28 02 2014

Page 1

Jóhanna vigdís leikkona fagnar þeirri vakningu sem hefur orðið á umræðunni um einhverfu á undan­ förnum árum. Viðtal 22

Fyrsta konan sem stýrir Sinfó

PB

fréttir

Hallfríður ólafsdóttir flautuleikari hugsaði fyrir aldarfjórðungi hvað það væri gaman að verða fyrsta konan sem stýrir Sinfóníuhljómsveit íslands. 70 Menning

lifandi lífsstíll tímarit lifandi markaðar fylgir Frétta­ tímanum. Helgin 1.-3. október 2010

Helgarblað

Helgin 1.-3. október 2010

OKKAR LOFORÐ

LIFANDI LÍFSSTÍLL

Lífrænt og nátturulegt

// 3. ÁRGANGUR

// 1. TÖLUBLAÐ

// FEBRÚAR 2014

Engin óæskileg aukefni

við erum 1

Persónuleg þjónusta

Lifandi lífsstíll Tímarit Lifandi mark

aðar

Gleði28. – 2. mars 2014 gjafebrúar fi Lifa ndi tölublað 5. árgangur markað9.ar í 10 ár

óKeypiS  Viðtal SVeinn KriStjánSSon og Stefanía Sigurðardóttir opna í dag minningaVef

Ástarbréf eftir dauðann Sveinn kristjánsson og Stefanía Sigurðardóttir opna í dag vef sem gerir fólki kleift að lesa inn skilaboð og vista myndbönd sem ástvinir fá aðgang að þegar viðkomandi er látinn. Hugmyndin kviknaði fyrir tveimur árum þegar Sveinn fékk heilaæxli, aðeins 24 ára, og var vart hugað líf. Á spítalanum fann hann sterka þörf til að varðveita minn­ ingar um sig fyrir börnin sem eflaust ættu engar minningar um hann ef hann félli frá.

Óli SteF Fetar nýjar slóðir og kennir í nýstofnuðum lýðháskóla Frétt

síða 24

ljósmynd/Hari

ei nn ig í Fr ét tat ímanu m í dag: Samtíminn: BrauðBakStur og Súrdeig – menning: erlendir menningarvitar Spenntir Fyrir íSlenSkri óperu

Í lagi að vera öðruvísi

KÍKTU VIÐ Í NÝJA OG GLÆSILEGA VILA VERSLUN Á 2. HÆÐ Í SMÁRALIND Kringla n / Sm á ra lind

6


2

fréttir

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

 Söfnun aron freyr elmerS fæddiSt með hjartagalla og hefur farið í fjölda aðgerða

Átta ára drengur í 24. aðgerðina Stofnaður hefur verið söfnunarrreikningur í nafni Arons Freys Elmers, átta ára drengs sem fæddist með hjartagalla og hefur þegar farið í 23 aðgerðir, 15 í Boston í Bandaríkjunum og sjö í Reykjavík. Á Facebooksíðu söfnunarinnar segir að Aron Freyr sé með flókið afbrigði af „Fernu Fallots“ og í apríl mun hann gangast undir sextándu aðgerðina sína í Boston þar sem hann mun dvelja í um tvær vikur ásamt móður sinni, Kolbrúnu Lukku Guðbjörnsdóttur, og ömmu.

„Styrktarsjóðurinn gengur út á að safna fé fyrir gistingu sem búið er að panta á gistiheimili nálægt barnaspítalanum sem Aron mun vera á í tvær vikur, sem og uppihaldi (mat og öðru eins). Móðir Arons má velja sér einn einstakling til að fara með sér og Aroni. Af tilfinningalegum ástæðum hefur hún valið móður sína sem hefur verið henni til halds og trausts í gegnum þrautagöngu Arons,“ skrifar Elvar Másson, kærasti móður Arons. Staðfest hefur verið að Aron og

fylgdarfólk fara til Boston þann 23. apríl og aðgerðin sjálf verður framkvæmd 25. apríl. Þeim sem vilja leggja þeim lið er bent á söfunarreikninginn 0526-14-402805 en kennitala Arons er 111105-2510. -eh

Aron Freyr Elmers hefur farið í 23 aðgerðir, 15 í Bandaríkjunum og 7 í Reykjavík, og er á leið í enn eina aðgerð í apríl. Ljósmynd/úr einkasafni

 Stjórnmál óeining milli Stjórnarflokk anna

Bjargaði barni frá drukknun

Stúlku á aldrinum fimm til sex ára var bjargað frá drukknun í sundlaug Hofsóss síðasta miðvikudag. Ævar Jóhannsson sundlaugarvörður sá stúlkuna í djúpu lauginni þar sem hún átti í erfiðleikum með að halda sér á floti og stakk sér í laugina og kom henni til bjargar, að því er kemur fram á fréttavefnum Feykir.is. Atvikið átti sér stað um klukkan 17.30 þegar nokkur fjöldi fólks var í lauginni. Stúlkan hafði laumast frá foreldri sínu þegar það var að sinna öðru barni. Í spjalli á Feyki er haft eftir Ævari að nauðsynlegt sé að allir séu vel á verði þegar börn séu í sundi, sundlaugarverðir, foreldar og aðrir sundlaugargestir.

Mótmæla gjaldtöku á ferðamannastöðum Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla boðuðum gjaldtökuhugmyndum landeigenda og segja þau vega að framtíð ferðaþjónustunnar. Í tilkynningu frá samtökunum segir að undanfarnar vikur hafa nokkrir landeigendur stigið fram og kynnt áætlanir sínar um að hefja gjaldtöku við nokkrar af náttúruperlum landsins. Slík vinnubrögð eru með öllu óásættanleg og fordæmir stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar þá leið sem þarna er farin. Samtökin leggja áherslu á að við útfærslu á gjaldtöku sé horft til heildarhagsmuna ferðaþjónustunnar, hvort heldur verið er að meta möguleika til gjaldtöku eða við útfærslu á uppbyggingu ferðamannastaða, að því er fram kemur í tilkynningunni. Þá verði að tryggja að þær tekjur sem af gjaldtökunni verða skili sér örugglega að fullu til áframhaldandi uppbyggingar ferðamannastaða víðs vegar um landið.

Góðir stjórnunarhættir Íslandsbanki hf. hefur fengið viðurkenningu frá Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Viðurkenningin byggir

á ítarlegri úttekt á starfsháttum stjórnar og stjórnenda bankans sem unnin var af KPMG ehf. í janúar 2014. „Stjórn og stjórnendur Íslandsbanka hafa á undanförnum árum lagt áherslu á að efla og bæta ákvarðanatökuferli og stjórnarhætti innan bankans og er þessi viðurkenning ánægjuleg staðfesting á þeirri miklu vinnu sem fram hefur farið innan bankans,“ segir Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka. -jh

Ógnar villtum stofnum Landssamband veiðifélaga lýsir yfir áhyggjum af því að væntanleg aukning á norskættuðum laxi í sjó geti valdið erfðamengun og þar með ófyrirsjáanlegu tjóni í íslenskum laxveiðiám. Ljóst er að einhver hluti þessara seiða mun sækja upp í íslenskar laxveiðiár og valda þar erfðamengun og jafnvel sjúkdómum, segir á vef landssambandsins. Það er skoðun Landssambands veiðifélaga að jafn stórfellt eldi norskra laxa í sjókvíum og áformað er geti haft veruleg neikvæð áhrif á villta íslenska laxastofna. Í þessu sambandi vísar LV til þess að villtir laxastofnar hafa orðið fyrir miklu tjóni bæði í Noregi og Skotlandi vegna sjókvíaeldis.

Viðbrögð almennings við tillögu utanríkisráðherra um viðræðuslit við Evrópusambandsins hafa komið sjálfstæðismönnum í opna skjöldu. Þeir eru ennfremur ósáttir við að gagnrýni almennings beinist fyrst og fremst að Sjálfstæðisflokknum þótt utanríkisráðherra Framsóknarflokksins leggi fram tillöguna og hafi haft uppi sömu loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu í aðdraganda kosninga. Mynd/Hari

Sjálfstæðismenn reiðir samstarfsflokknum Sjálfstæðismenn eru reiðir framsóknarmönnum fyrir asann í kringum tillöguna um viðræðuslit við Evrópusambandið og telja að málið sé ein stór smjörklípa til að beina kastljósinu frá því sem kallað hefur verið „versta pólitíska vika Framsóknar“ frá upphafi.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

S

rjómabolludagurinn Þú færð góða bolluuppskrift á gottimatinn.is

jálfstæðismenn eru æfir við framsóknarmenn fyrir að hafa lagt fram þingsályktunartillögu, um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka, í þeim mikla flýti sem raunin var. Sjálfstæðismenn stóðu í þeirri trú að tillagan yrði lögð fyrir ríkisstjórnarfund á þriðjudag til umræðu en ekki til afgreiðslu á Alþingi strax á mánudag eins og utanríkisráðherra gerði. Samkvæmt heimildum Fréttatímans er rætt um það innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins að ljóst sé að framsóknarmenn hafi viljað hraða málinu. Þeir hafi sett málið fram með þessum hætti til að beina kastljósi fjölmiðla og umræðunni þar af leiðandi frá því sem kölluð hefur verið „versta pólitíska vika Framsóknar frá upphafi“ og tala sjálfstæðismenn um að hafa gripið til „smjörklípuaðferðarinnar“ svokölluðu. Sjálfstæðismenn benda á að síðasta vika hafi verið sérstaklega erfið framsóknarmönnum eftir frammistöðu formannsins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, í viðtalsþætti Gísla Marteins Baldurssonar.

Þá hafi hagfræðingar Landsbankans sagt ræðu Sigmundar Davíðs á Viðskiptaþingi, lýsa vantrausti á Seðlabanka Íslands. Ennfremur vakti framsöguræða Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra á Alþingi um skýrslu Hagfræðistofnunar furðu sjálfstæðismanna, ekki síst orð hans um að sveigjanleiki væri ekki til staðar í ESB og að það væri „í raun ekki í stakk búið að taka á móti velmegandi ríki eins og Íslandi og eiga samninga um aðild á jafnræðisgrundvelli,“ eins og hann orðaði það í ræðunni. Samkvæmt heimildum Fréttatímans angrar það sjálfstæðismenn mikið að gagnrýni almennings skuli öll beinast að Sjálfstæðisflokknum vegna tillögunnar um viðræðuslitin. Í ríkisstjórn væru tveir flokkar með sömu stefnu og sama málflutning fyrir kosningar. Framsóknarmenn hefðu lofað þjóðaratkvæðagreiðslu, rétt eins og Sjálfstæðisflokkur, en nú líti út fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé að keyra málið í gegn. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


U Ð STÖ

R U D N FU

M A S

6 1 5 1 . l k l l ö v r u t s u s A r a á m m . u 1 n n n n e i g m l a ö d j r F lauga

Spurningin um aðild að Evrópusambandinu er stærri og mikilvægari en svo að einstakir stjórnmálaflokkar eða ríkisstjórnir eigi að ráða svarinu. Alþingi ber að sýna þjóðinni þá virðingu að leggja framhald aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins í dóm allra Íslendinga. Þess vegna er hafin undirskriftasöfnun á vefnum Þjóð.is þar sem skorað er á Alþingi að leita þjóðarviljans. Alþingismenn starfa í umboði okkar. Látum þá vita hvað við viljum og skrifum undir.

www.þjóð.is


4

fréttir

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

Enn er ekkert lát á tíðinni Veðrið heldur áfram að vera mjög kaflaskipt um landið. vetrarblíða og bjartviðri s- og sv-lands. heiðríkt á laugardag. vissulega blástur, en hiti þó allt að 5°C í sólinni. na-til verða éljabakkar og skafrenningur í dag, einkum á fjallvegunum. Líkur á að rofi til fyrir vestan á laugardag, en þá eru horfur á enn einu snjókomubeltinu að austurlandi og þar hríð og leiðindaferðaveður seint á laugardag. Fyrir norðan og vestan framan af sunnudeginum. Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is

0

1

1

0

2

5

1

-0

-1

4

5

-1

-2

4

-0

Slydda og Snjókoma na-til og nokkuð hvaSSt. EinS á vESfjörðum. Bjart Syðra.

litlar BrEytingar, En mEiri Snjókoma a- og na-landS.

Spáð Er hríð fyrir norðan og á vEStan framan af dEginum

höfuðBorgarSvæðið: Léttskýjað og hiti yfir frostmarki að deginum. BLástur.

höfuðBorgarSvæðið: sóLríkt. hiti að deginum, en næturfrost.

höfuðBorgarSvæðið: fremur hægur vindur og að mestu Bjart.

 JaFnrétti r áðherr a Fundaði með ungum Femínistum

guðbjörn magnússon hlaut í gær viðurkenningarskjal úr hendi Kristjáns Þórs júlíussonar heilbrigðisráðherra fyrir ómetanlegt framlag í þágu sjúklinga og íslenskrar heilbrigðisþjónustu. guðbjörn hefur gefið blóð 175 sinnum sem er oftar en nokkur annar

íslendingur. Blóðgjafafélagið heiðrar árlega þá sem ná tilteknum fjölda blóðgjafa og í reglum félagsins eru tilgreindar viðurkenningar fyrir 125 skipti og fyrir 150 skipti. engar reglur ná hins vegar yfir jafnmikla gjafmildi og Guðbjörn hefur sýnt en

meirihluti stjórnenda andvígur viðræðuslitum Könnun sýnir að 38,1% aðildarfyrirtækja sa vilja slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið en 55,8% eru því andvíg. 6,1% tóku ekki afstöðu. Þegar einungis er litið til þeirra sem tóku afstöðu vilja 40,6% slíta viðræðum en 59,4% eru því andvíg. 36,9% aðildarfyrirtækja SA vilja ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við ESB en 63,1% eru því fylgjandi. í ljósi umræðu um aðildarviðræður íslands við esB, segir á síðu samtaka atvinnulífsins, ákváðu þau að kanna viðhorf aðildarfyrirtækja SA til þess hvort slíta beri viðræðunum eða ekki. jafn-

samkvæmt lauslegum útreikningum hefur hann gefið blóð sem svarar þyngd hans sjálfs. Kristján Þór sagði það mikla ánægju að hitta guðbjörn og heiðra hann fyrir þetta einstaka met og það góða fordæmi sem hann gæfi öðrum. -sda

framt hvort efna eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við esB eða ekki, og tímasetningu mögulegrar þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þeir sem vilja efna til þjóðaratkvæðagreiðslu voru spurðir að því hvenær þeir vildu að hún færi helst fram. 85,2% svöruðu samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum. 8,6% svöruðu síðar á kjörtímabili Alþingis, 4,8% svöruðu samhliða næstu alþingiskosningum sem verða vorið 2017 en 1,4% nefndu á öðrum tíma, t.d. þegar meirihluti væri fyrir aðild að ESB á Alþingi,“ segir enn fremur. Könnunin hófst fimmtudaginn 20. febrúar en lauk á hádegi mánudaginn 24. febrúar. Hún var send til 1.896 stjórnenda. Fjöldi svarenda var 703 og svarhlutfall því rúm 37%. -jh

Ljósmynd: Hari

Setti íslandsmet í blóðgjöf Eygló Harðardóttir jafnréttisráðherra með fulltrúum femínistafélaga framhaldsskólanna sem hafa nýverið stofnað samtök.

Fordómar gagnvart hugtakinu femínisti Eygló Harðardóttir bauð nýstofnuðu Sambandi femínistafélaga framhaldsskólanna til hádegisverðar og fundar í Ráðherrabústaðnum til að heyra hvað þau vilja leggja áherslu á. Fulltrúar sambandsins segja gamalgrónar staðalímyndir ekki aðeins endurspeglast í náminu heldur einnig í félagslífinu. Þau segja fordóma gagnvart hugtakinu femínisti.

e

Við ræddum líka lög um kynjakvóta á fundinum og vorum öll sammála um að hann væri nauðsynlegur í einhvern tíma.

ygló Harðardóttir jafnréttisráðherra bauð nýstofnuðu Sambandi femínistafélaga framhaldsskólanna til hádegisverðar og fundar í Ráðherrabústaðnum í gær, fimmtudag, til að stofna til samtals við unga femínista, heyra hvað ungt fólk með áhuga á jafnréttismálum vilji leggja áherslu á auk þess að sýna þessu nýstofnaða félagi stuðning. „Mér fannst mjög skemmtilegt að hitta þessa krakka og áhugaverð þessi þróun að það sé verið að stofna femínistafélög í framhaldsskólum Það virðist vera mikil gerjun í gangi. Í gær var ég á fundi með aðilum vinnumarkaðarins um það hvernig sé hægt að berjast gegn kynbundnum launamun en þar var lögð áhersla á mikilvægi menntunar og skólakerfisins. Einnig að það þurfi að takast á við staðalímyndir. Sú umræða er í takt við helstu áhyggjuefni femínistafélaganna. Á fundinum kom fram að gamalgrónar staðalímyndir endurspeglast ekki bara í náminu heldur líka í félagslífinu,“ segir Eygló sem fer til New York á næstunni með norrænu ráðherrunum á þing kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Þar verður fjallað um jafnrétti kynjanna og hvernig hægt sé að efla konur og stúlkur á sviði mennta og hvernig hægt verður að brjóta niður staðalímyndir þegar kemur að náms- og atvinnuvali beggja kynja. Samband femínistafélaga framhaldsskólanna var stofnað 11. febrúar síðastliðinn. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir er formaður Femínistafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hún segir það hafa verið mikilvægt skref að mynda eina heild utan um öll félögin sem hafa verið stofnuð. Með stofnuninni vilji félagið einnig hvetja aðra framhaldsskóla sem ekki þegar hafi stofnað sitt femínístafélag til að gera það. „Við stofnuðum okkar félag í FSU fyrir 10 dögum. Það var alveg kominn tími á það. Hér eru miklir fordómar gagnvart bara hug-

takinu „femínisti“. Hér er engin fræðsla um málefnið. Eitt af helstu baráttumálum hins nýstofnaða félags er að fá kynjafræði kennda í öllum skólum. Það skiptir svo miklu máli að vera meðvitaður um það sem er í gangi því annars getur maður ekki breytt neinu,“ segir Vigdís. Hún segir félagið vera að vinna að stefnuskrá en fundað verði um það í næstu viku. „Það er ótrúlegt að enn séu til hefðbundin kvenna- og karlastörf, þessu verður að breyta. Við ræddum líka lög um kynjakvóta á fundinum og vorum öll sammála um að hann væri nauðsynlegur í einhvern tíma. En best væri að hann yrði ekki nauðsynlegur í framtíðinni. Þetta er bara lausn á ákveðnu vandamáli eins og höft voru lausn í kreppunni í gamla daga. Fólk verður bara að venjast því að sjá konur í stjórnunarstöðum,“ segir Vigdís. Magnús Örn Gunnarsson er stofnandi Femínistafélags Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Hann segir vakningu í jafnréttismálum mjög nauðsynlega. „Það þótti mjög skrítið að strákur væri að stofna femínistafélag, en það var nú bara í byrjun. Það sem er óeðlilegt er að það hafi þótt óeðlilegt. Að mínu mati er mikilvægast af öllu að upplýsa unglinga um stöðuna, fræðslan verður að koma inn í skólana. Almennt veit fólk ekkert um jafnrétti, heldur að Ísland sé bara besta landið fyrir konur að vera á. En það er ekki þannig, við erum að mörgu leyti vel stödd hér en við getum gert miklu betur. Það er t.d. enn 21% launamunur á milli kynjanna. Svo eru fyrirmyndir barna í grunnskólum bara ekki í lagi. Allar þessar Disney prinsessur fyrir stelpurnar og svo prinsinn á hvíta hestinum fyrir strákana. Það er náttúrulega bara algjört „dilemma“ í samfélaginu. En ég trúi því að með menntun muni þetta lagast.“ halla harðardóttir halla@frettatiminn.is


» » » » »

Ávöxtun 10,2% Hrein raunávöxtun 6,3% Tekjur af fjárfestingum 42 milljarðar Eignir 454 milljarðar Jákvæð tryggingafræðileg staða 0,9%

» 9 milljarða lífeyrisgreiðslur » 12 þúsund lífeyrisþegar » 48 þúsund sjóðfélagar greiddu iðgjöld

Starfsemi á árinu 2013 EFNAHAGSREIKNINGUR Í ÁRSLOK Í milljónum króna 2013

2012

Innlend skuldabréf

194.737 170.597

Sjóðfélagalán

39.799

39.618

Innlend hlutabréf

74.833

48.787

Erlend verðbréf Verðbréf samtals Bankainnstæður

125.911 117.860 435.280 376.862 29.943

35.999

Eignarhluti í Húsi verslunarinnar

202

215

Rekstrarfjármunir og aðrar eignir

432

331

2.435

2.297

Skammtímakröfur Skuldir við lánastofnun 1) Skammtímaskuldir Hrein eign sameignardeild Hrein eign séreignardeild Samtals hrein eign

­13.835 ­12.886 ­632

­613

445.444 394.697 8.381

7.508

453.825 402.205

AFKOMA

EIGNIR

Ávöxtun á árinu 2013 var 10,2% og hrein raunávöxtun 6,3%. Fjárfestingartekjur sjóðsins námu 42,3 milljörðum. Allir eignaflokkar skiluðu jákvæðri raunávöxtun. Árleg meðaltalsraunávöxtun sl. 5 ára er 4,4% og sl. 10 ára 3,4%.

Eignir sjóðsins námu 453,8 milljörðum í árslok saman­ borið við 402,2 milljarða árið áður og nemur hækkun eigna því um 52 milljörðum. Áhættudreifing eigna­ safnsins er góð og samsetning þess traust. Þannig eru um 27% af eignum sjóðsins í dreifðu safni erlendra verðbréfa, 30% í innlendum ríkistryggðum skulda­ bréfum, 8% í safni sjóðfélagalána og 6% í banka­ innstæðum. Innlend hlutabréfaeign jókst nokkuð á árinu og nemur nú um 16% af eignum sjóðsins. Önnur skuldabréf eru samtals 13% af eignum.

TRYGGINGAFRÆÐILEG STAÐA Tryggingafræðileg staða sjóðsins í árslok 2013 er 0,9% og batnaði frá fyrra ári er hún nam ­0,4%.

Eignasafn í árslok 2013

LÍFEYRISGREIÐSLUR Á árinu 2013 nutu að meðaltali 11.827 sjóðfélagar lífeyrisgreiðslna úr sameignardeild að fjárhæð 8.693 milljónir. Lífeyrisgreiðslurnar árið áður námu 7.717 milljónum og hækkuðu þær því um 13% frá fyrra ári. Greiðslurnar fylgja mánaðarlegum breytingum vísitölu neysluverðs. Lífeyrisgreiðslur sameignardeildar

27%

30%

Erlend verðbréf

Ríkistryggð skuldabréf

6% Innlend hlutabréf

í milljónum króna

Fyrirtækja­ skuldabréf

Sjóðfélagalán

Skuldabréf sveitarfél., banka, ofl.

Hrein eign til greiðslu lífeyris

6.000

2013

2012

Iðgjöld

19.184

17.997

Lífeyrir

­9.231

­8.172

Fjárfestingartekjur

42.331 47.468

Fjárfestingargjöld

­359

­331

Rekstrarkostnaður

­380

­341

75

71

51.620

56.692

Breyting á hreinni eign á árinu

9%

8.000

Í milljónum króna

Aðrar tekjur

8% 4%

10.000

BREYTINGAR Á HREINNI EIGN

Bankainnstæður

16%

Hrein eign frá fyrra ári

402.205 345.513

Hrein eign til greiðslu lífeyris

453.825 402.205

í milljónum króna 500.000

4.000

450.000 400.000

2.000

350.000 300.000

0

2009

2010

2011

2012

2013

250.000 200.000

SÉREIGNARDEILD Séreign í árslok 2013 nam 8.381 milljón. Lífeyris­ greiðslur úr séreignardeild voru 334 milljónir á árinu. Ávöxtun verðbréfaleiðar var 10,2% og hrein raunávöxtun 6,3%. Ávöxtun innlánsleiðar var 5,2% sem samsvarar 1,5% raunávöxtun.

150.000 100.000 50.000 0

2009

2010

2011

2012

2013

FJÁRFESTINGAR KENNITÖLUR Ávöxtun

2012 13,4%

Hrein raunávöxtun

6,3%

8,5%

Hrein raunávöxtun (5 ára meðaltal)

4,4%

­2,4%

Hrein raunávöxtun (10 ára meðaltal)

3,4%

3,9%

0,07%

0,07%

1,63%

1,54%

Lífeyrir í % af iðgjöldum

46,4%

43,9%

Fjöldi sjóðfélaga

32.439 32.708

Rekstrarkostnaður í % af eignum Rekstrarkostnaður í % af iðgjöldum

Fjöldi lífeyrisþega

11.827

11.006

32,9

31,1

Nafnávöxtun innlánsleiðar

5,2%

6,2%

Hrein raunávöxtun innlánsleiðar

1,5%

1,6%

Stöðugildi JANÚAR

2013 10,2%

1) Gjaldmiðlavarnarsamningar: Réttarleg óvissa er um endanlega niðurstöðu uppgjörs samninganna.

Kaup á innlendum skuldabréfum umfram sölu voru 28.370 milljónir á árinu og kaup innlendra hlutabréfa og hlutdeildarskírteina umfram sölu 13.106 milljónir. Kaup erlendra verðbréfa umfram sölu voru 4.303 milljónir.

live.is Ársfundur

Ársfundur sjóðsins verður haldinn mánudaginn 17. mars nk. kl. 18 á Grand Hótel Reykjavík.

STJÓRN Ásta Rut Jónasdóttir, formaður Helgi Magnússon, varaformaður Anna G. Sverrisdóttir Benedikt Kristjánsson Birgir Már Guðmundsson Fríður Birna Stefánsdóttir Guðný Rósa Þorvarðardóttir Páll Örn Líndal Framkvæmdastjóri Guðmundur Þ. Þórhallsson


6

fréttir

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

 MóðurMál uM 100 tunguMál töluð á Íslandi

Þrettán tungumál töluð í leikskólanum Rofaborg Um eitt hundrað tungumál eru töluð á Íslandi, slík er fjölbreytnin. Tungumálaforða Íslands er nú leitað í skólum landsins. Taka má sem dæmi leikskólann Rofaborg í Reykjavík. Þar eru töluð tólf tungumál, auk íslenskunnar, það er að segja portúgalska, pólska, perú, gríska, þýska, mál frá Sierra Leóne, tagalog frá Filippseyjum, litháíska, tælenska, búlgarska, víetnamska og enska. Menning hér á landi býr því yfir mikilli fjölbreytni og á hverjum degi eru í skólanum börn sem eiga sér fjölmörg ólík móðurmál. UNESCO

leggur ríka áherslu á réttinn til móðurmálsins og mikilvægi þess fyrir einstaklinginn og menningu þjóða. Vika móðurmálsins hefur staðið yfir undanfarna viku í framhaldi af alþjóðadegi móðurmálsins 21. febrúar. Íslenska UNESCO-nefndin og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum ákváðu að efna til nokkurra viðburða í þessari viku þar sem athygli hefur verið vakin á starfi fjölmargra aðila sem tengjast ólíkum móðurmálum, hvatt til umræðu í skólum um hvernig hægt sé að koma til móts við nem-

Reykjavík | akuReyRi | Reykjavík | akuReyRi | Reykjavík | akuReyRi | Reykjavík | akuReyR

áTTU vON á gesTUM! sIlO SVefnSófi

endur sem tala annað móðurmál en íslensku. Þá er hafin samvinna við skóla um land allt sem felur í sér skráningu einstakra bekkja á tungumálaforða sínum. Móðurmálsvikunni lýkur í dag, föstudaginn 28. febrúar, með málþingi í Norræna húsinu frá klukkan 15 til 17. Þar verður rætt um tungumálið frá ýmsum hliðum, sem sameign okkar og auðlind – og ekki síst hve tungumálaforðinn er dýrmætur. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is

Í skólanum landsins eru börn sem eiga sér fjölmörg ólík móðurmál – og dæmi eru um að í einum leikskóla séu töluð tólf tungumál, auk íslenskunnar.

 Menntun nýr lýðháskóli tekur til starFa á seyðisFirði

Ólafur Stefánsson kennir í lýðháskóla Nýstofnaður LungA skólinn er alþjóðleg menntastofnun sem hefur það að markmiði að efla sjálfið í gegnum listir og sköpun. Skólinn er á Seyðisfirði og sækir innblástur í hina rótgrónu skandinavísku lýðháskóla.

119.900

fullt verð kr. 139.900

F

Stærð: 228x162 H: 83 cm Dökkgrátt slitsterkt áklæði. Með rúmfatageymslu í tungu. Svefnsvæði 140x190 cm

RUBeN SVefnSófi

119.900

fullt verð kr. 139.900 Stærð: 241 x 158 cm H. 71 cm. Dökk- og ljósgrátt slitsterkt áklæði. Rúmfatageymsla í tungu. Tunga getur verið beggja vegna. Svefnsvæði 140x195 cm

sIesTA SVefnSófi

119.900

fullt verð kr. 139.900 Stærð 192 x 85 cm. Rautt, fjólublátt og grátt slitsterkt áklæði. Stærð dýnu 147x197 cm. Rúmfatageymsla.

DAIsy SVefnSófi

89.900 DoRMAVeRð

Stærð 225x 80 Svefnsvæði 120x190 cm. Með rúmfatageymslu. Grátt og brúnt slitsterkt áklæði. einnig til án arma DORMAveRð kR. 79.900.

Stofnendur skólans segja Seyðisfjörð vera tilvalinn stað til einbeita sér að námi og læra að þekkja sjálfan sig. Nemendur skólans munu búa á heimavist víðsvegar um kaupstaðinn. Margrét Pála Ólafsdóttir og Ólafur Stefánsson sitja í stjórn skólans og eru meðal kennara.

yrsta námskeið LungA skólans, nýstofnaðs íslensks lýðháskóla, hefst eftir tvær vikur. Björt Sigfinnsdóttir er annar stofnenda skólans og framkvæmdastjóri hans. „Við leggjum mikla áherslu á það að nýta listir og skapandi greinar sem undirstöðu í allri okkar kennslufræði og með áherslu á þróun sjálfsins. Við teljum það mikilvægan hluta af kennslu að skoða sjálfan sig sem einstakling, að innan og utan. Það munum við gera í gegnum allskonar persónulega ferla, æfingar og listasmiðjur. Rökræður og beinar æfingar þar sem við köfum ofan í þessar stóru spurningar sem maður heldur venjulega fyrir sjálfan sig, eins og t.d. hver er ég? Eða hver vil ég vera? Hér er hægt að gefa sér tíma til að læra að skynja og uppgötva sig.“ Fyrsta námskeið skólans er mánaðar prógram þar sem tuttugu nemendur allstaðar að úr heiminum munu vígja námið og í leiðinni hjálpa aðstandendum skólans að þróa áfram aðferðafræðina. „Nemendurnir eru að koma allsstaðar að, alla leið frá Ástralíu. Fólk hefur frétt af skólanum í gegnum LungA listahátíðina sem er hér á Seyðisfirði hvert sumar, en hún hefur fengið mjög góða umfjöllun í erlendum tímaritum,“ segir Björt. Á námsskránni þennan reynslumánuð er danssmiðja með dansaranum Sögu Sigurðardóttur, hljóðskúlptúrgerð með Curver Thoroddsen, sviðsmyndagerð með Berki Jónssyni og vidjóverka gerð með Hrund Atladóttur. Í ágúst

mun skólinn svo opna dyr sínar fyrir nýjum nemendum sem hefja fullt nám og skráning er þegar hafin. Í stjórn skólans sitja ásamt Björt, Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), Sigrún Halla Unnarsdóttir, Nína Magnúsdóttir, Dýri Jónsson, Ólafur Stefánsson og Margrét Pála Ólafsdóttir. Margrét Pála er stödd á Seyðisfirði ásamt Ólafi Stefánssyni, fyrrverandi handknattleiksmanni, þar sem undirbúningur stendur yfir. „Ég hugsa að þau hafi leitað til mín þar sem ég er mjög reynd í skólarekstri og mikil áhugakona um nýjungar og fjölbreytni. Óli Stefáns mun koma allavega einu sinni á hvert námskeið því hann er sérfræðingur í því hvernig hægt er að ná árangri í því sem kallar á þig. Hann ætlar að tala um hvernig hægt er að fá kjark til að þora að ná árangri. Sjálf er ég mjög upptekin af kynjavíddinni, að fá ungmenni til þess að skilja hvaða takmarkanir þau hafa búið við vegna staðalímynda kynjanna, bæði stelpur og strákar. Stelpur eru oft hræddar við eigin getu á meðan strákar hafa oft ekki kjark til að líta inn á við og uppgötva sig þaðan. Strákar hafa oft kjark til að framkvæma nýja hluti en ekki til að skoða tilfinningar sínar.“ Margréti Pálu hefur lengi dreymt um að stofna skóla á framhaldsstigi. „Þegar Björt hafði samband þá hoppaði ég um leið á vagninn. Þetta er stórkostlegt tækifæri til að bjóða upp á nýjan valkost fyrir fólk sem er ekki er að finna sig í hefðbundum framhaldsskólum og frábært tilboð fyrir fólk sem langar að fara meira inn í listgreinar.“ Eitt af því sem heillar Margréti Pálu helst er þessi vinkill í náminu sem er ekki í boði annarsstaðar, að læra að þekkja sjálfan sig. „Grunnurinn að öllu hér er að fara ekki leið hins hefðbundna skólakerfis sem er að mörgu leyti svo takmarkandi. Leiðin sem hér er í fyrirrúmi, sjálfsþekking, sjálfsuppgötvun og sjálfsstyrking, finnst mér stórkostleg. Allt of mörg ungmenni hafa annaðhvort guggnað í opinberu kerfi eða þá klárað námið en komið út úr því án þess að þekkja sjálf sig. Það er gríðarleg gleði í okkur hér. Við teljum þetta vera mjög spennandi valkost fyrri alla sem vilja uppgötva sig á nýjan hátt.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Holtagörðum, Reykjavík ✆ 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri ✆ 558 1100 Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆ 558 1100 OPNUNARTÍMI HOlTAgöRðUM: Virka daga 1000-1800, Laugardaga 1100–1600


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 65594 02/14

ENDALAUS AFÞREYING

FLJÚGÐU VEL MEÐ ICELANDAIR Alltaf innifalið: Frjálst sætaval við bókun I Afþreyingarkerfi 350 klst. I Meira pláss milli sæta Ein ferðataska allt að 23 kg til Evrópu og tvær töskur til N-Ameríku I Matur fyrir börnin Óáfengir drykkir og dagblöð I Vildarpunktar I Flug- og flugvallarskattar

+ Nánar á icelandair.is/fljugduvel

Vertu með okkur


8

fréttir

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

 KópavogUr FasTr áðnir sTarFsMenn

Dregið hefur úr kynbundnum launamun Kynbundinn munur á heildarlaunum hjá Kópavogsbæ er 3,25% körlum í vil, samkvæmt viðamikilli rannsókna sem gerð hefur verið fyrir bæinn. Enginn kynbundinn launamunur er á dagvinnulaunum. Dregið hefur úr kynbundnum launamun hjá bænum frá árinu

2003 en þá var hann 4,7%, að því er fram kemur í tilkynningu Kópavogsbæjar. „Sé tekið mið af stærstu sveitarfélögum landsins,“ segir enn fremur, „er Kópavogsbær með minnstan kynbundinn launamun. Munurinn er til dæmis 5,8% í

Niðurföll og ofnar í baðherbergið

EVIDRAIN

Reykjavík, 6,1% í Hafnarfirði og 3,9% á Akureyri. Í útreikningum Kópavogsbæjar var ekki mögulegt að taka tillit til menntunar og starfsaldurs, líkt og iðulega er gert í rannsóknum sem þessum. Miklar líkur eru á því að óútskýrður launamunur kynjanna hjá bænum mældist enn minni ef þær breytur væru teknar með.“ Könnunin náði til allra fastráðinna starfsmanna bæjarins sem voru í að minnsta kosti 40% stöðugildi. Alls voru það 1.752 starfsmenn eða 80% allra þeirra sem starfa hjá bænum. Bæjarstjórn, bæjarstjóri, nefndafólk og tímavinnufólk var þó undanskilið. -jh

kynbundinn munur á heildarlaunum hjá kópavogsbæ er 3,25% körlum í vil.

 aTvinnULeysi nýTT saMsTarFsverKeFni sýnir saMFéLagsábyrgð

Tækifæri fyrir atvinnulausa

COMPACT VERA 30cm

8.790,PROLINE 60 cm

„Gefum tækifæri“ er samstarfsverkefni vinnumálastofnunar, Festu-miðstöðvar um samfélagsábyrgð og ráðgjafafyrirtækisins Proactive. verkefnið hófst síðastliðið haust og miðar að því að fyrirtæki ráði til sín starfsfólk sem hefur verið lengi á atvinnuleysisskrá og er að missa bótarétt.

23.990,-

v

VITA handklæðaofn 50x80 cm kúptur, króm

14.290 Reykjavík Reykjanesbæ

Mikið úrval – margar stærðir

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Hildur Friðriksdóttir, félagsfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu Proactive

í TÖLUM

0,3%

Komdu á útivistarkynningu mánudaginn, 3. mars kl. 20.00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð.

aukninG

atvinnuleySiS frá desember 2013

Gönguferðir · Hjólaferðir

Vinnumála­ stofnun.

· Hjólað um perlur Tíról · Trítlað við Zell am See · Trítlað í fjallasölum Alpanna · Gönguferð umhverfis Mont Blanc · Þriggja landa Alpaganga · Þjóðgarðar Klettafjallanna · Trítlað í Sölden

4,5% Skráð

atvinnuleySi í janúar 2014 Vinnumála­ stofnun.

Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík

Spör ehf.

Allir hjartanlega velkomnir!

7.190 atvinnulauSir í janúar 2014 Vinnumála­ stofnun

erkefnið „Gefum tækifæri“ auðveldar ráðningarferli atvinnulausra og sýnir samfélagsábyrgð. Hildur Friðriksdóttir, félagsfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu ProActive, segir verkefni þeirra tengd samfélagsábyrgð hafa leitt þau til Festu-miðstöðvar um samfélagsábyrgð. „Upphaflegt markmið ProActive var, og er enn, að aðstoða vinnustaði með forvarnir til að minnka líkur á langri fjarveru vegna veikinda. Í tölum frá Evrópu kemur fram að streita og fjölskylduaðstæður eru helstu orsakir fjarvista fólks þannig að okkur finnst brýnt að vinnustaðir taki meðal annars á þessum málefnum. Það er hægt að spara ótrúlega upphæðir í fyrirtækjum og innan heilbrigðiskerfisins bara með því að taka markvisst og af þekkingu á fjarvistarmálum og veikindafjarveru. Við lítum á þetta sem samfélagslegt verkefni og höfðum því samband við Festumiðstöð um samfélagsábyrgð. Þá kom í ljós að Vinnumálastofnun hafði líka verið í sambandi við þau vegna hugmynda um að taka fólk af atvinnuleysisbótum í samstarfi við fyrirtæki innan vébanda Festu. Það er vel þekkt erlendis að stór fyrirtæki hafi opin pláss fyrir atvinnulaust fólk til reynslu.“ Fyrirtækin ISS, Ölgerðin og Mjöll Frigg eru meðal þeirra sem hafa ákveðið að sýna samfélagslega ábyrgð með því að ráða til sín starfsfólk og fá þau styrk frá Vinnumálastofnun á meðan reynslutíma stendur. Fyrirtækin þurfa fyrst að fá samþykki frá Vinnumálastofnun og gera svo í framhaldinu samstarfssamning. „Við hjá ProActive förum inn í fyrirtækin, skoðum vinnuaðstæður og hvaða störf eru í boði. Vinnumálastofnun útvegar fólk sem hentar í störfin og við tökum viðtöl við það. Starfsmaðurinn fær síðan stuðning frá starfsmanni og okkur á meðan reynslutíma stendur,“ segir Hildur. Markmið verkefnisins er að ráða fólk til reynslu með það fyrir augum að til langvarandi ráðningar komi. Hildur segir það skipta mjög miklu máli að finna rétta fólkið ef ráðningin á að takast vel. „Í þessu verkefni nýtum við okkur kerfi sem er mikið notað á Norðurlöndunum en það er „starfsvinur“. Þetta er félagslegur vinur á vinnustað sem hægt er að leita til með hver-

skyns efasemdir. Fólk sem hefur verið lengi frá vinnu er oft með lítið sjálfstraust og finnst það stundum geta minna en það raunverulega getur. Þetta virkar mjög vel og fólk nær miklu fyrr öryggi í starfi, sem eykur líkur á langtímaráðningu." Nú eru sex starfsmenn í vinnu hjá fyrirtækjunum þremur og vonast er til að fleiri fyrirtæki sýni verkefninu áhuga. „Starfsmaðurinn okkar hefur reynst frábærlega og var mjög fljótur að komast inn í þau störf sem ætlast var til. Við myndum hiklaust ráðleggja öðrum að fara þessa leið,“ segir Richard Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá Mjöll Frigg. Ölgerðin hefur ekki áður tekið þátt í verkefnum með Vinnumálastofnun en stjórnendur hjá Mjöll Frigg og ISS segja reynsluna vera betri nú en áður. „Utanumhald, leiðsögn og eftirfylgni er mun betri en áður þegar við tókum þátt í svipuðum verkefnum,“ segir Hólmfríður G. Einarsdóttir, gæðastjóri ISS. Og Richard bætir við að stuðningurinn við stjórnendur geri ráðningarferilinn mun auðveldari og aukinn skilningur sé hjá öðru starfsfólki gagnvart nýja starfsmanninum. Í byrjun var lögð áhersla á að finna störf sem krefjast ekki mikillar sérhæfingar en framundan verður einnig horft til fólks með sérfræðimenntun. „Fólk á það til að hugsa um atvinnulausa sem ófaglært fólk og útlendinga en það er allskonar fólk atvinnulaust, fólk með sérfræðiþekkingu og mikla menntun líka,“ segir Hildur. Vinnumálastofnun hefur um langt skeið haldið utan um starfsþjálfunarsamninga sem miða að því virkja atvinnulausa. Nýjungin sem felst í verkefninu „Gefum tækifæri“ er sú að Vinnumálastofnun myndar samstarf við fyrirtæki sem vilja sýna samfélgsábyrgð í gegnum Festu, og fær aðstoð við sjálft ráðningarferlið í gegnum ProActive. „Venjulega hafa okkar ráðgjafar séð um allt ferlið en nú er svo komið að álagið hér er svo mikið að við ákváðum að kaupa þessa þjónustu af ProActive,“ segir Guðlaug Pétursdóttir, deildarstjóri ráðgjafasviðs hjá Vinnumálastofnun. Hún segir verkefnið ekki komið langt á veg en upphafið lofi góðu. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


. . k . s a n l n ú e k m byssu s? s l i l fa alveg v u t Er

Komdu á háskóladaginn! Taktu upplýsta ákvörðun! Háskóladagurinn um allt land Egilsstaðir, ME 
19. mars kl. 11 - 13:30. 
Akureyri, VMA 
20. mars kl. 11 - 13:30.

Selfoss, FSU 26. mars kl. 10 - 13. 
Ísafjörður, MÍ 
27. mars kl. 11 - 13.

1. mars kl. 12 – 16 Háskóli Íslands kynnir námsframboð sitt í Aðalbyggingu, Háskólatorgi, Öskju og Háskólabíói. Háskólabíói. 
Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands verða með námskynningu á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Listaháskóli Íslands verður með kynningu á námsbrautum sínum í Þverholti 11. 

 Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst kynna námsframboð háskólanna í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík. Fríar rútuferðir á milli HÍ, HR og LHÍ (Þverholti).

/Háskóladagurinn #hdagurinn


10

fréttir

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

 matseðlar NæriNgarstefNa í leikskólum

Heilsuleikskólarnir eru: Heilsuleikskólinn Hamravellir í Hafnarfirði, Heilsuleikskólinn Háaleiti á Ásbrú í Reykjanesbæ, Heilsuleikskólinn Kór í Kópavogi, Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík og Ungbarnaleikskólinn Ársól í Reykjavík.

Hér njóta börnin í Heilsuleikskólanum Kór matarins en þar er reynt eftir fremsta megni að gera matartímann að notalegri stund sem börn og fullorðnir njóta saman.

Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Grjónagrautur og slátur vinsælast Heilsuleikskólar Skóla ehf. starfa undir einkunnarorðunum „heilbrigð sál í hraustum líkama“. Þeir hafa nú mótað sérstaka Næringarstefnu sem fylgt er eftir í öllum þeirra skólum. Nýir matseðlar þeirra byggja á vinsælustu réttum barnanna, lögð er áhersla á fjölbreytt íslenskt fæði og að halda magni sykurs, salts og harðrar fitu í lágmarki.

H

eilsuleikskólar Skóla ehf. eru nú fimm talsins og er fyrirtækið einn af stofnaðilum Samtaka sjálfstæðra skóla (SSSK) og aðilar að Samtökum heilsuleiksóla. Ólöf Kristín Sívertsen er lýðheilsufræðingur og fagstjóri heilsuleikskólanna hjá Skólum. „Það var Unnur Stefánsdóttir, leikskólastjóri í Heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópavogi, sem hafði frumkvæði að mótun Heilsustefnu fyrir leikskóla. Markmið stefnunnar er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á nær-

Opið til kl. 21 alla daga í Faxafeni

ingu, hreyfingu og sköpun langvinsælasti rétturinn í leik. Hugmyndafræðin er meðal barnanna en fast á sú að ef barn fær holla næreftir kemur soðin ýsa með ingu og mikla hreyfingu, kartöflum og smjöri. „Við tókum tómatsósuna alveg þá sprettur fram þörf til að skapa. Við hjá Heilsuleikút af matseðlinum en nærskólum Skóla störfum eftir ingarfræðingurinn var þessari stefnu auk 20 annharður á því að tómatsósa ara leikskóla,“ segir Ólöf. passar ekki inn í heilsuleikRannsóknir sýna að matskóla. En auðvitað er ekkert aræði og næringarástand Ólöf Kristín Sívertsen, mál að búa til tómatsósu frá barna hefur áhrif á heilsu fagstjóri Heilsuleik- grunni. Við höfum stundum þeirra, þroska, vöxt og al- skólanna og lýðheilsu- tómatsmjör með ýsunni, en fræðingur. þá blöndum við alvöru tómhliða líðan. Skólar kappkosta því að auka velferð ötum við smjörið. Smjörið barna með góðri næringu og nú hefur er mikilvægt því börn þurfa fitu en fyrirtækið sett sér sérstaka Næringar- þessi tómatsósa sem er keypt úti í búð stefnu. „Við höfum alltaf fylgt Heilsu- er uppfull af sykri. Okkur fannst þetta stefnunni og því lagt áherslu á hollt stórt skref en það er einungis eitt barn mataræði en okkur fannst kominn af 450 sem hefur gert athugasemd við tími til að ramma almennilega inn það breytinguna,“ segir Ólöf sem við erum að gera og gera sameiginlega matseðla fyrir alla skólana. Svo Mataruppeldi er mikilvægt við settumst niður, ég sem lýðheilsu- Matartíminn í heilsuleikskólunum eru fræðingur, næringarfræðingurinn notalegar stundir þar sem reynt er að og matráðar allra okkar leikskóla, til kenna börnunum að njóta þess að að setja saman heildstæða næringar- borða. Reynt er að hafa andrúmsloftstefnu sem byggir á opinberum ráð- ið sem rólegast og kennararnir borða leggingum um mataræði og næring- með börnunum. „Við viljum stuðla að arefni frá embætti landlæknis. Við heilbrigðum matarvenjum barnanna gerðum matseðil fyrir 8 vikna tímabil til framtíðar, vera góðar fyrirmyndir. og er hver dagur og hver vika hugsuð Matarvenjur mótast strax í barnæsku sem næringarleg heild út frá næring- og það er mjög mikilvægt að leikskólarþörf barna, samkvæmt opinberum arnir séu meðvitaðir um það. Það er ráðleggingum. Við leggjum mikla fólkið sem stendur manni næst sem áherslu á að elda allt frá grunni, að eru helstu fyrirmyndir okkar en ekki ráðlögðum dagskammti vítamína og einhverjar stjörnur út í heimi,“ segir steinefna sé náð og á fjölbreytnina Ólöf. Fyrirtækið Skólar ehf. stefna að því mismunandi næringarefni koma því að verða leiðandi í þekkingu og úr mismunandi fæðutegundum. Við aðferðafræði heilsueflandi leikskólagáfum stefnuna formlega út í byrjun starfs. Ólöf segir marga skóla vera ársins en höfum notast við matseðlana nú þegar að gera vel en þó megi alltaf gera betur. „Allt sem við höfum verið síðan í september 2013.“ að gera er opið og matseðlarnir standa Engin tómatsósa öllum til boða sem vilja nýta sér þá. Eftir að hafa borið saman bækur Það er bara guðvelkomið og myndi sínar komust matráðar leikskólanna gera okkur hjá Skólum mjög stolt og að því að grjónagrautur og slátur er ánægð.“

• • • • • • • • •

Frá embætti landlæknis Grænmeti og ávextir daglega Fiskur tvisvar í viku Olía eða mjúk fita í stað harðrar Fituminni mjólkurvörur fyrir börn undir 2 ára Gróf brauð og annar trefjaríkur kornmatur Salt í hófi Sykur í lágmarki Þorskalýsi eða annar D-vítamíngjafi Vatn er besti svaladrykkurinn

Vikumatseðill frá Heilsuleikskólanum • • • • •

Gufusoðin ýsa með smjöri kartöflum og rófum Ofnbakaður lambalifrarréttur með kartöflumús, brúnni sósu og grænmeti Hrært skyr með rjómablandi, ilmandi brauði, áleggi og grænmeti Ofnsteiktur þorskur með hýðishrísgrjónum, karrýsósu og hrásalati Ofnsteiktir kjúklingaleggir með heilhveitipasta og salati


© ILVA Ísland 2014 Virðisaukaskatturinn er reiknaður af við kassann. Afsláttarprósenta er 20.32%. Gildir fyrir allar vörur í verslun, nema vörur á áður niðursettu verði, vörum merktum ”Everyday Low Price” eða á ILVA kaffi. Að sjálfsögðu stendur ILVA skil á virðisauka til ríkissjóðs. Verðlækkunin er alfarið á kostnað ILVA.

28. feb. - 3. mars

Tax free helgi

SPARAÐU 20,32% AF ÖllUM VÖRUM Í VeRSlUN* *Afsláttur af öllum vörum nema vörum á áður niðursettu verði, vörum merktum “Everyday Low Price” og ILVA kaffi.

ILVA Korputorgi, s: 522 4500, www.ILVA.is laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30

Rjómabolla

395,-/stk.

frá föstudegi - mánudags

style

living with


12

fréttaskýring

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

 Matteo Renzi enduRReisnin fR á flóRens

Blanda af Gísla Marteini og Sigmundi Davíð Matteo Renzi, yngsti forsætisráðherra í sögu Ítalíu og fyrrverandi borgarstjóri Flórens, virkar afslappaður en orkumikill og tilbúinn til að takast á við endurreisn Ítalíu. En það bíður hans erfitt verk, að stýra endurreisn Ítalíu gæti orðið talsvert flóknara en að stýra endurreisnarborginni Flórens.

„Hann ferðast alltaf á hjóli eða litlum bílum, er ungur, hress og metnaðarfullur. Hress hjólreiðamaður með stór kosningaloforð. Í íslenskum raunveruleika er kannski hægt að segja að hann sé blanda af Gísla Marteini og Sigmundi Davíð.“

ÚR

r u t t á fsl esel

i a % ssil - D o F 0 5 NY - Casio DK

GULL

30% afsláttur

R U F L I S ur t t á l s f a % 50

LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 | SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660

Verslunin í Spönginni LOKAR – allt á að seljast


fréttaskýring 13

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

M

atteo Renzi tók við forsætisráðherrastólnum af forvera sínum, Enrico Letta, en Letta vék fyrir Renzi eftir aðeins 10 mánuði í embætti. Demókrataflokkurinn, sem er aðeins til vinstri við miðjuna, vonast nú til að Renzi muni takast að gera það sem Letta tókst ekki, að blása lífi í efnahag í molum. Renzi er 39 ára og því yngsti forsætisráðherra í sögu Ítalíu og sá fyrsti til að skipa konur í helming ráðherrasætanna. Renzi var borgarstjóri Flórens í fimm ár áður en hann steig inn í landspólitíkina. Hann er fæddur og uppalinn í Flórens, lærður lögfræðingur, er giftur og á þrjú börn. Hann kynntist konu sinni, Agnese Landini, í skátunum þegar hann var 19 ára og hafa þau verið saman siðan. Agnese er andstæða hinnar stereotýpísku ítölsku eiginkonu og hefur vakið mikla athygli um alla Suður-Evrópu fyrir að bera ekki skart og vera ómáluð á opinberum uppákomum. Það hefur ekki síður vakið athygli að hún ætlar ekki að hætta að vinna sem kennari nú þegar eiginmaðurinn sest í forsætisráðherrastólinn og mun áfram búa í Flórens með börnum þeirra hjóna. Ítalskir fréttaskýrendur segja áherslu Renzi á að endurreisa menntakerfið vera að miklu leyti til komna vegna áhrifa frá eiginkonunni en hún hefur starfað sem kennari til fjölda ára. Hjónin voru nýgift þegar Renzi fór að láta til sín taka í pólitík og aðeins 24 ára varð hann héraðsstjóri Flórenshéraðs, sá yngsti í sögu Ítalíu. Árið 2009 varð hann svo borgarstjóri Flórens. Hann vakti töluverða athygli sem borgarstjóri, fyrir vaska framkomu og afskipti sín af landspólitik. Árið 2011 vakti hann reiði margra starfsbræðra sinna þegar hann sagði alla pólitíkusa á aldri við Berlusconi verða að segja af sér. Í desember 2012 bauð Renzi sig svo fram til að leiða flokkinn í þingkosningum 2013 en lét í minni pokann fyrir Pier Luigi Bersani. Þegar Bersani lét síðan af störfum í apríl 2013 tók Enrico Letta við sem forsætisráðherra, en Renzi var kjörinn formaður flokksins. Síðan hefur verið spenna innan flokksins þangað til Letta sagði af sér nú í febrúar eftir þrýsting frá Renzi og flokknum. Í fyrstu þingræðu sinni, þann 22. febrúar síðastliðinn, talaði Renzi af þeim sannfæringarkrafti sem hann er orðinn þekktur fyrir, án tilbúinnar ræðu, sem hann er líka orðinn þekkur fyrir. Hann talaði um róttækar breytingar, um að umturna gamaldags stjórnkerfi Ítalíu, útrýma spillingu, endurbæta skatta og lagaumhverfi, lagfæra kosningalöggjöfina og breyta fyrirkomulagi þingsins sem hann talaði til. Hann talaði um að lækka skuldir ríksins, „ekki vegna þess að Merkel segi að við eigum að gera það, heldur því við verðum að gera það, fyrir börnin okkar.“ Í lok ræðu sinnar talaði Renzi svo til fólksins þegar hann sagði; „Við þurfum drauma og hugrekki. Við þurfum að vera hreykin aftur, hætta að kvarta og kveina og muna að það er gjöf að vera Ítali.“ Í þessari ræðu lofar Renzi endurreisn Ítalíu og hefur fyrir það verið harðlega gagnrýndur af mótherjum sínum. Þeir segja hann vera popúlista sem

lofi gulli og grænum skógum án nokkurrar innistæðu. Þær töfralausnir sem hann lofi séu í raun bara ekki í boði. Renzi hefur auk þess verið líkt við Mussolini og Berlusconi fyrir að stíga hratt fram á pólitíska sjónarsviðið, tala beint til fólksins og komast áfram á sjarmanum. Honum hefur líka verið líkt við Tony Blair fyrir að taka skyndilega völdin af eldri forystu flokksins og lofa að breyta tímunum á róttækan hátt. Reyndar hefur hann sjálfur sagt að Tony Blair sé eitt af sínum átrúnaðargoðum. Á prófilmynd

Renzi á fésbókinni gefur að líta hressan Renzi, herralegan og fínan i jakkafötum á hjóli í sólinni, en að breyta miðbæ Flórens í göngu- og hjólasvæði er sennilega hans þekktasti og þakklátasti gjörningur sem borgarstjóri Flórensborgar. Hann ferðast alltaf á hjóli eða litlum bílum, er ungur, hress og metnaðarfullur. Hress hjólreiðamaður með stór kosningaloforð. Í íslenskum raunveruleika er kannski hægt að segja að hann sé blanda af Gísla Marteini og Sigmundi Davíð. En sama hverjum hann líkist

þá er nokkuð ljóst að Matteo Renzi bíður ekki auðvelt verk. Bjartsýnisfólk segir Renzi vera ferskan og nauðsynlegan andvara í afturhaldssamt og úrelt kerfi. Hann sé svo drífandi og fullur orku að hann hljóti að ná að rífa Ítalíu upp úr kreppunni. En það er örugglega auðveldara að stjórna fallegri endurreisnarborg en að endurreisa heilt land. Land sem er með þriðja stærsta hagkerfi evrunnar, en stendur einna verst að vígi efnahagslega fyrir utan Spán og Grikkland, og er aðeins er spáð 0,7% hagvexti í ár. 55,6% at-

vinnufærra landsmanna eru án vinnu og stúdentar eru almennt mjög svartsýnir á framtíðarhorfur sínar. Þar fyrir utan er ítalska pólitíkin ekki þekkt fyrir mikinn stöðugleika og hvorki meira né minna en 50 ríkisstjórnir hafa reynt að stýra landinu eftir seinni heimsstyrjöldina. Við skulum samt vona með Renzi að brátt geti Ítalir hætt að kvarta og kveina og farið að njóta þess að vera Ítalir. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

OPIÐ: VIRKA DAGA 11-19 FIMMTUDAGA 11-21 LAUGARDAGA 11-18 SUNNUDAGA 13-18 WWW.SMARALIND.IS FINNDU OKKUR Á


14

viðhorf

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

Að vanda er horft til höfuðborgarinnar í komandi sveitarstjórnarkosningum

 Vik an sem Var Ohhh, þessar staðreyndir! Ég er ekki fullkomnari en þetta. Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, útskýrir ástæður þess að hún sagði Grænlendinga ólma vilja losna úr ESB. Eitthvað sem þeir gerðu fyrir margt löngu.

Ohhh, þessi Steingrímur! Ég hef þó ekki logið að þinginu eins og þú. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lét ræðu Steingríms J. fara í taugarnar á sér og var með frammíkall sem gæti dregið dilk á eftir sér.

Ohhh, þessi Gunnar Bragi! Ég ætla að hlusta á þessi ummæli og ráðfæra mig við góða menn, en ég hef ekki skap til þess að láta þennan Gunnar Braga Sveinsson halda uppteknum hætti og bera á mig rangar ávirðingar. Steingrímur J. Sigfússon er orðinn þreyttur á utanríkisráðherra og íhugar að stefna honum fyrir lygabrigsl. Ohhh, þessi Bjarni! Helvítis dóni. Katrín Júlíusdóttir brást hin versta við þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gaukaði að henni dagskrá þingsins þar sem hún stóð í ræðustóli þingsins.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

Þ

Þrír mánuðir í kosningar

Þrír mánuðir eru til sveitarstjórnarkosninga, sem fram fara 31. maí. Að vanda horfa menn helst til Reykjavíkur, sveitarfélagsins sem ber höfuð og herðar yfir önnur í landinu. Línur hafa skýrst hvað varðar framboðslista í höfuðborginni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur birt framboðslista sinn. Björt framtíð hefur birt lista með nöfnum 16 efstu, prófkjör hefur farið fram hjá Samfylkingunni og valfundur hefur valið fólk í efstu sætin á lista Vinstri grænna. Framsóknarflokkurinn hefur birt lista 7 efstu manna. Þá hefur prófkjör farið fram hjá Pírötum. Dögun mun bjóða fram. Óvíst er um önnur framboð, nokkur hafa gefið undir fótinn með slíkt. Besti flokkurinn, undir forystu Jóns Gnarr, vann stórsigur í síðustu borgarstjórnarkosningum. Flokkurinn fékk 6 borgarfulltrúa og eðli máls samkvæmt varð Jón borgarstjóri í meirihlutasamstarfi við Samfylkinguna. Staðan í íslensku samfélagi Jónas Haraldsson var óvenjuleg árið 2010, þegar Jón Gnarr jonas@frettatiminn.is kom, sá og sigraði. Staða landsmála hefur áhrif í sveitarstjórnarkosningum. Kjósendur í borginni sýndu að þeir vildu, svo skömmu eftir efnahagshrun, refsa gömlu flokkunum. Útkoma þeirra var slök. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 5 borgarfulltrúa í þessu gamla höfuðvígi sínu, Samfylkingin 3 og VG 1. Framsóknarflokkurinn kom ekki að manni, né önnur smærri framboð. Tvær misvísandi skoðanakannanir hafa verið birtar undanfarna daga um fylgi flokkanna í Reykjavík. Gallupkönnun sýnir jafna stöðu Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar, báðir flokkar með um 28% fylgi – og fengju 5 borgarfulltrúa hvor. Samkvæmt þeirri könnun stendur fylgi Sjálfstæðisflokksins í stað en Björt framtíð bætir við sig þremur prósentustigum milli kannana. Samfylkingin mældist með 18% fylgi – og 3 fulltrúa. Píratar og VG voru á svipuðu róli með tæp 11 og tæp 10% og sitt hvorn fulltrúann. Könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem Morgunblaðið birti á miðvikudaginn, sýnir hins vegar dalandi fylgi Bjartrar framtíðar, aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins milli kannana og lítillega aukið fylgi Samfylk-

ingarinnar. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar fengi Sjálfstæðisflokkurinn 28,4% og 5 borgarfulltrúa. Samfylkingin 23,5% og 4 fulltrúa en Björt framtíð 21% fylgi og 3 menn kjörna. Píratar fengju 11,7%, 2 borgarfulltrúa og VG 11,1% og 1 mann. Núverandi meirihluti héldi miðað við Gallup-könnunina en félli samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. Björt framtíð tók í raun við kefli Besta flokksins eftir að Jón Gnarr ákvað að hætta að loknu kjörtímabilinu. Miðað við Gallup-könnunina virðist brotthvarf hans ekki hafa skipt sköpum en annað er uppi á teningnum þegar litið er til könnunar Félagsvísindastofnunar. Samkvæmt henni tapar arftaki Besta flokksins helmingi borgarfulltrúanna. Flokkurinn missir forystustöðu sína, mælist minni en bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin. Sé litið til sögulegrar stöðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur hann ekki náð vopnum sínum. Fylgið er langt undir meðalfylgi og talsvert lakara en í sveitarfélögunum í kringum hana. Kannanir sýna að meirihlutafylgi flokksins á Seltjarnarnesi og í Garðabæ er öruggt. Flokkurinn hefur einnig meirihlutafylgi í Mosfellsbæ. Í Kópavogi mælist fylgi flokksins yfir 41% og í Hafnarfirði yfir 33%. Kosningabaráttan í borginni er ekki hafin og margt getur breyst á næstu þremur mánuðum. Meginstefna flokkanna er þekkt – þótt óvissa sé enn um ákveðin áhersluatriði. Meðal annars verður litið til afstöðu til þéttingar byggðar og stöðu úthverfa, viðhorfa til flugvallarins, leik- og grunnskólamála, samgöngumála og síðast en ekki síst fjárhagsstöðu borgarinnar og hvernig álögum á borgarbúa verður háttað. Persónulegi þátturinn skipar síðan sinn sess, ekki síst frammistaða leiðtoganna. Þegar kosningabaráttan kemst á lokastig, væntanlega eftir páska, ættu línur að vera farnar að skýrast. Haldi Björt framtíð og Samfylkingin meirihluta sínum má gera því skóna að samstarfið haldi áfram, væntanlega undir forystu þess er meira fylgi fær. Falli meirihlutinn er staðan önnur og opnari – og færir Sjálfstæðisflokknum tækifæri. Verði niðurstöður kosninganna í líkingu við könnun Félagsvísindastofnunar verður ekki hægt að mynda tveggja flokka meirihluta án þátttöku sjálfstæðismanna. Það stefnir í spennandi baráttu í borginni.

SIMPLY CLEVER

UPPLIFÐU RÝMI

Nýr ŠKODA Rapid Spaceback Nýstárlegt og glæsilegt útlitið kemur á óvart, en þú verður fyrst verulega hissa þegar þú kemur inn í bílinn og finnur hversu rúmgóður hann er. Fóta- og höfuðrýmið í þessum fyrsta hlaðbaki sinnar tegundar frá Škoda er nefnilega það mesta sem fyrirfinnst í þessum stærðarflokki bíla. Skyggða sóllúgan, sem hægt er að fá sem aukabúnað, og stór afturrúðan auka svo enn frekar á frelsistilfinninguna. Þegar við þetta bætast allar góðkunnu „Simply Clever“ lausnirnar frá Škoda er útkoman bíll sem á engan sinn líka. Sestu inn og njóttu þess að láta fara vel um þig.

Nýr ŠKODA Rapid Spaceback kostar aðeins frá:

m.v. ŠKODA Rapid Spaceback 1.2TSI, 86 hestöfl, beinskiptur.

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · www.skoda.is

4,4

3.080.000,-

Eyðsla frá 4,4 l/100 km

114g CO2 frá 114 g/km

5 stjörnur í árekstrarprófunum EuroNcap


–––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––

––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––

ORMSSON KEFLAVÍK SÍMI 421 1535

6475 LÍNAN

200 Hz · LED skjár · SMART TV · 3D · Innbyggt þráðlaust net

Svona eiga sjónvörp að vera! 32" = 154.900 40" = 189.900 46" = 219.900 55" = 329.900 65" = 549.900

( Uppselt - kemur aftur 14. mars)

Gríptu tækifærið! Frábær myndgæði!

Þvottavélar af bestu gerð WF600B4BKWQ

· Tekur 6 kg. af þvotti · Vinduhraði allt að 1400 sn./mín. · Kolalaus móttor · Verð 96.900.-

EcoBubble þvottavél WF72F5E4P4W

· Tekur 7 kg. af þvotti · Vinduhraði allt að 1400 sn./mín. · Kolalaus mótor · Verð 119.900.-

Frábær þurrkari

Afburða uppþvottavél

DV70F5E0HGW

DW-UG721W

· Tekur 7 kg. af þvotti · Varma dæla · Orkunotkun A++ · Verð 169.900.-

· 14 manna stell · 7 þvottakerfi · 3 grindur · Grind efst fyrir hnífapör · Orkunotkun A++ · Hljóðlát aðeins 44db · Verð 142.900.12 mánaða vaxtalausar raðgreiðslur Sjá nánar: samsungsetrid.is

samsungsetrid.is

SÍÐUMÚLA 9 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2900 ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SÍMI 456 4751

KS SUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 4500

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

ORMSSON VÍK-EGILSSTÖÐUM SÍMI 471 2038

ORMSSON PAN-NESKAUPSTAÐ SÍMI 477 1900

ORMSSON ÁRVIRKINN-SELFOSSI SÍMI 480 1160

GEISLI VESTMANNAEYJUM SÍMI 481 3333


16

viðhorf

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

 Vik an sem Var Ohhh, þessi Elín! Elín Hirst veit ekkert hvað einelti er. Stefán Karl Stefánsson, leikari og stofnandi Regnbogabarna, var ekki sáttur við umkvartanir Elínar Hirst um að Vigdís Hauksdóttir væri lögð í einelti. Ohhh, þessi skrattakollur! Djöfullinn var í mér. Algirdas Vysnauskas kemur með sannfærandi skýringu á því hvað fékk hann til þess að mölva flösku fulla af metamfetamínbasa í tollinum í Leifsstöð. Ohhh, þessi almenningur! Ef við tækjum bara þá sem hafa áhuga á aðild þá eru það hátt í þrjátíu prósent þjóðarinnar. Þá væru það sextíu þúsund undirskriftir og kæmi mér ekki á óvart að það kæmu 60 þúsund undirskriftir. Frosti Sigurjónsson, þingmaður framsóknar og áhugamaður um undirskriftir, býst við því versta úr undirskriftasöfnun með áskorun um að aðildarviðræðum við ESB verði haldið áfram. Hvað er málið? Ég segi bara eins og menn segja á útlensku: „So what?“ Er ekki afstaða þeirra bara svona núna? Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur fullan skilning á sinnaskiptum ráðherra flokksins þegar þjóðaratkvæðagreiðsla er annars vegar. Say it isn´t so „So what?“ Allt segi ég. „So everything“. Svo allt, virðulegi forseti. Píratanum Helga Hrafni Gunnarssyni þótti lítið til enskuslettu Brynjars koma og svaraði með fleiri slettum.

Nemar í hárgreiðslu þurfa að læra hornaföll og vektora til að fá að útskrifast

É

Stærðfræðileg klipping

g átti áhugavert samtal við Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur leikkonu í vikunni. Hluti af því birtist í skemmtilegu viðtali hér í blaðinu í dag. Við fórum reyndar dálítið út fyrir efni viðtalsins í spjallinu því báðar erum við Hjallastefnuforeldrar og með sterkar skoðanir á skólamálum. Í sjónarhóll viðtalinu bendir Jóhanna Vigdís meðal annars á annmarka skólakerfisins þar sem reynt er að steypa öllum nemendum í sama mót. Ég hef tekið viðtöl við fjöldann allan af foreldrum barna með sérþarfir. Allt of margir Sigríður segja að skólakerfið sé að Dögg bregðast börnum. Skólinn Auðunsdóttir komi ekki til móts við þarfir sigridur@ barnanna heldur sé gert ráð frettatiminn.is fyrir því að börnin lagi sig að skólakerfinu. Við búum í landi þar sem ofuráhersla er á bóknám. Við höfum margoft heyrt þær staðreyndir að hvergi í heiminum sé meira um brottfall úr framhaldsskólum en á Íslandi. Í greinaflokki sem ég skrifaði um brottfall í fyrra kom meðal annars fram að meira brottfall er meðal þeirra sem aðhyllast verknám. Jóhanna Vigdís hittir naglann á höfuðið þegar hún bendir á að

börnum sé bent á að fara í verknám ef þeim henti ekki bóknám – og svo sé verknámið nánast eingöngu bóknám! Það þarf að taka íslenska skólakerfið til gagngerrar endurskoðunar. Þó svo að kennarar njóti ákveðins frelsis í því hvernig kennsluaðferðir þeir tileinka sér og skólastjórnendur geti aðhyllst tiltekna stefnu í skólastarfi eru skólar á Íslandi allt of líkir. Það hentar ekki öllum börnum að læra með sama hætti. Foreldrar ættu að geta valið fyrir börnin sín skóla sem aðhyllist kennsluaðferðir sem henta börnunum þeirra. Það getum við upp að vissu marki í framhaldsskólunum, sérstaklega hvað varðar bóknámið. Ég get nefnt dæmi af ungri konu sem var að læra hárgreiðslu í Iðnskólanum. Hún var búin að vinna á hárgreiðslustofu í mörg ár sem nemi og tók bóklega námið í skólanum samhliða vinnu. Hún er svakalega flinkur klippari. Henni fannst stærðfræðin hins vegar dálítil hindrun og stakk sameiginleg vinkona okkar upp á því að ég tæki hana í einkatíma (ég útskrifaðist af náttúrufræðibraut og voru stærðfræði og aðrar raungreinar mitt sérsvið í námi). Það gerði ég með ánægju og klippti hún mig í staðinn.

Barnadagar

Íslensk hönnun 100% hágæða bómull

26. febrúar - 1. mars

2 fyrir 1

af barnafatnaði

Ég þurfti auðvitað að rifja upp stærðfræðina enda tuttugu ár liðin frá því ég leit síðast í stærðfræðibók. Hárgreiðsluneminn þurfti að ná prófi í tveimur stærðfræðiáföngum, 102 og 122, að því er mig minnir. Við fórum að minnsta kosti saman yfir annars- og þriðja stigs jöfnur, hornaföll, vektora, þáttun og liðun, jöfnuhneppi og hnit, svo fátt eitt sé nefnt. Ég skildi ekki hvernig í ósköpunum þáttun jafna, hornaföll og vektorar áttu að gera vinkonu mína að betri hárgreiðslumanni, né heldur hvers vegna í ósköpunum yfirvöld gera það að kröfu að hún tileinki sér jafn flókin stærðfræðihugtök og raun ber vitni. Hún fékk hins vegar enga þjálfun í prósentureikningi, bókhaldsgerð eða virðisaukaskattreglum, sem ég hefði talið mun hagnýtara fyrir hana því flestir hárgreiðslumenn vinna sem verktakar og þurfa að skila virðisaukaskattskýrslum. Kannski er ég að misskilja þetta eitthvað. Kannski reikna hárgreiðslumenn alltaf út hornaföll á klippingum áður en þeir ráðast til verks. Þeir eru bara svo þjálfaðir í því eftir alla stærðfræðina í Iðnskóla num að þeir þurfa ekki einu sinni að bregða penna á blað.

30%

afsláttur frítt m u d n Se af öllum barnavörum rslun e v f úr ve esign.is .lind w w w gefins á f n i n r n Bö ngsan a b r i r t fy rúmfö

Vöggusett 70x100

Verð frá: 4.193

kr

Rúmföt 100x140

Verð frá: 5.243

kr

Lín Design Laugavegi 176 og Glerártorgi Akureyri www.lindesign.is Sími 533 2220


ENNEMM / SÍA / NM61047

Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á. Þekking sprettur af áhuga

Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000

Hjá Íslandsbanka starfar hópur fólks sem býr að áratuga reynslu af ráðgjöf við stór og smá fyrirtæki og hefur víðtæka sérþekkingu á fjárhagsumhverfi þeirra. Þannig getum við ávallt tryggt þeim þá bankaþjónustu sem þau þarfnast.


1. MARS KYNNTU ÞÉR NÁMSFRAMBOÐ OG SAMSTARF OPINBERU HÁSKÓLANNA HÁSKÓLINN Á AKUREYRI • HÁSKÓLI ÍSLANDS • HÓLASKÓLI – HÁSKÓLINN Á HÓLUM • LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS

HÁSKÓLADAGURINN 2014 – SAMSTARF OPINBERU HÁSKÓLANNA Á háskóladeginum 2014 kynna opinberu háskólarnir ótrúlega fjölbreytni í háskólanámi. Á fimmta hundrað námsleiðir eru í boði hjá þeim samanlagt. Opinberu háskólarnir eru Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Hólaskóli – Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands.

Þessir háskólar munu kynna námsframboð sitt og samstarf á Háskólatorgi. Auk þess verður Háskóli Íslands með kynningar í Aðalbyggingu Háskóla Íslands, Öskju og Háskólabíói.

HÁSKÓLABÍÓ

HÁSKÓLATORG

Sprengjugengið Vísindabíó og dans Vísindasmiðjan

Félagsvísindasvið HÍ Heilbrigðisvísindasvið HÍ Menntavísindasvið HÍ Háskólinn á Akureyri Landbúnaðarháskóli Íslands Hólaskóli – Háskólinn á Hólum Keilir háskólabrú

ADALBYGGING HÍ

ASKJA

Hugvísindasvið HÍ

Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ Tæknifræðinám Keilis

SAMSTARF OPINBERU HÁSKÓLANNA Samstarf opinberu háskólanna hófst haustið 2010. Markmiðin með samstarfinu eru að efla háskólakennslu, rannsóknir og nýsköpun til styrktar framtíðaruppbyggingu íslensks samfélags, hagræða í rekstri háskólanna þannig að fjármunir nýtist sem allra best og halda uppi öflugri og fjölbreyttri háskólastarfsemi víðs vegar á landinu.


140490 •

SÍA •

PIPAR\TBWA

DAGSKRÁ – HÁSKÓLADAGURINN 2014, 1. MARS ASKJA

LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDS Reglulegar strætóferðir milli LHÍ, HÍ og HR

HÁSKÓLABÍÓ

STÚDENTAKJALLARINN

12.20

Stjörnuverið

13.00

Húsbandið – Margrét & Birkir

12.40

Stjörnuverið

14.00

Dægurlagadúettar

13.00

Stjörnuverið

14.30

Einar Lövdahl

13.20

Stjörnuverið

15.00

Húsbandið – Margrét & Birkir

14.00

Stjörnuverið

14.20

Stjörnuverið

14.40

Stjörnuverið

12.00

Opnun: llugi Gunnarson, mennta-

15.00

Stjörnuverið

15.20

Stjörnuverið

15.40

Stjörnuverið

13.00

16.00

Stjörnuverið

14.00

Suður-Amerísk tónlist

15.00

Baldvin Tryggvason leikur

LISTAHÁSKÓLINN

og menningarmálaráðherra Kór tónlistardeildar

AÐALBYGGING

HÁSKÓLATORG (STÚDENTAKJALLARINN)

HÁSKÓLI ÍSLANDS AÐALBYGGING

á klarinett

12.40

Dægurlagadúettar

13.00

Leikið á kínverska hörpu

13.20

Kínverskur drekadans

13.40

Háskólakórinn

14.10

Húsbandið – Margrét & Birkir

14.40

Háskólakórinn

15.00

Leikið á kínverska hörpu

13.10

Vísinda Villi með tilraunir

15.30

Dægurlagadúettar

13.20

Hljómsveitin VÖK

13.30

Lego námskeið 6–12 ára

HÁSKÓLABÍÓ

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK Reglulegar strætóferðir milli HR, HÍ og LHÍ

Suður-Amerísk tónlist

12.20

Vísindabíó

12.50

Háskóladansinn

13.00

Sprengjugengið í Stóra salnum

13.40

Vísindabíó

14.20

Háskóladansinn

14.30

Sprengjugengið í Stóra salnum

15.20

Vísindabíó

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK

12.00

Lego námskeið 6–12 ára SKEMA – forritunarnámsk. 7–10 ára

13.00

Hugmyndasamkeppni HR – Verðlaun SKEMA – forritunarnámsk. 11–16 ára

14.00

Kór tónlistardeildar Listaháskólans Tölvuleikir úr Game Creator 2014

15.00

CALMUS AUTOMATA Lego námskeið 6–12 ára

Náms- og starfsráðgjafar HÍ flytja örfyrirlestra á Háskólatorgi kl. 12.30, 13.30 og 14.30. Vísindabíó og kynningarmyndbönd verða í öllum byggingum. Vísindasmiðjan í Háskólabíói er opin kl. 12–16. Gervitúlkun – gjörningar víðs vegar um háskólasvæðið.

ASKJA

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK

LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDS

Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst kynna sitt námsframboð að Menntavegi 1 við Öskjuhlíð.

Listaháskóli Íslands kynnir sitt námsframboð í Þverholti 11.

Fríar strætóferðir á milli HÍ, HR og Listaháskólans (Þverholti). Í strætó verða sýnd myndbandsverk sviðslistadeildar Listaháskólans.


20

viðtal

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

Ljósmynd/Hari

Það er í lagi að vera öðruvísi Jóhanna Vigdís Arnardóttir fagnar þeirri vakningu sem hefur orðið á umræðunni um einhverfu á undanförnum árum og segir að fólk verði að vera vakandi í baráttunni fyrir réttindum ýmissa hópa í samfélaginu. Við séum öll mismunandi og þurfum öll að vera í sama liði og berjast fyrir því að það sé leyfilegt.

Framhald á næstu opnu 


26

Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

Aðeins

íslenskt

% afsláttur

kjöt

í kjötborði

Nóatún valið saltkjöt

2298

erum

Við g

kr./kg

Lamba prime

2799

jöt úns Nóatdað saltk blan

Einnig til 50% saltminna

g

rir þi

a fy meir

kr./kg

3798 kr./kg

8 9 3 1

g kr./k

30

Aðeins

íslenskt

% afsláttur

kjöt

í kjötborði

Bestir í kjöti

Grísahryggur úrb., án pöru

1189 1698

kr./kg

kr./kg

Helgartilboð! 22 % afsláttur

MS skyr.is með jarðar- og bláberjum, 170 ml

129

kr./stk.

MS smurostur, með pizzakryddi og Tex Mex, 250 g

428

kr./pk.

Íslenskar gulrætur, 500 g

349 448

Íslenskar rófur

379

kr./pk.

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

kr./pk.

21

% afsláttur

Trópí sjöa, 1 lítri

229 290

kr./stk.

kr./stk.

15

24

% afsláttur

Tyrrell´s grænmetissnakk, 150 g

395 465

kr./pk.

kr./pk.

kr./kg

Sirius Konsum 56%, 100 g

249

kr./stk.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

% afsláttur

Coke zero 2 lítrar

224 298

kr./stk.

kr./stk.


22

viðtal

„Þetta er kannski eins og með alla aðra minnihlutahópa. Við þurfum að berjast fyrir því að allir fái að vera eins og þeir eru. Við þurfum að vera vakandi fyrir því að við erum öll mismunandi og við þurfum öll að vera í sama liði og berjast fyrir því að það sé leyfilegt,” segir Jóhanna Vigdís sem leikur í nýju verki í Borgarleikhúsinu, Furðulegt háttalag hunds um nótt, þar sem aðalpersónan er 15 ára drengur með Asperger heilkenni. Leikritið verður frumsýnt 8. mars næstkomandi. Mynd Hari

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

Þ

að er ekki hægt að móta okkur öll í sama mótið, við verðum að fá viðurkenningu eins og við erum. Því fagna ég þeirri vakningu sem átt hefur sér stað í umræðunni um einhverfu á undanförnum tveimur árum,“ segir Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem leikur í uppfærslu Borgarleikhússins á verkinu Furðulegt háttalag hunds um nótt sem er samið eftir samnefndri sögu sem sló í gegn um heim allan fyrir fáeinum árum. Hún fjallar um fimmtán ára dreng með einhverfuröskunina Asperger sem finnur hund nágranna síns dauðan einn morguninn og ákveður að komast að því hver drap hann. Leikarahópurinn kynnti sér vel einhverfu og Asperger við undirbúning

uppsetningarinnar. „Aðalpersónan er mjög blátt áfram, getur ekki logið og er með þráhyggju og sértækt áhugamál sem er stærðfræði,“ útskýrir Jóhanna Vigdís. „Persónan er að sjálfsögðu pínu klisjukennd og dálítið í þeim anda sem við upplifum aspa, sérkennilegir snillingar með sérgáfu eins og í Rain Man,“ segir hún. „Staðreyndin er sú að alls ekki allir aspar eru með snilligáfu og það hlýtur að vera dálítið erfitt fyrir aspa með enga snilligáfu að vera „bara venjulegur“ aspi. Hins vegar held ég að flestir aspar eigi það sameiginlegt að vera með einstaka hæfni í að einbeita sér að einhverju tilteknu og þannig verði snilligáfan oft til,“ segir hún. „Ég held að mörg okkar myndu vilja vera haldin þeim eiginleika, að geta einbeitt okkur

Bollurnar eru komnar í Sveinsbakarí

Ég held að skólakerfið hljóti að fara að breytast. Það hentar alls ekki öllum að sitja í bekk og þegja í 40 mínútur og láta troða ofan í sig einhverjum vísdómi.

Glæsilegt og fjölbreytt úrval af vatnsdeigs og gerbollum

Verið velkomin www.sveinsbakari.is Skipholti, Hólagarði og Arnarbakka. Sími: 557 2600

Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

með þessum hætti,“ bætir hún við og hlær. Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikur aðalsöguhetjuna. Hann viðaði að sér miklum upplýsingum um einhverfu og Asperger og miðlaði jafnframt til hinna í leikhópnum. „Það hjálpaði honum mikið, og okkur öllum, því það er mjög erfitt fyrir okkur „venjulega“ fólkið að setja okkur í spor aspans og skilja hvernig hugur hans virkar. Það er öruggleg mjög erfitt að fóta sig í heiminum þegar maður er á þessu rófi, sérstaklega þegar það er orðið hamlandi. Þessi eiginleiki aspanna, að eiga erfitt með að ljúga og skilja ekki kaldhæðni... það væri æðislegt ef allir væru þannig, ætli heimurinn væri ekki bara betri þá?“ segir hún og hlær. „Það er nefnilega svo frábært með þá aspa sem ég hef hitt að þeir skilja ekki tilganginn í því að setja hluti fram í kaldhæðni. Þeir skilja ekki hvers vegna maður segir eitt og meinar annað. Þetta er náttúrulega bara svo gáfulegt,“ segir hún. „Fólk gæti haldið að þetta væri einhver einfeldni en það er það sannarlega ekki. Eiginlega svolítill tærleiki og heiðarleiki.“

Umræðan mikilvæg

Jóhanna Vigdís segir umræðuna um einhverfu og Asperger mjög mikilvæga. „Ég hef heyrt af unglingsstelpum sem hafa ekki fengið greiningu fyrir en allt er komið í óefni því stelpur virðast eiga auðveldara með að sigla í gegnum bernskuna og skólakerfið án þess að nokkur átti sig á því að þær séu ef til vill á einhverfurófi. Þær lýsa því hins vegar að um leið og þær fengu greiningu hafi allt orðið miklu betra, þær fengu þar með viðurkenningu á því hverjar þær væri – og höfðu leyfi til að vera þannig,“ segir hún. „Þegar greiningin var komin var eins og einhver segði: „Þetta er allt í lagi, þú mátt bara vera eins og þú ert,“ segir hún. „Þetta er kannski eins og með alla aðra minnihlutahópa. Við þurfum að berjast fyrir því að allir fái að vera eins og þeir eru. Við þurfum að vera vakandi fyrir því að við erum öll mismunandi og við þurfum öll að vera í sama liði og berjast fyrir því að það sé leyfilegt. Það þýðir ekki að þeir sem eru í tilteknum minnihlutahópi þurfi sjálfir að berjast fyrir réttindum sínum, svo sem transfólk, svo ég nefni eitthvað, heldur verðum við öll að berjast fyrir réttindum þeirra,“ segir hún. Jóhanna tekur skólakerfið sem dæmi. „Ég held að skólakerfið hljóti að fara að breytast. Það hentar alls ekki öllum að sitja í bekk og þegja í 40 mínútur og láta troða ofan í sig einhverjum vísdómi. Það hentar sumum, en ekki öllum. Og það á þá bara að vera í lagi, fólk er ekkert verra þótt það henti þeim ekki það kennslufyrirkomulag sem hefur verið við lýði fram til þessa. Ég hef trú á því að þetta fari að breytast. Við erum komin með svo mikið af börnum með einhverjar greiningar að það


viðtal 23

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

Fékk alltaf fiðring í magann

Jóhanna Vigdís sagði nýverið skilið við góða vinkonu, Mary Poppins, sem hún hefur gætt lífi í heilt ár. Sýningin sló öll met og segir Jóhanna Vigdís aðspurð að það sé ljúfsárt að skilja við hana. „Hún er gjörsamlega það skemmtilegasta sem ég hef gert fyrr og síðar, en það er líka dásamlegt að geta aftur eytt meiri tíma með fjölskyldunni,“ segir hún. „Ég fór meira að segja á skíði í Bláfjöll með fjölskyldunni fyrstu fríhelgina og get núna mætt í afmælisboð,“ segir hún og hlær. Sýndar voru fimm sýningar á viku að meðaltali, samtals 138 sýningar. Hún segist aldrei hafa orðið leið á Mary Poppins. „Ég segi alveg satt og rétt frá að ég fékk fiðring í magann fyrir hverja einustu sýningu ég hlakkaði svo til. Þó svo að ég hafi þurft að vakna hálf níu alla laugardags- og sunnudagsmorgna nánast í heilt ár til að vera mætt hingað klukkan hálf ellefu fyrir sýningu klukkan eitt,“ segir hún og hlær. „Það var samt gaman,“ bætir hún við. „Þetta var það skemmtilegasta sem ég hef gert – en jafnframt það erfiðasta,“ segir hún. Alls komu rúmlega 73 þúsund gestir á sýninguna þannig að ætla má að tæplega fjórði hver Íslendingur hafi séð Jóhönnu í hlutverki

Einkenni Asperger Asperger heilkenni er gagntæk truflun á þroska og flokkast með einhverfu. Höfuðeinkenni Asperger er skortur á hæfni til gagnkvæmra félagslegra samskipta. Fólk sem greint hefur verið með Asperger kallar sig oft aspa.

Mary Poppins. Spurð hvort börn séu farin að heilsa henni úti á götu segir hún að þau þekki oft röddina. „Krakkar eru svo naskir. En það er voða gaman. Börn eru náttúrulega svo skemmtilegir áhorfendur. Kannski bara með svolitla einhverfueiginleika því þau eru ekkert í því að þykjast,“ segir hún og hlær.

Tók ekki hlutverkið með heim

Jóhanna Vigdís segist hafa verið hrifin af Mary Poppins sem uppalanda. „Hún er mjög skemmtileg, frábær karakter að fá að leika. Hún er svo „meðidda“ og svo sannfærð um hvað hún er „meðidda“. Hún er ekkert að monta sig af því enda er það bara staðreynd.

Hún er ágætis uppalandi, leyfir fólki að reka sig á og læra af mistökunum, kannski nokkuð sem maður ætti sjálfur að tileinka sér í uppeldinu, að leyfa börnunum að vera duglegri að finna út úr hlutunum sjálf.“ Hún segist þó ekkert hafa tekið hlutverkið með sér heim á kvöldin. „Reyndar báðu strákarnir mínir, sem eru 6 og 8 ára, mig oft um að smella fingrunum eins og Mary Poppins gerði þegar hún var að svæfa börnin. Hún smellti fingrum og börnin sofnuðu samstundis. Strákarnir mínir báðu mig oft að gera þetta og ég smellti fingrum og þá sögðu þeir: „Sko! Það gerist ekkert“ og skellihlógu,“ segir hún hlæjandi.

Hún er gjörsamlega það skemmtilegasta sem ég hef gert fyrr og síðar, en það er líka dásamlegt að geta aftur eytt meiri tíma með fjölskyldunni.

Viltu losna við aukakílóin?

Dell Latitude E7440 – Lé­ og öflug fartölva fyrir kröfuharða.

Aspana virðist skorta það sem kalla mætti félagslegt innsæi. Þeir eiga erfitt með að skilja samskipti sem ekki felast í orðum heldur svipbrigðum, augnaráði, bendingum og líkamsstöðu. Það vefst einnig fyrir þeim að setja sig í spor annarra og að gefa öðrum hlutdeild í eigin tilfinningum. Þeim gengur illa að eignast vini og sérstaða þeirra getur m.a. valdið því að þeir verði frekar en aðrir fyrir stríðni, einelti og öðru neikvæðu viðmóti. Annað megineinkenni er sérkennileg áhugamál og áráttukennd hegðun. Algengast er að fá yfirþyrmandi þráhyggjukenndan áhuga á þröngt afmörkuðu sviði. Áhugamálin eru oft óvenjuleg og illa til þess fallin að deila þeim með öðrum. Áhugamálið getur breyst á nokkurra mánaða eða ára fresti, en eðli þess er hið sama og það verður gjarnan yfirdrifið. Dæmi um áhugamál eru risaeðlur, strætisvagnaáætlanir og flugvélategundir. Oft er um að ræða þörf fyrir að strjúka vissa fleti með höndum og fótum eða að notaðar eru síendurteknar hreyfingar s.s. að hreyfa stöðugt höfuð, ræskja sig eða láta braka í hnúum. Önnur einkenni sem eru oft til staðar eru tilbreytingalaus og oft klifandi talandi, sérkennilegt málfar og erfiðleikar með að skilja óhlutbundið og myndrænt mál og misskilja ýmis orðatiltæki og taka þau bókstaflega. Líkamstjáningu er oft ábótavant og hreyfingar oft klunnalegar.

Sjá nánari lýsingu á doktor.is

Þjónustuábyrgð Dell (DBS)

Hámarks árfesting

Þessari vél fylgir „Dell Branded Services“ sem tryggir betri og fljótari þjónustu.

Nýtir sömu tengikví og spennubreyta og áður.

1,6 kg 16 Fislé­ og fáguð, vegur ekki nema 1600 grömm.

2,1 2 1cm Ótrúlega ne­ og 33% þynnri en forveri sinn.

16 GB Sérlega öflug og hraðvirk, allt að 16GB vinnsluminni.

Hringdu í síma 440 9010 eða sendu póst á sala@advania.is og fáðu upplýsingar um þessa frábæru vél. Velkomin í verslanir okkar: Guðrúnartún 10, Reykjavík

Tryggvabraut 10, Akureyri

Opið mán. til fös. frá 8 til 18 Lau. frá 12 til 16

Opið mán. til fös. frá 8 til 17

advania.is

13 klst. Ra laðan endist í allt að 13 tíma. Fer m.a. e ir stillingum.

Intel, merki Intel, Intel Core og Core inside eru vörumerki Intel Corporation í Bandaríkjunum og/eða öðrum löndum.

hlýtur að kalla á endurskoðun á því kerfi sem við erum með. Svo er börnum bent á að fara í verknám ef þeim hentar ekki bóknám, en svo kemur upp úr dúrnum að verknám hér á landi byggist reyndar fyrst og fremst á bóknámi!“ segir hún.


24

viðtal

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2013

Gefa minningunum eilíft líf Sveinn Kristjánsson var aðeins 24 ára þegar hann fékk heilaæxli og var vart hugað líf. Eiginkona hans, Stefanía Sigurðardóttir, var þá komin á steypirinn með annað barn þeirra. Á sjúkrahúsinu fann hann sterka þörf til að varðveita minningar um sig fyrir börnin sem eflaust ættu engar minningar um hann ef hann félli frá þá og þegar. Hann fékk hugmynd að vefkerfi sem gerir fólki kleift að lesa inn skilaboð og vista myndbönd sem ástvinir fá aðgang að þegar viðkomandi er látinn. Undanfarin ár hafa Sveinn og Stefanía lagt allt sitt í verkefnið sem í dag, föstudag, var opnað fyrir almenna notkun.

Þ

etta er ekki bara fyrir fólk sem er veikt eða gamalt. Sumir hafa haldið að þetta sé aðeins fyrir hinstu kveðju en þetta getur verið þín dagbók þar sem þú varðveitir minningar þínar fyrir börnin þín og jafnvel komandi kynslóðir. Þetta er kerfi sem gerir þér kleift að koma sögum og lífsreynslu til ástvina þinna eftir þinn dag,“ segir Sveinn Kristjánsson sem ásamt eiginkonu sinni, Stefaníu Sigurðardóttur, stofnaði vefkerfið Aevi, eða Ævispor. Kerfið gerir fólki mögulegt að skilja eftir sig skilaboð og safna minningum, svo sem ljósmyndum, myndbandsupptökum eða bréfum. Skilaboðin eru merkt ákveðnum ástvinum og þegar notandinn er fallinn frá er minningunum komið til skila á öruggan og einfaldan hátt. Allir geta prófað kerfið án endurgjalds en það var opnað fyrir almenna notkun í dag, föstudag, á slóðinni aevi.is. Sveinn og Stefanía eru ung hjón, hann er 29 ára og hún 34 ára, og þau eiga þrjú heilbrigð börn. Það kann að hljóma undarlega í fyrstu að þau hafi eytt síðustu tveimur árum, og rúmlega það, í að byggja upp vefkerfi fyrir minningar látinna; að þau hafi frekar ákveðið að vinna sleitulaust að þessu verkefni og lifa um tíma á núðlusúpu, í stað þess að fá sér þægilega innivinnu. Eins og við vitum er ástæða fyrir öllu.

Staðan gæti ekki versnað

Þau kynntust í gegnum stúdentapólitíkina árið 2006, Stefanía var í viðskiptafræðinámi við Háskóla Íslands en Sveinn nam rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. „Ég hafði verið formaður stúdentaráðs í HR og vinur minn fékk mig til að aðstoða við kosningabaráttu Vöku í HÍ og Stefanía gerði mig þar út af örkinni í kynningarstarfi,“ segir Sveinn. Það var stuttu síðar sem ástin fór að blómstra og Stefanía varð ólétt að fyrsta barni þeirra. „Við keyptum okkur íbúð á Akranesi 2007 og tókum verðtryggt lán. Það var svo dýrt að kaupa í borginni, foreldrar hennar búa á Patreksfirði en ég er fæddur og uppalinn á Skaganum. Á þessum tíma kostaði bensínið líka bara nokkrar krónur, og við keyptum okkur bíl á myntkörfuláni. Svo kom hið svokallaða Hrun,“ segir Sveinn kómískur, „og ég fór að vinna við múrvinnu í Norðuráli þar sem launin voru aðeins brotabrot yfir atvinnuleysisbótum.“ Lánin hækkuðu upp úr öllu valdi, tekjur Sveins voru takmarkaðar, unga parið átti fjórtán mánaða gamla soninn Kristján og Stefanía

Sveinn Kristjánsson og Stefanía Sigurðardóttir ásamt börnum sínum Kristjáni 5 ára, Klöru Margréti 4 ára og Karlottu Lind 2 ára. Kristján ætlar að stofna fyrirtæki þegar hann verður stór, rétt eins og foreldrar hans. Ljósmynd/Hari

var ólétt að nýju. „Einn daginn þegar ég var að keyra heim úr vinnunni fór ég yfir hvað fjárhagsstaða okkar var bág en hughreysti mig þó við að hlutirnir bara gætu ekki versnað. Skyndilega hættir hátalarinn vinstra megin í bílnum að virka, og ég hugsa með mér að það kosti einfaldlega enn meiri útgjöld að gera við hann. Þegar ég var komin heim fór ég að finna fyrir því að ég átti erfitt með að staðsetja hjóð. Ef skrúfað var frá vaskinum vissi ég ekki hvaðan hljóðið kom. Næstu daga fór ég að finna fyrir minnkandi orku og einbeitingarleysi, auk þess sem ég fór að missa mátt vinstra megin í líkamanum. Ég taldi sannarlega ekki að það væri neitt að mér en samþykkti að fara til læknis sem gerði á mér alls konar prófanir en endaði á því að spyrja mig persónulegra spurninga um fjárhaginn og komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri streita sem væri að hrjá mig,“ segir Sveinn. Líðan hans fór hraðversnandi næstu daga. „Næsta dag treysti hann sér ekki í vinnuna, var kominn með náladofa í allan vinstri hluta líkamans. Mamma hans vildi endilega að hann myndi hitta unglækni því þeir væru oft meira vakandi fyrir frávikum. Það varð úr og eftir skoðun hjá unglækni á Skaganum var hann sendur í Domus Medica í myndatöku, bara til öryggis. Ég og mamma keyrðum hann til Reykjavíkur, vorum alveg pollrólegar og fengum okkur bara köku á Sólon meðan við biðum eftir honum. Eftir á að hyggja held ég að ég hafi verið í hálfgerðri afneitun á því að það gæti verið eitthvað að honum. Þarna var ég kasólétt, þetta var 7. júlí 2009 og ég var sett þann ellefta.“

Dauðinn spilaði stórt hlutverk

Sveinn var líka heldur rólegur yfir þessu öllu saman, aðeins 24 ára gamall, og taldi ekki mikið geta verið að hrjá sig. „Ég fór í segulómum. Þegar eitthvað er að hjá fólki í bíómyndunum fer það í svoleiðis.

Ég var mjög máttlaus og þurfti að styðja mig við veggina á meðan ég var að afklæða mig, en samt tengdi ég ekki við að ég væri veikur. Kannski bara með einhvern vírus. Eftir segulóminuna vildi læknirinn síðan að ég færi í aðra myndatöku, í sneiðmyndatöku, og þá runnu á mig tvær grímur. Það sem gerist eftir myndatökuna er alveg brennt í minni mitt. Læknirinn kom til mín, föðurlegur með skegg, lagði hönd á lærið á mér og sagði að ég væri með fyrirferð í höfðinu, og að það sé verið að bíða eftir mér á Landspítalanum í Fossvogi þar sem ég þurfi mögulega að fara í aðgerð eða geisla. Gjörsamlega allar bjöllur í höfðinu á mér fóru á fullt.“ Stefanía kom með syni þeirra, ásamt móður sinni, að sækja hann á fyrirfram ákveðnum tíma og brá henni mjög þegar hún sá Svein bíða fyrir utan Domus Medica með lækninum. „Læknirinn gengur rólega með honum að bílnum og eiginlega réttir mér hann, eins og barn, og segir að við verðum að fara strax niður á bráðamótttöku Borgarspítalans. Þessi stutta bílferð er sú allengsta sem ég hef upplifað. Það sagði enginn orð alla leiðina. Við vorum bara stjörf,“ segir hún. Sveinn var lagður inn á taugadeild en læknar gátu ekki sagt til um hvort æxlið væri góðkynja eða illkynja, en það var á afar erfiðum stað í miðju höfðinu, við sjálfan heilastofninn. Stefanía var eftir hjá Sveini en móðir hennar fór heim með Kristján. „Ég var alltaf hjá honum þó ég væri kasólétt. Andlega var hann svo viðkvæmur.

Árið 2000 missti hann bróður sinn. Frá því ég kynntist honum hefur dauðinn spilað stórt hlutverk í huga hans og þarna á sjúkrahúsinu fann ég að hann skynjaði hvað gæti gerst. Mér fannst ég verða að vera hjá honum til að hann myndi ekki detta niður í svart tóm, en auðvitað var þetta mjög erfitt fyrir okkur bæði andlega.“

Lagður inn á kvennadeild

Sveini hafði hrakað hratt, hann fór frá því að geta gengið sjálfur, yfir í hækjur, svo göngugrind og loks hjólastól. Læknar vissu ekki hvernig þeir gátu nálgast meinið og gáfu honum lyf til að reyna að vinna gegn því. Hann var kominn í hjólastól þegar Stefanía byrjaði að fá hríðir, en þar sem læknar gátu lítið gert fyrir Svein og enn nokkrir klukkutímar í fæðingu fékk hún í gegn að taka Svein með sér á fæðingardeildina uppi á Akranesi. „Þetta var dásamleg fæðing sem gekk afskaplega vel. Ég var í góðu jafnvægi, eða kannski var það afneitunin á aðstæðunum sem var svona sterk. Sveinn hafði sofnaði í stólnum og þegar Klara Margrét var alveg að koma í heiminn, og ég farin að vera með læti heyrðist allt í einu í Sveini sem hafði rumskað og hrópaði: „Nenniði að þegja“,“ segir Stefanía og þau springja bæði úr hlátri. „Það er gott að við getum hlegið að þessu núna,“ segir Sveinn. „Mig var að dreyma að Siggi Stormur væri að segja veðurfréttir, að það væri 37 stiga hiti og svo öskraði hann út af hitanum. Öskrin í Stefaníu einhvern veginn blönduðust inn í drauminn hjá mér.“ Klara Margrét fæddist 16. júlí

Það væri líka hægt að nota þetta þannig að börnin hlusta á langalangafa sinn lesa söguna um Rauðhettu og úlfinn áður en þau sofna.

og var nefnd strax á spítalanum ef Sveinn myndi ekki lifa fram að skírn. Ekki allir læknar á spítalanum voru þó meðvitaðir um ástand Sveins og þegar í ljós kom að fylgjan var föst hjá Stefaníu var dóttirin sett í fang föðurins. „Hún var bara lögð í fangið á mér og Stefaníu rúllað inn á skurðstofu. Ég sat þarna einn með hana í hálftíma og lak alltaf lengra niður í stólnum því ég hélt henni með hægri hendinni og gat ekki notað þá vinstri til að ýta mér upp. Þetta var samt dásamleg stund með nýbakaðri dóttur.“ Til að vera ekkert að flækja hlutina varð af að Sveinn var síðan innskrifaður á kvennadeildina með konu sinni og dóttur. „Fyrsti og eini karlmaðurinn sem hefur verið lagður inn á kvennadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi,“ segir hann stoltur, og litla fjölskyldan lá saman á stofu um hríð. „Það var reyndar öllum sama um mig,“ segir Stefanía hlæjandi: „Fólk vildi bara vita hvernig Sveinn hefði það.“ Það var kannski lán í óláni að æxlið í höfði Sveins hélt áfram að stækka en það óx þannig að það ýtti frá heilavef sem hefði annars verið í hættu og loks ákváðu læknar að senda hann í aðgerð. „Læknarnir sögðu að ég hefði engu að tapa lengur. Æxlið var orðið á stærð við golfkúlu en vöxturinn hafði búið til leið fyrir aðgerðina.“ Sveinn sýnir mér örið eftir skurðinn aftan á höfðinu, um fimm sentimetra langt, bendir svo á hvar gert hafi verið gat á höfuðkúpuna fyrir dren og krefst þess að ég þreifi til að finna gatið. Ég þreifa einbeitt varfærnislega á höfuðkúpunni þegar Sveinn segir mér að ýta ekki fast og æpir því næst ÁÁÁÁ. Mér vitanlega dauðbregður og það var einmitt ætlunin hjá Sveini sem hlær, og við förum öll að hlæja. „Ég er stundum svolítið hvatvís,“ segir hann.

Öðlaðist auðmýkt

„Í aðgerðinni tókst aðeins að fjarlægja um 97% af æxlinu og það er Framhald á næstu opnu


Helgartilboð í Kosti! 25% AFSLÁTTUR

197 kr/stk.

Kettle snakk

8.998 kr. Áður 11.998 kr.

479 kr. Áður 595 kr.

6 litríkir hnífar með hlífum

2 tegundir

Saltkjöt

Ódýrt - blandað - sérvalið Verð frá

398 kr/kg.

Chicago T. Pizzur 8 stykki með pepperoni

1.575 kr. Áður 1.998 kr.

20%

17%

AFSLÁTTUR

Nesquik kakó 3 bragðtegundir

579 kr. Áður 715 kr.

Kirkland þurrkur

Sótthreinsandi. 2 tegundir.

798 kr/stk. Áður 998 kr/stk.

AFSLÁTTUR

KL Þvottaefni

Kona Coast sósa

4.198 kr. Áður 4.775 kr.

498 kr. Áður 598 kr.

5,5 lítrar. 120 þvottar

Island Teriyaki

25% AFSLÁTTUR

Taktu fyrsta skrefið í átt að bættum lífssstíl!

Þetta frábæra tæki vinnur á næstum hvaða hráefnum sem er og breytir í silkimjúka drykki.

Nú loksins á Íslandi!

Ferskir ávextir og grænmeti daglega með flugi frá New York!

Jell-O búðingur

MS Rjómi

139 kr/stk. Áður 185 kr/stk.

389 kr. Áður 439 kr.

Búðingur í bolluna

500 ml.

Það styttist í Bolludaginn!

Gerbollur

Vatnsdeigsbollur

439 kr.

298 kr.

6 stykki saman í pakka

9 stykki saman í pakka

Dalvegur 10-14 | 201 Kópavogur Sími: 560-2500 | kostur@kostur.is | www.kostur.is

Tilboðin gilda föstudaginn 28.02, laugardaginn 01.03 og sunnudaginn 02.03. Með fyrirvara um villur og á meðan birgðir endast.

Pure Komachi 2


viðtal þegar fólk félli frá,“ segir hann. Til stóð að Sveinn færi í örorkumat en hann vildi ekki fara í slíkt mat þar sem hann sá fyrir sér að hann gæti unnið að þessari hugmynd sinni. Hann fékk bílastæðakort fyrir fatlaða sem gildir til ársloka 2014 en það geymir hann bara ofan í skúffu sem minjagrip. „Mér dettur ekki til hugar að nota kortið. Það eru aðrir sem þurfa á þessum bílastæðum að halda,“ segir hann.

Hugmyndin um dauðann stuðaði marga

„Eftir veikindi Sveins ákváðum við að við ætluðum bara að gera það sem okkur þætti skemmtilegt, Við eignuðumst því þriðja barnið þó við ættum fullt í fangi með hin tvö og fylgdum draumi Sveins,“ segir hún. Á háskólaárunum stofnaði Stefanía nýsköpunar- og frumkvöðlasetrið Innovit ásamt skólafélögum sínum og hafði hún því reynslu úr nýsköpun. Sumarið 2012 tóku þau þátt í StartUp Reykjavík, verkefnið fór á flug og Arion banki keypti sig inn í fyrirtækið. „Það sem meira máli skipti var að við þátttökuna fengum við aðgang að 60 reynsluboltum úr atvinnulífinu, auk þess sem það gaf manni mikinn trúverðugleika út á við að hafa verið valin til að taka þátt í Startup Reykjavík. Við fengum til liðs við okkur forritara og hönnuð, en þurftum reyndar sannarlega að berjast fyrir því að samstarfsaðilar okkar myndu virða sýnina sem Sveinn hafði, byggða á eigin reynslu. Fólk hafði ýmsar hugmyndir um hvernig væri hægt að gera þetta eftirsóknarverðara fyrir fjárfesta en við lögðum alltaf áherslu á notandann að kerfinu. Hugmyndin um dauðann stuðaði marga en okkur tókst að lifa af,“ segir Stefanía.

Klara Margrét kom í heiminn þegar pabbi hennar, Sveinn, var sem veikastur en þá var Kristján bróðir hennar 14 mánaða. Seinna bættist Karlotta Lind í hópinn.

Verkefnið vakti athygli eftir þátttökuna í StartUp Reykjavík og í framhaldinu hafði fólk samband við þau og undanfarna mánuði hefur fólk með ólíkar sögur og ólíkan bakgrunn tekið þátt í að prufukeyra vefinn. „Þessi útgáfa sem nú fer í loftið er fyrsta útgáfan sem við erum sátt við en við vonumst til að sem flestir prófi hana þannig að við getum þróað þetta áfram,“ segir Stefanía. Pabbi Sveins hefur einnig prófað kerfið og sér Sveinn fyrir sér að kerfið geti lifað kynslóð fram af kynslóð. „Amma þín gæti sett inn efni fyrir dóttur þína, og þegar dóttir þín eignast börn geta þau horft á langömmu sína segja frá lífi sínu. Það væri líka hægt að nota þetta þannig að börnin hlusta á langalangafa sinn lesa söguna um Rauðhettu og úlfinn áður en þau sofna. Það eru engar hömlur á því hvað fer þarna inn og frásögn af sumarfríinu á Benidorm ´98 ekki síðri en aðrar.“ Notendur velja hvaða ástvinir fá

hvaða skilaboð, og er þannig hægt að skrifa fallegt ástarbréf til maka síns sem hann fær eftir að þú fellur frá en búa til önnur skilaboð fyrir vinina og enn önnur fyrir börnin. „Okkar vinir sem í fyrstu héldu að þeir myndu aldrei nota svona eru farnir að tala um að þá langi að prófa,“ segir Stefanía. „Við vinkonurnar höfum líka komist að því að það er margt sem við erum ekki tilbúnar til að segja börnunum okkar en væri gott fyrir þau að vita þegar við erum farnar. Svo kannski verða börnin þrítug og maður enn á lífi og getur þá sagt söguna sjálfur.“

Opið hús um helgina

Undanfarið ár hafa Sveinn og Stefanía aðeins unnið að þessu verkefni og hafa því þurft að forgangsraða. „Við tæmdum auðvitað frystinn, borðuðum gráfíkjurnar sem voru aftast í skápnum og frestuðum því að gefa hvort öðru jóla- og afmælisgjafir. Við slepptum því líka að kaupa hurð á eitt barnaherbergið

og settum peningana frekar í tómstundir fyrir börnin. Íbúðin sem við búum í leigjum við af foreldrum Stefaníu og þeir eru mjög sanngjarnir leigusalar,“ segir hann. Fjöldi aðila hefur í stutt þau opinberlega, Hjartaheill, Krabbameinsfélag Íslands, MS félagið; Arion banki styrkti verkefnið enn frekar sem og Rannís. „Hver sem er getur skráð sig ókeypis til að prófa kerfið en þeir sem velja Ævi Premium eru auðkenndir í gegnum heimabanka á öruggan hátt þannig að enginn vafi leiki á um hvern er að ræða. Kerfið er síðan tengt við Þjóðskrá þannig að þegar notandi fellur frá kemur kerfið skilaboðunum á sinn stað. Notandi þarf því aldrei að láta neinn vita. Skilaboðin berast mánuði eftir andlát, en eftir samtöl við sjúkrahúspresta og djákna komumst við að því að það væri ákjósanlegur tími.“ Þau eru þegar komin á skrið með verkefnið í Bandaríkjunum og prófanir þar hefjast í mars á vegum Dignity Healh í Sacramento. Um helgina verður Ævi með opið hús í SÍBS-húsinu Síðumúla, laugardag og sunnudag milli klukkan 10 og 16, þar sem hægt er að prófa kerfið, spjalla við starfsfólk og hitta þá sem hafa prufukeyrt kerfið. „Börnin okkar eru búin að vera með okkur í þessu allan tímann og vita fullkomlega hvað við höfum verið að gera. Um daginn spurði ég son okkar hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór og hann sagðist ætla að stofna fyrirtæki, fyrirtæki sem býr til skutlur. Hvað sem verður hefur okkur allavega tekist að vera börnunum góðar fyrirmyndir,“ segir Sveinn. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

AT R E I Ð S

BB U R

M EI STA LU

M

K

því enn alltaf yfir honum þessi ógn og erfitt að spá fyrir um batahorfur til framtíðar,“ segir Stefanía en Sveinn náði sér mjög fljótt aftur á strik eftir aðgerðina og gekk á Esjuna aðeins hálfu ári síðar. „Mamma hans krafðist þess reyndar að félagar hans færu með honum til að passa upp á hann,“ segir hún. Nálægðin við dauðann breytir fólki og það breytti Sveini sannarlega. „Ég hugsa stundum um hvernig lífið væri í dag ef ég hefði ekki veikst og ég held að ég væri ekki að fá jafn mikið út úr lífinu. Ég hugsa að auðmýkt sé rétta orðið yfir það sem ég öðlaðist í veikindunum. Mér varð líka hugsað til orða Steve Jobs í Standford-ræðunni frægu þar sem hann sagði að dauðinn væri besti hvatinn til að endurskapa sig.“ Á meðan Sveinn lá á spítalanum hafði hann nægan tíma til að hugsa, of mikinn nánast, og fann hjá sér sterka þörf til að koma minningum sínum og reynslusögum til barnanna sinna. „Ég var sextán ára þegar ég missti bróður minn í vinnuslysi og var meðvitaður um höggið sem það var fyrir fjölskylduna. Þegar ég lá á Landspítalanum upplifði ég að ég hefði fengið auðvelda hlutverkið, ég réði engu um framhaldið en vissi hvað allir í fjölskyldunni minni ættu eftir að ganga í gegnum. Þarna átti ég líka nýfædda stelpu og 14 mánaða gamlan son og ég sá fyrir mér að þau myndu ekki eiga neinar minningar um mig. Ég bað frænda minn um að taka af mér myndbönd með skilaboðum til barnanna minna en hann neitaði því, og sagði að ég myndi lifa þetta af. En þarna byrjaði ég að sjá fyrir mér þennan miðil þar sem fólk gæti tekið upp skilaboð, lesið þau inn eða sent inn myndbönd, og að þeim væri komið áleiðis

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

197

Sérvalda saltkjötið frá Kjarnafæði Heimsklassa hráefni

SÉRVALIÐ SALTKJÖT FRÁ KJARNAFÆÐI SÉRVALIÐ FYRIR ÞIG

2

RA

26


Octo 4240 ljós Verð frá 154.900 kr.

RB322 sófi Leður verð frá 584.900 kr.

Wave soft hægindastóll Verð frá 204.900 kr.

Lalinde sófaborð Verð frá 44.900 kr.

Patchwork gólfmotta Sniðin eftir máli. Verð frá pr. fm 85.900 kr.

Góð hönnun gerir heimilið betra Við leggjum mikinn metnað í að bjóða aðeins vandaðar vörur og tefla fram því besta í evrópskri hönnun. Úrvalið einkennist af fallegri og fjölbreyttri hönnun sem stenst

PIPAR \ TBWA

SÍA

tímans tönn. Markmið okkar er að aðstoða viðskiptavini við að fegra heimili sín.

MARGIR LITIR Omaggio vasar / Verð frá 3.890 kr.

Lalinde sófaborð / Verð frá 44.900 kr.

Wave stóll / Verð frá 169.900 kr.

Miho hreindýr / Verð frá 5.500 kr.

TILBOÐ

Nido hægindastóll / Ullaráklæði verð frá 169.900 kr., leðuráklæði verð frá 239.900 kr. Kynningarverð til 01.06.2014

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18 • LAUGARDAGA KL. 11–16 • HLÍÐASMÁRA 1 • 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is

Cucu klukka 33 sm / 12.900 kr.


30%

VILDARAFSLÁTTUR

AF ÖLLUM

BLINDRÖMMUM

28. FEBRÚAR - 2. MARS

20%

VILDARAFSLÁTTUR

AF WINTON OLÍULITUM

OG PENSLUM FRÁ WINSOR & NEWTON 28. FEBRÚAR - 2. MARS

SKRÁÐU ÞIG NÚNA! FÁÐU VILDARTILBOÐIN BEINT TIL ÞÍN!

Austurstræti 18 Skólavörðustíg 11 Kringlunni Álfabakka 14b, Mjódd


Að gæta bróður míns

Marco-áhrifin

Verð kr. 3.299

Konungsmorðið

Vildarafsláttur kr 2.639 Verð kr. 3.299

Verð kr. 3.299

NÝJAR BÆKUR Eftirköstin

5:2 mataræðið

Verð kr. 3.299

Verð kr. 3.499

Mánasteinn

Grimmd

Verð kr. 3.299

Verð kr. 2.999

Smáralind

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Strandgötu 31, Hafnarfirði

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Faxastíg 36

Akranesi - Dalbraut 1

Penninn - Hallarmúla 4

Góða nótt, Einar Áskell Verð kr. 2.999

Engan asa, Einar Áskell Verð kr. 2.999

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl. Gildistími tilboða er frá 28.febrúar til og með 2. mars eða á meðan birgðir endast.


viðtal

30

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 19.02.14 - 25.02.14

Teiknimynda-Felix syngur öll bestu lögin Felix Bergsson, Valgerður Guðnadóttir og Þór Breiðfjörð halda fjöruga tónleika með perlum úr smiðju vinsælustu teiknimynda og söngleikja síðustu ára. Tónleikarnir eru upplögð fjölskylduskemmtun sem allir ættu að hafa gaman af.

1

Sannleikurinn um mál Harrys Quebert Joel Dicker

2

Marco áhrifin Jussi Adler Olsen

3

HHhH Laurent Binet

4

5:2 Mataræðið Michael Mosley / Mimi Spencer

Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

5

Skrifað í stjörnurnar John Green

6

Ólæsinginn Jonas Jonasson

7

5:2 Mataræðið Unnur Guðrún Pálsdóttir

8

Iceland Small World - stór Sigurgeir Sigurjónsson

9

Iceland Small World - lítil Sigurgeir Sigurjónsson

10

Óskalistinn Grégoire Delacourt

SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT

Felix Bergson hefur ljáð mörgum vinsælustu teiknimyndapersónum síðustu ára rödd sína, þar á meðal Vidda í Toy Story.

Þ

etta verður frábær fjölskylduskemmtun sem allir ættu að hafa gaman af. Margar hverjar eru þessar myndir alveg frábærar. Ég meina, hver hefur ekki fellt tár yfir Lion King. Þú þarft ekkert að vera 10 ára til þess.” segir Felix Bergsson, sem er einn þeirra sem treður upp á tónleikum í Salnum í næstu viku þar sem flutt verða lög úr vinsælum teiknimyndum og söngleikjum síðustu ára. „Öll lögin verða sungin á íslensku fyrir utan eitt, „When you wish up on a star„ úr Gosa, en það er eiginlega orðið einkennislag Disney. Við segjum aðeins frá sögunum milli þess sem við syngjum og svo fáum vonandi alla til að syngja með.“ Felix hefur sungið sig inn í hjörtu landsmanna í fjöldanum öllum af teiknimyndum og rödd hans skapað margar okkar helstu teiknimyndapersóna. „Það er mjög gaman að talsetja og talsettar myndir eru mjög merkilegur menningarkimi. Þetta þykir vera soldið sjálfsagt en það er gríðarleg vinna á bak við þetta og fjöldi fólks sem hefur af þessu atvinnu. Þetta eru auðvitað meðal vinsælustu kvikmynda á Íslandi fyrr og síðar. Mig minnir að 70.000 manns hafi séð Lion King í bíó og svo seldust um 30.000 dvd diskar.“ Felix og Valgerði Guðnadóttur söngkonu hafði lengi langað til að halda svona tónleika þegar þau ákváðu að láta verða af þeim. „Við Vala vorum með á tónleikum sem Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt með Disney lögum og það var hrikalega gaman. Okkur fannst bara dálítið lítið af lögum sungið og það var kvartað yfir því að það

vantaði þessi vinsælustu lög, eins og t.d. Hakuna Matata. Þá bara sórum við þess dýran eið að halda svoleiðis tónleika sjálf. Svo bara drifum við stórsöngvarann Þór Breiðfjörð með okkur í þetta verkefni og erum að æfa núna með þriggja manna bandi og skemmta okkur alveg konunglega. Þetta er svo hrikalega gaman.“ En hver ætli sé uppáhaldspersóna Felix? „Ég hef leikið gríðarlega mikið af karakterum í gegnum tíðina, bæði frá Disney og líka frá öðrum fyrirtækjum, en ég held að Maggi Víglunds úr Skrímslum/Monsters sé minn uppáhalds karakter. Við tökum lagið þeirra Magga og Sölla, „Ef væri ekki þú”, en það er alveg hryllilega fyndið.“ Þau Felix, Valgerður og Þór munu ásamt þriggja manna hljómsveit undir stjórn Vignis Þórs Stefánssonar taka lög eins og

„Hakúna Matata“ úr Lion King, „Apalagið“ úr Skógarlífi, „Leið hann heim“ úr Vesalingunum, „Do-re-mi“ úr Söngvaseið, „Við höldum vörð“ og „Eitt stökk“ úr Aladdin og „Vinur minn“ úr Toy Story. Skemmtunin verður í Salnum Kópavogi, laugardaginn 8. mars, kl. 14 og 17, og í Hofi á Akureyri þann 9. mars.


*gildir til 5. mars á meðan birgðir endast.

SHISEIDO DAGAR Í HAGKAUP 27. FEBRÚAR TIL 5. MARS. í Hagkaup Kringlunni, Smáralind, Skeifunni, Holtagörðum og Garðabæ. Kynnum nýja glosslínu, Lacquer Gloss í 8 flottum litum. Nýjan leiðréttingapenna sem leiðréttir litamismun og bauga umhverfis augun, ásamt því að gefa birtu.

25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM FÖRÐUM OG PÚÐRUM ÞESSA DAGA.

GLÆSILEGUR KAUPAUKI* ÞEGAR KEYPTAR ERU 2 SHISEIDO VÖRUR.


t s m e r f g – fyrst o

ódýr!

1í p2k .

AÐEINS

25 kr. stk.

r i r y f t l l a ð r Þú fæ i g n e r p s g bollu- o ! ð r e f i n n i e daginn í

299

ð r e v t r æ b á r f –

kr. pk.

. k t s 2 1 , r u l l o b s g Vatnsdei

ÍS LE NS KT

! M M BÚ ÍS LE NS KT

ÍS LE NS KT

ÍS LE NS KT

ÍS

LE

NS

KT

A L L O B A L L BO

489 279 998 1998 kr. kg

Krónu ódýrt saltkjöt

Krónan Krónan Krónan Árbæ Bíldshöfða Breiðholti

kr. kg

Goða saltaðir síðubitar

Krónan Granda

Krónan Krónan Hvaleyrarbraut Lindum

Krónan Mosfellsbæ

kr. kg

kr. kg

Krónu saltkjöt 1. flokkur

Goða saltkjöt sérvalið

Krónan Krónan Krónan Krónan Krónan Krónan Reykjavíkurvegi Vallakór Akranesi Reyðarfirði Selfossi Vestmannaeyjum


T R Æ B Á R F Ð O B 2 4 L x I % 4 0 T afsláttur lítrar

598

kr. kippan

n a p ip k . r k 8 9 9 r Verð áðu

r a r t í l 2 x 4 , a p p i k Coke

Hámark 4 kippuran

40

ð á mann mnedast! birgðir e

ÍS LE NS KT

afslátt

1298

kr. kg

Lambalæri, hvítlauks- og rósmarínmarinerað

%ur

RI LÆ LA–MfyrBA ir þig og þína!

Þú getur valið eða marinera ókryddað, kryddað New York, hvð með kryddjurtum, piparmariner ítlauk og rósmarín, að eða trönub erjaog eplamarine rað!

3899 Verð áður 6498 kr. kg Lambalundir

kr. kg

Grillaður kjúklingur + 2 l Pepsi*

1280

kr.

tvennan

* Þú velur Pepsi eða Pepsi Max

Sjá opnunartíma verslana Krónunnar á www.kronan.is


34

karlmennska

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2013

Yfirskegg er æði

6

7

8

1

9

2

Þ

að er að koma mars og það þýðir bara eitt. Yfirvaraskegg! En söfnunarátakinu Mottumars er þó nokkur vandi á höndum. Yfirskeggið er nefnilega alls ekki jafn hallærislegt og margir vilja af láta. Sé rétt að verki staðið er nefnilega fátt karlmannlegra en vel loðið granstæði. Mottumars er gott málefni. Gert til að auka vitund fyrir krabbameini á öllum „karlmannlegu stöðunum“. Því er tilvalið að nýta mánuðinn til að skarta loðinni eftri vör til styrktar góðu málefni. Jafnvel bara svo hægt sé að ganga um í einn mánuð óáreittur í samfélagi sem heldur, í einfaldleika sínum, að yfirskegg sé hallærislegt. Því innst inni þrá allir karlmenn að líta út eins og Burt Reynolds frá sirka 1977.

Ávöxtunarkrafan

Nú! Það sem þarf til að safna yfirskeggi er hárvöxtur. Ekki aðeins inni í nefinu heldur undir því líka.

3 Allur efrivararvöxtur er þó leyfilegur í mars. En það er betra ef það sem þar vex næst ekki af með góðu Boxy strokleðri. Tímabilið sem það tekur að ná fram fallegum vexti er það erfiðasta í lífi hverrar mottu. Viðkvæmir ættu því að láta annan hárvöxt í andliti fylgja með. Það er miklu einfaldara að láta sér vaxa alskegg og snyrta svo kjamma og höku þangað til fallegu yfirvarakonfekti er náð. Að ströggla með hárbíur undir nefinu einu saman, jafnvel svo vikum skiptir, er því miður ekki töff. Það er þó ekki boðið upp á neinn pempíuskap í Mottumars. Sem þýðir að ef andlitið er ekki hulið umheiminum nú þegar er of seint að leggja í alskeggsaðferðina. Þá þarf bara að harka af sér hýjunginn og finna út hvaða tegund á að safna í. Þær eru jú mýmargar. Allir vildu geta safnað í jafn fallegt „pennslaskegg“ og Tom Selleck. Það er bara

4

5

ekki alltaf í boði og er um að gera að prófa sem flestar týpur.

Umhyggjan

Svo þarf að halda sig á mottunni. Það þarf að snyrta með litlum skærum, greiða með lítilli greiðu og þeir hörðustu nota lítillega af vaxi. Eina skeggið sem má líta frekar rytjulega út er úrsérvaxni rostungurinn. Annars er það að láta sér vaxa yfirskegg eins og að fá sér hund. Oft á tíðum erfiðisvinna og eigandann langar að senda skeggið upp í sveit. En þegar fyrstu og erfiðustu hjallarnir eru að baki mun skeggið veita gleði og stuðning um ókomna tíð. Fyrir þá sem bara tekst ekki að safna í fallega mottu hljóta bartar að koma aftur bráðum. Haraldur Jónasson

1. Burtarinn er alltaf nr. 1, það er bara þannig. 2. Þess vegna verður Tom Selleck alltaf nr. 2 þótt margir vilji nú meina að hans granstæði og vöxtur séu með þeim hætti að fáir leiki eftir. 3. Stalín sportaði svokallaðri hjólastýrismottu og gerði það vel. 4. Súrrealistinn Dali lék sér með þá uppsnúnu og fékk fyrir vikið skeggtegund nefnda eftir sér. 5. Jason Lee. Sá sem lék Earl í samnefndum þáttum sá um að koma mottunni inn í nýja árþúsundið. 6. Sam Elliot. Hann ásamt Kurt Russel fyllir titilinn svalasti maður í heimi og býður yfirleitt upp upp á svokallaðan rostung. 7. Mýtubrjóturinn Jamie Hyneman tekur rostunginn lengra í svokallaðan úrsérgenginn rostung. 8. Fúli pabbinn í þáttunum um mótorhjólasmiðina býður upp á skeifu. Útlit sem Hjörleifur Guttormson, fyrrum ráðherra, er hvað þekktastur fyrir hérlendis. 9. Það vill enginn líta út eins og Hitler.

hari@frettatiminn.is

ÍSLENSKUR CHEDDAR LAGLEGUR Cheddar er framleiddur á Sauðarkróki og kinkar kumpánlega kolli til bróður síns sem nefndur er eftir samnefndum bæ í Somerset, Englandi. Vinsældir Cheddars-osts eru slíkar að í dag er hann mest seldi ostur í heimi. Óðals Cheddar er þéttur, kornóttur, eilítið þurr í munni en mildur, með votti af beikon- og kryddjurtabragði og ferskri, eilítið sýrðri, ávaxtasætu í lokin. Cheddar er skemmtilegur í matargerðina, sérstaklega í baksturinn og á ostabakkann með kjötmeti.

www.odalsostar.is


Kræsingar & kostakjör

kjúkLingur heill frosinn kíLóverð Áður 855

fyLLt LaxaumsLög m/rjómaosti pakkaverð Áður 1.698

-30%

þorskhnakki í kryddmareneríngu pakkaverð Áður 1.398

-30%

1.189,-

675,kauptu 4pk af 2L Coke og fáðu kippu 4pk af 2L Coke Zero frítt með

979,-

Lamba prime rib-eye kíLóverð Áður 4.298

2.794,-

bolla

Bollukaffi bolla

bolla vatnsdeigsboLLur myllu 6 stk

398,-

ostaboLLa bakað Á staðnum stykkjaverð

kaffi nettó 400 g pakkaverð

Áður 198 kr

99,-

Áður 549 kr

499,-

gerboLLur myllu m/súkkul 6 stk

-35%

-50%

-34%

449,-

jarðarber alletiders - frosin 400 gr pakning Áður 299

197,-

safi – náttúra appelsínu/epla 1 Lítir Áður 149

129,-

safi – náttúra ace 1 Lítir Áður 189

159,-

Verið velkomin í Nettó Granda

dag sem nótt Tilboðin gilda 27. feb - 2. mar 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


36

viðhorf

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

TRAUSTIR AÐILAR GERÐU FRÁBÆR KAUP Á NOTUÐUM BÍL FRÁ OKKUR! BILALAND.IS

Virkur lífshlaupari

Þ

HELGARPISTILL

ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP!

Rnr. 130673.

Frábært verð

5.790 þús.

HYUNDAI I30 CLASSIC Nýskr. 03/10, ekinn 63 þús. km. bensín, beinskiptur.

VW PASSAT II COMFORTLINE ECOFUEL Nýskr. 06/12, ekinn 41 þús. km. bensín/metan, sjálfskiptur.

Rnr. 141940.

Rnr. 191260.

VERÐ kr. 1.720 þús.

VERÐ kr. 3.890 þús.

BMW X5 XDRIVE Nýskr. 11/12, ekinn 26 þús. km. dísil, sjálfskiptur.

LAND ROVER FREELANDER 2 S Nýskr. 05/13, ekinn 6 þús. km. dísil, sjálfskiptur.

Rnr. 281378.

Rnr. 191269.

VERÐ kr. 11.580 þús.

VERÐ kr. 7.990 þús.

NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 05/13, ekinn 31 þús. km. dísil, sjálfskiptur.

TOYOTA LAND CRUISER 150 GX Nýskr. 05/13, ekinn 16 þús. km. dísil, sjálfskiptur.

Rnr. 281312.

Rnr. 141959.

VERÐ kr. 5.290 þús.

VERÐ kr. 9.770 þús.

Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is

www.facebook.com/bilaland.is

Teikning/Hari

LAND ROVER DISCOVERY 3 HSE G4 Nýskr. 06/07, ekinn 144 þús. km. dísil, sjálfskiptur.

Það er hollt að hreyfa sig, það þykist ég vita. En það er ekki nóg að vita, það þarf að gera eitthvað í málinu. Nærtækast er að fara út að ganga, teygja á stirðum limum og anda að sér hreinu lofti. Ég er ekki alslæmur hvað þetta varðar en engin regla er þó á göngutúrunum. Það er helst um helgar að við hjónakornin reimum á okkur gönguskó. Hvatning er góð þegar kemur að líkamsrækt en dugði þó ekki til þegar flestir samstarfsmenn mínir ákváðu að taka þátt í Lífshlaupinu svokallaða, heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Þar eru landsmenn hvattir til að huga að daglegri hreyfingu. Meðal annars var komið á keppni milli vinnustaða í þrjár vikur nú í febrúar. Einhverra hluta vegna taldi ég þetta ekki henta mér. Bíllinn var alltaf nærtækur á morgnana og ég vissi, af gamalli reynslu, að ólíklegt væri að ég nennti út á kvöldin. Lífið er hins vegar fullt af tilviljunum. Um það bil er hollustukeppnin hófst bilaði gormur í bílnum mínum. Um hann þurfti að skipta – og er ekki í frásögur færandi. Mín ágæta eiginkona hefur á vinnustað sínum aðgang að bifvélavirkjum á verkstæði og bauðst til þess að láta kíkja á vagninn, þegar laus stund gæfist frá öðrum verkefnum. Ég kom bílnum þangað og hún skutlaði mér í vinnuna. Þetta varð hins vegar til þess að ég ákvað að ganga áleiðis heim þann dag. Þetta endurtók ég næsta dag – og þann þriðja. Frúin mætti mér á bíl sínum á miðri leið. Ég tók með mér húfu, vettlinga og trefil að heiman og lagði svo í hann. Á fjórða degi gekk ég alla leið heim – og tók tímann – var klukkutíma og korter. Það var þá sem ég áttaði mig á því að ég væri eiginlega orðinn virkur lífshlaupari, án þess þó að skrá þátttöku mína. Ég stóðst ekki mátið, montaði mig svolítið af þessu og var þá tilkynnt að skrá mætti afrekin aftur í tímann. Ég sló til og var þar með orðinn keppandi fyrir hönd Fréttatímans. Því fylgdi ábyrgð, ekki gat ég verið dragbítur á hópinn og varð að standa mig. Ég gerði ekki athugasemd við konuna þótt bíllinn væri í viðgerð fram að helgi þessa fyrstu þátttökuviku mína í Lífshlaupinu. Það gat verið mikið að gera á verkstæðinu og fráleitt að bíllinn minn hefði forgang á fjölmörg atvinnutækin þar. Um þá helgi fórum við út að ganga svo ég gat bætt þeim göngutúrum á listann.

„Þú hefur gott af því að hreyfa þig, elskan,“ sagði konan þegar hún keyrði mig í vinnuna á mánudegi annarrar viku Lífshlaupsins. Ég spurði ekkert um bílinn fyrstu daga þeirrar viku, hélt bara áfram að ganga heim, annað hvort hálfa eða alla leið. Það var vissulega hressandi fyrir þann sem situr alla daga í stól og hreyfir lítið annað en fingur á lyklaborði. Mér varð að vísu hugsað til hollustu göngunnar yfir Borgartún, meðfram Laugavegi, Lönguhlíð, Hamrahlíð og loks Kringlumýrarbraut áleiðis að Kópavogi þar sem hundruð bíla æddu framhjá mér og sendu malbiksagnir, sand, salt og gott ef ekki eldfjallaösku ofan í lungu mín. Samt gekk ég og bætti við mig tímum í Lífshlaupinu – og var, mér til nokkurrar gleði, ekki teljandi eftirbátur annarra á stassjóninni. „Þetta er flott hjá þér,“ sagði konan í lok annarrar viku heimgöngu minnar úr vinnunni. „Þú styrkist allur á þessu og hefur gott af hreyfingunni.“ Ég lét það vera að spyrja um bílinn og gorminn. Kunni eiginlega ekki við það, vildi ekki pressa á viðgerð fólksbíls sem eingöngu er notaður undir rassinn á mér til og frá vinnu og telst fráleitt mikilvægt samgöngutæki – svona í stóru samhengi. Önnur farartæki á verkstæðinu, notuð í þágu almennings, áttu réttinn. Við fórum enn út að ganga þá helgi. Alla þessa útivist og hreyfingu skráði ég samviskusamlega í keppnisskrá Lífshlaupsins, fullur af súrefni – og kannski nokkrum aukaefnum líka. Á leiðinni í vinnuna á fyrsta degi þriðju viku Lífshlaupsins – og jafn langs bílleysis – minntist ég aðeins á minn góða vagn við konuna. Hún sagði mér, sakleysisleg til augnanna, að ákveðinn starfsmaður verkstæðisins hefði því miður tilkynnt sig veikan en hún hefði einmitt ætlað að láta hann líta á gorminn. Ég tók því með jafnaðargeði – og hélt áfram að ganga heim. Næstu daga spurðist ég fyrir um heilsu verkstæðismannsins og fékk að vita að hann væri enn í flensunni. Við því var ekkert að segja. Menn þurfa að vera við bærilega heilsu til að koma gormum á sinn stað. Við gengum enn og aftur um síðustu helgi og ég skráði tímana. Lífshlaupinu lauk síðan á þriðjudaginn. Bílleysi mitt varð til þess að ég tók þátt – og dró vinnufélaga mína ekki niður þegar heildarniðurstaðan var reiknuð. Við unnum ekki – en það tap skrifaðist ekki á mig. Sumir í hópnum halda spriklinu áfram, aðrir láta gott heita í bili. Ég labba enn heim, ýmist áleiðis eða alla leið. Það helgast af því að gormurinn er enn ekki kominn á sinn stað, merkilegt nokk. Verkstæðismaðurinn mætti í vinnuna í vikubyrjun, stæltur sem aldrei fyrr, en eitthvað virðist tefja verkið. Mér finnst fulllangt að labba alla leið á verkstæðið til þess að athuga með gorminn. Eftir því sem liðið hefur á heimgöngutímabilið hefur aðeins hvarflað að mér að eiginkona mín elskuleg sé eitthvað að plata mig, teygi viðgerðartímann viljandi svo ég haldi áfram heilsubótargöngunni. Það kann hins vegar að vera vitleysa. Hvað veit ég svo sem um gormskipti.


30 % ADIDAS VÖRUM

AFSLÁTTUR

AF ÖLLUM 27. FEBRÚAR – 03. MARS 2014

3.490 FULLT VERÐ:

4.990

2.790

5.590

3.140

FULLT VERÐ:

3.990

FULLT VERÐ:

7.990

FULLT VERÐ:

4.490

ADIDAS QUESTRE

Hlaupabuxur úr CLIMALITE efni. Dömustærðir.

ADIDAS SQ TEE Bolur úr CLIMALITE efni sem heldur svita frá líkamanum. Dömustærðir.

ADIDAS TENTRO SHORT

Netfóðraðar stuttbuxur með 2 hliðarvösum. Herrastærðir.

ADIDAS TENTRO PES TEE

Stuttermabolur úr léttu efni. Herrastærðir.

1.390 FULLT VERÐ:

1.990

4.190 FULLT VERÐ:

5.490

4.830 FULLT VERÐ:

REEBOK SUBLITE

Léttur skór sem hentar vel í ræktina. Dömustærðir.

7.990 FULLT VERÐ:

12.990

6.990

ADIDAS SOKKAR

ADIDAS SQ RUN TEE

ADIDAS SQ LS

3 pör saman í pakka. Litir: Svartir, hvítir.

Bolur úr CLIMALITE efni sem heldur svita frá líkamanum. Dömustærðir.

Bolur úr CLIMALITE efni sem heldur svita frá líkamanum. Dömustærðir.

EXPO • www.expo.is

Borgaðu vaxtalaust innan 14 daga eða með raðgreiðslum í verslun Intersport á Bíldshöfda INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / BILDSHOFDI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 11 - 18. SUN. 13 - 17. INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4890 / AKUREYRI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / SELFOSS@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.

6.290 FULLT VERÐ:

8.990

ADIDAS RSP L TI W

Hlaupabuxur úr CLIMALITE efni. Dömustærðir.


38

bílar

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014  ReynsluakstuR – skoda R apid spaceback

Er bíllinn tilbúinn fyrir ferðalagið?

Öflugir High Tech rafgeymar fyrir jeppa.

Skoda Rapid Spaceback er fallegur að innan sem utan og rúmbetri en margan myndi gruna. Mynd/Hari

Bíll sem les hugsanir Þ Hönnuðir Skoda Rapid Spaceback vita sem er að truflandi getur verið að bakka með útvarpið hátt stillt og lækkar það því alltaf þegar sett er í bakkgír. Hann er lipur og þægilegur í akstri, rúmgóður og með 415 lítra farangursgeymslu.

Ert þú að huga að dreifingu? Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur.

ég bakka tryggi ég að í bílnum sé þögn svo ég nái fullkominni einbeitingu og séu börnin mín með mér bið ég þau alltaf að hafa þögn áður en bakkið hefst. Einhverra hluta vegna lækkaði ég ekki í Sálinni áður en ég setti í bakkgír þó hugsunin rynni í gegnum huga mér, aðeins of seint. Þá gerðist nokkuð óvænt. Bílinn hafði lesið hugs-

Bíll á mynd: Honda Civic 1.6i-DTEC Executive.

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is

egar ég ræsti Skoda Rapid Spaceback á bílastæðinu við Heklu var útvarpið stillt á Léttbylgjuna þar sem lagið Láttu mig vera með Sálinni hans Jóns míns ómaði, aðeins of hátt. Ég er haldin bakkfælni og fékk vægt kvíðakast við að þurfa að bakka þessum fína bíl út úr þröngu stæði. Yfirleitt áður en

HONDA CIVIC 1.6 DÍSIL 2

3.940.000

Umboðsaðilar:

Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 Bílver, Akranesi, sími 431 1985 Höldur, Akureyri, sími 461 6020 Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535

www.honda.is

Komdu í reynsluakstur og prófaðu Honda Civic dísil, með nýrri Earth Dreams Technology dísilvél, sem býður upp á einstakt samspil sparneytni og krafts.

3,6

4,0

/100km

Innanbæjar akstur

L

3,3

/100km

Blandaður akstur

Utanbæjar akstur

L

HONDA CIVIC 1.4 BENSÍN - BEINSKIPTUR, KOSTAR FRÁ KR. 3.490.000 HONDA CIVIC 1.8 BENSÍN - SJÁLFSKIPTUR, KOSTAR FRÁ KR. 3.940.000

/100km

HONDA CIVIC 1.6 DÍSIL KOSTAR FRÁ KR.

ÚTBLÁSTUR AÐEINS 94 g

L

3,6 L/100KM Í BLÖNDUÐUM AKSTRI C0

CO2 94 / g

útblástur

km

Áreiðanlegasti bílaframleiðandinn Samkvæmt What Car og Warranty Direct hefur Honda verið valin áreiðanlegasti bílaframleiðandinn átta ár í röð.

Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is


bílar 39

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

Hönnun Skoda Rapid Spaceback er falleg að innan sem utan og hann er lipur og þægilegur í akstri. Þess má þó geta að hann er 12,1 sekúndu í hundrað. Einhverjum gæti þótt það ókostur en mér finnst það fínt.

Kostir Hagkvæmur Falleg hönnun Lipur í akstri Rúmgóður Útvarp lækkar í bakkgír Hiti í speglum

Lítil vél Helstu upplýsingar Skoda Rapid Spaceback Sjálfskiptur, 5 dyra Vél 1,6 TDI Hestöfl 90 Togkraftur 230 4,5 l/100 km meðaleyðsla CO2 118 g/km Lengd 4304 mm Breidd 1706 mm Farangursrými 415 lítrar Verð frá 3.790.000 kr

anir mínar og lækkaði sjálfur í útvarpinu um leið og búið var að setja í bakkgír. Fyrstu kynni mín Skoda Rapid Spaceback voru því svo sannarlega góð því ég kunni vel að meta tillitssemina enda ekki vanist slíku í öðrum bílum sem ég hef ekið. Þessi bíll er því hinn eini sanni fyrir fólk sem þjáist af bakkfælni. Það er ekki aðeins vegna útvarpsins sem lækkar sjálfkrafa heldur einnig vegna þess hversu nettur hann er en bíllinn er 4.3 metrar að lengd og 1.7 metrar að breidd. Fréttatíminn er til húsa við Guðrúnartún í Reykjavík þar sem grimm barátta er um bílastæðin á hverjum morgni til klukkan 9. Fólk sem mætir eftir það getur gleymt því að fá stæði innan 100 metra radíuss frá vinnustaðnum. Í slagnum um bílastæði er dásamlegt að vera á svo liprum og nettum bíl sem auðvelt er að smeygja sér á í eina lausa stæðið. Það kom á óvart hversu rúmgóður Skoda Rapid Spaceback er. Farangursgeymslan er 415 lítrar og séu aftursætin felld niður verður hún 1380 lítra. Gott rými er í aftursætum þar sem þrír fullorðnir geta setið.

Við reynsluaksturinn setti ég tvo barnabílstóla í aftursætin sem vel gekk að festa. Sennilega hefði þó verið þröngt hefði einhver setið í miðjunni. Skyggðar afturrúður eru staðalbúnaður, sem og hiti í speglum sem eflaust er gott að nýta sér á snjóþungum dögum. Þá eru einnig ABS bremsur og aftengjanlegur loftpúði fyrir farþegasæti hluti af staðalbúnaði, ásamt öðru. Hönnun Skoda Rapid Spaceback er falleg að innan sem utan og hann er lipur og þægilegur í akstri. Þess má þó geta að hann er 12,1 sekúndu í hundrað. Einhverjum gæti þótt það ókostur en mér finnst það fínt enda öruggara að flýta sér hægt í umferðinni. Við akstur inn í hringtorg fann ég þó svolítið fyrir því að aðeins vantaði upp á kraftinn. Synir mínir voru mjög hrifnir af bílnum og hafði sá 11 ára á orði að hauspúðarnir í aftursætunum væru þægilegir og sá sjö ára var ekki í nokkrum vafa um ágæti bílsins. „Skoda er sko nýi uppáhalds bíllinn mínn,“ sagði hann eftir rúnt í morgunsólinni um Álftanes.

Kemur næst út 14. mars Nánari upplýsingar veitir Gígja Þórðardóttir, gigja@frettatiminn.is, í síma 531-3312.

1. tölublað 2. árgangur 10. janúar 2014

Ellisprengja Öldruðum mun fjölga

hratt á næstu árum og áratugum. Eftir tuttugu ár verða fimmtán prósent landsmanna yfir sjötugu en eru níu prósent nú. Álag á heilbrigði sþjónustu mun aukast til muna og kostnaðu r samfara því. Heilbrigð iskerfið er ekki tilbúið að takast á við þennan nýja veruleika. Síða 6

Hátækni á Heimsmælikvarð a

krabbi fyrir og eftir kreppu

Nox Medical hefur þróað sóknabúnað

svefnrannsem vakið hefur verðskuldaða athygli.

karlar mikilvæ gir í umönnun

Matthea Sigurðardóttir kynntist sitt hvorri hlið heilbrigðiskerfi sins þegar hún glímdi við krabbamein.

Síða 2

Fjöldi karla í umönnunarstö rfum hjá öldrunarheimilum Akureyrar tvöfaldaðist síðasta sumar.

Síða 4

Síða 8

í fest að unum ni st próf Virkkum ínís

*

eyðir höfuðlús og nit Öflugt - fljótvirk t - auðvelt í notkun Virkar í einni meðferð

Fljótvirkt: Virkar á 10 mínútum 100% virkni gegn lús og nit

Náttúrulegt, án eiturefna FÆST Í ÖLLUM APÓTEKUM Fyrir 2 ára og eldri

F 30 – 50 % A m húsgögnu

50 % AF bókum 20 % AF smáhlutum

Mjög auðvelt að skola úr hári!

www.licener.com

* Abdel-Ghaffar F

et.al; Parasitol Res.

2012 Jan; 110(1):277-80.

Epub 2011 Jun 11.

All fe t ve rmin fyr isl ga ir 20 una r­ 14

Nóatún býður upp á úrval af hlaðborðum fyrir fermingarveisluna! sjá www.noatun.is

Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

{Skenkir} {Myndir}

{Silfur} {Stólar} {Borð}

Síða 10

Lúsasjampó

kl

{Skápar}

{Styttur} {Postulín}

einstakur grunnu r til rannsókna

Krabbameinsskrá okkar Íslendinga hefur verið starfrækt í hálfa öld. Hún þykir ein sú fullkomnasta í heimi.

Antik

útsAlA

20 – 50 % Afsláttur 552-8222 / 867-5117


40

viðtal

Fjölskyldan í búðinni. Sveinn Logi, Kristín Rós, Jónína Ásrún, Svandís Alexía, Sigríður Aníta og Daníel Már. Mynd/Hari

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

Ákváðu að gefast ekki upp Hjónin Kristín Rós Hlynsdóttir og Sveinn Logi Guðmannsson stofnuðu ABC leikföng á tímamótum í lífi sínu. Það var árið 2009, hrunið hafði nýlega skollið á og Kristín í kjölfarið misst vinnuna. Hún var ófrísk að sínu fjórða barni og yngsta dóttir hennar, Sigríður, sem var þá 7 ára, hafði nýlega verið greind með einhverfu. Biðin eftir greiningu var langt og strangt ferli sem tók mikið á alla fjölskyldumeðlimi. Kristín ákvað að biða ekki aðgerðalaus eftir langþráðum niðurstöðum heldur reyna að takast á við erfiðleikana á eigin spýtur.

V

Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

ið bara ákváðum að gefast ekki upp,“ segir Kristín, og bætir því við að kerfið virki svona eins og lífið, lítið gerist nema þú berir þig eftir því sjálfur. Hún segist aldrei hafa tekið eftir því að dóttir sín væri eitthvað öðruvísi fyrr en hún var orðin þriggja ára. „Ég átti Siggu í Þýskalandi þar sem ég var í meistaranámi í austur-asískri markaðsfræði. Hún fæddist 7 vikum fyrir tímann og var meira og minna inn og út af spítölum fyrstu þrjú æviárin. Þegar hún fór svo í leikskóla á Íslandi talaði hún lítið og hafði sama sem enga reynslu af því að leika við önnur börn en systkini sín. Þangað til þá hafði ég aldrei verið að bera hana saman við önnur börn, ekki einu sinni bróður

hennar sem er einu ári eldri. Hún hafði alltaf verið svo lítil og veikburða og bara aldrei talað mjög mikið. Ég hélt það væri bara vegna aðstæðnanna sem hún hafði verið í frá fæðingu. Þegar barnið manns er svona veikt þá bara flýtur maður áfram og er ekkert mikið að hugsa út fyrir það.“

Tók málin í sínar hendur

„Sérkennarinn í leikskólanum sagði Siggu greinilega vera með einhverskonar þroskafrávik og að auk þess þyrfti hún að komast til talmeinafræðings. Biðin eftir tíma voru 13 mánuðir. Hún var þarna orðin fjögurra ára og ekki enn farin að geta klætt sig eða sýna neinn áhuga á umhverfinu. Ég fór að hafa verulegar áhyggjur en datt bara ekki í hug hvað gæti verið að, hafði aldrei heyrt talað um einhverfu.“ Kristín fór að afla sér upplýsinga sjálf og komst fljótlega að því að best væri að ná til hennar í gegnum leik, með myndum og skýrum fyrirmælum. „Ég fór að finna til ýmislegt sniðugt til að örva börn, t.d. tók ég myndir af fötunum hennar og bjó til spjöld svo hún gæti sett þau saman. Þá fyrst fór hún að raða saman fötunum og í framhaldinu að geta klætt sig sjálf. Það þarf að kenna henni að gera næstum allt. Margt sem er okkur meðfætt, eða sem við lærum af umhverfinu, skilur hún ekki fyrr en það er búið að kenna henni. Hún til dæmis hellti bara vatni í glas þangað til að sullaðist út á borð. Við þurftum að kenna henni að hætta að hella. Mér fannst bara að ég gæti ekki beðið og gert ekkert því þetta er svo mikilvægur tími í þroska barna. Þarna byrjaði ég að flytja inn leikföng því ég fann ekkert á markaðinum sem var sérstaklega hugsað fyrir börn með þroskafrávik.“ Fljótlega fór Kristín að flytja leikföngin inn fyrir aðra en dóttur sína og heimilið var ekki lengi að breytast í verslun. Hjónin ákváðu að það myndi henta þeim betur að stýra sínum tíma sjálf, að leikfangainnflutningurinn sem hafði verið aukastarf myndi verða þeirra aðalstarf. „Við byrjuðum bara með vefverslun og afgreiddum vörurnar heima. Þetta vatt svo upp á sig, við vorum út um allan bæ að sendast með vörur og svo afgreiddum við þær heima líka. Heimilið var farið að breytast í búð, heimsóknir voru orðnar ansi stöðugar, svo við ákváðum að fá undir reksturinn eitt herbergi hér í Súðavogi. Þaðan fórum við svo á fyrstu hæð hússins í lítið verslunarpláss en fjórða stækkunin varð svo síðastliðin nóvember þegar

verslunin opnaði í 120 fermetra verslunarhúsnæði í Súðavogi 7.

Hryllilegt tímabil

Hjónin eru sammála um að biðin eftir greiningu hafi verið erfitt ferli sem tók á alla fjölskyldumeðlimi. Kerfið virki seint og illa. „Það er erfitt að komast að hjá sérfræðingum og oftast ertu búin að borga nokkrar heimsóknir til ýmissa aðila úr eigin vasa áður en þú færð að komast inn hjá Greiningamiðstöð Ríkisins. Sigga var greind með athyglisbrest og fékk í kjölfarið lyf. Þarna var ekki búið að greina hana með einhverfu svo lyfin fóru hryllilega í hana, en ADHD lyf geta haft mjög slæm áhrif á börn með einhverfu. Hún gat bara ekkert sofið og vaknaði öskrandi og með hjartatruflanir. Þetta var hryllilegt tímabil. Hún grét það mikið að nágrannarnir komu og spurðu okkur hvað væri eiginlega í gangi. Hún bara sat og ruggaði sér og ég náði engu sambandi við hana. Þegar Sigga var að verða sex ára og átti að byrja í skóla, komumst við að því að Húsaskóli í Grafarvogi, þar sem eldri börnin voru í skóla, gat ekki tekið við börnum með sérþarfir. Eftir nokkra leit fundum við Áslandsskóla í Hafnafirði sem tók okkur mjög vel og vildi allt fyrir okkur gera. Svo við bara fluttum í Hafnarfjörð.“ Í Áslandsskóla var Siggu vísað til sérfræðings og fékk í kjölfarið greiningu. Hún er með ódæmigerða einhverfu, athyglisbrest og flogaveiki.

Vilja deila reynslu sinni

„Ein ástæðan fyrir því að við stofnuðum ABC leikföng var til að deila okkar reynslu. Ég er viss um að sú reynsla sem við höfum aflað okkur á erindi til annara foreldra sem eru í svipaðri aðstöðu og við vorum. Ein heimsókn til okkar hér í Súðavoginn gæti hjálpað þeim mikið. Svo erum við byrjuð að skipuleggja fræðslufundi og ráðstefnur fyrir foreldra þar sem við kynnum í leiðinni leikföngin. Það er bara svo margt sem foreldrar geta gert sjálfir til að láta börnunum líða betur. Það er svakalegt álag fyrir foreldra að eiga barn með sérþarfir. Læknarnir voru að vísa hver á annan og við vissum ekkert hvað við áttum að gera. Ég man eftir tveimur skiptum þar sem ég bara féll saman og gat ekki hætt að gráta. Það merkilega er að þegar Sigga er svo loks greind með ódæmigerða einhverfu og ég fæ að heyra hvað einhverfa er, sé ég að allt sem við höfum verið að gera með leikföngunum eru aðferðir sem notaðar eru á einhverf börn. Ég hafði bara fundið það með tímanum hvað virkaði best á hana, að nota miða og myndir, að nota tákn í stað orða og að hafa fastar reglur og ramma utan um allt sem við gerðum. Ég mæli með því við alla foreldra að þeir noti tímann vel með börnunum sínum, hvort sem þau eru með þroskafrávik eða ekki. Tíminn er bara svo dýrmætur.“


ÁTTU ERFITT MEÐ SVEFN? ER LÍKAMINN AÐ HRJÁ ÞIG?

VITALITY

Þetta segir Dr. Breus um rúmið Vitality

,,Þetta er fyrsta rúmið sem ég hannaði þannig að það má segja að þetta sé rúmið sem kom The Dr. Breus Bed af stað. Þetta rúm hannaði ég til þess að ég gæti náð fram fullkominni þyngdardreifingu, meiri stöðugleika í hitastigi dýnunnar, góðum stuðning og miklum þægindum. Þessu rúmi mæli ég með fyrir fólk sem er vant því að sofa á einföldu rúmi með engum sérgerðum svampi í toppinn. Fyrir fólk sem er engu að síður að leita sér að framúrskarandi rúmi en hefur engar sérstakar sér óskir að öðru leyti. Hentar öllum svefnstöðum, hvort sem fólk sefur á maganum, hliðinni eða bakinu.”

Á MORGUN, LAUGARDAG, VERÐUR KÍRÓPRAKTORINN GUÐMUNDUR B. PÁLMASON FRÁ KÍRÓPRAKTORSTOFU ÍSLANDS Í REKKJUNNI KOMIÐ OG FÁIÐ AÐSTOÐ FRÁ SÉRFRÆÐINGI VIÐ AÐ VELJA RÚM SEM YKKUR HENTAR

EINU RÚMIN SEM ERU HÖNNUÐ AF SVEFNLÆKNI RÚMIN FRÁ DR. BREUS ERU HÖNNUÐ EFTIR FJÓRUM GRUNDVALLARREGLUM STÖÐUGT OG RÉTT HITASTIG

FULLKOMIN SLÖKUN

Dýnurnar innihalda einstakt efni sem heitir Tempsense. Efnið viðheldur jöfnum hita í efsta lagi dýnunnar alla nóttina og er einungis að finna í Dr. Breus Bed rúmunum.

Mikilvægt er að dýnan sé svæðaskipt þannig að hún gefi eftir og veiti stuðning á réttum stöðum. Rétt svæðaskipting á dýnu gerir það að verkum að líkamsstaðan helst rétt og vöðvar fá fullkomna slökun.

ENGIN HREYFING Í DÝNUNNI Græna línan sýnir venjulegar hitasveiflur. Rauða línan sýnir hitasveiflur í Tempsense-efninu og eins og sjá má þá helst hitastigið stöðugra með Tempsense-efninu.

ARGH!!! 131213

ÞRÝSTIJÖFNUN Með því að finna enga álagspunkta og fá fullkominn stuðning er auðveldara að ná djúpsvefni. Blóðflæði um líkamann er eðlilegt og þú hættir að rjúfa svefn og vakna á nóttunni.

GUÐMUNDUR BIRKIR PÁLMASON B.Sc. D.C Guðmundur lagði stund á kírópraktík við Scandinavian College of Chiropractic í Svíþjóð og starfaði sem kírópraktor í Stokkhólmi í tvö ár á eigin stofu áður en hann hóf störf hjá Kírópraktorstofu Íslands. Guðmundur hefur einnig starfað sem einkaþjálfari bæði á Íslandi og í Svíþjóð í meira en áratug. Guðmundur starfaði í tvö ár samhliða kírópraktornáminu hjá úrvalsliðinu Djurgården þar sem hann hjálpaði atvinnumönnum í fótbolta að ná betri árangri og fyrirbyggja meiðsli. Guðmundur hefur mikinn áhuga á heilsu almennings og hefur starfað við heilsu- og æfingaferðir bæði í Svíþjóð og á Íslandi. Guðmundur notast við Gonstead-aðferðafræðina við greiningu og meðhöndlun skjólstæðinga sinna.

Margir glíma við það vandamál að rjúfa svefn og vakna þegar maki byltir sér í rúminu. Dr. Breus bed eru hönnuð þannig að lítil sem engin hreyfing finnst á öðrum svæðum dýnunnar þó að einhver setjist á rúmið eða bylti sér.

Þinn svefn - Þín heilsa - Þitt líf

Rekkjan ehf ≤≥ Ármúla 44 ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16

H E I L S U R Ú M


42

fótbolti

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2013

Aron og BAle mætAst í WAles Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Wales í vináttulandsleik á miðvikudaginn í næstu viku, 5. mars. Íslensku drengirnir takast þar á við einn kunnasta knattspyrnumann heims, Gareth Bale. Athygli vekur að Aron Einar Gunnarsson verður eini leikmaðurinn á vellinum sem leikur með velska liðinu Cardiff. SkjárSport sýnir beint frá leiknum í opinni dagskrá.

A

ron Einar Gunnarsson mun leiða íslenska landsliðið í vináttuleik gegn Wales á miðvikudaginn. Leikurinn fer fram á heimavelli Cardiff City sem tekur 27 þúsund áhorfendur.

Búa sig undir undankeppni EM

Stærsta stjarna velska liðsins er Gareth Bale og mun hann leika gegn Íslendingum. Bale er sjóðheitur eftir að hafa skorað tvö mörk í Meistaradeildinni með Real Madrid í vikunni. Ekki liggur enn fyrir hvernig íslenska liðið verður skipað en landsliðsþjálfararnir Lars Lägerback og Heimir Hallgrímsson kynna það á blaðamannafundi í dag, föstudag. Íslenska landsliðið missti sem kunnugt er af sæti á HM í Brasilíu í sumar þegar það tapaði f y r i r K róöt u m. Liðið getur því byrjað að einbeita sér að undirbúningi f yrir undankeppni EM 2016 í Frakklandi. Þessi leikur er því kærkominn til að ná úr sér tapinu í haust. Í vikunni var dregið í riðla fyrir undankeppni EM. Ísland er í A-riðli með Hollandi, Tékklandi, Tyrklandi, Lettlandi og Kasakstan. Fyrstu leikirnir fara fram 7.–9. september í ár.

Stórstjarnan Bale

Það er engin smástjarna sem fer fyrir þeim velsku. Gareth Bale var á allra vörum í sumar þegar Real Madrid keypti hann frá Tottenham Hotspur í Englandi. Bale var keyptur til Tottenham sem efnilegur vinstri bakvörður árið 2007 en þegar hann var seldur þaðan var hann búinn að breytast í skeinuhættan kantmann eða framherja sem skoraði 21 mark á sínu síðasta tímabili. Bale kom úr knattspyrnuakademíu Southampton sem hefur skilað mörgum frambærilegum leikmönnum síðustu ár. Hann hefur

Aron Einar Gunnarsson

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Lið: Cardiff City. Aldur: 24 ára. Hæð: 1.78 m. Númer: 17. Landsleikir/mörk: 40/0. Staða: Miðjumaður.

Fitul’til og pr—teinr’k ... … og passar með öllu

www.ms.is

ekki fest sig í sessi í liði Real Madrid enda átt við smávægileg meiðsli að stríða en nú virðist hann vera að finna fjöl sína. Tvö mörk og stoðsending í 6-1 sigri á Schalke í Meistaradeildinni í vikunni renna stoðum undir það. Um síðustu helgi setti hann svo einn þrumufleyg í spænsku deildinni. Auk Bale ætti að gleðja einhverja að Joe Allen, leikmaður Liverpool, mætir Íslendingum en því miður er Aaron Ramsay, leikmaður Arsenal, fjarri góðu gamni. Nok k r i r lei kmenn Swansea City eru í liðinu, sá sterkasti líklega varnarmaðurinn Ashley Williams, en enginn leikmaður Cardiff City var valinn að þessu sinni. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, verður því eini leikmaðurinn á vellinum sem leikur á heimavelli.

Mikil stemning í samfélaginu

SkjárSport sýnir beint frá leiknum á miðvikudaginn en leikurinn hefst klukkan 19.45. Pálmi Guðmundsson dagskrárstjóri er afar spenntur fyrir leiknum. „Við erum mjög ánægð að hafa tryggt okkur útsendingarréttinn að leiknum. Karlalandsliðið okkar í fótbolta hefur aldrei í sögunni staðið sig eins vel og mikil stemning er fyrir því í samfélaginu,“ segir Pálmi. SkjárSport er í opinni dagskrá á rás 30 á myndlyklum Símans og rás 28 á myndlyklum Vodafone – og sýnir bæði þýska og hollenska boltann í opinni dagskrá um helgina.

Unnið í samstarfi við

Gareth Bale Lið: Real Madrid. Aldur: 24 ára. Hæð: 1.83 m. Númer: 11. Landsleikir/mörk: 43/11 Staða: Vængmaður/framherji.


NÝT T - BE T R A - Ö F L U GR A

YOUTH GRAFTER

BYGGT Á RA NNSÓKNUM NASA Á OFURPLÖNTU M 1

1 HA LOP HY T E P LA NT S - 2 P OW ERCELL 1. ÚT G Á FA

TVÖFALT MAGN AF JURTASTOFNFRUMUM 2

DAGLEGUR SKAMMTUR AF ÚTGEISLUN, SEM STYRKIR HÚÐINA Í ERILSÖMU LÍFI NÚ 9X ÖFLUGRA

SJÁANLEGA YNGRI HÚÐ, Í NÚTÍÐ OG FRAMTÍÐ MÝKIR LÍNUR & JAFNAR ÁFERÐ - STYRKIR HÚÐINA - GEFUR LJÓMA - 24 STUNDA RAKAGJÖF

HELENA RUBINSTEIN KYNNING Í LYFJUM & HEILSU KRINGLUNNI FIMMTUDAG TIL SUNNUDAGS

Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir HR krem eða 2 vörur.

15% afsláttur a f öllum HR vörum

*Gildir á kynningunni meðan birgðir endast. Einn kaupauki á viðskiptavin. Gildir ekki með Nudit eða blýöntum.

25% AFSLÁTTUR AF NÝJU POWERCELL LÍNUNNI. AÐEINS Á KYNNINGUNNI.


Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

 HEimsókn til fr ændþjóðanna

Skandinavískt sumarfrí Það er flogið beint til átta borga og bæja í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Það er því engin ástæða til að byrja og enda ferðalagið á sama flugvelli.

E

r kominn tími á að gera frændþjóðunum góð skil? Í sumar geturðu byrjað reisuna um Skandinavíu í Stavanger og flogið heim frá Stokkhólmi eða tekið ferju frá Kaupmannahöfn til Oslóar. Hér eru nokkrir útgangspunktar fyrir þá túrista sem vilja ekki vera bundna af því enda ferðalagið á sama flugvelli og það hófst.

Bjartviðri á slóðum bóhema

Kragerø við Oslóarfjörð og Skagen, nyrsti bær Jótlands, eiga það sammerkt að hafa verið heimkynni nokkurra af þekktustu listmálurum Norðurlanda og vera mjög sólríkir bæir. Það er hægt að gera þessum björtu listamannanýlendum skil í einni utanlandsferð með því að nýta sér ferjusiglingar Stena Line milli Oslóar og Frederikshavn á Jótlandi. Þar má svo leigja bíl og kynna sér nyrsta hluta Jótlands áður en haldið er heim frá Billund.

Grænmetið sem vex á eyjunni Samsø þykir lostæti í ríki Margrétar Þórhildar og margir gera sér ferð þangað til að fá sér í svanginn. Mynd/Nicolai Perjesi/Visit Denmark


Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

ferðalög 45

TAKTU RÚTU! Önnumst allt frá innanbæjarskutli til krefjandi hálendisferða. Höfum rútur af öllum stærðum og gerðum, vel búnar til aksturs sumar sem vetur og með öryggisbeltum. Daglegar ferðir í Landmannalaugar og Þórsmörk frá 14.06 - 31.08.

Hesthálsi 10 - 110 Reykjavík sími: 587 6000 info@trex.is www.trex.is

Þeir sem fljúga út til Bergen en heim frá Þrándheimi geta siglt með Hurtigruten á milli flugvalla. Mynd/Innovasjon Norge

Á slóðir Astridar

Er kominn tími á að fara með börnin í heimsókn til Línu, Emils og Kalla á þakinu? Skemmtigarður Astridar Lindgren er miðja vegu á milli Stokkhólms og Gautaborgar en flogið er héðan til beggja þessara borga. Ef ferðalagið hefst í Stokkhólmi liggur beint við að heimsækja Junibacken safnið þar sem persónur úr bókum Astridar eru í aðalhlutverki. Síðan er tilvalið að borða á Wasahof bístróinu við Dalagatan 46 en skáldkonan bjó fyrir ofan veitingastaðinn í 61 ár. Síðan er lestin tekin til Vimmberby og þar má leigja kofa í tvær nætur á meðan skemmtigarðinum Astrid Lindgrens värld eru gerð góð skil. Við komuna til Gautaborgar er stutt í Liseberg, stærsta skemmtigarð Norðurlanda.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 4 - 0 1 4 8

Skemmtigarður Astridar Lindgren er mitt á milli Gautaborgar og Stokkhólms og í þeim borgum geta fjölskyldur léttilega gert sér glaðan dag. Mynd/Astrid Lindgrens Värld

Iðnþing 2014 Hugvit Nýsköpun

Framleiðni Stöðugleiki

Fagmennska

Siglt milli flugvalla

Það tekur um tíu tíma að keyra frá Bergen norður til Þrándheims en það er örugglega miklu skemmtilegra að gefa sér 37 tíma í túrinn um borð í ferju Hurtigruten. Tveggja nátta sigling kostar um fimmtíu þúsund krónur með norska skipafélaginu en einnig er hægt að fara mun lengri norður með Hurtigruten.

Auðlindir

Menntun

Drifkraftur nýrrar sóknar

Nýjar danskar kartöflur

Uppáhalds kartöflur Dana eru upprunnar á eyjunni Samsø úti fyrir austurströnd Jótlands. Til þessarar litlu eyju má sigla frá Kalundborg á Sjálandi eftir að hafa endurnýjað kynnin af Kaupmannahöfn. Við komuna til Samsø er rakleiðis haldið á næstu krá og pantaður kartoffelmad; rúgbrauð með þunnt sneiddum, köldum kartöflum, majónesi og graslauk. Ferðinni er svo haldið áfram yfir á eina fastaland Dana og flogið heim frá Billund, heimabæ Legósins.

Iðnþing Samtaka iðnaðarins verður haldið í Íþrótta- og sýningarhöllinni Laugardal fimmtudaginn 6. mars kl. 14–16. Á Iðnþingi verður 20 ára afmæli SI fagnað og fjallað um fjölbreyttan iðnað sem drifkraft nýrrar sóknar og endurreisnar íslensks efnahagslífs. Fundurinn er öllum opinn - léttar veitingar. Skráning á www.si.is

Dagskrá

Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is

Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is

Ný sókn

Svana Helen Björnsdóttir, Svan f rm fo formaður Samtaka iðnaðarins

Þorsteinn Pálsson, Þo f forsætisráðherra fv fv. og framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins Vi

Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi

Ra agn Ragnheiður Elín Árnadóttir, ið nað iðnaðarráðherra

Hilmar Veigar Hi V ig Pétursson, Ve framkvæmdastjóri CCP framkvæm

Fundarstjóri: Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls

Tvær höfuðborgir

Oslóarbáturinn (dfds.dk) siglir frá Nordhavn í Kaupmannahöfn seinnipart dags og kemur til Oslóar morguninn eftir. Þar sem flugsamgöngur milli Keflavíkur og þessara tveggja borga eru mjög góðar má reglulega finna ódýra flugmiða á þessum leiðum. Á Túristi.is má finna upplýsingar um hvaða flugfélög fljúga til Skandinavíu og gera verðsamanburð á bílaleigubílum.

Samkeppnishæfni

Drifkraftur Drifkraft f u í iðnaði ft Gylfi Gíslason, G fframkvæmdastjóri JÁVERKS

Aðalheiður Aðalh heiður Héðinsdóttir, framk kvæm framkvæmdastjóri Kaffitárs

Berg Bergsteinn Einarsson, fra framkvæmdastjóri Sets

Guðmundur Guð ðm mundu Fertram Sigurjónsson, fram mk kvæm framkvæmdastjóri Kerecis


46

samtíminn

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

 Sagan aF því hvernig maturinn okk ar breyttiSt – þriðji hluti

Kona klædd í þjóðbúning gerir heimabakað súrdeigsbrauð í Bæjaralandi í Þýskalandi.

300 kynslóðir borðuðu súrdeigsbrauð, þrjár kynslóðir gerbakstur og nú eru komnar fram tvær kynslóðir sem er aldar á skyndihefun verksmiðjubrauðanna. Þær eru feitari en hinar og margt bendir til að þær séu líka heilsubilaðri.

Afturhvarf til sögunnar Hugsjónamenn leita aftur í söguna að mat sem er okkur betri en sá sem kemur frá iðnvæddri matarframleiðslu dagsins í dag – og sem rekja má til þess að Loius Pasteur gerilsneyddi mjólk í fyrsta skipti fyrir 152 árum.

F

ólk hefur getið sér þess til að fyrsta brauðið hafi verið bakað í Litlu Asíu. Gerlar sem virka eins og ger; hanga allsstaðar í loftinu — en í Litlu Asíu óx villt hveiti, sem er nokkurs konar náttúrulegur félagi gersins. Hveitið gefur betri næringu fyrir gerið en flest önnur korn, en þó er mikilvægara að þegar hveitideig er hnoðað myndar glútenið í hveitinu þétt net sem heldur gasinu frá gerinu inn í deiginu og skapar þannig létt og loftmikið brauð. Rúgmjöl hefur álíka góða næringu fyrir gerlana en það vantar upp á glúteinið; gasið sem gerlarnir prumpa eftir að hafa hámað í sig sætindin í rúgnum fer mest forgörðum; það helst ekki inn í deiginu og brauðið verður miklu klesstara og þéttara en hveitibrauð. Fólk hefði því líklega aldrei komist upp á lag með gerbakstur þar sem aðeins rúgur óx en ekkert hveiti. Kenningin er að hið fyrsta brauð hafi orðið til fyrir slysni. Deig einhverrar bóndakonu hafi spillst og gerjast en í stað þess að henda því hafi konan látið það gossa í ofninn með óspilltu brauðunum – ef til vill vegna þess að hún var bjargarlaus og átti ekkert annað að borða. Og þá gerðist kraftaverkið. Litli ljóti andar-

unginn reyndist svanur. Ónýta deigið varð besta brauðið. Þetta gerðist fyrir um sjö þúsund árum (eða um 300 kynslóðum).

Módernisminn og baguettan

Það þurfti ekki að stunda neina sölumennsku svo gerbakstur breiddist út. Hann seldi sig sjálfur. Um allan heim þar sem hægt var að rækta hveiti eða kaupa það tældi fólk ger úr loftinu í deigið og bakaði brauð. Þar sem kornið og hráefnið var mismunandi og gerið ólíkt voru brauðin óendanlega fjölbreytt – ekki aðeins ólík frá einu landi til næsta og frá einni sveit að næstu; heldur frá einum bæ að næsta – á sama hátt og skyrið á Íslandi, ostarnir í Frakklandi eða jógúrtin í Kákakus voru ólík milli bæja áður en býlisvinnslan lagðist niður. Þótt menn hefðu náð frábærum tökum á bakstrinum og vissu allt um hvernig mátti hægja á hefun, hraða henni eða klúðra henni – höfðu menn ekki hugmynd um hvers vegna. Einhverjir töldu þetta byggjast á galdri og því er óhefað brauð frekar notað við trúarathafnir en gerbrauð. Oblátur eru til dæmis líkari ósoðnu pasta en brauði. En 1862 afhjúpaði semsagt Louis Pasteur galdurinn. Og þegar hann hafði bent á það sem virkaði augljóst um leið og hann sagði það; tóku menn til við að einangra það ger sem best gagnaðist. Og skilgreiningin var klár: Það ger var best sem hefaði deigið mest. Og á fáum áratugum þróaðist brauðgerið frá bjórgerinu og til varð eitt afbrigði Saccharomyces cerevisiae sem var notað við bakstur um allan heim. Þetta var við upphaf módernismans sem skilgreinir gæði sem

takmörkun frávika. Hann vill að allt sé gott og heldur að gott sé alltaf eins. Módernisminn sækir ekki stolt sitt í að geta hámarkað eða aukið gæðin heldur í að hindra að gæðin hrapi niður fyrir boðleg mörk. Við lifðum áður í veröld þar sem gæði brauða gátu verið á bilinu 0 til 100. Í módernismanum verða öll brauð – á endanum – svona 30. Í þarsíðustu viku sagði ég ykkur frá frönsku baguettunni sem er afkvæmi fyrstu kynslóðar gerbrauðanna eftir að Pasteur réð gátuna um gerið. Og það vita allir sem hafa smakkað góða baguettu; með brakandi, bragðmikilli – eilítið sætri – skorpu en dúnmjúku innvolsi; að líklega hefur manninum ekki tekist betur upp við nokkurn skapaðan hlut annan. Ef einhver spyr ykkur um tilgang mannlegrar tilveru getið þið rétt honum góða baguette. Eins og oft gerist þegar tveimur veröldum lýstur saman þá verður til eitthvað ómótstæðilegt. Þegar önnur veröldin síðan hefur hina undir; tekur fábreytileikinn aftur við; og ef til vill enn verri. Baguettan er eins og James Joyce; módernísk afurð (eitthvað sem hefði ekki getað orðið til fyrr); en með báða fætur í hefðinni. Á eftir komu hins vegar miklu verri brauð – eins og að margt af því sem fylgdi á eftir Joyce hafa verið þurr, innihaldsog bragðlaus leiðindi.

Verksmiðjudjöfulgangur

Þegar bjórgerið hafði verið ræktað upp og aðlagað að þörfum bakara hvarf hinn hefðbundni súrdeigsbakstur úr menningunni á örskömmum tíma; varla meira en nokkrum áratugum. Bakari sem þurfti þrjá

daga til að láta brauð hefast varð einfaldlega undir í samkeppninni við bakara sem notaði hið nýja ger og gat hefað deig á fáeinum klukkutímum. Súrdeigsbakstur einangraðist innan norðlæga rúgbeltisins á áratugunum eftir seinna stríð. Rúgur hefur ekki glúten eins og hveiti og því virkar bakarager ekki á rúginn. Til að lyfta rúgbrauði er því annað hvort notað lyftiduft og matarsódi, eins og í íslensku seiddu rúgbrauði, eða súrdeig, eins og í dönsku rúgbrauði og þýskum brauðum á borð við Pumpernickel. En þegar Bítlarnir komu fram í Hamborg var annar súrdeigsbakstur svo til útdauður á Vesturlöndum. Og gerbaksturinn breyttist líka. Í Ameríku er hveiti glútenríkara en í Evrópu og þar náðist að hraða enn frekar hefuninni með ýmsum brögðum; hraðvirkum hnoðvélum, lyftiefnum til að flýta hefun og svo framvegis. Þegar þessar vélar voru fluttar til Evrópu fóru þær ekki vel með deigið vegna þess að hveitið var veikara í Evrópu. Þar voru því þróaðar aðferðir til að bæta enn við lyftiefnin og einnig hertri jurtafitu til að styðja við burðarstrúktúr brauðsins; fitan virkar eins og frauð utan á glútennetið. Um 1970 var nánast allt hveitibrauð í Englandi og norðanverðri Evrópu orðið að svona verksmiðjubrauði. Hin einfalda eldamennska; að taka hveiti, ger, salt og vatn og baka úr því brauð var nánast glötuð hæfni. Í stað einfaldleikans var komið verksmiðjubrauð með löngum lista efna í innihaldslýsingunni; alls kyns stoðefnum til að styðja við stórkarlalega vinnsluna eða bæta hráefnin svo þau hefuðust hraðar og gætu staðist djöfulgang hinnar ógn-


samtíminn 47

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

arahröðu vinnslu. Um 1980 voru flest brauð á Vesturlöndum í raun hætt að vera gerbrauð; þau voru hefuð með öðrum efnum og gerið var aðeins sett í þau upp á bragðið; svo það minnti á eitthvað sem fólk hafði vanist.

San Francisco hefðin

En þótt bakaragerið hafi útrýmt súrdeiginu um öll Vesturlönd var þó á því ein mikilvæg undantekning; San Francisco og nágrenni. Fólksflutningarnir vestur um haf áttu sér stað nokkrum áratugum áður en bakaragerið tók yfir súrdeigið í Evrópu og því fluttu landnemarnir með sér kunnáttu í súrdeigsbakstri. Og af einhverjum ástæðum – menningarlegum eða

vegna loftslags við flóann – tókst ekki að eyða súrdeigshefðinni við San Francisco. Og við þennan flóa er háskólabærinn Berkeley þar sem Alice Waters opnaði Chez Panisse árið 1971. Þetta þrennt; áhugi Alice á staðbundnu hráefni og hefðbundum aðferðum, sérstök brauðhefð við San Francisco-flóa og menntaður jarðvegur háskólasamfélagsins voru forsendur þess að súrdeigsbakstur þar vestra gekk í gegnum endurreisnarskeið. En þetta gerðist hægt. Árið 1971 var Alice Waters áhrifalaus sérvitringur. Það var ekki fyrr en áratug seinna sem hún sló rækilega í gegn og enn síðar sem innanhússbakari hennar stofnaði Acme bakaríið í San Francisco, sem verður

ISIO 4 ISIO4 er heilsusamleg blanda af olíum — auðug af náttúrulegu E-vítamíni og viðbættu D-vítamíni. Olíurnar fjórar sem sameinast í ISIO4, repju-, oléisol-, sólblóma- og vínberjaolía, eru ríkar af E-vítamíni, andoxunarefni sem verndar frumur líkamans. Auk þess inniheldur ISIO4 núna meira af D-vítamíni sem hjálpar þér að styrkja ónæmiskerfið. Hugsaðu um heilsuna og veldu ISIO4 með lífsnauðsynlegum Omega-3 fyrir hjarta og æðakerfi og Omega-6 til að halda kólesteróli í skefjum. Olían er bragðgóð og hentar vel í alla matargerð, heita rétti sem kalda.

ÍSLENSKA SIA.IS NAT 58050 03/12

Hefing í nútímabakaríum gerist á innan við 3 mínútum. Það segir sig sjálft að hveitið sem við borðum bakað í slíkum brauðum er allt annars eðlis en hveitið sem fólk borðaði í brauðum sem höfðu hefast á þremur sólarhringum fyrir tíma Pasteur.

með D-vítamíni góð fyrir æðakerfið

í dag að teljast áhrifamesta bakarí Bandaríkjanna.

Franska endurreisnin

En á sama tíma og Alice var að byggja upp veitingahús sitt í Berkeley var Lionel Poilâne að taka við bakaríi föður síns á vinstri bakka Signu. Lionel var hugfanginn af gerjun sem byggði fyrst og fremst á gerlum í hveitinu sjálfu, í andrúmsloftinu og af höndum bakarans — sem sagt hefðbundnum súrdeigsbakstri — en síður á súrum gerlum, líkum þeim sem sýra mjólk eða jógúrt og sem einkenna brauð við San Fransisco (og hafa breiðst út um heilsubúðir heimsins og eru í hugum margra hin raunverulegu súrdeigsbrauð).

Það er ekki sjálfgefið jafnvægi á milli gerlanna sem sýra brauðið og þeirra sem lyfta því. Í raun keppast þessir tveir ólíku gerlar um sömu fæðuna í brauðinu. Í brauðunum samkvæmt San Fransisco-hefðinni hefast brauðið minna vegna þess að súrgerlarnir ná að éta mikið af sætunni (brauðin eru því þétt og súr); en í frönsku hefðinni, sem Poilâne endurvakti, er minna af súr en þess meiri hefing. Brauðið sem Lionel þróaði var pain Poilâne, stór sveitahleifur úr steinmöluðu hveiti. Og hann sló í gegn; varð fyrsti heimsfrægi brauðhleifurinn byggður á hefðbundnum aðferðum. Í dag eru bakFramhald á næstu síðu


48

samtíminn

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

og arf sögunnar; jafnvel eitthvað sjálfgefið eða það sem við eigum og munum alltaf eiga; er okkur oftast aðeins aðgengilegt fyrir hugsýn, hugsjónir og hugrekki fárra. Án þessa fólks tapast hefðin og sagan týnist. Lionel Poilâne fórst í þyrluslysi ásamt eiginkonu sinni fyrir nokkrum árum. Dóttir hans, Appollonia, rekur nú bakarí afa síns við rue du Cherche-Midi og annað í 15. hverfi sem faðir hennar opnaði, auk risabakarís með 24 eldofnum nærri Charles de Gaulle flugvelli. Bróðir Lionels, Max, er líka bakari og rekur þrjú bakarí undir eigin nafni í París. Það þarf ekki að taka fram að franskir mataráhugamenn geta deilt um það dögum saman hvor bróðirinn hafi verið betri bakari og hvort Apolloniu hafi tekist að viðhalda þeim gæðum sem Lionel byggði upp.

Servitringur í Sádi-Arabíu Pain Poilâne, sem er stór sveitahleifur úr steinmöluðu hveiti, varð fyrsti heimsfrægi brauðhleifurinn byggður á hefðbundnum aðferðum. Í dag eru bakaðir um 15 þúsund Poilâne-hleifar í bakaríi við Charles de Gaulle-flugvöllinn í Frakklandi og þeim flogið á markað víða um heim.

ur einskonar fornbakaríis-klasi; þarna standa hefðbundnir eldofnar i löngum röðum. Þegar þessu tvennu laust saman – endurvakningu húmanískra

matarsýnar hjá Alice Waters og endursköpun Lionel Poilâne á gleymdum evrópskum hefðum – endurfæddist brauðbakstur víða um heim. Það sem við teljum hefð

PIPAR\TBWA • SÍA • 132503

aðir um 15 þúsund Poilâne-hleifar í bakaríi við Charles de Gaulle-flugvöllinn og þeim flogið á markað víða um heim. Þetta er ekki verksmiðja í venjulegum skilningi held-

Öflug fjáröflun fyrir hópinn Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins

Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands eða næsta útibú Olís og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.

Skeifunni 11 | Sími 515 1100

SMART CONSOLE

LEIKJATÖLVA va, Öflug spjald- og leikjatöl jár isk ert sn HD r 5” kristaltæ

19.900

ÓGRYNN

I LEIKJA NÆR ÓTAK MARKA

www.rekstrarland.is

Ég vil líka segja ykkur frá faraldursfræðingnum Ed Wood, sem var árið 1983 fenginn til að stýra uppbyggingu á meinatæknistöð norður af Riyadh í Sádi Arabíu. Ed þessi hafði brennandi áhuga á súrdeigsbakstri og bakaði allt sitt brauð heima í Bandaríkjunum. Bakstur var Ed svo mikilvægt sáluhjálparatriði (og það skilur fólk sem hefur vanið sig á bakstur) að hann hafði tekið súrdeigsklípu með sér og bakaði reglulega brauð þarna út í eyðimörkinni. Eins ólíklegt og það kann að hljóma þá rakst Ed á röngentækni í eyðimörkinni norður af Riyadh sem hafði ekki minni áhuga á súrdeigsbakstri. Sá átti níræðan afa sem enn bakaði úr súrdeigi sem hann hafði fengið sem afleggjara í upphafi síðustu aldar frá gullgrafara sem hafði dvalið alla ævi við gullleit langt norður í ísilögðum auðnum Yukon í Kanada. Þeir félagar uppveðruðust við áhuga hvors annars; röngentæknirinn skrifar afanum bréf og fékk sendan kanadískan gullgrafarasúr til baka. Og félagarnir bökuðu tvö brauð þarna í eyðimörkinni; annars vegar súrdeigsbrauð úr gerlinum hans Ed Wood; sem var ættaður frá San Fransisco og eflaust mátti rekja til gullæðis Kaliforníu og hins vegar súr frá afanum sem rekja mátti til Klondike í Yukon. Og svo smökkuðu þeir brauðið. Og þá rann upp fyrir faraldsfræðingnum ljós: Súrdeig er óralangt frá því að vera eitthvað eitt og ákveðið. Ef gullæðissúrinn frá San Fransisco og Yukon gátu af sér svona ólík brauð; hvað með súrinn frá Saudi Arabíu, Egyptalandi, Frakklandi og Rússlandi? Eftir þetta gat Ed Wood ekki beðið þess að komast á eftirlaun.

Síðan hefur hann ferðast um heiminn og safnað súrdeigsklípum. Hann leitar uppi bakarí sem hafa verið starfsrækt áratugum og öldum saman, fær klípu hjá hirðingjum sem segjast baka úr súr sem rekja megi tvö þúsund ár aftur í tímann og fær sýnishorn við þorpsofna djúpt inn í skógum Rússlands. Ed Wood er Grimms-bróðir súrdeigsins eða Bartók og nálgun hans er gerólík afstöðu franska bakarans Lionel Poilâne. Á meðan Ed leitaði uppi gamalt súrdeig langt utan alfaraleiðar vildi Lionel gerja brauðið með gerlum sem eru til staðar í hveitinu sjálfu, hanga í loftinu í bakaríinu og eru á höndum bakarans; aðeins byggja á því sem hvort eð var til staðar. Leit Eds er menningarlegt ævintýri og fjársjóðsleit. Ed er einskonar Indiana Jones brauðsins, Ed vill leita uppi það sem hann elskar. Lionel vildi elska það sem hann hafði.

Bakað en óunnið brauð

Eins og ég sagði í upphafi erum við afkvæmi sögunnar. Forfeður okkar aðlöguðust súrdeigsbrauði sem hefaðist á löngum tíma. Og á meðan það hefaðist umbreyttist hveitið; ekki á svo ólíkan hátt og mjólkin í ostinum eða kjötið i salamipulsunni. Það má segja að hveitið hafi verið kæst á meðan það hefaðist. Þegar brauðgerið kom á markað fyrir góðri öld styttist þessi kæsingartími hveitisins í fáeina klukkutíma. Hefing í nútímabakaríum gerist á innan við 3 mínútum. Það segir sig sjálft að hveitið sem við borðum bakað í slíkum brauðum er allt annars eðlis en hveitið sem fólk borðaði í brauðum sem höfðu hefast á þremur sólarhringum fyrir tíma Pasteur. Það má því segja að á vissan hátt sé hveitið í verksmiðjubrauðum nútímans óunnið eða hrátt; það hefur ekki farið í gegnum þær umbreytingar sem þarf svo við – sem afkvæmi sögunnar – getum borðað það án þess að verða bumbult – eða jafnvel meint af. Og það er þessi bumbul-leiki yfir nútímamatnum sem knýr fólk eins og Ed Wood, Alice Waters og Lionel Poilâne til að leita aftur í söguna að mat sem er okkur betri en sá sem kemur frá iðnvæddri matarframleiðslu dagsins í dag – og sem rekja má til þess að Loius Pasteur gerilsneyddi mjólk í fyrsta skipti 20. apríl fyrir 152 árum.

Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is

4 B BÆ LS

KLINGUR

NETBÆK WWW.TOLLVINGUR Á MEÐ GAGN UTEK.IS V KÖRFUHNAIRKUM PP

ÚRVAL AF Ð FORRITUM LEIKJUM OG FY ÓTRÚLEGU RIR ÞESSA GRÆJU

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is



50

bjór

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

Bríó

Egils Gull

Einstök Pale Ale

Freyja

Gæðingur Pale Ale

Kaldi

Lava Stout

Norðan Kaldi Öl

Tegund: Lager. Styrkleiki: 4,8% Verð í Vínbúðunum: 324 kr. (330 ml gler) Framleiðandi: Ölgerðin, Borg brugghús.

Tegund: Lager. Styrkleiki: 5% Verð í Vínbúðunum: 319 kr. (330 ml gler) Framleiðandi: Ölgerðin.

Tegund: Öl. Styrkleiki: 5,6% Verð í Vínbúðunum: 395 kr. (330 ml gler) Framleiðandi: Vífilfell.

Tegund: Hveitibjór. Styrkleiki: 4,5% Verð í Vínbúðunum: 359 kr. (330 ml gler) Framleiðandi: Ölvisholt.

Tegund: Öl. Styrkleiki: 4,5% Verð í Vínbúðunum: 363 kr. (330 ml gler) Framleiðandi: Gæðingur.

Tegund: Lager. Styrkleiki: 5% Verð í Vínbúðunum: 379 kr. (330 ml gler) Framleiðandi: Bruggsmiðjan.

Tegund: Öl. Styrkleiki: 9,4% Verð í Vínbúðunum: 717 kr. (330 ml gler) Framleiðandi: Ölvisholt.

Tegund: Öl. Styrkleiki: 5,4% Verð í Vínbúðunum: 398 kr. (330 ml gler) Framleiðandi: Bruggsmiðjan.

Bikarkeppni bjór

Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson

remst – fyrst og f

ritstjorn@frettatiminn.is

remst

– fyrst og f

R U D N DÚ

ódýr!

16 liða úrslit SIgr

TILBOÐ!

40 598

Aldarfjórðungur er nú liðinn frá því Íslendingum var leyft að drekkja bjór á ný eins og öðrum siðmenntuð hefur breyst mikið á þessum tíma og í dag getum við valið úr tugum íslenskra bjóra í Vínbúðunum. En hv tíminn setti upp bikarkeppni bjóranna þar sem sextán bestu tókust á í útsláttarkeppni.

afslá

SIg r

ar

ar

Einstök Pale Ale - Bríó

Egils Gull - Polar Beer

Viking Gylltur - Thule

Jöfn viðureign tveggja góðra bjóra en Bríó tekur þetta á léttleikanum.

Stóri bróðir mætir litla bróður og rúllar honum upp.

Stóri bróðir mætir litla bróður og rúllar honum upp.

SIgr

% ttur

SIg r

ar

SIg r

ar

ar

SIg r

ar

Kaldi - Viking Organic Pils

Viking Classic - Freyja

Viking Stout - Norðan Kaldi

Langjafnasta viðureign 16 liða úrslitanna. Kaldi tók þetta á reynslunni.

Classic er góður bjór að dönskum sið en Freyja reyndist fágaðri og margslungnari.

Tveir bragðmiklir bjórar að norðan. Stout hafði það á eftirbragðinu.

8 liða úrslit kr. kippan

kr.kippan 8 9 9 r u ð Verð á4x2 lítrar Coke,

SIgr

Hámark 4 kippur

á mann meða birgðir endastn!

SIg r

ar

Kaldi - Viking Gylltur

Úlfur IPA - Freyja

Aftur mætir Egils Gull bróður sínum en í þetta sinn var honum rúllað upp.

Aftur tekst Kaldi á við nágranna sinn frá Akureyri og ber sigur úr býtum.

Fósturlandsins Freyja varð Úlfinum að bráð enda hörku bjór þar á ferð.

Undanúrslit SIgr

SIg r

ar

ar

Kaldi - Bríó

Viking Stout - Úlfur IPA

Hörku keppni tveggja frábærra lagerbjóra. Þessi viðureign hefði sæmt sér í úrslitunum en Bríó tryggði sér farseðilinn þangað á endanum.

Tveir ólíkir bjórar og báðir mjög góðir. Viking Stout hefur X-faktorinn og kemst í úrslit.

Úrslit SIg r

ar

Bríó - Viking Stout Hér takast á sterkir en ólíkir risar. Annar lagerbjór eins og þeir gerast bestir en hinn dökkur matarbjór með miklu bragði. Á endanum stendur Bríó uppi sem sigurvegari og er virkilega vel að titlinum Besti íslenski bjórinn 2014 kominn. Til hamingju Bríó!

Um keppnina Alls voru 39 bjórtegundir í undanriðlum bikarkeppninnar. Erlendir bjórar sem bruggaðir eru hér á landi komu ekki til greina. Það sama gildir um light-bjóra. Dregið var í 16-liða úrslitin og aftur í 8-liða úrslit og undanúrslit.

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is

ar

Bríó - Egils Gull

www.fi.is

. . . n n i g i þ u ð Skrá t ú g i þ u ð f í r d ...

SIg r

ar

Þeir bjórar sem ekki komust upp úr undanriðlunum voru: Black Death, Boli, Egils Pilsner, Egils Sterkur, Einstök Toasted Porter, Einstök White Ale, El Grillo, Gæðingur hveitibjór, Gæðingur Stout, Gæðingur Tumi humall IPA, Kaldi dökkur, Móri, Myrkvi Porter nr. 13, Skjálfti, Steðji dökkur, Steðji jarðarberjabjór, Steðji Kóróna sítrusbjór, Steðji reyktur bjór, Stinnings Kaldi, Viking lager, Viking Sterkur, Þurs sterkur, Ölvisholt Röðull.


bjór 51

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

Polar Beer

Steðji lager

Thule

Úlfur India Pale Ale nr. 3

Viking Classic

Viking Gylltur

Viking Pils Organic

Viking Stout

Tegund: Lager. Styrkleiki: 4,7% Verð í Vínbúðunum: 219 kr. (330 ml dós) Framleiðandi: Ölgerðin.

Tegund: Lager. Styrkleiki: 4,7% Verð í Vínbúðunum: 370 kr. (330 ml gler) Framleiðandi: Steðji.

Tegund: Lager. Styrkleiki: 5% Verð í Vínbúðunum: 309 kr. (330 ml gler) Framleiðandi: Vífilfell.

Tegund: Öl. Styrkleiki: 5,9% Verð í Vínbúðunum: 444 kr. (330 ml gler) Framleiðandi: Ölgerðin, Borg brugghús.

Tegund: Lager. Styrkleiki: 4,6% Verð í Vínbúðunum: 309 kr. (330 ml gler) Framleiðandi: Vífilfell.

Tegund: Lager. Styrkleiki: 5,6% Verð í Vínbúðunum: 329 kr. (330 ml gler) Framleiðandi: Vífilfell.

Tegund: Lager. Styrkleiki: 5% Verð í Vínbúðunum: 359 kr. (330 ml gler) Framleiðandi: Vífilfell.

Tegund: Öl. Styrkleiki: 5,8% Verð í Vínbúðunum: 365 kr. (330 ml gler) Framleiðandi: Vífilfell.

ranna

ðum þjóðum. Bjórmenning okkar ver er besti íslenski bjórinn? Frétta-

SIgr

ar

Úlfur IPA - Lava Stout Lava reyndi að drekkja Úlfi í alkóhóli en Úlfur varðist vel og hafði sigur að lokum. SIgr

ar

Gæðingur Pale Ale - Steðji lager Landsbyggðarbjórar tókust á og sá skagfirski var sjónarmun á undan í mark.

SIgr

ar

Viking Stout - Gæðingur Pale Ale Gæðingur átti ekki roð í þennan bragðgóða keppinaut sinn.

SprengidagSSaltkjöt Fyrsta flokks hráefni er grunnurinn að góðri máltíð. Goða saltkjöt er sérvalið og framleitt af sannkölluðum fagmönnum.

Borðaðu vel á sprengidaginn!


52

fjölskyldan

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014 Rauði krossinn | hringmerki

 Kórinn Fr amhaldssKólaKynning

Leiðtogar á neyðarstund

Fjölbreytt námsframboð kynnt Dagana 6.-.8. mars verður haldin framhaldsskólakynning í Kórnum í Kópavogi. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að nýta þetta tækifæri og mæta með börnum sínum til að kynna sér fjölbreytt námsframboð, allt á einum stað. Þetta er í fyrsta sinn sem framhaldsskólar kynna sig saman á einum stað en þar verða allir framhaldsskólar af höfuðborgarsvæðinu, nokkrir af landsbyggðinni auk annarra fræðsluaðila á þessu skólastigi. Á sama tíma mun fara fram Íslandsmót iðn-og verkgreina þar sem nemendur í verknámi keppa

Rauði krossinn býður til fyrirlesturs um mikilvægi leiðtogastjórnunar á neyðartímum fimmtudaginn 6. mars, kl. 8.30 - 9.30 í húsi Rauða krossins að Efstaleiti 9 Fyrirlesari: Gísli Ólafsson, höfundur bókarinnar “The Crisis Leader” Skráning á www.raudikrossinn.is

HORNSÓFAR Í MIKLU ÚRVALI

Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum • Stærð - engin takmörk • Áklæði - yfir 3000 tegundir

Torino

Basel

Rín

Havana

Roma

ENDALAUSIR MÖGULEIKAR Í STÆRÐUM OG ÚTFÆRSLUM

Sjónvarpsskápur Salsa að verðmæti 59.900 kr.

í rúmlega 20 greinum. Elín Thorarensen er í forsvari fyrir kynninguna. Hún segir þátt foreldra í vali barna sinna á námi stóran og mikilvægt sé að þeir reyni að virða áhugasvið barna sinna. Hátt hlutfall brottfalls í framhaldsskólum segir

hún að stórum hluta til komið vegna rangs námsvals. Þar geti aðkoma foreldra spilað stórt hlutverk. „Foreldrar þekkja oft aðeins þann heim sem tengist þeirra eigin reynslu og því þarf að efla upplýsingaflæði til foreldra og nemenda. Hluti af þessari kynningu er að útbúa fræðsluog námsefni um náms- og starfsval. Við vonumst til að foreldrar mæti hingað með börnunum sínum og að víðsýni foreldra aukist,“ segir Elín. Umræðan snúist oft um skólana og að komast í vinsælasta skólann en í rauninni ætti hún ætti að snúast um sjálft námið. -hh

Mismunandi meðhöndlun á stúlkum og drengjum

Bleikt og blátt B

leikt og blátt; þessir tveir litir birtast nýjum þegnum samfélagsins fyrst á fæðingardeildinni og eru síðan óaðskiljanlegir fylgifiskar barna fram eftir aldri. Stúlkur eru klæddar í bleikt og drengir skilvíslega í blátt svo að ekkert fari milli mála um kynferði barnsins frá fyrsta augnabliki. Þessi knýjandi þörf á kynjagreiningu er engin tilviljun eða gamall og skemmtilegur siður þótt við látum stundum sem svo sé. Samfélagið notar þessa liti til að hefja og viðhalda mismunandi meðhöndlun á stúlkum og drengjum þótt svo að við höfum ekki hugmynd um það. Svo inngróin eru ólík viðbrögð við kynjunum að við höfum ekki einu sinni hugmynd um hegðun okkar þegar við mætum bláklæddu eða bleikklæddu barni. Skemmtileg úttekt í norska sjónvarpinu frá í haust sýnir fréttakonu í setustofu heimur Barna fæðingardeildarinnar og ýmist er blátt eða bleikt barn í fangi hennar. Liturinn réði öllu, nákvæmlega öllu, um viðbrögð þeirra sem komu og kíktu á litla krílið. „Svooo sæt og ljúf og yyyyndisleg,“ var kvakað þegar krílið var í bleiku og „svooo stór og kröftugur og sterklegir andlitsdrættir,“ þegar sama kríli var komið í blátt. Og aðspurðir um framtíðarhorfur barnanna, var bleiku fötunum spáð hjúkrun og kennslu en bláu fötunum var spáð lögreglustarfi og öðrum slíkum karlmannlegum störfum. Vér Íslendingar erum trúlega ansi líkir frændum okkar í Noregi. Við kaupum kynbundin leikföng án þess að hika í verslunum sem flokka stelpu- og strákadót í bláar og bleikar deildir. Nú munum við kaupa öskudagsgalla á mannskapinn og Margrét þar gildir hið sama; bleikt fyrir prinsessurnar sem geta vart hreyft sig í fínheitunum og bláa og svarta hetjubúninga piltanna sem fljúga um heimilið og leikskólPála ann þessa vikuna. Með þessu styrkjum við enn gömlu hugmyndirnar um sætu og Ólafsdóttir prúðu stúlkurnar sem bíða eftir umbun fyrir útlitið og hlutverkið og um drengina ritstjórn@ sem framkvæma og gera það sem þeim dettur í hug enda bíður heimurinn eftir björgun þeirra. frettatiminn.is Nú segir fólk sem svo að áhugi barnanna stýri förinni og það er rétt, þau eru löngu búin að læra hvernig stúlkur og drengir leika sér og haga sér og þar er bleika og bláa línan allsráðandi. Þau örfáu börn sem hafa ekki tileinkað sér „réttu“ línuna, fá gjarnan harkaleg viðbrögð úr umhverfinu en sem betur fer, eru þó undantekningar frá hinum kynbundnu fordómum. Mér er sérlega minnisstæður öskudagur fyrir mörgum árum þegar einn drengurinn mætti í prinsessubúningi þar sem foreldrarnir gáfu honum hið fullkomna frelsi. Leikskólakennarinn hans rak sig þó á eigin fordóma þegar drengur leitaði til hennar í öllum hávaðanum og látunum í vinum hans, kúrekunum og ofurhetjunum. Hann spurði sem sé einfaldlega: „Veistu hvað prinsessan gerir þegar kúrekarnir ætla að skjóta hana?“ Kennarinn þurfti að bíta í tunguna til að svara ekki að hún láti auðvitað bjarga sér heldur spurði á móti hvað hún gerði. „Nú, hún beygir auðvitað,“ sagði hann rífandi kátur og hljóp aftur inn í leikinn með vinunum. En rétt í lokin. Getum við séð fyrir okkur að leggja í lágmarksbreytingar? Geta ungbörn verið klædd í fatnað í öllum regnbogans litum? Mætti auka framleiðslu og kaup á leikföngum sem ekki eru kynjabundin og gefa í staðinn tónlist, bækur án kynjaniðurlæginar, föndurefni eða ferðalag? Hvernig væri að auka kaup á fatnaði sem felur ekki í sér kynjaímyndir af verstu gerð? Við breytum ekki heiminum á einum degi en einhvers staðar verðum við, hver og eitt að byrja.

fylgir með hverjum hornsófa

Liturinn réði öllu, nákvæmlega öllu, um viðbrögð þeirra sem komu og kíktu á litla krílið. *tilboð gildir á meðan birgðir endast

Verið velkomin! Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is

Þessi knýjandi þörf á kynjagreiningu er engin tilviljun eða gamall og skemmtilegur siður þótt við látum stundum sem svo sé.



NÁM Í SVÆÐA- OG VIÐBRAGÐSSKÓLA ÞÓRGUNNU Vorönn hefst þriðjudaginn 4. mars. Kennsla eitt kvöld í viku. Námið er viðurkennt af S.M.F.Í. og B.Í.G. og er niðurgreitt af stéttarfélögum.

Tilvalið fyrir fólk sem hefur áhuga á að starfa sjálfstætt. Heilsusetur Þórgunnu 552 1850 / 896 9653 · www.heilsusetur.is

Ingigerður Guðmundsdóttir Sjúkraþjálfari BSc

Hefur hafið störf hjá Sjúkraþjálfuninni í Mjódd. Fyrir vinna á stofunni:

Héðinn Svavarssonsjúkraþjálfari MT, BSc Berglind Pétursdóttir sjúkraþjálfari BSc Jakobína Edda Sigurðardóttir sjúkraþjálfari BSc

54

heilsa

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

 Heilsa Mikilvægt er að Huga að nestinu

Nesti á fjöllum Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir gengur vikulega á fjöll og leggur mikið upp úr heilnæmri fæðu. Kolbrún bakar gjarnan hrökkkex fyrir gönguferðir og tekur með sér steinefnaríkan grænan drykk til að vega upp á móti steinefnatapi við að svitna. Hún bendir á að skyndimatur á borð við þurrkaða ávexti er ekki til að narta í alla gönguna heldur til að fá auka orku þegar á þarf að halda.

É

g hef farið nánast vikulega í fjallgöngur síðan í janúar í fyrra,“ segir Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir. Hún hafði gengið fjöll öðru hvoru en eftir að hún byrjaði í gönguhópi hjá Haraldi Erni Ólafssyni, pólfara og stofnanda Fjallaferða, í byrjun síðasta árs eru fjallgöngur Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir fer vikulega í fjallgöngur og vandar valið þegar hún setur saman nestið. Mynd/Hari

Við fögnum 21 árs starfsafmæli í Mjóddinni og bjóðum Ingigerði velkomna í hópinn.

Álfabakka 14 · 109 Reykjavík · Tímapantanir í síma 587 0122 · sjumjodd@simnet.is

orðnar hluti af lífsstíl hennar. „Fólk þarf súrefni og það eru fáar leiðir betri til að fá súrefni og tengjast náttúrunni. Við þurfum líka á því að halda að afrafmagna okkur og í hverri gönguferð leggst ég á jörðina því mér finnst það virka best. Þannig jarðtengir þú þig alveg,“ segir hún. Kolbrún er meðvituð um að líkaminn þarf góða næringu til að klífa fjöll og á dögunum hélt hún fyrirlestur fyrir göngufélaga sína í gönguhópnum „Vesen og vergangur“ um fæði í fjallaferðum. Í dagsferðir, ekki síður en lengri ferðir, þarf að huga vel að nesti og mikilvægt að hafa með sér mat sem gefur líkamanum prótein, kolvetni og fitu, auk þess að vera með drykkjarföng og skyndimat til að fá auka orku. Próteingjafar eru til að mynda harðfiskur og egg, en Kolbrún bendir einnig á að söl séu góð á göngum. „Söl innihalda bæði prótein og steinefni sem eru mikilvæg fyrir fólk sem á til að fá krampa. Þetta er bara borðað eins og snakk.“ Kolvetni eru mikilvæg og mælir Kolbrún með því að borða gróf brauð. Margir taka með sér

till aga a ð dagspl ani Í lengr i fer ðuM

MorgunMatur: A. Kornflögur (hafrar, bókhveiti, hirsi og quinoaflögur) + fræ (chia, hamp, sólblóma, graskers- og sesamfræ) + kanilduft + smá hollt salt + smá þurrkaðir ávextir fyrir þá sem vilja. Fjallagrös ef þið finnið. B. Chiagrautur einn og sér með fræjum. C. Brauð með hollu áleggi. Te eða kaffi fyrir þá sem það drekka. Hádegismatur: A. Hrökkkex (heimabakað) + tahini/ hnetusmjör/sardínur í dós. Söl í eftirrétt. B. Lifrarpylsa eða flatkaka með hangikjöti. SnarL: Hnetur, fræ, hrökkkex, söl, súkkulaði (70-100%) og þurrkaðir ávextir. KvöldMatur: Chiafræ/þurrkað kjöt/harðfiskur + söl + grænar jurtir + þurrkað grænmeti + krydd + vatn. allt hitað í smá stund og kryddað eftir vild. Má svo steikja sér brauð með þessu. dryKKir: Vatn og jurtate.

flatkökur í göngur en hún bendir á að þær séu ekki endilega albesti maturinn því þær innihalda hvítt hveiti, auk þess sem þær eru brenndar sem er heldur ekki æskilegt. Fita er öllum nauðsynleg og til að mynda hægt að hafa hana með í lítilli plastflösku sem er hellt á brauð. „Síðan er mjög sniðugt að

KYNNING

Vörn gegn sveppasýkingu í meltingarvegi Bio-Kult Candéa hylki veita vörn gegn sveppasýkingu í meltingarvegi og á viðkvæmum svæðum kvenna.

Solaray Extra-sterkt Ibuactin

Njótum lífsins án verkja. Solaray Ibuactin er náttúrulegur verkjastillir sem dregur úr verkjum og vanlíðan, og gefur í staðinn vellíðan án sljóvgandi áhrifa. Íbúactin inniheldur jurtir sem eru góðar fyrir meltinguna, margir sem þurfa að taka verkjalyf lenda í vandræðum með meltinguna og jafnvel aukna bólgumyndun í meltingarveginum. Ibuactin er náttúruleg afurð sem inniheldur jurtir úr humli,túrmeríkrót, engiferi, bromelain, börk af víði og papain. Humall: Það er þekkt að beiskar jurtir örva taugakerfið og halda lifrinni hreinni, en það getur haft gríðarleg áhrif á almenna vellíðan fólks. Humall er þekkt lækningajurt í náttúrulækningum og er talin vinna gegn taugaveiklun, reiði, eirðarleysi, svefnleysi og spennu. Túrmerik: hefur verið mikið í umræðunni, vegna bætandi áhrifa þess á bólgur og hrörnunarsjúkdóma. En túrmerík hefur verið notað í náttúru lækningum frá því 600 fyrir krist. Engifer: Talið er að engifer dragi úr vöðvaverkjum, gigtarverkjum, bólgum og ónotum í maga. Víðir: hefur löngum þótt mjög heilandi kröftug jurt, hann inniheldur salisýlsýrur sem er notuð í flest verkjalyf í dag. Víðirinn reynist vel gegn höfuðverk, hita, gigt og fleiri óþægindum sem lýsa sér með verkjum og bólgum, hann dregur úr þrota og er græðandi. Bromelain og papain ensím: bromelain er ensím unnið úr ananas og er talið hafa mjög góð áhrif á meltinguna, það er líka talið draga úr bjúg, marblettum, kinnholubólgu, bólgum og verkjum eftir aðgerðir. Papain er öflugt meltingarensím. Það er mjög græðandi og bólgueyðandi og styrkir ónæmiskerfið. Allar þessar jurtir hafa einstaka eiginleika til að láta okkur líða betur á náttúrulegan hátt.

Facebook Solaray Ísland · www.heilsa.is

B

io-Kult Candéa er öflug blanda af vinveittum gerlum, hvítlauk og frækjarna greipaldins sem veitir öfluga vörn gegn candida sveppasýkingu í meltingarvegi kvenna og karla. Sveppasýking getur lýst sér á mismunandi vegu og geta einkennin meðal annars verið munnangur, fæðuóþol, pirringur, skapsveiflur, þreyta, meltingartruflanir, brjóstsviði, verkir í liðum, mígreni og ýmis húðvandamál. Bio-Kult Candéa er einnig öflug vörn gegn sveppasýkingu á viðkvæmum svæðum hjá konum. Bio-Kult Candéa hylkin henta vel fyrir alla, unga sem aldna. Þau fást í öllum apótekum, heilsuverslunum og í heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upplýsingar má nálgast á icecare.is Átta ára gömul dóttir Heiðrúnar Guðmundsdóttur fann oft fyrir maga- og höfuðverk síðasta vetur. „Hún hafði mikla þörf fyrir sykur og reyndi oft að fá sér sætindi. Einstaka sinnum fékk hún ristilkrampa sem gengu mjög nærri henni. Um vorið og fyrri hluta sumars ágerðust þeir og kvaldist hún mikið í hvert skipti,“ segir Heiðrún sem átti við sama vandamál að Birna Gísladóttir er söluog markaðsstjóri IceCare. Bio-Kult Candéa hylkin fást í öllum apótekum, heilsuverslunum og í heilsuhillum stórmarkaða. nánari upplýsingar má nálgast á icecare.is.

Bio-Kult Candéa veitir öfluga vörn gegn candida sveppasýkingu í meltingarvegi kvenna og karla.

stríða sem barn og vissi því hvernig dótturinni leið og um hvað málið snérist. „Þegar ég leitaði eftir upplýsingum á netinu rakst ég á umfjöllun um Bio-Kult Candéa við sveppasýkingu og að það væri einnig hjálplegt við ristilvandamálum. Þegar ég skoðaði málið nánar sá ég að hún hafði flest einkenni sveppasýkingar í meltingarvegi.“ Síðasta sumar byrjaði dóttir Heiðrúnar að taka daglega inn tvö hylki af Bio-Kult Candéa og varð strax breyting á líðan hennar. „Hún hætti að kvarta undan magaverkjum, regla komst á meltinguna og ristilkramparnir hættu. Í dag tekur hún samviskusamlega eitt hylki eftir kvöldmat og nú sjö mánuðum síðar hefur ristilkrampinn ekki látið á sér kræla. Sykurþörfin er mun minni og höfuðverkurinn heyrir nánast sögunni til og þar með sláum við tvær flugur í einu höggi. Ég er mjög þakklát fyrir þessa dásemdar vöru sem hefur gjörbreytt lífi dóttur minnar.“ Halldóra Sveinsdóttir hefur einnig góða reynslu af Bio-Kult Candéa en í mörg ár var meltingin í ólagi. „Af og til fékk ég brjóstsviða, var með uppþembu og sífellt ropandi. Þegar ég var sem verst var ég alveg stífluð í meltingarveginum. Eftir að ég byrjaði að taka inn Bio-Kult Candéa hylkin lagaðist meltingin og óþægindin hurfu,“ segir Halldóra sem í dag er orkumeiri en áður og finnur mun á húðinni. „Bio-Kult Candéa er frábær vara sem ég mæli með.“


Nesti í dagsfer ðir

Prótein: Soðið egg, sviðasulta, lifrarpylsa, kindakæfa, fræ, hnetur, harðfiskur, söl og hreint kjöt. Kolvetni: Heilkorna pasta/hollt gott brauð/ flatkökur . Fita: Smjör, tahini (líka prótein), ólífuolía, kindakæfa og sviðasulta. SKyndimatur: Þurrkaðir ávextir, kakónibbur, 70-100% súkkulaði. Hnetur og fræ virka líka. Grænn dryKKur: Sellerí, gúrka, engifer, vatn og sítróna. mjög gott að vera með þunnan grænan til að endurnýja steinefni.

gera hrökkkex og setja út í það fullt af fræjum, mjöl og mikið af olíu. Þannig er fólk komið með kolvetni, prótein og fitu. Ég geri oft svona kex og þarf þá jafnvel bara að hafa grænmeti með. Stundum set ég meira að segja rifnar gulrætur eða súkkíni í göngubrauð, það er kannski ekki jafn skemmtilegt að borða það en það er mjög þægilegt.“ Auk þess að vera með vatn að drekka mælir Kolbrún með því að gera þunnan grænan drykk í blandara um morguninn og taka með í gönguna. „Þetta á að vera mjög þunnt en ekki eins og „boost“. Í raun kemur þetta í staðinn fyrir vatn með kemísku dufti sem fólk kaupir til að bæta steinefnum í vatn því fólk svitnar og tapar þannig steinefnum.“ Skyndimatur á göngum er ekki ætlaður til þess að narta í alla gönguna heldur þegar fólk þarf á auka orku að halda. „Til dæmis ef fólk er að fara á Hvannadalshnúk, er búið að ganga lengi og þarf meiri orku. Sumir þurrkaðir ávextir finnst mér of sætir og ég fæ mér frekar goji-ber. Í kakói er líka koffín og þó ég sé ekki hrifin af koffíni þá finnst mörgum gott að fá það. “ Í lengri ferðum þarf að passa upp á að vera með léttan mat sem geymist vel. Hægt er að kaupa þurrmat sem aðeins þarf að blanda vatni við en Kolbrún bendir á að hann inniheldur oft mikið af aukaefnum og sykri. Því sé mikilvægt að lesa vel innihaldslýsingar, en einfaldast sé að útbúa sjálfur matinn og gefur Kolbrún lesendum Fréttatímans hér tillögu að dagsplani fyrir lengri ferðir, auk þess að fara yfir hvaða nesti hentar best í dagsferðir. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

DYNAMO REYKJAVÍK

Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur ETRI NÝ OG B N! U N HÖN

Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn.

TANN B TANN URSTAR O VIÐKVKREM FYRI G R ÆM S VÆÐI


56

miðborgin

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

 Miðborgin EndurbótuM á HvErFisgötu Fagnað á laugardag Hverfisgatan milli Klapparstígs og Vitastígs hefur fengið andlitslyftingu. Malbikaðar hjólareinar eru nú beggja vegna götunnar og snjóbræðsla hefur verið sett undir. Opnunarhátíð götunnar verður á laugardag klukkan 14. Ljósmyndir/Hari

Heljarinnar húllumhæ á Hverfisgötu Það verður mikið um að vera í miðborginni um helgina. Matarhátíðin Food & Fun stendur nú sem hæst og á laugardag verður endurbótum á Hverfisgötunni fagnað. Opnunarhátíð Hverfisgötunnar hefst klukkan 14 og má búast við miklu fjöri. Þennan sama dag verður langur laugardagur í miðbænum og kaupmenn verða í góðu skapi eins og aðrir.

F

ramkvæmdum er að ljúka og við brestum í taumlausa gleði,“ segir Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Hverfisgatan hefur fengið hressilega andlitslyftingu á svæðinu milli Klapparstígs og Vitastígs undanfarna mánuði og á morgun, laugardag, verður endurbótunum fagnað. Allt yfirborð götu og gangstétta hefur verið endurnýjað ásamt lögnum. Nú eru malbikaðar hjólareinar beggja vegna götunnar og gatnamót hafa verið steinlögð og upphækkuð. Snjóbræðsla er undir hellulögn á gatnamótum og í gönguleiðum og á hjólareinum. Formleg opnun Hverfisgötunnar verður klukkan 14 á laugardag. Hún hefst með skrúðgöngu frá Bíó

Paradís þar sem sirkusfólk verður með í för. Lúðrasveit Samma heldur uppi karnivalstemningu og fólki er frjálst að viðra öskudagsbúningana kjósi það svo. Klukkan 14.30 heldur Jón Gnarr borgarstjóri ávarp og dregið verður úr lukkupotti sem fólk getur skráð sig í. Boðið verður upp á veitingar frá Austur Indíafjelaginu og verða þær veittar utandyra ef veður leyfir, en annars inni í Bíó Paradís. Allir eru velkomnir á hátíðahöldin. Í næsta áfanga endurnýjunar Hverfisgötunnar verður endurnýjaður kaflinn frá Vitastíg að Snorrabraut. Útlit þessa kafla verður með svipuðu sniði og fyrir neðan Vitastíg. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í mars og þeim ljúki í ágúst.

Sælkerasamlokur, djúsar, kaffi og miklu meira. Laugavegi 24

Hjá okkur er mikið úrval af fallegu íslensku handverki

Laugavegi 8, sími 552-2412

HreinSun og endurnýjun í 55 ár

NÝJAR VÖRUR á börn og fullorðna REYKJAVÍK AKUREYRI www.ullarkistan.is

Full búð aF Fallegum vörum

M á nud a g a t i l L au g a r d a g a , 10 : 0 0 – 19 : 0 0 Su n nud a g a , 1 1 : 0 0 – 17: 0 0 – S k ól a v ör ð u s t í g 16 , 101 R e y k ja v í k . w w w. g e y s i r. c o m –

Laugavegi 86 sími 511-2004

Hverfisgötu 105, sími 551-6688


Mars er málið Food and fun

Reykjavik Fashion Fes tival

Hönnunarmars

L ANGUR L AUGARDAGUR 1. MARS Skrúðganga frá Bíó Paradís Gengið að Frakkastíg, þaðan að Klapparstíg og endað við Bíó Paradís.

14:40

Óður til Hverfisgötu Þjóðþekkt miðborgarrotta flytur frumsaminn brag.

14:45

Lúðraveit Samma blæs til leiks

Sirkusfólk ekur um hjólastíga á freistandi Lukku– hjóli sem hægt er að festa á eigin miða!

15:00

Fornbílaakstur gleður augu og eyru

Lúðrasveit Samma „fönkar” upp stemninguna.

15:10

Plötusnúðarnir Taj Mahal & Abdullah RAJ hræra saman indverskri tónlist og íslenskum þjóðstefjum

Tilvalið að hita upp Öskudags–grímubúningana með þátttöku í skrúðgöngunni. 14:15

Hátíðarræða — sungin og leikin: Eiríkur Fjalar

14:25

Fjöldasöngur gesta með Lúðraveit Samma

14:30

Jón Gnarr: Opnunarávarp

14:30

Dregið úr potti Lukku–hjólsins. Dagur Eggertsson dregur og afhendir vegleg verðlaun

15:30– Reykjavíkurmyndahátíð Bíó Paradísar: 19:00 101 Reykjavík, Rokk í Reykjavík, Reykjavík – Rotterdam, Sódóma Reykjavík Sjá nánar á www.bioparadis.is Ljúffengar veitingar frá Austur–Indíafélaginu. Popp, kók og appelsín frá Bíó Paradís.

FÖGNUM L ANGÞR ÁÐRI OPNUN NÝJU GL ÆSIGÖTUNNAR HVERFISGÖTU TAKK F YRIR ÞOLINMÆÐINA!

Verum þar sem h jartað slær

101

W W W.MIDBORGIN.IS GJAFAKORT MIÐBORGARINNAR Fáanleg í öllum bókaverslunum miðborgarinnar

M U N I Ð B Í L A S TÆ ÐA H ÚS I N

Brandenburg/Teikning: Sól Hrafnsdóttir

14:00


58

miðborgin

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

 Miðborgin Food & Fun og Vetr arMark aður búrsins uM helgina

Það verður mikið líf í miðborginni um helgina enda langur laugardagur og Food & Fun nær hámarki sínu. Auk þess verður heljarinnar matarmarkaður í Hörpu.

Fjölmargir bændur og smærri matarframleiðendur munu selja vörur sínar á matarmarkaði í Hörpu á laugardag.

ljósmyndir/helga björnsdóttir

Matarveisla í miðborginni Á

Ferðamannaverslun ársins 2013 Við þökkum Reykjavíkurborg og samstarfsaðilum fyrir heiðurinn

hugafólk um góðan mat ætti að leggja leið sína í Hörpu á laugardag. Þar fer fram kokkakeppni matarhátíðarinnar Food & Fun og matarmarkaður Búrsins. Kokkakeppni Food & Fun hefst klukkan 13 á laugardag í Norðurljósasal Hörpu. Nokkrir erlendir gestakokkar keppa sín á milli um titilinn Food & Fun matreiðslumaður ársins að þessu sinni en meðal gesta í ár eru afar færir kokkar að utan. Alþjóðlegir dómarar matreiðslu- og veitingamanna skera úr um hver ber sigur úr býtum. Veitingastaðirnir sem taka þátt í hátíðinni munu bjóða gestum að bragða á dýrindis mat úr hágæða íslensku hráefni. Food & Fun er fyrir löngu orðin vel þekkt matarhátíð úti í heimi enda hafa margir gestakokkar á hátíðinni öðlast sína fyrstu alþjóðlegu viðurkenningu hér. Til að mynda Rene Redzepi, eigandi og yfirkokkur veitingahússins Noma í Kaupmannahöfn, sem hefur tvívegis verið útnefnt besta veitingahús veraldar.

www.gilbert.is

Stærsti matarmarkaður landsins verður haldinn í Hörpu á laugardaginn. Það er ljúfmetisverslunin Búrið sem stendur fyrir markaðinum og stendur hann frá klukkan 11-17. Á markaðinum munu bændur, framleiðendur og neytendur bera saman bækur sínar og stunda viðskipti. Einkunnarorð Vetrarmarkaðarins eru „Uppruni, umhyggja og upplifun“ og öruggt má telja að allir finna eitthvert góðmeti við sitt hæfi. Svipaður markaður var haldinn í Hörpunni fyrir jólin og vakti hann mikla lukku.

nýjaR vöRuR voR/SumaR 2014 StReyma inn.

Fiskislóð 31, Sími 777-8808

Frábær skemmtun. Spennandi afþreying í Reykjavík.

GóðuR biti í hádeGinu

Skólavörðustíg 14 sími 571-110

blue laGoon veRSlun, lauGaveGi 15

SpAri, Sport og SkólAFöt

Laugavegi 53b, sími 552-3737

nýiR FylGihlutiR FyRiR SumaRið

M AT H Ú S

Templarasundi 3, sími 571 1822

Laugavegi 44 sími 562-2466


NÝJAR SENDINGAR FYRIR DÖMUR OG HERRA

LEÐURJAKKI - 48.900kr.

DÖMUSKÓR -29.900kr.

DÖMUPEYSA - 13.900kr.

SKYRTA - 13.900kr.

GALLABUXUR - 15.900kr.

DÖMUFRAKKI - 28.900kr. Dömu

HERRAJAKKI - 22.900kr.

SKÓR - 29.900kr.

HERRAPEYSA - 16.900kr.

Skólavörðustíg 6

SUIT-REYKJAVÍK

s. 527-2820


60

tíska

Í proactiv® solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkun koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því!

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

ArmAni

Eftirtalin Apótek og heilsubudin.is selja Proactiv® Solution

Ævintýranleg vetrarlína

missoni

Þó svo að við séum með hugann við vor- og sumartískuna um þessar mundir er alltaf gaman að skyggnast inn í það sem koma skal í tískunni. Stærstu tískuhús heims eru farin að kynna haust- og vetrarlínu sína. Í vikunni fór fram tískuvikan í Mílanó. Þar sveif ævintýraljómi yfir vötnum. Litirnir voru haustlegir, þungir og dempaðir og efnin náttúruleg. Þá vitum við hverju við eigum að klæðast í haust.

AkureyrArApótek, Kaupangi - LyfjAver, Suðurlandsbraut 22 LyfjAborg, Borgartúni 28 - gArðsApótek, Sogavegi 108 urðArApótek, Grafarholti - ÁrbæjArApótek, Hraunbæ 115 Apótek gArðAbæjAr, Litlatúni 3 - reykjAvíkurApótek, Seljavegi 2, Apótek HAfnArfjArðAr, Tjarnarvöllum 11 Heildsölubirgðir, Konkord ehf. S. 568 9999, heilsubudin@heilsubudin.is

Flott föt fyrir flottar konur Nýjar vörur í hverri viku

GA bb An A

 Íslensk jurtakrem

stærðir 38-58

Verslunin Belladonna

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

FRÁBÆR ÍÞRÓTTAHALDARI virkilega gott aðhald

Teg Active, fæst með og án spanga í stærðum 32-40 D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 9.750,OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

Ferming framundan !

Aðalbjörg ásamt dætrum sínum, tengdasyni og barnabarni.

Fjölskyldan tínir saman jurtirnar Aðalbjörg Þorsteinsdóttir ætlaði alltaf að verða hárgreiðslukona en segir örlögin hafa ráðið því að hún byrjaði að týna jurtir og í framhaldinu stofnað fyrirtækið Villimey. Villimey sérhæfir sig í jurtasmyrslum og drykkjum unnum úr afurðum vestfirskrar náttúru.

a

Kjóll á 12.900 kr. Stærð 36 - 46.

Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á

síðuna okkar

Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16

Þetta er bara eins og með fiskinn, því fyrr sem hann kemst í vinnslu, því betur sem farið er með hann, því betri afurð er hann.

ðalbjörg er alin upp á Tálknafirði og hafði frá blautu barnsbeini áhuga á jurtunum í hlíðunum sem umlykja bæinn. Þegar hún fann ekkert almennilegt krem við vöðvabólgu fór hún að prófa sig áfram og afraksturinn var fyrsta krem Villimeyjar, Vöðva og liða Galdur. Kremin gerði hún í upphafi fyrir sig sjálfa og fjölskylduna, en setti svo vörurnar á markað 2005. Villimey selur vörur sínar um allt land og er að þreifa fyrir sér á erlendum mörkuðum, en Aðalbjörg segir mikla aukningu hafa orðið í sölu kremanna með auknum ferðamannastraumi. „Það er svo breið virkni í vörunum, þær nýtast í svo margt. En upphafið að þessu var auðvitað að hjálpa fólki og bjóða upp á krem sem eru algjörlega án skaðlegra aukaefna.“ Fyrirtækið er á Tálknafirði og verður áfram þar. „Þetta er bara eins og með fiskinn, því fyrr sem hann kemst í vinnslu, því betur sem farið er með hann, því betri afurð er hann. Það er best að vinna sem fyrst úr jurtunum um leið og þær hafa verið tíndar. Oft myndast hiti í jurtum sem komast ekki nægilega fljótt í vinnslu/þurrkun og þá verður efnabreyting og jurtirnar skemmast,“ segir Aðalbjörg. Villimey er fjölskyldufyrirtæki og á sumrin fer fjölskyldan á flakk í jurta-

tínslu. „Dæturnar og tengdasonur tína með mér og hjálpa til við framleiðsluna. Við förum margar ferðir í fjöllin og fylgjumst með þeim vaxa til að vita hvenær er besti tíminn fyrir hverja jurt fyrir sig. Hér fyrir vestan erum við a.m.k. 2 vikum seinni að vori að fá þær en fyrir sunnan. Þær hafa styttri vaxtartíma hér og eru þess vegna mjög kraftmiklar. Náttúruvísindastofnun hefur rannsakað þungmálma í fléttum og mosa um allt land síðan 1990 og hafa komist að því að sunnanverðir Vestfirðir koma best út á landinu hvað varðar minnsta loftmengun. Ég var mjög glöð að heyra það.“ Aðalbjörg fór snemma að hafa áhuga á virkni jurta. „Ég fór að prófa mig áfram með jurtirnar hérna í firðinum, stundum þurfum við að fara langt uppí fjall eftir þeim. Uppskriftirnar koma frá sjálfri mér, þær hef ég þróað áfram í mörg ár. Ég er með helling af uppskriftum í kollinum sem bíða eftir því að komast út. Það er svo skrítið hvernig lífið er, á hvaða leið maður ratar. Ég ætlaði að verða hárgreiðslukona sem unglingur en þegar ég lít til baka þá sé ég að þetta átti greinilega að gerast, að þessi leið hafi verið mín örlög.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


WILBO frá Habitat Tilboðsverð: 3ja sæta sófi 145.000 kr. 2ja sæta sófi 125.000 kr.

DRAKE frá Habitat Tilboðsverð: 3ja sæta sófi 175.000 kr.

HABITAT ER

50 ÁRA

50

þúsund kRónA AfmælIsAfslÁTTuR Af öllum sófum fRÁ HABITAT*

BALTHAZAR frá Habitat Tilboðsverð: 3ja sæta sófi 145.000 kr. 2ja sæta sófi 115.000 kr.

CHARLEENE frá Habitat Tilboðsverð: 3ja sæta sófi 195.000 kr.

BACH frá Habitat Tilboðsverð: 3ja sæta sófi 239.000 kr. 2ja sæta sófi 199.000 kr.

CLAYTON frá Habitat Tilboðsverð: 3ja sæta sófi 175.000 kr.

TEKK COMPANY og HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18

*gIldIR EInnIg Af pönTunum

Vefverslun á www.tekk.is


62

heilabrot

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

Spurningakeppni fólksins 1. Hversu margir sóttu um stöðu forstjóra Landspítala? 2. Hver er formaður BSRB? 3. Hver hlaut Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, í flokki fagurbókmennta? 4. Hver leikstýrir verkinu Spamalot sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu? 5. Hvað heitir fyrrverandi forseti Úkraínu? 6. Í hvaða landi voru nýlega sett lög sem gera það heimilt að refsa samkynhneigðum með lífstíðarfangelsisdómi? 7. Hvaða kvikmynd hlaut Edduverðlaun sem kvikmynd ársins? 8. Hvaða megrunarkúr ætlar Sigmundur Davíð að prófa í nýju heilsuátaki sínu? 9. Hvað heitir fyrsti NBA leikmaðurinn sem hefur opinberlega sagt frá því að hann sé samkynhneigður? 10. Hvaða dýr hefur valdið ótta í borg í norðurhluta Indlands og hefur meðal annars orðið til þess að skólar eru lokaðir? 11. Hvaða land sagði Vigdís Hauksdóttir alþingismaður að væri ekki sjálfstætt ríki? 12. Hver er hæsti aldur sem Íslendingur hefur náð? 13. Hvað heita vitringarnir þrír? 14. Hvaða íslenska leikrit var nýlega valið til þátttöku á Norrænu sviðslistadögunum 15. Hversu oft var Ólafur Stefánsson kjörinn Íþróttamaður ársins?

 Sudoku 1. Fjórir.

5

9. Pass.

2. Elín Björg Jónsdóttir.

10. Ljón.

3. Þórunn Erlu-og Valdimarsdóttir.

11. Malta.

4. Pass. 5. Viktor Janúkóvitsj.

7

12. 108 ára.

3 8 6 2

 7. Hross í oss. 

13. Pass.

8. 5:2.

15. Fjórum sinnum.

6. Úganda.

14. Pass.

Sigurður Sigursteinsson

1. Fjórir.

9 8 2 4

7 8 3 9 4

 12. 109 ára.  11. Malta.

4. Siggi Sigurjóns. 5. Viktor Janúkóvitsj.

13. Kasper, Jesper og Jónatan.

 7. Hross í oss.  6. Úganda.

8. Íslenski kúrinn.

14. Pass. 15. Fimm sinnum.

2 9

3

fréttakona

?

 Svör

Sigurður skorar á son sinn, Ármann Inga Sigurðsson.

4 3

2 3 5 5 1 4 1 6 4 3 7 8

 9 Stig

Sunna Valgerðardóttir

7 8

 Sudoku fyrir lengr a komna

10. Fíll.

3. Pass.

1 9

9. Pass.

2. Elín Björg Jónsdóttir.

4 2

?

 8 Stig

framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands

6 1 4 3 9 8 4 5 6

8

1 6

 kroSSgátan

1. 4 2. Elín Björg Jónsdóttir. 3. Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir. 4. Hilmir Snær Guðnason. 5. Viktor Janúkóvitsj. 6. Úganda. 7. Hross í Oss. 8. Íslenski kúrinn. 9. Jason Collins. 10. Tígrisdýr. 11. Malta. 12. 109 ár. 13. Kaspar, Melkíor og Baltasar. 14. Sek, eftir Hrafnhildi Hagalín. 15. Fjórum sinnum.

178

STÆÐA

KRYDDBLANDA

HÁR ALDUR

PAPPÍRSBLAÐ

HNOÐAÐ

KK NAFN

HLIÐ

NIÐURFELLING

SNÖGGLEGA MUNDA KRÚS

KAUPUM

 lauSn

Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 177

Gamlar Teiknimyndabækur {Hljómplötur} {Postulín} {Silfur} {Sjóminjar} {Gamla síma}…

TÖFRA

G G A L D O R N D A N D U G H R U R L J A L Á L U R T R Ú A S L S T K K R U N Á M FUGL

ÚTDEILDI

HVÍLD TOGA

BRODDUR

K Ö F Ö L Ó Á T T U K R

SJÁ OFSJÓNUM YFIR FORNESKJA HEILU

BELTI

STEFNUR

HAFNARFIRÐI 552-8222 / 867-5117

KVERK

UMFANG KRAKKI

AFGREIÐA

F F U Y R L U L T I S M M Ó I N Ó N E L I I N Ð N TRÉ

SLANGA

FULLSKIPAÐ

ÓNEFNDUR

SKEINA STEFNA

KLÆÐI

EINÓMUR

SANNFÆRINGAR ENGINN

Þ J A K S K I

BRJÁLAÐUR LJÓMI

VERKNÁM

FYRST FÆDD

AÐSTOÐ

ÚTDRÁTTUR MÁLMUR

FUGL

ÞJAKA

LABBA SÍLL

STÚLKA TÓFT

DÝRAHLJÓÐ STEINTEGUND

TOGVINDA SKRIFA

SMÆRRI

KRINGUM

SKRAN

A M Á S H A U F A N N O T G A R A G A M U R K Á S Ý Á G R I P L A R U F L K R A L L A O J H H N Á T A R R Ö F A R F R P I L A T Í U M I N N I S L S L L M M HLUTA

UPPRÁÐAGERÐ HRÓPUN

ILMA

NÚMER TVÖ EFNI

GÖLTUR

LITLAUS

EYJA

KVENMAÐUR

NÁLEGA

ÚTLIT

VÆTTA

MÆLIEINING

VAGGA

FUGLAHLJÓÐ SLÁTTARTÆKI

SIGTI

KORN

UPPHRÓPUN

FÍKNIEFNI

HRUN

FRESTUR

MÖGLA

RITVINNSLUFORRIT

LEYFI

LÉREFT

SÁLAR

ÞANGAÐ TIL

TALA

ÓHLJÓÐ

SJÚKDÓMUR

ANGAN

SLEIKJA

Í RÖÐ

BLAÐUR

ÓVILD

FUGL

K U R A R E L T I Ö S O N A N D T G G A U N K S Í A A S S T T L A Í F N D A A R G Á N A P A A S

LETRUN

STRUNS

FERÐALAG

MIKILL

FRERI

FALL

UNDIREINS

ÞVAGA

ÖFUG RÖÐ

TUNNUR

ÖÐRUVÍSI

SPIL

STRIT

TVEIR EINS STÖNGULENDI

HEPPNAST

SKVETTA

NÍSTA

TVEIR EINS ÞRÁÐUR

GLEÐJAST

MORÐS

MAUK

ANGAÐI

HRUMUR

TUDDA

ÁLOXÍÐ

ÁKAFLEGA

UNGDÓMUR

HLJÓM

ÓLÆTI

GILDRA

FERÐAST

ÍLÁT

UPPRÆTA SÍLL

KÁL NÆGILEGA VÍGJA TIL KRÚNU

HÁDEGISTILBOÐ

HÁR GUFA

Í RÖÐ FORMÓÐIR

SVÖRÐ

BAUN

FIMUR

FESTA

SKILABOÐ

AÐ BAKI

FLAN

FÉLAGI

PÍLA

TJARGA

FYRR

KAUPSTAÐ

UTANMÁL

ÖSLA

TRÝNI

BOX

HLJÓTA

DANS

NIÐUR

TRJÁTEGUND

VONDUR

NET

Lítill bátur eða salat m/kjúkling / roastbeef & gos/Kristall að eigin vali

GNÍSTA

ÁVÖXTUR

RÖÐ

LJÚKA UPP

LÆRIR

TOLLA

HÁTÍÐ

HÆKKAR

BÁL

GOLF ÁHALD

SÆGUR

Aðeins 999-kr.

STÚLKA

GOÐMÖGN

12” pizza 2 álegg Aðeins 999-kr.

SLÁTURFÉLAG

ÁFORM

TVEIR EINS

KYRRÐ

Miðstærð af bát

SLÆÐA

Nýbýlavegi 32 S:577 577 3 supersub.is

SKRAN

DRYKKUR

HÖKTA

DJÖFLAST

SAMTÖK

Aðeins 699-kr.

ÓSTILLTUR

ÁSTUNDUN

UTAN

BÓKSTAFUR

MYRKUR

TIL

KYRRA


Minja er gjafavöruverslun með ríka áherslu á vandaða hönnun - allt frá íslenzkum afdölum til framandi landa...

Pizza Peddler Apinn á einhjólinu sker pizzuna þína í sneiðar um leið og hann hjólar. Kr. 3.290

Kjarnapú›ar Fylltir kirsuberjakjörnum. Lina bólgna og stífa vöðva. Kr. 3.900

Skafkort

Þú skefur gylltu himnuna af þeim löndum sem þú hefur heimsótt og útbýrð persónulegt heimskort. (Stærð: 82 X 58 cm) Kr. 2.990

Hreind‡rshaus

Veggskreyting úr krossvið. Hæð 31 cm. Kr. 3.500 Einnig til stærri, og aðrar dýrategundir.

Frístandandi Hnattlíkan

Þú stillir því upp og það snýst og snýst. Kr. 3.390

ON-OFF vekjaraklukka

KeepCup kaffimál

Slökkt er á vekjaranum með því að velta klukkunni. Kr. 4.900

Æ fleiri nýta sér margnota kaffimálin frá KEEP CUP fyrir heita og kalda drykki. Umhverfisvænt og praktískt! Margar stærðir og litir.

Heico sparigrís Kr. 2.690

Heico lampi Dádýr, kr. 13.300

Kr. 3.600,-

Kennslukortið góða

Lasso flöskustandur

Diskamottur 50 mottur saman í blokk. Aðeins kr. 2.790 - 4 gerðir

Kraftaverk

(Vín)andi flöskunnar svífur í reipinu. Kr. 3.900 Með texta úr bókinni “Matur og drykkur” Helgu Sigurðardóttur

Fer ekki a› styttast í Mottumars?

Fornkort Skjaldarmerki Íslendinga

Skeggsnuð, kr. 1.790

Disney bollar

Í fallegum gjafapakkningum. Kr. 790

Cubebot róbót úr vi› Einstök hönnun frá nútímalistasafni New York borgar. Aðeins kr. 8.900

Eilíf›ardagatal MoMA

Íslandskorti› gamla gó›a Stærð: 50x70 cm. Aðeins kr. 750

skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja

Vélarlaust vélmenni, hannað undir áhrifum frá japönskum Shinto Kumi-ki þrautum Ferningsmennið er allt í senn: leikfang, skraut og þraut. Margir litir og stærðir. Verð frá 1.930 kr.


64

sjónvarp

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

Föstudagur 28. febrúar RÚV 15.10 Ástareldur 16.00 Ástareldur 16.50 Táknmálsfréttir 17.00 Bikarúrslit í handbolta 19.00 Fréttir 19.25 Veðurfréttir 19.30 Íþróttir Íþróttir dagsins í máli og myndum. 19.40 Gettu betur (5:7) 20.45 Bikarúrslit í handbolta 21.40 Jörð í Afríku (Out of Africa) Sjöföld Óskarsverðlaunamynd með Meryl Streep og Robert Redford í aðalhlutverkum. Sydney Pollack leikstýrir eftir sögu Karenar Blixen, sögu sem gerist árið 1914 í Kenya. Kona í óhamingjusömu hjónabandi verður ástfangin af óbeisluðum veiðimanni. 00.15 Hamlet Ethan Hawke, Kyle MacLachlan, Diane Venora fara hér með aðalhlutverkin í nútímauppfærslu af Hamlet. Sögusviðið er New York borg nútímans, en upprunalegir textar eftir Shakespeare haldast svo til óbreyttir. Leikstjóri er Michael Almereyda. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 02.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 08:25 Dr. Phil 09:05 Pepsi MAX tónlist 15:20 Svali&Svavar (8:12) 16:00 The Biggest Loser - Ísland 17:00 Minute To Win It 17:45 Dr. Phil 18:25 The Millers (8:22) 18:50 America's Funniest Home Videos (20:44) 19:15 Family Guy (18:21) 19:40 Got to Dance (8:20) 20:30 The Voice - fyrri hluti (1:28) 22:00 The Voice - seinni hluti (2:28) 22:45 The Tonight Show 23:30 Friday Night Lights (7:13) 00:10 In Plain Sight (7:13) 00:55 The Good Wife (3:22) 01:45 The Tonight Show 02:30 The Tonight Show 03:15 Ringer (20:22) 03:55 Beauty and the Beast (17:22) 04:35 Pepsi MAX tónlist

STÖÐ 2

RÚV

07.00 Smælki / Háværa ljónið Urri / 07:00 Barnatími Stöðvar 2 Tillý og vinir / Múmínálfarnir 08:10 Malcolm in the Middle (9/22) / Hopp og hí Sessamí / Um hvað 08:30 Ellen (150/170) snýst þetta allt? / Sebbi / Músahús 09:10 Bold and the Beautiful Mikka / Úmísúmí / Paddi og Steinn 09:30 Doctors (14/175) / Abba-labba-lá / Paddi og Steinn / 10:15 Harry's Law (14/22) Millý spyr ( / Loppulúði, hvar ertu? / 11:00 Celebrity Apprentice (4/11) Kung Fu Panda / Robbi og Skrímsli / 12:35 Nágrannar 13:00 The September Issue allt fyrir áskrifendurStundin okkar 10.45 Gettu betur (4:7) 14:35 The Glee Project (3/12) 11.50 Brautryðjendur (Valdís 15:20 Ærlslagangur Kalla kanínu og fréttir, fræðsla, sport og skemmtun Óskarsdóttir) félaga 12.15 Kiljan 15:45 Xiaolin Showdown 13.15 Bikarúrslit í handbolta 16:10 Waybuloo 15.45 Bikarúrslit í handbolta 16:30 Ellen (151/170) 17.25 Babar (1:26) 17:10 Bold and the Beautiful 4 5 17.47 Ég og fjölskyldan mín – Frederik 17:32 Nágrannar 18.10 Táknmálsfréttir 17:57 Simpson-fjölskyldan (2/21) 18.20 Ævar vísindamaður (5:8) 18:23 Veður 18.45 Gunnar 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18.54 Lottó 18:47 Íþróttir 19.00 Fréttir 18:54 Ísland í dag 19.20 Veðurfréttir 19:11 Veður 19.25 Íþróttir 19:20 The Simpsons 19.40 Hraðfréttir 19:45 Spurningabomban 19.50 Orð skulu standa 20:35 Batman Begins Fjórða og 20.45 Bleiki pardusinn að margra mati besta Batman22.15 Launagreiðsla (Paycheck) myndin. 00.10 Hamilton njósnari 22:50 Take This Waltz 01.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 00:45 The Mesmerist 02:20 Take Me Home Tonight 03:55 The September Issue 05:25 Fréttir og Ísland í dag

SkjárEinn

10:35 Dr. Phil 11:55 Top Chef (12:15) 12:40 Got to Dance (8:20) 13:30 Judging Amy (4:23) 08:00 Samantekt og spjall 14:15 Sean Saves the World (8:18) 12:20 Milan - Atletico Madrid 14:40 The Voice (1:28) (2:28) 14:00 Napoli - Swansea 16:55 Svali&Svavar (8:12) 15:40 Tottenham - FC Dnipro 17:35 The Biggest Loser - Ísland (6:11) 17:20 AZ Alkmaar - Slovan Liberec 18:35 Franklin & Bash (7:10) 19:00 Opna Bautamótið í tölti 19:20 7th Heaven (8:22) 19:30 Skallagrímur allt fyrir áskrifendur 20:00 Once Upon a Time (8:22) 20:00 La Liga Report 20:45 Made in Jersey (5:8) 20:30 Meistaradeild - fréttaþáttur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:30 90210 (8:22) 21:00 Evrópudeildarmörkin 22:10 Meet the Fockers 2013/2014 00:00 Trophy Wife (8:22) 21:50 Samantekt og spjall 00:25 Blue Bloods (8:22) 22:25 Þýsku mörkin 01:10 Mad Dogs (2:4) 5 22:55 Skallagrímur 4 01:55 Made in Jersey (5:8) 23:25 Oklahoma - Los Angeles 02:40 Friday Night Lights (7:13) Clippers 03:20 The Tonight Show 04:50 The Mob Doctor (13:13)

13:10 Norwich - Tottenham 14:50 Messan 16:10 Cardiff - Hull 08:20 The Five-Year Engagement 17:50 Arsenal - Sunderland allt fyrir áskrifendur 10:25 Broadcast News 19:30 Premier League World allt fyrir áskrifendur 12:35 Scent of a Woman 20:00 Match Pack fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:10 The Five-Year Engagement 20:30 Enska úrvalsdeildin - upphitun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:15 Broadcast News 21:00 Football League Show 2013/14 19:25 Scent of a Woman 21:30 Man. City - Stoke 22:00 Silver Linings Playbook 23:10 Chelsea - Everton 00:00 The Change-up 4 01:50 Joyful Noise SkjárSport5 4 03:45 Silver Linings Playbook 06:00 Eurosport 2

Sunnudagur 2. mars

Laugardagur 1. mars STÖÐ 2

RÚV

07.00 Smælki / Háværa ljónið Urri / 07:00 Barnatími Stöðvar 2 BarnaTillý og vinir / Múmín / Hopp og hí efni Stöðvar 2 Sessamí / Ævintýri Berta og Árna / 11:15 Big Time Rush Sara og önd / Kioka / Kúlugúbbarnir 11:40 Bold and the Beautiful / Hrúturinn Hreinn / Disneystundin 13:30 Ísland Got Talent / Finnbogi og Felix / Sígildar 14:20 Life's Too Short - Making of teiknimyndir / Herkúles / Skúli skelfir 15:10 Veep (8/8) / Undraveröld Gúnda / Mollý í klípu 15:50 Modern Family (1/24) 10.35 Svipmyndir frá Noregi: Tónaflóð 16:15 Sjálfstætt fólk (23/30)allt fyrir áskrifendur 10.40 Þrekmótaröðin 2013 (6:8) 16:55 Geggjaðar græjur 11.00 Sunnudagsmorgunn 17:15 Íslenski listinn fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 12.10 Orð skulu standa 17:45 Sjáðu 13.00 Aldamótabörnin (1:2) 18:15 Leyndarmál vísindanna 14.00 VÓ – Hátíðarsýning á skautum 18:23 Veður 16.30 Leiðin á HM í Brasilíu (1:16) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17.00 Táknmálsfréttir 18:556 The Crazy Ones (9/22) 4 Poppý kisuló (48:52) 5 17.10 19:15 Lottó 17.21 Stella og Steinn (2:10) 19:20 Two and a Half Men (7/22) 17.33 Friðþjófur forvitni (2:9) 19:45 Spaugstofan 18.00 Stundin okkar 20:10 10 Years 18.25 Basl er búskapur 21:50 Gangster Squad 19.00 Fréttir 23:40 The Cry of the Owl 19.20 Veðurfréttir 01:20 Deadly Impact 19.25 Íþróttir 02:55 Wanderlust Myndin fjallar 19.40 Landinn um dæmigert par frá Manhattan 20.10 Brautryðjendur (4:8) sem lenda bæði í niðurskurði í 20.40 Erfingjarnir (9:10) vinnunni og flytja út á land. 21.40 Afturgöngurnar (3:8) 04:30 Taken 2 22.35 Saga Óskarsverðlaunanna 06:00 Fréttir 00.05 Óskarsv. - Rauði dregillinn 01.40 Óskarsverðlaunin 2014 09:00 Meistaradeild - fréttaþáttur SkjárEinn 09:30 Zenit - Dortmund 12:10 Dr. Phil 11:10 Olympiakos - Manchester United 14:10 Once Upon a Time (8:22) 12:50 Meistaradeildin - meistaramörk 14:55 7th Heaven (8:22) 13:35 Evrópudeildarmörkin 2013/2014 15:35 Family Guy (18:21) 14:25 KS deildin 16:00 90210 (8:22) 14:50 Fimmgangur allt fyrir áskrifendur 16:40 Made in Jersey (5:8) 17:55 Samantekt og spjall 17:25 Parenthood (8:15) 18:25 Golfing World 2014 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:10 The Good Wife (3:22) 19:15 Fuchse Berlin - Lemgo 19:00 Friday Night Lights (7:13) 20:35 Þýsku mörkin 19:40 Judging Amy (5:23) 21:05 Skallagrímur 20:25 Top Gear Best of (1:4) 21:35 KR - Keflavík 21:15 Law & Order (4:22) 02:05 NBA - Rodman Revealed 4 The Walking Dead5(9:16) 22:00 22:45 The Biggest Loser - Ísland (6:11) 23:45 Elementary (8:22) 00:35 Scandal (7:22) 6 01:20 The Bridge (8:13) 10:15 Messan 02:00 The Walking Dead (9:16) 11:40 Match Pack 02:45 The Tonight Show 12:10 QPR - Leeds 03:30 Beauty and the Beast (18:22) 14:20 Enska úrvalsdeildin - upphitun allt fyrir áskrifendur

14:50 Stoke - Arsenal 17:20 Southampton - Liverpool fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:25 Fulham - Chelsea 07:30 Jane Eyre 21:05 Everton - West Ham 09:30 Happy Gilmore allt fyrir áskrifendur 22:45 Hull - Newcastle 11:00 The Devil Wears Prada 00:25 Stoke - Arsenal 12:50 The Descendants fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:45 Jane Eyre 4 16:45 Happy Gilmore SkjárSport 18:15 The Devil Wears Prada 06:00 Eurosport 2 20:05 The Descendants 14:25 Wolfsburg - Bayern Munchen 22:00 Django Unchained 16:35 Wolfsburg - Bayern Munchen 4 5 00:45 Magic MIke 19:40 NAC Breda - Vitesse 5 6 02:35 Dumb and Dumber 21:50 NAC Breda - Vitesse 04:306 Django Unchained 23:50 Eurosport 2

STÖÐ 2 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10:05 Victorious 10:30 Nágrannar 12:15 60 mínútur (21/52) 13:00 Mikael Torfason - mín skoðun 13:50 Spaugstofan 14:15 Spurningabomban 15:05 Heimsókn 15:30 Heilsugengið allt fyrir áskrifendur 16:00 Um land allt 16:35 Léttir sprettir fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:10 Geggjaðar græjur 17:30 Ísland Got Talent 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (27/50) 4 6 19:10 Sjálfstætt fólk (24/30) 19:45 Ísland Got Talent 20:40 Mr. Selfridge 21:30 The Following (6/15) 22:15 Banshee (8/10) Önnur þáttaröðin um hörkutólið Lucas Hood sem er lögreglustjóri í smábænum Banshee. 23:10 60 mínútur (22/52) 00:00 Mikael Torfason - mín skoðun 00:45 Daily Show: Global Edition 01:15 Nashville (8/22) 02:00 True Detective (6/8) 02:55 Mayday (5/5) 03:55 American Horror Story: Asylum (7/13) 04:35 Mad Men (9/13) 05:20 The Untold History of The United States (9/10)

09:10 La Liga Report 09:40 Galatasaray - Chelsea 11:20 FC Schalke - Real Madrid 13:00 Meistaradeildin - meistaramörk 13:45 Man. City - Sunderland 15:55 Atletico Madrid - Real Madrid 18:00 Man. City - Sunderlandallt fyrir áskrifendur 19:50 6Barcelona - Almeria 21:30 Golfing World 2014 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:20 Atletico Madrid - Real Madrid 00:00 Barcelona - Almeria

09:40 Hull - Newcastle 11:20 QPR - Leeds 13:00 Fulham - Chelsea 07:05 Friends With Kids 14:40 Stoke - Arsenal allt fyrir áskrifendur 08:50 The Vow 16:20 Tottenham - Cardiff allt fyrir áskrifendur 10:30 Something's Gotta Give 18:25 Southampton - Liverpool fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 12:35 The King's Speech 20:05 Swansea - Crystal Palace fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:30 Friends With Kids 21:45 Aston Villa - Norwich 516:15 The Vow 6 23:25 Everton - West Ham 17:55 Something's Gotta Give 20:00 The King's Speech SkjárSport 4 22:00 Argo 06:00 4 Eurosport 2 5 6 00:00 Life Of Pi 15:25 AFC Ajax - SC Cambuur 02:05 The Escapist 17:35 AFC Ajax - SC Cambuur 03:45 Argo 19:35 Eurosport 2

4

5

6



2245.-

1990.-

FRÁ 21. FEBRÚAR

990.-

1990.-

TIL 9. MARS

990.-

990.-

790.-

2490.-

1393.-

1990.-


990.-

2490.-

ÓTRÚLEGT ÚRVAL

990.-

ÞÚSUNDIR TITLA

990.-

SPARAÐU ÞÚSUNDIR

1990.-

990.-

5 mismunandi pakkar

2010 útgáfa

enn lægra verð

1750.-

1990.-

1490.-

4 bækur í pakka á 1990.-

295.-


68

menning

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

 TónlisT Þriðja plaTa sk akk amanage kemur úT á laugardag

Hamlet – „Mögnuð sýning“ – SA, tmm.is Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið) Fös 7/3 kl. 20:00 gen Mið 19/3 kl. 20:00 aukas Lau 8/3 kl. 20:00 frums Fim 20/3 kl. 20:00 aukas Þri 11/3 kl. 20:00 aukas Fös 21/3 kl. 20:00 6.k Mið 12/3 kl. 20:00 2.k Lau 22/3 kl. 20:00 7.k Fim 13/3 kl. 20:00 3.k Sun 23/3 kl. 20:00 8.k Fös 14/3 kl. 20:00 aukas Fös 28/3 kl. 20:00 aukas Lau 15/3 kl. 20:00 4.k Lau 29/3 kl. 20:00 9.k Sun 16/3 kl. 20:00 5.k Sun 30/3 kl. 20:00 10.k Ótvíræður sigurvegari á merkustu leiklistarhátíðar Breta

Lau 5/4 kl. 20:00 aukas Sun 6/4 kl. 20:00 11.k Fös 11/4 kl. 20:00 12.k Lau 12/4 kl. 20:00 13.k Sun 13/4 kl. 20:00 14.k Sun 27/4 kl. 20:00 15.k

Hamlet (Stóra sviðið)

Fös 28/2 kl. 20:00 lokas Frægasta leikrit allra tíma. Ný kynslóð, nýir tímar, nýr Hamlet. Lokasýning!

Óskasteinar (Nýja sviðið)

Fös 28/2 kl. 20:00 16.k Fös 7/3 kl. 20:00 aukas Sun 16/3 kl. 20:00 Lau 1/3 kl. 20:00 aukas Lau 8/3 kl. 20:00 20.k Mið 19/3 kl. 20:00 Sun 9/3 kl. 20:00 21.k Fim 20/3 kl. 20:00 Sun 2/3 kl. 20:00 17.k Fim 13/3 kl. 20:00 Fös 21/3 kl. 20:00 Þri 4/3 kl. 20:00 18.k Mið 5/3 kl. 20:00 19.k Fös 14/3 kl. 20:00 Lau 22/3 kl. 20:00 Fim 6/3 kl. 20:00 aukas Lau 15/3 kl. 20:00 Sun 23/3 kl. 20:00 Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla

Skálmöld: Baldur (Stóra sviðið)

Fim 3/4 kl. 20:00 gen Mið 9/4 kl. 20:00 2.k Mið 23/4 kl. 20:00 4.k Fös 4/4 kl. 20:00 frum Fim 10/4 kl. 20:00 3.k Fim 24/4 kl. 20:00 Þungarokksleikhús sem drífur upp í ellefu! Aðeins þessar sýningar

Ferjan (Litla sviðið)

Fös 21/3 kl. 20:00 frums Lau 5/4 kl. 20:00 5.k Þri 25/3 kl. 20:00 aukas Sun 6/4 kl. 20:00 6.k Mið 26/3 kl. 20:00 2.k Fös 11/4 kl. 20:00 7.k Fim 27/3 kl. 20:00 aukas Lau 12/4 kl. 20:00 8.k Fös 28/3 kl. 20:00 3.k Sun 13/4 kl. 20:00 aukas Lau 29/3 kl. 20:00 aukas Fös 25/4 kl. 20:00 9.k Þri 1/4 kl. 20:00 4.k Lau 26/4 kl. 20:00 10.k Mið 2/4 kl. 20:00 aukas Sun 27/4 kl. 20:00 11.k Fyrsta leikrit eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar

Þri 29/4 kl. 20:00 12.k Mið 30/4 kl. 20:00 aukas Fös 2/5 kl. 20:00 13.k Lau 3/5 kl. 20:00 14.k Sun 4/5 kl. 20:00 15.k Þri 6/5 kl. 20:00 16.k Mið 7/5 kl. 20:00 17.k Fim 8/5 kl. 20:00 aukas

Bláskjár (Litla sviðið)

Lau 1/3 kl. 20:00 Lau 8/3 kl. 20:00 aukas Fös 14/3 kl. 20:00 aukas Sun 2/3 kl. 20:00 aukas Sun 9/3 kl. 20:00 aukas Lau 15/3 kl. 20:00 aukas Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson. Aðeins þessar sýningar

Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið)

Sun 23/3 kl. 20:00 Sun 30/3 kl. 20:00 Fræðandi uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í

ÍD: Þríleikur (Stóra sviðið)

Sun 2/3 kl. 20:00 5.k Sun 9/3 kl. 20:00 lokas Íslenski dansflokkurinn sýnir þrjú ný verk á kvöldinu Þríleikur

Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is

leikhusid.is

ENGLAR ALHEIMSINS – HHHHH

„Leikhús á öðru plani...fullkomin útfærsla á skáldsögunni.“ Fbl SÁS

Englar alheimsins (Stóra sviðið)

Lau 1/3 kl. 19:30 75.sýn Mið 19/3 kl. 19:30 77.sýn Sun 2/3 kl. 19:30 76.sýn Sun 23/3 kl. 19:30 81.sýn Sun 9/3 kl. 19:30 78.sýn Mið 26/3 kl. 19:30 Aukas. Veilsa aldarinnar - leikrit ársins 2013. Síðustu sýningar!

Fim 27/3 kl. 19:30 Aukas. Lau 29/3 kl. 19:30 Aukas. Sun 30/3 kl. 19:30 lokas

SPAMALOT (Stóra sviðið)

Fös 28/2 kl. 19:30 4.sýn Fös 14/3 kl. 19:30 9.sýn Fim 27/3 kl. 19:30 14.sýn Fim 6/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 15/3 kl. 19:30 10.sýn Fös 28/3 kl. 19:30 15.sýn Fös 7/3 kl. 19:30 6.sýn Sun 16/3 kl. 16:00 Aukas. Fim 3/4 kl. 19:30 16.sýn Lau 8/3 kl. 19:30 Aukas. Fim 20/3 kl. 19:30 11.sýn Fös 4/4 kl. 19:30 17.sýn Mið 12/3 kl. 19:30 7.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 12.sýn Lau 5/4 kl. 19:30 18.sýn Fim 13/3 kl. 19:30 8.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 13.sýn Dásamleg, fáránleg della - óbærilega fyndinn nýr söngleikur!

Svanir skilja ekki (Kassinn)

Skakkamanage hefur ekki leikið á tónleikum í fjögur eða fimm ár. Þessi mynd var tekin sumarið 2009. Þarna eru Berglind Häsler, Svavar Pétur Eysteinsson, Þormóður Dagsson og Örn Ingi Ágústsson. Ljósmynd/Matthías Árni Ingimarsson

Fimm ára meðganga Hljómsveitin Skakkamanage sendir frá sér þriðju breiðskífu sína á laugardag en rúm fimm ár eru síðan sú síðasta kom út. Margt hefur drifið á daga meðlima sveitarinnar á þessum tíma, Svavar og Berglind hófu að framleiða grænmetispylsur og Þorri trommari breyttist í poppstjörnu.

Þ

essi plata er búin að liggja á hliðarlínunni í að verða fimm ár. Hljómsveitin leystist eiginlega upp þegar átti að byrja á henni,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, einn liðsmanna hljómsveitarinnar Skakkamanage. Þriðja plata sveitarinnar, Sounds of Merrymaking, kemur út á laugardag en ekkert hefur spurst til hennar síðustu árin. Skakkamanage gaf út plöturnar Lab of Love árið 2006 og All Over The Face 2008. Nýja platan lofar mjög góðu og er líkleg til að blanda sér í slaginn um plötu ársins í ár. Þegar vinna við þriðju plötuna átti að hefjast voru meðlimir sveitarinnar hins vegar uppteknir við önnur verkefni svo útgáfa hennar hefur dregist all verulega. „Fólk einbeitti sér að annarri músík og matvælaframleiðslu,“ segir Svavar sem hefur dælt út lögum undir nafni Prins Póló síðustu árin. Hann og Berglind hafa auk þess staðið í ströngu við að þróa og framleiða Bulsur. Þormóður Dagsson trommari hefur notað tímann vel og gefið út tvær plötur með hljómsveit sinni, Tilbury, en þar er hann í fremstu víglínu sem söngvari. Svavar segir að platan hafi haldið áfram að „kokkast“ og á nokkurra mánaða fresti hafi verið unnið í henni í skorpum. „Einn góðan veðurdag var hún svo tilbúin og það var ekkert verið þrýsta henni neitt. Ef það var eitthvað sem okkur langaði til að breyta þá gáfum við því nokkurra mánaða umhugsun. Ég er ekki vanur því að gera plötur svona algerlega stress-

laust,“ segir Svavar. Á endanum tók Gunnar Örn Tynes úr múm verkið yfir og hljóðblandaði og pródúseraði plötuna. „Þetta voru kannski svona fimmtán grunnar upprunalega en svo var hún skorin niður í átta lög með tímanum. Þetta er því kannski ekki breiðskífa í þeim skilningi. En hvað er breiðskífa?“ segir Svavar Pétur sem hefur verið duglegur að senda frá sér stök lög sem Prins Póló. Hann segist kunna því vel. „Þegar ég er að vinna plötur missi ég yfirsýnina á verkefnið. Það er fínt að gefa út eitt og eitt lag, þá heldur maður fókus. Það var markmiðið með þessa plötu en hún endaði sem ein heild.“ Hægt verður að nálgast Sounds of Merrymaking á tónlistarveitum á borð við Gogoyoko, Tónlist.is, Spotify og iTunes frá og með morgundeginum. Plötuna verður þó líka hægt að kaupa úti í búð. „Við vorum að hugsa um að láta prenta nokkra geisladiska og ef það verður stemning þá kannski pressum við hana á vínyl.“ Svavar og Berglind eru búsett á Drangsnesi þar sem þau una hag sínum vel við „músík, hönnun og matvælaframleiðslu“. Það er því allsendis óvíst hvort búast megi við stífu tónleikahaldi til að fylgja plötunni eftir. „Við skulum sjá til hvort það verður óstöðvandi eftirspurn,“ segir Svavar. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is

Fös 28/2 kl. 19:30 Frums. Fös 14/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 29/3 kl. 19:30 13.sýn Mið 5/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 15/3 kl. 19:30 8.sýn Fim 3/4 kl. 19:30 14.sýn Fim 6/3 kl. 19:30 3.sýn Sun 16/3 kl. 19:30 Aukas. Fös 4/4 kl. 19:30 15.sýn Fös 7/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 20/3 kl. 19:30 9.sýn Lau 5/4 kl. 19:30 16.sýn Lau 8/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 10.sýn Sun 13/4 kl. 19:30 17.sýn Mið 12/3 kl. 19:30 Aukas. Lau 22/3 kl. 19:30 11.sýn Fim 13/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 28/3 kl. 19:30 12.sýn Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur um undarlegt eðli hjónabandsins.

Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)

Fös 28/2 kl. 20:00 27.sýn Fös 14/3 kl. 20:00 34.sýn Fös 28/2 kl. 22:30 28.sýn Fös 14/3 kl. 22:30 35.sýn Mið 5/3 kl. 20:00 29.sýn Mið 19/3 kl. 20:00 36.sýn Fim 6/3 kl. 20:00 30.sýn Fim 20/3 kl. 19:30 37.sýn Fös 7/3 kl. 20:00 31.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 38.sýn Fös 7/3 kl. 22:30 32.sýn Fös 21/3 kl. 22:30 39.sýn Fim 13/3 kl. 20:00 33.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 Aukas. Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!

ÓVITAR (Stóra sviðið) Sun 2/3 kl. 13:00 Síðustu sýningar.

Lau 22/3 kl. 22:30 Aukas. Mið 26/3 kl. 20:00 Fim 27/3 kl. 20:00 Fös 28/3 kl. 20:00 Lau 29/3 kl. 20:00

Karíus og Baktus (Kúlan)

Lau 1/3 kl. 13:30 Lau 8/3 kl. 13:30 Lau 15/3 kl. 13:30 Lau 1/3 kl. 15:00 Lau 8/3 kl. 15:00 Lau 15/3 kl. 15:00 Það miklu betra að hitta Karíus og Baktus í leikhúsinu en að hafa þá í munninum.

Sun 9/3 kl. 16:00 Lau 15/3 kl. 13:00 Undurfalleg og hrífandi sýning

Lau 15/3 kl. 14:30

Aladdín (Brúðuloftið)

Lau 22/3 kl. 13:00 16.sýn Lau 29/3 kl. 13:00 18.sýn Lau 5/4 kl. 13:00 20.sýn Lau 22/3 kl. 16:00 17.sýn Lau 29/3 kl. 16:00 19.sýn Lau 5/4 kl. 16:00 21.sýn 1001 galdur - brúðuleiksýning fyrir 4ra til 94 ára. Allra síðustu sýningar.

551 1200 HVERFISGATA 19 LEIKHUSID.IS

listaverkum

erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð sem fer fram í mars

Sun 9/3 kl. 13:00 Lokas.

Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið)

Við leitum að

MIDASALA@LEIKHUSID.IS

Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur. Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar, Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving. Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 Opið virka daga 10–18, laugard. 11–14, sunnud. lokað Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is


islenska/sia.is FLU 67842 02’14

SEX FYRIR 68.100 SEX FLUGLEGGIR MILLI ÁFANGASTAÐA INNANLANDS

FLUGFELAG.IS

Flugfélag Íslands mælir með Flugfrelsi ef þú átt oft erindi út á land eða til borgarinnar. Nýttu þér frelsið til að fljúga innanlands á hagstæðari kjörum. Ekkert breytingarg jald Ekkert afbókunarg jald Bókanlegt í síma 570 3030

Takmarkað sætaframboð Hvert Flugfrelsi gildir fyrir einn farþega


70

menning

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

Hallfríður Ólafsdóttir mundar tónsprotann á sögulegri stund í Hörpu um helgina en alla jafna er hún 1. flautuleikari Sinfóníuhljómsveitarinnar.

Hljómsveitarstjórinn Hallfríður

Ljósmynd/Hari

Að sjálfsögðu pössuðu konurnar sig á því að mæta ekki í hæla­ skóm svo þær þekktust ekki á skóhljóðinu.

Sá sögulegi viðburður á sér stað á tónleikunum Tónafljóð á sunnudag að Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari verður fyrsta íslenska konan til að stýra félögum sínum í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hallfríður situr í stjórn KÍTÓN, félags kvenna í tónlist, sem stendur fyrir tónlistarveislu kvenna í Hörpu um helgina. Hún segir að konur hafi átt erfitt með að komast inn í sinfóníuhljómveitir þar til sú breyting varð á að áheyrnarprufur fóru fram bak við tjald.

Á

tímabili á námsárunum úti var ég að spá í að hætta við að verða flautuleikari og verða hljómsveitarstjóri. Þá fannst mér það skemmtileg tilhugsun að vera fyrsti íslenski kvenkyns hljómsveitarstjórinn – síðan eru liðin 25 ár og ennþá hefur engin önnur farið af stað,“ segir Hallfríður Ólafsdóttir, 1. flautuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en á tónleikunum Tónafljóð á sunnudag stjórnar Hallfríður félögum sínum í Sinfóníuhljómsveit Íslands og verður þar með fyrst íslenskra kvenna til þess. „Ég hef alltaf haft gríðarlegan áhuga á hljómsveitarstjórn og tók hana sem hliðargrein í Royal Academy of Music í London. Síðan hefur hreinlega verið svo mikið að gera hjá mér sem flautuleikari, sem ég er auðvitað mjög þakklát fyrir. En ég hef þó aðeins tekið í að stjórna minni hópum þegar tími hefur gefist til; nemendahljómsveitum og tréblásaradeildum, en líka atvinnuhópum eins og Hnúkaþey og Íslenska flautukórnum og þá mjög oft í frekar flóknum nútímaverkum. Ég hef í gegnum tíðina fylgst mikið með því hvernig hljómsveitarstjórar stjórna okkur í Sinfóníuhljómsveitinni. Við fáum marga mjög mismunandi stjórnendur og mér finnst athyglisvert að fylgjast með því hvaða tækni þeir

THE CONGRESS

(12)

SÝNINGARTÍMAR Á MIDI.IS

nota, þannig að ég hef heilmikið spáð í þetta.“ Hallfríður hefur verið fastráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan 1997, hún er kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og höfundur metsölubókanna um Maxímús Músíkus, ásamt Þórarni Má Baldurssyni, víóluleikara við Sinfóníuhljómsveitina. Það er heklaður Maxímús sem situr með okkur við stofuborðið heima hjá Hallfríði í Garðabænum en uppskrift að músinni tónelsku er að finna í „Maríu – heklbók“ eftir Tinnu Þórudóttur Þorvaldar. „Ég er alveg nýbúin að hekla hann,“ segir Hallfríður og sýnir mér brúðuna. „Heklið er nýja leiðin mín til kvöldslökunar í öllum erlinum. Sumir hafa kallað eftir því að ég láti framleiða brúðu en ég er engin bisnesskona. Einhver annar verður að sjá um það. Þeir sem vilja eignast sinn litla Maxímús geta allavega nálgast hekluppskriftina núna.“

Flestar fremstu tónlistarkonur landsins

Hallfríður situr einnig í stjórn KÍTÓN, félags kvenna í tónlist og það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, en tónleikarnir Tónafljóð eru á vegum félagsins og stígur rjóminn af íslenskum tónlistarkonum á svið

BLUE VELVET SUN: 20.00

(16)

SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711

í Hörpu um helgina. KÍTÓN var stofnað af tónlistarkonum úr öllum áttum, þvert á tónlistarstrauma og verður á tónleikunum boðið upp á popptónlist, rokk, rapp, kórsöng, djass og sinfóníska tónlist, svo sitthvað sé nefnt. Félagið er rúmlega árs gamalt og er tilgangur þess að skapa jákvæða umræðu, samstöðu og samstarfsvettvang meðal tónlistarkvenna, en einnig auka á sýnileika þeirra. Lára Rúnarsdóttir, sem einnig situr í stjórn KÍTÓN, birti á síðasta ári niðurstöður rannsóknar um stöðu kvenna tónlistargeiranum. Þar kom í ljós að Í FTT, félagi tónskálda og textahöfunda, eru 292 karlar en 42 konur, og aðeins 9,5% af skráðum verkum hjá STEF eru eftir konur, og við skiptingu á tekjum er hlutur kvenna 9,3%. Meirihluti tónlistargagnrýnenda fjölmiðla eru karlar og þegar Lára orðræðugreindi umsagnir þeirra sást að frekar voru notuð mjúk lýsingarorð um tónlist kvenna, á borð við „krúttlegt og kósý,“ og „auka skammtur af krúttlegheitum,“ en í umfjöllun um tónlist karla voru notuð sterk lýsingarorð á borð við „kraftmikið,“ „húmor“, „sjóðheitt og snaggaralegt.“ „Þetta eru mjög merkilegar niðurstöður,“ segir Hallfríður. Tónleikunum Tónafljóð er meðal annars ætlað að sýna fjölbreytileika og vídd íslenskra tónlistarkvenna. Stefnt er að því að tónleikarnir verði árlegir en þessir fyrstu tónleikar verða sögulegir fyrir ýmissa hluta sakir. „Þetta eru tímamót í tónlistarsögunni. Þarna er teflt fram frábærri tónlist sem er öll eftir konur og á einu bretti verður hægt að hlýða á flestar fremstu tónlistarkonur landsins, stóra kóra og litlar og stórar hljómsveitir. Okkur fannst mikilvægt að sýna að konur geti líka stjórnað og völdum því kóra með flottum kvenstjórnendum, Hljómeyki með Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur og Vox feminae með Margréti Pálmadóttur og svo fannst mér líka mikilvægt að sýna að ég er ekki ein um að geta veifað sprotanum fyrir framan hljómsveit og bað Hildigunni Rúnarsdóttur að fá sína hljómsveit, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, til að koma og spila undir hennar stjórn.“ Á laugardag stendur KÍTÓN fyrir málþingi um jafnrétti í tónlist í Hörpu en á sunnudeginum, fyrir tónleikana sem eru um kvöldið, verður opið hús

þar sem hægt verður að ganga á milli opinna rýma Hörpu og hlýða á örtónleika.

Börnin full efasemda

En þó öll tónlistin sem flutt verður sé eftir konur eru ekki aðeins konur í þeim tónlistarhópum sem koma fram. „Við búum við ansi gott jafnrétti í sinfóníska geiranum og okkur fannst mikilvægt að sýna það. Flestir karlkyns kollegar okkar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands verða því með og sýna málefninu mikinn stuðning. Lengi vel voru sinfóníuhljómsveitir meira og minna skipaðar körlum. Þegar konur fóru í auknum mæli að fara út á vinnumarkaðinn áttu þær erfitt með að komast að í sinfóníuhljómsveitum víða um heim – burtséð frá þeim hljómsveitum sem beinlínis gerðu út á að vera skipaðar körlum, eins og til dæmis Vínarfílharmónían en það vígi er nú fallið. Þegar ráðið er inn í sinfóníuhljómsveitir er keppt um stöðuna en örlítil breyting á fyrirkomulaginu, sem var gerð upp úr 1970, varð til þess að konur fóru að komast að. Það var alltaf keppt fyrir opnum tjöldum en þarna var farið að gæta nafnleyndar og keppt bak við tjald. Að sjálfsögðu pössuðu konurnar sig á því að mæta ekki í hælaskóm svo þær þekktust ekki á skóhljóðinu, og þarna fyrst fóru þær að komast að. Þetta er auðvitað mjög sláandi og segir okkur að einhvers konar fordómar hafi ráðið för, hvort sem menn hlustuðu með gagnrýnni eyrum á konur eða hvort þeir kusu einfaldlega frekar að ráða karla. En eftir þessar breytingar streymdu konur inn í sinfóníuhljómsveitir.“ Hallfríður segir því að tiltölulega mikið jafnrétti sé í klassíska tónlistarheiminum – nema þegar kemur að hljómsveitarstjórnun. „Það er ekki hægt að keppa í því á bak við tjald,“ segir hún og brosir. Steríótýpan af klassískum hljómsveitarstjórnanda er gráhærður karlmaður með strýið út í loftið, íklæddur kjólfötum og sveiflar tónsprotanum af ákafa. „Það er ótrúlega magnað hvað fólki finnst skrýtið að sjá eitthvað sem það hefur ekki séð áður. Í tveimur af bókunum um Maxímús Músíkus teiknaði Þórarinn konur að stjórna hljómsveitinni og ég hef heyrt af börnum sem hafa sagt að þetta geti nú ekki staðist, að konur geti ekki stjórnað hljómsveit. Þetta eru börn sem hafa engar forsendur til að dæma hvort starfið hæfi körlum frekar en konum en vegna þess að þau hafa sjálf aldrei séð konu stjórna hljómsveit þá halda þau að það sé ekki hægt. Það er heilmikið skrifað um það núna að þær konur úti í heimi sem hafa farið út í

hljómsveitarstjórn hafi fundið fyrir skeytingarleysi sem er ekki hægt að skýra með öðru en fordómum og staðalmyndum, það er minna mark tekið á þeim og þær komast ekki jafn hratt upp metorðastigann og karlar. Við vonum auðvitað að sú verði ekki raunin hér á landi og mér þótti mjög vænt að finna mikinn stuðning og ánægju samstarfsfólks míns á fyrstu æfingunni á verkinu sem við ætlum að flytja í lok tónleikanna sem er ballettónlistin Eldur eftir Jórunni Viðar. “ Með því að flokka fólk eftir kynjunum í samfélaginu, þar sem sammannlegir þætti okkar eru skilgreindir út frá karllægum og kvenlægum viðmiðum, á borð við blíðu, kraft, umhyggju og þor, þá er í raun verið að hefta fólk í að vera það sjálft og njóta alls þess sem mannlegt líf býður upp á. Með því minnka líkurnar á því að hver einstaklingur fari sína eigin leið og skapi eitthvað sem skiptir máli í þjóðfélaginu. Í næstu bók um Maxímús Músíkus, sem kemur út í vor, er einmitt lagt upp úr því að vera maður sjálfur, alveg sama hvað öðrum finnst.“

Fimmtugsafmæli og fleiri tímamót

Fyrsta bókin um Maxímús kom út árið 2008. Hallfríður fékk þá skyndilega hugmynd að bókinni og fannst það vera góð leið til að kynna börn fyrir góðri tónlist og veita þeim innsýn inn í líf hljóðfæraleikarans, en geisladiskur með upplestri og tónlist í flutningi Sinfóníuhljómsveitarinnar fylgir með hverri bók. „Þarna sameinaði ég mín helstu áhugamál; bækur, börn og tónlist. Þetta er bara það besta sem ég veit. Ég var með börn á réttum aldri, fædd 1997 og 1999, og vissi hvað þeim þótti sniðugt. Ýmsir brandarar frá þeim hafa ratað inn í bækurnar. Til að mynda fór ég eitt sinn með strákinn minn mjög lítinn að hlusta á Stórsveit Reykjavíkur. Ég vissi að honum fannst djass og swing skemmtilegt og ég bjóst við að hann myndi strax byrja að dilla sér þegar tónlistin byrjaði. Hann stóð hins vegar bara stjarfur og starði á hljóðfæraleikarana, horfði svo stóreygur á mig og hvíslaði: „Það eru allir svo rauðir í framan.“ Þetta rataði í eina bókina, hvað blásturshljóðfæraleikararnir geta orðið rauðir í framan þegar þeir blása sterkt og mikið. Upphaflega átti bara að vera ein bók um Maxímús. Sinfóníhljómsveitin heldur árlega tónleika fyrir leikskóla og við erum vön því að sum barnanna séu óróleg en á fyrstu Maxímúsartónleikunum fundum við fyrir ótrúlegum áhuga hjá þeim.“ Fólk einfaldlega kallaði eftir fleiri sögum og bækurnar um Maxímús Músíkus hafa komið út á fjölda tungumála og sinfóníuhljómsveitir og fílharmóníur víða um heim flutt verkin. Næstu mánuðir verða afar viðburðaríkir hjá Hallfríði. „Á sunnudag verð ég fyrsta íslenska konan til að stjórna atvinnuhljómsveit. Þann 20. mars verð ég svo með einleik með Sinfóníuhljómsveitinni þar sem ég spila flautukonsert eftir Mozart. Það er gaman að ná því að spila það fræga verk fyrir fimmtugt því svo verð ég fimmtug í sumar,“ segir hún glaðvær enda fjöldi tímamóta í vændum. „Og svo er það fjórða bókin mín. Ég verð því ekki mikið á hefðbundnum tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni á næstunni en ég hlakka mikið til að taka mér aftur sæti sem 1. flautuleikari sveitarinnar þegar þessu öllu er lokið því þar vil ég vera. Ég er þó afar þakklát fyrir þessi verkefni sem ég hef fengið tækifæri til að sinna – og því að ég hafði hugrekki og þor til þess að standa í þeim.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


FRUMSÝNING Í KVÖLD NÝTT VERK EFTIR AUÐI ÖVU ÓLAFSDÓTTUR Leikstjórn: Charlotte Böving Tónlist: Ragnhildur Gísladóttur

551 1200

HVERFISGATA 19

LEIKHUSID.IS

MIDASALA@LEIKHUSID.IS


72

dægurmál

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

 Í takt við tÍmann ingibjörg FrÍða Helgadóttir

Þekkt sem gellan með grænmetið Staðalbúnaður

Ég geng eiginlega alltaf í kjólum, þægilegum og léttum kjólum og slám yfir ef það er kalt. Ég hef mjög gaman af að kaupa af og til eina vel hannaða og -saumaða íslenska flík sem ég veit að ég get notað þegar ég kem fram. Þessar flíkur hef ég keypt í Andreu og KronKron og bara hér og þar. Ég er annars ekki mikið fatafrík, ekki þannig. Og ég er alls engin skókona. Ef ég get staðið í þeim og teygt mig á sviðinu þá er það bara fínt.

Hugbúnaður

Mér finnst ofboðslega gaman að fara á tónleika. Sérstaklega þegar einhver sem ég þekki er að spila. Ég fer til dæmis oft á Kex því þar eru oft tónleikar á þriðjudögum. Ég er ekki svona djammari en við krakkarnir förum stundum eftir skóla á Happy hour, til dæmis á Kalda. Þar er góður, ódýr bjór og við getum spjallað í rólegheitunum. Ef ég fer út í háværa tónlist og þarf að öskra yfir borðið er hætt við að ég missi röddina. Ég kýs frekar rólegra umhverfi, helst með „læv“ músík og góðum bjór. Ég næ ekki að fylgja einhverju tímaplani varðandi sjónvarpsþætti, ég verð að stjórna því sjálf hvenær ég horfi. Eini þátturinn sem ég og kærastinn minn horfum á núna er Hannibal.

Ingibjörg Fríða Helgadóttir er 22 ára söngkona sem útskrifast í vor úr tónlistarskóla FÍH og er að auki í námi í skapandi tónlistarmiðlun við Listaháskólann. Ingibjörg hefur troðið upp með ballbandi við ýmis tækifæri síðustu ár og um síðustu helgi söng hún á frábærum tónleikum í Hörpu með mörgum af fremstu djössurum þjóðarinnar.

Aukabúnaður

Mér finnst mjög gott að fá matarmiklar súpur á veturna en annars borða ég mikið af mexíkóskum mat, sérstaklega ef það er ferskt grænmeti með. Ég er reyndar þekkt sem gellan með grænmetið hvert sem ég fer. Ég er búin að venja mig á að vera alltaf með nestisbox með grænmeti í til að borða yfir daginn. Það er mjög hentugt því ég veit ekki alltaf hvenær ég fæ pásur. Maður er ekki fullkominn að öllu leyti en ég er mjög ánægð með þetta. Kærastinn minn er ævintýragjarnari en ég og hefur dregið mig í nokkur spennandi ferðalög að undanförnu. Við fórum í bakpokaferðalag um Serbíu, Bosníu og Svartfjallaland og í sumar fórum við aðeins minni hring um Þýskaland, Pólland og Ungverjaland. Þetta var alveg æðislegt. Í sumar langar mig að ferðast hér heima, heimsækja ættingja úti á landi og fara í húsið okkar í Stykkishólmi. Ingibjörg Fríða er ein af efnilegri djasssöngkonum landsins og söng á flottum tónleikum í Hörpu um síðustu helgi. Hún vonast til að gefa út plötu með nýju efni í framtíðinni. Ljósmynd/Hari

Vélbúnaður

Ég á Macbook Air, litla tölvu sem ég kalla Ljónu af því stýrikerfið heitir Lion. Ég er bara með draslsíma en mér finnst gaman að kaupa mér græjur sem tengjast tónlistinni. Ég á góðan söngmagnara, míkrafóna og svo er ég alltaf með Yamaha-diktafón í töskunni.

hugmyndasamkeppni.is

Google Earth

Háskóli Íslands Hugmynda­ samkeppni um skipulag Háskóla­ svæðisins Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efna til hugmyndasamkeppni um heildarskipulag fyrir Háskólasvæðið sem afmarkast af Suðurgötu, Hjarðarhaga, Dunhaga og Birkimel til vesturs, Hringbraut til norðurs, Njarðargötu til austurs, þar með talið svæði Fluggarða en af holti fyrir sunnan stúdentagarða við Eggertsgötu til suðurs. Þátttakendur geta skilað inn heildarhugmyndum sínum að framtíðarskipulagi eða lagt hugmyndir inn í umræðuna. Keppnislýsing er aðgengileg þátttakendum á vefsíðunni, www.hugmyndasamkeppni.is og heimasíðu Arkitektafélags Íslands, www.ai.is frá og með 21. febrúar 2014. Samkeppnisgögn verða einungis aðgengileg þeim sem skrá sig til þátttöku.

 appaFengur

Meginmarkmið samkeppninnar eru: · Að fá fram heildstæðar tillögur um samkeppnissvæðið · Að fá fram tillögur sem undirstriki sérstöðu svæðisins og efli það sem menningarkjarna í borginni · Að skapa virkt og aðlaðandi svæði með góðum tengingum, bæði innbyrðis og við nærliggjandi svæði · Að fá fram frjóar en um leið raunhæfar hugmyndir um framtíðarnýtingu og skipulag Háskólasvæðisins · Að samgöngur og uppbygging á svæðinu verði samtvinnuð, þar sem lögð sé áhersla á almenningssamgöngur, göngu- og hjólaleiðir

Google Earth er síður en svo nýtt af nálinni en þar sem reglulega eru gerðar uppfærslur á appinu má sannarlega minna á það. Appið byggir á hugbúnaði sem nýtir myndir úr gervihnöttum og kortaupplýsingum til að sýna heiminn í þrívíddarumhverfi. Notendur geta nýtt appið bæði til fróðleiks og skemmtunar og ferðast um allan heim á meðan þeir sitja heima í sófa með snjallsímann eða spjaldtölvuna. Hægt er að þysja inn og út til að skoða götur og byggingar í mismunandi hátti upplausn. Þannig er mögulegt að skoða sögufrægar byggingar hinum megin á hnettinum, merk kennileiti eða einfaldlega bara götuna þína heima á litla Íslandi. Þegar kemur að Google Earth eru möguleikarnir einfaldlega óendanlegir og því er til lítils að reyna að útskýra appið með orðum, best er að fikta sig áfram og sjá, töfraveröld opnast. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


FRÁBÆR VERÐ Á FLOTTUM MERKJUM

ÚTSALA 30-50% AUKAAFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM

50%

AUKA AFSLÁTTUR

Verðdæmi:

af öllum skóm

30% aföllum AUKA AFSLÁTTUR

sundfötum

30% aföllum AUKA AFSLÁTTUR

fatnaði

Fótboltaskór Hlaupaskór Loðfóðraðir vetrarskór Götuskór

Puma innanhússskór Fullt verð: 19.990 kr. Outlet verð: 13.990 kr. ÚTSÖLUVERÐ: 6.995 kr.

Herrasundbuxur Fullt verð: 7.990 kr. Outlet verð: 3.990 kr. ÚTSÖLUVERÐ: 2.795 kr. Stelpusundbolur Fullt verð: 5.990 kr. Outlet verð: 3.990 kr. ÚTSÖLUVERÐ: 2.795 kr. Catmandoo vetrarúlpa Fullt verð: 19.990 kr. Outlet verð: 13.990 kr. ÚTSÖLUVERÐ: 9.795 kr.

Íþróttafatnaður Vetrarúlpur Snjóbuxur Sokkar

65%

Puma-fótboltaskór barna HEILDARFullt verð: 7.990 kr. AFSLÁTTUR Outlet verð: 3.990 kr. 75% ÚTSÖLUVERÐ: 1.995 kr. Puma-barnakuldaskór Fullt verð: 11.990 kr. Outlet verð: 7.990 kr. ÚTSÖLUVERÐ: 3.995 kr.

Sundbolir Bikiní Sundskýlur Sundbuxur

HEILDARAFSLÁTTUR

Puma-dömuhettupeysa Fullt verð: 15.990 kr. Outlet verð: 8.990 kr. ÚTSÖLUVERÐ: 6.295 kr.

HEILDARAFSLÁTTUR

66% HEILDARAFSLÁTTUR

65% HEILDARAFSLÁTTUR

53% HEILDARAFSLÁTTUR

51% HEILDARAFSLÁTTUR

60%

Komdu og gerðu frábær kaup! Vínlandsleið 6 113 Reykjavík Útsöluopnun: Virka daga kl. 11-18 Laugardag kl. 11-16 Sunnudag kl. 13-17

Við erum í Vínlandsleið í Grafarholti


74

dægurmál

Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

 óper a Íslensk a óper an r agnheiður Frumsýnd um helgina

Erlendir menningarvitar spenntir fyrir íslenskri óperu Erlend óperutímarit hafa sýnt uppfærslunni mikinn áhuga sem og erlendir óperustjórar,“ segir Steinunn Þórhallsdóttir, kynningarstjóri Íslensku óperunnar. Íslenska óperan Ragnheiður verður frumsýnd í Eldborgarsal Hörpu á laugardagskvöld. Mikill spenningur er fyrir frumsýningunni hér á landi en athygli vekur að erlent óperufólk sýnir henni líka áhuga. Það er kannski ekki skrýtið því ekki er algengt að frumsýnd sé ný íslensk ópera. Þetta er aukinheldur fyrsta íslenska óperan sem Íslenska óperan setur upp í Eldborg, og fyrsta óperan sem popparinn Gunnar Þórðarson semur. Hátt í eitt hundrað listamenn taka

þátt í uppfærslunni, og einungis eru ráðgerðar fjóra sýningar í mars. Steinunn segir að óperustjórar og tónlistargagnrýnendur frá Svíþjóð hafi boðað komu sína. „Óperugagnrýnandi frá hinu virta breska tímariti Opera Now verður viðstaddur og mun fjalla um frumsýninguna í tímaritinu, einnig er gagnrýnandi frá hinu útbreidda þýska tímariti Opernwelt á leið til landsins gagngert til að heyra og sjá þessa alíslensku óperuuppfæslu. Enn fleiri hafa sýnt uppfærslunni og verkinu sjálfu áhuga. Okkar tilfinning er að saga Ragnheiðar, Brynjólfs, Daða og allra í Skálholti gæti átt sér fallegt framhaldslíf víðar, og að þetta

 Bjór Þriðja BjórhátÍðin á kex

ævintýri sé rétt að byrja.“ Óperan fjallar um Ragnheiði Brynjólfsdóttur, biskupsdóttur í Skálholti á 17. öld, ástarsamband hennar við lærimeistara sinn Daða Halldórsson og fordæmingu föður hennar, Brynjólfs biskups Sveinssonar, á því sambandi. Þóra Einarsdóttir sópran syngur titilhlutverk biskupsdótturinnar ungu, hlutverk Ragnheiðar Brynjólfsdóttur, Viðar Gunnarsson syngur hlutverk Brynjólfs Skálholtsbiskups og í fyrsta sinn á sviði Íslensku óperunnar er tenórinn Elmar Gilbertsson, sem fer með hlutverk Daða Halldórssonar, kennara og ástmanns Ragnheiðar.

Daði Halldórsson (Elmar Gilbertsson tenór) og Ragnheiður Brynjólfsdóttir (Þóra Einarsdóttir) í óperunni Ragnheiði sem frumsýnd verður á laugardagskvöld. Mynd/Gísli Egill Hrafnsson

 Flóamark aður Fyrsta laugardag hvers mánaðar

Jesús er páskabjór Borgar í ár. Hann fer í sölu á miðvikudag í næstu viku.

Omnom og Borg taka höndum saman Hin íslenska bjórhátíð er nú haldin í þriðja sinn á Kex Hosteli. Hátíðin er haldin í tilefni af bjórdeginum 1. mars en í ár eru 25 ár liðin frá því bjórinn var leyfður hér á landi eftir 74 ára sölubann. Bæði íslensk og erlend brugghús taka þátt í hátíðahöldunum sem hófust á miðvikudag og lýkur á morgun, laugardag. Bruggarar frá Borg, Ölgerðinni, Einstök, Vífilfelli, Steðja, Ölvisholti og Kalda kynna starfsemi sína á Kex. Erlendu bruggararnir koma frá örbrugghúsum í Danmörku (To Øl, Mikkeller) og Bandaríkjunum (Logsdon Farmhouse Ales, Rogue Ales, Boneyard Beer, Gigantic Brewing

Minaya, sem er frá Georgíu, mælir með því að Íslendingar hreinsi úr geymslunum til að bæta hag heimilanna.

Evrópsk markaðsstemning á Eiðistorgi

Co) og sérhæfa sig í framleiðslu á hágæða bjór af ýmsum toga. Í næstu viku sendir Borg brugghús frá sér páskabjórinn Jesús. Eitt sem gerir Jesús sérstakan er samstarf við handverkssúkkulaðigerðina Omnom á Seltjarnarnesi sem sérristar kakóbaunir í bjórinn fyrir Borgarmenn sem þeir nota sem létt krydd. Að sögn Óla Rúnars Jónssonar hjá Borg mega gestir á bjórhátíðinni á Kexi í dag, föstudag, eiga von á góðu. Þar munu nefnilega fulltrúar frá Omnom og Borg vera og kynna fyrir áhugasömum pörunarmöguleika súkkulaðis og bjórs. Sannarlega forvitnilegt.

Hjónin Þorgeir Jóhannsson og Minaya Multykh eru áhugafólk um flóamarkaði og sjá um allt skipulag nýs flóamarkaðar á Eiðistorgi.

Daily Star

Daily Telegraph

É

g bara skil ekki Íslendinga,“ segir Mína sem er frá Georgíu en hefur búið á Íslandi í 9 ár. Það er alltaf verið að tala um skuldir heimilanna en svo gerir fólk ekkert í sínum málum sjálft. Af hverju erum við alltaf að bíða eftir að ríkisstjórnin geri eitthvað. Farðu bara og seldu allt dótið úr geymslunni.“ Hún segist sakna flóamarkaðanna frá Evrópu og þá sérstaklega markaðsstemningarinnar sem þeim fylgir. „Mér finnst svo skemmtilegt þetta samband sem myndast milli fólks á mörkuðum, allir að spá og spekúlera og tala saman um sögu hlutanna.“ Þorgeir segir Mínu vera algjöran sérfræðing í skandinavískri hönnun. „Við fluttum í hús sem er byggt 1974 og fundum fljótlega út að ekkert sem við áttum passaði í húsið. Eina leiðin til þess að fá hluti sem pössuðu við húsið var að fara á markaði og leita að „retro“ hlutum. Mína bjó lengi í Úkraínu þar sem markaðir eru algengir, en hún hafði hinsvegar aldrei heyrt um Bing og Gröndal, Holmegaard, eða Ittala. Í dag er hún orðin sérfræðingur í öllum þessum vörum.“

Brandenburg

Íslendingar feimnir

Halla Harðardóttir 551 1200 | HVERFISGATA 19 | LEIKHUSID.IS | MIDASALA@LEIKHUSID.IS

halla@frettatiminn.is

Það var hópur áhugamanna um bætt mannlíf í Vesturbænum og á Seltjarnarnesi sem fékk þá hugmynd að koma á fót flóamarkaði í samstarfi við bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi. Fyrsti markaðurinn var haldinn í nóvember en nú verður alltaf markaður fyrsta laugardag hvers mánaðar. Stefnt er að því að listamenn fái einnig að kynna verk sín á markaðsdögum.

„Það tekur smá tíma að vinna þessu sess. Það er eins og Íslendingar séu ennþá svolítið feimnir að koma á flóamarkaði, skoða og upplifa stemminguna sem þeim fylgir. Hér eru hlutir sem ekki eru framleiddir lengur og eru orðnir klassískir. Einnig gerir fólk mjög oft góð kaup í allskonar hlutum eins og barnafötum, bókum, ljósum, raftækjum og öllu milli himins og jarðar,“ segir Þorgeir.

Listin að prútta

Það er ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar kemur að því að prútta. Það er auðvitað nauðsynlegt að setja upp pókerandlitið og muna að þykjast vera gjörsamlega áhugalaus í byrjun. Þegar þú finnur lampann sem þig hefur alltaf dreymt um verður þú að láta sem hann sé drasl sem þú gætir mögulega keypt á 500 kall. Þú byrjar alltaf lágt en prúttar þig svo upp, afslappaður og áhugalaus. Einnig er nauðsynlegt að vera vinalegur og helst soldið sjarmerandi því enginn vill selja áhugalausum fýlupúka erfðagóssið. Ef seljandi setur upp fáránlega hátt verð er best að setja upp áhyggjusvip og gera sig tilbúin til að ganga í burtu, en mjög hægt og frekar hikandi, gefa seljanda þannig tækifæri til að lækka verðið. Ef allt gengur eftir er vel við hæfi að innsigla kaupin og gleðina með brosi og jafnvel handabandi. Flóamarkaðurinn er með facebook síðu og svo er hægt að hringja í Þorgeir og Mínu til að panta pláss í síma 6158085.


MIÐASALA HEFST Á FIMMTUDAGINN KL. 10!

JUSTIN TIMBERLAKE 24. ÁGÚST 2014 KÓRINN KÓPAVOGI #jtisland

Nánar um forsölu WOW air á www.wowair.is Nánar um forsölu Vodafone á www.vodafone.is

Allt um tónleikana á www.sena.is/jt Miðasala er á Miði.is og í síma 540 9800


HE LG A RB L A Ð

Hrósið... Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is

fær Ragnar Kjartansson fyrir sýninguna The Visitors í Kling og Bang galleríi. Yfir 1.500 gestir komu síðasta sýningardaginn.

 Bakhliðin Viðar Freyr Guðmundsson

GILdIR 28.02.14 - 03.03.14

Ljúfur og víðlesinn Aldur: 34 ára. Maki: Esther Bragadóttir. Börn: 7 ára sonur og 2 ára dóttir. Foreldrar: Ósk Geirsdóttir ljósmóðir og Guðmundur Brynjar Ólafsson, Binni járnsmiður. Menntun: Sveinspróf í rafeindavirkjun. Starf: Tæknistjóri á sjónvarpsstöðinni ÍNN og sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarmaður. Fyrri störf: Sveitastörf, á minkabúi, raftækja- og rafviðgerðir. Áhugamál: Góðar heimildamyndir og borðspil. Stjörnumerki: Vatnsberinn. Stjörnuspá: Þú ert fullur hugmynda og sérð ekki hlutina í réttu ljósi. Hlustaðu á það sem aðrir hafa fram að færa, það gæti verið rétta leiðin. Spá mbl.is

V

iðar er afskaplega duglegur við það sem hann tekur sér fyrir hendur. Ef hann setur hug sinn í eitthvað þá klárar hann það,“ segir Árný A. Runólfsdóttir, amma Viðars. „Hann hefur alltaf verið sérstakur og maður hefur ekki alltaf vitað hvert hann væri að fara. Hann var mikið hjá mér sem barn og var alltaf afskaplega ljúfur og þægilegur og er það enn. Honum líður best í litlum hópi og er ekki mikið fyrir fjölmenni og kemur manni endalaust á óvart. Í góðu tómi á hann það til að tala um hin ótrúlegustu málefni og er víðlesinn. Oft er hann búinn að kynna sér eitthvað sem maður áttaði sig ekki á að hann hefði áhuga á. Viðar er svolítið stríðinn og á það til að vera á öndverðri skoðun bara til að skapa umræður. Af því hann er svo mikill prófessor á hann það til að vera svolítið utan við sig.“ Heimildamyndin Allt um einelti, eftir Viðar Frey Guðmundsson og Gunnar Magnús Diego, var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Samtímis var aðgangur að myndinni opnaður almenningi á vefnum einelti.com og á VOD kerfum símfyrirtækjanna.

Falleg ljós

Verð 7.800,-

Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is

TAX FREE AF ÖLLUM VÖRUM ALLA HELGINA Í ÖLLUM BÚÐUM KOMDU OG GERÐU FRÁBÆR KAUP!

AFNEMUM VIRÐISAUKASKATT AF ÖLLUM VÖRUM. TAx FREE TILbOÐ jAFNGILdIR 20.32% AFSLæTTI. AFSLÁTTURINN ER Á KOSTNAÐ RÚMFATALAGERSINS. VIRÐISAUKA ER AÐ SjÁLFSÖGÐU SKILAÐ TIL RíKISSjóÐS.

RÚMFATALAGERINN ER Á 5 STÖÐUM: SKEIFUNNI - SMÁRATORGI - KORPUTORGI - AKUREYRI - SELFOSSI


Helgin 1.-3. október 2010

OKKAR LOFORÐ

LIFANDI LÍFSSTÍLL // 3. ÁRGANGUR // 1. TÖLUBLAÐ // FEBRÚAR 2014

Lífrænt og nátturulegt

Engin óæskileg aukefni

við erum 1

Persónuleg þjónusta

Lifandi lífsstíll Tímarit Lifandi markaðar

Gleðigjafi Lifandi markaðar í 10 ár


LIFANDI LÍFSSTÍLL // 3. ÁRGANGUR // 1. TÖLUBLAÐ // FEBRÚAR 2014

2

Veislu sta þjónu

Nýung hjá Lifandi markaði:

Lifandi vinnustaður í 10 ár Kæru lesendur LIFANDI markaður á 10 ára afmæli í ár. Stofnendur fyrirtækisins voru sannkallaðir frumkvöðlar á sínu sviði. Með tilkomu verslunar og veitingastaðar á einum og sama stað var fræjum sáð í hjörtu fjölmargra landsmanna sem voru eða urðu meðvitaðir um áhrif lífsstíls og mataræðis á heilsu og lífsgæði. Með tímanum var einnig boðið upp á fræðslu og námskeið sem hafa notið mikilla vinsælda. Á tímamótum eins og nú fannst okkur tilvalið að forsíðuna myndi prýða starfsmaður sem hefur verið hjá fyrirtækinu frá upphafi. Það er Sigríður Vala Þórarinsdóttir, eða Sigga Vala, verslunarstjóri í Borgartúni. Í augum margra viðskiptavina er hún andlit fyrirtæksins. Í viðtali í blaðinu segir Sigga Vala meðal annars: „Það er svo gaman að sjá allt fólkið sem kemur aftur og aftur, ár eftir ár. Ég elska að taka á móti fólki og vinn við það sem mér finnst skemmtilegast.“ Viðskiptavinir okkar hafa stundum haft það á orði að það sjái og finni hversu vel starfsfólkinu hér líður og að það smiti úr frá sér. Hér hafa orðið til ýmis sambönd og tengsl, svo sem vina-, viðskipta- og ástarsambönd. Marta Eiríksdóttir og Jóhann Ágústsson felldu hugi saman hér sem starfsmenn og segja okkur frá því í einlægu viðtali. Þau halda því fram að hjá Lifandi markaði séu kjöraðstæður til að mynda tengsl því umhverfið sé heilbrigt og fólk hafi þau sameiginlegu markmið að lifa heilbrigðu lífi og njóta stundarinnar. Einnig verður í þessu tölublaði lögð áhersla á snyrtivörurnar okkar hjá Lifandi markaði. Við leggjum áherslu á að nota eins lífrænar snyrtivörur og völ er á. Við teljum að mikilvægt sé að auka meðvitund um skaðsemi óæskilegra efna sem eru algeng í snyrtivörum og höfum hvatt viðskiptavini okkar til að lesa innihaldslýsingar á umbúðum. Til að sýna fram á gæði lífrænu snyrtivaranna sem við seljum fengum við að farða einn viðskiptavina okkar, Maríu Ósk Friðbertsdóttur, og að sitja fyrir á „fyrir og eftir“ myndum. Í verslunum okkar í Fákafeni, Borgartúni og Hæðarsmára eru starfsmenn með sérþekkingu og reynslu í að ráðleggja viðskiptavinum okkar í öllu sem ykkur þyrstir í að vita um lífrænan lífsstíl. Verið hjartanlega velkomin!

Hressandi þeytingar og hollar veitingar Veisluþjónusta er nýung hjá Lifandi markaði og er tilvalið fyrir fundi, veislur og alls kyns mannamót. „Við erum aðallega að tala um hollustu. Fólk er kannski orðið leitt á því sem algengt er að boðið sé upp á í veislum og vill meiri hollustu. Ég er þegar farinn að fá fyrirspurnir,“ segir Böðvar Sigurvin Björnsson, yfirmatreiðslumaður hjá Lifandi markaði.

Einnig er boðið upp á þeytinga og girnilega safa fyrir fundi og slíkt. „Fólk situr kannski á fundi í fjóra tíma og fær Græna þrumu eftir tvo tíma. Þú getur rétt ímyndað þér hversu góð áhrif það hefur á líðan og hressleika þeirra sem sitja slíkan fund,“ segir Böðvar og hvetur fólk til að leita tilboða hjá sér í síma 770-2112 eða í netfangið bodvar@lifandimarkadur.is.

Streita eða svefnleysi! Hvað er til ráða? 1. Haf-ró

3. Asphalia

5. Kamillute

Slakandi steinefnablanda með náttúrulegu magnesíumi, B6 og C vítamín.

Bygg- og hveitigrasblanda sem hefur reynst einstök við svefnerfiðleikum.

Kamillan hefur væg róandi áhrif og er einstaklega gott að drekka bolla fyrir svefninn.

2. Magnesíum

4. Avena Sativa

6. Lavender ilmolía

Hafrar hafa lengi verið notaðir til að róa taugakerfið, draga út streitu og pirringi.

Olían hefur róandi og slakandi áhrif. Einn dropi á koddan fyrir svefn hjálpar fólki að komast í ró.

Náttúruleg slökun sem styrkir líkaman gegn streitu og bætir svefn.

KAFFITÁR ÁN KRÓKALEIÐA

Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri. Ábyrgðarmaður: Arndís Thorarensen

Hönnun og umbrot: Víkurfréttir

Ritstjórn: Olga Björt Þórðardóttir

Ljósmyndir: Haraldur Jónasson og Ljósmyndasöfn

Kaffitár er stoltur samstarfsaðili Lifandi Markaðar sem valdi expressó Marabá kaffið frá Kaffitár til að bjóða gestum sínum. Marabá er með góðri fyllingu og krydduðu eftirbragði – flottur endir á góðum veitingum.


Byrjaðu daginn á Himneskri Hollustu LJÚFFENGUR HAFRAGRAUTUR (fyrir tvo) 2 dl grófar eða fínar hafraflögur* 4 dl vatn Handfylli rúsínur 1 msk kaldpressuð kókoshnetuolía Kanill eftir smekk Sjávarsalt eftir smekk Handfylli ristaðar kókosflögur Isola möndlumjólk eða önnur mjólk *suðutíminn er styttri á fínum hafraflögum

Sjóðið hafra og rúsínur, ásamt salti, við vægan hita þar til mjúkt. Bætið kókoshnetuolíu út í og hrærið vel. Setjið í skálar, stráið kanil og kókosflögum yfir og hellið mjólk út á. Bætið við berjum og/eða niðurskornum ávöxtum eftir smekk. RAW: Einnig er hægt að undirbúa grautinn að kvöldi með því að setja allt innihaldið í krukku, geyma í ísskáp yfir nótt og njóta morguninn eftir.

Heilbrigð skynsemi

Yggdrasill heildsala | yggdrasill.is


LIFANDI LÍFSSTÍLL // 3. ÁRGANGUR // 1. TÖLUBLAÐ // FEBRÚAR 2014

4

Alltaf jafn gefandi og gaman í vinnunni Margir viðskiptavinir Lifandi markaðar kannast við Sigríði Völu Þórarinsdóttur, eða Siggu Völu. Hún hefur starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi og þekkir það betur en flestir aðrir. Þegar Sigga Vala hóf störf hét fyrirtækið Maður lifandi. Furir þremur árum sameinaðist fyrirtækið versluninni Yggdrasil og fékk heitið Lifandi markaður.

Voru frumkvöðlar

Við spurðum Siggu Völu hvað henni finnst markverðast í starfinu og starfseminni á þessum 10 árum. „Það er búið að vera skemmtilegt að taka þátt í þessari starfsemi. Við erum frumkvöðlar á Íslandi og það hefur komið viðskiptavinum okkar á óvart.“ Einnig finnst Siggu Völu skemmtilegt að sjá sama fólkið sem kemur aftur og aftur, ár eftir ár. „Viðskiptavinurinn er að sækja í eitthvað hollt, gott og flott. Maturinn er svo hollur að maður fær þessa góðu tilfinningu um að vera södd á heilbrigðan hátt,“ segir hún brosandi.

Sístækkandi hópur hugsar um heilsuna

Lifandi markaður hefur alltaf haft þessa sérstöðu sem verslun og veitingastaður á sama stað. „Svo getur fólk sótt sér heilsuvörur, snyrtivörur og hreinlætisvörur. Allt til heimilisis. Getur treyst á að allt sé fyrsta flokks. Vörurnar hérna náðu vinsældum mjög fljótt og raðir af fólki náðu út á götu, hádegi eftir hádegi.“

Sigga Vala rifjar upp að fólk á öllum aldri hafið komið til þeirra, fyrst til að skoða og kynna sér það sem var í boði. Hjördís Ásberg, sem stofnaði Maður lifandi á sínum tíma, rak einnig heildsöluna Bio vörur. „Hún flutti inn í miklu meira magni til þess að geta boðið upp á lífrænt og einnig til að geta boðið upp á heitan mat. Þannig var hægt að opna verslunina og markaðurinn stækkaði í kjölfarið,“ segir Sigga Vala og bætir við að margar aðrar verslanir hafi opnað sérvörudeildir síðar og það sé af hinu góða. „Hópurinn stækkar og fólk finnur sér sinn stað. Ég hugsa alltaf á þá leið að eftir því sem fleiri opna því sterkari verðum við. Fólkið og markaðurinn hugsa í auknum mæli um heilsu og heilbrigði. Það skiptir okkur öll máli.“

Börnin læra lífsstílinn af foreldrum

Birtingarmynd þróuninnar sem einnig hefur átt sér stað í hugsunarhætti um heilsu og lífsstíl er að mæður koma inn með ung börn sín og kaupa lífrænan barnamat. „Svo stækka börnin og venjast því að nota það sem mömmurnar kaupa. Lífsstíll síast þannig snemma inn,“ segir Sigga Vala. Einnig hafi fyrirtækið verið framsækið og ötult í að bjóða upp á fjölda fjölbreyttra námskeiða. „Við höfum með hundruð námskeiða sem jafnvel enginn annar hefur verið með. Allt það nýjasta sem gerst hefur í heilbrigði og heilsu hefur oft byrjað í okkar húsakynnum.“

Að verða fimmtug og ekkert grátt hár

Sigga Vala hefur ætíð hugsað um vel sjálfa sig og eigin heilsu. Hún notar vörurnar mikið sjálf sem seldar eru í Lifandi markaði. „Ég held að ég hafi aukið inntöku á olíum á þessum árum; e-vítamínum, hörfræjaolíu og hampolíu. Ég er að verða fimmtug og er ekki með eitt grátt hár. Veit ekki hvers vegna en ég yrði ekki hissa á því að það væri vegna olíanna og annarra bætiefna.“ Fyrir henni er sama tilfinningin að koma í vinnuna í dag eins og fyrir 10 árum, alltaf jafn gefandi og gaman. „Ég vinn einfaldlega við það sem mér finnst skemmtilegast. Fyrir mig er það afskaplega mikilvægt. Ég elska að vera innan um fólk og slíkt hefur alltaf fylgt mér.“

Mikilvæg skref til betra lífs

Henni finnst sérstaklega gefandi að sjá allt fólkið sem kemur til að sækja sér heilbrigði og segist vona að hún geti á einhvern hátt aðstoðað við það og látið viðskiptavinum líða þannig að þeir lifi heilbrigðu lífi. „Bara að taka þessi mikilvægu skref til betra lífs. Margir mikla fyrir sér kostnaðinn við að skipta yfir í lífrænt og hollt en átta sig á því þegar þeir eru komnir af stað hversu betri líðanin verður. Eitt epli á dag kemur heilsunni í lag – að sjálfsögðu lífrænt.“ Sigga Vala vonar að markaðurinn geti stækkað enn meir, fyrirtækið líka, viðskiptavinum

fjölgi svo að hægt verið að efla svona starfsemi áfram. „Lífrænt er ekki dýrt þegar litið er heildrænt á málin.“

Sóttu um vinnu eftir að hafa kíkt við

Þá segir Sigga Vala viðskiptavinina finna að starfsfólki líður vel hér og það smiti út frá sér. „Það hefur fólk komið til okkar og sótt um vinnu eftir að hafa komið hingað inn og fundið góða andrúmsloftið sem hér ríkir. Andinn hér innan dyra nær að mínu mati út fyrir dyrnar.“ Einnig komi fólk oft sem kynnt hefur sér og aflað sér upplýsinga víða um hollustu erlendis. Það gerir þá kröfu um að eitthvað fáist hjá Lifandi markaði næst þegar það kemur. „Við erum alltaf með puttann á púlsinum til að geta boðið viðskiptavinum upp á það breiða úrval sem er í boði er sem tengist heilbrigðum lífsstíl. Allt frá bætiefnum, kryddi og snyrtivörum til hráefnis fyrir matargerð.“ Hún nefnir í því sambandi túrmerik (rót af engiferætt) sem kom upp í umræðuna fyrir skömmu. „Við gerðum allt til að koma því í búðirnar og það seldist upp um leið. Þá hafði það ekki fengist í verslunum eins og okkar.“ Spurð að lokum um minnisstæð tískufyrirbrigði í heilsu á undanförnum tíu árum er Sigga Vala ekki lengi að svara: „Spelt, vínsteinslyftiduft, hörfræjaolía, agave sýróp, eplaedik, rósakrem frá Dr. Hauschka, hveitigras og Epson salt.“


ÁRANGUR ER

UNDIRBÚNINGUR „Ég vil ekki bara vera góð í sumu, ég vil vera góð í öllu.“ Jakobína Jónsdóttir Crossfit þjálfari

nowfoods.is

NOW er breið lína hágæða fæðubótarefna sem er án allra óæskilegra aukefna, svo sem litar-, bragð- og rotvarnarefna og ódýrra uppfylliefna.

Gæði • Hreinleiki • Virkni


LIFANDI LÍFSSTÍLL // 3. ÁRGANGUR // 1. TÖLUBLAÐ // FEBRÚAR 2014

Lífrænar snyrtivörur -burt með eitrið!

Vinsælustu vörurnar hjá Lifandi markaði Græna þruman

6

Möndlumjól

k

Hjá Lifandi markaði er lögð áhersla á að nota eins lífrænar snyrtivörur og völ er á. Við teljum að mikilvægt sé að auka meðvitund um skaðsemi óæskilegra efna sem eru algeng í snyrtivörum og höfum hvatt viðskiptavini okkar til að lesa innihaldslýsingar á umbúðum. Til að sýna fram á gæði lífrænu snyrtivaranna sem við seljum fengum við að farða einn viðskiptavina okkar, Maríu Ósk Friðbertsdóttur, og að sitja fyrir á „fyrir og eftir“ myndum.

Fyrir Eftir

Védís Hervör Árnadóttir, mannfræðingur, meistaranemi og tónlistarkona. Hvers vegna Lifandi markað?

os

Engiferg

frisk

Rós

akr

emi ð

frá

Dr.

Hau

sck

a

– Natur

Lífræn epli

Hnetudraumur lífræn hrákaka Engiferskot

Ég á alltaf til kaldpressuðu lífrænu kókosolíuna frá Dr. Goerg. Ég nota hana í matargerð, á húðina, hárið og jafnvel til að ná upp erfiðum blettum á sófanum og eldhúsbekknum. Ég hef meira að segja notað hana undir handakrikana sem svitalyktareyði. Eiginleika hennar þarf vart að kynna en hún er einstaklega hitaþolin (breytist ekki í transfitusýrur á pönnunni eða í ofninum), næringarrík, nærandi og bakteríueyðandi. Annað ómissandi sem ég næ mér í er Epsom söltin í baðið, en þau sefa vöðvana og eru uppfull af magnesíum sem smýgur inn í húðina og róar. Lavender ilmkjarnaolían er dásamleg og ég er alltaf með flösku í veskinu sem ég þefa af og hugleiði. Það róar hugann og minnir á dásamlegan meðgöngutíma og sængurlegu með drengina mína. Spirulina frá LifeStream tek ég á hverjum

morgni og það er besta innspýtingin fyrir daginn minn. Chia fræin nota ég nánast á hverjum degi í drykki eða drekk bara hrein í vatnsglasi. Þau kallast öðru nafni „fræ hlauparans“ því þau gefa svo mikla næringu í hverri hitaeiningu og hægja uppbyggingu blóðsykurs þannig að orkan endist lengur. Frábær, létt magafylling fyrir hlaup eða æfingu. Að lokum verð ég að nefna Acai augngelið frá Sante, endist lengi, handhægt og ódýrt.

Svavar Örn Svavarsson

Réttur dagsins Sjampó og næring frá dr. Organic

Ég sæki mínar nauðsynjavörur hingað. Lífið er stutt í stóra kosmíska samhenginu en svo ofboðslega innihaldsríkt. Þar spila næring og lífsstíll stór hlutverk. Í Lifandi markaði er ég örugg um að finna réttu vörurnar án fyllingaog aukefna og andrúmsloftið er alltaf gott, fólkið vingjarnlegt og brosandi. Græna þruman á barnum er í uppáhaldi.

hárgreiðsluséní og dagskrárgerðarmaður Hörfræolía

Hvers vegna velur þú Lifandi markað?

Ég vel lifandi markað af því að lang lang besta græna bomban er þar. Einnig er þar fjölbreytt úrval og starfsfólk sem er ræðið og skemmtilegt og fer þar Sigga Vala fremst í flokki. Svo er alltaf hægt að fá bílastæði.

Hvað er í uppáhaldi?

Græna þruman er í miklu uppáhaldi og nú læt ég setja prótín út í og þá dugar hún mér lengi lengi. Bláberjaþruma er líka frábær.


LIFANDI LÍFSSTÍLL // 3. ÁRGANGUR // 1. TÖLUBLAÐ // FEBRÚAR 2014

7

Sugarless sugar NÝTT! Sugarless Sugar:

• Er jafn sætur og hefðbundinn hvítur sykur

Hin fullkomna blanda af Erythritoli og Better Stevíu sem saman búa til hið fullkomna sykurbragð. Sugarless sugar hentar því afar vel fyrir þá sem vilja nota sætuefni sem bragðast eins og sykur en er án neikvæðra áhrifa sykurs. Þú notar sömu hlutföll af Sugarless sugar og af venjulegum sykri í baksturinn – viljir þú skipta honum út fyrir hollari sætu í uppskriftum. Þú verður að prófa!

• Án erfðabreyttra hráefna • Inniheldur lífrænt vottaða Better Stevia – sérstaklega bragðgóð • Er aðeins 1/3 af hitaeiningum sem hefðbundinn hvítur sykur inniheldur. • Hegðar sér eins og sykur og bragðast líkt og sykur í uppskriftum! • Hefur engin áhrif á tennur • Hentugt í alla matargerð og sem strásykur

Ný snyrtivörulína frá NOW NOW framleiðir ekki bara hágæða bætiefni, íþróttafæðubótarefni og matvöru heldur líka snyrtivörur úr náttúrulegum innihaldsefnum og að sjálfsögðu án allra óæskilegra efna eins og parabena. Snyrtivörulínan frá NOW samanstendur af andlitskremum, hreinsilínu fyrir andlit, sjampói og hárnæringum og ilmkjarnaolíum og líkams/nudd olíum - allt úr fyrsta flokks náttúrulegum efnum.

Sjampó og hárnæring herbal, berry og citrus.

Meiri árangur

BEETELITE örvar Nitric Oxide framleiðslu strax. Betra blóðflæði, 30% æðaútvíkkun, 30% meiri súrefnisupptaka, réttur blóðsykur, aukin fitubrennsla, 20% meira þrek orka og úthald, hraðar bata eftir æfingar. Bættir árangur íþróttafólks allt að 16-20% Örvar upptöku annara vítamína, fæðubótarefna.

Rauðrófukristall 100% lífrænt og því fullkomlega öruggt 1 skot 30 mín. fyrir æfingar blandað í 150 ml af vatni. Endist 6 tíma í líkamanum. Bætt blóðflæði 30 mín. eftir inntöku.

Green tea & Pomegranate andlitslína • Hreinsikrem • Dagkrem N-O Index

• Næturkrem

700 600 500 400 300 200

Stingur keppinautana af. 1. bréf af NeoShot = 1 líter af rauðrófusafa

100 0

BEETELITE SUPERBEETS

Rauðrófusafi

Nitric Oxide

Nóbelsverðlaun 1998 - Sameind ársins 1992 Hvað gerir SILDENAFIL The release of nitric oxide molecules causes erection.

Krydd fyrir framandi matargerð

Umboð: www.vitex.is

• Anslitsvatn


LIFANDI LÍFSSTÍLL // 3. ÁRGANGUR // 1. TÖLUBLAÐ // FEBRÚAR 2014

8

Ástin kviknaði í vinnunni Marta Eiríksdóttir og Jóhann Ágústsson kynntust í grillveislu hjá framkvæmdastjóra Lifandi markaðar haustið 2012 og hafa verið par síðan sumarið 2013. Marta hefur starfað hjá Lifandi markaði síðan í ágúst 2011. Jóhann stundar BS nám í ferðamálafræði við HÍ samhliða starfi sínu hér. Hann stefnir að því að útskrifast vorið 2015. „Það er búið að vera fínt að taka að mér kvöldvaktir hér og helgarvaktir af og til,“ segir Jóhann.

Eðlilegt að kynnast á vinnustað

Marta segir mjög eðlilegt að fólk kynnist á þennan hátt á vinnustað. Sérstaklega heilbrigt fólk í svona heilbrigðu umhverfi. „Það bara gerist eitthvað og tengslin verða til. Ég hef eignast fjölda góðra vina hér líka og kynnst fólki sem hefur gefið mér mjög mikið. Hér vinnur svo margt gott fólk.“ Jóhann tekur undir það.

Ýmislegt í uppáhaldi

Sjálfsrækt og líkamsrækt Að vera opin Eins og með langflest pör eiga er lykilatriði Marta og Jóhann ýmislegt sameiginlegt, svo sem sjálfsrækt og líkamsrækt. Jóhann styrkir líkamann reglulega og Marta kennir jóga í World Class. „Svo er það andlega hliðin líka. Við pælum bæði mikið í heimspeki og lífsspeki,“ segir Marta. Jóhann bætir við: „Já og svo kunnum við bæði að njóta stundarinnar. Vera í núinu.“

Heilbrigt umhverfi

Þau eru sammála um það að lykilatriði góðs sambands sé að bæði séu opin. Ekki bara persónulega heldur í samskiptum yfirleitt. „Það er í raun fátt sem við eigum ekki sameiginlegt. Við erum mjög svipuð í áherslum á því sem mestu máli skiptir í lífinu þótt við séum tveir ólíkir einstaklingar.“

Spurð um hvað sé best við að starfa hjá Lifandi markaði er Jóhann fljótur að nefna hollu máltíðirnar. Svo bætir hann við: „Hér er líka svo gott starfsfólk og hollar og góðar vörur.“ „Það er æðislegt að vinna hérna og gaman að vera í heilbrigðu umhverfi, innan um hollar vörur og mat.“ „Einnig að umgangast viðskiptavini og starfsfólk sem hugsar um heilsuna,“ segir Marta.

Uppáhaldsvörur Mörtu: Apríkósuolían frá NOW, Naturtint hárlitur 8A, Græna þruman, allir lífrænu ávextirnir, Episilk hyaluronic-serum og möndlumjólkin frá Isola. Uppáhaldsvörur Jóhanns: „Sveitakjúklingur með villisveppasósu“ úr eldhúsi Lifandi markaðar, mysuprótein frá NOW, ferskt nautakjöt frá Kjöthöllinni, vistvænu eggin, glúteinlausar morgunkornsrúllur, Weleda aftershave balm og Lavender sturtusápa.

Prótein er gott til að byggja upp vöðva Hágæða prótein frá Pulsin í Bretlandi er glænýtt í vöruvali Lifandi markaðar. Oft vantar okkur prótein í fæðuna okkar og þá er gott að hafa val um prótein sem eru hrein. Pulsin prótein er auðmeltanlegt og náttúrulegt prótein án allra aukefna eða bragðefna og er unnið úr baunum og fræjum. Prótein er gott til að bæta mataræði til að grenna sig, til vöðvauppbyggingar, líkamsmótunar og til að koma jafnvæf á blóðsykurinn.

Pulsin mysupróteinið er eina mysupróteinið á markaðnum sem er unnið úr mjólk úr kúm sem fá að bíta gras í haga og ganga frjálsar um. Kýrnar eru ekki sprautaðar með aukaefnum sem eiga að auka nitin hjá þeim. Pulsin er með 3 aðrar tegundir af próteinum auk mysu próteinsins, en það eru: • Hamp-prótein sem er fullt af Omega 3 og trefjum sem hjálpa meltingunni. • Bauna-prótein, hárrétt jafnvægi amínósýra, auðmeltanlegt. • Hrís-prótein, gert úr spíruðum brúnum hrísgrjónum. Pulsin próteinin eru: • Glútenlaus • Óerfðabreytt • Án aukefna

Einnig er til Fruitein próteinblöndur sem eru unnar úr ofurfæðutegundum og eru einstaklega bragðgóð náttúruleg prótein. Fruitein er í þægilegum pokum, skammtur sem passar í shake-inn og auðvelt er að taka með í ferðalagið. • Fruitein Green foods shake, fullur af grænni orku sem er holl og góð fyrir okkur, eins og t.d. bygggras, spirulina, grænt te, þörungar, brokkolí og spínat. • Fruitein Acai Shake er andoxandi yngjandi shake með Acai berjum sem er ein mest andoxunarríka fæða sem um getur. Fullt af orku og svo bragðgóður.


LIFANDI LÍFSSTÍLL // 3. ÁRGANGUR // 1. TÖLUBLAÐ // FEBRÚAR 2014

NÁTTÚRULEGT

BRÚNKUKREM

www.lifandimarkadur.is

Ætlar þú að breyta um lífsstíl? Að námskeiðinu standa m.a. hjúkrunarfræðingar, íþróttafræðingar, læknir, næringarfræðingur, sálfræðingar og sjúkraþjálfarar.

Heilsulausnir

Henta einstaklingum sem glíma við offitu, hjartasjúkdóma og/eða sykursýki. • Heilsulausnir hefjast mánud 24. mars • Mán., mið. og fös. kl. 07:20, 12:00 eða 17:30 • Verð kr. 17.500 pr. mán í 12 mán. Skráning í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is

ÁN AUKAEFNA Sölustaðir: Lyfja, Apótekið, Heilsuhúsin, Lifandi markaður, Heilsutorg Blómavals, Heimkaup.is, o.fl. verslanir

www.heilsuborg.is

Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 108 • Reykjavík • Sími 560 1010

20% – tuttugu prósent afláttur – 20% Bio Kult Pro-Cyan gegn þvagfærasýkingu

Allt annað líf með Femarelle undraefninu — er loksins verkjalaus!

Trönuber hindra að E. coli bakterían nái fótfestu við slímhúð þvagrásar ­ skolar bakterí­ unni út með þvaginu. Hlutverk gerl­ anna og A vítamíns í vörunni hjálpar líkamanum að viðhalda eðlilegu bakteríumagni í þörmum, einnig til að viðhalda eðlilegri starfsemi í þvagrásarkerfinu.

Mér hafði ekki liðið nógu vel í svolítinn tíma, ég er á lyfjum við sykursýki og vegna veikinda í skjaldkirtli. Ég hafði þyngst vegna lyfjanna og hef ég einnig verið með gigt og haft verki vegna þess. Mér fannst óþægilegt að vera of mikið innan um fólk, ég var orðin svolítið þunglynd af vanlíðan. Mér fannst ekki gott að vera innan um hávaða og var því mjög mikið að einangrast frá félagslífi. Ég er 71 árs og var ekki sátt við hvernig mér leið, ég vildi geta tekið meiri þátt í lífinu. Ég las umfjöllun í blaðinu um Femarelle, og leist vel á að prófa náttúrulega og hormóna­ lausa meðferð þar sem ég sá að þau geta linað verki. Ég hef núna notað Femarelle undanfarna mánuði og hef endurheimt mitt fyrra líf! Mér líður svo vel að nú get ég farið daglega út að ganga með hundinn, fer einnig í sund á hverjum degi og sæki félagsvistina og fer í bingó vikulega. Mér er hætt að verkja um allan líkamann og ég nota Femarelle sem náttúrulega verkjameðferð því að ef ég er með verk, þá tek ég aukalega af því. Ég hef að auki misst 11 kíló án þess að reyna það, vegna þess að mér líður betur og ég get hreyft mig óhindrað. Ég er svo ánægð með Femarelle hylkin, líður svo vel af þeim og ég mæli með þeim við allar vinkonur mínar. Takk fyrir kærlega, Eva Ólöf Hjaltadóttir

Hylkin innihalda: • Trönuberja þykkni • Mjólkursýrugerla • A vítamíni 2 hylki 1-2 svar á dag með mat fyrirbyggjandi gegn þvagfærasýkingu. Hentar öllum, börnum, fullorðnum og barnshafandi konum.

9


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

LIFANDI LÍFSSTÍLL // 3. ÁRGANGUR // 1. TÖLUBLAÐ // FEBRÚAR 2014

10

Jurtarjómi í matreiðsluna

LÉTT OG LAKTÓSAFRÍ SÚRMJÓLK

Breitt úrval jurtarjóma fyrir þá sem vilja matreiða án laktósa / mjólkurvara.

Brakandi fersk uppskera af vestfirsku sjávarsalti..

Rísrjómi

Hafrarjómi

Kókosrjómi

Frábær í alla almenna matreiðslu, t.d thailenskan og indverskan mat. Rísrjóminn er án glútens. Sérstakt tilboðsverð út af miklu lagermagni.

Bragðmildur og hentar í alla matargerð líkt og rísrjóminn. Einnig góður út á grauta.

Þessi er sérstaklega bragðgóður! Kókosrjóminn er góður í matargerð, í þeytinginn eða út á grauta. Sumir meira segja drekka hann einan og sér, svona spari.

Himneskt hollustunammi

Þessa kókosbita er yndislegt að eiga til að njóta og bjóða

Skin Food frá Weleda Skin Food (næring fyrir húðina) er alhliða gott krem sem virkar vel á:

Skin Food vann til verðlauna í Bretlandi sem Best Classic Beauty product 2009

• • • • • • • • •

Viðkvæma og þurra húð Virkar vel á rósroða Mýkir naglaböndin Frábært sem andlitsmaski Græðandi á frunsur Mjög gott á þurrar/sprungnar fætur og hendur Virkar vel á útbrot (exem) Frá Weleda síðan árið 1921 Lífrænt ræktað, án aukaefna

Innihald:

250 g kókosflögur frá Himneskri Hollustu 5 msk kókoshnetuolía frá Himneskri Hollustu 5 msk Ekoland hunang (þunnt) 1/2 tsk vanilluduft 100 g 70% lífrænt súkkulaði

Aðferð:

1. Kókosflögum, kókoshnetu olíu, hunangi og vanilludufti blandað saman í matvinnslu vél þar til blandan er orðin þykk og þétt í sér. 2. Búið til 18 litlar kúlur og kælið í 30 mín. 3. Bræðið súkkulaði og látið kólna í 5 mín. 4. Þekið hverja kúlu með súkkulaði, gott er að nota tvo gaffla til að dýfa og velta kúlunum upp úr súkkulaðinu. 5. Látið súkkulaðið storkna og geymið í kæli.



LIFANDI LÍFSSTÍLL // 3. ÁRGANGUR // 1. TÖLUBLAÐ // FEBRÚAR 2014

Vissir þú?

Lágkolvetna kjúklingabaka Allir unnendur lágkolvetnafæðis ættu að smakka LKL kjúklingabökuna hjá Lifandi markaði. Bakan er gerð úr úrvals hráefni og innihaldið ætti ekki að svíkja neinn enda er í henni: kjúklingur, blómkál, egg, möndlumjöl, ostur, hvítlaukur, olía, grænkál, granataepli og steinselja. Sósan sem fylgir bökunni er alveg ómissandi. Hún inniheldur: rjómaost, hvítlauk, olíu, steinselju og krydd. Þetta er Kjúklingabaka sem hentar bæði til að taka með sér eða borða á staðnum.

OKKAR LOFORÐ:

Túrmerik

Engin óæskileg aukefni

Lífrænt og náttúrulegt

HEILSUSPRENGJA

Túrmerik er svo sannarlega krydd í tilveruna. Nokkrir af eiginleikum túrmeriks eru:

Allar lífrænar snyrtivörur með 20% afslætti

• Góð andoxun og vernd gegn sindurefnum. • Stuðlar að heilbrigðri húð. • Styður við heilbrigði augnana. • Ómetanlegt fyrir ónæmiskerfið. • Viðheldur heilbrigðum liðamótum, dregur úr gigtarverkjum. • Klappstýra fyrir góða lifrarstarfsemi. • Kemur jafnvægi á meltingarveginn. • Styður við hjarta-og æðakerfið ásamt blóðrásakerfinu. • Hjálpar til við að viðhalda eðlilegu kólesteróli og heldur blóðsykrinum innan eðlilegra marka.

Para be fríar n vöru r

20% ur!

afslátt

• Styður við taugakerfið.

Lifandi markaður heldur áfram að bjóða upp á lífrænt ræktaðan kjúkling frá Rose Poultry í Danmörku. Slík ræktun felur meðal annars í sér að kjúklingurinn er alinn á búi sem hefur hlotið lífræna vottun. Ákveðnir skilmálar kveða á um ræktunina, s.s. um aðgreiningu í framleiðslunni og húsakynni. Fuglarnir skulu hafa óheftan aðgang að fóðri og vatni, komast út undir bert loft og geta athafnað sig þar. Einstaklega bragðgóður!

Gildir til 7. mars.

Lífrænn kjúklingur

Persónuleg þjónusta

Hollusta að innan sem utan

Borgartún

1 Fákafen 1 Hæðasmári

www.lifandimarkadur.is

Nýtt! snyrtivö rur frá NOW


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.