Hinir fjórir fræknu Bestu leik mennirnir á EM 2012.
Fótbolti 18
Inga Dóra Grænlensk í hjarta sínu. Viðtal 22
Katy Perry
Tjáir sig með frumlegum klæðaburði. Tíska
49 29. júní-1. júlí 2012 26. tölublað 3. árgangur
úttekt tímamótakosningar um embætti forseta íslands
Þjóðin velur sér forseta
F
orsetakosningarnar eru sögulegar. Aldrei fyrr hefur sitjandi forseti fengið „alvöru“ mótframboð. Sérfræðingar telja helstu von Þóru Arnórsdóttur þá að fylgismenn Ara Trausta Guðmundssonar ákveði að kjósa „taktískt“ og velji þannig hana í kjörklefanum en ekki sinn mann. Helstu mistök Ólafs eru líkast til þau að tilkynna ekki strax um áramót
að hann ætlaði fram; sú ákvörðun sýnir þegar allt kemur til alls að hann er ekki sá klækjarefur sem margir ætla. Fréttatíminn rýnir í baráttuna um forsetaembættið, þar sem makar skipta máli: Dorrit er síður en svo dragbítur en Svavar er umdeildari. Þá er spurt er hvort reynsluleysi vegi þyngra en dekur við útrásarvíkinga? Fréttatíminn lítur til fortíðar – til þeirra sem fóru gegn sitjandi forseta, eða vildu það, og hurfu við svo búið af sjónarsviðinu.
Björk Jakobs Lykillinn að langlífu hjónabandi er að hittast sem minnst.
Veiði 38
Þórður Þorgeirsson
Drakk sig út úr íslenska landsliðinu í hesta íþróttum.
Viðtal
14
Björgólfur Thor og Kristín
Teikning/Hari
Brúðkaupsveisla og fertugsafmæli á Englandi.
síða 8
JL-húsinu Hringbraut 121 Við opnum kl:
Og lokum kl:
54 Dægurmál
www.lyfogheilsa.is Opnunartímar 08:00-22:00 virka daga 10:00-22:00 helgar
JL-húsinu
2
fréttir
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Hestar Spuni fr á VesturKoti upptekinn og því ekki á Landsmóti
Stóðhestur Finns stendur í stórræðum Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is
S
tóðhestur Finns Ingólfssonar, Spuni frá Vesturkoti, er fjarri góðu gamni á Landsmóti hestamanna í Víðidal. Hann stendur í stórræðum þetta sumarið, því ásóknin í að koma undir hann hryssum er svo mikil að biðlistinn nær fram á næsta ár. Spuni er hæst dæmda kynbótahross Íslandssögunnar. Guðmar Aubertsson, dýralæknir á Sandhólaferju, segir staðfest að fjörutíu hryssur sem sæddar hafa verið undanfarið í sæðingastöðinni á Sandhólaferju
við Hellu séu fylfullar. „Nú er Spuni í hólfi í Vesturkoti og sinnir merum þar.“ Hann segir ýkt, sem haldið hefur verið fram, að merarnar þetta árið verði um 150 talsins en vill ekkert gefa upp. Samkvæmt upplýsingum Hestablaðsins gefur Spuni þrjá til 13 skammta af sæði á dag. „Miðað við sex til átta skammta að jafnaði ætti að vera hægt að sæða um tvö hundruð hryssur á mánuði,“ stendur á vef blaðsins. Í maí í fyrra voru þrettán afkvæmi undan Spuna komin og þá von á
tuttugu til viðbótar. Guðmar segir kostnaðinn við hverja sæðingu 150 þúsund krónur með öllu, spurður hvort það sé ekki of lágt miðað við ásóknina svarar hann: „Það er skilgreiningaratriði. Hann er sanngjarn eigandinn og vill leyfa sem flestum að nota hestinn. Þannig að það ættu mjög margir að hafa fjárhagslegt bolmagn til þess að nota hann.“ Séu merarnar 100 er hagnaðurinn 15 milljónir króna utan kostnaðar.
Finnur Ingólfsson, eigandi Spuna frá Vesturgoti, hæst dæmda stóðhests landsins. Mynd/ Hari
Meðganga Erfið ákvörðun konu sem gengur með fimmbur a
Borgin vill breytt lög Borgin vill breytt lög eftir að innanríkisráðuneytið gerði hana afturreka með ákvörðun sína um að mæla ekki með endurnýjun rekstrarleyfa Monte Carlo og Mónakó á Laugaveginum á grundvelli lögregluskýrslna. Borgarráð telur mikilvægt að lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald verði tekin til endurskoðunar svo borgin geti byggt mat sitt um endurnýjun á rekstrarleyfi veitingastaða á afskiptum lögreglu af þeim og gestum þeirra. Þetta kom fram í bókun borgarráðs þegar bréf lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, þar sem óskað var eftir nýju mati á stöðum Margeirs Margeirssonar, Mónakó og Monte Carlo, var lagt fram. Borgin megi byggja álitið á staðsetningu og opnunartíma staðanna. - gag
App fyrir landsmótsgesti
„Kvennatúnin“ taka yfir
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
Áformað er að hefjast handa um nafnabreytingar nokkurra gatna í Reykjavík í áföngum á næstunni, að því er Reykjavíkurborg hefur tilkynnt eigendum og leigutökum við Höfðatún, hluta Skúlagötu, Skúlatún og Sætún. Ákvörðun um breytinguna var tekin í fyrra. Austurhluti Skúlagötu, húsnúmer 51 - 63 og 52 -80 fær heitið Bríetartún. Höfðatún frá Laugavegi að Sæbraut fær heitið Katrínartún, Skúlatún milli Borgartúns og Skúlagötu fær heitið Þórunnartún og Sætún milli Borgartúns og Höfðatúns fær heitið Guðrúnartún. Fyrst verða sett upp nafnplötur með nýjum götuheitum en eldri látin halda sér í tvö ár. Jafnframt verða ný heiti skráð í þjóðskrá. Borgin mun sjá til þess að eldra og nýtt götuheiti verða skráð í símaskrá árin 2013 og 2014. - jh
Smartsíma app, eða smáforrit, Símans og Landsmóts hestamanna nýtist öllum sem hafa áhuga á hestum og Landsmóti hestamanna sem nú stendur yfir í Reykjavík. Appið, sem er bæði á íslensku og ensku, býður upp á dagskrá mótsins auk þess sem hægt er að fá upplýsingar um alla hestana sem taka þátt ásamt knöpum. Hægt er að skoða dagskrá mótsins, raða upp eigin dagskrá og skoða upplýsingar um bakgrunn hesta sem koma á mótið. Myndbönd af afþreyingu og hestamönnum er einnig í appinu. Staðan í öllum riðlum mótsins er aðgengileg í appinu og er hægt með auðveldum hætti að fylgjast með árangri hesta og knapa í snjallsímanum. Í appinu er einnig kort af mótssvæðinu, almennar upplýsingar fyrir mótsgesti, myndskeið, viðtöl, fréttir af hestamannamótinu og Twitter. Appið er í boði fyrir iPhone og Android. - jh
Krónan hefur styrkst í júní Dágóð styrking hefur orðið á gengi krónunnar í júní en hún styrkst um hátt í 3 prósent í mánuðinum. Gengið er á svipuðu róli og það var um miðjan janúar. Svipuð hækkun hefur verið á gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum á tímabilinu og kostar evran nú tæpar 158 krónur á innlendum millibankamarkaði, en var á rúmar 162 krónur í lok maí og sama gildir um dollar sem kostar nú 127 krónur en hafði verið á 131 krónur í lok maí. Þrátt fyrir þessa styrkingu krónunnar er hún enn aðeins veikari en hún var á sama tíma í fyrra, segir Greining Íslandsbanka og bætir við: „Fram undan er það tímabil árs þar sem krónan styrktist nokkuð í fyrra en frá júlí fram í lok október í fyrra styrktist krónan um rúm 4 prósent.“ - jh
alveg grillaður! Grillosturinn bráðnar betur en aðrir ostar og hentar því einstaklega vel á hamborgara eða annan grillaðan mat.
Ákveðið að fækka fóstrunum fimm Öll fóstrin fimm, sem sagt var frá í Fréttatímanum í síðustu viku, þroskast eðlilega. Það voru bæði góðar og slæmar fréttir fyrir foreldrana sem hafa ákveðið að fara að ráðleggingum lækna og fækka fóstrunum. Þau vilja hins vegar reyna að halda þremur.
Hjón sem búsett eru í Vesturbænum eiga von á fimmburum eins og Fréttatíminn sagði frá í síðustu viku. Þau hafa ákveðið að fækka fóstrunum að ráði lækna. Ljósmynd/Hari
K Læknarnir styðja okkur í ákvörðun okkar að halda þremur en hafa gert okkur það ljóst að þeirra vilji stendur til þess að við fækkum fóstrunum í tvö.
onan sem varð barnshafandi af fimmburum eftir tæknisæðingu, og sagt var frá í Fréttatímanum í síðustu viku, hefur ákveðið að fara að ráðleggingum lækna og fækka fóstrunum. Hún og eiginmaður hennar eru þó ekki tilbúin til þess að fækka þeim í tvö, eins og læknarnir vilja að þau geri, heldur eru þau að íhuga þann möguleika í samráði við lækna að halda þremur. Konan er gengin tæpa þrjá mánuði á leið. Í skoðun hjá Huldu Hákonardóttur, yfirlækni á kvennadeild, á mánudaginn kom í ljós að öll fimm fóstrin þroskuðust eðlilega. Konan segir það bæði góðar fréttir og slæmar. „Auðvitað óskuðum við þess að öll fóstrin væru heilbrigð en á sama tíma vorum við líka að vona að málin hefðu þróast þannig að við myndum sleppa við að taka þessa erfiðu ákvörðun,“ segir konan. Fimmburameðgöngur eru gríðarlega áhættusamar, bæði fyrir móður og börn. Fimmburar hafa aldrei fæðst á Íslandi en fjórburar einu sinni. Hjónin höfðu áhyggjur af því hversu lítil reynsla væri af fjölburameðgöngum hér á landi. Bæði þau og Hulda hafa ráðfært sig við reynda lækna erlendis, aðallega í Bandaríkjunum, þar sem fjölburameð-
göngur eru algengastar. Að höfðu samráði við þá, sem og við Huldu, hafa hjónin ákveðið að taka ekki þá áhættu sem fimmburameðganga felur í sér. „Ein af ástæðunum fyrir því að við vorum ekki tilbúin í að taka þessa ákvörðun fyrr en nú er að við óttuðumst að við myndum missa öll fimm. Það er ákveðin áhætta falin í því að fækka fóstrum og getur aðgerðin sjálf orsakað fósturlát hjá þeim sem eftir eru. Við höfum hins vegar fengið að vita það að fimmburameðganga er í sjálfu sér áhættusamari fyrir fóstrin en aðgerðin. Ég er líka ung ennþá og hef tímann fyrir mér til að eignast börn,“ segir konan. Nú fara fram rannsóknir á fóstrunum í því skyni að velja hverjum þeirra eigi að eyða. Hjónin hafa ákveðið að þau vilja reyna að fækka þeim eins lítið og hægt er að komast af með og ræða nú við lækna um hvað það mun hafa í för með sér ef þau ákveða að halda þremur. „Læknarnir styðja okkur í ákvörðun okkar að halda þremur en hafa gert okkur það ljóst að þeirra vilji stendur til þess að við fækkum fóstrunum í tvö,“ segir konan. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
Vertu
snjallari með Nova!
Snilligáfa hefur fengið nýtt andlit!
dagur & steini
2.000 kr. notkun á mán. í 12 mán. fylgir með Samsung Galaxy S III!
8.690 kr.
í 18 mán.
139.990 kr. stgr.
ti Setmæmrstistaður
sk Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter Símnotkun fylgir með 0 kr. Nova í Nova og Eitt verð í alla, áskrift og frelsi. Mánaðarleg afborgun greidd með kreditkorti + 325 kr./mán. greiðslugjald. Það er ódýrara að staðgreiða og þá þarf ekki kreditkort.
í heimi!
4
fréttir
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
veður
Föstudagur
laugardagur
sunnudagur
Sólríkt á kjördag
Enn er sólin söm við sig og skín duglega á íbúa og ferðalanga. Á morgun laugardag er meira að segja ekki veruleaga hætt við síðdegisskúrum sem hafa verið þráláttar sunnanlands að undanförnu. Sæmilega hlýtt verður, en hiti dettur niður í 5 til 7 stig í bjartviðrinu yfir nóttina. Á sunnudag þykknar heldur í lofti um leið og loft tekur að berast úr suðri í fyrsta sinn í langan tíma. Smávægileg rigning verður víða um land, en þó ekki norðaustan- og austanlands. Þar fer veður líka hlýnandi. Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is
9
13
15
14
9
14
14
Að mestu þurrt, skýjað og svalt norðan- og austanlands, en léttskýjað suðvestan- og vestantil. Höfuðborgarsvæðið: Bjart veður og hafgola. Sæmilega hlýtt að deginum.
10
14
12
8
12
12 13
15
Léttskýjað eða heiðríkt um land allt og síðdegisskúrir ósennilegar.
Skýjað og smá rigning um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt austantil.
Höfuðborgarsvæðið: Hafgola og sólríkt.
Höfuðborgarsvæðið: S-gola og þungbúnara. Rigning annað slagið.
OYSTER PERPETUAL DATEJUST
Blöðruhálskirtilskrabbamein karlar hér í hópi þeirra líklegustu
Opið til kl. 16 laugardaga
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
www.grillbudin.is
YFIR 40 GERÐIR GASGRILLA Á TILBOÐI
gag@frettatiminn.is
Dánartíðni karla með blöðruhálskrabbamein
Eistland 36,6
Er frá Þýskalandi
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Danmörk 34,1
79.900
úr blöðruhálskirtilskrabbameini á ári eða 28,1 af hverjum hundrað þúsund. Laufey segir skýringuna á þessari slöku niðurstöðu ekki liggja fyrir. Hér greinast margir með krabbameinið og líklegast sé eitthvað í lifnaðarháttum landsmanna sem orsaki það, auk þess sem mikið sé skimað hér á landi. Hins vegar séu mjög fáir áhættuþættir blöðruhálskirtilskrabbameins þekktir og því erfitt að benda á leiðir til að sneiða hjá þeim: „Þó er talið að neysla matvæla úr plönturíkinu dragi úr áhættu, en að kalkrík fæða auki áhættuna.“
Svíþjóð 32,7
Gashella
Geir Gunnlaugsson, landlæknir.
Hér má sjá blöðruhálskrabbamein. Fimmtíu íslenskir karlar deyja úr meininu árlega. Mynd/gettyimages
Ísland 28,1
Emalerað pottjárn
Þ
rátt fyrir að fimmtíu karlmenn deyi úr blöðruhálskirtilskrabbameini á ári telur landlæknir ekki heillavænlegt að skima sérstaklega eftir meininu. Það sé vegna þess að fjöldi karla yfir fimmtugt virðist bera krabbameinsfrumurnar, sem í flestum tilvikum geri þeim ekki mein, en aðgerðir minnki í mörgum tilvikum lífsgæði þeirra. Margir eigi í kjölfar þeirra erfitt með að halda þvagi og missi risgetu. Þetta segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Íslands. „Vandinn er að ekki eru í dag til aðgerðir sem greina á milli meinlausra og illvígra krabbameinsfruma í kirtlinum,“ segir hún. Þetta staðfestir Geir Gunnlaugsson landlæknir og segir prófið ekki nógu nákvæmt til skimunar og gagnist því helst þegar menn leiti til lækna vegna einkenna. Íslenskir karlar eru líklegri til að deyja úr blöðruhálskirtilskrabbameini en karlar 27 annarra ríkja innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Aðeins Chilebúar, Norðmenn, Slóvenar, Svíar, Danir og Eistlendingar eru verr settir. Eistlendingar, sem sitja á botninum, eru sexfalt líklegri til að deyja úr blöðruhálskirtilskrabbameini en Kóreubúar sem eru best settir. Er þá talað um að 36,6 af hverjum hundrað þúsund látist í Eistlandi vegna þessa sjúkdóms. Um fimmtíu íslenskir karlmenn deyja
OECD 22,4
Íbúðaverð á landinu hækkaði um 0,8 prósent í júní frá fyrri mánuði samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Þessi hækkun er að mestu tilkomin vegna 1,4 prósenta hækkunar fjölbýlisíbúða á höfuðborgarsvæðinu en íbúðir í sérbýli á sama svæði lækkuðu frá fyrri mánuði um 0,4 prósent. Íbúðarhúsnæði á landsbyggðinni hækkaði í verði um 0,6 prósent frá fyrri mánuði. Það sem af er ári hefur íbúðaverð á landinu öllu hækkað um 3,1 prósent og undanfarna 12 mánuði hefur íbúðaverð hækkað um 7,7 prósent að nafnvirði. Að teknu tilliti til verðbólgu nemur hækkun húsnæðis undanfarna 12 mánuði 2 prósentum, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Undanfarna 12 mánuði hafa íbúðir í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 8,1 prósent að nafnvirði en íbúðir á landsbyggðinni um 7,2 prósent. - jh
Ítalía 15,6
Hærra íbúðaverð
Ræktun og vinnsla og síðan útflutningur á bláskel, eða kræklingi, er að komast í fullan gang hjá fyrirtækinu Icelandic Mussel Company ehf í gamla sláturhúsinu í Króksfjarðarnesi. Frumkvöðlar þess eru þeir bræður Bergsveinn og Sævar Reynissynir, að því er fram kemur á Reykhólavefnum. „Frá því að búnaðurinn í verksmiðjuna var keyptur úti í Noregi í apríl 2010 hefur verið unnið að prufuræktun á skel og uppsetningu tækjanna,“ segir Sævar en á vormánuðum kom nýr fjárfestir inn í fyrirtækið og síðan hefur verið unnið á fullu að ýmsum frágangi. „Nú er svo komið að við getum farið af fullum krafti í að safna botnskel úr Þorskafirði og víðar, keyra hana gegnum vinnsluna til flokkunar og setja í sokka út á línur til áframræktunar. Við stefnum á að fyrsta skelin fari í sölu í september,“ segir enn fremur. jh
Íslenskir karlar eru í hópi þeirra líklegustu til að deyja úr blöðruhálskirtilskrabba. Fimmtíu deyja á ári en þar sem tæknin er ekki nægilega góð mælir landlæknir ekki með hópleit. Hætta væri á ofgreiningum og hættulegum aðgerðum í kjölfarið sem hafi áhrif á risgetu og möguleika karla til að halda þvagi.
Ísrael 12,3
Bláskel í sláturhúsi
Íslenskir karlmenn í mesta áhættuhópnum
Japan 8,4
Bæjarráð Kópavogs hefur falið Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra að ganga frá kaupum á hlutafé í Þríhnúkum ehf fyrir tíu milljónir króna. Þar með eignast bærinn 13,9 prósent í félaginu. Með þessu vill bæjarráð stuðla að atvinnuuppbyggingu og styrkja ferðamennsku innan bæjarmarkanna. Gert er ráð fyrir frjárframlaginu í fjárhagsáætlun þessa árs. Markmið Þríhnúka er, að því er fram kemur á heimasíðu bæjarfélagsins, að gera gíghvelfingu Þríhnúkagígs á Bláfjallafólkvangi aðgengilegan almenningi og reka þar ferðamannamóttöku í framtíðinni. Hellirinn er tæmt kvikuhólf eldstöðvar sem gaus fyrir um þrjú til fjögur þúsund árum. Það yrði einsdæmi í heiminum, segir á síðunni, ef hægt yrði að skoða innviði eldfjallsins og líklegt að Ármann Kr. það muni laða að innlenda sem erlenda ferðamenn. - jh Ólafsson.
01.06.12 07:21
Kórea 8,1
Kópavogur kaupir hlut í Þríhnúkum Michelsen_255x50_D_0612.indd 1
Heimild: Heilbrigðisskýrsla OECD fyrir 2011. Nýjustu tölur 2009. Tölurnar miðast við 100 þúsund íbúa.
ENNEMM / SÍA / NM53112
Snjallsíminn verður þarfasti þjónn hestamannsins á Landsmótinu
Vertu á stærsta 3G netinu
Náðu í Landsmótsappið og upplifðu hátíðina með okkur.
Landsmótsappið býður upp á dagskrá mótsins auk þess sem hægt er að fá upplýsingar um alla hestana sem taka þátt, ásamt knöpunum. Staðan í öllum riðlum mótsins er aðgengileg og hægt með auðveldum hætti að fylgjast með árangri hesta og keppenda. Í appinu er einnig kort af mótssvæðinu, almennar upplýsingar fyrir mótsgesti, myndskeið, viðtöl, fréttir af hestamannamótinu og Twitter. Appið er bæði til á íslensku og ensku
siminn.is | #landsmot
6
SUMAR 9
fréttir
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Grunnskóli Foreldr ar ósáttir við ákvörðun Klettaskóla
Kæra í von um að koma syni sínum í sérskóla Hálft fæði og skoðunarf allar erðir innifaldar
sérþarfir í grunnskóla og lögum um Foreldrar tæplega ellefu ára þroska málefni fatlaðs fólks. skerts drengs, Inga Kristmanns, „Félagslegi hlutinn er stærsta þau Ágúst Kristmanns og María vandamálið,“ segir Ágúst við Björg Benediktsdóttir, hafa kært þá Fréttatímann. Syni þeirra hafi vegn ákvörðun Klettaskóla til mennta að vel í almennum skóla fyrstu árin málaráðuneytisins, að neita honum og þau töldu gott að hann kynntist um skólavist í eina sérskóli landsins; krökkunum í hverfinu. „En eftir því Klettaskóla fyrrum Öskjuhlíðarskóla. sem þau verða eldri breikkar bilið á Foreldrar Inga telja fullreynt að milli þeirra og Inga.“ skólaganga í almenna skólakerfinu Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri henti honum og fara fram á að ráðu Klettaskóla, segir hann annað neytið nýti sér þær heimildir sem það Foreldrar Inga Kristmanns. M/Hari tveggja barna sem hefur verið hefur og ógildi ákvörðun skólans. Þau neitað um skólavist vegna hertra reglna frá árinu telja ekki aðeins brotið á stjórnarskárvörðum réttind 2008. „Þetta er málefnaleg afgreiðsla í samræmi við um Inga heldur einnig á ákvæðum Barnasáttmálans, inntökureglur skólans.“ -gag á lögum um grunnskóla, lögum um rétt nemenda með
Blómálfar & vatnadísir 2. - 9. ágúst
Bodensee telst með fallegustu vötnum Evrópu og á landamæri að Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Þessi töfrandi ferð hefst á flugi til München. Þaðan er haldið til Füssen þar sem ævintýrahöllin Neuschwanstein verður skoðuð. Gist í Füssen og síðan ekið til Friedrichshafen við Bodensee þar sem gist verður í 4 nætur á hóteli alveg við vatnið. Farið verður í skemmtilegar skoðunarferðir, t.d siglt yfir vatnið og blómaeyjan Mainau heimsótt. Heiðurinn að þessum stórglæsilega lystigarði á Bernadotte greifi. Ekið inn í Sviss til Urnäsch við Säntis fjall, þar sem hægt er að komast upp í 2502 m hæð með kláfi. Þaðan er stórkostlegt útsýni yfir til 6 landa. Komið til Lindau, sem er heillandi bær og sá stærsti við vatnið. Ferðin endar í Augsburg þar sem gist verður í 2 nætur. Þar skoðum við m.a. fyrstu verkamannabústaði í heimi, sem Fugger kaupmannaættin reisti á 15. öld og enn er búið í, en leigan hefur ekki hækkað síðan þá!
Verð: 179.700 kr. á mann í tvíbýli
Barist á Þingvöllum. „Við viljum vera meira á Þingvöllum enda slæmt að ekki sé meira af víkingum að sjá þar í ljósi þess að þingið var stofnað þar 930. Það er ekkert að gerast þarna en félagar okkar í víkingafélögum í útlöndum dauðöfunda okkur af því að vera með þennan sögulega stað nánast í bakgarðinum. Þeir þrá að koma hingað, þó ekki væri nema bara einu sinni á ævinni. Þingvellir eru eins og Mekka víkingaheimsins.“
Spör ehf.
Fararstjóri: Þórhallur Vilhjálmsson
Einher jarnir Gleðja ferðafólk með víkingabardögum
Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu,
ferja frá Meersburg til Konstanz og íslensk fararstjórn.
A L L I R G E TA B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Travel Agency
www.baendaferdir.is Authorised by Icelandic Tourist Board
s: 570 2790
Þyrmdu lífi munks á Þingvöllum
rútufylli af fólki, finnst þetta frábært. Þetta er bara eins og með hvalaskoðunina. Þegar lagt er á sjóinn spyr fólkið hvort það muni sjá hvali og fararstjórarnir hafa sagt okkur að þegar þeir komi með fólk á Þingvelli þá spyrji það hvort það muni sjá víkinga. Fólk inu fannst þetta meiriháttar á Þingvöllum á sunnudaginn og þar sem við komum vilja allir taka af okkur myndir og fá myndir af sér með okkur.“ Gunnar segist ekkert skilja í því hvers vegna Íslendingar geri ekki miklu meira unnar Ólafsson, stofnandi Einherj af því að nota arfleið víkinganna til þess anna, segir að um hundrað manns hafi hópast saman við Drekkingarhyl að draga ferðafólk til landsins enda finni Einherjarnir svo sterkt fyrir þegar til stóð að kasta munki áhuga útlendinga á víking í fullum skrúða í vatnið. unum og sögu þeirra. „Við „Við stóðum við hylinn þrír þurfum að gera miklu meira víkingar og munkurinn í að þessu.“ sínum kufli með kross. Ég Einherjarnir æfa sig í vopna bauð fólkinu að ráða hvort burði og bardögum þrisvar í við gæfum munkinum líf að viku og reyna að berjast þar þessu sinni með því að setja sem ferðafólk kemur saman í þumalfingur upp eða niður,“ hópum. „Við berjumst þar sem segir Gunnar. Að talningu ferðamenn eru og þeir eru að lokinni kom í ljós að meiri fíla þetta í botn þannig að þetta hluti viðstaddra vildi þyrma virkar.“ Gunnar segist hafa lífi munksins. „Ég sagði farið víða undanfarin tvö ár og fólkinu þá að; að þessu sinni spurt ferðafólk hvað það vilji fengi hann að lifa vegna þess helst sjá á Íslandi og langflestir að á Íslandi væri lýðræði og nefni þá víkinga til sögunnar. við færum eftir því og ég kall „Þau segjast vera komin til aði yfir mannskapinn: „Það Munkurinn var sýnd veiði en þess að sjá víkingalandið verður því enginn munkur ekki gefin en hefði fengið að okkar. Við erum bara að reyna drepinn í dag.““ gossa í Drekkingarhyl ef góðað vekja athygli á okkur með Gunnar bætir síðan við mennska erlendra ferðamanna þessu og erum að reyna að fá að það hafi ekki verið fyrr hefði ekki komið til. ferðaskrifstofurnar til þess að en eftir á sem væringjarnir taka þetta svolítið inn í ferða áttuðu sig á því að á meðan mannapakkana,“ segir Gunnar um íslensku þeir ákváðu að hlífa munkinum var verið að víkingana sem geta vel hugsað sér að berjast vígja nýjan biskup yfir Íslandi. „Þetta hitti fyrir borgun með reglulegum uppákomum. bara þannig á.“ Gunnar segir þá félaga vekja mikla lukku Þórarinn Þórarinsson hvar sem þá ber niður með vopn sín og verj ur. „Fararstjórunum sem eru þarna, oft með toti@frettatiminn.is
Víkingarnir í Einherjum, Víkingafélagi Reykjavíkur, stunda bardagaæfingar sínar þrisvar í viku og mæta gráir fyrir járnum á helstu staði þar sem erlendir ferðamenn spóka sig. Ferðafólkið tekur víkingunum fagnandi, dáist að vopnfimi þeirra og lætur taka myndir af sér með vígamönnunum. Á sunnudag tókst ferðafólkinu meira að segja að fá víkingana til þess að þyrma lífi munks sem þeir ætluðu sér að drekkja í Drekkingarhyl... í plati, að sjálfsögðu.
G
Höfuðklútar fyrir öll tækifæri! Áprentað merki fyrirtækis eða eigin hönnun 500 stk á aðeins 120.000 án vsk.
Sími: 533-1510 elin@markadslausnir.is
Fararstjórunum sem eru þarna, oft með rútufylli af fólki, finnst þetta frábært. Þetta er bara eins og með hvalaskoðunina.
LAGERSALA
Á ÚTIVISTAR- & GOLFFATNAÐI
ALLT AÐ
AFSLÁTTUR
Super Stretch
Verð nú kr kr. 8 8.900 900 Verð áður kr. 17.990
Soft Shell
Verð nú kr. 12.900 0 Verð áður kr kr. 27 27.990 990 0
Regnjakki
Verð nú kr. 14.900 V Verð áður kr. 22.990
Regnjakki
Verð nú kr. 14.900 V Verð áður kr. 22.990
Soft Shell
Verð nú kr. 14.900 Verð áður kr. 26.990
Soft Shell
Verð nú kr. 14.900 Verð áður kr. 26.990
OPNUNARTÍMAR
Föstudagur Laugardagur Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur
29. júní 30. júní 1. júlí 2. júlí 3. júlí
kl. kl. kl. kl. kl.
12:00 - 20:00 10:00 - 18:00 11:00 - 18:00 12:00 - 20:00 12:00 - 20:00
Mikið úrval af golffatnaði, útivistarfatnaði og mörgu fleiru. Lagersala - Nýbýlavegi 18
(Dalbrekkumegin) - Kópavogi
8
úttekt
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
„Köllun er lykilinn“ – Þjóðin velur sér forseta
Tímamótakosningar. Sögulegar kosningar. Sex einstaklingar í framboði; fimm gegn sitjandi forseta. Helsta von Þóru Arnórsdóttur nú er að fylgismenn Ara Trausta Guðmundssonar kjósi taktískt og velji hana umfram Ólaf, segir dósent í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Helstu mistök Ólafs voru líkast til að tilkynna ekki strax um áramót að hann ætlaði fram, segir dósent við Háskólann á Akureyri. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir kafaði ofan í forsetakosningarnar, skjálftann, reynsluna og innihald kosningabaráttunnar. ræðuþætti og Ólafur hefur sagt sína. Stjórnmálafræðiprófessorinn Gunnar Helgi Kristinsson sagði þessa kröfu um gegnsæi, sem ekki sé hægt að sannreyna fyrir kosningar, aðferð fylgisminni frambjóðenda til að reyna að halda í við þá vinsælli. Halldór Baldursson teiknari gerir gys að þessari kröfu þeirra í Fréttablaðinu í gær, fimmtudag, og teiknar mynd af þeim Hannesi, Herdísi, Andreu og Ara með tóman söfnunarhatt fyrir framan sig.
Nú tel ég mikilvægt að sull stuðningsmanna slettist ekki á frambjóðendurna sjálfa. Þeir mega ekki standa eftir með kusk á hvítflibbanum.
– Birgir Guðmundsson
Plott og samspyrðingar við stjórnmálaflokka eru helstu umræðuefni þessarar kosningabaráttu. Hefur einhver heyrt talað um íslenska tungu, hinn dýrasta arf? Aðal málið er hvort og þá hvernig þau ætla þau að koma böndum á þingið? Öll hafa átt sviðið um stund, en þó engin eins og Þóra og Ólafur – sem reynt hefur verið að tromma upp sem turnana tvo við ramakvein hinna frambjóðendanna. Framhald á næstu opnu
jl.is
•
SÍA
í síðustu könnunum. Hún verði að stóla á að fylgjendur Ara Trausta Guðmundssonar kjósi taktískt og þá sig til að brúa bilið. Ekkert sé þó ómögulegt – spennandi kosningar eru í uppsiglingu. Skjálfti. Hvað gera þau nú síðustu dagana? Misstíga þau sig í síðustu kappræðunum á RÚV í kvöld, föstudagskvöld? Hvað eyddu þau miklum peningum í baráttuna? Upp á krónu nefndi Þóra töluna í síðasta kapp-
gag@frettatiminn.is
•
Betri kjör á fjármögnun á nýjum bílum
JÓNSSON & LE’MACKS
S
parifatadagur. Kosningar. Sögulegt val til embættis forseta Íslands. Skoðanakannanir hafa slegið tóninn, segir Þorlákur Karlsson, dósent við Háskólann í Reykjavík og einn helsti sérfræðingur landans við gerð skoðanakannana. Hann segir þá óákveðnu líkast til ekki nógu marga til að Þóra Arnórsdóttir nái í skottið á Ólafi Ragnari Grímssyni – sem mældist með drjúgt forskot
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Landsbankinn býður 8,95% óverðtryggða vexti, lægra lántökugjald og 15.000 Aukakrónur til Aukakrónukorthafa við fjármögnun á nýjum bíl fram til 6. júlí 2012. Lánstíminn er allt að 7 ár og lánshlutfallið allt að 75%.
Skilmála og nánari upplýsingar má finna á landsbankinn.is eða hjá Bíla- og tækjafjármögnun Landsbankans í Sigtúni 42.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4800
Kópavogur tryggir gagnsæja stjórnsýslu Kópavogsbær hefur fyrst íslenskra sveitarfélaga hlotið alþjóðlega vottun (ISO 9001) fyrir gæðakerfi stjórnsýslusviðs. Með því er staðfest að starfsmenn sinna stjórnsýslu samkvæmt gæðakerfi bæjarins. Gæðakerfinu er m.a. ætlað að tryggja gagnsæi í vinnuferlum, eftirlit með kostnaði, auka jafnræði og bæta þjónustu. Þannig viljum við tryggja traust íbúa bæjarins, sem og annarra, á stjórnsýslunni. Gæðahandbókina má finna á vef bæjarins, www.kopavogur.is.
www.kopavogur.is
úttekt
Ólafur leiðtoginn í hópnum
Þjóðin leitar að leiðtoga – Þjóðarleið toga. Hvert þeirra hefur til að bera þann eiginleika? „Þau hafa öll eitthvað en það er deginum ljósara að Ólafur Ragnar hefur mesta reynslu af því að vera leiðtogi. Það fer ekki milli mála,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, sérfræðingur í leiðtogafræðum og dósent við Háskóla Íslands. „Hann hefur verið í eldlínu stjórn málanna, hefur gegnt þar mörgum hlutverkum. Hann er forseti og búinn að vera það lengi, búinn að taka erf iðar ákvarðanir og við vitum ná kvæmlega hvernig hann bregst við,“ segir hún en ítrekar að hún sé ekki að leggja mat á frammistöðu hans. „Þóra, eftir því sem ég best veit, hefur ekki gegnt stjórnunarstöðu sem þýðir að hún er óskrifað blað. Það á einnig við um Ara, Hannes, Herdísi og Andreu – fyrir utan ritstjórnar tíma Herdísar. Reynsluleysi þessara einstaklinga af forystustörfum blasir við. Þar af leiðandi vitum við ekki ná kvæmlega hvernig þau móta framtíð ina; taka ákvörðun, hvernig þau stýra sjálfu sér í kringumstæðum sem taka á. En svo er þetta eins og með alla for ystumenn; þeir mótast með starfinu.“ Árelía segir það skipta miklu máli að leiðtogar hafi skýra framtíðarsýn og standi fyrir sínu. Þegar rýnt er í hæfni fólks sem leiðtoga sé aðallega litið til þess hvernig það stendur að ákvarðanatökum, hvernig það stýrir, hvernig horfir það til framtíðar og hvernig það er undir álagi. Þegar Vig dís steig fram hafði hún reynslu af því að stýra leikhúsi. Hún stóð skýrt fyrir menningarlegar áherslur.
Köllun að verða forseti
„Hún vildi rækta tungumálið, börnin og menninguna og lagði áherslu á þá þætti í forsetatíð sinni. Þetta var hennar framtíðarsýn sem hún hélt á lofti og gerir enn,“ segir hún. En hefðu mótframbjóðendur Ólafs þurft að undirbúa sig betur undir átökin? „Þau hefðu þurft að hafa það á hreinu fyrir hvað þau standa,“ segir Árelía og ákjósanlegast hefði verið að þjóðin þekkti þá afstöðu áður en þau buðu sig fram. „Leiðtogastarf er viss fórn. Fórn sem þú færir af því að þú hefur mikið að segja, því sem forseti hefur þú mikil áhrif. Ef þú sækist eftir því að verða forseti lýkur persónulega lífi þínu. Köllunin þarf því að vera sterk. Ef egóið eitt drífur þig áfram verður ferillinn ekki endilega farsæll,“ segir hún. „Enginn skyldi því sækjast eftir því að vera leiðtogi öðruvísi en að skoða hjarta sitt vel. Það á engin manneskja að sækjast eftir hlutverki sem gefur henni ekki lífsfyllingu.“ Því er vafasamt að stíga fram á (víg)völlinn fyrir það eitt að
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
einhverjir, eða margir, hafi komið að máli við þá: „Köllun er lykilinn.“ Nú, þegar aðeins dagur er í forseta kosningarnar, hafa flestir gleymt því að lögreglumaðurinn Jón Lárusson og leikkonan Steinunn Ólína Þorsteins dóttir höfðu bæði hug á að fara fram. Einnig að Ástþór Magnússon ætlaði enn á ný að bjóða sig fram í leiðtoga hlutverkið en var dæmdur úr leik. Eftir standa sex vel máli farnir ein staklingar.
Ekkert kusk á hvítflibbann
Sagan skrifuð og þessar forsetakosn ingar marka tímamót, segir Birgir Guðmundsson, samfélagsrýnir og dósent við Háskólann á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem forseti lýðveldisins fær alvöru mótframboð. Þetta mun hafa áhrif á eftirmæli Ólafs Ragnars sem forseta tapi hann þessum kosningum. Makarnir skipti máli. Og að vera ekki með kusk á hvít flibbanum, ekki tengdur stjórmálaafli og hafinn yfir flokkadrætti og hags munapot. Förum yfir málið. „Það er ekki óeðlilegt að Ólafur hafi fengið mótframboð miðað við hvernig málin hafa þróast og hvernig hann hefur kosið að fara með embættið. Hann er búinn að virkja Bessastaði eins og Ástþór sagði. Hann hefur gert það sem Ástþór sagðist myndi gera, þó með öðrum hætti,“ segir hann í léttum dúr. „Forsetaembættið er orðið að raunverulegu afli, sem skiptir máli í landsstjórninni. Það er búið að virkja það marga þætti í stjórnarskránni sem áhöld voru uppi um hvort að væru virkir; eins og málsskotsréttinn og ákveðið frumkvæði til þess að taka upp mál.“ Gunnar Helgi tekur undir mat Birg is um að eðli embættisins hafi verið meginstef þessarar kosningabaráttu. Spurður hvernig hún sé í samanburði við það sem gerist í nágrannalöndun um bendir hann á að það einkenni ís lenskar forsetakosningar að frambjóð endurnir séu ekki tengdir pólitískum öflum. Persóna þeirra skipti meira máli en hugmyndafræðin. Í flestum löndum, þar sem forseti er þjóðkjör inn, sé þess einnig gætt að hann hafi meirihluta atkvæða á bakvið sig. Svo sé ekki hér.
Ólafur klækjarefur eða ekki?
En hefði Ólafur getað komist hjá mót framboðum hefði hann farið öðruvísi að því að tilkynna um að hann vildi halda áfram? Birgir metur að svo sé. „Já, ég held að það hvern ig
hann stóð að þessu sé stærsta klúðrið hjá honum lengi. Menn hafa viljað lesa í að þetta hafi verið útpælt hjá Ólafi Ragnari vegna þess að hann sé slíkur pólitískur refur að hann hafi viljað láta skora á sig. Mig grunar að þegar uppi verður staðið hafi þetta ekki verið klókt og hann ekki sá klækjarefur sem af er látið,“ segir Birgir, því þessi framvinda hafi unnið stórlega gegn honum. Hreinna og beinna hefði verið að sleppa millileikjunum. „En ég hall ast hins vegar að því að hann hafi ekki verið búinn að hugsa þetta til enda. Það getur bara vel verið að hann hafi ætlað að hætta.“ En hefur það áhrif á eftirmælin um hann nái hann ekki kjöri? „Já, það hef ur það. Ef hann nær ekki kjöri verður hann fyrsti sitjandi forseti sem sækist eftir endurkjöri en tapar í kosningu. Ég hugsa að það séu ekki eftirmæli sem hann sækist eftir. Það eru eftirmæli sem eru ekki nærri því eins spennandi og hefði hann haldið sig við það að hætta. Hann var búinn að ná vopnum sínum og er kannski búinn á því eftir áfallið í kringum hrunið og útrásina – sem hann trommaði svolítið upp.“ En er hann fullvopnaður? „Ólafur gæti sýnt það enn og aftur að hann getur snúið stöðu sem mörgum fannst ekki líta allt of vel út, sér í hag. Og hann gerði það strax 1996. Þá fannst mönnum framan af absúrd að þessi hataði maður færi í framboð og myndi sigra virðulegt og vinsælt fólk – betri borgara sem voru í framboði gegn honum. Mjög hæfileikaríkt fólk. Þá var hann ekkert minna umdeildur en núna, en tókst að snúa stöðunni þann ig að hann var lítið umdeildur.“
Eðlilegt að Ólafur tali mest
Í þessari kosningabaráttu hefur krafan um að fjölmiðlar sinni fram bjóðendunum jafnt – óháð eftirspurn – verið hávær. Þegar þeir hafa svo mætt í kappræðurnar hafa leikmenn setið og tímamælt tal hvers og eins. Ólafur hefur þar borið höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur. Birgi finnst ósanngjarnt að skamma þáttastjórn endur fyrir slæglega stjórn. Mótfram bjóðendurnir fimm beini spjótum sínum að forsetanum. „Þetta snýst um hann og hvernig hann hefur farið með embættið,“ segir hann. „Ólafur hlýtur að þurfa að svara fyrir sig.“ Peningar. Barist er um virðinga mesta embætti þjóðarinnar og það má ekki kosta. Hvers vegna? „Það er það stutt frá hruni að menn eru ennþá fullir efasemda gagnvart peninga öflum og að menn séu að kaupa sér áhrif og að kaupa sér forseta. Plús það að forsetinn þarf sér staklega núna – og
þau virðast öll leggja áherslu á það – að virðast sjálfstæður og hafinn yfir flokkadrætti og hagsmunapot.“ Þetta séu viðkæmir tímar.
Makar skipta máli
Þóra, eftir því sem ég best veit, hefur ekki gegnt stjórn unarstöðu sem þýðir að hún er óskrifað blað. Það á einnig við um Ara, Hannes, Herdísi og Andreu – fyrir utan rit stjórnartíma Herdísar. Reynsluleysi þessara ein staklinga af forystustörf um blasir við.“ – Árelía Eydís Guðmundsdóttir
ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ
J NÝ
UN
G!
Forsetaframboð engin endastöð
En þau sem tapa, hvað verður um þau? Gunnar Helgi segir að reynslan sýni að fólk sem hefur verið í forsetafram boði hafi ekki vegnað illa í þjóðfélaginu. „Þetta hefur ekki verið álitshnekkir eða neitt þvíumlíkt. Gunnar Thoroddsen, sem tapaði í eftirminnilegri kosninga baráttu, varð síðar forsætisráðherra. Ég er því ekki svartsýnn fyrir þeirra hönd. Fólk rís upp og heldur sínu áfram.“ En eru þau á leið á þing? „Þá kannski helst Andrea,“ svarar Birgir. Hvað með Þóru, ætti hún afturkvæmt í sjónvarpið? „Já, það væri nú sorglegt ef hún ætti það ekki. Og þau bæði reyndar. Við hljótum að gera ráð fyrir því. En það getur komið upp staða að það væri erfitt að hafa þau í forsvari fyrir framvarðar sveitinni en það þarf bara að passa það,“ segir hann. „Mér finnst ekkert hafa komið fram í þessari kosningabáráttu sem gerir þau ótrúverðug.“ En Ólafur Ragnar? Gunnar Helgi svarar því: „Það væri auðvitað í fyrsta sinn, en Ólafur er búinn að vera forseti lengi. Auð vitað er það ekki niður staða sem hann óskar eftir, en það er ekki óbætan legt tjón.“
ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ
MJÚKUR OG LJÚFFENGUR HVÍTMYGLUOSTUR ÚR DÖLUNUM Við kynnum nýjan hvítmygluost frá Mjólkursamsölunni undir nafninu Dala-Auður. Osturinn er einstaklega mjúkur og bragðgóður og er sá mýksti úr flóru mygluosta frá MS. Dala-Auður er 170 g og er unnin úr nýmjólk. Nafn ostsins er vísun í Auði djúpúðgu sem var landnámskona í Dölunum og ættmóðir Laxdæla.
ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ
ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ
En makar? „Já þeir skipta máli,“ segir Birgir. Þannig hafi það í raun alltaf verið en orðið meira áberandi árið 1996 þegar Ólafur og Guðrún Katrín stóðu saman að framboði hans. „Ég held að Dorrit hjálpi Ólafi, eins og Guðrún Katrín gerði. Ég veit ekki hvort Svavar hjálpar Þóru. Hann hefur lent í því að vera umdeildari,“ segir Birgir og er spurður hvers vegna? Birgir byggir það á tilfinningu. Fólk hafi almennt sterkar skoðanir á sjón varpsfólki, finnist það gott eða vont. „Menn hafa veist aðeins að honum.“ En er hann dragbítur fyrir hana? „Hann er full hvatvís,“ segir hann. „En ég efast nú ekki um annað en að hann myndi nú passa sig.“ Þá sé heppilegra að áhuga svið maka liggi á öðru sviði en forset ans og að hann geti beitt sér að því að vinna veg þess. Nú eru aðeins einn, tveir dagar til stefnu. Kosningadagurinn nálgast óð fluga og aðeins einn stendur uppi með pálmann í höndunum. Mikilvægar kappræður verða á föstudagskvöld á RÚV, þar sem mismæli getur orðið hverju þeirra dýrkeypt. „Nú er að hitna í kolunum, þó aðal lega í kringum frambjóðendurna,“ segir Birgir. „Nú tel ég mikilvægt að sull stuðningsmanna slettist ekki á fram bjóðendurna sjálfa. Þeir mega ekki standa eftir með kusk á hvítflibbanum.“
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 – 0 6 3 1
10
ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ
1 2 - 1 1 9 4 H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A
Afþreying frá Selfossi til Hellu: 150 MB Ferðin verður skemmtilegri fyrir alla með góðri afþreyingu og tíminn líður hraðar hjá farþegum í aftursætinu. 150 MB eru nokkrir Tomma & Jenna þættir eða annað skemmtiefni sem styttir leiðina. Þú kemst einfaldlega lengra með gagnamagnspökkum frá Vodafone. Þín ánægja er okkar markmið
5 GB 1.990 kr. á mánuði
iPad 16 GB 7.660 kr. á mán. í 18 mánuði.
Þóknun til Borgunar nemur 340 kr. á hverja greiðslu.
Tölur um gagnamagn miðast við 25 mínútna streymi af YouTube í meðalgæðum.
12
úttekt
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Forsetaframboð besta reynslan á eftir barnsburði Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar sem fram fara á laugardaginn hefur að þessu sinni þótt óvenju hörð, ef ekki beinlínis rætin á köflum. Fréttatíminn sá því ástæðu til að líta um öxl og slá á þráðinn til tveggja einstaklinga sem hafa gert atlögu að Bessastöðum án árangurs. Sigrún Þorsteinsdóttir braut blað árið 1988 þegar hún bauð sig fyrst allra gegn sitjandi forseta, Vigdísi Finnbogadóttur en Guðmundur Rafn Geirdal reyndi framboð árið 1996 en náði ekki tilskyldum fjölda meðmælenda. Guðmundur Rafn íhugaði að gefa kost á sér á ný í ár en ákvað, eftir yfirlegu, að sitja hjá. Sigrún segist síður en svo sjá eftir því að hafa farið gegn Vigdísi á sínum tíma og fyrir utan barneignir sé forsetaframboðið dýrmætasta lífsreynsla hennar.
S
igrún segir að hún hafi þótt dónaleg þegar hún gerðist svo djörf að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta og segist fagna þeim lýðræðisumbótum sem orðið hafa á þeim 24 árum sem liðin eru síðan. Hún er ekki aðeins fyrsti einstaklingurinn sem fer fram gegn sitjandi forseta heldur var hún fyrst til þess að gera málsskotsréttinn að kosningamáli. Sigrún lagði áherslu á það á sínum tíma að framboð hennar væri ekki gegn Vigdísi heldur kerfinu og að takmark hennar væri aukið lýðræði og að aukið vald forseta þýddi aukið vald fólksins. Kosningaþátttakan var dræm árið 1988 og sögulega fáir gerðu sér ferð á kjörstað. 72,4 prósent þeirra sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði og Vigdís hlaut yfirburða kosningu með 92,7 prósent greiddra atkvæða en Sigrún náði 5,3 prósentum og 6.712 atkvæðum. Hún sagði engu að síður niðurstöðuna góða við DV, að loknum kosningum. Lýðræðisbylgja sem ekkert myndi stöðva væri komin af stað. „Þessar hugmyndir munu sigra. Ég held að eftir kosningar muni fólk sjá að ég var ekki að fremja nein helgispjöll með því að bjóða mig fram heldur að framfylgja stefnu Jóns Sigurðssonar.“
Besta lífsreynslan fyrir utan barnsburð
Guðmundur Rafn Geirdal Sigrún hefur aldrei séð eftir framsegist boði sínu og þykir lífsreynslan sem enn vera því fylgdi dýrmæt. „Fyrir utan nátt- að nudda úrlega það að eignast börnin mín á fullu. þá hefur mér alltaf fundist að þetta Hann hefur sé mín stærsta og besta lífsreynsla síðustu átta sem ég hef komist hvað sterkust ár starfað á út úr og vonandi bara gert mig að sjúkraþjálfbetri manneskju,“ segir fyrrverandi unarstofu en forsetaframbjóðandinn sem ætlar ákvað eftir umhugsun að fylgjast spennt með kosningavökunni í sjónvarpinu. „Já, já, já, já. að bjóða sig ekki fram Ég sleppti alveg EM en þarna ætla ég að sitja sem fastast við skjáinn.“ sem forseta að þessu sinni. Andlegan mann á Bessastaði
Bindur vonir við Andreu
Sigrún Þorsteinsdóttir var sparsöm í kosningabaráttu sinni og seldi síðan rækjur fyrir kosningaskuldunum.
Góðir frambjóðendur
„Ég veit ekki alveg hvernig umræðan hefði þróast vegna þess að Vigdís Finnbogadóttir neitaði að tala við mig,“ segir Sigrún þegar hún er spurð hvort hún sjái mun á atinu fyrir 24 árum og núna. „Mér
Verslaðu á vefnum
náttúrlega mikill lýðræðissinni og það kerfi sem við búum við í dag hefur ekki lausnir. Við verðum að gera róttækar breytingar.“
finnst þetta ekki neitt sérstaklega hatröm umræða eða barátta núna. Alls ekki. Mér finnst þetta allt í lagi og það er allt betra en þögnin. Þannig að ég er alls ekki óánægð með þessa umræðu og finnst hún glæsileg og virkilega af hinu góða að svo mörgu leyti. Ég hef fylgst mjög vel með og með virkilegri ánægju og gleði yfir því hvernig þetta hefur allt saman þróast. Ég er bara mjög ánægð með alla þessa frambjóðendur sem mér finnst allir frambærilegir. Ég get ekki ímyndað mér annað en að allir hljóti að finna virkilega góðan frambjóðanda fyrir sinn smekk.“
Frí sending að 20 kg
Nuddarinn Guðmundur Rafn Geirdal hugði á framboð árið 1996 þegar þau Ástþór Magnússon, Ólafur Ragnar Grímsson, Guðrún Agnarsdóttir, Pétur Kr. Hafstein og Guðrún Pétursdóttir, sem síðar dró framboð sitt til baka, sóttust eftir að taka við embættinu af Vigdísi Finnbogadóttur. Guðmundur Rafn lagði áherslu á að hann væri ungur maður með ferskar hugmyndir og fyrst og fremst andlegur. Hann gaf kost á sér með þeim orðum að „hann væri ákveðinn í að vera meðal væntanlegra forsetaframbjóðenda, einfaldlega vegna þess að ég finn innra með mér að sú ákvörðun sem ég tók í upphafi í janúar síðastliðnum stendur bjargföst. Ég hef um árabil stundað andlega rækt og hún hefur gefið mér þann hæfileika að finna skýrt hvað ég vil og hvað ég vil ekki. Ég finn mjög skýrt að ég vil verða næsti forseti Íslands, ef Guð og þjóðin vill,...“ Ekki dugði þetta til. Guðmundur
Sjálf var Sigrún ekki í vanda með að finna sinn frambjóðanda og er búin að kjósa utan kjörstaðar. „Ég ætla nú bara að fá að lýsa því yfir hér og nú, ef ég má, af því að ég er búin að kjósa að ég kaus að sjálfsögðu Andreu. Það eru náttúrlega fleiri sem vilja gjarnan nota málsskotsréttinn en hún vill færa þetta ennþá lengra í lýðræðisátt sem mér finnst bara stórkostlegt. Mér finnst hún glæsileg að öllu leyti. Ég þykist nú kannski vita að hún komist ekki að sem forseti en ég tel bara að því fleiri sem styðji hana og hennar hugmyndir þá hafi það vægi til þess að halda áfram.“ Sigrún segir að það hafi þótt hrein og bein firra þegar hún talaði um að nota málsskotsréttinn á sínum tíma. „En nú er þetta orðin staðreynd og það er búið að framkvæma þetta. Allar hugmyndir þurfa tíma til þess að breytast úr hugmynd í framkvæmd. Ég er
Guðmundur Rafn hafði áþekkar áherslur í stuttri kosningabaráttu sinni og Ástþór Magnússon og lagði áherslu á frið á jörð sem kosningamál.
Rafn náði ekki tilskildum fjölda meðmælenda í tæka tíð og mátti því sitja hjá. Hann segist hafa íhugað framboð í ársbyrjun 2012. „Ég hugsaði alveg um þetta í febrúar og mars hvort það kæmi til greina að ég færi fram en mér fannst aðstæður ekki alveg vera þannig að þetta væri rétti tíminn,“ segir Guðmundur Rafn.
Ólafur Ragnar skýtur fastar nú
Guðmundur Rafn segist fylgjast náið með baráttunni núna og finnst hún mun harðari en hún var fyrir sextán árum. „Þetta er miklu harðara núna og Ólafur Ragnar Grímsson er miklu beinskeyttari í skotum sínum á hana Þóru og er búinn að kalla hana puntudúkku og gagnrýna Svavar, eiginmann hennar, fyrir lélegan fréttaflutning. Hann var mjög kurteis árið 1996 eins og allir frambjóðendur þá. Því hafði verið spáð þá að þetta yrði mjög soraleg kosningabarátta en hún varð það ekki. Hún var kurteisleg í alla staði hjá öllum aðilum. Þannig að það kveður við annan tón núna og það er meiri harka núna. Kannski vegna þess að nú er verið að vega að vígi sitjandi forseta og hann breytist þá svolítið í gamla pólitíkusinn.“ Þrátt fyrir áhugann og að hafa íhugað framboð fyrr á árinu segist Guðmundur Rafn ekki nógu spenntur fyrir kosningunum til þess að hann reikni með því að fylgjast með úrslitunum í sjónvarpi á laugardagskvöld. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
1 árs skilaréttur
Fjarstýrð með síma
- gæsla og öryggi
Verð: 34.750 kr. Bendum á reglur um rafræna vöktun á personuvernd.is
Kíktu við - til öryggis • • • • • •
Þráðlaus samskipti við tölvur og snjallsíma Myndavél fjarstýrð með símanum Sendir myndir í tölvupósti við hreyfingu Nýjasta tækni í myndgæðum Einföld uppsetning – Íslenskar leiðbeiningar Gæsla í þínum höndum – Engin áskriftargjöld
öryggismyndavélar
Fjarstýrð Pan / Tilt
Foscam er leiðandi á sínu sviði með mest seldu öryggismyndavélar í Bandaríkjunum
Þráðlaus samskipti
Greinir hreyfingu og sendir boð
Hljóðnemi og hátalari
Nætursjón
í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18 • Eirberg ehf. • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Útsala 30-70%
afsláttur
NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS
14
viðtal
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A
12-1039
„Mér fannst ég vera nafli alheimsins“
22% VELTUAUKNING
2011
FLUGFÉLAGIÐ ERNIR ehf.
2010
2010
2011
62% SÖLUAUKNING MÝRANAUT
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A
12-1039
2011
2010
40% AUKIÐ REKSTRARUMFANG HÓPBÍLAR hf.
viðtal 15
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Ári eftir að Þórður Þorgeirsson, atvinnuknapi, var rekinn úr íslenska landsliðinu í hestaíþróttum fyrir drykkjulæti og dæmdur í kjölfarið í keppnisbann var hann kominn á botninn. Honum var hent út af heimili sínu frá tveimur ungum börnum. Helga Dís Hálfdánardóttir hafði sett honum stólinn fyrir dyrnar. Traustið var farið. Hann var búinn að drekka og dópa sig út úr fjölskyldunni. Smátt og smátt hafði drykkjan aukist, örvandi lyf fylgdu í kjölfarið. Nú tveimur árum síðar standa þau sem einn maður á Landsmóti hestamanna – móti sem þau kynntust á fyrir ellefu árum. Hann er þurrkaður og á beinu brautinni. Hún að læra að setja traust sitt aftur á hann. Þórður er einn besti atvinnuknapi landsins. Þau ræddu við Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttir á kaffistofu undir súð í hesthúsi í Víðidal.
M
ér leið mjög illa. Þessi tímapunktur líður aldrei úr minni mínu. Ég var kominn á stað sem enginn vill vera á. Það var allt farið og það rann upp fyrir mér að ég hafði glutrað niður öllu sem mig hafði dreymt um. Ég var í góðri vinnu, átti góða konu og allt þetta gullhúðaða fínerí. Og ég fokkaði því öllu upp. Það var engum um að kenna nema sjálfum mér,“ segir Þórður Þorgeirsson, einn helsti kynbótaknapi landsins, um síðsumarið 2010 þegar konan hans Helga Dís Hálfdánardóttir hafði vísað honum út eftir nærri áratugs samvistir. „Þar var botninum náð.“ Drykkjan og dramb hafði leitt hann af leið. „Ég hélt mér lengi gangandi á örvandi lyfjum til að fara í gegnum hlutina. Ég mætti alltaf í vinnu og hélt áfram. Helgardrykkja, hitt og þetta. Sull í áfengi og ég hélt að enginn tæki eftir því. Ég var kominn á endastöð.“
Veröldin var hans
Landsmót stendur nú yfir. Þetta er hápunktur íslenskra hestamanna. Mótssvæðið er glæsilegt, afgirt og vel hirt. Hesthúsið sem Þórður leigir er tandurhreint og hestarnir vel snyrtir, glansandi, fléttaðir, klipptir og stroknir. Hann er með metfjölda hrossa á þessu móti; þrjátíu og einn hest og er Fláki, sjö vetra stóðhestur frá Blesastöðum 1A, fremstur meðal jafningja. Hann er efstur hesta í gæðingaflokki þegar þetta er ritað. Þótt fjöldi hesta sé í húsinu er lyktin svo gott sem engin. Þetta er nútímahesthús og Þórður atvinnuknapi. Hann tekur við þjálfuðum hestum og sýnir á mótum sem þessum. Senseo-vél á kaffistofunni; sem útbúin er flottu, innfelldu rúmfleti, góðum stólum og borði. Kaffistofan er viðarklædd og hlýleg. Helga lætur renna í kaffibolla. „Það var mjög erfitt að láta hann fara en nauðsynlegt,“ segir hún. Hálft ár leið þar til þau tóku saman aftur. Á þeim tíma hafði hann tekið sig saman í andlitinu.
Hann fór í meðferð og skipti um gír. „Veröldin var mín. Alveg sama hvað gekk á,“ segir Þórður. Ekki lengur. „Nei, ég lít öðruvísi á hlutina. Áður fyrr fannst mér allt vera samkeppni. Samkeppnin er nú alveg til staðar, en á öðrum nótum. Ég gat aldrei samglaðst heldur leit á hest keppinautarins; þetta er bikkja, hugsaði ég í stað þess að sjá að hesturinn væri góður og geta sagt: Frábær hestur og góð vinna hjá þér. Lífið snerist meira um mig.“ Þau eru þó sammála um að keppnisfólk verði að vera egóistar inn við beinið. „En þú verður að sýna auðmýkt,“ segir Þórður. Erfitt sé að setja fingurinn á ástæðurnar en hann hafi pumpað upp sjálfstraustið með áfengi og lyfjum þar til honum leið sem ekkert gæti stöðvað hann.
Leiðin lá niður á við
En leiðin lá ekki upp á við. Heldur niður. Heimsmeistaramótið í Brunnadern í Sviss kom Þórði á kortið meðal margra almennra landsmanna. Það kom ekki til af góðu því mikið var fjallað um það í fjölmiðlum í ágúst 2009 þegar hann var rekinn úr landsliðinu vegna drykkjuláta. Svona eftir á að hyggja kom fjölmiðlaumfjöllun Þórði ekki á óvart. „Ég var boðaður í viðtal á öllum blöðum. Ég var beðinn um að koma í Kastljósið. En ég er guðslifandi feginn að hafa ekki tekið þátt í því öllu. Ég var ekki í þeirri stöðu að geta réttlætt eitt né neitt. Það hvarflaði að mér en ég talaði við góðan vin sem sagði: Gleymdu því, þú varst böstaður. Þú braust lög í tengslum við þetta. Það þýðir ekkert fyrir þig að mæta í sjónvarpssal og fara að rífa kjaft vitandi það sjálfur að þú hefur rangt fyrir þér. Það gengur ekki.“ Hann baðst afsökunar í yfirlýsingu á hegðun sinni sem fékk sína athygli og í bloggheimum hestamanna voru menn með eða á móti ákvörðuninni að láta hann úr landsliðinu fyrir agabrotið. En hann var dæmdur í keppnisbann.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is
Ég dró engin mörk. Mér fannst ég vera nafli alheimsins. Það var ekkert að mér. Það var allt fínt í kringum mig. Ömurlegur dúddi. Taldi mig vera með þetta. En var það ekki.“
– Þórður
„Ég fór margoft í gegnum þetta atvik í meðferðinni ári síðar og fékk oft spurninguna: Ert þú ekki gæinn sem varst rekinn úr landsliðinu? Það var ekki þægilegt að vera skjálfandi á sloppnum og viðurkenna að maður hafi verið böstaður í landsliðinu,“ segir hann. „Svona var þetta nú bara.“
Rakst á botninn haustið 2010
En fjölmiðlaathyglin og atvikin á heimsmeistaramótinu nægðu ekki til að stöðva drykkjuna. Enn eitt árið leið hjá. Drukkinn og á örvandi lyfjum var hann á kafi í vinnu og í sínu. Hann faldi fíkniefnin fyrir Helgu konu sinni. „Það var alltaf þessi feluleikur. Maður þurfti að fela það sem maður var að gera af sér. Ég komst upp með það nokkuð lengi,“ segir Þórður. Sögurnar gengu, en Helga segir að hún hafi breitt yfir þær í huga sér með því að þær byggðust líklegast helst á afbrýðisemi yfir velgengni hans. „Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur logið að sér,“ segir hún. Þórður segir þó að fullt af fólki í kringum þau hafi verið löngu búið að sjá í gengum þessa hluti. „Ég þekki töluvert af fólki sem hefur lent í því sama og ég, en maður er sá síðasti til að átta sig á stöðu sinni. Og það þótt aðrir, eins og vinir og fjölskylda, segðu að maður þyrfti að athuga sinn gang hugsaði ég: Það er ekkert að mér. Hvað meinar þú? Það er ekkert að mér! Dómgreindin var ekki til staðar.“ Þórður segir að niðursveiflurnar í kjölfar notkunar hafi verið að drepa hann. Hann hafi hreinlega lokað sig af heilu og hálfu dagana. „Niðursveiflan eftir svona túra er ógeðsleg. Viðbjóður,“ segir hann. Framhald á næstu opnu
ÞAÐ ERU JÁKVÆÐ TEIKN Á LOFTI
Í ÍSLENSKU ATVINNULÍFI
Fjölmörg fyrirtæki í viðskiptum við Arion banka eru að ná eftirtektarverðum árangri þrátt fyrir krefjandi aðstæður. Arion banki fagnar þessum góða árangri. Kynntu þér málið á arionbanki.is
16
viðtal
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Helga Dís Hálfdánardóttir og Þórður Þorgeirsson með hestinn Fláka frá Blesastöðum 1A. Þau kynntust á Landsmóti fyrir ellefu árum. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Mynd/Hari
Ég var boðaður í viðtal á öllum blöðum. Ég var beðinn um að koma í Kastljósið. En ég er guðslifandi feginn að hafa ekki tekið þátt í því öllu. Ég var ekki í þeirri stöðu að geta réttlætt eitt né neitt. Það hvarflaði að mér en ég talaði við góðan vin sem sagði: Gleymdu því, þú varst böstaður.
–Þórður
Átti erfiða æsku
„En í dag stend ég mig vel. Ég er drullu stoltur af sjálfum mér. Ég fór í gegnum mína meðferð og tók hana alla leið,“ segir hann. „Það er vottur að stríðsmanni í mér. Ég þoli ekki að tapa og það versta er að tapa fyrir sjálfum sér. Ég vann þessa orrustu – en þetta er stríð. Þó að löngunin hafi minnkað og mig langar ekki þangað þar sem ég var, koma augnablik – og þau þurfa ekki að vera stór, kannski eitt lag í útvarpinu eða kennileiti sem tengdu mig við neysluna – sem kveikja löngun í heilanum á mér. Þá þarf maður að kunna að slökkva,“ segir hann. „Hann var rosalega leiðinlegur á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum,“ segir hún. „Við mamma vorum meðvirkar með honum og notuðum afsakanir eins og að hann hafi átt svo erfiða æsku. Ég sá þetta ekki með efnin, en ég fann breytingu á honum þegar ég var ólétt að yngra barninu okkar sem nú er þriggja ára.“ Þórður er alinn upp í Árbænum en bjó einnig í Garðabæ á sínum yngri árum. Hann viðurkennir að það hafi verið töluverð óregla á heimili hans, þótt hann hafi ekki áttað sig á því sem barn, en á þeim tíma skildu foreldrar hans. Hann segir að hesthúsið hafi á stundum verið athvarf hans. Þar svaf hann jafnvel á unglingsárunum og var þá ekki saknað. „Og þetta voru
ekki svona fín hesthús eins og núna,“ skýtur Helga að. Tíu ára varð hann fyrst drukkinn, lýsir hann og tólf ára var hann í sveit sumarlangt með gríslingum af götunni í Reykjavík á sveitabænum Skarði í Landssveit. Þangað voru þeir sendir til að veita foreldrunum frí. Þeir drukku hrísgrjónavín, sem þeir brugguðu sjálfir. Á þessum unglingsárum fékk hann einnig að vita að hann væri ekki sonur föður síns. Það fékk hann að heyra í hesthúsunum. Það vissu allir nema hann. „Ég varð nú ekki fyrir neinu áfalli. Ég hugsaði ekki mikið um þetta,“ segir hann. En hann þekkir líffræðilegan föður sinn í dag. „Þetta var aldrei rætt heima. Ég reyndi að minnast á þetta við móður mína. Já, sagði hún. Þetta er svona og það var ekki farið meira út í það. Það var ekkert kallað til áfallahjálparteymi til að athuga hvort barnið væri í lagi; heldur var viðkvæðið: Svona er þetta – og taktu til í herberginu þínu.“ En mótaði þessi æska Þórð? „Ég er alinn upp við það að bjarga mér.“
Fluttu saman til Þýskalands
Síðastliðið haust ákváðu Helga og Þórður að skipta um umhverfi. Hann vildi meðal annars rétta sig almennilega af utan þess umhverfis sem hafði verið leikvöllur hans. Þau fluttu til Þýskalands, þar sem Þórður hafði af og til starfað í gegnum tíðina – með íslenska hestinn þar, enda eru þeir vart færri meðal Þjóðverja en hér á landinu eða um 100 þúsund hestar. „Okkur líkar þetta vel. Og þetta er í rauninni ekki ósvipað og ég var að gera þegar ég fór héðan frá Íslandi og var að vinna úti. Nú fer ég frá Þýskalandi og kem hingað.“ Þau hafa ekki ákveðið hversu löng útlegðin verður, sjá fyrir sér að fara út í frekari ræktun á hrossum og eiga þau hér heima. „Það er betra að ala hrossin hér á Íslandi,“ segir Þórður. „Allt uppeldi á íslenskum hesti hér er margfalt betra en á þeim sem eru úti. Hrossin læra betur að hugsa um sig sjálf. Þau þurfa að hafa fyrir hlutunum. Úti í heimi er öllu ýtt að þeim. Þau þurfa lítið að hugsa eða hafa áhyggjur af hlutunum. Þetta eru dekurdýr,“ segir Þórður og Helga tekur við. „Ég hef gífurlegan áhuga á ræktun. Við höfum verið að viða að okkur ungum hryssum. Við getum ekki keppt við efnamikla menn sem kaupa dýr hross og kaupum þau því mjög ung – ég held að við getum orðið ágæt í því.“ Og þau komu með sína fyrstu, ungu hryssu – Brynju frá Hrauni, sem er undan Kráki frá Blesastöðum, á Landsmótið núna og er hún önnur efst í sínum flokki. „Hún verður ein af stofnhryssum okkar. Því aðalmálið er að eignast góða meri. Það er ekkert mál að komast í góða stóðhesta.“
Líður miklu betur edrú
Þórður segir að það sé tvímælalaust önnur tilfinning að ná góðum árangri á mótum undir áhrifum en edrú. „Ég átti mitt besta ár í fyrra. Á síðasta ári var Lands-
mót á Vindheimamelum. Það var fram að þessu besta ár okkar Helgu. Þetta Landsmót gat ekki farið betur og sú tilfinning að vera hreinn á móti er stórkostleg. Það getur ekki verið betra.“ Viðmót Þórðar hefur breyst. Og eftir því hefur verið tekið. Hann fékk ásetuverðlaun knapa á Landsmótinu á Vindheimamelum í fyrra – verðlaun sem veitt eru fyrir frábæra reiðmennsku. „Þau komu mér á óvart, af því að þetta var fyrsta árið frá því að ég hætti að drekka. En hvílíkt ánægjulegt.“ En viðsnúningurinn eru engin geimvísindi, að sögn Þórðar. Sé maður jákvæður og sýni öðru fólki gott viðmót, brosi, þá fái maður það margfalt til baka. „En ef þú ert eins og hrokafullur uppskafningur færðu það til baka. Þá nennir enginn að tala við þig!“ Spurður hvort hann hafi upplifað sig þannig svarar hann: „Nei, nei, mér fannst allir aðrir vera vitleysingar. Það var ekkert að mér. Þetta voru bara leiðindapésar og vandamálin hjá þeim,“ segir hann hressilega og skopast af sjálfum sér. Þau segja bæði að sambandið sé ekki sambærilegt við það sem var. „Þetta er stöðug vinna,“ segir Helga og bætir við. „Vinna úr fortíðinni, klára hana og halda áfram. Vera ekki að tönglast á atburðum sem áttu sér stað. Það tók sinn tíma.“ Þórður tekur undir það. „Sjálfum finnst mér, ef ég ber þetta ár saman við það síðasta, að við eigum langt í land en traustið er orðið massífara. Það var náttúrulega ekki neitt,“ segir hann. „Ég veit hvað ég má og hvað ekki. Ég dró engin mörk. Mér fannst ég vera nafli alheimsins. Það var ekkert að mér. Það var allt fínt í kringum mig. Ömurlegur dúddi. Taldi mig vera með þetta. En var það ekki.“
Náðu að rétta sambandið af
En ertu með þetta í dag? „Já,“ svarar hann og þau hlæja. „Bara fyrir það að vera búinn að ganga í gengum þetta og rísa upp á lappirnar aftur og ná góðum árangri. En fyrst og síðast þar sem ég hef haldið mig frá þessu rugli.“ Hann stendur upp. „Helga þú klárar þetta.“ Hann er rokinn. Helga segir Þórð ekki hafa verið vinsælasta manninn í fjölskyldunni þegar verst lét. Hún hafi verið sár og reið en vildi honum vel þegar hún setti hann út fyrir dyrnar. „Þau studdu mig. Maður var í molum á sama tíma og maður þóttist vera töff og grimm við hann. Ég var mjög staðföst þegar ég lét hann fara og fékk mjög mikinn stuðning hjá foreldrum mínum.“ Á þessum krossgötum fyrir tveimur árum segist hún hafa búist við því að hann tæki strikið niður á við og sykki enn dýpra. Hann hafi hins vegar tekið u-beygju og haldið stuttu seinna í meðferðina. Það hafi verið gæfuspor. „Og það var ekki fyrr en í vor sem ég áttaði mig á því að þetta væri komið. Þá hringdi ég í hann og sagði: Ég elska þig aftur. Það hefur alveg tekið þennan tíma að rétta sambandið af.“
Kjósum sátt Ég skora á alla Íslendinga að kjósa þann frambjóðanda sem þeir treysta best til að starfa af heilindum fyrir alla þjóðina. Eflum bjartsýni og beinum kröftum okkar að uppbyggingu jákvæðara og betra samfélags. Sterkur forseti gengur á undan með góðu fordæmi. Nái ég kjöri mun ég: – Tryggja að þjóðin hafi síðasta orðið um aðild að Evrópusambandinu. – Vera föst fyrir og beita synjunarvaldinu af hófstillingu. – Vinna að sátt í samfélaginu og efla skilning á málstað Íslendinga á alþjóðavettvangi. – Fara að tilmælum rannsóknarskýrslunnar og setja forsetaembættinu skýrar siðareglur. Sameinumst – kjósum sátt fremur en sundrung og átök
www.thoraarnors.is
18
fótbolti
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Hrafninn, Vélin, Arkitektinn og Föli riddarinn Úrslitaleikurinn á EM fer fram á sunnudagskvöld. Mótið fór fremur rólega af stað en leikar hafa smám saman tekið að æsast og í heildina hefur þetta verið hin besta skemmtun. Fjórir miðjumenn hafa staðið sig best allra og hljóta að koma til greina sem besti maður mótsins.
Mesut Özil Hrafninn
Hinn þýski Mesut Özil sló í gegn á HM fyrir tveimur árum. Ekki könnuðust margir við piltinn fyrir mótið en að því loknu var hann á allra vörum. Hann var keyptur til Real Madrid í kjölfarið og hefur verið á stöðugri uppleið síðan. Özil er leikmaður sem höfðar til flestra knattspyrnuáhugamanna enda er hann alltaf að reyna að skapa eitthvað; stöðugt vakandi við að reyna að finna glufur á vörn andstæðinganna. Hann stjórnar leiknum og skilar ótrúlegum fjölda stoðsendinga (3 til þessa á mótinu, 24 á síðasta tímabili með Real Madrid) en er jafnframt alltaf að leita að markinu sjálfur með snjöllum hlaupum í gegnum varnarlínu andstæðinganna. Eitt af viðurnefnum hans er Hrafninn sem vísar einmitt til þess hversu klókur hann er og þefvís á tækifærin. Özil er ein af stjörnunum í þýska liðinu en hann er alls ekki týpísk fótboltastjarna. Hann er ekki sá sem myndavélarnar leita að eins og Ronaldo eða Pirlo – á sinn hógværa hátt keyrir hann þýska liðið áfram. Hann er kremið á kökunni í hinni sterku liðsheild Þjóðverja.
Aldur: 23 ára. Leikir/mörk: 248/33 Landsleikir/ mörk: 37/8
Föli riddarinn
Andrés Iniesta er, líkt og Özil, ekki alltaf í sviðsljósinu þó sóknarleikur Spánverja fari að stórum hluta í gegnum hann. Reyndar er spænska liðið þannig mannað á miðjunni að það er beinlínis ósanngjarnt að taka einn leikmann út sem aðalmanninn – þó Xavi sé ekki alveg sami leikmaður og hann var fyrir tveimur árum er hann samt einn sá besti í heimi. Og þeir Iniesta saman, með ekki ómerkari mann en Xabi Alonso sér til fulltingis, leika sér að hvaða andstæðingum sem er á góðum degi. Iniesta hefur á sinn hægláta hátt verið lykilmaður hjá Spánverjum; hann er að allan leikinn og virðist alltaf eiga nóg inni. Liðið hefur stundum spilað framherjalaust og fyrir vikið hafa miðjumennirnir séð enn meira af boltanum. Föli riddarinn hefur blómstrað í því leikkerfi.
Arkitektinn
Andrés Iniesta Aldur: 28 ára. Hjúskaparstaða: Á föstu með Önnu Ortiz. Saman eiga þau eina dóttur. Leikir/mörk: 462/46 Landsleikir/ mörk: 70/10
Andrea Pirlo Aldur: 33 ára. Hjúskaparstaða: Kvæntur Deboruh Roversi og saman eiga þau tvö börn. Leikir/mörk: 570/56 Landsleikir/ mörk: 87/10
Fyrir leik Englendinga og Ítala í fjórðungsúrslitunum virtust flestir á því að uppgangur enska liðsins myndi halda áfram en andstæðingarnir yrðu sendir heim með skottið á milli lappanna. Sú varð alls ekki raunin. Þó úrslitin hafi ekki ráðist fyrr en í vítaspyrnukeppni voru yfirburðir Ítala slíkir að þeir ensku ættu að láta það vera að rifja upp tölfræðina úr leiknum. Ítalir voru með boltann 64 prósent tímans og skiluðu 815 sendingum á móti 320 Englendinga. Aðalmaðurinn í ítalska liðinu, heilinn, var sem fyrr Andrea Pirlo. Hann skilaði 117 sendingum í leiknum, fleirum en miðjumenn Englendinga, Gerrard, Parker, Milner og Ashley Young, samanlagt. Til að toppa þetta niðurlægði hann þá með Panenka-vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni! Pirlo hefur oft verið kallaður Arkitektinn enda hefur hann ótrúlega yfirsýn og skilning á leiknum. Hann er ótrúlega nákvæmur í löngum sendingum og mikill aukaspyrnusérfræðingur eins og hann sannaði í leiknum á móti Króötum. Þá lagði hann upp mörk á móti Spánverjum og Írum auk þess að stýra enska skipinu heim á leið eins og áður er getið. Pirlo er 33 ára og gæti átt nokkur góð ár eftir með félagsliði sínu þó farið gæti að styttast í annan endann hjá landsliðinu. Óhætt er að fullyrða að mennirnir í brúnni hjá Juventus, sem fengu hann frítt frá AC Milan í fyrra, kvarta ekki yfir þeim viðskiptum.
Vélin
Cristiano Ronaldo Aldur: 27 ára. Hjúskaparstaða: Á föstu með rússnesku fyrirsætunni Irinu Shayk. Á tveggja ára son. Leikir/mörk: 467/269 Landsleikir/ mörk: 95/35
Rétt eins og gamli félagi hans hjá Manchester United, Wayne Rooney, og erkióvinur hans, Lionel Messi, hefur Cristiano Ronaldo verið gagnrýndur fyrir að hafa aldrei sýnt sitt rétta andlit með landsliði sínu. Þetta Evrópumót virtist ætla að verða eins og önnur stórmót hjá Portúgalanum þar til Ronaldo vaknaði til lífsins með tveimur mörkum gegn Hollendingum í lokaleik riðilsins. Hann skoraði svo sigurmarkið gegn Tékkum í fjórðungsúrslitunum og virtist loks kominn til að blómstra á stóra sviðinu. Ronaldo, eða Vélin eins og félagar hans í Real Madrid hafa stundum kallað hann, hefur átt ótrúlegar þrjár leiktíðir með Real eftir að hann var keyptur frá Manchester United. Samtals hefur hann spilað 144 leiki á þessum þremur árum með liðinu og í þeim lúðrað inn 146 mörkum. Í deildinni hefur hann skorað 112 mörk í 101 leik sem er hreint ótrúlegur árangur. Samt fellur hann í skuggann af Leo litla Messi. Ronaldo og félagar stálu þó Spánarmeistaratitlinum af Barcelona í vor og eftir góða frammistöðu á þessu móti hugsar hann sér eflaust gott til glóðarinnar í keppninni við Messi. Margir kunna þó að velta því fyrir sér hvort Portúgal hefði komist í úrslitaleikinn ef Ronaldo, fyrirliði liðsins og vítaskytta, hefði tekið fyrstu spyrnuna í vítaspyrnukeppninni við Spánverja? Honum var ætluð fimmta og síðasta spyrnan en áður en til hennar kom höfðu félagar Ronaldos klúðrað keppninni.
Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is
Leifsgata
1. kjördeild Aðalstræti Amtmannsstígur Austurstræti Ánanaust Ásvallagata Bakkastígur Baldursgata Bankastræti Barónsstígur Bárugata Bergstaðastræti 3-51 2. kjördeild Bergstaðastræti 52-86 Bergþórugata Bjargarstígur Bjarkargata Bjarnarstígur Blómvallagata Bókhlöðustígur Bragagata Brattagata Brávallagata Brekkustígur Brunnstígur Bræðraborgarstígur Drafnarstígur Egilsgata Eiríksgata Fischersund Fjólugata Fjölnisvegur
3. kjördeild Frakkastígur Framnesvegur 1-54 Framnesvegur 56-56a Framnesvegur 58-58b Freyjugata Garðastræti Grettisgata 2-86 Grjótagata Grundarstígur Haðarstígur
6. kjördeild Lindargata Ljósvallagata Lokastígur Lækjargata Marargata Miðstræti Mímisvegur Mjóstræti Mýrargata Njarðargata Njálsgata 1-87 Norðurstígur Nýlendugata
4. kjördeild Hallveigarstígur Hávallagata Hellusund Hofsvallagata 1-23 Holtsgata Hólatorg Hólavallagata Hrannarstígur Hringbraut, sléttar tölur Hverfisgata
7. kjördeild Nönnugata Óðinsgata Pósthússtræti Ránargata Seljavegur Sjafnargata Skálholtsstígur Skothúsvegur Skólabrú Skólastræti Skólavörðustígur Skúlagata 10-46
5. kjördeild Ingólfsstræti Kárastígur Kirkjugarðsstígur Kirkjustræti Kirkjutorg Klapparstígur Laufásvegur Laugavegur 5-100
8. kjördeild Smáragata Smiðjustígur Snorrabraut, sléttar tölur Sóleyjargata Sólvallagata Spítalastígur Stýrimannastígur
Suðurgata 3-37 Tjarnargata Tryggvagata Túngata Týsgata Unnarstígur 1. kjördeild Auðarstræti Austurbrún Álfheimar Álftamýri 2-36
9. kjördeild Urðarstígur Vatnsstígur Vegamótastígur Veghúsastígur Veltusund Vesturgata Vesturvallagata Vitastígur Þingholtsstræti Þorfinnsgata Þórsgata Ægisgata Öldugata
2. kjördeild Álftamýri 37-75 Ármúli Ásholt Ásvegur Barðavogur Bolholt Bollagata Borgartún Bólstaðarhlíð Brautarholt Brekkulækur Brúnavegur
10. kjördeild Erlendis búsettir lengur en 8 ár Erlendis búsettir skemur en 8 ár Óstaðsettir í hús Sendiráðsstarfsmenn
3. kjördeild Bugðulækur Dalbraut Dragavegur Drekavogur Dugguvogur Dyngjuvegur Efstasund Eikjuvogur Einholt Engjateigur Fellsmúli 2-17
4. kjördeild Fellsmúli 18-22 Ferjuvogur Flókagata Glaðheimar Gnoðarvogur Goðheimar Grensásvegur 14 Grettisgata 90-98 Guðrúnargata Gullteigur Gunnarsbraut 5. kjördeild Háaleitisbraut Háteigsvegur 6. kjördeild Hátún Hjallavegur Hjálmholt Hlunnavogur Hofteigur Hólmasund Hólsvegur Hraunteigur Hrefnugata 7. kjördeild Hrísateigur Höfðatún Jökulgrunn Kambsvegur
Karfavogur Karlagata Kirkjusandur Kirkjuteigur Kjartansgata Kleifarvegur Kleppsvegur 2-54 8. kjördeild Kleppsvegur 56-144 Kleppsvegur Hrafnista Kleppur starfsmannahús Langahlíð Langholtsvegur 1-115 9. kjördeild Langholtsvegur 116-208 Laugalækur Laugarásvegur Laugarnestangi Laugarnesvegur 10. kjördeild Laugateigur Laugavegur 103-162 Ljósheimar Mánagata Mánatún Meðalholt Miðtún 11. kjördeild Mjölnisholt
Mörkin Njálsgata 90-112 Njörvasund Norðurbrún Nóatún Nökkvavogur Otrateigur Rauðalækur 12. kjördeild Rauðarárstígur Reykjavegur Safamýri Samtún Selvogsgrunn Sigluvogur Sigtún Silfurteigur Síðumúli Skaftahlíð 1-28 13. kjördeild Skaftahlíð 29-42 Skarphéðinsgata Skeggjagata Skeiðarvogur Skipasund Skipholt 14. kjördeild Skúlagata 52-80 Snekkjuvogur
við forsetakosningar 30. júní 2012
1. kjördeild Aflagrandi Aragata Arnargata Álagrandi Bauganes Baugatangi Bárugrandi Birkimelur Boðagrandi Dunhagi Eggertsgata 2-8 2. kjördeild Eggertsgata 10-34 Einarsnes Einimelur Faxaskjól Fáfnisnes Fálkagata Fjörugrandi Flyðrugrandi Fornhagi Fossagata Framnesvegur 55 og 57 Framnesvegur 59-68 3. kjördeild Frostaskjól Gnitanes Góugata Granaskjól Grandavegur Grenimelur Grímshagi Hagamelur 2-40 4. kjördeild Hagamelur 41-53 Hjarðarhagi Hofsvallagata 49-62 Hringbraut, oddatölur Hörpugata Kaplaskjólsvegur
5. kjördeild Keilugrandi Kvisthagi Lágholtsvegur Lynghagi Meistaravellir Melhagi Neshagi Nesvegur Oddagata Rekagrandi 6. kjördeild Reykjavíkurvegur Reynimelur Seilugrandi Skeljagrandi Skeljanes Skeljatangi Skerplugata Skildinganes Skildingatangi Smyrilsvegur Starhagi Suðurgata 100-121 7. kjördeild Sörlaskjól Tómasarhagi Víðimelur Þjórsárgata Þormóðsstaðavegur Þorragata Þrastargata Ægisíða Öldugrandi 8. kjördeild Erlendis búsettir lengur en 8 ár Erlendis búsettir skemur en 8 ár Óstaðsettir í hús Sendiráðsstarfsmenn
1. kjördeild Barmahlíð Beykihlíð Birkihlíð Blönduhlíð Bogahlíð Drápuhlíð 1-33 2. kjördeild Drápuhlíð 34-48 Engihlíð Eskihlíð Grænahlíð Hamrahlíð Háahlíð Hörgshlíð Lerkihlíð Mávahlíð 1-31
1. kjördeild Aðalland Akraland Akurgerði Austurgerði Áland Álfaland Álftaland Ánaland Árland Ásendi Ásgarður Bakkagerði
3. kjördeild Mávahlíð 32-48 Miklabraut Mjóahlíð Reykjahlíð Reynihlíð Stakkahlíð Stigahlíð Suðurhlíð Vesturhlíð Víðihlíð
Básendi Bjarmaland Bleikargróf Blesugróf Borgargerði Brautarland 2. kjördeild Breiðagerði Brekkugerði Brúnaland Búðagerði Búland
Bústaðablettur Bústaðavegur Byggðarendi Dalaland Efstaland Efstaleiti Espigerði Fossvogsvegur 3. kjördeild Furugerði Garðsendi Gautland
1. kjördeild Akrasel Árskógar Bakkasel Bláskógar Brekkusel Dalsel Dynskógar Engjasel 1-83 2. kjördeild Engjasel 84-87 Fífusel Fjarðarsel Fljótasel Flúðasel Giljasel Gljúfrasel Grjótasel Grófarsel Hagasel
3. kjördeild Hálsasel Heiðarsel Hjallasel Hléskógar Hnjúkasel Holtasel Hólmasel Hryggjarsel Hæðarsel Jakasel Jórusel Jöklasel Kaldasel Kambasel 1-48 4. kjördeild Kambasel 49-85 Kleifarsel Klyfjasel Kögursel
Geitland Giljaland Goðaland Grensásvegur 24-60 Grundargerði Grundarland Haðaland Hamarsgerði Háagerði 4. kjördeild Heiðargerði Helluland Hjallaland Hlíðargerði Hlyngerði Hólmgarður Hulduland
Lambasel Látrasel Lindarsel Ljárskógar Lækjarsel Melsel Mýrarsel Rangársel Raufarsel Réttarsel Seljabraut Síðusel Skagasel Skógarsel 5. kjördeild Skriðusel Staðarsel Stafnasel Stallasel Stapasel
Hvammsgerði Hvassaleiti 1-37 5. kjördeild Hvassaleiti 38-157 Hæðargarður Hörðaland Jöldugróf Kelduland Kjalarland Kjarrvegur Klifvegur Kringlan Kúrland 6. kjördeild Kvistaland Langagerði
Steinasel Stekkjarsel Stíflusel Strandasel Strýtusel Stuðlasel Teigasel Tindasel Tjarnarsel Tungusel Vaðlasel Vaglasel Vatnasel Vogasel Ystasel Þingasel Þjóttusel Þrándarsel Þúfusel Þverársel
Láland Litlagerði Ljósaland Logaland Markarvegur Markland Melgerði Miðleiti Mosgerði Neðstaleiti 7. kjördeild Ofanleiti Rauðagerði Réttarholtsvegur Seljaland Seljugerði Skálagerði
Skógargerði Skógarvegur Sléttuvegur 8. kjördeild Snæland Sogavegur Steinagerði Stjörnugróf Stóragerði Sævarland Teigagerði Traðarland Tunguvegur Undraland Viðjugerði Vogaland
Vættaskóli Borgir (áður Borgaskóli)
Snorrabr., oddatölur Sólheimar Sóltún Sporðagrunn Stakkholt 15. kjördeild Stangarholt Starmýri Stórholt Stúfholt Suðurlbr. 16-66 Suðurlbr. Álfabrekka Sundlaugavegur Sunnuvegur Súðarvogur Sæviðarsund Úthlíð Vatnsholt Vesturbrún Vífilsgata Þverholt
1. kjördeild Austurfold Baughús Básbryggja Bláhamrar Brekkuhús Dalhús Dverghamrar Dyrhamrar Eldshöfði Fannafold 1-157 2. kjördeild Fannafold 158-251 Frostafold Funafold Funahöfði Garðhús 3. kjördeild Geithamrar Gerðhamrar Grundarhús Hamarshöfði Hesthamrar Hlaðhamrar Hlíðarhús Hverafold Höfðabakki Jöklafold Krosshamrar
1. kjördeild Álfaborgir Bakkastaðir Barðastaðir Berjarimi Breiðavík 1-16
4. kjördeild Leiðhamrar Logafold Miðhús Naustabryggja 5. kjördeild Neshamrar Rauðhamrar Reykjafold Salthamrar Smiðshöfði Sporhamrar Stakkhamrar Suðurhús Svarthamrar Sveighús Vallarhús Vegghamrar Veghús Vesturfold Vesturhús Vesturlbr. Keldur
2. kjördeild Breiðavík 17-89 Brúnastaðir Dísaborgir Dofraborgir Dvergaborgir Fífurimi Flétturimi Fróðengi 1-9 3. kjördeild Fróðengi 10-20 Garðsstaðir Gautavík Goðaborgir Grasarimi Gufunesvegur Gullengi Hamravík Hrísrimi
4. kjördeild Hulduborgir Hvannarimi Jötnaborgir Klukkurimi Laufengi Laufrimi Ljósavík 5. kjördeild Lyngrimi Mosarimi Mururimi Reyrengi Rósarimi Smárarimi Sóleyjarimi 1-23 6. kjördeild Sóleyjarimi 33-123 Stararimi Starengi Tröllaborgir Vallengi Viðarrimi Vættaborgir Æsuborgir
1. kjördeild Andrésbrunnur Biskupsgata Freyjubrunnur Friggjarbrunnur Gefjunarbrunnur Gerðarbrunnur Gissurargata Grænlandsleið Gvendargeisli, oddatölur Haukdælabraut Iðunnarbrunnur Jónsgeisli
Úlfarsbraut Úlfarsfellsvegur Vesturlandsbraut Engi Vesturlandsbraut Fífilbrekka Vesturlandsbraut Lambhagi 2. kjördeild Kristnibraut, oddatölur Vesturlandsbraut Mæri Vesturlandsbraut Stekkur Lambhagavegur Vesturlbr. Tjarnarengi Lofnarbrunnur Vesturlbr. Úlfarsfell 1 og 3 Marteinslaug Vesturlandsbraut Víðimýri Sifjarbrunnur Þórðarsveigur Sjafnarbrunnur Skyggnisbraut Urðarbrunnur Kapellustígur Katrínarlind Klausturstígur
1. kjördeild Álfsnes og önnur bæjarnöfn Búagrund
Esjugrund Furugrund Helgugrund
Hofsbraut Jörfagrund Víkurgrund
Forsetakosningar 2012
1. kjördeild Arahólar Asparfell Austurberg Álftahólar Blikahólar Blöndubakki
Depluhólar Dúfnahólar Dvergabakki Erluhólar Eyjabakki Fannarfell Ferjubakki Fornistekkur 2. kjördeild Fremristekkur Brúnastekkur Fýlshólar
1. kjördeild Álakvísl Árbæjarblettur Árkvörn Birtingakvísl Bjallavað Bleikjukvísl Brautarás Brekkubær Brúarás Bröndukvísl Búðavað Deildarás Dísarás Elliðavað Eyktarás
2. kjördeild Fagribær Ferjuvað Fiskakvísl Fjarðarás
Gaukshólar Geitastekkur Gilsárstekkur Grýtubakki 2-12 3. kjördeild Grýtubakki 14-32 Gyðufell Hamraberg Haukshólar
Háberg Heiðnaberg Hjaltabakki Hólaberg Hólastekkur Hrafnhólar Hraunberg Iðufell Írabakki 2-24 4. kjördeild Írabakki 26-34 Jórufell Jörfabakki Keilufell Klapparberg
Kóngsbakki Kríuhólar Krummahólar 1-8 5. kjördeild Krummahólar 9-59 Kötlufell Lambastekkur Lágaberg Leirubakki Lundahólar Maríubakki Máshólar Möðrufell Neðstaberg Norðurfell
Rofabær Sandavað Seiðakvísl Selásblettur Selásbraut Selvað 5. kjördeild Silungakvísl Lækjarvað Sílakvísl Malarás Skógarás Melbær Stangarhylur Móvað Suðurás Mýrarás Suðurlbr. Árbæjarsafn Norðurás Suðurlbr. Bakkakot 3. kjördeild Næfurás Hraunbær 14-110 Rafstöðvarvegur Suðurlbr. Elliðavatn Suðurlbr. Hella Rauðavað Suðurlbr. Hólmur 4. kjördeild Rauðás Suðurlbr. Litlaland Hraunbær 111-198 Reiðvað Suðurlbr. Reykhólar Kambavað Reyðarkvísl Suðurlbr. Sólnes Klapparás Reykás 1-25 Suðurlv. Sólbrekka Kleifarás Urriðakvísl Kólguvað 6. kjördeild Krókavað Reykás 26-49
Glæsibær Grundarás Hábær Heiðarás Heiðarbær Helluvað Hestavað Hlaðbær Hólavað Hólmvað Hraunbær 1-13
Laxakvísl Lindarvað Lyngháls Lækjarás
7. kjördeild Vallarás Vesturás Viðarás Vindás Víkurás Vorsabær Ystibær Þingás Þingvað Þverás Þykkvibær
Núpabakki Nönnufell Orrahólar Ósabakki Prestbakki 6. kjördeild Réttarbakki Rituhólar Rjúpufell Skriðustekkur Smyrilshólar Spóahólar Staðarbakki Starrahólar Stelkshólar
Suðurhólar Súluhólar Torfufell 1-32 7. kjördeild Torfufell 33-50 Trönuhólar Tungubakki Ugluhólar Unufell Urðarbakki Urðarstekkur Valshólar Vatnsveituvegur Vesturberg 1-94
8. kjördeild Vesturberg 95-199 Vesturhólar Víkurbakki Völvufell Yrsufell Þangbakki Þórufell Þrastarhólar Æsufell
3. kjördeild Gvendargeisli, sléttar tölur Kirkjustétt Kristnibraut, sléttar tölur Laxalón Maríubaugur
4. kjördeild Ólafsgeisli Prestastígur Vesturlbr. Grafarholt Þorláksgeisli
22
viðtal
1
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Þetta er fyrsta greinin í greinaflokki Sigríðar Daggar Auðunsdóttur um endurreisn grænlensks samfélags sem nú hillir undir að geti orðið að á undanförnum árum og þá hugarfarsbreytingu sem unga kynslóðin í Grænlandi er að takast að innleiða. Hugarfarsbreytingin felst í aukinni sjálf-
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
stæðisvitund og ábyrgð sem er jafnframt nauðsynleg til þess að Grænlendingum takist að skapa sér það heilbrigða samfélag sem þeir kjósa að búa í.
sigridur@ frettatiminn.is
veruleika. Sigríður Dögg fékk fréttamannastyrk Norðurlandaráðs til þess að fara til Grænlands og kynna sér þá þróun sem orðið hefur á samfélaginu
Inga Dóra Guðmundsdóttir með tvö yngri börn sín, Maríu 4. ár og Mathildu 3. ára. Ljósmynd/SDA
Ég vil taka þátt í að byggja upp þetta þjóðfélag, ég vil leggja mitt af mörkum og taka þannig ábyrgð.
Lærum af mistökunum og höldum áfram Inga Dóra Guðmundsdóttir vann í fiski á Ísafirði á sumrin og spilaði fótbolta með íslenska landsliðinu. Hún sat í borgarstjórn Nuuk og ritstýrði öðru af stærsta dagblaði Grænlands. Hún nýtir sér það besta úr íslensku genunum sínum; sjálfstæðið, áræðnina og ábyrgðina og ætlar að nýta þau í þágu þjóðfélags sem horfir björtum augum á framtíðina. Sigríður Dögg Auðunsdóttir hitti hana í Nuuk.
Nefkvef, hnerri og kláði í nefi eru helstu einkenni frjókornaofnæmis Nýjung Sinose 100% náttúrulegt efni
sem úðað er í nef og kemur af stað öflugum hnerra sem hjálpar j p til við að hreinsa ofnæmisvaka úr nefi en iðinni róar það og ver með áframhaldandi notkun. í leiðinni
PRENTUN.IS
Sinose er þrívirk blanda sem hreinsar, róar og ver. Hentar einnig þeim sem þjást af stífluðu nefi og nef- og kinnholubólgum. Hentar öllum frá 12 mánaða aldri, á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur. Slævir ekki, engin kemísk íblöndunarefni. blö d f i
30 daga
Ef það virkar ekki, þá má skila því innan 30 daga, munið að geyma kvittunina! Andaðu léttar og njóttu sumarsins með Sinose Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum
ánægjutrygging Frekari upplýsingar www.gengurvel.is
I
nga Dóra Guðmundsdóttir er Grænlendingur. Hún komst að því rúmlega tvítug, þegar hún var við háskólanám í Danmörku, að hún er grænlensk í hjarta sínu. Hún á íslenskan föður, Guðmund Þorsteinsson og grænlenska móður, Benedikte Þorsteinsson. „Ég fæddist í Reykjavík á Þorláksmessunótt árið 1971. Við áttum heima í Reykjavík þangað til ég var 12 ára en fórum öll sumur til Suður-Grænlands. Þá var flogið með Icelandair til Narsarsuaq og því auðvelt að komast á milli,“ segir Inga Dóra á nær lýtalausri íslensku. Við sitjum á veröndinni við einbýlishús hennar í gamla bæjarhlutanum í Nuuk í blíðskaparveðri, 18 stiga hita, logni og sól. Óli, maðurinn hennar, dundar sér við að gera undirstöður fyrir grindverk sem ætlunin er að setja upp í kringum húsið. Inga Dóra er með málningu í hárinu og á höndunum. „Við erum að gera fínt hjá okkur því við erum að flytja til Suður-Grænlands og ætlum að leigja húsið okkar út fyrst um sinn,“ útskýrir hún. Þetta verður ein af fáum girðingum í kringum hús hér í Nuuk því girðingar finnast nær eingöngu í elsta bæjarhlutanum, þá mjög lágreistar og nánast aðeins til skrauts. Almennt reisir fólk ekki veggi milli sín og nágranna sinna hér í Grænlandi. „Við vorum öll sumur í Grænlandi, afi minn var stærsti fjárbóndi Grænlands og átti stóra fjölskyldu, 14 börn og við vorum alltaf hjá honum á sumrin, mamma og pabbi og við tvær, systurnar,“ segir Inga Dóra af
uppvexti sínum. „Það var pabbi sem vildi flytja til Grænlands. Hann langaði að verða fjárbóndi og taka við búinu af afa. Mamma var hikandi til að byrja með en fékkst svo til þess. Þau höfðu hins vegar ekkert hugsað sérstaklega út í það að við systurnar þyrftum að fara í skóla. Við fluttum því til Qaqortoq eftir fjóra mánuði í Grænlandi og síðan hef ég eiginlega aldrei viljað fara aftur.“ Íslenskar rætur hennar Ingu Dóru ristu þó djúpt. Eftir að hafa lokið grunnskóla í Qaqortoq ákvað hún að fara í Menntaskólann í Reykjavík. „Á þessu tímabili var ég ákveðin í að vera á Íslandi. Ég hafði verið á Ísafirði hjá föðurbróður mínum, Guðjóni Þorsteinssyni, á sumrin og spilaði fótbolta og vann í fiski. Ég var valin í íslenska landsliðið í fótbolta og eignaðist margar góðar vinkonur í gegnum fótboltann. Íslenskan reyndist mér hins vegar of erfið þegar ég byrjaði í MR og ég fékk fljótt mikla heimþrá. Ég ákvað í kjölfarið að fara til baka til Qaqortoq og klára stúdentsprófið þar.“
Skjótur og óvæntur frami
Inga Dóra hefur búið í höfuðborginni Nuuk í sautján ár en er á leið aftur til Qaqortoq. „Við Óli fórum að velta því fyrir okkur eftir hvaða gildum við vildum lifa, í hvernig samfélagi við vildum ala upp börnin okkar. Eitt af því sem við veltum fyrir okkur var að flytja til Íslands. Við viljum að börnin okkar fái að upplifa eitthvað annað en Nuuk. Það góða við Ísland er að það er svo mikil sjálfFramhald á næstu opnu
FLUG EÐA BÍLL FLUGFELAG.is
Ey
K JAvÍ
K
R
EiNFALT REiKNiNGsDÆMi
ELDsNEyTi = 13.649 kr. *
MiÐi = 7.890 kr.
GöNGiN = 1.000 kr.
pyLsA = 310 kr.
GOs = 240 kr.
Ís = 395 kr.
KAFFi
A
FRÁ
pyLsA = 310 kr.
7.990 kr.
KAFFi = 245 kr.
KU
REyR
i
BLöÐ
FRÁ
16.890 kr.
JÁ, ÞAÐ BORGAR siG! Við hjá Flugfélagi Íslands viljum ekki horfa niður á þá sem aka á milli en í 18.000 feta hæð er stundum erfitt að komast hjá því. Á Íslandi var ekki til neitt sem hét bein leið áður en flugið kom til sögunnar og þegar allt kemur til alls þá borgar sig frekar að fljúga beint en keyra krókaleiðir. Komdu um borð. Við erum með heitt á könnunni. *Skv. töflu FÍB; bifreið í 3.500.000 kr. verðflokki: 35,73 kr. á km.
RúÐUpiss = 741 kr.
24 GJAFIR FYRIR DUGLEGA STIMPLASAFNARA
Vegabréfaleikur N1 er hafinn. Náðu þér í Vegabréf á næstu þjónustustöð N1 og fáðu stimpil í hvert skipti sem þú verslar fyrir 300 kr. eða meira – og lærðu að þekkja nokkra skemmtilega farfugla í leiðinni. Duglegir stimpla-safnarar fá gjafir og þeir sem skila fullstimpluðum Vegabréfum fyrir 7. ágúst eiga möguleika á glæsilegum vinningum.
Vertu á ferð og flugi með okkur í allt sumar!
WWW.N1.IS
Meira í leiðinni
viðtal
stæðisvitund og fólk tekur ábyrgð á sjálfu sér. Mér finnst þau gildi eftirsóknarverð.“ Efnahagsástandið á Íslandi varð hins vegar meðal annars til þess að fjölskyldan ákvað að flytja ekki til Íslands, heldur til Suður-Grænlands. „Svo er líka svo margt að gerast hér, það eru svo spennandi tímar framundan. Það er það sem heldur mér hér, ég vil ekki missa af því. Við eigum eftir að fá sjálfstæði. Það er ekki þannig að hér sé sjálfstæðisbarátta í gangi sem ég vil taka þátt í, en þetta er samt sem áður verkefni sem ég vil vera með í. Ég vil taka þátt í að byggja upp þetta þjóðfélag, ég vil leggja mitt af mörkum og taka þannig ábyrgð. Þar koma íslensku genin mín í ljós, ég vil að fólk taki ábyrgð á sjálfu sér og lífi sínu,“ segir hún. Inga Dóra hefur svo sannarlega lagt sitt af mörkum til grænlensks samfélags og á mikið eftir að gera enn, ef marka má orð hennar. Hún var tuttugu og fimm ára þegar hún var kjörin í borgarstjórn Nuuk þar sem hún starfaði í fjögur ár. Síðar gerðist hún blaðamaður og varð ritstjóri annars stærsta dagblaðs Grænlands, AG. Hún datt óvart inn í pólitíkina. „Ég sá plakat í strætóskýli sem á stóð: „Viltu sjálfstæði? Mættu þá á fund í kvöld!“ og svo var fundarstaðurinn tilgreindur. Ég hugsaði með mér: „Auðvitað vil ég sjálfstæði!“ Og ég mætti á fundinn. Og ég kom út af fundinum sem formaður ungra jafnaðarmanna í Nuuk,“ segir Inga Dóra og hlær. En það var fleira við þetta kvöld sem hafði afgerandi áhrif á líf hennar. Þetta kvöld kynntist hún manninum sínum, Óla, sem var þá formaður landssambands ungra jafnaðarmanna. Þau eiga í dag fjögur börn, Maja, 10 ára, Milo, 9 ára, Maria, 4 ára og Mathilda, 3 ára. Auk þeirra á Óli þrjú börn af fyrra hjóna-
VINNUR ÞÚ GLÆSILEGT WEBER GRILL? Þú grípur einfaldlega pakka af uppáhalds Maryland kexinu þínu og gætir um leið eignast glæsilegt grill.
2 x Weber E310 kr. 132.990
28 x Weber Smokey Joe kr. 16.950
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Mér finnst mikilvægt að börnin læri almennilega grænlensku.
bandi sem eru á aldrinum 15-18 ára.
Vill að börnin tali góða grænlensku
Ein helsta ástæðan fyrir því að Inga Dóra og Óli ætla að flytja til Suður-Grænlands eru einmitt börnin. „Mér finnst mikilvægt að þau læri almennilega grænlensku. Þegar ég kom til Nuuk var það mér mikið áfall hversu margir töluðu dönsku hér. Mér finnst það óskiljanlegt að fólk geti búið í þessu samfélagi án þess að kunna stakt orð í grænlensku. Sjálf var ég í dönskumælandi bekk. Á þeim árum sem ég var í skóla var sú stefna við lýði að foreldrar gátu valið hvort börn þeirra gengu í dönskumælandi bekk eða þar sem kennt var á grænlensku. Okkur var kennd grænlenska í grunnskóla en ég lærði sama og ekkert af því. Grænlenskuna lærði ég af vinum mínum í Qaqortoq því við bjuggum í nokkurs konar verkamannablokkum þar sem flest börnin voru grænlenskumælandi.“ Tvö yngstu börn Ingu Dóru tala einvörðungu grænlensku en hin tvö eldri bæði grænlensku og dönsku. „Við tókum þá ákvörðun að tala bara grænlensku á heimilinu þegar yngstu börnin fæddust. Við komumst að því með eldri börnin að þau skipta allt of fljótt yfir í dönskuna og tapa grænlenskunni að einhverju leyti því margir vina þeirra tala bara dönsku. Okkur fannst því mikilvægt að gefa þeim góðan grunn í tungumálinu.“ „Við höfum sem betur fer lært af mistökunum og nú er hætt að skipta bekkjum upp í dönskumælandi eða grænlenskumælandi. Auk þess sem skiptingin gerði það að verkum að stór hluti Grænlendinga af þessari kynslóð talar ekki grænlensku varð hún einnig til þess að hér var eins konar aðskilnaðarstefna við lýði, ef svo má að orði komast. Það var ákveðin stéttaskipting milli þeirra sem töluðu grænlensku og þeirra sem töluðu dönsku.“
Annar varaborgarstjóri
ER ÍFA SSK G N I M VINN KKANU A ÍP M? ÞÍNU
Inga Dóra fór í framboð til borgarstjórnar eftir að hún var kjörin formaður á fundinum örlagaríka. „Ég fékk mjög góða kosningu. Hefði átt að verða varaborgarstjóri en af því að ég var svo ung þá vildu samflokksmenn mínir að ég yrði heldur annar varaborgarstjóri. Ég var náttúrulega ekkert ánægð með það, ætlaði sko ekkert að vera í pólitík alla mína ævi eins og þau,“ segir hún og hlær. „Ég var náttúrulega mjög ung og mjög „naív“. En ég var komin í pólitíkina til að ná fram breytingum og ég ætlaði að gera eins mikið og ég gæti á þeim fjórum árum sem framundan voru. Ég komst að því á þessum fjór-
um árum að í svona litlu þjóðfélagi tekur það úr manni alla orku að taka þátt í starfi sem þessu. Maður fær aldrei frið og mér fannst mjög erfitt að vera orðin opinber persóna. Það hefur kannski eitthvað með aldurinn að gera, ég var svo ung og vildi ekkert búa við alla þessa athygli, þannig að ég ákvað að hætta eftir fjögur ár.“ Inga Dóra á svo sem ekki langt að sækja stjórnmálaáhuga sinn. Móðir hennar, Benedikte Þorsteinsson, var félagsmálaráðherra í grænlensku heimastjórninni í lok tíunda áratugarins. Áður tók hún virkan þátt í bæjarmálapólitíkinni í Qaqortoq þar sem hún sat í bæjarstjórn. Faðir hennar liggur heldur ekkert á skoðunum sínum þegar kemur að málefnum grænlensks samfélags. Hann hefur tekið þátt í uppbyggingu tómstunda- og íþróttastarfs í Grænlandi, þjálfað handboltafélög og ferðast með grænlenska handboltalandsliðinu um allan heim.
Varð Grænlendingur í Danmörku
Inga Dóra fór í háskóla, bæði í Nuuk og í Danmörku. Hún lærði fyrst grænlensku en síðan félagsfræði. Í háskólanum í Hróarskeldu í Danmörku komst Inga Dóra að því að hún væri í raun og veru grænlensk í hjarta sínu. „Það var ekki fyrr en ég fór í burtu að ég áttaði mig á því hvað ég átti mikið sameiginlegt með Grænlendingum og hvað ég var mikill Grænlendingur. Þegar ég bjó á Íslandi leið mér eins og Íslendingi en ég vissi ekki hversu mjög ég var mikið grænlensk í mér fyrr en þarna, þegar ég áttaði mig á því að hvaða leyti ég var ólík Dönunum. Grænlendingar eru mjög hlýir og opnir og hlæja mikið. Það er mikil gleði í menningunni, við sækjumst eftir því að geta hlegið á hverjum degi, við bara verðum að fá hláturskammtinn okkar. Þegar fólk hittist gengur samveran mikið út á að segja sögur og hlæja saman. Danirnir þurfa miklu meira að diskútera hlutina, ræða málin og Íslendingar í raun líka. Auðvitað ræðum við líka þjóðmálin, en á annan hátt og ekki í fjölskylduboðinu. Í Danmörku, og líka svolítið á Íslandi, er sífellt verið að mæla hversu fólk klárt er, hversu vel upplýst, af því hvort og hvernig það tekur þátt í þjóðfélagsumræðunni. Við Grænlendingar viljum bara hafa það gott í kaffiboðinu, ekki diskútera vandamál samfélagsins. Við viljum bara njóta þess að vera saman,“ segir hún.
Talaði sig inn í blaðamannaskólann
Ingu Dóru hafði langað til að vera blaðamaður allt frá því hún lauk stúdentsprófi. „Ég komst hins vegar
viðtal 25
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
heiminum er að finna í Kvarnefjeld í Suður-Grænlandi, taldar eru líkur á því að olía finnist í landgrunninum við Norður-Grænland og miklir möguleikar eru á virkjun vatnsafls svo lengi má telja. „Umræðan um það hvort byrja eigi á verkefnum í málmvinnslu, eða hvort leyfa eigi Alcoa að byggja álver í Nuuk-firði er svo tvípóla. Umhverfissinnar fundu þessum hugmyndum allt til foráttu og umræðan komst ekkert á málefnalegt stig fyrr en mjög nýlega. Þá fórum við að geta rætt um hvaða þýðingu þessi verkefni geta haft fyrir land og þjóð og hvaða hindranir við verðum að yfirstíga þeim samfara. Við vitum í raun ekki enn hvaða þýðingu þau munu hafa, en við erum að minnsta kosti komin
ekki inn í blaðamannaskólann því maður verður að vera með stúdentspróf í grænlensku sem fyrsta mál, sem ég var ekki. Hins vegar var hér fullt af dönskum blaðamönnum þannig að mér fannst að ég gæti alveg orðið blaðamaður líka, ég talaði og skildi grænlensku vel. Ég hafði því samband við skólastjóra blaðamannaskólans og sannfærði hann um að taka mig inn í skólann. Það tókst og þegar ég byrjaði í blaðamennskunni komst ég að því að þar var ég á réttri hillu.“ Inga Dóra hóf störf sem blaðamaður á AG, öðru stærsta dagblaði Grænlands og varð síðar ritstjóri. Hún vakti athygli í samfélaginu fyrir gagnrýna blaðamennsku sem varpaði ljósi á misnotkun þáverandi heimastjórnar á opinberu fé. Þá hafði siumut-flokkur Jonathan Mozfeldt verið við stjórnvölinn í Grænlandi frá tilkomu heimastjórnarinnar, í 30 ár. „Ég byggði upp teymi af ungu fólki sem var með og vildi breytingar. Það var í raun AG að kenna að ríkisstjórnin féll í kosningunum 2009. Við urðum fjórða valdið, fórum að veita stjórnvöldum aðhald og flettum ofan af dæmum um misnotkun á almannafé á tíma Jónatans Mozfeldt. Þetta var ofboðslega erfitt. Ég þekkti Jónatan persónulega, hann var fyrrverandi tengdapabbi minn. En ég tók ákvörðun um að þessu yrði ég að fylgja eftir. Það var svo mikið í húfi fyrir samfélagið. Ég vissi þó fyrir víst að þetta myndi þýða að ég yrði einangruð í starfi. Hér er ríkið stærsti vinnuveitandinn og það passa sig allir á því að vera ekki of gagnrýnir í garð stjórnvalda því flestir munu þurfa að vinna hjá hinu opinbera dag einn. Þetta er dálítið einkennandi fyrir grænlenskt samfélag, óttinn við að segja skoðanir sínar. Maður verður að velja sér málstað til að berjast fyrir og fylgja honum þá alla leið. Ég finn það núna að kerfið passar aðeins upp á hvað Inga Dóra er að fara að gera.“ Hún hætti sem ritstjóri vorið 2011. „Þá var búið að sameina útgáfufélög tveggja stærstu dagblaðanna. Mér fannst bara tími til að hætta eftir það og snúa mér að einhverju öðru.“ Inga Dóra stofnaði í kjölfarið eigið ráðgjafafyrirtæki, ID, þar sem hún veitir ráðgjöf á sviði almannatengsla, stefnumótunar og ýmsu því tengdu.
Nýfengið ríkidæmi blasir við
„Fólk gerir sér líklega sér ekki grein fyrir hvað þetta eru rosalega stór verkefni og hvað þau geta haft í för með sér. Reyndar held ég held að það sé mjög óhollt fyrir þjóðfélagið
ef fólk fer að hugsa um hversu rík við verðum. Við eigum bara að gera eins og Norðmenn, setja peningana í lokaðan sjóð og passa að þeim verði ekki eytt. Kannski eigum við að nota hluta af þeim til að byggja upp almennilegt heilbrigðiskerfi en við verðum að passa upp á þessa peninga ef þeir koma. Við munum ekki sjá fjárhagslegan ávinning af þessum verkefnum fyrr en eftir 30 ár en fólk talar hins vegar eins og það verði á morgun. Það sem er að gerast núna í Grænlandi er mjög spennandi. Við erum á tímabili þar sem við erum aðeins byrjuð að krafsa í jörðina og undir niðri ólgar allt. Við erum á ákveðnu tímabili í svokölluðum póst-nýlenduhugsunarhætti þar sem við erum far-
in að dýrka það sem var áður en við urðum nýlenda og horfum mikið til baka til þess tíma áður en Danirnir komu. Við erum að skoða ræturnar og hvernig við getum nýtt það í dag sem við áttum þá. Það er bara svo stutt síðan við vorum nýlenda og það hefur mikið að segja hvernig hugarfar er við lýði hér í dag. Ég vil sjá það breytast. Ég vil sjá Grænlendinga læra að taka ábyrgð á sjálfum sér, bæði sem einstaklingar og sem þjóð. Við eigum ekki að kenna fortíðinni um hvernig við erum í dag. Við getum ekki alltaf bent á nýlendupólitíkina og kennt henni um, það gerir okkur ekkert gott. Við verðum að líta til fortíðar og viðurkenna þau mistök sem þá voru gerð, læra af þeim og halda svo áfram.“
þj N ón ý us ta
Við bjóðum vaxtagreiðsluþak yfir höfuðið Vaxtabreytingar geta valdið sveiflum í greiðslubyrði óverðtryggðra húsnæðislána. Vaxtagreiðsluþak Íslandsbanka veitir skjól ef vextir hækka. Þá jafnast greiðslubyrðin en það sem fer upp fyrir þakið bætist við höfuðstól og dreifist á lánstímann.
Íslandsbanki hvetur alla til að kynna sér nánar skilmála vaxtagreiðsluþaksins og þær tegundir lána sem í boði eru og taka ákvörðun að vandlega athuguðu máli.
Spennandi hlutir að gerast
Inga Dóra talar af leiftrandi ástríðu um land sitt og þjóð. „Það er mikil krísa í Suður-Grænlandi en það er líka þar sem það sem mest er spennandi er að fara að gerast,“ segir Inga Dóra. Í Grænlandi er að finna miklar náttúruauðlindir. Eitt mesta magn fágætra jarðmálma í
þangað í umræðunni,“ segir Inga Dóra. Eitt þeirra úrlausnarefna sem rætt er um í grænlensku samfélagi samfara þeim verkefnum sem eru í umræðunni er vinnuafl. Ljóst er að flytja þarf inn vinnuafl erlendis frá til að sinna þeim störfum sem verða til. Talið er að verkefnin sem eru í deiglunni geti skapað allt að fimm þúsund störf. Í Grænlandi búa 56.000 manns og er því áætlað að fólksfjölgun geti orðið nær tíu prósentum.
Kostir vaxtagreiðsluþaks · Léttir greiðslubyrði ef vextir hækka · Dregur úr óvissu og veitir öryggi · Lánstími lengist ekki · Óverðtryggð lán geta hraðað eignamyndun
Ókostir vaxtagreiðsluþaks · Hluta vaxtagreiðslunnar er frestað · Höfuðstóll hækkar ef vextir lánsins eru umfram vaxtagreiðsluþakið · Hærri höfuðstóll hækkar heildarvaxtakostnað lánsins
Allar upplýsingar er að finna á www.islandsbanki.is
Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000
26
fréttir vikunnar
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Vikan í tölum Interpol auglýsir eftir Íslendingi Steinar Aubertsson, 29 ára, er eftirlýstur af Interpol vegna gruns um aðild að smygli á miklu magni af kókaíni til Íslands er tollgæslan stöðvaði íslenska konu og danskan karl í Leifsstöð. Í ferðatösku þeirra var falið mikið af kókaíni.
Guðgeir dæmdur í 14 ára fangelsi Guðgeir Guðmundsson var dæmdur í 14 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa í mars stungið Skúla Eggert Sigurz, framkvæmdastjóra Lagastoða, og veitt honum lífshættulega áverka.
Milljónir skoða myndband Sigur Rósar Rúmlega tvær milljónir manna hafa á einni viku séð myndband við lag íslensku hljómsveitarinnar Sigur Rósar, Fjögur píanó. Nekt í myndbandinu dregur ekki úr áhorfinu.
100
380
Landsframleiðsla eykst Verg landsframleiðsla Íslendinga hefur aukist um 11 prósent frá því í fyrrasumar. Hún hefur hvergi í Evrópu aukist eins mikið á þessum tíma.
Neysla á saltfiski dregst saman
vínbúðir munu selja íslenska bjórinn Black Death frá og með 7. júlí næstkomandi. Bjórinn er bruggaður í ölgerð Vífilfells á Akureyri.
gistirými þurfa að bætast við hótelflóru Reykjavíkur á hverju ári fram til 2030 gangi spár um fjölgun ferðamanna eftir. Til samanburðar eru 203 herbergi á Hótel Sögu.
Neysla á íslenskum saltfiski hefur dregist saman í Suður-Evrópu vegna kreppunnar. Fyrirtæki þar fá síður fyrirgreiðslu banka en áður. Útflytjendur leita annarra markaða, meðal annars í Suður-Ameríku.
10.000
Álverð hefur lækkað um nær fimmtung Álverð á heimsmarkaði hefur lækkað um nærri fimmtung frá því í febrúar. Þá hefur meðalverð áli það sem af er ári lækkað um þriðjung miðað við meðalverðið í fyrra.
Sumarið er komið og með því tjaldvagnar og hjólhýsi á tjaldstæðinu á Flúðum.
miðar verða í boði á Bestu útihátíðina sem haldin verður á Gaddstaðaflötum 5.-8. júlí næstkomandi. Yfir 50 tónlistaratriði verða í boði en 18 ára aldurstakmark er inn á hátíðina. Erpur Eyvindarson, Blaz Roca, er einn þeirra sem troða upp.
Ljósmynd/Hari
Heitustu kolin á
Endaspretturinn á skrykkjótu langhlaupi Þjóðin gengur til kosninga á laugardag og áköf baráttan um Bessastaði, eða áráttan um Bessastaði eins og einn kallar það á Facebook, er í hámarki og Fésbókin ber þess augljós merki þar sem varla hefur annað komist að síðustu daga.
Kjartan Guðmundsson Ég finn fyrir miklu spennufalli, nú þegar Þórudagurinn er liðinn. Svona 2. janúars fílingur, dáldið.
Heiða B Heiðars
Samkvæmt því sem Ólafur Ragnar segir sjálfur þá er hann eini maðurinn á Íslandi sem getur talið við erlenda fjölmiðla. Er ekki til eitthvað fagheiti yfir þessa fullyrðingu?
Eitt eigum við sameiginlegt, ég og flestir þeir sem ég hef átt í misjafnlega góðlátlegum deilum undanfarna daga. Við munum öll vera með tárin í augunum og angistaröskrið fast í hálsinum á sunnudaginn þegar Ólafur Ragnar þakkar þjóðinni fyrir traustið.
Eva Hauksdottir
Gunnar Smári Egilsson
Sveinn Andri Sveinsson
Nú er fólk líka farið að skrifa sérstakar stuðningsyfirlýsingar við maka forsetaframbjóðenda. Gott að fá pabba á Bessastaði og gott að hafa Gyðing þar svo Ísland njóti áfram sérstakrar blessunar Gvuðs. Ég ætla að kjósa þann sem reynist eiga lítinn, sætan fíl. Held að það væri gott að fá fíl á Bessastaði.
Bergsteinn Sigurðsson Ég held ég þekki bara engan sem forsetakosningarnar draga það versta fram í, flestir sem ég umgengst eru bara léttir á því – glaðir yfir sól og grænu grasi og eru bara uppteknir við sitt hversdagslega líf.
Bendir það til góðrar dómgreindar að bjóða sig fram til forseta, fá langt innan við 10% fylgi í öllum könnunum en láta samt þannig — alveg fram að kjördegi; eins og það séu raunverulegir möguleikar á að viðkomandi nái kjöri? Svara því meira að segja af fullri alvöru hvað viðkomandi hyggist gera fyrsta árið í starfi? (Og er svona dómgreindarlaus bjartsýni eða fífldirfska eitthvað sem þjóðin þarf á að halda?)
Stefán Pálsson Já, meðan ég man. Það er víst í tísku að skella inn kosningastatusum, sem eiga helst að slá
margar flugur í einu: mæra sinn mann, en níða skóinn af öðrum. Ég nenni því ekki. Sjálfur ætla ég að kjósa Þóru, vegna þess að ég þekki hana eftir að hafa unnið með henni og þau kynni duga til að sannfæra mig. (Þá er það búið og ég get farið að blogga aftur um fótbolta.)
Andrés Magnússon Horfði á kappræðuna. Skil ekkert í því að það sé ekki skorað á fleiri frambjóðendur að draga sig í hlé. Svona 4-5.
137
eintök seldust af nýjustu plötu Justins Bieber, Believe, fyrstu vikuna eftir útgáfu í íslenskum plötubúðum.
Þráinn Bertelsson Mér sýnist þeir sem finna hjá sér þörf fyrir að hafa hér forseta séu ýmist að leita að „huggulegri“ manneskju ellegar „sterkum“ leiðtoga - og að fleiri dreymi um þann sterka.
Þórunn Hrefna Ég tók forsetaprófið á DV og fékk Ólaf Ragnar!!! Ég bið einhvern að læsa mig inni í geymslu framyfir kjördag.
21
Hafþór Ragnarsson Ætlar enginn að tjá sig um forsetakosningarnar? Það væri gaman að sjá þó ekki væri nema einn status, HELST MEÐ HÁSTÖFUM.
ár gegndi Pálína Magnúsdóttir embætti bæjarbókavarðar á Seltjarnarnesi áður en hún var ráðin borgarbókavörður í Reykjavík nú í vikunni.
Góð vika
Slæm vika
fyrir Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands
fyrir Oddnýju Harðardóttur fjármálaráðherra
Karlaveldinu lokið Sólin baðaði Agnesi M. Sigurðardóttur, nývígðan biskup Íslands, við vígsluna í Hallgrímskirkju á sunnudaginn, eins og sjá mátti á forsíðu Morgunblaðsins á mánudaginn. Agnes biskup mun formlega hefja störf á biskupsstofu næstkomandi mánudag. Hún er 57. biskupinn yfir Íslandi, talið frá Ísleifi Gissurarsyni sem vígður var árið 1056 til biskups í Skálholti, en fyrst kvenna til að gegna þessu æðsta embætti innan þjóðkirkjunnar. Prestastefna var síðan haldin í vikunni. Í lok hennar afhenti Karl Sigurbjörnsson, fráfarandi biskup, Agnesi lykla embættisins. Karlaveldi kirkjunnar er lokið. Ekki er nóg með að Agnes hafi verið vígð til biskupsembættisins á sunnudaginn heldur var Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Möðruvöllum, kjörin vígslubiskup á Hólum í liðinni viku.
Verðbólgan gefur sig ekki þrátt fyrir væntingar Samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands hækkaði vísitala neysluverðs um 0,5 prósent á milli maí og júní og verðbólga hér á landi hjaðnaði því ekki, eins og vonir stóðu til, heldur mælist nú 5,4 prósent á ársgrundvelli. Óhætt er að segja að þessi þróun komi talsvert á óvart enda gerðu opinberar spár ráð fyrir óbreyttri vísitölu á milli mánaða. Varla gleður þessi þróun Oddnýju Harðardóttur fjármálaráðherra enda verðbólgan gamall draugur sem flestir íslenskir fjármálaráðherrar hafa fengist við. Oddný gegnir raunar iðnaðarráðherraembættinu líka, í fæðingarorlofi Katrínar Júlíusdóttur, og fór í krafti þess embættis á fund ýmissa olíuráðherra í Noregi í vikunni. Gaman getur auðvitað verið að komast í svo fínan klúbb en hvort það dugar til að vega á móti verðbólguvonbrigðum í hinu embættinu skal ósagt látið.
VERÐI ÞÉR AÐ GÓÐU
ÍSLENSKA SIA.IS SFG 50278 07/10 - Ljósmyndir: Hari
Hjónin Þorleifur og Sjöfn rækta kínakál á garðyrkjustöðinni Gróðri á Flúðum. Það var þó ekki ætlunin að gerast garðyrkjubændur því hjónin eru bæði menntaðir kennarar. Þau segjast samt ekki sjá eftir að hafa farið út í garðyrkju. Starfið sé svo gefandi og þeim leiðist aldrei í vinnunni. Á staðnum vinna 6 manns á veturna en á sumrin allt að 15 manns.
islenskt.is
28
ÓDÝRASTI ÍSINN Í BÓNUS
398 kr. 12 stk.
498 kr. 8 stk.
viðhorf
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Forsetakosningar
Skýra þarf hlutverk forsetans
G
Gengið verður til forsetakosninga á morgun, laugardag. Sex gefa kost á sér til embættisins, þrjár konur og þrír karlar. Kosningarnar nú eru óvenjulegar, sé litið til nær sjötíu ára sögu forsetaembættisins, fyrir þær sakir að sitjandi forseti hefur í fyrsta skipti þurft að taka þátt í raunverulegri kosningabaráttu. Áður hafa sitjandi forsetar annað hvort verið sjálfkjörnir eða mótframboð verið þess eðlis að þau hafa í raun ekki ógnað stöðu forseta sem sækist eftir endurkjöri. Fyrr hefur ekki verið tekist hart á í forsetakosningum nema í kjölfar þess að forseti ákveður að láta af embætti, eða andast í því, það er að segja árin 1952, 1968, 1980 og 1996. Staða forseta Íslands hefur Jónas Haraldsson um margt verið óljós og að jonas@frettatiminn.is talsverðu leyti ákvörðuð af þeim sem gegnir embættinu hverju sinni. Í stjórnarskrá er hann sagður fara með ýmis völd sem í raun eru í höndum ráðherra. Stjórnarskráin færir embættinu ýmis völd en kippir þeim síðan til baka þar sem segir að forsetinn sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og að hann láti ráðherra framkvæma vald sitt. Þessi óljósa staða embættisins endurspeglast í afstöðu frambjóðendanna nú, allt frá þeirri skoðun að forsetinn eigi að taka virkan þátt í löggjafarstarfi með því að leggja fram frumvörp til þess að hann sé þjóðkjörinn trúnaðarmaður fólksins sem eigi ekki að taka pólitíska afstöðu. Að þessari stöðu forsetaembættisins vék Eiríkur Bergmann, dósent í stjórnmálafræði, í grein í Fréttatímanum í upphafi þessa mánaðar, en hann sat enn fremur í stjórnlagaráði. Meðal meginefna þess ráðs, í nýjum stjórnarskrártillögum, var staða forseta Íslands í stjórnkerfinu. Eiríkur sagði berum orðum að forsetinn hafi verið vandræðabarn íslenskrar stjórnskipunar enda embættið óvenjulegt í vestrænni stjórnskipan og ætti sér ekki beinar hliðstæður
í nágrannalöndunum. Vegna hinnar óljósu stöðu embættisins í stjórnskipaninni hefði hlutverk forsetans þvælst víða inn í valdþættina án þess að honum hefði verið fundinn skýr staður. Fyrir vikið hefðu orðið deilur um stöðu forsetans, hlutverk og valdheimildir. „Núgildandi stjórnarskrá er reyndar svo óskýr,“ sagði Eiríkur, „að innan marka hennar getur forseti í raun farið sínu fram og túlkað völd sín með eigin nefi.“ Við óvissu í stjórnskipan landsins má ekki una. Í þingræðisríki okkar fer fjölskipuð ríkisstjórn með framkvæmdavaldið og Alþingi með löggjafarvaldið en í lýðveldisstjórnarskrá Íslands er forsetinn talinn upp bæði sem handhafi löggjafar- og framkvæmdavalds. Hlutverk forsetans verður að vera skýrt. Í ljósi þess lagði stjórnlagaráð sínar tillögur fram þar sem forsetinn er aðeins talinn til handhafa framkvæmdavalds. Gangi sú breyting eftir þarf ekki lengur atbeina forseta við framlagningu stjórnarfrumvarpa. Stjórnlagaráð taldi ástæðulaust að hrófla við umdeildum málskotsrétti forsetans en færði í tillögum sínum þann rétt til tíunda hluta kjósenda sem gæti vísað nýsamþykktum lögum Alþingis í þjóðaratkvæði. Þó er gert ráð fyrir að hvorki sé hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt. Þetta ákvæði dregur úr valdavægi forsetans en engu að síður gegnir hann eftir sem áður ákveðnu hlutverki öryggisventils, auk þess sem forsetinn er í þeim tillögum sagður berum orðum þjóðhöfðingi en um það er núgildandi stjórnarskrá þögul, eins og Eiríkur orðar það. Hann bendir samt á, að í tillögum stjórnlagaráðs breytist vægi embættis forseta Íslands ekki mikið, en hlutverk þess verði miklum mun skýrara. Kjósendur, nær 236 þúsund, ganga hins vegar að kjörborðinu á morgun miðað við óbreytta stjórnarskrá og velja forseta til næstu fjögurra ára. Þann lýðræðislega rétt ber okkur að nýta.
Atvinnuþátttaka kvenna
Konur og æðstu stjórnunarstöður – er glerhurðin til staðar á Íslandi?
A
298 kr. 3 stk.
Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ EURO SHOPPER VÖRUTEGUNDIR Í BOÐI
en hlutfall kvenna var 39 prósent. Konur ukin atvinnuþátttaka kvenna og reynsla þeirra á vinnumarkaðinum höfðu rúmlega tvisvar sinnum meiri líkur á hefur verið rannsóknarefni síðastráðningu en karlar í ytri ráðningum í æðstu liðna áratugi. Fram til dagsins í dag hafa stjórnunarstöður og fengu 3,2 prósent áherslur rannsókna verið að mestu á innra kvenna starf á móti 1,6 prósenti karla. Þegar skipulag fyrirtækja, það er horft hefur litið er til sögunnar og þeirrar staðreyndverið til stöðuhækkana innan þeirra og af ar að karlar í dag eru í meirihluta þegar hverju konur komast ekki til æðstu stjórnkemur að æðstu stjórnunarstöðum má ætla unarstaða. Þar sem vinnumarkaðurinn að eðlilegt sé að karlar hafi meiri reynslu hefur breyst og áherslur í starfsframa einaf stjórnun en konur. Marktækur munur staklinga hafa færst frá stöðuhækkunum fannst á stjórnunarstarfsreynslu kynjanna í Kristín Ágústsdóttir innan fyrirtækja yfir í tilfærslu á störfum hópi þeirra sem sóttust eftir æðstu stjórná milli fyrirtækja er mikilvægt að skoða unarstöðum. Karlumsækjendur höfðu að Verkefnastjóri við Hástöðu kvenna í æðstu stjórnunarstöðum meðaltali 4,90 fleiri ár í stjórnunarstarfsskólann í Reykjavík einnig frá sjónarhorni ytri ráðninga. Ef ytri reynslu og karlar sem fengu starfið voru að samkeppni um störf er kynbundin endurspegla innri meðaltali með 5,69 fleiri ár í stjórnunarstarfsreynslu en vinnumarkaðsrannsóknir ekki rétta mynd og gefa þar af konur. Ekki fannst marktækur munur á menntun karla leiðandi gefið ranga hugmynd um hindranir í framgangi og kvenna, hvorki umsækjenda almennt né þeirra sem kvenna í starfi. Rannsókn mín miðaði að því að komast fengu starfið. Til að fá skýrari sýn á þá aðila sem ráðnir að því hvernig þessum málum er háttað hér á landi. voru og þá sem sóttust eftir sömu störfum var hvert Nýlegt hugtak sem litið hefur dagsins ljós er „glerauglýst starf tekið fyrir og hlutfall þeirra sem voru með hurðin“ (e. glass door). Glerhurðin og hið betur þekkta hærra menntunarstig og fleiri ár í stjórnunarstarfshugtak „glerþak“ eru tvær hliðar á sama peningnum, reynslu kannað í samanburði við þann aðila sem fékk og vísar glerhurðin til ráðninga í æðstu stjórnunarstarfið. Ótvíræð niðurstaða var að karlar eru með meiri stöður sem á sér stað á ytri markaði og er myndlíking stjórnunarstarfsreynslu en konur. Konur virðast þó fyrir hindranir sem konur standa frammi fyrir, það er þurfa að hafa meiri menntun í samanburði við karla til að konur séu síður líklegar til að vera ráðnar en karlar. Í þess að fá starfið. rannsókninni voru raungögn um auglýstar æðstu stjórMegin niðurstöður þessarar rannsóknar samræmast nunarstöður skoðuð út frá framboðshliðinni: Hverjir eru niðurstöðum erlendra rannsókna um að hópur umsækjumsækjendur? Í framhaldi af því var eftirspurnarhliðin enda um æðstu stjórnunarstöður er bundinn við kyn. skoðuð: Hver var ráðinn? Menntun og stjórnunarreynsla Karlar eru í meirihluta umsækjenda um æðstu stjórumsækjenda var einnig skrásett. Unnið var út frá rannnunarstöður. Konur eiga meiri líkur á ráðningu þegar sóknarspurningunni: Er „glerhurðin“ til staðar á Íslandi? þær sækja um æðstu stjórnunarstöður sem hafa verið Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að konur eru auglýstar og því er „glerhurðin“ ekki til staðar á Íslandi. í verulegum minnihluta umsækjenda þegar kemur að Samt sem áður má segja að ummerki „glerþaksins“ séu auglýstum æðstu stjórnunarstöðum, eða 24,6 prósent. til staðar á Íslandi þar sem konur eru enn þann dag í dag Umsækjendahópur er því bundinn við kyn á Íslandi. í verulegum minnihluta þegar kemur að æðstu stjórnKarlar sem fengu starfið voru 61 prósent umsækjenda unarstöðum.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
ÍSLENSKT KJÖT
599
avocado
Við gerum meira fyrir þig
KR./Kg
KiRSubeR í lauSu
1348 R
Nóatún bestir í kjöti
TB KJÖ ORÐ
B
I
Ú
KR./Kg
beSTiR í KjöTi
I
Ú
lambalæRi heiðmeRKuRKRyddað
R
KJÖTBORÐ
1498
neKTaRínuR í lauSu
552
KR./Kg
KR./Kg
og Ferskuarrlegur! sum
ÍSLENSKT KJÖT
ÍSLENSKT KJÖT
floRidana SumaRSafi, 1l
Ú
B
KR./STK.
beSTiR í KjöTi
I
Ú
598
TB KJÖ ORÐ
KR./STK.
Ú
R
KJÖTBORÐ
KR./Kg
Ú
I
beSTiR í KjöTi
R
KJÖTBORÐ
B
TandooRi KjúKlingaSpjóT
R
TB KJÖ ORÐ
I
3778
R
I
lambafille með fiTuRönd
329
STjöRnuSalaT hRáSalaT, 350 g
239
KR./pK.
Ú
ISKBORÐ
F
feRSKiR í fiSKi ÐI
ÐI
ÚR
FISKBOR
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
1598
RF
KR./Kg
FISKBOR
F
feRSKiR í fiSKi
blálönguSTeiK með SíTRónuSmjöRi
289 KR./pK.
ÚR
KR./Kg
ISKBORÐ
I
1998
RF
I
laxaflöK beinhReinSuð
Ú
STjöRnuSalaT KaRTöfluSalaT 390 g
ali SpaReRibS
1398 KR./Kg
20%
SS caj p´S lambalæRiSSneiðaR
afsláttur
ím KjúKlingabRinguR
2338
KR./Kg
2898
íSfugl KalKúnagRillpylSuR
1098
1398
KR./Kg
KR./Kg
Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt
viðhorf
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Í strípistóði
L
HELGARPISTILL
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is
„Til að ná hámarks árangri þarf ég að gera miklar kröfur til sjálfs mín og þess sem ég læt ofan í mig. Ég vel NOW!“ Kári Steinn Karlsson, hlaupari og ólympíufari.
Teikning/Hari
30
Grunnpakki Kára Steins
Frábær viðbót
Grunnpakkinn frá NOW inniheldur þau lykil næringarefni sem flestir fá ekki nóg af.
Gæði • Hreinleiki • Virkni
Löngum höfum við hjónin verið með heitingar um gönguferðir okkur til heilsubótar. Við höfum sett okkur plön um að ganga þrisvar í viku, kannski hálftíma eða svo í senn. Alltaf hefur það byrjað vel enda höfum við lengi búið í grennd við frábærar gönguleiðir höfuðborgarsvæðisins en jafnan hefur þetta orðið endasleppt hjá okkur og fjarað út. Andinn hefur að sönnu verið reiðubúinn en holdið veikt – eða eftir atvikum þreytt þegar við komum heim eftir langan vinnudag. Þá setjum við veðrið gjarna fyrir okkur. Stundum er rigning eða rok, nema hvort tveggja sé. Í annan tíma finnst okkur of kalt þótt ástæðan sé sú við nennum ekki út, enda má yfirleitt klæða af sér veðrið. Gönguskórnir sem keyptir voru í góðum tilgangi slitna því lítið þótt það komi fyrir að við reimum þá á okkur og göngum Kópavogsdalinn eða göngustíginn meðfram Kópavoginum að höfninni fremst á Kársnesinu með útsýni að Arnarnesi og Bessastöðum, þar sem starf ku vera laust til umsóknar frá og með morgundeginum, án þess að það freisti okkar sérstaklega. Mín góða kona var hins vegar ákveðin, þegar við skruppum í stutt frí á dögunum á suðlægar slóðir, að standa við hin stóru fyrirheit um heilsubótargöngur. Þar var að minnsta kosti ekki hægt að bera fyrir sig veður, nema það væri hreinlega of heitt. Konan sá við hugsanlegum kvörtunum bónda síns vegna hitans og lagði til daglegar gönguferðir á ströndinni. Hafgolan sæi til þess að hitinn yrði ekki óbærilegur auk þess sem alltaf mætti kæla tær og spóaleggi í sjónum og jafnvel allan kroppinn. „Við göngum klukkutíma á dag,“ sagði konan, látum sandinn gæla við tær og iljar. Það getur ekki verið betra. Þú nennir hvort sem er ekki að liggja í sólbaði. Þetta hressir okkur og styrkir og verður kannski til þess að við höldum göngutúrunum áfram þegar við komum heim.“ Ég tók áskoruninni enda vart í kot vísað að rölta í gylltum sandi og horfa á blátt Miðjarðarhafið. Heilu fjölskyldurnar lágu á bekkjum eða handklæðum í sandinum og nutu lífsins. Sumir sóluðu sig, aðrir lásu í skugga sólhlífar. Börnin léku sér í fjöruborðinu, mokuðu í fötur eða bjuggu til sandkastala. Frítíminn var nýttur hvort heldur var meðal innfæddra eða gesta. Þeir sem fengið höfðu nóg af sólinni leituðu á nálægan strandbar og pöntuðu kaldan drykk. Við röltum það nærri sjónum að stöku öldur náðu okkur og sópuðu sandi af tánum. Alls staðar var fólk að leika sér á bárubrún, börn jafnt sem fullorðnir. Verðir höfðu gát á að enginn hætti sér of langt. Úti fyrir þeystu sækettir þeirra sem undu ekki ró sólböðunar og enn utar sást
í snekkjur hinna ofurríku, eða að minnsta kosti þeirra sem enn hafa nægilegt lánstraust til að sigla slíkum fleyjum, sýna sig og sjá aðra. Það verður að viðurkennast að heldur þægilegra er að ganga með þessum hætti í suðrænni veðurblíðu en í misjafnri veðráttu landsins bláa enda sóttist okkur gangan vel á nánast endalausri sandströndinni. Við vorum hætt að taka eftir því fjölmarga fólki sem á vegi okkar varð fyrr en konan hnippti í mig og sagði í forundran: „Þessi er ekki í neinu, hann er ber.“ Mikið rétt, skammt undan okkur stóð heldur vambsíður karl bísperrtur og horfði til hafs, rétt eins og guð skapaði hann, sem sagt á sprellanum. „Hvers lags er þetta,“ sagði konan, „getur maðurinn ekki verið í sundfötum eins og aðrir, það er nú ekki eins og þessi fitubolla sé eitthvert augnayndi.“ Hún hafði varla sleppt orðinu þegar annar strípalingur blasti við augum, heldur mjóslegnari sem gerði slátrið meira áberandi en fráleitt meiri yndisauka. Sá þriðji lá síðan eins og skata, hálfvegis á hlið og hálfvegis á kviði og sólaði á sér eistun að aftanverðu. Sú sýn var einna minnst fyrir augað. „Ja hérna, í hverju erum við lent,“ sagði frúin og leit undan þegar við gengum framhjá þeim þriðja en það dugði lítt. Fram undan stóðu ýmist eða lágu berir karlar í öllum stærðum og gerðum og sóluðu á sér kroppinn. Húðlitur þeirra sýndi að þeir voru ekki þarna í fyrsta sinn. Sumir voru eins og gamlar leðurtöskur, nema heldur krumpaðri. Konur í þessu strípistóði voru hins vegar fáar, einhverra hluta vegna. Heldur við aldur flestar, að því er best varð séð og síst álitlegri en karlarnir nema fyrir þær sakir að ekki þvældust fyrir þeim utanáliggjandi pípulagnir. „Snúum við,“ sagði minn betri helmingur sem greinilega leist ekki á blikuna. „Þá lendum við aftur á þessum sem er með bakhliðina á scrotum í tani, eins gæfulegt og það nú er,“ sagði ég. „Á flestum stöðum vildi ég sólbrenna annars staðar en þar,“ bætti ég við, svona upp úr eins manns hljóði þegar mér varð hugsað til þessa kynbróður míns þar sem hann lá í sandinum í undarlega læstri hliðarlegu. „Það verður að hafa það,“ sagði mín kona og setti undir sig hausinn á bakaleiðinni, „þetta er ekki fyrir minn smekk.“ „Hvað þá með okkar daglegu göngu á ströndinni?,“ spurði ég í sakleysi þess sem komið hefur sér undan göngtúrum í áratugi. „Við göngum bara þegar við komum heim,“ sagði frúin um leið og hún stikaði fram hjá þessum í hliðarlegunni. „Það er ólíklegt að þeir liggi svona berrassaðir þvers og kruss á Kársnesinu.“
N媒 Hagkaupsb贸k eftir HrefNu r贸su s忙traN
2.499
kr.
32 14
Ferðir
Helgin 29. júní-1. júlí 2012 janúar 2012
sjávarklasinn
Ferðir nýtt hótel á Vestfjörðum 2013
» Um 70.000 ferðamenn fara í hvalaskoðun frá Reykjavík á hverju ári:
Vilja stöðva hvalveiðar á Faxaflóa Hvalaskoðunarsamtök Íslands og Samtök ferðaþjónustunnar hafa ítrekað rætt við sjávarútvegsráðherra og borgaryfirvöld í Reykjavík um stækkun griðasvæðis hvala á Faxaflóa.
Þ
au hafa bent á þau jákvæðu áhrif sem þessi sívaxandi grein í ferðaþjónustu hefur á borgarlífið og rekstur fjölmargra fyrirtækja en þrátt fyrir óskir þeirra um breytingar hefur lítið verið gert. Á sama tíma stunda hrefnuveiðimenn veiðar á svæði þar sem 70.000 erlendir ferðamenn fara í hvalaskoðun á hverju ári.
Tölvumynd af hótelinu. Það verður opnað á næsta ári.
Veiðikortið 37 vötn Eitt kort 6.000 kr.
Fosshótel á Patreksfirði
Friðun flóans er forgangsatriði Rannveig Grétarsdóttir, framosshótel Vestfirðir er nýtt nýtur mikilla vinsælda, þá er ljóst nefna Látrabjarg, sem tímaritið kvæmdastjóri og einn stofnenda þriggja stjörnu hótel í sjáv- að enginn þarf að láta sér leiðast. National Geographic valdi nýlega hvalaskoðunarfyrirtækisins HvalaVestfirðir eru þekktir fyrir stór- í hóp þeirra 10 staða í heiminum arþorpinu Patreksfirði. Að skoðun Reykjavík sögn Hrannar Guðmundsdóttur brotið landslag og fallega náttúru með fegursta sjávarsýn. Einnig er (Elding), hefur markaðsstjóra hjá Fosshótelum og frá Patreksfirði er stutt að fjölda tiltölulega stuttur akstur bæði að verið einn helsti mun hótelið opna 2013. Á hótelinu fallegra og þekktra staða. Þar má Rauðasandi og Dynjanda. talsmaður þess www.veidikortid.is verða 41 herbergi sem öll eru með að Faxaflói verði friðaður fyrsér baðherbergi. Þá verður á hótir hvalaskoðun. elinu veitingastaður ásamt bar og Fyrirtæki hennar fundaraðstöðu. hefur frá árinu Húsið sem verið er að endurgera 2007 tekið þátt var áður sláturhús bæjarins og Rannveig í rannsóknum á verður nýjum rekstri í húsnæðinu Grétarsdóttir hvölum í flóanán vafa vel tekið. um. „Svo virðist Það er ýmislegt hægt að hafast sem sömu hvalirnir séu að sækja á að á Patreksfirði og í nágrenninu. þessi mið ár eftir ár, en undanfarin ár Hvort sem að gestir hafa hug á því hefur þeim fækkað jafnt og þétt. Því að skella sér á golfvöllinn, í nýja 00 000 er ólíðandi að stundaðar séu hrefnu„Við höfum talað við ýmsa ráðamenn og gert þeim grein fyrir því hversu mikilvægt er að stöðva hvalveiðar í flóanum. Við margreyndum í fyrra að fá viðtal við Jón og glæsilega sundlaug staðarins, veiðar á sömu slóðum og algjört for- Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, en hann hafði aldrei tíma að hitta okkur,“ segir Rannveig. í skemmtilega fræðslu umtil sjórán gangsatriði fyrir okkur, og fjölmörg við Íslandsstrendur í Sjóræningjaönnur fyrirtæki á höfuðborgarsvæð- Jón Bjarnason svaraði aldrei ályktun eða Samtaka ferðaþjónustunnhúsinu ætla sér að dvelja við FLEIRI ÓBREYTT VERÐ inu, að flóinn verði friðaður,“ segirVÖTN Rannveig hefur ásamt Herði Sigur- kvikmyndaáhorf ar um stækkun griðasvæðis hvala á á heimildarmynRannveig. bjarnarsyni, framkvæmdastjóra dahátíðinni Faxaflóa. ÞáSkjaldborg, viðurkenndisem ráðiðað mikilhefRannveig undirstrikar að einung- Norðursiglingar á Húsavík, og Hvala- ur vægi hvalaskoðunar fyrir ferðaþjónfest sig í sessi á Patreksfirði og is er um að ræða truflun frá hrefnu- skoðunarsamtökunum, markvisst ustu höfuðborgarinnar og beindi því Látrarbjarg, stærsta sjávarbjarg Íslands. veiðum en ekki veiðum á langreyð- reynt að koma ráðamönnum í skiln- til sjávarútvegsráðherra að skoða alum. „Aðrar hvalveiðar trufla okkar ing um hversu skaðlegar hvalveið- varlega erindi samtakanna. Einar Örn starfsemi ekki beint en gera það þó arnar eru. „Við höfum talað við ýmsa Benediktsson, formaður Menningaróbeint með því að hafa áhrif á al- ráðamenn og gert þeim grein fyrir því og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, þjóðaálitið og áhuga sumra erlendra hversu mikilvægt er að stöðva hval- segir málið í biðstöðu á meðan beðið ferðaskrifstofa á að selja ferðir til Ís- veiðar í flóanum. Við margreyndum er eftir svari frá Steingrími J. Sigfúslands.“ í fyrra að fá viðtal við Jón Bjarnason, syni, sjávarútvegsráðherra. Að sögn Rannveigar hefur ekki fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, „Eftir að hafa kannað þetta mál verið staðið við gefin loforð um en hann hafði aldrei tíma til að hitta finnst mér að þarna séu stærri hagsað dreifa hrefnuveiðunum um allt okkur,“ segir Rannveig. munir í ferðaþjónustu en í hvalveiðland og hafa þær nánast eingöngu Hún telur að rekja megi áhuga- um. Mín skoðun er sú að það sé vel verið stundaðar fyrir utan höfuð- leysi fyrrverandi sjávarútvegsráð- þess virði að friða Faxaflóasvæðið.“ haraldur@goggur.is borgarsvæðið. „Það að 99 prósent herra til þess að hvalveiðar séu notaf hrefnuveiðum á Íslandi fari fram aðar til að koma í veg fyrir mögulega fyrir utan Reykjavík er einkenni- Evrópusambandsaðild. legt því lítil eða engin hefð var fyr„Við héldum að meira tillit yrði ir hrefnuveiðum á þessum slóðum. tekið til okkar þegar Vinstri grænir Faxaflóinn er stærsta hvalaskoð- tóku við sjávarútvegsráðuneytinu, unarsvæði á landinu og þar fara um en þetta virðist vera viðkvæmt mál 70.000 ferðamenn í hvalaskoðun hjá öllum flokkum.“ á hverju ári. Því er erfitt að skilja hvers vegna hvalveiðar eru leyfðar Borgaryfirvöld meðvituð á flóanum þegar hvalaskoðun gefur um mikilvægi hvalaskoðunar jafn mikið af sér og raun ber vitni.“ Í janúar sl. tók Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar fyrir
F
Breiðavík liggur á milli Látravíkur og Kollsvíkur.
ferðir 33
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Útivist Sumarið byr jaði með kr afti
Margir möguleikar í boði hjá Útivist í sumar Að sögn Skúla Skúlasonar hjá Útivist er nóg á döfinni hjá þeim í sumar og byrjaði sumarið af krafti með árvissri Jónsmessuferð yfir Fimmvörðuhálsinn þar sem að tóku þátt á annað hundrað manns.
Þ
etta er í 17. skiptið sem Útivist heldur upp á Jónsmessu með næturgöngu yfir Fimmvörðuháls og var þátttakan afar góð að þessu sinni. Veður var eins og best er á kosið og sól og blíða í Básum alla helgina. Að sögn Skúla er sumardagskráin nú komin á fulla ferð og þeir sem ekki komust með í Jónsmessuferðina geta valið úr fjölda ferða yfir Fimmvörðuháls í sumar, en Útivist stendur fyrir ferðum yfir hálsinn flestar helgar sumarsins. Fimmvörðuháls nýtur mikilla vinsælda núna enda gengið í gegnum eldstöðvarnar frá 2010 sem er skemmtileg upplifun. „Hjá Útivist segjum við gjarnan að hjartað slái í Básum á Goðalandi og hvergi sé betra að vera á sumardögum en einmitt þar. Þó Goðaland sé ekki hin eiginlega Þórsmörk þá er gjarnan talað um Þórsmerkursvæðið beggja megin K rossár. Mörgum finnst það kostur að þurfa ekki að fara yfir Krossá þegar farið
er í Bása, en engu að síður heldur vegurinn þangað einkennum fjallaslóða. Náttúran þarna er einstök og óendanlega mikið af skemmtilegum gönguleiðum sem henta öllum. Í Básum er einstök veðursæld í skjóli jökla og oft sól og blíða þá rigni annars staðar,“ segir Skúli. Útivist rekur fleiri skála en í Básum og einn þeirra er Strútsskáli. Skálinn er innan við Mælifell á Mælifellssandi í fallegu dalverpi. Í göngufæri frá skálanum er Strútslaug og út frá skálanum er hægt að fara í mjög skemmtilegar dagsgöngur. Þess vegna gaf Útivist út nýtt gönguleiðakort af svæðinu núna í vor og fæst það bæði á skrifstofu Útivistar og hjá skálavörðum í Strútsskála. Þá er ágætt tjaldsvæði við skálann. „Nýjasti skáli Útivistar er Dalakofinn í Reykjadölum. Þar hefur verið byggð upp góð aðstaða og hentar hann mjög vel fyrir gönguhópa í bækistöðvaferð. Í sumar verðum við með skálavörð í skálanum sem Á Fimmvörðuhálsi á Jónsmessu. Mynd Ása Ögmundsdóttir
jafnframt er hægt að fá í leiðsögn um nágrennið. Skálinn er í næsta nágrenni við Torfajökulssvæðið þar sem er að finna einstök hverasvæði. Náttúran þar er viðkvæm og því er brýnt að umgengni sé góð, en hugi menn að því hvar þeir stíga niður fæti er mjög skemmtilegt að ferðast þarna um.“ Meðal margra spennandi ferða
Í Básum í Goðalandi. Mynd Grétar W. Guðbergsson
í sumar nefnir Skúli sérstaklega fjögurra daga ferð í Lónsöræfi þar sem höfð er bækistöð í Múlaskála og gengið um þetta einstaka gönguland. Lónsöræfi er svæði sem allir náttúruunnendur þurfa að heimsækja. Þá verður gengið niður Austurdal í Skagafirði frá skálanum Grána. Austurdalur er einstakur fyrir þá gróðursæld sem þar er
ferð.is ÍSLENSKA SIA.IS FER 60251 06/12
Alicante Tyrkland
Ný ferðaskrifstofa á netinu
Sama sól - bara miklu hlýrra!
Alicante
Tyrkland
Tyrkland
Vikulegt fl ug
All t innifalið
Flug sæti
14.900
Verð frá kr. aðra leiðina með sköttum
3.-13. júlí og 13.-24. júlí verð frá
99.900 kr.
Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjölskylduherb. með öllu inniföldu. Innifalið: Flug, skattar og gisting. Verð m.v. 2 í tvíbýli frá 119.302 kr.
verð frá
23.450 kr.
Flug aðra leiðina með sköttum 3. og 13. júlí.
Úrval af gistingu í boði, sjá nánar á Ferð.is fljúgðu fyrir minna
ferð.is er íslensk ferðaskrifstofa sem einungis er starfrækt í gegnum netið. Íslendingum gefst með ferð.is kostur á að kaupa ódýrar ferðir á netinu án þess að slaka á kröfum um öryggi, þjónustu og góðan aðbúnað.
á bökkum jökulsárinnar. Það sem gerir þessa ferð ennþá skemmtilegri er að þarna verður farangur trússaður á hestum eins og vera ber, enda ekki akvegur fram dalinn. Þá eru gönguleiðir okkar um SveinstindSkælinga og Strútsstíg líka alltaf vinsælar, en þar er gengið um stórkostlegt landsvæði að Fjallabaki.
ferð.is sími 570 4455
34
Ferðir
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Suðurland Ýmsir viðburðir í júlí
Suðurland Fjölbreytt afþreying
Suðurland í sókn Davíð Samúelsson framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands hvetur fólk til ferðalaga á Suðurlandi, enda sé óvíða meiri afþreying og þjónusta í boði auk þess sem náttúran þar skartar því besta sem Ísland hefur að bjóða
M
Frá Safnadeginum 2007
Viðburða- og menningardagskrá á Suðurlandi Samkvæmt Sigurdísi Lilju Guðjónsdóttur hjá Upplýsingamiðstöðinni í Hveragerði er ýmislegt við að vera á Suðurlandi í júlí.
N
úna um helgina verður sumarmót Hvítasunnumanna haldið á Selfossi. Hátíðin er haldin við hvítasunnukirkjuna og stendur frá föstudegi til sunnudags. Þá verður einnig núna á sunnudaginn hátíð í Grímsnesinu undir nafninu Brú til Borgar. 5.-8. júlí er Besta útihátíðin haldin á Gaddstaðaflötum við Hellu og verður þar mikið um að vera. Nánari upplýsingar um hátíðina má sjá á www.bestautihatidin.is 7. júlí er hjólahátíðin Tour de Hvolsvöllur haldin með látum. Ræsing fer fram frá Reykjavík klukkan 7 að morgni, frá Selfossi klukkan 8.30 og frá Hellu klukkan 9.30 og geta þátttakendur því valið úr nokkrum vegalengdum. Á Hvolsvelli verður síðan ýmis afþreying svo sem hópaakstur, sýning, vélaleikir og rúnturinn fyrir gesti á vegum Fornvélafélags Íslands. Þá verður einnig á staðnum
ljósmyndasýning, leikir fyrir börn, hjólafærni, Dr. Bæk, Sveitamarkaður og fleira. Þá verður heljarinnar götugrill og er stefnt á að kveikja upp í kolunum á slaginu 18.00. Nánari upplýsingar og skráning er á www.hvolsvollur.is 8. júlí verður Íslenski safnadagurinn haldinn hátíðlegur víðsvegar í sveitarfélaginu Árborg og má finna nánari upplýsingar um hann inni á www.arborg.is 20.-22. júlí er Bryggjuhátíðin á Stokkseyri þar sem að verður fjölbreytt fjölskyldudagskrá, varðeldur og bryggjusöngur. Nánari upplýsingar inni á www.arborg.is og www. stokkseyri.is 28. júlí verður síðan klikkt út með metnaðarfullri djasshátíð á Hellu, Hvolsvelli og víðsvegar um Rangárþing. Þess má einnig geta að Sumartónleikar eru haldnir í Skálholti allar helgar í júlí.
arkaðsstofan er samstarfsverkefni sveitarfélaga og fyrirtækja á Suðurlandi sem stofnað var til í því skyni að efla markaðs- og kynningarstarf á svæðinu. Markmið hennar er að auka atvinnustarfsemi og umsvif í ferðaþjónustu með auknum fjölda ferðamanna inn á svæðið. Davíð bendir á að Suðurlandið er sá landshluti sem flestir ferðamenn heimsækja enda skartar svæðið einstaklega fjölbreyttri náttúru, sögu og menningu. Svæðið er víðfeðmt en það teygir sig frá Selvogi í vestri og alla leið að Höfn í Hornafirði í austri og þar er einn mesti fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja sem fyrirfinnst í einum landshluta.
Fjölbreytt afþreying
„Í kjölfar eldsumbrotanna hafa enn fleiri fyrirtæki komið inn á markaðinn hér og fjölbreytni í alls kyns afþreyingu hefur aukist til muna.“ Davíð nefnir sem dæmi ný fyrirtæki sem tengjast hestamennsku, útivist og matarmenningu. Þar á meðal eru bæði fyrirtæki sem leggja áherslu á útreiðar um víðerni og göngur um jökla og fyrirtæki sem leigja út hvers kyns frístundatæki eins og snjósleða og fjórhjól. Þannig er nú hægt að komast í fjórhjólaferðir í Skaftárhreppi og um ríki Vatnajökuls á svæðinu við Hoffellsjökul. Vatnajökulsþjóðgarður hefur gríðarlega mikið að bjóða og þar er rekin öflug ferðaþjónusta allt árið. Leiðirnar inn á Fjallabak og hálendið liggja um Rangárþing, meðal annars upp af Hvolsvelli, og jarðvangurinn í kringum Kötlu og Eyjafjallajökul á eftir að verða því svæði mikil lyftistöng. Suðurströndin er mikið gósenland fyrir þá sem hafa áhuga á fuglaskoðun. Fyrsti viðkomustaður farfuglanna er einmitt á þessum slóðum og þar má oft rekast á fágæta fugla sem hafa flækst til landsins með háloftavindum. Einn
þessara staða er Ingólfshöfði en yfir sumarmánuðina eru einmitt skipulagðar fuglaskoðunarferðir í höfðann. „Það er tvímælalaust hægt að mæla með því að fólk gefi sér góðan tíma til að skoða náttúruna og dýralífið,“ segir Davíð. Við ströndina eru líka ótal aðrir möguleikar tengdir sjóðstangaveiði, strandveiði, fiskmarkaðir, siglingar og brimbretti. Upplýsingar um þá fjölbreyttu afþreyingarmöguleika sem er að finna á Suðurlandi er hægt að nálgast í fjölda upplýsingamiðstöðva sem starfræktar eru á svæðinu. „Við leggjum áherslu á að möguleikar til afþreyingar eru mjög fjölbreyttir og það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi á Suðurlandi,“segir Davíð, en Markaðsstofa Suðurlands heldur einnig úti upplýsingaveitu á netinu á slóðinni: www.south.is og www. markadsstofa.is
Best varðveitta leyndarmálið
Að sögn Davíðs liggur styrkur ferðaþjónustunnar á Suðurlandi í því að stærstur hluti svæðisins er aðgengilegur allan ársins hring og mikilvægar samgönguumbætur hafa stytt vegalengdir til muna. „Undanfarin ár hafa mildir vetur unnið með okkur en einnig er búið að byggja upp fleiri vegi eins og nýja Gjábakkaveginn sem styttir leiðina
að Gullfossi og Geysi umtalsvert. Nú tekur það ekki nema rúman hálftíma að aka frá Reykjavík að Geysi um Gjábakkaveg.“ Talsverð eftirvænting er einnig bundin við opnun Suðurstrandarvegarins. Tilkoma hans breytir miklu og bætir aðgengi að svæðinu við Selvog og Herdísarvík á Reykjanesi. Suðurstrandarvegurinn greiðir Sunnlendingum leið til Keflavíkur og gerir þeim sem koma til landsins kleift að aka beint frá flugvellinum í Keflavík inn á Suðurland án þess að þurfa að fara í gegnum umferðamannvirkin og allar slaufurnar í Reykjavík. „Svæðið sem Suðurstrandavegur opnar er gríðarlega fallegt og að mínu viti eitt best varðveitta leyndarmálið í nágrenni höfuðborgarinnar. Þarna er mikið af minjum sem tengjast atvinnusögu okkar eins og til dæmis útróðrasvæðin við Selvog og víðar.“
Ósnortin náttúra og kyrrð
Þrátt fyrir mannvirkin öll og fjölbreytta flóru afþreyingarmöguleika á Suðurlandi er mesta sérstaðan þó ef til vill fólgin í þeirri auðlegð sem landið lagði með sér sjálft. „Þeir sem hingað koma eru oft að sækjast eftir því sem þeir hafa ekki greiðan aðgang að annars staðar, ósnortinni náttúru, kyrrð og ró.“
Tjöldin fásT í Tjaldalandi Tjaldaland ÚTilífs er við hliðina á TBr-höllinni við glæsiBæ.
ÍSLENSKA SIA.IS UTI 60134 06/12
Uppsett tjöld til sýnis alla virka daga kl. 10-17. Fleiri Upplýsingar á www.UtiliF.is
verð: 32.990 / 42.990 Kr.
verð: 56.990 Kr.
verð: 59.990 Kr.
verð: 84.990 Kr.
HigH Peak Como 4 og 6 manna tvískipt innratjald með fortjaldi á milli. vatnsvörn 2.000 mm. Yfirlímdir saumar. Hæð 190/200 cm.
HigH Peak anCona 5 manna rúmgott fjölskyldutjald. vatnsvörn 3.000 mm. Yfirlímdir saumar. dúkur í fortjaldi. 2 inngangar. Hæð 200 cm.
THe norTH FaCe TadPole 2 manna létt göngutjald 2,4 kg. vatnsvörn 1.500 mm taffeta. Botn 5.000 mm taffeta. álsúlur. Hæð 100 cm.
HigH Peak nunaTak 3 manna göngutjald með góðu fortjaldi og áföstum dúk. vatnsvörn 4.000 mm. Botn 5.000 mm. álsúlur. Hæð 110 cm. Þyngd 3,9 kg.
NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS
Helgin 29. júní-1. júlí 2012 Áhugaverðar gönguferðir með íhugun
Náttúran sem verkfæri í náms- og starfsráðgjöf Hrönn Baldursdóttir, stofnandi náms- og starfsráðgjafarinnar Þín leið, hefur alla tíð haft mikla fjalla- og göngubakteríu og ákvað að nýta menntun og áhugamál til þess að sameina krafta náttúru og þekkingar.
A
ð sögn Hrannar er þjónustan að grunni til ráðgjöf sem hún tengir gönguferðum í náttúrunni. Annars vegar er um að ræða námskeið sem að hún kallar „Þín leið – næsta skref“ og felur í sér námsog starfsráðgjöf sem er fléttuð inní gönguferðir í náttúrunni og nýtir einnig hagnýt fræði hatha-yoga. Markmið námskeiðanna er að skapa vettvang fyrir fólk til að endurskoða markmið sín, hvort sem þau eru tengd starfsferlinum, námsferlinum eða lífinu almennt og gera áætlun um að framkvæma þau. Að hennar sögn gera þetta fáir markvisst og festast síðan gjarnan í annríki hversdagsins og draumarnir sitja á hakanum. „Með því að fara út í náttúruna drögum við okkur frá skarkala daglegs lífs og úr hinu vanabundna umhverfi. Það auðveldar okkur að íhuga og endurskoða markmiðin á nýjan hátt án truflunar frá rafrænum áreitum, auk þess að öðlast orku til framkvæmda. Útivist og gönguferðir færa okkur út fyrir þægindarammann en áreynsla og nýjar áskoranir gefa okkur aukna trú á eigin getu. Þar með setjum við okkur hærri markmið og fáum kraft til að framkvæma þau." Þá nýtir Hrönn Hatha-joga sem
Langistígur.
hún segir að kenni okkur aðferðir til að ná hugarró, slökun og líkamlegum og andlegum styrk. Með þá kunnáttu verðum við betur í stakk búin til að sinna okkar hlutverki á vinnumarkaði sem og öðrum hlutverkum. Þannig styðja þessi þrjú svið hvert við annað og styrkja okkur í að móta starfsferilinn, ná markmiðum og auka hamingju. Hún hefur útfært námskeiðið sem 5 vikna námskeið, en einnig er hægt að kynnast ferlinu í dagsnámskeiðum. Allir ættu að geta nýtt sér námskeiðin, óháð aldri, kyni, menntun og stöðu. Aðalmálið er að íhuga stefnu sína reglulega og endurskoða eigin lífsstíl. Þá er Hrönn einnig með gönguhópa þar sem eru stuttar vikulegar gönguferðir í 6 vikur, með yogastöðum, íhugun og slökun. Nánari upplýsingar má finna á www.thinleid.is
Sumartilboð Fosshótela!
EXPO • www.expo.is
3 nætur á 39.000 kr. 5 nætur á 49.000 kr. Gisting fyrir 2 í tveggja manna herbergi með baði ásamt morgunverði.
AllT klárT fyrir þínA Heimsókn
Tilboðið gildir maí – september.
Sjá nánar á foSShótel.iS
fOSSHOTEl / SiGTÚn 38 / 105 rEykJAVík iCElAnD / TEl.: 562 4000 / fAX: 562 4001 E-MAil: sumartilbod@fosshotel.is
Spennandi
konur
„Kaldhæðinn stíll Sólveigar gefur sögunni myrkt og töffaralegt yfirbragð.“
bílar
36
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Hekla afhenti þúsundasta bílinn á árinu
H
ekla afhenti síðastliðinn föstudag þúsundasta nýja bílinn á árinu, fyrst umboða hérlendis, annað árið í röð, að því er fram kemur á heimasíðu þess. Það var Guðrún Sigríður Magnúsdóttir sem fékk nýjan Audi A3 og fékk hún blómavönd að gjöf frá Bjarka Steingrímssyni, sölustjóra Audi, við afhendingu bílsins. Bjarki Steingrímssyni afhendir Guðrúnu Sigríði Magnúsdóttur þúsundasta Heklu-bílinn á árinu, nýjan Audi A3. Ljósmynd Hekla
K r i S tja n a G u ðbr a n d S d ó t t i r dV
Markaðssetning Nýr sýningarsalur í Ármúla
Opel endurvakinn á íslenskum bílamarkaði „Höfundurinn nær slíku tangarhaldi á lesandanum að hann vill alltaf vita meira og meira ...“ S Va n H V í t l jó S b jörG morG u n bl a ði ð
„Fínt stöff.“ Pá l l b a l dV i n b a l dV i n S S o n F r ét tat ími n n
www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu
Helsta nýjungin er bíll ársins í Evrópu, Opel Ampera. Astra í þremur útfærslum og Insignia vel búinn, sjálfskiptur með dísilvél.
Þ
að er löngu tímabært að endurvekja Opel á íslenskum bílamarkaði, hann hefur ekki verið fluttur inn síðan árið 2008. Nú blásum við í lúðra með opnun sýningarsalar í dag, föstudag, í Ármúla 17,“ segir Hörður Þór Harðarson, sölustjóri Opel hjá BL. Helsta nýjungin hjá Opel er bíll ársins í Evrópu, Ampera, sem byggður er á sama grunni GM og Chevrolet Volt sem valinn var bíll ársins í Bandaríkjunum árið 2011; rafmagnsbíll með bensínmótor sem er ljósamótor. Drægni rafmótorsins er 6080 kílómetrar en þegar um 30 prósent hleðslunnar eru eftir fer bensínmótorinn sjálfkrafa í gang, drífur bílinn áfram og hleður jafnframt inn á rafmótorinn. Verð hans verður á bilinu 8 til 8,5 milljónir króna. Hörður Þór segir að boðið verði upp á alla línu Opel: Astra býðst í þremur útfærslum og Insignia einnig, arftaki Vectra, bíll sem valinn var bíll ársins í Evrópu árið 2009. Hörður Þór segir að Opel Insignia sé flottur og magnaður bíll. Hann býðst sjálfskiptur með 165 hestHörður Þór Harðarson, afla dísilvél sölustjóri Opel hjá BL. og mun kosta Nýr sýningarsalur verður um 5,2 milljopnaður í dag. Ljósmynd ónir króna. Þá Hari
A W A KE
TA
SUÐURLANDSBRAUT 12 | LAUGAVEGUR 81
562 3838
Ð O B Y TIL
BRAGAGATA 38a
Opel Ampera búinn raf- og bensínmótor, bíll ársins 2012 í Evrópu.
verður sjö manna Opel Zafira Tourer á boðstólum á verði frá tæplega fimm til rúmlega 6 milljóna króna. Hörður Þór var áður í fimmtán ár hjá Toyota og segist því góðu vanur en Opel bjóði gríðarlega flotta bíla. „Opel hefur verið í 3.-4. sæti söluhæstu bíla í Evrópu undanfarin þrjú ár og seldi á síðasta ári 968 þúsund bíla. Við munum flytja bílana inn í gegnum Danmörku en Danir eru ákaflega hrifnir af Opel. Ég er búinn að fara til Danmerkur, skoða og prófa bílana þar og þeir standa fyllilega undir væntingum,“ segir Hörður Þór. Hann segir að fimm bílar verði til sýnis nú en reiknað sé með stórri sendingu bíla og meira húllumhæi í kringum mánaðamót júlí og ágúst.
” 6 1 ” 6 1 2495.-
1
2
Am Z Z I Pur áleggju .tveim 5 9 með / 8 1 RITA A G MAR BRAUÐ ” 2 S 1 AUK & VÍTL A H PuIrZáleZggjum með
tveim
” 6 1 ZA &
16”3495.-
3
Boðið verður upp á alla línu Opel.
PIZmatseðli af
H
A/ ARIT Ð G R MA BRAU S AUK VÍTL
3,7 SJÁLFSKIPTUR L/100 KM
SÍð NÝ SE A N SEL STA S DING! DIS END T U ING PP!
*M.v. LANGKEYRSLU
FJÖLSKYLDUBÍLL SEM FER HRINGINN Á EINUM TANKI! RENAULT MEGANE
D
DÍSIL
Verð 3.590 þúS. KR. SJÁLFSKIPTUR Græn fjármögnun (ekkert lántökugjald) 50% útborgun 1.795 þús. kr. Greiðsla á mánuði í 84 mán. 29.455 kr.
P
FRÍTT Í STÆÐI!
A
MENGUNARFLOKKUR
CO2 úTBLÁSTUR 110 G/KM
1428 km
*Miðað við blandaðan akstur
SPARNEYTINN Nýr Renault Megane með nýju 1500 rúmsentimetra dísilvélinni og 6 gíra sjálfskiptingunni er með sparneytnustu bílum sem völ er á. Hann getur ferðast 1428 km á einum tanki.
ENNEMM / SÍA / BL2
er með því lægsta sem þekkist í bílum í þessum stærðarflokki.
*
FRÍTT Í STÆÐI Á MIÐBORGARSVÆÐINU
RENAULT MEGANE SPORT TOURER
D
DÍSIL
Verð 3.790 þúS. KR. SJÁLFSKIPTUR Græn fjármögnun (ekkert lántökugjald) 50% útborgun 1.895 þús. kr. Greiðsla á mánuði í 84 mán. 31.079 kr.
P
FRÍTT Í STÆÐI!
FRÍTT Í STÆÐI Á MIÐBORGARSVÆÐINU
Bílar á mynd eru á 17” álfelgum og er aukabúnaður.
KAFFI OG REYNSLUAKSTUR ATH! OPIð LAUGARDAGINN 30. JúNÍ FRÁ 12-16. Verið velkomin í kaffi og reynsluakstur. Þú þiggur kaffi og lætur sölumenn okkar aðstoða þig við að reikna út hvernig þú getur eignast nýjan sparneytinn Renault. Eftir að hafa reynsluekið Renault kemst þú að því hve lipur og vandaður bíllinn er. Komdu í heimsókn til okkar að Sævarhöfða 2 og prófaðu bílinn sem hentar þér – Sjáumst!
www.facebook.com/renault.is Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533
BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000
38
veiði
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Fluguveiði og fjölskyldulíf Laxveiðiekkjur tvíbur anna
Lykillinn að langlífu hjónabandi er að hittast sem minnst
E
inhverjir þekktustu laxveiðimenn landsins hljóta að teljast tvíburabræðurnir Ásmundur framkvæmdastjóri og Gunnar leikari, Helgasynir. Nýverið fylgdust sjónvarpsáhorfendur með þeim flengjast landshorna á milli í sjónvarpsþáttaröðinni Leitin að stórlaxinum; en þættirnir eru fáanlegir bæði á bók sem og á DVD. Báðir eru þeir fjölskyldumenn og vitaskuld fara eiginkonurnar ekki varhluta af þessum mikla áhuga á stangveiði – áhugi sem þeir vita sem þekkja getur reynst kræfur tímaþjófur. Þær Björk Jakobsdóttir leikkona, eiginkona Gunnars, og Elín G. Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri, eiginkona Ásmundar, svara hér sömu spurningunum sem miða meðal annars að því að komast að því hvort svo mikill og einlægur veiðiáhugi maka komi niður á fjölskyldulífinu eða hvort verið geti að slíkt sé einfaldlega til þess fallið að styrkja sambandið? Það kemur á daginn að svarið við þeirri viðamiklu spurningu er bæði já og nei.
Spurningarnar
1. Hvor er betri veiðimaður, Gunni eða Ási? 2. Hvor hefur veitt stærri fisk? 3. Hefur eiginmaðurinn alltaf verið þessi veiðisjúklingur eða er það til komið eftir að kynni tókust með ykkur? 4. Hefur þessi veiðisýki komið niður á fjölskyldulífinu eða er það til þess fallið að styrkja sambandið? 5. Ert þú í stangveiði sjálf? 6. Er það til komið vegna eiginmannsins eða þrátt fyrir hann? 7. Farið þið oft í veiði saman? 8. Hvor er öflugri veiðimaður, þú eða Björk/ Elín? 9. Er mikil keppni milli fjölskyldna eða birtist hún aðeins milli bræðranna? 10. Hefur þessi veiðiáhugi eiginmannsins einhvern tíma keyrt um þverbak þannig að þú hefur hreinlega þurft að setja fótinn niður? Björk með meri sína. Hún er alsæl með það að fá frí frá sínum ektamanni af og til og notar þá tækifærið til að sinna hestamennskunni.
Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettatiminn.is
Verslaðu á vefnum
Frí sending að 20 kg
Elín við Norðurá núna í júní. Eiginmaðurinn hefur ekki komið með í sólarlandaferðir vegna veiðiáhuga, sem er gott því á sólarströnd sólbrennur Ási, fær sólsting og er með almenn leiðindi.
Björk Jakobsdóttir Sýnir gerviáhuga þegar Gunni fer að tala um veiði 1. Gunni, ekki spurning. Það er af því að hann er miklu mjórri en Ási núna og á auðveldara með að hlaupa fiskana uppi. 2. Ekki hugmynd. Ég dett alltaf út þegar hann fer að tala um hvað hann veiði. Oft nýti ég tímann meðan hann heldur maraþon-ræður um stórkostlegar veiðiferðir til að hugsa um hvað ég eigi að hafa í matinn og kinka svo bara kolli og brosi með aðdáun ef það kemur þögn. 3. Nei, hann var nú bara nokkuð eðlilegur framan af. Ég man til dæmis eftir því hér áður fyrr að við gátum keyrt fram hjá laxveiðiám án þess að hann snéri sig úr hálsliðnum og keyrði næstum út af til að vita hvort hann sæi fisk. Svo fékk hann bakteríuna og hefur heldur versnað með árunum. Nú förum við ekki lengur yfir á nema Gunni segi: Eigum við kannski að stoppa og kíkja í ána? Og ég garga blíðlega: Nei, ekki séns! Keyrðu áfram eða ég skil við þig! 4. Já, þetta hefur reynt á sambandið en ég hef þroskast upp úr því. Nú höfum við verið gift svo lengi að ég get ekki beðið eftir að losna við hann út af heimilinu og tek því veiðiferðum fagnandi. Lykillinn að langlífu hjónabandi er að hittast sem minnst. 5. Uuu... neibb. Hef bara ekki náð stemningunni að vafra upp og niður ána í fleiri klukkutíma og svo loksins ef svo ólíklega vill til að maður veiði fisk þá er honum sleppt! Bara klappað á kollinn, mældur og svo farið upp í veiðihús til að segja sögur. Ég hef hins vegar oft boðið honum að ríða með hestana mína á árbakkanum honum til samlætis en hann hefur ekki verið að fíla það... skrítið! 6. Eins og áður sagði er ég ekki í stangveiði. Kannski ætti ég að gefa því séns en ég er bara sjálf með stórkostlegt áhugamál sem er hestaferðir á sumrin og uni mér hvergi betur en á fjöllum. Við hjónin reynum svo að heimsækja hvort annað í veiði og hestaferðir og gera eitthvað þess á milli. Ég held að þetta sé hjónabandinu fyrir bestu. Ég biði ekki í að þurfa að standa á árbakkanum og láta Gunna leiðbeina mér um fluguköst tímum og dögum saman. Ég myndi líklega skjóta hann ef byssueign væri leyfð í landinu. 7. Aldrei, en ég læt alltaf eins og ég sé alveg á leiðinni og sýni gríðarlegan gerviáhuga í hvert skipti sem hann minnist á þetta. 8. Elín klárlega. Hún sýnir eiginmanninum allavegana þá ást að fara að veiða með honum. Þessi fáu skipti sem ég hef farið að veiða á flugu hefur það bara verið vesen. Hjólið bilar, girnið flækist, ég sting mig á flugunni og Gunni breytist í leiðinlegasta grunnskólakennara í heimi. Reyndar fórum við einu sinni að veiða á maðk og ég varð vör við fisk og þá fékk Gunni ekki stöngina næstu tvo tímana, þannig að hver veit ef ég væri ekki svona upptekin í hestaferðum á sumrin þá gæti ég kannski orðið forfallin veiðikona. Ég hef allavega keppnisskapið. Svo veiddi ég líka níu þorska í Eyjafirði einu sinni. Ég varð ofsalega sorgmædd þegar ég drap þann fyrsta en myrti svo hina átta með bros á vör 9. Nei, ég er alveg laus við keppni þegar kemur að veiði. Ég er lélegust og vermi það botnsæti með bros á vör. Gunni og Ási eru í einhverju undarlegu tvíburasambandi þar sem þeir halda ofsalega mikið hvor með öðrum en eru samt alltaf í keppni. Gunni vill vinna en er samt leiður ef Ási veiðir ekki. 10. Nei eiginlega ekki. Hann virðist geta haldið sjúkdóminum niðri og nær venjulega að fúnkera eins og eðlilegur maður. Það er helst þegar veiðitímabilið nálgast sem maður verður vör við fíknina. Ég skil ekki hversu oft er hægt að fara í gegnum veiðitöskuna til að tékka á hlutunum. Hann situr stundum tímunum saman út í garði eða inni í bílskúr að gera... hver veit hvað!? Kannski situr hann bara og faðmar veiðidótið sitt og lætur sig dreyma. Svo á veturna eru hnýttar flugur. Sú iðja er svolítið eins og að sauma út, mikil nákvæmnisvinna og til þess þarf góða sjón. Gunni er fjarsýnn og hefur brugðið á það ráð að sitja með fjarsýnisgleraugu til að sjá hvað hann er að gera. Ég verð að viðurkenna að þegar mér verður litið á hann við þessa iðju þá þyrmir yfir mig hvað við erum að verða miðaldra. Segjum bara að þetta séu ekki kynþokkafyllstu móment Gunnars Helgasonar.
Elín Ragnarsdóttir Veiðin er heilög bræðrastund 1. Þeir eru held ég nokkuð jafnir en mér finnst Ási taka sig betur út á bakkanum. 2. Það er Gunni, hann tók þann stóra í Aðaldalnum síðasta sumar. 3. Hann var fótboltasjúklingur þegar við kynntumst en breyttist í veiðisjúkling smám saman. 4. Já aðeins, hann kemur til dæmis ekki með fjölskyldunni í sólarlandaferðir, ég hef farið ein með krakkana síðustu tíu ár eða svo. Sem er þó bara fínt því hann þolir illa hita og það er voðalega mikið vesen á honum í svoleiðis ferðum, sólbrennur, fær sólsting og er bara með almenn leiðindi – þannig að það hefur bara styrkt sambandið að hafa hann veiðandi á meðan við hin skemmtum okkur á suðlægum slóðum. 5. Voða lítið, veiðin er heilög bræðrastund. 6. Það er bara fyrir hann sem ég læt hafa mig í þessa vitleysu. 7. Nei, ég fer með Ása í Norðurá tvisvar á ári og svo erum við aðeins að byrja í vatnaveiði sem er bara nokkuð skemmtileg. 8. Ég held að við séum alveg jafn glataðir veiðimenn, þetta er bara spurning um hvor tekur sig betur út á bakkanum. 9. Hún er fyrst og fremst á milli bræðranna, við hin erum friðsamt fólk. 10. Já, einu skiptin sem ég hef staðið Ása að því að ljúga er þegar kemur að veiði. Hann er alltaf að fara í „bara þrjár ferðir“ en þær eru sjaldan færri en átta og ertu að grínast með græjurnar sem maðurinn kaupir á hverju ári?! Hann eyðir meiru í veiðigræjur en gamall rokkari í yngingarkrem.
1 árs skilaréttur
Engin áskriftargjöld
- gæsla og öryggi
Verð: 34.750 kr. Bendum á reglur um rafræna vöktun á personuvernd.is
Kíktu heim - til öryggis • • • • • •
Þráðlaus samskipti við tölvur og snjallsíma Myndavél fjarstýrð með símanum Sendir myndir í tölvupósti við hreyfingu Nýjasta tækni í myndgæðum Einföld uppsetning – Íslenskar leiðbeiningar Gæsla í þínum höndum – Engin áskriftargjöld
öryggismyndavélar
Fjarstýrð Pan / Tilt
Foscam er leiðandi á sínu sviði með mest seldu öryggismyndavélar í Bandaríkjunum
Þráðlaus samskipti
Greinir hreyfingu og sendir boð
Hljóðnemi og hátalari
Nætursjón
í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18 • Eirberg ehf. • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
40
bækur
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Sumarhefti Þjóðmála komið út Sumarhefti þjóðmálatímaritsins Þjóðmála kom út fyrir stuttu; 96 síður af lesefni. Á forsíðu eru helstu greinar taldar skrif Erlends Magnússonar um krónu og erlenda gjaldmiðla, Jón Magnússon lögfræðingur skrifar um niðurstöðu Landsdóms og úttekt er á Grímsstaðamálum. Margir aðrir höfundar eiga efni í heftinu: Björn Bjarnason fjallar um forsetakosningar, Páll Harðarson um afnám gjaldeyrishafta, Frosti Sigurjónsson um stöðu krónunnar, Hannes Hólmsteinn um kenningar um göfuga villimenn, Gunnar Rögnvaldsson um byggðastefnu og þjóðríki. Þá er í heftinu birt ljóð eftir Jónas Þorbjarnarson skáld sem féll frá fyrir stuttu. Þjóðmál fást í öllum betri bókaverslunum og í áskrift hjá útgefanda. -pbb
Vinsæl spennusaga
Sigurjón Pálsson hlaut íslensku glæpasagnaverðlaunin í síðustu viku fyrir bók sína Klæki. Í kjölfarið tók sala á bókinni við sér og situr hún nú í fimmta sæti kiljulistans á metsölulista Eymundsson.
Ritdómur Allt er ást
Tímarit háskólanema Tímarit nemenda við hinar ýmsu deildir innan háskólasamfélagsins hafa um langan aldur komið út, frægast þeirra tímarit lögfræðinema við HÍ. Minna þekkt er Orðið, tímarit guðfræðinema sem komið hefur út í 48 ár. Nýtt hefti barst síðunni fyrir nokkru, 186 síður og geymir nokkra flokka greina: Biskupskjör, Af trú, Af vettvangi fræða og Af vettvangi deildarinnar. Leikmönnum kann að þykja þar forvitnilegust úttekt á þeim frambjóðendum sem hæst fóru í biskupskjöri. Rit Fornleifafræðingafélags Íslands, Ólafía, fjórða hefti kom út fyrri hluta árs og geymir sex greinar byggðar á meistaraprófsverkefnum nýrra fornleifafræðinga. Viðfangsefnin eru öll spennandi: Skólapiltar og svefnstofa þeirra í Skálholti, fornar leiðir á Íslandi, greftrun barna á kaþólskum tíma, staða kynjafornleifafræði hér á landi, karlmennska í herskipum og hugleiðingar um kuml og greftrun. Heftið gefur fyrirheit um nýja kynslóð forleifafræðinga hér á landi. -pbb
Ritdómur Sumarhús með sundlaug
Allt lifir og vill lifa
Kristian Lundberg.
Allt er ást Kristian Lundberg Þórdís Gísladóttir þýddi. Bjartur, 159 síður, 2012.
Neon-bók nr. 72 er Allt er ást eftir sænska ljóðskáldið Kristian Lundberg. Þórdís Gísladóttir þýðir þetta stutta prósaverk af mikilli smekkvísi og í leit að upplýsingum um skáldið rekst lesandi á gamla umsögn hennar um verkið á Druslubókarsíðunni góðu, svo leiða má að því líkum að hún hafi átt sinn þátt í að finna Lundgren útgefanda hér á landi. Hvað um það. Bókmenntaverk Lundberg er kærkomin sending — hver sem magnaði hana. Hún er ný af nálinni, báðar þýðingarnar sem fjallað er um í pistlum hér á síðunni eru nýútgefin verk, báðar merkileg bókmenntaverk, en hvor með sínu lagi. Texti Lundberg fylgir ekki línulaga frásögn, heldur er hann settur saman af ógrynni minninga, skynjana, hugsana sem hrannast upp í huga sögumannsins og um leið skipast hægt í stóra mynd en víða rifna, rofna – skaddaða – í huga lesandans. Maður á miðjum aldri rifjar upp bernsku sína, brotthvarf föður, andleg veikindi móður, einmanakennd og útilegu í hópi félaga sem gefa sig á vald áfengi og seinna spítti. Sjálfsmorð tíð, slysin við dyrnar. Þannig verður til mynd af bernskuborginni Málmey, og henni er síðan stillt upp við hlið nýlegri minningarbrota: Ómannlegri vinnu hjá mönnunarfyrirtæki sem selur starfskraft til allra þeirra sem vilja fá hann sem ódýrastan og heimi svörtu vinnunnar, heimi þeirra sem ekki eru til: Glataðri ást sem ekki verður endurheimt; eftirsjá og fálátum heimi með móðurlausum ungum syni. Stíll Lundberg er seiðandi og brotakenndur í meira lagi, því þar er undir skynjun í tveimur tímarýmum, stundum þremur, dagleg vera, minnisflæði, og ásetningur. Vitaskuld má kalla hann ljóðrænan þó hann sé skrautlaus, flæðið er myndrænt í meira lagi en þær myndir eru naktar, tómar, tálgaðar. Hreinsunin í stílnum gerir hann ágengan, einfaldan og áhrifamikinn, örvæntingin sem hvirflast um söguheimana síðu eftir síðu, nánast eins og síendurtekið stef, skapar hrynjandi sem dregur lesandann inn í verkið, heimti hann svo svör og skýran endi fær hann hvorugt: Sögumaður hefur lifað af og er til frásagnar. Það er ólíklegt að þorri lesenda treysti sér á vald svo sundraðs texta en þeir sem þora að leggja af beinum, vel stikuðum og vandlega merktum stígum ættu að hverfa af hinni margþræddu götu og elta Kristian Lundberg inn í villta óræktina. Það er þess sannarlega virði. -pbb
Dirfska Koch felst ekki síst í að hann hikar ekki við að draga óþægileg efni fram í dagsljósið og veitir athygli djúpstæðu dýrslegu eðli tegundarinnar; karldýrsins í dýrum hörjakkafötum – kvendýrsins í stuttum kjól. Herman Koch.
Feður og konur þeirra K
Nýjung!
D-vítamínbætt LÉttmJÓLK
Sumarhús með sundlaug Herman Koch Ragna Sigurðardóttir þýddi JPV, 366 síður, 2012.
ápumynd nýrrar skáldsögu hollenska rithöfundarins og sjónvarpsmannsins Hermans Koch sýnir á rauðum fleti hlustunarpípu læknis sem einhver hefur lagt frá sér flækta og snúna. Myndin er myndlíking, boði um efni skáldsögunnar Sumarhús með sundlaug sem komin er út í afbragðs þýðingu Rögnu Sigurðardóttur nú rétt ári eftir að sagan kom út á frummálinu. Heiti sögunnar vísar til helgra frídaga fjölskyldu; hita, nektar einkalífs í nálægð vatns og birtu. Læknir í sumarleyfi með fjölskyldu eru merkin sem okkur eru gefin. Fyrir tveimur árum kom út á sama forlagi saga Kochs, Kvöldverðurinn, og naut vinsælda, vakti athygli – verðskuldað. Millistéttin evrópska er viðfangsefni hans, siðir hennar og siðgæði, hvað leynist undir fáguðu velferðaryfirborði nútímamannsins; karla, kvenna og unglinga. Áreksturinn sem höfundurinn notar til að bregða kviksjá undir yfirborð okkar tíma er þar eins og hér framferði unglinga, framferði sem um síðir kemur í ljós, óbeislað, öfgakennt og með öllu ókunnugt foreldrum þeirra. Í Sumarhúsi velur Koch sér sögumann heimilislækni, föður tveggja dætra, að því virðist farsælan mann í hjónabandi og starfi. Marc lifir skipulögðu lífi: Sinnir sjúklingum sem leita til heimilislæknis af samviskusemi, greinir sjúkleika þeirra sem oft er áunninn vegna lífernis, hlustar á þá. Staða hans gefur honum aðgang að boðskerfi menningarelítunnar og úr þeim hópi fær hann kúnna. Í raun fyrirlítur hann sjúklinga sína, ofbýður líkamleg hrörnun þeirra, greining hans er í senn á sál og líkama sjúklinga. Lesandi fær snemma í fyrstu persónu sögu hans skýra huglæga afstöðu sem er bæði tilfinningaleg og siðleg. Kock er farinn að kokka í okkur skilning, leika sér af mikilli smásmugulegri færni með huga lesandans. Nema hvað: Einn skjólstæðinga Marc
er sviðsleikarinn Ralph, svelgur á mat, vín og víf, lífsnautnamaður kvæntur bældri og ófullnægðri eiginkonu. Ralph leitar læknis vegna meins og það tekst kunningsskapur. Ralph og kona hans bjóða Marc og fjölskyldu í heimsókn í sumarbústað með sundlaug. Þar gerast atburðir sem leiða sögumann okkar á vit örlaga sinna, hann sem telur sig hafa allt á hreinu verður leiksoppur. Í hinni stóru mynd er Koch að fást við siðræna tvöfeldni, karlmenn sem líta á konur sem bráð, konur sem líta á karlmenn sem leikfang, tæki. Niðurstaða Koch er ekki augljós heldur verður lesandi hver fyrir sig að spá og ráða sinni niðurstöðu. Koch er afhjúpandi höfundur, ekki aðeins á siði og siðgæðisbrest vestrænna samfélaga, heldur ekki síður lýsir hann upp hugarfylgsni menningar okkar og um leið skúmaskot lesandans. Þess utan er hann nöturlega fyndinn í sparlegri útmálun atvika og aðstæðna og kann að búa til spennu sem heldur lesanda á nálum. Hér er ekkert sem sýnist. Dirfska Koch felst ekki síst í að hann hikar ekki við að draga óþægileg efni fram í dagsljósið og veitir athygli djúpstæðu dýrslegu eðli tegundarinnar; karldýrsins í dýrum hörjakkafötum – kvendýrsins í stuttum kjól. Kynhlutverkin eru í skoðun hans djúpstætt menningarlegt fyrirbæri sem við teljum okkur trú um að liggi ofarlega í hillusamstæðunni sem lífið á að vera. En svo verða atvik sem hleypa skepnunni út og forskrifað eðli okkar heimtar sitt.
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is
UGLA
Við Stórhöfða, beint á móti Bílasölu Guðfinns – 29. júní til 1. júlí kl. 13:00-17:00 Gull in
brú
Grafarvogur
Bryggjuhverfið
NÝ BÓK
Grafarvogur
Bílasala Guðfinns
Stórhöfði
NINGS
VIÐ ERUÉMR H
Stór
Breiðhöfð
i
Höfðabakki
höfð
i
Oddi
Bíldshöfði
Rúnar Helgi Vignisson áritar nýja bók sína, Ást í meinum, laugardag kl. 15:00-16:00
Vesturlandsvegur
Vesturlandsvegur
KILJUMARKAÐURINN ER VIÐ STÓRHÖFÐA Alls konar kiljur – bara núna um helgina NÝ BÓK
KOMINR AFTU
NÝ BÓK NÝ BÓK
2 BEINT ÚR PRENTUN NÝ BÓK
TAENN N M K BÓ RÐLAU DAVE RLAN ÐU NOR RÁÐS
KOMINR AFTU
HEFST Í DAG KL. 13 :00
NÝ BÓK NÝ BÓK
NÝ BÓK
OPIÐ FÖSTUDAG, LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 13-17 | VERÐFLOKKAR ERU AÐEINS FJÓRIR: KR. 499-, 999-, 1.499- og 1.999-
42
heilabrot
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
8 manna úrslit
Spurningakeppni fólksins
Sudoku
3 1 9 5 3 3 2 4 9 5 7 8 2 5 9
Spurningar 1. Hvert er nýtt nafn klukkuturnsins fornfræga Big Ben í London? 2. Hver er nýr forseti Egyptalands? 3. Hvaða algenga verkjalyf telur hjartalæknirinn Gunnar Gíslason vera lífshættulegt? 4. Hvar er Landsmót hestamanna haldið í ár? 5. Hvaða íslenski bjór verður fljótlega fáanlegur í yfir 100 versl-
Þórður Snær Júlíusson,
Þórður Gunnarsson,
unum í Noregi? 6. Hvaða þekkta illmenni úr Disney-teiknimynd leikur Angelina
blaðamaður
1. Elizabeth Tower.
ráðgjafi
Jolie í nýrri mynd sem ber nafn persónunnar?
1. Ekki hugmynd.
7. Hver bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur í forseta-
2. Man það ekki.
2. Veit það ekki.
4. Reykjavík. 5. Svarti dauði.
8. Hver leikur hinn mikla Jay Gatsby í nýrri mynd Baz Lu-
6. Drottninguna í Mjallhvíti?
9. En hver lék Gatsby í kvikmynd árið 1974?
6. Hexia.
7. Albert Guðmundson.
10. Hvar í Reykjavík verður skáli Íslands á Heimssýningunni 2010
7. Meistari Sigrún Þorsteinsdóttir.
kosningunum 1988?
3. Voltaren.
og Bókamessunni í Frankfurt í fyrra hafður til sýnis í sumar?
12. Ashley Cole. 11. Herra Níels.
14. Malín Brand.
15. Þróttur Reykjavík og Víkingur Reykjavík.
11 rétt.
9. Michael Caine.
12. Hver brenndi af síðustu vítaspyrnu Englendinga þegar þeir
10. Ráðhúsinu. 11. Lilli.
töpuðu gegn Ítölum í átta liða úrslitum EM?
13. Hef ekki hugmynd.
13. Hver er lengsta brú á Íslandi?
12. Ashley Cole
14. Hvaða fjölmiðlakona lét nýlega af störfum hjá Bleikt.is og hóf
13. Brúin yfir Skaftá. 14. Malín Brand.
störf á fréttastofu RÚV?
15. Víkingur og Víkingur Ólafsvík.
15. Hvaða tvö 1. deildarlið eru komin í átta liða úrslit bikar-
5 rétt.
keppni karla í knattspyrnu?
Þórður Snær hafði betur og heldur áfram í undanúrslit.
8. John Malkovich
11. Hvað heitir apinn hennar Línu langsokks?
4 9 6 4 3 6 7
Sudoku fyrir lengr a komna
2
Svör: 1. Elísabetarturn, 2. Mohamed Morsi, 3. Voltaren, 4. Í Reykjavík, 5. Black Death, 6. Nornina Maleficent úr Þyrnirós, 7. Sigrún Þorsteinsdóttir, 8. Leonardo DiCaprio, 9. Robert Redford, 10. Í Hörpu – Silfurbergi, 11. Herra Níels, 12. Ashley Cole, 13. Brúin yfir Skeiðará, 880 metrar að lengd, 14. Malín Brand, 15. Þróttur og Víkingur.
10. Hörpu.
5. Black Death. 4. Reykjavík.
hrmann?
8. Leonardo DiCaprio. 9. Robert Redford.
3. Íbúfen.
2 8 1
krossgátan
4 8 7 9 1 5 3 9 2 4 3 9 5 3 7 2 6 7 H E LG A R B L A Ð 1 8 2 5 5
ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. ÁSTARGÆLUR
92
KÆRLEIKUR
KUÐLA
PÍNA
KEPPNI
ÞRÁSTAGAST
LÆRIR
ÁLÍTA
SÁRLEGA GRÚS TALA mynd: public domain
Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt
INNYFLI ORG HLAUP
ELDUNARÁHALD ÖRN
FINGRAVETTLINGUR
ÓKYRR
GOÐ FASTSETJA
BÚAST VIÐ
SKEL
ÁTT
ALDIN
KYRRA
TVEIR EINS
LÆKKA
SVOLGRA
NEÐAN VIÐ ÆTÍÐ
MARÐARDÝR
Allt í grillmatinn Grillpakkar fyrir hópa og samkvæmi
ÓÁLITLEGRI
HLÝJA
RJÚKA
HÓTA
KVK NAFN
LITLAUS
VEIÐARFÆRI
ALGÓRYTMI
GÖSLA
TÓNN
BARDAGI
ANDARDRÁTTUR
RÖLT
RÓT
PRUFA
VISNA GÁLA EYJA
UNDIRFERLI
BORG
TÍÐAR
BYLTA
TIGNA
HAPPDRÆTTI
SPÝTA
ARFGENGI
Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt
NUGGA STOFN FLEYGJA
STRÁ
NÆGILEGT
ÁVÖXTUR
NÖGL
GYLTU GALGOPI FESTA RÆTUR LAUT
TÆKI
HLJÓÐFÆRI
KLÆÐI
BLUNDA
DREPA
SKARKALI
SÉR EFTIR
LEIKFÖNG
UPPHAF HUGMYNDARÍKUR
LAND UPPHRÓPUN
UMHVERFIS HAMINGJA
VANSÆMD
AUMA
www.noatun.is
SKORDÝR GALDRAR
DUGNAÐUR
ÍSA VÆTTA
FUGL
SJÓ
ÚTUNGUN
DRAGA ÚR
GLÁP
SKRIFA
44
sjónvarp
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Föstudagur 29. júní
Föstudagur RUV
21:15 The Biggest Loser Bandarísk raunveruleikaþáttaröð um baráttu ólíkra einstaklinga við mittismálið í heimi skyndibita og ruslfæðis.
20:05 Evrópski draumurinn Hörkuspennandi og skemmtilegur þáttur um tvö lið sem þeysast um Evrópu þvera og endilanga.
Laugardagur allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
22.00 Kosningavaka Fréttamenn RÚV fjalla um forsetakosningarnar og birta tölur frá talningarstöðum fram eftir nóttu.
20:20 Mad Money Flott spennumynd með gamansömu ívafi um þrjár starfskonur Seðlabanka Bandaríkjanna.
Sunnudagur
18.45 EM í fótbolta Úrslitaleikurinn Bein útsending frá úrslitaleiknum.
22:15 Lost Girl (9:13) Ævintýralegir þættir um stúlkuna Bo sem reynir að ná stjórn á yfirnáttúrulegum kröftum sínum
15.35 Leiðarljós 16.55 Leó 17.00 Snillingarnir 17.25 Galdrakrakkar (56:59) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Fréttir 18.30 Veðurfréttir 18.35 Baráttan um Bessastaði 20.15 Prinsinn af Persíu: Sandur tímans Myndin gerist í Persíu og segir frá prinsi og prinsessu sem reyna að afstýra því að illmenni komist yfir töfrarýting sem getur snúið tímanum við. Leikstjóri er Mike Newell og meðal leikenda eru Jake Gyllenhaal, Gemma Arterton, Ben Kingsley, Alfred Molina og Gísli Örn Garðarsson. Bandarísk ævintýramynd frá 2010. 22.15 Reimleikar í Connecticut 23.55 Draumur Kassöndru 01.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Dr. Phil (e)6 5 08:45 Pepsi MAX tónlist 16:30 Hæfileikakeppni Íslands 17:20 Dr. Phil 18:00 The Good Wife (22:22) (e) 18:50 America's Funniest Home Videos (13:48) (e) 19:15 Will & Grace (13:27) (e) 19:40 The Jonathan Ross Show (1:21) 20:30 Minute To Win It Einstakur skemmtiþáttur undir stjórn þúsundþjalasmiðsins Guy Fieri. Þátttakendur fá tækifæri til að vinna milljón dollara með því að leysa þrautir sem í fyrstu virðast einfaldar. Feðgarnir Hugo og Anthony Rizzuto halda áfram og fjallgönguhetjan Aron Ralston safnar fé til góðgerðamála. 21:15 The Biggest Loser (8:20) 22:45 HA? (18:27) (e) 23:35 Prime Suspect (9:13) (e) 00:20 The River (2:8) (e) 01:10 Jimmy Kimmel (e) 02:40 Pepsi MAX tónlist
STÖÐ 2
RUV
08.00 Morgunstundin okkar / Lítil 07:00 Barnatími Stöðvar 2 prinsessa /Háværa ljónið Urri / Kioka 08:05 Waybuloo (15:78 / Snillingarnir / Skotta skrímsli 08:25 Oprah /Spurt og sprellað / Teiknum dýrin / 09:10 Bold and the Beautiful Grettir / Engilbert ræður / Kafteinn 09:30 Doctors Karl / Nína Pataló (17:39) / Skoltur 10:15 Sjálfstætt fólk skipstjóri / Hið mikla Bé / Geim10:55 Cougar Town verurnar / Hanna Montana / 10.55 11:20 The Glades 12:10 Kalli Berndsen - Í nýju allt ljósifyrir áskrifendurGeimurinn (5:7) 11.00 Doktor Ása (3:8) 12:35 Nágrannar 11.30 Leiðarljós 13:00 The Invincible Iron Man fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13.00 Hvað er góður endir? 14:20 The Cleveland Show 13.30 Er illskan eðlislæg? 14:45 Tricky TV 14.25 Dansskóli Marilyn Hotchkiss 15:10 Barnatími Stöðvar 2 16.10 Horfnir heimar – Járnöld (2:6) 16:15 Waybuloo 17.05 Ástin grípur unglinginn (42:61) 16:40 Barnatími Stöðvar 2 4 5 17.50 Táknmálsfréttir 17:05 Bold and the Beautiful 18.00 Fréttir 17:30 Nágrannar 18.30 Veðurfréttir 17:55 The Simpsons 18.35 Kvöldstund með Jools Holland 18:23 Veður 19.40 Lottó 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19.50 Ævintýri Merlíns (10:13) 18:47 Íþróttir 20.40 Jóhannes Íslensk bíómynd 18:54 Ísland í dag frá 2009. 19:06 Veður 22.00 Kosningavaka 19:15 American Dad Fréttamenn RÚV fjalla um 19:40 The Simpsons forsetakosningarnar og birta 20:05 Evrópski draumurinn Hörkutölur frá talningarstöðum fram spennandi og skemmtilegur eftir nóttu. þáttur um tvö lið sem þeysast um Evrópu þvera og endilanga í kapp- 03.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
STÖÐ 2
RUV
08.00 Morgunstundin okkar / Poppý 07:00 Strumparnir / Lalli / Stubbarnir / Algjör Sveppi / Latibær kisukló / Herramenn / Franklín og vinir hans / Stella og Steinn / Smælki / Hvellur keppnisbíll / Fjörugi / Disneystundin / Finnbogi og Felix / teiknimyndatíminn / OfurhetjusérSígildar teiknimyndir /Gló magnaða sveitin / Litli prinsinn / Hérastöð / Stundin 11:15 Glee (11/22) okkar 12:00 Bold and the Beautiful 11.00 Ævintýri Merlíns (10:13) 14:15 So You Think You Can Dance 11.45 Sætt og gott 15:40 How I Met Your Motherallt fyrir áskrifendur 12.00 Aukafréttir 16:05 Gossip Girl 12.25 Landsmót hestamanna 2012 16:50 ET Weekend fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14.00 Landsmót hestamanna 2012 17:35 Íslenski listinn 14.45 Lónbúinn 18:00 Sjáðu 15.30 Súkkulaði 18:30 Fréttir Stöðvar 2 16.05 Nóttin sem við vorum á tunglinu 18:49 Íþróttir 17.05 Sætt og gott 18:56 Lottó 4 5 6 17.15 Svipmyndir frá Noregi (2:8) 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 17.20 Póstkort frá Gvatemala (2:10) 19:29 Veður 17.25 Skellibær (35:52) 19:35 Wipeout USA (11/18) 17.35 Teitur (38:52) 20:20 Mad Money 17.45 Táknmálsfréttir 22:05 Obsessed 18.00 Fréttir og veður 23:50 Blue State 18.25 EM stofa 01:20 The Front 18.45 EM í fótbolta 02:55 Rat Pack 20.40 EM kvöld 04:55 ET Weekend 21.20 Kviksjá 05:35 Fréttir 21.30 Paradox 22.25 Loforðið (1:4) 23.50 Wallander – Sekt 09:20 Miami - Oklahoma 01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 11:10 Pepsi mörkin laupi við tímann og freista þess að 12:20 Alvöru undirbúningur á leysa þrautir og safna stigum. SkjárEinn SkjárEinn Hrauninu 20:45 So You Think You Can Dance 06:00 Pepsi MAX tónlist 06:00 Pepsi MAX tónlist 13:00 Víkingur R. - Fylkir 22:10 The Day After Tomorrow 11:30 Dr. Phil (e) 12:25 Dr. Phil (e) 14:45 Borgunarmörkin 2012 S 00:10 This is England 12:55 Gulleyjan (1:2) (e) 14:30 Gulleyjan (2:2) (e) 15:45 ÍA - FH allt fyrir áskrifendur 01:50 Notorious 14:25 Eldhús sannleikans (8:10) (e) 16:00 90210 (22:24) (e) 18:00 Greg Norman á heimaslóðum 03:55 Lost City Raiders 14:45 The Firm (18:22) (e) 16:50 The Bachelor (5:12) (e) 18:45 Spænski boltinn: Barcelona fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 05:35 Fréttir og Ísland í dag 15:35 Everything She Ever Wanted 18:20 Unforgettable (10:22) (e) Atl. Madrid 17:05 The Biggest Loser (8:20) (e) 19:10 Top Gear (2:7) (e) 20:30 Spænski boltinn: Espanyol 18:35 Necessary Roughness (12:12) (e) 20:10 Titanic - Blood & Steel Real Madrid 19:25 Minute To Win It (e) 21:00 Law & Order (16:22) 22:15 ÍA - FH 17:30 Norðurálsmótið 20:10 The Bachelor (5:12) 21:45 Californication (9:12) 00:05 Box: Mayweather - Cotto 18:20 ÍA - KR 4 5 21:40 Teen Wolf (4:12) 22:15 Lost Girl (9:13) 20:10 Borgunarmörkin 2012 22:30 Olivia Lee: Dirty, Sexy, Funny 23:00 Blue Bloods (20:22) (e) 21:10 Sterkasti maður Íslands 22:55 The Thomas Crown Affair (e) 23:50 Teen Wolf (4:12) (e) 21:40 UFC 116 00:50 Jimmy Kimmel (e) 00:40 The Defenders (13:18) (e) 06:00 ESPN America 02:20 Lost Girl (8:13) (e) 01:25 Californication (9:12) (e) 06:45 AT&T National - PGA Tour 2012 allt fyrir áskrifendur 03:05 Pepsi MAX tónlist 01:55 Psych (8:16) (e) 09:45 Golfing World 02:40 Camelot (3:10) (e) 10:35 AT&T National PGA Tour 2012 18:15 Man. City - Aston Villa allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 03:30 Pepsi MAX tónlis 13:35 Inside the PGA Tour (26:45) 20:00 1001 Goals 14:00 AT&T National PGA Tour 2012 21:00 Premier League World 08:00 Date Night fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:00 AT&T National - PGA Tour 2012 21:30 Man. Utd. - Everton 10:00 Pride and Prejudice allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 22:00 LPGA Highlights (12:20) 23:15 Luis Enrique 12:05 Algjör Sveppi og leitin að Villa 08:00 Her Best Move 23:20 Golfing World 23:40 PL Classic Matches: Everton 14:00 Date Night 10:00 Temple Grandin 4 5 6 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun allt fyrir áskrifendur 00:10 ESPN America Leeds, 1999 16:00 Pride and Prejudicefréttir, fræðsla, sport og skemmtun 12:00 Unstable Fables:
08:00 30 Days Until I'm Famous 10:00 Balls of Fury allt fyrir áskrifendur 12:00 Ice Age: Dawn of the Dinosaurs SkjárGolf 14:00 30 Days Until I'm Famous 06:00 ESPN America fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:00 Balls of Fury 08:10 AT&T National 4 - PGA Tour 2012 18:00 Ice Age: Dawn of the Dinosaurs 11:10 Golfing World 20:00 Smother 12:00 AT&T National - PGA Tour 2012 22:00 Right at Your Door 15:00 LPGA Highlights (12:20) 00:00 Speed 16:20 4 Inside the PGA Tour 5 (26:45) 02:00 I'ts a Boy Girl Thing 16:45 AT&T National - PGA Tour 2012 04:00 Right at Your Door 22:00 Golfing World 06:00 That Thing You Do! 22:50 PGA Tour - Highlights (23:45) 23:45 ESPN America
18:05 Algjör Sveppi og leitin að Villa 20:00 That Thing You Do! 22:00 Fab Five: The Texas Cheerlead5 ing Scandal 6 00:00 88 Minutes 02:00 War 04:00 Fab Five: The Texas Cheerleading Scandal 6 06:00 Köld slóð
4
SkjárGolf 06:00 ESPN America 06:45 AT&T National - PGA Tour 2012 4 09:45 Golfing World 5 10:35 AT&T National - PGA Tour 2012 13:35 Inside the PGA Tour (26:45) 14:00 AT&T National - PGA Tour 2012 17:00 AT&T National - PGA Tour 2012 22:00 LPGA Highlights (12:20) 23:20 Golfing World 00:10 ESPN America
Ertu á leiðinni út á land? MÁNUDAGA KL. 21:55
Sunnudagur
Laugardagur 30. júní
514:00 Her Best Move 6
6
6
16:00 Temple Grandin fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:00 Unstable Fables: 20:00 Köld slóð 22:006 Slumdog Millionaire 00:00 Ripley Under Ground 4 02:00 Tyson 04:00 Slumdog Millionaire 06:00 Julia
NETFRE FYLGIR LSI ÁSKRIF MEÐ T SKJÁEIN AÐ UM
sjónvarp 45
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
1. júlí
Í sjónvarpinu The river
STÖÐ 2 07:00 Villingarnir / Stubbarnir / Hello Kitty / Algjör Sveppi / Tommi og Jenni / Maularinn / Tasmanía /Krakkarnir í næsta húsi 11:10 iCarly (1/25) 12:00 Hádegisfréttir 12:25 Nágrannar 14:10 Evrópski draumurinn (1/6) 15:00 2 Broke Girls (5/24) 15:30 Wipeout USA (11/18) allt fyrir áskrifendur 16:20 Sprettur (3/3) 16:50 Mad Men (12/13) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:20 Frasier (13/24) 19:45 Last Man Standing (1/24) 20:10 Dallas (3/10) 4 20:55 Rizzoli & Isles (3/15) 21:40 The Killing (8/13) 22:25 House of Saddam (4/4) 23:25 60 mínútur 00:10 The Daily Show: Global Edition 00:35 Suits (3/12) 01:20 Silent Witness (8/12) 02:15 Supernatural (18/22) 02:55 Boardwalk Empire (1/12) 04:05 Nikita (1/22) 04:50 The Event (16/22) 05:35 Fréttir
Dómsdagur aftur!
Þáttaröðin The River fór af stað á Skjá einum í síðustu viku og fyrsti þátturinn lofar góðu. Þátturinn náði upp þokkalegri spennu með notalegu hryllingsívafi þannig að maður getur varla stillt sig um að dóla niður myrka á ásamt nokkrum bráðfeigum sálum á löskuðum fljótabáti. Og ekki spillir fyrir að höfundar The River virðast hafa sótt innblástur í smiðju Josephs Conrad og Heart of Darkness þannig að vel má gera sér góðar vonir um að blessað fólkið sá á siglingu í innstu myrkur. Ósköpin byrja þegar vinsæll sjón5
6
5
6
11:35 Víkingur R. - Fylkir 13:25 Borgunarmörkin 2012 14:25 ÍA - FH 16:15 Sterkasti maður Íslands 16:45 Eimskipsmótaröðin 2012 17:15 Spænski boltinn: Sporting - Real Madrid 19:00 Spænski boltinn: Malaga - Barcelona allt fyrir áskrifendur 20:45 Oklahoma - Miami 22:35 PGA Championship fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
17:00 Peter Schmeichel 17:30 PL Classic Matches: Arsenal - Manches4 ter Utd, 2001 18:00 Tottenham - Man. City allt fyrir áskrifendur 19:45 Premier League World 20:15 Newcastle - Chelsea fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00 PL Classic Matches: Tottenham Everton, 2002 22:30 Man. Utd. - Wigan
SkjárGolf 4
06:00 ESPN America 06:45 AT&T National - PGA Tour 2012 11:15 Golfing World 12:05 AT&T National - PGA Tour 2012 16:35 Inside the PGA Tour (26:45) 17:00 AT&T National - PGA Tour 2012 22:30 Ryder Cup Official Film 2006 23:45 ESPN America
5
6
varpsmaður, einhvers konar blanda af David Attenborough og krókódílamanninum Steve Irwin, hverfur sporlaust í frumskógi. Sá týndi hafði um langt árabil gert furðum náttúrunnar hressileg skil í sjónvarpsþáttum sínum og taldi sig vera á höttunum eftir einhverju stórkostlegu, miklum galdri, þegar hann gufaði upp. Hálfu ári síðar fer svo staðsetningartæki hans að gefa frá sér merki og eiginkona hans, sonur og sérkennilega samansettur hópur leggur upp í björgunarleiðangur. Fyrstu vísbendingar benda til þess að sjónvarpshetjan hafi gengið af
göflunum í einhverju svartagaldurskukli með innfæddum og því ekki útilokað að blessaður sonurinn sé kominn í spor Marlow í Heart of Darkness og muni ekki finna föður
sinn, eins og hann þekkti hann, heldur einhvern snarbilaðan Kurz. Höfundur þáttanna Oren Peli haslaði sér völl fyrir nokkrum árum með þeim ágæta hrolli Paranormal Activity og kann að slá á réttar nótur í hryllingnum. Þá leikur sá geðþekki Bruce Greenwood týnda manninn þannig að Peli er mögulega með kröftuga blöndu í höndunum og, eins og Francis Coppola sýndi svo eftirminnilega með Apocalypse Now!, má nú gera býsna göróttan graut þegar notast er við krydd frá Joseph Conrad. Þórarinn Þórarinsson
46
bíó
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Matt Damon Til í meiri Bourne
Intouchables slær í gegn
Harður dúett í Bourne 5
F
rank Marshall, framleiðandi Bourne-myndabálksins sem telur nú þegar myndirnar The Bourne Identity, The Bourne Supremacy, The Bourne Ultimatum og svo The Bourne Legacy sem verður frumsýnd í ágúst segist ólmur vilja gera fimmtu Bourne-myndina og hafa þá Matt Damon og Jeremy Renner saman í einni og sömu myndinni þeirrar gerðar. Damon lék minnislausa njósnarann Jason Bourne í
fyrstu þremur myndunum en situr hjá í The Bourne Legacy þar sem Renner á sviðið sem CIA-útsendarinn Aaron Cross sem á að baki svipaða þjálfun og heilaþvott og Bourne gekk í gegnum hjá hinu leyndardómsfulla fyrirtæki Treadstone. Damon lýsti því yfir í desember að hann gæti vel hugsað sér að endurtaka leikinn sem Jason Bourne þannig að draumur Marshalls Jeremy Renner komst á kortið með Óskarsverðætti hæglega að geta orðið að launamyndinni The Hurt Locker og er hér í ham í veruleika. The Bourne Legacy.
FrumsýndAR
Franska myndin Intouchables hefur slegið hressilega í gegn frá því hún var frumsýnd á Íslandi fyrir tveimur vikum. Fyrstu sýningarhelgina sáu um eitt þúsund manns myndina. Þrjú þúsund manns bættust svo í hópinn frá mánudegi til fimmtudags vikuna eftir. Intouchables sótti síðan enn í sig veðrið aðra sýningarhelgina þegar rúmlega þúsund miðar voru seldir og áhorfendafjöldinn er því kominn vel yfir fimm þúsund manns. Myndin verður sýnd áfram í Háskólabíói og Laugarásbíói og stefnt er að því að frumsýna hana í Borgarbíó á Akureyri innan skamms.
François Cluzet og Omar Sy leika Philippe og Driss sem verður vel til vina þrátt fyrir ólíkan bakgrunn og aðstæður.
Ofurhetjusumarið Nýr Spiderman
533 barna faðir Kanadíska gamanmyndin Starbuck hefur náð miklum vinsældum og vakið kátínu þar sem hún hefur verið sýnd og nú er röðin komin að Íslendingum að fá að kynnast kærulausa eilífðarunglingnum David Wozniak sem lendir heldur betur í vandræðum þegar fortíð hans sem öflugur sæðisgjafi kemur harkalega í bakið á honum. David er 42 ára þegar hann rótar sér í flókið samband við unga lögreglukonu sem gengur þvert á áform hans um áhyggjulaust líf. Á sama tíma og hún kemst að því að hún er barnshafandi fær David þær fregnir að sem sæðisgjafi, fyrir tuttugu árum, gat hann af sér 533 börn og það sem verra er að 142 þeirra hafa höfðað mál til þess að fá úr því skorið hver sé líffræðilegur faðir þeirra en þau þekkja hann aðeins sem Starbuck. Rétturinn á endurgerð myndarinnar í Bandaríkjunum hefur þegar verið tryggður og það mun koma í hlut Judd Apatow (Knocked Up, The 40 Year Old Virgin) að leikstýra henni.
Aðrir miðlar: Imdb: 7.4, Rotten Tomatoes: 88%
Chernobyl Diaries
Bernie
Oren Peli skellti sér á jólakortalista hryllingsmyndaunnenda með Paranormal Activity. Peli skrifar handrit og framleiðir Chernobyl Diaries sem fjallar um sex ungmenni sem skoða sig um í yfirgefnum bæ nálægt kjarnorkuverinu í Tsjernóbýl þar sem kjarnorkuslysið fræga varð árið 1986. Þegar bíll leiðsögumannsins deyr drottni sínum komast þau að því að þau eru ekki ein í þessum yfirgefna bæ og ballið byrjar með tilheyrandi hryllingi og tryllingi.
Bíó Paradís sýnir þessa dagana gamansömu glæpamyndina Bernie eftir þann snjalla leikstjóra Richard Linklater sem á að baki myndir eins og A Scanner Darkly, Before Sunset og Before Sunrise. Hér segir frá útfararstjóra í smábæ í Texas sem stofnar til vinskapar við auðuga ekkju. Þegar hann svo drepur hana leggur hann mikið á sig til þess að láta líta út fyrir að sú gamla sé enn á lífi. Jack Black, Matthew McConaughey og Shirley MacLaine eru í helstu hlutverkum.
Andrew Garfield hefur tekið við hlutverki Spider-Man af Tobey Maguire og fer frekar seint í búninginn þar sem áherslan er enn meiri á Peter Parker að þessu sinni.
Aftur á byrjunarreit Fyrir tíu árum síðan sleppti leikstjórinn Sam Raimi Spider-Man lausum í frábærri bíómynd þar sem Tobey Maguire lék Köngulóarmanninn með miklum tilþrifum. Sami mannskapur fylgdi velgengninni eftir með Spider-Man 2 2004 og lauk svo þríleiknum með þriðju myndinni 2007. Og nú er Köngulóarmaðurinn mættur á ný, kominn aftur á byrjunarreit með Andrew Garfield í búningnum og Marc Webb við stjórnvölinn.
O
Aðrir miðlar: Imdb: 7.4, Rotten Tomatoes: 90%, Metacritic: 75%
Aðrir miðlar: Imdb 5,9, Rotten tomatoes 25%, Metacritic 31%
Njóttu gæðanna og bragðsins og kældu þig niður í leiðinni með hollustu. Joger - hollur og góður og fæst víða.. Prófuaðu bara!
Þekktasta kærasta SpiderMan, Mary Jane, er fjarri góðu gamni að þessu sinni.
furhetjur eru sérlega áberandi þetta bíósumar. Marvel-hetjuhópurinn The Avengers ruddist fram með látum í vor og hefur rústað hverju aðsóknarmetinu á fætur öðru. Eftirvæntingin eftir The Avengers var mikil en þó er varla á neinn hallað þótt fullyrt sé að spennan sé mest fyrir þriðju og síðustu Batman-mynd leikstjórans Christopers Nolan, The Dark Knight Rises, sem verður frumsýnd í lok júlí. Áður en Batman, Kattarkonan og hinn snar óði og illviðráðanlegi skúrkur Bane gera allt brjálað í Gotham-borg og kvikmyndahúsum um víða veröld fær einn dáðasti New York-búi myndasöguheimsins, Köngulóarmaðurinn, að sveifla sér um sviðið í The Amazing SpiderMan. Sam Raimi skildi við Lóa fyrir aðeins fimm árum og aðdáendur hetjunnar fengu margir hverjir nett taugaáfall þegar Sony lét þau boð út ganga í ársbyrjun 2010 að í stað þess að spinna söguna áfram, þar sem Raimi hætti, í nýrri mynd hefði verið ákveðið að hverfa aftur til upphafsins og rekja sköpunarsögu Köngulóarmannsins á ný. Fólki þótti þetta eðlilega og/eða ef til vill allt of fljótt og þar sem Raimi hafði ágæta heildarsýn yfir söguna, þótt hann hefði aðeins klúðrað síðustu myndinni með offramboði á illmennum. Spurt er hvort ekki hefði verið nær að halda áfram þar sem frá var horfið. Marc Webb var því nokkur vandi á höndum enda ekki heiglum hent að feta í spor Raimis sem gerði Spider-Man og uppruna hans frábær skil árið 2002. Webb virðist þó hafa leyst úr þeim flókna vef sem hann festi sig í með nokkrum ágætum. The Amazing Spider-Man hefur verið vel tekið og dómar ytra eru gegnumsneitt frekar jákvæðir. Webb er þó ekkert að finna upp hjólið enda varla hægt þegar Köngulóarmaðurinn er annars vegar þannig að helstu leiðarminnum á sögu hans er haldið til haga. Unglingslúðinn Peter Parker er sem fyrr bitinn af geislavirkri könguló, morðið á frænda hans veldur straumhvörfum í lífi hans og hann snýr sér af einurð og festu að baráttunni gegn glæpum í New
York og svo framvegis. Webb tekur þann pól í hæðina að eyða mun meiri tíma í forsögu Köngulóarmannsins og teygir þann lopa vel þannig að Parker kemur sér frekar seint í búninginn miðað við það sem gerðist hjá Raimi. Þekktasta kærasta Spider-Man, Mary Jane, er fjarri góðu gamni að þessu sinni en í staðinn teflir Webb fram fyrstu kærustu Peters, Gwen Stacy. Gwen hefur ætíð staðið í skugga Mary Jane en leikkonan unga Emma Stone þykir gera henni svo góð skil að Mary Jane má fara að vara sig. Andrew Garfield tekur við hlutverki Spider-Man af Tobey Maguire og þykir skila sínu fantavel þannig að helsti styrkur nýju myndarinnar liggur í samleik hans og Stone. Eins og allt vel myndasögulesið fólk veit ólst Peter Parker upp hjá frænku sinni og frænda, þeim May (Sally Field) og Ben (Martin Sheen) en nú er foreldrum hans gefinn meiri gaumur og það er einmitt grúsk Peters í kringum örlög þeirra sem leiðir hann til hins dularfulla fyrirtækis Oscorp á fund geislavirku köngulóarinnar og einhenta vísindamannsins Curt Connors sem illu heilli á eftir að umturnast í ófétið The Lizard. Velski leikarinn Rhys Ifans leikur Connors og segja má að Connors komi inn sem skúrkur í rökréttu framhaldi af því sem Raimi hafði undirbyggt í þríleik sínum. Þar kom Connors við sögu sem eðlisfræðikennari Peters í Spider-Man 2 og 3. Þá lék Dylan Baker þann einhenta og þeir sem þekktu sögu Spider-Man vel sáu fyrir sér að Raimi hygðist fyrr eða síðar gefa The Lizard lausan tauminn en það kom, þegar upp var staðið, í hlut Webb. Sérstök Nexus-forsýning er á The Amazing Spider-Man á föstudagskvöld en almennar sýningar hefjast á miðvikudag. Aðrir miðlar: Imdb: 8.0, Rotten Tomatoes: 81%, Metacritic: 76%
Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
48
tíska
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Söngleikur byggður á lögum Kryddpíanna
Nýr söngleikur sem byggður er á lögum hljómsveitarinnar Spice Girls er væntanlegur á fjalirnar í London í nóvember næstkomandi. Hann hefur fengið nafnið Viva Forever eftir einu vinsælasta lagi hljómsveitarinnar. Söngleikurinn fjallar um unga stelpu sem reynir að eltast við drauma sína og er söguþráður-
inn byggður á textum helstu laga Kryddpíanna. Kryddpíurnar fimm mættu allar til London fyrr í vikunni sérstaklega til að fagna tilurð söngleiksins. Þær komu saman á hótelinu St. Pancras þar sem myndband við lagið þeirra Wannabe var tekið fyrir réttum sextán árum.
Kaupæði prinsessunnar Þrátt fyrir að prinsessan Kate Middleton sé dugleg að kaupa fötin sín í verslunum sem bjóða uppá hagstætt verð eins og Zöru og TopShop eyðir hún einnig miklum tíma og peningum í innkaup í tískuhúsum á borð við Alexander Mc Queen og Jenny Packham. Í nýlegu viðtali við tengdaföður hennar, Karl prins, sem birtist í breska blaðinu Daily Mail á dögunum segir hann frá því hún hafi eytt sem svarar rúmlega sjö milljónum króna í fatnað síðustu sex mánuði. Þetta er upphæð sem fáir leyfa sér að eyða í föt en svo virðist sem Kate geri það á tiltölulega skynsamlegan hátt. Hún klæðist sömu flíkinni oftar en einu sinni og blandar ódýrum vörum við hátísku merkjavörur.
Nýjasta andlit tískurisans H&M Söngkonan Lana Del Rey virðist hafa nóg að gera þessa dagana samhliða því að sinna tónlistinni. Tískukeðjan H&M óskaði eftir samstarfi við hana vegna nýrrar fatalínu sem væntanleg er í byrjun næsta árs. Söngkonan, sem hefur ósköp venjulegan og einfaldan fatastíl, verður andlit línunnar en það er einmitt það sem stjórnendur fatakeðjunnar eru að leita eftir. Fyrr í vikunni var auglýsingaherferðin tekin upp í New York en búast má við sýnishorni línunnar fljótlega.
Prinsessan Kate Middleton blandar saman ódýrum fötum og dýrum tískufatnaði.
Söngkonan Lana Del Rey verður andlit nýjustu línu tískukeðjunnar H&M.
Mánudagur Skór: Gs Skór Stuttbuxur: Spúútnik Bolur: Bolur: Nasty Gal Jakki: Topshop Hálsmen: Vintage
tíska
Kolbrún Pálsdóttir skrifar
5
Okkar tíska er alltaf best Fyrr í vikunni sat ég í lítilli rútu frá Zimbabwe til Mósambik. Farþegar voru tvöfalt fleiri en gert er ráð fyrir. Við sátum öll mjög þétt og komumst þar af leiðandi ekki hjá því að kynnast manneskjunni við hliðina. Í næsta sæti við mig sat maður frá Zimbabwe sem fannst gaman að tala. Hann blaðraði alla ferðina og var ekki feiminn við að segja sínar skoðanir. Ferðin var aðeins rétt byrjuð þegar hann spurði mig af hverju ég væri nakin? „Nakin?“ spurði ég á móti og leit niður á síðerma kjólinn minn og stuttbuxurnar. Hann jánkaði og sló létt á hálfber lærin mín. Ég leit á hann og spurði svo á móti af hverju hann væri svona mikið klæddur og hvort honum væri ekki heitt? Upp frá þessu upphófst mikil og löng umræða sem dugði ferðina á enda. Hann talaði um siðmenningu heimalandsins og lagði mikla áherslu á þá ókurteisi sem því fylgir að klæðast efnislitlum flíkum. Þegar ég svo komst loks að sagði ég honum frá vestrænni sumartísku þar sem bert hold væri ekki stærsta vandamálið. Við ræddum þetta lengi án þess að komast að niðurstöðu, hvað væri rétt og hvað rangt í þeim efnum. Báðum fannst okkur okkar siðmenning, tíska, gildi og kröfur hentugri. En eitt urðum við þó sammála um, þegar öllu var á botninn hvolft: Sama hvaðan við erum og hvernig sem tískan er þar, erum við alin upp í ákveðinni menningu sem okkur þar af leiðandi finnst alltaf best. Svo getum við valið og ákveðið hver og hvaðan sú næstbesta kemur.
Þriðjudagur Skór: Topshop Buxur: Levis Bolur: H&M
Venjulegur en frjálslegur stíll „Fataskápurinn minn er stútfullur af venjulegum hversdagsfötum,“ segir Hera Gunnlaugsdóttir, nítján ára nemi í Menntaskólanum við Sund. „Ég myndi segja að ég sé með mjög venjulegan en frjálslegan stíl og oftast opin fyrir öllum nýjungum. Ég elska hælaskó, þrátt fyrir að ég gangi
Miðvikudagur Skór: Dr. Martens Buxur: Dr. Denim Skyrta: Zara Peysa: Zara
sjaldan í slíkum skóbúnaði og er oftast í lágbotna skóm með þykkum botni. Ég skoða mikið tískublogg og fæ innblástur þaðan hvað tískuna varðar, þá sérstaklega sænska bloggið sem stelpan Angelica Blick heldur út. Hún er mjög flott í klæðavali og er óhrædd við að fara sínar eigin leiðir.“
Föstudagur Skór: Fókus Kjóll: Gina Tricot Hálsmen: H&M Fimmtudagur Skór: Bossanova Buxur: Topshop Bolur: Topshop Jakki: Lola
dagar dress
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Tjáir sig með frumlegum klæðaburði
26. júní.
17. júní.
Tilkynning:
Nú er aftur leyfilegt að selja CHELLO í rauðum og bláum pakkningum Chello er áhrifaríkt náttúrulegt efni ætlað konum á breytingaraldri. Okkur langar að þakka öllum þeim sem höfðu samband við innflytjanda á meðan athugun stóð yfir á innihaldsefnum í Chello og sögðu okkur jákvæða reynslu sína af Chello hvernig það hjálpaði þeim við mörg leið einkenni breytingarskeiðsins eins og svita- og hitakóf, svefntruflanir, skapsveiflur og margt fleira. Chello er fáanlegt í þrem gerðum:
Chello Classic - Fyrir allar konur. Gott við mildum einkennum af svita-og hitakófi . Inniheldur ekki soja heldur mikið af plöntuþykkni úr kínversku plöntunni dong quai sem hefur verið notuð í mörg ár gegn hita-og svitakófi. Inniheldur einnig rauðsmára, vallhumal, kamillu og mjólkurþystil.
prentun.is
Sé miðað við klæðaburð það sem af er ári virðist sem ímyndunarafl söngkonunnar Katy Perry sé engum takmörkunum háð. Hún klæðist frumlegum og öðruvísi flíkum á opinberum viðburðum sem og utan vinnu. Þennan mánuðinn hefur hún haft sérstakt yndi af því að klæða sig í sérhannaða búninga sem hún parar í stíl við litskrúðugar hárkollur. „Ég elska að klæða mig upp öðruvísi en gengur og gerist 20. maí. og tjá mig með þeim hætti. Búningahönnuðirnir leggja sig alla fram við að gera búningana mína mikilfenglega og eftirminnilega sem er akkúrat það sem ég vil,“ sagði Katy í viðtali við tímaritið People á dögunum.
Náttúruleg lausn á breytingarskeiðinu
Chello Forte - Yfir fimmtugt Gott við miklu svita-og hitakófi . Inniheldur ríkulegan skammt af plöntu kjörnum og soja þykkni sem hefur sýnt sig að virka vel á svita- og hitakóf. Chello Forte inniheldur einnig rauðsmára og salviu sem hefur verið notað í mörg ár af konum á breytingarskeiðinu með frábærum árangri.
Chello Forte+D vítamín - Undir fimmtugu Gott við miklu svita-og hitakófi . Inniheldur sömu efni og rauða Chello en er með viðbættu D vítamíni sem styrkir beinin sem er mikilvægt fyrir konur sem byrja snemma á breytingarskeiðinu.
Chello – náttúruleg lausn á breytingarskeiðinu www.gengurvel.is
Chello fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna
50
tíska
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Leðurbuxur www.gabor.is - facebook.com/gaborserverslun
Gæði &
í
Strákarnir í Hollywood gefa stelpunum ekkert eftir við að fylgjast með nýjustu tískustraumum og/eða brydda uppá nýungum í klæðaburði; eru svo sannarlega með puttann á púlsinum þegar kemur að stefnur og straumar eru annars vegar. Söngvararnir Justin Bieber, Kanye West, Adam Lambert og Darren Criss eru meðal þeirra sem fylgjast vel með tískunni og í þessum mánuði létu þeir allir sjá sig á sviði klæddir víðum leðurbuxum.
Justin Bieber 21. júní.
Hollywood
Glæsileiki Mikið úrval af fallegum skóm og töskum
Sérverslun með
25 ár á Íslandi FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Adam Lambert 9. júní.
Darren Criss 17. júní.
Verslaðu á vefnum
Frí sending að 20 kg
Kanye West 1. júní.
1 árs skilaréttur
Gæslan í símann
- gæsla og öryggi
Verð: 34.750 kr. Bendum á reglur um rafræna vöktun á personuvernd.is
Kíktu inn - til öryggis • • • • • •
Þráðlaus samskipti við tölvur og snjallsíma Myndavél fjarstýrð með símanum Sendir myndir í tölvupósti við hreyfingu Nýjasta tækni í myndgæðum Einföld uppsetning – Íslenskar leiðbeiningar Gæsla í þínum höndum – Engin áskriftargjöld
öryggismyndavélar
Fjarstýrð Pan / Tilt
Foscam er leiðandi á sínu sviði með mest seldu öryggismyndavélar í Bandaríkjunum
Þráðlaus samskipti
Greinir hreyfingu og sendir boð
Hljóðnemi og hátalari
Nætursjón
í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18 • Eirberg ehf. • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
tíska 51
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Converse á rauða dreglinum
Útsalan er hafin! 30-50% afsláttur
Stjörnurnar í Hollywood fara ekki alltaf eftir óskráðum reglum rauða dregilsins og skilja stundum himinháu hælana eftir heima. Í staðinn velja þær þægilegri skóbúnað eins og hina svínvinsælu Converse-skó og klæðast þeim við fallega síðkjóla, stutta sumarkjóla eða buxur. Leikkonan Hailee Steinfeld.
Vertu vinur okkar á Facebook
Leikkonan Kristen Stewart.
Skemmtikrafturinn Sarah Silverman.
Söngkonan Lena Del Rey.
Undirbúðu fæturna fyrir ferðalagið Þú færð Heelen fóta-og húðvörurnar í apótekum
www.portfarma.is
52
dægurmál
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS CAFÉ/BAR, opið 17-23
NÝTT Í BÍÓ PARADÍS! FRÁ 5. JÚLÍ:
BÍÓ- OG TÓNLISTARUPPLIFUN SUMARSINS!
SAGA SVO ÓTRÚLEG AÐ HÚN HLÝTUR AÐ VERA SÖNN!
BERNIE
JACK BLACK MATTHEW McCONAUGHEY SHIRLEY MACLAINE
GLASTONBURY THE MOVIE
Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis!
VERTU FASTAGESTUR!
Ódýrara í bíó með aðgangskortum!
Ísland beint í æð – úr öllum áttum Meginhluti íslenska skálans, sem vakti mikla lukku á Heimssýningunni í Sjanghæ árið 2010 og ekki síður á Bókamessunni í Frankfurt í fyrra, hefur verið opnaður almenningi í Silfurbergi Hörpu. Þar getur fólk nú stigið inn í alíslenskan töfraheim með því að ganga inn í tening þar sem kvikmynd er varpað á veggi og loft allt umhverfis gesti þannig að íslensk náttúra umvefur þá. Halldór Guðmundsson hafði veg og vanda að Íslandskynningunni í Frankfurt og lét það verða sitt fyrsta verk þegar hann tók við sem forstjóri Hörpu að fá skálann þar inn.
Þ
Heilsueldhúsið heilsurettir.is
essi hugmynd kemur náttúrlega frá Halldóri Guðmundssyni, nýja forstjóranum. Hann var með skálann í Frankfurt þar sem hann vakti gríðarlega lukku og við höfum eiginlega verið rukkuð um þennan skála síðan þá,“ segir Helga Thors, markaðsstjóri Hörpu. Í skálanum er sýnd 360 gráðu kvikmynd, sem Sagafilm framleiddi, þar sem veggir og loft mynda sjónræna heild. Myndin, sem er 15 mínútur að lengd, sýnir Ísland í öllum sínum fjölbreytileika. Myndskeiðum frá náttúru og borg er varpað á fjórar hliðar og loft skálans sem saman mynda tening um gesti skálans. „Myndin er tekin
í fimm áttir og það sem gerir hana svo sérstaka er að það er eins og þú standir inni í miðri bíómynd og er mjög sérstök upplifun,“ segir Helga. „Ég var hjá Sagafilm þegar þeir settu upp skálann í Frankfurt þannig að við Halldór unnum það verkefni mikið saman. Þegar hann byrjar hér sem forstjóri Hörpu var það fyrsta sem hann gerði að fá Expo-skálann hérna inn. Við Halldór vorum í millitíðinni búin að skoða hvort við ættum að stilla skálanum upp í Listasafni Reykjavíkur eða hvort við gætum komið honum inn í eitthvert annað húsnæði til þess að leyfa Íslendingum að upplifa þetta. Nú hafa um þrjár
milljónir manns séð skálann og þar af eru aðeins örfáir Íslendingar.“ Ný tækni, þróuð af Sagafilm, var notuð við upptökur. Fimm samtengdar tökuvélar festu landið á filmu, frá lofti, láði og legi og útkoman er kvikmyndaupplifun sem aldrei áður hefur sést á Íslandi. Markmið myndarinnar er að skapa einfalda og áhrifaríka undraveröld sem fær gesti til að nema staðar, draga djúpt að sér andann og upplifa Ísland á nýjan hátt. Veggir og loft mynda sjónræna, lifandi heild og mannlíf Íslands er speglað í sterkum tengslum við frumkrafta náttúrunnar. Tónlistin við kvikmyndina er eftir Hilmar Örn Hilmarsson og er órjúfanlegur hluti verksins alls.
Sumar er Sangria Komdu á Tapas barinn og smakkaðu á sumrinu.
Ísköld Sangría, stútfull af ferskum ávöxtum með Fresita jarðaberjafreyðivíni, appelsínusafa og leyniblöndu af sterku áfengi og líkjörum.
990 kr. Kanna, 1 l 3.090 kr. Glas
Láttu það eftir þér, vertu frjáls, njóttu lífsins.
RESTAURANT- BAR Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík Sími 551 2344 | www.tapas.is
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Plötudómar dr. gunna
Garðhúsgögn í Fréttatímanum
Múgsefjun
Half Dream
Flakkarinn
Múgsefjun
Sin Fang
Viðar Jónsson
Kekkjóttur köggull
Afslöppuð áminning
Vinalegt kántrí
Múgsefjunar-strákarnir eru flinkir og einbeittir, leitandi og óhræddir við að hræra saman stefnum og stílum. „Poppað og rokkað folk-progg“ segir kannski eitthvað um innihaldið. Platan er kekkjóttur köggull, en merkilega heilsteypt þrátt fyrir víðáttuhlaupin. Lögin eru marglaga eins og laukur, textarnir ögn uppskrúfaðir og gáfumannalegir – vilja vera teknir alvarlega. Sum lög grípa strax, önnur eru seinteknari en leyna á sér. Þessi önnur plata Múgsefjunar hefur verið lengi í smíðum, en biðin er alveg þess virði því þetta er flott og endingargóð plata fyrir kröfuharða.
Hér setur Sindri Már Sigfússon – Sin Fang – fram fimm lög, sem að eigin sögn „urðu útundan“ og hentuðu hvorki á síðustu plötu, Summer Echoes, né næstu plötu sem Sindri hefur lokið við en ætlar að bíða með að gefa út þar til í febrúar. Sindri semur afslöppuð popplög og vefur þeim inn í þykkt lag af draumkenndu indí-englahári. Áferðin er fögur og lögin alveg ágæt. Engin þó beinlínis sem öskra á athygli; helst lokalagið It’s Not There. Þessi plata bætir því litlu við höfundarverk Sindra, en er snotur áminning um tónlistarmann sem kann sitt fag en mætti skerpa á galdragripinu.
Viðar hefur spilað með sveitum eins og Geislum, Garðari og Gosum, Örnum, Áhöfninni á Halastjörnunni og Kúrekunum, og meira að segja gert aðra sólóplötu í fullri lengd árið 1977. Hér ber Viðar ellefu frumsamin lög á borð og eitt amerískt þjóðlag að auki. Lög og textar eru haganlega settir saman og jafnan innan rammans. Viðar er vinalegur söngvari og undirleikur og umgjörð öll hin vandaðasta. Stíllinn er „oldies“ popp og kántrí – og bæði ballads og stuð. Aðdáendum Brimklóar, Lúdó og Geirmundar ber nánast siðferðisleg skylda til að kynna sér þessa ágætu plötu.
Polyrattan sem þolir allt að 15stiga frost. Einnig til í brúnu. Sessurnar fylgja með. Stóllinn kostar 29.900.- og sófinn kostar 39.900.- en er núna með 25% afslátt (stóll 22.425.- og sófi 29.925.-)
Falleg garðhúsgögn frá Pier 25% afsláttur af allri sumarvöru
Til appelsínugult, grænt og hvítt. Stóllinn kostar 14.900.- og borðið 19.900.en er núna með 25% afslætti (stóll 11.175 og borð 14.925.-) Harðviður
Fæst í verslunum okkar á Smáratorgi, Korputorgi og Glerártorgi Akureyri.
Fljúgandi byrjun á frábærum degi Núna fylgir frisbí-diskur með hverjum pakka af Honey Cheerios.
Honey Cheerios – fullt af fjöri.
54
dægurmál
Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Eurovision Greta Salóme stolt
Dómnefndir höfðu lítil áhrif á gengi Gretu Salóme í Eurovision „Stolt,“ segir Greta Salóme Stefánsdóttir þegar hún lítur um öxl til Bakú og lagsins, Never Forget, sem hún samdi og flutti þar með söngvaranum Jónsa: Flutningurinn, skipulagið og utanumhaldið hafi verið eldskírn hennar á tónlistarmarkaðnum og með þátttöku í keppninni hafi hún tryggt sér plötusamning við Senu og er platan væntanleg í vetur. Íslenska Eurovision-lag Gretu Salóme Stefánsdóttur hefði færst upp um eitt sæti hefðu dómnefndir einar fengið að ráða úrslitum í keppninni í
ár. Lagið hefði þá verið í nítjánda sæti í stað þess tuttugasta. Svíar eru í því fyrsta hjá dómnefndunum rétt eins og áhorfendum. Helsta mun má sjá hjá Rússum, Tyrkjum, Írum og Frökkum. Rússnesku ömmurnar urðu í 2. sæti áhorfenda og einungis ellefu stigum frá sænsku Loreen, en í ellefta sæti dómnefndanna – samanlagt því 113 stigum á eftir Svíum og héldu öðru sætinu. Áhorfendur settu Tyrki í fjórða sæti en dómnefndir í 22. sæti. Frakkar voru í 13. sæti dómnefnda en neðstir meðal áhorfenda, Írar í 10. meðal sjónvarpsáhorfenda en 25. sæti dómnefnda og Ítalir í 4. sæti dómnefnda en 17. sæti áhorfenda, samkvæmt úttekt wikipedia á netinu. -gag
Feðgin bítast um hlustun
Jedward-drengirnir hefðu orðið í tíunda sæti hefðu áhorfendur einir fengið að ráða, en í því 25. hefðu dómnefndirnar haft niðurstöðuna í hendi sér. Þeir enduðu í 19. sæti.
Veisluhöld Björgólfur Thor og Kristín Ólafs bjóða til veislu
Blaðamaðurinn sjóaði Sigurjón M. Egilsson þeysist um sinn Sprengisand alla sunnudagsmorgna á Bylgjunni þar sem hann fer yfir pólitíkina og þjóðmálin. Rödd hans hefur einnig hljómað af og til í sumar í morgunþætti Bylgjunnar, Í bítið, þar sem hann hefur hlaupið í skarð þeirra Heimis Karlssonar og Kolbrúnar Björnsdóttur. SME, eins og hann er jafnan kallaður, tekur sumarafleysingar í morgunþættinum í júli og fer þá í beina samkeppni við dóttur sína, Hjördísi Rut Sigurjónsdóttur, sem situr við hljóðnemann á sama tíma í Efstaleiti í Morgunþætti Rásar 2 en þessir þættir bítast um hylli árrisulla hlustenda.
Mamma Hreiðars opnar hótel
Of Monsters and Men fær styrk til útitónleikahalds
Ferðamönnum sem eiga leið í Stykkishólm býðst nú að gista í einu fallegasta húsi bæjarins. Í vikunni var Hótel Egilsen opnað í glæsilegu rauðu húsi við höfnina en það er tíu herbergja, svokallað „boutique“-hótel. Hótelið þykir hið glæsilegasta en það var Daníel Freyr Atlason sem sá um hönnun þess. Í hverju herbergi er til að mynda iPad og glæsilegt hljóðkerfi. Gréta Sigurðardóttir rekur hótelið en hún er móðir Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings. Athygli hefur vakið að barinn á hótelinu er sjálfsafgreiðslubar, „honesty-bar“ eins og það heitir erlendis, og treysta eigendur hótelsins því á að gestir skrái samviskusamlega niður drykkju sína.
Ein helsta vonarstjarna Íslands á tónlistarsviðinu, hljómsveitin Of Monsters and Men og útvarpsstöðin Bylgjan fá 250 þúsund króna styrk frá borginni til undirbúnings og þrifa vegna fyrirhugaðra tónleika í Hljómskálagarðinum. Þetta var ákveðið í borgarráði 21. júní en bæði borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sátu hjá. Hljómsveitin hefur boðið landsmönnum á útitónleika í garðinum þann 7. júlí næstkomandi. Hún hefur náð undraskjótum frama að undanförnu og segir meðal annars á vefmiðlinum Pressunni að sveitin hafi ákveðið þegar færi gafst á „örstuttu og langþráðu fríi“ að koma heim, „heilsa uppá vini og ættingja og sýna þjóðinni þakklæti sitt í verk með því að bjóða henni til útitónleika.“ - gag
Björgólfur Thor og Kristín sjást hér ganga nýgift út af borgarskrifstofum Rómarborgar í nóvember árið 2010. Brúðkaupinu og fertugsafmæli Kristínar verður fagnað í Englandi um næstu helgi.
Slá brúðkaupsveislunni saman við fertugsafmæli Heimilis
Vinir og ættingjar Björgólfs Thors Björgólfssonar og Kristínar Ólafsdóttur eiga von á góðu um næstu helgi þegar hjónin bjóða til veislu í Englandi. Þá fagna þau hjónavígslu sinni fyrir einu og hálfu ári síðan og fertugsafmæli Kristínar.
H
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
GRJÓNAGRAUTUR
Alveg mátulegur
Gestir fá engar upplýsingar um hvert ferðinni er heitið eða hvað bíður þeirra á áfangastað. Boðskortið í veisluna var 45 snúninga vínilplata.
jónakornin Kristín Ólafsdóttir og Björgólfur Thor Björgólfsson hafa boðið vinum sínum og ættingjum til tvöfaldrar veislu í Englandi um næstu helgi. Veislan er bæði brúðkaupsveisla þeirra og afmælisveisla Kristínar, en hún verður fertug á föstudaginn, 6. júlí. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Björgólfs Thors, staðfesti við Fréttatímann að hjónin verði með veislu um næstu helgi en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Samkvæmt upplýsingum Fréttatímans verður veislan öll hin glæsilegasta. Gestum frá Íslandi verður flogið út til Bretlands, þeir verða sóttir á flugvöllinn og keyrðir til veislunnar. Gestir fá engar upplýsingar um hvert ferðinni er heitið eða hvað bíður þeirra á áfangastað. Boðskortið í veisluna var 45 snúninga vínilplata. Meðal gesta sem boðið er til veislunnar eru vinir Björgólfs Thors, þeir Leifur Dagfinnsson framleiðandi hjá TrueNorth, Birgir Bieltvedt athafnamaður og Skúli Mogensen fjárfestir. Þá er við búið að Björgólfur Guðmundsson og Þóra Hallgrímsson, foreldrar Björgólfs, verði meðal gesta.
Eins og Fréttatíminn greindi frá í fyrrasumar fór brúðkaup Kristínar og Björgólfs Thors fram í kyrrþey í nóvember árið 2010 eftir tólf ára sambúð. Athöfnin fór fram á borgarskrifstofum Rómar, Palazzo dei Conservatori. Skrifstofurnar eru við hið fornfræga torg Piazza del Campidoglio sem er hannað af Michaelangelo. Látlaus athöfnin í kyrrþey í Róm þótti stinga nokkuð í stúf við eftirminnilega fertugsafmælisveislu Björgólfs Thors í febrúarmánuði 2007. Þá flaug Björgólfur Thor með fjölda manns til Jamaíku þar sem hópurinn dvaldi í nokkra daga við stanslaus veisluhöld og skemmtiatriði tónlistarmanna á borð við 50 Cent, Jamiroquai og Ziggy Marley, son goðsagnarinnar Bobs Marley. Þá bauð Björgólfur Thor til að mynda öllum bekknum sínum úr Versló. Ekki er búist við viðlíka veisluhöldum um næstu helgi – hermt er að fjöldi gesta hlaupi á tugum frekar en hundruðum. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is
HE LG A RB L A Ð
Hrósið ... ... fær fótboltamaðurinn Gylfi Sigurðsson fyrir að selja sig ekki ódýrt í samningaviðræðum við Úrvalsdeildarlið á Englandi.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Horfa til Danmerkur Sigurjón Kjartansson situr nú sveittur við að skrifa spennuþáttaröðina Ófærð í félagi við þá Jóhann Ævar Grímsson og Ólaf Egil Egilsson. Eins og Fréttatíminn hefur greint frá verða þættirnir framleiddir af nýju fyrirtæki sem er í eigu Baltasars Kormáks, Sigurjóns og Magnúsar Viðars Sigurðssonar sem hætti fyrir skemmstu störfum hjá SagaFilm. Þættirnir eru sagðir vera í anda hinna dönsku spennuþátta Forbrydelsen og það er því ekki amalegt fyrir handritshöfundana að nú er því hvíslað að þeir séu á leið út í læri hjá færustu höfundum danska ríkisútvarpsins. Ekki amalegt ef af verður að fá að nema við fótskör meistaranna sem skrifuðu Forbrydelsen, Borgen og fleiri þætti.
Allt fyrir svefninn Kári Steinn Karlsson Hlaupari og Ólympíufari
STÆRÐ: 153 X 203 SM. FULLT VERÐ: 79.950
59.950
OG FÆT RÚMBOTN
Ekkert húllumhæ hjá Tom Tom Cruise verður fimmtugur á þriðjudaginn og fagnar afmælinu hér á landi en eins og kunnugt er standa nú yfir tökur á stórmyndinni Oblivion. Lítið sem ekkert mun vera hæft í fréttum fjölmiðla að hingað sé væntanlegt stóð af frægum vinum leikarans. Cruise ætlar að fagna afmælinu með sínum nánustu á ónefndum stað úti í hinni íslensku sveit.
A
SPA RI Ð
0 0 0 . 20
Nýtt veftímarit Veftímaritið Novum Magazine hóf göngu sína í vikunni en markmið þess er að kynna upprennandi tónlistarmenn, hönnuði og listamenn í Skandinavíu fyrir almenningi. Ætlunin er að tímaritið komi út mánaðarlega en heimasíðan, Novummagazine.com, verði uppfærð daglega. Öll skrifin eru á ensku. Tvær ungar stúlkur, Fríða Jónsdóttir og Guðný Björnsdóttir, standa að Novum Magazine.
UR FYLGJ
ANGEL DREAM DýNA Vönduð og góð, miðlungsstíf dýna með fallegu áklæði. Rúmbotn er með PU áklæði sem auðvelt er að þrífa. Rúmbotn og fætur fylgja með. Fáanlegar í stærðum: 90 x 200 sm. 59.950 120 x 200 sm. 69.950 140 x 200 sm. 74.950 153 x 203 sm. Fullt verð: 79.950 nú: 59.950
PLUS ÞÆ GI ND I & GÆ ÐI
SÆNG OG KODDI
TILVALIÐ Í FERÐAVAGNANA sT. 90 x 200 sM.
4.995
90 x 200 sm. 140 x 200 sm.
Ð
1.000
SPA RI
8.995
sAsJA MyRkvuNARGARDíNuR Frábærar, þykkar og góðar myrkvunargardínur sem halda birtunni úti. Gardínurnar fást í 3 litum: Gráar, kremaðar og svartar. Stærð: 1 x 140 x 175 sm. 1 vængur í pakka.
Ð
1.000
fuLLT vERð: 9.995
PLus T10 yfiRDýNA Eggjabakkalöguð yfirdýna úr svampi sem eykur þægindi og vellíðan. Þykkt: 5 sm.
SPA RI
4.995 6.995
HøiE uNiquE sæNG oG koDDi Vönduð thermosæng fyllt með 2 x 600 gr. af holtrefjum. Stærð: 140 x 200 sm. Koddinn er fylltur með 500 gr. af holtrefjum. Stærð: 50 x 70 sm. Sængurtaska fylgir.
vERð fRá:
2.995
fuLLT vERð: 3.995
2.995
kRoNBoRG Lux TEyGJuLök Mjög góð teygjulök. Efni: 100% bómull. Nokkrir litir. Stærðir: 90 x 200 sm. 2.995 140 x 200 sm. 3.49 180 x 200 sm. 3.995
GOLD eI NS tö k GÆÐI
MYRKVUNARGARDÍNUR
www.rumfatalagerinn.is TILBOÐIN GILDA TIL 01.07