uppátæki sterkasta manns heims báru þess oft merki að hann vildi lifa lífinu til fulls og tók oft óþarfa áhættu. ViðtaL 24
Lítil hrædd stelpa í fangelsi amal tamimi var fangelsuð 13 ára í Palestínu fyrir mótmæli. Hún giftist ung en flúði síðar ofbeldisfullan eiginmann með fimm börn og settist að á íslandi. michelsenwatch.com
18 ViðtaL
Helgarblað
29. nóvember–1. desember 2013 48. tölublað 4. árgangur
ókeypis Viðtal útigangsmaðurinn sVeinn rafn sigurjónsson
Sefur í ruslatunnuskoti Sveinn Rafn Sigurjónsson hefur verið á götunni í fimm ár. Hann þráir að fá félagslega íbúð svo hann geti boðið tólf ára dóttur sinni í heimsókn. Þangað til heldur hann hins vegar áfram að ráfa um götur borgarinnar á daginn og vonast til að finna sér skjól yfir nóttina. Hann segir öryggisleysið erfiðast.
Demantahlaupari í new York Orri sentist með verðmæta skartgripi ViðtaL 16
NÝJAR VÖRUR FYRIR UNGA FÓLKIÐ Í KRINGLUNNI ljósmynd/Hari
einnig í Fréttatímanum í dag: H ú m ö r í H a F n a r F i r ð i – B ó k a d ó m a r : F i s k a r n i r H a Fa e n g a Fæ t u r e F t i r J ó n k a l m a n , lyg i e F t i r y r s u
Áhættusækni Jóns Páls
síða 22
OUTFITTERS NATION ICELAND
JL-húsinu Hringbraut 121 Við opnum kl:
Og lokum kl:
www.lyfogheilsa.is Opnunartímar 08:00-22:00 virka daga 10:00-22:00 helgar
JL-húsinu
2
fréttir
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Umhverfismál Íslendingar standa sig ágætlega
Fólk er duglegra að skila inn plastumbúðum „Okkur er aðeins að takast að skapa þá vitund meðal íbúa að við séum með hráefni í höndunum en ekki rusl. Almennt má segja að meðvitund gagnvart umhverfismálum og flokkun hafi tekið við sér og meðvitund fólks um að nýta hluti betur,“ segir Ragna Halldórsdóttir, deildarstjóri hjá Sorpu, en flokkun og endurnýting úrgangs hefur aukist um helming frá árinu 2000 samkvæmt Landshögum, útgáfu Hagstofunnar. „Við erum að standa okkur ágætlega í fataflokkun í samanburði við hin Norðurlöndin. Íbúar hinna Norðurlandanna eru að lenda í sama veseni með að
flokka plast og við en plastumbúðir eru erfiður úrgangur því hann er svo margslunginn og farvegir fyrir efnið margir. Það hefur orðið vakning með möguleika í flokkun. Ég sé að fólk er að taka við sér með að skila til okkar plastumbúðum,“ segir Ragna. „Við erum að gera góða hluti og samstarf Sorpu og Rauða krossins hefur verið að ganga mjög vel en fólk þarf að gera sér grein fyrir því að það má skila alls konar textíl líka,“ segir Ragna.
... flokkun og endurnýting úrgangs hefur aukist um helming frá árinu 2000
María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is
sakamál svissneskUr fjölmiðill fjallar Um leit rönkU að syninUm
Kveikt á Oslóartrénu Oslóartréð á Austurvelli í Reykjavík verður tendrað sunnudaginn 1. desember klukkan 16 en þá munu jólastjörnurnar Sigríður Thorlacius og Ragnhildur Gísladóttir syngja jólin í hjörtu landsmanna ásamt fleirum. Viðburðurinn hefur um áratuga skeið markað upphaf jólahalds í borginni. Jón Gnarr borgarstjóri mun veita grenitrénu viðtöku úr hendi Dag Werno Holter, sendiherra Noregs, og Rinu Marin Hansen, borgarfulltrúa Verkamannaflokksins í Ósló. Jón Gnarr tók þátt
í að fella 12 metra hátt grenitréð í skóglendi utan við Osló en tréð er 42 ára gamalt og var valið fyrir 10 árum sem framtíðar vinagjöf til Reykjavíkurbúa.
Heitt kakó og kaffi mun verma kalda kroppa og bílastæðahúsið í Ráðhúsinu verður opið til að auðvelda gestum aðgengi að hátíðarsvæðinu.
Helmingurinn borðar hollt Rúmur helmingur Íslendinga sem tók þátt í könnun á heilsuvenjum borðar hollan morgunverð daglega sem og ávexti og grænmeti. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 53,4% borða hollan morgunverð daglega og 51,5% sögðust borða ávexti eða grænmeti daglega. MMR kannaði heilsuvenjur og voru 963 einstaklingar sem tóku þátt. Þeir sem styðja Vinstri græn borða mest af ávöxtum og grænmeti eða 89,5% en þeir sem styðja Pírata borða minnst eða 67,5%. Mun fleiri á aldrinum 68 ára og eldri vakna endurnærðir að morgni, eða 81,2%, en aðeins 56% þeirra sem eru 18-49 ára.
Ranka Inga Studic sagði sögu sonar síns í síðasta Fréttatíma en hún telur að honum hafi verið rænt og hann sé enn á lífi í Sviss. Stærsta alþjóðlega fjölmiðlasamsteypa Sviss ætlar að fjalla um málið. Ljósmynd/Hari
Austurstræti 16. Fyrirhugað er að í húsinu verði innréttað og rekið hótel ásamt veitingastað.
Hótel verður í fornfrægu húsi Dótturfélag Regins hf. og Keahótel ehf. hafa undirritað leigusamning um fasteignina Austurstræti 16, Reykjavík. Fasteignin sem Reginn samstæðan festi nýverið kaup á er alls 2.773 fermetrar að stærð. Fyrirhugað er að í húsinu verði innréttað og rekið hótel ásamt veitingastað sem hæfa mun yfirbragði og sögu hússins, að því er fram kemur í tilkynningu. Reginn mun sjá um og stýra framkvæmdum á húsinu. Gert er ráð fyrir að rekstur geti hafist í lok næsta sumars. Keahótel ehf. eru einn af stærri leigutökum Regins en fyrirtækið leigir einnig Hótel Kea á Akureyri. - jh
Svissneskur fjölmiðill fjallar um son Rönku Stærsta alþjóðlega fjölmiðlasamsteypa Sviss vinnur að umfjöllun um Rönku Studic sem telur að sonur hennar hafi nýfæddur verið seldur til Sviss. Hún fæddi hann á stríðstímum í Serbíu og í ljós hefur komið að þar var starfandi svartur markaður með ungbörn. Rönku var sagt að sonur hennar væri dáinn en fyrir fjórum árum fékk hún dularfullt símtal þar sem henni var sagt að hann væri enn á lífi.
r
Skúffukaka Botninn
PIPAR\TBWA • SÍA • 133402
200 g Ljóma 5 egg 4 dl sykur 4 dl hveiti 1 dl kakó 2 tsk lyftiduft 2 tsk vanillusykur 2 dl mjólk Hitið ofninn í 200 gráður og smyrjið skúffukökuform. Bræðið Ljómann og látið hann kólna. Hrærið egg og sykur þar til það verður ljóst og létt. Blandið hveiti, kakói, lyftidufti og vanillusykri saman og sigtið það út í deigið. Setjið Ljóma og mjólk út í og hrærið þar til deigið verður slétt. Hellið deiginu í bökunarformið og bakið í miðjum ofni í 20–25 mínútur.
Glassúr 75 g Ljóma 1/2 dl sterkt kaffi 4 dl flórsykur 2 msk kakó 2 tsk vanillusykur Bræðið Ljómann. Setjið þurrefnin í skál og hrærið saman við bræddan Ljómann og kaffið. Leyfið kökunni að kólna aðeins áður en glassúrinn er settur á. Setjið kókosmjölið yfir kökuna og njótið.
Rönku var sagt að sonur hennar hefði dáið á sjúkrahúsinu.
ingier, stærsta alþjóðlega fjölmiðlasamsteypan í Sviss, vinnur að umfjöllun um mál Rönku Ingu Studic sem telur að sonur hennar hafi verið seldur nýfæddur til Sviss. Fréttatíminn fjallaði um málið í síðustu viku í tengslum við útkomu bókar Elínar Hirst um sögu móðurinnar sem ber heitið: Barnið þitt er á lífi. Fréttamaður á Ringier hafði samband við Fréttatímann í vikunni til að fá nánari upplýsingar um málið. Eins og fram hefur komið fæddi Ranka son á sjúkrahúsi í Jakodínu í Serbíu þann 7. júlí 1992 og er hann því 21 árs í dag, ef hann er á lífi. Rönku var sagt að sonur hennar hefði dáið á sjúkrahúsinu en á þessum tíma, þegar stríð geisaði í landinu, voru þegar farnar að heyrast sögusagnir um að nýfæddum börnum væri rænt frá foreldrum sínum á sjúkrahúsinu og þau seld úr landi fyrir fúlgur fjár. Fyrir fjórum árum fékk Ranka dularfullt símtal í heimasímann sinn í Kópavogi. Við grípum hér niður í orð Rönku úr síðasta blaði: „Þegar ég svara er kona á hinni línunni sem talar mitt tungumál og spyr um mig með nafni. Hún segir að ég hafi fætt dreng á sjúkrahúsinu í Jagodínu þann 7. júlí árið 1992 klukkan sex. Mér bregður mikið og ég spyr hvernig hún viti þetta. Þá
segist hún í rúm sautján ár hafa haft þetta mál á samviskunni en hún hafi ekki getað þagað lengur. „Drengurinn þinn er á lífi,“ segir hún. Konan segir að hann heiti Ratko og hafi verið seldur af fæðingardeildinni til efnaðrar fjölskyldu í Sviss. Síðan lagði hún á.“ Ringier gefur út 120 dagblöð og tímarit, fjölda sjónvarps- og útvarpsstöðva auk 80 vefmiðla, en fjölmiðlasamsteypan er með útibú meðal annars í Þýskalandi, Ungverjalandi og Kína. Það eykur því enn líkurnar á að Ranka og Zdravko Studic, eiginmaður hennar, finni son sinn ef hann er á lífi að þessi stóra fjölmiðlasamsteypa fjallar um mál þeirra. Auk þess hyggjast þau hafa samband við serbneska blaðamanninn Misa Ristovic sem fjallaði mikið um hina svokölluðu „barnamafíu“ í Serbíu sem hafði á sínum snærum lækna og annað hjúkrunarfólk sem aðstoðaði við að ræna nýfæddum börnum til að selja úr landi. Hann komst að því að minnst þrjú hundruð fjölskyldur grunaði að börnunum þeirra hefði verið stolið og var upplifun þeirra allra af sjúkrahúsvistinni svipuð, og mjög áþekk reynslu Rönku. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
Höldum upp á Nova! Við fögnum 6 ára afmæli Nova um helgina. Þetta hafa verið viðburðarík 6 ár, full af fjöri. Nova er í dag annað stærsta farsímafyrirtækið á Íslandi og viðskiptavinir Nova ánægðustu viðskiptavinirnir á Íslandi. Við erum þakklát og stolt af þessum árangri. Fagnaðu með okkur um helgina, ómótstæðileg afmælistilboð í öllum verslunum Nova og á nova.is. Takk fyrir að vera í okkar hópi!
0 kr.
í alla hjá Nova!
0 kr.
í alla fa rs og heim íma asíma á Íslan di
4
fréttir
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
veður
Föstudagur
laugardagur
sunnudagur
umhleypingar Suðvestan og vestanáttir ríkjandi með vætutíð um landið vestanvert, en léttir til um tíma um landið austantvert. Strekkingur eða hvassviðri um allt land, en lægir lítið eitt á milli veðrakerfa á laugardagskvöld. Hitinn dansar í kringum frostmark með tilheyrandi útgáfum af úrkomu.
-2
-2
1
elín björk Jónasdóttir
6
-2
2
-2
5
4
2
vedurvaktin@vedurvaktin.is
5
4
-2
4
6
SV-átt, hVeSSir í kVöld með rigningu eða Slyddu en þurrt auStantil Og hiti um 0 stig.
SV 10-18 m/S. rigning með köflum en þurrt auStaSt. hiti 2 til 7 Stig en kólnandi .
Vaxandi Suðlæg átt Og úrkOma Víða um land Og hlýnar aftur. hiti 0 til 6 Stig Og hlýnar.
höfuðbOrgarSVæðið: SV 5-13, m/S og rigning. Hiti 0 til 3 Stig.
höfuðbOrgarSVæði: SV 8-15 m/S og Slydda eða rigning með köflum. Hiti 0 til 4 Stig.
höfuðbOrgarSVæði: S 8-10 m/S og rigning. Hiti 3 til 6 Stig
Fjölmiðlar uppsagnir og niðurskurður í dagskr á rÚv
Opið fyrir umsóknir Búið er að opna fyrir umsóknir í frumkvöðlakeppnina gulleggið 2014. keppnin hefur alið af sér fjölda sprotafyrirtækja sem sum eru orðin að stórum og þekktum fyrirtækjum. meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja. gulleggið er gott tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera úr þeim raunverulegar og markvissar áætlanir sem miða að stofnun fyrirtækja. Samhliða keppninni er þátttakendum í samstarfsháskólum innovit boðið upp á námskeið, ráðgjöf og aðstoð sérfræðinga. frá mótun hugmyndar til áætlanagerðar og þjálfunar í samskiptum við fjárfesta.
Þúsundasta innova kerfið selt Marel hefur selt þúsund Innova kerfi frá árinu 2008 en nú eru eitt eða fleiri kerfi seld og sett upp á hverjum virkum degi. innova er hugbúnaður sem hjálpar matvælaframleiðendum að hámarka verðmæti og nýtingu hráefnisins í gegnum allt vinnsluferlið, frá móttöku hráefnis til vöruafhendingar. innova hugbúnaðurinn er meðal annars upplýsinga-, pöntunarog samhæfingarbúnaður sem gerir alla vinnslu skilvirkari í stórum sem og litlum framleiðslufyrirtækjum. Innova er fimmta kynslóð kerfishugbúnaðar sem Marel hefur þróað en markmiðið hefur verið að færa tæknina inn í matvælavinnslu til að auka afköst, nýtingu og gæði.
Breytingar verða á dagskrá Sjónvarpsins á næstunni eftir að mikill niðurskurður hjá rÚV var kynntur í vikunni.
Ljósmynd/Hari
GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST
kærleikskúlan afhjúpuð Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur gefið út Kærleikskúluna í ellefta sinn en sölutekjur eru notaðar til þess að auðga líf fatlaðra ungmenna með því að efla starfsemi reykjadals. agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, blessaði kúluna og hlaut Hrefna Haraldsdóttir kærleikskúluna í ár. Hrefna hefur unnið að málefnum fatlaðra í um hálfa öld en hún hætti að vinna á árinu vegna aldurs. Sýning á kærleikskúlunni verður sett upp í glugga Hafnarborgar sem snýr að Strandgötu en salan stendur frá 5.-19. desember næstkomandi.
HÁGÆÐA JÓLALJÓS
LED
Frá Svíþjóð
Mikið úrval vandaðra útisería fyrir fyrirtæki og heimili Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
Opið kl. 11 - 16 laugardag Opið kl. 13 - 16 sunnudag
Niðurskurður á dagskrá RÚV kynntur eftir helgi
mikil ólga hefur verið í kringum rÚV í vikunni vegna uppsagna 39 starfsmanna. Afleiðingar niðurskurðar upp á hálfan milljarð eru þó ekki allar komnar fram því í næstu viku verða kynntar breytingar á dagskrá. Þáttum verður fækkað og þeir styttir. framtíð kastljóssins óviss.
Þ
að þarf engan geimmá líklegt telja að hætt verði vísindamann til að sjá við kaup á dýru efni eða því að dagskráin mun taka frestað. breytingum,“ segir Skarphéð„Dagskrárdeildin mun hafa inn Guðmundsson, dagskrárúr minna fé að spila en áður stjóri Ríkissjónvarpsins. og þar af leiðandi dregur úr Páll Magnússon útvarpsgetu okkar til að framleiða stjóri kynnti á miðvikudag að efni. Það er líklegt að þáttum draga þyrfti árlegan rekstrarmuni fækka og það verði færri kostnað RÚV saman um 500 þættir yfir veturinn af föstum milljónir króna. Í kjölfarið var liðum. Það mun ýmislegt sjást 39 starfsmönnum sagt upp en en það er okkar að reyna að allt í allt mun þeim fækka um láta eins lítið á sjá og mögu60. Páll kynnti jafnframt að legt er.“ nokkrir dagskrárliðir í útvarpi Þú varst ráðinn dagskrárog sjónvarpi muni hverfa, stjóri fyrir ári síðan. Kemur öðrum fækki og enn aðrir þessi niðurskurður þér á muni styttast og þynnast, eins Skarphéðinn óvart? guðmundsson. og það var orðað. „Svona aðgerðir, þó þurft „Það er ekki tímabært að hafi að skera niður meira en gefa upp hvaða breytingar marga grunaði, eiga ekki að verða á dagskránni. Við munum fara ofan koma mönnum á óvart. Það er búinn að í saumana á því með starfsfólki í næstu vera markviss niðurskurður á þessari viku. Af tilliti við starfsfólkið getum við stofnun og ég sá ekki nein teikn um að ekki talað um breytingarnar við fjölmiðla það væri að fara að breytast. Þetta er að svo stöddu,“ segir Skarphéðinn. alltaf háð afkomu ríkisins. Það er svo Augljóst er að Kastljósið verður ekki áskorun að spila úr því sem úthlutað er svipur hjá sjón að óbreyttu. Níu manns hverju sinni á sem sanngjarnastan hátt, störfuðu við þáttinn en samkvæmt uppað hámarka það sem hægt er að gera og lýsingum Fréttatímans er reiknað með sinna þeirri þjónustu sem ætlast er til.“ 4,5 stöðugildum við þáttinn hér eftir. Þá höskuldur daði magnússon er viðbúið að ýmsir fastir þættir verði styttir og þeim fækkað yfir veturinn. Eins hdm@frettatiminn.is
óvíst um framtíð kastljóssins Kastljósið hefur verið eitt af flaggskipum RÚV undanfarin misseri. Viðbúið er að breytingar verði á þættinum eftir að dagskrárgerðarfólki var fækkað til muna. Þátturinn hefur heyrt undir dagskrárdeild síðan Þórhallur gunnarsson var bæði dagskrárstjóri og ritstjóri þáttarins. ekki er ólíklegt að stjórnendur í efstaleiti sjái sér hag í að færa stjórn þáttarins undir
fréttastofuna þó engin ákvörðun um það hafi verið kynnt. Skarphéðinn kveðst ekki vita hvað framtíð þáttarins ber í skauti sér. „enn sem komið er tilheyrir kastljósið dagskrárdeild og er með sjálfstæða ritstjórn, óháð fréttastofu. Ég veit ekki hvernig okkur tekst að spila úr því. Það hefur verið skorið svo mikið niður að við verðum að meta það.“
AÐVENTUHÁTÍÐ Á AUSTURVELLI SUNNUDAGINN 1. DES. KL. 16—17
Lúðrasveit Reykjavíkur blæs til Aðventuhátíðar.
16:15
Jólastjörnurnar syngja fleiri jólalög.
16:00
Hinar hugljúfu jólastjörnur Sigríður Thorlacius og Ragnhildur Gísladóttir syngja jólin inn.
16:20
Stefanía Ragnarsdóttir frumflytur kvæði um kuldastráið Gluggagægi.
16:10
Jón Gnarr, borgarstjóri, tekur á móti Óslóartrénu úr hendi sendinefndar Norðmanna.
16:30
Jólastjörnurnar syngja fleiri jólalög.
16:35
Jólasveinarnir Stúfur, Gluggagægir og Giljagaur hafa stolist til byggða. Þeim þykir ekkert skemmtilegra en að syngja jólalög með kátum krökkum!
Ljósin tendrar hinn sjö ára gamli norsk–íslenski Ólafur Gunnar Steen Bjarnason.
Kynnir er hin ástsæla Gerður G. Bjarklind. Dagskráin verður túlkuð á táknmáli. Heitt kakó og kaffi verma kalda kroppa og bílastæðahúsið í Ráðhúsinu verður opið. Góða skemmtun í hjarta jólaborgarinnar! Brandenburg/Teikning Sól Hrafnsdóttir
15:30
6
fréttir
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Húsnæðismál ReglugeRð sem sTyðuR þjónusTu í almannaþágu
Íbúðalánasjóður setur skilyrði um lánveitingar María Elísabet Pallé maria@ frettatiminn.is
Reglugerð hefur tekið gildi um lánveitingar Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga, félaga og félagasamtaka sem ætlaðar eru til að fjármagna byggingu eða kaup á leiguíbúðum og er þannig leitast við að tryggja að útleiga á öllum íbúðum sem lánað er til samkvæmt reglugerðinni geti talist þjónusta í almannaþágu. Eygló Harðardóttir félagsog húsnæðismálaráð-
herra hefur undirritað reglugerðina og tekur hún gildi við birtingu í Stjórnartíðindum. Í nýju reglugerðinni er kveðið á um hámarksstærð og hámarksverð leiguíbúða og áskilið er að Íbúðalánasjóður geti einungis veitt lán til húsnæðis sem fellur innan þeirra marka. Nýmæli er að sömu kröfur eru gerðar að þessu leyti til leiguíbúða, hvort sem þær eru ætlaðar til útleigu
á almennum markaði eða í félagslegum tilgangi fyrir fólk undir tilteknum tekjuog eignamörkum. Með því að gera sömu kröfur að þessu leyti til leiguíbúða, án tillits til þess hvort þær séu ætlaðar til almennrar útleigu eða til útleigu til tiltekins hóps, er þannig leitast við að tryggja að útleiga á öllum íbúðum sem lánað er til samkvæmt reglugerðinni geti talist þjónusta í almannaþágu.
maTvæli íslenskuR R jómi nauðsynleguR
Skapandi jól í Ólátagarði Leikföng
„Þeir [bændur] geta tekið kvígur sem þeir eiga fyrr inn í burð og þeir geta lengt líftíma kúa“ segir Einar Sigurðsson.
Íslenskur rjómi tryggður um jólin með bresku smjöri
Barnaherbergið
Spil
PIPAR \ TBWA • SÍA • 133324
Föndur
Púsl
olatagardur.is / Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin við Faxafen) / Sími: 511 3060 Opið: mán.–fös. 11.00–18.00 og laugardaga 11.00–16.00
Siðmennt Málsvari veraldlegs samfélags Skráðu þig í félagið á www.sidmennt.is
SIÐMENNT w w w. s i d m e n n t . i s
kynntu þér málið!
Mjólkursamsalan hefur þurft að grípa til öryggisráðstafana og er nú með breskt smjör á lager sem notað verður í ýmsar vinnsluvörur ef þarf til að tryggja nægilegt framboð smjörs og rjóma yfir hátíðirnar. Talið er að vinsældir lágkolvetnakúrsins séu stór hluti af mikilli söluaukningu nú á haustmánuðum. Kúabændur munu auka við framleiðslu sína um 6% á milli ára til þess að mæta þörfinni.
T
il að tryggja að yfrið nóg framboð verði af íslensku smjöri og rjóma fyrir hátíðirnar kaupum við inn breskt smjör til að nota í vinnsluvörur í takmörkuðu mæli,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar. Nægilegt magn af íslensku smjöri og rjóma verður tryggt um hátíðirnar til Íslendinga með því að nýta innflutt breskt smjör í nokkrar vinnsluvörur, ef þarf, en Einar telur að vinsældir lágkolvetnakúrsins séu stór áhrifavaldur í þeirri miklu söluaukningu sem orðið hefur í haust. „Við tökum inn í vinnsluvörur í staðinn fyrir íslenska fitu sem er í mjólkinni og þá notum við breskt smjör. Í stað þess að nota það ofan á brauð er það notað í ákveðnum þáttum í vinnslu. Erlenda smjörið verður notuð í litlum mæli í fóðurduft fyrir kálfa, nýmjólkurduft sem er notað í matvælaiðnað bæði hér heima og erlendis og osta sem notaðir eru að mestu leyti í framleiðslu,“ segir Einar. Segir hann að ferlið sé ekki komið á það stig að merki þurfi vörur sérstaklega. „Við höfum ekki þurft að nota erlenda smjörið ennþá en við höfum upp á þetta að hlaupa í desember og við munum gera grein fyrir því þegar fram í sækir. Vegna þessara miklu
Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar.
sölu núna í haust vildum við hafa vaðið fyrir neðan okkur,“ segir Einar. „Langstærsti orskavaldurinn fyrir þessarri miklu aukningu í haust er mataræði Íslendinga en þeir sækja í vaxandi mæli í smjör, osta og rjóma og margir í tengslum við lágkolvetnakúrinn. Við höldum að margir samverkandi þættir vinni saman en höldum að það sem hafi mestu áhrif núna séu þessar breytur,“ segir Einar. Bændur hafa verið hvattir til þess að auka fram-
leiðslu vegna söluaukningar og gert er ráð fyrir þörf á 6% aukningu á milli ára. „Þeir geta tekið kvígur sem þeir eiga fyrr inn í burð og þeir geta lengt líftíma kúa. Í heildina er aukning á framleiðslu bændum mjög hagfelld og fjárhagslega er það gott, því að það gefur þeim færi á að framleiða meira og nýta fastan kostnað í reksturinn þar með betur,“ segir Einar. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is
8
viðskipti
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
uppgjör ÍslAndsbAnki hAgnAðist um 4,2 milljArðA á 3. fjórðungi
Landshagir 2013 Statistical Yearbook of Iceland
Komin í verslanir shagir www.hagstofa.is/land
| REYKJAVÍK
| AKUREYRI | Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Hagnaður 15,4 milljarðar fyrstu níu mánuði ársins Birna Einarsdóttir bankastjóri segir sameiningu útibúa meðal annars hafa stuðlað að rekstrarhagræðingu.
25%
A
Af ö l
m
lUm VöRU
R U T R A sV gUR
DAm bARA Í DAg föAfsölTlUU m VöRU 25%
OPIÐ TIl KlUKKAn 2200
R
B AR A
G
TUDAGINN 2 ÖS 9. –F N
BE EM ÓV
ÍD A
ÓLAR | R | ELDHÚSST | HÆGINDASTÓLA RTI | AR ÓF NS EF UB | SV OF ORÐ KE SÓFAR BORÐ BORÐST FA | SÓ RÐ BO AR ÁV A LAR | ELDHÚS R OG FALLEG SM BORÐSTOFUSTÓ | GLERVARA | DÚKA R ÐA | PÚ MPAR | JÓLAVARA LA
– fyrir lifandi heimili –
HúsgAgnAHöllIn • B í l d s h ö f ð a 2 0 • Re y k j a v í k O g Dalsbraut 1 • Akureyri s Í m I 558 1100
Fram kemur að frá stofnun bankans hafa um 35 þúsund einstaklingar og um 4.100 þúsund fyrirtæki fengið afskriftir, eftirgjafir eða leiðréttingar á skuldum sem nema um 524 milljörðum króna.
fkoma Íslandsbanka eftir skatta var jákvæð um 4,2 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi en hagnaður á sama fjórðungi í fyrra nam hagnaðurinn 4,6 milljörðum króna. Hagnaður Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins nam 15,4 milljörðum króna en hagnaður fyrstu níu mánaða ársins 2012 nam 16,2 milljörðum króna. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 10,6% á fjórðungnum en til samanburðar nam hún 13,3% á sama fjórðungi í fyrra, en 13,4% sé horft til fyrstu níu mánaða ársins. Árið 2012 nam arðsemi eigin fjár eftir níu mánuði 16,3%. Lækkun á arðsemi skýrist að mestu af hærra eigin fé, sem hefur hækkað um 3% á milli fjórðunga og 14% á milli ára. Eiginfjárhlutfall var áfram sterkt eða 27,2%. Hreinar vaxtatekjur námu 7,4 milljörðum króna sem er lækkun um 5.1% milli ára. Vaxtamunur var 3,5% og fer lækkandi samhliða því að afföll á lánasafni sem keypt var frá Glitni fara úr bókum bankans. Fram kemur að frá stofnun bankans hafa um 35 þúsund einstaklingar og um
4.100 þúsund fyrirtæki fengið afskriftir, eftirgjafir eða leiðréttingar á skuldum sem nema um 524 milljörðum króna. „Það sem uppúr stendur á fyrstu níu mánuða ársins er sá góði árangur sem við höfum náð í rekstrarhagræðingu þar sem kostnaður bankans lækkaði um 732 milljónir sem er raunlækkun kostnaðar 7,5% á milli ára. Þessi lækkun byggir á ýmiskonar markvissum aðgerðum m.a. sameiningu útibúa,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. „Afkoma bankans var í takt við áætlanir og arðsemi eigin fjár var 13,4% sem hlýtur að teljast gott í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu en eiginfjárhlutfall bankans var 27,2%. Þó svo að sumarið seti gjarnan svip sinn á þennan ársfjórðung þá var engu að síður mikið um að vera í bankanum. Þóknanatekjur jukust um 13% á milli ára í 7,6 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 6,7 milljarða á sama tímabili í fyrra.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is
ÍslAndsbAnki Yfirlit Yfir eignArhluti Í eigu bAnk Ans
Bankinn leitast við að selja eignir í óskyldum rekstri „Íslandsbanki hefur leitast við að selja eignir í óskyldum rekstri enda ekki stefna bankans að eiga slíkar eignir til lengri tíma,“ segir í tilkynningu bankans en hann hefur komið á framfæri upplýsingum um eignarhluti sem eru í eigu bankans. „Íslandsbanki vill einnig benda á að upplýsingar um eignir í óskyldum rekstri sem eru á undanþágu frá FME er að finna á heimasíðu bankans og er það í samræmi við verklagsreglur bankans um gagnsæi,“ segir enn fremur en samtals eru 12 eignarhlutir á fresti hjá FME: Átta félög sem eru erlend eða eiga einungis erlendar eignir og eru með enga eða takmarkaða starfsemi. (Manston Properties Ltd, Lava Capital Ltd., Lava Capital ehf., HHÖ Holding A/S, Geysir General Partner ehf., Geysir Green Investment Fund slhf., GREF hf. og IG Invest). Þessi félög eru ekki með neina starfsemi á Íslandi. Atorka Group hf. sem er félag í slitameðferð, HTO hf. en verið er að klára skjalavinnslu vegna sölu félagsins, N1 hf. en stefnt er að skráningu í desember 2013 og Bláfugl ehf. en félagið hefur verið í sölumeðferð undanfarin misseri, án árangurs. Ofangreindir eignarhlutir eru óverulegur hluti af eignum bankans, segir í tilkynningu hans. Til viðbótar við þessa eignarhluti á Íslandsbanki eignarhluti í nokkrum félögum sem tengjast fjárhagslegri endurskipulagningu þeirra eða yfirtöku bankans á Byr. Eignarhlutir sem bankinn eignast eru seld-
Eignarhlutir Íslandsbanka eru seldir eins og kostur er.
ir eins og kostur er en stærstu eignir bankans eru nú: Icelandair – núverandi eignarhlutur er 2,04% en unnið hefur verið að því að minnka stöðu bankans í félaginu sem var 19,9% í lok mars 2012. Íslensk verðbréf en núverandi eignarhlutur er 27,5% sem er tilkominn vegna yfirtöku Íslandsbanka á Byr. MP banki hefur gert yfirtökutilboð í Íslensk verðbréf. Reitir en núverandi eignarhlutur er 5,8%. Sjóvá þar sem núverandi eignarhlutur er 9,3% en unnið er að skráningu félagsins í Kauphöll Íslands og Eik en núverandi eignarhlutur er 5,6%. -jh
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 3 0 2 0
Er rafhlaðan í lagi í þínum reykskynjara? Jólaljósin lýsa nú upp heimili landsmanna. Njótum aðventunnar en látum kertaljós aldrei loga eftirlitslaust.
Sem viðskiptavinur Sjóvár getur þú sótt nýja rafhlöðu í reykskynjarann þinn í næsta útibú.
AF ÞVÍ AÐ LÍFIÐ ER ÓMETANLEGT
ÞESS VEGNA ERTU HJÁ SJÓVÁ
10
fréttir
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
9. hluti
Á síðustu átta árum hefur ríkið veitt tæpum þremur milljörðum til tækjakaupa en þörfin á tímabilinu er metin á bilinu 12-16 milljarðar. Vantar því að minnsta kosti 11 milljarða upp á að mæta þörf Landspítalans til endurnýjunar tækjabúnaðar á síðustu átta árum.
Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm
Ljósmynd/Hari
Landspítalinn greiðir árlega tæpar sjötíu milljónir í virðisaukaskatt vegna tækjakaupa. Spítalinn fær nær jafnmikið í gjafafé og hann fær frá ríki til tækjakaupa. Fjárframlög ríkisins til tækjakaupa eru venjulega um 300 milljónir en sambærilegir spítalar á Norðurlöndunum verja 1,5-2 milljörðum í endurnýjun tækja árlega.
Landspítali greiðir ríkinu 70 milljónir árlega í skatt vegna tækjakaupa
N
ánast jafnmikið fé fæst árlega til tækjakaupa frá velunnurum Landspítalans og ríkið veitir beint til tækjakaupa. Á áru num 2010-2012 fengust, 909 milljónir fengjust í gjafafé og fjárveiting frá ríki var 983 milljónir. Af þeim greiddi spítalinn um 200 milljónir í virðisaukaskatt til ríkisins enda hagnast ríkið um sjötíu milljónir árlega vegna virðisaukaskatts sem Landspítalinn greiðir af tækjakaupum árlega. Árleg fjárþörf til nauðsynlegrar endurnýjunar tækja nemur 1,5-2
milljörðum króna, samkvæmt viðmiði sambærilegra spítala á Norðurlöndunum. Á árunum 2006-2013 voru framlög ríkisins á bilinu 233383 milljónir á núvirði, auk 600 milljóna sérstakrar fjárveitingar á þessu ári sem fór í að kaupa nýtt geislatæki vegna krabbameinslækninga, svokallaðan línuhraðal. Á síðustu átta árum hefur ríkið veitt tæpum þremur milljörðum til tækjakaupa en þörfin á tímabilinu er metin á bilinu 12-16 milljarðar. Vantar því að minnsta kosti 11 milljarða upp á að mæta þörf Land-
GERIR GÆFUMUNINN!
málum og þurfum að endurnýja mörg stór sem smá tæki á næstunni,“ bendir hann á. Jón Hilmar segist vongóður um að framlög til tækjakaupa verði aukin og bendir milljónir á orð heilbrigðisráðherra því til 2006 325 stuðnings sem hefur látið vinna 2007 289 sérstaka tækjakaupaáætlun fyrir 2008 323 Landspítalann og Sjúkrahúsið á 2009 383 Akureyri til ársins 2014 sem að 2010 268 sögn heilbrigðisráðherra verður lögð fram við 2. umræðu fjárlaga2011 233 frumvarpsins sem fram fer í næstu 2012 273 viku. „Það er nauðsynlegt að vita 2013 862 hver fjárveitingin verður nokkur ár 2014 ? fram í tímann því liðið getur allt að ár frá því að ákveðið hefur verið að Gjafafé til tækjakaupa* kaupa tiltekið tæki þangað til það 2010 285 er komið í hús. Bjóða þarf út stærri 2011 218 kaup á evrópska efnahagssvæðinu og er ferlið umfangsmikið,“ 2012 480 bendir Jón Hilmar á. „Ef við fáum 1-2 milljarða í nokkur ár náum við *Uppreiknað á verðgildi ársins 2013 að vinda ofan af vandanum,“ segir spítalans til endurnýjunar tækjahann. búnaðar á síðustu átta árum. Á forgangslista um tækjakaup á Landspítala eru til að mynda nýtt Halda sér á floti með gjafafé æðaþræðingatæki sem kostar um 150 milljónir, nauðsynlegt er að „Við höfum náð að halda okkur endurnýja á þriðja tug svæfingaá floti með gjafafé, til að mynda véla á næstu tveimur til þremur fær Barnaspítalinn ekki krónu frá árum og kostar sá búnaður 300ríkinu til tækjakaupa, öll tæki eru 400 milljónir, að sögn keypt fyrir gjafafé,“ segir Jóns Hilmars. Auk þess Jón Hilmar Friðriksþarf spítalinn að kaupa son, framkvæmdastjóri stórt ísótópatæki, sem kvenna- og barnasviðs kostar 120 milljónir Landspítalans. Hið sama og speglunartæki sem gildir um margar deildir kostar um 100 milljónir. spítalans en gallinn við „Svo eru smærri tæki þetta fyrirkomulag er að eins og hjartaómtæki og sögn Jóns Hilmars sá að fleira, greiningatæki fyrir gjafafé er í langflestum sýkla- og veirurannsókntilfellum eyrnamerkt sérir, aðgerðatæki fyrir hálsstökum tækjum. „Það er , nef- og eyrnalækningar mjög eðlilegt að gjafafé Jón Hilmar Friðriksog söfnunarfé fari í son, framkvæmda- og búnaður vegna skurðstofu, svo fátt sé nefnt,“ ákveðin tæki, við höfum stjóri kvenna- og segir Jón Hilmar. „Þá má ekkert á móti því, það barnasviðs Landnefna að nýverið bilaði gerir það hins vegar að spítalans. dauðhreinsunarofn sem verkum að minna spennóhjákvæmilegt er að endurnýja andi tæki og búnaður, svo sem og kostar það 60 milljónir. Ef við rúm, skurðarborð eða blóðþrýstfengjum einungis 200 milljónir til ingsmælitæki geta orðið útundtækjakaupa líkt og fjárlögin gera an,“ segir hann. Aðspurður segir ráð fyrir færi þriðjungurinn bara í hann æskilegt að verja að minnsta þennan ofn,“ segir Jón Hilmar. kosti 200-300 milljónum á ári í að Spurður hvað gerist á Landspítendurnýja slíkan smærri búnað. alanum ef ekki verði undið ofan af Alþingi úthlutar fjármunum til tækjavandanum segir Jón Hilmar tækjakaupa á Landspítalanum og að á endanum muni hluti starfsemsérstök nefnd innan spítalans forinnar stöðvast eða dragast saman. gangsraðar til tækjakaupa miðað „Einhvern tímann verða sum nauðvið bráðaþarfir sviðanna. Jón synleg tæki einfaldlega ónýt og þá Hilmar fer fyrir nefndinni. Hann segir þær rúmar tvö hundruð millj- getum við ekki gert neinar nauðsynlegar aðgerðir eða rannsóknir ónir sem fjárlagafrumvarpið gerir sem krefjast viðkomandi tækjaráð fyrir að veitt verði til tækjabúnaðar. En það mun vonandi ekki kaupa á næsta ári þýði að engin koma til þess,“ segir hann. ný tæki verði keypt, fjármunirnir dugi einvörðungu til þess að mæta Sigríður Dögg Auðunsdóttir eldri skuldbindingum. „Við höfum verulegar áhyggjur af tækjasigridur@frettatiminn.is
Fjár muNir til tæk jak aupa Fr á 2006*
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 3 0 5 2
ÍSLENSKUR ÁLIÐNAÐUR SKIPTIR MÁLI FYRIR ALLT SAMFÉLAGIÐ
40 milljarðar
20 milljarðar
40 milljarðar
100
Viðskipti við 700 innlend fyrirtæki Á síðasta ári greiddi áliðnaðurinn um 40 milljarða fyrir vörur og þjónustu á Íslandi og var það fyrir utan raforkukaup.Yfir 700 innlend fyrirtæki nutu góðs af þessum viðskiptum.
Laun og opinber gjöld Áliðnaðurinn greiddi tæpa 15 milljarða í laun og launatengd gjöld á síðasta ári. Opinber gjöld námu um 5 milljörðum. Um 2.100 manns vinna hjá íslenskum álverum og gera má ráð fyrir um 5.000 afleiddum störfum.
Raforkukaup Raforkukaup álfyrirtækjanna árið 2012 námu um 40 milljörðum. Miðað er við heildarraforkusölu í GWh og meðalorkuverð til orkufreks iðnaðar skv. opinberum tölum Landsvirkjunar.
275 milljónir á dag eftir í landinu Árlega verða eftir í landinu rúmir 100 milljarðar vegna starfsemi í áliðnaði.
milljarðar
Þó að ál sé léttur málmur vegur áliðnaðurinn þungt í íslenska hagkerfinu. Staðreyndirnar tala sínu máli um mikilvægi álframleiðslunnar fyrir þjóðarbúið.
Samál • Sími: 571 5300 • Fax: 571 5301 • www.samal.is
Ný námskeið
Í form fyrir golfið Sérhæfð þjálfun fyrir golfara Þri. og fim. kl. 12:10.
Jóga
Þri. og fim. kl. 12:00. Grunnur Mán. og mið. kl. 12:00. Framhald
Ný námskeið
hefjast 2. og 3. desember 4 vikna námskeið
Zumba og Zumba toning Dansaðu þig í form! Þri. og fim. kl. 16:30.
Kvennaleikfimi
12
viðhorf
Landsdómur verði lagður niður
Samkrull lögfræði og pólitíkur
L
Landsdómsmálið svokallaða varð til þess að margir voru með óbragð í munni meðan á því stóð og eftir að niðurstaða fékkst. Eins og flestum er í fersku minni ákærði Alþingi Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, einn manna fyrir vanrækslu í starfi í kjölfar bankahrunsins og fól saksóknara Alþingis að sækja málið fyrir Landsdómi. Í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 hafði Alþingi skipað rannsóknarnefnd sem komst að því vorið 2010 að íslenskir ráðherrar hefðu sýnt af sér vanrækslu. Meirihluti þingmannanefndar sem skipuð var til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar komst að þeirri niðurstöðu um haustið það sama ár Jónas Haraldsson að leiða bæri fjóra ráðherra jonas@frettatiminn.is fyrir Landsdóm. Niðurstaða Alþingis varð hins vegar sú að ákæra aðeins Geir. Sú niðurstaða var umdeilanleg, svo ekki sé meira sagt og breytti málinu í raun í flokkspólitísk átök og sýndi um leið þær veilur sem í lögunum um Landsdóm felast. Niðurstaða Landsdóms á liðnu ári var að sýkna Geir H. Haarde af þremur ákæruatriðum af fjórum en hann var sakfelldur fyrir eitt ákæruatriðið, án þess þó að honum væri gerð refsing, það er að segja að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Eftir að Landsdómur hafði kveðið upp sinn dóm sagði Róbert Spanó lagaprófessor að ákæra í dómsmáli þyrfti að byggja á faglegu og yfirveguðu lögfræðilegu mati en núverandi fyrirkomulag byði upp á að önnur sjónarmið drægjust inn í það mat. Í gildandi kerfi um Landsdóm sé á ferðinni samkrull lögfræði og pólitíkur sem sé fyrirbæri sem hafi verið mun meira viðurkennt í upphafi liðinnar aldar en í dag. „Í nútímalögfræði,“ sagði lagaprófessorinn, „reynum við eftir fremsta megni að skilja vel á milli lögfræði og pólitíkur.“ Það var því miður ekki gert þegar Alþingi lagði út á það hála svell að kalla saman Landsdóm í fyrsta sinn. Það sást einna skýrast þegar fjórir tilteknir þingmenn
Fjölbreyttir púl tímar fyrir karla og konur Mán., mið. og föst. kl. 7:45 eða 09:00
60 ára og eldri: Leikfimi 60+ Mán. og mið. kl. 11:00. Mán. og mið. kl. 15:00. Þri. og fim. kl. 10:00.
Zumba Gold 60+ Fyrir þá sem hafa gaman af að dansa. Þri. og fim. kl. 11:00.
Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is
Samfylkingarinnar greiddu atkvæði með því að ákæra Geir en gegn því að ákæra Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, hinn leiðtoga ríkisstjórnarinnar í samsteypustjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún lýsti því yfir að rangt hefði verið pólitískt, siðferðislega og réttarfarslega að kalla saman Landsdóm til að rétta yfir Geir H. Haarde. Þótt Geir hafi verið sýknaður af alvarlegustu ákæruatriðunum og ekki gerð refsing undi hann sakfellingunni í fjórða ákæruliðnum illa. Hann kærði íslenska ríkið því til Mannréttindadómstóls Evrópu. Nú liggur fyrir að Mannréttindadómstóllinn tekur málið til meðferðar og hefur sent innanríkisráðuneytinu erindi þar sem það er staðfest. Mannréttindadómstóllinn leggur sex spurningar fyrir stjórnvöld og auk þess ber þeim að útvega dómstólnum enska þýðingu af dómi Landsdóms og öðrum ákvörðunum sem tengjast málinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir það að Mannréttindadómstóllinn taki málið til meðferðar hljóti að fela í sér ákveðna viðurkenningu á því að til málsins gegn Geir hafi ekki verið stofnað með réttmætum eða sanngjörnum hætti. Andri Árnason, lögmaður Geirs, segir ástæðu þess að dómstóllinn taki málið til meðferðar séu óeðlileg frávik í því og alveg tilefnislaus. Dómstóllinn meti að framlögðum svörum íslenskra stjórnvalda hvort málið verði tekið til efnismeðferðar. Af málflutningi hans má þó ráða að hann telji líkur á því enda séu pólitísk réttarhöld einhver þau alverstu þannig að þau fái alltaf skoðun. Lögmaðurinn útilokar þó ekki að málinu ljúki með sátt. Hvort heldur máli Geirs fyrir Mannréttindadómstólnum lýkur með efnislegri niðurstöðu eða sátt er mikilvægt að íslensk stjórnvöld láti sér Landsdómsmálið að kenningu verða. Alþingi á ekki að hafa ákæruvald, það á að skilja milli lögfræði og pólitíkur. Svo virðist raunar vera því forráðamenn núverandi ríkisstjórnar lýstu því yfir á liðnu sumri að sett yrði af stað vinna sem miðaði að því að breyta lögum og leggja niður Landsdóm.
Hvort heldur máli Geirs fyrir Mannréttindadómstólnum lýkur með efnislegri niðurstöðu eða sátt er mikilvægt að íslensk stjórnvöld láti sér Landsdómsmálið að kenningu verða.
Gamla góða leikfimin fyrir konur Mán., mið. og föst. kl. 16:30. Uppselt Þri. og fim. kl. 10:00.
Morgunþrek
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
39
Vikan í tölum starfsmönnum var sagt upp á RÚV en að sögn Páls Magnússonar útvarpsstjóra þarf að skera niður rekstrarkostnað um hálfan milljarð á næsta ári vegna niðurskurðar á fjárframlögum frá ríki.
56
400
íbúar Vesturbæjar skrifuðu undir yfirlýsingu til borgarstjóra þar sem vonbrigðum er lýst yfir því hve lítið mark hefur verið tekið á ábendingum og athugasemdum íbúa vegna deiliskipulagstillögu fyrir Vesturbugt.
af hundraði er fylgi meirihlutaflokkanna í borginni, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup.
170
farþegar voru um borð í flugi Icelandair til New York sem snúa þurfti við vegna erfiðleika.
663
milljónir eru heildargreiðslur ríkisins vegna svokallaðra sanngirnisbóta vegna unglingaheimila ríkisins. Alls hafa um 800 manns krafist sanngirnisbóta en talið er að um 5200 geti gert tilkall til þeirra.
260 1,7
milljónir evra falla í skaut Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR, sem er hluti af styrk upp á 10 milljónir evra sem Evrópusambandið veitti verkefni sem hefur það að markmiðið að þróa nýjar aðferðir til að rannsaka og meta jarðhitakerfi og staðsetja borholur með markvissari hætti.
þúsund krónur á ári greiðir sá sem borgar hæstu lóðarleiguna innan Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Alls greiða 82 lóðarleigu á svæðinu.
3,7
prósenta verðbólga hefur mælst síðustu tólf mánuði og hefur verðbólga verið yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í 32 mánuði samanlagt.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
60 6 0 MILLJÓNIR
LJÓSADÝRÐ OG LOTTÓ!
F í t o n / S Í A
Sexfaldur Lottópottur stefnir í 60 skínandi milljónir. Leyfðu þér smá Lottó!
Skráðu þig sem aðdáanda Lottó á facebook.com/lotto.is
.IS .LOT TO | WWW 3 1 0 2 3 0/11
14
viðhorf
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Vik an sem Var Fífl og dóni Þú ættir að skammast þín, þú ert óþverri. Páll Magnús son útvarps stjóri svaraði Helga Seljan að sjómannasið, eins og sönnum Eyjamanni sæmir, eftir átakafund með starfsfólki RÚV. Greinilega ekki! Hér er ekkert meiri neikvæðni en bara á Ríkisútvarpinu sjálfu. Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, svaraði því fullu hálsi þegar Sigríður Arnardóttir ræddi neikvæðnina á Útvarpi Sögu í þætti sínum á Rás 2.
Svenni sem býr á götunni segir nýtt gistiskýli ekki lausnina Bara í þessu máli? Forsætisráðherra hagar sér mjög undarlega í þessu máli. Magnús Júlíusson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hefur nokkrar áhyggjur af hugmyndum Sigmundar Davíðs um skuldaleiðréttingu. Og þú starfar hvar, segirðu? Hægra fólk stofnar fyrirtæki, vinstra fólk verður kennarar og blaðamenn. Hannes Hólmsteinn Gissurarson staðsetti sig vinstra megin við miðju í deilu við Evu Hauksdóttur.
Hin grænfingraða lamandi bláa hönd Það er lamað andrúmsloft hér á stofnuninni núna. Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna og fréttamaður á RÚV, lýsti ástandinu í Efstaleitinu eftir að hópuppsagnir byrjuðu.
Þau drukku það allt Ég er í raun forviða, það hefði nú verið ódýrara hjá þessu fólki að hella einfaldlega brennivíni á lóðina. Sverrir Agnarsson, formaður félags Múslima, furðaði sig á undarlegum gjörningi andstæðinga moskubyggingar í Reykjavík sem lögðu svínshöfuð á lóðina þar sem fyrirhugað er að bænahúsið rísi.
Uuuuuu, ókey, Framtíðin í íslenskum fótbolta er mjög björt. Lars Lagerbäck ætlar að stýra íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í tvö ár til viðbótar, fullur bjartsýni.
Farðu í endurmenntun, góði! Vandamálið við íslenska stjórnmálamenn, hvort sem þeir eru til vinstri, hægri eða fyrir miðju, er að þeir velja alltaf skammtímalausnir. Lars Christensen, aðalhag fræðingur Danske Bank, er þekktur fyrir skarpar greiningar ástandinu á Íslandi.
Farsótt í Reykjavík
G
istiskýlið í Þingholtsstræti þar sem heimilislausir geta leitað skjóls, þegar þar er pláss, hefur lengi gengið undir nafninu Farsóttarhúsið. Farsótt er smitandi sjúkdómur sem breiðist ört út og leggst á tiltölulega marga. Í frumvarpi til sóttsjónarhóll varnarlaga er farsótt skilgreind sem „skráningarskyldur smitsjúkdómur sem ógnað getur almannaheill. Auk hinna almennu sóttvarnaráðstafana, sem ætíð skal grípa til, heimilar frumvarpið einnig svokallaðar opinberar sóttErla varnaráðstafanir vegna Hlynsdóttir yfirvofandi farsótta.“ erla@ Nafngift hússins tengist frettatiminn.is þeim útigangsmönnum sem þar hafa fengið að gista ekki neitt heldur var húsið raunverulegt farsóttarsjúkrahús frá árinu 1920 þar sem sjúklingar með taugaveiki, skarlatssótt og barnaveiki voru einangraðir. Eftir að farsóttarsjúkrahúsinu var lokað voru áfengis- og taugasjúklingar vistaðir í hús-
inu. Og síðan voru það útigangsmennirnir. Utan við innganginn blasir við gamalt flísagólf þar sem áður var líkskurðarhús. Í húsinu eru 20 rúm en undanfarna mánuði hefur að jafnaði þurft að vísa einum eða tveimur frá á hverri nóttu. Þegar mest var, var sjö heimilislausum mönnum synjað þar um næturstað. Mennirnir hafa sofið þar allt að fjórir saman í herbergi og margir hafa notað áfengi og lyf til að deyfa sig þannig að þeir nái að festa svefn í hrotunum frá hinum. Vegna eldvarnarsjónarmiða hefur ekki mátt fjölga næturgestum í Farsóttarhúsinu og því verður gistiskýlið fært á Lindargötu á vormánuðum. Þar verða einnig 20 rúm en þar sem húsið er stærra verður hægt að bæta við dýnum á gólfið ef þörf krefur. Sveinn Rafn Sigurjónsson segir í viðtali hér í Fréttatímanum að honum finnist ekki verið að bæta stöðu heimilislausra með þessu heldur aðeins sé verið að færa vandann. Sveinn, eða Svenni eins og hann er alltaf kallaður, hefur búið á götunni í fimm ár og lítur á Fógetagarð-
inn sem stofuna sína. Hann segir mis andstyggilegt að sofa í gistiskýlinu og finnst hann hafa beðið of lengi eftir félagslegu húsnæði og dreymir allra mest um að geta boðið tólf ára dóttur sinni í heimsókn. Svenni er indæll maður. Hann lifir á bjór og reynir að láta daginn líða einhvern veginn, og alltaf læðist að honum sú hugsun að hann veit ekki hvar hann á að sofa næstu nótt. Þeir sem eiga reglulega leið um Laugaveginn og miðbæ Reykjavíkur hafa eflaust rekist á Svenna þar sem hann reynir að finna sér eitthvað að gera. Hann ber það utan á sér að hann hefur bundið bagga sína öðrum hnútum en samferðamennirnir og vakti hann þannig athygli þar sem við settumst niður saman á virðulegu kaffihúsi. Það eru margir sem vilja ekki hafa útigangsmenn og nálægt sér. Sumir líta jafnvel á aukningu útigangsmanna í borginni sem farsótt. Þeir eru samt bara fólk eins og þú og ég sem hefur misstigið sig í lífinu á mismunandi hátt. Það geisar þó farsótt í Reykjavík og sú farsótt heitir úrræðaleysi.
Hann dreymir allra mest um að geta boðið tólf ára dóttur sinni í heimsókn.
Aukabúnaður á mynd: sólþak, þokuljós í framstuðara, skyggðar rúður og 16“ álfelgur
www.volkswagen.is
Lítill að utan og stór að innan Volkswagen up! setur ný viðmið í hönnun smábíla með því að sameina nett ytra rými og rúmgott innra rými. Hvergi er gefið eftir í kröfum um aksturseiginleika, gæðum né öryggi og því til sönnunar eru einróma hrós bílablaðamanna um allan heim og 5 stjörnu einkunn í árekstrarprófunum EuroNcap. Niðurstaðan er einföld: Volkswagen up! er alvöru smábíll.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
Eyðsla frá 4,1 l/100 km
Volkswagen up! kostar frá
2.050.000 kr.
HAIER · G610CF
HAIER · C800HF
32" LED SJÓNVARP
39" LED SJÓNVARP
· 1920x1080–FULL HD · 4.000.000:1 Dynamic Contrast · 100Hz endurnýjunartíðni · DVB-T og DVB-C sjónvarpsmóttakarar · 2xHDMI, SCART, USB
· 1920x1080p – Full HD · 4.000.000:1 Dynamic Contrast · 200Hz endurnýjunartíðni · DVB-T og DVB-C sjónvarpsmóttakarar · 2xHDMI, SCART, USB, VGA · USB afspilun á myndböndum, tónlist og ljósmyndum
Aðeins kr. 79.900,-
Aðeins kr. 99.900,-
„Haier – China’s First Global Brand.“ Forbes
VIÐSKIPTAVINIR OKKAR MÆLA MEÐ FITBIT
Fitbit Flex skrefa- og svefnmælir
Fitbit Zip skrefamælir
Verð: 19.900 kr.
Verð: 12.900 kr.
Mælir skref, vegalengd og brenndar kaloríur. Fylgist með svefni yfir nóttina. Vekur þig hljóðlátlega á morgnanna. Til í svörtum og blágráum.
Verð: 24.900 kr.
Mælir skref, vegalengd og brenndar kaloríur. Fitbit forrit sem hjálpar þér að komast í form. Settu þér markmið og kepptu við vinina. Til í svörtum, bleikum og grænum.
Verð: 39.900 kr. PIX-SMC1
iPod vagga
Fitbit One skrefa- og svefnmælir Mælir skref, vegalengd og brenndar kaloríur. Fylgist með svefni yfir nóttina. Til í svörtum og blágráum.
Verð: 19.900 kr.
Fitbit Aria SMART vigt
Mælir þyngd, fituprósentu og BMI. Býr til mynd af langtímastöðu. Tengist við tölvu eða snjalltæki. Fitbit forrit sem sýnir þér allar upplýsingar.Hægt að deila upplýsingum með læknum, þjálfurum, vinum eða á Facebook. Til í svörtum og hvítum.
Verð: 26.900 kr.
Þessi flotta leikjatölva sameinar spilun í sjónvarpi og á skjáborði og skapar algjörlega nýja leið til að spila tölvuleiki. Verð: 66.900 kr.
Spilar 3DS leiki Verð: 29.900 kr.
X-CM31
Hljómtækjastæða
Búinn með leikinn? Við kaupum hann af þér.
Frábær hljómburður!
FM útvarp · Spilar og hleður iPod og iPhone · Spilar DVD og CD, MP3, DivX, JPEG · HDMI, USB, Audio in, Composite og fl. · Möguleiki á Blue-tooth · 2 x 20W hátalarar · 8 Ohm
FM útvarp með 40 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA, iPod, iPad (gegnum usb) · USB, RCA, Heyrnartól, Video out (f. iPod) · 2 x 15W hátalarar · Spilar og hleður iPod
Verð: 35.900 kr.
Verð: 45.900 kr.
Komdu og gerðu góð kaup í spilum og leikjum!
FLOTT ÚRVAL AF TÖLVULEIKJUM OG TÓNLIST
OPIÐ ALLA DAGA TIL KL.18:00 · virka daga frá 10:00-18:00 · á laugardögum frá 11:00–18:00 · á sunnudögum frá 13:00–18:00
SKE I F U N N I 11 · S ÍM A R: 5 3 0 · 2 8 0 0 / 5 5 0 · 4 4 4 4 · ormsso n .is & b t .is
16
viðtal
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Demantahlaupari heillaður af skordýrum Orri Finnbogason fór 19 ára gamall í jólafrí til systur sinnar í New York eftir að hafa misst móður sína í umferðarslysi. Jólafríið varð að fimm árum í stórborginni þar sem hann lærði demantaísetningar í staðinn fyrir að sendast með verðmæta skartgripi til viðskiptavina, og var því svokallaður demantahlaupari. Eftir að hann flutti aftur til Íslands kynntist hann Helgu Gvuðrúnu Friðriksdóttur og í ljós kom að þau höfðu nánast verið nágrannar í New York án þess að vita hvort af öðru. Þau hanna nú saman undir merkinu Orri Finn og voru að setja nýja línu á markað þar sem þau sækja innblástur til Forn-Egypta.
P
arið Orri Finnbogason og Helga Gvuðrún Friðriksdóttir hanna saman undir nafninu Orri Finn og eru að setja á markað sína aðra línu, Scarab, þar sem innblástur er sóttur í scarabbjöllurnar sem Forn-Egyptar álitu heilagar. „Þeir tengdu bjölluna við sólarguðinn og endurfæðingu. Bjallan ýtti á undan sér stórri drullukúlu sem inni í var allur matarforði hennar, og þar geymdu þær líka eggin sín. Sólarguðinn ýtti sólinni inn í sjóndeildarhringinn á hverjum morgni. Þeir sáu þessi líkindi og voru bjöllurnar skornar út og notaðar sem verndargripir. Þær voru jafnvel jarðaðar með faróum,“ segir Helga. Á Hönnunarmars í fyrra sýndi Orri stóra eftirlíkingu af scarab-bjöllu úr steinum og silfri, en steinaísetning er eitt af sérsviðum hans. Í framhaldinu ákváðu þau að hanna heila línu með bjöllunum. „Sem barn eignaðist ég eftirlíkingu af scarab sem var skorin út í lítinn stein. Ég var alveg heilluð af henni og svo kom í ljós að Orri var líka alveg heillaður af skordýrum,“ segir hún. „Við gerðum tvenns konar bjöllur og vængirnir þeirra voru líka innblástur,“ segir Orri. Fyrri lína þeirra kallaðist Akkeri og vakti mikla athygli. Báðar línurnar eru hannaðar þannig að flestir gripirnir eiga að henta bæði körlum og konum. „Það eru fáir sem hanna fyrir bæði kynin og okkur langar svolítið að breyta því að skartgripir séu alltaf tengdir bara við konur,“ segir Helga. Meðal þeirra sem heilluðust af Akkeri-línunni er aðalleikkona myndarinnar Málmhaus, Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, sem skartaði Akkeri við heimsfrumsýningu myndarinnar í Toronto. „Þetta er skart fyrir töffara,“ segir Orri.
Í staðinn fyrir brynvarðan bíl
Helga er með bæði hálsmen og eyrnalokka úr Akkeri-línunni þegar þau taka á móti mér á heimili sínu við Vesturgötu í Reykjavík. Þau búa á þriðju hæð með gott útsýni yfir sjóinn. „Útsýnið er það besta við þessa íbúð,“ segir Helga. Bæði hafa þau sterka tengingu við sjóinn, Helga eyddi æskusumrunum hjá móðurfjölskyldu sinni í Hnífsdal og Orri er uppalinn á Akranesi. „Ég bjó þar með mömmu minni. Ég á fjórar eldri systur sem allar voru fluttar að heiman. Við mamma vorum rosalega góðir vinir og mjög náin. Þegar ég var 19 ára dó hún í umferðarslysi og það var mikið áfall. Ég fann að ég þurfti að skipta um umhverfi og ákvað að eyða jólunum hjá systur minni sem bjó í New York,“ segir Orri. Þetta var árið 1995 og jólaleyfið varð að fimm árum. Systir hans starfaði sem fasteignasali í borginni og í gegnum sambönd útvegaði hún honum vinnu á skartgripaverkstæði á Manhattan, 47. stræti sem er miðstöð skartgripaverslana. Orri Finnsson og Helga Gvuðrún Friðriksdóttir á vinnustofunni þar sem þau hafa undanfarið ár unnið að nýju línunni, Scarab. Ljósmynd/Hari
Framhald á næstu opnu
: I M Í 8 1 T 3 1 . R l k A á R f N R A U N N N U k I P v O gA æ b A ð R A g 2 I N U A R h ð I M
A d A l Al
Öll helsTU ÍþRóTTAvÖRUMeRkIN á eINUM sTAð!
18
viðtal andi að honum, kýldi hann niður og hljóp í burtu, sem mér fannst skrýtið. Síðan kom annar maður hlaupandi úr annarri átt og reif af honum töskuna. Eftir það fór ég að verða aðeins stressaðri. Þegar þetta gerðist var ég búinn að vera í þessu í um tvö ár.“
Ólöglegur innflytjandi
En það er dýrt að búa í New York og Orri skipti sífellt yfir í ódýrara og ódýrara húsnæði. „Ég endaði í suður-amerísku gettói. Ég fékk íbúð í byggingu þar sem allir aðrir voru innflytjendur frá SuðurAmeríku. Ég var þarna á fimmtu hæð, var ekki með nein húsgögn, bara dýnu og gítar. Svo á kvöldin þegar maður lagðist til svefns heyrði maður í músum og kakkalökkum,“ segir Orri grettinn á svip en bætir við glaðlega: „En þarna var ótrúlega fínt að vera og allir mjög indælir.“ Vegna fjölda ólöglegra innflytjenda í fátækari hverfunum kom innflytjendalögreglan reglulega og gerði rassíur. „Ég kom að húsinu mínu þegar ein rassían stóð yfir. Þar voru allir settir upp við vegg og þurftu að framvísa pappírum. Ég var bara með sex mánaða landvistarleyfi og var því ólöglegur innflytjandi. Þegar röðin kom að mér og löggan sá framan í mig sagði hún mér bara að fara inn. Örugglega af því ég var hvítur. Ég fylgdist með hópnum út um gluggann og sá að það fengu allir að fara þannig að eini ólöglegi innflytjandinn hefur verið ég, Íslendingurinn.“ Fimm ár voru liðin þegar Orri fékk skilaboð frá Íslandi um að gullsmiður væri að auglýsa eftir nema. Hann setti sig í samband við hann og flutti heim um mánuði seinna. Áður fann hann til forláta kaffikrús sem hann hafði safnað gullögnum í öll árin fimm
og seldi. „Þegar verið er að bora í og saga gullið falla til gullagnir. Á kvöldin og um helgar mátti maður eiga það sem varð eftir. Ég safnaði þessu í kaffikrús. Einn daginn fór ég síðan í skartgripagötuna og til að selja. Þetta var um sumar, í 40 stiga hita og ég var léttklæddur á hjóli. Þegar ég kom á staðinn var gullið hreinsað og vigtað og gaurinn setti miða í gluggann með upphæðinni sem hann bauð í gullið. Þetta var miklu meira en ég bjóst við og kinkaði bara kolli. Hann rétti mér síðan fullt af seðlum sem ég reyndi að troða í vasana mína. Þetta var stór bunki af dollurum og ég var ekki einu sinni með tösku. Ég hjólaði síðan aftur til baka úttroðinn af seðlum.“
Barnfóstra hjá Björk
Þegar Orri flutti aftur til Íslands hafði hann mikið forskot vegna þess hversu laginn hann var orðinn við demantaísetningu. Hann stofnaði Orri Finn og starfaði einn framan af en kynntist síðar Helgu sem hafði starfað í skartgripageiranum í nokkur ár og hanna þau núna saman. „Ég eignlega slysaðist inn í þennan bransa en eftir að við kynntumst hefur mér fundist svo gaman að fá útrás fyrir mínar hugmyndir,“ segir hún. Það kom þeim líka skemmtilega á óvart þegar þau komust að því að þau höfðu búið í New York á sama tíma án þess að vita hvort af öðru. „Okkur fannst það mjög fyndið. Við föttuðum það ekki fyrr en við fórum að tala um hvar við hefðum búið og í ljós kom að ég bjó alveg rétt hjá honum, alveg við Jersey. Við vorum því eiginlega nágrannar. Ég bjó þarna í hálft annað ár. Ég fékk vinnu sem einkakennari og barnfóstra hjá Björk Guðmundsdóttur söng-
Forn-Egyptar litu á scarab-bjölluna sem verndartákn og eru bæði Helga og Orri heilluð af þessu merkilega skordýri. Ljósmyndir/Hari
konu. Ég var að kenna dóttur hennar og fór með í tónleikaferðalög á þessum tíma. Þetta var virkilega gaman,“ segir Helga. Þau Orri hafa verið par í um þrjú ár og í gærkvöldi kynntu þau Scarab-línuna sína. „Við notum gull, brons og silfur. Við blöndum saman efnum og erum farin að nota liti. Okkur hefur langað til að gera demantaútgáfu en erum ekki viss um að það sé markaður fyrri það á Íslandi. Nú vonum við bara að það verði skordýrajól hjá Íslendingum,“ segir Orri og kímir. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
bíll á mynd: Honda Civic 1.6i-dteC executive.
„Ég hafði lengi haft áhuga á skartgripum og langaði að verða gullsmiður en það var ekki möguleiki á fá samning þegar ég var á Íslandi. Á þessu skartgripaverkstæði fékk ég að læra demantaísetningu í skiptum fyrir að koma demöntum og peningum á milli staða,“ segir Orri og Helga skýtur inn í: „Þetta kallast að vera „diamond runner“ eða demantahlaupari.“ Orri þurfti alltaf að vera tilbúinn til að sendast en þess á milli nýtti hann tímann vel til að læra. „Í raun hefði helst þurft að fá brynvarinn bíl með vopnuðum vörðum til að fara með sendingarnar. Verkstæðin voru samt flest með svona sendla því yfirleitt voru þau tæp á tíma að klára verkefnin og þá væri allt of mikið mál að fá alltaf brynvarinn bíl. Þetta varð bara að gerast strax. Margir sem voru í þessu voru handjárnaðir við töskuna sína, vopnaðir og jafnvel tveir eða þrír saman. Fyrst um sinn var ég bara með sendingarnar í umslagi í bakpokanum mínum og hlustaði á vasadiskó á meðan ég var í neðanjarðarlestinni og fór kannski í gegnum Bronx og Harlem á leið á áfangastað,“ segir Orri sem upplifði þetta ekki sem hættulegar ferðir þó vissulega væri hann með verðmætar sendingar. „Oft vissi ég ekkert hvað ég var að fara með í það skiptið. Ég veit samt að dýrasti steinninn sem ég fór með var bleikur demantur sem kostaði mörg hundruð þúsund dollara. Og hann var þá bara hluti af sendingunni. En það kom að því að þeir sem unnu á verkstæðinu fóru að segja mér að fara nýjar leiðir og reyna að vera lítið áberandi. Síðan í eitt skiptið sá ég gaur rændan sem var að gera það sama og ég. Þetta var bara á 47. stræti, einn maður kom labb-
Helgin 29. nóvember-1. desember 201
Honda CiviC 1.6 dÍSiL 2
3.840.000
Umboðsaðilar:
bernhard, reykjanesbæ, sími 421 7800 bílver, akranesi, sími 431 1985 Höldur, akureyri, sími 461 6020 bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535
www.honda.is
komdu í reynsluakstur og prófaðu Honda Civic dísil, með nýrri Earth dreams Technology dísilvél, sem býður upp á einstakt samspil sparneytni og krafts.
3,6
4,0
/100km
Innanbæjar akstur
L
3,3
/100km
Blandaður akstur
Utanbæjar akstur
L
Honda CiviC 1.4 BEnSÍn - beinSkiPtur, kOStar frá kr. 3.490.000 Honda CiviC 1.8 BEnSÍn - SJáLfSkiPtur, kOStar frá kr. 3.840.000
/100km
Honda CiviC 1.6 dÍSiL kOStar frá kr.
útbLáStur aðeinS 94 g
L
3,6 L/100km í bLönduðum akStri C0
CO2 94 / g
útblástur
km
Áreiðanlegasti bílaframleiðandinn Samkvæmt What Car og Warranty direct hefur Honda verið valin áreiðanlegasti bílaframleiðandinn átta ár í röð.
Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is
Veröldin hennar Karólínu
Glæsileg listaverkabók um feril Karólínu Lárusdóttur Texti bókarinnar er bæði á íslensku og ensku
Áritað og tölusett grafíkverk fylgir bókinni
Vildarklúbbsverð kr. 9.499,-
Fullt verð kr. 9.999,-
Austurstræti 18
Smáralind
Ísafirði - Hafnarstræti 2
Skólavörðustíg 11
Strandgötu 31, Hafnarfirði
Akureyri - Hafnarstræti 91-93
Kringlunni
Keflavík - Sólvallagötu 2
Vestmannaeyjum - Faxastíg 36
Álfabakka 14b, Mjódd
Akranesi - Dalbraut 1
Penninn - Hallarmúla 4
540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 65597 11/13
EVRÓPA FRÁ 31.900 KR. eða 27.900 Vildarpunktar og 12.000 kr.*
NORÐUR-AMERÍKA FRÁ 54.900 KR. eða 47.900 Vildarpunktar og 22.000 kr.*
Ferðatímabil er frá 10. janúar til og með 14. apríl 2014 (síðasti ferðadagur). Eftir að ferðatímabili lýkur gildir jólagjafabréfið sem inneign upp í fargjöld Icelandair.
*Innifalið: Flug, flugvallarskattar, ein taska til Evrópu, allt að 23 kg, og tvær töskur til N-Ameríku, allt að 23 kg hvor. Sölutímabil er frá 23. nóv. til 24. des. 2013 kl. 18.00. Bókunartímabil jólafargjalda er frá 18. des. 2013 til og með 11. jan. 2014. Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags nema á Saga Class. Þessar ferðir gefa 3.000–16.200 Vildarpunkta. Jólafargjöld eru ekki í boði í hverju flugi og sætaframboð er takmarkað. Sjá nánar á icelandair.is.
+ icelandair.is
Vertu meรฐ okkur
22
viðtal
Lít á Fógetagarðinn sem stofuna mína Hann er alltaf kallaður Svenni og hefur búið á götunni í fimm ár. Hann lenti í alvarlegu reiðhjólaslysi og hefur aldrei borið þess bætur. Svenni veit aldrei hvar eða hvort hann fær höfði sínu einhvers staðar að halla næstu nótt og lætur sér stundum nægja skot fyrir ruslatunnur. Hann á tólf ára dóttur sem honum þykir afar vænt um og vonast til að komast af götunni til að geta boðið henni í heimsókn.
Sveinn Rafn Sigurjónsson, eða Svenni, á tólf ára dóttur sem hann veit að elskar hann og það finnst honum skipta öllu máli. Ljósmynd/Hari
Helgin 29. nóvember-1. desember 201
viðtal 23
Helgin 29. nóvember-1. desember 201
S
garð og settumst hjá leiði með einhverjum stærsta pottjárnskrossinum í garðinum.“
Lá slasaður í fimm tíma
Afmælismánuðurinn og jólamánuðurinn, jól og áramót - þetta er afskaplega erfiður tími.
Svenni hefur verið algjörlega á götunni síðan árið 2008. Hann hafði lengi átt erfitt með að fóta sig í samfélaginu og segist hafa prófað öll vímuefni sem til eru en núna heldur hann sig við áfengið. „Ég byrjaði 14 ára að prófa díasepam og annað læknadóp. Einhvern veginn gerði ég mér grein fyrir að töflur væru ekki fyrir mig. Ég fékk bara algjöra andúð á pillum. Ég er svo blessunarlega laus við að vera í sterkum efnum. Ég þakka mínum sæla fyrir það. Ég veit
að þá væri ég búinn að sitja 13 sinnum inni á Litla Hrauni og væri bara út úr heiminum.“ Hann var úti að hjóla á Hverfisgötunni upp úr klukkan eitt um morguninn fyrir fimm árum þegar hann lenti í afdrifaríku slysi. „Þarna kom allt í einu bíll sem ég hafði ekki séð, ég snöggbremsaði og steyptist fram fyrir mig. Í staðinn fyrir að nota hendurnar til að stoppa mig þá notaði ég höfuðið. Ég var þríhálsbrotinn, brotinn fimm sinnum í andliti, ég missti tennur, hluta af augnhvarmi og var saumaður yfir þvert andlitið frá enni og inn í vörina. Ég fannst fimm tímum eftir að slysið varð, um klukkan sex um morguninn. Þá var hringt á sjúkrabíl og ég
lá inni í fimm daga. Eftir það var mér bara hent út með verkjalyf og læknirinn sagði mér að tala við sjúkraþjálfarann minn. Þegar ég var útskrifaður var ég í mikilli morfínvímu vegna sársaukans. Þetta er ógeðslegasta víma sem ég veit um. Ég hlaut alvarlegan framheilaskaða sem gerði það að verkum að ég er ekki alveg „að fúnkera.“ Ég var þunglyndur fyrir og það jókst. Ég er kvíðasjúklingur og það jókst. Og lænirinn sagði mér bara að tala við sjúkraþjálfarann minn. Ég hef aldrei verið með sjúkraþjálfara.“ Eftir slysið var leiðin niður á við hjá Svenna og hefur hann búið á Framhald á næstu opnu
1 AF HVERJUM 5
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A
13-2316
HEFUR SAFNAÐ FYRIR HÚSGÖGNUM
Samkvæmt sparnaðarkönnun Capacent og Arion banka
STEFNIR - LAUSAFJÁRSJÓÐUR Fjárfestingarsjóður sem fjárfestir að mestu í innlánum og nýtur betri vaxtakjara í krafti stærðar sinnar. Sjóðurinn hefur jafnframt heimild til að fjárfesta í víxlum, skuldabréfum og öðrum fjármálagerningum með ábyrgð íslenska ríkisins. Hentar vel í skammtímasparnað, laus með dags fyrirvara. Hægt að spara í sjóðnum frá 5.000 kr. á mánuði.
STEFNIR – LAUSAFJÁRSJÓÐUR VERÐÞRÓUN
ÁRLEG NAFNÁVÖXTUN
108 107 106
5,6%
105
5,4 %
104
6%
4%
103 102
2%
101 100 27.04.2012 31.10.2013
Frá stofnun sjóðs
31.10.2012 31.10.2013
0% 27.04.2012 27.05.2012 27.06.2012 27.07.2012 27.08.2012 27.09.2012 27.10.2012 27.11.2012 27.12.2012 27.01.2013 27.02.2013 27.03.2013 27.04.2013 27.05.2013 27.06.2013 27.07.2013 27.08.2013 27.09.2013 27.10.2013
veinn Rafn Sigurjónsson, eða Svenni eins og hann er alltaf kallaður, hefur búið á götum Reykjavíkurborgar í fimm ár. Við vorum búin að mæla okkur mót á „barnum hans“ þar sem hann segist vera hálfgerður heimagangur, til að ræða lífið á götunni og stöðu heimilislausra. „Ég er yfirleitt mættur þangað klukkan ellefu á morgnana, í síðasta lagi tólf. Þá fæ ég mér kaffi og les blöðin,“ segir Svenni þegar við skipuleggjum viðtalið. Ég mætti þangað stundvíslega klukkan tólf á þriðjudegi en Svenna var hvergi að sjá. Þegar ég spurði bardömuna vissi hún vel hver Svenni var en hann hafi tilkynnt henni í gær að hann væri ekki væntanlegur fyrr en seinna þennan daginn. Það fyrsta sem ég hugsaði var að Svenni ætlaði að svíkja mig og að hann væri eflaust bara þunnur einhvers staðar eða jafnvel drukkinn. Ég sótbölvaði sjálfri mér að hafa treyst því að útigangsmaður myndi standa við fyrirhugað stefnumót. Engu að síður tók ég upp símann og hringdi í hann, því Svenni á gamlan farsíma sem er honum mikið öryggistæki. Þegar ég hélt að síminn væri að hringja út svaraði Svenni: „Ég fór bara niður á Tjörn að gefa öndunum. Ég ákvað að það væri ekkert sniðugt að hittast á barnum mínum. Bara eigandans vegna langar mig ekki að tengja mig við þann bar,“ segir hann. Ég spyr hvar hann sé, virðist í fljótu bragði sem Svarta kaffi á Laugaveginum sé næsta kaffihús og bið hann að hitta mig þar. Þegar við erum sest spyr ég hann, líkt og alla aðra viðmælendur hvort hann vilji eitthvað að drekka. Eftir nokkra umhugsun segir hann: „Eina Stellu.“ Á barborðinu sé ég að Stella Artois er ein bjórtegundin sem er í boði. Í örskotsstund velti ég fyrir mér hvort það sé siðferðilega rétt að kaupa bjór handa viðmælanda en ég kemst fljótt að þeirri niðurstöðu að einn bjór geri varla útslagið, og panta bjór handa honum og kaffi handa mér. Hann segir dagana eins misjafna eins og þeir eru margir en það eru nokkrir fastir punktar í tilverunni. Einn þeirra er að gefa öndunum brauð. „Síðustu nætur hef ég fengið að sofa á sófanum hjá vini mínum. Eftir það fer ég yfirleitt á barinn minn og tek stöðuna. Síðan fer ég til Systra móður Theresu í Þingholtsstræti og fæ hjá þeim brauð handa öndunum.“ Ég spyr hvort þær gefi honum brauðið til að hann sjálfir borði það eða endurnar viðurkennir Svenni að brauðið sé nú ætlað honum. „Þær gefa mér það en ég gef það frekar öndunum eða dúfunum eða þröstunum. Ég drekk svo mikinn bjór að ég hef eiginlega enga matarlyst. Ég reyni nú samt að borða eitthvað á hverjum degi. Stundum borða ég á Kaffistofu Samhjálpar. Síðan ráfa ég bara um bæinn. Þegar ég er í Gistiskýlinu þá erum við vaktir klukkan átta á morgnana. Ef ég var ekki farinn fyrir það þá gerði ég bara það sem ég þurfti að gera, henti vatni í skeggið á mér, greiddi hárið, setti í tagl og fór út.“ Stundum tengjast tveir eða fleiri heimilislausir um ákveðinn tíma og eyða þá deginum saman. „Í sumar fórum við oft til verts á Laugaveginum sem gaukaði oft að okkur bjór. Við fórum síðan upp á Arnarhól, horfðum á ljósin á Hörpu eða nýja varðskipið Þór. Oft fórum við í Fógetagarðinn og settumst undir fallegasta tré Reykjavíkur. Ég lít oft á Fógetagarðinn sem stofuna mína. Og stundum fórum við upp í Suðurgötukirkju-
ÞÚ GETUR KEYPT Í SJÓÐNUM: Í síma 444 7000
Í netbanka Arion banka
Í næsta útibúi Arion banka
Stefnir hf. er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki sem rekur innlenda og alþjóðlega verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði fyrir einstaklinga og fagfjárfesta. Verðbréfaþjónusta Arion banka er söluaðili sjóða Stefnis. Ávöxtunartölur eru fengnar hjá Stefni hf. Árangur í fortíð er ekki örugg vísbending eða trygging fyrir árangri í framtíð. Vakin er athygli á að fjárfesting í hlutdeildarskírteinum sjóða er áhættusöm og getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á.m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans og fjárfestingarstefnu má finna í útboðslýsingu, og í útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins sem nálgast má á arionbanki.is/sjodir.
24
viðtal
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Ég er hér með tannbursta og tannkrem sem ég nota ekki neitt því ég er með svo fáar tennur. Ég er með víta mín, brauð handa öndunum og bjór. Síðan er ég með skáldsöguna „Rich man, poor man.“
Jú, það sem við gerum saman á jólunum, er að líða illa saman og sakna fjölskyldunnar.
Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga
Prófaðu ALTA frá Oticon Góð heyrn er okkur öllum mikilvæg. ALTA eru ný hágæða heyrnartæki frá Oticon sem gera þér kleift
Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu og fáðu Alta til prufu í vikutíma
Sími 568 6880
að heyra skýrt og áreynslulaust í öllum aðstæðum. ALTA heyrnartækin eru alveg sjálfvirk og hægt er að fá þau í mörgum útfærslum.
| www.heyrnartækni.is |
Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880
götunni síðan. Ég spyr hvað sé það versta við að vera á götunni og hann svarar eftir langa þögn. „Erfiðast er þetta ofboðslega öryggisleysi. Þegar þú ferð út á morgnana veistu ekki hver þú sefur um nóttina eða hvort þú færð að sofa einhvers staðar yfir höfuð. Sú hugsun er í höfðinu á manni allan daginn. Stöðugt óöryggi. Þegar maður fær húsaskjól tekur við annars konar öryggisleysi. Þá er maður kominn inn á heimili einstaklings og þarf að lúta hans reglum í öllu. Viðkomandi getur sparkað þér út á hverri stundu. Síðan er það þessi vanlíðan og maður fer að missa trúna á sjálfan sig. Það er búið að setja hnefann í andlitið á manni og stoppa mann af.“ Þegar ég spyr hvort hann hafi misst trúna á sjálfan sig segist hann enn halda í vonina. „Ég hef smá trú. Ég hangi í leðurreim.“ Svenni vonast til að verða ekki alltaf heimilislaus. „Ég treysti og trúi að félagsmálakerfið eigi eftir að hjálpa mér. Ég vonast til að fá úthlutað félagslegri íbúð. Ég hef átt íbúð og séð um sjálfan mig. Ég veit sjálfur og geri mér grein fyrir að ég þarf að gera eitthvað í mínum málum. Ég þarf að hætta að drekka Stellu,“ segir hann og horfir kómískur á bjórflöskuna. Hann tekur fyrir að það sé uppaháldsbjórinn. „Nei, nei. En hann er mjög góður. Ég hef hætt að drekka. Ég var án áfengis í tvö ár en það er enginn edrú á götunni. Þú ferð ekki í gegn um þetta nema vera dofinn. Síðan er það bara spurning um hver af þeim efnum sem eru í gangi þú notar. Flestir velja rítalín sem er eitt andstyggilegasta efni sem ég veit um. Það er ekkert endilega algengasta efnið. Menn bara nota það sem hægt er að nota. En mér finnst subbulegt að heilbrigðiskerfið okkar dæli út rítalíni sem síðan gengur kaupum og sölum á svörtum markaði. Það er samt svolítið undarlegt hvernig þetta virkar þegar menn á götunni tengjast. Stundum er maður mest einn og stundum eru tveir eða þrír sem tengjast í smá tíma. Það fer allt eftir því hvaða efna þeir neyta. Það er neyslan sem tengir menn saman,“ segir Sveinn. Það eru því þeir sem drekka bjór sem eru saman, þeir sem drekka spritt eru saman og þeir sem nota rítalín eru saman.
Beittur kynferðisofbeldi
Hann er fæddur og uppalinn í
Reykjavík. Fyrstu árin bjó hann í Árbænum, flutti þaðan í Breiðholtið og loks í Stórholt. „Ég fór úr póstnúmeri 105 í 101 og ég vil helst ekki fara úr 101.“ Í gegn um árin hefur hann sinnt margskonar verkamannastöfnum. „Ég hef starfað við ræstingar, gluggaþvott, verið málari, vörubílstjóri, lagermaður, starfað við löndun og við hreingerningar í rækjuverksmiðju.“ Og Svenni á dóttur. „Já, ég á 12 ára dóttur sem býr á Akureyri með mömmu sinni. Hún var æskuástin mín. Við hittumst síðan alltaf í gegn um tíðina, bjuggum saman um hríð og vorum alltaf rosalega góðir vinir. Síðan þegar við vorum bæði 36 ára ákvað dóttir okkar að koma í heiminn. Það breytti afskaplega miklu og hún er ótrúlega vel heppnuð. Ég ætlaði mér samt aldrei að eignast börn. Ég tel mig ekki vera færan um að ala upp börn og ég á mjög erfitt með að tengjast fólki. Ég segi stundum að ég treysti fólki eins langt og ég get sparkað.“ Ég spyr hvort það sé eitthvað sérstakt sem hafi leitt til þess að hann vantreysti fólki. „Já, það er það sem svo ofboðslega margir hafa lent í - kynferðislegt ofbeldi sem unglingur. Það brýtur niður sjálfsmyndina og það er ekkert hægt að vinna úr þessu. Allavega hefur mér ekki tekist það. Þetta átti sér stað í eitt skipti og í raun lítilsháttar ef við setjum þetta á einhvern skala. En tíu eða ellefu ára unglingur sem er að mótast á ekki að lenda í svona. Eftir þetta fór ég að læsa herberginu mínu, læsti hurðinni, laumaðist út um gluggann og var bara einhvers staðar annars staðar.“ Sveinn er tregur til að segja hver braut á honum en segir þetta hafa verið fjölskyldumeðlim. „Hann á svo mikið af börnum og barnabörnum sem ég vil ekki valda óþægindum.“ Málið var aldrei kært og Svenni fór í einn sálfræðitíma. „Þar var mér bara sagt að hætta að væla. Það var viðmótið.“ Út um gluggann á kaffihúsinu blasa við okkur jólaskreytingar og jólaljós. Það er sannkölluð jólastemning komin í miðbæinn. Hann segir að sér líði almennt illa þegar jólahátíðin nálgast og segir að hann eigi afmæli næsta dag. „Ég er fæddur 27. nóvember 1966. Afmælismánuðurinn og jólamánuðurinn, jól og áramót þetta er afskaplega erfiður tími. Framhald á næstu opnu
ný metsölubóK fRá hagKaup
Friðrika Hjördís Geirsdóttir
mbl.is 26. nóvember 2013
veisluRéttiR fyRiR: 17.júní, afmæli, baRnaafmæli, bbQ-veislu, bRunch, bRúðkaup, feRming og útskRift, fRamandi veislu, heilsuklúbbinn, ítalska veislu, jól og áRamót, kokteilboð, kökuveislu, mexíkóveislu og saumaklúbbinn.
2.499KR eINFaLT aÐ sKILa KILa EÐa SKIPTA KIL
26
viðtal
Það er í raun ekki fyrr en um miðjan janúar sem mér finnst ég verða aðeins jákvæðari. Ég er farinn að tengja þessa tvo mánuði við sorg. Þetta á að vera tími samveru með fjölskyldunni og gleði. Ég næ ekki að tengja þetta saman.“ Um síðustu jól borðaði Svenni hjá Hjálpræðishernum og gisti í Gistiskýlinu í Þingholtsstræti. Sum jól hefur hann verið hjá vinum eða ættingjum. „Stundum hafa þeir hreinlega sótt mig og sagt: Þú verður hjá okkur um jólin. Ég hef þá líka fengið að gista.“ Í einfeldni minni spyr ég hvort hann og aðrir heimilislausir vinir og kunningjar geri eitthvað saman um jólin, eitthvað öðruvísi en venjulega. Aftur kemur löng þögn og tárin brjótast fram hjá Svenna. „Jú, það sem við gerum saman á jólunum, er að líða illa saman og sakna fjölskyldunnar.“ Ég tek um aðra hönd hans sem er á borðinu en hann færist fljótt undan. Við sitjum í stutta stund saman í þögninni, hann þerrar tárin og byrjar að vefja sér sígarettu. Hann rýfur þögnina með því að benda á iPhone-inn sem ég tek viðtali upp á. „Þetta er mjög flott græja. Ég væri til í að eiga svona til að taka myndir. Mér finnst gaman að taka myndir því ég sé líka heiminn á annan hátt en flestir aðrir. Ég keypti mér einu sinni einnota myndavél og fór með filmuna í framköllun í Skipholti. Ég held að fimm ár hafi liðið þar til ég leysti hana út og sá myndirnar. Það er ekkert grín að vera kvíðasjúklingur með frestunaráráttu,“ segir hann og kímir. Þar sem ekkert fararsnið var á honum með sígarettuna sagði ég honum að fara bara út að reykja og ég myndi bíða eftir honum. Þrátt fyrir mikið rok og rigningu fer Svenni ekki einu sinni í jakka heldur fer út að reykja í skyrtunni einni. Ég óskapast yfir því að hann ætli að fara út í þetta vonda veður svona illa klæddur en Svenna finnst veðrið bara alls ekkert svo slæmt.
Með vítamín og bjór í töskunni
Á meðan hann er úti virði ég fyrir mér töskuna hans sem er litlu stærri en handtaska af stærri gerðinni en mig grunar að þarna leynist sitthvað. Hann segir að þetta sé í raun heimilið hans. „Þetta er penthouse-ið mitt, blokkin mín eða einbýlishúsið. Ég er hér með tannbursta og tannkrem sem ég nota ekki neitt því ég er með svo fáar tennur. Ég er með vítamín, brauð handa öndunum og bjór. Síðan er ég með skáldsöguna „Rich man, poor man.“ Það var gerð sjón-
Helgin 29. nóvember-1. desember 201
Svenni fer oft í Fógetagarðinn og segist kómískur líta á hann sem stofuna sína. Ljósmynd/Hari
varpssería eftir henni, Gæfa og gjörvileiki. Ég er ekki enn byrjaður á henni því ég á svolítið erfitt með að halda einbeitingu og tengja saman persónur.“ Þegar ég spyr hvernig hann hafi efni á öllum þessum bjór segir hann að ótrúlegasta fólk gefi honum bjór. „Ég veit ekki hvernig ég á að orða það, hvort fólk er að aumka sig yfir mig, hefur skilning á stöðu minni eða hreinlega þekkir hana. Ég á ofboðslega marga góða að sem gauka ýmsu að manni.“ Í töskunni hans, eða einbýlishúsinu, er líka einskonar dagbók þar sem Svenni safnar límmiðum sem hann finnur ásamt úrklippum. Þarna eru límmiðar sem vara fólk við að nota lyftu í eldsvoða, límiði frá Mastercard og spaðaás. Þarna er líka úrklippa af minningargrein um Tryggva „Hring“ Gunnlaugsson, útigangsmann sem lést í september, og mynd af Lofti Guðmundsyni, útigangsmanni sem lést í ársbyrjun 2012. Svenni er með líf sitt í töskunni og minnisvarða um látna félaga.
Í fjögur ár hafðist hann að mestu við í Gistiskýlinu á nóttunni, þegar hann fékk þar pláss. „Það er svona mismunandi andstyggilegt að gista þar. Það fer svolítið eftir mannskapnum og hvar hann er staddur í geðsveiflunni. Það eru margir sem eiga við geðræn vandamál að etja. Oft voru þetta andvökunætur því húsið er svo hljóðbært og þegar 20 manns sofa saman og tíu þeirra hrjóta þá sofa hinir tíu ekki. Ég reyndi mikið að íhuga til að ná þessum hrotum úr höfðinu á mér en síðan er líka algengt að menn taki lyf eða drekki til að sofna og losna þannig við áreitið. Það eru sífellt fleiri Pólverjar, Litháar og Lettar sem sækja í Gistiskýlið og þeir passa einfaldlega illa með okkur. Ég veit að nú hljóma ég eins og rasisti en þeir koma frá annarri menningu og eru bara yfirgangssamir. En yfirleitt reyna öll dýrin í skóginum að vera vinir.“ Til stendur að loka Gistiskýlinu við Þingholtsstræti og opna annað á Lindargötu á vormánuðum. „Það er ekki verið
að leysa neinn vanda með því. Það er bara verið að færa vandann,“ segir hann.
Viss um að hún skammast sín fyrir hann
Svenni segist eiga stóra fjölskyldu en hann er ekki í sambandi við neinn fjölskyldumeðlim. „Ég er ekki í góðu sambandi við neinn. Systkini mín eru að gera það sem þau eru að gera flott hjá þeim. Ég er að gera það sem ég er að gera - ekki flott hjá mér.“ Þegar ég spyr meira um dóttur hans segir hann að hún viti að hann sé heimilislaus. „Ég er ekki viss um hvernig hún talar um mig. Ég er viss um að hún skammast sín fyrir mig en ég veit líka að hún er stolt af mér að vissu leyti og ég veit að hún elskar mig. Það er nóg fyrir mig.“ Þau spjalla reglulega saman í síma og hittast þegar mæðgurnar koma í heimsókn til Reykjavíkur. Hann segist alltaf hugsa um dóttur sína þegar hann bíður í von og óvon eftir að fá úthlutað húsnæði. „Það myndi breyta öllu
fyrir mig að fá húsnæði. Ég hef mjög gaman af að föndra úr leðri og ég gæti farið að gera það. Ég fór með afskaplega fallega mynd af mér og dóttur minni til félagsráðgjafans míns og sýndi honum myndina. Ég spurði hvenær ég gæti boðið þessari litlu stelpu, dóttur minni, í heimsókn. Það var eins og ég gæti honum kjaftshögg.“ Þangað til hann fær húsnæði heldur hann hins vegar áfram að ráfa um götur borgarinnar á daginn og vonast til að finna sér skjól yfir nóttina. Ég fylgi Svenna út eftir viðtalið og hann sýnir mér nokkra staði við bakhús á Laugaveginum þar sem hann hefur hvílst yfir nóttina. Þetta eru hitakompur, kjallaratröppur og garðar. Á einum staðnum bendir hann mér skot sem hefur verið gert inn í húsvegg til að hlífa ruslatunnum fyrir veðri og vindum. „Hér hef ég líka sofið. Hér er mjög gott skjól.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
TINDUR OSTUR ÚR SKAGAFIRÐINUM Þessi bragðmikli meðlimur Óðalsfjölskyldunnar er framleiddur í Skagafirði og nefndur eftir fjallinu Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem fengið hefur drjúgan þroskunartíma þar til hinu einkennandi þétta bragði hefur verið náð. Óðals Tindur er sérstaklega bragðmikill, hæfir við ýmis tækifæri og er dásamlegur einn og sér. Tindur parast vel með sterku bragði enda lætur hann fátt yfirgnæfa sig.
www.odalsostar.is
E E r f TAX
r u í r s E lJós A l ó J G o
r u k s r e f s n a r k u aðvent
1.999
AÐVENTA
í BlómAVAli opiÐ Til 21:00 í skúTuVoGi
ri s Jólasýp
399
uljós Aðvent
919.4990
arna Jólastj
919.4990
m gja 2,7 n e l i n e Gr
677999
ta Hýasin
299
AllT fyrir
AÐVENTukrANsiNN
ibúnt n e r g k fers
679990
Skútuvogur - Grafarholt - Akureyri - Egilsstaðir Akranes - Hafnarfjörður - Ísafjörður - Selfoss Reykjanesbær - Vestmannaeyjar
Tax free gildir ekki af vörum merktum „Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar“ Tax Free tilboð jafngildir 20,32% afslætti af almennum vörum. Að sjálfsögðu stendur Húsasmiðjan skil á virðisaukaskatti til ríkissjóðs. Tax Free gildir til 1. desember.
*
ÓSKA
LISTINN Penninn Eymundsson
Íslenska teiknibókin
Reimleikar í Reykjavík
Einstök bókverk af sinni tegund á Norðurlöndum Vildartilboð kr. 13.520 Fullt verð kr 16.899
Draugasögur úr Reykjavík Vildartilboð kr. 2.799 Fullt verð kr 3.499
Faldar og skart
Faldbúningurinn og aðrir íselnskir þjóðbúningar – í máli og myndum Vildartilboð kr. 7.199 Fullt verð kr 8.999
Blóð hraustra manna
Glæpasaga úr nútímanum og sjálfstætt framhald myndarinnar Borgríkis. Vildartilboð kr. 4.799 Fullt verð kr 5.999
30. nóv
laugardaginn
Kynning
Tískubókin
Eymundsson Hafnarfirði
Einföld ráð sem auðvelda konum að lesa í tískuna og spara tíma. Vildartilboð kr. 3.999 Fullt verð kr 4.999
20%
Vildarafsláttur
Ein á enda jarðar
Ferðasaga Vilborgar Örnu á Suðurpólinn, einstök afrekssaga og óvenjuleg þroskasaga Vildartilboð kr. 5.599 Fullt verð kr 6.999
Lokkar
Ævintýraleg og skemmtileg hárgreiðslubók, 60 ólíkar útfærslur Vildartilboð kr. 4.399 Fullt verð kr 5.499 Austurstræti 18 Skólavörðustíg 11 Kringlunni Álfabakka 14b, Mjódd
20%
Vildarafsláttur
66 handrit úr fórum Árna
Hér heilsast skipin
66 handrit úr fórum Árna Magnússonar gefin út Vildartilboð kr. 6.399 Fullt verð kr 7.999
Saga Faxaflóahafna gerð skil með einstökum hætti. Vildartilboð kr. 17.599 Fullt verð kr 21.999
Skýjaglópur skrifar bréf
Manga með svartan vanga
Glæsilegt niðurlag á þroskasögu
Hér er saga Möngu sögð á ný í aukinni og endurbættri útgáfu. Vildartilboð kr. 3.199 Fullt verð kr 3.999
Vildartilboð kr. 5.799 Fullt verð kr 5.999
Stangveiðar á Íslandi
Hér er safnað saman gríðarmiklum fróðleik um Stangveiði. Vildartilboð kr. 22.399 Fullt verð kr 27.999
Veiðihundarnir
Gríðarleg spenna, fékk Glerlykilinn 2013 (Besta norræna glæpasagan) Vildartilboð kr. 2.399 Fullt verð kr 2.999
20%
Vildarafsláttur
Það skelfur
Ragnar Stefánsson segir frá viðburðaríkri ævi sinni Vildartilboð kr. 4.799 Fullt verð kr 5.999 Smáralind
Ísafirði - Hafnarstræti 2
Strandgötu 31, Hafnarfirði
Akureyri - Hafnarstræti 91-93
Keflavík - Sólvallagötu 2
Vestmannaeyjum - Faxastíg 36
Akranesi - Dalbraut 1
Penninn - Hallarmúla 4
Afbrigði
Fyrsta bókin æsispennandi þríleik, kvikmynd á leiðinni 2014 Vildartilboð kr. 3.999 Fullt verð kr 4.999
Stúlka með maga
Skáldættarsaga byggð á pappírum úr járnskápnum Vildartilboð kr. 5.199 Fullt verð kr 6.499
540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is
Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl. Gildistími tilboða er frá 29. nóvember til og með 1.desember eða á meðan birgðir endast.
30
viðtal
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Frábært tækifæri til að kynnast nýjum menningarheimum Erika, Noelia og Tiffany eru stoltar konur í flugher Bandaríkjanna. Þær höfðu allar ólíkar ástæður fyrir því að ganga í herinn en sjá alls ekki eftir því. Konum hefur fjölgað í flughernum enda fylgja starfinu mjög góð fríðindi og starfsöryggi.
Þ
að er líkamlega erfiðara að fljúga orrustuþotum en reyndar er talið að konur séu betur til þess fallnar líkamlega vegna þess að þær hafa svo sterkbyggða magavöðva og fræðilega ætti flugið að valda minna álagi á líkama þeirra,“ segir kafteinn Erika Palmer, flugmaður hjá bandaríska flughernum, en um 200 liðsmenn bandaríska flughersins taka þátt í loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland en til landsins komu F-15 orrustuþotur, C-130 björgunarflugvél og eldsneytisbirgðavél í mánuðinum. „Ég vissi ekki fyrr en ég kom hingað að Ísland væri herlaust land. Ég held að ég hafi aldrei komið til lands áður sem hefur ekki sinn eigin her. Það er góð tilfinning að geta hjálpað,“ segir Erika en hún hefur verið í flughernum frá árinu 2004. Erika hefur ekki hug á því að fljúga orrustuþotum sjálf, það sé ákvörðun sem hún hafi þegar tekið fyrir löngu. „Það eru margir einstaklingar sem fara í flugherinn og í flugnámið og halda að þeir vilji verða orrustuflugmenn en svo breytast áherslur og aðstæður, en ég held að fólk verði yfirleitt ánægt með það hlutskipti sem það endar með,“ segir Erika. „Ég þekki nokkrar konur sem kusu að verða orrustuflugmenn en þær eru færri en þær sem fljúga stærri vélum. Það getur verið að konur séu hræddari við að lenda í hættulegum aðstæðum en þetta snýst um val á lífsstíl,“ segir Erika. Erika segir að flugþjálfunin í flughernum sé með öðrum hætti en hjá óbreyttum borgurum. Flugmenn í hernum geta tekið flugtímana á mun skemmri tíma en þeir sem eru að læra flug á almennum markaði vegna þess hversu dýrt það er. Upprunalega langaði hana að verða þyrluflugmaður en svo endaði með að hún ákvað að hún vildi fljúga stórum vélum. Nú er hennar starf að fljúga eldsneytisbirgðavélum sem eru sambærilegar Boeing 707. „Það eru sérhæfðir starfsmenn sem sjá um að koma rananum fyrir í orrustuþotunum sem fylla þær af eldsneyti og þá verða flugmennirnir að hafa vélarnar eins kyrrar og mögulegt er,“ segir Erika.
Hefur lent í ógnvekjandi aðstæðum
Það sem Eriku hefur fundist erfiðast við starfið er að hún hefur þurft að flytja sig mjög ört á milli staða eða á tveggja mánaða fresti sem geti verið lýjandi til lengdar. „Í fluginu sjálfu þá hef ég lent í því að missa einn hreyfil af fjórum í flugi, það var stressandi en mér tókst að lenda vélinni örugglega,“ segir Erika. Mest ógnvekjandi aðstæður sem hún hefur lent í hingað til var þegar hún komst að því að hún var aðeins 152 metra frá annarri stórri vél frá bandaríska hernum. „Við sáum ekki hvort annað því að hin vélin var ekki í fjarskiptasambandi en flugumferðarstjórn er ekki eins nákvæm og í almennu flugi og það var greinilega eitthvað að tækjunum hjá þeim. Það er mjög ógnvekjandi þegar maður flýgur á 650 km hraða ….. en það fór allt vel,“ segir Erika. Það var móðir Eriku sem hvatti hana til þess að fara í flugherinn en hún hafði sjálf starfað í landhernum. „Launin eru mjög góð og við njótum mikilla fríðinda. Við fáum reyndar ekki borgað fyrir yfirvinnu en kjörin eru mjög góð miðað við þá þjálfun sem við höfum fengið,“ segir Erika.
Fleiri konur sækja í herinn
Hlutfall kvenna í flugher Bandaríkjanna hefur hækkað á síðustu áratugum og eru konur nú um 20%. Tiffany Van Hoosier frá Alabama hefur verið í flughernum í 12 og hálft ár, er gift öðrum hermanni og eiga þau saman fjögur börn. „Ég gekk í herinn til þess að komast í burtu frá litla samfélaginu
Kafteinn Erika Palmer flýgur eldsneytisbirgðavél og fyllir á orrustuþotur.
Hlutfall kvenna í flugher Bandaríkjanna hefur hækkað á síðustu áratugum og eru konur nú um 20%.
Noelia Leonard vinnur með læknum sem sérhæfður tæknimaður.
sem ég bjó í. Þar þekktu allir alla og ég vildi komast í burtu frá því,“ segir Tiffany sem nú starfar sem stjórnandi innan flughersins. Segir Tiffany að hún myndi ekki ala börnin sín upp með öðrum hætti ef hún væri óbreyttur borgari. „Það eru alls konar reglur sem börnin hafa vanist, eins og herkveðjan þegar þau heyra þjóðsönginn,“ segir Tiffany. Segir hún að það geti verið erfitt að ala upp börn og vinna í hernum vegna allra þeirra ferðalaga sem starfinu fylgja en að allir aðlagist því á endanum.
Skráði sig um leið og hún gat
Noelia Leonard frá Kalíforníu hefur starfað í flughernum í 11 ár. „Ég þekkti aldrei neinn sem hafði starfað í hernum áður en ég gekk til liðs við hann. Það sem gerðist í raun í mínu tilfelli var það að ég hitti konu skólanum sem var að kynna fyrir ungu fólki þá möguleika sem herinn hafði upp á að bjóða. Hún opnaði í raun augun mín fyrir þeim möguleikum sem fyrir hendi voru en ég hafði aldrei hugsað um þessa möguleika. Hún sagði mér hversu gott það væri að vera hluti af hernum, hversu mikil fríðindi þau hefðu upp á að bjóða eins og til dæmis fría menntun, ferðalög, og að starfsöryggi innan hersins væri tryggt. Henni tókst að sannfæra mig og ég skráði mig í herinn. Ég var ekki nema 17 ára þegar ég hitti hana og foreldrar mínir voru alfarið
á móti því að ég gengi í herinn. Ég beið því þangað til að ég var orðin 18. Í dag starfa ég með læknum sem sérhæfður tæknimaður. Ég hef notið þess mikið að starfa í hernum,“ segir Noelia. Foreldrar Eriku höfðu starfað í hernum. Segir hún að það hafi ekki haft úrslitaáhrif á ákvörðun hennar um að ganga í herinn. „Ég vildi aðallega ferðast og ég sagði móður minni að ég vildi verða flugfreyja og hún sagði mér að ég ætti frekar að fljúga flugvélum ef ég vildi ferðast. Það var svo eiginlega fyrir tilviljun að ég fór í æfingaferð til Evrópu. Þá hitti ég þjálfari frá flughernum og hann sannfærði mig um að koma í herinn. Ég fékk að spila fótbolta, fékk ókeypis menntun og örugga vinnu. Ég hafði alltaf viljað vera hluti af liði og vera hluti af einhverju stærra en ég sjálf,“ segir Erika.
Allir fá sömu tækifærin
Erika segir ekki erfiðara fyrir konur að ganga í herinn og að möguleikarnir sem kynin hafa séu þeir sömu. Allir séu jafnir og fái sömu tækifærin. Það fari eftir starfi innan hersins en oftast þurfi einstaklingar ekki að skuldbinda sig lengur en fjögur til sex ár í einu. Hjá flugmönnum séu reglurnar öðruvísi og skuldbindingin sé breytilega löng eftir því hvaða þjálfun flugmennirnir fá. Erika segir jafnframt að þegar hún hefur
Tiffany Van Hoosier á fjögur börn en hefur tekist að samræma vinnu og fjölskyldulíf.
lokið allri sinni þjálfun sé hún skuldbundin í 10 til 12 ár. Noelia og Tiffany eru báðar giftar innan hersins og segir hún það algengara hjá konum í hernum í ljósi þess að óbreyttir borgarar skilji oft ekki lífsstíl hersins. Hermenn þurfi að flytjast á milli staða á 3 ára fresti. Það séu þó herkonur sem giftist óbreyttum borgurum líka. Erika segir ekki algengt að konur í hernum eignist mörg börn því að yfirleitt séu þær að einbeita sér að framanum. Herkonunar þrjár eru sammála um það að þær njóta þess mest af öllu að hafa tækifæri til að ferðast, hitta nýtt fólk og upplifa nýja menningarheima. „Ef ég væri heima í Bandaríkjunum þá hefði ég ekki haft tækifæri á að ferðast svona mikið til Evrópu. Síðast var ég að vinna í Tyrklandi og ég er enn í sambandi við fólk sem ég kynntist þar. Ég hef kynnst fjölda fólks,“ segir Noelia. Engin þeirra segist hafa upplifað neikvætt viðhorf frá karlmönnum. Komið sé fram við þær sem jafningja öllum stundum. „Ef einhverjir karlmenn hafa verið þeirrar skoðunar að konur ættu ekki að vera í hernum þá hafa þeir haldið þeim skoðunum fyrir sjálfa sig,“ segir Erika. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is
Stjörnuvika 25. nóv til 1. des.
12” bátur og miðstærð * af gosi 1.000 k
*Gildir ekki með öðrum tilboðum. © 2013 Doctor’s Associates Inc.SUBWAY® er skráð vörumerki af Doctor’s Associates Inc.
r.
32
viðtal
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Ferillinn í stuttu máli Fyrir Söguna af bláa hnettinum sem Áslaug Jónsdóttir myndskreytti hlaut Andri Snær Íslensku bókmenntaverðlaunin 1999 í flokki fagurbókmennta og var það í fyrsta sinn sem barnabók hlaut þau verðlaun. Bókin hefur verið þýdd á nokkur erlend tungumál. Árið 2002 hlaut Andri Snær Menningarverðlaun DV í bókmenntum fyrir skáldsöguna LoveStar og árið 2006 hlaut hann enn Íslensku bókmenntaverðlaunin, í flokki fræðirita, fyrir Draumalandið.
Tímakistan Eitthvað furðulegt hefur gerst. Mannkynið húkir í draugalegum kössum og bíður betri tíma. Á meðan hefur skógurinn yfirtekið borgirnar, úlfar ráfa um götur og skógarbirnir hafa hertekið verslunarmiðstöðvar. Hvað kom fyrir? Enginn getur svarað því nema gömul kona sem vakir í einu húsanna. Áratugum saman hefur hún safnað sögum um prinsessuna af Pangeu og föður hennar, Dímon konung, sem í árdaga sigraði heiminn og reyndi að því loknu að sigra tímann.
Bindur vonina við ungu kynslóðina Andri Snær Magnason hristi upp í samfélaginu með Draumalandinu 2006 en snýr sér nú aftur að börnum með nýju bókinni sinni Tímakistunni. Ljósmynd/Hari
Tíminn líður hratt á þessum líflegustu tímum allra tíma og þótt það kunni að hljóma undarlega eru fjórtán ár liðin síðan rithöfundurinn Andri Snær Magnason sendi frá sér hina margrómuðu og vinsælu barnabók Sagan af bláa hnettinum. Hann hefur nú sent frá sér barnabókina Tímakistan en hún er fyrsta bók hans síðan hann sagði flest sem hann taldi sig þurfa að segja um umhverfismál í Draumalandinu 2006. Andri Snær segir að ef til vill megi líta svo á að, þar sem hann sendi nú aftur frá sér barnabók, hafi hann gefist upp á fullorðna fólkinu og bindi vonir við ungu kynslóðina.
R
Fræðsla er besta forvörnin Blátt áfram fræðir fullorðna! Það má kannski túlka þetta þannig að ég hafi gefist upp á fullorðna fólkinu og bindi vonir við að unga kynslóðin muni búa yfir meira ímyndunarafli.
ithöfundurinn Andri Snær Magnason gerði stormandi lukku fyrir fjórtán árum með barnabók sinni um Bláa hnött inn. Og ekki vakti hann minni athygli 2006 með bók sinni Draumalandið þar sem hann tók umhverfismál föstum tökum. Bókinni var fylgt eftir með sam nefndri heimildarmynd og bókin hefur í raun verið í umræðunni allar götur frá útgáfunni enda löngu orðin hálfgerð biblía náttúruverndarsinna á Íslandi. Andri Snær er nú mættur aftur til leiks með sína fyrstu bók í sjö ár. Tímakistan er barnabók sem höfundur inn lagði þó upp með að ætti að geta skemmt þeim fullorðnu líka. Andri Snær segir söguna vera blöndu af ævintýri og öfugsnúinni útópíu, svokallaðri dystópíu og að hún gerist í „skrýtnum heimi“. Líta megi á bókina sem einhvers konar táknsögu um að það sé ekki alltaf hægt að bíða eftir „rétta tímanum“ þótt vissulega geti löngunin eftir því að geta sleppt ákveðnum leiðindatíma verið sterk. „Það gæti til dæmis verið gott að fara ofan í kassa og koma ekki út úr honum fyrr en allir eru orðnir glaðir í kommenntakerfinu.“ Aðspurður segir höfundurinn að það sé náttúrlega „náttúrutaug“ í öllu og að Tímakistan sé þar engin undantekning. „Það fer bara eftir því hvernig menn túlka hlutina“, segir hann og nefnir Love Star, skáldsögu sína frá 2002, til sögunn ar. „Love Star var kannski ekki beinlínis náttúrutengd en kannski er þetta dálítið svipað hér og þar, að allir vita að það er eitthvert vesen í gangi en bíða eftir því að einhver annar geri eitthvað í því. Það má kannski túlka þetta þannig að ég hafi gefist upp á fullorðna fólkinu og bindi vonir við að unga kynslóðin muni búa yfir meira ímyndunarafli og viti hvernig á að leysa málin,“ segir Andri
Snær og talinu víkur aftur að Drauma landinu. „Ástæðan fyrir því að ég samdi Draumalandið á sínum tíma var að þannig náði ég bara að segja ákveðna hluti sem þurfti bara að segja og losaði mig kannski þannig undan því að þurfa að segja það í öllum bókunum mínum. Ég náði að koma því frá en ég held þó hins vegar að það væri mjög barnalegt að ímynda sér að umhverfismálin verði ekki enn frekar í brennidepli í framtíðinni. Ég held að þau eigi eftir að verða miklu plássfrekari en þau eru nú.“ Og Andri Snær hefur heldur síður en svo hætt að hugsa um umhverfið þótt hann hafi komið sjónarmiðum sínum skil merkilega áleiðis með Draumalandinu. „Ég hef haldið mikið af fyrirlestrum um þessi mál. Er ennþá að því og hef ekki alveg yfirgefið þau. Þessi saga var samt búin að banka mjög fast og í stað þess að skrifa hrunbók eða eitthvað annað hafi ég bara tekið inn mikið af þessum áhrif um og dembt þeim inn í söguna.“ Andri Snær segir alls konar þætti bera merki þessa og nefnir til dæmis að kon ungurinn í sögunni sé óður heimsvalda sinni. „Ég held að hugmyndin hafi verið að búa til sögu sem krakkar geti kannski fundið annan flöt á þegar þeir verða eldri og um leið sögu sem foreldrum þætti líka gaman að lesa og jafnvel ræða um við krakkana. Semsagt sögu sem gæti verið jafn mikið fyrir börn og fullorðna. Það er vandasamt en mér sýnist á góðum við brögðum sem ég hef fengið að það hafi heppnast ágætlega. Það var að minnsta kosti einhver sem kvartaði yfir því í Ey mundsson á Akureyri að bókin væri bara í barnabókarekkanum og vildi fá hana yfir í fullorðnu deildina líka.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn
15
afslátt % ur
15
% afsláttur
Aðeins
íslenskt kjöt
í kjötborði
Aðeins
íslenskt kjöt
í kjötborði
e
Við g
Lambaprime
3228 3798
eira rum m
fyrir
þig
s óatún N i r læ amba eppum, ert l r a ð í Hát eð villisv camemb fyllt mberjum og trönu
kr./kg
kr./kg
15
8 9 4 2
% r u t t á l s af
Tvíreykt
Húsavíkur hangilæri,
2718 3198
20
g kr./k
% afsláttur
r Bestöiti í kj
g kr./k 8 9 1 3
kr./kg
kr./kg
Aðeins
íslenskt kjöt
í kjötborði
20
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
Ungnautahamborgari, 120 g
249
% r u t t á afsl
kr./stk.
298 kr./stk.
ns Aðei kt
s ísleknjöt
i tborð í kjö
Ísfugl kalkúnabringa, fersk
2798 3498
kr./kg
kr./kg
Helgartilboð! Rauð jólaepli frá USA
399 478
15
Myllu ensk jólakaka
afsláttu% r
kr./kg
kr./kg
Ömmu laufabrauð, steikt, 15 stk.
1779 1979
kr./stk.
kr./stk.
Kea skyr m/karamellu, 200 g kr./stk.
kr./stk.
afsláttu% r Veisla desert m/mangó, 90 g
279 329
kr./stk.
kr./stk.
3698
kr./pk.
15
% afsláttur
kr./pk.
kr./pk.
15
155 177
649 687
Nóa konfekt, 520 g
Lorenz Crunchips, 100 g, 4 teg.
198 219
kr./pk.
kr./pk.
Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt
Pepsi 4x2 lítrar
829 998
kr./pk.
kr./pk.
34
bækur
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Fífldirfska Jóns Páls Kraftajötuninn Jón Páll Sigmarsson varð á gullaldarárum sínum ítrekað sterkasti maður heims. Í janúar á þessu ári voru tuttugu ár liðin frá því Jón Páll kvaddi þennan heim aðeins 33 ára að aldri. Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur lokið við ritum ævisögu Jóns Páls sem er að koma út hjá bókaútgáfunni Tindi: „Jón Páll – Ævisaga sterkasta manns í heimi.“ Sölvi setti sig í samband við fjölda fólks sem stóð Jóni Páli nærri, meðal annars son hans og barnsmóður. Við grípum hér niður í söguna þar sem sést berlega að uppátæki Jóns Páls báru þess oft merki að hann vildi lifa lífinu til fulls og tók oft óþarfa áhættu.
E
ins og margoft hefur komið fram í köflunum hér að framan bar andinn oftar en ekki skynsemina ofurliði í lífi Jóns Páls Sigmarssonar. Það kom glöggt í ljós á ýmsum uppátækjum hans og sást best á því hvernig hann æfði og borðaði. Það var oftar en ekki eins og hver einasta æfing væri upp á líf og dauða og hver einasta máltíð væri síðasta kvöldmáltíðin. Fjölmargar sögur eru til um uppátæki Jóns Páls sem báru þess merki að hann vildi lifa lífinu til fulls og tók oft áhættur sem seint verða taldar sniðugar. Sérstaklega sást þetta vel á aksturslagi hans, sem var á köflum með allra háskalegasta móti að sögn vina hans. Það var eins og það vaknaði púki innra með honum ef hann sá einhvers staðar möguleikann á að storka örlögunum.. Torfi Ólafsson ferðaðist með Jóni Páli út fyrir landsteinana oftar en einu sinni. Torfi sem er með stærri mönnum, var einn fárra sem stóðst Jóni Páli snúning um skeið, bæði hvað varðar matarræði og lyftingar. Hann var þegar mest lét rúm 190 kíló og rúmir tveir metrar. Bar semsagt eitt stærsta stell sem sögur fara af á Íslandi. En þó að Torfi
Vel skorinn og vígalegur í sólinni.
hafi verið stór og mikill og kallaði ekki allt ömmu sína, varð honum alls ekki um sel við sum uppátæki Jóns Páls á erlendri grundu. „Maður þurfti ekki að vera lengi með Jóni Páli til að sjá að hann lifði algjörlega á brúninni, kallinn. Það var ótrúlegt að fara með honum til útlanda. Þar lifnaði hann allur við, enda ekki sama smásjáin á honum eins og hér heima, þar sem hver einasti kjaftur vissi hver hann var. Ég fór oft með honum út, en mér er sérstaklega minnisstætt þegar við fórum saman í svokallaða
leIkfimIsæFingaR fyrir fó l K á b es tA a l d r I
JólaGjöfiN í áR fyrir öMmur Og afA - fæsT í HagkaUp og eymuNdssoN
8 laufléttir æfingatímar með íslenskri dægurlagatónlist
Styrkur • Þolfimi • Jóga • Pilates • Teygjur
landskeppni Íslands og Kaliforníu í kraftlyftingum, þar sem tíu voru í hvoru liði. Við flugum frá Keflavík og það var svo millilent í New York. Við komum þangað um klukkan sex að kvöldi og áttum ekki að fara til Los Angeles fyrr en daginn eftir. Þegar við komum til New York vildi Jón endilega drífa sig niður í bæ og við hoppuðum upp í tvo leigubíla, kraftakarlarnir tíu frá Íslandi. Við bjuggumst svona fyrirfram við því að bílarnir myndu enda á Times Square, þar sem við gætum tekið myndir eins og venjulegir túristar. En Jón Páll hafði nú minnstan áhuga á því, hann vildi endilega fara upp í Harlem og skoða hættulegustu svertingjahverfin. Þetta var upp úr 1980 og það var ekki búið að hreinsa upp glæpina í New York, þannig að hlutar af Harlem voru beinlínis stórhættulegir, en Jóni var nákvæmlega sama. Hann bað bílstjórann um að stoppa þegar við vorum komnir í svartasta hlutann af Harlem, þar sem almenna viðkvæðið var að hvítt fólk ætti alls ekki að láta sjá sig eftir myrkur. Þó að við höfum verið þarna tíu saman algjörir beljakar, held ég að mér sé óhætt að segja að níu af okkur leist ekkert á blikuna þegar við röltum að kvöldlagi í hverfum þar sem ekki var hvítan mann að sjá og eiturlyfjasalar á hverju horni. Jón Páll aftur á móti brosti út að eyrum og hafði ógurlega gaman að þessu. Hann gerði í því að böggast í nokkrum dópsölum þarna, þannig að það endaði með því að þeir voru allir á eftir okkur alveg snarbrjálaðir“ Hjalti „Úrsus“ varð eins og Torfi vitni að þessu og segir senuna hafa gengið nokkurn veginn svona fyrir sig: „Þeir byrjuðu á að bjóða okkur gras og Jón svaraði því til að við vildum eitthvað sterkara. Þá færðu þeir sig upp á skaftið og buðu hass eða kókaín, en Jón sagðist vilja eitthvað miklu sterkara. Þetta hélt svo áfram þar til þeir voru farnir að bjóða okkur heróín og krakk, en Jón hætti ekki að fíflast í þeim, þar til þeir voru orðnir arfavitlausir. En við vorum sem betur fer ansi hraustir og tíu talsins, þannig að þeir lögðu ekki í okkur. En þegar þeir voru farnir að vera með fullmikla stæla og farnir að ögra okkur tók Jón Páll málin í sínar hendur. Hann sneri sér við, spennti handleggina upp í loftið og kallaði að lokum á þá: „Þið eigið ekkert dóp sem er nógu sterkt handa mér!“ Sem betur fer leist þeim mátulega á þennan kolruglaða gæja og
Sverðslyfta á Hálandaleikum. Þrautin er að halda sverðinu sem lengst með framréttum beinum handleggjum.
þeir létu okkur í friði eftir þessa uppákomu, enda skynjuðu þeir væntanlega brjálæðið í Jóni Páli og að þar færi maður sem væri ekkert gaman að lenda í. En þetta er bara lítið dæmi um það hvernig hann var stöðugt að ögra og storka örlögunum.“
Jagúar og Lödudruslur þandar
Torfi Ólafsson segir að sú tilhneiging Jóns Páls að lifa hratt hafi
komið sérstaklega vel fram þegar hann var undir stýri. Þar var spilað upp á líf og dauða eins og annars staðar. „Ég man einu sinni þegar við erum að fara að sýna á Blönduósi og vorum á einhverri gamalli Lödudruslu. Hann keyrði hana eins og hann væri á nýjum Ferrari. Ég hef aldrei verið jafnhræddur á ævi minni. Annað svona tilvik var þegar við vorum á hraðbrautunum
bækur 35
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Með Sigmar Frey, son sinn, á Þingvöllum.
um að hann hafi verið gríðarlegur húmoristi og alltaf að bregða á leik á einhvern hátt. Maðurinn sem tók við keflinu af Jóni Páli í aflraunum á Íslandi, Magnús Ver Magnússon, segir Jón hafa verið eins og gangandi brandara, sérstaklega á erlendri grundu: „Þegar við vorum saman í Skotlandi var alltaf verið að spyrja okkur hvernig við hefðum orðið svona sterkir og þá svaraði Jón því gjarnan til að við værum með ísbirni fyrir utan snjóhúsin sem við byggjum í á Íslandi og við drykkjum úr þeim mjólkina. Úr henni væri hægt að fá gríðarlegan kraft. Yfirleitt kolféllu menn fyrir þessarri sögu og oftar en einu sinni vorum við beðnir um að senda mönnum ísbjarnarmjólk
og þeir voru tilbúnir að borga vel fyrir!“ Annað sem Jón Páll gerði oft erlendis var að fíflast í kvenpeningnum. Magnús Ver segir frá: „Hann var alltaf að leika sér að því að hrista brjóstvöðvana fyrir framan kvenfólk og manaði þær svo í að reyna að gera slíkt hið sama. Þegar hvorki gekk né rak sagðist hann tilbúinn að veðja við þær fimm pundum að hann gæti hreyft á þeim brjóstin án þess að snerta þau. Þær tóku veðmálinu undantekningarlaust. Það sem gerðist þá næst var að Jón þuklaði vel og vandlega á brjóstunum, tók svo fimm pund upp úr vasanum og sagði: „Gjörðu svo vel, ég tapaði veðmálinu!“
Einum af mörgum sigrum fagnað að hætti Jóns Páls.
„Þið eigið ekkert dóp sem er nógu sterkt handa mér.“ í Kaliforníu á tveimur bílum í kringum miðjan níunda áratuginn. Jón var í bíl á eftir okkur Hjalta Úrsusi og hann var að leika sér að stuða létt aftan á bílinn okkar á rúmlega hundrað kílómetra hraða! Okkur Hjalta var ekki skemmt, en Jón Páll brosti út að eyrum á meðan hann hélt áfram að stuða aftan í okkur. Það er auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á, en það var svo margt sem segir manni að hann hafi einhvers staðar innst inni skynjað að hann ætti ekki eftir að lifa langa ævi.“ Sjálfur meistari Megas á sambærilega sögu, þar sem Jón Páll ræddi við hann um alls kyns málefni vel á öðru hundraðinu: „Ég kynntist Jóni Páli fyrst fyrir alvöru þegar við urðum samferða til Reykjavíkur af Húnavöku, vorum báðir þar að skemmta fólki á balli hjá Stuðmönnum. Við fórum fyrr heim um nóttina heldur en hljómsveitin og Jón Páll bauð mér far í bíl sínum. Þetta var eftirminnileg reisa. Í fyrsta lagi leið Jóni Páli ekkert tiltakanlega vel í bíl á undir 160 km hraða. Í öðru lagi var hann bráðskemmtilegur viðræðu, reyndist víða heima og frumlegur.“
Verum upplýst -verndum börnin okkar! Fullorðnir bera ábyrgð á börnum sínum og hafa samtökin Blátt áfram lagt mest upp úr því að fræða þá. Fræðslan fer fram í leik- og grunnskólum landsins í formi fyrirlestra og námskeiðs sem nefnist Verndarar barna. Samtökin hafa það að markmiði að fræða fullorðna um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og hvernig megi fyrirbyggja það.
Húmoristi fram í fingurgóma
Þó að fífldirfska Jóns Páls hafi á stundum gengið í það lengsta, var hún yfirleitt dæmi um þann gríðarlega húmor sem alltaf einkenndi Jón Pál Sigmarsson. Allir sem kynntust honum eru sammála
Blátt áfram • Fákafen 9, 108 Reykjavík • Sími 533 2929 • blattafram@blattafram.is • blattafram.is
20%
OPNUNARAFSLร TTUR alla helgina
PEYSUR/SKYRTUR frรก 10.900kr. BUXUR frรก 13.900kr. YFIRHAFNIR frรก 28.900kr. BOLIR frรก 4.900kr. VELKOMIN
SUIT -REYKJAVÍK OPNAR Á LAUGARDAG KL: 13:00 NÝ VERLZUN Í MIÐBÆNUM FYRIR DÖMUR OG HERRA
SUIT@SUIT.IS - S. 5272830 - SKÓLAVÖRÐUSTÍG 6 - WWW.SUIT.IS sfsdf
38
viðtal
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Amal Tamimi ögraði hefðum múslima þegar hún hóf sambúð með kristnum manni. Hún undraðist viðbrögð fjölskyldu sinnar sem afneitaði henni enda hafði fjölskyldan aldrei verið mjög trúuð. Ljósmynd/Hari
É
g gifti mig 16 ára. Í arabalöndunum eru stelpur yfirleitt giftar á aldrinum 16-22 ára. Á þeim aldri eru þær eftirsóttar. Þá eru þær kannski bara búnar að læra að lesa og skrifa en eru ekki farnar að hugsa sjálfstætt og það finnst karlmönnum eftirsóknarvert. Vel menntuð kona er ógn. Karlmenn forðast konur sem vita meira en þeir. Það er ekki bara þannig í arabaheiminum,“ segir Amal Tamimi. Hún er fædd og uppalin í Jerúsalem í Palestínu en flúði heimilisofbeldi eiginmannsins árið 1995 og fór með börnin þeirra fimm til Íslands. Nafn Amal merkir Von og það er einnig titill ævisögu hennar sem Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður ritar og er nýkomin út. Við mælum okkur mót á Íslensku kaffistofunni og Amal er að borða íslenska kjötsúpu þegar ég mæti. Hún segist vera mjög hrifin af henni og að þegar hún bjó í Palestínu hafi hún líka oft borðað matarmikla kjötsúpu með lambi. Það er kalt þennan dag og það er einmitt á slíkum dögum sem henni finnst íslenska kjötsúpan best.
Lítil hrædd stelpa í fangelsi
Amal hafði marga fjöruna sopið í Palestínu áður en hún kom til Íslands. Hún var 7 ára þegar sex daga stríðið stóð yfir í júní 1967 og Ísrael tók yfir austur-Jerúsalem og Vesturbakkann en stríðið var aðeins hluti af áralöngum deilum Ísraela og araba allt frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Aðeins 13 ára gömul fór Amal í fangelsi í fyrsta og eina skiptið. „Á okkar svæði var það ekki jafn mikið tiltökumál eins og hér á Íslandi. Í Palestínu eru 13 ára börn handtekin, lamin illilega og drepin. Við ólumst upp við að öll réttindi voru tekin frá okkur. Ég tók þátt í mótmælum gegn því að Ísraelsríki væri að taka yfir landið okkar eins og margir krakkar gerðu og ég var handtekin eftir að ég kastaði steinum að hermönnum. Það var erfitt að fara í fangelsi en það var litið á alla sem fóru í fangelsi fyrir mótmæli sem hetjur þannig að ég gat ekki talað um tilfinningar mínar. Ég var bara lítil hrædd stelpa sem var lokuð inni í myrku herbergi í tvær vikur og fékk ekkert að tala við mömmu mína. Um tíma hélt ég meira að segja að hún væri dáin. Vistin í fangelsinu var hræðileg og hafði mikil áhrif á mig. Ég ákvað að ég ætlaði aldrei aftur í fangelsi. Frekar vildi ég vera skotin.“ Brátt kom að þeim tíma að jafnöldrur Amal fóru að trúlofa sig. „Þegar stelpa verður ung kona, fer að fá brjóst og byrjar á túr, þá fer fólk að spyrja um hana. Foreldrar sem eiga kannski
25 ára ólofaðan son eru að leita að brúði handa honum og spyrja þá foreldra stúlkunnar hvort þeir séu til í að láta hana giftast syni sínum. Þetta er allt samkomulag og þannig frétti ég af minni trúlofun. 16 ára gömul fór ég í skólann með trúlofunarhring og það þótti mjög flott. Það þýddi að einhver hafði verið að spyrja um mig. Í þessu samfélagi skiptir ekki máli hvað þú gerir eða hvað þú kannt, aðalmálið er að vera gift kona og eignast börn. Það er markmiðið og öllu er fórnað til þess. Við sem ólumst upp við þetta vissum bara ekki betur.“
Andlega ofbeldið verst
Hjónaband Amal og Muhammad var afar stormasamt. Þau voru aðeins rétt trúlofuð þegar hann byrjaði að niðurlægja hana og skipa henni hvernig hún ætti að haga sér. Amal sagði móður sinni frá hegðun hans en hún þvertók fyrir að Amal gæti hætt við brúðkaupið. Það myndi frekar skaða orðspor hennar að slíta trúlofun enda þvert á allar hefðir. Saman eignuðust þau fimm börn. Fyrst var áherslan á að hún eignaðist son, því þeir einir voru álitnir gleðigjafar fyrir fjölskylduna, og síðan að hún eignaðist annan son því hefð samkvæmt þurftu drengir að eiga minnst einn bróður. Fjórða barnið var sonur og það fimmta líka. Kannski sem betur fer því annars hefði hún þurft að eignast enn eitt barnið. „Þetta var erfitt hjónaband og ég var aldrei hamingjusöm. Mér fannst andlega ofbeldið verst. Með árunum fannst mér barsmíðarnar einhvern veginn verða ásættanlegri,“ segir hún. Lögum samkvæmt gat Amal ekki skilið við eiginmanninn án þess að missa forræði yfir börnunum. Í nokkurn tíma lagði hún því um á ráðin að flýja með börnin fimm til Íslands þar sem bróðir hennar bjó, Salmann Tamimi. Hún flutti til Íslands árið 1995 með þau Falasteen, Fida, Wala, Majd og Ahd. „Það var mjög erfitt að koma inn í nýtt samfélag, einstæð með fimm börn, og kunna ekki tungumálið. Bróðir minn hjálpaði mér að fá atvinnuleyfi og dvalarleyfi. Ég bjó heima hjá honum fyrstu þrjá mánuðina, þá komst ég inn í félagslega kerfið og fór að leigja íbúð. Ég var í raun heppin því eins og staðan er í dag myndi ég ekki geta komið inn í landið og fengið félagslega aðstoð strax eftir þrjá mánuði. Ég fékk heimilislækni, börnin komust inn í skóla og leikskóla. Þetta var algjör lúxus fannst mér að þurfa ekki að hugsa um neitt nema að vinna.“ Og Amal vann
Ég vildi ekki að þær yrðu tilneyddar til að giftast múslima.
Glíman við bróður minn Amal Tamimi var aðeins 13 ára þegar hún var sett í fangelsi í Palestínu fyrir mótmæli. Hún giftist ung og flúði síðar ofbeldisfullan eiginmann með fimm börn og settist að á Íslandi. Hún naut í fyrstu aðstoðar bróður síns, Salmann Tamimi, en hann sneri við henni bakinu þegar hún hóf sambúð með kristnum manni því það samræmist ekki hefðum múslima. Í 18 ár hefur samband systkinanna verið sama og ekkert, en Amal er stolt af því að hafa verið dætrum sínum góð fyrirmynd.
Framhald á næstu opnu
Falleg gjafavara
frá BoConcept!
XEINN IX 13 11 002
Kíktu við að Fosshálsi 1 í Reykjavík og skoðaðu fallega og skemmtilega öðruvísi gjafavöru frá BoConcept.
Púði „turn me around“
Púði „Sari“
Bollar „Collectors“
Vasi „Owl purple“
verð kr. 10.790,- stk.
verð kr. 8.990,- stk.
verð kr. 9.690,- 6 í pakka
verð kr. 10.190,- stk.
Púði „Six assortments“
Teppi „Sari vintage“
Kertastjakar „Japanese Dolls“
Veggklukka „Mega numbers“
verð kr. 9.190,- stk.
verð kr. 18.390,- stk.
verð kr. 2.995,- stk.
verð kr. 9.490,- stk.
Hin dýrin & húsdýrin Lín Design kynnir nýja vörulínu TILBOÐ 9.990 kr
Dýr í loftbelg Stærð 70x100 Verð 8.990 kr
Svunta Verð 2.790 kr
TILBOÐ
TILBOÐ
2.093 kr
6.743 kr
Örn
rúmföt
Krummi rúmföt
Hreindýr
Fálki
Stærð 140x200 Verð 13.490 kr
Stærð 140x200 Verð 13.490 kr
Stærð 140x200 Verð 12.980 kr
TILBOÐ
TILBOÐ
9.735 kr
9.990 kr
100% Pima
bómull
TILBOÐ 9.990 kr
25% kynningarafsláttur
Öllum þykir vænt um náttúruna
Í samstarfi við Rauða krossinn tökum við á móti notuðum rúmfötum frá Lín Design. Við bjóðum þér 15% afslátt af nýrri vöru. Rauði krossinn kemur notaðri vöru áfram til þeirra sem þarfnast hennar.
föstudag & laugardag TILBOÐ
TILBOÐ 9.990 kr
2.993 kr
Íslenskar jólavörur
25%
Handklæði fyrir börnin Stærð 75x75 Verð 3.990 kr
Örn rúmföt
Stærð 140x200 Verð 13.490 kr
KAUPAUKI
TILBOÐ 1.493 kr
Allir sem versla fyrir 19.990 kr eða meira fá dagatal með íslenskum jólasveinum að andvirði 9.990 kr
TILBOÐ 9.990 kr
Ofnhanski Krummi
Fiðrildin
Stærð 140x200 Verð 13.490 kr
Verð 1.990 kr
Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 www.lindesign.is
40
viðtal
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Amal Tamimi tilheyrir engum trúarsamtökum. Hún trúir því einfaldlega að það skipti mestu máli að vera góður. Ljósmynd/Hari
Létt og góð vetrar dúnúlpa á góðu Hlý herra dúnúlpa sem kemur í mörgum litum
27.900 kr.
Hlý dömu dúnúlpa sem kemur í mörgum litum
27.900 kr.
FATNAÐUR OG MERKINGAR Opið virka daga frá 9 -17 Bíldshöfða 16 • S. 557 2200 • www.batik.is
Allir múslimar væru á móti honum ef hann stæði með mér. Þess vegna skil ég afstöðu hans. mikið. Hún fékk ekki vinnu nema í láglaunastörfum og vann myrkranna á milli, yfirleitt 13 tíma á dag til að eiga fyrir húsaleigu og mat. Um tíma vann hún í frystihúsi og þegar hún fékk útborgað á föstudögum var hátíðleg stund þegar hún keypti banana og Svala handa börnunum – einn banana á mann.
Tvískinnungurinn
Skömmu eftir komuna til Íslands kynntist Amal góðum vini Salmanns, Heiðari Má Brynjólfssyni. Þegar Amal hafði aðeins búið á Íslandi í fimm mánuði flutti Salmann með fjölskylduna sína til Svíþjóðar og þá urðu tengsl Amal og Heiðars nánari. „Ég þekkti engan hér, kunni ekki tungumálið og Heiðar var alltaf að koma og hjálpa mér. Hann fór með mér í stéttarfélagið mitt þegar ég taldi brotið á mér í vinnunni. Hann hjálpaði mér afskaplega mikið. Ég var honum þakklát og taldi að þakklætið væri ást.“ Amal og Heiðar ákváðu brátt að hefja sambúð en fjölskylda hennar tók því mjög illa, bæði Salmann og þeir sem voru enn í Palestínu, því Heiðar var ekki múslimi. „Bróðir minn varð mjög reiður þegar ég sagði honum frá okkur Heiðari. Ég varð mjög undrandi því ég hafði ekki búist við neinum vandræðum. Við vorum ekki trúuð fjölskylda og ég sá pabba minn aldrei biðja. En hefðinni samkvæmt má múslimakona ekki vera með öðrum en múslimakarli. Þar að auki á múslimakona með fimm börn ekki að gifta sig aftur.“ Hún bendir á tvískinnunginn í því að samkvæmt hefðum múslima eru ekki gerðar athugasemdir við að karlkyns múslimi gifti sig konu af annarri trú. „Það er ekkert í Kóraninum sem segir að þetta sé í lagi fyrir karlmenn en bannað fyrir konur. Sagt er að þetta sé vegna barnanna því þau eiga að alast upp við trú pabba síns. Ég velti því hins vegar fyrir mér að þegar mamman er kristin og pabbinn er múslimi, í ljósi þess að mæðurnar koma yfirleitt meira að uppeldi barnanna, hvort það er þá trú mömmunnar eða pabbans sem hefur meiri áhrif. Þessar reglur eru samt mjög áberandi hjá múslimum. Það hefur ratað í fréttirnar þegar múslimastelpur í Danmörku og Svíþjóð fóru að vera með strákum sem voru ekki múslimar og þær voru hreinlega drepnar af fjölskyldumeðlimum sínum fyrir að sverta nafn fjölskyldunnar.“ Í augum fjölskyldu Amal voru börnin hennar hreinir arabar og múslimar, og erfiðasta glíman við að festa rætur á Íslandi var einmitt glíma Amal við Salmann bróður sinn. „Ef fjölskyldan mín hefði samþykkt samband mitt við Heiðar hugsa ég að við hefðum hætt saman nokkrum mánuðum seinna. En út af þessari andstöðu hugsaði ég með mér að ég mætti ekki gefast upp – dætra minna vegna. Ég var þarna 35 ára gömul með þrjár dætur. Ef ég gæfist upp myndi það sama ganga yfir þær. Það hræddi mig mest. Þær elstu voru á þessum tíma 15 og 16 ára og studdu frænda sinn gegn mér. Ég vildi samt berjast fyrir þeirra framtíð. Ég vildi ekki að þær yrðu
tilneyddar til að giftast múslima og vera jafnvel ekkert hrifnar af honum. Ég sá fyrir mér að þær gætu orðið ástfangnar af Íslendingi og ef ég héldi fast í hefðirnar þá myndi ég aldrei sjá þær aftur. Ég var því með Heiðari í fjögur ár til að sanna mál mitt og vera fyrirmynd fyrir þær,“ segir Amal hlæjandi. En vegna þessa afneitaði fjölskyldan Amal, þar með talið bróðir hennar. „Við höfum ekki verið í reglulegum samskiptum síðan 1996. Þau yfirgáfu mig ári eftir að ég kom til Íslands, þegar ég þurfti á aðstoða að halda. En Salmann er góður maður og ég sakna hans. Hann er klár og hann er fyndinn. Ef við hittumst fyrir tilviljum í Kringlunni þá stoppum við, tölum saman og hlæjum. Hann var besti vinur minn þegar við vorum börn. En nú talar enginn við mig í fjölskyldunni nema ein systir mín.“
Skilur afstöðu hans
Amal og börnin hennar eru utan trúfélaga. Ekki var til neitt félag múslima þegar hún kom en Salmann bróðir hennar stofnaði Félag múslima á Íslandi árið 1997. „Kannski hefur hann einhvern tímann hugsað með sér að hann myndi standa með mér en þá þyrfti hann að standa gegn öllum hinum múslimunum. Allir múslimar væru á móti honum ef hann stæði með mér. Þess vegna skil ég afstöðu hans.“ Ég spyr hvort Salmann viti að hún segir frá þessum deilum þeirra í bókinni og hún segist ekki reikna með því enda séu þau ekki í neinu sambandi. Hún segist stolt af ákvörðunum sínum og afar stolt af börnunum sem eru sex, því hún eignaðist eitt til viðbótar með Heiðari – Bissan Inga sem var að byrja í menntaskóla. Eldri börnin hafa öll verið í samböndum með Íslendingum og á Amal 8 barnabörn. Hún var lengi í láglaunastörfum en skráði sig loks í háskólanám. „Íslendingar héldu að útlensk kona með 6 börn væri einfaldlega brjáluð að skrá sig í háskólanám en ég er núna með BA-próf í félagsfræði. Ég skráði mig reyndar þrisvar í meistaranám en náði ekki að sinna því almennilega með fullri vinnu. Ég fór í heimsókn til Jerúsalem eftir að ég kláraði háskólann og vinkonur mínar þar gerðu góðlátlegt grín að mér að vera orðin amma og fara í skóla. Í þeirra heimi stoppar líf kvenna á ákveðnum tímapunkti og snýst bara um börn og barnabörn. Ég ber virðingu fyrir þeirra hugsunarhætti. En ég er byltingarkona frá upphafi og vil læra sem
mest. Það var afskaplega vel tekið á móti mér á Íslandi og sérstaklega eftir að ég byrjaði í háskólanámi.“
Menntun er lykillinn
Amal starfaði lengi í Alþjóðahúsi við að aðstoða innflytjendur, sér í lagi konur, og kom hún að stofnun Félags kvenna af erlendum uppruna árið 2003. Árið 2011 varð hún fyrsta konan af erlendum uppruna til að taka sæti á Alþingi þegar hún kom inn sem varaþingmaður Samfylkingarinnar. Hún stofnaði Jafnréttishús árið 2008 og er þar í fullu starfi við að liðsinna innflytjendum. „Efst í goggunarröðinni eru hvítir karlmenn, síðan hvítar konur, þá útlenskir karlmenn og á botninum eru útlenskar konur. Við þurfum að berjast til að komast áfram. Það skiptir miklu máli að við eigum fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum. Barátta kvenna af erlendum uppruna snýst að miklu leyti um að taka fullan þátt í samfélaginu. Jafnréttisbarátta kynjanna hefur meðal annar snúist um að konur fái jafn há laun og karlmenn fyrir sömu störf, en þegar við erum að tala um konur af erlendum uppruna fá þær oft mun lægri laun en íslenskar konur. Þegar þær leita til stéttarfélagsins er ekkert hægt að gera fyrir þær ef þær fá lágmarkslaun. Konum er mismunað á grundvelli kynþáttar.“ Hún trúir því að besta leiðin til að auka jafnrétti hvar sem er í heiminum sé að auka menntun. „Í arabalöndunum eru margir sem vilja ekki senda stelpur í skóla því þá læra þær um réttindi sín. Það á að vera forgangsmál að byggja skóla. Við höfum öfgafólk í öllum trúarbrögðum sem kunna jafnvel ekki að lesa og taka því bara mark á því sem aðrir segja að standi í Kóraninum eða Biblíunni. Þessi trúarrit eru oft mistúlkuð í annarlegum tilgangi en ef allir gætu lesið þau sjálfir sæu þeir að þarna er ekkert illt. Skólamenntun er aðalmálið til að breyta heiminum, ekki bara í arabalöndunum.“ Henni finnst í raun öll trúarbrögð snúast um það sama. „Að vera góður við náungann, ekki stela, ekki ljúga. Þetta er bæði í íslam og kristni. Ég tilheyri engri kirkju. Það sem skiptir máli er það sem fólk trúir í hjarta sínu. Aðalmálið er að vera góður. Ég veit að ég er góð, það er nóg,“ segir hún brosandi og bætir við: „Ég fer ekki til helvítis.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
Fáðu þér síma sem veitir frelsi og skilur íslensku Nú geta notendur Android snjalltækja frá Samsung glaðst enn á ný. Snjalltækin frá Samsung skilja íslensku og getum við nú loks nýtt okkur máltækni til hagræðis og yndisauka – til dæmis með því að tala við tækin í stað þess að stimpla inn texta með lyklaborðinu. Notkunarmöguleikarnir takmarkast aðeins af ímyndunarafli okkar sjálfra. Kynntu þér málið á GalaxyS4.is
42
viðtal
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Ólafur de Fleur fékk Óttar Martin Norðfjörð til þess að hitta sig á blindu stefnumóti þar sem hann fékk rithöfundinn til þess að skrifa skáldsögu byggða á handritsdrögum Blóð hraustra manna. Þeir þekktust ekkert áður en smullu saman og vinna nú náið saman að ýmsum verkefnum. Ljósmynd/Hari
Kvikmyndaleikstjórinn Ólafur de Fleur situr sveittur við að klippa mynd sína Borgríki 2: Blóð hraustra manna. Myndin er framhald glæpamyndarinnar Borgríkis sem hann gerði mikla lukku með fyrir tveimur árum. Og skáldsagan Hraustra manna blóð, eftir Óttar Martin Norðfjörð, er nýkomin út en hana byggir Óttar á grunnhugmynd framhaldsmyndarinnar. Ólafur fékk þá hugmynd á sínum tíma að gaman væri að fylgja Borgríki eftir með bók og hann fékk Óttar til verksins. Þeir náðu vel saman og hræra nú í ýmsum pottum hvor hjá öðrum. Þeir ræða hér um samstarfsverkefnið, sókn á erlenda markaði og yfirheyrslur á geimverum.
Sýndu kærleik í verki – allir eiga skilið gleðileg jól
Kærleikskerti Fjölskylduhjálpar Íslands fást á eftirtöldum stöðum á höfuðborgarsvæðinu: • • • • • •
í húsakynnum Fjölskylduhjálparinnar að Iðufelli 14 Bensínstöðvum Skeljungs Verslunum Krónunnar Verslunum Nettó Garðheimum Hagkaup
Kertin eru handgerð tólgarkerti framleidd af sjálfboðaliðum til aðstoðar við heimili í neyð.
Fá ekki góðar hugmyndir á Íslandi
R
ithöfundurinn Óttar Martin Norðfjörð og kvikmyndaleikstjórinn Ólafur de Fleur sitja á Vegamótum yfir drekkhlöðnum diskum af einhverju sem úr hæfilegri fjarlægð virðist vera sannkallað hollustufæði. Með þeim er kærustuparið Ágústa Eva Erlendsdóttir og Jón Viðar Arnþórsson. Öll tengjast þau kvikmyndinni Borgríki á einn eða annan hátt. Ólafur leikstýrði myndinni á sínum tíma, Óttar hefur nú sent frá sér framhald myndarinnar, Blóð hraustra manna, á bók og Ólafur er þessa dagana að klippa framhaldsmyndina sem kallast á við bók Óttars. Ágústa Eva leikur eitt aðalhlutverkanna í báðum myndum og Mjölnismaðurinn Jón Viðar útfærði slagsmálin í bíómyndinni. Jón Viðar sér svo einnig um að píska Ólaf út í Mjölni en leikstjórinn er byrjaður að æfa á fullu og sveifla ketilbjöllum með þeim árangri að hann er að breytast í ákaflega sannfærandi massaköggul. „Það er svo góður hópur þarna og það geta þetta allir,“ segir Ólafur. „Þetta eru engin geimvísindi.“ Óttar segir líkamsræktardell-
una í leikstjóranum þó stundum truflandi, ekki síst þegar hann heimsæki hann á hugmyndafundi og verði að láta sig hafa það að bíða á meðan hann klári að sveifla bjöllunum. Ágústa Eva truflar líkamsræktartalið þegar hún biður Óttar um að árita fyrir sig bókina Blóð hraustra manna. Rithöfundurinn fer hálfpartinn hjá sér, segir þetta ekki algengt en alltaf jafn óþægilegt. Ágústa stingur þá upp á að á prenti verði hermt að hópur ungra kvenna í stuttum pilsum hafi gert aðsúg að Óttari í ákafa sínum að fá nýju bókina áritaða. Óttar hefur hingað til vakið athygli með spennubókum á borð við Hníf Abrahams og Sólkross sem þykja nokkuð í ætt við skáldskap Dans Brown. En nú er hann mættur með ekta reyfara. „Þetta er að einhverju leyti stefnubreyting vegna þess að þetta er miklu nátengdara Íslandi, nútímanum, undirheimunum og öllu því,“ segir Óttar. „Eitthvað sem ég hef í raun ekkert fengist við áður. Ég hef verið meira í ráðgátum og þannig löguðu.“
Blint stefnumót Óttar tók ekki upp á því upp úr þurru að skrifa framhald kvikmyndarinnar heldur kom frumkvæðið frá Ólafi. „Ég fiskaði Óttar á blint stefnumót á Facebook,“ segir Óli en þeir tveir þekktust ekki áður. „Ég fékk þessa hugmynd, að þetta væri skemmtileg tilraun,“ segir Óli um að gera framhald að bíómynd með bók. „Maður fær oft svona hugmyndir og þá þarf maður að finna einhvern sem elskar mann til að giftast. Og ég bauð Óttari á stefnumót. Hann horfði á fyrstu Borgríki, fílaði hana og svo byrjuðum við bara að kasta þessu á milli okkar og leika okkur.“ Óli og Hrafnkell Stefánsson skrifuðu handrit Borgríkis og voru þegar farnir að huga að framhaldinu þegar Óli setti sig í samband við Óttar. Hann sendi Óttari útlínurnar á framhaldinu og Óttar sá strax mikla möguleika. „Ég sá fyrir mér heilu kaflana á meðan ég las þetta yfir, og brýr á milli þannig að ég sló til,“ segir Óttar. En hvað kom til að þú leitaðir til Óttars. Varstu búinn að lesa eittFramhald á næstu opnu
markhönnun ehf
Gildir 29. nóv. - 1. des. 2013
SNORRI Á FOSSUM
ÚTKALL LÍFRÓÐUR
HEMMI GUNN
3.953 KR
3.894 KR
ÓTTAR SVEINSSON
3.953 KR
ORRI PÁLL ORMARSSON
ÞÚ FÆRÐ JÓLABÓKINA Í NETTÓ margir úr hennar eigin fjöl hún tók upp samband við
þykir vænt um nafnið. Von ið sé fram við hana og alla u og væntumþykju.
Kristjana Guðbrandsdóttir
a, lítur Amal stolt til baka. vaxta og vegnar vel, hún er dum uppruna og hún er rík. t í peningum, heldur frelsi. frið.
Von
VON – Saga Amal Tamimi
Jerúsalem í Palestínu. Hún ún horfði á lífið breytast með angelsuð af Ísraelsmönnum . Amal eignaðist fimm börn hún heimilisofbeldi eigin ands. Flóttinn var ævintýra . Á Íslandi hóf hún nýtt líf.
ar er Kristjana Guðbrands arfað sem blaðamaður í fjölda orð fyrir ítarleg viðtöl og um
ISBN 978-9935-435-22-4
KRISTJANA GUÐBRANDSDÓTTIR HÓLAR
VON
ÆVISAGA AMAL TAMIMI
SKAGFIRSKAR SKEMMTISÖGUR 3
BRAUÐ OG EFTIRRÉTTIR KRISTU
4.193 KR
1.973 KR
2.963 KR
HEILSUDRYKKIR HILDAR 50 UPPSKRIFTIR
2.509 KR
MEISTARAsögur Almenningi birtist gjarnan afar einhliða mynd af íþróttamönnum. Íþróttafréttamenn spyrja þá spurninga þar sem eina mögulega svarið er í raun: „Þeir vinna leikinn sem skora fleiri mörk,“ með ýmsum tilbrigðum. Í kringum íþróttir er líf og fjör og urmull skemmtilegra sagna sem vert er að skrá.
MEISTARASÖGUR 55 ÍSLENSKIR AFREKSMENN SEGJA GAMANSÖGUR FRÁ FERLINUM
Hér er sem sagt komin bókin sem varpar ljósi á það hversu ævintýralegt það getur verið að stunda íþróttir, þar sem félagsskapurinn er góður og stórskemmtilegur. Hér getur lesandinn tekið þátt í fjölmörgum skemmtilegum uppákomum þjóðþekktra íþróttamanna.
BARNIÐ ÞITT ER Á LÍFI
66 HANDRIT ÚR FÓRUM ÁRNA MAGNÚSSONAR
MYNDLIST Í ÞRJÁTÍU ÞÚSUND ÁR
MEISTARASÖGUR
3.953 KR
5.273 KR
2.394 KR
2.394 KR
r u k æ b
www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi Höfn · Grindavík · Reykjanesbær Borgarnes · Egilsstaðir Selfoss · Akureyri
44
viðtal
hvað af bókunum hans? „Hann les ekki bækur,“ segir Óttar og brosir. „Ég les bara leikstjórabækur og Búdda-bækur. Það er það eina sem ég les,“ segir Óli. „Ég man að ég sá mynd af Óttari í blaði og las viðtal við hann, fékk ágætis tilfinningu og heyrði bara í honum. Svo finnur maður þetta bara einhvern veginn í hjartanu hvort það sé tenging eða ekki og það vill bara svo til að á milli okkar var tenging. Slíkt er allt ekki sjálfgefið.“
Sami grunnurinn
„Þannig að Óttar fékk í raun grunninn af handritinu frá okkur og svo er þetta einfaldlega bara hans verk og hann tók sína stefnu. Hann hefur ekki séð handritið,“ heldur Óli áfram. „Nei, ég gerði í því að lesa ekki handritið. Ég vildi ekki mengast af alveg nákvæmum útfærslum á senum. Það var mjög gott að hafa bara grunnbyggingu sögunnar,“ segir Óttar. „Það er líka skemmtilegt að þetta hefur bara aldrei verið gert áður, í það minnsta ekki á Íslandi. Að það sé fyrst gerð bíómynd og svo komi framhaldið af henni í bók. Það er skemmtilegt hvernig þessi ólíku listform kallast á,“ segir Óli. Og þótt grunnur bókarinnar og bíómyndarinnar sé sá sami þá er í raun um tvö ólík verk að ræða. „Þetta er bara eins og þegar maður fer í bíó og sér mynd sem er gerð eftir skáldsögu þá sér maður alltaf eitthvað sem er allt öðruvísi. Miðlarnir eru svo ólíkir að það er hreinlega ekki hægt að hafa algjört copy/paste.“ „Svo er þetta líka þannig að þú last ekki handritið og ég les ekki
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
bókina þína og er að klippa þannig að við fáum báðir okkar svæði.“ Óttar og Óli náðu strax mjög vel saman eftir „stefnumótið“ og þeir tveir og Hrafnkell lesa mikið yfir hvor hjá öðrum, gefa góð ráð og harða gagnrýni ef svo ber undir. „Ég vinn mikið með Hrafnkeli og þessi samvinna okkar þriggja er mjög spennandi. Það ríkir fullkomið traust á milli okkar og menn geta verið mjög aggressívir í gagnrýni en því er aldrei tekið illa. Mér finnst þetta eiginlega það skemmtilegasta við þessa vinnu, að finna svona leikskólahópa til að fá með út að leika.“
Ingvar Kunnugle g andlit og nokkur ný birtast í Borgríki 2: Blóð hraustra manna. í hlutverki E. Sigurðar son er á sínum stað en Darri Ingólfsso n kemur ferskur inn lögreglumanns.
Geimverur í yfirheyrslu
Til stendur að endurgera Borgríki í Bandaríkjunum og sögusviðið færist þá frá Reykjavík til Chicago. „Það er verið að gera handrit að henni á ensku sem gerist í Chicago og er með sömu persónum en þarf að setja þetta yfir á bandarísku,“ segir Óli og bætir við að James Mangold stefni enn að því að leikstýra myndinni. „Þetta bíður í rauninni eftir að handritshöfundurinn sé búinn með uppkast sem þarf að samþykkja áður en það fer lengra.“ Hvað hann sjálfan varðar segir Óli Borgríki hafa komið sér í samband við fjölda fólks í Bandaríkjunum sem séu þegar farin að skila árangri. En hann hefur meðal annars selt framleiðslufyrirtækinu Lionsgate geimvísindasöguna, Revoc, sem Óttar aðstoðaði hann með.
„Revoc er vísindaskáldskapur sem Óttar og Hrafnkell hjálpuðu mér með. Við útfærðum þetta saman og Lionsgate keypti þetta og er að gera handrit. Ef af þessu verður þá er þetta 50 milljón dollara mynd sem verður gerð. En það eru alltaf endalausir fyrirvarar. Ég er tengdur við þetta með leikstjórn í huga en svo mega þeir alltaf reka mann.“ Óli segist ekki mega segja margt um Revoc, eiginlega bara ekkert meira en þetta: „Hún fjallar um mann sem yfirheyrir geimverur. Það er það sem má segja.“ Óli hefur verið á flakki milli Íslands og Los Angeles síðustu mánuði og þannig verður þetta
Við komumst af og getum haldið áfram að skapa. Það er fyrir öllu.
Góðar r a k k a p a t fermingargjafir t e r b ó j n s Skíða- og 20%
SNJÓBRETTAPAKKAR
afslátt
30% • Svigskíði • Fjallaskíði • Gönguskíði • Snjóbretti
ur
MONTANA, 3000mm vatnsheld
2. manna 16.995 kr. 12.796 kr. 3. manna 19.995 kr. 15.996 kr. 4. manna 26.995 kr. 21.596 kr.
Tökum notaðan skíða- og brettabúnað upp í ný
SWALLOW 250 Kuldaþol: -8 þyngd: 1,7 kg.
11.995 kr. 9.596 kr.
Í s le n s k u
www.alparnir.is
PGóð gæði ALPARNIR PBetra verð
GLERÁRGÖTU 32, AKUREYRI, SÍMI 461 7879 • KAUPVANGI 6, EGILSSTAÐIR, SÍMI 471 2525 • FAXAFENI 8, REYKJAVÍK, SÍMI 534 2727
74,6% *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör
... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
eitthvað áfram. „Ég hef verið að fara svolítið fram og til baka og er tengdur tveimur til þremur öðrum verkefnum úti. En þetta er alltaf það sama og það er verið að bíða eftir fjármagni, finna réttu leikarana og svo framvegis. Þetta er ógeðslega spennandi en maður vill samt ekkert fara að gera eitthvert bull bara til að gera bull.“ Óli er á kafi í klippingu Borgríkis II en fer aftur út á næsta ári.
Hugmyndirnar koma í útlöndum
Óttar býr á Spáni en segist þó vera furðu mikið á Íslandi. „En bækistöðin mín er á Spáni. Ég á spænska kærustu og hún vinnur þar þannig að ég er mikið þar. Mér finnst rosalega gott fyrir mig sem rithöfund að vera í öðru landi. Mér finnst líka eins og ég fái alltaf hugmyndir í útlöndum. Mér finnst ég aldrei fá hugmyndir á Íslandi. „Ég þekki þetta líka.“ Tekur Óli undir. „Já, finnurðu fyrir þessu?“ Spyr Óttar. „Ég get unnið handavinnuna ágætlega hérna og ég get unnið úr hugmyndum annarra, hitt Óla þig en þegar kemur að frumlegum hugmyndum þá kemur ekki neitt. „Ég er alveg sammála þér,“ segir Óli. „Það er oft þannig að ég er bara nýlentur á Spáni, kannski bara í rútunni frá flugvellinum, þá gerist eitthvað, einhver krani opnast sem hefur stíflast eftir kannski tvo mánuði á Íslandi og hugmyndirnar flæða bara fram.“ „Þegar ég fékk þessa geimvísindasöguhugmynd, Revoc, þá var ég í þunglyndi í Los Angeles. Það er sko alveg nastí staður. Þótt það sé ógeðslega gott veður og svona þá er ekkert þyngarafl þarna og það ruglar í þér. Þá fékk ég þessa hugmynd og þetta er rosalega oft svona þegar ég ferðast, þá kemur bara allt öðruvísi tegund af dánlódi í hausinn á manni.“ Á meðan Óli þreifar fyrir sér í kvikmyndagerð í Hollywood hefur Óttari gengið ágætlega að koma sér á framfæri í Evrópu. „Bækurnar mínar hafa komið út á spænsku, frönsku, þýsku og hollensku,“ segir hann. „Sólkross og Hnífur Abrahams eru vinsælastar og þetta eru alveg nokkur Evrópulönd sem hafa hrannast inn og áhugi frá fleiri löndum þannig að þetta er rosa fínt.“ Franskur útgefandi Óttars hefur þegar sýnt Blóði hraustra manna áhuga en þar heilla ekki síst tengslin milli skáldsögu og kvikmyndar. „Sólkross var að koma út í Frakklandi fyrir nokkrum mánuðum þannig að ég hef verið að fara á bókmenntahátíðir og ég hitti akkúrat forlagið mitt og umboðskonuna úti í París fyrir mánuði síðan. Þau vissu af þessu með Borgríki og ég sá að þau voru mjög áhugasöm. Þannig að það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom til Íslands var að fá eintak af bókinni minni og senda út til Frakklands.
Þau vildu fá eintak sem allra fyrst svo lesari gæti farið yfir hana. Þannig virkar þetta í bókabransanum. Það er alltaf lesari sem les fyrir forlagið og metur verkin en ég fann strax að þau voru hrifin af þessari tengingu bíómyndar og bókar. Svo sjáum við til hvað gerist.“ „Síðan verður spennandi að sjá hvernig giftingin tekst, þegar myndin kemur á næsta ári. Það verður áhugavert að sjá hvernig þær giftast og bæta kannski hvor aðra, bíómyndin og bókin. Þetta verður skemmtileg tenging.“ Óttar er á sama máli. „Það var náttúrlega þarna sem ég sá strax möguleikana. Vegna þess að plottið hjá Óla og Hrafnkeli var 100% þurfti ég engu að bæta við þar en sá möguleikana þar sem skáldsagan hefur yfirburði. Í bók er hægt að fara djúpt ofan í huga hverrar persónu. Að því leyti finnst mér bókin að bæta við söguheim Borgríkis, bæði í mynd 1 og 2 þar sem við komumst dýpra ofan í huga persónanna en býðst í 90 mínútna mynd.“
Andlegir auðmenn
En með þennan byr í seglin, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, hljótið þið að vera í góðum málum, Streyma ekki evrurnar og dollararnir til ykkar þannig að þið vitið ekki aura ykkar tal? „Jú, við erum með áhættufjármagn í umferð og erum að fjármagna mikið í Skuggahverfinu og Í New York,“ segir Óli án þess að sýna nokkur svipbrigði en Óttar hlær. „Við erum líka að opna útgáfufyrirtæki í London og Óttar er að búa til sportlínu þannig að þetta er allt að koma hjá okkur.“ „Svo er það ilmvatnið! Það er ilmvatn á leiðinni,“ segir Óttar. „Já og ilmvatnið. Það verður samt undir mínu nafni, de Fleur. Þetta er bara puð eins og allt annað. Ég veit ekki með Óttar. Geturðu lánað mér pening?“ „Við komumst af og getum haldið áfram að skapa. Það er fyrir öllu,“ segir Óttar. „Við erum ekki í vinnu eins og bankastarfsmaður eða eitthvað. Við erum eiginlega bara að reyna að komast af. Vegna þess að við viljum gera það sem við elskum að gera. Það er alltaf gulrótin. Ég veit ekki hvort bankastarfsmaður elski það sem hann er að gera en þar held ég að peningarnir séu kannski gulrótin. En ég veit það ekki. Kannski hefur hann bara áhuga á því sem hann er að gera.“ „Við skulum ekki vera að setja okkur...,“ grípur Óli inn í. „Nei, nei. Á neinn háan hest.“ Botnar Óttar. „Við eigum ekkert að þykjast hafa vit á einhverju sem við vitum ekkert um. Höldum okkur bara á íslenska hestinum sem er lágvaxinn, smáhestur. Fínt að vera bara á honum,“ segir Óli.
Vertu viðbúi
Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
FRÁBÆRT ÚRVAL AF RÚMUM, SÓFUM OG HVÍLDARSTÓLUM – GÆÐI Í GEGN
Gary
Einstaklega þægilegur hægindastóll. Sérstök mjóbaksbólstrun gerir þennan stól mjög þægilegan. Fáanlegur raf- eða handstýrður. Margir litir í boði, alklæddur leðri eða í tauáklæði.
Ezzy
Nettur og góður hægindastóll með háu baki og stillanlegum hnakkapúða. Raf- eða handstýrður í mörgum litum, alklæddur leðri eða tauáklæði.
Walton Tungusófi
Tungusófi með hvíldarstól í enda. Til hægri eða vinstri tunga í fjölmörgum litum, hvort sem tauáklæði eða alklæddur leðri.
Mobius
Í senn nettur og þægilegur hægindastóll. Klassísk en nútímaleg hönnun með þægindin í huga. Alklæddur leðri, fáanlegur í fjölmörgum litum.
Gary
Stílhreinn og flottur hvíldarsófi með háu baki. Raf- eða handstýrðir hvíldarstólar í endum. Til í mörgum litum alklæddur leðri eða tauáklæði.
Espace
Smekklegur og nettur sófi sem frábært er að sitja í. Nokkrar stærðir í boði. Alklæddur leðri eða tauáklæði. Mikið litaúrval.
Dönsk gæðarúm í mörgum stærðum og gerðum.
Yuni
Fallegur horn og tungusófi. Fæst hægri eða vinstra horn, alklæddur leðri í mörgum litum eða tauáklæði. Nokkrar stærðarútfærslur í boði. Hvíldarstóll í enda.
Gæðarúm frá Serta í mörgum stærðum og stífleikum.
Rinoa tungusófi
Dawn tungusófi
Alklæddur leðri en einnig til með áklæði. Margar útfærslur og úrval lita. Hægri eða vinstri tungusófi
Demetra svefnsófi
Glæsilegur og vandaður svenfsófi frá Ítalíu. Hægt að fá í mörgum útfærslum og litum m.a sem tungusófi.
Toronto
Falleg borð frá Ítalíu. Hægt að nýta sem hliðarborð eða renna fótum undir sófann og nýta borðplötuna yfir sessunni á sófanum.
Flottur og vandaður tungusófi, alklæddur þykku nautaleðri. Hægri eða vinstri tunga.
Komdu í heimsókn – og uppfylltu drauma þína um betri hvíld LÚR
Hlíðasmára 1
201 Kópavogi
Fallegur og einfaldur í notkun fyrir þá sem að eiga erfitt með að standa upp úr stólum. Til bæði í tauáklæði og alklæddur leðri í nokkrum litum.
Massa
Vinsæll sófi með stuðninginn á réttum stöðum. Hvíldarstólar í endum, raf- eða handstýrðir. Alklæddur leðri eða tauáklæði í mörgum litum.
Diva tungusófi
Nettur tungusófi með hallanlegu baki á tungu. Rafstýrðir hvíldarstólar bæði á enda og miðju. Hægri eða vinstri tunga, alklæddur leðri eða tauáklæði.
Tracy Lyftustóll
Sími 554 6969
lur@lur.is
www.lur.is
Opið laugardaga kl. 11-16 sunnudaga kl. 13-17
Heimsþekkt hönnun á hagstæðu verði Klukkur
DSR plaststóll
39.900,-
R
ITU
L ÝR
N
DSW plaststóll
Hönnun: Charles & Ray Eames, 1950
54.900,-
Verð frá 39.900,-
DAR armstóll Hönnun: Charles & Ray Eames, 1950
49.900,-
Hönnun: Charles & Ray Eames, 1950
Wooden Dolls (22 tegundir) 18.500,-
8.900,-
Hönnun: Charles & Ray Eames, 1953
Uten Silo vegghirslur
Mið 11.900,-
Hönnun: Ronan & Erwan Bouroullec, 2012
Stór 14.900,-
RAR ruggustóll 74.900,-
Sértilboð 29.900,-
23.900,-
Corniches hillur Lítil
Hang it all kúluhengi
House Bird fuglinn
Hönnun: Alexander Girard, 1963
Lítil 39.900,Stór 49.900,-
Hönnun: Dorothee Becker, 1969
Coffee table sófaborð Hönnun: Charles & Ray Eames, 1950
Húsgögn
Verð frá 298.500,-
Skeifunni 10, Reykjavík Hafnarstræti 91-93, Akureyri Hafnarstræti 2, Ísafirði
Hönnun: Isamu Noguchi, 1944
Sími 540 2330 husgogn@penninn.is www.penninn.is
48
viðtal
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Sirrý lumar á mörgum sögum enda nýtur hún þess að segja þær. Ljósmynd/Hari
Börn og foreldrar þurfa að upplifa sameiginlegan heim Sirrý hefur skrifað sína fyrstu barnabók sem fjallar um afar sniðugan tröllaskrák sem býr við rætur Snæfellsness. Söguna sjálfa hafði Sirrý samið fyrir löngu og notað til þess að koma strákunum sínum í svefn.
remst – fyrst ogofg snjöll ódýr
t r æ b frá ! VErð
% 5 3 1098 afsláttur
Verð áður 1698 kr. kg
kr. kg
Íslenskur kalkúnn, frosinn
Þ
essi barnabók kom bara til mín. Ég sagði strákunum mínum þessa sögu þegar þeir voru litlir og síðan hefur hún alltaf fylgt mér. Hún varð til þegar ég var að svæfa strákana mína, mér fannst hún virka svo vel því að við erum borgarbörn og þarna var komin leið til að vinna með heitin á íslensku dýrunum,“ segir Sigríður Arnardóttir fjölmiðlakona eða Sirrý eins og flestir þekkja hana. Hún er að gefa út sína fyrstu barnabók núna um jólin sem heitir „Tröllastrákurinn sem gat ekki sofnað.“ Bókin fjallar um íslenskan tröllastrák sem býr á Snæfellsnesinu og á við vandamál að stríða. Honum tekst að finna lausn á vandamáli sínu sem um leið gleður öll dýrin í sveitinni. „Pabbi minn á jörð í Snæfellsnesi í Staðarsveit sem myndirnar eru af og Freydís Kristjánsdóttir teiknar. Á sumrin sit ég þar oft á steini í flæðarmálinu og horfi upp í fjöllin og þá koma svona sögur til manns. Fjöllin, náttúran og dýrin hafa áhrif á sköpunina,“ segir Sirrý. „Ég er hrifin af því hvernig Freydís teiknar íslensku dýrin. Myndirnar í bókinni eru jarðbundnar og ná vel íslenskri náttúru og svo er Freydís líka með skemmtilegan húmor sem börnin taka vel eftir og kunna að meta,“ segir Sirrý.
Mjög framtakssöm sem barn
„Ég var mjög kraftmikið og skapandi barn, var ásamt vinum mínum alltaf að stofna félög, byggja kofa og bjóða fólki upp á leiksýningar og brúðuleikhús. Við bjuggum til leikhúsið sjálf sem og auglýsingarnar og svo buðum við fólki og seldum aðgöngumiða. Krakkarnir gátu fengið popp og djús,“ segir Sirrý. Hún segist hafa verið mjög stjórnsöm sem barn. „Eitt skipti var ég var lasin og hafði verið að rækta grænmeti í skólagörðunum en var staðráðin í að byggja kofa í Fossvoginum þar sem ég bjó. Ég gat ekki farið út að byggja sjálf og leysti það með því að gefa hinum krökkunum skipanir úti um gluggann. Ég gaf verkamönnunum grænmeti að launum. Ég var framtakssöm og hafði mikla framkvæmdagleði,“ segir Sirrý. „Ég og Ólafur Guðmundsson leikari vorum miklir vinir og þegar við vorum 9 ára gömul áttum við okkar uppáhaldsleik. Við lékum okkur saman í hlutverkaleik þar sem hann var leikari og ég var útvarpsmaður. Hann lék fólk á förnum vegi og ég að tók viðtöl við alls
konar fólk. Afraksturinn tókum við upp á kassettur. Svo varð hann leikari og ég fjölmiðlakona,“ segir Sirrý og hlær. Sagan um tröllastrákinn Vaka er þriðja bókin sem Sirrý skrifar en hún hefur þegar gefið út tvær aðrar bækur, „Laðaðu til þín það góða“ og „Örugg tjáning – betri samskipti“. Þær bækur vann Sirrý eftir áralanga reynslu af því að halda námskeið til þess að efla fólk. „Það er ein af mínum helstu ástríðum í lífinu að kenna fólki að takast á við sviðsskrekk og kvíða. Þjálfa fólk í því að tjá sig af öryggi og láta kvíðann vinna með sér,“ segir Sirrý. Nú kennir Sirrý námskeiðið „Framsækni – Örugg tjáning“ við Háskólann á Bifröst.
Lestur ríkur þáttur í æsku
„Þegar ég var stödd á Snæfellsnesi, en þangað fer fjölskyldan gjarnan, og horfði á fjöllin þá kallaði tröllastrákurinn sem býr þarna á mig. Það er svo gaman að sjá hvernig heilinn og hugurinn virkar því um leið og ég var búin með þessa bók þá skapaðist rými á harða disknum fyrir nýjar hugmyndir. Stundum þurfum við að klára hluti til að endurnýja jarðveginn fyrir nýjar hugmyndir,“ segir hún. „Ég fór að horfa á stelpuna í bókinni, sem býr á bóndabænum, og í næstu bók munu þau Vaki kynnast og lenda í ævintýrum. Ég ól upp stráka og það hefur áhrif á að aðalpersónan er strákur en mér finnst mjög mikilvægt að bæði stelpur og strákar séu í sögunum okkar,“ segir Sirrý. Sirrý segir að mjög mikil áhersla hafi verið á lestur á hennar heimili og að hún hafi lesið mjög mikið sem barn. „Það vakna mjög sterkar tilfinningar og minningar þegar ég sé að verið er að endurútgefa bækur sem voru mér mjög kærar sem barn. Það var mjög ríkur þáttur í mínu uppeldi,“ segir Sirrý. „Aðstæður geta verið svo margvíslegar í nútímanum en að sitja með barni og lesa fyrir það bók eða segja því sögu er mjög gott mótvægi við álag, streitu, óvissu og áhyggjur sem er í okkar lífi sem og barnanna því að þá myndast nánd. Þá er verið að upplifa sameiginlegan heim sem er hér og nú,“ segir Sirrý. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is
ÁRNASYNIR
KAUPTU 1KG ÖSKJU OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ
FERÐ FYRIR 4
*
Merktu kassakvittunina og sendu hana til Nóa Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík eða taktu mynd af kvittuninni og sendu á konfektleikur@noi.is.
*Fjórir vinna ferð fyrir 2 fullorðna og 2 börn.
DREGIÐ ALLA SUNNUDAGA Á AÐVENTUNNI 1. desember:
ORLANDO FERÐ FYRIR 4
8. desember:
ORLANDO FERÐ FYRIR 4
15. desember:
ORLANDO FERÐ FYRIR 4
22. desember:
ORLANDO FERÐ FYRIR 4
50
viðhorf
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
„Hann þekkti mig“
S
HELGARPISTILL
Jónas Haraldsson
Teikning/Hari
jonas@ frettatiminn.is
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ætlar að finna millistéttina og bæta henni tjónið af hruninu. Það er vel en hvernig hann ætlar að finna þá stétt er önnur saga í meintu stéttlausu samfélagi. Menn hafa að minnsta kosti státað af stéttleysi á tyllidögum. Kannski kemur í ljós að allir landsmenn telja sig tilheyra millistétt. Þá er málið leyst og hjálpin berst öllum. Það er að minnsta kosti enginn stéttamunur á atkvæðum sem koma þeim stjórn-málamönnum í gott innistarf sem fá nógu mörg slík. Það vissi forveri Sigmundar Davíðs, Steingrímur Steinþórsson, sem var forsætisráðherra fyrir hönd Framsóknarflokksins í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1950-53, þótt ekki væri hann formaður flokks síns. Skagfirðingur nokkur, Sigfús Steindórsson, brá undir sig betri fætinum og hélt til höfuðborgarinnar í forsætisráðherratíð Steingríms. Eins og hent getur í gjálífi borgarinnar fékk sveitamaðurinn sér aðeins of mikið staupinu sem endaði með því að þjónar réttvísinnar gripu inn í og létu hann sofa úr sér í Steininum við Skólavörðustíg. Þegar Sigfús Skagfirðingur, kallaður Fúsi eins og fleiri nafnar hans, rankaði við sér næsta dag bað hann fangaverðina vinsamlegast um afnot af síma. „Og hvert ætlar þú að hringja?“ var spurt. „Ég ætla að hringja í forsætisráðherrann og biðja hann að sækja mig,“ svaraði Fúsi. Ekki fannst fangavörðunum það trúlegt og settu upp efasemdarsvip. Stuttu síðar mætti forsætisráðherrann hins vegar í tugthúsið í fylgd bílstjóra síns og sótti Fúsa. Hún seig því hakan á fangavörðunum þegar þeir horfðu á eftir þeim félögum ganga út í frelsið. Steingrímur forsætisráðherra var þingmaður Skagfirðinga og þekkti sína sveitunga. Frá þessum Skagfirðingi og öðrum segir Björn Jóhann Björnsson, blaðamaður á Mogga, í bók sinni, Skagfirskar skemmtisögur – enn meira fjör, en hún er sú þriðja í röðinni enda Skagfirðingar skemmtilegri en svo að sögur af þeim komist fyrir í einni eða tveimur bókum. Þeir gera sér heldur ekki mannamun, hafa sennilega ekki heyrt af stéttaskiptingu þótt skagfirskir sýslumenn fyrri ára hafi átt það til að þéra þá sem á vegi þeirra urðu. Þar var jafnræðið svo
algert að settur sýslumaður Skagfirðinga svipti sjálfan sig ökuréttindum eftir að hafa ekið, eitthvað við skál, á kirkjutröppurnar á Króknum. Í fámennu samfélagi er líka að ýmsu að hyggja og skiptir þá staða yfirvaldsins litlu. Að því komust skagfirsku lögreglumennirnir Gunnar Þórðarson og Guðbrandur Frímannsson þegar þeir ákváðu, í eftirlitsferð um Hegranes, að taka hart á bílstjóra eineygðs bíls sem þeir mættu. Gunnar lögreglumaður vatt sér út úr lögreglubílnum eftir að ökuþrjóturinn hafði numið staðar. Hann kom hins vegar lúpulegur til baka án þess að handtaka hinn seka – sem reyndist vera tengdafaðir hans, Björn í Bæ! Þá var stéttamuninum ekki fyrir að fara þegar skagfirski jarðýtustjórinn Þorkell Halldórsson, Keli ýta, sigldi árið 1950 með Goðafossi frá Þýskalandi. Sveinn Björnsson, fyrsti forseti Íslands, kom um borð í Belgíu. Færa átti forsetanum fæði í sérkáetu en hann neitaði og vildi fremur snæða með öðrum. Til þess að létta stemninguna við matarborðið sagði forsetinn nunnubrandara svo Keli ýta leyfði sér að láta einn skagfirskan fjúka. Allir voru jafnir við borðið og frú nokkur sem þar sat hló svo opinmynnt, þegar ýtustjórinn sagði frá, að hún frussaði súpunni yfir forsetann. Sagan sem hafði þessi áhrif á frúna var á þá leið að eitt sinn vann Keli á bæ þar sem húsfreyja var mikil um sig, 360 pund að þyngd eftir því sem ýtustjóranum hafði verið sagt! Ekki var um efnaheimili að ræða og allt notað sem hægt var, m.a. hveitipokar. Voru þeir þvegnir og saumaðar úr þeim flíkur eins og brækur og fleira. Einhverju sinni var búið að hengja á snúruna í góðum þurrki og þar á meðal stórar brækur sem blöktu í golunni. Keli var að vinna úti á túni á bænum, fór aðeins nær snúrunni og lýsti sjóninni sem blasti við: Á sitt hvorri skálminni stóð „50 lbs“ og á klofbótinni sem var úr litlu hveitipokunum stóð „12 lbs.“ Menntahroki á heldur ekki við vilji einhver draga fólk í dilka – eða stéttir. Þannig segir Björn Jóhann í bók sinni af strák í sveit hjá fyrrnefndum Birni í Bæ. Bónda leist ekki á aðfarir guttans að sunnan við heyskapinn þegar hann var að reyna að saxa hey í sátu. Einhverra hluta vegna notaði kaupamaðurinn ungi skaftið á hrífunni. „Notaðu hausinn, strákur, notaðu hausinn,“ sagði Björn bóndi og átti þar að sjálfsögðu við hrífuhausinn en engum togum skipti og strákur henti frá sér hrífunni og stakk hausnum í heyið! Kaupamaðurinn er nú prófessor við Háskóla Íslands. Það er lítillæti og alþýðlegt viðmót sem gildir. Það vissi Jóhann Ólafsson, Ninni á Pósthúsinu, sem var á kristnifræðiprófi í Barnaskóla Sauðárkróks beðinn að svara því hvað Jesús hefði sagt við lærisveina sína er hann sá þá alla samankomna í fyrsta skiptið. Trúlega hefur hann fengið rétt fyrir svarið sem varla verður rengt en að skagfirsku mati Ninna sagði Jesús einfaldlega: Sælir sveinar! Stéttleysið snertir fleiri stjórnmálamenn en fyrrnefndan forsætisráðherra Framsóknar og Skagfirðinginn, sveitunga hans í Steininum. Á ferðalagi skagfirska kórsins Heimis var stoppað í Staðarskála. Þar var fyrir Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins og ráðherra. Sigurjón M. Jónasson, betur þekktur sem Dúddi bóndi á Skörðugili, var í hópi kórfélaga og tóku þeir Jón Baldvin tal saman. Þegar samtalinu lauk spurðu kórfélagarnir Dúdda hvort hann þekkti Jón Baldvin. Það stóð ekki á svari skagfirska bóndans: „Nei, hann þekkti mig.“
VIÐ BLÁSUM TIL AÐVENTUHÁTÍÐAR Í KÓPAVOGI
PIPAR\TBWA
•
SÍA
•
133428
Glæsilegasta hátíðin til þessa, laugardaginn 30. nóvember!
Jólasöngvar óma á Hálsatorgi þar sem Eyþór Ingi tekur lagið, Rauðhetta og úlfurinn stjórna dagskránni og jólasveinar dansa í kringum jólatréð. Jólagleðin ræður ríkjum í jólahúsum á Hálsatorgi og dreifist um miðbæinn með skemmtilegum uppákomum hér og þar.
Jólaljósin tendruð á vinabæjartrénu, Eyþór Ingi og jólaball fyrir alla fjölskylduna Hálsatorg kl. 14.00–16.00
Íslenska teiknibókin og Karlakór Kópavogs
Laufabrauðsdagurinn á Gjábakka
Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn, opið kl. 11.00–17.00
Kl. 13.00 Handverksmarkaður opnaður og laufabrauðsgerðin hefst. Kl. 13.00 Tríóið Friends4ever. Kl. 14.00 Samkór Kópavogs. Kl. 15.15 Skólahljómsveit Kópavogs.
Íslenska teiknibókin – 350 ára afmæli Árna Magnússonar. Nýstárleg sýning á Íslensku teiknibókinni sem er einstæð meðal handrita í safni Árna Magnússonar. Hún inniheldur safn fyrirmynda sem listamenn fyrri alda nýttu sér. kl. 15.00 Guðbjörg Kristjánsdóttir safnstjóri mun vera með leiðsögn um sýninguna. kl. 16.00 Karlakór Kópavogs undir stjórn Garðars Cortes og stórskemmtilegt djasstríó frá Svíþjóð.
Jólakötturinn í Safnahúsinu Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofa
Kl. 14.00 Félagasamtök úr Kópavogi opna sölubása og skapa jólastemningu.
Jólakötturinn verður á kreiki í Safnahúsinu milli kl. 14.00 og 15.00 og heilsar upp á krakka.
Kl. 15.00 Tendrað á ljósum vinabæjarjólatrés.
Í Kórnum í Safnahúsinu verður boðið upp á skemmti- og fræðsluerindi um jólaköttinn í máli og myndum fyrir 4–6 ára börn, slóð kattarins verður rakin um húsið og lesin skemmtileg jólasaga.
Rauðhetta og úlfurinn sjá um að kynna dagskrána. Skólahljómsveit Kópavogs spilar jólalög. Sendiherra Svíþjóðar, Bosse Hedberg, afhendir vinabæjartréð frá Norrköping. Forseti bæjarstjórnar, Margrét Björnsdóttir, tekur á móti jólatrénu fyrir hönd Kópavogsbæjar. Eyþór Ingi tekur lagið. Jólaball á Hálsatorgi. Jólasveinar, söngur og gleði!
„Allir fá þá eitthvað fallegt ...“ Hönnun og handverk í safnaðarheimili Kópavogskirkju, kl. 12.00–18.00 22 aðilar sýna íslenska listiðn, handverk og hönnun. Úrval af skarti, fatnaði, leirmunum og gleri verður til sýnis, andlitsmálun fyrir börnin og sönghópar sjá um að skapa jólastemningu. Einstakt tækifæri til að kynna sér skapandi kraft hönnuða í Kópavogi.
Dýrin í Náttúrufræðistofunni skrýðast jólabúningi. Nýjar og gamlar jólabækur eru til útláns í bókasafninu.
Veitingar, kaffi og súkkulaði verður afgreitt í kaffiteríu frá kl. 13.30 til 16.30. Allir eru velkomnir í ylinn í Gjábakka.
Myndlistarmenn opna vinnustofur sínar 30. nóv. og 1. des. Komið og skoðið listamenninguna í Kópavogi, heitt á könnunni og allir velkomnir í jólastemningu og smitandi gott jólaskap. Anarkía listasalur, Hamraborg 3. Opið 30. nóv. og 1. des. kl. 14–18. Glergallerí: Jónas Bragi og Catherine Dodd, Auðbrekku 7. Opið 30. nóv. kl. 13–17. Jón Adolf Steinólfsson, Dalvegi 16c. Opið 30. nóv. og 1. des. kl. 13–17. Listamenn ART11, Auðbrekku 4, 3. hæð. Opið 30. nóv. og 1. des. kl. 13–17. Gengið inn að ofanverðu. Listamenn í Norm-X húsinu Auðbrekku 6, 2. og 3. hæð. Opið 30. nóv. kl. 13–17. Sólrún Halldórsdóttir, Hraunbraut 36. Opið 30. nóv. kl. 13–17. Stúdíó Subba, Hamraborg 1–3. Opið 30. nóv og 1. des kl. 13–17.
kopavogur.is
fjölskyldan
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
menning ný barnabók abúð opnar
Bækur og spil fyrir alla fjölskylduna á einum stað „Þetta er í raun það sem viðskiptavinir okkar kölluðu eftir, því spil og bækur eiga auðvitað svo vel saman enda styður hvort tveggja ánægjulega samveru barna og fullorðinna,“ segir Svanhildur Eva Stefánsdóttir, einn eigandi Spilavina. Ný barnabókabúð hefur opnað á neðri hæð verslunarinnar Spilavinir á Suðurlandsbraut 48. „Barnabókaverslunin er með svipuðu ævintýraþema og einkennir spilabúðina sem er hönnuð af tvíeykinu Lindu Mjöll og Daníel Hirti í Krukku. Það er skemmtilegur leikmyndastíll á hönnuninni og það er mikið ævintýri fyrir börnin að koma
hingað. Hér geta þau skriðið inn í lítinn helli, kúrt inn í kofa og farið í búðarleik,“ segir Svanhildur. „Við erum með gott úrval af vinsælustu bókunum fyrir börn jafnt sem unglinga en veljum líka bækur eftir óskum viðskiptavina og auk þess leitum við Linda Rós ráða hjá börnum okkar sem eru frá aldrinum 4 ára til 14 ára,“ segir Svanhildur. „Þá erum við búin að auka úrvalið í sígildum vörum eins og skákinni og barnaspilum.“ María Elísabet Pallé Mikið ævintýri er fyrir börn að koma og eiga notalega stund. Ljósmynd/Hari
maria@frettatiminn.is
Femmenessence MacaHarmony Fyrir konur á barneignaraldri Hefur góð áhrif á: MacaHarmony
®
Fyrirtíðaspennu Skapsvei�ur Sársaukafullar blæðingar Frjósemi og grundvallarheilbrigði
Fæst í apótekum og Heilsuhúsinu
Fæðubótarefni úr macarót � 100% náttúruleg vara með lífræna vottun Inniheldur hvorki soja (ísó�avóna), mulin hörfræ né hormóna www.facebook.com/Femmenessence.is www.vistor.is
Úrval af gæða sængurfatnaði úr silkidamaski og bómullarsatíni Góð gjöf gleymist ei
Þetta er próförk af verkefni í vinnslu hjá Þú finnur okkur, samkvæmt beiðniokkur þinni. á Facebook
undir “Fatabúðin”
Skólavörðustíg 21a
Vinsamlegast athugið eftirfarandi: * Að stærðin sé rétt samkvæmt þínum óskum. * Að allar myndir séu á réttum stöðum. * Að allir litir séu réttir. * Að allur texti sé rétt staðsettur og rétt stafsettur.
101 Reykjavík
Jólaundirbúningur Tilbreytingin löngu orðin daglegt brauð
Aðventa enn á ný Umboðsaðili: Vistor hf.
a Friðfinns
52
J
ólablað Fréttatímans; framundan er aðventan og jólahátíðin, mesta hátíð flestra fjölskyldna á Íslandi. Á hverju ári endurtaka fjölskyldur hefðir og venjur sem munu fylgja börnum yfir til næstu kynslóðar rétt eins og við endurtökum hefðir fyrri tíma. Oft erum við rög að endurskapa hefðirnar og fylgjum þeim hugsunarlaust þannig að lífsmynstur fyrri tíma er enn að stjórna okkur þótt svo að allar forsendur séu breyttar. Ef litið er til jólahefðanna í ævisögum, ljóðum og barnabókum fyrri tíma, er greinilega eitt meginstef. Það er tilbreytingin sem tengist órjúfanlega öllu saman. Eftirvænting og tilhlökkun, kertaljós og birta, litlar gjafir svo sem ný flík, viðmót fólks breyttist og helgiblær hvíldi yfir því allt varð öðruvísi en á hvunndögunum. Þannig varð það tilbreytingin sem gaf hátíðinni gildi. Síðan skall velmegunin á eins og hver önnur stórhríð á vetri – nema hvað það virðist heimur barna aldrei ætla að stytta upp. Nú er aðventan og jólahátíð barna ekki tilbreyting heldur aukning þar sem ekkert er nýtt – aðeins dálítið meira af öllu sem fylgir velmegunarlífi þjóðarinnar. Meira af mat og meira sælgæti og fleiri gjafir og meiri ofneysla og meiri streita og meira skrúbberí og oftar farið í búðir og veifað kreditkorti og oftar kvartað undan þreytu og oftar lýst yfir áhyggjum af því að fjölskyldan eigi ekki fyrir herlegheitunum. Börn skynja þó tilbreytingu þegar fyrsti jólasveinninn tifar af stað með fyrstu skófyllina en stundum er sveinki óskynsamur og gefur of stórar skógjafir sem kann ekki góðri lukku að stýra. Verst er þó að kenningin um að jólasveinninn gefi bara prúðu börnunum reynist því miður oft marklaust hjal því hann mokar í þau gjöfum Margrét hvernig sem þau svo haga sér í stað þess að mæta með kartöfluna. Annað var hlutverk jólasveinanna hér áður þegar þeir með fulltingi Grýlu heitinnar, komu skikki á Pála hegðan og framferði barna. Ólafsdóttir Markaðshyggjan og ofneyslan nærast sem aldrei á þreyttum bökum okkar sem ritstjórn@ tökum þátt í þessum dansi kringum gullkálfinn á aðventu – af tómum misskilningi því ekki veldur illur hugur okkar jólastreitunni. Það er dapurlegt að tilbreytingin frettatiminn.is sem áður fylgdi jólaundirbúningi og jólahátíð skuli hafa horfið smátt og smátt af því að þessi tilbreyting er löngu orðið daglegt brauð. Við sem trúðum að þetta væri hinn raunverulegi jólaundirbúningur því umstangið er arfur foreldra okkar sem sátu ekki við gnægtaborðið alla daga ársins eins og börnin okkar gera. Hvað er nýtt við að geta borðað lyst sína af góðum mat eða hakka í sig sælgæti? Hvar er nýjabrumið við gjafir fyrir börn sem fá endalaust allt sem þau þurfa – og þakka sjaldnast fyrir sig? Hvað er merkilegt við nýja flík fyrir börn sem halda að jólakötturinn sé bröndóttur heimilisköttur? Hvað er gleðin yfir kertaljósum og birtu á heimilum þar sem aldrei hefur þurft að spara ljósmetið? Með fáum orðum má einfaldlega spyrja hvað væri börnum í dag tilbreyting? Skýrlega ekki að halda áfram við að ofkeyra okkur við að margfalda upp daglega brauðið. Hver veit nema börnum okkar væri fremur tilbreyting í friði og ró, hlýju, hjartagleði og aukningu á jákvæðum samvistum við fjölskylduna? Væri ekki kærkomin tilbreyting að slökkva á sjónvarpinu eitt kvöld og allir í fjölskyldunni baka smákökur til jólanna? Hvernig væri líka að setja kakó í brúsa, klæða sig vel og sækja jólatréð saman eða bara vera saman með heitan drykk á góðum leikvelli? Hver fjölskylda þarf að átta sig á hvernig börn og fullorðnir geta saman skapað tilbreytingu í hið hvunndagslega strit í stað þess að margfalda það – hvernig börn og fullorðnir geta saman skapað raunverulegt innihald í myrkasta tíma ársins í stað þess að bíða eftir jólum í spennu og streitu.
S. 551 4050
1 + 002
+ 53x35.7mm
Síðumúla 20
w w w.
blomabud.is
Síðumúla 20
w w w.
blomabud.is
S. 553 1099
Fagleg þjónusta í 45 ár
Hver veit nema börnum okkar væri fremur tilbreyting í friði og ró, hlýju, hjartagleði og aukningu á jákvæðum samvistum við fjölskylduna?
markhönnun ehf
Gildir 30. nóv. - 1. des. 2013
SKUGGASUND
ÓLÆSINGINN SEM KUNNI AÐ REIKNA
3.954 KR
2.789 KR
ARNALDUR INDRIÐASON
OG FJÖLLIN ENDURÓMUÐU KHALED HOSSEINI
JONAS JONASSON
3.953 KR
ÞÚ FÆRÐ JÓLABÓKINA Í NETTÓ
BLÓÐ HRAUSTRA MANNA ÓTTAR NORFJÖRÐ
4.193
KR
KAMBAN
LÍF OG STARF
4.823
SIGRÚN OG FRIÐGEIR
GRIMMD
3.788 KR
4.283 KR
SIGRÚN PÁLSDÓTTIR
KR
FAGUR FISKUR
STEFÁN MÁNI
MÁNASTEINN
STÚLKA MEÐ MAGA
ÞÓRUNN ERLU-& VALDIMARSDÓTTIR
SVEINN KJARTANSSON ÁSLAUG SNORRADÓTTIR
KAFTEINN OFURRBRÓK
3.443 KR
4.547 KR
4.133 KR
2.546 KR
SJÓN
r u k æ b
DAV PILKEY
www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi Höfn · Grindavík · Reykjanesbær Borgarnes · Egilsstaðir Selfoss · Akureyri
54
bílar
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
ViðhafnaRbíll fR ægasti bíll sögunnaR
Lincoln Kennedys forvitnilegasti safngripurinn Það eru ekki aðrir bílar frægari í veraldarsögunni en Lincoln viðhafnarbíllinn sem John F. Kennedy Bandaríkjaforseti sat í 22. nóvember 1963 er hann mætti örlögum
Forsetabíll Kennedys, lengdur og breyttur Lincoln Continental árgerð 1961, er til sýnis á safni Henry Ford. Ári eftir forsetamorðið var settur á bílinn fastur toppur og hann gerður skotheldur.
sínum. Nánast hvert mannsbarn í veröldinni hefur séð myndskeiðið þar sem opnum bílnum er ekið um götur Dallasborgar og mannfjöldinn hyllir forsetahjónin. Þegar þess var minnst fyrir réttri viku að hálf öld var liðin frá morðinu veltu ýmsir því fyrir sér hvað orðið hefði um bílinn að lokinni morðrannsókninni, hvort hann rykfélli einhvers staðar eða hefði hreinlega verið eytt. Svo er alls ekki. Bíllinn, sem er lengdur Lincoln Continental árgerð 1961, var endurbættur árið 1964, gerður skotheldur og settur á hann fastur toppur auk nokkurra annarra breytinga að utan og innan. Hann þjónaði síðan fjórum Bandaríkjafor-
setum til viðbótar, Johnson, Nixon, Ford og Carter uns honum var lagt 1977. Lit bílsins var enn fremur breytt. Í tíð Kennedys var hann miðnætur-blár sem þótti koma vel út í svarthvítu sjónvarpi en eftir endurgerðina var bíllinn málaður svartur. Lincolninn var nýrrar og nýtískulegrar gerðar á þeim tíma og þótti henta hinum unga forseta einkar vel. Að notkun lokinni var bílnum fræga komið fyrir á Henry Ford safninu í Dearborn í Michican og er þar forvitnilegasti sýningargripurinn, jafnvel enn frekar en leikhússtóllinn sem Abraham Lincoln var skotinn í – en hann er einnig að finna á Ford-safninu. -jh
Hinn opni Lincoln er án efa frægasti bíll sögunnar. Hér er Kennedy forseti með Haile Selassie Eþíópíukeisara árið 1963, skömmu fyrir morðið.
ReynsluakstuR VolVo V40
Landsins mesta úrval
af sófum og sófasettum Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum • Gerð - fleiri en 900 mismunandi útfærslur • Stærð - engin takmörk • Áklæði - yfir 3000 tegundir
Havana
ENDALAUSIR MÖGULEIKAR Í STÆRÐUM OG ÚTFÆRSLUM
Lyon
Öruggur og fallegur Volvo Volvo V40 hefur verið kjörinn öruggasti bíll í heimi og fékk hæstu einkunn úr árekstrarprófi því auk þess sem gætt er að öryggi farþega bílsins í hvívetna býr hann yfir vörn fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur með utanáliggjandi loftpúða.
Þ Torino
Lyon
VIÐ ERUM FLUTT Á BÍLDSHÖFÐA 18
Vertu velkomin! Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is
egar ég heyri orðið Volvo hugsa ég ósjálfrátt: „öryggi“ (og reyndar líka „Svíþjóð“) en þótt ég leggi sjálf ofuráherslu á öryggismál fjölskyldunnar hef ég aldrei átt Volvo. Ég hef reyndar aldrei ekið Volvo, fyrr en þegar ég fékk Volvo V40 til reynsluaksturs, og var því frekar spennt fyrir þessum bíl. Volvo V40 er sportlegur fjölskyldubíll af minni gerðinni og hentar því fyrir litlar fjölskyldur eða sem annar bíll á heimili. Volvo hefur ávallt verið í fararbroddi í öryggismálum meðal bílaframleiðenda og fann meðal annars upp þriggja punkta beltin árið 1959 en heimilaði öðrum bílaframleiðendum að nota einkaleyfi sitt á þriggja punkta beltunum endurgjaldslaust í því skyni að stuðla að bættu öryggi í umferðinni. Hver man ekki eftir óþolandi hljóðinu í Volvóunum á áttunda áratugnum þegar bílstjóri og farþegi í framsæti voru minntir á að spenna beltin? Nú er slíkt staðalbúnaður í bílum sem okkur þykir sjálfsagður. Í byrjun tíunda áratugarins varð loftpúðinn staðalbúnaður í Volvo 850. Það var svo árið 1994 sem Volvo tók tæknina lengra með því að innleiða loftpúða í sætisbakinu sem ver bringuna komi til hliðarárekstrar. Nú, rúmlega hálfri öld eftir að Volvo fann upp þriggja punkta beltið, er Volvo enn fremstur meðal jafningja í öryggismálum og er fyrsti bílaframleiðandinn til þess að hafa í
Öruggasti bíll í heimi Þægileg sæti Sparneytinn Mikill aukabúnaður Fallegur Frítt í stæði Mengar lítið
Erfitt að spenna börn í bílstólum í bílinn Eiginleikar
Verð 4.590.000 kr Eldsneytisnotkun 3,6l/100 km í blönduðum akstri CO2 í útblæstri 94 g/km 115 hestöfl Lengd 4369 mm Breidd 1802 mm Farangursrými 335 lítrar
bílum sínum loftpúða sem vernda gangandi vegfarendur og fyrir vikið var Volvo V40 valinn öruggasti bíll í heimi. Ef ekið er á gangandi vegfaranda blæs upp loftpúði fyrir framrúðunni en vélarhlíf bílsins lyftist jafnframt upp ef keyrt er á gangandi vegfaranda og myndar þannig dempara ef hann lendir á henni. Fjöldi annarra öryggisþátta er í bílnum, svo sem veglínuskynjari, bílastæðaaðstoð, beygjustýring xenonljósa og radarkerfi sem gerir viðvart sé umferð að koma þegar bakkað er úr stæði (Cross Traffic Alert). Ég var afskaplega ánægð með bílinn. Hann er fallegur í laginu og straumlínulaga (hefur breyst verulega í takt við breytta bílatísku frá því í den, þegar Volvo var kassalaga með hvössum hornum) og innréttingarnar sérstaklega vandaðar. Bílsætin hafa verið eitt af aðalsmerkjum Volvo sem hafa þótt með eindæmum þægileg, og þessi eru það svo sannarlega. Hann var góður í akstri, kraftmikill og skemmtilegur. Hann var hins vegar heldur lítill fyrir tvo bílstóla, enda markhópurinn sennilega ekki foreldrar með ung börn, til þess er hann eilítið of dýr. Ég mæli hins vegar hiklaust með honum við barnlaust fólk eða fólk með stálpuð börn (sem geta spennt sig sjálf í bílinn). Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatíminn.is
Glæsilegar og gagnlegar bækur frá Sölku
Lífstílsbækur jólagjöfin í ár
Brauð, kökur og eftirréttir, sykur- ger- og glúteinlaust ótrúlegt en satt!
Unaðslegar sælkerauppskriftir sem lífga upp á tilveruna
Sólskin Suður-Frakklands við matarborðið
Sköpunargleðin í fyrirrúmi
in er ur k ó b u Tísk fylgihlut nu ndi ómissa hverja ko fyrir g Aðgengileg o kuráð leg tís bráðskemmti
Spennandi gönguleiðir fyrir alla fjölskylduna um náttúruperlur Snæfellsness
Vellíðan, hamingja og kraftur í jólapakkann Hlúum að líkama og sál – öðlumst góða heilsu og vellíðan yst sem innst!
salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík
56
ferðalög
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Flug Seinkun getur haFt aFleiðingar
Fébætur ef flugi seinkar um þrjá tíma Þú átt rétt á skaðabótum ef þú kemur alltof seint á leiðarenda eða ef fluginu þínu er aflýst samkvæmt reglum Evrópusambandsins sem gilda einnig hér á landi.
201
3
Jólahlaðborð Nóatúns Veislur frá 1990 kr.pr.mann
Seinki flugi verulega geta farþegar átt rétt á bótum.
Nánari upplýsingar á www.noatun.is Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt
20-30
AF öllum sóFum tilboðinu lýkur á sunnudAg
wilbo frá habitat 3ja sæta sófi 156.000 kr. 2ja sæta sófi 139.000 kr. stóll 99.000 kr. tekk company og habitat kauptún 3 sími 564 4400 vefverslun á www.tekk.is
Til í fjórum litum
Þ
að kemur reglulega fyrir að ferðum frá Keflavík seinki um nokkra klukkutíma. Þeir farþegar sem eiga pantað tengiflug út í heimi eiga þá í hættu að missa af næstu vél og þurfa að kaupa sér nýjan miða á eigin reikning nema flugið hafi verið bókað hjá sama aðila. Það getur því verið dýrt að lenda í þessari stöðu.
Allt að 98 þúsund á hvern farþega
Flugfarþegar njóta þó vissrar verndar því reglur Evrópusambandsins kveða á um að ef farþegi kemst ekki á áfangastað fyrr en þremur tímum eftir áætlaða komu þá á hann rétt á bótum. Upphæðin ræðst af lengd flugferðarinnar. Sá sem ætlar að fljúga innanlands eða til Grænlands, Færeyja eða Skotlands frá Íslandi á rétt á um 41.000 krónum (250 evrur) ef ferðinni seinkar svo mikið. Rúmlega þriggja tíma töf á flugi yfir á meginland Evrópu gefur rétt á bótum upp á 65.500 krónur (400 evrur) Þegar ferðinni er heitið vestur um haf og seinkar þetta mikið þá eru bæturnar 98.000 krónur (600 evrur). Flugfélag gæti því þurft
að greiða hátt í tuttugu milljónir króna í skaðabætur ef fullskipuð farþegaþota tefst svo lengi eða ef för hennar er aflýst. Flugfélög geta lækkað bæturnar um helming með því að bjóða farþegunum upp á annað samskonar flug. Þessar reglur eiga við um flugferðir sem hefjast innan Evrópska efnahagssvæðisins eða eru á vegum flugfélaga með heimahöfn á svæðinu samkvæmt upplýsingum á vef ESB.
Veitingar og gisting
Þegar brottför tefst um meira en tvo til þrjá tíma eiga starfsmenn flugfélaganna að bjóða farþegum máltíðir og hressingu, hótelgistingu þegar þarf, flutning milli flugvallar og hótels og samskiptaaðstöðu samkvæmt því sem segir á vef Samgöngustofu. Lengd tafar og flugferðar ræður þó hvað af þessu er í boði.
Fimm tímar jafngilda niðurfellingu
Sem betur fer kemur það sjaldan fyrir að flugi seinki um meira en fimm tíma. En þegar það gerist eiga farþegar rétt á að fá miðann sinn endurgreiddan. Um leið og
það gerist þá ber flugfélagið ekki lengur ábyrgð á farþeganum. Farþegareglur ESB eiga ekki við þegar aðstæður eru metnar óviðráðanlegar. Dæmi um þess háttar stöðu er slæmt veður, verkfall, stríðsátök eða þegar ákvarðanir flugumferðastjórna hafa áhrif á ferðaáætlunina. Á vef Samgöngustofu segir að Evrópudómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að telja það óviðráðanlegar aðstæður ef vél tefst vegna bilana sem þekktar voru fyrirfram og eða koma upp við daglegan rekstur flugrekandans. Þeir farþegar sem telja sig eiga rétt á bótum eiga að fylla út eyðublað sem finna má á vef ESB (europa.eu) og senda það til viðkomandi flugfélags.
Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is
Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is þar sem mánaðarlega eru birtar upplýsingar um stundvísi í flugi til og frá Keflavík.
Fáðu meira út úr Fríinu Viltu afslátt af hótelgistingu, ókeypis morgunmat eða Frítt Freyðivín upp á herbergi? bókaðu sértilboð á gistingu, ódýr hótel og bílaleigubíla út um allan heim á túristi.is
TÚRISTI
Tyrkland
afslát tu dagse r á mann á tningu öllum fyrir 1 m ef þú b ókar 0. des 10, 11 e m b er. og 14 d aga fe rðir í b oði.
Frá kr. 149.900 – allt innifalið
Frá kr. 114.900 – allt innifalið
La Blanche Resort & Spa
Bitez Garden Life Hotel & Suites
Netverð á mann m.v. 3 fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi með allt innifalið. 29. maí í 2 vikur með afslætti.
Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi með allt innifalið. 29. maí í 2 vikur með afslætti.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 206.700. 29. maí í 2 vikur með afslætti.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 139.900 29. maí í 2 vikur með afslætti.
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri, sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
ENNEMM / SIA • NM60371
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Beint morgunflug á betri tíma
20.000 kr.
HUGSANLEGA BESTI SVEFN SEM ÞÚ GETUR FENGIÐ VIÐ KYNNUM MEÐ STOLTI EINU RÚMIN SEM ERU HÖNNUÐ AF SVEFNLÆKNI
DR. MICHAEL BREUS PhD
- OFT KALLAÐUR DR. SVEFN Dr. Michael J. Breus er sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í svefni. Hann er með diplóma frá The American Board of Sleep Medicine og Fellow of The American Academy of Sleep Medicine. Hann sérhæfir sig í svefnröskunum. Hann er einn af einungis 163 einstaklingum í heiminum með þessa menntun. Dr. Breus er höfundur bókanna The Sleep Doctor‘s Diet Plan: Lose Weight Through Better Sleep og GOOD NIGHT: The Sleep Doctor‘s 4 week Program to Better Sleep and Better Health hefur fengið stórglæsislega dóma og heldur áfram að breyta lífi lesenda til hins betra. Sú bók er á lista yfir 100 mest seldu bækur á Amazon. Dr. Breus er hönnuður og framleiðandi The Dr. Breus Bed, en það eru fyrstu og einu rúmin sem hönnuð eru af svefnlækni. Hann hannar og framleiðir rúm í samstarfi við King Koil.
Þinn svefn - Þín heilsa - Þitt líf Fáðu meiri upplýsingar um Dr. Breus og rúmin hans á www.rekkjan.is
20 ÁRA ÁBYRGÐ
Rúmin frá Dr. Breus eru hönnuð eftir fjórum grundvallarreglum: 1. Stöðugt og rétt hitastig
Dýnurnar innihalda einstakt efni sem kallað er Tempsense. Efnið er einungis að finna í rúmum frá The Dr. Breus Bed línunni. Efnið viðheldur jöfnum hita í efsta lagi dýnunnar alla nóttina. 2. Þrýstijöfnun
Með því að finna enga álagspunkta er auðveldara fyrir fólk að ná djúpsvefni, blóðflæði um líkamann er eðlilegt og fólk hættir að rjúfa svefn og vakna á nóttunni. 3. Fullkomin slökun
Mikilvægt er að dýnan sé svæðaskipt þannig að hún gefur eftir á réttum stöðum. Þannig liggur fólk beint í rúminu og vöðvar fá fullkomna slökun. 4. Engin hreyfing í dýnunni
Margir glíma við það vandamál að maki er að bylta sér í rúminu með þeim afleiðingum að fólk rýfur svefn og vaknar. The Dr. Breus Bed eru hönnuð þannig að þótt að einhver sé að bylta sér í rúminu, eða setjast á það þá finnst lítil sem engin hreyfing á öðrum svæðum dýnunar.
VITALITY ARGH!!! 291012
Þetta segir Dr. Breus um rúmið Vitality
,,Þetta er fyrsta rúmið sem ég hannaði þannig að það má segja að þetta sé rúmið sem kom The Dr. Breus Bed af stað. Þetta rúm hannaði ég til þess að ég gæti náð fram fullkominni þyngdardreifingu, meiri stöðugleika í hitastigi dýnunnar, góðum stuðning og miklum þægindum. Þessu rúmi mæli ég með fyrir fólk sem er vant því að sofa á einföldu rúmi með engum sérgerðum svampi í toppinn. Fyrir fólk sem er engu að síður að leita sér að framúrskarandi rúmi en hefur engar sérstakar sér óskir að öðru leyti. Hentar öllum svefnstöðum, hvort sem fólk sefur á maganum, hliðinni eða bakinu.”
Rekkjan ehf ≤≥ Ármúla 44 ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16
H E I L S U R Ú M
VILTU GÓÐAN SVEFN?
RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM ÓTRÚLEG VERÐ! KING KOIL KING SIZE TILBOÐ! PALMER KING King Size (193x203 cm)
Fullt verð 319.413 kr.
159.707 kr.
5AFSL0ÁT% TUR!
AÐEINS
SILVIA
HÆGINDASTÓLL Fullt verð 43.700 kr.
5RÚM!
Verð nú 34.960 kr. FÆST Í SVÖRTU, HVÍTU OG BRÚNU
SABÍNA KING
King Size (193x203 cm
)
Fullt verð 278.600 kr .
5AFS0LÁT%TUR! AÐEINS
ARGH!!! 291113
7 RÚM!
DAKOTA KINcmG )
139.300 kr. AÐEINS
4 RÚM!
5AFSL0ÁT% TUR!
2AFSL0ÁT% TUR!
King Size (193x203
. Fullt verð 234.200 kr
117.100 kr. Rekkjan ehf ≤≥ Ármúla 44 ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16
H E I L S U R Ú M
60
heilsa
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013 Heilsa Tengsl sTreiTu og HjarTa- og æðasjúkdóma
Revolution Macalibrium Macarót fyrir karlmenn
Revolution Macalibrium
®
Orku og úthald Beinþéttni Kynferðislega virkni Frjósemi og grundvallarheilbrigði
Fæst í apótekum og Heilsuhúsinu
Fæðubótarefni úr macarót � 100% náttúruleg vara með lífræna vottun Inniheldur hvorki soja (ísó�avóna), mulin hörfræ né hormóna www.facebook.Revolution-Macalibrium www.vistor.is
Hollari piparkökur Loksins er hægt að gera piparkökur sem eru örlítið hollari en samt mjög góðar. Það er notað síróp í uppskriftinni en það er mikilvægt fyrir bragðið og svo að piparkökurnar haldi sínum fallega lit.
sukrin.is
Innihaldsefni 150 g smjör 100 ml létt síróp 200 ml (180 g) Sukrin 100 ml rjómi 500 ml (300 g) hveiti 100 ml (60g) FiberFin (gefur meira af trefjum og lægri sykurstuðul, má skipta út fyrir hveiti) 1/2 tsk negull (duft) 1/2 tsk engifer 1/2 tsk pipar 2 tsk kanill 1 tsk lyftiduft 100 ml hveiti til að nota þegar deigið er flatt út
Umboðsaðili: Vistor hf.
Hefur góð áhrif á:
Streita setur varnarkerfi líkamans úr jafnvægi Margar rannsóknir benda til þess að tilfinningaleg streita geti aukið líkurnar á hjarta-og æðasjúkdómum. Langvinn streita hækkar oft blóðþrýsting og hefur neikvæð áhrif á blóðfitu. Streita ýtir undir æðasamdrátt, hvetur til bólgusvörunar í æðakerfinu, eykur blóðsegamyndun og hættuna á hjartaáföllum og skyndidauða.
e
inkenni sem rekja má til streitu eru ein algengasta ástæða þess að fólk leitar læknis. Til þess að skilja eðli og umfang streitu þurfum við að gera greinarmun á „streituvaldinum“ sem fær líkama okkar til að bregðast við, og streituviðbrögðunum sem eru svar líkamans við hinu ytra áreiti. Streituvaldurinn er oftast utanaðkomandi þáttur sem getur komið okkur úr jafnvægi. Þetta getur verið bein aðsteðjandi hætta eins og bíll sem nálgast á mikilli ferð þegar við erum að fara yfir götu. Streituvaldurinn getur líka verið allt annars eðlis, t.d. miklar annir í vinnu, hjónabandsörðugleikar eða ástvinamissir. Svörun líkamans eða streituviðbrögðin eru hins vegar nokkuð svipuð, hver sem streituvaldurinn er. Þegar streituvaldur setur okkur úr jafnvægi ræsast ýmis varnarkerfi líkamans. Virkni „sympatiska“ hluta ósjálfráða taugakerfisins eykst og nýrnahetturnar framleiða meira af adrenalíni og sterahormónum (t.d. kortisól) sem leita út í blóðið. Við getum ímyndað okkar aðstæður þar sem við mætum grimmu villidýri á göngu okkar. Við þessar aðstæður eru streituviðbrögð fullkomlega eðlileg og geta bjargað lífi okkar. Villidýrið er streituvaldurinn, svar líkamans eru streituviðbrögðin. Kortisól og adrenalín streyma út í blóðið. Hjartsláttarhraði eykst og blóðþrýstingur hækkar. Sykurmagn í blóði hækkar því við þurfum á einfaldri orku eða eldsneyti að halda. Öndun verður hraðari því vefir líkamans kalla á meira súrefni. Vöðvaspenna eykst. Öll skilningarvit eru fullvirkjuð. Við erum tilbúin til að flýja eða berjast til að bjarga lífi okkar. Af þessu er augljóst að streituviðbrögðin eru mikilvægur hluti varnarkerfis líkamans og gera okkur kleift að bregðast við aðsteðjandi hættu. Við verðum einbeitt, orkumikil og á varðbergi. Sömu líkamlegu viðbrögð geta einnig verið hjálpleg við aðrar kringumstæður. Þau koma að gagni við krefjandi aðstæður í vinnu þar sem leysa þarf erfið verkefni. Þau hjálpa ræðumanninum í pontunni, leikaranum á sviðinu, lækninum í skurðaðgerðinni, og íþróttamanninum á hlaupabrautinni. Hins vegar kemur oft að tímapunkti þar sem streituviðbrögðin verða svo mikil eða langdregin að þau fara að hafa skaðleg áhrif á heilsu okkar. Við þessar kringumstæður getur streitan dregið úr virkni okkar og valdið vanlíðan. Lífsgæði versna og hættan eykst á ýmsum sjúkdómum svo sem hjarta-og æðasjúkdómum.
Hvernig upplifum við streitu?
Hvað á fólk við þegar það telur sig þjást af streitu? Stundum kvörtum við yfir sjálfum streituvaldinum. Við tölum um persónuleg áföll, fjármálaerfiðleika, erfiðleika í hjónabandi eða slæmt vinnuumhverfi. Mikilvægt er að átta sig á því að streituvaldar sem eru í eðli sínu jákvæðir geta einnig valdið streituviðbrögðum. Kannski ertu að skipuleggja fermingarveislu eða stórafmæli. Kannski ertu að fara í sjónvarpsviðtal vegna áfanga sem þú hefur náð. Kannski ertu að taka þátt í íþróttakeppni, skákmóti, bridds eða golfmóti. Þetta
Mikilvægt er að átta sig á því að streituvaldar sem eru í eðli sínu jákvæðir geta einnig valdið streituviðbrögðum. Kannski ertu að skipuleggja fermingarveislu eða stórafmæli – eða bara undirbúa komu jólanna.
eru væntanlega hlutir sem þú hefur ánægju af en sú staðreynd að um mót eða formlega keppni er að ræða leiðir oft til streituviðbragða. Þannig geturðu upplifað streitueinkenni eins og einbeitingarörðugleika, svitamyndun, hraðan hjartslátt og svefnörðugleika. Stundum tengjum við hins vegar kvartanir okkar alls ekki við streitu. Í staðinn kvörtum við um líkamleg einkenni eins og hjartsláttartruflanir, kviðverki, ógleði, niðurgang eða öndunarörðugleika. Sumir kvarta um kvíðatilfinningu og svefntruflanir. Það er gagnlegt að gera greinarmun á bráðum og langvinnum streituvöldum. Dæmi um bráða streituvalda eru náttúruhamfarir eins og jarðskjálftar og snjóflóð, skyndilegur ástvinamissir, brottrekstur úr vinnu eða skyndileg fjárhagsleg áföll. Dæmi um langvinna streituvalda eru mikið vinnuálag, óhamingja í hjónabandi og langvinnir fjárhagserfiðleikar. Viðbrögð okkar við mismunandi streituvöldum eru sannarlega mismunandi og einstaklingsbundin. Þannig erum við misvel í stakk búin til að takast á við streituvaldinn. Þetta veltur á einstaklingnum sjálfum, persónugerð hans, lífsstíl og umhverfisþáttum. Einstaklingur sem hefur sterk fjölskyldu- eða vinatengsl getur átt auðveldara með að takast á við streituvalda en einstaklingur sem er félagslega einangraður. Axel F. Sigurðsson ritstjorn@frettatiminn.is
Axel F. Sigurðsson hjartalæknir heldur úti síðunni mataraedi.is þar sem hann miðlar fróðleik um mataræði, heilbrigðan lífsstíl, sjúkdóma og forvarnir.
Femmenessence vinnur gegn hitakó�, svita og pirringi
ROSEBERRY Öflugt gegn blöðrubólgu Virkar innan 24 tíma 2-3 töflur fyrir svefn
Leiðbeiningar
Þegar piparkökurnar eru nýbakaðar eru þær aðeins mýkri en venjulegar piparkökur. Ef þær eru geymdar í kökuboxi í nokkra daga þá verða þær jafn stökkar og góðar og þær venjulegu.
Fyrir konur eftir fertugt og þær sem hafa einkenni breytingarskeiðs
Fyrir konur eftir tíðahvörf og konur eftir �mmtugt
Fæðubótarefni úr macarót � 100% náttúruleg vara með lífræna vottun Inniheldur hvorki soja (ísó�avóna), mulin hörfræ né hormóna www.facebook.com/Femmenessence.is www.facebook.Revolution-Macalibrium
Umboðsaðili: Vistor hf.
Blandið sírópi, Sukrin og smjöri saman í potti. Hitið þar til Sukrinið er bráðnað. Takið pottinn af hellunni og kælið blönduna örlítið. Hrærið rjómanum út í. Blandið hveiti, FiberFin, kryddi og lyftidufti við og hrærið vel. Breiðið yfir deigið og látið standa við stofuhita þar til þú ert tilbúinn að gera piparkökurnar.Hnoðið deigið og fletjið út þannig að það sé um 3 mm á þykkt. Mótið kökurnar.Bakið á ofnplötu með bökunarpappír í 8-10 mínútur við 175°C. Kælið kökurnar á grind.
Fæst í apótekum, heilsubúðum og í heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is
Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2
Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsulyfjum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.
Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð.
Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga
Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is
62
heimili
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Rómantík og litagleði innanhúss á næsta ári Tískustraumar í innanhússhönnun taka mið af tísku í fatahönnun. Á sýningarpöllum Prada og Pucci mátti greina augljós austurlensk áhrif sem talið er víst að muni skila sér í innanhússhönnun á næsta ári. Þetta er í takt við þá breytingu sem hefur orðið undanfarin ár þar sem naumhyggjan hefur vikið fyrir rómantíkinni og litir og mynstur hafa sést í æ meira mæli.
1
2
6
3
4 5 7
8
1 Í vorlínu Prada fyrir árið 2014 má sjá greinileg austurlensk áhrif sem munu skila sér í strauma og stefnur í innanhússhönnun á næsta ári. 2 Veggfóður eru að ryðja sér til rúms að nýju eftir margra ára útlegð í kjölfar yfirgangs naumhyggjunnar. Veggfóðrin fyrir árið 2014 eru litrík og mynstruð en hlýleg og skapa rómantískt umhverfi. 3 Málningarframleiðendur senda iðulega frá sér spá um heitustu litina – hér er spá frá Dulux, hlýir og heitir litir verða í tísku á næsta ári, samkvæmt þessu. 4 Skapa má fallega, austurlenska, stemningu með þessu ljósi sem varpar frá sér sérstaklega fallegum skuggum í skammdeginu. 5 Vorlína Pucci fyrir næsta ár var mjög litrík og mynstur áberandi. 6 Hér tekst vel upp með að blanda saman ólíkum stílum, hér er mínímalískum stíl ljáð hlýja með íburðarmiklum spegli og austurlenskum skáp. 7 Hér er vel heppnuð en djörf litablanda, túrkis og karrígult. Mynstrin áberandi og spila skemmtilega saman. 8 Litríkar mósaíkflísar koma sterkt inn á næsta ári, hvort sem er í baðherbergi eða eldhúsi.
OKKAR LOFORÐ:
Lífrænt og náttúrulegt
Engin óæskileg aukefni
Persónuleg þjónusta
HEILSUSPRENGJA 20% afsláttur af öllum vörum í Lifandi
markaði í dag föstudaginn 29. nóvember.
20%
afs öllu láttur a mv öru f m
Borgartún
E heilsuknki gleyma ni um jólin!
1 Fákafen 1 Hæðasmári
www.lifandimarkadur.is
Gefðu fallega hönnun úr Módern
Miho hreindýr, margar stærðir / Verð áður frá 5.500 kr.
20% afsláttur
af öllum vörum frá Miho á föstudag og laugardag. Gildir einnig í vefverslun.
It´s a Gem h. 22sm, / Verð áður 5.500 kr.
Milady h. 36 sm, m/trefil /Verð áður 11.900 kr.
Green Apple h. 39,4 sm, / Verð áður 9.900 kr.
Purple Branch h. 36sm, / Verð áður 9.900 kr.
PIPAR \ TBWA
•
SÍA
Liquorice h. 39,4 sm, / Verð áður 9.900 kr.
Miss Rosy h. 22sm, / Verð áður 5.500 kr.
Nick The Quick l. 59,7sm, / Verð áður 11.900 kr.
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18
Bonsai h. 22sm, / Verð áður 5.500 kr.
• LAUGARDAGA KL. 11–16 • HLÍÐASMÁRA 1 • 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is
Abracadabra l. 27sm, / Verð áður 5.500 kr.
Palomino h. 50 sm, / Verð áður 19.900 kr.
64
tíska
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Allir tónar af bleiku Garnier Nordic Essentials hentar vel fyrir venjulega eða blandaða húð. Húðin verður frískari.
Bleikur litur í öllum mögulegum tónum er sjáanlegur í vetrartískunni, hvort sem í fínum kjólum, drögtum eða yfirhöfnum. Tískuhúsin Chanel og Louis Vuitton nota til að mynda bleika liti í vetrarlínum sínum, sem og fleiri hönnuðir, og sjá má tóna allt frá húðlitum, yfir í laxableikan, út í ferskjubleikt og yfir á hábleikt.
JITROIS
2í pk5.
799
kr. stk.
Garnier hreinsimjólk og tóner, 200 ml hreinsiklútar, 25 stk. í pk.
Garnier Nordic Essentials hentar vel viðkvæmum augum
799
kr. stk.
Garnier augnhreinsir, 150 ml
JEREMY LAING
Garnier Youthful Radience
Garnier dag- og næturkrem, 50 ml
Eru ekki allir örugglega að fá sér D vítamín núna?
TANYA TAYLOR
699
kr. stk.
3
Garnier BB Miracle
• Nauðsynlegur raki andoxunarefni • C vítamín og steinefni • Jafnar húðlitinn, lýtalaus og einstaklega falleg áferð • SPF 15
mánaða skammtur
1499
kr. stk.
Garnier BB litað dagkrem, 50 ml
handhægi D-vítamín úðinn, hámarksnýting
www.gengurvel.is
Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum.
LENKA KOHOUTOVA
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
• Nauðsynlegur raki og næring • Inniheldur Omega 3 og 6 • Vinnur á fínum línum og eykur frumuuppbyggingu húðarinnar
tíska 65
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
LOUIS VUITTON
CHANEL
Kjóll "gold dots" stærðir 7-16 ára
stærðir 4-16 ára
5.990,-
CRAIG JACOBS
5.990,-
Kjóll "teal knit"
stærðir 2-6 ára
5.990,-
freebird
Jól / 2013
Kjóll "red glow"
Kjóll & golla fylgir með
stærðir 2-6 ára
5.990,-
Rauður "knit" kjóll
Kjóll
4.990-5.990,-
5.990,-
stærðir 0-6 ára
Stærðir 1-16 ára
-
Leona / 26.990
Fransa / 79.990
Kiana / 19.990
Vera / 19.990
Nana / 17.990
Figa / 18.990
Zoe / 79.990
Biana / 18.990
Þetta er aðeins brot af fallegu og rómantísku jólunum 2013. Íslensk hönnun. Freebird, Laugavegi 46 s:571-8383 WWW.FREEBIRDCLOTHES.COM
Kjóll "glimmer"
Kjóll "blue diamonds"
5.990,-
5.990,-
stærðir 4-16 ára
Golla stærðir 4-16 ára
stærðir 1-6 ára
2.990,-
Kjólar & Konfekt Opnunartími: mánudaga-föstudaga 11:00-18:00 laugardaga 11:00-17:00 sunnudaga:12:00-16:00
66
tíska
LOUIS VUITTON
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Pils
MASHAMA
JITROIS
Pils í öllum útgáfum má sjá í vetrarlínum tískuhúsanna, allt frá aðsniðnum pilsum sem ná niður fyrir hné, eins og Louis Vuitton sýndi á pöllunum og yfir í fiftís-tísku, efnismikil pils með háu mitti. Það má segja að í raun séu öll pils í tísku, sama hvernig þau eru í sniðinu.
VERONIKA
KYNNING
JÓLAFÖTIN KOMIN Í HÚS Teg Vivienne Fæst í stærðum 32-40 D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 10.990,OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14
Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is www.gabor.is - facebook.com/gaborserverslun
Gabor sérverslun Fákafeni 9 S: 553-7060
Opið mán-fös 11-18 & lau 11-16
Miðborgin SUiT reykjavík
Fyrsta SUIT „flagship“ búðin í heiminum Ása Ninna Pétursdóttir og Guðmundur Hallgrímsson vinna nú hörðum höndum að því að leggja lokahönd á frágang SUIT verslunar sem opnar í miðbænum á laugardag. HAFstúdíó hefur séð um hönnun verslunarinnar allt niður í fínustu smáatriði í samvinnu við Ásu Ninnu og Guðmund. Frá byrjun hafa þau hannað allt í þrívíddar forriti og hafa myndir af hönnuninni strax hlotið mikla athygli. Verslunin SUIT verður opnuð að Skólavörðustíg 6 næsta laugardag. Búið er að taka húsið allt í gegn að innan sem utan og setja á það hornglugga sem vísar niður á Laugarveg svo útsýnið er stórgott. „Verslunin verður rúmgóð á tveimur hæðum og við erum mjög ánægð með að hafa fengið þetta skemmtilega húsnæði á þessum spennandi stað. Búðin opnar klukkan 15 á laugardag og verður þá opnunargleði hjá okkur þar sem við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á léttar veigar. Alla helgina verður svo 20% afsláttur í tilefni af opnuninni. Þetta er fyrsta eiginlega SUIT búðin í heiminum og er þetta mjög spennandi verkefni. Karítas Sveinsdóttir og Hafstein Júlíusson hjá HAFstúdíói hanna útlit verslunarinnar og höfum við nú þegar fengið sterk og góð viðbrögð við þrívíddar teikningum sem við höfum sett inn á netið og er stílinn mjög afgerandi og nýstárlegur. Ég er mjög stolt af því að eiga þátt í að skapa ímynd fyrstu SUIT „flagship“ búðarinnar og að hún skuli vera hér á litla Íslandi. SUIT er danskt merki sem nýtur sívaxandi vinsælda í Evrópu. Að sögn Ásu Ninnu eru vörurnar frá SUIT á mjög góðu verði. Sem dæmi kosta peysur og skyrtur frá 10.900 krónum, buxur eru frá 13.900 og úlpur frá 28.900 krónum. SUIT er þekkt fyrir einstaklega vandaðar og flottar yfirhafnir en lögð er mikil áhersla á tæknileg smáatriði og gæði. Sem dæmi má nefna að flestar úlpurnar og rennilásarnir eru vatnsheld. Í versluninni verða einnig skór frá Sue the Bear og tvö til þrjú merki til viðbótar sem eru undir sama fyrirtæki og SUIT. Frá stofnun hefur SUIT lagt aðal áherslu á herraföt en réð nýlega til sín kvenhönnuð svo von er á stórri kvenlínu frá fyrirtækinu í janúar. „Við fáum mjög fína dömulínu fyrir jólin en svo bætist við hana þegar stóra línan kemur í janúar. Vörurnar frá SUIT henta breiðum hópi fólks og höfða til flestra. Bankagaurinn getur keypt klassískar skyrtur og jakkaföt og skólastrákurinn gallabuxur og munstraðar, marglitar prjónapeysur.“ Ása Ninna er einnig eigandi GK og hefur SUIT verið eitt stærsta merkið í þeirri verslun. Þau höfðu lengi gælt við þá hugmynd að opna SUIT verslun sem er nú orðin að veruleika.
Hafsteinn Júlíusson og Karítas Sveinsdóttir hjá HAF-stúdíói hafa séð um hönnun verslunarinnar í samvinnu við eigendurna, þau Ásu Ninnu og Guðmund. Stílinn verður mjög afgerandi og nýstárlegur. Bankagaurinn getur keypt klassískar skyrtur og jakkaföt og skólastrákurinn gallabuxur og munstraðar, marglitar prjónapeysur.
68
matur & vín
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
vín vikunnar
Koníak með jólakortunum Það eru alþekkt sannindi að koníak hentar frábærlega til að dreypa á eftir góða máltíð. Ekki er þó síður notalegt að fá smá hita í kroppinn af góðu koníaki þegar sest er niður við jólaundirbúning á síðkvöldi í desember. Alvöru koníak hjálpar sannarlega til við jólakortaskrifin. Best er að taka þetta alla leið og skella sér í jólapeysuna sem mamma þín gaf þér í jólagjöf í fyrra, því á þessum árstíma er aldrei að vita nema hún kíki í heimsókn. En það er kannski smekksatriði. Þetta Hardy Napoleon koníak myndi sóma sér vel í hvaða vínskáp sem er. Það býr yfir nauðsynlegri mýkt en bragðið er þó bæði flókið og skemmtilegt.
Hardy Napoleon Gerð: Koníak. Uppruni: Frakkland. Styrkleiki: 40%
Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson
Verð í Vínbúðunum:
ritstjorn@frettatiminn.is
10.399 kr. (700 ml)
Fréttatíminn mælir með Undir 2.000 kr.
2.000-4.000 kr.
Yfir 4.000 kr.
Villa Lucia Chianti Emilio Moro Finca Chateau Tour Riserva Resalso Pibran
HVER SEGIR AÐ HINIR GÓÐU FARI ALLIR TIL HIMNA?
Gerð: Rauðvín.
Gerð: Rauðvín.
Gerð: Rauðvín.
Þrúgur: Sangio-
Þrúga: Tempranillo.
Þrúgur: Bordeaux-
vese, Cabernet Sauvignon.
Uppruni: Spánn,
blanda.
2012.
Uppruni: Frakk-
Uppruni: Ítalía,
Styrkleiki: 13,5%.
land, 2008.
2009.
Verð í Vínbúð-
Styrkleiki: 13%.
Styrkleiki: 12,5%.
unum: 2.599 kr.
Verð í Vínbúð-
Verð í Vínbúð-
(750 ml)
unum: 4.998 kr.
unum: 1.799 kr.
Umsögn: Enn eitt
Umsögn: Það getur
(750 ml)
vínið frá Riberahéraðinu á Spáni. Þetta vín er á góðu verði og spennandi er að bera það saman við önnur vín frá sama héraði. Flókið vín með eikarbragði.
verið vandratað um vínfrumskóg Frakklands. Þetta Bordeaux-vín er dökkt í karakter og ágætis kaup miðað við stærri Bordeaux-bræður sína. Fínasta vín með ostaréttum og olíukenndum mat.
Umsögn: Þetta
ítalska Chianti hóf lífið í eikartunnum sem skilar sér í ágætlega þroskuðu víni, miðað við verð. Létt, með berjabragði.
Réttur vikunnar Áreynslulítil uxahalasúpa fyrir sex
BÓKIN HLAUT DÖNSKU
ORLA-VERÐLAUNIN
Nú þegar svartasta skammdegið er runnið upp er tilvalið að prófa sig áfram með hægeldaðan mat og gómsætar súpur. Jón Þór Finnbogason, verkfræðingur og matreiðslumaður, reiðir hér fram uppskrift að forvitnilegri uxa-
FYRIR BESTU BARNABÓKINA.
Æsispennandi!
Djöfullinn er dauðvona og vantar eftirmann. Hefur hann eitthvað að gera við ellefu ára gæðablóð? Fyrsta bókin af fjórum um Djöflastríðið mikla eftir einn vinsælasta barna- og unglingabókahöfund Dana. Unglingar sem aldrei lásu staf spæna þessa í sig.
Mouton Cadet
Hráefni: Einn vænn uxahali, skorinn í þykkar sneiðar, um 1 kg. 7 hvítlauksrif 3 lárviðarlauf ½ rauðvínsflaska Vatn 300g gulrætur 2 laukar 1 rauð paprika 1 msk tómatpúrre ½ steinseljubúnt 4 msk hveiti 1 msk hunang ½ tsk Cayanne Safi úr hálfri sítrónu Salt & pipar
Gerð: Rauðvín. Þrúga: Bordeaux-
blanda. Uppruni:
Frakkland, 2010. Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: www.bjortutgafa.is
halasúpu. Uxahala hefur meðal annars mátt finna í Kolaportinu um helgar.
.199 kr. (750 ml)
Aðferð: Kvöldið áður. Leggið uxahalasneiðarnar í eldfast mót, hellið rauðvíninu yfir, bætið við
hvítlauk, lárviðarlaufum og hyljið með vatni. Leggið inn í 150°C heitan ofn í að minnsta kosti 4 klst eða 100°C yfir nótt. Leggist til hvílu.
rólega upp úr olíu. Bætið við kjötinu og steikið. Stráið yfir hveitinu, einni matskeið í einu, og hrærið á milli án þess þó að brenna hráefnin.
Fjarlægið kjötið frá beininum og skerið í hæfilega bita, sigtið frá soðið og leggið til hliðar. Setjið saxaðan lauk, gulrótarsneiðar, paprikustrimla og tómatpúrre í pott og steikið
Bætið nú við soðinu, c.a. 1,5 lítra, og vatni ef þarf. Látið malla í 30 mínútur. Bætið við hunangi, sítrónu, grófsaxaðri steinselju og kryddið eftir smekk.
Girnilegar matreiðslubækur . UN 2 ENT
PR OMIN Í
K ANIR! VERSL
Nýir heilsuréttir fjölskyldunnar –Frábærar uppskriftir að hollum og ljúffengum réttum og gagnlegur fróðleikur um heilsusamlegt mataræði og lífsstíl. Bókin er sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Heilsuréttir fjölskyldunnar.
Partíréttir Partíréttir - Uppskriftir fyrir hin ýmsu tækifæri – afmælið, garðveisluna, ferminguna, saumaklúbbinn og útskriftina – í partíið þitt lítið sem stórt.
Heilsubakstur Heilsubakstur eftir Auði heilsukokk. Bók fyrir þá sem huga að heilsunni og vilja baka heilsusamleg og gómsæt brauð og kökur.
Lág kolvetna ljúfmeti Lág kolvetna ljúfmeti – 100 léttir réttir – Gómsætir lág kolvetna réttir sem öllum í fjölskyldunni líkar.
Makrónur Makrónur - Hér eru leiðbeiningarnar og uppskriftirnar sem þú þarft til að búa til dásamlegar makrónur. Bókin er í fallegri öskju ásamt sprautupoka og stútum til að nota við makrónugerðina.
bokafelagid.is
70
matur & vín
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Panettone – yndisleg og ilmandi ítölsk jólakaka Ítalir eiga sínar jólahefðir, rétt eins og aðrar þjóðir, og hefur ein þeirra breiðst út um heiminn. Það er ítalska jólakakan Panettone sem víða þykir algjörlega ómissandi á jólaborðið. Hún minnir á hið franska brioche enda bökuð úr geri. Pipar og salt á Klapparstíg selur mót sem hægt er að nota til að baka þessa stóru, flottu köku. Þau þurfa að vera 18 cm há. Að öðrum kosti er hægt að nota hefðbundið, hátt kökumót, en setja bökunarpappír í það (sjá mynd), til þess að hækka það.
Hráefni 500g brauðhveiti 7g salt (sleppa ef notað er saltað smjör) 50g sykur 2 pk þurrger 140ml heit mjólk 5 egg við stofuhita (plús eitt í viðbót til að pensla með) 250g mjúkt smjör (smá að auki til að smyrja formið) 120g þurrkuð kirsuber 120g rúsínur 120g kúrenur 100g heilar möndlur (afhýddar) Aðferð Setjið hveiti, salt (ef notað), sykur, ger, mjólk og egg í hrærivélarskál og hnoðið varlega í tvær mínútur. Aukið hraðann smám saman og hrærið í 6-8 mínútur til viðbótar þangað til komið er mjúkt deig. Bætið smjörinu út í og hnoðið í 5-8 mínútur til viðbótar. Deigið verður mjög mjúkt. Bætið við ávöxtum og hnetum og hnoðið öllu saman. Setjið
í skál og setjið filmu ofan á. Geymið í ísskáp yfir nótt. Smyrjið kökumótið með bræddu smjöri. Takið deigið úr ísskáp, hnoðið ögn í höndunum, mótið í stóra kúlu og setjið í mótið. Látið standa við stofuhita í 2-3 klukkustundir, þangað til deigið er farið að rísa upp fyrir barmana á mótinu. Penslið með eggi. Setjið inn í 180 gráðu heitan ofn og bakið í 25 mínútur. Lækkið í 120 gráður og bakið í 25 mínútur til viðbótar, stingið próni í deigið og kannið hvort það er fullbakað. Fylgist vel með bakstrinum, svo kakan verði ekki of brún. Hafið í huga að sykurinn og smjörið í deiginu getur brúnast of mikið áður en kakan er í raun fullbökuð. Þegar kakan er bökuð, takið hana úr mótinu og leyfið henni að kólna. Stráið loks flórsykri yfir til skrauts áður en kakan er borin fram.
Fást í verslunum Hagkaups og Bónus
matur & vín 71
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Ítölsk hnetukaka Önnur þekkt ítölsk jólakaka er Panforte Di Siena. Hér er uppskrift að henni. Hráefni: 150 g möndlur 75 g heslihnetur 75 g pistasíur 100 g sykraður appelsínubörkur 75 g hveiti 30 g kakó 1/2 tsk negull 1/2 tsk kanill 1/2 tsk múskat 1/2 tsk hvítur pipar
150 g sykur 150 g fljótandi hunang 35 g smjör flórsykur Aðferð Hrærið saman hnetum og appelsínuberki. Sigtið hveiti, kakó og krydd og blandið
saman við hnetur. Hitið sykur, hunang og smjör varlega þangað til sykurinn hefur leyst upp og sjóðið í 3-4 mínútur. Blandið sírópinu fljótt saman við þurrefnablönduna og setjið í kringlótt form sem klætt hefur verið með
bökunarpappír. Þrýstið deiginu út í formið með fingrunum. Bakið í 150 gráðu heitum ofni í 40 mínútur og látið kólna í forminu. Fjarlægið bökunarpappír og stráið flórsykri yfir. Berið fram í litlum bitum.
Ostabakki - antipasti
Grillaðar paprikur, sól- eða ofnþurrkaðir tómatar, grillað eggaldin, hráskinka og þurrkaðar pylsur. Gullostur, gráðaostur með ferskri peru, blár Kastali. Steyptur villisveppaostur skorinn út í litla hringi. Maribóostur. Kryddað apríkósumauk. Baguette-brauð. Uppskriftina að kryddaða apríkósumaukinu má finna á vefnum www.ostur.is
Gullostur
Hvítmygluostur. Hvítmyglan er einnig inni í ostinum. Áhugaverður ostur með mildu bragði sem gott er að njóta í lok góðrar máltíðar. Þessi ostur er einn af flaggskipunum í ostafjölskylduni frá MS.
OSTAVEISLA FRÁ MS Heilbakaður Gullostur með timjan og hvítlauk Vefjið smjörpappír utan um ostinn, pikkið átta göt ofan í ostinn og stingið ögn af timjan ásamt þunnum sneiðum af hvítlauk ofan í götin. Dreypið örlítilli ólífuolíu yfir. Pakkið ostinum aftur inn í bréfið sem var utan um hann og bakið hann í 30 mínútur við 160°C. Berið ostinn fram með grilluðu hvítlauksbrauði. Osta er hægt að bera fram með ýmsum hætti, það má t.d. borða Gullostinn með góðu ávaxtamauki, eða með hnetum og hella síðan góðu hunangi yfir eða setja í hann fyllingu úr þurrkuðum ávöxtum s.s. apríkósum og fíkjum og skreyta hann að ofan með þurrkuðum trönuberjum og hlynsírópi. Búa til litlar og fallegar ostasamlokur eða ostasnittur.
Kynntu þér fleiri góðar hugmyndir og uppskriftir á heimasíðunni: www.ostur.is
72
matur & vín
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Veislur Metnaður hjá KoKKunuM
Framleiðir eigin hráskinku
F
Rúnar Gíslason matreiðslumaður hefur síðustu sex ár prófað sig áfram við framleiðslu á spænskri hráskinku. Nú telur hann sig hafa fullkomnað framleiðsluna og býður upp á serrano-skinku í fínni veislum. Hann segir að veislugestir trúi því sjaldnast að um heimagerða hráskinku sé að ræða enda séu Íslendingar ekki vanir slíkri framleiðslu.
ólk trúir því aldrei í fyrstu að þetta sé heimalagað,“ segir Rúnar Gíslason, matreiðslumeistari hjá veisluþjónustunni Kokkunum. Rúnar hefur undanfarið boðið upp á spænska hráskinku í stærri veislum. Hann framleiðir skinkuna sjálfur og hefur fengið mikið lof fyrir. „Ég held að þetta þekkist bara ekki hér á landi, ekki svona skinka. Það er kallað hráskinka það sem er selt í búðunum en hún er bara í nokkra mánuði í þurrkklefum. Mín skinka hefur verið þrjú ár í vinnslu,“ segir hann. Sex ár eru síðan Rúnar byrjaði að prófa sig áfram við gerð hráskinkunnar. „Þetta byrjaði sem gæluverkefni en nú erum við farnir að nota skinkuna í fínni veislur. Þá mætum við með okkar eigin læri og skerum þau niður fyrir framan fólk. Það hefur mælst mjög vel fyrir.“ Rúnar segir að spænska serrano skinkan henti Íslendingum betur en ítalska parmaskinkan. „Munurinn á þeim er aðallega sá að spænsku skinkurnar eru örlítið saltari og örlítið þurrari. Sú ítalska virðist vera of hrá fyrir Íslendinginn en serrano-skinkan er alltaf svo slétt og felld.“ Á þessum sex árum kveðst Rúnar hafa gert um sextíu læri. „Það eru þvílíkir peningar sem hafa farið í þetta ferli, vel yfir milljón sjálfsagt. En af þessum sextíu lærum erum við örugglega búin að borða fimm heima hjá mér. Þriggja ára dóttir mín er mjög hrifin af þessu. Hún er komin með það dýran smekk að maður þarf að velja sér góða tengdasyni.“ -hdm
Það er kallað hrá skinka það sem er selt í búðunum en hún er bara í nokkra mán uði í þurrk klefum. Mín skinka hefur verið þrjú ár í vinnslu.
Rúnar Gíslason hefur rekið veisluþjónustuna Kokkana í rúm ellefu ár. Hann hóf nýverið að bjóða upp á heimalagaða hráskinku í fínni veislum. Ljósmynd/Hari
Ensk jólakaka
MÁLÞING
Fjölskyldulíf og fötlun
föstudaginn 29. nóvember kl. 13.00 – 16.30 á Grand Hóteli Dagskrá: 13.00 – 13.10 13.10 – 13.30 13.30 – 13.50 13.50 – 14.00 14.00 – 14.10 14.10 – 14.30 14.30 – 15.00 15.00 – 15.20 15.20 – 15.40 15.40 – 15.50 15:50 – 16:05 16:05 – 16:30
Setning: Ellen J. Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) Rétturinn til fjölskyldulífs: Brynhildur Flóvenz, dósent í lögfræði Foreldrafærni og fötlun: Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent í fötlunarfræði Lífið með syninum: María Hreiðarsdóttir, reynslusaga móður Við vorum alltaf svo fín: Lilja Árnadóttir, reynslusaga dóttur Fjölskyldur fatlaðra barna: Snæfríður Þóra Egilson, prófessor í fötlunarfræði Kaffihlé Aðgengi að og upplifun hreyfihamlaðs fólks af foreldrahlutverkinu: Aðalbjörg Gunnarsóttir, MA í fötlunarfræði Reynsla fatlaðra feðra: Karlmennska, fötlun og föðurhlutverkið: Hlín Jóhannesdóttir, MA í fötlunarfræði Táknmál er okkar hjartans mál: Arnar Ægisson, reynslusaga föður Að vera á einhverfurófi og eignast fjölskyldu: Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, reynslusaga eiginkonu og móður Fyrirspurnir og umræður
Málþingsstjóri: Halldór Sævar Guðbergsson varaformaður ÖBÍ og Þorbera Fjölnisdóttir ráðgjafi hjá ÖBÍ. Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald Síðasti skráningardagur er 27. nóvember Skráning, upplýsingar um túlkun og fleira á vef Öryrkjabandalags Íslands www.obi.is
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 2 6 6
Mannréttindi hversdagsins
Bretar eiga sterkar jólahefðir og er ein af þeim hin margfræga enska jólakaka. Hana þarf að baka mánuði fyrir jól og vökva svo reglulega með brandí, sérrí, viskí eða rommi svo hún verði ómótstæðileg á jólunum. hráefni 1 kg blandaðir, þurrkaðir ávextir (notið blöndu af rúsínum, kúrenum, kirsuberjum, trönuberjum, sveskjum eða fíkjum) Börkur og safi úr einni appelsínu Börkur og safi úr einni sítrónu 150 ml viskí eða annað áfengi (og nokkuð til viðbótar í vökvunina) 250 g smjör, mýkt 200 g púðursykur 175 g hveiti 100 g muldar möndlur ½ tsk lyftiduft 2 tsk brúnkökukryddblanda 1 tsk kanill ¼ tsk negull 100 g möndluflögur 4 stór egg 1 tsk vanilluextrakt aðferð Setjið þurrkaða ávexti, börk og safa, áfengi, smjör og sykur í stóran pott yfir miðlungshita. Hitið að suðu, lækkið hitann og sjóðið í 5 mínútur. Hellið yfir í stóra skál og leyfið að kólna í 30 mínútur. Hitið ofninn í 150 gráður. Setjið tvöfalt lag af bökunarpappír innan í 20cm hringlaga kökumót og síðan tvöfalt lag af dagblaðapappír utan um og bindið með snæri. Blandið
restinni af hráefnunum saman við ávaxtablönduna og hrærið vel, tryggið að hveitið blandist allt vel saman við ávaxtablönduna. Hellið í kökuformið, jafnið að ofan og bakið í miðjum ofni í 2 klst. Takið kökuna úr ofninum, stingið göt í hana með pinna og hellið 2 msk af áfenginu yfir. Látið kökuna kólna í forminu. Takið bökunarpappírinn utan af kökunni og vefjið filmu utan um hana. Vökvið
kökuna hálfsmánaðarlega með 1-2 msk af áfengi. Ekki vökva hana í viku áður en hennar er neytt, svo yfirborðið þorni vel áður en flórsykri er stráð yfir hana og hún borin fram. Þeir sem vilja gera kökuna extra sparilega geta klætt hana í marsípan eða sykurmassa (hægt að fá útrúllað hjá bakara) og skreytt að vild, Bretar skreyta jólakökuna sína gjarnan með fallegum borða.
74
skák og bridge
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Sk ák NorSkur heimSmeiStari
Carlsen fór létt með Anand
J
æja, nú eigum við norskan heimsmeistara í skák! Hver hefði trúað því fyrir 10 árum eða svo? Magnus Carlsen hreinlega bakaði Vishy Anand í einvígi þeirra í Chennai, heimaborg Anands, og var búinn að tryggja sér sigur eftir tíu skákir, en til stóð að tefla tólf. Carlsen vann þrjár skákir, en sjö lauk með jafntefli. Einvígið fór heldur dauflega af stað, með tveimur litlausum jafnteflum, en síðan æstust leikar. Hart var barist í þriðju og fjórðu skákinni, en báðum lauk þeim með jafntefli. Svo tók Carlsen öll völd, og sýndi af hverju hann er næstum hundrað skákstigum hærri en Anand. Carlsen vann fimmtu og sjöttu skákina, og þá voru úrslit í reynd ráðin. Ótrúlegur svíðingssigur hans í 9. skákinni þýddi að Anand varð að vinna þrjár skákir til að jafna metin og tryggja framlengingu. Slíkt er jafnvel snillingi eins og Anand ofviða, hann lagði allt í sölurnar í 10. skákinni, en Carlsen var aldrei í teljandi vandræðum og tryggði jafntefli af einurð og festu; og er þar með orðinn 16. heimsmeistarinn í skák. Anand mun ásamt sjö öðrum kempum tefla á áskorendamóti næsta vor, en sig-
urvegarinn þar öðlast keppnisrétt við Carlsen. Það eru hinsvegar hverfandi líkur á að nokkur skáki Carlsen næstu árin. Hann verður 23 ára á morgun, og gæti hæglega setið á veldisstóli í 10 eða 20 ár.
Skemmtikvöld fyrir ungmenni
Skákskólinn og Skákakademían standa fyrir skemmtikvöldi ungmenna fædd 1990-1999 á laugardagskvöldið kemur. Kvöldið fer fram á sal Skákskólans. Á kvöldinu verða tveir merkilegir fyrirlestrar ásamt hraðskákmóti í Heilinn og höndin þar sem tveir stórmeistarar munu tefla! Sjónvarpsstjarnan og skemmtikrafturinn Björn Þorfinnsson hefur einna mestu reynslu Íslendinga af taflmennsku á opnum erlendum mótum síðustu tvo áratugina. Björn hefur teflt ansi víða og hefur verið lunkinn við að finna skemmtileg erlend mót þar sem hægt er að hækka á stigum og njóta taflmennskunnar í botn. Að mörgu þarf að huga þegar farið er á erlend mót; gisting, flug, aðstæður á mótsstað, möguleikar á að hækka á stigum, veðurfar og fleira. Frá öllu þessu og ferðum sínum mun Björn segja frá á léttan og ljúfan hátt.
Árangur Hjörvars Steins Grétarssonar þarf vart að kynna, en hann varð á dögunum stórmeistari, en hvað nákvæmlega liggur að baki? Hversu marga klukkutíma stúderaði hann sjálfur þegar hann var fimmtán ára, hafði hann kvóta á þeim hraðskákum sem hann tefldi, hvað fór hann oft utan að tefla á hverju ári, hefur hann haldið sig við sömu byrjanir síðan hann var lítill, leggur hann áherslu á hreyfingu og hollt líferni? Hjörvar mun í snaggaralegum fyrirlestri fara yfir staðreyndir frá sínum ferli, allt til þess að efnileg ungmenni viti hvað þarf til að bæta sig í skák og á hvað skal leggja áherslu. Að loknum fyrirlestrum verða veitingar og svo hraðskákmót í Heilinn og höndin. Húsið opnar 19.30 og fyrirlestrar hefjast 20. Aðgangseyrir 1000 kr. Skráning á FB-síðu kvöldsins eða á stefan@ skakakademia.is.
Skákgleði á Grænlandi
Liðsmenn Hróksins eru nú á Grænlandi og í gær hófst mikil skákhátíð í Upernavik, sem er á 73. breiddargráðu, og hefur verið kallaður „gleymdi bærinn á Grænlandi“. Þar búa 1200 manns og um 800 til viðbótar í 10 litlum þorpum í nágrenn-
Glaðasti skákdrengur í heimi. Þessi ungi piltur heitir Nuka og er yngsti liðsmaður Skákfélagsins í Nuuk, sem er vinafélag Hróksins. Nuka mætir á alla æfingar, jafnan með sitt ósigrandi bros á vör. Hann var heiðraður af Hróksmönnum í Nuuk á þriðjudaginn, og fór heim með íslenska fánann og fleiri gjafir – og auðvitað bjartur og brosandi.
inu. Frumkvæðið að hátíðinni á Ingibjörg Gísladóttir, sem starfar í flugturninum í Upernavik, og Jósep bróðir hennar er meðal leiðangursmanna. Jósep er margt til lista lagt, og er m.a. sprenglærður píanókennari. Hann mun halda aðventutónleika í kirkjunni í Upernavik á sunnudaginn, auk þess sem efnt verður til fleiri tónlistarviðburða. Og auðvitað verður efnt til fjölda skákviðburða, fyrir börn og fullorðna. Svo skemmtilega
vill til að í Upernavik býr Steffen Lynge, sem náði bestum árangri grænlenskra skákmanna á fyrsta móti Hróksins í Qaqortoq árið 2003. Stofnað verður skákfélag í Upernavik, og það er í traustum höndum hins vaska Steffens, sem jafnframt er tónlistarmaður og lögreglumaður. Hann hefur einmitt náð undraverðum árangri með unglinga, með skák og tónlist að vopni, og beint mörgum á rétta braut í lífinu.
Bridge ÍSlaNdSmót eldri Spilar a
Öruggur sigur Aðalsteins og Sverris
a
ðalsteinn Jörgensen og Sverrir Ármannsson unnu öruggan sigur á Íslandsmóti eldri spilara sem fram fór laugardaginn 23. nóvember. Sigur þeirra félaga byggðist mestmegnis á vandaðri spilamennsku, sérstaklega í úrspili þar sem lögð var áhersla á þýðingu allra spilanna, líka þeirra lægri. Þetta spil er gott dæmi um það, suður gjafari og allir á hættu.
♠ ♥ ♦ ♣ ♠ ♥ ♦ ♣
G84 K83 108 108642
Á1065 10752 ÁK7 D7 N
V
A S
♠ ♥ ♦ ♣
♠ ♥ ♦ ♣
D7 G94 DG32 G953
K932 ÁD6 9654 ÁK
Sagnir gengu hjá S-N, sterkt lauf (16+ punktar) og eitt grand (jafnskipt hönd 8-13 punktar) – 2 lauf og 3 hjörtu = samkvæmt Super Precision sagnkerfinu sem sýnir 11-
13 punkta og 4 hjörtu og 4 spaða. Sverrir lauk sögnum með 4 spöðum með lágmark fyrir laufopnun. Níu sagnhafar spiluðu 4 spaða og 2 sagnhafar voru metnaðarfyllri og keyrðu alla leið í 6 spaða. Níu sagnhafar fengu 9 slagi en aðeins 4 stóðu spilið (í 4 spöðum). Á borði Aðalsteins og Sverris var útspilið tígultía. Sverrir drap á ás, spilaði spaða á kóng og meiri spaða. Sverrir var að fá á tilfinninguna að hjartasvíning gengi ekki og setti spaðatíu úr blindum. Austur spilaði eðlilega tíguldrottningu, inni á spaðadrottningu, sem gerði tígulníuna heima að stórveldi. Sverrir tók næst ÁK í laufi, spilaði spaða á ás og litlu hjarta. Austur var ekki vakandi og setti fjarkann. Sexan heima leysti öll vandamál og tryggði tíunda slaginn. Ef austur setur níuna, setur Sverrir drottninguna. Andstaðan gerir best í því að spila hjarta áfram og spilið vinnst ef Sverrir finnur að setja sjöuna í blindum. Fyrir 4 spaða slétt staðið fengust 17 stig af 20 mögulegum. Lokastaða 5 efstu para varð þannig: 1 . Aðalsteinn Jörgensen – Sverrir G. Ármannsson 63,0% 2 . Hallgrímur Hallgrímsson – Sigmundur Stefánsson 60,8% 3. Sigurður Skagfjörð – Sverrir Þórisson 56,2% 4. Björn Friðriksson – Jóhann Ævarsson 56,0% 5. Kristján Snorrason – Hjálmar S Pálsson 54,8%
Sagnkeppni og Butlertvímenningur Skráning er hafin í Íslandsmótið í Butlertvímenning sem fer fram laugardaginn 7. desember. Spilamennska hefst klukkan 11 og verður spilað í Síðumúla 37. Núverandi Íslandsmeistarar eru þeir Kristján Blöndal og Páll Valdimarsson. Íslandsmótið í sagnkeppni fer fram föstudaginn 6. desember. Mótið hefst klukkan 19.30 og lýkur um klukkan 22.30. Melduð verða 30 spil og skráning á staðnum.
Helgi og Haukur í forystu í BR
Helgi Sigurðsson og Haukur Ingason skoruðu mest á öðru spilakvöldi í Sushi Shamba tvímenningi Bridgefélags Reykjavíkur. Þeir hafa skorað flesta impa að loknum 2 kvöldum af 3 og staða 5 efstu para er þannig: 1. Helgi Sigurðsson – Haukur Ingason 2. Sigurbjörn Haraldsson – Jón Baldursson 3. Björn Eysteinsson – Guðmundur Sv. Hermannsson 4. Hlynur Garðarsson – Hermann Friðriksson 5. Oddur Hjaltason – Hrólfur Hjaltason
79 72 66 45 42,1
Í síðasta spiladálki var greining á spilinu vitlaus. Samningurinn var 4 spaðar og getur unnist með því að fara aldrei í trompin.
Aðalsteinn Jörgensen og Sverrir Ármannsson voru að vonum ánægðir með sigurinn á Íslandsmóti eldri spilara í tvímenningi. Guðný Guðjónsdóttir, varaforseti BSÍ, afhenti verðlaunin og er með þeim á myndinni.
Því var haldið fram að spilið ynnist með því að taka 2 hæstu í trompi og hreinsa upp lauf og hjarta áður en tígli var spilað.
Bókin Lærum að tefla er komin út! Aðgengileg bók fyrir börn og byrjendur í skák. Farið er yfir grunnatriði eins og mannganginn og einfaldar skákfléttur.
„Ég get mælt með þessari vönduðu skákbók fyrir alla byrjendur.“
Gunnar Björnsson, forseti skáksambands Íslands
Loksins ...skákbók fyrir byrjendur
„... skemmtileg og aðgengileg handbók fyrir skákkennslu ... ég fagna útgáfu hennar. “ Stefán Bergsson, framkvæmdastjóri Skákakademíunnar
SÍMI 588 6609 · WWW.TOFRALAND.IS
FINNDU RÉTTU GREIÐSLUNA FYRIR ÞIG! NÝ BÓK EFTIR METSÖLUHÖFUNDINN ÍRISI SVEINSDÓTTUR
„HRIKALEGA SKEMMTILEG OG GAGNLEG BÓK!“
„STÓRSKEMMTILEG BÓK FYRIR KAÍN.“ STRÁ N, ÁR GR ISTI ARI ELDJ
DYNAMO REYKJAVÍK
ARON PÁLMARSSON, HANDBOLTASTRÁKUR
heilabrot
76
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
?
Spurningakeppni fólksins
Sudoku
7 8
1. Þingmenn hvaða flokks hafa lagt fram frum-
2
5
varp um að leggja niður mannanafnanefnd? 2. Ofngnótt af hvaða fiski er nú í Kolgrafafirði?
9
3. Hversu mikið atvinnuleysi var á Íslandi
7
október samkvæmt Hagstofu Íslands? 4. Hvað heitir dóttir tónlistarparsins Beyoncé
2
sem heitir Klossi? 6. Hvað heitir hárgreiðslubók fyrir stelpur sem Theodóra Mjöll gaf út fyrir jólin?
nemi 2. Síld.
8. Hvað eru mörg ár síðan J. F. Kennedy Banda-
5.
Dóra.
10. Hver mun gegna starfi landsliðsþjálfara við
5. Pass.
hlið Lars Lagerbäck næstu tvö árin og taka
6. Pass.
svo við liðinu?
7. Chevrolet?
11. Hvaða kunni knattspyrnumaður í ensku
10. Heimir Hallgr. 11. Giggs.
13. Hver lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Cliffhanger frá árinu 1993?
15. Opinbert hlutafélag.
landsliðsins í knattspyrnu frá upphafi? 15. Hvað stendur skammstöfunin ohf. fyrir í
8 rétt
RÚV ohf.?
... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
5
1
12. Pass.
7 8
14. Gerd Müller? 15. Opinbert hlutafélag.
7 rétt.
kroSSgátan
Egill skorar á Eirík Hauk Hauksson
2 4 2
6
9
5 8 3 6 1 9
Svör: 1. Bjartrar framtíðar. 2. Síld. 3. 5,0%. 4. Blue Ivy. 5. Dóra landkönnuður. 6. Lokkar. 7. Skoda Octavia. 8. 50 ár. 9. Nigella Lawson. 10. Heimir Hallgrímsson. 11. Ryan Giggs. 12. Kveðja. 13. Sylvester Stallone. 14. Lothar Matthäus. 150 leikir. 15. Opinbert hlutafélag.
Ólafur Ingi sigrar með 8 stigum gegn 7 Egils.
74,6%
13. Sylvester Stallone.
14. Hver er leikjahæsti leikmaður þýska karla-
6 5 5
11. Veit ekkert um ensku.
leifssonar?
9 7
10. Heimir Hallgrímsson.
12. Hvað heitir ný plata Friðriks Ómars Hjör-
14. Oliver Kahn.
1 8
9. Man það ekki.
föstudag?
12. Dalvík. 13. Stallone.
8. 50.
úrvalsdeildinni fagnar fertugsafmæli sínu á
9. Gordon Ramsey.
Sudoku fyrir lengr a komna
4. Pass.
7. Volkswagen.
5,0%.
sakaður um neyslu kókaíns og læknadóps?
6. Stelpuskott. 8. 50 ár.
3.
9. Hvaða breski sjónvarpskokkur var í vikunni
4. Blue Ivy.
1. Bjartrar framtíðar. 2. Síld.
ríkjaforseti var myrtur?
3. 7%.
3
sviðshönnuður
blaðamann sem bíl ársins 2014?
1. Pírata.
6
Egill Ingibergsson
7. Hvaða bíl valdi Bandalag íslenskra bíla-
4 3 1 5
2 6 5 8 6 9 7
og Jay Z? 5. Hvaða vinsæla teiknimyndapersóna á vin
Ólafur Ingvi Ólason
1 7
9 8
1
ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 165
ÓFEGRA
TILDRA UPP
SKST.
ÓNENNA
VESALINGUR
ANDAÐIST
GOÐ
MINNKA
HÓFLAUS
lauSn
Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 164
SAMTÍMIS SPIL
J L Ó K E F R G H F R F A F Ó N R Ó F I L Á L I T T Ó A M BORG
FISKILÍNA
HVIÐA
ENNÞÁ Í RÖÐ
EÐLISFAR
U SLÆMA FÁLM IÐN
F ÓNÆÐI
HÝÐI
B BÓKSTAFUR SVEI
F LÝÐUR
S ÁSÝND GARGA
O TVEIR EINS
A P P L A I L L A P A T A G Ý R A S K K T J Ö R K U K Á R U S S T U K R Í L A U G L R G A L L S ÓSKIPT
FRÚ
ÞJAKA
SAMTÖK
ORLOF
OFSÖGUR
BYLGJAST STYKKI
SKAÐI
FARVEGUR
SKOTT
GANGA
ANGAÐI HÁR
FLÝTA FUGL
REIKA
TVEIR EINS
FLAUEL
ÓKYRRÐ
VERKFÆRI
HAMFLETTA
Í RÖÐ
FISKUR
ÞVÆTTINGUR
MÁLA
NAUTNAMEÐAL
ÞÓ
MJÖG AUÐ
M B E R Ú S Ð N Á A S T N N B A H A H R A Ð V A R F Í K Ö S T T L O S G A F H A M A A Ú N M A Ð I L L R A L L R Í S B A K T I N
HANDSAMA
KNIPPI
HORFÐI
RÆKILEGAR
GILDRA
IM
SUNDFÖT
DAUÐI
PÚSTRAR
F A N G A
UPPHRÓPUN
SKEL
HVÍSKUR
HEILAN
DJÖFSI DRAGA
GLATA
SAMHYGÐ
HEITI
TÁLKNBLÖÐ
A L L A N
ÚTDEILDI
RÁ
HINDRA
Í RÖÐ
MÆLIEINING HVERS EINASTA
SEFUN
EFTIRLÍKING
HALD
HÆKKA
BERIST TIL
UPPLÝSINGAR
ÁRÁS
R S HAMINGJA TJÓN
Ó G A G N
E L E M A R J U F A N I A Ð A A U A L S K I P A A F N S L Á I Ð A U L Á N U N R I P N Ú Ö G N R Á S
GJALDA
FYRIR HÖND
AFHENTUM
MÁLMUR
BLÓÐHLAUP VENJUR
KVEINA
KNÉSETJA
STRITA
BYLGJAST
REFSA
ÚTFALL
KJÁNI
TVÍHLJÓÐI
TÍMABIL
ÚÐADÆLA
YLJA
ÆTÍÐ
EFTIRGJÖF
SPRIKL BOR
HVÍLD
EKKI
DANSA
TALA
BORGARÍS
VALD
SKYNFÆRI
HEIÐRA
ÁFENGISBLANDA
NUDD ÆST
Í RÖÐ
FYRIRTAK
KRAPI
ÖRK
ÞÝT
SKJÁTLAST
LEIKFANG ÁVINNA
SKELDÝR
SKÁK
ÁBÝLIS
HVAÐ
LÆRIR
Í RÖÐ
TILDUR
BLUNDA ÞEFA
GELT
HYSKI
HARLA
ANGAN
HVER EINASTI
YNDIS FLÝTA
Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt
SAMTÖK ÁRMYNNI
LOFTTEGUND VAFA
SLÁTTARTÆKI
ILMA
EINS
ÞEKKJA LEIÐ
LÍTILL
GLÆSILEIKI
GIMSTEINN
ILMSMYRSL FJÁRMUNIR
KROPPA
SLÁTRA
GANGÞÓFINN
EINKAR
MITT EIGIÐ
HLJÓMA
SUNNA
HVORT
MÆLIEINING
MÓÐURLÍF
STRÝTA
SKRAUTSTEINN
VÖRUMERKI
TÍMABIL
NÚMER
FISKUR UPPSPRETTA
H E LG A R BLA Ð
TIL SAUMA MENNTA
HARLA
HELDUR
KORN
*konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013 HELGAR BLAÐ
HÆÐ
RÓTARTAUGA
SPERGILL
KAPÍTULI
ÓNEFNDUR
TUNNA
VOPN
SJÓ
BOTNFALL
TOPP BÆKUR Á BOTN VERÐI!
20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ÍSLENSKUM BÓKUM!
kr
3.840 99
99
Auglýsingin gildir til og með 2. desember 2013 eða meðan birgðir endast. Gildir ekki af íslenskum námsbókum. Birt með fyzrirvara um prentvillur og myndvillur.
.799
4.799 .999
ð5 fullt ver
kr
3.999
4.799
ð 4.999
fullt ver
.999
ð4 fullt ver
ð5 fullt ver
kr
din)
(innbun
ð 5.899
fullt ver
fullt v
kr
3.840
4.720
9 erð 5.89
ð 5.8 fullt ver
kr
kr
4.720
4.720
ð 4.7 fullt ver
kr
kr
kr
4.639 .799
ð5 fullt ver
kr
3.039 9 erð 3.79
fullt v
kr
5.360 ð 6.699
fullt ver
Opið:
KOMDU og gerðu GÓÐ KAUP!
Alla virka daga Kl. 10-18 Laugadaga Kl. 11-18 Sunnudaga Kl. 13-18 Skeifunni 11 • 108 Reykjavík • Sími 5331010
78
sjónvarp
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Föstudagur 29. nóvember
Föstudagur RÚV
22.45 Nætur Cabiríu Ítölsk bíómynd sem vann til fjölda verðlauna á sínum tíma og hlaut meðal annars Óskarsverðlaunin sem besta erlenda myndin
19:45 Logi í beinni Þáttur í umsjá Loga Bergmann þar sem viðmælendur mæta í bland við tónlistaratriði.
Laugardagur allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
19.35 Á bakvið tjöldin Þáttur um gerð gamanþáttaraðarinnar Fólkið í blokkinni.
22:00 The Client List (4:10) Spennandi þættir með Jennifer Love Hewitt
Sunnudagur
19:50 Hið blómlega bú Glæsilegir íslenskir þættir um matreiðslumanninn Árna Ólaf sem er sem fyrr búsettur í Árdal í Borgarfirðinum. allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
22:00 Dexter Þættir um fjöldamorðingjann og prúðmennið Dexter Morgan.
STÖÐ 2
Laugardagur 30. nóvember RÚV
STÖÐ 2
Sunnudagur RÚV
07.00 Morgunstundin okkar / Smælki 07.00 Morgunstundin okkar / Smælki 15.30 Ástareldur e 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:00 Strumparnir / Villingarnir / Háværa ljónið Urri / Teitur /Ævintýri / Háværa ljónið Urri / Teitur / 17.10 Litli prinsinn (5:25) 08:10 Malcolm In The Middle (15/22) / Hello Kitty /Algjör Sveppi / Kalli Berta og Árna / Múmínálfarnir / Einar Múmínálfarnir / Hopp og hí Sessamí 17.33 Hrúturinn Hreinn (3:5) 08:30 Ellen (98/170) kanína og félagar / Scooby-Doo! / Áskell / Hopp og hí Sessamí o.fl /Tillý og vinir /Sebbi /Friðþjófur 17.40 Hið mikla Bé (7:20) 09:15 Bold and the Beautiful Young Justice / Big Time Rush 10.15 Sumarævintýri Húna (1:4) e. forvitni / Úmísúmí / Paddi og Steinn 18.05 Táknmálsfréttir 09:35 Doctors (87/175) 12:00 Bold and the Beautiful 10.40 Mótorsystur (6:10) e. /Abba-labba-lá / Paddi og Steinn / 18.15 Villt og grænt (4:8) e. 10:20 Harry's Law (1/22) 13:15 Popp og kók 11.00 Sunnudagsmorgunn Kung Fu Panda /Teiknum dýrin /Robbi 18.45 Íþróttir 11:05 Drop Dead Diva (7/13) 13:40 Óupplýst lögreglumál 12.10 Vertu viss (4:8) e. og Skrímsli / Stundarkorn 19.00 Fréttir 11:50 Dallas 14:10 Heimsókn 13.00 Stúdíó A (4:7) e. 10.15 Stundin okkar 19.30 Veðurfréttir 12:35 Nágrannar 14:35 Kolla allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 13.40 Vert að vita – ...um mannsl. e. 10.45 Orðbragð (1:6) 19.35 Kastljós 13:00 Mistresses (3/13) 15:10 Doktor 14.25 Saga kvikmyndanna e. 11.15 Útsvar e. 20.00 Útsvar Snæfellsb. - Mosfellsb. 13:45 Just Wright 15:45 Sjálfstætt fólk (12/15) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15.30 Árni Magnússon og handritin - 1 12.15 Kastljós e. 21.10 Endeavour – Eldflaug Bresk 15:35 Skógardýrið Húgó 16:20 ET Weekend 16.10 Árni Magnússon og handritin - 2 12.40 360 gráður e. sakamálamynd úr flokki um 16:00 Waybuloo 17:05 Íslenski listinn 17.00 Táknmálsfréttir 13.10 Landinn e. Morse lögreglufulltrúa í Oxford 16:25 Ellen (99/170) 17:35 Sjáðu 17.10 Vöffluhjarta (6:7) 13.40 Kiljan e. á yngri árum. Á sama tíma og 17:10 Bold and the Beautiful 18:08 Leyndarmál vísindanna 17.31 Skrípin (16:52) 14.25 Djöflaeyjan e. fulltrúi konungsfjölskyldunnar er 17:32 Nágrannar 18:236 Veður 4 5 4 Jóladagatalið - Jólakóngurinn 5 6 17.35 14.55 Á götunni (3:8) viðstaddur hátíðlega athöfn í há- 17:57 Simpson-fjölskyldan (11/22) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18.00 Stundin okkar 15.25 Varasamir vegir – Nepal (2:3) e. tæknifyrirtæki í Oxford er framið 18:23 Veður 18:50 Íþróttir 18.25 Hraðfréttir e. 16.25 Basl er búskapur (1:10) e. morð í verksmiðjunni. Málið 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Fangavaktin 18.35 Íþróttir 16.55 Grettir (7:52)) er flókið en Morse en enginn 18:47 Íþróttir 19:30 Lottó 19.00 Fréttir og veðurfréttir 17.07 Kafteinn Karl venjulegur spæjari. 18:54 Ísland í dag 19:35 Spaugstofan 19.30 Landinn 17.19 Sveitasæla (1:20) 22.45 Nætur Cabiríu Ítölsk bíómynd 19:16 Veður 20:05 Diary Of A Wimpy Kid 20.05 Orðbragð (2:6) 17.35 Vasaljós (2:10) frá 1957 um vændiskonu sem 19:25 Popp og kók 21:40 Lawless Mögnuð mynd 20.40 Downton Abbey (6:9) 18.00 Táknmálsfréttir ráfar um götur Rómar í leit að 19:50 Logi í beinni frá 2012 með Tom Hardy, Shia 21.30 350 ára afmælish. Árna Magn. 18.10 Íþróttir ástinni en hefur ekki árangur 20:40 Harry Potter and the Order ... Labeouf og Guy Pearce í aðal23.00 Sunnudagsmorgunn. e. 18.54 Lottó sem erfiði. Leikstjóri er Federico 23:00 The Rum Diary Mynd frá hlutverkum. 00.10 Brúin (10:10) e. 19.00 Fréttir og veðurfréttir Fellini og meðal leikenda eru 2011 með Johnny Depp. Byggð á 23:40 Heights 01.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 19.35 Á bakvið tjöldin Giulietta Masina, François Périer, skáldsögu eftir Hunter S. Thomp01:15 The Shining 5 6 20.10 Vertu viss (4:8) Franca Marzi og Dorian Gray. son. Depp leikur drykkfelldan 03:35 Shakespeare in Love SkjárEinn 21.05 Hraðfréttir e. Myndin vann til fjölda verðlauna blaðamann sem flytur til Puerto 05:35 Óupplýst lögreglumál 06:00 Pepsi MAX tónlist 21.15 Julie og Julia e. á sínum tíma og hlaut meðal Rico á sjöunda áratug síðustu 06:00 Fréttir 08:05 Dr.Phil 23.20 Allt um Steve. Ekki við hæfi annars Óskarsverðlaunin sem aldar til að skrifa fyrir lítið 09:35 Secret Street Crew (7:9) ungra barna. besta erlenda myndin árið 1958. dagblað en það reynist meira 10:25 Save Me (9:13) 01.00 Banks yfirfulltrúi – (1:3) e. 00.40 Sjónarhóll e. ævintýri en hann óraði fyrir. 10:05 Spænsku mörkin 2013/14 10:50 30 Rock (9:13) 02.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 02.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 01:00 Push 10:35 Basel - Chelsea 11:20 Hollenska knattsp. - BEINT 02:50 Lethal Weapon 12:20 Tromsø - Tottenham 13:20 Hollenska knattsp. - BEINT 04:45 Big Stan SkjárEinn SkjárEinn 14:05 Evrópudeildarmörkin 15:15 Happy Endings (14:22) 06:10 Pepsi MAX tónlist 06:00 Pepsi MAX tónlist 15:00 Flensburg - Kiel 15:40 Family Guy (4:21) 10:25 Dr.Phil 08:25 Dr.Phil 16:25 NB90's: Vol. 1 16:05 Parks & Recreation (14:22) 12:40 Gordon Ramsay (16:20) 09:10 Pepsi MAX tónlist 07:00 Swansea - Valencia 16:50 Snæfell - Grindavík allt fyrir áskrifendur16:30 The Bachelor (5:13) 13:10 Borð fyrir fimm (7:8) 15:40 Once Upon A Time (16:22) 15:45 AZ Alkmaar - Maccabi Haifa 18:20 La Liga Report 18:00 Hawaii Five-0 (3:22) 13:40 Judging Amy (15:24) 16:30 Secret Street Crew (6:9) 17:30 Tromsø - Tottenham 18:50 R. Madrid - R. Valladolid Beint fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:50 In Plain Sight (4:8) 14:25 Skrekkur 2013 17:20 Borð fyrir fimm (7:8) 19:15 Sportspjallið 20:55 Dortmund - Napoli 19:40 Judging Amy (16:24) 16:25 The Voice (10:13) 17:50 Dr.Phil 20:00 Meistaradeild Evrópu 22:40 Meistaradeildin - meistaramörk 20:25 Top Gear's Top 41 (2:8) 18:55 America's Next Top Model 18:30 Happy Endings (14:22) 20:30 La Liga Report 23:40 Real Madrid - Real Valladolid 21:15 L&O Special Victims Unit 18:55 Minute To Win It 21:00 Evrópudeildarmörkin allt fyrir áskrifendur19:40 Secret Street Crew (7:9) 22:00 Dexter (11:12) 20:30 The Bachelor (5:13) 19:40 America's Funniest Home Vid. 21:55 Swansea - Valencia 4 Sönn íslensk sakamál 5 (6:8) 6 22:50 22:00 The Client List (5:10) 20:05 Family Guy (4:21) 23:40 Box - Ward vs. Rodriguez fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:20 Under the Dome (10:13) 22:45 Laws of Attraction 20:30 The Voice (10:13) 09:05 WBA - Aston Villa 00:10 Hannibal (11:13) 00:15 Hawaii Five-0 (3:22) 23:00 Colombiana 10:45 Match Pack 00:55 Dexter (11:12) 01:05 Scandal (2:7) 00:50 Excused 11:15 Ensku mörkin - úrvalsdeildin 01:45 Necessary Roughness (2:10) 01:55 The Borgias (10:10) 01:15 The Bachelor (4:13) 16:40 Newcastle - Norwich 12:10 AFC Bournem. - Brighton & Hove allt fyrir áskrifendur 02:35 Beauty and the Beast (1:22) 02:45 The Client List (5:10) 02:45 Ringer (7:22) 18:20 Arsenal - Southampton Albion Beint 4 5 6 03:25 Excused 03:30 Excused 03:35 Pepsi MAX tónlist 20:00 Match Pack 14:20 Enska úrvalsdeildin - upphitun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 03:50 Pepsi MAX tónlist 03:55 Pepsi MAX tónlist 20:30 Premier League World 14:50 Cardiff - Arsenal Beint allt fyrir áskrifendur 21:00 Enska úrvalsdeildin - upphitun 17:20 Newcastle - WBA Beint 21:30 Football League Show 2013/14 19:30 AFC Bour. - Brighton & Hove fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 11:55 Life 22:00 Stoke - Sunderland 21:10 Everton - Stoke 11:10 Wall Street: Money Never Sleep 09:35 October Sky 13:45 Splitting Heirs 23:40 Enska úrvalsdeildin - upphitun 22:50 Norwich - Crystal Palace 11:20 Hemingway & Gellhorn allt fyrir áskrifendur 4 513:20 Cyrus 6 allt fyrir áskrifendur 15:15 Bowfinger allt fyrir áskrifendur 00:10 Messan 00:30 West Ham - Fulham 14:50 Dante's Peak 13:55 Monte Carlo 16:50 Life 01:20 Everton - Liverpool 02:10 Aston Villa - Sunderland 16:35 Wall Street: Money Never Sleep 15:45 October Sky fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:40 Splitting Heirs 18:45 Cyrus fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 4 517:30 Hemingway & Gellhorn 6 5 20:10 Bowfinger6 20:15 Dante's Peak SkjárGolf SkjárGolf 20:05 Monte Carlo 22:00 The Campaign 22:00 Sea of Love 06:00 Eurosport 06:00 Eurosport 21:55 Moonrise Kingdom 23:25 Killer Joe 23:50 Any Given Sunday 09:10 Golfing World 09:10 Golfing World 23:30 Trust 01:10 Perfect Storm 02:15 The 41-Year-Old Virgin Who 10:00 World Golf Cham. 2013 (1-4) 10:00 OHL Classic 2013 (1-4) 01:156And Soon The Darkness 4 5 4 03:20 The Campaign 4 5 03:356Sea of Love 02:00 Eurosport 01:00 Eurosport 02:45 Moonrise Kingdom
SMELLT Á KÖRFUNU A NETBÆKLIN GU RÁ WWW.TO UTEK.IS MEÐ GAGLV NV KÖRFUHNAIRKUM PP
4BLS
NÝR BÆ K STÚTFULLINGUR AF ÓTRÚ LUR L TILBOÐUEGUM M
Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is
sjónvarp 79
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
1. desember
Í sjónvarpinu Á fullu gazi
STÖÐ 2 07:00 Barnaefni Stöðvar 2 / Strumparnir / Villingarnir / Doddi litli og Eyrnastór / UKI / Algjör Sveppi / Ben 10 / Grallararnir / Tasmanía / Ofurhetjusérsveitin / Loonatics Unleashed / Spaugstofan / Batman: The Brave and the bold 12:50 Nágrannar 14:35 Logi í beinni allt fyrir áskrifendur 15:25 Go On (17/22) 15:50 Modern Family (8/22) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:20 Jamie's Family Christmas 16:45 Á fullu gazi 17:10 Stóru málin 17:35 60 mínútur (8/52) 18:23 Veður 4 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (14/30) 19:10 Sjálfstætt fólk (13/15) 19:50 Hið blómlega bú - hátíð í bæ 20:25 Óupplýst lögreglumál 20:55 The Tunnel (1/10) Glæný, bresk/frönsk spennuþáttaröð sem byggðir eru á dönsku/sænsku þáttaröðinni Brúin. 21:40 Homeland (9/12) 22:40 Boardwalk Empire (12/12) 23:35 60 mínútur (9/52) 00:20 The Daily Show: Global Editon 00:50 Hostages (9/15) 01:30 The Americans (10/13) 02:15 World Without End (4/8) 03:05 Outside the Law 05:20 The TV Set
Í fyrsta gír
Eftir að vitleysingarnrir þrír í Top Gear svo gott sem fullkomnuðu bílaþáttinn fyrir nokkrum árum er erfitt að gera skemmtilegan þátt um bíla án þess að elta uppi vitleysuna í þeim. En það er þó ekki jafn auðvelt og margur myndi ætla. Enda eru hvorki ameríska útgáfan af þættinum né sú ástralska sérlega gott stöff. Eini maðurinn sem hefur vogað sér að fjalla um bílatengd málefni síðustu misserin er sjálfur Stígur Keppnis á ÍNN og sá þáttur, þrátt fyrir nokkur ódauðleg innslög, verður seint sakaður um að vera í efsta gír. Einræðið á bílabransanum ís5
6
lenska var þó rofið nú í vikunni þegar Á fullu gazi fór í loftið á Stöð 2. Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir, betur þekkt úr Ísland í dag, og bílablaðamaðurinn geðþekki Finnur Thorlacius stjórna þættinum. Miðað við plakatið og auglýsingarnar mátti heldur betur búast við aksjón. En það var ekki alveg svo í upphafi. Þátturinn var langdreginn og vantaði fókus. Ekki er hægt að leggja nógu mikla áherslu á, kæra
sjónvarpsframleiðslufólk, að handrit er ekki bara eitthvað ofan á brauð. Til að sjónvarp virki þarf einfaldlega að leggja í það minnsta grunnlínu fyrir hvert innslag og ef það er ekki alveg að virka þá geta allir verið glaðir að þetta er ekki bein útsending og telja aftur í. Auðvitað þarf að leyfa fólki að vera spontant en það þarf að gerast innan ákveðins ramma. Það þarf að leikstýra sjónvarpi – líka raunveruleikasjónvarpi. Þegar brösuglega gengur er oft best að hringja í mömmu og það var einmitt það sem þau Sigga og Finnur
gerðu. Það var líka sem við manninn mælt. Þátturinn varð bráðskemmtilegur. Með mömmurnar um borð virtust stjórnendurnir komast í takt við prógrammið og úr varð úrvals sjónvarp. Sigga sýndi mikinn blóðhita og blóthæfilega með mömmu sinni sem reyndi að halda ró sinni með öndunaræfingum. En svo kom að þætti Eddu Thorlacius, mömmu hans Finns. Hvílík innkoma. Frú Thorlacius hóf þáttinn upp í nýjar hæðir með ódauðlegum költ setningum eins og „So far so good“ þegar búttaður hálfnakinn karlmaður sendi keppendur af stað í rallíkrosskeppni. Nái tvíeykið að halda uppi stemningunni sem náðist í lokin getur þessi þáttur vel komist upp úr fyrsta gír. Haraldur Jónasson
Ný þjónusta:
Beint samband við ráðgjafa með Netspjalli
11:50 Bayer Leverkusen - Man. Utd. 13:30 NB90's: Vol. 1 13:55 Melsungen - R.N. Löwen 15:25 Zenit - Atletico Madrid 17:10 Meistaradeildin - meistaramörk 18:10 Real Madrid - Real Valladolid 19:50 Athletic - Barcelona Beint allt fyrir áskrifendur 21:55 Þýski handboltinn 2013/2014 23:15 Meistaradeild Evrópufréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:45 Athletic - Barcelona 01:25 Juventus - FC Kaupmannahöfn
08:30 Newcastle - WBA 10:10 Everton - Stoke 11:50 Tottenham - Man. Utd. Beint 13:55 Hull - Liverpool Beint allt fyrir áskrifendur 16:00 Chelsea - Southampton Beint 18:05 Cardiff - Arsenal fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:45 Tottenham - Man. Utd. 21:25 Hull - Liverpool 23:05 Man. City - Swansea 00:45 Chelsea - Southampton 02:25 AFC Bourn. - Brighton & Hove A 4
4
5
5
6
6
SkjárGolf 06:00 Eurosport 09:10 Golfing World 10:00 OHL Classic 2013 (1-4) 01:00 Eurosport
Netspjall í tölvu, snjallsíma og spjaldtölvu
Netspjallið:
Með Netspjalli Íslandsbanka kemstu í samband við ráðgjafa á einfaldan og þægilegan hátt. Netspjallið er opið frá 8.30-17.00 og þar getur þú fengið upplýsingar um þjónustu bankans.
• Beint samband við ráðgjafa • Upplýsingar um þjónustu • Opið 8.30-17.00
Engar fjárhagslegar upplýsingar fara um Netspjallið en ráðgjafinn leiðbeinir þér og vísar áfram á réttan aðila þegar svo ber undir. Prófaðu Netspjallið á islandsbanki.is
Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000
80
bíó
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
FrumsýndAr The PAsT og norThwesT
Frumsýnd delivery mAn
Tvær á Grænu ljósi Græna ljósið leggur sig fram um að koma til móts við ört stækkandi hóp kvikmyndaáhugafólks á Íslandi sem hefur hug á að horfa á kvikmyndir frá öðrum heimshornum en Bandaríkjunum og Bretlandi, þaðan sem meginstraumur þeirra mynda sem rata í kvikmyndahús hérna kemur. Á föstudag frumsýnir Græna ljósið tvær ólíkar myndir í bíó og á VOD-leigum. Annars vegar The Past eftir íranska leikstjórann Asghar Fandi sem gerði kvikmyndina A Seperation sem vakti athygli í fyrra og vann meðal annars Óskarsverðlaunin sem besta erlenda mynd ársins. Og hins vegar dönsku spennumyndina Northwest, eftir leikstjórann Michael Noer sem leikstýrði kvikmyndinni R. Aðalpersóna Northwest er unglingurinn Casper sem stundar smáglæpi
Ofvirkur sæðisgjafi í klandri
Það er eitthvað rotið í Danmörku.
og innbrot í fyrstu en sogast inn í hringiðuna þegar hann verður bitbein í baráttu tveggja glæpagengja. Myndin hlaut gagnrýnendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg.
| REYKJAVÍK | AKUREYRI |
25%
Af ö l
Leikstjórinn og handritshöfundurinn Ken Scott er hér mættur til leiks með bandaríska endurgerð sinnar eigin myndar, Starbuck, sem hann gerði í Frakklandi 2011. Þessi útgáfa ber titilinn Delivery Man og að þessu sinni leikur Vince Vaughn hina seinheppnu landeyðu David Wozniak sem vaknar upp við vondan draum þegar drjúgar sæðisgjafir hans á yngri árum koma harkalega í bakið á honum. David er ósköp ljúfur náungi en gjarn á að klúðra hlutunum. Hann skuldar mafíunni peninga, unnusta hans er barnshafandi en hversdagsleg vandamál hans blikna þegar hann fréttir að hann sé faðir 533 barna vegna sæðisgjafar fyrir tuttugu árum. Það
Vince Vaughn leikur hinn seinheppna David sem kemst óvænt að því að hann er faðir 533 barna.
væri svo sem í lagi ef 142 þessara barna hefðu ekki höfðað mál til þess að fá upplýst hver líffræðilegur faðir þeirra er.
Aðrir miðlar: Dómar ekki komnir.
Frumsýnd Prince AvAlAnce
m
lUm VöRU
R U T R A sV gUR
DAm bARA Í DAg föAfsölTlUU m VöRU 25%
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson frumsýndi fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, Á annan veg, árið 2011. Ákaflega snotur og sniðug mynd sem fór ekki mjög hátt. Hróður hennar barst þó til Bandaríkjanna þar sem David Gordon Green greip hana á lofti og endurgerði undir nafninu Prince Avalanche. Leikararnir Paul Rudd og Emile Hirsch eru í aðalhlutverkunum í myndinni sem er nú loks komin í bíó á Íslandi.
N
OPIÐ TIl KlUKKAn 2200
P
R
B AR A
G
TUDAGINN 2 ÖS 9. F –
Gular línur frá Íslandi
BE EM ÓV
ÍD A
| | ELDHÚSSTÓLAR GINDASTÓLAR | HÆ | KERTI AR Ð ÓF BORÐSTOFUBOR SÓFAR | SVEFNS RÐ | SÓFABORÐ BO ARA ÚS ÁV DH | SM EL EG LAR R OG FALL BORÐSTOFUSTÓ | GLERVARA | DÚKA R ÐA | PÚ AR MP | JÓLAVARA LA
Paul Rudd og Emile Hirsch leika vegagerðarmennina Alvin og Lance sem þurfa að þola hvor annan sumarið 1988 þegar þeir mála gular línur á fáförnum vegi úti í óbyggðum.
– fyrir lifandi heimili –
HúsgAgnAHöllIn • B í l d s h ö f ð a 2 0 • Re y k j a v í k O g Dalsbraut 1 • Akureyri s Í m I 558 1100
Í Á annan veg léku þeir Hilmar Guðjónsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson þessa ólíku menn.
rince Avalanche er endurgerð íslensku myndarinnar Á annan veg sem Hafsteinn Gunnar Sigurðsson skrifaði og leikstýrði. Leikstjórinn David Gordon Green hreifst af myndinni og sá fyrir sér að einföld saga Hafsteins hentaði sér vel og hann vatt sér í að laga hana að Bandaríkjunum. Green hefur sagt frá því viðtölum að umhverfið og aðstæðurnar í Á annan veg hentuðu honum fullkomlega í verkefni sem hann gæti klárað á skömmum tíma. Green sló í gegn með hinni hressilegu Pineapple Express 2008 en þar fór Seth Rogen mikinn í hlutverki stefnuvotts og marijúanasala sem komst upp á kant við glæpahyski sem hann þurfti að mæta með útúrreyktan James Franco sér til halds og trausts. Paul Rudd (This Is 40) og Emile Hirsch (Into the Wild, Milk) leika vegavinnumennina Alvin og Lance sem eyða sumrinu 1988 fjarri borgarlífinu og þurfa að þola hvor annan í fásinninu og einangruninni lengst úti í buska þar sem þeir sinna tilbreytingarsnauðu starfi sínu. Í Á annan veg léku þeir Hilmar Guðjónsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson þessa ólíku menn sem hétu þar Alfreð og Finnbogi. Þeir félagar eiga fátt sameiginlegt. Alfreð er 24 ára gosi sem hugsar um fátt annað en kynlíf og næsta djamm en Finnbogi er 33 ára alvörugefinn pælari sem hyggur á háskólanám í þýsku. Það eina sem tengir þá saman er að Finnbogi er í sambandi með systur Alfreðs og
hefur gengið dóttur hennar í föðurstað. Sagan, og myndirnar að sama skapi, eru einfaldar og það hvílir á leikurunum tveimur að bera myndina uppi með kostulegum samtölum og núningi sem með tímanum snýst upp í vináttu. Eins og óskrifuð lög um svona „böddí-myndir“ nálgast ólíkar persónurnar hvor aðra hægt og bítandi og áður en yfir lýkur myndast ósköp fallegt samband á milli þeirra. Eðlilega reyna þeir félagar á taugar hvors annars á meðan þeir mála gular línur eftir miðjum þjóðveginum sem virðist aldrei ætla að enda. Tilbreytingasnauður hversdagur félaganna er helst brotinn upp þegar sveitalúði á gömlum vörubíl keyrir fram hjá þeim en hann lumar á sprútti og er ónískur við að hella upp á strákana. Á annan veg var tilnefnd til ellefu Edduverðlauna 2012. Price Avalanche hefur fengið ágæta dóma og vakið athygli á kvikmyndahátíðum og Green var meðal annars verðlaunaður fyrir leikstjórn hennar í Kvikmyndahátíðinni í Berlín. Aðrir miðlar: Imdb: 6,4, Rotten Tomatoes: 84%, Metacritic: 73%
Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
Greta Salóme
Heiða Ólafs
Friðrik Ómar
Jógvan Hansen
ásamt einvalaliði hljóðfæraleikara og barnakór
ir
kynn
Við byrjum á höfuðborgarsvæðinu .... Alls 20 tónleikar í fegurstu kirkjum landsins 3.–19. des.
3. des. kl. 21:00 4. des. kl. 21:00 5. des. kl. 18:00 5. des. kl. 21:00 6. des. kl. 21:00 7. des. kl. 16:00 7. des. kl. 21:00
Kópavogur Garðabær Reykjavík Reykjavík Mosfellsbær Seltjarnarnes Hafnarfjörður
Kópavogskirkja Vídalínskirkja Grafarvogskirkja Grafarvogskirkja Lágafellskirkja Seltjarnarneskirkja Hafnarfjarðarkirkja
ÖRFÁ SÆTI ÖRFÁ SÆTI UPPSELT AUKATÓNL. - ÖRFÁ SÆTI UPPSELT ÖRFÁ SÆTI ÖRFÁ SÆTI
ásamt Skólakór Kársness ásamt Kór Hofstaðaskóla ásamt Stúlknakór Rvk í Grafarvogskirkju ásamt Stúlknakór Rvk í Grafarvogskirkju ásamt Skólakór Varmárskóla ásamt Litlu snillingunum ásamt Unglingakór Hafnarfjarðar
MIÐASALA Á Frekari upplýsingar og dagskráin öll á www.jolinallsstadar.is og
Miðaverð aðeins
kr. 3.990,-
/jolinallsstadar
82
bækur
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Tólf titlar hjá Bókabeitunni Bókabeitan sérhæfir sig í bókum fyrir börn og unglinga. Þær Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir stofnuðu útgáfuna 2011 með það markmið að efla lestur hjá krökkum með útgáfu á gæðaefni. Fyrstu bækurnar voru Rökkurhæðabækurnar sem þær vinkonur skrifuðu. Árið eftir fjölgaði útgáfutitlum þegar Kamilla Vindmylla og Grimmsystur bættust í hópinn. Útgefnir titlar á þessu ári eru síðan tólf og nú gefur Bókabeitan út undir tveimur merkjum; Björt gefur út bækur fyrir ungmenni frá 14 ára og upp úr og Töfraland er með bækur sem höfða til yngsta aldurshópsins, 0-6 ára. Bókabeitan er svo skrifuð fyrir þeim bókum sem falla þarna á milli. Útgefnir titlar á árinu: Kamilla Vindmylla og Leiðinn úr Esjunni, Rökkurhæðir 5: Gjöfin, Sagan af Jóa, Lærlingur djöfulsins – er eftir Kenneth Bøgh Andersen Saga um nótt er fyrsta bók Evu Einarsdóttur en Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir myndskreytir bókina.
RitdómuR Fisk aRniR haFa enga FætuR
Amma glæpon vinsæl Amma glæpon, eftir Little Brittain-grínarann David Walliams, var vinsælasta barnabókin samkvæmt Bóksölulistanum. Í bókinni segir Walliams frá Benna sem kvíðir því að þurfa að eyða hverju föstudagskvöldi hjá ömmu sinni. Brúnin á honum lyftist þó þegar hann kemst að því að amma er alþjóðlegur skartgripaþjófur. Dav Pilkey fylgir Walliams og er í 2. sæti listans með enn eina bókina um Kaftein Ofurbrók, Kafteinn Ofurbrók og hefnd geislavirku róbótabrókanna. Þá eru strákarnir í hljómsveitinni One Direction í þriðja sætinu með litríka myndabók um hljómsveitina.
Hinsegin bókajól Bókaverslunin IÐA heldur hinsegin bókavöku í IÐU Zimsen á Vesturgötu á laugardaginn klukkan 18. Tilefnið er sú merkilega staðreynd að meðal útgáfuefnis á þessu ári eru óvenju margar bækur sem fjalla um líf og reynslu samkynhneigðs fólks, bæði frumsamið íslenskt efni, skáldskapur, minningar og fræðirit svo og þýðingar merkra bóka. Jónína Leósdóttir les upp úr minningum sínum, Við Jóhanna, og Sjón les upp úr nýrri skáldsögu sinni, Mánasteinn – drengurinn sem aldrei var til. Þá les Ásdís Óladóttir upp úr ljóðabók sinni Innri rödd úr annars höfði sem kemur út á næstunni.
Bók adómuR Lygi
Orðakonfekt sem bráðnar á tungu sögumannsins eru rammpólitískar Fiskarnir hafa enga fætur – útleggingar á stöðu kynjanna á Ættarsaga, gerist á tveimur þessum árum sem og á beinum og stöðum á tvennum tímum, í óbeinum afleiðingum pólitískra Keflavík samtímans og Norðfirði ákvarðana um kvótakerfið fyrir fyrrum. Aðalpersónur sögunnar sjávarpláss landsins, „tíu þúsund eru annars vegar Ari, sem flytur manns. Og kvótalaust haf.“ ungur til Keflavíkur, „svartasta Margrét giftist æskuástinni stað landsins“, snemma á áttunda Oddi, sem hún elskar af öllum lífs áratugnum og hins vegar föðurog sálar kröftum. Hún glímir við amma hans, Margrét, sem dvelst geðhvörf sem gerir það að verkum öll sín táningsár í vist í Kanada að aðrir í þorpinu álita en kemur aftur heim hana skrýtna, hún til Norðfjarðar, sem er sveiflast á milli örlynd„stuttur eins og hik“, um is, þar sem hvatvísin tvítugt, í byrjun síðustu nær yfirhöndinni, og aldar. Sagan flakkar um djúps þunglyndis sem í tíma, segir frá þremur lamar hana og leggur tímaskeiðum í lífi Ara en í rúmið. „Hverskonar grípur niður hér og þar í móðir er það sem ævi Margrétar. finnur til depurðar Ari missti móður með börnin heilbrigð í sína ungur, á í litlu tilkringum sig?“ finningasambandi Frásagnarhátturvið föður sinn sem á inn er flæðandi og í stríði við áfengi og ljóðrænn en um leið eignast stjúpmóður Fiskarnir hafa beittur og skerandi. sem tengist honum illa, enga fætur Líkt og í fyrri bókum „Ari, kominn af tilfinnJón Kalman Jóns, til að mynda ingaríkri móðurætt, en Bjartur, 358 síður, 2013. Vestfjarðaþríleiknum óx upp frá tæplega sex svokallaða, lýsir sagan ára aldri hjá grjótþöglum hörðu lífi fólks fyrr á Strandamanni og tilfinntímum en í Fiskunum færir Jón ingaflæktum Austfirðingi.“ Hann sig inn í nútímann með beittri og er einfari sem tekinn er undir áhrifaríkri samfélagsádeilu. verndarvæng frænda síns, eins Að lesa Jón Kalman Stefánsmesta töffarans í Keflavík á uppson er eins og að borða dýrindis gangstíma hersins. konfekt þar sem enga vonda mola Sögumaðurinn er óljós, fyrst er að finna. Sumar setningar les í stað virðist hann vera náinn maður aftur og aftur – og beinlínis vinur Ara, en eftir því sem líður smjattar á þeim. Ég hugsaði mig á bókina verður hann æ óræðari um, meðan ég las, hvort ég ætti og því hugsanlega einhvers konar ekki að hafa penna við hönd svo hliðarsjálf Ara sem lýsir atburðum sem áhorfandi og þátttakandi. Þeir ég gæti strikað undir uppáhalds setningarnar mínar – en sá fljótt að eiga í heimspekilegum samræðþá yrði bókin öll útkrotuð. -SDA um sem Ari leiðir en vangaveltur
Yrsu er lagið að skapa drungalega stemningu.
paradís: von “it could be his best film so far” thE guardian
pARADíS: vON
(16)
sýningatímar á bioparadis.is
thE fLY 1958 & 1986
(16)
Ein sýning, Eitt vErð, tvær myndir sun: 20.00
SKÓLANEMAR: 25% AfSLáttuR gEgN fRAMvíSuN SKíRtEiNiS! MEÐ StuÐNiNgi REYKJAvíKuRBORgAR & KviKMYNDAMiÐStÖÐvAR íSLANDS - MiÐASALA: 412 7711
Lygi Yrsa Sigurðardóttir Veröld 323 s, 2013
Ég veit hvað þú gerðir í apríl 1985 Yrsa Sigurðardóttir haslaði sér völl í íslensku glæpadeildinni með sakamálasögum sínum um lögfræðinginn og hörkutólið Þóru Guðmundsdóttur. Í síðustu bókum sínum hefur hún tekið farsæl hliðarspor. Hún lét gamlan draum um að fikra sig nær hrollvekjunni rætast í draugasögunni Ég man þig fyrir nokkrum misserum og gerði stormandi lukku. Hún var á svipuðum slóðum í Kulda í fyrra og nú dansar hún á mörkum hins ókennilega með Lygi sem er glæpasaga með drungalegu hryllingsívafi.
Þ
að er heilmikið að gerast í Lygi þar sem Yrsa segir í raun þrjár sögur sem tengjast saman á lúmskan hátt þangað til þær renna saman í eina nokkuð trausta heild. Fjögurra manna hópur fer með þyrlu í viðhaldsferð á Þrídrangavita. Þar gerast dularfullir atburðir og ósamstæður mannskapurinn fer býsna nærri því að ganga af göflunum í einangruninni og lífsháskanum þar. Enginn er annars bróðir í þeim hildarleik og vandséð hver fjórmenninganna muni verða ofan á í taugastríðnu sem brýst út við vitann. Ung lögreglukona er að gramsa í gömlum skýrslum í kjallara lögreglustöðvarinnar þegar hún rekst á skýrslu þar sem eiginmaður hennar, þá á barnsaldri, kemur við sögu. Þetta ýtir henni út í rannsókn á gömlu máli sem virðist helst hafa mátt kyrrt liggja. Og þriggja manna fjölskylda kemur heim úr fríi frá Flórída en finnur hvorki tangur né tetur af bandarískum hjónum sem þau höfðu haft íbúðaskipti við. Aðkoman á heimilinu bendir til þess að eitthvað misjafnt hafi gengið á þar á meðan þau voru í burtu. Yrsu er lagið að skapa drungalega stemningu og lengi framan af rambar sagan á mörkum hins ókennilega. Eru einhver yfirnáttúruleg, ill öfl að sækja á persónurnar eða eru þeir dularfullu
atburðir sem þenja taugar fólksins af mannavöldum? Framan af virkar þetta ónotalega andrúmsloft vel en heldur fer þó að teygjast á lopanum þegar á líður. Yrsa reddar því þó með því að tromma reglulega upp með einhverjum ósköpum sem viðhalda forvitninni og halda spennunni gangandi. Smám sama koma tengsl persóna hinna ólíku sögusviða í ljós. Lygar og gömul leyndarmál losna úr læðingi og á tímabili er maður eiginlega kominn á kaf í plott unglingahrollvekjunnar I Know What You Did Last Summer þegar fortíðin fer að glefsa illilega í hælana á persónunum. Sumt er þarna býsna fyrirsjáanlegt en Yrsa er sniðug og tekst engu að síður að halda lesandanum á tánum með getgátum, allt til enda. En rúsínan í pylsuendanum er dálítið súr þegar á daginn kemur að ein aðalpersónan hefur siglt undir fölsku flaggi og beinlínis verið notuð til þess að slá ryki í augu lesandans til þess að plottið megi ganga upp. Þetta er ljóður á ráði reynds krimmahöfundar en þar sem sagan er áhugaverð og heldur spennu er ekki annað hægt en fyrirgefa þetta. Enda kannski ekki við öðru að búast en logið sé að manni í bók sem ber þennan titil. -ÞÞ
DÍSU KKKKK
„ÁLEITIÐ VERK MEÐ AFAR LÍFLEGUM TILÞRIFUM“ Hrafn Jökulsson / Pressan.is
„BÓK SEM VIÐ MÆLUM ÓHIKAÐ MEГ Egill Helgason / Kiljan
„BÓK SEM SKIPTIR MÁLI“ Sigurður Valgeirsson / Kiljan
„STÓRKOSTLEG“ Soffía Auður Birgisdóttir / Kiljan
„GÖLDRÓT T UNDRAVERK“ Auður Jónsdóttir rithöfundur
KKKK Jón Yngvi Jóhannsson / Fréttablaðið
D Í S A
L E Y N I R
E N G U
w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39
84
menning
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013 Mark Lanegan Lýkur tónLeik aferð á ÍsLandi
STEINUNN ÞÓRARINSDÓTTIR 1. nóvember – 30. nóvember 2013 Opnunartímar 11:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi
TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery
Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is
74,6%
... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör
Mark Lanegan er gamall gruggrokkari sem lýkur tónleikaferð sinni um Evrópu með tvennum tónleikum í Fríkirkjunni um helgina.
Gamall gruggari í Fríkikrkjunni Í HALLGRÍMSKIRKJU LAUGARDAGINN 14. DESEMBER KL. 17.00 OG SUNNUDAGINN 15. DESEMBER KL. 17.00 OG 20.00 KOLBEINN JÓN KETILSSON, TENÓR BENEDIKT GYLFASON, DRENGJASÓPRAN
LENKA MÁTÉOVÁ, ORGEL ÁSGEIR H. STEINGRÍMSSON, TROMPET EIRÍKUR ÖRN PÁLSSON, TROMPET EGGERT PÁLSSON, PÁKUR
FRIÐRIK S. KRISTINSSON MIÐASALA Á WWW.MIDI.IS, WWW.KKOR.IS OG EYMUNDSSON KRINGLUNNI OG Í AUSTURSTRÆTI MIÐAVERÐ KR. 4.900
Bandaríski söngvarinn Mark Lanegan er á tónleikaferðalagi um Evrópu, á viðkomu í Reykjavík um helgina og heldur tvenna tónleika í Fríkirkjunni. Lanegan hefur komið víða við á ferli sínum og var áberandi í Seattle-grugginu á sínum tíma og starfaði með Kurt heitnum Kobain áður en sá sló í gegn með Nirvana. Einn tónleikahaldaranna, Daníel Guðmundur Hjálmtýsson, segir gamlan draum vera að rætast með þessu en hann hefur ekki séð Lanegan á sviði.
B
andaríski söngvarinn Mark Lanegan kemur fram á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík á laugardaginn og sunnudaginn. Þegar er uppselt á fyrri tónleikana en þegar þetta er skrifað eru einhverjir miðar eftir á sunnudagstónleikana. Lanegan er gamall gruggrokkari frá Seattle og var með Kurt Cobain í grugginu á sínum tíma og stofnaði sveitina Screaming Trees. Hann hefur einnig starfað með Queens of The Stone Age og hefur sent frá sér átta sólóplötur. Fyrr á þessu ári sendi hann frá sér plötuna Black Pudding, ásamt Duke Garwood, við góðar undirtektir gagnrýnenda. „Þetta byrjaði nú bara sem hugmynd fyrir tveimur árum,“ segir Daníel Guðmundur Hjálmtýsson sem stendur að komu Lanegan til landsins ásamt Vilhjálmi Sanne og Markúsi Haukssyni, eigendum Dillon. „Ég fékk svo þessa góðu menn með mér í þetta og nú má segja að gamall draumur mikils aðdáanda sé að rætast,“ segir Daníel sem hefur ekki séð goðið sitt á sviði áður. „Mér finnst líka bara tími til kominn að fá hann hingað og kynna hann í leiðinni fyrir landi og þjóð.“ Daníel segir Fríkirkjuna henta
Lanegan mjög vel enda spilar hann mikið í kirkjum á þessu tónleikaferðalagi. „Hann er að spila í kirkjum í Evrópu á þessum túr, kirkjum á stærð við Fríkirkjuna og allt upp í 2000 manna kirkjur. Hann vill hafa þetta lágstemmt og er ekki með neitt ljósashow. Hann fílar sig rosalega vel í notalegu rökkrinu í kirkjum sem bjóða kannski upp á einhverja stemningu sem finnst ekki annars staðar.“ Lanegan treður upp með þeim Duke Garwood og Lyenn. Auk þeirra leika þeir Jonas Pap á selló, Sietse Van Gorkom á fiðlu og Jeff Fielder á gítar. Tónleikarnir í Reykjavík eru þeir síðustu sem Lanegan heldur á European Acoustic Tour – tónleikaröð söngvarans. Það seldist fljótt upp á fyrri tónleikana og þá var brugðið á það ráð að bæta seinni tónleikunum við. „Við vildum endilega gefa sem flestum kost á að sjá hann og létum reyna á það að bæta við tónleikum. Það gekk eftir en það er ekki á hverjum degi sem svona kall er til í að endurskoða áætlun sína.“ Aukatónleikarnir hefjast í Fríkirkjunni klukkan 20.30 og hægt er að kaupa miða á www.midi.is. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
! C á j F , K á j á Já, xmáltíð o b ý N
i r a g r o r-b
e g n i Z r
jóðs g o rg e b a! s e c ó i s , l i i t u, os eða kokte f í k s u rtöfl og maís a k ð i me kar, gos r a g r er-bo gs, frans g n i Z er Win w t o o T Sjóðheit ' H n Blazi sósu, þrír b oxmáltíð á aðeins heitri
e w To
1.590 k r.
PIPAR \ TBWA •
SÍA •
133370
svooogott
™
FAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUM HAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ REYKJANESBÆ • SELFOSSI
WWW.KFC.IS
86
menning
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013 kling & bang r agnar kjartanSSon Sýnir tHe ViSitorS
Mary Poppins – HHHHH – MLÞ, Ftíminn Mary Poppins (Stóra sviðið)
Fös 29/11 kl. 19:00 Sun 8/12 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 19:00 Lau 30/11 kl. 13:00 Fös 13/12 kl. 19:00 Lau 28/12 kl. 13:00 Sun 1/12 kl. 13:00 Lau 14/12 kl. 19:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Fös 6/12 kl. 19:00 Sun 22/12 kl. 13:00 Fös 3/1 kl. 19:00 Fim 26/12 kl. 13:00 Lau 4/1 kl. 13:00 Lau 7/12 kl. 13:00 Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.
Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið)
Fös 29/11 kl. 20:00 32.k Fim 12/12 kl. 20:00 37.k Mið 18/12 kl. 20:00 Sun 1/12 kl. 20:00 33.k Fös 13/12 kl. 20:00 38.k Fim 19/12 kl. 20:00 Fim 5/12 kl. 20:00 34.k Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Fös 20/12 kl. 20:00 Fös 6/12 kl. 20:00 35.k Sun 15/12 kl. 20:00 40.k Lau 28/12 kl. 20:00 Sun 8/12 kl. 20:00 36.k Þri 17/12 kl. 20:00 Sun 29/12 kl. 20:00 Epískur tónsjónleikur. ATH! Ekki unnt að hleypa inní sal eftir að sýning hefst
Mýs og menn (Stóra sviðið)
Lau 30/11 kl. 20:00 lokas Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Síðasta sýning!
Hús Bernhörðu Alba (Gamla bíó)
Lau 30/11 kl. 20:00 lokas Ólgandi ástríður, þrá eftir frelsi og betra lífi. Síðasta sýning!
Refurinn (Litla sviðið)
Lau 30/11 kl. 20:00 6.k Lau 7/12 kl. 20:00 9.k Lau 21/12 kl. 20:00 12.k Þri 3/12 kl. 20:00 7.k Þri 10/12 kl. 20:00 10.k Sun 22/12 kl. 20:00 Mið 11/12 kl. 20:00 11.k Mið 4/12 kl. 20:00 8.k Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt
Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið)
Lau 30/11 kl. 11:00 aukas Sun 8/12 kl. 13:00 Lau 30/11 kl. 13:00 5.k Sun 8/12 kl. 14:30 Lau 30/11 kl. 14:30 Lau 14/12 kl. 11:00 aukas Lau 14/12 kl. 13:00 Sun 1/12 kl. 11:00 aukas Lau 14/12 kl. 14:30 Sun 1/12 kl. 13:00 6.k Sun 15/12 kl. 11:00 Sun 1/12 kl. 14:30 aukas Sun 15/12 kl. 13:00 Lau 7/12 kl. 11:00 Sun 15/12 kl. 14:30 Lau 7/12 kl. 13:00 Lau 21/12 kl. 13:00 Lau 7/12 kl. 14:30 Sun 8/12 kl. 11:00 aukas Lau 21/12 kl. 14:30 Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap
Sun 22/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 14:30 Fös 27/12 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 14:30 Lau 28/12 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 14:30 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 14:30
Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Verk á níu skjám Ragnar Kjartansson opnar á laugardaginn sýningu á margrómuðu verki sínu The Visitors í Kling & Bang gallerí. Sýningin er í samvinnu við Thyssen-Bornemisza Art Contemporary í Vínarborg en um er að ræða myndbands- og hljóðverk á níu skjám þar sem hópur vina og tónlistarmanna safnast saman í kjörlendi bóhemíunnar, í ljósaskiptunum á hinum stórbrotna og hnignandi Rokeby Farm í Upstate New York. The Visitors var frumsýnt í Migros safninu í Zurich í fyrra en Ragnari og verkinu verður væntan-
Ragnar Kjartansson er loksins kominn heim með verkið The Visitors sem hann sýnir í Kling & Bang. Sýningin opnar klukkan 17 á laugardaginn.
lega tekið fagnandi í Reykjavík enda á það rætur að miklu leyti að rekja til borgarinnar. Tónlistarmennirnir koma flestir þaðan og lagið er samið við texta úr ljóðum listamannsins Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur, svo verkið verður á vissan hátt portrett af ákveðinni kynslóð í listasenu landsins, auk þess að vera portrett af öllum einstaklingunum í myndbandinu. Í þessu kvikmyndaða málverki í níu hlutum er flutt melankólískt lag í óklipptri klukkustundarlangri töku þar sem aðallínan er endutekin æ ofan í æ: Once again I fall into my
feminine ways og í kjölfarið fylgir örlítið níhílískara vers: There are stars exploding around you, and there’s nothing you can do. Hið kvenlæga og harmrænn sigur þess er þungamiðja The Visitors – óður vináttu við tónfall rómantískrar örvæntingar. Staðurinn verður vettvangur þess sem Ragnar kallar feminískt, níhilískt gospel lag: marglaga portrett af vinum listamannsins, könnun á möguleikum tónlistar í kvikmyndaforminu og dregur titil sinn af síðust plötu ABBA, The Visitors, sem mörkuð var aðskilnaði og ósigri.
Café Haiti Serbó -króatíSkir tónleik ar
Vesna og Danijela ætla að syngja fyrir gesti Café Haiti á laugardagskvöld.
Vesna og Danjiela djassa sig upp
k
róatíska sönkonan Vesna og stallsystir hennar Danijela Pandurovic frá Serbíu hafa komið sér vel fyrir á Íslandi og sinna tónlistinni hér, í umhverfi sem þær kunna ákaflega vel við. Vesna hefur búið á Íslandi í hálft ár og segist ekki á förum í bili en Danjela hefur verið hér í tvö ár. Þær ætla að troða upp á Café Haiti á laugardagskvöld klukkan 21 og bjóða upp á ljúfan bræðing af poppi, djass og soul-tónlist. „Það er virkilega gaman að syngja á Íslandi og tónlistarsenan hér er mjög áhugaverð,“ segir Vesna sem syngur á ensku, þýsku og stundum ítölsku. „Ég er hálf ítölsk og hálf króatísk og ólst upp í Þýskalandi þannig að ég tala fimm tungumál,“ segir Vesna sem ætlar að vera á ljúfum nótum Nina Simone og Alicia Keys á laugardaginn.
„Ég kom hingað fyrst í frí og kunni svo vel við mig að mig langaði að búa hérna og nú er ég komin hingað tveimur árum seinna.“ Vesna fylgdist að vonum spennt með landsleik Íslendinga og Króata á dögunum og var öllu hressari með úrslitin en þorri landsmanna. „Ég fylgdist með leiknum á Enska barnum og var sú eina sem fagnaði. Allir hinir voru hálf skælandi,“ segir hún og hlær. „Ég var að sjálfsögðu mjög ánægð með úrslitin.“ Vesna segist staðráðin í að búa áfram á Íslandi. „Mér líkar vel við landið og rólegheitin hérna sem gefa mér kjörið tækifæri til þess að vinna áfram í plötunni minni,“ segir hún en hún er að vinna að hljómplötu fyrir þýskan útgefanda. „Efnið mitt er ekki tilbúið þannig að ég verð bara með ábreiður á laugardaginn.“ -þþ
30
%
afsl.
NATALE jólaljósatré Verð 9.730 kr. áður 13.900 kr.
20 AF KERTUM %
afsl.
OG SERÍUM
30
UM HELGINA
%
afsl.
NýTT!
Ljósaseríur frá Habitat. Eitthvað fyrir alla Tilboðsverð frá 2.280 kr.
AðVENTUKERTI dAGATALSKERTI STóR KERTI LÍTIL KERTI...
20-30
AF öLLUM SóFUM TILbOðINU LýKUR á SUNNUdAG
WILBO frá Habitat 3ja sæta sófi 156.000 kr. 2ja sæta sófi 139.000 kr. Stóll 99.000 kr.
Til í fjórum litum
TEKK COMPANY og HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 Opið mánudega til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18
Vefverslun á www.tekk.is
88
dægurmál
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Rakel er úr Reykjavík en flutti í Kópavog með foreldrum sínum fyrir nokkrum árum.
Í takt við tÍmann R akel tómasdóttiR
Í fimleikum í fjórtán ár
Ljósmynd/Hari
Rakel Tómasdóttir er tvítug fimleikastelpa sem var í sigurliði Gerplu á Norðurlandamótinu í hópfimleikum á dögunum. Hún er auk þess nemi í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands, starfar hjá vefritinu Kjarnanum og hannar símahulstur undir nafninu Utopia. Staðalbúnaður
Ég hef mikinn áhuga á tísku en er ekkert mikið fyrir að fylgja trendum. Ég reyni yfirleitt bara að finna jafnvægi milli þess sem er þægilegt og flott. Mér finnst gott að vera í víðum og afslöppuðum fötum, sérstaklega fallegum peysum. Flestar af uppáhaldsflíkunum mínum hef ég keypt í Urban Outfitters og Monki, maður reynir að nýta tækifærið þegar maður fer til útlanda. Mér finnst líka gaman að skoða notuð föt úr Spútnik eða einhverjum flóamörkuðum. Ef ég nenni því finnst mér mjög gaman að vera á hælum en annars kemur það sér mjög vel upp á fimleikana að hlaupaskór séu í tísku. Maður þarf nefnilega að passa vel upp á fæturna á sér fyrir mót. Annars er ég ekki mjög hrifin af þessu íþróttatrendi sem er í gangi. Mér finnst gaman að vera í flottum íþróttafötum á æfingu en í skólanum langar mig að vera í einhverju öðru.
Hugbúnaður
Mér finnst mjög gaman að fara á kaffihús, bæði til að hitta vinkonur mínar og til að læra. Nýja uppáhalds kaffihúsið er Kaffismiðjan en annars er líka fínt að fara á Laundromat Café eða Loft Hostel. Annars eyði ég rosalega miklum tíma niðri í skóla eða í Gerplu. Við æfum svona fimm sinnum í viku, þrjá tíma í senn, fyrir mót svo maður er alltaf með þessum stelpum. Þetta eru allt mjög góðar vinkonur mínar enda hef ég æft fimleika síðan ég var sex ára. Ég horfi mjög lítið á sjónvarp. Eini þátturinn sem ég fylgist aðeins með er Greys Anatomy. Mér finnst skemmtilegra að skoða einhver blogg eða hönnun á netinu, skoða ljósmyndir og grafík og fleira.
SPARINAANWICH
Vélbúnaður
Ég er með iPhone og nota Facebook og Instagram. Svo nota ég Shazam sem er mjög gott þegar maður er að hlusta á útvarpið og langar að vita hvaða lag er verið að spila. Ég er með Macbook Pro og nota hana líka mikið, þar er ég með Photoshop og öll forrit sem þarf í þetta hönnunarstúss.
Aukabúnaður
Ég er ekki mikið fyrir að elda en reyni nú að borða heima þegar ég get. Annars kaupi ég mér Nings, Serrano eða eitthvað svoleiðis. Ég reyni að halda mig í hollustunni. Ég er á bíl sem er nauðsynlegt því ég bý lengst uppi í Kópavogi og er í skóla niðri í bæ. Fimleikaferðalögin eru þau einu sem ég hef farið í undanfarið. Ferðin til Árósa um daginn var ein sú skemmtilegasta sem ég hef farið í. London er annars í uppáhaldi hjá mér. Það er mjög skemmtileg borg og þar er ótrúlega þægilegt að vera.
appafenguR
Playtime with Dora the Explorer Appið Playtime with Dora the Explorer er eitt vinsælasta appið á mínu heimili. Það er búið til af framleiðendum þáttanna um Dóru landkönnuð og er mjög örvandi fyrir ung börn. Þrenns konar leikir eru í boði, minnisleikur, púsl og pörunarleikur. Hægt er að velja um þrenns konar erfiðleikastig í minnisleiknum þar sem spjöldin eru allt frá 12 og upp í 30 en á öllum spjöldum eru persónur úr þáttunum. Síðan þarf að finna samstæður og muna hvaða myndir eru hvar. Púslin eru frekar einföld en þar velja þátttakendur sér mynd af Dóru og Klossa vini hennar, og fá hana þá sem púsl. Í pörunarleiknum eru einnig þrjú erfiðleikastig og tvær útgáfur þar sem birt er mynd af persónu úr þáttunum og finna þarf aðra eins í myndasafni. Börnin fá svo klapp og fagnaðarlæti þegar þau ljúka hverjum leik, nokkuð sem alltaf gleður litlar sálir. Erla Hlynsdóttir
Glæsibæ • Dalvegi • N1 Ártúnsbrekku • Bæjarhrauni • Skoðaðu matseðilinn á saffran.is
erla@frettatiminn.is
www.sonycenter.is 5 ára ábyrgð fylgir öllum sjónVörpum
r a k r k a a k p k a r p i ð ðir r a h ó g eru
50”
StóRt Gott FRáBæRt vERð 5 áRA áByRGð
risi á frábæru verði 259.990.-
glæsileg hönnun á frábæru Verði 50” LED SjónVaRP KDL50W656
• Full HD 1920 x1080 punktar • 200 Hz X-Reality myndvinnslukerfi • Nettengjanlegt og innbyggt WiFi
Verð 259.990.-
tilboð
139.990.-
óTrúlegur hljómur fyrir snjallTækið þiTT
fullkomin lausn fyrir jólabækurnar
heimabíó m. þráðlausum bassaháTalara
besTa smámyndaVél Veraldar?
SRSBTM8B
PRST3BC
HTCT260H
DSCRX100M2
40” LED SjónVaRP KDL40R473
• Hljómtæki fyrir snjalltæki • Þráðlaus Bluetooth tenging • Fáanlegt í svörtu og hvítu
• Rafbókarlesari með 6” skjá • Geymir allt að 1200 rafbækur • Aðeins 200 gr. Hlífðartaska fylgir
• 300W 32 bita magnari • 1 hátalari og þráðlaust bassabox • Bluetooth tengimöguleiki
• 20.2 pixla Exmor R myndflaga • ZEISS linsa F1.8–4.9 • Full HD video1080 50/25/24p
• Full HD 1920 x1080 punktar • 100 Hz X-Reality myndvinnslukerfi • Multimedia HD link fyrir snjallsíma
Verð 18.990.-
Verð 29.990.-
Verð 79.990.-
Tilboð 139.990.- Verð áður 149.990.-
Verð 159.990.-
sony Center Verslun nýherja borgartúni 569 7700
sony Center Verslun nýherja kaupangi akureyri 569 7645
örþunnT og floTT á góðu Verði
12 mánaða VaxTalaus lán Visa* *3,5% lántökugjald og 340 kr. færslugjald á hvern gjalddaga.
90
dægurmál
Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
BR agi ÞóR stjóRnaR KóR í afRísKU KonUngsRíKi
Hrellir ekki kórfélaga með miklu eldfjallatali Tónlistarmaðurinn Bragi Þór Valsson hefur búið í Suður-Afríku undanfarin þrjú ár og starfar nú sem tónmenntakennari og kórstjóri hjá tónlistarskólanum Lebone II College of the Royal Bafokeng í konungsríkinu Bafokeng. Skólinn telur 800 nemendur og nýtur sérstakrar velvildar konungsins sem fylgist náið með starfinu. Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar hefur boðið kammerkór Lebone að koma fram á 50 ára afmælishátíð Tónskólans í Eldborgarsal Hörpu 30. mars 2014 og Bragi
Þór hefur hafið söfnun á vefnum Karolinafund til þess að reyna að fjármagna ferðalagið sem eins og gefur að skilja gæti orðið mesta ævintýraferð lífs meðlimanna. „Kórfélagarnir eru mjög spenntir fyrir Íslandsferðinni,“ segir Bragi. „Þau vita náttúrulega ekkert um Ísland nema það sem ég hef sagt þeim. Ég hef samt verið frekar rólegur í tali um eldfjöll og jarðskjálfta, svo foreldrar þeirra fríki ekki út. Fyrir flest þeirra verður þetta óneitanlega mesta ferðalag sem þau hafa nokkurn tíma farið í.“
Bragi unir hag sínum vel í Afríku. „Það er frábært að búa í Suður-Afríku. Veðrið er æðislegt, verðlag er um 30% lægra en á Íslandi og húsnæði líklega 60% ódýrara. Maturinn er góður og fólkið er skemmtilegt. Það er náttúrulega ekki hjá því komist að Suður-Afríka hefur hæstu glæpatíðni í heimi en maður lifir bara með því, svipað og maður býr við eldgosahættuna á Íslandi. Það er alls staðar eitthvað neikvætt,“ segir Bragi sem vonast til þess að geta komið með kammerkórinn sinn í ævintýraferð til Íslands.
Bragi Þór unir hag sínum vel í konungsríkinu Bafokeng og vonast til þess að fólk styðji hann til þess að koma með kórinn sinn til Íslands.
BÆKUR hafnfiRsK aR sKemmtisögUR
Geðveik jól á RÚV
Vikan hefur verið erfið fyrir starfsfólk Ríkisútvarpsins í Efstaleiti og hollvini stofnunarinnar. Margt þekkt fjölmiðlafólk missti vinnuna og eftir helgi verður kynnt hvernig dagskrá útvarps og sjónvarps verður skert vegna niðurskurðarins. Það eru þó ekki bara slæmar fréttir sem berast þaðan því RÚV hefur tryggt sér sýningarrétt á Geðveikum jólum sem undanfarin ár hafa verið á Skjá einum. Hið ástsæla tvíeyki Gunna Dís og Andri Freyr mun stýra þáttunum. Að þessu sinni munu 12 fyrirtæki keppa um besta jólamyndbandið. Vefurinn Gedveikjol.is opnar föstudaginn 6. desember.
Afneitar svínshausum Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, hefur hvergi farið leynt með andstöðu sína gegn byggingu mosku í Reykjavík og hefur meðal annars tekist að tengja umræðuna Tyrkjaráninu og teygt málið í ýmsar aðrar frumlegar áttir. Hann þvoði þó hendur sínar á Facebook af blóði svínanna sem áttu höfuðin sem skilin voru eftir á lóðinni þar sem moskan á að rísa þegar hann kvartaði yfir því að DV reyndi að tengja hann svínshausunum. „Ég fyrirlít ofbeldi og þar með þá sem stóðu að þessum gjörningi. Lögreglurannsókn verður að fara fram á þessu athæfi, því að nær allir aðilar málsins, bæði andstæðingar og stuðningsmenn moskunnar eru líklegri en ég til að gera svona.“ Skrifaði Ólafur og var talsvert niðri fyrir.
Ingvar Viktorsson, fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar með meiru, hefur tekið saman gamansögur af sveitungum sínum í bókinni Húmör í Hafnarfirði. Hafnfirðingar eru annálaðir fyrir gott geðslag og að hafa ekki síst húmor fyrir sjálfum sér. Þess sjást glögg merki í Húmör í Hafnarfirði en Ingvar lætur hér nokkrar vel valdar sögur flakka.
Grillað tígrisdýr á svölunum
g
aflarinn Ingvar Viktorsson er maður sem getur að eigin sögn allt, nema fara í megrun. Hann hefur upplifað margt, séð enn meira og heyrt ótal gamansögur og hnyttin tilsvör þá áratugi sem hann hefur haldið til í Hafnarfirði. Hann var bæjarstjóri í Firðinum, á fullu í félagsmálunum og að sjálfsögðu áberandi innan FH. Ingvar hefur nú safnað saman og gefið út á bók skemmtisögur af sjálfum sér og samferðafólki í Hafnarfirði en eins og alkunna er þykja gaflarar með fyndnara fólki. Hann segir bók sína, Húmör í Hafnarfirði, þó ekki vera neina Hafnarfjarðarbrandarabók enda sé fólk löngu hætt að gera slíkt grín að Hafnfirðingum. Enda má víst telja það stjórnarskrárbrot að gera grín að minnihlutahópum þótt Ingvar vilji að vísu ekki kannast við að Hafnfirðingar flokkist sem slíkir. Ingvar kenndi við Flensborgarskóla frá 1963 og hefur fylgt ófáum æringjunum úr Hafnarfirði einhvern spöl á menntaveginum og skólastarfið kemur þó nokkuð við sögu í bókinni. Ingvar segist fyrst og fremst vilja með bókinni halda til haga frábærum karakterum sem megi ekki falla í gleymskunnar dá og viðbrögðin hafa verið slík að fólk er farið að senda honum sögur af Hafnfirðingum og hann er að sjálfsögðu byrjaður á næstu bók.
annað sinn en allt fór á sama veg, boltinn hreyfðist ekki, og þegar ég hafði reynt í þriðja sinn með sama árangri sagði Þórir, sem fylgst hafði með af miklum áhuga: „Já, þetta er helvíti sniðugt, en til hvers er boltinn?“
Áhaldahúsið
Einn daginn mætti Guðmundur Valdimarsson, kallaður Gummi Valda, draghaltur í vinnuna. Elías Már smiður vatt sér að honum og spurði: „Varst þú að meiða þig, Guðmundur minn?“ Guðmundur svaraði að bragði. „Nei, Elli minn, ég var ekki að meiða mig, heldur eru það stígvélin mín sem eru misdjúp.“
GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST
Ekki einn í heiminum Páll Magnússon stendur í ströngu þessa dagana, blóðugur upp að öxlum með niðurskurðarhnífinn á lofti og er ekki vinsælasti maðurinn innan veggja RÚV í Efstaleitinu. Palli er þó ekki alveg einn í heiminum og þannig steig Egill Helgason fram fyrir skjöldu á Facebook og furðaði
sig á því hversu fólk geti verið „skrítið“, að beina reiði vegna uppsagnanna að Páli en ekki „þeim sem hafa skorið niður fjárveitingar til stofnunarinnar hvað eftir annað síðasta hálfa áratuginn.“
KLASSÍSK AÐVENTULJÓS 16 GERÐIR
Frá Svíþjóð
Frá Svíþjóð
Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
Opið kl. 11 - 16 laugardag Opið kl. 13 - 16 sunnudag
Á golfvellinum
Á upphafsárum golfklúbbsins Keilis var skrásetjari að berjast við að ná tökum á golfíþróttinni og gekk það satt best að segja brösuglega. Ég vildi endilega fá vin minn og félaga, Þóri heitinn Jónsson, með í sportið og tók hann því með út á Hvaleyri einn góðan veðurdag og ætlaði að kenna honum undirstöðuatriðin í íþróttinni. Ég stillti upp bolta og tók upp kylfu og sló, en hitti ekki boltann. Ég reyndi í
Úr Víðistaðaskóla
Í Víðistaðaskóla hafa komið margar skemmtilegar ritgerðir frá yngstu nemendunum eins og þessar tvær. Þær eru stuttar en segja allt sem nemandinn vildi að fram kæmi. Sú fyrri er um nytsamasta húsdýrið og hljóðar svona: „Hænan er nytsamasta húsdýrið af því að það er hægt að borða hana áður en hún fæðist og líka eftir að hún er dauð.“ Hin ritgerðin fjallar um kúna og er á þessa leið: „Kýrin. Barnið hennar heitir kálfur. Kýrin er kvendýr og er spendýr, karldýrið heitir naut og sko ekki spendýr.“
Hildur Guðmundsdóttir
Hildur Guðmundsdóttir hefur lengi kennt við Grunnskóla Hafnarfjarðar og átt þar mjög farsælan feril og hefur öllum nemendum hennar þótt vænt um hana. Hún hefur frá ýmsu að segja eftir öll þessi ár. Einn nemandi minn, stúlka sem stundum fór mikið fyrir, átti það til að koma of seint að morgni. Henni líkaði þetta illa og fór oft mikið fyrir henni þegar hún var að koma sér fyrir. Einu sinni sem oftar er hún seint á ferðinni og hafði greinilega gengið mikið á heima, því hún kom með þjósti miklum inn í stofu, slengdi upp hurðinni og sagði hátt og skýrt: „Sko, Hildur, ég kem alltaf of seint þegar mamma og pabbi fara saman í sturtu.“ Eitt sinn kom nemandi minn, stúlka nokkur sem oft leit lífið öðrum augum en við hin, of seint. Ég spurði hana hverju það sætti. Þá svaraði hún: „Ég kom of seint, af því að við pabbi vorum að grilla tígrisdýr á svölunum.“
Ingvar Viktorsson er í góðum gír í bókinni Húmör í Hafnarfirði þar sem hann segir gamansögur af sjálfum sér og sveitungum sínum. Mynd/Hari
NÝJAR VÖRUR
ACORN JAKKI 23.900 ACORN BUXUR 12.900
FYLGSTU MEÐ OKKUR
facebook.com/selected.island
BARLEY JAKKI 28.900
KALLE SKYRTA 9.500
DEER SKYRTA 9.900
HE LG A RB L A Ð
Hrósið ...fá krakkarnir í Langholtsskóla sem sigruðu í hæfileikakeppninni Skrekk með frábæru atriði. Siguratriðið kallaðist Hjartað og fjallaði um það hversu fáránlegt það er að fordæma ást í hvaða formi sem hún birtist.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Bakhliðin CurvEr ThoroddSEn
Ð Ó G U GERÐ KAUP 249
GILDIR 29.11 - 01.12
DAGAtAlsKeRtI Mikið úrval. Vnr. 5670400
Vinurinn sem hringir Aldur: 37 ára. Börn: Hrafnkell Tími, fimm ára. Foreldrar: Gísli Thoroddsen og Bryndís Hannah. Áhugamál: Tónlist, myndlist og öll menning. Menntun: Mastersgráða í myndlist frá School of Visual Art í New York. Starf: Tón- og myndlistarmaður. Stjörnumerki: Vatnsberi.
1 STK.
MIKIÐ
995
ÚRVAL
Aðventuljós Flott aðventuljós í gluggann. Litur: Hvítt. Vnr. AX8000085
Stjörnuspá: Þú hefur unnið mikið seinustu tvær vikurnar, og nú skaltu ákveða hvernig þú vilt leika þér. Lærðu af reynslunni og gerðu ekkert að óathuguðu máli í þeim efnum.
H
ann er náttúrlega frábær vinur að eiga að. Við erum búnir að vera bestu vinir frá því við vorum tólf ára. Hann er einn af fáum vinum sem hringir og skammar þig vingjarnlega þegar maður kúkar upp á bak og allir vinir manns þegja,“ segir Birgir Örn Steinarsson, tónlistarmaður og vinur Curvers. „Það er auðvelt að ræða við hann um andans- og tilfinningamál. Það er yfirleitt líka skemmtilegt að hanga með honum vegna þess að það sem honum dettur í hug er yfirleitt eitthvað sem manni dytti ekki sjálfum í hug að gera. Þannig að maður hefur kynnst ýmsu í menningarlífinu og samfélaginu sem maður hefði ekki gert án hans.“
Félagarnir Einar Örn Benediktsson og Curver Thoroddsen í Ghostigital opna Andefnabúðina á Kex milli klukkan 21-23 á laugardagskvöld. Síðastliðin ellefu ár hefur Ghostigital heillað, hrellt og hrist upp í íslensku tónlistarlífi með afdráttarlausri og uppátækjasamri tónlist sinni. Til þess að halda upp á þessi merku tímamót senda þeir frá sér safndisk með allskyns andefni sem ekki hefur ratað inn á stúdíóplötur sveitarinnar. Andefnabúðin er stútfull af skemmtilegu góðgæti; remixum, samstarfsverkefnum og einstæðum og einstökum villilömbum. Tónlist Ghostigital er skoðuð frá annari hlið í fjörugum endurhljóðblöndunum helstu danshljómsveita landsins og forvitnileg samstarfsverkefni dregin í sviðsljósið.
FALLEG DÝRALJÓS
ÚTISERÍUR FRÁ:
1.395
INNISERÍUR FRÁ:
289
sAntA DAGAtAlsDAGA KeRtI Hæð: 33 sm. Vnr. KN103312
1.495
SPARIÐ
5000 AF SÆNG
PLUS ÞÆ GI ND I & GÆ ÐI
ANDADÚNSÆNG
BONSAI TRÉ
BOnsAI tRé BO é Fallegt LED ljósaljósa tré með 40 ljósum. Hæð: 45 sm. Vnr. 6015100
3.995
BÓMULLARSATÍN
4.995
Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is
25%
AFSLÁTTUR
FULLT VERÐ: 1.995
BALIN
Kanínuljós Verð 7.800,-
AÐVENTULJÓS
135 X 200 SM. FULLT VERÐ: 17.950
KAUPTU 2 OG SPARAÐU
1000
12.950
KROnBORG GReenlAnD AnDADúnsænG Notaleg og góð sæng fyllt með 750 gr. af andadúni og andafiðri. Sængin er saumuð í ferninga og því helst dúnninn jafn yfir alla sængina. Stærðir: 135 x 200 sm. 17.950 nú 12.950 135 x 220 sm. 19.950 nú 14.950 Koddi: 50 x 70 sm. 7.995 Koddi: 40 x 50 sm. 3.995 Vnr. 4260004, 4060050 KeRtADRO KeRtADROpAR t tADRO Fást í 3 litum. Stærð: 5 x 18 sm. Vnr. 55182620
2 STK.
jólAKeRtI Mikið úrval af fallegum jólakertum. Vnr. 612400
695 VERÐ FRÁ:
295
BAlIn sænGuRveRAsett Efni: 100% bómullarsatín. Lokað að neðan með tölum. Stærðir: 140 x 200 sm. og 50 x 70 sm. 1 stk. 4.995 nú 2 stk. 8.990 140 x 220 sm. 5.995 nú 2 stk. 10.990 Vnr. 1279293
www.rumfatalagerinn.is