Jólablaðið 2013

Page 1

Jólablað 2013

Fluttu jólahefðirnar heim

Hjónin Rakel Halldórsdóttir og arnar Bjarnason í Frú Laugu eiga fimm börn og því er nóg um að vera á heimilinu þegar jólin nálgast. Þau hafa búið víða um heim og jólahaldið tekur mið af því.

Viðtal 44

GEFÐU ÁVÍSUN Á GÓÐA HEILSU Í JÓLAGJÖF

Úrval gjafabréfa í boði í öllu sem viðkemur heilsurækt, snyrti- og nuddmeðferðum.


Jólablað

2

Jólin í gamla daga Heimsókn í Árbæjarsafnið er orðin ómissandi liður á aðventunni hjá mörgum. Þar verður mikið um dýrðir sunnudagana 8., 15. og 22. desember en þá gefst ungum sem öldnum tækifæri til að rölta á milli húsa safnsins og fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Þá verða hrekkjóttir jólasveinar á vappi og gægjast á glugga og kíkja í potta. Fullorðnir og börn skera út laufabrauð í Árbænum og uppi á baðstofulofti verður spunnið og prjónað og þar verður jólatré einnig vafið lyngi. Í Lækjargötu 4 fá börn og fullorðnir að föndra, búa til músastiga, jólapoka og sitthvað fleira. Gestum verður boðið að bragða á nýsoðnu keti í Hábæ og í stofunni þar verður sýndur útskurður. Í Efstabæ verður skatan svo komin í pottinn. Í hesthúsinu frá Garðastræti verður svo sýnt hvernig fólk bjó til tólgarketri og kóngakerti í gamla daga. Jólatrésskemmtun verður á torginu alla sunnudagana þrjá klukkan 15 þar sem sungin verða jólalög og dansað í kringum jólatréð við harmónikkuleik og kórsöng.

Jólasveinarnir verða á vappinu í Árbæjarsafni i desember og gægjast á glugga og kíkja í pottana.

Ný Polarolía Nýtt útlit-meiri virkni Selolía, einstök olía

Gott fyrir:

Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Nýtt! Ónæmiskerfið D-vítamínbætt Kolesterol Liðina

Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur Minn læknir mælir með Selolíu, en þinn?

Sími 555 2992 og 698 7999

Selolían fæst í: apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð

Síðan Friðrik fékk sér Elvis brúðurnar hafa margir gefið honum Elvis jólaskraut. „Kannski verð ég kominn með heilt jólatré af Elvis skrauti eftir nokkur ár.“ Ljósmynd/Hari

Til í mörgum litum (XS-XXL)

Laugavegur 27 (bakhús) - www.suomi.is - s: 519 6688

Elvis Presley á jólatrénu T

ónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson er mikill aðdáandi tónlistar Elvis Presley og í ferð sinni til Graceland árið 2005 keypti hann sér þrjár litlar Elvis brúður til að hengja á jólatréð. „Ég sá þær í sérstökum rekka fyrir Elvis jólaskraut. Síðan þá er fólk búið að gefa mér töluvert af Elvis jólaskrauti. Kannski verð ég kominn með heilt jólatré af Elvis skrauti eftir nokkur ár,“ segir Friðrik og hlær. Það er alltaf annasamt hjá Friðriki á aðventunni við tónleikahald og skreytir hann jólatréð því yfirleitt um mánaðamótin nóvember og desember og tekur þannig forskot á jólasæluna. „Ég er yfirleitt búinn að syngja í kringum 22. desember og þá er fínt að vera búinn að skreyta.“ Í desember þeysist Friðrik um landið í tónleikaferð undir yfirskriftinni Jólin alls staðar með Jógvan Hansen, Heiðu Ólafs, Grétu Salome og hljómsveit og munu þau halda alls tuttugu tónleika. Þá syngur hann með Frostrósum í Færeyjum og á Íslandi. Á dögunum sendi Friðrik svo frá sér plötuna Kveðju sem inniheldur sálma og saknaðarsöngva. „Þetta er hugljúf, falleg og lágstemmd plata sem inniheldur þrjú ný lög eftir mig og sálma eins og Hærra minn guð til þín og Ave Maria ásamt dægurlögum sem mörg hver eiga sérstakan stað í hjörtum fólks, eins og Söknuð, Draumalandið og lagið Kveðja eftir Bubba.“


Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er. Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


Jólablað

4

Á jólunum er alltaf eitt laust sæti við matarborðið Karmelnunnur í Hafnarfirði byrja undirbúning jólanna í september og selja handverk sitt í Jólaþorpinu þar í bæ. Þar afgreiða þær með bros á vör og segir systir Agnes engan vafa á því að nærvera guðs, ást til náungans og kærleikur veiti hamingju og frið í hjarta. Nunnurnar hafa gengist undir fátækraheit og eiga engar eignir fyrir sig einar en um jólin er gerð undantekning og gefa þær hver annarri gjafir. Allar eru þær frá Póllandi og halda í fallega pólska hefð sem byggir á því að hafa alltaf eitt laust sæti við matarborðið, ef óvæntan gest skyldi bera að garði.

K

armelnunnur setja ætíð mikinn svip á Jólaþorpið í Hafnarfirði þar sem þær selja handverk sitt og fyrir marga er það ómissandi hluti af undirbúningi jólanna að kíkja til þeirra í heimsókn. Nunnurnar eru þekktar fyrir einstaklega hlýlega framkomu og mikið brosmildi og er óhætt að segja að gleði þeirra yfir komu jólanna smiti út frá sér. Nunnurnar hefjast handa í september við að mála kerti og búa til jötur og annað sem þær selja fyrir jólin og segir systir Agnes í Karmelklaustrinu það skemmtilega tilviljun að þær hafi allar einhverja hæfileika á sviði myndlistar og handverks. „Ein okkar lærði myndlist bæði í menntaskóla og háskóla áður en hún gerðist nunna. Svo átti ein okkar afa sem var þekktur listamaður í Póllandi svo hún hefur hæfileikana í blóðinu og hefur sérhæft sig í íkonagerð hérna hjá okkur. Aðrar hafa lært að mála hérna í klaustrinu og oft koma leyndir hæfileikar í ljós,“ segir hún og brosir blíðlega.

Nærvera guðs veitir gleði og hamingju

„Karmelreglan dregur nafn sitt af fjalli í Palestínu þar sem einsetumenn bjuggu saman í hellum á 13. öld og helguðu líf sitt guði. Svo breiddist reglan um heiminn og það er nú bara einskær tilviljun að við séum allar frá Póllandi sem erum hérna í klaustrinu núna,“ segir systir Agnes. Fyrstu Karmelnunnurnar settust að á Íslandi árið 1939 og þær sem dvelja þar núna hafa flestar byrjað sitt klausturlíf á Íslandi. „Við erum ekki á flakki um heiminn heldur er reglan sú að þær stúlkur sem gerast nunnur í okkar klaustri vinna klausturheiti sín hér og tengjast þessum stað. Það eru þó gerðar undantekningar ef ný klaustur eru stofnuð. Til dæmis var stofnað nýtt klaustur í Tromsö í Noregi fyrir nokkrum árum og þá fór hópur héðan þangað. Sjálf talar Agnes góða íslensku og segir þær allar

Karmelnunnur selja ýmis konar handverk í Jólaþorpinu í Hafnarfirði.

Um jólin er sérstakt bænahald hjá Karmelnunnum í Hafnarfirði. Margir leggja leið sína í klaustrið og fagna jólunum með þeim. Ljósmynd/Hari.

hátíðlegri kvöldbæn. Síðan syngja þær saman lag á latínu sem heitir Martyrologium. „Eftir það förum við í borðsalinn okkar þar sem guðspjall er lesið. Svo óskum við hver annarri gleðilegra jóla. Eftir það borðum við hátíðlegan kvöldverð sem samanstendur bæði af íslenskum og pólskum réttum en í Póllandi er venjan að borða tólf smárétti á aðfangadagskvöld.“ Önnur pólsk hefð sem þær halda í er sú að hafa alltaf einn auðan stól við borðið á aðfangadagskvöld ef gest skyldi bera að garði. Agnes leggur áherslu á að á þetta kvöld skuli enginn vera einmana og að þær vilji halda í þessa fallegu pólsku hefð. „Þetta er svipað og tíðkast hérna á Íslandi – að láta gott að sér leiða í kringum jólin og til dæmis styðja þá sem eiga um sárt að binda, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar í heiminum. Í Póllandi er jafnvel ókunnugum boðið að vera með fjölskyldunni á aðfangadagskvöld. Það eru einfaldlega allir velkomnir.“

Jólagjöf þrátt fyrir fátækraheit

Allar hafa nunnurnar einhverja listræna hæfileika. Ein þeirra lærði myndlist í mennta- og háskóla áður en hún gerðist nunna. Ljósmynd/Hari

leggja sig fram við að læra tungumálið. „Ísland er okkar land og við verðum hér til æviloka svo við reynum okkar besta til að læra íslensku.“ Nunnurnar eru þekktar fyrir að vera einstaklega brosmildar og þegar Agnes er spurð hver uppskriftin að slíkri gleði sé segist hún viss um að það sé nærvera guðs sem veiti þeim frið og hamingju. „Áður en ég varð nunna gat ég ekki ímyndað mér að vera lokuð inni í klaustri. Þegar ég svo fékk köllunina sá ég að allt sem Jesú kennir veitir hamingju. Maður þarf að berjast í hjarta sínu og láta eigingirnina ekki ráða för því hún getur gert fólk óhamingjusamt. Það að elska aðra, þjóna öðrum og sýna kærleika gefur hamingju og frið í hjarta. Það er kannski skýringin á því að við brosum svo mikið,“ segir hún.

Í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði reka nunnurnar verslun þar sem þær selja handverk sitt og er opið alla daga nema sunnudaga. Þá eru haldnar messur þar alla morgna og kapellan stendur fólki opin. „Stundum kemur fólk í kapelluna og deilir því sem því liggur á hjarta með guði og kveikir á kertum. Þar er líka kassi sem fólk getur sett bænarefni til okkar í,“ segir systir Agnes.

Enginn einmana á jólunum

Jólin eru stærsta hátíð ársins hjá Karmelnunnum og hjá þeim snúast þau fyrst og fremst um að minnast fæðingar Jesú. „Við erum með sérstakt bænahald um jólin og margt til að gleðjast yfir.“ Jólahátíðin á aðfangadag hjá Karmelsystrum hefst á söng og

Hluti af því ferli að gerast nunna er að gangast undir fátækraheit og eiga nunnur engar eignir fyrir sig einar. Á jólunum er þó gerð smávægileg undantekning og getur hver og ein nunna skrifað óskir sínar um jólagjafir niður og skiptast nunnurnar á gjöfum eftir hátíðarkvöldverðinn. „Oft eru þetta nauðsynjavörur eins og sokkar, penslar en líka sælgæti. Þetta er hátíðlegur dagur og það er mjög sérstakt fyrir okkur að fá gjafir sem eru aðeins fyrir okkur sjálfar,“ segir Agnes. Eftir að hafa borðað og opnað jólapakkana fara þær aftur í kapelluna og syngja hátíðlegar bænir. Á miðnætti er svo haldin hátíðleg messa sem margir vinir þeirra, kunningjar og aðrir mæta til. Á jóladag og annan í jólum heldur fögnuður jólanna áfram hjá Karmelnunnum og koma margir til þeirra í klaustrið og fagna jólunum með þeim. „Eftir messurnar eigum við spjall við vini okkar og fögnum fæðingu Jesú og syngjum saman.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is



Jólablað

6

 GönGufélaG barnanna 27. desember

Blysför frá Nauthólsvík Ferðafélag barnanna og Útivist standa árlega fyrir skemmtilegri blysför þar sem dimmir og dularfullir skógarstígar Öskjuhlíðarinnar eru þræddir. Gangan í ár verður 27. desember og verður lagt af stað frá bílastæðinu við Nauthól klukkan 17.30. Á göngunni mun hópurinn syngja og gleðjast saman og aldrei er að vita nema í skóginum leynist jólasveinar. Gangan tekur um einn og hálfan tíma, kostar ekki neitt og eru allir velkomnir. Kyndlar verða í boði á staðnum.

Sænskar kardimommubollur

Þ

essar dásamlegu, sænsku kardimommubollur eru ómissandi á kaffiborðið á aðventunni. Þær er líka gott að eiga í frysti og grípa í með heitum kakóbolla á köldu desemberkvöldi.

Hráefni 1/2 bolli brætt smjör 2 3/4 bolli mjólk 50 gr ger (1pk þurrger) 3/4 bolli sykur 3 1/2 tsk muldar, ferskar kardimommur 6 bollar hveiti

Aðferð

Hitið mjólkina og smjörið og leysið upp sykurinn – gætið þess að blandan sé ekki of heit þegar hún fer saman við þurrefnin. Blandið öllum hráefnum saman í hrærivélarskál og hnoðið. Bætið við hveiti ef þarf. Látið lyfta sér í 2 klst. Mótið bollur úr deiginu og penslið með eggi. Látið lyfta sér í 45 mínútur. Setjið í 180 gráðu heitan ofn og bakið í um 15 mínútur, eða þar til bollurnar eru gullinbrúnar og ilmandi. Ljósmynd/Hari


Michelsen Arctic Explorer - úr fyrir harðgerða Íslendinga

Laugavegi 15 - 101 Reykjavík - sími 511 1900 - www.michelsen.is


Jólablað

Fyrir alla pakka Undir 3.000,-

8

Sundgleraugu eru öllum sundgörpum nauðsynleg.

Hugmyndir í skóinn

Sniðugt er að gefa börnum tóman myndaramma í skóinn og leyfa þeim svo að velja mynd til að framkalla og setja í hann.

Jólasveinarnir eru mis hugmyndaríkir þegar kemur að því að gefa í skóinn og bregða þá gjarna á það ráð að gefa sælgæti. Hérna koma nokkrar hugmyndir sem ættu að gleðja á aðventunni.

Sápukúlur eru alltaf skemmtilegar og ef veður leyfir ekki sápukúlublástur úti við er alveg kjörið að vera bara inni á baðherbergi að blása.

2.980,-

Undir 5.000,-

4.950,-

Prump er sígilt grín svo prumpublaðra er kjörin í skóinn.

Við getum alltaf á okkur sokkum bætt og litríkir sokkar í skóinn ættu að gleðja og nýtast flestum.

Undir 10.000,-

Smákökudeig sem svo er hægt að leyfa börnunum að móta og baka. Tilvalið er að gefa þetta í skóinn um helgi og demba sér svo í baksturinn strax um morguninn. (Þessari gjöf verður þó að koma fyrir rétt áður en barnið vaknar. Ekki er víst að allt kökudeig þoli að standa við stofuhita yfir nótt)

jl.is

SÍA

Mandarínur eru hollt og gott jólanammi sem gaman er að fá í skóinn.

JÓNSSON & LE’MACKS

Skrautlegur plástur sem börn eiga alveg sjálf og geta límt alla á sig samdægurs eða geymt þá og átt þegar mikið liggur við.

5.950,-

Í vefversluninni okkar, kokka.is, getur þú skoðað og keypt gjafir fyrir alla – hvort sem þeir eru nýbyrjaðir að búa eða eiga allt. Gjafirnar eru flokkaðar eftir þema og verði og einnig er hægt að kaupa gjafabréf. Ef þú átt góðan sófa er upplagt að nota hann til að kaupa jólagjafirnar! www.kokka.is

Flestum börnum finnst gaman að fá nýjan tannbursta svo hví ekki að gefa hann í skóinn?

Spilastokkur er til margra hluta gagnlegur. Hægt er að byggja úr honum hús eða raða spilunum á gólfið. Best af öllu er þó að læra ný spil eða spila þessi gömlu góðu, eins og Ólsen Ólsen og Veiðimann aftur og aftur.



Jólablað

10

 Hannyrðir Hugmynd að fallegri jÓlagjöf

Fallegar krukkur í skammdeginu Ó

löf Lilja Eyþórsdóttir er hæfileikaríkur föndrari og heldur úti vefsíðunni Föndrari af lífi og sál þar sem finna má ýmsar fallegar uppskriftir. Ólöf er komin af hæfileikaríku handverksfólki og síðan hún sótti heklnámskeið fyrir nokkrum árum hefur heklið átt hug hennar allan þegar kemur að handverki þó hún prjóni stundum líka. „Mamma mín er mikil saumakona og móðuramma mín prjónaði mikið. Svo er föðuramma mín líka mikil hannyrðakona og prjónaði mikið á barnabörnin sín og föndraði. Hjá henni fékk ég áhuga á föndri en ég fékk oft að hjálpa henni þegar ég var yngri,“ segir Ólöf sem stundum gefur sínum nánustu jólagjafir úr smiðju sinni. Meðfylgjandi er uppskrift að fallegu hekli utan um glerkrukku sem Ólöf Lilja hannaði. „Það er svo gaman að endurnýta krukkur sem safnast saman í stað þess að fleygja þeim í ruslið. Núna er akkúrat tíminn fyrir kertaljós og kósíheit og þá er um að gera að hafa það huggulegt og hekla og njóta svo fallega kertaljóssins frá krukkunum á aðventunni,“ segir hún. Það gæti þurft að aðlaga uppskriftirnar svolítið eftir því hvernig krukka og/eða garn er notað. Fleiri fallegar uppskriftir frá Ólöfu Lilju má nálgast á síðunni

fondrari.blogspot.com og á Facebook síðunni Föndrari af lífi og sál.

Uppskrift að skeljakrukku

Notið bómullargarn, til dæmis Bianca frá Marks, Cotton 8 frá Mayflower eða Bomuld 8/4 Merceriseret frá Løve Garn, 2,5 mm heklunál og krukku undan hnetusmjöri frá Himneskt eða sambærilega krukku.

Skammstafanir:

ll = loftlykkja, kl = keðjulykkja, fl = fastalykkja, st = stuðull, tbst = tvöfaldur stuðull, llb = loftlykkjubogi, L = lykkja, umf = umferð, 2stsam = úrtaka, *slá bandinu upp á, fara með nálina í næstu L og ná í bandið, (slá bandinu upp á og draga í gengum tvær L); endurtaka frá * 1 sinni til viðbótar, slá bandinu upp á og draga í gegnum allar 3 L á nálinni.

Botn:

Gerið galdralykkju (magic ring). 1. umf. 3 ll (telur sem st), 9 st utan um hringinn, tengja með kl í 3. ll. Dragið galdralykkjuna saman (samtals 10 st). 2. umf. 3 ll (telur sem st), 1 st í sömu L, *2 st í hverja L* endurtaka út umf

Siglingar um Karabíska hafið Frábært frí Allt innifalið Nýjar íbúðir staðsettar miðsvæðis í Orlando. Akstur til og frá flugvelli

Allar nánari upplýsingar á www.floridafri.com

„Það er svo gaman að endurnýta krukkur sem safnast saman í stað þess að fleygja þeim í ruslið. Núna er akkúrat tíminn fyrir kertaljós og kósíheit og þá er um að gera að hafa það huggulegt og hekla og njóta svo fallega kertaljóssins frá krukkunum á aðventunni,“ segir Ólöf Lilja Eyþórsdóttir.

það sem er á milli * *, tengja með kl í 3. ll (samtals 20 st). 3. umf. 3 ll (telur sem st), 1 st í sömu L, 1 st, *2 st í sömu L, 1 st* endurtaka út umf það sem er á milli * *, tengja með kl í 3. ll (samtals 30). 4. umf. 3 ll (telur sem st), 1 st í sömu L, 2 st, *2 st í sömu L, 2 st* endurtaka út umf það sem er á milli * *, tengja með kl í 3. ll (samtals 40). Núna þekur stykkið nánast botn krukkunnar en ef þið eruð með stærri krukku þá getið þið fjölgað umf með sama sniði þ.e. st á milli fjölgar um 1 í hverri umf þannig að næst yrði gert 2 st í sömu L, 3 st.

Krukkan:

Mynstrið sjálft er margfeldi af 8. Þannig að þið þurfið að aðlaga næstu umf að mynstrinu ef þið eruð með fleiri umf í botninum. Ef ykkur finnst stykkið vera of þröngt og of vítt með því að fjölga endurtekningum þá er hægt að bæta við ll sitt hvorum megin við tbst. Gott að prófa að setja krukkuna í stykkið eftir 6.-7. umf til að sjá hvort að stykkið sé nokkuð of vítt á krukkunni. 5. umf. 3 ll (telur sem st), *1 st í hverja L* endurtaka út umf það sem er á milli * *, tengja með kl í 3. ll (samtals 40 st). 6. umf. 4 ll (telur sem tbst), *hoppa yfir 3 L, (3 tbst, ll, 3 tbst) í næstu L, hoppa yfir 3 L, 1 tbst í næstu L* endurtaka út umf það sem er á milli * * en sl síðasta tbst í síðustu endurtekningunni, tengja með kl í 4. ll. 7. umf. 4 ll (telur sem tbst), *(3 tbst, ll, 3 tbst) í gatið á millið stuðlahópanna, 1 tbst í næsta tbst* endurtaka út umf það sem er á milli * * en

Ýmsar fallegar uppskriftir eftir Ólöfu Lilju má nálgast á vef- og Facebook-síðunum Föndrari af lífi og sál.

sl síðasta tbst í síðustu endurtekningunni, tengja með kl í 4. ll. Endurtakið 7. umf. þar til stykkið nær upp að háls krukkunnar með því að toga það svolítið upp. Á meðfylgjandi mynd var 7. umf gerð samtals 5 sinnum. Þið gætuð þurft að smeygja krukkunni í stykkið fyrir næstu umf en annars eftir hana. Gangið frá upphafsendanum áður en þið haldið áfram. 12. umf. 6 ll (telur sem st og 3 ll), *1 fl í gatið á milli stuðlahópanna, 3 ll, 1 st í tbst, 3 ll* endurtaka út umf það sem er á milli * * en sleppið að gera st í tbst og 3 ll í síðustu endurtekningunni, tengja með kl í 3. ll.

Háls:

Gott að reyna að hekla nokkuð fast næstu umferðir.

13. umf. *4 fl í næsta llb, sl fl, 4 fl í næsta llb, sl st* endurtaka út umf það sem er á milli * * en endið á því að gera 4 fl í síðasta llb og tengja með kl í fyrstu fl (samtals 40 fl). Þá er komið að því að þrengja opið en þarna gætuð þið þurft að aðlaga úrtökuna að ykkar krukkum því að hálsarnir eru mjög mismunandi eða jafnvel fækka eða fjölga umferðum. 14. umf. 3 ll (telur sem st), 1 st í hverja L út umf. en takið úr 5 L með reglulegu millibili með því að hekla 2stsam (samtals 35 st). 15. umf. 3 ll (telur sem st) 1 st í hverja L (samtals 35 st). 16. umf. heklið krabbahekl (fl heklaðar í öfuga átt) í hverja L. Klippið og gangið frá endanum. Svo er bara um að gera að skella einu sprittkerti í og njóta fallegrar birtunnar. Hafið þó í huga að skilja logandi kerti aldrei eftir án eftirlits.

www.lyfja.is - Lifi› heil

Gleðilegar gjafir í alla pakka

Mundu eftir jólahandbók Lyfju

Lyfja hefur að bjóða gjafavöru í úrvali fyrir alla fjölskylduna. Hjá okkur færðu fallegar gjafir sem koma sér ávallt vel. Hver sem árstíðin er þá höfum við alltaf sama takmark: Við stefnum að vellíðan.

Lágmúla Laugavegi Nýbýlavegi

Smáralind Smáratorgi Borgarnesi

Grundarfirði Stykkishólmi Búðardal

Patreksfirði Ísafirði Blönduósi

Hvammstanga Skagaströnd Sauðárkróki

Húsavík Þórshöfn Egilsstöðum

Seyðisfirði Neskaupstað Eskifirði

Reyðarfirði Höfn Laugarási

Selfossi Grindavík Keflavík


Bjóðum landsins besta úrval kaffivéla. FAVOLA PLUS

AEG FAVOLA PLUS kaffivélin er hönnuð frá grunni í samstarfi við LAVAZZA á Ítalíu. Vélin notar hylki með sérvöldu kaffi frá LAVAZZA – Cappuchino, Cafe Latte, Espresso, Americano – alltaf ferskt og frábært.

Kíktu í kaffi!

Lítil, nett og pottþétt kaffivél nútímamannsins.

Ástríða í kaffigerð

Í þessari vél mætast gamli og nýi tíminn.

Þessi hágæða kaffivél svarar öllum kröfum kaffigæðinga.

Þetta er draumurinn – nýmalað kaffi beint í pokann og þú færð þína hefðbundnu „upp-á-hellingu“.

Frábær sjálfvirk kaffivél til heimilisnota og í vinnunni. Svissnesk/ þýsk nákvæmni.

Dásamleg kaffivél.

AEG hefur aldrei brugðist aðdáendum sínum þegar kemur að kaffivélum.

Þýsk heimilistæki af bestu gerð. Traust, sterk og endingargóð. Kaffivélar fyrir vandláta.

Eigum fjölbreytt úrval af klassískum kaffivélum. Flottar og þægilegar gæðavélar sem duga vel og lengi.

Pott Pot Pottar&Pönnur otta tar ar&Pönnur P Pönnur

Pottar&Pönnur

INNRÉTTINGAR

LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 · ORMSSON.IS ORMSSON KEFLAVÍK SÍMI 421 1535

ORMSSON AKRANESI SÍMI 431 3333

ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SÍMI 456 4751

KS SUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 4500

SR-Byggingavörur

SILGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

ORMSSON VÍK-EGILSSTÖÐUM SÍMI 471 2038

ORMSSON PAN-NESKAUPSTAÐ SÍMI 477 1900

ORMSSON ÁRVIRKINN-SELFOSSI SÍMI 480 1160

GEISLI VESTMANNAEYJUM SÍMI 481 3333


Prjónadagar 2014 Prjónauppskriftir og dagatal, eftir Kristínu Harðardóttur

Jólablað

12

Handprjónasamband Íslands Skólavörðustíg 19 s. 552-1890 www.handknit.is

Höfuðhandklæðin frá Sif eru saumuð úr gæðabómull. Létt og þægileg í notkun og henta jafnt síðu sem stuttu hári og dömum á öllum aldri. Fáanleg í 10 litum

Nánar um Sif höfuðhandklæði á facebook

Sérverslun með kvensilfur

Jólasnjókarl frá syninum í mestu uppáhaldi G

Margar gerðir af búningasilfri. Hægt er að fá staka hluti Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum.

www.thjodbuningasilfur.is Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160.

Hleður og vaktar rafgeyminn þinn í vetur.

Tilvalin jólagjöf

15%

Jólaafsláttur af þessum frábæru hleðslutækjum

leðigjafinn Sigríður Klingenberg endurnýjar jólaskrautið sitt reglulega og gefur það gamla en þó er jólasnjókarl sem sonur hennar bjó til í æsku í mestu uppáhaldi og er aldrei skipt út. „Þetta er ofsalega glaður, lítill jólasnjókarl sem fer í ár út í glugga við hliðina á styttu af Jesú Kristi. Þetta er eina jólaskrautið sem skiptir mig einhverju máli, annars skipta veraldlegir hlutir mig litlu máli,“ segir Sigríður sem er þegar komin með skreytt jólatré fyrir þessi jól. „Hann Pacas, hans Begga, skreytti tréð fyrir mig og ég er alveg rosalega ánægð með útkomuna. Á því er risa stór kóróna og um fimmtíu fuglar. Ég er svo brjáluð í fugla þessa dagana,“ segir hún og skellihlær. Fuglana fékk Sigríður í útsöluhorni í Blómavali, Skútuvogi. „Almennt finnst mér jólaskraut vera svolítið dýrt fyrir meðal Jóninn en þarna er alls kyns gamaldags jólaskraut á ótrúlega góðu verði. Ég fékk allt nýja skrautið mitt þarna og er í bjartsýniskasti yfir þessu. Blómaval fær meðmæli vikunnar frá mér.“ Í gegnum tíðina hefur Sigríður átt ýmsar tegundir af jólatrjám, svo sem speglatré, bleikt, hvítt og grænt en ætlar að hafa jólatréð svart í ár. „Hann Beggi fór í gegnum geymsluna mína og fann sjö jólatré í öllum regnbog-

Þetta er eina jólaskrautið sem skiptir mig einhverju máli, annars skipta veraldlegir hlutir mig litlu máli

ans litum. Áður skreytti ég stundum hjá mér eins og í Rammagerðinni en er nú búin að tóna mig aðeins niður.“ Sigríður gerir lítið af því að föndra jólaskraut en því meira af því að föndra hatta og segir það jólunum að þakka að hún hafi byrjað að ganga með hatta. „Ég hef sett ýmislegt á jólatréð og fyrir um fimmtán árum síðan byrjaði ég að taka af jólatrénu og setja á mig. Svo óx þetta að umfangi og hattabrjálæðið byrjaði hjá mér svo það er jólunum að þakka að ég er alltaf eins og gangandi jólatré.“ ilmur

Sniðugt er að stinga nokkrum negulnöglum í mandarínur og setja þær í fallega skál til að fá jólalegan ilm í húsið.

Bíldshöfða 12 - 110 Rvík - 5771515 - www.skorri.is


Borðbúnaður og réttu tólin í Bosch-búðinni fyrir jólin Magisso Kökuþjónn, stál

Verð: 7.900 kr.

Jalo Helsingi Lento reykskynjari Fimm ára ábyrgð. Falleg hönnun.

Verð: 7.700 kr.

Secrid Miniwallet Korta- og seðlaveski Nett og stílhrein, gerð úr gegnheilu áli og ekta leðri. Fáanleg í mörgum litum.

Verð: 12.600 kr. Kahla Pronto Kaffibollar, expressó-bollar og cappuccino-bollar. Fáanlegir í mörgum litum.

Bosch

Bosch

Hraðsuðukanna TWK 3A011

Brauðrist, hvít TAT 3A011

Jólaverð: 5.900 kr.

Jólaverð: 5.500 kr.

Fullt verð: 7.900 kr.

Fullt verð: 6.900 kr.

Bosch Hrærivél MUM 4405

Rösle

Jólaverð: erð: 19.900 kr.

Vönduð þýsk eldhúsáhöld. Framleidd síðan 1888.

Fullt verð: 25.900 kr.

20% afsláttur til jóla.

Bosch

Kahla Tao Glæsileg þýsk matarstell. Framleidd síðan 1844.

20% afsláttur til jóla.

Ryksuga BSD 3020

Bosch Bakstursofn HBA 742252E Með brennslusjálfhreinsun.

Jólaverð: 149.900 kr. Jólav Fullt verð: 189.900 kr.

Opið virka daga frá kl. 11 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 16. Öll tilboð gilda til jóla eða á meðan birgðir endast.

Jólaverð: 16.900 kr. Fullt verð: 19.900 kr.


Jólablað

14

Finndu þinn eigin stíl Vertu einstök

Snjókorn frá Guðrúnu Huld.

Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464

Austurrísku ullarsængurnar komnar aftur Einnig dúnsængur frá Hefel

Falleg og jólaleg hönnun Jólaleg, íslensk hönnun er alveg kjörin til að gleðja ástvini eða skapa hlýlega jólastemningu á heimilinu.

Aðventukrans eftir Höllu Ásgeirsdóttur.

Þú finnur okkur á Facebook undir “Fatabúðin”

Skólavörðustíg 21a

101 Reykjavík

S. 551 4050

Jólasnjór frá Raven Design.

Aðventukrans frá Krista Design.


Jólablað

15

Laufabrauðsjárn eftir Kolbein Ísólfsson.

Stafakubbar frá Valborgu Birgisdóttur.

Jólarjúpan eftir Ragnheiði Tryggvadóttur hjá RatDesign.

GAMALDAGS

Bragðið sem kallar fram dýrmætar minningar um gamla góða heimagerða ísinn sem allir elska.

Könglaskraut frá Krista Design.

PIPAR\TBWA - SÍA - 133219

Jólakúlur eftir Ólöfu Erlu Bjarnadóttur. Kúlurnar eru með sálminum Hátíð fer að höndum ein. Á hverju ári sendir Ólöf frá sér kúlu með nýrri línu. Í ár kemur línan „líður að tíðum“.

Spiladósir úr smiðju Margrétar Guðna. Þær spila jólalagið „Það á að gefa börnum brauð“ eftir Jórunni Viðar.

Engladjásn ÍSLENSK HÖNNUN fást í öllum betri búðum landsins 1 lítri

M

...hægt að hengja upp hvar og hvenær sem er fólki til ánægju og yndisauka...

sle eð í

nsk

u

jóm mr

a


Jólablað Flottur fatnaður!

16

Jól alla daga

Toppur á 8.900 kr.

Í tíu mínútna fjarlægð frá Akureyri er Jólagarðurinn sem er sannkölluð töfraveröld jólanna. Í Jólagarðinum er ýmislegt fallegt handverk, auk sælgætis, laufabrauðs og húskarlahangikjöts sem nýtur mikilla vinsælda og er sent til viðskiptavina um land allt.

Peysa á 11.900 kr.

Í Jólagarðinum í Eyjafjarðarsveit eru jól alla daga ársins. Í turninum við húsið stendur heimsins stærsta jóladagatal.

Þ

egar hjónin Ragnheiður Hreiðarsdóttir og Benedikt Ingi Grétarsson opnuðu Jólagarðinn í Eyjafjarðarsveit í lok maí 1996 urðu margir hissa á þeim að vera í jólahugleiðingum að vori til. Nú er Jólagarðurinn vinsæll áningarstaður innlendra og erlendra ferðamanna allt árið um kring. Í byrjun komu fáir erlendir ferðamenn yfir vetrartímann en þeim hefur fjölgað mikið á síðustu tveimur árum. Þau hjónin eru mikil jólabörn og segir Benedikt það forréttindi að fást við rekstur Jólagarðsins daginn út og inn og verður hann aldrei leiður á jólunum. „Jólin eru einfaldlega of skemmtileg til að láta sér leiðast þau eða eins og segir í laginu þá vildi ég að það væru jól alla daga,“ segir hann og hlær. Í Jólagarðinum er gott úrval af fallegum jólavörum frá handverksfólki víðs vegar að, bæði frá Íslandi og

Jakki á 14.900 kr.

fjarlægari stöðum. Þar er líka á boðstólum ýmislegt jólagóðgæti eins og jólasælgæti, laufabrauð í ýmsum myndum, smákökur og svokallað húskarlahangikjöt. „Húskarlahangikjötið er mjög vinsælt og við sendum það til fólks vítt og breytt um landið. Það sem er svo sérstakt við húskarlahangikjötið er að það er reykt meira en venjulegt hangikjöt og sérvalið og snyrt hjá Kjarnafæði. Svo hengir fólk kjötið upp á krók í eldhúsinu og sker sér bita og bita á aðventunni. Þannig fær fólk lyktina og bragðið beint í æð og það eru margir búnir að taka þennan jólasið upp,“ segir Benedikt. Eins og vera ber kemur jólasveinninn í Jólagarðinn þrettán dögum fyrir jól og er komin á það hefð hjá sumum leikskólum á Akureyri að kíkja í heimsókn og hitta hann og dansa í kringum jólatréð.

KYNNING

Jakki á 16.900 kr.

Hekla Björk Guðmundsdóttir stofnaði hönnunarfyrirtækið Heklaíslandi fyrir tíu árum og hannaði þá tækifæriskort með myndum af kindum sem fengu góðar móttökur.

Í jólalínunni í ár er breitt úrval fallegra vara eins og Rjúpudjásn, servíettur, löberar og púðar.

Rjúpan í öndvegi hjá Heklu í ár

18 kl. 11a g a d -16 irka Opið v ardaga kl. 11 g au Opið l

Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) • Sími 555 1516

Kíkið á myndir og verð á Facebook

Kjóll á 16.900 kr.

Hönnunarfyrirtækið Heklaíslandi sendir frá sér nýja línu fyrir hver jól og í ár er það rjúpan sem prýðir vörurnar. Að sögn Heklu Bjarkar Guðmundsdóttur er alltaf mikil spenna þegar ný lína lítur dagsins ljós. „Hönnunarferlið við hverja línu tekur langan tíma en við byrjum yfirleitt í byrjun árs að vinna jólalínuna,“ segir hún. Í jólalínu Heklu í ár eru ýmsar fallegar vörur sem kjörnar eru til gjafa eða til að fegra heimilið. Í línunni eru jólakort, servíettur, kerti, eldspýtur, súkkulaði, þykkur og góður jólapappír, merkimiðar, gjafapokar, púðar, löberar og í ár bættist þrívítt hengiskraut í flóruna. „Hengiskrautið sem við köllum Djásn er punkturinn yfir i-ið hjá okkur og eru litlir, afskaplega fallegir skúlptúrar, en við eigum bæði Engladjásn sem tilheyra línunni sem kom fyrir jólin 2012 og Rjúpudjásn sem fylgir jólunum í ár.“

Nokkra muni í línunni er þó vel hægt að nota allt árið eins og púðana, löberana og gjafapokana. „Ég reyni að miða hönnun mína út frá því að hún hafi sem mest notagildi og að sem flest gangi allt árið,“ segir Hekla. Hekla stofnaði hönnunarfyrirtækið fyrir rúmum tíu árum og hefur það vaxið og dafnað síðan. Í byrjun hannaði Hekla tækifæriskort með myndum af kindum sem fengu góðar móttökur. „Við stefnum að því að halda áfram að auka vöruúrvalið, smátt og smátt. Núna erum við að undirbúa að koma okkur inn á markaðinn á hinum Norðurlöndunum. Okkur hefur verið vel tekið hér og erum mjög þakklátar fyrir það.“ Vörurnar frá Heklaíslandi fást í öllum betri hönnunar- og gjafavöruverslunum um land allt. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni heklaislandi.is.

Punkturinn yfir i-ið hjá Heklaíslandi í ár er Rjúpudjásnið.

Engladjásnið er fallegt hengiskraut.


Jólablað

17

Gluggagægir prýðir óróann í ár

Jólakúla til að skreyta jólatréð með eða annað jólaskraut. Það er gaman að eiga eitt og eitt jólaskraut alveg fyrir sig og hengja á tréð. Jafnvel er hægt að mála upphafsstaf eða nafn barnsins á jólakúluna.

Gluggagægir prýðir óróa Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í ár. Óróinn er hannaður af listamanninum Sigga Eggertssyni og orti Vilborg Dagbjartsdóttur ljóð um Gluggagægi sem fylgir með í fallegri öskju. Tilgangurinn með gerð og sölu jólaóróanna er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og rennur allur ágóði af sölu þeirra til Æfingastöðvar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra sem sinnir umfangsmestu sjúkra- og iðjuþjálfun barna á landinu. Óróar Styrktarfélagsins hafa undanfarin ár prýtt Óslóartréð, jólatré Reykvíkinga. Óróinn er í fallegri gjafaöskju sem inniheldur kvæði Vilborgar og upplýsingar um höfunda og Gluggagægi, bæði á ensku og íslensku.

Siggi Eggertsson, hönnuður óróans, býr og starfar í Berlín og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir list sína. Má þar nefna gullverðlaun í alþjóðlegri samkeppni ADC*E, sem eru ein virtustu verðlaun heims á sviði grafískrar hönnunar og auglýsingagerðar. Þá hefur Siggi tvisvar sinnum hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem einn efnilegasti hönnuður heims, árið 2006 af Print Magazine og 2009 af Art Directors Club. Vilborg er meðal þekktustu ljóðskálda hér á landi og hefur samið fjölda ljóða og rita fyrir börn. Vilborg hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir ritstörf sín, meðal annars Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og fálkaorðu forseta Íslands árið 2000.

Hugmyndir í skóinn Hérna koma nokkrar hugmyndir sem ættu að gleðja á aðventunni.

HVERSU HRATT ÞURFA

jólakortin að berast?

Þegar það eru blöðrur þá er gaman. Svo til að leyfa sér að ganga alveg af göflunum er hægt að sprengja blöðrurnar með trélit.

A-póstur

B-póstur

Dreifing fyrsta virka dag eftir póstlagningu. Síðasti skiladagur fyrir:

Dreifing innan 3 virkra daga eftir póstlagningu. Síðasti skiladagur fyrir:

A-póst utan Evrópu er 10. des. A-póst til Evrópu er 16. des. A-póst innanlands er 19. des.

B-póst utan Evrópu er 3. des. B-póst til Evrópu er 10. des. B-póst innanlands er 16. des.

VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA

Gormur er alltaf skemmtilegur að dunda sér með.

Flestum börnum finnst gaman að eiga límmiða.

Skopparabolti er alltaf skemmtilegur og hentar eldri börnunum sem eru búin að ná góðu valdi á hreyfingunum. Hinum yngri er betra að gefa stærri bolta sem auðveldara er að grípa.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - 1 3 - 3 1 4 8

Á sumum heimilum gefur kertasníkir alltaf kerti í skóinn á aðfangadagsmorgun. Gaman er fyrir börnin að eiga notalega stund með foreldrum við kertaljós og stytta þannig biðina eftir jólunum.

www.postur.is


Jólablað

18

Ragnar Kjartansson höfundur Kærleikskúlunnar í ár Listamaðurinn Ragnar Kjartansson er höfundur Kærleikskúlunnar frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra í ár. Kúlan er munnblásin og framleidd í takmörkuðu magni og er hver kúla einstök. Ragnar hefur á undanförnum árum átt mikilli velgengni að fagna og skipað sér sess meðal fremstu listamanna á Íslandi.

Allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar rennur til starfsemi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal en þar dvelja fötluð börn og ungmenni í sumarbúðum og um helgar yfir vetrartímann og er dvölin bæði börnunum og fjölskyldum þeirra afar mikilvæg. Í Reykjadal er mikið lagt upp úr

1000 gr. sængur

því að börnin njóti dvalarinnar til hins ítrasta og upplifi ævintýri og skemmti sér í hópi jafnaldra. Starfsmenn vinnustofunnar Áss, sem er verndaður vinnustaður, hafa pakkað kúlunni inn af miklum áhuga og einstakri natni. Sala Kærleikskúlunnar fer fram dagana 5. til 19. desember. Kúlan er seld hjá verslunum Blómavals um allt land, hjá Casa, Epal, Hafnarborg, i8, í Kokku, Kraumi, Módern, Listasafni Reykjavíkur, Líf & list, Þjóðminjasafninu, Around Iceland

og í Blóma- og gjafabúðinni, Sauðárkróki, Norska húsinu í Stykkishólmi, Póley í Vestmannaeyjum og hjá Valrós á Akureyri. Verslanirnar selja Kærleikskúluna án þess að taka nokkra þóknun fyrir. Hjá skrifstofu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra við Háaleitisbraut í Reykjavík fæst Kærleikskúla ársins í ár, ásamt eldri kúlum. Nánari upplýsingar má nálgast á vefnum kaerleikskulan.is

Kærleikskúlan er munnblásin og framleidd í takmörkuðu magni.

Mikill metnaður í kransagerðinni H

Laugavegi 86 101 Reykjavík S. 511 2004 www.dunogfidur.is

Jólagjöfin í ár! • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með

Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 106.900

lín Reykdal hönnuður nýtur þess að gera heimilið fínt fyrir jólin og er ein jólahefðanna hjá henni að föndra kransa með vinkonum sínum í lok nóvember. Hver þeirra gerir tvo, einn á útidyrahurðina og einn á stofuborðið. „Þetta er nýleg hefð hjá okkur og í ár hittumst við heima hjá mér og fengum okkur jólaglögg og gerðum kransa og skemmtum okkur vel saman.“ Hlín er listamaður og leggur mikinn metnað í kransagerðina og notast við ferskt hráefni eins og greni. „Hver okkar gerir krans eftir sínu höfði svo þeir eru mjög mismunandi sem er svo skemmtilegt og hægt er að sjá stíl hverrar og einnar endurspeglast í kransinum. Hlín og Hallgrímur Sigurðsson, eiginmaður hennar, starfa saman að hönnun og smíði skartgripa og einkennist aðventan því oft af mikilli vinnu hjá þeim hjónum. „Fyrir jólin er líf og fjör á vinnustofunni enda er okkar aðal vertíð þá. Við erum mjög heppin að fá hjálp frá góðum vinum sem koma og vinna með okkur þegar mest liggur við.“ Þau Hlín og Hallgrímur eiga tvær dætur en áður en þær komu í heiminn lagði Hlín mikla áherslu á að rétti stíllinn væri á jólatrénu en núna er eldri dóttirin með í ráðum og stíllinn frjálslegri. „Jólin eru hátíð barnanna og mér finnst algjört lykilatriði að hafa gaman og njóta þess að vera með fjölskyldunni og vinum og slappa af.“

Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765

Hver okkar gerir krans eftir sínu höfði svo þeir eru mjög mismunandi sem er svo skemmtilegt og hægt er að sjá stíl hverrar og einnar endurspeglast í kransinum.

R a u ð a g e rð i 2 5 · 1 0 8 R

eykjav

ík · S

ími 4 40 18 00 · ww w.kaelitaekni.is

Okkar þekking nýtist þér


GEFÐU GÓÐA

SKEMMTUN

Gjafakort Smáralindar er tilvalin jólagjöf fyrir foreldra, afa, ömmur, systkini, vini... Gjafakortin fást bæði á þjónustuborðinu á 2. hæð og á smaralind.is

Góða skemmtun

OPIÐ: VIRKA DAGA 11-19 FIMMTUDAGA 11-21 LAUGARDAGA 11-18 SUNNUDAGA 13-18 WWW.SMARALIND.IS FINNDU OKKUR Á


Jólablað

20

Þögnin áður

Teikning/Hari

Jólasaga eftir Sigurlín Bjarneyju Gísladóttur. Sigurlín hefur gefið út þrjár bækur, Bjarg sem kom út fyrr á þessu ári, Svuntustreng árið 2009 og Fjallvegi í Reykjavík árið 2007.

O

kkur heilsast vel fyrir utan tárin hennar Mæju sem hrynja í stríðum straumum. Drengurinn er ósköp fallegur, rólegur og rekur í brýnnar þegar hann rýnir djúpt í augu mín. Hann er með dökk augu og hrafnsvartan hárlubba. Að öðru leyti er hann krumpaður eins og sveskja. „Ég er hrat. Það er búið að pressa allan safann út mér,“ segir Mæja og beygir af. Ég hafði aldrei áður verið viðstaddur

fæðingu og Mæja veinaði svo mikið í hríðunum að ég hélt hún væri að deyja. Núna eru fimm dagar liðnir og hún kjökrar út í eitt og stundum kjökra þau saman, vafin í teppi. „Ég er hrat. Það er búið að pressa allan safann út mér. Jósef, ég er hrat,“ endurtekur hún í sífellu og þá minni ég hana á þetta heilaga sem við skynjuðum svo sterkt strax eftir fæðinguna: „En manstu þögnina, Mæja mín? Manstu hvað hún var

falleg?“ Drengurinn kom út og hann var blár og það var þögn í nokkrar sekúndur. Það var eins og heimurinn héldi niðri í sér andanum og þögnin teygði sig inn í eilífðina. Síðan öskraði hann og varð rauður. Grét og öskraði eins hátt og litlu lungun þoldu. Núna langar mig að stíga út úr þessari mynd og öskra. En í staðinn ætla ég að klappa Mæju og minna hana á fegurðina, bera í hana vasaklútana mína og vona að

sængurkvennablúsinn gangi yfir. Ég hef tröllatrú á þessari þögn því hún mun lifa. Hin helga þögn rétt áður en barnið öskrar, lífið byrjar, jólaklukkur klingja.

Sigurlín Bjarney Gísladóttir


Elos háreyðing HOM-HUPK00591

Varanleg háreyðing fyrir allar húðgerðir og öll líkamssvæði. Auðveld og þægileg. Tækni sem byggir á samvirkni leifturljóss (IPL) og rafbylgna (RF) sem veldur varanlegri eyðingu á hársekknum. Meðferð sem hefur í fjölda ára, eingöngu verið aðgengileg hjá fagfólki. Til að ná sem bestum árangri er meðferðinni beitt á hvert svæði einu sinni í viku, í 7 vikur. Eftir það þarf eingöngu viðhaldsmeðferð eftir þörfum. Meðferð á allan líkamann tekur um 30 mín. Í hylkinu sem fylgir eru 120.000 ljósleiftur sem endast í 60 líkamsmeðferðir. Hægt að kaupa auka hylki.

59.750 kr. Næsta sending kemur 10. desember – tökum á móti pöntunum

GÓÐA

LF

LÍÐ

OG SLÖKUN

EL

TU

R

GJÖF

UN

AN

GEFÐU

V

OG HEILSA

Þ

SV

EF

N

Eirberg hefur á að skipa fagmenntuðu starfsfólki. Markmið okkar eru að efla heilsu og auka lífsgæði, auðvelda störf og daglegt líf, stuðla að vinnuvernd og hagræði.

REVITIVE blóðrásarörvun fyrir fætur MEC-18057

A NÝ ÚTGÁF

Minnkar bjúg og bólgur, örvar blóðflæði, dregur úr verkjum og fótkulda.Tækið örvar blóðflæði með því að senda rafboð í gegnum ilina sem veldur vöðvasamdrætti í fótum og fótleggjum. Hentar vel fyrir einstaklinga með skert blóðflæði, bjúgsöfnun, minnkaða hreyfigetu, vöðva og liðverki, sykursýki og fótapirring. Tækið býður einnig upp á TENS verkjameðferð sem nota má sér eða samtímis meðferð fyrir fætur. Raförvunarhanskar einnig fáanlegir. Komdu og prófaðu – 10 daga skilaréttur

Mediflow H20 heilsukoddinn MFL-1210

Einstakur heilsukoddi með vatnsfyllingu. Klínískar rannsóknir sýna að Mediflow heilsukoddinn er einn besti koddi á markaðnum til að minnka verki í hálsi og auka svefngæði. Mjúkur en veitir samt fullkominn stuðning fyrir hálsinn. Efsta lag úr mjúkum trefjum. Þar fyrir innan er vatnspúði sem fylltur er með mismiklu vatni til að stilla hæfilegan stuðning fyrir hvern og einn.

Nuddpúði með gelhausum HOM-SP1000

Mjúkir gelhausar sem laga sig að líkamanum. Shiatsu nudd og infrarauður hiti. Fjarstýring með stigvaxandi stillimöguleikum.

9.750 kr.

Opið alla daga til jóla

44.950 kr.

19.750 kr.

Virka daga 9 -18

Laugardaga 11 -15

Sunnudaga 13 -17

Aðfangadag 10 -12

Eirberg ehf., Stórhöfða 25, Sími 569 3100, eirberg.is


Jóladiskur stór

1.698,kr.

Cappucino 2 bollar í pk.

3.434,kr.

Jólaservéttur 33cm

Jólaservéttur 33cm

332,kr.

494,kr.

Dúkur 0,4x4,8m

2.159,kr.

1

2

3

4

5

6

KAI hnífar 1 Grænmetishnífur 1.998,kr 2 Santoku hnífur 3.398,kr 3 Alhliða hnífur 3.398,kr 4 Grænmetishnífur 3.398,kr 5 Brauðhnífur 3.398,kr 6 Kjöthnífur 3.398,kr 7 Kokkahnífur 3.398,kr

7

Kerti 7x15 cm gulllitað

1.198,kr.

- Tilvalið gjafakort

Servéttur 24 cm

389,kr.

www.FJARDARKAUP.is


Kertastjaki 26 cm

1.698,kr.

Jólahjarta 21 cm

2.398,kr.

Kertastjaki 30 cm

1.898,kr.

Kertastjaki 20 cm

1.298,kr.

Standandi Buddha

2.148,kr.

Jólakerti

998,kr.

Sitjandi Buddha

Jólatré f/4 teljós

2.998,kr.

5.959,kr.

Hvít lukt, viður

3.398,kr.

Jólaservéttur 33cm

Rugguhestur 16 cm

494,kr.

& stafur

1.398,kr.

@ stafur

1.398,kr.

2.995,kr.

Gler kúpull m/disk H 17cm

1.198,kr.

Gies kubbakerti 80x48 cm

178,kr./stk.

Rugguhestur 7,5 cm

Sterin kerti 8 stk.

998,kr.

Kerti Helen Red

998,kr.

Jóla Löber

758,kr.

Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudag - www.fjardarkaup.is

998,kr.


Flottar jólagjafir

Jólablað

24

Fallegar hárgreiðslur fyrir jólin Theodóra Mjöll sendir frá sér Lokka, ævintýralega og skemmtilega hárgreiðslubók fyrir jólin, þar sem sýndar eru yfir sextíu ólíkar útfærslur af fallegum hárgreiðslum fyrir stelpur. Í fyrra sendi hún frá sér metsölubókina Hárið. Þessar tvær sparilegu greiðslur eru úr nýju bókinni.

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

1

2

3

4

5

6

11

Feluleikur

1. Takið frá stóran hluta hársins ofan á höfðinu, skiljið hliðarnar eftir. 2. Gerið fiskifléttu í hlutann alla leið niður með lengd hársins. 3. Takið vænan lokk úr hárinu fremst á annarri hlið höfuðsins. 4. Stingið hárnál ofarlega í fiskifléttuna og færið lokkinn að henni. 5. Stingið hárinu inn í gatið á nálinni og dragið í gegnum fléttuna. 6. Gerið það sama hinum megin á höfðinu og stingið nálinni í sama gat og áður. 7. Lyftið fléttunni vel upp og takið hárið, sem fór í gegnum hana, saman með teygju. 8. Takið nú lokk, svipað stóran og hina, fyrir neðan þann fyrsta. 9. Stingið hárnálinni í fiskifléttuna og reynið að hafa jafnt bil á milli. 10. Haldið þessari aðferð áfram niður með hárinu beggja vegna fléttunnar. 11. Þegar komið er neðst, færið þá restina af hárinu yfir endann á fléttunni og takið saman með teygju.

esprit.com

Klukknahljómur Stefán Bogi Gull og silfursmiður Skólavörðustígur 2 S. 552 5445

SMÁRALIND

1. Skiptið hárinu í tvennt, þvert yfir hvirfil. Setjið hliðartagl í neðri hlutann. 2. Takið einn fimmta úr efri hlutanum frá. Spennið restina af hárinu að ofan. 3. Skiptið lokknum í tvennt og gerið kaðal alla leið niður með lengd hársins. Setjið teygju í endann. 4. Notið þessa aðferð til að gera fimm jafnstóra kaðla í efri hluta hársins. 5. Takið kaðlana saman aftur að hliðartaglinu og setjið þá undir einn anga teygjunnar svo þeir falli vel að taglinu. 6. Takið einn kaðal og vefjið utan um teygjuna. Festið endann vel upp við taglið með spennu. Ljósmyndir/Saga Sig


Fáðu þér síma sem veitir frelsi og skilur íslensku Nú geta notendur Android snjalltækja frá Samsung glaðst enn á ný. Snjalltækin frá Samsung skilja íslensku og getum við nú loks nýtt okkur máltækni til hagræðis og yndisauka – til dæmis með því að tala við tækin í stað þess að stimpla inn texta með lyklaborðinu. Notkunarmöguleikarnir takmarkast aðeins af ímyndunarafli okkar sjálfra. Kynntu þér málið á GalaxyS4.is


Jólablað

26

P

erusætur og Gráðagóður koma til byggða þann 1. Desember og gleðja jólabörnin stór og smá. Perusætur er hress og hrekkjóttur sætvínsleginn gráðaostur með hunangslöguðum perum. Hann er algert krútt og hentar vel með Late Harvest Savignon Blanc sætvíni frá Chile.

Sérlagaðir

Jólaostar Girnilegt úrval af ostagóðgæti og gúmmulaði.

Gráðagóður er sérvitur og víðlesinn púrtvínsleginn gráðaostur með rúsínum. Hann er indæll og almennilegur en gott er að dreypa á Sandemann´s Old Invalid púrtvíni með honum.

– ekkert húmbúkk, bara jólagleði!

Búrið · Ljúfmetisverslun · Nóatúni 17 · Sími 551 8400 · www.burid.is

HOST

JÓLAGJÖFIN HENNAR GJAFAÖSKJUR FRÁ MAX FACTOR Þekktir förðunarfræðingar hönnuðu fimm mismunandi útlit hinnar heimsfrægu GWYNETH PALTROW

Förum varlega með kertin og jólaseríurnar J

ólin eru hátíð ljóssins og er þá kveikt á fleiri ljósum og þau oft látin loga lengur en aðra daga ársins. Mikilvægt er að allir hafi það sem hluta af undirbúningi jólanna að ganga úr skugga um að þau ljós sem notuð eru séu í góðu lagi. Óvandaður og skemmdur búnaður og sá sem notaður er á rangan hátt getur valdið bruna og slysum. Góður siður er að skipta um rafhlöður í reykskynjurum fyrir hver jól.

Aldrei láta loga á ljósunum á jólatrénu yfir nótt eða þegar enginn er heima. Hendið gömlum og úr sér gengnum jólaljósum. Gætið þess að brennanleg efni séu ekki nálægt jólaljósum. Inniljós má aldrei nota utandyra.

ACTRESS

1. KYNNIRINN 2. LEIKKONAN 3. EIGINKONAN 4. SÖNGKONAN 5. RITHÖFUNDURINN

Farið gætilega með kerti og látið þau aldrei loga án eftirlits innanhúss. Ekki hafa kertin í dragsúgi sem lætur logann flökta eða í vindi sem getur sveiflað gluggatjöldum í logann. Aldrei setja kerti nálægt tækjum sem gefa frá sér hita.

Þrjár vörur úr hverju útliti/,,looki” eru í öskjunum, ásamt lýsingu á förðuninni.

ARTIST WIFE Sölustaðir: Fríhöfnin Keflavíkurflugvelli. HAGKAUP – Smáralind, Skeifunni, Kringlunni og Holtagörðum. Lyf og heilsa: Austurveri, Eiðistorgi, Hringbraut og Kringlunni. Apótek Hafnarfjarðar, Apótek Garðabæjar, Árbæjarapótek, Garðsapótek, Lyfjaver, Nana Hólagarði, Urðarapótek. Landið: Lyf og Heilsa: Glerártorgi, Hrísalundi, Hveragerði, Vestmannaeyjum. KS Sauðarkróki, Apótek Suðurnesja, Keflavík

Kennið börnum að umgangast kertaljós og látið þau aldrei ein nálægt kertum. Látið útikerti standa á óbrennanlegu undirlagi og aldrei á tréplötu. Snertið aldrei form útikerta með berum höndum. Komið kertum þannig fyrir að þau sjáist vel og þar sem ekki er hætta á að börn og fullorðnir reki sig í þau.


Jólablað

27 Rafljós geta kveikt í gluggatjöldum eins og kerti. Góður siður fyrir hver jól er að skipta um rafhlöður í reykskynjaranum. Ljósmynd/GettyImages/NordicPhotos

Súkkulaðifreisting í hátíðarbúningi Þessi ómótstæðilega súkkulaðimús er í miklu uppáhaldi á heimili Rósu Guðbjartsdóttur. „Þegar til stendur að búa til eftirrétt er alltaf beðið um hana þessa. Súkkulaðimúsin góða á alltaf vel við sem eftirréttur eða sætur biti á hlaðborðið,“ segir Rósa. Flott er að bera hana fram í litlum glösum, krukkum eða fallegum mokkabollum. Súkkulaðimúsina er auðvelt og fljótlegt að búa til og telst hún því nánast hinn fullkomni eftirréttur. Uppskriftin er í bók Rósu, Eldað af lífi og sál, sem kom út fyrir nokkrum árum.

Súkkulaðifreisting í hátíðarbúningi Fyrir fjóra til sex 3 dl. rjómi 250 gr. suðusúkkulaði, gróft saxað 3 eggjarauður 1/3 tsk. salt 2 msk. smjör, mjúkt 1 msk. kaffilíkjör eða 1 tsk. vanilludropar þeyttur rjómi granateplafræ eða rifsber til skrauts fersk mynta, til skrauts

Hitið rjómann í potti við vægan hita. Takið af hitanum og hrærið súkkulaðið saman við þar til það bráðnar. Hrærið vel. Pískið í annarri skál vel saman eggjarauðurnar og saltið. Bætið 1 dl af súkkulaðiblöndunni varlega saman við eggjarauðurnar. Hellið því síðan í pottinn og hrærið mjög vel. Hrærið svo smjörinu og vanilludropunum eða líkjörnum saman við. Hellið í litlar skálar eða bolla og kælið í ísskáp í að minnsta kosti tvo tíma. Á myndinni eru glösin fyllt með léttþeyttum rjóma, granateplafræjum og ferskri myntu.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

13-3141

?

Mikilvægt er að kerti logi aldrei án eftirlits innanhúss, hvort sem þau eru í kertastjökum eða luktum. Ljósmynd/GettyImagesNordicPhotos

Rjúpudjásn ÍSLENSK HÖNNUN fást í öllum betri búðum landsins

GLÆSILEG GJÖF FYLGIR FRAMTÍÐARREIKNINGI Við stofnun eða innlögn á Framtíðarreikning barns að upphæð 5.000 kr. eða meira fylgir alfræðibókin Jörðin frá Disney með sem gjöf. ©DISNEY

Tilvalin jólagjöf sem vex með barninu. Komdu við í næsta útibúi Arion banka.

Framtíðarreikningur — gjöf til framtíðar

...hægt að hengja upp hvar og hvenær sem er fólki til ánægju og yndisauka...

*Á meðan birgðir endast


Jólablað

28 KYNNING

Veldu jólagjafirnar eftir litum Nú þarf að huga að því hvað verður í jólapökkunum í ár. Útsendari Fréttatímans rambaði um ganga Smáralindar og fann nokkrar álitlegar gjafir.

Hermannagrænn

Blár

Commuter 504 buxur 19.990 kr. Levi‘s

Herra náttsloppur 14.990 kr. Debenhams

Urbanears headset 11.990 kr. Nova

Kjóll 19.900 kr. E-Label

Stuttermabolur 3.990 kr. Jack & Jones

Kvenfrakki 31.945 kr. Esprit

Vesti m/hettu 9.995 kr. Dorothy Perkins

Strákapeysa 5.990 kr. Name it

Bolli – Captain America 1.990 kr. Dogma Urbanears headset 11.990 kr. Vodafone

Gull

Kjóll 26.900 kr. Selected Eyrnalokkar og hálsmen 1.295 kr. og 1.695 kr. SIX Pils 5.990 kr. Vero Moda Stelpuskór 9.490 kr. Bata Skóverslun Hárspöng 2.499 kr. Ice in a bucket Samkvæmisveski 15.300 kr. Elegant

Silfur

Silfurmen m/zirkonia-steinum 15.900 kr Jón og Óskar

Marglitt og mynstrað

Drake barnasnjóbretti og bindingar 29.990 kr. og 18.990 kr. Útilíf Toppur 5.990 kr. Top Shop Boxer nærbuxur 1.990 kr. Dressmann Lee gallabuxur – dömu 18.990 kr. Corner DC barnaskór 14.995 kr. Kaupfélagið / Skór.is

Rauður

Bolli og undirskálar 1.860 kr / 1.390 kr. /1.490 kr. Dúka

Vivian Grey sturtusápa og body lotion 3.880 kr. Lyfja

Stelpukápa 12.990 kr. Debenhams

Billi bi hælaskór 25.990 kr. GS skór

Jóla eldhúshandklæði 1.699 kr. /1.499 kr Kitchen Library

Naglalakk 2.690 kr. Make up store

Jólasveinapúsl 3.749 kr. Eymundsson

Símahulstur fyrir iPhone 5 2.490 kr. Vodafone

Soaked kvenbuxur 12.995 kr. Karakter

Kjóll 42.990 kr. Karen Millen

HJ. de Rooy seðlaveski – dömu 12.900 kr. Drangey

Stelpupeysa 3.490 kr. Name it Allar upplýsingar birtar með fyrirvara um prentvillur og myndabrengl.


CALIPSO kertastjaki 14.900 kr.

ALPHA klukka 5.800 kr.

Hellingur af hugmyndum að fallegum jólagjöfum

CHEMINEE arinsett 3.950 kr.

SNYRTIBUDDA 990 kr. - fjórar gerðir

PRETTY LITTLE THINGS skartstandur 5.900 kr. HREINDÝR 3.400 kr. stórt 2.100 kr. lítið

ABI salatgafflar 1.950 kr. NUDDOLÍUKERTI Þegar kveikt er á kertinu verður „vaxið“ að þægilega heitri nuddolíu. Þrír ilmir. 3.900 kr.

CAITLIN Kampavínsglas 1.250 kr. Vínglas 980 kr. PELICA Bóka- eða spjaldtölvustandur 5.950 kr.

NAPA staflanleg vínhilla 6.900 kr. hver eining

Myndir og möntrur í miklu úrvali! Verð frá 1.600 kr.

HITABRÚSAR 5.600 kr. SLIP Skóhorn 8.900 kr.

KLAUS jólaklúlur frá Habitat Hannaðar af Klaus Haapaniemi 1.190 kr. Þrjár tegundir.

Úrval af púðum Verð frá 3.900 kr.

ARENITO eldföst form nokkrar tegundir Verð frá 4.900 kr.

LITTLE RED DRESS skarthirsla 4.900 kr.

TEKK COMPANY og HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 Opið mánudega til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18

Vefverslun á www.tekk.is


Jólablað

Haust/Vetur

2013

Jólafötin á börnin Afmæligjafir Skírnagjafir Sængurgjafir

Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17

Íslenskir steinar Íslenskt skart

Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari í Skálmöld og tónmenntakennari í Norðlingaskóla ráðleggur fólki að hlusta á þungarokk áður en farið er í verslanamiðstöðvar að gera jólainnkaupin. Með því náist góð slökun sem er nauðsynleg því mikið álag er á skilningarvitin á slíkum stöðum. Ljósmynd/Hari

Klæðist Merry mas bol allan desember

Þ

ráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari hljómsveitarinnar Skálmaldar, nýtur sín í botn á aðventunni en hann er tónmenntakennari við Norðlingaskóla og fær því að syngja jólalög meira og minna allan desember. Í æsku fékk hann lítinn jólasvein í skóinn sem er í miklu uppáhaldi. „Hann er með nælu svo maður getur hengt hann í jakkann sinn eða gluggatjaldið og svo virkar hann eins og sprellikarl ef maður togar í spotta á honum. Þá sprettur hann úr skorsteininum sem hann er falinn ofan í. Núna fá dætur mínar að leika með jólasveininn og finnst hann alveg magnaður, eins og mér,“ segir Þráinn sem hengir jólasveininn gjarna á sig í desember þegar hann spilar jólalögin fyrir leikskólabörnin á Rauðhóli sem á í nánu samstarfi við Norðlinga-

skóla. „Þá er maður í hallærislegri jólapeysu og með þetta nælt í sig og þetta slær alveg í gegn hjá krökkunum.“ Þegar Þráinn og Berglind Rúnarsdóttir, unnusta hans, voru nýlega farin að búa saman gaf hún honum körfuboltajólasvein til að hengja á jólatréð og er sá einnig í miklu uppáhaldi. „Ég held upp á það sem er orðið gamalt og hefur sögu.“ Eins og sönnum þungarokkara sæmir á Þráinn Kiss jólakúlu og stuttermabol sem á stendur Merry Kissmas. „Ég er eiginlega í bolnum allan desember. Það á líka að vera skemmtilegt þá.“ Það hefur þó komið fyrir hjá Þráni að tapa gleðinni í undirbúningi jólanna og gerðist það í ónefndri verslunarmiðstöð. „Það er svo mikið álag á skilningarvitin að fara í þessar verslunarmiðstöðvar.

Því vil ég ráðleggja öllum að slaka vel á fyrir slíkar ferðir og hlusta á þungarokk. Þá getur fólk farið alveg sultuslakt inn í hvaða verslunarmiðstöð sem er.“ Þráinn segir desember skemmtilegasta tíma ársins í starfi sínu sem tónmenntakennari og í Norðlingaskóla þar sem hann kennir er alltaf haldið jólaball þar sem hljómsveit skipuð nemendum leikur fyrir dansi. „Það er virkilega gaman að hlusta á þau spila.“ Ár eftir ár hefur vinsælasta jólalagið hjá nemendum Þráins verið Snjókorn falla. „Ég hef reynt að kynna þeim ný lög og þau taka þeim vel en kunna samt alltaf best að meta Snjókorn falla. Það fær alla til að fara í brjálað stuð. Það er ekkert annað lag sem kemst með tærnar þar sem þetta lag er með hælana.“

 UNICEF SaNNar gjaFIr

Betri heimur í jólagjöf Gói í nýju hlutverki!

****

„Falleg og vel skrifuð bók ... Teikningarnar lyfta undir góða frásögn og gera bókina að einni af eigulegustu barnabókum sem völ er á ...“

Pressan.is

UGLA

Hjá UNICEF má fá óhefðbundnar jólagjafir sem breytt geta lífi bágstaddra barna. Gjafirnar má nálgast hjá vefverslun UNICEF og er þeim dreift til barna og fjölskyldna þeirra þar sem þörfin er mest. Þegar keypt er sönn gjöf handa ástvini fær sá persónulegt gjafabréf með ljósmynd eða lýsingu á gjöfinni. Varan er svo send frá vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn til einhvers af þeim 155 löndum sem Barnahjálpin starfar í. Til dæmis er hægt að gefa bóluefni, vatnsdælur, moskítónet, vatnstanka, námsog sjúkragögn. Sannar gjafir hafa verið sérstaklega vinsælar um jólin sem jólagjafir, jólakort eða jafnvel sem merkimiðar á jólagjafir. Um síðustu jól var algengt að leynivinir á vinnustöðum gæfu sannar gjafir. Þá voru fjölmargir Íslendingar sem óskuðu sér eða gáfu sanna jólagjöf frá UNICEF og tóku þannig þátt í að gera heiminn örlítið betri fyrir börn sem þurfa á stuðningi að halda. Í ár hafa fjölmargar sannar gjafir til dæmis borist til barna sem svo sárlega þurfa á að halda,

Hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna er hægt að nálgast sannar gjafir. Þá kaupir fólk nauðsynjar og gefur áfram til bágstaddra í nafni ættingja eða vina.

til dæmis til Filippseyja, Sýrlands og Jórdaníu en þangað hefur verið sent mikið magn námsgagna, bóluefna, teppa, vatnshreinsitaflna og sjúkragagna. Á vefsíðunni sannargjafir.is er

hægt að skoða það úrval af hjálpargögnum sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, býður fólki að kaupa og gefa áfram til bágstaddra barna í nafni ættingja eða vina.


) LSÚT : 4BPA

IP K

DESEMBER

TILBOÐ ALLAR VÖRUR VAXTALAUST Í ALLT AÐ 12 MÁNUÐI

0%

VALEXTIR LAR VÖRUR

4GB MINNISLYKILL

VAXTALAU ST 12 MÁNUÐ Í I

Glæsilegt úrval skemmtilegra minnislykla frá Satzuma nú á ótrúlegu tilboðsverði!

1.990 TILBOÐ MEÐAN BIRGÐIR ENDAST

LITIR

ÓGRYNN I

LEIKJA NÆR ÓTAK MARK

AÐ ÚRVAL AF L E IK J U M FORRITUM FYRIR ÞESOG SA ÓTRÚLEGU GRÆJU

IGÓRÐU L L A GÖMLU ;) IR

LEIKIRN

2 LITIR BOÐ

SMART CONSOLE

LEIKJATÖLVA lva með Öflug spjald- og leikjatö ásamt um öllum klassísku tökkun kjá tis 5” kristaltærum HD sner kjum og og ótrúlegu úrvali af lei forritum.

STÆRSTA TÖLVUVERSLUN LANDSINS

Hallarmúla 2 Reykjavík

JÓLATIL

19.900

SVÖRT EÐA HVÍT

FISLÉTT

OG ÖRÞUN N Aðeins 10mm & 185gr

KOBO GLO LESTÖLVA

Með háskerpu 6” E-INK ComfortLight snertiskjá, þráðlausu neti og plássi fyrir þúsundir bóka ;-)

29.900 UPPLÝSTUR SNERTISKJÁR

KA KLUK AL T A DAG NDY OG M ING N Ý S

7” MYNDARAMMI

Glæsilegur og vandaður myndarammi með USB tengi og kortalesara ásamt fjarstýringu á jólatilboði

SMELLT Á KÖRFUNU A NETBÆKLIN GU RÁ WWW.TO MEÐ GAGLNVUTEK.IS V KÖRFUHNAIRKUM PP

9.990 HÁGÆÐA MYNDARAMMAR

STÆRSTA TÖLVUVERSLUN NORÐURLANDS

Undirhlíð 2 Akureyri

28. NÓVEMBER 2013 - BIRT MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR, PRENTVILLUR OG MYNDABRENGL

4

ar fást all Til jóla axtalausum v eð % vörur m slum með 3.5 kr ið raðgre gjaldi og 340 m lántöku jaldi af hverju g lu s ið gre ga gjaldda


ÚRVALIÐ ER

Í VERSLUNUM OKKAR Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI ER EIT ÖLL TÆKI

INN HARBÐYGGÐ DOKKDISK A

DELUXE TÖLVUTILBOÐ 1 Ný kynslóð öflugri turntölva með nýjasta Rich Richland örgjörvanum frá AMD ásamt enn öflugri Radeon skjákjarna og SSD stýrikerfisdisk. USB AÐ FR AM

3

AN

120GB

SSD

R FISDISKU STÝRIKER

• • • • • • • • •

Thermaltake V3 BlacX Deluxe turn AMD A6-6400K Dual Core 4.1GHz Turbo GIGABYTE A88XM-HD3 móðurborð 8GB DUAL DDR3 1600MHz minni 120GB SSD Chronos SATA3 diskur 1TB SATA3 7200RPM 64MB diskur 2GB Radeon HD8470D DX11 skjákjarni 24x DVD SuperMulti skrifari Windows 8.1 64-bit, hlaðið nýjungum

GERIR

IPS

3G NETI LVA MEÐ SPJALDTÖLEIÐSÖGUKERFI OG GPS NG FYLGIR! BÍLFESTI

R ALLAR VÖRN FYRI LDTÖLVUR JA TÖLVUR, SPHEIMILISINS A OG SÍM

McAfee

M

T AÐ R MEÐ ALL HD SKJÁ RHORN A N JÓ S ° 178

7”ONYXGPS

LiveSafe 2014 • • • • • • •

1366x768

ALLT

• • • • • • • • •

Öryggisvörn og öflug vírusleitarvél Fyrir Windows, Apple og Android PC tune-up hraðar vinnslu stýrikerfis Öflugur eldveggur ver heimanet Vörn gegn ruslpósti og Spyware Aðgangsstýring barna á netinu Má setja upp á öll tæki heimilisins

7’’ LED fjölsnertiskjár 1024x600 Öflugur 1.0GHz ARM A9 Cortex örgjörvi 4GB FLASH og allt að 32GB Micro SD 300Mbps WiFi, Bluetooth 4.0 og 3G Li-Polymer rafhlaða allt að 7 tímar Tvær vefmyndavélar 0.3MP og 2MP GPS Leiðsögn með íslandskorti Bílafesting og bílahleðslutæki fylgir Android 4.0 stýrikerfi og fjöldi forrita

129.900

6.990

29.900

DELUXE VÉL Í LEIKI OG VINNSLU

ALHLIÐA ÖRYGGISVÖRN

7” GPS TÆKI OG SPJALDTÖLVA

AÐEINS

mmG 1R0 ÞUNN O Ö

T

FISLÉT

USB

CLOUDBOX

VELDU BO HRAÐVIRKTN NÁKVÆM &

BREYTILE GU ÞYNGDAR- R PUNKTUR

M6900

ALVÖRU LEIKJAMÚS

Ein flottasta leikjamúsin í dag High-Precision 3200dpi tækni On-the-fly 3ja þrepa DPI stillingar Gaming Grade 30G hröðun 5 forritanlegir hnappar Gaming Grade gúmmí grip Glæsileg leikjamús frá GIGABYTE

• • • • • • •

Avago Gaming Laser 8200dpi vél Forritanlegir takkar fyrir mismunandi leiki 32K GHOST minni fyrir leikjaprófíla / Macros Hot-Swap botn, ceramic kúlur eða teflon Hönnuð með endingu og þægindi í huga 1.8m nylon vafin endurance USB snúra Framúrskarandi þyngdarstillingar

4.990

14.900

FRÁBÆRT VERÐ!

EIN SÚ FLOTTASTA Í DAG

K8100 Fullkomið og öflugt leikjalyklaborð með LED upplýstu íslensku letri, hlaðið nýjungum og innbyggðu minni fyrir Macro stillingar. Aivia leikjalyklaborð frá GIGABYTE LED baklýst lyklaborð með ljósrofa Ábrennt og upplýst íslenskt letur Snertinæmur og upplýstur hljóðstillir Þriggja þrepa Elastic Force hnappar Nemur allt að 20 hnappa í einu 5x5 forritanlegir Macro hnappar 70 GHOST Macro sett í innra minni Innbyggður tveggja porta USB2 Hub

3TB GN!

• • • • • • • •

HVAR OG H VENÆR SEM ER:)

3TB LaCie CloudBox tölvuský Gögnin þín alltaf við hendina hvar sem er Deildu gögnum með vinum og fjölskyldu Sjálfvirk gagnafritun, Time Machine ofl. Streymir margmiðlunarefni í öll tæki 10 notendur með lykilorð og einkamöppur Gigabit net, HTTP, FTP, SMB og Torrent Fyrir PC, Mac, Android, iOS, SmartTV, ofl.

INNB GÐ HARÐYG DI DOKKASK

19.900

1.15GHz OVERCL GÆUNÐOGI OCK ÞÝSK FRÁBÆR HÖNN

HLJÓÐEINANGRU Í HLIÐUM N

GURU ii YFI RKLUKKUN MEÐ 6GHz MINNI OG ENN ÖFL UGRI 3X WINDFO RCE KÆLIN GU MEÐ KOPAR HIT APÍPUM

OG HRAÐVIR SAMSETNINGK

URBAN S31

GTX760OC

THERMALTAKE LÚXUSTURN

OFUR ÖFLUGT LEIKJASKJÁKORT

• • • • • • • •

• • • • • • • •

Sérlega vandaður Silent Mid Tower Burstuð álhurð f/aukna hljóðeinangrun Harðdisk dokka á toppi fyrir 2.5” & 3.5” 6 stk harðdiskskúffur fyrir 2.5” & 3.5” Mjög þróaður kaplaskipuleggjari Hljóðlátar 120mm fram- og bakviftur 10x hraðari USB 3.0 tengi að framan Innbyggðar ryksíur (hægt að þvo)

Eitt öflugasta leikjaskjákortið í dag 2GB GDDR5 6.0GHz 256-bit minni PCI-E 3.0 3D Vision í nýjustu leiki 1152 CUDA cores og 96T.U. fyrir leiki Hægt að tengja og spila leiki í 4 skjám Gullhúðað HDMI 1.4a, 2xDVI, 1xDP Ultra Durable 2oz Copper tækni Mjög hljóðlát WINDFORCE 3X tækni

19.900

49.900 HRAÐASTA GTX760 Í HEIMI!

Backup Plus

M185

ÞRÁÐLAUS MÚS

VERÐ FRÁ:

14.900

ÚRVAL FLAKK ARA Á BE

3.990

BLING BLING

BLING PENNAR

2.990

DIAMA NTE PE ER BÆÐI NNI KÚ

UM

LV ALDTÖ AF SPJRÐ FRÁ: VE

P701

14.900

0

2TB USB3 FLAKKARI BLING BLING

4.990

TÖLVULEIKJA FATNAÐUR FÁST Í SVÖRTU EÐ A RAUÐU

1.990

LUPENN MEÐ SN I OG ERTIF SPJALDTÖ LETI FYRIR LV SNERTIS UR OG KJÁI

MÚS OG PENNI

ÚRVAL 14.90

GJAFATASKA

990

R

RA HLJÓMGÆÐI FAAN LISTAVEL SAM

ENGIN VERKFÆRI OFUR EINF ÖLD

TR VERÐ A I!

ALLT ÞRÁÐLAUST

2TB LaCie hágæða flakkari Hannaður af hönnunarliði LaCie Nær hljóðlaus viftulaus hönnun Sparar orku og slekkur á sér sjálfur Blár ljósbjarmi aftan á flakkaranum 1-Click afritunarhugbúnaður SuperSpeed USB 3.0 / USB 2.0

3TB 26.900 | 4TB 39.900

ÓTRÚLEGT JÓLATILBOÐ!

2.990

2TB USB 3.0 FLAKKARI • • • • • • •

29.900

11.900 4.990

MINIMUS

ÞITT EIGIÐ TÖLVUSKÝ :)

HÁGÆÐA LEIKJALYKLABORÐ

KM7580

ÞRÁÐLAU LYKLABORST Ð OG MÚS

LaCie CloudBox tengir þig við þinn heim. Öll þín tónlist, kvikmyndir, ljósmyndir og meira, aðgengilegt á öllum þínum tölvum og tækjum hvaðan sem er í heiminum:)

ÖLL ÞÍN GÖ

GIGABYTE LEIKJALYKLABORÐ

• • • • • • • • •

I OG ARA TENG B2 10X HRAÐ I US T VIÐ ELDR A SAMHÆF IRI HRAÐ Á ENN ME

ÞITT EIGIÐ 3TB TÖLVUSKÝ

KRYPTON

ALVÖRU LEIKJAMÚS

• • • • • • •

3.0

HEYRNARTÓL

SNERTIHANSKAR

ÓTRÚLEGT ÚRVAL

USB

GLING

1.990

UR

ÓTRÚLEGT ÚRVAL STÓRSK EMMTILE AF GU USB GLINGRI FRÁ SATZ UMA

PLASMA ORB


)

LSÚT : 4IBPPA

K

HJÁ OKKUR

TT MESTA ÚRVAL LANDSINS AF TÖLVUM OG TÖLVUBÚNAÐI

MOBII 1030S

ENN BETRA VERÐ

NÝRTAÐT

A1000

CK TRUE BLA

VALED

VA LENDA

GW2760HS

27”VALED 27”

EÐ ALLT AÐ TÆKNI M ARHORN 178° SJÓN

10.1” MULTIMEDIA SPJALDTÖLVA

BENQ FULL HD VA-LED SKJÁR

Glæsileg spjaldtölva með einstökum 10” IPS HD fjölsnertiskjá með áður óséðri litadýpt og skerpu, öll nýjasta tækni og öflugur PowerVR skjákjarni.

Örþunnur Slim Bezel VA-LED skjár með 178° True To Life sjónarhorn og nýrri True Black tækni sem er algjör bylting í myndgæðum og skerpu á ótrúlegu jólatilboði í Tölvutek:)

• • G• • • • • • •

10.1” IPS HD fjölsnertiskjár 1366x768 Dual Core 1.2GHz ARM A9 Cortex örgjörvi PowerVR SGX 540 1080p 3D skjákjarni 8GB FLASH og allt að 32GB Micro SD 300Mbps þráðlaust net og Bluetooth 4.0 Li-Polymer rafhlaða allt að 8 tímar HDMI 1.4 mini, USB2 micro og Micro SD Tvær vefmyndavélar 0.3MP og 2MP Android 4.2 stýrikerfi og fjöldi forrita

IdeaTab

DCP-J132W

• • • • • • • •

• • • • • • • •

7” HD LED fjölsnertiskjár 1024x600 Dual Core 1.2GHz MTK 8317 örgjörvi PowerVR SGX 544 HD DX9 skjákjarni 1GB DDR2 800MHz vinnsluminni 16GB FLASH og allt að 32GB Micro SD 300Mbps þráðlaust net, Bluetooth 4.0 2.0 Dolby Digital Plus hljóðkerfi Android 4.2 stýrikerfi og fjöldi forrita

34.900

18.900

FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA

AÐEIN S 147gr

FÆST Í 2 LITUM

500GB Silicon Power hágæða ferðaflakkari Metalic Black rispuvarið yfirborð Fær straum úr USB tengi 256-bit öryggis- og afritunarhugbúnaður Virkar með PC og Mac tölvum SuperSpeed USB 3.0 / USB 2.0 Ótrúlega nettur aðeins 147gr.

9.990

NÝRTAÐT VA LENDA

49.900

WIFI A4/A3 FJÖLNOTATÆKI

Hágæða þráðlaust A4 lita fjölnotatæki Prentar allt að 33 bls/mín, 25 bls/mín í lit 4 hagkvæm hylki, fáanleg allt að 1200 bls 6000x1200 dpi prentari og 2400 dpi skanni 150 bls A4 bakki og A3 bak-matari Duplex sjálfvirk tvíhliða prentun, 6bls/mín 4.5” lita snertiskjár fyrir allar aðgerðir Þráðlaust WIFI / Airprint / Cloud Print USB 2.0 og LAN tengi, PC, MAC og LINUX

1TB 14.900 | 1.5TB 19.900 406E2K

RISS

Frábært og öflugt 2.1 hljóðkerfi frá Thonet & Vander með öflugri 5.25’’ Lignin Polymer bassakeilu, stillanlegum bassa og treble, sérhannað fyrir tónlist, leiki og kvikmyndir. Hágæða Thonet & Vander hljóðkerfi 2.1 32W RMS, 50Hz - 20kHz tíðnissvið Öflug 5.25” segulvarin bassakeila Frábærir 2.75” Mid-Range hátalarar Jafn og góður hljómur yfir allt tíðnissviðið 2xRCA inngangar ásamt Bassa&Treble stilli Frábært fyrir tónlist, leiki & kvikmyndir Falleg hönnun og ótrúleg hljómgæði

144Hz R z 3D SKJÁ 24” 144H LEGA NÝ ALGJÖR UN! UPPLIF

NET YFIR RAFMAGN • • • • • • •

500Mbps net í gegnum rafmagn Ótrúlega einfalt í uppsetningu Allt að 300m drægni gegnum raflagnir Virkar fyrir sjónvarp um ljósleiðara/ADSL 128-bita AES öryggis dulkóðun Tvær nettar einingar fylgja Hægt að nota allt að 7 viðbótareiningar

24”LED

24”3DLED ED

144Hz LEIKJASKJÁR • • • • • • •

BENQ SKJÁR • • • • • • •

Sérhannaður 144Hz 3D LED leikjaskjár 24” LED FULL HD 1080p 16:9 skjár 12 milljón:1 DCR og Senseye3 tækni 1ms viðbragðstími og FPS mode f/leiki HDMI, DVI-DL og VGA tengi UltraFlex upphækkanlegur fótur 100% Pixla ábyrgð í Tölvutek

24” FULL HD 1080p 16:9 LED skjár 12 milljón:1 DCR og Senseye tækni 5ms viðbragðstími fyrir leikina 1920x1080 FULL HD upplausn DVI HDCP og VGA D-SUB tengi Glæsileg Glossy Black hönnun 100% Pixla ábyrgð í Tölvutek

29.900

59.900

29.900

HINN FULLKOMNI PRENTARI!

27” AÐEINS 89.900

20” 19.900 | 22” 24.900 BT

G1 BK

ULTRA

SMART TV

24-100m m f/1 VÍÐLINSA .8

500Mbps

GL2450

XL2411T

BJÖRT

2.1 HLJÓÐKERFI

27” VA-LED FULL HD 1080p 16:9 20 milljón:1 DCR og Senseye3 tækni 4ms GTG viðbragðstími fyrir leikina 1920x1080 FULL HD upplausn HDMI HDCP, DVI og VGA D-SUB tengi 178° True to Life Ultra Wide sjónarhorn Aukin myndgæði með True Black tækni Glæsileg Glossy Black hönnun

24” VA-LED AÐEINS 36.900

Ótrúlegt þráðlaust undratæki frá Brother sem skannar, ljósritar og prentar hágæða ljósmyndir í allt að A3 stærð, rammalaust. • • • • • • • • •

ÖR RAMMI

• • • • • • • •

Á TILBOÐI TIL JÓLA:)

A3 ALL-IN-ONE

500GB USB 3.0 FERÐAFLAKKARI

SLIM BEÞUZNNEURL

14.900 DCP-J4110DW

DIAMOND

• • • • • • • •

Hágæða þráðlaust A4 lita fjölnotatæki Prentar allt að 27 bls/mín, 10 bls/mín í lit 4 hagkvæm hylki, fáanleg allt að 600 bls 6000x1200 dpi prentari&1200 dpi skanni 100 bls bakki fyrir flestar blaðastærðir Einfaldur í uppsetningu með WPS Þráðlaust WIFI / Airprint / Cloud Print USB 2.0 og WiFi, PC, MAC og LINUX

D03

PRENTA Ð MYNDIRU LJÓSN A3 STÆ AR Í RÐ

• • • • • • •

WIFI FJÖLNOTATÆKI

7” MULTIMEDIA SPJALDTÖLVA

FYRIR ÞITT SJÓNVARP

14MP

Breyttu sjónvarpinu þínu í SmartTV og vafraðu á netinu, kíktu á Facebook eða tölvupóstinn, spilaðu kvikmyndir og tónlist af heimaneti, interneti eða YouTube, þúsundir forrita og leikja.

• • • • • • • •

• • • • • • • •

CMOS SENSOR MYNDAVÉL 14MP CMOS Sensor og 4.6X Optical Zoom 24-110mm ultra björt f/1.8 víðlinsa 3” Bjartur 920K Wide Color snúningsskjár Innbyggð hristivörn & ISO 100-6400 Fjöldi tökustillinga, Manual, Av, Tv & P 1080p FULL HD Video upptaka (30fps) Li-Ion hleðslurafhlaða og Retro taska Sú þynnsta sinnar tegundar í heimi

Tengist beint í HDMI tengi á sjónvarpi Dual Core 1.6GHz ARM A9 Cortex örgjörvi Quad-Core Mali 400MP 1080p 3D skjákjarni 4GB FLASH og allt að 32GB Micro SD 150Mbps þráðlaust WiFi & Bluetooth Bluetooth lyklaborð með innb. músarfleti HDMI 1.4, USB2 og Micro SD Android 4.1 JB stýrikerfi og fjöldi forrita

16.900

9.990

39.900

19.900

ÖFLUGT 2.1 HLJÓÐKERFI

AUKA TENGI AÐEINS 6.990

MYNDAVÉLAR FRÁ 14.900

SJÓNVARPIÐ LIFNAR VIÐ;-)

TWISTER

HD3000

NÝTT VAR AÐ LENDA

TATOO 303XB

KEMUR Í FJÓRUM LITUM

4.990

4.990

FÆST Í 4 FLOTTUM LITUM

2.1 HLJÓÐKERFI

MP3 SPILARI TA 1.490 4POR B 2.990 US B HU

720p TRU

HD E

4.990

MYNDFL

NÝRTAÐT VA LENDA

CTL-408S-DEIT

VERÐ FRÁ:

390

16.900

AGA

VEFMYNDAVÉL 2.990

INTUOS PEN

MÚSARMOTTUR

2.990

2.990 2.0MP

HD

MYNDFL

AGA

BENDY LIGHT

VÉLMANNA HUB

RETRO BÍLAMÚS

RÚLLU LYKLABORÐ

WEBCAM MAN


KB-12506

Ð KYÞUNNNSAÐLÓ EINS

TE69

• • • • • • • • •

ÖR LÉTT 18mm OG FIS

AMD Kabini Dual Core E1-2500 1.5GHz 6GB DDR3 1600MHz vinnsluminni 500GB SATA2 5400RPM diskur 15.6’’ HD LED Ultrabright 1366x768 2GB ATI HD8240 DX11 skjákjarni 300Mbps þráðlaust net, Bluetooth 4.0 720p háskerpu vefmyndavél Lyklaborð með sjálfstæðu talnaborði Windows 8 64-bit, hlaðið nýjungum

0% 3 STÆRRI

SNERTIFLÖTUR

KEMUR Í ÞREMUR LITUM

Ný kynslóð öflugri, þynnri og léttari fartölva með öflugri 4ra kjarna örgjörva ásamt einum öflugasta skjákjarna í heimi og ótrúlegu hljóðkerfi.

79.900 53314G

AÐ LENDA

NÝJASTA KYNSLÓÐ FARTÖLVA

• • • • • • • • •

MBX35MH

N Ý VAR

V5-552

MEÐ QUAD CORE 99.900

NNSÝ LÓÐ

KB-45004G5

85558G1

LE69

• • • • • • • • •

AMD A8-5557M Quad Core 3.1GHz Turbo 8GB DDR3 1600MHz vinnsluminni 1TB SATA3 Ultra Fast harðdiskur 15.6’’ HD LED CineCrystal 1366x768 4GB ATI HD8550G DX11 öflugur skjákjarni 300Mbps WiFi, Bluetooth 4.0, USB 3.0 4.0 Dolby Home Theater v4 hljóðkerfi 720p HD CrystalEye vefmyndavél Windows 8.1 64-bit, hlaðið nýjungum

B590

AMD A4-5000 Quad Core 1.5GHz 4GB DDR3 1333MHz vinnsluminni 500GB SATA2 5400RPM diskur 8xDVD SuperMulti DL skrifari 17.3’’ HD+ LED Ultrabright 1600x900 4GB ATI HD8330 DX11 skjákjarni 300Mbps WiFi n þráðlaust net 720p Crystal Eye HD vefmyndavél Windows 8.1 64-bit, hlaðið nýjungum

• • • • • • • • •

Intel Core i5-3230M 3.2GHz Turbo 4xHT 4GB DDR3 1600MHz vinnsluminni 500GB SATA2 5400RPM diskur 15.6’’ HD LED Ultrabright 1366x768 1GB Intel HD 4000 DX11 skjákjarni 300Mbps þráðlaust net, Bluetooth 4.0 720p háskerpu vefmyndavél Glæný rafhlöðutækni allt að 6.5 tímar Windows 8 64-bit, hlaðið nýjungum

129.900

99.900

119.900

FÆST Í 3ÍLITUM FÆST 2 LITUM

17” Á FRÁBÆRU VERÐI!

ÖFLUG FRÁ LENOVO

S4380

V5-573G

KYUNN AÐEINS

ÖRÞ 11mm OG 1.2kg

10-PUNKTA

HDSNERLTISEKJD ÁR

7450121

B188ED

FJÖL

KRAFTMIKIL ACER FARTÖLVA

S5-391

• • • • • • • • •

Intel Core i5-3317U 2.6GHz Turbo 4xHT 4GB DDR3 1600MHz vinnsluminni 128GB SATA3 SSD diskur - Instant ON 13.3’’ HD LED CineCrystal 1366x768 1GB Intel HD 4000 DX11 skjákjarni 300Mbps WiFi, Bluetooth 4.0, USB 3.0 Li-Polymer rafhlaða allt að 6 tímar 720p HD Crystal Eye vefmyndavél Windows 8 64-bit, hlaðið nýjungum

Ein öflugasta og glæsilegasta fartölvan í dag með nýjasta Intel Haswell i7 örgjörvanum, ofur öflugu 4GB leikjaskjákorti og ótrúlegu hljóðkerfi.

U945

• • • • • • • • •

BAKLÝST

Intel Core i3-3217U 1.8GHz 3MB 4xHT 4GB DDR3 1600MHz vinnsluminni 32GB SSD og 500GB SATA2 diskur 14’’ HD LED TruBrite 1366x768 1GB Intel HD 4000 DX11 skjákjarni 300Mbps WiFi og 10X hraðara USB 3.0 Glæný rafhlöðutækni allt að 5 tímar 720p háskerpu vefmyndavél Windows 8 64-bit, hlaðið nýjungum

NÝ KYNSLÓÐ

LYKLABO FULLRI ST RÐ Í ÆRÐ

ÖRÞUNN AÐEINST 18mm OG FISLÉT

• • • • • • • • •

Intel Core i7-4500U 3.0GHz Turbo 4xHT 12GB DDR3 1600MHz vinnsluminni 1TB SATA3 Ultra Fast harðdiskur 15.6’’ HD LED CineCrystal 1366x768 4GB GeForce GT750M leikjaskjákort Lyklaborð og Acer Zoom Perfect snertiflötur 300Mbps WiFi, Bluetooth 4.0, USB 3.0 720p Crystal Eye HD vefmyndavél Windows 8.1 64-bit, hlaðið nýjungum

SleekBook

• • • • • • • • •

Intel Core i5-3337U 2.7GHz Turbo 4xHT 4GB DDR3 1600MHz vinnsluminni 500GB SATA2 5400RPM diskur 15.6’’ HD LED 1366x768 fjölsnertiskjár 1GB Intel HD 4000 DX11 skjákjarni 2.0 Dolby Advanced hágæða hljóðkerfi 300Mbps WiFi, Bluetooth 4.0, USB 3.0 720p TrueVision HD vefmyndavél Windows 8 64-bit, hlaðið nýjungum

149.900

99.900

199.900

129.900

ÞYNNSTA ULTRABOOK Í HEIMI

ULTRABOOK Á BETRA VERÐI!

MEÐ i5 & 500GB 179.900

HP MEÐ SNERTISKJÁ OG i5

AÐEINS

AIR

1.1kg

D TRUE H

IPS

NÁKVÆMUR ÓTRÚLEGAÓNARHORN 178° SJ

18 18

SURFACE

PVER O RÐ

W3-810

W510-64GB

32GB

FRÁ

ICONIA W5

219.900

ACER ICONIA W510 SPJALDTÖLVA

• • • • • • • • •

MacBook

Skólavélin í ár er þessi fjölhæfa spjaldtölva sem breytist í fartölvu þegar henni er smellt í lyklaborðsvöggu og kemur með Windows 8 ásamt Microsoft Office 2013 Home&Student.

LYKLABOR

DOKKÐSA FYLGIR OG SPJ ALDTÖL

Intel Core i5 Haswell 2.6GHz Turbo 4GB DDR3 1600MHz vinnsluminni 128GB FLASH geymsludiskur 11.6’’ HD LED háglans 1366x768 skjár Baklýst íslenskt lyklaborð Li-Polymer rafhlaða allt að 9 tímar WiFi AC / N, Bluetooth 4.0, Thunderbolt Apple FaceTime 720p vefmyndavél Glænýtt OS X Mountain-lion stýrikerfi

• • • • • • • •

VAN BREYTIST Í FUL LKOMNA FARTÖLVU ME Ð 18 TÍMA RAFHLÖÐUENDI NGU

10’’ HD IPS fjölsnertiskjár 1366x768 Intel Dual Core Atom Z2760 1.8GHz Turbo, 4xHT 2GB DDR2 800MHz vinnsluminni 64GB SSD og allt að 64GB Micro SD 300Mbps WiFi, Bluetooth 4.0 og NFC Tvær myndavélar 8MP m/flassi og FullHD USB2, USB2 micro, HDMI1.4a micro Windows 8 og Office 2013 Home&Student

ICONIA W3

• • • • • • • • •

8’’ WXGA fjölsnertiskjár 1280x800 Intel Dual Core Atom Z2760 1.8GHz Turbo, 4xHT 2GB DDR2 800MHz vinnsluminni 32GB FLASH SSD og allt að 64GB Micro SD Intel HD Graphics grafískur kjarni 300Mbps þráðlaust net, Bluetooth 4.0 Tvær FULL HD vefmyndavélar að framan og aftan Li-Polymer rafhlaða allt að 8 tímar Windows 8 og Office 2013 Home&Student

SURFACE2

• • • • • • • • •

10.6’’ ClearType fjölsnertiskjár 1920x1080 nVidia Tegra4 Quad Core 1.7GHz 32GB SSD og allt að 64GB Micro SD GeForce 72 kjarna leikjaskjástýring 300Mbps WiFi net og Bluetooth 4.0 Tvær myndavélar 720p upptaka með Mic Li-Polymer rafhlaða allt að 10 tímar Word, Excel, Powerpoint ofl. forrit Windows RT 8.1 - Ótrúlegt snertiviðmót

199.900

149.900

79.900

99.900

MacBook Pro Retina 239.900

MICROSOFT OFFICE 2013 FYLGIR 64GB AÐEINS 154.900

MICROSOFT OFFICE 2013 FYLGIR

MEÐ 64GB SSD 119.900

UFOL-107

4.990

FYRIR 7” SPJALDTÖLVUR SPARK PLUG

2.990

2 LITIR IN EAR HEYRNARTÓL

4 LITIR

VERÐ FRÁ:

9.990

6.990

VERÐ FRÁ:

4.990

2 LITIR

FYRIR 10” til 14”

4 LITIR

BATTLE DRAGON

4.990

LAN LEIKJATASKA RS120

LOOP

3.990

HLJÓMGÆÐI

ÞRÁÐLA SENNHEISUS HEYRNAR ER TÓL

ÞRÁÐLAUS

9.990

FYRIR 14” OG 15”

2 LITIR

SHOCK

9.990

LEIKJAHEYRNARTÓL

HÁGÆÐA TÖSKUR CRONOS

14.900

FRÁBÆR HLJÓMUR

OPNUNARTÍMAR

Virka daga 10:00 - 18:30 Laugardaga 11:00 - 16:00

Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900


Jólablað

35  Jólaföndur Einföld og fallEg snJókorn

Pappírs-snjókorn

Brjóta

Skemmtilegt föndur fyrir alla fjölskylduna r Klippa

akel Húnfjörð, eigandi verslunarinnar Radísu í miðbæ Hafnarfjarðar, er nú í óða önn að föndra jólaskreytingar fyrir heimilið og búðina. Hún deilir einfaldri hugmynd að jólaföndri með lesendum Fréttatímans – jólasnjókornum. Að sögn Rakelar er snjókornagerðin mjög einföld og best að nota þunnan pappír, svo sem ljósritunar- eða dagblaðapappír. „Það er virkilega fín fjölskylduskemmtun og samvera að klippa snjókorn og allir geta verið með. Þau allra minnstu geta málað pappírinn og hinir spreytt sig á að brjóta saman og klippa. Engin tvö snjókorn eru eins ef maður notar hugmyndaflugið og klippir með frjálsri tækni,“ segir Rakel.

Rakel Húnfjörð.

Snjókornagerðin hentar fólki á öllum aldri. Yngstu börnin geta þá málað eða litað pappírinn og þau eldri séð um að klippa.

Komin aftur eftir langt hlé

Fletta í sundur Kvæði: Hákon Aðalsteinsson Teikningar: Selma Jónsdóttir

Jól að heiðnum sið

Fyrir kristnitöku voru hátíðahöld jólanna nátengd skammdeginu og vetrarsólstöðum. Allt bendir til þess að menn hafi komið saman á jólum til að éta, drekka og vera glaðir. Það var metnaður fólks að halda veglegar veislur, skreyta húsakynni sín og brugga öl til jólanna. Í desember býðst gestum að fræðast frekar um jól að heiðnum sið á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16.

Fæst um land allt Útgefandi: Snerruútgáfan.


Jólablað

36

Hátíðarpavlova Dásamleg pavlovuuppskrift úr veislubók Nigellu, Feast, sem klikkar aldrei.

Hráefni Í botninn: 8 eggjahvítur (Nigella mælir með eggjum úr hamingjusömum hænum) 500g sykur 4 tsk kartöflumjöl eða maísmjöl 2 tks hvítvínsedik ½ tsk vanillu extrakt Ofan á 1/2 l rjómi Fersk vanilla (ef vill) ferskir ávextir og ber að eigin vali

(í kökuna á myndinni eru notuð 12 kiwi)

Sáldrið kartöflumjölinu, edikinu og vanillunni yfir og blandið öllu varlega saman með sleikju.

Aðferð Hitið ofninn í 180 gráður Setjið bökunarpappír á plötu og teiknið hring með u.þ.b. 25 cm þvermál.

Setjið innan í teiknaða hringinn á bökunarpappírnum og jafnið vel út og sléttið hliðarnar.

Þeytið eggjahvítur í skál þangað til þær forma toppa þegar þeytarinn er fjarlægður, þeytið þá sykrinum saman við, einni teskeið í einu, þangað til allt er vel þeytt saman

Setjið inn í heitan ofn og lækkið strax hitann í 120 gráður. Bakið í klukkustund og slökkvið svo á ofninum og látið botninn kólna alveg í ofninum. Takið marensinn úr ofninum þegar hann er orðin kaldur. Hægt er að geyma marensinn í

loftþéttu boxi í tvo daga eða í frysti í allt að mánuð). Þegar setja á pavlovuna saman, hvolfið marensinum á stóran kökudisk og fjarlægið bökunarpappírinn varlega.

ofan á botninn.

Setjið vanillu (ef vill) út í rjómann og þeytið og smyrjið síðan

Skerið ávexti í sneiðar og raðið á botninn (einnig er mjög

gott að mauka 300g af hindberjum með 25g af flórsykri og setja ofan á rjómann. Berið fram undir eins.

Sígilt góðgæti á jólunum Góðgæti frá Nóa Síríusi er hluti af jólunum hjá flestum hér á landi, hvort sem það er konfektið sígilda eða hráefni í baksturinn.

Súkkulaðikaramellu marenstoppar 3 eggjahvítur klípa af salti 80 gr. flórsykur 100 gr. Nóa karamellukurl (eða súkkulaðispænir) Pistasíukrem: 50 ml. rjómi 150 gr. Síríus Konsum hvítir súkkulaðidropar 50 gr. pistasíuhnetur, ósaltaðar, án hýðis og fínmuldar 150 gr. Síríus Konsum dökkt hjúpsúkkulaði 30 gr. pistasíuhnetur, ósaltaðar, án hýðis og fínmuldar

H U G V E K J A

Hitið ofninn í 85°C á undir- og yfirhita. Búið til marensinn með því að stífþeyta eggjahvíturnar með klípu af salti. Blandið flórsykri varlega saman við stífþeyttar eggjahvíturnar, einni matskeið í einu. Þeytið áfram þar til marensinn verður gljáandi. Blandið síðan karamellukurlinu varlega saman við. Setjið marensinn í sprautupoka með nokkuð stórum stút. Leggið bökunarpappír á tvær plötur og sprautið doppum (um 2 cm á hæð og 2 cm í þvermál) á plöturnar. Bakið toppana í 2 klukkutíma, slökkvið þá á ofninum og leyfið

Sölutímabil 5. – 19. desember Casa - Kringlunni og Skeifunni Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð Gallerí i8 – Tryggvagötu Hafnarborg - Hafnarfirði Kokka - Laugavegi Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu Líf og list - Smáralind Módern - Hlíðarsmára Þjóðminjasafnið - Suðurgötu Around Iceland – Laugavegi Blómaval - um allt land Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki Póley - Vestmannaeyjum Valrós - Akureyri Netverslun - www.kaerleikskulan.is

Markmiðið með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og rennur allur ágóði til starfs í þágu þeirra. S T Y R K TA R F É L A G L A M A Ð R A O G FAT L A Ð R A

kökunum að vera þar áfram, jafnvel yfir nótt. Búið til pistasíukremið. Hitið rjómann í potti að suðu og takið hann síðan af hitanum. Blandið hvíta súkkulaðinu saman við heitan rjómann og hrærið þar til súkkulaðið er fullbráðið. Blandið pistasíu-

hnetunum saman við. Kælið niður við stofuhita þar til kremið byrjar að þykkna.

hjúpaða toppana á bökunargrind og látið súkkulaðið storkna.

Bræðið hjúpsúkkulaðið yfir vatnsbaði. Dýfið toppunum til hálfs ofan í súkkulaðið (neðri hlutanum). Skafið súkkulaðið lauslega af kökubotnunum á skálarbrúninni. Leggið

Smyrjið pistasíukremi á toppana og leggið þá saman. Veltið þeim síðan upp úr muldum pistasíuhnetum þannig að þær festist við pistasíukremið.

fingurgómana og þrýstið lauslega ofan á kúlurnar. Lækkið hitann á ofninum í 160°C. Bakið kökurnar í 16 til 17 mínútur eða þar til yfirborðið byrjar

að lýsast upp og springa lítillega. Látið kökurnar kólna nokkrar mínútur áður en þær eru teknar af plötunum. Kælið þær síðan alveg á bökunargrind.

Þreföld súkkulaðiánægja – súkkulaðibitakökur 100 gr. pekanhnetur, grófsaxaðar 100 gr. valhnetur, grófsaxaðar 80 gr. smjör 200 gr. Síríus Konsum súkkulaði, grófsaxað 3 stór egg 200 gr. púðursykur 1 msk. vanilludropar 50 gr. hveiti ¼ tsk. lyftiduft ¼ tsk. salt 100 gr. Síríus Konsum 70% súkkulaði, grófsaxað 250 gr. Síríus Konsum, hvítt súkkulaði í dropum (eða grófsaxað rjómasúkkulaði) Hitið ofninn í 180°C. Ristið hneturnar á bökunarplötu í 6 til 7 mínútur. Bræðið smjör í potti og takið af hitanum. Bræðið Síríus Konsum súkkulaði í heitu smjörinu. Þeytið saman í hrærivél egg og púðursykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið súkkulaðismjörinu og vanilludropum við. Látið vélina ganga á litlum hraða og bætið hveiti, lyftidufti, salti, hnetum, súkkulaði og súkkulaðidropum við. Kælið deigið í 1 til 2 klst. eða yfir nótt.

Klæðið tvær bökunarplötur með smjörpappír. Notið matskeið til að móta kúlur úr deiginu og raðið þeim með 5 sm. millibili á plöturnar. Bleytið


Diskamottur 50 mottur saman í blokk. Kr. 2.790,- 4 gerðir

Kennslukortið góða

Með texta úr bókinni “Matur og drykkur” Helgu Sigurðardóttur

iPhone vi›arhulstur

Skjaldarmerki Íslendinga

Vönduð og falleg viðarhulstur sem verja símann fyrir hnjaski. 4 viðartegundir, 6 mismunandi myndir, Fyrir iPhone 4 og 5. kr. 5.400

Sundhettu-snyrtitaska

Snyrtitöskur með “gæsahúðar” áferð gömlu góðu sundhettunnar. Margir litir. kr. 3.900

Fornkort

Frístandandi Hnattlíkan Þú stillir því upp og það snýst og snýst... Kr. 3.390

Rjómaferna „Half pint“ glerkanna fyrir mjólkina í kaffið Kr. 3.390 (MoMA)

Distortion

Hefðbundið form kertastjaka bjagað og útkoman er óvenjuleg. Margir litir. Kr. 4.400

Heico Dád‡r Kr. 13.300

Heico Kanína

Heico Ugla

Kr. 7.400 (Margir litir)

Kr. 7.400

Kraftaverk

Mezzo útvörp

Lid Sid

Frá LEXON. Kr. 8.900

Gufuventill. 2 í pakka, hvítur og rauður Kr. 1.790

Linsukrús

Kaffikrús í dulargervi. Aðeins kr. 2.290

High Heel kökuspa›i Kr. 3.390

Cubebot róbót úr vi› Vélarlaust vélmenni, hannað undir áhrifum japanskra ShintoKumi-ki þrauta. Ferningsmennið fjölbreytilega er jafnt leikfang, skraut og þraut. Margir litir, nokkrar stærðir. Verð frá 1.930

Flöskustandur (Vín)andi flöskunnar svífur í reipinu. Kr. 3.900

Around Clock

Hönnun frá Anthony Dickens Kr. 3.900,-

Skafkort

Þú skefur gylltu himnuna af þeim löndum sem þú hefur heimsótt og útbýrð persónulegt heimskort. (Stærð: 82 X 58 cm) Kr. 2.990 skólavör›ustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja

Kjarnapú›ar Fylltir kirsuberjakjörnum. Lina bólgna og stífa vöðva.

Kr. 3.900


Jólablað

38

Girnilegar lágkolvetna smákökur

H

afdís Priscilla Magnúsdóttir er fædd í desember og er því mikið jólabarn og á erfitt með að halda aftur af sér þegar jólabaksturinn er annars vegar og byrjaði að baka jólakökurnar í október. Hafdís heldur úti vefsíðunni disukokur.is þar sem finna má ýmsar spennandi uppskriftir sem allar eru án hveitis og sykurs og henta því vel þeim sem eru á lágkolvetnafæði, sykursjúkum og eins öllum sem vilja prófa nýjar og spennandi uppskriftir.

Sörur

Krem er sett á kökurnar þegar þær eru orðnar kaldar. Gott að nota skeið og gera „fjall“ úr kreminu. Þar á eftir eru kökurnar settar í frysti og þegar kremið er orðið vel kalt er þeim dýft ofan í bráðið súkkulaði.

Botn 3 eggjahvítur (passa að þær séu við stofuhita) 1 dl sukrin melis 70 gr möndlumjöl 8-10 dropar Via-Health stevia original Eggjahvítum, sukrin og stevia þeytt saman þar til orðið stíft. Möndlumjöli bætt varlega við og blandað með sleif. Sett á bökunarpappír með skeið eða setja deigið í sprautupoka og sprauta. Þessi uppskrift gefur um það bil 20 kökur sem ekki stækka við bakstur. Sett í ofn sem er 130 gráðu heitur (ekki með blæstri) og bakað í 40 mínútur.

Piparkökur 3 dl möndlumjöl 2 msk kókoshveiti 3 msk sukrin eða sukrin gold 2 msk rjómi 1/4 tsk negull 1/2 tsk kanill 1/4 tsk engifer 1 egg 1 tsk lyftiduft 4 dropar Via-Health stevía original

Hafdís er mikið jólabarn og byrjaði jólabaksturinn í október. Á síðunni hennar, disukokur.is, er að finna fjöldann allan af spennandi lágkolvetna uppskriftum. Ljósmynd/ Hari.

OKKAR LOFORÐ:

150 ml rjómi 100 gr dökkt súkkulaði 70% eða hærra 5 dropar Via Healt Stevia dropar orginal bragð

Krem 1 dl sukrin melis 3 eggjarauður 6-8 dropar Via-Health stevía original 100 gr mjúkt smjör 2-3 tsk kakó (smakka til) 2 tsk instant kaffi (má sleppa ef fólk vill ekki kaffibragð) Öllu blandað vel saman.

Þegar súkkulaðið er orðið hart þá er notuð teskeið til að skafa upp úr skálinni og mótaðar kúlur með höndunum. Gott að nota hanska til að halda höndunum hreinum. Rúllið kúlunum upp úr kókosi, muldum hnetum, kakódufti eða öðru sem hugurinn girnist. Útkoman er mjög skemmtileg ef blandað er saman smá cia- og chilidufti og truflunum velt upp úr því. Sjálfri finnst Hafdísi best að velta truflunum upp úr muldum pistasíuhnetum.

Kókostoppar Súkkulaði trufflur

Þurrefnunum blandað saman og svo öðru hráefni. Blandað vel saman og litlar kúlur mótaðar sem settar eru á bökunarpappír. Bakað í ofni í 8-10 mínútur við 175 gráðu hita.

að gera að kvöldi til og geyma í ísskáp yfir nótt.

Eggi, sukrin melis og steviudropum þeytt vel saman í skál. Smjöri bætt við og þeytt vel saman við. Kókosmjöli bætt við og varlega blandað með sleif. Búið til litla toppa. Gott er að kreista smá vökva úr. Setja á bökunarpappír og baka í um það bil 15 mínútur við 175 gráðu hita. Gott er að láta toppana kólna á eldhúspappír.

60 gr mjúkt smjör 1 dl sukrin melis 6-8 dropar Via-Health stevia original

Mjög gott að bræða súkkulaði og setja á botninn eða toppinn á kökunum.

Kakó, hnetur, kókos, chia eða annað sem hugurinn girnist til að húða trufflurnar. Hita rjóma á meðalhita. Þegar hann er farinn að hitna, slökkvið þá undir og bætið súkkulaði og steviadropum við og hrærið þar til hefur blandast vel saman við rjómann. Á að vera svolítið þykkt. Sett í skál og geymt í ísskáp í minnsta kosti tvo tíma. Gott er

Engin óæskileg aukefni

Lífrænt og náttúrulegt

2-4 dropar Via-Health stevia kókoshnetu 1 egg 150 gr kókosmjöl

Persónuleg þjónusta

JÓLAHLAÐBORÐ ð Ver s in aðe kr. 0 9 9 . 1

Hollusta í hádeginu fyrir hópinn þinn

Matseðill • • • • • • •

• Waldorf salat • Graflax • Reiktur lax • Graflaxsósa • Reyktur kjúklingur • Kalkúnabringur • Síldarsalöt

í m u d Sen rtæki fyri Hnetusteik Rauðkál Rúgbrauð Laufabrauð Ris à l’amande Pekanhnetubiti ásamt mörgu öðru

Í hádeginu alla fimmtudaga og föstudaga fram að jólum, hefst 5. desember

Borgartún

1 Fákafen 1 Hæðasmári

www.lifandimarkadur.is


Gott fyrir heimilið I Ð R E V R A Ð Ú B R Á MÚ

Kaffivél með Thermo hitakönnu 10-12 bolla, 900w

2.490,-

Spandy heimilisryksugan • 1600W • mikill sogkraftur > 18KPA • Hepa filter • margnota poki

5.990,-

Öflugur djús/ávaxtablandari með 1,3 l glerkönnu

3.990,-

Blandari og matvinnsluvél

4.990,-

1.890,-

7.490,-

Hentugt til jólagjafa!

Góður í kuldanum

Kletthálsi 7.

• 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta

8.990,-

1.890,-

Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18

Akureyri

Óseyri 1.

Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-14

Vestmannaeyjar Flötum 29.

Cyclon ryksuga Model-LD801 • 2200W • 3 lítrar • Sogkraftur > 19KPAr • raf snúra 4,8 metra

Töfrasproti – Blandari

Rafmagnshitablásari 2Kw

Reykjavík

Drive ryksuga í bílskúrinn

Opið virka daga kl. 8-18

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!


Jólablað

Jólakötturinn í Húsdýragarðinum F

yrir nokkrum árum urðu starfsmenn Húsdýragarðsins fyrst varir við jólaköttinn og dvelur hann hjá þeim núna í desember. Í Hafrafelli við hliðina á húsi refanna hefur verið útbúið harðlæst athvarf þar sem jólakötturinn hvílir lúin bein. Hann heldur til innandyra en vaknar af og til yfir daginn og er þá með mikil læti og stundum það mikil að kofinn hans hristist. Í Hafrafelli geta gestir Húsdýragarðsins

Jólakötturinn dvelur í húsinu Hafrafelli í desember og hvílir lúin bein.

fræðst um ketti, líffræði þeirra og hjátrú og þjóðsögur tengdar þeim. Þá eru dýrin í Húsdýragarðinum óðum að komast í jólaskapið. Húsdýragarðurinn, Café Flóra, Grasagarðurinn, Laugardalslaug, Ásmundarsafn og Skautahöllin hafa tekið sig saman um að skapa jólalega stemningu í Laugardalnum og má fá nánari upplýsingar um viðburði þar á Facebook-síðunni Jóladalurinn.

KYNNING

Dúkka sem styrkir sjálfsmynd stúlkna

GERIR GÆFUMUNINN!

Gómsætar brownies 175 g dökkt súkkulaði, brotið 175 g ósaltað smjör, mjúkt 40 g Cadbury kakó 50 g valhnetur, hakkaðar 250 g sykur 75 g hveiti 3 egg Hitið ofninn í 180 °C. Húðið 20x20 cm form með PAM olíuúða. Bræðið súkkulaðið og smjörið yfir vatnsbaði og kælið síðan lítillega. Þeytið egg og sykur þar til þykkt og áferðin kremuð og hellið yfir súkkulaðiblönduna. Að lokum er hveitið sigtað og því bætt út í ásamt kakóinu og hnetunum. Hellið í formið og bakið í 25-30 mínútur. Skreytið með súkkulaði og karamellu ganach ásamt valhnetum.

Lottie dúkkan er eins og venjuleg stúlka í laginu og ætluð sem mótvægi við þeirri þróun að dúkkur séu óraunverulegar í laginu, líki eftir heimi fullorðna fólksins og minni helst á kyntákn. Að hönnun dúkkunnar unnu barnasálfræðingar, næringarfræðingar og fleiri sérfræðingar svo hún fengi eðlilega líkamslögun miðað við aldur og stuðli að jákvæðri sjálfsmynd barna. Dúkkan Lottie kom fyrst á markað árið 2012 og með henni kveður við nýjan tón í hönnun á dúkkum. Lögð er áhersla á að börn nýti hugmyndaflug sitt við leik og fylgir hverri dúkku saga. Lottie er ætluð stúlkum á aldrinum þriggja til níu ára og er slagorðið hennar: Vertu áræðin, hugrökk og þú sjálf! Á undanförnum áratugum hafa verið ríkjandi á markaðnum dúkkur sem líkja eftir heimi fullorðna fólksins og eru óraunverulegar í útliti. Lottie er ætlað að vera mótvægi

Slagorð Lottie er: Vertu áræðin, hugrökk og þú sjálf! Hönnun hennar er andsvar við dúkkum sem eru fullorðinslegar í útliti. Lottie er aldrei á háum hælum né förðuð.

við þá þróun. Hún er venjuleg stúlka og líkami hennar er í sömu hlutföllum og almennt gerist hjá börnum þó höfuðið sé aðeins stærra. Lottie er aldrei á háum hælum, notar ekki farða og er ekki hlaðin skartgripum. Hönnun hennar var í nánu samstarfi við barnasálfræðinga, næringarfræðinga og foreldra svo skapa mætti þá líkamslögun og umgjörð sem æskileg er fyrir leikföng barna og stuðla þannig að jákvæðri sjálfsmynd þeirra. Lottie á sér margvísleg áhugamál sem fötin hennar endurspegla og er auðvelt fyrir börn að klæða hana í og úr. Fáanlegir eru ýmsir fylgihlutir með Lottie sem gera upplifunina af leiknum enn skemmtilegri. Lottie hefur gaman af því að fara á hestbak, búa til vélmenni, sinna kisunni sinni, leika í sjóræningjaleik, æfa íþróttir og að fara í lautarferð svo fátt eitt sé nefnt. Hún getur staðið á sínum eigin fótum sem er góður kostur fyrir unga sem aldna. Auðvelt er að taka Lottie

með sér um allt, annað hvort staka eða í litríkri pakkningunni sem fylgir henni. Pakkningarnar utan um Lottie eru hannaðar með umhverfið í huga svo notað er lítið plast og ekki vírar sem margir kannast við að geti reynt á þolinmæðina þegar verið er að opna jólapakkana. Lottie er ekki fullkomin frekar en nokkur annar og gerir stundum mistök sem hún lærir af og finnst fátt skemmtilegra en að vera úti í náttúrunni og gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Hönnuðir hennar fengu innblástur frá sögupersónum úr þekktum bókmenntum, eins og Önnu í Grænuhlíð, Línu Langsokki og börnunum í bókunum um Hin fimm fræknu. Lottie finnst fátt skemmtilegra en að vera úti í náttúrunni og fengu hönnuðir hennar innblástur frá sögupersónum á borð við Línu Langsokk, Önnu í Grænuhlíð og börnin úr bókunum um Hin fimm fræknu.



Jólablað

42

Fjölbreytt

úrval hljóðfæra fyrir byrjendur sem lengra komna. PIPAR\TBWA · SÍA · 133434

Komdu í heimsókn eða kíktu á vefverslunina okkar á rin.is

Aldrei meira úrval!

Dásamleg ískaka ljúffengar kúlur

&

HLJÓÐFÆRAVERSLUN Brautarholt 2 105 Reykjavík Sími 551 7692 Opið mán.–fös. 10–18 og lau. 12-15

B

erglind Guðmundsdóttir hjá GulurRauðurGrænn&salt sendi á dögunum frá sér bókina Fljótlegir réttir fyrir sælkera þar sem finna má fjölda ljúffengra og fljótlegra uppskrifta úr fersku hráefni fyrir öll tilefni. Fyrir rúmlega ári opnaði Berglind vefsíðuna GulurRauðurGrænn&salt með uppskriftum sínum sem notið hefur mikilla vinsælda. Tíu prósent ágóða af sölu bókarinnar renna til Barna- og unglinga geðdeildar Landspítala en þar starfaði Berglind á árunum 2009 til 2013 og á deildin því sérstakan stað í hjarta hennar.

Dásamleg Brownies ískaka

Ísterta með kurluðu Daim og kaffibragði fyrir þá sem það kjósa. Tilvalin yfir hátíðirnar eftir góðan málsverð og setur punktinn yfir i-ið á góðu kvöldi.

Brownie botn

www.rosendahl-timepieces.dk

Laugavegi 15 - 101 Reykjavík - sími 511 1900 - www.michelsen.is

Hrærið eggin út í eitt í einu. Látið í 26 sm form sem er smurt og hveiti hefur verið stráð í. Bakið í um 25 mínútur eða þar til kakan er fullbökuð. Takið úr ofni og kælið.

Ískaka 6 eggjarauður 6 eggjahvítur 125 gr sykur 5 dl rjómi, þeyttur 200 gr Daim, saxað 2-3 msk sterkt kaffi (má sleppa) Hrærið eggjarauðurnar í dágóðan tíma eða í um 10 mínútur. Bætið eggjahvítunum saman við ásamt 50 gr af sykri og hrærið vel. Bætið afganginum af sykrinum smátt og smátt út í og hrærið vel. Bætið þeyttum rjóma varlega saman við með sleif og síðan Daim og kaffi. Látið í fyrsti í eina klukkustund.

200 gr dökkt súkkulaði 260 gr smjör, við stofuhita 4 egg 250 gr sykur 160 gr hveiti

Leggið brownies botninn í stórt kringlótt form og hellið ísblöndunni yfir. Setjið í frysti í að minnsta kosti 5 klukkustundir.

Hrærið smjörið þar til það er létt og ljóst.

260 gr hnetusmjör 50 gr Rice Krispies 300 gr flórsykur 30 gr smjör, brætt 300 gr suðusúkkulaði

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni í um 1 mínútu. Hellið súkkulaðinu í smjörið og hrærið saman í smá stund en ekki lengur en í 30 sekúndur.

Verð frá 64.900 kr.

Bætið þá sykrinum saman við og hrærið vel.

Kúlugott


Jólablað

43 Sara Beinharða Það er örlítið tímafrekara að baka sörur en aðrar smákökur en bragðið er hreint unaðslegt og umstangið því vel þess virði. Það er eins gott að fela þær vel innst inni í frysti eigi þær ekki að klárast strax. Munið að láta kökurnar kólna vel á milli þess sem lögin eru sett á og eins að stífþeyta eggjahvíturnar í botnana og rauðurnar í kremið.

Botnar

Krem

Súkkulaðihjúpur

3 eggjahvítur 3 1/2 dl. flórsykur 200 gr. hakkaðar möndlur

6 eggjarauður 6 msk. kakó 6 msk. síróp 200 smjör eða smjörlíki (við stofuhita)

250 gr. suðusúkkulaði

Stífþeytið eggjahvíturnar. Bætið flórsykri og hökkuðum möndlum varlega saman við. Setjið bökunarpappír á plötu og setjið deigið á með teskeið. Bakið í 9 mínútur við 180 gráður. Látið kökurnar kólna á meðan kremið er gert.

Stífþeytið eggjarauðurnar. Blandið svo öðrum hráefnum saman við og hrærið vel í hrærivél þar til kremið hefur slétta og mjúka áferð. Setjið kremið á botnana þegar þeir eru orðnir kaldir. Látið kólna í ísskáp.

Bræðið súkkulaðið og dýfið þeirri hlið sörunnar sem kremið er á, ofan í. Geymið svo í kæli eða frysti.

Íslensk gjöf

fyrir sælkera

ENNEMM / SIA • NM59497

Falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum er tilvalin jólagjöf handa starfsfólki og viðskiptavinum.

Berg lind gu ðm u ndsd ótti r.

Látið öll hráefnin saman í hrærivél og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Hnetusmjör hefur mismunandi áferð þannig að ef kúlurnar eru of blautar bætið þá meiri flórsykri saman við, ef þær eru of þurrar, bætið meira hnetusmjöri saman við. Hnoðið litlar kúlur úr deiginu. Dýfið þeim í bráðið súkkulaðið og geymið á ofnplötu, klædda smjörpappír, þar til súkkulaðið hefur harðnað lítillega. Geymið í kæli eða frysti.

Körfurnar eru afhentar í sellófani með fallegri slaufu. Einnig bjóðum við fallega ostakassa til að senda til viðskiptavina og starfsfólks innanlands. Pantaðu ostakörfu á www.ms.is. Einfalt, fljótlegt og þægilegt.

www.ms.is


Jólablað

44

Arnar Bjarnason og Rakel Halldórsdóttir ásamt börnunum sínum fimm, þeim Agli Halldóri 11 ára, Áslaugu Birnu 6 ára, Grétu 17 ára, Maríu Önnu 3 ára o g Ellen Elísabetu 1 árs. Áður bjuggu þau í Boston og Flórens og hafa tekið með sér ýmsar hefðir þaðan. Börnin fá gjafir í skóinn bæði frá bandaríska jólasveininum og þeim íslensku. Ljósmynd/Hari

Stór stund þegar jólaskrautið er tekið fram á aðventunni Á heimili hjónanna Rakelar Halldórsdóttur og Arnars Bjarnasonar í Frú Laugu, er gríðarlega mikil jólastemning enda eiga þau fimm börn og bíða þau yngstu jólanna alltaf með mikilli eftirvæntingu. Áður bjuggu þau á Ítalíu þar sem bændamarkaðir eru stór hluti af matarmenningunni og langaði þau til að opna slíkan í Reykjavík. Eftir hrunið varð hugarfarsbreyting hér á landi og fólk fór styðja við bakið á íslenskri framleiðslu og ákváðu þau þá að opna bændamarkað í hverfinu sínu. Fljótt kom í ljós að það voru fleiri sem vildu kaupa vörur beint af bændum.

R

akel Halldórsdóttir og Arnar Bjarnason, betur þekkt sem hjónin í Frú Laugu, undirbúa nú komu jólanna, bæði heima og vinnunni. Hjá Frú Laugu breytist vöruúrvalið eftir árstíðum og nú er komið þangað tvíreykt hangikjöt, sítrus ávextir frá Sikiley, laufabrauð, súkkulaði og ýmislegt annað tengt jólunum. Börn þeirra hjóna eru fimm talsins og er það yngsta ársgamalt en það elsta sautján ára. „Það er alltaf mikil eftirvænting eftir jólunum hjá okkur. Jólatíminn er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég reyni því alltaf að ýta undir eftirvæntinguna hjá börnunum og hafa sem skemmtilegast

hjá okkur,“ segir Rakel. Sjálf á Rakel fjögur systkini og mamma hennar kemur úr níu systkina hópi en hjá pabba hennar voru þau sjö. „Þetta er hefðbundnara hjá Arnari manninum mínum en þau eru þrjú systkinin,“ segir Rakel og brosir og bætir við að þau séu stundum spurð hvort það sé ekki nóg komið hjá þeim í barneignunum.

Jólalög í október

Rakel byrjar yfirleitt að syngja jólalög með börnunum í október svo þau yngstu séu búin að læra þau loksins þegar jólin koma. „En ég syng jólalögin aðeins þegar pabbi þeirra heyrir ekki til því honum finnst full snemmt

að hlusta á jólalög í október,“ segir Rakel og hlær. Piparkökubaksturinn í nóvember markar svo yfirleitt upphafið að jólaundirbúningnum og eru þær jafnvel bakaðar þrisvar sinnum fyrir jólin. „Svo gerum við líka piparkökuhús sem öllum þykir mjög gaman. Svo bökum við aðrar smákökutegundir og gerum konfekt þegar fer að líða að jólum. Það er regla hjá okkur að kökurnar megi borða jafn óðum enda er nóg af öðru góðgæti á boðstólum þegar jólin ganga í garð.“ Árið 1997 fluttu þau hjónin til Flórens á Ítalíu þar sem Arnar var í einkanámi í tónsmíðum hjá Atla Ingólfssyni. Þá var elsta dóttir þeirra lítil

Það er regla hjá okkur að kökurnar megi borða jafn óðum …

og Rakel var heima með hana. Næst bjuggu þau í Boston í þrjú á þar sem þau bæði stunduðu nám. Rakel lauk framhaldsgráðu í safnafræðum og einnig meistaragráðu með áherslu á listasögu og sögu arkitektúrs en Arnar lauk doktorsgráðu í tónsmíðum og tónlistarfræði. Bæði gerðu þau lokaverkefni sem tengdust Ítalíu og fluttu því aftur þangað eftir Boston dvölina þar sem þau bjuggu í eitt ár. Í Bandaríkjunum tíðkast að skreyta jólatréð viku til tíu dögum fyrir jól og hafa þau hjónin tekið þá hefð upp. „Það er alltaf einstaklega gaman hjá okkur að skreyta og sérstaklega hjá þeim yngstu sem finnst það alveg dásamlegt. Þegar við tökum skrautið upp úr kössunum er mikið hlegið og hlaupið um og skreytt af miklum ákafa. Ég leyfi þeim að skreyta eins og þau vilja og laga svo aðeins til og fækka skrautinu,“ segir Rakel. Fjölskyldan föndrar líka saman fyrir jólin og fær þá sköpunargáfa hvers og eins að njóta sín. Jólasveinar frá


JÓLAGJAFABRÉF HÓ HÓ HÓ HÉR KEMUR JÓLI

f é r b s n i ð r o l Ful

:

. r k 0 0 9 18. : f é r b a n r a B

. r k 0 0 5 9. JÓLAGJÖFINA Í ÁR ER EINUNGIS HÆGT AÐ KAUPA OG BÓKA Á FLUGFELAG.IS

ÍSLENSKA SÍA.IS FLU 66773 11/13

FLUGFELAG.IS

VINGUMST: facebook.com/flugfelag.islands

FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ ÞVÍ að faðma ætting ja og vini sem oftast — sérstaklega um hátíðarnar. Jólag jafabréfið er einmitt rétta g jöfin fyrir þá sem þú vilt sjá oftar og líka fyrir þá sem hafa gaman af því að ferðast. Gefðu þeim sem þú elskar vængi og dekraðu síðan við þá með kakói, piparkökum, mandarínum og safaríkum sögum. Hægt er að bóka jólag jafaflug frá 27. des. 2013 til 28. feb. 2014 fyrir ferðatímabilið: 5. jan. til 31. maí 2014. Takmarkað sætaframboð. Frá 1. júní til 1. des. 2014 gildir jólapakkinn sem inneign upp í önnur farg jöld. Nánar um skilmála á flugfelag.is *Innifalið: Flug fram og til baka og flugvallarskattar. * * Fyrir börn á aldrinum 2-11 ára.


Jólablað

46

Uppskriftir Rakelar Heitt súkkulaði með kanil og chili 200 gr 70% súkkulaði malaður kanill Ferskur eða þurrkaður chilipipar (eða 1/2 tsk. chiliduft) Hrásykur eða pálmasykur Örlítið sjávarsalt Mjólk Um 2 sm botnfylli af vatni er sett í pott á meðalhita á hellu og súkkulaðið saxað og sett út í ásamt 1/2 tsk. af kanil, 2 til 3 sm bita af ferskum eða þurrkuðum, heilum chilipipar (eða 1/2 tsk chilipiparduft) og örlitlu af sjávarsalti. Hrært

Piparkökur 250 gr. hveiti (við notum lífrænt, steinmalað hveiti) 250 gr. spelt (við notum lífrænt, steinmalað farro, ítalskt spelt) 250 gr. hrásykur eða pálmasykur 180 gr. íslenskt smjör 3 tsk. vínsteinslyftiduft 2 tsk. malaður negull 2 tsk. malað engifer 4 tsk. malaður kanill

í. Þegar súkkulaðið er bráðnað og blandan farin að malla og orðin þykk er hún sykruð að vild og hrært vel í. Mjólk er svo hellt út í blönduna þar

til ákjósanlegri þykkt er náð (við viljum hafa það fremur þykkt).

1/2 tsk. nýmalaður, svartur pipar úr kvörn 200 gr. agave sýróp 4 msk. mjólk

höndunum, sett í litla skál með loki eða plastfilmu yfir og geymt inni í ísskáp yfir nótt.

Þurrefnum er blandað saman. Smjör er mulið út í og blandað vel saman með höndum. Sírópi og mjólk hellt út í og hrært vel í hrærivél með hnoðara. Deigið á nú að vera samfellt. Deigið er mótað í kúlu með

Flatt út og kökur skornar út. Kökurnar losaðar með spaða og settar beint á smjörpappírsklædda ofnplötu. Bakaðar í ofni við 175°C í 4 til 6 mínútur. Látnar kólna og skreyttar að vild með glassúrkremi.

Borið fram rjúkandi heitt með þeyttum rjóma.

Austurrísku ullarsængurnar komnar aftur Einnig dúnsængur frá Hefel

Í garði fjölskyldunnar í La Romola í Flórens árið 2002. Rakel, elsta dóttirinn Gréta og vinkona þeirra, Erna Ómarsdóttir, dansari.

tveimur löndum gefa börnunum litlar gjafir fyrir jólin því þau fá í skóinn frá þeim íslensku síðustu þrettán dagana fyrir jól eins og vera ber og þar sem fjölskyldan hefur einnig búið í Bandaríkjunum gefur sá bandaríski þeim gjöf í sokk á aðfangadagsmorgun. „Í Bandaríkjunum kíkja börnin reyndar í sokkinn sinn á jóladagsmorgun en við flýtum þessu aðeins.“ Á Ítalíu er enn önnur hefð því þar gefur svartklædd norn, La Befana, góðum börnum gjafir og góðgæti í sokk 5. janúar, en óþekku börnin fá kolamola í sokkinn. Þessa hefð hafa þau þó ekki tekið upp. Þá er ómissandi hluti af undirbúningi jólanna hjá fjölskyldunni að hlýða á jólatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands og segir Rakel alltaf mikla jólastemningu ríkja þar og að allir syngi saman í lokin. „Börnunum finnst þessir tónleikar mjög skemmtilegir, líka þeim yngstu. Svo finnst okkur alveg ómissandi að fara öll saman í leikhús á milli jóla og nýárs og sjá barnaleikrit. Það er mjög hátíðlegt og gaman.“

á Íslandi. Okkur fannst réttu aðstæðurnar þó ekki vera fyrir hendi á þessum tíma, árið 2003. Það var mikill hraði í samfélaginu og gríðarlega mikið flutt inn af matvöru og ekki eins mikil áhersla og áhugi á íslenskri framleiðslu. Svo kom hrunið og þá breyttust aðstæður mikið. Fólk fór að hugsa um hvað við höfum hér á landi og fór að vilja nýta það betur og styðja við bakið á íslenskri framleiðslu í staðinn fyrir að sækja matinn alltaf yfir ána.“ Sumarið 2009 opnuðu þau svo Bændamarkaðinn Frú Laugu við Laugalæk í hverfinu sínu í Reykjavík. Reksturinn hefur gengið vonum framar og fyrir ári var opnuð önnur minni verslun við Óðinsgötu í miðbæ Reykjavíkur. „Það eru greinilega fleiri en við sem vilja versla beint af bændum. Margir viðskiptavina okkar hafa búið í útlöndum og vanist bændamörkuðum þar. Við ákváðum í upphafi að hafa stemninguna lágstemmda og allar innréttingar eru einfaldar. Maturinn er aðalatriði hérna hjá okkur, að bjóða upp á góðar vörur.“

Sérstakt jólabollastell

Góð fita er holl

Heitt súkkulaði með rjóma er stór hluti af jólastemningunni og gerir Rakel það eftir sérstakri uppskrift sem inniheldur kanil og chilipipar. „Við notum alltaf sérstaka jólabolla, jóladiska og jólakönnu og er þetta aðeins notað undir heitt súkkulaði um jólin. Stundum hrærum við jafnvel í kakóinu með jólabrjóstsykri sem er eins og stafur í laginu,“ segir Rakel og leggur áherslu á að alla jafna borði þau hollan og næringarríkan mat en leyfi sér aðeins meiri óhollustu um jólin en á öðrum árstíma.

Rólegheit á aðventunni á Ítalíu Þú finnur okkur á Facebook undir “Fatabúðin”

Skólavörðustíg 21a

101 Reykjavík

S. 551 4050

Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58

Verslunin Belladonna

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

Á námsárum sínum héldu þau Rakel og Arnar jólin bæði í Flórens og Boston. Rakel segir töluverðan mun á aðventunni á þessum tveimur stöðum. „Það var gaman að upplifa jólin á báðum stöðum en afar ólíkt. Í Bandaríkjunum byrjar undirbúningurinn snemma og er í sumum tilvikum svolítið yfirdrifinn. Til dæmis var það þannig í kringum hús í hverfinu okkar að hvítur filtdúkur var strengdur yfir grasið og stórum gínum í alls kyns jólabúningum stillt upp. Sumt var svona stórt í sniðum en margt líka mjög fallegt og pent.“ Rakel kunni þó vel við að byrja eftirvæntingu jólanna snemma og líta á fallegt jólaskraut i sínum uppáhalds verslunum eins og Pottery Barn og Crate and Barrel. Á Ítalíu var upplifun Rakelar sú að stemmningin væri mun rólegri þar sem fólk leggur áherslu á að gera vel við sig og hafa það friðsælt og notalegt yfir jólin. „Það var alveg yndislegt að vera í Flórens fyrir jólin. Allt var svo fallega skreytt, hóflegt og fágað. Athygli mína vakti að allir voru svo smekklegir til fara í jólafötunum sínum. Til dæmis sér maður oft fjölskyldur saman á gangi úti fyrir jólin í Flórens og þá eru foreldrarnir í kápum eða frökkum og börnin líka, svona eins og lítið fólk, í stað þess að vera í sérstökum barnafötum.“ Rakel er mjög hrifin af þessum stíl og þykir afar gaman að klæða börnin sín á þennan hátt. „Það er þessi einfaldleiki í sniðum og litavali og náttúrulegir litir sem mér finnst svo fallegt og hef tekið upp sjálf.“

Matur beint frá býli

Þegar Rakel og Arnar fluttu heim eftir sex ára dvöl í Boston og Flórens árið 2003 söknuðu þau þess að geta ekki keypt vörur beint frá býli hér á landi á aðgengilegan hátt. „Við versluðum mikið á bændamörkuðum í Boston og Flórens og langaði til að opna slíkan

Rakel hefur mikinn áhuga á mat og næringu og segir athyglisvert að hafa fylgst með því hvernig fólk velur í innkaupakörfuna sína í Boston og Flórens. Í Bandaríkjunum var mikil áróður og fólk hvatt til að neyta matar sem er fitulaus. „Á Ítalíu, aftur á móti, tók ég ekki eftir sérstökum áróðri af neinu tagi. Þar borðar fólk það sem amma og afi borðuðu og matarmenningin er einhvern veginn náttúruleg og sveiflast ekki á milli ára.“ Í Boston eru bændamarkaðir sem þau hjónin voru fastagestir á en þeir eiga sér ekki eins fastan sess og á Ítalíu. „Í Bandaríkjunum er meira borðað af unnum mat en jafnframt miklu meiri áróður um hvað má eða má ekki borða. Samt virðast mun fleiri vera of þungir þar en á Ítalíu þar sem slíkt er afar sjaldséð.“ Rakel er sérstaklega hrifin af hreinum olíum úr náttúrunni. „Þær er mjög hollar fyrir okkur en það er eins með fitu sem er mikið unnin og annan mat. Það er ekki eins gott fyrir okkur og lítið unninn matur. „Í upphafi var farið að vetnisblása og herða fitur til að auka geymsluþol þeirra en þá var ekki vitað um langtímaáhrif þess á líkamann. Í heildina litið held ég að það sé best að hver og einn finni út hvað hentar sínum líkama best og fari ekki eftir tískusveiflum í mataræði. Allt er þetta hverfult. Einu sinni voru til að mynda jarðhnetur og kókoshnetur taldar mjög óhollar en ekki fyrir svo ýkja löngu hefur það snúist við.“

Þekkja framleiðendurna

Frú Lauga ber nafnið bændamarkaður með rentu og er þar að finna ýmsar vörur frá íslenskum bændum, svo sem kjöt, fisk, grænmeti, sultur, jarðarber og jafnvel skinn af geitum og kindum og vita þau frá hvaða bændum vörurnar koma og þekkja marga þeirra. Þær vörur sem ekki eru framleiddar á Íslandi flytja þau Rakel og Arnar sjálf inn, eins og súkkulaði, sítrus ávexti frá Sikiley og epli frá Checkworth dal í Kent á Englandi. Suma erlendu bændurna hafa þau þegar hitt og á döfinni er að skreppa til Sikileyjar og hitta þá bændur sem framleiða vörurnar sem þau selja. Fjölskyldan er ekki með neina sérstaka hefð varðandi aðalréttinn á aðfangadagskvöld heldur lætur það ráðast hverju sinni hvað þeim finnst girnilegast í Frú Laugu þegar jólin nálgast. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is


Fréttatíminni - Jolagjafir - BF2.pdf 1 11/27/2013 3:02:32 PM

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

L A U G AV E G U R 9 5


JÓLAGJÖFIN HENNAR

DRAUMAKÁPAN• GLÆSIKJÓLAR • SPARIDRESSS

Jólablað

Loðkragar • peysur • hanskar gjafakort • gjafainnpökkun VERTU VINUR Á FACEBOOK

Ragnar Freyr Ingvarsson er læknir í sérnámi í Svíþjóð. Hann nýtir hverja lausa stund í eldhúsinu og afraksturinn er glæsileg matreiðslubók, Læknirinn í eldhúsinu, sem kom út á dögunum.

Skoðið laxdal.is/kjolar • facebook.com/bernhard laxdal

Graflaxsósan hans pabba Ragnar Freyr Ingvarsson hefur um langt árabil haldið úti bráðskemmtilegu matarbloggi, Læknirinn í eldhúsinu. Hann hefur nú gefið út sína fyrstu matreiðslubók sem ber sama nafn. Ragnar deilir hér með lesendum uppskrift að graflaxi sem hefur alltaf verið órjúfanlegur hluti af jólahaldi hjá honum.

Graflaxsósa

sykur, dökkan eða ljósan muscovado-sykur (hrásykur, unninn úr sykurreyr en ekki hreinsaður), lífrænt hunang eða gómsætt hlynsíróp. Hægt er að skipta dillinu út fyrir annað ilmandi krydd. Sömuleiðis að nota einiber, sinnepsfræ eða kóríanderfræ sé sá gállinn á manni. Svo hef ég prófað að dreypa yfir bæði vodka og gini og hvort tveggja reyndist fullkomið. Gætið þess þó að setja ekki meira en 1-2 snafsa – annars verður bragðið of sterkt.

Til eru margar uppskriftir að hefðbundinni graflaxsósu. Flestir kokkar luma á einhverri sem hefur verið gerð í áraraðir. Þessi hérna, úr fórum pabba, hefur fylgt okkur seinasta áratuginn. 100 ml. sýrður rjómi 100 ml. majónes 1 msk. dijon-sinnep 1 msk. sætt (skánskt) sinnep 2 msk. hlynsíróp handfylli smátt saxað dill Setjið öll hráefnin í skál og hrærið.

Saltið verður þó að vera á sínum stað til að „grafa“ laxinn. Ég vil einnig bry´na fyrir lesendum mikilvægi þess að nota gróft salt, EKKI fínt salt, annars verður laxinn brimsaltur og aðfangadagskvöldið í molum!

Látið standa í a.m.k. 30 mínútur í kæli til að bragðið nái að taka sig. Til er enn einfaldari gerð sem aldrei bregst 150 gr. sýrður rjómi 2 msk. dijon-sinnep 2 msk. hlynsíróp eða hunang handfylli ferskt dill

KIRSUBERJATRÉÐ

Vesturgötu 4

Reykjavík

s 562 8990

Vesturgötu 4 Reykjavík s 5628990 nnun jatredIslenskHo k.com/Kirsuber https://faceboo http://www.facebook.com/KirsuberjatredIslenskHonnun

1 1/2 kg. laxaflak 100 gr. gróft salt 100 gr. sykur eða púðursykur/ muscovado-sykur/hunang/ síróp 150-200 gr. ferskt dill Viðbótarkrydd eftir eigin höfði og að eigin vali 2 msk. sinnepsfræ eða kóríanderfræ/ fennelfræ 2 snafsar vodka/gin

Setjið öll hráefnin saman í skál og hrærið vel saman. Smakkið til og bætið við sinnepi eða sætu eftir smekk. Látið standa í a.m.k. 30 mínútur.

Heimagerður graflax

Saxið dillið og setjið í skál. Ef ákveðið er að nota fræ – bætið þeim þá við.

Það var alltaf grafinn lax í forrétt hjá ömmu og afa í Hlunnavoginum á aðfangadagskvöld þegar ég var að alast upp. Sigurgeir afi minn veiddi alltaf lax á sumrin í Soginu í Grímsnesi og gróf laxinn sjálfur. Og það ættu allir að grafa sinn eigin lax – það er ótrúlega einfalt. Það eina sem þarf er örlítil fyrirhyggja og hún þarf ekki að vera mikil þar sem það tekur bara tvo daga að grafa laxinn. Hér gef ég upp hefðbundna uppskrift en það er ekkert vandamál að breyta og bæta við. 100 g af hvítum sykri mætti leikandi skipta út fyrir jafnmikinn púður-

Blandið síðan saltinu og sykrinum saman við dillið. Skerið laxaflakið í tvo jafnstóra bita og leggið kryddblönduna á laxinn þannig að hann hjúpist alveg. Leggið síðan laxaflökin saman þannig að holdið snúi saman. Vefjið plastfilmu utan um laxinn og setjið í skúffu og inn í kæli. Gott er að hafa farg ofan á laxinum, t.d. eins lítra mjólkurfernu. Ragnar Freyr segir að það ættu allir að grafa sinn eigin lax, það sé afskaplega einfalt.

Snúið tvisvar á dag.


BEIN G NDIN E S ÚT Á I UNN K K I R RI FAB REY U K ÁA

BEIN ÚTSE NDIN G Á COK EZER O.IS

Jólahádegistónleikar Fabrikkunnar og coke zero BÓKAÐU BORÐ Í TÆKA TÍÐ Í SÍMA 575 7575 EÐA Á FABRIKKAN@FABRIKKAN.IS

MÁNUDAGUR 02. des

ÞRIÐJUDAGUR 03. des

MIÐVIKUDAGUR 04. des

MIÐVIKUDAGUR 04. des

ÍKORNI

DÆGURLAGA FÉLAGIÐ

LAYLOW

DR. GUNNI & FÉLAGAR

kl. 12.00

kl. 12.00

kl. 12.00

kl. 18.00

FIMMTUDAGUR 05. des

MÁNUDAGUR 09. des

ÞRIÐJUDAGUR 10. des

MIÐVIKUDAGUR 11. des

DRANGAR

YLJA

VÖK

LEAVES

kl. 12.00

kl. 12.00

kl. 12.00

kl. 12.00

MÁNUDAGUR 16. des

ÞRIÐJUDAGUR 17. des

MIÐVIKUDAGUR 18. des

MIÐVIKUDAGUR 18. des

OJBA RASTA

SIGRÍÐUR THORLACIUS

KALEO

SVEPPI & VILLI

kl. 12.00

kl. 12.00

kl. 12.00

kl. 18.00

MÁNUDAGUR 23. des

ÞORLÁKSMESSUTÓNLEIKAR

BÓ & CO. kl. 12.00

BEIN ÚTSENDING Tónleikarnir fara fram í Reykjavík og eru í beinni útsendingu á Fabrikkunni á Akureyri og á Cokezero.is.


Jólablað KYNNING

David Beckham Classic

Nýjasti ilmurinn frá David Beckham er karlmannlegur og fágaður ilmur með hlýjum viðar-undirtónum.

jólagóðgæti að hætti jóa Fel

Hlýr og mjúkur Optishot golfhermir Jólagjöf golfarans Hentar öllum golfurum, frábært tæki til að æfa og spila golf í vetur hvort sem er heima í stofu, í bílskúrnum eða í vinnunni. Optishot gefur þér upplýsingar um sveifluferil, hraða, tempó,og hvort kylfuhaus sé opinn eða lokaður, allt í tölum. Það koma 14 flottir heimsfrægir golfvellir með þegar þú setur hann upp. Þar geta 2-4 spilað 18 holu hring saman og lært mikið. Einnig kemur Driving Range með í pakkanum. Svo er einnig hægt að kaupa sér 16 aðra heimsfræga golfvelli. Velkomið að líta inn og sjá þetta uppsett og fá að prófa.

kransabitar og sörur

iRobot verslun Helluhrauni 22 Hafnarfirði Sími 5552585 www.irobot.is

Silfurrefur – trefill Verð 14.900 kr. Myconceptstore Hjallabrekku 1 Dalbrekkumegin S. 519 6699 www.myconceptstore.is

Góðar hugmyndir í jólapakkann

Katy Perry Killer Queen Prinsessukökur

„Killer Queen hefur verið á vörum mínum frá því ég var 15 ára, vegna samnefnds Queen-lags. Freddy Mercury náði með textanum að draga upp skýra mynd af þeirri konu sem ég stefndi á að vera. Afspyrnu voldug og líka fær um að ná tökum á salnum um leið og hún gekk inn. Ég skýrði fyrirtæki mitt Killer Queen vegna upplifunar minnar af þessum texta. Mér fannst kominn tími á að nota titilinn á eitthvað sem ég væri að fást við eftir að hann hafði verið mér hugleikinn þetta lengi. Núna finnst mér ég loks vera að spretta fram sem sú kona sem Freddy Mercury söng um.“ Killer Queen ilminum hefur verið lýst sem léttleikandi en jafnframt siðfáguðum, kraftmiklum og ögrandi, allt orð sem notuð hafa verið yfir söngkonuna sjálfa. Fáanlegt í EDP 30ml og 50ml, Body Lotion 200ml og Shower Gel 200ml.

VaniLLukransar

Fallegar neglur með SensatioNail gelnaglalakki Lagterta hnoðuð – Ljós og dökk

sími: 588 8998

Fáðu fallegar, glansandi neglur í skínandi lit sem endist í allt að tvær vikur. SensatioNail start pakkinn inniheldur LED lampa og allt sem þú þarft fyrir skínandi fallegar neglur í 10 skipti. LED lampinn innsiglar litinn svo lakkið skemmist ekki og gefur einstaklega fallega glansandi áferð, lakkið verður 100% þurrt. SensatioNail gelnaglalakkið heldur glansinum, flagnar ekki né springur. Frábær leið til að vera með flottar neglur án mikillar fyrirhafnar.

Sally Hansen

Salon naglalakk haust 2013 Perfectly poppy 834. Nýr sjóðheitur rauður litur.


Jólablað

51 KYNNING

L’Oréal Men Expert taska

Rakakrem gefur húðinni einstaka vellíðan og næringu ásamt hreinsigeli. Hentar öllum aldri.

L’Oréal Revitalift Laser gjafaaskja

Serum og dagkrem sem hentar vel fyrir 35+ Gefur húðinni einstaka vellíðan, glóð, næringu og raka ásamt því að draga úr fínum línum.

L'Oréal Million Lashes gjafaaskja

Maskari sem greiðir vel úr augnhárunum og þéttir þau ásamt augnblýanti sem auðvelt er að móta með fallega línu.

L’Oréal Million Lashes Excess gjafaaskja

Maskari sem greiðir vel úr augnhárununum og gefur þeim ennþá meiri þykkt og umfang, ásamt augnblýanti sem auðvelt er að móta með fallega línu og gera smokey.

Flott í harða jólapakkann Maybelline ColorShow gjafaaskja Fjögur falleg naglalökk saman í öskju.

Real Techniques Strippling Brush

Förðunarbursti sem er hannaður til að gefa húðinni fullkomna áferð, hægt að nota á mismunandi vegu til að bera á primer, farða, blauta kinnaliti og highlighter.

Real Techniques Blush Brush Förðunarbursti sem er hannaður til að nota í kinnaliti og sólarpúður.

afaaskjaaugnhárin þéttari og Rocket gjmíh Maybelline árum sem gera gúm ð mörgum stuttum

an máta. Maskari sem er me tar eyeliner línu á auðveld cise liquid eyeliner sem mó pre ster ma mt ása i kar þyk

L’Oréal Color Riche naglalökk í gjafaöskju 7in1 naglanæring sem inniheldur serum, ásamt 3 fallegum naglalökkum.

Maybelline Colossal gjafaaskja

Real Techniques FaceBrush

Einstaklega þéttur förðunarbursti sem hentar vel fyrir farða, fljótandi, krem, púður og highlighter.

Real Techniques Powder Brush Förðunarbursti sem er hannaður til að nota í púður, hægt að nota í púðurfarða, kinnaliti, sólarpúður.

Real Techniques Core Collection Kit

Burstasett sem inniheldur 4 förðunarbursta fyrir hyljara, farða, púður fyrir grunnförðun sem gefur húðinni fullkomna áferð. Með burstunum fylgir taska. Lítill bursti fyrir hyljara og varalit. Oddmjór farðabursti fyrir fljótandi farða og krem. Púðurbursti fyrir púður, sólarpúður og kinnaliti. Stór bursti fyrir farða fljótandi og kremaðan auk púðurfarða.

Real Techniques Starter Set Kit

Burstasett sem inniheldur 5 förðunarbursta fyrir augnförðun. Með burstunum fylgir taska. Skáskorinn bursti fyrir augabrúnir og smudge-a eyeliner. Mjór langur eyelinerbursti fyrir gel eða púðureyeliner. Bursti með þéttum stuttum hárum fyrir smáatriði í augnförðun og smudge-a. Bursti til að bera á og dreifa jafnt úr augnskugga. Bursti til að mýkja áferð augnskugganna og blanda litum saman.

Maskari sem inniheldur collagen og gerir augnhárin allt að níu sinnum meiri ásamt svörtum augnblýanti með mjúkum oddi sem auðvelt er að móta með og gera smokey.

Oroblu Shock up 60 den

Nýtt frá Oroblu – Shock up svartar þekjandi sokkabuxur sem veita gott aðhald á réttum stöðum.


Jólablað

52

Góðar stundir í jólapakkann

KYNNING

Gjafakort Þjóðleikhússins eru falleg og skemmtileg gjöf. Á dagskrá leikhússins í vetur eru margar spennandi sýningar og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Á annan í jólum verður leikritið Þingkonurnar eftir Aristófanes í leikstjórn Benedikts Erlingssonar frumsýnt. Eftir áramót hefjast svo sýningar á söngleiknum Spamalot úr smiðju Monty Python-hópsins.

þ

að er ákveðin hátíðarstemning sem fylgir því að sjá leiksýningu í Þjóðleikhúsinu. Gjafakort Þjóðleikhússins er því frábær jólagjöf fyrir unga sem aldna og veitir tækifæri til að bregða sér í annan heim og yfir í annan tíma um stund. Að sögn Sigurlaugar Þorsteinsdóttur, markaðsstjóra Þjóðleikhússins, ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á dagskránni í ár. „Það er mikið um að Sigurlaug Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri Þjóðleikhússins, segir gjafakort Þjóðleikhússins einstaka gjöf sem skilur eftir sig minningar og jafnvel ógleymanlega töfra stund. Ljósmynd/Hari.

ungt fólk gefi foreldrum sínum gjafakort í Þjóðleikhúsið í jólagjöf og einnig að fyrirtæki gefi starfsfólki sínu. Gjafakort Þjóðleikhússins er skemmtileg gjöf sem hentar ungum sem öldnum. Með gjafakortinu er verið að gefa upplifun sem skilur eftir sig minningar og jafnvel ógleymanlega töfrastund. Það er líka algengt að gefandinn fari með þiggjandanum í leikhús og þá er líka verið að gefa samverustund í jólagjöf,“ segir hún. Einn af hápunktum menningarlífsins hér á landi er jólafrumsýning Þjóðleikhússins og á annan í jólum verður verkið Þingkonurnar eftir Aristófanes frumflutt. Benedikt Erlingsson leikstýrir verkinu sem er orðið 2400

Aðventusýning Þjóðleikhússins, Leitin að jólunum, verður sýnd í tvö hundruðasta sinn næsta laugardag. Sýningin er orðin fastur liður í undirbúningi jólanna hjá mörgum.

ára gamalt og þótti fyndnasta gamanleikrit síns tíma. Englar alheimsins verða áfram sýndir en þeir hafa notið mikilla vinsælda. „Á nýju ári frumsýnum við svo söngleikinn Spamalot úr smiðju Monty Python-hópsins sem slegið hefur í gegn víða um heim. Það er mikil eftirspurn eftir miðum á söngleikinn svo eftirvæntingin liggur í loftinu,“ segir Sigurlaug. Óvitarnir hafa verið sýndir í Þjóðleikhúsinu í vetur og fengið góðar viðtökur og verða í boði sérstök gjafakort á þá sýningu. Þá verður eitt þekktasta leikrit tuttugustu aldarinnar, Eldraunin eftir Arthur Miller, frumsýnt í apríl.

Leitin að jólunum heldur áfram Frá árinu 2005 hefur Leitin að jólunum eftir þá Þorvald Þorsteinsson og Árna Egilsson verið aðventusýning Þjóðleikhússins en Þorvaldur lést á árinu, langt fyrir aldur fram. Næsta laugardag, 30. nóvember, verður tvö hundruðasta sýningin og er hún orðin fastur liður í undirbúningi jólanna hjá mörgum leikhúsgestum. „Þessi sýning er alltaf jafn vinsæl en þó eru nokkrir miðar eftir núna svo það er enn tækifæri til að tryggja sér miða,“ segir Sigurlaug. Í Leitinni að jólunum taka tveir skrítnir og skemmtilegir náungar á móti litlum leikhúsgestum í anddyri

Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og þessi fjörugi hópur leiðir börnin með leik og söng um leikhúsið. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og leikþætti um jólin í gamla daga og á okkar tímum. Gjafakortin eru í fallegum öskjum og hentugt að panta þau og fá send heim. Gjafakort Þjóðleikhússins má nálgast í miðasölu Þjóðleikhússins á opnunartíma. Einnig er hægt að kaupa gjafakort á heimasíðu Þjóðleikhússins, leikhusid.is, eða með því að senda tölupóst á netfangið midasala@ leikhusid.is eða panta þau í síma 551-1200.

 Jólasveinarnir þrettán

Hvenær koma jólasveinarnir til byggða?

Stekkjastaur kemur 12. desember

Hurðaskellir kemur 18. desember 19. desember

Giljagaur kemur

13. desember

Skyrgámur kemur

Stúfur kemur

14. desember

Bjúgnakrækir kemur 20. desember

Þvörusleikir kemur 15. desember

Gluggagægir kemur 21. desember

Pottaskefill kemur

16. desember

Gáttaþefur kemur

22. desember

Askasleikir kemur

17. desember

Ketkrókur kemur

23. desember

Kertasníkir kemur 24. desember


Lærðu að lesa í tískuna og skapaðu þína eigin ímynd Eva Dögg Sigurgeirsdóttir gefur aðgengileg og bráðskemmtileg ráð sem auka sjálfsöryggi og vellíðan. Ríkulega skreytt ljósmyndum og skemmtilegum teikningum eftir Elsu Nielsen.

Prófaðu eitthvað nýtt

fara þú ert ekki vön að Farðu í verslanir sem nn góðir hlutir. Galduri í, þar leynast stundum saman ódýrum fötum er að kunna að blanda ófráekki hafa það sem og merkjavöru. Alls að vera í sama verðir þú að reglu víkjanlega til táar. Þvert á móti. merkinu frá toppi hátt er málið, stelpur! Að setja saman á nýjan

er er inninn dur dur Gal Gal anan sam sam dada blan blan aðað stíl er lykilatriði Til að finna þinn eigin leiðir. Blanda saman að fara þínar eigin um og merkjum. nýju og gömlu, hönnuð ekki út fyrir að hafa Þannig lítur maður ði. úr síðasta tískubla „kóperað“ þátt upp eigin skaparðu þér þinn Með þessum hætti að þú notar það sem stíl sem þýðir í raun og nóg er að kaupa þú átt í fataskápnum blanda henni saman og flík eina og eina við það sem til er.

12

Tískubókin

Ekki vera eins og auglýsingaskilti séu af hinu góða Þó svo að skartgripir þeim hreinlega þá getur of mikið af jólatré. Það látið mann líta út eins merki. Ekki merkja sama á við um dýr rapparinn fram í þig; því annars kemur með flottan stíl. Það þér frekar en kona rappara nema að vill enginn minna á hann sé rappari!

díva dsetter” & tískud T end „Tr þú um í því nýjasta sem Þú elskar að ganga að Margir gætu haldið sérð á tískupöllunum. að líta en þér tekst alltaf slíkt kalli á stórslys ekki einnig eins og þú hafir óaðfinnanlega út og blandar Tískudíva eins og þú því. fyrir neitt haft vissu um en nærð samt saman nokkrum stílflokk í töluverðri nn þinn er líklega heildarútliti. Skápuri undan á nýjasta eignast það óreiðu. Þú vilt helst hvað oftast á undan öðrum hinum og þú veist má ni. Þú veist líka hvað verður í tísku á næstun Þú kemur að klæðaburði. og hvað má ekki þegar að skoða hugmyndir með því ert snillingur í að fá að því gg eða bara með tískutímarit, tískublo öð. armiðst verslun í næstu fara í skoðunarferð og hverju þú átt geyma að átt þú Þú veist hvað þú verið ferð að versla getur að henda. Þegar þú ekkert endilega í gegnum mjög hvatvís. Þú ferð paskellir þér í búðir. Skartgri skápinn áður en þú fylgihlutum ga full af áberandi skúffan er öruggle perlur og prjál. fínar ekki eru þar sem fólk tekur eftir, Þessi stíll skiptist

í raun í þrennt að

mínu mati:

tískur stíll Dramatískur og róman í stíl með „dassi“ di, allt

– stelpulegur, aðlaðan af dramatík.

66

l í hámarki,

Borgaralegur stíll – götustíl ýktur stíll.

fatnað sem er

Listastíll – Ímyndiðtil ykkur eftir. að dást að eða taka hannaður fyrir aðra i stíl. Sem sagt mjög áberand

stílinn Að gera meira fyrir ld að að segja Karli Lagerfe

og Varla hægt. Svipað línu kjólnum í næstu Chanelbreyta litla svarta hvort En veltu því fyrir þér og gera hann rauðan! heldur séu eitthvað sem þú fötin sem þú klæðist í þau hvort þú klæðir þig eða í þig sjá vilji að aðrir stílinn hefur efasemdir um fyrir þig sjálfa. Ef þú alveg að þú ert ekki enn þá þýðir það kannski þú getur eigin stíl. Mundu að búin að finna þinn samt alltaf ert en um tilheyrt nokkrum stílflokk rnar inn við beinið. sú sem leggur tískulínu er allt. þín og sjálfstraustið Viðhorfið til sjálfrar

ívur Þekktar erlendar tískud cé, Beyon eru Jessica Simpson, M Cyrus Jennifer Hudson, Miley Keys. og Alicia

Tískubókin

Hverju á ég að klæðast? *Hvernig get ég orðið besta * útgáfan af sjálfri mér? ég þróað minn eigin stíl? *Hvernig get Hvað passar saman? * Hvaða fylgihluti á ég að nota? *

salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík

r e k ó b r i u s t s u e l Þ ih g l y f i d u n n o a s k s i a j óm r e v h r i r fy




Jólablað leIkfimIsæFingaR fyrir fó l K á b es tA a l d r I

JólaGjöfiN í áR fyrir öMmur Og afA - fæsT í HagkaUp og eymuNdssoN

8 laufléttir æfingatímar með íslenskri dægurlagatónlist

Styrkur • Þolfimi • Jóga • Pilates • Teygjur

Útivist jafn nauðsynleg um jólin og lestur, át og svefn Hjónin Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall eiga ásamt börnum sínum ýmsar hefðir tengdar útivist um jólin og dvelja í bústað í Brekkuskógi á Suðurlandi og nýta ferðina til að leita að rétta jólatrénu í skógræktinni í Haukadal. Á undanförnum árum hafa þau dvalið í Kjarnaskógi á Akureyri yfir áramót og finnst skemmtilegt að setja upp höfuðljós og fara í gönguferð um dimma stíga skógarins.

B

Jólagjafir prjónakonunnar Laugavegi 59, 2. hæð | Sími 551 8258 | www.storkurinn.is

rynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall eru mikið á flakki allt árið með Ferðafélagi barnanna en finnst þó aldrei hægt að fara of oft út að leika. Hjá þeim hafa skapast skemmtilegar hefðir tengdar útivist um jól og áramót sem allir fjölskyldumeðlimir eru spenntir fyrir enda segir Brynhildur útiveru jafn nauðsynlega um jólin og lestur, át og góðan svefn. „Á aðventunni förum við alltaf í Brekkuskóg á Suðurlandi og erum mest megnis úti við alla helgina, meðal annars við að finna rétta jólatréð hjá skógræktinni í Haukadal. Svo búum við til snjómannafjölskyldur og könnum umhverfið,“ segir Brynhildur. Á kvöldin baka þau svo smákökur sem borðaðar eru strax og hefur aldrei svo mikið sem ein smákaka farið með til Reykjavíkur eftir dvölina. Undanfarin ár hefur fjölskyldan svo dvalið í bústað í

Brynhildur ásamt börnunum í jólatrjáaleiðangri í fyrra. Fjölskyldan dvelur alltaf í bústað í Brekkuskógi á Suðurlandi á aðventunni og velur sér þá jólatré í skógræktinni í Haukadal.

Það er alltaf jafn gaman að rölta um Rauðhólana og fyrir þá sem vilja meira bíður Heiðmörkin upp á langa og stutta göngustíga við allra hæfi. Kjarnaskógi á Akureyri yfir áramótin. „Þá svífum við niður brekkurnar í Hlíðarfjalli á brettum og svigskíðum eins lengi og þar er opið en eyðum annars tímanum í að leika okkur

í Kjarnaskógi. Skógurinn breytist í algjöra vetrarjólaparadís með óteljandi göngustígum sem henta líka einkar vel fyrir gönguskíði.“ Það er einnig í miklu uppáhaldi hjá þeim að setja upp höfuðljós og fara í ljósagönguferð um niðadimma skógarstígana. „Þetta er svo mikill ævintýraheimur að við bara fáum ekki leið á því að flækjast þarna um.“ Brynhildur segir alla staði breytast að vetri til þegar snjór liggur yfir og lækir og pollar frjósa. „Það er alls ekki síðra og oft einmitt skemmtilegra að fara í gönguferðir að vetri til. Ég mæli til dæmis eindregið með Rauðhólum og Heiðmörkinni fyrir fjölskyldujólagöngur á höfuðborgarsvæðinu. Það er alltaf jafn gaman að rölta um Rauðhólana og fyrir þá sem vilja meira bíður Heiðmörkin upp á langa og stutta göngustíga við allra hæfi. Til dæmis er þar hægt að skoða Maríuhella og ganga eftir Búrfellsgjá.“

Saga Þorláksmessuskötunnar

ferskleiki & fegurð án fyrirhafnar Nýtt á Íslandi Eitt best geymda leyndarmál náttúrunnar, Aloe Ferox, er uppistaðan í virkum innihaldsefnum EyeSlices gelpúðanna. Augnpúðarnir eru ofnæmisprófaðir og í þeim er hvorki paraben né latex. EyeSlices augnayndi sameinar öflugar jurtir úr náttúrunni annars vegar og margverðlaunaða nýsköpun hins vegar. Klínískar rannsóknir hafa sýnt að EyeSlices augnayndi vinnur á hrukkum, þrota, baugum, ummerkjum þreytu og rauðum augum. Gelpúðana þarf aðeins að nota í 5 mínútur í hvert sinn en þá má nota í 10 skipti.

Í kaþólskum sið tíðkaðist að fasta fyrir jólin og þá helst á Þorláksmessu og átti að vera mikill munur á föstu- og jólamatnum. Þessir matarsiðir héldust í stórum dráttum þó hætt væri að tilbiðja Þorlák sem dýrling. Reglan var sú að snæða lélegt fiskmeti á Þorláksmessu og var það misjafnt eftir landshlutum hvað varð fyrir valinu. Á Vestfjörðum veiddist skata einkum á þessum árstíma og þótti enginn hátíðarmatur og var því algeng á Þorláksmessu. Í aldanna rás tókst Vestfirðingum þó að gera úr skötunni ljúfmeti mikið eins og skötustöppuna. Þegar leið á 20. öldina og fólk fór að flykkjast úr öllum byggðarlögum á suðvesturhornið voru margir Vestfirðingar sem söknuðu Þorláksmessuskötunnar og reyndu að útvega sér hana úr heimahögum. Þessi venja smitaði smám saman út frá sér og eftir miðja öldina fóru margar fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu að bjóða upp á skötu í desember. Fyrir um þremur áratugum fóru svo nokkur veitingahús að bjóða upp á skötuveislu á Þorláksmessu sem mörgum þykir ómissandi hluti af undirbúningi jólanna. Upplýsingar af Vísindavef Háskóla Íslands.

Saga laufabrauðsins

EyeSlices augnayndi er tilvalin jólagjöf Lyfja, Hagkaup, Fríhöfnin, Fjarðarkaup, Garðsapótek, Lyfjaver, Reykjavíkur apótek, Apótek Garðabæjar, Apótek Hafnarfjarðar, Reykjavík SPA, Snyrtistofan Dimmalimm, Snyrtistofan Mizú, Snyrti- og nuddstofan Paradís, Snyrtistofan Þema, Snyrtistofa Grafarvogs, Torfhildur Theodórs - Snyrtistofa Reykholti, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Snyrtistofan Abaco Akureyri.

Talið er að uppruna laufabrauðsins megi rekja til skorts á korni á Íslandi á 17. og 18. öld. Á flestum bæjum var matarskammturinn um jólahátíðina stærri en venjulega og það þótti aumt ef ekki var borið fram brauð líka. Á fátækari heimilum var ekki hægt að kaupa mikið af mjöli og til að fá sem flestar kökur úr deiginu voru þær hafðar eins þunnar og mögulegt var. Sums staðar var sagt að ef hægt væri að lesa Biblíuna gegnum kökuna væri hún nógu þunn. Til að gera þennan glaðning sem hátíðlegastan voru skornir laufaskurðir í kökurnar og þeim svo flett upp til að búa til listileg mynstur. Upplýsingar af Jólavef Júlla.


Jólatilboð Borgarleikhússins

Gjafakort Borgarleikhússins Gildir fyrir tvo á sýningu að eigin vali

Gefðu töfrandi stundir í jólapakkann Mary Poppins

Miði fyrir tvo á söngleikinn ástsæla og frábær geisladiskur með tónlistinni úr sýningunni.

10.900 kr. Furðulegt háttarlag hunds um nótt Miðar fyrir tvo á sýninguna og bókin.

9.900 kr. Ljúffengt leikhúskvöld Gjafakort og ljúffeng leikhúsmáltíð fyrir tvo.

10.500 kr.

Gjöf sem aldrei gleymist! Listabraut 3 | 568 8000 | borgarleikhus.is


Jólablað Aðventu saltfiskur Það er við hæfi að framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla deili uppskrift að aðventusaltfiski með lesendum. Fiskrétturinn er tilvalinn á Þorláksmessu fyrir þá sem ekki borða skötu eða einhvern annan hátíðisdaginn. 2 pakkar EKTA Saltfiskur, roðlaus og beinlaus 8 meðalstórar kartöflur 3 laukar 1 piparostur 1 bolli saxaðir sólþurrkaðir tómatar 1 krukka La choy súrsæt sósa Sletta af rjóma

Aðferð

Sjóðið fisk og kartöflur. Setjið olíu í annan pott. Brytjið laukinn smátt og brúnið í olíunni. Setjið síðan um það bil ½ dl af hveiti út í þar til orðið mátulega þykkt. Brytjið ostinn og bræðið/stappið hann saman við lauksósuna. Setjið fisk og kartöflur í eldfast mót, gott að skera kartöflur í tvennt. Jafningnum (olíunni, lauknum, ostinum og hveitinu) smurt yfir. Hellið smá rjóma yfir áður en La choy sósu er smurt vel yfir með skeið. Bakið við 180° í 20 mín. Fyrir 4 til 6 manns. Gott er að bera fram með fersku salati og brauði.

Barnaspil

& barnabækur

Velkomin í nýja verslun

58

Sendur út að telja aðventuljósin Dalvíkingurinn Júlíus Júlíusson er mikið jólabarn og heldur úti yfirgripsmiklum vef um dalvískar jólahefðir og annað tengt jólunum. Í æsku beið hann jólanna óþreyjufullur og stytti sér stundir við að telja aðventuljósin í bænum. Júlíus telur að fólk sé frekar það sjálft um jólin en á öðrum árstíma og samvera með fjölskyldu og vinum er það sem hann kann best að meta yfir jólahátíðina.

J

úlíus Júlíusson er framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík, rekur Þulu Café-Bistro í Menningarhúsinu Bergi ásamt því að vera mikið jólabarn. Þegar netnotkun fór að verða almenn rétt fyrir síðustu aldamót opnaði hann yfirgripsmikla vefsíðu um jólin – Jólavef Júlla sem notið hefur mikilla vinsælda. „Það eru nokkrir skemmtilegir jólasiðir hérna á Dal-

vík sem mér fannst gaman að koma á netið. Vefsíðan fékk mjög góð viðbrögð og svo þróaðist þetta og fleira og fleira bættist við,“ segir Júlíus. Vefsíðan er mikið heimsótt allan ársins hring og segir Júlíus leitarorðin breytast eftir því sem nær dregur jólum. Nú er vefurinn þó orðinn gamall og

segir Júlíus erfiðara að uppfæra hann og tími til kominn að nútímavæða hann á næstu misserum.

Þekkti öll jólaljósin

Í æsku var eins með Júlíus og flest börn – hann beið komu jólanna mjög óþreyjufullur. „Það var mjög erfitt að vera kyrr og bíða eftir jólunum og ég man að stundum fór ég út á sparksleða að telja aðventuljósin og skoða jólaskreytingarnar. Í minningunni var alltaf snjór og frost um jólin.“ Á þeim tíma voru

- mikið úrval af spilum fyrir allan aldur -

Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - www.spilavinir.is Júlíus og Gréta ásamt börnunum sínum þremur, Eiði Mána, Valgerði Maríu og Júlíu Margréti. Ljósmynd/Guðrún Hrönn


Jólablað

59 eitthvað hátíðlegt á dagskránni á þessum tíma eins og til dæmis fallegar jólasögur,“ segir Júlíus. Síðar um kvöldið keyrði fjölskyldan svo aftur heim til sín til Dalvíkur og opnaði jólapakkana. Nú hefur hefðinni verið snúið við og tengdamóðir Júlíusar kemur til þeirra þar sem þau borða öll saman svínahamborgarhrygg og marengstertu sem aðeins er búin til á jólunum. „Við njótum kvöldsins heima og förum svo flest í miðnæturmessu í Dalvíkurkirkju.“

Jólaundirbúningurinn er hafinn

Í október opnuðu Júlíus og Gréta Þulu Café-Bistro í Menningarhús-

Dalvíkingurinn Júlíus Júlíusson brunaði um bæinn á snjósleða og taldi jólaljósin til að stytta erfiða bið eftir jólunum. „Maður athugaði hvort Toni í Lundi og Árni í Reykholti væru ekki örugglega búnir að setja sínar seríur upp en þeir strengdu þær á milli húsanna sinna, yfir götuna. Maður þekkti allar skreytingarnar og beið spenntur eftir að þær yrðu settar upp.“ Ljósmynd/Helgi Steinar Halldórsson

alltaf sömu skreytingarnar ár eftir ár og beið Júlíus spenntur eftir að þær væru settar upp en í þá daga var skreytt miklu seinna en í dag, bara rétt fyrir jólin og jafnvel ekki fyrr en á Þorláksmessu. „Maður brunaði um bæinn á sleðanum og athugaði hvort Toni í Lundi og Árni í Reykholti væru ekki örugglega búnir að setja sínar seríur upp en þeir strengdu þær á milli húsanna sinna, yfir götuna. Maður þekkti allar skreytingarnar og beið spenntur eftir að þær yrðu settar upp.“ Á Dalvík eru margir fastir jólasiðir og er einn þeirra sá að jólasveinar á svölum Kaupfélagsins skemmti og gefi epli. Júlíus hefur aðeins einu sinni á ævinni misst af þeim viðburði þegar hann dvaldi í Reykjavík. „Fyrst þegar jólasveinarnir komu á svalir Kaupfélagsins, árið 1966, var ég níu mánaða í vagni, svo maður missir helst ekki af þessu.“ Önnur dalvísk jólahefð er að fólk fari með jólapóstinn sinn til jólasveinanna á Þorláksmessu og þeir bera hann svo út á aðfangadagsmorgni. „Svo bíða allir spenntir eftir jólasveinunum og eru tilbúnir með mandarínur eða nammi handa þeim.“

Rás eitt hluti af jólastemningunni

Júlíus og Gréta Arngrímsdóttir, eiginkona hans, eiga þrjú börn og er það hefð hjá fjölskyldunni að borða saman jólagraut á hádegi á aðfangadag og fara síðan um bæinn með gjafir til vina og ættingja og kerti á leiði látinna ástvina. Þar til fyrir þremur árum borðuðu þau fjölskyldan alltaf kvöldverðinn á aðfangadag hjá tengdamóður Júlíusar á Akureyri. „Þá lögðum við af stað til Akureyrar á milli fjögur og fimm og hlustuðum alltaf á Rás eitt á leiðinni, sem var mjög skemmtileg hefð. Það er alltaf

inu Bergi á Dalvík og ætla að hafa jólalega stemningu þar á aðventunni. Fyrsta sunnudag í aðventu er alltaf afhjúpuð ný jólaskreyting í Bergi og er þegar byrjað að leggja drög að henni. Fyrsta sunnudag í aðventu verður svo opnuð sýning á íslenskum jólaplötuumslögum í Menningarhúsinu Bergi sem mun standa út desember. „Dalvíkingurinn Hafsteinn Pálsson er mikill safnari og við fengum hann í lið með okkur og leggur hann til plötuumslögin. Í gamla daga voru ein eða tvær jólaplötur til á hverju heimili. Hugmyndin er að fólk geti komið á sýninguna og fundið sínar plötur sem vonandi vekja upp góðar minningar.“

Síðustu ár hafa Júlíus og fjölskylda haft þann sið að fara á jólamarkað á Skeiði í Svarfaðardal fyrstu helgina í aðventu. „Þetta er langt fram í dal, inn á milli hárra fjalla og ferðin þangað markar upphafið að aðventunni hjá okkur. Það er þýsk kona sem stendur fyrir markaðnum og þar er blanda af þýskum og íslenskum hefðum í öndvegi og þar fær maður þýskt jólaglögg og jólabrauð og ýmislegt annað gott. Það er svo friðsælt þarna frammi í dalnum að það er ólýsanlega jólalegt að koma þangað í byrjun desember.“

með vinum og fjölskyldu sem er það besta við jólin. „Það er það sem okkur vantar stundum á öðrum tíma ársins og það sem flestir hlakka mest til, þó það sé kannski ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það heyrir minnst á jólin.“ Júlíus segir fólk gefa meira af sér um jólin en á öðrum árstímum og geri meira saman. „Fólk er líkara sjálfu sér um jólin og slakar aðeins á. Við erum sáttari við okkur sjálf því við erum nær því að vera við sjálf um jólin. Jólaandanum fylgir friður og kærleikur sem svo gefa af sér góðar minningar.“

Fólk er það sjálft um jólin

Dagný Hulda Erlendsdóttir

Að mati Júlíusar er það samvera

dagnyhulda@frettatiminn.is


Jólablað

Jólajöfin þín fæst í Hrím!

Biscotti Sítrónu- og möndlubiscotti

H ö n n u n a r h ú s Laugavegi 25 - S: 553-3003

Hráefni 110 gr. sykur 110 gr. hveiti 1 tsk. lyftiduft Börkur af einni sítrónu 55 gr. möndlur 4 fersk basil lauf smátt skorin 1 egg Aðferð Hitið ofninn í 220 gráður. Setjið allt hráefnið í skál og hrærið saman. Mótið í rúllu, 5 sm breiða. Setjið á bökunarpappír á plötu inn í ofn og bakið í 15-20 mínútur þangað til bakað í gegn. Leyfið að kólna aðeins og skerið í 1 1/2 sm sneiðar, raðið á bökunarpappírinn og bakið aftur í 10-15 mínútur.

Appelsínu- og trönuberjabiscotti Hráefni 100 gr. smjör 130 gr. sykur 2 egg Salt á hnífsoddi 1 tsk. vanillu extrakt 1 msk. appelsínubörkur 2 msk. safi úr appelsínu 450 gr. hveiti 2 tsk. lyftiduft 250 ml. þurrkuð trönuber 250 ml. furuhnetur

Lottie dúkkan er áræðin, hugrökk og ófeimin að vera hún sjálf

Aðferð Hitið ofninn í 175 gráður. Hrærið smjör og sykur þangað til ljóst og létt. Bætið við eggjum, salti, vanillu, appelsínuberki og safa og hrærið saman. Bætið við hveiti og lyftidufti. Hrærið trönuberjum og furuhnetum saman við. Mótið deigið í rúllu og bakið í 30-35 mínútur. Látið kólna í um 15 mínútur. Skerið í sneiðar og raðið á bökunarpappírinn og bakið í 10 mínútur í viðbót. Geymist í loftþéttu boxi í allt að mánuð.

Lottie er frábær gjöf fyrir börn.

Margar nýjar gerðir komnar í búðir.

Jólagjöfina hennar færðu hjá okkur

Jólamarkaðir

Víðs vegar eru fallegir jólamarkaðir þar sem hægt er að finna fallegar gjafir og skrautmuni og upplifa jólastemninguna. Hér eru nokkrir þeirra. Handverkshús Mosfellsbæjar Háholti 14, 270 Mosfellsbæ

Jólamarkaður Ásgarðs Handverkstæðis 7. desember frá 12 til 17. Álafossvegi 14 - 22, 270 Mosfellsbæ

Tösku og hanskabúðin Skólavörðustíg 7 101 Reykjavík S. 551 5814 www.th.is

Jólaþorpið í Hafnarfirði Opnar laugardaginn 30. nóvember og verður opið allar helgar fram að jólum frá 12 til 17. Fimmtudaginn 19. desember, föstudaginn 20. og á Þorláksmessu verður opið frá 16 til 21.

Jólamarkaður Vinnustofa Skálatúns Fimmtudaginn 5. desember frá kl. 11 til 17. Skálatúni, 207 Mosfellsbæ


HHJÓLAGJAFIR JÓLAGJAFIR JÓLA GJAFIR OG AÐRAR ÍÞRÓTTAVÖRUR Í JÓLAPAKKANN! 79.990,-

BAC K E SWITCH MONGOOS P 2013 COM

AR TIRLÍKING F E T S I R VA

MORPHIS RA

HYDRONO JAC

19.990,-

l u hjó alvör

HJÓLAÐU Í

SKÓHLÍFAR

VETUR!

9.990,-

REIÐHJÓL

FRÁ

7.990,-

FRAML JÓS

7.500,-

AHJÁLMAR

IN

19.990,-

KET

HJÓLASKÓR

13.900,-

REIÐHJÓL OG AUKAHLUTIR

REIÐHJÓLAFATNAÐUR

TILBOÐ! STUDIO PRO

BOLTI

SNO BLADE GREY

4.990,-

14.990,-

SNO BL

3.850,-

LL A

5.990,-

NUDDRÚ

TRIGGER NUD

DRÚLLA

9.990,-

ÆF ING ATE

STIGA SLEÐ

YGJA

1.990,-

ADE GR

11.990 ,-

BABY BOB

EY

AR FR Á

16.9O0,-

ÆFINGABOLTAR, NUDDRÚLLUR OG TEYGJUR

SLEÐAR OG SNJÓÞOTUR

ÆFINGAFATNAÐUR OG SKÓR

INF INITI VG-

KETILBJÖLLUR

148.000,INF INIT JT

990

129.900,-

HARBINGER

FRÁ

2.490,-

40

GÚMMÍ LÓÐ

APLÖTUR FRÁ

812,-

MAGN- ! TILLABÐUOVÐIÐ

ÞREKTÆKI Í ÚRVALI

LÓÐ OG KETILBJÖLLUR

HANDKLÆ

ÐI

TILBOÐ! BYRJENDASETT

NDLÓÐ SET

2.100,-

500,-

HOT YOG A

6.990,-

1.790,-

GÚMMÍ HA

Ð SET T

A

YOG A BRICK

TA SÖLUMANN

VINYL HANDLÓ

ÆFINDADÝN

6.000,-

11.500,-

T

BYRJENDA

SE TT

5.990,-

ALLT FYRIR YOGA

MÖGULEIKI Á VAXTALAUSUM RAÐGREIÐSLUM Í 6 MÁNUÐI EF VERSLAÐ ER FYRIR 75 ÞÚS EÐA MEIRA

NU

SLAÐU Á NETI VER

HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS

WWW.GAP.IS NETTILBOÐ Á HV

ERJUM DEGI!


Jólablað

62

Jólarósin á ljósaseríu.

Hekluð jólarós T

inna Þórudóttur Þorvaldar sendi frá sér bókina María heklbók síðasta haust. Tinna hannaði allar uppskriftirnar sjálf og í bókinni er að finna ítarlegan tæknikafla með gagnlegum aðferðum sem nýtast öllum sem stunda hekl. Hönnun sína byggir Tinna á handbragði formæðra sinna og sinni eigin sköpunargleði. Tinna deilir hér fallegri uppskrift að heklaðri jólarós með lesendum Fréttatímans. Jólarósina má bæði setja á seríu með ljósið í miðið eða sleppa upphengilykkjunni og einfaldlega stífa rósina slétta og nota sem skraut.

Hekluð jólarós Jólarósin sem fallegt upphengiskraut.

Garn: Fíngert merceriserað bómullargarn sem hæfir nál, til dæmis Marks Bianca sem fæst í A4. Heklunál: Nr. 2 Aðföng: Stífelsi eða sykurvatn. Frauðkúlur til að stífa á og ljósasería ef á að gera seríu, egg, perlur og bjöllur ef gera á upphengiskraut. HST = hálfstuðull, KL = keðjulykkja, LL = loftlykkjur, LB = loftlykkjubogi Fitjið upp 11 LL og tengið í hring með KL. Upphengilykkja: 5 LL, tengið með KL í 6. L, 5 LL, tengið með KL í 1. L. 1. umf. Heklið [2 HST, 12 LL] x 8, í hringinn. 2. umf. Heklið KL að LB, 5 KL í LB, 2 HST + 1 LL + 2 HST í sama LB, 7 LL, [2 HST + 1 LL + 2 HST í næsta LB, 7 LL] x 7. 3. umf. Heklið KL að LB, [1 FL í 1. lykkju LB, 6 HST í næsta LB, 2 LL, 6 HST í sama LB] x 8. Slítið frá, gangið frá endum og stífið.

Skolað úr og lagt til Þegar búið er að ganga frá endum er mikilvægt að skola úr stykkinu og leggja það til. Stykkið er bleytt í volgu vatni og jafnvel blandað smávegis hárnæringu við vatnið til að mýkja efnið. Hvorki má vinda hekl óvarlega né toga og teygja stykkið meðan það er blautt. Best er að vinda heklið með því að þrýsta því varlega saman, án þess að snúa upp á það. Ef stykkið er stórt má leggja það á handklæði og rúlla handklæðinu upp. Því næst er handklæðið undið og við þetta drekkur það í sig mest af vatninu úr heklinu, án þess að stykkið aflagist. Þá er heklið lagt til á þurrt handklæði eða annað efni á sléttum fleti. Þegar hér er komið sögu er heklið mjög meðfærilegt og hægt að móta það töluvert því lagið heldur sér þegar það þornar. Nú er því gott að nota tækifærið og nostra við verkefnið og laga misfellur til að það verði sem fallegast þegar það þornar.

... hita vatn upp að suðu, blanda því svo saman við sykur, í helmingshlutföllum, og hræra í því þar til allur sykur er uppleystur í vatninu.

Stífun

Það eru ýmsar leiðir til að stífa, það fer eftir verkefninu og tilvonandi notkun þess hvaða aðferð er best að nota. Það má til að mynda nota sykurvatn (heimagert), búðarkeypt stífelsi (fæst í föndurverslunum), straustífelsi á spreybrúsa (fæst í Teikning af munstri jólarósarinnar. matvöruverslunum) eða jafnvel undanrennu. Sykurvatn er hentugt því á flestum heimilum er til allt sem þarf og það er auðvelt að búa það til. Það er gert með því að hita vatn upp að suðu, blanda því svo saman við sykur, í helmingshlutföllum, og hræra í því þar til allur sykur er uppleystur í vatninu. Það má geyma sykurvatn í nokkra daga og nota aftur, þá er gott að geyma það í ísskáp. Þegar stífað er með sykurvatni er heklið sett í bleyti í vatninu og látið liggja í örfáar mínútur, þar til það er orðið gegndrepa. Þá er heklið undið létt, svo hætti að drjúpa úr því og það svo mótað samkvæmt verkefninu, fest niður með títuprjónum og látið þorna. Það flýtir mjög fyrir að leyfa heklinu að þorna á miðstöðvarofni.


auGlýsiNG

„Það geta ekki allir grísahryggir orðið Nóatúns hamborgarhryggir“ Ólafur JúlíussoN innkaupastjóri

meðhöndlun á hryggnum og notast þeir við þær aðferðir sem Nóatún hefur mótað í gegnum árin.

Íslendinga og að Nóatúns hamborgar­ hryggurinn er meðal sterkustu vörumerkja á Íslandi.

Hvað er svona gott við Nóatúns hamborgarhrygginn? Við höfum lagt upp úr því að nota einungis sérvalda hryggi sem eru hold­ miklir og vel snyrtir. Einnig höfum við lagt áherslu á að vera alltaf með nýreykta hryggi hverju sinni í búðunum. Það koma nýreyktir hryggir nánast daglega síðustu dagana fyrir jól. Nóatúns hamborgarhryggirnir eru mildir með passlegu reykjarbragði og rýrna lítið við eldun.

Hvernig er verðið á Nóatúns hamborgarhryggnum? Við höfum ákveðið að halda verðinu óbreyttu frá því í fyrra og búumst ekki við öðru en að það mælist vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar.

Hvers vegna nýtur Nóatúns hamborgarhryggurinn svona mikilla vinsælda? Fyrir utan gæði hryggjarins skiptir miklu máli sú góða þjónusta sem fólk fær í kjötborði Nóatúns.

„Hamborgarhryggir Nóatúns eru margverðlaunaðir í óháðum bragðkönnunum“

Nóatúns hamborgarhryggurinn, líka til léttsaltaður!

Hvenær hófst framleiðsla á Nóatúns hamborgarhrygg? Nóatúns hamborgarhryggurinn hefur verið framleiddur undir merkjum Nóatúns í nærri þrjá áratugi.

Hefur vinnsluaðferð Nóatúns hamborgarhryggjarins breyst eitthvað í áranna rás?

Nei og það er ástæða þess hve vel hryggurinn hefur gengið þessa áratugi. Viðskiptavinir hafa ávallt getað treyst því að fá sömu góðu vöruna ár eftir ár. Hver framleiðir Nóatúns hamborgar­ hrygginn? Eins og undanfarin ár sjá kjötiðnaðar­ meistarar Norðlenska á Akureyri um

Á hvaða hátt? Í kjötborði Nóatúns njóta viðskipta­ vinirnir þjónustu fagfólks við val á hamborgarhryggnum. Hægt er að fá hrygginn sagaðan niður eftir óskum hvers og eins, auk þess sem hægt er að fá hryggjarsúluna sagaða frá. Að sjálf­ sögðu aðstoða kjötmeistarar Nóatúns viðskiptavinina við að áætla magn miðað við gestafjölda og veita ráðlegg­ ingar um eldun hryggjarins. Er vitað hversu vinsæll Nóatúns hamborgarhryggurinn er? Já, Nóatúns hamborgarhryggurinn nýtur alveg gríðarlegra vinsælda því yfir 80.000 Íslendingar borða árlega Nóatúns hamborgarhrygginn um jól og erum við einstaklega stolt af því. Það sýnir hve sterk hefðin er fyrir Nóatúns hamborgarhryggnum í jólahaldi

Hvernig bragðast hryggurinn í ár? Við getum með stolti fullyrt að ham­ borgarhryggur Nóatúns bragðast jafn vel og undanfarin ár – ef ekki betur. Þess ber líka að geta að hamborgar­ hryggir Nóatúns eru margverðlaunaðir í óháðum bragðkönnunum sem hafa verið framkvæmdar undanfarin ár. Er saltminni hamborgarhryggurinn vinsæll? Já, hann sló svo sannarlega í gegn í fyrra. Þar sem hann er saltminni verður hann fyrir vikið mildari á bragðið. Það þarf ekki að sjóða hrygginn heldur er hægt að setja hann beint í ofninn sem gerir eldunina einstaklega auðvelda og þægilega. Við getum sagt með stolti að saltminni hamborgarhryggurinn er árangur vandaðrar vöruþróunar Nóatúns og kjötmeistara Norðlenska.

Uppskrift að Nóatúns hamborgarhrygg fyrir 8

1 Nóatúns hamborgarhryggur, u.þ.b. 3 kg 2 dósir tómatpúrra (litlar) 1 flaska maltöl Hryggurinn er soðinn rólega í u.þ.b. 50 mín. í vatni, malti og tómatpúrru. Þá er hann tekinn úr pottinum og látið renna af honum. Saltminni hrygginn á ekki að sjóða heldur setja í 170 °C heitan ofn í 95 mín.

Glassering

1 bolli púðursykur ½ bolli tómatsósa ½ bolli sætt sinnep 1½ bolli rauðvín Öllu blandað saman og látið krauma í u.þ.b. 5 mín. Hryggurinn er síðan penslaður með glasseringunni og settur inn í 200 °C heitan ofn í u.þ.b. 15 mín.

Nóatúns hamborgarhryggurinn Aðeins það besta um jólin! Yfir 80 þúsund Íslendingar borða árlega Nóatúns hamborgarhrygg yfir jólin.

Matreiðsla Sjóðið í vatni við vægan hita í 45 mínútur fyr ir hver t k íló. Smyrjið púðursyk r i yfir hr ygginn og steik ið í ofni við 190°C í 30-40 mínútur. Innihald Gr ísahr yggur 85%, vatn, salt, þrúgusyk ur, mjól kursykur, mjól kurprótein, baunaprótein, bindiefni E450,E451,E452,E339, gerseyði, þráavar naefni E300,E301, sýrustillir E252, rot var narefni E250. Næringargildi í 100g Or k a Fita þar af mettaðar fitusýrur Kolvetni þar af syk ur Prótein S alt Kælivara 0 -4°C

779kJ/187k k al 13,6 g 5,4 g 0,1 g 0,1 g 16,1 g 2,4 g IS A029 EFTA

Framleiðandi: Norðlensk a Ak ureyr i, sími 460 8800

Klassískur

Léttsaltaður Þarf ekki að sjóða!

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.