viðTal 16
30 ára afmælisblað SÁÁ, fylgir í miðju Fréttatímans.
12 nærmynd
12. Á r G a N G U r
UNG-SÁÁ er Nýtt
D e S e M B e r 2013
félaG
Óvissa um framtíð Vogs Síða 5
Sjúkrahúsið Vogu
Græn edog rú jól
r 30 ára Ljósmynd/Hari
son leiddi Framsóknarflokkinn til stórsigurs í þingkosningunum í vor og varð í kjölfarið forsætisráðherra, aðeins 38 ára. hann er maður ársins, að mati Fréttatímans.
2. tÖ lU B l a Ð
Selur allt fyrir tindana sjö Síða 2
Solla og Elli á veitingastaðnum Gló bjóða stórfjölskyldunni í græna veislu á jólunum. Þau hjónin njóta þess að lifa edrú lífi saman og horfa björt fram á veginn. Elli er þakklátur fyrir að hafa hætt neyslu áður en hann lenti á LitlaHrauni.
Ég átti alltaf leið til baka Síða 3
BarNahjÁlp SÁÁ:
forSeti íSlaNDS
Sálfræðiþjónusta fyrir börn alkóhólista Síða 7
:
Síða 8 Vogur:
Tákn vonar og betra lífs Síða 3
Helgarblað
Fólkið heldur með SÁÁ
Síða 12
27.–29. desember 2013 52. tölublað 4. árgangur
ókeypis
GLEÐILEGT ÁR
Teikning/Hari
– a n n á l l á r s i n s – s tj ö r n u r á h i m n i á r s i n s 2 0 1 3 – O r ð a F l a u m u r á r s i n s
Bára halldórsdóttir gekk milli lækna í áratug og fannst ekki tekið mark á sér. hún greindist loks með afar sjaldgæfan gigtarsjúkdóm.
edrú blaðið
Áramótaopnun Austurveri
30. des. 8-24 31. des. 8-14
1. jan. lokað 2. jan. 8-24
JL-húsinu
30. des. 8-22 31. des. 8-13
www.lyfogheilsa.is
PIPAR \ TBWA • SÍA • 133562 PIPA
einnig í Fréttatímanum í dag: V e r ð l a u n a m y n d a g á ta
Tíu ára bið eftir maður ársins sjúkdómsgreiningu sigmundur davíð gunnlaugs-
1. jan. lokað 2. jan. 8-22
Við hlustum
2
fréttir
Helgin 27.-29. desember 2013
Viðskipti erlendir FjárFestar haFa mikla trú á spurningaleiknum Quizup
Leggja tvo og hálfan milljarð í Plain Vanilla „Þorsteinn Baldur og félagar hafa hitt á hið fullkomna jafnvægi mannlegra samskipta og leikjaspilunar sem höfðar til milljóna notenda um allan heim. Við erum í skýjunum með að fá að styðja við áframhaldandi vöxt Plain Vanilla og getum varla beðið eftir öllu sem er framundan á nýju ári,“ segir Roelof Botha, einn eigenda Sequoia Capital sem lagt hefur íslenska leikjafyrirtækinu Plain Vanilla til aukið fé. Um mánuður er nú liðinn síðan Plain Vanilla sendi frá sér spurningaleikinn QuizUp. Yfir fimm milljónir manna hafa notað leikinn á þeim tíma. Í gær var tilkynnt að Plain Vanilla hafi safnað 22 milljónum Bandaríkjadala, um tveimur og hálfum milljarði íslenskra króna, frá fjárfestum.
Alls hefur fyrirtækið þá fengið yfir þrjá milljarða íslenskra króna í áhættufjármagn frá stofnun. Fjárfestarnir í þessari umferð eru hinir sömu og áður hafa lagt fé í fyrirtækið. Þar á meðal eru Tencent Holdings og Sequoia Capital, en þau leiða fjárfestinguna að þessu sinni. Fyrirhugað er að nota fjármagnið til að styðja við áframhaldandi vöxt og stækkun fyrirtækisins. Þess má geta að þetta er stærsta einstaka fjárfesting Sequoia Capital á þessu ári. „Það er bæði ótrúlegt og skemmtilegt í senn að fylgjast með hinum miklu vinsældum sem QuizUp nýtur nú um allan heim,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla um leið og hann fagnar nýrri fjárfestingu.
Þorsteinn Baldur Friðriksson er ánægður með velgengni QuizUp síðustu vikur. Ljósmynd/Hari
Ferðaþjónusta YFir 6000 erlendir gestir eYða áramótunum á Íslandi
Vilborg Arna á hæsta tindi Suðurskautslandsins Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari eyddi öðrum jólum sínum í röð á Suðurskautslandinu. Hún komst á tind hæsta fjalls Suðurskautslandsins, Vinsons, á aðfangadag en hún stefnir að því að ganga á hæstu fjöll allra heimsálfanna á einu ári. Vilborg Arna lýsir því svo á bloggsíðu sinni að leiðin hafi verið virkilega falleg en kalt hafi verið og vindasamt og því lítið um myndatökur. Auk Vilborgar Örnu náði hópurinn „Team Iceland“ á tindinn.
Hæsta einkunn í sögu Flensborgarskóla Snorri Rafn Theodórsson útskrifaðist á dögunum með hæstu einkunn á stúdentsprófi sem reiknuð hefur verið við Flensborgarskólann. Meðaleinkunn Snorra var 9,77 en skólametið var áður 9,71. Semidúx
Utanríkisviðskipti drifkraftur hagvaxtar Framlag utanríkisviðskipta var helsti drifkraftur hagvaxtarins á þriðja ársfjórðungi enda vöxtur útflutnings umtalsvert meiri en vöxtur innflutnings, segir meðal annars í fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands en hún var birt á jóladag. Jókst útflutningur um 8,3% en innflutningur um 1,6%. Af innlendum eftirspurnarliðum munaði mestu um vöxt einkaneyslu. „Ef horft er til neyslu og fjárfestingar í heild var þróunin lík spá
var Jónas Grétar Jónasson með einkunnina 9,68. Á hvorugu einkunnaskírteini þeirra Snorra og Jónasar var einkunn undir 9. Alls útskrifuðust 58 frá Flensborgarskólanum en útskrift fór fram laugardaginn 21. desember. Tæpur helmingur nemendanna lauk námi á þremur og hálfu ári. Konur voru fleiri í útskriftarhópnum, um 60%. Seðlabankans sem birt var í Peningamálum í nóvember,“ segir enn fremur, „hvort heldur litið er til þriðja ársfjórðungs eða fyrstu níu mánaða ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var þó umtalsvert meiri en spáð var eða 4,9% samanborið við 2,5% vöxt í nóvemberspánni. Svipaða sögu er að segja um þróun fyrstu þriggja ársfjórðunganna en hagvöxturinn á því tímabili var 3,1% samanborið við 2,3% í spánni. Skýringin felst í meira framlagi utanríkisviðskipta sakir meiri útflutnings og minni innflutnings en áður var gert ráð fyrir.“ -jh
Lést í bílslysi
Ferðamenn sem dveljast hér á landi um áramót fylgjast með þegar flugeldum er skotið upp. Svo fara margir út að skemmta sér þar sem flestir staðir opna eftir miðnætti. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty
Miðaldra ferðamenn spenntir fyrir flugeldum og djamminu Yfir 30 þúsund ferðamenn voru á landinu í desember og þar af er reiknað með yfir sex þúsund manns um áramótin. Gestirnir eru aðallega frá Bandaríkjunum og Norður Evrópu en sífellt fleiri koma þó frá Asíu, aðallega Japan.
V
Miðaldra karlmaður lést í umferðarslysi í Reykjavík aðfararnótt annars dags jóla. Bílvelta varð á Reykjanesbraut, rétt sunnan Elliðaáa. Lögreglan fékk tilkynningu um slysið klukkan 01.37. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum lést á staðnum. Unnið er að rannsókn á tildrögum slyssins.
Það eru aðallega brennurnar og flugeldarnir sem trekkja að og sú stemning sem við erum þekkt fyrir hvað það varðar.
ið kunnum að skemmta okkur og hafa gaman af áramótunum og það hefur spurst út. Þess vegna kemur fólk meðal annars, til að sjá okkur taka vel á því. Hátíðarnar eru mikill ferðatími og hefur alltaf verið, nú eru stóru brandajól svo fólk hugsar sér frekar til hreyfings og fer jafnvel í lengri ferðir," segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Undanfarin ár hefur höfuðborgarsvæðið verið að mestu fullbókað yfir hátíðarnar og sjálf áramótin og við búumst við aukningu frá því í fyrra. Í desember á síðasta ári voru um 28.000 ferðamenn á landinu og við reiknum fastlega með því að sú tali fari yfir 30.000. Þar af eru rúmlega 2.000 manns hér yfir hátíðar og yfir 6.000 yfir nýárið. Það eru aðallega brennurnar og flugeldarnir sem trekkja að og sú stemning sem við erum þekkt fyrir hvað það varðar. En svo er það líka landið sjálft og náttúran sem trekkir að og fólk fer í þessar hefðbundu ferðir, stutta túra frá Reykjavík.“ Gestirnir eru aðallega frá Bandaríkjunum og Norður Evrópu en sífellt fleiri koma þó frá Asíu, aðallega Japan. Það sem helst virðist heilla áramótagestina eru stuttir skottúrar sem bjóða upp á friðsæla náttúru og norðurljós auk gönguferða á upp á jökul. Hvalaskoðanir
eru mjög vinsælar á höfuðborgarsvæðinu og virðast erlendir gestir alls ekki setja kuldann fyrir sig þegar kemur að því að sigla út sundin. Þrátt fyrir að höfuðborgin sé enn vinsælust þá er ásókn í landsbyggðina að aukast. „Landsbyggðin nýtur sífellt meiri vinsælda yfir vetrartímann. Sérstaklega er Norðurlandið að vaxa.“ Gunnar Valur segir hinn dæmigerða áramótaferðamann ekki vera til. „Þetta eru karlar jafnt sem konur, einhleypir jafnt sem fjölskyldufólk. Aðallega þó fólk á miðjum aldri. Markaðssetningin fer fram í gegnum fyrirtækin sjálf en svo eru líka búnar til ákveðnar ferðir af ferðaskrifstofunum. Mjög stór hluti gesta kemur í skipulögðum ferðum. Þetta eru hópferðir þar sem gestirnir koma í rútu í bæinn, fara upp á hótel, svo er oftast borðaður kvöldmatur á hótelinu og svo er farið í rútu á brennuna og jafnvel aftur upp á hótel þar sem er haldið upp á sjálf áramótin. Flugeldum er skotið upp og svo fara margir út að skemmta sér þar sem flestir staðir opna eftir miðnætti. Og þá er bara haldið áfram að fagna. Eins og við vitum þá eru Íslendingar duglegir að skemmta sér og útlendingunum finnst gaman að taka þátt í því.“ Halla Harðardóttir. halla@frettatiminn.is
ENNEMM / SÍA / NM49000
OPNUNARTÍMI UM HÁTÍÐIRNAR Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Reykjanesbæ og Selfossi kl. 11.00 - 19.00 kl. 10.00 - 20.00
Laugardagur 28. desember Reykjanesbær og Selfoss
kl. 11.00 - 18.00 kl. 11.00 - 16.00
Sunnudagur 29. desember
Lokað
Mánudagur 30. desember Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur
kl. 11.00 - 20.00 kl. 10.00 - 20.00
Þriðjudagur 31. desember
kl. 10.00 - 14.00
Miðvikudagur 1. janúar (nýársdagur) Fimmtudagur 2. janúar
Lokað Talning
Sjá nánar um opnun einstakra búða á vinbudin.is
Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vinbudin.is
Vínbúðirnar hlutu gullmerki í Jafnlaunaúttekt PwC 2013. Við erum afar stolt af verðlaununum enda eru samfélagsleg ábyrgð og jafnréttishugsun órjúfanlegur hluti af stefnu Vínbúðanna.
ENNEMM / SÍA / NM60017
Föstudagur 27. desember Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur
4
fréttir
helgin 27.-29. desember 2013
veður
Föstudagur
laugardagur
sunnudagur
rólegra veður í bili með bakka úr norðri, hríð og stormi norðvestantil eftir miðjan dag á morgun, má segja að þessum óveðurskafla sem hófst á Þorláksmessu sé lokið. á laugardag lítur út fyrir fremur hægan vind á landinu. Vissulega enn él norðantil hér og þar, en sunnantil verður léttskýjað og nokkurt frost inn til landsins. eins hæglætisveður og frost norðan- og austanlands framan af sunnudeginum. Þá versnar syðst með snjókomu og síðar hvössum vindi, vægri hláku og slyddu.
-3
-4
-1
-1
vedurvaktin@vedurvaktin.is
-4
-3
-9
-5
-10
-4
-4
-4
einar sveinbjörnsson
-4
-8
-5
Hríð og skaFrenningur nV og n-til eFtir miðjan daginn.
na gjóla. bjart og Frost syðra, en él um landið n-Vert.
roFar til n- og a-lands. snjókoma syðra og Versnandi um kVöldið.
HöFuðborgarsVæðið: LéttsKýJað, en smáéL síðdeGis.
HöFuðborgarsVæðið: BJaRt, fRemUR hæGUR VindUR oG fRost.
HöFuðborgarsVæðið: LíKLeGa snJóR Um miðJan daGinn, en sLydda Um síðiR.
Félagsþjónusta nýr samningur ÚtlendingastoFnunar og borgarinnar
Fótboltastelpur mæta handboltastelpum
Kvennalandsliðin í knattspyrnu og handbolta munu etja kappi í góðgerðarleik í Vodafonehöllinni í dag, föstudag, klukkan 17.30. stelpurnar keppa bæði í handbolta og fótbolta. allur ágóðinn af leiknum rennur til Barnaspítala hringsins. miðaverð er 500 krónur en fólki er frjálst að borga meira og rennur upphæðin að sjálfsögðu til Barnaspítalans. margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu er spennt fyrir leiknum. „Við stelpurnar í kvennalandsliðinu í fótbolta höfum átt okkur þann draum í langan tíma að spila við kvennalandsliðið í handbolta bæði í handbolta og fótbolta. Við teljum okkur rosalega góðar í handbolta og viljum því auðvitað skora á þær bestu. Við ákváðum því að slá tvær flugur í einu höggi og athuga hvort almenningur væri ekki til í að taka þátt í þessu með okkur og láta gott af okkur leiða á jólunum með því að styrkja Barnaspítala hringsins. Við vonum að sem flestir séi sér fært að mæta á þennan stórleik og styðja auðvitað rétt lið til sigurs.“
Vetrarhæfileikarnir haldnir í fyrsta sinn Réttindavakt velferðarráðuneytisins ásamt Geðhjálp, Landssamtökunum Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi íslands standa fyrir ímyndarátaki sem ætlað er að auka vitund almennings um styrkleika fatlaðs fólks. átakinu verður hleypt af stokkunum í anddyri Borgarleikhússins í dag, föstudag, klukkan 11. teknar hafa verið upp auglýsingar þar sem fatlaðir einstaklingar sýna styrk sinn og sjónum er beint að þeim hæfileikum sem fólk býr almennt yfir. Verða auglýsingarnar sýndar í sjónvarpi og netmiðlum. Þá verða Vetrarhæfileikarnir haldnir í fyrsta skipti en þar munu hæfileikaríkir einstaklingar, fatlaðir sem ófatlaðir, sýna hæfileika sína og verða gefnar einkunnir með nýstárlegum hætti. meðal þeirra sem koma fram eru mamikó dís Ragnarsdóttir tónlistarkona, Bergvin oddsson uppistandari, steinar Baldursson tónlistarmaður og RWs vegglistahópurinn. dómnefnd skipa eygló harðardóttir, steinunn ása Þorvaldsdóttir og anna svava Knútsdóttir. anna svava Knútsdóttir leikkona er í dómnefnd á Vetrarhæfileikunum. Ljósmynd/Hari
ÁRAMÓTADRESSIÐ ! Teg Deco - saumlaus, létt fylltur og flottur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 9.980,buxurnar við á kr. 3.990,OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14
Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is
Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, og Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, undirrituðu samninginn á dögunum.
Reykjavík tekur við 50 nýjum hælisleitendum Borgarstjóri og forstjóri Útlendingastofnunar hafa gengið frá samningi um að Reykjavíkurborg taki á móti 50 hælisleitendum. Unnið að því að stytta umsóknarferlið niður í þrjá til sex mánuði.
Ú
tlendingastofnun hefur fyrir hönd innanríkisráðuneytisins undirritað samning við Reykjavíkurborg um þjónustu við hælisleitendur meðan mál þeirra eru til meðferðar hjá stjórnvöldum. Jón Gnarr borgarstjóri og Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, undirrituðu samninginn á dögunum. Hann felur í sér móttöku á 50 hælisleitendum til Reykjavíkur en í honum er þar að auki tilgreint að auk húsnæðis skuli þjónustan vera fólgin í framfærslu, heilbrigðisþjónustu, túlkaþjónustu, ráðgjöf og tómstundum. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, fagnar samningum en hún segir ferlið hafa verið í farvatninu síðan í júní 2011 þegar Jón Gnarr borgarstjóri óskaði eftir því að gera samning við innanríkisráðuneytið. „Ég hef síðan verið í samningum við ráðuneytið, kannski ekki mjög reglulega, en síðan þá. Svo var tekin ákvörðun í Reykjanesbæ síðastliðið vor um að hætta að taka við svona mörgum þar sem aukningin hafði verið svo mikil. Þá fór ráðuneytið aftur af stað og við höfum verið að vinna í að gera sambærilegan samning og Reykjanesbær hefur verið með.“ Útlendingastofnun ber ábyrgð á að framfærsla hælisleitenda sé tryggð og gerði hún samning við félagsþjónustu Reykjanesbæjar árið 2004 um að annast umönnun þeirra meðan mál þeirra væru til meðferðar hjá stjórnvöldum. Hingað til hafa því allir beðið meðferðar í Reykjanesbæ sem hefur gert samning við tvö gistiheimili sem sjá fólkinu fyrir húsnæði og fæði auk þess að vera með nokkrar íbúðir á leigu. Nú þegar eru 40 hælisleitendur í Reykjavík á vegum Reykjanesbæjar en Anna segir Reykjanesbæ hafa leigt húsnæði í bæði Reykjavík og Kópavogi því bærinn hafi ekki haft bolmagn til að hýsa alla sem koma til landsins. „Þannig að frá og með áramótum á að taka við 50 manns. En það eru nú þegar 40 hælisleitendur í
Reykjavík sem eru í húsnæði sem Reykjanesbær leigir hér í Reykjavík en öll þjónustan kemur þaðan. Það liggur í hlutarins eðli að við byrjum á því að taka við þeim, við viljum ekki að menn séu að þjónusta yfir sveitarfélagamörk en Reykjanesbær hefur bara hreinlega ekki getað hýst alla. Við viljum að sjálfsögðu sjá um þessa 40 sem eru hér og svo bætum við 10 manns við á nýju ári.“ Anna segir hugmyndina ekki vera þá að bjóða upp á húsaskjól á einum stað. „Nei, það er ekki meiningin að hýsa marga á einum stað. Það munu vera leigðar hér nokkrar íbúðir og fólk kemur til með að deila þeim og þessar íbúðir verða leigðar á frjálsum markaði. Það er þannig í dag að þeir sem eru hér núna þeir dvelja í íbúðum á nokkrum svæðum í höfuðborginni. Venjan er sú að nokkrir eru saman í íbúð og það er reynt að velja fólk saman eftir tungumáli. Fyrsta árið munum við aðeins taka við 18 ára og eldri, svona meðan við áttum okkur á því hvernig þetta gengur fyrir sig. Þetta er ólíkt öðrum verkefnum sem velferðarsvið hefur verið að fást við. Þetta eru reyndar í flestum tilfellum karlar en ekki margar fjölskyldur. Umfangið verður að sjálfsögðu meira þegar börn eru líka, svo við byrjum á þessu.“ Anna telur eðlilegt að Reykjavík taki við hluta hælisleitenda og vonast til að umsóknarferlið verði stytt. „Það er ekkert nema eðlilegt að höfuðborgin taki hluta fólksins því aukningin er mikil. Það eru milli 150 og 200 einstaklingar sem eru í þessum sporum. Það eru auðvitað sumir sem dvelja skemur en aðrir og Útlendingastofnun er að reyna að hraða þessu ferli en umsóknarferlið er að meðaltali 11 mánuðir. Þetta er mjög langur tími og það er unnið að því að stytta hann niður í 3 til 6 mánuði.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
Við óskum þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Starfsfólk Norðuráls
Hagsýni
Liðsheild
Heilindi
nordural.is
6
fréttir
Helgin 27.-29. desember 2013
fluGeldar miKið undir hjá slysavarnafélaGinu landsbjörG Í fluGeldasölu
Langstærsti hluti fjáröflunar liggur í flugeldasölu Halla Harðardóttir halla@ frettatiminn
„Það er harðsnúinn hópur sem er tilbúinn að fara í útkall hvenær sem er og það starfa allir í þessu af hugsjón. Þetta er fólk sem er tilbúið að missa úr vinnu til að bjarga fólki. Og reyndar missum við líka fé því allt björgunarsveitafólk sér alfarið um sinn búnað sjálft. Það er algengur misskilningur að byrjir þú í björgunarsveit þá fáir þú gefins allan búnað. En þetta eru fórnir sem sjálfboðaliðarnir í Landsbjörg eru tilbúnir að færa,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, markaðs og sölustjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Nú er fyrir höndum stærsta fjár-
öflun Landsbjargar, sala á flugeldum. „Hjá flestum sveitum er þetta aðalmálið, 85 til 90% af rekstrarfénu kemur frá flugeldasölunni. Þetta skiptir bara öllu máli. Við værum ekkert ef fólkið í landinu stæði ekki á bak við okkur. Svo er nú rétt að minnast líka á alla atvinnurekendur landsins sem hleypa starfsfólki sínu úr vinnu þegar kallið kemur. Ef það væri ekki fyrir atvinnurekendur sem eru sveigjanlegir við starfsfólk sem er í björgunarsveit þá værum við heldur ekki til. Það má því segja að atvinnurekendur séu einn stærsti stuðningsaðili okkar.“
Salan hefst á morgun, 28. desember, og þá er fólk búið að vera að vinna frá jólum í undirbúningi. „Það eru fleiri þúsund vinnustundir sem fara í þetta. Mesta salan er alltaf 31. desember, eftir klukkan 12, svo fólk virðist ekki mikið vera að flýta sér. Ég mæli með því, ef fólk vill hafa góðan tíma, að það mæti fyrir 31. desember. En svo er aftur á móti mikil stemning sem felst í því að vera að versla á sjálfan gamlársdag. Getur verið gaman að lenda í röð og spjalla við fólk um flugeldana og gamla árið.“
Jón Ingi stendur í ströngu við undirbúning flugeldasölunnar. Allt að 90 prósent af rekstrarfé björgunarsveita kemur frá flugeldasölu. Ljósmynd/Hari
Kjar amál djúp Gjá milli fimmmenninGa oG forystumanna asÍ
Það er vissulega rétt að sumir vildu fá 20.000. Við settum mörkin við 11.000 og náðum 10.000. Það er allavegna meira en 4.000, en er það nóg? Nei, þessu verkefni að hækka lægstu launin er ekki lokið, segir Gylfi Arnbjörnsson.
2
Verðbólga undir 2,5% í upphafi árs 2014
Gylfi Arnbjörnsson man ekki til þess að félagsmenn formannanna fimm sem neituðu að undirrita nýjan kjarasamning hafi hingað til fylgt formönnunum að máli þegar kemur að atkvæðagreiðslu um kjarasamninga.
G 27 SEK
3 5 kg
7,5
Það er magnaður stígandi í þessari. Rauðar kúlur með hala sem springa út í þéttar silfraðar stjörnur, stígandi ljósagangur sem endar síðan með miklum hávaða og látum. Ein af þeim betri.
Heilsan á nýju ári
Fréttatíminn gefur út sérblað um HEILSU föstudaginn 3.janúar 2014. Ef þú hefur áhuga á að kynna starfsemi þína eða kaupa auglýsingu í þessu spennandi blaði hafðu þá samband við auglýsingadeild Fréttatímans auglysingar@frettatiminn.is eða í síma 531-3310.
HELGARBLAÐ
ÓKEYPIS
HELGARBLAÐ
ÓKEY
PIS
ylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hafnar gagnrýni um að nýir kjarasamningar hafi staðfest þá kjaraskerðingu sem launafólk varð fyrir vegna verðbólgu síðustu 12 mánuði. „Þvert á móti. Við erum að semja um launahækkanir næsta árs en ekki síðasta árs. Við erum leggja inn forsendur fyrir því að hér verði kaupmáttaraukning,“ segir hann. Takist það muni samningurinn leiða til 1% kaupmáttaaukningar og gera Seðlabankanum kleift að lækka vexti á fyrstu mánuðum 2014. „Haustið 2012 féll íslenska krónan um 10% fram til áramóta og það kom fram sem verðbólgugusa í janúar, febrúar og mars á þessu ári,“ segir Gylfi. „En það bendir allt fyrir að í febrúar á næsta ári muni 12 mánaða verðbólga fara niður fyrir 2,5%. Atvinnurekendur vildu 2% launahækkanir og engar sérstakar aðgerðir fyrir láglaunafólk. Við erum að ná 3,15% og hluti af því fer í að hækka lægstu laun um 5% og þess vegna er almenna launahækkunin 2,8%. Síðan eru starfsaldurshækkanir og framgangskerfi í kjarasamningum þannig að ég geri ráð fyrir að kostnaðarbreytingin verði um 4% með starfsaldursbreytingum. Seðlabankinn hefur sagt að ef launaskriðinu linnir þá ætti verðbólgan að geta verið í samræmi við markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu. Þá erum við að tala um 1-1,5% kaupmáttaraukningu.“ „Auðvitað erum við að taka ákveðna áhættu og þess vegna semjum við bara til 12 mánaða. En ef atvinnulífið hættir ekki að velta
öllu sem þeir finna út í verðlagið þá bara tókst þetta ekki. Þá verður annars konar umræða næst.“
þá verið samþykktir. En það kemur í ljós í janúar hvernig félagsmenn meta þetta.“
Þeir eru yfirlýsingaglaðir
Hvor er að auka misskiptingu?
Formenn fimm aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins, með Vilhjálm Birgisson, formann Verkalýðsfélagsins á Akranesi, og Aðalstein Baldursson, formann Framsýnar í Þingeyjarsýslum, í broddi fylkingar, neituðu að undirrita samningana og hafa gagnrýnt harðlega að í þeim felist ekki nægilegar hækkanir fyrir lægstu launin. „Þeir eru yfirlýsingaglaðir,“ segir Gylfi en segir hvorki tilefni til að tala um djúpstæðan klofning innan verkalýðshreyfingarinnar né Starfsgreinasambandsins. Það megi áreiðanlega tala um djúpa gjá milli þessara fimm formanna og annarra í forystu ASÍ en sú gjá nái þó ekki til félagsmanna fimmmenninganna, sem eru samtals um 5% af þeim félagsmönnum ASÍ sem samningarnir ná til.
Afturkölluðu samt ekki umboðið
Gylfi bendir á að fimmmenningarnir hafi ekki afturkallað samningsumboðið og boðað til átaka heldur hafi þeir gert „öðrum félögum sínum í samninganefnd Starfsgreinasambandsins að bera ábyrgðina af því að gera samninginn fyrir þeirra félagsmenn líka. Félagsmenn þeirra munu greiða atkvæði um þennan samning og ég man ekki eftir að félagsmenn þessara félaga hafi verið sammála formönnunum þegar kemur til atkvæðagreiðslu vegna þess að allir samningar hafa
„Atvinnulífið bauð okkur 2% hækkun á launum allra. Það hefði þýtt hækkun lægstu launa um 4.000 krónur. Það er vissulega rétt að sumir vildu fá 20.000. Við settum mörkin við 11.000 og náðum 10.000. Það er allavegna meira en 4.000, en er það nóg? Nei, þessu verkefni að hækka lægstu launin er ekki lokið og mun ekki ljúka. Þess vegna skiptir samstaða miklu máli og sú samstaða er mjög djúp og rík milli verkamanna, iðnaðarmanna og verslunarmanna. En þessi framganga þessara fimm formanna er vísasta leiðin til að rjúfa þá samstöðu vegna þess að þeir fara fram með þeim hætti að millitekjuhjópar hafi verið í sérstakri aðgerð gegn lágtekjufólki. Það er ekki þannig, millitekjuhóparnir gáfu eftir 0,35% af sinni hækkun til að geta stutt við bakið á lágtekjufólki.“ „Tillaga þessara formanna var vissulega um 20.000 króna hækkun á töxtum, sem er tvöfalt meira en 10.000, það er alveg rétt, en þeir voru líka með tillögu um 7% almenna hækkun. Það hefði þrefaldað launahækkun Vilhjálms Birgissonar og mín. Ég hefði þá fengið tæp 90.000 og Vilhjálmur tæp 60.000 en ég fæ 33.000 út úr þessu og Vilhjálmur 22.000,“ segir Gylfi. „Hvor aðilinn er þá að auka misskiptingu?“ Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 3 4 9 8
Á
ramótabombur Leggið áramótabomburnar á hátíðarborðið og tendrið í þeim með þeyttum rjóma og ferskum ávöxtum. Fylgist svo með ostakökunum fuðra upp í ljúffengum hvelli.
Gleðilegt nýtt ár ms.is
L
andsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Hlutverk fyrirtækisins er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Framundan eru spennandi áskoranir við að móta framtíð íslenskrar orkuvinnslu.
Farsæld á komandi árum Aflstöðin við Búðarháls er
Byggingu vatnsaflsstöðvar
Búðarhálsstöð skapar veruleg
nýjasta vatnsaflsstöð Íslendinga.
fylgir rask og því er mikilvægt
verðmæti með því að fullnýta
Hún verður gangsett snemma
að skoða þegar í upphafi hvort
fall vatns frá Hrauneyjafossi að
árs 2014 og mun vinna um 585
mögulegir virkjanakostir séu
Sultartangalóni. Við byggingu
GWst af rafmagni inn á orku-
ásættanlegir frá sjónarmiði
hennar voru eldri efnisnámur
kerfi landsmanna. Með Búðar-
umhverfisverndar, hagkvæmir
endurnýttar og flest mann-
hálsstöð er virkjað áður ónýtt
og tæknilega leysanlegir. Eftir
virki eru neðanjarðar. Á nýju
40 metra fall á Þjórsár- og
að framkvæmdum er lokið og
ári verður unnið að frágangi og
Tungnaársvæðinu á meðan nei-
rekstur hafinn er raforka úr
uppgræðslu með það að mark-
kvæðum umhverfisáhrifum er
vatnsafli þó líklega hreinasta
miði að ný aflstöð við Búðarháls
haldið í lágmarki.
orka sem völ er á.
verði okkur öllum til sóma.
Við óskum landsmönnum farsældar á komandi árum og þökkum fyrir gifturíkt samstarf á árinu sem er að líða. www.landsvirkjun.is
10
fréttir
Helgin 27.-29. desember 2013
veður Snjókoma og hvaSSviðri Settu Samgöngur úr Skorðum
Jóladagana var víða snjóflóðahætta og erfið færð á vegum.
Víða snjóflóðahætta um jólin Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is
Hvassviðri og snjókoma setti víða mark sitt á jólahá tíðina. Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands lýsti yfir hættustigi vegna snjóflóða á Ísafirði og norðanverð um Vestfjörðum. Reitur 9 á Ísafirði var rýmdur. Þar er atvinnuhúsnæði en ekkert íbúðarhúsnæði. Hluta Skutulsfjarðarbrautar, frá áhaldahúsi að Seljalandi, var lokað vegna snjóflóðahættu, að því er fram kemur á vef Ríkisútvarpsins. Þar segir að stöðug snjósöfnun hafi verið í hvössum norðlægum áttum undanfarna daga og útlit fyrir að svo verði áfram. Hættustigið náði til allra norðanverðra Vestfjarða, allt frá Dýrafirði, til Bolungar víkur og Súðavíkur. Gæta þarf sérstakrar varúðar á Flateyrarvegi vegna snjóflóðahættu, samkvæmt upp lýsingum Vegagerðarinnar. Á Austfjörðum var einnig lýst yfir hættustigi vegna snjóflóða.
Veginum um Ólafsfjarðarmúla var lokað en hann var opnaður í gær, á öðrum jóladegi. Þá var vegurinn um Víkurskarð opnaður í gær en þar er snjóþekja. Snjóflóð féll á veginn um Ljósavatnsskarð á milli Akureyrar og Húsavíkur í gærmorgun er hann var mokaður síðdegis. Vegurinn um Þverárfjall lokaðist vegna flutningabíls sem snerist á veginum og þveraði hann. Vegagerðin greinir frá því að hálka sé á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum, hálka eða hálkublettir eru annars víðast hvar á Suðurlandi en þó er flughált í upp sveitum. Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Vesturlandi en skafrenningur er á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er ófært um flesta fjallvegi, snjóþekja er á Mikladal og þæfingsfærð er á Hálfdán ásamt skafrenn ingi. Hálka eða snjóþekja er víðast hvar á Norðurlandi.
Hálka og skafrenningur er á Mývatnsöræfum. Á Austurlandi er ófært á Fjarðarheiði og Vatnsskarði eystra. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Oddskarði en hálka og skafrenningur Fagradal og snjóþekja á flestum öðrum leiðum. Hreindýrahópar eru nú við veg í Hamarsfirði, Álfta firði og í Reyðarfirði og vara Vegagerðin og Náttúru stofa Austurlands vegfarendur við umferð hreindýra á Austur og Suðausturlandi.
Ár amót tímabil kvatt og öðru fagnað
Þörfin fyrir uppgjör er sammannleg Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur segir heppna geta hitt álfa og talandi kýr á magnaðri nýársnótt.
Á
Kristínu Einarsdóttur þjóðfræðingi finnst áramótin vera góður tími til að líta til baka og hugleiða hvað taki við. Ljósmynd/Hari
ramótin hafa lengi verið Kristínu Einarsdóttur, aðjúnkt í þjóðfræði við Há skóla Íslands, hugleikin. Sérstak lega finnst henni þörf okkar til að gera upp gamla tíma vera áhuga verða og segir hana sammannlega. Nýársnóttin sé auk þess mögnuð nótt þar sem aldagamlar hefðir og hjátrú geri vart við sig.
Kýr tala og álfar skipta um búsetu á nýársnótt
„Það er hægt að segja að menn hafi, miklu lengur en elstu menn muna, haldið upp á birtuna, það að ljósið sé að koma aftur. Það hafa alltaf verið miklar hátíðir á þessum tíma og það er í mannlegu eðli að halda hátíð þegar það eru tímamót. Hvort sem það er gifting, afmæli, vor, haust eða áramót. Á fræði máli kallast þetta jaðartími, það eru tímamótin þegar eitt tímabil er kvatt og öðru fagnað. Svona tíma mótum fylgja alltaf miklar hátíðir og einnig mikil hjátrú, því þetta er öðruvísi tími, á einhvern hátt magnaður.“ Kristín nefnir í þessu samhengi hjátrú okkar Íslendinga sem teng ist áramótunum. „Það eru þessar þrjár mögnuðu nætur, jólanótt, jónsmessunótt og nýársnótt, sem eiga sér margar sömu hjátrúna. Til dæmis er sagt að kýr tali allar þessar nætur. Ein þekktasta hjátrú
in tengd nýársnótt er sú trú að álfar skipti um búsetu þessa nótt og eru til margar sögur af fólki sem sá álfa ferðast milli húsa, og þess vegna sögðu konur „komi þeir sem koma vilja og fari þeir sem fara vilja“. Sú hefð að þrífa allt hátt og lágt
remst emst – fy–rsftyorgosfgt songjöfllr njöll ódýródýr og s
ORkudRykkuRR! sem ViRka
50
%r
afsláttu
49
kr. stk. Verð áður 99 kr. stk.
X-Ray orkudrykkur, 250 ml
fyrir nýtt ár tengdist því að það ætti að vera hreint þegar álfarnir ættu leið um sveitina, ef þeir skyldu koma við. Áramótunum fylgir þörf fyrir að hafa allt hreint.”
Brennan er hluti af hreinsun
En það er ekki bara þörfin fyrir að þrífa allt hátt og lágt á heimilinu sem fylgir nýjum tímamótum heldur einnig þörfin fyrir að taka til í sálartetrinu. „Áramótaheitin eru auðvitað líka partur af þessu. Þá förum við yfir það hvað okkur langar að bæta, hvernig við getum hreinsað út það sem er óæskilegt í lífi okkar og komið inn með eitthvað betra. Víða eru áramótabrennur og eldurinn hefur alltaf fært hreinsun á táknrænan hátt. Sú hefð að henda gömlu rusli í eldinn tengist þessari hreinsun. Annars er brennan ekki svo gamall siður á Íslandi. Áramótabrennur byrjuðu hér á landi um miðja 19. öld og til eru heimildir um að við brennurnar hafi á þeim tíma komið til ryskinga og drykkju láta.“
Áramótaskaupið tengist karnivalinu
Kristín nefnir að hátíðir hafi frá örófi alda verið tvenns konar, þær sem skipulagðar voru af yfirvöldum og svo þær sem almenn ingur skipulagði sjálfur. Opinberar hátíðir valdhafannna lögðu sitt á vogarskálarnar til að halda valdhöfum í sessi á meðan hátíðir alþýðunnar, svo sem dansleikir og vikivaka hátíðir í íslensku samhengi, hafi oft ekki verið yfirvöldum að skapi. Þessar hátíðir al mennings viðhalda oftast engri stéttaskipt ingu og einkennast oftar en ekki af mikilli drykkju og óspektum. Almenningur tekur völdin, hlutverkum er snúið við og við það myndast ákveðið karnivalástand. Kristín
Áramótaheit in eru auðvit að líka partur af þessu. Þá förum við yfir það hvað okkur langar að bæta, hvernig við getum hreinsað út það sem er óæskilegt í lífi okkar og komið inn með eitthvað betra.
segir áramótaskaup Íslendinga eiga ýmislegt sameiginlegt með karnivalinu. „Persónulega finnst mér uppgjör um áramót alveg sérlega merkilegt. Sér staklega það sem birtist í áramótaskaup inu, sem er alveg magnað fyrirbæri. Þar förum við yfir árið og skoðum hverjir það voru sem ekki stóðu sig, stjórnmála menn sem brugðust okkur eru teknir harkalega í gegn og líka reyndar þeir sem hafa staðið upp úr og staðið sig vel. Það má enginn verða mjög frægur án þess að gert sé grín að honum, eins og við sjáum svo vel með Björk Guðmunds dóttur. Kryddsíldin er líka lifandi dæmi um uppgjör, þar sem stjórnmálaflokk arnir fara yfir árið og segja okkur hvað þeir eru búnir að gera og hvað þeir ætla að gera á nýju tímabili. Svo höfum við þörf fyrir að kjósa íþróttamann ársins eða hetju ársins. Það virðist liggja í eðli okkar að þurfa að gera hlutina upp.” Kristín telur þörfina fyrir uppgjör vera sammannlegan eiginleika og áramótin mjög góðan tíma til að sameinast og ganga í nýtt upphaf. „Þetta uppgjör fer alveg fram í mínum huga. Ég fer í svona áramótahreingerningu með sjálfa mig frekar en í húsinu. Mér finnst þetta bara mjög góður tími til að hugsa aðeins og líta til baka. Ég hef, líkt og svo margir aðrir, mjög gaman að öllum þessum upp gjörum í fjölmiðlunum og allri opinberri umræðu. Fyrir mér er mikilvægt að horfa á fréttaannálana, horfa til baka og hugsa hvert næsta skref sé.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
Kalkúnakjöt er vinsæll hátíðarmatur og heilsteiktur fugl gefur réttu fjölskyldustemminguna um jól og áramót. Kalkúnabringur eru einnig góður valkostur í hátíðarmatinn. Þær fást í hæfilega stórum einingum, ferskar, kryddaðar eða fylltar með góðgæti. Kalkúnabringur eru fitusnauðar, ljúffengar og léttar í maga. Taktu því létt og hafðu kalkúnakjöt um hátíðarnar.
Íslensk framleiðsla
Ljúffeng máltíð og létt í maga
12
maður ársins
Helgin 27.-29. desember 2013
Traustur, heiðarlegur og einstaklega vel giftur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur að öðrum Íslendingum ólöstuðum verið einna mest áberandi í þjóðmálaumræðuni á árinu. Það var því einróma niðurstaða ritstjórnar Fréttatímans að Sigmundur Davíð væri maður ársins 2013. Blaðið leitaði til fólks sem þekkir Sigmund Davíð, misnáið þó, til að greina frá helstu einkennum hans, kostum og göllum.
Þ
að hefur verið mikið álag á honum að undanförnu en mér finnst hann hafa staðið undir því. Hann er einstaklega traustur, heiðarlegur og ljúfur. Þetta er það sem kemur fyrst upp í hugann. Hann er mjög góður sonur,“ segir Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir, móðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Hann er yngsti forsætisráðherra Íslands á lýðveldistíma, fæddur 12. mars árið 1975 og því 38 ára gamall. Sigmundur Davíð var kjörinn formaður Framsóknarflokksins í janúar 2009 en hann hafði aldrei starfað í flokknum og skráði sig í hann aðeins um mánuði áður en hann bauð sig fram til formanns. Sigmundur er elstur þriggja systkina, Sigurbjörn bróðir hans er tveimur árum yngri og Nanna Margrét systir hans er fædd 1978. Hún segir að þó hann hafi framan af verið rólegur og feiminn þá hafi það ekki komi henni svo á óvart að hann léti til sín taka í stjórnmálum. „Hann réð ferðinni hjá okkur systkinunum. Hann hefur alltaf haft mikinn metnað og ákveðnar skoðanir en þó var hann alltaf til í að rökræða skoðanir sínar. Ég sá alltaf fyrir mér að hann myndi taka sér eitthvað annað fyrri hendur en við hin. Ég sá hann jafnvel fyrir mér sem prófessor uppi í háskóla.“
Kveinkar sér ekki
Nanna Margrét segir eitt það allra jákvæðasta við Sigmund Davíð sé hversu vel hann er giftur, en með eiginkonu sinni, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, á hann dótturina Sigríði Elínu sem er fædd árið 2012. „Ég er rosalega þakklát fyrir konuna hans. Þau eru bæði mjög skemmtileg. Í raun eru aldrei leiðinlegt í kringum hann, ólíkt því sem fólk sem sér hann bara í hlutverki stjórnmálamanns í sjónvarpinu kann að halda. Hann er líka traustur og samkvæmur sjálfum sér. Helstu ókostir hans eru líka kostir. Hann leggur sig algjörlega fram í allt sem hann tekur sér fyrir hendur og þarf að passa sig á að ganga ekki fram af sér í starfi forsætisráðherra. Hann tekur Íslendinga fram yfir flokkinn og fram yfir sjálfan sig. Hann er með ákveðna sýn sem hann vill fylgja. Við höfum lítið séð af honum, fyrst eftir að hann varð formaður og enn minna eftir að hann varð forsætisráðherra. Samt tekst honum alltaf að vera léttur og skemmtilegur. Hann er ekkert að kveinka sér yfir álaginu. Ég held að honum finnist þetta bara skemmtilegt. Það eru líklega allir aðrir sem hafa áhyggjur af honum,“ segir hún.
Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifuðu undir stjórnarsáttmálann í húsnæði gamla Héraðsskólans á Laugavatni þann 22. maí. Ljósmynd/Hari
Vigdís Hauksdóttir, samflokksþingmaður Sigmundar Davíðs, tekur undir að hann sé vissulega mjög upptekinn maður. Þau kynntust eftir að hann var kjörinn formaður flokksins fyrir fjórum árum. „Helstu gallar Sigmundar eru hversu hann er störfum hlaðinn og því hefur flokksstarfið setið á hakanum en ég held að allir beri virðingu fyrir hans störfum því þau snúast vitanlega um að vinna landi og þjóð gagn. Sigmundur er staðfastur og fylginn sér og hefur þann kost að hafa heildarsýn yfir verkefnin sem hann fæst við. Hann er mjög áhugaverður og djúpur persónuleiki,“ segir Vigdís.
Engin silfurskeið
Sigríður, móðir Sigmundar, segir oft erfitt að fylgjast með umræðum um son sinn, sér í lagi í bloggheimum og athugasemdakerfum netmiðlanna. „Mér hefur fundist ósanngjarnast þegar talað er um að hann sé fæddur með silfurskeið í munni eða sé hrokafullur. Ég veit að hann er allt annað en hrokafullur og það er vart til sú manneskja sem hann getur ekki látið sér þykja vænt um. Hann er engan veginn alinn upp við allsnægtir né heldur við foreldrar hans þó við höfum efnast eftir að hann flutti að heiman,“ segir hún en Sigríður og faðir Sigmundar Davíðs, Gunnlaugur M. Sigmundsson, efnuðust mjög eftir að Gunnlaugur seldi hlut sinn í Kögun sem stofnað var árið 1988 af Þróunarfélagi Íslands til viðhalds og þróunar á ratsjárkerfi hersins. „Við byrjuðum með tvær hendur tómar eins og flestir. Þetta er ekkert sem getur hafa haft áhrif á hans æsku og uppeldi. Við Gunnlaugur áttum ekkert þegar við kynntumst og vorum bæði að útskrifast úr háskóla. Sigmundur er hins vegar stundum hálfgerður prófessor í framkomu og getur horfið inn í sig. Þá kannski finnst fólki hann ekki taka eftir því og upplifir hann sem hrokafullan. Ég held að hann hafi sérstaklega gert það á undanförnum árum því hann hefur sökkt sér ofan í þau mikilvægu verkefni sem hann hefur tekið sér fyrir hendur.“ Sigríður segir að í gegnum árin hafi hún myndað ákveðna skel gegn ómaklegri umfjöllun í fjölmiðlum um fjölskyldu sína. „Auðvitað má gagnrýna Sigmund. Heiðarleg og uppbyggjandi gagnrýni er bara af hinum góða. Það er skítkastið og ósannindin sem mér líkar ekki,“ segir hún. Systir hans, Nanna Margrét, segist reyna að horfa á umfjöllun um bróðir sinn frá báðum hliðum. „Mér finnst umræðan vera afskaplega pólitísk
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er yngsti forsætisráðherra Íslands á lýðveldistíma, aðeins 38 ára. Ljósmynd/Hari
í stað þess að vera byggð á rökum og frekar snúast bara um útlit hans. Fólk þarf að taka af sér pólitísku gleraugun. Hann á vini í öllum flokkum og getur hlustað á allar hliðar. Hann er sjálfur ekki með flokkspólitísk gleraugu á sér og á bæði mjög vinstri sinnaða vini og mjög hægri sinnaða vini. Auðvitað er eitthvað hjá honum sem má betur gera og þá er gott að benda á það, en það þarf að gera með rökum,“ segir hún og bætir við að Sigmundur geri aldrei neitt að vanhugsuðu máli. „Hann æðir aldrei út í neitt og ég hef aldrei áhyggjur af því að hann verði nokkurn tímann rekinn á gat. Þegar ég sé hann í viðtölum hef ég aldrei áhyggjur af því að hann geti ekki svarað fyrir sig. Það er þægilegt fyrir þá sem eru í kringum hann að vita það.“
Viðkvæmur fyrir gagnrýni
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kynntist Sigmundi Davíð fyrst þegar hann varð formaður Framsóknarflokksins og Össur þá sjálfur utanríkisráðherra. „Mín reynsla af honum er að það er hægt að eiga við hann trúnaðarsamskipti. Þegar ég var ráðherra þá komst ég að því að hann heldur trúnað og hann hefur góðan vilja. Hann fór af stað sem forsætisráðherra af veikari burðum en ég átti von á en hefur á síðustu sex vikum rétt sig af. Það hefur hann gert með því að koma fram með skuldaleiðréttingarnar sem sannarlega voru skref í rétta átt en ollu vonbrigðum vegna þess að þær voru
töluvert langt frá loforðum. Í þeim fólust hins vegar mikilvæg pólitísk kaflaskil fyrir hann sem voru í fyrsta lagi að hann reyndi af kröftum að standa undir loforðum en komst ekki lengra gagnvart íhaldinu, í öðru lagi reisti hann sig gagnvart Sjálfstæðisflokknum með skuldaleiðréttingunni,og í þriðja lagi hvernig hann tók höndum saman með stjórnarandstöðunni í að taka inn desemberuppbót fyrir atvinnulausa, afnema sjúklingaskattinn og færa upp neðri mörk millitekjuskattþrepsins. Þetta held ég að hafi skapað honum nýja stöðu gagnvart Sjálfstæðisflokknum og gefið honum það pólitíska líf sem mér virtist hann um stundarsakir hafa glatað. Ef ég ætti að gefa honum einkunn þá hefur hann algjörlega staðist prófið sem forsætisráðherra. Þetta er auðvitað allt of jákvætt fyrir mann sem er í stjórnarandstöðu en „I don´t care,“ segir Össur. Hann tekur þó fram að Sigmundur þurfi að sýna meira sjálfstraust. „Hann er afskaplega viðkvæmur fyrir gagnrýni, samanber fræga grein um loftárásir fjölmiðla. Hann virðist einnig sjá spunameistara í hverju horni. Maður í hans stöðu mun alltaf sæta mestri gagnrýni allra, hann verður að horfast í augu við það og læra að lifa með því ef hann ætlar að lifa af í hinu pólitíska landi.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
Sigmundur Davíð, Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands, ganga til messu fyrir fyrstu þingsetninguna eftir að Sigmundur varð forsætisráðherra. Ljósmynd/Davíð.
Sex frábærir fjölskyldupakkar í mismunandi stærðum.
Við höfum sett í einn kassa allt það sem fjölskyldan þarf til að halda flotta sýningu á gamlárskvöld. Hvaða stærð hentar þér?
TríTILL
Trítill er nýr fjölskyldupakki sem kemur í tveimur stærðum en Trítill er sérstaklega hannaður með þarfir yngstu fjölskyldumeðlimanna í huga. Mikilvægt er þó að fullorðnir stjórni alltaf ferðinni.
TrALLI
Tralli er hannaður fyrir minni fjölskyldur. Handhægur, með öllu því helsta sem þarf til að taka þátt. Töluvert af smádóti.
TrOÐNI
Eins og nafnið ber með sér er hann troðfullur af góðgæti en ekki miklu af smádóti. Klikkar ekki.
TrÖLLI
TrAUSTI
Tröllslegt vaxtarlagið segir allt um innihaldið. Þessi er fyrir þá sem hugsa stórt og vilja lítið af smádóti. Ekki koma á smábíl ef þú ætlar að kaupa einn svona!
Dúndurpakki sem inniheldur allt það helsta sem þú þarft og mikið af smádóti. Þú missir ekki af neinu með þessum. Alltaf traustur.
NOTUM ALLTAF
FLUGELDAGLERAUGU -bæði börn og fullorðnir f lu g el da r . i s
14
viðhorf
Helgin 27.-29. desember 2013
Kjarasamningar og aðgerðir stjórnvalda
Vik an sem Var Nei, nei. Gunnar Bragi er með föst tök á þessu Það er rétt að utanríkismálin eru í talsverðum ólestri og hafa verið undanfarin ár. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tjáði sig um ríkisstjórnina á Facebook og greinir brotalamir í utanríkisráðuneytinu. Leiðinda skríll Ég verð að viðurkenna að mér er gróflega misboðið, ekki bara framganga þessara félaga minna heldur ekki síður hvernig fjölmiðlar hafa hampað þessum aðilum án þess að leita eftir skoðunum forystumanna þeirra 95% félagsmanna sem ákváðu að axla fulla ábyrgð á stöðumatinu með undirritun
kjarasamninganna. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, er gáttaður á pirringi yfir nýgerðum kjarasamningum. Eru álfar kannski menn? Ég verð að segja eins og er að ég hef aldrei hitt Íslending sem trúir á tilveru álfa eða huldufólks. Egill Helgason brást við umfjöllun AP þar sem baráttan fyrir verndun Gálgahrauns var tengd álfatrú. Fulli kallinn alltaf með vesen Það er auðvitað alls konar fólk sem er svona meira skulum við segja úti á lífinu, það þarf ekki að draga dulu yfir það. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari greinir þverskurð þess fólks sem leggur fram kæru á hendur lögreglu.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Hösk-
uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Forsendur kaupmáttaraukningar
V
Væntingavísitala Gallup hækkaði milli mánaðanna nóvember og desember. Það er eins og vænta mátti í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu á forsendubresti verðtryggðra fasteignalána sem koma mun til framkvæmda um mitt komandi ár. Greining Íslandsbanka bendir á að allar undirvísitölur hækka milli mælinga í nóvember og desember en væntingarnar tengjast boðuðu aðgerðunum enda hækka mest væntingar neytenda til ástandsins í efnahags- og atvinnumálum eftir 6 mánuði. Hækkar sú undirvísitala um 15 stig, en hún er nú 109 stig. Er það í fyrsta sinn síðan í júlí sem þessi undirvísitala fer yfir 100 stig en í því felst að flestir svarendur telja að ástandið í atvinnu- og efnahagsmálum verði betra að hálfu ári liðnu. Hvort það gengur eftir helgast af ýmsu en mikilvægt innlegg í það eru nýgerðir kjarasamningar Samtaka atvinnulífsins Jónas Haraldsson og aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands jonas@frettatiminn.is sem gilda í eitt ár, til gamlársdags 2014. Að samningnum standa Starfsgreinasambandið, Flóabandalagið, LÍV, VR, ESÍ, Samiðn, VM, Matvís, Félag leiðsögumanna, Félag bókagerðarmanna og Félag hárgreiðslusveina. Formenn nokkurra aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins undirrituðu ekki kjarasamninginn en hann fer engu að síður til afgreiðslu í viðkomandi stéttarfélögum með sama hætti og í öðrum félögum. Samningurinn er, eins og fram hefur komið í máli Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, aðfararsamningur. Auk launabreytinga nú um áramótin, með áherslu á hækkun lægstu launa, gefur samningurinn samningsaðilum eitt ár til að undirbúa gerð langtímasamnings sem á að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu og kaupmáttaraukningu til framtíðar. Í viðtali við Fréttatímann segir forseti ASÍ að með samningnum fyrir jól hafi forsendur verið lagðar fyrir kaupmáttaraukningu sem ætti að gera Seðlabankanum kleift að lækka vexti á fyrstu mánuðum komandi árs. Gylfi segir allt benda til þess að í febrúar næstkomandi fari verðbólgan niður fyrir
2,5 prósent. Það er í þágu allra að verðbólgan fari niður fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans, ekki síst launþega, en þorri þeirra er með verðtryggð húsnæðislán. Forsenda þess að þessi markmið náist er að þeir samningar sem gerðir voru fyrir jól séu uppskrift að öðrum samningum, að því gefnu vitaskuld að félagsmenn samþykki þá samninga sem gerðir voru. Það á við samninga annarra á hinum almenna markaði sem og samninga við opinbera starfsmenn. Um leið er sú krafa sett á fyrirtækin að halda aftur af launaskriði, verslanir haldi aftur af verðhækkunum og stofnanir gæti aðhalds í hækkun gjaldskrár. Markmið um lága verðbólgu og aukningu kaupmáttar nást ekki nema allir vinni að sama marki. Markmið samningsaðila jólasamninganna er að leggja sitt af mörkum til að stuðla að efnahagslegum stöðugleika sem er forsenda aukins kaupmáttar og stöðugs verðlags. Ríkisstjórnin kom enn fremur að samningagerðinni með yfirlýsingu er lýtur meðal annars að breytingum á tekjuskatti einstaklinga og að gjaldskrárhækkanir ríkisins næstu tvö ár verði undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Auk þess mun hún beita sér fyrir því að fyrirtæki í ríkiseigu, þar með talin orkufyrirtæki, gæti ýtrasta aðhalds við gjaldskrárbreytingar á næsta ári. Takist, eins og að er stefnt, að stöðva hallarekstur ríkissjóðs á komandi ári skapast aðstæður til að lækka skuldir hans á næstu árum. Í þágu allra er að minnka vaxtakostnað ríkisins og nýta það skattfé fremur í þágu heilbrigðiskerfisins, svo dæmi sé tekið. Meðal stærstu verkefna stjórnvalda, þegar litið er til ársins 2014, er að aflétta lamandi gjaldeyrishöftunum sem væntanlega gerist í áföngum, svo ekki komi til kollsteypu. Gengi krónunnar verður að haldast stöðugt. Að þessu gefnu eru forsendur fyrir því að þjóðin nái sér endanlega upp úr djúpum öldudal hrunsins. Helstu útflutningsgreinar standa vel, sjávarútvegur, áliðnaður og ekki síst ferðaþjónustan. Starfsfólk Fréttatímans óskar landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar dygga samfylgd á árinu sem er að líða.
LED SJÓNVÖRP PLASMA SJÓNVÖRP
Listaverð: TILBOÐSVERÐ:
144.900 189.900 279.900
Sharp LC39LE351 Sharp LC39LE751 Sharp LC50LE651
115.900 149.900 219.900
Listaverð: TILBOÐSVERÐ: PS43F4505 PS51F4505 PS51F5005
af öllum Samsung hljómtækjum.
SJÓNVÖRP
Listaverð: TILBOÐSVERÐ:
119.900 269.900
99.900 229.900
Samsung Blu-ray heimabíóstæður HT-F4200 HT-F5500
119.900 149.900 179.900
20% afsláttur
LED
UE32F5005 UE46F6475
149.900 189.900 219.900
69.900 109.900
49.990 84.900
Fartölvur - prentarar- tölvuskjáir
Flugeldamarkaður • Tölvuleiki.r 999 Björgunarsveitanna verð frá kr dir er á planinu við n y m D • DV ORMSSON-BT 9 9 9 . r k á r f ð ver í Skeifunni r a l é v i n k i e r • Sharp ur 25% afsláttdy heyrnartól • Skull Cantur 25% afslát ljómtæki • Pioneer htur 20% afslát • Sjónvarpsgar veggfestin tur 25% afslát
Síðustu eintök - BOMBUVERÐ!
SKEIFUNNI 11 · GLERÁRTORGI · SÍMAR: 530·2800 / 550·4444 · ormsson.is & bt.is
16
viðtal
Helgin 27.-29. desember 2013
Ég er ekki lengur manneskjan sem er bara heima að gera ekki neitt.
Bára Halldórsdóttir segir það hafa breytt miklu fyrir sig að hafa loks fengið rétta greiningu og hún þá getað tekist á við stöðuna. Ljósmynd/Hari
Beið í áratug eftir réttri sjúkdómsgreiningu Ný vara frá Nutramino
Bára Halldórsdóttir var greind með afar sjaldgæfan gigtarsjúkdóm eftir að hafa gengið á milli lækna í meira en áratug og fannst enginn taka mark á sér. Á erfiðustu dögunum er hún ýmist rúmliggjandi eða þarf að fara um í hjólastól. Bára á tólf ára dóttur og það sem hefur drifið hana mest áfram í veikindunum er að sýna dóttur sinni að maður heldur alltaf áfram þó hindranir séu á veginum.
B
Pre-workout 600gr. Fæst í Krónunni
ára Halldórsdóttir hafði farið milli lækna í meira en áratug þegar hún var loksins greind með afar sjaldgæfan gigtarsjúkdóm, Behcet sjúkdóminn, sem leggst á æðakerfi líkamans. „Þetta er sjaldgæfur sjúkdómur sem tekur langan tíma að greina því engum dettur í hug að um þennan sjúkdóm sé að ræða. Ég hélt fyrst að ég væri bara ein en ég veit nú um tvær aðrar konur á Íslandi með Behcet´s og síðan hef ég verið í sambandi við fólk í útlöndum í gegnum netið. Sumir þeirra hafa einnig beðið í áratug eftir að fá rétta greiningu eða aðrir verið heppnari,“ segir hún. Bára tekur á móti mér að snemma dags á heimili sínu. Hún er enn frekar þreytt en öll farin að koma til eftir nætursvefninn. Tólf ára dóttir hennar er farin í skólann og eiginmaðurinn á leið í vinnuna. Við tvær sitjum eftir í eldhúsinu ásamt tveimur af þremur köttum heimilisins. Bára segist upphaflega bara ætlað að fá einn kött, fjölskyldan hafi síðan tekið að sér kött sem vantaði heimili og lokst bættist við einn heimilislaus köttur til viðbótar. „En nú er ég hætt,“ segir hún.
Týndur sjúkdómur
„Í raun er ég búin að vera veik frá því ég var tvítug. Ég hef alltaf verið afskaplega þreytt og með verki. Ég man eftir að hafa tekið þátt í munnsærarannsókn
Behcet sjúkdómurinn Behcet sjúkdómurinn er flokkaður undir gigtarsjúkdóma og leggst á æðakerfi líkamans, bæði stórar sem smáar slagæðar og bláæðar. Behcet sjúkdómurinn er afar sjaldgæfur og eru innan við 10 sjúklingar á Íslandi. Horfur hjá flestum eru góðar en einstaka tilfelli geta verið alvarleg. Einkenni sjúkdómsins: Einkenni þessa sjúkdóms geta komið fram á mörgum stöðum í líkamanum. Algengustu einkennin eru munnsár, sár á kynfærum, bólga í augum og einkenni frá húð. Óalgengari einkenni eru frá liðum, miðtaugakerfi, meltingarvegi. Til að fá Behcet`s greiningu þurfa eftirfarandi einkenni að vera til staðar. Endurtekin munnsár (minnst þrisvar á ári) Tvö af eftirtöldum atriðum: Endurtekin sár á kynfærum Augnbólga eða æðabólga í augu Húðútbrot/bólur Jákvætt húðpróf Af vef Gigtarfélags Íslands
rúmlega tvítug. Þá var auglýst eftir fólki til að kanna áhrif munnsæralyfs og ég ákvað að taka þátt því ég var mjög oft með særi í munni. Nú veit ég að þetta er eitt af aðaleinkennum Behcet´s. Ég hélt síðan í mörg ár að ég væri með króníska hálsbólgu og ég var einnig greind með þunglyndi. Sjúkdómnum fylgja miklar bólgur í líkamanum, ég hef verið með bólgur í meltingarkerfinu sem hafa orðið til þess að ég hef jafnvel þurft að leggja mig í klukkustund eftir máltíð. Nú tel ég hins vegar að þreytan hafi leitt af sér þunglyndiseinkenni og ég sé að mikið af mínum veikindum má rekja til þessa sjúkdóms. Hann hefur áhrif á svo afskaplega margt.“ Ástæðan fyrir því að Bára vill segja frá veikindum sínum er til að fræða fólk. „Ég vil að fólk viti af þessum sjúkdómi og hvað hann er falinn. Ef ég hefði vitað af honum hefði ég kannski gripið einkennin fyrr. Það eru margir sjúkdómar sem eru svona týndir,“ segir hún.
Allsherjar sýking í líkamanum
Í daglega lífinu var Bára alltaf slöpp en fyrir um átta árum varð hún alvarlega veik. „Ég var þá búin að vera með það sem ég hélt að væri hálsbólga í um þrjú ár og ítrekað búið að athuga hvort ég væri með streptókokka. Í enn eitt skiptið sem það var athugað sagði læknirinn að ég væri örugglega með streptókokka og sendi mig svo heim. Ég kom næsta dag til hans aftur, enn veikari, og var þá send í skoðun
Vínartónleikar 2014 Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu Fim. 9. jan. » 19:30
Fös. 10. jan. » 19:30
Lau. 11. jan. » 16:00
Peter Guth hljómsveitarstjóri Hanna Dóra Sturludóttir og Gissur Páll Gissurarson einsöngvarar
Árlegir Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar. Tónleikarnir eru fyrir mörgum ómissandi upphaf á nýju ári enda einkenna glæsileiki og gleði Vínartónlistina.
Einsöngvarar eru þau Hanna Dóra og Gissur Páll sem eru landsmönnum að góðu kunn. Hljómsveitarstjóri er Peter Guth, einn fremsti túlkandi heims á tónlist Strauss feðga. Tryggðu þér miða og taktu vel á móti nýju ári.
Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar
18
viðtal
Helgin 27.-29. desember 2013
á háls-, nef- og eyrnadeild Landspítalans en það kom ekkert út úr því. Tveimur dögum seinna þurfti síðan að leggja mig inn með sýklalyf í æð. Ég var þá komin með kýli um allan líkamann og allsherjar sýkingu í líkamann. Á næstu árum var ég send í alls konar rannsóknir en fékk aldrei neina greiningu.“ Orkuleysi og verkir gerði henni erfitt fyrir með hefðbundnar athafnir. „Það komu tímabil þar sem ég þurfti að hringja í fólk til að fá aðstoð til að fara á klósettið. Ég man líka eftir einu skipti þegar ég var í Bónus og þurfti að hringja í vinkonu mína og segja henni að ég sæti við rekka í Bónus og kæmist ekki heim. Þegar verst lét fékk ég lánaðan hjólastól í verslunum þar sem það var í boði. Ég hef samt verið svo heppin að vera aldrei bundin við hjólastól.“ Eins og það kann að hljóma undarlega í fyrstu þá heldur hún að mögulega hafi tekið þetta langan tíma að greina sjúkdóminn því hún var svo mikið veik. „Þegar maður er mikið veikur á maður erfiðara með að komast til lækna. Ég lenti oft í því að vera það veik þegar ég átti bókaðan tíma hjá lækni að ég afbókaði mig og síðan hafði ég varla rænu á að bóka nýjan tíma fyrr en nokkru seinna. Eftir allar þessar rannsóknir var ég í raun að missa trúna á læknum og mér fannst enginn hlusta á mig. Þarna alveg í byrjun man ég eftir að hafa farið til heimilislæknisins míns og sagt honum frá einkennunum sem ég var með. Hann lét mig þá hafa lyf við munnsærunum og sagðist ætla að láta skoða hitt síðar. Ári seinna hafði ég ekkert heyrt frá honum, fór aftur til hans og spurði um rannsóknirnar sem hann ætlaði að senda mig í. Þá sagðist hann ekki hafa ætlað að senda mig í neinar rannsóknir því hann væri eiginlega búinn að greina þetta sem sálvefrænt, sem er fallegt orð yfir að ég væri móðursjúk. Ég man að ég öskraði á hann og spurði af hverju hann hefði þá ekki gefið mér geðlyf. Ég var afskaplega sár og reið eftir þetta.“
Þakklát tannlækninum
Behcet´s er krónískur, ólæknanlegur sjúkdómur og ef hann versnar getur hann
versnað hratt. „Fólk getur orðið blint eða lent varanlega í hjólastól. Á tímabili fékk ég augnverki, gríðarlegan þrýsting í augun og missti sjónina tímabundið. Ég sagði lækni líka frá þessu. Það var hins vegar ekki fyrr en ég fór til tannlæknis sem sérhæfir sig í munnholsvandamálum sem einhver hlustaði á mig. Ég sagði honum frá munnsærunum og öðrum einkennum og hann ákvað að vísa mér á gigtardeild þar sem ég var sett í ýmsar rannsóknir. Þetta var í september í fyrra. Ég mun aldrei geta þakkað þessum tannlækni, þessum munnholssérfræðingi, nægilega,“ segir Bára. Rannsóknirnar stóðu í nokkrar vikur, um tíma var talið að hún gæti verið með Chrohns-ónæmissjúkdóminn en það var síðan útilokað. Í desember á síðasta ári var hún loks greind með Behcet sjúkdóminn. „Þegar ég fór að lesa mér til um þennan sjúkdóm hélt ég hreinlega bara að ég væri að fara að deyja. Mér var samt mjög létt að fá greiningu og er mikill munur að hafa nafn á sjúkdóminum til að segja við lækna og stofnanir. Ég hef líka getað sett mig í samband við fólk með sama sjúkdóm og það hefur gefið mér mikið. Það er svo merkilegt að þegar maður heldur að maður sé að deyja þá byrjar maður að lifa.“
Fór að taka áhættu
Eftir að Bára fékk greiningu fannst henni hún þurfa að nýta hverja stund til hins ítrasta. Hún hefur verið á örorkubótum árum saman enda ekki getað stundað hefðbundna launavinnu því hún er rúmliggjandi nokkrum sinnum í mánuði og getur ekki sagt til með fyrirvara hvenær hún getur mætt. „Ég ákvað að fara að taka áhættu í lífinu og eitt það fyrsta sem ég gerði var að hreinsa til í vinahópnum. Ég sá strax hverjir nenntu að vera vinir svona veikrar manneskju. Ég hef síðan í mörg ár reynt að vera í háskóla og ég ákvað bara að sætta mig við að ég get það ekki í bili. Það er svo auðvelt að rífa sig endalaust niður fyrir það sem maður getur ekki en ég er búin að reyna að einbeita mér að því sem ég get gert. Ég tek fullt af lyfjum við sjúkdómnum en þau eru til að bæla niður einkennin. Þar
heim úr vinnunni og það er ekkert búið að gera á heimilinu.“ Bára tók einnig mikla áhættu þegar hún fór nýlega til Akureyrar án þess að vita hvort hún hefði heilsu til þess. „Ég ákvað bara að drífa mig. Ef ég get eitthvað þá geri ég það því ég er búin að upplifa að geta það ekki. Ég verð glöð yfir asnalegum hlutum. Um daginn var ég hjá vinkonu minni og þurfti að hlaupa á næstu hæð til að sækja bolla, og ég var svo stolt af mér þegar ég kom aftur upp að hafa getað það. Ég hef alltaf verið að passa mig svo mikið því ég hef verið heilsulaus og ekki þorað að fara út fyrir þægindarammann en ég finn núna að ég var í raun að hverfa. Ég var bara föst.“
Erfitt fyrir dótturina
Bára er aðeins 37 ára gömul en hefur í raun verið veik frá því um tvítugt. Ljósmynd/Hari
sem þetta er bólgusjúkdæmur var mér bent á að reyna að minnka náttúrulegar bólgur í líkamanum með mataræði. Ég treysti mér ekki til að fara út í það og fannst ég þurfa að hafa næringarfræðing með mér alla daga. Rétt jafnvægi á omega-fitusýrum skiptir máli fyrir bólgumyndun og fólk sem ég þekki með vefjagigt benti mér á að prófa næringarsjeik sem heitir Balance. Það hefur gert mér mjög gott að drekka hann. Ég hætti ekkert að vera lasin en ég tek bólguköstunum betur. Ég ákvað meira að segja að fara að selja sjeikinn. Ég hringi þá í fólk og hitti það þegar ég hef heilsu til. Annars ekki. Öryrkjar mega fá laun upp að ákveðnu marki á ári. Þetta er lítið sem ég er að vinna en það gefur mér afskaplega mikið andlega. Ég er ekki lengur manneskjan sem er bara heima að gera ekki neitt, og líður ömurlega þegar maðurinn minn kemur
Dóttir Báru hefur ekki farið varhluta af veikindunum. „Þetta hefur stundum verið erfitt fyrir hana en hún er afskaplega dugleg stelpa. Hún var greind með athyglisbrest nýlega og ég var þá spurð af hverju ég hefði ekki komið með hana fyrr í greiningu. Ég var hins vegar alltaf of lasin til að þrýsta á að hún yrði sett í mat. Auðvitað hefur verið erfitt fyrir hana að horfa á mömmu veika en hún hjálpar mér mikið og við tölum um þessa hluti. Það sem hefur drifið mig mest áfram er að dóttir mín viti að maður heldur áfram þó eitthvað komi upp á. Ég hef ekki getað verið sú fyrirmynd sem ég hef viljað vera en ég hef allavega lagt áherslu á þetta. Það er kannski skrýtið en mér finnst ég hafa lifað lífinu vel. Andlega er ég á fallegum stað eftir allar þessar breytingar og ég er sannfærð um að allt á eftir að fara vel. Þó ég eigi mína vondu daga og þetta sé langt því frá að vera auðvelt. Það kom einhver hugarró yfir mig þegar ég vissi hver staðan var. Ég á góðan mann, yndislega dóttur, góða fjölskyldu og góða vini. Þá er bara í lagi að vera smá fátækur, eða reyndar mikið fátækur, en það er bara alveg í lagi þegar maður hefur þetta góða fólk í kring um sig. Þetta á allt eftir að fara vel.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
Gleðilegt ný ár og frábærar þakkir fyrir það liðna
Tapas barinn er opinn á gamlárskvöld og nýársdag frá kl. 18. Borðapantanir í síma 551 2344 eða á tapas@tapas.is.
RESTAURANT- BAR
Vesturgata 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is
ÖFLUGT ATVINNULÍF BETRI LÍFSKJÖR Samtök atvinnulífsins óska landsmönnum farsældar á árinu 2014. Öflugt atvinnulíf, þar sem nýjar hugmyndir og fyrirtæki blómstra, er forsenda betri lífskjara á Íslandi. Fyrirtækin kalla eftir stöðugleika og lágri verðbólgu. Þá verður atvinnulífið fjölbreyttara, fjárfestingar taka við sér, ný störf verða til og tekjur fólks aukast. Við munum leggja okkar af mörkum svo þetta verði að veruleika.
útsalan Sparaðu
orlando stóll
8.900
40%
Sparaðu
sparaðu 4.000
25%
af FLOWErs ljósakrónu
Sparaðu
öllum ábreiðum
30% af OrLandO stól
orlANdo borðstofustóll í svörtu leðurlíki með krómgrind. Áður 12.900,- NÚ 8.900,sparaðu 4.000,-
Sparaðu
25% af ÖLLuM kertastjökum, lugtum og kertaglösum
floWErs ljósakróna
14.900
sparaðu 10.000
Flowers ljósakróna með 7 skermum. Áður 24.900,- NÚ 14.900,- sparaðu 10.000,-
platE matardiskur
295
sparaðu 200
carma
99.900
sparaðu 40.000 cArMA legubekkur + 2½ sæta sófi. Svart/grátt áklæði. 51,6% pólýester, 48,4% akrýl. L 253 x D 178 cm. Áður 139.900,- NÚ 99.900,- sparaðu 40.000,-
Mug kanna, hvít. Áður 195,- NÚ 145,- plAte matardiskur, hvítur. Ø 27 cm. Áður 495,- NÚ 295,- bowl skál, hvít. Áður 295,- NÚ 175,-
Einnig hægt að fá tungu hægra megin.
70%
afsláttur af allri jólavöru og jólaljósum vextir
0%
*
Sparaðu allt að
burano motta 170 x 240 cm
caribbEan
60% af öllum mottum
17.900
6.900
burANo grá motta.
cAribbeAN blá/hvít. 70 x 140 cm. Áður 9.900,- NÚ 6.900,- sparaðu 3.000,til í fleiri stærðum og litum.
sparaðu 27.000
170 x 240 cm. Áður 44.900,- NÚ 17.900,sparaðu 27.000,- Einnig til í natur og 80 x 150 cm.
sparaðu 3.000
Kauptu núna
og dreifðu greiðslunni á 12 mánuði, vaxtalaust.*
*Nú getur þú fengið 12 mánaða vaxtalausa greiðsludreifingu þegar verslað er með VISA eða MasterCard. Þegar verslað er fær kaupandi að sjá yfirlit yfir greiðsluáætlun sem sýnir áætlaðar mánaðarlegar greiðslur, þ.e. afborgun ásamt lántökukostnaði og færslugjaldi.
style
living with
er hafin kingston city
149.900
sparaðu 60.000
kiNgstoN city 1½ sæti + legubekkur. Sandlitað áklæði úr 100% pólýpropene. L 205 x D 161 cm Áður 209.900,- nú 149.900,- sparaðu 60.000,- Einnig hægt að fá sófann með legubekk til vinstri.
25-60% afsláttur Yfir 1500 vöruliðir á afslætti
ÚtsöLubækLIngur komInn á
www.ILVA.Is bækliNg vERðuR DREift Á höFuðborgArsvæðiNu 2. og 3. janúaR
útsala útsalan byr jar
fimmtudaginn
2. janúar kl.
ardEnnE borð
79.900
sparaðu 40.000
11.00
laxabeygla
Reyktur lax, egg, graflaxsósa og salatblanda 995,-
Sparaðu
25-60%
NÚ
495,-
af völdum vörum í verslun
polo sófi
124.900
spar að u 45. 00
0
polo hægindastó
ll
79.900
sparað u 30.0
00
polo 3ja sæta sófi með mjúku sæbláu Sony áklæði L 160 x D 90 cm Áður grár. polo hægind 169.90 0,- NÚ 124.900,- sparaðmeð gráum hnöppum. u 45.000,- Einnig astóll. L 90 x D75 cm til Áður 109.90 0,NÚ 79.900,- sparað Atelier sófabor u 30.000,- Einnig ð með skúffum. L 120 til túrkís. handofin motta. 140 x 200 cm 49.900, x B 60 x H 45 cm 139.900,seNNA -
vextir
0%
*
Blikastaðavegi
2-8, 112 reykjavík
s. 522 4500 •
ArdeNNe borðstofuborð, álmur. 90 x 180 cm. Áður 119.900,- NÚ 79.900,- sparaðu 40.000,-
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30
www.ILVa.is
Kaup tu núna
og dreifðu greiðsl unni á 12 mánuði, *Nú getur þú fengið mánaða vaxtalau 12 greiðsludreifingu sa þegar verslað er með VISA eða MasterCard.
vaxtalaust.*
TILBOÐ gILdIr í desemBer
A
22
úttekt
Helgin 27.-29. desember 2013
Árið sem Ómar var handtekinn og Sigmundur hitti Obama á Nike-skóm Janúar
Við unnum Icesave Ísland vann fullan sigur þegar EFTA-dómstóllinn felldi dóm í Icesave-deilunni við Breta og Hollendinga eftir deilur sem staðið höfðu frá hruni. Loksins þegar dómur féll var hafnað öllum kröfum um að gera íslenska ríkið ábyrgt fyrir því að Tryggingasjóður innistæðna gæti greitt öllum eigendum Icesave-reikninga ákveðna upphæð hafnað. Niðurstaðan breytir þó ekki því að eignir þrotabús Landsbankans munu gera meira en að greiða upp allan höfuðstól skuldarinnar.
Febrúar
lögreglu eftir langa gæsluvarðhaldsvist. Líklega vissu sakborningarnir sex ekkert um hvarf mannanna tveggja en með dómi Hæstaréttar frá árinu 1980 voru þau dæmd í langa fangelsisvist fyrir að hafa orðið að þeim bana. Þetta var niðurstaða starfshóps sem innanríkisráðherra fól að rannsaka málið. Mörgu var ábótavant í rannsókninni svo virðist sem lögreglan hafi einblínt um of á sekt sakborninganna og litið svo á að hlutverk hennar væri að samræma framburð þeirra. Starfshópurinn lagði fram tillögur að því hvernig greiða ætti fyrir endurupptöku málsins. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður undirbýr nú fyrir hönd eins sakborningsins, Ellu Bolladóttur, að fá málið tekið upp að nýju.
Árni Páll burstaði Guðbjart Árni Páll Árnason tók við formennsku í Samfylkingunni á landsfundi í febrúar af Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra sem ákvað að hætta í stjórnmálum eftir kjörtímabilið. Árni Páll fékk 62,2% atkvæða en Guðbjartur Hannesson 37,8% í kosningu meðal allra skráðra flokksmanna. Katrín Júlíusdóttir bar svo sigurorð af Oddnýju G. Harðardóttur í kosningu um embætti varaformanns en Dagur B. Eggertsson sóttist ekki eftir endurkjöri.
Katrín tekur við af Steingrími Segja má að kynslóðaskiptin í íslenskum stjórnmálum hafi verið fullkomnuð þegar Katrín Jakobsdóttir tók við formennsku í Vinstri grænum af Steingrími J. Sigfússyni á landsfundi í febrúar. Steingrímur tilkynnti skömmu fyrir fundinn að hann ætlaði að stíga til hliðar sem formaður en halda áfram þingmennsku.
apríl
Afhroð stjórnarflokka og stórsigur Framsóknar Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna galt sögulegt afhroð í alþingiskosningunum. Stjórnarflokkarnir misstu meira en helming þess stuðnings sem þeir fengu í kosningunum 2009 og fengu samtals einungis 16 þingmenn kjörna en höfðu 34 þingmenn. Framsókn vann sinn stærsta sigur í lýðveldissögunni og fékk 24,4% atkvæða og 19 þingmenn. Sá sigur var almennt skýrður með loforðum flokksins um stórfellda almenna lækkun verðtryggðra hús-
næðislána landsmanna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk einnig 19 þingmenn og 26,7% fylgi, mest allra flokka. Samfylkingin fékk einungis 12,8% fylgi og níu þingmenn en var með um þrjátíu prósent atkvæða og 20 þingmenn eftir kosningarnar 2009. Vinstri grænir misstu um helming af sínu fylgi, fengu nú 10,6% atkvæða og sjö þingmenn í stað fjórtán. Tveir nýir flokkar unnu góða sigra; Björt framtíð fékk 8,2% atkvæða og sex þingmenn. Píratar fengu 5,1% og þrjá þingmenn. Alls tóku 27 nýir þingmenn sæti á Alþingi að loknum kosningum
Maí
Nýtt fólk í nýrri ríkisstjórn Ný ríkisstjórn tók við völdum 23. maí og um leið varð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yngsti forsætisráðherra í sögu lýðveldisins, 38 ára gamall. Enginn nýju ráðherranna hafði áður átt sæti í ríkisstjórn. Í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs sitja níu ráðherrar, fimm frá Sjálfstæðisflokki og fjórir frá flokki forsætisráðherrans, Framsóknarflokki. Forsætisráðherrann boðaði í september að nýr ráðherra mundi fljótlega bætast við ríkisstjórnina en það hefur ekki enn orðið að veruleika.
Mars
Marklausar játningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Það er ekkert að marka þær játningar sem sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum gáfu á sínum tíma hjá
Júní
Skýr danska Fyrsta opinbera heimsókn nýja forsætisráðherrans var til gömlu herraþjóðarinnar í Danmörku. Þar hitti Sigmundur Davíð Helle Thorning Schmidt forsætisráðherra. Á blaðamannafundi lýsti Sigmundur Davíð ánægju með að Helle hefði talað skýra og góða dönsku sem auðvelt væri að skilja en hún lagði áherslu á að Danir vildu að Íslendingar gengju í Evrópusambandið.
Júlí MOOD INDIGO
(12)
SÝNINGARTÍMAR Á MIDI.IS
GREMLINS
(10)
SUN: 20.00
SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711
Skattkóngar og -drottningar Magnús Kristinsson, útgerðarmaður frá Vestmannaeyjum, var
krýndur skattakóngur ársins. Hann fékk 189 milljónir í álagða skatta vegna ársins 2012. Útgerðarmenn röðuðu sér efst á listann yfir skattgreiðendur. Kristján V. Vilhelmsson, einn Samherjafrændanna á Akureyri, varð annar á listanum með 152 milljónir í skatt en Guðbjörg M. Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum og aðaleigandi Morgunblaðsins, var í þriðja sæti með 135,6 milljóna króna skatt.
Bænaskjali hafnað 35.000 manns höfðu ekki erindi sem erfiði með því að skrifa undir áskorun til forseta Íslands um að vísa lögum um veiðigjald í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nýkjörið Alþingi hafði skömmu áður samþykkt að hætta við áform fyrri ríkisstjórnar um aukna innheimtu veiðigjalds. Forsetinn undirritaði lögin. Fleiri mál ríkisstjórnarinnar á sumarþingi voru til marks um það að ný ríkisstjórn var tekin við völdum með stefnu sem var gjörólík þeirri fyrri. Þar má nefna afnám auðlegðarskatta og yfirlýsingar um að til stæði að afnema nýleg náttúruverndarlög eldri ríkisstjórnar.
Ágúst
Tveir létust í flugslysi á Akureyri Tveir menn létust en einn komst lífs af þegar flugvél í eigu Mýflugs hlekktist á og steyptist til jarðar í aðflugi að Akureyarflugvelli um verslunarmannahelgina. Slysið
varð fyrir augunum á mannfjölda sem var að fylgjast með spyrnukeppni á kvartmílubraut bæjarins og var það talin mildi að vélin lenti ekki á áhorfendum eða nærliggjandi húsi.
Rigningarsumarið mikla „Tíð var lengst af óhagstæð um landið sunnan- og vestanvert með þrálátri úrkomu og þungbúnu veðri,“ segir á vef Veðurstofunnar um veðrið í ágústmánuði og lýsingarnar í júní, júlí og september eru í áþekkum anda. Allur þorri höfuðborgarbúa og Sunnlendinga var enda ósáttur og talar fólk sína á milli um „Rigningasumarið mikla 2013“. Könnun sem MMR gerði leiddi líka í ljós að aðeins um 30% íbúa á Suðvesturlandi voru ánægð með veðrið í sumar. Annað var uppi á teningnum á Norðausturlandi en þar voru meira en 85% sátt með sólskinið.
septeMber
Skóbúnaðurinn stal senunni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók þátt í sameiginlegum fundi forsætisráðherra Norðurlandanna með Barack Obama, Bandaríkjaforseta, í Stokkhólmi í byrjun september. Rætt var um málefni Norðurslóða, borgarastyrjöld í Sýrlandi og fleira en það var þó skóbúnaður íslenska forsætisráðherrans sem stal senunni. Sigmundur Davíð var í spariskó á öðrum fæti en íþróttaskó á hinum. „Það spunnust nokkrar umræður um þetta og fólki var nokkuð skemmt. Obama grínaðist með þetta og hinir líka,“ sagði Sigmundur Davíð. Skýringin var sú að ráðherrann hafði fengið sýkingu í fótinn, kom sýkta fætinum ekki í spariskóinn og brá því á þetta ráð.
Björn fékk nóg og hætti Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, ákvað að segja upp störfum þegar heilbrigðisráðherra hafði kynnt honum fjárlagafrumvarp ársins 2014 þar sem ekki var tekið tillit óska stjórnenda spítalans um auknar fjárveitingar og fram-
WE lífrænt engiferöl, 33 cl
178 198
kr./stk.
kr./stk.
Bestir í kjöti
Við gerum meira fyrir þig
Úr kjötborði
Maarud flögur m/salti og pipar, 250 g
538 598
kr./pk.
kr./pk.
Móðir Náttúra hnetusteik, 500 g
879
kr./pk.
atúns ó N i r balæ , m a l r a Hátíð camembert ppum ð fyllt me rjum og villisve trönube
1698
kr./pk.
15
% afsláttur
8 9 1 3
Aðeins
íslenskt kjöt
í kjötborði
20
% ur afslátt
Eðalfiskur reyktur og grafinn lax
3396 3995
kr./kg
Aðeins
Aðeins
íslenskt
íslenskt
í kjötborði
í kjötborði
kjöt
kr./kg
kjöt
kr./kg
Lambahryggur
Coke, 4x2 lítrar
998 1198
kr./pk.
kr./pk.
Kalkúnn, ferskur
1798
kr./kg
1998
kr./kg
2298 kr./kg
Grísabógur, hringskorinn
698
Ísfugl kalkúnabringur, ferskar
Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt
kr./kg
798 kr./kg
3498
kr./kg
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
Meleyri rækja, 500 g
24
úttekt
kvæmdir við nýtt hátæknisjúkrahús. Fljótlega var nýr framkvæmdastjóri kominn til starfa, Páll Matthíasson. Í nóvember fréttist að Björn Zoëga væri búinn að ráða sig sem forstjóra fyrirtækisins Nextcode eftir að Hannes Smárason þurfti að víkja úr því starfi vegna ákæru frá sérstökum saksóknara.
Nefndin send heim Utanríkisráðuneytið leysti formlega upp samninganefnd Íslands vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið í september og lýsti því yfir að viðræðum yrði ekki haldið áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu í samræmi við stefnu nýrrar ríkisstjórnar. Hins vegar virtist það koma Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra í opna skjöldu þegar fram kom í desember að ESB hefði ákveðið að hætta við að greiða út svokallaða IPA-styrki, sem veittir höfðu verið til þess að undirbúa stjórnkerfi og stofnanir landsins fyrir aðild að Evrópusambandinu.
Reykjavíkurflugvöllur á 69.000 vini 69.000 manns tóku þátt í undirskriftarsöfnun til stuðnings Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýrinni en undirskriftirnar voru afhentar borgarstjóra. Aðstandendur
Helgin 27.-29. desember 2013
söfnunarinnar lýstu áhyggjum af því að innanlandsflug mundi leggjast af ef skipulagsáform borgaryfirvalda um að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni mundu ná fram að ganga. Margir töldu einnig að vegna hagsmuna sjúkraflugs af landsbyggðinni ætti nálægðin við Landspítalann að ráða úrslitum um staðarval flugvallarins. Í október undirrituðu borgaryfirvöld og innanríkisráðherra samkomulag þar sem áformum um að leggja niður norður-suðurbraut flugvallarins árið 2016 var slegið á frest til 2022.
Október
Jón Gnarr ætlar að leita að gleðinni Jón Gnarr borgarstjóri ætlar að hætta í pólitík og verður ekki í framboði í sveitarstjórnarkosningunum í maí 2014. „Ég ætla að fara að leita að gleðinni,“ sagði Jón þegar hann tilkynnti þessa ákvörðun sína í beinni útsendingu í endurvöktum Tvíhöfða á Rás2. „Mér finnst minn tími búinn á þessu sviði. Ef ég ætlaði að endurtaka þetta yrði ég að verða stjórnmálamaður sem ég er ekki. Ég er einfaldlega ekki stjórnmálamaður – ég er grínisti.“ Um leið var tilkynnt að Besti
flokkurinn yrði lagður niður. Björt framtíð mundi bjóða fram í stað Besta flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í vor og verður S. Björn Blöndal borgarstjóraefni listans en hann hefur verið aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra. Fleiri borgarfulltrúar Besta flokksins ætla að hætta, þeirra á meðal söngvararnir Einar Örn Benediktsson og Karl Sigurðsson.
Ómar handtekinn Miðaldra fólk og ellilífeyrisþegar voru áberandi í óvenjulegum mótmælaaðgerðum sem blásið var til í Gálgahrauni á Álftanesi til þess að mótmæla vegarlagningu. Lögreglu var beitt til að verktakar gætu unnið verkið sem þeir höfðu samið um við Vegagerðina. Allmargir mótmælendur voru handteknir og færðir á brott, þeirra á meðal Ómar Ragnarsson, sjónvarpsmaður og þekktasti baráttumaður landsins fyrir náttúruvernd.
Fimmti hver hefur lent á atvinnuleysisskrá Greint var frá því í október að frá hruni hefur næstum því fimmta hvert mannsbarn á landinu, eða 62.000 einstaklingar alls, lent
á atvinnuleysisskrá um lengri eða skemmri tíma. Samtals hafa verið greiddar út 120 milljarðar króna í atvinnuleysisbætur á þessu tímabili.
Nóvember
Afskriftir kynntar í Hörpu Ríkisstjórnin blés til fundar í Hörpu síðdegis á laugardegi og kynnti þar áætlun um að fella niður allt að 4 milljónir af höfuðstóli allra verðtryggðra fasteignalána í landinu. Þetta á að gera á áföngum á næstu fjórum árum og mun kosta samtals 80 milljarða króna, sem aflað verður með skatti á banka og fjármálafyrirtæki, þar á meðal þrotabú bankanna. Skuldarar geta einnig valið að lækka lánin sín ennþá meira með því að greiða séreignarsparnað inn á höfuðstólinn. Skömmu áður en tillögurnar voru kynntar lýsti forsætisráðherra því yfir að í vændum væri heimsmet í skuldaleiðréttingu og í aðdraganda kosninganna hafði Framsóknarflokkurinn gefið yfirlýsingar um að svigrúm til skuldalækkana væri allt að 300 milljarðar króna. Margir fögnuðu þessari áætlun stjórnvalda en aðrir gagnrýndu að fyrirætlan-
úttekt 25
Helgin 27.-29. desember 2013
irnar væru mun rýrari í roðinu en yfirlýsingar og loforð gáfu tilefni til.
Síld rekur á fjörur Annað árið í röð gerðist það að þúsundir tonna af síld drápust úr súrefnisleysi í Kolgrafafirði á norðanverðu Snæfellsnesi og rak síðan rotnandi á fjörur í grenndinni. Ekki er vitað hvað með vissu hvað veldur því að síldartorfurnar sækja inn í fjörðinn sem er þröngur og lokaður eftir að hann var brúaður fyrir fáum árum.
DeseMber
Tyrkjaránið hjá Vodafone Mörgum brá í brún þegar tyrkneskur tölvuhakkari braut sér leið í gegnum varnir Vodafone og lak á netið upplýsingum um sms-skeyti fjölmargra viðskiptavina fyrirtækisins. Með fylgdu upplýsingar um lykilorð, kennitölur, símanúmer og
netföng fjölda manna. Í ljós kom að Vodafone hafði geymt upplýsingar um samskipti viðskiptavina á vef sínum lengur en lög standa til og var fyrirtækið harðlega gagnrýnt. Einnig leiddi umræðan í ljós að Íslendingar eru miklir eftirbátar nágrannalandanna í tölvuöryggismálum.
Lögregla skaut mann Karlmaður á sextugsaldri féll fyrir skotum lögreglu eftir nokkurra klukkustunda umsátur sérsveitar um fjölbýlishús við Hraunbæ síðla nætur í byrjun desember. Maðurinn hafði hleypt af haglabyssu inni í íbúð sinni og skaut að lögreglu þegar hún réðist til inngöngu í íbúð hans. Maðurinn hafði lengi átt við geðveiki að stríða. Ríkissaksóknari er með málið til rannsóknar en þetta var í fyrsta skipti sem lögregla á Íslandi hefur orðið manni að bana.
Þau létust á árinu
Margt þjóðþekkt og heimsþekkt fólk lést á árinu, þar á meðal þessi
Valdís Gunnarsdóttir, útvarpskona, 55 ára.
Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus og síðar Iceland, 72 ára
nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 95 ára.
Margaret thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, 87 ára.
lou reed, tónlistarmaður, 71 árs.
ENNEMM / SIA • NM59755
Hermann Gunnarsson, fjölmiðlamaður og gleðigjafi, 66 ára.
Nú í 1/2 lítra umbúðum Hugo Chavez, forseti Venesúela, 58 ára.
James Gandolfini, leikari úr Sopranos, 51 árs.
Paul Walker, leikari úr Fast and Furious, 40 ára.
ALLT FYRIR ÁRAMÓTA ÍTALSKUR GELATO
NÝTT Í HAGKAUP!
Tonitto Gelato
Ekta ítalskur gelato beint frá ítalíu.
Humarkraftur Kokksins
Unninn úr jómfrúarhumar sem veiddur er við Hornafjörð og er einungis notað besta hráefni sem völ er á.
Hátíðar Blanda
Flintstones drykkir
Skemmtilegt fyrir krakkana.
EÐ FLUGI FERSKT M ALÍU FRÁ ÍT
Franchi salami, pancette og skinka
Gildir til 29. desember á meðan birgðir endast.
Einungis selt í hágæða sælkeraverslunum á Ítalíu og í Evrópu og er nú fáanlegt í Hagkaup.
KERA FRÁ NÝ UPPS AFRÍKU SUÐUR
• • •
Bæjuber Kirsuber Trönuber
• • •
Jarðarber Rifsber Brómber
• • •
Hindber Bláber Vínber
Mikið úrval af snakki
FERSKT MEÐ FLUGI
Óáfengir drykkir
Óáfengt hvítvín og rauðvín.
VEISLUNA Í HAGKAUP ÞETTA EINA SANNA!
3.298kr/kg
Hagkaups smjörsprautað kalkúnaskip Undanfarin 12 ár hefur Hagkaup boðið upp á smjörsprautað kalkúnaskip sem er algjört lostæti og hefur slegið rækilega í gegn á hverju ári. Það er tilbúið beint í ofninn og eldamennskan ofur einföld.
NÝTT Í HAGKAUP!
HAGKAUP
HAGKAUP
FYLLT HÁTÍÐALÆRI
FYLLT HÁTÍÐALÆRI
DÖÐLUR OG GRÁÐAOSTUR
FÍKJUR, ENGIFER OG KANILL
HAGKAUP MÆLIR MEÐ
HAGKAUP MÆLIR MEÐ
Við viljum vera viss um að hátíðamaturinn þinn verði óaðfinnanlegur. Þess vegna látum við framleiða fyllt hátíðalæri eftir uppskrift sérfræðinga og ströngum gæðastöðlum Hagkaups. Lambalærið er sérvalið og er einungis notað 1. flokks hráefni í fyllinguna. Bragðið: Sætt bragð með keim af gráðaosti og shallot lauk. Verði þér að góðu!
Við viljum vera viss um að hátíðamaturinn þinn verði óaðfinnanlegur. Þess vegna látum við framleiða fyllt hátíðalæri eftir uppskrift sérfræðinga og ströngum gæðastöðlum Hagkaups. Lambalærið er sérvalið og er einungis notað 1. flokks hráefni í fyllinguna. Bragðið: Sætt bragð ásamt miðlungs sterku engifer, cumin og kanillbragði. Verði þér að góðu!
Eldunartillaga: Lærið er eldað í ofni við 150°C í 45 mínútur fyrir hvert kíló. Hvílið í 30 mínútur við stofuhita og eldið síðan aftur í ofni í 5 mínútur við 200°C.
Eldunartillaga: Lærið er eldað í ofni við 150°C í 45 mínútur fyrir hvert kíló. Hvílið í 30 mínútur við stofuhita og eldið síðan aftur í ofni í 5 mínútur við 200°C.
3299kr/kg Fyllt hátíðalæri að hætti Rikku
Stór humar í úrvali
döðlur og gráðaostur eða fíkjur, engifer og kanill.
1299kr/pk Valette andalæri
Hægelduð andalæri tilbúin á pönnuna eða í ofninn. Frábær sem forréttur, aðalréttur og á jólahlaðborðið. 200gr
Stærð 7-9, stærð 9-12 og blandaður súpuhumar.
4399kr/kg Valette andabringur
Hágæða franskar andabringur.
999kr/pk Foie Gras steikur
Frábært sem forréttur sem og aðalréttur með nautakjöti. 2x40gr
28
úttekt
Helgin 27.-29. desember 2013
Orðaflaumur ársins 2013 Samfélagsumræðan hefur sjaldan verið hressari en á vorum síðustu og bestu tímum virkra í athugasemdum en með tilkomu netsins getur fólk nú tekist á og rifið kjaft allan sólarhringinn. Fréttatíminn hefur hér tekið saman fleyg ummæli sem látin voru falla á árinu. Mörg þeirra verða sjálfsagt söguleg þegar fram líða stundir og margir þeir sem hér komu við sögu tókst að orðum sínum að lenda í hakkavél athugasemdakerfanna.
Vængstífður dólgur
Ókei bæ
Hann mun ekki fljúga með Icelandair í bráð. Sótölvaður farþegi í Ameríkuflugi Icelandair gekk af göflunum þannig að nauðsynlegt þótti að yfirbuga hann, múlbinda og líma fastan í sæti sitt. Flugdólgurinn varð frægur að endemum út um allan heim og Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hafði takmarkaðan áhuga á að fá aftur um borð í vélar félagsins.
Hér er fyrst og síðast um mína persónulegu ákvörðun að ræða sem í sjálfu sér þarfnast ekki frekari raka en þeirra að ég hef komist að þessari niðurstöðu, er sáttur við hana og sjálfan mig, um leið og ég trúi að hún verði einnig til góðs fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Steingrímur J. Sigfússon tilkynnti ákvörðun sína um að hætta sem formaður VG sem hann hafði stýrt frá upphafi.
Úr skjóli þagnarinnar Þó ég sé skepna inn að beini vil ég ekki ljúga. Karl Vignir Þorsteinsson og löng og ógeðsleg brotasaga hans gegn börnum og unglingum sem Kastljós fletti ofan af vakti gríðarlega athygli og í kjölfarið hlaut hann dóm fyrir illvirki sín.
En Leppalúði? Grýla gamla er loksins dauð! Björgólfur Thor Björgólfsson fagnaði Icesave-dómnum og kastaði rekunum ofan í gröf óværunnar.
Tær snilld Ólafs Og í dag er í mínum huga eiginlega efst þakklæti til forsetans fyrir að hafa staðið sig svona vel. Ef hans hefði ekki notið við þá hefði þetta getað endað mjög illa. Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Icesave-foringi, var þakklátur forsetanum fyrir að hreinsa upp eftir sig og hans fólk.
Vel gert! Við höfum sagt þetta alla tíð. Ef réttlætið á að blíva þá var þetta ósköp ljóst. Aldrei nein ríkisábyrgð, aldrei, og peningar til fyrir þessu og allt í orden. Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans, fagnaði líka.
Latté-lepjandi pakk Ég lít á ykkur sem hyski. Sigurður Harðarson, stjórnarmaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, vandaði ekki Jóni Gnarr borgarstjóra og hans fólki kveðjurnar á sögulegum íbúafundi.
Hvar eru allar stelpurnar? Ég vona að þetta verði einstakt atvik í sögu verðlaunanna. Kynjahlutföllin voru kengboginn í tilnefningum til Eddu-verðlaunanna. Fimm manns voru tilnefndir fyrir leikafrek í karlaflokkunum en aðeins þrjár konur í sambærilegum flokkum. Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri verðlaunanna, treystir á að þetta endurtaki sig ekki.
Ég ákæri! Þetta fólk benti á mig sem sökudólg, en Landsdómur hafnaði því eins og öllum þeim atriðum sem sneru beint að bankahruninu. Ég gef ekki mikið fyrir þessi orð. Geir H. Haarde var gerður að sökudólgi og telur rétt að leita nú að sökudólgum í Icesave-samningaruglinu.
Í bláum skugga Ég reyki tvisvar af einhverri jónu og það mælist í mér fimm vikum seinna. Sjómaður sem missti plássið þar sem hann féll á lyfjaprófi Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum sagði farir sínar ekki sléttar í DV.
Kjötið sem hvarf Við kunnum alls engar skýringar á þessum mælingum þeirra og förum nú í nákvæma skoðun á hvað hefur þarna átt sér stað. Magnús Níelsson, forstjóri Gæðakokka, botnaði ekkert í því hvers vegna ekkert nautakjöt var í nautakjötlokum fyrirtækisins.
Stundum er betra að þegja... Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, liggur aldrei á skoðunum sínum og lætur allt flakka. Fáir ef nokkur í pólitík eiga jafn auðvelt með að stuða fólk með orðum sínum en Vigdís. Óstöðugir ærast og amast við bæði skoðunum hennar og oft á tíðum kostulegum ambögum sem hún skreytir boðskap sinn með. Hér eru nokkur gullkorn Vigdísar frá árinu sem er að líða.
Blaðurbyltingin Þetta heitir valdarán, eins og margir hafa bent á. Köllum hlutina réttum nöfnum. Þorvaldur Gylfason var óánægður með að stjórnarskrárfrumvarpið skyldi falla á tíma eftir mikið japl, jamm og fuður á þingi.
Hjakkað í fari Ég var fastur þarna í fimm tíma. Fréttamaðurinn vaski Þorbjörn Þórðarson sat fastur í blindbyl á Vesturlandsvegi í óveðrinu og fannfergi í mars. Hann lét sig þó ekki muna um að stíga út í óveðrið og gera stutt fréttainnslag um fjölda fastra bíla sem hann taldi hlaupa á þúsundum.
Á bálkesti hégómans Fyrir vikið hata kjósendur þig. Mannorð þeirra fáu sem hafa kjark til að halda fast í stefnumálin er svívirt – oft með aðstoð samherja viðkomandi sem eru blindir af eigin hégómagirnd. Þingkonan Lilja Mósesdóttir gerði vanþakklátu starfi þingmannsins skil og þá ekki síst illri vist í þingflokkum.
Lifi byltingin! Já, farðu bara lífvarðatitturinn þinn sem eltir ráðherraræfil alla daga. Þessi hressilega gusa var eignuð Álfheiði Ingadóttur, þingkonu VG, í bók um Búsáhaldabyltinguna. Samkvæmt eiginkonu látins lögreglumanns fékk hann að heyra þetta þegar pottaglamrið stóð sem hæst á Austurvelli.
Kommar enn á kreiki Mín upplifun er að þessi femínismi sem hefur orðið ofan á í íslensku samfélagi hafi hvorki með kvenfrelsi né jafnrétti að gera, heldur sé bara venjulegur gamall vinstri sósíalistaboðskapur. Það er bara mín upplifun, ég hef skrifað um þetta áður. Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður, tók þátt í málfundi um femínsima hjá Heimdalli. Honum leiddist ekki en heyrði fátt nýtt.
Svona, svona... Ég er mjög döpur og sorgmædd. Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi forsætisráðherra, var með böggum hildar eftir kosningahamfarir Samfylkingunnar. Framhald á næstu opnu
ESB eða FBI?
Isss, smámunir
Því miður verður ekki betur séð en að þetta sé einfaldlega hluti af því að reyna að halda þessari ríkisstjórn saman, eins og svo margt annað, sama hvað það kostar. Þarna taldi Vigdís ljóst að FBI hafi ógnað stjórnarsamstarfi VG og Samfylkingar með því að koma til landsins og yfirheyra Sigga hakkara.
Ég get alveg sagt það að ef ég myndi þurfa að leggjast inn á spítala, nú tala ég bara fyrir mig, að þá þætti mér ekki mikið að þurfa að borga 1.200 krónur fyrir hverja nótt. Vigdís bregður sér hvorki við sár né bana og finnst sjálfsagt að greiða fyrir gistingu á Landspítalanum.
Gróa á Leiti ehf Þessi maður er ekki til og líklega er þetta einhver sem þiggur laun fyrir að elta mig eða slíkt því umræðan síðustu fjögur ár í kommentakerfunum er náttúrulega alveg einstök. Vigdís taldi víst að talsverður rekstur væri í kringum það sem hún vildi kalla rógsherferð gegn sér á netinu.
Náttúrlega Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi og þar liggur allt undir. Vigdís tryllti lýðinn þegar hún lét að því liggja að RÚV yrði refsað fyrir Evrópuslagsíðu á fréttastofunni með skertum fjárveitingum. Síðar á árinu var svo heldur betur látið sverfa til stáls í Efstaleitinu.
Teygjanlegur brandari Ég bjó þarna til greinilega eitt atriði í viðbót sem netheimar geta skemmt sér yfir. Vigdís upplýsti alþjóð um að „strax“ væri teygjanlegt hugtak og sló að vonum í gegn á netinu.
Framsókn áfram, ekkert stopp! Vinstri stefna gengur út á það að koma sem flestum á bætur sem dæmi og að það sé verið að flytja til fjármagn með skatttekjum ríkisins og svo eru það alltaf einhverjir háir herrar sem deila því út aftur til baka. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, braut grundvallaratriðin í pólitíkinni til mergjar.
Skrýtna fjölskyldan Framsóknarflokkurinn er fyrst og fremst fjölskylduflokkur. Vigdís greindi kjarnann í hugsjónum Framsóknarflokksins. Ekki er þó alveg ljóst flokkur hvaða fjölskyldna hann er.
ÚTSALA ÁRSINS
TÖLVUR OG TÖLVUBÚNAÐUR Á ÓTRÚLEGU VERÐI
0X% TIR VE
Nú fást vörur með allar vaxt raðgreiðsl alausum að 12 mán um til allt aða lántökugja með 3,5% ld og 340k greiðslugj ald af hver r gjalddaga. jum
% 5 7 R U T T Á L AFS LÁTTUR S F A % 5 7 ALLT AÐ IR 1000 AF YF RUM TÖLVUVÖ
RISA
FLUGELDAPA
FYLGIR NÝJU KKI ACER FARTÖL STU VUNUM MEÐAN BIRG ÐIR EN DAST
OPNUM
12:00 TSÖLU Í DAG Ú ÁRSINS
Tilboð gilda dagana 27-31 desember 2013 eða meðan birgðir endast • Öll verð eru afsláttarverð birt með fyrirvara um villur
UR ALLAR VÖR Í ST VAXTALAU I 12 MÁNUÐ
OPNUNARTÍMAR FÖSTUDAG 12:00 - 19:00 LAUGARDAG 12:00 - 19:00 SUNNUDAG 12:00 - 19:00 MÁNUDAG 12:00 - 19:00 GAMLÁRSDAG 9:00 - 12:00 LOKAÐ 1-2 JAN 2014 OPNUM AFTUR 3. JAN KL 10:00
Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900
30
úttekt
Helgin 27.-29. desember 2013
Hann mun aldrei gleym’ henni
Hvaða vitleysa er þetta?
Thatcher var einn merkasti stjórnmálamaður 20. aldar. Ég hitti hana nokkrum sinnum, og er hún mér mjög minnisstæð. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, kvaddi þennan heim á árinu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor og mikill aðdáandi, minntist hennar.
Hvaða dónaskapur er það að telja menn einangrunarsinna fyrir að hafa þá skoðun að hagsmunum okkar sé betur borgið utan Evrópusambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra brást hinn versti við greinarskrifum Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu. En heldur þótti ráðherra seilast langt þegar hann skammaði annálað prúðmenni eins og Þorstein fyrir dónaskap.
Vinsælli en vinstri stjórnin Þetta er uppáhaldsþáttur fólks á öllum aldri um víða veröld. Jóhönnu Sigurðardóttur brá fyrir í þætti um Simpsons-fjölskylduna sem gerðist á Íslandi. Hún hafði tilefni til að fagna enda einstakur árangur hjá íslenskum stjórnmálamanni og þótt víðar væri leitað.
Fífl og dóni Þú ættir að skammast þín, þú ert óþverri. Páll Magnússon útvarpsstjóri svaraði Helga Seljan að sjómannasið, eins og sönnum Eyjamanni sæmir, eftir átakafund með starfsfólki RÚV.
Kynjafræði 101 Þá er spurningin sú: Á að refsa öðrum fyrir það að ég hafi fæðst karlkyns? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, velti upp tilvistarlegri spurningu þegar hann svaraði fyrir kynjahalla í ríkisstjórn sinni.
Þau drukku það allt
Baráttukonur sjá rautt
Og góður í ensku?
Leiga á líkömum kvenna er þarna kynnt til sögunnar sem hluti af hressilegu sumarfríi en ekki birtingarmynd kynferðislegs ofbeldis. Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir tóku flugfélagið WOW á beinið á vefritinu Knúz.is fyrir sérkennilegan auglýsingatexta um Amsterdam þar sem vakin var athygli á að þar mætti finna vændiskonur og gras til reykinga.
Hann er mjög viðkunnanlegur, og sérstaklega skipulagður í allri framsetningu og rökfærslum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hitti Obama, Bandaríkjaforseta, og hreifst af kappanum.
Rússagrýlan tekin til bænanna Trúarbrögðin ykkar eru hættulegri en samkynhneigð. Hommar eru skemmtilegir. Þið og ykkar kirkja eruð einfaldlega óhugnanleg. Jón Gnarr, borgarstjóri, sat ekki þegjandi undir aðför rússneska þingsins að réttindum samkynhneigðra.
Sárt ert þú leikinn Ólafur fóstri Ég sakna Sámur meira eins og ég sakna Ólafur. Dorrit Moussaieff, forsetafrú, stal senunni eins og henni einni er lagið þegar lögheimilisflutningur hennar var ræddur í fréttum. Heimilishundinn á Bessastöðum ætlar hún ekki að yfirgefa þótt lögheimili hennar sé í Bretlandi.
Veðrið er ekki svo með öllu illt Velkominn til samtímans! Geitungar eiga erfitt í ár, maður sér varla kvikindi. Geitungarnir fóru seint af stað í vor enda kalt í veðri. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, útskýrði kærkomna fjarveru geitunga í sumar.
Ég þarf samt ekkert að sitja á bekknum! Þótt þú sért lögga þá þarftu ekki að draga fólk eftir götunni. YouTube-hetjan Maggi Mix sendi kveðju til löggunnar sem handtók ölvaða konu og tók engum vettlingatökum á Laugaveginum.
Gleði, gleði, gleðiganga Þegar Borgarstjórinn er farinn að klæðast íslenska þjóðbúningnum (Gefa skít í hann) og mála sig, verður manni óglatt. Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson gerði allt vitlaust með ummælum sínum um Gay Pride.
Hvað er þá málið? Ég hef ekkert á móti þessari göngu, og ég hef ekkert á móti hommum og lesbíum. Gylfi fór síðan stríð við klámfengnar vindmyllur og sló hvergi af.
Styttist í efnahagsbatann Hann er kominn á einhver svakaleg sýklalyf þannig að þetta ætti nú að lagast brátt. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, útskýrði hvað varð til þess að Sigmundur Davíð fór á fund Obama í ósamstæðum skóm.
Það er móðgun við Íslandssöguna og alveg sérstaklega við Vestmannaeyinga sem minnast hryllingsins 16. til 18. júlí 1627, þegar allt líf á staðnum var lagt í rúst, hátt í 250 teknir fastir og tugir drepnir. Borgarstjórinn fyrrverandi, Ólafur F. Magnússon, hafði áhyggjur af fyrirhugaðri byggingu mosku í Reykjavík og setti hana í samhengi við Tyrkjaránið.
Eins og krókódíll Ég er ekki inni í skáp, en ég er með þykkan skráp. Hannes Hólmsteinn Gissurarson ræddi leikritið Maður að mínu skapi í Kastljósinu en fáum duldist að þar var Hannes hafður til fyrirmyndar aðalpersónunni.
Svikasilfur Þetta er klárlega ekki ólympíuandinn. Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, brást illa við fréttum um að silfurverðlaunapeningur handboltalandsliðsmanns væri til sölu.
Bragi Valdimar Skúlason Ég nenni ekki að vera með í þjóð sem handtekur Ómar Ragnarsson. Alþjóð tók andköf af hneykslan þegar lögreglan tók Ómar Ragnarsson fastan þar sem hann var að mótmæla vegaframkvæmdum í Gálgahrauni.
Hvernig endaði The Wire? Þetta hefur verið frábært samstarf, og að mörgu leyti einstakt. Það hefur verið byggt á hreinskilni, hreinskiptni, samræðu og samstöðu. Dagur B. Eggertsson mun sakna Jóns Gnarr.
Ég er í raun forviða, það hefði nú verið ódýrara hjá þessu fólki að hella einfaldlega brennivíni á lóðina. Sverrir Agnarsson, formaður félags Múslima, furðaði sig á undarlegum gjörningi andstæðinga moskubyggingar í Reykjavík sem lögðu svínshöfuð á lóðina þar sem fyrirhugað er að bænahúsið rísi.
Smáskilaboðaþóf Við viljum alls ekki að náttúruverndin komist að og við þurfum að standa vaktina. SMS-lekinn hjá Vodafone sýndi svo ekki verður um villst að Gunnar Bragi Sveinsson, nú utanríkisráðherra, heldur ekki fram hjá gildum Framsóknarflokksins.
Skelltu þessu á WikiLeaks maður! Kjósendur þínir verðskulda að vita fyrir hvaða upphæð þú seldir þig Hollywood og hvaða leyniákvæði leynast í samningnum. Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, og Birgitta Jónsdóttir þingpírati tókust á um þátt Birgittu í gerð kvikmyndar um WikiLeaks sem Assange finnur allt til foráttu.
Hefur fámenn þjóð efni á Herjólfi? Getur 320 þúsund manna þjóð verið með Þjóðleikhús sem tekur til sín 900 milljónir? Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hristi upp í umræðunni með vangaveltum um almenna getu íslensku þjóðarinnar.
* Heimild: AC Nielsen Capacent - sรถlutรถlur
32
stjörnukort
Helgin 27.-29. desember 2013
Stjörnurnar á himni ársins 2013 Fólk skein misskært á árinu sem er að líða og eins og vera ber skyggja alltaf einhverjir á aðra á stjörnuhimninum. Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson, hljómsveitin Of Monsters and Men, Baltasar Kormákur, Jón Gnarr og forseti vor, Ólafur Ragnar Grímsson slepptu ekki taki sínu á himnafestingunni og eru orðin sannkallaðar fastastjörnur í íslenska stjörnukerfinu þar sem er þó alltaf pláss fyrir nýstirni eins og til dæmis Þorstein B. Friðriksson hjá Plain Vanilla og hina spretthörðu Anítu Hinriksdóttur sem hljóp sig inn í hug og hjörtu landsmanna á árinu.
Bragi Valdimar og Brynja Þorgeirsdóttir Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason og sjónvarpskonan Brynja Þorgeirsdóttir slógu í gegn undir lok ársins með sjónvarpsþættinum Orðbragð. Fólk heldur vart vatni af hrifningu yfir skemmtilegri og líflegri nálgun þeirra á okkar ástkæra ylhýra og íslenskan er skyndilega orðin mál málanna á ný.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Forsætisráðherrann ungi kom, sá og sigraði á árinu með stórkarlalegum loforðum í kosningabaráttunni um að hamfletta hrægamma íslenskri millistétt til heilla. Þetta skilaði sér í stórum kosningasigri Framsóknarflokksins og fleytti formanninum í for forsætisráðuneytið. Fylgið dalaði á seinni hluta ársins þegar lítið fór fyrir efndum stóra loforðsins en Sigmundur Davíð bjargaði í horn með veglegri glærusýningu í Hörpu þar sem hann kynnti áform um skuldaniðurfellingar. Engum gömmum var þó lógað við það tækifæri.
Lars Lagerbäck Löngu niðurlægingartímabili í sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu lauk eftir að sá sænski Lars Lagerbäck tók við þjálfun liðsins. Liðið náði þeim sögulega áfanga að komast í umspil um keppnisrétt á HM í Brasilíu 2014. Þjóðin stóð á öndinni yfir beinum útsendingum frá umspilsleikjunum við Króatana. Eftir 0 – 0 jafntefli hér heima varð spennan nánast óbærileg en Króatarnir lögðu strákana okkar á heimavelli sínum. Draumurinn var því úti og þrátt fyrir ramakvein gat fólk ekki annað en glaðst yfir þessum ótrúlega árangri. Lars er orðinn einn af helstu ættleiddu sonum landsins og hefur verið ráðinn til þess að stýra liðinu tvö ár til viðbótar.
Þorstein B. Friðriksson Eftir alls kyns mót mótlæti, skakkaföll og vantrú íslenskra Þor fjárfesta lagði Þorsteinn og Plain Vanilla heiminn að fótum sér með spurningaleiknspurningaleikn um QuizUp sem hefur ratað í ótal snjallsíma um allan heim.
Steinar Baldursson Tónlistarmaðurinn Steinar Baldursson, eða Steinar eins og hann kallar sig. Átján ára drengur úr Grafarvoginum sem kom sá og sigraði með laginu Up.
Benedikt Erlingsson Benedikt þreytti frumraun sína sem kvikmyndaleik kvikmyndaleikstjóri með Hross í oss. Myndin hefur gert mikla lukku á kvik kvikmyndahátíðum erlendis og á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni var Benedikt verðlaunaður sem besti nýi leikstjórinn.
Ragnar Kjartansson Listamaðurinn fjölhæfi sýndi úrtöluliðinu, sem talar um listafólk sem lattélepjandi landeyður, heldur betur fingurinn þegar hann seldi öll sex eintökin af verki sínu The Vistiors fyrir hátt í 90 milljónir króna.
Aníta Hinriksdóttir Aníta Hinriksdóttir varð í heimsmeistari í 800 metra hlaupi á heimsheims meistaramóti 17 ára og yngri á árinu og er fyrsti Íslendingur Íslendingurinn sem verður heimsmeistari í frjálsum íþróttum. Aníta hefur að vonum vakið athygli og aðdáun víða fyrir afrek sín á hlaupabrautinni og er rétt að byrja.
Kaleo Strákarnir og Mosfellingarnir Jökull Júlíusson, Daníel Ægir KristjánsKristjáns son, Davíð Antonsson og Rubin Pollock, í hljómsveitinni Kaleo tóku tónlistarsumarið með trompi með sinni útgáfu af hinu fornfræga dægurlagi Vor í Vaglaskógi. VinsældVinsæld unum fylgdu þeir svo eftir með sinni fyrstu breiðskífu.
Ólafur Þór Hauksson Saksóknarinn sérstaki, Ólafur Þór, hefur átt undir högg að sækja. Fjárframlög til embættis hans hafa verið skert og reiður almenningur hefur amast við því að lítill árangur hafi sést af störfum hans. Almenningsálitið snar snarsnerist honum í vil undir lok ársins þegar hann fékk Kaupþingsmennina fyrrverandi, Hreiðar Má Sigurðsson, Sigurð Einarsson, Magnús Guðmunds Guðmundsson og Ólaf Ólafsson, dæmda fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í Al-Thani málinu.
Gísli Marteinn Baldursson Gísli Marteinn hefur vaxið mjög af störfum sínum í borgar borgarstjórn. Svo mjög að þegar hann ákvað að hætta, þrátt fyrir almennar vinvin sældir, lýstu meira að segja pólitískir andstæðingar hans því yfir að þeir sæu eftir honum. Gísli er nú kominn aftur á sinn gamla stað hjá RÚV og stýrir morgunþætti á sunnudögum. Ódeigur og kátur að vanda.
Birgitta Jónsdóttir Píratinn Birgitta skipaði veiga veigamikinn sess í Hollywoodmyndinni The Fifth Estate sem fjallar um stofnun WikiLeaks. Hún gaf ráð við handritsgerðina og persóna hennar fékk veigamikinn
sess í sögunni sem Julian Assagne segir að sé þvæla. Myndin floppaði en Birgitta okkar hefur óneitanlega náð lengst íslenskra þingmanna í kvikmyndabransanum.
Guðni Ágústsson Gæslumaður íslenska rjómans situr á friðarstóli eftir að hann hætti í stjórnmálstjórnmál um. Hann gaf út bókina Guðni – Léttur í lund fyrir jólin og skaust á topp einhverra sölulista með gamansögum sínum. Ráðherrarnir fyrr fyrrverandi, Steingrímur J. SigfúsSigfús son og Össur SkarphéðinsSkarphéðins son, komust ekki með tærnar þar sem Guðni var með hælanna með pólitískum uppgjörsbókum sínum. Og eins og Guðni sjálfur segir, þá skildi hann þá eftir í rykmekki þegar hann spólaði upp sölulistana.
Darri Ingólfsson Vegur Darra Ingólfssonar leikara fer heldur betur vaxandi en á árinu lék hann í síðustu þáttaröðinni um raðmorðingjann Dexter. Skilaði þar snældubilsnældubil uðum morðingja og erkifjanda Dexters í þessari umferð með miklum stæl.
Jón Gnarr Borgarstjórinn hélt áfram að heilla alþjóð og ná athygli út fyrir landsteinana með ákafri og einlægri mannréttindamannréttinda baráttu sinni. Hann ákvað svo að hætta á toppnum og uppskar mikið lof fyrir að halda sínu striki og láta ekki valdið spilla sér. Sjálfsagt er það einsdæmi að borgarstjóri ákveði að gefa ekki kost á sér áfram þegar fylgi flokks hans mælist í sögulegu hámarki.
Framhald á næstu opnu
Fyrirtækja dagar MacPro Verð frá: 549.990.Erum byrjaðir að taka niður pantanir www.epli.is/macpro Allt að 64GB innra minni Allt að 6GB skjákort Allt að 12 kjarna 2,7GHz
iPhone Verð frá: 67.890.-
MacBook Pro Retina 15”
MacBook Pro með Retina skjá er tilvalin fartölva fyrir atvinnumenn og þá sem vilja alvöru hraða í nettri og léttri hönnun
Verð frá: 379.990.-
Smáralind Opið 27. des 11-19 | 28. des 11-18 | 29. des 13-18 30. des 11-19 | 31. des 11-13
iMac
Þegar talað er um byltingu í tækni og hönnun þá er bara um eitt að ræða, nýja iMac frá Apple.
Verð frá: 249.990.-
Mac mini
Nett og falleg tölva með öflugum örgjörva og stórum disk. Margir tengimöguleikar.
Verð frá: 134.990.-
Laugavegi 182 Opið 27. des 11-18 | 28. des 12-16 | 29. des Lokað 30. des 10-18 | 31. des 10-13
34
stjörnukort
Helgin 27.-29. desember 2013
Stjörnurnar á himni ársins 2013 Baltasar Kormákur Baltasar hélt áfram að gera það gott í Hollywood. Nú með spennumyndinni 2 Guns, með þeim Mark Wahlberg og Denzel Washington í aðalhlutverkum. Vinsældir myndarinnar hafa gulltryggt að Baltasar eru flestir vegir færir í Hollywood og spennandi verkefni hrúgast upp hjá honum.
Ólafur Darri Ólafur Darri Ólafsson heldur áfram að rokka. Hann setur sterkan svip á myndina The Secret Life of Walter Mitty og leikstjóri myndarinnar, Ben Stiller, hefur ausið leikarann lofi. Þá lék Ólafur Darri í HBO-þáttaröðinni True Detective á árinu. Matthew McConaughey og Woody Harrelson fara með aðalhlutverkin í þáttum sem verða sýndir á næsta ári og munu án efa bera hróður Ólafs Darra enn víðar.
Of Monsters and Men
Ólafur Ragnar Grímsson
Þessi dáða hljóm hljómsveit hélt áfram að heilla heimsbyggðina og á meðal annars lag í The Secret Life of Walter Mitty. Þau luku tónleikaferðalagi sínu um heiminn á árinu og eru komin heim til þess að búa til nýja plötu þannig að frekari sigrar eru vart langt undan.
Forsetinn varð að sannkallaðri þjóð þjóðhetju þegar EFTA-dómstóllinn sýknaði Íslendinga í Icesave-deilunni. Ólafur Ragnar hélt svo áfram út árið við að leika við hvern sinn fingur í sviðsljósi innlendra og erlendra fjölmiðla og gæti sjálfsagt setið eins lengi á Bessastöðum og hann kærir sig um. Ólafur er ósigrandi og „you ain´t seen nothing yet!“
Vilborg Arna Gissurardóttir Útivistar Útivistarkonan Vilborg Arna komst á Suðurpóinn í byrjun ársins og er þegar komin á fleygiferð aftur og leggur hvern stórtindinn að baki sér.
Stjörnuhröp 2013 Gylfi Ægisson
Vodafone
Hinn elskaði, dáði og krúttlegi tónlistarmaður Gylfi Ægisson er heillum horfinn eftir að hann fór hamförum í baráttu sinni gegn meintri klámvæðingu í Gleðigöngunni. Æsingurinn í Gylfa fékk ekki mikinn hljómgrunn í byrjun en hann fílefldist við allt mótlæti og stóð uppi eins og þráhyggjusjúkur maður í stríði við litríkar og lífsglaðar vindmyllur.
Fjarskiptafyrirtækið fékk heldur betur á baukinn í lok nóvember þegar tyrkneskur hakkari braust inn í gagnasöfn fyrirtækisins og náði þaðan ótal lykilorðum, SMS-sendingum fólks og viðkvæmum upplýsingum. Allt heila klabbið var gert opinbert og almenningur trylltist út í símafyrirtækið sem þótti ekki bregðast mjög vel við í vörninni.
Stjörnur ársins 2012 Baltasar Kormákur Steindi Jr. Stefán Karl Stefánsson Þrándur Þórarinsson Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff Hildur Lilliendahl Hanna Birna Kristjánsdóttir Árni Páll Árnason Ásgeir Trausti Ólafur Darri Annie Mist Jón Gnarr Of Monsters and Men Óskar Þór Axelsson Valur Freyr Einarsson og Ilmur Stefánsdóttir Damon Younger Katrín Jónsdóttir Sóley Stefánsdóttir Ingibjörg Reynisdóttir Gréta Salóme Elva Dögg Jón Margeir Sverrisson
öggva t svo
runum í
36
viðhorf
Helgin 27.-29. desember 2013
GLEÐILEGT Hratt flýgur stund
órmeist53 í keppni r og efniFriðriki anishin g nöfn úr ðu með einmitt ömlu furstans? Jú, samkvæmt ngi í lét hann hálshöggva di afar vel manninn og hélt svo ékklandi. u. Stórmeisturum skákað. Hjörvar steinn, Bragi og Jón Viktor efstir á Friðrikskaði stórmeisturunum í kkonurnnum mótinu í Landsbankanum. m, sem HELGARPISTILL afsson, fyrsti stórmeistbankinn ga, fór á kostum í keppni amt istara við ungar og efniÍ liði ðonur. einn af með Friðriki
skák
ÁR
E
skákþrautin rnar Hort, Romanishin , allt kunnugleg nöfn úr ru i, ogátta þeir sigruðu með Hvítur hefur byggt rðlaunas mun. Það var einmitt refstir sem tryggði og gömlu upp sóknarstöðu sigur með vinningi í nnsson, erð. Friðrik tefldi afar og vel nú kemur unnarsem fram fór í Tékklandi. Stórmeisturum skákað. Hjörvar steinn, Bragi og Jón Viktor efstir á Friðriksðiglímdu hannvið skákkonurnlokahnykkurinn. mótinu í Landsbankanum. Landsbankanum, sem g er verðDi Paolo hafði Íslands. Landsbankinn . ið að mótinu ásamt hvítt er Friðriksmótið einn af gegn Olivier. skákþrautin gt? Jú, rsins. 1. Hexf6! Hxf6 gmargir í þeim hópi voru átta Hvítur hefur byggt ra komst þó á verðlauna2.Hxf6 1-0 (2.... kgyðjbæjar. Þrír urðu efstir og upp sóknarstöðu – af nir Bragi Þorfinnsson, gxf6 3.Dxh6+ Kg8 og nú kemur m Jón tíðina og Viktor Gunnarsum, enda rúllaði hann 4.Bc4+) lokahnykkurinn. Verdi, rum og er verðnnu.á mótinu Sú Di Paolo hafði hraðskák 2012. n skákGóða (skák)helgi! onna... hvítt gegn Olivier. ates sameiginlegt? Jú, 1. Hexf6! Hxf6 kák, einsog svo margir 2.Hxf6 1-0 (2.... i. Liðsmenn skákgyðjúr öllum áttum – af gxf6 3.Dxh6+ Kg8 mönnum gegnum tíðina 4.Bc4+) chill, Einstein, Verdi, ietrich og Madonnu. Sú ð segja sérstakan skákGóða (skák)helgi!
ár
t ár
ð líða
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is
ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA
m er að líða
Teikning/Hari
Dalvegur 22 22 · sími 2700 Dalvegur · sími515 515 2700 www.teitur.is · info@teitur.is www.teitur.is · info@teitur.is
E
nn eitt árið er að líða og nýtt að ganga í garð. Í seinni tíð finnst mér árin líða mun hraðar en þau gerðu áður, það hafi nánast verið í fyrradag sem við héldum jól og áramót hátíðleg þar sem saman runnu árin 2012 og 2013 en dagatalið lýgur ekki, árið 2014 gengur í garð á miðvikudaginn. Satt best að segja finnst mér alls ekki langt síðan árið 2000 heilsaði okkur en börn sem fæddust það ár ganga víst til prestsins í vetur og verða fermd í vor, komast í fullorðinna manna tölu, eins og sagt var í mínu ungdæmi. Mér finnst heldur ekki langt síðan það ungdæmi var en vera kann að það finnist öðrum, vinnufélögum til dæmis sem yngri eru en ég, börnum mínum og tengdabörnum, svo ekki sé minnst á blessuð barnabörnin. Þau er samt ekkert að pæla í því. Afi er bara afi og hefur að þeirra mati verið til jafn lengi og Grýla og Leppalúði. Samt hefur svo ótalmargt breyst á ekki lengri tíma en mínu æviskeiði – sem reyndar er talsvert styttra en æviskeið félaga Leppalúða. Götur voru ekki malbikaðar þegar ég var að alast upp í Reykjavík, að minnsta kosti ekki í mínu hverfi, og enn síður í nágrannasveitarfélaginu Kópavogi sem síðar varð okkar staður þar sem við hjónin ólum okkar börn upp. Þá var hitaveita ekki í húsinu heima heldur olíukynding. Olíubíllinn kom reglulega og fyllti á tanka sem voru við hvert hús. Það gerði skafarinn líka, apparat sem formlega heitir veghefill. Hann skóf malargöturnar svo pabbarnir kæmust klakklaust heim á bílum sínum, það er að segja þeir sem áttu slíkt tæki. Það var fátíðara að konur keyrðu – mamma gerði það þó. Krakkaskarinn elti skafarann síðan langar leiðir og hrópaði saman í kór: skafarinn, skafarinn, svo enn fleiri krakkar bættust í hópinn. Það getur ekki hafa verið þægilegt fyrir vesalings veghefilsstjórana að hafa allan hópinn á eftir sér og þurfa að gæta þess að enginn yrði undir þungri vinnuvélinni í látunum. Við veltum slíku ekki fyrir okkur, það var svo gaman að elta skafarann. Sama átti við um strætóbílstjórana. Það var sport þá, aflagt sem betur fer, að teika, hanga aftan í bílum í snjó og hálku. Uppátækið var stórhættulegt en engu að síður stundað – og gat endað illa. Stundum voru bílar fjölskyldufeðranna teikaðir þar til kallarnir slepptu sér, stoppuðu snarlega og hrópuðu á teikarana sem
forðuðu sér á hlaupum og bölvuðu afskiptasemi hinna fullorðnu. Fjölskyldufeðurnir voru samt bara að bjarga lífi og limum ungviðisins en það gerði sér ekki grein fyrir því þá – þótt svo yrði síðar. Það gat nefnilega verið spennandi að teika og strætó var náttúrlega lokatakmarkið. Það var betra að fela sig á bak við svo stórt ökutæki – og eftir því hættulegra. Saltaðar götur samtímans koma í veg fyrir þessa háttsemi. Þetta sport er löngu aflagt – og verður ekki nógsamlega þakkað. Í raun var þessi leikur – athæfi öllu heldur – hrein sturlun. Við stóðum líka í vegkantinum þegar stórir, grænir tíuhjólatrukkar bandaríska hersins óku hjá. Það gerðum við í þeirri von að þeir hentu út tyggjópakka á Réttarholtsveginum. Stundum borgaði biðin sig – og best var ef það var kúlutyggjó. Bragðið var dásamlegt og bleikar blöðrur flettust yfir munn og nef þegar vel tókst til við blásturinn. Gulu Jucy Fruit pakkarnir voru svo sem ekkert slor heldur, slæddust þeir út um bílglugga varnarliðsmannanna. Verst var hve banana- og ananasbragð tyggjóplatnanna entist stutt. Sögu sem þessa reynir maður ekki að segja, enda ólíklegt að barnabörnin geti sett sig inn í þennan horfna heim, þegar fastir nammidagar eru í hverri viku og kósíkvöld fyrir framan sjónvarpið. Ekki er heldur víst að sömu börn átti sig á sleðagötum æskudaga ömmu og afa. Saltið og gríðarleg aukning bílaumferðar gekk af þeim dauðum. Þá var umferð ekki meiri en svo að fært þótti að loka götum í íbúðahverfum, það er að segja botnlöngum sem buðu upp á nægilegan brekku svo sleðar rynnu bærilega. Þangað leitaði öll barnahersingin með skíðasleða sem ekki sjást lengur, hvorki í verslunum né á götum úti. Þegar best lét kræktum við sleðunum saman og brunuðum sem lest niður götuna í þeirri von að allt héngi saman. Það var ekki gefið en það jók bara á ánægjuna að kútveltast hvert um annað ef beygjan varð of kröpp. Nú er hending ef maður sér krakka úti að leika sér. Þeir eru flestir innandyra gónandi á tölvu- eða sjónvarpsskjái, fölir á vanga. Mín kynslóð lék sér meira úti á bernskudögum en æska samtímans, það fullyrði ég, án þess að segja að allt hafi verið betra þá, það er fjarri lagi. Við höfum það almennt miklu betra núna, framfarirnar hafa verið ótrúlegar þótt aðeins hafi komið bakslag í rekstur þjóðarbúsins fyrir fimm árum. Enginn efi er á því að við rífum okkur upp úr þeirri lægð – og erum raunar komin vel á veg með það. Að öllu forfallalausu eru því bjartir tímar fram undan, þegar við horfum til komandi árs, 2014. Það er því ástæða til að þakka fyrir árið 2013 sem senn líður í aldanna skaut og aldrei kemur til baka – eins og menn syngja tárvotir á gamlárskvöld þegar þeir hafa fengið sér örlítið í tána – og fagna því að fá ný tækifæri á því ári sem við tekur. Gangið samt hægt um gleðinnar dyr, það er svo erfitt að vera timbraður á nýársdag þegar forsetinn flytur nýársávarp sitt. Gleðilegt ár.
38
tíska
Helgin 27.-29. desember 2013 KYNNING
Áramótaförðun YSL 2013 Andlit: Top Secrets BB krem er notað sem undirfarði, með því móti sparast farðinn. Nýjasti farði YSL, Youth liberator serumfarðinn, er borinn á með farðapensli yfir BB kremið. Farðinn vinnur á 6 einkennum öldrunar, gefur fallegan ljóma og fyllir vel upp í opnar húðholur og línur. Farðann má byggja upp, þ.e. hægt er að hafa hann léttan og náttúrulegan, einnig má setja meira og fá mikla, flotta þekju. Touche éclat töfrapenninn er settur í kringum augu og unninn út á kinnbeinin. Til að draga úr línum í andliti og skerpa varir má einnig nota töfrapennann og vinna hann vel saman við farðann. Að lokum er matt sólarpúður nr. 30 sett undir kinnbein og kjálkabein til að móta vel andlitsdrætti og kremkinnalitur nr. 8 settur á kinnar. Augu: Touche éclat myndar góðan farðagrunn fyrir augnskugga og því sérstaklega gott að nota hann á augnlokin. Fimm skugga palletta nr. 11 er notuð á augun, skuggarnir eru í djúpum og dökkum litum með glimmeri til að auka á glamúrinn. Fyrst er svartur augnblýantur notaður yfir allt neðra augnlok, hann unninn og augnskuggar settir yfir. Ljósasti liturinn er notaður yfir allt augnlok alveg upp að augabrúnum. Dökkgræni liturinn er settur yfir augnblýantinn á neðra augnlok og unninn aðeins upp til þess að mýkja línuna, dekksti liturinn er að lokum notaður á augnlok við ytri augnkróka, þá fæst mikil og flott skygging. Dökkfjólublái liturinn er settur í kringum augu og Shocking eyeliner settur við augnhár á efri augnlok og tekinn vel upp við ytri augnkrók. Að lokum er Mascara Effet faux Cils noir radical maskari settur á augnhár sem er mjög þykkjandi, lengjandi og gefur dramatískt augnaráð. Varir: Touche éclat myndar góðan grunn fyrir varaliti og því upplagt að nota hann yfir varirnar og í kringum þær. Varablýantur nr. 21 er notaður til þess að skerpa og skyggja varirnar, hann er settur í varalínuna og síðan unninn inn á varirnar. Rouge Pur Couture dökkfjólublár varalitur nr. 54 er að lokum borinn á varir til þess að fullkomna dramatíska áramótaförðunina.
Kjóll á 15.900 kr. Stærð 36 - 46
Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á
síðuna okkar
Nýr og ferskur förðunarskóli Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi
Förðun: Helma Þorsteinsdóttir Ljósm.: Ragnheiður Arngrímsdóttir
Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16
Eva Dögg Sigurgeirsdóttir segir að í desember eigi konur að leyfa sér að vera í gulli, silfri, bronsi, pallíettum og jafnvel fjöðrum og orðatiltækið „less is more“ gildi ekki.
- Smokeynámskeið - Almenn förðun - Endurmenntun fyrir fagfólk
Förðun: Hildigunnur Erna Gísladóttir Ljósm.: Ragnheiður Arngrímsdóttir
- Tískuförðun
grunnnámskeið 3 vikur Engin próf - metnaðarfull verkefni. Tilvalið fyrir hárgreiðslufólk, leikara, dansara og ljósmyndara. Einstaklingsmiðuð kennsla, hámark 8 nemendur.
Innritun hafin! Upplýsingar:
skoli@nnmakeupschool.is www.nnmakeupschool.is f./nnmakeupschool
Förðun: Steinunn Ósk Brynjarsdóttir Ljósm.: Ragnheiður Arngrímsdóttir
Kennarar: Kristín Stefánsdóttir, snyrti- og förðunarmeistari höfundur bókarinnar Förðun, skref fyrir skref Ástrós Erla Benediktsdóttir, förðunarmeistari, skólastjóri
Eigum að leyfa okkur að vera prinsessur
Í
desember er það gull, silfur, brons, pallíettur, fjaðrir og „gatsby“ stemning sem gildir og allir leyfa sér að vera fínir,“ segir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, höfundur Tískubókarinnar, sem kom út fyrir þessi jól. „Ég ætlaði upprunalega að læra ljósmyndun þegar ég fór til Bandaríkjanna árið 1992 en svo endaði með að ég fór í tískunám. Það er svo gaman að hjálpa konum og sjá þær fara glaðar úr búðinni en ég hef verið að vinna í tískubransanum frá því að ég var unglingur. Við megum alveg leyfa okkur að vera prinsessur og þó ég sé alveg fylgjandi „less is more“ þá gildir „more is better“ í desember,“ segir Eva Dögg. „Ég vil hvetja konur til að vera þær sjálfar en nýta sér tískuna til að vera besta útgáfan af sér,“ segir Eva Dögg. „Ég var oft beðin um ráð og ég ákvað að safna ráðunum mínum í eina bók og byrjaði á því í fyrravor,“ segir Eva Dögg. Hún segir að heilmikil vinna hafi verið bak við bókina og ákveðin áskorun að fara í markaðssetningu á sjálfum sér. Hún segist hafi verið með mikið efni og hafi þurft að velja úr í bókina. „Ég vil ekki breyta fólki en vil hjálpa
konum að ná að þekkja sinn stíl. Ég held að konur geti nýtt betur þau föt sem þær eiga með því að klæða þau upp eða niður og vil gefa þeim hugmyndir um hvað er hægt að gera. Ef kona er örugg og veit að hún á föt sem klæða hana og kann að setja hluti saman þá kemur sjálfstraustið. Alveg sama hvort að hún hefur átt flíkina í tíu ár eða ekki og alveg sama í hvaða búð hún hefur keypt það,“ segir Eva Dögg. Segir hún að íslenskar konur standi sig almennt vel með tilliti til klæðaburðar en henni finnst yngri kynslóðin sérstaklega örugg með sig. „Ungar konur eru mjög meðvitaðar um hvað þær vilja,“ segir Eva Dögg sem hefur alla tíð haft ánægju af því að gleðja fólk og sérstaklega konur frá því að hún vann í tískubúðum. „Það er svo gaman að hjálpa og sjá konur fara glaðar þegar þær hafa fundið föt eða samsetningu sem fer þeim sérstaklega vel,“ segir Eva. Desembermánuður er sérstaklega í uppáhaldi hjá Evu Dögg en þá er það glamúr og glæsileiki sem ríkir. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is
NÝTT
BB
Skin Perfecting Cream
sólvarnarstuðull (SPF) 25 Endurnærir. Verndar. Fullkomnar.
Einstaklega falleg húð. Andlitsfarði sem býr yfir ákjósanlegustu kostum húðumhirðuvöru, samsetning þess allra besta og virkasta sem Clarins hefur upp á að bjóða. Rétt eins og húðin sé sveipuð undurfínni silkislæðu laðar þessi létti og þægilegi farði fram náttúrulega fegurð um leið og hann kemur í veg fyrir að misfellur og þreytulegt yfirbragð sjáist. Á einu augnabliki verður litarháttur húðarinnar fullkominn en á sama tíma fær húðin bæði nauðsynlega næringu og vernd, þökk sé orkugefandi þykkni úr kívíávextinum* og öflugri sólarvörninni. Háþróuð förðunarvara og árangurinn verður einstaklega falleg húð. Clarins er í 1. sæti þegar kemur að lúxushúðsnyrtivörum á Evrópumarkaði**. *In vitro prófað. **Heimild: European Forecasts
myndagáta Helgin 27.-29. desember 2013 ferðamannaflóðbylgjan skall á landið þetta árið með tilheyrandi uppgripum og atvinnu.
40
VERÐLAUNAMYNDAGÁTA
Ekki er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum, sem dæmi a og á, i og í Ekki néer ygerður oggreinarmunur ý. á grönnum og breiðum sérhljóðum.
Lausn verðlaunamyndagátunnar má senda með tölvupósti á ritstjorn@frettatiminn.is til hádegis, fimmtudaginn 2. janúar. Dregið verður úr réttum lausnum. Vinningshafi fær máltíð á veitingastaðnum SuShiSamba fyrir 10.000 krónur. Lausn myndagátunnar verður birt í fyrsta tölublaðið Fréttatímans á nýju ári, föstudaginn 3. janúar.
Bætt þjónusta Þann 5. janúar 2014 tekur ný vetraráætlun gildi og helstu breytingar eru eftirfarandi: •
Leið 6 breytir til um kvöld og helgar og ekur frá Staðarhverfi að Háholti og til baka með viðkomu á tveimur nýjum biðstöðvum á Korpúlfsstaðavegi í stað þess að fara um Grafarholt.
•
Leið 18 mun aka lengra inn í Úlfarsárdal, alla leið að Skyggnisbraut, hættir að aka að Háholti en fer þess í stað eftir Borgavegi að Spönginni.
•
Leið 26 mun aka lengra inn í hverfið í Úlfarsárdal, alla leið að Skyggnisbraut.
Auk þessa höfum við lagfært tímasetningar á mörgum leiðum samkvæmt ábendingum farþega og vagnstjóra og breytt nokkrum biðstöðvum.
Þú finnur nánari upplýsingar um breytta áætlun á vef okkar undir www.straeto.is/2014
42
matur & vín
Helgin 27.-29. desember 2013
vín vikunnar
Skál fyrir nýju ári! Áramótin eru tími til að skála og langflestir kjósa að skála í freyðivíni, enda er það afar hátíðlegt. Þurrt freyðivín eða kampavín er kannski ekki allra á meðan aðrir geta ekki komist niður í hálft glas af sætu freyðivíni. Þá er hreint ekki svo vitlaust að prófa Codorniu sem er þarna mitt á milli. Codorniu er á góðu verði og getur ekki klikkað sem fordrykkur eða til að skála fyrir nýju ári. Codorniu Clasico Semi Sec Gerð: Freyðivín.
Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson
Uppruni: Spánn. Styrkleiki: 11,5%
ritstjorn@frettatiminn.is
Verð í Vínbúðunum: 1.999 kr. (750 ml)
Heilsan á nýju ári
Fréttatíminn gefur út sérblað um HEILSU föstudaginn 3.janúar 2014. Ef þú hefur áhuga á að kynna starfsemi þína eða kaupa auglýsingu í þessu spennandi blaði hafðu þá samband við auglýsingadeild Fréttatímans auglysingar@frettatiminn.is eða í síma 531-3310.
Einungis vín frá héraðinu Champagne í Frakklandi mega bera nafnið kampavín, eða öllu heldur „Champagne“. Vín þessarar gerðar eru þó framleidd víðar í heiminum en mega þá aðeins bera merkinguna Méthode Champenoise, eða kampavínsaðferðin, og við köllum þau einfaldlega freyðivín. Þótt vínið sé ljósgyllt eru rauðar þrúgur notaðar í framleiðsluna. Safanum er haldið tærum með því að pressa berin varlega og án þess að merja hýðið. Þær þrjár þrúgur sem notaðar eru við gerð kampavíns eru hvítvínsþrúgan Chardonnay og rauðvínsþrúgurnar Pinot Noir og Pinot Meunier. Þessi kampavín eru góður þverskurður af því úrvali sem okkur býðst hér á landi. Veuve Clicquot Ponsardin Rose er sérstaklega athyglisvert því það er bleikt kampavín. Og fyrir utan að vera skemmtilegt á litinn er það jafnvel enn þurrara en ljósu bræður þess.
HELGARBLAÐ
Moet & Chandon Brut Imperial
Taittinger Brut Reserve Gerð:
Veuve Clicquot Ponsardin Rose
Gerð:
Kampavín.
Gerð:
Kampavín.
Uppruni:
Kampavín.
Uppruni:
Frakkland.
Uppruni:
Frakkland.
Styrkleiki:
Frakkland.
Styrkleiki:
12%
Styrkleiki:
12%
Verð í Vín-
12,5%
Verð í Vín-
búðunum:
Verð í
búðunum:
5.989 kr. (750 ml)
Vínbúð-
7.399 kr. (750 ml)
HELGARBLAÐ
Um jól og áramót Pottagaldrar PIS
HELGARBLAÐ
ÓKEYPIS
Þó aðeins vín frá héraðinu Champagne megi kallast kampavín þýðir það ekki að ekki sé hægt að fá góð vín annars staðar frá. Staðreyndin er sú að bæði í öðrum héruðum í Frakklandi, á Spáni, Ítalíu og víðar eru framleidd frábær vín. Freyðivín frá öðrum héruðum í Frakklandi kallast Cremat, þau spænsku kallast Cava og þau ítölsku Prosecco.
Gancia Prosecco Brut Gerð:
Freyðivín. Uppruni:
kr. (750 ml)
Ítalía.
Bailly Lapierre Reserve Brut Cremant de Bourgogne
Freyðivín.
Gerð:
Uppruni:
YPIS
ÓKEY
PIS
YPIS
ÓKEY
PIS
YPIS
ÓKEY
PIS
YPIS
PIS ÓKEY
ÓK EY PI
Gerð:
Freyðivín.
Spánn.
11,5%
Uppruni:
Styrkleiki:
Verð í Vín-
Frakkland.
11,5%
búðunum:
Styrkleiki:
Verð í
12%
Vínbúð-
Verð í Vín-
unum: 2.165
búðunum:
PIS
Castillo Perelada Brut Reserva
Styrkleiki:
1.899 kr. (750 ml)
HELGARBLAÐ
ÓKEY
unum: 8.999
Freyðivín
ÓKEYPIS
ÓKEY
Kampavín
kr. (750 ml)
2.298 kr. (750 ml)
S
HELGARBLAÐ
ÓK EY PIS
Sæt freyðivín Flokkur ódýrra freyðivína sem þjónar öðrum tilgangi en vínin hér að ofan. Þau eru léttari til drykkju og oft alkóhólminni en þurru frændur þeirra. Vín þessi henta vel sem fallegur drykkur til að skála í.
Kryddin frá okkur eru ómissandi í matreiðsluna allt ári ÁN AUKAEFNA • ÁN MSG • ÁN SÍLÍKON DÍOXÍÐS
Tosti Asti
Fresita
Gerð:
Gerð:
Santero Moscato
Freyðivín.
Freyðivín.
Gerð:
Uppruni:
Uppruni:
Freyðivín. Uppruni:
Ítalía.
Chile.
Styrkleiki:
Styrkleiki:
Ítalía.
7,5%
8%
Styrkleiki:
Verð í Vín-
Verð í Vín-
6,5%
búðunum:
búðunum:
Verð í
1.499 kr. (750 ml)
1.499 kr. (750 ml)
Vínbúðunum: 1.099 kr. (750 ml)
44
sjónvarp
Helgin 27.-29. desember 2013
Föstudagur 27. desember
Föstudagur RÚV
15.05 Leynilíf Walters Mittys Frumgerð myndarinnar um Walter Mitty frá árinu 1947. Meðal leikenda eru Danny Kaye, Virginia Mayo og Boris Karloff.
21:45 The Man With the Iron Fists Spennumynd með Russell Crowe, RZA, Cung Le, Lucy Liu, Byron Mann, Rick Yune o.fl.
Laugardagur
20:20 Pitch Perfect Mynd þar sem tónlistin er í aðalhlutverki. Myndin fjallar um háskólastelpur sem taka þátt í söngkeppni þar sem ekkert er gefið eftir. allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
22:00 The Client List (9:10) Spennandi þættir með Jennifer Love Hewitt
Sunnudagur
20.10 Orðbragð (6:6) Í lokaþættinum er meðal annars fjallað um óbærilega flókið stofnanamál, úrelta bókstafi
22:00 The Guilty - LOKAÞÁTTUR Vönduð bresk þriggja þátta sería um ungan dreng sem hverfur árið 2008 en finnst svo fimm árum síðar.
07.00 Morgunstundin okkar/Kóala bræður/Litla prinsessan/Sveitasæla /Þetta er ég /Þakbúarnir/Skotta skrímsli /Poppý kisukló/Með afa í vasanum/Hrúturinn Hreinn of félagar í jólaskapi/Töfrahnötturinn /Mærin Mæja/Úmísúmí/Franklín/Babar/ Undraveröld Gúnda/Gamli og nýi jólasveinninn hittast/Kafað í djúpin / Draugafélagar 12.00 Pabbabúðir e. 13.25 Justin Bieber e. 15.10 Áramótamót Hljómskálans e. 15.55 Óaðskiljanlegir e. 17.50 Jólasveinarnir í Dimmuborgum 18.10 Táknmálsfréttir 18.20 Hrúturinn Hreinn 18.28 Hrúturinn Hreinn 18.30 Camila Plum í hátíðarskapi e. 19.00 Fréttir og Veðurfréttir 19.30 Íþróttir 19.40 30 ára afmælishátíð FTT (1:3) 20.30 Billy Elliot Ellefu ára strák sem nýtur sín engan veginn í hnefaleikum með hinum strákunum en er bráðefnilegur ballettdansari. Bresk bíómynd frá 2000 sem gerist í námabæ á Norður-Englandi 1984. 22.20 Karlar sem hata konur 00.55 Undir fögru skinni Ekki við hæfi ungra barna. e. 02.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
STÖÐ 2
Laugardagur 28. desember RÚV
07.00 Morgunstundin okkar/Smælki/ 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:10 Malcolm In The Middle (10/22) Háværa ljónið Urri/Teitur /Múmínálfarnir/Hopp og hí Sessamí /Um hvað 08:35 Ellen (71/170) snýst þetta allt? /Sebbi /Friðþjófur 09:20 Bold and the Beautiful forvitni /Úmísúmí/Paddi og Steinn/ 09:40 Doctors (164/175) Abba-labba-lá /Paddi og Steinn/ 10:20 Harry's Law (5/22) Kung Fu Panda/Teiknum dýrin /Robbi 11:05 Drop Dead Diva (11/13) og Skrímsli/Sænskt vandamál Jóla11:50 Dallas sveinsins/Stundin okkar 12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur 10.45 Ofvitinn e. 13:00 Mistresses (7/13) 12.20 Orðbragð (5:6) e. 13:45 Night at the Museum fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 12.50 30 ára afmælishátíð FTT. e. 15:40 Skógardýrið Húgó 13.40 Aska e. 16:00 Waybuloo 14.35 Á götunni (6:8) 16:25 Ellen (108/170) 15.05 Leynilíf Walters Mittys. e. 17:10 Bold and the Beautiful 16.50 Mótorsystur 17:32 Nágrannar 4 5 17.10 Sveitasæla (5:20) 17:57 Simpson-fjölskyldan (15/22) 17.20 Grettir (10:52) 18:23 Veður 17.33 Verðlaunafé (6:21) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17.35 Vasaljós (6:10) 18:47 Íþróttir 18.00 Táknmálsfréttir 18:54 Ísland í dag 18.10 Skólaklíkur (2:20) 19:21 Veður 18.54 Lottó 19:30 The Simpsons 19.00 Fréttir 19:55 Parental Guidance Gamanmynd með Billy Crystal o.fl. Artie 19.20 Veðurfréttir 19.30 Íþróttamaður ársins 2013 og Diane samþykkja að passa 20.35 Vertu viss (8:8) barnabörnin sín þrjú þegar 21.30 30 ára afmælishátíð FTT foreldrarnir þurfa að bregða sér 22.20 Kóngaglenna Dönsk af bæ vegna vinnu. stórmynd frá árinu 2012 og í 21:45 The Man With the Iron Fists aðalhlutverkum eru Mads Mikk23:20 Project X elsen, Alicia Vikander og Mikkel 00:45 Tree of Life Boe Følsgaard og leikstjóri er 03:00 The Adjustment Bureau Nikolaj Arcel. 04:45 Night at the Museum 00.35 Ökuþór e. 02.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
STÖÐ 2
Sunnudagur RÚV
07:00 Barnatími Stöðvar /Strumparn- 07.00 Morgunstundin okkar/Smælki/ Háværa ljónið Urri/Teitur/Ævintýri ir /Villingarnir/Hello Kitty /Mamma Berta og Árna/Múmínálfarnir/Einar ÁsMu /Algjör Sveppi/Mörgæsirnar frá kell/Hopp og hí Sessamí /Sara og önd/ Madagaskar/Skógardýrið Húgó /Algjör Sveppi / Kalli kanína og félagar/ Kioka/Kúlugúbbarnir /Stella og Steinn/ Millý spyr o.fl. Scooby-Doo! Mystery Inc. 10.30 Kastanía: Hetja Miðgarðs /Young Justice/Big Time Rush Bandarísk mynd frá 2004. e. 12:00 Bold and the Beautiful 12:45 My Sister's Keeper allt fyrir áskrifendur11.55 Vertu viss (8:8) e. 12.45 30 ára afmælishátíð FTT (2:3) 14:30 Hið blómlega bú - hátíð í bæ 13.30 Íþróttamaður ársins 2013 e 15:00 Veturhús fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14.30 Áramót með Price og Blomst. 16:10 Hátíðarstund með Rikku (4/4) 14.58 Tildurrófur e. 16:40 Óupplýst lögreglumál 15.27 Karlakórinn Hekla e. 17:10 Íslenski listinn 17.00 Táknmálsfréttir 17:45 Sjáðu 17.10 Poppý kisuló (43:52) 18:136Leyndarmál vísindanna 4 5 17.21 Teitur (51:52) 18:23 Veður 17.31 Ísklifrarinn 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17.46 Jólasveinaskólinn 18:50 Íþróttir 18.00 Stundin okkar 18:55 Fangavaktin 18.25 Basl er búskapur 19:40 Lottó 19.00 Fréttir og Veðurfréttir 19:45 Spaugstofan - brot af því besta 19.25 Íþróttir 20:20 Pitch Perfect 19.40 Landinn 22:10 Django Unchained 20.10 Orðbragð (6:6) 00:55 The Mummy Returns 20.40 Downton Abbey (9:9) Ævintýramynd sem gerist á Eng22.15 30 ára afmælishátíð FTT (3:3) landi árið 1933. Harðjaxlinn Rick 23.05 Kynlífsfræðingarnir (7:12) O'Connell býr með eiginkonu 00.00 Forrest Gump e. og syni í Lundúnum. Svo vill til 02.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok að múmían Imhotep er flutt til Evrópu og er ætlaður staður á breska þjóðminjasafninu. 03:00 Sea of Love 04:50 It's Kind of a Funny Story
6
SkjárEinn
06:00 Pepsi MAX tónlist 12:30 Brave 14:05 Borð fyrir fimm (7 og 8:8) SkjárEinn 15:05 The Bachelor (9:13) 06:00 Pepsi MAX tónlist 15:50 Save Me (13:13) 11:45 The Voice (13:13) 14:00 Heim.m. um Guðmund Steinars 11:30 Valencia - Real Madrid 16:15 30 Rock (13:13) 14:15 Save Me (13:13) SkjárEinn 15:05 Napolí - Arsenal 13:10 Getafe - Barcelona 16:45 Happy Endings (17:22) 14:40 Solsidan (10:10) 06:00 Pepsi MAX tónlist 5 6 16:45 The Royal Trophy 2013 14:50 Football League Show 17:10 Family Guy (8:21) 15:05 Family Guy (7:21) 14:20 Borð fyrir fimm (4-6:8) 19:45 Barcelona - Real Madrid 15:20 World's Strongest Man 2013 17:35 Parks & Recreation (17:22) 15:30 Top Chef (3:15) 15:50 Christmas Feast with Heston Bl. 21:35 Barcelona - Real Madrid 15:50 NB90's: Vol. 5 18:00 Hawaii Five-0 (7:22) 16:20 Parks & Recreation (17:22) 16:40 Sound of Music 23:15 2013 Miami Heat NBA 16:20 Grindavík - Stjarnan 18:50 In Plain Sight (7:8) 16:45 30 Rock (13:13) 18:55 Judging Amy (19:24) 00:25 Brooklyn - Chicago allt fyrir áskrifendur19:40 Beyonce - Life Is But A Dream 18:15 Los Angeles - Miami allt fyrir áskrifendur19:40 Judging Amy (20:24) 17:15 Happy Endings (17:22) 20:05 2013 Miami Heat NBA 20:25 Top Gear´s Top 41 (6:8) 17:40 Dr. Phil 21:10 The Bachelor (9:13) 21:05 NBA 2012/2013 - All fréttir, Star fræðsla, Gamesport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:15 L&O: Special Victims Unit (18) 18:25 Minute To Win It 22:00 The Client List (9:10) 23:00 The Royal Trophy 2013 22:00 The Guilty - LOKAÞÁTTUR (3:3) 19:10 America's Funniest Home Vid. 22:45 Hawaii Five-0 (7:22) 08:00 Norwich - Fulham 22:50 The 11th Victim 19:35 Family Guy (8:21) 23:35 Scandal (5:7) 09:40 Newcastle - Stoke 00:50 The Guilty (3:3) 20:00 Naughty or Nice 00:25 The Client List (9:10) 11:20 Aston Villa - Crystal Palace 01:40 Beauty and the Beast (5:22) 21:40 Beyonce - Life Is But A Dream 01:10 The Mob Doctor (4:13) 13:00 Everton Sunderland 07:50 Nottingham Forest QPR allt fyrir áskrifendur 4 5 6 4 Necessary Roughness 5 (5:10) 6 02:30 23:10 Zoolander 02:00 Excused 14:40 Chelsea - Swansea 09:30 Man. City - Liverpool 03:20 Excused 00:40 Excused 02:25 Pepsi MAX tónlist 16:20 Tottenham - WBA 11:10 Ensku mörkin - úrvalsdeildin fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 03:45 Pepsi MAX tónlist 01:05 The Bachelor (8:13) 18:00 West Ham - Arsenal 12:05 Enska úrvalsdeildin - upphitun allt fyrir áskrifendur 02:35 Ringer (11:22) 19:40 Ensku mörkin - úrvalsdeildin 12:35 West Ham - WBA Beintt 03:25 Pepsi MAX tónlist 20:35 Enska úrvalsdeildin - upphitun 17:20 Cardiff - Sunderland Beint fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 08:10 Solitary Man 21:05 Premier League World 19:30 Man. City - Crystal Palace 08:35 The Marc Pease Experience, 09:40 Wall Street 21:35 Hull - Man. Utd. 21:10 Aston Villa - Swansea 4 511:45 Diary Of A Wimpy 6 Kid allt fyrir áskrifendur 10:00 Stepmom 23:15 Ensku mörkin úrvalsdeildin 22:50 Hull Fulham allt fyrir áskrifendur 10:35 The Three Musketeers 12:05 Journey 2 13:20 Two Weeks Notice 00:10 Enska úrvalsdeildin - upphitun 00:30 PL Saturday Review 12:25 Margin Call fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13:40 Story Of Us 15:00 Solitary Man allt fyrir áskrifendur 00:40 Man. City - Liverpool 01:35 Norwich - Man. Utd. 14:10 The Five-Year Engagement 4 515:15 The Marc Pease Experience, 6 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:30 Wall Street 16:15 The Three Musketeers 16:40 Stepmom 18:35 Diary Of A Wimpy Kid fréttir, fræðsla, sport og skemmtun SkjárGolf SkjárGolf 18:05 Margin Call 18:45 Journey 2 20:15 Two Weeks Notice 06:00 Eurosport 06:00 Eurosport 19:55 The Five-Year Engagement 20:25 Story Of Us 22:00 To Rome With Love 10:00 Ryder Cup 2012 (2:3) 10:00 Ryder Cup 2012 (3:3) 4 5 22:00 The Lucky One 22:006 The American President 23:50 Battle Los Angeles 21:00 Ryder Cup Official Film 1997 21:00 Ryder Cup Official Film 2002 4 23:40 How I Spent My Summer Vacation 23:55 Milk 01:45 The Pelican Brief 23:15 THE PLAYERS Official Film 2012 23:00 THE PLAYERS Official Film 2013 01:15 From Paris With Love 02:00 Trust 04:056 To Rome With Love 4 5 00:05 Eurosport 23:50 Eurosport 02:45 The Lucky One 03:45 The American President
Ert þú að huga að dreifingu? Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is
sjónvarp 45
Helgin 27.-29. desember 2013 Í sjónvarpinu Behind the CandelaBr a
29. desember STÖÐ 2 07:00 Barnatími Stöðvar 2/Strumparnir/Villingarnir/UKI/Doddi litli og Eyrnastór/Algjör Svepp/Anna og skapsveiflurnar/Ben 10/Loonatics Unleashed /Leðurblökustelpan 11:25 Spaugstofan - brot af því besta 12:00 Nágrannar 12:45 Home Alone: The Holiday Heist 14:15 Bjarnfreðarson allt fyrir áskrifendur 16:05 Mið-Ísland í Þjóðleikhúsin 17:35 60 mínútur (12/52) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (18/30) 19:10 Hellisbúinn 21:05 Óupplýst lögreglumál 4 21:35 The Tunnel (5/10) 22:25 The Escape Artist (1/2) Fyrri hluti breskrar framhaldsmyndar með David Tennant í aðalhlutverki. Lögfræðingurinn Will Burton þykir einstaklega lunkinn við að fá skjólstæðinga sína sýknaða, jafnvel þótt allt bendi til þess að þeir séu sekir. 23:55 The Daily Show: Global Editon 00:25 Any Given Sunday 02:50 Unthinkable 04:25 Ray
Missið ekki af Liberace Píanóleikarinn glysgjarni Liberace var vægast skrautlegur í lifenda lífi og mikill fengur er að sjónvarpsmyndinni Behind the Candelabra sem Stöð 2 sýnir á nýárskvöld. Michael Douglas bregður sér þar í glimmergalla Liberace og Matt Damon leikur elskhuga hans, Scott Thorson. Samband þeirra stóð í fimm ár og þeir lögðu sig fram um að halda því leyndu en myndin byggir á bókinni Behind the Candelabra: My Life With Liberace sem Thorson skrifaði. Sá fjölhæfi leikstjóri Steven Soderbergh gerði Behind the Candelabra fyrir kapalstöðina HBO sem frumsýndi hana í vor. Soderbergh hefur lýst því yfir að hann sé 5
6
5
6
hættur kvikmyndaleikstjórn og standi hann við það er myndin ekki síst áhugaverð fyrir þær sakir að hún er svanasöngur leikstjórans. Wladziu Valentino Liberace fæddist í Bandaríkjunum árið 1919 og naut gríðarlegra vinsælda og aðdáunar fyrir skrautlega sviðsframkomu sína. Hann tók upp á ýmsu á ferli sínum og afrekaði meðal annars að leika einhvers konar skrumskælingu á sjálfum sér í Batman-sjónvarpsþáttunum 1966. Hann lést 1987, tæplega 68 ára. Douglas og Damon þykja fara á kostum í myndinni en auk þeirra fara Rob Lowe, Paul Reiser, Dan Aykroyd, Scott Bakula og Debbie Reynolds með hlutverk í myndinni.
Michael Douglas tekur sig vel út í fötum Liberace í HBO-myndinni Behind the Candelabra.
11:00 Pæjumótið í Eyjum 11:40 Norðurálsmótið 12:20 Shellmótið 13:00 N1 mótið 13:40 Símamótið 14:20 Rey Cup Mótið 15:00 Arionbanka mótið allt fyrir áskrifendur 15:40 Stjarnan - Breiðablik 17:25 NB90's: Vol. 5 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:55 Fram - Stjarnan 20:50 Eiður Smári Guðjohnsen 21:35 The Royal Trophy 2013 4
07:50 PL Saturday Review 08:55 Cardiff - Sunderland 10:35 Man. City - Crystal Palace 12:15alltPL Saturday Review fyrir áskrifendur 13:20 Newcastle - Arsenal Beint 15:45 Chelsea - Liverpool Beint. fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:50 Everton - Southampton 19:30 Tottenham - Stoke 21:10 Newcastle - Arsenal 22:50 Chelsea - Liverpool 00:30 Norwich - Man. Utd. 4 02:10 West Ham - WBA
SkjárGolf 06:00 Eurosport 10:00 The Players Championship 2013 15:00 The Players Championship 2013 20:00 The Players Championship 2013 00:00 Eurosport
5
6
Takk Um leið og við óskum landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs þökkum við frábærar móttökur á árinu sem er að líða. Nýtt og spennandi ár er fram undan.
auglysingar@frettatiminn.is Sími 531 3310
46
brennur & heilabrot
Helgin 27.-29. desember 2013
Sautján brennur á höfuðborgarsvæðinu s
Seltjarnarnesi en tíu í Reykjavík. Flestar eru brennurnar á sömu stöðum og verið hefur undanfarin ár. Við leyfisveitingu er brennum
autján áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu á gamlárskvöld; tvær í Kópavogi, tvær í Garðabæ, ein í Mosfellsbæ, Hafnarfirði og á
brennan við Gesthús á Álftanesi, sem tilheyrir nú Garðabæ, sem og brennur sem íþróttafélögin Fylkir, Breiðablik og Haukar halda hvert á sínum slóðum. Kveikt verður á öllum stærri brennunum klukkan 20.30. Tvær smærri brennur - brenna Stjörn-
skipt í stórar brennur og litlar. Þær stóru eru níu talsins; þar á meðal eru brennur Reykjavíkurborgar við Ægisíðu, Gufunes, Suðurfell og Geirsnes. Einnig Kléberg á Kjalarnesi kl. 20.30
unnar við Sjávargrund í Garðabæ, og önnur við Skildinganes í Skerjafirði - fara þó ekki að loga fyrr en kl. 21. Hins vegar verður kveikt á lítilli brennu sem Fisfélag Reykjavíkur stendur fyrir undir Úlfarsfelli, rétt ofan við verslun Bauhaus klukkan 14.30.
Geldinganes
Valhúsahæð kl. 20.30
Viðey
Ullarnesbrekka kl. 20.30
Laugardalur neðan við Laugarásveg 18 kl. 20.30
Ægisíða kl. 20.30
Gufunes við gömlu öskuhaugana kl. 20.30
Skerjafjörður gegnt Skildinganesi 52 kl. 20.30 Suðurhlíðar neðan við Fossvogskirkjugarð kl. 20.30
UndirÚlfarsfelli ofan við Bauhaus kl. 14.30 Hafravatn
Geirsnef kl. 20.30 Kópavogsdalur við Dalsmára kl. 20.30
Við Gesthús á Álftanesi kl. 21.00
Rauðavatn kl. 20.30
Langavatn
Suðurfell kl. 20.30
Við Sjávargrund kl. 21.00
Elliðavatn Hvaleyrarvatn
Sunnan við Gulaþing kl. 20.30
Tjarnarvellir 7 kl. 20.30
lausn
Lausn á krossgátunni í síðustu viku. ALGJÖR SÆLA
A Ö L S Æ S L M M A N A L A T I N I S K R A K A S K A K U R A I U N A N N U N K A GALLAR
TÍMABIL
ÁNÆGJU IÐKA
FJÁRHIRÐIR
EXTRA RÁKIR
Þ J Ó Æ Ð E R N R I STIKA
SKÓA
RJÚKA
TRYLLINGUR
Á FLÍK
NIRFILSHÁTTUR Á FÆTI
J Ó V Í S Y T
STAÐFESTING
AÐ UTAN
K S Á S T A Í S V A T S F L A F L A R I S U N A Ó M A K B T G A A T V I K N I Ó K U L D F L E S U S T N K A J S K O R A Ó L Í K Y L L A Y F A Á U Ú T Þ R Ó T T A S T A N Í P A B A K A S Ú R U U R Ó Ð K Á M A N N T R Ý S A N Ó L Á Ö G N R F R A M Ó T A L Á A L A N Ó B U T V I S T R O K A R Ú R I R B U M H Ú Ð M U R I N STÆÐA
HITA
ÁTT
GOÐSAGNAVERA
KÆRLEIKS
KLAKAVATN
GANA
ÍÞRÓTTAFÉLAG
FISKA
KVK NAFN
SKISSA NÁTT
REGLA
FUGL
DRYKKUR
ÓNÁÐA DANGL
R Þ A K I N R A Ð A Ð R A G U R S G R Í L E T I F M A S A L U K T J V A T Ó V Æ N T Í S I N G I Ð A S Ö N N B Æ G Á T A F U M S T L S L Ó Ó L G A K N A U T U M R I T G A G N A I L L A L I L A N T O F A R Ý R A A R Ð R Æ FLOKKA
GLÆSIBÍLL
INNYFLI
ATAÐUR SKIPAÐ NIÐUR
ÞJÓFNAÐUR TÆTA
HUGLAUS
ÓNENNA
KVK NAFN ÞVOTTUR
BRENNIVÍDD SAUMA
FJANDI
SKÓLI
GIFTA
TVEIR EINS
LAMPI
VÖKVA
ANDSTAÐA
ÓFYRIRSÉÐ ÍSHÚÐ
SLJÓVGA HAF
SVELGUR
ÁVERKI
ANNRÍKI
BARNINGUR
KAUPSTAÐ
GETRAUN
SÓLUNDA
FÁLM
NAM BURT
STYKKI
SVÍVIRÐA
ÖLDUGANGUR
DRALLA
ALDRAÐUR
GALLSÚR MÁLMUR
FLAUMUR
BOLI
HNAPPA
UMSKRIFA HEIMILDA SLÆMA
LANDSPILDA MJÖG
ILMUR
ÞÓFI
MÁLEINING
NIÐUR BOGI
MINNKA
ARÐSJÚGA
AUKREITIS
NÚMER
BERIST TIL
N R Á S M A Ó K T A U N S T D E Á R Í S Ó K R A O L F L A E Ó Ð G A N U M N A T N A R S T E L I L
VIÐBURÐUR ÁKÆRA
SKAPANORN
FORMUN
RISPA
VÍÐÓMA
FESTA LAUSLEGA YFIRLIÐ
LEIKNI FUGL
FJALLSTINDUR MJÖG
JAFNVEL
BÓKSTAFUR HÓTUN
ARÐA
BORÐBÚNAÐUR
Á FÆTI
MÆLIEINING
BROTTHLAUP
DYGGUR
KOPAR
950
ÞRÁÐUR ÓSKAR
VANRÆKTUR
ÞAKBRÚN
Í RÖÐ
VITFIRRING
HRINDING
BEIKON
ÞANGAÐ TIL
SKÝLI
KRÚS
EINSÖNGUR
BÁTUR
DINGULL
ÖÐRUVÍSI
TVEIR EINS
ÓGRYNNI TALA
ÁSTRÍÐA ÚTFALL
FJARA
TEYGJA
ÖRLÁTUR
MÁLHELTI
BÚSTAÐUR
ÍRAFÁR
SMÁPENINGAR
BRAUÐGERÐ KAPP
GEIGUR
AFSPURN
SELUR
O R N A S P S A K R A R N Á H I Æ Ð K J A A K A T O F R Á F I R M A S R Í G G T A U A N F A N Á K M A F L S I T Ó G L U L L B N Ú
HRESSIR
SKÓFLA
BÖLVANLEGA
NAUMUR
KÖNNUN
HRUMUR
RIF
NÁKOMIÐ
ÁSÓKN
STAFUR
VÍSA LEIÐ KEYRA
HEILAN GRASÞÖKUR
GEÐVONSKA EKKI MARGIR
LÖGMÁL FJÖLDI
HÁVAÐI TATARA
ÍLÁT
UMTURNUN
UNG
NIÐURFELLING
OTA
TÓNVERK
FISKUR
SKILJA
BJARGBRÚN
TÍMABIL
ÓLUKKA
ÆXLUNARKORN
RÖND
SLITLAG
GILDING
ÓBUNDINN
MERGÐ UTAN
FÆÐA
SVIKULL
NÝNEMI ÁRSTÍÐ
DANS
SKOKK
GÆFULEYSI EYÐIMÖRK
BOR
BÓNDI
ÞVAÐUR TITILL
SKINN
ALUR
KAPÍTULI
HÚSFREYJA HLJÓÐFÆRI SÆTI
SKÓLI
INNKIRTILL
HRYGGUR
LÉLEGUR Í RÖÐ
GREMJA SVARA
TÆKIFÆRI
KVARSSTEIN BEST
M E Í S S T T R T A R A Ö N R A AKUR
BUMBA
OTA
VARKÁRNI
HRÆRIGRAUTUR
V A R A
ENGI
TYGGJA UPP
lausn á jólakrossgátu
R Á S I R
ÁVÖXTUR ÆST
TIF
ÞÓ
TRUFLA
KOSIÐ MUN
AÐA STÓ
FYRIRBOÐI ELSKA
GLEÐI
Í VIÐBÓT
NÁÐHÚS
A N D Æ F A
STRUNS
TVEIR EINS
ÍLÁT
M HVERS EINASTA SKÍNA
MÆLIEINING
ERLENDIS
ENGI
UMSTANG
NES
SÖNGHÚS
ATA
KLAKI
TRUFLUN
DJÖRFUNG
JAPLA MUN
RIST
ÞEKKJA
ÓLÆTI
JURT
KARL
REIKA
ÓÞEKKUR
RIMPA
KLÆÐLEYSIS
SPYRJA
ÓLGU
KUSK
GÆLUNAFN BLETTUR
HARMUR
MÁNUÐUR ÆTTGÖFGI
ÓDYGGÐ FLEY
YFIRBORÐ LJÓÐUR
ÓSOÐINN
SAMTALS
FYRIR HÖND
KÖLSKI
AFSPURN
V E R S N A
MÆLIEINING
VEFNAÐARVARA
LIÐORMUR
HRAKA
DRYKKUR
STRIT
ÁRVISS
SUNDFÆRI
EÐALBORINN
P A R K T J A Á R Á L A R T L A E L S G L A A S T A G I N I Ð G R Ú T U Ð N A S R V E I O G G Á
TILDUR
ÁRMYNNI
ÁRKVÍSLIR
FUGL
Ö S R E K A V E R R A A K U R Ó F T M A K A Ó N Í A S K E R I K G A N G U R T U R I R A M L Ó Ð S A L D N Æ S I N L L A N Ó L U N D M A Í T T A L R I F L E G L A G N Ý R I T H I N U R A Á M U M R Ó T A N A T T A A S Í L L K L O F T S K Á R Ú S V Ú T A I H Á T T M A E I Æ F A S M Æ R S A U R N A K R E L D H RABBA
STUGGA
LÉLEGUR
GINNA
E G N A
Ý N M S L U A K U U G R G I U M T T I A L L S P Á A Ð S T R A R MARGSKONAR
SJÚKDÓM AÐ
SJÚKDÓMUR
FOR
EFTIRSJÁ
ÓNEFNDUR ÚÐADÆLA
URMULL DREIFT
HÖGG
NÚÐLUR
HEITI
SÍÐAN
FLAN
SKURÐBRÚN
HLJÓÐA
TVEIR EINS
SPRIKL
PÁFAGAUKUR
A L J Ó M L Ú M E R A G A N G I E I N Á Ð M A U L U N N A R G O R I S B A S O R E K T A G F G A G G T A U A L L Ö S T U Ö T U R REYNDAR
AUMINGI
EGGJA
MÁTTUR
SIÐA UPP
SAMSKONAR
TUNNUR
UNGUR FUGL
LAND
SÓDI
ÓNÆÐI
TRÖLL
POT
LITUR
SKÍTUR
SKURÐBRÚN
STRITA
BORGAÐI
STRENGUR ÓSKERTA
TVEIR EINS
K A R K A Ó S P A U P R I B M A U R N Ó N N I A F N A S N A I Ð R I
169
RIFJÁRN
KJÁNI
AÐALSMAÐUR
OP
SVARAÐI
TÁLKNBLÖÐ
M A N A
ÁRA
S Í A VENJUR
S I Ð I R
TRJÁTEGUND
SKST.
FAG
HNAPPUR
SAMSKEYTI
VEGVÍSIR LEIKFÖNG MÝKING
TÍMABIL
DRYKKUR
FLÆKJU
LEIKA
FELL HITTA
HRAÐA
DRULLA
HLJÓÐFÆRI
GJALDMIÐILL
ÁGENGUR
ÁREITA
NÝLEGA
SKRIFA
TITILL
SKORTUR
BOR
ELDSNEYTI TVÍHLJÓÐI
EYJA
INNIHALD
ORUSTA HLUTA
LOKKA
DUGNAÐUR
ANGAN
LAND MJÖÐUR
ÓSKERTAR
YNDI
ÁRÁS
MAÐUR
SKEL FYRIR
NYTSEMI
ÓLÆTI
HVÆSA
SEYTLAR TÓNTEGUND UPPISTAND
TIL
HALDA BROTT
HRÆÐA
KVK NAFN
ÓÞURFT
BOTNVARPA
TVEIR EINS
TIGNA
SÁLDA
REGLA
STARTA
FISKUR
FÁLMA
SVERFA
YNDI
SAMTALS
SVÖRÐ
TUNNU ÁLITS
G F L A G A H Á L L F S V I K L E T V Æ I N G Ð N M M F Ú I T I L L A Ð A L L Ð Ö U L E G G B Á L I Ð Ú S I N U
ÁTT
SAMTÖK
FEIKN
SAMTALS
ÍÞRÓTTAFÉLAG
ALGJÖRLEGA
SKEMMA
AÐ LOKUM
SLEIPUR ASNI
SKREF
PRETTUR
TRAUST
AÐSTOÐ
ÍLÁT
MEGINHAF
SVEIFLA Í RÖÐ
FAG
DRYKKUR
MÁTA
UNG STÚLKA
KIRTILL FLANA
HÖND
YFIRSTÉTT KIND
LÍTILVÆGI ATVIKAST
DRULLA
RYKKORN
ELDURINN
LJÓMI
SKST.
EYÐIMÖRK
BRÉFBERA
MJÓLKVI
GROBBA ARÐA
RÍKI
Í VIÐBÓT
KVÆÐI
MUNDA
TÍMABILS
JAFNVEL
VERSLUN
TÆKI
GÆLUNAFN
LEIÐ
ORG
ÁVÖXTUR
TÍMAEINING
KUSK
TALA EFNI
SKÍTUR
ROTNUN
GNÆFA YFIR
FLÍS
ÓNEFNDUR
BEISLI
HREYFING
SETTU
LOKA
STEFNA
KULNA
KJAFTUR
BEIN BÝLI
SÖNGRÖDD
STANSA
SEYTLAR
A G A R
AKSTURSÍÞRÓTT
TEIKNUN
SIGTI
ÞESSI
TÆFA
ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni.
mynd: Janne Karaste (CC By-sa 2.0)
MÓTMÆLA
168
krossgátan
AÐ VÍSU
FRÁ
FUGL
48
menning
Helgin 27.-29. desember 2013
heiLaspuni ÚTr ásarvíkingur drepinn
Morð er leikur einn Höfundar borðspilsins Heilaspuna hafa samið og hannað samkvæmisleikinn Morðgáta sem er hugsaður sem grunnur að skemmtilegri kvöldstund þar sem þátttakendur glíma við lausn morðgátu. Boðið er upp á nokkrar morðgátur sem eru aðgengilegar á vefsíðunni mordgata.is. Leikurinn hentar vinahópum, vinnustöðum eða fjölskyldum og er ætlaður þeim sem eru fjórtán ára eða eldri. Allt efnið er rafrænt, í gegnum vefsíðuna er spilið prentað út og raðað í hlutverk.
Morð er framið í upphafi leiks og gengur leikurinn út á að komast að því hver sé morðinginn. Hver þátttakandi fær hlutverk og handrit. Allir hafa eitthvað að fela og ásakanir ganga á víxl. Eftir því sem líður á leikinn finnast sönnunargögn sem leiða ýmislegt í ljós. Í lok leiksins stendur einn eftir sem morðinginn. Morðgátan Morð í góðæri gerist árið 2008 í miðju fjármálahruninu. Björn Bjarnar, forstjóri XL Group, finnst myrtur og hlutverk gesta er að komast að því hver sé morðinginn. Var það Karl Snædal auðjöfur,
braskarinn Óttar Króna, módelið Natalía París eða líkamsræktarfrömuðurinn Solla Benz? Hlutverk þitt er að ásaka aðra gesti og komast að því hver myrti Björn. Einnig er fáanleg morðgátan Nýársmorð þar sem Eurovisionfarinn Thelma Jóhannesar finnst myrt á nýársdag á óðalsetri föður síns við Þingvallavatn. Fjöldi gesta hafði fagnað nýju ári í áramótapartíi á setrinu. Talið er að Didda hafi verið myrt um miðnætti, á sama tíma og gestir veislunnar voru að skjóta burt árinu. Allir gestirnir liggja undir grun.
Sherlock Holmes er einn sá allra snjallasti þegar kemur að því að leysa flóknar morðgátur en nú gefst fólki kostur á að feta í fótspor hans í Morðgátuleiknum.
Frumsýnd The WoLF oF WaLL sTreeT
Hinum frábæra leikara Leonardo DiCaprio lætur einkar vel að vinna undir stjórn Martins Scorsese og fer mikinn sem verðbréfamiðlarinn Jordan Belfort í The Wolf of Wall Street.
Mary Poppins „Stórfengleg upplifun“ – EB, Fbl Mary Poppins (Stóra sviðið)
Fös 27/12 kl. 19:00 Fös 3/1 kl. 19:00 Sun 12/1 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 13:00 Lau 4/1 kl. 13:00 Fös 17/1 kl. 19:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 5/1 kl. 13:00 Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.
Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið) Lau 28/12 kl. 20:00
Sun 12/1 kl. 20:00 Gamla
bíó
Lau 18/1 kl. 20:00 Gamla
bíó
Sun 29/12 kl. 20:00 Fös 10/1 kl. 20:00 Gamla
Mið 15/1 kl. 20:00 Gamla bíó Sun 19/1 kl. 20:00 Gamla bíó Fim 16/1 kl. 20:00 Gamla bíó
Lau 11/1 kl. 20:00 Gamla
Fös 17/1 kl. 20:00 Gamla bíó
bíói
bíó
Vargur á verðbréfamarkaði Martin Scorsese er einn allra snjallasti kvikmyndaleikstjóri samtímans. Hann hefur verið að lengi og vakti athygli 1973 með Mean Streets sem skartaði ungum og upprennandi leikurum, Robert De Niro og Harvey Keitel. Scorsese gerði í kjölfarið margar af sínum bestu myndum með De Niro en í seinni tíð hefur Leonardo DiCaprio tekið við sem óskabarn leikstjórans og The Wolf of Wall Street er fimmta samstarfsverkefni þeirra en í henni segja þeir sanna sögu verðbréfamiðlarans Jordan Belfort sem flaug hátt á tíunda áratugnum þangað til hann hrapaði með látum og kostaði skjólstæðinga sína stórfé.
L
Flytur í Gamla bíó í janúar vegna mikilla vinsælda
Hamlet (Stóra sviðið) Fös 10/1 kl. 20:00 fors Lau 11/1 kl. 20:00 frums Sun 12/1 kl. 20:00 2.k Mið 15/1 kl. 20:00 aukas Þekktasta leikrit heims
Fim 16/1 kl. 20:00 3.k. Lau 18/1 kl. 20:00 4.k. Sun 19/1 kl. 20:00 5.k. Fim 23/1 kl. 20:00 6.k.
Sun 26/1 kl. 20:00 7.k. Fös 31/1 kl. 20:00 8.k.
Refurinn (Litla sviðið)
Lau 4/1 kl. 20:00 Mið 8/1 kl. 20:00 Fim 9/1 kl. 20:00 Sun 5/1 kl. 20:00 Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt
Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Fös 27/12 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 14:30 Lau 28/12 kl. 14:30 Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap
Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 14:30 lokas
... en síðar kom á daginn að það voru maðkar í fjármálamysu hans og að veldi hans byggðist ekki síst á svikum, prettum með hjálp mafíunnar og annars álíka hyskis.
eikstjórinn Martin Scorsese og leikarinn Leonardo DiCaprio hafa átt farsælt samstarf síðan 2002 þegar Scorsese leikstýrði DiCaprio í Gangs of New York. Síðan þá hafa þeir gert saman myndirnar The Aviator, The Departed, Shutter Island og nú síðast The Wolf of Wall Street. Áður en Scorsese fann erfðaprinsinn sinn í DiCaprio var Robert De Niro burðarbitinn í mörgum af eftirminnilegustu myndum leikstjórans. Fyrsta ber þar vitaskuld að nefna Taxi Driver frá 1976. De Niro fór einnig hamförum í Raging Bull 1980, var ógleymanlegur sem geðsjúklingurinn Max Cady í Cape Fear og sýndi góða takta í The King of Comedy og New York, New York. Árið 1990 skiluðu Scorsese og De Niro af sér einhverri allra bestu mafíumynd sem gerð hefur verið, Goodfellas, og voru síðan á svipuðum nótum fimm árum síðar í Casino. Eftir það skildu leiðir, Scorsese yngdi upp og hefur sett allt sitt traust á Leo síðan þá. Í The Wolf of Wall Street leikur DiCaprio verðbréfamiðlarann Jordan Belfort sem flaug hátt á Wall Street á tíunda áratugnum þar sem hann varð á skömmum tíma einn umsvifamesti miðlarinn. Hann auðgaðist fljótt, varð milljarðarmæringur skömmu eftir tvítugt en síðar kom á daginn að það voru maðkar í fjármálamysu hans og að veldi hans byggðist ekki síst á svikum, prettum með hjálp mafíunnar og annars álíka hyskis. Myndin byggir á tveimur bókum Belforts
sjálfs sem hann skrifaði eftir að veldi hans hrundi. Belfort varð á sínum tíma frægasti verðbréfasali Bandaríkjanna og þótti með ólíkindum hversu hratt hann byggði upp fjármálastórveldi sitt sem gerði hann og helstu samstarfsmenn hans að margföldum milljónamæringum. Hann tók lífsstíl nýríkra útrásarvíkinga alla leið, keypti meðal annars apa til þess að hafa á skrifstofunni, djammaði þar til dagur reis og eltist við fönguleg fljóð út um allar trissur. Gleðin og gjálífið fengu þó skjótan endi þegar yfirvöld komust að því að veldi Belforts byggði á ólöglegum viðskiptum. Svikamyllan hrundi þá með brauki og bramli og viðskiptavinir Belforts sátu uppi með sárt ennið, mörg hundruð milljónum dollara fátækari. Jonah Hill, Matthew McConaughey, Jean Dujardin og Kyle Chandler einnig með stór hlutverk í myndinni. Terence Winter skrifar handritið upp úr bókum Belforts en hann er einna þekktastur fyrir skrif sín fyrir The Sopranos-þættina og Boardwalk Empire. Aðrir miðlar: Imdb: 8,9, Rotten Tomatoes: 76%, Metacritic: 76%
Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
EFTIR ARISTÓFANES LEIKSTJÓRN: BENEDIKT ERLINGSSON
551 1200
HVERFISGATA 19
LEIKHUSID.IS
MIDASALA@LEIKHUSID.IS
50
plötur ársins
Helgin 27.-29. desember 2013
Mammút átti bestu plötu ársins Hljómsveitin Mammút sló öðrum sveitum við í útgáfu á þessu ári og á bestu íslensku plötu ársins samkvæmt könnun Fréttatímans. Gömlu mennirnir í Sigur Rós áttu næst bestu plötu ársins og rétt slógu við frumraun Grísalappalísu.
Þ
riðja plata hljómsveitarinnar Mammút, Komdu til mín svarta systir, er plata ársins 2013 á Íslandi. Þetta er niðurstaða könnunar Fréttatímans meðal tónlistarsérfræðinga. Plata Mammúts hefur verið lengi í vinnslu en heil fimm ár eru síðan síðasta plata sveitarinnar kom út. Mikill meðbyr hefur verið með sveitinni að undanförnu; hún hlaut sjö tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna og átti eina af verðlaunaplötunum þegar Kraumslistinn var kynntur á dögunum. Mammút fékk alls 49 stig í könnuninni og bar höfuð og herðar yfir aðra. Mammút var á helmingi innsendra lista í könnuninni og fékk oftast fullt hús stiga, eða sex sinnum. Strákarnir í Sigur Rós fengu 40 stig og uppreisn æru frá könnuninni í fyrra. Þá komust þeir ekki inn á topp tíu með plötuna Valtara, en Kveikur féll fólki greinilega betur í geð. Ungrokksveitin Grísalappalísa var skammt undan Sigur Rós með 39 stig og Sindri Már Sigfússon og Sin Fang tóku fjórða sætið með 32 stig. Önnur plata Tilbury hafnaði í fimmta sæti með 29 stig.
1 Mammút – Komdu til mín svarta systir 49 stig
Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is
2
2 Sigur Rós – Kveikur 40 stig
25 SEK
5 Tilbury – Northern Comfort 29 stig
2 4
kg
6
3 Grísalappalísa – Ali 39 stig
4 Sin Fang – Flowers 32 stig
6
7-8 Emilíana Torrini – Tookah 18 stig
9-10 Cell7 – Cellf 15 stig
9-10 Strigaskór nr. 42 – Armadillo
15.-17. Hjaltalín – Enter 4 Snorri Helgason – Autumn Skies Úlfur – White Mountain 7 stig
19-22. Benni Hemm Hemm – Eliminate Evil, Revive Good Times Leaves – See You In the Afterglow Megas og Bragi Valdimar – Jeppi á fjalli Skepna – Skepna 5 stig
Just Another Snake Cult – Cupid Makes A Fool of Me 21 stig
Bláar fallegar kúlur sem skjótast upp og springa. Niður fellur rautt regn með brestum og silfurlituðum stjörnum. Mögnuð kaka.
20 % 50
50 af öllum %
afsl.
jólavörum
til
Opið 27., 28. des. kl. 11-18 afsl.29. des. kl. 13-18 30. des. kl. 11-18 31. des. kl. 10-12
af öllum húsgögnum
tekk company og habitat kauptún 3 sími 564 4400 vefverslun á www.tekk.is
7-8 Samaris – Samaris 18 stig 11. Drangar – Drangar 12 stig
12. Dj. flugvél og geimskip – Glamúr í geimnum 11 stig
13.-14. Múm – Smilewound Íkorni – Íkorni 8 stig
18. Bloodgroup – Tracing Echoes 6 stig
15 stig
Um kosninguna: 26 einstaklingar sendu inn topp 5 lista. Efsta sæti gaf fimm stig, annað sæti fjögur stig og svo koll af kolli. Þessir tóku þátt: Alexandra Kjeld, Arnar Eggert Thoroddsen, Ásgeir Eyþórsson (Rás 2), Benedikt Reynisson, Dana Hákonardóttir, Dr. Gunni, Edda Magnúsdóttir, Egill Harðarson (Rjóminn), Freyr Bjarnason (Fréttablaðið), Frosti Logason (X-ið), Grímur Atlason (Iceland Airwaves), Halldór Ingi Andrésson (Plötudómar.com), Heiða Eiríksdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Höskuldur Daði Magnússon (Fréttatíminn), Ingveldur Geirsdóttir (Morgunblaðið), Kamilla Ingibergsdóttir (Iceland Airwaves), Kjartan Guðmundsson (Fréttablaðið), María Lilja Þrastardóttir (X-ið), Matthías Már Magnússon (Rás 2), Ólafur Páll Gunnarsson (Rás 2), Jóhann Ágúst Jóhannsson (Kraumur), Tómas Young (Útón), Trausti Júlíusson, Valdís Thor ljósmyndari, Þór Tjörvi Þórsson (Kvikmyndamiðstöð Íslands).
HUGMYND #21
TAKA LAGIÐ SAMAN HUGMYND #8
SPILA SAMAN
HUGMYND #1
Í SUND SAMAN HUGMYND #16
HUGMYND #7
FERÐAST UM LANDIÐ SAMAN
HORFA Á BÍÓMYND SAMAN
HUGMYND #5
HUGMYND #13
FARA Í KEILU SAMAN
BORÐA SAMAN HUGMYND #11
FARA Á SKÍÐI SAMAN
mEiRI sAmVeRA á NýJu áRi Fleiri samverustundir unglinga og forráðamanna er besta forvörnin
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 – 3 2 6 0
Rannsóknir sýna að samvera fjölskyldunnar er ein besta forvörnin gegn vímuefnum. Þær sýna jafnframt að ungmenni vilja gjarnan eyða meiri tíma með fjölskyldunni og njóta stuðnings hennar. Á www.forvarnardagur.is/hugmyndir finnur þú ýmsar skemmtilegar hugmyndir unglinga að ánægjulegum samverustundum.
Actavis hefur verið bakhjarl Forvarnardagsins frá því að hann var haldinn fyrst árið 2006 að frumkvæði Actavis og Forseta Íslands, í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Rannsókn og greiningu.
HUGMYND #18
GANGA SAMAN
Ert þú búin(n) að setja þér markmið fyrir árið 2014?
Skrifaðu markmiðið í kassann hér að ofan. Klipptu út og geymdu yfirlýsinguna, t.d. á ísskápnum til að minna þig og fjölskylduna á markmiðið. Til að ná settu marki hefur þú samband við okkur hjá SPARNAÐI. Við veitum þér þjónustu til að öðlast fjárhagslegt frelsi með uppgreiðsluþjónustu lána. Sjá dæmi hér fyrir neðan.
Með eða án uppgreiðsluþjónustu SPARNAÐAR Heildargreiðslur lána 101.423.860 kr.
64.137.520 kr.
37.286.340 kr.
Án uppgreiðsluþjónustu Með uppgreiðsluþjónustu SPARNAÐAR SPARNAÐAR
Mismunur
Dæmi um heildarkostnað lána – ef ekkert er gert (til vinstri), með uppgreiðsluþjónustu SPARNAÐAR (fyrir miðju) og mismunurinn (til hægri) er sú fjárhæð sem sparast í vexti og verðbætur.
Byrjaðu nýja árið á því að panta tíma á sparnadur.is
Holtasmári 1, Kópavogur Kaupvangsstræti 4, Akureyri Sími: 577-2025 Fax: 577-2032 sparnadur@sparnadur.is www.sparnadur.is
Gleðileg jól og farsælt komandi ár! Við óskum landsmönnum aukins sparnað á vöxtum og verðbótum og farsældar til framtíðar með lífeyristryggingu sem felur í sér tryggða ávöxtun í evrum auk arðshlutdeildar. Með kærum kveðjum frá starfsfólki Sparnaðar.
Byrjaðu nýja árið á því að panta tíma á sparnadur.is
Jafnan á myndinni stendur fyrir vaxtavexti
áltíð fyrir
54
dægurmál
Helgin 27.-29. desember 2013
RetRo StefSon SíðaSti SénS
Dúndurhefð fyrir góðu stuði Hefð hefur skapast fyrir því hjá hljómsveitinni Retro Stefson að slá upp tónleikum sem kenndir eru við Síðasta séns þann 30. desember. Engin breyting verður á þessu í ár og sveitin lofar miklu stuði í Valsheimilinu þetta næst síðasta kvöld ársins. „Við höfum haldið þetta síðan 2009,“ segir sá vaski tónleikahaldari og umboðsmaður Retro Stefson, Grímur Atlason. „Það er bara dúndurhefð fyrir því að gera þetta í Valsheimilinu og þetta er helvíti góður dagur til þessa, 30. desember.“ Eins og í fyrra byrjar ballið þegar Hermigervill stígur á stokk, þá tekur Sísí Ey við síðan loka Retro Stefson kvöldinu eins og þeim einum
er lagið. „Húsið opnar klukkan níu og fjörið hefst upp úr tíu og stendur til svona eitt, hálf tvö. Eða eitthvað svoleiðis. Þetta er náttúrlega alltaf mikið stuð og alltaf gaman að hlusta á Retro í almennilegu sándi og kerfi. Þetta er bara gaman. Þetta er líka opið öllum og það er að sjálfsögðu allt til alls hjá okkur Völsurunum.“ Retro Stefson tók við platínumplötu í Macland á Þorláksmessu en Grímur segir sveitina fyrir löngu búna að selja yfir 10.000 eintök af síðustu plötu sinni.“ -þþ Retro Stefson lofar stuði í Valsheimilinu 30. desember.
Ármann vaknar við vondan draum Vinjettuhöfundurinn og fagurkerinn Ármann Reynisson sótti á jóladag heim hælisleitendur í Reykjanesbæ og blöskraði það sem fyrir augu bar. „Það var eins og að lenda inni í alþjóðlegum vandamálum og kynnast illsku heimsins í allri sinni nekt,“ skrifaði Ármann á Facebook-síðu sína eftir að hafa áttað sig á að „við Íslendingar erum lítið betri en aðrar þjóðir þegar kemur að málum hælisleitenda.“
Hann segir veraldlegar aðstæður þeirra „þolanlegar“ en það sem skipti höfuðmáli, andlegu aðstæðurnar séu hörmulegar. Ármann
Auglýst eftir minni spámanni
4
Hótel BoRg nýáRSdanS í anda gullaldaR áR anna
vill að þjóðin vakni af þyrnirósarsvefni sínum, standi upp frá gnægtarborðunum og vinni saman af krafti í málum hælisleitenda á Íslandi.
Hátíðartónleikar í Gamla bíói
Sá reyndi fjölmiðlamaður Þorfinnur Ómarsson er gáttaður á þeim hæfniskröfum sem gerðar eru til umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. „Athyglisvert er hve litlar hæfiskröfur eru gerðar til umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra,“ skrifar Þorfinnur á Facebook og telur síðan upp þær kröfur sem settar eru fram í auglýsingunni um starfið; háskólamenntun sem nýtist í starfi, leiðtogahæfileika, stjórnunar- og rekstrarreynslu auk reynslu af stefnumótun og innleiðingu stefnu. „Þetta er svo opið og léttvægt, að ætla mætti að þarna væri auglýst eftir lágt settum millistjórnanda í möppudýrastofnun, en ekki æðsta yfirmanni ríkisfjölmiðils,“ skrifar Þorfinnur og spyr í forundran hvort virkilega sé ekki ætlast til þess að útvarpsstjóri hafi fjölmiðlareynslu. Slíkt var talið Páli Magnússyni til tekna en virðist ekki heilla stjórn RÚV ohf. lengur.
+
Hljómsveitirnar Moses Hightower, Ylja og Snorri Helgason hafa í sameiningu ákveðið að blása til hátíðartónleika í Gamla bíói milli jóla og nýárs. Gleðin verður við völd laugardagskvöldið 28. desember og því tilvalin til þess að jafna sig eftir jólaösina og til að hita sig upp fyrir nýtt ár. Hljómsveitirnar munu skarta sínum skærasta í sérstökum hátíðarbúningi og lofa einstakri upplifun. Þess vegna verður að teljast mjög líklegt að eitt eða tvö jólalög fái að hljóma í meðförum sveitanna á tónleikunum.
Þóra og Völli ætla að láta dansinn duna á Borginni á nýársnótt að loknu þríréttuðu borðhaldi að hætti Völla. Ljósmynd/Hari.
Bogomil Font leikur fyrir dansi
1 flaska af
Hjónin Þóra Sigurðardóttir og kokkurinn Völundur Snær Völundarson tóku við rekstri Hótel Borgar á árinu. Þeim þykir ekki annað við hæfi en að halda alvöru nýársdansleik á hinu fornfræga hóteli þannig að þeir sem vilja lyfta sér á kreik á fyrsta kvöldi ársins 2014 geti gert það með stæl. Þau fengu sjálfan Bogomil Font til þess að stjórna veislunni og leika fyrir dansi.
M
2L
Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero
Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt
Verð aðeins
1990,-
Það var frábært að fá Bogomil í þetta.
ér finnst þetta eitt flottasta húsið í miðbænum þannig að mér rann eiginlega bara blóðið til skyldunnar og fannst við verða að gera eitthvað,“ segir Þóra Sigurðardóttir sem tók við rekstri Hótels Borgar ásamt Völundi Snæ Völundarsyni, eiginmanni sínum, á þessu ári. Þau hjónin ætla að halda glæsilegan dansleik á Borginni á nýárskvöld þar sem Völundur mun reiða fram þriggja rétta máltíð áður en dansinn byrjar að duna. „Okkur fannst ómögulegt að vera bara að elda fyrir erlenda ferðamenn sem eru á hótelinu um áramótin og ákváðum bara að kýla á þetta,“ segir Þóra. Tekið verður á móti gestum með fordrykk og að loknum málsverðinum verður kaffi borið fram með koníaki. Þótt Þóra sé í meiralagi fótafim og alltaf hress sér hún ekki fram á að geta dansað mikið við bóndann, í það minnsta ekki fram eftir kvöldi. „Það verða auðvitað allir sem vettlingi geta valdið á vakt þannig að ætli ég þjóni ekki bara til borðs á meðan Völli eldar. „Ég er nú búin að vera að þjóna hérna á jólahlaðborðunum og skemmta mér konunglega
við það. Gamla fékk að vera með í því og er búin að vera alveg í essinu sínu,“ segir Þóra og hlær sínum dillandi hlátri. Sá mæti og reyndi skemmtikraftur Bogomil Font sér um veislustjórn og leikur fyrir dansi sem hlýtur að teljast mjög viðeigandi þar sem Þóra segir ætlunina vera þá að dansleikurinn verði bergmál af gullaldarárum Borgarinnar. „Það var frábært að fá Bogomil í þetta vegna þess að við ákváðum þetta með frekar stuttum fyrirvara. Hann er mikill happafengur og var til í tuskið eins og bara allir sem við höfum leitað til. Það er bara gríðarleg stemning fyrir að hafa líf og fjör á Borginni á nýárskvöld.“ Þóra segir þau hjónin ekki hafa reynslu af því að halda nýársdansleik á Íslandi en gerir ekki ráð fyrir öðru en það verði mikið stuð og að flotta fólkið muni fjölmenna á Borgina í sínu fínasta pússi. „Við höfum hingað til bara haldið nýárspartí á Bahamaeyjum og þau voru alltaf frábær og mjög hress og þetta verður pottþétt eins hérna. Bara aðeins kaldara.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 3 4 0 0
Gleðilegt nýtt ár
Uppskrift að ánægjulegum áramótum:
Allir með öryggisgleraugu og enginn í skotlínunni þegar kveikt er í flugeldunum
Öryggisakademían er samstarfsverkefni Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Sjóvár
HE LG A RB L A Ð
Hrósið... ... fær Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, sem staðið hefur vaktina frá því sjúkrahúsið var tekið í notkun. 30 ára afmæli Vogs verður fagnað á morgun, laugardag, en ítarlega er fjallað um afmælið í Edrú-blaðinu í miðju Fréttatímans.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Bakhliðin Herbjörg Andrésdóttir
Samviskusöm og yndisleg stelpa
R I R Y F T L L n A i t ó m a ár FRÁBÆRT
VERÐ
Aldur: 21
FRÁBÆRT
VERÐ
Maki: Friðrik Hilmar Ziemsen. Börn: Engin.
THOMAS klAppSTóll Góður klappstóll. Fæst í nokkrum mismunandi litum. Vnr. 3626640
Foreldrar: Andrés Auðberg Jóhannsson og María Ingibjörg Kjartansdóttir. Áhugamál: Kórsöngur, lestur góðra bóka, umhverfis-og byggingarverkfræði og samvera með góðum vinum. Menntun: Stúdent frá Flensborg, nemi í umhverfis-og byggingarverkfræði í Háskóla Íslands. Stjörnumerki: Vog Stjörnuspá: Fjölskyldan er tilfinningalegur kjarni tilverunnar. Hverjum kemur það svo sem á óvart? Gættu þess að vita út í hörgul hvað þú vilt því annars nærðu engum árangri.
KLAPPSTÓLL
1.495
LEIKJASTÓLL
9.950
H
erbjörg hefur alltaf sett námið í forgang og markið hátt þegar kemur að einkunnum og hún er mjög samviskusöm,“ segir Friðrik Hilmar kærasti Herbjargar. Friðrik segir hana þó hafa tíma fyrir eitt af sínum aðaláhugamálum, kórsönginn. „Við kynntumt í skólakórnum í Flensborg en Herbjörg hefur mjög gaman að því að syngja. Núna er hún í framhaldskór Flensborgarskóla sem kallast Flensborgarkórinn og það er hennar helsta áhugamál utan skólans. Hún stefnir á framhaldsnám í Noregi þar sem ég er sjálfur í námi. Hún er bara yndisleg stúlka sem ég er mjög ástfanginn af.“ Herbjörg Andrésdóttir, BS-nemi í umhverfis-og byggingarfræði við Háskóla Íslands, hlaut á dögunum viðurkenningu úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents. Tilgangur sjóðsins er að styrkja efnilega nemendur við verkfræðideildir Háskóla Íslands til framhaldsnáms í verkfræði og er það nemandi með hæstu meðaleinkunn eftir annað ár í grunnnámi sem hlýtur styrkinn. Frú Vigdís Finnbogadóttir, systir Þorvalds, afhenti styrkinn við hátíðlega athöfn í Hannersarholti á dögunum.
FRÁBÆRT
VERÐ
VERÐ FRÁ:
ÚTikerTi Mikið úrval af útikertum. Frábær verð! Vnr. 730213
33%
159 50% AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
VERÐ FRÁ:
2.695
FULLT VERÐ: 1.495
VAleNciA DÚkAr Frábærir matar- og kaffidúkar úr míkróefni sem hrindir frá sér vætu. Litir: Svartur, hvítur, kremaður og rauður. Fást í mörgum stærðum: Ø160 sm. 2.695 140 x 180 sm. 2.695 (bara í svörtu og rauðu) 150 x 220 sm. 2.995 150 x 250 sm. 3.495 50 x 300 sm. 3.695 150 x 320 sm. 3.995 150 x 350 sm. 4.495 Vnr. 519-11-1001
FULLT VERÐ: 9.995
4.995
MAck gAMe leikjASTóll Flottur og þægilegur leikjastóll með innbyggðum hátölurum og SUBWOOFER. Vel bólstrað sæti og góður stuðningur við hrygginn. Hægt að tengja við allar helstu leikjatölvurnar eins og PlayStation, Nintendo, iPad, mp3 spilara o.fl. Vnr. 3624642
MiNA bOrðSTOFUSTóll Fallegur borðstofustóll með PU áklæði. Fæst með eikarfótum og dökkum fótum. Litir: Svartur, brúnn eða rauður. Vnr. 708-10-1045
995
FlÍSHANSkAr Góðir og vandaðir hanskar fyrir dömur og herra. Stærðir: S-XL. Vnr. 23000229
23% AFSLÁTTUR
FULLT VERÐ: 1.295
995
HÚFUr Fást í 6 litum. Ein stærð. Vnr. 550-1215
1 STK.
95
rUSTic kerTi Margir litir fáanlegir. Vnr. 22305020
VERÐ FRÁ:
GILDIR 27.12 - 31.12
kerTi Vnr. 612400
295
12. Á r G a N G U r
UNG-SÁÁ er Nýtt félaG
Óvissa um framtíð Vogs Síða 5
D e S e M B e r 2013
Græn og edrú jól
Ljósmynd/Hari
2 . tÖ lU B l a Ð
Sjúkrahúsið Vogur 30 ára
Selur allt fyrir tindana sjö Síða 2
Solla og Elli á veitingastaðnum Gló bjóða stórfjölskyldunni í græna veislu á jólunum. Þau hjónin njóta þess að lifa edrú lífi saman og horfa björt fram á veginn. Elli er þakklátur fyrir að hafa hætt neyslu áður en hann lenti á LitlaHrauni.
Ég átti alltaf leið til baka
Síða 8
Síða 3
BarNahjÁlp SÁÁ:
forSeti íSlaNDS:
Sálfræðiþjónusta fyrir börn alkóhólista Síða 7
Vogur:
Tákn vonar og betra lífs Síða 3
Fólkið heldur með SÁÁ
Síða 12
2
DESEMBER 2013
frá formanni
Við stöndum í þakkarskuld við frumherjana sem byggðu Vog
Þ ÚTGEFANDI: SÁÁ – Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann Efstaleiti 7, 103 Reykjavík Sími: 530 7600 ÁBYRGÐARMAÐUR: Arnþór Jónsson RITSTJÓRI: Höskuldur Daði Magnússon BLAÐAMAÐUR: Dagný Hulda Erlendsdóttir TENGILIÐUR: Rúnar Freyr Gíslason LJÓSMYNDIR: Haraldur Jónasson UMBROT: Páll Svansson
ann 28. desember næstkomandi verða 30 ár liðin síðan Sjúkrahúsið Vogur var tekið í notkun. Síðan þá hafa yfir 20 þúsund einstaklingar komið í meðferð á Vog, litla 60 rúma sjúkrahúsið okkar með stóra hjartað. Þúsundir Íslendinga, alkóhólistar og aðstandendur þeirra, standa í ævarandi þakkarskuld við frumherjana sem stofnuðu SÁ Á og byggðu Vog með tvær hendur tómar.
arnþór Jónsson skrifar
SÁ Á hefur byggt og keypt húsnæði undir sína starfsemi án aðkomu ríkis og bæja og lengst af skaffað húsnæðið alveg endurgjaldslaust fyrir kaupendur þjónustunnar. Þannig eru alkóhólistar á Íslandi eini sjúklingahópurinn sem hefur byggt sinn eigin spítala fyrir peninga sem þeir hafa sjálfir safnað saman. Alkóhólistar eru einnig eini sjúklingahópurinn sem hefur þróað sérstök meðferðarúrræði fyrir aðstandendur sína og afkomendur en meðferð og þjónusta SÁ Á fyrir aðstandendur alkóhólista er ófjármögnuð, þ.e.a.s., beinn kostnaður vegna fjölskyldumeðferðar er greiddur af sjálfsaflafé samtakanna. Mikil eftirspurn er eftir þessari þjónustu sem fer
fram á göngudeildum SÁ Á í Reykjavík og á Akureyri og eftir samkomulagi á öðrum stöðum. Nú stendur yfir söfnunarátakið Áfram Vogur, þar sem safnað er fyrir byggingu á nýrri álmu við sjúkrahúsið – álmu þar sem verða veikustu sjúklingarnir í sérherbergjum auk þess sem aðstaða vaktar og lyfjavörslu verður endurnýjuð til að uppfylla nútímakröfur um öryggi starfsfólks og sjúklinga. Framkvæmdir hófust í byrjun október og ganga vel. Húsnæðið verður tekið í notkun í maí á næsta ári.
Að þessu sinni höfum við leitað mest til fyrirtækja eftir stuðningi og í stuttu máli fengið framúrskarandi undirtektir hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Það er eftirtektarvert að á meðan fjölmargir lífeyrissjóðir og stórfyrirtæki sjá hagnaðarvon í stórfelldum fjárfestingum á sviði heilbrigðisþjónustu, byggir SÁ Á með stuðningi almennings og
smærri fyrirtækja, „non profit“ sjúkrastofur undir fárveika sjúklinga sem fá hvergi annars staðar að vera. Sjúkrahúsrekstur SÁ Á er rekinn með 170 milljóna króna halla á þessu ári og hefur sá halli verið að aukast jafnt og þétt síðustu árin. SÁ Á greiðir sjálft þennan halla með sjálfsaflafé ólíkt öðrum heilbrigðisstofnunum sem sækja árlega í aukafjárlög til að greiða niður sinn hallarekstur. Þannig hefur SÁ Á lagt til lögbundins heilbrigðisreksturs yfir milljarð króna á síðustu 10 árum og enn meira þegar horft er yfir lengra tímabil. Það má því segja að þaðan sem við horfum líti áðurnefnd hagnaðarvon lífeyrissjóðanna sérkennilega út. Um leið og ég, fyrir hönd SÁ Á, óska lesendum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári vil ég þakka öllum fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa lagt okkur lið á þessu ári. Stuðningur ykkar er ómetanlegur fyrir sjúklingana og fjölskyldurnar og starfsfólk og stjórn SÁ Á. Hann er raunverulegt kraftaverk.
SÁÁ hefur byggt og keypt húsnæði undir sína starfsemi án aðkomu ríkis og bæja og lengst af skaffað húsnæðið alveg endurgjaldslaust fyrir kaupendur þjónustunnar.
Þorsteinn Jakobsson segir fJallgöngur næra bæði líkama og sál:
Selur allt fyrir Viðtöl við tindana sjö ráðgjafa SÁÁ
Vakthafandi ráðgjafi svarar í síma 530-7600 en það er númerið sem hringt er í vilji fólk óska eftir viðtali við áfengis- og vímefnaráðgjafa á göngudeild Áfengisog fjölskyldudeildar SÁ Á. Símatími er alla virka daga frá klukkan níu til fimm. Ekki er nauðsynlegt að panta tíma hjá ráðgjafa fyrirfram heldur er hægt að mæta í Von, Efstaleiti 7, á opnunartíma og óska eftir viðtali. SÁ Á býður einnig upp á sérstaka símaráðgjöf fyrir unglinga og aðstandendur þeirra. Síminn er ávallt opinn og er númerið 824-7666. Efni viðtala unglinga, fullorðinna og aðstandenda er mismunandi og getur verið allt frá því að einstaklingur komi til að bera undir ráðgjafa eitt afmarkað atriði og til þess að fólk komi eftir heildstæðri ráðgjöf og aðstoð til að gera varanlegar breytingar á lífstíl sínum. Allir þeir sem telja sig eiga við vanda að stríða vegna notkunar vímuefna, eða eiga aðstandanda sem á við slíkan vanda að etja, geta leitað til göngudeildar Áfengis- og fjölskyldudeildar SÁ Á.
Leiðsögumaðurinn og fasteignasalinn Þorsteinn Jakobsson, eða Fjalla-Steini eins og hann er kallaður, ætlar að hefja göngu á tindana sjö í byrjun næsta árs. Þá gengur hann á hæsta tind hverrar heimsálfu og byrjar verkefnið á Aconcagua í Argentínu sem er 6.980 metra hátt. Slíkir leiðangrar kosta sitt og er Fjalla-Steini nú að selja allar eigur sínar til að fjármagna ævintýrið. „Ég verð orðinn alveg eignalaus á næsta ári og alveg örugglega hamingjusamasti maður í heimi. Þá þarf ég ekki að hafa neinar áhyggjur af veraldlegum hlutum og á nóg af hamingju,“ segir hann léttur í bragði. Í febrúar og mars er stefnan svo tekin á Kilimanjaro, hæsta tind Afríku. Ef allt gengur að óskum mun verkefnið taka rúmlega ár. Fjalla-Steini hefur alltaf haft brennandi áhuga á útivist og fjallgöngum og fór fyrst á fjöll átta ára gamall þegar hann stofnaði fjallaklúbb með vini sínum, Lárusi Ástvaldssyni, sem síðar varð jarðfræðingur. „Svo var ég í sveit fyrir norðan á sumrin og fór þá á fjöll nær daglega. Ég hef alltaf haft mikla þörf fyrir hreyfingu en tók löng hlé þegar ég var að ala börnin mín upp.“ 23 ára gamall fór Fjalla-Steini í meðferð til SÁ Á á Silungapoll sem hann segir hafa gert sér afar gott. „Til að byrja með vann ég ekki mikið í minni edrúmennsku en fyrir sjö árum tók ég mig á og fór að sinna henni betur samhliða því að hella mér út í fjallamennskuna. Eftir að ég byrjaði aftur af krafti í fjallamennskunni hvarf áfengislöngunin alveg.“ Hann segir mikla heilun fólgna í fjallgöngum og að þær næri bæði líkama og sál. „Maður kemst ekki nær sjálfum sér en að stunda útivist og hún hentar mjög vel með edrúmennskunni. Ég tel að margt fólk gæti verið án þunglyndislyfja ef það tæki upp á því stunda útivist og klífa fjöll.“ Fjalla-Steini fer á fjöll nær alla daga ársins og á afrekaskránni kennir ýmissa grasa. Árið 2010 gekk hann á 365 fjöll og 2011 voru þau 400. Á þessu ári hefur hann svo gengið á öll bæjarfjöll landsins og ætlar að gefa út bók um þau á næsta ári. Allur ágóði af sölu hennar rennur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Á árum áður gekk hann til að vekja athygli á og safna fyrir starfsemi Ljóssins en henni kynntist hann í gegnum vinkonu sína sem nú er látin. „Ég var í fjögur ár að safna fyrir Ljósið en langaði svo að gera eitthvað fyrir börnin og fór af stað með verkefnið Saman klífum brattann og lét búa til þúsund bauka sem var dreift um allt land. Næsta haust lýkur þessu verkefni með styrktartónleikum þar sem ágóðinn mun sem fyrr renna til SKB.“
Þorsteinn Jakobsson ætlar að ganga á tindana sjö á næsta ári og selur nú allar veraldlegar eigur sínir til að fjármagna leiðangurinn. Hann fer nær daglega á fjöll og suma á daga á fleiri en eitt. Næsta vor sendir hann frá sér bók um öll bæjarfjöll landsins og mun allur ágóðinn renna til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.
3
2013 DESEMBER
Kveðja frá forseta Íslands, Ólafi ragnari grÍmssyni:
Vogur:
Tákn vonar og betra lífs Við Íslendingar eigum margar stofnanir og njótum fjölbreyttrar starfsemi en fáir staðir ná þeim sessi að verða í hugum þjóðarinnar tákn nýrrar vonar, fyrirheit um betra líf; einstaklingum og fjölskyldum aflvaki sigra í erfiðri glímu. Vogur er slíkur staður í hugum okkar og hjörtum; samheiti á starfsemi sem í senn hefur rutt brautir og vakið athygli víða um heim; en umfram allt sönnun þess að áfengissýki og neysla eiturlyfja þarf ekki að vera ævarandi böl. Það eru til aðrar leiðir, aðferðir sem skila árangri og gefa körlum og konum, ungum og eldri trú á að lækningin takist, að hægt sé að losna úr fjötrum fíknarinnar og færa fjölskyldu sinni og vinum lífsgleði á ný. Nú fagnar Vogur merkum áfanga og þá ber okkur að þakka fyrir framlag lækna og starfsfólks alls, aðstandendum og stuðningsliði sem eflt hefur árangurinn jafnt og þétt. Vogur er ekki aðeins stofnun, heldur líka vitnisburður um samtakamátt þúsundanna sem lagt hafa lið hugsjónastarfi í þágu heilbrigðis og hollra lífshátta. Á þessum tímamótum þakkar íslenska þjóðin af heilum huga hið góða starf.
Meðferð fyrir aðstandendur
Ég átti alltaf leið til baka
Í fjögurra vikna meðferð fyrir aðstandendur er leitast við að auka þekkingu þátttakenda á fíknisjúkdómnum, einkennum hans, hvernig hann birtist og hvaða áhrif hann hefur á alla þá sem búa í návígi við hann. Þá er reynt að aðstoða þátttakendur til að hrinda af stað breytingum til bóta innan fjölskyldunnar. Meðferðin er á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 18-20 og kostar 8.000 kr.
Hilda Jana Gísladóttir sjónvarpskona hefur vakið athygli fyrir störf sín á sjónvarpsstöðinni N4. Hún rasaði út snemma á lífsleiðinni en náði tökum á lífi sínu með hjálp SÁÁ. Hún segir mikilvægt að ná sem fyrst til krakka sem eru í neyslu – því lengur sem fólk sé í rugli, þeim mun meira skaðist það.
Fræðsluerindin í meðferðinni eru eftirfarandi: • Áfengissýki og önnur vímuefnafíkn • Meðvirkni og hvernig hún breytir fjölskyldunni • Meðvirkni og hvernig hún breytir einstaklingnum • Stuðningur sem gerir ástandið verra • Sjálfsvirðing • Þróun batans – aðstandandi vs fíkill – gestir velkomnir • Sameiginlegur bati allra í fjölskyldunni • Síðasta kvöldið er Al-anon kynning • Stuðningshópur fyrir aðstandendur eru í boði í framhaldi af 4 vikna meðferðinni.
Nánari upplýsingar fást hjá ráðgjöfum SÁÁ í síma 530-7600.
Þetta snýst ekki um hvað þú gerir heldur hversu ungur þú kemst út úr því aftur.
S
ÁÁ eru fyrir mér eins og ósýnilegt öryggisnet, rétt eins og foreldrar manns. Maður þarf ekki alltaf á þeim að halda en það er öryggi fólgið í því að vita af þeim,“ segir sjónvarpskonan Hilda Jana Gísladóttir. Hilda Jana er landsmönnum að góðu kunn en hún hefur starfað bæði sem fréttamaður á RÚV og Stöð 2 en síðustu ár hefur hún tekið þátt í að byggja upp sjónvarpsstöðina N4. Sú stöð hefur smám saman náð góðri fótfestu fyrir norðan en um leið laðað að sér forvitna áhorfendur um allt land. „Við höfum reynt að gera venjulegt sjónvarp fyrir venjulegt fólk. Það má alveg líka,“ segir Hilda Jana, hógværðin uppmáluð. Hilda Jana var ein þeirra sem rasaði út snemma á lífsleiðinni og kann hún SÁ Á miklar þakkir fyrir þá hjálp sem henni var veitt til að koma sér á beinu brautina. „Ég fór hratt upp og hratt niður aftur. Ég þurfti mikið á SÁ Á að halda á þeim tíma og fór inn og út úr meðferð í eitt ár. Ég var á Vogi og á Vík og gerðst meira að segja svo fræg að vera í síðasta hollinu á Vífilsstöðum. Það hefur oft verið gagnrýnt að fólk
geti komist aftur og aftur í meðferð en það var afar mikilvægt fyrir mig að geta gert það. Ég átti alltaf leið til baka.“ Hún kveðst telja að það hafi unnið með sér hversu ung hún var. „Af því ég var ung var auðvelt að koma strax til baka. Ég fattaði það ekki þá en tíminn var algert lykilatriði. Fólkið sem var með manni í rugli, því lengur sem það var í ruglinu, þeim mun meira skaðaðist það. Þeir sem hafa náð sér upp voru þeir sem gátu hætt sem allra fyrst. Og því fyrr, því betra. Þetta snýst ekki um hvað þú gerir heldur hversu ungur þú kemst út úr því aftur.“ Hilda Jana segir ennfremur að þetta sé algjört lykilatriði í meðferðarstarfi. „Ef einhver fókus ætti að vera þá er það að ná krökkum strax. Þá eiga þau séns.“
Aðspurð segist Hilda Jana ekki vera virk í starfi SÁ Á í dag en myndi þó ekki hika við að nýta sér starf samtakanna ef á þyrfti að halda. Hún segir að afar mikilvægt sé að SÁ Á hafi aðstöðu á Akureyri en starfið mætti vera meira úti á landi. Nálægðin skipti nefnilega máli. Fyrstu árin eftir meðferð var hún þó mjög virk. „Já, endalaust. Lífið snerist um að vera edrú fyrstu árin. Ég þurfti að gera það þannig. Þetta var bara eins og allar byltingar eru, svo finnur maður jafnvægi og rólegheit. Þá var ég fyrst og fremst óvirk. Í dag er það ákveðin forsenda fyrir því sem ég er en vegna þess að ég hætti hef ég tækifæri til að vera fullt annað. Það er leið sem ég hef valið og ég fylgi henni ennþá. Lífið er gott.“
4
DESEMBER 2013
FjölSkylduráðgjöF Sáá:
Helga Óskarsdóttir er ráðgjafi hjá Fjölskylduráðgjöf SÁÁ í Von. Hún segir mikilvægt að fræða og styðja við bakið á aðstandendum áfengis- og vímuefnasjúklinga. „Þetta er sérstakur sjúkdómur sem þarf sérstaka meðferð og eitt helsta einkenni hans er stjórnleysi.“ Ljósmynd/Hari
Hjá Fjölskylduráðgjöf SÁÁ í Von í Efstaleiti er aðstandendum áfengis- og vímuefnasjúklinga veitt fræðsla og stuðningur. Aðstandendur verða oft meðvirkir og gleyma að huga að sjálfum sér og því er mikilvægt fyrir þá skilja sjúkdóminn alkóhólisma. Ráðgjafi segir að ef neysla annarra skyggi á lífið sé ástæða til að koma í viðtal.
Þ
egar fólk leggst inn á Vog gefur það upplýsingar um sína aðstandendur og ráðgjafar SÁ Á hafa þá samband og bjóða þeim fræðslu. Í mörgum tilfellum leita aðstandendur þó til SÁ Á þrátt fyrir að sá sjúki hafi ekki viðurkennt vanda sinn. „Ef neysla annarra fer að skyggja á lífið þá er ástæða til að koma í viðtal,“ segir Helga Óskars-
Merki um styrk að leita sér hjálpar dóttir, ráðgjafi hjá Fjölskylduráðgjöf SÁ Á. Hún segir mörgum aðstandendum þykja fyrstu skrefin þung þegar leitað er eftir hjálp. „Oft finnst fólki erfitt að viðurkenna að það ráði ekki við vandann,“ segir hún. Helga segir þó mikilvægt að hafa í huga að það sé merki um styrk að leita sér hjálpar. Í tilfelli alkóhólisma gildi ekki það viðhorf að gefast aldrei upp og halda bara áfram. Það sé einmitt gott að viðurkenna vanmátt sinn og fá hjálp.
Stjórnleysi einkennir fíknisjúkdóma Helga segir megin markmið Fjölskylduráðgjafarinnar að fræða aðstandendur og veita þeim stuðning. „Okkur finnst mjög mikilvægt að fá fjölskyldurnar hingað og segja þeim hvernig sjúkdómurinn er svo þær geti verið styðjandi við þann veika og jafnframt hlúð að sjálfum sér. Þetta er sérstakur sjúkdómur sem þarf sérstaka meðferð. Eitt helsta einkenni fíknisjúkdóma er stjórnleysi. Fólk í neyslu missir stjórn á neyslunni og hegðuninni og samskiptin fara í rugl.“ Aðstandendur reyni oft að ráðleggja sjúklingnum um hvað eigi að gera en það hafi engin áhrif því stjórnleysið sé svo mikið.
Helga segir algengt að aðstandendur noti sömu aðferðir við vandamál tengd alkóhólisma og við önnur vandamál, eins og að þrífa upp eftir partíin og borga skuldirnar þó það eigi bara að vera í þetta eina sinn. „Með þessu móti sér sá sjúki ekki afleiðingar neyslunnar. Fólk telur sig vera að hjálpa en er í rauninni að viðhalda ástandinu.“ Hinn sjúki þurfi að fá að reka sig á og borga skuldir sínar og í langan tíma sé fólk kannski búið að segja fíklinum hvað hann eigi að gera og haldi stundum að hann leggi sig fram við að svekkja það.
Framkoma fjölskyldunnar hefur áhrif
Oft eru aðstandendur búnir að hafa það á tilfinningunni að ekki sé á þá hlustað og það getur haft neikvæð áhrif því fólk skilur sjúkdóminn ekki. Það er mikilvægt að sleppa tökunum og varpa ábyrgðinni yfir á alkóhólistann og spyrja hvað hann hyggist gera en ekki alltaf að leysa vandamálin fyrir hann.“
Oft finnst aðstandendum erfitt að viðurkenna að þeir ráði ekki við vandann.
Í Von er boðið upp á fjölskyldunámskeið sem standa í fjórar vikur og eru tvö kvöld í viku og segir Helga það oft góða byrjun að fjölskyldan leiti sér aðstoðar og læri hvernig meðlimir hennar geti haft áhrif á þann sjúka til dæmis með því að tala við hann á annan hátt. „Fjölskyldan verður glaðari og þá kemur oft löngunin hjá þeim sjúka að gera eitthvað í sínum málum.
Fólk týnt í meðvirkni
Meðvirkni er algeng meðal aðstandenda áfengis- og vímuefnasjúklinga og segir Helga ýmis líkamleg einkenni geta fylgt henni, eins og vöðvabólga, höfuðverkur, bakverkur og meltingartruflanir. Þá séu andleg einkenni eins og kvíði, þunglyndi, reiði og vonleysi einnig algeng. Þessi einkenni koma vegna streitunnar sem fjölskyldan býr við. Sá meðvirki sé alltaf mjög upptekinn af öðrum og telji sig vita hvernig öðrum líður og jafnvel hvernig aðrir hugsa. Fólk sé svo upptekið af öðrum að það sjálft týnist og viti jafnvel ekki hvað það vilji fá út úr lífinu og sé alltaf á vaktinni að passa upp á aðra og gleymi sjálfu sér.
Edrú quiz hjá ung-Sáá Ung-SÁ Á er félagsskapur fólks, 35 ára og yngra, sem vill skemmta sér edrú. Mánaðarlega er haldið edrú quiz, spurningakeppni þar sem tveir og tveir eru saman í liði. Að sögn Sigmundar Einars Jónssonar er alltaf fenginn þjóðþekktur einstaklingur til að vera spyrill. „Núna í desember ætlar Sigga Klingenberg að sjá um að spyrja og tónlistarmaðurinn Steinar spilar tónlist. Svo eru alltaf flottir vinningar í boði,“ segir hann. Í mars eða apríl ár hvert er farið í skíðaferð á Siglufjörð og síðast fóru 50 manns. Ung-SÁ Á hópurinn fer einnig saman í bíó, Bláa lónið og á næstunni er fyrirhugað að bjóða upp á matreiðslukynningar, danskennslu og jafnvel kennslu í date-tækni og daðri.
Annan hvern fimmtudag heldur Ung-SÁ Á stjórnarfundi í Von í Efstaleiti og eru allir velkomnir. „Við erum alltaf að taka inn nýtt fólk og það eru allir velkomnir að starfa með okkur og hjá okkur eru allir jafnir.“ Sigmundur segir félagsstarfið sérstaklega vel henta þeim sem hafa einangrað sig frá gömlu neyslufélögunum og vilja skemmta sér edrú. Sjálfur fór hann í meðferð á Vog í október 2010 en datt í það stuttu seinna. „Þá fór ég strax til SÁÁ og fékk hjálp til að halda áfram á beinu brautinni. Þar var haldið rosalega vel utan um edrúmennskuna mína.“
Nánari upplýsingar um
UNg-SÁÁ má nálgast á Facebook-síðunni Ung-SÁÁ og netfangið er ungsaa@gmail.com
5
2013 DESEMBER
Ef fram fer sem horfir, verður tap SÁÁ vegna Vogs í ár 180 milljónir. Óvissa ríkir um framtíð spítalans og hefur starfsfólki verið fækkað og þjónusta skert. Tæplega þrjú hundruð manns eru nú á biðlista eftir læknismeðferð þar. Yfirlæknir Vogs leggur áherslu á að álag á aðrar heilbrigðisstofnanir muni aukast þegar þjónusta á Vogi sé skert. Hagkvæmast sé að áfengissjúkt fólk fái viðeigandi læknismeðferð í stað þess að vera ómeðhöndlað hjá lögreglunni, á bráðamóttöku eða á öðrum sjúkradeildum.
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, hefur þungar áhyggjur af þeim afleiðingum sem niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefur á starfsemi á Vogi. Í ár stefnir í að á milli 2.100 til 2.200 sjúklingar leggist þar inn en ríkið greiðir aðeins fyrir 1.700 manns. SÁÁ greiðir mismuninn. Ljósmyndir/Hari
Óvissa um framtíð Vogs
N
iðurskurður á árunum eftir hrun hefur bitnað á starfsemi Vogs og ríkir mikil óvissa um hvernig henni verður hagað í framtíðinni. Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, hefur þjónusta við sjúklinga verið skert á þessu ári og starfsfólki fækkað. „Þegar þessu rekstrarári lýkur borgar SÁ Á um 180 milljónir með þjónustunni sem veitt er á Vogi. Það mun hafast með því að draga úr þjónustu en það er alveg ljóst að við getum ekki staðið undir slíkum halla áfram næstu árin. Framhaldið er í algjörri óvissu og enginn veit hvernig þetta mun fara,“ segir hann.
SÁÁ greiðir sjálft fyrir hluta sjúklinganna
Ríkið greiðir fyrir 1.700 innlagnir á Vogi á ári þó þörfin sé mun meiri og segir Þórarinn stefna í að á milli 2.100 og 2.200 innlagnir verði á árinu og greiðir SÁ Á fyrir heilbrigðisþjónustu þess hóps sem ríkið greiðir ekki fyrir. „Það hagar þannig til að við erum í samfélagi þar sem allir sem eru með sjúkdóm eiga að fá læknismeðferð sem greidd er úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Alkóhólismi er viðurkenndur sjúkdómur hér á landi og hefur verið lengi. Ríkinu ber því að veita þessum sjúklingum meðferð eins og öðrum,“ segir hann. Þó innlagnir Vogs hefðu aðeins verið 1.700 í ár myndi hallinn samt vera 100 milljónir. „Þetta bil þarf að brúa, það er ekki nóg að við fækkum sjúklingum.“
sé að sinna þeim veikustu eins fljótt og mögulegt er. „Það er kallað inn af listanum eftir ákveðnum reglum. Við eigum í samstarfi við Lögregluna í Reykjavík og tökum við fólki í bráðainnlögn sem lögreglan telur að sé mjög illa á sig komið á götunni. Við eigum einnig í samvinnu við geðdeild og bráðamóttöku á Landspítala og ýmsar aðrar heilbrigðisstofnanir og þær mælast til þess að ákveðnir einstaklingar hafi forgang.“
Vandinn hverfur ekki
Þórarinn segir mikilvægt að hafa í huga að Vogur sé hluti af íslenska heilbrigðiskerfinu og að margar aðrar heilbrigðisstofnanir treysti á starfsemi hans og að þegar þjónustan á Vogi minnki bitni það á öðrum stofnunum sem áfengissjúklingar muni leita til. „Það er hagkvæmast að hver sjúklingur sé á sínum bás og þá á ég við að þeir sjúklingar sem þurfa á bráðaþjónustu að halda séu á bráðamóttöku, þeir sem þurfa í skurðaðgerðir séu á skurðdeild og áfengissjúklingar í áfengismeðferð en ekki öfugt,“ segir Þórarinn og leggur áherslu á að þó Vogi yrði lokað losni samfélagið ekki við áfengissjúklinga því þeir muni leita annað. „Áfengissjúkt fólk verður þá ómeðhöndlað hjá lögreglunni, á bráðamóttöku og inni á almennum deildum þar sem það mun kalla á útgjöld sem hægt væri að sleppa við væri þetta fólk á réttum stað – á stofnun fyrir fólk með áfengis- og vímuefnavanda.“
Við hjá SÁÁ berum ekki ein ábyrgð á því að þessi þjónusta verði í boði.
Biðlistar lengjast
Að sögn Þórarins voru rúmlega 100 manns á biðlista á hverjum tíma fyrstu árin eftir hrun en fjöldinn fór upp í hundrað og fimmtíu til tvö hundruð fyrir einu og hálfu ári síðan. „Núna síðla sumars fór fjöldinn upp í tæplega þrjú hundruð en svo langur hefur listinn ekki verið síðasta áratug,” segir hann. Þórarinn segir mjög erfitt að velja fólk til innlagnar af svo löngum biðlista þó reynt
Að mati Þórarins skiptir miklu máli að fara skynsamlega með það fé sem til er þegar kreppir að og peninga vanti til heilbrigðisþjónustunnar þannig að sparnaður náist fyrir samfélagið í heild. „Þetta er hægt að reikna út með ýmsum hætti en það liggur í augum uppi að um leið og illa farinn áfengissjúklingur fer inn á Vog sparast peningar við að hafa viðkomandi þar. Það er ódýrara að hafa slíkt fólk á Vogi því utan Vogs stofnar það til útgjalda fyrir þjóðfélagið sem er fimm til sjö sinnum meiri en daggjaldið á Vogi er. Það er hægt að eyða alveg ótrúlega
miklum peningum og sjá lítinn árangur ef þeim er eytt á rangan hátt þegar kemur að áfengis- og vímuefnafíklum.“
Byggðu sitt sjúkrahús sjálf
Vogur var fyrst tekinn í notkun fyrir nákvæmlega þrjátíu árum og var byggður fyrir fé sem SÁ Á safnaði meðal almennings. Þar dvelur fólk í tíu daga og er þar rými fyrir sextíu sjúklinga. „SÁ Á hefur byggt þessi hús yfir starfsemina af eigin rammleik og fengið til þess lítinn styrk frá opinberum aðilum og engan núna í nokkuð langan tíma.“ Þórarinn segir ýmis dæmi um að sjúklingahópar hafi tekið sig til og byggt spítala, eins og berklasjúklingar hafi gert á sínum tíma. Sjúklingasamtök nú til dags séu þó flest í pólitískum málum og stuðningi við sjúklinga og aðstandendur. Þau leggi yfirleitt ekki beinharða peninga í skurðaðgerðir eða læknismeðferðir fyrir sína sjúklinga eða byggja sína eigin spítala. „Við höfum gert hvort tveggja en ríkið staðið við sitt og borgað fyrir meðferð hjá 1.700 sjúklingum á ári þó það sé ekki nóg.“
Fólk treystir á Vog
Um níu prósent allra lifandi Íslendinga á aldrinum 16 til 64 ára hafa einhvern tíma á ævinni leitað á Vog. Að sögn Þórarins treystir fólk á að þjónusta Vogs standi til boða í framtíðinni fyrir þá sem hana þurfa. „Það er ljóst að þeir fjármunir sem við fáum núna duga ekki fyrir þeirri þjónustu sem við veitum. Ef ekki verða gerðar breytingar þurfum við að skerða þjónustuna verulega en höfum ekki enn tekið ákvörðun um það hvernig þeim verður háttað.“ SÁÁ sé búið að eiga í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið í 36 ár og muni ekki grípa til neinna ráðstafana nema í samráði við yfirvöld. „Vegna hallareksturs hefur óvissa um starfsemi á Vogi aldrei verið meiri og við vitum ekki hvað í ósköpunum fólk ætlar sér að gera. Það er verið að fást við margan annan vanda í samfélaginu eins og til dæmis biluð röntgentæki á Landspítala og skuldaniðurfærslur. Fólk hefur ekki skondrað augunum hingað og það er óljóst hvaða afleiðingar það mun hafa í för með sér. Við hjá SÁÁ berum ekki ein ábyrgð á því að þessi þjónusta verði í boði.“
6
DESEMBER 2013
Kók og appelsín er jóladrykkurinn að leita sér fræðslu. „Það eru alltaf að koma nýjar kenningar og margir fróðlegir fyrirlestrar í boði sem gagnlegt er að hlusta á.“
Camembert og sniglar alltaf vinsælir
Veitingastaðir í miðbæ Reykjavíkur koma og fara en Hornið hefur fyrir löngu unnið sér fastan sess enda hefur það lítið breyst á þeim 34 árum sem liðin eru frá því það opnaði. Valgerður og Jakob bjuggu í Danmörku þar sem hún lærði hárgreiðslu en hann vann á ítölskum veitingastað. Þau dreymdi um að opna slíkan í Reykjavík þegar þau flyttu heim og létu slag standa og eru enn að og segja reksturinn ekki aðeins vinnu heldur líka áhugamál sitt. Í gegnum árin hafa þau kynnst mikið af fólki sem snæðir reglulega á Horninu og núna er þriðja kynslóð viðskiptavina farin að mæta. „Það eru þá barnabörn þeirra sem sótt hafa staðinn frá byrjun,“ segir Valgerður. Jakob segir fólk kunna vel að meta að það séu ekki gerðar miklar breytingar á Horninu og að það sé að mörgu leyti eins og í upphafi. „Fólki þykir gott að vita að hverju það gengur. Það eru svo hraðar breytingar alls staðar.“ Nokkrir réttir, eins og djúpsteiktur Camembert-ostur og sniglar hafa verið á matseðlinum frá upphafi og njóta alltaf mikilla vinsælda.
Reglusemi og gott starfsfólk lykillinn Valgerður Jóhannsdóttir hefur rekið veitingastaðinn Hornið í 34 ár ásamt manni sínum, Jakobi Magnússyni. Börnin þeirra þrjú starfa líka á staðnum. Með Valgerði á myndinni eru tvö þeirra, Hlynur Sölvi og Ólöf. Ljósmynd/Hari
Hjónin Valgerður og Jakob eru eigendur Hornsins sem er einn elsti veitingastaðurinn í miðbæ Reykjavíkur. Valgerður fór í meðferð árið 1980 og segja þau edrú lífernið eiga stóran þátt í velgengni Hornsins. Valgerður og Jakob drekka alltaf kók og appelsín á jólunum því áður fyrr var alkóhól í malti og fólki ráðlagt að drekka það ekki eftir meðferð.
J
akob Magnússon og Valgerður Jóhannsdóttir opnuðu Hornið árið 1979 og voru þá fáir veitingastaðir í milli verðflokki í miðbæ Reykjavíkur. Þar voru nokkrir hamborgarastaðir og svo mjög fínir eins og Grillið og Hótel Holt. Þau hjónin hafa helgað starfsævi sína rekstri Hornsins sem þeim finnst alltaf jafn skemmtilegur. Börnin þeirra þrjú starfa þar líka. Elsti sonurinn sér um reksturinn með föður sínum, dóttirin er matreiðslumeistari og yngsti sonurinn þjónar til borðs, ásamt því að stunda tónlistarnám. Fyrir rúmlega þrjátíu árum fór Valgerður í meðferð hjá SÁ Á á Silungapoll. Á sama tíma hætti Jakob allri neyslu áfengis og kveðst Valgerður einstaklega heppinn með manninn sinn en hún þurfti aldrei að biðja hann um að hætta.
Silungapollur barn síns tíma Valgerður segir aðstöðuna á Silungapolli hafa verið allt aðra en fólk kynnist á Vogi í dag. „Þarna voru engin rúm eins og stólarnir komu héðan og þaðan.
Það var einn læknir og ein hjúkrunarkona og ráðgjafarnir voru ekki menntaðir, heldur fólk sem hafði sjálft farið í meðferð og kom og hjálpaði okkur hinum,“ segir hún. Þrátt fyrir það hafi henni liðið vel þar og meðferðin gert mikið gagn. „Maður var svo glaður að komast undir þessar hendur og fá að læra hvað maður þarf að gera til að líða vel. Ég hellti mér út í þetta og eignaðist algjörlega nýtt líf,“ segir hún. Á þessum tíma var Valgerður með yngstu konum sem farið höfðu í meðferð á Íslandi en hún var 28 ára. Flestar konurnar sem voru í meðferð á sama tíma voru mun eldri. Hún segir viðhorfið í samfélaginu hafa verið annað gagnvart alkóhólisma þá en í dag og að honum hafi oft fylgt mikil skömm. Sjálf lét Valgerður það þó ekki hafa áhrif á sig. Þegar fólk frétti að hún hefði farið í meðferð voru nokkrir sem höfðu orð á því við hana að hún hefði nú ekkekk ert drukkið svo mikið. „Tengdamamma sagði mér að gera það sem ég teldi að væri mér fyrir bestu og mér þótti mjög vænt um það,“ segir hún.
Vinirnir fóru Þegar Valgerður kom úr meðferðinni hurfu vinirnir sem hún hafði neytt áfengis með og segir hún það hafa verið erfitt í fyrstu. „Ég var svolítið mikið ein en svo vandist það og ég eignaðist nýja vini innan SÁ Á. Það er yndislegt að lifa lífinu án vímugjafa og ég er SÁ Á ævinlega þakklát. Ég veit ekki hvar ég væri án alls þess sem ég hef notið hjá þeim.“ Síðan Valgerður fór fyrst í meðferð hefur hún farið á þrjú fjölskyldunámskeið hjá SÁ Á og kíkja þau hjónin reglulega á viðburði í Von, húsi SÁ Á við Efstaleiti. Í fyrstu þegar Valgerður var að glíma við edrúmennskuna leið henni ekki alltaf vel þó hún væri að gera það allt sem henni var ráðlagt. „Þá kynntist ég meðvirknisprógrammi og er búin að vera glöð síðan. Ég er mjög heppin að maðurinn minn hafi fylgt mér þessa leið og við ræðum alltaf málin þangað til við komumst til botns í þeim. Reyndar erum við nú yfirleitt sammála,“ segir hún og brosir til Jakobs. Þegar Valgerður fór í meðferð voru þau hjónin búin að eignast elsta soninn. Árin eftir meðferðina fæddust svo hin börnin tvö. „Þá varð svolítið mikill hraði á lífinu hjá okkur og það kom upp hræðslutilfinning hjá mér og mér fór að líða illa og ég ákvað því að fara í meðferð þó ég væri ekki byrjuð hættaftur að drekka. Ég vildi ekki hleypa hætt unni heim.“ Í það sinn fór hún á Vog og svo á Staðarfell. „Þar náði ég úr mér skjálftanum. Ég var hrædd um að eitthvað kæmi fyrir en auðvitað kom ekkert fyrir og það hefur gengið vel hjá okkur.“ Jakob bætir við að algengt sé að fólk fari tvisvar til þrisvar sinnum í meðferð. Valgerður tekur undir það og segir að þegar líða fer frá fyrstu meðferðinni sé gott Jakob og Valgerður eru afar samhent. Ljósmynd/Hari
Þegar Hornið var opnað var ekki til pepperóní á Íslandi og fékk Jakob kjötiðnaðarmann í lið með sér til hanna það og framleiða. „Á þessum tíma var spaghettí eina pastað sem þekktist hér á landi. Við vorum með lasagne á matseðlinum og þurftum að útskýra fyrir fólki hvað það væri. Þetta var svo nýtt fyrir fólki,“ segir Jakob. Þegar sótt var um leyfi fyrir opnun Hornsins á sínum tíma var gerð athugasemd við að ekki væru neinar gardínur fyrir gluggum og að fólk sæti ekki í sérstökum básum heldur væru borð á víð og dreif um allt gólf. Það þótti líka furðulegt að vera ekki með gólfteppi. Allt slapp þetta þó og leyfið fékkst. Þau hjónin eru sammála um að einn lykillinn að því að reka veitingastað svo farsællega árum saman sé að hafa gott starfsfólk. „Við höfum haft margt einstaklega skemmtilegt og duglegt fólk hjá okkur. Sumir fara í burtu í langan tíma en koma svo aftur að vinna á Horninu og það þykir okkur alltaf vænt um,“ segir Jakob. Þau eru líka sammála um að edrú lífernið hafi hjálpað til við velgengni Hornsins. „Við værum ekki búin að eiga þennan stað í öll þessi ár ef það hefði ekki orðið breyting á okkar lífi á sínum tíma. Það er ég viss um,“ segir Valgerður.
Appelsín og kók um jólin
Á árum áður var alkóhól í malti og því var alkóhólistum ráðlagt að drekka það ekki. Því tóku Valgerður og Jakob upp þann sið að blanda saman kóki og appelsíni um jólin og hafa það sem jólaöl. Þó ekkert alkóhól sé í malti í dag hafa þau haldið sig við gamla siðinn. „Okkar börn eru alin upp við kók og appelsín og þekkja ekkert annað. Þetta er mjög frískandi og góður drykkur. Svona eru siðirnir misjafnir hjá fólki,“ segja þau hjónin.
7
2013 DESEMBER
Hjá BarnaHjálp Sáá í Von er Börnum á aldrinum 8 til 18 ára Veitt SálfræðiþjónuSta Vegna áfengiS- eða VímuefnaneySlu aðStandenda:
Sálfræðiþjónusta fyrir börn alkóhólista
B
örn eru mismunandi eins og þau eru mörg og bregðast við aðstæðum sínum á mismunandi hátt. Eins er stuðningsnet þeirra mis þétt. Það eru þó ákveðin einkenni sem geta verið sameiginleg með börnum sem eru aðstandendur áfengis- eða vímuefnasjúklinga, eins og til dæmis skömm, sektarkennd, reiði, höfnunartilfinning, depurð, kvíði og neikvæð sjálfsmynd. Þetta eru börn sem búa við álag og oft mikla óvissu og upplifa oft mikið óöryggi vegna aðstæðna sinna,“ segir Ása Margrét Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Barnahjálp SÁ Á. Þar gefst börnum á aldrinum átta til átján ára kostur á sálfræðiþjónustu vegna áfengis- eða vímuefnaneyslu foreldra eða annarra náinna fjölskyldumeðlima. Að sögn Ásu Margrétar felst þjónusta Barnahjálparinnar fyrst og fremst í fræðslu, forvörn og stuðningi. „Rannsóknir sýna að börn alkóhólista eru í ákveðnum áhættuhópi. Það er aukin áhætta að þau geti þróað með sér alkóhólisma eins og foreldrar þeirra, bæði vegna þeirra aðstæðna sem þau alast upp við og erfðaþátta.“ Ása segir þær aðstæður geta komið upp að börn kenni sjálfum sér um neyslu foreldra sinna og þá komi upp sektarkennd. „Börn telja stundum að það sé eitthvað í þeirra fari eða eitthvað sem þau hafa gert af sér sem sé þess valdandi foreldrar þeirra drekki. Fræðslan felst meðal annars í því að fyrirbyggja slíkt.
Rannsóknir sýna að aukin áhætta er á að börn alkóhólista geti þróað með sér alkóhólisma líkt eins og foreldrar þeirra, bæði vegna erfðaþátta og aðstæðna í umhverfi þeirra.
Að sögn Ásu Margrétar Sæmundsdóttur, sálfræðings hjá Barnahjálp SÁÁ, er aukin áhætta á að börn alkóhólista geti þróað með sér alkóhólisma, bæði vegna þeirra aðstæðna sem þau alast upp við og erfðaþátta. Ljósmynd/Hari.
Félagsvist og dans í Von Annað hvert laugardagskvöld stendur SÁ Á fyrir félagsvist og dansi í Von. Félagsvistin hefst klukkan 20 og svo er dansinn stiginn frá klukkan 22. „Hingað kemur frábær hópur fólks sem vill spila og dansa án áfengis og vímuefna. Það er alltaf góð mæting fólks á breiðu aldursbili,“ segir Metta Íris Kristjánsdóttir. Nú í haust var boðið upp á dansnámskeið hjá Auði Haralds í Von. „Það er mjög gaman að læra að dansa og góð og skemmtileg hreyfing. Bæði hjón og einhleypir mæta og alltaf hægt að finna dansfélaga.“ Ýmsir skemmtilegir viðburðir eru yfir árið og heldur hópurinn þrettándagleði 4. janúar og árlega er haldið þorrablót. Barnajólaball SÁ Á verður haldið í dag, föstudaginn 27. desember klukkan 15, og sjá Metta Íris og fleiri félagar um skipulagningu þess. Metta Íris fór í meðferð fyrir rúmum 12 árum og varð edrú í fyrstu tilraun. „Með góðum stuðningi SÁ Á og ekki síður fjölskyldu minnar og félaga hefur gengið vel að taka einn dag í einu. Það gefur mér mjög mikið að vera í þessum félagsskap og að geta tekið þátt í
Í VON 28. DESEMBER KL . 15-17
SJÚKRAHÚSIÐ VOGUR 30 ÁRA
félagsstarfinu eins og félagsvistinni og dansinum. Við sem skipuleggjum viðburðina gerum það í sjálfboðavinnu og af mikilli alúð því við eigum SÁ Á okkar lífgjöf að þakka. Það er ekkert flóknara en það.“
Stuðningur með SÁÁ-lykli Atlantsolíu Hægt er að styðja Barnahjálp SÁ Á í hvert sinn þegar bensín er tekið með sérstökum lykli frá Atlantsolíu. Með því að verða sér úti um SÁ Á-lykilinn og dæla hjá Atlantsolíu fara tvær krónur af hverj-
AFMÆLISVEISLA
um lítra til Barnahjálpar SÁ Á. Lyklinum fylgja auk þess ýmis fríðindi og afsláttarkjör. Fólk sem þegar á lykil frá Atlantsolíu getur breytt honum í SÁ Á-lykil á heimasíðu Atlantsolíu.
Opið hús í Von, Efstaleiti 7.
PÁLL ÓSKAR OG MONIKA ABENDROTH HLJÓMSKÁLAKVINTETTINN LJÓSMYNDASÝNING KAFFI OG KÖKUR
8
DESEMBER 2013
Græn og áfengislaus jól
Elli og Solla hafa verið par í 11 ár og reka saman veitingastaðinn Gló. Þau hafa hollustuna í öndvegi og halda jólaboð á hverju aðfangadagskvöldi þar sem boðið er upp grænt hlaðborð og humar sem þeirra nánustu kunna vel að meta. Á árum áður átti Elli við vímuefnavanda að etja en fór í meðferð og varð edrú í fyrstu tilraun. Í dag er hann þakklátur fyrir að hafa borið gæfu til að hætta neyslu áður en hann lenti á Litla-Hrauni. Þau Solla njóta þess hvern dag að lifa edrú lífi saman.
E
lías Guðmundsson og Sólveig Eiríksdóttir, eða Elli og Solla á Gló, opnuðu fyrsta Gló veitingastaðinn árið 2007 en síðan hafa tveir nýir staðir bæst við. Þau eru sammála um að undanfarið hafi átt sér stað vakning hér á landi þegar kemur að hollu mataræði, uppruna fæðunnar og hreyfingu. „Hörðustu bjúgnavígin eru að falla og fólk sem lætur eins því finnist mataræði ekki skipta neinu máli, það er farið að laumast í eitthvað grænt,“ segir Solla og brosir. Elli
bætir við að þau finni mikinn mun á jólavertíðinni á Gló. „Áður fyrr varð rólegt hjá okkur strax í lok nóvember en núna er mikið að gera allan desember og alveg brjálað á milli jóla og nýárs svo fólk hættir ekkert í hollustunni yfir jólin,“ segir hann. Solla er grænmetisæta en Elli fær sér stundum kjöt. „Ég hef nú aldrei verið brjálaður í kjöt en fæ mér einstaka sinnum þegar mig langar til en við eldum aldrei kjöt heima,“ segir hann. Solla á tvær dætur og tvö barnabörn og Elli eina dóttur. Dæturnar eru aldar upp við hollustufæði og kunna vel að meta það. Báðar dætur Sollu voru grænmetisætur eins og móðirin en svo kom Elli annarri þeirra upp á að borða kjöt. Aðspurð hver viðbrögð hennar voru svarar Solla hlæjandi að það hafi verið í góðu lagi. Elli flýtir sér að bæta við að það hafi verið alveg óvart.
Græn og edrú jól
Síðustu tíu árin hafa Elli og Solla boðið foreldrum sínum, börnum og barnabörnum til sín á aðfangadagskvöld. Þá er boðið upp á grænt hlaðborð og Elli bakar humar í ofninum og segja þau kjötfólkið í fjölskyldunni kunna vel að meta humarinn og finnist hann sá besti sem þau hafa smakkað. „Svo gerum við alltaf kartöflusalat sem hefur fylgt ætt-
inni minni. Salatið og humarinn er það eina sem við höfum alltaf árlega. Grænu réttirnir eru mismunandi ár frá ári. Þetta eru ekki mjög fastar hefðir hjá okkur,“ segir Solla. Með matnum drekka sumir jurtagos eða sparisódavatn en aðrir malt og appelsín og hlakkar Elli sérstaklega mikið til þess að drekka jólaölið í ár. Elli segist vera mikill nammigrís og í samstarfi við vini sína flytja þau inn til landsins súkkulaði-kanil möndlur sem er jólanammið þeirra á hverju ári. „Þetta var fáanlegt hérna á Íslandi í góðærinu en datt svo út en við höfðum upp á þessu og flytjum sjálf inn fyrir jólin, sko nokkra kassa en ekki gáma,“ segir hann og hlær. Solla og Elli halda alltaf áfengislaus jól og hafa kosið að haga sínu fjölskyldulífi á þann hátt. Bæði eru þau alin upp við áfengislaus jól og segjast glöð að hafa haldið þeim sið með sínum fjölskyldum.
Meðferð góður leikur
Á sínum yngri árum var Elli í mikilli vímuefnaneyslu en fór í meðferð og hætti fyrir 16 árum, þá 26 ára. Hann kveðst hafa verið svokallaður nútíma alkóhólisti sem byrjar í drykkju og fer fljótlega í fíkniefni. „Ég var
alltaf mikill prinsippmaður og ætlaði að mennta mig en aldrei að taka fíkniefni inn í mitt líf. Svo leiddi eitt af öðru og ég var í neyslu í sex ár,“ segir hann. Elli fór í meðferð og kveðst heppinn að hafa orðið edrú í fyrstu tilraun. „Ég fór ekki í meðferð vegna þess að mér leið svo illa í neyslunni heldur af því mér fannst það góður leikur í stöðunni. Ég var kominn út í horn og fannst fínt að nota þetta meðferðarkort. Í meðferðinni varð ég svo fyrir vakningu og sá að alkóhólisminn átti mig og að allt sem ég gerði tengdist honum,“ segir hann. Elli segir edrúmennskuna þó ekki hafa verið upp á marga fiska til að byrja með. „Ég var með nýliðaruglið í nokkur ár. Hugarfarslega var ég edrú en ennþá fastur í sjálfsvorkunn og biturð og fannst ég eiga að fá miklu meiri verðlaun fyrir að vera að taka á mínu lífi en vildi ekki taka ábyrgð á því. Alkóhólíska hugsunin var föst í hausnum.“
Taka lífinu eins og það er
Eftir að hafa verið edrú í fjögur ár kveðst hann hafa verið óvinsælli í vinnu en þegar hann var í sem mestri neyslu. „Þetta er mjög kómískt svona eftir á en hugarfarið var mjög brenglað eftir alla neysluna,“ segir hann. Svo fór hann að vinna í sínum málum og þá fór að ganga betur.
9
2013 DESEMBER
Það er um 70 prósent endurkomutíðni á Litla-Hraun. Í dag er ég óendanlega þakklátur fyrir að hafa ekki náð þangað inn. betur hvað hann var í mikilli neyslu. „Það fléttast ofan af afneituninni með hverju árinu. Ég var heppinn að lenda ekki á Litla-Hrauns hringekjunni,“ segir Elli og bætir við til útskýringar að algengt sé að menn í sömu stöðu og hann var í þá fremji glæpi, fari í fangelsi og kynnist þar fleiri glæpamönnum og þeir ali hver annan upp og haldi áfram saman á glæpabrautinni. „Það er um 70 prósent endurkomutíðni á Litla-Hraun. Í dag er ég óendanlega þakklátur fyrir að hafa ekki náð þangað inn. Ég var mjög nálægt því og þetta var bara tímaspursmál. Sem betur fer hætti ég áður. Það var gríðarlega mikið gæfuspor að hafa stigið út úr neyslunni áður.“
Hráfæðis heimshornaflakk
Í ár og í fyrra var Solla valin besti hráfæðiskokkur í heimi og ferðast því töluvert til Bandaríkjanna þar sem hún er með sýnikennslu og fræðslu. Í þeim ferðum hafa þau hjónin kynnst mikið af fólki sem neytir eingöngu hollustumataræðis og drekkur þess vegna ekki áfengi. „Þetta fólk hugsar gríðarlega mikið um næringuna og drekkur ekki áfengi því það er svo óhollt. Það bústar sig frekar upp af rosa næringarríkum og stundum skrítnum hráefnum. Þetta eru stórskemmtilegir nördar sem finna til dæmis eitthvað rosa heilsusamlegt duft í Amazon-frumskóginum sem gerir mann skýrari og skemmtilegri. Þetta er svona harðkjarnalið og ákveður að sleppa áfengi vegna lífsstílsins en ekki alkóhólisma,“ segir Solla. Þau kunna vel við að í partíum í Bandaríkjunum með þessum hópi fólks sé enginn að spá í því hvort þau drekki áfengi eða ekki. „Fólki finnst bara eðlilegt að við látum áfengi vera af því við ástundum þennan lífsstíl og þetta þykir bara sjálfsagt. Fólk í þessum hópi er búið að átta sig á því að áfengi skaðar heilsuna og ýtir undir ýmsa sjúkdóma. Við föllum eins og flís við rass þarna. Það er virkilega gaman að hafa dregist inn í svona skemmtilegan félagsskap vegna þess heil-
brigða lífsstíls sem við ástundum í okkar vinnu,“ segir Solla.
Tæland næsta haust
Elli og Solla eru alltaf með mörg járn í eldinum og ætla næsta haust að bjóða upp á ferð til Tælands á vegum Bændaferða. Í ferðunum geta ferðalangar valið um að vera í detox-heilsumeðferð og borða einungis næringarríka þeytinga eða að einbeita sér að heilsufæði og nuddi. Þeir sem það vilja geta svo leyft sér steik og slökun á hverjum degi, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. „Það góða við Tæland er að allur matur er svo ferskur þar og því auðvelt að halda sér í hollustunni. Hitinn dregur úr manni sykurlöngunina og tælenskur matur kallar að sama skapi ekki eins mikið á sykur,“ segir Elli. Þau eru nýkomin frá Tælandi þar sem Elli var í þríþrautaræfingabúðum og dvaldi á hóteli sem sérhæfir sig í þríþrautarþjálfun og Solla kíkti í heimsókn í lok dvalarinnar. Solla er þó ekki á því að skella sér í þríþraut, heldur ætlar hún að halda sig við það að standa á haus. „Ég finn að maður stirðnar með aldrinum en ég var mikið íþróttum þegar ég var ung. Það hjálpar mér mikið að fara í jóga til að halda liðleikanum og orkunni. Ég hef aðeins verið að daðra við ræktina en finn að mér líður best í jóga.“
Rólegheit í Kjós
Solla og Elli vinna mikið og þykir gott að fara úr borginni um helgar og dvelja þá í húsinu sínu í Kjós. Þar hefur myndast skemmtilegt samfélag og ríkir þar góður andi meðal nágrannanna. Elli segir þau fá mikið út úr því að slaka á í sveitinni. Þau vinni stundum lítillega í tölvunni en taki það annars rólega. „Það er voða stutt að fara þangað og svolítið eins og að vera í úthverfi. Við bjuggum einu sinni í Grafarholti og þetta er ekkert mikið lengra í burtu frá miðborginni.“
Föstudaginn 27. desember kl 15:00
Gló veitingastaðirnir eru nú orðnir þrír talsins og telja Solla og Elli mikla vakningu varðandi hollustu á Íslandi þessa dagana og segja hörðustu bjúgnavígin vera að falla. Þau ferðast mikið til Bandaríkjanna þar sem þau hafa kynnst skemmtilegum hópi fólks sem neytir eingöngu hollustu og sleppir því alfarið áfengi. „Við föllum eins og flís við rass þarna.“ Ljósmynd/Hari
Það urðu miklar breytingar og ég sá hann bókstaflega byrja að blómstra.
Solla kynntist Ella fyrst á þessum árum þó þau hafi ekki orðið par strax og segist hún hafa séð gríðarlegan mun á honum eftir að hann fór að vinna í andlegu hliðinni. „Það urðu miklar breytingar og ég sá hann bókstaflega byrja að blómstra,“ segir Solla og viðurkennir að þá hafi hún fyrst orðið skotin í honum. Sjálfur segist Elli varla þekkja þann mann sem hann var áður og ekki ná neinni tengingu við það líf sem hann lifði þá. „Í dag lifi ég allt öðru lífi og er tilbúinn að taka ábyrgð á öllu sem gerist í mínu lífi, líka því sem mér finnst ég ekki eiga skilið en gerist samt sem áður. Við getum tekið afleiðingar hrunsins sem dæmi en það var mikið undir hjá okkur og við töpuðum miklu. Við tókum bara höggið og fórum svo af stað aftur en biðum aldrei eftir að ríkið kæmi með einhverjar lausnir. Við bara tókum stöðuna þá og unnum út frá henni. Ég tengi það sterklega við edrúmennskuna – að vera tilbúinn að taka ábyrgð á lífinu eins og það er en ekki eins og ég vil að það sé.“
Litla-Hrauns hringekjan
Þegar Elli var í neyslu taldi hann sjálfum sér trú um að hún væri tiltölulega lítil. Eftir því sem árin líða segist hann sjá betur og
Aðgangseyrir fyrir fullorðna kr 1.000,Frítt fyrir börn.
10
DESEMBER 2013
5
leiðir
Meðferðarúrræði og aðstoð SÁÁ eru margbreytileg en þó má greina fimm meginleiðir sem standa sjúklingum til boða að lokinni dvöl á Vogi.
Fyrsti möguleikinn er að fólk fari til síns heima að lokinni stuttri dvöl á Vogi og fái eftir það óskipulagðan stuðning frá göngudeild eftir þörfum.
AnnAr valkostur er fyrir þá sem búsettir eru á Reykjavíkursvæðinu, eru eldri en 25 ára og búa við nógu góðar félagslegar aðstæður og líkamlega heilsu. Þessir einstaklingar fá meðferð á göngudeildinni í Von fjögur kvöld í viku fyrstu fjórar vikurnar en síðan einu sinni í viku næstu þrjá mánuðina.
Körlum stendur til boða að fara á Staðarfell og þeim sem eru 50 ára og eldri í Vík til fjögurra vikna endurhæfingar og þiggja að þeirri dvöl lokinni stuðning frá göngudeild í tvo til þrjá mánuði.
Konum stendur til boða að fara í sérstaka fjögurra vikna kvennameðferð í Vík að lokinni dvöl á Vogi. Eftir það fá þær stuðning á göngudeild í eitt ár.
EndurKomuKörlum stendur til boða sérstök Víkingameðferð í fjórar vikur á Staðarfelli og síðan stuðningi á göngudeild í eitt ár.
Í Von, húsi sÁÁ, starfar hópur reynds fagfólks og er þeim sem telja sig þurfa á ráðgjöf að halda velkomið að hafa samband. Þar er einnig boðið upp á ýmis konar félagsstarf og fræðslu og þjónustu við aðstandendur.
Eftirtaldin fyrirtæki styðja SÁÁ
PANTONE 560C PANTONE 130C
C80 M0 Y63 K75 C0 M30 Y100 K0
R34 G70 B53 R234 G185 B12
#224635
11
2013 DESEMBER
Tíminn læknar margt Gísli Stefánsson hefur starfað sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi í yfir 30 ár og lengst af hjá SÁÁ. Sjálfur var hann í óreglu í tólf ár en leitaði sér aðstoðar hjá SÁÁ um þrítugt og náði bata. Í fyrstu hafði hann þó ekki mikla trú á lífi án áfengis en varð fyrir opinberun í meðferðinni og fór eftir þeim ráðleggingum sem hann fékk og segir sólina í sínu lífi hafa komið upp á þeim tíma.
E
ftir að hafa verið frá áfengi í eitt ár, árið 1982, var Gísla Stefánssyni boðið að starfa sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁ Á. Síðan þá hefur hann lengst af unnið hjá SÁ Á, en einnig með skandinavíska alkóhólista á Fitjum á Kjalarnesi, auk starfa við áfengisog vímuefnaráðgjöf í Svíþjóð í nokkur ár. Nú starfar hann hjá SÁ Á í Von í Efstaleiti.
Eiginkonan tók fyrsta skrefið
Gísli var í óreglu frá átján ára aldri og um þrítugsaldurinn var hann kominn í þrot með sitt líf. „Síðustu árin voru mjög erfið. Ég frétti af stofnun SÁ Á árið 1977 og hugsaði lengi um það hvort ég ætti að leita til þangað en það var ekki fyrr en besti vinur minn leitaði til þeirra árið 1980 að ég ákvað að slá til. Ég sá á vini mínum hvað meðferðin gerði honum gott og hvernig líf hans gekk miklu betur. Ég varð svolítið öfundsjúkur út í hann. Áður hafði konan mín leitað til SÁ Á sem aðstandandi svo það var hún sem tók fyrsta skrefið. Nokkrum mánuðum síðar fór ég svo í meðferð á Silungapoll. Þá var Vogur ekki kominn til sögunnar,“ segir Gísli sem á þessum tíma hafði ekki mikla trú á lífi án áfengis en ákvað þó að prófa meðferð. Löngunin til að hætta neyslu áfengis kom svo í meðferðinni sem var meiriháttar opinberun fyrir Gísla og hafði þau áhrif að líf hans breyttist gjörsamlega. „Mér var sagt hvað ég gæti gert til að laga líf mitt og fór eftir þeim ráðleggingum sem ég fékk og hefur gengið vel síðan. Það má segja að sólin hafi komið upp hjá mér þarna um þrítugt.“ Í fyrstu hafði Gísli ekki mikla trú á því að meðferðin myndi hjálpa þó raunin hafi orðið önnur.
Botna á grynnra vatni
Á árunum 1974 til 1975 varð þjóðarvakning á Íslandi gagnvart áfengisvanda og margir sem tjáðu sig opinberlega um að hafa leitað sér hjálpar við áfengissýki. Gísli segir SÁ Á hafa breytt viðhorfi almennings til áfengisvandans. „Það er ekki lengur þessi skömm sem var til staðar hér á árum áður. Vakningin hefur haldist við og fleytt SÁ Á áfram og orðið til þess að það hefur átt farsælan feril sem stofnun og fyrirtæki.“
Þegar Gísli leitaði sér hjálpar á sínum tíma var hann kominn í þrot eins og áður segir og búinn að ná botninum. Hann telur þó að með tímanum hafi SÁÁ tekist að lyfta þessum botni þannig að í mörgum tilvikum botni fólk á grynnra vatni í dag en áður og leiti sér hjálpar fyrr.
Breyttur vandi
Fyrir nokkrum áratugum var nær óþekkt hér á landi að fólk í vímuefnaneyslu sprautaði sig og segir Gísli jafnvel fólk undir tvítugu sem hiki ekki við taka upp nálina og sprauta sig. „Vandinn er breyttur og meira um ungt fólk í vímuefnaneyslu. Algengt er að ungt fólk byrji að drekka áfengi, fari svo í kannabisefnin. Eftir það tekur við neysla á örvandi vímuefnum og fólk sprautar sig jafnvel með rítalíni og fer svo út í ópíumneyslu,“ segir Gísli og bætir við að kannabisneysla á Íslandi hafi aukist um 300 prósent á árunum 1995 til 2011. „Áfengisneysla á Íslandi hefur einnig aukist mikið og svo bætist við það allur fjöldinn sem notar ólögleg efni og lyf svo sjúkdómurinn lifir góðu lífi.“ Á Íslandi eru um 12.000 manns sem náð hafa bata af áfengissýki og telur Gísli að sá árangur sé að mörgu leyti SÁ Á að þakka. „Það er talað um að í sambandi við áfengi þá eigi um 15 til 20 prósent þeirra sem þess neyta við vanda að stríða. Þetta er því stór hópur og jafnvel tugir þúsunda hér á landi,“ segir hann.
Margþætt starf í Von
Í Von, húsi SÁ Á við Efstaleiti í Reykjavík, fer fram margþætt starfsemi. Sumir þeirra sjúklinga sem ljúka dvöl á Vogi leggjast inn í áframhaldandi meðferð á Vík og Staðarfell en þeir sem það gera ekki fara í meðferð hjá göngudeildinni í Von. „Þá er fólk í fjórar vikur í daglegri meðferð, hluta úr degi. Síðan erum við með stuðningshópa fyrir fólk sem er að koma af Vogi eða strandar í sínum bata.“ Í Von er einnig veitt eftirfylgni eftir dvöl á Vík og Staðarfelli. „Við erum líka með fallvarnarmeðferð fyrir karla sem hafa áður farið í meðferð en ekki náð fullum bata, svokallaða víkingameðferð. Þeir eru hérna í eftirfylgni í eitt ár.“
Fyrirtækjaþjónusta SÁÁ Fyrir um það bil ári stofnaði SÁ Á fyrirtækjaþjónustu og sinnir Gísli því verkefni. Í fyrirtækjaþjónustunni felst að SÁ Á aðstoðar fyrirtæki við gerð stefnu varðandi áfengisog vímuefnamál. „Ef um skimanir er að ræða, leiðbeinum við í sambandi við það. Við fræðum einnig yfirmenn um það hvernig skuli framkvæma íhlutun ef starfsmaður er í vanda. Þá er viðkomandi einstaklingur sendur til mín í viðtal og ég tek við málinu og hjálpa viðkomandi í meðferð eða á annan hátt.“
Gísli Stefánsson, áfengisog vímuvarnarráðgjafi hjá SÁÁ fór sjálfur í meðferð fyrir rúmlega þrjátíu árum og segir hana hafa verið meiriháttar opinberun fyrir sig. Til að ná bata segir hann mikilvægt að fólk fari eftir þeim ráðleggingum sem það fær. „Það er ekki að gott fólk telji sér trú um að ef það láti sterka drykki vera og drekki bara bjór að þá verði allt í lagi.“ Ljósmynd/Hari
Bati er líkamlegur, andlegur og félagslegur
Fólk sem er að koma í meðferð í fyrsta sinn getur hringt til SÁ Á og lagt inn beiðni en fyrir það fólk sem hefur áður farið í meðferð og gengur ekki nógu vel mælir Gísli með því að fara í viðtal við ráðgjafa og fara yfir málin. „Oft er það niðurstaðan að leggjast aftur inn. Stundum er hægt að veita fólki aðstoð með viðtölum eða inngripi hér á göngudeildinni.“
Áfengisneysla á Íslandi hefur aukist mikið og svo bætist við allur fjöldinn sem notar ólögleg efni og lyf svo sjúkdómurinn lifir góðu lífi.
Að sögn Gísla er bati flókið fyrirbæri þar sem margt spili inn í. „Bati er líkamlegur og tíminn læknar margt. Hann er líka andlegur og félagslegur og því er mikilvægt að vera í samneyti með öðrum sem eru á sömu leið og maður sjálfur.“ Hann segir skipta höfuðmáli að fólk með áfengissýki fái upplýsingar og fræðslu um sjúkdóminn og batann og þýðist þá leiðsögn sem það fær. „Það er ekki gott að fólk telji sér trú um að ef það láti sterka drykki vera og drekki bara bjór að þá verði allt í lagi. Það eru ákveðin lögmál sem við vitum að fólk verður að fylgja og ákveðnar reglur. Ragnar Ingi Aðalsteinsson sem vann hjá okkur á sínum tíma samdi ljóð sem lýsir þessu vel: Líkamleg skilyrði leyfa mér hvorki lausung né hroka. Ég er alkóhólisti til æviloka.
12
DESEMBER 2013
Fólkið heldur með SÁÁ Vogur fagnar 30 ára afmæli sínu á morgun, laugardag. Haldið verður upp á daginn í Von frá klukkan 15 til 17 og eru allir velkomnir. Arnþór Jónsson formaður og Rúnar Freyr Gíslason samskiptafulltrúi hafa báðir farið í meðferð og stoltir helga þeir starfskrafta sína SÁÁ.
A
rnþór Jónsson, formaður SÁ Á, og Rúnar Freyr Gíslason, samskiptafulltrúi samtakanna, hafa báðir farið í meðferð og starfað ötullega innan samtakanna síðan. Blaðamaður hitti þá í Von, húsi SÁ Á, til að ræða um 30 ára afmæli Vogs og margt fleira. Nú stendur yfir undirbúningur afmælisveislunnar enda eru þeir báðir mjög ánægðir með afmælisbarnið, spítalann Vog, sem byggður var fyrir söfnunarfé og fyrst opnaður 28. desember 1983. Veislan verður hófleg en skemmtileg og haldin í Von á laugardaginn og vonast Arnþór og Rúnar til að sem flestir mæti, bæði fólk sem var meðal þeirra fyrstu sem fóru í meðferð á Vogi og þau sem hafa nýlokið meðferð og allir þar á milli og aðstand aðstandendur. „Páll Óskar og Mónika koma fram, Hjómskálakvinttettinn verður með lúðrablástur og bumbuslátt og það verður mikið fjör. Auk þess verður opnuð sýning á ljósmyndum með myndum úr sögu SÁ Á og Vogs sem Spessi ljósmyndari hefur haft umsjón með,“ segir Rúnar. Einnig verður haldinn opinn stjórnarfundur og eru
bæði núverandi og fyrrverandi stjórnarmenn hvattir til að mæta. Rúnar segir um að gera ef einhver vill halda ræðu afmælisbarninu til heilla, að hafa samband og láta setja sig á mælendalista.
Yndislegt líf eftir meðferð
Arnþór og Rúnar starfa báðir í Von, húsi SÁ Á, í Efstaleiti þar sem þeir vinna mikið með fólki sem er komið í bata og er margt skemmtilegt á dagskránni þar í viku hverri. „Stundum heldur fólk að það eigi aldrei eftir að hlæja aftur eða hafa gaman eftir að það er komið út af Vogi. Fólk er fast í því að eina skemmtunin sé fólgin í því að fá sér en við viljum sýna að það er svo sannarlega ekki þannig,“ segir Rúnar. Arnþór bætir við að alkóhólistar hafi margir hverjir vanið sig á að leysa flest sín persónulegu vandamál og samskiptaflækjur undir áhrifum og að öll skemmtun sé tengd því að neyta vímugjafa. „Þegar víman er svo tekin út úr jöfnunni þarf fólk að læra að haga lífi sínu í nýjan hátt,“ segir hann.
uldinn. Ég vissi ekki að alkóhólistar væru bara venjulegt fólk sem gerir fullt af flottum hlutum á degi hverjum og er alls ekki númer eitt, tvö og þrjú alkóhólistar. Alkóhólisti í bata þýðir að viðkomandi hefur tekið sig í gegn, hætt neyslu vímuefna og er að reyna að vera betri manneskja á hverjum degi.“
Heilahræringur og Nóbelsverðlaun
Ekki er langt síðan alkóhólistar á Íslandi voru meðhöndlaðir á Kleppi með klakaböðum og raflostmeðferð og voru sumir stofnendur SÁ Á í þeim hópi. Í Bandaríkjunum voru A A-samtökin stofnuð árið 1934 og þá var þegar farið að tala um alkóhólisma sem sjálfstæðan sjúkdóm. Arnþór segir skrýtið til þess að hugsa að árið 1949, meira en 10 árum eftir stofnun A A, hafi Antóni Egas Moniz fengið Nóbelsverðlaun í læknisfræði fyrir að þróa svokallaða lopotomíu sem meðferð við geðsjúkdómum, til að mynda alkóhólisma. Aðferðin byggðist á því að farið var með prjón inn í augntóftir fólks og hrært í framheila þess með honum. „Fólk róaðist víst við þetta en sem betur fer virkar samtalsmeðferðin og sú stefna að vera edrú og ná áttum í samfélagi með öðrum miklu betur en lopotomían. Sem betur fer varð Antóni, gaurinn með prjóninn, atvinnulaus,“ segir Arnþór og hlær, og leggur áherslu á hversu stutt sé síðan ástandið var svona. „Við Rúnar vorum stálheppnir með nútímalegu og kærleiksríku meðferðina sem við fengum.“
Þetta er eins og í gamla daga þegar hrekkjusvínin í hverfinu komu og tóku yfir leikvöllinn.
Hjá SÁ Á er boðið upp á fjölbreytt félagsstarf svo sem bíósýningar, fundi, fyrirlestra, spilakvöld og dans, edrú spurningakeppnir, skíðaferðir og margt fleira. Rúnar segir að það sé algengt þegar ungt fólk er nýkomið úr meðferð að það kunni ekki að skemmta sér án vímugjafa. Áður en hann fór sjálfur í meðferð hafi hann verið búinn að ákveða að fólkið hjá SÁ Á væri einhvers konar söfnuður sem hann gæti aldrei tengst. „Það var viss þröskuldur fyrir mig. Svo fór ég að kynna mér málið og sá að það er alls konar fólk sem er alkóhólistar. Það hjálpaði mér og lækkaði þrösk þrösk-
Fordómar gagnvart síkomufólki
Þó alkóhólismi sé sjálfstæður sjúk sjúkdóm-
ur sem allir geta fengið má enn finna fyrir fordómum segja þeir Arnþór og Rúnar þá sérstaklega beinast að þeim sem hvað veikastir séu. „Það er stöðugt verið að spyrja hvers vegna við tökum við sama fólkinu í meðferð aftur og aftur og af hverju þetta fólk nái ekki varanlegum árangri. Endurkomufólkið hefur upp til hópa fæðst inn í óbærilegar félagslegar aðstæður og alist upp við mikið óöryggi, kvíða, ótta og jafnvel ofbeldi. Svo eru aðrir sem hafa jafnvel skaðast í slysum eða eru með alls kyns tvígreind vandamál. Þetta er okkar veikasta fólk og við tökum alltaf á móti þeim. Það mun ekki breytast. Við þurfum að þróa betri aðferðir til að bæta lífsgæði þessa fólks,” segir Arnþór.
Afmælisbarnið stækkar
Nú standa yfir framkvæmdir við stækkun Vogs þar sem komið verður upp betri aðstöðu fyrir veikasta fólkið. Áætlað er að byggingin og nauðsynleg tæki kosti um 200 milljónir og hefur þegar verið safnað fyrir stórum hluta kostnaðarins og biðla þeir félagar til almennings og fyrirtækja um að styrkja framtakið. „Einstaklingar og lítil og meðalstór fyrirtæki hafa stutt okkur dyggilega en það er vissulega þröngt á þingi á þessum almennu söfnunarsvæðum þegar ríkisreknar stofnanir hafa lagt undir sig leikvöllinn og safna þar fjármunum hver félagasamfyrir hinn í samkeppni við frjáls félagasam tök. Þetta er eins og í gamla daga þegar hrekkjusvínin í hverfinu komu og tóku yfir leikvöllinn og leiktækin og boltann,“ segir Arnþór. Áætlað er að viðbygging Vogs verði tekin í notkun í maí á næsta ári og verður lokahnykkur söfnunarinnar vonandi í skemmtiþætti í sjónvarpi og nánar auglýstur þegar nær dregur. Þeir félagar finna þó fyrir miklum velvilja álfaí samfélaginu og nefna sem dæmi að álfa fjársalan ár hvert sé gríðarlega mikilvæg fjár einöflunarleið fyrir SÁ Á. „Flestir þekkja ein hvern sem hefur fengið aðstoð hjá SÁ Á og við tökum öllum opnum örmum. Það eru tíu til tólf þúsund manns í langtíma bata núna. Á 36 árum hafa samtökin byggt upp traust hjá almenningi. Við finnum að fólkið heldur með okkur og við höldum svo sannarlega með því,“ segir Rúnar.
Arnþór Jónsson og Rúnar Freyr Gíslason starfa báðir í Von, húsi SÁÁ við Efstaleiti. Þar er fjölbreytt dagskrá í hverri viku. Ljósmynd/Hari
Viltu á Vog? Fólk sem vill leggja inn beiðni um að innritast á Vog getur hringt í síma 530-7600. Á vef SÁÁ er hægt að taka sjálfspróf sem geta upplýst fólk frekar og gefið vísbendingar. Ef niðurstöðurnar benda til þess að fólk eigi við áfengisvanda að stríða þarf það að grípa til aðgerða. Hægt er að reyna að draga úr drykkjunni en ef það tekst ekki strax er ráðlegt að tala við ráðgjafa hjá SÁÁ. Sé niðurstaðan að við viðkomandi sé alkóhólisti þarf að hætta allri drykkju og það er ekki auðvelt. Sími á Göngudeild SÁÁ er 530-7600, hægt er að panta viðtal alla virka daga. Sjálfsprófið má nálgast á vef SÁÁ http://www.saa. is/islenski-vefurinn/leidbeiningar/sjalfsprof/
13
2013 DESEMBER
Á meðferðarheimilinu Vík Á kjalarnesi er í boði sérstök meðferð fyrir konur:
Kvennameðferð á Kjalarnesi
Á Vík dvelur fólk í 28 daga eftir meðferð á Vogi. Þar er hvorki internet, sjónvarp né farsímar og segir Halldóra Jónasdóttir, dagskrárstjóri Víkur, það skapa góðar aðstæður fyrir fólk til að gefa sér tíma til að hugsa um hvað sé mikilvægast að gera í stöðunni. Ljósmynd/Hari
Halldóra Jónasdóttir, dagskrárstjóri Víkur, segir ýmis sértæk mál sem þær þurfi að kljást við og að enn sé það þannig að þær beri mesta ábyrgð á börnum sínum og að þeirra áfengiseða vímuefnavandamál séu litin öðrum augum en karla. Sjálf ákvað Halldóra að hætta að drekka eftir að hafa sótt námskeið fyrir aðstandendur alkóhólista.
Á
meðferðarheimilinu Vík á Kjalarnesi fer fram endurhæfing sjúklinga sem koma af Vogi. Þar er boðið upp á sérsniðna meðferð fyrir konur á öllum aldri. Einnig dvelja þar karlar, 55 ára og eldri, en þeirra meðferðarstarf er aðskilið frá kvennadagskránni. Að sögn Halldóru Jónasdóttur, áfengis- og vímuefnaráðgjafa og dagskrárstjóra á Vík, koma oft upp sértæk mál sem konur þurfa að takast á við í meðferð. „Þær eru ennþá meira ábyrgar fyrir börnum sínum og það er litið öðruvísi á drykkju þeirra en karlanna. Þær eru dæmdar harðar en þeir. Svo koma oft upp viðkvæmari mál, til dæmis í sambandi við börn og fjölskyldu og þeim fylgja sektarkennd og skömm sem þær þurfa að takast á við. Hér fá þær rými fyrir sín mál,“ segir Halldóra.
Hugsa málin í næði
Fólk dvelur á Vík samfleytt í 28 daga og aðeins einu sinni á því tímabili fá aðstandendur að kíkja í heimsókn. Að sögn Hall-
dóru er fólk tekið út úr sínu daglega amstri á Vík þar sem hvorki er notað sjónvarp, internet né farsímar. „Hérna dvelja 32 í einu og það er einn kortasími. Það skapar mjög góðar aðstæður svo fólk geti gefið sér tíma til að hugsa um hvað er mikilvægast fyrir það að gera í stöðunni. Úti í samfélaginu er svo margt sem fólk getur gleymt sér í. Við leggjum áherslu á að fólk fái þessa yfirsýn í næði.“ Eftir dvölina á Vík tekur svo við endurhæfing á göngudeild í Von í heilt ár. Konum sem hafa verið í meðferð á Vík og náð þeim áfanga að vera edrú í eitt ár eða lengur gefst kostur á vikudvöl á Vík og er hún hugsuð sem nokkurs konar verðlaunavika sem þær geta veitt sér til að fagna góðum árangri og í leiðinni rifjað upp fræðin og aðferðirnar til að hafa í fersku minni. Halldóra segir vikudvölina hafa verið vinsæla og fimm konur hafa nýtt sér hana á undan-
Meðferðardagskrá í Von Mánudagur 09:00 Kvennahópur 1 09:15 M-hópur 11:00 Stuðningshópur 16:00 Kvennahópur 1 17:00 Stuðningshópur aðstandenda 17:00 U-hópur 18:00 Spilahópur 18:00 Fjölskyldumeðferð 18:30 Stuðningshópur Þriðjudagur 09:15 M-hópur 11:00 Stuðningshópur 11:00 Heldrimenn 16:00 Staðarfellshópur 17:00 Víkingahópur 1 18:30 Stuðningshópur Miðvikudagur 09:15 M-hópur
10:00 Kvennahópur 2 11:00 Stuðningshópur 16:30 Kvennahópur 2 17:00 Víkingahópur 2 17:00 U-hópur 18:00 Kynningarfundur 18:30 Stuðningshópur Fimmtudagur 09:00 Kvennahópur 1 09:15 M-hópur 11:00 Stuðningshópur 16:00 Kvennahópur 1 18:00 Fjölskyldumeðferð 18:30 Stuðningshópur Föstudagur 09:15 M-hópur 11:00 Stuðningshópur 14:00 M-hópur eftirfylgni 18:30 Stuðningshópur
förnum þremur mánuðum. „Í vikudvölinni eru þær fullir þátttakendur í dagskránni hjá okkur og fara á fyrirlestrana og fá rými fyrir sig til að sjá hversu vel gengur.“
Notalegur andi
Að sögn Halldóru er notalegur andi ríkjandi á Vík og róleg stemning. Dagamunur sé á líðan fólks í meðferð og reynt að taka fullt tillit til þess. „Heilmikil dagskrá og fræðsla er á Vík yfir daginn, fyrirlestrar og hópfundir. En á kvöldin er setið hér og prjónað og spjallað og kenna konurnar hver annarri og margar fara heim með peysur, húfur og annað sem þær hafa gert hér. Við leggjum líka mikið upp úr því að fólk fari út að ganga. Hreyfingin hjálpar við að losa um streitu og spennu.“
Hér fá þær rými fyrir sín mál.
Þykir öðruvísi að drekka ekki
Sjálf ákvað Halldóra að hætta að drekka fyrir 27 árum eftir að hafa sótt fjölskyld-
unámskeið hjá SÁ Á en eiginmaður hennar er alkóhólisti. Þátttakendum á námskeiðinu var ráðlagt að drekka ekki á meðan á því stæði. Eftir það tók Halldóra þá ákvörðun að hætta alfarið að drekka áfengi og fann til mikils léttis við þá ákvörðun. Ári síðar fór eiginmaðurinn svo í meðferð. Eftir að hún hætti að drekka var hún oft spurð hvort hún hefði hætt vegna eiginmannsins og hvort hún mætti nú ekki fá sér smá áfengi. „Ég fann að það var komið öðruvísi fram við mig vegna þess að ég drakk ekki. Það þótti skrítið að taka þessa ákvörðun en vera ekki alkóhólisti. Í gegnum árin hefur þetta komið upp aftur og aftur og ég stundum spurð hvort ég megi ekki drekka áfengi því ég vinni hjá SÁ Á. Ég man eftir því að frænka mín spurði mig einhvern tíma eftir skemmtun sem maðurinn minn hafði ekki komist með á, hvort að ég hefði ekki notað tækifærið og fengið mér í glas. Svolítið eins og það sé óhugsandi að einhver taki þessa ákvörðun ótilneyddur.“
14
DESEMBER 2013
Vogur hefur Verið þungamiðjan í starfi sÁÁ í 30 Ár og byrja flestir sína meðferð þar:
Fyrsta sérhannaða húsið fyrir vímuefnameðferð í heiminum Vogur var fyrsti spítalinn í heiminum sem byggður var frá grunni sem staður fyrir vímuefnameðferð. Fjármögnun byggingarinnar var gríðarmikið verkefni og lögðust allir á eitt – almenningur, fyrirtæki og verkalýðsforystan svo byggingin yrði að veruleika.
Áður en Von var tekin í notkun var göngudeildarþjónusta SÁÁ í Síðumúla 3 til 5.
O
pnun Vogs árið 1983 var markaði tímamót í sögu SÁ Á. Bygging hans var sérstaklega merkileg fyrir þær sakir að í fyrsta sinn í heiminum var spítali fyrir áfengisog vímuefnameðferð byggður frá grunni og því ekki eftir neinni fyrirmynd. SÁ Á var stofnað árið 1977 og á fyrsta starfsárinu var opnuð afvötnunarstöð í Reykjadal í Mosfellssveit. Þá voru sumarbúðir á vegum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra þar aðeins á sumrin svo húsið stóð autt yfir vetrartímann. Um sumarið þegar börnin voru væntanleg í Reykjadal voru sjúklingarnir fluttir í Langholtsskóla þar sem afvötnunarstöðin var rekin yfir sumarið. Árið 1979 var húsnæði að Silungapolli leigt af borginni og afvötnunarstöð SÁ Á flutt þangað og var þá hægt að reka starfsemina á sama stað allt árið og þótti það stór áfangi og festi SÁ Á enn betur í sessi. Afvötnunarstöðin var svo á Silungapolli þar til Vogur opnaði árið 1983.
Félagsfundur í göngudeildinni í Síðumúla árið 1982.
Álfurinn var í fyrsta sinn boðinn til kaups vorið 1990. Síðan hefur álfasalan verið mikilvægasta fjáröflunarleið SÁÁ. Þessir fjármunir hafa staðið til dæmis undir uppbyggingu unglingadeildar að Vogi, starfsemi fjölskyldumeðferðar og gert SÁÁ fært að þróa úrræði fyrir börn alkóhólista, ungmenni og fjölskyldur.
Vogur í byggingu 1983. Fjármögnun hans var gríðarmikið verkefni og dugði ekkert minna en þjóðarátak. Almenningur, fyrirtæki og verkalýðsforystan voru dyggir stuðningsaðilar.
Fjármögnun Vogs var gríðarmikið verkefni og dugði ekkert minna en þjóðarátak og voru almenningur, fyrirtæki og verkalýðsforystan dyggir stuðningsaðilar. Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti tók svo fyrstu skóflustunguna að Vogi þann 14. ágúst 1982 við hátíðlega athöfn. Húsnæðið var alls 2000 fermetrar að stærð og rúmaði 60 sjúklinga og var formlega tekið í notkun 28. desember 1983 og þann sama dag fluttu þangað 30 sjúklingar frá Silungapolli. Efnt var til verðlaunasamkeppi um nafn á nýja spítalann og bárust á áttunda þúsund tillögur. Þar af voru 48 sem sendu inn nafnið Vogur og varð það fyrir valinu, meðal annars vegna staðsetningar spítalans og hversu erfitt er að snúa út úr því nafni. Annars bárust ýmsar tillögur sem að öllum líkindum voru settar fram meira í gríni en alvöru. Sem dæmi má nefna Alkóhólar, Afturhvarf, Botnsskáli, Bláa blómið, Fríhöfn og Þurrkhöllin. Með árunum urðu breytingar á neyslu sjúklinga Vogs og aldurssamsetningu hópsins sem ollu því að nauðsynlegt þótti að endurhanna hluta hússins og byggja álmu fyrir yngsta fólkið og var sérstök unglingadeild opnuð árið 2000. Næsta vor mun Vogur svo stækka enn frekar þegar tekin verður í notkun viðbygging sem hýsa mun veikustu sjúklingana auk þess sem þar verður stórbætt aðstaða fyrir starfsfólk.
Fyrsta skóflustunga að meðferðarheimilinu Vík tekin 27. apríl 1991. Þar er nú í boði sérhæfð meðferð fyrir konur og eldri karla.
Vogur opnaði fyrir þrjátíu árum við Grafarvog. Núna er byggð þar allt í kring. Fyrsta daginn fluttu þangað 30 sjúklingar frá Silungapolli. Efnt var til samkeppni um nafn á spítalann og bárust á áttunda þúsund tillögur.
Búið um rúm á Silungapolli en þar var afeitrunarstöð SÁÁ fyrir tíma Vogs.
Upphaf álfasölu SÁÁ 1990.
Skóflustunga tekin að viðbyggingu á Vogi. Þar munu veikustu sjúklingarnir dvelja auk þess sem aðstaða fyrir starfsfólk mun batna til muna. Áætlað er að viðbyggingin verði tekin í notkun næsta vor.
Frá útihátið SÁÁ að Sogni árið 1983.
15
2013 DESEMBER
Söfnun fyrir Vog
Bætt aðstaða á Vogi
S
júkrahúsið Vogur opnaði fyrst 28. desember 1983 og fagnar því þrítugsafmæli sínu á næstunni. Á þessum þremur áratugum hefur starfsemin tekið ýmsum breytingum og er því verið að byggja nýja álmu við Vog sem hýsa mun elstu og veikustu sjúklingana auk þess sem þar verður stórbætt aðstaða fyrir starfsfólk Vogs. Að sögn Þóru Björnsdóttur, hjúkrunarforstjóra á Vogi, mun nýja álman hafa mikla þýðingu fyrir starfsemina þar. „Í nýju álmunni verður
meira næði fyrir eldra og veikara fólkið í afeitrun fyrstu dagana í meðferð. Þar verða eins og tveggja manna herbergi með sér sturtu og salerni auk þess sem mun meira rými verður fyrir hjúkrunarfólk til að sinna sjúklingum sínum. Hægt verður að ganga hringinn í kringum hvert rúm og veita þannig aðhlynningu inni í herberginu,“ segir hún. Í nýju álmunni verður jafnframt aðstaða til hópastarfs fyrir þessa sjúklinga.
Bygging nýrrar álmu á Vogi stendur nú yfir. Álman verður að öllum líkindum tekin í notkun í vor. Með tilkomu hennar batnar aðstaða til að sinna þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru auk þess sem aðstaða starfsfólks batnar til muna. Söfnunin Áfram Vogur stendur nú yfir og eru allir hvattir til að leggja henni lið.
Núna eru um hundrað manns í viðhaldsmeðferð á Vogi en hún er ætluð ópíumfíklum sem koma á göngudeildina þar sem þeir fá reglulega afhent lyf og kemur nýja álman til með að bæta aðstöðu til þeirrar lyfjagjafar stórlega. „Síðast en ekki síst verður gjörbreytt vinnuaðstaða fyrir allt starfsfólk Vogs og þá sérstaklega hjúkrunarvaktina. Lyfjaherbergi og vaktsvæði verður stækkað svo við hlökkum öll mikið til,“ segir Þóra. Framkvæmdirnar ganga vel og stefnt að því að taka nýju álmuna í notkun næsta vor.
Áfram Vogur Núna stendur yfir landssöfnunin Áfram Vogur til styrktar Sjúkrahúsinu Vogi og er hægt að leggja söfnuninni lið með því að hringja í eftirfarandi símanúmer:
903-1001 fyrir 1000 kr. styrk 903-1003 fyrir 3000 kr. styrk 903-1005 fyrir 5000 kr. styrk
Við þökkum eftirtöldum aðilum veittan stuðning Reykjavík
Spöng ehf
Álftanes
ASK Arkitektar ehf
Tanngo ehf
Eldvarnarþjónustan ehf
Danica sjávarafurðir ehf
Tannvernd ehf
DGJ Málningarþjónusta ehf
TBLSHOP Ísland ehf
Reykjanesbær
Efling stéttarfélag
Tölvar ehf
Eignaumsjón hf Faxaflóahafnir sf
Sauðárkrókur
Höfn í Hornafirði
Kaupfélag Skagfirðinga
Jökulsárlón ehf
Breiðavík ehf
Siglufjörður
Selfoss
DMM Lausnir ehf
Reykhólahreppur
Fjallabyggð
Guðmundur Tyrfingsson ehf
Verðbréfaskráning Íslands hf
Verslunarmannafélag Suðurnesja
Guðjón Gunnarsson
Vernd, fangahjálp
Sparri ehf
Akureyri
Hveragerði
Gjögur hf
Jónatan Sigtryggsson
Hellissandur
Verkalýðs- og sjómannafélag
Bolungarvík
Tannlæknastofa
Eldhestar ehf
Keflavíkur
Bolungarvíkurkaupstaður
Árna Páls Halldórssonar
Hveragerðiskirkja
Halldór Jónsson ehf
Kópavogur
Hitastýring hf
Bifreiðaverkstæðið Stimpill ehf
Hússtjórnarskóli Reykjavíkur
Iðnvélar ehf
Grindavík
Súðavík
Init ehf
Rafbreidd ehf
Söluturninn Víkurbraut 62
VÁ VEST,fél um vímuefnaforvarn
Íslandsbanki hf, útibú 526
SH hönnun ehf
Vísir hf
Viðskiptahúsið ehf
Dalvík
Íslandspóstur hf
Garðabær
Mosfellsbær
Íslensk endurskoðun ehf
Kompan ehf
Laxnes ehf
Knattspyrnusamband Íslands
Úranus ehf
Nonni litli ehf
Landsnet hf
Fiskmark ehf
Miðlarinn ehf Flateyri
Suðurlandsbraut 14
Sytra ehf
Hvolsvöllur Húsavík
Bu.is ehf
Vermir sf
Héraðsbókasafn Rangæinga
Egilsstaðir
Vestmannaeyjar
Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf
Frár ehf
Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf
Ísfélag Vestmannaeyja hf
Suðureyri Berti G ehf
Landssamband lögreglumanna
Hafnarfjörður
Akranes
Nýi ökuskólinn ehf
Bókhaldsstofan ehf
Verkalýðsfélag Akraness
Tálknafjörður
Rafstjórn ehf
Ferskfiskur ehf
Reykholt Borgarfirði
Gistiheimilið Bjarmalandi ehf
Rafsvið sf
Hvalur hf
Garðyrkjustöðin Varmalandi
Tálknafjarðarhreppur
Rarik ohf
Múr og menn ehf
Réttingaverk ehf
Verkalýðsfélagið Hlíf
Sprettur - þróun og stjórnun ehf
Þorlákshöfn
Langa ehf Neskaupstaður Síldarvinnslan hf
Stykkishólmur
Norðurfjörður
Bókhaldsstofan Stykkishólmi ehf
Hótel Djúpavík ehf
FÍTON / SÍA
ÞÚ SÆKIR PIZZU OG STÓRAN SKAMMT AF BRAUÐSTÖNGUM, OSTAGOTT EÐA KANILGOTT OG FÆRÐ AÐRA PIZZU SÖMU STÆRÐAR AÐ AUKI. VIÐ NOTUM EINGÖNGU 100% ÍSLENSKAN OST!
SÍMI 58 12345
DOMINO’S APP
WWW.DOMINOS.IS