29 01 2016

Page 1

Slagsmál og kvartanir Íbúar við Grettisgötu eiga í stríði við verktaka

|8

29. janúar—31. janúar 2016 4. tölublað 7. árgangur

Halldóra Thoroddsen

Seldi blíðu sína árum saman | 24

Íslensk velferð 100 milljörðum lélegri en á Norðurlöndum Styttra fæðingarorlof Lægri barnabætur Lægri ellilífeyrir Hærri vaxtabætur Við gerum betur í þjónustu með skjótum og sveigjanlegum vinnubrögðum. Ef tæki keypt hjá okkur bilar lánum við samskonar tæki á meðan viðgerð stendur.

Mac skólabækurnar fást í iStore Kringlunni

Ný mannanafnanefnd

Fallegt að heita Þyrnirós | 22

| 16 MacBook Pro Retina 13" Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa

Frá 264.990 kr.

MacBook Air 13" Þunn og létt með rafhlöðu sem dugar daginn

Sérverslun með Apple vörur

Frá 199.990 kr.

KRINGLUNNI ISTORE.IS


fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015

2|

Leikhús Rithöfundasambandið lætur lögfræðing sinn skoða texta sem voru notaðir í leyfisleysi

Höfundar Njálu fara frjálslega með verk Helgu Kress Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

„Mér var ansi brugðið þegar ég heyrði lesna upp langa og orðrétta texta úr fræðigreinum eftir mig,“ segir Helga Kress, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, aðspurð í stuttu viðtali. Hún hafði keypt sér miða á forsýningu á Njálu í Borgarleikhúsinu en í sýningunni er lesið upp úr verkum hennar án þess að hún hefði verið beðin um leyfi. „Ég var mjög spennt að sjá þessa sýningu sem fyrirfram var látið mikið af sem einni dýrustu sýningu sem leikhúsið hefur nokkurn tímann sett á svið, en sjálf hef ég skrifað mikið

um Njálu, þá einkum um konurnar og karnivalið, og er sagan á mínu rannsóknasviði.“ Njála er samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins, leikverkið er eftir Mikael Torfason og Þorleif Örn Arnarsson, Þorleifur Örn leikstýrir og Erna Ómarsdóttir semur dansverkið. „Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum, svo að ég fór aftur á sýninguna nokkrum dögum síðar, þegar mér tókst að fá miða því að það var alltaf uppselt, og varð mér þá um leið úti um leikskrá – ekki í boði hússins. Þar er vísað í tvo texta eftir mig og sagt að til þeirra sé vitnað í sýningunni, eins og um tilvitnanir sé að ræða, en þetta er nú meira en það, tveir kaflar úr viðtali, sem

Eitt aðalágreiningsefnið er grein Helgu Kress sem nefnist Hár Hallgerðar, en í leikritinu er greinin lesin í heild.

einhvers konar upptaktur að sýningunni, og grein sem lesin er upp í heild, sem undirleikur við kóreógrafíu um örlög Hallgerðar. Textarnir eru mjög vel lesnir, það verður að segjast, en túlkun þeirra er byggð á misskilningi á mínum fræðum og eru þeir í engu samræmi við það sem er að gerast á sviðinu eða við sýninguna í heild.“ Þar sem textarnir eru notaðir án leyfis telur Helga það vera brot á höfundalögum. Hún hefur leitað til Rithöfundasambands Íslands um faglegt álit. Þetta staðfestir Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambandsins, og að málið sé til skoðunar hjá lögfræðingi sambandsins.

Útlendingastofnun Sýrlendingur sendur til Búlgaríu

„Ég er hræddur við að fara héðan“ Blindir og sjónskertir einstaklingar fá ekki ferðaþjónustu sniðna að sínum þörfum í Kópavogsbæ.

Kópavogur Blindir telja á sér brotið

Blindrafélagið stefnir Kópavogsbæ Blindrafélagið hefur ítrekað sent lögfræðing á bæinn. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is

Blindrafélagið ætlar að stefna Kópavogsbæ vegna ófullnægjandi þjónustu bæjarins við blinda og sjónskerta einstaklinga. Eins og staðan er nú verða blindir og sjónskertir að nýta sér ferðaþjónustu fatlaðra í stað sérsniðinnar leigubílaþjónustu sem Garðabær og Reykjavík veita. Kristinn Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins, segir félagið ítrekað hafa sent kröfu í gegnum lögfræðing sinn um að þörfum tveggja skjólstæðinga félagsins verði mætt, en Kópavogsbær hafi ekki orðið við því. Í stað þess hafi bærinn bent á skólaakstur bæjarins og ferðaþjónustu fatlaðra. Iva Marín Adrichem er ein þeirra einstaklinga sem telur á sér brotið. „Garðabær býður upp á ferðaþjónustu sem er sniðin að mínum ferðum. Ég nýti mér þá leigubílaþjónustu sem

Blindrafélagið samdi um við Hreyfil og borga fyrir þjónustuna upphæð sem nemur almennu fargjaldi í strætó. Sveitarfélagið niðurgreiðir svo restina.“ Þegar fjölskylda hennar flutti í Kópavog komst hún svo að því að Kópavogur býður einfaldlega ekki upp á þessa þjónustu, því sveitarfélagið skrifaði á sínum tíma ekki undir samning við Blindrafélagið um leigubílaþjónustu fyrir blinda. Nú verður Iva Marín því að nýta sér ferðaþjónustu fatlaðra, sem panta verður með sólarhrings fyrirvara. Þjónustan virkar þannig að oft er fólk í bílnum fyrir sem líka á að skutla á marga mismunandi staði. „Það er því ekki í boði fyrir mig að fara ferða minna fyrirvaralaust, sem skerðir lífsgæði mín verulega.“ Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, segir engin áform uppi um að breyta þjónustu við blinda og sjónskerta, en Kópavogsbæ sé kunnugt um að ferðaþjónusta fatlaðra sé ekki með sama hætti í bænum og í nágrannasveitarfélögunum.

kemur HeILSuNNI í Lag eIN tafLa á dag SykurLauSar íSLeNSk framLeIðSLa

Prestur innflytjenda bendir á að fjölmörg hjálpar- og mannúðarsamtök gagnrýni aðbúnað flóttafólks í Búlgaríu. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

„Mér líður mjög illa með þetta, ég var að vona að ég fengi að vera hérna,“ segir Ahmad Algasm Ibrahimn, 23 ára Sýrlendingur, en Útlendingastofnun ákvað í síðustu viku að senda hann aftur til Búlgaríu. Ahmad hefur búið hér í sjö mánuði en segist hafa verið á götunni í Búlgaríu. Hann hafði vinnu en fékk engin laun greidd og hafði því ekkert milli handanna. Hann hafði lítið að borða og svaf úti eða í moskum eða í kirkjum, meðan hann dvaldi í landinu. Þá hræddist hann að verða fyrir árás glæpmanna sem herja á flóttafólk. Ahmed náði að flýja árið 2013 gegnum Tyrkland og til Búlgaríu, en á flóttanum tvístraðist fjölskyldan hans en foreldrar hans eru núna í Tyrklandi. Einnig var hann hræddur við árásir glæpamanna sem herja á flóttafólk. Samtökin Ekki fleiri brottvísanir segja brottvísunina hrottalega og hvetja alla til að mótmæla þessari ákvörðun. „Ég er hræddur við að fara héðan, ég vona að þeir hætti við þetta,“ segir hann sjálfur. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, segir að meðferð f lóttamanna í Búlgaríu hafi kallað yfir sig gagnrýni fjölda hjálparstofnana, þeirra á meðal Amnesty International. Þeir fá hryllilega móttöku, vonda málsmeðferð og jafnvel ef þeir fá hæli fá þeir nær engan aðgang að grunnþjónustu ríkisins. Í haust haf i búlgarskir lögreglumenn skotið á hóp f lóttamanna við tyrknesku landamærin og drepið afganskan strák. „Mér finnst þetta mjög ómannúðlegt, hans bíður ekkert nema líf á götunni,“ segir Toshiki. „Ég get ekki skilið að það sé neitt samræmi í þessu,“ segir hann og bendir á að annarsToshiki Toma, prestur innflytjenda, gagnrýnir fjölda hjálparstofnana.

Ahmad Algasm Ibrahimn er 23 ára Sýrlendingur sem kom hingað frá Búlgaríu. Mynd | Rut

vegar sé verið að taka á móti hópi flóttafólks frá Sý rlandi, en hinsvegar að senda ungan strák sem hefur verið hér í sjö mánuði, í óvissuna í Búlgaríu.

Mér finnst þetta mjög ómannúðlegt, hans bíður ekkert nema líf á götunni. Toshiki Toma prestur innflytjenda



fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015

4|

Milljarður í leikmynd en stjörnurnar sitja heima Undirbúningur í fullum gangi fyrir tökur á kvikmyndinni Fast 8 hér á landi. Engin af stjörnunum í kvikmyndinni Fast 8 er væntanleg hingað til lands þegar tökur fara fram á næstunni. Aðdáendur Vins Diesel og félaga verða því að bíða til næsta árs eftir frumsýningunni til að sjá þá klippta inn í atriðin sem tekin verða hér. Tökurnar hér á landi verða engu að síður afar umfangsmiklar og sumir halda því fram að þær verði þær stærstu sem hér hafa farið fram. Samkvæmt heimildum Frétta-

tímans er kostnaður við leikmyndina eina og sér um eða yfir einn milljarður króna. Starfsfólk Universal kom til landsins í vikubyrjun og því er undirbúningurinn farinn á fullt. Reiknað er með að tökurnar hefjist í febrúar og teygi sig fram í apríl. Við tökurnar verður meðal annars notast við 3-4 togara og mun ætlunin vera að sprengja einn þeirra í loft upp. Þá er verið að breyta bílum í svokallaða „rússneska“ bíla með byssum á. Áður hefur komið fram að 80 bílar verða fluttir hingað til lands fyrir tökurnar. Ekki er þó svo að um 80 mismunandi bíla sé

að ræða heldur eru mörg eintök af hverjum og einum – enda þarf að vera hægt að taka upp úr framsætinu, aftursætinu, bílstjórasætinu og svo fram eftir götunum. Tökurnar fara fram á Mývatni og í nágrenni, í Reykjavík og á Akranesi. Fyrir norðan er nú leitað að heppilegum tökustöðum til að kvikmynda bíla á frosnu vatni. „Ég veit ekki hvar þessar tökur verða nákvæmlega en þær verða einhvers staðar hér í sveitinni. Þetta er auðvitað mjög jákvætt fyrir þá sem eru að selja gistingu og þjónustu,“ segir Jón Óskar Pétursson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi. | hdm

Samsett mynd/Hari

Vin Diesel og félagar koma ekki til landsins þegar atriði í Fast 8 verða tekin hér en verða örugglega ekki langt undan þegar myndin hefur verið kláruð í Hollywood.

MND Þurfa að velja milli þess að búa á spítala eða deyja

Mynd/Rut Sigurðardóttir

Við þennan stein stendur maðurinn dag­ lega og biður þingmenn um peninga.

Alþingi Stendur og betlar andspænis Alþingi

„Þetta snýst ekki svo mikið um peningana“ „Ég gæti líka hangið heima eða bara skotið mig einn daginn,“ segir maðurinn sem situr við hliðina á steininum sem reistur var til minningar um Búsáhaldabyltinguna og betlar peninga af þingmönnum. Þetta hefur hann gert daglega í nokkur ár og er málkunnugur þeim flestum. „Þetta snýst ekki svo mikið um peningana,“ segir hann og harðneitar að gefa upp hvað hann hafi upp úr þessari iðju. Hann er ekki útigangsmaður, býr í miðbænum, smakkar ekki áfengi og reykir ekki. „Ég er hérna fyrst og fremst til að mótmæla kjörum aldraðra og öryrkja. Þetta eru mín mótmæli,“ segir hann og harðneitar að segja til nafns eða láta taka af sér mynd. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist

3. febrúar í 7 nætur

alltaf gefa manninum hjá steinum þúsund krónur á mánuði, stundum allt að tvö þúsund krónum. Hann þurfi stundum að fá lánaða peninga hjá konunni sinni til þess að gefa honum því sjálfur noti hann iðulega greiðslukort. Þetta gæti verið nokkuð ábatasamt ef allir þingmenn væru jafn gjafmildir. Ásmundur segir svo þó ekki vera. „Margir láta hann ekki hafa neitt. Einn þingmaður gaf honum bara útrunninn bjór,“ segir Ásmundur og neitar að gefa upp nafn þingmannsins. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, kemur gangandi yfir Austurvöll. Hún segist aldrei gefa manninum. „Ég er yfirleitt bara með greiðslukort, svo ég á ekkert klink,“ segir hún. En ég tala oft við hann. „Einu sinni spurði ég hann af hverju hann fengi sér ekki posavél. Hann sagði: „Nei elskan mín, þá þarf ég bara að fara að greiða skatt af þessu.“ | þká

Frá kr.

74.900

STÖKKTU TIL

GRAN CANARIA Stökktu

Netverð á mann frá kr. 74.900 m.v. 2 í íbúð/stúdíó/ herbergi.

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

Vigdís Hauksdóttir segist aldrei gefa manninum peninga en Ásmundur Friðriksson gefur honum fasta upphæð á mánuði.

Mynd | Aðsend

Að veita ekki fullnægjandi aðstoð er sama og engin aðstoð, segir formaður MND félagsins á Íslandi.

Spítali eina úrræðið Fólk með taugahrörnunarsjúkdóminn MND, sem þarfnast öndunarvélar, býðst ekki umönnun heima hjá sér. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is

Þegar líður á taugahrörnunarsjúkdóminn MND þá gefur þindin sig svo líkaminn fær ekki nægt súrefni sem leiðir til dauða. Fólk, langt leitt af sjúkdómnum, þarf því aðstoð öndunarvélar til þess að geta lifað. Eina úrræðið sem því býðst er að lifa inni á spítala bundið öndunarvél. Ríki og sveitarfélögin veita ekki þá sólarhringsaðstoð sem MND sjúklingar, háðir öndunarvélum, þurfa til að lifa utan spítalans. Fordæmi er fyrir öðru á Norðurlöndunum, samkvæmt upplýsingum frá formanni MND félagsins. Gat í þjónustunni Í Danmörku fá MND sjúklingar liðveislu heima við allan sólarhringinn og frelsi til þess að ferðast milli staða. Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, segir gat í þjónustutíma heilbrigðiskerfisins. „Heimahjúkrun og félagsþjónustan býður ekki upp á viðveruna sem þarf, heldur eingöngu innlit í stutta stund. Að veita ekki fullnægjandi aðstoð er sama og engin aðstoð, en það þarf að vakta öndunarvélina allan sólarhringinn. Ég get ekki lagt það á fjölskyldu mína og vini að

Guðjón Sigurðsson er formaður MND félagsins á Íslandi.

Jónína Stefánsdóttir vill ekki setja fjölskylduna í umönnunar­ hlutverk.

Sveitarfélagið býður ekki upp á þann kost að ég geti búið heima nema ég setji maka og börn í umönnunar­ hlutverk.

„Lömunin er komin undir háls og ég á ekki mikið eftir, með öndunarvél fæ ég nokkur ár í viðbót.“ Hún segist ekki þurfa hjúkrunarfræðing til þess að vakta öndunarvélina, heldur er hægt að þjálfa starfsfólk í liðveislu í það. „Í raun þarf ég sömu umönnun og ég hef verið að fá nema allan sólarhringinn. Þá get ég athafnað mig með fjölskyldu og fylgst með barnabörnunum vaxa úr grasi. Sveitarfélagið býður ekki upp á þann kost að ég geti búið heima nema ég setji maka og börn í umönnunarhlutverk og ég er ekki tilbúin til þess að taka þá ákvörðun. Þá eru heldur engin hvíldarheimili sem taka við mér til að gefa fjölskyldunni frí inn á milli.“

hugsa um mig á næturnar, en á ég þá að deyja? Þetta er valið sem ég og margir aðrir standa frammi fyrir.“ Fær ekki að búa heima Á næstu mánuðum þarf Jónína Stefánsdóttir að gera upp við sig hvort hún kjósi líf í öndunarvél.


Snjór. Frost. Ís. Skiptir engu! Audi Q5. Fullkominn fyrir íslenskar aðstæður.

Verð frá kr. 7.590.000,2.0 TDI quattro, sjálfskiptur, 190 hö

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · www.audi.is


fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015

6|

Telur að bankastjórarnir fyrrverandi verði sakfelldir Hluti af neyðarláni Kaupþings fór til aflandsfélaga.

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri K aupþi ngs, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, voru

„Framhaldið liggur hjá ríkissaksóknara sem tekur endanlega ákvörðun um áfrýjun en við teljum að málið eigi að fara fyrir hæstarétt og höfum bent á fjölmörg atriði því til staðfestingar,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari um sýknudóminn yfir fyrrverandi stjórnendum Kaupþings. Hann segist telja að þeir verði sakfelldir í hæstarétti, fari málið þangað. „Við skulum spyrja að leikslokum, málið hefur ekki lokið sinni vegferð í dómskerfinu.“

alla Opið úar an aga í j

sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfelld umboðssvik. Ólafur Þór segir að þetta sé alls ekki stærsta hrunmálið en það hefur þó vakið upp miklar tilfinningar ekki síst vegna neyðarláns Kaupþings en margar sögur gengu um afdrif þess eftir hrunið. „Þetta er mál sem er stórt á alla

NÝTTU TÆKIFÆRIÐ Komdu í Dorma

d

Eitt umtalaðasta hrunmálið

Kaupþingsmennirnir voru ákærðir fyrir að misnota aðstöðu sína síðustu vikurnar fyrir hrun með hátt í 70 milljarða króna lánveitingum til aflandsfélaga í eigu Ólafs Ólafssonar, Kevins Stanfords og fleiri vildarviðskiptavina Kaupþings. Hluti neyðarláns Kaupþings fór til þessara lánveitinga. kanta, gríðarlegar fjárhæðir voru í spilinu og mikið tjón,“ segir hann. Það sé þó samfélagsins en ekki héraðssaksóknara að meta hvaða mál vegi þyngst í umræðunni. Hann seg-

ir málið gríðarlega umfangsmikið og mikil vinna á bak við það, en þau hjá embættinu séu alltaf undir það búin að dómar geti fallið á báða vegu. | þká

Ferðaþjónusta fatlaðra Hafnarfjörður gefst upp

„Þetta bara mistókst“ Kostnaður Hafnarfjarðar hækkaði um 100 milljónir milli ára. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

ÚTSALAN

Hafnarfjarðarbær ætlar að draga sig að stórum hluta úr ferðaþjónustu fatlaðra sem Strætó bs hefur með höndum. Kostnaður bæjarins jókst um rúmar 100 milljónir milli áranna 2014 og 2016, eftir að Strætó tók við akstrinum. Í Kópavogi kostaði þessi þjónusta um 73 milljónir árið 2015 en Kópavogsbær er talsvert stærri en Hafnarfjörður.

í fullu fjöri ALLT AÐ

60% AFSLÁTTUR

Samstarfið stóðst ekki væntingar

ROMA svefnsófi Ljósgrátt, dökkgrátt, ljósbrúnt og rautt áklæði. Br: 200 D: 100 H: 50 cm. Svefnpláss: 120x200 cm.

20%

Fullt verð: 99.900 kr.

AFSLÁTTUR

Aðeins 79.920 kr.

NATURE’S COMFORT heilsurúm

Nature’s Comfort heilsudýna með Classic botni. Stærð: 180x200 cm. Fullt verð: 164.900 kr.

Aðeins 123.675 kr.

25% Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni.

PURE COMFORT Fibersæng & Fiberkoddi

PURE COMFORT sæng Fullt verð: 9.900 kr.

25% AFSLÁTTUR

daga Opið alla í janúar

NÝTTU TÆKIFÆRIÐ Komdu í Dorma

ÚTSALAN í fullu fjöri

Koddi

2.925 kr. 7.425 kr. Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafjörður

ALLT AÐ

60%

Sæng

Afgreiðslutími Rvk. Mán. til fös. kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–16 Sunnudaga kl. 13–17 www.dorma.is

AFSLÁTTUR

PURE COMFORT

Fibersæng & Fiberkoddi

Þú finnur útsölubæklinginn á dorma.is

PURE COMFORT koddi Fullt verð: 3.900 kr.

NATURE’S COMFORT heilsurúm

Nature’s Comfort heilsudýna með Classic botni.

25%

AFSLÁTTUR

PURE COMFORT sæng Fullt verð: 9.900 kr.

af öllum stærðum

25%

AFSLÁTTUR

Koddi

2.925 kr.

Verðdæmi

Sæng

7.425 kr.

Holtagarðar | Akureyri | Ísafjörður | www.dorma.is

180 x 200 cm Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni.

Mynd | Rut Sigurðardóttir

Reykvíkingar sleppa vel

Reykjavík er eina sveitarfélagið þar sem ferðakostnaður vegna fatlaðra fór ekki úr böndunum eftir að Strætó bs tók við ferðaþjónustu fyrir fatlaðra. Hjá Kópavogi, sem kaus að taka ekki þátt í byggðasamlaginu, stendur hann í stað. Bærinn hefur þó verið gagnrýndur fyrir fremur slaka þjónustu á þessu sviði. hjá bænum um að sinna henni. Þjónustan, sem bærinn hyggst sinna, á þó ekki við fólk í hjólastólum eða þá sem hafa miklar sérþarfir. Akstursþjónusta við fatlað fólk hefur batnað talsvert því hún sætti mikilli gagnrýni áður en samstarfið hófst: „Ég held að það sé óumdeilt að þetta stóðst ekki væntingar,“ segir Haraldur. „Það var lagt upp

Samningur við Strætó bs reyndist Hafnarfirði dýr. með lægri kostnað og betri þjónustu. Verðið hefur hækkað um meira en 100 prósent en þjónustan hefur ekki batnað sem því nemur.“ Hagkvæmnin fór í vaskinn Bergur Þorri bendir á að sá sem keyrir fyrir Kópavog sé á gömlum bílum og ekki með sambærilegan öryggisbúnað og Strætó. Þjónustan sé líka ósveigjanleg og það þurfi lengri en tveggja tíma fyrirvara til að bóka ferðir. „En markmiðið var að auka hagkvæmni þjónustunnar og það er ekki hægt að horfa framhjá því að það hefur farið algerlega í vaskinn. Menn ætluðu að gera út færri bíla fyrir jafn marga en þeir eru að gera út allt að helmingi fleiri bíla. Sannleikurinn er sár en sveitarfélögin undirbjuggu þetta ekki. Það er fyrst núna sem Strætó er farinn að ná utan um þjónustuna en á öðrum dögum eru bílstjórar allt upp í klukkutíma of seinir.“

Frjálshyggjufélagið vill gera strandhögg hjá Pírötum

AFSLÁTTUR

PURE COMFORT koddi Fullt verð: 3.900 kr.

„Strætó bs er að selja sína þjónustu mjög dýru verði og Hafnarfjörður er að kikna undan því. Það er bara spurning hversu lengi þeir halda út,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar. Og bærinn er þegar búinn að ákveða að draga sig út að hluta til. „Það er alveg ljóst Haraldur að við hefðum Líndal, aldrei farið út í bæjarstjóri í þetta ef við hefðHafnarfirði. um séð þetta fyrir,“ segir Haraldur Líndal, bæjarstjóri í Hafnarfirði, en unnið hefur verið að því í samstarfi við SSH, samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, að endurskoða reksturinn og ná niður kostnaði, þó án þess að skerða þjónustuna. Árið 2014 var kostnaður við akstur með fatlaða í bænum um 83 milljónir en árið 2015 var hann 183 milljónir. Því hefur verið ákveðið að taka um fjörutíu prósent þjónustunnar til baka og semja við leigubílstjóra

Fullt verð: 164.900 kr.

Aðeins 123.675 kr.

Félagar í Frjálshyggjufélaginu veltu fyrir sér á dögunum hvernig þeir gætu nýtt sér glufur í kosningakerfi Pírata til að koma stefnu sinni að hjá stjórnmálahreyfingunni sem er orðin langstærsta aflið í íslenskum stjórnmálum. Á umræðuvef félagsins var skorað á fólk að ganga til liðs við Pírata og kjósa þar efnahagsstefnu sem frjálshyggjufélaginu væri þóknanleg. Bent var á að 3000 manns væru félagar í flokknum en einungis 200 virkir í að móta stefnuna, en flokkurinn nýtur stuðnings rúmlega 40 prósenta kjósenda, samkvæmt könnunum. Félagarnir töldu ekkert standa í vegi fyrir þessu strandhöggi frjálshyggjunnar nema Birg-

itta Jónsdóttir þingflokksformaður. Hún segist hafa verið búin að ræða við sína nánustu um að hún ætlaði að hætta í stjórnmálum, ef sú stefna yrði ekki ofan á að stefna á stutt og

snarpt kjörtímabil sem miðaði einkum að því að koma nýrri stjórnarskrá í gegn. Eftir að hafa rekið augun í þetta hætti hún snarlega við. | þká


A S I R Enn meiri lækkun

A L A S T Ú ELLINGSEN

ASLÁR SÝNISHORN -

20–70% Allur fatnaður

30%

ar - 5 verðflokk

990 KR. 1.990 KR. 3.990 KR. 5.990 KR. 12.990 KR.

AFSLÁTTUR

Ferðavörur

40%

afsláttur eða meira.

Áður 25%

afsláttur Áður 30%

Hjól og hjólavörur

40% afsláttur Áður 30%

Veiðifatnaður

Columbia barnaúlpur og sett

60%

40%

afsláttur Áður 40%

afsláttur Áður 30%

Allir skór

Grillaukahlutir

30%

70% afsláttur

afsláttur

Ungbarnagallar

70% afsláttur

Áður 25%

Grill

50% afsláttur

Áður 40%

REYKJAVÍK

AKUREYRI

OPNUNARTÍMI

Fiskislóð 1 Sími 580 8500

Tryggvabraut 1–3 Sími 460 3630

Mán.–fös. 10–18 Lau. 10–16

Verð og stærðir birt með fyrirvara um prentvillur.

Áður 30%

eða meira.

– FULLT HÚS ÆVINTÝRA


fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015

8|

Miðbær Íbúar og verktakar takast á um byggingarframkvæmdir

Ítrekað hefur slegið í brýnu milli eiganda verktakafyrirtækisins Brotafls og íbúa við Grettisgötu.

Mynd/Hjálmtýr Heiðdal

Sýður upp úr á Grettisgötu

Byggingarfulltrúi segir að borgin sé með svakalega erfiða vaxtarverki. Það hefur rignt kvörtunum yfir lögreglu vegna byggingarframkvæmda við nýtt hótel sem á að rísa við Laugaveg og á baklóð við Grettisgötu.

erfiða vaxtarverki þessa dagana, það sé þó líklegt að borgarbúar verði á endanum ánægðir með niðurstöðuna. Borgin verði fallegri á eftir.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

„Þeir voru að vinna langt fram yfir lögboðinn tíma og lögreglan var búin að koma einu sinni og ég var fúll enda klukkan að ganga ellefu um kvöld og krafðist þess að þeir hættu,“ segir íbúi í bakhúsi við Grettisgötu sem hefur orðið fyrir margvíslegu ónæði af framkvæmdunum. „Eigandi Brotafls mætti þá bálvitlaus á svæðið og óð upp að mér og sagði hreint út: „Ég hata þig.“ „Hann tók mig síðan hálstaki og ætlaði að henda mér yfir stigahandriðið á húsinu mínu. Bróðir minn og vinur sem voru staddir hjá mér gátu snúið hann

Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Fyrir skömmu var lögregla kölluð til að skakka leikinn þegar verktaki lenti í handalögmálum við íbúa sem gerði athugasemd við hávaða á byggingarlóðinni seint um kvöld, en ónæði frá framkvæmdunum hefur verið mikið utan hefðbundins vinnutíma. Nikulás Úlfar Másson byggingarfulltrúi segir að miðbær Reykjavíkur sé að fara í gegnum svakalega

Mætti bálvitlaus á svæðið

niður þar til hann róaðist.“ Nágranninn, sem vildi ekki láta nafns síns getið, lagði ekki fram kæru hjá lögreglunni. Málið hafi því endað þarna. „Ég hélt fyrst að þetta væru bara venjulegir verkamenn en ekki svona gæjar,“ segir hann. Nágrannar sem Fréttatíminn ræddi við segja hinsvegar verktakafyrirtækið, sem nefnist Brotafl, hafa verið með hávaða og yfirgang og oft hafi þurft að kalla til lögreglu. „Þegar ég er að koma heim, klukkan að ganga tíu, eru þeir að andskotans hér úti með rosalegum hávaða,“ segir Halla Pálsdóttir sem býr á Grettisgötu 13. „Það næsta sem ég veit að þá er rykkt upp garðshliðinu með látum og ég hleyp að eldhúsglugganum og sé manninn æða inn í garðinn og ráðast á nágrannann

Eigandi Brotafls mætti þá bálvitlaus á svæðið og óð upp að mér og sagði hreint út. „Ég hata þig.“ „Hann tók mig síðan hálstaki og ætlaði að henda mér yfir stigahandriðið á húsinu mínu.

og gefa honum nánast á kjaftinn. Það þurfti marga til að skilja þá að. Mér skildist, eftir á, að hann hefði sprautað á verkamennina með garðslöngu. Ég kallaði til lögreglu en þurfti að hringja þrisvar sinnum áður en þeir komu.“ Brotafl hugleiddi að kæra Sigurjón Halldórsson, eigandi Brotafls, segir aðra sögu og sakar nágranna um að reyna að tefja framkvæmdir og valda tjóni. „Hann réðist á mig og kýldi mig svo ég fékk glóðarauga.“ Sigurjón segist hafa ætla að leggja fram kæru svo hann fór á slysadeild og fékk áverkavottorð. Hann segir ennfremur að nágranninn hafi slett skyri á byggingatæki, hellt vatni í steypu og slett jógúrti á Range Rover bifreið sína þegar henni hafi verið lagt



fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015

10 |

við svæðið. „Að sprauta vatni í steypumótið getur valdið margra milljóna tjóni,“ segir Sigurjón. Fyrirtækið byggir hótel á baklóð við Grettisgötu, fyrir eignarhaldsfélagið Lantan. Framkvæmdirnar eru í svo miklu nábýli við íbúa að þegar fólk stendur við útidyr heimila sinna horfir það nánast beint ofan í grunninn að hótelinu. Lögreglan hefur þurft að skakka leikinn og stöðva vinnuvélar fyrirtækisins eftir lögboðinn vinnutíma. „Það var aldrei friður. Þeir voru með loftpressu að hamast fram eftir öllum kvöldum og ég veit að nágranninn hellti einhverntímann mjólk yfir bílinn hans. En þá voru þeir búnir að hamast hér mörg kvöld í röð og sletta drullu á tröppurnar hjá honum,“ segir Halla Pálsdóttir. „Viðhorf verktakanna til íbúa í hverfinu endurspeglast í frekjunni sem þeir keyra þessa framkvæmd áfram, með því að virða ekki lög og reglur, með því að upplýsa okkur ekki um lokanir götunnar og með því að valda hávaða fram eftir kvöldi,“ segir Brynja Dögg Friðriksdóttir, kvikmyndagerðarkona og íbúi við Grettisgötu. Silfurreynirinn óskemmdur Í fyrstu snerist barátta íbúanna við Grettisgötu um verndun gamals silfurreynis sem stendur á byggingarreitnum en talið er að tréð sé meira en hundrað ára gamalt. Alls skrifuðu rúmlega 2400 manns undir áskorun til borgarinnar um að hlífa trénu. Úr varð að þeir sem ætla að reisa hótelið, skuldbundu sig til að láta það standa. „En það stórsér á því. Tréð er allt laskað og þeir eru búnir að mölbrjóta það,“ segir Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðarmaður sem býr við Grettisgötu, en hann hefur staðið

í stappi við Brotafl vegna framkvæmdanna. „Við nágrannarnir höfum þurft að hringja á lögreglu í fimm eða sex skipti vegna þess að hávaðasamar framkvæmdir hafa staðið yfir langt fram yfir leyfilegan tíma. Það leikur allt á reiðiskjálfi í nærliggjandi húsum þegar þeir nota höggbora og stórar vinnuvélar.“ Hjálmtýr segir að gömlu húsin í nágrenninu standi á sömu klöpp og fyrirhuguð hótelbygging. Húsin séu svo gömul að þau þoli ekki að klöppin sé sprengd. „Þessvegna var þeim gert að nota höggbor. En þeir hamast á kvöldin og það eru hamarshögg og borhljóð langt fram eftir, líka um helgar. Við höfum ítrekað gefið okkur á tal

Kallaði íbúa við Hverfisgötu villimenn Eigandi Brotafls, Sigurjón Halldórsson, var einn eigenda SR-verktaka og hefur áður lent í átökum við nágranna framkvæmda sem hann hefur staðið að. Þannig kallaði hann íbúa á Hverfisgötu 42 og nágrenni villimenn, sem hefðu stolið frá sér, brotið rúður og rifið niður girðingu, í viðtali við Vísi í október 2007. Það sama ár var hann áminntur af heilbrigðiseftirlitinu fyrir að láta pólska verkamenn rífa niður asbestklæðningu með stórvirkum vinnuvélum án þess að vera í viðeigandi hlífðarfatnaði.

nú er rétti tíminn Fræ í miklu úrvalI

frá

195

kr

Vnr. 55029184-314

byko.is

ÚTSALA

Viljum vinna með íbúum Nikulás Úlfar Másson byggingarfulltrúi segir að það sé mjög sérstakt að honum hafi ekki verið gert viðvart um óánægju íbúanna með framkomu verktaka á byggingarsvæðinu. Það gangi ekki að menn fari út fyrir skilgreindan vinnutíma og hávaðatakmarkanir, ekki síst með tilliti til nábýlisins í miðbænum. Hann segist hafa haft samband við eigandann sem hafi lofað að skoða málið og grípa til ráðstafana til að bæta ástandið. Hann segist hafa beðið garðyrkjustjórann að skoða gamla silfurreyninn. Honum sé óhætt. Þótt það hafi verið fjarlægðar nokkrar greinar, þegar gamalt hús var flutt á sínum tíma, sé börkurinn óskemmdur og tréð vel varið. Hilmar Þór Kristinsson og Rannveig Eir Einarsdóttir eru eigendur Lantan ehf sem er að láta reisa hótelið sem á að vera tilbúið í sumar. Hótelið er 60 herbergja. Aðalinngangur þess er við Laugavegi 34a og 36 en á baklóðinni eiga að rísa tvær jafnháar byggingar í sama stíl og húsin við Laugaveg. Nágrannarnir við Grettisgötu voru einnig reiðir yfir því að engin grenndarkynning var áður en teikningar af hótelinu voru samþykktar. Skipulagsbreytingar á reitnum hafi aðeins verið auglýstar í Fréttablaðinu, og það á Þorláksmessu. Rannveig Eir Einarsdóttir segir að Lantan hafi ráðið Brotafl til að steypa hótelið. Brotafl hefur áður unnið verk fyrir Lantan við framkvæmdir við Baldursgötu. Hún segist harma ef byggingarframkvæmdirnar hafi valdið íbúum í nágrenninu ónæði. „Það er okkar vilji að vinna í góðri samvinnu við nágranna og það skiptir okkur miklu máli. Óhjákvæmilega valda stórar framkvæmdir raski í miðri íbúabyggð. Það er lítið annað sem við getum gert en að sýna tillitssemi og klára verkið hratt og vel.“ Rannveig segir að eigendur hótelsins hafi komið til móts við kröfur íbúa um að vernda silfurreyninn, og komið með tillögur að breytingum á byggingunum sem á endanum voru samþykktar af borginni. Fyrirtæki hennar hafi verið mikið í mun að ná sáttum við íbúa þrátt fyrir að það hafi tafið ferlið verulega. Stríðir gegn öllu

30-60% afsláttur af völdum vörum

Bláu húsin Faxafeni / S. 555 7355 / www.selena.is

við verkamennina á staðnum og sýnt þeim reglugerðir sem banna þetta.“ Hjálmtýr segir fyrirtækið hafa lokað Grettisgötunni fyrirvaralaust, bílar hafi því lokast inni. Íbúar þurfi að hafa glugga lokaða til að draga úr hljóðmengun. En sumir íbúar við götuna segja að verkamennirnir við bygginguna hafi reynt að leggja sig fram um að eiga góð samskipti við nágranna. Þannig segja íbúar á Grettisgötu 16, sem sjálfir hafa staðið í framkvæmdum, að þeir hafi hjálpað þeim að flytja þung byggingarefni með krana.

Selena undirfataverslun

Rannveig segist vita til þess að í tvígang hafi steypuvinna á reitnum dregist fram undir kvöld, það hafi meðal annars komið til vegna þess að steypupöntun hafi borist seint. Aðspurð um handalögmál milli eiganda Brotafls og íbúa við Grettisgötu, segist Rannveig ekki hafa heyrt af atvikinu. „Slíkt stríðir gegn öllum okkar gildum og vinnureglum. Mér finnst mjög leiðinlegt ef þetta hefur átt sér stað.“ Íbúar sögðust sumir hverjir hafa fengið sig fullsadda af ástandinu og íhuguðu að losa sig við íbúðir sínar og flytja burt. Þeir sögðust smeykir við að tjá sig við fjölmiðla þar sem eigandi verktakafyrirtækisins hefði verið ógnandi. Þá þýddi lítið að kvarta við borgina. Þaðan væri engin viðbrögð að fá.

Svona á fyrirhugað hótel að líta út þegar það verður tilbúið í sumar.

Við nágrannarnir höfum þurft að hringja á lögreglu í fimm eða sex skipti vegna þess að hávaðasamar framkvæmdir hafa staðið yfir langt fram yfir leyfilegan tíma. Það leikur allt á reiðiskjálfi í nærliggjandi húsum þegar þeir nota höggbora og stórar vinnuvélar. Hjálmtýr Heiðdal

Mynd/Hjálmtýr Heiðdal

Mynd | Rut

Íbúar segja húsin leika á reiðiskjálfi þegar verkamennirnir hamast meðhöggbor á lóðinni.

Byggingarfulltrúi segir að borgin sé með svakalega vaxtarverki þessa dagana en íbúar eru langþreyttir á óþægindum vegna framkvæmda í miðborginni.

Range Rover eiganda verktakafyrirtækisins fékk að kenna á reiði eins íbúans.


Vísindatónleikar Ævars Lau. 6. feb. » 14:00 Litli tónsprotinn Lau. 6. feb. » 16:00 Aukatónleikar Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri Ævar Þór Benediktsson kynnir

Ævar vísindamaður hefur um árabil kynnt töfra tækni og vísinda og nú kemur hann fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í sannkölluðum sinfónískum vísindatrylli. Ævar kynnir til leiks ýmsar af merkari uppgötvunum mannsandans og Sprengju-Kata verður sérstakur gestur á tónleikunum.

Verð frá 2.200 kr. Glæsileg tónlist og myndbrot spanna tækniframfarir allt frá upphafi til framtíðar í spennandi ferðalagi með Ævari. Meðal annars má heyra tóna úr himingeimnum, tölvuleikjum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

Tryggið ykkur miða

@icelandsymphony #sinfó Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Sími: 528 5050 » Opið 9-18 virka daga og 10-18 um helgar


fréttatíMinn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015

12 |

Fréttaskýring Sjálfstæðisflokkurinn er í djúpri kreppu Bjarni Benediktsson nýtur trausts sem formaður. Samt er óvíst hvernig honum tekst að stýra flokknum í gegnum mótlætið.

Er Sjálfstæðisflokkurinn íhald eða afturhald?

Trítlað í Alpadölum

18. - 25. maí Sumar 1 Upplifðu einstaka náttúrufegurð og stórkostlega fjallasýn á einu fallegasta fjallasvæði Alpanna, Zugspitz Arena, á landamærum Austurríkis og Þýskalands. Tær vötn, blómstrandi engi og skemmtileg hreyfing í góðum félagsskap. Ómissandi ferð fyrir alla útivistarunnendur! Verð: 169.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir

Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík

Sigurjón Magnús Egilsson sme@sme.is

Spör ehf.

Bókaðu núna á baendaferdir.is

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist undir tuttugu prósentum. Stefna hans sögð óboðleg fyrir yngra fólk.

Viðmælendur, sem eiga það sameiginlegt að hafa fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum, og hafa starfað innan flokksins og haft hugsjónir sem hafa átt samleið með honum, virðast vera frá að hverfa. Þeir segja flokkinn frekar vera afturhaldsflokk en íhaldsflokk. Þegar svo stórt er sagt, er spurt hvort það fólk sem þannig talar berjist gegn afturhaldsfólkinu eða hafi einfaldlega gefist upp. Svörin eru á báða bóga. Að frjálslyndara fólk hafi gefist upp og, eins að landsfundur flokksins í október hafi sýnt, að fólk sé enn tilbúið að berjast fyrir hugsjónum sínum. Þó á móti blási, allavega um stund. Tíu prósenta flokkur Mikið hefur verið fjallað um að fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist undir tuttugu prósentum í nýjustu skoðanakönnun MMR. Hafa verður í huga að fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist að jafnaði meira í Þjóðarpúlsi Gallup, en hjá MMR. Það er fréttnæmt og það er sögulegt þegar Sjálfstæðisflokkurinn mælist undir tuttugu prósentum. „Sjálfstæðisflokknum hefur tekist með einhverjum hætti að færa sig frá fólki undir fertugu, jafnvel undir fimmtugu. Rétt um tíu prósent yngri kjósenda segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það segir mér að verulega mikið er að,“ sagði einn viðmælandinn. Fleiri tóku í sama streng. Segja afturhaldsstefnunni stýrt af eldri flokksmönnum, fyrrum ráðamönnum flokksins, og þeirra stefna sé óboðleg fyrir yngra fólk. Og því sjáist staður í fylgiskönnunum. Flokkur eða valdastofnun Viðhorf eru uppi um að Sjálfstæðisflokkurinn virki, á marga, sem gamaldags valdastofnun, frekar en sem nýmóðins stjórnmálaflokkur. „Því fækkar þeim sem telja sig eiga samleið með honum.“ Hversu djúpt er flokkurinn sokkinn, að mati yngra fólks? „Hann á ekki séns hjá ungu fólki. Mér finnst leitt að segja þetta, en þannig sé ég stöðu flokksins hjá minni kynslóð,“ sagði maður sem á að baki nokkuð langa sögu í flokknum. „Mínir félagar eru ýmist gengnir úr flokknum, hættir að starfa innan hans eða hættir að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.“ Það sem hér er skrifað endurómar raddir annarra viðmælenda.

Mótlæti

10%

meðal ungra Sjálfstæðisflokkurinn hefur mátt þola mikið mótlæti og fylgi hans meðal yngri kjósenda er lítið. Hann virkar á flokksfólk sem valdastofnun.

og afnám tolla og vörugjalda, til að mynda, sýni að hann sé trúr grunnstefnu flokksins. „Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru frjálslynt fólk,“ sagði einn, en bætti við að annað trufli starf ríkisstjórnarinnar. Afturhaldið. Er Sjálfstæðisflokkurinn útvörður sérhagsmuna, þar sem hann er sagður líkari valdastofnun en stjórnmálaflokki? „Já,“ segja sumir. Er það útgerðin sem ræður miklu, með Morgunblaðinu og styrkjum til flokks og þingmanna? Sú kenning var sögð hafa átt rétt á sér þar fyrir skömmu. Aðgerðirnar gegn Rússum og samstaða ríkisstjórnarinnar eru sagðar hafa verið happafeng fyrir Bjarna Benediktsson, formann flokksins. Þar stóð hann upp í hárinu á útgerðinni og Davíð Oddssyni. Vék hvergi frá samþykkt ríkisstjórnarinnar þrátt fyrir bæði leyndan og ljósan þrýsting. Var landsfundurinn góður? Já, var landsfundurinn góður eða var hann vondur? Við munum helst framgöngu unga fólksins. Óvænt fékk Guðlaugur Þór Þórðarson mótframboð til ritara flokksins. „Ég held að tilkoma mín inn í þetta starf breikki ásýnd forystunnar. Ég er í háskóla og á vinnumarkaði á sumrin svo kannski er ég meira að upplifa það sem aðrir kjósendur eru að upplifa.“ Þannig mæltist Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur eftir að hún var kjörin ritari Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum. Framboð hennar féll í grýttan jarðveg, allavega misgrýttan. „Hún hafði uppi sömu aðferð og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hafði á landsfundi Samfylkingarinnar. Guðlaugur Þór kaus að fara ekki í kosningu og dró framboð sitt til baka. Áslaug Arna var því

Málefni gera flokknum erfitt fyrir Það er eitthvað að. En hvað? Allir sem talað var við segja Bjarna Benediktsson fínan formann

Vandi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Illuga Gunnarssonar hefur ekki létt undir með flokknum.

sjálfkjörin ritari. Sjálfstæðisfólk taldi, að því er haldið var, að með velheppnuðum landsfundi og ungum ritara hefði fundist vörn, jafnvel sókn, gegn stanslausri fylgisaukningu Pírata. „Það er bara Moggaskýring. Að flokkurinn eigi að eltast við Pírata, en ekki yngra fólkið í eigin flokki, eru merkileg viðhorf. Sú hugsun kemur úr hinu vonda afturhaldi.“ Borgunarmálið dýrkeypt Sama hvað hver segir og hvað hverjum þykir er ljóst að Borgunarmálið mun reynast Sjálfstæðisflokki erfitt. Einn viðmælendanna sagðist viss um að Bjarni Benediktsson hafi ekki komið að því hvernig Borgun var seld eða hverjir keyptu. Allir viðmælendurnir töluðu á sama veg. Málið er og verður Bjarna erfitt. Svona mál eru erfið. „Umræðan í samfélaginu er þannig að litlu virðist skipta hvað er rétt og hvað er rangt. Það er erfitt að leiðrétta umræðuna. Þá breytir litlu hver sannleikurinn er,“ sagði einn af þeim sem rætt var við. Eins var talað um vandamál Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Illuga Gunnarssonar. „Það er ljóst að þau hjálpa ekki.“ Er f lokkurinn þá og verður í langvarandi vanda? Sumir segja svo vera á meðan aðrir telja hann vera fallandi, jafnvel ónýtan. „Það tekur tíma að hreinsa afturhaldið af flokknum,“ sagði einn viðmælendanna. Málefnin og fólkið Viðmælendurnir voru að mörgu leyti sáttir við Bjarna Benediktsson sem formann og ýmislegt sem hann hefur gert. Einn nefndi að Bjarni hefði þurft að þola margt innan flokksins vegna afstöðu sinnar í Icesave. Nú hafi komið skýrt í ljós að hann hafði rétt fyrir sér. „Það er búið að lemja og berja á honum vegna málsins. Nú stendur hann uppi sem sigurvegari,“ sagði einn af þeim sem rætt var við. Á móti kemur að flokkurinn virðist hafa sérstöðu í nokkrum veigamiklum og fyrirferðarmiklum málum. Málum sem geta ekki fært flokknum almennar vinsældir. Þar má nefna breytingar á stjórnarskránni, rannsókn á sölu bankanna á sínum tíma, breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur og verðtrygginguna, svo eitthvað sé nefnt. Hér að framan var sagt: Viðhorf eru uppi um að Sjálfstæðisflokkurinn virki, á marga, sem gamaldags valdastofnun, frekar en sem nýmóðins stjórnmálaflokkur. „Því fækkar þeim sem telja sig eiga samleið með honum.“ Svo er það fólkið sem kemur til með að berjast um forystusætin við næstu þingkosningar vorið 2017, en prófkjörin verða í haust. Af orðum viðmælenda má ætla að öll þau sem skipi efstu sæti framboðslistanna verði með í baráttunni. En of snemmt er að segja til um það. Svo mikið er víst, staða Sjálfstæðisflokksins er snúin – og spennandi.


Þið njótið góðs af því þegar við tökum til Hér að neðan eru nokkur sýnishorn af þeim vörum sem verða boðnar á sérstöku tilboðsverði. Sjá samsungsetrid.is. Tölvuskjáir

20%

afsláttur af öllum Samsung tölvuskjám og prenturum

Bökunarofnar Samsung NV75J3140BW

Enn meiri afsláttur af sýningareintökum og eldri módelum

• Gerð: Blástursofn • Sjálfhreinsandi • lítra: 75 lítrar • innvols: Emelerað • litur: Hvítur

Verð kr: 79.900,- Tilboðsverð kr:

Hátalaradokkur

Heimabíó

50% SaHT-ES6600

Kraftmikill “Vacum tuub” hátalaradokka, skilar HiFi hljómi Gerð fyrir Galaxy S2, S3. S4, Note, Note 2 einnig iphone, ipad pad og ipod.

Verð kr: 139.900,Tilboðsverð kr:

69.900,-

Heimabíó 2.1 - 3D - 400W: - 3D Blu-Ray spilari sem spilar alla helstu staðla. - Smart Hub: You Tube, Facebook, Netflix o.fl

Verð kr: 149.900,- Tilboðsverð kr:

Myndavélar SmaRT NX 1000 • 20.3 milljón pixlar • 3” (7.62cm) lCD Skjár 640 x 480, 614k • aPS-CmOS Sensor • 8 rammar á sec • Hægt að skipta um linsur • 20-50 mm linsa • Direct Wi-fi • i-Function linsa • Hljóðupptaka með mynd

Verð kr: 99.900,- Tilboðsverð kr:

50%

69.900,-

53%

79.900,-

Þvottavélar

ecobubble þvottavél WF70 - 7 KG. 1400 SN.

HVaÐ ER ECO BUBBlE? leysir upp þvottaduft undir þrýstingi og myndar kvoðu, svo duftið leysist upp á um það bil 15mín,í stað 30-40 ella.

49.900,-

Meðal þess sem kemur við sögu í tiltektinni: Frystiskápar / Háfar / Helluborð / Kæliskápar / Bökunarofnar / Örbylgjuofnar / Ryksugur / Uppþvottavélar / Þurrkarar / Þvottavélar / Prentarar / Tölvuskjáir / Dokkur / Blu-Ray spilarar / Heimabíókerfi / Heyrnartól / Videoupptökuvélar / Ljósmyndavélar / Hljómtæki. Nánari upplýsingar eru á : samsungsetrid.is

Verð kr: 89.900,- Tilboðsverð kr:

79.900,-

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900


fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015

14 |

Til hverra er leitað varðandi stefnumótun í ráðuneytunum?

Ferðalög Það blasir við að þetta skerðir ferðafrelsi fólks

Hagsmunaaðila: 88% Fulltrúa annarra ráðuneyta: 77% Sérfræðinga innan ríkisins: 73% Sérfræðinga úr háskólum: 58% Sjálfstætt starfandi ráðgjafa: 48% Lögfræðinga: 28% Almennings: 16% Annað: 6%

Stjórnsýslan

Ráðuneytin undir hagsmunaaðilum Í könnun meðal sérfræðinga og stjórnenda í ráðuneytunum kemur fram að ráðuneytin leita fyrst og fremst til samtaka hagsmunaaðila við mótun stefnu í einstökum málum. 88 prósent aðspurðra nefndu hagsmunaaðilana sem mikilsverða samstarfsaðila en aðeins 16 prósent könnuðust við að almenningur væri hafður með í ráðum. Annað sem kemur fram í könnuninni er að aðeins 62 prósent sérfræðinga og stjórnenda töldu sig hafa þekkingu til stefnumótunar. Þegar þátttakendur voru spurðir um almenna þekkingu á stefnumótun innan ráðuneytanna var niðurstaðan enn lakari. 39 prósent sögðu að þekkingin væri mjög eða frekar óviðunandi á meðan aðeins 22 prósent töldu hana vera frekar eða mjög viðunandi. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku skýra afstöðu má segja að 64 prósent hafi talið að þekkingin væri almennt veik á meðan 62 prósent töldu sig hafa góða getu og þekkingu á stefnumótun.

Bærinn Hraun við Grindavík er fallegur staður í nágrenni höfuðborgarinnar.

Mynd | Rut

„Það er verið að loka landinu fyrir almenningi“ Landeigendur vilja loka landareignunum fái þeir ekki greitt fyrir umgang ferðamanna. Þóra Kristín Ásgeirsdíttir tka@frettatiminn.is

Samkvæmt nýjum náttúruverndarlögum mega landeigendur banna ferðafólki að ganga um landareignir sínar. Þetta er umtalsverð breyting sem var réttlætt með því að hlífa þurfi viðkvæmu landi fyrir ágangi erlendra ferðamanna. Þetta hefur hinsvegar haft í för með sér að landeigendur telja sig í krafti laganna geta bannað umferð um land-

areignir sínar ef þeir fá ekki greitt fyrir umgang. Þannig hafa eigendur lands sem liggur að Birnudalstindi krafið Ferðafélag Íslands um þúsund krónur á hvern einstakling sem tekur þátt í göngu félagsins á tindinn í sumar: „Það blasir við að þetta verði stórkostleg skerðing á rétti almennings til að njóta landsins,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. „Það er afar slæmt ef menn ætla að loka landinu fyrir almenningi.“ Ferðafélagið og Útivist ætla að leita til umhverfisnefndar Alþingis til að freista þess að fá lögunum breytt. Frjáls för almennings hefur

verið heimil um eignarlönd frá tímum Jónsbókar. Í náttúruverndarlögum frá 2013, gerði lagagreinin ráð fyrir því að það mætti í sérstökum tilvikum takmarka frjálsa för ef það væri nauðsynlegt vegna nýtingar eða verndunar. Umhverfis- og samgöngunefndin vildi hinsvegar ganga skrefinu lengra og lagði til að ákvæðið hljómaði svona: Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustíga umferð manna og dvöl á afgirtu

óræktuðu landi. Með þessari breytingu varð það alfarið á valdi landeiganda að ákveða hvort almenningur mætti fara um land hans, svo fremi sem það sé afgirt. „Þetta er örugglega frábært fyrir „lögfræðingana að sunnan“ sem hafa verið að kaupa upp jarðir og geta núna haft þær náttúruperlur sem þar kunna að vera út af fyrir sig, en verði þetta samþykkt er það svartur dagur fyrir útivistarfólk í landinu,“ sagði Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar, þegar hann varaði við breytingunni. En sá hann fyrir að þetta yrði röksemd fyrir gjaldtöku. „Já, það var í raun það sem við óttuðumst allan tímann. Að þeir sem vildu taka gjöld, fengju núna vopn í hendurnar.“

Laus er staða hjúkrunarstjóra á Uppsölum Fáskrúðsfirði Uppsalir er dvalar og hjúkrunarheimili með 10 dvalarrými og 15 hjúkrunarrými Starfssvið: Hjúkrunarstjóri er faglegur yfirmaður og sinnir klínísku starfi. Hann ber ábyrgð á hjúkrun heimilismanna og gæða- og öryggismálum auk þess að hafa umsjón með þjálfun nýrra starfsmanna og vörulager deildarinnar. Hæfniskröfur: Faglegur metnaður, góð samskiptahæfni, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum, reynsla af hjúkrun aldraðra, íslenskt hjúkrunarleyfi. Reynsla af stjórnunarstörfum er kostur. Um er að ræða 100% starf auk bakvakta og er staðan laus frá 1. apríl 2016 Laun fara eftir kjarasamningi hjúkrunarfræðinga og launanefnd sveitafélaga. Umsóknarfrestur er til 7. Febrúar 2016 Nánari upplýsingar gefur Hrönn Önundardóttir, hjúkrunarstjóri í síma: 475-1410 eða 663-4434 Umsókn ásamt náms- og starfsferilskrá berist á netfangið ups@ts.is eða Uppsalir, dvalar og hjúkrunarheimili b/t Ósk Bragadóttur rekstrarstjóra Hlíðargötu 62 750 Fáskrúðsfirði

„Þeir eiga ekki að selja inn á annarra manna land“ „Ég er ekkert að fara að hlaupa á eftir ferðafólki til að rífa af því veskið.“ „Fólk hlýtur að fara að hugsa sinn gang ef fyrirtæki og félög fara að gera út á annarra manna land,“ segir Valgerður Valmundsdóttir, bóndi að Hrauni í Grindavík, sem skrifaði Útivist og óskaði eftir greiðslu fyrir ferðahóp frá félaginu sem ætlar að ganga um landið. „Þeir ætluðu sjálfir að taka gjald fyrir ferðina og það er því ekki óeðlilegt að landeigendur njóti

góðs af. Við hljótum að spyrja okkur, hvort allir aðrir, en bara ekki landeigendur, megi hafa tekjur af landinu.“ Hún segir að bændur hafi jafnan tekið einstaklingum vel sem vilji ganga um lönd þeirra. „Ég er ekkert að fara að hlaupa á eftir ferðafólki til að rífa af því veskið, en það lítur öðruvísi út þegar skipulagðir ferðahópar fara um einkaland. Þá er mönnum líka skylt að hafa samráð við landeigendur, en því var ekki sinnt í þessu tilfelli,“ segir Valgerður. -þká


Ford Fiesta er mest seldi smábíll Evrópu

Hann höfðar jafnt til þeirra sem kunna að meta framúrskarandi akstursánægju og þeirra sem velja sparneytni og öryggi. Fiesta er fáanlegur með margverðlaunuðu EcoBoost vélinni sem hefur verið valin vél ársins (e. International Engine of the Year), þrjú ár í röð.

BEINSKIPTUR FRÁ

Ford Fiesta er mest seldi smábíll Evrópu. Það kemur ekki á óvart því útlitið er rennilegt og staðalbúnaðurinn glæsilegur.

FORD FIESTA

2.390.000

SJÁLFSKIPTUR FRÁ

NÝR FORD FIESTA

2.740.000

KR.

KR.

Upplifðu frábæra aksturseiginleika Ford Fiesta, mest selda smábíls Evrópu - komdu og prófaðu

Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000

Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050

ford.is

Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16.

Ford Fiesta er nýi besti vinur þinn: Hiti er í framsætum og 3,5 tommu upplýsingaskjár í mælaborði. Farangursrýmið er einstaklega rúmt (290 lítra). CO2 gildin eru óvenu lág fyrir bensínvél. Beinskiptur Fiesta fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur. Ford MyKey, brekkuaðstoð og EasyFuel er staðalbúnaður. Öryggispúðarnir eru óvenju margir eða 7 talsins, þar af einn fyrir hné ökumanns. Sérstakt hitaelement er í miðstöð og er hann því mjög fljótur að hitna sem er afar hentugt á köldum vetrarmorgnum! Ford Fiesta, bensín 65 hö/EcoBoost 100 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,3 l/100 km. CO2 99 g/km. Ford Fiesta, EcoBoost bensín 100 hö, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,9 l/100 km. CO2 114 g/km. Tökum allar tegundir bíla uppí nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Ford_Fiesta_bestivinur_5x38_20150104_END.indd 1

5.1.2016 09:10:01


fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015

16 |

Velferð Minni stuðningur hér við börn, fjölskyldur og eldri borgara en í Noregi, Svíþjóð og Danmörku

Verjum 100 milljörðum minna til barna, fjölskyldna og eldri borgara Íslendingar verja hlutfallslega minna til barna en aðrar Norðurlandaþjóðir, minna til fjölskyldna og minna til eldri borgara sem nemur gríðarlegum upphæðum. Á sama tíma og það vantar um 45 milljarða króna í heilbrigðiskerfið, svo það verði eins og almennt gerist á Norðurlöndum, vantar um tvöfalda þá upphæð til að jafna félagslega hluta velferðarkerfisins við það sem íbúar Norðurlandanna búa að. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is

Þegar borið er saman það hlutfall landsframleiðslunnar sem varið er til félagsmála á Norðurlöndunum sést að Ísland stendur hinum löndunum langt að baki. Miðað við meðaltal Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar, sem er samanburðurinn sem Kári Stefánsson notar í kröfum sínum um hærra framlög til heilbrigðismála, þyrfti að auka framlög til félagsmála úr 25,2 prósentum af landsframleiðslu í 30 prósent, eða um rétt tæplega 100 milljarða króna, miðað við landsframleiðslu síðasta árs. Þessir 100 milljarðar króna jafngilda rúmlega 290 þúsund krónum á hvert mannsbarn á Íslandi eða tæplega 1,2 milljónum króna á fjögurra manna fjölskyldu. En það er sama hvernig þessi upphæð er brotin niður. Hún sýnir hversu miklum mun meira börn, fjölskyldur, eldri borgarar, öryrkjar og aðrir fá frá velferðarkerfinu á Norðurlöndunum en sömu hópar fá í sinn hlut á Íslandi. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýrri samanburðarskýrslu norrænu hagtölunefndarinnar um félagsleg málefni, Nososko, sem nýlega kom út. Skýrslan dregur fram hversu ólíkt íslenska velferðarkerfið er því kerfi sem náð hefur rótfestu á hinum Norðurlöndunum. Í mörgum tilfellum er munurinn svo mikill að segja má að íslenska kerfið sé allt annað og veikara. Gerum vel við húseigendur Það er bara á einu sviði sem Íslendingar gera betur en hinar

Velferðarkerfið

145

-

milljarðar Til að jafna velferðarkerfið á norðurlöndunum þyrfti að auka framlög til heilbrigðismála um 45 milljarða króna og framlög til félagsmála um 100 milljarða króna.

Norðurlandaþjóðirnar. Það er í húsnæðismálum. Ísland er eina landið sem styrkir húseigendur úr ríkissjóði og því eru það hlutfallslega miklu fleiri sem fá húsnæðisbætur á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum. Þar tíðkast ekki að veita öðrum en leigjendum húsnæðisbætur. Meðaltal húsnæðisstuðnings, sem hlutfall af landsframleiðslu, er um 0,4 prósent að meðaltali í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en 1,2 prósent á Íslandi. Mismunurinn jafngildir rúmlega 15 milljörðum króna árlega. Að lang mestu leyti skýrist það af vaxtabótum, sem húseigendur fá greiddar á Íslandi en ekki á hinum Norðurlöndunum. Ástæða þessarar sérstöðu er sú að vaxtabyrði af íbúðakaupum er óheyrileg á Íslandi og miklum mun hærri en á hinum Norðurlöndunum. Og þótt íslenskir hús-

BarnaBætur

-

3,5

eldri Borgarar

130

-

milljónir á barn

þúsund á mánuði

Barnabætur til barna foreldra í sambúð eru 15 þúsund krónum lægri á Íslandi en á norðurlöndunum þremur. Það jafngildir því að sautján ára barn hafi fengið 3,5 milljónum króna minna í stuðning en sautján ára barn á norðurlöndunum.

Íslendingar borga eldri borgurum minna í lífeyri, hefja greiðslur hans seinna og verja minni upphæðum til þjónustu við eldri borgara. Munurinn nemur um 130 þúsund krónum á hvern ellilífeyrisþega á mánuði.

fæðingarorlof

-

2,8

milljónir

Fæðingarorlof er styttra á Íslandi en á hinum norðurlöndunum og hámarksgreiðslur lægri. Foreldrar á Íslandi fá 2,8 milljónum krónum minna í orlof en foreldrar á norðurlöndunum.

næðiskaupendur njóti styrkja umfram húsnæðiskaupendur á Norðurlöndunum er staða þeirra ekki betri á eftir. Vaxtabæturnar ná ekki að vinna á skaðanum af mikilli vaxtabyrði. Íslenskir húsnæðiskaupendur væru betur settir með lánakjör almennings á Norðurlöndum og engar vaxtabætur. Í ljósi þessa má draga í efa að vaxtabæturnar séu í raun félagslegur stuðningur við almenning. Hugsanlega væri réttara að kalla þær stuðning við íslensku krónuna og íslenskt fjármálalíf. Vaxtabætur miðast við að draga úr eituráhrifum þessara þátta á líf almennings. Gerum ekki vel við foreldra Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Til að byggja upp sambærilegt félagslegt kerfi á Íslandi og er á Norðurlöndunum þyrfti ríkisstjórnin að auka framlög til félagsmála um 100 milljarða króna.

Samkvæmt skýrslu norrænu tölfræðinefndarinnar verja Noregur, Danmörk og Svíþjóð um 3,4 prósentum af landsframleiðslu

CHEDDAR LAGLEGUR Cheddar kinkar kumpánlega kolli til bróður síns sem nefndur er eftir samnefndum bæ í Somerset á Englandi. Vinsældir Cheddar-osts eru slíkar að í dag er hann mest seldi ostur í heimi. Óðals Cheddar er þéttur, kornóttur, eilítið þurr í munni en mildur, með vott af beikon- og kryddjurtabragði og ferskri, eilítið sýrðri ávaxtasætu í lokin. Cheddar er skemmtilegur í matargerðina, sérstaklega í baksturinn og á ostabakkann með kjötmeti.

www.odalsostar.is


BARNGÓÐAR KRÓNUR TAKA Á LOFT FJÖLSKYLDAN FLÝGUR SAMAN Á VIT ÆVINTÝRANNA

FLUGFELAG.IS

99%

afsláttur

AF BAR

Islenska/sia.is FLU 78187 01/16

NAFAR INNAN GJÖLDUM L ANDS

KRÓNAN VEITIR 99% AFSLÁTT fyrir barnið aðra leiðina + flugvallarskattar. Greiða þarf flugvallarskatta og eru þeir 1.700 kr. frá Reykjavík og 1.350 kr. frá öðrum áfangastöðum innanlands. FERÐATÍMABILIÐ ER FRÁ 1. FEBRÚAR – 15. MARS BÓKANLEGT FRÁ 26. JANÚAR – 15. MARS Sláðu inn í bókunarvélina flugsláttinn KRONA til að trygg ja þér þetta tilboð.

ÞETTA EINSTAKA TILBOÐSFARGJALD • gildir til Reykjavíkur, Akureyrar, Ísafjarðar, Egilsstaða, Grímseyjar, Vopnafjarðar og Þórshafnar • er fyrir börn, 2–11 ára, í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun • býðst eingöngu þegar bókað er á netinu, www.flugfelag.is • ekki er hægt að bæta barni við bókunina eftir á • ekki er hægt að nota tvo flugslætti í sömu bókun


fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015

18 |

til barna og fjölskyldna. Þetta hlutfall er 2,7 prósent á Íslandi og mismunurinn jafngildir um 14 milljörðum króna. Sú upphæð jafngildir því sem íslensk börn og íslenskar fjölskyldur myndu fá út úr velferðarkerfinu ef þær byggju við sömu kjör og fjölskyldur á Norðurlöndunum. Munurinn liggur fyrst og fremst í tvennu. Annars vegar hafa réttindi til fæðingarorlofs á Íslandi dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum og hins vegar eru barnabætur á Íslandi miklum mun lægri og veigaminni en á hinum Norðurlöndunum. Hámarksréttindi til fæðingarorlofs eru 58 vikur að meðaltali í Noregi, Danmörku og Svíþjóð

en 39 vikur á Íslandi. Foreldrar á Íslandi njóta því aðeins tveggja þriðju af réttindum norrænna foreldra til fæðingarorlofs. Orlofsbæturnar eru einnig lægri á Íslandi. Hámarksbætur hér eru um 16 prósent lægri en að meðaltali á hinum Norðurlöndunum, að teknu tilliti til verðlags. Hámarksbætur voru um 400 þúsund krónur á mánuði í fyrra en hefðu þurft að vera 65 þúsund krónum hærri til að jafna meðaltal Norðurlandanna. Ef við leggjum saman lægri upphæð og skemmri orlofstíma þá er hámarksorlofið á Íslandi um 78 prósent til að jafna meðaltal Norðurlandanna. Miðað við íslenskt verðlag fá foreldrar á Ís-

Velferðarkerfið á Íslandi er bæði minna að vöxtum og öðruvísi uppbyggt en velferðarkerfin í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Íslendingar styðja húseigendur meira en alla aðra hópa minna; leigjendur, börn, fjölskyldur, eldri borgara, öryrkja og aðra sem þurfa á hjálp og stuðningi að halda.

PIPAR\TBWA • SÍA • 143141

landi mest um 3,6 milljónir króna í fæðingarorlof en myndu fá um 6,4 milljónir króna ef þeir nytu sambærilegra réttinda og foreldrar á Norðurlöndunum. Gerum ekki vel við börn

Öflug fjáröflun fyrir hópinn Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins

Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða.

Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.

www.rekstrarland.is

Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100

„ER ÞAÐ HREINA LOFTIÐ? “

HVERNIG KEMST 330.000 MANNA ÞJÓÐ Á EM?

LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR LEYNIVOPN.IS

Það er eðlismunur á barnabótum á Íslandi og á Norðurlöndunum og hann felst í því að svo til aðeins börn einstæðra foreldra og hinna allra tekjulægstu njóta barnabóta. Þetta veldur því að barnabætur á hvert barn á Íslandi eru aðeins um tveir þriðju á við það sem tíðkast að meðaltali í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Þessu til viðbótar verja Íslendingar líka minna til ýmis konar þjónustu sem tengist börnum; þar með talin dagvist og gæsla í skólum. Brotið niður á hvert barn verja Íslendingar aðeins um 58 prósentum af því sem hinar Norðurlandaþjóðirnar verja til þjónustu við börn. Til að vega upp þennan mismun þyrftu Íslendingar að auka framlög til fæðingarorlofs, barnabóta og annarra greiðslna um 54 prósent á ári eða úr 22,5 milljörðum króna, eins og staðan var 2013, í um 34,6 milljarða króna. Mismunurinn er rúmlega 12 milljarðar króna. Til að jafna meðaltal Norðurlandanna varðandi ýmissa þjónustu við börn þyrftu Íslendingar að hækka 28,3 milljarða króna framlag 2013 í 49 milljarða króna eða um 20,7 milljarða króna. Þessi samanburður verður enn verri fyrir íslenskar barnafjölskyldur þegar haft er í huga að á hinum Norðurlöndunum; Noregi, Danmörku og Svíþjóð; koma að meðaltali um 86,4 prósent þessara framlaga úr sameiginlegum sjóðum en 13,6 prósent í gegnum gjaldtöku af þeim sem þiggja þjónustuna. Á Íslandi eru þessi hlutföll 78,2 prósent úr sameiginlegum sjóðum og 21,8 prósent í gegnum gjaldtöku. Lágar barnabætur á Íslandi Norræna tölfræðinefndin stillir upp barnabótum fjölskyldna á Norðurlöndunum og vegur þær út frá verðlagi hvers lands svo samanburðurinn sé sem marktækastur. Samkvæmt þessum samanburði munar ekki svo ýkja miklu á barnabótum sem börn einstæðra foreldra fá. Íslensku barnabæturnar eru um 9 prósentum lægri með einu barni, 5 prósentum lægri með tveimur börnum og 3 prósentum lægri með þremur börnum. Mismunurinn er um tvö þúsund til tvö þúsund og fimm hundruð krónur á mánuði. Munurinn er hins vegar mikill á barnabótum með börnum fólks í sambúð. Þar eru íslensku bæturnar aðeins brot af því sem almennt tíðkast á Norðurlöndunum. Á meðan ekkert er greitt með einu barni foreldra sem eru í sambúð á Íslandi fær slíkt barn um rúmlega 17 þúsund krónur að meðaltali á Norðurlöndunum, sé miðað við íslenskt verðlag. Barnabætur með tveimur börnum fólks í sambúð eru um 5.800 krónur á Íslandi en ættu að vera um 35.100 krónur ef íslensk börn sætu við sama

húseigendur

15

+

milljarðar á ári Íslendingar eru eina norðurlandaþjóðin sem borgar húseigendum húsnæðisbætur í formi vaxtabóta. Færa má rök að því að verið sé að styrkja krónuna eða fjármálakerfið frekar en almenning með þessum bótum. borð og börn á Norðurlöndunum. Barnabætur með þremur börnum fólks í sambúð eru um 12.500 krónur á Íslandi en ættu að vera um 55 þúsund krónur. Ef við margföldum þennan mismun með 17 ára bernsku þá má segja að mismunurinn á Íslandi og hinum Norðurlöndunum sé frá 3,5 milljónum króna á hvert barn foreldra í sambúð og upp í 3,7 milljónir króna. Gerum ekki vel við eldri borgara Framlög Íslendinga til eldri borgara eru aðeins 5,9 prósent af landsframleiðslu á meðan þau eru 11,5 prósent af meðaltali í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Mismunurinn jafngildir hvorki meira né minna en 114 milljörðum króna. Hluta af þessum mismun má rekja til aldurssamsetningar þjóðanna. Hlutfallslega færri Íslendingar eru komnir á ellilífeyrisaldur en íbúar hinna Norðurlandanna. Á Íslandi eru 12 prósent þjóðarinnar á ellilífeyri en hlutfallið er að meðaltali tæplega 19 prósent í hinum löndunum. Að teknu tilliti til þessa er munurinn ekki 114 milljarðar króna heldur tæplega 72,7 milljarðar króna. Þar sem atvinnuþátttaka er meiri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum má jafnvel lækka þessa upphæð enn meira. Það er þó ekki víst að það gefi raunsanna mynd þar sem minni atvinnuþátttaka á Norðurlöndunum ræðst oft af því að eldra fólk er betur sett fjárhagslega og getur dregið úr vinnu þegar þrek og styrkur minnkar, auk þess sem algengara er þar að fólk færist yfir á örorkubætur áður en það fer á ellilífeyrisaldur. Mikil atvinnuþátttaka eldra fólks getur því allt eins verið merki um slæleg kjör og veika réttindastöðu. Samkvæmt samanburði norrænu tölfræðinefndarinnar munar um 15 prósentum hvað lífeyrir er lægri á Íslandi en að meðaltali í löndunum þremur þegar tekið hefur verið tillit til mismunandi verðlags. Þar sem fólk fer seinna á lífeyri á Íslandi en í hinum löndunum gefur sú mynd ef til vill ekki rétta mynd af stuðningi Íslendinga


fréttatíminn

við eldri borgara. Ef lífeyririnn er brotinn niður á íbúa að teknu tilliti til ólíkrar aldurssamsetningar er lífeyririnn á Íslandi um 30 prósent lægri. Og þegar þjónusta við eldri borgara er borin saman kemur í ljós að Íslendingar verja um 43 prósent minna til hennar á íbúa, að teknu tilliti til aldursamsetningar, en hinar þjóðirnar. Samanlagt má því segja að framlög Íslendinga til eldri borgara þyrftu að hækka úr 109 milljörðum króna árið 2013 í 169 milljarða króna til að jafna meðaltal Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar. Mismunurinn er hvorki meiri né minni en 60 milljarðar króna. Ef við brjótum þessa upphæð niður á fjölda Íslendinga sem eru 67 ára eða eldri þá nemur hún um 130 þúsund krónum á mann í hverjum mánuði eða tæplega 1,6 milljónum króna á ári. Það sem einkennir íslenska kerfið er síðan hversu mikið fólk leggur með sér úr lífeyrissjóðunum og sínum eigin sparnaði. Á meðan um 45 prósent af því sem varið er til málefna eldri borgara koma úr ríkissjóði og sveitarfélögunum á Norðurlöndunum er það hlutfall aðeins 23 prósent á Íslandi. Ofvaxnir lífeyrissjóðir Það eru einmitt lífeyrissjóðirnir sem helst einkenna íslenska velferðarkerfið. Gríðarlega háar upphæðir eru eyrnamerktar sparnaði til efri áranna og geymdar í sjóðum til seinna tíma nota. Samanlagt eru skattgreiðslur og lífeyrissjóðsiðgjöld á Íslandi síst lægri en skattgreiðslur á Norðurlöndunum. Skatturinn á Norðurlöndunum stendur undir mun hærri barnabótum, meiri stuðningi við fjölskyldur, veigameiri réttindum og greiðslum til eldri borgara og margs annars sem ekki hefur verið tilgreint hér. Kári Stefánsson hefur bent á að til að jafna íslenska heilbrigðiskerfið við það sem íbúar Norðurlandanna búa við vanti árlega um 45 milljarða króna í framlög ríkissjóðs til þess málaflokks. Hér hefur verið sýnt fram á að til að jafna félagslegan stuðning á Íslandi við það sem almennt gerist á Norðurlöndunum vanti hátt í 100 milljarða króna árlega. Gátan sem Íslendingar standa frammi er sú hvað þeir fái í staðinn fyrir velferðar- og heilbrigðiskerfið sem Norðurlandabúa eiga. Þjóðartekjur Íslendinga eru viðlíka og hinna landanna og skattgreiðslur að viðbættum lífeyrissjóðsiðgjöldum ámóta hjá flestu fólki. Og við þurfum ekki að reka her. Í hvað fara þá peningarnir okkar sem aðrar þjóðir nota til að byggja upp sitt velferðarkerfi og skapa borgurunum öryggi, réttindi og viðunandi lífskjör?

7.1 GAMI HEYRNAR NG MÖGNUÐ TÓL 1 LEIKJAHEY HLJÓÐNEM7. RNARTÓL M A OG TION BÚNAÐ ÖFLUGUM 50MM VI EÐ BASSA OG HI SEM TRYGGIR NÖTRANBRAÁMARKS HLJ DI ÓMGÆÐI.

14.900

DI Í

NÖTRAN

! LEIKINA

HÆGT HNAPP ERATION R MEÐ EINUM IB V Á AÐ KVEIKJA GEFUR NÝJA MODE SEMN Í LEIKINA! UPPLIFU

VILTU MEIRA SJÁLFSTRAUST

LÍÐA BETUR

EIGA AUÐVELDARA MEÐ AÐ KYNNAST FÓLKI

VERA ÞÚ?

STÍGÐU SKREFIÐ! // DALE CARNEGIE FYRIR UNGT FÓLK Við þjálfum ungt fólk í að standa á sinni skoðun og þora að fara á móti straumnum, auka sjálfstraust sitt og fylgja eigin sannfæringu. Þau læra að sýna öðrum umburðarlyndi og 98% þátttakenda segjast vera jákvæðari í hugsun eftir námskeiðið.

NÁMSKEIÐ Í REYKJAVÍK

SKRÁÐU ÞIG OG VERTU MEÐ OKKUR

// 10–12 ÁRA

// 16–20 ÁRA

// KYNNINGARTÍMAR

// 13–15 ÁRA

// 21–25 ÁRA

10 til 15 ára 9. feb kl. 18:00 - 19:00 16 til 25 ára 9. feb kl. 19:00 - 20:00

Námskeið hefst 29. mars, kennt einu sinni í viku í átta vikur frá kl. 17:00–20:00 Námskeið hefst 2. febrúar - örfá sæti laus, kennt einu sinni í viku í átta vikur frá kl. 17:00–21:00

Námskeið hefst 17. febrúar - örfá sæti laus, kennt einu sinni í viku í átta vikur frá kl. 18:00–22:00 Námskeið hefst 20. febrúar, kennt einu sinni í viku í átta vikur frá kl. 18:00–22:00

10 til 15 ára 31. jan kl. 15:00 - 16:00 16 til 25 ára 31. jan kl. 16:00 - 17:00

Sjáðu fleiri kynningartíma á www.dale.is/ungtfolk Sími 555 7080

Leggðu mat á hæfileika barnsins með styrkleikaprófinu á www.dale.is/styrkleikar_unga

Ý N ING D SEN Ð VAR A

LENDA

4BLS

NÝR BÆ K STÚTFULLINGUR AF SPEN LUR TÖLVUBÚNANDI NAÐI

SMELLT Á KÖRFUNU A NETBÆKLIN GU RÁ WWW.TO UTEK.IS MEÐ GAGLV NV KÖRFUHNAIRKUM PP

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is


fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015

20 |

lóaboratoríum

lóa hjálmtýsdóttir

Frá kr.

79.900

GRAN CANARIA & TENERIFE TENERIFE Tamaimo Tropical

SÉRTILBOÐ

Frá kr. 105.900 m/allt innifalið

Netverð á mann frá kr. 105.900 m.v. 2 í stúdíó. 2. febrúar í 7 nætur.

Iberostar Torviscas

SÉRTILBOÐ

Frá kr. 109.900

m/hálft fæði innifalið Netverð á mann frá kr. 109.900 m.v. 2 í herbergi. 9. febrúar í 7 nætur.

GRAN CANARIA Don Diego

SÉRTILBOÐ

Frá kr. 79.900 Netverð á mann frá kr. 79.900 m.v. 2 í íbúð. 3. febrúar í 7 nætur.

ENNEMM / SIA • NM73285

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

Beverly Park Frá kr. 89.900 Netverð á mann frá kr. 89.900 m.v. 2 í íbúð. 3. febrúar í 7 nætur.

Santa Clara Frá kr. 79.900 Netverð á mann frá kr. 79.900 m.v. 2 í smáhýsi. 10. febrúar í 7 nætur.

2fyrir1 tilboð á flugsæti með gistingu.

2FYRIR1

Í

Byggja kerfið á hag þess veikasta

Fréttatímanum í dag er fjallað um hversu ólíkt velferðarkerfið á Íslandi er kerfum hinna Norðurlandanna. Að mörgu leyti er eðlismunur á kerfunum. Íslendingar styðja einir þjóða húseigendur svo þeir geti greitt háa vexti af verðtryggðum lánum. En þeir styrkja hins vegar ekki barnafjölskyldur eins og gert er á hinum Norðurlöndunum. Í öðrum atriðum felst munurinn í aflinu til hjálpar. Íslendingar verja mun lægri upphæðum til stuðnings við foreldra, eldri borgara og aðra sem þurfa stuðning. Afleiðingin er lakari stuðningur, meira óöryggi og útbreiddara basl fólks sem býr við erfiðar aðstæður eða skerta starfsgetu. Við getum velt fyrir okkur hvar séu rætur þessa munar. Að hluta til má rekja hann til þess að alþýðubyltingar urðu ekki á Íslandi í sama mæli og í hinum löndunum. Verkamannaflokkar komust til valda á Norðurlöndunum upp úr kreppu og seinna stríði og sveigðu uppbyggingu samfélagsins að hagsmunum eignalauss verkalýðs. Slík bylting varð aldrei á Íslandi. Fyrsta hreina vinstri stjórn flokka af sósíalískum bakgrunni var ekki mynduð fyrr en 2009 á Íslandi. Þá höfðu flokkarnir týnt uppruna sínum og tengslum við verkalýðinn. Sjálfstæðisbaráttan mótaði mótunarár íslensks samfélags frá sveit til borgar. Verkafólki var innrætt að berjast fyrir landið og þjóðina. Það átti að orna sér við vaxandi þjóðartekjur og almenna uppbyggingu atvinnugreina. Kenn-

ingin var að allir sætu í sama báti. Íslenskir hagsmunir urðu leiðandi hugtak. Því var tekið sem gefnu að vaxandi heildartekjur væru vaxandi hagsæld hvers fyrir sig; að allir í bátnum hefðu sömu og ókljúfanlegu hagsmunina. Auðvitað var það ekki svo. Það sést ágætlega á þeim samanburði sem dreginn er fram í Fréttatímanum í dag. Munurinn á velferðarkerfinu á Íslandi og á Norðurlöndunum er ígildi um 145 milljarða króna árlega. Og munurinn er sárastur fyrir barnafjölskyldur, aldraða, veika og þá sem þurfa mest á aðstoð að halda. Íslendingar völdu að fara blandaða leið í velferðarmálum. Ísland er sambland af Norðurlöndum og Bandaríkjunum. Samtakamáttur verkalýðs mótaði ekki íslenska kerfið eins og raun varð á á Norðurlöndunum. Í stað þess að berjast fyrir húsnæðisöryggi fyrir alla án tillits til eignarhalds hafa Íslendingar lagt alla áherslu á séreignastefnuna eins og Bandaríkjamenn og Bretar. Á meðan þeir hafa greitt húseigendum hundruð milljarða í vaxtabætur hafa húsaleigubætur þótt róttæk hugmynd á Íslandi, hálfgerður kommúnismi. Og þrátt fyrir að reynsla þjóðanna sýni að séreignastefnan valdi bólum og hrunum og kalli mikla erfiðleika yfir stóran hluta almennings með reglulegu millibili. Séreignastefnan er kostnaðarsöm, áhættusöm og óhagkvæm. Önnur sérstaða Íslendinga liggur

í lífeyriskerfinu. Nú er stefnt að því að það taki til sín um 20 prósent af öllum launatekjum. Þessi skattlagning leggst ofan á tekjuskatt launafólks og hlutfallslega þyngra á þá lægst launuðu þar sem persónuafsláttur kemur ekki til frádráttar. Áherslan á að byggja upp kerfi sem mögulega stendur undir lífeyri í framtíðinni hefur sogað til sín góðan hluta þess krafts sem þurft hefði til að byggja upp velferðarkerfi að norrænni fyrirmynd. Skattahækkanir lífeyriskerfisins hafa numið um 14 prósentustigum á síðustu áratugum. Hún hefur girt fyrir frekari hækkun til uppbyggingar sameiginlegs velferðarkerfis. Lífeyrissjóðirnir eru nú 3300 milljarða króna fyrirbrigði sem krefst 3,5 prósent ávöxtunar út úr hagkerfi sem er aðeins um 2000 milljarðar króna. Það segir sig sjálft að slíkt dæmi gengur ekki upp. Ef sjóðirnir næðu markmiðum sínum myndu þeir kæfa samfélagið. Ef sjóðunum verður leyft að fjárfesta erlendis mun það leiða til mikils útstreymis fjármagns úr hagkerfinu. Það myndi laska getuna til að byggja upp lífskjör og velferð. Sagan segir að útlent fólk dáist mjög að íslenska lífeyrissjóðakerfinu. Það má vera að fólk hafi haft uppi slík orð. En engin þjóð hefur tekið upp íslenska kerfið. Það segir meira en orðin. Tvær stoðir íslenska velferðarkerfisins, séreignastefnan og lífeyrissjóðirnir, byggja á reynsluheimi efri hluta millistéttar. Fólk í sæmilegum efnum getur byggt upp eign í húsnæði og á sama tíma safnað til efri áranna. Þetta er hinsvegar ekki raunveruleiki meirihluta fólks. Það á í erfiðleikum með að lifa af launum sínum og getur hvorki byggt upp eign né safnað í sjóð. Þetta á við alls staðar og sérstaklega á Íslandi þar sem launin eru lág. Norrænu þjóðirnar fóru þá leið að miða kerfið út frá hagsmunum þeirra sem voru veikastir, fátækir og eignalitlir. Ef Íslendingar vilja búa við viðlíka öryggi og velferð þurfa þeir að setja hina veikustu í öndvegi. Það mun best tryggja hagsmuni heildarinnar.

Gunnar Smári

köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.


Rúm og dýnur í miklu úrvali

T S A J L E S AÐ Á T L L A – R U T Y L F N I VERSLUN

A L A S R A G N I RÝM

R U T T Á L S F A % 0 7 Ð A ALLT M U R Ö V M U J Ý N R I R Y RÝMUM F Á NÝJUM STAÐ.

VIÐ ERUM Í HLÍÐASMÁRA 1

Heilsurúm, heilsudýnur, sófaborð, hliðarborð, náttborð, hvíldarstólar, hvíldarsófar, tungusófar, stakir sófar og stólar, dúnsængur, vatnskoddar, skammel (opnanleg með geymslu), kollar, heilsukoddar, rúmgaflar og margt fleira.

ÖLL SÝNINGAREINTÖK Á FRÁBÆRUM VERÐUM

Komdu í heimsókn og gerðu góð kaup

Opið:

Virka daga kl. 10-18 Laugardaga kl. 11-16


fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015

22 |

Mannanafnanefnd barna Hvað má fólk heita?

„Til dæmis getur maður nefnt börnin sín Þyrnirós ef maður elskar rósir.“

Fáar nefndir eru umdeildari hér á landi en sú sem hefur ákvörðunar­ vald yfir nöfnum fólks. Oft er sagt að ný kynslóð verði frjálslyndari og innan skamms verði engin þörf á Mannanafnanefnd. Til að komast að því skipaði Fréttatíminn Mannanafnanefnd barna og bað hana um álit á nokkrum nöfnum sem nefndin hefur synjað eða samþykkt. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sgt@frettatiminn.is

Nefndin kemur ábúðarfull saman í Kassagerðinni sem hýsir skrifstofur Fréttatímans og sest niður í sófa með svala og súkkulaðikex. Hvað gerir eiginlega mannanafnanefnd? „Það er svona fólk sem spjallar saman – ef maður á bróður ákveður það hvað hann má heita,“ segir Kolbeinn. „Já sumir mega heita eitthvað en aðrir mega bara ekki heita neitt,“ segir Eldar en virðist ekki alveg viss í sinni sök. Nefndin vindur sér þá að úrskurðum dagsins.

Þrúður Kolbeinn segir þvert nei og aðspurður um ástæður þess svarar hann einfaldlega: „Af því bara.“ Hin tvö leyfa nafnið Þrúður enda finnst Eldari flott að heita sjaldgæfum nöfnum.

Ljótur Þó nafnið Ljótur sé raunar leyft á Íslandi vill nefndin synja því. Í raun eru börnin í sjokki yfir að nafnið sé yfirleitt til, en Eldar segir fyrir sitt leyti að hann myndi aldrei skíra barnið sitt Ljótur. „Það er alltof ljótt að heita Ljótur,“ bætir Rán við, kímin á svip. Þau flissa þegar ég segi þeim að það sé leyft á Íslandi. „Ég heiti ekki Ljótur,“ upplýsir Kolbeinn. Hin tvö kinka kolli því til staðfestingar.

Góði Rán og Kolbeinn vilja ekki leyfa nafnið. Eldar virðist sá frjálslyndasti í hópnum: „Mér finnst það flott,“ segir hann og greiðir atkvæði með nafninu. Nefndin er þó sammála um að börn sem heiti Góði þurfi samt ekki alltaf að vera góð.

Þyrnirós

Prinsessa Um leið og Kolbeinn heyrir nafnið hrópar hann æstur: Já! – greinilegt að nafnið fær náð fyrir hans eyrum. Eldar tekur þó ekki í sama streng. „Það væri eiginlega svolítið fáránlegt að hitta stelpu út á götu og segja: Hæ, Prinsessa!“ Eldar veifar máli sínu til stuðnings. Rán skellir upp úr við tilhugsunina um að vera skírð Prinsessa, og synjar því strax.

Aðalvíkingur Nafnið Aðalvíkingur fær einróma neitun hjá nefndinni, enda er hún sammála um að nafnið sé of langt.

Nafnið Þyrnirós samþykkja börnin einróma. Rán segir því til stuðnings: Til dæmis getur maður nefnt börnin sín það ef maður elskar rósir. Kolbeinn kinkar kolli: „Ég vil heita Þyrnirós,“ segir hann hugsi. Eftir fund nefndarinnar er hún ekki sannfærð um mikilvægi slíkra starfa. Kolbeini finnst að einhver ætti að ákveða hvaða nöfnum megi heita, en þau Rán og Eldar eru sammála um að það ætti að leyfa öll nöfn í heimi. Mannanafnanefnd barna tekur starf sitt afar alvarlega. Frá vinstri: Eldar, 8 ára, Kolbeinn, 6 ára og Rán 7 ára.

Mynd/Rut

PIPAR\TBWA ˙ SÍA ˙ 150085

Líf okkar kakkalakka, snigla og þúsundfætlu

ÞORRI ER GENGINN Í GARÐ

Sambýlingarnir snæða saman kvöldverð.

Sambýli óvenjulegra gæludýra

Gæðavörur á góðu verði fyrir þorrablót og aðrar vetrarveislur

Kertastjakar

Sprittkerti

Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.

Dúkar og servíettur

Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100

www.rekstrarland.is

Í búri í íbúð í Reykjavík búa í sátt og samlyndi tveir risasniglar, ein risaþúsundfætla og þrír kakkalakkar. Dýrin sex eiga það sameiginlegt að vera upprunnin í Afríku en búa nú í Norðurmýri. Öll borða þau plöntur og grænmeti, banana, fiskamat og af og til egg. Æstust eru þau þó öll í haframjöl. Þó allir myndu ekki sjá gildi þess að eiga snigla að gæludýrum er rétt að geta þess að sem dæmi þykir slím snigla einstaklega gott fyrir húðina. Þó þarf að gæta að því að þrífa húðina vel fyrir slíkar tilraunir, þar sem slímhúð þeirra er svo viðkvæm að þeir veikjast auðveldlega af utanaðkomandi sýklum. Sniglarnir Nói og White Fang hafa

þó aldrei veikst alvarlega, en Nói er heilsuveilli en bróðir hans og er oft slappur og matvandur. Kakkalakkarnir Sauron, Fróði og Sámur eru nefndir eftir persónum í Hringadróttinssögu og þykja ljúf gæludýr, enda þykir þeim gott að kúra af og til á hlýjum stöðum, eins og undir handarkrika og á maga eiganda síns. Þeir ku rólegir en eiga til að hvæsa, sérstaklega einn þeirra sem telur sig leiðtoga bræðranna. Sá er æstastur í að hvæsa og taka á rás. Sambúð þeirra sýnir glöggt að ólíkar tegundir geta vel búið saman og eru kakkalakkarnir jafnvel gjarnir á að hjúfra sig upp að sniglunum, sé sá gállinn á þeim.


Miklu meira en bara ódýrt frá

14.995

Beltaslípivél og Smergel

14.995

9.995

Bónvél – Mössunarvél 1200W

8.995 frá

4.995

Loftdæla OMEGA 12V 30L

Hleðslutæki 12V

19.995

Jeppatjakkur 2.25T 52cm

Höfftech verkfærasett

3.995

Rafmagnsbrýni

1.695

19.995

Avo fjölsviðmælir

Brennari 30 m/6 oddum

2.995

34.995 Scanslib hverfisteinn 150 og 200

Fjölsög

24.995

7.995

Benson topplyklasett 3/8

29.995 17.995 BGS-Kraftman Topplyklasett 94 stk

frá

Slípirokkur hleðslu LiIon

Viðgerðarkollur, hækkanlegur

5.995

Límbyssa frá

Föndurfræs m/barka

Benson topplyklasett 1/2

7.995

7.995

19.995

19.995 Loftpressa 8Bör 180L/m 24L kútur

Viðgerðarbretti

Allt fyrir listamanninn í miklu úrvali, gæðavara á góðu verði

Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði

Súluborvél m/skrúfstykki 5 hraða

frá

6.995 Kolibri penslar

4.995

Höfuðljós í miklu úrvali

TILBOÐ

Kolibri trönur

995

595

Verðmætaskápur m/talnalás Ljósahundur led hleðslu frá

3.995

395

Frábært úrval af strigum

Yfir 30 tegundir af vasaljósum

Fjöltengi og tengikubbar í miklu úrvali

Amsterdam akrýllitir

Halogen og LED kastarar í miklu úrvali

Van Gogh olíulitir

frá

995

Verkfæralagerinn

Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is

Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17


fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015

24 |

Ætlaði aldrei að verða skáld Þrátt fyrir að hafa kannski alltaf hugsað eins og listamaður ætlaði Halldóra Thoroddsen Fjöruverðlaunahafi aldrei að verða skáld. Hún lærði sálfræði á hipptímanum í Kaupmannahöfn, vann í fiski, lærði að kenna og annaðist börn áður en hún settist niður eftir fertugt og skrifaði sína fyrstu ljóðabók. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Halldóra Thoroddsen býður til sætis á heimili sínu í Þingholtunum. Hverfið skartar sínu fegursta í snjónum en heimili Halldóru er ekki síður fallegt. Það er piparmyntuilmur í loftinu og espressovélin mallar á hellunni. Á veggjunum hanga málverk, teikningar og vatnslitamyndir sem síðar kemur í ljós að eru flestar eftir vini, fjölskyldumeðlimi eða hana sjálfa. Tilefni heimsóknarinnar eru Fjöruverðlaunin sem Halldóra hlaut í vikunni fyrir sína fyrstu skáldsögu, Tvöfalt gler, en þegar við setjumst niður með kaffibollana er Halldóra enn með hugann við hádegisfréttirnar þar sem spillingin á Íslandi var helst í fréttum. Rofið á milli kynslóðanna „Spillingin í þessu örríki eru auðvitað engar nýjar fréttir. Á sautjándu öld voru hér tvær stórfjölskyldur sem áttu landið og það hefur lítið breyst. Svo ætlum við að kjósa yfir okkur unglinga til að laga þetta en ég er ekki viss um að þeir geti það einir. Unglingar eru allt of saklausir, kunna ekki

á klækina og halda alltaf að mannkynssagan hefjist með þeim. Ég myndi vilja sjá unglingana vinna með eldra fólki því þessir hópar eiga það sameiginlegt að vera ekki hagsmunatjóðraðir,“ segir Halldóra og það er greinilegt að þetta er henni hjartans mál. Er þetta ekki líka það sem skáldsagan hennar fjallar að einhverju leyti um, sambandsleysið á milli kynslóða? „Jú,“ segir Halldóra. „Þetta er ástarsaga en hún fjallar líka um rofið á milli kynslóða og fleira. Um samhengisleysið og minnisleysið.“ Þráum öll að brenna upp af ást Í Tvöföldu gleri fáum við innsýn í veröld sem ekki hefur verið mikið fjallað um í íslenskum bókmenntum, hugarheim gamallar konu. Ekkju sem hefur misst manninn sinn, býr ein en kemur sjálfri sér á óvart með því að verða ástfangin á ný. „Við þráum öll að brenna upp af ást, þannig erum við hönnuð,“ segir Halldóra. „Drifkrafturinn er að geta eitthvað af okkur en það þarf ekkert endilega að vera afkvæmi. Það getur verið hugmynd, verk, samfélag. Kannski er þetta þráin eftir ódauðleika. Konan í sögunni er einangruð og þarf félagsskap. Við erum hjarðdýr og eigum ekki verið ein með hugsanir okkar. Mér fannst þessi rödd þurfa að heyrast því við höfum skipulagt okkar heim svo að við setjum gamalt fólk í einangrun. Og líka Halldóra Thoroddsen hlaut í vikunni Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, fyrir sína fyrstu skáldsögu, Tvöfalt gler.

Skeifan 17 Skrifstofuhúsnæði til leigu

Til leigu 218 m² skrifstofuhúsnæði á 3. hæð í Skeifunni 17. Skrifstofurýmið er nýlega uppgert, um 200 m² auk 18 m² starfsmannaaðstöðu á jarðhæð. Rýmið er bjart og skiptist í þrjú herbergi, opið vinnurými og kaffistofu. Laust til afhendingar í byrjun janúar 2016.

TIL LEIGU Myndir, teikningar og nánari upplýsingar má nálgast á www.reitir.is og hjá Halldóri Jenssyni sölustjóra í 840 2100 eða halldor@reitir.is. Kringlan 4–12

103 Reykjavík

www.reitir.is

Myndir | Hari

575 9000


% 0 8 Ð A T L AL R U T T AFSLÁ

R U R Ö V 0 0 0 . 4 TRÚLEGUM AFLÆTTI

MEÐ Ó

HAGKAUP HOLTAGÖRÐUM, SMÁRALIND OG KRINGLUNNI. Gildir til 12 september.


fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015

26 |

börn. Þetta finnst öllum hinn farsælasti máti ennþá í dag en við hljótum að geta lagað þetta. Við þurfum að huga að því hvernig hægt er að gera þetta lífrænna og skemmtilegra,“ segir Halldóra sem veit hvað hún syngur í þessum málum því hún hefur unnið við kennslu og umönnun barna í mörg ár.

BÚFJÁRFLUTNINGAVAGNAR frá Ifor Williams

Eigum hina vinsælu vagna frá þessum þekkta framleiðanda til afgreiðslu Strax Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is

Sólskálar Svalaskjól Gluggar og hurðir

hf Smiðsbúð 10 | 210 Garðabær Sími: 554 4300 | www.solskalar.is

Alin upp meðal listamanna Halldóra var alin upp á meðal listamanna en segist samt aldrei hafa ætlað að verða skáld. „Mamma var silfursmiður og mikill listamaður, pabbi var verkfræðingur en málaði í frístundum,“ segir Halldóra og bendir á vatnslitamyndir á veggjunum sem faðir hennar, Sigurður Thoroddsen, málaði. „Svo var elsti bróðir minn, Dagur Sigurðarson, skáld og amma Theodóra var líka skáld. En það var bróðir minn, Jón Thoroddsen, sem kynnti mig fyrir bókmenntum. Hann var á kafi í heimsbókmenntum og ég smitaðist mjög mikið af honum. Það var ekkert verið að ota að manni listum í uppeldinu en maður var auðvitað alltaf að lesa. Ég man eftir einu skipti þar sem við fjölskyldan sátum við matarborðið og pabba fannst við ræða of mikið um listir þá sagði hann upp úr eins manns hljóði; Æ, af hverju geta börnin mín ekki farið í tannlækningar eins og venjulegt fólk.“ Frjálst kynlíf og kaffisjóður Sjálf ætlaði Halldóra að verða sálfræðingur eða kennari og segist hafa byrjað seint að skrifa því hún hafi haft svo margt annað að gera. „Ég hélt að ég væri kennari en það var fullkominn misskilningur. Mér fannst alltaf fylgja því starfi einhver frelsisskerðing, einhver krafa um að vera svo normal,“ segir Halldóra sem fór í sálfræði í Kaupmannahafnarháskóla áður en hún ákvað að mennta sig sem kennari. „Ég veit ekki alveg af hverju ég gerði það, líklega því ég hef áhuga á manneskjunni. Kaupmannahöfn var áhugaverð á þessum tíma og það bjuggu auðvitað allir í kommúnu. Það var allt fullt af Íslendingum þarna og þegar ég kom var verið að taka yfir Ljónahúsið í Kristjaníu. Þetta var mjög sérstakur tími. Okkar kommúna var bara eins og sambýli en ég heimsótti mikið af kommúnum og bjó í sumum sem voru mun róttækari, þar sem allur eignaréttur var forboðinn. Kynlífið átti að vera fullkomlega frjálst en ég held að það hafi ekki stuðlað mikið að kynfrelsi kvenna, heldur aðallega einhverra steggja sem gátu ekki fengið neitt annars. Þetta var mest á forsendum strákanna. Þetta voru voðalega miklar tilraunir um manninn og sumar hverjar voru mörgum erfiðar,“ segir Halldóra sem pældi í sálfræðilegum kenningum meðfram þessari tilfinningalegu tilraunastarfsemi. „Mér fannst sálfræðinámið dálítið laust í reipunum því það var undir áhrifum af þessari endurskoðun alls. Tímarnir voru haldnir úti í skógi þar sem átti að æfa samvinnu en enginn mátti stjórna fundi heldur átti bara að anda þar til sameiginleg niðurstaða var fengin. Á sama tíma héldu Danir alltaf í borgaralegan aga. Prófin voru ekkert léttari og allir urðu að borga í kaffisjóð.“ Misvitrir íslenskir hippar Á endanum fékk Halldóra nóg af þessari sálfræði-metafísík og dreif sig í fisk á Tálknafjörð. „Við fórum nokkrir krakkar saman og kúldruðumst þarna saman í einu herbergi. Það voru mjög margar hippakommúnur á ýmsum stöðum á landinu á þessum tíma. Ég man að ég labbaði með Önnu Guðrúnu, vinkonu minni sem er núna látin, yfir heiðina til Patreksfjarðar, sem þótti ægilegt óráð um hávetur. En þá vorum við að heimsækja næstu kommúnu. Þetta var nú íslenska hippalífið.“ „Hipparnir skiptust í tvennt. Það voru blómabörnin og svo þeir sem voru meira þjóðfélagslega sinnaðir. Og þeir komu nú einhverju áleiðis. Þetta voru náttúrulega mótmæli við þessum svarhvíta Eisenhower tíma og ég held að þau hafi skilað ýmsu til minnihlutahópa á borð við konur og þeldökka. En auðvitað voru hipparnir misvitrir líkt og aðrir. Ég man eftir einum fundi sem íslenskir hippar héldu í Kaupmannahöfn. Þá stóð til að

Halldóra segir bókmenntaverðlaun kvenna skipti máli. Ég held að þau hafi greitt okkur kerlingunum götu inn í bókmenntaheiminn sem var karllægur eins og aðrar stofnanir þjóðfélagsins. Ég held með bókmenntunum og ég held að það sé þeirra akkur að allir séu innbyrðis. Annars steingerast þær. stofna hippasamfélag í Loðmundarfirði og þetta voru aðallega blómabörnin. Það stakk til dæmis einhver upp á því að það yrði að vera þvottavél en því var hafnað. Það væri svo yndislegt að þvo í læknum,“ segir Halldóra og hlær. „Þetta var mikil rómantík.“ Seldi blíðu sína í mörg ár Eftir að hafa unnið í eitt ár í fiski á Tálknafirði ákvað Halldóra að fara í Kennaraháskólann og síðan þá hefur hún unnið meira og minna við kennslu og umönnun barna með viðkomu í myndlist en hún lærði myndlist í Myndlista og handíðaskólanum. „Ég hef verið mest í börnunum, kennt þeim og annast þau. Ég hef selt blíðu mína öll þessi ár,“ segir hún og brosir við. „Og sjálfsmyndin hefur alls ekki verið sú að ég væri skáld. En það knúði eitthvað á og einhvern tímann upp úr fertugu samdi ég fyrstu ljóðabókina mína og vildi þá strax gefa hana út. Þegar hún var komin út þá liðu næstum tíu ár í næstu ljóðabók. En eftir hana þá settist ég niður og þóttist vera dálítill proffi, eins og ég væri kannski skáld, og einhenti mér í ljóðagerð aftur,“ segir Halldóra sem hefur síðan gefið út sína þriðju ljóðabók, eitt örsögusafn, annað smásagnasafn og núna skáldsögu. Og sjálfsmyndin hefur breyst. Ætlar að lifa á eiginmanninum „Ef ég hugsa um það þá hef ég alltaf hugsað eins og listamaður og sennilega gera það mjög margir. Það er einhverskonar fjarlægð og nálægð í senn sem myndar þessa skáldlegu sýn á lífið. Framan af var þetta aukageta sem nýttist mér í öðru en skáldskap en núna finnst mér mest gaman af þessu og get einbeitt mér að þessu. Ég er nýhætt að vinna og byrjuð að lifa á eiginmanni mínum,“ segir Halldóra sem er gift Eggerti Þorleifssyni leikara og saman hafa þau alið upp synina Bergstein og Sigurð. „Við höfum dálítið skipst á að sjá fyrir hvort öðru og nú er komið að honum.“

RÉTTU JEPPADEKKIN KOMA ÞÉR ALLA LEIÐ!

FÁÐU AÐSTOÐ VIÐ VAL Á JEPPADEKKJUM HJÁ SÖLUAÐILUM OKKAR UM LAND ALLT

Grjótháls 10, Fiskislóð 30 og Tangarhöfða 15, Reykjavík Lyngás 8, Garðabæ Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ S: 561 4200 www.nesdekk.is

Hjólbarðaverkstæði Bílabúðar Benna, S: 590 2045 www.benni.is



fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015

28 |

Galdur

Lífsreynslan Bergvin Oddsson

Varð blindur á einni viku Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

„Í sumar verða tímamót í mínu lífi því þá hef ég verið jafn lengi blindur og sjáandi,“ segir Bergvin Oddsson sem hefur verið blindur frá því að hann var fimmtán ára gamall. Bergvin fékk herpes vírus í vinstra augað þegar hann var þrettán ára og missti þá sjón á öðru auganu. Tveimur árum síðar fékk hann vírusinn í hægra augað. „Ég var sendur með flugi til London þar sem ég var lagður inn á spítala sem sérhæfir sig í augnlækningum og fékk lyf beint í æð sem átti að drepa sýkinguna en það virkaði ekki. Á leiðinni til London gekk ég um fríhöfnina og skoðað mig um eins og vanalega en á heimleiðinni gekk ég blindur þar í gegn og hef ekkert séð síðan. Ég bjóst aldrei við því að ég væri að sjá Ísland í síðasta sinn.“ „Ég var 15 ára fótboltastrákur í Vestmannaeyjum sem ætlaði að spila fótbolta og fara á sjóinn en það var ekki lengur mögulegt. Ég gerði mér ekki fyllilega grein fyrir því hvað var að gerast og bjóst hálfpartinn við því að fá sjónina aftur. Heima var öll áhersla lögð á að hjálpa mér í gegnum 10. bekk en þessi vetur tók mikið á fjölskylduna. Erfiðast af öllu var að missa

vinina. Þeir hættu að koma og ég held að það hafi verið vegna hræðslu og óöryggis, frekar en að þeim hafi fundist glatað að eiga blindan vin. Að takast á við félagslega einangrun var miklu erfiðara en að takast á við skólann og íþróttirnar.“ „Ég var reiður í fyrstu en þegar reiðin rann af mér varð ég ákveðinn í að láta blinduna ekki stjórna lífi mínu. Mamma vildi hjálpa mér við allt en ég vildi læra að gera allt upp á nýtt. Allt í einu snerist allt um að finna nýjar leiðir. Ég flutti að heiman sextán ára og er óendanlega þakklátur foreldrum mínum fyrir að hafa treyst mér til þess að hugsa um mig sjálfur. Ég fór í MH og fékk herbergi hjá Blindrafélaginu. Kynntist svo konunni minni á balli. Við fluttum til Akureyrar og seinna lærði ég stjórnmálafræði.“ „Þó maður sé blindur þá getur maður alveg ferðast og upplifað hluti, ég upplifi þá bara á annan hátt. Við hjónin ferðumst mikið og París er uppáhaldsborgin okkar. En það er tvennt sem mig langar til að sjá. Ég væri mikið til í að fá að fljúga yfir höfuðborgarsvæðið og sjá hvernig það hefur breyst á fimmtán árum. Svo myndi ég gefa afskaplega mikið fyrir að fá að sjá börnin mín, þó ekki væri nema í tvær mínútur.“

Utan hringsins Héðinn Unnsteinsson

Mynd | Hari

Bergvin Oddsson nýtur þess að ferðast þótt blindur sé.

Ég er á Ströndum. Hér er kyrrð. Kyrrð umhverfis sem hefur áhrif á innri mann. Með tímanum samstillist ytri heimur við hinn innri. Skynjun verður skarpari, hugsanir og jafnvel tilfinningar koma á löglegum hraða og vitundinni gefst betra tóm til að ákvarða hvað gera skuli við þær, ef þá nokkuð. Hvort þær eiga að verða að orðum eða ekki. Hvort orðin skuli sögð eða hvort þau fái að líða hjá líkt og sjófuglarnir sem fljúga hér fyrir utan skjáinn. Tilfinningarnar eru aftur á móti galdur. Þær magnast upp í þessu umhverfi. Þegar þær fá tækifæri til að vera og blómstra. Sagan segir að hér sé kraftur. Fjölkynngi. Á Galdrasetrinu á Hólmavík eru sögur af krafti. Sögur af ljósi í ímyndaðri dimmu. Sögur af viðleitni og viðbrögðum þessarar þjóðar við eigin hugsunum og tilfinningum. Sögur af vanmætti í mætti og manngerðum kerfum sem telja sig höndla „sannleikann“ eins og hver kynslóð túlkar hann með því umboði sem við gefum honum. Þrátt fyrir „dimmuna“ sem óneitanlega umlykur sögurnar þá upplifði ég fallegar tilfinningar

á setrinu. Lærði meira um Jón Guðmundsson lærða og aðra „ljósbera“ sem báru ljós í dimmunni. Manneskjur sem drógu stafi. Mótuðu orð og mögnuðu kenndir sem settu innri dimmu í samhengi og siguðu henni út. Margt má læra af stöfum og orðum. Hvernig við túlkum birtingarform innri dimmunnar og bjargráð okkar þjóðar við henni. Hvernig við leitum og leitumst við að skilja. Finnum reipi, haldreipi sem við erum ásátt um að spegli sameiginleg gildi. Eitthvað sem við getum í grunninn verið sammála um að auðveldar tilvistina. Trú – sama hvaða brögð standa að baki hennar. Trú á birtuna. Innri birtuna. Birtan grær í dimmunni. Í myrkrinu. Þrátt fyrir að umhverfi og sál okkar eigi nú að heita „upplýst“ þá er dimman enn til og út frá tvíhyggjunni má segja að hún verði alltaf nauðsynleg. Verði alltaf að vera til svo ljósið fái þrifist. Innri upplýsing er dásamleg. Ljósið kviknar að innan og lýsir út um glyrnur okkar skepnanna. Kærleikurinn. Ljósið er kveikt. Eldurinn logar. Mögulegt er að hvetja hann með ytri efnum en fegurstur er hann sjálfsprottinn og þá þurfum við enga stafi eða orð. Hvorki af nútíma lyfseðlum né galdrablöðum. Hann einfaldlega logar í tóminu fyrir tilstilli andans. Í birtu galdursins bjarma þú sérð sem brennandi í hjartanu situr. Þar lýsandi engill ljóss er á ferð sem lifandi kærleik þér flytur. (hu)

SPARK LT Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga á verði og búnaði án fyrirvara. Bíll á mynd Chevrolet Spark LT.

1.990.000 KR K KR. R. R.

AÐEINS 10% ÚTBORGUN: GUN: 199.000 KR. K

SAMANBURÐURINN SEGIR ALLT ALLT! L ! LT

VINSÆLASTUR Á ÍÍSLANDI! Spark hefur verið mest seldi bíll síðustu ára í sínum stærðarflokki á Íslandi. Spark er með flottan staðalbúnað og jafnframt á ótrúlega hagstæðu verði. Þess vegna hvetjum við þig til að gera samanburð á verði og búnaði bíla í sama flokki og fá meira fyrir peninginn.

Bílaöryggisstofnun Bandaríkjanna kynnti nýlega niðurstöður sínar úr árekstraprófun smábíla fyrir árið 2015. Spark stóðst hámarks öryggiskröfur stofnunarinnar „Top Safety Pick“ annað árið í röð.

Nánari upplýsingar á benni.is. Verið velkomin í reynsluakstur. Opið alla virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16

Reykjavík Tangarhöfða 8 Sími: 590 2000

Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330


ÚTSÖLULOK 20 70% –

afsláttur

Opið:

Mánudaga til föstudaga: kl. 9–18 ı Laugardaga: kl. 11–16 ı Sunnudag: kl. 12–16

www.rafkaup.is


fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015

30 |

Það sem er okkur kærast Veraldlegar eigur koma og fara en margar hverjar ferðast með okkur út lífið. Það getur verið vandasamt verk að grisja heila búslóð og setjast svo að í einu herbergi, þó sumum finnist það mikill léttir að losna við allt draslið. Fréttatíminn heimsótti nokkra heimilismenn á Dvalarheimilinu Grund til að ræða þá hluti sem þeim eru kærastir. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Alltaf „meget smukt“ veður í bænum

Eiríkur Jónsson „Þessi loftvog hefur fylgt mér alla tíð. Amma mín, Guðrún Jónsdóttir úr Hrafnadal í Strandasýslu, fékk hana að gjöf frá vini sínum um aldamótin 1900, en hann hafði pantað hana frá Dan-

Elín Ólafía Finnbogadóttir „Þetta er bærinn sem ég ólst upp á til sautján ára aldurs, Hóll í Bakkadal í Arnarfirði. Það var maður á Bíldudal sem gerði þennan kassa eftir myndinni. Það er svo stutt milli fjalls og fjöru í Arnarfirði og afskaplega fallegar hvítu strendurnar þar.“ „Mamma mín var fædd í Selárdal og ég var fermd í Selárdalskirkju þar sem í dag er safnið hans Samba sem byggði allt sjálfur fyrir ellilíf-

umst á balli í Reykjavík og þetta var ást við fyrstu sýn. Við dönsuðum og svo bað hann um að ganga með mér heim og svo þegar við komum heim bað hann um koss. Við kysstumst og vorum saman upp frá því, giftum okkur og áttum saman fimm börn. Ég sakna hans alla daga og sérstaklega þegar mér dettur eitthvað í hug eða heyri einhverjar fréttir, þá langar mig svo að tala við hann.“

Fín dama í pels sem kunni ekkert á peninga Steinunn Bjarnason „Ég vildi losna við allt áður en ég kæmi hingað en svo á síðustu stundu ákvað ég að draga þessa mynd með mér. Hún er eftir Gunnlaug Blöndal og ég fékk hana í brúðkaupsgjöf frá vini hans pabba. Ég var tuttugu og tveggja ára þegar ég gifti mig en tíu árum síðar

alltaf að vita um veðrið. Ég bankaði í hana mörgum sinnum á dag, svona til að athuga hvort veðrið væri ekkert að skána. Hérna í miðbæ Reykjavíkur er sýnir hún aftur á móti oftast „meget smukt“ því hér er alltaf svo fínt veður.“

Fallegu strendurnar í Arnarfirði

Ást við fyrstu sýn Guðveig Bjarnadóttir „Þetta er máluð mynd af manninum mínum, Jakobi Guðlaugssyni, sem féll frá árið 1993. Hann var svo fágaður og skemmtilegur að það hrifust allir af honum. Það er eins og hann hafi verið í sólarlöndum en hann var alltaf svona fljótur að taka sól, það var alltaf eins og hann væri nýkominn af sólarströnd. Við kynnt-

mörku. Loftvogin hékk uppi í baðstofu hjá henni og nýttist henni auðvitað vel því þá voru engar veðurfregnir. Svo hékk hún á veggnum hjá foreldrum mínum á Bálkastöðum í Húnavatnssýslu og svo fluttist hún á minn bæ í Hveragerði. Maður var með skepnur úti og þurfti

missti ég manninn minn í bruna. Svo ég var skilin ein eftir með tvö börn og eitt á leiðinni. Ég kunni ekkert að sjá um mig sjálf. Ég stóð þarna

eyrinn. Gísli á Uppsölum bjó líka þarna innar í dalnum. Aumingja karlinn, hann langaði svo að fara að heiman en mamma hans sagði að hann skyldi aldrei fara úr þessum dal. Hún var eitthvað svo hrædd um hann.“ „Systir mín tók við bænum af foreldrum okkar en svo var ríkur maður sem keypti húsið og hann notar það sem sumarbústað. Ég var mjög ánægð með það því annars myndi það bara grotna niður.“

eins og hálfviti, kunni bara að vera fín dama í pels en kunni ekkert á peninga. En ég plumaði mig samt og kom öllum mínum börnum í framhaldsnám. Ég vann hjá Reykjavíkurborg og hafði engan áhuga á að bæta einhverjum karli við heimilið. Yfirmennirnir voru samt duglegir að hringja í mig fullir um helgar, vildu fá að kíkja í heimsókn áður en þeir færu heim til kvennanna sinna. Aðeins að kíkja á ekkjuna með börnin þrjú á leiðinni heim. Ímyndaðu þér.“

PIPAR\TBWA • SÍA

Allir geta saumað út

RISAEnn meiri lækkun

LA ÚTSA 20–70% ELLINGSEN

AFSLÁTTUR

REYKJAVÍK

AKUREYRI

Fiskislóð 1 Sími 580 8500

Tryggvabraut 1–3 Sími 460 3630

– FULLT HÚS ÆVINTÝRA

Sigurjón Hreiðar Gestsson „Þennan útsaum gerði ég sjálfur þegar ég var unglingur. Ég lenti ég í rútuslysi þegar ég var sextán ára og slasaðist illa á baki sem varð til þess að lá meira og minna fyrir í þrjú ár, alveg þar til töfralæknirinn Snorri Hallgrímsson gerði við bakið á mér. Á meðan ég beið eftir Snorra fékk mamma mig til að sauma út. Mér leist nú ekkert á það því mér fannst það ekki nógu karlmannlegt. Ég saumaði nokkur stykki en skammaðist mín náttúrulega mikið fyrir. Mamma lét mig halda þessu áfram, hún vissi að þetta væri góð dægradvöl fyrir mig. Þegar ég kvartaði þá sagði hún bara að það skipti engu máli hvernig klofið á mér væri, allir gætu saumað út. Mamma var alveg eldklár.“


SÍMI:

588 8900

ÍSLAND - PORTÚGAL 14 Júní 2016

Pakkinn kostar

148.600*

og innifalið er: •

Flug og allir skattar til Lyon í Frakklandi

Gisting á 4 stjörnu hóteli í 2 nætur með morgunverði

Brottför 14. júní og tilbaka 16. júní

Akstur á leik og aftur á hótel tilbaka

Handfarangur og ein taska per farþega

Íslensk fararstjórn

Takmarkaður sætafjöldi í boði

Akstur frá flugvelli á hótel og tilbaka fyrir heimflug

*Uppgefið verð miðast við 2 í herbergi

Aukakostnaður fyrir eins manns herbergi eru 16.500 krónur

WWW.TRANSATLANTIC.IS


ÚTSALA Allt

70%

fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015

AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM

Valencia sett 311 verð

187.900 áður 469.900

Rín hornsófi 2H2 verð

149.900 áður 299.900

verð

Kansas tungusófi

Sófasett Tungusófar Hornsófar Stakir sófar

32 |

99.900 áður 224.900

Borðstofuborð Sófaborð Sjónvarpsskápar Fjarstýringavasar

Skenkar Speglar Bókahillur Púðar

Sjónvarpsskápar

frá

155.330kr.

14.900 kr.

Verð áður 40.900 kr.

Skenkur 216,5x55x84 cm

Verð 221.900 kr.

Magnús saumaði á sig kjól í Hússtjórnarskólanum. Mynd | Rut Sigurðardóttir

Frá Palestínu í Hússtjórnarskólann Magnús Magnússon fór óhefðbundnar leiðir eftir útskrift úr menntaskóla. Hann ferðaðist sem sjálfboðaliði til Palestínu og varð áttundi strákurinn til þess að útskrifast úr Hússtjórnarskólanum. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is

Borð

7.500 kr.

frá

Verð áður 83.900 kr.

Barnarúm stærð 106x213

5.000 kr.

*Verð án dýnu Þú sparar 34.900 kr.

Púðar og fjarstýringavasar

frá

2.900 kr.

nokkrir litir

Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-15

Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is

Magnús Magnússon útskrifaðist úr Hússtjórnarskóla Reykjavíkur í fyrra. Eftir menntaskóla hefur hann fengist við ólík hlutverk en hann ferðaðist til Palestínu sem sjálfboðaliði, lét til sín taka í stjórn félagsins Ísland-Palestína og saumaði á sig kjól í Hússtjórnarskólanum. Kórdrengurinn úr Hamrahlíðarkórnum hefur þó ekki náð að sinna saumaskapnum í vetur en hann hóf nám við rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskólann í haust. „Viku áður en ég fór til Palestínu hitti ég vinkonu mína í Hússtjórnarskólanum og hún seldi mér hugmyndina um að sækja um námið þar. Ég kunni lítið að elda og var ekki handlaginn. Ég lærði að elda, þvo þvott, hreinsa silfur og pússa skó. Í lok annar var okkur falið að halda heljarinnar veislu þar sem ég gróf laxinn sjálfur og bakaði kransaköku. Samhliða eldamennskunni prjónaði ég á mig lopapeysu og lokaverkefnið var að sníða og sauma á okkur kjól.“ Magnús segir skólann góða tilbreytingu eftir fjórtán ár af bóklegu námi, að læra eitthvað hagnýtt laust við alla teoríu. „Að byrja á

einhverju og sjá afraksturinn er frábært. Ég lærði margt sem mig óraði ekki fyrir að ég væri fær um.“ Magnús situr í stjórn félagsins Ísland-Palestína sem berst gegn afnámi hernáms Ísraelsmanna í Palestínu. Hann segir vinnuna felast í því að fræða almenning um þá kúgun sem Ísraelsmenn beita Palestínumenn og þrýsta á stjórnvöld að láta til sín taka. Sigrar hafa áunnist en Ísland var fyrsta vestræna ríkið til þess að viðurkenna sjálfstæði Palestínu árið 2011. Eitt prósent þjóðarinnar mætti á mótmæli þegar árásirnar á Gaza stóðu sem hæst og segir Magnús Íslendinga vel upplýsta. „Það kom tillaga frá borgarstjórn um að sniðganga vörur frá Ísrael og mín upplifun er sú að almenningur hafi samúð með Palestínumönnum.“ Magnús fór sem sjálfboðaliði til Palestínu árið 2013 og dvaldi þar í tvo og hálfan mánuð. „Sem sjálfboðaliði ertu ekki að fara til þess að bjarga Palestínumönnum eða segja þeim hvernig á að fást við ástandið. Þeir hafa streist á móti hernámi síðan 1948 og þekkja það best sjálfir. Einn sjálfboðaliði getur ekki bjargað heiminum heldur ertu fyrst og fremst þarna til að sýna samstöðu og láta fólkið vita að heimurinn er ekki búinn að gleyma því.“ Magnús segir félagið leggja mikla áherslu á að sjálfboðaliðastörf séu á forsendum Palestínumanna og gengið sé í það hlutverk sem þeir vita að nýtist best. Nærvera fólks úr vestrænum heimi er hluti af því. „Í Palestínu er ég í mikilli forréttindastöðu, kemst inn og út úr landinu og það er fréttnæmt ef eitthvað kemur

Það kom oft fyrir að ég var hræddur enda ekki vanur að vera í kringum byssur. Magnús Magnússon

fyrir mig. Fyrsta mánuðinn tók ég þátt í ólífuuppskeru Palestínumanna í borginni Nablus við Vesturbakkann. Þangað komu hermenn og landræningjar með byssur en það sem Ísraelsmenn óttast helst er að alheimurinn sjái framkomu þeirra, kúgunina og hryðjuverkin. Nærvera fólks frá vestrænum heimi með myndavélar og rödd til að segja frá, veitir því Palestínumönnum vernd.“ Aðspurður hvort hann hafi verið smeykur á einhverjum tímapunkti segir hann það margsinnis hafa komið fyrir. „Ég var oft hræddur enda ekki vanur að vera í kringum byssur. Ofbeldið þarna er mikið. Það sem kom mér á óvart var hvernig fólk finnur leið til að halda sínu lífi áfram þrátt fyrir að hernámið snerti alla fleti samfélagsins.“ Eftir ævintýri síðustu ára er Magnús snúinn aftur til akademíunnar í rafmagns- og tölvunarverkfræði. Hann segir áskorun að finna tíma fyrir handavinnuna en mikilvægt að halda sér við. „Hússtjórnarskólinn kenndi mér að bera virðingu fyrir hlutum og handverki. Reynslan sjálf var bæði dýrmæt og mannbætandi.“


17

klikkaðu ekki á skoðun! Vertu tilbúinn að takast á við vetrarfærðina á nýskoðuðum bíl

góð þjón og h ustA Agst kjör æð skoð á unum

FrÍtt

wi-fi, ljúffengt gæðakaffi og litaBækur fyrir Börnin á meðan þú Bíður.

Mundu að aftasti stafurinn í bílnúmerinu þínu táknar þann mánuð sem mæta á með bílinn í skoðun.

IS

Bifreiðaskoðanir

JA 321 17

Á ökutækjasviði Frumherja hf. er almennum skoðunum sinnt, s.s. aðalskoðunum, endurskoðunum, breytingaskoðunum, ástandsskoðunum og tjónaskoðunum. Einnig sinnir það skráningarstarfsemi vegna ökutækja, t.d. móttöku eigendaskiptatilkynninga, og veitir tæknilega þjónustu. Starfsemin er á öllu landinu og eru starfræktar 32 skoðunarstöðvar í þeim tilgangi. Frá 2002 hefur Frumherji einnig séð um framkvæmd skriflegra og verklegra ökuprófa á Íslandi. Ökuprófin eru framkvæmd á 20 stöðum á landinu, sjá lista yfir prófstað á vefsíðu okkar www.frumherji.is

Sími: 570 9090 · Netfang: frumherji@frumherji.is · www.frumherji.is

32

skoðunArstöðVAr um lAnd Allt

- örugg bifreiðaskoðun um allt land


fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015

34 |

Fréttaskýring fyrir barnið í okkur

Kári safnar undirskriftum

´ ny

G L Æ PASAG N AD ROT TN I N G „Virkilega hressandi lesning.“ FR IÐR IK A BENÓN ÝSDÓT TIR / FR ÉT TATÍMINN

Láttu veika fólkið fá meiri pening, segir Kári við Simma. Já, ég skal gera það, segir Simmi. En samt ekki eins mikið og þú vilt. Það er alltof mikið.

Kári er alls ekki glaður. Kári er reiður. Kára finnst að við eigum að hugsa betur um veika fólkið

„Hröð og óvænt ... hvergi dauður punktur, það var ekki nokkur leið að hætta. Frábær spennusaga.“ GUÐR ÍÐUR H A R A LDSDÓT TIR / V IK A N

Komin í kilju!

„... sterk flétta er borin uppi af stórgóðri frásagnartækni höfundar.“ SÓLV EIG ÁSTA SIGUR ÐA R DÓT TIR / DV

„... blússandi spenna frá upphafi til enda.“ V IGDÍS GR ÍMSDÓTTIR

„... spennandi saga um venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum.“ K ATR ÍN JA KOBSDÓTTIR

w w w.forl a g i d .i s | B ó k a b ú ð Forl a gs i n s | F i s k i s l ó ð 3 9

Láttu þá fá meiri pening!, hrópaði Kári. Nei!, sagði Simmi. Ef þú lætur þá ekki fá meiri pening þá hvæsi ég og blæs til söfnunar undirskrifta, segir Kári.

Þú getur það ekki, segir Simmi. Þú þorir það ekki. Víst þori ég það, segir Kári. Mér er svo sem alveg sama, segir Simmi. Það er ekkert að marka svona undirskriftir. Fólk veit ekkert hvað það vill. Það skrifar undir allskonar.

Þú ert bara fúll og leiðinlegur, segir Kári. Og vondur. Þú vilt ekki hjálpa veika fólkinu. Jú, víst vil ég hjálpa veika fólkinu, segir Simmi. Ég er alltaf að hjálpa veika fólkinu. Það hefur enginn hjálpað veika fólkinu eins mikið og ég.

Abba babb, segir Kári. Þú gætir hjálpað miklu fleira fólki. Bara ef þú vilt. Svo fór Kári og fékk meira en fimmtíu þúsund manns til að skrifa undir yfirlýsingu um að hann hefði rétt fyrir sér en ekki Simmi. Teikningar | Hari

Umbreytti íbúðinni í smíðaverkstæði Ellilífeyrisþeginn Jón T. Karlsson hefur unnið hin ýmsu störf til sjós og lands frá því hann var strákur í Sandgerði. Síðastliðin fjögur ár hefur hann búið í miðbæ Reykjavíkur þar sem hann leigir íbúð í þjónustukjarna fyrir aldraða. Það er ævintýri að heimsækja Jón því lítilli íbúðinni hefur hann umbreytt í smíðaverkstæði þar sem bóndabæir, kirkjur, vitar og nákvæmar eftirlíkingar af skipum renna undan fingrum hans. Smíðarnar hefur hann dundað við í tuttugu ár en það var ekki fyrr en hann fór að þiggja ellilífeyri sem hann fór að selja handverkið á götum Reykjavíkur. „Þetta er nú aðallega gert til að maður hafi eitthvað á milli handanna því það lifir auðvitað enginn af ellilífeyri,“ segir Jón. „Ég næ rétt svo að borða fyrir hann en svo þarf maður auðvitað að hafa eitthvað á milli handanna. Ég kvarta samt ekki því ég hef gaman af þessu. Ekki nenni ég

Mynd | Hari

að horfa á sjónvarpið því hún er mannskemmandi vitleysan sem þar er að finna. Ég hef svo sem ekkert betra að gera á kvöldin. Svo fer ég út á götu að selja þegar veðrið er gott,“ segir Jón sem heldur mikið til við Vesturlandsveginn þegar vel viðrar um helgar. | hh

Jón T. Karlsson ólst upp í Sandgerði þar sem faðir hans var útgerðarmaður. „Sjórinn er mér ákaflega kær. Hann síaðist í mig og fer ekki neitt.“

 Fleiri myndir á frettatiminn.is


gerir kraftaverk fyrir daglegt brauð

Við nýtum áratuga reynslu okkar af samlokugerð til að töfra fram gómsæt salöt og hummus sem lyfta hversdagslegustu brauðsneiðum upp á æðra og ferskara tilvistarstig.

Ferskt á hverjum degi

565 6000 / somi.is


fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015

ð bo Til

17

10 bitar fyrir 4-5

5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi.

Skapstórt barn og ofsaköst t

Kæra Magga Pála. Við eigum stelpu sem er fædd í júní 2012. Dugleg og orkumikil stelpa, umhyggjusöm og uppátækjasöm… Hún vill ráða og stjórna öllu og ef hún er illa upp lögð þá missir hún gjörsamlega stjórn á sér. Þá á hún til að sparka lemja og klóra, öskra og láta öllum illum látum. Við höfum reynt að tala rólega, hunsa, setja hana í einvist og taka af henni hluti eins og teiknimyndir. En það koma dagar sem bara ekkert virkar og hún er meira og minna í brjálæðiskasti allan daginn. Hvernig mælirðu með að tækla svona tilfinningaríkt og ráðríkt barn?

r au

r au

t

arb

lab

Krin

lab

r au

t

g l an

Mik

Krin

Við erum hér!

glu

mý r

Mik

Ráðþrota foreldrar Heilir og sælir, kæru foreldrar og til hamingju með hugmyndaríku og skapstóru stúlkuna ykkar. Ég fullvissa ykkur strax um að hún sýnir ekki sem við köllum frekju eða yfirgang viljandi – þvert á móti. Hún ræður einfaldlega ekki við að stöðva sig sjálf þegar skap­ ofsinn tekur yfirhöndina. Skapofsaköst og heilaþroski Börn hafa ekki þann heilaþroska sem þarf til að stöðva sig þegar þau missa stjórn á skapi sínu í kjölfar sterkra, erfiðra tilfinn­ inga og átaka sem hafa náðst að spinnast upp. Þau verða stjórnlaus og allir hlutaðeigandi ráðþrota þegar þangað er komið. En ekkert barn vill vera í þessum vanmætti stjórnleysis sem það hvorki skilur né ræður við. Þau vilja að sér takist vel til og fái hrós og jákvæða athygli frá fólkinu sem þau elska mest; foreldrunum. R-reglurnar; röð, regla og rútína

Í Fréttatímanum föstudaginn 12. febrúar næstkomandi verður sérkafli um veisluþjónustu. Það styttist í fermingarveislurnar og eflaust margir foreldrar fermingarbarna að skipuleggja þær um þessar mundir. Hikaðu ekki við að hafa samband við auglýsingadeild Fréttatímans og við getum aðstoðað þig við að ná í markhópinn þinn.

Veisluþjónusta 12. febrúar Í Fréttatímanum föstudaginn 12. febrúar næstkomandi verður sérkafli um veisluþjónustu. Það styttist í fermingarveislurnar og eflaust margir foreldrar fermingarbarna að skipuleggja þær um þessar mundir. Hikaðu ekki við að hafa samband við auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is og við getum aðstoðað þig við að ná í markhópinn þinn.

Það fyrsta sem ég myndi ráðleggja ykkur er að halda heimilislífinu nógu einföldu. Hafið reglurnar fáar og skýrar, passið upp á röð, reglu og rútínu yfir daginn alla vikuna, gætið þess að hún nærist rétt og vel án sælgætis og sykraðra drykkja og fylgist með að hún sofi nóg. Sjáið líka til þess að hún fái góða hreyfingu úti og að sjónvarp og tölvur séu frekar umbun í stutt­ an tíma heldur en stöðugt í gangi. Smellið henni í bað eða sturtu ef hún er mjög pirruð en vatn hjálpar oft börnum til að róa sig. Sýnið festu og ákveðni í þessum smáat­ riðum sem stórminnka líkurnar á að erfið líðan og átök komi upp.

og skapstjórninni. Gerið ykkur fremur dagamun með athöfnum sem róa og veita útrás eins og gönguferð, út að leika á róló eða sundferð. Hrós og umbun Ég hvet ykkur sem sagt til að fyrir­ byggja vandann eftir föngum og muna svo eftir að hrósa henni og hvetja þegar vel gengur. Aðferðir eins og að veita henni ekki athygli eða láta hana vera eina, skilar litlu. Svipting eins og að taka af henni teiknimyndir virkar illa miðað við að umbuna henni frekar fyrir góðan árangur með verð­ launum eða hrósi – og til þess þarf ekkert kerfi, heldur bara þá hjarta­ greind sem foreldrar eiga. Þegar slysin verða Að lokum veit ég að við getum aldrei komið í veg að slysin verði og barn spinni sig upp í óstjórnina. Þá duga ekki skammir og hótanir, heldur ást og hlýja. Best er að taka barnið í fangið, róa það og hugga rétt eins og barnið hafi meitt sig. Höldum því í fanginu en ef barnið kýs að jafna sig eitt þá verið samt nálægt því og til taks. Á eftir má ræða um líðan og tilfinningar barns­ ins út frá því að óhapp hafi orðið sem sé allt í lagi – foreldrarnir elska það jafnmikið og áður og pottþétt muni ganga betur næst. Magga Pála

Byrgjum brunninn Forðið ykkur endilega frá erfiðum aðstæðum. Grípið inn um leið og þið sjáið hvert stefnir og bregðist við með hlýlegum útskýringum og samningum, bjóðið henni aðra valkosti eða leiðið hugann að einhverju öðru. Þannig getur hún æft jákvæðar lausnir í stað þess að renna sér í skap­ ofsann. Farið ekki í aðstæður með erfiðum taugaáreitum eins og hávaða, troðningi og streitu. Slíkt fylgir búðarferðum, tívolíi eða 17. júní skemmtunum og endar oft með vonbrigðum og ör­ þreyttu barni sem glatar gleðinni

Uppeldisáhöldin Magga Pála gefur foreldrum ráð um uppeldi stúlkna og drengja milli 0 og 10 ára. maggapala@frettatiminn.is


SENDUM FRÍTT ÚR VEFVERSLUN

ÚTSALA 25-60% AFSLÁTTUR

AF ÖLLUM VÖRUM

ÚTSÖLULOK LAUGAVEGI, GLERÁRTORGI, KRINGLUNNI OG Í VEFVERSLUN

25-50% AF RÚMFÖTUM 35% AF ELDHÚSVÖRUM 40% AF DÚNSÆNGUM 50% AF BARNAFÖTUM 30% AF BARNAÚLPUM 60% AF JÓLAVÖRUM

LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS


38 |

30

vinsælustu

á twitter

Íslenska Twittersamfélagið hefur stækkað ört að undanförnu. Skemmtikraftar, tónlistarfólk og íþróttafólk njóta mestra vinsælda og laða að sér þúsundir fylgjenda. En hverjir eru vinsælastir? Björk Guðmundsdóttir

626.000

Jónsi í Sigur Rós

158.000

Ólafur Arnalds

39.200

Kolbeinn Sigþórsson

29.300

Jón Gnarr

28.800

Birgitta Jóns

27.700

Auðunn Blöndal

20.500

Egill Einarsson

17.800

Steindi Jr.

17.100

Guðmundur Benediktsson 14.500 Hjörvar Hafliðason

13.400

Logi Bergmann Eiðsson

11.700

Gísli Marteinn Baldursson

11.600

Dóri DNA

10.400

Bragi Valdimar Skúlason

fréttatíminn | HELGiN 29. JANúAR-31. JANúAR 2015

Fullorðin í foreldrahúsum Ragnar Bjarni Stefánsson 23 ára

Finnst hann of gamall til að búa heima Með hækkandi leiguverði og minnkandi framboði á húsnæði sem hentar ungu fólki í startholum lífsins fjölgar þeim sem dvelja í hreiðrinu fram eftir aldri. Talið er að nærri helmingur ungs fólks á aldrinum 18-30 ára í Evrópu búi enn í foreldrahúsum. Ísland er þar ekki undanskilið. Eru þetta ósjálfstæðir eilífðarunglingar eða er þetta bara það sem koma skal ef leigumarkaðurinn breytist ekki? Ragnar Bjarni Stefánsson er 23 ára gamall og vinnur sem tæknimaður í banka. Hann býr í Hlíðunum með móður sinni og segir það henta þeim báðum vel, enda borgi hann leigu og þau hjálpist að með útgjöld heimilisins. „Mig langar að safna mér fyrir útborgun í íbúð og ég gæti það ekki ef ég væri á leigumarkaðinum einn. Sérstaklega þar sem ég er miðbæjarrotta og langar að búa niðrí bæ.“ Hann segir þó að sér sé farið að finnast hann of gamall til að búa heima. „Ég er kominn á það stig að skammast mín smá þegar ég segist búa með mömmu, en veit samt að ég er bara einn af mörgum.“ Hann segir svo ungu kynslóðina í dag einfaldlega vera í allt annarri stöðu en kynslóð foreldranna. „Foreldrar okkar fluttu út eða var hreinlega hent út þegar þeir voru 17 ára, en eins og staðan er á leigumarkaðnum núna er það varla séns fyrir okkur.“ | sgþ

Ragnar Bjarni býr með móður sinni í Hlíðunum og líkar það vel.

Mynd | Rut

Ég er kominn á það stig að skammast mín smá þegar ég segist búa með mömmu, en veit samt að ég er bara einn af mörgum.

9.751

Þorsteinn Guðmundsson

9.688

Ari Eldjárn

8.373

Jón Jónsson

8.372

Hörður Magnússon

8.161

Sóli Hólm

7.248

Emmsjé Gauti

7.148

Friðrik Dór Jónsson

6.630

Bergur Ebbi Benediktsson

6.161

Hjörtur Hjartarson

5.514

Berglind Pétursdóttir

5.062

Logi Pedro Stefánsson

4.632

Henry Birgir Gunnarsson

4.600

Jón Arnór Stefánsson

4.426

Steiney Skúladóttir

4.369

Saga Garðarsdóttir

4.287

ÚTSALA Þúsundir fermetra af flísum með 20%-70% afslætti Verðdæmi: Revestimiento Ace Negro 33,3x100 cm Ace Blanco 33,3x100 cm Pavimento Crystal Floor White 33,3x33,3 cm Crystal Floor Dark 33,3x33,3 cm

Harðparket eikarplanki 8mm kr. 1990.- m2 Tarkett viðarparket eik 3 stafa kr. 3990.- m2 Teppi og dúkar 25-70% afsláttur WC innb. kassi/skál/seta kr. 39.700

Skútuvogi 6 - Sími 568 6755

PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...


L i ta ð u ísland Pren t á þyk uð ka gæð n a pa p p ír Rifg

ata síðu ðar r!

Afar vönduð litabók full af fallegum myndum af íslenskum dýrum og landslagi.

w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39


40 |

Ævintýri Breka

FréttatíMinn | HELGIn 29. JAnúAr-31. JAnúAr 2015

Loddarar Rannsóknir sýna að um 70% þjást af Imposter Syndrome.

Fyrirmyndirnar eru líka óöruggar Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is

Impostor Syndrome, eða loddaraheilkenni, er heiti yfir þá tilhneigingu fólks, sem nær miklum árangri, að taka ekki mark á eigin árangri og lifa í stöðugum ótta við að vera afhjúpað sem loddararnir sem því finnst það vera. Öll merki um eigin verðleika stimplar það sem ávöxt heppni eða þess að þú hafir gabbað aðra til að trúa því að það sé

velgengninnar vert. Hljómar kunnuglega? Oft eru þeir sem finna fyrir loddaraheilkenni einmitt fólkið sem nær sem mestum árangri. Meðal þekktra einstaklinga sem þjáðst hafa af þessari rökvillu eru metsöluhöfundurinn Neil Gaiman og leikkonan Emma Watson. Ætli þeir sem við lítum upp til hér á landi kannist við þetta líka?

María rut Kristinsdóttir

Yndisleg bók um mikilvægi þess að vera öðruvísi

er talskona Druslugöngunnar og fékk nýlega stöðu innan innanríkisráðuneytisins til að endurskoða verkferla þegar kemur að kynferðisabrotum. Hún hafði ekki heyrt um hugtakið áður en segir það eiga vel við sig. „Unnusta mín hefur oft hlegið Ég held að þetta sé að mér þegar ég býsnast ekki af hinu slæma yfir því af hverju það sé ef maður áttar sig verið að fá MIG í hitt og á að tilfinningin er þetta, en ég held þetta ekki raunveruleg. sé líka ákveðið verkfæri til að halda sér á tánum og ofmetnast ekki. Ég þarf samt að venja mig á að gefa mér ekki alltaf afslátt og halda að það sé tilviljun þegar vel gengur, en ég held að þetta sé ekki af hinu slæma ef maður áttar sig á að tilfinningin er ekki raunveruleg.“

Margrét erla MaacK

dagskrárgerðarkona: „Algjörlega, maður hefur tilhneigingu til að lesa ótrúlega mikið í gagnrýni en humma hrósið svo af sér. Svo er maður líka bara loddari í alvörunni á sumum sviðum og það getur oft bara hjálpað manni. Að skítamixa sig aðeins í gegnum hluti af og til hjálpar manni oft, Að skítamixa ég hef alveg DJ-að þó ég kunni sig aðeins í gegnekki öll trixin og farið í viðtöl um hluti af og til á tungumáli sem ég kann ekki hjálpar manni oft. fullkomlega, en það er bara allt í lagi. Enginn er fullkominn í því sem hann gerir, þó maður eigi alltaf að gera 100% eftir sinni eigin getu. Það er svo mikilvægt að fatta að allir eru óöruggir að einhverju leyti. Besta leiðin til að ráða við það er að líta til baka á stöður sem maður fékk og fannst maður ekki eiga skilið. Þegar tíminn líður frá sé ég þær í réttu ljósi: Auðvitað réðu þau mig í þetta, af hverju fannst mér það eitthvað skrýtið?“

Mynd | Hari

Þorsteinn B. FriðriKsson

lensk s í ý N ók b a n r ba

Hvað ef ég skyldi nú ekki vera nógu góður til að komast í bók? www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39

Mynd | Hari

er forstjóri fyrirtækisins Plain Vanilla: „Auðvitað fer maður í gegnum tímabil þar sem fyrirtæki sem ég var með gengu ekki vel og þá fyllist maður hugsunum um hvort maður sé bara að gera einhverja vitleysu. Ég held Fólk [er] oft samt að sú tilhneiging manna tilbúið að stimpla til að þakka allan árangur það sem heppni sjálfum sér en kenna utanaðkomandi aðstæðum um þegar þegar einhverjum illa gengur, sé jafnvel verri. gengur vel. Árangur er alltaf sambland af vinnu, heppni, fólkinu sem vinnur með manni og svo framvegis. Svo það væru mistök ef ég eignaði mér sjálfum minn árangur. Í samfélaginu sem við búum í er fólk oft tilbúið að stimpla það sem heppni þegar einhverjum gengur vel, það er kannski þaðan sem þetta óöryggi kemur.“

unnsteinn Manuel steFánsson

tónlistarmaður og þáttagerðarmaður, tengir strax við loddaraeinkennið: „Já, ég hef þjáðst af þessu. Þegar ég byrjaði að gera sjónvarpsþættina Hæpið gat ég varla sofið á næturnar, þetta var alveg hræðilegt. Ég var að vinna 10-12 Ég var að tíma á dag en var samt aldrei sáttvinna 10–12 ur við það sem kom út úr því. Svo tíma á dag en komu þættirnir út og fólk hrósaði var samt manni fyrir þá og þá fattaði ég að aldrei sáttur. þetta hefðu verið aðeins of miklar áhyggjur. Ég held að flestir sem gera eitthvað skapandi takist á við þetta. Lykillinn er að hugsa ekki um hvað öðrum finnst þegar maður semur, heldur semja til að hafa gaman sjálfur. Af því ef þú miðar það sem þú gerir út frá öðrum ertu orðinn alvöru loddari, eins og þú óttaðist.“

Mynd | Hari


Bókaðu borð 562 0200 perlan@perlan.is

Gjafa Perlu bréf n Góð g nar jö f við kifær i!

öll tæ

ri,

að að úa

ra ma

ns

ér æri da nn-

ar, úr ar að rir

ur að ri. ru að

kið að eg ra u. íta si:

Einstakir 4ra rétta matseðlar Eigðu yndislega kvöldstund í Perlunni með fjögurra rétta seðli matreiddum af margverðlaunuðum matreiðslumeisturum. KJÖT OG FISKUR

VEGAN

Nauta-carpaccio með parmesan, furuhnetum, rauðrófum, sveppum og klettasalati

Rauðrófu-carpaccio með piparrót, furuhnetum, rauðrófum og fennikkusalati

Humarsúpa Rjómalöguð með Madeira og grilluðum humarhölum

Sveppaseyði með seljurótar-ravioli

Fiskur dagsins ferskasti hverju sinni útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar

Hnetusteik með jarðskokkum, rauðkáli og klettasalati

~ eða ~ Andarbringa með andarlæri, eggaldinmauki, gulrótum, kartöflum og lárviðar-soðgljáa Mjólkursúkkulaðimús með mandarínum og dökkum súkkulaðiís

Stefán Elí Matreiðslumeistari

Döðlukaka með hindberjasultu og sítrónukrapi

Með hverjum 4ra rétta seðli fylgir frír fordrykkur!

Stefán Elí Stefánsson sigraði matreiðslukeppnina Bragð Frakklands árið 2014, og hefur starfað á Domain de Clairefontaine (1 Michelin stjörnur) í Frakklandi, Hibiscus (2 Michelin stjörnur) í London, verið gestakokkur á Ed Auberg (3 Michelin stjörnur) og fékk heiðursverðlaun sem útskriftarnemi ársins í Hótel og veitingaskóla Íslands.

www.gudjono.is · Sími 511 1234


fréttatíminn | HeLGiN 29. JANúAR-31. JANúAR 2015

42 |

Stíf dagskrá á Reykjavíkurleikunum Aukið þrek með Bio-Kult Kynningar | Heilsa

Reykjavíkurleikarnir eru nú haldnir í níunda sinn. Keppt verður í fjölda greina um helgina. Áhugafólk um íþróttir hefur úr nægu að velja á Reykjavíkurleikunum um helgina. Í kvöld, föstudagskvöld, verður keppt í hjólreiðaspretti á Skólavörðustíg, klukkan 19. Byrjað er neðst á Skólavörðustíg og hjólað upp að gatnamótum við Bergstaðastræti. Hverskonar reiðhjól eru leyfð og keppa tveir og tveir í einvígi. Á laugardag og sunnudag verður keppt í dansi í Laugardalshöll og hefst keppni klukkan tíu báða dagana. Stjörnuparið Hanna Rún og Nikita Bazev verður á meðal keppenda ásamt flestum af bestu danspörum landsins í öllum aldursflokkum. Dagskrá má finna á www.dsi.is. Á laugardag verður keppt í borðtennis í TBR-húsinu og karate í frjálsíþróttasalnum í Laugardalshöll. Þá fer keilukeppnin fram í Egilshöll. Í frjálsíþróttasalnum í Laugardalshöll verður keppt í kraftlyftingum, ólympískum lyftingum, taekwondo og skylmingum. Þá er keppt í skíðaíþróttum í Skálafelli og í Bláfjöllum á laugardag og sunnudag. Nánari upplýsingar um dagskrá Reykjavíkurleikanna má finna á www.rig.is

Hanna Rún keppir á Reykjavíkurleikunum með Nikita Bazev.

FYRIR OKKUR

TILBOÐ

Unnið í samstarfi við Icecare Bio Kult gerlarnir hjálpa til við að viðhalda náttúrulegri bakteríuflóru líkamans. Gerlarnir koma í hylkjaformi og eru fáanlegir í tvenns konar útgáfum, Bio-Kult Original og Bio-Kult Candéa. Bio-Kult Candéa hylkin innihalda hvítlauk og greipfræ og geta virkað sem öflug vörn gegn candida-sveppasýkingu en hún getur komið fram með ólíkum hætti hjá fólki, til dæmis sem munnangur, fæðuóþol, pirringur og skapsveiflur, þreyta, brjóstsviði, verkir í liðum, mígreni eða ýmis húðvandamál. Laus við sveppasýkingar „Ég er alveg tilbúin að gefa BioKult Candéa mín meðmæli, ég hef notað það síðastliðin tvö ár og finn mikinn mun á heilsunni. Ég er ein af þeim sem þarf að nota talsvert af meðuum og fékk oft sveppasýkingu ef ég þurfti að taka penisilín, en það hefur ekki gerst síðan ég byrjaði að taka Bio-Kult,“ segir Svala Guðmundsdóttir. Til að byrja með tók hún inn tvö hylki á dag en í dag tekur hún eitt hylki á dag og dugir það vel. „Áður en ég fór að taka inn Bio-Kult Candéa var ég alltaf þreytt og hafði mjög lítið úthald, en eftir að hafa tekið inn hylkin í um það bil mánuð fann ég mikinn mun á mér og síðan hef ég tekið það með smá hléum en um leið og ég fer að verða þreklítil þá tek ég það aftur.“ Svala hafði litla trú á Bio-Kult í byrjun, en hefur nú sannreynt að þetta virkar. Bio-Kult er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upplýsingar má nálgast á www. icecare.is.

„Áður en ég fór að taka inn Bio-Kult Candéa var ég alltaf þreytt og hafði mjög lítið úthald, en eftir að hafa tekið inn hylkin í um það bil mánuð fann ég mikinn mun á mér,“ segir Svala Guðmundsdóttir. Mynd | Hari.

Bio-Kult Candéa

Bio-Kult Original

n Inniheldur blöndu af vinveittum gerlum ásamt hvítlauk og Grape Seed Extract.

n Inniheldur blöndu af vinveittum gerlum sem styrkja þarmaflóruna.

n Öflug vörn gegn Candida sveppasýkingu í meltingarvegi kvenna og karla.

n Hentar vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður, sem og börn.

n Öflug vörn gegn sveppasýkingu á viðkvæmum svæðum hjá konum.

n Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota Bio-Kult.

n Hentar vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður, sem og börn.

n Mælt er með Bio-Kult í bókinni Meltingarvegurinn og geðheilsa eftir Dr. Natasha Campbell-McBride.

n Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota Bio-Kult. n Mælt er með að taka 2 hylki á dag.

Unnið í samstarfi við MS

Heilsupakkinn inniheldur vítamín og bætiefni, sérvalin fyrir íslenskar aðstæður. Fyrir okkur öll. Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is

EIN AF

UM VUN ÖT

TU UPP ÆRS G ST

MEÐ

PLÖNTUSTANÓ Í NÆ

LESTER

RINGU

Inniheldur plöntustanólester sem lækkar kólesteról Kólesteról er áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma

2

Bio-Kult Original og Bio-Kult Candéa innihalda öfluga blöndu vinveittra gerla sem styrkja þarmaflóruna.

n Þarf ekki að geyma í kæli.

Bio-Kult Original og Bio-Kult Candéa innihalda öfluga blöndu vinveittra gerla sem styrkja þarmaflóruna.

Taktu Benecol daglega og haltu kólesterólinu í skefjum

10

3 fyrir 2

AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANS S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

fylgja frítt með

ms.is/benecol

Á undanförnum áratug eða svo hafa komið fjölmörg matvæli á markað víða erlendis undir vöruheitinu Benecol. Benecol er skrásett vörumerki fyrir vörur sem innihalda ákveðna gerð plöntustanólesters, en rannsóknir hafa sýnt að hann hefur áhrif til lækkunar kólesteróls í blóði. Mikilvægt er að halda kólesterólgildum innan eðlilegra marka því of hátt kólesteról í blóði er einn helsti þáttur kransæðasjúkdóma og æskilegt að heildarkólesteról í blóði sé undir 5 mmól/l þar sem allt yfir 6 mmól/l telst hátt. Algengi of hás kólesteróls eykst með aldri og hér á landi hafa rétt tæplega 40% karla á aldrinum 40-50 ára og kvenna á aldrinum 50-60 ára kólesterólgildi yfir 6mmól/l og því er mikilvægt að þeir sem komnir eru á fullorðinsár láti fylgjast með blóðfitunni hjá sér. Heilnæmur drykkur sem hefur áhrif Benecol er náttúrulegur mjólkurdrykkur sem ætlaður er þeim sem vilja lækka kólesteról í blóði. Drykkurinn frá MS er sýrð undan-

renna sem inniheldur 5% plöntustanólester og hentar vel í baráttunni gegn kólesteróli sem hluti af fjölbreyttu mataræði. Allra nýjustu niðurstöður hafa sýnt fram á að mun betri árangur næst sé Benecols neytt með eða strax eftir máltíð en ef þess er neytt á fastandi maga. Því er mælt með að neyta Benecols í kringum einhverjar af máltíðum dagsins. Rannsóknir staðfesta virkni Benecols Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum plöntustanólesters, hinu virka efni í Benecol, á kólesteróli í blóði. Niðurstöður eru einróma á þá leið að neysla á honum lækkar blóðkólesteról þar sem efnið hindrar upptöku á því úr fæðu í þörmum

og kemur lækkunin yfirleitt fram nokkrum vikum eftir að neysla hefst og er allt að 15% að meðaltali þó engar aðrar ráðstafanir séu gerðar. Lækkunin er einkum í heildarkólesteróli og hinu svokallaða „vonda kólesteróli“ (LDL), en engar breytingar verða í „góða kólesterólinu“ (HDL). Rannsóknir hafa einnig sýnt að mikilvægt er að neyta vörunnar reglulega til að árangurinn haldist og sé neyslu hætt, fer kólesterólgildi aftur í fyrra horf. Mataræði og kólesteról Mataræði er meðal þeirra þátta sem helst hafa áhrif á magn kólesteróls í blóði. Meðal þess sem ráðlagt er til að lækka kólesteról er að stilla fituneyslu í hóf, velja frekar mjúka fitu en harða og neyta grænmetis, ávaxta og grófs kornmetis í ríkum mæli. Benecol mjólkurdrykkur er því góð viðbót við hollt mataræði til að halda kólesteróli innan eðlilegra marka og ein flaska á dag dugar til að ná hámarksvirkni. Drykkurinn er seldur í kippum sem innihalda sex 65 ml flöskur, en um þessar mundir er varan á tilboði og fást átta flöskur á verði sex.


fréttatíminn

Búðu til þitt eigið granóla morgunkorn

Fyrsta hjálp fyrir þurrar varir

Uppskrift frá hinni vinsælu Nönnu Rögnvaldardóttur. Nanna Rögnvaldardóttir var að senda frá sér nýja matreiðslubók, Létt og litríkt. Þar er meðal annars að finna þessa skemmtilegu granólablöndu. „Í staðinn fyrir sykur eða síróp nota ég þeyttar eggjahvítur til að blandan verði stökk. Hægt er að nota alls konar fræ, hnetur og fleira í granólablönduna,“ segir Nanna. „Hitaðu ofninn í 160°C. Blandaðu saman í skál hafragrjónum, fræjum, hnetum og kryddi. Hristu saman ólífuolíu og vanillu, helltu yfir og blandaðu vel. Stífþeyttu að lokum eggjahvíturnar og blandaðu þeim saman við með sleikju. Dreifðu blöndunni jafnt á pappírsklædda bökunarplötu og ristaðu hana í miðjum ofni í um 25 mínútur, eða þar til hún er gullinbrún og stökk. Hrærðu einu sinni eða tvisvar á meðan – ég geri það einfaldlega með því að lyfta brúnunum á pappírnum, hvolfa öllu inn að miðju og dreifa svo úr því aftur. Láttu svo blönduna kólna, settu hana í krukku og geymdu.“

Decubal lips & dry spots balm: Nærandi og mýkjandi smyrsli með býflugnavaxi sem hjálpar til við enduruppbyggingu þurra vara, tættra naglabanda og þurra olnboga.

Decubal er heil húðvörulína fyrir andlit og líkama. Í 40 ár höfum við þróað mildar og nærandi vörur fyrir þurra og viðkvæma húð, í nánu samstarfi við húðsjúkdómalækna. Decubal er algjörlega laust við ilmefni, litarefni og parabena og er eingöngu selt í apótekum.

Án parabena, ilm- og litarefna. 500 g af granólablöndu 250 g grófvölsuð hafragrjón 50 g sólblómafræ 30 g graskersfræ 50 g heslihnetur, grófsaxaðar 50 g möndluflögur 1 tsk kanill 1 tsk engifer (duft) ½ tsk salt 100 ml ólífuolía 1 tsk vanilluessens 2 eggjahvítur

www.apotekarinn.is

- lægra verð


fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015

44 |

Airbnb Yfir 3900 íbúðir skráðar á Íslandi

Afgreiðslutímar í verslun okkar að Fákafeni 9 Alla virka daga KL: 11-18 Laugardaga KL: 11-16 Kjóll Stærðir 14-22 Verð: 7.590 kr

Fákafen 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is

Mikil samkeppni hefur myndast milli gestgjafa og er Ragnhildur fremst í flokki.

Mynd | Hari

Vinsælasti Airbnb gestgjafi landsins Í fjögur ár hefur Ragnhildur Sigurðardóttir leigt út íbúðir í gegnum Airbnb. Hún er með 1569 ummæli og fimm stjörnur og segir lykillinn vera hlýleg samskipti við gesti.

RUGL BOTNVERÐ Peysur, jakkar, tunikur, kjólar og margt fl.

Verð frá 1.000 - 5.000 kr. Ekkert hærra en 5.000 kr Nú er bara að hlaupa og kaupa. 280cm

Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is

Sífellt fleiri hafa tekið að sér hlutverk gestgjafans með auknum ferðamannastraumi til landsins. Samkvæmt vefsíðunni turisti. is eru yfir 3900 íbúðir á Íslandi skráðar á vef Airbnb. Mikil samkeppni hefur myndast milli gestgjafa enda er vefur Airbnb byggður upp þannig að gestirnir gefa dvölinni ummæli og stjörnur fyrir hreinlæti, samskipti, staðsetningu og aðbúnað.

Samkvæmt Airbnb er Ragnhildur Sigurðardóttir einn vinsælasti gestgjafi landsins. Samtals er hún með 1569 ummæli frá gestum og fimm stjörnur. Í ummælum er hún sögð vingjarnleg og hjálpleg, auðvelt að leita til hennar og gefur góðar ábendingar um hvað skal bardúsa í Reykjavík. Hún segir starfinu fylgja ýmsar skemmtilegar uppákomur. „Götulistamenn héldu stofutónleika í stofunni minni gegn því að fá afslátt af gistingu. Ég bauð vinum og fjölskyldu að koma og þetta voru frábærir tónleikar. Ég er fínu sambandi við þau í dag.“ Ragnhildur segir Airbnb snúast um persónuleg tengsl, að taka á móti gestum og vera innilegur. „Ég spjalla við þá um daginn og veginn, vísa þeim á það sem lókallinn gerir eins og að fara í sund

Götulistamenn héldu stofutónleika í stofunni minni gegn því að fá afslátt af gistingu. og fá sér kaffi á Kaffivagninum.“ Ragnhildur segir góð samskipti vera lykilinn og gjarnan þessi auka fyrirhöfn. „Ég aðstoða gestina ef þeir eru veðurtepptir, að fá far eða gistingu annarsstaðar. Ég reyni að svara skilaboðum um hæl, vera hlýleg í netsamskiptum og bjóða fólk velkomið. Á sama tíma er mikilvægt að virða einkalíf fólks, finna þennan fína milliveg. Ég hef lengi unnið í ferðamannaiðnaðinum og hef alltaf gaman af þessu, sérstaklega þegar gestirnir koma aftur.“

Stormurinn gerir mig hamingjusama

98cm

Tískuvöruverslun fyrir konur Bláu húsin Faxafeni | S. 588 4499 | Opið mán.-fös. | 11-18 | lau. 11-16

FYRIR OKKUR

TILBOÐ 3 fyrir 2

Krakkapakkinn inniheldur vítamín og bætiefni, sérvalin fyrir íslenskar aðstæður. Fyrir börnin. Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is

„Ég bjó í fimm ár í Rotterdam þar sem ég var að vinna við myndlist og þar kynntist ég hópi af Íslendingum,“ segir Rebecca Erin Moaran sem er frá Oregon í Bandaríkjunum en hefur búið á Íslandi í tíu ár. „Það virðist vera dálítið þannig að þar sem einn Íslendingur er, eru fleiri. Vinir mínir voru duglegir við að hvetja mig til að sækja um vinnurými á Íslandi og vera þar í einhvern tíma og á endanum sló ég til,“ segir Rebecca sem fékk vinnurými hjá Kling og Bang í 3 mánuði árið 2005. „Vinir mínir í Rotterdam höfðu rétt fyrir sér, mér leið strax eins og heima hjá mér og nú eru liðin tíu ár og enn er ég hér.“ „Ég er algjörlega farin að líta á Ísland sem heimili mitt. Ég hef skotið rótum hér og sé það ekki fyrir mér að ég eigi eftir að fara héðan. Ég flutti hingað 29 ára og nú er ég 39 ára svo ég hef búið hér öll mín fullorðinsár,“ segir Rebecca sem hefur unnið við leikmyndagerð fyrir bíó og auglýsingar meðfram listinni auk þess að kenna við Listaháskólann og Myndlistarskóla Reykjavíkur. Í listinni er ég aðallega að vinna með 16 mm filmu og í kringum það stofnaði ég ásamt öðrum Kino Smiðjuna og við sýndum mánaðarlega í

Mynd | Hari

Rebecca Erin Moaran er frá Oregon í Bandaríkjunum en hefur búið á Íslandi í tíu ár.

Hafnarhúsinu en í dag sýnum við í Mengi.“ „Alls staðar í heiminum eru plúsar og mínusar. Hér eru pólitíkusar sem hugsa í skammtímalausnum pottþétt stærsti mínusinn en það besta við Ísland er samfélagið. Í myndlistarheiminum og í kvikmyndagerðinni standa allir svo þétt saman og allir eru alltaf boðnir og búnir til að hjálpast að.

Ég elska hvað fólk er jákvætt hérna og til í að framkvæma hvað sem því dettur í hug, allir trúa því að hlutirnir muni reddast að lokum. Þetta reddast er uppáhalds íslenski frasinn minn, en hann virkar auðvitað bara ef allt samfélagið trúir á hann. Svo verð ég að bæta því við að ég elska veðrið hérna! Óveður og stormur gerir mig hamingjusama.“ | hh


Micellar Hreinsivatn

+

Notið á morgnana til að hreinsa húðina og fá frískandi tilfinningu. Notið aftur að kvöldi til að hreinsa andlitið og fjarlægja farða.

Tilfinningin fyrir frískri og mjúkri húð varir lengur ef þú notar jafnframt létta og mjúka 24 stunda* rakakremið okkar.

EINS AUÐVELT

OG 1 + 1

*Prófað á 24 konum

Auðveldar þér að viðhalda hreinni, frískri og mjúkri húð allan daginn með nýju Garnier 1+1 línunni.

Allt í einni lausn

24 stunda* rakakrem


ÚTSALA ÚTSALA

Útsalan Meiri afsláttur er hafin

50-60% Útsalan Útsalan afsláttur

af öllum útsöluvörum frá

er hafin40-60% er hafin

afsláttur!

40-60% afsláttur

40-60% afsláttur

DimmalimmReykjavik.is

Nýjar vörur frá Bóboli vor/sumar 2016

DIMMALIMM

Dwww.DimmalimmReykjavík.is IMMALIMM

DimmalimmReykjavik.is

Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 dimmalimmreykjavik.is

Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17

Nýjar peysur Jólakjólar Str. S - XXL Str. 40 - 56/58

Flottir jakkar

Peysa kr. 4.900.litir: blátt,ljósblátt, coralrautt

Peysa kr. 4.900.litir: coralrautt, ljósblátt, blátt

Tískuvikan í París Tískuviku karla í París lýkur í dag. Sem endranær hefur vikan verið veisla fyrir líkama og sál þeirra sem fengu að berja dýrðina augum. Við hin getum notið ljósmyndanna sem bera vitni um nýjustu strauma tískunnar. Það vakti sérstaka athygli hversu margir hönnuðir vottuðu fórnarlömbum hryðjuverkaárásanna í París samúð eða gagnrýndu árásirnar með hinum ýmsu leiðum í hönnun sinni. Þeirra á meðal voru Comme des Garcons, Walter Van Beirendonck og Luis Vuitton. Hönnuður Comme des Garcons minntist fórnarlamba hryðjuverkaárásanna og vottaði París um leið samúð sína á tískuvikunni í París.

kr. 19.900.Str. S-XXL kr. 14.900.-

Litir: svart, rautt og fjólublátt Peysa kr. 10.900.litir: ljósbleikt og offwhite

kr. 11.900.Einn litur

Peysa kr. 6.900.litir: ljósdrapp og ljósgrátt

Bæjarlind 6, sími 554 7030 tískuverslun www.rita.is Bæjarlind 6 / S: 554 7030 / Ríta Ríta tískuverslun

fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015

46 |

Lions gaf Grensási ný tæki Á síðasta ári tóku tveir Lionsklúbbar, Ægir og Fjölnir í Reykjavík, höndum saman ásamt Agli Ágústssyni, fyrrverandi forstjóra Ísam, og hófu söfnun fyrir tækjum til endurhæfingar á Grensásdeild Landspítalans. Var hið árlega kútmagakvöld Lionsklúbbanna

árið 2015 tileinkað þessari söfnun sem Lionsklúbburinn Ægir hefur haldið í nær 50 ár. Egill, sem notið hefur umönnunar deildarinnar, fór fyrir hópnum og leitaði til ýmissa fyrirtækja um stuðning, sem tóku málefninu einstaklega vel. Fyrir þær 16 milljónir sem söfnuðust voru

keypt 17 ný sjúkrarúm, nýjar dýnur og náttborð. Auk þess voru keyptir hjólastólar, sturtustólar, meðferðarbekkir, handhjól, þrekhjól og göngugrindur. Þá voru keypt tæki sem styrkja öndun og rödd. Þessi rausnarlega gjöf til Grensásdeildarinnar var afhent á dögunum.

Athugasemd Vegna umfjöllunar Fréttatímans um átján ára gamla bók sem kennd er í kynfræðslu við Réttarholtsskóla og skoðanir nemenda á fræðslunni, vilja kennarar Réttarholtsskóla koma á framfæri að kynfræðsla á umræddu tímabili hafi ekki verið einn til tveir tímar. Hún hafi verið kennd

vikulega sem meginviðfangsefni lífsleikni og að auki fléttuð í líffræðikennslu skólans. Að þeirra mati sé Réttarholtsskóli í fararbroddi hvað varði kynfræðslu og tímamagn sem varið sé í kennsluna langt umfram það sem ætlast er til í aðalnámsskrá grunnskólanna.

RUGL BOTNVERÐ

ALLT AÐ

Peysur, jakkar, tunikur, kjólar og margt fl.

Verð frá 1.000 - 5.000 kr. Ekkert hærra en 5.000 kr

RAKA AUKNING EFTIR EINA NOTKUN.

Nú er bara að hlaupa og kaupa. 280cm

Varðveiti rakann og Varðveitir ljóma gefur aukinn auk dag eftir dag. í 8 tíma. stöðug rakagjöf ra Útsölustaðir: Hagkaup Kringlunni, Lyfju Smáratorgi, Neskaupsstað og Keflavík, Árbæjarapotek, Garðsapótek, Apotek Siglufjarðar, Stjörnusól, Snyrtistofan Hilma, Snyrtistofan Arona, Snyrtistofan Abaco, Snyrtistofan Fagra, Snyrtistofan Wanita, Snyrtistofan Dekurdís og Hárgreiðslustofan Flikk.

98cm

Tískuvöruverslun fyrir konur Bláu húsin Faxafeni | S. 588 4499 | Opið mán.-fös. | 11-18 | lau. 11-16


ÚTSALA

70

ALLAR ÚTSÖLUVÖRUR

AFSLÁTTUR

Kringlan, Skeifan, Spöng, Garðabær, Smáralind, Borgarnes, Njarðvík, Selfoss og Akureyri.


fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015

48 |

Það besta og versta í fjármálum Einstaklingar Flest þekkjum við baráttuna við að vera réttum megin við núllið í heimilisbókhaldinu. Sú barátta er ekki alltaf auðveld en með reynslu og góðu skipulagi gengur fólki sífellt betur. Viðmælendur Fréttatímans luma margir á góðum ráðum um fjármál einstaklinga og sumir bæta við skemmtilegum sögum af líkamsræktarkortum, sportbílum og hrukkustraujárnum.

Bara 4.000 krónur í mat á dag „Ég nota fjölmargar leiðir til að spara og er mjög meðvituð um peningahegðun mína, skrifa niður í hvað ég eyði og svona og geri áætlanir í hvað ég ætla að nota peninga næstu mánuði,“ segir Marta María Jónasdóttir, fréttastjóri dægurmála á mbl.is. „Ég hef tamið mér að kaupa ekki neitt eða eyða peningum nema ég eigi fyrir því. Ég er til dæmis ekki með bílalán sem sparar heilmikla peninga á hverjum mánuði og reyni að borga reglulega inn á húsnæðislánið. Það felst mikill sparnaður í því að borga minni vexti og auðvitað vill maður reyna að borga inn á höfuðstólinn. Ég pæli líka mikið í matarinnkaupum og reyni að eyða ekki meira en 4.000 krónum á dag í mat og kaupi ekkert í matvörubúðinni nema það

sem við erum að fara að borða. Þegar ég borða á veitingastöðum með börnin mín kaupi ég yfirleitt tvo rétti fyrir okkur þrjú. Svo hika ég ekki við að taka matinn með mér heim ef ég næ ekki að klára hann. Þegar ég fer með börnin í bíó kaupi ég einn stóra popppoka og við borðum hann saman í stað þess að kaupa þrjá litla.“ Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur eytt í? „Ætli það sé ekki iðnaðarryksuga sem ég keypti í byggingavöruverslun í Reykjavík. Á pakkningunum stóð að þetta væri tækið sem mig vantaði og drengurinn sem afgreiddi mig fullyrti að þetta væri málið. Ryksugan reyndist svo hryllilega kraftlítil sem gerði það að verkum að ég endaði á því að nota bara heimilisryksuguna í framkvæmdirnar. Heimilisryksugan bræddi úr sér á núlleinni. Nú sit ég uppi með iðnaðarryksugu sem gerir eiginlega ekkert gagn og safnar bara ryki í bílskúrnum.“

Bý til matseðla og kaupi aðeins það sem þarf „Ég spara með því að plana matarinnkaup mjög vel. Búa til matseðla, kaupa aðeins það sem þarf. Fara södd í búðina og ekki þreytt. Tek með mér nesti í vinnuna,“ segir Sigurrós Pálsdóttir, matreiðslumaður og rekstrarstjóri framleiðslueldhúss hjá Te og kaffi. Hún kveðst einnig spara með því að kaupa engan óþarfa, kaupa barnaföt í útlöndum og láta aðra koma heim með það sem hún kaupir á netinu.

„Það heimskulegasta sem ég hef eytt í er mjög erfið spurning þar sem ég eyði aldrei í neitt nema eftir mikla umhugsun. Ef ég vil kaupa flík, kaupi ég hana alltaf nokkrum dögum eftir að ég sé hana fyrst og það á við um allt sem ég kaupi. En ég man þó eftir einu. Það var flugferð til London, ein án þess að vera með hótelherbergi eða peninga, að hitta kærasta sem komst svo ekki að hitta mig. Það er svo sem löng saga þarna á bak við, fyndin í dag enda var ég ung og vitlaus, en allt fór vel á endanum því pabbi bjargaði deginum.“

Keypti sportbíl „Mér finnst best að búa mér til einhvern þvingaðan sparnað þar sem hlutir gerast sjálfkrafa. Þá safnast þetta upp, annars gerist ekkert,“ segir Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar PiparTBWA. Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur eytt í? „Það fer eftir því hvernig maður mælir heimsku. Fjárhagslega var ekki gáfulegt þegar ég ákvað að eignast 63 módel af sportbíl þegar ég var 23 ára. Það var ekki ódýrt að reka hann á sama tíma og maður var að stofna fjölskyldu. Á endanum þurfti hann að víkja fyrir sementi og mótatimbri. En samt þegar ég hugsa til baka þá þótti mér mjög vænt um bílinn þó svo að hann hafi verið mér dýr.“

Óskynsamur daglega Með tvær frystikistur „Eftir að við fluttum í sveit neyddumst við hjónin til að taka matarinnkaup til endurskoðunar enda langt í næstu búð,“ segir Berglind Häsler, bóndi, matvælaframleiðandi og hljómborðsleikari Prins Póló. „Áður fórum við í búð nánast daglega og keyptum allskonar óþarfa. Það var lítið hugsað fram í tímann og í frystinum var í mesta lagi íspinni. Pabbi gaf okkur frystikistu í innflutningsgjöf sem mér fannst galin pæling. Nú eigum við tvær. Við gerum stór innkaup einu sinni í viku til hálfs mánaðarlega. Þó við kaupum aðeins dýrari hráefni, íslensk og lífræn, spörum við helling á þessu fyrirkomulagi, kaupum minni óþarfa og sóum minna,“ segir Berglind sem segir tóbak það heimskulegasta sem hún hafi eytt í.

„Ég spara ekki. Því miður. Ég bara eyði, stöðugt,“ segir uppistandarinn Dóri DNA sem segist geta haldið langar ræður um heimskulega hluti sem hann hafi eytt í. „Ég versla mikið í Kvosinni af því hún er við hliðina á heimili mínu. Þar er alltaf um það bil 40% dýrara en annarstaðar. Svo borgaði ég einu sinni kort í Sporthúsið í tvö ár. Á sama tíma bjó ég í útlöndum, var með líkamsræktarkort annarstaðar og var ekkert að spá. Þetta hefur verið svona 200 þúsund kall þegar upp var staðið. Ég eyði óskynsamlega daglega. Hef pantað mér föt fyrir fleiri tugi þúsunda og ekkert passaði á mig. Hata peninga. Finnst bara gaman að kveðja þá.“

Hrukkustraujárn fyrir konuna „Ég er afskaplega lélegur í að spara yfirleitt, þannig að ég fékk einhverja bankastofnunina til að taka af mér fasta upphæð á mánuði í sparnað og svipti mig þar með að hluta til fjárræði, en það virkar vel,“ segir Ólafur Þór Jóelsson, tölvuleikjasérfræðingur með meiru. Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur eytt í? „Maður á auðvitað ekki að segja frá þessu á opinberum vettvangi, en heimskulegasta fjárfesting mín er þegar ég keypti fyrir nokkrum árum hálfgert „hrukkustraujárn“ og gaf konunni í jólagjöf. Það var algjör skellur og fer eflaust á topp 10 yfir mestu afleiki mínu lífi.“

Spara með því að elda heima „Ég er nú ekkert sérstaklega góð í því að spara en eitt sem við fjölskyldan höfum náð góðum tökum á eru matarinnkaup,“ segir Guðríður Erla Torfadóttir, þjálfari í Biggest Loser og framkvæmdastjóri Reebok Fitness. „Við kaupum mjög sjaldan skyndibita heldur eldum heima. Svo reyni ég að taka með mér nesti í vinnuna eða skýst á salatbarinn í Hagkaup en það kostar mig um það bil 500 kall, ein máltíð. Við erum búin að reikna það út að það er sparnaður fyrir okkur að kaupa eldumrett.is þrisvar sinnum í viku. Þá kemur allt tilbúið og við spörum okkur tíma og peninga með þessu fyrir utan að fá hollan og góðan mat.“ Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur eytt í? „Ég lét plata mig í Bandaríkjunum fyrir tíu árum og keypti rándýrar talstöðvar fyrir síma sem áttu að vera svo mikil snilld ef maður yrði batteríslaus. Þegar ég ætlaði að sýna manninum mínum þessa snilld þá fór draslið auðvitað ekki í gang og virkaði aldrei. Honum fannst þetta auðvitað mjög heimskuleg kaup og minnir mig stundum á það áður en ég fer til útlanda.“

Poppvélin var notuð einu sinni „Ætli helsti sparnaðurinn felist ekki í því að nýta mjög vel þau matvæli sem ég kaupi inn og afganga. Mér hefur alltaf fundist agalegt að þurfa að henda mat,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi og sælkeri. Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur eytt í? „Líklega poppvélin. Við erum miklir popparar á heimilinu og einhver fékk þá villtu hugmynd að fjárfesta í slíkri vél. En hún var einu sinni notuð. Poppið reyndist bara miklu betra poppað á gamla mátann í stórum potti og var hin aðferðin ekki einu sinni reynd aftur.“

Notar aldrei kreditkort „Ég spara mest á því að nota aðeins peninga, ekki kreditkort. Þegar ég fer í búð þá er ég búin að ákveða hve miklu ég ætla að eyða og fer með þá upphæð með mér í búðina. Þannig kem ég í veg fyrir að ég freistist til þess að kaupa eitthvað sem ég þarf ekki á halda eða á ekki fyrir,“ segir Lára Ómarsdóttir fréttakona. „Til lengri tíma, eins og til dæmis þegar ég safna fyrir ferðalögum, stórveislum eða einhverju dýrara, þá legg inn ég inn tiltekna upphæð á mánuði í einhvern tíma inn á bankabók sem er ekki í sama banka og ég er með önnur viðskipti, ég hef ekki aðgang að í heimabanka og er ekki með leyninúmer á. Ég þarf því að gera mér ferð í bankann til að taka peningana út og kem þannig í veg fyrir að ég stelist í þá grípi mig eitthvert stundarkaupæði – sem gerist að vísu eiginlega aldrei nú orðið.“ Hvað er það heimskulegasta sem þú hefur eytt í? „Úff, þessi er erfið vegna þess að ég eyði eiginlega aldrei í neitt sem ég ekki nota eða þarf. Ég eyði alveg peningum í einhverja óhollustu eða vel stundum að nota peningana í eitthvað sem væri alveg hægt að vera án en ég verð að viðurkenna að ég man bara ekki eftir neinu sem var alger peningasóun. Nema þá kannski þegar okkur vantaði sófa fyrir þónokkrum árum og fórum á húsgagnaútsölu og keyptum fallegan drapplitan sófa á mjög góðu verði. Við áttuðum okkur hins vegar ekki á því fyrr en seinna að ljós sófi og fimm börn fór ekki vel saman. Líftími hans var því frekar stuttur og kaupin þar með ekki mjög skynsamleg.“


Framtíðin er full af möguleikum Öllum þykir gaman að velta fyrir sér hvað framtíðin muni færa þeim af spennandi viðfangsefnum og áskorunum. Okkar hlutverk er að auðvelda þér að leggja grunn að farsælli framtíð með traustri fjármálaráðgjöf.

HVÍTA HÚSIÐ/SÍA – 15-1856

Kynntu þér það sem við höfum að bjóða á arionbanki.is eða pantaðu viðtal hjá ráðgjafa til að ræða þína framtíð.


fréttatíminn | Helgin 29. janúar–31. janúar 2016

50 |

Það voru víst aldrei hópferðir úr Garðabæ

Sudoku

6

með pott eða pönnu. Mín aðferð var að stilla mér upp og kalla hvatningaróp eða klappa með vettlingaklæddum höndum. Og ég er ánægður með að hafa gert það, að hafa verið á staðnum þegar allt hrundi. En síðan þetta var, hefur reyndar lítið breyst. Nánast ekki neitt. Sömu mennirnir og áður settu okkur á hausinn eru komnir aftur af stað, safna peningum, skjóta undan peningum og makka sín á milli eins og ekkert sé sjálfstæðara. Hvernig má það vera? Við sem klöppuðum og púuðum og slógum í potta og pönnur og klöppuðum saman vettlingum … ætluðum við ekki að byggja réttlátara þjóðfélag án spillingar? Hvað fór úrskeiðis? Jú, hann Abraham, vinur minn, hefði getað fundið út úr því. Hann hefði trúlega ekki gefið mikið fyrir myndirnar af mótmælum, fagurgala stjórnmálamannanna eða reiðilestur hinna réttlátu á samfélagsmiðlunum. Hann hefði bent okkur á hina. Hina sem aldrei mættu á mótmæli. Sem aldrei sögðu orð. Sem sýndu því aldrei neinn áhuga að breyta einu eða neinu. Fólkið sem ennþá trúir því að allt verði betra ef það er einkavætt og vinavætt og vinkonuvætt. Fólkið sem aldrei missti trúna á kerfið sem hrundi og vinnur nú að því hörðum höndum að byggja það upp aftur, óbreytt. Skýringanna er ekki að leita hjá okkur sem fengum vélbyssuskot á skrokkinn, vænginn eða stélið. Skýringanna er að leita hjá hinum. Og þeirra tími er kominn. Aftur.

Steini skoðar heiminn Þorsteinn Guðmundasson Ungverski stærðfræðingurinn Abraham Wald fékk það verkefni í heimstyrjöldinni síðari að reikna út fyrir breska herinn hvar þyrfti að styrkja skrokka flugvéla til þess að ekki væri hægt að skjóta þær niður. Hann byrjaði á því að skoða vélarnar sem snúið höfðu úr orustum og myndir af þeim. Stundum höfðu vélbyssur Þjóðverja skilið eftir sig göt á vængjum, stundum stéli eða víða um skrokk vélanna og það var talið að ef það væri hægt að styrkja vélarnar þar sem að flest götin voru yrði það til þess að bjarga málum. En Wald, eða Abraham eins og ég kalla hann, kom með óvænta lausn. Hann lagði til að styrkja skrokka flugvélanna á þeim stöðum sem engin göt voru á. Og rökin á bak við þessa tillögu voru einfaldlega þau að allar þær vélar sem þeir skoðuðu höfðu snúið til baka. Hinar, sem höfðu trúlega fengið göt á sig á öðrum stöðum, höfðu hrapað. Málið var leyst og Abraham, vinur minn, skrifaði nafn sitt í sögu tölfræðinnar. Þessi saga rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sat við tölvuna um daginn og skoðaði myndir frá mótmælunum við Landsbankann í vikunni. Ég hafði reyndar lofað að mæta þangað sjálfur en ég lét annað ganga fyrir og gekk þannig á bak orða minna (réttara sagt á bak like-inu sem ég setti við viðburðinn á Facebook). Það er ekkert nýtt fyrir mér að svíkja málstaðinn með þessum hætti en samviskan heldur mér samt sem áður aðeins við efnið þannig að ég mæti öðru hvoru til þess að mótmæla ranglæti og spillingu, svona ef það truflar mig ekki of mikið í einkalífinu. Ég sýndi til dæmis töluverðan dugnað hérna í potta-og-pönnu-uppreisninni um árið þó að ég mætti nú sjálfur sjaldnast

1 9 2 7 5 3 9 4

2 3 8 7 1 2 7 8 7

8 5 2

3 9 4

6

Sudoku fyrir lengra komna

4

6 2

1 9

6 4

1 8

2

9

5 7 1 6 7 9 4 8 3 1 8 2 9 6 4 1

Krossgátan KARPA

RÁKIR

DOLLA

SKJÖN

KIRNA

HNAPPUR

SPÆK KÆLA

277

GLAMPI

B Ý L O S Æ S T I L U T N Í M N A A G Á L L I K A S O T G U

DRYKKJARÍLÁT ÝLFUR

TÍÐUM

BETLARI ÁFORM

S F Á N Ý H Á K A R T Æ R Æ R H K A T A R R U A F Í S H R Ó V Á A E B L R Æ L L F R E S P I S S L A U SKJÓTUR

Í UPPNÁMI

LÖGSÓKN

BOGI

HISMI

FISKUR

ERLENDIS

GEGNSÆR

HÖFUÐ

HVALUR HLJÓMSVEIT

KVK GÆLUNAFN

AF

ÞÍÐA

ATHYGLI

SKAR

SAMTALS

KK NAFN

HÆTTA

DRYKKUR

GJÓTA

Lausn á krossgátunni í síðustu viku.

ÓÐ

GJÓSA

ÞRÁAST

Lausn

RÖÐ

Á HÖFÐI HESTS

LJÓMI GÁSKI

DANS

HÖGNI

HLAND

MUNDA

www.versdagsins.is

278

Allar krossgátur Fréttatímans frá upphafi er hægt að nálgast á vefnum http://krossgatur.gatur.net.

mynd: Jonathan mcIntosh (cc By 2.0)

Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið. Það er kraftur Guðs sem frelsar hvern þann mann sem trúir...

Allar gáturnar á netinu

BÖÐUN

VERKFÆRI TÍÐ

BRASKA GAUR

KÆRLEIKS HAKA

HINDRA

DÆLING

ÓSKORÐAÐ Í RÖÐ

EINS

J A F N T ÞEFA

N A S A SKYLDIR SVIF

Á T A KLAFI GAN

F L A N

Í RÖÐ

Ó R S T A P U R Ó A F N A N G A Á S T T N O K T R A U S S

INNSIGLI EFNI

GILDRA

KÖNNUN

ÓGÆTINN ÁVÖXTUR

NART

HRUKKA GÆTT

DYGGUR BRÚKA

ÖTULL

BEITISIGLING

FRUMDRÖG KÁL

U K A N N A I G N E T S N A R A I Í S H R A T V A R A R S S K R O P P K I P R A A N Æ R B A N K A R A A R Ú R I Ð I N N A S Í A A I Ð U S T A T K I S S A A L A T

KÖTTUR

ELSKA

BLÓM

BEITA

KONUNGUR

• Notaðu símann eins og tölvu með Continuum • Öflugur vökvakældur örgjörvi

LÍNA

KLAKI

TVEIR EINS

VAFRA

LISTAMAÐUR KLAKI

BUNA

BOGRA

GLINGUR

SKURÐUR

SÍKKA

Í RÖÐ

HUNDUR

SPYRNA

VÖRUMERKI RJÚFA

NÁLÆGT

STANDAST Á

HEILA

LEIKFANG

DANGL

FÍFLAST

DROLLA

LOFTSKÖR

FUGL

MÁNUÐUR

TVEIR EINS TRÖLL

MISNOTA

BOLA

STAFIR

HEIMSÁLFA SÓT

SVELG AÐ

RÖÐ

GARMUR

KVK NAFN

SRÍÐNI ÁTT

SLÆMA

TÁGARÍLÁT

TALA

EINSKÆR

BIÐJA

TVEIR EINS

KK NAFN HRÓPA

NÆGILEGT

BOTNVARPA

SVEIPUR

SKYLDI

GRUNLAUS

TEMJA

HVOFTUR

VERKFÆRI

HREYSI

ÁTT

NÝJA

HVIÐA

SEYTLAR

• 4K myndbandsupptaka

ÁLAG

FLOKKA

GETRAUN

SÁTTARGERÐ

DYLGJUR

ÁTT

GLJÁI

VAGGA

KLAFI

HIMNARÍKI

PRANG

STÚTUR

Í RÖÐ

DJAMM

STAKUR

STEFNA

STÆKKA

SKJÁLFA

BLÓM

BEIN

BÓL

GUFA

STÓLPI

ÆTÍÐ

INNIHALD

TVEIR EINS

SKÓLI

LYKT

Nánari upplýsingar á: www.ok.is/Lumia950 | www.ok.is/Lumia950XL

IÐUR

SVÖLUN

SPÍRA

TÍK

• Augnskanni - ekkert lykilorð

• Hraðhleðsla

KÁL

ÚRGANGUR

• Ný og betri 20MP myndavél

• Háskerpu skjár

SKJÓTUR

SKISSA

Í MIÐJU

Nýr Microsoft Lumia 950 og 950XL með Windows 10 á íslensku

SÝNI

SAMTÖK

STRITA

FUGL

NÁÐHÚS

LAND Í AFRÍKU


Stevie Wonder

SÖNGVAR LÍFSINS STEFÁN HILMARSSON PÁLL RÓSINKRANZ EYÞÓR INGI

HOF · AKUREYRI FÖSTUDAGINN 20. MAÍ ELDBORG · HARPA LAUGARDAGINN 21. MAÍ FOR ONCE IN MY LIFE MY CHERIE AMOUR SIGNED, SEALED, DELIVERED I'M YOURS SUPERSTITION BLAME IT ON THE SUN HIGHER GROUND SIR DUKE I WISH ISN'T SHE LOVELY AS (I'LL BE LOVING YOU ALWAYS) MASTER BLASTER (JAMMIN') HAPPY BIRTHDAY OG FLEIRI OG FLEIRI HLJÓMSVEIT ÞÓRIR ÚLFARSSON · KJARTAN VALDEMARSSON · EIÐUR ARNARSSON ÞORVALDUR BJARNI ÞORVALDSSON · JÓHANN HJÖRLEIFSSON · EINAR VALUR SCHEVING SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON · KJARTAN HÁKONARSON · ÓSKAR GUÐJÓNSSON · ALMA RUT

MIÐASALA Á TIX.IS, HARPA.IS OG MAK.IS


52 |

fréttatíminn | Helgin 29. janúar–31. janúar 2016

Hvernig væri að búa einn úti í skógi? BBC Earth Föstudaginn 29. janúar, kl. 21.55. Í heimildaþáttunum Where The Wild Men Are ferðast Ben Fogle um heiminn og hittir fólk sem hafnað hefur vestrænu samfélagi til að lifa eitt á nokkrum þeim afskekktustu stöðum sem fyrirfinnast.

Hylmt yfir faraldur HBO The Normal Heart segir frá því þegar HIV-AIDS-veiran fór fyrst að breiðast út meðal samkynhneigðra karlmanna í New York í byrjun níunda áratugarins. Myndin er gagnrýnið sjónarhorn á hvernig yfirvöld neituðu að viðurkenna tilvist sjúkdómsins, með þeim afleiðingum að hann breiddist hraðar út en ella. Mark Ruffalo leikur Ned Weeks, samkynhneigðan mann sem verður vitni að byrjun faraldursins og berst fyrir vitundarvakningu um hann fyrir daufum eyrum.

Grínistar í bílum fá sér kaffi Comedians in cars getting coffee eru þættir í umsjón grínmógúlsins Jerry Seinfeld og segir heiti þáttarins allt sem segja þarf. Auk þeirra ólíku grínista sem verið hafa í þáttunum kom sjálfur forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, í kaffi til Seinfeld. Þættina má nálgast ókeypis á vefslóðinni: http://comediansincarsgettingcoffee.com/

föstudagur 29. jan.

laugardagur 30. jan.

rúv

ÚTSALA ALLT AÐ

AFSLÁTTUR

KRINGLUNNI | SKEIFUNNI | SPÖNGINNI | SMÁRALIND

Vetrarhátíð 2016

Vetrarhátíð 2016 er hátíð ljóss og myrkurs og verður haldin í tólfta sinn 5.-8. febrúar 2015. Af því tilefni gefum við út blað í samvinnu við bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu sem fylgir Fréttatímanum 5. febrúar. Þetta er tilvalin staður til þess að tengjast markhópi þínum með skilaboðum. Hafðu samband við auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is og fáðu nánari upplýsingar.

rúv

17.05 Táknmálsfréttir (150) 17.20 EM – undanúrslit b 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir (102) 19.30 Veður 19.40 Augnablik - úr sögu sjónvarps (5:50) 20.00 Útsvar - Kópavogsbær - Ölfus 21.20 Vikan með Gísla Marteini 22.05 Nicolas le Floch 23.55 Wallander Sorgarfuglinn 01.25 A Perfect Getaway 03.00 Víkingarnir (2:10) e. 03.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (18)

skjár 1 13:25 King of Queens (20:25) 13:50 Dr. Phil 14:30 America's Funniest Home Videos 14:55 The Biggest Loser - Ísland (2:11) 15:55 Jennifer Falls (4:10) 16:20 Reign (9:22) 17:05 Philly (4:22) 17:50 Dr. Phil 18:30 The Tonight Show Jimmy Fallon 19:10 The Late Late Show James Corden 19:50 America's Funniest Home Videos 20:15 The Voice (22:25) 21:45 The Voice (23:25) 22:30 The Tonight Show Jimmy Fallon 23:10 Rookie Blue (6:13) 23:55 Nurse Jackie (12:12) 00:25 Californication (12:12) 00:55 Ray Donovan (11:12) 01:40 State Of Affairs (4:13) 02:25 The Walking Dead (1:16) 03:10 Hannibal (4:13) 03:55 The Tonight Show Jimmy Fallon 04:35 The Late Late Show James Corden 05:15 Pepsi MAX tónlist

rúv

11.35 Útsvar e. 12.40 Stóra sviðið (4:5) e. 13.15 Reykjavíkurleikar - samantekt 14.00 Reykjavíkurleikarnir b 15.30 Reykjavíkurleikarnir b 17.00 Reykjavíkurleikarnir b 18.30 Táknmálsfréttir (151) 18.40 Á sömu torfu 18.54 Lottó (23:52) 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Hraðfréttir (12:29) 20.00 Árið er - Söngvakeppnin í 30 ár 21.05 Leatherheads 22.55 Tomorrow Never Dies e. 00.50 End of Watch e. 02.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (19)

skjár 1 13:00 Dr. Phil 13:40 The Tonight Show Jimmy Fallon 14:20 The Tonight Show Jimmy Fallon 15:00 The Tonight Show Jimmy Fallon 15:40 Survivor (12:15) 16:25 The Muppets (12:16) 16:50 The Voice (22:25) 18:20 The Voice (23:25) 19:05 Life Unexpected (4:13) 19:50 How I Met Your Mother (4:22) 20:15 French Kiss 22:10 47 Ronin 00:10 Fast & Furious 6 02:20 Fargo (4:10) 03:05 CSI (20:22) 03:50 Unforgettable (8:13) 04:35 The Late Late Show James Corden 05:15 The Late Late Show James Corden

25

Stöð 2 13:00 Another Happy Day 14:55 Juno 16:30 Batman: The Brave and the bold 16:55 Community 3 (22/22) 17:20 Bold and the Beautiful (6782/6821) 17:40 Nágrannar 18:05 The Simpsons (10/22) 18:30 Fréttir og íþróttir 18:55 Ísland today 19:25 Bomban (3/12) 20:15 Hlustendaverðlaunin 2016 22:05 The X-Files: I Want to Believe 23:50 Marine 4: Moving Target 01:25 Wrong Turn 5: Bloodlines 02:55 Another Happy Day 04:50 Fréttir og Ísland í dag

sunnudagur 31. jan.

ÁR HJÁ Stöð 2

13:45 Bomban (3/12) 14:35 Heimsókn (9/15) 15:10 Landnemarnir (3/16) 15:50 Matargleði Evu (2/10) 16:20 Jamie’s Super Food (2/6) 17:10 Sjáðu (427/450) 17:40 ET Weekend (19/52) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (104/150) 19:10 Lottó 19:15 Two and a Half Men (21/22) 19:35 American Idol (7&8/30) 21:45 John Wick 23:25 Automata 01:15 Little Ashes 03:05 Machine Gun Preacher 05:10 Groundhog Day

12.00 Reykjavíkurleikarnir b 13.50 EM Bronsleikur b 16.00 Táknmálsfréttir (152) 16.10 EM stofa 16.20 EM Úrslitaleikur b 18.20 Vísindahorn Ævars 18.30 Stundin okkar (14:22) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.45 Rætur (5:5) 20.20 Stóra sviðið (5:5) 21.00 Ófærð (6:10) 21.55 Kynlífsfræðingarnir (4:12) 22.50 Bangsi e. 00.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (20)

skjár 1 13:05 Dr. Phil 13:45 The Tonight Show Jimmy Fallon 14:25 Bachelor Pad (4:8) 15:55 Rules of Engagement (17:26) 16:20 The McCarthys (5:15) 16:45 Black-ish (2:22) 17:10 The Millers (8:11) 17:35 Difficult People (1:10) 18:00 Baskets (1:10) 18:25 Minute To Win It Ísland (10:10) 19:15 The Biggest Loser - Ísland (2:11) 20:15 Scorpion (9:24) 21:00 Law & Order: Special Victims Unit 21:45 The Affair (5:12) 22:30 The Walking Dead (2:16) 23:15 Inside Men (4:4) 00:05 Hawaii Five-0 (10:24) 00:50 Rookie Blue (12:22) 01:35 Law & Order: Special Victims Unit 02:20 The Affair (5:12) 03:05 The Walking Dead (2:16) 03:50 The Late Late Show James Corden 04:30 Pepsi MAX tónlist

Stöð 2 13:45 American Idol (7&8/30) 16:00 Grand Designs 16:50 60 mínútur (17/52) 17:40 Eyjan (22/30) 18:30 Fréttir og sportpakkinn 19:10 Ísland Got Talent (1/9) 20:05 Lögreglan (1/6) 20:30 Shetland (3/6) 21:30 The X-Files (1/6) 22:15 Shameless (1/12) 23:15 60 mínútur (18/52) 00:00 The Art of More (7/10) 00:45 August: Osage County 02:45 Closed Circuit 04:20 In a World... 05:50 Fréttir

Sívinsælar og nytsamlegar jólagjafir í aldarfjórðung

25 ÁR HJÁ

framleiðir einnig úrvals raftæki Sívinsælar og nytsamlegar gjafir í aldarfjórðung

Lágmúla 8

framleiðir einnig úrvals raftæki

sími 530 2800 ormsson.is FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800

Opið virka daga kl. 10-18 og á laugardögum kl. 11-15.

Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði


| 53

fréttatíminn | HelgiN 29. jANÚAR–31. jANÚAR 2016

Neitar að horfa á Ófærð Sófakartaflan Brynjar Níelsson

Einar Áskell vaknar snemma RÚV Laugardaginn 30. janúar, klukkan 7.18. Það er ekki margir þættir sem eru þess virði að vakna klukkan sjö á morgnana, en teiknimyndaþættirnir um Einar Áskel og pabba hans með pípuna eru einir af þeim.

Hlutir sem þú átt að vita Podcast vikunnar Í podcast þættinum Stuff You Should Know færðu tækifæri til að fræðast um allt það sem þú átt að vita. Svör við spurningum líkt og hvernig fer dáleiðsla fram? Hvað er „dejavú“? Hvernig starfar McDonald’s? Getur fólk dáið úr hræðslu? Erum við með misjafnan sársaukaþröskuld? Þættirnir eru 750 talsins og góð leið til að bæta „trivia“ kunnáttu.

Tvíburasystur finna hvor aðra Netflix Ímyndaðu þér að sjá allt í einu YouTube-myndband með tvíburasystur þinni sem þú vissir ekki að væri til? Heimildarmyndin Twinsters fjallar um tvíburasystur sem finna hvor aðra eftir 25 ára aðskilnað.

Mulder og Scully sameinuð á ný Stöð 2 Sunnudaginn 31. janúar, kl. 21.25. Ný þáttaröð X-Files sameinar tvíeykið magnaða nokkrum árum eftir að síðasta þáttaröð átti sér stað. Í fyrsta þættinum finnur Mulder sönnunargögn sem tengjast fölsuðum gögnum um fólk sem numið hefur verið brott af geimverum.

Svona miðaldra | karlmenn, eins og ég, horfa á fréttir og íþróttir og sérstaklega æsta menn að lýsa körfuboltaleikjum. Svo horfi ég á bíómyndir á RÚV um helgar ef ég næ að halda mér vakandi, segir Brynjar Níelsson alþingismaður. Ég neita hins vegar að horfa á Ófærð. Ég gerði tilraun til þess að horfa en heyrði svo lítið í þættinum og atburðarásin var svo hæg að ég gafst upp. Svo ég

er ekki einn þeirra þúsunda sem horfa á þá, enda er ég ekki eins og fólk er flest. Nú er ég orðinn bæði fullorðinn og femínisti og horfi þess vegna alltaf á Downton Abbey á RÚV. Það er ekki oft sem við hjónin getum setið saman, enda erum við með alveg sitt hvorn smekkinn, en við sameinumst í Downtown Abbey.


1950

65

fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015

54 |

2015

Tónlistarhátíð Myrkir músíkdagar í Hörpu DAVID FARR

Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)

Fös 29/1 kl. 19:30 44.sýn Fös 12/2 kl. 19:30 47.sýn Lau 5/3 kl. 15:00 54. sýn Lau 30/1 kl. 15:00 Aukasýn Lau 13/2 kl. 15:00 Aukasýn Lau 5/3 kl. 19:30 55.sýn Lau 30/1 kl. 19:30 45.sýn Lau 13/2 kl. 19:30 48.sýn Fös 11/3 kl. 19:30 56.sýn Fös 5/2 kl. 19:30 46.sýn Sun 21/2 kl. 19:30 49.sýn Lau 19/3 kl. 15:00 57.sýn Lau 6/2 kl. 19:30 Aukasýn Fös 26/2 kl. 19:30 50.sýn Lau 19/3 kl. 19:30 58.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!

Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)

Sun 31/1 kl. 19:30 8.sýn Sun 14/2 kl. 19:30 10.sýn Sun 7/2 kl. 19:30 9.sýn Fös 19/2 kl. 19:30 11.sýn "Sýningin er sigur leikhópsins alls og leikstjórans..."

Lau 20/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 27/2 kl. 19:30 13.sýn

Um það bil (Kassinn)

Fim 4/2 kl. 19:30 11.sýn Sun 14/2 kl. 19:30 13.sýn Sun 7/2 kl. 19:30 12.sýn Fös 19/2 kl. 19:30 14.sýn "...ein af bestu sýningum þessa leikárs."

Lau 20/2 kl. 19:30 15.sýn Lau 27/2 kl. 19:30 16.sýn

Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Lau 6/2 kl. 22:30 17.sýn Fim 11/2 kl. 19:30 18.sýn 551 1200 | Hverfisgata 19 |fyrir leikhusid.is Sprellfjörug gleðisýning alla fjölskylduna! | midasala@leikhusid.is

65

2015

1950 Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)

Sun 31/1 kl. 13:00 2.sýn Lau 20/2 kl. 13:00 4.sýn Sun 28/2 kl. 13:00 6.sýn Sun 14/2 kl. 13:00 3.sýn Lau 27/2 kl. 13:00 5.sýn Sun 6/3 kl. 13:00 7.sýn Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!

Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 30/1 kl. 11:00 aukasýn Lau 30/1 kl. 13:00

Tónleikar á klukkutíma fresti

Elsta tónlistarhátíð landsins, Myrkir músíkdagar, fer fram í Hörpu um helgina. Hátíðin var sérstaklega stofnuð til að veita birtu og hlýju inn í líf fólks á myrkum tímum. Stíf tónlistardagskrá hófst í gær, fimmtudag, en á laugardag verða tónleikar á klukkutíma fresti frá hádegi fram á kvöld. Hægt er að kaupa miða á hvern viðburð en einnig fimm tónleika-klippikort. Þórunn Gréta Sigurðardóttir, nýr formaður Tónskáldafélags Íslands, er listrænn stjórnandi hátíðarinnar og er eftirtektarvert hve margir kvenkyns höfundar og flytjendur

eru á hátíðinni. Meðal annars flytur sveitin Nordic Affect nýtt verk eftir Hildi Guðnadóttur, tónskáld og sellóleikara. Nordic Affect er skipuð fimm tónlistarkonum sem blanda saman barokkhljóðfærum við nútímatónlist en þær hafa vakið nokkra athygli með plötunni sinni, Clockworking, að undanförnu. Auk þess koma sex kvenkyns einleikarar fram á hátíðinni, þær Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari, Edda Erlendsdóttir píanóleikari, Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagotleikari, Guðný Jónasdóttir sellóleikari,

Sveitin Nordic Affect. Guðný Einarsdóttir orgelleikari og Jennifer Torrence slagverksleikari. Meira um hátíðina á darkmusicdays.is

Nýsköpunarverðlaun Innigarður fyrir kryddjurtir

Sun 7/2 kl. 14:00 aukasýn Sun 7/2 kl. 16:00 aukasýn

Lokasýning

Síðustu sýningar!

Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari)

Fös 29/1 kl. 20:00 15.sýn Lau 6/2 kl. 20:00 22.sýn Fös 29/1 kl. 22:30 16.sýn Lau 6/2 kl. 22:30 23.sýn Lau 30/1 kl. 20:00 17.sýn Fim 11/2 kl. 20:00 24.sýn Lau 30/1 kl. 22:30 18.sýn Fös 12/2 kl. 20:00 25.sýn Fim 4/2 kl. 20:00 19.sýn Fös 12/2 kl. 22:30 26.sýn Fös 5/2 kl. 20:00 20.sýn Lau 13/2 kl. 20:00 27.sýn Fös 5/2 kl. 22:30 21.sýn Lau 13/2 kl. 22:30 28.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika!

Fim 18/2 kl. 20:00 29.sýn Fös 19/2 kl. 20:00 30.sýn Fös 19/2 kl. 22:30 31.sýn Lau 20/2 kl. 20:00 32.sýn Lau 20/2 kl. 22:30 33.sýn

Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)

Mið 3/2 kl. 19:30 1.sýn Mið 17/2 kl. 19:30 3.sýn Mið 10/2 kl. 19:30 2.sýn Mið 24/2 kl. 19:30 4.sýn Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!

Mið 2/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 9/3 kl. 19:30 6.sýn

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is

Billy Elliot – HHHHH ,

S.J. Fbl.

Njála (Stóra sviðið)

Sun 31/1 kl. 20:00 Sun 14/2 kl. 20:00 Mið 24/2 kl. 20:00 Mið 3/2 kl. 20:00 Mið 17/2 kl. 20:00 Fim 25/2 kl. 20:00 Sun 7/2 kl. 20:00 Fös 19/2 kl. 20:00 Fös 26/2 kl. 20:00 Fim 11/2 kl. 20:00 Lau 20/2 kl. 20:00 Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu

Brynja Þóra þróar í samstarfi við lífefnafræðing gel úr íslenskum þörungum.

Hver er hræddur við Virginiu Woolf? (Nýja sviðið)

Hannar og ræktar samskipti

Billy Elliot (Stóra sviðið)

Myndlistarkonan og nú frumkvöðullinn, Brynja Þóra Guðnadóttir, hlaut í vikunni sérstaka viðurkenningu Nýsköpunarsjóðs forseta Íslands fyrir heimaræktunar­ kerfi fyrir kryddjurtir.

Fös 29/1 kl. 20:00 8.k Lau 30/1 kl. 20:00 aukas. Sun 31/1 kl. 20:00 9.k Fim 4/2 kl. 20:00 10.k Sýningum lýkur í febrúar

Fös 5/2 kl. 20:00 11.k Lau 6/2 kl. 20:00 12.k Sun 7/2 kl. 20:00 aukas. Mið 10/2 kl. 20:00

Fös 29/1 kl. 19:00 Lau 30/1 kl. 19:00 Fim 4/2 kl. 19:00 Allra síðustu sýningar

Fim 11/2 kl. 20:00 13.k Fim 18/2 kl. 20:00 Fös 19/2 kl. 20:00

Fös 5/2 kl. 19:00 Lau 6/2 kl. 19:00 Fös 12/2 kl. 19:00

Lau 13/2 kl. 19:00 síðasta s.

Flóð (Litla sviðið)

Sun 31/1 kl. 20:00 5.k Sun 7/2 kl. 20:00 Fim 11/2 kl. 20:00 Mið 3/2 kl. 20:00 6.k Nýtt íslenskt verk um snjóflóðið á Flateyri

Sun 14/2 kl. 20:00 Sun 28/2 kl. 20:00

Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 31/1 kl. 13:00 Allra síðustu sýningar

Sun 7/2 kl. 13:00

Sun 14/2 kl. 13:00

Sókrates (Litla sviðið) Fös 29/1 kl. 20:00 Allra síðusta sýning!

Kenneth Máni (Litla sviðið)

Lau 30/1 kl. 20:00 Lau 6/2 kl. 20:00 Kenneth Máni stelur senunni

Vegbúar (Litla sviðið)

Lau 13/2 kl. 20:00 Fim 25/2 kl. 20:00 Fös 26/2 kl. 20:00 Fös 19/2 kl. 20:00 Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið

Óður og Flexa halda afmæli (Nýja sviðið) Lau 30/1 kl. 13:00 Frums. Lau 6/2 kl. 13:00 Sun 7/2 kl. 13:00 Sun 31/1 kl. 13:00 Nýtt barnaverk frá Íslenska dansflokknum

Lau 13/2 kl. 13:00 Sun 14/2 kl. 13:00

Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Kerfið, sem er útskriftarverk hennar úr meistaranámi í hönnun við Listaháskólann, er byggt á vatnsgeli unnu úr íslenskum þara svo það er algjörlega sjálfbært og vistvænt. Kerfið er sjálfvökvandi og þörungagelið inniheldur öll næringarefni sem plantan þarfnast. Innigarðurinn er því ekki bara algjörlega umhverfisvænn heldur einnig mjög kærkomin nýjung fyrir

fólk á hlaupum sem hefur gefist upp á því að halda lífi í basílíku eldhúsgluggans. „Þetta er ennþá ferli í framkvæmd, en lokatakmarkið er að fólk geti nýtt þetta heima,“ segir Brynja Þóra en næstu skref eru að koma á frekara samstarfi við sérfræðinga á sviði lífefnafræði til að fullvinna ræktunarefnið. Brynja Þóra fékk hugmyndina að kerfinu eftir að hafa tekið þátt í Laugagarði sem var matjurtagarður og skapandi vettvangur fyrir samskipti á vegum LHÍ. Innigarðurinn er hugsaður til að rækta samskipti fjölskyldunnar ekki síður en kryddið. „Samfélagið hefur þróast þannig að öll þjónusta hefur horfið úr nærsamfélaginu og við verðum sífellt einangraði en samskipti skipta svo miklu máli fyrir allt, líka umhverfisvitund. Á sama tíma stöndum við

STEMNING/MOOD FRIÐGEIR HELGASON 16. JANÚAR - 15. MAÍ 2016

GAFLARALEIKHÚSIÐ Það er gaman í Gaflaraleikhúsinu á nýju ári Silja Huldudóttir Morgunblaðið Sigríður Jónsdóttir Fréttablaðið

„Óhætt að mæla með þessari sýningu!" Kastljós „Sýningin er bæði falleg og skemmtileg" Silja TMM „Unaðslegur leikhúsgaldur" Jakob Jónsson Kvennablaðið

Næstu sýningar

Sunnudagur 31. janúar Sunnudagur 7. febrúar Sunnudagur 14. febrúar Sunnudagur 21. febrúar

Uppselt Uppselt Uppselt

Heimsfræg verðlaunasýning fyrir 1-5 ára börn

Miðasala - 565 5900 - midi.is - gaflaraleikhusid.is

AÐGANGUR ÓKEYPIS / ADMISSION FREE Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð, 101 Reykjavík · Opið 12–19 mán–fim, 12–18 fös, 13–17 um helgar · www.borgarsogusafn.is

frammi fyrir svo mörgum áskorunum þegar kemur að mat. Við þurfum að verða vistvænni, auka fjölbreytni og færa matinn nær okkur. Ég er mikil matarmanneskja, bæði af því mér finnst matur góður en svo er hann líka frábær leið til að hafa samskipti, en matmálstímar eru því miður að hverfa í dag,“ segir Brynja Þóra. „Við hönnun á umhverfi okkar ættum við að hugsa um að gera það grænna og náttúrulegra,“ segir Brynja. „Mér finnst líka mjög spennandi að fólk geti notað einhver ílát úr skápunum heima undir vökvann því varan sjálf er ekki aðalatriðið. Hefðbundna skilgreiningin á því sem hönnuðir eiga að vera að gera er að búa til vöru eða hlut en ég hef meiri áhuga á hugmyndafræðinni.“

Kanye vill heiðra Bowie Í vikunni fór af stað þrálátur orðrómur þess efnis að Kanye West hygðist heiðra hinn nýlátna David Bowie með gerð ábreiðuplötu með lögum hans, ýmist sungnum eða röppuðum. Þetta hefur ekki fengist staðfest úr herbúðum Kanye, en orðrómurinn er þó svo hávær að á netinu hefur undirskriftalisti farið af stað undir nafninu:„STOP KANYE WEST RECORDING COVERS OF DAVID BOWIE’S MUSIC“, eða „Komum í veg fyrir að Kanye West taki upp plötu með ábreiðum af lögum David Bowie“. Þegar þetta er skrifað hefur 21.000 undirskriftum verið safnað.


I

DUSTR

S IN DAGEN

VERDENS GANG

„BESTA SPENNUSAGA ÁRSINS“

DYNAMO REYKJAVÍK

EXPRESSEN

Gullrýtingurinn í Bretlandi – Besta þýdda glæpasagan The Great Readers-verðlaunin í Bandaríkjunum – Glæpasaga ársins í Svíþjóð „Ekki bara langbesta bók þeirra Roslund & Hellströms, helstu glæpasagnahöfundar heims standa í skugganum af þeim þegar kemur að því að skapa spennu og eftirvæntingu.“ EXPRESSEN

„Besta spennusaga Roslund & Hellström, ekki hægt að láta hana frá sér fyrr en að hinum óvæntu endalokum.“ DAGENS NYHETER


40-50% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM SMÁVÖRUM

20% AF ÖLLUM MOTTUM BOHO KLÚTAHENGI: 2.950.NÚ: 1.740.-

BOW DRESS SKARTGRIPAGEYMSLA: 2950.NÚ: 1.740.-

AGNES MOTTA: 17.500.NÚ: 14.000.-

3 FYRIR 2 AF ÖLLUM HANDKLÆÐUM

30% AF ÖLLUM KUBBAKERTUM

CLOTHESLINE RAMMI: 7.950.NÚ: 4.770.-

FUBI SUSHI SETT: 4.500.NÚ: 2.700.-

HELENA LJÓSA GARLAND: 25.300.NÚ: 19.500.-

MUSTANG WING C HAIR 98.000.NÚ 68.000.-

YVES LAMPAFÓTUR: 11.900.NÚ: 8.900.MONTINO TUNGUSÓFI: 395.000.NÚ: 295.000.-

20-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HÚSGÖGNUM

LAND SÓFI: 275.000.NÚ: 192.500.MESOLA TUNGUSÓFI: 275. 000.NÚ: 192.500.-


SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUNNAR

NÝ SENDING AF SÓFUM

VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND

NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI

UR: ND 2, GI

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS


58 |

INTERFLON

Matvælavottaðar efnavörur Nýjar umbúðir, sömu gæða efnin

fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015

Perlurnar sem Óskarinn hundsaði

Óskarsnefndin virðist ekki hrifin af myndum sem innihalda samkynhneigð eða aðra kynþætti en hvíta.

Enn og aftur er Óskarinn gagnrýndur fyrir lítt fjölbreytilegt val í tilnefningum. Enginn svartur leikari eða leikstjóri er tilnefndur til verðlaunanna. Nú hafa leikstjórinn Spike Lee og leikkonan Jada Pinkett Smith bæði tilkynnt að þau hyggist sniðganga hátíðina vegna þessa. Hér eru myndir sem fengið hafa viðurkenningar og frábæra gagnrýni á árinu en Óskarinn hundsaði.

Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is

EPSON WorkForce Pro er ný kynslóð umhverfisvænna bleksprautuprentara sem leysir af hólmi gömlu laserprentarana. STÆRRI, HRAÐARI, BETRI!

EPSON WORKFORCE PRO WF-6590

rce rkFo F W N Wo EPSO F-6590D Pro W

-

00 ,

99.5

EPSON WorkForce Pro eru fjölnota skrifstofuprentarar (fax, skanni, ljósritun, prentun og tölvupóstur). Nettengdur/þráðlaus prentari með þægilegan snertiskjá. Þessi nýja útgáfa prentarans prentar allt að 24 síður á mínútu bæði í svörtu og lit (miðað við góða prentun). Enn stærri prenthylki en áður, allt að 10.þúsund útrentanir á 1 hylki (í svörtu). 500 blaða skúffa fyrir pappír, en hægt að fá 2 skúffur til viðbótar! Einnig til án skanna á kr. 67.500.Viðbótar 500 blaða skúffa: 30.000.-

EPSON WORKFORCE WF5620

Beasts of No Nation Idris Elba var tilnefndur til Golden Globe-verðlauna, BAFTA-verðlauna og Screen Actors’ Guild verðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni, sem fjallar um barnastríðsmenn í ónefndu landi. Því má velta fyrir sér hvort húðlitur Elba hafi eitthvað með lítinn áhuga Óskarsnefndarinnar að gera.

Carol Mörgum kom á óvart að þessi magnaða ástarsaga milli tveggja kvenna hafi ekki verið tilnefnd sem besta mynd ársins. Hefði hún verið það ef Carol væri Carl?

Prentar allt að 20 síður á mínútur og getur prentað báðum megin á blaðið. Auðvelt að skipta um blek. Hægt að prenta á umslög og þykkari pappír. rce rkFo F W N Wo EPSO F-5620D W Pro

20

00,

ppm*

49.3

TÖLVUVERSLUN ÁRMÚLA 11 - SÍMI 568-1581

Creed Michael B. Jordan hefur fengið jafn góða dóma fyrir leik sinn í mynd-

inni og fyrri mynd hans, Fantastic Four, fékk slæma dóma. Myndin er eins konar óður til Rocky myndanna og var eina tilnefningin sem hún fékk einmitt fyrir besta leikara í aukahlutverki, sjálfan Rocky Balboa.

Straight Outta Compton Nú er kannski orðið ljóst að Óskarsnefndin málar ekki með öllum litunum. Myndin fékk eina handahófskennda tilnefningu í flokkinum Besta handrit. Leikur í myndinni þykir þó hafa átt tilnefningu skilið og þykir myndin ein sú besta sem út kom á árinu.

Concussion Mynd um lækni sem uppgötvar hvernig fótbolti, sem spilaður er í Bandaríkjunum, skaðar höfðu leikmanna hans ætti að vera einmitt eitthvað fyrir Óskarsnefndina. Myndin er í senn dramatísk, sannsöguleg og rímar við mál sem eru í deiglunni núna, en þó fékk hún enga náð fyrir dómnefnd Óskarsins.

Tangerine Það bjóst ef til vill enginn við að svo ódýr mynd í framleiðslu myndi ná athygli Óskarsnefndarinnar, en það hefði verið stórt stökk fram á við að tilnefna frábæran leik transkonunnar Mya Taylor til verðlaunanna. | sgþ

www.thor.is

ÞÓR HF - UMBOÐSAÐILI EPSON Á ÍSLANDI Í MEIRA EN 30 ÁR

Börn fá lítið pláss í tónlist „Hugmyndin að þessum viðburði kemur upp úr spjalli um tónlistarmenntun fyrir börn,“ segir Benni Hemm Hemm, tónlistarmaður og kennari. Hann leiðir Krakkamengi í Mengi við Óðinsgötu en það er skapandi tónlistarsmiðja fyrir börn alla sunnudaga þar sem tveir tónlistarmenn úr ólíkum tónlistargeirum og vinna með þátttakendum. „Þegar það er orðið svona lítið pláss fyrir einhvern málaflokk í samfélaginu þá spyrja sig margir hvað sé mögulegt að gera. Maður spyr svo oft hvernig hægt sé að fá ráðuneytið til að gera eitthvað en

við ákváðum að gera bara eitthvað sjálf. Okkar niðurstaða var þessi, að bjóða börnum upp á ókeypis tónlistarsköpun, auka pláss fyrir börn í tónlist. Pælingin er að þetta sé heimilislegt, lítið í sniðum og viðráðanlegt,“ segir Benni en allir listamennirnir gefa vinnu sína, aðgangur er ókeypis og opinn öllum börnum á aldrinum 4-6 ára og foreldrum þeirra. Kira Kira og Futuregrapher verða þessa helgi með allskyns tæki og tól sem krakkarnir mega prófa og lofar Benni miklu stuði. Sjá meira á Facebook-síðu Mengis. | hh


NÝ BÓK FRÁ

MATMÓÐUR ÍSLENDINGA,

N Ö N N U R Ö G N VA L D A R D Ó T T U R

70 uppskriftir að hollum, auðveldum og góðum heimilismat úr aðgengilegu hráefni.

w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39


fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015

60 |

Matur Hrognabrækur

Vorið er komið – í sjónum Það er komið vor í fiskana í sjónum. Hrygnurnar leita bústnar af hrognum á grunnsævið og hængarnir synda í humátt á eftir, vel kýldir af svilum. Það er sprungið út vor í hafinu á miðjum vetri. Og söluborð fiskbúðanna enduróma sönginn með fagurbleikum hrognabuxum. Þegar þær birtast er rauðmaginn rétt ókominn. Þótt almanakið og veðráttan segi annað þá eru þroskhrogn vorboði á Íslandi. Soðnar brækur með smöri og kartöflum. Það má líka pakka þeim inn í álpappír með smá olíu og nokkrum sítrónusneiðum og baka í ofni í þrjú korter við millihita. Þau sem kunna og nenna geta heitreykt hrogn á útigrillinu sínu og maukað þau síðan með mjólkurvættu brauði, olíu og kryddi. Það heitir taramsalata og er ómótstæðilegt með nýju brauði. Þau sem vilja

þjóna hrognunum enn b e tur geta saltað brækurnar, hengt upp og þurrkað þar til þær verða eins og þurrskinka viðkomu. Slík gersemi er kölluð botarga og það fer best á að raspa hana yfir soðið spaghetti sem hefur verið velkt upp úr olíu, hvítlauk og chilli. Hrogn voru matur fátækra sem veiddu fisk til útflutnings. Þá var fiskurinn saltaður og seldur en hrogn og lifur, kinnar og gellur borðaðar. Það er gott að hafa þetta í huga þegar við kjömsum á hrognum. Þau tengja okkur við látlausan uppruna okkar.

Elsta torrent heimsótt oft í viku Elsta torrent heims sem er virkt er 4.224 daga gamalt. Torrent-skjalið inniheldur aðdáendaútgáfu af bíómyndinni Matrix og var sett á netið árið 2003. Útgáfan er ASCII-útgáfa, sem þýðir að skapari þess endurgerði myndina frá upphafi til enda með talnaforriti. Myndin er því öll í grænum og svörtum

lit og óskýrum gæðum og frekar hugsuð sem aðdáandaverk en stuldur á myndinni. Torrentið er sótt nokkrum sinnum í viku, af aðdáendum ASCII, auk þeirra sem halda að um upprunalegu útgáfu Matrix sé að ræða. Forsendur þess að torrent haldist „á lífi“ eru að alltaf sé einhver að deila því.

Taskan hennar Ameliu. Amelia flutti hingað ásamt fjölskyldu sinni fyrir 25 árum frá Búlgaríu og rekur skylmingarskóla í Reykjavík.

Kíkir í ferðatöskur innflytjenda Þórunn frumsýnir verkið Uppruni með það að markmiði að sýna hversu einsleitt íslenskt þjóðfélag væri án innflytjenda. Ljósmyndarinn Þórunn Birna Þorvaldsdóttir frumsýnir verkið Uppruni á samsýningu útskriftarnemenda Ljósmyndaskólans. Uppruni

fjallar um fjölbreytt mannlíf á Íslandi og er hluti af verkinu ljósmyndir af 10 ferðatöskum innflytjenda. „Samfélagið okkar er að breytast í fjölmenningarsamfélag. Ég fékk innflytjendur til að raða ofan í töskur hlutum sem minna á uppruna þeirra til að sýna hversu einsleitt þjóðfélagið okkar væri án áhrifa þessa fólks.“ Þórunn vill vekja forvitni fólks til

Gott um helgina

PÁSKAFERÐ

ALBANÍA

Gott að borða

HIN FAGRA OG FORNA ALBANÍA 19. – 30. MARS

Kvikmyndaframleiðandann Þóri Snæ hefur lengi dreymt um að baka gott brauð.

Úr bíó í bakstur

Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð.

VERÐ 329.900.- (per mann i 2ja manna herbergi) WWW.TRANSATLANTIC.IS

að kynnast samlöndum sínum, trú þeirra og menningu. „Innflytjendur koma hingað með þekkingu, eitthvað fallegt og gott sem við höfum öll gagn af að kynnast.“ Samsýning útskriftarnemenda Ljósmyndaskólans er haldin í Lækningaminjasafninu Nesstofu og stendur yfir í 9 daga, frá 30. janúar til 7. febrúar. | sgk

Innifalið: Flug, hótel í London, hótel með hálfu fæði í Albaníu, öll keyrsla í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á.

SÍMI: 588 8900

„Þessi „new-nordic“ bylgja í matargerð hefur verið að breyta matarlandslaginu í Danmörku á róttækan hátt síðustu ár og það hefur smitast yfir í bakaríin,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Þórir Snær Sigurjónsson sem hefur búið í Danmörku frá árinu 2004. Þórir Snær mun, í samvinnu við bakarann Ágúst Einarsson, opna nýtt bakarí við Frakkastíg í febrúar. Bakaríið verður að danskri fyrirmynd, lögð verður áhersla á súrdeig, allt hráefni verður lífrænt og innflutt frá Þýskalandi en smjörið verður íslenskt. Þórir segir þá félaga hafa lengi dreymt um að baka almennilegt brauð fyrir Íslendinga. „Það eru nokkur góð bakarí á Íslandi en það vantar fjölbreytni. Við horfum til gamla tímans þegar allt var bakað á staðnum og hráefnið var alvöru. Við erum búnir að kaupa ofn frá Ítalíu og það verðar engar frosnar vörur hitaðar upp í honum.“ Þórir stefnir ekki á að hnoða deigið sjálfur, Ágúst mun sjá um það, en hann tekur samt virkan þátt úr fjarlægð. „Það er ennþá fullt að gera í bíóinu svo ég verð í þessu með. Við erum líka með vana menn í þessu með okkur, þá Birgi Bildvelt og Elías Guðmundsson í Gló. Þetta er í raun eins og að gera bíómynd, nema í þessu tilfelli er leikstjórinn bakari.“ | hh

Kláraðu Veganúar með pomp og prakt í Pálínuboði Samtaka grænmetisæta á laugardaginn. Allir koma með eitthvað vegan og borða sig sadda. Forvitnar kjötætur sem harðir veganistar eru velkomnir, en skilyrði er að maturinn sem komið er með sé vegan. Friðarhúsinu, laugardaginn 30. janúar, kl.16.

Gott fyrir japönsku

Borðaðu japanskan mat og láttu skrifa nafnið þitt á japönsku auk þess að pikka upp nokkra frasa til að þakka fyrir þig á árlegri Japanshátíð Háskóla Íslands á Háskólatorgi, laugardaginn 30. janúar kl. 13-17.

Gott fyrir frostdaga

Nú er svell á Tjörninni og tilvalið að setja kakó á brúsa og skella sér á skauta!

Gott fyrir krakkana

Í Mengi fer fram tilraunanámskeið í tónlistarsköpun fyrir börn undir leiðsögn Benna Hemm Hemm. Í smiðjunni semja börnin og flytja eigin tónlist. Aðgangur er ókeypis og námskeiðið er öllum opið meðan húsrúm leyfir.

Gott fyrir janúarlok

Að fela sig undir sæng. Þessi blanki mánuður er að verða búinn. Kauptu poka af hrísgrjónum og þraukaðu!


NÝTT

NÝTT

BAMBUS loftljós 32cm E27.

12.995

TRENTO gólflampi 3xE14 svartur

14.995

TRAPES Loftljós 35cm 7xE27 án pera

kr.

kr.

14.995

52238288

NÝTT

52237486

kr.

52238286

DIAMOND loftljós kopar/svart GU10

12.995

kr.

52238129/30

VICENZA borðlampi, hvítur/króm 44cm E14

5.995

kr.

52237595

Ljós ljós Ljós LJÓS OG PERUR Í MIKLU ÚRVALI

BERGAMO ljósakróna, svört 5xE14 42W, gler.

19.995

kr.

CORDOBA gólflampi, 120cm E27 60W.

52237690

34.995

kr.

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl.

52237496

NÝTT

DERBY borðlampi flex, bleikur/túrkis E14 40W

DERBY veggljós flex, svartur/bleikur/túrkis

4.495

3.995

kr.

kr.

52238066/7

52238068/9

PALLA veggljós m/ segli. Svart/hvítt/króm/kopar.

GITTER loftljós E27, kopar/svart

5.995

5.995

kr.

kr.

52238257/58/59/60

52238125/6

PERURNAR FÁST Í BYKO

byko.is

AuðvelT að versla á byko.is sendum út um allt land


fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015

62 |

Ögrað með garni Á Gautaborgarkvikmyndahátíðinni í næstu viku verður frumsýnd mjög áhugaverð íslensk heimildamynd, Garn, sem vonandi mun ná til landsins innan tíðar. Myndin er íslenskt/pólskt samstarfsverkefni en það er Una Lorenzen sem leikstýrir myndinni, Örn Eldjárn frumsemur tónlistina og Þórunn Hafstað klippir. Myndin fjallar um fjórar áhrifaríkar konur frá Póllandi, Japan, Svíþjóð og Íslandi sem nota hekl og prjón til að búa til ögrandi nútímalist, pólitískar yfirlýsingar, sirkusverk og framúrstefnulega leikvelli. „Þó svo að garnið sé rauður þráður í myndinni þá er þetta fyrst og fremst saga um sterkar persónur og lífssýn þeirra. Myndin byrjar á Íslandi en ferðast svo

um allan heim, meðal annars til Hawaii og New York,“ segir Una Lorenzen leikstjóri en þetta er hennar fyrsta kvikmynd í fullri lengd. „Hingað til hef ég eingöngu verið að gera hreyfimyndir en kynntist Heather Millard, framleiðanda myndarinnar, þegar ég gerði hreyfimyndir fyrir kvikmyndina Future of Hope. Ég kom inn sem leikstjóri seint í ferlinu en það var bæði skemmtilegt og lærdómsríkt að vinna þessa mynd með fámennum en þéttum hópi fagmanna.“ www.yarnthemovie.com | hh Myndin fjallar um fjórar áhrifaríkar konur frá Póllandi, Japan, Svíþjóð og Íslandi sem nota hekl og prjón.

Manny mætir til Íslands

Húsdýragarðurinn Dúfnabændur sameinast

Bill Bailey þykir snillingur í gríni með tónlist. Grínistinn Bill Bailey er mörgum Íslendingum kunnur sem Manny úr þáttunum Black Books. Nú er grínistinn á leið til landsins í apríl með nýjustu uppistandssýningu sína, Limboland. Ari Eldjárn er mikill aðdáandi Bailey og jafnframt sá sem flytur hann inn til Íslands. Aðspurður um hvort Bill líkist karakter sínum úr Black Books bendir hann á að þeir séu að minnsta kosti báðir snillingar á píanó. „Hann er nefnilega svo mikill tónlistarsnillingur, hefur komið fram með sinfóníuhljómsveitum og gerir mikið og frumlegt gítargrín. Ég öfunda fólkið sem sér hann á sviði í fyrsta sinn í apríl, því það á aldeilis von á góðu.“ Sýningin Limboland hefur ver-

ið sýnd um hundrað sinnum síðan í haust. Sýningin hefur notið gríðarlegra vinsælda í Noregi og býst Ari fastlega við að Íslendingar muni líka hrífast af Bailey, enda hafi hann tekið eftir að aðdáendahópur Black Books þáttanna sé gríðarlega öflugur. Bailey treður upp í Háskólabíó þann 28. apríl.

Hópurinn sem komst inn Tíu manns komust að á leikarabraut Listaháskólans í vikunni. Á meðal þeirra er Ásthildur Úa Sigurðardóttir úr hljómsveitinni Reykjavíkurdætur en hún tók einnig þátt í uppsetningu Konubörn. Rakel Björk Björnsdóttir er reynslubolti en hún fór með aukahlutverk í bíómyndinni Falskur fugl og Þrestir. Hildur Vala Baldursdóttir tók þátt í söngleikjum Verzlunarskólans en hún er kærasta grínistans Björns Braga. Tvíeykið úr uppsetningunni Heili, hjarta, typpi, þeir Auðunn Lúthersson og Gunnar Smári Jóhannesson koma saman á ný undir þaki Listaháskólans. Úr Stúdentaleikhúsinu eru þau Steinunn Arinbjarnardóttir og Jónas Alfreð Birkisson sem hefja nám við skólann í haust. Rakel Björk Björnsdóttir fór með hlutverk í Falskur fugl og er ein þeirra sem hefja leiklistarnám í haust.

Mynd | Hari

Ragnar Sigurjónsson dúfnabóndi.

Sýning til minningar um dúfurnar sem drápust Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sgt@frettatimin.is

Í Húsdýragarðinum verður sýning á morgun, laugardag, á ólíkum tegundum skrautdúfna. Skrautdúfnabændur koma saman til minningar

og til styrktar vegna dúfnanna sem drápust í bruna í húsakynnum Skrautdúfnafélags Hafnarfjarðar í byrjun árs. Ragnar Sigurjónsson dúfnabóndi segir brunann sorglegan. „Sem betur fer voru ekki öll egg í sömu

körfunni svo skrautdúfurnar þrífast áfram. Við verðum með fjölbreyttar skrautdúfur til sýnis í Húsdýragarðinum á laugardaginn, frá klukkan 12-16. Þau hjá Húsdýragarðinum hafa verið ofboðslega hjálpfús að bjóða okkur sýningarrými og búr.“

Byggir upp kvennalista í Bretlandi

hágæða vítamín

Halla Gunnarsdóttir tilkynnti sinn síðasta vinnudag á alþjóðlegri lögmannsstofu í Bretlandi í gær, fimmtudag. Halla tekur við nýju verkefni sem snýr að uppbyggingu kvennalista í Bretlandi. „Ég hélt erindi um reynslu af kvennalistum á Íslandi á fyrsta opna fundi Breska kvennalistans sem var stofnaður í mars síðastliðinn.“ Síðan hefur Halla verið með annan fótinn hjá Breska kvennalistanum og leiddi starf listans gegn ofbeldi á konum. „Nú erum við að stilla upp kosningum í London, Wales og Skotlandi. Þetta er gríðarlega spennandi svo ég ákvað að stökkva á þetta.“ Markmið listans er að koma á kynjajafnrétti í Bretlandi en einungis 30% af þingmönnum eru konur. „Við viljum auka pólitíska þátttöku kvenna til að koma breytingum í gegn sem snúa að ofbeldismálum, kynjamisrétti og

karllægum heimi viðskiptalífsins.“ Halla segir breska landslagið ólíkt því á Íslandi vegna kosningarkerfisins. „Um leið og Kvennalistinn á Íslandi náði 5% kjöri þá komumst þær inn á þing og gátu valdið usla. Í Bretlandi er þetta flóknara. Það þarf einnig að

Halla Gunnarsdóttir aðstoðar við uppbyggingu kvennalista í Bretlandi. taka tillit til hversu fjölbreytt samfélag er hérna og þær breytur sem hafa stórvægileg áhrif á líf fólks, óháð kyni.“


www.peugeot.is

PEUGEOT 308

SPARNEYTIÐ LJÓN Á VEGINUM CO2 82g - ELDSNEYTISEYÐSLA 3,1L/100km* NÚ FÁANLEGU

R MEÐ

5 ÁRA

Á BY R G Ð

*Engine of the Year Awards 2016

*

PEUGEOT 308 kostar frá kr.

3.190.000

Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00 Þó Peugeot 308 hafi hlotið fjölda verðlauna út um allan heim þá eru það ekki bara verðlaunin sem skera hann frá samkeppninni. Ómótstæðilegir aksturseiginleikar, gott rými fyrir bæði farþega og farangur, eyðslugrannar og endingargóðar vélar*, hvort sem er dísil eða bensín, með eldsneytiseyðslu frá 3,1L/100km og CO2 útblástur frá 82g/km, þá eru þetta eiginleikar sem einfaldlega er erfitt og nær ómögulegt að keppa við. Komdu og prófaðu Peugeot 308, bíl sem á sér ekki jafningja.

Bernhard ehf • Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535

Þú finnur okkur á facebook.com/PeugeotIceland


Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og skemmtikrafturinn Dóri DNA sitja nú sveittir við skriftir á sjónvarpsþáttunum Aftureldingu sem Zik Zak mun framleiða og fara í tökur á næsta ári. Í vikunni fengu þeir góðan liðsstyrk þegar leikararnir Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og Jörundur Ragnarsson bættust í hóp handritshöfunda. Þættirnir fjalla um gamlan handboltamann sem fer að þjálfa kvennalið og má muna fífil sinn fegurri frá velmektarárunum í kringum B-keppnina 1989... Miklu er til kostað vegna 30 ára afmælis Eurovision hér á landi. Margrét Erla Maack, fyrrum dómari í Gettu betur, segir á Twitter-síðu sinni að Gettu betur sé einnig 30 ára í ár og kveðst hlakka til að sjá hversu „grand“ keppnin verður að þessu sinni. Margrét virðist þó ekki vongóð um að svo verði en lengi hefur verið reynt að fá meiri peninga í framleiðslu þáttanna... Magnús Leifsson hefur verið á miklu flugi með tónlistarmyndbönd sín. Tvö myndbönd með Úlfur Úlfur slógu í gegn og í kjölfarið fylgdi eitt slíkt með Young Karin. Í vikunni var svo frumsýnt myndband hans við nýtt lag Of Monsters and Men svo óhætt er að fullyrða að hann sé á hraðri uppleið. Næsta verkefni Magnúsar er svo auglýsing fyrir próteindrykkinn Hámark sem tekin var upp í Brussel... Snjóblinda eftir Ragnar Jónasson er á fjölmörgum árslistum fjölmiðla og bókabloggara í Bretlandi yfir bækur sem komu út árið 2015. Independent sagði að Snjóblinda væri meðal átta bestu glæpasagna ársins. The Times sagði á dögunum að breskir glæpasagnaunnendur þekktu tvo frábæra íslenska höfunda, Arnald og Yrsu, og nú bættist sá þriðji við: Ragnar Jónasson. Snjóblinda komst á toppinn á metsölulista Amazon í Bretlandi og Ástralíu og lesendur úti í heimi bíða spenntir eftir næstu bókum Ragnars...

Eigðu betri dag með okkur

jaha.is kubbur.indd 1

21.1.2016 14:55:44

Hrósið … …fær Guðrún Kvaran fyrir sitt þúsundusta svar á Vísindavef Háskólans í vikunni. Í 16 ár hefur Guðrún svalað fróðleiksfýsn landsmanna og heldur ótrauð áfram.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.