30 05 2014

Page 1

„Furðuleg kosningabarátta – spennandi kosninganótt“ – segir egill helgason í fréttaskýringu um sveitarstjórnarkosningarnar fram undan. FRÉTTASKÝRing 24

Fylgir Fréttatímanum í dag Fréttatímanum í dag fylgir sérblað um veiði. Þar er meðal annars fjallað um fimmtíu manna veiðifélagið Óríon.

hinn margverðlaunaði, rússneski leikstjóri, viktor kossakovsky, er heiðursgestur Skjaldborgar í ár. 30 ViðTAL

Veiði

Kynningarblað

Helgin 30. maí-1.

Fékk veiðibakteríuna júní 2014

í Rangánum

Rósa Guðmundsdóttir mokaði upp fiski í fyrstu veiðiferði nni en óttast nú að hún sé fiskifæla.

 bls. 4

Hvergi betra að vera en á árbakkanum

Um fimmtíu ungir menn eru í veiðifélag inu Óríon sem stofnað árum. Þeir fara í nokkrar var fyrir fimm veiðiferðir á sumrin og á veturna skjóta Stærstu viðburðir þeir fugla. ársins eru þó aðalfund ur félagsins og þorrabló er Sigþór Steinn Ólafsson t. Á myndinni með bikarlax félagsins síðasta sumar, 93 sem tekinn var á lítinn, skautaðan Sun cm hæng Ray í Neðri Brúarstre ng í Haukadalsá.

 bls. 2

helgarblað

30. júní—1. júní 2014 22. tölublað 5. árgangur

ókeypis  viðtal NaNNa ósk hitti blóðföður siNN í fyrsta siNN fjörutíu ára eftir mikla leit

Síðasta púslið loksins komið

Framtíðin er í fortíðinni

nanna Ósk Jónsdóttir kom sem laumufarþegi í kvið móður sínar yfir hafið fyrir fjörutíu árum eftir að móðir hennar, erna María Óskarsdóttir, dvaldist sumarlangt í Bandaríkjunum. Þar kynntist erna hinum taílenska John C. Thongurai. Samband mæðgnanna við John varð ekki lengra þótt hann gengist við barninu. Fyrir sex árum fór nanna að leita föður síns á Facebook og sendi til að mynda vinabeiðnir til allra í heiminum með sama eftirnafn og hann. Leitin bar loks árangur því fyrir tveimur árum komst hún í samband við hálfsystur sína og loks föður sinn. nýlega hitti hún föður sinn í fyrsta sinn – og tvær systur sínar – í Bretlandi, þar sem fjölskyldan býr núna. „Stundum fannst mér ég vera utangarðs í fjölskyldu minni en eftir að hafa hitt mitt föðurfólk veit ég af hverju ég er eins og ég er,“ segir hún.

hulda rós fjallar um samband mannskepnunnar við sjávarsíðuna. Menning 66

Björn Bragi Stýrir hmumfjöllun á rÚv í sumar.

70 DÆgURMÁL

SUNRISE KJÓLL

Ljósmynd/Hari

7990

síða 18

Kringlunni og Smáralind

Facebook.com/veromodaiceland Instagram @veromodaiceland

SÍA

131647

Sólgler með styrkleika fylgja kaupum á gleraugum PIPAR \ TBWA

einnig í Fréttatímanum í dag: SérkaFli um heimili og hönnun: Sniðugar lauSnir Fyrir lítil rými – hvernig líFga má upp á heimilið — og Fleira

Dagur hefur lært Heimurinn af Jóni gnarr svo fallegur

FIRÐI Fjarðargötu 13–15 Opið: virka daga 10–18 og laugardaga 11–15

MJÓDDINNI Álfabakka 14 Opið: virka daga 9–18

SELFOSSI Austurvegi 4 Opið: virka daga 10–18

Gleraugnaverslunin þín


2

fréttir

Helgin 30. maí-1. júní 2014

 Vinnumark aður Laun óháð menntun, aLdri og StarfSaLdri

Aukinn óleiðréttur launamunur kynjanna Óleiðréttur launamunur kynjanna á Íslandi, reiknaður samkvæmt aðferðafræði evrópsku hagstofunnar Eurostat, var 19,9% árið 2013 og jókst úr 18,1% árið 2012. Munurinn var 19,9% á almennum vinnumarkaði en 15% hjá opinberum starfsmönnum, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Hjá opinberum starfsmönnum var munurinn 16,2% hjá ríki og 5,6% hjá sveitarfélögum. Lítill launamunur hjá starfsmönnum sveitarfélaga helst í hendur við litla dreifingu launa í þeim hópi og hátt hlutfall kvenna en þær eru um 75% starfsmanna sveitarfélaga.

„Þegar horft er til atvinnugreina er launamunurinn mestur í fjármála- og vátryggingastarfsemi 37,1% og minnstur í heilbrigðis- og félagsþjónustu 9,1%. Mikill launamunur í fjármála- og vátryggingastarfsemi helst í hendur við mikla dreifingu launa í þeirri atvinnugrein,“ segir enn fremur. „Í þessari útgáfu er launamunur skilgreindur sem óleiðréttur þar sem ekki er tekið tillit til skýringarþátta sem geta haft áhrif á laun einstaklinga. Dæmi um slíka skýringarþætti eru starf, menntun, aldur, starfsaldur og fleira. Þannig er ekki tekið tillit til þess

Óleiðréttur launamunur eftir atvinnugrein 2013 að starfsval kynjanna er oft á tíðum % ólíkt. Þá ber að athuga að greidd laun 40 fyrir yfirvinnu og fjöldi yfirvinnu35 stunda er inni í útreikningum en hver 30 yfirvinnustund er að jafnaði dýrari 25 en hver stund í dagvinnu. Því meiri 20 yfirvinna sem er inni í laununum, því 15 hærra verður tímakaupið og því hefur ólíkt vinnutímamynstur kynjanna áhrif 10 á niðurstöðurnar. Karlar vinna að jafn0 Alls Fram- Rafm. Versl- Flutn- FjarFjár- Opin- Fræðsla Heilbr. aði meira en konur og voru vikulegar leiðsla og un ingar skipti málaber þjóngreiddar stundir fullvinnandi karla hitastarf- stjórnusta veitur semi sýsla 44,2 að meðaltali árið 2013 en vikulegar greiddar stundir fullvinnandi Óleiðréttur launamunur á almennum vinnumarkaði er 19,9% en 15% kvenna voru 41,9.“ - jh hjá opinberum starfsmönnum. Heimild/Hagstofa Íslands

 ofbeLdi dreifing kYnLÍfSmYnda á netinu hefur mikLar afLeiðingar

Fatasöfnun Rauða krossins Rauði krossinn hefur sent fatasöfnunarpoka á öll heimili í landinu og ættu þeir þessa dagana að vera að detta inn um póstlúgur landsmanna. Söfnunarpokarnir eru sendir út til að minna á árlega fatasöfnun félagsins helgina 31. maí til 1. júní. Þetta er í fimmta sinn sem Rauði krossinn og Eimskip standa saman að fatasöfnunarátaki að vorlagi. Pósturinn styður verkefnið með því að dreifa pokunum endurgjaldslaust um allt land. Tilvalið er að nýta fatapokana í vortiltektinni í fataskápunum til að rýma fyrir sumarfötunum. Rauði krossinn hvetur fólk til að taka til alla vefnaðarvöru og skó og setja í endurvinnslu. Til að létta undir með fólki við vorhreingerningar mun Eimskip koma fyrir gámum nú um helgina við sundlaugar ÍTR í Reykjavík og við sundstaði í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ og Álftanesi. Athugið að söfnunin er aðeins um helgina við sundstaðina, en hægt er að gefa fatnað og klæði allan ársins hring í söfnunargáma Rauða krossins allt land og á enduvinnslustöðvum Sorpu og grenndarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. - eh

Kjörnir fulltrúar óánægðir með laun Kjörnir fulltrúar eru ekki ánægðir með laun fyrir störf sín í sveitarstjórn en eru hinsvegar almennt ánægðir með starfsaðstæður og starfsumhverfi, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Jafnréttisstofu. Konur segjast verja, að jafnaði, færri tímum í hverri viku við sveitarstjórnarstörf en karlar. Þá eru karlar líklegri en konur til þess að eiga erfitt með að samræma einkalíf (fjölskyldu) og sveitarstjórnarstörf. Þegar spurt var að því hvort auðvelt sé að fylgja ákvæðum jafnréttislaga um jafna skipan kynja í nefndir og ráð, segist meirihluti svarenda telja það auðvelt. -sda

Leita hjálpar vegna kláms Aukning var milli ára á fjölda þeirra sem leituðu til Stígamóta vegna kláms en sautján einstaklingar sóttu sér aðstoð vegna þess í fyrra. Hluti þeirra varð fyrir því að kynferðislegum myndum af þeim var dreift á netinu og segir talskona Stígamóta það vera nýja vídd ofbeldis. Þegar myndböndum af nauðgunum og jafnvel hópnauðgunum er dreift á netið er ofbeldið magnað upp og afleiðingarnar enn meiri.

S

Þetta ofbeldi er á öðrum skala.

Uppsagnir hjá MP banka Sjö starfsmönnum MP banka hefur verið sagt upp. Á vef bankans kemur fram að uppsagnirnar séu liður í hagræðingarferli sem hófst í október með sameiningu sviða og einföldun á skipulagi. MP banki var lengi vel með útibú við Borgartún en í janúar var því lokað og öll þjónusta flutt í höfuðstöðvarnar í Ármúla. Auk þess hefur bankinn selt rekstur Lykils, eignaleigusviðs bankans. „Það er skoðun margra að bankakerfið á Íslandi sé enn of dýrt í rekstri miðað við núverandi umsvif þess. MP banki hefur náð að sníða sér stakk eftir vexti og notið meiri svigrúms eða sveigjanleika á íslenskum fjármálamarkaði,“ segir á vefnum. - eh

autján einstaklingar leitaðu sér hjálpar á Stígamótum árið 2013 vegna kláms, 16 konur og einn karl. Hluti þeirra hafði orðið fyrir því að teknar höfðu verið myndir af þeim í kynlífsathöfnum, með eða án þeirra vilja, og þeim síðan dreift eða því hótað. „Þetta er ný vídd í ofbeldisflórunni, að dreifa slíku myndefni á netinu,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Um er að ræða aukningu milli ára en árið 2012 leituðu 12 manns til Stígamóta vegna afleiðinga kláms. „Þetta er ofbeldi. Í nútímanum ákveður fólk stundum að taka upp myndir eða myndbönd af kynlífsathöfnum með félaga sem það treystir og með samþykki beggja. Þetta myndefni getur snúist upp í vopn ef upp úr sambandinu slitnar og annar aðilinn

ákveður að nota myndirnar gegn hinum aðilanum. Við höfum dæmi um að myndirnar séu sendar til vinnuveitenda, fjölskyldu eða hreinlega á vefsíður sem birta svona efni. Ógnin er mikil á tímum netsins því um leið og búið er að ýta á „Send“ er engin leið til að uppræta efnið,“ segir hún. Til að setja þetta í samhengi bendir hún á að afleiðingar þess að selja sig í eitt skipti inni á salerni fyrir fíkniefnum séu annars eðlis en þess að persónulegar kynferðislegar myndir af manni séu í umferð á netinu þar sem allir geta nálgast þær. „Þetta ofbeldi er á öðrum skala. Það er sannarlega ástæða fyrir því að við hjá Stígamótum höfum beitt okkur gegn klámi og vændi ekki síður en sifjaspellum og nauðgunum. Þegar kemur að vændi er myndefni jafnvel hluti af ofbeldinu,“ segir hún. Tólf konur leituðu til Stígamóta á síðasta ári vegna vændis. Guðrún segir klám og vændi náskyldar tegundir ofbeldis og þegar þetta tvennt er talið saman leituðu alls 29 einstaklingar til Stígamóta í fyrra vegna kláms og vændis. „Stundum er um hvoru tveggja að ræða og dæmi eru um að stúlkur sem hafa verið að dansa á nektarstöðum segi klám vera ástæðu þess að þær koma til okkar. Það þarf síðan að hafa í huga að þetta eru lágmarkstölur því þetta er falið vandamál,“ segir hún. Hvað klámefnið varðar þá er það sannarlega ekki alltaf að það sé tekið upp með samþykki allra. „Við höfum hér nýlegt dæmi þar sem fimm drengir nauðga stúlku, taka það upp á myndband og setja á netið. Þarna er um að ræða hópofbeldi sem hefur margföldunaráhrif og svo bætist myndbirtingin ofan á það. Með tilkomu netsins erum við komin með nýjar víddir ofbeldis,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

HVÍTA HÚSIÐ / SÍA 14-1050

Myndefnið er jafnvel tekið upp með samþykki beggja aðila en þegar upp úr sambandinu slitnar getur það orðið að vopni.

Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.

2x10



4

fréttir

Helgin 30. maí­1. júní 2014

VEður

föstudagur

laugardagur

sunnudagur

votviðrasöm en mild helgi fram undan Helgin fram undan er fremur vætusöm en norð­austanlands sést til sólar. Suðlægar áttir verða ríkjandi með tveggja stafa hitatölum víðast hvar og hægari breytilegri átt. Hlýtt verður norðan­ og austantil. Íbúar á höfuðborg­ arsvæðinu verða líklega að grafa upp regnhlífina. áttin verður suð­austlæg í dag og á morgun og sunnanstæð á sunnudaginn – og alla dagana rignir.

15

10 12

elín björk Jónasdóttir

14

10 13

10

SuðAuStAnátt, rigning víðA SíðDegiS og í kvölD en úrkomulítið nA-til.

A-læg átt og víðA rigning, SíSt nA-til en þykknAr upp þAr. Hlýtt í veðri.

nA-átt á nv-lAnDi AnnArS S-læg átt, rigning S- og v-lAnDS en þurrt AnnArS StAðAr.

HöfuðborgArSvæðið: SA áTT, SkýjAð og Fer Að rignA SiðdegiS.

HöfuðborgArSvæðið: SA­Læg átt og rigning. FreMur HLýtt.

HöfuðborgArSvæðið: S 3­8 M/S. rigning og áFrAM MiLt.

 Efnahagsmál VErðbólga Enn undir VErðbólgumarkmiði sEðlabankans

Þriðjungur ungra ökumanna lætur mana sig Um 30% ökumanna á aldrinum 17 til 21 árs hafa látið mana sig til að aka glæfralega og gera hluti í umferðinni sem þeir ætluðu sér ekki, til dæmis að keyra mun hraðar en eðlilegt getur talist og tefla á tæpasta vað í framúrakstri. Þetta var niðurstaða könnunar sem VÍS gerði á meðal þessara ungu ökumanna. Þá kom fram að 88% tala í síma við akstur og 67% þeirra sem tala í síma nota aldrei handfrjálsan búnað sem er það sem umferðarlögin leyfa. „Þó er enn verra að 44% lesa og skrifa smáskilaboð undir stýri, fara á netið eða nota símann með öðrum hætti í akstri. Þessir ökumenn eru í allt öðrum heimi en þeir ættu að vera því akstur krefst fullrar einbeit-

14

9

16

11

13

vedurvaktin@vedurvaktin.is

15

9

16

ingar,“ segir á vef VÍS. Niðurstaðan þar er að ungu ökumennirnir séu áhrifagjarnari en þeir eldri og trúin á eigin ökuleikni oft meiri en efni standa til. Á hverju ári bætast 4000 nýir bílstjórar í hóp ökumanna. Þegar tíðni slysa er skoðuð hjá VÍS kemur í ljós að flest slysin verða hjá 17 ára ökumönnum, og þegar litið er á fimm ára aldursbil frá 17 til 21 árs verða langflest slysin hjá þeim hópi, eða 15,7%. -eh

Ólöglegum geldingum grísa hætt Svínabændur hafa hætt ólöglegum geldingum grísa án deyfingar. Þeir kostir sem koma helst til greina í staðinn eru gelding með deyfingu eða svæfingu. „Til lengri tíma litið hlýtur besta leiðin út frá velferð dýranna vera að hætta geldingum alfarið. Í því sambandi verður fylgst mjög náið með því hvernig þessi mál þróast erlendis,“ segir í yfirlýsingu Svína­ ræktarfélags Íslands og Landssamtaka sláturleyf­ ishafa. Samkvæmt lögum um velferð dýra sem tóku gildi um síðustu áramót var víða hert á dýraverndunar­ sjónarmiðum en engu að

síður héldu svínabændur áfram geldingum grísa án deyfingar. Í framhaldi af fjölmiðlaumfjöllun undanfarna viku um þessar ólöglegu geldingar sendu svínaræktendur og slátur­ leyfishafar yfirlýsinguna frá sér. Helsti tilgangur geld­ inganna er að koma í veg fyrir svokallaða galtarlykt af kjötinu. Í ýmsum löndum

hefur verið reynt að bólu­ setja grísina gegn lyktinni en það er ekki kostur sem talinn er æskilegur hér á landi. Bent er á að innan Evrópusambandsins verða geldingar grísa bannaðar frá og með 1. janúar 2018. Þá er skorað á íslensk stjórnvöld að tryggja að innfluttar afurðir uppfylli sambærilegar kröfur og gerðar eru hér á landi. ­ eh

Húsnæðisverð hefur hækkað mest á höfuðborgarsvæðinu á síðastliðnu ári, um 12% að meðaltali. Hækkun húsnæðisverðs, þar á meðal leiguverðs, er helsti drifkraftur verðbólgu um þessar mundir. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages

Húsnæðisverð veldur verðbólgunni Aukinn húsnæðiskostnaður stendur undir helmingi verðbólgu um þessar mundir. Markaðsverð húsnæðis hefur hækkað um tæp tíu prósent undanfarna 12 mánuði. Flugfargjöld hafa lækkað, sérstaklega innanlands sem og raftæki.

V

Útskriftarstjarnan Ógleymanleg útskriftargjöf

PIPAR\TBWA • SÍA • 141418

Úr gulli kr. 16.900 Úr silfri kr. 7.900

Okkar hönnun og smíði www.jonogoskar.is

Sími 5524910

Laugavegi 61

Kringlan

Smáralind

Flugfargjöld lækkuðu verulega í maí. Í heild nam lækkunin um 8% og þar af lækkuðu flugfargjöld til útlanda um tæplega 5% en flugfargjöld innanlands um ríflega 29%.

erðbólga mældist 2,4% í maí og er hún þar með áfram rétt undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans, fjórða mánuðinn í röð. Horfur eru á að verðbólga verði við 2,5% markmið bankans a.m.k. út þetta ár, og verður það þá lengsta tímabil verðbólgu við markmið í áratug, að því er fram kemur hjá greiningardeild Íslandsbanka. Hækkun á íbúðaverði er helsti drifkraftur verðbólgu um þessar mundir, og að því undanskildu er verðbólga þessa dagana í neðri þolmörkum verðbólgumarkmiðsins. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,07% í maí frá mánuðinum á undan samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Húsnæðisliður neysluvísitölunnar var sá undirliður sem vó þyngst til hækkunar að þessu sinni. Í heild hækkaði liðurinn um tæp 0,5% í maí. Þar af hækkaði reiknuð húsaleiga, sem að mestu endurspeglar markaðsverð íbúðarhúsnæði, um 0,9%. Húsnæðisliðurinn stendur raunar á bak við ríflega helming verðbólgu um þessar mundir. Markaðsverð húsnæðis hefur hækkað

um tæp 10% undanfarna 12 mánuði. Mest er hækkunin á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu, tæp 12%, en hækkun sérbýlis á höfuðborgarsvæði nemur tæpum 8% og hækkun húsnæðis á landsbyggðinni tæplega 5% á sama tímabili. Flugfargjöld lækkuðu verulega í maí. Í heild nam lækkunin um 8% og þar af lækkuðu flugfargjöld til útlanda um tæplega 5% en flugfargjöld innanlands um ríflega 29%. Einnig lækkaði verð á sjónvörpum og slíkum búnaði um 2,6%, og verð á raftækjum um 1,5%. Væntanlega eru þar enn að koma fram áhrif af styrkingu krónu í vetur sem leið, segir greiningardeildin. Af öðrum hækkunarliðum en húsnæðislið má nefna að matur og drykkjarvörur hækkuðu um 0,25% og vó verðhækkun á ávöxtum og fiski einna þyngst í þeirri hækkun. Þá hækkaði verð á fötum og skóm um tæp 0,8% og verð á hótelgistingu um 3,9%. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


www.n1.is

facebook.com/enneinn ÍSLENSKA/SIA.IS ENN 68326 05/14

Umhverfisvottuð hestöfl Aníta er hestakona. Gammur er hestur. Á Gammi kemst Aníta í tengsl við náttúruna. Gammur kann að meta það. Stundum langar þau að komast fjær hesthúsinu. Þá þarf bíl og ólíkt Gammi þarf bíllinn olíu. Þess vegna eru Aníta og Gammur ánægð með ISO-vottaðar stöðvar N1 sem bjóða upp á jákvæðari orku – VLO-blandaða díselolíu sem minnkar útblástur og eykur endingu vélarinnar. Það er stórt skref í átt að umhverfisvænni þjónustu.

ÍST ISO 14001 Hjá N1 eru níu þjónustustöðvar og eitt hjólbarðaverkstæði ISO­ umhverfisvottaðar starfsstöðvar – og það eru fleiri á leiðinni.

Þjónustustöð N1 á Bíldshöfða býður ökumönnum umhverfis­ vænt íslenskt metan.

Vetnisblönduð lífræn olía dregur úr útblæstri koltvísýr­ ings. Hún er í boði á flestum af 98 útsölustöðum N1.

Í ágúst ætlar Aníta að ríða 1.000 km yfir sléttur Mongólíu og safna fé fyrir Barnaspítalasjóð Hringsins og Cool Earth verkefnið. N1 óskar henni góðrar ferðar.

Hluti af umhverfinu


6

fréttir

Helgin 30. maí-1. júní 2014

 Ferðaþjónusta Fr amlag ríkisins í sumar

Ferðamannastaðir fá 350 milljónir til uppbyggingar Ríkisstjórnin samþykkti síðastliðinn föstudag ríflega 350 milljóna króna fjárframlag til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum í sumar. Fjármunirnir verða notaðir til verkefna sem talin eru brýn vegna verndunar eða öryggissjónarmiða, að því er fram kemur í tilkynningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. „Umhverfis- og auðlindaráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafa í samstarfi við forsætisráðuneytið og stjórn Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða sett saman lista yfir staði í umsjón og eigu ríkisins

og sveitarfélaga þar sem talið er brýnt að ráðast í aðgerðir á í sumar vegna aukins ferðamannastraums til landsins,“ segir enn fremur. „Um er að ræða framkvæmdir á gönguleiðum/göngustígum sem liggja undir skemmdum. Framkvæmdirnar fela m.a. í sér að skipta um jarðvegsefni og verja gönguleiðir fyrir skemmdum svo hægt sé að beina ferðamönnum á þær. Þá þarf víða að koma upp öryggisgrindverkum og pöllum við fossa og hveri til að tryggja öryggi ferðamanna en talið er að slysahættan sé veruleg á mörgum þessara staða.

Er ljóst að framkvæmdirnar munu hafa jákvæð áhrif á atvinnuástand byggða og dreifast vel yfir landið allt, með tilliti til staðsetningar helstu ferðamannastaða. Meðal annars er um að ræða endurnýjun á útsýnispalli við Gullfoss, nýjan göngustíg við Dettifoss og viðhald á gönguleiðum í Þórsmörk. Styrkjum til framangreindra verkefna verður úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og mun sjóðurinn ásamt Ferðamálastofu annast umsjón og eftirlit með úthlutun og framgangi verkefna.“ - jh

Endurnýjun á útsýnispalli við Gullfoss er meðal þeirra verkefna sem í verður ráðist í sumar.

 Vinnumark aður enn oF Fá ar konur í stjórnum Fyrirtækja

20

M ÁRA AF

ÆLI

Betra Bak

20%

AFMÆLISAFSLÁTTUR AF C&J HEILSURÚMUM Mun fleiri karlar en konur hafa stofnað eigið fyrirtækið, 37 prósent á móti 21. Þegar horft er til unga fólksins má þó sjá að áhugi kynjanna á stofnun eigin fyrirtækis er jafnmikill. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages

Konur standa undir góðum lífskjörum þjóðarinnar Konum í stjórnum stærri fyrirtækja hefur fjölgað úr 10 prósent í 30 eftir að lög um kynjahlutföll tóku gildi. Hlutfallið er þó enn undir lögbundnu lágmarki. Framkvæmdastjóri SA segir að atvinnuþátttaka kvenna, sem er mest í heiminum hér á landi, standi undir góðum lífskjörum þjóðarinnar.

Dýna og

AFMÆLIS

Stærð

Classic-botn

TILBOÐ

Platinum 120x200

99.900 kr.

79.920 kr.

Platinum 140x200

114.900 kr.

91.920 kr.

Platinum 160x200

127.900 kr.

99.990 kr.

Platinum 180x200

134.900 kr.

107.920 kr.

Gold

120x200

119.900 kr.

95.920 kr.

Gold

140x200

139.900 kr.

111.920 kr.

Gold

160x200

152.900 kr.

122.320 kr.

Gold

180x200

164.900 kr.

131.920 kr.

Tegund

Leggur grunn að góðum degi Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 og Skeiði 1 Ísafirði • Sími 456 4566 betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is

H Um helmingur karla og kvenna á aldrinum 18-24 ára hefur áhuga á að stofna eigið fyrirtæki.

lutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn hefur aukist hratt frá því að lög um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja tóku gildi síðastliðið haust. Fyrir áratug var hlutfall kvenna í stjórnum stærri fyrirtækja 10 prósent en er nú komið yfir 30 prósent. Það er þó enn undir lögbundnu lágmarki, sem er 40 prósent. Þetta kom fram í máli Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra SA, á ráðstefnunni Aukið jafnrétti – aukin hagsæld sem UN Women á Íslandi, Festa og Samtök atvinnulífsins héldu í vikunni um jafnrétti á vinnumarkaði. Þorsteinn sagði hafa miðað í rétta átt á mörgum sviðum en gera þyrfti betur, aukið jafnræði í stjórnum fyrirtækja væri ekki nóg heldur þurfi einnig að auka jafnræði og fjölbreytni í forystusveit íslenskra fyrirtækja. Þorsteinn benti í erindi sínu á að góð leið til að brjóta upp kynbundinn vinnumarkað

á Íslandi væri að nýta kosti einkareksturs í auknum mæli í heilbrigðis- og menntakerfinu, að hvetja konur til að stofna fyrirtæki á þeim sviðum sem þær hafa menntað sig á. Vægi einkaframtaksins er afar lítið hér á landi í þjónustu á sviði mennta- og heilbrigðismála samanborið t.d. við Svíþjóð og því tækifæri til breytinga. Til þessa hafa mun fleiri karlar stofnað eigin fyrirtæki, 37 prósent karla en aðeins 21 prósent kvenna, samkvæmt Capacent könnun fyrir SA síðastliðið haust. Ef horft er til allra aldurshópa hefur annar hver karl áhuga á að stofna eigið fyrirtæki en aðeins þriðja hver kona. Jákvæðu fréttirnar segir Þorsteinn hins vegar þær að ekki er marktækur munur milli kynja hjá ungu fólki þegar kemur að áhuganum á því að stofna eigið fyrirtæki. Um helmingur karla og kvenna á aldrinum 18-24 ára hefur áhuga á að stofna eigið fyrirtæki sem er mjög jákvætt og lýsir miklum frumkvöðlavilja. Þetta vekur upp spurningar um hvort fram undan séu breyttir tímar í atvinnulífinu og á íslenskum vinnumarkaði, að sögn Þorsteins. Þorsteinn benti jafnframt á að atvinnuþátttaka kvenna sé hæst hér á landi og að við berum af í alþjóðlegum samanburði. Hún sé til að mynda 40 prósent meiri hér á landi en að meðaltali á evrusvæðinu. „Mikil atvinnuþátttaka kvenna stendur undir góðum lífskjörum þjóðarinnar. Ef atvinnuþátttaka kvenna væri sambærileg við það sem gerist á evrusvæðinu væri landsframleiðsla Íslands 15-20% minni og lífskjör verri,“ sagði Þorsteinn. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


HILUX

ÍSLENSKA SIA.IS TOY 68699 05/14

LÁTTU REYNA Á´ANN

Hilux er fjallkóngurinn yfir Íslandi í leik og starfi enda harðduglegur vinnuþjarkur sem hefur sannað gildi sitt við íslenskar aðstæður. Ný hönnun á sætum og innra byrði gefur einstök þægindi í akstri innan bæjar sem utan. Sterkbyggð grind og ríkulegur öryggisbúnaður skapa meira öryggi ofan á óhagganlegan stöðugleika með öflugri fjöðrun og góðri hæð yfir vegi. Þú færð ekki annan eins styrk og öryggi á betra verði. Hilux fæst með hljóðlátri 2.5l eða 3.0l dísilvél sem bíður þess að komast þangað sem þig langar. Fáðu nánari upplýsingar á www.toyota.is Verð frá 5.490.000 kr. Gæðalán Toyota í samstarfi við Ergo Fáðu 40% af verði nýrrar Toyotu að láni án vaxta í allt að þrjú ár. 5 ÁRA ÁBYRGÐ

GÆÐALÁN TOYOTA

Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070

Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600

Bíllinn á myndinni kann að vera búinn aukahlutum sem ekki eiga við uppgefið verð og allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur. 40% vaxtalaust lán miðast við verðlistaverð án afsláttar. Nánari upplýsingar hjá söluráðgjöfum.

Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000


8

fréttir

Helgin 30. maí-1. júní 2014

 Sjómannadagurinn reykjavíkurhöfn iðar af lífi um helgina á hátíð hafSinS

Hátíð hafsins um helgina Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is

Hátíð hafsins er haldin um helgina í sextánda sinn. Hátíðin samanstendur af tveimur hátíðardögum, Hafnardeginum sem haldinn er á laugardaginn og Sjómannadeginum, sem haldinn er á sunnudeginum. Hátíðin hefur þróast ár frá ári og nú í ár var farið í að afmarka betur svæði hátíðarinnar sem nær núna frá Hörpu, gegnum Gömlu höfnina, Grandagarð og út að HB Granda. Þrjú útisvið verða á svæðinu en við Gömlu höfnina verður lögð áhersla á skemmtiatriði milli klukkan fjögur og sex. Flest veitingahúsin bjóða upp á smakk og tilboð á sjávarréttum. Vegleg hátíðardagskrá Sjómannadagsráðs verður að

venju haldin klukkan tvö á sunnudaginn á Grandagarði og verður send út í beinni útsendingu á RÚV. Á sviði við HB Granda verður á sunnudeginum lögð áhersla á uppákomur fyrir yngstu kynslóðina. Öll höfnin mun beinlínis iða af lífi. Boðið verður upp á dorgveiði, listasmiðjur og sýningu á furðufiskum, jafnt sem harmonikkuleik, vöfflur og kaffi. Nánari dagskrá er á vefnum Hatidhafsins.is

Auk hátíðardagskrár í tilefni Sjómannadagsins verður mikið um að vera fyrir yngstu kynslóðina. Ljósmynd/Hatidhafsins.is

 krabbakjöt á hátíð hafSinS verður hægt að kaupa heilan grjótkrabba

Gómsætur grjótkrabbi Grjótkrabba hefur fjölgað við strendur landsins og freistar hann margra sælkera enda kjötið sérlega bragðgott. Kopar var á síðasta ári fyrsti veitingastaðurinn í Reykjavík til að setja grjótkrabba á matseðilinn en á Hátíð hafsins er boðið upp á þá nýbreytni að kaupa krabbann heilan og njóta heima við.

g

Prentaradagar Allt að 40% afsláttur*

Bleksprautuprentarar, fjölnotaprentarar, laserprentarar, ljósritunarvélar og teikningaprentarar. *ATH. takmarkað magn á einstökum vörum.

sala@nyherji.is // 569 7700

rjótkrabbi er lítill krabbi en samt um tvöfalt stærri en trjónukrabbarnir sem finnast í fjörunni. Það er hægt að fá ágætismáltíð fyrir einn úr tveimur til þremur grjótkröbbum ásamt meðlæti,“ segir Ylfa Helgadóttir, yfirmatreiðslumeistari og eigandi veitingastaðarins Kopar við gömlu höfnina í Reykjavík. Um helgina, á Hátíð hafsins, verður hún með til sölu heila foreldaða grjótkrabba sem fólk getur notið heima við. Grjótkrabbi fannst fyrst við strendur Íslands árið 2006 en hann er nú algengastur í Hvalfirði auk þess sem hann hefur fundist víða við vestanvert landið. Talið er að sú hlýnun sem hefur orðið hér við land á síðastliðnum árum hafi töluverð áhrif á útbreiðslu og viðgang grjótkrabbans. Kopar opnaði fyrir ári og ákvað Ylfa að hafa grjótkrabba á matseðlinum. „Ég hafði aðeins heyrt um þessa afurð þegar Hafrannsóknastofnun hafði samband við mig sumarið 2012 og var þá verið

Ylfa Helgadóttir er yfirmatreiðslumeistari og eigandi veitingastaðarins Kopar sem var fyrsti veitingastaðurinn í Reykjavík til að setja grjótkrabba á matseðilinn. Ljósmynd/Hari

Viðskiptavit er ekki meðfætt - það er lært BS nám í viðskiptafræði Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands býður upp á metnaðarfullt, fjölbreytt og framsækið nám. Deildin hefur gegnt forystuhlutverki í menntun stjórnenda og sérfræðinga á sviði viðskiptafræði í sjö áratugi. Þetta er nám sem gerir kröfur samhliða því að veita góða fræðilega undirstöðu, virkja sköpunarkraftinn og hvetja til agaðra vinnubragða. Það er metnaður Viðskiptafræðideildar að tryggja nemendum góða menntun sem nýtur trausts í samfélaginu og hefur á sér gæðastimpil.

Boðið er upp á fjögur kjörsvið til BS gráðu í viðskiptafræði:

• Fjármál • Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti • Reikningshald • Stjórnun Tveir til þrír grjótkrabbar duga í máltíð fyrir einn ásamt meðlæti.

Umsóknarfrestur er til 5. júní Hægt er að sækja um rafrænt á www.vidskipti.hi.is.

VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD

Umsókninni þarf að fylgja afrit af stúdentsprófsskírteini.

www.hi.is

Ljósmynd/Hari

að kanna grundvöll þess að setja krabbann á markað. Þegar ég opnaði veitingastað hálfu ári síðar fannst mér liggja beinast við að nýta grjótkrabbann. Bragðið af honum er einstaklega skemmtilegt. Margir hafa smakkað krabbakjöt, hvort sem það er af snjókrabba eða kóngakrabba. Munurinn er að grjótkrabbinn er minni og þegar hráefnið er í minni mynd verður það oft bragðmeira og aðeins sætara. Það er virkilega ferskt skelfiskbragð að honum,“ segir Ylfa. Grjótkrabbinn er ekki borinn fram heill á veitingastaðnum heldur er þar hægt að fá krabbakökur og krabbasúpu, en þeir sem hafa áhuga á að spreyta sig á honum heilum geta keypt hann hjá Ylfu um helgina. „Ég ákvað að það væri einfaldara að selja hann forsoðinn því við erum að kynna þessa vöru fyrir fólki. Það eina sem þarf að gera er þá að stinga honum í sjóðandi vatn í örfáar mínútur eða hita á annan hátt,“ segir hún en þrír krabbar saman í poka verða á 2500 krónur. Mælt er með því að borða hann innan tveggja daga, en þó er hægt að frysta hann og setja síðan frosinn í sjóðandi vatn þegar þar að kemur. „Það er ákveðin tækni við að brjóta skelina og ná kjötinu út. Þjóðir við Miðjarðarhafið eru þaulvanar þessu en hjá byrjendum tekur þetta smá tíma. Það þarf að snúa lappirnar af, brjóta skelina og plokka svo innan úr krabbanum. Það er hægt að gera þetta að góðri samverustund, setjast saman niður jafnvel með hvítvínsglas og spjalla, og gæða sér á krabba. Hann er mjög góður með fersku salati, ólífuolíu og sítrónusneið, salti og pipar. Þá eru komin með sannkallaða veislu,“ segir hún. Ylfa bendir á að hingað til hefur mest af dagskránni á Hátíð hafsins verið við Grandagarð en í ár verður einnig mikið um að vera við gömlu höfnina þar sem Kopar er. „Hér eru margir veitingastaður, gallerí og litlar verslanir. Í fyrsta skipti verður nú líka svið við smábátahöfnina og það verður nóg um að vera um helgina,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


Við höfum kjark

GuðFinna 2. Sæti

Hittu okkur á Facebook facebook.com/framsoknogflugvallarvinir

SveinBjörG Birna 1. Sæti

Gréta BjörG 3. Sæti

jóna BjörG 4. Sæti

Kosningaskrifstofa Suðurlandsbraut 24


10

fréttaskýring

Helgin 30. maí-1. júní 2014

Glútenlaust, góðan daginn!

Frá Akureyri. Íslensk sveitarfélög eru 74 talsins. Frá árinu 1990 hefur sveitarfélögum fækkað um meira en helming í kjölfar sameininga. Fjárhagsleg staða sveitarfélaga landsins er nokkuð góð samkvæmt skýrslunni og hefur þróunin verið jákvæð síðustu ár. Niðurstöðurnar fyrir A og B hluta benda til þess að rekstur um 97% sveitarfélaga sé í lagi og geti staðið undir núverandi skuldsetningu. Séu niðurstöður fyrir A hluta skoðaðar sýna þær að rekstur 88% sveitarfélaga stendur undir skuldsetningu. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages

Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga frá hruni Rekstur og fjárhagsstaða sveitarfélaga hefur styrkst frá árinu 2009 en fjárfestingar og framkvæmdir hafa verið í lágmarki. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Íslandsbanka um málefni sveitarfélaga. Helstu framkvæmdir sem sveitarfélög hafa ráðist í eru bygging hjúkrunarheimila sem unnar eru í samvinnu við ríkið.

R

PANTAÐU BIÐPÓST FYRIR SUMARFRÍIÐ! Með biðpósti sleppurðu við að pósturinn hlaðist upp heima hjá þér meðan þú ert í fríi. Pantaðu biðpóst á www.postur.is eða á næsta pósthúsi og þú velur hvar pósturinn þinn bíður eftir þér.

VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA

www.postur.is

ekstur og fjárhagsstaða sveitarfélaga hefur verið að styrkjast á heildina litið allt frá árinu 2009 samkvæmt greiningu Íslandsbanka um málefni sveitarfélaga. Flest sveitarfélaganna hafa lagt áherslu á hagræðingu í rekstri og að greiða niður skuldir. Hins vegar hafa heildar fjárfestingar og framkvæmdir sveitarfélaganna verið í lágmarki, nokkur sveitarfélög hafa þó byggt hjúkrunarheimili á framangreindu tímabili. Það verkefni er samvinnuverkefni milli ríkis og sveitarfélags þar sem ríkið gerir langtíma leigusamning við sveitarfélagið. Skuldir og skuldbindingar sveitarfélaga á Íslandi hækkuðu umtalsvert haustið 2008. Helsta ástæða þess var gengisfall krónunnar og mikil verðbólga. Bróðurpartur skulda sveitarfélaganna var verðtryggður eða í erlendri mynt en hækkun vísitölu neysluverðs nam 43% frá lokum árs 2007 til ársloka 2012. Gengisvísitala íslensku krónunnar hækkaði um 92% á sama tímabil. Í skýrslunni kemur fram að tekjur íslenskra sveitarfélaga eru að aukast á milli ára og nemur aukningin rúmum 71 milljarði króna, um 32% frá árinu 2010. Á árinu 2013 lækkuðu skuldir og skuldbindingar sveitarfélaga á Íslandi um rúmlega 39 milljarða króna frá árinu á undan sem samsvarar um 7% lækkun. Styrking krónunnar útskýrir að hluta til þessa lækkun en á árinu 2013 lækkaði gengisvísitala krónunnar

um 9%. Í skýrslunni kemur fram að íbúaþróun hafi verið jákvæð undanfarin tvö ár. Hlutfallsleg fólksfjölgun hefur orðið á öllum landsvæðum nema einu, Norðurlandi vestra. Mest var aukningin á höfuðborgarsvæðinu (2,5%) en þar á eftir komu Suðurnes, Suðurland og Austurland. Ef horft er á tímabilið frá árinu 2010 til 2012 var þessu öfugt farið en þá var fækkun á nánast öllum landsvæðum. Helsta skýring á þessum mun er að á tímabilinu frá 2010 til 2012 voru búferlaflutningar á milli landa þannig að brottfluttir voru umfram aðflutta en sú þróun hefur snúist við síðastliðin tvö ár. Fjárhagsleg staða sveitarfélaga landsins er nokkuð góð samkvæmt skýrslunni og hefur þróunin verið jákvæð síðustu ár. Niðurstöðurnar fyrir A- og B-hluta benda til þess að rekstur um 97% sveitarfélaga sé í lagi og geti staðið undir núverandi skuldsetningu. Séu niðurstöður fyrir A-hluta skoðaðar sýna þær að rekstur 88% sveitarfélaga stendur undir skuldsetningu. Lækkun hlutfallsins bendir til þess að mörg sveitarfélög á Íslandi séu með sterk B-hluta félög sem rekstur sveitarfélagsins í heild nýtur góðs af. Margar ástæður geta verið fyrir mismunandi fjárhagsstöðu sveitarfélaga, til dæmis ólíkt atvinnulíf, íbúaþróun og breyting á tekjustofni. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

13-1548

A- og B-hluti í rekstri sveitarfélaga. Hvað þýðir það? Starfsemi sveitarfélaga er skipt í A-og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta til eða að öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Undir A-hluta falla lögbundin verkefni ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Dæmi um lögbundin

verkefni eru rekstur leikskóla og grunnskóla, staðbundin félagsþjónusta og málefni fatlaðra. Í B-hluta eru fyrirtæki/ stofnanir sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins eða eru að meirihluta á ábyrgð þess og eru rekin sem

fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Fyrirtæki/ stofnanir í B-hluta eru að mestu eða öllu leyti fjármagnaðar með þjónustugjöldum. Dæmi um B-hluta fyrirtæki eru hafnarsjóður, vatnsveita, rafveita, hitaveita, fráveita og sorphirða.


útsala 30. mAí - 6. jÚLí 2014

11.995,-

Sparaðu

60%

af völdum málverkum og myndum

Sparaðu

Vespa

30%

90 x 90 cm. 29.995,- NÚ 11.995,NÚ

14.900,-

af veSta einingaSófa

SPARAðu

4.000,-

Vesta-einingasófi

Stór hornsófi með legubekk og skemilenda. L 366 x D 270 cm. Sætin eru bólstruð með svampi og dúni í efsta laginu fyrir einstök þægindi. Áklæðið er slitsterkt Cabana- áklæði sem kemur í fleiri litum. 574.500,- NÚ 399.900,- Sparaðu 174.600,- Verðflokkur A3. Vesta er einingasófi sem má raða saman eftir eigin höfði. Hægt er að velja um mörg mismunandi áklæði.

Chat-borðstofustóll Svört eða hvít seta með viðarfótum. 18.900,NÚ 14.900,NÚ

6.900,-

SPARAðu

115,-/stk.

19.900,-

60%

75,-

40%

Cutlery-hnífapör

Arbus-skrifborð

Staflanlegur garðstóll. 9.900,- NÚ 6.900,-

Hnífur, gaffall eða skeið. 295,-/stk. NÚ 115,-/stk. Teskeið. 195,- NÚ 75,-

Tölvuborð með skáp og skúffum. 145 x 60 cm. 34.900,- NÚ 19.900,-

60%

Sparaðu

Summer-stóll

14.995,-

75,-

Sparaðu

Sparaðu

3.000,-

399.900,-

4.495,-

SPARAÐU

34.600,-

Glas Drykkjarglas 300 ml. 195,- NÚ 75,-

Summer garðsett

49.900,-

+

SPARAðu

5.000,-

Summer-garðborð og 4 stólar

Basket-filtkarfa Filkarfa. 35 x 45 cm. 5.995,- NÚ 4.495,-

Garðborð með svartri glerplötu. 90 x 160 cm. 24.900,- NÚ 14.300,- Garðstóll með 7 stillingum. 14.900,- NÚ 8.900,- Heidarverð á setti. 84.500,- NÚ 49.900,-

69.900,-

695,-

SPARAðu

50.000,Tilboð í júní - Camembertbeygla Cabaret-ljósakróna Glær ljósakróna. Ø 53 cm. 19.995,NÚ 14.995,-

Ardenne-borðstofuborð Borðstofuborð úr álmi. Hvítmálað. 90 x 180 cm. 119.900,- NÚ 69.900,-

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30

Camembert ostur, sólþurrkað tómatpestó, rauðlaukur, basilolía, papriku chili sulta og salatblanda. 995,- NÚ 695,-


12

stjórnmál

Helgin 30. maí­1. júní 2014

Þjóðernispopúlismi í Evrópu – og hér heima? Popúlískir stjórn­ málaflokkar hlutu 20­30 prósent atkvæða í kosningunum til Evrópuþingsins um liðna helgi. Hreyfingarnar eiga það þó allar sammerkt að leggjast gegn innflytjendum og auknum Evrópu­ samruna – sem þær flestar vilja skrúfa til baka. Hér á landi virðist helsta samsvörunin við popúlísku flokkana í Evrópu liggja í framboði Fram­ sóknarflokksins í Reykjavík. Einkum í yfirlýsingu oddvitans um að afturkalla lóð undir bænahús Félags múslíma.

Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði

S

annarlega má lýsa því svo að pólítískur jarðskjálfti hafi riðið yfir Evrópu í kosningunum til Evrópuþingsins um liðna helgi þegar popúlískir stjórnmálaflokkar stormuðu í samfylktri þeysireið á þingið. Hlutu 20 til 30 prósent atkvæða eftir því hvar við drögum línuna. Vandinn við að greina þetta mengi stjórnmálanna er að hreyfingarnar eru æði ólíkar frá landi til lands. Allt frá nýnasistum Gylltrar dögunar í Grikklandi og fasistum Jobbik-hreyfingarinnar í Ungverjalandi yfir í ögn hófstilltari þjóðernispopúlísta Danska þjóðarflokksins og Breska sjálfstæðisflokkinn. Hreyfingarnar eiga það þó allar sammerkt að leggjast gegn innflytjendum og auknum Evrópusamruna – sem þær flestar vilja skrúfa til baka.

Óviss áhrif

hljóti tilnefninguna eða hvort leiðtogar aðildaríkjanna muni velja einhvern utanaðkomandi – sem hæglega gæti leitt til harðvítugra átaka á milli stofnana ESB í framhaldinu.

Óttinn við hið óþekkta

Þegar rýnt er í dreifingu atkvæða í hverju landi fyrir sig birtist sú athyglisverða mynd að popúlísku flokkarnir náðu mestu flugi á einsleitnustu svæðunum. Í því hlýtur að vera falinn einhver lærdómur; að þar sem fjöldi innflytjenda er mestur, þar sem fjölmenningin hefur náð að skjóta rótum og þar sem samlögunin hefur gengið lengst reyndist stuðningur við andinnflytjendaflokkanna minni, svo sem í London, Berlín og París – sem bendir jú til þess að það sé heldur óttinn við hið óþekkta fremur en haldbær raunveruleg reynsla af veru innflytjenda sem ræður.

Þegar til kastanna kemur er hins vegar óvíst að þessir flokkar nái að gera mikinn usla þó svo að efasemdarröddum augljóslega fjölgi á Evrópuþinginu. Í fyrsta lagi Síðasta spilið þá fengu einarðir Evrópusinnar þrátt fyrir allt yfir 70 Ef við víkjum sögunni hingað prósent atkvæða auk þess heim núna í aðdraganda sem að popúlísku flokkarnir sveitarstjórnarkosninga þá eru svo innbyrðis ólíkir að virðist helsta samsvörunin við líkast til reynist þeim örðugt popúlísku flokkana í Evrópu Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti að ná saman um helstu mál – liggja í framboði FramsóknarFramsóknarflokksins í Reykjavík. Helsta sam­ öðrum en því að vinda ofan af flokksins í Reykjavík. Einkum svörunin við popúlísku flokkana í Evrópu er Evrópusamrunanum. í yfirlýsingu oddvitans um að í framboði Framsóknarflokksins í Reykjavík. Þá standa persónulegar afturkalla lóð undir bænahús Einkum í yfirlýsingu oddvitans um að afturkalla deilur á milli leiðtoga sumra Félags múslíma. Prófessor lóð undir bænahús Félags múslíma. þeirra samstarfi fyrir þrifum, dr. Guðmundur Hálfdanarsvo sem óvild á milli Nigel son sagði í samtali við Vísi að Farage leiðtoga Breska sjálfstæðisflokksins og Marpopúlísk viðhorf einkenni Framsóknarflokkinn og að ine Le Pen leiðtoga Frönsku þjóðarfylkingarinnar. þeir hafi nú spilað út síðasta spilinu sem hafi greint Danski þjóðarflokkurinn er þar eins og á milli steins þá frá þjóðernispopúlistum Evrópu; það er að segja og sleggju. En þjóðernispopúlistar náðu einmitt mest- andúð á innflytjendum sem Framsóknarflokkurinn um árangri í löndunum þremur; Bretlandi, Danmörku láti nú á reyna. og Frakklandi – um og yfir fjórðungi atkvæða. Hér má í framhjáhlaupi nefna að haustið 2011 birti Við sjáum nú þegar að leiðtogar stóru flokkana á ég hér í blaðinu álíka en samt nokkuð hófstilltari Evrópuþinginu, það er að segja hófsömu hægri blokk- greiningu á Framsóknarflokknum. Svohljóðandi: „Í arinnar (EPP) og sósíaldemókrata (S&D) auk frjálsallra síðustu tíð hefur Framsóknarflokkurinn svo eilyndra (ALDE) og græningja (Greens-EFA) – sem lítið farið að daðra við þjóðernisstefnuna. Breytingar saman telja nálega 70 prósent atkvæða – eru strax á merki flokksins vísa til að mynda í klassísk fasísk farnir að stilla saman strengi til að mæta þessum minni og áhersla hefur verið á að sýna þjóðleg gildi á aukna straumi Evrópusambandsandstæðinga. fundum flokksins, svo sem glímusýningu undir blaktandi þjóðfánanum. Orðræða sumra þingmanna hefur Stefnir í stofnanaátök? í auknum mæli einkennst af hollustu við þjóðernið. Enn þó er þó ekki ljóst hvort flokkurinn ætli sér að Svo verður líka spennandi að sjá hvern þingið kýs til sækja enn lengra inn í þetta mengi.“ formennsku í framkvæmdastjórninni en nú er í fyrsta Við birtingu greinarinnar haustið 2011 sá þingsinn kosið eftir þeirri reglu Lissabon-sáttmálans flokkur Framsóknarflokksins ástæðu til þess að forað leiðtogaráðið (þar sem leiðtogar aðildarríkjanna dæma skrif mín í sérstakri yfirlýsingu til fjölmiðla koma saman) tilnefni forseta framkvæmdastjórnarog þingmaður hans fór meira að segja fram á að ég innar að teknu tilliti til niðurstöðu Evrópuþingskosnyrði rekinn úr starfi fyrir að segja þetta. Í því ljósi er ingnna. Sú klásúla varð til þess að flokkahóparnir á þinginu buðu hver fram sinn kandídat. Hægri blokkin eftirtektarvert nú að jafnvel þó svo að einstaka fulltrúar flokksins hafi vissulega andmælt orðum oddsem varð hlutskörpust bauð fram Jean-Claude Juncvitans í mosku-málinu þá hefur þingflokkurinn ekki ker, fyrrum forsætisráðherra Lúxemborgar. Nú bíða séð ástæðu til að mótmæla ummælum oddvitans með menn með öndina í hálsinum eftir því hvort hann

Marine Le Pen, leiðtogi Frönsku þjóðarfylkingarinnar, var ánægð með úrslit kosninganna til Evrópuþingsins. Hún fundaði með forystumönnum annarra öfga-hægriflokka á miðvikudag með það að markmiði að flokkarnir myndi öfluga blokk á þinginu. Ljósmynd/NodicPhotos/GettyImages

viðlíka yfirlýsingu og þegar ég leyfði mér að greina stefnu flokksins þannig að hann daðraði við þjóðernispopúlisma. Sem ég tel áfram vera opna spurningu – þó svo að Guðmundur Hálfdanarson slái því nú föstu að flokkurinn hafi þegar leikið út síðasta spilinu í þeim efnum.

Íslenskar þjóðernishreyfngar

Fram að þessu hafa þjóðernispopúlistar ekki náð rótfestu í íslenskum stjórnmálum en ýmsir hafa þó reynt fyrir sér innan þess mengis. Á fyrri hluta tuttugustu aldar var hér fjöldi slíkra hreyfinga, svo samtök þjóðernissinna á fjórða áratugnum og Þjóðvarnarfélagið á þeim fimmta. Þá má nefna félagsskapinn Norrænn kynstofn sem kom fram á áttunda áratugnum og barðist gegn blöndun við fólk af erlendum uppruna. Undir aldamótin hélt Félag íslenskra þjóðernissinna uppi merki kynþáttahyggju þar til Félag framfarasinna tók við keflinu. Það félag barðist einkum gegn hugmyndinni um fjölmenningu og vildi umfram allt varðveita íslensk og norræn gildi. Svo hafa fámennari og öfgafyllri hópar tengt sig við ofbeldisfull haturssamtök á borð við Combat 18 og nýnasista í Blood&Honor-alþjóðasamtökunum. Meiri árangri náði Frjálslyndi flokkurinn sem tók sér stöðu gegn innflytjendum haustið 2006 og bjargaði sér frá því að þurrkast út af þingi í kosningunum um vorið. Oddviti flokksins í Reykjavík sagðist ekki vilja fá hingað til lands „fólk úr bræðralagi Múhameðs.“ Formaðurinn vildi skima innflytjendur fyrir berklum. Varaformaðurinn sagði að það hafi verið „svartur dagur í sögu þjóðarinnar“ þegar Pólverjar og aðrir ESB-borgarar frá ríkjum Austur-Evrópu fengu atvinnuréttindi á Íslandi árið 2006. Leiðtogi ungliðahreyfingarinnar óttaðist að innflytjendum fylgdi „eiturlyfjasala“, „mansal“, „berklar“, „nauðungarvinna“ og „skipulagðar nauðganir“. Á einum mánuði rauk flokkurinn úr rúmum tveimur prósentum í ellefu í mælingu Gallup. Endaði í 7,3% í kosningunum. Í þessu ljósi verður nú spennandi að sjá hvort andstaða oddvita Framsóknarflokkinn við byggingu mosku í Reykjavík fleyti flokknum yfir þröskuldinn og inn í borgarstjórn.

Fáðu meira út úr Fríinu Bókaðu sértilboð á gistingu og gerðu verðsamanBurð á hótelum og bílaleigum út um allan heim á túristi.is

TÚRISTI


YKKUR ER BOÐIÐ Á FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ HB GRANDA Á SJÓMANNADAGINN Til að fagna sjómannadeginum bjóðum við til fjölskylduskemmtunar hjá HB Granda á Norðurgarði.

Við opnum svæðið kl. 12 og í boði verða drykkir, pylsur, frostpinnar, popp, vöfflur, blöðrur fyrir börnin og margt fleira. Sirkus á svæðinu, leiktæki fyrir börn á öllum aldri og fjörug dagskrá fyrir alla fjölskylduna:

SKEMMTIDAGSKRÁ 13.00 Atli Þór og Gói halda uppi fjörinu 13.20 Latibær kemur hreyfingu á mannskapinn 13.50 Jón Arnór töframaður og Palli Jójó úr Ísland Got Talent sýna listir sínar 14.30 Skoppa og Skrítla syngja og leika ÍSLENSKA / SIA.IS / GRA 69270 05/14

Dagskránni lýkur kl. 16.00. Komdu og njóttu sjómannadagsins með fjölskyldunni.

BÍLASTÆÐI

ÓÐ SL KI S I F

ÓÐ SL KI

FIS

BÍLASTÆÐI

HÁTÍÐARSVÆÐI HB GRANDA


14

viðhorf

Helgin 30. maí-1. júní 2014

Vikan í tölum

30.296 Íslendingar syngja í laginu Ísland sem frumflutt var í Kastljósi í vikunni. Halldór Gunnar Pálsson samdi lagið við ljóð Jökuls Jörgensen. Halldór tók sönginn upp á 153 stöðum á landinu og að baki verkefninu liggja yfir þúsund vinnustundir.

124

milljón króna tap varð á rekstri Sjóvár á fyrsta ársfjórðungi. Hagnaður félagsins á sama tíma í fyrra var 617 milljónir króna.

7

mörk hefur KR-ingurinn Baldur Sigurðsson skorað gegn FH á síðustu árum. Hann tryggði KR sigur gegn FH í bikarnum á miðvikudagskvöld.

1.160

milljónir króna voru tekjur ríkisins af bílaleigum fyrstu tíu mánuði síðasta árs. Í Viðskiptablaðinu kemur fram að tekjur ríkisins af bílaleigum hafi tvöfaldast á síðustu sjö árum. Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300.

ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Hösk-

Forystuval til næstu fjögurra ára

S

Sveitarstjórnarkosningar fara fram á morgun, laugardaginn 31. maí. Kosningarnar eru mikilvægar, enda velja kjósendur fulltrúa sem fara munu með málefni nærsamfélagsins næstu fjögur ár. Sveitarfélög gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki og ber að gæta hagsmuna íbúanna. Nærtækast er að nefna þar skólamál, félagsþjónustu, skipulags- og samgöngumál, auk umhverfismála. Forsenda þess að sveitarfélög geti rækt lögbundnar skyldur sínar við íbúa er að fjármálastjórn þeirra sé markviss og stefnuföst. Um 60% af Jónas Haraldsson skatttekjum sveitarjonas@frettatiminn.is félaganna fara í að greiða laun starfsmanna og launatengd gjöld. Ýmis sveitarfélög fóru illa út úr efnahagshruninu árið 2008 enda voru mörg þeirra mjög skuldsett. Undanfarin ár hafa batamerki sést í rekstri þeirra, tekjur hafa aukist og gert er ráð fyrir hagnaði í ár, sé á heildina litið. Heildartekjur hafa aukist jafnt og þétt frá árinu 2010 og framlegð frá rekstri hefur aukist. Með gildistöku sveitarstjórnarlaga árið 2012 var ákvæði um 150% skuldaviðmið fyrir A og B-hluta í reikningsskilunum. Árið 2012 var fyrsta rekstrarárið vegna hins nýja skuldaviðmiðs og nam viðmiðið það ár um 204%. Fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir lækkun hlutfallsins og að það nemi um 174% árið 2014, að því

er fram kemur hjá innanríkisráðuneytinu, ráðuneyti sveitarstjórnarmála. Hlutverk sveitarfélaga hefur verið að þróast og breytast á undanförnum árum og áratugum með yfirfærslu mikilvægra þjónustuverkefna frá ríkinu til þeirra. Með þeirri eðlilegu þróun hefur þjónustan færst nær íbúunum – og ætti samkvæmt því að batna. Það er síðan íbúanna að fylgja þeirri þróun eftir, veita kjörnum fulltrúum aðhald. Ónefnt er að sveitarfélögin gegna þýðingarmiklu hlutverki sem vinnuveitendur en þau eru sem heild einn stærsti vinnuveitandi í landinu. Á framboðslistum í sveitarstjórnarkosningunum á morgun eiga sæti 2.916 einstaklingar og er meðalaldur þeirra 44,4 ár, sem er áþekkt því sem var í kosningunum 2010. Meðalaldur karla er hærri en kvenna, eða 45,5 ár samanborið við 43,1 ár hjá konum. Hlutur kvenna í fyrsta sæti á framboðslistum er nú meiri en nokkru sinni, 33%, borið saman við 22% árið 2006 og 25% árið 2010. Þróunin hefur verið í jafnræðisátt en enn er langt er í land svo viðunandi teljist. Markmiðið hlýtur að vera að kynjaskipting í forystusætum sé sem jöfnust. Þróunin er í rétta átt en enn er verk að vinna. Á framboðslistunum í heild eru 1536 karlar og 1380 konur. Karlar eru 53% frambjóðenda, konur 47%. Þessi hlutföll eru hin sömu og voru í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Alls eru 184 listar í framboði til 74 sveitarstjórna í kosningunum. Flestir framboðs-

listar eru í tveimur stærstu sveitarfélögum landsins, Reykjavík og Kópavogi, alls 8. Það er fagnaðarefni og til marks um grósku og áhuga á lýðræðislegri þátttöku. Þjóðfélagsástandið var um margt sérstakt þegar síðustu sveitarstjórnarkosningar fóru fram, vorið 2010. Efnahagur var almennt bágur svo skömmu eftir hrun og fundu hefðbundnir stjórnmálaflokkar smörþefinn af óánægju kjósenda. Hún lýsti sér jafnframt í einni dræmustu þátttöku í sveitarstjórnarkosningum til þessa og óvenju háu hlutfalli auðra seðla. Þjóðarhagur hefur batnað síðan, hagvöxtur er að aukast og atvinnuleysi hefur minnkað til muna. Aðstæður eru því aðrar en fyrir fjórum árum þótt enn sé talsvert í land. Sveitarstjórnarkosningar taka óhjákvæmilega mið af stöðu landsmála hverju sinni þótt málefni sveitarfélagsins sjálfs séu vitaskuld í fyrirrúmi. Valdið er í höndum kjósenda á kjördegi. Kosningarétturinn er dýrmætur. Hann eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri. Enn fremur eiga kosningarétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér í þrjú ár samfellt fyrir kjördag, sem og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag. Mikilvægt er að kjósendur nýti rétt sinn, taki afstöðu og hafi þannig áhrif á þróun mála í sínu sveitarfélagi.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 4 - 0 1 3 4

uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

Sveitarstjórnarkosningar

Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.


OPNUNAR

TILBOÐ

Hljómtækjadeildin er nú flutt til föðurhúsanna í Lágmúla 8 og því hefur allt vöruúrval Ormsson nú fundið sér samastað á sama stað. 2014 SJÓNVARPS MÓDELIN FRÁ SAMSUNG KOMIN Í HÚS UE46F5005AK

UE50F5005AK

46"

LED

UE46F6675

50"

46"

TILBOÐ

TILBOÐ

TILBOÐ

159.900

199.900

269.900

Verð: 189.900

LED

Verð: 249.900

LED·SmartTV

Verð: 299.900 X-SM00

DV-2242

DCS-222K

5.1 rása TILBOÐ

TILBOÐ

36.900

9.900

DVD-Heimabíókerfi

Verð: 49.900

TILBOÐ

29.900

DVD spilari

Verð: 14.900

M-05

Flott

Ferðaútvarp

D85

39" Spjaldtölva og sími

TILBOÐ

89.900

8"

15,6"

Verð: 39.900

SE-MJ721

Stýrikerfi: Windows 8 Örgjörvi: Intel Pentium Vinnsluminni: 4GB Harður diskur: 500 GB

25% afsláttur

25% Fyrir fólk á ferðinni

Android 4.2 Minni: 8GB Myndavél: 5 MP

Flottar spjaldtölvur

Verð: 4.890 SANP270E5G-K03SE

Ativ Book 2

Verð: 39.900

C800HF

Fæst: Rautt Blátt Hvítt og Svart

FM MW LW SW

iPod vagga

Heyrnartól af bestu gerð

afsláttur

Verð:119.900

ÚRVAL TÖLVULEIKJA

Kr. 8.990

Kr. 7.990

Mario Kart fylgir Verð: 26.900 I

Verð: 69.900

I

Verð: 29.900

LC39LE351

39"

LED

Kr. 5.990

9.450

Tveir litir

Kr. 7.990

Kr. 8.990

LC39LE751

Kr. 5.990

SPENNA SNERPA SNILLD LC50LE651

50"

39"

TILBOÐ

TILBOÐ

TILBOÐ

119.900

149.900

219.900

Verð: 144.900

LED

Verð: 189.900

LED

Verð: 279.900

KOMDU OG GERÐU SKEMMTILEG KAUP Í „NÝRRI“ VERSLUN!

LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK SÍMI 530 2800 · ORMSSON.IS Opið virka daga kl.10-18 og laugardaga kl.11-15


FERSKASTI NAMMIBARINN Blæjuber Rauð og græn vínber

Brómber

Íslensk hindber

Íslensk jarðarber

SPENNANDI TILBOÐ N IÐ

Lúpínuseyði 500 ml Hvönn með bláberjum og engifer Hvönn með peru og túrmerik 500 Hvönn með spínati og myntu 500

USA bláber

Rifsber

Kirsuber

MU KO N U D A G IN N !

NÝTT

TILBOÐ

25%

afsláttur á kassa

KALKÚNASNEIÐAR

1.469 kr/kg verð áður 2.099

Lay´s

Deep Ridged snakk

TILBOÐ

25%

Gildir til 1. júní á meðan birgðir endast.

afsláttur á kassa

EITT MESTA ÚRVAL LANDSINS AF BBQ SÓSUM Nýjar vörur frá meistarakokkinum Guy Fieri sem er að gera allt vitlaust á Food Network. Sósurnar hans Guy Fieri draga fram rokkað bragð á grillinu þínu. Komdu og skoðaðu úrvalið!

Konudagskaka

Gómsæt súkkulaðikaka með KJÚKLINGALUNDIR rifsberjasultu og mintukremi.

2.249 kr/kg verð áður 2.998

N D U R IN N KO N U D A G S V Ö P! FÆ S T Í H A G K AU TILBOÐ

25%

afsláttur á kassa

LAMBARIBEYE

ÍTALSKT MARINERAÐ

3.299 kr/kg verð áður 4.399


HAMBORGARAR 2X140 gr 449 kr/pk

RIBEYE INNFLUTT 3.374 kr/kg

verð áður 599

verð áður 4.499

NAUTALUNDIR INNFLUTTAR 3.999 kr/kg verð áður 4.799

NAUTA T-BONE KRYDDLEGIÐ 3.824 kr/kg

PIPARSTEIK INNFLUTT 2.659 kr/kg

verð áður 4.499

verð áður 3.799

NAUTA KÓTILETTUR KRYDDLEGNAR 3.654 kr/kg verð áður 4.299

MEÐLÆTI OG EFTIRRÉTTIR TILBÚIÐ Á GRILLIÐ!

MERKIÐ

TRYGGIR GÆÐIN

MERKIÐ

TRYGGIR GÆÐIN


18

viðtal

Helgin 30. maí-1. júní 2014

Hitti blóðföður sinn í fyrsta skipti Nanna Ósk Jónsdóttir var orðin fertug tveggja barna móðir þegar hún hitti blóðföður sinn í fyrsta skipti. Nanna notaði Facebook til að leita að fólki með eftirnafnið Thongurai og leitin bar loks árangur þegar systir hennar, sem aldrei vissi af tilvist Nönnu, hafði samband. Nanna er nýkomin frá Bretlandi þar sem hún heimsótti föðurfjölskyldu sína í fyrsta sinn og segir hún að nú sé loks komið síðasta púslið í heildarmyndina.

B

lóðfaðir minn er yndislegur maður. Hann er einstaklega indæll, brosmildur og opinn, einmitt eins og mamma talaði alltaf um hann. Þegar við pabbi byrjuðum að spjalla saman fannst mér ég alls ekki vera að tala við einhvern ókunnugan,“ segir Nanna Ósk Jónsdóttir sem hitti blóðföður sinn í fyrsta skipti fyrr í þessum mánuði í Bretlandi. Hún var búin að skipuleggja ferð með æskuvinkonunum til London til að fagna fertugsafmæli einnar þeirra sem býr úti en þegar Nanna frétti loks að faðirinn sem hún hafði leitað áratugum saman bjó í London ákvað hún að heimsækja hann í leiðinni. „Æskuvinkonur mínar hefðu aldrei getað ímyndað sér að ég myndi hitta blóðföður minn í fyrsta sinn þegar við værum fertugar. Þær vissu auðvitað alltaf að ég átti föður fyrir sem hafði annast mig og ég talaði alltaf um sem föður minn en eins og aðrir voru þær alltaf forvitnar um hver blóðfaðir minn væri,“ segir hún. Mamma Nönnu, Erna María Óskarsdóttir, kynntist hinum taílenska John C. Thongurai fyrir rúmum fjörutíu árum þegar hún heimsótti systur sína í Bandaríkjunum, nítján ára gömul, og dvaldist þar sumarlangt. „Þegar hún var komin aftur heim til Íslands komst hún að því að lítill laumufarþegi hafði komið með henni yfir hafið,“ segir laumufarþeginn Nanna. „Þau höfðu ákveðið að það yrði ekki framhald á sambandi þeirra en amma, kletturinn í lífi mömmu, ákvað að standa með henni og saman önnuðust þær mig fyrstu árin. Pabbi gekkst alveg við mér enda undirritaði hann pappíra sem voru sendir út til hans en sambandið var ekki meira.“

„Ég var líka svo lánsöm að þegar ég var fimm ára kom yndislegur maður inn í líf mömmu, Haukur Friðrik Sigurðsson, sem ég hef síðan kallað pabba. Ég var reyndar oft erfið við hann þegar ég var lítil og lét hann aldeilis heyra að hann gæti ekki skipað mér fyrir því hann væri ekki pabbi minn. Hann hefur samt verið mér dásamlegur pabbi

og mér fannst ég aldrei þurfa neinn annan.“ Nanna velti því samt af og til fyrir sér hvar blóðfaðir hennar væri eiginlega og þegar hún var fimmtán ára lét amma hennar hana hafa nafnið hans og mynd af mömmu hennar og pabba saman. „Amma sagði að ég væri orðin nógu gömul til að leita að pabba mínum ef ég vildi. Hún hafði geymt

þessa einu mynd af þeim allan tímann. Mömmu fannst alveg sjálfsagt að ég leitaði að honum ef ég vildi. Í gegnum tíðina hef ég fundið að persónuleiki minn er að upplagi ólíkur foreldrum mínum. Allir fæðast með sinn karakter og ég er ævintýragjörn með mikinn listaáhuga, rétt eins og blóðfaðir minn.

Listaáhuginn frá blóðföðurnum

Nanna segist hafa verið mjög lánsöm að eiga nánast tvær mæður, mömmu sína og ömmuna Nönnu sem hún er nefnd eftir.

Nanna Ósk Jónsdóttir ásamt John C. Thongurai, blóðföður sínum, sem hún hafði leitað frá því hún var 15 ára.

Framhald á næstu opnu



viðtal

#HASKOLABRU

20

Helgin 30. maí-1. júní 2014

1

2

1 Nanna með blóðföður sínum. 2 Faðir Nönnu með hringinn úr draumnum örlagaríka. 3 Nanna í faðmi nýju fjölskyldunnar, með blóðföður sínum, eiginkonu hans og dætrum þeirra. 4 Nanna ásamt systrum sínum Jane og Carinu. 5 Systurnar þrjár ákváðu að fá sér allar eins hring.

#TAEKNIFRAEDI

PIPAR\TBWA

SÍA

141298

#ITROTTAAKADEMIA

#FLUGAKADEMIA

ÞÚ ÁTT VALIÐ!

„Is this Nanna?“

Í Keili býðst þér að gerast tæknifræðingur, flugmaður, ævintýraleiðsögumaður eða einkaþjálfari, svo örfá dæmi séu tekin, auk Háskólabrúar sem býður aðfaranám til háskólanáms. Keilir býður vandað og fjölbreytt nám en áhersla er lögð á nútímalega kennsluhætti og persónulega þjónustu. Tæknifræði Keilis heyrir undir verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Háskólabrú Keilis er tekin gild í öllum háskólum á Íslandi. Umsóknarfrestur í tæknifræði er til 5. júní. Umsóknarfrestur í Háskólabrú, Flugakademíuna og Íþróttaakademíuna er til 10. júní.

KEILIR

ÁSBRÚ

578 4000

Við mamma erum mjög ólíkar og hún hefur þurft að reyna að ná Pollýönnu niður úr skýjunum. Það hefur samt verið gott að hafa þetta mótvægi frá henni,“ segir hún hlæjandi. Ekkert dró til tíðinda í leitinni að blóðföðurnum en þegar Nanna hóf störf á markaðsdeild Morgunblaðsins, um 25 ára gömul, heyrði Styrmir Gunnarsson ritstjóri af því að hún væri að leita föður síns og bauð fram aðstoð sína. „Gæðablóðið og mannvinur sem hann er benti mér á að tala við bandaríska sendiráðið og bauðst til að vera mér innan handar. Á þessum tíma taldi ég að pabbi væri í Bandaríkjunum þar sem mamma hafði kynnst honum. Ég sendi bréf út en það bar engan árangur. Það voru mér nokkur vonbrigði því ég var viss um að þessi leið myndi virka. Um svipað leyti fór ég á ráðstefnu til Miami með Margréti Kr. Sigurðardóttur, sem þá var fyrrverandi yfirmaður minn af Morgunblaðinu. Þar var okkur boðið í mat hjá frænku Margrétar sem er gift Jóni Gerald Sullenberger sem þá var að flytja vörur til Íslands, og hann hafði sjálfur þurft að leita að föður sínum sem hann fann á endanum. Hann sagði mér að ég beinlínis yrði að leita að rótunum mínum, það væri skylda mín, ekki bara gagnvart mér heldur líka börnunum mínum. Hann sagði að ég yrði aldrei heil manneskja fyrr en ég væri búin að finna hinn helminginn. Jón bauðst líka til að aðstoða mig en það stoðaði lítið því pabbi var ekkert í Bandaríkjunum lengur.“

keilir.net

Fyrir um sex árum sá Nanna í sjónvarpinu sagt frá fólki sem hafði fundið ættingja sinn á Facebook og ákvað hún að fara þá leið. „Ég „addaði“ öllum í heiminum sem hétu Thongurai og til öryggis líka fólki sem bar mjög svipað nafn. Ég bæði sendi vinabeiðnir og skilaboð þar sem ég sagði frá leitinni og lét fylgja með myndina af mömmu og pabba sem var tekin af þeim í Denver þar sem þau kynntust. Ég var kominn með gríðarlegan fjölda af ókunnugu fólki á Facebook og á endanum varð ég heppin. Blóðfaðir minn sagði mér síðar að Taílendingar trúi mikið á heppni. Fyrir um tveimur árum fékk ég símtal. Það var hringt úr bresku númeri og ég hélt fyrst að þetta væri frá einhverri vinkonu minni úti en þegar ég svara símanum er bara sagt við mig: „Hi. Is this Nanna?“ og konan hinum megin á línunni segir að ég hafi sett mig í samband við hana á Facebook, hún heiti Jane Griffin og sé systir mín. Ég óttaðist fyrst að þetta væri bara einhver ruglu-

dallur en svo skýrðist málið. Hún varð klökk og þetta var augljóslega búið að liggja mikið á henni. Hún sagði að ég yrði að skilja þeirra hlið. Þær hefðu aldrei vitað af mér. Hún hafði strax þekkt pabba minn af myndinni en aldrei haft kjark til að hringja í mig. Pabbi hafði aldrei sagt fjölskyldunni sinni frá okkur en systir mín hafði heyrt að hann hefði kynnst íslenskri konu í Denver. Hún lagði mikið á sig til að senda mér mjög nákvæmar upplýsingar ásamt myndum í tölvupósti um ættarsöguna og hvar hann hefði kynnst móður minni. Hún sagði mér að pabbi hefði flutt til Englands ári eftir að ég fæddist, hann búi þar með Supranee Thongurai, konunni sinni, og að ég eigi ekki eina heldur tvær systur, Jane og Carinu. Jane starfar sem lögfræðingur en Carina hafði ekki svarað vinabeiðninni frá mér. Pabbi er síðan ekki á Facebook enda kominn á aldur, 66 ára gamall. Það sem ýtti á eftir Jane að hringja loks í mig var að hún var að taka upp nafn eiginmanns síns sem er írskur, auk þess sem hún var nýorðin móðir og eflaust hefur móðurtilfinningin hvatt hana áfram. Við byrjuðum að spjalla saman reglulega í síma og mér fannst eins og við hefðu þekkst alla ævi. Hún var svo óformleg, hlý og glöð og það var auðvelt að tala við hana. Hún ákvað síðan að segja pabba frá mér. Hann varð ákaflega glaður en eiginkona hans tók þessum fregnum illa í fyrstu og fannst hún vera svikin en á endanum ákvað hún líka að mér yrði tekið opnum örmum inn í fjölskylduna og þegar ég talaði við hana í símann byrjaði hún strax að líkja mér og dætrum sínum saman til að undirstrika að hún væri búin að meðtaka mig. Nú ætti hún þrjár dætur.“

Óttaslegin og full tilhlökkunar

Um miðjan maí var stundin loks runnin upp. Nanna var komin ásamt æskuvinkonunum til Hampshire í London þar sem þær fögnuðu stórafmæli einnar vinkonunnar og höfðu sannarlega aukaástæðu til að fagna þegar pabbi Nönnu var á leiðinni. „Við vorum úti í garði hjá vinkonu minni og biðum eftir honum. Ég var búin að tala við hann í síma áður og þó það hafi farið mjög vel á með okkur ákvað ég samt að búa mig undir það versta. Ég hafði alveg heyrt sögur af því að þegar fólk hittist svona í fyrsta skipti að það endi með ósköpum. Honum seinkaði aðeins, því hann þurfti að stoppa bílinn og leyfa vélinni að kæla sig

því hann keyrði svo hratt til mín, og ég varð allt í einu viss um að hann væri hættur við því hann var ekki kominn. Ég var mjög stressuð. Þegar hann loksins kemur gengur hann bara að mér með tárvot augu, segir „My baby,“ faðmar mig og klappar mér á kollinn, svona eins og ég væri litla barnið hans. Það komu engin tár hjá mér þarna því ég reyndi að halda „kúlinu“ eins og sannur Íslendingur og furðu lostin yfir hlýlegum móttökunum. Vinkonurnar mínar stóðu aðeins frá en tóku þetta upp á myndband og þegar ég horfði á myndbandið hjá þeim heyrði ég þær snökta. Þær leyfðu okkur síðan að vera í næði og við pabbi settumst saman niður á bekk í garðinum. Þá sá ég að hann var með stóran gullinn hring á hægri hendi og ákvað að trúa honum fyrir draumi sem mig dreymdi fyrir löngu, því ég trúi nefnilega á drauma. Þessi draumur var mjög sterkur, amma mín heitin var í honum og hún sagði mér að finna föður minn. Við vorum staddar á skrifstofu fyrir fólk sem var að leita að týndum ættingjum og við eitt skrifborðið sat eldri maður með stóran gullinn hring á hægri hendi. Maðurinn í draumnum var á sama aldri og pabbi þegar ég hitti hann, en í draumnum var hann reyndar í jakkafötum en hann var í sportlegri fötum þegar við hittumst. Ég mundi mjög vel eftir þessum hring því þetta var ekki eitthvað sem maður sá íslenska karlmenn ganga með.“ Þau fóru síðan saman heim til pabba hennar og þó Nönnu fyndist hún örugg var hún samt svolítið stressuð í fyrstu að fara ein með honum og sagði á léttu nótunum við vinkonur sínar að hafa samband við lögregluna ef hún skilaði sér ekki. Þess var þó ekki þörf og var hún boðin velkomin á heimilið. „Konan hans tók mér opnum örmum og þau sögðu að þeirra hús væri mitt hús. Þau búa í litlu fallegu húsi nálægt Heathrow-flugvellinum og hafa gert frá því þau fluttu til Englands. Mér hefur alltaf liðið afskaplega vel í London, frá því ég kom þangað fyrst um sextán ára gömul, og vinkonur mínar sögðu seinna að ég hefði eflaust bara fundið fyrir pabba mínum þarna. Þau hjónin eru bæði stoltir Taílendingar og þegar ég kom ilmaði allt af taílenskum mat. Pabbi starfar sem kokkur og kynntist konunni sinni á hóteli þar sem hún starfaði sem þjónustustúlka. Hún er núna hætt að vinna úti en sér um barnabörnin í staðinn fyrir að þau fari á leikskóla sem er mjög dýr. Um kvöldið var haldin stór grillveisla þar sem fjölskyldan var saman komin og


viðtal 21

Helgin 30. maí-1. júní 2014

3

skálað í freyðivíni. Ég var allt í einu komin í nýja fjölskyldu sem tók mér virkilega vel. Þegar ég vaknaði um morguninn var strax byrjað að spyrja mig hvað mætti færa mér að borða eða drekka. Þau dekruðu alveg við mig.“

Auðmjúkur búddisti

Nanna komst að því að faðir hennar hafði flust með systur sinni til Bandaríkjanna frá Bankok. „Systir hans var fegurðardrottning og efnaðist eftir að hún giftist hátt settum manni innan hersins. Hún varð svo reyndar ástfangin af öðrum manni og fór með honum til Bandaríkjanna, og pabbi minn fór með,“ segir Nanna. Hún komst einnig að því að hún á margt sameiginlegt með systrum sínum, Jane og Carinu. „Jane er sú langskólagengna í fjölskyldunni og var mikill nörd í skóla eins og ég. Ég var reyndar dansandi nörd. Carina er förðunarfræðingur, mjög afslöppuð og listræn. Ég er þarna einhvers staðar á milli, listræn en líka metnaðarfull,“ segir Nanna og nefnir sem dæmi að hún hafi stofnað dansskólann DanceCenter Reykjavík, sem hún rekur í dag, þegar hún var ólétt. „Við systurnar ákváðum að fá okkur allar eins skartgrip og það endaði með að við fengum okkur allar eins hringa þar sem þrír hringir skarast í einum sem er svo táknrænt fyrir hvernig líf okkar þriggja skarast.“ Föðurfjölskylda Nönnu er búddatrúar og áður en hún kvaddi fór faðir hennar með hana í taílenskt búddahof í London. „Hann er svo auðmjúkur og sagði það mikilvægasta í lífinu sé að hafa jafnvægi í öllu. Enginn hefur gott af því að hafa of mikið af einhverju. Trúin þeirra vakti strax áhuga hjá mér enda snýst hún bara um kærleik.“ Nanna er komin aftur til Íslands og stefnir faðir hennar á að koma í heimsókn bráðlega með eiginkonu sinni og hittir hann þá barnabörnin sín tvö og tengdason. Nanna segist vera afar þakklát og líður eins og nú sé komið síðasta púslið sem vantaði í líf hennar. „Ég er búin að fá skýringar á mörgu í mínum persónuleika. Stundum fannst mér ég vera utangarðs í fjölskyldu minni en eftir að hafa hitt mitt föðurfólk veit ég af hverju ég er eins og ég er. Nú skil ég betur ævintýraþrána sem hefur alltaf blundað í mér.“ Og þó Nanna hafi fundið blóðföður sinn heldur hún áfram að kalla manninn sem gekk henni í föðurstað „pabba.“ „Ég er svo heppin,“ segir hún. „Nú á ég tvo.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

4

Á morgun höldum við upp á afmæli. Bosch-búðin var opnuð í Hlíðasmára 3 í Kópavogi fyrir einu ári. Á morgun, frá kl. 11 til 16, höldum við upp á afmælið - frábær afmælistilboð, happdrætti og terta. Tilboð á öllum vörum í tilefni eins árs afmælisins. Verið velkomin!

Afmælistilboð á fjölda heimilistækja frá Bosch. 20% til 30% afsláttur. Afsláttur á öllum öðrum vörum í tilefni dagsins. Happdrætti: Allir sem kaupa e-ð í Bosch-búðinni á morgun, geta sett nafn sitt í pottinn. Fjöldi vinninga. Fyrsti vinningur er gjafabréf frá Bosch-búðinni að verðmæti 50.000 kr. Afmælisterta frá Tertugalleríi Myllunnar.

Kjóstu og líttu inn til okkar í kaffi á morgun.

5


www.lyfja.is

30. maí – 4. júní

Barnadagar Börnin eru lífið. Við viljum öll hugsa vel um börnin okkar. Á barnadögum í Lyfju veitum við afslátt af öllum barnavörum, til hagsbóta fyrir fjölskyldur í landinu.

ÍSLENSKA SIA.IS LYF 69101 05/14

25% afsláttur af öllum barnavörum á barnadögum

Lágmúla Laugavegi

Nýbýlavegi Smáralind

Smáratorgi Borgarnesi

Grundarfirði Stykkishólmi

Búðardal Patreksfirði

Ísafirði Blönduósi

Hvammstanga Skagaströnd


Animal Parade Animal Parade náttúruleg bætiefni úr heilum ávöxtum fyrir börn frá 2 ára aldri.

Dr. Fischer barnavörur

25% afsláttur

Gildir til 4. júní.

Nivea Sun Tilvalið í töskuna fyrir leikskólann og leikjanámskeið sumarsins.

Flux Junior 0.95% NaF Munnskol fyrir börn 6-12 ára, fyrirbyggjandi gegn tannskemmdum.

afsláttur

Gildir til 4. júní.

25%

25%

Gildir til 4. júní.

Gildir til 4. júní.

afsláttur

Flux Junior

25%

25% afsláttur

afsláttur

Meleda Calma brjóstapelastúturinn fylgir frítt með tveggja fasa Harmony brjóstadælum.

Zinkspray baby Bossakrem í úðaformi. Hreinlegt, fljótlegt og árangursríkt. Án ilmefna, parabena og rotvarnarefna.

Biomega

afsláttur

Gildir til 4. júní.

25%

Biomega barnavítamín eru bragðgóð vítamín fyrir hrausta krakka.

afsláttur

Gildir til 4. júní.

25%

30% afsláttur

25%

afsláttur

Gildir til 4. júní.

Gildir til 4. júní.

MAM Air: hönnuð fyrir fallegustu bros í heimi

25%

25%

Bað- og húðvörur

Gildir til 4. júní.

Gildir til 4. júní.

Gildir til 4. júní.

WINDI Einföld lausn á erfiðum vanda. Hjálpar ungabörnum að losa loft og vinnur gegn ungbarnakveisu, uppþembu, vindverkjum og hægðatregðu.

afsláttur

Þau krúttlegustu í bænum!

afsláttur

25% afsláttur

Gildir til 4. júní.

Sauðárkróki Húsavík

Þórshöfn Egilsstöðum

Seyðisfirði Neskaupstað

Eskifirði Reyðarfirði

Mikki, Mína, Hello Kitty o.fl. bað- og húðvörur.

afsláttur

Gildir til 4. júní.

25%

Weleda Weleda barnavörurnar eru algjörlega náttúrulegar, alveg eins og barnið þitt.

Höfn Laugarási

Selfossi Grindavík

25%

afsláttur

Gildir til 4. júní.

Keflavík


24

fréttaskýring

Helgin 30. maí-1. júní 2014

Furðuleg kosningabarátta – spennandi kosninganótt

Egill Helgason ritstjorn@frettatiminn.is

Egill Helgason rýnir í kosningarnar á laugardag, en þó aðallega í baráttuna um borgina.

S

íðustu borgarstjórnarkosningar í Reykjavík voru einstakar. Þær komu í kjölfar efnahagshruns. Nýr flokkur sem varð til í janúar á kosningaárinu blés allt í einu út og vann stórsigur, fékk meira en þriðjung atkvæða. Margir ráðlögðu Jóni Gnarr að láta sér ekki detta í hug að verða borgarstjóri, það væri nóg að hafa framið þennan óvenjulega pólitíska gjörning – að leiða grínframboð til sigurs. Nú skyldi Jón fá sér til fulltingis fag­ mann til að stjórna borginni. En Gnarr lét sér ekki segjast. Gjörningnum var fjarri því lokið. Hann settist sjálfur í borg­ arstjórastólinn – og hefur verið vinsælasti borgarstjóri Reykjavíkur í manna minnum. Það er engin leið að segja að Jón hafi staðið sig verr en aðrir borgarstjórar – á mörgum sviðum hefur hann raunar staðið sig miklu betur. Á tíma hans hefur verið stöðugleiki í stjórn borgarinnar eftir tímabil þar sem skipt var ótt og títt með tilheyrandi hjaðningavíg­ um – og svo hefur framganga hans verið með þeim hætti að atvinnustjórnmálamenn virka kjánalegir við hlið hans – hjárænulegir og falskir. Atvinnupólitíkusarnir hafa ekki átt neitt svar við Jóni – í samanburði við borgarstjór­ ann sem var sagður vera trúður virka þeir eins og algjörir trúðar. Kórónan á performans Jóns er auðvitað þegar hann hættir, býður sig ekki fram í ann­ að sinn þótt hann gæti unnið auðveldan sigur. Það myndi engum hefðbundnum stjórnmála­ manni detta í hug. Jón Gnarr er örugglega ekki að plotta neitt í líkingu við það, en hann gæti vísast boðið sig fram til forseta eftir tvö ár og sigrað, hatursmönnum sínum – eins og til dæmis á Morgunblaðinu – til ómældrar hrellingar. Jón gaf þeim langt nef og getur farið hróðugur burt.

Björt framtíð sigrar á landsvísu

Rykið eftir hrunið er að setjast. Besti flokkur Jóns Gnarrs hefur runnið saman við Bjarta framtíð sem er að festa sig í sessi sem hefð­ bundinn stjórnmálaflokkur. Björt framtíð er fyrst og fremst stofnuð í kringum pólitískan metnað tveggja Samfylkingarþingmanna, Guðmundar Steingrímssonar og Róberts Marshall. Hvorugur þeirra getur talist stjórn­ málamaður með sérlega hrífandi eða ferska sýn. Flokkurinn náði hins vegar að hirða stór­ an hluta af fylgi Samfylkingarinnar í síðustu þingkosningum og virðist ætla að halda því áfram í kosningunum á laugardag á stöðum eins og Akureyri, Kópavogi og Hafnarfirði. Björt framtíð verður semsagt sigurvegari kosninganna á landsvísu. Ein stórtíðindin verða þau að Björt framtíð nær fótfestu í bæjarstjórnum víða um land. Það er mikil­ vægt ef flokkurinn á ekki að lognast út af eftir fáar kosningar. Um leið heftir það vaxtar­ möguleika Samfylkingarinnar verulega – hún verður einn af stóru töpurum kosninganna ef fer sem horfir og getur ekki vonast til að fara upp í hámarksfylgi sitt á landsvísu, sirka 30 prósent, meðan Björt framtíð gengur þokka­ lega vel.

Dagur er eftirmaður Jóns Gnarr

En í Reykjavík horfir þetta öðruvísi við. Höfuðborgin er eini staðurinn á landinu þar sem stefnir í sigur Samfylkingarinnar. Móralskt séð er það mikilvægt fyrir flokk­ inn, þótt í því felist auðvitað ekki nein stuðn­ ingsyfirlýsing við formann hans, Árna Pál Árnason. Hann getur varla orðið mjög upp­ litsdjarfur á kosningavökunni í sjónvarpinu. Sigur Samfylkingar í borginni mun felast í tvennu, persónulegum vinsældum Dags B. Eggertssonar – sem er lang leiðtogalegastur af oddvitunum í borginni – og hins vegar því að í framboðslista Samfylkingarinnar felast fyrirheit um áframhald Gnarrs­stjórnarinnar í Reykjavík. Dagur er í raun hinn útvaldi eftir­ maður Gnarrs. Dagur hefur líka lært sína lexíu eftir mis­ heppnaða tilraun til að blanda sér í landsmálin sem varaformaður Samfylkingarinnar. Hann er ekki jafn stríður, hefur náð að hafa hemil á sjálfvirkum málflaumi sem oft stóð upp úr honum – nálægðin við Jón Gnarr virðist hafa

valdið því að Dagur er ekki jafn atvinnupóli­ tíkusalegur og áður. Það er mikill kostur í augum kjósenda. Ef Dagur vinnur stóran sigur í borginni og verður borgarstjóri mun ábyggilega koma upp umræða um að nauðsynlegt sé að hann taki við sem formaður Samfylkingarinnar. Það verður hins vegar að teljast ólíklegt að hann falli í þá freistingu. Það er talsverður munur á því að vera vinsæll borgarstjóri í borg sem er í uppgangi og er mjög umtöluð erlendis en að reyna að hífa upp fylgi stjórnarandstöðu­ flokks sem er óvinsæll út um land, hefur ekki náð að endurnýja sig og er í sárum eftir þátt­ töku í ríkisstjórn sem endaði fremur illa. Degi eru í raun allir vegir færir án Samfylkingar­ innar.

Leitað sökudólga innan Sjálfstæðisflokks

Sjálfstæðismenn eins og Styrmir Gunnarsson eru mjög áhyggjufullir vegna stöðu Sjálfstæð­ isflokksins í Reykjavík. Styrmir hefur spurt hvort höfuðborgin sé orðin „rauð“ – og hann kallar á uppgjör innan Sjálfstæðisflokksins ef útkoman í borginni verður eins og skoð­ anakannanir benda til. Gamli Morgunblaðs­ ritstjórinn talar beinlínis um að leitað verði „sökudólga“. Ein skýringin á slæmu gengi gæti náttúr­ lega verið sú að allir sjálfstæðismennirnir séu fluttir burt, í Garðabæ eða út á Seltjarnarnes – í „Bláa öryggisbeltið“ kringum borgina eins og harðir flokksmenn kalla það. Sagt er að þar geti flokkurinn boðið fram fuglahræðu og samt unnið sigur. Sú skýring er þó ekki sérlega trúverðug. Í borgarstjórnarkosningunum 2010 náði Sjálf­ stæðisflokkurinn 34 prósenta fylgi. Sögulega var það ekki mikið, en þetta var eftir hrun sem flokknum var kennt um og eftir að Jón Gnarr kom og setti allt á hvolf borgarpólitík­ inni. Kannski var þetta ekki svo slæmt? Þá hafði flokkurinn vinsæla forystukonu, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Hún gat á þeim tíma náð til frjálslynds fólks í borginni, ungs fólks, menntafólks – en það virðist flokknum vera fyrirmunað nú þegar stefnir í sögulegt af­ hroð. Morgunblaðið kvartar stanslaust undan því í leiðurum að stjórnarandstaða Sjálfstæðis­ flokksins í borginni sé ekki nógu hörð – „fari ekki í öll mál“ eins og það hét á tíma Davíðs Oddssonar. En nú eru aðrir tímar. Fólk hefur minni þolinmæði fyrir pólitískum látalátum og morfístöktum – það var einlægni Jóns Gnarrs sem hreif borgarbúa og sú staðreynd að hann þóttist ekki vita allt. Gísli Marteinn Baldursson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir voru hrakin burt. Það duldist samt ekki að þau vildu heill borgarinnar og veg sem mestan og þau geta tengt við nútímann – Gísli í skipulagsmálum, Þorbjörg í menntamálum. Kannski var þetta skammsýni?

Nær ekki að tengja við kjósendur

Í staðinn var fenginn gamall sveitarstjórnar­ maður vestan af Fjörðum, formaður Sam­ bands íslenskra sveitarfélaga. Halldór Hall­ dórsson nýtur virðingar fyrir störf sín, en hann var algjörlega óþekktur í borginni þegar hann steig fram á sjónarsviðið. Það voru sér­ legir hollvinir flugvallarins í Vatnsmýri sem tryggðu sigur hans í prófkjöri – eins og ekki væri hægt að skilja það mál eftir í höndum fólks sem hefur átt lögheimili í Reykjavík aðeins lengur. En Halldór hefur ekki náð að tengjast kjósendum. Í raun er hann enn mjög lítt þekktur. Flugvallarmálið virðist ekki brenna sérstaklega á kjósendum og í skipulagsmálunum er flokkurinn klofinn, því borgarfulltrúarnir Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Friðriksdóttir, sem báðar sækjast eftir endurkjöri, studdu hið nýja Aðalskipulag Reykjavíkur. Flokksmenn hafa verið á hött­ unum eftir málum sem hægt er hægt að keyra á rétt fyrir kosningarnar, en það háir þeim nokkuð að Halldór er enginn lýðskrumari – þetta er heiðarlegur maður sem á ekki gott með að tala sér þvert um geð. Hnignun Sjálfstæðisflokksins í borginni byrjaði fyrir sex árum, segir í leiðara Morgun­ blaðsins þar sem frambjóðendurnir í Reykja­

vík fá yfirhalningu. Fyrir sex árum? Jú, það var þá að gamli góði Villi hvarf úr pólitíkinni. Halldór er persona non grata á Morgun­ blaðinu einfaldlega vegna þess að hann ljær máls á aðild að Evrópusambandinu. Ein­ kennileg uppákoma varð í síðustu viku þegar spurðist að á hádegisfundi í Verði yrði þrýst á Halldór að draga sig í hlé. Ekki varð neitt úr því, en þetta mun hafa verið að undirlagi Júlíusar Vífils Ingvarssonar sem skipar annað sætið á listanum og hefði þar með færst upp í fyrsta sætið. Fæstir telja þó að listanum myndi ganga betur með Júlíus í efsta sætinu. Þarna var mundaður rýtingur sem átti að fara í bakið á oddvitanum.

Gamla djásnið í kórónunni

Hér er áhugavert að staldra við og skoða for­ söguna. Reykjavík var djásnið í kórónu Sjálf­ stæðisflokksins. Borgarstjórarnir komu úr röðum hans og urðu síðar forsætisráðherrar: Bjarni Benediktsson, Gunnar Thoroddsen, Geir Hallgrímsson, Gunnar Thoroddsen, Davíð Oddsson. Sögulegar persónur. Flokk­ urinn réð lögum og lofum í borginni, útdeildi lóðum og leyfum og öðrum gæðum. Þá fluttu vinstri menn í Kópavog og byggðu sér bæ, því þeir fengu ekki lóðir eða fyrirgreiðslu í borginni. Þar voru kommar og kratar og framsóknarmenn. Kópavogur var hluti af Seltjarnarnesi en varð sjálfstætt bæjarfélag þegar horfur voru á að vinstri menn yrðu í meirihluta á Nesinu. Nú hefur þetta snúist við, Kópavogur er blár – en Reykjavík rauð, eða eigum við að segja fölbleik? Vinstri mönnum reyndist ómögulegt að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borg­ inni. Flokkurinn hafði líka rosalega kosn­ ingamaskínu, fylgdist grannt með því hverjir komu á kjörstað og var með bílaflota til að aka kjósendum þangað. Vinstrið hafði ekki roð við þessu. Það var ekki fyrr en 68 kynslóðin var komin með kosningarétt að meirihluti Sjálfstæðisflokksins féll í fyrsta sinn. Það þóttu feikileg tíðindi og var skrifað um þetta í heimspressuna. „Maí 78 undir heimskauta­ sól“, mátti lesa í Le Monde.

Konurnar sem felldu Sjálfstæðisflokkinn Það sem munaði mest um var stórsigur Alþýðubandalagsins sem fékk næstum 30 prósent – Sjálfstæðisflokkurinn var enn með 47,4 prósent, þannig að þetta var naumt. Sigur Alþýðubandalagsins var að miklu leyti Guðrúnu Helgadóttur að þakka, hún var beitt, fyndin og skemmtileg, smellpassaði inn í tíðarandann með fas sitt og sínar vinsælu bækur – þarna var kom­ inn foringi sem gat skákað Sjálf­ stæðismönnum. Annars höfðu borgarpólitíkusar vinstrisins yfirleitt verið frekar litlaust fólk. Vinstri meirihlutinn 1978 til 1982 var í tómum vand­ ræðum. Mikið ósamlyndi var innan hópsins og hann réð illa við valdakerfið sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði komið sér upp í borginni. Eftir hann rann upp tími hins sterka leiðtoga, Dav­ íðs Oddssonar, sem þarna gat sér orð fyrir að vera háðskur og snjall, foringi sem umbar ekki neitt röfl. Hann sigraði í þrennum kosningum í borginni, fékk rúmlega 52 prósenta fylgi í fyrri tvö skiptin, en 1990 varð algjör sprenging í fylginu, það var 60 pró­ sent. Vinstra fólkið nennti ekki einu sinni að mæta á kjörstað. Stuttu síðar hvarf Davíð af vettvangi og varð formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætis­ ráðherra. Markús Örn Antonsson var gerður að borgarstjóra, en þegar leit út fyrir að hann myndi ekki fiska í kosn­

ingum var Árni Sigfússon settur í embættið – hann ríkti í 88 daga. Þá var kominn fram R­listinn, sameigin­ legt framboð Alþýðubandalags, Kvennalista, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks, með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í forsvari. Ingibjörg Sólrún og R­listinn sigruðu í þrennum næstu kosningum. Þetta voru mjög harðir kosningaslagir – allsendis ólíkir því sem gerist nú. Þarna tókust á tvær fylkingar sem spöruðu ekkert til, þær höfðu nægt fé til að auglýsa, fótgöngulið til að fara út á meðal borgarbúa – umfjöllun var komin á fullt í fjöl­ miðlum löngu fyrir kosningarnar, jafnvel ári fyrr. Kjörsóknin var líka mjög góð, 88 prósent árið 1994. Til samanburðar má nefna að kjörsóknin 2010 var 73 prósent og margir telja að hún fari undir 70 prósent um helgina.

Staða stjórnarflokka

Á þessum tíma hnignar fylgi Sjálf­ stæðisflokksins í borginni jafnt og þétt. Það dugði ekki að tefla fram Birni Bjarnasyni 2002, hann var talinn sá eini sem gæti haft roð við Ingi­ björgu Sólrúnu, en svo fór að hann gekk mjög laskaður frá borði. Það mátti vera að tíminn þegar Sjálfstæðisflokk­ urinn gat gert sér vonir um hreinan meirihluta í borginni væri liðinn og kæmi ekki aftur. Sá sem hreppir efsta sætið í Reykjavík á ekki von á að verða forsætis­ ráðherra lengur eða söguleg persóna, hin forðum öflugu hverfafélög eru ekki nema svipur hjá sjón, flokkurinn logar í innbyrðis átök­

Sigur Samfylkingar í borginni mun felast í tvennu, persónulegum vinsældum Dags B. Eggertssonar – sem er lang leiðtogalegastur af oddvitunum í borginni – og hins vegar því að í framboðslista Samfylkingarinnar felast fyrirheit um áframhald Gnarrs-stjórnarinnar í Reykjavík. Dagur er í raun hinn útvaldi eftirmaður Gnarrs.

Framhald á næstu opnu


TAKTU

SKREFIÐ

SKAPAÐU ÞÍNA EIGIN FRAMTÍÐ NÁMSBRAUTIR Á HAUSTMISSERI UMSÓKNARFRESTUR TIL 2. JÚNÍ

Á GRUNNSTIGI NÁMSLÍNUR ÁN EININGA LEIÐSÖGUNÁM Á HÁSKÓLASTIGI VERKEFNASTJÓRNUN OG LEIÐTOGAÞJÁLFUN STAÐNÁM - FJARNÁM

LEIÐTOGAHÆFNI - LEIÐ AÐ AUKINNI SJÁLFSÞEKKINGU VIÐURKENNDUR BÓKARI OG ÁRANGURSRÍKRI STJÓRNUN STAÐNÁM - FJARNÁM

UMSÓKNARFRESTUR TIL 8. SEPTEMBER

NÁM Í UNDIRSTÖÐUATRIÐUM OG STÝRING VERKEFNA HUGRÆNNAR ATFERLISMEÐFERÐAR FJÁRMÁL STAÐNÁM - FJARNÁM NÁM TIL LÖGGILDINGAR FASTEIGNA-, FYRIRTÆKJA- OG SKIPASALA

UMSÓKNARFRESTUR TIL 8. SEPTEMBER

STAÐNÁM - FJARNÁM

Á FRAMHALDSSTIGI FJÖLSKYLDUMEÐFERÐ DIPLÓMANÁM Á MEISTARASTIGI

JÁKVÆÐ SÁLFRÆÐI DIPLÓMANÁM Á MEISTARASTIGI

ÖLDRUNARFRÆÐI DIPLÓMANÁM Á MEISTARASTIGI

525 4444 ENDURMENNTUN.IS SÍMI

NÁMSRÁÐGJÖF OG UPPLÝSINGAR:


26

fréttaskýring

um og málefnastaðan er óviss. Höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins eru nú útborgir Reykjavíkur, Vestmannaeyjar þar sem flokkurinn stefnir í ótrúlegan sigur og Reykjanesbær þar sem hann hefur ráðið lögum og lofum – en gæti þó tapað meirihlutanum að þessu sinni. Þarna eru staðir sem forvitnilegt verður að fylgjast með á kosninganótt og eins stöðum þar sem fylgið er að dreifast býsna mikið eins og Akureyri og Hafnarfirði. Almennt séð virðist stefna í að úrslitin verði vel viðunandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn víðast hvar – nema í Reykjavík. Ef út í það er farið er Framsóknarflokkurinn í meiri vandræðum. Þrátt fyrir að opnað hafi verið fyrir umsóknir um skuldaleiðréttingu er hann hvergi að ná sér á strik og því er svo mikilvægt að koma þó ekki nema þessum eina fulltrúa að í Reykjavík. Minna má á að Halldór Ásgrímsson sagði af sér sem forsætisráðherra eftir útreið Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosningum 2006.

Kosningabarátta sem snýst um smáflokk

Eitt það furðulegasta við kosningarnar í Reykjavík er hvernig þær hafa mestallar snúist í kringum Framsóknarflokkinn. Flokkurinn á þó engan fulltrúa í borgarstjórn og hefur verið að mælast með 2-5 prósenta fylgi. Hann hefur verið ögn stærri en Dögun. Auðvitað er þetta stórundarlegt – í raun hefur þetta verið meira í ætt við sérkennilegt og pínulítið heillandi sjónarspil en eiginlega kosningabaráttu. Síðasta haust hlammaði Óskar Bergsson, umdeildur fyrrverandi borgarfulltrúi, sér óforvarendis í fyrsta sætið hjá Framsókn. Hann fékk ekkert fylgi, eins og við var að búast. Svo hófst ógurlegt leikrit um hvort Guðni Ágústsson ætlaði í fyrsta sætið, hann hætti við á síðustu stundu, þegar búið var að boða blaðamannafund. Fjölmiðlarnir mændu á þetta og annað varðandi kosningarnar komst ekki að. Svoleiðis hefur það verið allt fram í kosningavikuna. Við tók listi sem Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, formaður Landsambands framsóknarkvenna, leiðir. Yfirskriftin var Framsókn og flugvallarvinir, þetta var tilraun til að stökkva á óánægjuna vegna breytinga

Helgin 30. maí-1. júní 2014

Guðrún Helgadóttir var kjörin borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins árið 1978. Það var ekki fyrr en 68 kynslóðin var komin með kosningarétt að meirihluti Sjálfstæðisflokksins fékk í fyrsta sinn samkeppni. Það sem munaði mest um var stórsigur Alþýðubandalagsins sem fékk næstum 30 prósent – Sjálfstæðisflokkurinn var enn með 47,4 prósent, þannig að þetta var naumt. Sigur Alþýðubandalagsins var að miklu leyti Guðrúnu Helgadóttur að þakka, hún var beitt, fyndin og skemmtileg, smellpassaði inn í tíðarandann með fas sitt og sínar vinsælu bækur – þarna var kominn foringi sem gat skákað Sjálfstæðismönnum.

á Reykjavíkurflugvelli. Samkvæmt skoðanakönnunum skilaði það ekki sérlega mörgum atkvæðum – málið er kannski ekki svo ofarlega í huga Reykvíkinga – en þá urðu snögg umskipti þegar Sveinbjörg fór að tjá sig um moskubyggingu í Reykjavík. Þetta hefur verið stóra málið síðustu dagana. Hinir flokkarnir komast varla að fyrir látunum í kringum Framsókn, mótsagnakenndum yfirlýsingum sem koma þaðan og viðbrögðum við þeim. Það heyrist varla talað um menntamál eða húsnæðismál – hvað þá flugvöllinn. Oddviti Framsóknarflokksins, aðrir frambjóðendur og forysta flokksins hafa slegið úr og í með þetta mál – skilaboðin eru langt í frá að vera ótvíræð, nema þá frá Hreiðari Eiríkssyni sem var í fimmta sæti listans og hætti einfaldlega og vísaði í stefnu Framsóknarflokksins um vernd mannréttinda.

hann að segja í sjónvarpi allra landsmanna á kosninganótt – má þá búast við að hann taki af skarið varðandi útlendingaandúð? Býr einhver sannfæring þarna að baki eða er þetta hrein tækifærismennska? Viðhorf eins og þessi krauma undir yfirborði stjórnmálanna. Það hefur verið gæfa okkar hér á Íslandi að þau hafa ekki náð að brjótast fram í stjórnmálaflokkum – við Íslendingar stærum okkur af því að vera friðarins þjóð, umburðarlyndir og fordómalausir. Víst er að meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins er fólk sem hefur horn í síðu innflytjenda. Kannski færa einhverjir sig yfir á Framsókn í kosningunum nú – ummæli Sveinbjargar um moskuna urðu þess valdandi að líkt og opnaðist ormagryfja kynþáttahaturs á samfélagsmiðlum. Stuttu áður skrifaði Davíð Oddsson að nú yrði að fara að ræða „þessi mál“. En forysta Sjálfstæðisflokksins hefur ekki ljáð máls á slíkum viðhorfum, til dæmis talaði Geir H. Haarde mjög einarðlega gegn útlendingaandúð og nefndi meðal annars föður sinn sem hefði verið innflytjandi, nýtur borgari, sem þó náði aldrei almennilegum tökum á íslensku. Það yrði kaldhæðnislegt ef framsóknarkonan kæmist inn í borgarstjórn á kostnað fulltrúa úr Sjálfstæðisflokknum sem yrði þá líklega Áslaug María Friðriksdóttir.

Nær Framsókn inn manni – vegna andúðar á mosku?

Að hvaða leyti er þetta útspil úthugsað, hlýtur fólk að spyrja? Eða er þetta bara eitthvað sem byrjaði á Facebook og fór að svo vinda upp á sig stjórnlaust? Það blasir við að ef Framsókn nær inn manni í borgarstjórn – sem alls ekki leit út fyrir – verður það ekki vegna vináttunnar við flugvöllinn heldur vegna andstöðunnar við mosku. Þá hefur flokkurinn stigið ákveðið skref og spurning hvort hann ætlar að feta lengra á þeirri braut? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur forðast að tjá sig um málið, kannski til að valda ekki framboðinu í Reykjavík óþægindum. En hvað ætlar

Aðrir komast varla að

Á meðan gengur á með slíkum uppákomum í kringum Framsókn komast aðrir ekki að. Píratar ætla greinilega að ná inn manni í borgarstjórnina, þeir hafa komið sterkt út á

Alþingi og eru öflugir þrátt fyrir að hreyfing þeirra sé eiginlega búin að vera í Svíþjóð og Þýskalandi þar sem hún reis hvað hæst. En í raun eru fáir að pæla í alvörunni í málflutningi Píratanna. Björt framtíð reynir aðallega að gera út á gleði, bjarta liti og ást – það er ekki auðvelt að vera á milli þess að vera lausbeislað listamannagengi og eiginlegur stjórnmálaflokkur. BF gat aldrei vonast til að halda fylginu frá 2010 – enda var það bundið persónu Jóns Gnarrs og ógeði kjósenda á hefðbundnum stjórnmálaflokkum frá því í hruninu. Yfir 20 prósenta fylgi ætti að vera ásættanlegt fyrir BF í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn nær engum alvöru höggum á meirihlutann þrátt fyrir tilraunir til gera læti vegna bílskúra á Högunum og meintra sovétblokka í Laugardal. Það vantar bæði sjálfstraustið og sannfæringarkraftinn frá tímanum þegar var hægt að hleypa upp borgarstjórnarkosningum með málum eins og Ikarus-strætisvögnum og sprungusvæði við Rauðavatn. Dagur B. Eggertsson hefur haldið áfram að auka fylgi sitt þrátt fyrir loforð um tvö þúsund leiguíbúðir sem virka verulega hæpin og flokk sem flestum þykir ókjósanlegur á landsvísu. Skoðanakannanir benda til þess að meirihlutinn verði endurkjörinn, en gerist það ekki mun hann leita til Sóleyjar Tómasdóttur og Vinstri grænna. VG lofar ókeypis leikskóla en fær lítinn hljómgrunn. Því er líkast að kosningabarátta VG gangi út á að reyna að klípa eitthvað fylgi frá Samfylkingunni – á þeim forsendum að félaghyggjusjónarmiðin verði að styrkja. En það sýnir tryggð VG-liða við forystufólk sitt að Sóley – sem er hálfgerð atkvæðafæla – skuli fá að vera í fyrsta sæti listans í annað skiptið í röð og að því virðist vera með jafn litlum árangri. Þetta hefur kannski ekki verið spennandi kosningabarátta – nei, hún hefur eiginlega verið í meira lagi furðuleg – en það gæti stefnt í spennandi kosninganótt og þá víðar en í Reykjavík. Augun verða líka á Hafnarfirði, Akureyri, Ísafjarðarbæ, Árborg, Reykjanesbæ, Fjarðabyggð – svo nokkrir staðir séu nefndir.

www.volkswagen.is

Volkswagen Tiguan

Vel búinn ferðafélagi

Í Volkswagen Tiguan sameinast fullkomið fjórhjóladrif, sparneytin dísilvél og einstakir aksturseiginleikar sem veita þér algjört ferðafrelsi. Volkswagen Tiguan er einn best búni sportjeppinn á markaðnum. Fullkomið leiðakerfi fyrir Ísland sér til þess að þú ratir alltaf rétta leið. Kynntu þér kosti Volkswagen Tiguan og veittu þér sannkallað frelsi til að ferðast. Tiguan Sport & Style kostar frá

6.490.000 kr.

Nú með drá ttark Bluetooth b rók og únaði en á sama verði og áð ur Staðalbúnaður í Tiguan Sport & Style er meðal annars: • Leiðsögukerfi fyrir Ísland • 2ja ára ábyrgð, ótakmarkaður akstur • 12 ára ábyrgð á gegnumryði • Samlitir stuðarar, speglar og handföng • Litað gler • 17“ álfelgur „Boston“ • Þokuljós að framan • Silfurlitaðir þakbogar • Dekktar rúður að aftan • Regnskynjari á rúðuþurrkum • Dráttarkrókur

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

• 7 loftpúðar, aftengjanlegur f. framsæti • „Bluetooth“ fyrir síma og afspilun tónlistar • Leðurklætt fjölrofa aðgerðarstýri fyrir útvarp og síma • Hiti í framsætum og speglum • Bakkmyndavél • Armpúði á milli framsæta • „Alcantara“ tauáklæði • ESP Stöðugleikastýring • ABS hemlun • Hraðastillir


Nýjar vörur í Kosti!

Old El Paso

Burrito & Soft Taco dinner kit

Taco Bell

Taco dinner kit

Palmolive

Frontera Taco sósur

Frontera

Salsa sósur

Mezzetta

Old El Paso

Taco dinner kit & tortillas

Ziploc

Taco marineringar

Peppers & Olives

Pokar með rennilás

Quaker

Spectrum

Banana Boat

Quaker

Shake ‘N Bake

Uppþvottalögur

Rice Cakes

Scrubbing Bubbles

Tide

Hreinsiefni

Frontera

Þvotta og mýkingarefni

Amerískir dagar alla daga!

Olíur

Hafragrautur - Mikið úrval

Sólarvörn og olía

Raspur

Dalvegur 10-14 | 201 Kópavogur Sími: 560-2500 | kostur@kostur.is | www.kostur.is


28

fótbolti

Varnartröllin á HM Tvær vikur eru nú í að HM í knattspyrnu hefst í Brasilíu. Fréttatíminn heldur áfram að hita upp og nú skoðum við þá tíu varnarmenn sem gætu skarað framúr á mótinu. Þeir eru hetjurnar sem fá ekki alltaf þá viðurkenningu sem þeir eiga skilið. Ljósmyndir/NordicPhotos/Getty

Thiago Silva, Brasilíu Aldur: 29 ára. Félag: Paris Saint-Germain (Frakklandi) Leikir á þessu tímabili/mörk: 42/3 Landsleikir/mörk: 45/2 Af mörgum álitinn besti varnarmaður heims um þessar mundir; eldfljótur, sterkur í loftinu, les leikinn einstaklega vel og getur byrjað sóknir liðsins. Hann hefur einfaldlega allt og er holdgervingur nútíma varnarmannsins.

Sergio Ramos, Spáni Aldur: 28 ára. Félag: Real Madrid (Spáni) Leikir á þessu tímabili/mörk: 51/7 Landsleikir/mörk: 115/9 Spánverjar eiga titil að verja og skiptar skoðanir eru um hvort þeir séu sigurstranglegir nú. Verði Sergio Ramos í því formi sem hann var í síðustu vikur tímabilsins eiga þeir þó góðan séns því auk þess að fara á kostum í vörninni raðaði hann inn mörkum fyrir Real Madrid.

Bruno Martins Indi, Hollandi Aldur: 22 ára. Félag: Feyenoord (Hollandi) Leikir á þessu tímabili/mörk: 31/2 Landsleikir/mörk: 13/2 Mikið er um unga og efnilega leikmenn í hollenska liðinu að þessu sinni og þessi ungi piltur verður í öftustu línu. Hann átti flott tímabil með Feyenoord og þykir óvenju traustur miðað við ungan aldur. Því er hvíslað að Louis van Gaal taki hann með sér til Manchester United að móti loknu en fleiri verða sjálfsagt um hituna.

Giorgio Chiellini, Ítalíu Aldur: 29 ára. Félag: Juventus (Ítalíu) Leikir á þessu tímabili/mörk: 31/3 Landsleikir/mörk: 67/4 Juventus rúllaði upp ítölsku deildinni og það var ekki síst traustri vörn að þakka. Harðjaxlinn Chiellini hefur staðið fyrir sínu og er lykilmaður í ítalska landsliðinu.

Helgin 30. maí-1. júní 2014

Pepe, Portúgal Aldur: 31 árs. Félag: Real Madrid (Spáni) Leikir á þessu tímabili/mörk: 49/5 Landsleikir/mörk: 57/3 Þessi er svo sannarlega ekki allra enda beitir hann öllum brögðum til að stöðva andstæðinginn. Enginn þarf þó að efast um að Pepe er frábær miðvörður og virðist verða betri með hverju árinu. Frammistaða hans með Real Madrid í leikjunum við Bayern München talar sínu máli.

Philipp Lahm, Þýskalandi Aldur: 30 ára. Félag: Bayern München (Þýskalandi) Leikir á þessu tímabili/mörk: 50/1 Landsleikir/ mörk: 105/5 Einn af bestu bakvörðum heims síðasta áratuginn. Guardiola breytti honum reyndar í miðjumann í vetur en Lahm verður í réttri stöðu í Brasilíu. Nú er hann ekki lengur ungur og efnilegur og í ljós kemur hvort hann og þjálfarinn Löw eru réttu mennirnir til að fara með liðið alla leið.

Vincent Kompany, Belgíu Aldur: 28 ára. Félag: Manchester City (Englandi) Leikir á þessu tímabili/ mörk: 19/3 Landsleikir/mörk: 56/4 Kompany er eldklár og ljónharður og ef hið spennandi lið Belga á að gera eitthvað í þessu móti verður hann að binda vörnina saman. Það gæti orðið vandasamt verk enda hafa allir varnarmennirnir fjórir (Vertonghen, Vermaelen og Alderweireld auk hans) verið meira og minna meiddir eða á bekknum hjá liðum sínum í vetur.

Diego Godín, Úrúgvæ Aldur: 28 ára. Félag: Atletico Madrid (Spáni) Leikir á þessu tímabili/mörk: 51/8 Landsleikir/mörk: 76/3 Frammistaða Godíns með Atletico Madrid í vetur hefur tryggt honum fjölda aðdáenda. Hann er útsjónarsamur varnarmaður og les leikinn vel en um leið sterkur. Hann er öflugur skallamaður eins og sannast á mörkum hans með Atletico.

Pablo Zabaleta, Argentínu Aldur: 29 ára. Félag: Manchester City (Englandi) Leikir á þessu tímabili/mörk: 44/1 Landsleikir/mörk: 35/0 Átti frábært tímabil á Englandi og var sem fyrr sterkur í vörninni en ekki síðri þegar hann brunaði eins og eimreið upp kantinn og tók þátt í sókninni. Zabaleta er hinn fullkomni bakvörður.

Atsuto Uchida, Japan Aldur: 26 ára. Félag: Schalke (Þýskalandi) Leikir á þessu tímabili/mörk: 28/1 Landsleikir/mörk: 67/2 Nettur bakvörður sem vakið hefur athygli í þýsku deildinni. Hefur verið orðaður við Arsenal. Gæti verið lykilmaður ef lið Japans dettur í gang í keppninni.


NÁÐU

TOPPNUM MEÐ INTERSPORT!

TI, L O B T FÓ UND S G O T T ÚTIVIS RSPOR INTE Í NÝJA INU! BLAÐ

HM TINN

AÐU SKOÐ Á IÐ BLAÐ t.is por inters

BOL

Í MINN O K ER ORT! P S R INTE

3.990

5.490

6.990

RT FRÁBÆ ! Ð R E V

5.490 HUMMEL RAPID NEON

3.990

NIKE CORE COMPRESSION TOP/SHORT

Takkaskór með frönskum rennilás / reimum. Barnastærðir.

Góður bolur/buxur sem henta vel innanundir æfingafatnað úr DRY FIT efni sem heldur svita frá líkama-num. Litur: Svartar. Barnastærðir: S-M-L.

6.990

HM LIÐASETT

HM liðasett. Barnastærðir.

ADIDAS BRAZUCA

HM-fótboltinn. Stærðir: 3, 4 og 5.

RT FRÁBÆ ! Ð VER

1.790

7.990 HUMMEL WINDBREAKER

Góður vindjakki. Litur: Grænn. Stærðir: 4-6-8-10-12-14-16.

HUMMEL TEAM PLAYER SOCCERPANT

Slitsterkar fótboltabuxur. Litur: Svartar. Stærðir: 6-16 og S-XL.

HUMMEL CLASSIC FOOTBALL SOCKS

Fótboltasokkar. Margir litir. Stærðir: 6-8-10-12-14-16.

NIKE HM LANDSLIÐSTREYJA

Landsliðstreyjur BRASILÍA, HOLLAND PORTÚGAL, ENGLAND. Stærðir: S-XXL.

EXPO • www.expo.is

Borgaðu vaxtalaust innan 14 daga eða með raðgreiðslum í verslun Intersport á Bíldshöfda INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4890 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 11 - 18. SUN. 13 - 17. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.

11.990


30

viðtal

Helgin 30. maí-1. júní 2014

Viktor Kossakovsky hlakkar mikið til að koma til Íslands og upplifa Hátíð íslenskra heimildamynda, Skjaldborg. Landið vakti athygli hans í síðustu forsetakosningum en þá íhugaði hann að koma til landsins og gera heimildamynd um Þóru Arnórsdóttur.

Heimurinn er svo fallegur eins og hann er Rússneski leikstjórinn Viktor Kossakovsky er heiðursgestur Skjaldborgar í ár en hann er margverðlaunaður leikstjóri og stórt nafn í alþjóðlegri heimildamyndagerð. Nokkur lykilverka hans verða sýnd á hátíðinni sem haldin verður á Patreksfirði dagana 6.-9. júní.

E

in þekktasta mynd Kossakovskys og sú sem kom honum á kortið er hans önnur mynd, „Belovy“ frá árinu 1993. Myndin er mjög persónulegt portrett af lífi ekkjunnar Önnu Belovy og bróður hennar sem býr með henni í litlu sveitaþorpi í miðju Rússlandi. Anna gerir flest allt á bænum en bróðirinn er meira gefinn fyrir að drekka vodka, röfla og drepast áfengisdauða. Myndin er uppfull af senum sem eru fyrir löngu orðnar þekktir gullmolar. Ein þeirra sýnir Önnu hlusta á upptöku leikstjórans af einu rifrildi þeirra systkina. Anna grætur og hlær meðan hún hlustar, en þegar því er lokið stendur hún upp eins og ekkert sé, hendir af sér skónum, kveikir á tónlist og byrjar að dansa. Eins og ekkert sé venjulegra. Og Kossakovsky fylgist með

eins og ekkert sé eðlilegra. „Af hverju ertu að mynda okkur,“ spyr Anna á einum stað í myndinni? „Við erum svo venjulegt fólk.“ En þar liggur einmitt galdur og snilli Kossakovskys. Hann sýnir okkur að ekkert er venjulegt eða hversdagslegt. Í meðförum hans verða hversdagslegar athafnir ljóðrænar myndlíkingar um lífið, tilveruna og tilganginn.

Vill ekki hreyfa mikið við heiminum

„Þessi sena gerðist alveg óvart,“ segir Kossakovsky. „Systkinin höfðu verið að rífast og ég, eins og venjulega, var að taka upp. Daginn eftir sat ég og hlustaði á rifrildið á upptökutækinu þegar Anna biður mig um að fá að hlusta. Ég rétti henni tækið en eftir aðeins eina mínútu fer hún að gráta. Mér var

frekar brugðið þegar ég sá hvað þetta snerti hana og ákvað að við myndum fara í burtu frá systkinunum í einhvern tíma. Við komum ekki aftur fyrr en eftir rúmlega mánuð og þá leyfði ég henni að hlusta aftur og tók það upp. Sú upptaka fór í myndina,“ segir Kossakovsky sem er annars ekki mjög hrifinn af því að hreyfa mikið við þeim heimi sem hann skoðar hverju sinni. Gott dæmi um það er „Russia from my Window“ frá árinu 2003 sem er tekin út um glugga Kossakovskys í Moskvu, og fylgir eftir lífinu á götunni yfir eins árs tímabil. „Í mínum myndum hreyfi ég lítið við heiminum, en það er vegna þess að mér finnst hann svo fallegur eins og hann er. Ég reyni að umgangast öll mín viðfangsefni af mikilli varkárni og hugsa líka alltaf mjög gaumgæfilega um hvernig ég hreyfi myndavélina og hvaða ljós eða linsur ég eigi að nota. Okkar vinna er að sjá heiminn og miðla honum, en ekki breyta honum. Ég vill vera eins heiðarlegur og ég get en auk þess finnst mér bestu heimildamyndirnar byggja á atriðum sem verða ekki með nokkru móti endurtekin.“

Lengi lifi andstæðurnar

Demantshringur 1.36ct Verð kr 1.275.000.-

www.siggaogtimo.is

Í nýjustu mynd sinni „Vivan las antipodas! eða „Lengi lifi andstæðurnar“ veltir Kossakovsky fyrir sér andstæðum skoðunum og umburðaleysi mannfólksins gagnvart hvert öðru. Hann tekur þessar vangaveltur alla leið með því að mynda landfræðilega andstæða póla á jörðinni og bera þá saman með því að mynda það sem fyrir augu ber. „Upphafið að myndinni er hugmyndin um andstæður. Við búum í svo stressuðum heimi þar sem fólk virðir almennt ekki skoðanir hvers annars. Það er í raun ótrúlegt hvað það virðist vera erfitt fyrir fólk að sætta sig við skoðanir

sem eru andstæðar þeirra eigin. Þess vegna valdi ég að fjalla um algerlega andstæða staði á hnettinum og lífið sem þar er að finna. Við verðum að læra að samþykkja fólk sem hugsar öðruvísi en við.“

Manneskjan ekkert merkilegri en fiðrildið

Landslag spilar stórt hlutverk í myndinni en í myndum Kossakovskys er það venjulega fólk sem er í aðalhlutverki. „Ég lærði heilmikið við vinnslu þessarar myndar. Fyrsta hugmyndin var að fylgjast aðallega með fólki en eftir að hafa ferðast um heiminn og tekið upp fullt af efni fór ég að hallast á aðra skoðun. Við tölum alltaf um mannskepnuna sem það mikilvægasta á jörðinni en kannski er hún það ekki. Kannski er ljónið eða fíllinn bara miklu mikilvægari en við, eða jafnvel moskítófluga eða einn steinn. Af hverju göngum við út frá því að hænan sé ómerkilegri en manneskjan? Ég er farinn að trúa því að allt sé að einhverju leyti tengt og finnst orðið rökrétt að allt virki saman sem ein heild. Ég hef fulla trú á því að kjúklingur eða fiðrildi sé jafn mikilvægt og við og ég lærði það þegar ég var að gera þessa mynd,“ segir Kossakovsky og leggur áherslu á það hversu mikilvægt það sé að læra af sínum eigin myndum. Sú áhersla fellur vel við það sem hann hefur áður sagt og mætti kalla eitt hans helsta boðorð: Í stað þess að gera mynd til þess að breyta heiminum, þá láttu hana breyta þér.

Heimildamyndagerð fylgir mikið vald

Annað sem Kossakovsky leggur gjarnan áherslu á er sú staðreynd að fagurfræðilegar ákvarðanir eru í raun alltaf siðferðislegar ákvarðanir. „Þetta skiptir mig mjög miklu

máli og ég gæti talað endalaust um það er þú vilt. Fyrir mér er þetta kjarninn í heimildamyndagerð. Heimildamyndir fjalla um fólk og veita okkur heimild til að fjalla um það eftir okkar höfði. Þetta er mikið vald sem við þurfum að fara varlega með. Bara með því að taka ákvörðun um ákveðna lýsingu get ég ákveðið hvort þú verður falleg eða ljót í mynd. Ég get tekið það sem þú segir upp á myndband, svo klippi ég það sem þú sagðir í búta og vel að láta þig koma annaðhvort vel eða illa út. Fólk breytist líka algjörlega eftir því hvaðan myndavélin horfir á það. Sem heimildagerðarmaður ræð ég því hvort fólk kemur út sem fallegar sálir, snillingar eða fávitar.“

Langaði að gera mynd á Íslandi

Kossakovsky segist mjög spenntur fyrir Skjaldborgarhátíðinni sem hann hafði heyrt af áður en honum var boðið að koma. „Ég er svo þakklátur fyrir að mega koma og taka þátt í þessari hátíð en þar að auki hefur mig alltaf langað að heimsækja Ísland. Ég hef heyrt svo margt fallegt um landið ykkar og er einhvernveginn viss um að mér eigi eftir að líða vel þar.“ Ekki minnkaði áhugi hans á að heimsækja landið um síðustu forsetakosningar en framboð Þóru Arnórsdóttur vakti mikla athygli hans. „Mér finnst svo magnað hvað margar konur eru að stíga fram og taka forystuhlutverk. Ef hún hefði unnið hefði ég viljað koma hingað og fylgjast með henni því hér þekkja allir alla og landið er svo myndrænt. Það hefði getað verið svo fallegt og mannlegt, dáldið eins og portrett af móður landsins.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


Kindafille

2398 2998

Við

eira

mm geru

fyrir

þig

A R A RG O B HAM

! A L S I E V

kr./kg

kr./kg

Grill

sumar!

auta Ungnborgari, ham 90 g

169

2398 2998

kr./kg

kr./kg

stk. / . r k

Ungnautahamborgari, 120 g

Ungnautahamborgari, 200 g

349

Kindalundir

249

kr./stk.

kr./stk.

Helgartilboð! MS Engjaþykkni 2 tegundir, 150 g

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

139

Þykkvabæjar fors. grillkartöflur, 750 g

Nektarínur, 500 g

389 489

kr./stk.

kr./pk.

kr./pk.

349 465

kr./pk.

kr./pk.

HD epla- og appelsínusafi, 2 lítrar

369 398

kr./stk.

kr./stk.

Coca-Cola Coke light og Coke zero,12x33 cl

998 1176

Freyju Mix, 400 g

kr./kassinn

kr./kassinn

679 699

kr./pk.

kr./pk.

Pepsi og Pepsi Max 0,5 lítrar

178 356

kr./stk.

kr./stk.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Lay´s Deep Ridged, BBQ, 147 g

329 349

kr./pk.

kr./pk.


32

fréttaskýring

Helgin 30. maí-1. júní 2014

„Þær teikningar sem hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum eru ekki samþykkt áform og langur vegur frá því að þær hafi fengið nægilega umfjöllun. Við munum auðvitað gera mikla kröfur um yfirbragð og ásýnd húsanna sem þarna munu rísa. Í mínum huga er um að ræða massastúdíur sem eru í vinnslu,“ segir Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis-og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.

Vandræðin við Austurhöfn

en samfélagsins, ferðinni. Því fleiri íbúðir og því auðveldari bygging því hagkvæmara fyrir lóðareiganda. Sem arkitekt á maður í endalausum samtölum við húsbyggjanda um hluti sem kosta peninga, hér er það samtal ekki til staðar.“ Erlendis tíðkast í mun meira mæli en hérlendis að deiliskipulagsáætlanir og nýjar byggingar í miðbæ fari í gegnum hönnunarsamkeppnir, sem eru hugsaðar sem tæki til að auka gæði hins manngerða umhverfis. Þá gildir einu hvort um er að ræða lóð í eigu borgar eða í einkaeign. Nú hafa allar lóðir á svæði Austurhafnarinnar verið seldar, utan einnar, en Harpa er eina húsið á svæðinu sem hefur farið í gegnum hönnunarsamkeppni. Nú er það alfarið í höndum eigenda að setja fram tillögur, sem þó þurfa alltaf að vera samþykktar af borginni.

Gamla deiliskipulagið við Austurhöfn er á skjön við breyttar áherslur borgarinnar í dag og þær hugmyndir sem nýtt aðalskipulag vill endurspegla. Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis-og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir deiliskipulagið vera barn síns tíma en erfitt sé að fella gömul deiliskipulög úr gildi. Hilmar Þ. Birgisson arkitekt segir hluta vandans mega rekja til óvenjulegs verklags á lóðunum en hönnuðir bygginganna eru í sumum tilfellum einnig eigendur lóðanna.

A

ðalskipulag Reykjavíkur var samþykkt í nóvember 2013. Skipulagið setur línurnar fyrir þróun borgarinnar til ársins 2030 sem í megindráttum leggur áherslu á þéttingu byggðar við sundin auk áherslu á græn svæði og vistvænan samgöngumáta. Svæðið í kringum Hörpu og Reykjavíkurflugvöll eru þau svæði sem hafa verið hvað mest í umræðunni eftir að aðalskipulagið var samþykkt en samkomulag milli borgar og ríkis gerir nú ráð fyrir að flugvöllurinn víki ekki fyrr en 2020. Gildandi aðalskipulag setur fram meginstefnu um þróun borgarinnar en sú stefna er svo frekar útfærð í deiliskipulagi. Í deiliskipulagi eru settar línur um byggingarmagn lóða, hæðir húsa, yfirbragð og fleira. Í gildi eru fjölmargar deiliskipulagsáætlanir sem eru eldri en nýsamþykkt aðalskipulag og meðal þess er skipulagið í kringum Hörpu, sem kallast Austurhöfn, en það var samþykkt árið 2006 að undangenginni skipulagssamkeppni.

Úrelt deiliskipulag

Sú mynd sem teiknuð hefur verið upp af svæði Austurhafnar er nokkuð á skjön við áherslur borgarinnar í dag og þær hugmyndir sem nýtt aðalskipulag vill endurspegla. Hægt er að lesa um það á vef borgarinnar; „Einkenni Reykjavíkur er lágreist byggð og þannig verður borgin áfram í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Hús verða ekki hærri en fimm hæðir innan gömlu Hringbrautar í Reykjavík enda mun svæðið njóta sérstakrar hverfisverndar. Gamli bærinn verður styrktur og saga hans og sérkenni efld. Háhýsi eiga ekki heima í miðborginni.“ Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri um-

hverfis-og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir skipulagið vera barn síns tíma. „Það er mikið byggingarmagn þarna. Ef við værum að gera þetta deiliskipulag núna, í samræmi við nýtt aðalskipulag, þá væri það eflaust af öðrum toga. Nú er áhersla á staðaranda og sérkenni Reykjavíkur og tengsl við eldri byggð höfð að leiðarljósi við þéttingu byggðar. En eldri deiliskipsáætlanir falla ekki úr gildi þó við setjum nýja stefnu í aðalskipulagi.“

Breytingar í takt við nýtt aðalskipulag

Deiliskipulagið við Austurhöfn var endurskoðað fyrr á árinu og er nú á lokametrum samþykktarferlis. Samhliða var farið í samningaviðræður við lóðarhafa vegna breytinganna. „Í kjölfarið hefur byggingarmagnið minnkað aðeins og byggingar verið lækkaðar. Byggingarnar eru samt sem áður ennþá háar. Skipulagsyfirvöld eru mjög meðvituð um það um hversu viðkvæmt svæði er um að ræða. Þær teikningar sem hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum eru ekki samþykkt áform og langur vegur frá því að þær hafi fengið nægilega umfjöllun. Við munum auðvitað gera mikla kröfur um yfirbragð og ásýnd húsanna sem þarna munu rísa. Í mínum huga er um að ræða massastúdíur sem eru í vinnslu,“ segir Ólöf. Hilmar Þ. Björnsson arkitekt telur breytingar borgarinnar á gamla deiliskipulaginu ekki ganga nógu langt. „Borgin vann af mikilli alúð að undirbúningi að samkeppninni um svæðið umhverfis Ingólfstorg sem lauk árið 2012. Þar var markvisst unnið að því að halda í staðaranda og sérkenni miðborgarinnar. Áherslan þar var í samræmi við skipulag

Kvosarinnar frá árinu 1986 þar sem hæðir húsa voru stallaðar frá tveimur upp í sex hæðir. Þess vegna kemur það mér á óvart að öll sú vinna og umræða hafi ekki skilað sér í nýju deiliskipulagi við Austurhöfn. Hlutföllin þar eru algjörlega á skjön við það sem menn höfðu áður sæst á. Við endurskoðun deiliskipulagsins voru aðalbreytingarnar þær að gatnamót Tryggvagötu og Kalkofnsvegar voru lagfærð og húsin lækkuð aðeins. Það sem þurfti að gera var að leggja áherslu á að deiliskipulagið tæki mið af þeirri stefnu sem tekið hefur verið mið af í Kvosinni, með styttri húslengdum, stölluðum húsahæðum, kannski frá þrem upp í sjö og auðvitað með fjölbreytilegri húsagerðum,“ segir Hilmar.

Hagsmunaárekstrar

Hilmar segir hluta vandans við Hörpureitinn vera hægt að rekja til þess óvenjulega verklags sem eigi sér stað á lóðunum. „Kannski er hluta skýringarinnar að finna í því óvenjulega verklagi að hönnuðirnir eru beinir hagsmunaaðilar á hluta svæðisins og eru að hanna hús fyrir sjálfa sig,“ segir Hilmar og vísar þar til T-ark stofunnar sem hannar lóðina vestan við Hörpu en á einnig hlut í lóðinni. Það geti vakið upp spurningar um samfélagslega ábyrgð og hagsmunaárekstra. „Þarna er lóðareigandinn og hönnuðurinn sami aðilinn og því vantar hinn hefðbundna millilið, sem er arkitektinn. Arkitekt starfar venjulega fyrir lóðareiganda í þágu samfélagsins. Hans hagsmunir eiga að snúast um það hvað umhverfið og samfélagið fái út úr byggingunni. En þegar arkitekt er orðin lóðareigandi þá ráða hagsmunir hans, frekar

Hilmar Þ. Birgisson arkitekt segir óvenjulegt verklag eiga sér stað á lóðunum við Austurhöfn sem vekji upp spurningar um samfélagslega ábyrgð og hagsmunaárekstra.

Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis-og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.

Hönnunarsamkeppnir

Ólöf segir borgina leggja áherslu á það að halda hönnunarsamkeppnir bæði um skipulag og nýbyggingar og að stefnan sé að gera meira af því. Metnaður þeirra sem vilja byggja í Reykjavík þurfi að vera af þeim toga að hvert nýtt hús endurspegli hið besta úr byggingarlist samtímans um leið og nærumhverfinu sé sýnd virðing. Nýlega var samþykkt í umhverfis-og skipulagsráði að stofna faghóp með Arkitektafélagi Íslands og landslagsarkitektum sem mun hér eftir gefa umsögn um allar byggingar á lykilsvæðum í borginni. „Það er ekki síst gert til þess að borgin hafi góð verkfæri til að tryggja gæði þess nýja sem á að byggja. Persónulega finnst mér að allar byggingar á lykilsvæðum í Reykjavík þyrftu að fara í gegnum hönnunarsamkeppni, eins og til dæmis er gert í Finnlandi. Við hvetjum til slíkra vinnubragða í gæðastefnu um hið manngerða umhverfi sem er hluti af aðalskipulaginu en skortir kannski áhöldin til að krefjast þess að farin sé sú leið af lóðarhöfum.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


Kæru borgarbúar Kjörstaðir í Reykjavík við borgarstjórnarkosningar 31. maí 2014 eru eftirfarandi:

Ráðhús Hagaskóli Hlíðaskóli Laugardalshöll Breiðagerðisskóli Vættaskóli Borgir

Íþróttamiðstöðin í Grafarvogi, Dalhúsum Árbæjarskóli Íþróttamiðstöðin Austurbergi Ölduselsskóli Ingunnarskóli Klébergsskóli

Kjörfundur hefst kl. 9.00 og honum lýkur kl. 22.00. Sérstök athygli er vakin á því að íbúar við Efstaleiti, Hvassaleiti, Kringluna, Miðleiti, Neðstaleiti og Ofanleiti kjósa nú í Hlíðaskóla en ekki Breiðagerðisskóla. Á www.reykjavik.is/kosningar má fletta kjósendum upp eftir kennitölu til að kanna hvar þeir eru á kjörskrá. Einnig er vakt í manntali í Ráðhúsi Reykjavíkur allan kjördag í s. 411 4915, netfang manntal@reykjavik.is. Þar eru fúslega veittar upplýsingar um hvar fólk á að kjósa og hvað annað sem kjósendur vilja spyrja um. Aðgengi fyrir hjólastóla er tryggt á öllum kjörstöðum. Ekki gleyma að hafa skilríki meðferðis á kjörstað. Yfirkjörstjórn Reykjavíkur hefur aðsetur í Ráðhúsinu á kjördag. Hún er í s. 411 4910 og er með netfangið yfirkjorstjorn@reykjavik.is. Á www.reykjavik.is/kosningar má einnig fylgjast með þróun kjörsóknar yfir daginn og nálgast ýmsar hagnýtar og áhugaverðar upplýsingar sem tengjast kosningum. Talning atkvæða fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hún hefst kl. 22.00 og er opin almenningi meðan húsrúm leyfir. Allar nánari upplýsingar eru veittar í manntali, s. 411 4915, netfang: manntal@reykjavik.is.

Skrifstofa borgarstjórnar Yfirkjörstjórn Reykjavíkur


34

bílar

Helgin 30. maí-1. júní 2014

 ReynsluakstuR suzuki GR and VitaR a

JEPPADEKK Hljóðlát og endingargóð jeppadekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er. Suzuki Grand Vitara er stælalaus, rúmgóður bíll sem gott er keyra, í borginni og utan hennar. Það er kannski þess vegna sem sumir kalla hann „afajeppa“, því hann er svo auðveldur í notkun og laus við alla óþarfa „fítusa“. Ljósmynd/Hari

Fullkominn vísitölufjölskyldujeppi Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900

www.arctictrucks.is

Er vagninn rafmagnslaus ?

Frístunda rafgeymar í miklu úrvali

Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is

Kemur næst út 13. júní Nánari upplýsingar veitir Gígja Þórðardóttir, gigja@frettatiminn.is, í síma 531-3312.

Suzuki Grand Vitara sker sig frá öðrum jepplingum þar sem hann er ekki bara sídrifinn, heldur líka með hátt og lagt drif. Hann hentar því vel við flestar aðstæður og þar af leiðandi góður kostur fyrir borgarfjölskylduna sem finnst gaman að leika sér á fjöllum.

e

f það er einhver „fítus“ sem fer í taugarnar á mér við nýja bíla, þá er það farþegasæti sem vælir til að minna mann á sætisbeltið. Ef á annað borð á að minna farþega á að fara í belti af hverju þá ekki að ganga alla leið og væla líka á farþegana í aftursætinu? Þessi pirringur gerir sérstaklega vart við sig þegar farið er út fyrir borgina þar sem vegahlið og jafnvel ár eiga það til að hindra för annars hamingjusamra ferðalanganna. Að stíga úr bílnum nokkrum sinnum á stuttum spotta er athöfn sem gæti kallast friðsæl sveitastund ef ekki væri fyrir stöðugt væl bílsins ef farþeginn gerist ekki svo samviskusamur að spenna beltið milli hliða. Alveg óþolandi. En nóg um það væl. Því þessi jepplingur er alveg laus við þennan leiðinlega „fítus“. Jepplingur er kannski ekki rétta orðið því Suzuki Grand Vitara sker sig frá öðrum jepplingum. Hann nefnilega hefur ekki bara sídrif heldur líka hátt og lágt drif. Sem er kostur númer tvö. Bíllinn hefur margt annað til brunns að bera. Hann er lipur, hljóðlátur, þægilegur í akstri og úr honum sést sérstaklega vel til allra átta. Hliðarspeglarnir fannst mér líka óvenju vel gerðir. Svo er hann rúmgóður, með plássi fyrir þrjár barnasessur afturí.

Engir stælar

Þessi jeppi er laus við alla óþarfa stæla. Sumir gætu kallað það tilþrifaleysi en ég myndi frekar kalla það tilgerðarleysi því einfaldleikinn fær að njóta sín svo vel á réttum stöðum. Mælaborðið hefur til að mynda aðeins að geyma það allra nauðsynlegasta sem gerir það að verkum að það er mjög auðvelt að feta sig áfram um takkana. Að hækka og lækka hitastig, athöfn sem getur reynst ógjörningur í sumum nýjum bílum, er hér auðveldlega hægt að framkvæma á meðan þú keyrir. Að skipta á milli drifa er jafnauðvelt og að lækka hitastigið og stýrið er heldur ekki ofhlaðið óþarfa búnaði. En þrátt fyrir að hafa sleppt mörgum óþarfa búnaði þá er sá allra mikilvæg-

Verðið Hátt og lágt drif auk sídrifs Gott útsýni Ekkert væl Hiti í sætum Rúmgóður.

Bensíneyðsla Skottið mætti vera stærra Helstu upplýsingar Suzuki Grand Vitara Sjálfskiptur, 5 dyra Vél bensín 2,4l Hestöfl 169

asti til staðar; hiti í sætum. Fyrir þá sem vilja flottan búnað ætti Garmin-staðalbúnaðurinn að heilla en það er stafrænt upplýsinga-og hljómkerfi sem í er að finna geislaspilara, tölvukortalesara, usb-tengi og bluetooth-tengi. Kerfi sem kom skemmtilega á óvart og nýttist vel þegar kom að því að finna matsölustað á Selfossi.

Vísitölufjölskyldujeppi

Ég er í heildina mjög hrifin af þessum jeppa sem mætti þó eyða aðeins minna en 13/100 í bænum og Eyðsla á 10/100 utanbæjar. sjálfskiptum bensínbíl Skottið mætti líka 12,1 l/100 km innanbæjar vera stærra en 8,1 l/100 km utanbæjar. það tekur 398 l. Co2 221 gr/km En Suzuki Grand Lengd: 4.500 mm Vitara er stælalaus, Breidd 1.810 mm rúmgóður bíll sem Hæð: 1.695 mm gott er keyra, í borginni og utan Verð frá 5.590.000 hennar. Það er kannski þess vegna sem sumir kalla hann „afajeppa“, því hann er svo auðveldur í notkun og laus við alla óþarfa „fítusa“. Að losa bílinn við óþarfa búnað gerir hann auðvitað ódýrari og um leið að góðum kosti fyrir fólk sem vill jeppa á góðu verði. Hann væri kannski ekki fyrsta val einhleypra með vasana fulla af seðlum en að mínu mati er hann virkilega gott val fyrir vísitölufjölskyldu úr borginni sem fer í sveitina að torfærast þegar tími gefst, laus við allt væl.

Mælaborðið hefur til að mynda aðeins að geyma það allra nauðsynlegasta sem gerir það að verkum að það er mjög auðvelt að feta sig áfram um takkana.

Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


FÁÐU MEIRA... RK SPA

.0 0 0 0. 1.79

Bíll á mynd: Chevrolet Spark LTZ

SPARK ER ÖRUGGASTUR

*

Chevrolet Spark LS er öruggur og með flottan staðalbúnað, en jafnframt á sérlega hagstæðu verði. Þess vegna hvetjum við þig til að gera samanburð á verði og búnaði bíla í sama flokki og fá meira fyrir peninginn. • Samlæsing • 6 loftpúðar • Útvarp, CD, Ipod og • USB tengi

• ABS hemlalæsivörn • Diskabremsur að framan • ISOFIX öryggisfestingar • Hæðastillanlegt bílstjórasæti

• Hiti í afturrúðu • Dagljósabúnaður • Frjókornasía • Öryggisvari á bílbeltum

Hluti af staðalbúnaði - sjá meira á benni.is *Bílaöryggisstofnun Bandaríkjanna IIHS, kynnti nýlega niðurstöður sínar úr árekstraprófun smábíla fyrir árið 2014. Chevrolet Spark var eini smábíllinn sem stóðst hámarkskröfur stofnunarinnar „Top Safety Pick”.

Opið alla virka daga frá 9 til 18 og laugardaga frá 12 til 16. Verið velkomin í reynsluakstur.

Nánari upplýsingar á benni.is Reykjavík Tangarhöfða 8 Sími: 590 2000

Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330

Akureyri Glerárgötu 36 Sími: 461 3636


36

METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIkaN 21.05.14- 27.05.14

viðhorf

Stimpillinn vondi

Þ HELGARPISTILL

1

2

Íslenskar þjóðsögur

benedikt Jóhannesson og Jóhannes benediktsson tóku saman

Skuggi sólkonungs ólafur arnarsson

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

3

4

Frosinn - þrautir Walt disney

Sölvi Oddsson er ungur svæfingalæknir sem er í miklum metum á gjörgæsludeild Landspítalans, bæði meðal samstarfsfólks og sjúklinga. Hann helgar sig starfinu og er

Íslensk orðasnilld Ingibjörg Haraldsdóttir valdi

Ari JóhAnnesson

„Þú skAlt áttA Þig á Því Að sAmA hvAð Þú vinnur mörg frAegðArverk, ein mistök getA rústAð öllu...

alltaf reiðubúinn að taka aukavaktir en fjarlægist eiginkonu og börn á merkjavæddu heimili í Garðabæ. Smám saman fer álagið að segja til sín og þegar mörkin taka að dofna

l í f s m ö r k

milli þess að líkna og valda sársauka verður eitthvað undan að láta.

l íf s m ö r k

Ari JóHAnneSSOn er sérfræðingur í lyflækningum og starfar sjálfur á Landspítala. Hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2007 fyrir ljóðabókina Öskudagar. Lífsmörk er fyrsta skáldsaga hans, einlæg og margslungin þroskasaga full af andstæðum; gálgahúmor og djúpri alvöru, sælu og sársauka, fjötrum og flugi himbrimans.

A ri

Jó h A n n esso n

ISBN 978-9979-3-3451-4

5

Gæfuspor - gildin í lífinu Gunnar Hersveinn

7

Eldað með Ebbu ebba Guðný Guðmundsdóttir

9

20 tilefni til dagdrykkju tobba marinós

6

8

10

Helgin 30. maí-1. júní 2014

Lífsmörk ari Jóhannesson

Þá er komið að því, júní gengur í garð á sunnudaginn, vorinu lýkur og sumarið hefst formlega og varir næstu þrjá mánuði, fjórðung úr árinu. Þingið er komið í frí, sveitarstjórnarkosningarnar verða afstaðnar og bara eftir að velja oddvita hvers sveitarfélags, allt eftir niðurstöðu kosninganna. Það er alltaf horft til þessara þriggja mánaða með eftirvæntingu. Júní, júlí og ágúst hafa yfir sér ævintýraljóma. Birtan er mest í júní og fátt slær út barta sumarnótt, hitinn hæstur í júlí og uppskeran bíður ágústmánaðar með blóm í haga og ber á lyngi. Það er hins vegar svo með sumarkomu, eins og annað í íslenskri veðráttu, að ekki er á vísan að róa. Það er vissulega farið að grænka sunnan heiða og tré tekin að laufgast fyrir nokkru. Myndir sem við sjáum af ýmsum öðrum stöðum á landinu sýna þó annan veruleika. Snjór nær víða enn niður á láglendi. Þar má því í besta falli segja að vorkoman sé hæg. Kannski er réttara að segja – með hæfilegri einföldun – að íslenskt sumar sé ekki lengra en tveir mánuðir, það er að segja frá 20. júní til 20. ágúst. Veður getur vissulega verið dásamlegt sitt hvoru megin við þessar dagsetningar – en samt. Þetta er hinn eiginlegi sumartími á landinu bláa þegar búast má við besta veðrinu – skásta er kannski réttara að segja miðað við hnattstöðu okkar ágæta lands. Þá hægir á öllu, atvinnulífið fer í lægri gír og fríin taka við. Þau eru langþráð vinnulúnum. Ómögulegt er að segja fyrir um hvernig sumarið verður – en líklegt er þó, ef marka má fyrri reynslu, að það verði bærilegt einhvers staðar á landinu. Það er svo merkilegt með ekki stærra land en Ísland hve veðrátta getur verið breytileg eftir landshlutum. Því ráða vindáttir af hafi – suðlægar og hlýjar áttir eru gjarna rakar þegar þær koma upp að landinu og væta íbúa sunnan- og vestanlands en orna þeim sem búa nyrðra og eystra. Norðanstæðum vindi fylgir hins vegar svali og úrkoma norðan- og austanlands – en á sama tíma þokkalega bjart og sólríkt veður sunnan- og suðvestanlands – og hlýtt, að minnsta kosti í skjóli. Skjól er nefnilega lykilatriði á Íslandi þar sem næðingur er landlægur. Því er um að gera að komast í skjól. Í sólar- og skjólskoti má vel ímynda sér, að minnsta kosti um stundarsakir, að við séum stödd sunnar á jarðarkringlunni. Aukin trjárækt hjálpar verulega til í þessum efnum. Tré eru ekki bara falleg, þau brjóta líka niður vind. Þótt skógrækt sé stunduð af elju víða í dreifbýli er hún ekki síst merki-

leg í þéttbýlinu. Garðagróður í ýmsum hverfum á höfuðborgarsvæðinu sýnir að þar hafa grænir fingur stýrt verki og sama gildir um gróðursælan höfuðstað Norðurlands, Akureyri, svo dæmi sé tekið. En skjólið er ekki nóg ef himininn er þungbúinn. Fátt óttast Íslendingar meira en rigningarsumar. Varla er ofmælt að eyþjóð þessi sé bærilega harðger. Hún hefur staðið af sér vetrarhörkur í 11-12 aldir í köldu og röku húsnæði, forgengilegum torfhúsum, þar til nútíminn gekk í garð á liðinni öld með öllum sínum þægindum. En hvað sem líður tækniframförum, hlýjum húsum, samgöngubótum og raunar ofgnótt allra hluta – ráðum við ekki veðrinu nú fremur en fyrr á öldum. Forfeður okkar voru að sönnu háðari veðri og harðindi gátu fellt bæði menn og skepnur en alltaf lifði landinn í þeirri von að fá sólríka sumarmánuði. Segja má að íbúar suðvesturhornsins – þar sem þorri landsmanna býr – hafi verið orðnir góðu vanir ef litið er til sumra það sem af er þessari öld. Rigningin hefur haldið sig í hæfilegri fjarlægð, frekar angrað íbúa annars staðar á landinu. En svo kom sumarið 2013. Það rigndi í júní en menn á þessu fjölmenna landshorni tóku því eins og hverju öðru hundsbiti. Enn voru eftir dásemdarmánuðirnir júlí og ágúst. En það rigndi líka í júlí – og þá var bara eftir ágúst, síðasta vonin. Svo rigndi líka í ágúst – og þá var vonin úti. Sumarið fékk á sig stimpilinn vonda, rigningarsumar. Þetta var kannski ekki mesta rigningarsumar sögunnar á suðvesturlandi – elsta kynslóðin minnti á sumarið 1955. Þá stytti ekki upp, sögðu þeir langminnugu. Það var lítil huggun fyrir okkur sem ekki munum eftir þessu sumri, jafnvel þau okkar sem komin eru á virðulegan aldur, því sumarið í fyrra var svo sannarlega blautt þótt stöku sinnum stytti upp. Þetta þýddi vitaskuld að íbúar fyrir norðan og austan brostu allan hringinn. Á þá skein sólin. Þeir sem áttu heimangengt skelltu sér norður eða austur. Hinir settu bara undir sig hausinn og fóru í regnkápuna. Auðvitað voru íbúar Norðurog Austurlands vel að sólinni komnir en í þessum efnum er hver sjálfum sér næstur. Því er náðarsamlegast farið fram á það við veðurmáttarvöld að þau sendi okkur í Kópavogi og nærsveitum sæmilegt sumarveður, að sólin skíni á kroppa og létti lund. Það er enn maí og sá mánuður var lengst af eins og maí á að sér, sólríkur en svalur. Síðustu dagana hefur hins vegar rignt talsvert á okkur í Kópó. Það vekur ugg. Ekki senda okkur rigningarsumar aftur – plís! Ps. Oddný G. Harðardóttir alþingismaður sendi undirrituðum bréfkorn vegna síðasta helgarpistils, þar sem meðal annars var rætt um klæðaburð þingmanna. Fram kom hjá Oddnýju að þingforseti hefði aldrei farið fram á það að hún færi úr lopapeysu í þingsal. Hún hefði hins vegar lesið um slíkt í fréttum á sínum tíma en ekki leiðrétt. Þær sömu fréttir las pistilskrifarinn – og endursagði í góðri trú – en kemur nú hinu rétta á framfæri. -jh

Iceland Small World - lítil Sigurgeir Sigurjónsson

Átta gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur einar Skúlason

Teikning/Hari

Samkvæmt bókSölu í Pennanum eymundSSon um land allt


ferðlög 37

Helgin 30. maí-1. júní 2014

Rómantík í Hvalfirði

KYNNING

Gjafabréf á Hótel Glym með gistingu, þriggja rétta kvöldverði og morgunverði er tilvalin brúðkaupsgjöf. Við hótelið eru notalegir heitir pottar þaðan sem dásamlegt útsýni er yfir Hvalfjörðinn. Lonely Planet valdi pottana meðal þeirra tíu bestu í heimi.

H

ótel Glymur er eitt af bestu hótelum á Íslandi samkvæmt einum virtasta ferðavef í heimi, Trip Advisor.com. Þá valdi Lonely Planet heitu pottana við Hótel Glym meðal þeirra tíu bestu í heimi. Hótelið er steinsnar frá Reykjavík en aðeins tekur um 45 mínútur að aka frá miðbænum sé keyrt um Hvalfjarðargöng. Að sögn Rögnu Ívarsdóttur hótelstjóra er þó alltaf yndislegt að keyra Hvalfjörðinn á fallegum degi.

Skemmtilegar gönguleiðir

Hótel Glymur stendur í Saurbæjarhlíð og allt í kring eru skemmtilegar gönguleiðir. „Afar vinsælt er að ganga út að Bæjargilinu. Sagan segir að hótelið standi á krossgötum álfa og huldufólks og ef huldukonan sýnir sig, er það þar,“ segir Ragna. Fyrir botni Hvalfjarðar er fossinn Glymur, hæsti foss landsins, um 198 metra hár. Um tíu mínútna keyrsla er þangað frá hótelinu. Gangan að fossinum frá bílastæðinu tekur um eina og hálfa klukkustund.

Í næsta nágrenni hótelsins er ýmis afþreying í boði svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. „Hér í bakgarðinum eru yndisleg veiðivötn, fjörur, mikið um sel, hernámssetur, golfvöllur, sundlaug að Hlöðum, fjórhjólaleiga, sjóstöng og bátaleiga,“ segir Ragna.

Notalegt hótel

Notaleg stemning ríkir á hótel Glym. Þar eru veitingastaður og kaffihús með fjölbreyttu úrvali veitinga. Á hótelinu eru 22 herbergi og þrjár lúxussvítur og er ekkert herbergjanna eins innréttað. Sunnan við hótelið eru sex glæsileg heilsárshús, hönnuð á afar vandaðan hátt með áherslu á samræmi í umhverfi, litum og aðbúnaði. Stórfenglegt útsýni er yfir Hvalfjörðinn úr stórum gluggum sem snúa í suður. Boðið er upp á margrómað morgunverðarhlaðborð með fjölbreyttu úrvali. Alltaf er boðið upp á heimabakað brauð, grafinn og reyktan lax, margar tegundir af kjötáleggi, osta og fleira. Kaffihúsið er opið alla daga frá klukkan 12 til 17 og veitingastaðurinn frá 18.30 til 21.

Stórkostlegt útsýni er frá hótel Glym yfir Hvalfjörðinn. Þaðan liggur fjöldi skemmtilegra gönguleiða.

Heimsins bestu heitu pottar

Eftir gönguna er yndislegt að slaka á í heitu pottunum.

Tveir heitir pottar eru við hótelið og þaðan er fallegt útsýni yfir Hvalfjörðinn. „Eftir gönguna er yndislegt að slaka á í heitu pottunum. Margt göngufólk kemur við hjá okkur eftir göngu á Glym og lætur þreytuna líða úr sér,“ segir Ragna. Ferðatímaritið Lonely Planet valdi pottana á Hótel Glym meðal þeirra tíu bestu í heimi og segir það allt sem segja þarf um pottana og útsýnið.

Tilboð á gjafabréfum

Gjafabréf á hótel Glym er tilvalin gjöf til brúðhjóna. Nú er tilboð á gistingu í eina nótt á fallegu herbergi, glæsilegur þriggja rétta kvöldverður og morgunverðarhlaðborð daginn eftir á aðeins 19.900 krónur. Gjafabréfin gilda alla daga í eitt ár. Opið er á Hótel Glym alla daga ársins. Nánari upplýsingar má nálgast á vefnum www.hotelglymur.is og á Facebook-síðunni Hótel Glymur.


Áfram Kópavogur! Ágæti Kópavogsbúi Síðastliðin tvö ár hafa verið tími aðhalds, niðurgreiðslna skulda og skattalækkana á bæjarbúa. Stórfelld sókn á öllum sviðum er hafin, jafnt í málefnum skóla, aldraðra, íþrótta-, æskulýðs- og skipulagsmálum. Það hefur verið okkur sjálfstæðismönnum mikill heiður að stýra bænum síðastliðin tvö ár og bjóðum við okkur áfram til starfans. Höfum hugfast að til þess að stefnumið Sjálfstæðisflokksins nái fram að ganga verður að kjósa D-listann og það öfluga fólk sem hann nú skipar, fólk með metnað fyrir hönd okkar fallega bæjarfélags, fólk sem einum rómi segir:

Áfram Kópavogur!


Við munum • Tvöfalda íþrótta- og tómstundastyrkinn í 54.000 kr. og gera fólki kleift að nýta styrkinn á einum stað, þar með talið í tónlistarnám • Bjóða spjaldtölvur fyrir alla 5.-10. bekkinga • Hafa frítt í sund fyrir eldri borgara og börn 10 ára og yngri • Skapa skilyrði fyrir ódýrari og minni íbúðir Kynntu þér stefnuskrána á www.xdkop.is


40

heimili og hönnun

Helgin 30. maí-1. júní 2014

Eldhúsinnrétting varð að sjónvarpsskáp

Rakel Húnfjörð, eigandi verslunarinnar Radísu í miðbæ Hafnarfjarðar, kom auga á efri hluta eldhúsinnréttingar frá sjötta áratugnum sem átti að henda. Þá kviknaði sú hugmynd að breyta innréttingunni í sjónvarpsskáp sem nú sómir sér vel í stofunni og hýsir ýmsa smáhluti. „Upphaflega fann vinkona mín eldhúsinnréttinguna á netinu og fékk gefins gegn því að sækja hana. Hún var að setja upp eldhús á heimilinu sínu en svo þegar hún fékk innréttinguna fyrst fannst henni lyktin af henni svo vond að hún ákvað að nota hana ekki,“ segir Rakel. Yfirleitt voru slíkar innréttingar hvítar eða kremlitar en þessi innrétting er grænblá og heillaðist Rakel af litnum. „Mér fannst liturinn og áferðin svo falleg og benti manninum mínum á. Honum leist nú ekkert voða vel á þetta í fyrstu.“ Lúðvík Kristinsson, eiginmaður Rakelar, er lærður smiður og kemur það yfirleitt í hans hlut að framkvæma smíðavinnuna við hugmyndir hennar en hún sér svo um aðra vinnslu, eins og til dæmis að pússa og mála. Eiginmaðurinn þynnti skápinn með því að taka aftan af honum og Rakel skóf af uppsafnaða eldhúsfitu til margra ára. „Ég skóf

Ljósmyndir/Hari.

Rakel Húnfjörð breytti efri hluta gamallar eldhúsinnréttingar í sjónvarpsskáp. Margra ára gamla eldhúsfitu skóf hún af með gluggasköfu og úr varð hin fínasta hirsla í stofuna.

Eldhúsinnréttingin er hinn fínasti sjónvarpsskápur. Rakel Húnfjörð heillaðist af litnum þegar hún sá innréttinguna fyrir utan hjá vinkonu sinni. Sú ætlaði að henda innréttingunni.

þetta af með gluggasköfu og þreif hann ofsalega vel.“ Svo var skápurinn skrúfaður fastur við vegg fyrir neðan sjónvarpið. „Hann er alveg

fullkominn fyrir afruglara, geislaspilara, diska, tímarit og allt þetta smáa sem maður vill hafa á vísum stað.“ Rakel gerir nokkuð af því

að kaupa notuð húsgögn og gera upp en segir helst vanta tíma til að gera meira af því. „Á heimilinu er fullt af húsgögnum sem til stendur

að laga. Svo er ég líka fljót að losa mig við húsgögnin ef mér finnst þau ekki hafa heppnast nógu vel hjá mér þannig að það er töluvert

rennirí af húsgögnum hérna í gegn á heimilinu.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir danýhulda@frettatiminn.is

Rakel Húnfjörð hefur gaman af því að gera upp gömul húsgögn. EIginmaður hennar er lærður smiður og því kemur smíðavinnan yfirleitt í hans hlut. Rakel sér svo um að pússa og mála.

Gefðu fallega hönnun!

Laugavegi 32 - S:553-2002

Sindrastóllinn sígildi Sindrastólinn kom fyrst á markað árið 1961 og var hannaður af Ásgeiri Einarssyni, framkvæmdastjóra húsgagnagerðarinnar Sindra. Stóllinn hefur notið mikilla vinsælda hér á landi sem og erlendis. Í Tímariti iðnaðarmanna frá árinu 1962 er sagt frá því að stóllinn hafi verið sýndur í London og fengið þar glimrandi góða dóma og umfjöllun í fjölda tímarita.

Frá árinu 1970 var stóllinn ófáanlegur en í kringum Hönnunarmars 2012 var framleiðsla á honum hafin aftur.


Rodalon

®

– alhliða hreingerning og sótthreinsun

Vottað af astma og ofnæmissamtökum Danmerkur

Rodalon utanhúss ®

Eyðir bakteríum, sveppagróðri og mosa • Fyrir sólpalla og tréverk • Gróðurhús og garðskála • Fellihýsi og tjöld • Garðhúsgögn

ið til Tilbú

nar!

notku

Rodalon innanhús ®

Áhrifarík hreingerning og sótthreinsun • Gegn myglusveppi og sagga • Fyrir baðherbergi og eldhús • Eyðir ólykt úr íþróttafatnaði • Eyðir gæludýralykt

Endursölustaðir: BYKO • Fjarðarkaup • Hagkaup • Apótek

Eirberg ehf. • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is


Legsteinar Mikið úrval af fylgihlutum Vönduð vinna

Steinsmiðjan Mosaik Stofnað 1952

Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is

42

heimili og hönnun

Helgin 30. maí-1. júní 2014

Gleðjandi hugmyndir fyrir heimilið Þeir sem eru mikið fyrir að breyta til eru sífellt að leita leiða til að flikka upp á heimilið án þess að umturna öllu. Oft er hægt að breyta miklu með því að mála einn vegg í nýjum lit, skipta um fylgihluti í herberginu, svo sem púða, gardínur, gólfmottur eða skrautmuni. Hér eru hins vegar aðeins flóknari hugmyndir, sem lífga hins vegar upp á heimilið hver á sinn hátt.

1

1. Litrík forstofa

Með því að setja mynstrað, litað gler í útidyrahurðina myndast ævintýraleg stemning í forstofunni þegar sólin skín í gegn.

2. Skuggaljósakróna

Þegar rökkva tekur og ljósin eru tendruð birtast skemmtilegar skuggamyndir sem umturna stemningunni í herberginu.

2

3. Borðstofurólusett

Hér er ævintýraleg útfærsla á borðstofusetti sem gleður jafnt börn sem fullorðna og setur aldeilis svip á rýmið.

4. Innirennibraut Einnig til í rauðu

CHARLEEN frá Habitat 3ja sæta sófi 196.000 kr. Stóll 99.200 kr.

sófadagar öllum 20% afsláttur af sófum í júní BENOÎT frá Ethnicraft 3ja sæta sófi 176.000 kr. 2ja sæta sófi 135.200 kr. Stóll 92.000 kr.

Leikglaðir og skilningsríkir foreldrar ættu náttúrlega að hugsa fyrir því að setja upp rennibraut meðfram stiga milli hæða þegar nýbyggingar eru hannaðar. Þannig ættu orkumikil börn að geta fengið útrás fyrir hreyfiþörfina – og fullorðnir líka.

5. Innitrjákofi

3

Ekki státa allir garðeigendur af nógu stórum trjám til þess að geta byggt trjáhýsi. Það þarf hins vegar ekki að stoppa neinn í því að láta þennan bernskudraum rætast því hér er útfærsla á skemmtilegum innitrjákofa sem breytir barnaherberginu í ævintýraland.

4 6

6. Stigahengirúm

Hér er skemmtileg og ódýr hugmynd um hvernig má gera stigaop öruggt án þess að smíða handrið. Hengirúmi er komið upp á haganlegan hátt og þannig má jafnvel nota rými sem annars nýttist ekki.

5 KYNNING

Antíkbúðin bæði í Hafnarfirði og Kópavogi

Einnig til í grænu

BALTHASAR 3ja sæta sófi 156.000 kr. 2ja sæta sófi 132.000 kr. Stóll 76.000 kr.

Til í fjórum litum

TEkk COmpANy Og HABiTAT kAupTúN 3 Sími 564 4400 vEfvERSLuN á www.TEkk.iS

Antíkmunir eru vinsælir hjá fólki á öllum aldri og því eru antíkbúðir Jónasar nú orðnar tvær. Á dögunum opnaði hann nýja antíkbúð við Hamraborg í Kópavogi og rekur þá eldri áfram við Strandgötu í Hafnarfirði.

Viðskiptin hjá Antíkbúðinni í Hafnarfirði hafa blómstrað á undanförnum árum svo nú hefur önnur búð bæst við í Hamraborginni í Kópavogi. Antíkmunir njóta mikilla vinsælda um þessar mundir hjá ungum sem öldnum.

Ath. Öll birt verð eru afsláttarverð

Jónas Ragnar Halldórsson, antík- og listmunasali, hefur rekið Antíkbúðina í Hafnarfirði í 22 ár. Eftir hrun hefur reksturinn blómstrað og því var ekki um annað að ræða en að færa út kvíarnar opna aðra búð í Kópavogi. Sú er á besta stað, við Hamraborg 5, þar sem áður var rekin bókabúð í fjörutíu ár. Antíkmunir njóta gríðarlegra vinsælda um þessar mundir og eru viðskiptavinir Jónasar fólk á öllum aldri, veitingastaðir, hótel, verslanir og fleiri. „Það eru allir að fara yfir í rómantíkina, eins og gerist alltaf eftir kreppu,“ segir hann. Nú er vinsælt að safna teiknimyndasögum svo töluverð umsvif eru hjá Jónasi

wiLBO frá Habitat 3ja sæta sófi 156.000 kr. 2ja sæta sófi 139.200 kr. Stóll 99.200 kr.

Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18

Það koma nýir munir daglega og maður veit aldrei hvað kemur upp úr næsta kassa

við sölu á Sval og Val. „Það hefur verið mikil sala hjá okkur, auk þess sem við sinnum þjónustu við skiptastjóra dánarbúa og erfingja. Einnig seljum við húsgögn og muni fyrir fólk sem er minnka við sig,“ segir Jónas sem yfirleitt er langt fram á kvöld að taka upp úr kössum. „Það koma nýir munir daglega og maður veit aldrei hvað kemur upp úr næsta kassa.“

En hvers vegna velur Jónas antíkbúðum sínum stað í Kópavogi og Hafnarfirði? „Það munar miklu fyrir viðskiptavinina að þurfa ekki að greiða fyrir bílastæði. Áður var ég með verslun í miðbæ Reykjavíkur en viðskiptin ganga mun betur núna. Við féllum fyrir Kópavogi og ákváðum því að hafa nýju búðina þar.“ Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðunni Antíkbúðin.


30% AFSLÁTTUR

af öllum innréttingum *

í júni og júli!

Nýttu gullið tækifæri og gerðu góð kaup á gæðainnréttingum!

*Tilboðið gildir um allar staðfestar innréttingapantanir frá 1.júní til og með 31.júlí 2014.


44

heimili og hönnun

Helgin 30. maí-1. júní 2014

Svartur er málið

Veisluþjónusta að hætti Jóa Fel –allt fyrir útskriftina!

Fylltar SúkkulaðiSkálar

Svarti liturinn er ráðandi í tískunni innanhúss núna í ár og er hann hinn nýi grái sem verður þó áfram vinsæll. Til að tolla í tískunni er kjörið að mála einn vegg svartan eða setja upp svart veggfóður. Þeir sem vilja ekki ganga alla leið gætu sett upp hvítt og svart veggfóður. Vinsælt núna er líka að setja upp svartar eldhúsinnréttingar með ljósum eða dökkum borðum.

Útskriftarverkefnið komið á markað Útskriftarverkefni Söndru Kristínar Jóhannesdóttur úr Myndlistarskóla Akureyrar í fyrra var ljósið Triton sem nú er komið á markað.

S Brauðtertur

tertur

Snittur

sími: 588 8998

andra Kristín Jóhannesdóttir útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlistarskóla Akureyrar í fyrra. Útskriftarverkefnið var ljósið Triton sem nú er komið á markað. Síðasta ár hefur Sandra þróað ljósið og umbúðirnar enn frekar svo það er nú komið á markað í tveimur stærðum og tveimur litum. Eftir útskriftina hugsaði Sandra sig vel um hvort hún ætti að hella sér út í hönnun af fullum krafti og koma Triton ljósinu á markað og ákvað að láta slag standa. „Það fylgir því mikil vinna og ábyrgð að koma vöru á markað en það hefur gengið vel og viðtökurnar hafa verið góðar,“ segir hún. Í eins manns fyrirtæki er í mörg horn að líta og er Sandra nú önnum kafin við markaðssetningu og að fylgja framleiðslunni eftir. Hugmyndin að Triton ljósinu kviknaði á ferðalagi í útlöndum því Söndru fannst það ókostur að geta ekki keypt hönnunarvörur og flutt með sér heim því oft eru þær í mjög stórum umbúðum. „Triton ljósið er í handhægri flatri tösku og er svokallað einingaljós. Hægt er að taka alla armana af og raða þeim aftur á.“ Ljósið er einfalt í samsetningu og samanstendur af sextán stykkjum af 3mm þykkum pólýhúðuðum örmum úr áli sem mynda hring. Ég lagði mikið upp úr því að ljósið væri eins einfalt og hægt væri.“ Sjálf pússar Sandra Kristín álið og gerir umbúðirnar frá grunni. Þrjú fyrirtæki á Akureyri, Slippurinn, Reykjafell og Pólýhúðun Akureyri, sjá um aðra vinnslu. Á tímabili pældi hún í því að finna íslenskt nafn. „Svo reyndist Triton besta nafnið, alþjóðlegt og gott.“ Nánari upplýsingar um ljósið Triton má nálgast á vefsíðunni karon.is

Ljósið Triton er nú fáanlegt í Epal og hafa viðtökurnar verið góðar. Ljósið myndar skemmtilega skugga þegar rökkva tekur.

Sandra Kristín Jóhannesdóttir, grafískur hönnuður.


30%

afslá ttur af öl lum N ow vöru m!

Kræsingar & kostakjör

ÞÚ FÆRÐ FRÁBÆRU NOW VÖRURNAR HJÁ OKKUR!

30lá% ttur

afs ow N m u l l ö ! af m u r vö

20%

afsláttur af Clipper tei

Isola hafrarjómi 200 ml verð áður 219

Isola haframjólk 1l verð áður 419

179Kr

Tilboðin gilda 29. maí – 1. júní 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

339Kr


46

heimili og hönnun

Helgin 30. maí-1. júní 2014 KYNNING

Traust þjónusta í áttatíu ár Fönix hefur veitt viðskiptavinum sínum trausta og góða þjónustu í áttatíu ár og er elsti starfandi umboðsaðili Nilfisk í heiminum. Nú standa Heimilistækjadagar Gram yfir og er þá veittur tuttugu prósent afsláttur af öllum Gram vörum. Fönix við Hátún í Reykjavík var stofnað fyrir tæpum 80 árum og hefur á þeim tíma skapað sér sess sem traust og farsælt verslunar- og þjónustufyrirtæki fyrir heimilin og atvinnulífið. Fönix er elsti starfandi umboðsaðili Nilfisk í heiminum. „Öflugt samstarf í 70 ár, sem er langur tími,“ segir Sveinn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fönix. Traustar vörur frá Gram Gram er traust merki í heimilislínu Fönix. Kæli- og frystiskáparnir fyrirfinnast á heimilum margra Íslendinga. Í heimilistækjalínunni eru einnig ofnar til innbyggingar, eldavélar, helluborð og uppþvottavélar. Gram ofnarnir eru stílhreinir og uppfylla allar þarfir kröfuhörðustu notenda. Eldavélarnar og helluborðin eru fáanleg með spanhellum eða halogen útfærslu og helluborðin jafnframt í mismunandi breiddum. Uppþvottavélarnar eru fáanlegar með stálklæðningu, hvítri klæðningu eða til innbyggingar. Ryksuga

úr endurvinnanlegu efni. Það nýjasta í heimilisryksugum frá Nilfisk eru Elite og Eco-línan. Níutíu prósent hráefnisins sem notað er til framleiðslunnar er endurvinnanlegt auk þess sem þær eyða mun minna rafmagni en aðrar vélar. „Vattanotkun Eco-línunar er um það bil sextíu prósent en sogaflið um áttatíu og fimm prósent af sambærilegri vél,“ segir Sveinn. Orkusparnaðurinn kemur því bara örlítið niður á afköstunum. Auk þess hafa Hjá Fönix er gott úrval kæli- og frystiskápa frá Gram. Eco-vélarnar frábæra HEPAGram ryksíun og pokarnir eru allir uppúr tauefni sem eyðist í náttþvottavélúrunni. Þessir pokar ryksía arnar eru einnig miklu betur og veita fáanlegar mun minni loftmótstöðu en með stálhefðbundnir pappírspokar,“ klæðnsegir Sveinn. ingu, Heimilistækjadagar Gram hvítri Nú eru Heimilistækjadagar klæðnGram og því veittur tuttugu ingu eða prósent afsláttur af öllum til að vörum frá Gram. setja samNánari upplýsingar má nálgast litaða inná vefnum www.fonix.is. réttingu framan á.

Sniðugar lausnir fyrir lítil rými Mikil umræða hefur verið hér á landi um nauðsyn þess að bjóða upp á litlar íbúðir fyrir litlar fjölskyldur. Fólk hefur brugðið á það ráð að innrétta lítil rými, svo sem bílskúra, en það er hægt að gera mjög skemmtilega og smekklega. Ótrúlegt er hve hægt er að koma miklu fyrir á fáum fermetrum en þar sem það er mögulegt er reynt að nýta lofthæð rýmisins til fullnustu eins og sést á mörgum þeirra mynda sem hér fylgja.

Hér hefur rýmið verið nýtt sem nokkurs konar fataherbergi og geymsla og rúmið haft undir. Lofthæðin er því nýtt til fullnustu. Kosturinn við þessa leið er að ekki þarf að príla upp eða niður stiga á nóttunni líkt of ef rúmið væri uppi á lofti.

Dýnudagar STARLUX OG MEDILINE HEILSURÚM Stærðir:

80 x 200 cm 90 x 200 cm 100 x 200 cm

20% afsláttur

30% afsláttur

120 x 200 cm 140 x 200 cm 160 x 200 cm 180 x 200 cm

20-40% afsláttur

Dýnur og púðar

Eggjabakkadýnur

sniðnir eftir máli eða sniðum. Með eða án áklæðis. Mikið úrval áklæða

mýkja og verma rúmið, þykktir 4-6 cm. Tilvaldar í sumarhúsið, stærðum eða skv. máli ferðabílinn og tjaldvagninn

Yfirdýnur

Svampdýnur

Starlux springdýnur

20%

20%

20%

afsláttur

afsláttur

afsláttur

Mikið úrval af svefnstólum og sófum í stöðluðum

Dýnud

standa

agar

til lok jú

ní.


heimili og hönnun 47

Helgin 30. maí-1. júní 2014

Hér er afar hagkvæm lausn. Stiginn sem liggur upp í svefnloftið er nýttur sem geymslupláss og útfærslan er sérstaklega skemmtileg.

Hér má sjá aðra útfærslu. Pláss undir stiga nýtt sem sjónvarpskrókur.

Hér er lausnin nýtt til að búa til barnaherbergi á svefnlofti. Rýmið undir stiganum og svefnloftinu er nýtt til hins ýtrasta.

Perlur Einstakt uppboð á íslenskum meistaraverkum mánudaginn 2. júní, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg

Jóhannes S. Kjarval

Verkin verða sýnd föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 Hér hefur rými verið skipt upp á haganlegan hátt og búið til lítið svefnloft sem einungis er á þakgluggi. Veggurinn sem skilur svefnloftið frá aðalrýminu nær ekki alveg upp í loft og stækkar þannig rýmið og eykur loftflæði. Hér eru bókahillur settar ofarlega á vegginn en stigi hafður við hendina svo hægt sé að grípa í bók.

Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is

Aðalstræti 10, Reykjavík Hönnunarsafn Íslands, Garðatorg 1, Garðabær 517 7797 — kraum@kraum.is Kíkið á Kraum á Facebook

Opnunartímar September — Maí 9:00 — 18:00 vikudaga 10:00 — 17:00 laugardaga 12:00 — 17:00 sunnudaga


48 

ferðalög

Helgin 30. maí-1. júní 2014

Flugvélamatur Flestir þurFa eitthvað í gogginn

Hvað kostar maturinn um borð? Hinn klassíski flugvélamatur er sjaldséður um borð í vélunum sem fljúga frá Keflavík. Verðlagning á samlokunum og drykkjunum sem nú eru í boði eru hjá flugfélögunum er mjög misjöfn.

þ

að tekur sjaldnast minna en þrjá tíma að fljúga héðan til útlanda og þeir sem ekki borða í flugstöðinni fyrir brottför þurfa líklega á einhverri næringu að halda í háloftunum. Það getur líka verið skynsamlegt að fá sér í svanginn um borð því það er ekki alltaf hlaupið að því að finna matarbita stuttu eftir lendingu.

Flestir kaupa eitthvað Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is

Samkvæmt lesendakönnun Túrista sögðust aðeins níu prósent svarenda aldrei fá sér vott né þurrt í flugi. Þúsund svör fengust í könnuninni og hún því ágætis vísbending um að yfirgnæfandi meirihluti íslenskra flugfarþega fái sér einhverja hressingu á leiðinni til og frá landinu. Flestir sennilega til að seðja sárasta hungrið en sennilega er óhætt að fullyrða að margir kaupi sér eitthvað aðeins til að drepa tímann.

VATNSH ELDAR TÖSKUR OG SJÓPOKAR

ma rga r gerði r, stærði r o g l iti r Hjá easyJet borga farþegar fyrir allar veitingar líkt og tíðkast hjá lággjaldaflugfélögunum. Mynd easyJet

Duffle

Tafla flugvélamatur

Næstum allir rukka aukalega Big Zip

Rack-Pack

Moto dry bag PS 10 PD 350 X-tremer

Sölustaðir: Ellingsen Útilíf Smáralind og Glæsibæ

PD 350

í húsi Hirzlunnar, Smiðsbúð 6, Garðabæ, sími: 564 5040

Sá tími er nærri liðinn að maturinn sé innifalinn í miðaverðinu, alla vega á ódýrasta farrými. Stundum fá börnin þó ókeypis barnabox með mat og drykk og þeir fullorðnu samlokur. Hjá sumum flugfélögum fylgja óáfengir drykkir með í kaupunum á meðan aðrir rukka fyrir allt. Það á til dæmis við flest lággjaldaflugfélögin sem hingað fljúga. Fjögurra manna fjölskylda borgar því að lágmarki tæpar fjögur þúsund krónur fyrir samloku og vatnsflösku handa hverjum og einum. Eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan er verðlagning á matseðlum flugfélaganna mjög misjöfn. Verðin voru fundin á heimasíðu flugfélaganna og stuðst var við gengi dagsins þegar verð erlendu

flugfélaganna voru umreiknuð í krónur.

Flugfélag

Vatn/gos

Kaffi

Samloka

Bjór

Icelandair

Innifalið

Innifalið

900 kr.

700 kr.

Wow Air

250 kr.

350 kr.

690 kr.

650 kr.

Airberlin

Innifalið

Innifalið

Innifalið

700 til 800 kr.

Delta

Innifalið

Innifalið

1015 kr.

677 kr.

Easy Jet

384 kr.

462 kr.

846 kr.

770 kr.

Flybe

264 kr.

472 kr.

755 kr.

755 kr.

FlyNiki

Innifalið

Innifalið

Innifalið

700 til 800 kr.

German Wings

461 kr.

385 kr.

600 kr.

461 kr.

Lufthansa

Innifalið

Innifalið

Innifalið

Innifalið

Norwegian

461 kr.

461 kr.

1077 kr.

770 kr.

Primera Air

250 kr.

400 kr.

700 kr.

650 kr.

SAS

461 kr.

Innifalið

923 kr.

770 kr.

Transavia

383 kr.

422 kr.

767 kr.

575 kr.

KYNNING

þ

Girnileg grillveisla án fyrirhafnar

að þarf ekki að vera mikið mál að halda dýrðarinnar grillveislu. Hjá Kjötkompaníinu er boðið upp á grillveislu með öllu tilheyrandi og það eina sem gestgjafinn þarf að gera er að tendra upp í grillinu og skella kjötinu á. Með grillveislupakka Kjötkompanís fylgja tvenns konar kartöflusalöt, ferskt salat, sósa og hægt er að velja um nokkrar tegundir af lambakjöti og nautakjöti eða grísahnakka. „Við græjum matarboðið frá A til Ö og erum með kjötið, sósuna, meðlætið og jafnvel forréttinn og eftirréttinn líka,“ segir Jón Örn Stefánsson, matreiðslumaður og eigandi Kjötkompanís. Hjá Kjötkompaníi er einnig veisluþjónusta og hafa smáréttirnir og grillspjótin gjörsamlega slegið í gegn. „Allt kjötið hjá okkur er í hæsta gæðaflokki. Þegar kemur að nautakjöti, þá á fólk almennt að spyrja kjötkaupmanninn að því hvað kjötið sé vel hangið. Svarið sem þú átt að fá að heyra er 24 til 30 dagar, það getur þú stólað á hjá okkur,“ segir Jón Örn. Ráðlegt er að panta grillveislu með eins dags fyrirvara, hið minnsta. Nánari upplýsingar má nálgast á vefnum kjotkompani.is og á Facebook-síðunni Kjötkompaní. Verslunin er að Dalshrauni 13, í Hafnarfirði.

Allt kjötið hjá Kjötkompaníi er í hæsta gæðaflokki.

Jón Örn Stefánsson, matreiðslumaður hjá Kjötkompaníinu. „Við græjum matarboðið frá A til Ö og erum með kjötið, sósuna, meðlætið og jafnvel forréttinn og eftirréttinn líka,“ segir hann.


// DALE CARNEGIE FYRIR 10-12 ÁRA OG 13-15 ÁRA. VILT ÞÚ...

// KYNNINGARFUNDUR Mánudaginn 2. júní.

// hafa meira sjálfstraust?

Fundurinn hefst kl. 18:30 - 19:15, foreldrar mæta með á fundinn.

// vera jákvæðari?

Ármúli 11, þriðja hæð.

// að þér líði betur?

// NÁMSKEIÐ FYRIR 10 - 12 ÁRA Námskeið hefst 18. júní og er kennt á virkum dögum kl. 9:00 - 13:00.

// eiga auðveldara með að kynnast fólki?

Námskeið hefst 6. ágúst og er kennt á virkum dögum kl. 9:00 - 13:00.

// eiga auðveldara með að halda fyrirlestra?

// NÁMSKEIÐ FYRIR 13 - 15 ÁRA Námskeið hefst 3. júní og er kennt tvisvar í viku í fjórar vikur.

// hafa meiri trú á þér og þínum hæfileikum?

Námskeið hefst 6. ágúst og er kennt á virkum dögum kl. 9:00 - 13:00.

// Skráning í síma 555 7080

Kíktu á naestakynslod.is og sjáðu hvað aðrir þátttakendur höfðu að segja um þjálfunina. WWW.NAESTAKYNSLOD.IS


50

frítíminn

Helgin 30. maí­1. júní 2014

Anatómía hjólsins Hjól er ekki bara hjól. Þau koma í ýmsum útgáfum en í grunninn eru þau byggð eins upp og það er gott að kunna vel á hjólið sitt. Vita hvað allt heitir og hvernig það snýr. Ef þú vilt eignast betra hjól en ert ekki til í að kaupa þér nýtt getur verið upplagt að kaupa bara betri hluti á hjólið, léttari gjarðir, grófari dekk, þægilegri hnakk og þá er ekki verra að vera með anatómíu hjólsins á tæru.

Stýri

Handföng

Hnakkur

Bremsuhandfang

Sætisstöng

Dekk

Gírskiptir

Stell

Stýrisstammi

Afturkrans

Gaffall

Vatnsflöskufestingar

Pedalar Framskiptir

Gjörð Afturskiptir

Hjálmur Þú ferð ekkert án hjálms, hann er skylda. Veldu góðan hjálm sem passar og ver þig vel. Útlitið skiptir litlu, það eru allir bjána­ legir með hjóla­ hjálm.

Sveifasett Diskabremsa

Keðja Flöskuhaldari Það er nauðsynlegt að súpa vel á hjólinu og léttur og góður flöskuhaldari er nauðsynlegur

Nauðsynlegir aukahlutir

Keðjuolía Þú verður að þrífa og smyrja keðjuna reglulega, punktur.

GOLD PLATED THE FSR EPIC - THE ONLY FULL-SUSPENSION XC BIKE TO WIN OLYMPIC GOLD AND MULTIPLE WORLD CHAMPIONSHIP GOLD MEDALS GOLD STANDARD REDEFINED. SPECIALIZED.COM

SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS

KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164

Teinar Bremsudiskur

Auka slanga Hafðu með þér slöngu á lengri ferðum. Þú ert miklu fljótari að skipta um slöngu en að gera við gat.

Hjólapumpa Góð hjóla­ pumpa með þrýstingsmæli er nauðsyn. Leyfilegur hámarksþrýstingur stendur á dekkinu en það er gott að kynna sér hvaða þrýstingur hæfir hvaða aðstæðum og hjólatýpum.

Hjólaðu um landið þitt Núna eru allir búnir að hjóla í vinnuna, komnir með hjólabakteríuna á háu stigi og vilja kynnast einhverju öðru en sömu lúnu leiðinni í vinnuna. Það eru margar skemmtilegar hjólaleiðir innan og rétt utan borgarmarkana. Allir frábæru hjólastígarnir hringinn í kringum Reykjavík, Öskjuhlíðin og Heiðmörkin svo fátt eitt sé nefnt. En Ísland hefur upp á meira að bjóða, miklu meira. Hingað kemur árlega fjöldinn allur af erlendum ferðamönnum eingöngu til þess að njóta Íslands á hjóli. Það eru fullt af skemmtilegum leiðum sem hægt er að velja úr. Ómar Smári Kristinsson er höfundur þriggja bóka sem eru sniðugar til þess að finna hentugar leiðir til að hjóla um landið okkar. Ómarhjólaði af mikilli elju um Vestfirðina í fyrstu bókinni, Vesturland í þeirri annarri og Suðvesturlandið í þeirri þriðju. Leiðirnar sem sýndar eru í bókunum eru allt dagleiðir sem hægt

Berserkjahraun Km: 37 Tími: Hálf dagleið Malbik: 9 km Hentar illa götuhjólum: 7.5 km Illfært öllum hjólum: 0 km 2% halli og minna: 23 km 2-5% halli: 11,5 km 5-10% halli: 2 km 10% halli eða meira: 0,5 km Mesta hækkun: 95m Drykkjarvatn: Nóg

er að hjóla í hring og með þeim eru greinargóðar lýsingar, kort, myndir, hæðarmælingar, gps-punktar

og svo gott sem allt sem þarf til að komast leiðar sinnar. Svo er bara að drífa sig af stað. -tj


V Milwaukee bíllinn verður með kynningar á Íslandi dagana 27. maí til 11. júní. Fylgstu með í blöðum og sjónvarpi hvenær bíllinn verður nálagt þér. Komdu og prófaðu Nýjustu tækin.

2 Reiðhjól í vinning! Allir sem kaupa Milwaukee vél fara í pottinn. Dregið verður þann 11. júní 2014

Sérfræðingarnir frá Milwaukee verða í verslun okkar í Síðumúla 11 daginn 3. júní. ðju Þri Grill og Gos frá kl. 11.00

i!

tt æ r d

pp

Ha

TILBOÐ

TILBOÐ

KR. 199.900,-

KR. 169.900,r

r

löðu

ðu 3 Rafhlö

fh 3 Ra

TILBOÐ

KR. 99.900,-

MS 216SB + MSL1000 Geirungssög með borði

MONSTERSETT M18 PP6D-402B

Höggborvél, Sverðsög, Hjólsög, Stingsög, Höggskrúfvél, Vinnuljós, 3 x 4,0 Ah Red Li-Ion Rafhlöður, Hleðslutæki (60 min.), Verkfærataska. MW 4933 4474 00

13mm. Patróna Afl: 60 Nm Hraðar Sn/mín: 0-400/0-1500 Sn/mín. 2x3,0 Ah REDLitium rafhlöður Hleðslutæki og taska. MW 4933 4471 20

TILBOÐ

KR. 49.900,-

Höggborvél, Sverðsög, Höggskrúfvél, Hjólsög, Slípirokkur, Vinnuljós, 3 x 4,0 Ah Red Li-Ion Rafhlöður, M12 -18C hleðslutæki (80 min.), Verkfærataska. MW 4933 4469 35

MW 4933 4193 00 + MW 4933 4289 70

M12 BPD-402C Höggborvél

M18 BPD-302C Höggborvél

OFURSETT M18 CPP6A-402B

216mm geirungssög með Sögun 270 60mm Borðlengd: 1,08m - 2,08m

M12 CPD-402C Höggborvél

10mm Patr Patróna Afl: 38 Nm. Hraðar Sn/mín: 0-400/0-1500 Sn/mín. 2 x M12 4.0 Ah rafhlöður, REDLithium rafhlöður Hleðslutæki, handfang, beltishanki og taska.

TILBOÐ

MW 4933 4419 35

SLÍPIROKKUR AG 750-125

Mótor: 750 W Skífur: 125mm Sn/mín: 10.000 Þyngd: 1,8 Kg mw 4933 4191 80

TILBOÐ

KR. 7.900,-

Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899. Tölvupóstfang: vfs@vfs.is Heimasíða: www.vfs.is

KR. 36.900,-

13mm Patróna Afl: 44 Nm Hraðar Sn/mín: 0-450/0-1700 2 x M12 4.0 Ah REDLithium rafhlöður, Hleðslutæki, handfang, beltishanki og taska. MW 4933 4403 75

SLÍPIROKKUR AG 10-125

Mótor: 1000W Skífur: 125mm Sn/mín: 11.000 Þyngd: 2,1 Kg mw 4933 4403 30

TILBOÐ

KR. 49.900,-

M12 4.0 Ah Rafhlaða

Við kaup á 12 volta vélum veitist sérstakt tilboðsverð á rafhlöðum. Rétt verð Kr. 23.900,MW 4932 4300 65

TILBOÐ

KR. 11.900,Öll verð eru með Vsk. Verðin gilda til 11. júní 2014 Með fyrirvara um myndbrengl og prentvillur. eða á meðan birgðir endast.

Aðeins Kr. 7.500,-


áltíð fyrir

52

matur & vín

Helgin 30. maí-1. júní 2014

 vín vikunnar

Vín úr þurrkuðum þrúgum Appassimento er nafn á ævafornri ítalskri víngerðaraðferð þar sem þrúgurnar eru þurrkaðar áður en þær eru notaðar. Þrúgurnar eru þurrkaðar í um 4 mánuði. Þessar þurrkuðu þrúgur eru svo í fyrstu atrennu notaðar til að gera Amarone-vín sem fyrir vikið eru mjög þroskuð sýrulítil vín með mikilli fyllingu og háu alkóhólmagni, oft meira en 15%. Þegar þrúgurnar eru svo pressaðar í annað sinn og blandað í Valpolicellavín verður til Ripasso-vín. Ripasso-vínum svipar einmitt til vína sem nota appassimento í nafni og þú getur gengið að því vísu að hluti þrúgnanna í appassimento-víninu hafi verið þurrkaður. Svoleiðis vín koma ekki endilega bara frá Valpolicellasvæðinu á Norður-Ítalíu. Þessi tegund vína hefur verið að slá í gegn hjá frændum okkar í Skandinavíu enda er hægt að gera verulega góð kaup í þessum vínum, ekki síst í kassavínum. Þau eru yfirleitt kröftug, alkóhólrík og með töluverða fyllingu og jafnvel rúsínukeim. Vín vikunnar er engin undantekning. Þar er ágætis fylling með plómum, smá súkkulaði og rúsínukeim. Þetta er vín til að drekka með kjöti, kraftmiklu kjöti og villibráð. Það sómir sér líka vel með bragðsterkum harðostum. Casa Vinironia Appassimento Edizione Oro Gerð: Rauðvín Uppruni: Ítalía, 2012

Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson

Styrkleiki: 14,5%

ritstjorn@frettatiminn.is

Verð í Vínbúðunum: kr. 2.498

4

+

1 flaska af 2L

Gyllta glasið veitt í tíunda sinn Keppnin um Gyllta glasið 2014 var haldin í 10 sinn undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands í síðustu viku. Í ár, líkt og í fyrra, kepptu vín í verðflokknum frá 2.490 kr. til 3.500 kr. Víninnflytjendur völdu vín til keppninnar og máttu þau koma frá öllum heiminum. Þátttakan var frábær og alls tóku 113 vín þátt í keppninni frá 11 innflytjendum.

D

ómnefndina skipuðu 30 þekktir vínsérfræðingar, vínbirgjar, reyndir vínáhugamenn innan veitingageirans og kennarar við Hótel og veitingaskóla Íslands. Að sögn Ölbu

E. H. Hough, yfirdómara keppninnar og margfalds Íslandsmeistara vínþjóna, tókst mjög vel til í ár við smökkunina. „Við vorum virkilega ánægð með hvernig gekk. Þetta er mest krefjandi

blindsmökkun sem fram fer á Íslandi. Smakkið fer alltaf stækkandi ár frá ári og við viljum verðlauna vín á þessu verðbili því þau fá því miður takmarkaða athygli neytenda. Langmest er keypt af vínum undir 2.000 kr. og ef fólk vill gera vel við sig er farið yfir 3.500 kr. en það vill gleymast að það eru mörg hágæðavín á þessu verðbili og bara með því að bæta við nokkur hundruð krónum geta Íslendingar breytt því hvernig þeir njóta matar og víns í framtíðinni.“

Verðlaunavín Gyllta glasins Hvítvín Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Verð aðeins Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero

1990,-

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Rauðvín

Trivento Golden Reseve Chardonnay

Pfaffenheim Gewurztraminer

Peter Lehmann Portrait Shiraz

Ár: 2013 Verð: 2.999 kr.

Ár: 2012 Verð: 2.650 kr.

Ár: 2012 Verð: 2.599 kr.

Villa Maria Organic Cellar Sauvignon Blanc Ár: 2012 Verð: 3.188 kr.

Villa Maria Organic Private Bin Sauvignon Blanc Ár: 2012 Verð: 2.999 kr.

Carmenn Gran Reserva Cabernet Sauvignon Ár: 2010 Verð: 2.999 kr.

Windham Bin 555 Shiraz

Vicar´s Choice Pinot Gris

Willm Riesling Reserve

Ár: 2013 Verð: 2.499 kr.

Ár: 2013 Verð: 2.499 kr.

Ár: 2012 Verð: 2.599 kr.

Alphart Neuburger Hausber

Rosemount Shiraz

Ár: 2013 Verð: 2.599 kr.

Ár: 2012 Verð: 2.650 kr.

Tiki Estate Sauvignon Blanc Ár: 2011 Verð: 2.698 kr.

Föstudagspizzan Pizza kjötelskandans

er bökuð úr Kornax brauðhveitinu Tommasi Le Rosse Pinot Grigio

Torres Gran Vina Sol Chardonnay

Altano Reserva Quinta do Ataide

Ár: 2013 Verð: 2.499 kr.

Verð: 2.549 kr.

Ár: 2009 Verð: 3.496 kr.


matur & vín 53

Helgin 30. maí-1. júní 2014

Tex-Mex tortilla pítsa með kjúklingi og klettasalati

T

helma Þorbergsdóttir matarbloggari lumar á fjölda góðra uppskrifta. Þessa gómsætu pítsuuppskrift er að finna á síðunni Gott í matinn og er hún fyrir sex manns. Þessi uppskrift er svo einföld og fljótleg og þið munið slá í gegn í matarboðinu með því að bjóða upp á þessa skemmtilega öðruvísi pítsu. 6 stórar tortillakökur 4 kjúklingabringur 1 hvítlauksgeiri 1 bréf af enchilada kryddblöndu 1 poki pítsaostur rifinn 1 dós salsa sósa 1 rauðlaukur 6 tómatar

Poki klettasalat eða annað salat 1 flaska 10% sýrður rjómi

Aðferð Setjið smá ólífuolíu á pönnu og hitið, skerið kjúklingabringurnar í mjóa strimla og steikið. Þegar kjúklingurinn er alveg að verða tilbúinn raspið þá saman við 1 stk. hvítlauksgeira og steikið alveg. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn setjið þá enchilada kryddblönduna saman við kjúklinginn ásamt smá vatni (ath leiðbeiningar á bréfi). Setjið tortillakökurnar inn í ofn og hitið á um 200 gráðu hita, hitið þær báðum megin í örskamma stund. Takið tortillurnar út og setjið salsa sósu á hverja köku fyrir sig og dreifið vel úr henni.

& Luigi Carola ma se in Anton R orr i 14 og 7 år hoigsiKn Carola & KokkerLu a Anton Rinsemí 14 og 7 ár Kokkar hjá Kn

Vínin eru blindsmökkuð yfir 2 daga og er óhætt að segja að dómnefndin hafði nóg að gera við að dæma vínin eftir Parkerskalanum sem er þróaður af þekktasta og virtasta vínsmakkara heims, Robert Parker. Að lokum stóðu 10 hvítvín og 10 rauðvín uppi sem sigurvegarar og hlutu Gyllta glasið 2014 og fá sérmerkingu í Vínbúðunum með merki Gyllta glassins.

Raðið kjúklingnum á tortillurnar og setjið pítsaost yfir og setjið inn í ofn. Takið tortillurnar út þegar osturinn hefur náð að bráðna alveg. Skerið rauðlauk og tómata niður og setjið ofan á ostinn. Setjið því næst klettasalatið yfir pítsuna ásamt rjómaosti. Það sem toppar þessa pítsu algjörlega er guacamole og því ætla ég að deila með ykkur einfaldri uppskrift af því.

Ár: 2009 Verð: 3.199 kr.

Skerið avacadoið í tvennt, losið steininn og skafið innan úr þeim með skeið. Ef avacadoið er vel þroskað er stundum nóg að stappa það bara vel en ég notast yfirleitt alltaf við matvinnsluvél. Ef þið viljið hafa það vel gróft mæli ég með því að þið stappið það. Setjið avacadoið í matvinnsluvél ásamt tómötunum, hvítlauksgeiranum og safa úr einni sítrónu. Maukið þar til allt hefur blandast vel saman og komin er mjúk og fín áferð á blönduna. Setjið blönduna í skál, skerið rauðlaukinn smátt niður og blandið saman við ásamt smá (handfylli) af kóríander. Saltið og piprið að vild. www.gottimatinn.is

KVÖLDMAT? Hvað eigum við að hafa í

2 stk avacado, vel þroskuð Safi úr 1 stk sítrónu 3 stk tómatar 1 stk hvítlauksgeiri ½ rauðlaukur Kóríander Salt og pipar

Snilldar sÓsur - enn BETRI

orr

GÓMSÆT

NÝJUNG R JÚKLINGU K R A IP P FYLLTUR PUM OG SPÍNATI MEÐ SVEP R ÐU AÐ:

haltu útur og r í 12 mín gakjötið. a rn u fl ö lin art Eldaðu k kerðu vasa í kjúk ar og komdu n. S ip heitum. með salti og p ð var í kjúklingin ál. ri u tn Kryddað fyrir þar sem sko nstöngli eða kjö inum eð tan st m o : ið 4 p . o k IR rir T F YR gðu á dis ættu við Lokaðu fy UPPSKRIF n og leg B ur júklingin g lauk á pönnu. inn aftur gabring k u ð a n 4 kjúklin cheddar ostur g io Brú lin p k p e jú k sv r u an tu tt 2 sneiða ppir Léttsteik m hvítlauk og se iparsósunni sam a í 5-8 e p ð u sv ó rr ð sj o g u n 0 u ss K 5 tt t 2 u pre Lá . kt spína na. Hrærð nu heitu önnuna. 500g fers sgeiri á pönnu og bættu út á p frá og haltu kjöti k u lk n la . ít n jó in v a g m h 1 klin við u vel sam um. kur Taktu kjú blandað fl 1 lítill lau iparsósa mínútur. suna og ð soðnum kartö P só í rr ð o ti n a K e ín 1 m sp u m a tt fr e S lk klinginn 3 dl mjó Berðu kjú : Meðlæti öflur 500g kart

S V ON A F E

Peter Lehmann Futures Shiraz

Aðferð

Villa Maria Syrah Private Bin Hawkes Bay Ár: 2011 Verð: 3.089 kr.

Tenuta Sant´Antonio Monti Garbi Ripasso Ár: 2011 Verð: 2.999 kr.

ELETTUR LÚXUS-KÓT METI MEÐ GRÆN SÓSU OG BRÚNNI

ÐU AÐ: altu útur og h ar í 12 mín á pönnu eða rn u fl ö rt Eldaðu ka iktu kóteletturnar . Nuddaðu e T F YRIR 4: heitum. St ínútur á hvorri hlið smarín UPPSKRIFínakótelettur ró m k, -5 4 au í sv tl r lli ví ri ra h g ar 4 stó og salti, blöndu af alaður pip þær með t), möluðum pipar salt og m geirar át sm ð ks ri au ko tl (s rskir 2 hví k) í eitu. sprotar, fe ð í 2 cm st og haltu h 6 rósmarín baunir, frosnar pas (skori rnu rósmarín. as g o r ir la n lit 400g Settu bau g bættu við fínsko við eplasafa kur aspas o 250g fers n sósa pönnuna nu sósuna saman rú b rú 1 Knorr Hrærðu b t í. erðu ú lasafi B p u r. e tt l tu d æ ú 3 b ín g o ast í 2 m um. 500g kartöflur nmetið eld um kartöfl Láttu græ ar fram með soðn rn kótelettu

S V ON A F E R

Gérard Bertrand Grand Terroir Tautavel Ár: 2012 Verð: 2.999 kr.

Le Soleilla Petit Mars Ár: 2012 Verð: 2.740 kr.

FLEIRI UPPSKRIFTIR MÁ FINNA Á KNORR.IS


tíska

Helgin 30. maí-1. júní 2014

Skálmar og Skór

gallabuxur

Skór og buxur fara saman eins og mjólk og súkkulaðikaka. ágæt í sundur en himneskt þegar parað saman. Þess vegna er nauðsynlegt að vera í réttum skóm við mismunandi buxur. Sérstaklega á sumrin þegar fjölbreytnin á að ráða ríkjum, allt frá stuttbuxum yfir í jakkaföt. Sokkarnir eru svo annar handleggur.

klassískir strigaskór. Þeir búa þá ekki til eins og í gamla daga en þessir komast ansi nærri því. ralph lauren skór á 16.980 krónur í Herragarðinum.

Ljósmyndir/Haraldur Jónasson

54

retro strigaskór eins og þessir New Balance fara sérlega vel með bláum gallabuxum. Fást í Sautján og kosta 18.995 krónur. Par af Chuck Taylor all star strigaskóm frá Converse. Hvort sem þeir eru háir eða lágir, þeir passa alltaf við góðar gallabuxur. Til í öllum litum. Fást meðal annars í Deres og kosta 13.995 krónur.

ALVEG EINSTAKUR

Jerry Seinfeld gekk nær eingöngu í uppháum strigaskóm og gallabuxum allan tímann sem Seinfeld þættirnir voru í sýningu. Þetta eru fyrstu air Jordan körfuboltaskórnir. Þá má finna á intervefnum fyrir útlendan gjaldeyri.

kamel brúnir rússkinnsskór frá sjeffanum. Bossbúðin krónur 69.980.

Jakkaföt

Teg DECO HONEY stærðir 36-38 D,DD,E,F,FF,G skálar á kr. 9.980,-

Tvítóna leður og striga wing tips Paul Smith skór fást í kúltúr menn og kosta 55.995 krónur.

OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

Bláir wingtips frá Paul Smith setja punktinn yfir i-ið þegar jakkafötin verða ekki umflúin. 53.995 krónur í kúltúr menn í kringlunni.

Stundum er tími til að sýna smá ökkla en ekki alltaf. Þessir lloydskór eru fyrir seinni kostinn. léttir hálfháir leðurskór sem kosta 34.980 í Herragarðinum.

Stuttbuxur

Tunika + bolur kr 7.900

reimaðir Vans. Það er ekkert jafn sumarlegt og þessir skór. Fást í óteljandi litum. 12.995 krónur, meðal annars í Smash.

Bátaskór. Nauðsynlegir með flottum stuttbuxum. Þessir koma úr Timberland búðinni og kosta 21.990 krónur með skatti. gott að sletta smá sjó á skóna til að fá á þá rétta saltlúkkið.

léttir sumarskór. Blanda af kínaskó og spænskum espadrillum sem fást á 7.990 krónur í Jack og Jones.

til í mörgum litum

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

reimaðir Diesel tuskuskór. Enga sokka með þessum takk. Fást í Urban í kringlunni á 15.995 krónur.


tíska 55

Helgin 30. maí-1. júní 2014

Chinos

Flottar buxur Brúnir skór og bláar gallabuxur eru svo gott teymi að það þarf prest til að skilja parið að. Leðurmokkasínur úr skór.is fást gegn því að mæta í pari af bláum og með 16.995 krónur í vasanum.

Verð 13.900 kr. 7/8 sídd Stærð 34 - 48

Lófer skór. Tvær, þrjár brettur á pastellitaðar chinos og góður lófer. Sokkar eru frjálst val. 21.990 krónur í Timberland búðinni.

Kakíbuxur á 11.900 kr.

Stærð 34 - 44 2 litir: ljóssand og sterkbleikt.

Jarðlita buxur – búrgúndí rauðir rússkinnsskór með ljósum botni. Fást í Sautján á 14.995 krónur.

Óreimaðir strigaskór passa jafn vel við sundbuxur og chinos. Þessir fást í Kaupfélaginu fyrir 17.995 krónur.

12.990 kr. 10.392 kr.

12.990 kr. 10.392 kr.

Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 10-15

9.990 kr. 7.992 kr.

við

ó k s m elsku 5.990 kr. 4.792 kr.

SUMARDAGAR SUMARDAGAR

12.990 kr. 10.392 kr.

17.990 kr. 14.392 kr. Snake leather

ALLIR DÖMUSKÓR Á 9.990 kr. 7.992 kr.

20% AFSLÆTTI UM HELGINA VERTU VELKOMIN TIL OKKAR Í SMÁRALIND FULLT AF FLOTTUM DÖMUSKÓM FYRIR ÞIG :)

VELKOMIN Í Skoðið úrvalið á bata.is

SMÁRALIND

17.990 kr. 14.392 kr. Snake leather

Vertu vinur á


56

heilsa

Helgin 30. maí-1. júní 2014

heilsa

54 Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014 Vísindar annsókn Glúteinóþol í r aun ekki til nema hjá CeliaC-sjúklinGum

Glútenóþol stórlega ofmetið

 HEILSA MIKILVÆGT ER AÐ HUGA AÐ NESTINU

Nýjar rannsóknir benda til þess að glúteinóþol sé í raun ekki til hjá þeim sem ekki þjást af Celiac-sjúkdómi. Þátttakendur í rannsókn sögðust finna fyrir óþægindum sem þeir tengdu við glúteinneyslu þótt þeir fengu óafvitandi glúteinlaust fæði

í

nýrri, vísindalegri rannsókn sem gerð var í Monash háskólanum í Ástralíu, kom í ljós að þeir sem segjast þjást af glútenóþoli (ekki Celiac-sjúkdómi) eru alls ekkert viðkvæmari fyrir glúteni an aðrir. Glúten er eggjahvítuefni sem er að finna í hveiti, rúgi, korni og höfrum. Niðurstöður rannsóknar-

VERTU

innar voru birtar í ritrýndu vísindariti, Gastroenterology. Forsagan er þessi: Árið 2011 gerði Peter Gibson, prófessor hjá Monash háskólanum, litla, en vísindalega, rannsókn sem benti til þess að glútein geti valdið meltingaróþægindum hjá fólki sem ekki hefur verið greint með Celiac-sjúkdóminn, sem

VAKANDI!

93% þolenda þekkja þann sem beitir þá kynferðislegu ofbeldi!

blattafram.is

VERNDARI BARNA Í 10 ÁR

Nesti á fjöllum Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir gengur vikulega á fjöll og leggur mikið upp úr heilnæmri fæðu. Kolbrún bakar gjarnan hrökkkex fyrir gönguferðir og tekur með sér steinefnaríkan grænan drykk til að vega upp á móti steinefnatapi við að svitna. Hún bendir á að skyndimatur á borð við þurrkaða ávexti er ekki til að narta í alla gönguna heldur til að fá auka orku þegar á þarf að halda.

É

TILL AGA A Ð DAGSPL ANI Í LENGR I FER ÐUM

MORGUNMATUR: A. Kornflögur (hafrar, bókhveiti, hirsi og quinoaflögur) + fræ (chia, hamp, sólblóma, graskers- og sesamfræ) + kanilduft + smá hollt salt + smá þurrkaðir ávextir fyrir þá sem vilja. Fjallagrös ef þið finnið. B. Chiagrautur einn og sér með fræjum. C. Brauð með hollu áleggi. Te eða kaffi fyrir þá sem það drekka. Hádegismatur: A. Hrökkkex (heimabakað) + tahini/ hnetusmjör/sardínur í dós. Söl í eftirrétt. B. Lifrarpylsa eða flatkaka með hangikjöti.

orðnar hluti af lífsstíl hennar. „Fólk þarf súrefni og það eru fáar leiðir betri til að fá súrefni og tengjast náttúrunni. Við þurfum líka á því að halda að afrafmagna okkur og í hverri gönguferð leggst ég á jörðina því mér finnst SNARL: það virka best. Þannig jarðtengir Hnetur, fræ, hrökkkex, söl, súkkulþú þig alveg,“ segir hún. aði (70-100%) og þurrkaðir ávextir. Kolbrún er meðvituð um að Kolbrún Björnslíkaminn þarf góða næringu tilogaðað glúteinið í brauði orsaki alls ekki Það virðist sem brauð sé ekki hinn mikli skaðvaldur sem haldið hefur verið fram dóttir grasalæknir klífa fjöll og á dögunum hélt hún KVÖLDMATUR: meltingaróþægindi. MYND/GETTY fer vikulega í fyrirlestur fyrir göngufélaga sína Chiafræ/þurrkað kjöt/harðfiskur fjallgöngur og er þekktur sjúkdómur sem orsakast einkennum og hvort þaðog gæti rannsakað nákvæmí gönguhópnum „Vesen ver-ver- var+ jafnframt söl + grænar jurtir + þurrkað vandar valið þegar af ævilöngu, alvarlegu óþoli gegn ið annar sökudólgur en glúteinið. lega. gangur“ um fæði í fjallaferðum. grænmeti + krydd + vatn. Allt hitað í setur saman á Í stuttu máli kom í ljós að enginn glúteni, sem veldurhún skemmdum Hann gerði því mjög ítarlega rannÍ dagsferðir, ekki síður en lengri smá stund og kryddað eftir vild. Má nestið. Mynd/Hari þarmaveggjum. sókn sem 37 munur var á líðan fólks eftir því á ferðir,þar þarf að hann huga rannsakaði vel að nesti og svo steikja sér brauð með þessu. Mikil aukning er á sölu glútein- manns semað sjálfir greint mikilvægt hafahöfðu með sér matsig hvaða mataræði það var. Allir þrír lausra matvæla og sagðist þriðj- með Þeir fengu þrenns hóparnir skýrðu frá viðlíka einkennsemglúteinóþol. gefur líkamanum prótein, DRYKKIR: um í jöfnum mæli, magaverkur, uppungur fólks í einni könnun gjarnan konar fæðu: meðauk háuþess glúteininnikolvetni og fitu, að vera Vatn og jurtate. vilja borða minna glútein. Þó svo að haldi, lágu glúteininnihaldi og þemba, ógleði og vindgangur. með drykkjarföng og skyndimat Öll önnur efni, sem einungis 1% Bandaríkjamanna séu glúteinlausa. „Við fundum nákvæmlega engin til að fá auka orku. greindir með Celiac-sjúkdóminn mögulega gætueru valdið sérstök viðbrögð viðen glúteini,“ skrifflatkökur í göngur hún bendir Próteingjafar til aðmeltingarmynda segjast 18% fullorðinna Bandaríkja- óþægindum fjarlægð, sinni í tímaritið. á að Gibson þær séuí grein ekki endilega alharðfiskur ogvoru egg, en Kolbrún þar á aðir meðal tiltekin manna kaupa glúteinlaus matvæli. rannsókn seminnihalda skýrt var bestistór maturinn því þær bendir einnig á aðrotvarnarefni söl séu góð á og Ný, Gibson var ekki fyllilega sáttur einföld kolvetni sem kallast FOD- frá í þessari vikuþess staðfestir einnig hvítt hveiti, auk sem þær göngum. „Söl innihalda bæði próvið niðurstöður rannsóknarinnar MAPs. Þátttakendur vissu ekki á niðurstöður Gibson. eru brenndar sem erGlútein heldur veldur ekki tein og steinefni sem eru mikilvæg magaverkjum. því finna má glúten í nánast hvaða hvaða mataræði og voru ekki æskilegt. fyrir fólk sem á tilþeir að fávoru krampa. Fita er öllum nauðsynleg og til Þetta halda er baranákvæma borðað eins og yfir snakk.“ venjulega mataræði sem er. Hann látnir skrá líðDögg Auðunsdóttir að mynda hægt að hafa hana með mikilvæg og rann- Sigríður sína í þæreru þrjár vikur sem ákvað að finna út hvers vegna glú- an Kolvetni í lítilli plastflösku sem er hellt á mælir Kolbrún að og borða tein virtist vera að valda þessum sóknin stóð yfir.með Allt því þvag saur sigridur@frettatiminn.is brauð. „Síðan er mjög sniðugt að gróf brauð. Margir taka með sér g hef farið nánast vikulega í fjallgöngur síðan í janúar í fyrra,“ segir Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir. Hún hafði gengið fjöll öðru hvoru en eftir að hún byrjaði í gönguhópi hjá Haraldi Erni Ólafssyni, pólfara og stofnanda Fjallaferða, í byrjun síðasta árs eru fjallgöngur

KYNNING

Cheddar ostar verða varla betri en þessir

Vörn gegn sveppasýkingu í meltingarvegi Bio-Kult Candéa hylki veita vörn gegn sveppasýkingu í meltingarvegi og á viðkvæmum svæðum kvenna.

B

io-Kult Candéa er öflug blanda af vinveittum gerlum, hvítlauk og frækjarna greipaldins sem veitir öfluga vörn gegn candida sveppasýkingu í meltingarvegi kvenna og karla. Sveppasýking getur lýst sér á mismunandi vegu og geta einkennin meðal annars verið munnangur, fæðuóþol, pirringur, skapsveiflur, þreyta, meltingartruflanir, brjóstsviði, verkir í liðum, mígreni og ýmis húðvandamál. Bio-Kult Candéa er einnig öflug vörn gegn sveppasýkingu á viðkvæmum svæðum hjá konum. Bio-Kult Candéa hylkin henta vel fyrir alla, unga sem aldna. Þau fást í öllum apótekum, heilsuverslunum og í heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upplýsingar má nálgast á icecare.is Átta ára gömul dóttir Heiðrúnar Guðmundsdóttur fann oft fyrir maga- og höfuðverk síðasta vetur. „Hún hafði mikla þörf fyrir sykur og reyndi oft að fá sér sætindi. Einstaka sinnum fékk hún ristilkrampa sem gengu mjög nærri henni. Um vorið og fyrri hluta sumars ágerðust þeir og kvaldist hún mikið í hvert skipti,“ segir Heiðrún sem átti við sama vandamál að Birna Gísladóttir er söluog markaðsstjóri IceCare. Bio-Kult Candéa hylkin fást í öllum apótekum, heilsuverslunum og í heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upplýsingar má nálgast á icecare.is.

Bio-Kult Candéa veitir öfluga vörn gegn candida sveppasýkingu í meltingarvegi kvenna og karla.

stríða sem barn og vissi því hvernig dótturinni leið og um hvað málið snérist. „Þegar ég leitaði eftir upplýsingum á netinu rakst ég á umfjöllun um Bio-Kult Candéa við sveppasýkingu og að það væri einnig hjálplegt við ristilvandamálum. Þegar ég skoðaði málið nánar sá ég að hún hafði flest einkenni sveppasýkingar í meltingarvegi.“ Síðasta sumar byrjaði dóttir Heiðrúnar að taka daglega inn tvö hylki af Bio-Kult Candéa og varð strax breyting á líðan hennar. „Hún hætti að kvarta undan magaverkjum, regla komst á meltinguna og ristilkramparnir hættu. Í dag tekur hún samviskusamlega eitt hylki eftir kvöldmat og nú sjö mánuðum síðar hefur ristilkrampinn ekki látið á sér kræla. Sykurþörfin er mun minni og höfuðverkurinn heyrir nánast sögunni til og þar með sláum við tvær flugur í einu höggi. Ég er mjög þakklát fyrir þessa dásemdar vöru sem hefur gjörbreytt lífi dóttur minnar.“ Halldóra Sveinsdóttir hefur einnig góða reynslu af Bio-Kult Candéa en í mörg ár var meltingin í ólagi. „Af og til fékk ég brjóstsviða, var með uppþembu og sífellt ropandi. Þegar ég var sem verst var ég alveg stífluð í meltingarveginum. Eftir að ég byrjaði að taka inn Bio-Kult Candéa hylkin lagaðist meltingin og óþægindin hurfu,“ segir Halldóra sem í dag er orkumeiri en áður og finnur mun á húðinni. „Bio-Kult Candéa er frábær vara sem ég mæli með.“


Í tilefni 40 ára kaupstaðarafmælis Grindavíkurbæjar verður dagskrá Sjóarans síkáta í ár stórglæsileg. Kynnið ykkur dagskrána á

www.sjoarinnsikati.is

BRYGGJUBALLIÐ: • • • • •

Ingó Veðurguð Hvanndalsbræður Jóhanna Guðrún Pálmi Gunnarsson The Backstabbing Beatles

SKEMMTANIR OG TÓNLEIKAR:

• Skítamórall • Jóhann Helgason og Magnús Þór Sigmundsson • Upplyfting • Bjartmar Guðlaugsson • Audio Nation • Lúðrasveit Hafnarfjarðar • Daltónar • Erpur • Bræðurnir frá Grímsey • Vinir Dóra • Traustir vinir • Hafrót • Spark of Díana Von Ancken • Þorvaldur Halldórsson og Freyr Eyjólfsson

FYRIR ALLAN ALDUR:

• Sproti • Pollapönk • Brynjar Dagur, sigurvegari Ísland got talent • Ingó Veðurguð • Einar Mikael töframaður • Jóhanna Guðrún • Brúðubíllinn • Íþróttaálfurinn og Solla stirða • Vatnaboltar • Litabolti • Skemmtisigling

SJÓMANNADAGURINN:

Sjómannamessa kl. 13:00 í Grindavíkurkirkju. Hátíðarhöld við Kvikuna. Ávörp, heiðursviðurkenningar og verðlaunaafhendingar fyrir kaupróður laugardagsins. Hátíðarverður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur.

www.sjoarinnsikati.is

• • • • • • • • • • •

Danskompaníið Sjópulsa í höfninni Krakkakeysla á mótorhjólum Dorgveiðikeppni Krakkakeyrsla á mótorhjólum Hoppikastalar Hestateyming Sterkasti maður á Íslandi Íslandsmótið í sjómanni Leiktæki Og margt margt margt fleira


58

heilabrot

Helgin 30. maí-1. júní 2014

Spurningakeppni fólksins 1. Leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjovs var haldinn á Íslandi árið 1986. Í hvaða mánuði? 2. Hver samdi textann við lagið Krummi svaf í klettagjá? 3. Hvaða tungumál er talað í Úkraínu? 4. Undir hvaða nafni þekkja börn leikarann Ævar Þór Benediktsson? 5. Hvernig dýr er lævirki? 6. Hver leikur Agnesi, eiginkonu Sölva, í kvikmyndinni Vonarstræti? 7. Á hvaða eyju í Karíbahafi var Bob Marley jarðaður? 8. Eftir hverri er Guðrúnargata í Reykjavík nefnd? 9. Hvaða íslenski knattspyrnumaður leikur með Rotherham sem tryggði sér sæti í ensku B-deildinni í úrslitaleik á Wembley um helgina? 10. Hvaða kvikmynd hlaut Gullpálmann í Cannes í ár? 11. Hvaða fyrirtæki er Fyrirtæki ársins í hópi stærri fyrirtækja þriðja árið í röð? (Skv. könnun VR). 12. Hver stjórnar þáttunum Íslenskir ástríðglæpir á Stöð 2? 13. Hver var valinn maður leiksins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu? 14. Í hvaða firði stendur kletturinn Hvítserkur? 15. Cristiano Ronaldo setti markamet í Meistaradeild Evrópu í vetur. Hvað skoraði hann mörg mörk?

 sudoku 1. Október.

9. Kári Árnason.

2. Kristján frá Djúpalæk. 3. Úkraínska og rússnenska.

10. Winters Sleep frá Tyrklandi.

12. Er ekki með Stöð 2.

13. Angel di Maria.

6. Hef ekki séð myndina. 7. Jamaíka.

tónlistarmaður og borgarfulltrúi.

1. Október.

3. Úkraínska og rússneska.

?

6

5

9 2 8 5 5 2 6 9 8 2 1 6 7

 sudoku fyrir lengr a komna

10. Pass. 11. Johan Rönning.

13. Angel di Maria.

6. Pass.

14. Húnafirði.

8. Guðrúnu Ósvífursdóttur.

1

15. 17.

2

8

8

6

2 3

4 8 6 2 8 7 2 7 6 1 9 7 6 3

ráðgjafi

1. Október. 2. Jón Thoroddsen. 3. Úkraínska og rússneska. 4. Ævar vísindamaður. 5. Fugl. 6. Kristín Lea Sigríðardóttir. 7. Jamaíka. 8. Guðrúnu Ósvífursdóttur. 9. Kári Árnason. 10. Winter Sleep. 11. Johan Rönning. 12. Ásgeir Erlendsson. 13. Angel di Maria. 14. Húnafirði. 15. 17.

Einar Örn skorar á Tóta Stefánsson hjá Mobilitus.

4

9 5 1

 svör

9

1

 11 stig

Karl Guðmundsson

6 2 7

12. Sölvi Tryggvason.

7. Jamaíka.

8

4

9. Kári Árnason.

2. Sveinbjörn Egilsson.

4. Ævar vísindamaður.

3 8 1

15. 13.

 8 stig

Einar Örn Benediktsson

5

14. Hrútafirði.

8. Guðrúnu Ósvífursdóttur.

5. Fugl.

11. Pass.

4. Pass. 5. Fugl.

9

?

 krossgátan 191

VEGGMÁLVERK GÆLUNAFN

BARRTRÉ KUSK

KLÆÐALAUS

HUGLEIÐSLA

RAFMAGN

ÁFERGJA

PRESTAFÍFILL PÚKA LAND SVÍVIRÐING

 lausn

Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 190

STILLAST

S H E F A Í S A S T U R E T S K Á N N A P A U R T T A L Ú O P S P A K I R H Á N A

mynd: malcolmlidbury (cc by-Sa 3.0)

FÆLAST GRAS

HAMFLETTA

FRÁRENNSLI ÍSHROÐI

S E I E Ð M S A N N S A

STYRKJAST VONDUR FOR

SVÖRÐ

FJANDI

KLIÐUR KÁL

A F L L L J A Ó T A G I Ð L A D I L E A K N A S M

ÓSKERTA ELFUR

BÆR

FLATORMUR

GÓNA

SÚREFNI

INNILEIKUR

SÆÐISKIRTLAR

DROPA

S V O P A N NÚLL

BÖGGULL NÚMER TVÖ

NIÐURLÆGJA

EGNA SVAR

BEIN

TVÍHLJÓÐI

RÍKI

DANGAST

EFNASAMBAND SNÁFA

SLANGA FYRIR HÖND

TÚNGUMÁL

HLJÓÐFÆRI

MÁLMUR ULLARBAND

SKJÓLLAUS SKRIFA

Í VAFA HVAÐ

DAUÐI

E L T Y G G J Y G L Ó L Á Á S F R Á S T A Ð T U M R K Ó R E A E R S M L Á S P A Ð R A I I F E N S K A I N E R Ð A R Ð I N N I A S I E F I N S E L N A I Ð A TÓLF

BIRTA

SKURÐBRÚN

FEIKN

GRILLA PÚKA

MEÐ

FYRR

TRAÐK

TREYSTA

GUÐSÞJÓNUSTA

YFIRRÁÐ

KNÚSAST

ÓÁKVEÐINN

SAFNA SAMAN SPÝTA

STÍGANDI

STROFF

ANDLITSMÁLNING

TVEIR

SPIK

GRANDI

KIRNA

Á FLÍK

SKRAMBI

ÖGN

Á KVIÐI

STEFNA SPYRJA

FLÝTIR

Í VIÐBÓT

TVEIR EINS

ÁTT

KALDUR

SVELGUR

KLUKKA

SKEL

SAMLÍF

A S T Ð A Ú A M T B T R Ú A Á Ð T A L A R E K F I T I T U N R M I A B S M I A U K N A P U R Ú R

GRUFLA

ENNÞÁ

SNUÐ

KÁSSA

GLÆTA

ERFIÐI

BÁTS

BERIST TIL

FRÁ SAMTÖK

SLÁ

R

HLJÓÐFALL

HVERFIILLGRESI HREYFING

NÚMER

BLAÐRA

DRYKKJARÍLÁT

GRIPUR

HÁR ALDUR FELLDI

SÆRA

VÖKVI

VÖRUMERKI

GUÐSÞJÓNUSTA KATTARDÝR

VONSKA GÁSKI

SPIL

UNGUR FUGL

HLUTI HANDAR

AFSPURN

VEGUR

AÐ AUKI

MÁS

VANVIRÐING

HREYFING HVÍLD

VINNA ALDINLÖGUR

ÞEFA UMLYKJA

SKÍTUR

LJÓMA

RISPA

ILMUR

TVEIR EINS

LAPPI

BLÓM

FUGL

SKIP

AFHENDING

ÁSTÆÐA

FYRIR HÖND

FUGL

ÓSKA

MELTINGARVÖKVI

ÁKÆRA

HARÐÆRI

ÍLÁT

KORN

YFIRSTÉTT

FLANDRA

BRAKA

KLÓR

FÍKNIEFNI

EINKENNIS NÚA

ÓSKERTA

KJÁNI

STRIT

TÆTA

SKEL

RÚM ÁBREIÐA

REIK

TÖFFARI

FUGL

DÓTARÍ

TÝNA

TVEIR EINS

SÝRA

TVEIR EINS

POT

ÓÞEKKUR

KEPPANDI

TRAÐK

SÁLDA

HRÆÐA

ÁTT

ÁTTIR

ÓVANI

ÖSKUR

SÝKJA

LÓÐ


GLEÐILEGT SUMAR

SJÓÐHEIT SUMARVERÐ Á TÖLVUM OG TÖLVUVÖRUM

10” GALAXY TAB3

Stórglæsileg Galaxy Tab 3 með ótrúlegum 10.1” fjölsnertiskjá og öflugum Dual Core örgjörva

38.900 AÐEINS 1STK Á MANN!

10

ÞÚSUND AFSLÁTTUR

MOBII P925

Öflug 9” Dual Core spjaldtölva fyrir leiki, tónlist, kvikmyndir og internetið á sjóðheitu sumarverði

4BLS

NÝR SJÓ SUMARB ÐHEITUR KLINGUR STÚTFUÆ LLUR AF SNILLD : )

14.900 SJÓÐHEITT SUMARVERÐ:)

ÚRVAL A

SPJALDTÖFRLV Á Á VERÐI

9.990

BESTU KAUPIN

Erum að rýma sýningareintök, skilavörur og útlitsgallaðar spjaldtölvur á ótrúlegum verðum

FRÁ 9.990 MEÐAN BIRGÐIR ENDAST!

OPNUNARTÍMAR

Virka daga 10:00 - 18:30 Laugardaga 11:00 - 16:00

Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900

Birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl

VERÐ ÁÐUR 24.900


60

stjörnufréttir

Helgin 30. maí-1. júní 2014

ný matreiðslubók fyrir jólin

Miley Cyrus ekki enn komin yfir sambandsslitin

Markmiðið eru 10 kílómetrar í sumar!

Síðasti þátturinn af Lækninum í eldhúsinu verður sýndur á SkjáEinum í næstu viku en Ragnar Ingvarsson, læknir og ástríðukokkur, hefur eldað og brasað ýmiss konar góðgæti fyrir áskrifendur SkjásEins undanfarnar vikur. „Viðtökurnar við þáttunum hafa verið góðar og mér berst bara gott til eyrna. Ég hef fengið fallegar athugasemdir á netinu og svo hafa nokkrir hringt í mig með góðar kveðjur. Þá hefur mér hlýnað verulega um hjartarætur,“ segir Ragnar aðspurður um viðtökur þáttanna. Undanfarnar vikur hefur Ragnar verið upptekinn við að leggja lokahönd á nýja matreiðslubók sem mun koma út fyrir næstu jól og hefur hann eldað gegndarlaust síðustu mánuði og búið til helling af nýjum uppskriftum. „Þetta hefur verið geysilega gaman en eftir annasaman vetur hlakka ég til að fara í gott sumarfrí, spila skvass og halda áfram að elda góðan mat á kvöldin.“ Þættirnir um Lækninn í eldhúsinu eru sýndir á fimmtudögum klukkan 20.05 á SkjáEinum.

„Rúmlega þrjátíu manns hafa skráð sig í hópinn og ætla að hlaupa þrisvar í viku undir stjórn Antons hlaupaþjálfara frá Haukum,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, útvarpsmaður á K100, en útvarpsstöðin hefur í samstarfi við Sportís og SÍBS efnt til 90 daga hlaupaáskorunar í sumar. Hlaupahópurinn er fyrst og fremst hugsaður fyrir byrjendur en þó geta þeir sem eru lengra komnir líka skráð sig. Á sunnudögum fer þjálfarinn í gegnum æfingar vikunnar og svo fær hópurinn næringarfræðslu, kennslu á hlaupagræjur ýmis konar og leiðbeiningar um val á góðum hlaupafötum. „Markmiðið er að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. Það kostar ekkert að vera með og þátttakendur fá gott utanumhald og leiðsögn. Það er ekki of seint að taka áskoruninni og vera með,“ segir Sigvaldi. Hægt er að skrá sig á Facebook-síðu K100.

Samkvæmt US Weekly er 21 árs gamla söngpían Miley Cyrus ekki enn komin yfir fyrrum kærasta sinn Liam Hemsworth en þau hættu saman í september á síðasta ári. Nú hefur heimildamaður gefið upp að hún sakni hans ennþá og vilji byrja upp á nýtt. Liam hins vegar er ekki á sömu nótunum og er farinn að hitta aðrar dömur. Ástralski hjartaknúsarinn Liam Hemsworth leikur aðalhlutverkið í spennumyndinni Empire State sem sýnd er í SkjáBíó.

FJÓRAR VINKONUR, FJÖR, FOKK OG VESEN E

Einbeiting skein úr hverju andliti

Í

tilefni þess að skráning er hafin í íslensku þrautakeppnina Minute to Win It gátu gestir og gangandi spreytt sig á léttum og skemmtilegum

þrautum í Smáralind um síðustu helgi. Ungir sem aldnir voru í banastuði og reyndu við þrautir sem reyndu á snerpu, nákvæmni og einbeitingu á meðan tifandi

sekúnduvísir tók fólk á taugum. Ingó veðurguð verður þáttastjórnandi og gaf ekkert eftir í þrautum helgarinnar. Vertu með! Skráning á www.skjarinn.is/minutetowini

remst – fyrst og f ýr!

U R Ö R SÉRV

ód

U Ð A K R MA RANDA ÁG

LE RÚ

ÓT

SÉR

500 KR.

L

R.

VA

VÖR U GILEGU VERÐI

Á HLÆ

300 K

ÚR

AF

GT

.

R 100 K

S N I E Ð AFJÖGUR VERÐ

1.000 KR.

Stjörnufréttir eru í boði SkjáSeinS



62

sjónvarp

Helgin 30. maí-1. júní 2014

Föstudagur 30. maí

Föstudagur RÚV

19.40 Sveitarstjórnarkosningar 2014 - Leiðtogaumræður Oddvitar allra framboða í Reykjavík takast á í beinni sjónvarps- og útvarpsútsendingu.

21:35 101 Reykjavík Rómantísk gamanmynd um Hlyn Björn sem er Reykvíkingur á fertugsaldri og býr í móðurhúsum.

Laugardagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

21:15 2 Guns hörkuspennandi mynd með Mark Wahlberg, Paula Patton & Denzel Washington í aðalhlutverkum.

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

22:30 Along Came a Spider 4 Kvikmynd byggð á bók James Patterson um lögreglumanninn Alex Cross.

Sunnudagur

20.20 Sjómannslíf (1:3) Slegist er í för með áhöfnum þriggja fiskiskipa og fylgst með lífi og störfum íslenskra sjómanna

22:45 Málið (8:13) Hárbeittir fréttaskýringarþættir frá Sölva Tryggvasyni.

STÖÐ 2

Laugardagur 31. maí RÚV

STÖÐ 2

Sunnudagur RÚV

07.00 Morgunstundin okkar 07.00 Morgunstundin okkar 15.40 Ástareldur 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:00 Barnaefni Stöðvar 2 09.55 Vasaljós (3:10) e. 10.25 Landinn e. 17.20 Litli prinsinn (22:25) 08:00 Malcolm In The Middle (7/22) 12:00 Bold and the Beautiful 10.20 Lína á ferð og flugi e. 10.50 Sveitarstjórnarkosningar 2014 17.43 Undraveröld Gúnda (3:11) 08:25 Making Attenborough's 13:25 Íslenskir ástríðuglæpir (5/5) 12.00 Fréttir Leiðtogaumræður e. 18.05 Nína Pataló (25:39) 09:15 Bold and the Beautiful 13:50 Britain's Got Talent (4/18) 12.25 Í garðinum með Gurrý II (4:6) e. 12.35 Hraðafíkn e. 18.15 Táknmálsfréttir 09:35 Doctors (161/175) 14:55 Sælkeraferðin (4/8) 12.55 Nýsköpun - Íslensk vísindi 13.05 Hið sæta sumarlíf (2:6) e. 18.25 Pricebræður bjóða til veislu e. 10:20 Fairly Legal (11/13) 15:15 Hello Ladies (8/8) 13.25 Mono Town e. 13.35 2012 (3:6) e. 19.00 Fréttir 11:10 Last Man Standing (5/24) 15:45 Dallas (1/15) 14.25 Inndjúpið (2:4) e. 14.05 Úr bálki hrakfalla e. 19.25 Veðurfréttir 11:35 Hið blómlega bú 16:30 ET Weekend (37/52) 15.10 HM veislan e. 15.55 Sterkasti maður á Íslandi 19.30 Íþróttir 12:15 Heimsókn 17:15 Sjáðu allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 15.40 Villta Brasilía (2:3) e. 16.25 Skólaklíkur 19.40 Sveitarstjórnarkosningar 2014 12:35 Nágrannar 17:45 Íslenski listinn 16.30 Leiðin á HM í Brasilíu e. 17.10 Táknmálsfréttir - Leiðtogaumræður Oddvitar allra 13:00 Bowfinger 18:15 Hókus Pókus (11/14) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.00 Táknmálsfréttir 17.20 Leiðin til Ríó (5:6) framboða í Reykjavík takast á í 15:10 Young Justice 18:23 Veður 17.10 Fisk í dag e. 18.05 Violetta (9:26) beinni sjónvarps- og útvarpsút15:35 Hundagengið 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17.20 Stella og Steinn (4:42) 18.54 Lottó sendingu um stefnumál flokk16:00 Frasier (21/24) 18:45 Íþróttir 17.32 Friðþjófur forvitni (5:10) 19.00 Fréttir anna fyrir sveitarstjórnakosning- 16:25 Mike & Molly (19/23) 18:55 Modern Family (22/24) 17.56 Skrípin (14:52) 19.25 Veðurfréttir arnar. Umsjónarmenn þáttarins 16:45 How I Met Your Mother (21/24) 19:156Lottó 4 5 4 Stundin okkar e. 5 6 18.00 19.30 Íþróttir eru Sigríður Hagalín Björnsdóttir 17:10 Bold and the Beautiful 19:20 Two and a Half Men (19/22) 18.25 Camilla Plum kruð og krydd 19.45 Hraðfréttir og Lára Ómarsdóttir. 17:32 Nágrannar 19:45 Flicka 3: Best Friends Hugljúf 19.00 Fréttir 19.50 Saga af strák (4:13) 21.30 Rokkbáturinn (Pirate Radio) 17:57 Simpson-fjölskyldan fjölskyldumynd um unga stúlku 19.25 Veðurfréttir 20.15 Bleiki pardusinn 2 Meinfyndinn breskur húmor í 18:23 Veður sem tekur ástfóstri við fallegan 19.30 Íþróttir 21.45 Sveitarstjórnarkosningar 2014 bland við bandaríska uppreisn 18:30 Fréttir Stöðvar 2 villihest og reynir að þjálfa hann 19.45 Sveitastjórnarkosningar 2014 Kosningavaka Í kosningavöku RÚV fyrir ákveðna keppni en ef hún og góða tónlist. Bretar hafa sett 18:55 Ísland í dag (1/50) Oddvitar verða nýjar tölur birtar um leið lögbann á rokktónlist í útvarpi 7. 19:20 Stóru málin Vandaðir og sigrar hana mun hún eiga nóg til 20.20 Sjómannslíf (1:3) og þær berast frá sveitarfélögum áratugarins en bandarískur uppáhugaverðir þættir þar sem þess að bjarga búgarði foreldra 20.45 Ferðastiklur (8:8) Reykjarum land allt. Fréttamenn verða reisnarseggur kann ráð við því. fjallað verður á beinskeittan hátt sinna. fjörður á ferð og flugi og heimsækja Aðalhlutverk: Philip Seymour um stóru málin í pólitíkinni á 21:15 2 Guns Mynd með Mark 21.25 Inndjúpið (3:4) talningarstaði, kosningavökur Hoffman, Bill Nighy og Nick borð við skuldastöðu heimilanna, Wahlberg, Paula Patton & Denzel 5 6 22.00 Dansað á ystu nöf (4:5) og samkvæmi. Góðir gestir taka Frost. Leikstjóri: Richard Curtis. atvinnumál, skattamál o. fl. Washington í aðalhlutverkum. 23.00 Biutiful Spænsk bíómynd frá þátt í umræðum í sjónvarpssal, Atriði í myndinni eru ekki við 20:05 One Direction: This is Us 23:05 Contraband 2010. Atriði í myndinni eru ekki þar á meðal oddvitar framboða í hæfi ungra barna. 21:35 101 Reykjavík 00:50 The Five-Year Engagement við hæfi barna. e. borginna og leiðtogar stjór23.40 Foringi og heiðursmaður 23:05 Mýrin 02:50 Silver Linings Playbook 01.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok nmálaflokka á landsvísu. Atriði í myndinni eru ekki við 00:40 Djúpið 04:50 ET Weekend (37/52) 03.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok hæfi ungra barna. e. SkjárEinn 02:10 Argo 05:35 Fréttir 01.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 06:00 Pepsi MAX tónlist 04:05 Certain Prey SkjárEinn 12:00 Dr. Phil 05:30 Fréttir og Ísland í dag 06:00 Pepsi MAX tónlist SkjárEinn 14:00 Gordon Ramsay Ultimate ... 13:05 Dr. Phil 06:00 Pepsi MAX tónlist 07:25 Austurríki - Ísland 14:25 7th Heaven (21:22) 14:25 Judging Amy (17:23) 08:00 Everybody Loves Raymond 09:05 Keflavík - FH 15:05 Once Upon a Time (21:22) 15:10 Top Gear USA (1:16) 08:25 Dr. Phil 07:00 San Antonio - Oklahoma 10:55 NB90's: Vol. 5 15:50 90210 (20:22) 16:00 Top Chef (9:15) 09:05 Pepsi MAX tónlist 08:50 Borgunarmörkin 2014 11:20 KR - FH 16:40 Design Star (6:9) 16:45 Emily Owens M.D (1:13) 16:05 Necessary Roughness (6:16) 12:55 Gummersbach - RN Löwen 13:10 Veszprém - Kiel Beint. 5 6 17:30 The Good Wife (16:22) 17:30 Survior (1:15) 16:50 90210 (19:22) 14:20 Þýsku mörkin 14:40 Borgunarmörkin 2014 18:20 Hawaii Five-0 (22:22) 18:15 Secret Street Crew (4:6) 17:35 Gordon Ramsay Ultimate ... 14:50 Borgunarmörkin 2014 15:50 Barcelona - Flensburg allt Beint fyrir áskrifendur 19:10 Læknirinn í eldhúsinu (7:8) 19:00 Solsidan (8:10) 18:00 Læknirinn í eldhúsinu (7:8) 16:05 NB90's: Vol. 4 17:30 Meistaradeild Evrópu 19:35 Judging Amy (18:23) 19:25 7th Heaven (21:22) 18:25 Dr. Phil 16:30 San Antonio - Oklahoma fréttaþáttur allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:20 Top Gear USA (2:16) 20:05 Once Upon a Time (21:22) 19:05 Minute To Win It 18:20 Austurríki - Ísland Beint 18:00 UFC Now 2014 21:10 Law & Order (16:22) 20:50 Beauty and the Beast (9:22) 19:50 Secret Street Crew (4:6) 20:25 Meistaradeild Evrópu 19:00 UFC Fight Night Beint fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00 Leverage (5:15) 21:40 90210 (20:22) 20:35 America's Funniest Home Vid. 20:55 Kiel - Fuchse Berlin 21:40 Veszprém - Kiel 22:45 Málið (8:13) 22:30 Along Came a Spider 21:00 Survior - NÝTT (1:15) 22:25 Austurríki - Ísland 23:05 Barcelona - Flensburg 23:15 Elementary (21:24) 00:10 Trophy Wife (20:22) 21:45 Wedding Crashers 00:05 NBA: Bballography: Auerbach 00:30 NBA 2013/2014 - Playoff Games 4 5 6 00:05 Agents of S.H.I.E.L.D. (7:22) 00:35 Blue Bloods (21:23) 23:45 Royal Pains (7:16) 00:30 NBA 2013/2014 - Playoff 00:55 Scandal (19:22) 01:20 Hawaii Five-0 (22:22) 00:35 The Good Wife (16:22) Games 4 5 6 01:45 Beauty and the Beast (9:22) 02:05 Pepsi MAX tónlist 01:25 Leverage (4:15) 10:30 Arsenal - Manchester Utd, 2001 02:35 Leverage (5:15) 02:15 Survior (1:15) 03:20 Pepsi MAX tónlist 11:00 Germany, Fortaleza and Ghana 03:05 Pepsi MAX tónlist 13:40 Germany, Fortaleza and Ghana 11:30 Man. City - Stoke 08:45 Dying Young 14:10 Fulham - Crystal Palace 13:10 Enska 1. deildin: Derby - QPR allt fyrir áskrifendur 10:35 Friends With Kids 15:15 Football League Show 2013/14 14:50 Football League Show 2013/14 allt fyrir áskrifendur 11:10 The Best Exotic Marigold Hotel 12:20 Something's Gotta Give 10:30 Pitch Perfect 15:45 Sunderland - Swansea 15:20 Norwich - Arsenal allt fyrir áskrifendur 13:15 Journey 2: The Mysterious Isl. fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:25 27 Dresses 12:20 Mrs. Doubtfire allt fyrir áskrifendur 17:25 Season Highlights 2013/2014 17:00 Goals of the Season 2013/2014 allt fyrir áskrifendur 14:50 Here Comes the Boom fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:15 Dying Young 14:25 To Rome With Love 18:20 Tottenham - Newcastle 17:55 Man. Utd. - Everton 16:35 The Best Exotic Marigold Hotel fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:05 Friends With Kids 16:15 Pitch Perfect 20:00 Manstu 19:40 Season Highlights 2011/2012 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:40 Journey 2: The Mysterious Isl. fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:50 Something's Gotta Give 18:05 Mrs. Doubtfire 20:50 Peter Schmeichel 20:35 Hull - Everton 20:15 Here Comes the Boom 22:00 Now You See Me 20:10 To Rome With Love 21:20 Arsenal - Tottenham 22:15 Liverpool - Chelsea 4 522:00 The Lucky One 6 23:55 Stoker 22:00 The Great Gatsby 23:05 Cardiff - Chelsea 4 5 23:406Killing Them Softly 01:35 The Last Stand 00:20 Braveheart SkjárSport 01:15 Youth in Revolt 4 5 6 03:20 Now You See Me 03:15 The Escape Artist (1/2) SkjárSport 06:00 Motors TV 4 4 5 6 02:45 The Lucky One 04:45 The Great Gatsby 06:00 Motors TV 12:00 Motors TV 12:00 Motors TV

Þynnsta 7"/8" spjaldtölva í heimi. 290 gr.

„Haier – The #1 Global Major Appliances Brand For 4th Consecutive Year.“

Sími og spjaldtölva með 3G

8"

Euromonitor International

Haier er risafyrisrtæki í framleiðslu á heimilistækjum, sjónvörpum, spjaldtölvum og snjallsímum. Veltan er 30 milljarðar US $. Allt eigin framleiðsla með dreifingu og sölu um allan heim. Eitt af fremstu fyrirtækjum heims í vöruþróun og hönnun og talið með átta framsæknustu fyrirtækja heims á því sviði.

Haier Pad 781·8"·WiFi

Kr. 39.900,-

Stýrikerfi: Android 4.2 · Örgjörvi: 1.6 GHz, RK3188 Quad Core ARM Cortex A9 · Minni: 8GB, stækkanlegt með Micro SD korti · Upplausn: 1024 x 768 · Þyngd: 290 gr · Stærð: 198.7x134x6.6 · Myndavél: 5 MP að aftan, 2 MP að framan

LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 · ORMSSON.IS

8" Haier Pad D85·8"·3G

Kr. 39.900,-

Stýrikerfi: Android 4.2 · Örgjörvi: 1.2 GHz, MTK8389 A7 Quad Core · Minni: 8GB, stækkanlegt með Micro SD korti · Upplausn: 1024x768 · Þyngd: 395 gr · Stærð: 200.5x135x8.4 · Myndavél: 5 MP

Opið virka daga kl.10-18 og laugardaga kl.11-15


sjónvarp 63

Helgin 30. maí-1. júní 2014

1. júní

STÖÐ 2 07:00 Barnatími Stöðvar 2 11:35 Victourious 12:00 Nágrannar 13:25 Mr Selfridge (5/10) 14:15 Breathless (3/6) 15:05 Lífsstíll 15:30 Ástríður (3/10) 16:00 The Big Bang Theory (13/24) 16:25 Höfðingjar heim að sækja allt fyrir áskrifendur 16:45 60 mínútur (34/52) 17:30 Eyjan fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (40/50) 19:10 The Crazy Ones (15/22) 19:30 Britain's Got Talent (5/18) 4 20:20 Mad Men (1/13) Sjöunda þáttaröðin þar sem fylgst er með daglegum störfum og einkalífi auglýsingapésans Dons Drapers og kollega hans í hinum litríka auglýsingageira á Madison Avenue í New York. Samkeppnin er hörð og óvægin, stíllinn settur ofar öllu og yfirborðsmennskan alger. 21:10 24: Live Another Day (5/12) 21:55 Shameless (10/12) 22:45 60 mínútur (35/52) 23:30 Daily Show: Global Edition 23:55 Suits (16/16) 00:40 True Stories 01:30 The Americans (12/13) 02:15 Vice (7/12) 02:45 Britain's Got Talent (5/18) 03:45 Art of Getting By 05:10 Fréttir

Sjónvarp Í garðinum með gurrý

Hún Gurrý mín komin upp um deild Ég get ekki sagt að ég sé til stórræðanna í garðvinnu. Sendi yfirleitt betri helminginn út að reyta arfa og slá blettinn. Því er áhugi minn á þættinum Í garðinum með Gurrý sem sýndur er á RÚV um þessar mundir nær eingöngu fræðilegs eðlis. Það er nefnilega svo að þetta er ekki fyrsti dansinn sem hún Gurrý býður mér upp í. Áður sinnti hún garðverkunum í ljómandi fínum þætti á Íslands nýjasta nýtt og þar áður minnir mig að hún hafi 5

duddað í garðþætti á Stöð 2. En það hefur örugglega verið níutíu og eitthvað. Nú er hún sum sé komin upp um deild frá ÍNN yfir á Ríkisútvarpið. Það er eitthvað við hana Gurrý, hún hefur svo þægilega sjónvarpsnærveru. Hefur þessa góðu blöndu af áhugamanneskju og atvinnumanni sem gerir garðvinnuna áhugaverða, fræðilega í það minnsta. Hún klippir tré af miklum móð, tekur viðtöl við áhugavert fólk og bixar líka

talsvert við matjurtir. Það er reyndar þar sem ég að vonast til að verða fyrir áhrifum frá minni konu – í matjurtunum og ég hugsaði eftir síðasta þátt að nú skyldi ég strax út í búð að kaupa salat á svalirnar. Ég er ekki enn farinn af stað. Er hálfpartinn að vonast til að frúin sjái þáttinn á voddinu og bjóðist til aðstoðar. Annars verður þetta bara áfram á fræðilegum nótum hjá okkur Gurrý – sem er fínt mín vegna. Haraldur Jónasson

6

NÝJU suMArmellirnir frÁ DJÆF

Frískandi ávaxtahjúpur eða ljúffeng lakkrísfylling

09:20 Veszprém - Kiel 10:40 Barcelona - Flensburg 12:00 Ítalía Moto GP Beint 13:05 3. sætið Meistaradeildin Beint 14:35 Þýsku mörkin 15:05 NBA: David Stern: 30 Years 15:50 Úrslitaleikur Meistarad. alltBeint fyrir áskrifendur 17:20 Demantamótin 19:20 3. sætið Meistaradeildin fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:40 Úrslitaleikur Meistarad. 22:00 Ítalía Moto GP 23:00 UFC Fight Night 4

5

11:00 Liverpool - Newcastle, 1995 11:30 Liverpool - Newcastle 13:10 Brasilía - Tyrkland 15:10 Peter Schmeichel allt fyrir áskrifendur 15:40 Liverpool - Arsenal 17:25 Kamerún - Þýskaland HM 2002 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:25 Everton - Man. Utd. 21:10 Goals of the Season 2013/2014 22:05 WBA - Stoke 23:45 Southampton - Man. Utd. 4 SkjárSport



5

6

PI PAR \ TBWA

SÍ A

141566

06:00 Motors TV 12:00 Motors TV

6


64

menning

Helgin 30. maí-1. júní 2014

 Kjarvalsstaðir tvær sýningar opnaðar á laugardaginn

Úrvalsverk úr safneign Listasafnsins Tvær sýningar með úrvalsverkum úr safneign Listasafns Reykjavíkur verða opnaðar laugardaginn 31. maí klukkan 16 á Kjarvalsstöðum, Reykjavík, bær, bygging og Hliðstæður. Á sýningunni Reykjavík, bær, bygging má sjá hvernig borgin kom íslenskum listmálurum fyrir sjónir á hundrað og tveggja ára tímabili, allt frá 1891 til 1993. Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO hefur valið Reykjavíkurljóð eftir 10 skáld frá árunum 1931-2013 til að ljóðskreyta sýninguna, að því er fram kemur SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS!

Nína Tryggvadóttir. Frá höfninni, 1940.

í tilkynningu. Þetta er fyrsta samstarfverkefni Listasafns Reykjavíkur og Reykjavíkur

Bókmenntaborgar UNESCO á þessu sviði. Á sýningunni eru málverk eftir helstu frumherja íslenskrar myndlistar, Þórarin B. Þorláksson, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson, Jóhannes Kjarval, Kristínu Jónsdóttur og Gunnlaug Blöndal. Einnig eru á sýningunni úrvalsverk næstu kynslóðar, sem komst til þroska á öðrum og þriðja áratug aldarinnar, þeirra Snorra Arinbjarnar, Gunnlaugs Scheving, Nínu Tryggvadóttur og Louisu Matthíasdóttur. Sýningarstjórar eru Hafþór Yngvason og Aðalsteinn Ingólfsson. - jh

 Bíó veisla fyrir unnendur góðr a heimildamynda fyrir vestan

MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711

BOHO klútahengi 2.950 kr.

CLIPLINE myndarammi 7.950 kr. BLACK TIE bindahengi 2.450 kr.

HANGIT hengi fyrir myndir og minnismiða 4.950 kr.

Kvikmyndahátíð Norrænu mannfræði-kvikmyndasamtakanna verður haldin á Ísafirði dagana 4.-6. júní. Fjölmargir erlendir gestir sækja hátíðina. Kvikmyndasýningarnar eru opnar öllum og aðgangur er ókeypis.

Norræn kvikmynda­ hátíð á Ísafirði

Kvikmyndahátíð NAFA, eða Norrænu mannfræði-kvikmyndasamtakanna, verður haldin á Ísafirði 4.-6. júní næstkomandi í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða. Kvikmyndirnar eru flestar í heimildamyndastíl og koma frá öllum heimshornum. Þrjátíu erlendir gestir taka þátt en auk kvikmyndasýninga verður haldin ráðstefna þar sem erlendir og innlendir fyrirlesarar kynna rannsóknir sínar og hugmyndir.

u

FLIP snagi 5.950 kr. FEATHERS veggskraut 2.950 kr.

Haukur Sigurðsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar.

LINGUA veggklukka 7.950 kr. CONCEAL ósýnilega hillan Lítil 2.950 kr. Stór 3.950 kr.

Gerum hús að heimili TEKK COmPANy OG HABITAT KAUPTúN 3 SímI 564 4400 vEFvERSLUN á www.TEKK.IS

Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18

Þetta eru heimildamyndir en oft í sérstökum stíl, oft í anda „cinema verité“

ndirbúningurinn hefur gengið mjög vel. Það sem er auðvitað alltaf erfiðast er að finna peninga. En við höfum verið heppin með samstarfsaðila úti og nýtt okkur sambönd frá Noregi, segir Haukur Sigurðsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar en hann var lærði sjónræna mannfræði í Tromsö í Norður Noregi. „Kvikmyndasjóður Norður-Noregs er okkar helsti styrktaraðili auk JAF (Journal of Anthropological Film) en þau sjá alfarið um að koma öllum fræðimönnunum hingað.“

Fjölbreytar kvikmyndir sýndar

Sýndar verða 23 kvikmyndir á hátíðinni, stuttar og langar frá öllum heimshornum, en þær hafa verið valdar af sérstakri valnefnd sem fór í gegnum þær 300 kvikmyndir sem sendar voru inn af mannfræðingum og kvikmyndagerðarmönnum um heim allan. Þær kvikmyndir sem iðulega eru sýndar á NAFA-hátíðinni eru oft frábrugðnar þeim myndum sem fólk á að venjast úr bíóhúsum landsins. „Þetta eru heimildamyndir en oft í sérstökum stíl, oft í anda „cinema verité“. Myndirnar eru vissulega mis-aðgengilegar en flestar ættu að vekja áhuga allra, alls ekki bara einhverra spekinga. Myndirnar verða sýndar stanslaust frá 14 til 23 í Ísafjarðarbíói og aðgangur er ókeypis. Kvikmyndir NAFA-hátíðarinnar eru mjög fjölbreyttar og koma alls staðar að. Þetta eru ekki þessar hefðbundnu Hollywoodmyndir en það ætti að opna glugga inn

að fjarlægum menningarheimum sem eru fólki ókunnugir, og þá vonandi í leiðinni að eyða fordómum og auka víðsýni,“ segir Haukur.

Það þarf ekki allt að vera í Reykjavík

NAFA-hátíðin er haldin ár hvert víðsvegar um Norðurlöndin en þetta er í annað sinn sem hún er haldin á Íslandi. „Það átti að halda hana í Reykjavík núna í ár en svo vantaði einhvern til að halda utan um hátíðina og þá var haft samband við mig. Þessi sjónræna mannfræði klíka er nú ekkert sérstaklega stór í Evrópu og þeir sem halda utan um hátíðina kenndu mér í Noregi. Þegar ég var beðinn um þetta setti ég bara sem skilyrði að hátíðin yrði haldin á Ísafirði, þar sem ég bý hér. Og það var bara samþykkt,“ segir Haukur sem er að vonum ánægður með staðsetninguna. „Þetta er frábært fyrir okkur hér en líka skemmtilegt fyrir þá sem koma að utan að fá að upplifa Vestfirði. Það þarf ekki allt að vera í Reykjavík.“ Það er mikið um að vera fyrir vestan í næstu viku því í kjölfar kvikmyndahátíðarinnar á Ísafirði verður heimildamyndahátíðin Skjaldborg haldin á Patreksfirði. „Það er gaman að segja frá því að flestir gestir NAFA-hátíðarinnar ætla að lengja ferðina og fjölmenna á Skjaldborg, enda væri fáránlegt að fara ekki þegar þú ert á annað borð komin alla leið hingað.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


Skipulagið það var lagið Kort af Reykjavík fylgja með. Taktu Skipulagið í næstu búð, verðið kemur á óvart!

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010–2030 kemur nú út sem vegleg bók. Öll kort og allar skýringarmyndir hafa verið teiknuð upp á nýtt og útlit þeirra og upplýsingar samræmd. Samþykkt stefna í uppbyggingu borgarinnar á komandi árum og áratugum er skýrð út og gerð nánari grein fyrir tíu borgarhlutum Reykjavíkur. Bók fyrir öll reykvísk heimili.


66

menning

Helgin 30. maí-1. júní 2014  Myndlist Hulda Rós opnaR sýningu í galleRí Þoku á laugaRdagskvöld

„Keep Frozen“ er verk í vinnslu, þar sem verkið sjálft er ekki endilega markmið í sjálfu sér, heldur frekar sjálft sköpunarferlið. Hulda Rós Guðnadóttir myndlistakona fjallar um hverfandi atvinnustarfsemi hafnarinnar í nýju verki, „Keep Frozen part two“ sem frumsýnt verður á Listahátíð um helgina. Ljósmynd/Hari

Framtíðin er í fortíðinni Dagbók Jazzsöngvarans –Síðasta sýning í kvöld Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið) Lau 31/5 kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00 Síðustu sýningar

Fös 6/6 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 lokas

BLAM (Stóra sviðið)

Fim 19/6 kl. 20:00 aukas Lau 21/6 kl. 20:00 aukas Fös 20/6 kl. 20:00 aukas Sun 22/6 kl. 20:00 lokas Sýning ársins í Danmörku 2012, 6 Grímutilnefningar 2013. Aðeins þessar sýningar!

Dagbók Jazzsöngvarans (Nýja sviðið) Fös 30/5 kl. 20:00 Síðasta sýning!

Ferjan (Litla sviðið)

Fös 30/5 kl. 20:00 aukas Mið 4/6 kl. 20:00 35.k Mið 11/6 kl. 20:00 38.k Lau 31/5 kl. 20:00 32.k Fim 5/6 kl. 20:00 aukas Fim 12/6 kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00 33.k Fös 6/6 kl. 20:00 36.k Fös 13/6 kl. 20:00 Þri 3/6 kl. 20:00 34.k Lau 7/6 kl. 20:00 37.k Fyrsta leikrit Kristínar Marju eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar

Der Klang der Offenbarung des Göttlichen (Stóra svið) Fös 30/5 kl. 20:00 3.k Myndlistarverk fyrir svið eftir Ragnar Kjartanson. Tónlist Kjartan Sveinsson

Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is

Í verki sínu „Keep Frozen“ fjallar Hulda Rós Guðnadóttir um samband mannskepnunnar við sjávarsíðuna og misjafnar birtingarmyndir þess sambands. Hulda hefur búið í Berlín undanfarin ár þar sem hún starfar við myndlist en þörfin fyrir að skoða ræturnar leiddi hana vestur á Bíldudal fyrir nokkrum árum þar sem hugmyndin að verkinu fæddist. Eftir að hafa leitt Huldu milli hafna heimsins beinir þessi nýjasti hluti verksins sjónum sínum að hafnarsvæði Reykjavíkur en listakonan er alls ekki hrifin af þróuninni þar.

Þ

etta byrjaði árið 2010 þegar ég fór að velta því fyrir mér að framtíðin væri í fortíðinni,“ segir Hulda Rós Guðnadóttir sem hefur búið og starfað í Berlín undanfarin ár. „Ég var búin að vera í stórborginni og spá í hrunið í síðasta verki en langaði allt í einu að skoða ræturnar. Svo ég ákvað að elta bara innsæið og fara á æskuslóðir ömmu, vestur á Bíldudal. Þar eyddi ég nokkrum tíma, kannaði staðinn, tók myndir, sneri öllu við og gerði vidjóverk þar sem ég setti mig í stellingar frystihúsaverkamannsins. Í verkinu er ég frosin við færibandið og í stað fersks fisks koma tilbúnar neysluvörur niður færibandið, en á Bíldudal er ekki hægt að kaupa ferskan fisk og í búðinni eru mestmegnis niðursuðuvörur,“ segir Hulda en afrakstur þessarar vinnu er upphafið að Keep Frozen seríunni, „Keep Frozen part zero“.

Rannsókn á menningu hafsins „Keep Frozen“ er verk í vinnslu,

þar sem verkið sjálft er ekki endilega markmið í sjálfu sér, heldur frekar sjálft sköpunarferlið. „Þetta er innsetning í mörgum pörtum og hver einasta innsetning hefur áhrif á þá næstu. Ég lít á mína vinnu sem listrannsókn. Ég geri rannsókn á ákveðnu viðfangsefni með tækjum myndlistarinnar og afrakstur rannsóknarinnar set ég svo fram í formi myndlistar,“ segir Hulda sem ákvað að halda áfram að skoða tengsl mannsins við hafið. „Mig langaði að setja verkið í víðara samhengi og einblína ekki bara á mig og mínar æskuminningar.“ Hulda fór til Essaouira í Marokkó þar sem rannsóknin fór að taka á sig fleiri lög. „Essaouira er forn portúgölsk verslunarhöfn en þar var ég í tvo mánuði, spjallaði við sjómennina og eldaði mjög mikið af fiski,“ segir Hulda og hlær. „Það sem stakk mig sérstaklega þarna var ströndin sem var marglit vegna allra plastþráðanna sem lágu þarna í sandinum eftir að hafa skolast á land. Mér fannst þetta heillandi á einkenni-

Ragnar Þórisson 9. maí – 31. maí 2014 Opnunartímar 12:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi

TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery

Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is

legan hátt því þetta segir sorgarsögu um umhverfismál en er samt svo fallegt á að líta.“ Hulda nýtti þessar marglitu plasttægjur sem efnivið í sýningu á næstu viðkomustað, í New York, en sú sýning er annar hluti „Keep Frozen“ rannsóknarverkefnisins, „Keep Frozen part one“.

Vinnusvæði verður útsýni

Í „Keep Frozen part two“, sem verður frumsýnt um helgina á Listahátíð setur Hulda sig aftur í stellingar verkamannsins og veltir fyrir sér sambandi fortíðarinnar við framtíðina, en hverfandi atvinnustarfsemi hafnarinnar innan borgarmarkanna er eitthvað sem Hulda hefur mikla skoðun á. „Ég er að fókusa á vinnuna sjálfa, við höfnina. Skapandi fólk í dag heillast mjög mikið af iðnaðinum tengdum hafinu, og ég er þar engin undantekning. En um leið og fólk fer að hafa áhuga á höfninni og sjá hana sem útsýni úr glugga, þá þurfum við að breyta öllu. Í raun er verið að reka höfnina hér í Reykjavík í burtu, ég hef heyrt frá fólki sem vinnur við höfnina að planið sé að taka yfir allar byggingar við hafnarsvæðið, breyta vinnusvæðum í skrifstofur og íbúðir. Flestir halda að hér sé verið að taka yfir tómt húsnæði en það er ekki veruleikinn,“ segir Hulda sem hefur tekið viðtöl við fjölda fólks sem vinnur við höfnina. „Reykjavíkurborg byggðist upp meðfram uppbyggingu hafnarinnar og það er ennþá atvinnustarfsemi þar. En höfnin hefur verið að missa meira og meira tengslin við borgina, og það er ekkert einsdæmi hér, það gerðist í mörgum borgum heimsins. En núna á að endurskipuleggja höfnina út frá fagurfræði sem fólk er að uppgötva, og vinnan við höfnina hefur ekkert rými í þessari enduruppgötvun. Það á að gera höfnina að útsýnisstað en í leið klippa á söguna og lífið.“ Opnunin er 31. maí klukkan 19 í Gallerí Þoku við Laugaveg. Þar verður einnig gjörningur framinn í samstarfi við Hinrik Þór Svavarsson, sviðslistamann og fyrrverandi gjörningamann. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


Nýtt

Nýtt

Nýtt

Gefðu gæði við hvert tækifæri

Endilega komdu við – næg bílastæði og alltaf heitt á könnunni!


68

dægurmál

Helgin 30. maí-1. júní 2014

 Í takt við tÍmann Sigrún SeSSelja morthenS Helgafellið. Ég er löt við að fara í bíó en horfi stundum á sjónvarpsþætti. Ég er reyndar svo manísk að ég má helst ekki detta inn í þætti þegar ég er í skólanum. Uppáhaldsþættirnir hafa verið Suits og Vampire Diaries. Það skemmir nú ekki fyrir að þeir vampírubræður, Damon og Stefan, eru alveg ómótstæðilegir.

Íþróttaálfur flesta daga Sigrún Sesselja Morthens er 23 ára sálfræðnemi við HR sem keppti á sínu fyrsta móti í módelfitness á dögunum. Hún er úr Hafnarfirði en býr í Salahverfinu í Kópavogi og skemmtir sér á Austur. Staðalbúnaður

Fataskápurinn minn einkennist af því að ég er rosa mikið í ræktinni. Ég legg mikið upp úr því að ræktarfötin séu falleg. Þar fyrir utan er fatastíllinn voða notalegur. Mér finnst ótrúlega gott að vera í gallabuxum eða þægilegum buxum og víðari toppum eða peysum. Hælaskór eru alveg úr myndinni dags daglega. En þegar ég fer út klæði ég mig upp í háar buxur og geng í hælaskóm. Maður nennir ekki að vera íþróttaálfur alla daga. Á Íslandi kaupi ég föt í Zöru og síðan er ég að vinna hjá Lolita netverslun og finn mér alltaf eitthvað þar. Ég er hrifin af því að versla úti og þá eru H&M og Forever 21 í uppáhaldi.

Hugbúnaður

Miðað við hvað ég er opin við að prófa nýja hluti er ég ótrúlega vanaföst í þau fáu skipti sem ég fer á djammið. Eftir að Vegamót lokuðu förum við yfirleitt á Austur, það er mikill HR-inga staður. ÁhugamálÞessar Jordan-teygjur eru nýja uppáhaldið mitt. in eru flest tengd íþróttum, Þær eru eitt skemmtilegasta æfingatæki sem ég útivist og hreyfingu. Ég hef hef prófað. Þær skila hörku æfingum og púli. til dæmis gaman af því að fara með hundinn minn í göngutúra á sumrin, að labba upp á Esjuna eða

Macbook Air tölvan er ómissandi í skólann og námið.

Vélbúnaður

Ég er frekar tæknifötluð en sem betur fer á ég systur sem er í tölvunarfræði. Hún fær aldeilis að finna fyrir því. Ég hef alltaf verið Apple-manneskja en um daginn fékk ég mér Samsung-síma eftir langa umhugsun. Kannski er mér að hefnast fyrir að hafa svikið lit því fólk heyrir ekkert í mér þegar það talar við mig.

Aukabúnaður

Þegar ég elda sjálf er mataræðið rosa einhæft. Ég er yfirleitt með kjúkling eða lax, sætar kartöflur og brokkólí eða eitthvað ferskt salat. Ég er alveg sjúk í bakaðar sætar kartöflur í ofni með kanil yfir, það passar eiginlega með öllu. Fyrir mót vigta ég allt ofan í mig og reyni að borða sem hreinast. Ég bý með vinkonu minni þannig ég er yfirleitt að elda fyrir einn. Þannig að þegar ég þarf ekki að elda „köttfæðið“ verð ég pínu löt og borða á stöðum eins og Nings, Gló og Saffran. Ég keyri um á Suzuki Swift, rauðri rakettu, sem er fínasti bíll. Ég er mjög náin foreldrum mínum og við reynum oft að gera eitthvað saman. Amma á sumarbústað rétt við Laugarvatn sem er frábært að slaka á í. Ég er komin í sumarfrí fram í ágúst og er því opin fyrir öllu hvort sem Ég kann lítið að nota Samsung það eru ferðalög hér heima en kannski ein S5 símann, nema í Instagram, Facebook og Snapchat. verslunarferð til útlanda.

Ljósmyndir/Hari

 appafengur

Sætar franskar frá McCain

Sætu kartöflurnar frá McCain eru ómótstæðilega bragðgóðar og ríkar af A-vítamíni. Þú skellir þeim í ofninn og áður en þú veist af ertu komin(n) með girnilegt og gómsætt meðlæti. Prófaðu núna!

The Butterfly Guide Melissa Whitaker, fiðrildafræðingur frá Harva rd, er einn höfunda verks ins Wide Slumber sem sý nt var á Listahátíð í Reykjavík um liðna helgi. Melissa er einnig höfundur appsins The Butterfly Guide sem hún hannaði til að gera fiðrildafræði aðgengileg al menningi. A ppið veit i r greinargóðar upplýsingar um yfir 100 tegundir fiðrilda sem hafast við í ákveðnum hluta Bandaríkjanna og hentar vel til að kveikja fiðrildabakteríuna hjá fólki. Fiðrildi eru sem kunnugt er með fegurri skordýrum og þó tegundirnar séu ekki jafn fjölbreytilegar hér á Íslandi er spennandi að fylgjast með þeim. Í appinu er einnig hægt að skrá eigin fiðrildaskoðanir en sérstaklega er gaman að skoða fiðrildi með börnum og búa til fiðrildaskrá með þeim. The Butterfly Guide inniheldur upplýsingar um líffræði fiðrilda, flokkunarfræði þeirra, og það er um að gera að fletta upp fiðrildum í Lycaenidae-ættinni sem Melissa heldur sérstaklega upp á og eiga í samlífi við maura. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


Officielle TV of the 2014 FIFA World Cup™

Bravia Hannað fyrir fótbolta

50”

risi fyrir spennandi leiki! 249.990.-

Glæsileg hönnun á frábæru verði 50” 3D LED SJÓNVARP KDL50W828

• Full HD 1920 x1080 punktar • 800 Hz X-Reality myndvinnslukerfi • Nettengjanlegt og innbyggt WiFi

05 2014

HHHHH

Sony KDL50W828BBN

VeRð 249.990.-

5 áRa ábyRGð FylGiR ÖlluM sjóNVÖRpuM

Gæði á góðu verði

Örþunnt og flott

Fæddur sigurvegari

42”LED SJÓNVARP KDL42W654

48” LED SJÓNVARP KDL48W605

55” 3D SJÓNVARP KDL55W955

• Full HD 1920 x1080 punktar • 200 Hz X-Reality myndvinnslukerfi • Multimedia HD link fyrir snjallsíma

• Full HD 1920 x1080 punktar • 200 Hz X-Reality myndvinnslukerfi • Multimedia HD link fyrir snjallsíma

• Full HD 1920 x1080 punktar

VeRð 159.990.-

VeRð 199.990.-

VeRð 449.990.-

Sony Center Verslun Nýherja Borgartúni 569 7700

Sony Center Verslun Kringlunni 569 7700

Sony Center Verslun Nýherja Kaupangi Akureyri 569 7645

• 800 Hz X-Reality myndvinnslukerfi • Multimedia HD link fyrir snjallsíma

12 máNAðA VAxtALAuS LáN VISA* *3,5% lántökugjald og 340 kr. færslugjald á hvern gjalddaga.


70

dægurmál

Helgin 30. maí-1. júní 2014

 Fjölmiðlar VeFmiðillinn Króm Fer í loFtið í dag

Ekkert slúður og engin pólitík Í dag fer nýr vefmiðill í loftið sem hefur fengið nafnið Króm. Vefurinn sameinar á einum stað upplýsingar um allt sem er á döfinni hverju sinni en það eru þær Íris Tara Ágústsdóttir og Erna Sigmundsdóttir sem eru stofnendur vefsins í samstarfi við vefhönnunarfyrirtækið WEDO. „Auk þess að fókusa á viðburði, hvort sem það eru tónleikar, sýningar, pop-up, verslanir eða markaðir svo

eitthvað sé nefnt, munum við líka fjalla um viðburðina auk þess að vera með áhugaverð viðtöl tengd því sem er að gerast hverju sinni í hönnun, tækni, tísku og nýsköpun. Við ætlum ekki að fjalla um pólitík og það verður ekkert slúður. Áherslan verður alltaf á jákvæða og skemmtilega umfjöllun og við viljum ná til karla jafnt sem kvenna,“ segir Íris en nú þegar hafa þær Erna fengið til liðs við sig fjöldann allan af blaðamönnum og

bloggurum. „Markmiðið er að vera með puttann á púlsinum í öllu því skemmtilega sem er að gerast. Við ætlum að vera dugleg að mæta á viðburði og taka upp efni, svo það verða líka vídeó á síðunni.“ Íris segir síðuna vera mjög notendavæna. „Það getur hver sem er sett inn viðburð og það kostar ekki neitt. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá viðburðinn og svo samþykkjum við viðburðinn og þá fer hann beint inn.“ -hh

Íris Tara er 27 ára Kópavogsbúi. Hún og félagar á Króm. is ætla að vera með puttann á púlsinum með hvað er að gerast hverju sinni.

SjónVarp Björn Br agi Stýrir Hm-umFjöllun á rÚV í Sumar

Amma og afi og allir hinir bíða spenntir Mynd/Spessi

Hestar og menn í Norræna húsinu Tvær forvitnilegar sýningar verða opnaðar í Norræna húsinu á laugardag klukkan 15. Í ytri sýningarsal hússins verður að finna sýninguna Tölt sem er til heiðurs íslenska hestinum. Sýningin var fyrst sett upp í sýningarrými norrænu sendiráðanna í Berlín, Fælleshus, sumarið 2013 á ári hestsins og í tilefni þess að heimsmeistaramót íslenska hestsins fór fram í Berlín á sama tíma. Sýningin sló í gegn og varð sú fjölsóttasta í sögu Fælleshus. Á sýningunni eru verk eftir íslenska listamenn, ljósmyndara og fatahönnuði. Meðal þeirra eru Hrafnkell Birgisson, Gígja Einarsdóttir, Gréta Vilborg Guðmundsdóttir, Mundi, Kristín Garðarsdóttir, Andersen & Lauth, Spessi, Jör by Guðmundur Jörundsson, Ásta Guðmundsdóttir og Una Lorenzen. Sýningarstjóri er Ragna Fróðadóttir en sýningarumsjón er í höndum Birtu Fróðadóttur.

Í innri sýningarsal Norræna hússins verður svo opnuð ljósmyndasýningin Mapping Europe eftir sænsku listakonuna Katerina Mistal. Á sýningunni varpar listakonan fram spurningunni um stöðu manneskjunnar í landslaginu. Áhorfandinn sér ljósmyndir þar sem börn hafa raðað sér upp meðfram strandlengju og stendur frammi fyrir spurningunni um tengslin milli manneskju og umhverfis. Katerina Mistal býr og starfar í Stokkhólmi. Hún vinnur mikið með ljósmyndir og vídeólistaverk og í mörgum verka hennar má sjá svipuð viðfangsefni birtast aftur og aftur; náttúra, ókönnuð svæði og takmarkanir í landslagi. Mistal hefur áður sýnt hér á landi þegar hún var gestur á Listahátíð í Reykjavík 2009 með verkinu Riots. Frítt er inn á sýninguna og stendur hún til 29. júní.

Ert þú að huga að dreifingu? Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt.

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is

Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur.

Grínistinn Björn Bragi Arnarsson verður í aðalhlutverki í HM-umfjöllun RÚV í sumar. Hann hefur oftast haldið með Hollendingum á HM en gafst upp á þeim fyrir nokkru. Björn Bragi vonast eftir óvæntum úrslitum í keppninni og lofar að gera ekki allt vitlaust með óviðurkvæmilegum ummælum að þessu sinni.

Þ

Ég held að það sé sannað að þetta sé stærsti heimsviðburðurinn, bara yfir allt.

etta verður alls ekki leiðinleg vinna,“ segir Björn Bragi Arnarsson, grínisti og sjónvarpsmaður, sem mun stjórna HM-umfjöllun RÚV í sumar. Keppnin hefst 12. júní næstkomandi og verður Björn Bragi gestgjafi í myndveri á hverjum degi meðan hún stendur yfir. Helstu sérfræðingar eru þeir Guðni Bergsson, fyrrum landsliðsmaður, og Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska karlalandsliðsins. Auk þeirra munu Gunnleifur Gunnleifsson, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Ríkharður Daðason taka þátt í að greina leikina. „Svo verður líka straumur af öðrum gestum. Það er stórt teymi sem kemur að þessu,“ segir Björn Bragi. Hann k veðst vera mikill fótboltaáhugamaður og því sé þetta draumaverkefni fyrir sig. „Ég hef alltaf horft á HM. Keppnin 1990 er fyrsti sjónvarpsviðburðurinn sem ég man eftir að hafa horft á. Þá var ég sex ára. Keppnin var mjög góð og

Björn Bragi veit að sagan segir að þar sem HM fer fram í SuðurAmeríku muni sigurlandið koma frá þeirri heimsálfu. Þess vegna er hann klár í búningi Argentínu fyrir umfjöllunina á RÚV sem hann stýrir. Mynd/Hari

dramatísk og það var ekki annað hægt en að hoppa á vagninn.“ Áttu þér uppáhaldslið? „Ég hélt alltaf með Hollendingum en svo áttu þeir svo mörg leiðinleg mót, það var óeining í liðinu og fleira. Ég á eiginlega eftir að finna mitt lið. Maður hrífst líka af einhverju liði og á næsta móti er kominn allt annar mannskapur. Nú eru til dæmis Belgar allt í einu með frábært lið.“ Hverjir vinna? „Flestir virðast setja peninginn á heimamenn í Brasilíu, þeir eru með frábært lið og náttúrlega á heimavelli. Það er líka athyglisverð staðreynd að í þau fjögur skipti sem keppnin hefur verið haldin í SuðurAmeríku hefur Suður-Ameríkuþjóð alltaf sigrað. Ég vona að það verði óvænt úrslit í ár.“ Í undanförnum keppnum hefur tekist afar vel til við val á einkennislagi keppninnar, síðast með Union City Blue með Blondie. Björn Bragi viðurkennir að hann sé undir nokkurri pressu við valið. „Þetta er vandasamt val því það þarf að gera ráð fyrir að fólk sé tilbúið að heyra lagið 200 sinnum.“ Þú gerðir allt brjálað í ársbyrjun þegar þú sagðir að íslenska landsliðið væri eins og nasistar að slátra því austurríska á EM í handbolta. Þurfum við nokkuð að hafa áhyggjur af því að þú gerir allt brjálað nú? „Nei, nei. Ég held að það þurfi litlar áhyggjur að hafa af því. Ég held að það verði bara allir í stuði að tala um fótbolta.“ Er það ekki einmitt málið, að HM er svo skemmtilegt fyrirbæri að keppnin nær til ótrúlegasta fólks? „Ég held að það sé sa nn að að þetta sé stærsti heimsviðburðurinn, bara yfir allt. Það eru f lestir sem fylgjast með HM. Amma og afi og fólk sem horfir annars aldrei á fótbolta situr límt og á sér uppáhalds lið. Svo myndast líka oft skemmtileg stemning á vinnustöðum með rauðvínspottum og fleiru.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is


Ný vörulína na á Stöðinni

Á Stöðinni færðu ferskar, hollar og góðar vörur. Salatbakka, ávexti, millimál, eftirrétti og dagnýjar samlokur — sem aldrei ná að verða dagsgamlar. Taktu tvær munnþurrkur til öryggis.

www.stodin.is


HE LG A RB L A Ð

Hrósið... Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  Bakhliðin Sverrir NorlaNd

Ritsnillingur fram í fingurgóma Aldur: 28 ára. Maki: Cerife Fon Taine frá Frakklandi. Börn: Engin. Menntun: BA í lögfræði frá HÍ, BA í skapandi skrifum frá HÍ og MA í skapandi skrifum frá London. Starf: Rithöfundur. Fyrri störf: Textasmiður á auglýsingastofu, blaðamaður, sölumaður í verslun og fyrirsæta. Áhugamál: Að skrifa, bækur, tónlist, matargerð, uppvask, hófleg kaffidrykkja og ástarlíf vina mína. Forðast útivist og samveru með gæludýrum. Stjörnumerki: Naut. Stjörnuspá: Fljótfærni er viðsjárverð, sérstaklega þegar svara á viðkvæmum spurningum. Þú vilt bæði lagfæra það sem er bilað og standsetja. Allir bera ábyrgð á sínum eigin gjörðum.

S

verrir er frjóasti maður sem ég hef hreinlega kynnst,“ segir Heiðar Lind Hansson, vinur Sverris. „Það er sama hvort það eru sms-skeyti eða tölvupóstar það er pælt í öllu. Hann er ritsnillingur fram í fingurgóma. Svo er hann líka skemmtilegur og góður vinur. Hann er sívakandi yfir umhverfi sínu og það líður eiginlega aldrei sú stund að hann standi ekki og pári í bók. Hann er alltaf að safn í minnisbankann fyrir framtíðina.“ Miðstöð íslenskra bókmennta veitti í vikunni fjórum nýjum höfundum Nýræktarstyrki til útgáfu á verkum þeirra. Nýræktarstyrkir eru sérstakir styrkir til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap og er styrkjunum ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum nýrra höfunda. Í tilkynningu frá Miðstöð íslenskra bókmennta er svo sagt frá „Kvíðasnillingunum“, skáldsögu Sverris Nordals; „Í sögu þriggja drengja, sem brátt verða unglingar og áður en varir karlmenn, dregur höfundur upp frumlega og fjöruga mynd af hlutskipti karla í samtíma sínum. Óvenjuleg stílgáfa helst í hendur við gráa íroníu og einlæga samkennd í heillandi sögu af leit mannsins að ástinni og vináttunni og glímu hans við kuldann og kvíðann.“

Fallegar Útskriftargjafir

Verð 59.900,-

Verslun Laugavegur 45 Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg Sími: 519 66 99

fær knattspyrnumaðurinn Indriði Sigurðsson sem bjargaði lífi mótherja síns í leik í norsku knattspyrnunni. Vinir hans hafa í kjölfarið gefið honum viðurnefnið „Hasselhoff“.


Veiði Kynningarblað

Fékk veiðibakteríuna í Rangánum Rósa Guðmundsdóttir mokaði upp fiski í fyrstu veiðiferðinni en óttast nú að hún sé fiskifæla.

Helgin 30. maí-1. júní 2014

 bls. 4

Hvergi betra að vera en á árbakkanum Um fimmtíu ungir menn eru í veiðifélaginu Óríon sem stofnað var fyrir fimm árum. Þeir fara í nokkrar veiðiferðir á sumrin og á veturna skjóta þeir fugla. Stærstu viðburðir ársins eru þó aðalfundur félagsins og þorrablót. Á myndinni er Sigþór Steinn Ólafsson með bikarlax félagsins síðasta sumar, 93 cm hæng sem tekinn var á lítinn, skautaðan Sun Ray í Neðri Brúarstreng í Haukadalsá.

 bls. 2


2

veiði

Helgin 30. maí-1. júní 2014

Hvergi betra að vera en á bakkanum með góðum vinum Um fimmtíu drengir milli tvítugs og þrítugs eru í veiðifélaginu Óríon sem starfrækt hefur verið síðustu fimm árin. Drengirnir veiða bæði á stöng og skjóta fugla. Fyrir utan veiðiferðirnar eru hápunktar ársins aðalfundur og þorrablót.

Ó

ríón er veiðiguðinn. Við vorum ekkert að vaða yfir lækinn til að sækja nammið þegar við völdum nafnið,“ segir Þorgils Helgason, gjaldkeri veiðifélagsins Óríon. Veiðifélagið var stofnað árið 2009 og telur tæplega fimmtíu meðlimi í dag. „Upphaflega kveikjan var að við fórum um tíu félagar saman í Stóru-Laxá. Við veiddum nú ekki mikið, fengum einn lax, en þótti þetta mjög gaman og ákváðum í kjölfarið að stofna veiðifélag. Á fyrsta aðalfundi gengu eitthvað um þrjátíu manns í klúbbinn og síðan hefur þetta spurst út meðal félaga þeirra sem fyrir eru.“ Er hverjum sem er hleypt í félagið? „Neinei. Við höfum ekkert gert út á nýliðun. Menn hafa bara samband við okkur og sitjandi meðlimir þurfa að mæla með þeim sem vilja ganga í félagið. Svo fara þeir á reynslutíma fram að aðalfundi þar sem þeir eru teknir inn.“ Þetta er karlafélag, ekki satt? Er konum ekki hleypt inn? „Ja, maður skyldi nú aldrei segja aldrei. Það hefur alla vega ekki verið opnað fyrir það í reglum félagsins enda hefur engin kona óskað eftir aðild. Þær geta kannski byrjað á því að stofna sitt félag og óska eftir gerast vinafélag okkar,“ segir hann og hlær. Meðlimir Óríon eru milli tvítugs og þrítugs og upphaflega komu flestir þeirra úr Kvennó og MR. „Nú eru þetta menn

sem koma víða að, frá uppsveitum Borgarfjarðar, úr Skagafirði og Kópavogi og Hafnarfirði,“ segir Þorgils Meðlimir Óríon veiða bæði á stöng og byssu og fara í nokkrar skipulagðar ferðir á ári. Að sögn Þorgils er fyrirkomulagið þannig að ferð er bókuð og hún kynnt á Facebook-síðu félagsins. Svo komast þeir með sem fyrstir eru að skrá sig. „Við höfum farið á hverju ári á Arnarvatnsheiði, sú ferð er fasti punkturinn, og í ár förum við líka í Haukadalsá í Dölum. Svo höfum við líka haft ýmiskonar aðra starfsemi eins og skotveiðimót og dorgveiðimót. Menn hittast líka á veturna og hnýta flugur og segja veiðisögur.“ Stærsti viðburður hvers árs er þó aðalfundur félagsins. „Hann er jafnan haldinn í lok stangveiðiársins, á milli stangveiða og rjúpu,“ segir Þorgils. „Aðalfundurinn er mjög vel sóttur og það er þorrablótið líka. Þá tökum við með okkur frændur, feður og bræður og þá er farið yfir liðinn veg og dansað og drukkið.“ Er það ekki einmitt málið, er þetta ekki allt saman bara afsökun fyrir stráka til að hittast og skemmta sér? „Ja, þetta hentar alla vega einstaklega vel saman. Það er hvergi betra að vera en á bakkanum með góðum vinum. Og ef baukur vill vera í hönd, þá er það ekkert verra. Menn velja sér það eins og annað. Það er alla vega alltaf mikið fjör hjá okkur.“

Veiðifélagarnir búnir að koma sér vel fyrir í ónefndri paradísarlaut við Vatnsdalsá. Þarna er skálað fyrir maríulaxi og góðum félagsskap. Þarna eru Jón Magnús, Sigþór, ónefndur fyrrverandi félagsmaður, Árni, Einar og Þorgils.

Eina sérhæfða fluguveiðiverslun landsins Veiðiflugur eru eina sérhæfða fluguveiðiverslun landsins. Veiði er ástríða og lífsstíll allra starfsmanna verslunarinnar. Kominn er nýr tvíhenduskothaus, hannaður af Klaus Krimor, sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður.

H SeaSpecs gleraugu fyrir veiðimanninn, sjósport og hinar ýmsu jaðaríþróttir. Hægt er að skipta um gler ef þarf. Varagler í boði. Glerið er Polorized og er með 100% vörn gegn útfjólubláum geislum UVA og UVB. Söluaðili: RadíóRaf • Smiðjuvegi 52 • (rauð gata) • Kópavogi • S: 567-2100 Svansson ehf • Sími: 567-2100 • www.svansson.is • Netfang sala@svansson.is

jónin Oddný Magnadóttir og Hilmar Hansson eru eigendur verslunarinnar Veiðiflugna við Langholtsveg. Þar er boðið upp á mjög gott úrval af búnaði og fatnaði í fluguveiðina og fyrsta flokks þjónustu starfsmanna sem allir eru reyndir veiðimenn. „Við bjóðum upp á vörur frá tveimur stærstu merkjunum í Skandinavíu, Loop og Guideline. Núna í vor var bandarískum f lugustöngum frá Scott og Sage bætt við. Með þessu góða úrvali ættu allir að finna stangir við sitt hæfi í búðinni. Hjá okkur fást allar þær stangir sem hafa vakið hvað mesta athygli í veiðiheiminum í dag, má þar til dæmis nefna Loop Cross S1, Sage ONE, Scott Radian og Guideline Lxi,“ segir Oddný. Allar flugurnar í versluninni eru frá Atlantic Flies sem er orðin þekkt fluguverksmiðja. Þaðan koma vönd-

Oddný Magnadóttir er eigandi Veiðiflugna ásamt manni sínum Hilmari Hanssyni.

uðustu og flottustu flugur sem í boði eru á markaðnum í dag.

Tvíhenduskothaus fyrir íslenskar aðstæður

Í vor koma nokkrar flottar nýjungar frá Guideline, til dæmis nýjar stórar töskur (Duffel bag) undir allan veiðibúnaðinn. „Þær koma í 85L og 150L útgáfum. Töskurnar eru léttar, sterkar og vatnsfráhrindandi,“ segir Oddný. Frá Guideline kemur líka nýr fatnaður þetta sumarið. Experience vöðlujakkinn hefur verið endurhannaður og er þægilegur og góður jakki fyrir erfiðar aðstæður. „Svo kemur nýr Primaloft fatnaður með 60 gramma léttri fyllingu, bæði jakki og buxur. Þetta er frábær „layer“ fatnaður, Primaloft fyllingin er ótrúlega hlý miðað við léttleika. Frá Guideline er líka að koma nýr tvíhenduskothaus sem er besti

haus sem við höfum prófað. Hann er Compact, hannaður af Klaus Frimor, sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður.“

Nýr fatnaður frá Patagonia

Nú í vor hefur úrvalið af Patagonia fatnaði verið aukið til muna. „Við eigum til létta dúnjakka, Primaloft jakka og vesti í ýmsum litum. Næsta haust aukum við svo enn frekar úrvalið af Patagonia útivistarfatnaði því þetta er frábær fatnaður. Hönnunin er falleg, litirnir bjartir og mikil áhersla lögð á gæði og umhverfissjónarmið,“ segir Oddný. Patagonia fatnaðurinn hentar í alla útivist, hvort sem fólk stundar fjallgöngur, golf, veiði eða hestamennsku. Nánari upplýsingar má nálgast á vefnum veidiflugur.is og á Facebook-síðunni Veiðiflugur / Fishingflies


MARKAÐUR MEÐ ÓDÝRAR OG ELDRI VEIÐIVÖRUR Í ALLT SUMAR VERÐ FRÁ

VEIÐIVESTI

FLUGULÍNUR FRÁ AÐEINS

299,5,- ÓDÝRAR OG ELDRI 1.99MEÐ ÓDÝRT! MARKAÐUR VEIÐIVÖRUR Í ALLT SUMAR

2.995,-

ÓDÝRT

LÆKKAÐ VERÐ

FRÁ

LÆKKAÐ VERÐ

FRÁ VER ÓDÐÝRT

VEIÐIVESTI BOÐ FRÁ TIL

FLUGULÍNUR FRÁ AÐEINS

2.995,-

1.995,-

LÆKKAÐ VERÐ Mikið úrval ! SÖKKENDAR Á HÁLFVIRÐI

299,-

VESTI Á MYND KR. 4.995,-

ÓDÝRT!

ÓDÝRT! SPÚNAR

BEITAN Í VEIÐIFERÐINA

Frábært úrval.

LÆKKAÐ VERÐ

ORMAR OG MAKRÍLL

ÓDÝRT

Ð

TILBO

AÐEINS

12.995,-

SÖKKENDAR Á HÁLFVIRÐI AÐEINS FRÁ

14.995,-

VESTI Á MYND KR. 4.995,-

ÓDÝRT!

LÆKKAÐ VERÐ

AÐEINS

12.995,DAM TASLAN VÖÐLUR

AÐEINS FRÁ

14.995,-

ÓDÝRT!

ÖNDUNARVÖÐLUR Mikið úrval! VERÐ LÆKKAÐ

AÐEINS FRÁ

9.995,ÖNDUNARVÖÐLUR

20% AFSLÁTTUR

TILBOÐ

LÆKKAÐ Mikið úrval! VERÐ

A LÆKKAÐ VERÐ KK DAMPA TASLAN VÖÐLUR O B TIL Ð

20% AFSLÁTTUR

AÐEINS FRÁ

LÆKKAÐ VERÐ

9.995,-

VEIÐISTANGASETT

LÆKKAÐ VERÐ VATNSHELDIR

Mikið úrval. 20% afsláttur.

VEIÐIJAKKAR

9.995,-

VEIÐISTANGASETT

Mikið úrval. 20% afsláttur.

ÓDÝRT!

FRÁ

4.995,LÆKKAÐ VERÐ

TILBOÐ

KASTSTANGIR

Mikið úrval!

LÆKKAÐ VERÐ

16.995,-

FRÁ

4.995,-

RT AÐEINS ÓDÝ

9.995,-

ÓDÝRT! RON THOMPSON BARNAVÖÐLUR

Frábært úrval.

ÓDÝRT!

ORMAR OG MAKRÍLL

AÐEINS ÓDÝRT

LÆKKAÐ VERÐ

VERÐ FRÁ

16.995,ÓDÝRT!

FLUGUHJÓL

5,4.T99 ILB Ð LÆKKAÐ O VERÐ

Gott úrval.

RON THOMPSON NEOPRENVÖÐLUR

FRÁ VER FRÁ VEÐRÐ FRÁ VEIÐITÖSKUR VERÐÓDÝRAR

1.995,-

2.499 .995,5- ,-

FLUGUHJÓL

LÆKKAÐ Gott úrval. VERÐ

RON THOMPSON ÓDÝRT! NEOPRENVÖÐLUR

VER RT ÓDÐÝFRÁ

2.995,-

VERÐ FRÁ VEIÐITÖSKUR

1.995,-

LÆKKAÐ VERÐ KASTHJÓL

- á góðu verði

- í miklu úrvali.

ÓDÝRT!

8.995,-

LÆKKAÐ VERÐ VEIÐITÖSKUR

- á góðu verði

AÐEINS

TILBOÐ

VÖÐLUSKÓR

Ýmsar gerðir.

RON THOMPSON BARNAVÖÐLUR

3.895,KASTHJÓL AÐEINS

LÆKKAÐ VERÐ VÖÐLUSKÓR

ÓDÝRT!

8.995,LÆKKAÐ TILVERÐ50% AFSLÁTTUR 30

ÓDÝRT

- í ÓDÝRT! miklu úrvali.

VERÐ FRÁ ZPEY FLUGUSTANGIR OG PAKKAR

3.895,-

Ýmsar gerðir.

VEIÐIKASSAR

ZPEY FLUGUSTANGIR OG PAKKAR

Bleikir, bláir og grænir.

30 TIL 50% AFSLÁTTUR

LÆKKAÐ VERÐ

KASTSTANGIR

FRÁBÆRT VERÐ

895,-

VEIÐIKASSAR ÓDÝRT!

ÓDÝRT

Bleikir, bláir og grænir.

TILBOÐ

LÆKKAÐ VERÐ

FLUGUSTANGIR ÁÍ ÚRVALI HÁLFVIRÐI FLUGUSTANGIR Mikið úrval!

FRÁBÆRT VERÐ

895,-

LETINGJAR

ÓDÝRT!

KRÓKHÁLSI 4 - SÍMI 517 8050 - MÁN. TIL FÖS.- 9 TIL 18 OG LAU. - 10 TIL 16 FLUGUSTANGIR Á HÁLFVIRÐI

Mikið úrval!

VERÐ FRÁ

4.995,BEITAN Í VEIÐIFERÐINA

SPÚNAR

LÆKKAÐ VERÐ

Mikið úrval!

ÓDÝRT!

VERÐ FRÁ AÐEINS

VATNSHELDIR VEIÐIJAKKAR

AÐEINS

LETINGJAR

SJÁÐU TILBOÐIN Á


4

veiði

Helgin 30. maí-1. júní 2014

Virðist vera ágætis fiskifæla Rósa Guðmundsdóttir í Grundarfirði veiðir með fjölskyldu sinni og hefur gaman af. Hún mokaði upp fiski í fyrstu veiðiferð sinni í Rangárnar en hægst hefur á aflabrögðunum í öðrum ám. Rósa nýtur þess að vera úti í náttúrunni við veiðar.

V

ið höfum verið að fara svolítið saman fjölskyldan, ég og pabbi og bræður mínir. Við erum að fara núna í fyrsta hollið í Norðuránni um hvítasunnuhelgina og bíðum mjög spennt,“ segir Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri hjá Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði. Rósa hefur veitt um nokkurra ára skeið og nýtur þess í botn. „Ég fór í fyrsta skipti í Rangárnar og það kveikti í mér. Það hjálpaði reyndar til að það er ekki hægt að veiða ekki fisk þar, það var ofboðslega mikið magn þarna. Þetta gerði það að verkjum ég hélt að ég væri mikil veiðikona en eftir því sem tíminn hefur liðið og ég hef veitt í öðrum ám virðist ég vera ágætis fiskifæla,“ segir hún og hlær. Rósa er spennt að hefja veiðisumarið í

Norðuránni. „Við höfum alltaf fengið nokkra fiska. Þetta er auðvitað engin Rangár-veiði en þeir eru allir mjög vænir svo snemma.“ Hún segir að laxveiðin gefi sér mikið. „Það góða við laxveiðina er að maður getur skoðað umhverfi sem margir missa af. Það er frábært að vera úti í guðsgrænni náttúrunni og njóta kyrrðar og róar. Það er ofboðslega gott.“ Auk þess að veiða í Rangánum og Norðurá hefur Rósa veitt í Kjarrá og Laxá í Dölum. Í ágúst fer hún svo í fyrsta sinn í Hítará. „Það er nú ekki meira planað en það getur verið að það breytist.“ Veiðin hefur verið talsvert kallasport í gegnum tíðina. Verður þú vör við að fleiri konur séu farnar að veiða en áður? „Ég er nú voða mikið ein með köllunum. En það hefur oft verið ein

Rósa Guðmundsdóttir verður í fyrsta hollinu í Norðuránni með fjölskyldu sinni um hvítasunnuhelgina.

Ég er svo vitlaus að ég vil drepa þetta allt saman.

kona með mér í holli í Norðuránni. Þeim er kannski eitthvað að fjölga. Konur geta alla vega alveg veitt eins og kallarnir. Ég

mæli alla vega með því.“ Hvort viltu veiða eða sleppa? „Ég er svo vitlaus að ég vil

Sumarhátíð Veiðihornsins Veiðihornið fagnar upphafi veiðisumarsins um helgina. Erlendir sérfræðingar kíkja í heimsókn og veita góð ráð. Nýlega var veiðihermir tekinn í notkun svo óþreyjufullir veiðimenn geta landað þeim stóra í Síðumúla.

H

in árlega sumarhátíð Veiðihornsins verður haldin nú um helgina, á laugardag og sunnudag. Veiðihornið hefur fagnað sumarkomu og upphafi veiðitímabilsins með þessum hætti síðastliðin tvö ár og hefur hátíðin notið mikilla vinsælda hjá veiðimönnum. Í fyrra kom á sjötta hundrað veiðimanna og kíkti við í Veiðihorninu fyrstu helgina í júní. Að sögn Ólafs Vigfússonar, eiganda Veiðihornsins, verður mikið um að vera á sumarhátíðinni. „Sérfræðingar frá Simms koma til okkar í heimsókn og við bjóðum veiðimönnum að koma með eldri Simms vöðlur í yfirhalningu. Viðskiptavinir geta einnig fengið góð ráð frá sérfræðingum varðandi viðgerðir og meðhöndlun á vöðlum og veiðifatnaði frá Simms. Þá kynnum við allt það nýjasta frá Simms fyrir komandi veiðisumar,“ segir Ólafur.

Veiðikajak frá Savage Gear

Á sumarhátíðina koma einnig sérfræðingar frá Svendsen Sport í Danmörku og kynna sérhannaða veiðikajaka frá Savage Gear og vöðlur og veiðibúnað frá Scierra. „Við ætlum ennfremur að kynna sérstaklega nýjustu flugustangirnar frá Sage og Redington.“

Nýr veiðihermir

Veiðihornið hefur komið sér upp veiðihermi í versluninni og stendur óþreyjufullum veiðimönnum til

boða að landa stórfiskum í veiðiherminum á gólfinu í Síðumúla 8. Ýmis góð tilboð verða nú um helgina í Veiðihorninu. Með reglulegu millibili verður Lukkulínuleikur þar sem verðlaunin eru vandaðar flugulínur. „Stórhappdrætti verður í gangi með vinningum sem eiga enga sér líka. Verðmæti vinninga er um hálf milljón króna og meðal helstu vinninga eru Savage Gear Sit-on-top kayak, Sage ONE flugustöng, Simms jakki, Redington tvíhenda og fleira. Að sjálfsögðu fá allir gestir ókeypis happdrættismiða,“ segir Ólafur. Veiðiblaðinu Veiði 2014 verður dreift ókeypis til allra gesta og er það uppfullt af góðum ráðum og upplýsingum um vandaðan veiðibúnað. Að sjálfsögðu verður kveikt upp í grillinu fyrir gesti og gangandi. Veiðihornið rekur tvær verslanir, eina við Síðumúla 8 í Reykjavík og aðra við Strandgötu 49 í Hafnarfirði. Veiðihornið er stærsta veiðivöruverslun landsins og með geysigott úrval af vönduðum veiðibúnaði. Allir veiðimenn ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þeir veiða eingöngu á flugu eða eru að stíga sín fyrstu skref í stanga- eða skotveiði. Starfsmenn Veiðihornsins hafa áratuga langa reynslu af veiði og viðskiptavinir geta treyst því að fá vandaða vöru og góða þjónustu. Nánari upplýsingar má nálgast á vefnum www.veidihornid.is og á Facebook-síðunni Veiðihornið Síðumúla.

Ólafur Vigfússon, eigandi Veiðihornsins, búinn að landa „Bonefish“ á Bahamaeyjum.

drepa þetta allt saman,“ segir hún og skellihlær. „Ég vil fá fiskinn í frystinn og eiga hann. Þannig er það bara.“


2 0 1 4

Vatnaveiði er skemmtilegt fjölskyldusport. Vertu frjáls með Veiðikortið í vasanum og njóttu íslenskrar náttúru!

2 0 1 4

00000

Eitt kort 36 vötn 6.900 kr.

Kynntu þér málið! www.veidikortid.is sölustaðir um land allt


6

veiði

Helgin 30. maí-1. júní 2014

Veiði eiginlega ekki lax nema í nauðvörn Baldur Sigurðsson, dósent við HÍ, er forfallinn silungsveiðimaður. Hann tekur þær fram yfir laxveiðina vegna verðlags á veiðileyfum en í silungsveiðinni kveðst hann geta bæði farið í fleiri ferðir og verið lengur í hvert sinn.

É

g er svo heppinn að þekkja marga góða menn sem eru létt brjálaðir í veiðidellu sinni. Veiðiferðunum hefur því smám saman fjölgað enda er tilhneigingin sú að ef maður fer í veiðiferð á nýjar slóðir, þá er hún endurtekin að ári,“ segir Baldur Sigurðsson, dósent við Kennaradeild á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Baldur er forfallinn silungsveiðimaður en hefur að mestu látið laxveiði vera. „Ég veiði eiginlega ekki lax nema í nauðvörn. Eða einhver bjóði mér í laxveiði,“ segir hann léttur í bragði.

Má ekki bóka of mikið fyrirfram

Þrír stórir veiðitúrar bíða Baldurs í sumar. „Ég fer á silungasvæðið í Vatnsdalsá um mánaðamótin júní-júlí með Brjáni Ingasyni, fágætisleikara og útgerðarbónda. Í kjölfarið fer ég í Laxá í Þingeyjarsýslu með úrvalsholli undir stjórn Ásgeirs Steingrímssonar trompetleikara. Það hefur verið fastur liður í lífi mínu síðan Díana dó. Í fyrsta skipti sem við bræður fórum í Laxá var komið fram í lok ágúst. Síðasta morguninn sat maður í

stofunni sem komið hafði akandi frá Akureyri og færði okkur þau tíðindi að Díana væri látin. Ég get sumsé tímasett þessa veiðiferð en svo þarf ég reyndar alltaf að fletta því upp hvenær Díana lést. Sumarið eftir var fyrsta hollið okkar með Ásgeiri. Þriðja stóra ferðin er í Veiðivötn. Ég var svo heppinn að vera varamaður í holli Eiríks Indriða Bjarnasonar húsasmiðs þar í fyrra og fæ að fara aftur í ár. Þar fyrir utan þarf að brúa nokkra daga frá túrnum í Vatnsdalsá og fram að Laxá. Ef ég þekki Brján rétt verður vandalaust að finna ódýr veiðileyfi á Norðurlandi í júlí og þá förum við ekkert úr vöðlunum í tíu daga.“ Baldur segir að það sé jafnvel mögulegt að hann fari bæði í Skjálfandafljót og aftur í Vatnsdalinn þó ekkert sé ákveðið í þeim efnum. „Maður má ekki bóka of mikið fyrirfram, það verða að vera lausir dagar sem ekki hefur verið ráðstafað. Bæði þarf að sinna öðrum áhugamálum, gönguferðum og útivist, og barnabörnunum, og svo vantar stundum varamenn í góð holl hjá vinum og kunningjum, og þá er leiðinlegt að verða að afþakka.“

92 sentímetra skepna í Mýrdal

Eins og allir alvöru veiðimenn lumar Baldur á fjölmörgum sögum af eftirminnilegum viðureignum á bakkanum. „Það var einn geysilega eftirminnilegur 92 sentímetra sem ég fékk í Heiðarvatni í Mýrdal. Hann tók strikið út á þetta stóra vatn og ég hélt að hann myndi fara með alla línuna. Ég er yfirleitt með stöng númer fjögur sem hefur ekki mikið að segja í svona stórar skepnur en eftir langa mæðu náði ég honum. Ég var með fallega flugu frá Sigga málara sem hann tók en svo hafði „dropperinn“ krækst í sporðinn á honum þannig að það var auðvelt fyrir mig að mæla hann í fjörunni, þó ég væri ekki með málband, því taumurinn var strekktur frá kjaftinum að sporði. Þetta er ævintýri sem enginn hefur trúað því auðvitað fékk þessi höfðingi að fara.“ Baldur segir líka sögu af því þegar hann setti í urriða í Þingvallavatni. „Hann var svo stór að ég vissi ekki að svona fiskar væru til nema í sögum. Ég var á bleikjuveiðum með sjö punda taum og átti ekki von á neinu svona. Ég stóð með stöngina í keng í næstum klukkutíma. Að lokum kom hann svo

Baldur Sigurðsson er forfallinn silungsveiðimaður. Hér er hann sumarið 2005 við hornið á veiðihúsinu Rauðhólum í Laxárdal.

nálægt landi að hann horfðist eitt augnablik í augu við Sigbjörn Kjartansson arkitekt, sem stóð á bakkanum með silungsháfinn tilbúinn, og ég veit ekki hvor varð hræddari. Sigbjörn hljóp upp á land, henti frá sér háfnum og sagðist ekki koma nálægt þessu en urriðinn tók strikið út á vatn og sleit.“

Silungsveiðar hálft árið

Baldur segir að verðlagið á veiðileyfum í laxveiði eigi sinn þátt í því að hann taki silungs-

veiðina fram yfir. „Ef maður eyðir minna í veiðileyfi getur maður bæði farið oftar og verið lengur. Sumir laxveiðimenn fara bara í einn túr á ári en í silungsveiðinni getur maður verið að frá apríl og fram í október. Þetta lengir sumarið. Þá verður minningin um sumarið ekki bundin við þessar fjórar vikur sem maður tók í frí heldur teygir sig yfir hálft árið. Maður gleymir f ljótt þessum vinnudögum inni á milli.“

Scott flugustangir – handsmíðaðar í Bandaríkjunum Eflaust hefur flest fluguveiðiáhugafólk heyrt um Scott flugustangir. Stangirnar hafa verið á markaði á Íslandi í fjölda ára en Scott fyrirtækið sjálft hefur verið starfandi síðan árið 1973 þegar maður að nafni Harry Wilson fór að smíða sínar eigin stangir í kjallaranum heima hjá sér. Harry sagði upp vinnu sem framkvæmdastjóri til að eltast við drauminn um að smíða flugustangir og þegar fyrirtækið óx flutti það til Colorado þar sem smíðastofur þess eru í dag. Scott stangir eru allar handsmíðaðar í Bandaríkjunum í verksmiðju þeirra og þar er hver einasta stöng yfirfarin. Meira að segja vörumerki Scott og upplýsingar um stöngina eru handmálaðar á. Ef einhver ein stöng stenst ekki skoðun fer sú ekki í sölu. Allar stangirnar hafa lífstíðarábyrgð og ef stöngin brotnar er sá hluti hennar lagaður. Nýjasta stöngin frá Scott, Radian var fyrsta flugustöngin til að vinna verðlaun sem besta nýjan varan á stærstu veiðisýningu Bandaríkjanna, IFTD. Scott Radian Scott Radian var hönnuð af aðalhönnuði Scott, Jim Bartschi með það í huga að stöngin væri á sama tíma hröð en samt veita góða tilfinningu fyrir veiðinni og ekki vera of stíf. Til þess að ráða við þungar flugur, jafnvel sökktauma eða sökkenda og vind þurfa stangir að vera stífar og hraðar. Þá er það aðeins fremst í toppnum sem stöngin svignar nema undir miklu álagi og við það missir veiðimaður ákveðna tilfinningu við veiðarnar. Mýkri stangir veita meiri tilfinningu en henta verr í miklu roki og eins með þungar flugur eða sökkenda. Scott Radian sameinar

kosti hröðu og mjúku stangarinnar í einni stöng. Í raun má segja að stöngin sé hönnuð með erfiðustu aðstæður á Íslandi í huga. Ímyndum okkur dag við veiðar sem gæti sannarlega átt við íslenska náttúru. Þú kemur í hús og byrjar að veiða seinni parts vakt. Það hefur ekki rignt í 2 vikur og áin er vatnslítil. Þú byrjar með flotlínuna þína og pínulitlar flugur og það þarf að fara mjög varlega. Daginn eftir er sama uppi á teningnum en rétt fyrir hlé byrjar að blása og rigna hressilega. Klukkan 16 þegar seinni vaktin hefst hefur vaxið duglega í ánni og það er kröftugur vindur. Þú skiptir um taktík en veiðir með sömu stönginni og um morguninn þar sem Scott Radian ræður við báðar aðstæður; viðkvæma vatnið, löngu taumana og litlu flugurnar en á sama tíma rokið, mikla vatnið og þungu túpurnar. Þetta má líka heimfæra á silungsveiðina þar sem Scott Radian ræður við viðkvæmustu þurrfluguveiðina og á sama tíma veiði með púpum eða straumflugum. Kynning um helgina Það væri hægt að fara í langa upptalningu á allri nýju tækninni sem notuð hefur verið við hönnunina á Scott Radian en þess í stað hefur Veiðivon, Mörkinni 6, ákveðið að bjóða öllu áhugafólki um fluguveiðar að koma í búðina helgina 31. maí og 1. júní til þess að læra meira um þessa frábæru stöng og prófa hana. Á staðnum verður sérfræðingur frá Scott sem mun fræða fólk um Scott Radian ásamt því að tala um aðrar gerðir Scott stanga. Hann mun líka kynna línur frá Scientific Anglers og allir geta fengið að prófa. Sett verður upp kasttjörn á svæðinu til

Stjáni Ben, Haukur Jóhannsson og Björn K. Rúnarsson.

þess að hægt sé að kasta nýju Scott Radian tvíhendunum á vatni. Á sama tíma verður haldin hin árlega kynning á því

hvernig hægt er að gera við Simms Gore-Tex vöðlur en sérfræðingar frá Simms verða í Veiðivon, Mörkinni 6, alla helgina.




Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.