29. april 2011

Page 1

Þorvaldur Davíð Með samning í Hollywood

Friðriksdætur Vekja verHnífsdal til lífsins

ÓKEYPIS Ó K Ebúð Y P I Sí

50

54

FAST Verð 29. apríl-1. maí 2011 2. árgangur

2. tölublað 1. árgangur 17. tölublað

ÓKEYPIS ÓKEYPIS  Viðtal GUÐJÓN ÞÓRÐARSON

Ég vildi hins vegar að hann hefði hlustað meira á mig. Þá hefði hann farið öðruvísi í gegnum sum mál.

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Anna Valdimars Eyðir neikvæðum hugsun­um barn­æ skunnar 18 Viðtal

Einar Örn

Besti flokkurinn er ekki coverband

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Guðjón Þórðarson um mág sinn Geir H. Haarde

vIÐHORF 34

Hildur Ragnars Töff tískubloggari

5 Síða 24

Knattspyrnuþjálfarinn litríki, Guðjón Þórðarson, hefur marga fjöruna sopið. Í viðtali við Þóru Tómasdóttur talar hann um fótboltann, stjórnmálin og lífið utan vallar. Vonbrigðin, sigrana og framtíðina. Ljósmynd/Hari

dagar dress

Tíska 46

PIPAR \ TBWA

SÍA

110613

GÖNGUGREINING FLEXOR TÍMA PANTAÐU

517 3900

getur komið í veg fyrir ýmis stoðkerfisvandamál og kvilla í helstu álagspunktum líkamans. Orkuhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 108 Reykjavík / S. 517 3900 / www.flexor.is


2

fréttir

Helgin 29. apríl-1. maí 2011

 Heilbrigðismál Helga Sigríður jafnar sig eftir hjarta aðgerð

Á spítala um páskana Þóra Tómasdóttir thora@ frettatiminn.is

Helga Sigríður Sigurðardóttir gekkst undir aðgerð á hjarta fyrir rúmlega tíu dögum en bundnar eru vonir við að nú hafi endanlega verið gert við hjartagalla sem hefur hrjáð hana undanfarið hálft ár. „Aðgerðin gekk vel og lækninum tókst að gera það sem hann ætlaði sér. Hins vegar var ástandið á hjartanu ekki eins gott og við héldum og það var augljós súrefnisskortur í hjartavöðvanum,“ segir María Egilsdóttir, móðir Helgu Sigríðar. „Hjartað tók svo við sér eftir aðgerðina og nú vonum við það besta.“

Í nóvember í fyrra hné Helga Sigríður niður með kransæðastíflu þegar hún var í skólasundi á Akureyri. Skömmu síðar fékk hún hjartaáfall og þá uppgötvaðist galli í kransæð sem gera átti endanlega við í þetta skiptið. Opin brjóstholsaðgerð er hins vegar heilmikið álag og Helga Sigríður hefur dvalið á hjarta- og lungnaskurðdeild yfir páskana. „Hún er líklega komin með lungnabólgu í öðru lunganu og þarf að vera hér eitthvað áfram. Við vonumst þó til að fara heim í þessari viku,“ segir móðir hennar.

Helga Sigríður var strax sett í stífa endurhæfingu eftir aðgerðina. „Hér er ekkert elsku mamma. Hún var fljótt látin fara fram úr rúminu til að hreyfa sig. Nokkrum sinnum á dag á hún að ganga eftir spítalagöngunum en hún verður í tvo til þrjá mánuði að jafna sig á þessu. Við vonum bara að ekkert komi upp á,“ segir María. Helga Sigríður gekkst undir velheppnaða hjartaaðgerð á dögunum og vonast til að komast heim til sín í vikunni.

 Fasteignamark aður Lúxusvilla seld

Sigmundur neitar að veita skriflegt leyfi

Huldufélag í Lúx kaupir glæsivillu sambýliskonu Hannesar Smárasonar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, neitar að gefa Fréttatímanum skriflegt leyfi til að fá yfirlit yfir námsferil hans í Oxford-háskóla. Vegna persónuverndarlaga í Bretlandi er skrifstofu skólans óheimilt að veita upplýsingar um nemendur skólans án skriflegs samþykkis þeirra sjálfra. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar, staðfesti þetta við blaðamann Fréttatímans og vildi ekki gefa upp ástæðu þess að Sigmundur Davíð vill ekki veita þetta leyfi. Upplýsingar um nám Sigmundar Davíðs hafa verið misvísandi á hinum ýmsu vefsvæðum veraldarvefsins, jafnvel þótt um sé að ræða síður sem lúta stjórn Sigmundar sjálfs. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Fréttatíminn ekki fengið staðfest með óyggjandi hætti hvaða námi Sigmundur Davíð hefur lokið. -óhþ

Sparkle S.A., nýstofnað félag í Lúxemborg, keypti villuna og yfirtók lán frá Landsbankanum að upphæð 74,3 milljónir.

Þóranna til Háskólans í Reykajvík

Neyðarlög staðfest Neyðarlögin voru staðfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag þegar dómurinn úrskurðaði Icesave-innlánin forgangskröfur í þrotabú Landsbankans. Almennir kröfuhafar höfðuðu mál gegn slitastjórninni til að fá neyðarlögunum hnekkt. Ef Héraðsdómur Reykjavíkur hefði komist að þeirri niðurstöðu að Icesave-innlánin væru almennar kröfur en ekki forgangskröfur, hefði það sett áætlanir um greiðslur úr þrotabúi Landsbankans í uppnám því þá hefðu breski og hollenski tryggingarsjóðurinn fengið mun minna í sinn hlut vegna Icesave-innistæðnanna. Búast má við því að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Háskólinn í Reykjavík hefur ráðið dr. Þórönnu Jónsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra rekstrar og stjórnunar. Meginverkefni Þórönnu felast í mannauðsstjórnun, samþættingu innra starfs skólans og rekstri flestra stoðdeilda hans. Hún verður enn fremur staðgengill rektors í málefnum tengdum rekstri skólans. Þóranna hefur DBAgráðu frá Cranfieldháskóla og MBA-gráðu frá IESE. Hún starfaði á árum áður hjá Háskólanum í Reykjavík, meðal annars sem forstöðumaður og aðstoðardeildarforseti viðskiptadeildar og framkvæmdastjóri Stjórnendaskólans. Hún hefur undanfarin ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra samskipta og viðskiptaþróunar hjá Auði Capital.

Fjölnisvegur 9 er glæsilegt utan frá séð og ekki síður að innanverðu þar sem það hefur verið gert upp fyrir 350 milljónir króna af smekkfólkinu Hannesi og Unni. Ljósmynd/Hari

fermingar Húsið var keypt fyrir 70 milljónir árið 2004 og

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 1 - 0 5 8 6

gerði Hannes endurbætur á því fyrir 350 milljónir, samkvæmt Skemmtilegar hugmyndir fyrir fermingarveisluborðið á www.gottimatinn.is

bókhaldi hans.

U

nnur Sigurðardóttir, sambýliskona athafnamannsins Hannesar Smárasonar, hefur selt lúxusvillu, sem var á hennar nafni, á Fjölnisvegi 9 til Sparkle S.A., nýstofnaðs huldufélags í Lúxemborg. Ekki kemur fram í kaupsamningnum hvert kaupverðið er en félagið yfirtekur fasteignalán frá Landsbankanum að upphæð 74,3 milljónir. Húsið, sem er rétt tæplega 370 fermetrar að stærð, hefur verið í eigu Hannesar Smárasonar frá árinu 2004. Fyrst í gegnum félagið Fjölnisveg 9 ehf., sem var í eigu Hannesar áður en Landsbankinn tók félagið yfir. Hannes keypti húsið af félaginu sínu í september 2007 og seldi síðan sambýliskonu sinni, Unni Sigurðardóttur, það í desember sama ár. Húsið var keypt fyrir 70 milljónir árið 2004 og gerði Hannes endurbætur á því f yrir 350 milljónir, samkvæmt bókhaldi hans sem

komst í fjölmiðla þegar hann reyndi að fá ógilta húsleit efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra vorið 2009. Grunur efnahagsbrotadeildarinnar beindist að því að sala hússins til Hannesar, og síðar Unnar, hefði verið málamyndagjörningur vegna þess hversu lágt kaupverðið var. Um tíma var Hannes Smárason konungur Fjölnisvegarins. Hann átti bæði hús númer 9 og 11 og hugðist tengja húsin saman með göngum. Áður en honum tókst það ætlunarverk sitt yfirtók Landsbankinn félagið Fjölnisveg 9 ehf., sem átti Fjölnisveg 11 og glæsiíbúð við Pont Street í London, íbúð sem metin var á 7,5 milljónir punda eða tæplega 1,5 milljarða. Ekkert er vitað um eigendur huldufélagsins Sparkle S.A. í Lúxemborg eða félagið sjálft nema að það er nýstofnað í hlutafélagaskrá landsins. Tveir aðilar, C. Godfrey og S. Bivek, skrifa undir samninginn fyrir hönd félagsins. Það er ekki skráð í gagnagrunn samstarfsaðila Creditinfo í Lúxemborg. Af skötuhjúunum Unni og Hannesi er það annars að frétta að þau eru búsett í Barcelona á Spáni, nánar tiltekið á Carrer de Josep Bertrand nálægt miðborginni, í glæsilegu húsi. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is

Hannes Smárason hefur slitið tengslin við Fjölnisveg og býr nú í Barcelona.


iPhone 4 Lækkað verð

Verð frá: 124.990 kr. MacBook Air 11,6”

MacBook 13,3”

MacBook Pro 13,3”

1,4GHz Core 2 Duo 64GB flash 2GB vinnsluminni Aðeins 1kg

2,4GHz Intel Core 2 Duo 2GB DDR3 vinnsluminni 250GB harður diskur Aðeins 2,13kg

2,3GHz tveggja-kjarna Intel i5 örgjörvi 4GB innra minni 320GB harður diskur Aðeins 2,04kg

Verð: 169.990.-

Verð: 169.990.-

Verð: 219.990.-

Vefverslun www.epli.is

sendum frítt á land allt

Epli.is, Laugavegi 182, sími 512 1300 | Opið 10-18 mánudaga til föstudaga og 12-16 laugardaga | www.epli.is


4

fréttir

Helgin 29. apríl-1. maí 2011

Föstudagur

veður

l augar dagur

VÆTUDAGAR

sunnudagur

Haltu regninu úti svo þú getir verið lengur úti.

Loks hægari vindur Í þessum apríl sem brátt er liðinn, eru þrír af fjórum helstu veðurþáttum sem við látum okkur varða neikvæðir. Úrkomsamt hefur verið suðvestanlands, sólarlítið og sérlega vindasamt. Á móti kemur að alls ekki hefur verið kalt. Norðaustan- og austanlands hefur aftur á móti verið sérlega milt, sólríkt og úrkomulítið. Nú er að sjá að um helgina verði í það minnsta frekar hægviðrasamt og hitinn fer hækkandi, einnig um vestanvert landið. Í næstu viku eru vonir um breytingar í átt til vors ef ekki bara sumarveðráttu! Einar Sveinbjörnsson

4

10

6

9

5

7

6

8

14

5

6

6

8 7 7

Skúrir vestan til, en birtir upp norðan- og austanlands þegar kemur fram á daginn.

Rigning vestan og norðan til framan af degi, en bjart og frekar hlýtt austanlands.

Lítur út fyrir smá rigningu norðaustan- og austanlands frá skilum á leið til austurs. Vestan til sér hins vegar til sólar.

Höfuðborgarsvæðið: Strekkingsvindur og skúrir, einkum framan af degi

Höfuðborgarsvæðið: Hægur vindur og þungbúið með vætu, einkum framan af degi.

Höfuðborgarsvæðið: Vestan gola og fremur bjart veður. Milt, en kólnar um kvöldið.

CINTAMANI WWW.CINTAMANI.IS

vedurvaktin@vedurvaktin. is

Ríkiseinkasala á olíu? Geti olíufélögin ekki selt okkur eldsneyti með eðlilegri álagningu, væri rétt að kanna hvort ríkiseinkasala mundi ekki gagnast okkur betur, segir í niðurlagi ályktunar stjórnarfundar samtakanna Landsbyggðin lifi. „Hátt verð á dísilolíu og bensíni er að verða meiri háttar vandamál, sérstaklega í dreifbýlinu. Leiðir til að fá þjónustu, komast í verslun eða stunda félagslíf eru langar, svo ekki sé nú minnst á það hve dýrt er að komast til höfuðstaðarins. Flutningskostnaður á vöru og þjónustu er orðinn óbærilegur fyrir byggðirnar. Landsbyggðin lifi krefst þess að ríkisstjórnin beiti áhrifum sínum til að lækka verð á bílaeldsneyti. Til þess hafa stjórnvöld tvo augljósa kosti: 1) að stórlækka eða afnema eldsneytisskatta, 2) að gera kröfu á olíufélögin um lægri álagningu,“ segir í ályktuninni. Í greinargerð segir enn fremur: „Í nútímaþjóðfélagi eru bílar sem ganga fyrir olíu eða bensíni nauðsyn, en ekki lúxus. Álagning olíufélaganna er allt of há. Þetta er afar einfaldur rekstur. Vegna bruðls og óhófs virðast þau mörg á jötunni hjá okkur skattgreiðendum, sem auk okursins þurfa nú líka að borga þau út úr eigin skuldasúpu.“ -jh

Dýrara að geyma bílinn við Leifsstöð

Verðskrá Icepark, rekstraraðila langtímabílastæða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, hækkaði um tæp 50% 15. apríl síðastliðinn, að því er greint er frá á síðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB. Gjald fyrir tíu daga afnot af langtímabílastæði er nú 7.400 krónur en var áður 5.010 krónur, að því er segir þar. Fram kemur á síðu FÍB að ekki hafi fengist skýringar á hækkuninni hjá starfsmanni Icepark en samkvæmt heimildum FÍB er Icepark í eigu öryggisfyrirtækisins Nortek. „Upphaflega annaðist Securitas rekstur gjaldskyldu bílastæðanna umhverfis Leifsstöð,“ segir FÍB, „en Icepark mun hafa hreppt það hnoss fyrir fáum árum eftir að útboð hafði farið fram. Þær tekjur sem innheimtast skiptast síðan milli flugstöðvarinnar sjálfrar og rekstraraðila stæðanna.“ -jh

Íslenskir flugumferðarstjórar verðlaunaðir

R áðstefnur Magnús Ólafsson

Flugumferðarstjórar á Íslandi hlutu æðstu viðurkenningu er Alþjóðasamtök félagasamtaka flugumferðarstjóra veita fyrir framúrskarandi fagmennsku árið 2010. Verðlaunin eru veitt fyrir afrek þar sem einstaklega fagleg vinnubrögð eru viðhöfð í flugumferðarstjórn, segir í tilkynningu Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Á ráðstefnu í Amman 10.-15. apríl síðastliðinn var þessi viðurkenning veitt íslenskum flugumferðarstjórum fyrir einstakt afrek meðan á Eyjafjallajökulsgosinu stóð. Dagana 6.-11. maí 2010 unnu flugumferðarstjórar í Flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík alla flugumferð er fór yfir Atlantshafið. En sú umferð skiptist venjulega á milli fjögurra flugstjórnarmiðstöðva. Öll flugumferðin var yfir og norður af Íslandi og voru fyrri umferðarmet bætt á hverjum degi þar til 11 maí. Þann dag flugu 1.019 flugvélar gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið á 24 klukkustundum en metið fyrir 6. maí var 562 vélar. Íslenska flugstjórnarsvæðið er annað stærsta flugstjórnarsvæðið í heiminum, 5,4 milljónir ferkílómetra og tekjur vegna alþjóðaflugþjónustu fyrir árið 2010 voru þrír milljarðar. -jh

Mokar upp sandi í stað loðnu

Óvíst er hvenær Landeyjahöfn verður opnuð aftur en hún hefur nú verið lokuð Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi í rúmar fimmtán vikur. Ölduhæð og illviðri hafa gert dæluskipinu Skandia erfitt fyrir. Grípa þarf til róttækra aðgerða til að dýpka höfnina en hafnarmynnið mun einkum vera flöskuháls í því sambandi. Siglingamálastofnun hefur nú farið þess á leit við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum að hún leggi uppsjávarskipið Ísleif til tilraunadælinga. Ekki er fyrirhugað að nota dælu skipsins til að fjarlægja sand úr höfninni, að því er segir í Eyjafréttum, heldur að nota skipið til að knýja færanlegan dælubúnað í mynni hafnarinnar og yrði sandinum dælt út fyrir höfnina. Slíkur dælubúnaður er til reiðu hjá fyrirtæki hér á landi. -jh

Harpa tekur hröðum breytingum þessa dagana.

Harpa er á heimsmælikvarða Yfirmaður ráðstefnudeildar Sameinuðu þjóðanna telur Hörpu vera frábærlega vel hannaða til ráðstefnuhalds.

H

arpa er ráðstefnuhús á heimsmælikvarða,“ segir Magnús Ólafsson, yfirmaður ráðstefnudeildar Sameinuðu þjóðanna, í samtali við Fréttatímann. Hann var fenginn af íslenskum stjórnvöldum til að leggja hlutlaust mat á möguleika hússins sem tilliti til ráðstefnuhalds. Magnús er hokinn af reynslu þegar kemur að ráðstefnuhaldi og kom meðal annars að byggingu ráðstefnuhallar í Vín á árunum 2004 til 2008 sem er svipuð að stærð og Harpa. „Það kom mér verulega á óvart hversu vel Harpa var hönnuð með tilliti til ráðstefnuhalds því í hugum flestra er Harpa tónlistarhús. Ég var svo farsæll að fá ítarlega leiðsögn um Hörpu fyrir rúmu ári. Í þeirri ferð skoðaði ég sérstaklega þau atriði sem skipta máli fyrir ráðstefnuhald. Atriði eins og aðstöðu fyrir túlkun, aðstreymi fundargesta, hliðarherbergi, hljóðkerfi, prentþjónustu, veitingar og upplýsingaborð og Harpa er á heimsmælikvarða varðandi öll þessi atriði,“ segir Magnús.

Hann segir ráðstefnuhald skila miklum tekjum inn í hagkerfi þeirra sem halda ráðstefnurnar og tekur sem dæmi að þúsund gesta ráðstefna sem stendur í fimm daga geti skilað hálfum milljarði inn í íslenskt hagkerfi. „Ráðstefnuhald er þekkt sem einhver mesta vítamínsprauta sem nokkurt efnahagslíf getur fengið. Meðal ráðstefnugestur eyðir 400 til 500 evrum á dag, sem koma að mestu leyti frá atvinnurekanda hans, og þar sem þessir peningar eru bein viðbót við reglubundna starfsemi í hagkerfinu eru margföldunaráhrif tekna af ráðstefnuhaldi mun meiri en tekna af annarri starfsemi. Það þarf því engan að undra að London og París eyða milljörðum í það árlega að draga ráðstefnuhald til þessara borga,“ segir Magnús og bætir við að hann telji að Harpa eigi eftir að skapa mikið fyrir Ísland, bæði fjárhagslega og með því að auka orðstír Íslands um veröld víða sem menntaðrar og menningarsinnaðrar þjóðar. oskar@frettatiminn.is

Ráðstefnuhald er þekkt sem einhver mesta vítamínsprauta sem nokkurt efnahagslíf getur fengið.


Kiwanis Mikilvægt er að aðstoða börnin við að stilla hjálmana rétt en þeim fylgja leiðbeiningar um notkun á íslensku. Hjálmarnir eru hannaðir á Íslandi í samræmi við alla EU öryggisstaðla.

ÓSKABÖRN ÞJÓÐARINNAR Eimskipafélag E Ei mski ms k paafé ki félla lag Ís Íslands sla land nds ds ogg K Kiwanishreyfingin iwan iw a is ishr hrey hrey eyfi fingi fi gn færa öllum sem fæ æraa ö llum ggrunnskólabörnum llum ll runn ru nnsk kól ólab ólab abör örnu num m se em lj lljúka ljúk júk ka 1. bekk reiðhjólahjálm undir 1 b ekk ek kk í vo vvorr re eið ðhj h ól ólah ahjáálm ah lm aað ð gj ggjöf öff u ndir nd dirr yfirskriftinni Óskabörn þjóðarinnar. Átaki yfirs yfirs yfi rsk kriffti kr tinn nnii Ós Ó ska kabö kabö börn þ jó óða ðari rinn nnar a . Át ar aki ak ki þessu nú 8.. si uppþess þess þe ssu u er e n ú ýt ýtt úr ýtt úr vvör ör í 8 ör ssinn, nn,, en nn e ffrá ráá u pp-pp hafi hafa um börn fengið hjálm hafi ha ha h afa fa u m 30 330.000 .0 000 b örn fe ör feng nggið ðh jáálm lm í forvarnarverkefninu sem unnið f rvvar fo a naarvver e ke kefn kef fnin inu se em un nið er ni e í ggóðu óðu óð samstarfi saams mstta tarfi tarfi fi við við ð grunnskóla gru runn nnsk kól óla landsins. óla land la ndsi dsi sins ns.. Lætur Lætu Læ tur nærri það um þjóðarinnar. næ ærr rrii að ðþ að ð sséu éu u éu m 10 110% 0% þj þ óð ðar a in innaar. r. Stuðlum öryggi barnanna okkar Sttuð ðlu lum að ðö ryygg ggii ba arn rnan a naa o an kkar kk kar a í umferðinni með því láta þau umffe um ferð ðin inni ni m eð ðþ ví aað ví ð lá áta ta þ a vvera au ea er með hjóla meeð hjálm h ál hj á m þegar þega þe garr þa ga þau hj þau h ólaa út ól út í ssumarið. umar um a ið ar ð.

VIÐ M LLU UPPFY

SKIR Ó R Á J ÞR nar jóðarin rn þ Óskabö cebook á Fa

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is

Yfir hafið og heim


Helgin 29. apríl-1. maí 2011

Tannlæknaþjónusta fyrir börn tekjulágra foreldra

STÆRSTU MÓT

SUMARSINS

AÐEINS Á SKJÁGOLFI MAÍ

THE PLAYERS JÚNÍ

US OPEN JÚLÍ

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur sett reglugerð um tímabundna tannlæknaþjónustu án endurgjalds fyrir börn tekjulágra foreldra. Sækja þarf um þjónustuna til Tryggingastofnunar ríkisins sem tekur við umsóknum til 1. júní næstkomandi, að því er fram kemur í tilkynningu velferðarráðuneytisins. Réttur til þjónustunnar er tengdur tekjum foreldra og fjölda barna á framfæri. Þjónustan er ætluð börnum yngri en 18 ára og felst í nauðsynlegum tannlækningum öðrum en tannréttingum. Þjónustan er

sækir um og að allar skattskyldar tekjur umsækjanda á árinu 2010 séu sem hér segir: Einstæðir foreldrar/ forráðamenn með tekjur undir 2.900.000 kr. og hjón eða sambúðarfólk með tekjur undir 4.600.000 kr. Tekjuviðmiðið hækkar um 350.000 kr. fyrir hvert barn umfram eitt. Heimilt er að víkja frá tekjuviðmiði ársins 2010 ef um verulega lækkun tekna á árinu 2011 er að ræða, svo sem vegna atvinnuleysis. Í undantekningartilvikum er heimilt að víkja frá tekjuviðmiðum ef um alvarlegan félagslegan vanda er að ræða. - jh

R annsókn Lögreglan á Suðurnesjum

Rannsókn hætt á meintri gagnaleynd lögreglunnar Ríkissaksóknari telur ekki ástæðu til að rannsaka ásakanir um að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi leynt gögnum.

BRITISH OPEN

R

ÁGÚST ÁGÚ

PGA CHAMPIONSHIP

GOL

F

KOR 4 TIÐ 0 TRY % VEI GGÐ A TIR UÞ F ÉR Á S LÁT SKR IFT Í SÍM T A5 9 AF AUKGOLFV ANN ÖLL ARR UM U GOL M FKO AG LÆ HVER RTI SIL Ð FY EGR FIS ÍS LGI L R MEÐ A FRÍÐ AND 5 60 IND ÁRS 00 E A ÁSK ÐA RIF ÁS T K

JAR

fyrir börn af öllu landinu en verður veitt á tannlæknadeild Háskóla Íslands í Læknagarði við Vatnsmýrarveg 16 í Reykjavík frá 1. maí til 26. ágúst. Heimilt er að greiða ferðakostnað barna af landsbyggðinni sem fengið hafa samþykki Tryggingastofnunar fyrir tannlæknaþjónustunni. Miðað er við að barnið sé sjúkratryggt, búi og hafi lögheimili hjá því foreldri/forráðamanni sem

GOL

F.IS

Með því að halda því fram að um sé að ræða amfetamínafleiðu þá eru bæði embættin að opinbera fáfræði sína.

íkissaksóknari hefur ákveðið að hætta rannsókn á því hvort embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi brotið lög um meðferð sakamála með því að leyna gögnum í máli tveggja einstaklinga sem sýknaðir voru af ákærum um innflutning á fíkniefnum. Lögreglustjórinn Sigríður Björk Guðjónsdóttir hafði sjálf frumkvæði að rannsókninni í kjölfar greinar sem Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður annars ákærða, skrifaði í Fréttatímann. Þar sakaði Vilhjálmur embættið um að hafa leynt mikilvægum málsgögnum til að ná fram framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir hinum ákærðu. Deilan snýst um að greining á efnunum, sem annar hinna ákærðu var tekinn með, leiddu í ljós að um flúoramfetamín var að ræða sem er ekki á bannlista. Lögreglan hafði vitneskju um þá niðurstöðu 7. janúar. Í grein Vilhjálms kemur fram að hvorki hann né skjólstæðingur hans hafi haft hugmynd um tilvist þessarar greiningar þegar gæsluvarðhald yfir öðrum ákærða var framlengt 19. janúar. Fyrir dómi voru báðir mennirnir sýknaðir á þeim grundvelli að ekki var um að ræða innflutning á efni á bannlista. Við rannsókn Ríkissaksóknara fengust þær upplýsingar hjá lögreglunni á Suðurnesjum að embættið hefði, í samráði við embætti Ríkissaksóknara sem rak málið fyrir dómi, talið efnið verið amfetamínafleiðu. Matsgerð efnagreiningarinnar hefði verið skilað til dómara ásamt fjöldanum öllum af öðrum gögnum þegar gæsluvarðhaldsúrskurður var kveðinn upp. Kemur fram í bréfi Ríkissaksóknara að dómarinn hafi hvorki munað hvort framangreind matsgerð hafi borist né hvort hún hafi verið tekin til sérstakrar skoðunar. Ákveðið var að hætta rannsókn þar sem ekki lægi fyrir grunur um refsiverða háttsemi starfsmanna embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, eins og stendur orðrétt í bréfinu. Vilhjálmur Hans segir í samtali við Fréttatímann að þetta sé kattarþvottur hjá embættinu. „Með því að halda því fram að um sé að ræða amfetamínafleiðu eru bæði embættin að opinbera fáfræði sína. Héraðsdómur sýknaði mennina á þeim forsendum að ekki var um að ræða ólöglegt efni,“ segir Vilhjálmur Hans. Hann hefur sent Ríkislögmanni skaðabótakröfu vegna þess sem hann telur gæsluvarðhald að ósekju og að saknæm háttsemi lögreglunnar á Suðurnesjum hafi valdið því að hann hafi verið í gæsluvarðhaldi lengur en þörf krafði. Hann bíður eftir svari. Hann gerir ráð fyrir að þurfa að höfða skaðabótamál gegn ríkinu. oskar@frettatiminn.is

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson krefur ríkið um skaðabætur vegna ólögmæts gæsluvarðhalds skjólstæðings síns.


d Tilbo

d Tilbo

Laufhrífur, strákústar, garðhanskar, sorppokar

Blákorn í 5, 10 og 40kg pakkningum & Turbokalk

20% afsláttur

20% afsláttur

d Tilbo

d Tilbo

Handklippur

Casoron kr

d Tilbo

Castel Garden hekkklippur, keðjusagir bensín og rafmagns

3.280 áður 3.580

20% afsláttur

Tækjadagar

Frá kl. 13.00 – 16.00 laugardag og sunnudag verða tækin sýnd í notkun

Vermieer T rj

ákurlari

rir Útkeyrsluvagn fy skógrækt

kr

750

áður 1.950

Um helgina kynna Tækjadeild Garðheima og Tækjaleiga Garðheima úrval vandaðra tækja til sölu eða leigu

Laski stubba

tætarar

uvél

slátt Beltadrifin

• Hekkklippur •K Ke Keðjusagir Keðju Keðj eðj ðju Ýmis önnur tæki

• Steinsagir

mosatætarar, steinsagir, sláttuvélar, laufsugur, kerrur, stauraborar, laser hraðamælar, höggborvélar, fleygar, sand- saltdreifarar og margt fleira

• Minigröfur öfur • Beltavagnar

HÁDEGISGRILL á Spírunni Föstudagshádegi grilluð lambasteik „bernaise“

Laugardagshádegi Hinrik kokkur grillar á Webergrillinu!

grillaðir hamborgarar

allt í garðinn á einum stað bistro á 2. hæð

Garðheimar Gróðurvörur ehf.

| Stekkjarbakka 4-6 | skiptiborð 540 3300 |

Tækjaleiga | beinn símii 864 3325 332 25

|

www.gardheimar.is w www ww w.g .ga gar ardheimar.is ard


Helgin 29. apríl-1. maí 2011

ný kil ja

Blóðugasta Bók ársins?

Landinn heldur svartsýnn Brún landans þyngist enn og er langt í að hann geti talist vera bjartsýnn á ástand og horfur í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. Þetta má sjá af Væntingavísitölu Gallup fyrir apríl sem birt var fyrr í vikunni. Vísitalan lækkaði þriðja mánuðinn í röð. Að þessu sinni lækkaði hún um 2,3 stig milli mánaða og mældist gildi hennar 55,5 stig sem er svipað og það var í apríl fyrir ári. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitalan að meðaltali mælst rúm 57 stig og er því ljóst að landinn er heldur svartsýnni nú en hann hefur að jafnaði verið á þessu tímabili. Vísitalan mælir væntingar neytenda til efnahags- og atvinnulífsins. Þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neytendur svartsýnir en bjartsýnir. -jh

Kjaradeilur harðna

Samninganefnd Alþýðusambands Íslands hefur beint því til aðildarsambanda og félaga að vísa kjaradeilum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að þolinmæði launþegahreyfingarinnar sé brostin. Flóafélögin svokölluðu, Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, tóku samninganefndina á orðinu og afhentu Magnúsi Péturssyni ríkissáttasemjara bréf þar sem kjaradeilunni var vísað formlega til embættisins. Flóafélögin munu af sinni hálfu hverfa aftur

til upprunalegrar kröfugerðar um stuttan kjarasamningstíma. Í yfirlýsingu Samtaka atvinnulífsins kemur fram að besti kosturinn fyrir þjóðina sé að atvinnuleiðin svokölluð verði farin út úr kreppunni en mikilvægur þáttur í þeirri leið sé að samið verði til þriggja ára. Samningaviðræðum hafi ekki verið slitið þótt tímabundið hlé hafi verið gert. Ekki sé hægt að gera kjarasamning til þriggja ára án aðkomu stjórnvalda. -jh

 nýsköpun sótthreinsibúnaður dis setur ný viðmið

Sótthreinsunarkerfi DIS úða sótthreinsandi þoku og ná þannig að hreinsa alla fleti í rýminu.

Íslenskur sótthreinsibúnaður eftirsóttur í Bretlandi Íslenska fyrirtækið DIS framleiðir sjálfvirkan sótthreinsibúnað sem vakið hefur athygli nokkurra stórfyrirtækja í Bretlandi, þeirra á meðal eru Bakkavör group og leiðandi verslanakeðja á Bretlandseyjum.

skurðlæknirinn vill hitta þig … MetsöluBók tess gerritsen er koMin út á íslensku

www.forlagid.is

Áhugi þeirra á sjálfvirkri sótthreinsun kemur til vegna árangurs sem við höfum náð í sótthreinsun umhverfis í matvælaiðnaði og vegna nýrrar tegundar sótthreinsis sem við höfum þróað ... “

B

reskt fyrirtæki sem hannar og byggir hátæknisjúkrahús og svokölluð „Clean Room“ um allan heim hefur óskað eftir búnaði frá DIS. Þeir vilja innleiða slíka lausn í hágæðaverkefni sem verið er að leggja lokahönd á. Ef vel tekst til vilja félögin kynna DIS-lausnirnar fyrir forráðamönnum 1.200 sjúkrahúsa sem þeir hafa aðgang að. Þeir eru einnig með til prófunar nýja gerð af handsótthreinsi sem sendur hefur verið til Mið-Austurlanda,“ segir Ragnar Ólafsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs DIS. „Áhugi þeirra á sjálfvirkri sótthreinsun kemur til vegna árangurs sem við höfum náð í sótthreinsun DIS hefur þróað sótthreinsandi vökva sem á að vera mildur, langvinnur og ekki ætandi. Hér er Ragnar Ólafsson með sótthreinsinn.

umhverfis í matvælaiðnaði og vegna nýrrar tegundar sótthreinsis sem við höfum þróað,“ segir Ragnar enn fremur. Síldarvinnslan tók fyrsta DIS-kerfið í gagnið fyrir áratug en síðan hafa fleiri bæst í hópinn, meðal annars HB Grandi. Alls eru um fjörutíu sótthreinsunarkerfi frá DIS í notkun, flest hér á landi en sjálft sótthreinsiefnið er notað í nokkrum stórum matvælaverksmiðjum í Bretlandi. Í skýrslu sem Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins gerði í Síldarvinnslunni 2002 eru niðurstöður örverumælinga á yfirborði flata. Rannsóknirnar voru gerðar í flökunar- og pökkunarsölum Síldarvinnslunnar nokkrum vikum eftir uppsetningu búnaðarins og á sömu stöðum þremur árum seinna. Niðurstöðurnar sýndu nánast allar tölur undir einum en það er árangur sem ég held að menn gætu verið ánægðir með í heilbrigðisgeiranum.“ Að mati Ragnars eru bundnar miklar vonir við að DIS-kerfin fái frekari dreifingu á Bretlandi. „Leiðandi verslanakeðja á Bretlandseyjum telur okkur með þessari tækni breyta öllum helstu viðmiðum hvað varðar fjölda örvera í matvælavinnslum sem leiðir af sér minni gerlamengun matvæla. Þessi verslanakeðja er með efnið frá okkur í rannsókn og að henni lokinni munu þeir votta efnið. Verslanakeðjan ætlar að boða sína fiskframleiðendur í Skotlandi til kynningar á okkar lausnum í maí og við væntum mikilla viðskiptatækifæra í kjölfarið.“ –ÞT


GRILL

HAMBORGARAFABRIKKAN ER KOMIN Í HAGKAUP!

995 kr. pakkinn

HAMBORGARAR FABRIKKUNNAR Fabrikkuborgarinn er stolt Hamborgarafabrikkunnar Hann er 120 gr. úr 100% fyrsta flokks ungnautakjöti

Í pakkanum eru tveir Fabrikkuborgarar, tvö ferhyrnd Fabrikkubrauð, Fabrikkusósa, salt og pipar

Gott Verð

1.698

NÝTT Hello kitty frostPinnar

279

frosnar

TILBOÐ

TILBOÐ

Pekanbaka

fjallabrauð

599

kr/pk

nicky elite 12 wc-rúllur

799

kr/pk

2 Hæða súkkulaðikaka

899

kr/stk

svínalundir innfluttar frosnar

Gel Matarlit ir Gefa sterkan og góðan lit.

kr/stk

tur af 20% afslát fnuM re ta ó fæðub uM HelGina

GOTT VE

kr/kg.

259

kr/stk

NÝTT

1.398

Merkt verð 3.998.-

nautalundir innfluttar

Nautaat

Gott Verð

kr/kg.

kr/kg.

nautasnitsel

Nautaat

3.598

1.698

kr/kg.

nautagúllas

Gott Verð

Gott Verð

TILBOÐ

20%

kökuskraut að Hentar vel til es skreyta cupcak og eftirrétti

Cupcake r vöru

afsláttur við kassa

úrval af vöru í cupcake baksturinn -fæst í Kringlu, Skeifu, Smáralind, Akureyri, Garðabæ og Holtagörðum

Gildir til 1. maí á meðan birgðir endast.


10

fréttir

Helgin 29. apríl-1. maí 2011

 Gjaldþrot Félag K aupþingsforstjór a

Níu milljarða gjaldþrot Hreiðars Más Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is

Einkahlutafélagið Hreiðar Már Sigurðsson ehf. var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir skömmu. Félagið var í eigu Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og var stofnað í kringum hlutabréfaeign hans í bankanum. Samkvæmt ársreikningi þess fyrir árið 2009 var eigið fé þess neikvætt um 7,8 milljarða króna. Það ár voru vaxtagjöld um 800 milljónir og má fastlega búast við svipaðri upphæð í fyrra. Þar með er skuld félagsins komin í hartnær níu milljarða. Einu eignir félagsins voru bréf í Kaupþingi og Existu sem eru einskis virði í dag. Eftir því sem Frétta-

tíminn kemst næst eru kröfuhafarnir tveir. Annars vegar Arion banki með rúma 7,5 milljarða og hins vegar Hreiðar Már sjálfur með tæplega 1,5 milljarð. Nokkuð ljóst er að ekkert fæst upp í kröfurnar í þrotabú félagsins. Hreiðar Már er í dag búsettur í Lúxemborg þar sem hann rekur, ásamt gömlum félögum sínum í Kaupþingi, ráðgjafarfélagið Consolium. Hann sætti gæsluvarðhaldi fyrir tæpu ári vegna rannsóknar á meintri markaðsmisnotkun æðstu stjórnenda Kaupþings. Hreiðar Már Sigurðsson er ekki gjaldþrota en nafni hans ehf. er það hins vegar.

 Húsnæðismál Mjölnir

Sæstrengur á við norska olíusjóðinn Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins en í leyfi frá þingstörfum, hvetur til þess að Ísland stórauki orkuframleiðslu sína og flytji hluta orkunnar úr landi í gegnum sæstreng. Telur hann að arður af aukinni orkuframleiðslu geti jafnast á við olíusjóð Norðmanna, að því er fram kemur í grein hans í Morgunblaðinu á miðvikudaginn. „Þeir möguleikar sem felast í útflutningi á hreinni orku til meginlands Evrópu,“ segir Illugi, „eru stórkostlegir og mjög þess virði að skoða gaumgæfilega. Tækifærin sem felast í aukinni orkuframleiðslu eru því gríðarlega mikil. Til dæmis gætu arðgreiðslur Landsvirkjunar til ríkisins numið á bilinu 4 til 8% af landsframleiðslu. Áhrifin á ríkissjóð yrðu verulega jákvæð og möguleikar til þess að greiða skuldir og lækka álögur á landsmenn miklir. Miðað við þessar forsendur verða áhrifin af skattog arðgreiðslum Landsvirkjunar á ríkissjóð sambærileg og áhrif norska olíusjóðsins á hið opinbera þar í landi.“ -jh

Ameríkuflug gengur vonum framar Ameríkuflug Iceland Express gengur vonum framar, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. Í vetur var flogið tvisvar í viku til New York og áformað var að hefja daglegt flug þangað í júní. „Vegna mikillar eftirspurnar hefur félagið bætt við ferðum fyrr en áformað var, enda hafa nú þegar rösklega 200 prósent fleiri bókað far með félaginu vestur um haf á næstunni, en á sama tíma í fyrra. Ljóst er að flug Iceland Express til Ameríku er komið til að vera og nýir áfangastaðir munu bætast við,“ segir enn fremur. -jh

Vígslubiskupskosning ógilt Kosið verður aftur um frambjóðendur til embættis vígslubiskups í Skálholti en fyrri kosning hefur verið lýst ólögmæt. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir kærði kosninguna. Eftir fyrri umferð kosninganna

munaði einu atkvæði á henni og Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Sr. Sigrún Óskarsdóttir varð hlutskörpust í kosningunni með 40 atkvæði, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson hlaut 35 atkvæði og sr. Agnes 34 atkvæði. Endurtaka þarf kosninguna vegna þess að þrjú atkvæði, sem tekin voru gild, voru póstlögð þremur dögum eftir að frestur til að skila inn atkvæðum rann út. Þau atkvæði hefðu getað ráðið því hvort Agnes lenti í öðru eða þriðja sæti. Kjósa átti í maí milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu í vígslubiskupskjörinu. -jh

Vísindadagar unga fólksins á Hvanneyri Átján nemendum framhaldsskóla býðst að dvelja í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri 23.-26. maí næstkomandi. Þessir dagar eru kallaðir Vísindadagar unga fólksins, að því er fram kemur í tilkynningu skólans. Markmiðið er að kynna fyrir þátttakendum heim raunvísinda. Þeir munu skoða gróður, rannsaka jarðveg og greina sýni. Farið verður í skóga í nágrenni skólans og þeir skoðaðir, sýni tekin og rannsökuð. Matvælarannsóknir og jarðsaga svæðisins eru líka meðal viðfangsefna svo eitthvað sé nefnt. Áhugasamir þurfa að sækja um pláss fyrir 6. maí. Gert er ráð fyrir að umsækjendur verði á öðru eða þriðja ári í framhaldsskóla veturinn 2011-12. Matur og gisting er nemendum að kostnaðarlausu. -jh

Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, í nýjum heimkynnum félagsins í Loftkastalanum ásamt Páli Bergmann, til vinstri, og sjálfum Gunnari Nelson, til hægri. Ljósmynd/Hari

Bardagalist í stað leiklistar Mjölnismenn flytja af Mýrargötu í mun stærra húsnæði í Loftkastalanum í byrjun júní.

B

ardagafélagið Mjölnir mun í byrjun júní flytja í nýtt húsnæði við Seljaveg, nánar tiltekið í Loftkastalann á annarri hæð í Héðinshúsinu. Félagið hefur verið til húsa á Mýrargötu en til stendur að breyta því húsnæði í hótel og því þurftu Mjölnismenn að flytja sig um set. Jón Viðar Arnþórsson, formaður félagsins, segir í samtali við Fréttatímann að þetta húsnæði henti félaginu mun betur en það gamla sem var orðið of lítið. Nýja aðstaðan er rúmlega tólf hundruð fermetrar á tveimur hæðum og gerði Mjölnir leigusamning til sjö ára. „Það hefur orðið sprenging hjá okkur á undanförnum misserum og varlega áætlað hefur fjöldi iðkenda

aukist um 25% á síðasta ári. Við vorum í samstarfi við Kettlebells en nú munum við sjá um þetta sjálf. Við byrjum með Víkingaþrek í júní og það hafa þegar um hundrað manns skráð sig. Þar verða ketilbjöllur og annað sem þarf til að koma sér í gott form,“ segir Jón Viðar. Aðspurður um gríðarlegan áhuga fólks á starfsemi Mjölnis segir Jón Viðar að það eigi sér ýmsar skýringar. „Við erum með Gunna [Nelson innsk. blm.] sem vekur mikla athygli og er frábær ímynd fyrir sportið. Síðan er góður andi hjá okkur og það er mín reynsla að það hefur spurst út á milli fólks. Við höfum í það minnsta aldrei þurft að eyða peningum í auglýsingar,“ segir

Jón Viðar. Og þótt ketilbjöllurnar séu vinsælar snýst Mjölnir fyrst og fremst um blandaðar bardagalistir (MMA). Vinsældir þeirrar íþróttar aukast jafnt og þétt á Íslandi og eru í takt við það sem er að gerast í öðrum löndum, að sögn Jóns Viðars. „Þetta er mest vaxandi sportið í Bandaríkjunum og vinsælla en hnefaleikar í sjónvarpinu. Þetta hefur farið eins og plága um heiminn,“ segir Jón Viðar og bætir við að á meðan það hrynji úr öðrum bardagaíþróttum sé gífurleg aukning hjá þeim í blönduðum bardagalistum. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is



Pallafjör í BYKO!

20%

! a n i g l e h a l l a r Gildi

Ráðgjafar

veita góð ráð um viðhald i

og pallasmíð

afsláttur

Af öllu pallaefni og girðingareiningum Af allri pallaolíu, pallahreinsi, burstum og penslum Af öllum verkfærum og festingum til pallasmíði


Gerðu ráðstafanir í tíma! Frábær kaupauki með grillum!

Björn Jóhannsson landslagsarkitekt

Soda stream tæki fylgir með öllum grillum í BYKO að verðmæti 39.900 eða meira.

Björn verður til ráðgjafar í verslunum BYKO á laugardag:

Soda stream tæki ásamt gashylki sem dugar í 60 lítra og plastflaska fylgir með.

• BYKO Granda kl. 12 – 14 • BYKO Kauptúni kl. 15 – 17

Verðmæti: 12.990 kr.

Einnig veita ráðgjafar BYKO góð ráð um viðhald og pallasmíði.

Auðvelt að átta sig! Allar tillögur eru gerðar í þrívídd og viðskiptavinurinn fær teikningarnar sendar á netfang eða með pósti innan viku frá ráðgjöf.

Verð frá

39.900 2,4 metra trampolín með öryggisneti Vnr. 88040052/56

Trampolín Trampolín, 2,4 eða 4,3 m, með öryggisneti.

Frábær kaupauki Verðmæti: 9.990 kr. með trampolíni Fótboltamark fylgir hverju trampolíni sem kaupauki


úttekt

Helgin 29. apríl-1. maí 2011

Vonarstræti 8 og Oddfellowhúsið eins og það var upphaflega.

Framtíð Alþingisreitsins Gömul draumsýn um endurreisn ásýndar Kirkjustætis, sem Alþingishúsið stendur við, er smám saman að taka á sig mynd. Áslaug Ragnars skoðar hér þá sögu og aðrar áætlanir um framtíð Alþingisreitsins.

H

ús það er lengst af var númer 12 við Vonarstræti var í vetur flutt á hornlóð á mótum Kirkjustrætis og Tjarnargötu. Það er í eigu Alþingis eins og hin gömlu húsin sem standa í röð við Kirkjustræti. Arkitektarnir Guðrún Jónsdóttir og Hjörleifur Stefánsson munu fyrst manna hafa sett fram hugmynd um að flytja húsið á þennan stað en þau hafa bæði

Áslaug Ragnars ritstjorn@frettatiminn.is

verið í fremstu röð þeirra sem hafa stuðlað að endurgerð gamalla húsa í Reykjavík, og reyndar víðar um land, enda sér þess nú víða stað. Í grein í afmælisriti til heiðurs Pétri M. Jónassyni prófessor sjötugum árið 1990, Brunnur lifandi vatns, þar sem Guðrún fjallar um miðbæ

Jules Verne Vísinda- og tæknisamstarf Frakklands og Íslands Rannís auglýsir eftir umsóknum um samstarfsverkefni milli Íslands og Frakklands á sviði vísinda og tækni. Styrkirnir eru ætlaðir til að greiða ferðaog dvalarkostnað vegna gagnkvæmra heimsókna á árunum 2012-2013.

Umsóknarfrestur er 17. september 2011 HNOTSKÓGUR grafísk hönnun

14

Áherslusvið:

Norðurslóðir – ný viðfangsefni, jarð- og lífvísindi Vísindamenn á öllum sviðum grunnvísinda og hagnýtra rannsókna geta sótt um. Krafa er um virka þátttöku ungra vísindamanna. Til að umsókn sé tekin gild þurfa samstarfsaðilar að sækja um bæði í Frakklandi og á Íslandi. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð á heimasíðu Rannís. Tengiliður er Elísabet M. Andrésdóttir, elisabet@rannis.is Jules Verne er samstarfsverkefni Frakklands og Íslands á sviði vísinda- og tæknirannsókna. Mennta- og menningarmálaráðuneytið stýrir samstarfinu fyrir hönd Íslands en Rannís sér um framkvæmd þess.

Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is

www.rannis.is

Reykjavíkur, segir hún þetta: „Fyrsta skrefið væri að færa timburhús í eigu Alþingis, sem nú stendur við Vonarstræti 12, yfir í Kirkjustræti, við hlið timburhúsanna sem þar standa nú. Húsaröð við Kirkjustræti yrði síðan öll gerð upp e.t.v. eftir svipuðum leiðum og Bernhöftstorfa.“ Nú er það orðið sem Guðrún og Hjörleifur færðu í tal árið 1990 en hvað um Alþingisreitinn að öðru leyti? Reiturinn afmarkast af Kirkjustræti, Tjarnargötu, Vonarstræti og Templarasundi og er allur í eigu Alþingis nema lóð Oddfellowhússins. Deiliskipulag reitsins frá 2009 gerir ráð fyrir gífurlegri mannvirkjagerð til viðbótar þeim húsum sem fyrir eru, eins og sést á meðfylgjandi uppdrætti. Auk Alþingishússins og húsanna sem tengjast því vestan megin, gömlu húsanna við Kirkjustræti, og Vonarstrætis 8 er Oddfellowhúsið eina byggingin á reitnum. Tvö síðasttöldu húsin eru steinsteypt og verða því ekki færð úr stað, en samkvæmt deiliskipulaginu stendur til að fylla hann að mestu leyti af nýbyggingum á vegum Alþingis. Þetta á einkum við um vesturhlutann meðfram Tjarnargötu og síðan að Oddfellowhúsinu, sem verður þá sambyggt hinni nýju byggingu þingsins. Ljóst er að þetta verður tröllaukið mannvirki ef af verður, en þar sem hæst ber verður það jafnhátt Oddfellowhúsinu, þ.e. fimm hæðir. Ekki þarf að lýsa því fyrir þeim sem þekkja til á Alþingisreitnum hve óhrjálegt er þar umhorfs og hefur svo lengi verið. Í seinni tíð hefur þar verið komið fyrir tveimur víðáttumiklum bílastæðum sem sízt eru augnayndi. Annað stæðið er fyrir vestan og norðan

Oddfellowhúsið en hitt við hornið á Vonarstræti og Templarasundi. Undir síðartalda stæðinu er bílageymsla neðanjarðar.

Fornleifar

Fornleifarannsókn fer fram á lóðunum meðfram Tjarnargötu. Uppgröftur hófst sumarið 2008 en hrunið varð til þess að haustið 2009 var ákveðið að loka rústunum til bráðabirgða og rannsaka minjarnar ekki frekar að sinni. Að sögn Völu Bjarkar Garðarsdóttur, sem stjórnar rannsókninni, hefur ekkert verið að gert síðan og óvíst hvenær rannsókninni verður fram haldið. Við uppgröftinn kom í ljós að þarna er mikið af minjum frá upphafi byggðar í Reykjavík, meðal annars frá víkingaöld. Vala lítur svo á að það hafi verið mistök að loka rústunum en halda rannsókninni ekki áfram þar sem ekki hefði þurft nema tvo Guðrún Jónstil þrjá mándóttir arkitekt. uði til að ljúka henni. Hún telur hætt við því að minjarnar spillist ef þær eru látnar óhreyfðar lengi þar sem jarðlög eru þunn og viðkvæm á þessum stað. Markmið Hjörleifur fornleifarannStefánsson. sóknarinnar er að varpa ljósi á þróun mannvistar í Reykjavík, og þar með á landinu öllu, frá landnámi og fram á 18. öld. Framhald á næstu opnu



16

úttekt

Helgin 29. apríl-1. maí 2011

ir uppdrætti Rögnvalds Ólafssonar árið 1908. Ári eftir andlát Skúla árið 1916 seldi ekkja hans, Theódóra, húsið en átti þó þar heima ásamt fjölskyldu sinni til 1930. Ríkissjóður eignaðist húsið 1966 og voru þar ýmsar skrifstofur, auk þess sem þar bjuggu margar fjölskyldur þangað til húsið var gert upp árið 1979. Þar hafa síðan verið skrifstofur alþingismanna. Skúli Thoroddsen hefur verið stórhuga maður eins og ráða má af því að miðstöðvarhitun og raflögn var í húsinu frá upphafi. Í útbyggingu á norðurhlið hússins hafði hann prentsmiðju sem hann flutti upphaflega með sér frá Ísafirði. Þar gaf hann út Þjóðviljann og hélt útgáfunni áfram eftir að hann fluttist suður.

Vonarstræti 8

Oddfellowhúsið í núverandi mynd.

Ráðhús Reykjavíkur stendur á yngstu uppfyllingunni af þremur í norðvesturhorni Reykjavíkurtjarnar sem upphaflega hefur náð austur fyrir Templarasund sem nú er, og því sem næst að kringlunni sem byggð var við Alþingishúsið 27 árum eftir að Alþingi tók til starfa í hinu nýja húsi árið 1881.

Sigurjón Sigurðsson trésmiður keypti lóðina að Vonarstræti 8 árið 1915 og reisti þar myndarlegt steinsteypt íbúðarhús sem enn heldur gildi sínu. Sigurjón bjó í húsinu ásamt fjölskyldu sinni fram undir 1950. Ríkissjóður keypti húsið árið 1970 og hefur starfsemi á vegum Alþingis verið þar síðan.

Oddfellow

Þorleifur Eyjólfsson húsameistari var arkitekt Oddfellowhúss-

ins. Hann var einn helzti frumkvöðull fúnkisstefnu í húsagerð hér á landi. Hann var upprunninn í Ölfusinu og lærði trésmíði hjá Jens Eyjólfssyni áður en hann hélt til náms í Þýzkalandi, ólíkt öðrum íslenzkum húsameisturum sem námu fræði sín á Norðurlöndum, einkum í Danmörku. Hann tók lokapróf árið 1924 og settist að í Reykjavík eftir heimkomuna. Um það leyti má heita að steinsteypa væri orðin allsráðandi byggingarefni á Íslandi. Enn sem komið var mátti heita að hús væru steypt í líkt mót og hús úr timbri eða hlöðnu grjóti, en þegar Þorleifur Eyjólfsson fer að láta til sín taka breyta húsin um svip. Fyrstu starfsár Þorleifs í Reykjavík er júgendstíll áberandi á húsum sem hann teiknaði en áhrifa fúnkisstefnunnar fer að gæta um 1930. Oddfellow efndi til verðlaunasamkeppni um hönnun byggingar fyrir starfsemi sína og varð Þorleifur Eyjólfsson hlutskarpastur ásamt dönskum arkitekti. Var tillaga Þorleifs valin til útfærslu. Húsið var fyrsta stórhýsi í miðbæ Reykjavíkur með skýrum einkennum fúnkisstefnu og var það vígt síðla árs 1932. Á myndum sést að Oddfellowhúsið hefur verið afar fallegt í upphafi. Það var teiknað sem hornhús á

mótum Vonarstrætis og Thorvaldsensstrætis, sem átti að framlengja til suðurs þótt ekki yrði af því. Það var í upphafi með flötu þaki og útsýnisturni, en útlitið breyttist til muna þegar rishæð var sett ofan á það með kvistum sem eru í engu samræmi við húsið að öðru leyti, auk þess sem turninn var hækkaður. Þá voru gluggakarmar einfaldaðir en allt varð þetta til þess að Oddfellowhúsið glataði miklu af reisn sinni og upphaflegum stíleinkennum. Var Þorleifur ekki hafður með í ráðum þegar húsinu var breytt svo sem hér er lýst. Þorleifur teiknaði mörg athyglisverð hús í Reykjavík. Má þar nefna verzlunar- og íbúðarhús Guðsteins Eyjólfssonar við Laugaveg og Braunsverzlun að Austurstræti 10 sem var tímamótaverk í gerð nútímahúsa. Því húsi var breytt og byggt ofan á það þannig að það er nú óþekkjanlegt. Þar er nú útsölustaður ÁTVR. Þá skal nefnt litla „dúkkuhúsið“ sunnan við Ráðherrabústaðinn, Öldugata 16 og 18, svo og Öldugata 19 sem hann byggði yfir sjálfan sig og fjölskyldu sína. Þar er nú leikskólinn Öldukot, en húsið þótti mjög nýstárlegt þegar það var byggt, ekki sízt vegna þess að þar var hjónarúm úr steinsteypu. Aðgát og vönduð vinnubrögð

Vonarstræti 12 – Kirkjustræti 4

ENNEMM / SÍA / NM46353

Húsið sem nú stendur á horni Kirkjustrætis og Tjarnargötu reisti Skúli Thoroddsen alþingismaður, ritstjóri og fyrrum sýslumaður eft-

Við erum með réttu l Komdu til okkar eða hafðu samband og við aðstoðum þig við að finna hagstæðustu leiðina.

Ódýrari mínútur

3 vinir og 300 SMS

6 vinir óháð kerfi

1000 mínútur

Ring

Hringdu á 0 kr. í 1 GSM vin hjá Símanum*

Hringdu á 0 kr. í 3 vini óháð kerfi* og sendu 300 SMS á alla hina

Hringdu á 0 kr. í 6 vini óháð kerfi*

Hringdu á 0 kr. í alla GSM og heimasíma á Íslandi*

Fyrirframgreidd þjónusta – fyrir þá sem vilja afgreiða sig sjálfir

Aðeins 11,9 kr. mín. í alla innanlands

Eitt mínútuverð í alla innanlands

Eitt mínútuverð í alla innanlands

Frábær leið fyrir þá sem nota GSM símann mikið

590 kr. mánaðargjald

1.390 kr. mánaðargjald

1.990 kr. mánaðargjald – Veldu áskrift eða Frelsi

7.990 kr. mánaðargjald

*1.000 mín./ 500 SMS á mán.

*600 mín./ 300 SMS á mán. 300 MB á mán. fylgir til áramóta.

*Áskrift 1.000 mín./ 500 SMS á mán. Frelsi 60 mín./60 SMS á dag.

*1.000 mín./ 500 SMS á mán.

0 kr. innan Ring 990 kr. mánaðargjald eða 0 kr. innan kerfis Símans 1.990 kr. mánaðargjald* *1.500 mín./ SMS á mán.

Greidd eru mánaðargjöld og upphafsgjöld skv. verðskrá. Ekki eru greidd upphafsgjöld af símtölum í vinanúmer. Nánar á siminn.is

siminn.is


Helgin 29. apríl-1. maí 2011

Lífrænt vottaðar vörur í 25 ár

Uppdráttur að deiliskipulagi Batterísins á Alþingisreitnum frá 2009.

eiga að vera í fyrirrúmi þegar um svo viðkvæmt og mikilvægt svæði er að ræða sem Alþingisreitinn. Brautryðjendur í verndun og endurgerð gömlu húsanna eiga þakkir skildar fyrir þann mikla árangur sem orðið hefur á þessu sviði síðan hafizt var handa um að reisa Bernhöftstorfuna sællar minningar.

Heimildir: Kvosin, byggingarsaga miðbæjar Reykjavíkur, eftir Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur og Hjörleif Stefánsson. Sögustaður við Sund, eftir Pál Líndal. Húsameistari með nýjar stílhugmyndir á þriðja áratugnum, grein eftir Jóhannes Þórðarson og Pétur H. Ármannsson.

Aðgát og vönduð vinnubrögð eiga að vera í fyrirrúmi þegar um svo viðkvæmt og mikilvægt svæði er að ræða sem Alþingisreitinn.

Hjá okkur færðu breitt úrval af hágæða lífrænt vottuðum mat-, snyrti og hreinlætisvörum. Bjóðum einnig matvörur fyrir fólk með fæðuóþol náttúrulegar vörur og vítamín. Ný sending af grænmeti og ávöxtum

Rauðarárstígur 10 105 Reykjavík Sími: 562 4082

Hæðarlínur í gegnum reitinn.

leiðina fyrir þig Stærsta og hraðasta 3G dreifikerfi landsins

Vinir óháð kerfi, bæði í Frelsi og áskrift

Risa mínútupakki fyrir stórnotendur Þú færð meira hjá Símanum!

Eitt mínútuverð, frábær kjör!

Magnaðir miðvikudagar fyrir viðskiptavini Símans

0 kr. innan fjölskyldu og í heimasímann

Vertu með vinina á 0 kr. Yfirsýn yfir alla þjónustu á þjónustuvefnum

Það er

Yggdrasill verslun er staðsett við Hlemm www.yggdrasill.is


18

viðtal

Helgin 29. apríl-1. maí 2011

Anna Valdimarsdóttir segir mikilvægt að kortleggja hvernig maður mótast í æsku til að geta breytt hugsunarhættinum. Ljósmynd/Hari

Leiðréttir lærðan misskilning Hugsanir okkar endurspegla ekki alltaf veruleikann. Hugræn atferlismeðferð felst meðal annars í því að gera sér grein fyrir lífsviðhorfum sínum og hvaða merkingu maður leggur í hlutina. Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur segir hugræna atferlismeðferð gagnlega öllum en henni er beitt við kvíða, depurð, þunglyndi, þráhyggju og ýmiss konar vanda eins og lágu sjálfsmati og samskiptavanda. Þóra Tómasdóttir ræddi við hana.

Í

Hugmyndir sem mótast áður en við öðlumst gagnrýna hugsun eru mishjálplegar og sumar jafnvel skaðlegar.

lífinu koma alltaf upp krefjandi aðstæður þar sem við finnum fyrir kvíða, depurð eða öðrum erfiðum tilfinningum. Og þá skiptir máli að gera sér ljósa grein fyrir hugsunarhætti sínum. Hann hefur mikil áhrif á líðan okkar en er ekki alltaf í takt við raunveruleikann,“ segir Anna sem hefur umsjón með námi í fræðunum við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. „Við erum öll ólík og sem börn mótumst við af umhverfinu á ýmsan hátt. Við myndum okkur hugmyndir á unga aldri um annað fólk og heiminn í kringum okkur, um það hvernig við eigum að vera og ekki síst hvort við séum eins og við eigum að vera. Þessar hugmyndir eða viðhorf sem eru ýmist kölluð kjarnaviðhorf eða inngrónar hugmyndar eru meira og minna ómeðvitaðar og fylgja okkur fram á fullorðinsár. Þær fara bæði eftir því sem við okkur var sagt, hvernig komið var fram við okkur og fyrirmyndunum sem við höfðum í æsku. Það gefur því augaleið að þessar hugmyndir sem mótast áður en við öðlumst gagnrýna hugsun eru mishjálplegar og sumar jafnvel skaðlegar. Því er það mikilvægt skref á þroskabrautinni að verða meðvituð um lífsviðhorfin sem við höfum í farteskinu úr foreldrahúsum. Kortleggja hvernig maður mótaðist. Þá getum við endurskoðað og breytt hugsunarhætti okkar ef við viljum og breytt þar með líðan okkar til betri vegar.“

Afsannar hrakspár

Anna segir að hugræn fræði og atferlismeðferð auðveldi fólki að gera sér grein fyrir hvað það getur gert til að stuðla að betri andlegri líðan og ekki síst að verða virkari í lífi sínu. „Kvíði viðhelst oft vegna þess að maður

forðast það sem veldur kvíða. Ef þú ert til dæmis mjög feimin við annað fólk mundi tilhugsunin um að fara á mannamót valda þér miklum kvíða. Þú telur þér því trú um að best sé að sleppa því og líður strax betur af því að kvíðinn minnkar. Þér líður betur í augnablikinu en viðheldur vanlíðan og kvíða til lengri tíma litið því þú missir af tækifærum til að komast að því að fólk er miklu vinsamlegra en þú ímyndaðir þér og að þú ert miklu áhugaverðari og hefur meira að gefa en þú ímyndaðir þér. Með því að forða þér kemurðu í veg fyrir að þú öðlist nýja reynslu sem afsannar hrakspár þínar og fyrirfram gefnar neikvæðar hugmyndir.“

Þunglyndir túlka sér í óhag

Hugræn atferlismeðferð er hagnýt meðferð sem byggist á rannsóknum og námskenningum. „Að kynna sér þennan fræðilega grunn sem hugræn atferlismeðferð byggist á getur nýst öllum. Hugræn atferlismeðferð snýst ekki um að verða einhver Pollýanna og hugsa bara jákvætt, heldur átta sig á hvaða merkingu og skilning við leggjum í atburðina í lífi okkar. Ef ég sæki til dæmis um starf og fæ það ekki, get ég litið svo á að það sé ekkert skrítið þar sem ég hafi verið ein af mörgum hæfum umsækjendum. Túlkun mín felur með öðrum orðum ekki í sér neinn neikvæðan dóm á sjálfri mér. En ég gæti líka hugsað sem svo að engum hafi litist á mig og að ég sé ekki nógu góð í þetta starf. Svo gæti ég haldið áfram og varpað þessum hugsunum yfir á framtíðina: Gefið mér að ekki þýði að sækja um önnur störf, ég muni hvort eð er ekki fá þau þar sem ég sé ekki nógu hæf, ekki nógu góð. Ef mér tekst ekki eitthvað get ég litið svo á að það sé mannlegt og enginn heimsend-

ir. En ef ég hef tilhneigingu til þunglyndis er hætta á að ég túlki hlutina mér í óhag, spái illa fyrir um framtíðina, dæmi sjálfa mig of harkalega og líti annað fólk neikvæðum augum. Tilfinningarnar sem fylgja í kjölfarið geta verið depurð, þunglyndi og óöryggi sem magna upp neikvæðar hugsanir. Þannig verður til vítahringur sem helst í hendur við orkuleysi, óvirkni og einangrun. Rannsóknir hafa sýnt að hugræn atferlismeðferð dugar vel við þunglyndi og að fólki sem fær slíka meðferð hættir síður til að falla aftur niður í þunglyndi en þeim sem fá eingöngu lyfjameðferð.“ En hvernig greinir maður vitleysu frá skynsemi? „Með því að skoða tilfinningar sínar og hugsunarhátt og meta með meðferðaraðilanum hvort maður geti lagt jákvæðari merkingu í hlutina sem er engu að síður í takt við raunveruleikann.“ Snýst þetta þá um að verða gagnrýninn á hugsanir sínar? „Já, það má segja það. Ganga ekki út frá því að hugsanir manns endurspegli veruleikann. Við göngum oft með ímyndaðan „veruleika“ í huganum og horfum á heiminn í gegnum hann sem gefur okkur bjagaða mynd af lífinu. En við megum heldur ekki gleyma að sýna sjálfum okkur samúð þegar okkur líður illa. Það er ekkert rangt við að segja við sjálfan sig: Þetta fór ekki eins og ég hafði vonað, ekkert skrýtið að mér líði illa.“

Ræktum með okkur þakklæti

Má segja að hugræn atferlismeðferð taki á þessum ímyndunum? „Já, hún gerir það. Það er auðveldara að horfast í augu við sjálfan sig með manneskju sem kann til verka og leggur sig fram við að sýna skilning og setja sig í spor manns. Þá verður maður fúsari að stíga fram og taka áhættu sem er iðulega nauðsynlegt til þess að eitthvað geti breyst. Rannsóknir hafa sýnt að traust og gott meðferðarsamband er eitt lykilatriðið í því að sálfræðimeðferð beri árangur.“ Í haust verður í boði nám í hug-

rænni atferlismeðferð á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands í samstarfi við sálfræðideild Oxford-háskóla og íslenska félagsins um hugræna atferlismeðferð. Um er að ræða eins og tveggja ára hagnýtt nám sem ætlað er háskólamenntuðum fagstéttum sem geta nýtt nálgun hugrænnar meðferðar í starfi sínu. „Við fáum úrvals kennara utanlands frá ásamt íslenskum kennurum og hluti námsins er þjálfun eða handleiðsla í því að veita þessa tegund meðferðar með fagmennsku og mannúð.“ Anna hefur einnig kennt og skrifað um sjálfsstyrkingu og leiðir til að bæta sjálfsmat sitt, meðal annars í bók sinni Leggðu rækt við sjálfan þig sem hefur verið notuð í sálfræðikennslu. „Þessar aðferðir eru líka hluti af hugrænni atferlismeðferð og því hefur hún svo víðtækt notagildi. Við þurfum öll á því að halda að efla sjálfsöryggi okkar til að geta tjáð tilfinningar okkar og þarfir og bætt þar með samband okkar við aðra. Gott sjálfsmat og góð tengsl við aðra eru kjarninn í lífshamingjunni.“ Eru fleiri atriði sem geta gert fólk hamingjusamt? „Já, það er mikilvægt að rækta með sér hugarfar þakklætis. Vera þakklátur fyrir lífið og möguleikana sem felast í því að vakna á hverjum morgni. Ætlast ekki til þess að lífið sé auðvelt né fyrirhafnarlaust. Það er einn liðurinn í því að geta orðið hamingjusamur.“ Anna segir að rætur hugrænnar atferlismeðferðar nái langt aftur, meðal annars í búddadóm og gríska stóuspeki. „Það var gríski heimspekingurinn Epiktetos sem sagði að það væru ekki ytri atburðir sem röskuðu ró mannanna heldur merkingin sem þeir legðu í þá. Búddadómur var í sinni upprunalegu mynd ekki trúarbrögð heldur hagnýt sálarfræði. Sumir segja að Búdda hafi verið fyrsti sálfræðingur sögunnar. Markmið hans var að binda enda á sjálfskapaðar þjáningar mannanna.“ Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is


1. maí 2011

aukum atvinnu – bætum kjörin atvinna og aukinn kaupmáttur leggja grunn að

Verkalýðshreyfingin

krefst

þess

þegar

þeirri velferð sem við viljum búa við. Staðreyndin er

verði gengið til kjarasamninga af fullri alvöru.

sú að atvinnuleysi er mikið og kaupmáttur hefur

Verkalýðshreyfingin hafnar yfirgangi atvinnu-

minnkað. Þeirri þróun verður að snúa við með aukinni

rekenda sem tekið hafa kjarasamninga launafólks

verðmætasköpun og nýjum fjárfestingum. ísland er

í gíslingu sérhagsmuna. Við viljum samstarf

í fararbroddi í vistvænni orkunýtingu og á þar mörg

sem tryggir aukinn kaupmátt og jöfnun kjara, en

ónýtt tækifæri í sátt við náttúruna. Ýta verður undir ný-

höfnum grófri aðför að hagsmunum launafólks. með

sköpun, styðja við sprotafyrirtæki, auðvelda erlenda fjár-

slagkrafti samstöðunnar stöndum við vörð um okkar

festingu, auka fullvinnslu innanlands og bæta markaðs-

hag og áframhaldandi velferð á íslandi – með átökum

setningu erlendis á afurðum, þjónustu og hugviti.

ef með þarf!

ASÍ óskar launafólki til hamingju með daginn og hvetur til samstöðu í aðgerðum stéttarfélaganna 1. maí.


20

fréttir

Helgin 29. apríl-1. maí 2011

House, sem starfar við MIT-háskólann, er einn stofnenda samtakanna Free Bradley Manning sem stofnuð voru í júní í fyrra eftir handtöku Mannings. Þau eru lauslegt bandalag fólks sem berst fyrir auknu gegnsæi í samfélaginu, vina Mannings, stríðsandstæðinga og fleiri.

Ætla að brjóta Manning niður

É

Stuðningsmaður Bradleys Manning segir bandarísk yfirvöld vera á höttunum eftir Julian Assange og reyna að knýja fram játningu.

g held að Bradley Manning sé haldið við þessar aðstæður vegna þess að bandarísk stjórnvöld vilja brjóta hann niður. Þau vilja að hann vitni gegn Julian Assange. Þau vilja ekki að hann komi teinréttur fyrir dóm og haldi fram málstað sínum.“ Þetta segir David House, 23 ára gamall tölvusérfræðingur frá Bandaríkjunum, einn stofnenda samtaka sem berjast fyrir því að hermaðurinn Bradley Manning verði leystur úr haldi. Manning er haldið föngnum í strangri gæslu í bandarísku herfangelsi, en hann er sakaður um að hafa lekið skjölum til Wikileaks. Manning, sem fæddur er árið 1987, gæti átt yfir höfði sér 52 ára fangelsisdóm Lengst af, eða í um tíu mánuði, hefur Manning verið haldið föngnum í herfangelsi í Quantico í Virginíu, en á þeim stað er ætlast til að fangar séu ekki vistaðir lengur en í þrjá mánuði. Varðhaldið sætti gríðarlegri gagnrýni og 21. apríl síðastliðinn tilkynntu bandarísk stjórnvöld óvænt að hann yrði fluttur í annað fangelsi í Fort Leavenworth í Kansas. Sagt er að þar muni aðstæður hans skána þótt stuðningssamtök Mannings segi að enn sé ekki vitað hvort sú verði raunin. Þegar flutningurinn fór fram sagði einn yfirmanna varnarmálaráðuneytisins að ekki væri með honum brugðist við gagnrýni, heldur teldu stjórnvöld að rétt hefði verið staðið að varðhaldinu í Quantico. Bandaríski þingmaðurinn Dennis Kucinich hefur sagt að þrátt fyrir flutninginn sé sú staðreynd óbreytt að Manning sé haldið við aðstæður sem margir telji grimmdarlegar og fari í bága við bandarísku stjórnarskrána. Manning vann fyrir Bandaríkjaher í Bagdad í Írak. Hann var handtekinn í maí í fyrra og sakaður um að hafa lekið myndbandinu Collateral Murder, til Wikileaks. Hann hefur verið ákærður í tugum liða, m.a. fyrir að „aðstoða óvininn“ en dauðarefsing liggur mögulega við því. Ekki hefur verið ákveðið hvenær réttað verður í máli hans.

David House er einn fárra sem fengu að heimsækja Manning í herfangelsið í Quantico. Þangað kom hann hátt í tuttugu sinnum. House hefur miklar áhyggjur af Manning og segir að ástand hans hafi versnað mjög. Honum hafi verið haldið í einangrun í 23 klukkustundir á sólarhring og hann hvorki fengið að sjá dagblöð né fylgjast með alþjóðlegum fréttum, heldur aðeins leyft að horfa á svæðissjónvarp í klukkustund á dag. Þá hafi hann fengið að skrifa ef hann vildi, en áður en að því hafi komið hafi Manning verið neyddur til að taka geðlyf. „Hann sagði mér að hann ætti í raun erfitt með að setja nokkuð niður á blað vegna lyfjanna,“ segir House. Hann segir að í Quantico hafi Manning verið vistaður í gluggalausum klefa og ekki komist undir bert loft mánuðum saman. Manning hafi enga möguleika haft til þess að stunda líkamsrækt, en verið leyft að ganga í hringi í auðu herbergi í klukkustund á dag. Hann hafi verið hlekkjaður þegar hann hafi verið færður úr klefa sínum og svefnaðstæður verið slæmar. Á daginn hafi hann fengið að hafa eina bók í klefanum í einu, en enga aðra persónulega muni. Líka hafi hann verið neyddur til að standa nakinn fyrir utan klefa sinn á hverjum morgni. House segir að þegar hann hitti Manning í september hafi hann verið í nokkuð góðu formi en síðan hafi hlutir þróast til verri vegar. „Í nóvember tók ég eftir að honum var farið að hraka. Í desember og janúar var hann mjög illa á sig kominn, ég hef aldrei séð hann í verra formi en þá. Þegar ég hitti hann í janúar var hann alltaf eins og hann væri að vakna af löngum blundi þótt honum væri ekki leyft að sofa á daginn. Hann gat ekkert einbeitt sér eða tekið við upplýsingum, það leið gjarna um ein og hálf klukkustund þangað til þokunni sem virtist hvíla yfir honum létti. Í febrúar fór fjölskylda

Borði til stuðnings Manning á götuhorni í Berlín. Undanfarið hafa ýmsir gagnrýnt meðferðina á Manning. Þar á meðal eru hátt í þrjú hundruð prófessorar við lagadeildir helstu háskóla Bandaríkjanna. Í mars sagði talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins af sér eftir að hafa gefið það út opinberlega að hann teldi meðferðina sem Manning sætir vera „heimskulega“.

Íslendingar undir eftirliti

Á ráðstefnu þýska blaðsins Die Tageszeitung um fjölmiðla, sem fram fór í Berlín nýlega, var fjallað um mál Bradleys Manning. Þar kom meðal annars fram að bandarísk stjórnvöld hefðu í frammi mikinn viðbúnað vegna Wikileaks. „Það eru tvö teymi að störfum, annað þeirra í bandaríska utanríkisráðuneytinu og þar starfa um 120 manns. Hlutverk þeirra er að lesa öll skjölin sem hafa verið birt núna og meta hvaða þýðingu þau gætu haft, t.d fyrir stjórnvöld í Íran, Rússlandi og Kína. Þarna er verið að meta skaða og það er risastórt verkefni,“ sagði Andy Müller Maguhn, félagi í Chaos Computer Club í Berlín, stærstu samtökum tölvuhakkara í Evrópu. Þá benti hann á að í bandaríska dómsmálaráðuneytinu væri einnig stórt teymi að vinna í málinu. Vitað væri að það rannsakaði meðal annars þá sem tóku þátt í að framleiða myndbandið Collateral Murder. Þar er sýnd þyrluárás Bandaríkjahers í Bagdad á almenna borgara og starfsmenn Reuters-fréttastofunnar. Hann nefndi að í hópnum væri íslenskur þingmaður og vísaði þar til Birgittu Jónsdóttur en bandarísk stjórnvöld vilja m.a. lesa gögn hennar hjá Twitter. Fleiri Íslendingar eru nefndir á „kreditlista“ myndbandsins, m.a. Kristinn Hrafnsson, Ingi R. Ingason og fleiri. Þá fær Ríkisútvarpið sérstakar þakkir. Á fundinum kom fram að staða málsins gæti breyst, teldu bandarísk yfirvöld sig geta sýnt fram á að einhver úr hópi Wikileaks hefði hvatt Manning til að leka leyniskjölum hersins. Játi Manning eitt eða annað í málinu má því spyrja hvort það kunni að hafa afleiðingar, ekki aðeins fyrir Wikileaks-manninn Julian Assange, heldur einnig fyrir Íslendingana sem áttu þátt í gerð myndbandsins. Fundinn í Berlín sat meðal annars Monika Lüke, framkvæmdastjóri Amnesty International í Þýskalandi. Hún sagði ljóst að í máli Mannings brytu Bandaríkjamenn alþjóðalög og samninga sem þeir ættu aðild að. Amnesty í Þýskalandi hefði oftar en einu sinni haft samband við bandarísk stjórnvöld vegna máls Mannings en engin svör hefðu borist.

Manning, sem fæddur er 1987, gæti átt yfir höfði sér 52 ára fangelsisdóm.

hans að heimsækja hann meira en hún hafði gert og þá urðu einhverjar framfarir fram í mars. Hann er samt ekki sami maðurinn og í september,“ segir House. Sjálfur hefur House verið undir eftirliti bandarískra yfirvalda undanfarna mánuði. Í nóvember í fyrra var hann stöðvaður af yfirvöldum þegar hann var á leið til Bandaríkjanna úr stuttu fríi. Hald var lagt á tölvu og önnur raftæki sem hann hafði meðferðis og hann yfirheyrður um heimsóknir sínar til Mannings. Hann segir enn fremur að fulltrúar yfirvalda hafi boðið sér fé fyrir upplýsingar.

Vilja ná Julian Assange

„Það hefur verið vitað í allnokkurn tíma að bandarísk stjórnvöld eiga í miklum vandræðum með að finna tengingu milli Julians Assange og Bradleys Manning,“ segir House og bætir því við að WikiLeaks hafi lengi verið skotmark bandarískra yfirvalda. Þau geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma böndum á Julian Assange og Wikileaks. Enn sem komið er hafi Manning þó ekki verið samvinnuþýður. House heldur því fram að verði Julian Assange framseldur til Bandaríkjanna muni það hafa miklar afleiðingar fyrir blaðamenn alls staðar. „Það mun hafa áhrif á hvernig blaðamenn haga samskiptum við heimildamenn sína og auka á þá upplýsingaeinokun sem nú er fyrir hendi á öllum stigum bandaríska stjórnkerfisins,“ segir House. Spurður hvort smáríki eins og Ísland geti lagt eitthvað af mörkum, segir House að líklega glími Íslendingar við sín eigin vandamál eins og er. „En almenningur hvar sem er verður að taka afstöðu til mála og má ekki gefast upp gagnvart spilltum stjórnvöldum sem haga sér ósiðlega,“ segir House. Hann bætir við að hann hvetji alla Íslendinga til að „fara á netið og styðja Bradley eða Wikileaks, eða bara taka til máls og berjast fyrir þeim málstað sem það telur verðugan“. House kveðst vonast til þess að Manning verði sleppt en viðurkennir að sú von dvíni með hverjum degi sem líður. „Ég held að bandarísk stjórnvöld séu hrædd. Þau eru hrædd við netið og hrædd við uppljóstrara. Þau óttast þessa nýju menningu og vilja þess vegna gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera þetta mál að fordæmi.“ Tenglar: www.bradleymanning.org

Elva Björk Sverrisdóttir ritstjorn@frettatiminn.is


Nýtt happdrættisár byrjar í maí

Viltu einfaldan eða tvöfaldan?

Vinningur í hverri viku

Þú getur unnið Toyota Avensis Miðaverð

6 Toyota Avensis á 5 milljónir króna hver á einfaldan miða

1.100 kr.

Þú getur unnið Toyota Land Cruiser 150 Miðaverð

6 Toyota Land Cruiser á 10 milljónir króna hver á tvöfaldan miða

2.200 kr.

6 aðalvinningar á 10 milljónir hver, 10 aðalvinningar á 6 milljónir og 36 aðalvinningar á 4 milljónir hver. 845 milljónir dregnar út á árinu | Kauptu miða á www.das.is

ÍSLENSKA SIA.IS DAS 543803 04/11

Eða allt í peningum


innlit

Helgin 29. apríl-1. maí 2011

Ljósmyndir/Hari

22

Leikmyndahönnuður hannar Kex Hostel

L

eikmyndahönnuðurinn Hálfdán Pedersen og konan hans, Sara Jónsdóttir, eru hönnuðir Kex Hostel sem opnað verður í gömlu kexverksmiðjunni Frón við Skúlagötu. Þau lögðu mikið á sig til að komast yfir réttu munina og húsgögnin. „Við lögðum upp með ákveðna hugmynd og það var augljóst að iðnaðarlúkkið

sem við vildum skapa væri erfitt að sækja á Íslandi. Við fórum því á svæði í Bandaríkjunum þar sem einu sinni var mikill iðnaður, eins og Detroit, Pittsburg, Virginia og Ohio. Þar leigðum við okkur trukk, keyrðum á milli yfirgefinna bygginga og söfnuðum í sarpinn,“ segir Hálfdán. Hann segir þetta vel þekkta aðferð til að komast

yfir tískuhúsgögn á góðu verði og forðast dýrar antíkverslanir. „Við vildum blanda saman stáli og timbri og hlýleika og halda hráu iðnaðarútliti. Til að verða okkur úti um litrík húsgögn og tekkmublur og annað sem ekki er framleitt í dag og erfitt er að finna, þræddum við flóamarkaði í Þýskalandi.“ –ÞT

OPIÐ Á SUNNUDAG 1. MAÍ

RINN U G N I L K Æ B SUMAR N ÚT! N I M O K R E OKKAR

www.rumfatalagerinn.is

Við vildum blanda saman stáli og timbri og hlýleika ...


... það var augljóst að iðnaðarlúkkið sem við vildum skapa væri erfitt að sækja á Íslandi.

Smakkaðu nýjung frá ORA Kjúklingabollur í drekasósu Kjúklingabollur í súrsætri sósu ... einfalt, fljótlegt og gott! www.ora.is

Bröns alla laugardaga og sunnudaga

Verð aðeins

1.795

með kaf fi eða te Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is


24

fréttir

Helgin 29. apríl-1. maí 2011

Ef okkur tekst að koma fótum undir liðið, auka áhuga á fótbolta á svæðinu og búa til stemningu þá erum við að stórauka menningarflóru norðan­ verðra fjarðanna. Þarna geta gerst hlutir sem fólk vill sækja. Ef við náum 10 til 20 prósentum af byggðinni á völlinn þá erum við að gera góða hluti.

Guðjón segir sorglegt að fylgjast með aðför kommúnista að mági sínum, Geir H. Haarde, sem nú sé dreginn fyrir landsdóm. Málið eigi eftir að marka djúp spor.

Eltist við öðruvísi titla

skjóta rótum þá tekur það tíma.“ Sérðu fyrir þér að þú verðir lengur en þetta sumar? „Já, alveg eins og ekkert síður. Ég er meira að segja farinn að undirbúa haustið og byrjaður að leggja drög að því hvernig við vinnum í vetur.“

Þjálfarinn Guðjón Þórðarson hefur einsett sér að byggja upp fótboltamenningu á Vestfjörðum og koma liði Bolungarvíkur á kortið. Hann fagnar frumstæðum aðstæðum í sveitinni en gæti líka vel hugsað sér að þjálfa landsliðið í fótbolta. Þóra Tómasdóttir ræddi við hann. Ljósmyndir/Hari

G

uðjón er að búa sig undir brottflutning úr borginni en fótboltatímabilið er að hefjast og stefnan er sett á Vestfirðina. Þar þjálfar hann fyrstudeildarliðið BÍ/Bolungarvík og ætlar sér stóra hluti utan vallar sem innan. En Guðjón er blóðheitur maður með sterkar skoðanir á fótbolta sem og á öðrum sviðum. „Já, ég er mjög pólitískur maður og mér þykir umræðan í stjórnmálum frekar dapurleg. Það er léleg liðsheild á þinginu og ekki margir þar sem ég myndi velja í liðið mitt.“ En það er margt sameiginlegt með fótbolta og stjórnmálum. „Já, það er margt svipað. Fyrst þarf að ná samstöðu og búa til liðsheild og liðsheildin verður aldrei sterkari en veikustu hlekkirnir í henni. En sterkir og góðir spilarar skynja mikilvægi liðsheildarinnar. Fótboltinn er miklu skemmtilegri og jákvæðari en stjórnmálin. Þar er maður að vinna með ungum mönnum sem eru uppfullir af lífsvilja og löngun, sem eru forréttindi. Ég geri ekki alla góða í fótbolta en ég tel að ég geti bætt þá sem menn og hjálpað þeim að undirbúa sig fyrir lífið. Margir þeirra sem ég hef þjálfað eru vinir mínir til lífstíðar þannig að ég á stóran hóp af vinum.“ Hefur verið skorað á þig í stjórnmál? „Menn hafa spáð í það enda hef ég ekki legið á skoðunum mínum. Ég er mikill Íslendingur í mér og mér þykir ekki alltaf hafa tekist vel til í stjórnmálum. Þá skiptir engu máli hverjir eiga í hlut. Fjölskyldan mín hefur fengið að heyra það þegar hún hefur verið í pólitíkinni og maður hlífir

engum. Ekkert verk er svo vel unnið að það sé ekki hægt að gera betur.“

Grímulaus aðför að Geir Haarde Einn sögulega merkilegur liður í uppgjörinu við hrunið er landsdómur yfir mági þínum, Geir H. Haarde. Hvernig blasir málið við þér? „Mér finnst það sýna aumingjadóminn í stjórnmálamönnum. Þetta er grímulaus aðför kommúnista að Geir. Steingrímur J. og þeir sem að þessu standa eiga að skammast sín og ég held að menn sem standa í glerhúsi ættu ekki að vera að grýta grjóti. Ég er hræddur um að þetta eigi eftir að koma í bakið á þeim. Málið mun marka spor í íslenskri sögu og djúp spor í pólitískri sögu. Ég held að það verði skarpari skil í stjórnmálum hér eftir.“ Þú hefur verið í Sjálfstæðisflokknum í áraraðir. Varst þú meðal ráðgjafa Geirs? „Neinei, hann var með fullt af fagfólki í kringum sig. Ég vildi hins vegar að hann hefði hlustað meira á mig. Þá hefði hann farið öðruvísi í gegnum sum mál. Og það var ekki stefna Sjálfstæðisflokksins sem klikkaði. Stefna flokksins stendur sterk og óhögguð eftir og mér finnst að menn ættu að gera meira í því að verja hana af krafti. Í staðinn höfum við glórulausan sósíalisma sem veður hér uppi og mun keyra þetta samfélag í vesældina eina.“

Hyggst draga Vestfirðinga á völlinn

Þú ert að taka við nýju starfi sem þjálfari fyrir vestan. Hvernig leggst það í þig?

„Mér líst vel á þetta. Ég mun búa í Bolungarvík og mér líður vel á milli fjalla. Ég bjó lengi í miðlöndunum í Englandi þar sem er langt til fjalla. Ég fór vestur um daginn að skoða aðstæður og ég hlakka bara til. Við erum búnir að vera með allan hópinn í bænum í vetur og þegar leikmenn hafa lokið prófum í vor förum vestur og spilum fyrsta leikinn um miðjan maí. Þarna er jákvætt fólk og það eru jákvæðir menn sem standa að þessu.“ En þú hefur náð gríðarlegum árangri sem þjálfari í gegnum tíðina. Það hljómar kannski ekki sem stærsta tækifæri lífs þíns að þjálfa Bolungarvík í fótbolta. Hvað sérð þú spennandi við þetta? „Ég hef unnið allt sem hægt er að vinna af titlum hér heima, bæði sem leikmaður og þjálfari. Og oft. Ég lít á þetta sem mikla áskorun. Menn biðu ekki beinlínis í röðum eftir að taka við þessu verkefni. Mér finnst mjög heillandi að þarna hefur í raun enginn fótbolti verið í tæp þrjátíu ár. Ef okkur tekst að koma fótum undir liðið, auka áhuga á fótbolta á svæðinu og búa til stemningu þá erum við að stórauka menningarflóru norðanverðra fjarðanna. Þarna geta gerst hlutir sem fólk vill sækja. Ef við náum 10 til 20 prósentum af byggðinni á völlinn þá erum við að gera góða hluti.“ Líturðu á þetta sem eins konar samfélagstilraun? „Já, þetta er tilraun til að búa til lið sem getur lifað af. Svo að börn og unglingar á svæðinu geti alist upp við að eiga fótboltalið. Þannig lít ég á þetta en ekki bara sem eitthvert sumarverkefni. Ef þetta lið á að

Ég var spurð­ ur að því af leikmanni um daginn hvort ég ætlaði ekki að fara að halda fund og tala um mark­ miðin. Ég þarf engan fund til þess. Það liggur ljóst fyrir að við ætlum að hætta að tapa fótboltaleikj­ um og byrja að vinna eins marga og hægt er.

Breytti um lífsstíl Hvað stefnir þú hátt með liðið? „Það er ósköp einfalt. Ég var spurður að því af leikmanni um daginn hvort ég ætlaði ekki að fara að halda fund og tala um markmiðin. Ég þarf engan fund til þess. Það liggur ljóst fyrir að við ætlum að hætta að tapa fótboltaleikjum og byrja að vinna eins marga og hægt er. Það verður enginn afsláttur gefinn í þeim efnum.“ Þú hefur flakkað á milli liða undanfarin ár. Hafði blóðhiti þinn áhrif á það? „Neinei, það eru margar ástæður fyrir því. Sums staðar breyttust forsendur og nýir eigendur komu inn, eins og hjá Barnsley. Ég sagði upp í Notts County.“ En landsliðinu gekk frábærlega undir þinni stjórn og var hársbreidd frá því að komast á Evrópumeistaramót. Hvers vegna hættir þú þar? „Ég bara sagði upp og fór. Ég ætlaði að róa á ný mið. Ég er einn af örfáum landsliðsþjálfurum sem hafa ekki verið reknir. Þegar ég sagði upp var ég farinn að skoða vinnu erlendis. Þá átti ég möguleika á að fara til Norðurlandanna og svo kom Stoke upp.“ Þér er lýst sem skrautlegum og skapstórum þjálfara sem gerir kröfur til leikmanna. „Ég er hörkuþjálfari. Og geri kröfur. Ég er staðfastlega þeirrar trúar að agi sé upphaf árangurs og held að það skipti öllu máli. Eitt er hugmyndin um að vera góður leikmaður en annað að vera tilbúinn að gera það sem þarf.“ Ert þú sjálfur agaður? Framhald á næstu opnu



26

fréttir

Helgin 29. apríl-1. maí 2011

TAKTU SKREFIÐ

SKAPAÐU ÞÍNA EIGIN FRAMTÍÐ - umsóknarfrestur til 30. maí

NÁMSBRAUTIR SEM HEFJAST Í HAUST: Einnigámí i fjarn

LEIÐSÖGUNÁM Á HÁSKÓLASTIGI GÆÐASTJÓRNUN

FRAMKVÆMDAFERLI MANNVIRKJAGERÐAR – fjármögnun, samningar, útboðsreglur og uppgjör

VERKEFNASTJÓRNUN – LEIÐTOGAÞJÁLFUN HUGRÆN ATFERLISMEÐFERÐ - Eins árs þverfaglegt, hagnýtt nám - Tveggja ára nám fyrir sálfræðinga og geðlækna

FJÖLSKYLDUMEÐFERÐ - NÁM Á MEISTARASTIGI NÁM TIL LÖGGILDDINGAR FASTEIGNA-, FYRIRTÆKJA OG SKIPASALA REKSTUR, STJÓRNUN OG MARKAÐSSETNING SMÁFYRIRTÆKJA – MARKVISS LEIÐ - umsóknarfrestur til 9. september

Námsráðgjöf og upplýsingar:

sími

525 4444 endurmenntun.is

Það er sorg­ legt hvernig liðið hefur drabbast niður og far­ ið í ógæfu­ gír. Ég held að það þurfi að breyta mörgu. ... Ég held að liðið og allir sem að því standa geri sér grein fyrir að við þetta verði ekki unað. ... Ég held að það sé ekki hægt að ná verri árangri með lands­ liðið.

„Já, ég er tiltölulega agaður. Ég lifi skikkanlegu lífi og passa upp á sjálfan mig. Það gera það ekki aðrir.“ Þú hefur tekið á sjálfum þér og hættir til dæmis að drekka áfengi. Hefur það verið barátta? „Nei, það gengur bara mjög vel. Ég hætti árið 1996 og hef ekki skilið við bíllyklana síðan.“ Það eru miklar andstæður að lifa og hrærast í íþróttum en eiga við áfengisvandamál að stríða. „Já. Ég lít ekki svo á að ég eigi við áfengisvandamál að stríða. Það voru ákveðin atriði sem gerðu það að verkum að ég vildi breyta lífi mínu. Ég var ekkert í neinni neyslu, þannig lagað séð. Ég tók bara þetta skref, svipað og þegar fólk þarf að létta sig. Ég ástunda núna lífsstíl sem gengur út á að eiga góða daga og ekki bara í nánustu framtíð. Ég ætla að lifa og vera lifandi í lífinu. Ég hef ekki séð brennivín bæta nokkurn mann.“ Hvað gerði það að verkum að þú vildir breyta um lífsstíl? „Ég sé ekki eftir neinu en það gera allir mistök. Það skiptir öllu máli þegar maður gerir mistök, hvort sem það er í fótbolta eða öðru, að eiga það við sjálfan sig. Viðurkenna sín mistök og gera eitthvað í málunum. Ég gerði það. Sá sem gerir aldrei neitt af sér, hann gerir ekki neitt. Ef þú vogar engu þá vinnur þú ekkert.“

Ekki hægt að gera verr Eitt af því sem stendur upp úr á ferli þínum er árangurinn með íslenska landsliðinu. Hvernig blasir landsliðið við þér í dag? „Mér finnst það hálf dapurlegt. Það er sorglegt hvernig liðið hefur drabbast niður og farið í ógæfugír. Ég held að það þurfi að breyta mörgu. Það eru menn sem stjórna þessu, framkvæmdastjórar, þjálfarar og heilt teymi í kringum liðið. Þeir eru sjálfsagt að reyna að gera eins og þeir geta en það dugar ekki til.“ Er það þá Knattspyrnusambandið frekar en leikmennirnir sem klikka? „Ég held að það séu margir góðir leikmennir í liðinu sem gaman væri að vinna með og hægt að fá meira út úr. Ég þekki marga af þessum strákum og veit að þeir geta gert betur. Skilaboðin þurfa að vera skýr og þeim má ekki breyta þó að liðinu gangi illa. Ég vann með Eiði Smára sem ungum strák og ég átti aldrei í neinum vandræðum með hann. Ég hef trú á því að það sé hægt að gera mun betur með þetta lið. Ég held að liðið og allir sem að því standa geri sér grein fyrir að við þetta verði ekki unað.“ Heldurðu að þú næðir betri árangri með þetta lið? „Ég held að það sé ekki hægt að ná verri árangri með landsliðið.“ Gætir þú hugsað þér að þjálfa liðið?

„Já, það var gaman að vinna með landsliðinu. Það var skemmtilegur og kröftugur tími. Við snerum þessu við og fórum að gera hluti sem menn áttu ekki von á.“ En nú gengur kvennalandsliðinu vel. Fylgistu með kvennaboltanum? „Já, hann er í mikilli sveiflu. En nei, ég fylgist ekki mikið með honum, bara aðeins. Það er gaman að sjá hvað þróunin er mikil og hvað gæðin og tæknin eru gjörbreytt.“ Kæmi til greina að þjálfa kvennalið? „Ég held að minn tími í því sé ekki kominn en ég þjálfaði reyndar stelpur á Skaganum í tvo mánuði og það var mjög skemmtilegt. Þær voru fínar og flottar. Ég tel bara að mín aðferðafræði virki betur á karla en konur.“

Eiður Smári of harkalega dæmdur Hvað finnst þér einkenna efnilegan leikmann? „Það er mjög misjafnt. Í dag er verið að leita að sterkum karakterum því tæknin og vinnusemin hefur aukist mjög mikið hjá öllum. Í útlöndum er lagst í njósnaleiðangra til að kanna karakterinn því þú vilt ekki kaupa gallaða vöru. Þú getur þjálfað mann og komið honum vel af stað en ef karakterbrestir eru til staðar er mjög erfitt að þjálfa það. Þú þarft að hafa vinnusama menn og samviskusama. Þeir þurfa að vera tilbúnir að taka að sér verk sem eru ekki endilega á óskalistanum, kannski önnur hlutverk en þeir vilja sjálfir. Þá skiptir miklu máli að þeir séu jákvæðir.“ Geturðu nefnt mér dæmi um stráka sem þú hefur séð sem sterka karaktera og hafa reynst góðir fótboltamenn? „Já, ég man til dæmis eftir einum ungum strák í KR. Ég man alltaf eftir fyrstu spyrnunni hans, hann hitti ekki boltann sem skrúfaðist lengst upp í stúku. Ég stóð í skýlinu, greip fyrir augun og hugsaði bara „djíses“. En þessi maður er í góðu lagi, búinn að eiga feiknalega farsælan feril og heitir Brynjar Björn Gunnarsson. Það voru ekki margir sem höfðu trú á að Brynjar ætti eftir að verða þessi stöðugi og sterki leikmaður. Ívar Ingimarsson er annar. Ég vann örstutt með honum í landsliðinu en þekki hann og veit hvers konar karakter hann er. Hermann Hreiðarsson. Þetta voru ekki allt flinkustu fótboltamennirnir sem strákar en feiknalega árangursríkir leikmenn. Þeir eiga að vera öðrum fyrirmyndir þegar verið er að kasta strákum út úr boltanum á unglingsárum, fyrir að vera ekki nógu tæknilegir. Þessir menn gáfust ekki upp og komu sterkir inn um tvítugt. Eins hafa verið margir efnilegir leikmenn sem ekkert rættist úr.“ Eiður Smári er leikmaður sem hefur oft verið gagnrýndur. Hvað þykir þér um það? „Mér finnst Eiður alveg úrvals-


Helgin 29. apríl-1. maí 2011

Ég hef unnið allt sem hægt er að vinna af titlum hér heima, bæði sem leikmaður og þjálfari. Og oft. Ég lít á þetta sem mikla áskorun. Menn biðu ekki beinlínis í röðum eftir að taka við þessu verkefni. drengur og þekki hann ekki af neinu slæmu. Eiður á einhvern flottasta feril sem við höfum séð. Hann lenti í erfiðleikum sem ungur maður þegar hann ökklabrotnaði og fólk hélt að hann væri bara búinn. Hann sýndi af sér manndóm og dug og tókst á við það af mikilli elju. Hann fór til Chelsea og vann titla. Þaðan fór hann til Barcelona og var í liði sem vann Evrópudeildina sem er feiknalegt afrek. Fótboltinn hefur þannig kúrfu að maður toppar á einhverjum tíma. Mér finnst Eiður Smári vera dæmdur of hart og menn eru mjög óvægnir við að höggva í hann. Þetta er maður eins og ég og þú og fótboltaferillinn mun enda. Það er eins og fólk geri sér ekki grein fyrir að ferillinn hjá Eiði mun síga líka.“

Sá eftir vinnunni hjá Stoke En þú hefur valið þér sérstakt vinnuumhverfi þar sem þjálfarar eru miskunnarlaust látnir taka pokann sinn ef illa gengur. Þú hefur þjálfað fjölmörg lið, verið rekinn sums staðar og hætt annars staðar. Hvaða lið hefur þér þótt erfiðast að yfirgefa? „Það var virkilega erfitt vinnuumhverfi hjá Stoke. Þegar búið var að klára úr kampavínsglösunum áttaði ég mig á því að ég var einn úti í baráttunni að takast á við mjög krefjandi verkefni. Það var virkilega töff. Það komu tímar þar sem ég spurði sjálfan mig út í hvað ég væri kominn. En liðið fór í rétta átt og þetta var líka mjög skemmtilegt. Ég sá mikið eftir vinnunni hjá Stoke. Ég var í fínum málum faglega en það var vilji stjórnarformannsins að skipta mér út. Mér þótti það mjög sárt í nokkra daga. Svo horfði ég í aðra átt og hélt áfram. Maður lætur ekki brjóta sig niður.“ Hvernig blasir fótboltinn við þér í sumar og hvaða lið heldur þú að verði Íslandsmeistari?

„Ég held að FH sé með best skipaða leikmannahópinn og ég held að þeir verði mjög góðir. KR-ingarnir verða öflugir, Vestmannaeyingar verða öflugir og Valsarar. Þetta ár verður mikil prófraun fyrir Breiðablik sem vann titilinn í fyrra. Nú þurfa þeir að sanna að þeir geti verið með í baráttunni. En ef ég ætti að setja pening á eitthvert lið þá yrði það FH.“ Veðjarðu einhvern tíma peningum í fótbolta? „Nei, ég er ekki mikill gamblari. Því miður. Ég var í tipphópi fyrir einhverjum árum og við unnum nóg til þess að fara út að borða öðru hverju. En það var aðallega til gamans gert.“ Hvaða lið myndir þú helst vilja þjálfa? „Draumurinn væri að fara til Katalóníu og vera nálægt sjónum í borg draumanna. Það hlýtur að vera draumur hvers manns en ég geri mér grein fyrir því að það líta ekki margir til Íslendinga í leit að fótboltaúrlausnum. Mér hefur boðist að fara aftur til Englands en ég hef ekki viljað fara frá Íslandi. Ég er í starfi núna sem mér þykir vænt um. Það hefur kannski ekki þær faglegu forsendur sem ég vil takast á við en það er mikil áskorun. Þetta er frumstæðara verkefni en ég hef áður fengist við og mér finnst það skemmtilegt.“ Það er liðinn áratugur síðan þú vannst síðast titil, ertu hættur að eltast við titla? „Hvað er titill? Hvað er sigur?“ Í fótbolta er það ansi augljóst. „Já, en sigrarnir í lífinu geta verið margvíslegir. Það sem ég get áunnið með Vestfirðingum er að styrkja stöðu þeirra og koma þeim í rétta átt. Það er sigur og stefnan er sett á það.“

OPIÐ Á SUNNUDAG 1. MAÍ

INN R U G N I L K Æ SUMARB ÚT! N N I M O K R OKKAR E

www.rumfatalagerinn.is

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

AUKUM ATVINNU - BÆTUM KJÖRIN Göngum saman 1. maí

1. maí gangan í Reykjavík

Dagskrá útifundar á Austurvelli

Söfnumst saman á horni Snorrabrautar og Laugavegar kl. 13. Upphitun með vel völdum lögum lúðrasveitanna. Lagt af stað niður Laugaveg kl. 13:30. Örræður fluttar meðan á göngunni stendur. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leiða gönguna niður á Austurvöll. Útifundur á Austurvelli kl. 14:10 - 15:00.

við undirleik Lúðrasveitar Í lok fundar syngjum við saman Internationalen verkalýðsins og Lúðrasveitarinnar Svanur.

Samtök launafólks á almennum og opinberum markaði

armaður í Eflingu Ávarp fundarstjóra: Ingvar Vigur Halldórsson, stjórn Ræða: Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ Hljómsveitin Dikta Ræða: Garðar Hilmarsson, 2. varaformaður BSRB Hljómsveitin Dikta ands íslenskra framhaldsskólanema Ávarp: Heiða Karen Sæbergsdóttir, formaður Samb


NÝBAKAÐ NDI OG ILMA SÆTAR KARTÖFLUR

249 KR./KG

HNETUVÍNARBRAUÐ

125

KR./STK.

20%

GOTT G

afsláttur

BAKAÐ UM Á STAÐN

BESTIR Í KJÖTI Ú

R A K K A B L IÐ L L L I GRI R G Á TILBÚNIR

LAMBA PRIME MEÐ HVÍTLAUKI OG RÓSMARÍN

B

ÐI

KR./STK.

Ú

125

TB KJÖ ORÐ

JÖTBOR

2398 2998

KR./KG

ÍSLENSKT KJÖT

Nýttu þér nóttina í

Nóatúni

20% afsláttur

KJÖTBORÐ

AÐ KRYDDAINÐVALI EIG

ÍSLENSKT KJÖT

20% afsláttur

Ú

TB KJÖ ORÐ

B

I

BESTIR Í KJÖTI R

KJÖTBORÐ

KR./KG

Ú

1598

R

I

LAMBALÆRISSNEIÐAR

1998

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillu og/eða myndabrengl

Ú

KR./KG

I

BESTIR Í KJÖTI

2998

Verslanir Nóatúns eru opnar allan sólarhringinn

TB KJÖ ORÐ

B

Ú

2398

R

I

GRÍSALUNDIR MEÐ SÆLKERAFYLLINGU

R

KR./KG

R

I

399

HVÍTLAUKSBRAUÐ

RK

MELÓNUR CANTALOPE

I ISKBORÐ

noatun.is

F

FERSKIR Í FISKI

Hamraborg – Nóatún 17 – Austurver - Hringbraut – Grafarholt

RF

KR./KG

ISKBORÐ

Ú

2498

RF

I

LAx GLJÁÐUR MEÐ MANGÓ CHILI

Ú

N NÓATÚIR Ð L MÆ ME


TÁ GRILLIÐ

Við gerum meira fyrir þig

ÍSLENSKT KJÖT

ÍSLENSKT KJÖT

Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni O ESPRESS KAFFI

20%

LAVAZZA KAFFIPÚÐAR, 2 TEG.

afsláttur

Ú

B

I

KJÖTBORÐ

KR./KG

Ð AÐ KRYDDAIN EIG VALI

ÍSLENSKT KJÖT

398

KR./STK.

BESTIR Í KJÖTI R

3398

TB KJÖ ORÐ

239

20% afsláttur

Ú

KR./STK.

159

KR./STK.

I

BESTIR Í KJÖTI R

KJÖTBORÐ

KR./KG

PRÓTEINSTANGIR 3 TEGUNDIR

219

ÍSLENSKT KJÖT

KR./STK.

2 LÍTRAR TB KJÖ ORÐ

B

I

BESTIR Í KJÖTI Ú

R

KJÖTBORÐ

KR./STK.

R

I

Ú

UNGNAUTAHAMBORGARAR, 80 G

169

EGILS SÍTRÓNUKRISTALL, 1 L

Ú

2198

TB KJÖ ORÐ

B

KR./PK.

I

1758

R

369

MEÐ JÖTI ALDINK TRÓPÍ, 1 L APPELSÍNUSAFI

LAMBAKÓTILETTUR

MYLLU KLEINUR

Ú

2698

R

I

LAMBA INNRALÆRI

A 25% MEIR MAGN

EMMESSÍS BRAGÐAREFUR

25% afsláttur

HÁMARK PRÓTEINDRYKKUR 3 TEGUNDIR

189 KR./STK.

HATTING NORSK, GRÓF SMÁBRAUÐ

429 KR./PK.


30

viðhorf

Helgin 29. apríl-1. maí 2011

Fært til bókar

Sigríður Anna auk Guðmundar Árna „Rétt er að þróunin virðist vera í átt til þess að pólitískum skipunum sendiherra fækkar og fyrrum formenn stjórnmálaflokka eiga ekki sjálfvirkt tilkall til embætta á vegum ríkisins,“ segir glöggur lesandi Fréttatímans í bréfi til blaðsins í framhaldi úttektar í síðasta blaði þar sem líkur voru leiddar að því að „feit“ ríkisembætti fyrrverandi stjórnmálaforingja væru hugsanlega liðin tíð. Í úttektinni sagði að við fljótlega skoðun yrði ekki annað séð en Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrum þingmaður og ráðherra Alþýðuflokksins, væri eini núverandi sendiherrann með pólitískan bakgrunn. Lesandinn bendir réttilega á að í þeim hópi er einnig Sigríður Anna Þórðardóttir, fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðis-

Góðir bílstjórar og vondir bílstjórar

flokksins. „Auk þess eru einnig starfandi í ráðuneytinu menn eins og Júlíus Hafstein, fyrrum borgarfulltrúi, með titilinn sendiherra, sem var skipaður svo af Davíð Oddssyni. Svo má velta fyrir sér stöðu „pólitískt“ skipaðra sendiherra sem ekki voru þingmenn eða ráðherrar, eins og Alberts Jónssonar, ræðismanns í Færeyjum, og Kristjáns Andra Stefánssonar, sendiherra á viðskiptasviði í ráðuneytinu, en báðir störfuðu árum saman í forsætisráðuneyti Davíðs Oddssonar og komu með honum þaðan í utanríkisráðuneytið og voru af honum skipaðir sendiherrar. Sama máli gegnir um Kristínu Árnadóttur, sendiherra í Kína, sem skipuð var sendiherra af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur,“ segir lesandinn enn fremur.

F

Siðferði annarra

Fréttastofur sjónvarpsstöðvanna brugðu ekki út af þeirri árlegu hefð að sýna myndir af sjálfspíningum fylgismanna frelsarans á Filippseyjum um páskana. Að venju létu þar hinir heittrúuðu svipuna ganga á eigin baki áður en þeir fengu aðstoðarmenn til að negla sig á kross. Allt til dýrðar Jesú, sem tók á sig syndir annarra. Viðskiptablaðið bauð í gær upp á svipaða sýningu á syndagöngu nema með fulltrúum íslensks viðskiptalífs í aðalhlutverkum og þeim grundvallarmun að í stað þess að þátttakendur beittu hnútasvipunni á sjálfa sig, létu þeir hana dynja á kollegum sínum. Fyrirsögnin á forsíðu Viðskiptablaðsins er: „Siðlaust viðJón Kaldal skiptalíf“ og að baki uppslættinkaldal@frettatiminn.is um var árleg stjórnenda­könnun blaðsins. Úrtak könnunarinnar var lykilstjórnendur 760 fyrirtækja, þar á meðal 300 stærstu fyrirtækja landsins. Það er sem sagt skoðun um 70 prós­entna þeirra að slæmt siðferði einkenni viðskiptalífið og að traust, fagmennska og gegnsæi á sömu slóðum sé ekki upp á marga fiska. Könnun Viðskiptablaðsins hefur verið tekið sem staðfestingu á því að siðrof hafi orðið í atvinnulífi landsins og jafnvel tilefni vangaveltna um að þörf sé á sérstökum aðgerðum. Það er örugglega rétt að forsvarsmenn í viðskiptalífinu hefðu ekki slæmt af því að gera ákveðna siðbót, eins og reyndar fjölmargir aðrir á öðrum slóðum athafnalífsins. Að þessi könnun sé einhver loftvog á ástand siðferðis í viðskiptalífinu er hins vegar mikill misskilningur.

Niðurstaða stjórnendakönnunarinnar er fyrst og fremst vísbending um hugarfar svarenda, en ekki raunverulegt ástand viðskiptaumhverfisins á Íslandi. Því miður spurði Viðskiptablaðið ekki hvaða álit þátttakendur í könnuninni hefðu á eigin siðferði, áreiðanleika og fagmennsku. Niðurstaðan þeim megin hefði áreiðanlega ekki verið jafn vægðarlaus. Í þessu samhengi er athyglisvert að skoða könnun sem hið Konunglega félag bifreiðaeigenda í Bretlandi gerði meðal þegna landsins um hversu góðir ökumenn þeir væru. Könnunin var gerð 2008 og niðurstöður hennar voru ekki síður afgerandi en í könnun Viðskiptablaðsins. Um 75 prósent Bretanna töldu að þeim stafaði mest hætta af framferði annarra ökumanna í umferðinni vegna þess að hinir bílstjórarnir væru svo slæmir. Nánast sama hlutfall aðspurðra, eða 78 prósent, töldu sjálfa sig hins vegar góða eða mjög góða ökumenn. Auðvitað er hvorug niðurstaðan rétt. Raunveruleikinn er allt annars staðar en í hugum þátttakenda í könnuninni. Rétt eins og bresku ökumennirnir virðast íslensku lykilstjórnendurnir ekki vera með það á hreinu að þeir eru líka „hinir ökumennirnir“. Þótt ekki hafi verið spurt um þeirra eigin siðferði kemur mismunurinn á afstöðu þeirra til sjálfra sín og hinna ljóslega fram í öðrum lið könnunarinnar. Um 60 prósent þeirra eru svartsýn á þróun atvinnulífsins í heild næstu tólf mánuði. Um það bil jafn margir eru á hinn bóginn bjartsýnir þegar kemur að framtíð eigin fyrirtækja. Þeir eru klárir. Hinir síðri. Að sjálfsögðu vonum við að þeir bjartsýnu hafi rétt fyrir sér.

Kjaramál

Launavísitala á villigötum eða launaskrið tiltekinna hópa?

S

tarfsfólk á vinnumarkaði hér á landi hefur fengið að finna fyrir efnahagssamdrættinum með ýmsum hætti í kjölfar hrunsins. Eflaust er flestum ljóst að atvinnuleysi hefur staðið í sögulegu hámarki og er á fyrsta ársfjórðungi ársins 2011 um 7,8% samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Afleiðingarnar birtast þó einnig í ýmsum öðrum samdráttaraðgerðum fyrirtækja og stofnana sem ætla má að hafi einnig komið illa við starfsfólk, þótt minna fari fyrir umræðu um það. Þrátt fyrir uppsagnir, atvinnuleysi og aðrar samdráttaraðgerðir hefur launavísitalan þó hækkað frá hruni. Það vekur áleitnar spurningar um það hvort launavísitalan sé að mæla það sem henni er ætlað að mæla eða hvort einhverjir hópar séu að fá launahækkanir umfram aðra.

Samdráttaraðgerðir og launaumslagið

Fyrirtæki og stofnanir beittu í stórum stíl ýmsum óhefðbundnum aðgerðum, s.s. eins og launalækkunum, yfirvinnubanni og lækkun starfshlutfalls á fyrstu átta mánuðunum eftir hrun.* Nýrri, óbirt gögn með upplýsingum frá fyrirtækjum og stofnunum með yfir 70 starfsmenn, um samdráttaraðgerðir sem beitt hefur verið frá vori 2009 til vors 2010, benda til þess að opinberar stofnanir og einkafyrirtæki séu þá enn að beita tiltölulega hörðum aðgerðum er hafa bein áhrif á launaumslag starfsfólks, þ.m.t. launalækkunum, yfirvinnubanni og lækkun Arney Einarsdóttir starfshlutfalls. Litlar fregnir hafa þó enn lektor við viðskiptadeild Háborist af því að launalækkanir eða aðrar skólans í Reykjavík aðgerðir sem komið hafa við launaumslög starfsfólks hafi verið leiðréttar. Helst hefur borið á óstaðfestum orðrómi um það í fjármálafyrirtækjum. Hækkun launavísitölunnar hjá þeim Hverjir njóta hækkana? hópi á árinu 2010, og sér í lagi á þriðja ársfjórðungi, gefur ákveðna vísbendingu um að sú geti verið raunin. Launavísitalan hefur samkvæmt launavísitölu HagLaunavísitalan virðist ákveðnum takmörkunum háð stofunnar hækkað um u.þ.b. 9% á árunum 2009 og til að mæla raunverulega þróun launa (launaumslagið) 2010. Hvað mest hækkun milli ársfjórðunga á sér stað á vinnumarkaði á samdráttartímum þegar beitt er á þriðja ársfjórðungi ársins 2010 (um 2,6% milli ársóhefðbundnum aðgerðum til að mæta samdrætti og atfjórðungs tvö og þrjú). Launavísitalan gefur vísbendvinnuleysi er mikið. Því má spyrja hvort ekki sé ástæða ingar um að starfsfólk opinberra stofnana njóti meiri til að aðlaga mælitækið breyttum aðstæðum á vinnuhækkana árið 2009 en starfsfólk einkafyrirtækja, en markaði. Þó svo að launavísitalan sé takmörkunum háð dæmið snýst við árið 2010. Laun verkafólks, skrifstofumeð tilliti til þess hvað hún mælir þá bendir margt til fólks og starfsfólks í þjónustustörfum hækka meira en þess að tilteknir hópar á vinnumarkaði séu á þriðja árshjá öðrum hópum á þessum tveimur árum. Stjórnendfjórðungi ársins 2010 farnir að hækka í launum og/eða ur (2,8%) og sérfræðingar (4,7%) hækka þó minnst í fá leiðréttingar á fyrri launalækkunum. Hvað varðar launum á þessu tímabili og lækkuðu í raun árið 2009 fjármálageirann er ástæða til að spyrja hvort aftur sé en hækkuðu á móti 2010. Því benda þessar mælingar von á stórtæku launaskriði í þeirri grein líkt og gerðist til þess að lægst launuðu hóparnir í ósérhæfðum á árinu 2007. störfum hafi ekki orðið fyrir launalækkunum og í raun notið launahækkana umfram aðra hópa. Að auki vekur (*) Arney Einarsdóttir (2010). Mannaflatengdar samathygli að á árinu 2010 hækka launin á þriðja ársfjórðdráttaraðgerðir – sveigjanleiki fyrirtækja og stofnana ungi mest á milli ársfjórðunga í tveimur greinum, eða í kreppu. Rannsóknir í félagsvísindum XI, Reykjavík: um 3,5% í fjármálafyrirtækjum og um 3,3% í samgönguFélagsvísindastofnun. fyrirtækjum. Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


Fært til bókar

Dauðalisti Ögmundar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifaði innblásinn pistil á heimasíðu sína að kvöldi skírdags um vandræði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, við að svara spurningum Fréttatímans um námsferil sinn. Lét ráðherrann sig ekki muna um að sjóða saman kenningu um að Sigmundur væri kominn á pólitískan dauðalista, en þó án þess að geta þess hvar sá listi ætti að hafa verið saminn né af hverjum. Það var því vel við hæfi að gegn hinum ímyndaða óvini greip Ögmundur til varna gegn ímynduðum ásökunum í garð Sigmundar Davíðs. Benti ráðherrann á að í umfjöllun Fréttatímans hefði verið lítið gert úr hugmyndum Sigmundar um skipulagsmál í miðbæ Reykjavíkur. Á þær hugmyndir hefur hins vegar ekki verið minnst einu orði í blaðinu frekar en hvort prófgráður séu réttur mælikvarði á menntun, eins og ráðherrann virðist telja að hafi verið til umfjöllunar. Í þessum stutta pistli sínum sýndi ráðherrann sem sagt sérstakan hæfileika í að fjalla um eitthvað allt annað en var á dagskrá, jafnvel af stjórnmálamanni með áratuga reynslu að baki.

Námskeið um réttindi lífeyrisþega

Meðhöfundurinn Kristján B. Uppnámið út af verki Hannesar Lárussonar og félaga, „Fallegasta bók í heimi“, er einhver skemmtilegasta og athyglisverðasta uppákoma listalífs Íslands í seinni tíð. Verkið er eitt og sér ekki merkilegt og hefði örugglega ekki vakið sérstaka athygli ef ekki hefðu komið til viðbrögð Kristjáns B. Jónassonar, útgefanda bókarinnar sem er viðfangsefni verksins. Þau viðbrögð og afar hörð orð Kristjáns skutu verki Hannesar og félaga beina leið upp á stjörnuhimin fjölmiðla og netheima. Í sviphendingu vissu allir af meintu „níðingsverki“, eins og Eggert Pétursson myndlistarmaður kallaði meðferðina á bókinni sem geymir myndir hans. Listaelíta landsins tók andköf af hneykslun. Og sjá, skyndilega hafði fremur lummulegt verk og móðursýkisleg viðbrögðin skapað í sameiningu stórkostlegan og eftirminnilegan gjörning, sem er sjálfstætt listaverk algerlega út af fyrir sig. Kristján B. hlýtur að gera kröfu um að vera skráður meðhöfundur að því verki, en þó tæplega fyrr en þeir Hannes hafa útkljáð deiluna um sæmdarréttinn.

Farið verður yfir núgildandi reglur á

Réttindi lífeyrisþega

réttindum og greiðslum lífeyrisþega hjá

Starfsfólk Tryggingastofnunar kynnir núgildandi reglur og hvaða þættir hafa áhrif á réttindi og greiðslur hjá Tryggingastofnun. Sérfræðingar bankans fara síðan yfir skattamál tengd lífeyrissparnaði.

Tryggingastofnun. 28. apríl: Útibúið í Snæfellsbæ, Ólafsbraut 21

5. maí:

Útibúið í Breiðholti, Álfabakka 10

12. maí: Útibúið í Hamraborg, Hamraborg 8

Myndabrengl

Námskeiðin hefjast kl. 20 og eru öllum opin. Boðið er upp á léttar veitingar.

Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld Námskeiðin eru hluti af röð fjármálanámskeiða sem Landsbankinn hefur boðið upp á frá árinu 2006. Markmið þeirra er að auðvelda fólki að öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin. Skráning og nánari upplýsingar á vef bankans og í síma 410 4000.

19. maí: Útibúið á Selfossi, Austurvegi 20

Í síðasta tölublaði urðu þau mistök að röng mynd birtist með grein Önnu Ingólfsdóttur um framtíð háskólasamfélagsins. Viðkomandi eru beiðnir afsökunar.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

Góð þjónusta og nýjungar. Það er rétta blandan. Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs

Fyrirtækjalausnir Valitor

sími 525 2080

www.valitor.is

fyrirt@valitor.is

Greiðslulausnir sniðnar að þinni atvinnugrein. Þjónusta

Veitingahús

Heildsölur

Íþrótta- og félagasamtök

Verslun

Ferðaþjónusta

Ríki- og sveitarfélög

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 11 – 0 0 8 9

Hver einasti viðskiptavinur okkar er einstakur og þarfirnar geta verið ólíkar. Með þetta að leiðarljósi höfum við þróað lausnir – sniðnar að þinni atvinnugrein. Hafðu samband og í sameiningu finnum við greiðslulausn sem hentar þínum rekstri.


32

viðhorf

Helgin 29. apríl-1. maí 2011

Stjórnmálasaga Íslands

Fyrstu, önnur og þriðju verðlaun E

f einhver rennir augunum yfir stjórn­ málasögu Íslands umliðna áratugi getur það naumast farið fram hjá honum að þar skiptast á tvenns konar tímar sem hægt væri að kenna við „eðlilegt ástand“ og „óeðli­ legt ástand“. Fyrra ástandið ríkir þegar Sjálfstæðisflokk­ urinn er í stjórn; hingað til jafnan í samstarfi við annan flokk sem leggur niður þá stefnu sem hann kann að hafa og tekur upp þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur hverju sinni, sbr. það þegar þáverandi formaður Samfylkingarinnar sporð­ renndi frjálshyggjunni með húð og hári til að komast í andlegt samband við Geir. Óeðlilegt ástand er það hins vegar þegar Sjálfstæðis­ Einar Már Jónsson flokkurinn er í stjórnar­ sagnfræðinguri andstöðu, einhverjir aðrir flokkar sitja á valdastólum og mynda það sem menn eru af einhverj­ um óskiljanlegum ástæðum vanir að kalla „vinstristjórn“.

Völt og máttlítil

Vinstristjórn er jafnan völt og máttlítil og stafar það meðal annars af því að þeir flokk­ ar sem hana mynda eiga erfitt með að koma

sér saman um nokkurn skapaðan hlut. Fljótlega eftir að hún er komin til valda fara menn því að velta fyrir sér hve lengi hún geti lafað og hafa um það ýmsar spár. Þar sem ástandið er þá sem sé orðið óeðlilegt taka menn gerðum hennar með fyrirvara og vefengja réttmæti þeirra; jafnvel er hægt að hrinda þeim með hæstaréttardómi eða þjóðaratkvæðagreiðslu. Skipta þá rökin í rauninni alls engu máli, hvort sem þau eru á þá vegu að einhverjir kjörseðlar hafi ekki verið brotnir rétt eða þá að lög sem stjórnin setur snúist í rauninni um að selja íslensk börn í þrældóm í enskar kolanámur. Þetta er allt aukaatriði, kjarninn er sá að gerðir stjórnar sem er við völd í óeðlilegu ástandi eru eo ipso ólögmætar. En aðalástæðan fyrir sundrung og mátt­ leysi vinstristjórnar er þó sú að um leið og hún er búin að tylla sér í valdastóla er eins og menn geri ráð fyrir því að tími hennar hljóti að verða stuttur, hún sitji, ef svo má segja, einungis til bráðabirgða. Það er því ekki efst á blaði nema hjá fáum að taka sér venjulega stöðu sem stjórnendur annars vegar og stjórnarandstæðingar hins vegar, heldur reyna þeir fyrst og fremst að búa þannig í haginn fyrir sig að þeir séu á réttum stað og geti gripið gæsina um leið og eðlilegt ástand kemst á að nýju.

Órólega deildin

Því þá er um þrenn verðlaun að keppa og

4Lúxusnámskeið vikna

NORDICASPA fyrir konur og karla

Hjá okkur nærðu árangri! Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon

Ertu að glíma við: • • • • • • •

Mataróþol Matarfíkn og sykurlöngun Maga- og ristilvandamál Verki og bólgur í liðum Streitu, þreytu og svefnleysi Þunglyndi Aðra lífsstílssjúkdóma

Fimm tímar í viku – hreinsun, liðleiki og styrkur 3 tímar – jóga, liðleiki og öndun 2 tímar – léttar styrktaræfingar í tækjasal Tímar kl. 17:20 Þjálfari er Sigríður Guðjohnsen

Afturbatapíka í leit að nýjum meydómi

1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi.

2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða.

3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft.

4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt.

28 daga hreinsun

NORDICASPA

með mataræði og hreyfingu

Á námskeiðinu hreinsum við líkamann af óæskilegum eiturefnum, aukum getu hans til að vinna rétt úr fæðunni, aukum liðleika og styrk og komum þér af stað í nýjan lífsstíl!

Námskeiðin hefjast 9. maí Verð kr. 34.900 Skráðu þig núna í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is

WWW. NO R DI CA S PA. I S

þau veitir Sjálfstæðisflokkurinn, kannski með einhverjum ábending­ um frá kjósendum. Fyrstu verð­ laun, og hin eftirsóknarverðustu, eru þau að komast í næstu stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Önnur verðlaun eru þau að verða þá leið­ andi afl í stjórnarandstöðunni og skjóta öðrum ref fyrir rass. Þriðju verðlaunin eru loks þau að geta dregið sig í hlé úr stjórnmálum með ríflegt veganesti, sendiherra­ stöðu eða slíkt. Menn geta vitan­ lega stefnt að fleiri verðlaunum en einum og láta svo ráðast hver þeirra þeir hreppa, en aðrir meta kannski stöðuna þannig að best sé að keppa um einhver ein á listanum og róa að því öllum árum. Í hverri vinstristjórn er svo ein­ hver „óróleg deild“ sem tekur að sér það sögulega hlutverk að splundra stjórnarsamvinnunni og koma aftur á eðlilegu ástandi með Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarfor­ ystu, og er rétt að líta á þá sér­ staklega. Þessir menn taka út sín ákveðnu laun þegar í stað, þeir eru fólkið á forsíðunum, þeir eru í sífelldum hringdansi úr sjónvarps­ stöðvum í útvarpsstöðvar og aftur til baka, blöðin skrifa dag eftir dag um það sem þeir gera eða gera ekki, og um það sem þeir ætla að gera eða það sem þeir ætla kannski ekki að gera. Og afganginn af laununum greiðir Egill þeim í vel útilátnu silfri. Hvað um þá verður síðan er ekki alltaf ljóst, hvaða verðlaun þeir kunna að hreppa, og væri þörf á að rannsaka það. En víst er að Sjálfstæðisflokkurinn horfir til þeirra í náð og heldur yfir þeim verndarhendi ef þörf krefur.

Nú kynnu ýmsir að velta því fyrir sér hvort ekki væri einfaldara að á Íslandi ríkti jafnan eðlilegt ástand, hvort annað sé ekki til tafar og traf­ ala, en því er til að svara að óeðli­ legt ástand leikur sitt sérstaka hlut­ verk í stjórnmálunum og er alveg ómissandi öðru hverju. Því meðan það ríkir gleymast allar ávirðingar Sjálfstæðisflokksins og sú ábyrgð sem hann kann að bera á því sem orð­ ið er. Á meðan vinstristjórnin rembist við að lafa er Sjálfstæðisflokkurinn eins og hver önnur afturbatapíka og fær um síðir pólitískan meydóm á ný. Það tekur þó aldrei langan tíma, og því þarf flokkurinn ekki að halda sér til hlés, hann getur alveg eins gengið beint inn í hlutverk andspyrnuhreyf­ ingar gegn vinstristjórninni og látið öllum illum látum. Hún er ekki annað en samkrull valdaræningja og allt sem miður fer í fortíð, nútíð og fram­ tíð er henni að kenna. Ef niðurstaðan af því að hafa hafnað Icesave-samn­ ingnum skyldi, per hypothesin, verða verri en sú sem hefði hlotist af því að samþykkja þá, verður það vitanlega Steingrími að kenna; ef hann hefði haldið betur á spöðunum, o.s.frv., o.s.frv. Vinstristjórn er jafnan sú guðs volaða gimbur sem burt ber syndir Sjálfstæðisflokksins.

Hvað svo?

En hvað er svo fyrir höndum? Ef marka má söguna er það annaðhvort helmingaskiptastjórn eða viðreisnar­ stjórn sem næst vermir ráðherrastól­ ana. Helmingaskiptastjórnin mun þá sjá til þess að ólígarkar Sjálfstæðis­ flokks og Framsóknarflokks beri hnífjafnan hlut frá borði, og er það kannski lýðræðislegast og réttlát­ ast, en viðreisnarstjórn tekur að sér að reisa ólígarkana við, hverju nafni sem þeir kunna þá að nefnast. Skyldi nokkur þriðji kostur vera til?

Á meðan vinstristjórnin rembist við að lafa er Sjálfstæðisflokkurinn eins og hver önnur afturbatapíka og fær um síðir pólitískan meydóm á ný. ... Vinstristjórn er jafnan sú guðs volaða gimbur sem burt ber syndir Sjálfstæðisflokksins.


Ostabakki - antipasti

 Vik an sem var

Grillaðar paprikur, sól- eða ofnþurrkaðir tómatar, grillað eggaldin, hráskinka og þurrkaðar pylsur. Gullostur, gráðaostur með ferskri peru, blár Kastali. Steyptur villisveppaostur skorinn út í litla hringi. Maribóostur með kúmeni. Kryddað apríkósumauk. Baguette-brauð.

Tunnumaí „Senn tekur 15 metra reglan gildi“ Engin áform eru að svo stöddu hjá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar um að fresta á ný gildistöku umdeildrar 15 metra reglu við sorplosun í borginni ... Frá 1. maí verður innheimt sérstakt gjald ef sorpílát eru meira en 15 metra frá götu.

Uppskriftina að kryddaða apríkósumaukinu má finna á vefnum www.ostur.is

Stóri bróðir er alls staðar „Eftirlit jafngildir ekki ritskoðun“ Menntamálaráðherra segir að ekki megi rugla saman eftirliti með fjölmiðlum og ritskoðun. Ný lög um fjölmiðla hafa tekið gildi. Var rétt stafsett í lögregluskýrslunni? „Líkamsárás í Fischersundi“ Grímuklæddir menn réðust með bareflum á tvo unga menn um tvítugt í Fischersundi í nótt. Árásin var tilkynnt til lögreglu um klukkan eitt.

Gullostur

Hvítmygluostur. Hvítmyglan er einnig inni í ostinum. Áhugaverður ostur með mildu bragði sem gott er að njóta í lok góðrar máltíðar. Þessi ostur er einn af flaggskipunum í ostafjölskylduni frá MS.

Gæti Stóratá verið málamiðlun? „Ósammála um nafn á skagann“ Erfiðlega gengur að finna nafn á skagann milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa en sveitarstjórnir eru ósammála um nafngiftina. Vestanmegin skagans hefur nafnið Gjögraskagi vinninginn, en Flateyjarskagi hugnast best þeim sem búa austanmegin.

OSTAVEISLA FRÁ MS Heilbakaður Gullostur með timjan og hvítlauk

Er ekki sjálfhætt miðað við bensínverðið? „Vilja fækka bensínstöðvum“ Endurskoða á fyrirkomulag og fjölda bensínstöðva í Reykjavík, samkvæmt tillögu sem samþykkt var í skipulagsráði borgarinnar nýlega. 2.700 borgarbúar eru um hverja bensínstöð – um það bil tíu sinnum færri en í mörgum borgum Evrópu.

Vefjið smjörpappír utan um ostinn, pikkið átta göt ofan í ostinn og stingið ögn af timjan ásamt þunnum sneiðum af hvítlauk ofan í götin. Dreypið örlítilli ólífuolíu yfir. Pakkið ostinum aftur inn í bréfið sem var utan um hann og bakið hann í 30 mínútur við 160°C. Berið ostinn fram með grilluðu hvítlauksbrauði. Osta er hægt að bera fram með ýmsum hætti, það má t.d. borða Gullostinn með góðu ávaxtamauki, eða með hnetum og hella síðan góðu hunangi yfir eða setja í hann fyllingu úr þurrkuðum ávöxtum s.s. apríkósum og fíkjum og skreyta hann að ofan með þurrkuðum trönuberjum og hlynsírópi. Búa til litlar og fallegar ostasamlokur eða ostasnittur.

Aldrei að segja aldrei „Aldrei betra Aldrei fór ég suður“ Um þrjú þúsund gestir sóttu rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, á Ísafirði í páskavikunni. Lögregla segir hátíðina hafa farið vel fram þrátt fyrir töluverða ölvun í bænum.

Kynntu þér fleiri góðar hugmyndir og uppskriftir á heimasíðunni: www.ostur.is FA B R I K A N

Er ástæðan ekki frekar veðurfarið? „Svartsýni eykst meðal Íslendinga“ Enn þyngist brún landans og er langt í að hann geti talist vera bjartsýnn á ástand og horfur í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar, samkvæmt Væntingavísitölu Gallup fyrir aprílmánuð.

SUMARHÚS OG FERÐALÖG Sólarrafhlöður fyrir húsbíla og fellihýsi. Þunnar 130w

Gas-ofnar Sólarrafhlöður og fylgihlutir. 10-125w

Gas-eldavélar

Kælibox gas/12v/230v

Gleðilegt sumar!

Gas-hellur

Led-ljós = minni eyðsla

Gas-kæliskápar 100 og 180 lítra

Bíldshöfði 12 •110 Reykjavík • 577 1515 • skorri.is • Opið virka daga frá kl. 8.15 til 17.30

Gas-vatnshitarar 5 - 14 l/mín


Helgin 29. apríl-1. maí 2011

Með bók á heilanum KarlaKór reyKjavíKur auglýsir eftir söngmönnum

B

HELGARPISTILL

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Bækur geta svo sannarlega haft áhrif á hugann. Undanfarið hefur bókin á náttborðinu verið Engan þarf að öfunda eftir Barböru Demick þar sem hún fjallar um ástandið í Norður-Kóreu. Hún var um árabil fréttaritari LA Times á Kóreuskaga og þekkir því vel til þar. Feðgunum illræmdu, Kim Il Sung og Kim Jong-il, hefur frá lokum Kóreustríðsins nánast tekist að koma þjóð sinni aftur á steinaldarstig, að því undanskildu þó að her þess síðarnefnda, sem nú fer með völd, ræður yfir gereyðingarvopnum. Norður-Kórea er og hefur verið lokað land. Því er fróðlegt að kynnast í bókinni heilaþvotti heillar þjóðar þar sem njósnað er um alla og engum má treysta; þjóðar sem búa hefur mátt við harðræði stjórnarfars sem leitt hefur til hungursneyðar og dauða milljóna manna.

Áhugasamir söngvarar eru velkomnir í prufusöng næstu daga. Nánari upplýsingar veita Dagur Jónasson formaður dagurjonasson@hotmail.com

KarlaKór reyKjavíKur w w w. k k o r. i s

Teikning/Hari

Friðrik S. Kristinsson söngstjóri fsk@kkor.is

Hvergi hefur þó verið gefið eftir í persónudýrkun leiðtogans. Alþýðan hreinlega tapaði sér því í sorg þegar Kim Il Sung fór á fund feðra sinna. Sonurinn, Kim Jung-il, tók við valdataumunum. Þjakaður lýðurinn fór úr öskunni í eldinn. Allt skipulag í Norður-Kóreu hrundi á síðasta áratug liðinnar aldar í kjölfar falls Sovétríkjanna og heimskommúnismans. Hið fallna stórveldi hafði haldið norðurkóreska ríkinu gangandi, m.a. með niðurgreiddri eða ókeypis orku. Verksmiðjum var lokað, rafmagn var tekið af. Fólk hraktist úr vinnu og engu breytti þótt sumir héldu vinnunni. Engin laun voru greidd. Það leiddi óhjákvæmilega til upplausnar, fæðuskorts, betls, hungurs og loks dauða. Allt var nýtt sem satt gat svanga munna, rætur og fræ sem fundust til fjalla. Það litla sem var að hafa var jafnvel drýgt með sagi. Nánast það eina sem banhungrað fólk, og það í bókstaflegri merkingu, hugsar um er að reyna með öllum ráðum að finna mat, að minnsta kosti á meðan þrek leyfir. Í þeirri von að ná sér í aura fyrir mat stal fólk í örvæntingu, náði sér m.a. í raflínustrengi til að selja í þeirri veiku von að fá eitthvað matarkyns í staðinn. Strengirnir voru hvort eð

Besti flokkurinn og stjórnmálin

Kæri Jón Kalman Þ

akka þér fyrir bréfið sem þú sendir okkur í Besta flokknum í síðustu viku. Mér þykir vænt um að sjá að þér er ekki sama um Besta flokkinn. Í dágóða stund velti ég því fyrir mér sem þú varst að segja okkur og settist svo niður til að skrifa þér þessar línur.

Til leið út úr blindgötunni Einar Örn Benediktsson borgarfulltrúi

Getur þú styrkt barn? www.soleyogfelagar.is

Það er líka rétt hjá þér að það tekur langan tíma að breyta „stjórnmálaog umræðuhefð þjóðar“. En aldrei hefði mig grunað að fólk byggist við því að Besta flokknum mundi takast það á ellefu mánuðum.

Þú lýsir vel ástandinu frá því hrunið varð í október árið 2008 og kemst að sannfærandi niðurstöðu um ástæðuna fyrir að það greiddi fyrir framgangi Besta flokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Ég er alveg sammála þér þar. Lífi okkar hefur verið stjórnað í gegnum stjórnmál, með tungumáli sem gerir það að verkum að fyrir hrun höfðu fæst okkar áhuga eða nennu á að reyna að skilja það. Það mætti kannski nefna þetta tungumál stjórnmálamann „stjórn-mál“ og því miður hefur það ekki verið nýtt til þess sem ég kalla venjulegar samræður heldur leitt til þess sem þú lýsir ágætlega sjálfur í bréfi þínu og kallar „útúrsnúninga“ og „smásálarskap hagsmuna og valdatogs.“ Og sá doði sem fylgdi áhugaleysi okkar á að taka þátt í því öllu bar okkur að feigðarósi. Það er líka rétt hjá þér að það tekur langan tíma að breyta „stjórnmála- og umræðuhefð þjóðar“. En aldrei hefði mig grunað að fólk byggist við því að Besta flokknum mundi takast það á ellefu mánuðum. Við höfum hins vegar reynt að sýna að það er til leið út úr blindgötunni. Það er leið einlægrar samræðu. Ég hef reynt að vera heiðarlegur í því sem ég segi og geri. Ég reyni ekki að flækja að óþörfu. Frekar að þegja en segja. Í góðra vina hópi er ég kjaftfor og hæðinn, á sviði er ég órólegur og hávær. Þegar ég tala stjórn-mál, heiðarlegur og rólegur. Fyrir mér liggur að tala stjórn-mál á skiljanlegan hátt. Einn skólastjóri sagði á fundi um daginn í Kringlumýri að Besti flokkurinn þyrfti að tala skýrt. Og kannski höfum við ekki gert það, talað nógu skýrt, talað nógu mikið. Mikið hefur gengið á hjá okkur sem fórum í borgarstjórn fyrir kjósendur Besta flokksins, við höfum viðurkennt


Helgin 29. apríl-1. maí 2011

takmörk okkar sem nýir borgarfulltrúar og því lagt okkur fram við að skilja það sem fyrir liggur hverju sinni, og því höfum við kannski ekki sinnt því nógu vel að útskýra skýrt hvað við erum að gera. Við þurfum sennilega að tala meira, og er það óvænt nýjung að fólk í stjórnmálum sé beðið um það, en ég lofa að við munum samt halda áfram að vinna meira.

Eina vitið að minnka yfirbygginguna

Víkjum þá að störfunum. Þú minnist á kreppuna og menntunina. Svo vel vill til að við höfum fylgt þeirri stefnu að skerða ekki menntun í borginni. Því fórum við út í hagræðingar á stjórnunarstigi skólanna frekar en að skera niður kennslu. Við höfum svo marga skóla hér í Reykjavík, og margir þeirra eru fámennir og sumir nálægt hver öðrum, að eina vitið er að minnka yfirbygginguna svo grunnurinn haldist. Ég veit ekki hvernig þessu er háttað, til dæmis í Mosfellsbæ þar sem þú býrð, þótt það taki mig ekki meira en mínútur að ganga þangað frá mínu heimili, en þetta er stórt verkefni í tæplega 120.000 manna borg. Við erum einnig vel meðvituð um mikilvægi skapandi hugsunar, siðfræði og heimspeki í menntun. Þó það nú væri, fólk með bakgrunn í listum og fræðum. Enda erum við búin að vera með í gangi verkefni sem kallast menningarfáninn, en hugsunin á bak við hann er að hvetja skólastjórnendur í hverjum skóla til að haga skólastarfinu svo að hlutur sköpunar og gagnrýnnar hugsunar í námi myndi ekki verða útundan á tímum hagræðingar. Og bókasöfnin, maður minn, þar er unnið fallegt og ómissandi starf, sem við viljum standa með og styrkja áfram, og ég segi það aftur, á tímum hagræðingar.

Ekki í borgarstjórn sem „cover-band“

Þú sérð að ég hef ekki svarað því sem þú sagðir um að við hefðum skipað vini okkar i valdastöður. Það er vegna þess að ég man ekki eftir neinum, en ég skal spyrjast fyrir um það og ef enginn annar getur hjálpað mér að finna þá hringi ég í þig og þú leiðir mig í sannleikann um það hverjir þetta eru. Ég átta mig því alveg á ástandinu og mér sýnist þú gera það líka. Málið er að með félögum mínum í Besta er ég að vinna í því að bæta það. Mér sýnist að Besta flokknum hafi verið treyst til að taka giggin sem „gamla hljómsveitin“ treysti sér ekki til. Og kannski það hafi gleymst í hávaðanum í aðdáendum hennar undanfarið, en við erum hvorki komin í borgarstjórn sem „cover-band“ né til þess að ná okkar eigin lögum inn á vinsældalista sem valdir eru í vikulegum símakosningum/skoðanakönnunum. Besti flokkurinn er félagsskapur karla og kvenna sem vilja vinna á heiðarlegan og jákvæðan hátt að því að gera stjórn-málið skýrt og skiljanlegt, svo að raunverulegt samtal geti átt sér stað í samfélaginu um það hvernig við viljum haga lífi okkar, óháð gömlum valdablokkum og hugmyndakerfum. Við brutum múrinn og það gerðum við líka fyrir aðra, líka þig, svo nú er um að gera að nýta tækifærið og byrja að tala stjórn-mál sem við skiljum öll. Við erum ekki niðurstaðan af því samtali, við erum aðeins byrjunin. Ég leyfi mér því að halda því fram að vonbrigði þín með stjórn-mál samtímans liggi ekki í starfi Besta flokksins, heldur í aðgerðaleysi hinna sem ekki taka þátt í að breyta þeim. Bestu kveðjur, Einar Örn.

SAMTAL MILLI FRÆÐA OG SKAPANDI LISTA

2011

var ekki notaðir til að flytja rafmagn. Við stuldinum lá dauðarefsing – en það hjálpaði þeim sem reyndu að bjarga sér að myrkrið var algert og skýldi. Magnaðar lýsingar á ástandinu í landinu, sem eingöngu er af mannavöldum, eru þess eðlis að þær breyta viðhorfi. Þótt þrengt hafi að mörgum hér á landi í kjölfar efnahagsáfallsins er útilokað að tala um kreppu í samanburði við það sem gerðist í Norður-Kóreu – og er enn að gerast. Raunar er neyð fólksins þar í stjarnfræðilegri fjarlægð frá því sem við upplifum. Við allsnægtaborð verður manni óhjákvæmilega hugsað til þeirra sem horfa á börn sín og foreldra veslast upp af hungri uns þeir sterkustu gefast upp, deyja eða leggja ella allt undir á flótta frá ófrelsi og ömurleika alræðisríkisins. Maður gerir betur að mat sínum og veltir því fyrir sér af hverju í ósköpunum Íslendingar fara út í búð til að kaupa vatn á flösku í stað þess að skrúfa frá krananum og teyga ferskt vatnið sem óvíða er betra. Miðað við lýsingarnar í bók Barböru Demick má ætla að það sem daglega fer beint í sorppoka hér á landi hefði dugað mörgum Norður-Kóreubúanum í neyð sinni. Dapurlegt er að lesa fréttir þessa dagana þar sem enn er sagt frá hungursneyð í Norður-Kóreu samhliða enn frekari áherslu á kjarnorkuvopnavæðingu þessarar hart keyrðu þjóðar sem skilin var frá systurþjóðinni. Suður-Kórea blómstraði á sama tíma og öllu hnignaði norðan landamæranna. Samt var Norður-Kóreubúum talin trú um að ástandið væri allt annað og betra á heimaslóð. Lokað var fyrir öll samskipti við umheiminn. Einangrunin var nánast alger. Svo ofarlega var þessi norður-kóreska bókarlýsing í huganum að mér brá þegar ég kom að dauðum götuljósum í Reykjavík fyrr í vikunni. Gatnamótin eru stór. Því fylgdi umferðarhnútur ljósleysinu. Ég læddist yfir í þeirri von að fá ekki bíl í hliðina. Ekki batnaði ástandið þegar að næstu gatnamótum kom. Götuvitarnir þar voru líka myrkvaðir. Fari það grábölvað, tautaði ég í barm mér, einn í bílnum. Nú hefur Gnarr ekki lengur efni á að kaupa orkuna frá Haraldi Flosa í stóra húsinu uppi á Höfða. Orkuveitan hefur jú hækkað reikninginn hressilega upp á síðkastið. Borgin hlýtur að finna fyrir því, ekki síður en borgararnir. Ólíklegra var að einhver hefði stolið raflínunum að umferðarljósunum. Þær eru víst allar grafnar í jörð. Mér létti hins vegar þegar kom að þriðju ljósunum. Þau loguðu skært, rauð, gul og græn á víxl. Hin fyrri voru greinilega biluð. Ég skammaðist mín fyrir að hafa hugsað svona til þeirra félaga, Gnarrs og Flosa, sem senda okkur ljós og yl á bærilegu verði, þrátt fyrir allt. Norður-Kóreumönnum hefði varla þótt tvenn dauð umferðarljós í frásögur færandi. Þar er dauðinn með öðrum og áþreifanlegri hætti.

HREYFIAFL / HAFNARHÚSINU 30. APRÍL

10 ár eru liðin frá því að hönnunarog arkitektúrdeild Listaháskólans tók til starfa. Af því tilefni efnir deildin til samræðuþings undir nafninu Hreyfiafl. Hreyfiaflið verður virkjað í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, fjölnotasal 30. apríl næstkomandi frá kl. 10.00.

Á Hreyfiaflsfundinum gefst tækifæri til að kynnast fjölbreyttum viðfangsefnum kennara deildarinnar og sýnd verða dæmi um tengsl fræða og skapandi lista.

TÍMI

VIÐFANGSEFNI

FYRIRLESARI

10.00–10.10

Velkomin

JÓHANNES ÞÓRÐARSON deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar

10.10–10.35

Samfélagið, gildin og hönnun

DÓRA ÍSLEIFSDÓTTIR lektor og fagstjóri í grafískri hönnun

10.35–10.45

Leturhönnun

SVEINBJÖRN PÁLSSON grafískur hönnuður og stundakennari við LHÍ

10.45–10.55

Ð í íslensku

STEINAR INGI FARESTVEIT og ANTON KALDAL grafískir hönnuðir

10.55–11.05

Upplýsingahönnun

HÖRÐUR LÁRUSSON grafískur hönnuður og stundakennari við LHÍ

11.05–11.15

Grafísk hönnun

ATLI HILMARSSON grafískur hönnuður og stundakennari við LHI

11.15–11.30

Samræður- LHÍ og grafísk hönnun - Quo Vadis

HRUND GUNNSTEINSDÓTTIR þróunarfræðingur

11.30–11.45

Arkítektúr og borgin - Reykjavíkurgötur

SIGRÚN BIRGISDÓTTIR lektor og fagstjóri í arkitektúr

11.45–11.55

Að byggja borg - Arkitektúr og borgin

STEINÞÓR KARI KÁRASON prófessor í arkitektúr

11.55–12.15

Samræður- LHÍ og arkitektúr - Quo Vadis

HALLDÓR EIRÍKSSON arkitekt og stundakennari við LHÍ

12.15–13.00

Borghildur - kvikmynd

HÓPUR NEMENDA í arkitektúr

13.00–13.15

Fræði og skapandi hugsun

SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR aðjúnkt og fagstjóri hönnunarfræða

13.15–13.25

Byltingin hefst í sjálfinu

DR. GYÐA MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR, aðjúnkt í kynjafræði við Háskóla Íslands og stundakennari við LHÍ

13.25–13.35

Hönnun - Myndlist - matrixa

HLYNUR HELGASON myndlistarmaður og stundakennari við LHÍ

13.35–13.45

Kynjað siðferði hönnuða

GUNNAR HERSVEINN, heimspekingur og stundakennari við LHI

13.45–13.55

Taugar

HILDIGUNNUR SVERRISDÓTTIR arkitekt og stundakennari við LHÍ

13.55–14.10

Samræður- LHÍ og fræðin - Quo Vadis

SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR aðjúnkt og fagstjóri hönnunarfræða

14.30–14.40

Stefnumót við bændur

SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR prófessor í vöruhönnun

14.40–14.50

Gæðin í fatahönnun

LINDA BJÖRG ÁRNADÓTTIR aðjúnkt og fagstjóri í fatahönnun

14.50–15.00

Vöruhönnun og arfurinn - Reykjavík Rewind

RICHARD BLURTON innanhússarkitekt og stundakennari við LHÍ

15.10–15.20

Upplifunarhönnun

HLÍN HELGA GUÐLAUGSDÓTTIR vöruhönnuður og lektor við Konstfack University í Stokkhólmi

15.20–15.30

Þjóðararfur og samtími

GUÐMUNDUR ODDUR MAGNÚSSON prófessor í grafískri hönnun

15.30–15.40

Samræður- LHÍ og samfélagið - Quo Vadis?

ÓLÖF GERÐUR SIGFÚSDÓTTIR forstöðumaður rannsóknaþjónustu LHÍ

15.40

Samræðum slitið

JÓHANNES ÞÓRÐARSON deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar

Allir velkomnir!

Hlé


36

bækur

Helgin 29. apríl-1. maí 2011

Feikivinsæl Yrsa

Fimm ljóðabækur frá Uppheimum Bókaútgáfan Uppheimar hefur verið iðin við að gefa út ljóðabækur. Á liðnu ári sendi hún frá sér ljóðasöfn eftir Bjarna Gunnarsson og Ara Trausta. Þýðingasafn Gyrðis Elíassonar gladdi marga sem kættust enn meir þegar hann fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fáum dögum eftir útgáfu safnsins. Og nú koma frá Uppheimum fjórar nýjar ljóðabækur. Þær eru: Blindir fiskar, önnur ljóðabók Magn-

úsar Sigurðssonar. Fyrir þá fyrstu, Fiðrildi, mynta og spörfuglar Lesbíu, hlaut Magnús Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2008. Höfuð drekans á vatninu kallast ellefta ljóðabók

Guðbrands Siglaugssonar. Hinar tíu komu út á árabilinu 1977 til 2007. Kafbátakórinn er fyrsta ljóðabók Steinunnar G. Helgadóttur sem hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör 2011 fyrir ljóðið Kaf. Steinunn,

 Bók adómur Minningar úr menntaskóla ...

Frá dögum kreppunnar miklu Fróðleg viðtals­ bók um heim alþjóðlegra róttæklinga í gini úlfsins í Moskvu

Vera Hertzsch

 Minningar úr menntaskóla og meira en það. Eymundur Magnússon Ólafur Grímur Björnsson skráði 102 bls. Útgefandi ótilgreindur 2011.

Út er komin, í fallegu rauðu bandi, viðtalsbók með viðaukum sem geymir samtöl við Eymund Magnús­ son skráð af Ólafi Grími Björnssyni. Eymundur var fæddur 1913, bróðir hins kunna teiknara Tryggva Magnússonar, en þeir voru ættaðir að norðan, úr Skagafirði, Húnavatnssýslu, Selströnd við Stein­ grímsfjörð og af Langanesinu. Báðir fluttu í bæinn og störfuðu hér á meðan þeir lifðu. Eymundur kom suður og settist í Menntaskólann í Reykjavík og var búinn að vera í skólanum í sex vetur þegar hann var rekinn úr skóla fyrir grein í Skólablaðinu sem þótti sneiða um of að kennurum. Honum var meinað að ljúka prófi og olli brottvikning hans, sem var af póli­ tískum ástæðum, miklu uppnámi í skólanum. Þetta var í öndverðri kreppunni og tilheyrði Eymundur hópi ungra kommúnista. Deilur um kaup og kjör voru harðar og værur með hægri sinnuðum ungum mönn­ um og kommúnistum. Eftir brottvikninguna var Ey­ mundur atvinnulaus og hefur það vísast ráðið miklu um að hann fór við þriðja mann til Mosku og settist þar á skólabekk og lærði prentmyndasmíði. Heim kominn tók hann til við að gera prentmyndir, stofnaði merk fyrirtæki sem voru framarlega á því sviði og rak þau til loka starfsævi sinnar. Hann var alla tíð vinstri sinnaður og tilheyrði þeim hópi sem var lengst til vinstri þótt hann væri sjálfur atvinnurekandi. Efni bókarinnar er fróðlegt. Hér gefst tækifæri til að stökkva inn í heim þeirra sem trúðu ungir á nýtt samfélag og kynntust á eigin skinni hvaða að­ stæður voru í Moskvu þegar hreinsanirnar hófust á árunum fyrir stríð. Eymundur var handgenginn mörgum þeirra sem voru teknir höndum og létu lífið í fangelsum leyniþjónustu Stalíns og Bería. Hér koma við sögu norrænir menn sem hurfu og voru myrtir; Arne Munch-Petersen og Allen Wallenius. Hér er enn komið að sögu Veru Hertzsch en þau Eymundur voru kunnug ef ekki náin. Lýst er heimi sem er á hverf­ anda hveli – hinu alþjóðlega samfélagi róttæklinga sem flúði stéttaátök og hörku heima fyrir og leitaði skjóls í gini úlfsins sem kostaði margan manninn lífið. Bókin er fallega um brotin og skreytt ljósmynd­ um. Nokkuð er þar þó um tvíbirtingar af myndum sem eru óþarfar en viðtölin birtust fyrst í tímaritinu Súlum. Eymundur lést í september 2009. Bókin mun fást í Bókinni á Hverfisgötu. -pbb

Sumardekkin

eru komin í BYKO!

Mikið úrval af sumardekkjum!

sem þekktust er fyrir störf sín að myndlist, stígur hér fram sem þroskað skáld. Marlene og ég er þriðja ljóðabók Gunnars M. G. Fyrsta bók hans, Skimað út, kom út árið 2007 og var fylgt eftir með bókinni Milli barna 2009. Þá hafa Uppheimar endurprentað Hundgá úr annarri sveit, fyrstu ljóðabók Eyþórs Árnasonar sem hann fékk bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir 2009 . -pbb

Það sem sannara reynist

Kiljuútgáfan af bók Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, er komin aftur á topp aðallista Eymundsson. Á hæla Yrsu koma alþjóðlegu metsöluhöfundarnir Jussi Adler Olsen og Jo Nesbö, sem eru krimmahöfundar eins og hún.

Síðunni hefur borist leiðrétting á frétt í liðinni viku um fyrstu útgáfu á bókum um týnda soninn Valla en JPV hefur nú gefið út tvær harðspjaldabækur um þennan húfukarl. Í elskulegri ábendingu frá Sigurði Valgeirssyni, fyrrum framkvæmdastjóra Almenna bókafélagsins, kemur fram að fjórar bækur um Valla hafi komið út á árunum 1991-1993. Eftir sömu ábendingu verður að viðurkenna að Vallabók kom út í endurútgáfu á vegum Hóla 2003. JPV-menn eru því sporgöngumenn í útgáfum á þessari vandfundnu fígúru með skotthúfuna. -pbb Valli hefur verið á ferli í íslenskum bókum í tuttugu ár.

 Bók ardómur Brotin egg eftir Jim Powell

Að baka ommilettu Ekki ósnoturt verk en ansi reyfarakennt á köflum og verður harla sápukennt er yfir lýkur.

S

 Brotin Egg Jim Powell Þýðing: Guðrún Vilmundardóttir og Arnar Matthíasson. 334 bls. Bjartur 2011

káldsagan endurspeglar heiminn: Hrun menningarsamfélaga Evrópu á síðustu öld er enn að birtast okkur í skáldsögum af ýmsu tagi. Ný skáldsaga í útgáfuröð Bjarts sem Snæ­ björn Arngrímsson stofnaði til á sínum tíma, Neon, er til marks um það. Brotin egg er fyrsta skáldsaga bresks höfundar sem skaust snöggt upp á stjörnuhimin ensku skáldsögunnar í fyrra. Jim Powell heitir maðurinn og á að baki fjölbreyttan feril uns hann tekur til við sögusmíð. Brotnu eggin hans er flunkuný og þýdd snoturlega af útgáfustjóra Bjarts, Guð­ rúnu Vilmundardóttur, og Arnari Matt­ hías­syni. Þau hjá Bjarti kalla Neon-klúbbinn á góðum degi sjálfshólsins „besta bóka­ klúbb í heimi“. Þar hafa komið út 67 verk, mörg hver merkileg en í seinni tíð er sá heildarsvipur sem Snæbjörn mark­ aði útgáfunni tekinn að raskast: Sam­ hæfð kápuhönnun sem tengdist nafninu Neon hefur vikið fyrir ábúðarmiklum hönnuðum kápum og í seinni tíð fjöl­ breyttum útfærslum. Kápan á Brotnum eggjum er stæling á ensku kápunni og Þrumulostinn eftir William Boyd, sem kom út seint í fyrra, var af öðru sauða­ húsi. Val á verkum í ritröðina er líka tekið að bregðast upphafsstefnunni: Þrumulostinn er bara venjulegur reyfari. Ef Bjartsmenn vilja halda seríunni ættu þeir að vanda valið í röðina en ekki nota hana sem sópdyngju. Brotin egg rekja sögu fórnarlamba þeirra sem gengu á vit alræðiskenninga kommúnisma og nasisma. Þar er sögð saga fjölskyldu sem sundrast í ofsóknum á hendur gyðingum og þjóðernishópum sem lentu á skilum átakasvæða hug­ myndafræði ríkiskommúnisma Stalíns og flokksræðis Hitlers. Erkidæmið um mann sem veður í villu og svíma er aðal­ persóna verksins: Felix er eldri herra­ maður sem býr í París í skjóli stalínista franska kommúnistaflokksins. Hann virðist í upphafi vera sögulaus maður en er af pólskum gyðingum kominn og fóstraður af austurrískum fasista. Hann hefur lifað á því að semja ferðabækur um lönd austurblokkarinnar sem eru samdar eftir línunni og eru lygi mestan part, eins og ferðabæklingar eru yfirleitt. Þegar hann fær tilboð frá bandarísku fyrir­ tæki um kaup á röðinni fer hann vestur um haf og notar tækifærið til að leita uppi bróður sinn. Í okkar fjölskylduvæna heimi er það með miklum ólíkindum en ekki með öllu óþekkt með öðrum þjóð­ um. Þess þekkir maður dæmi sjálfur.

Jim Powell sló í gegn með sinni fyrstu og einu skáldsögu til þessa.

Leitin að bróðurnum og salan leiðir Felix svo á vit fyrra lífs og eigin örlaga sem hann hefur byrgt í minni sínu. Höfundurinn vill draga upp mynd af hinni sundruðu fjölskyldu og hvernig hörð hugmyndafræði leiðir menn í villur frá sjálfum sér og gæskunni sem í öllum býr. Þetta er ekki ósnoturt verk en ansi reyfarakennt á köflum og verður harla sápukennt er yfir lýkur. Það verður seint talið til merkilegra nýsprottinna verka og er til dæmis um þau miðlungsverk sem Bókmenntasjóður styrkir til þýðinga en þar á bæ virðast menn vera eftirlátssamir í meira lagi. Brotin egg er því gott dæmi um það hvernig menn hvika frá settum mörkum: Bókmenntasjóður á að styrkja útgáfu bókmennta sem eru yfir meðallagi, Neon átti að koma á framfæri verkum sem væru athyglisverð og stæðu upp úr. Brot­ in egg eru miðlungs afþreyingarsaga, þægileg afþreying; á skjön við stefnu Bókmenntasjóðs og erindi Neon.

Bækur

Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is

Brotin egg er því gott dæmi um það hvernig menn hvika frá settum mörkum: Bókmenntasjóður á að styrkja útgáfu bókmennta sem eru yfir meðallagi, Neon átti að koma á framfæri verkum sem væru athyglisverð og stæðu upp úr.


NJÓTTU ÞESS AÐ VERA AÐ HEIMAN Fólk er sjaldnast heima hjá sér þegar innbrot á sér stað. Með Heimavörn Securitas er heimilið verndað allan sólarhringinn, allt árið um kring. Hafðu samband í síma 580 7000 og fáðu heimsókn frá öryggisráðgjafa. Nánari upplýsingar er einnig að finna á vefsíðu okkar, www.securitas.is.

HEIMAVÖRN


38

matur

Helgin 29. apríl-1. maí 2011

 Þjóðernishyggjan Íslenskt er gott

Ekkert vex undir rembingnum Þjóðernishyggja er í raun and­ menn­ingarlegt fyrirbrigði. Gott dæmi um það er þrástag íslenskra landbúnaðarráðherra (og skiptir þá engu hvað hann heitir hverju sinni) um að íslenskar landbún­ aðarafurðir séu góðar. Raunveru­ leikinn er að Íslendingar hafa að mestu glatað sínu hefðbundna mjólkureldhúsi: Smjörið er orðið að staðlaðri verksmiðjuafurð, áfirnar eru horfnar, skyrið ekki lengur ostur heldur hleypt mjólk sem engin mysa rennur af og mysan þar af leiðandi týnd. Og þar með

súrmaturinn allur (sem í dag er sýrður með mjólkursýrum fremur en mysu). Íslenskar landbúnaðar­ vörur ná því ekki að standa undir eigin mælikvarða; að vera góðar íslenskar afurðir. Íslenskt dæmi um stöðlun þjóð­ ernishyggju er kæsta skatan. Skata var fyrst og fremst kæst á vestanverðu landinu fyrr á öldum. Hefð var fyrir að kæsa hana vel á Vestfjörðum en salta meira og kæsa minna á Vesturlandi. Þegar þjóðernishyggjan hafði skipt út

héraðseldhúsi og mismun milli landsvæða fyrir hugmyndir um íslenskt eldhús hvarf vestlenska aðferðin að mestu. Sú vestfirska þótti þjóðlegri; hún var meira kæst og því meira ekta. Góð og gegn matarmenning lét því undan – í nafni þjóðmenningar. Það virðist háð tilviljunum hvað af héraðseldhúsi fyrri alda lyftist upp í ímyndað þjóðareldhús. Þannig er þingeyska laufabrauðið orðið að þjóðlegum sið á meðan borgfirska súrbrauðið er týnt og glatað. Önnur brauð – eins og flatkakan –

 Þjóðernishyggja er and-mannúðarstefna Þjóðernistrúin er svo sterk að á Íslandi er til fólk sem finnur sig í veröld þar sem aðeins rúmlega 300 þúsund manns ná því um hvað þetta snýst allt saman. Hin 6.914.713 þúsundin munu aldrei ná þessu fullkomlega – jafnvel ekki þótt þau lærðu ís­ lensku og fengju með því aðgang að öllu því sem hugsað hefur verið í heimi hér.

Laufabrauð er nýja oblátan Nýju stóru þjóðríkin sem tóku yfir stórveldi einveldiskónganna í kjölfar borgaralegra byltinga átjándu og nítjándu aldar þurftu einhverjar forsendur valds á borð við þær sem kóngarnir höfðu – en þeir voru, sem kunnugt er, valdir af Guði og því samverkamenn hans og umbjóðendur. Vald er ofbeldi og ég get ekki beitt þig ofbeldi nema í nafni einhvers sem er mikilvægara eða æðra en þín auma persóna. Og þar sem sá hluti borgarastéttarinnar sem náði völdum kónganna gat ekki vísað til Guðs um völd sín var Þjóðin sett í stað Guðs. Yfirvaldið sótti nú umboð sitt til ofbeldis gagnvart þegnunum til Þjóðarinnar. Og til að tryggja völd sín urðu yfirvöldin að efla þessa þjóð, búa hana til ef ekki vildi betur. Skólaskyldu var komið á til að hamra þjóðernishugmyndir í ungviðið á meðan það var enn auðsveipt; smíðaðar voru þjóðarsögur um farsæld samstöðu og böl sundrungar; sópað var upp þjóðlögum, þjóðsögum, þjóðdönsum og þjóðarréttum; útbúnir þjóðfánar, þjóðleikhús, þjóðmenningarhús og landslið í öllu sem nöfnum tjáir að nefna – meira að segja kokkalandslið. Trúboð þjóðernishyggjunnar

gerir húmanista úr Jesúítum Rómakirkju. Trúboðar þjóðernis börðu mállýskur úr börnum, útskúfuðu allri sérstöðu og steyptu fjölþættri menningu í eitt stórt ker. Úr því kom bragðdauf drullukaka þar sem lyftiduftið var sjálfbyrgingsleg sannfæring um eigin yfirburði: Eiginleikar minnar þjóðar umfram aðrar eru heiðarleiki, stolt, vinnusemi og tryggð – þetta var niðurstaða allra. Og upp úr þessu spratt splundraður heimur sem snerist um margar miðjur og þar sem hver miðja var viss um að hún – og engin nema hún – væri miðja alheimsins. Þessi veröld þjóðernisofstækis hefur ekki aðeins kallað yfir mannkynið blóðugri stríð en áður hafa þekkst og eytt ævafornum fjölmenningarlegum samfélögum (múslímar í Indlandi, gyðingasamfélög í arabalöndum, kristnir í Bagdad, Srebrenica) heldur valdið menningarlegum uppblæstri innan þjóðríkjanna sjálfra; útrýmt tungu, sögu, hefðum, menningu og breytt stór-samfélögunum í mónó-ræktaðan menningargróður sem visnar vegna þess að hann fær enga næringu úr raunverulegu samfélagi; aðeins eitthvert lap úr módelheimi hinna gervigreindu.

Spennandi námskeið með Benediktu Jónsdóttur Námskeiðin „Lifðu ævintýralífi og láttu draumana rætast“ þann 3. maí og „Skemmtileg og auðveld leið að heilbrigðum lífsstíl“ þann 4. maí - verða haldin í fræðslusal Maður Lifandi, Borgartúni 24. Námskeiðin eru einstaklega vönduð og taka á mikilvægum viðfangsefnum eins og heilbrigði, hamingju, mataræði og hreyfingu. Nánari upplýsingar á www.madurlifandi.is Benedikta Jónsdóttir Lífsstíls- og heilsuráðgjafi

Skráning: madurlifandi@madurlifandi.is eða í síma 585 8701

www.madurlifandi.is

Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími: 585 8700

Hæðarsmára 6 201 Kópavogur Sími: 585 8710

Hafnarborg 220 Hafnarfirði Sími: 585 8720

hefur þróast svo hratt að breyttum smekk að stórmarkaðsútgáfur þeirra eru óþekkjanlegar. Þjóðernishyggjunni er ófært að vernda menningarafurðir vegna þess að samkvæmt henni er hið íslenska alltaf best – sama hversu slæmt það er. Þjóðernishyggjan flýtir því fyrir hrörnun, stöðlun og fábreytileika. Ræktun við kulda gefur að jafnaði kraftmeira grænmeti og bragðbetra þótt það sé kræklóttara og minna. Íslendingum hefur hins vegar ekki

tekist að varðveita þær tegundir sem ræktaðar voru hér fyrr á tíð og stóð­ ust harðindi og vosbúð. Á sama tíma eru innflutt, fljótvaxnari afbrigði seld sem íslensk vara. Guðni Ágústsson festi þjóðernishugmyndir Íslendinga um matvæli í orð. Íslensk er gott. Og skiptir þá engu hversu vont, alþjóðlegt og ómenningarlegt það er.

 Matartíminn Þjóðareldhús

Ímyndað ímyndareldhús Þegar við kynnumst eldhúsum mismunandi þjóða áttum við okkur fljótlega á að þessi eldhús eru að mestu hugarburður. Það er ekkert til sem kalla má ítalskt, indverskt eða kínverskt eld­ hús. Og líkast til eru þjóðernishugmyndirnar að baki þessum nafngiftum jafn vitlausar.

Þ

ar sem sambræðsla þjóðríkis í nútímalegum skilningi kom seint til á Ítalíuskaganum er Ítalía ágætt dæmi um áhrif þjóðernishugmynda á matarmenningu. Þrátt fyrir mikla útgáfu og fjölmargar ritgerðir þar sem reynt hefur verið að draga þræði millum matargerðar Sikileyjar og Pódalsins, Kalabríu og Píetmont, er eini afraksturinn hin augljósa niðurstaða: Það er ekkert til sem heitið getur ítalskur matur eða ítalskt eldhús. Þessi niðurstaða er augljós út frá sögulegum sjónarhóli. fremst áhugamál og Matarlist Sikileyjar er tækifæri efri millistéttar miklu fremur skyld sem sótti sjálfsmynd matargerð í Túnis eða sína í að tilheyra fremur Grikklandi – jafnvel loftkenndum hugSilfurskeiðin er ítölsk fremur í Marokkó og myndum þjóðríkis en Matur og drykkur Líbanon – en matnum í Helgu Sigurðar; til­ jarðbundnum heimaLangbarðalandi. Það er raun til að skilgreina högum. Þetta var fólk hins vegar auðveldara nýrra tíma, nýrra hugkanónu fyrir eldhús að rekja þræði frá Lomb- þjóðríkis. mynda, nýs heimalands. ardí eftir gömlum götPersónuleg heimsmynd um yfir Alpana og yfir í þess stækkaði þegar því Austurríki eða Bæheim – jafnvel fannst ljóð úr fjarlægum héruðum upp til Danmerkur eða Prússlands tala til sín, ábyrgð þess dýpkaði – en suður eftir Ítalíuskaganum. þegar það tók til sín vanda fólks í Og maturinn í Píetmont er mun hinum enda ríkisins og matartímaskyldari frönsku Rívíerunni og rnir urðu að könnunarleiðöngrum uppsveitum hennar, Próvans, en í gegnum osta, salami og olíu úr fæðu Napólíbúa; og frá Feneyjum öllum pörtum hins sigraða ríkis. liggja ekki síður þræðir yfir til Þetta voru herföng millistéttarLitlu-Asíu og Mið-Austurlanda en innar; fólksins í stjórnsýslunni og til Rómar. stórfyrirtækjunum, sem breiddu Innan Ítalíuskagans má finna áhrif sín hægt og bítandi yfir allan allar útgáfur grunn-kolvetnis; skagann. Þjóðaríþrótt Ítala – að pasta í Napólí, risotto í Mílanó, rífast yfir borðum um hver sé besti hveiti-gnocchi í Róm, kartöfluosturinn eða hvernig rétt sé að gnocchi í Genúa, maís-pólentu verka ansjósur – rekur upphaf sitt í Feneyjum, baunir í Flórens og til þessara tímamóta. kartöflukökur í Suður-Týról. Að Stöðlun veitingahúsa búa til einingu úr þessum graut er álíka snúið og að bræða í eina og stórmarkaða tónlistarstefnu dauðarokk, kántrí, Ítalía sameinaðist fyrir öðrum lobbí-jazz, þjóðlagapönk og naumstéttum eftir seinna stríð. Þá hyggju. hófust fólksflutningar tuttugustu En samt hafa menn reynt. Og aldar fyrir alvöru; úr sveit í borg haft nokkurn árangur. og úr suðri til norðurs. Og fólk tók bæði matarvenjur sínar með sér Saga handa sigurvegurum en lærði líka aðrar á nýjum stað. Veitingahús spruttu upp í norðri Áratugina eftir sameiningu Ítalíu til að selja sunnanfólki mat sem skapaðist svigrúm fyrir alla þá það þekkti. Og í gegnum veitingasem vildu endurrita söguna að húsin, hina faglegu eldamennsku, þörfum sigurvegaranna. Kennvoru réttir sem áttu upphaf sitt ingar um tengsl ólíkra svæða í sveita- og fátækraeldhúsinu Ítalíu fengu hljómgrunn, fengust staðlaðir og mótaðir að smekk útgefnar, voru styrktar, lesnar og sem þótti fágaðri. Þunnt kremað kenndar. Í raun skipti ekki máli risotto á veitingahúsi varð rétt en hversu vitlausar þær voru; eftirspurnin skapaði framboð og á end- þykk útgáfa drýgðra afganga var skilgreind röng. Þegar stórmarkanum varð framboðið í sjálfu sér aðir tóku við af mörkuðum og sönnun á mikilvæginu. matvörukaupmönnum breiddist Eins og Evrópusambandið stöðlunin síðan út. seinna, var stór-Ítalía fyrst og

Kaupmaður í Napólí býður það besta úr nærsveitunum. Hér er vagga hins staðbundna eldhúss.

Stórmarkaður einhvers staðar á Ítalíu – þeir eru allir eins. Hér er musteri hins samræmda, staðlaða eldhúss þjóðríkisins; hinnar ímynduðu Ítalíu.

Það er talið að eftir seinna stríð hafi verið framleiddir um 2.500 ostar á Ítalíuskaganum. Þegar Slow Food-samtökin hófu baráttu sína fyrir verndun svæðisbundinna matarhefða taldist þeim til að ostarnir væri komnir niður í um 300. Og á næstu árum hélt ostunum áfram að fækka. Þótt Slow Food og önnur nýhúmanísk matarsamtök byggi hugmyndir sínar og starf á virðingu fyrir sögu og menningu eiga þau ekkert skylt við þjóðernishyggju. Þau eru þvert á móti byggð á jarðbundnum samfélagslegum gildum sem eru í raun andstaða þjóðríkisins og þjóðernishyggjunnar.

Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is




   Tilboðsverð beint frá USA á gengi USD 112. Niðurfelling vörugjalds í tolli fyrir Metan búnað. Eldsneytisverð: Bensín kr. 240/líter. Metan kr. 120/Nm3. Akstur 30,000km pr. ár nýjir 2011 samanborið við eldri bíla. Við bætist islandus.com þjónustugjald kr. 25.000, nýskráning, númeraplötur, bifreiðagjöld 20-25.000. Sýnishorn af verðútreikningum. Aðrir bílar fáanlegir. Verð háð framboði hverju sinni.

Tveggja ára bílaábyrgð Framlengjanleg uppí 5 ár!

   





Islandus Tilboð frá Kr: 4.753.382

Islandus Tilboð frá Kr: 4.502.152

Almennt á Islandi +59% Kr. 7.521.000

Almennt á Islandi +37% Kr. 6.190.000

Grænn Sparnaður

Grænn Sparnaður

(3.963.820)

(3.022.152)

Eldsneyti - 3.681.720. Bifrgjöld. - 282.100

Eldsneyti - 2.809.800. Bifrgjöld. - 212.352









Islandus Tilboð frá Kr: 6.818.200

Islandus Tilboð frá Kr: 6.448.456

Almennt á Islandi +23% Kr. 8.400.000

Almennt á Islandi +30% Kr. 8.390.000

Grænn Sparnaður

Grænn Sparnaður

(4.168.200)

(5.258.456)

Eldsneyti - 3.855.600. Bifrgjöld. - 312.600.

Eldsneyti - 4.939.200. Bifrgjöld. - 319.256.









Islandus Tilboð frá Kr: 3.790.000

Islandus Tilboð frá Kr: 3.790.000

Almennt á Islandi +50% Kr. 5.670.000

Almennt á Islandi +35% Kr. 5.126.000

Grænn Sparnaður

Grænn Sparnaður

(2.477.524)

(2.352.119)

Eldsneyti - 2.293.200. Bifrgjöld. - 184.324.

Eldsneyti - 2.192.400. Bifrgjöld. - 159.719.









Islandus Tilboð frá Kr: 4.490.000

Islandus Tilboð frá Kr: 4.590.000

Almennt á Islandi: Aðeins til hjá islandus

Almennt á Islandi +30% Kr. 5.990.000

Grænn Sparnaður

Grænn Sparnaður

(2.762.949)

(3.562.524)

Eldsneyti - 2.595.600. Bifrgjöld. - 167.349.

Eldsneyti - 3.301.200. Bifrgjöld. - 261.324.









Islandus Tilboð frá Kr: 3.686.910

Islandus Tilboð frá Kr: 3.890.000

Almennt á Islandi +34% Kr. 4.950.000

Almennt á Islandi: Aðeins til hjá islandus

Grænn Sparnaður

Grænn Sparnaður

(2.556.910)

(2.865.597)

Eldsneyti - 2.371.320. Bifrgjöld. - 185.590.

Eldsneyti - 2.696.400. Bifrgjöld. - 169.197.





 Leigubílstjóri sem ekur að jafnaði 85.000km á ári getur sparað rúmum 5 milljónum meira en bíllinn kostar! Splúnkunýr sjö manna Dodge Grand Caravan frá islandus.com beint frá USA með verksmiðjuafslætti og Metan tollalækkun kostar 4.833.684 með VSK!

Miðað við 85,000km akstur á ári í 7 ár sparast Kr. 9.993.844! (Eldsneytissparnaður - 9.681.840. Lækkun bifreiðagjalda - 312.004)

sem þýðir að þú tekur bílinn og Kr. 5.160.160 beint í vasann! Raunverð á Dodge Grand Caravan til einkanota: Kr. 1.104.560  

  




40

heilabrot

Helgin 29. aprĂ­l-1. maĂ­ 2011

?

Spurningakeppni fĂłlksins

MargrĂŠt Erla Maack dagskrĂĄrgerĂ°arkona 1. Veit ekki hvaĂ° hĂşn heitir. 2. SkĂĄlmĂśld. 3. Veit ĂžaĂ° ekki. 4. 150 Þúsund. 5. Nenni ekki einu sinni aĂ° heyra Ăžessa spurningu. 6. Dudley Moore. 7. MĂşjaffar? 8. 25 ĂĄr. 9. Eggert PĂŠtursson. 10. 50. 11. VantrĂş og lĂ­ka KvenfĂŠlag Ăžingeyrar en ÞÌr voru stoppaĂ°ar af og Ăžurftu aĂ° fĂŚra sig ĂĄ laugardaginn. 12. BjĂśrt Ă“lafsdĂłttir. 13. 1981. 29. jĂşlĂ­. 14. Veit ĂžaĂ° ekki. 15. Eldfjall.

10 rÊtt MargrÊt Erla hefur sigrað Þrisvar og fer Því í meistarakeppnina en skorar å Þóru Arnórsdóttur að taka við keflinu.

2

Breki Logason frĂŠttamaĂ°ur ĂĄ StÜð 2 1. Pass. 2. VĂ­kingarokkararnir Ă­ SkĂĄlmĂśld. 3. Veit ĂžaĂ° ekki. 4. 60 Þúsund? 5. Ég er ekki meĂ° Ăžetta. 6. Ég er alveg Ăşti hĂŠrna. 7. Ali eitthvaĂ°. 8. 25 ĂĄr. 9. Eggert PĂŠtursson. 10. 50. 11. VantrĂş. 12. BjĂśrt Ă“lafsdĂłttir. 13. 1981. 29. jĂşlĂ­. 14. Pass. 15. Eldfjall.

ďƒ¨

4

Sudoku fyrir lengr a komna

9

7

8 6

1 7 7 4

4 9 6 5

2

Breki skorar ĂĄ Andra Ă“lafsson.

krossgĂĄtan

1 8

5 2 3 5 3 4

8 rĂŠtt

1

6

2

lausn krossgĂĄtunnar er birt ĂĄ vefnum: www.this.is/krossgatur, aĂ° viku liĂ°inni

'+"--

Ă 5%&*-%*

'-"6&-

(-Š4*#œ--

'-Âś4

(-š"3 56/(6.-

)*/%36/

)3"1"

,&3

7&*,* )Šš/*4 #304 -"##"š*

.03(6//

3&*563

)7"š

%6/"

45&*/ 5&(6/%

#05/'"--

4*(5*

Âś 3½Âš

.-. 5&(6/% +"3š&'/*

/Ă .&3

7"4,"

Âś 3½Âš

3*4

611 )3Âť16/

/6%%

Âť(&3-&(63

"6š/

ÂŤ55

.&3,*

&//Â?ÂŤ

7&*,+"

45*--"

'ÂŤ5

'36.&'/*

(0-' ÂŤ)"-%

&*/4

Â?03"

70(63

'*5"

-6'4"

4". '&--%63

"/4

611ÂŤ '"--"/%* -&(6

45&*/ '&--6.:/%

#&3(.ÂŤ-" 41*,

ÂŤ55 &41"45

:'*3)½'/

47*1"š

,7&*'

"/%*/

45+Âť3/"

3&(-63

(½/(6-"(

4,03563

5Âť/7&3,

1Âś1"

7&/+"

"-(+½3 "-(+½3 -&("

701/ 4+Âť/"6,*

Š9-6/"3 ,03/

-&47²-

53² ':--"

#"6/* 4ÂŤ-"3

4,3ÂŤ

4/Š%%*

(*.45&*//

Âś 3½Âš

"')Ă…4*

'3". 7&(*4

%6(-&(63

Eggert PĂŠtursson, 10. 50, 11. VantrĂş, 12. BjĂśrt

†Â? ­ Â?Â? Â?Â?  ­Â?

1 5

1 6 7 3 4 7 7 9 2 8 5 3 1 5

à 3 4,63š63

 Â? Â? Â? Â?Â?  ­Â? Â? ­ Â? ­ Â? Â? ­ € Â? €  Â‚ ­ Â? ‚ ­ ƒ  ­ Â? Â?   Â?Â?

8 9 3 4

6

1. Samhengi hlutanna, 2. SkĂĄlmĂśld, 3. Seikan Tunnel Ă­ Japan (53,8 km), 4. 150 Þúsund krĂłnur, 5. Hugo SĂĄnchez, 6. Dudley Moore, 7. Ali Abdullah Saleh, 8. 25 ĂĄr, 9. Ă“lafsdĂłttir, 13. 29. jĂşlĂ­ 1981, 14. GuĂ°mundur FranklĂ­n JĂłnsson, 15. Eldfjall (Volcano).

Sudoku

8 1

1. Hvað heitir ný glÌpasaga frÊttakonunnar Sigrúnar Davíðsdóttur sem kemur út í sumar? 2. Hvaða hljómsveit gaf nýlega út diskinn Baldur? 3. Hver eru lengstu lestargÜng í heimi? 4. à hvað seldist Mugison-lopapeysan å håtíðinni Aldrei fór Êg suður um síðustu helgi? 5. Mexíkóski framherjinn Javier Hernåndez hefur slegið í gegn með Manchester United í vetur. Hvaða landi hans varð fimm sinnum markakóngur å Spåni? 6. Russell Brand leikur auðkýfinginn lÊttlynda, Arthur, í endurgerð samnefndrar gamanmyndar frå 1981. Hver lÊk Arthur í upprunalegu útgåfunni? 7. Hvað heitir forseti Jemens sem hefur ått undir hÜgg að sÌkja undanfarið? 8. Hversu mÜrg år eru liðin frå kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl? 9. Hvaða listamanni, sem å verk í bókinni Flora Islandica, misbauð meðferðin å bókinni í sýningunni Koddu í Nýlistasafninu? 10. Hvað eru Passíusålmarnir margir? 11. Hvaða samtÜk stóðu fyrir ólÜglegu bingói å fÜstudaginn langa? 12. Hvað heitir nýr formaður Geðhjålpar? 13. Hvaða månaðardag og år gengu Karl Bretaprins og Díana Spencer í hjónaband? 14. Hver er formaður HÌgri grÌnna, flokks fólksins? 15. Hvað heitir fyrsta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar í fullri lengd?

ďƒ¨

� � „ …

ďƒ¨

&/4, .:/5

4*("š

/". #635

#3://"

4-*53Âť55 5"-

65"/

Âś 3½Âš

-Ă ,"3

(6š

41Š+"3*

4Âś55 5*'

)"3-"


heimili 41

Helgin 29. aprĂ­l-1. maĂ­ 2011 ďƒ¨ GeĂłmetrĂ­sk form

Â?Â? Â?  ­ €

 �

Š‹ ‚ ÂŒ ÂŽ ‘ Â? Â‚ƒ  Â„ Â? Â… † ‡ Â? ˆ  Â‰  ÂŠ

RĂşmfrĂŚĂ°ileg fegurĂ° Samsetning ĂžrĂ­hyrninga og annarra rĂşmfrĂŚĂ°ilegra forma býður upp ĂĄ Ăłtal skemmtileg mynstur sem eru Ă­ senn lifandi, nĂştĂ­maleg og spennandi. ĂžrĂ­hyrningar, kassar og fleiri geĂłmetrĂ­sk form gefa umhverfinu nĂ˝ja vĂ­dd og skemmtilega hreyfingu. RĂŠttara er aĂ° kalla formin rĂşmfrĂŚĂ°ileg, sem er Ă­slensk Þýðing ĂĄ orĂ°inu geometric, en ĂžaĂ° verĂ°ur aĂ° segjast eins og er aĂ° enska orĂ°iĂ° er mun ĂžjĂĄlla Ăžegar nota ĂĄ ĂžaĂ° um hĂśnnun og mynstur. GeĂłmetrĂ­sk form ryĂ°ja sĂŠr til rĂşms meĂ° reglulegu millibili og nutu sĂ­Ă°ast mikilla vinsĂŚlda ĂĄ nĂ­unda ĂĄratug sĂ­Ă°ustu aldar og einnig Ăžeim sjĂśunda en litavaliĂ° virĂ°ist rĂĄĂ°ast af Ăžeim sĂ­Ă°ari. Ef til vill hafa ĂžrĂ­vĂ­ddarforritin sem margir hĂśnnuĂ°ir nota veitt Ăžeim innblĂĄstur Ăžar sem upphafsteikningar eru dregnar upp Ă­ rĂşmfrĂŚĂ°ilegu rĂ˝mi. En auĂ°vitaĂ° hafa Ăžessi form komiĂ° fram vĂ­Ă°a og allir Ăžeir sem lĂŚra aĂ° teikna takast ĂĄ viĂ° geĂłmetrĂ­sk form. Ăžau geta veriĂ° tĂŚknileg og kuldaleg viĂ° fyrstu sĂ˝n en skemmtileg ĂžrĂ­vĂ­ddin sem birtist manni um leiĂ° og fariĂ° er af staĂ° meĂ° Ăžau af einhverri alvĂśru leiĂ°a mann inn ĂĄ nĂ˝jar slóðir. Ăžannig er hĂŚgt aĂ° stara tĂ­munum saman ĂĄ myndverk, hĂśggmyndalist og veggfóður Ă­ geĂłmetrĂ­sku formi. Auk Ăžess sem samsetning Ăžeirra býður upp ĂĄ Ăłtal skemmtileg mynstur sem eru Ă­ senn lifandi, nĂştĂ­maleg og spennandi.

OPIĂ? Ă SUNNUDAG 1. MAĂ?

RINN U G N I L K Æ B SUMAR N ÚT! N I M O K R E OKKAR

www.rumfatalagerinn.is


42

sjónvarp

Helgin 29. apríl-1. maí 2011

Föstudagur 29. apríl

Föstudagur

Sjónvarpið

07:00 Konunglegt brúðkaup Bein útsending frá brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Bogi Ágústsson og Elísa­bet Brekkan lýsa á RÚV en Hildur Helga Sigurðardóttir á Stöð 2 allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

22:05 The Bachelor (1/11) Raunveruleikaþáttur4 þar sem rómantíkin ræður ríkjum. Þetta er fjórtánda þáttaröðin af Bachelor.

Laugardagur

22:40 Fur Dramatísk mynd byggð á sannsögulegum atburðum. Með aðalhlutverk í myndinni fara Nicole Kidman og Robert Downey Jr. allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

20:55 Mystic Pizza Sígild kvikmynd frá níunda áratugnum með Juliu Roberts og Lili Taylor í aðalhlutverkum.

Sunnudagur

12:55 Arsenal - Man. Utd. Bein útsending á leik í ensku úrvalsdeildinni

07:00 Konunglegt brúðkaup 16:50 Kallakaffi (8/12) e. 17:20 Vormenn Íslands (1/7) e. 17:50 Táknmálsfréttir 18:00 Otrabörnin (19/26) 18:22 Pálína (13/28) 18:30 Hanna Montana 19:00 Fréttir 19:30 Veðurfréttir 19:35 Kastljós 20:10 Úrslitakeppnin í handb. Beint 21:55 Gagnáhlaup (3/3) Breskur myndaflokkur. Meðal leikenda eru Richard Armitage, Andrew Lincoln, Orla Brady, Jodhi May og Shelley Conn. Atriði í 5 6 myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 23:25 Dularfullt flugslys Rannsóknarmenn leita í flaki flugvélar sem hrapaði í Nebraska. Var það hryðjuverk, mannleg mistök eða hörmulegt slys? Leikstjóri er Jeff Bleckner og meðal leikenda eru Mandy Patinkin, Eric Close og Kevin Dunn. Bandarísk sjónvarpsmynd frá 2004. 00:40 Návígi e. 00:50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 07:30 Game Tíví (14/14) 08:00 Dr. Phil (166/181) 08:45 Pepsi MAX tónlist 16:30 Girlfriends (8/22) 16:50 Dr. Phil (167/181) 17:35 One Tree Hill (5/22) 18:20 How To Look Good Naked 5 6 19:10 America’s Funniest Home Videos 19:35 Will & Grace (2/25) 20:00 Rules of Engagement (12/13) . 20:25 The Biggest Loser (1/26) 21:15 HA? (14/15) 22:05 The Bachelor (1/11) 23:35 Makalaus (9/10) 00:05 30 Rock (21/22) 00:30 Law & Order: Los Angeles 01:15 Whose Line is it Anyway? (1/39) 01:40 Girlfriends (7/22) 02:00 Saturday Night Live (17/22) 02:55 Will & Grace (2/25) 03:15 Jay Leno (236 & 237/260) 04:45 Pepsi MAX tónlist

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

5

6

20:10 An Idiot Abroad (3/9) Ricky Gervais og Stephen Merchant eru mennirnir á bakvið þennan einstaka þátt.

Sjónvarpið

STÖÐ 2

08:00 Morgunstundin okkar 07:00 Konunglegt brúðkaup 08:04 Lítil prinsessa (5/35) 12:35 Nágrannar 08:14 Skellibær (42/52) 13:00 Frasier (16/24) 08:26 Konungsríki Benna og Sóleyjar 13:30 Back to the Future III 08:37 Litlu snillingarnir (19/28) 15:30 Barnatími Stöðvar 2 09:02 Ólivía (2/3) 17:08 Bold and the Beautiful 09:10 Veröld dýranna (9/52) 17:33 Nágrannar 09:18 Sveitasæla (1/20) 17:58 The Simpsons (15/22) 09:25 Millý og Mollý (18/26) 18:23 Veður allt fyrir áskrifendur 09:41 Hrúturinn Hreinn (35/40) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 09:50 Engilbert ræður (7/78) 18:47 Íþróttir fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 09:58 Lóa (10/52) 18:54 Ísland í dag 10:11 Hérastöð (4/26) 19:11 Veður 10:30 Skólahreysti (6/6) e. 19:20 Auddi og Sveppi 13:10 Kastljós e. 19:50 American Idol (30 og 31/39) 13:40 Kiljan e. 21:45 Legally Blonde 4 5 14:35 Þýski boltinn (11/23) e. 23:20 First Sunday Ice Cube og 15:35 Vormenn Íslands (1/7) e. Tracy Morgan leika bestu vini í 16:05 Ég og Tourettes-sjúkdómurinn e. þessari gamanmynd. Ice Cube 17:05 Lincolnshæðir kemst að því að hann þarf að greiða háa skuld til að missa ekki 17:50 Táknmálsfréttir 18:00 Friðþjófur forvitni (4/10) son sinn. Þeir félagar ákveða því 18:23 Eyjan (4/18) e. að ræna kirkju en það heppnast 18:46 Frumskógarlíf (4/13) ekki vel og þeir enda á að eyða 18:54 Lottó nóttinni með guði og neyðast til að takast á við mun fleira en þeir 19:00 Fréttir 19:30 Veðurfréttir ætluðu sér. 19:40 Alla leið (4/5) 00:55 The Fast and the Furious 20:35 Sjóræningjar á Karíbahafi e. 02:40 Jindabyne 23:20 Órekjandi Lögreglukona 04:45 Auddi og Sveppi reynir að finna raðmorðingja 05:10 The Simpsons (15/22) sem birtir myndir af morðum 05:35 Fréttir og Ísland í dag sínum á Netinu. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 00:30 Silfur Egils e. 07:00 Porto - Villarreal 01:00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 17:25 Porto - Villarreal 19:10 Evrópudeildarmörkin 20:00 Fréttaþáttur Meistaradeildar SkjárEinn 20:30 La Liga Report 13:35 Dr. Phil (163/181) 21:00 Upphitun Pepsi deild karla 14:20 Dr. Phil (164 & 165/181) 22:30 European Poker Tour 6allt fyrir áskrifendur15:40 America’s Next Top Model 23:20 NBA 2010/2011 - Playoff Games 16:25 An Idiot Abroad (1 & 2/9) 17:40 Game Tíví (14/14) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:10 The Bachelor (1/11) 19:40 Girlfriends (9/22) 15:45 Sunnudagsmessan 20:00 Saturday Night Live (18/22) 17:00 Liverpool - Birmingham 20:55 Mystic Pizza 18:45 Tottenham - WBA 22:40 Out of Reach 5 4 20:30 Ensku mörkin 00:10 HA? (14/15) allt fyrir áskrifendur 21:00 Premier League Preview 01:00 The Promotion 21:30 Premier League World 02:30 Whose Line is it Anyway? fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00 Cruyff 02:55 Girlfriends (8/22) 22:30 Premier League Preview 03:15 Jay Leno (238 & 239/260) 23:00 Wolves - Fulham 04:45 Pepsi MAX tónlist

SkjárGolf 08:00 Yes Man 10:00 Mostly Ghostly 12:00 G-Force 14:00 Yes Man 16:00 Mostly Ghostly 18:00 G-Force 20:00 It’s Complicated 22:00 Insomnia 00:00 Empire of the Sun 02:30 Factotum 04:00 Insomnia 06:00 Duplicity

Sunnudagur

Laugardagur 30. apríl

4

08:10 Zurich Classic (1/4) 11:10 Golfing World (73/240) allt fyrir áskrifendur 13:45 Zurich Classic (1/4) 16:50 Champions Tour - Highlights fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:45 Inside the PGA Tour (17/42) 18:10 Golfing World (75/240) 19:00 Zurich Classic - Dagur 2 - BEINT 22:00 Golfing World (75/240) Skjár 22:50 PGA Tour - Highlights (15/45) 4 5 23:45 ESPN America 00:15 Zurich Classic (2/4) 06:00 ESPN America

5

6

Sjónvarpið

STÖÐ 2

08:00 Morgunstundin okkar / 07:00 Brunabílarnir / Strumparnir Fæturnir á Fanneyju / Herramenn / Tommi og Jenni / Algjör Sveppi / / Ólivía / Töfrahnötturinn / Með Stuðboltastelpurnar / Latibær afa í vasanum / Leó / Disney10:45 Fjörugi teiknimyndatíminn stundin / Finnbogi og Felix / Sígildar 11:10 Bardagauppgjörið teiknimyndir / Fínni kostur /Artúr / 11:35 iCarly (11/45) Einmitt þannig sögur 12:00 Bold and the Beautiful 10:35 Alla leið (4/5) e. 13:25 American Idol (30 og 31/39) 11:25 Landinn e. 14:25 American Idol (31/39)allt fyrir áskrifendur 11:55 Návígi e. 15:10 Iceland Food Centre 13:55 Kings of Leon á tónleikum e. 16:15 Friends (6/24) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:40 Úrslitakeppnin í handb. Beint 16:40 Auddi og Sveppi 17:50 Táknmálsfréttir 17:10 ET Weekend 18:00 Stundin okkar e. 17:55 Sjáðu 18:28 Með afa í vasanum (35/52) 18:30 Fréttir / Íþróttir / Lottó 18:40 Skúli Skelfir (26/52) 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 4 5 6 18:51 Ungur nemur - gamall temur 19:29 Veður 19:00 Fréttir / Veðurfréttir 19:35 Full of It 19:30 Landinn 21:05 Picture This 20:00 Íslensk alþýða Heimildamynd 22:40 Fur eftir Þórunni Hafstað um verka00:40 Drillbit Taylor mannabústaðina við Hringbraut. 02:20 Notting Hill Textað á síðu 888 í Textavarpi. 04:20 Iceland Food Centre 20:35 Listahátíð 2011 05:25 Friends (6/24) 21:05 Downton Abbey (2/7) 05:50 Fréttir 21:55 Sunnudagsbíóið - Aska tímans Leikstjóri er Wong Kar-Wai. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi 07:20 Spænsku mörkin ungra barna. 08:15 Porto - Villarreal 23:30 Silfur Egils 10:00 Upphitun 00:50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 11:30 Golfskóli Birgis Leifs (5/12) 12:00 Fréttaþáttur Meistaradeildar 12:30 NBA 2010/2011 - Playoff Games SkjárEinn 14:30 Evrópudeildarmörkin allt fyrir áskrifendur 13:05 Dr. Phil (166 & 167/181) 15:20 La Liga Report 14:30 Spjallið með Sölva (11/16) 15:50 Real Madrid - Zaragoza Beint 15:10 Matarklúbburinn (5/7) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:50 Real Sociedad - Barcelona Beint 15:35 Innlit/ útlit (8/10) 20:00 Schalke - Man. Utd. 16:05 Dyngjan (11/12) 21:45 Meistaradeildin - meistaramörk 16:55 HA? (14/15) 22:05 Box - A. Khan - P. McCloskey 17:45 The Biggest Loser (1/26) 23:35 Real Madrid - Zaragoza 18:35 4 Girlfriends (10/22)5 18:55 Rules of Engagement (12/13) 19:20 30 Rock (21/22) 19:45 America’s Funniest Home Videos 08:00 Blackburn - Man. City 20:10 An Idiot Abroad (3/9) 09:45 Premier League World 21:00 The Defenders (15/18) 10:15 Premier League Review 21:50 Californication (5/12) 11:10alltPremier League Preview 22:20 Blue Bloods (13/22) 6 fyrir áskrifendur 11:40 Leeds - Burnley 23:05 Royal Pains (13/18) 13:50 Sunderland - Fulham 23:55 Saturday Night Live (18/22) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:15 Chelsea - Tottenahm 00:50 Heroes (12/19) 18:45 Blackburn - Bolton 01:30 The Defenders (15/18) 20:30 Blackpool - Stoke 02:15 Pepsi MAX tónlist 22:15 Wigan - Everton 00:00 WBA - Aston Villa 4

SkjárGolf

08:05 When Harry Met Sally 07:10 Golfing World (72/240) 10:00 Land of the Lost 08:00 Zurich Classic (2/4) allt fyrir áskrifendur 12:00 Lína Langsokkur 11:00 Golfing World (65/240) 14:00 When Harry Met Sally 11:50 Inside the PGA Tour (17/42) 16:00 Land of the Lost fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:00 PGA Tour - Highlights (15/45) 18:00 Lína Langsokkur 15:55 Golfing World (73/240) 20:00 Duplicity 16:45 Ryder Cup Official Film 1997 22:05 Prince of Persia: The Sands of Time 19:00 Zurich Classic - Dagur 3 - BEINT 6 00:00 The Black Dahlia 22:00 LPGA Highlights (4/20) 4 5 02:00 .45 23:20 Inside the PGA Tour (17/42) 04:00 Prince of Persia: The Sands of Time 23:45 ESPN America

5

6

6

6

08:15 School for Scoundrels 10:00 Blonde Ambition allt fyrir áskrifendur 12:00 Jonas Brothers 14:00 School for Scoundrels 16:00 Blonde Ambition fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:00 Jonas Brothers 20:00 Angels & Demons 22:15 Grey Gardens 00:00 Shutter 4 02:00 The Big Nothing 6 04:00 Grey Gardens 06:00 Meet the Spartans

DEKK Á BETRA VERÐI VERÐDÆMI: 195/65R15 verð frá 8.988 kr/stgr. 225/70R16 verð frá 16.437 kr/stgr. 235/65R17 verð frá 17.654 kr/stgr.

Reykjavík · Skeifunni 5 · Sími: 581 3002 Akureyri · Draupnisgötu 5 · Sími: 462 3002 Egilsstöðum · Þverklettum 1 · Sími: 471 2002


sjónvarp 43

Helgin 29. apríl-1. maí 2011

1. maí

STÖÐ 2 07:00 Lalli / Histeria! / Áfram Diego, áfram! / Algjör Sveppi / Tommi og Jenni / Ofuröndin / Pétur og kötturinn Brandur / Sorry I’ve Got No Head 12:00 Nágrannar 13:25 Mad Men (2/13) 14:15 Pretty Little Liars (22/22) 15:00 The Ex List (2/13) 15:45 Friends (7/24) allt fyrir áskrifendur 16:10 Hamingjan sanna (7/8) 16:55 Oprah fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:15 Frasier (12/24) 19:40 Sjálfstætt fólk 20:20 The Mentalist (17/24) 4 21:05 Chase (17/18) 21:50 Boardwalk Empire (10/12) 22:50 60 mínútur 23:35 The Event (17/23) 00:20 Undercovers (1/13) 01:10 Fool’s Gold 03:00 The Closer (1/15) 03:45 How She Move 05:15 Frasier (12/24) 05:40 Fréttir

09:20 Real Madrid - Zaragoza 11:05 Real Sociedad - Barcelona 12:50 Evrópudeildarmörkin 13:45 Players Club Bristol 15:25 Real Madrid - Barcelona 17:10 Meistaradeildin - meistaramörk 17:30 Upphitun Pepsi deild allt karla fyrir áskrifendur 19:00 Breiðablik - KR Beint 21:15 NBA 2010/2011 - Playoff Games fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 00:15 Breiðablik - KR

07:20 Leeds - Burnley 09:05 Blackburn - Bolton 10:50 Liverpool - Newcastle 12:55 Arsenal - Man. Utd. allt fyrir áskrifendur 15:00 Man. City - West Ham 17:00 Sunnudagsmessan fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:15 Birmingham - Wolves 20:00 Sunnudagsmessan 21:15 Liverpool - Newcastle 23:00 Sunnudagsmessan 00:15 Arsenal - Man. Utd. 4 02:00 Sunnudagsmessan

Í sjónvarpinu American Idol á Stöð 2

Afsökunarbeiðni til Tyler og Lopez Amma mín sagði alltaf að ég væri maður að meiri ef ég viðurkenndi mistök. Og nú ætla ég að viðurkenna mistök. Snemma vetrar skrifaði ég sjónvarpspistil um American Idol, sem var þá nýfarið af stað með nýrri áhöfn. Fann ég nýjum áhafnarmeðlimum, Steven Tyler og Jennifer Lopez, flest til foráttu og syrgði brotthvarf Simons Cowell. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Allt í einu var hægt að horfa á Idolið án þess að einn aðili [lesist Simon Cowell] skyggði bæði á aðra dómara, Ryan Seacrest kynni og alla keppendur. Allt í einu eru það keppendurnir sem skipta öllu máli. Og það er gríðarlega skemmtilegt. Keppendurnir hafa verið hver öðrum betri. Og dómararnir líka. Tyler er góðmennskan uppmáluð. Alltaf 5

6

jákvæður og orðheppinn. Þekking hans á tónlist og söngvurum er fyrsta flokks. Ég bið Tyler afsökunar á að hafa afskrifað hann eftir fyrstu þættina. Hann er toppmaður. En best er þó Jennifer Lopez. Hún byrjaði ekki vel en hefur unnið frábærlega á. Góðmennskan skín úr andlitinu og ástríðan fyrir tónlistinni. Uppbyggileg gagnrýni með hárbeittum punktum miðast við að hjálpa keppendum en ekki fóðra eigið egó. Ég bið Jennifer Lopz afsökunar. Hún er toppdómari. Niðurstaðan er sú að American Idol hefur aldrei verið betra og það verður ekki létt verk fyrir Simon Cowell að toppa það þegar hann fer af stað með X Factor í Bandaríkjunum á næstu mánuðum. Óskar Hrafn Þorvaldsson

Í FULLUM GANGI Í PERLUNNI

4

5



5

6

6

SkjárGolf 08:00 Zurich Classic (3/4) 11:00 Golfing World (74/240) 11:50 Zurich Classic (3/4) 14:50 Open Championship Official Film 2009 15:45 Zurich Classic (3/4) 18:35 Inside the PGA Tour (17/42) 19:00 Zurich Classic - Dagur 4 - BEINT (4/4) 22:00 Champions Tour - Highlights (8/25) 22:55 Golfing World (75/240) 23:45 ESPN America 00:00 Golfing World (75/240) 00:50 Zurich Classic (4/4) 06:00 ESPN America

FRÁ 21. APRÍL TIL 15. MAÍ GÍFURLEGT ÚRVAL AF ÖLLUM TEGUNDUM TÓNLISTAR, HLJÓÐBÓKA OG DVD MYNDA


44

bíó

bíódómur hanna 

Helgin 29. apríl-1. maí 2011

Harðsnúna Hanna

Hanna skoðar heiminn og leitar hefnda.

oe Wright er vandvirkur leikstjóri sem hefur fengist við ást og rómantík í ólíkum og fáguðum myndum eins og Pride & Prejudice og Atonement. Í Hanna sveiflar hann sér fimlega yfir í hreinræktaða spennu. Hanna er enginn venjulegur 16 ára unglingur. Hún elst upp ein ásamt föður sínum í óbyggðum Finnlands þar sem feðginin hafast við í kofa við frumstæðar aðstæður. Pabbinn er fyrrverandi CIA-maður og eyðir mestum tíma sínum í að þjálfa Hönnu sína til þess að verða

ur (Troy, Hulk, Star Trek) og Cate Blanchett er traust að vanda í hlutverki erkióvinarins. Elegant og banvæn í senn. Hanna er áhugaverð blanda ævintýris og spennumyndar enda hefur Hanna við lítið annað að styðjast en Grimms-ævintýrin þegar hún kemur út í heim sem er henni alveg framandi. Hún minnir þannig nokkuð á garðyrkjumanninn Tom Chance í Being There þegar hún stígur sín fyrstu skref í veröldinni í þessari sniðugu, smart og eftirminnilegu mynd. Þórarinn Þórarinsson

J

fyrsta flokks leigumorðingi. Stúlkan veiðir með ör og boga og hefur alla sína þekkingu upp úr einni alfræðiorðabók og Grimms-ævintýrum. Faðir hennar lætur hana einnig leggja á minnið lygasögur um fortíð hennar og uppruna en allt miðar þetta að því að gera hana sem best undir það búna að hefna móður sinnar þegar hún telur sig tilbúna til að halda út í hinn stóra heim. Þegar þar að kemur egna feðginin gildru fyrir spillta, fyrrum samstarfskonu pabba Hönnu hjá CIA og þá byrjar ballið fyrir alvöru.

frumsýndar

Hin unga Saoirse Ronan leikur Hönnu stórvel en hún gerði það síðast gott í hinni brokkgengu The Lovely Bones og var áður tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkonan í aukahlutverki í Atonement undir stjórn Wrights. Eric Bana leikur föður hennar án vandræða enda ýmsu vanur og hefur áður sýnt að hann getur verið grjótharð-

Zorro framtíðarinnar Nokkur ár eru síðan Antonio Banderas sveiflaði sverði og heillaði Catherine ZetaJones í The Legend of Zorro. Þessi hetja, sem hefur látið til sín taka í bíó í tæpa öld, hefur þó ekki sungið sitt síðasta. Fox hefur nú uppi áform um að gera Zorro-mynd sem á sér stað í framtíð svipaðri þeirri sem boðið var upp á í Mad Max-myndunum. Myndin á að heita Zorro Reborn og snúast frekar um hefndarleiðangur hetjunnar en baráttu grímuklæddrar frelsishetju.

matthew McConaughey Brunar í réttarsalinn á ný

Ása-Þór í Hollywood Þrumuguðinn Þór er ekki aðeins hugleikinn heiðnum mönnum á norðurslóðum þar sem hann birtist á síðum Marvelhasarblaðs árið 1962 sem ofurhetja, runnin undan rifjum Stans Lee eins og fleiri slíkar. Thor, eins og hann er nefndur í Marvel-heiminum, varð síðar hluti af The Avengers-genginu sem ver jarðarbúa fyrir alls kyns illviljuðum andskotum. Með Thor í þessum frækna hópi eru meðal annarra Iron Man, Hulk og Captain America. Iron Man og Hulk hafa þegar stimplað sig inn í bíó og nú er röðin komin að Thor og Captain America fylgir í kjölfarið seinna á þessu ári. Þar með eru allir helstu gaurarnir klárir fyrir The Avengers-myndina sem er væntanleg 2012 en þar verður Nick Fury (Samuel L. Jackson) búinn að smala Marvel-hetjunum saman. Í Thor, sem sjálfur Kenneth Branagh leikstýrir, er Þór (Chris Hemsworth) hrokafullur gaur sem er með leiðindi í Ásgarði og bakar goðunum mikil vandræði. Alfaðirinn Óðinn (Anthony Hopkins) fær á endanum nóg, gerir Þór útlægan úr goðheimum og dæmir hann til vistar með mannfólkinu á jörðinni. Í fjarveru Þórs fer

Þór er erfiður við að eiga þegar hann er með hamarinn í hendi.

Loki (Tom Hiddleston) að brugga launráð og allt getur endað með ósköpum ef Þór tekur sig ekki saman í andlitinu og sýnir fram á að hann sé þess verður að sveifla Mjölni á ný og berja á óvinum sínum og Óðins. Aðrir miðlar: Imdb. 7,9, Rotten Tomatoes: 94%, Metacritic -

Hævnen

Lögmaður á rúntinum Bandaríski glæpasagnahöfundurinn Michael Connelly hefur skrifað fjórar bækur um verjandann Micky Haller sem hikar ekki við að taka að sér mál illa þokkaðra skítalabba. Fyrsta bók höfundarins um Haller, The Lincoln Lawyer, er efniviður fyrstu bíómyndarinnar eftir bók Connellys en þar hrekkur Matthew McConaughey í gamalt og gott form í hlutverki Hallers.

tvo. Sá eldri er fórnarlamb eineltis í skóla en eignast nýjan vin og á sú vinátta eftir að draga dilk á eftir sér. Aðrir miðlar: Imdb: 7,7, Rotten Tomatoes: 72%, Metacritic: 61/100

HNOTSKÓGUR grafísk hönnun

Græna ljósið frumsýnir Hævnen, nýjustu mynd danska leikstjórans Susanne Bier (Den eneste ene, Brothers, Things We Lost in the Fire), í dag, föstudag. Myndin hlaut Óskarsverðlaun sem besta erlenda myndin og hefur hvarvetna hlotið mikið lof. Hún segir frá Antoni, lækni sem starfar bæði í litlum bæ í Danmörku og flóttamannabúðum í Súdan. Á báðum vígstöðvum glímir hann við fjölskylduvandamál. Hjónaband hans og eiginkonunnar, Marianne, er komið í þrot og það hefur slæm áhrif á syni þeirra

Matthew McConaughey tekur sig vel út í hlutverki hins sjálfsörugga og sleipa verjanda Micks Haller sem tekur að sér að verja hinn varasama Louis Roulet sem leikinn er af Ryan Phillippe.

NÝTT BLAÐ KOMIÐ Í VERSLANIR Tryggðu þér eintak! Áskrift í síma 578 4800 og á www.rit.is

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

C

onnelly er þekktastur fyrir bækur sínar um rannsóknarlögreglumanninn Harry Bosch en fimmtánda bókin um grjótharða einfarann Harry Bosch í lögreglunni í Los Angeles kemur út í haust. Reyfarar Connellys hafa verið þýddir á 35 tungumál og hafa aflað honum fjölda viðurkenninga. Í raun er mesta furða að engin bókanna um Bosch hafi ratað á hvíta tjaldið. Connelly átti að baki farsælan feril sem blaðamaður áður en hann sneri sér að skáldskapnum og sérhæfði sig lengst af í lögreglu- og glæpafréttum. Blaðamannshróður Connellys barst víða og landaði honum stöðu glæpafréttaritara Los Angeles Times. Hann flutti til Los Angeles árið 1987 og borgin er oftast nær aðalsögusvið bóka hans. Eftir þrjú ár á Los Angeles Times skrifaði Connelly The Black Echo, fyrstu glæpasöguna þar sem Harry Bosch er kynntur til sögunnar. Fyrir bókina hlaut hann Edgarglæpasagnaverðlaunin fyrir besta byrjandaverkið. Sambönd aðalpersóna bókaflokka hans tengja saman þá heimsmynd sem Connelly dregur upp. Bosch og Micky Haller eru til dæmis hálfbræður, samfeðra, en hafa ekk-

ert hvor af öðrum að segja fyrr en þeim lendir saman í The Brass Verdict, annarri bókinni um Haller og sjálfstæðu framhaldi The Lincoln Lawyer. Mick Haller er slunginn verjandi og tekst oft að fá skjólstæðinga sína, sem alla jafna eru óuppdregnir drullusokkar, lausa. Hann er þekktur sem Lincoln-lögfræðingurinn þar sem hann er ekki með skrifstofu í hefðbundnum skilningi heldur sinnir viðskiptum sínum úr aftursæti Lincoln Continental-bifreið. Hann er því alltaf á ferðinni sem getur komið sér mjög vel þegar hlutirnir gerast hratt. Haller telur sig heldur betur kominn í feitt þegar hann fær skjólstæðing af allt öðru sauðahúsi en hann er vanur. Hinn moldríki glaumgosi Louis Roulet leitar til hans eftir að hann hefur verið hendtekinn, grunaður um lífshættulega líkamsárás á unga leikkonu. Roulet heldur fram sakleysi sínu og vill meina að konan beri hann þessum sökum í von um að geta haft af honum fé. Haller slær til enda sér hann fram á að geta smurt vel á reikningana auk þess sem málið geti orðið áberandi í fjölmiðlum og vakið á honum athygli sem sé góð fyrir viðskiptin.

bíó

Roulet virðist alls ekki jafn meinlaus og hann sjálfur vill vera láta og fyrr en varir er Haller kominn í flókna refskák upp á líf og dauða.

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

Eftir því sem Haller kafar dýpra í málið renna á hann tvær grímur. Roulet virðist alls ekki jafn meinlaus og hann sjálfur vill vera láta og fyrr en varir er Haller kominn í flókna refskák upp á líf og dauða. Matthew McConaughey leikur Haller í The Lincoln Lawyer og þykir ekki hafa verið í jafn góðu formi lengi. Hann kann líka ágætlega við sig í réttarsal og sló í gegn árið 1996 í hlutverki verjanda í A Time to Kill. McConaughey er dyggilega studdur einvala liði aukaleikara. Ryan Phillippe leikur hinn viðsjárverða Roulet, Marisa Tomei leikur saksóknarann Maggie McPherson, sem einnig er fyrrverandi eiginkona Hallers, og William H. Macy lætur til sín taka sem samstarfsmaður Hallers. Aðrir miðlar: Imdb: 7,5, Rotten Tomatoes: 83%, Metacritic: 63/100.


Frumsýnd í dag í Háskólabíói · www.facebook.com/graenaljosid


46

tíska

Helgin 29. apríl-1. maí 2011

Lauren Conrad með nýjan vef Raunveruleikastjarnan Lauren Conrad, sem þekktust er fyrir þátt-

töku sína í þáttunum The Hills, hefur svo sannarlega ákveðið að láta nafn sitt aldrei gleymast. Nýlega skrifaði hún undir útgáfusamning um sína þriðju bók sem fjallar um allt

Sýna hugrekki með djörfu útliti

sem tengist tísku. Nú hefur hún tilkynnt að hún muni ritstýra nýjum vef sem fer í loftið á næstunni á slóðinni thebeautydepartment.com. Þar mun hún skrifta um allt sem tengist fegurð, snyrtivörum, tísku og fleira og hefur fengið í lið með sér förðunarfræðinginn Amy Nadine og hárgreiðslumeistarann Kristin Ess. Allt virðist hún geta gert, hún Lauren Conrad.

Álþynnur Mynstraðar neglur vinsælar

Öðruvísi vorlína frá Lancôme

Það er alltaf hægt að treysta snyrtivörunum frá Lancôme. Nú hefur fyrirtækið sent frá sér nýja vorlínu sem leiðir mann til áttunda áratugarins. Línan er öðruvísi og fjölbreytileg og fyrirtækið hefur greinilega ákveðið að ganga skrefinu lengra en venjulega. Spennandi litaflóra, hippafílingur og mikil

blómagleði er í fyrrirúmi. Þetta er fyrsta umhverfisvæna förðunarlínan frá fyrirtækinu og inniheldur aðeins náttúruleg efni, sem gefur þar af leiðandi fallega áferð og enn betri útkomu. Línan er sambland af alls konar vörum; gloss, varalitur, naglalakk, augnskuggar og fleira, og mun á næstu vikum berast hingað til lands.

5

Þriðjudagur Skór: All Saints Buxur: Zara Peysa: Weekday Vesti: H&M

tíska

Á köldum vetrardegi fyrir nokkrum vikum klofaði ég snjóskaflana og hlífði mér fyrir rokinu, klædd í þykka pelsinn og góðu skóna, tilbúin að takast á við veðrið. Á móti mér kom stelpa, berleggjuð í hlýralausum kjól með þunnan jakka yfir axlirnar. Blá í framan og horfði á okkur hin. Öfundaraugum.

Naglatíska hefur aldrei verið eins vinsæl og nú og stelpur sækjast eftir að mynstra á sér neglurnar í öllum regnbogans litum. Shatter-naglalakkið frá OPI, sem myndar mynstur á nöglunum, er eitt af því sem hefur selst upp í öllum verslunum landsins. Einnig hefur svokallað Minx-naglaæði tröllriðið heiminum og er það nýkomið til landsins. Helstu Hollywood-stjörnur á borð við Beyonce, Drew Barrymore og Katy Perry eru duglegar að skarta litríkum nöglum frá Minx. Minx er ekki lakk, eins og ætla mætti, heldur örþunnar álþynnur sem fást í alls konar mynstri. Þynnurnar eru hitaðar og svo límdar á neglurnar og snyrtar til. Þær geta haldist á í allt að tvær vikur með réttri meðhöndlun.

Kolbrún Pálsdóttir skrifar

Sýniþörf fólks virðist hafa aukist gríðarlega síðustu ár. Klámvæðingin hefur haft mikil áhrif á okkar vestræna samfélag og stelpur sækjast eftir djörfu útliti og sýna hugrekki og þor. Þær hengja brjóstin upp í háls, draga bolinn rétt niður fyrir rassinn og sleppa sokkabuxunum. Staulast svo um á fimmtán cm háum hælum og dýfa andlitinu í málningardollu; tilbúnar að takast á við samfélagið. Með vonarglampa í augunum og þörf fyrir að einhver taki eftir þeim.

dagar dress

Mánudagur Skór: Converse Buxur: Zara Skyrta: Ralph Lauren Úr: Fossel

Fyrir ekki svo mörgum árum var nekt skilgreind á allt annan hátt en í dag. Nafli, bringa og aðrir líkamspartar þóttu óviðeigandi og betur huldir klæðum. Í dag þurfum við að líma augun við gólfið og vonast eftir því að verða ekki gómuð við að horfa ofan í hálsmálið á hugrakkri stelpu.

Stíllinn breytilegur eftir dögum Hildur Ragnarsdóttir er 22 ára og starfar í versluninni Einveru. Einnig er hún virkur tískubloggari og bloggar á síðunum hilrag.com og reykjavikstreetstyle.com. „Stíllinn minn er mjög blandaður og fer mest eftir dögum og skapi. Stundum langar mig að vera fín, set á mig varalit og hoppa í hælana en aðra daga dett ég í rokkaragírinn

Nú þegar sumarið fer að ganga í garð er bráðnauðsynlegt að létta af sér hlýju flíkunum og taka upp sumarklæðnaðinn. Fleiri fara að sækja í djarfa klæðnaðinn og nota sumarið sem afsökun fyrir sýniþörfinni; leyfa hugrekkinu að ráða. Með glampa í augunum og von um að einhver taki eftir þeim.

og skelli mér í Converse-skóna. Ég kaupi fötin mín aðallega í All Saints, Zöru, H&M og svo auðvitað Einveru þar sem ég vinn. Innblásturinn fæ ég mest frá tískubloggum og einnig úr tónlist eða bíómyndum. Olsen–systurnar eru í miklu uppáhaldi hjá mér enda miklir frumkvöðlar þegar kemur að tísku.“

OPIÐ Á SUNNUDAG 1. MAÍ

URINN G N I L K Æ B R SUMA N ÚT! N I M O K R E OKKAR

Föstudagur Skór: Jeffrey Campbell Stuttbuxur: Kalda Bolur: American Apparel Hálsmen: All Saints Armband: H&M Miðvikudagur Skór: Minnetonka Sokkabuxur: H&M Stuttbuxur: Levi’s Belti: Zara Skyrta: Monki Jakki: Spúútnik

www.rumfatalagerinn.is

Fimmtudagur Skór: Jeffrey Campbell Kjóll: Kalda Jakki: Einvera Eyrnalokkar: Topshop


Helgin 29. apríl-1. maí 2011

Virtir tískubloggarar opna verslun Þau Elin Kling, Rumi Neelys og Bryanboy eiga það öll sameiginlegt að hafa slegið rækilega í gegn í bloggheimum. Öll halda þau úti vinsælum bloggsíðum með hundruðum fylgjenda með tísku sem helsta viðfangsefnið. Nú er sá orðrómur á kreiki að þau þrjú hafi slegið höndum saman og muni að öllum líkindum opna saman netverslun þar sem hönnun þeirra verður seld. Sést hefur til hinnar sænsku Elinar Kling leita sér að íbúð í New York til þess að geta unnið nánar með þeim Rumi og Bryan. Þetta er spennandi verkefni og gaman verður að fylgjast með hönnun þeirra þriggja. Þau eru miklir frumkvöðlar, hafa unnið sig hátt upp og eru gríðarlega virt innan tískuheimsins. Þetta verður án efa gríðarlega öflug fatalína.

Ný skartgripalína frá Hudson Bandaríska leikkonan Kate Hudson hefur sýnt og sannað að hún getur gert margt fleira en að leika. Í vikunni tilkynnti hún að síðla sumars myndi koma út ný skartgripalína með hennar hönnun. Skartgripahönnuðurinn Laurie Lynn Stark, góðvinkona leikkonunnar og eigandi skartgripamerkisins Chrime Hearts, fékk hana í lið með sér til að hanna nýja línu fyrir fyrirtækið og kallast hún CH + KH. Þetta er fyrsta skartgripalínan sem Kate kemur að og hún segir þetta vera krefjandi en skemmtilegt verkefni. Innblásturinn hefur hún fengið í fríum þeirra Laurie.

Fermingartilboð

Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is

Snúðar & Snældur hafa opnað litríka búð með vönduð barnaföt og skemmtilega gjafavöru í Kringlunni 7 (beint á móti Kringlunni).

Horaðar fyrirsætur bannaðar

Eftir margra ára gagnrýni almúgans á fyrirsætur í stærð núll eru helstu hönnuðir heims loksins farnir að hlusta. Sumir þeirra hafa tekið upp á því að banna horaðar fyrirsætur í auglýsingaherferðum sínum og virðist það fá gríðarlega góðar viðtökur. Hins vegar hefur ný könnun litið dagsins ljós sem gerð var í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þar segir að bann við horuðum módelum muni gera þjóðina feitari en hún þegar er. Læknar telja að þegar konur fylgist með þykkari fyrirsætum ganga um sýningarpalla heims, missi þær hvatann til að fækka eigin kílóum og þar af leiðandi muni meðalþyngd kvenna aukast. Einhverjir gagnrýnendur eru andsnúnir þessari kenningu því enn eru til fyrirsætur í stærð eitt og tvö sem hvorki teljast feitar né horaðar.

Velkomin í nýja verslun í Reykjavík

Sveppi & Villi kíkja í heimsókn á laugardaginn kl. 14:00

WCSumartilbo FBL 2011-5x10dalkar.pdf

Kringlunni 7 (á móti Kringlunni) Reykjavík // Eyravegi 38 - Selfossi // Glerártorgi - Akureyri 1

4/28/11

1:04 PM

Heilsurækt á 9 stöðvum á höfuðborgarsvæðinu

SUMARTILBOÐ C

Sölutímabil:1. maí - 15. ágúst

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

3 mánuðir í heilsurækt

Kr. 6.470,- á mánuði 3 mánuðir í heilsurækt og Baðstofu

Kr. 18.700,- á mánuði Nánari upplýsingar á worldclass.is og í síma 553-0000 Laugar • Seltjarnarnes • Spöng • Mosfellsbær • Hafnarfjörður • Kópavogur • Í húsi Orkuveitunnar • Ögurhvarf • Kringlan


48

tíska

Helgin 29. apríl-1. maí 2011

Megan losar sig við húðflúrið

Hönnun sem eykur þægindi

Raphael Young hefur lengi verið þekkt nafn innan tískubransans fyrir glæsilega hönnun á skótaui. Nú hefur hann frumsýnt nýjustu afurð sína og segir að hún muni umbreyta skóhönnun framtíðarinnar. Þessi nýja lína einkennist af himinháum hælum og sveigjanlegum gúmmísólum sem ku auka á þægindin. Young hefur eytt síðustu árum í að þróa þessa vöruhönnun og segir sjálfur að hún hafi heppnast gríðarlega vel. Nýja skólínan verður sett í sölu seinna á árinu og mun skóparið kosta um 550 dollara.

Kynþokkafulla leikkonan Megan Fox er þekkt fyrir sitt djarfa útlit og það vakti mikla athygli um heim allan þegar svo virtist sem hún hefði gengist undir allmargar lýtaaðgerðir. Hún er ekki hætt að eiga við útlit sitt og í þetta sinn eru það ekki breytingar á andliti. Leikkonan, sem skartar fjölbreytilegu og áberandi húðflúri víða á líkamanum, er víst komin með bakþanka og finnst eitthvað af þessu skrauti aðeins tilheyra fortíðinni. Andlitsmyndin af Marilyn Monroe, sem hún lét húðflúra á hægri handlegg, er til dæmis farin að dofna og svo virðist sem Megan sé að ganga í gegnum langt leiserferli til þess að losa sig við gyðjuna.

Bronsað útlit í sumar

Jennifer Lopez afhjúpar leyndarmál Ofurskutlan Jennifer Lopez, sem nýlega var krýnd fegursti kvenmaður heims af tímaritinu People Magazine, er ekki feimin við að afhjúpa leyndarmál þegar kemur að fegurð sinni. Í nýlegu viðtali sagðist hún hafa fundið sitt fyrsta gráa hár aðeins 23 ára gömul, á þeim tímapunkti þegar hún fór að leika í bíómyndum. Þá fór stressið og álagið að aukast og sagðist hún vera lifandi dæmi um að það fjölgi gráu hárunum. Hún hefur þó alltaf verið talin hárprúð og hefur verið dugleg að hlúa að hárinu. Passar vöxt gráu háranna vel og heldur þeim í skefjum með hárlitun minnst einu sinni í mánuði.

 K auptu stílinn alexa chung

Svo virðist sem bronsað útlit sé nýjasta vortrendið. Snyrtivörufyrirtækið MAC var ekki lengi að átta sig á því og hefur í kjölfarið hafið framleiðslu á nýrri sumarlínu sem nefnist Surf. Hún er ætluð fyrir ströndina, sólina og gleðina og eru vörurnar sambland af náttúrulegum litum. Vörurnar eru flestar vatnsheldar og innihalda sólarvörn sem hentar vel fyrir sumarið. Þarna er um að ræða maskara, sólarpúður í blautu formi sem færir mikinn glans og brons í andlitið og varalit sem er áberandi og heillandi. Línan verður sett í sölu í lok maí á Bandaríkjunum og mun að öllum líkindum berast stuttu seinna hingað til lands.

Friis & Company 3.990 kr.

Topshop 5.995 kr

Tekur mikla áhættu

B

BUTT LIFT 4 VIKNA NÁMSKEIÐ FRÁBÆR VAXTAMÓTUN SKRÁN 444- ING MIKIL FITUBRENNSLA 5090 GEGGJAÐ FJÖR & SKEMMTILEG TÓNLIST HANDKLÆÐI OG HERÐANUDD Í POTTUNUM SÉRSNIÐIN ÆFINGAÁÆTLUN MEÐ EINKAÞJÁLFARA

reska sjónvarpsstjarnan Alexa Chung er mikill frumkvöðull þegar kemur að tísku og hefur hún verið útnefnd oftar en einu sinni best klædda kona Bretlands. Hún hefur alltaf farið sínar eigin leiðir og tekur gjarna mikla áhættu sem alltaf verður að einhverju trendi. Alexa Chung mætti svona til fara í samkomu hönnuðarins Alexanders Wang í lok febrúar og það leynir sér ekki hve stíll hennar er fágaður og flottur.

friis & Company 10.990 kr.

Vero Moda 4.990 kr

GEGGJAÐUR ÁRANGUR! Kaupfélagið 15.995 kr.

ST Í HEF MA . 0 1

www.nordicaspa.is


tíska 49

Helgin 29. apríl-1. maí 2011

Nýtt tískutrend í vændum

Hæfileikaríkt fólk vinnur saman

Bandaríska Disney-ungstirnið Vanessa Hudgens hefur alltaf verið nokkrum skrefum á undan öðrum í tísku. Það má segja það sama um sólgleraugnasafnarann og raunveruleikastjörnuna Nicole Richie. Báðar hanna þær og selja eigin fatalínu og eru svo sannarlega miklir frumkvöðlar þegar kemur að tísku. Þær eru heldur betur samstiga því í vikunni sem leið skörtuðu þær báðar höfuðskarti sem ekki myndi teljast heitasta trendið í dag. En bíðum og sjáum til í nokkrar vikur, hver veit nema þær séu að hefja nýtt trend? Stórir skartgripir hafa aldrei verið eins áberandi og nú. Stór og fyrirferðarmikil hálsmen, áberandi eyrnalokkar af öllum stærðum og gerðum og stórir hringar á hverjum fingri. Þetta er sparilegt og á sama tíma töff og passar við hvað sem er. Litadýrðin er mikil í vor og öll litaflóran er leyfileg. Neon-litirnir eru gríðarlega áberandi hjá helstu hönnuðum heims og er það fyrir þá sem þora. Skærbleikur varalitur, neon-græn golla eða sjálflýsandi gleraugu. Þetta trend er allt á byrjunarstigi og mun að öllum líkindum ná hámarki í sumar.

Í vikunni sem leið fékk umheimurinn forskot á sæluna þegar mynd af Scarlett Johansson lak út á netið. Myndin er hluti af auglýsingaherferð leikkonunnar fyrir nýjustu förðunarlínu fyrirtækisins Dolce & Gabbana. Hún kallast Italian Summertime og er hönnuð af förðunarfræðingnum Pat McGrath ásamt Domenico Dolce og Stefano Gabbana. Förðunin er í nútímalegum stíl, með áberandi og ferskum blæ. Litirnir eru sambland af skærum tónum og daufum sem undirstrikar náttúrulega fegurð kvenna. Á næstu vikum fer auglýsingaherferðin af stað og mun kynna línuna betur fyrir umheiminum. Hún er væntanleg í byrjun sumars og verður þetta án efa ein flottasta förðunarlína þeirra Dolce & Gabbana.

Converse selur brúðarskó Konunglegt brúðkaup þeirra Kate Middelton og Williams prins sem verður haldið í dag, föstudaginn 29. apríl, hefur hrundið af stað mikilli brúðkaupsbyltingu. Færustu hönnuðir heims keppast við að hanna hátískufatnað fyrir væntanleg brúðkaup og flottustu tísku-

NUTRILENK

tímaritin hafa gefið út heilu tölublöðin sem aðeins fjalla um brúðkaup. Skófyrirtækið Converse, sem hefur framleitt gríðarlegt magn af götuskóm síðustu áratugi, er meðal þeirra sem hafa tekið upp á því að hanna fyrir brúðkaup. Nýlega setti fyrirtækið í sölu strigaskó, fágaða og flotta, alsetta pallíettum. Þetta hefur vakið mikla athygli um heim allan og tískuunnendur eru meira að segja farnir að tengja þessa skó við Kate Middelton, verðandi prinsessu.

NÁTTÚRULEGT FYRIR LIÐINA

ACTIVE

Það ríður yfir mikil blómaplága hjá helstu fatahönnuðum heims. Þetta fyrirbæri kemur inn á hverju ári þegar líða fer á sumarið, en nú er allt að drukkna í blómum – meira en áður fyrr. Blómakjólar, blómabuxur; allt til að koma sér í gírinn fyrir sumarið.

Hitamælirinn

Levi’s stuttbuxurnar sem seldar eru í vintage-versluninni Spúútnik hafa alltaf gegnt ákveðnu hlutverki þegar líða fer á sumarið. Þetta eru gríðarlega vinsælar flíkur og hentugar fyrir sumarið. Þær eru sígildar og munu seint detta úr tísku. Nú er tímabært að klæðast slíkum og fá lit á leggina eftir þennan langa vetur. Pelsatískan hefur verið mjög áberandi og hreint út sagt nauðsynleg í vetur. Pelsinn sem hlýjar og verndar okkur fyrir vetrinum. En nú er maímánuður á næsta leiti og því tímabært að leggja pelsinn á hilluna og taka upp sumarlegri yfirhafnir. Skammdegisþunglyndið hefur fylgt þessum hræðilega langa vetri og við höfum ósjálfrátt klæðst dökkum flíkum. Nú þegar sólargangurinn er farinn að lengjast til muna er tímabært að leggja þann fatnað til hliðar og fara að lyfta sér aðeins upp með litríkari fatnaði. Ekki fyrir svo löngu var eftirsóttast að halda utan um allar sínar eigur í stórri handtösku sem fylgdi manni hvert sem var. Nú hafa hins vegar litlu, penu handtöskurnar, sem rúma aðeins það mikilvægasta, tekið við og eru nauðsynlegir fylgihlutir sem allir verða að eiga. Það er því ekki seinna vænna að setja þær stóru inn í geymslu. Þegar sólin fer að sýna sig meira er alltaf nauðsynlegt að hafa flott sólgleraugu við höndina. Hins vegar eru ekki hvaða sólgleraugu sem er leyfileg hjá tískulöggunum. Býflugnagleraugun, sem Olsen-systur gerðu svo vinsæl hér um árið, eru til dæmis komin á bannlista.

Skráðu þig á síðuna rir liðina NUTRILENK fy t heppni! – því getur fylg

Árni Freyr Gestsson aflraunamaður

Aðeins 1 hylki á dag losaði mig út úr verkjapakkanum! Ég hef stundað lyftingar allt frá 13 ára aldri. Ég byrjaði 18 ára að stunda kraftlyftingar og hef keppt bæði í þeim og aflraunum síðastliðin ár. Undanfarin ár hef ég fundið þegar nær dregur keppnistímabilum, æfingaálag eykst og þyngdin verður meiri þá eykst álag á liðina og verkir gera vart við sig hér og þar í líkamanum. Olnbogar og hné verða t.d. aumari en vanalega og liðirnir eiga það til að bólgna upp. Oft hef ég þurft að bíta á jaxlinn sökum verkja. Ónot í fingri var hreinlega að gera út af við mig og var ég hættur að geta beygt fingurinn. Ég var búinn að fara á milli lækna en ekkert sást né fannst. Svo heppilega vildi til að ég var beðinn um að prófa nýtt efni á íslenskum markaði,

NutriLenk Active sem hefur áhrif á liðvökvann og liðkar stirða liði. Ótrúlegt en satt þá varð ég laus við verkinn á einungis á nokkrum vikum. Ég byrjaði á að hlaða upp efninu í 2 vikur þ.e. 2 hylki á dag og fór svo niður í 1 hylki á dag. Annað sem kom mér á óvart var að þrátt fyrir að vera búinn að léttast þetta mikið þá hefur mér sennilega aldrei liðið betur t.d. í olnbogum og öxlum, en þetta eru staðir sem ég bjóst við að verða jafnvel viðkvæmari á meðan ég var að léttast. Það er frábært að finna þennan liðleika og vera laus við verki en þess vegna er auðvitað mikið auðveldara að æfa af krafti fyrir mót sumarsins segir Árni Freyr Gestsson að lokum en hann stefnir á að keppa á mótum í undir 105 kg. flokki.

Hvað getur NUTRILENK Active gert fyrir þig? • NUTRILENK Active inniheldur vatnsmeðhöndlaðan hanakamb sem inniheldur hátt hlutfall af náttúrulegum efnum svokallaðri Hýalúrónsýru sem getur hjálpað við að endurbyggja og viðhalda jafnvægi í liðum. • NUTRILENK Active eykur liðleika og liðheilbrigði og sér til þess að liðirnir þínir séu heilbrigðir og vel smurðir, svo þú getir æft að fullum krafti án hindrana. • NUTRILENK Active auðvaldar liðunum að jafna sig eftir æfingar. NUTRILENK Active er unnið úr sérvöldum hanakömbum og inniheldur því engin fiskiprótein eða skelfisk, hvert hylki inniheldur 28 gr. Hýalúrónsýru. Þægilegt aðeins eitt hylki á dag.

---------------------------------------------Hver er munurinn á NUTRILENK Active og NUTRILENK Gold ? NUTRILENK Active er hentugt fyrir þá sem þjást af stirðleika og verkjum í liðum það hefur jákvæð áhrif á liðvökvann. NUTRILENK Gold er hentugt fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski og slitnum liðum. Gott byggingarefni fyrir liðbrjóskið. Get ég tekið inn hvorutveggja? - Já það getur unnið mjög vel saman.

NUTRILENK Active er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna.


dægurmál

50 

Helgin 29. apríl-1. maí 2011

Sigurður Árni Minnir krakka á sólarganginn

Síkvikt verk steypt í stein M

yndlistarmaðurinn Sigurður Árni Sigurðsson afhjúpaði nýlega útilistaverk sitt L´Eloge de la Nature á skólalóð grunnskólans í Loupian í grennd við Montpellier í Suður-Frakklandi. Eins og nafnið bendir til er verkið óður til náttúrunnar. „Verk mín hafa oft gengið út á skugga og samspil þeirra og sólarljóssins,“ segir Sigurður Árni. „Ljós og skuggi eru í raun andstæða hvors annars en hvorugt til án hins. Skuggi er spegilmynd okkar og viðmið og sagt hefur verið að sá sem týni skugganum týni sálinni. Saman eru ljós og skuggi mynd hins hverfula, breytilega og óraunverulega – eins konar hliðarveruleiki hluta, manna og náttúru.“ Sigurður var með sýningu í Montpellier þegar verið var að huga að byggingu skólahússins og var bent á að eðli verka hans væri slíkt að hann ætti að taka þátt í samkeppni um útilistaverk við skólann. Sigurður sigraði í þeirri keppni og hefur nú komið verkinu í höfn. „Grunnhugmynd verksins er að gera sólarganginn sýnilegan, frá því þegar sól er lægst á lofti til þess tíma þegar hún kemst í hæstu stöðu og alls þess á milli,“ segir Sigurður Árni um verkið sem er í stöðugri breytingu þótt það sér steypt í stein. „Verkið er í raun síbreytilegt eftir gangi sólar og dagsbirtu. Skuggi veggjar er á stöðugri hreyfingu og aðeins fjórum sinnum á ári snertir hann merk-

Verkið samanstendur af steyptum vegg, sem er 3,80 m á hæð, 2 m á breidd og 34 cm þykkur. Ofarlega í veggnum er stefnuvirkt gat sem miðast við horn eða hæð sólar á vor- og haustjafndægri. Hægt er að gera ráð fyrir að ljóspunkturinn sé fullkominn hringur í um tíu daga, tvisvar á ári, á vor- og haustjafndægri. Þess á milli bjagast ljóshringurinn í skugganum – hverfur alveg við hæsta sólargang en lengist í sporöskjulagað form eftir því sem sól lækkar á lofti.

ingarnar sem greiptar eru í planið.“ Í ljóshringnum sem myndast á vor- og haustjafndægri er mósaíkmynd og gert ráð fyrir að á fjögurra ára fresti verði skipt um mynd í hringnum. „Fyrstu mósaíkmyndina geri ég með nemendum skólans en í framtíðinni munu nemendurnir gera nýja mynd og myndlistarkennarar skólans skipuleggja þá vinnu. Þannig munu allir nemendur sem ganga í skólann taka á einhvern hátt þátt í verkinu. Skólinn mun svo smám saman eignast safn mósaíkplatna.“

Frá kr.

leikdómur Húsmóðirin

Sýrður farsi að hætti Vesturports

L

eikhópurinn Vesturport kemur áhorfendum sínum á óvart. Það er á vissan hátt ósanngjarnt að ætla sér að lýsa sýningunni Húsmóðirin vegna hættunnar á því að ræna tilvonandi gesti gleðinni. Svo það er líkast til best að segja sem minnst. Þetta er farsi en samt ekki, söngleikur en samt ekki. Húsmóðirin er nýtt íslenskt leikrit eftir leikhóp sem leikstýrir sér Húsmóðirin sjálfur. Og  það er líkt og Leikstjóri: Leikhópurinn markmiðið Borgarleikhúsið/Vesturport hafi verið að skoða hversu langt væri hægt að ganga, hversu mikið þau kæmust upp með og hversu gaman gæti verið hjá þeim sjálfum án þess að allt leystist upp í helbera vitleysu. Söguþráðurinn er alger steypa og sýningin sjálf með þeim súrari sem ég hef séð en hún er líka virkilega fyndin á köflum. Svo fyndin að maður missir andlitið og gapir. Leikararnir fimm bregða sér, farsavenju samkvæmt, í mýmörg hlutverk og er vert að geta nokkurra þeirra eftirminnilegustu: Björn Hlynur Haraldsson í hlutverki hins leitandi Arons, Nína Dögg Filippusdóttir sem ófullnægð og afar tvístígandi nútímahúsmóðir, Gísli Örn Garðarsson sem bróðirinn búktalandi, Víkingur Kristjánsson sem dóttirin syngjandi og túlkun Jóhannesar Níelsar Sigurðssonar á Aladdin. Svo verður að geta fínhreyfinga Björns Hlyns í sudda-

49.900

*

Söguþráðurinn er alger steypa og sýningin sjálf með þeim súrari sem ég hef séð ...

legu dansatriði á svölum. Tónlistarmaðurinn Pálmi Sigurhjartarson tekur að sér að líma skrípafjörið saman og gerir það haglega eins og hans er von og vísa. Hann leikur undir vitleysunni og semur þrjú frumsamin lög fyrir sýninguna. Þórður Orri Péturssonar er ekki öfundsverður af því að lýsa Húsmóðurina, sem leikin er í margbrotinni (en samt einfaldri) leikmynd Ilmar Stefánsdóttur. Mér fannst sviðið æði og búningar nokkuð smellnir flestir. Heildarbragurinn var þannig nokkuð skemmtilegur og úti í sal sitja áhorfendur í nokkurs konar kaffihúsafílingi með tilbehör. Þetta er líkast til ekki sýningin sem Vesturports verður minnst fyrir eftir fimmtíu ár. Þetta er heldur ekki sýningin sem íslenskar húsmæður eiga skilda, en það er önnur Ella. Húsmóðirin er samt sannarlega sýning sem er vel þess virði að sjá og skemmta sér yfir. Að lokum eru hér nokkur góð ráð fyrir áhorfendur: Mætið snemma því sætin eru misgóð og ekki númeruð, takið með ykkur eitthvað hjartastyrkjandi og ekki skoða leikskrána of vel fyrr en að sýningu lokinni. Niðurstaða: Truflandi, fáránleg og fyndin. Kristrún Heiða Hauksdóttir

mENNING keyptu hús á fimmtíu þúsund

Ótrúle gt sért ilboð! Flug o g gi

Frá kr. 7

sting ****

ENNEMM / SIA • NM45308

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

9.900

Barcelona Frá kr. 79.900 – flug og gisting ****

Netverð á mann m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði á Hotel Antemare **** í Sitges. Aukalega m.v. einbýli kr. 24.000. Verð m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Ayre Gran Via **** í Barcelona kr. 89.900. Aukalega m.v. einbýli kr. 41.980. * Netverð, flugsæti báðar leiðir.

– Sitges

5. maí - 4 nátta helgarferð Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á frábærri helgarferð til Barclona, vinsælustu borgar Spánar. Við bjóðum gistingu í Barcelona og einnig í Sitges sem er yndislegur strandbær rétt utan við borgina. Sitges býður einstaka stemningu frábæra veitingastaði, fjörugt næturlíf, verslanir og fleira. Lestarstöðin er í göngufæri við hótelið og á innan við 30 mín. með lest ertu í miðborg Barcelona með öllu sem þar er í boði. Vorið er svo sannarlega komið í Barcelona og veðurspáin fyrir þessa helgi er 20° hiti og sólskin.

Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is

Helga Gvuðrún, Áslaug María og Gabríela ætla að gera upp Brekkuhús í Hnífsdal sem var eitt sinn hið glæsilegasta en hefur staðið autt í langan tíma og er í mikilli niðurníslu.

Friðriksdætur blása lífi í verbúð í Hnífsdal H

ópur lífskúnstnera og menningarsinna ætla að gera upp Brekkuhús í Hnífsdal en það er gömul verbúð sem stendur yst í bænum. Systurnar Áslaug María, Helga Gvuðrún og Gabríela Friðriksdætur eru meðal þeirra sem keyptu húsið á fimmtíu þúsund krónur af Ísafjarðarbæ fyrir ári en með þeim eru Hjálmar Edwardsson, eiginmaður Áslaugar Maríu, ásamt rekstraraðilum Tjöruhússins á Ísafirði, þeim Magnúsi Haukssyni og Ragnheiði Halldórsdóttur. Húsið var byggt árið 1905 og var eitt sinn hið glæsilegasta en það var lengi vel verbúð fyrir starfsfólk hraðfrystihússins í Hnífsdal. „Afi okkar bjó í húsinu við hlið-

ina á því og bræður hans bjuggu í Brekkuhúsi þannig að okkur þykir skemmtilegt að gera það upp,“ segir Áslaug María. Húsið er á snjóflóðahættusvæði og því má ekki búa í því yfir vetrartímann. Það hefur því staðið autt lengi og er í mikilli niðurníslu. „Við ætlum að gera það upp hægt og rólega og ætlum að byrja nú í sumar.“ Margar hugmyndir eru uppi um starfsemi í húsinu en Tjöruhúsið þeirra Magnúsar Haukssonar og Ragnheiðar Halldórsdóttur er einn vinsælasti veitingastaður Ísafjarðar á sumrin. „Það er ferðaþjónusta og alls konar menningarstarfsemi í hugmyndapottinum en við erum ekki alveg búin að ákveða hvað verður í húsinu,“ segir Áslaug. –ÞT


Efling-stéttarfélag sendir félagsmönnum sínum og öllu launafólki baráttukveðjur 1. maí

Á hljómgrunnur.is er að finna aðgengilegt yfirlit yfir tónlistarviðburði sem eru fram undan. Rokk, djass, popp, klassík og allt þar á milli. Föstudagur 29. apríl Megas og Senuþjófarnir með vandræði Faktorý Bar kl. 22 Megas og félagar mun leika lög af (Hugboð um) Vandræði sem er mest selda plata á Íslandi um þessar mundir. Á plötunni er að finna 17 lög Megasar við texta hans og Þorvaldar Þorsteinssonar. Á efnisskránni verða að auki lög af fyrri plötum Megasar og Senuþjófanna. Aðgangur 1.500 kr. Skálmöld og Sólstafir Nasa kl. 22 Tvær af stærstu þungarokkshljómsveitum landsins leiða saman hesta sína og halda stórtónleika á Nasa. Skálmöld ruddist fram á sjónarsviðið á síðasta ári. Fyrsta plata þeirra, Baldur, segir sögu víkings sem missir allt sitt í árás, hvernig hann ferðast yfir ófærur til að hefna og allt fram yfir dauða. Textar Skálmaldar hafa vakið sérstaka athygli, kjarnyrtir og dýrt kveðnir, og sækja innblástur í þjóðararfinn. Sólstafir hafa vakið mikla athygli fyrir frumlegt indí-skotið og epískt síð-þungarokk. Síðasta plata þeirra, Köld, frá árinu 2009, hlaut mikið lof gagnrýnenda. Aðgangur 2.500 kr. Karlakór Eyjafjarðar Hof, Akureyri, kl. 20.30 Karlakór Eyjafjarðar heldur árlega vortónleika. Hann mun njóta liðstyrks frábærra hljóðfæraleikara en þeir eru Páll Barna Szabó píanóleikari, Birgir Karlsson gítarleikari, Haukur Ingólfsson bassaleikari og Rafn Sveinsson trommuleikari. Þar að auki stíga fram þeir Birgir Björnsson, Engilbert Ingvarsson og Haukur Harðarson og syngja bæði ein- og tvísöng. Á dagskrá er fjölbreytt tónlist, allt frá angurværum ástarljóðum til kraftmikilla karlmennskusöngva. Laugardagur 30. apríl Kvöldstund með Janis Joplin Tjarnarbíó kl. 20 Söng- og leikkonan Bryndís Ásmunds túlkar hina einstöku Janis Joplin ásamt hljómsveit. Bryndís sló í gegn sem Janis Joplin í sýningunni um söngkonuna í Íslensku óperunni og var tilnefnd til Grímunnar sem besta söngkona ársins 2009. Nína verður tvítug Salurinn, Kópavogi, kl. 20.30 Hinn 4. maí verða liðin tuttugu ár síðan Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson fluttu lag Eyjólfs, Nína, á sviðinu í CineCitta-kvikmyndaverinu í Rómaborg. Upp frá því hefur óður sá verið fluttur oft og víða og má fullyrða að lagið fylli nú flokk allra vinsælustu dægurlaga Íslandssögunnar. Í tilefni afmælis Nínu ætla Stebbi og Eyfi að halda einstaka tónleika í Salnum. Þar munu faðir og frændi afmælisbarnsins, ásamt fleiri hljóðflæraleikurum, flytja blandaða dagskrá, með sérstakri áherslu á Evróvisjónlög sem þeir hafa ýmist komið nálægt í gegnum tíðina, tekið þátt í að skapa eða eru þeim hugleikin.

Við styðjum Félag heyrnarlausra í baráttu fyrir viðurkenningu táknmálsins Stjórn og starfsfólk Eflingar-stéttarfélags styður þá kröfu Félags heyrnarlausra sem hefur barist fyrir því í þrjá áratugi að táknmálið hljóti opinbera viðurkenningu. Þetta eru grundvallar mannréttindi sem heyrnarlausir hafa farið fram á. Við hvetjum Alþingi Íslendinga til að viðurkenna táknmálið sem er grunnur að öðrum réttindum þessa hóps svo sem til túlkunar, aukinna tækifæra í menntun og tryggara umhverfi fyrir nýfædd heyrnarlaus börn. Stjórn Eflingar-stéttarfélags

Sunnudagur 1. maí Martraðaprinsinn eftir Brynjar Jóhannsson Café Rósenberg kl. 21 Söngleikurinn Martraðaprinsinn er þrettán laga söngleikur sem verður fluttur í heild sinni á þessum tónleikum. Flytjendur eru Brynjar Jóhannsson, Þórunn Pálína Jónsdóttir, Ingi Valur Grétarsson, Ingimundur Óskarsson og Eysteinn Eysteinsson. Aðgangur 1.000 kr.

Stendur með þér!

Fjölmennum í 1. maí gönguna og kaffið í Valsheimilinu á eftir


52

dægurmál

Helgin 29. apríl-1. maí 2011

Angelina andlit Louis Vuitton

trommuleikur Pétur Östlund með tónleik a og kennslubók

Sex barna móðirin og leikkonan Angelina Jolie hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hún staðfestir að hún sé nýjasta andlit tískumerkisins Louis Vuitton. Mikil auglýsingaherferð verður sett af stað um heim allan síðar á árinu og er nú þegar búið að taka myndir af Angelinu af því tilefni. Ljósmyndarinn er sjálf Annie Leibovitz, einn færasti ljósmyndari okkar tíma, og ku hún gera Angelinu að algjörri gyðju. Angelina mun fá rúmar tíu milljónir dollara fyrir herferðina eða rúman milljarð íslenskra króna. Meirihluti ágóðans á að renna til góðgerðarstarfsemi, að sögn Angelinu.

Bandarískar kisur leggja Kattholti lið Kettir sem lenda á vergangi eða í öðrum hremmingum eiga yfirleitt ekki í mörg önnur hús að venda en Kattholt. Kattholt er að miklu leyti rekið af félagsmönnum sem greiða 3.000 krónur í árgjald og óhætt er að segja að þar muni um hverja krónu. Félagsmönnum hefur fjölgað hægt og sígandi undanfarið enda virðist hafa orðið nokkur vitundarvakning um kröpp kjör katta í kreppunni. Nýjustu félagarnir í Kattavinafélagi Íslands eru kisurnar Pandora og Linus sem búa í Indiana í Bandaríkjunum þannig að velunnara Kattholts má finna langt út fyrir landsteinanna.

Pétur Östlund spilar á tvennum tónleikum með Kvintett Sigurðar Flosasonar.

Pandora og Linus hafa það notalegt í Indiana en taka óbeinan þátt í starfi Kattholts með fjárframlögum.

í Svíþjóð um árabil. Hann er fæddur 1943 og hefur verið lengi í fremstu röð djasstrommara á Norðurlöndunum og þótt víðar væri leitað. Pétur mun leika á tvennum tónleikum með Kvintett Sigurðar Flosasonar, á þriðjudags- og miðvikudagskvöld, og hefjast tónleikarnir klukkan 21 bæði kvöldin. Á efnisskrá verða fyrst og fremst lög af þremur plötum Sigurðar, Gengið á lagið, Gengið á hljóðið og Leiðin heim, en Pétur spilar á þeim öllum, auk að minnsta kosti eins lags eftir hann sjálfan. Tónleikarnir verða hljóðritaðir og mun RÚV útvarpa þeim síðar á árinu. Ef upptökurnar lukkast vel er jafnframt hugmyndin að koma þeim á plötu og gefa út. Aðspurður hvort hann verði meðal gesta í salnum eða með hlutverk á sviðinu segir Matthías að hann verði við upptökutækin. „Já, ég verð á rauða takkanum.“ -jk

Meistari húðanna S á mikli meistari trommuleiksins, Pétur Östlund, er væntanlegur til landsins í næstu viku. Erindið er að kynna glænýja kennslubók um trommuleik og tónleikahald með Kvintett Sigurðar Flosasonar í Þjóðmenningarhúsinu. Maðurinn að baki komu Péturs og útgáfu bókarinnar er trommuleikarinn Matthías Hemstock sem hefur lamið húðirnar með ýmsum hljómsveitum, allt frá djasstríóum til Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og fyrrum nemandi Péturs. Matthías sá hjá sínum gamla læriföður útgáfu af bókinni á frumstigi fyrir um tveimur

árum og fékk þá flugu í höfuðið að hún yrði að komast á prent. Aðspurður hvort frumútgáfa á kennslubók í trommuleik sé ekki áhættusamt ævintýri, miðað við takmarkaðan markhóp, segist Matthías ekki hafa stórar áhyggjur. „Auðvitað er þetta ákveðin hugsjónamennska og útgáfan hefði ekki verið möguleg án góðra styrkja sem til hennar var aflað. Hins vegar er hópur trommuleikara lúmskt stór og vonandi mun bókin mjatlast út áfram á næstu árum. Þetta er bók fyrir trommuleikara almennt, ekki aðeins þá sem spila djass.“ Pétur Östlund hefur verið búsettur

Kennslubókin Hringir innan hringja. Með bókinni fylgir DVD-diskur þar sem Pétur sýnir meðal annars ýmsar æfingar við trommusettið.

r H r e g la i n n u f i e í Sk

g a D u n n u S g o g a D r a g u a l , g a D í S n i aðe


Helgin 29. apríl-1. maí 2011

björn Hlynur Sýnir á sér nýja hlið

Björn Hlynur rúllar upp nokkrum „fiftís“-lögum eins og ekkert sé í Húsmóðurinni.

Syngur eins og hann hafi aldrei gert annað L eikarinn Björn Hlynur Haraldsson hefur upp raust sína með glæsibrag í verkinu Húsmóðirin – Öll trixin í bókinni og nokkur til. Björn Hlynur hefur ekki mikið verið að flagga sönghæfileikum sínum en finnst lítið mál að taka lagið í sýningunni sem Vesturport frumsýndi í Borgarleikhúsinu á miðvikudagskvöldið. „Ég syng af og til og tek stundum lagið í góðra vina hópi,“ segir Björn Hlynur sem syngur fullur sjálfsöryggis á sviði Borgarleikhússins. „Við höfum verið að keyra þetta með fólki í salnum og finna út hvað virkar og hvernig þetta rennur og þetta hefur komið mjög vel

út,“ segir leikarinn sem renndi síður en svo blint í sjóinn á frumsýningunni. Lögin sem Björn Hlynur syngur eru samin sérstaklega fyrir sýninguna. „Pálmi Sigurhjartarson, sem sér um tónlistina í sýningunni, gekk í það mál. Við erum að fást við þrjú tímabil í verkinu og lögin sem ég tek eru í anda sjötta áratugarins,“ segir Björn Hlynur, en góður rómur hefur verið gerður að söng hans sem þykir jafnvel bergmála sjálfan Hauk Morthens. Aðspurður hvort rökrétt framhald sé ekki að gefa út plötu spyr Björn Hlynur glettinn á móti: „Ætli það endi ekki með því?“

n u S n i re lluð ö Sg it tl ú g o a r a v a il Sk i, k tæ r Sýninga tæki á mikið lækkuðu verði. komDu og gerðu gÓð kauP


54

dægurmál 

Helgin 29. apríl-1. maí 2011

blaðasala Víða flækist frómur

Fréttatíminn seldur á Indlandi

Engar áætlanir eru hins vegar uppi um alheimsdreifingu.

H

afliði Helgason rak upp stór augu þegar hann gekk fram á blaðasala á götu í Jaipur í Rajastan-héraði á Indlandi. Það var þó ekki blaðasalinn sjálfur sem kom ferðalanginum frá Íslandi svo spánskt fyrir sjónir heldur sú staðreynd að hann flaggaði eintaki af Fréttatímanum sem var ekki komið út á Íslandi þegar Hafliði hélt utan. Fréttatímanum er dreift ókeypis á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk þess sem

nálgast má blaðið á bensínstöðvum N1 víða um landið. Engar áætlanir eru hins vegar uppi um alheimsdreifingu en útsjónarsamir blaðasalar á Indlandi virðast hafa gengið í málið sjálfir. Hafliði segir blaðasalann hafa boðið til sölu blöð úr öllum áttum en þar sem hann kunni lítið fyrir sér í hindí gat hann ekki fengið endanlegan botn í málið. Eftir því sem næst varð komist virtist blaðasalinn búa yfir upplýs-

Smartland Mörtu

Marta María Jónasdóttir er annáluð fyrir næmt auga og smekkvísi þegar kemur að fatatísku, húsgögnum og öllu þar á milli. Marta smarta hefur skrifað um tísku og sveiflur og hræringar í heimi fræga og fallega fólksins í rúman áratug á hinum ýmsu miðlum. Nú síðast gerði hún það gott á Pressu Björns Inga Hrafnssonar þar sem hún var með puttann á púlsi tískunnar á vefnum Veröld Mörtu. Vinsældir Veraldarinnar áttu sinn þátt í uppgangi

Gullaldarkappar Margir af bestu fótboltamönnum síðustu aldar taka fram skóna á árlegu árgangamóti Fram um helgina. Meðal kappa sem von er á í Safamýrina eru meðlimir gullaldarliðs Fram sem vann alla mögulega titla undir stjórn Ásgeirs heitins Elíassonar. Undanfarin fjögur ár hefur 1968-árgangurinn unnið mótið. Hefur það vakið nokkurn pirring meðal manna í yngri árgöngum, enda tæpast gott til afspurnar að menn á fimmtugsaldri taki mótið ár eftir ár. Meðal liðsmanna í 68-árganginum eru Pétur Þ. Óskarsson, Arnljótur Davíðsson og Þórhallur Víkingsson sem telja sig hafa sannað að á svona mótum sé það grunngeta í knattspyrnu og leikskilningur sem ræður úrslitum.

Pressunnar og Marta var orðin aðstoðarritstjóri vefjarins þegar hún söðlaði skyndilega og óvænt um fyrir stuttu og réð sig til mbl.is. Marta ætlar að halda uppteknum hætti þar og opnar á fimmtudaginn vefinn Smartland þar sem hún verður á svipuðum slóðum og áður. Þeir og þær sem þekkja til skrifa Mörtu vita því við hverju má búast en Marta horfir sem fyrr til allra átta og stílar ekkert sérstaklega inn á drottningar, heldur konur almennt.

ingum um hvaðan ferðamenn væru væntanlegir til borgarinnar. Hann prentaði síðan út, af netútgáfum blaða frá viðkomandi löndum, í nokkrum eintökum og stillti sér síðan upp á vinsælum ferðamannastöðum og flaggaði blöðum frá heimalandi túristanna. Götuverð fríblaðsins hinum megin á hnettinum fylgdi ekki sögunni en blaðasalinn komst í feitt þar sem hann fékk nokkrar rúpíur fyrir að stilla sér upp fyrir myndatöku.

mENNING Þorvaldur Davíð á samning við stóra umboðsskrifstofu

Konunglegar Vikukonur

Ritstjórn tímaritsins Vikunnar lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi og þar er kóngafólk í hávegum haft. Aðstoðarritstjórinn, Guðríður Haraldsdóttir, er mjög hrifinn af bresku konungsfjölskyldunni og hefur blásið til brúðkaupsveislu fyrir framan sjónvarpstæki í fundarherbergi tímaritaútgáfunnar Birtíngs. Samkvæmt dagskrá átti gleðin að hefjast klukkan sjö að morgni en bein útsending frá brúðkaupi Vilhjálms prins og Kate Middleton hefst á RÚV og Stöð 2 klukkan níu. Vikukonur lögðu hart að samstarfsfólki sínu á öðrum tímaritum að taka þátt í gleðinni, virða hirðsiði og tala til dæmis ekki illa um klæðaburð brúðkaupsgesta. Veitingar í brúðkaupspartíinu eru heldur ekki af verri endanum þar sem á boðstólum eru „breskar cucumber-samlokur, sérrí og sætindi – og að sjálfsögðu English Breakfast Tea.“

Þorvaldur Davíð Draumurinn er að geta flakkað á milli Íslands og Bandaríkjanna og haft frelsi til að velja á milli hlutverka.

Flytur til Los Angeles Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur skrifað undir samning við umboðsskrifstofuna Untitled Entertainment í Bandaríkjunum og stefnir á að flytja til Los Angeles í haust.

Úrval af heilsuvörum

GURINN IRBERGSDA

E

ÚS OPIÐ H N LAUGARDA

Blaðasalinn í Jaipur situr fyrir ferðafólki og kemur því á óvart með fréttum að heiman.

G IN

30 APRÍL

og hjálpartækjum til sýnis og sölu í verslun okkar að Stórhöfða 25

Fjöldi tilboða Verið velkomin Opið frá kl. 11-16.

H Mér hefði ekki getað gengið betur og komst ekki yfir öll viðtölin ...

ann er að ljúka leiklistarnámi í Juilliard, einum virtasta listaháskóla heims, og útskrifast þaðan í lok maí. „Í skólanum er hefð fyrir því að útskriftarnemar haldi sýningar í New York og Los Angeles fyrir fólk úr bransanum. Þangað koma umboðsmenn og fólk frá sjónvarpsstöðvunum til að berja okkur augum. Eftir sýningarnar fengum við möppu með lista yfir þá sem óskuðu eftir viðtölum við okkur. Mér hefði ekki getað gengið betur og komst ekki yfir öll viðtölin sem mér stóðu til boða,“ segir Þorvaldur Davíð. Hann hljóp þó á milli manna og segist á endanum hafa landað samningi við Untitled Entertainment, stóra umboðsskrifstofu sem mun aðstoða hann við að komast í leikprufur. Fjölmargar stjörnur eru á skrá hjá skrifstofunni, svo sem Penelope Cruz, Hillary Swank, Mad-

onna og Aston Kutcher. „Þetta eru fulltrúar sem auðvelda mér aðgengi að bransanum og auka líkurnar á að ég komist í réttu herbergin. Þetta er það sem maður hefur verið að bíða eftir. Nú er ég búinn að ná mér í réttu menntunina, réttu umboðsmennina og þetta lítur bara vel út. Þá er bara að byggja upp ferilinn í útlöndum.“ Að sögn Þorvaldar er langt ferli að koma sjálfum sér á framfæri í Bandaríkjunum. „Ég er að safna mér pening svo að ég geti lifað úti og farið í leikprufur. Ég vonast til að landa fleiri hlutverkum eins og því sem ég er að takast á við í Svartur á leik. Það er ofboðslega ögrandi hlutverk. Draumurinn er að geta flakkað á milli Íslands og Bandaríkjanna og haft frelsi til að velja á milli hlutverka. Það er reyndar staða sem fáum býðst.“ -ÞT


Kjúklingapylsur Kjúklingapylsurnar frá Holtakjúklingi eru framleiddar úr besta hráefni sem völ er á. Því geta þeir sem hugsa um hollustuna nú gætt sér á þjóðarrétti okkar Íslendinga með góðri samvisku. Hvort sem þeir vilja hann með hráum, steiktum, tómat, sinnepi eða bara beint af grillinu.

Grunnur að góðri máltíð www.holta.is


Hrósið …

HE LG A RB L A Ð

... fá aðstandendur Aldrei fór ég suður fyrir frábæra rokkhátíð á Ísafirði um páskana. Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is

Megas og Adele á toppnum

Engar breytingar eru á toppsætum Laga- og Tónlistans, listum Félags íslenskra hljómplötuútgefenda. Megas og Senuþjófarnir eru í toppsætinu á Tónlistanum, lista yfir mest seldu diskana, með disk sinn (Hugboð um) vandræði. Breska rokkgellan Adele er á toppi Lagalistans þriðja vikuna í röð með lag sitt Someone like you. Hljómsveitin Valdimar skýst upp fyrir ungstirnið Justin Bieber í annað sætið á Tónlistanum með disk sinn Undraland en Bubbi Morthens situr sem fastast í öðru sæti Lagalistans með lagið Ísabella. -óhþ

Sæmdarréttur í brennidepli

Hamagangurinn í kringum verkið „Fallegasta bók í heimi“ á sýningunni Koddu hefur heldur betur hleypt lífi í listumræðuna á Íslandi. Sæmdarréttur er orð sem heyrist æ oftar fleygt í stóra Nýló-málinu og ýmsar spurningar hafa vaknað í því sambandi. Af þessu tilefni bjóða ReykjavíkurAkademían og Meistaranám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst til málstofu í húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar á 4. hæð JL-hússins föstudaginn 29. apríl til þess að ræða sæmdarréttinn í íslenskum höfundarlögum og menningarlegu samhengi. Frummælendur eru Teitur Skúlason lögfræðingur og Egill Viðarsson, meistaranemi í þjóðfræði við HÍ. Fundarstjóri er Njörður Sigurjónsson, lektor við Háskólann á Bifröst. Málstofan hefst klukkan 12.10 og stendur til 13.30.

Glæsilegur Miller í Þjóðleikhúsinu. J.V.J. (DV)

Hvílíkt drama, hvílíkt meistaraverk! B.S. (pressan.is)

Algjör klassík! Leikur eins og hann gerist bestur. I.Þ. (Mbl.)

Fantagóð sýning á allan hátt! Leikurinn er upp á fimm stjörnur. E.B. (Frbl.)

Jóhannes í Kastljós

Jóhannes Kr. Kristjánsson, fyrrum ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kompáss á Stöð 2, er nú farinn að vinna fyrir Kastljósið eftir rúmlega tveggja ára hlé frá ljósvakamiðlum, en margar fréttir Kompáss vöktu mikla athygli. Á Facebook-síðu sinni óskar Jóhannes eftir að komast í samband við foreldra barna undir 18 ára aldri sem eru í fíkniefnaneyslu eða á meðferðarheimilum. Jóhannes fjallaði talsvert um læknadóp og fíkniefnaneyslu í Kompási og greinilegt er að hann er kominn á fulla ferð aftur. Netfangið sem hann hvetur foreldrana til að hafa samband við er j.kr. kristjansson@gmail.com. -óhþ

Fréttir og fréttaskýringar

m Sýningu líkur í maí! Ókeypis eintak bíður þín víða um land

Útvegsblaðið Áskriftarsími: 445 9000

GoGGur útGáfufél aG www.goggur.is

Tryggðu þér miða!

Miðasala í síma 551 1200 • midasala@leikhusid.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.