöfnum. „Hún eldaði sömu hlutina aftur og aftur og pabbi var orðinn frekar leiður á því. Mamma er sko algjör sósumeistari en sósurnar voru orðnar svolítið skrítnar. Henni fannst það meira
í Ólafsvík svo það er fínt að vera hérna í Reykjavík og hitta fólkið mitt reglulega. Mágur minn og svilkona búa í íbúðinni við hliðina á mér og þegar hún fer út með hundinn þeirra fer hún út með mig líka. Það eru allir að gera eitthvað með manni,“ segir Hafalda og brosir. Þrisvar sinnum í viku fær Hafalda heimsókn frá félags- og heimaþjónustu, auk þrifa á íbúð. Þá koma konur frá borginni tvisvar sinnum í viku að fara út með Haföldu í gönguferð. Móðir Haföldu, sem er áttræð og við góða heilsu, fer með hana í sundleikfimi og í samsöng í hverri viku og kann Hafalda vel að meta það en hún hefur alltaf stundað sund og var
að segja sjálfri,“ segir Kristný og þær mæðgur hlæja báðar. Til allrar hamingju hefur Kristný erft sósugerðarhæfileika móður sinnar svo fjölskyldan getur enn notið þess að borða góðar sósur með matnum. „Okkur hafði alltaf liðið mjög vel í Ólafsvík og þar voru allir af vilja gerðir að hjálpa okkur en fólk vissi kannski ekki hvernig það ætti að nálgast mömmu. Í Reykjavík býr móðuramma mín sem hefur reynst dóttur sinni mjög vel. Það var mjög mikilvægt að rjúfa einangrunina og það hefur tekist vel hérna í Reykjavík því mamma og amma ná svo vel saman.“ Hafalda sjálf kann því vel að vera flutt til borgarinnar og vera nálægt fólkinu sínu. „Ég hafði búið lengi
Framhald á næstu opnu
Dóttirin barðist fyrir sjúkdómsgreiningu
Árið 2011, eftir tæplega þriggja ára óvissu var Kristný ólétt og þegar hún var komin fimm mánuði á leið þurfti hún að hætta að vinna til að hvíla sig og ákvað þá að flytja tímabundið frá maka sínum til Ólafsvíkur til að vera nær móður sinni. „Ég var staðráðin í að komast að því hvað var að hrjá mömmu svo ég fór á alla þá staði sem hún hafði verið á og safnaði frásögnum fólks af því hvernig hún hafði breyst. Ég fór í vinnuna hennar og spjallaði við samstarfsfólkið sem margt hvert hafði unnið með henni í tuttugu og fimm ár. Svo hitti ég fólk úr kórnum í Ólafsvík og blakliðinu en áður en mamma veiktist hafði hún stundað söng og blak af miklum krafti. Með því að safna frásögnum þessa fólks gat ég sýnt lækninum að þetta væri ekki bara hugarburður hjá mér.“ Allir höfðu sömu sögu að segja; Hafalda hefði breyst mikið og var orðin mjög gleymin. Eftir þetta fengu þau Kristný og Gústaf faðir hennar tíma hjá lækninum sem áður hafði komist að því að Hafalda væri ekki að Alzheimers. Í þeirri heimsókn var þeim tjáð að Hafalda væri með Alzheimers. „Við vorum engan veginn undirbúin undir það að fá greininguna strax því við áttum von á að þurfa aftur að fara í hart. Við fengum gríðarlegt áfall þrátt fyrir að hafa lengi vitað að eitthvað væri að eftir þrjú ár í óvissu.“ Kristný segir að þegar sjúkdómsgreiningin hafi komið hafi þeim ekki staðið til boða nein áfallahjálp. „Við pabbi bara fórum fram á gang hjá lækninum og grétum. Á þessum tíma bjuggum við ekki í Reykjavík svo við hringdum í ættingja sem kom og sótti okkur og fór með okkur heim til sín.“
Mikilvægt að rjúfa einangrun
Eiginmaður Haföldu sagði henni frá greiningu læknisins og Kristný sagði bræðrum sínum tveimur frá sjúkdómnum en sá yngri var sextán ára á þessum tíma, í febrúar 2012. Eftir að greiningin kom fluttu þau hjónin til Reykjavíkur til að vera nær stórfjölskyldunni. Að sögn Kristnýjar hafði móðir hennar einangrað sig í Ólafsvík og leið
Frestur til að skila ársreikningi er liðinn Skil á ársreikningi
Skorað er á stjórn félaga að senda nú þegar til ársreikningaskrár RSK ársreikning félagsins og samstæðureikning, ef það á við, vegna reikningsársins 2012. Áskorun þessi tekur einnig til skila á eldri ársreikningum hafi þeim ekki verið skilað.
Ársreikningaskrá RSK skorar á stjórnarmenn fyrirtækja sem ekki hafa skilað ársreikningum fyrir árið Stjórn ber ábyrgð 2012 að gera það nú þegar. Stjórnarmenn bera ábyrgð á því að ársreikningi Samkvæmt lögum sé skilað til ársreikningaskrár. er skilafrestur liðinn. Viðurlög Vanskil á ársreikningum geta varðað sektum frá 250 til 500 þúsund króna.
Ert þú í skilum? Unnt er að sjá hvaða fyrirtæki eru í vanskilum á heimasíðu ríkisskattstjóra http://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/ arsreikningaskra/felog-i-vanskilum/ Athugaðu hvort þitt fyrirtæki er í vanskilum og skilaðu strax ef svo skyldi vera.
rsk@rsk.is
442 1000 Þjónustuver 9:30-15:30
Nánari upplýsingar á www.rsk.is
28
viðtal
Helgin 27.-29. september 2013
í mörg ár í kirkjukór í Ólafsvík. „Við reynum að gera alltaf eitthvað skemmtilegt með mömmu á hverjum degi og það er hennar þjálfun. Fljótlega eftir að sjúkdómsgreiningin kom var okkur bent á að lifa bara einn dag í einu og dvelja í núinu. Þannig höfum við það og njótum þess að eiga góða að,“ segir Kristný.
Betri tímar
Þegar áhrifa Alzheimerssjúkdómins fór að gæta í fyrstu komu fram skapsveiflur hjá Haföldu og segir Kristný stundum hafa verið stirt sambandið á milli þeirra mæðgna. „Pirringur er algengur fylgikvilli Alzheimers því fólk verður óöruggt. Þá myndast pirringur innra með því sem erfitt getur verið að koma út. Við pabbi fengum mikið að finna fyrir því en bræðurnir sluppu vel,“ segir Kristný og þær hlæja báðar dátt og gleðjast yfir því að staðan í dag sé mun betri. Alzheimerssjúklingum eru gefin lyf sem hafa góð áhrif á skapið og segir Kristný móður sína nú vera mjög létta í skapi og eiga auðvelt með að kætast. „Í dag er hún á góðum stað og persónuleikinn er alveg sá sami og áður fyrir utan gleymskuna.“ Fyrir nokkrum vikum fékk Hafalda ný lyf í formi plástra sem hafa gefist mjög vel. „Við fréttum af þessu lyfi hjá öðrum sjúklingi á hennar aldri og fengum að prófa og höfum fundið miklar og góðar breytingar á mömmu eftir að hún byrjaði að nota þá. Hún er farin að muna eftir ótrúlegustu hlutum,“ segir Kristný sem vill hvetja aðra aðstandendur Alzheimerssjúklinga til að kynna sér plástrana.
Gera það besta í stöðunni fyrir alla Eins og áður segir eiga Hafalda og Gústaf eiginmaður hennar þrjú börn og var yngsti sonurinn aðeins sextán ára þegar móðir hans veiktist. Hann flutti með þeim til Reykjavíkur fyrir rúmlega ári en fann sig ekki í borginni og er fluttur til bróður síns á Ólafsvík. „Sá á eitt barn og konu og annað barn á leiðinni svo litli bróðir er í góðum höndum hjá þeim.“ Hafalda bætir við að sá yngsti hafi verið í skóla í Reykjavík en flosnað upp úr námi enda hafi hann haft í nógu að snúast við að aðstoða sig. „Hann höndlaði það ekki enda bara barn,“ segir hún. Kristný segir fjölskylduna ánægða með þá ákvörðun að yngsti sonurinn flytti aftur til Ólafsvíkur. „Hann er byrjaður aftur í skóla og fótbolta og líður mjög vel og er orðinn hann sjálfur aftur. Við öll viljum auðvitað að hann fái að njóta sinna unglingsára sem venjulegur unglingur og það gerir hann hjá bróður sínum í Ólafsvík,“ segir Kristný. „Það er líka stutt fyrir okkur að kíkja í heimsókn,“ bætir Hafalda við. Þrátt fyrir mikla erfiðleika hefur fjölskyldunni tekist að gera sitt besta í stöðunni til að öllum líði sem best. „Mottóið okkar er að lifa í núinu og njóta tímans. Það er mikilvægt að hafa alltaf í huga að tíminn er ekki sjálfgefinn hjá neinum. Hvort sem fólk er heilbrigt eða með sjúkdóm.“
Hún fór stundum þrisvar sinnum á dag í búðina en gleymdi alltaf hvað hún átti að kaupa. Á þessum tíma var hún sjálf að finna að það var eitthvað að og var orðin þunglynd.
Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is
Alzheimerssjúkdómurinn
Moscow Virtuosi Miðasala hafin
Eldborg — 04.10.13, kl. 20:00 Tónleikar Moskvu Virtúósanna er mikill viðburður í íslensku tónlistarlífi. Þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin kemur til landsins. Stjórnandi hennar er Vladimir Spivakov. Einleikari á píanó er hinn 13 ára gamli Daniel Kharitonov.
Alzheimers er taugahrörnunarsjúkdómur í heila sem veldur því að efnaferli sem leiða til útfellingar í heilanum fara af stað og afleiðing þess er sú að taugafrumur visna og týna smám saman tölunni. Sjúkdómsferlið er mismunandi á milli einstaklinga og líklegt er talið að það séu nokkrir sjúkdómar sem í dag eru kallaðir Alzheimers og því er misjafnt hvernig einkennin birtast hjá fólki. Algengara er að eldra fólk en yngra fái sjúkdóminn en þó getur fólk greinst með hann við fjörutíu og fimm ára aldur þó það sé afar sjaldgæft. Einkenni sjúkdómsins eru mismunandi eftir aldri og hjá yngra fólki birtast einkennin yfirleitt þannig að fólk á erfitt með að rata og tjá sig, ásamt öðrum einkennum. Hjá eldra fólki verður yfirleitt vart við óeðlilegt minnisleysi, sérstaklega varðandi nýliðna atburði. Lífslíkur fólks með Alzheimers voru rannsakaðar rétt fyrir síðustu aldamót og voru þá að meðaltali áratugur. Lífslíkurnar geta þó verið allt frá nokkrum árum og í yfir tvo áratugi. Ekki er til
70 ára afmæli stjórnmálasambands Íslands og Rússlands Miðasala er hafin í miðasölu Hörpu og á harpa.is
er aðalstyrktaraðili Hörpu
Jón Snædal yfirlæknir. Ljósmynd/Hari
nákvæm tölfræði yfir tíðni Alzheimerssjúkdómsins á Íslandi en talið er að á bilinu hundrað og fimmtíu til tvo hundruð manns greinist með sjúkdóminn árlega sem þýðir að um það bil tvö þúsund til tvö þúsund og fimm hundruð manns eru með sjúkdóminn á hverjum tíma. Tíðni hjá þeim sem eru sjötugir er um það bil fjögur prósent en hjá þeim sem eru áttatíu og fimm ára er tíðnin um þrjátíu prósent. Arfgengur þáttur veldur Alzheimerssjúkdómnum en hann er ekki talinn eins sterkur og áður var talið en sjúkdómurinn er þó algengari í sumum ættum en öðrum. Úr viðtali við Jón Snædal, yfirlækni á Minnismóttöku á Landakoti, í Fréttatímanum 20. september síðastliðinn.
Verð
Kræsingar & kostakjör
sprengja!
BLANDAÐ SÚPUKJÖT froSiÐ
498
kr/kg
áður 859 kr/kg
www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss | Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
30
viðhorf
Helgin 27.-29. september 2013
Bráðatilfelli
U
HELGARPISTILL
HARMSAGA
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is
Kortasala í fullum gangi
TVÖ ÖGRANDI NÝ ÍSLENSK VERK SEM VEKJA UMRÆÐU
551 1200
HVERFISGATA 19
LEIKHUSID.IS
MIDASALA@LEIKHUSID.IS
Teikning/Hari
Tryggið ykkur miða
Undarlega þykja mér mál hafa þróast þegar ég fylgist með mataráhuga sona minna beggja. Þeir eru ástríðumenn í mat og drykk, elda krásir og gefa sér drjúgan tíma til þess, sjá í meginatriðum um matargerð á sínum heimilum, kaupa og lesa kokkabækur og sá yngri hefur meira að segja gefið út sitt eigið matarblað. Hann lét sér ekki nægja að skrifa allt efni þess og mynda heldur eldaði alla þá rétti sem kynntir voru í því ágæta blaði. Hér í Fréttatímanum skrifar hann af list um mat af ýmsu tagi, m.a. í þessu tölublaði um kraftmikla kjötsúpu og víkur þar nokkuð frá klassískri uppskrift Helgu Sigurðardóttur en uppskriftabók hennar hefur verið matarbiblía Íslendinga áratugum saman og var endurútgefin fyrir örfáum árum. Helga sauð kjötið trúlega með rófum og kartöflum, auk grjóna eða haframjöls sem þá fékkst og þótti gott til að drýgja súpuna. Strákurinn sleppir hins vegar grjónum og mjöli og leggur til í kjötsúpuna hvítlauk, reykta papriku, kóríander, Ceyenne pipar og túrmerik, sem ég viðurkenni fúslega að vita ekki hvað er. Ekki skal þó vanmeta Helgu Sigurðardóttur. Þótt hún hafi gengið á fund feðra sinna löngu áður en við hjónakornin hófum okkar búskap heldur matreiðslubiblían hennar enn gildi sínu og gerði enn frekar þá. Þá leyfði ég mér, ungur og óreyndur maður, að gefa konuefninu matreiðslubókina. Það var raunar í gríni gert en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Tíðarandinn var sá að mér datt ekki í hug að ég hefði gagn af því að lesa bókina og læra matargerð. Það gerði ég þó síðar á lífsleiðinni þegar Helga leiddi mig í gegnum þá list að sjóða egg. Þessar matarkúnstir sækja hinir ungu menn ekki til föður síns – heldur til móðurinnar sem er listakokkur. Samt sýndu þeir engin merki um það á æskuog unglingsárum að þeir hefðu áhuga á matargerð. Ég var piltunum engin fyrirmynd í eldhúsinu. Pylsusuðu réð ég við og toppaði mína matargerð í hakki og spaghettíi. Lengra náði það ekki enda var sjaldan reiknað með því að heimilisfaðirinn töfraði fram kvöldverðinn. Þessar framfarir milli kynslóðanna eru aðdáunarverðar þótt ég verði að taka því að strákarnir geri nett grín að fákunnáttu minni. Þeir grípa því inn í þegar ég stend fyrir framan
grillið, eiginlega þá einu matargerð sem ég reynt að ná tökum á. Þeir halda sjálfsagt að ég ofsteiki kjötið eða valdi öðrum skaða á hráefninu. Þá kemur fyrir, þegar ég dreg stoltur fram rauðvínsflösku, að spurt er full hreinskilnislega: „Er þetta það eina sem þú átt?“ Augljóslega má af tóninum ráða að þá tegund á ekki að bera fram í glösum, heldur hella í sósuna, enda skrifar eldri sonurinn stundum í okkar ágæta blað af þekkingu um vín og vínmenningu. Vanþekking í matargerð getur þó komið sér illa. Að því komst ég síðastliðinn föstudag, rétt eftir að Fréttatíminn kom út. Þá hringdi elskuleg kona í mig, sem forsvarsmann blaðsins, og sagði farir sínar ekki sléttar. Ég hélt fyrst að hún væri að kvarta undan frétta- eða greinaskrifum í blaðinu, að eitthvað væri of- eða vansagt. Svo var alls ekki. Hún hringdi vegna uppskriftar í blaðinu, var í öngum sínum vegna þess að smáræði vantaði í hana. Uppskriftin var í sérblaði Sölufélags garðyrkjumanna sem fylgdi Fréttatímanum. Þar var fjallað um uppskeru haustsins og samhliða birtar uppskriftir gómsætra grænmetisrétta. Má þar nefna rófu-fennelgratín, kartöflusúpu, kartöflusalat með gúrkum, ofnbakað grænmeti, gljáðar gulrætur með rauðlauk og engifer, steikt hnúðkál og rófusúpu úr sveitinni. Það var einmitt rófusúpan sem konan í símanum ætlaði að búa til en í uppskriftinni voru rófur, að sjálfsögðu, ólífuolía, laukur, broddkúmen, túrmerik, sítrónusafi, salt og nýmalaður svartur pipar – en það kom ekki fram hve mikið vatn ætti að fara í súpuna. Um það spurði konan einfaldlega. Kvarnirnar snerust í mér um leið og ég fletti upp í blaðinu þar sem matargúrúinn Helga Mogensen lýsti því nákvæmlega hvernig búa ætti til rófusúpuna. Þar sá ég hins vegar ekkert um vatnsmagnið. „Fer það ekki svolítið eftir smekk?“ leyfði ég mér að segja við frúna, sem vafalaust hefur verið húsmóðir lengi, rekið stórt heimili og komið upp mörgum börnum. „Nei,“ sagði konan, án þess þó að æsa sig vegna þess óvita sem hún ræddi súpugerðina við, „vatnsmagn er gefið upp í súpuuppskriftum,“ bætti hún við og vitnaði til svipaðrar uppskriftar Nönnu Rögnvaldardóttur. Mér datt í hug að nefna einn og hálfan lítra, svona upp á von og óvon og gleðja konuna um leið, en lagði ekki í það, gat ekki leyft mér þá dirfsku í samtali við reynda húsmóður þar sem í senn bar á góma listakokkana Nönnu Rögnvaldardóttur og Helgu Mogensen. Ég lofaði að athuga málið. Þessi fyrirspurn frúarinnar var þó ekki eins áríðandi og símtal sem ég fékk á öðru blaði og öðrum tíma, þegar DV ,á velmektarárum þess, hélt úti þættinum „Heimilislæknirinn svarar“. Þá gátu lesendur lagt inn skriflegar spurningar til blaðsins sem heimilislæknir svaraði í blaðinu viku eða hálfum mánuði síðar. Vandi minn í því símtali var meiri en í tilfelli rófusúpunnar því konan sem hringdi var á innsoginu og bað í snatri um svar frá heimilslækni blaðsins. Um bráðatilfelli væri að ræða, maðurinn hennar lægi með kvölum á eldhúsgólfinu og mætti sig hvergi hræra. Ég hefði getað spurt hinnar klassísku spurningar úr Heilsubælinu í Gervahverfi: „Á ég að sprauta honum?“ – en leyfði mér það ekki. Ég lofaði að athuga málið.
32
viðtal
Helgin 27.-29. september 2013
Skiptir ekki máli hvort það er eitt brjóst Valdís Albertsdóttir greindist með brjóstakrabbamein og frumubreytingar í legi með skömmu millibili. Fjarlægja þurfti annað brjóstið en frumubreytingarnar gengu til baka. Hún segist heppin að meinið greindist þegar hún fór í reglubundna skoðun. Hún fann ekki fyrir neinum óþægindum og grunaði ekki að neitt væri að.
Valdís Albertsdóttir tók því af miklu æðruleysi þegar hún greindist með brjóstakrabbamein en fann fyrir mikilli hræðslu meðal sinna nánustu. Ljósmynd/Hari
É
MÁLÞING Aðgengi og algild hönnun Mannréttindi hversdagsins föstudaginn 27. september kl. 13.00 – 16.30 á Grand Hóteli Dagskrá: 13.00 – 13.10 Setning: Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands 13.10 – 13.20 Ávarp: Stefán Thors, ráðuneytisstjóri umhverfis- og auðlindaráðuneytisins 13.20 – 13.40 Aðgengi er forsenda þátttöku – Ný íslensk rannsókn: Steinunn Þóra Árnadóttir, MA í fötlunarfræði 13.40 – 14.00 Algild hönnun: Snæfríður Þóra Egilson, prófessor í fötlunarfræði 14.00 – 14.20 Ný byggingarreglugerð: Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar 14.20 – 14.30 Umræður 14.30 – 15.00 Kaffihlé 15.00 – 15.20 Aðgengi: Upplýsingar og úrbætur: Harpa Cilia Ingólfsdóttir, ráðgjafi og ferlihönnuður 15.20 – 15.40 Aðgengi að alnetinu: Birkir Rúnar Gunnarsson, vefhönnuður hjá Advania 15.40 – 16.00 Hugleiðingar • Aðgengi að náttúrunni: Bergur Þorri Benjamínsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar • Aðgengi að menningu: Eva Þórdís Ebenezersdóttir, þjóðfræðingur • Aðgengi að vörum og þjónustu: Ágústa Gunnarsdóttir, ráðgjafi hjá Þjónustuog þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga Málþingsstjóri: Þuríður Harpa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Nýprents Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald Síðasti skráningardagur er 26. september Skráning, upplýsingar um túlkun og fleira á vef Öryrkjabandalags Íslands www.obi.is
g fékk tvö bréf í röð. Daginn eftir að ég fékk bréf um að ég þyrfti að koma aftur í skoðun á brjóstum fékk ég annað bréf þar sem mér var tilkynnt að fundist hefðu frumubreytingar í legi,“ segir Valdís Albertsdóttir. Hún fékk brjóstakrabbamein og þurfti að fjarlægja annað brjóstið. Frumubreytingarnar í leginu gengu aftur en hún hefur engu að síður verið auknu eftirliti vegna þeirra.
Eins og köngulóarvefur Valdís er 53 ára og hafði alltaf farið reglulega í krabbameinsskoðun þó stundum léti hún líða nokkuð á milli. „Ég mætti alltaf en stundum hafði ég fengið ítrekunarbréf um að koma í skoðun,“ segir hún. Valdís var ekki með nein óþægindi þegar hún greindist með brjóstakrabbamein og ekkert sem benti til þess að hún væri annað en heilbrigð. „Stuttu eftir að ég var í skoðun var mér tilkynnt að ég þyrfti að koma aftur því eitthvað væri óljóst. Ég kom því aftur í bæði myndatöku og sýnatöku. Síðan fór ég í sónartæki, svona svipað og maður fer í á fæðingardeildinni nema að þetta var á brjósti. Í ljós kom eitthvað sem mér fannst líta út eins og köngulóarvefur í brjóstinu. Það var stungið á og í framhaldi af því var ég send í segulómun þar sem maður þarf að liggja alveg grafkyrr eins og frosið ýsustykki.“ Valdís hlær þegar hún sleppir þessum orðum þó
Alþjóðlegt hlaup vegna krabbameins í kvenlíffærum Fyrsta alþjóðlega hlaupið (e. Globeathon) sem haldið er til að vekja athygli á krabbameini í kvenlíffærum fer fram sunnudaginn 29. september 2013. Hlaupið verður um allan heim, þar á meðal
á Íslandi, en það er Líf styrktarfélag Kvennadeildar Landspítalans sem hefur veg og vanda af hlaupinu hér á landi. Íslenska hlaupið hefst við anddyri Kvennadeildar Landspítalans klukkan 13 á sunnudag og verður
boðið upp á tvær vegalengdir, 5 km og 10 km. Þátttökugjald er 2000 krónur fyrir 16 ára og eldri og rennur óskipt til að styrkja þjónustu við konur sem greinast með krabbamein í kvenlíffærum. -eh
Fræðsluauglýsing frá Kosti #1
eða tvö málið sé þrungið alvöru. „Eftir þá skoðun kom í ljós að það þyrfti að taka brjóstið.“
Allt brjóstið tekið
Hún segist hafa verið merkilega æðrulaus á þessum tímapunkti. „Ég held að fjölskyldan hafi verið í meira áfalli. Kannski var þetta einhver Pollýanna í mér en ég vonaði bara það besta. Ég fann samt að það var hræðsla í fólkinu í kring um mig.“ Aðgerðin var þann 8. október á síðasta ári. „Ég er ekki brjóstastór þannig að það var ekki hægt að fleygskera. Þetta náði líka yfir allt hjá mér. Allt brjóstið var því tekið en ég þurfti hvorki geisla né lyf. Ég veit ekki hvernig þetta hefði endað ef ég hefði ekki farið í þessa skoðun,“ segir hún ábúðarfull. „Ég er heppin því þetta fannst bara því ég fór á Leitarstöðina. Þetta var ekki æxli sem hefði fundist með því að þreifa heldur sást það bara í myndatöku.“
Enginn feluleikur
Hún ákvað að leyfa maka sínum og einkasyni að fylgjast vel með öllu ferlinu. „Ég reyndi að hafa þá eins mikið með og hægt var. Fólk hugsar alltaf það vesta. Ég leyfði þeim að sjá skurðinn eftir á og koma við hann. Þetta hefur aldrei verið neinn feluleikur hjá okkur. Þeir umgangast mig alveg eðlilega og þó ég sé bera að ofan þá skiptir það ekki máli, það skiptir ekki máli hvort það er eitt brjóst eða tvö. Ég er ekki búin að fara í uppbyggingu á brjósti og er því með mikla holu. Þess vegna þarf ég að vera í fötum sem ná vel upp á háls – annars bara gapir niður. Það er það eina sem pirrar mig núna, að geta ekki klætt mig eins og ég gerði. Ég veit ekki hvort maður venst þessu einhvern tímann – að það vanti á mann. Þetta er rosalega skrýtið,“ segir hún hreinskilin. Valdís fann fyrir orkuleysi um tíma en hefur nú náð orkunni upp aftur. „Ég held að það sé einstaklingsbundið hvaða áhrif þetta hefur á fólk. Ég er bara þakklát fyrir að hafa verið svona heppin, að þetta hafi greinst í tíma.“ Þakklæti Valdísar er innilegt enda grunaði hana aldrei að hún væri með krabbamein eða frumubreytingar. „Þú hvorki þreifar eða færð verki vegna frumubreytinga. Það hvarflaði aldrei að mér að neitt væri að. Alltaf þegar talið berst að fólki með krabbamein finnst manni það alveg hræðilegt en maður horfir ekki sjálfur í spegil og hugsar að þetta geti komið fyrir mann sjálfan.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
Virðisaukaskattur Tollar og opinb. gjöld Flutningskostnaður
Álagning Kosts
-17 kr.
Þegar þú kaupir kíló af sykri í Kosti fær ríkið 228 krónur í sinn hlut en Kostur ekki neitt. Þannig er verðmyndun á 1 kg af sykri:
Útsöluverð
389 kr.
19 kr. 160 kr.
við sykurinn í Kosti? 160 kr. 19 kr. 202 kr. -17 kr. 26 kr.
202 kr.
Innkaupsverð
Vissir þú þetta um kostnaðinn Innkaupsverð Flutningskostnaður Tollar og opinber gjöld Álagning Kosts Virðisaukaskattur
26 kr.
Ath! Verð er námundað við næstu heilu krónu.
Er eðlilegt að greiða ríkinu 228 krónur af hverju kílói af sykri, ef þú vilt sykra pönnukökurnar þínar? Til þess að draga úr áhrifum sykurskattsins greiðir verslunin 17 krónur með hverju kílói af sykri.
Kostur ehf | Dalvegi 10-14 | 201 Kópavogur | Sími: 560-2500 | Netfang: kostur@kostur.is | Opið alla daga frá 10.00 - 20.00
34
bílar
Helgin 27.-29. september 2013 Chevrolet Aukin hlutdeild
Fimm hundruð Chevrolet bílar Bílabúð Benna afhenti fyrr í þessum mánuði fimm hundraðasta Chevrolet bílinn á þessu ári. „Það er meira magn en skráð var af Chevrolet allt árið 2012. Chevrolet er þriðja söluhæsta vörumerki landsins, hvort sem litið er til heildarsölu eða sölu til almennings, með 8,4% markaðshlutdeild,“ segir á síðu fyrirtækisins. „Við erum gríðarlega ánægð með árangurinn hér á bæ og erum að auka hlutdeild Chevrolet umtalsvert milli ára,“ segir Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna. Við höfum fundið greinilega fyrir auknum vinsældum Chevrolet síðustu árin og að viðskiptavinir kunna vel að meta hönnun þeirra og gæði.“
Jónas Guðmundsson frá Búðardal tók við 500. Chevrolet bíl ársins, Captiva LTZ. Með honum á myndinni eru Sigurvin Jón Kristjánsson, sölumaður nýrra bíla hjá Bílabúð Benna og Benedikt Eyjólfsson forstjóri. Mynd/Bílabúð Benna
reynsluAkstur toyotA CorollA og toyotA Auris touring sport
stálstýrið BÍBB
Skoda Octavia var valinn Bíll ársins 2014.
Skoda Octavia valinn bíll ársins 2014 Skoda Octavia var valinn bíll ársins 2014 á Íslandi og hlaut Stálstýrið svokallaða. Bandalag íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, stóð að valinu. Octavia hlaut flest stig dómnefndarinnar, 742 en hver bíll í valinu gat mest
fengið 960 stig. 21 bíll var í undanúrslitum á þessu ári. Meðaltalseinkunn Octavia er 7,7. Næstflest stig yfir heildina hlaut rafbíllinn Tesla S með 706 stig og í þriðja sæti varð VW Golf með 701 stig. VW Golf var
efstur í flokki minni fólksbíla með 701 stig. Í öðru sæti var Renault Clio með 649 stig og því þriðja rafbíllinn Nissan Leaf með 642 stig. Í flokki stærri fólksbíla var Skoda Octavia efstur með 742 stig. Í öðru sæti var Tesla S
með 706 stig og því þriðja tvinnbíllinn Lexus IS300h með 699 stig. Í flokki jeppa og jepplinga var Honda CRV efstur með 682 stig. Næstur var Toyota RAV4 með 563 stig og Ford Kuga í þriðja sæti með 555 stig.
Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili · Tekur venjulegt GSM SIM kort · Hægt að panta mynd eða hlusta svæði. · SMS og MMS viðvörun í síma og netf. · Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist. · Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara. · Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o.fl.
Toyota Auris Touring Sport er hér nær á myndinni og Corollan fjær. Aurisinn er mun rúmbetri en Corollan sportlegri.
Tvær nýjar Toyotur Ný kynslóð tveggja vinsælla Toyota, Corolla og Auris, litu nýverið dagsins ljós. Bílarnir eru mjög áþekkir en Corollan þó ögn sportlegri og Aurisinn meiri fjölskyldubíll og því rúmbetri.
Í
S. 699-6869 · rafeindir@internet.is · www.rafeindir.is
Aurisinn stóð þó upp úr hjá mér í þessum reynsluakstri, bæði er hann rúmbetri en Corollan og einnig fáanlegur í hybrid útgáfu.
sumar bauð Toyota mér og fleiri íslenskum blaðamönnum sem fjalla um bíla til Mallorca að prófa tvo nýja bíla, annars vegar nýja kynslóð Toyota Corolla og hins vegar nýja kynslóð Toyota Auris Touring Sports. Þeir eru mjög áþekkir en Aurisinn þó meiri fjölskyldubíll og Corollan sportlegri, ef eitthvað er. Einungis Aurisinn er þó fáanlegur með hinni bráðsnjöllu Hybrid Synergie drivetækni sem Toyota hefur verið að þróa undanfarin ár sem gerir það að verkum að eldsneytiseyðsla er talsvert undir því sem best gerist í hefðbundndum dísil- eða bensínvélum. Hybrid-tæknin nýtir hreyfiorku bílsins til að framleiða rafmagn sem geymt er í rafhlöðum sem endurhlaða sig sjálfkrafa. Rafmagnið knýr bílvélina upp að vissu marki en þá tekur eldsneytið við. Tæknin er orðin svo fullkomin að ökumaður finnur ekki fyrir því að hann sé að keyra rafmagnsknúinn bíl, að því undanskildu að vélin er hljóðlaus á meðan rafmagnið knýr bílinn. Krafturinn í hybrid-vélunum er orðinn slíkur að hann gefur bensínvélunum ekkert eftir, það fengum við að prófa í Mallorca þegar við prófuðum Aurisinn annars vegar með hybrid-vél og hins vegar dísil eða bensín. Ég var ekki frá því að hybrid-vélin væri kraftmeiri en vélin á bensínbílnum sem ég prófaði og að auki er mun skemmtilegra að aka hybrid-bílnum, bæði vegna þess að hann er á tíðum algerlega hljóðlaus og hins vegar tilhugsunin um hversu miklu mun lægri bensínreikningurinn er – svo ekki sé talað um mengunarreikninginn. Að innan eru bílarnir áþekkir, nánast eins. Ég var satt að segja ekki viss hvorn bílinn ég væri að keyra, enda ekki þekkt
fyrir að taka eftir smáatriðum í umhverfi mínu. Báðir voru búnir nýjustu tækni svo sem tölvuskjá með stýringu fyrir hljómkerfið (sem getur spilað þráðlaust tónlist úr símanum), handfrjálsan símabúnað, bakkmyndavél og fleira. Einnig er hægt að fá leiðsögukerfi í tölvuna, sem er ansi handhægt fyrir þá sem eiga erfitt með að rata. Einnig er hægt að fá svokallaða bakkaðstoð – en hún sér um að bakka bílnum í stæði fyrir bílstjórann, bókstaflega. Á öllum hliðum og hornum bílsins eru skynjarar sem bakkaðstoðin notast við til að smeygja bílnum inn í stæði sé ýtt á þar til gerðan takka. Snilld fyrir þá sem eru ekki alveg með rúmskynjunina á tæru. Þó svo að ég hefði – eðli málsins vegna – ekki haft tök á að máta börn og bílstóla í bílinn sýndist mér að hvorugur bíllinn hefði rúmað þrjá bílstóla – enda ekki margir bílar sem gera það. Tískan í bílahönnun er einnig þannig í dag að aftursætisgluggarnir eru staðsettir helst til ofarlega þannig að börn sjá ekki jafnvel út eins og ákjósanlegt væri. Skottið á Aurisnum er hins vegar mjög rúmgott og hentar vel fólki með mikinn farangur enda var það haft að markmiðið við endurhönnun bílsins að gera hann eins rúmgóðan og mögulegt var. Öll stýritæki voru mjög handhæg og innan seilingar og aksturseiginleikar þeirra beggja til fyrirmyndar. Aurisinn stóð þó upp úr hjá mér í þessum reynsluakstri, bæði er hann rúmbetri en Corollan og einnig fáanlegur í Hybrid útgáfu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
Númer 1 í Þýskalandi
Liqui Moly hefur verið valið í fjórum sjálfstæðum könnunum í Þýskalandi, besta vörumerkið í olíuvörum fyrir bíla. Nútíma vélar þurfa bestu smurog hreinsiefnin til þess hámarka nýtinguna á eldsneytinu og lágmarka mengandi útblástur samkvæmt ríkjandi mengunarstöðlum. Liqui Moly sérhæfir sig í efnavörum fyrir bíla og framleiðir öll smurefni samkvæmt stöðlum bílaframleiðenda. Notaðu Liqui Moly efnavörur og þú hámarkar virkni vélarinnar en lágmarkar eyðsluna.
Er ekki kominn tími til að nota Liqui Moly á bílinn þinn?
Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is | stilling@stilling.is
36
matur og vín
Helgin 27.-29. september 2013
bjór sk aði er Októberfest-bjór ölvishOlts
Önnur forvitnileg sending úr Ölvisholti Það virðist vera mikið stuð á bruggurum Ölvisholts um þessar mundir. Fyrir skemmstu sendu þeir á markað frábæran India Pale Ale-bjór, Röðul, og nú er ný og forvitnileg sending frá þeim lent í Vínbúðunum. Um er að ræða Skaða, Farmhouse Ale. Skaði er Októberfest-bjór Ölvisholts. Skaði sækir innblástur sinn í fransk/ belgískan stíl, Saison, en gerið sem notað er í bruggunina er einmitt franskt. Hluti af malti í Skaða er rúgur sem skilar smá kryddkarakter og silkimjúkri áferð í munni. Skaði er einnig kryddaður með hvannarfræjum sem bruggarar Ölvisholts söfnuðu á ljúfum sumardegi í júlí. „Við erum hér í
sveitasælunni og vildum heiðra landbúnaðinn, sveitina og síðast en ekki síst þennan frábæra bjórstíl,“ segir Árni Theodór Long, bruggmeistari Ölvisholts, um tilurð Skaða. Saison er bjórstíll sem ættaður er frá frönskum og belgískum sveitabæjum þar sem bændur brugguðu bjór, mest handa verkafólki á sumrin. Bjórinn var reyndar bruggaður allt árið á mörgum bæjum og hver bær gerði sína útgáfu, en bjórarnir áttu það sameiginlegt að vera frískandi og góðir til að slökkva þorsta. Saison fyrri tíma var yfirleitt með lágt alkóhól (undir 4%) á meðan Saison í dag er yfirleitt á bilinu 6-8%.
Skaði sækir innblástur sinn í fransk/belgískan stíl, Saison, en gerið sem notað er í bruggunina er einmitt franskt.
Skaði
Farmhouse Ale 7,5% 589 krónur 33 cl.
FÍTON / SÍA
kjötsúpa kr aftmikið tilbrigði við klassíkina
903 1000 | 903 3000 | 903 5000
Haustsúpa í hífandi roki Sumarið sem aldrei kom er búið. Það þarf því ekki að bíða lengur eftir haustinu, það er komið með tilheyrandi veðurofsa. Fárviðri, fjúkandi ferðamenn og ísilagðar raflínur segja okkur að því að nú sé kominn tími á súpu – kjötsúpu! En það þarf ekki alltaf að vera þessi gamla góða íslenzka. En fyrir þá sem ekkert sjá nema klassíkina er hún á síðu 28 í nýjustu útgáfunni af Helgu Sigurðar. Hinir sem vilja breyta aðeins til lesa áfram.
í
þessa súpu þarf mikið grænmeti og góðan frampart af nýslátruðu. Byrjum á að saxa grænmeti. Mest af lauk, kannski tvo meðalstóra gula eða rauða. Allt eftir smekk. Þrjá, fjóra hvítlauksgeira, nokkrar gulrætur og eins og einn sellerístilk. Jafnvel eina papriku ef hún er til handargagns. Svita svo í stærsta potti hússins. Bæta slettu af tómat púrru út í og elda púrruna aðeins með grænmetinu. Því næst er það gott kíló af framparti, skönkum eða öðru því súpuketi sem til var hjá slátraranum, nú eða í frystinum. En það verður að vera með beini. Hita að suðu og halda rétt um eða undir í suðunni í rúma tvo klukkutíma. Fiska froðuna sem flýtur upp frá eftir nennu. Eftir þetta tveggja tíma bað fara kjötbitanir upp úr og til hliðar. Blanda því saman sem eftir er í pottinum með töfrasprota. Ef enginn er töfrasprotinn er hægt að nota venjulegan blandara. Vinna í skömmtum og passa að hafa gatið í lokinu ekki í. Því gufan þarf að sleppa burtu. Annars springur gumsið upp um allt og einn eða fleiri fjölskyldumeðlimir enda mögulega með annars stig bruna uppi á slysó.
Bragð
Þá er að bragðbæta soðið og bæta grænmetinu út í. Fæstir eiga heimalagaðan beinakraft til skiptanna þannig að súpukraftur var það heillin. Í þessa súpu er best að
nota nautakraft og smá kjúklingakraft. Hvort sem það eru teningar, duft eða fljótandi kraftur. Þarf að athuga að þeir eru ekki allir eins. Sumir, flestir reyndar, eru alveg brimsaltir. Því má ekki nota örðu af salti fyrr en í lokin ef þarf, sem það gerir ekki. Fylgja leiðbeiningunum á pakkanum um hve mikinn vökva á að nota með krafti hússins og þetta verður allt í lagi. Svo þarf að krydda herlegheitin. Alltaf gott að rúlla í smá pipar og bjóða svo upp á rúma teskeið af hverju; hvítlauks-, lauk- og paprikudufti. Gott að setja einn fjórða af teskeið af reyktri papriku. Sama magn af muldu kóríander fer svo út í pottinn. Nokkrar hristur af túrmeriki og örlítið af Ceyenne pipar skaðar svo ekki neinn, svona á þessum fyrstu vikum haustsins. Grænmeti er eftir smekk. Allt saxað í jafn litla kubba. Gulrætur, rófur og annað rótargrænmeti sem verið er að taka upp úr görðum grænmetisbænda hentar vel. Sem og hvítkál, blómkál og grænkál. Blaðagrænmetið fer þó ekki út í fyrr en síðasta korterið. Það þarf enga sterkju út í súpuna. Cross fit tröllið Evert Víglundsson kynni ekki að meta hrísgrjón eða kartöflur út í svona kraftmikla súpu. Ein dós af söxuðum tómötum fer þó út í pottinn og gott að bæta nokkrum ferskum með líka. Afhýddum og söxuðum.
þess að hægt sé að rífa það af beinunum. Rífa niður í viðráðanlega munnbita. Bæta þeim út í súpuna og sjóða við vægan hita í hálftíma í viðbót. Þá er viðkvæma grænfóðrinu bætt út í. Eins og til dæmis blómkáli, hvítkáli og grænkáli. Spínat er líka dúndur og hvaða hollustukál sem hægt er að fela í svona bragðgóðu soði. Smakka súpuna aðeins til á þessu stigi. Oft vantar smá „kikk“ í lokin og þá er hægt að bæta við smávegis meira af kjötkrafti og tómatsósu líka. Til að vinna á móti sætunni úr tómatsósunni er gott að setja slettu eða tvær af hvítvínsediki út í heita pottinn. Nú eða smávegis meira af einhverju þeim kryddum sem notuð voru í súpuna. Pipar er svo alltaf klassík í lokin sem og salt ef vantar upp á. Miðað við magnið af kjötkrafti á þó ekki að þurfa meira salt. Láta „bubbla“ létt í korter og þá eru herlegheitin klár og tók ekki nema sirka þann tíma sem tekur að flýja haustið í sólina til Spánar. Gott er svo að leyfa súpunni að standa smá stund á borði. Því þótt það sé kalt úti langar engan að brenna í sér vélindað. Hafa svo í huga að súpan, eins og svo margur kjötrétturinn, er betri daginn eftir. Því er um að gera að elda nóg. Það má líka frysta afganginn og eiga inni þegar fyrsti snjórinn fellur á láglendi.
Lokahnykkurinn
Haraldur Jónasson
Nú er kjötið búið að kólna nóg til
hari@frettatiminn.is
matur og vín 37
Helgin 27.-29. september 2013 Vín Martin Dur an Var soMMelier á GrillMark aðinuM
Ísland ætti að eiga Michelin-veitingastað spila með bestu liðunum og nú er ég að spila fyrir Real Madrid. Svo á eftir að koma í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér. Það er gaman að ferðast og kynnast nýjum löndum og fólki. Starfið getur stundum verið einmanalegt en ég hef félagsskap af vínunum,“ segir hann og brosir. Drekkurðu bara vín frá
Concha y Toro? „Nei, ég get drukkið allt. Ég á ekki neitt uppáhalds vín. Það fer bara eftir stað og stund og stemningunni hverju sinni hvað ég drekk. Stundum verð ég þreyttur á að drekka vín og fæ mér bjór í staðinn, til dæmis þegar ég fer á tónleika eða horfi á fótboltaleik.“
Martin Duran var ánægður með heimsókn sína hingað til lands á dögunum. Hann kynnti hér vín frá Concha y Toro. Ljósmynd/Hari
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
É
g kom hingað fyrir ári síðan og það var frábær upplifun, ég mun aldrei gleyma þessum stað. Það er mjög gaman að fá að koma aftur,“ segir Martin Duran, sendiherra hjá vínrisanum Concha y Toro. Duran kom hingað til lands á dögunum og var vínþjónn, sommelier, á Grillmarkaðinum. Þar kynnti hann vín Concha y Toro fyrir gestum og ráðlagði þeim hvaða vín pössuðu með matnum. Duran ferðast um heim allan fyrir fyrirtækið og leggur lóð sín á vogarskálarnar með markaðsetningu vína þess. „Það eru verkfræðingar sem sjá um skipulagninguna en fyrir þeim eru þetta bara tölur. Ég fer um allan heim og hitti fólk. Ég sé um rómantísku hliðina á markaðssetningunni, ég er ekki vélmenni,“ segir hann og hlær. Þetta er í annað sinn sem Duran kemur hingað til lands og því virðist Concha y Toro leggja mikið upp úr markaðsstarfi sínu hér. Duran staðfestir að svo sé. „Þetta er kannski ekki stærsti markaðurinn en við leggjum mikið upp úr því að hafa stóra markaðshlutdeild. Við erum stór á mörgum mörkuðum, það er hluti af fílósófíunni hjá okkur. Íslendingar hafa líka tekið vörum okkar mjög vel, ég sé Concha-vín á mörgum veitingastöðum og fólk virðist þekkja þau.“ Hvernig leist þér á þá íslensku veitingastaði sem þú heimsóttir? „Mjög vel. Hér eru skemmtilegir veitingastaðir sem bjóða margir upp á fusion-mat, íslenskt fusion. Hér vantar klárlega Michelin-stað, það myndi hjálpa mikið til í ferðamannaiðnaðinum. En það væri sannarlega verðskuldað.“ Martin Duran er frá Chile en fjölskylda hans er upprunalega frá Barcelona. Hann er menntaður verkfræðingur en heillaðist af heimi vína. „Ég var að vinna á skemmtiferðaskipum og kynntist þá frönskum sommelier. Ég heillaðist af starfi hans og fór aftur til Chile og lærði að vera sommelier í heimabæ mínum. Svo gerði Concha y Toro mér tilboð sem ég gat ekki hafnað.“ Er þetta draumastarfið? „Ég líki þessu stundum við að vera fótboltamaður. Það vilja allir
38
fjölskyldan
Helgin 27.-29. september 2013
netnotkun barnaherbergið ekki heppilegt
Netnotkun og spil tölvuleikja geta verið þroskandi og skemmtileg en gott er að hafa í huga að mikilli tölvunotkun fylgja langar kyrrsetur sem ekki eru taldar heppilegar fyrir börn og unglinga. Foreldrarnir eru þeir sem bera ábyrgð á líkamlegri og andlegri heilsu barna sinna og því er mikilvægt að þeir hvetji þau til að halda áfram að sinna öðrum áhugamálum og stunda heilbrigt líferni. Til að foreldrar geti haft góða yfirsýn yfir tölvunotkun barna sinna er mælt með því að tölvur séu staðsettar í sameiginlegu rými heimilisins, svo sem í stofu, eldhúsi eða holi en ekki í barnaherbergjum. Börn og unglingar eru fljót að tileinka sér tækninýjungar og
standa oft foreldrum sínum langtum framar í þessum efnum. Af þeim sökum getur aðhald og ráðgjöf foreldra ef til vill ekki orðið eins markviss og á öðrum sviðum. Foreldrum er því ráðlagt að setja sig inn í nýja tækni til þess að geta leiðbeint börnum sínum og fylgst með því hvers konar efni þau sækja í á netinu. Mikilvægt er að börnum sé kennt að umgangast netið á gagnlegan og uppbyggjandi hátt þannig að þau öðlist færni til að komast hjá neikvæðri upplifun. Einnig er brýnt að gera börnum grein fyrir því að efni og myndir sem sett eru á netið getur hver sem er skoðað og tekið afrit af og geymt eða sent áfram, jafnvel löngu seinna. -dhe Upplýsingar af vef Umboðsmanns barna.
Ljósmynd/GettyImages/NordicPhotos
Tölvur best staðsettar í sameiginlegum rýmum heimilisins
Tölvunotkun fylgja langar kyrrsetur sem ekki eru taldar heppilegar fyrir börn.
Truflun á aðlögun stjúpfjölskyldunnar
Evonia
Flækjur í fjölskyldusamstarfi
Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk.
æstir gera ráð fyrir að verða einhleypir foreldrar eða að stóru ástin í lífi þeirra eigi tvö til þrjú börn úr fyrra sambandi, jafnvel fleiru en einu. Hvað þá að það hafi hvarflað að þeim að fyrrverandi maki eða barnsfaðir eða barnsmóðir fylgdu með! Óhætt er að fullyrða góð foreldrasamvinna skiptir sköpum fyrir börn sem eiga foreldra á tveimur heimilum en hún er líka mikilvæg þegar farið er í nýtt samband og fyrir aðlögun stjúpfjölskyldunnar í heild sinni. Það er hinsvegar ýmislegt sem getur truflað og hafa óuppgerð mál á milli fyrrverandi maka, sem hafa ekkert með börn þeirra að gera, sín áhrif. Sumir deila um allt milli himins og jarðar. Deiluefnin geta verið léttvæg eins og um vettling sem týnist þegar barnið var hjá pabba sínum en varð í meðhöndlun foreldrana að „Stóra vettlingamálinu“ eins og eitt stjúpforeldrið orðaði það. Þau geta líka snúist um alvarlegri mál eins og að annað foreldrið neitar að gefa barninu lyf af því að hitt forheimur barna eldrið fór með barnið til læknis án samráðs. Deilur foreldra þar sem börn þeirra eru eins og litlir sendifulltrúar á átakasvæði eru skaðlegar börnum og geta bitnað bæði á líkamlegri og andlegri heilsu þeirra. Þær fara heldur ekki vel með andlega heilsu eða buddu foreldra og stjúpforeldra barnanna – fólksins sem á að annast börnin. Fyrir utan hvað það er „ósexí“ fyrir makann að hlusta á þras eiginmanns eða eiginkonunnar við sinn eða sína fyrrverandi. Stundum virðist fólk ekki eiga í neinum sérstökum deilum en framkoma þeirra hefur miður góð áhrif á börn þeirra, t.d. með því að standa ekki við tímasetningar, hringja í tíma og ótíma til að fylgjast með hvað sé gert með barninu og hvern það hittir. Það virkar heldur ekki vel á foreldra og stjúpforeldra þegar börnin eru send Valgerður með verkefna- og innkaupalista frá hinu foreldrinu sem ætlast er til að þeir sinni án samráðs við þá – sérstaklega ekki þegar fyrrverandi maki makans á í hlut. HalldórsÞað eru fleiri samskiptaform fyrrverandi maka sem geta flækt aðlögun stjúpfjöldóttir skyldunnar. Það sem sumir telja góða foreldrasamvinna hjá einhleypum foreldrum félagsráðgjafi kann að þykja truflandi í nýju sambandi. Trúnaðarsamtöl um einkalíf viðkomandi eða reddingar fyrir fyrrverandi sem koma börnum þeirra ekkert við fara ekki vel í og kennari alla. Flestir stjúpforeldrar sýna því skilning að maki þeirra setji börnin í fyrsta sætið þegar á þarf að halda, en þeim finnist það allt annað mál þegar um er að ræða fyrrverandi maka makans. Samkvæmt könnun Félags stjúpfjölskyldna var um 57% fólks mjög/sammála fullyrðingunni að framkoma fyrrverandi maka makans væri vandamál en „aðeins“ 25% sögðu það sama um sinn fyrrverandi. Sjálfsagt eru ýmsar ástæður fyrir þessum mun en það má líka velta fyrir sér hvort það hafi eitthvað með samvinnu foreldrisins og stjúpforeldrisins á heimilinu að gera. Það að fyrrverandi maki biðji um eitthvað varðandi börnin þarf í sjálfu sér ekki að vera neitt vandamál ef foreldrið gerir ráð fyrir að það þurfi líka að hafa samráð við stjúpforeldrið áður en ákvörðun er tekin, t.d. um að breyta helgi eða sumarfríi. Sé því sleppt er hætta á að smá saman magnist upp spenna á heimilinu og sem bitnar ósjaldan á samskiptum stjúpforeldris og barns. Það vilja allir hafa eitthvað um líf sitt að segja – líka stjúpforeldar. Það sem mörgum finnst spennandi áskorun í fyrstu verður sumum stjúpforeldrum kvíðvænlegt og erfitt. Ekki af því að eitthvað sé að börnunum – heldur vegna skorts á samráði þeirra fullorðnu sem að þeim koma. Stjúpfjölskyldur hafa alla burði til að vera góðar og gefandi rétt eins og aðrar fjölskyldur. Góð foreldrasamvinna þar sem líðan barns er höfð að leiðarljósi, sem og samvinna við stjúpforeldri skiptir sköpum fyrir aðlögun barna eftir skilnað og stjúpfjölskyldunnar í heild sinni. Í stað þess að bíða eftir að eitthvað breytist – má byrja á sjálfum sér!
F
Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Myndirnar hér til hliðar sýna hversu góðum árangri er hægt að ná með Evonia. Fyrir
www.birkiaska.is
Eftir
i r a l l a Snj kaup inmenð símanum þínum! FRÍT
APP T
FRÁ
KRÓ
NUN
NI
Flestir stjúpforeldrar sýna því skilning að maki þeirra setji börnin í fyrsta sætið þegar á þarf að halda, en þeim finnist það allt annað mál þegar um er að ræða fyrrverandi maka makans.
Í ár ætlar Á allra vörum að hjálpa þeim sem eiga við geðræn vandamál að stríða og safna fyrir nýrri geðgjörgæsludeild á Landspítalanum með aðstoð þjóðarinnar. Með því að hringja í söfnunarnúmerin eða kaupa Á allra vörum gloss frá Dior leggur þú þitt á vogarskálarnar.
FÍTON / SÍA
SÖFNUNARSÍMI Hringdu í síma 903 1000 og gefðu 1000 kr.
Hringdu í síma 903 3000 og gefðu 3000 kr.
Hringdu í síma 903 5000 og gefðu 5000 kr.
Nánar um átakið og upplýsingar um sölustaði á aallravorum.is og facebook.com/aallravorum.is
40
heilsa
Helgin 27.-29. september 2013
Bækur Ný Bók um D -vítamíN
Máttur sólskinsvítamínsins D-vítamínbyltingin er heiti á nýrri bók sem kom út í íslenskri þýðingu í vikunni. Bókin er eftir dr. Soram Khalsa sem hefur rannsakað hvernig D-vítamín bætir heilsu okkar og eykur langlífi. Í kynningu á bókinni segir að rannsóknir hans muni leiða til byltingar í læknavísindum. Dr. Khalsa blandar saman hefðbundnum vestrænum læknisaðferðum við aldagamlar aðferðir austrænna lækninga, s.s. nálastungur, jurtalækningar og jóga. Í bókinni fjallar dr. Khalsa um mátt þessa sólskinsvítamíns sem íbúa á norðurhjaranum skortir svo mjög.
Sláturmarkaður Þú færð allt hráefni og öll áhöld til sláturgerðar í Nóatúni. Lærðu að taka slátur á www.noatun.is í sérstöku myndbandi eða fáðu kennslubækling gefins í næstu Nóatúns verslun.
af snyrtivörum 27. september - 4. október
Eins og náttúran hafði í hyggju
MagnesiumOil Sport Spray Færðu oft harðsperrur eða vöðvakrampa?
PRENTUN.IS
• Fyrirbyggir harðsperrur og vöðvakrampa • Flýtir fyrir endurheimt vöðva eftir æfingar • Borið beint á vöðvana og virkar strax Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is og á Facebook síðunni Better You Ísland
Fæst í flestum apótekum, Lifandi Markaði, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup, Crossfit Reykjavík, Crossfit Hafnarfirði, Systrasamlaginu og TRI Suðurlandsbraut
„Tímamótarannsóknir hafa sýnt fram á samband D-vítamínskorts við sautján afbrigði af krabbameini, þar á meðal í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli. Aðrir kvillar svo sem flensa, sykursýki og MS hafa einnig verið tengdir við Dvítamínskort,“ segir í tilkynningu um útgáfu bókarinnar. Þar segir ennfremur að fæstir geri ráð fyrir því að þjást af Dvítamínskorti en íslenskar rannsóknir hafi sýnt að við fáum allt of lítið af þessu mikilvæga vítamíni úr okkar fæðu – styrkur D-vítamíns í blóði þeirra sem hvorki taka lýsi né önnur fæðubótarefni sé töluvert undir viðmiðunarmörkum.
Bókin Dvítamínbyltingin er komin í bókaverslanir. Dr. Soram Khalsa er höfundur bókarinnar. Ljósmynd/ Nordicphotos/ Getty
Kynning
Aukið framboð á D-vítamínbættum vörum u D-vítamín er hálfgert vandræðavítamín fyrir þá sem búa á norðurslóðum. Það er myndað í líkamanum með hjálp sólarljóssins en þegar sólar nýtur ekki við er mikilvægt að fá það úr fæði.
mræða um mikilvægi D-vítamíns hefur verið áberandi síðustu misseri enda er um gríðarlega mikilvægt vítamín að ræða. Dvítamínneysla landsmanna er talsvert undir ráðleggingum og D-vítamínneysla ungmenna er sérstaklega lág. Í nýlegri rannsókn á mataræði 15 ára unglinga á vegum rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala kom í ljós að innan við fimm prósent stúlkna neyta ráðlagðs dagskammtar af Dvítamíni og innan við tíu prósent drengja. Þegar litið er til þess að á yngri árum er beinmyndun í hámarki og þörf fyrir D-vítamín sérstaklega mikil þá er ljóst að bregðast þarf við. D-vítamín er hálfgert vandræðavítamín fyrir þá sem búa á norðurslóðum. Það er myndað í líkamanum með hjálp sólarljóssins en þegar sólar nýtur ekki við er mikilvægt að fá það úr fæði. Þá er úr vöndu að ráða þar sem sjaldgæft er að matvæli innihaldi D-vítamín frá náttúrunnar hendi. Mikilvægt er því að vörur sem eru algengar á borðum landsmanna innihaldi þetta lífsnauðsynlega vítamín. Í byrjun árs 2012 kynnti Mjólkursamsalan D-vítamínbætta léttmjólk og var þessi vara þróuð að beiðni heilbrigðisyfirvalda. Í einu glasi af D-vítamínbættri léttmjólk er 1/3 af dagskammti D-vítamíns. Neytendur hafa tekið þessari nýjung vel og er hún nú um fjórðungur af allri seldri léttmjólk. Á næstu dögum mun MS setja á markað D-vítamínbætta nýmjólk og léttmjólk í ¼ lítra umbúðum en áður var þessi stærð af mjólk á markaði en án sérstakar D-vítamínbætingar. Á næstunni verður ennfremur kynnt fyrir neytendum mjólk í ½ lítra umbúðum, bæði nýmjólk og léttmjólk, og verða báðar D-vítamínbættar. Um er að ræða nýja umbúðastærð sem hentar sérstaklega vel fyrir smærri heimili.
D-vítamínbætt nýmjólk bætist við D-vítamínbætta léttmjólk á næstunni. Þá verður einnig hægt að fá Dvítamínbættar hálfs lítra mjólkurfernur.
heilsa 41
Helgin 27.-29. september 2013
Gómsæt grænmetisbuff 1 poki kjúklingabaunir (1 dós kjúklingabaunir) 1 poki smjörbaunir (1 dós t.d. hvítar baunir eða aðrar góðar á dósum) baunirnar eru lagðar í bleyti yfir nótt og síðan eru þær soðnar í 1 klst., smjörbaunir þó aðeins minna, þar til þær eru mjúkar. 3 laukar hakkaðir (1 laukur) 5-6 gulrætur, raspaðar (1 gulrót) 1 lítil dós tómatpuré (1 matskeið) 4 matskeiðar dijon sinnep (1 matskeið) 4 – 5 egg (1 egg) 1 bolli hveiti (1-2 matskeið) 1 bolli haframjöl (1-2 matskeið)
(það má bæta við af þessu ef ykkur finnst deigið of blautt) Kryddið að vild, en ég nota: aromat/pikanta, 2 msk þurrkað estragon (í stóra skammtinn) svartur pipar, paprika. Kjúklingabaunirnar eru settar í matvinnsluvél. Smjörbaunirnar (eða aðrar baunir sem eru notaðar) eru stappaðar – en ekki alveg í mauk – það mega vera bitar. Þessu er hreinlega öllu blandað saman í skál. Svo steikt á pönnu í olíu. Þó deigið geti verið frekar lint þá er samt auðvelt að forma það á pönnunni með því að snúa buffunum nokkrum sinnum. Setið þetta í eldfast eldheitt fat og geymið í ofni (15 mínútur) þar til borið fram. Gott er að strá smá sesamfræjum yfir hluta af buffunum, ef vill.
Uppskrift frá Guðrúnu Ögmundsdóttur á vef Krúsku. Í sviga er minni uppskrift.
Átta ástæður fyrir því að þú ættir að koma þér í form Haustið er komið og nú er tími til kominn að standa við stóru orðin. Það vita allir að fólk lítur betur út ef það tekur sig á og því líður betur. En hér eru nokkrar aukaástæður sem gætu ýtt við þér. Þú verður andfúl/l Vísindamenn við háskólann í Tel Aviv hafa fundið tengsl milli offitu og andremmu. Því feitari sem þú ert, þeim mun líklegra er að þú gerir fólk í kringum þig pirrað á lyktinni út úr þér.
Þú hrýtur Offita er líklegur orsakavaldur hjá þeim sem þjást af kæfisvefni. Þeir sem grennast eru líklegir til að bæta svefn sinn.
Þú ert lengur á spítala Rannsóknir sýna að offita leiðir til tíðari og lengri spítalaheimsókna. Samkvæmt rannsókn við Purdue háskóla liggja of feitir sjúklingar að jafnaði einum og hálfum sólarhring lengur inni á spítala en aðrir.
ISIO 4 með D-vítamíni góð fyrir æðakerfið
Læknirinn þinn þolir þig ekki Læknar bera minni virðingu fyrir of feitum sjúklingum sínum heldur en þeim sem eru í kjörþyngd, samkvæmt rannsókn vísindamanna á John Hopkins.
Þú gætir dáið í bílslysi
ISIO4 er heilsusamleg blanda af olíum — auðug af náttúrulegu E-vítamíni og viðbættu D-vítamíni.
Notkun bílbelta minnkar eftir því sem fólk verður feitara. Þetta er niðurstaða vísindamanna við Vanderbilt háskóla í Nashville. Vísindamennirnir segja að 30 prósent of feitra einstaklinga noti ekki bílbelti en 20 prósent geri það ekki að jafnaði.
Olíurnar fjórar sem sameinast í ISIO4, repju-, oléisol-, sólblóma- og vínberjaolía, eru ríkar af E-vítamíni, andoxunarefni sem verndar frumur líkamans. Auk þess inniheldur ISIO4 núna meira af D-vítamíni sem hjálpar þér að styrkja ónæmiskerfið.
Feitir ekki eins klárir Ungt fólk sem er í góðu formi hefur hærri greindarvísitölu, samkvæmt rannsókn sem gerð var á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. 1,2 milljónir sænskra karlmanna í herþjónustu voru rannsakaðir og þeir sem voru í góðu líkamlegu ástandi fengu betri útkomu á greindarvísitöluprófi.
Hugsaðu um heilsuna og veldu ISIO4 með lífsnauðsynlegum Omega-3 fyrir hjarta og æðakerfi og Omega-6 til að halda kólesteróli í skefjum. Olían er bragðgóð og hentar vel í alla matargerð, heita rétti sem kalda.
Þú getur fengið hjartaáfall Karlmenn sem reglulega stunda íþróttir á borð við skokk, tennis eða sund eiga síður á hættu að fá hjartaáfall en fólk sem æfir ekkert eða lítið.
Eftir því sem sjúkdómum og vandamálum tengdum offitu fjölgar er hætt við að sífellt dýrara verði að fóðra óholla lífsstílinn. Betra er að bregðast við í tæka tíð og taka upp einfaldari og hollari lífshætti. Heimild: Mensfitness.com
ÍSLENSKA SIA.IS NAT 58050 03/12
Buddan léttist
42 Hef hafið störf á hársnyrtistofunni
tíska
Helgin 27.-29. september 2013
Tísk a Tar a Jarmon á Tískuviku í París
LaBella, Furugerði 3, sími 517 3322.
Verið velkomin.
labella ARNA ARNARDÓTTIR
HÁRSNYRTI & FÖRÐUNARSTOFA
Vinalegar fyrirsætur í stórum jökkum
Svartir "klassískir"
str. 36-46 kr. 16.900.-
Bæjarlind 6, sími 554 7030
str. 36-46 kr. 17.900.-
www.rita.is
Ríta tískuverslun
Ert þú búin að prófa ?
Fyrirsætur á Tara Jarmon vor/sumar 2014 tískusýningunni í París. Myndir/NordicPhotos/Getty
k
anadíski fatahönnuðurinn Tara Jarmon var ein af þeim sem tóku þátt í tískuviku sem stendur nú yfir í París. Tískusýningin hennar var ekki með hefðbundnu móti heldur gengu fyrirsæturnar niður stiga, smá hring á gólfinu hjá áhorfendum og svo aftur upp stigann. Þetta setti skemmtilegan svip á sýninguna auk þess að fyrirsæturnar voru óvenju vinalegar og jafnvel brosandi. En fötin voru ekki síður áhugaverð. Samkvæmt Töru verða stórir jakkar áberandi næsta sumar, hvort sem þeir eru einlitir eða munstraðir. Stelpulegir kjólar, sterkir litir og falleg munstur voru einnig einkennandi fyrir sýninguna. Sigrún Ásgeirsdóttir sigrun@frettatiminn.is
Macadamia Oil sjampó og næring
Sérstaklega nærandi formúla fyllt af Macadamia olíu sem samstundis nærir og mýkir þurrt og efnameðhöndlað hár. Bambusþykkni ásamt sykurreyr gefa hárinu silkimjúka áferð og bætir klofna enda. Hentar sérstaklega vel mjög þurru hári.
NÝTT NÝTT Teg ROKSANA push up 70D-85D,E ; 70-80F ; 70-75G á kr. 6.850,Buxur M,L,XL á kr. 2.580,OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Lokað á laugardögum
Laugavegi 178 · Sími 551-3366 · www.misty.is
tíska 43
Helgin 27.-29. september 2013 Tísk a áfr am vinsælar
Kósí og töff „Boyfriend jeans“ eru eitt að þessum trendum sem koma aftur og aftur. Það er eitthvað kósí og töff við þessar gallabuxur sem líta út fyrir að vera mikið notaðar gamlar buxur af kærastanum. Þó þær séu sjaldnar notaðar við mjög fín tilefni er hægt að klæða þær bæði upp og niður eftir tilefnum. Háir hælar, dragtjakki og stórt áberandi hálsmen eða sandalar og stuttermabolur... hvort tveggja virkar. „Boyfriend jeans“ hafa lengi verið vinsælar hjá „Hollywood“ stjörnum og hér heima hafa vinsældir þeirra verið að aukast. „Boyfriend jeans“ má nú finna í flestum helstu tískuverslununum hérlendis og er spáð áframhaldandi vinsældum í vetur.
Gerð Boston Stærðir: 36 - 48 Verð: 18.500-
Hugsaðu vel um fæturna Í meira en hálfa öld hafa miljónir manna um allan heim notað BIRKENSTOCK sér til heilsubótar. Hvað um þig?
Victoria Cassagnaud, ritstjóri GQ Frakklandi, í París.
Sigrún Ásgeirsdóttir sigrun@frettatiminn.is
Doina Ciobanu á tískuviku í París. Myndir/
Sími: 551 2070 Opið má. -fö. 10 - 17, lokað á laugardögum í sumar. Góð þjónusta fagleg ráðgjöf.
LAGERSALA Í EINA VIKU
NordicPhotos/ Getty
FRÁ 30. SEPT - 5 OKT ÚLPUR,JAKKAR,PEYSUR, BOLIR,BUXUR,PILS SKYRTUR,TUNIKUR FÁRÁNLEGA GÓÐ VERÐ ! VERÐ SEM HAFA EKKI SÉST ÁÐUR
Opnunartími: mánud-föstudag 11.00-18.00 laugardag 11.00 - 15.00 Cara Delevingne í Notting Hill, London.
Bonito ehf. Friendtex Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is
XTREME OSTAPOPP
ÞAÐ VIRKAR.. ...MEÐ KIDDA GREIFA Jessica Biel í New York. Tískuritstjóri Gillian Wilkins á tískuviku í London.
Skyrta
á 9.900 kr. Stærð 36-46/48
Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16
síðuna okkar
ENN MEIRA OSTABRAGÐ
44
heilabrot
Helgin 27.-29. september 2013
?
Spurningakeppni fólksins
Sudoku
9
1. Í hvaða Íslendingasögu kemur kvæðið
9
Sonartorrek fyrir? 2. Í hvaða landi er bærinn Maraþon? launin verið afhent í flokki fagurbókmennta og fræðirita en nú hefur þriðja flokknum
3
víkur? 5. Hver lak á netið handriti óútkominnar myndar um Wikileaks, The Fith Estate?
Í Grikklandi.
3. Barnabókmenntir.
3. Barnabókmenntir
9. Hvað heitir ný breiðskífa hljómsveitarinnar
4. Magnús Geir Þórðarson
Strigaskór nr. 42?
6. Kristilegi demókrataflokkurinn.
J.R. Ewing í Dallas?
7. Fimm
Hollywoodmyndinni sem tekin var upp hér á landi, Interstellar?
10. Jack Robert. 12. Ban Ki-Moon.
14. Stephen King var að gefa út skáldsöguna
13. Sjálandi 14. Misery
15. Himalaja.
þekktustu sögu höfundarins sem sló í gegn
15. Úralfjöll
8 rétt
fyrir rúmum 30 árum. Hvaða heitir sú bók?
10 rétt
5 6
1
kroSSgátan
Rannveig skorar Védísi Guðjónsdóttur lífskúnstner.
3
5 8 1 8 2
6 3 8 4 9 7 1 7 8 1 5 2
Svör: 1. Í Egils sögu. 2. Í Grikklandi. 3. Barna- og unglingabækur. 4. Magnús Geir Þórðarson. 5. Wikileaks. 6. Kristilegi Demókrataflokkurinn. 7. Fimm (V). 8. Jökulsárlón, Breiðamerkursandi (260m). 9. Armadillo, 10. John Ross. 11. Matt Damon, Anne Hathaway og Matthew McConaughey. 12. Ban Ki-Moon. 13. Amager. 14. The Shining. 15. Úralfjöll.
ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 156
SEGLHRINGUR
VÍNÓRAR
ERFÐAVÍSA
GERAST
SÍÐASTI DAGUR
BRUNNUR
FJÖLBREYTNI FUGL
lauSn
Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 155
PUÐRA
F U R U S Ó S G A A G R N Ö D N D N H L U A M U M S O S T
FYRIRMÆLI DÝRAHLJÓÐ
SUSS
VEGNA
ÓÞURFT
L Ö R E I L E I Ð E D I K R S S T U N G L N L A A K A R B R A S K S A Ý M S U E I N K R G Æ S K A U T I Ð R A KEPPNI
ÓLJÓS
MYNDARSKAPUR
SPRIKL
BLÁFÁTÆKUR TEYMA
JURT
LÍFRÆN SÝRA
RAUST
URMULL
DRABBA
Í RÖÐ
GRÁTUR
FYLGIHNÖTTUR
ÍLÁT
DOLLARI
ÓNEFNDUR
LÁÐ
BOX
ÁVÖXTUR
NÆÐINGUR
GRÓÐABRALL
HIK
HÚÐPOKI
ÓBUNDINN
SÍLL
MARGSKONAR
NÝR
SLÍMDÝR GLEÐJA
AÐALLEGA
PÓLL
FUGL TIL
SÉR EFTIR
HLJÓÐFÆRI POT
ÓNN
Á B O R S K R R T R O S S Ö T Ö K U M K Ý R L T E I P L A N T Ú I D U K T U M A L U R A F M G U S T U E S A S R G U S A B A A A G N O R G E L F N T Á S Á S
ÁSTÆÐA
HLUTI
HYLLI
SVELG
EYMD
TRAÐKA MÓÐA
DUGLEGUR SKERGÁLA
MÁLUM
DAUFLEGUR
BAKTAL
DAÐRA
AFSPURN
ÞAKBRÚN
VÖRUMERKI
FLÍK
FRÁ
BERA Á FÉ EFNI
AFSTYRMI
SÓT
GÓL
SKVETTAST KRAKKA
ÁNA
VEIÐARFÆRI
TÁLBEITA
AÐ
ÓGRYNNI
LÆSING
HINDRA
HORFÐI
I F Ð A U L I Á N K N A F L T A S Ú T R K A A S S N T I
KAPPSAMT
LJÁ
FUGLAR
FREMJA
DULINN
Á FÆTI
FYRIRBOÐI
ÁRA
YFIRSKIN
SKILABOÐ
HÓFDÝR
Á T Y L L A B A L S A M BLÖKK
ÁRSGAMALL
MÁLMUR
LÚSAEGG KROPPA
BÓN
SETT
HLUTDEILD
VEIFA
SKOKK
ILMSMYRSL
T A L Í L M A M S Í RÖÐ
mynd: net_efekt (CC By 2.0)
VASKLEGUR
mynd: public domain
... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
6
3
Doctor Sleep. Bókin er framhald einnar
74,6%
12. Ban Ki-Moon
Jón Pálmi sigrar með 10 stigum gegn 8 stigum Rannveigar Jónu
1 6 4
9. Pass
13. Á hvaða eyju stendur Kastrupflugvöllur?
15. Hvaða fjöll eru á mótum Evrópu og Asíu?
5 3
11. Pass
þjóðanna?
13. Sjálandi
8. Öskjuvatn 10. John Ross
12. Hver er framkvæmdastjóri Sameinuðu
11. Matt Damon.
1
Sudoku fyrir lengr a komna
6. Kristilegi demókrataflokkurinn
11. Hverjir leika aðalhlutverkið í nýjustu
9. Converse?
14. The Shining.
5. Wikileaks
10. Fyrir hvað stendur skammstöfunin í nafni
8. Þingvallavatn.
8. Hvað er dýpsta stöðuvatn á Íslandi?
5. Pass. 7. Fimm.
2.
leikurinn sem kom út í vikunni?
Í Grikklandi
9 8 2 7 5
1. Í Egils sögu
7. Númer hvað er Grand Theft Auto-tölvu-
4. Magnús Geir Þórðarson
3
læknir á Akureyri
landi?
1. Í Egils sögu. 2.
(Jón) Pálmi Óskarsson,
6. Hvað heitir flokkur Angelu Merkel í Þýska-
heimspekinemi
2
5 1 8
verið bætt við. Hvaða flokkur er það? 4. Hver er leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykja-
Rannveig Jóna Hallsdóttir
5 7
3 8 9 4 7
3. Hingað til hafa Íslensku bókmenntaverð-
8
TALA
HNOÐA
OF LÍTIÐ
VEFENGJA
ÞVAGA
TRUFLA
HEIMUR
SKOÐUN
AFÞÍÐA
STAÐA
SNÖGGUR
FLASKA
SJÚKDÓMUR
ÁTT HORFÐU
FUGL
AGA NÝLEGA
Í RÖÐ
ÁVÖXTUR
ÁFERGJA
AÐGÁT
HEITI
MISMUNANDI
LJÚKA VIÐ
TÓNVERK
DURTUR
ÓLÆTI
Allur ágóði af sölu BLEIKA POKANS
SEYTLAR
SKÓLI
SEFUN
rennur til Krabbameinsfélags Íslands.
HÆNGUR
ÍÞRÓTTAFÉLAG
GAUL
HELGAR BLAÐ
NÝTT
BIO poki*
*BIO pokinn er framleiddur úr maíssterkju og eyðist upp í náttúrunni.
EINS
PUTTI
HLJÓÐNA
MJÓLKURVARA
Bleiki pokinn - til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands
Oddi – Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
SKJÓLA
SKOTT
SKORDÝR
ÚT
KK GÆLUNAFN RÖÐ
BEYGLA
RÓL
NÁLÆGT
MATARSAMTÍNINGUR
Í RÖÐ
TVEIR EINS
ÓHREINKA
BEIN
GYLTU
RÚM ÁBREIÐA FYRIR HÖND
GALDRASTAFUR FURÐA
EFTIRRIT
MYRKUR
HRYGGLEYSINGJAR
Hafðu samband við sölumenn Odda í síma 515 5000
ÞORINN
ÓNÁÐA
KOSTAR LÍTIÐ
AFSPURN
DRYKKUR
BANDARÍKJAMAÐUR
TÍMABILS
HEIMAMAÐUR
NÆRA
REISA
UMRÁÐS
*konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013
DRYKKUR MÓTMÆLI
GARPUR
Á FÆTI
EYJA
BÓKSTAFUR
Sólskins fjörefnið Ný bók full af fróðleik um gagnsemi
D-vítamíns
Allar frumur líkamans kalla á þetta einstaka fjörefni. Ef D-vítamínbúskapurinn er í lagi líður okkur betur og líkaminn blómstrar.
D-vítamín byggir upp
varnarkerfi líkamans og leggur grunn að góðri heilsu.
Hágæða D-2000IU vítamín frá NOW fylgir fyrstu 200 seldu eintökunum í Lifandi markaði pantone 180
C5 M70 Y100 K15
R201 G60 B20
Fákafeni, Borgartúni og Hæðasmára.
salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík
Þessa bók þur fa allir að lesa
46
skák og bridge
Helgin 27.-29. september 2013
Sk ák átta fulltrúar ungmenna á em í Svartfjallalandi Sem hefSt um helgina
Gylfi og Vigfús sigruðu á hraðkvöldi Hellis
g
ylfi Þórhallsson og Vigfús Ó. Vigfússon urðu efstir og jafnir með 6,5 vinninga í sjö skákum á hraðkvöldi Hellis sem haldið var síðastliðinn mánudag, 23. september, að því er fram kemur á Skák.is, skákfréttavef Skáksambands Íslands. Þeir gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign og unnu aðra andstæðinga. Þeir voru því einnig jafnir að stigum og þurfti að grípa til hlutkestis til að skera úr um sigurvegara. Þá hafði Gylfi betur með því að velja fiskinn. Jöfn í 3. og 4. sæti voru Vignir Vatnar Stefánsson og Elsa María Kristínardóttir með 4 vinninga. Í lokin dró svo Gylfi Gunnar Nikulásson í happdrættinu og fengu þeir báðir gjafamiða á Saffran. Næsta skákkvöld í Hellisheimilinu verður mánudaginn 7. október klukkan 20. Þá verður atkvöld, að því er segir á vefnum. Lokastaðan á hraðkvöldinu: 1. Gylfi Þórhallsson 6,5v/7 2. Vigfús Ó. Vigfússon 6,5v
3. Vignir Vatnar Stefánsson 4v 4. Elsa María Kristínardóttir 4v 5. Jón Úlfljótsson 3,5v 6. Gunnar Nikulásson 2,5v 7. Pétur Jóhannesson 0,5v 8. Björgvin Kristbergsson 0,5v
arsson (2136) vann svo Jóhann H. Ragnarsson (2037) Í fimmtu umferð, sem fram fer á sunnudag, mætast meðal annars Stefán Kristjánsson og Einar Hjalti.
Jón Viktor og Einar Hjalti efstir á Gagnaveitumótinu
B-flokkur: Ingi Tandri Traustason (1817), Jón Trausti Harðarson (1930) og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (29149) með 3,5 vinninga.
Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2409) og Einar Hjalti Jensson (2305) eru efstir með fullt hús að lokinni fjórðu umferð Gagnaveitumótsins – Skákþings Reykjavíkur sem fram fór í á miðvikudagskvöld, að því er fram kemur á Skák.is. Jón Viktor vann Oliver Aron Jóhannesson (2007) en Einar Hjalti hafði betur gegn Degi Ragnarssyni (2040). Stefán Kristjánsson (2491) er þriðji með 3,5 vinning en hann gerði jafntefli við Gylfa Þórhallsson (2154). Stefán Bergsson (2131) er svo fjórði með 2,5 vinning eftir sigur á Kjartani Maack (2128). Sverir Örn Björnsson vann Jóhann H. Ragn-
C-flokkur: Kristófer Ómarsson (1598) og Elsa María Kristínardóttir eru efst með 3 vinninga. D-flokkur: Hilmir Hrafnsson (1351) er efstur með 3,5 vinning.
Guðfinnur efstur í Ásgarði
Æsir skákfélag eldri hélt hið vikulega þriðjudagsmót að Ásgarði Stangarhyl 4 þann 24. september. Ágæt mæting var en alls mættu 22 keppendur til leiks, að því er segir
Hilmir Freyr Heimisson er meðal þeirra ungmenna sem tefla í flokki 12 ára og yngri á EM í Svartfjallalandi. Mynd/Skák.is
á Skák.is. „Nú var það hinn glaðbeitti keppnismaður Guðfinnur R. Kjartansson sem bar sigur úr býtum með 8 vinninga en á hæla hans með 7,5 vinninga kom Páll G. Jónsson. Á eftir þeim í 3.-5. sæti komu svo Ari Stefánsson, Jón Víglundsson og Haraldur A. Sveinbjörnsson,“ segir þar.
Átta ungmenni á EM Átta fulltrúar frá Íslandi taka þátt í EM ungmenna sem fram fer í Budva í Svartfjallalandi. Mótið hefst á morgun, laugardaginn 28. september og stendur til 9. október.
Bridge Það getur Skilað góðum ár angri að láta tilfinninguna r áða
Óvenjuleg vörn
g
unnlaugur Karlsson, fyrirliði í sveit Sölufélags garðyrkjumanna (SFG), spilar og segir oft óvenjulega þar sem hann lætur tilfinninguna ráða fram yfir venjulegar aðferðir. Það leiðir oft til góðs árangurs eins og þetta spil er gott dæmi um. Spilið kom fyrir í bikarleik sveita SFG og Lögfræðistofu Íslands (sem þeir síðarnefndu unnu) í undanúrslitum bikarkeppninnar. Gunnlaugur græddi 4 impa í vörn gegn 4 spöðum þar sem látið var nægja að spila 3 spaða á hinu borðinu. Spil 3, suður gjafari og AV á hættu:
♠ ♥ ♦ ♣ ♠ ♥ ♦ ♣
86 G653 G98 ÁG93
95 K92 K107654 102 N
V
A S
♠ ♥ ♦ ♣
♠ ♥ ♦ ♣
KD107432 7 Á3 KD4
ÁG ÁD1084 D2 8765
Suður (Gunnlaugur) opnaði á einu hjarta og norður gaf góða hjartahækkun með gervisögninni 2 tíglum. Austur var ekkert að tvínóna við hlutina og stökk í 4 spaða sem voru passaðir út. Gunnlaugur, trúr sannfæringu sinni, spilaði út tígultvisti. Sagnhafi drap tíu norðurs á ás og spilað
Sveitir SFG og Lögfræðistofunnar. Gunnlaugur Karlsson er þriðji frá vinstri.
spaðakóng. Gunnlaugur drap á ás, tók á tíguldrottningu og undirspilaði lágu hjarta frá ásnum. Þegar Kjartan fékk slaginn á kónginn, sá hann hverju Gunnlaugur var að fiska eftir og spilaði tígli. Þannig tryggði hann Gunnlaugi slag á spaðagosa. Skemmtileg og óvenjuleg vörn.
Heimsmeistaramótið í Bali
Nú er lokið riðlakeppni í þremur flokkum á heimsmeistaramótinu í Balí. Í keppninni í opnum flokki um Bermúdaskálina varð lokastaða efstu sveita þannig: USA1.................................................................. Ítalía .................................................................. Mónakó ............................................................. Pólland.............................................................. Holland ............................................................. England............................................................. Kína ................................................................... Kanada.............................................................. USA2 .................................................................
293,89 284,59 280,70 257,63 254,23 252,84 246,55 243,22 239,57
Í kvennaflokki (Venice Cup) varð lokastaða þannig: Holland ............................................................. USA1.................................................................. Pólland.............................................................. Kína ................................................................... USA2 ................................................................. Tyrkland............................................................ Frakkland ......................................................... England............................................................. Japan ................................................................
297,12 281,86 280,15 260,04 258,89 258,55 255,81 245,47 238,15
Í flokki eldri spilara (D‘Orsi) varð lokastaða eftir riðlakeppni þannig: Frakkland USA2 Þýskaland Belgía Pólland Indónesía Skotland Holland USA1
304,57 281,32 269,89 263,07 259,17 258,38 254,21 248,33 247,81
Bandaríkjunum, er í sveit Bandaríkjanna2 og staða hennar er vænleg þegar þessi orð eru skrifuð.
Reglan var sú að 1-4 sæti völdu sér andstæðinga í sætum 5-8 í útsláttarkeppni, sæti 1 fyrst og svo koll af kolli. Bandaríkin1 völdu Kanada, Ítalía valdi Kína, Mónakó valdi England og Pólland fékk Holland í opnum flokki. Holland valdi Tyrkland, USA1 valdi England, Pólland valdi USA2 og Kína fékk Frakkland í kvennaflokki. Staðan eftir 3 lotur af 6 (48 spil af 96): Bermúda skálin: Kanada-Bandaríkin ................................... Ítalía-Kína ................................................... England-Mónakó ....................................... Pólland-Holland .........................................
71,77-99 157-102,3 119,3-156 153-68,3
Venusar skálin: Holland-Tyrkland ....................................... England-Bandaríkin1................................. Pólland-Bandaríkin2 ................................. Frakkland-Kína ..........................................
119-61 139-55 60-104 96-118
Íslendingar eiga tilkalls til eins fulltrúa. Hjördís Eyþórsdóttir, atvinnuspilari í
Risaskor
Bridgefélag Reykjavíkur hóf starfsemi sína 17. september á þriggja kvölda Hótel Hamars tvímenningi. Félagarnir Sveinn Rúnar Eiríksson og Þröstur Ingimarsson náðu risaskori á fyrsta kvöldin. Fimm efstu pörin eru þessi: 1.Sveinn Rúnar Eiríksson – Þröstur Ingimarsson 2. Guðmundur Baldursson – Steinberg Ríkarðsson 3. Ísak Örn Sigurðsson – Sverrir Þórisson 4. Ómar Olgeirsson – Júlíus Sigurjónsson 5. Gunnlaugur Karlsson – Kjartan Ingvarsson
Reykjavíkurmót í tvímenningi
73,0% 60,9% 59,2% 58,5% 58,1%
Reykjavíkurmótið í tvímenningi verður endurvakið eftir nokkurra ára hlé. Það verður haldið föstudaginn 27. september og laugardaginn 28. september, í Síðumúla 37. Mótið byrjar klukkan 18 á föstudegi og klukkan 10 á laugardegi og búið fyrir klukkan 18. Nánara tímaplan fer eftir þátttöku en stefnt á að spila í kringum 80 spil.
S
HANS JÓ LIN N Á S
PU 9. NÓV ÖR .* H Í
rpu 9. n óv.
WWW .MIDI.IS
E L NS H DUR A MÍ F
AFM TÓNLEÆLIS IKAR í Hö ISTÓNLEIK ÆL A M
DRAUMURINN
140 gr. steikarborgari úr íslenskri nautalund. Borinn fram „nakinn“ í sesamlausu brauði með bræddum osti og himneskri Trufflubernaissesósu. Franskar fylgja. ATH! Draumurinn er eldaður Medium Rare af augljósum ástæðum
* Toppaðu Drauminn með sneið af franskri andalifur (Foie Gras) Borðapantanir 575 7575 ı fabrikkan@fabrikkan.is
Hamborgarafabrikkan Höfðatorgi Reykjavík og Hótel KEA Akureyri
48
sjónvarp
Föstudagur
Helgin 27.-29. september 2013
Föstudagur 27. september RÚV
19:55 Logi í beinni Þáttur í umsjá Loga Bergmann þar sem bráðskemmtilegir viðmælendur mæta í bland við tónlistaratriði ásamt öðrum óvæntum uppákomum. allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
21:30 The Voice - NÝTT (1:13) Söngþættir þar sem röddin ein sker úr um framtíð söngvarans.
Laugardagur
21.15 Indiana Jones og kóngsríki kristallshöfuðkúpunnar Í þessari mynd fer kappinn Indiana Jones til Perú að leita að fornum grip.
21:25 Snow White and the Huntsman Klassíska sagan um Mjallhvíti og vondu stjúpmóðurina lifnar hér á hvíta tjaldinu á eftirminnilegan hátt.
Sunnudagur allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
22:00 Dexter (2:12) Lokaþáttaröðin af þessum ódauðlegu þáttum um fjöldamorðingjann og prúðmennið Dexter Morgan.
19.40 Ísþjóðin með Ragnhildi Steinunni (5:6) (Ásgeir Trausti) Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti hefur heldur betur slegið í gegn.
STÖÐ 2
Laugardagur 28. september RÚV
STÖÐ 2
RÚV
08.00 Barnatími 08.00 Barnatími 15.40 Ástareldur 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:00 Strumparnir / Villingarnir / 10.25 Ævintýri Merlíns (5:13) e. 10.30 Útsvar e. 17.20 Unnar og vinur (24:26) 08:10 Malcolm in the Middle (11/16) Hello Kitty / Algjör Sveppi / Scooby11.10 Ísþjóðin með Ragnhildi Steinunni e. 11.35 Með okkar augum (6:6) e. 17.43 Valdi og Grímsi (3:6) 08:30 Ellen (53/170) Doo! Mystery Inc. / Lukku láki / 11.40 Hljómskálinn (4:4) e. 12.05 Kastljós e. 18.12 Smælki (11:26) 09:15 Bold and the Beautiful Loonatics Unleashed / Young Justice 12.10 Attenborough - 60 ár í nátt12.25 Mótorsport (2:3) e. 18.15 Táknmálsfréttir 09:35 Doctors (60/175) 11:05 Big Time Rush úrunni – Viðkvæma Jörð (3:3) e. 12.55 Golfið e. 18.25 Fagur fiskur (4:8) (Skötuselur) e. 10:15 Fairly Legal (5/13) 11:45 Bold and the Beautiful 13.05 Undur lífsins – Heimurinn stækkar 13.25 Kiljan e. 19.00 Fréttir 11:00 Drop Dead Diva (11/13) 13:25 Ástríður (2/10) 13.55 EBBA-verðlaunin 2013 e. 14.10 Djöflaeyjan e. 19.30 Veðurfréttir 11:50 The Mentalist (19/22) 13:55 Heimsókn 15.30 Þursaflokkurinn og Caput e. 14.40 Útúrdúr e. 19.35 Kastljós 12:35 Nágrannar 14:15 Um land allt allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 16.50 Þegar illskan brýst fram 15.30 Íslandsmótið í handbolta 20.00 Útsvar (Seltjarnarnes - Hval- 13:00 Extreme Makeover: Home Edition 14:40 Sjálfstætt fólk (2/15) 17.20 Táknmálsfréttir (ÍR-Akureyri) fjarðarsveit) Spurningakeppni 13:40 Agent Cody Banks 15:15 ET Weekend fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.30 Poppý kisuló (30:52) 17.30 Táknmálsfréttir sveitarfélaga. 15:20 Ævintýri Tinna 16:00 Íslenski listinn 17.40 Teitur (41:52) 17.40 Bombubyrgið (4:26) e. 21.10 500 dagar með Summer ((500) 15:40 Scooby-Doo! Leynifélagið 16:30 Sjáðu 17.50 Kóalabræður (5:13) 18.10 Ástin grípur unglinginn (77:85) Days of Summer) Rómantísk 16:05 Waybuloo 17:00 Pepsí-mörkin 2013 18.00 Stundin okkar (19:31) e. 18.54 Lottó gamanmynd um konu sem trúir 16:25 Ellen (54/170) 18:15 Ávaxtakarfan - þættir 18.25 Basl er búskapur (4:10) 19.00 Fréttir ekki á ástina og ungan mann 17:10 Bold and the Beautiful 18:236 Veður 5 6 4 5 4 Fréttir 5 6 19.00 19.30 Veðurfréttir sem fellur fyrir henni. Bandarísk 17:32 Nágrannar 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19.30 Veðurfréttir 19.40 Ævintýri Merlíns (5:13) bíómynd frá 2009. 17:57 Simpson-fjölskyldan (3/22) 18:50 Íþróttir 19.40 Ísþjóðin með Ragnhildi Stein20.30 Hljómskálinn (Los Angeles) 22.45 Knattspyrnustjórinn (The 18:23 Veður 18:57 Lottó unni (5:6) (Ásgeir Trausti) 21.05 Hraðfréttir e. Damned United) Knattspyrnu18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:05 Næturvaktin 20.10 Útúrdúr 21.15 Indiana Jones og kóngsríki stjórinn Brian Clough tók við 18:47 Íþróttir 19:35 Spaugstofan 21.00 Hálfbróðirinn (5:8) (Halvbroren) kristallshöfuðkúpunnar (Indiana liði Leeds United í júlí 1974. 18:54 Ísland í dag 20:05 Beint frá messa 21.50 Njósnarar í Varsjá (1:2) Jones and the Kingdom of the Honum líkaði ekki grófur leikstíll 19:11 Veður 20:45 Veistu hver ég var? 23.20 Brúin (1:10) (Broen II) e. Crystal Skull) liðsins og vildi breyta honum en 19:20 Arrested Development (15/15) 21:25 Snow White and the Huntsman 00.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 23.20 Glansmynd (Lymelife) lenti upp á kant við leikmenn 19:55 Logi í beinni 23:35 Ronin Írskur lýðveldissinni 00.55 Löghlýðni borgarinn (The Law og hrökklaðist úr starfinu eftir 20:45 Win Win Gamanmynd með ræður harðsvíraða málaliða til SkjárEinn Abiding Citizen) aðeins 44 daga. Bresk bíómynd Paul Giamatti. þess að hafa uppi á ferðatösku 06:00 Pepsi MAX tónlist 02.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok frá 2009. 22:30 Pandorum sem er í vörslu fyrrverandi KGB11:15 Dr.Phil 00.20 Hvíti borðinn (Das 00:15 The Terminator njósnara. Hörkuspennandi mynd 12:40 Kitchen Nightmares (7:17) weisse Band - Eine deutsche 02:00 Diary of a Nymphomaniac með stórleikurum. RÚV Íþróttir 13:30 Secret Street Crew (4:6) Kindergeschichte) Einkenni03:40 My Best Friend's Girl 01:30 The Help 15.30 Íslandsmótið í handbolta - ÍR14:20 Save Me (1:13) legir atburðir gerast í smáþorpi í 05:30 Fréttir 03:55 Columbus Day Akureyri (ÍR-Akureyri) 14:45 Rules of Engagement (6:13) Norður-Þýskalandi skömmu fyrir 05:25 Spaugstofan 15:10 30 Rock (1:13) fyrri heimsstyrjöld. e. 05:55 Fréttir SkjárEinn 15:35 Happy Endings (5:22) 02.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 16:40 Heimildarmynd um Guðmund 06:00 Pepsi MAX tónlist 16:00 Parks & Recreation (5:22) Steinars 10:00 Dr.Phil 16:25 Bachelor Pad (3:7) SkjárEinn 17:45 Samsung Unglingaeinvígið 2013 12:05 Gordon Ramsay Ultimate Coo12:30 Spænsku mörkin 2013/14 17:55 Rookie Blue (7:13) 06:00 Pepsi MAX tónlist 18:40 Þýski handboltinn 2013/2014 kery Course (7:20) 13:00 Meistarad.Evrópu - fréttaþáttur 18:45 Unforgettable (2:13) 08:25 Dr.Phil 20:00 Meistarad. Evrópu - fréttaþáttur 12:35 Gordon Behind Bars (3:4) 13:30 Pepsí deildin 2013 19:35 Judging Amy (7:24) 09:05 Pepsi MAX tónlist 20:30 La Liga Report 13:25 Design Star (3:13) 16:00 Pepsí-mörkin 2013 20:20 Top Gear (4:6) 16:55 Secret Street Crew (3:6) 21:00 Man. United - Liverpoolallt fyrir áskrifendur14:15 Judging Amy (6:24) 18:30 Pepsí deildin 2013 21:15 Law & Order: Special Victims Unit 17:45 Dr.Phil 22:40 Barcelona - Real Sociedad 15:00 The Voice (1:13) 20:20 Pepsí-mörkin 2013 22:00 Dexter (2:12) 18:25 Happy Endings (5:22) 00:20 Euro Fight Night fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:30 America's Next Top Model (3:13) 22:50 Almeria - Barcelona allt fyrir áskrifendur22:50 The Borgias (2:10) 18:50 Minute To Win It 18:15 The Biggest Loser (14:19) 00:30 Real Madrid - Atletico Madrid 23:40 Málið (3:12) 19:35 America's Funniest Home 19:45 Secret Street Crew (4:6) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 00:10 Under the Dome (1:13) Videos (42:44) 20:35 Bachelor Pad (3:7) 01:00 Hannibal (2:13) 20:00 The Biggest Loser (14:19) 16:40 West Ham - Everton 22:00 The Truman Show 01:45 Flashpoint (15:18) Þættir þar sem fólk sem er orðið 18:20 Liverpool - Southampton 09:40 Match Pack 23:40 Dumb and Dumberer 4 5 6 02:30 Dexter (2:12) hættulega þungt snýr við blaðinu 20:00 Match Pack 10:10 Ensku mörkin - úrvalsdeildin 01:10 Rookie Blue (7:13) 03:20 Excused 5 21:30 The Voice 6 - NÝTT (1:13) 20:30 Premier League World 11:05 Enska úrvalsdeildin upphitun 02:00 The Borgias (1:10) allt fyrir áskrifendur 4 5 6 00:00 Flashpoint (15:18) 21:00 Enska úrvalsdeildin - upphitun 11:35alltTottenham - Chelsea 02:50 Excused fyrir áskrifendur 00:45 Excused 21:30 Football League Show 2013/14 13:45 Man. Utd. - WBA 03:15 Pepsi MAX tónlist fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 01:10 Bachelor Pad (2:7) 22:00 WBA - Sunderland 16:15 Swansea - Arsenal fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 08:40 The Chronicles of Narnia: The 02:40 Pepsi MAX tónlist 23:40 Enska úrvalsdeildin - upphitun 18:30 Fulham - Cardiff Voyage of the Dawn Treader 00:10 Messan 20:10 Aston Villa - Man. City allt fyrir áskrifendur 10:30 Benny and Joon 01:20 Norwich - Aston Villa 08:10 Charlie and the Chocolate Factory 21:50 Hull - West Ham 12:05 The Marc Pease Experience 23:30 Southampton - Crystal Palace fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 4 510:05 Just Wright 6 13:30 The Dilemma allt fyrir áskrifendur 11:15 Garfield: The Movie SkjárGolf 11:45 Everything Must Go 4 5 15:20 The Chronicles of 6 Narnia: The 12:35 Apollo 13 06:00 Eurosport SkjárGolf 13:20 Limitless allt fyrir áskrifendur Voyage of the Dawn Treader 14:50 The Winning Season fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 07:00 Tour Championship 2013 (4:4) 06:00 Eurosport 15:05 Charlie and the Chocolate Factory 17:10 Benny and Joon 16:35 Garfield: The Movie 12:00 PGA Tour - Highlights (37:45) 08:35 Golfing World 17:00 Just Wright 18:45 The Marc Pease Experience fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:55 Apollo 13 12:55 Tour Championship 2013 (4:4) 10:15 LPGA Highlights (13:20) 4 18:40 Everything Must Go 20:10 The Dilemma 20:15 The Winning Season 17:55 Champions Tour - Highlights 11:35 PGA Tour - Highlights (37:45) 20:15 Limitless 22:00 Contraband 22:00 Blitz 18:50 Tour Championship 2013 (4:4) 12:30 Alfred Dunhill Links Championship 22:00 After.life 23:506 The Goods: Live Hard, Sell Hard 4 5 23:40 The Betrayed 23:20 Champions Tour - Highlights 16:30 Inside the PGA Tour (39:47) 23:45 Tenderness 01:20 Harry Brown 01:20 The Matrix 00:15 PGA Tour - Highlights (37:45) 16:55 Alfred Dunhill Links Championship 01:256Honeydripper 4 5 03:05 Contraband 03:35 Blitz 01:10 Eurosport 00:55 Eurosport 03:30 After.life
Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur
DYNAMO REYKJAVÍK
Sunnudagur
ETRI NÝ OG B N! U N N HÖ
Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn.
TANN B TANN URSTAR O K VIÐKV REM FYRI G R ÆM S VÆÐI
sjónvarp 49
Helgin 27.-29. september 2013 Í sjónvarpinu under the dome
29. september STÖÐ 2 07:00 Strumparnir / Villingarnir / UKI / Doddi litli og Eyrnastór / Algjör Sveppi / Ben 10 / Ofurhetjusérsveitin 10:50 Batman: The Brave and the bold 11:35 Spaugstofan 12:00 Nágrannar 13:45 Logi í beinni 14:35 Beint frá messa 15:20 Veistu hver ég var? allt fyrir áskrifendur 16:05 Hið blómlega bú 16:45 Broadchurch (7/8) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:35 60 mínútur 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (5/30) 19:10 Næturvaktin 4 19:35 Sjálfstætt fólk (4/15) J 20:15 Ástríður (3/10) 20:45 Broadchurch (8/8) Spennuþáttur sem fjallar um rannsókn á láti ungs drengs. 21:40 Boardwalk Empire (3/12) 22:35 Al Capone & The Untouchables Heimildarþáttur um Al Capone og hans síðustu daga áður en Elliot Ness hneppti hann í varðhald og gerði útaf við hans glæpaferil. 23:25 60 mínútur 00:10 The Daily Show: Global Editon 00:35 Nashville (14/21) 01:20 Suits (9/16) 02:05 The Americans (1/30) 02:55 The Untold History of The United States (5/10) 03:55 Be Cool 05:50 Fréttir
07:40 Pepsí-mörkin 2013 11:50 Real Madrid - Atletico Madrid 13:30 Almeria - Barcelona 15:10 Þýski handboltinn 2013/2014 16:35 Samsung Unglingaeinvígið 2013 17:30 La Liga Report 18:05 Meistarad. Evrópu - fréttaþáttur allt fyrir áskrifendur 18:35 Þýski handboltinn 2013/2014 19:55 Pepsí deildin 2013 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 00:05 Aston Villa - Tottenham
09:00 Swansea - Arsenal 10:40 Fulham - Cardiff 12:20 Stoke - Norwich 14:50 Sunderland - Liverpool allt fyrir áskrifendur 17:00 Man. Utd. - WBA 18:40 Tottenham - Chelsea fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:20 Stoke - Norwich 22:00 Sunderland - Liverpool 23:40 Aston Villa - Man. City
SkjárGolf 4
06:00 Eurosport 08:30 Alfred Dunhill Links Championship 16:30 Inside the PGA Tour (39:47) 16:55 Alfred Dunhill Links Championship 00:55 Eurosport
Spennandi innansveitarkrónika Netið með öllu sínu „dánlódi“ og athyglisbresturinn sem fylgt hefur upplýsingaflóðinu sem það opnaði fyrir hefur gerbreytt neysluhegðun sjónvarpsáhorfenda. Skjár einn hefur brugðist við þessu með því að demba heilli þáttaröð á netið og nú geta áskrifendur horft á alla þrettán þættina í hinum geysivinsælu þáttum Under the Dome í beit. Tekið þess vegna helgina undir glápið. Þættirnir eru gerðir eftir samnefndri skáldsögu Kings þar sem hann stelur í raun grunnhugmynd The Simpsons-bíómyndarinnar. Það fer nefnilega allt í uppnám þegar smábærinn Chester´s Mill einangrast frá umheiminum þegar óbrjótanlegt hvolfþak steypist með óútskýrðum hætti yfir bæinn. King er einkar lagið að skapa skemmtilegar 5
persónur og er á heimavelli þegar bandarískir smábæir eru annars vegar. Þessi styrkur hans nýtist vel í Under the Dome þar sem nóg er af áhugaverðum, skrýtnum og geðtrufluðum persónum. Og eins og gengur og gerist í samfélögum mannanna er hvolfþakið sjálft ekki aðal ógnin og spennuvaldurinn, heldur fólkið sjálft. Samfélagsgerðin er fljót að gliðna og nágrannar verða svarnir óvinir í upplausninni. Þættirnir eru eiginlega einhvers konar samruni Twin Peaks og Lost! og halda spennu þessa þrettán þætti þótt óhjákvæmilega hafi maður áhyggjur af því að flækjan muni bera söguna ofurliði og þetta muni renna út í sandinn í framhaldinu. Enda King svosem alræmdur fyrir að spinna góða sögu en glutra öllu niður í lokin.
Leikararnir í þáttunum gera persónunum misgóð skil en óumdeildur burðarbiti í þessu öllu saman er Dean Norris, sem hefur farið á kostum sem Hank Schrader í Breaking Bad, í hlutverki Big Jim. Hann er fyrirmyndar illmenni sem heldur hjólunum gangandi og spennunni uppi og sér til þess að aldrei eru dauðar stundir eða nokkurt öryggi að finna undir hvolfþakinu. Þórarinn Þórarinsson
6
ort ali v iftark Áskr að eigin ar g n i 4 sýn
13
st Ný kynslóð, nýir tímar, nýr Hamlet
ný Epískur tón-sjónleikur Frumsýnt 4. október
4
5
st Rokkið tekur yfir Borgarleikhúsið Frumsýnt í lok mars
5
Frumsýnt um áramót
st Súperkallifragilistikexpíallídósum! Sýningar hafnar á ný
r. k 0 . 90
Á f y ri s kri f t a r 25 ára rkort og y ngr i
9.00 0
kr.
ný Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla st Hjartnæm spennusaga Frumsýnt í lok janúar
Frumsýnt í lok febrúar
6
li
Ertu nógu hræddur? Frumsýnt 16. nóvember
st Engir leikarar, enginn texti ... Frumsýnt í lok maí
st Meistaraverkið aftur á fjalirnar
li Hver stýrir þessu skipi?
Sýningar hefjast á ný í október
Frumsýnt í lok mars
6
li Er framtíðin okkar?
Frumsýnt 19. október
st Hin fullkomna skemmtun Sýningar hefjast í maí
li Fyrsta leikrit í heimi sem gerist í Kópavogi ný Ástin, dauðinn ... og allur sá djass Frumsýnt í byrjun febrúar
Frumsýnt í apríl
gb Sígilt verk Lorca Frumsýnt 18. október í Gamla bíói
Nýtt abil atím kort r hafið e
li Hvernig er að vera eða vera ekki... Frumsýnt í byrjun apríl
st Kraftur og mýkt sem snertir Sýningar í október og febrúar
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
ný Bestu vinkonur barnanna í hátíðarskapi Frumsýnt 16. nóvember
li Sannkallað listaverk Sýningar hafnar á ný
50
bíó
Helgin 27.-29. september 2013
Frumsýnd don Jon
Frumsýndar BóFahasar og póker
Gordon-Levitt dettur í klámið Sá öflugi leikari Joseph Gordon-Levitt stígur sín fyrstu skref sem leikstjóri með gamanmyndinni Don Jon. Hann leikur sjálfur aðalhlutverkið, Jon Martello, myndarlegan, ungan mann sem þykir ákaflega heillandi í viðkynningu. Hann er þó illu heilli forfallinn klámfíkill, liggur yfir netklámi, er lauslátur og hefur engan hug á að festa ráð sitt. Vinir hans kalla hann því Don Jon, með vísan til hins goðsagnakennda elskhuga Don Juan. Þetta breytist þegar hann kynnist Barböru Sugarman, klárri stelpu sem hefur gömul og góð gildi í hávegum. Hún er alin upp við að horfa á rómantískar Hollywoodmyndir og er staðráðin í að finna draumaprinsinn og Jon kolfellur fyrir henni. En eins og við má búast kemur babb í bátinn þegar Barbara kemst að því að draumaprinsinn er klámfíkill. Auk Gordon-Levitt fara Scarlett Johansson, Julianne Moore, Tony Danza og Jeremy Luke með helstu hlutverk í myndinni.
Aðrir miðlar: Imdb: 7,5, Rotten Tomatoes: 83%, Metacritic: 52%
Krimmi í hefndarhug Tvær spennumyndir eru frumsýndar um helgina. Í Welcome to the Punch takast þeir á harðjaxlinn Mark Strong og mjúkmennið James McAvoy. Strong leikur bankaræningja sem hefur falið sig á Íslandi en snýr aftur til London til þess að hefna sonar síns. Þar bíður McAvoy átekta og tekur fagnandi öðru tækifæri til þess að klófesta kauða.
Aðrir miðlar: Imdb: 6,1, Rotten Tomatoes: 50%, Metacritic: 49%
Það hitnar undir klámfíklinum Jon þegar hann fellur fyrir Barböru.
Runner Runner fjallar um námsmann sem tapar öllu sínu í netpóker og grunar að brögð hafi verið í tafli. Justin Timberlake leikur þennan óheppna fjárhættuspilara sem heldur til fundar við þann sem stjórnar netpókernum og hittir þar fyrir Ben Affleck sem reynist vera í meira lagi varasamur náungi.
Aðrir miðlar: Dómar ekki komnir.
This is sanliTun Frumsýnd á riFF
Kínverskt bergmál af Íslenska draumnum Kvikmyndaleikstjórinn Róbert Douglas hefur búið í Kína undanfarin ár og látið lítið fyrir sér fara síðan hann frumsýndi gamanmyndina Strákarnir okkar fyrir átta árum. Hann er kominn til landsins með sína nýjustu mynd, This Is Sanlitun, sem hann gerði í Kína. Myndin var opnunarmynd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, RIFF, í gær og fer í almennar sýningar að hátíðinni lokinni, þann 7. október. AÐEINS 1 SÝNING
BuRNiNg BuSh
(14) -
Allir þrír hlutAr sAmAn með einu hléi - 3x80 mín. 29/09: 16.00
SKÓLANEMAR: 25% AfSLáttuR gEgN fRAMvíSuN SKíRtEiNiS! MEÐ StuÐNiNgi REYKJAvíKuRBORgAR & KviKMYNDAMiÐStÖÐvAR íSLANDS - MiÐASALA: 412 7711
Íslensk hönnun er góð gjöf
Opnunartími Mán-fös 10:00-18:00 Laugardaga 10:00-18:00 Sunnudaga 13:00-17:00
www.hrim.is
H ö n n u n a r h ú s Laugavegi 25 - S: 553-3003
Róbert Douglas hefur búið í Kína undanfarin ár og opnaði RIFF með nýjustu mynd sinni This Is Sanlitun þar sem horft er á Kína með augum útlendingsins. Hann gerði Íslandsheimsóknina einnig að fríi og ætlar að reyna að taka því rólega hérna í þrjár vikur. Ljósmynd/Hari.
l Mig langar að gera næstu mynd hér.
eikstjórinn Róbert Douglas flutti til Beijing í Kína 2007 og er nú mættur til Íslands með sína fyrstu bíómynd, síðan hann sýndi Strákana okkar fyrir átta árum. Myndin This Is Sanlitun gerist í Beijing og segir frá brölti Englendings sem reynir að hasla sér þar völl með takmörkuðum árangri. Róbert segir að á vissan hátt megi segja að grunnsöguþráðurinn í myndinni kallist á við Íslenska drauminn frá árinu 2000. Sú mynd fjallaði um lukk-
uriddarann Tóta sem reyndi að auðgast með ýmsum klikkuðum aðferðum. „Grunnsöguþráðurinn er svipaður og þarna er annar maður í öðru landi að reyna að meika það í Kína og gengur illa. Og er með álíka gáfuleg markmið og Tóti.“ Gary ætlar sér stóra hluti í Beijing en eftir að honum mistekst að heilla kínverska fjárfesta tekur hann að sér enskukennslu og nýtur lífsvisku Franks, algerlega misheppnaðs lærimeistara. Raunverulegur tilgangur Garys með dvölinni í Kína kemur síðar í ljós þegar fyrrverandi eiginkona hans og sonur skjóta upp kollinum. Róbert segir að sjálfsögðu horft á Kína með augum útlendingsins í myndinni. „Já, algjörlega. Hún er um útlendinga sem búa í Peking. Þennan Englending og þau ævintýri sem hann lendir í.“ Þótt langt hafi liðið á milli mynda Róberts er This Is Sanlitun ekki búin að vera nema um tvö ár í vinnslu. „Ég var búinn að vera með hin og þessi verkefni í gangi þarna úti. Og eiginlega á Íslandi líka. Ég ætlaði að gera mynd hérna heima 2008 en þá hrundi allt. Þá ákvað ég að einbeita mér að því að byrja á einhverjum verkefnum úti í Kína og ákvað síðan bara að fara af stað með þessa mynd fyrir svona tveimur árum. Drífa mig bara í að gera mynd án þess að hugsa um tiltekin leyfi og fjármagn og gera bara ódýra mynd.“ Róbert sýndi myndina í Toronto á dögunum, opnaði RIFF með henni og frágengið er að hún fari í almennar sýningar í Kína og vitaskuld hér heima. Hann segir næstu mánuði munu fara í að sýna hana á fleiri hátíðum og selja hana í dreifingu víðar. Róbert segir að þrátt fyrir að hann sé búinn að koma sér notalega fyrir í Kína stefni hann á flutninga heim á næsta ári. „Ég er með handrit sem ég er búinn að skrifa og mynd í undirbúningi sem gerist á Íslandi og planið er að gera hana. Mig langar að gera næstu mynd hér.“
Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
ÍSLENSKUR
GÓÐOSTUR – GÓÐUR Á BRAUÐ –
52
menning
Helgin 27.-29. september 2013
TónlIsT sTóRTónleIK aR í TIleFnI sTóR aFmælIs
Englar alheimsins (Stóra sviðið)
Sun 29/9 kl. 19:30 37.sýn Fim 17/10 kl. 19:30 41.sýn Fim 3/10 kl. 19:30 aukas. Fös 25/10 kl. 19:30 42.sýn Fös 4/10 kl. 19:30 38.sýn Lau 26/10 kl. 19:30 43.sýn Fös 11/10 kl. 19:30 39.sýn Mið 30/10 kl. 19:30 Aukas. Mið 16/10 kl. 19:30 Aukas. Fim 31/10 kl. 19:30 44.sýn Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús!
Fim 7/11 kl. 19:30 45.sýn Lau 9/11 kl. 19:30 46.sýn Fim 14/11 kl. 19:30 47.sýn Lau 16/11 kl. 19:30 48.sýn
Maður að mínu skapi (Stóra sviðið)
Fös 27/9 kl. 19:30 5.sýn Lau 12/10 kl. 19:30 9.sýn Lau 2/11 kl. 19:30 14.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 6.sýn Fös 18/10 kl. 19:30 10.sýn Mið 6/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 5/10 kl. 19:30 7.sýn Lau 19/10 kl. 19:30 11.sýn Fös 8/11 kl. 19:30 16.sýn Sun 6/10 kl. 19:30 8.sýn Fim 24/10 kl. 19:30 12.sýn Nýtt leikrit eftir Braga Ólafsson. Athugið aðeins þessar sýningar.
ÓVITAR (Stóra sviðið) Sun 13/10 kl. 13:00 Frums. Sun 13/10 kl. 16:00 2.sýn Sun 20/10 kl. 13:00 3.sýn Sun 20/10 kl. 16:00 4.sýn
Sun 27/10 kl. 13:00 5.sýn Sun 27/10 kl. 16:00 6.sýn Sun 3/11 kl. 13:00 7.sýn Sun 3/11 kl. 16:00 8.sýn
Harmsaga (Kassinn)
Fös 27/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn Lau 12/10 kl. 19:30 Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn Ofsafengin ástarsaga sótt beint í íslenskan samtíma
Pollock? (Kassinn)
Mið 30/10 kl. 19:30 Frums. Sun 10/11 kl. 19:30 5.sýn Fim 31/10 kl. 19:30 2.sýn Lau 16/11 kl. 19:30 6.sýn Sun 3/11 kl. 19:30 3.sýn Sun 17/11 kl. 19:30 7.sýn Lau 9/11 kl. 19:30 4.sýn Mið 20/11 kl. 19:30 Aukas. Þrælfyndið leikrit byggt á sannsögulegum atburðum.
Sun 10/11 kl. 13:00 9.sýn Sun 10/11 kl. 16:00 táknm. Sun 17/11 kl. 13:00 11.sýn Sun 17/11 kl. 16:00 12.sýn
Sálin fagnar í Hörpu Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns fagnar í ár 25 ára afmæli. Eins og á fyrri stórafmælum sveitarinnar fá aðdáendur hennar stórtónleika og að þessu sinni dugar ekkert minna en Eldborgarsalurinn í Hörpu. Tónleikarnir fara fram hinn 9. nóvember næstkomandi og hefst miðasala í dag, föstudag.
Stefán Hilmarsson og félagar hyggjast tjalda öllu til á tónleikunum og samanstendur efnisskráin af þekktustu lögum Sálarinnar í bland við nokkur lög sem sjaldan fá að heyrast. Sálarmenn njóta fulltingis ýmissa aðstoðarmanna á tónleikunum; blásara, söngvara, strengjasveitar og fleiri.
Stebbi Hilmars, Gummi Jóns og strákarnir í Sálinni fagna 25 ára afmæli í ár. Afmælinu verður fagnað með stórtónleikum í Hörpu 9. nóvember.
RIFF KvIKmyndaveIsla í ReyKjavíK
Sun 13/10 kl. 19:30
Lau 23/11 kl. 19:30 9.sýn Sun 24/11 kl. 19:30 10.sýn Lau 30/11 kl. 19:30 11.sýn Sun 1/12 kl. 19:30 12.sýn
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 5/10 kl. 13:30 Lau 12/10 kl. 13:30 Lau 5/10 kl. 15:00 Lau 12/10 kl. 15:00 Karíus og Baktus mæta aftur í október!
Aladdín (Brúðuloftið)
Lau 5/10 kl. 14:00 Frums. Lau 12/10 kl. 15:30 3.sýn Lau 12/10 kl. 13:30 2.sýn Lau 19/10 kl. 13:30 4.sýn Brúðusýning fyrir áhorfendur á öllum aldri
Lau 19/10 kl. 15:30 5.sýn
Skrímslið litla systir mín (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 28/9 kl. 14:00 8.sýn Sun 29/9 kl. 12:00 9.sýn Barnasýning ársins 2012
Lau 5/10 kl. 14:00 10. sýn Sun 6/10 kl. 12:00 11. sýn
Hættuför í Huliðsdal (Kúlan)
4 sýningar á 13.900 kr. Lau 28/9 kl. 13:00 10.sýn Lau 28/9 kl. 16:00 11.sýn Spennandi sýning fyrir hugrakka krakka!
551 1200 HVERFISGATA 19 LEIKHUSID.IS
MIDASALA@LEIKHUSID.IS
Mary Poppins „Stórfengleg upplifun“ – EB, Fbl Mary Poppins (Stóra sviðið)
Fös 27/9 kl. 19:00 14.k Sun 6/10 kl. 13:00 aukas Sun 20/10 kl. 13:00 aukas Lau 28/9 kl. 19:00 15.k Fim 10/10 kl. 19:00 19.k Mið 23/10 kl. 19:00 21.k Sun 29/9 kl. 13:00 aukas Lau 12/10 kl. 19:00 aukas Fim 24/10 kl. 19:00 22.k Fim 3/10 kl. 19:00 16.k Sun 13/10 kl. 13:00 aukas Fös 25/10 kl. 19:00 23.k Fös 4/10 kl. 19:00 17.k Mið 16/10 kl. 19:00 20.k Fös 1/11 kl. 19:00 aukas Lau 5/10 kl. 19:00 18.k Lau 19/10 kl. 13:00 aukas Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.
Hin umdeilda verðlaunamynd frá Cannes, La vie d'Adèle, sem einnig er þekkt undir enska titilinum Blue is the Warmest Color verður lokamynd RIFF á tíu ára afmælisárinu.
Endalausar uppákomur og umdeildur endapunktur Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, var sett í tíunda sinn á fimmtudaginn með frumsýningu This Is Sanlitun eftir Róbert Douglas. Fjöldi erlendra gesta og fjölmiðla sækir hátíðina og venju samkvæmt verður mikið um áhugaverða viðburði og uppákomur. Lokamynd hátíðarinnar verður síðan hin umdeilda og opinskáa La vie d’Adèle, eða Líf Adele, sem hlaut Gullpálmann í Cannes í vor.
a
Rautt (Litla sviðið)
Fös 27/9 kl. 20:00 9.k Lau 5/10 kl. 20:00 16.k Sun 20/10 kl. 20:00 22.k Lau 28/9 kl. 20:00 10.k Sun 6/10 kl. 20:00 17.k Mið 23/10 kl. 20:00 23.k Sun 29/9 kl. 20:00 11.k Fös 11/10 kl. 20:00 18.k Fim 24/10 kl. 20:00 24.k Mið 2/10 kl. 20:00 14.k Lau 12/10 kl. 20:00 19.k Fös 25/10 kl. 20:00 25.k Fim 3/10 kl. 20:00 15.k Sun 13/10 kl. 20:00 20.k Sun 27/10 kl. 20:00 27.k Fös 4/10 kl. 20:00 13.k Mið 16/10 kl. 20:00 21.k Meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar. Aðeins þessar sýningar!
Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið)
Fös 4/10 kl. 20:00 frums Mið 23/10 kl. 20:00 13.k Þri 19/11 kl. 20:00 aukas Lau 5/10 kl. 20:00 2.k Fim 24/10 kl. 20:00 14.k Mið 20/11 kl. 20:00 28.k Sun 6/10 kl. 20:00 3.k Fös 25/10 kl. 20:00 15.k Fim 21/11 kl. 20:00 29.k Þri 8/10 kl. 20:00 aukas Lau 26/10 kl. 20:00 16.k Fös 22/11 kl. 20:00 30.k Mið 9/10 kl. 20:00 aukas Sun 27/10 kl. 20:00 17.k Mið 27/11 kl. 20:00 aukas Fim 10/10 kl. 20:00 4.k Fös 1/11 kl. 20:00 18.k Fim 28/11 kl. 20:00 31.k Fös 11/10 kl. 20:00 5.k Lau 2/11 kl. 20:00 19.k Fös 29/11 kl. 20:00 32.k Lau 12/10 kl. 20:00 6.k Sun 3/11 kl. 20:00 20.k Sun 1/12 kl. 20:00 33.k Sun 13/10 kl. 20:00 7.k Mið 6/11 kl. 20:00 aukas Fim 5/12 kl. 20:00 34.k Þri 15/10 kl. 20:00 aukas Fim 7/11 kl. 20:00 23.k Fös 6/12 kl. 20:00 35.k Mið 16/10 kl. 20:00 8.k Fös 8/11 kl. 20:00 21.k Sun 8/12 kl. 20:00 36.k Fim 17/10 kl. 20:00 9.k Lau 9/11 kl. 20:00 22.k Fim 12/12 kl. 20:00 37.k Fös 18/10 kl. 20:00 10.k Sun 10/11 kl. 20:00 24.k Fös 13/12 kl. 20:00 38.k Lau 19/10 kl. 20:00 11.k Mið 13/11 kl. 20:00 25.k Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Sun 20/10 kl. 20:00 12.k Fim 14/11 kl. 20:00 26.k Þri 22/10 kl. 20:00 aukas Fös 15/11 kl. 20:00 27.k Benni Erlings, Bragi Valdimar og Megas seiða epískan tón - sjónleik
Úrval bíómynda, heimildarmynd og stuttmynda úr öllum áttum er svimandi.
Lundinn er lukkudýr RIFF enda eru helstu verðlaun hátíðarinnar kennd við Gyllta lundann.
lþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hófst á fimmtudaginn og henni lýkur þann 6. október með sýningu myndarinnar La vie d’Adèle sem fékk Gullpálmann í Cannes. Myndin fjallar opinskátt um lesbískt ástarsamband og hefur vakið bæði hrifningu og reiði og hefur því að vonum verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en hér er um Norðurlandafrumsýningu á myndinni að ræða. RIFF hefur vaxið og dafnað á þessum áratug frá því hún var haldin fyrst og hefur fest sig rækilega í sessi sem einn helsti viðburðurinn í menningarlífi borgarinnar á haustin auk þess sem hróður hennar hefur borist langt út fyrir landsteinana. Við þessu hefur verið brugðist með því að fjölga sætum og sýningarsölum og nú verður sýnt í stórum sölum í Háskólabíói, Tjarnarbíói og í Norræna húsinu. Öllu er tjaldað til á tíu ára afmælinu. Úrval bíómynda, heimildarmynd og stuttmynda úr öllum áttum er svimandi en flestar eru myndirnar splunkunýjar, margar hverjar heimsfrumsýndar nýlega í Feneyjum og Toronto, og endurspegla það besta sem alþjóðleg kvikmyndagerð hefur upp á að bjóða.
Um er að ræða gæðamyndir af ýmsu tagi eftir vel þekktra leikstjóra á borð við Jonathan Demme og Lukas Moodysson yfir í framsæknar kvikmyndir eftir nýja leikstjóra sem keppa um Gyllta lundann. Myndirnar fjalla um allt milli himins og jarðar, allt frá letilífi unglinga á eyjunni Korsíku yfir í líf inúíta í nyrstu héruðum Kanada, um albínóa í Tanzaníu og pönkara í Stokkhólmi, erfðabreytt matvæli, viðskipti með Bordeux-vín, niðurhal á netinu, kjörbúð á Sauðárkróki, innflytjendur í New York, hlýnun norðurheimskautsins og óléttar táningsstelpur í Póllandi. Sundbíó verður á dagskránni, eins og venjulega, en nú verður hin sígilda grínmynd Airplane sýnd í Laugardalslauginni. Þá verður sérstök sýning á Nýju lífi, eftir Þráin Bertelsson með nýrri talsetningu en um þessar mundir eru 30 ár liðin frá frumsýningu myndarinnar. Sérstök sýning verður á japönsku anime myndinni The Wind Rises, eftir hinn magnaða Hayao Miyazaki. Hellabíó verður í Bláfjöllum og Hrafn Gunnlaugsson býður fólki heim í bíó að sjá Óðal feðranna. Allar frekari upplýsingar um allar myndir og viðburði er að finna á www.riff.is.
Magnaður lúðrablástur
Lúðrasveit Þorlákshafnar blæs til stórtónleika laugardaginn 5. október en þá verður öllum lúðrasveitum landsins stefnt saman ásamt Jónasi Sigurðssyni, 200.000 Naglbítum, Fjallabræðrum og Sverri Bergmann. Uppákoman er hluti af landsmóti sambands íslenskra lúðrasveita sem Lúðrasveit Þorlákshafnar skipuleggur að þessu sinni. Mikill uppgangur hefur verið hjá lúðrasveitum landsins og þess munu sjást greinileg og auðheyrð merki í Þorlákshöfn helgina 4.-6. október þegar um 200 blásarar munu koma saman. Hápunktur gleðinnar verður þegar Fjallabræður, Jónas og Naglbítarnir koma saman. Um 250 tónlistarmenn í það heila.
Í dag, föstudag, klukkan 15.30 efna NEXUS, Rannsóknarvettvangur á sviði öryggis- og varnarmála, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, til málþings um tengsl Íslands og NATO árið 2013. Málþingið er opið öllum og verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu á tímanum. Flutt verða stutt erindi og efnt til pallborðsumræðna en málþinginu lýkur um klukkan 18. Alyson Bailes, aðjúknt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir og Françoise Perret, starfsmenn NATO í Brussel, fjalla almennt um varnarstefnu NATO og stöðu Íslands innan hennar og síðan taka þátt í pallborðsumræðum undir stjórn Björns Bjarnasonar, formanns Varðbergs. Málþingið fer fram á ensku. Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur verður fundarstjóri.
H N OTSKÓ GUR grafís k h önnun
Ísland og NATO
23. 24. 25. og 26. sept. á Súfistanum, Máli og menningu
Þátttakendur á Vísindavöku Rannís 2013 Austurbrú • Bláa Lónið • Einkaleyfastofan • Hafrannasóknastofnun • Háskóli Íslands • Háskólinn á Akureyri • Háskólinn á Bifröst • Háskólinn á Hólum • Háskólinn í Reykjavík Hjartavernd • Íslenskar orkurannsóknir – ÍSOR • Keilir • GeoSilica Iceland • Landbúnaðarháskóli Íslands • Landspítali • Listaháskóli Íslands • Marel • Matís • Náttúrufræðistofnun Íslands Nýsköpunarmiðstöð Íslands • ORF líftækni • RHA-Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri • Scintilla • Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum • Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum • Veðurstofa Íslands • Vitvélastofnun Íslands • Össur
Sk iptiti lboð á ræstivögnu m gólfþvottavé , lum og sópvélu m
Hako gólfþvottavélar og sópvélar Hakomatic B 115R gólfþvottavél
Hako Jonas 980 E sópvél
Rekstrarvörur
Hakomatic B30 CL gólfþvottavél
Hafðu samband við ráðgjafa eða sölumenn RV og fáðu tilboð í þá Hako vél sem hentar þér.
- vinna með þér Hako Hamster 500E sópvél
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is
54
menning
Helgin 27.-29. september 2013 Salurinn Útgáfutónleik ar fr á Madríd
Marghamir grínistar Grínararnir Þorsteinn Guðmundsson og Dóri DNA virðast eiga sérstaklega auðvelt með að bregða sér hvor í annars líki og hafa síðustu vikur ítrekað víxlað hlutverkum. Dóri átti að dæma í Literary Death Match nýlega en forfallaðist og Þorsteinn brást snarlega við. Mið-Ísland hópurinn kom fram fyrir fullu húsi í Hofi á Akureyri viku síðar og aftur neyddist Dóri til að sitja hjá og Þorsteinn grínaðist í hans stað. Nú verður viðsnúningur á þar sem Þorsteinn getur ekki mætt til þess að taka þátt í nýrri, lifandi talsetningu á hinni fornfrægu gamanmynd Nýtt líf. Þorsteinn var bókaður á þessa einstöku sýningu sem verður annað kvöld en nú er ljóst að Dóri mun taka að sér að tala yfir Nýtt líf ásamt Sögu Garðarsdóttur og Ragnari Ísleifi Bragasyni. Dóri DNA lætur sig ekki muna um að taka þátt í nýrri talsetningu á Nýju lífi í stað Þorsteins Guðmundssonar.
HAllGRímuR HElGAsON Bresk rómantík við Guðrún og Havier búa til ljóðaflokk úr enskum lögum í Salnum. „Ég segi sögu elskenda frá byrjun til enda og fer á milli þess að vera sögumaður, konan og maðurinn,“ segir söngkonan.
Íslensk bókmenntasaga IV. bindi 13. september – 5. október 2013 Opnunartímar 11:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi
spænska gítartóna
Hjónin Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui gáfu nýlega út geisladiskinn English and Scottish Romantic Songs for Voice and Guitar á Spáni. Á disknum syngur Guðrún enska og skoska ástarsöngva við undirleik eiginmannsins. Þau bregða sér til Íslands yfir helgina og ætla að kynna diskinn fyrir íslenskum áheyrendum í Salnum í Kópavogi á laugardaginn.
g TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery
Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is
uðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui hafa búið í Madríd á Spáni undanfarin níu ár ásamt börnunum sínum tveimur. Þau eru nýbúin að gefa út hljómdiskinn English and Scottish Romantic Songs for Voice and Guitar á vegum útgáfufyrirtækisins EMEC
GRÍMAN
Barnasýning ársins 2010
HORN Á HÖFÐI í Tjarnabíó
Salurinn veltist um af hlátri. Gaman!!! E.B. Fréttablaðið
DV
Leikhústilboð fjórir miðar á 9900 kr.
Discos. Þau eru komin til Íslands í nokkra daga og ætla að flytja tónlist af disknum í Salnum í Kópavogi á laugardaginn. „Börnin ferðast oft með okkur á tónleikaferðum en verða eftir hjá ömmu sinni í Madríd í þetta skiptið,“ segir Guðrún enda um skottúr að ræða og þau fljúga aftur heim á mánudag. „Spænska útgáfufyrirtækið EMEC Discos bað okkur um að taka diskinn English and Scottish Romantic Songs for Voice and Guitar upp.“ Diskurinn er sá fyrsti í þriggja diska röð sem EMEC ætlar að gefa út með þeim hjónum flytja tónlist frá fyrri hluta 19. aldar. Og þótt útgáfan sé spænsk verður þeim dreift á heimsvísu. „Við vorum beðin um að taka ensku lögin upp en fengum að velja skosku þjóðlögin með á diskinn. Þau eru mörg hver undurfögur og við mjög falleg ljóð, þar á meðal eftir skoska snillinginn Robert Burns.“ Hjónin héldu útgáfutónleika í Manzanaeres-kastalanum fyrir utan Madríd en nú er komið að því að kynna hann á Íslandi. „Á disknum leikur Javier á Lacôte gítar frá 1840, sem við vorum með að láni, en nú er hann kominn með Stauffer hörpugítar í Vínarstíl í hendurnar. Sá er sérstakur að því leyti að í stað 6 strengja, er hann 8 strengja. Segja má að
tveir strengir séu „loftstrengir“, bassastrengir sem gefa gítarnum hins vegar ennþá meiri dýpt og raddvídd.“ Guðrún hefur sungið í óperum á Spáni, Bretlandi og Íslandi hlutverk á borð við Öskubusku, Dorabellu, Rosinu, Romeo og nú síðast fór hún með hlutverk Ingibjargar í óperunni Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson sem frumflutt var í Skálholti nú í ágúst. Javier hefur komið fram á tónleikum, bæði sem einleikari og flytjandi kammertónlistar, víða í Evrópu, Bandaríkjunum og Suð-Austur Asíu. Hjónin hafa unnið saman sem dúó í áratug og komið á þeim tíma fram á fjölda tónleika á ýmsum tónlistarhátíðum og sungið og leikið inn á geisladiskana Mitt er þitt – íslensk og spænsk sönglög og nú English and Scottish Romantic Songs for Voice and Guitar. „Næstu tónleikar okkar Javiers eru svo í London í október. Ég mun svo koma fram í nóvember á tónleikum í Madríd, Santiago de Compostela og Cádiz með kammersveitinni Sonor Ensemble, sem ég söng einmitt með á Listahátíð í Reykjavík í vor.“ Tónleikar Guðrúnar og Javiers verða í Salnum í Kópavogi á laugardaginn og hefjast klukkan 16. Þórarinn Þórarinnsson toti@frettatiminn.is
Sun. 6. okt. kl. 13.00 Sun. 20. okt. kl. 13.00 Sun. 27. okt. kl. 13.00 uppselt Sun. 27. okt. kl. 15.00
miðasala á midi.is og í tjarnarbíói
Fjölskyldusöngleikur eftir Berg Þór Ingólfsson og Guðmund Brynjólfsson. Tónlist eftir Villa Naglbít.
Við vorum beðin um að taka ensku lögin upp en fengum að velja skosku þjóðlögin með á diskinn.
menning 55
Helgin 27.-29. september 2013 Harpa K ammerKlúbburinn byr jar
Umsagnir um TENÓRINN “Það er skemmst frá því að segja að Tenórinn er ein sú besta skemmtun í leik og söng sem gagnrýnandi minnist að hafa séð.” “… en toppurinn var magnaðasta túlkun á Söng villiandarinnar sem viðstaddir höfðu nokkurn tíma heyrt.” “Tenórinn er bráðskemmtilegt og vel smíðað leikverk og flutningur Guðmundar skemmtilegur, margslunginn og öruggur.” “Sigursveinn Magnússon er píanóleikarinn og skilaði hlutverki sínu af hófstilltu öryggi, og átti sinn ísmeygilega þátt í fyndninni. Samleikur þeirra er áreynslulaus …” “Svo er lafhægt að pissa á sig af hlátri á Tenórnum hans Guðmundar Ólafssonar … … á tímabili á sunnudagskvöldið var beinlínis lífshættulegt að horfa og hlusta á hann á sviðinu … Ég hélt á einu andartaki að konan við hliðina á mér mundi kafna úr hlátri. Og sú tólf ára hinum Sigrún Eðvaldsdóttir og félagar flytja verk eftir Arriaga, Beethoven og Brahms.
Sigrún Eðvaldsdóttir þenur strengina Fyrstu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins í vetur verða haldnir í Norðurljósasal Hörpu á sunnudaginn. Tónleikarnir marka upphaf 57. starfsárs Kammermúsíkklúbbsins, sem starfað hefur síðan 1957 og haldið meira en 280 tónleika. Fiðluleikarinn Sigrún Eðvaldsdóttir flytur þrjá strengjakvartetta eftir Arriaga, Beethoven og Brahms, síðasta kvartett Beethovens, fyrsta kvartett Brahms og einn af kvartettum spænska undrabarnsins Arriaga. Kvartett Sigrúnar Eðvaldsdóttur er skipaður fjórum frábærum
strengjaleikurum sem hafa oft leikið saman á undanförnum árum. Sigrún Eðvaldsdóttir og Zbigniew Dubik leika á fiðlur, Ásdís Valdimarsdóttir á víólu og Bryndís Halla Gylfadóttir á selló. Þau tímamót urðu síðastliðið haust að Kammermúsíkklúbburinn flutti starfsemi sína í Hörpu úr Bústaðakirkju, sem hafði verið athvarf hans síðan 1986. Bent er á heimasíðu klúbbsins, kammer.is, sem geymir mikinn fróðleik um sögu klúbbsins. Tónleikarnir í Hörpu hefjast klukkan 19.30.
myndlist yfirlit í st. pétursborg
Kjarval í Marmarahöllinni
Sýningin í St. Pétursborg gefur gott yfirlit yfir feril Kjarvals.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnaði á fimmtudag yfirlitssýningu á verkum Jóhannesar Kjarvals í einu helsta safni Rússlands, Þjóðarsafninu í St. Pétursborg. Mennta- og menningarmálaráðherra Rússlands, Vladimir Medinsky, var viðstaddur opnunina. Safnið er með tvo glæsilega sýningarsali í tveimur hallarbyggingum í miðborginni og er Kjarvalssýningin haldin í annarri þeirra, Marmarahöllinni. Listasafn Reykjavíkur hefur unnið náið með Þjóðarsafninu í St. Pétursborg við undirbúning sýningarinnar. Sýningin er haldin af því tilefni að á þessu ári eru 70 ár liðin frá því formlegt stjórnmálasamband komst á milli Íslands og Rússland (þá Sovétríkjanna). Lykilverk Kjarvals eru á sýningunni, yfir 40 málverk og teikningar sem að mestu eru í eigu Listasafns Reykjavíkur. Sýningarstjóri er Kristín Guðnadóttir listfræðingur. Dr. Evgenia Petrova, aðstoðarstjórnandi fræðilegra rannsókna, sér um skipulag sýningarinnar fyrir hönd Þjóðarsafnsins.
Miðasala í síma 562 9700 Einnig við innganginn á sýningarkvöldum
Aðeins þessar 4 sýningar Föstudagur 4. október kl. 20 Fimmtudagur 10. október kl. 20 Sunnudagur 13. okbóber kl. 20 Laugardagur 19. október kl. 20
Miðapantanir á midi.is
Lifandi
Sálin í Hörpu SálVeRjAr ásAmT fjölda hJálPaRkOkKA FLYTJA úrVaLsLög SálArInNaR s.l. 25 ár
9. nóvember 2013 mIðaSaLa hEfSt 27. sEpTeMbEr á hArPa.iS
56
dægurmál
Helgin 27.-29. september 2013
Í takt við tÍmann Una StefánSdóttir
Fékk taugaáfall á Beyoncé-tónleikum Una Stefánsdóttir er 22 ára tónlistarkona sem ólst upp í Fossvoginum. Hún er að ljúka námi í djasssöng við FÍH og hefur einnig verið í píanónámi. Fyrir skemmstu sendi hún frá sér fyrsta lag sitt, Breathe, sem vakið hefur nokkra athygli. Una stundar hugleiðslu í gegnum snjallsímann sinn og er mikill aðdáandi söngþátta á borð við X-Factor og Idol. Staðalbúnaður
Fatastíllinn minn snýst oft frekar um þægindi en tískustrauma. Ég nenni til dæmis sjaldnast að fara á hljómsveitaræfingu í hælaskóm. Stundum þarf maður reyndar að spá í lúkkið, eins og þegar maður spilar á tónleikum. Þá fórnar maður þægindunum fyrir lúkkið. Fatastíllinn minn er einhvers konar blanda af gömlu og nýju. Ég versla svolítið í Nostalgíu en annars á ég mér ekki uppáhalds verslun. Ég elska skartgripi og geng til dæmis oft með stóra eyrnalokka. Ef ég væri eitthvað handlagin vildi ég geta búið sjálf til skartgripi en ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því, ég get varla skrifað nafnið mitt.
Hugbúnaður
Ég er orðin frekar léleg í djamminu enda fer það svo illa með röddina að drekka. Ég fer aftur á móti reglulega á
tónleika enda á ég marga vini sem eru tónlistarmenn og hér er einhver besta tónlistarsena í heimi. Það er reyndar ekki mikið af tónleikastöðum eftir. Rósen er klassík en ég sakna Faktorý gríðarlega og líka Hemma og Valda. Mig langar bara að fara að gráta yfir örlögum þeirra. Ef ég á frí frá æfingum og tónleikum finnst mér frekar kósí að kúra bara með kæró. Við vorum að klára House of Cards og nú langar mig í Kevin Spacey-plakat. Ég sit hins vegar ein og græt yfir söngþáttum, það vill enginn horfa á þá með mér. X-Factor, Idol, Voice og hvað þetta heitir allt saman, ég elska þetta og langar að verða dómari í þeim einn daginn.
Vélbúnaður
Ég á iPhone og Makka. Símann nota ég mest í Facebook, Instagram og fleira slíkt. Mesta snilldin er svo Head Space sem er tíu mínútna hug-
leiðsla á hverjum degi. Frábært app fyrir fólk sem er alltaf á fullu. Svo á ég annað heimili í nótnaskriftarforritinu Sibelius.
Una er dugleg að fara á tónleika í borginni en er ósátt við hversu mörgum tónleikastöðum hefur verið lokað undanfarið.
Aukabúnaður
Ég er því miður ekki nógu dugleg að elda. Þegar ég panta mér mat finnst mér fásinna að panta mér eitthvað annað en ítalskan mat og vín, ég bara sé ekki tilganginn. Ég tala líka ítölsku eftir að hafa búið á Ítalíu. Ég er tungumálanörd og er alltaf að læra nokkur tungumál í einu. Svo hef ég gaman af ljóðlist en það tengist auðvitað beint inn í tónlistina. Ég ferðast þessa dagana um í strætó en það verður vonandi ekki of lengi í viðbót. Í sumar heimsótti ég vini mína í Róm og fór á Beyoncé-tónleika í Köben. Ég man eiginlega ekkert eftir þessum tónleikum því ég grét svo ógeðslega mikið. Ég fékk létt taugaáfall og vinkonur mínar þurftu að hugga mig.
Ljósmynd/Hari
appafengUr
Barefoot World Atlas Barefoot World Atlas er ekki aðeins fyrir yngri kynslóðina heldur geta fullorðnir líka haft gagn og gaman af þessu appi. Notendur sjá þrívíddarútgáfu af heimskringlunni og það gefur skemmtilegan blæ að þegar flett er á milli heimssvæða hljómar tónlist sem er einkennandi fyrir hvert svæði. Hægt er að velja staði á kortinu eða fletta löndum upp með því að skrifa nafn þeirra. Um hvert land eru helstu upplýsingar á borð við fólksfjölda, mynt og fjölda bíla á hverja manneskju, en einnig kemur upp hitastigið í höfuðborginni á þeim tíma sem appið er skoðað og hvað klukkan þar er. Þeir sem gefa appinu aðgang að staðsetningu sinni fá einnig upplýsingar um hversu langt landið er í burtu. Þá er einnig hægt að fletta upp merkisstöðum í heiminum eða einstökum dýrategundum, Eiffelturninum eða heimskautarefnum, og fá að vita það helsta. Upplýsingarnar eru ekki aðeins skrifaðar heldur einnig lesnar á ensku. Mikil natni er lögð í hönnunina og nýtur appið sín því eiginlega betur í iPad heldur en í iPhone. Appið er aðeins til fyrir Apple-vörur og er eitt vinsælasta appið frá upphafi. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
14. alþjóðlegi
Mjólk
í ýmsum myndum
ENNEMM / SÍA / NM59268
Sýning á verðlaunamyndum grunnskólanema
Í tilefni af 14. alþjóðlega skólamjólkurdegi Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna standa Mjólkursamsalan og íslenskir kúabændur fyrir sýningu á verðlaunamyndum 4. bekkinga, síðustu sex ára, þar sem þeir gera viðfangsefninu mjólk skil á frjóan og skemmtilegan hátt.
Sýningin verður í Kringlunni og á Glerártorgi Akureyri
26.-28. september. Mjólk í sinni vinsælustu mynd, ísköld með súkkulaðiköku, ve rður í boði fyrir gesti og gangandi. Allir hjartanlega velkom nir.
58
dægurmál
Helgin 27.-29. september 2013
ingvar Björn ÞorstEinsson Færði sEndihErr ahjónuM listavErk
Þrívíður Obama í öndvegi í sendiráðinu Stór þrívíddarverk myndlistarmannsins Ingvars Björns Þorsteinssonar hafa vakið athygli í miðbæ Hafnarfjarðar en að sögn listamannsins er markmið með sýningunni að breyta firðinum fagra í eina, stóra, þrívíða listasýningu. Bandaríska sendiherrafrúin Mary Arreaga skoðaði sig um í Hafnarfirði nýlega í fylgd Rósu Guðbjartsdóttur bæjarfulltrúa. Mary heillaðist af verkum Ingvars og þá ekki síst risastórri þrívíddarmynd sem skartar forseta hennar, Barack Obama. Þegar Ingvar frétti af þessu dreif hann sig í sendiráð Bandaríkjanna og færði sendiherrahjónunum frummynd verksins, sem er öllu minni en sú sem er til sýnis í Hafnarfirði. Og móttökurnar sem hann fékk voru vægast sagt hlýlegar.
„Maður hefur bara aldrei upplifað annað eins. Mary fannst þetta bara svo frábært dæmi og þegar Rósa sagði mér frá þessu fannst mér þessi mynd bara eiga heima þarna í sendiráðinu,“ segir listamaðurinn og bætir við að hann telji myndina ekki síst vel heima í sendiráðinu þar sem boðskapur hennar sé að „við eigum frekar að tala saman en að sprengja hvort annað.“ Rósa og Ingvar mættu með þrívíddargleraugu á línuna í sendiráðið þar sem slegið var á létta strengi og verk Ingvars var hengt upp í öndvegi. „Þeim fannst þetta rosalega spennandi og völdu einn besta staðinn í húsinu, innan um meistarana, fyrir myndina.“ Ingvar segist hafa heyrt af því að sendiherrafrúin hafi hrifist svo af Hafnarfirði að hún sé farin að tala um að leita sér að íbúð þar. -þþ
Afdrifarík stuttmynd
Bandaríska stuttmyndin Sketch er ein fjölmargra slíkra sem sýndar verða á RIFF. Myndin er ekki síst áhugaverð fyrir Íslendinga þar sem Serbinn Zlatko Krickic fer með hlutverk í henni. Zlatko vakti mikla og verðskuldaða athygli fyrir frábæra túlkun sína á glæpamanninum Sergej í Borgríki. Ákvörðun Zlatkos að slá til og bregða sér til Bandaríkjanna til þess að leika í Sketch reyndist honum dýrkeypt þar sem hann var í kjölfarið sviptur rétti til atvinnuleysisbóta. Zlatko var við tökur á Sketch í tvær vikur og fékk aðeins greitt fyrir flug og uppihald enda var hann ekki að sækjast eftir peningum þar sem hann leit á þetta fyrst og fremst sem spennandi tækifæri. Hann hefur nú nýlokið tökum á Borgríki 2 og hefur því ekki setið auðum höndum undanfarið. Hægt er að sjá myndina sem kom honum á kaldan klaka hjá Vinnumálastofnun í Tjarnarbíói um helgina.
Sendiherrahjónin Mary og Luis Arreaga tóku Ingvari og Rósu fagnandi þegar þau komu með þrívíddarmyndina af Obama.
Elsa María FruMsýnir stuttMyndina MEgaphonE
Kynlíf á gráu svæði Elsa María ætlar að koma út úr skápnum sem kvikmyndaleikstjóri í Tjarnarbíói á laugardaginn þegar hún frumsýnir hina eldfimu stuttmynd Gjallarhorn.
Andstæður mætast
Laddi saxar á ný
Elsa María Jakobsdóttir gerði það gott í Kastljósi fyrir nokkrum misserum. Hún stundar nú leikstjóranám í hinum eftirsótta Den Danske Filmskole. Hún ætlar að gefa sér tíma til þess að skjótast til Íslands um helgina og frumsýna sína fyrstu leiknu kvikmynd, Megaphone, á RIFF. Myndin fjallar um afdrifaríkar afleiðingar næturgamans og er svo eldfim að handritið vakti illdeilur meðal hennar nánustu.
FÍTON / SÍA
Laddi hefur gengið til liðs við Spaugstofuna, að sögn ekki síst til þess að bregðast við breyttu landslagi í stjórnmálunum og nýjum andlitum í brennidepli sem þeir Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson, Pálmi Gestsson og Örn Árnason telja heppilegt að fá öflugan liðsauka við að stæla og skrumskæla. Laddi mun einnig bregða upp gömlum og þekktum andlitum og heyrst hefur að sjálfur Saxi læknir muni láta til sín taka í Spaugstofuþætti helgarinnar.
Laugardalurinn verður vettvangur mikilla andstæðna um helgina. Margumtöluð hátíð vonar verður í Laugardalshöllinni og til mótvægis við hana ætlar hinsegin fólk að lyfta sér á kreik í Þróttarheimilinu. Á milli gervigrasvallarins og Skautahallarinnar hefur svo verið slegið upp tjaldi fyrir Októberfest sem haldin er undir formerkjum bjórs, ástar og friðar og þá er vonin ein eftir og hana er að finna í næsta húsi. Selt er inn á opnunaratriði veislunnar og þá er aldurstakmark 20 ár þar sem Skinnsemi treður upp með djarfa sýningu og Víkingur Kristjánsson fer yfir sögu bjórsins. Eftir það er tjaldið opið og á laugardaginn klukkan 16 verður haldin bjórmessa á meðan gestir í Höllinni horfa til himins. Á laugardaginn verður einnig boðið upp á Pub Quiz með Stefáni Pálssyni og sjálfur Kiddi Casio og Sólin mæta til leiks. Tekið er fram að allir eru boðnir velkomnir á Októberfestið og þá ekki síst mannskapurinn í Þróttaraheimilinu og þau sem fylla Höllina um helgina.
KAUPUM Á ALLRA VÖRUM GLOSS FRÁ DIOR Þú færð Á allra vörum glossin frá Dior á eftirtöldum sölustöðum: Fríhöfnin, Flugstöð Leifs Eiríkssonar Debenhams, Smáralind Lyf og heilsa um land allt Lyfja um land allt Ólöf snyrtistofa, Selfossi Make Up Gallery, Akureyri Sigurboginn, Laugavegi Snyrtivöruverslunin Glæsibæ Snyrtivöruverslanir Hagkaups um land allt
Gjallarhorn
Hera og Orri upplifa ævintýri næturinnar í miðbæ Reykjavíkur. Spenna og aðdráttarafl er í loftinu. Í morgunskímunni er ljómi gærkvöldsins allt í einu gufaður upp.
E
lsa María Jakobsdóttir er önnum kafin í krefjandi leikstjórnarnámi í Kaupmannahöfn en ætlar þó að skreppa til Íslands um helgina og frumsýna stuttmyndina Gjallarhorn sem hún lýsir sjálf sem „svefnherbergisdrama með smá tvisti.“ Elsa María skrifaði handrit myndarinnar á meðan hún var í því sem hún kallar „rosalega leiðinlegt markaðsnám“ í Kaupmannahöfn í fyrra. „Það að gera þessa stuttmynd var eiginlega leiðin út úr ægilega leiðinlegu mastersnámi í menningargreiningu,“ segir leikstjórinn. „Myndin fjallar dálítið um kynlíf sem er á gráu svæði. Ég hef fundið á bæði þeim sem lásu handritið og hafa horft á myndina að það eru mjög skiptar skoðanir á því hvað er í gangi þarna. Þetta er eldfimt og umdeilt efni. Áður en ég tók myndina upp fékk ég vini og fjölskyldu til að lesa og þegar nákomið fólk lenti í heiftúðugu rifrildi þar sem einn gekk á dyr og skellti á eftir sér þá vissi ég að ég yrði eiginlega að prófa að gera þetta,“ segir Elsa María og hlær. Elsa María hafði knappan tíma til þess að taka myndina upp og afgreiddi hana með æfingum og öllum undirbúningi á viku. „Þetta var alger manía í eina viku og eitthvað sem maður vill helst ekki þurfa að lenda í aftur þótt þetta hafi verið alveg ofboðslega skemmtilegt ferli.“ Gjallarhorn var tilbúin fyrr á þessu ári en Elsa María hefur dregið dálítið að frumsýna hana. Var að bíða eftir rétta augnablikinu og í henni er smá skrekkur enda hafa hvorki leikararnir né aðrir aðstandendur séð hana. „Þannig að þetta er alveg heimsfrumsýning. Málið er bara að það að gera bíó er auðvitað ekkert einkamál og ég er svolítið að koma út úr skápnum á þessu augnabliki. Ég er búin að halda henni aðeins ofan í skúffu en til þess eru myndir auðvitað ekki gerðar. Það þarf að sýna þær. Ég kaus til dæmis að sækja ekki um pening hjá Kvikmyndamiðstöð af ótta við að þetta yrði eitthvert algert fíaskó. Vegna þess að ef þú ert með opinbera peninga þá þarftu auðvitað að skila af þér. Á einhvern skrítinn hátt langaði mig eiga möguleika á að stinga þessu öllu ofan í skúffu, kveikja í því og tala aldrei um það aftur ef þetta yrði alveg hrikalegt. En sem betur fer lukkaðist þetta fínt.“ Framhaldið lofar líka góðu þar sem Megahpone verður sýnd á stuttmyndahátíð í Helsinki á sunnudaginn, fer síðan á evrópska stuttmyndahátíð í Brest í Frakklandi og síðast en ekki síst hinni virtu hátíð í Uppsölum í Svíþjóð. „Þetta er risastór og virt stuttmyndahátíð með mikla vigt og þær myndir sem vinna til verðlauna þar eru gjaldgengar í forval fyrir til dæmis Óskarsverðlaunin. Þetta er auðvitað langsótt en það er bara gaman að komast að á svona fyrsta flokks hátíð. „Það er alveg geðveikt skemmtilegt.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
„Leikhús á öðru plani… Fullkomin útfærsla á skáldsögunni." Fbl. S.Á.S.
„Atli leikur snilldarlega og sýnir gríðarlegan kraft og sjarma… frábært nýtt leikverk." Mbl. S.G.V.
englar glar alheimsins
LEIKRIT ÁRSINS 2013
Ekki missa af einstökum leikhúsviðburði. Aukasýningar komnar í sölu.
551 1200
HVERFISGATA AT 19 ATA
LEIKHUSI LEIKHUSID.IS
MIDASALA@LEIKHUSID.IS
HE LG A RB L A Ð
Hrósið ... fær Katrín Jónsdóttir knattspyrnukona sem lék sinn síðasta landsleik á fimmtudagskvöld og batt þar með enda á farsælan feril.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is BakHliðin Helga Árnadóttir
bLu MOOn AMERÍSK dýnA Amerískar dýnur á frábæru verði! Stærðir: 90 x 200 sm. 34.950 120 x 200 sm. 39.950 140 x 200 sm. 44.950 160 x 200 sm. 49.950 180 x 200 sm. 54.950
Stórkostlega skemmtileg
Aldur: 42 ára. Maki: Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri hjá Vodafone. Börn: Andrea Alda 14 ára, Unnur 9 ára og Ari Björn 7 ára. Foreldrar: Alda Halldórsdóttir barnahjúkrunarfræðingur og Árni Þ. Árnason viðskipta- og guðfræðingur. Áhugamál: Samvera með fjölskyldu og vinum, hreyfing, hönnun og listir. Menntun: Stúdent MR, Cand Oecon frá HÍ og MS í fjármálum frá HR. Fyrri störf: Starfaði hjá VR, fyrst sem sviðsstjóri fjármála- og rekstrarsviðs og síðar sem framkvæmdastjóri félagsins. Áður hjá Icelandair í tíu ár. Stjörnumerki: Fiskur. Stjörnuspá: Notaðu daginn til þess að gera langtímaáætlanir fyrir framtíðina. Mundu bara að dagurinn í dag er aðeins áfangi á langri leið.
H
ún Helga er alveg stórkostleg manneskja,“ segir Ólafía Ása Jóhannesdóttir, vinkona Helgu síðan í menntaskóla. „Helga er alveg ofboðslega jákvæð og mjög fylgin sér, alltaf hreinskiptin og hörku dugleg. Þá er hún mjög lausnamiðuð og einbeitt í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Það er mikill kostur hvað Helga setur hlutina alltaf fram á einfaldan hátt og er ekkert að flækja þá. Það er líka gaman að því að hún kann að gera grín að sjálfri sér. Það elska allir að vinna með Helgu og vera með henni því hún er svo skemmtileg og lyndir vel við alla.“
Helga Árnadóttir tekur við starfi framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar 1. desember næstkomandi.
ÖLL BARNA- OG KREPSÆNGURVER
FRÁBÆRT
VERÐ
20% AFSLÁTTUR
VERÐ FRÁ:
34.950
I R A R Ý D Ó S N I AÐE ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR
FRÁBÆRT
VERÐ
SVAMPDÝNA
6.995
PRICE STAR SvAMPdýnA Flott og handhæg dýna sem hægt er að leggja saman. Tekur lítið pláss! Stærð: 60 x 190 x 7 sm.
38% AFSLÁTTUR
FATASKÁPUR
16.950
PRICE STAR fATASKáPuR Tvöfaldur fataskápur með fataslá, 3 skúffum og 3 hillum. Litir: Beyki og hvítt. Stærð: B97 x H175 x D50 sm. Efri skápur seldur sér. Stærð: 97 x 41 x 50 sm. 5.995
NÁTTBORÐ
4.995
duRAngO náTTbORÐ Náttborð með 1 skúffu. Litir: Hvítt og beyki. Stærð: B41 x H48 x D32 sm. Verð: 5.995
HÖIE SPECIAL THERMO Sæng Góð sæng með polyestertrefjafyllingu á frábæru verði! Þyngd: 2 x 650 gr. Má þvo á 60°C Sængurtaska fylgir. Stærð: 140 x 200 sm.
FULLT VERÐ: 12.990
7.990
www.rumfatalagerinn.is Tilboð gilda til 02.10.13
SÖNN ÍSLENSK SAKAMÁL SNÚA AFTUR Á SKJÁEINN 22. OKTÓBER - EINSTÖK ÞÁTTARÖÐ SEM SLÓ ÖLL ÁHORFSMET Á SKJÁEINUM
EINNIG Í FRÉTTUM Í DAG:
Dularfull hvelfing yfir miðborginni Sá undarlegi atburður átti sér stað í gær að hvelfing myndaðist skyndilega yfir borginni. Eins og myndin sýnir, hvílir hún yfir miðborginni og komast vegfarendur hvorki inn né út. Almannavarnarnefnd var ræst út í kjölfarið en borgarstjóri Kristinn G. Jónsson segist ekkert botna í þessu. „Þetta er eins og í vísindaskáldsögu eftir Stephen King“ sagði borgarstjórinn sem er fastur innan hvolfsins. Ekki er vitað hvaðan það kom eða í hvaða tilgangi. Svo virðist sem um einhverja markaðsherferð sé að ræða enda minnir hvelfingin óþægilega mikið á fyrirbæri í þáttunum Under the Dome sem fór í heild sinni inn á streymiþjónustu SkjásEins, SkjáFrelsi í gær.
AUGLÝSING
Hvutti fastur
Farðu úr bænum!
„Ég er alveg miður mín.
„Ég var á leiðinni úr bænum yfir helgina en kemst ekki einu sinni í Kringluna núna!“. Kona á þrítugsaldri segist ekki vita hvað hún á af sér að gera um helgina. Hún segir áskrift að SkjáEinum vera það eina rétta í stöðunni.
Hver á að gefa hundinum að borða? Svo er Lárus algjörlega niðurbrotinn“ segir móðir ungs drengs sem læstist undir hvelfingunni en hundurinn hans fyrir utan.
Flugvöllurinn fer hvergi „Við þurftum að kyrrsetja allar vélar enda er ekkert hægt að taka á loft með þessa hvelfingu hérna í nágrenninu“ segir flotastjóri flugleiga.is.