Heilsa
Saksóknarar í hörkuformi bls. 52
Ekki æfa á fastandi maga bls. 74
Helgin 29.-31. ágúst 2014
Hraust í haust!
H
afdís Jónsdóttir, eða Dísa í World Class, segir okkur frá undirbúningi haustsins í World Class. „Við rekum níu heilsuræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og korthafar okkar hafa að auki aðgang að þremur sundlaugum auk allra opinna hóptíma,“ segir Dísa. Hún segir undirbúning haustsins fara vel af stað og hlakkar til vetrarins.
Ný heimasíða og bókunarkerfi í vinsæla hóptíma
Nú í sumar tók World Class nýja heimasíðu í notkun sem býður upp á þann möguleika að bóka sig í hóptíma viku fram í tímann og fá áminningu í farsímann. „Nú þarf enginn að gleyma heilsuræktinni sinni,“ segir Dísa. „Þessi nýjung hefur mælst vel fyrir, nú þarf fólk ekki að standa í biðröð eftir aðgangi í tíma, það bókar sig í tímana í gegnum heimasíðuna og
tryggir sér þar með pláss,“ segir Dísa ennfremur.
Ný spinninghjól í Laugum
„Við höfum endurnýjað öll spinninghjól í Laugum og þau eru af nýjustu og bestu gerð frá LifeFitness. Einnig höfum við bætt við spinninghjólum á aðrar stöðvar.“ Dísa segir spinningtíma vera í Laugum, Seltjarnarnesi, Ögurhvarfi og Mosfellsbæ. „Það er gífurleg aðsókn í spinningtíma hjá okkur, því kemur þessi viðbót á hjólum sér einstaklega vel.“
Opnir hóptímar, ný tímatafla tekur gildi 1. september
Viðskiptavinir World Class hafa aðgang að öllum opnum hóptímum. Um er að ræða mikið úrval tíma, „Spinning og Hot Yoga eru okkar vinsælustu tímar en við höfum margt í boði og fjölbreytnin er í fyrirrúmi. Við kynn-
um til leiks tímatöflu vetrarins, 1. september næstkomandi,“ segir Dísa.
Ný og spennandi námskeið – mikið af nýjungum
Dísa segir að fjöldi nýrra námskeiða verði í boði. „Við höfum mikið úrval námskeiða nú í september og má með sanni segja að allir eigi að finna námskeið við hæfi.“ Af nýjungum má nefna nýtt æfingakerfi, Kick Fusion, þar sem unnið er með eigin líkamsþyngd og Tabata æfingalotur. Önnur vinsæl námskeið
BRENNSLA/MÓTUN HARDCORE LÍFSTÍLL STYRKUR
Verum hraust í haust...
eru meðal annars Hörkuform, Nýr lífsstíll, Fit Pilates í heitum sal, Mömmutímar, Meðgöngunámskeið, Herþjálfun og fleiri. „Fyrir unglingana bjóðum við upp á 12 vikna námskeið, Unglingahreysti, en það eru námskeið fyrir þá sem eru í 7. - 10. bekk. Á námskeiðinu fræðast unglingarnir um hollt mataræði, æfingar og heilsu. Hægt er að nýta frístundastyrkinn á það námskeið.“ Nánari upplýsingar og skráning er á heimasíðu World Class, www.worldclass.is.
Unnið í samstarfi við World Class.