Finn fyrir dálítilli laxnessþreytu Aðalpersónan í nýrri skáldsögu Auðar Jónsdóttur er flogaveik, líkt og hún sjálf. Sem barnabarn nóbelskáldsins viðurkennir hún að finna stundum fyrir dálítilli Laxnessþreytu. viðtal 24
Stjórnmálamenn sem komu ungir fram á sjónarsviðið
úttekt 14
30. október-1. nóvember 2015 43. tölublað 6. árgangur
Ástin kviknaði í raunveruleikaþætti og stendur af sér áföllin
Forsætisráðherra framtíðar? nærmynd 16
drulluleiðar stelpur með dólg og læti
Ást hjónanna Kristjáns Björns Tryggvasonar og Kristínar Þórsdóttur kviknaði í raunveruleikasjónvarpsþætti Skjás 1, Djúpu lauginni. Þá voru 21 árs og 18 ára. Nú, þrettán árum síðar, eiga þau þrjú börn, en líf hjónanna hefur ekki verið eintómur dans á rósum. Kristján Björn greindist með heilaæxli fyrir níu árum og hann bjó sig undir að deyja. Eftir skurðaðgerðir, geisla- og lyfjameðferð virtist æxlið hins vegar hverfa. Áföllin höfðu þó ekki sagt skilið við Kristján því fyrir fjórum árum slasaðist hann í vinnuslysi og varð að skipta um starfsvettvang. Í vor greindist hann síðan með heilaæxli, enn á ný. Veikindin hafa reynt mjög á fjölskylduna en um helgina verða góðgerðarleikar í Hafnarfirði þar sem allur aðgangseyrir rennur til Kristjáns og fjölskyldu.
SamFélagið 12
lögfræði á daginn – glæpir á kvöldin
Ljósmynd/Teitur
viðtal 20
síða 30
iPhone 6s iPhone 6s Plus
Það eina sem hefur breyst er allt Verð frá 124.990 kr.
Sérverslun með Apple vörur
KRINGLUNNI
2
fréttir
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Hafta afnám Skilyrði Sem föllnu bank arnir þurfa að uppfylla
Nær 500 milljarða stöðugleikaframlag
G
reiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna nema nærri 500 milljörðum króna, að því er fram kom á fundi fjármálaráðherra og seðlabankastjóra fyrr í vikunni. Þar var greint frá skilyrðum sem föllnu bankarnir þurfa að uppfylla til að fá að gera nauðasamninga og fá undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Heildarráðstafanir gagnvart slitabúnum nema 856 milljörðum króna. Stöðugleikaframlagið nemur 491 milljarði og rennur til ríkisins en
getur farið upp í 599 ef virði eigna hækkar, auk annarra ráðstafana. Stöðugleikaframlag Glitnis nemur 229 milljörðum króna, Kaupþings 127 milljörðum og LBI 23 milljörðum. Fram kom hjá seðlabankastjóra að gjaldeyrisforði þjóðarinnar ykist um 40 milljarða og skuldastaða þjóðarbúsins yrði um 10 prósent af landsframleiðslu á næsta ári en hún nemur um þriðjungi í dag. Sveinn Valfells í Indefence hópnum telur, að því er fram kom í frétt RÚV, að vandinn sé að hluta óleyst-
ur, honum verði hliðrað fram í tímann. Markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir óæskileg áhrif þegar krónueignir föllnu bankanna færu úr landi við losun hafta. Þeim fyrirsjáanlega vanda hafi einungis verið frestað. „Vandinn er skilgreindur upp á 815 milljarða,“ sagði Sveinn í viðtalinu, „hins vegar eru slitaframlögin ekki upp á nema 379 milljarða, eftir virðast standa 400 milljarðar af krónueignum sem kunna að fara úr landinu og hafa þannig neikvæð áhrif á íslensku krónuna og rýra kaupmátt á Íslandi.“
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greinir frá skilyrðunum. Mynd/Hari
forSetafr amboð formaður Samtak a iðnaðarinS á beSSaStaði?
Allt í himnala g
Algjört klúður
i
Hitamælirinn Þeim félögum Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra tókst ekki betur upp en svo við heimsókn Davids Cameron í Alþingishúsið að breski fáninn sneri öfugt þegar hann ritaði nafn sitt í gestabók þingsins. Ætla má að þó heimsóknin hafi að öðru leyti verið ágætlega heppnuð muni þetta klúður ekki gleymast. fyrir Viðskiptablaðið. Samskonar könnun var gerð fyrir 20 mánuðum og síðan hefur áskrifendum fjölgað um 4,9% Verðbólgan komin í 1,8% Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,07% í október og er verðbólga, mæld á tólf mánaða tímabili, 1,8%
Skorað á Guðrúnu að 29.192 bjóða sig fram til forseta
Leikur á móti Ben Kingsley Leikkonan Hera Hilmarsdóttir mun leika eitt aðalhlutverkanna í spennumyndinni An Ordinary Man þar sem mótleikari hennar verður Óskarsverðlaunahafinn Ben Kingsley. Hera leikur þjónustustúlku sem myndar tengsl við eftirlýstan stríðsglæpamann sem er í felum.
60%
heimili á Íslandi eru með Netflix-áskrift ef marka má könnun Gallup sem gerð var
TU K K Ö ST
af heildarveltu matvöruverslana á Íslandi er hjá verslunum Haga, Hagkaup og Bónus. Verslanir Kaupáss, Krónan og Nóatún, eru með 23% veltunnar og Samkaup um 17%. Viðskiptablaðið greinir frá.
Frá kr.
59.900 m/morgunmat
Sevilla 6. nóvember í 3 nætur
Netverð á mann frá kr. 59.900 m.v. 2 í herbergi. Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
27.000
innflytjendur voru á Íslandi um síðustu áramót eða 8,9% mannfjöldans. Það er fjölgun frá því í fyrra þegar þeir voru 8,4% landsmanna, alls 27.445.
Skorað hefur verið á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, markaðsstjóra Kjöríss og formann Samtaka iðnaðarins, að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Nokkur hundruð manns hafa stutt áskorunina á Facebook en það er Guðlaugur Aðalsteinsson hugmyndasmiður sem er upphafsmaður áskorunarinnar og honum er fúlasta alvara.
m
ér finnst hún alveg tilvalin og ég veit að það finnst það fleirum,“ segir Guðlaugur Aðalsteinsson, hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni Brandenborg, aðspurður um áskorunina. „Hún fór nú bara að hlæja þegar ég nefndi þetta við hana en mér er fúlasta alvara. Ég þekki hana því við vinnum fyrir Kjörís þar sem hún er markaðsstjóri og svo er hún reyndar líka formaður Samtaka iðnaðarins svo hún er ekki beint atvinnulaus. Ég hef lengi unnið með henni og fékk þessa flugu í höfuðið fyrir dálítið löngu síðan.“
Framboðið er skrifað í skýin
En af hverju Guðrún? „Í fyrsta lagi er hún ótrúlega hæf og með mikla reynslu, talar fjögur tungumál og hefur búið erlendis. En svo er hún bara svo góð manneskja. Heiðarleg, hugmyndarík, dugleg og gengur í öll störf. Hún er svo mikið alvöru, er úr sveit og klæðir sig alltaf upp í skautbúning á 17. júní og svo er hún dóttir stofnanda Kjöríss. Hún er heldur ekki þessi týpíski pólitíkus. Það þekkja hana ekki margir og þess vegna henti ég þessu á Facebook í
bríaríi en ef ég kem þessu í 10.000 læk þá verður hún að taka þessu alvarlega,“ segir Guðlaugur og bætir því við að þetta framboð sé í raun skrifað í skýin. „Ég er strax komin með hugmynd að vefsíðu; kjör.is“
Framboðið er skrifað í skýin og ég er strax komin með hugmynd að vefsíðu; kjör.is Guðrún Hafsteinsdóttir er menntuð í mannfræði en hefur alla sína tíð unnið í Kjörís, fjölskyldufyrirtækinu í Hveragerði. Hún hefur starfað sem formaður Samtaka iðnaðarins frá því í mars 2014. Guðrún er gift Ólafi Ólafssyni, sölustjóra hjá HB Granda. Þau eiga saman þrjú börn, Hafstein, Dagnýju Lísu og Hauk. Fjölskyldan fluttist búferlum til Þýskalands árið 1998 og bjó þar í fimm ár. Í dag býr fjölskyldan í Hveragerði.
Horfir ekki svo hátt til skýjanna
„Guð minn almáttugur! Ég veit ekki hvort þetta er grín eða alvara,“ segir Guðrún hlæjandi aðspurð um áskorunina og er greinilega ekki með hugann við Bessastaði. „Það er til svo mikið af hæfu fólki sem gæti orðið góðir forsetar og ég er ekki ein af þeim! Ég er í öðrum störfum og horfi ekki svona hátt upp til skýjanna.“ Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti árið 1996 og hefur því setið fimm kjörtímabil, eða 20 ár á næsta ári. Næst verður kosið um nýjan forseta í lok júní 2016. Ýmsir hafa verið nefndir sem mögulegir frambjóðendur, þeirra á meðal Ragna Árnadóttir, Jón Gnarr, Bergþór Pálsson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Andri Snær Magnason. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
Gemmér fimmu og fáðu sexu!
Gildir til
fimmtudagsins 5. nóvember
Skiptu iPhone 5s upp í nýja sexu 1 GB netnotkun eða 1.000 kr. á mán. í 6 mán. fylgir
2 GB netnotkun eða 2.000 kr. á mán. í 6 mán. fylgir
iPhone 6 16GB
iPhone 6s 16GB
iPhone 5s upp í 6
iPhone 5s upp í 6s
74.990 kr. stgr.
94.990 kr. stgr.
Fullt verð: 104.990 kr.
Fullt verð: 124.990 kr.
Nánari upplýsingar um iPhone 5/5s upp í nýjan iPhone 6/6s á nova.is
Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | Facebook | Twitter
4
fréttir
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
RíkisútvaRpið skýRsla nefndaR menntamálaR áðheRR a
n Árið 2013 gerði RÚV samning við Vodafone um dreifingu, sem fól í sér skuldbindingu um 4 milljarða króna, sem ekki er á meðal skulda í efnahagsreikningi félagsins.
Efast um að ohf rekstrarform henti starfsemi RÚV Skýrsla nefndar sem menntamálaráðherra skipaði til að skoða rekstur RÚV var birt í gær. Þar kemur fram að rekstur RÚV sem opinbers hlutafélags hefur aldrei verið sjálfbær og telur nefndin nauðsynlegt að skoða hvort það rekstrarform henti starfseminni.
R
ekstur RÚV ohf. frá stofnun félagsins árið 2007 hefur ekki verið sjálfbær. Gjöld hafa verið meiri en tekjur á tímabilinu í heild og hefur hallarekstur verið fjármagnaður með auknu ríkisframlagi, lántökum og frestun afborgana lána. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar undir stjórn Eyþórs Arnalds sem menntamálaráðherra skipaði til að greina þróun á starfsemi RÚV ohf. frá stofnun, þann 1. apríl 2007, og fram til dagsins í dag. Nefndin skilaði skýrslunni í gær, fimmtudag. Þar kemur fram að rekstrarkostnaður RÚV hefur að jafnaði verið 5,4 milljarðar á ári frá stofnun RÚV ohf., á föstu verðlagi, og að á síðasta rekstrarári var heildarkostnaður 5,3 milljarðar króna. Aukning vaxtaberandi skulda árin 2012-2014 var alls 1.100 milljónir króna, sem er um 1,5 milljón króna á dag. Nefndin telur mikilvægt að endurskoða þjónustuhlutverk RÚV í ljósi þeirra miklu breytinga sem orðið hafa á neytendahegðun, sem koma
meðal annars fram í miklum samdrætti í áhorfi á hefðbundna sjónvarpsdagskrá, sérstaklega hjá ungu fólki. Nefndin veltir einnig upp nokkrum álitamálum í skýrslunni. Meðal annars þeirri spurningu hvort ohf. rekstrarformið sé heppilegt fyrir starfsemi RÚV þar sem reynslan sýni að félagið sé ekki rekið með takmarkaðri ábyrgð þegar ávallt sé gert ráð fyrir að ríkissjóður rétti af fjárhag félagsins. Annað stórt álitamál sé hvort RÚV sé best til þess fallið að ná fram markmiðum ríkisins sem snúa að íslenskri menningu, tungu og lýðræðisumræðu, sérstaklega þar sem innan við 60 prósent af heildarútgjöldum RÚV fari í beinan kostnað við innlenda dagskrá.
Stjórnendur RÚV snúast til varna
Núverandi stjórnendur RÚV sendu í kjölfarið frá sér fréttatilkynningu þar sem gerðar eru athugasemdir við ýmis atriði í skýrslunni. Nefna
Eyþór Arnalds kynnti skýrsluna á Þjóðminjasafninu á fimmtudag. Um 46% af rekstrarkostnaði RÚV fór í bein útgjöld við fréttir, íþróttir og aðra innlenda dagskrá rekstrarárið 2013-14. Ef sameiginlegur dagskrárkostnaður er talinn með er 50-60% kostnaðar vegna innlendrar dagskrár. Ljósmynd/Hari
má þann tölulega samanburð sem nefndin gerir á milli RÚV og 365. Margoft hafi komið fram að slíkur samanburður sé illmögulegur vegna ólíks eðlis almannaþjónustumiðla og einkamiðla. Þá sé í skýrslunni stuðst við óopinberar og óstaðfestar tölur úr rekstri einkafyrirtækis í samkeppnisrekstri. Ef styðjast ætti við upplýsingar úr rekstri 365, gefnar upp af stjórnendum þess fyrirtækis, þá þyrfti að vera hægt sannreyna þær tölur með gegnsæjum hætti. „Það má eiginlega segja að þessi samantekt um fortíðina sé svarthvít,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. „Hún er svört að því leyti að hún staðfestir það sem við höfum sagt um fortíðarvandann og skuldabaggann. Hún er hvít að því leyti að hún sýnir að lyft hefur verið grettistaki í að snúa rekstrinum við. Í skýrslunni kemur fram að á tímabilinu hafa rekstrargjöld RÚV
lækkað um 11%. Fyrri stjórnendur gerðu vel í því að verja þjónustuna og öfluga dagskrá þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Við sem tókum við 2014 höfum svo enn frekar skorið niður yfirbyggingu fyrirtækisins og náð að efla dagskrána á sama tíma. Við leigðum út hluta útvarpshússins og seldum byggingarétt á lóðinni sem mun skila mestu skuldalækkun í sögu félagsins. Stjórnvöld þurfa hins vegar að leiðrétta mistök frá hlutafélagsvæðingunni og ráðamenn að standa við yfirlýsingar sínar um að útvarpsgjald verði ekki lækkað frekar. Ég er þess fullviss að við getum haldið áfram að reka fyrirtækið á sem allra hagkvæmastan hátt, og styrkt enn frekar gæði og sérstöðu dagskrárinnar í samvinnu og þjónustu við almenning.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is
Annað stórt álitamál sé hvort RÚV sé best til þess fallið að ná fram markmiðum ríkisins sem snúa að íslenskri menningu, tungu og lýðræðisumræðu.
n Árið 201415 samdi RÚV við LSR um að fresta afborgunum og vöxtum af skuldabréfinu um 570 milljónir króna. Við frestun afborgana bætast vextir og verðbætur við lánið sem jafngilda lántöku um 215 milljóna króna. n Í kjölfar sölu byggingaréttar er gert ráð fyrir að skuldir lækki um 1,5 milljarða króna.
fréttir 5
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Stjórnmál AfSlöppuð northern future r áðStefnA
Karlarnir losuðu bindin!
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók á móti David Cameron, forsætisráðherra Breta en breskur forsætisráðherra hefur ekki sótt Íslendinga heim síðan Winston Churchill kom hingað í seinni heimstyrjöldinni. Mynd/Hari
n
orthern Future ráðstefnan var haldin á Grand Hótel í Reykjavík í gær og fyrradag, 28. og 29. október. Á fundinum voru forsætisráðherrar allra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands. Ráðstefnunni er henni ætlað að vera tækifæri til að miðla
þekkingu og vettvangur fyrir samtal milli landanna og var fókusinn í ár á framtíð skapandi greina og nýsköpun í opinberri stjórnsýslu. Þetta var í fimmta sinn sem ráðstefnan var haldin en David Cameron setti hana fyrst árið 2011. Heimsókn hans til Íslands markar nokkur
tímamót því hann er fyrsti forsætisráðherra Bretlands til að sækja Ísland heim síðan Winston Churchill kom hingað árið 1941. Heimsóknin vakti töluverða athygli í Bretlandi en þar höfðu fjölmiðlar spáð því að Cameron myndi nota hana til að svara efasemdarmönnum í Evrópumálum, en ekkert varð úr því heldur lagði hann áherslu á að þátttakendur ráðstefnunnar væru þar fyrst og fremst til að hlusta og læra. Á miðvikudagskvöldið snæddu þátttakendur saman kvöldverð og hafði Cameron orð á því morguninn eftir hversu afslappað andrúmsloftið hefði verið, enginn hefði verið með punkta né skrifaða ræðu. Reyndar höfðu flestir forsætisráðherrarnir orð á því hversu afslappað andrúmsloftið í hópnum væri og vitnuðu í orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem hafði bent á það kankvís í opnunarræðu sinni að þátttakendur væru svo afslappaðir að þeir hefðu allir losað sig við bindin. Fjölmargir íslenskir sérfræðingar miðluðu þekkingu sinni á ráðstefnunni sem endaði með blaðamannfundi. Þar var Cameron meðal annars spurður út í samskipti Íslands og Bretlands, hvort Íslendingar ættu inni afsökunarbeiðni eftir að Bretar beittu ákvæðum hryðjuverkalaga gegn þeim vegna Icesavemálsins. Cameron sagðist þá frekar vilja horfa til framtíðar en fortíðar og ítrekaði við það tækifæri vilja sinn til samstarfs við Íslendinga í orkumálum og vitnaði í hugmyndir um sæstreng milli ríkjanna tveggja. -hh
Ert þú að flytja? Leigir bílinn og ekur sjálf/ur
www.cargobilar.is
VANDAÐAR DÚNÚLPUR
BIRTA | DÚNÚLPA MILLISÍÐ | 24.500
REYKJAVÍK - AKUREYRI - VÍK Í MÝRDAL www.icewear.is
6
fréttir
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
veður
Föstudagur
laugardagur
sunnudagur
lægðir á ferð – vænlegur laugardagur Sýnishornaveður er það kallað af sumum þegar breytingar í veðri eru mjög tíðar, stundum nokkrar á dag. ómögulegt er að rekja allt það sem verður í gangi næstu daga hjá okkur. lægðir fara hjá og inn í þeim verða aðrar minni lægðir! Í stórum dráttum hægir vindinn á landinu á laugardag og styttir upp, þó ekki um allt land. frystir víða um kvöldið. Hlýnar aftur á sunnudag þegar skilum hraðfara lægðar er spáð úr suðri og þá með slagveðursrigningu, fyrst sunnanlands. einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is
5
4
3
2
5
2
3
-3
6
1
6
-2
3
3
5
Hiti yfir frostmarki og nokkuð Hvöss sa-átt. rigning annað slagið.
Hæglætisveður og að mestu þurrt. frystir um kvöldið.
Hvessir af sa með rigningu þegar kemur fram á daginn.
Höfuðborgarsvæðið: Skýjað og Smá væta, einkum framan af.
Höfuðborgarsvæðið: Hægviðri og Sól með köflum.
Höfuðborgarsvæðið: SlagveðurSrigning yfir miðjan daginn.
Húsnæðismál mark aðurinn Hrópar á minni eignir
Við eigum afmæli og nú er veisla
Það er ekki oft sem lítil sérbýli í vesturbænum koma á markaðinn. Húsnæðið telur bílskúr, uppgerða viðbyggingu sem í dag er skráð sem atvinnuhúsnæði, og aukaherbergi í fjölbýlishúsinu sem bílskúrinn tilheyrði upphaflega. Ljósmynd/Hari
MEIRA Á
dorma.is
REST heilsurúm
25% AFSLÁTTUR
Nature’s af 100 x 200 cm á meðan birgðir endast. Rest heilsudýna með Classic botni. Stærð: 100x200 cm. Fullt verð: 72.900 kr.
Aðeins 54.675 kr. • Svæðaskipt pokagormakerfi
• Burstaðir stálfætur
• 320 gormar pr fm
• Sterkur botn
• Góðar kantstyrkingar
COMFORT heilsurúm
Uppgerður bílskúr í Vesturbæ á 40 milljónir Bílskúr í vesturbæ reykjavíkur, sem síðar varð atvinnuhúsnæði og hefur nú verið breytt í íbúðarhúsnæði, er til sölu á 39,9 milljónir. gústaf adolf Björnsson fasteignasali segir verðið fylgja markaðinum og töluverðan áhuga vera á eigninni, enda um sérbýli á vinsælasta stað borgarinnar að ræða. Hann segir markaðinn hrópa á minni eignir, unga fólkið í dag hafi ekki áhuga á því að reka stór hús.
Þ
2
25% AFSLÁTTUR
Nature’s af 180 x 200 cm á meðan birgðir endast. Comfort heilsudýna með Classic botni. Stærð: 180x200 cm. Fullt verð: 164.900 kr.
Aðeins 123.675 kr. • Svæðaskipt pokagormakerfi
• Burstaðir stálfætur
• 320 gormar pr fm2
• Sterkur botn
• Steyptar kantstyrkingar
STILLANLEGT HEILSURÚM
með Shape heilsudýnu
Stærð cm.
SHAPE B Y N AT U R E ’ S B E D D I N G
• Inndraganlegur botn • 2x450 kg lyftimótorar
Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Afgreiðslutími Mán. til fös. frá kl. 10–18 Laugardaga frá kl. 11–16 www.dorma.is
Dormaverð Shape og C&J silver
2x80x200
349.900
2x90x200
369.900
2x90x210
389.900
2x100x200
389.900
120x200
199.900
140x200
224.900
• Tvíhert stál í burðargrind • Hljóðlátur mótor • Hliðar- og endastopparar • Viðhaldslaus mótor
Það er oft þannig að eldra fólk sem er á leið úr stórum sérbýlum og vill minnka við sig þarf af borga með sér. Þá finnst manni oft vera vitlaust gefið.
að sem heillar við þetta húsnæði er að þetta er sérbýli á einum vinsælasta stað borgarinnar,“ segir Gústaf Adolf Björnsson, fasteignasali hjá Fasteignasölunni Fold, um uppgerðan bílskúr sem var á sínum tíma breytt í atvinnuhúsnæði en hefur nú verið breytt í íbúðarhúsnæði. Umrædd eign er við Víðimel og uppsett verð er 39,9 milljónir. Húsnæðið sjálft telur 92,1 fm en því fylgir bílskúr og herbergi í fjölbýlishúsinu sem bílskúrinn tilheyrði upphaflega. Samanlagður fermetrafjöldi er 139,2 sem þýðir að fermetrinn selst á 350.000 en það er meðalverð á fermetra í Vesturbænum. Fasteignamatið er 25.3 milljónir. Húsnæðið er skráð sem atvinnuhúsnæði en eigandi stefnir á að fá það flokkað sem vinnustofu.
uppgerðar íbúðir alltaf dýrari
Húsnæðið var selt fyrir ári á 30 milljónir og hefur því hækkað um 10 milljónir á einu ári. Gústaf segir það vera vegna endurbótanna en auk þess fari verð almennt hækkandi. „Það ræðst auðvitað bara af viðbrögðum markaðarins hvort það verð sem upphaflega er sett á fasteign heldur sér. Tíminn mun leiða það í ljós hvert endanlegt söluverð verður. Fasteignaverð í Vesturbænum er hátt, það er auðvitað breytilegt eftir götum og íbúðum og eftir því hvort við erum að tala um íbúð frá byggingarárinu og sem er upprunaleg,
fermetraverð í fjölbýli
vesturbær innan Hringbrautar og Snorrabrautar 382.000 melar og Hagar 351.000 Sjáland, garðabæ 350.000 Hlíðar 315.000 Salir, kópavogur 310.000 mosfellsbær 284.000 rimar 278.000 grafarholt 276.000 Hraun, Hafnarfjörður 238.000 Seljahverfi 232.000
eða hvort við erum að tala um íbúð sem hefur verið tekin alveg í gegn, eins og á við í þessu tilfelli, það er alltaf dýrara. Þetta húsnæði hefur verið tekið í gegn frá A til Ö, bæði lagnir, gluggar og innréttingar, þarna er allt glænýtt.“
unga fólkið vill ekki stór hús
Gústaf segir ekki vera mikið framboð af eignum á þessu svæði og því fái nýjar eignir alltaf sterk viðbrögð. Nálægðin við þjónustu, vinnustaði og háskólasvæðið heilli sérstaklega. Hann segir að almennt sárvanti millistórar íbúðir á markaðinn, ekki bara í Vesturbæinn, og því sé slegist um þær. „Það er ákveðið ójafnvægi á markaðinum því fermetraverðið á minni íbúðum sem eru miðsvæðis er mun hærra en á stórum einbýlishúsum í úthverfunum. Fjögurra herbergja íbúðir eru að fara á um 40 milljónir en sérbýlin í úthverfunum eru að fara á rúmar 50 milljónir. Það er oft þannig að eldra fólk sem er á leið úr stórum sérbýlum og vill minnka við sig þar af borga með sér. Þá finnst manni oft vera vitlaust gefið. En unga fólkið í dag hefur ekki jafn mikinn áhuga á stórum eignum, það er dýrt að reka þær og ungu fólki hugnast það ekki eins og staðan er í dag. Markaðurinn kallar á minni eignir.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
fermetraverð í sérbýli: miðbær vestan Snorrabrautar 360.000 Seltjarnarnes 311.000 reykjavík sunnan miklubrautar (Seltjarnarnes að reykjanesbraut) 295.000 lindir, Smára og Salir, kópavogur 288.000 grafarholt 276.000 miðbær norðan Snorrabrautar 259.000 Seljahverfi 232.000
Heimild: Þjóðskrá
NM70779 ENNEMM / SÍA /
VIÐ TÓKUM ÁKVÖRÐUN: AÐ VEITA BESTU BANKAÞJÓNUSTU Á ÍSLANDI ... ... svo þú eigir auðveldara með að taka þínar ákvarðanir
Sumar ákvarðanir um fjármál eru hversdagslegar, aðrar með þeim mikilvægustu á lífsleiðinni. Okkar hlutverk er að veita þér bestu ráðgjöf, fræðslu og þjónustu sem völ er á til að auðvelda þér að taka þínar ákvarðanir. Við tökum vel á móti þér í næsta útibúi og á islandsbanki.is
2014
2015
8
fréttir
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
MyndList UMdeiLd verk ListaMannsins Odee
Hótað lífláti frá teiknara Marvel
Listamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson, betur þekktur sem Odee, hefur getið sér gott orð fyrir myndir sínar sem flokkast undir svokallaða POP-list. Myndir Odee innihalda persónur úr listasögunni og þá oftar en ekki teiknimynda- og kvikmyndahetjur. Ekki eru allir sáttir við þessa aðferð Odee og hefur hann fengið hótanir utan úr heimi frá teiknurum hjá kvikmyndarisunum Disney og Marvel sem hafa meira að segja gengið svo langt að hóta honum lífláti. Odee segir listina vissulega vera á gráu svæði en óttast alls ekki framhaldið.
L
istamaðurinn Odee hefur sinnt sinni myndlist um nokkurt skeið og segir viðbrögðin mjög góð. Að undanförnu hefur hann setið undir ásökunum um brot á höfundarrétti frá teiknurum sem teiknað hafa karaktera sem hann notar í verkum sínum, sem segja verkin stuld. „Þetta kemur alltaf upp annað slagið að fólk er að pirrast á því að ég sé að nota þessa þekktu karaktera í minni list,“ segir Odee. „Það kemur í svona bylgjum. Það eru aðallega tveir listamenn sem eru hvað heitastir. Það er annars vegar Stephanie Hans sem vinnur fyrir Disney og Marvel og er ekki sátt við að ég notaði Female Thor sem er hennar karakter, og hins vegar maður sem heitir Ben Mauro sem er brjálaður þar sem ég tók konsept sem hann hafði notað í gæluverkefni sínu. Sem ég notaði sem andlitið í verki mínu Dagfari,“ segir hann. „Hann hefur unnið með konsept úr Hobbitanum og Spider Man og fleiru. Þau hafa haft samband og beðið mig um að taka sín verk úr mínum. Ég hef sagt við þau að ég taki ekki við sérpöntunum og geri engar breyting-
ar. Ég er búinn að gera ný sjálfstæð verk sem ég á. Sama hvaða efnivið ég nota,“ segir hann. „Lagalega hliðin á þessu er loðin og þetta er grátt svæði, en samkvæmt íslenskum lögum er ég nokkuð öruggur. Enda hefur aldrei orðið neitt úr því sem þau hóta. Þau hafa hótað mér lögfræðingum og meira að segja gengið svo langt að hóta mér lífláti,“ segir Odee. „Reglan er sú að ef þú tekur tvö eða fleiri höfundarréttarvarin verk og blandar þeim saman í nýtt sjálfstætt verk þá öðlast það sinn eigin höfundarrétt. Það eru mörg þekkt dæmi um þetta og það frægasta er auðvitað Erró okkar,“ segir hann. „Það mætti líka stilla þessu þannig upp að ef ég væri ljósmyndari og væri með mynd á sýningu úr mínum eigin ísskáp þá mætti Coca Cola ekki fara í mál við mig þó þar sæist flaska frá þeim.“ Odee sýnir verk sín á sýningu hjá Gallerí Fold sem hefst þann 14. nóvember og hann býst ekki við því að erlendir lögfræðingar láti sjá sig. „Ég held bara ótrauður áfram og ég hef aldrei látið þetta á mig fá,“ segir hann. „Þeir voru með einhverjar meiningar
Odee með eitt verka sinna. Til hægri verkið Dagfari eftir Odee. Að neðan Female Thor.
um það að senda lögfræðiteymi frá Marvel á þessa sýningu. Ég hef svo ekkert heyrt neitt meira um það, svo það kemur bara í ljós. Það er greinilega eitthvað til sýnis þarna sem þeir vilja ekki að sé til sýnis,“ segir listamaðurinn Odee. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is
Volkswagen Crafter Extreme Edition Volkswagen Crafter er hannaður til að takast á við krefjandi verkefni þar sem styrkur og notagildi eru í forgangi. Crafter er einstaklega hagkvæmur og er með mjög öflugum en jafnframt sparneytnum díeselvélum. Volkswagen Crafter er með 3 ára ábyrgð og allt að 250.000 km akstur. Líttu við og í sýningarsal VW Atvinnubíla og kynntu þér einstaklega vel útbúinn Volkswagen Crafter Extreme Edition.
Staðalbúnaður • • • • • • • • • • • • • • •
Rennihurðir á báðum hliðum 16“ stálfelgur Lokað skilrúm með glugga ABS / EBV ESP stöðugleikastýring og spólvörn Bekkur fyrir 2 farþega með geymslukassa Loftpúðar fyrir ökumann og farþega Útvarp með SD kortarauf Klukka Fullkomin aksturstölva Glasahaldari Fjarðstýrðar samlæsingar Rafstýrðir upphitaðir hliðarspeglar Hæðarstillanlegt öryggisbelti 270° opnun á afturhurðum
Mögulegur valbúnaður • Dráttarbeisli 180.000. kr m/vsk
Aukalega í Volkswagen Crafter Extreme Edition • Hraðastillir (Cruise control) • Bluetooth símkerfi • Hiti í bílstjórasæti • Fjaðrandi hæðastillanlegt ökumannssæti með armpúða • Vélarhitari með fjarstýringu og tímastilli • Rafmagns-miðstöðvarhitari • Aðgerðastýri • Fjarlægðaskynjarar með bakkmyndavél • Díóðulýsing í flutningsrými • Klæðning og rennur í flutningsrými
Crafter Extreme Edition kostar aðeins frá
4.596.774 kr. án vsk
Fyrir erfiðustu verkin Atvinnubílar
10
fréttaviðtal
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Tímabankar og deilihagkerfi eru skref í átt að betri heimi Juliet Shchor, félagsfræðingur við Harvard og Boston College, hefur skrifað fjölda bóka um áhrif neyslusamfélagsins á líf okkar. Hún segir róttækar hugmyndir sínar um að fækka vinnustundum til að eiga meiri tíma og minnka neyslu vera framkvæmanlega útópíu sem ekki aðeins geri okkur hamingjusamari heldur líka jörðina sjálfa, sem við séum að missa frá okkur vegna ofneyslu. Juliet, sem er vegan, á ekki sjónvarp og vinnur aldrei um helgar, er með fyrirlestur í Háskóla Íslands í dag, föstudag, á vegum Landverndar og Félagsvísindastofnunar HÍ.
Í
bók þinni Plenitude frá árinu 2011 lýsir þú því hvernig róttækar lífsstílsbreytingar gætu breytt lífi okkar til frambúðar. Þú teiknar upp mynd af lífi sem snýst frekar um að búa til tíma heldur en peninga og þar sem tíminn nýtist til að rækta andann og tengsl við annað fólk. Hvert er fyrsta skrefið í þessa átt og er þetta yfir höfuð mögulegt? „Já, þetta er mögulegt ef fólk ákveður það. Það góða við lífsstílsbreytingar er að það þarf ekki að umturna heilu samfélögunum í einu lagi heldur byrja þær inni á heimilunum, með litlum ákvarðanatökum. Við stjórnum lífi okkar sjálf, en ekki fyrirtækin í landinu eða ríkisstjórnin. En auðvitað eru takmörk fyrir því hvað lífsstílsbreytingar geta gert fyrir samfélagið. Þess vegna þurfum við að setja lög og reglur sem hraða breytingum til hins betra. Til dæmis með mengunarsköttum sem gera samfélög staðbundnari, vinnutímalöggjöf, sem styttir vinnudaginn svo hægari lífsstíll og minni neysla sé möguleg, og með því að ríkið bjóði upp á almenna grunnþjónustu sem
auðveldar fólki að lifa og minnkar áhyggjur af daglegu streði,“ segir Juliet Shchor, félagsfræðingur við Harvard og Boston College. Sumir myndu kalla hugmyndir þínar útópískar. „Félagsfræðingar hafa verið að nota orðið „raunverulegar útópíur“. Það eru breytingar sem eru mögulegar og sem yrðu til þess að bæta líf og heilsu almennings. Módelið sem ég byggi í Plenitude er raunveruleg útópía. Við höfum séð lífsstílsbreytingar á borð við þær sem ég lýsi, þar sem fólk vinnur minna og á því meiri tíma með sjálfu sér og til að deila með öðrum, gerast í litlum samfélögum. Ég ritstýrði nýlega bók þar sem var fjallað um slíkt dæmi í franska héraðinu Aude. Og sum þeirra róttæku samfélaga sem nú spretta í Bandaríkjunum líkjast módelinu sem ég lýsi í bókinni.“ Þú talar um mikilvægi þess að deila hlutum, bæði til að minnka framleiðslu og þannig álag á jörðina, en líka sem leið til að auka samskipti, sem séu, auk aukins tíma, oft það sem
ýtir fólki út í frumkvöðlastörf. „Algjörlega. Minni tími í vinnu þýðir meiri tími til að gera hluti sem veita okkur ánægju sem ekki bara bætir líf okkar heldur verður líka til þess að við höfum meiri tíma til að gera hluti sem eru ekki hluti af almenna hagkerfinu, eins og til dæmis að rækta garðinn okkar eða sauma, en líka til að hugsa, sem oftar en ekki verður til þess að vekja í okkur frumkvöðulinn og hvatning til að búa til peninga á nýjan og umhverfisvænni hátt.“ En enda litlu frumkvöðlafyrirtækin sem starfa innan deilihagkerfisins ekki eins og önnur fyrirtæki? Eru fyrirtæki á borð við Airbnb og Uber raunverulega nýir valkostir? „Það er hægt að markaðsvæða allt og fyrirtæki innan deilihagkerfisins eru ekki undanskilin því, en DIY-hreyfingin (do it yourself / gerðu það sjálf/ur) er frábær hreyfing sem er í miklum uppgangi í Bandaríkjunum. Allskonar skapandi fólk er að gera frábæra hluti og stofna fyrirtæki sem eru ekki hluti af risakeðjum. Í bókinni minni True Wealth tek ég til dæmis bjórbruggara, garðyrkjufólk, saumastofur og smíðaverkstæði sem dæmi um fyrirtæki sem bjóða upp á góðan valkost við til dæmis mengandi stórfyrirtæki. Það eru spennandi tímar í loftinu.“ En hvað finnst þér vera gott dæmi um fyrirtæki innan deilihagkerfisins? „Ég er hrifin af stöðum þar sem þú getur mætt og búið til þína hluti og eins mörkuðum þar sem fólk skiptist á mat og fötum. Svo er ég er mjög hrifin af tímabönkum, þeir eru alveg málið í dag. Það eru samtök þar sem fólk gerist meðlimur og þar sem er svo hægt að bjóða fram einhverskonar þjónustu. Gildi þess sem þú býður fram er ekki mælt í peningum heldur tíma, tímanum sem fer í að framkvæma þjónustuna, þannig að nýi gjaldmiðillinn er tími. Tíminn sem þú hefur eytt í verk er færður til bókar og hver meðlimur er með sinn „reikning“, svo bara safnar þú tíma og eyðir honum í aðra þjónustu og allur tími er metin til jafns. Það eru allskonar hlutir í boði í bankanum, umsjá barna eða eldri borgara, eldamennska, skutl á milli staða, hverskyns handa- og iðnaðarvinna, leiðsögn, lögfræðiþjónusta, kennsla og svo framvegis. Það getur verið erfitt að finna mjög hálaunuð störf eins og forritun og eins að finna tíma hjá iðnaðarmönnum því þeir eru svo eftirsóttir, en þetta er frábær valkostur sem virkar og sem skapar á sama tíma samfélag jöfnuðar.“ Af hverju eru samfélög og fyrirtæki á borð við þessi að spretta upp núna? Er þetta afleiðing kreppu og atvinnuleysis eða er fólk að fá leið á gamla vinnumódelinu? „Ég tel þetta vera samspil margra þátta. Kreppan hefur mikil áhrif og í Bandaríkjunum er mikið atvinnuleysi. Mörg þessara deiliverkefna byrjuðu eftir 2007 og hafa svo mörg hver fest sig í sessi. Mikið af ungu fólki skuldar háar fjárhæðir, í námslán eða húsnæðislán og atvinnutækifærin eru ekki á hverju strái.
Juliet Schor var prófessor við Harvard í 17 ár en kennir í dag við Boston College auk þess að sinna ritstörfum. Hún flytur erindi um deilihagkerfið í dag, föstudag, og að því loknu verða pallborðsumræður. Það eru Félagsvísindastofnun, Landvernd og Háskóli Íslands sem bjóða til fyrirlestrarins en deilihagkerfið hefur verið kynnt sem lausn við neyslusamfélaginu með tilliti til umhverfisáhrifa og félagslegra gæða. Ljósmynd/Hari
Bækur Juliet
True Wealth, 2011 Plenitude, 2010 Born to buy, 2004 Sustainable Planet, 2002 The consumer society, 2002 Do Americans shop too much?, 2000 The overspent American, 1998 The overworked American, 1992
Það er þetta fólk sem notar deilihagkerfið hvað mest og sérstaklega vettvanga þar sem hægt er að búa til peninga, eins og td. Airbnb.“ Hvað vakti áhuga þinn á deilihagkerfinu? „Mér fannst deilihagkerfið geta verið stór þáttur í að hraða fyrir breytingum í átt að betri heimi, sem ég lýsi í Plenitude, því það vekur áhuga fólks á því að vinna minna og lifa með minni innkomu. Mér finnst líka áhugavert hvað margir vettvanganna sem bjóða upp á að deila eru til þess gerðir að minnka ójöfnuð, þó þeir séu það alls ekki allir.“
Hvernig hafa rannsóknir þínar á lífsstíl fólks haft áhrif á þitt eigið líf? „Ég hef gert ýmislegt til batnaðar í gegnum árin. Ég veit ekki nákvæmlega hversu marga tíma á viku ég vinn, en það er vegna þess að ég vinn aldrei of mikið. Ég tek mér alltaf frí um helgar og líka stundum á virkum dögum. Hér áður fyrr kenndi ég alltaf á mánudögum sem þýddi að sunnudagurinn fór í að undirbúa tímana, en núna kenni ég á þriðjudögum! Ég geng í vinnuna, ég er vegan, ég bý í húsi sem notar ekki mikla orku og allar endurbætur eru grænar; sjálfbær viður, engin eiturefni og staðbundin framleiðsla. Ég hef ekki enn komið mér upp rútínu á neinum deilivettvangi en það er planið að auka það.“ Nú átt þú tvö börn. Hvernig elur þú þau upp til að verða meðvitaðir neytendur? „Við ákváðum að sleppa sjónvarpi á heimilinu og við borðum ekki skyndibita. Mér finnst það hafa verið mjög góðar ákvarðanir.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
MIKIÐ ÚRVAL AF FALLEGUM HÚSGÖGNUM
MALIBU tungusófi Hallanlegt bak á tungu og innbyggður skemill í endasæti Stærð: 280X184cm TILBOÐSVERÐ: 232.200,-
JERSEY tungusófi Stærð: 250X165cm TILBOÐSVERÐ: 159.300,-
DAKOTA leðurtungusófi Stærð: 277X168cm Verð: 334.000,-
ERIC TV SKENKUR - HNOTA/SVART HÁGLANS Breidd: 210cm Verð: 159.900,STÆKKANLEGT BORÐ Í HNOTU Stærð: 160(248)X100cm Verð: 189.000,-
ERIC SKENKUR - HNOTA/SVART HÁGLANS Breidd: 170cm -Verð: 159.900,Breidd: 224cm -Verð: 219.000,-
NÝ SENDING AF LÖMPUM
Hvítur lampi Hæð: 55cm Verð: 28.000,-
Lampi króm/svartur skermur Hæð: 66cm Verð: 29.900,-
Krómlitur lampi Hæð: 71cm Verð: 36.000,-
Opið mán - fös: 10.00 - 18.00 Opið um helgina: Lau 10.00 - 16.00 Sun 13.00 - 16.00
MILO STÓLL Verð: 17.900,-
ENZO ARMSTÓLL Verð: 35.000,-
Ego Dekor - Bæjarlind 12 www.egodekor.is
12
samfélagið
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Mátt vera sexí en samt ekki skinka
Þú mátt ekki vera drusla en þú átt samt að vera sexí, þú átt að mála þig en samt ekki of mikið, vera náttúruleg en ef þú ert ómáluð ertu spurð hvort þú sért lasin.
Ungar stelpur í dag eiga að vera sexí en mega samt ekki klæðast magabolum, þær eiga að láta fegurðina koma að innan en samt nota farða, þær eiga að mála sig en samt ekki of mikið því þá eru þær skinkur. Ásta Jóhannsdóttir segir ungar stelpur vera orðnar drulluleiðar á þversagnakenndum skilaboðum samfélagsins og þess vegna séu þær farnar að vera með dólg og læti. Ástandið sé sprottið úr nýfrjálshyggjunni og sé í raun póstfemenískt.
L
íkaminn, líkamshár, farði og drusluskömm eru í dag þeir hlutir sem hafa hvað mest áhrif á kynverund kvenna,“ segir Ásta Jóhannsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði, en hún hefur eytt undanförnum misserum í að rannsaka kynverund ungra kvenna í Reykjavík. Kynverund, eða sexuality, er vítt hugtak sem felur meðal annars í sér hvernig einstaklingur upplifir kyn sitt, ástarlíf og sjálfsmynd. Ásta segir samfélagið alltaf hafa reynt að stjórna því hvernig konur upplifi sjálfar sig og þannig sé það enn á Íslandi, þrátt fyrir allan þann árangur sem við höfum annars náð á sviði kynjajafnréttis. „Samfélagið hefur skoðun á því hvernig ungar konur klæða sig og hegða sér og þannig hefur það verið svo lengi sem við munum og þannig er það líka í dag í Reykjavík,“ segir Ásta.
Átt að vera sexí en samt ekki drusla
Eins og Ásta bendir á þá hefur hegðun og klæðnaði kvenna verið stjórnað frá örófi alda en í dag sé ástandið dálítið sérstakt því inn í þetta sama rými þar sem konum er sagt að haga sér skikkanlega og ekki sýna á sér magann koma skilaboð klámvæðingarinnar úr öllum áttum og segja þeim að vera sexí. „Þessar stelpur, og örugglega flestar konur, hafa lent í því að ókunnugur maður komi upp að þeim og hafi skoðun á því hvernig þær líti út og finnist í fullkomnu lagi að segja þeim það. Samfélaginu, bæði körlum og konum, er bara alls ekki sama um það hvernig konur líta út. Þú mátt ekki vera drusla en þú átt samt að vera sexí, þú átt að mála þig en samt ekki of mikið, vera náttúruleg en ef þú ert ómáluð ertu spurð hvort þú sért lasin, og svo framvegis. Þetta eru mjög þversagnakennd skilaboð. Ungum konum er líka sagt að útlitið skipti engu máli svo á sama tíma eiga þær að líta út fyrir að vera alveg sama, en auðvitað er þeim ekki alveg sama því það er hamrað á þessu allan daginn.“
Bláa lóns auglýsingar, Loréal og Sex and the City
Ásta kallar þetta póstfemínískt ástand, en það er eitthvað sem fræðafólk hefur í auknum mæli verið að skoða undanfarin ár. „Þetta er tiltölulega nýtt ástand sem má segja að hafi byrjað með nýfrjálshyggju og einstaklingshyggjubylgjunni á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Með þeim hugmyndum að einstaklingurinn sé svo ofsalega frjáls og sterkur gerandi í sínu lífi að allt sem við gerum sé bara vegna þess að við sjálf viljum svo mikið gera það. Í póstfemínisma er áherslan á sjálfseftirlit, vöktun og sjálfsaga; einstaklingshyggju, val og valdeflingu. Þetta ástand á auðvitað ekki bara við um konur og í rauninni er ekki til sá einstaklingur sem samfélagið hefur ekki áhrif á. Nýlegasta dæmið er umræðan um magabolina og þær reglur sem til eru um það hvernig stelpur eigi að vera klæddar á unglingaböllum. Auglýsingar tala líka mjög margar inn í þetta póstfemíníska ástand. Bláa lóns auglýsingarnar eru mjög gott dæmi um þessa þversögn, sem segja að fegurðin komi að innan en samt er verið að selja snyrtivörur sem eiga að bæta ytra útlit. Loréal segir þér að kaupa vörur frá þeim af því að þú ert þess virði. Sex and the City er svo gott dæmi úr dægurmenningu þar sem aðalpersónurnar eru valdefldar í gegnum neyslu.“
Spennandi byltingar
Ásta segir það hafa verið sérstaklega áhugavert að fylgjast með samfélagsumræðu síðustu ára því það sé augljóslega komin upp togstreita á milli ungra kvenna og formgerðarinnar sem reynir að stjórna þeim. „Það er ekki hægt að neita því að það hefur verið ákveðin orka í gangi hjá ungum íslenskum konum. Það hafa verið Rokk-sumarbúðir fyrir stelpur, Druslugangan, Reykjavíkurdætur,
Ásta Jóhannsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði, rannsakar kynverund ungra reykvískra kvenna. Hún segir ákveðna togstreitu einkenna samfélagið í dag, sem birtist í uppreisn ungu kynslóðarinnar gegn ruglingslegum kröfum samfélagsins. „Róttækur femínismi er miklu miðlægari hér en annarsstaðar, annarsstaðar er hann yfirleitt alveg á jaðrinum.“
Glæsileg uppþvottavél á tilboðsverði.
Uppþvottavél, hvít
Stöðvum þöggun varð að byltingarkenndri athöfn sem hófst á Bjútí-tips vefnum.
SMU 55M12SK Hljóð 44 dB. Fimm kerfi: Kraftmikið 70° C, sjálfvirkt kerfi 45 – 65° C, Eco 50° C, TurboSpeed (20 mínútur á 60° C) og skolun. Sérkerfi: Tímastytting þvottakerfa. Fyrir 13 manna borðbúnað.
Tilboðsverð: 109.900 kr.
Fullt verð: 149.900 kr. Þú sparar 40.000 kr.
Uppþvottatöflur frá Finish fylgja með öllum Bosch uppþvottavélum.
Reykjavíkurdætur eru ekki feimnar við að láta í sér heyra. Að frelsa geirvörtuna þýðir að taka til sín völdin og fá aftur eignarhald yfir eigin líkama. Konur eru þreyttar á því að ráða því ekki hvenær brjóst eru kynferðisleg og hvenær ekki, að karlmenn stjórni ferðinni en ekki þær. Á myndinni eru skipuleggjendur „Free the nipple“ viðburðarins sem haldinn var á Austurvelli þann 13. júní.
brjóstabyltingin, Sexdagsleikinn, Bjútítipsbyltingin og Konur tala. „Róttækur femínismi er miklu miðlægari hér en annarsstaðar, annarsstaðar er hann yfirleitt alveg á jaðrinum. Ég hef ekki verið að greina hvað veldur þessu en þetta er eitthvað sem er að gerast. Það er líka staðreynd að ungar konur eru ennþá undir þessum þversagnakenndu áhrifum sem stjórna því hvernig þær upplifa sig. Og þetta er það sem er svo áhugavert, það er þetta tog sem hefur myndast hér á síðustu árum. Þetta tog á milli póstfemíníska ástandsins og róttæks femínisma. Við sjáum að ungar stelpur eru orðnar reiðar. Þær eru orðnar drulluleiðar á þessari stjórnun, eru farnar að láta heyra í sér og vera með dólg. Og það er vegna þess að þær hafa fengið nóg og það verður virkilega áhugavert að fylgjast með því hvað gerist á næstu árum.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
Pottar og pönnur fagmannsins Stál-línan fr Jamie Olive á r
Talent - línan
Tefal Talent 28 cm panna Kr. 8.490,-
Tefal Talent 32 cm panna Kr. 9.490,-
Tefal Talent 24 cm Kr. 9.990,-
Tefal Talent 5 ltr. 24 cm pottur Kr. 11.900,-
Fullkomin snyrting á þínu verði rafmagnstannburstar
Braun rakvél 195-1 Kr. 12.900,-
Braun rakvél Sport 197-1 Kr. 12.900,-
Braun bartskeri bt7050 Kr. 14.900,-
Braun hárskeri hc3050 Kr. 7.990,-
Braun skeggsnyrtir cruz-6 Kr. 13.900,-
vatnsheld vatnsheld
BRAUN Háreyðingartæki Silk-épil5 Legs&Body Kr. 16.900,-
Braun rakvél 320-4 Kr. 19.900,-
Braun - OralB Disney rafmagnstannbursti db4.510 Kr. 2.290,-
vatnsheld
Braun rakvél 380 Kr. 26.900,-
Braun rakvél cooltec ct2s Kr. 29.900,-
Braun - OralB rafmagnstannbursti db4.010 Kr. 1.990,Braun - OralB rafmagnstannbursti d16513 Kr. 5.790,-
Braun rakvél 720s Kr. 12.900,-
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500
SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559
ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000
ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515
Opið virka daga kl. 10-18 og á laugardögum kl. 11-15.
ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333
Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði
OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655
14
úttekt
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
sem komust til áhrifa í pólitík fyrir þrítugt Tvær 24 ára konur voru kjörnar í mikilvæg embætti á landsfundum VG og Sjálfstæðisflokks um liðna helgi. Una Hildardóttir er nýr gjaldkeri VG og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokks. Við rifjum upp nokkra stjórnmálamenn sem komu ungir fram á sjónarsviðið.
Katrín Jakobsd.
Bjarni Benedikts.
Jóhanna María Sigmundsd.
F: 1976
F: 1908 D: 1970
F: 1991
F: 1977
Varaformaður VG árið 2003 og kjörin á þing fjórum árum síðar. Menntamálaráðherra í tíð síðustu stjórnar.
Settist í bæjarstjórn Reykjavíkur 1934 og varð síðar borgarstjóri, formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra.
Yngst til að vera kjörin á Alþingi, 21 árs og 303 daga gömul.
Kjörinn á þing 2003 og varð varaformaður Samfylkingarinnar tveimur árum síðar, 28 ára gamall.
Aldur þegar hún kom fram á sjónarsviðið:
Aldur þegar hann kom fram á sjónarsviðið:
Aldur þegar hún kom fram á sjónarsviðið:
Menntun: MA í íslenskum bókmenntum.
Aldur þegar hann kom fram á sjónarsviðið:
27 ára
Flokkur:
V
Menntun: Lögfræðingur.
26 ára
Flokkur:
D
Menntun: Búfræðingur.
21 ára
Flokkur:
B
Ágúst Ólafur Ágústsson
Menntun: Lögfræðingur og BA í hagfræði.
26 ára
Flokkur:
S
Davíð Oddsson
Ragnhildur Helgadóttir
Katrín Júlíusdóttir
Gunnar Thoroddsen
F: 1948
F: 1930
F: 1974
F: 1919 D: 1983
Borgarfulltrúi árið 1974 og síðar borgarstjóri, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra.
Þingmaður 1956 og síðar ráðherra og þingforseti.
Kjörin á þing 2003 og hefur síðan verið kjörin varaformaður Samfylkingarinnar og verið bæði iðnaðar- og fjármálaráðherra.
Kjörinn á þing 1934, aðeins 23 ára og 177 daga gamall. Síðar varaformaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra.
Aldur þegar hann kom fram á sjónarsviðið:
Menntun: Lögfræðingur.
26 ára
Flokkur:
D
Aldur þegar hún kom fram á sjónarsviðið:
Menntun: Lögfræðingur.
26 ára
Flokkur:
D
Aldur þegar hún kom fram á sjónarsviðið:
Menntun: Lagði stund á nám í mannfræði.
28 ára
Flokkur:
S
Aldur þegar hann kom fram á sjónarsviðið:
Menntun: Lögfræðingur.
23 ára
Flokkur:
D
Teikningar/Hari
Guitar Hero Live
, 0 0 0 . 20 tur
Playstation 4 - nýja 1TB vélin!
afslát
Gildir ðir birg meðan !
endast
5.000,afsláttur
PS4
PS4
11.999,Áður 16.999,-
59.999,Áður 79.999,-
12.000,afslátt ur
11.000,afsláttur
3.000r,afsláttu PS4
9.999,Áður 12.999,-
2.000r,afsláttu
PS4
8.999,Áður 10.999,-
4.000r,afsláttu PS4
9.999,Áður 13.999,-
4.000,afsláttu
7.000,-r afsláttu
5.999,-
PS4
99,Áður 12.9
r
9.999,Áður 9.99 9,PS4
1.000r,afsláttu
11.000,afslát tur
1.999,Áður 12.9 99,PS4
PS3
PS4
999,-
Áður 12.9 99,-
2.999,Áður 3.499,-
999,-
PS3
9,Áður 9.99
999,-
Áður 7.999,-
afsláttu
1.999,PC
,Áður 2.999
5.000 ,-
afslátt ur
2.999,Áður 7.99 9,PC
0,3.00 láttur afs
XboxOne
9.999,9,Áður 12.99
6Áð.999,ur 9.999,PS3
1.000,-
afsláttu r
3Áð.999,ur 4.999,PS3
PS3
999,Áður 11.999,-
3.000 ,-
afsláttu
1.000r,-
afsláttu r
afsláttu
7.000,-r PC
3.000,-
9.000r,-
afslátt ur
9.999,Áður 12 .999,XboxOn e
0,2.00 láttur afs
Xbox 360
999,-
,Áður 2.999
3.000,afslá ttur
6.999,Áður 9.99 9,Xbox 36 0
borðum og stólum!
KOMNAR Í
GAMESTOÐINA !
HANN E R LENTUR !
SPILAÐU MEIRA BORGAÐU MINNA KRINGLAN & SMÁRALIND · 591 5300 · WWW.GAMESTODIN.IS
16
nærmynd
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Áræðin með keppnisskap – og slyngur bakari Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir gerði sér lítið fyrir og hreppti embætti ritara Sjálfstæðisflokksins á Landsfundinum um síðustu helgi með 91,9% atkvæða. Áslaug hefur verið áberandi undanfarin ár, allt frá hinu fræga humars og hvítvíns kommenti í Fréttatímanum í maí 2013, enda dugnaðarforkur sem ætlar sér langt í pólitíkinni og hefur sýnt mikinn styrk og æðruleysi á erfiðum tímum í fjölskyldunni.
Á
slaug Arna er dóttir Sig urbjörns Magnússonar lögfræðings og Krist ínar Steinarsdóttur kennara sem lést 2012. Fyrstu árin ólst hún upp í Vesturbænum en fjölskyld an flutti í Ártúnsholtið þegar Áslaug var átta ára gömul og þar átti hún heima þar til á þessu ári þegar hún fluttist í eigin íbúð. Öllum sem rætt var við bar saman um að það sem einkenndi hana mest væri keppnisskap, áræðni og vissa um að hún gæti það sem hún ætlar sér. „Hún á eftir að verða forsætisráðherra,“ segir samstarfskona í Sjálfstæð isflokknum og undir það taka flestir sem til Áslaugar þekkja. „Hún kemst þangað sem hún ætlar sér og gefst aldrei upp,“ segir annar samstarfsmaður. Faðir Áslaugar er mikill hesta maður og hún fékk hestabakter íuna snemma og keppnismann eskjan sem hún er var hún farin að keppa á hestamannamótum strax sem barn. Verðlaunin sem hún hlaut skipta tugum en seinni árin hefur lítill tími gefist til að sinna því þótt hún reyni að komast á bak ef tækifæri gefst. Hún er líka slyngur bakari og vinir eiga vart orð til dásama
kökurnar hennar. „Hún getur bara allt,“ segir vinkona hennar til margra ára. „Hún kann hins vegar ekki að segja nei og tekur að sér fullt af verkefnum, en nær alltaf að skila þeim 100 % af sér.“ Árið 2009 hófst dökkt tímabil í fjölskyldu Áslaugar þegar faðir hennar greindist með krabba mein. Ári síðar greindist móðir hennar með brjóstakrabbamein sem dró hana til dauða árið 2012. Yngri systir hennar, Nína, sem greind var með sjaldgæfan fötlunarsjúkdóm sem smábarn, veiktist illa og þurfti að vera á sjúkrahúsi í Boston um tíma en náði sér að lokum. Öllum ber saman um að þrátt fyrir ungan aldur hafi Áslaug sýnt fádæma þrek og staðfestu á þessum erf iða tíma og hafi í raun verið sú í fjölskyldunni sem mest studdi hina. Eftir að móðir þeirra dó hefur hún sinnt systur sinni af mikilli natni og eru þær mjög nánar. Sigurbjörn, faðir Áslaugar, hefur lengi starfað innan Sjálf stæðisflokksins og stjórnmál hafa verið mikið til umræðu á heimilinu. Ekki vilja þeir sem næst henni standa þó meina að það hafi verið til að feta í fót
heimkaup.is
Fáðu Arnald í rúmið á sunnudagsmorgun! Þýska húsið eftir Arnald Indriðason kemur út sunnudaginn 1. nóvember. Þeir sem kaupa bókina í forsölu á Heimkaup.is fá bókina heim að dyrum strax um morguninn. Merrild kaffi og kleinur frá Ömmubakstri fylgja og heimsendingin er að sjálfsögðu frí!
6.990,Kynningarverð
Merrild kaffi og kleinur frá Ömmubakstri fylgja. Yfir 20.000 vörur fáanlegar í einum smelli!
5.590,Frí heimsending!
Smáratorgi 3 · 201 Kópavogi · 550 2700
Áræðni, keppnisskap og vissa um að hún geti það sem hún ætlar sér einkennir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Teikning/Hari
spor hans sem hún hellti sér út finnst fyndið því hún sé fárán í stjórnmálin, hún hafi einfald lega slæmur bílstjóri, það sé eig lega brennandi áhuga á stjórn inlega það eina sem hún gerir málum og vilji láta til sín taka á illa. Fyrir utan slælega bílstjóra þeim vettvangi. 21 árs varð hún hæfileika er það hvað hún talar formaður Heimdallar og hefur mikið eiginlega eini gallinn sem síðan verið á hraðri uppleið í fólk fæst til að nefna í hennar flokknum. Tæplega 25 ára göm fari og einn eða tveir viðmæl ul er hún orðin ritari flokksins endur drógu úr þeirri neikvæðni og virðist fátt geta stöðvað frek með því að benda á að það kæmi ari metorð hennar þar. Hanna sér nú vel í pólitíkinni. Birna Kristjánsdóttir sagði frá Þrátt fyrir allt annríkið gefur því í sjónvarpsviðtali að þegar Áslaug sér tíma til að sinna hún hefði spurt Áslaugu hvers vinum og fjölskyldu, en kærasta vegna hún hefði á hún ekki, viljað verða for hefur engan Ásl aug a r na maður Heim tíma fyrir svo sigur björ nsdóttir dallar hefði hún leiðis vitleysu svarað að bragði: eins og einn Fædd: 30. 11. 90 „Vegna þess að vinur hennar ég er best“. Sam orðaði það. Foreldrar: Sigurbjörn Magnússon starfsfólk hennar Um vinasam lögfræðingur og Kristín Steinarsí dag segir slíkar bönd gegnir dóttir kennari (d. 2012) yfirlýsingar þó allt öðru máli. Systkini: Magnús og Nína heyra sögunni „Þótt Áslaug til, þær hafi verið þekki marga Námsferill: bernskubrek, en og eigi marga Grandaskóli, Ártúnsskóli og Ármetnaðurinn og vini, þá er bæjarskóli keppnisskapið hún mjög Verzlunarskóli Íslands hafi þó ekkert ómannglögg. Háskóli Íslands lagadeild minnkað, hún sé Oft hafa vinir einfaldlega að hennar bjarg Störf: læra betur á póli að henni frá Hitt húsið - jafningjafræðsla 2010 tíska umræðu. vandræðaleg Morgunblaðið 2010-2013 Eftir nám í um aðstæð Juris lögfræðistofa 2013-2014 Verzlunarskóla um sem af því Lögreglan á Suðurlandi 2014-2015 Íslands fór Ás geta hlotist. Sjálfstæðisflokkurinn 2015laug í lagadeild Svo getur hún HÍ, lauk þaðan verið svolítið BAprófi í lögfræði með fyrstu utan við sig, dettur inn í símann einkunn og er nú í mastersnámi. og þá nær maður ekki sam Vinir hennar skilja illa hvernig bandi við hana. En þá er það hún kemst yfir að gera allt það yfirleitt vegna þess að hún er að sem hún hefur á sinni könnu, en athuga með vini sína og sinna segja henni þó alltaf takast að þeim. Ef það er eitthvað sem ljúka því. „Hún hlýtur að hafa hún kennir vinum sínum þá er auka klukkustundir í sólar það að njóta hvers dags og vera hringnum því hún framkvæmir þakklát fyrir það sem maður ótrúlegustu hluti á stuttum hefur.“ tíma,“ segir vinkona. Um tíma Friðrika Benónýsdóttir vann Áslaug í lögreglunni sem sumum sem nærri henni standa fridrika@frettatiminn.is
f. 10. 2. 1924 d. 21. 3. 2013
Jón Magnús Jónsson f. 17. 4. 1922 d. 29. 9. 2013
Minning ykkar er ljós í lífi okkar
Ígrafin áletrun, ígrafin mynd og frí uppsetning*
Ígrafin áletrun, ígrafin mynd, spörfugl og frí uppsetning*
Ígrafin áletrun, ígrafin mynd, spörfugl og frí uppsetning*
Ígrafin áletrun, ígrafin mynd og frí uppsetning*
Hér hvílir
Rósa Margrét Jónsdóttir
Hér hvílir
f. 10. 2. 1924 d. 21. 3. 2013
Rósa Margrét Jónsdóttir f. 10. 2. 1924 d. 21. 3. 2013
Jón Magnús Jónsson f. 17. 4. 1922 d. 29. 9. 2013
Jón Magnús Jónsson
Hér hvílir
f. 17. 4. 1922 d. 29. 9. 2013
Rósa Margrét Jónsdóttir
Minning ykkar er ljós í lífi okkar
f. 10. 2. 1924 d. 21. 3. 2013
Minning ykkar er ljós í lífi okkar
Ígrafin áletrun, ígrafin mynd og frí uppsetning*
Ígrafin áletrun, ígrafin mynd og frí uppsetning*
Bæjarhrauni 26, 220 Hafnarfirði
www.granithollin.is
555-3888
Hvól í fri’i
Ígrafin áletrun, ígrafin mynd og frí uppsetning*
Graníthöllin Legsteinar
* Frí uppsetning miðast við uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu - Með fyrirvara um prentvillur og uppseldar vörur.
Hér hvílir
Rósa Margrét Jónsdóttir
18
viðhorf
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
LóABOR ATORíUM
94 Skoda Octavia Ambiente 1.6 TDI
69 Audi A4 2.0 TDI AT
2.490.000
2011
2012
3.950.000
16 VW Take up!
2014
15 VW Polo 1.2 Trendline
1.650.000
2014
2.050.000
40
67 Mitsubishi Colt
MM Pajero Intstyle 3.2
950.000
2007
2014
8.290.000
Frumkvæði gegn náttúruvá vegna loftslagsbreytinga
Raf / Bensín Ekinn þús. km.
Afskornar frostrósir
30
Myndir á vef Dísil
Fordæmisgefandi skilaboð frá Íslandi
V
Fjórhjóladrif Metan & bensín Sjálfskiptur
Götuprýði
Beinskiptur Rafmagnsbíll
22 Peugeot 206 Active 2013
96 Hyundai I30
2.190.000
2012
1.790.000
172 Toyota Corolla 2005
LóA hjáLMTýsdóTTiR
125 Honda Civic 1.8i ES
890.000
2006
1.190.000
Klettháls 13 · HeklaNotadirBilar.is · 590 5040
Viðsnúningur varð á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um síðustu helgi þar sem lagst var gegn hugmyndum um vinnslu jarðefnaeldsneytis á íslensku yfirráðasvæði, þar með talið fyrirhugaðri olíuvinnslu á Drekasvæðinu. „Frekari olíuvinnsla er tímaskekkja nú þegar aldrei hefur verið meiri þörf á að sporna við hlýnun jarðar. Aukin olíuvinnsla vinnur gegn þeirri þróun að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og væri því mikil afturför, einkum og sér í lagi þegar umhverfisvænni orkugjafar eru í mikilli sókn og tækniþróun leiðir til minni þarfar til orku. Það eru táknræn og fordæmisgefandi skilaboð til alþjóðasamfélagsins ef Ísland kysi að nýta ekki mögulegar olíu- og/ Jónas Haraldsson eða gaslindir í lögsögu sinni,“ sagði í ályktun fundarins. jonas@frettatiminn.is Þessi afstaða er breyting frá því að ráðherra flokksins gaf á síðasta kjörtímabili út vinnsluleyfi fyrir olíuleit á Drekasvæðinu, viðsnúningur sem vænta mátti frá stjórnmálaflokki sem leggur áherslu á umhverfisvernd. Æ fleiri gera sér grein fyrir því að mannskepnan er komin á ystu nöf í leit og brúkun jarðefnaeldsneytis. Aðrar lausnir verður að finna. Það eru hagsmunir allra jarðarbúa – og þegar við lítum okkur nær eru hagsmunir okkar miklir hér á norðurslóðum og um leið ábyrgð. Á það var meðal annars bent í leiðara Fréttatímans í nóvember í fyrra. Þar kom fram að ýmsir hefðu átt sér þann draum að Ísland yrði olíuvinnsluríki í framtíðinni, sem skiljanlegt væri vegna þess að rannsóknir á Drekasvæðinu, á hafsbotni norðaustur af Íslandi, hefðu gefið til kynna að þar væri olíu að finna í vinnanlegu magni. Niðurstaða leiðarans var hins vegar sú að olíuvinnslan væri vart áhættunnar virði. Viðvörunarljós loguðu enda væri mörgum spurningum ósvarað um hvernig bregðast ætti við olíuslysi á norðurslóðum. Aðstæður til að stöðva slíkan leka væru miklu erfiðari en víðast hvar annars staðar. Það eitt og sér, sagði enn fremur, ætti að vera Íslendingum umhugsunarefni, fisk-
veiðiþjóðinni við Norður-Atlantshaf, sem á svo mikið undir fiskistofnum umhverfis landið, stofnum sem þrífast í ómenguðum sjó. Við þetta bætist að olíumarkaður í heiminum hefur breyst undanfarin misseri, olíuverð hefur lækkað og framboð á olíu aukist. Þá hafa olíuleitarfélög hætt við verkefni á norðurslóðum vegna þess að olíuverð stendur ekki undir vinnslukostnaði. Markmið loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna liggja fyrir. Þau eru að draga verði stórlega úr notkun jarðefnaeldsneytis og hætta notkuninni algerlega fyrir næstu aldamót. Í anda þessara markmiða er fyrrnefnd samþykkt Vinstri grænna á landsfundi sínum, að í stað áforma um vinnslu jarðefnaeldsneytis skuli Ísland marka þá stefnu að verða óháð notkun slíks eldsneytis sem orkugjafa fyrir miðja þessa öld. Íslendingar búa flestum öðrum þjóðum betur hvað þetta varðar. Hér er framleidd orka með endurnýjanlegum og vistvænum hætti. Húsnæði er að langmestu leyti hitað með jarðvarma og það sem er á svokölluðum köldum svæðum með rafmagni. Það er bylting frá því er var í minningu eldri Íslendinga er húsnæði var ýmist kynnt með kolum eða olíu. Bylting er jafnframt að verða í framleiðslu rafmagnsbíla og sýnt að þeir taki við af bílum sem knúnir eru vélum sem nýta jarðefnaeldsneyti. Drægi rafmagnsbíla verður sífellt meira og þar með notagildi. Íslendingar, með sína miklu og umhverfisvænu raforkuframleiðslu, ættu að fara fyrir í þeirri þróun og umbyltingu. Jafnframt hefur verið bent á að hið sama gildi um skipaflotann þegar til framtíðar er litið, þar sé jákvæð þróun í nýtingu raforku. Ekki verður annað séð en að samstæða ætti að nást um meginatriði, sé horft fram á veginn. Í landsfundarályktun umhverfisog samgöngunefndar Sjálfstæðisflokksins, sem hélt landsfund á sama tíma og Vinstri grænir, sagði að taka bæri alvarlega þá náttúruvá sem stafaði af loftslagsbreytingum af mannavöldum. „Íslendingar eiga,“ sagði þar, „að sýna frumkvæði og taka fullan þátt í þeim alþjóðlegu aðgerðum sem ákveðið verður að grípa til í loftslagsmálum.“
Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is . Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is . Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
GÆÐAMÁLNING Deka Projekt 10, 10 lítrar (stofn A)
Deka Project grunnur. 10 lítrar
Deka Projekt 05, 10 lítrar (stofn A)
6.195
6.990
5.390
3 lítrar kr. 2.390
Malartvatt Paint Wash
1.195
Deka Meistaralakk 70 Akrýllakk. hvítt. 1 líter
945 4.595 3 lítrar kr. 2.295
Bostik málarakýtti Deka Meistaragrunnur Hvítur. 1 líter
1.895
2.495
LF Veggspartl 0,5 litrar
Deka Spartl LH. 10lítrar
2.195
Tia Framlengingar skaft 24 mtr.
6.295
Deka Projekt 02, 10 lítrar (stofn A)
495
Bakki, 25 cm rúlla, grind og pensill. - Sett
1.695
Aqua 25 innimálning á böð 4 lítrar
4.795
20m2 málningaryfirbreiðsla
225
Málningarpappi 20mx80cm
795
Litaspray, verð frá Scala Panellakk Glært. 1 líter
1.795
995
25cm Málningarrúlla og grind
840
Landora 7% Veggmálning 9 lítrar Litur: Starbright
5.995
V-tech epoxy lím
Maston Hammer málning 250 ml.
1.095
V-tech alhliða lím, 7ml.
410 210
Mako pensladós
325
Mako 12 lítra fata Deka Olíugrunnur 1 líter Deka Olíulakk 30
2.195 Deka menja 1 líter
1.245
1.895
Yfirbreiðsla Fleece 1x3m
590
490
1x5m kr. 825
Mako pensill 50mm
275
Áltrappa 3 þrep
3.990
Proflex Nitril vinnuhanskar
375
Deka Gólfmálning grá 3 lítrar
4.995 Málningarlímband 25mmx50m
245
Hagmans 2 þátta Vatnsþ / epoxy 4kg
11.860
Reykjavík
Kletthálsi 7.
Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16
Reykjanesbær
Fuglavík 18.
Opið virka daga kl. 8-18
Mako bakki og 10 cm rúlla Mako ofnarúlla
425
245
Framlengingarskaft fyrir rúllur Tia-EP 1,2 metrar
395
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
20
viðtal
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Get ekki hætt að vera lögfræðingur þótt ég skrifi bækur Ragnar Jónasson er að verða einn af okkar frægustu glæpasagnahöfundum erlendis, þar sem bækur hans um Siglufjarðarlögguna Ara rokseljast. Hann hefur þó sagt skilið við Ara í nýjustu bók sinni, Dimmu, og kynnir til leiks 64 ára lögreglukonu með mikla baksögu. Ragnar vinnur fullan vinnudag sem lögfræðingur en skrifar á hverju einasta kvöldi og segir að ef hann hætti því væri hann búinn að týna sjálfum sér.
R
agnar Jónasson er á mikilli siglingu á bókmenntahafinu, Bók hans Snjóblinda hefur selst svo vel í Bretlandi að ákveðið hefur verið að flýta útgáfu Náttblindu og búið er að semja um útgáfu hinna bókanna þriggja um Ara lögregluþjón á Siglufirði í Bretlandi. Auk þess er fyrsta bókin í flokknum komin út í Póllandi, væntanleg í ítalskri þýðingu 2017 og verið er að ganga frá samningum um útgáfu í Bandaríkjunum. Ragnar hefur þó sagt skilið við Ara – í bili allavega – og í nýrri bók hans Dimmu kynnir hann til leiks nýja aðalpersónu, lögreglukonuna Huldu Hermannsdóttur sem hefur fengið þau skilaboð frá yfirmönnum sínum að hún eigi að fara á eftirlaun 64 ára gömul, það sé ungur karlmaður að bíða eftir starfinu hennar og skrifstofunni. Er þetta femínísk bók? „Ábyggilega. Eitt af því sem Hulda þarf að glíma við er glerþakið sem stöðvar frama hennar innan lögreglunnar af því að hún er kona. Hún er dálítið bitur yfir því hvað hún hefur náð skammt þrátt
fyrir sína hæfileika. Hún horfir á karlmennina hljóta frama á kostnað hennar sjálfrar og það situr í henni. Karlarnir rotta sig saman, en hún situr ein fyrir utan. Ertu femínisti? „Já, eru það ekki allir? Það fer bara eftir því hvernig menn skilgreina það hugtak. Þetta er allavega bók um konu og vonandi skrifuð af skilningi á henni og hennar aðstæðum.“ En hvað veist þú um þær tilfinningar sem það vekur að vera 64 gömul kona sem er orðin óþörf? „Ég hef ekki upplifað það sjálfur, ég get staðfest það, þannig að þetta var ákveðin áskorun. Ekki óyfirstíganleg samt, vegna þess að í þessum sex bókum sem ég hef skrifað hef ég verið að skrifa um alls kyns persónur á öllum aldri, af báðum kynjum og oft hefur mér fundist skemmtilegast að skrifa um eldra fólkið í bókunum sem hefur sterkar baksögur. Þarna gafst mér tækifæri til að skapa nýja persónu sem ég gat skapað langa sögu, sem Ari hafði auðvitað ekki, vegna þess hve ungur hann er.“
Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda MEÐ VIRÐINGU OG KÆRLEIK Í 66 ÁR
Útfarar- og lögfræðiþjónusta www.útför.is
25% afsláttur af linsum í netklúbbnum okkar! Skráðu þig í netklúbbinn okkar á prooptik.is og þú færð 25% afslátt af linsum í öllum verslunum Prooptik
Sími: 5 700 900 - prooptik.is
Fórnaði sér í rannsóknarvinnu
R agna R Jónasson
Fæddur í Reykjavík 20. júlí 1976 Maki: María Margrét Jóhannsdóttir
Hver er sú saga? „Hún Tvær dætur. er fædd um miðja Aðallögfræðingur öldina og er dóttir ísGamma lenskrar konu og amerísks hermanns. Hittir Kennir höfundarrétt aldrei pabba sinn og er við HR tekin af mömmu sinni Bækur: og sett á vöggustofu þar sem hún er í tvö Fölsk nóta 2009 ár. Það sem mér fannst Snjóblinda 2010 svo áhugavert að skoða Myrknætti 2011 var það hvaða áhrif Rof 2012 slík reynsla hefur á manneskju. Ég las mér Andköf 2013 mikið til um rekstur Náttblinda 2014 vöggustofanna og Dimma 2015 börnin sem þar voru vistuð og mér finnst þetta efni hafa legið óbætt hjá garði í okkar bókmenntum.“ Hvaðan kom þessi kona til þín? „Ég veit það eiginlega ekki. En það er dálítið langt síðan ég fór að hugsa um hana og þetta nafn, Hulda, það er eitthvað dularfullt við það. Hér eru heldur ekki margir Ragnar skilur ekki hvers vegna það ætti að vinna á móti honum sem rithöfundi að vera hægrisinnað skrifa um lögregluaður. „Er ekki ágætt að rithöfundar komi af öllum sviðum samfélagsins og hafi sem breiðust áhugakonur á þessum aldri, mál?“ Ljósmynd/Hari þannig að mér þetta vera svið sem gæfi færi á að prófa ég get ekkert hætt að vera lögfræðanir manns litast heldur ekki inn í eitthvað nýtt.“ ingur þótt ég skrifi líka bækur.“ bækurnar þannig að ég get ekki séð Ertu ekki kominn inn á svið Hér gerir Ragnar hlé á tali sínu að það skipti nokkru máli.“ Arnaldar þarna? Stríðsárin og og dregur fram þéttskrifaða innHefurðu nokkurn tíma til að sinna afleiðingar hernámsins. „Ég hafði bundna bók þar sem allt er handnokkru öðru en lögfræðinni og nú ekkert pælt í því, en þegar þú skrifað. „Þetta eru glæpasögur sem skriftunum? „Fjölskyldunni, jú, ég segir það þá sé ég að það er rétt. ég skrifaði þegar ég var ellefu og gef mér alltaf tíma til að sinna henni, Hugmyndir liggja alltaf einhvern tólf ára, þá var ég byrjaður að lesa en annað kemst lítið að. Útgáfunni veginn bara í andrúmsloftinu, það á Agöthu Christie og algjörlega heillerlendis fylgja mikil ferðalög og eiþær enginn frekar en annar. Sama aður. Þegar ég var sautján ára fór ég lífar bókmenntahátíðir og það bitnar með flóttamannamálin. Stúlkan svo að þýða bækurnar hennar á ísauðvitað dálítið á fjölskyldunni, sem Hulda er að skoða morðið á lensku, þýddi fjórtán bækur, og það en ég er svo heppinn að eiga alveg er rússneskur hælisleitandi, en var ekki fyrr en að því loknu sem ótrúlega skilningsríka og umburðarég skrifaði þetta áður en þau mál ég fór að skrifa mínar eigin glæpalynda konu þannig að það hefur komust í hámæli þannig að það er sögur. Það sakar reyndar ekki þegar bjargast hingað til. Stundum hefur algjör tilviljun. Auðvitað á allt sem maður er að koma bókum sínum á öll fjölskyldan komið með mér á maður skrifar einhverjar kveikjur, framfæri erlendis að vera kynntur þessar hátíðir, en nú er eldri dóttirin maður heyrir sögur eða les eittsem þýðandi Christie, hún er alveg komin í skóla þannig að það fer að hvað sem vekur áhuga manns. heil stofnun í Bretlandi og það þykir verða erfiðara um vik.“ Þriðji hluti sögunnar fjallar síðan ákveðinn gæðastimpill að hafa þýtt Margir tryggir lesendur þínir eru um mann og konu sem eru að fara hana.“ hálf sárir yfir því hvernig þú skildir upp á hálendið um miðjan vetur við Ara í síðustu bókinni, hefurðu alHægri eða vinstri skiptir og ég fórnaði mér í rannsóknarveg sagt skilið við hann? „Nei, hann vinnu fyrir þá ferð með því að gista ekki máli mun skjóta upp kolli aftur, ég veit í óupphituðum fjallaskála eina nótt ekki alveg hvenær, en hann er ekki En finnst þér þú hafa átt erfiðara í vetur. Ég hef aldrei upplifað annan alveg horfinn af sjónarsviðinu.“ með að fá viðurkenningu íslenskra eins kulda.“ Mun það breyta því hvernig þú kollega þinna vegna þess að skriftskrifar að öðlast sífellt fleiri erlenda irnar eru ekki þitt aðalstarf? „Nei, Byrjaði að skrifa glæpasögur lesendur, hefurðu væntingar þeirra í ég segi það nú ekki. Það eru hins tólf ára huga við skriftirnar? „Nei, alls ekki, vegar ekki margir í þessari stöðu ég er að skrifa íslenskar bækur úr þannig að maður þarf einhvern vegRitstörfin eru ekki aðalstarf Ragníslenskum veruleika, það mun ekkinn að finna sinn bás. Það þýðir hins ars, hann vinnur fullan vinnudag ert breytast. Ég skrifa af því að ég vegar ekkert að vera feiminn við það sem lögfræðingur Gamma og sest þarf þess og get ekki án þess verið. hver maður er. Menn verða bara að við skriftir eftir að dætur hans, eins Það mun held ég ekkert breytast. taka því.“ og fimm ára gamlar eru sofnaðar. Ég sest niður á hverju einasta kvöldi Annað sem sumir segja að geri Er þetta gerlegt? „Já, algjörlega. og skrifa, það er það sem mér finnst Ragnari erfitt um vik innan íslensks Ég setti mér þá reglu að skrifa í að skemmtilegt að gera. Þess vegna rithöfundasamfélags er að hann er minnsta kosti klukkutíma á hverju er ég að þessu og ef það lendir einhægri maður, var t.d. í Heimdalli kvöldi og ég kvika aldrei frá því. hvern tíma í öðru sæti og það að Fyrir mér er þetta alveg eðlilegt, ég í háskóla, en hann þvertekur fyrir koma bókinni á framfæri í fyrsta hef skrifað eins lengi og ég man eft- það að það hafi haft nokkur áhrif á sæti þá er maður búinn að týna viðtökur. „Nei, ég held menn séu nú ir mér og ef ég væri ekki að skrifa sjálfum sér.“ ekkert að velta því mikið fyrir sér. þessar sögur væri ég örugglega að Er ekki ágætt að rithöfundar komi af þýða einhverja bók eða þá bara að Friðrika Benónýsdóttir öllum sviðum samfélagsins og hafi skrifa fyrir skúffuna. Ég þrífst ekki sem breiðust áhugamál? Lífsskoðöðruvísi. Lögfræðin heillaði mig og fridrika@frettatiminn.is
ENN BETRA VERÐ! ALLAR OUTLET VÖRUR ÁN VIRÐISAUKASKATTS* DAGANA 29 OKT. - 1. NÓV.
HAGKAUP HOLTAGÖRÐUM OG HAGKAUP SMÁRALIND AÐEINS 500 Verð nú
403kr
3.000 Verð nú 2.419kr
VERÐ
1.000 Verð nú
806kr
4.000 Verð nú 3.225kr
6.000 Verð nú 4.838kr
2.000 Verð nú 1.612kr 5.000 Verð nú 4.032kr
8.000 Verð nú 6.451kr
*Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 24% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 19,36% er alfarið á kostnað Hagkaups. Gildir til 12 september.
22
tónlist
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Hrærigrautur sem er gaman að kasta sér inn í Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves verður haldin í 16. sinn í næstu viku. Fyrir tónlistaráhugafólk er hátíðin eins og jólin og margir hafa farið á hátíðina frá upphafi. Við fengum nokkra vana gesti til þess að segja okkur frá sinni upplifun í gegnum tíðina og hvað beri hæst á hátíðinni í ár.
sum kar!
MARGSKIPT GLER
optik.is og
lunum Prooptik
Hin margverðlaunuðu frönsku Evolis gler fást nú á sérstöku tilboðsverði í verslunum Prooptik
Fullt verð: 75.900,TILBOÐSVERÐ FRÁ:
49.300,-
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.
Hrafnkell Guðjónsson trommuleikari
Sigga Ólafs starfsmaður Iceland Airwaves
Jökull Smári í hljómsveitinni Munstur
Ég er að koma fram í áttunda sinn á Airwaves. Ég hef aldrei farið á þessa hátíð öðruvísi en að koma fram á henni, svo ég veit ekki hvernig það er að vera gestur. Ég er að spila með Agent Fresco, Emmsjé Gauta, Úlfi Úlfi og Young Karin á hátíðinni í ár og ég held að þetta séu yfir tuttugu framkomur sem er met hjá mér. Eftirminnilegasta hátíðin hingað til er sú fyrsta sem ég spilaði á, árið 2008. Þá áttum við Agent Fresco mjög gott kvöld á NASA og okkur fannst mjög merkilegt að fá að vera með. Við munum allir enn eftir þessu. Undanfarin ár hef ég varla náð að sjá nokkuð annað en það sem maður er að gera sjálfur. Það fer allur tíminn í það að fara á milli staða og stilla upp.
Þetta er fimmta hátíðin sem ég er að vinna við en ég fór á mína fyrstu hátíð þegar ég var 16 ára árið 2007, í fylgd með pabba. Þetta eru jólin fyrir mér. Mér finnst fyrsta hátíðin sem ég fór á standa upp úr í minningunni, og líka 2011 þegar ég var að vinna fyrst við hátíðina. Þá spiluðu Beach House fyrst og ég hitti þá sem var skemmtilegt. Ég hlakka mikið til að hitta þá aftur á hátíðinni í ár. Kraftwerk tónleikarnir árið 2013 voru mjög eftirminnilegir og líka þegar Sigur Rós spilaði síðast. Í ár hlakka ég mest að sjá Retro Stefson. Ég er svo vanaföst og er búin að sjá þau öll árin.
Þetta er fyrsta skiptið okkar á hátíðinni þó síðustu tvö skipti höfum við fengið að vera „off venue“. Við erum allir tvítugir og þetta hefur verið okkar markmið síðustu tvö ár. Við verðum á laugardeginum í Iðnó. Ég hef ekki farið á hátíðina áður en ég hef séð nokkra tónleika sem hafa verið svona auka á hátíðinni. Kraftwerk voru rosalega flottir tónleikar 2013, og Sigur Rós líka. Í ár ætla ég bara að fylgja straumnum og læra inn á hátíðina. Ég er spenntur fyrir Hot Chip og Beach House. Svo er mikið Hip Hop á hátíðinni í ár og ég er spenntur fyrir því.
ÍSLENSKUR
GÓÐOSTUR – GÓÐUR Á BRAUÐ –
Jólablaðið 2015 Jólablað Fréttatímans 2015 kemur út fimmtudaginn 26. nóvember.
Jólablað Fréttatímans er góður staður til þess að auglýsa í. Í blaðinu verður spennandi jólatengt efni af ýmsum toga, skrifað af reyndum blaðamönnum. Ekki missa af glæsilegu blaði til þess að koma skilaboðum til viðskiptavina þinna meðal ánægðra lesenda Fréttatímans.
-þinn tími
Natalie Gunnarsdóttir plötusnúður Andri Freyr útvarpsmaður Ég er að koma fram í ár og ég man ekki í hvaða skipti það er. Ég man heldur ekki hvað ég er búin að fara á margar hátíðir, ég er orðin svo gömul að ég man það ekki. Þær eru orðnar ansi margar samt. Í gegnum tíðina eru það tónleikar The Knife í fyrra sem voru þeir flottustu og kraftmestu tónleikar sem ég hef séð. Komu mér mjög á óvart. Í ár er eitt band frá New York sem er að spila „off venue“ sem mig langar að sjá og vinur minn benti mér á. Ég bara man ekki alveg hvað þeir heita akkúrat núna. Þeir eru víst að gera spennandi hluti og svo sé ég alltaf Gus Gus af gömlum vana. Mér finnst best að flakka bara um og láta koma mér á óvart. Þetta er hrærigrautur sem er best að kasta sér inn í og láta sig berast með straumnum.
Ég hef farið ansi oft, en þó ekki alltaf þar sem ég bjó erlendis í 3 ár og svo var ég fastur á spítala í eitt skiptið. Missti reyndar líka af fyrstu, man ekki hvað í andskotanum ég var að gera þá. Tónleikar Sparta voru geggjaðir árið 2002 þrátt fyrir að vera nýbúnir að gefa út hálf glataða plötu, Flaming Lips voru dásamlegir í fyrra, en það sem situr mest í mér eftir allar þessar hátíðir eru sennilega tónleikar The Rapture sem voru líka árið 2002. Alger tryllingur þar sem íslenskir tónlistarmenn sáu hvernig ætti í raun og veru að gera þetta. Ég er orðinn svo gamall og útúrþveginn indie bolur að ég er lang spenntastur fyrir Mercury Rev, Ariel Pink og Beach House, af erlendu böndunum. Rjóminn af íslenskum sveitum er að sjálfsögðu á hátíðinni og þar mun ég fyrst og fremst reyna að sjá Pink Street Boys, Muck, Grísalappalísu og Börn.
FLUG Á HRYL L ILEG A G Ó ÐU VE RÐI !
GRIKK E ÐA G OT T Í D.C . W ASH INGT O N D.C.
15.999 9 kr.
frá
T í m a b i l : n ó v e m b e r 2 0 1 5 - mars 2016
BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS
KATRÍNARTÚN 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS
Verð miðast við flug aðra leið með sköttum, bókunargjald (999 kr.) og töskugjald ekki innifalið.
24
viðtal
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Eftir flog kemur gat á raunveruleikann Stóri skjálfti nefnist ný skáldsaga Auðar Jónsdóttur sem kemur út á næstu dögum. Þar er í forgrunni flogaveik aðalpersóna en Auður segir þann karakter á engan hátt byggðan á henni sjálfri, þótt hún hafi verið greind með flogaveiki sem unglingur. Hún segir bókina loka ákveðnum hring, nú sé hún búin að gera ákveðnum hlutum nægileg skil og geti snúið sér að nýjum verkum.
A
uður Jónsdóttir býr í Berl ín en er stödd á Íslandi í nokkrar vikur til að fylgja bókinni úr hlaði. Hún er í sjöunda himni yfir íslensku leikskólakerfi, en sonur hennar fær að mæta á gamla leikskólann sinn meðan þau dvelja hér, og það tekur töluverða stund að kippa henni út úr móður hlutverkinu og inn í rithöfundar hlutverkið. Hún hlustar eiginlega ekki á mig fyrr en ég spyr hvort hún sé alltaf að skrifa um sjálfa sig? „Örugglega að einhverju leyti, já, eða öllu heldur um hluti sem ég þekki af eigin reynslu. Þessi kar akter er samt alls ekki ég, hún er meira að segja mjög ólík mér, en ég er vissulega með flogaveiki. Það sem mig langar samt helst að leggja áherslu á í sambandi við þessa bók er að þetta er ekki bók um floga veiki. Þessi kona er með þessa birtingarmynd af flogaveiki og það byggi ég á mínum kynnum af sjúk dómnum. Hins vegar hefur floga veiki mjög ólíkar birtingarmyndir hjá mismunandi einstaklingum og það er ekkert hægt að skrifa ein hvern endanlegan sannleika um það hvernig hún er og hvernig fólk upplifir hana.“
Ég hef samt oft orðið hrædd við það að fá kast í óheppilegum að stæðum, það er þessi blygðunar kennd sem fylgir því að eiga það á hættu að hrynja niður, froðufella og pissa á mig, sá ótti lúrir alltaf undir. Flogaveikin er bæði ógnvekjandi og heillandi sjúkdómur, sérstak lega þar sem svo lítið er vitað um orsakir og afleiðingar, eins og með marga aðra heilasjúkdóma. Flog getur haft áhrif á minnið og þann ig haft áhrif á veruleikaskynjunina. Við getum verið stödd í allt öðrum veruleika eftir klukkutíma en við erum í núna. Mér fannst líka gaman að leika mér með mörk undirmeð vitundar og sjúkdómsins í þessari bók; hvað er í rauninni veruleiki hjá henni, hvað er ímyndun og hvað er sjúkdómurinn. Þau mörk eru mjög óljós og hún veit kannski ekki einu sinni sjálf hvað er hvað. Það sem ég þurfti sérstaklega að passa mig á var að láta ekki líta svo út að ég væri að skrifa einhvern endanlegan sannleika um flogaveiki eða nokkuð annað. Það er engin endanleg út gáfa til og kannski engin ein skynj un réttari en önnur.“
Veit ekki hvað það þýðir að hafa nafn
Annað áberandi stef í Stóra skjálfta er hvernig upplifun það er að vera mamma. Einnig þar sækir Auður í eigin reynslu. „Já, ég held að allar mæður þekki það að missa tökin á ástinni þegar þær eignast börn. Þarna er manneskja sem hefur kannski alltaf verið tilfinningalega vansvefta og svo hellist móðurástin yfir hana af fullum krafti og hún kann eiginlega ekkert að taka þess ari tilfinningu. Ég hef upplifað það að vera með barn á vökudeild, sonur minn er með hættulega barkabólgu, sem hefur blossað upp nokkrum sinnum. Hann fékk vírus níu mán aða og ef hann fær minnsta kvef þurfum við að setja hann á steralyf og vera tilbúin því að þurfa að fara með hann á sjúkrahús. Einu sinni var hann nærri kafnaður í höndun um á okkur, var allur orðinn blár, og þurfti eftir það að vera á spítala í þrjá daga. Þá var ég einmitt að byrja að leggja drögin að þessari bók og þessi reynsla leitaði inn í frásögn ina. Óttinn um barnið rústar svolítið í henni taugakerfinu og hún hættir að geta sofið, sem er um það bil það versta sem getur hent manneskju með flogaveiki. Ég er sem sé að fjalla þarna um tvo sjúkdóma sem ég þekki af eigin raun, en karakter arnir eru engan veginn við.“ Auður býr með Þórarni Leifs syni rithöfundi og Saga er nýskilin við leiðinlegan rithöfund, en Auður hlær þegar ég spyr hvort persóna hans sé byggð á Þórarni. „Ó, nei, Þórarinn er miklu skemmtilegri og allt öðruvísi týpa. Mér fannst bara skemmtilegt að setja þetta rithöf undarelement inn í söguna, því að
Auður þekkir það þó vel að fá grand mal flogaveikiköst og tapa minni í stuttan tíma eins og Saga, aðal persóna bókarinnar. „Það sem ger ist þegar maður fær svona grand mal köst er að þegar þú vaknar þá veistu ekki hvað þú heitir, þú veist ekki einu sinni hvað það þýðir að heita eitthvað, og það tekur þig tölu verðan tíma að komast í gang aftur. Minnið getur verið höktandi í tölu verðan tíma eftir svona kast, en það sem gerist hjá Sögu er að hún man ekki erfiða hluti og það er hreinn skáldskapur. Spurningin sem ég er að velta fyrir mér í því samhengi er hvað sé líffræðilegt og hvað sál fræðilegt í svona minnisleysi. Ég hef líka týnt syni mínum tvisvar, þannig að ég er að skrifa um tvær óraunverulegustu upplifanir sem ég hef lifað, þegar það kemur nokkurs konar gat á raunveruleikann vegna áfalls.“ Flogaveikar persónur hafa áður komið við sögu í bókum Auðar, bæði í Stjórnlausri lukku og Vetrar sól. Hún segist lengi hafa gengið með þá hugmynd að skrifa um floga veika aðalpersónu. „Flogaveikin er svo táknræn fyrir það hvað lífið er hverfult. Þeir sem eru með floga veiki lifa við það að líkaminn getur hvenær sem er tekið af þeim völd in, þannig að hverfulleiki lífsins er kannski nær þeim en öðrum. Ég er búin að vera á lyfjum síðan ég var unglingur og ef ég er illa sofin eða illa fyrirkölluð, sem eykur líkurnar á kasti, þá sef ég extra lengi, borða feitan mat og eyk lyfjaskammtinn.
Helstu v er k AuðA r Jónsdóttur:
Missir tökin á ástinni við að verða mamma
Skáldsögur: Stjórnlaus lukka 1998. Annað líf 2000. Fólkið í kjallaranum 2004. Tryggðapantur 2006. Vetrarsól 2008. Ósjálfrátt 2012. Barnabækur Algjört frelsi 2001, ásamt Þórarni Leifssyni. Skrýtnastur er maður sjálfur 2002. Gagga og Ari 2004 Allt getur gerst 2005 „Það er þessi blygðunarkennd sem fylgir því að eiga það á hættu að hrynja niður, froðufella og pissa á mig, sá ótti lúrir alltaf undir.“ Ljósmyndir/Hari
mörgu leyti fjallar hún um hvað er uppspuni og hvað er raunveruleiki. Þegar upp er staðið reynist Saga kannski meira skáld en eiginmað urinn, þótt hún skrifi ekki.“
Fékk blessun frá ömmu á jarðarfarardegi hennar
Síðasta skáldsaga Auðar, Ósjálfrátt, var skáld ævisaga þar sem fjölskylda hennar var ekki alltaf sýnd í rósrauðu ljósi, það hefur ekki dregið neinn dilk á eftir sér innan fjölskyld unnar? „Nei, nefnilega ekki. Þau voru svo eftir sig eftir Fólkið í kjallaranum að þau tóku þetta ekkert inn á sig. Þau hafa líka lúmskt gam an af þessu enda er þetta alltaf mestan part skáldskapur. Ég var aðallega viðkvæm gagn vart ömmu með Ósjálfrátt því hún dó þegar ég var að ganga frá bókinni. En svo kom bókin úr prentun akkúrat þegar jarðarförin var og þá fannst mér ég hafa fengið samþykki hennar og blessun. Það var mjög skrýtin upplifun að sitja við dánarbeð hennar og vita að maður hafði
verið að skrifa um alla sem þar voru. Mér leið svolítið eins og Woody Allen. Ég reyndi samt alveg vísvitandi í þeirri bók að gera ekkert sem myndi særa neinn. Ég hef oft hugsað síðan að ég hefði getað skrifað betri bók ef ég hefði farið lengra með hlutina, en ég ákvað að vera góð manneskja frekar en góður rithöfundur og ég held að fjölskyldan hafi alveg skynjað það.“ Auður er snúin aftur sem pistlahöfundur á Kjarnanum en þar birtist allt önnur manneskja en í skáldskap hennar, mjög gagnrýnin og póli tísk. Er það meðvituð ákvörðun að halda póli tískri gagnrýni utan skáldsagnanna? „Skáld sagnahöfundurinn og pistlahöfunurinn eru alveg tvær aðskildar hliðar á mínum persónu leika sem báðar þurfa að fá útrás. Ég vann sem blaðamaður í tvö ár og finnst það mjög gaman. Væri alveg til í, ef ég flyt aftur til Íslands, að fara aftur í blaðamennskuna.“ En það hefur aldrei höfðað til þín að gerast pólitískur rithöfundur og skrifa samfélagsgagn Framhald á næstu opnu
LAGER-HREINSUN
r frá u r Vö lunum vers C
NT
flottur herra- og dömufatnaður - vönduð merki
OPIÐ 11-18
ekta rúskinn
Buxur: 5.000.-
verð: 1.500.- verð: 2.000.áður: 3.995.-
6A0FS-90%
fleiri snið - margir litir
áður: 6.995.-
verð: 9.000.áður: 30.995.-
verð: 3.000.áður: 11.995.-
verð: 4.000.-
margar gerðir af flottum kjólum
LÁTTUR
áður: 14.995.-
verð: 4.000.áður: 13.995.-
verð: 3.000.-
verð: 2.000.-
áður: 11.995.-
áður: 10.995.-
verð: 3.000.-
Kimono: 500.-
áður: 10.995.-
verð: 5.500.-
verð: 4.500.-
áður: 18.995.-
áður: 15.995.-
verð: 4.000.áður: 12.995.-
verð: 3.000.áður: 8.995.-
verð: 4.000.áður: 13.995.-
bómullarbuxur 1.500.-
Úlpa: 3.000.úrval af herra- og dömuúlpum
verð: 1.000.áður: 9.995.-
verð: 3.000.áður: 12.995.-
OPIÐ: MÁN - FÖS 11 - 18, LAUGARDAG 11 - 18 SUNNUDAG 12 - 17, erum áog
FAXAFENI 10 - s. 578 7977
26
viðtal
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
rýnar skáldsögur? „Ég reyndi það í Tryggðapanti, reyndi að byggja hana upp eins og Animal Farm og tók upp eitthvað sem var í umræðunni í Danmörku þar sem ég bjó á þeim tíma og gerði að húsreglum aðalpersónunnar. En þetta er svo fín lína sem maður þarf að dansa á og það er alltaf hætta á að maður missi tökin á skáldskapnum og fari að predika eigin pólitískar hugsjónir, það vil ég ekki. Kannski á ég eftir að skrifa svoleiðis skáldsögu, það er mikil ögrun og það kitlar mann að takast á við hana.“
Dálítil Laxnessþreyta
Auk útgáfu Stóra skjálfta og endurkomu í pistlaskrifin er verið að endurútgefa barnabókina sem Auður skrifaði um afa sinn, Halldór Laxness, Skrýtnastur er maður sjálfur sem kom út 2002. Hvort hefur það hjálpað henni eða hamlað á rithöfundarbrautinni að vera barnabarn hans? „Eiginlega bara bæði. Það særði mann þegar maður var yngri að heyra það utan að sér að ég væri bara að skrifa til að reyna að vera eins og hann, en það er löngu liðið. Núna er ég bara höfundur minna bóka og það er enginn sérstaklega að pæla í afa, ekki hér á Íslandi allavega. Ég er alltaf annað slagið beðin um að gera eitthvað sem tengist honum, var síðast í gær að tala um hann og ömmu á Gljúfrasteini, og ég hef stundum spurt mig af hverju ég hafi fengið þetta hlutskipti. Af hverju ekki Jón Kalman eða Gerður Kristný, til dæmis? Ég viðurkenni alveg að ég finn fyrir dálítilli Laxnessþreytu stundum. Ég er náttúrulega bara allt öðruvísi höfundur á annarri öld og við eigum voða fátt sameiginlegt. Erlendis er það alltaf tekið fram þegar bækurnar mínar koma þar út eða ég er að koma fram að ég sé barnabarn Laxness og það fer pínulítið í taugarnar á mér. Bækur afa míns hafa verið vinsælar í Þýskalandi og ég hef meira að segja verið beðin um eiginhandaráritun út á það eitt að vera barnabarn hans, það er nú bara aumkunarverð beiðni. Í Ósjálfrátt var ég í aðra röndina að reyna að skilja þau sálfræðilegu áhrif sem fjölskyldumynstrið hafði haft á mig. Afi var þessi stóri rithöfundur og allar konur í fjölskyldunni stjönuðu í kringum hann og maður fékk þau skila-
boð, beint og óbeint, að það að vera rithöfundur væri að lifa eins og hann. Gamalt fólk í fjölskyldunni var yfir sig hneykslað á því að ég þættist ætla að verða rithöfundur hafandi ekki einu sinni lesið Fóstbræðrasögu, til dæmis. Ég vildi ekki viðurkenna það, kannski af því að það var svo satt, en töluvert fram yfir þrítugt þá háði þetta viðmið mér dálítið. Ég var bara svo heppin að kynnast manni sem nennir ekki að lesa Laxness og er algjörlega laus við þessa dýrkun. Það er mjög frelsandi. Þegar ég var að skrifa Skrýtnastur er maður sjálfur var rúmið fullt af bókum eftir afa og Tóti bara setti mér stólinn fyrir dyrnar; annað hvort býrðu með mér eða afa þínum. Það var auðvitað grín, en samt kom mér í skilning um að afi er ekki í nútíðinni, hann tilheyrði öðrum tíma og öðrum hugsanagangi. Hann tilheyrir engum veruleika sem mig langar að þjóna.“ Stóri skjálfti er væntanlegur úr prentsmiðju á næstu dögum og næstu vikur fara í kynningar, viðtöl og upplestra úr henni, en hvað tekur svo við, ertu byrjuð á næstu skáldsögu? „Ég er með fullt af hugmyndum, en ég er ekki búin að ákveða hverri þeirra ég muni einbeita mér að. Það tekur alltaf smá tíma. Fæðingarþunglyndið sem sumir höfundar tala um eftir að þeir skila handriti er alveg raunverulegt. Það verður spennufall og ég hef oft ákveðið að hætta að vera rithöfundur eftir að ég skila af mér bók. Mann langar í einhvern annan raunveruleika. En svo bara heldur þetta áfram. Eftir þessa bók finnst mér samt að ég sé búin að afgreiða ákveðna hluti, loka einhverjum hring. Það er margt nýtt í þessari bók sem hefur ekki verið í hinum bókunum, en það eru þarna líka ákveðnir eiginleikar sem hafa verið í þeim öllum og mér finnst þetta vera skil á mínum ferli; loki einum heimi og opni annan. Það hafa verið gegnumgangandi þemu í öllum mínum bókum og nú finnst mér ég vera búin að afgreiða þau eins vel og ég get. Mig langar bæði til að fara út í meiri heimildaskrif og fantasíuskrif, eins ólíkt og það hljómar, en hvað verður ofan á næst kemur bara í ljós.“ Friðrika Benónýsdóttir
Þegar ég var að skrifa Skrýtnastur er maður sjálfur var rúmið fullt af bókum eftir afa og Tóti bara setti mér stólinn fyrir dyrnar; annað hvort býrðu með mér eða afa þínum.
friðrika@frettatiminn.is
Ábyrgð fylgir! s: ðein
na u g r
o Afb
n.* á m r./
k 7 7
7 . 2 4
Allt að 7 ára ábyrgð fylgir notuðum Kia**
ÁRA
ÁRA
Á ÁBYRGÐ
ÁRA
ÁBYRGÐ Notaðir
Notaðir
ÁBYRGÐ Notaðir
Kia cee’d SW 1.6
Kia Rio LX 1.4
Árgerð 2013, ekinn 34 þús. km, dísil, 128 hö, beinskiptur.
Árgerð 2014, ekinn 19 þús. km, dísil, 90 hö, beinskiptur.
3.250.000 kr.
2.350.000 kr.
42.777 kr. á mánuði*
30.777 kr. á mánuði*
ÁRA
ÁRA
Á ÁBYRGÐ
ÁBYRGÐ Notaðir
Notaðir
Kia cee’d EX 1.6 Árgerð 2014, ekinn 16 þús. km, bensín, 135 hö, beinskiptur.
3.290.000 kr.
*Mánaðargreiðsla m.v. 70% bílalán í 72 mánuði. Vextir 9% og árleg hlutfallstala kostnaðar er frá 10,72-10,83%. **Ábyrgð er í 7 ár frá skráningardegi bifreiðar.
NOTAÐIR BÍLAR www.notadir.is
Kia Sportage EX
Kia Sorento Luxury
Árgerð 2013, ekinn 38 þús. km, dísil, 136 hö, sjálfskiptur.
Árgerð 2014, ekinn 43 þús. km, dísil, 198 hö, sjálfskiptur.
4.690.000 kr.
6.450.000 kr.
60.777 kr. á mánuði*
83.777 kr. á mánuði*
Kletthálsi 2 110 Reykjavík 590 2160
Opnunartími: Virka daga 10–18 Laugardaga 12–16
FJÖLSKYLDUTILBOĐ ALLAR HELGAR 4x120g grillaðir hamborgarar, franskar og ískalt kók
AĐEINS
3990 Tilboðið gildir eingöngu laugardaga og sunnudaga
ÁRNASYNIR
VIĐ VESTURLANDSVEG
28
viðtal
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Heimurinn er minni en maður heldur
Það eru ekki margir sem kaupa það að maður geti unnið fyrir sér í London sem söngkona öðruvísi en að vera mjög þekkt.
Katrín Ýr Óskarsdóttir er ekki þekkt nafn þegar talað er um íslenskar söngkonur, ennþá. Hún hefur búið í London undanfarinn áratug og hefur unnið sem söngkona þar í landi um árabil, eða síðan hún útskrifaðist með Bachelor gráðu í söng þar ytra. Hún er í fyrsta sinn að senda frá sér eigið efni með þriggja laga þröngskífu sem kemur út í desemberbyrjun. Katrín er á Íslandi og ætlar að halda tónleika á Gauknum næstkomandi sunnudagskvöld og segist hlakka til að leyfa ættingjum og vinum að heyra hvað hún hefur verið að fást við í Englandi.
É
g vinn sem söngkona,“ segir Katrín þegar hún heyrir spurninguna „Hver er Katrín Ýr.“ „Ég er búin að búa í London í tíu ár,“ segir hún. „Ég fór út í nám til þess að læra að syngja og ílengdist. Áður en ég fór út þá var ég að syngja oft á börum í Reykjavík og það var til þess að safna peningum til þess að fara út í nám. Ég tók BA gráðu í Contemporary Music Performance, sem er fjögurra ára nám. Ætlaði bara að vera í eitt ár en er núna að vinna í skólanum sem ég fór í,“ segir Katrín. „Eftir námið hef ég verið að syngja mjög mikið og taka upp, ásamt því að fá að ferðast mikið. Sérstaklega fyrir skólann sem ég vinn í,“ segir hún. „Fyrir mörgum árum var ég að syngja mína eigin tónlist en hætti því þar sem ég þurfti að syngja annað til þess að fá laun, eins og gengur. Svo fyrir svona sex mánuðum ákvað ég að sparka í rassinn á mér og klára þessi lög sem ég hef verið að vinna að og taka þau upp. Ég var alltaf að semja lög en gerði svo ekkert af því í svolítinn tíma,“ segir Katrín. „Svo var haft samband við samstarfsmann minn frá Sony á Spáni og hann beðinn um að semja fyrir sigurvegara X-Factor á Spáni. Svo ég fór að semja með honum og það kveikti áhuga minn á því að vinna við mitt efni,“ segir hún. „Nú er þessi smáskífa að koma út sem heitir Hear´d It All Before, og svo vonandi stór plata á næsta ári. Þetta eru mín lög sem ég vinn með öðru fólki sem mér finnst mjög gott. Það eru fleiri hugmyndir sem koma út úr svoleiðis vinnu,“ segir Katrín.
Hætt að biðja mömmu um lán
Katrín segir að tækifærin séu víða í London þó tónlistarheimurinn þar sé stór. Hún ætlaði sér samt alltaf
að geta lifað af tónlistinni og lagði mikla vinnu á sig til þess að halda því markmiði á lofti. „Þetta er mjög erfitt en mér finnst þetta bara svo skemmtilegt,“ segir hún. „Maður fær mjög oft nei, en ég var búin að ákveða það, að fyrst að ég væri búin í 4 ára námi ætlaði ég ekki að gera neitt annað. Ég neitaði mér um aðra vinnu en á endanum hafðist það,“ segir Katrín. „Það tók örugglega um tvö ár eftir nám að hætta að hringja heim í mömmu og biðja um lán,“ segir hún og hlær. „Í dag sé ég fyrir mér sem söngkona, sem er frábært. Mér finnst mjög spennandi að koma heim og flytja mitt eigið efni,“ segir Katrín. „Það eru ekki margir sem kaupa það að maður geti unnið fyrir sér í London sem söngkona öðruvísi en að vera mjög þekkt. Fólk á erfitt með að skilja að það er hægt að syngja og vinna fyrir sér án þess að vera eitthvað þekktur og frægur,“ segir hún.
Lítill heimur
Á ferli sínum í London hefur Katrín hitað m.a. upp fyrir söngvarann Jamie Cullum og unnið með rappsveitinni Aggro Santos. Einnig hefur hún unnið mikið í hljóðverum og þar hefur hún unnið með upptökustjóranum Liam Howe sem gerði garðinn frægan með Sneaker Pimps á tíunda áratugnum. Hún segir „bransann“ í Englandi ekki svo stóran þegar maður kemst með nefið þar inn. „Vinir mínir eru margir að vinna með stærri nöfnum og þessi heimur er minni en maður heldur. Þegar maður er farinn að koma fram þá kynnist maður mörgum og hringurinn þrengist. Tónlistin sem ég er að semja er mikil blanda,“ segir Katrín. „Ég hlusta á svo mikið að ég er ekki alveg föst í einhverju einu. Þessi þrjú lög sem
„Það tók örugglega um tvö ár eftir nám að hætta því að hringja heim í mömmu og biðja um lán,“ segir söngkonan Katrín Ýr. Ljósmynd/Hari
I OG ÞYNNRI NÝ KYNSLÓÐ ENN ÖFLUGR Ð 7” IPS ME SPJALDTÖLVA FRÁ ACER Ð ZERO AIR ME Á KJ TIS ER HD FJÖLSN T TÆKNI! GAP OG ANTI-FINGERPRIN
19.900
þeir klukkan 20.30. Hljómsveitin er skipuð þeim Ed Broad, unnusta hennar, sem spilar á trommur, Birgi Kárasyni sem spilar á bassa og Helga Reyni Jónssyni á gítar. Bakraddir eru þær Erla Stefánsdóttir og Arna Rún Ómarsdóttir. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is
4 B L S BÆ
2 LITIR DRAUMA SPJALDTÖLVA
ég er að gefa frá mér núna ertu til dæmis öll úr sitt hverri áttinni. Ég hlusta bæði mikið á Hip-Hop og Janis Joplin, og allt þar á milli. Stundum hugsa ég hvort ég ætti að einbeita mér að einhverju einu, en ég ákvað að gera bara eitthvað sem mér finnst skemmtilegt,“ segir Katrín Ýr söngkona. Katrín Ýr ætlar að halda tónleika á Gauknum á sunnudagskvöldið og hefjast
KLINGUR
STÚTFULLU ÖLLUM HEITU R AF STU TÖLVUGRÆJUNUM
7
SMELLT Á KÖRFUNU A NETBÆKLIN GU RÁ WWW.TOL MEÐ GAGNVUTEK.IS VIRKUM KÖRFUHNAP P
Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is
ER NÝJA DRAUMAHÚSIÐ ÞITT BYGGT AF FAGMÖNNUM? Vertu viss um að nýja draumaheimilið sé byggt af fagmönnum með iðnréttindi áður en þú ráðstafar aleigunni.
það er mikilvægt að ráða iðnmeistara sem er með trausta fagmenn í vinnu. Fagmenn með iðnréttindi bera félagsskírteini.
Málsvari byggingamanna
30
viðtal
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Ég lifi bara fyrir daginn í dag Kristján Björn Tryggvason greindist með heilaæxli fyrir níu árum. Læknarnir gáfu honum fimm ár og hann undirbjó sig undir það að deyja. Eftir tvær skurðaðgerðir, geisla- og lyfjameðferð virtist æxlið hins vegar hafa horfið. Lífið hélt því áfram hjá Kristjáni og eiginkonu hans, Kristínu Þórsdóttur og fljótlega stækkaði fjölskyldan og varð að fimm manna fjölskyldu. Áföllin höfðu hins vegar ekki sagt skilið við Kristján því árið 2011 lenti hann í vinnuslysi sem leiddi til þess að hann þurfti að skipta um starfsvettvang og síðastliðið vor greindist hann aftur með heilaæxli. Kristján er þó sannfærður um að hann muni hafa betur í baráttunni, svo lengi sem hann taki bara einn dag fyrir í einu. Veikindin hafa þó haft mikil áhrif á fjölskylduna, bæði andlega þar sem æxlið hefur áhrif á persónuleika Kristjáns, og fjárhagslega. Um helgina stendur líkamsræktarstöðin Hress í Hafnarfirði fyrir góðgerðarleikum þar sem allur aðgangseyrir mun renna til Kristjáns og fjölskyldu.
Æ
tli þetta hafi ekki byrjað þannig að ég fékk flogaköst og var alltaf á leiðinni til læknis, en fór aldrei. Það var ekki fyrr en ég fékk flog þegar ég var úti að reykja og byrja svo allur að hristast. Þegar ég ranka svo við mér finn ég að ég er að tyggja sígarettustubbinn. Þá allt í einu fannst mér ég ekki geta beðið lengur með að fara til læknis,“ segir Kristján Björn Tryggvason. Þetta var árið 2006 og Kristján var því 24 ára þegar hann greindist fyrst með heilaæxli. Hann náði að draga fréttirnar um æxlið upp úr lækninum í gegnum síma, en að öllu jöfnu eru slíkar fréttir ekki tilkynntar símleiðis. „Ég spurði bara hvort ég væri með heilaæxli og læknirinn gat ekki sagt nei. Ég var einn á verkstæðinu þar sem ég starfaði á þessum tíma og þegar ég skellti á lokaði ég augunum og sá bara tvær leiðir: Önnur var að leggjast í þunglyndi og deyja og hin var að taka þessu með bros á vör, sem ég gerði.“
Vorum talin óheppin að eignast barn í miðri lyfjameðferð
Þegar Kristján veiktist áttu þau einn son, Ísak Þór, sem fæddist árið 2003. Ófrjósemi getur verið fylgifiskur lyfjameðferðar og ákváðu þau að kanna þann möguleika að láta frysta sæði. „Við fórum í viðtal hjá Art Medica og fengum þá spurningu hvort við hygðumst eignast fleiri börn fljótlega. Ég fann þá einhverja þörf innra með mér að svara strax, já. Ég hugsaði að mig langaði ekki að verða ein eftir með eitt barn, heldur langaði mig að vera ein með tvö börn og þau gætu þá haft hvort annað í þessum aðstæðum,“ segir Kristín Þórsdóttir, eiginkona Kristjáns. Kristján var hins vegar lítið að hugsa út í frekari barneignir. „Ég var í móki eftir geislameðferðina og mín fyrstu viðbrögð voru að þetta væri meira hennar val en mitt, ég væri hvort sem er að fara að deyja.“ Þau ákváðu að eignast annað barn strax og fór Kristín í tæknifrjóvgun þar sem það var bara einn möguleiki á að nota ófryst sæði. Uppsetningin heppnaðist og Stína og Kiddi eignuðust dótturina Öglu Björk í október 2008. „Fólk leit almennt á þessa meðgöngu sem óhapp. Ég heyrði fólk tala um hvílík örlög það væru að verða ólétt í miðri lyfjameðferð, þegar staðreyndin var sú að þetta hefði ekki getað verið meira planað hjá okkur. Agla Björk fæddist nokkrum vikum eftir að Kiddi kláraði lyfjameðferðina og við vorum eiginlega bara flakkandi á milli kvennadeildarinnar og krabbameinsdeildarinnar,“ segir Kristín.
Æxlið virtist hverfa
Læknarnir gáfu Kristjáni fimm til tíu ár en eftir tvær aðgerðir, geislameðferð og lyfja-
„Ég hef sagt við Kristínu að ég myndi aldrei höndla að vera í hennar stöðu, með deyjandi maka og þrjú börn. Mér finnst hún því óheppnari en ég, þannig lagað. En hún er algjör hetja,“ segir Kristján. Í vor greindist hann með heilaæxli í annað sinn, en hann greindist fyrst fyrir níu árum. Ljósmynd/Hari.
meðferð virtist sem æxlið hefði alveg horfið. „Fyrsta aðgerðin var í maí 2006, mánuði eftir að hann greindist. Þá var bara tekið sýni því þeir vildu ekki eiga of mikið við æxlið. Eftir það tók við regluleg segulómun. Í nóvember 2007 fór Kristján í aðra aðgerð og þá náðu þeir helmingi æxlisins. Í skoðun aðeins seinna kom hins vegar í ljós að æxlið var komið á annað og þriðja stig og þá tók við 30 skipta geislameðferð og 8 mánaða lyfjameðferð,“ segir Kristín, sem man allar dagsetningar og allt sem tengist veikindum. „Ég veit ekkert svona, en það er gott að hafa Kristínu, ég get notað hana eins og uppflettirit,“ segir Kristján og hlær. „Í minningunni var
þetta ekkert mál en þegar ég sé myndir frá þessum tíma sé ég hversu mikil áhrif meðferðin hafði, ég léttist til dæmis um 20 kíló og leit alls ekki vel út.“
Ástin kviknaði í Djúpu lauginni
Eftir því sem líður á spjallið skín í gegn hversu pottþétt par þau eru, yin og yang í sinni fullkomnustu mynd jafnvel, og því lék blaðamanni forvitni á að heyra söguna af því hvernig þau kynntust, en þau hafa verið saman í 13 ár, frá því að þau voru 18 og 21 árs. Á þeim tíma var raunveruleikasjónvarp að ryðja sér til rúms á Íslandi og með örlitlum trega viðurkenna þau að hafa kynnst í Djúpu
lauginni, stefnumótaþætti sem sýndur var á Skjá Einum. Þau voru bæði skráð í þáttinn af vinum sínum og ætluðu aldrei að taka þátt í þessari vitleysu, að eigin sögn. Þau létu hins vegar til leiðast og sjá ekki eftir því í dag. Í þættinum sjálfum var Stína búin að hugsa upp kerfi með vinkonum sínum sem hjálpuðu henni að velja réttan keppanda. „Þær röðuðu bjórunum eftir því hvort ég átti að velja númer eitt, tvö eða þrjú. En miðað við svörin hefði hann alltaf orðið fyrir valinu.“ Þau eiga upptöku af þættinum og stefnumótinu sjálfu og segja það mjög sérstakt að eiga upptöku af fyrstu kynnunum. Framhald á næstu opnu
islenska/sia.is FLU 76366 10/15
Einstakt
TÆKIFÆR I
DÚNDURFRÉTTIR SPILA Á GRÆNLANDI ÍSLENSKIR TÓNLEIKAR Í NUUK ÞANN 14. NÓVEMBER nk. mun hljómsveitin Dúndurfréttir stíga á stokk í hinni frábæru borg Nuuk á Grænlandi. Hljómsveitin, sem er ein vinsælasta ábreiðuhljómsveit Íslendinga, hefur verið starfandi í 20 ár og leggur nú land undir fót til þess að heilla Grænlendinga upp úr skónum. Við bjóðum ykkur upp á einstakt tækifæri til að heimsækja Nuuk, upplifa óviðjafnanlega náttúru Grænlands og njóta tónleika með einni ástsælustu hljómsveit Íslands. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi Flugfélags Íslands, aðalræðisskrifstofu Íslands í Nuuk og Katuaq menningarhússins í Nuuk. Flogið til Nuuk föstudaginn 13. nóvember og heim mánudaginn 16. nóvember. Nánari upplýsingar og bókanir í síma 570 3075 eða með tölvupósti á hopadeild@flugfelag.is
FLUGFELAG.IS
INNIFALIÐ: • • •
Flug til og frá Nuuk Gisting í tveggja manna herbergi á Hotel Hans Egede Tónleikamiði
Samtals verð: 126.850 kr.
32
viðtal
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Hr essleik a r nir 2015
„Ég lifi fyrir daginn í dag. Ég nenni ekki að búa til vesen fram í tímann.“
Fékk vörubíl í höfuðið Lífið var farið að ganga sinn vanagang hjá fjölskyldunni fimm árum eftir að Kristján greindist þegar næsta áfall reið yfir. Kristján starfaði hjá Hreinsitækni á olíubíl og var staddur í vinnunni þegar hann lét keyra á hausinn á sér, eins og hann orðar það sjálfur. „Ég var eitthvað að stússast á smurstöðinni þegar ég lendi í því að bíll bakkar aftan á höfuðið á mér og ég vankaðist. Mín fyrstu viðbrögð voru að láta alla vita að það væri allt í lagi með mig.“ Kristján stífnaði samt sem áður upp stuttu eftir slysið og þá komu
afleiðingarnar í ljós og var hann ár frá vinnu og gat ekki unnið erfiðisvinnu eftir slysið. „Ég fór að vinna á sambýli fyrir fatlaða þegar ég var búinn að ná mér. Upphaflega ætlaði ég að vera þar í þrjá mánuði en kunni svo vel við mig að ég hélt áfram. Þarna var ég í raun búinn að finna draumastarfið.“ Ári seinna fjölgaði enn frekar í fjölskyldunni og þriðja barnið kom í heiminn, sonurinn Bóas Örn. Líkurnar á að eignast barn voru taldar afar litlar, eftir allar lyfja- og geislameðferðirnar sem Kristján hafði gengið í gegnum. „Það átti
ekki að geta gerst og eftir fæðingu þriðja barnsins ákvað ég því að láta taka mig bara úr sambandi,“ segir hann og hlær. „Við búum fimm saman í 73 fermetra íbúð, sem er mjög kósí en það er ekki pláss fyrir fleiri,“ bætir Kristín við, einnig hlæjandi.
„Ég verð 85 ára“
Um síðustu áramót fór Kristín að finna fyrir kunnuglegum einkennum hjá Kristjáni sem gáfu til kynna að heilaæxlið væri komið aftur. „Ég fór að taka eftir skapsveiflum og persónuleikabreytingum sem eru aðaleinkennin, þar sem æxlið hefur
Fyrsti sjúklingurinn sem gekk út af gjörgæslunni
Kristján fór í aðgerð fljótlega eftir greininguna í vor og hefur verið frá vinnu síðan. Læknarnir og hjúkrunarfræðingarnir munu líklega Góðgerðarleikar til styrktar seint gleyma Kristjáni. Kristjáni og fjölskyldu Aðgerðin heppnaðist vel og Hressleikarnir fara fram laugarvar Kristján hinn hressasti daginn 31. október. Hressleikarnir þegar hann vaknaði, ef til vill of hress því hann gekk sjálfur eru góðgerðaleikar sem haldnir út af gjörgæsludeildinni sólareru í HRESS í Hafnarfirði. Leikarnir hring síðar, nánast eins og hafa verið haldnir um árabil og er ekkert hefði í skorist. „Þær á markmið þeirra að styrkja kroppinn gjörgæslunni ætluðu að fara og gott málefni um leið. Á leikunum að stoppa mig enda höfðu eru 8, 28 manna lið sem öll klæðast þær aldrei séð mann labba út sérstökum lit sem æfa í 15 mínútna af deildinni. Ég var reyndar lotum í tvo tíma. Aðgangur að mjög valtur og ætlaði að taka leikunum er 2.500 krónur og rennur rúmið með mér, enda fastur óskiptur Kristjáns og fjölskyldu. við það,“ segir hann og hlær. Skráning á leikanna fer fram í Persónuleikabreytingarnar HRESS, Dalshrauni 11. Það eina sem sem fylgja veikindum geta þarf að gera til að taka þátt er að tekið á en Kristján tekur velja lit og greiða 2500 krónur. Allir þeim af léttúð. „Ég hlæ bara eru velkomnir, hvort sem þeir eru að þessum breytingum og korthafar í Hress eða ekki. Svitnum finnst Kristín taka þeim of saman til góðs! alvarlega. En ég treysti mér samt sem áður ekki til að vera lengi einn heima með börnunum mínum, þó að ég vilji það. En ég veit að ég hef minni þolinmæði og áhrif á ákveðnar heilastöðvar.“ get orðið skapstyggur og ég vil Þegar flogaköstin byrjuðu aftur fór ekki að það bitni á þeim.“ Kristján til læknis og fékk staðVeikindin hafa einnig haft mikil festingu á því að æxlið væri komið áhrif á Kristínu, sem hefur glímt aftur. Æxlið er þriðja stigs, en alls eru stigin fjögur, sem þýðir að æxlið við svefnleysi, streitu og þunggetur farið að dreifa sér um heilann. lyndi, en eftir því sem líður á hefur hún verið dugleg að nýta sér þá „Nú vitum við ekkert hvort hann þjónustu sem Krabbameinsfélagið, hefur eitt ár, fimm ár eða hvað,“ Ljósið og Kraftur bjóða upp á. „Ég segir Kristín, en Kristján bætir hef sagt við Kristínu að ég myndi við: „Ég verð 85 ára, ég skal lofa aldrei höndla að vera í hennar þér því.“ Hann segir að þau hjónin stöðu, með deyjandi maka og þrjú upplifi veikindin með mismunandi börn. Mér finnst hún því óheppnari hætti. „Ég lifi fyrir daginn í dag. Ég en ég, þannig lagað. En hún er alnenni ekki að búa til vesen fram í gjör hetja,“ segir Kristján. tímann.“
STÓRSKEMMTILEGUR KYNNINGARDAGUR Á ÍÞRÓTTUM FATLAÐRA
LAUGARDAGINN 31. OKTÓBER NK.
FRÁ KL. 14:00 - 16:00 Í FRJÁLSÍÞRÓTTAHÖLLINNI Í LAUGARDAL.
PARALYMPIC-DAGURINN
INGÓ VEÐURGUÐ TEKUR Á MÓTI GESTUM OG MUN AÐ SJÁLFSÖGÐU TAKA NOKKUR LÖG.
ER KYNNINGARDAGUR Á ÍÞRÓTTUM FATLAÐRA Á ÍSLANDI. PARALYMPICS ER STÆRSTA ÍÞRÓTTAMÓT FATLAÐRA AFREKSMANNA Í HEIMINUM. FÓLK MEÐ FÖTLUN ER SÉRSTAKLEGA HVATT TIL AÐ MÆTA OG KYNNA SÉR ÍÞRÓTTAFLÓRUNA. BOCCIA, BORÐTENNIS, SUND, FRJÁLSAR, BOGFIMI, LYFTINGAR, HJÓLASTÓLAKÖRFUBOLTI OG MARGT MARGT FLEIRA!
EKKI LÁTA ÞIG VANT MAGNAÐA V A Á ÞENNAN IÐBURÐ.
viðtal 33
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
1
1.
2
Metsölulisti Eymundsson Barnabækur - vika 43
3
1. Kristján er orðinn vanur skurðstofunni og gjörgæslunni, kannski um of, þar sem hann gekk sjálfur út af gjörgæslunni í vor. 2. Kristín og Kristján kynntust í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni og eiga því upptöku af fyrstu kynnunum, 3. Dóttirin Agla Björk fæddist þegar Kristján var að klára lyfjameðferð. Í skírninni hafði hann lést um 20 kíló.
Gunnar Helgason skipaði sér í hóp vinsælustu barnabókahöfunda landsins með Fótboltasögunni miklu. Hér sendir hann frá sér drepfyndna sögu um háalvarlegt
Einn dagur í einu Kristján klárar lyfjameðferðina í næsta mánuði og aðspurður um hvað tekur við byrjar hann að söngla. Það er því greinilegt að hann hugsar bara um einn dag í einu. Kristín hefur verið í leyfi frá sinni vinnu frá því í ágúst, en hún starfar sem hárgreiðslukona. „Fyrst fór ég í algjöra sjálfsvorkunn og leið eins og ég væri ekki nógu góð í minni vinnu, en svo fattaði ég
hvað ég á í raun yndislegan yfirmann sem fann hvað ég þurfti á þessu að halda, það er að hugsa betur um sjálfa mig og fjölskylduna.“ „Maður fattar ekki hversu marga góða maður á að fyrr en maður lendir í einhverju svona. Við erum óendanlega þakklát öllum sem hafa sýnt okkur stuðning,“ segir Kristján. Fjölskyldan hlakkar til Hressleikanna, sem líkamsræktarstöðin Hress stendur fyrir á
morgun, laugardag. Þar mun koma saman fjöldinn allur af fólki sem mun keppa í hinum ýmsu þrautum. Allir ágóði af þátttökugjaldi mun renna beint í sjóð til fjölskyldunnar. „Það er samt stundum erfitt að vera í þeirri stöðu að vera sá sem þiggur. En stuðningsnetið okkar er ómetanlegt,“ segir Kristján.
vandamál sem öll fjölskyldan mun njóta þess að lesa.
Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is
Einstök safari ferð til Tanzaniu á slóðir villtra dýra, ósnortinna náttúru og fornrar menningar.
Tanzania 22. janúar – 4. febrúar
Við sjáum óviðjafnanlegt dýralíf í sínu náttúrulega umhverfi og kynnumst menningu heimamanna m.a. Masai þjóðflokknum. Ferðin er eitt ævintýri, einstök upplifun sem lætur engan ósnortin.
675.900.-* *Verð per mann í 2ja manna herbergi
„… brjálæ
ðislega hr
ess … Ég h
HÞÓ / Frétt
(um Gula sp
ablaðið
jaldið í Ga
Innifalið: AlltInnifalið: flug með sköttum og gjöldum. Allur flutningur milli staða með 5–7 manna safaríbílum. ogAllur íslenskur fararstjóri. Allt flug með sköttumInnlendur og gjöldum. flutningur milli staða með
588-8900 Transatlantic.is 588-8900 Transatlantic.is
Gisting og matur á upptöldum (eða sambæri-legum) 5–7 manna safaríbílum. Innlendur og íslenskur fararstjóri. gististöðum og á erupptöldum í ferðalýsingu. Gisting ogeins matur (eða sambæri-legum) 588 8900 – transatlantic.is Öllgististöðum gjöld vegna aðgangs eins og lýst er. eins og erí þjóðgarða í ferðalýsingu. Fararstjóri Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, eigandi TanzaNice Farm í Tansaníu. Öll gjölder vegna aðgangs í þjóðgarða eins og lýst er. Fararstjóri er Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, eigandi TanzaNice Farm í Tansaníu.
Jón Agnar
ló oft upph
utaborg)
átt.“
Ólason / Mo
(um Aukasp
rgunblaðið
yrna á Akur
eyri)
w w w. f o rl a g i d . i s | B ó k a b ú ð Fo rl a g s i n s | F i s k i s l ó ð 3 9
34
fréttir
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Prjónar og hleypur um heiminn Ágústa Þóra Jónsdóttir er líffræðingur, viðskiptafræðingur, hönnuður og forfallin prjónakona. Prjónaáhugann hefur hún frá ömmu og nöfnu sinni, Gústu, og þegar Ágústa flutti ásamt fjölskyldu sinni til Sviss fyrir tveimur árum þróaðist áhuginn yfir í atvinnu og nú rekur Ágústa fyrirtækið Gústu, sem er íslenskt hönnunar- og framleiðsluhús fyrir prjón og hekl. Þegar Ágústa er ekki að hanna prjónauppskriftir eða prjóna sjálf hleypur hún um götur Genfar eða rennir sér niður svissnesku alpana, sem hún sér út um stofugluggann heima.
É
endingu var alpakka ull frá Perú fyrir valinu. „Ég vildi fá mjúka lopapeysu og þegar ég prófaði þessa blöndu vissi ég að ég þyrfti ekki að leita lengra.“ Blandan hefur fengið nafnið Mosi og er svokölluð mjúkull. „Blandan skapar mjúka, hlýja og slitsterka samsetningu sem á sér enga líka í heiminum. Alpakka ullin er mýkri en sú íslenska og því ættu þeir sem ekki hafa getað gengið í íslenska lopanum vegna kláða prófað Mosa,“ segir Ágústa, sem sér ein um allan rekstur fyrirtækisins. „Ég setti mér skýr markmið og vissi frá upphafi að ég vildi Prjónandi sameindalíffræðingur koma vörunni á markað að hausti til. Á haustin er langmestur áhugi á Ágústa byrjaði starfsferil sinn prjóni, það er eitthvað við kuldsem líffræðingur hjá Krabbaann og myrkrið sem vekur upp meinsfélaginu en leiddist lífið á H v er er prjónaáhugann.“ rannsóknarstofunni til lengdar. „Ég hef mjög mikinn áhuga á Ágústa Þóra Ókeypis prjónauppskriftir úr að lesa rannsóknarniðurstöður Jónsdóttir mjúkull annarra og þetta er skemmtiMenntun: B.Sc í legt umhverfi, en ég fann mig Ístex sér um framleiðslu á ullinni líffræði og MBA ekki alveg nógu vel á rannsem er til sölu á heimasíðu fyrirMaki: Aðalsteinn sóknarstofunni. Ég hafði alltaf tækisins, sem fékk nafnið Gústa. Leifsson sem starfar þessa þörf til að skapa.“ Ágústa „Fyrirtækið heitir í höfuðið á sem forstöðumaður fór í MBA nám í fjarnámi frá ömmu, ég er sjálf aldrei kölluð fyrir skrifstofu Edinborgarháskóla. „Þetta var Gústa,“ segir Ágústa. Hún hefur framkvæmdastjóra í kringum aldamótin, áður en einnig hannað vörulínu úr mjúksamtakanna í það varð í tísku að fara í MBA ullinni og á heimasíðunni gusta.is aðalstöðvum EFTA nám. Prjónið hentar mér svo er boðið upp á ókeypis prjónauppí Genf. vel því þar næ ég að sameina skriftir. „Nýjar uppskriftir munu Börn: Helena 25, raungreinaáhugann og sköpkoma í hverjum mánuði og vonMargrét Sól 15, unargleðina. Þeir sem eru ekki andi verður vefurinn einnig vettViktor Helgi 12 og fyrir stærðfræði endast yfirleitt vangur fyrir alla sem deila ástríðu Stefán Jón 4 ára, ekki í prjónaskap, þeir eru að fyrir prjónaskap.“ Mjúkullin er Aðalsteinsbörn minnsta kosti ekki að hanna framleidd í 15 litum. „Fimm af litprjónauppskriftir. Núna nota ég unum eru svokallaðar litabombur, Uppáhalds land: excel formúlur til að setja upp það er mismunandi blæbrigði Ítalía uppskriftir, það bæði sparar af sama lit. Fjólubomban fer til Leyndur hæfileiki: tíma og kemur í veg fyrir dæmis úr ljós fjólubláum yfir í Talar finnsku klaufavillur. Þar kemur raundökk fjólubláan. Þannig verður greinaáhuginn aftur sterkur áferðin skemmtileg og kosturinn inn,“ segir Ágústa og hlær. er að ekki þarf að skipta um garn.“ Allar uppskriftirnar koma frá Ágústu. „Þess Lopapeysa sem klæjar ekki undan vegna get ég gefið þær. Ég fæ samt góða aðstoð við prjónaskapinn. Nú hanna ég peysur Ágústa hefur ekki eingöngu leikið sér með en fæ konur til að prjóna fyrstu flíkina fyrir prjónauppskriftir í gegnum tíðina, heldur mig.“ Ágústa stefnir á að kynna Mosa fyrir hefur hana alltaf langað til að gera tilraunir Norðmönnum, Bretum og jafnvel Þjóðverjmeð sjálft garnið. „Ég var alltaf að bíða eftir um. „Japan heillar mig líka, það er svo falþví að Ístex myndi gera eitthvað með íslegt og markaðurinn þar er spennandi. Það lenska lopann. Ég elska gæðagarn og þegar er hefð fyrir prjóni í Japan og eitt fegursta tegundum af garni og litum er blandað garn sem til er, Noro, er frá Japan.“ saman. Ég ákvað á endanum að hætta að bíða og gera eitthvað í hlutunum sjálf.“ Það Hleypur til að kynnast nýjum borgum tækifæri gafst þegar fjölskyldan flutti til Sviss fyrir tveimur árum. „Maðurinn minn, „Við höfum búið í Sviss núna í eitt og hálft Aðalsteinn, fékk starf hjá EFTA og fjölár og þetta er mun alþjóðlegra umhverfi skyldan flutti því til Genf. Hér fékk ég næði en því sem við höfum áður kynnst, sem er til að búa til mitt eigið fyrirtæki.“ kannski merkilegt í því samhengi að við Ágústa skoðaði ýmsar tegundir af garni höfum einnig búið í Brussel,“ segir Ágústa, til að blanda við íslenska lopann og að sem er þó stödd á Íslandi um þessar mundir g hef prjónað alveg frá því ég var barn og prjónaáhuginn hefur bara aukist með árunum,“ segir Ágústa, sem hefur gefið út tvær prjónabækur á íslensku og norsku. Vettlingabókin Hlýjar hendur kom út árið 2009 og sokkabókin Hlýir fætur kom út árið 2013. Prjónaáhuga Ágústa má rekja til ömmu hennar, ömmu Gústu. „Hún kenndi mér að prjóna og alltaf þegar ég heyri klingja í prjónum hugsa ég til ömmu,“ segir Ágústa.
?
Peysan sem Ágústa klæðist er meðal vinsælustu uppskriftanna á gusta.is. Gollan nefnist Mjöll og er létt og einföld peysa sem hægt er að skella sér í til að halda á sér hita hvar sem er. Á gusta.is má nálgast fjöldann allan af prjónauppskriftum úr mjúkullinni sem Ágústa hannar. Ljósmynd/Hari.
og ætlar vera hér í sex vikur, bæði til að kynna mjúkullina fyrir Íslendingum en einnig til að þjálfa fyrir New York maraþonið, en þangað stefnir hún í nóvember. „Við Aðalsteinn erum að fara saman. Ég hlakka til að hlaupa í New York því þar er svo mikið um að vera,“ segir Ágústa sem nýtir sér hlaupin til að kynnast nýjum borgum. „Við Aðalsteinn tökum alltaf hlaupaskóna með í ferðalög. Svo byrjum við daginn á að hlaupa um borgina og kynnast henni með aðeins öðruvísi og skemmtilegri hætti. Við höfum gert þetta til dæmis í Róm, Tórínó og
París, og maður sér alveg nýja hlið á borginni.“ Ágústa og fjölskylda kunna vel við sig í Genf og það virðist vera lítið heimfararsnið á þeim. „Það besta við Genf eru Alparnir. Við erum 50 mínútur að keyra í Alpana og við förum á skíði hvern einasta laugardag. Ég ólst upp á Ísafirði og æfði skíði þar til ég varð 18 ára svo þetta er algjör draumur,“ segir Ágústa, sem ætlar að halda áfram að láta draumana rætast í alþjóðaumhverfinu í Sviss. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is
Hágæða harðparket með lokaðri fösun og framúrskarandi áferð, með slitþoli sem kemur verulega á óvart. Balterio er einn af virtustu framleiðendum heims á hágæða harðparketi sem stenst tímans tönn.
GERÐU KRÖFUR
Suðurlandsbraut 20
108 Reykjavík
Sími: 595 0500
www.egillarnason.is
Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18 og lau kl. 11–15
36
viðtal
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
„Það er erfitt að hætta í þessu sporti og maður losnar greinilega aldrei við þetta keppnisskap,“ segir Elsa Nielsen. Ljósmynd/Hari
UMGJARÐADAGAR Í PROOPTIK Fullt verð: 19.900,TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
1 kr. við kaup á glerjum
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.
Láttu okkur sjá um prentreksturinn. 40% hraðvirkari prentarar
Öruggari prentun 40% minni prentarar Hagkvæmari prentun Auðkenning
Opin Kerfi // Höfðabakka 9 // 110 Reykjavík // 570 1000 // ok.is
25% afsláttur af linsum í netklúbbnum okkar!
Skráðu þig í netklúbbinn okkar á prooptik.is og þú færð 25% afslátt af linsum í öllum verslunum Prooptik
Sími: 5 700 900 - prooptik.is
Litabókin tekur við af púslinu Hönnuðurinn og badmintonmeistarinn Elsa Nielsen gaf nýlega út sína þriðju barnabók sem nefnist Vinabókin. Áður höfðu bækurnar Knúsbókin og Brosbókin komið út sem ætlaðar eru fyrir yngstu kynslóðina. Einnig gaf Elsa á dögunum út litabók fyrir fullorðna sem nefnist Íslensk litadýrð. Hún segir hugmyndina hafa sprottið út frá sínum eigin teikningum og telur það mjög róandi og styrkjandi að lita eina mynd á dag.
V
inabókin er þriðja bókin í röðinni og nú er þetta orðin sería,“ segir Elsa Nielsen hönnuður. „Ég var að vinna með Jónu Vilborgu sem gerir þetta með mér á auglýsingastofu fyrir nokkrum árum. Hún er íslenskufræðingur og sér um skrifin og bað mig um að vera með sér í þessari útgáfu og gera myndirnar, og ég er mjög þakklát fyrir það,“ segir hún. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferli síðustu þrjú ár. Þessi fyrsta gekk svo vel og við fengum tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, svo við ákváðum að halda bara áfram,“ segir Elsa.
Myndir fyrir alla
Elsa byrjaði um síðustu áramót að teikna eina mynd á dag, sem hún birti á Instagram undir myllumerkinu #einadag. Upp frá þessu uppátæki fékk hún þá hugmynd að búa til litabók fyrir fullorðna. Bókin heitir Íslensk litadýrð og er hugsuð fyrir fullorðna til dægrastyttingar, þó Elsa segir alla geta litað. „Þetta vatt upp á sig og vinkona mín gaf mér litabók sem hún fékk erlendis frá,“ segir hún. „Þetta heillaði mig mjög og ég ákvað að búa til svona bók fyrir fólk sem hafði áhuga. Þá var ekki þetta litabókaæði komið sem er vinsælt í dag. Þetta er svo mikil hugarró og þetta er mjög góð leið til þess að koma sér út úr þessum hraða tölvuheimi sem allir eru í,“ segir Elsa. „Börnin fara ósjálfrátt að lita með manni sem gefur manni mikla gæðastund. Þetta trélitaverkefni
varð til þess að allir í kringum mig fóru bara að lita og sálfræðingar eru farnir að mæla með þessu gegn kvíða og andlegri vanlíðan. Þetta er mjög gott fyrir heilann og skynjunina. Myndirnar eru misjafnar en allir eiga að geta litað. Ekkert endilega bara fullorðnir,“ segir hún. „Það eru líka flóknar myndir í bland. Dætur mínar, sem eru 8 og 12 ára, eru mjög heillaðar af þessu. Það er mikið af fólki sem er byrjað að lita, sem hefur ekkert gert af því svo ég held að þetta sé komið til að vera. Þetta er örugglega svipað og púsluspilin í gamla daga,“ segir Elsa. „Það er samt hægt að ferðast með litabókina með sér og grípa í hvar sem er.“
Líf í Smáralindina
Verslunarmiðstöðin Smáralind byrjaði á dögunum með verkefni þar sem íslenskir listamenn skreyta Smáralindina. Elsa var fengin til þess að vera fyrst í röðinni og um þessar mundir hanga myndir hennar í verslunarmiðstöðinni. „Þetta eru fletir sem hanga uppi á efri hæðinni og ég er fyrsti listamaðurinn sem fæ þetta verkefni,“ segir hún. „Þetta eru 14 myndir sem eru komnar upp núna og þetta er myndvinnsla sem ég hef unnið með, bæði tengt bókunum og vinnu minni sem grafískur hönnuður. Þetta eru svarthvítar myndir sem ég set smá lit í og líf, og þær eiga að lífga upp á Smáralindina. Þetta stendur í einhvern tíma þar til næsti listamaður fær að taka við,“ segir hún. „Ég veit að þessar myndir standa eitt-
hvað fram á næsta ár og þetta er skemmtilegt verkefni.“
Keppnisskapið fer aldrei
Elsa er margfaldur Íslandsmeistari í badminton og telja titlarnir hátt í tuttugu talsins. Hún keppti tvisvar fyrir Íslands hönd á ólympíuleikum og var um árabil í landsliði Íslands í greininni. Hún lagði spaðann á hilluna fyrir nokkrum árum, en á dögunum tók hún þátt í heimsmeistaramóti öldunga og vann brons. Hún er þó ekki hrifin af því kalla þetta „öldungamót.“ „Við fórum gamli landsliðshópurinn á þetta mót sem haldið var í Svíþjóð í september,“ segir hún. „Ég keppti í einliðaleik sem ég hef ekki gert og það gekk svona líka vel og ég fékk brons. Mér finnst hræðilegt samt að kalla þetta öldungamót,“ segir Elsa og hlær. „Það er erfitt að hætta í þessu sporti og maður losnar greinilega aldrei við þetta keppnisskap. Við hittumst alltaf tvisvar í viku og það er enn mikil keppni í þessu hjá okkur. Þetta var samt svakalega skemmtilegt og aldrei að vita hvort maður fari aftur. Ef maður er heill þá á maður að láta vaða, það er bara þannig,“ segir Elsa. „Ég er búin að vera í þessu lengur en hálfa ævina og það er ekkert hægt að hætta bara. Þetta er líka mjög félagslegt. Ég er tapsár, en það stendur stutt yfir. Ég hef samt aldrei farið að grenja,“ segir Elsa Nielsen hönnuður. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is
viðtal 37
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
JEPPADEKK
Börnin fara ósjálfrátt að lita með manni sem gefur manni mikla gæðastund. Þetta trélitaverkefni varð til þess að allir í kringum mig fóru bara að lita og sálfræðingar eru farnir að mæla með þessu gegn kvíða og andlegri vanlíðan.
fyrir íslenskar aðstæður
Elsa NiElsEN
Aldur: ca. 40 ára Maki: Páll Ásgeir Guðmundsson Börn: Kjartan, Anna Linda og Sara Starf: Grafískur hönnuður Badminton eða Hnit: Badminton Uppáhalds litur: Appelsínugulur
Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Mynd úr litabók Elsu.
Þér er boðið í 60 ára afmæli opinberra íbúðalána Staður Gamla bíó Stund 2. nóvember 14:00–16:00
Íbúðalánasjóður fagnar því að liðin eru 60 ár frá því að fyrsta opinbera íbúðalánið var gefið út. Lánið var veitt til byggingar einbýlishúss í smáíbúðahverfinu. Það var að fjárhæð 50.000 kr. til 25 ára með 7% föstum vöxtum. Af því tilefni er þér boðið til ráðstefnu og móttöku í Gamla bíói. Afmælisdegi opinberra íbúðalána er fagnað með því að minnast sögunnar og horfa til framtíðar í arkitektúr og íbúðalausnum. Vinsamlega staðfestu skráningu í afmælið á vefsíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is. Afgreiðsla Íbúðalánasjóðs í Borgartúni 21, lokar kl. 14 mánudaginn 2. nóvember vegna afmælisins, en þjónustuver verður opið í síma 569-6900.
Dagskrá Fundarstjórn Brynja Þorgeirsdóttir Ávarp Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs Ávarp Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra Upplestur úr skáldsögum um húsnæðismál á fyrri tíð Einar Kárason Íslenski draumurinn í blíðu og stríðu –húsnæðisstefna í 60 ár Magnús Árni Skúlason Haldið ykkur fast: heljarstökk í íbúðarhönnun Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt Panelumræður Eygló Harðardóttir Magnús Árni Skúlason Ögmundur Skarphéðinsson Brynja Þorgeirsdóttir stjórn umræðna Tónlist Sigríður Thorlacius Boðið verður upp á léttar veitingar að dagskrá lokinni
FRUMSÝNUM HONDA CR-V DÍSIL
MEÐ NÝRRI 9 GÍRA SJÁLFSKIPTINGU LAUGARDAG OG SUNNUDAG MILLI KL. 12 OG 16
BETRI AFKÖST, SPARNEYTNI OG TÆKNI
www.honda.is
Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is
40
viðhorf
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Nútíminn er trunta
E
HELGARPISTILL
✶✶✶✶✶
Hannes Friðbjarnarson hannes@ frettatiminn.is
„… skemmtileg og fyndin …“ H E E / BARNABLAÐ FBL
Teikning/Hari
(UM ÞÍN EIGIN ÞJÓÐSAGA)
„Bókin minnir eiginlega frekar á borðspil en bók ... mun vafalaust slá í gegn hjá ungum lesendum.“ H Þ Ó / FRÉTTABLAÐIÐ (UM ÞÍN EIGIN ÞJÓÐSAGA)
www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39
Einu sinni fór ég til Ameríku. Sem er ekki í frásögur færandi því meirihluti Íslendinga hefur farið til Ameríku og ég hef margsinnis farið síðan ég fór fyrst. Í þessa ferð fór ég ekki einsamall heldur með fjórum æskuvinum mínum og tilgangur ferðarinnar var að sigra heiminn með hljómsveitinni sem við höfðum stofnað saman í bílskúr nokkrum árum áður. Þetta er fyrir tuttugu árum síðan. Reyndar fórum við tvisvar og dvöldum sumarlangt í hvort skipti en umbreyting heimsins breyttist ekki, þó allir ferðafélagarnir breyttust og þroskuðust á þessum ferðalögum. Heiminum verður breytt síðar. Mér var hugsað til þessara ferða á dögunum í einhverjum pælingum um hvað allt hefur breyst. Flest til hins betra, en vissulega er alltaf einhver partur af manni sem finnst allt vera að fara til andskotans. Maður stendur sjálfan sig að því að hugsa setningar eins og „Þetta var ekki svona,“ og „Aldrei hefði maður gert þetta.“ Það er bara eðlileg afleiðing þess að eldast og halda að allt hafi verið betra „í gamla daga“. Hins vegar má ekki staldra lengi við í gömlum dýrðarljóma. Þá stendur maður í stað. Sem er skelfilegt í hröðu samfélagi. Á þessum tíma þá lifði maður svo vikum skiptir á einni heimild á Visa-kortinu, sem maður borgaði svo með því að vinna á sambýli þegar heim var komið. Ekkert mál. Allt var ódýrara. Krónan var gjaldmiðill sem ekki var búið að úrskurða látna og ekkert mál var fyrir fólk að fara til útlanda. Nægur var tíminn til þess að upplifa því enginn átti tölvu, né síma. Það var enginn að athuga tölvupóstinn sinn. Enginn að taka myndir eingöngu í þeim tilgangi að birta einhversstaðar. Enginn sem datt á Facebook og var þar klukkustundunum saman. Ég tók fullt af myndum og þær voru þá teknar af einhverju fólki eða stöðum. Það var engin „selfie“ og það var engin mynd af mat. Nema í eitt skipti hvar ég fékk nachos, sem ég hafði ekki fengið neinsstaðar áður. Allavega ekki í því formi sem maður fékk í Ameríkunni. Í þessari ferð bjuggum við á niðurníddu íbúðahóteli og ég svaf í rúmi með besta vini mínum svo vikunum skipti. Ég man ekki einu sinni hvort það var skipt á rúmunum. Það var algert aukaatriði. Eitt af því sem hefur breyst mjög mikið er að maður gat ekki hringt í einhvern þegar manni seinkaði á mannamót eða hafði ákveðið að hitta einhvern á einhverjum tilteknum stað eða á tilteknum tíma. Á þessum tíma var ákveðið að hittast klukkan eitthvað á einhverjum stað og við það var staðið. Í dag er þetta auðveldara sem betur fer, en um leið gefur það manni slaka til þess
að slæpast. Sem er kannski ekkert gott. Ég man líka að á þessum tíma þá hringdi maður bara einu sinni í viku heim í foreldrana til þess að láta þá vita að maður væri heill á húfi og ekki búið að ræna manni eða drepa mann. Sem var stöðugur ótti fullorðins fólks á þessum tíma. Alltaf verið að segja manni að passa sig að vera ekki einn á ferð og slíkt. Hef að vísu staðið mig að því að segja það sama í dag. Sumt fer í hringi. Símtölin voru „kollekt“ eins og kallað var. Þar sem maður hringdi í símstöð á Íslandi. Sagði í hvern maður ætlaði að hringja, og viðtakandi þurfti að borga. Símstöðvarkonan hringdi í foreldra mína. „Ég er með Hannes sem biður um að hringja kollekt. Er það samþykkt?“ Já sögðu þau alltaf, sem betur fer. Eina sem þau spurðu um var hvort maður væri á lífi. Ætti pening og hvernig þetta bras gengi. Þau vonandi treystu manni fyrir rest. Í rauninni var upplifunin á þessum tíma öðruvísi. Ég man að maður skoðaði byggingar og söfn og jafnvel kirkjur. Maður þurfti aldrei að skoða símann. Síminn gat ekki bjargað þér um áttir eða vegvísa eins og er algengt í dag. Síminn gat ekki sagt manni hvar maður fékk besta matinn og hvar var hægt að fá gott sushi. Sushi var ekki til nema í Asíu á þessum tíma. Maður rambaði bara á næsta stað og borðaði það sem var á matseðlinum. Ef það var ekki gott þá fór maður bara ekkert þangað aftur. Ég tékkaði mig aldrei inn á staðinn á Facebook og setti ekki skilaboð um hvað mér þætti glatað hvað það var mikið af klökum í glasinu eða eitthvað álíka ómerkilegt. Maður ráfaði bara um og horfði upp í loftið eða talaði við þá sem maður var með. Ég talaði ekki við neinn á Íslandi þennan tíma. Gat aldrei farið á chattið í símanum eða á Facebook. Ég sendi bara kort til þeirra sem voru heima. Þetta gerði það að verkum að þegar heim var komið þá gat maður sagt langa ferðasögu af öllum stöðunum sem maður fór á, og öllu skrýtna fólkinu sem maður hitti og kynntist. Sögur sem maður getur sagt enn í dag. Auðvitað með smá ýkjum en það er líka alltaf skemmtilegra. Það er svosem ekkert sem ég læri á því að rifja þetta upp. Ekkert sem ég get breytt í því sem mér finnst hafa breyst til hins verra. Það þýðir ekkert. Það hefur ekkert upp á sig. Eina sem maður getur gert er að rifja upp það sem var ánægjulegt í fortíðinni og aðlagast því sem er í gangi í nútímanum. Nútíminn er ekkert endilega svo ómögulegur þó hann geti oft verið trunta, eins og skáldið sagði. Nútíminn verður fortíðin á morgun.
GÍRAÐU BÍLINN FYRIR VETURINN
BÍLAHREINSIR BÍLANAUSTS Bílanaust kynnir með stolti Bílahreinsi Bílanausts sem er sérhannaður fyrir íslenskar aðstæður af Kroon Oil. Bílahreinsirinn er nánast lyktarlaus alhliða olíu-, tjöruog fituhreinsir á bíla og önnur farartæki.
1.195 kr. LAMPA STARTKAPPLAR
VARTA RAFGEYMAR
MIKIÐ ÚRVAL
frá 3.495 kr.
OSRAM
NIGHT BREAKER PERUR
VERTU VEL UPPLÝSTUR
RÚÐUSKÖFUR
MARGAR GERÐIR
„Öflugri ökuljós fyrir skammdegið“ - Osram Night Braker fást í allar helstu gerðir bifreiða. Hún gefur allt að 110% meira ljós miðað við venjulega halogen peru, ljóskeilan verður allt að 40 metrum lengri, allt að 20% hvítara ljós og er öflugasta halogen bílaperan frá OSRAM. Fæst í öllum verslunum okkar.
H4 parið
H7 parið
4.150 kr.
5.150 kr.
REYKJAVÍK, Dvergshöfða 2, KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata, HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17, REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7, AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngási 13
www.bilanaust.is
Sími: 535 9000
Gæði, reynsla og gott verð!
42
heimili og hönnun
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
HAUSTTILBOÐ Á GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM
28 mm bjálki / Einföld nótun
TILBOÐ - BARNAHÚS 2,2m² kr. 149.900,- án fylgihluta
VH/14- 04
kr. 169.900,- m/fylgihlutum
www.volundarhus.is
50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustustöðvar Flytjanda.
70 mm bjálki / Tvöföld nótun
VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m² með 9 m² yfirbyggðri verönd kr. 1.599.000,kr. 1.899.000,-
án fylgihluta.
með fylgihlutum og
byggingarnefndar teiknisetti.
34 mm bjálki / Tvöföld nótun
TILBOÐ - GARÐHÚS 9,9 m² - án gólfs kr. 299.900,- án fylgihluta
Grunnmynd og nánari
kr. 339.900,- m/fylgihlutum
upplýsingar á heimasíðu volundarhus.is GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður
Sjá fleiri
28 mm bjálki / Einföld nótun
GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði
á heimasíðunni volundarhus.is
TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m² Vel valið fyrir húsið þitt volundarhus.is · Sími 864-2400
kr. 269.900,- án fylgihluta kr. 299.900,- m/fylgihlutum
Íslendinga þyrstir í hönnunarþekkingu Það er ákveðin kúnst að láta húsgögn, persónulega muni, myndir, liti og lýsingu spila saman til að mynda góða heild á heimilinu. Sumum er þetta eðlislægt á meðan þetta getur vafist fyrir öðrum, þó svo að áhuginn sé til staðar. Iðnhönnuðurinn Emilía Borgþórsdóttir kennir skemmtilegt námskeið um heimili og hönnun á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands þar sem farið er nákvæmlega yfir þessi atriði.
Teg. Mary 3 – 1 – 1
E
Teg. Giulia 3 – 1 – 1
Erum á Strandgötu 24 Hafnarfirði
Rafdrifnir hvídarstólar
Opið virka daga 10 - 18 á laugardögum 11 - 15
Teg. Melvin
Borðstofuhúsgögn teg. Amadeus
Strandgötu 24 – 220 Hafnarfjörður Sími 565 4100 - www.nyform.is
Við erum að verða klassískari og fara eftir okkar eigin sannfæringu og karakter, í stað þess að elta ákveðin tískutrend.
milía Borgþórsdóttir starfaði í Bandaríkjunum við húsgagnahönnun og innanhússhönnun í nokkur ár en flutti heim til Íslands fyrir þremur árum. Emilía starfar nú sjálfstætt sem hönnuður við fjölbreytt verkefni hér á landi. „Þetta byrjaði þannig að ég flutti frá San Fransisco til Vestmannaeyja með fjölskylduna. Þar kynntist ég Valgerði hjá símenntunarmiðstöðinni í bænum og henni tókst að plata mig til að halda námskeið um heimili og hönnun í Eyjum. Það byrjaði með einu námskeiði en urðu svo fjögur,“ segir Emilía. Fjölskyldan flutti svo til Hafnarfjarðar í fyrra. „Þá frétti Endurmenntun Háskóla Íslands af námskeiðinu og úr var að ég kenndi sams konar námskeið í Reykjavík.“ Næsta námskeið fer fram í nóvember og er það sjöunda í röðinni. „Þetta átti bara að byrja með einu, en þetta er svið sem snertir flesta og ég finn að Íslendinga þyrstir í grunnþekkingu á því sem tengist heimili og hönnun,“ segir Emilía.
Námskeið fyrir áhugafólk um innanhússhönnun og heimili
Á námskeiðinu er farið í grunnatriði hönnunar innan heimilisins á einföldu máli, svo sem uppröðun húsgagna, lýsingu, hvernig hengja eigi upp myndir og litaskema og fleira sem þarf til að skapa góða stemningu á heimilinu. „Mörg íslensk heimili hafa einfaldar og stílhreinar innréttingar í minimalískum stíl og þá er gott að vita hvað þarf
hemili og hönnun 43
Helgin 30. október-1. nóvember 2015 LítiL baðherbergi: 6 góð r áð
Nýttu hvern krók og kima 1. Nýttu hornin Settu vask í eitt hornið, þannig myndast auka geymslupláss undir vaskinum og auk þess er auðvelt að þrífa í kringum hornvask. Með þessu fyrirkomulagi hrúgast draslið heldur ekki upp, að minnsta kosti ekki í þetta tiltekna horn. 2. Spegill, spegill Spegill stækkar rýmið, það er nokkuð ljóst. Skápur, ekki of djúpur þó, með
speglahurðum er einnig sniðug lausn. Þannig er hægt að geyma tannbursta, krem og aðrar gersemar á sniðugum og hentugum stað. 3. Vandaðu litavalið Ljósir og mjúkir litir eru ákjósanlegur kostur fyrir minni rými, sem dæmi má nefna hlutlausa liti eða pastel litaðan blæ. Svo má lífga upp á rýmið með litríkum handklæðum og öðrum fylgihlutum.
4. Búðu til meira rými Aukið rými má skapa með því að koma yfir hillum fyrir ofan klósettið eða út frá gluggum, þannig má framlengja það rými sem nú þegar er nýtanlegt. Ekki bruðla með plássið, aðskilið baðkar og sturta er til dæmis algjör óþarfi á litlum baðherbergjum. Sturtuhengi geta verið smart, en þau geta líka lokað baðherbergið af. Stílhreint gler er góð lausn fyrir smærri rými.
5. Lýsingin skiptir máli Lýsing hefur heilmikið að segja um stærð rýmis og þegar rýmið er af skornum skammti er algjör óþarfi að velja ljós sem standa út frá veggjum eða lofti. Lýsingin þarf samt sem áður að vera góð þar sem baðherbergið er yfirleitt staðurinn þar sem maður hefur sig til fyrir daginn. Stílhrein lýsing er öruggur valkostur og dimmir gerir einnig heilmikið fyrir stemninguna. Annars má alltaf líka kveikja á kertum.
6. Takmarkaðu smádótið Ýmislegt smádót, hreinlætisvörur, snyrtivörur enda inni á baðherberginu, magnið fer ef til vill aðeins eftir því um hvort kynið er að ræða, en það er ekki algilt. Ágætis regla er að halda vaskinum og svæðinu þar í kring tiltölulega hreinu. Smádótið á heima ofan í skúffu eða í uppi í hillu. Litlar plöntur lífga upp á rýmið og koma einnig í veg fyrir að annað dót sé að þvælast fyrir.
15%
Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður kennir áhugafólki um heimili og hönnun réttu ráðin til að skapa góða heild, stemningu og hlýju á heimilinu. Mynd/ Hari
til að auka hlýleikann,“ segir Emilía. Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja gera betur við hönnun á heimili sínu og þurfa þátttakendur ekki að búa yfir neinni grunnmenntun á sviði innanhússhönnunar, aðeins áhuga. „Ég fer í gegnum mikið af myndum sem ég hef valið og sýni svart á hvítu hvað virkar og hvað virkar ekki og ástæður þess. Þannig þjálfa ég augu þeirra sem sækja námskeiðið um hvernig hægt er að sjá hlutina fyrir sér.“
Fylgjum eigin sannfæringu í stað tískutrenda
Að námskeiðinu loknu ættu þátttakendur að geta gert einfaldar breytingar heima við sem draga betur fram þann stíl sem hentar vel þeim munum og húsgögnum sem eru til á heimilinu. „Það er alls ekki nauðsynlegt að fara í dýrar framkvæmdir til að endurspegla vel persónulegan stíl,“ segir Emilía. Námskeiðin hafa notið mikilla vinsælda og uppselt er á næsta námskeið sem fram fer í nóvember. Ástæðuna fyrir vinsældunum segir Emilía tengjast auknum áhuga og sýnileika innanhússhönnunar. „Við viljum fá að læra af hverju hlutirnir virka eins og þeir virka. Við Íslendingar erum líka sem betur fer að hætta að fylgja einum ákveðnum tískustraumi. Við erum að verða klassískari og fara eftir okkar eigin sannfæringu og karakter, í stað þess að elta ákveðin tískutrend. Það þarf ekki alltaf að hlaupa út í búð, það er ástæða fyrir því að við eigum hlutina og ég legg áherslu á að fólk geti útfært heimilið eftir sínu höfði og með sínum stíl.“
NÚ Er rÉttI tÍmINN tIL aÐ GEra GÓÐ kauP
15
Ára
StOfNaÐ 2000
15 Ára afmæLIStILBOÐ Á
INNRÉTTINGUM & raftækjum
frÍfOrm Er 15 Ára OG af ÞVÍ tILEfNI ÞÁ BjÓÐum VIÐ 15% afSLÁtt af INNrÉttINGum OG raftækjum Út NÓVEmBEr
- 2015 -
Áhugi úr öllum áttum
„Konur eru í miklum meirihluta, en þær eru á öllum aldri,“ segir Emilía, aðspurð um hvað einkennir þá sem sækja námskeiðið. „Við erum einnig byrjuð með framhaldsnámskeið og á því er meðal annars maður sem kemur alla leið frá Eskifirði,“ segir Emilía. Hægt er að skrá sig á biðlista fyrir námskeiðið sem fram fer nú í nóvember hjá Endurmenntun en Emilía hvetur fólk til að fylgjast með eftir áramót. „Það stefnir allt í fleiri námskeið á nýju ári.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is
Opið: Mán. til föstudaga kl. 09 til 18 Laugardaga kl. 11 til 15 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
44
heimili og hönnun
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Bæjarlind 6, 201 Kóp 564-2013 þri-fös 11-18 & lau 11-15
Sköpunargleði í svefnherberginu
BORÐ STÓLAR TÖFLUR RSLUN KÍKTU Á VEFVE KRUMMA.IS
Svefnherbergið er vannýtt rými á mörgum heimilum. Það þarf ekki að vera einsleitur staður sem býður ekki upp á neitt nema svefn. Af hverju ekki að lífga upp á það með hægindastól, speglum, púðum, málverkum, bókum og lömpum. Hér á eru nokkur góð ráð fyrir næstu breytingar.
1
Svefnherbergi eru ekki alltaf stærstu herbergin en eitt klassískt ráð til að stækka lítil herbergi er að mála þau í ljósum litum.
SKRIFBORÐS- OG FUNDARSTÓLAR Í MÖRGUM LITUM OG GERÐUM Gylfaflöt 7
112 Reykjavík
587 8700
2
Speglar lífga upp á hvaða rými sem er. Ef þú ert ekki með rúmgafl er virkilega skemmtilegt að lífga upp á svefnherbergið með fallegum spegli. Speglar stækka líka herbergið og gefa því meiri birtu. Ef herbergið er stórt og nóg til af plássi þá er skemmtilegt að raða málverkum, ljósmyndum og teikningum eftir börnin í kringum spegilinn.
krumma.is
NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði.
3
Ef svefnherbergið er málað í ljósum litum er skemmtilegt að lífga upp á það með litríkum púðum og teppum. Rúmið á að vera girnilegur staður sem gott er að leggjast í hvenær sem er.
4
FINGERS 70x120 cm • Ryðfrítt stál
JAVA 50x120 cm • Ryðfrítt stál
COMB 50x120 cm • Ryðfrítt stál
Ofnlokasett í úrvali
Það er algengur misskilningur að náttborðin þurfi að vera í stíl! Endilega notaðu eitthvað sem ekki var upphaflega hugsað sem náttborð til að geyma lampa, bók og vekjaraklukku. Stólar, kollar, kistur eða kassar virka vel.
5
Vandaðir og vottaðir ofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík -
577 5177 - www.ofnasmidja.is
Málaðu vegginn, eða settu veggfóður, á bak við rúmið í sterkum lit, það minnkar ekki herbergið og gefur hlýtt yfirbragð. Sérstaklega sniðugt í mjög björtum svefnherbergjum. Ef það er mikið veggpláss í svefnherberginu er huggulegt að setja upp hillu og fylla hana af kertastjökum.
6
Skandínavískar hönnunarvörur í miklu úrvali
31.900 kr
26.900 kr
28.900 kr
31.900 kr
31.900 kr
Nýtt í Snúrunni
31.900 kr
& 7.290 kr
3.190 kr
10.990 kr
Snuran.is - Síðumúla 21 - sími 537 5101 - snuran@snuran.is
10.990 kr
46
tíska
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Loksins Loksins Loksins komnar komnaraftur aftur komnar aftur
Loksins *leggings *leggings háar háarí íí *leggings háar 20% 20% afsláttur afsláttur 20% afsláttur afsláttur Loksins Loksins Loksins Loksins Loksins 30% Loksins komnar aftur mittinu mittinu mittinu af af öllum öllum vörum vörum af öllum vörum af öllum komnar komnar aftur aftur komnar aftur mnar mnar aftur aftur mnar aftur *leggings háar í 20% afsláttur Loksins Loksins til til 17. 17. júní júní til 17. júní um *leggings *leggings háar háarí íí háar ggings eggings háarí ívörum í *leggings ggingsháar háar mittinu af öllum vörum komnar aftur komnar mittinu mittinu mittinu mittinu mittinu aftur mittinu helgina til 17. júní *leggings háar í *leggings háar í
kr. kr.5500 5500. .. kr. 5500
Túnika Túnika Túnika Ponjo kr. 7900 mittinu kr. kr. 3000 3000 kr. 3000 .vörur, Tilboðsverð kr.smart 5530 Frábær Frábær verð, verð, smart vörur, Frábær verð, smart vörur,
kr. 5500 kr.5500 5500 kr. 5500 r.kr.5500 5500 kr. kr. 5500 mittinu
Túnika . vörur, .. . .. Gallabuxur kr. 3000 góð góð þjónusta þjónusta góð þjónusta kr. 12900 Frábær verð, smart . vörur, .Frábær góð þjónusta Tilboðsverð kr. 9030 Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur, Frábær verð, smart bær verð, verð, smart smart vörur, vörur, ær verð, smart vörur,
Hildur Yeoman endurskapar flugeldasýninguna frá því á Menningarnótt með því að hanna búninga fyrir sýningu Íslenska dansflokksins, Og himininn kristallast, sem frumsýnd verður í næstu viku. Mynd/Hari
Gerir dansara að flugeldum á stóra sviðinu Íslenski dansflokkurinn frumsýnir nýtt dansverk í næstu viku sem þar sem flugeldasýningin frá því á Menningarnótt verður endursköpuð. Hildur Yeoman tók að sér það krefjandi verkefni að hanna búningana fyrir sýninguna og notar ýmis óhefðbundin efni til verksins, svo sem ál, led-ljós, fólíum og endurskin. Hildur lætur sér ekki nægja að sinna einu verkefni í einu, heldur vinnur hún að nýrri fatalínu samhliða búningahönnuninni.
H
ildur Yeoman hefur einu sinni áður tekið að sér að hanna búninga fyrir dansverk, en hún hannaði búningana fyrir Svartar fjaðrir sem sett var verð, smart vörur, Frábær verð, smart vörur, Frábær góð góð þjónusta þjónusta góð þjónusta góð góð þjónusta þjónusta góð þjónusta upp í Þjóðleikhúsinu í vor. „Þar góð þjónusta góð þjónusta vann ég með Siggu Soffíu en hún Tökum Tökum upp upp nýjar nýjar vörur vörur daglega daglega Tökum upp nýjar vörur daglega er einmitt höfundur Og himininn Tökum upp nýjar vörur daglega kristallast, sýningarinnar sem verður frumsýnd Bláu Bláu húsin húsin Faxafeni Faxafeni · S. · 588 S. 588 4499 4499 ∙ Opið ∙ Opið mán.mán.fös. fös. 12-18 12-18 ∙ laug. ∙laug. laug. 11-16 11-16 í næstu viku,“ Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.fös. 12-18 ∙ 11-16 Tökum Tökum upp upp nýjar nýjar vörur vörur daglega daglega Tökum upp nýjar vörur daglega Tökum Tökum upp upp nýjar nýjar vörur vörur daglega daglega Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Tökum upp nýjar vörur daglega Tökum upp nýjar vörur daglega segir Hildur. Allir búningarnir eru húsin Faxafeni ··12-18 S. 4499 ∙11-16 Opið fös. 12-18 ∙ fös. laug. 11-16 húsin Faxafeni · 588 S. 588 4499 Opið mán.fös. 12-18 ∙·S. 11-16 Bláu Bláu húsin húsin Faxafeni Faxafeni S. 588 S.laug. 4499 ∙11-16 Opið ∙ Opið mán.mán.fös. 12-18 12-18 ∙ laug. ∙ laug. 11-16 11-16 sérsaumaðir og var Hildur með úthúsin Faxafeni · 588 588 4499 ∙mán.Opið mán.fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 sin Faxafeni Faxafeni · S.· ·S. 588 S.588 4499 4499 ∙Bláu Opið ∙∙ Opið mán.mán.fös. fös. 12-18 12-18 ∙laug. ∙4499 laug. 11-16 nláuFaxafeni 4499 ∙Bláu Opið mán.fös. ∙ 588 laug. sendara í Berlín og París sem fóru á markaði fyrir hana í efnisleit. Það
kr. 5500
kr. 5500
Búningarnir eru búnir hinni ýmsu tækni, svo sem led-ljósum. Því þarf að hlaða suma búningana fyrir sýningu. Mynd/ÍD
NÝ SENDING AF FALLEGUM VÖRUM OG FRÁBÆR VERÐ Stærðir14-26
Fákafeni 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is
hefur samt ýmislegt komið upp á í þessu tveggja mánaða ferli. „Við vorum búin að finna ákveðið efni í París sem hafði mikla speglaeiginleika. Þegar vinkona mín fór daginn eftir til að kaupa efnið hafði búðinni verið lokað vegna skattsvika eigandans. Svona hlutir eru þó yfirleitt skrifaðir í stjörnurnar því þá fór ég að búa til mitt eigið speglaefni úr fólíum sem er meðal annars notað til að skreyta bíla. Útkoman er mun betri en Parísarefnið og ég er því hæstánægð með franska skattinn eftir allt saman.“ Búningarnir eru mjög tæknilegir, enda hannaðar með flugelda í huga. „Ég er mikið að vinna með hreyfigetu flíkanna, liti eða áferð og ákveðna dramatík sem fylgir flugeldum. Flugeldar eru með mismunandi eiginleika og ég reyni að líkja eftir þeim með mismunandi efnum
og tækni,“ segir Hildur. Ásamt því að hanna búninga fyrir Íslenska dansflokkinn er Hildur að vinna í nýrri fatalínu sem nefnist Flóra. „Nýja línan var að koma til landsins.“ Línan er byggð á galdraseiðum úr íslenskum grösum. „Við bjuggum til seiði í samstarfi við seiðkonu sem búa yfir mismunandi eiginleikum, sumar flíkurnar hafa eiginleika til að auka andlegan styrk og aðrar henta vel til að tæla hjörtu.“ Hildur segist þó vel getað ímyndað sér að vinna meira við búningahönnun í framtíðinni. „Ég nálgast þetta verkefni voðalega svipað og þegar ég er að gera fatalínu, ég bý eiginlega til minni fatalínu fyrir svið. Munurinn er hins vegar sá að búningarnir eru allir sýningargripir.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is
CELLULAR PERFORMANCE Stinnara augnsvæði, þrýstnari varir
Sérstök húðumhirða gegn öldrun, fyrir sérstakar þarfir. Notar þú sömu húðvöru fyrir svæðin kringum augun og varirnar? SENSAI er kunnugt um að mismunandi húðvandamál koma fram á mismunandi húðsvæðum. Þess vegna bjóðum við úrval af vörum með mismunandi áferð fyrir viðkvæma svæðið kringum augun og sérstaka vöru til að slétta svæðið sem oft gleymist kringum varirnar. Frá SENSAI kemur heildstæð húðumhirðulína gegn öldrun sem gerir það kleift að endurheimta besta hugsanlega ástand húðarinnar, bæði kringum augun og varir.
Lyf & heilsa Kringlunni Lyf & heilsa Kringlunni www.lyfogheilsa.is
www.lyfogheilsa.is
SENSAI kynning í Lyfjum og heilsu föstudaginn 30. október til sunnudagsins 1. nóvember. Sérfræðingar Sensai verða á staðnum með húðgreiningartölvu til að veita þér faglega ráðgjöf. Veglegur kaupauki fylgir tveimur keyptum vörum í Sensai.
48
tíska og útlit
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
20% Húfa kr 3.995.-
2.
afsláttur af öllum vörum frá Bóboli Galli föstudag og laugardag
1.
kr.16.795.-
Útigallar Húfur Ullar Lambúsettur frá kr. 3595.Ullar fóðraðar lúffur kr. 2595.-
4. 3.
Stakar snjóbuxur kr. 8395.dimmalimmreykjavík.is 5.
Iana Reykjavík Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 7.
Flottur Flottur Flottur Gallabuxur sumarfatnaður sumarfatnaður Verð 15.900 kr. sumarfatnaður 5 litir: gallablátt,
Flott Gallabuxur Gallabuxur föt
blátt, Flottur Flottursvart, hvítt, ljóssand. Flottur sumarfatnaður Flottur Stærð 34 - 48 Flottur sumarfatnaður Flottur sumarfatnaður Verð 15.900 kr. sumarfatnaður 5 litir: gallablátt, sumarfatnaður Kvarterma Kvartermapeysa peysaáá svart, hvítt, blátt, Verð 15.900 kr. sumarfatnaður 12.900 Kvarterma peysa 12.900kr. kr. ljóssand. 5 litir:á gallablátt,
kr. svart, hvítt,3blátt, 3litir litir ljóssand. Stærð 36 3 Kvarterma litir Stærð 36--52 52 áá 34 - 48 Kvartermapeysa peysaStærð
Stærð 34 - 48 12.900
12.900 kr. Kvarterma peysa áStærð 12.90036 kr.- 52 Kvarterma Peysa á Kvarterma peysaáá kr. 3 litir Buxur áápeysa 15.900 12.900 kr. 3 litir Buxur 15.900 kr. 12.900 kr. Kvarterma á 12.900 kr. Stærð 36 --peysa 52 3 litir Stærð 36 52 7.900 kr. 5 litir Buxur á 15.900 kr.33litir 5 litir 12.900 kr. litir Stærð 36 - 52 Stærð 34 - 48 Stærð 36 52 litir Stærð 34 3 5litir: beige, 3 litir Stærð 36-52- 48 Buxur Buxuráá15.900 15.900kr. kr. Stærð 36 - 52 48 55 litir Buxur á 15.900 kremhvítt, kr.Stærð litir 34 Buxur Buxuráá15.900 15.900kr. kr. Stærð 34 48 5 litir Stærð 34 - 48 5 litir Buxur á 15.900 kr. svart. 5 litir Stærð 34 - 48 Stærð 5 litir Stærð34 34--48 48 Stærð 34 - 48
Gallabuxur á 8.900 kr. Stærð 38 - 50
6.
10.
8. 9.
11. 12.
Verð 11.900 kr.
Verð 11.900 kr. 3 litir: blátt, grátt, svart. 3 litir: blátt, grátt, svart. Stærð 3611.900 - 46 kr. Stærð 36 - 46 Verð . 11–18 –188 . 11–1 - rennilás neðst á skálm - rennilás aada 3O litir: blátt, grátt, svart. neðst ádaga skálm gaklkl. 11 ð pi agaaklkl. 11–158 ppiðiðvivirkrkaaddag ðvivirkrk Opi36 55 OO -1 11 . kl 8 -1-15 -1 ga –1 Stærð 46 11 da . 11 arardagaklkl. 11–18 kl8kl. 11 kl. a–1 OOpipiððlark arardkldag ug laug a–1 a laalaudaugga ag . 11 Opið virka daga dag 8. 11 ppið a g O 11 vi . rennilás neðst á skálm 5 kl ið ið rk -1 p vi ga 11 O O ð . da pi kl a O rk ga
Opið vi daga kl. 11 -1-155 . 11 85 –1-1 . 11 gaaklkl daag ad OOpipiððlalaug ugarardaga kl. 11 Opið ðuvigrkar Opila -15
Opið laugarda
ga Opið laugarda
Laugavegi 178 555 1516 Laugavegi 178| Sími | Sími 555 1516
gi 178 | Sími 555 1516
Kíkið á myndir og verð áog Facebook Kíkið á myndir verð
á Facebook
Laugavegi 178 |178 Sími 555555 1516 Laugavegi | Sími 1516
oxer kr. 4.380,-
kl. 11
Kíkið á myndir og verð á Facebook Kíkið á myndir og verð á Facebook
Kíkið á myndir og verð á Facebook Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Laugavegi Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Laugavegi 178 178 | Sími| 555 1516
Laugavegi 178 | Sími 555 1516
Kíkið á myndir og verð áog Facebook Kíkið á myndir verð
Kíkið á myndir og verð á Facebook
Facebook á Facebook Kíkið á myndir og verð ááFacebook
Kíkið á myndir og verð áog Facebook Kíkið á myndir verð
Haltu á þér hita í vetur Nú kólnar í veðri og oftar en ekki er þörf á hlýrri klæðnaði en eingöngu yfirhöfn. Hattar, húfur og hanskar eru fallegir fylgihlutir sem setja annað hvort afslappaðan eða fínni brag á heildar klæðnaðinn. Hattar hafa verið áberandi í tískunni það sem af er ári og engin breyting virðist vera á því. Það er þó gott að hafa í huga í lægðaganginum að velja hatt sem passar vel á höfuðið, svo hann fjúki ekki út í veður og vind. Annars má bara skella húfu á höfuðið og halda kuldabola þannig frá. Hér má líta á það helsta sem íslenskar verslanir bjóða upp á af höttum, húfum og hönskum. 1. Farmers Market 14.700 kr. 2. Zara 1.495 kr. 3. VILA 7.490 kr. 4. F&F 3.250 kr. 5. F&F 3.440 kr. 6. VILA 6.990 kr. 7. Vero Moda 1.990 kr. 8. Vero Moda 6.990 kr. 9. Zara 1.995 kr. 10. VILA 5.490 kr. 11. F&F 4.430 kr. 12. F&F 4.430 kr.
Svooo flottur! Brjóstahaldari í stærðum D-H kr. 8.775,-
Frábærir vetrarskór Stærðir: 36-41 Verð: kr. 19.985,-
Buxur kr. 4.380,-
S. 551-2070 & 551-3366 www. misty.is
Póstsendum hvert á land sem er Laugavegi 178 OPIÐ: Mán.-fös. 10-18. Laugardögum kl 10-14.
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Lagerhreinsun í Flash Prjónakjólar St. 38-44 Verð: 5000
Litirnir eiga að tákna góðu og óþekku stelpuna, sem Grande telur að búi í okkur öllum. Mynd/Getty
Peysur St. 40-50 Verð: 5000
Söngkonan Ariana Grande hefur hannað varalit og gloss fyrir Viva Glam herferð MAC. Mynd/Getty
Peysur, Túnikur, Kjólar, Ponsjó og margt fleira á 5.000 kr.
Ariana Grande hannar varaliti fyrir MAC
S
öngkonan Ariana Grande er næsta talskona Viva Glam herferðarinnar hjá snyrtivörurisanum MAC. Línan inniheldur tvær vörur, varalit og gloss, og mun allur ágóði af sölunni renna til HIV/AIDS samtakanna, líkt og tíðkast hefur frá því herferðin hófst árið 1994. Hin 22 ára gamla Grande mun feta í fótspor stjarna á borð við Pamelu Anderson, Lady Gaga, Christina Aguilera og Nicki Minaj,
sem hafa allar hannað varaliti fyrir Viva Glam herferðina. Litirnir eru mjög ólíkir. Annar er dökk plómulitaður varalitur, sem Grande segir að tákni óþekku stelpuna sem búi í okkur öllum, og svo hinsvegar ljósbleikt gloss sem tákni góðu stelpuna, en að hennar mati er nauðsynlegt að sýna báðar þessar hliðar. Varaliturinn og glossið fara í sölu í janúar og verða vörurnar fáanlegar á Íslandi.
Ullarponsjó Verð: 5000
Dæmi um 2x160 auglýsing Túnikur Laugavegi 54 S. 552 5201
St. 38-48 Verð 5000
NÝJAR SUMAR BUXNADAGAR 20% VÖRUR AFSLÁTTUR AF ÖLLUM BUXUM! STÆRÐIR 36-52
Harper Beckham, 4 ára gömul dóttir Davids og Victoru Beckham, er listamaðurinn á bak við nýjasta húðflúr föður síns. Mynd/Instagram
Verð: 13.980 Tilboðsverð: 11.180 Litir: Bláar, gráar og svartar
Beckham frumsýnir nýtt húðflúr
D
avid Beckham frumsýndi nýjasta húðflúr sitt á dögunum. Listamaður húðflúrsins er hin fjögurra ára gamla dóttir Beckham, Harper. Mynd af húðflúrinu, sem er staðsett í lófa Beckham, birtist á Instagram síðu fótboltakappans þar sem hann gaf í skyn að Harper væri greinilega frjálst að teikna á pabba sinn. Það er svo sem ekkert nýtt að
nýta teikningar barnanna sinna í tískutengdum tilgangi. Angelina Jolie lét til að mynda börn sín skreyta brúðarslörið sem hún bar þegar hún giftist Brad Pitt á síðasta ári. Tískurisinn Dolce & Gabbana hefur einnig farið þessa leið þar sem skilaboð barna til mæðra sinna voru bróderuð í flíkurnar sem prýddu tískupallana þegar vor og sumarlína þessa árs var kynnt.
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
50
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Safnar þú járni? Járngeymdarkvilli er ástand þar sem of mikið járn safnast fyrir í líkamanum, sérstaklega í kringum líffæri eins og hjarta og lifur. Þegar járn safnast svona fyrir getur það valdið óþægindum eins og ógleði, kviðverkjum, hægðatregðu og liðverkjum og í alvarlegum tilfellum getur það leitt til lifrarskemmda, hjartabilunar og sykursýki.
Þekktu einkennin: n Þreyta og slappleiki n Liðverkir n Þyngdartap
Verkir og vanlíðan Þ
eir sem glíma við gigtarsjúkdóma, hverju nafni sem þeir kunna að nefnast, eru af margvíslegum toga. Bæði ungir sem aldnir geta þjáðst af gigt, þó sannarlega sé eldri hópurinn í meirihluta þegar horft er til algengustu vandamála eins og slitgigtar, svo dæmi sé tekið. Það felst auðvitað í orðinu slit að það er búið að nota liðina og er mismikið álag á þeim eftir því hvort einstaklingar hafa verið í erfiðisvinnu eða íþróttum svo dæmi séu tekin eða lent ítrekað í meiðslum sem flýta fyrir sliti. Oft er talað um ættlægni sem vissulega á við í sumum gigtarsjúkdóma og tilhneiging fólks til að þróa með sér slíka byggist að einhverju leyti á erfðum, auk utanaðkomandi þátta. Til dæmis eru vissir sjúkdómar sem herja á stoðkerfið með verkjum, bólgu, stífleika í liðum og frekari einkennum frá augum og þvagrás sem koma í kjölfar bráðra veikinda, jafnvel kynsjúkdóma eða niðurgangs. Þannig geta alhraustir einstaklingar skyndilega orðið hálf farlama og verið lengi að jafna sig. Reiter sjúkdómur er vel þekktur sem slíkur og veldur ofangreindum óþægindum. Þess utan er alþekkt að við ákveðin áföll, álag og veikindi geti ónæmiskerfið farið á einskonar yfirsnúning og að endingu ráðist á líkamann sjálfan og eigin vefi og skemmt þá. Það eru oftar en ekki hinir yngri sem fá slíka sjúkdóma sem þessa og sumir heita mjög áhugaverðum latneskum nöfnum eins og ankylosing spondylitis, sem auðvitað enginn veit hvað er nema vera læknismenntaður. Þessi sjúkdómur tengist bólgu í spjaldliðum og verkjaeinkennum, aðallega yngri og miðaldra karla sem kveinka sér einna helst undan stirðleika og verkjum eftir hvíld og rúmlegu eða langa setu. Þessir einstaklingar eru jafnan lengi að greinast
PISTILL Eftir því sem sjúkdómurinn ágerist geta einkennin orðið alvarlegri og leitt til sjúkdóma á borð við: n Hjartasjúkdóma
n Lifrarstækkun
n Liðagigt
n Lifrarskemmd (skorpulifur)
n Brisbólgu
v issir Þú Þetta um v efjagigt?
25 ár
Vefjagigt er arfgeng Dóttir vefjagigtarkonu er
8 sinnum líklegri til að fá vefjagigt en almennt gerist.
manns, hafi vefjagigt.
Algengast er að greiningin komi upp á aldrinum
20-40 ára Yfirþyrmandi þreyta og svefntruflanir eru algengir fylgikvillar vefjagigtar.
Vefjagigt er ekki geðsjúkdómur en henni geta fylgt andleg einkenni eins og kvíði, depurð, fælni og áfallastreita.
Vefjagigt er löngu hætt að vera einhvers konar ruslakistugreining fyrir miðaldra konur með vöðvabólgu sem þjáðust af kvíða og spennu.
Hlutfa ll Íslendinga sem H a fa einH v er n tÍm a H aft liðagigt eftir a ldr i
30%
Þekktu einkennin: n Liðverkir
0%
n Stirðleiki n Hindruð hreyfigeta
18-44 ára 2007
12,4%
10,2%
67-79 ára 2007
18-44 ára 2012
45-66 ára 2012
25,2%
30%
Einkenni utan stoðkerfisins:
n Taugakerfiseinkenni, svo sem dofatilfinning í fingrum eða tám.
n Sár á húðinni geta komið nánast Unnið í samstarfi við Doktor.is.
5,2%
10,5% 0%
18-44 ára 2007
1%
1,1%
n Brjósthimnubólga er algengasta einkennið frá lungunum.
10% 1,3%
af tilefnislausu vegna bólgu í sjálfri húðinni eða í æðunum í húðinni.
14,1%
20%
Þegar sjúkdómurinn er kominn á alvarlegt stig geta komið fram önnur einkenni frá hinum ýmsu líffærum.
8,2%
n Slappleiki og hiti
n Gigtarhnútar geta myndast undir húðinni. Þeir eru aumir viðkomu og myndast einkum á þeim stöðum líkamans sem mæðir mikið á t.d. á olnbogum.
45-66 ára 2007
67-79 ára 2012
Hlutfa ll Íslendinga sem H a fa einH v er n tÍm a H aft v efjagigt eftir a ldr i
n Þreyta
n Gigtarbólga í sinum og sinabelgjum.
4,2%
10%
6,8%
20%
3,2%
Liðagigt eða iktsýki einkennist af því að liðir líkamans bólgna upp en mismargir í einu og getur þetta bólguástand leitt til þess að liðbrjóskið eyðileggist. Um það bil 0,5-1% af öllum fullorðnum Íslendingum þjást af liðagigt og um 150 manns veikjast af liðagigt árlega.
16,7%
Liðagigt
45-66 ára 2007
67-79 ára 2007
18-44 ára 2012
11,5%
Fleiri konur en karlar greinast með vefjagigt.
2-4% 10.000 þjóðarinnar, eða um
23,8%
Vefjagigt eykur verkjanæmi í miðtaugakerfinu sem þýðir að verkjaboð streyma óhindrað eftir taugakerfinu og magnast innan miðtaugakerfisins.
Talið er að
24,2%
Það er aðeins aldarfjórðungur síðan vefjagigt var viðurkenndur sjúkdómur af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni.
Teitur Guðmundsson læknir
23,6%
n Sykursýki
þar sem þeir eru oft býsna góðir yfir daginn þegar þeir eru á hreyfingu og eru annars ekki sérlega lasnir. Vefjagigt er löngu hætt að vera einhvers konar ruslakistugreining fyrir miðaldra konur með vöðvabólgu sem þjáðust af kvíða og spennu. Í dag eru menn sammála um og viðurkenna þennan vanda sem sjúkdóm þó Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hafi ekki gert það fyrr en 1993. Við höfum um langt skeið vitað að verkjavandi, þreyta, svefnvandi og geðræn vandamál, sem oft fylgja, væri ekki bara einhver móðursýki heldur raunverulegur sjúkdómur sem herjaði á fjölda fólks með örorku sem afleiðingu ef ekki tækist vel til við greiningu og meðhöndlun. Flestum virkum gigtarsjúkdómum er það sammerkt að ónæmiskerfið er lykilatriði í tengslum við einkenni og alvarleika sjúkdómanna og má segja að þeir sem eru hvað verstir þurfi afgerandi ónæmisbælandi meðferð til að lina einkenni sín á meðan aðrir geta komist af með hefðbundin bólgueyðandi lyf og verkjatöflur auk sjúkraþjálfunar. Undir þessa virku sjúkdóma falla til dæmis liðagigt, rauðir úlfar og psoriasis liðagigt sem geta verið andstyggilegir að eiga við, en með nýjustu tækni og lyfjum hafa lífsgæði batnað verulega og framgangur sjúkdómanna er að vissu leyti bremsaður eða jafnvel stöðvaður. Aðalatriðið er að ef maður kennir sér meins sem ekki fer fljótlega aftur eða kemur reglubundið þá ætti að láta skoða það, burtséð frá því á hvaða aldri viðkomandi er. Nauðsynlegt er að leitast eftir réttri greiningu svo hægt sé að klæðskerasníða meðferð, hvað þá heldur vinna með lífsstílsþætti eða andlega líðan sem getur skipt sköpum bæði fyrir einstaklinginn og ekki síður samfélagið í heild sinni þegar kemur að örorku.
14,1%
n Stinningarvandamál
16,2%
n Ófrjósemi
3,7%
n Hætta á blæðingum
9,6%
n Minnkun á eistnastærð
6,2%
Konur:
1,1%
Karlar:
45-66 ára 2012
67-79 ára 2012 n Karlar n Konur
Voltaren-Gel-NEW-5x38 copy.pdf
1
13/05/15
16:54
Lyfjaauglýsing
50
%
ag
150g
n!
Viltu meðhöndla liðverkinn án þess að taka töflur?
m e ir a m
Prófaðu að meðhöndla liðverkina með Voltaren geli. Berið u.þ.b. 2-4 g af Voltaren geli (samsvarar magni á stærð við kirsuber eða valhnetu) á aumt svæðið. Endurtakið 3-4 sinnum á dag, þangað til einkenni eru horfin.
Voltaren gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi.
Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Má ekki nota á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir, augu, sár, exem, vessandi húðbólgu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á altækum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Getur dregið úr frjósemi en þau áhrif ganga til baka. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
52
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Vefjagigt er ekki ruslakistugreining Aðeins 23 ár eru síðan vefjagigt var viðkennd sem sjúkdómur af alþjóða heilbrigðismálastofnuninni. Nú, árið 2015, eru þó enn mjög skiptar skoðanir á þessu sjúkdómsheiti og einstaka menn og konur eru enn á því að hér sé um einhverja ruslakistugreiningu að ræða. Að sögn Sigrúnar Baldursdóttur sjúkraþjálfara er það bæði óheppilegt og í raun fjarstæðukennt því að á undanförnum 20 árum hefur þekking á vefjagigt stóraukist og tekist hefur að skilgreina meingerð sjúkdómsins allvel. Samt sem áður skortir almenna viðurkenningu og skilning meðal lærðra og leikra. Því þurfi að breyta.
Svefnvandi, kvíði, depurð
MAGNOLIA OFFICINALIS
• • • •
Heilbrigður svefn Upphaf svefns Samfelldur svefn Þunglyndi og kvíði
Börkur af plöntunni MAGNOLIA OFFICINALIS, sem vex hefur verið notaður við svefnvandamálum, kvíða ár í Asíu.
“Hjálpar þér að losna úr vítahringnum og ná stjórn á svefninum” Dr. Michael Breus www.thesleepdoctor.com
Heilbrigður svefn
Fáanlegt í nær öllum apótekum landsins, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is og Heimkaup
í sjónvarpi Sjónvarpsþátturinn Heilsutíminn er sýndur á mánudagskvöldum kl. 20 á Hringbraut í vetur. Heilsutíminn er í Fréttatímanum sem kemur út á föstudögum. Sjónvarpsþátturinn er frumsýndur á mánudagskvöldum klukkan 20 og endursýndur nokkrum sinnum í vikunni. Teitur Guðmundsson læknir er með fasta pistla. Umsjónarmaður Heilsutímans er Gígja Þórðardóttir sjúkraþjálfari.
Arnór Víkingsson gigtarlæknir, Eggert S. Birgisson sálfræðingur og Sigrún Baldursdóttur, sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur, eru stofnendur Þrautar, sem leitast eftir því að veita fólki með vefjagigt og tengda sjúkdóma hágæðaþjónustu í þeim tilgangi að auka lífsgæði þeirra og færni til daglegra athafna.
V
efjagigt er flokkuð með gigtarsjúkdómum vegna þess að mörg einkenni sjúkdómsins eru nauðalík einkennum í öðrum gigtarsjúkdómum, svo sem stoðkerfisverkir og morgunstirðleiki. „Vefjagigt er fyrst og fremst starfræn truflun í verkjakerfi miðtaugakerfisins þannig að af hlýst svokölluð miðlæg verkjanæming,“ segir Sigrún. Miðlæg verkjanæming lýsir sér þannig að vægir verkir sem geta orðið til við líkamlegt álag eða áverka einkum á hálsi eða baki, magnast upp í verkjakerfi líkamans og skynjast mun sterkar en annars hefði orðið. „Oft byrja þessir verkir frekar staðbundið í líkamanum en breiðast síðan út og þegar verkirnir eru komnir vítt og breitt um líkamann er einstaklingurinn greindur með vefjagigt.“
Mikilvægt að greina vefjagigt snemma
Sigrún starfar hjá Þraut ehf. sem sérhæfir sig í hágæðaþjónustu fyrir fólk með vefjagigt og tengda sjúkdóma. „Vefjagigt sem einu sinni hefur tekist að festa rætur verður ekki læknuð, en góðu fréttirnar eru að það er hægt að ná verulegum bata í vefjagigt þó ekki fáist full lækning.“ Sigrún segir að við mat á vefjagigt sé mikilvægt að kortleggja vel einkennamynd sjúkdómsins og veita einstaklingnum fræðslu um sjúkdóminn og leiðir til bættrar heilsu. „Það sem gerir lyfjameðferð í vefjagigt erfiða er að lyfin virka misvel á einstaklinga, sumir verða aðeins betri af einkennum, aðrir finna engan mun og sumir jafnvel versna af einkennunum. Mikilvægt er að hver og einn öðlist þekkingu á eigin líkamsástandi og færni og geti þannig unnið að því að bæta heilsu sína á raunhæfan hátt og með réttar væntingar um útkomu í farteskinu.“ Það skiptir því sköpum í meðferð vefjagigtar að greina sjúkdóminn snemma, áður en vefjagigtin er komin á illvígt stig. „Fólk með vefjagigt hefur mun minni orku samanborið við heilbrigða einstaklinga, eru með minnkað þol fyrir öllu álagi og áreiti, eru oft með verulegar svefntruflanir og íþyngjandi heilaþoku og yfirleitt með nær stöðuga verki. Meðferðaráætlunin þarf að taka til allra þessara þátta.“ Sigrún segir nauðsynlegt að fræða bæði sjúklinga og sérfræðinga um eðli, framgang og meðferð vefjagigtar til að eyða fordómum og auka skilning á sjúkdómnum. „Það er forsenda þess að góður meðferðarárangur náist.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is
Græðir og ver viðkvæma húð
Lýsingar vefjagigtarsjúklinga á ástandi sínu: Stundum er svefntíminn eins og heill vinnudagur að líða. - 46 ára fullvinnandi fræðingur
Lífið með vefjagigt krefst ákveðins lífsstíls og ég verð að lifa eftir sjúkdómnum, ef ég geri það ekki þá líður mér illa. Ég þekki ekkert annað í dag, veit ekki hvernig er að vera án verkja eða stífra vöðva. Þetta er eitthvað sem ég er orðin vön og búin að sætta mig við. Ég veit að það þýðir ekki að vera fúl og döpur yfir þessu, en stundum kemst ég bara ekki hjá því. - 21 árs stúdent á leið út í lífið
Heilaþokan truflar mig einna mest, ég man ekki hurðanna á milli, finn ótrúlegustu hluti á ótrúlegustu stöðum, man ekki rétt orð, fylgi ekki samræðum og á erfitt með að horfa á bíómyndir eða lesa bækur. Heilinn á mér fúnkerar bara ekki. - 20 ára nemi og fyrrverandi dúx
Heilinn á mér kann ekki að reikna út fjarlægðir, ég sé stól eða horn til hliðar við mig en samt rekst ég í það. Ég er alltaf að meiða mig, er ótrúlega klaufsk og alltaf með marbletti út um allt. - 13 ára vefjagigtarmær
53
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Fékk nýtt líf með hjálp Curcumin
Gullkryddið Curcumin hefur einnig verið nefnt gullkryddið og er virka innihaldsefnið í túrmerik rótinni og hefur verið notað til lækninga og til matargerðar í yfir 2000 ár í Asíu. Hátt í 3000 rannsóknir hafa verið gerðar á þessari undrarót undanfarna áratugi sem sýna að Curcumin getur unnið kraftaverk gegn hinum ýmsum kvillum líkamans og sé jafnvel áhrifameira en sum skráð lyf. Curcumin hefur jákvæða verkun gegn slæmum liðum, gigt, bólgum og magavandamálum, styrkir hjarta- og æðakerfið og ásamt því að bæta heilastarfsemi og andlega líðan.
BALSAM KYNNIR: Curcumin frá Natural Health Labs er allt að 50 sinnum áhrifameira en hefðbundið túrmerik. Curcumin er tilvalið fyrir þá sem vilja styrkja liðamótin, auka liðleika, bæta andlega líðan, auka orku ásamt því að losna við langvarandi liðverki, bólgur, gigt og magavandamál. Steinunn Kristjánsdóttir segir Curcumin hafa gefið sér nýtt líf.
S
teinunn Kristjánsdóttir er sjúkraliði að mennt og starfar í Blue Lagoon versluninni á Laugavegi. Hún hefur átt við mikla verki að stríða um allann líkama í yfir 25 ár eftir að hún lenti í slæmu bílslysi. „Mér var alltaf illt í öllum líkamanum og vildi helst alltaf fara heim snemma ef ég fór út. Ég gat ekki haldið á bók til lestrar og vaknaði iðulega á næturnar og gat ekki sofnað vegna verkja.“ Steinunn segist hafa prófað ýmis lyf en ekkert hafi linað verkina almennilega. „Ég er búin að taka inn minn skammt af verkjalyfjum og var alveg að gefast upp á þeim. Nuddkonan mín sagði mér þá frá Curcumin sem hefur í sannleika sagt gefið mér nýtt líf. Ég var búin að taka inn Curcumin í einn og hálfan mánuð þegar ég missti út fjóra daga og það var þá sem ég uppgötvaði að Curcumin er það sem hjálpar mér að losna við alla verki.”
Barnabörnin gleðjast að sjá ömmu hlaupa
Steinunn segir það besta við að vera laus við verkina séu betri stundir með fjölskyldunni. „Ég er svo þakklát fyrir að geta liðið vel í eigin líkama og notið þess að vera með barnabörnunum mínum. Mér fannst skemmtilegt að heyra barnabarnið mitt segja mömmu sinni að amma sé bara farin að hlaupa upp
Bætiefnið er unnið úr túrmerik rót frá Indlandi og er 100% náttúrulegt, inniheldur engin rotvarnarefni og er framleitt eftir ströngustu gæðakröfum (GMP vottað). Ráðlögð notkun: Taktu tvö grænmetishylki með vatnsglasi yfir daginn.
Steinunn lenti í bílslysi fyrir 25 árum og þjáðist af miklum verkjum í öllum líkamanum. Eftir að hafa prófað Curcumin í einn og hálfan mánuð losnaði hún við verkina og gat einbeitt sér að því að eiga góðar stundir með fjölskyldunni, verkjalaus. Mynd/Hari.
stigann,” segir Steinunn og hlær. „Það er svo mikill lífsvilji í mér að ég verð að fá að lifa lífinu lifandi. Mér þykir rosalega gaman að fara á skíði, synda, hjóla og ganga á fjöll. Loksins sé ég fram á að geta farið að gera það sem ég elska aftur. Ég er hins vegar mest ánægð að vera orðin skemmtilega Steinunn aftur.“ Curcumin er fáanlegt í öllum apótekum landsins, Lifandi Markaði, Hagkaupum, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Heilsuhorninu Blómaval, Heilsuveri, Heilsulausn.is, Orkusetrinu og hjá Heimkaupum. Unnið í samstarfi við Balsam
Hreint Curcumin margfalt áhrifameira en túrmerik Innihald curcumin í túrmerik er ekki mikið, aðeins um 2-5% miðað við þyngd og því getur hreint Curcumin orðið allt að 50 sinnum áhrifameira en túrmerik. Curcumin bætiefni eru því kjörin lausn fyrir þá sem vilja fá hámarks ávinning frá túrmerik rótinni á þægilegan máta.
Bólgueyðandi túrmerik drykkur
Vertu viss með
Túrmerik hefur verið notað sem krydd- og lækningajurt í margar aldir, en undanfarin ár hafa margar vísindarannsóknir staðfest fjölbreyttan lækningamátt þess. Túrmerik inniheldur virka efnið curcumin sem hefur sterk bólgueyðandi og andoxandi áhrif. Á blogginu Matur milli mála, www. maturmillimala.com, deilir hjúkrunarfræðingurinn Ásthildur Björnsdóttir ýmsum heilsusamlegum uppskriftum og hugmyndum að millimálum með lesendum sínum. Ásthildur hefur tröllatrú á túrmeriki og á blogginu hennar má meðal annars finna uppskrift af ljúffengum og nærandi túrmerik drykk:
Innihald:
Tárin sem endast
1 bolli möndlumjólk 1 stór banani
VISMED ® inniheldur engin rotvarnarefni og því eru hverfandi líkur á ofnæmi.
1 bolli ananas 2 msk gojiber
VISMED ® inniheldur hýalúrónsýru sem er smurolía náttúrunnar og finnst víða í mannslíkamanum.
½ tsk tur tur-meric Aðferð: Öllu blandað saman í blandara eða með töfrasprota.
DROPAR Mynd/Ásthildur Björnsdóttir
Skammtahylki, án rotvarnarefna. Hægt er að loka eftir opnun. Dreypiglas 10 ml Má nota í 3 mánuði eftir opnun.
GEL
Skammtahylki, án rotvarnarefna. Hægt er að loka eftir opnun. Dreypiglas 10 ml Má nota í 3 mánuði eftir opnun.
VISMED ® myndar náttúrlega tárafilmu á yfirborði hornhimnunnar sem endist óvenjulengi á auganu.
54
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Aukin lífsgæði með þekkingu og réttri þjálfun Slitgigtarskólinn er nýjung á Íslandi sem byggir á fyrirmynd frá Norðurlöndum sem gefið hefur mjög góða raun. Um er að ræða vandað 8 vikna námskeið fyrir fólk með slitgigt í hnjám eða mjöðmum. Markmiðið er að draga úr einkennum slitgigtar og auka lífsgæði með fræðslu og markvissri þjálfun. Námskeiðið er haldið af reyndum sjúkraþjálfurum sem kynnt hafa sér slitgigtarskóla í Danmörku og Svíþjóð.
S
íðastliðin tvö ár höfum við verið að bjóða upp á öflug námskeið fyrir fólk sem er að glíma við slitgigtareinkenni frá mjöðmum og hnjám,“ segir Jón Þór Brandsson sjúkraþjálfari. Námskeiðið byggir á aðferðafræði sem er ættuð frá Norðurlöndum og kynntu Jón Þór og kollegar hans sér málið og hafa síðan haldið sambærileg námskeið hér á landi. Í dag eru námskeiðin haldin á Akureyri, Reykjavík og Hafnarfirði. Hvert námskeið stendur yfir í átta vikur og mikið er lagt upp úr fræðslu og æfingum.
Þjálfun og þekking borgar sig
„Fjöldamargar rannsóknir hafa sýnt að markviss þjálfun og þekking hjálpar en bið og aðgerðarleysi eykur gjarnan vandann,“ segir Jón Þór. Á námskeiðinu er farið yfir
hvað má gera og hvernig til að bæta líðan og lífsgæði. Æft er í litlum hópum, 8-12 manns í einu, þar sem farið er yfir sérhæfðar æfingar sem beinast að mjöðmum og hnjám. „Við leggjum mikið upp úr hreyfistjórnun og gæðum í framkvæmd æfinga frekar en hraða og magni. Álagið er einstaklingsbundið og hver æfing inniheldur mismunandi erfiðleikastig,“ segir Jón Þór. Æft er tvisvar sinnum í viku í um það bil eina eða eina og hálfa klukkustund í senn.
Mælingar og eftirfylgni
Í byrjun námskeiðs eru gerðar mælingar sem eru síðan endurteknar í lok námskeiðs. „Við leggjum einnig áherslu á eftirfylgni og höfum samband við fólk ári síðar. Markmið okkar er að námskeiðið hjálpi fólki til frambúðar, að það haldi áfram að gera æfingarnar reglulega, hreyfi
Námskeiðin í Slitgigtarskólanum henta jafnt þeim sem eru með væg einkenni frá liðum sem og þeim sem eru með veruleg sliteinkenni. „Oft á tíðum er fólk farið að hlífa sér mikið við daglegar athafnir því að það er smeykt við verkinn. Við leggjum til að fólk snúi vörn í sókn með æfingar og þekkingu að vopni því góð heilsa er ómetanleg,“ segir Jón Þór Brandsson sjúkraþjálfari. Með honum á myndinni er Þórunn Arnardóttir sjúkraþjálfari. Mynd/Hari.
sig reglulega og temji sér áherslur til bættra lífsgæða,“ segir Jón Þór. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og nú hafa hátt í hundrað manns sótt námskeiðin, sem þjóna breiðum hópi fólks. „Hvað varðar aldur hefur dreifingin verið frá fimmtugu til níræðs.“ Allar nánari upplýsingar má nálgast á www.slitgigt.is. Unnið í samstarfi við Sjúkraþjálfarann ehf.
Innifalið í námskeiði í Slitgigtarskólanum: n Skoðun og prófun hjá sjúkraþjálfara n Kennsla á æfingum n Fræðsla um slitgigt og þjálfun n Sex vikna sérhæfð þjálfun (tvisvar í viku) n Eftirfylgd eftir 3 mánuði n Eftirfylgd eftir 1 ár
Minn heilSutíMi: hildur KriStín SveinSdóttir
Allt er gott í hófi h ildur Kristín Sveinsdót tir er eigandi Sjúkraþjálfunarinnar í Sporthúsinu og sér um sjúkraþjálfun hjá meistaraflokki Breiðabliks. Hildur hefur verið með regluleg innslög í Heilsutímanum á Hringbraut þar sem hún hefur meðal annars fjallað um áhrif spjaldtölvu- og snjallsímanotkunar á stoðkerfi barna og unglinga. Hildur Kristín stundar reglulega líkamsrækt og æfir einnig og keppir í blaki. Hér segir hún frá því hvernig hún ver sínum heilsutíma.
Hvernig byrjar þú daginn? Ég byrja daginn á æfingu klukkan 6 í Sporthúsinu, fer svo heim að vekja ungana mína og hjóla eða geng svo með þeim í skólann. Hvernig er hefðbundinn morgunmatur hjá þér? Hafragrautur úr grófum höfrum með kanil og bláberjum eða eplum. Nýmjólk út á grautinn. Hvers konar hreyfingu stundar þú? Ég geri styrktaræfingar þrisvar í viku, hleyp svo kannski einu sinni til tvisvar í viku. Ég æfi líka og keppi í blaki. Hvað gerir þú til að slaka á? Les bækur, fer út að ganga, fæ mér eitt rauðvínsglas og spjalla við betri helminginn eða næ mér í góða mynd. Reunion Resort Golf Villas, Orlando, Florida Innifalið: Flug með Icelandair, akstur til og frá flugvelli, gisting í 8 nætur, 7 daga golf á þremur 18 holu völlum og morgunmatur. Dagsetningar: 16. og 30. okt. og 6. nóv. 2015
Verð m.v. 4 saman frá 269.900 kr.
Nánari upplýsingar:
www.transatlanticsport.is Júlíus, 588 8917 – jg@transatlantic.is
Lumar þú á einu heilsuráði sem hefur gagnast þér vel í gegnum tíðina? Setja sig framar á forgangslistann. Gefa sér tíma til að hreyfa sig reglulega og borða. Passa upp á svefninn og drekka vel af vatni. Passa að gera reglulega
eitthvað sem veitir þér gleði og gefur þér orku. Með því að setja súrefnið á sig fyrst þá hefur maður svo miklu meira að gefa til þeirra sem standa manni næst sem og fólki sem maður umgengst. Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Les í bók, spjalla við manninn minn eða skrolla hratt yfir fésbókina til að halda mér upplýstri um vini og vandamenn. Hvert er furðulegasta heilsuráð sem þú hefur heyrt? Mér finnst fyrst og fremst furðulegt þegar fólki í aðhaldi er ráðlagt að halda í við sig í mat þannig að það er svangt heilu og hálfu dagana. Mér er líka mjög illa við allar öfgar. Mér finnst að fólk eigi að reyna að temja sér góðar lífsvenjur eins og að borða reglulega hollt fæði og hreyfa sig hæfilega oft, mér finnst fjórum sinnum í viku frábært, og svo er mikilvægt að eiga sína frídaga. Það á að velja sér fjölbreytta fæðu og hreyfingu. Þannig tel ég meiri líkur á að fólk gefist ekki upp, gangi ekki fram af sér og líði yfir höfuð miklu betur. Allt er gott í hófi.
ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN „Ég hef verið að taka inn kísilsteinefnið og hef ekki fundið fyrir verkjum í bakinu síðan ég byrjaði að taka það.“ ELSA MARGRÉT
„Ég hef verið með mikinn verk í hnjánum en oft á tíðum fá psoriasis sjúklingar gigt útfrá sjúkdómnum, í dag er þessi verkur nánast horfinn. Einnig hefur sykurþörf minnkað mjög mikið en ég fékk mér gjarnan sælgæti á hverjum degi.“ VEIGAR ÞÓR
„Ég mjaðmargrindarbrotnaði illa fyrir tíu mánuðum, ég hef verið að taka kísilinn ykkar núna í u.þ.b. 8 mánuði og eftir tveggja til þriggja mánaða inntöku varð ég strax vör við mikinn mun. Í dag finn ég varla fyrir því að hafa brotnað.“ ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR
Kísilsteinefnið er fæðubótarefni og kemur ekki í staðinn fyrir lyf. Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is.
Kísilsteinefni GeoSilica inniheldur hreinan jarðhitakísil sem unninn er á Íslandi úr jarðhitavatni Hellisheiðarvirkjunar. Kísillinn kemur beint úr iðrum jarðar og er því eins náttúrulegur og nokkur kostur er á. Það eru engin viðbætt efni í vörunni.
sum kar!
optik.is og
unum Prooptik
matur & vín
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Bjór Borg Brugghús flytur út íslensk a Bjór a til finnlands
Finnar hrifnir af Garúnu og Surti
V
ið erum alveg í skýjunum með móttökurnar á hátíðinni. Við vorum á svona Pop-up-bar með bruggmeistara
sé tekið. Við áttum aldrei von á þessum viðtökum í hópi þessa fjölda brugghúsa sem voru á hátíðinni. Þetta kom skemmtilega á óvart,“ segir Árni Long, bruggmeistari Borgar brugghúss. Árni og félagar hans sóttu Finnland heim um síðustu helgi í tilefni þess að bjórar Borgar eru að fara í sölu þar. Þeir kynntu bjóra á Olut Expo, stærstu bjórhátíð í Finnlandi. Þar gátu gestir smakkað á Garún, Surti nr. 30, Leifi, Ástríki, Úlfrúnu og tveimur tilraunabjórum frá Borg. Ef marka má hið vinsæla bjórnördaapp, Untappd, nutu bjórar Borgar mikillar hylli meðal Finna á hátíðinni, sér í lagi dökku bjórarnir Garún og Surtur.
Árni Long og kollegi hans í finnska brugghúsinu Suomelinnan Panimo bíða spenntir eftir útkomu samstarfs þeirra.
hins sænska Gotlands Bryggeri ásamt innflytjenda okkar sem einnig kynnti Fullers frá Bretlandi og Kona frá Bandaríkjunum svo dæmi
Dale Carnegie
ÓKEYPIS K Y N N I N GA R T Í M I
Finnar fá að kynnast Borgarbjórunum betur á næstunni því útflutningur þangað er kominn á fullt. „Það eru þegar farnir tveir gámar af vörum frá okkur sem búið er að selja meirihlutann úr samkvæmt innflytjanda okkar, Uniq Drinks Finland. Það voru ýmsir bjórar sem fóru til þeirra í þessum tveimur sendingum en mest fór af Garúnu, Leifi, Úlfi og Myrkva. Bjórana má þegar finna á völdum börum og veitingahúsum. Við eigum svo von á Garúnu og Snorra í hillur hjá Alko, ríkisáfengisverslun Finna, á næstu vikum ef allt gengur eftir,“ segir Óli Rúnar Jónsson hjá Borg. Árni Long endaði ferðina með því að brugga með kollegum sínum í
hinu virta handverksbrugghúsi Suomelinnan Panimo. „Þeir hafa, líkt og við, verið að þróa súrbjóra undanfarna mánuði. Við ákváðum því á staðnum að henda í ljóst öl úr hveiti og Pale Ale-malti sem við krydduðum með finnskum einiberjum og íslenskum hvannarfræjum – og fengum svo sendingu af óhrærðu skyri frá Skyr Suomi beint í brugghúsið sem við mokuðum út í tankinn og sá um að sýra lögunina næstu daga á eftir. Þetta lítur ennþá þokkalega út og við bíðum spenntir eftir að gerjun klárist á næstu vikum, segir Árni. -hdm
Vínmenning reykjaVík CoCtail CluB hefur starfsemi
Gjörbreytt kokteilamenning á Íslandi
ÍSLENSKA SIA.IS DAL 70320 10/15
56
Hótel Natura 3. nóvember kl. 20.00–21.00 Skráning á dale.is
The Quality Management System of Dale Carnegie© Global Services is ISO 9001 certified.
MARGSKIPT GLER Hin margverðlaunuðu frönsku Evolis gler fást nú á sérstöku tilboðsverði í verslunum Prooptik
Ási á Slippbarnum og Gunni á Kol eru meðal stofnenda Reykjavík Coctail Club sem formlega verður hleypt af stað með partíi á þriðjudagskvöld. Ljósmynd/Hari
s
Fullt verð: 75.900,TILBOÐSVERÐ FRÁ:
49.300,-
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.
tofnfundurinn var haldinn á þétt setnu borði á Holtinu en á þriðjudaginn ætlum við halda gott kokteilpartí, kynna það sem við stöndum fyrir og skrá fólk í klúbbinn,“ segja veitingamennirnir Ásgeir Már Björnsson og Gunnar Rafn Heiðarsson. Reykjavík Coctail Club verður hleypt af stokkunum á þriðjudagskvöld með kokteilpartíi á Bergsson RE úti á Granda. Partíið hefst klukkan 20 og eru allir áhugasamir velkomnir, fólk í veitingabransanum sem og aðrir. „Kokteilsenan er ný sena á Íslandi og er á uppleið, alveg eins og úti í heimi, en við höfum tækifæri til að búa til eitthvað einstakt hér,“ segir
Ási sem starfar á Slippbarnum. Undir þetta tekur Gunnar, sem starfar á Kol. „Fólk er byrjað að fara gagngert á ákveðna staði í dag til að fá sér kokteila. Það þekktist ekki fyrir þremur árum. Þá fór fólk bara út til að fá sér bjór eða vínglas. Þetta er breyting sem er tilkomin með þessari endurvakningu kokteilamenningvarinnar – því í grunninn erum við bara að endurvekja hugmyndafræðina sem var við lýði í upphafi kokteilamenningarinnar um 1850,“ segir hann. Þeir segja að Reykjavík Coctail Club muni standa fyrir fræðslu og menntun og skipuleggja kokteilkeppnir. Slík starfsemi eigi að skila okkur betri barþjónum og þar með
bættri vínmenningu. Fyrsta verkefni klúbbsins verður að sjá um skipulag og keppnina á Reykjavík Bar Summit sem haldið verður í annað sinn í febrúar. „Umhverfið hefur breyst gríðarlega. Það eru komnar stórar keppnir til landsins og umheimurinn er farinn að líta hingað líka. Stærsta kokteilblað í heimi var til dæmis að hafa samband við mig út af því að þetta væri greinilega land til að fylgjast með. Við verðum að leggja enn harðar að okkur og fá fleiri í lið með okkur til að standa undir þessu,“ segir Ási. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is
ÍSBÚI HERRALEGUR Ísbúi hefur verið framleiddur frá árinu 1989 en fyrirmyndin var hinn vinsæli Danbo-ostur frá Danmörku, bragðmikill ostur með flauelsmjúka áferð og margslungið bragð sem er í senn grösugt og kjötkennt með ávaxtasætu í endann. Ísbúi parast jafn vel með sætu og söltu meðlæti og er virkilega skemmtilegur eftir matinn.
www.odalsostar.is
58 Halldór Guðmundsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ævisögu Halldórs Laxness.
R A T K E T R I T EIN EF N I K Ó B A T S A VERÐ … R Á Í U N I Ð Í FLÓ
matur & vín
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Bjór Mikkeller Bruggar fyrir HaMBorgarBúlluna
Tommabjórinn væntanlegur til landsins Danski farandbruggarinn Mikkeller hefur sent frá sér bjór sem tileinkaður er Hamborgarabúllu Tómasar. Bjórinn er þegar kominn í sölu á Búllunni í Kaupmannahöfn. „Við erum nágrannar í Kaupmannahöfn. Við borðum borgarana þeirra og þeir drekka bjórinn okkar. Við settumst bara niður og ræddum um að brugga bjór saman þar
sem við deilum hugsjónum um einfalt hráefni og gæði,“ segir Mikkel Borg Bjergsø, stofnandi og eigandi Mikkeller. Á bjórflöskunni er mynd af Tómasi Tómassyni veitingamanni fúlskeggjuðum og flottum. Bjórinn er bruggaður af De Proefbrouweri í Belgíu. „Þetta er American Pale Ale sem bruggað er með rúgi, og
það er sama hlutfall af rúgi í bjórnum og fituhlutfallið sem Tommi hefur í borgurunum sínum, 1822%,“ segir Mikkel. Samkvæmt upplýsingum frá Járn & gler, sem flytur Mikkeller-bjóra inn til landsins, kemur takmarkað magn af fyrstu sendingu bjórsins á þær Búllur hér á landi sem eru með vínveitingaleyfi. Þær upplýsingar feng-
ust frá Mikkeller-barnum á Hverfisgötu að Tommabjórinn væri væntanlegur í sölu þar. Ekki liggur fyrir hvort hann kemur í Vínbúðirnar. -hdm
Matur rósa guðBjarts sendir fr á sér nýja MatreiðsluBók
Helgarsúpa að hætti Rósu Guðbjarts Matgæðingurinn Rósa Guðbjartsdóttir var að senda frá sér bókina Hollar og heillandi súpur. Við fengum að skyggnast í bókina og birtum hér uppskrift að tortillasúpu með kjúklingi.
Þ
sé saga Mamúsku að r ri fy tt rá „Þ n teymi lesandan g o g le ú tr ó g o sterk s ó samband hin þ að þ er á þ r, með sé a og þessa pólsk a ar tj se rá sk a íslensk “ r mann mest … fu rí h m se ls af náttúru TÍ M FB / FR ÉT TA
IN N
aga s i v æ g e l i t m m „Ske …“ merkrar konu ABLA MG / FRÉTT
„Hún er einfald
Ð IÐ
lega æðisleg.“
BU BB I M O RT H EN S
w w w. f o rl a g i d . i s | B ó k a b ú ð Fo rl a g s i n s | F i s k i s l ó ð 3 9
að er fljótlegt og hentugt að elda súpur hversdags og verður sífellt algengara að boðið sé upp á matarmikla súpu þegar eitthvað sérstakt stendur til. Allir eru hrifnir af súpum og er súpugerðin frábær leið til að auka hollustuna í mataræðinu,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir sem var að senda frá sér bókina Hollar og heillandi súpur. Rósa hefur getið sér gott orð fyrir matreiðslubækur sínar hin síðustu ár og kveðst hún sífellt vera að spá og spekúlera í nýjum uppskriftum og réttum. „Úr varð að ég ákvað að drífa í því að koma súpubókinni út í haust enda fátt notalegra en að gæða sér á heitri, góðri og yljandi súpu þegar kólna fer í veðri. Ég fæ útrás fyrir sköpunarþörfina með því að koma uppáhalds uppskriftunum mínum út í fallegum og notadrjúgum bókum. Ljósmyndir og hönnun skiptir miklu máli í bókum sem þessum til að fólk verði fyrir hughrifum og langi að elda. Það er tilgangurinn,“ segir Rósa sem gefur okkur hér uppskrift að gómsætri tortillasúpu. „Þetta er sniðug helgarsúpa og á mínu heimili er hún oft pöntuð í föstudagsmatinn. Hver og einn velur meðlætið sem hann kýs og allir eru glaðir.“
Tortillasúpa með kjúklingi
Súpur undir mexíkóskum áhrifum eins og þessi eru málið. Frábærar sem hversdagsmáltíð, í saumaklúbbinn eða þegar eitthvað sérstakt stendur til. Hægt er að prófa sig áfram með meðlæti sem borið er fram í litlum skálum. Hver og einn stráir því sem hann kýs yfir súpudiskinn sinn. 1 msk. ólífuolía eða smjör 1 rauðlaukur, þunnt sneiddur 2 hvítlauksrif, marin 1 tsk. broddkúmen (cumin) 1 tsk. chillíduft 1 msk. tómatpúrra 1 dós niðursoðnir tómatar, maukaðir 1 rauð paprika, fræhreinsuð og skorin í strimla 1 græn paprika, fræhreinsuð og skorin í strimla 1 lítri kjúklingasoð 1 lítil dós maískorn, ef vill nokkrir dropar tabascosósa 300-400 g eldaður kjúklingur, niðurrifinn
Rósa Guðbjartsdóttir var að senda frá sér afar huggulega matreiðslubók með súpuuppskriftum. Hún kveðst sífellt vera að spá og spekúlera í nýjum réttum í eldhúsinu heima í Hafnarfirði. Ljósmynd/Hari
Meðlæti og skraut avókadó, skorið í bita tortillaflögur eða Doritosflögur ferskt kóríander rifinn ostur 1. Mýkið lauk og hvítlauk í ólífuolíu eða smjöri við vægan hita í potti. 2. Hrærið síðan broddkúmeni og chillídufti saman við og loks tómatpúrru og niðursoðnum tómötum. Látið krauma í stutta stund. 3. Bætið síðan papriku í pottinn og blandið vel. 4. Hellið síðan kjúklingasoði saman við og látið suðuna koma upp. 5. Lækkið hitann og látið malla í nokkrar mínútur eða þar til paprika er hæfilega elduð. 6. Bætið þá nokkrum tabascodropum út í. Farið varlega í þeim efnum og smakkið til.
7. Setjið kjúklingakjötið út í pottinn og látið hitna í gegn, einnig maískornið ef þið notið það. 8. Berið fram ásamt meðlæti að smekk.
Tortillaflögur Skerið tortillakökur í strimla. Penslið með ólífuolíu og kryddið að vild, t.d. með paprikudufti. Ristið í nokkrar mínútur undir grillinu í ofninum eða á þurri steikarpönnu.
ENNEMM / SÍA / NM71324
Hollir, ristaðir tröllahafrar L RÓ
O
KA
K
L
HEI L K
LÆ
VE
DU
RN
F RATREFJAR HA
KÓL E ST
E
SÓLSKIN BEINT Í HJARTASTAD-
60
heilabrot
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Spurningakeppni kynjana
sudoku 9. Já. Ég er í fiskamerkinu.
2. Hvað heitir snjókarlinn í Frozen sem þráir
2. Ólafur.
ekkert heitar en að komast á sólar-
3. Chris Rock.
4. Orri Hauksson.
11. Pass.
1. Hvað heitir nýja lagið með Adele sem kom
1. Hello.
út í síðustu viku?
strönd? 3. Hver verður kynnir á næstu Óskarsverð-
10. Auður Eir.
4. Hver er forstjóri Símans?
Kjartansson? 7. Hvaða íslenska knattspyrnukona lék sinn 100. landsleik í vikunni?
?
7 stig
Svavar Örn hárgreiðslumaður og kynnir í The Voice
8. Hvað heita aðalsöguhetjurnar í Vefaranum mikla frá Kasmír eftir Halldór
2. Ólafur. 1. Hello.
Kiljan Laxness?
9. Já.
3. Ellen DeGeneres.
11. Neskaupstað.
11. Hvar á landinu hefjast símanúmer á 47?
4. Sigríður Jóhannesdóttir.
12. Pass.
12. Hvað heitir nýr ritari Sjálfstæðis-
5. Hollandi.
13. Pass.
6. Sigurjón.
14. 1995.
9. Hafa fiskar tilfinningar? 10. Hver var vígð til prests árið 1974, fyrst kvenna á Íslandi?
flokksins? 13. Hvað heitir ný barnabókarplata eftir
7. Hólmfríður Magnúsdóttir.
Braga Valdimar sem kom út í vikunni? 14. Hvaða ár var Iceland Airwaves haldin
son-þáttunum?
sudoku fyrir lengr a komna
10. Auður Eir.
2 3
15. Kennari.
1
2 5
þýðandi
1 8 9 3
?
svör
María skorar á Ingu Þóru Ingvarsdóttur sagnfræðing.
PÁRA
6 1
TVEIR EINS
HVETJA
KLÆÐALEYSI
HLEYPA KOPAR
ÞEKKJA
STÓ
TAKMÖRK
PILAR
KJÖKRA
EFNI
TUNGUMÁL ÍSKUR
Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 264
SKORA
R M I F F A L L A S Í L R O S T A A S P K Ú A L S G E S L Í ÖFUGT SIGTI
STROFF
BLÍSTUR LAND Í AFRÍKU
O V A R S A F R Á E L R I D E B A K U R M R I A S T M S N Ú A N R Á Ö S E Ð S O F A Æ F I N U T A N I N S Ú FUGL
ÁRATALA
DÁÐ
DREIFA
GEYMSLA FRÁRENNSLI
TRJÁTEGUND
SKÁL
BOÐAFÖLL
SMÆLUÐU
Í RÖÐ
SKERGÁLA
TÚN
SKRIFA
FÝLDUR
1. Hello. 2. Ólafur. 3. Chris Rock. 4. Orri Hauksson. 5. Í Doha, Katar. 6. Jón Gnarr. Fæddur 1987, ári eldri. 7. Hólmfríður Magnúsdóttir. 8. Steinn Elliði og Diljá. 9. Nei. 10. Auður Eir. 11. Austurlandi. 12. Áslaug Anna Sigurbjörnsdóttir. 13. Karnivalía. 14. 1999. 15. Hún er kennari (Barts).
VELTA
FORSÖGN NÝLEGA
NÚMER
ÁVÍTUR
ÞVAGA
Í VAFA
ÁGÆTIS NIÐUR
LÚRA
ÞJÁLFUN ÁN
EGNA
HORMÓN
VEGAHÓTEL FRÍA
HÖKTA VESKI
GLÁPA
ÆÐASLÁTTUR
HÓTELÍBÚÐ HLAUP
MJÓLKURAFURÐ ÆTÍÐ
E A N G S Æ Ð G E F I T N A L A U T D U R S P L A M Ó T E L Á T G A S T U T T A M A S T U L S T A R A Á L A G R A R E F Á R V Í T A O S T U R P A G Ó N H A M
HLUTDEILD
SKURÐBRÚN
MYNT
FLÖTUR IÐKA
ÚTDEILT EFNI
SLANGA
ÖRVERPI
KÁL
GLITTIR
MÓÐURLÍF
EYÐAST
GERVIEFNI HRÆÐAST
FÁST VIÐ
AFSPURN
SKORPA
PENINGAR
NET
VÖRUBYRGÐIR
ÞJÓFNAÐUR AUM
ENDURBÆTA ÞÍÐA
HEGNI
STEFNA
HLJÓTA
SVALL
DRÁPSTÆKI
SKYNFÆRI
STIG
BORG
TANNSTÆÐI
VERKFÆRI
H L I S I Ð K Ð R A A T Á S T S T V R F A Ö R N N Ó T D U R N Ú A F S I A L L R I M T U M U R A R SÉR EFTIR
TÍUND
STRIT HÆÐ
KK NAFN
mynd: Flasher (CC By-sa 3.0)
lausn
SJÚKDÓM
www.versdagsins.is
2
krossgátan 265
Ég gleðst og fagna yfir trúfesti þinni því að þú sást neyð mína og gafst gætur að mér í þrengingunum...
7 3 4 9
6
6 stig
María Helga Guðmundsdóttir
7 5
8
6 1 2 4
8. Steinn Elliði og Vaka.
fyrst? 15. Við hvað starfar Edna Krabappel í Simp-
2 8 6 3 5 1 6 7 4 9 7 2 5 7 3 8
15. Kennari.
8. Pass.
6. Hvor er eldri. Jón Gnarr eða Sigurjón
14. 1994.
7. Margrét Lára.
nú yfir?
2 1 6 1
13. Pass.
6. Sigurjón.
5. Hvar stendur Heimsmeistaramót fatlaðra
5
12. Áslaug Anna Sigurbjörnsdóttir.
5. Pass.
launahátíð?
4 9 2
LÆRDÓMUR BÓMA
BEITA
MIKILL
SÉÐUR PÁPI
ÚTDRÁTTUR SKRAUT
MEÐ
TRAÐKA
SAMTÖK
ÓNEFNDUR TVEIR EINS
FLJÓTRÆÐI
TRÚLEYSI
RÁK
SVÖLUN
NÚNA MJÖG
LEIFAR
GÓÐ LYKT
ÁHLAUP
ELSKA
SANNFÆRINGAR
YFIRRÁÐ
RÚN
TÓNN
EINS UPPTALNING
SÁLDA
PRÓFGRÁÐA
MÆLIEINING
SKEIÐ
HREYFING
VÍN
GOLA VESKI
KROPP
MÓÐURÁST
GRÚS
LJÚKA
MARRA
KRAFTUR FORM
TVÍHLJÓÐI
EINGÖNGU
ANGAN
ÞAKBRÚN GJALDMIÐILL
REIÐUR
UMFANG
BAKTAL
ÚRSKURÐ
BARDAGI
SITJANDI
SUND
HARLA
LJÓMI
ÞVOTTAEFNI
RÓT
FRENJA
LITUR
RÍKIS
ÍLÁT
MÁLMUR
HÓFDÝR
NIÐUR
VILJA
HIMNA SAUÐAÞARI
GIMSTEINN
RUSL
Laugavegi 178 s - 564 14 51 www.modurast.is
ÞRÆLASALA
FRAMKVÆMA
ÁRSTÍÐ
Í RÖÐ
ur. Allt fyrir barn og móð
SNÍÐA MERGÐ
FUGL
NÆRA
SNÍKILL
SAFNA
TVEIR EINS
RÍKI Í ARABÍU
SNÆDDI
ÓÐ
SKORA
SKRÁ
AÐDÁUN
GILDRA
FjarÐarkaup og GÓA kynna meÐ stolti
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON · AXEL FLÓVENT · ÁGÚSTA EVA · EGILL ÓLAFS · EIVØR EYÞÓR INGI · DÍSELLA · GISSUR PÁLL · MARÍA ÓLAFS · SALKA SÓL HEIðURSGESTUR
GUNNI ÞÓRðAR
a Amiir l ghagen
Willlland’s Got Talent o úr H
UPPSELT KL. 20! FÁIR MIðAR EFTIR Í A+ OG C SVÆðI KL. 16. STÓRSVEIT JÓLAGESTA UNDIR STJÓRN ÞÓRIS BALDURSSONAR REYKJAVIK SESSION ORCHESTRA UNDIR STJÓRN ROLANDS HARTWELL · REYKJAVÍK GOSPEL COMPANY UNDIR STJÓRN ÓSKARS EINARSSONAR KARLAKÓRINN ÞRESTIR UNDIR STJÓRN JÓNS KRISTINS CORTEZ · BARNAKÓR KÁRSNESSKÓLA UNDIR STJÓRN ÞÓRUNNAR BJÖRNSDÓTTUR DANSARAR ÚR DANSSKÓLA SIGURðAR HÁKONARSONAR HANDRIT BJÖRN G. BJÖRNSSON LEIKSTJÓRN GUNNAR HELGASON
TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Í TÍMA Á TIX.IS
Miðasala er á Tix.is og í síma 551 3800. www.jolagestir.is.
/ jolagestir
/ jolagestir
62
sjónvarp
Helgin 30. október - 1. nóvember 2015
Föstudagur 30. október
Föstudagur RÚV
23:25 The Good Lie Reese Witherspoon leikur hér félagsráðgjafann Carrie sem sjálpar súdönskum flóttamönnum að koma undir sig fótunum og hefja nýtt líf í Bandaríkjunum. allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
19:35 The Muppets Prúðuleikararnir eru mættir aftur á skjáinn eftir 17 ára hlé.
Laugardagur
20.00 Þetta er bara Spaug... stofan 30 ára ferill Spaugstofunnar og þeirra sem stóðu á bak við hana rakinn í upprifjun á gömlu sjónvarpsefni, viðtölum við mennina á bak við þættina.
19:40 Spilakvöld Stórskemmtilegur þrautaþáttur í umsjá Péturs Jóhanns fyrir alla fjölskylduna þar sem frægir einstaklingar keppa í fjölbreyttum leikjum. allt fyrir áskrifendur
Sunnudagur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
4
20:15 Scorpion Önnur þáttaraöðin af sérvitra snillingnum Walter O'Brien og teyminu hans sem eru með yfirburðarþekkingu hvert á sínu sviði.
18.00 Stundin okkar (5:22) Gói og Brandon leikhússtjóri bjóða upp á ógleymanleg ævintýri og fræðandi skemmtun.
RÚV
STÖÐ 2
17.10 Stiklur e. 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 Litli prinsinn 18.20 Leonardo 18.50 Öldin hennar e. 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.30 Veður 19.40 Vikan með Gísla Marteini 20.25 Frímínútur 20.40 Útsvar (Langanesbyggð Kópavogur) b. 21.55 Lewis Á sama tíma og Lewis rannsóknarlögreglumaður reynir að venjast því að vera á eftir5 launum tekst 6fyrrum aðstoðarmaður hans, Hathaway, á við snúið morðmál. Þegar hann leitar ráða hjá fyrrverandi yfirmanni sínum snýr Lewis dauðfeginn aftur til starfa. 23.25 The Conspirator e. 01.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
5
TI JU6415
24/25 Bestu sjónvörpin skv. skv. Neytendablaðinu Neytendablaðinu 24.09.15 24.09.15 og og IRCT IRCT
ormsson.is/samsungsetrid
4
LB O
Ð
RÚV
STÖÐ 2
07.00 KrakkaRÚV 07.00 KrakkaRÚV 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:01 Strumparnir 10.20 Þetta er bara Spaug... stofan e. 10.15 Dýraspítalinn e. 08:10 The Middle 12:00 Bold and the Beautiful 10.50 Hraðfréttir e. 08:30 Make Me A Millionaire Inventor 10.45 Alheimurinn e. 13:40 Logi 11.00 Popp- og rokksaga Íslands e. 11.30 Menningin 09:15 Bold and the Beautiful 14:35 Hindurvitni 12.00 Höfuðstöðvarnar e. 11.50 Vikan með Gísla Marteini e. 09:35 Doctors 15:05 Lóa Pind: Örir íslendingar 12.30 Kiljan e. 12.30 Frímínútur 10:20 Mindy Project 15:50 Neyðarlínan 13.10 Jethro Tull: Thick as a Brick e. 12.40 Útsvar e. 10:40 Hart of Dixie 16:20 Sigríður Elva á ferð og flugi 13.30 Burma-leiðangurinn e. 13.45 Valur - ÍBV Bein útsending 11:25 Guys With Kids 16:45 Íslenski listinn 14.20 Always e. frá leik Vals og ÍBV í Olísdeild 11:50 Modern Family 17:15 ET Weekend allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 16.20 Stjörnuloppur: Stjörnudýr á kvenna í handknattleik. 12:10 Heimsókn 18:00 Sjáðu uppleið e. 15.45 Valur - Akureyri Bein útsend12:35 Nágrannar 18:30 Fréttir Stöðvar 2 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.10 Táknmálsfréttir ing frá leik Vals og Akureyrar í 13:00 The Bucket List 18:55 Sportpakkinn 17.20 Kata og Mummi Olísdeild karla í handknattleik. 14:35 The Clique 19:10 Lottó 17.44 Ævintýri Berta og Árna 17.55 Táknmálsfréttir 16:05 Kalli kanína og félagar 19:15 The Simpsons 17.49 Tillý og vinir 18.05 Toppstöðin e. 16:30 Tommi og Jenni 19:40 Spilakvöld 18.00 Stundin okkar 18.54 Lottó 16:50 Community 3 20:25 Great Halloween Fright Night 4 5 6 4 5 6 18.25 Basl er búskapur 19.00 Fréttir 17:15 Bold and the Beautiful Skemmtilegur og spennandi 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 17:40 Nágrannar þáttur um nokkrar fjölskyldur í 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 18:05 Simpson-fjölskyldan Bandaríkjunum sem etja kappi 19.35 Veður 19.40 Hraðfréttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 í hörkuspennandi skreytingar19.45 Landinn 20.00 Þetta er bara Spaug... stofan 18:47 Íþróttir keppni þar sem keppt er um 20.15 Öldin hennar 20.35 Manhattan Gamansöm 18:55 Ísland í dag. bestu hrekkjavökuskreytinguna 20.25 Ísþjóðin (Sigrún Elísabet ástarflækja frá 1979. Fráskilinn 19:25 Logi og peningaverðlaun eru í boði. Arnardóttir) rithöfundur fer að halda við 20:15 X Factor UK Sjón er sögu ríkari. unglingsstúlku en verður síðan 23:25 The Good Lie 23:05 Dracula Untold Vlad Tepes er 20.55 Poldark SkjárEinn 21.55 Salka Valka Kvikmynd frá 1954. ástfanginn af ástkonu vinar síns. 01:15 Texas Chainsaw 3D Hörkuhugrakkur og öflugur stríðs06:00 Pepsi MAX tónlist 00.05 Halldór um Sölku Völku Heim22.15 The Change Up Gamanmynd spennandi tryllir um unga konu maður sem berst fyrir heimaland 08:00 Everybody Loves Raymond ildarþáttur þar sem Halldór frá 2011 með Jason Bateman sem ferðast til Texas til að leysa sitt Rúmeníu gegn innrás Tyrkja. 08:20 Dr. Phil Laxness segir frá tilurð þeirra í aðalhlutverki. Dave er giftur út arf, en fær allt annað og Þegar hann finnur að kraftur 09:00 Design Star ritverka hans sem síðar urðu að þriggja barna faðir en vinur hans meira en hún átti von á. hans og hugrekki nægir ekki tl að 09:45 Million Dollar Listing kvikmyndum. Mitch, er glaumgosi í allri sinni 02:45 Jobs vernda fjölskyldu hans né þjóð 10:30 Pepsi MAX tónlist 00.30 Masters of Sex I e. dýrð. Kvöld eitt verða þeir báðir 04:50 The Bucket List fyrir grimmum óvinum ákveður 13:00 Bundesliga Weekly 01.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok fyrir eldingu og ranka við sér í hann að leita á forboðnar slóðir. 13:30 Cheers líkama hvor annars. 00:35 What Lies Beneath 13:55 Dr. Phil 00.05 The Hurt Locker e. 02:40 Arthur Newman SkjárEinn 14:35 Life In Pieces 10:30 PSG - Veszprém 02.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 04:20 A Few Good Men 06:00 Pepsi MAX tónlist 15:00 Grandfathered 11:55 League Cup Highlights 11:00 Dr. Phil 15:25 The Grinder 2014/2015 13:00 The Tonight Show with Jimmy 15:45 Red Band Society SkjárEinn 12:25 New York Giants - Dallas Fallon 16:25 The Biggest Loser 06:00 Pepsi MAX tónlist Cowboys 08:15 AS Roma - Udinese 14:20 Stuttgart - Darmstadt 17:50 Dr. Phil 10:30 Dr. Phil 14:45 Meistaradeild Evrópu - frétta09:55 Cleveland - Miami 16:20 Rules of Engagement 18:30 The Tonight Show with Jimmy 11:50 The Tonight Show with Jimmy þáttur 11:35 KR - Njarðvík allt fyrir áskrifendur 16:45 The Biggest Loser Fallon Fallon 15:10 Barcelona - Eibar 13:10 Körfuboltakvöld 18:15 Kitchen Nightmares 19:10 America's Funniest Home 13:50 Bundesliga Weekly 16:50 Bologna - Internazionale 14:25 La Liga Report fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:00 Top Gear USA Videos 14:20 Werder Bremen - Borussia 18:30 NFL Gameday 14:55 Real Madrid - Las Palmas b. 19:35 The Muppets Dortmund 19:00 KR - Njarðvík b. 16:55 Juventus - Torino b. allt fyrir áskrifendur19:50 Jennifer Falls 20:00 The Voice Ísland 16:25 The Muppets 21:15 La Liga Report 19:00 Meistaradeild Evrópu - fréttaþ. 20:15 Scorpion 21:00 Law & Order: Special Victims Unit 21:30 Blue Bloods 16:50 The Voice Ísland 21:45 Körfuboltakvöld 19:25 Getafe - Barcelona b.fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:45 Fargo 22:15 The Tonight Show with Jimmy 18:20 Parks & Recreation 23:00 Cleveland - Miami b. 21:306 NFL Gameday 4 5 5 6 22:30 House of Lies Fallon 18:45 The Biggest Loser 02:10 KR - Njarðvík 22:00 UFC Now 2015 23:00 The Walking Dead 22:55 Elementary 20:15 America's Sweethearts 03:45 Körfuboltakvöld 22:50 Formúla 1 - Tímataka - Mexíkó 23:50 Hawaii Five-0 23:40 Hawaii Five-0 22:00 I Now Pronounce You Chuck 00:25 Snæfell - Keflavík 00:35 CSI: Cyber 00:25 Scandal And Larry 4 5 6 01:20 Law & Order: Special Victims Unit 01:10 Secrets and Lies 23:55 Edison 07:30 Leeds - Blackburn 02:05 Fargo 01:55 Blue Bloods 01:35 CSI 10:40 Sheffield Wednesday - Arsenal 08:15 Liverpool - Bournemouth 02:50 House of Lies 02:40 The Tonight Show with Jimmy 02:20 The Late Late Show with James 12:20 League Cup Highlights '14/'15 09:55 Man. Utd. - Middlesbrough 03:20 The Late Late Show with James Fallon Corden 12:50 Arsenal Everton 11:35 PL Match Pack 2015/2016 Corden 03:20 The Late Late Show with James 03:40 Pepsi MAX tónlist allt fyrir áskrifendur 14:30 West Ham - Chelsea 12:05 Premier League Preview '15/'16 04:00 Pepsi MAX tónlist Corden allt fyrir áskrifendur 16:10 Aston Villa - Swansea 12:35 Chelsea - Liverpool b. 04:00 Pepsi MAX tónlist fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:50 Messan 14:50 Swansea - Arsenal b. 08:05/15:05 Nine fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:05 Leeds - Blackburn 17:00 Markasyrpa 07:45/14:55 Enough Said 10:00/17:00 When Harry Met Sally allt fyrir áskrifendur 20:45 PL Match Pack 2015/2016 17:20 Chelsea - Liverpool 09:20/ 16:30 Thunderstruck 11:40/18:35 Draugabanarnir II 09:55/15:55 I Melt With You allt fyrir áskrifendur 21:15 Premier League Preview '15/'16 19:00 Crystal Palace - Man. Utd. 10:55/18:05 Catch Me If You Can 13:30/20:25 Semi-Pro 11:55/18:00 Darling Companion allt fyrir áskrifendur 21:45 Liverpool Southampton fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:40 Man. City Norwich City 13:15/20:25 Five Star Day 13:40/19:45 Jersey Boys 4 522:00 Calvary 6 23:25 Leicester - Crystal Palace fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:20 Watford - West Ham 23:45 I, Frankenstein 22:00/03:50 Changeling 4 522:00/03:25 Godzilla 6 01:05 PL Match Pack 2015/2016 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 00:00 WBA - Leicester 00:00 Six Bullets 01:20 Rush 00:20 Act of Valor 01:35 Premier League Preview '15/'16 01:40 Newcastle - Stoke 01:55 The Salvation 03:25 Calvary 02:15 Movie 43 4
• 4K • UHD • SMART • 1000 PQI
Sunnudagur
Laugardagur 31. október
6
6
TILBOÐS DAGAR Opið laugardag kl. 11-15
UE40”JU6415 UE UE40” 40”JU6415 kr.159.900.40”JU6415 UE48”JU6415 kr.189.900.UE55”JU6415 kr. 239.900.-
5
Opið laugardag kl. 12-16
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is
SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900
4
sjónvarp 63
Helgin 30. október - 1. nóvember 2015 Í sjónvarpinu The voice á skjá einum
1. nóvember STÖÐ 2
Voice er ekki slæmt sjónvarp Raunveruleikasjónvarp er ekki minn tebolli, og hefur aldrei verið. Ég hef þó að undanförnu horft á The Voice þættina sem Skjár 1 framleiðir og sýnir á föstudagskvöldum. Tek þá yfirleitt Útsvarið á tímaflakkinu svo ég missi ekki af neinu í samfélagi mannanna. Raunveruleikaþættir þar sem ungt fólk keppir í söng er svo eitthvað sem ég hef óbeit á, og hef haft alla tíð. Það er eitthvað krúttlegt við íslensku Voice þættina. Hvað það skín alltaf í gegn hvað við erum nú lítil þjóð sem reynir alltaf að vera stærri en hún er. Stundum tekst það. Framleiðslan á Voice er til stakrar fyrirmyndar. Þá er ég að tala um alla vinnslu í hljóð og mynd. Það 5
væri ansi hart af mér að fara að gagnrýna eitthvað fólk sem fer á kjarkinum einum í svona þátt og berar sig fyrir alþjóð. Ég tek ofan fyrir þeim. Það er alltaf gaman að sjá hvað við getum farið í langt í því að reyna í sjónvarpsframleiðslu. Við munum aldrei verða eins og Voice í Bretlandi eða Idol í Ameríku og það er bara allt í lagi. Á meðan við erum að gera þetta á okkar hátt, þá virkar það. Það finnst mér vera uppi á teningnum í Voice. Eina sem kannski truflar mig er það að dómararnir eru ekki nógu góðir að sannfæra fólk. Stundum hélt ég að söngvararnir myndu bara hætta við. Hannes Friðbjarnarson
6
NÝTT!
ÍSLENSKA/SIA.IS MSA 76707 10/15
07:00 Barnatími Stöðvar 2 11:10 Nágrannar 12:55 X Factor UK 16:00 Spilakvöld 16:45 60 mínútur 17:35 Eyjan 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn 19:10 Næturvaktin allt fyrir áskrifendur 19:40 Neyðarlínan 20:10 Jonathan Strange and Mr Norrell fréttir, fræðsla, sport og skemmtun Framhaldsþættir um Jonathan Strange og Mr. Norrell sem eru staðráðnir í að vekja aftur upp hin fornu fræði um galdraiðkun í Bretlandi. 4 21:15 Réttur Fjórtán ára stúlka finnst látin á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Í kjölfarið hefst lögreglurannsókn sem teygir anga sína víða þar sem samfélagsmein á borð við hefndarklám, einelti á netinu, eiturlyfjaneyslu og týndar unglingsstúlkur koma við sögu. 22:15 Homeland Fimmta þáttaröð þessarra mögnuðu spennuþátta þar sem við höldum áfram að fylgjast Með Carrie Mathieson nú fyrrverandi starfsmanni bandarísku leyniþjónustunnar. 23:05 60 mínútur 23:50 Daily Show: Global Edition 00:20 Proof 01:05 The Knick 01:55 The Leftovers 02:40 The Oranges 04:10 The Mentalist 04:55 Murder in the First 05:40 Fréttir
08:40 Real Madrid - Las Palmas 10:20 Juventus - Torino 12:00 Internazionale - AS Roma 13:40 Man. Utd. - Middlesbrough 15:20 League Cup Highlights 2014/2015 15:50 Getafe - Barcelona 17:30 Formúla 1 2015 - Mexíkó alltb. fyrir áskrifendur 20:30 NBA - Looking Back at Gary Payton fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:50 NFL Gameday 21:20 Dallas Cowboys - Seattle Seahawks b. 00:20 Lazio - AC Milan 4
5
6
09:30 Premier League World 2015/2016 10:00 Crystal Palace - Man. Utd. 11:40 Chelsea - Liverpool 13:20 Everton - Sunderland b. allt fyrir áskrifendur 15:50 Southampton - Bournemouth b. 18:00 Swansea - Arsenal fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:40 Everton - Sunderland 21:20 Southampton - Bournemouth 23:00 Leeds - Blackburn 00:40 WBA - Leicester 4
5
6
HLEÐSLA MEÐ KAFFI- OG SÚKKULAÐIBRAGÐI 22 G HÁGÆÐA PRÓTEIN HENTAR VEL EFTIR ÆFINGAR OG MILLI MÁLA
HLEDSLA.IS
64
bækur
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Leine loks á Íslensku Skáldsagan Spámennirnir í Botnleysufirði eftir Kim Leine er komin út hjá Sæmundi í íslenskri þýðingu Jóns Halls Stefánssonar. Leine hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2013 og er það samdóma álit þeirra sem hana hafa lesið að hér sé á ferðinni ein merkasta norræna skáldsaga síðustu ára. Sagan er lauslega byggð á sönnum atburðum sem áttu sér stað á Grænlandi í lok átjándu aldar. Aðalpersónan er danskur prestur, Morten Falck, sem, út úr hálgerðri neyð, fer til starfa á Grænlandi og verður forvitinn um sögur af sértrúarsöfnuði í Kim Leine er af Botnleysufirði. mörgum talinn besti Í rökstuðningi valnefndar bókmenntaverðlauna Norðurnúlifandi höfundur á landaráðs fyrir því að veita Spámönnunum í Botnleysufirði Norðurlöndum. verðlaunin segir að bókin sé grípandi söguleg skáldsaga um kúgun og uppreisn, margslungið verk þar sem fram komi andúð á nýlendustefnu og hugleiðingar um manneskjuna sem líkama og hugsun. Íslenskir lesendur geta því hlakkað til að kynnast þessum heimi af eigin raun.
Jón GnaRR beint í fyRsta sætið
Ný bók Jóns Gnarr, Útlaginn, stekkur beint í fyrsta sætið á nýjum metsölulista verslana Eymundsson. 1. Útlaginn. Jón Gnarr/Hrefna Lind Heimisdóttir 2. Eitthvað á stærð við alheiminn. Jón Kalman Stefánsson 3. Hrellirinn. Lars Kepler 4. Hundadagar. Einar Már Guðmundsson 5. Mamma klikk! Gunnar Helgason 6. Inn í myrkrið. Ágúst Borgþór Sverrisson 7. Þarmar með sjarma. Giulia Enders 8. Íslensk litadýrð. Elsa Nielsen 9. Dimma. Ragnar Jónasson 10. Heimska. Eiríkur Örn Norðdahl
RitdómuR GildR an LiLja Sigur ðar dóttir
Ég man þig í bíó Tökur eru á hefjast á kvikmyndinni Ég man þig sem byggð er á samnefndri skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur frá árinu 2010. Það eru Zik Zak kvikmyndir og Sigurjón Sighvatsson sem framleiða myndina en leikstjóri hennar er Óskar Þór Axelsson sem á að baki kvikmyndina Svartur á leik. Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir fara með aðalhlutverkin í myndinni en handritið unnu leikstjórinn Óskar Þór og Ottó Borg. Ekki þarf að draga í efa að lesendur bókarinnar séu spenntir að sjá hana myndgerast á hvíta tjaldinu en það er þó nokkur stund í það þar sem tökur hefjast ekki fyrr en í nóvember. Kannski verður Ég man þig jólamyndin árið 2016. Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikur annað aðalhlutverkanna í Ég man þig.
spennusöGuR ÁGúst boRGþóR með nýJa sk ÁldsöGu
Kókaín, innherjasvik, lesbíur og spilltir tollverðir Það vantar ekki aksjónina í nýjustu sakamálasögu Lilju Sigurðardóttur, Gildruna. Strax á fyrstu síðu erum við stödd í miðju kókaínsmygli sem endar í lesbískum ástaleik með milliköflum um barn sem saknar mömmu sinnar og tollvörð í vígahug. Þar með er tónninn sleginn og það er hvergi slakað á, á þeim rúmlega 300 síðum sem á eftir fylgja. Hver æsiatburðurinn rekur annan en á milli koma angurværir kaflar um gamlan mann sem horfir á konuna sína hverfa æ lengra inn í myrkur Alzheimer-sjúkdómsins og söknuð barnsins sem faðirinn hefur beitt brögðum og sterkri stöðu sinni innan efstu laga fjárlagaheimsins til að meina móðurinni að umgangast nema aðra hverja helgi. Inn í allt saman fléttast svo rannsókn sérstaks saksóknara á meintum innherjasvikum í stórum banka korteri fyrir hrun og til að þetta smelli nú allt saman er ein þeirra sem hefur réttarstöðu sakbornings í því máli ástkona fyrrnefnds kókaínsmyglara sem einnig er móðir títtnefnds barns. Þetta er meiri háttar flækja. Úr öllum þessum þráðum spinnur Lilja sterka sögu, þótt spennan sé nú töluvert minni en auglýsingar forleggjarans halda fram. Það er nánast bara ekki nokkur spenna í sögunni, en það skiptir ekki öllu því í grunninn er þetta ástar- og örlagasaga aðalpersónunnar Sonju, sem neydd er út í kókaínsmyglið með hótunum um að annars verði syni hennar gert mein. Glæpaelementið er nánast aukaatriði í þeirri sögu. Persónusköpun er með miklum ágætum í flestum tilfellum, flestar persónur þrívíðar og trúverðugar, Gildran nema náttúrulega dópsalarnir sem Lilju, eins og Lilja Sigurðardóttir reyndar fleiri íslenskum höfundum, virðist ganga JPV-útgáfa 2015 illa að gæða mannlegum eiginleikum. Þeir eru óttalegar steríótýpur. Sterkasti þráður bókarinnar er samskipti móður og sonar og í öðru sæti er vonleysi gamla mannsins sem er að fara á eftirlaun og sér ekki fram á neitt sem gefur lífinu gildi þegar vinnunni sleppir eftir að konan hættir að þekkja hann. Ástarsamband kvennanna tveggja er töluvert ótrúverðugara, þótt vissulega megi kíma yfir vandræðagangi bankakonunnar sem vill frekar fara í fangelsi fyrir innherjaviðskipti en að nokkur komist að því að hún sofi hjá konu. Helsti galli bókarinnar er hversu snemma í sögunni lesandinn sér í gegnum plottið og uppgötvar hver „vondi kallinn“ er, en upp á móti því vegur hversu marghliða persónurnar eru, hér er enginn alvondur eða algóður, réttlætið er teygjanlegt hugtak og þrátt fyrir dálítið yfirdrifna þætti eins og mannát tígrísdýrs í dópsalahúsi í London er sagan trúverðug og speglar vel þann siðferðisbrest sem íslensk þjóð varð að bráð í góðærinu þegar allt snerist um að skara sem mestan eld að eigin köku. Virkilega hressandi lesning. -fb
Takk
fyrir móttökurnar!
1. Metsölulisti Eymundsson Ljóðabækur vika 43
w w w. f o rl a g i d . i s | B ó k a b ú ð Fo rl a gs i n s | F i s k i s l ó ð 3 9
Ágúst Borgþór segist vel geta hugsað sér að skrifa fleiri spennusögur. Ljósmynd/Sigtryggur
Með líf sitt í gjaldeyrishöftum Inn í myrkrið er spennusaga eftir Ágúst Borgþór Sverrisson sem segir spennuna þó aðallega felast í innra uppgjöri aðalpersónunnar, glæpasagan sé í aukahlutverki.
É Ein af spurningum sögunnar er hvort það sé kannski „eðlilegra“ að dragast inn í svona atburðarás heldur en lifa eins og hann hefur gert.
g ætlaði ekkert að skrifa spennusögu, hún bara varð það alveg óvart út af því hvernig sagan er,“ segir Ágúst Borgþór Sverrisson spurður hvað hafi ýtt honum út á spennusagnabrautina í nýju skáldsögunni Inn í myrkrið. „Ég hef oft verið að skrifa um breyskleika fólks sem er með einhverja drauga í sér og fer kannski að gera hluti gegn betri vitund, til dæmis að halda framhjá. Þegar ég fór að móta fjölskyldusögu aðalpersónunnar í Inn í myrkrið þá er það þetta sem gerist og þar með varð þetta að spennusögu.“ Aðalpersónan Óskar er, eins og margar af aðalpersónum Ágústs Borgþórs, miðaldra maður, fastur í leiðinlegu hjónabandi og langar í tilbreytingu í lífið. Hann dregst inn í glæpaklíku og er fyrr en varði kominn á fullt að undirbúa rán. „Bróðir hans er afbrotamaður sem situr í fangelsi fyrir grófa líkamsárás og sætir þar ofsóknum manna sem vilja ná sér niðri á honum. Óskar fer að miðla málum og dregst þá inn í áform um að ræna verslun. Hann fer líka að halda framhjá með konu sem á ofbeldisfullan eiginmann og þar skapast önnur ógn. Smám saman er hann svo farinn að lifa algjörlega tvöföldu lífi.“ Þú ert iðinn við að skrifa um miðaldra menn sem finnst líf sitt svo leiðinlegt, byggirðu þá á sjálfum þér? „Að sumu leyti, það er að segja að þegar ég er að búa til persónu þá tek ég dálítið mið af því
hvernig ég sjálfur væri ef ég væri ekki að skrifa og hefði enga listræna hæfileika. Ég held það sé mjög erfitt að þola hversdagsleikann ef maður hefur engan lífsmáta sem lífgar upp á hann. Við sköpun Óskars reyndi ég raunar að fara lengra frá sjálfum mér og mínum reynsluheimi en ég er vanur. Hann hefur eiginlega verið með líf sitt í hálfgerðum gjaldeyrishöftum; hefur bara hlýtt konunni sinni, unnið sína vinnu og lifað mjög hefðbundnu lífi. Þetta vor fer ókyrrðin innra með honum að taka völdin og hann lendir á þessum glapstigum. Ein af spurningum sögunnar er hvort það sé kannski „eðlilegra“ að dragast inn í svona atburðarás heldur en lifa eins og hann hefur gert.“ Spennusagnahöfundar skrifa gjarna seríur, áttu von á því að þú haldir áfram á þessari braut? „Þetta er náttúrulega ekki spennusaga af hefðbundna taginu, hér eru hvorki löggur né blaðamenn að leysa glæpamál, en ég verð að segja að þetta form heillar mig nokkuð. Það getur bara vel verið að ég eigi eftir að skrifa fleiri sögur í þessum dúr, hins vegar er yfirleitt ekkert að marka hvað maður segist ætla að skrifa fyrr en maður er kominn langt inn í það, en það kæmi mér ekkert á óvart að ég ætti eftir að gera meira af þessu.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is
„ ... s v o s o r g l e g o g s v o f y n d i n ...“ a u ð u r J ó n s d ó t t i r, r it h ö f u n d u r
1. Metsölulisti Eymundsson Heildarlisti vika 43
„ Þa Ð h e f u r
aldr ei
áÐur
v eriÐ
skrifuÐ
svona
bók
á
Í s l a n d i .“
Þ ó r k a t l a a ð a l s t e i n s d ó t t i r, s á l f r æ ð i n g u r
„ÞvÍlÍkur
s á r s a u k i ... h v e r g i
dauÐur
punktur.“
ó fe i g u r s i g u r ð s s o n , r it h ö f u n d u r
„Þetta
er
afar
merkileg
Þroskasaga.“
e g ill hel g a s o n / e yj a n
w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39
66
menning
Helgin 30. október-1. nóvember 2015 Tjarnarbíó nýTT dansverk frumsýnT í vikunni
Dúkkuheimili, allra síðustu sýningar! Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fös 6/11 kl. 19:00 Lau 21/11 kl. 19:00 Fim 3/12 kl. 19:00 Fim 12/11 kl. 19:00 Sun 22/11 kl. 19:00 Fös 4/12 kl. 19:00 Fös 27/11 kl. 19:00 Fös 11/12 kl. 19:00 Fös 13/11 kl. 19:00 Lau 28/11 kl. 19:00 Lau 12/12 kl. 19:00 Fös 20/11 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Sun 1/11 kl. 20:00 Allra síðustu sýningar!
Sun 8/11 kl. 20:30
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fös 30/10 kl. 20:00 7.k. Fös 13/11 kl. 20:00 9.k Fös 20/11 kl. 20:00 10.k Fös 6/11 kl. 20:00 8.k. Lau 5/12 kl. 20:00 Fim 12/11 kl. 20:00 aukas. Kenneth Máni stelur senunni
Fös 11/12 kl. 20:00 Fös 18/12 kl. 20:00
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 1/11 kl. 13:00 8.k. Sun 15/11 kl. 13:00 Sun 22/11 kl. 13:00 Sun 8/11 kl. 13:00 9.k Sterkasta stelpa í heimi kemur aftur
Sun 29/11 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 13:00
Öldin okkar (Nýja sviðið)
Fös 30/10 kl. 20:00 1.k. Fim 5/11 kl. 20:00 4.k. Lau 31/10 kl. 20:00 2 k. Fös 6/11 kl. 20:00 5.k. Sun 1/11 kl. 20:00 3.k. Lau 7/11 kl. 20:00 6.k. Hundur í óskilum snúa aftur
Sun 8/11 kl. 20:00 7.k. Fim 12/11 kl. 20:00 8.k. Fös 13/11 kl. 20:00 9.k
Sókrates (Litla sviðið)
Lau 31/10 kl. 20:00 10.k Lau 21/11 kl. 20:00 14.k Þri 3/11 kl. 20:00 11.k Sun 22/11 kl. 20:00 15.k Fim 5/11 kl. 20:00 12.k Mið 25/11 kl. 20:00 Lau 14/11 kl. 20:00 13.k Lau 28/11 kl. 20:00 Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina
Fös 4/12 kl. 20:00 Lau 12/12 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00 Lau 19/12 kl. 20:00
Vegbúar (Litla sviðið)
Sun 1/11 kl. 20:00 9.k Sun 8/11 kl. 20:00 12.k Mið 4/11 kl. 20:00 10.k Sun 15/11 kl. 20:00 13.k Lau 7/11 kl. 20:00 11.k Mið 18/11 kl. 20:00 Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Fim 19/11 kl. 20:00 Fim 26/11 kl. 20:00 Fös 27/11 kl. 20:00
Mávurinn (Stóra sviðið)
Lau 31/10 kl. 20:00 6.k. Lau 14/11 kl. 20:00 9.k Mið 4/11 kl. 20:00 7.k. Fim 19/11 kl. 20:00 Lau 7/11 kl. 20:00 8.k. Fim 26/11 kl. 20:00 Krassandi uppfærsla á kraftmiklu meistaraverki
Sun 29/11 kl. 20:00
Hystory (Litla sviðið) Mið 11/11 kl. 20:00 aukas. Allra síðusta sýning!
Dansinn er tjáning sem dansarar kjósa umfram orð This Conversation is Missing a Point er nýtt íslenskt dansverk eftir Berglindi Rafnsdóttur og Unni Elísabetu Gunnarsdóttur sem frumsýnt var í Tjarnarbíói í vikunni, en þær eru einnig flytjendur verksins. Verkið er í senn fyndið og mannlegt, og fjallar á kómískan hátt um það hvernig manneskjur geta verið misskildar. Hvað má segja og hvenær og hvort við vitum við yfir höfuð eitthvað? Unnur segir dansinn tjáningu sem dansarar kjósa yfirleitt frekar en orð.
Þ
etta er glænýtt verk sem við Berglind Rafnsdóttir sömdum saman,“ segir Unnur Elísabet Gunnarsdóttir dansari. „Þetta er mjög kómískt dansverk þar sem við leikum okkur með tjáningu. Við tölum bullmál í sýningunni og hugmyndin er sprottin upp frá því að við erum dansarar sem tjáum okkur með líkamanum og höfum gert frá því við vorum litlar. Við höfum alltaf átt erfitt með að tjá okkur með orðum svo við erum að leika okkur með þessar pælingar. Ég held að þetta sé algengt hjá dönsurum. Við erum best
í því að tjá okkur með líkamanum en við verðum nú vonandi betri og betri með árunum,“ segir hún og hlær. „Við erum bara tvær á sviðinu og þetta er í rauninni okkar uppistand. Þetta er mikill og krefjandi dans þar sem við erum að gefa allt sem við eigum, löðrandi sveittar og opnum hjartað. Inntakið er í grunninn þessi tjáningarvandamál sem við erum að glíma við í daglegu lífi,“ segir hún. „Þetta er mjög mannlegt málefni held ég, því allir hafa lent í því að eiga erfitt með að tjá sig eða koma fram og halda ræður eða slíkt. Þetta
Og himinninn kristallast (Stóra sviðið) Fim 5/11 kl. 20:00 Mið 2/12 kl. 20:00 Sun 15/11 kl. 20:00 Lau 5/12 kl. 20:00 Inniflugeldasýning frá Dansflokknum
Sjóminjasafnið í Reykjavík
Höfundarspjall Ef ég hefði verið... Nina Zurier
DAVID FARR
HARÐINDIN
65
2015
Fös 30/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn Fös 11/12 kl. 19:30 35.sýn Fim 5/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 21/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 12/12 kl. 19:30 36.sýn Fös 6/11 kl. 19:30 Aukas. Sun 22/11 kl. 19:30 28.sýn Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn Sun 8/11 kl. 19:30 22.sýn Fim 26/11 kl. 19:30 Aukas. Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn Mið 11/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 28/11 kl. 19:30 29.sýn Lau 2/1 kl. 15:00 39.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 23.sýn Sun 29/11 kl. 19:30 30.sýn Lau 2/1 kl. 19:30 40.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 24.sýn Lau 5/12 kl. 19:30 31.sýn Lau 14/11 kl. 15:00 Aukas. Sun 6/12 kl. 19:30 32.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Móðurharðindin (Kassinn)
Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)
551 1200 |
65
Lau 31/10 kl. 20:00 3.sýn Fim 19/11 kl. 19:30 6.sýn Mið 25/11 kl. 19:30 8.sýn Lau 7/11 kl. 22:30 5.sýn Lau 21/11 kl. 22:30 7.sýn Mið 2/12 kl. 19:30 9.sýn Sprellfjörug gleðisýning alla fjölskylduna! | midasala@leikhusid.is Hverfisgata 19 |fyrirleikhusid.is
2015
Heimkoman (Stóra sviðið)
Sun 1/11 kl. 19:30 7.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 9.sýn Mið 4/11 kl. 19:30 3.sýn Fös 20/11 kl. 19:30 10.sýn Lau 7/11 kl. 19:30 8.sýn Fös 27/11 kl. 19:30 11.sýn Meistaraverk Nóbelsskáldsins Pinters.
Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Lau 31/10 kl. 15:00 Síðustu sýningar.
Lau 7/11 kl. 13:30
(90)210 Garðabær (Kassinn) Fös 30/10 kl. 19:30 Frums. Lau 31/10 kl. 19:30 2.sýn Fös 6/11 kl. 19:30 3.sýn
Sunnudaginn 1. nóv kl. 15:00
Frítt inn á spjallið!
Lau 7/11 kl. 19:30 4.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 5.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 6.sýn
Fös 4/12 kl. 19:30 12.sýn
Lau 7/11 kl. 15:00
Sun 22/11 kl. 19:30 7.sýn
Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)
Sun 1/11 kl. 14:00 Sun 8/11 kl. 14:00 Sun 15/11 kl. 14:00 Sun 1/11 kl. 16:00 Sun 8/11 kl. 16:00 Sun 15/11 kl. 16:00 Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu
Opið alla daga 09:00 - 20:00
Ljósmyndasafn Reykjavíkur Grófarhúsi Tryggvagötu 15, 6. hæð
Gunnar Rúnar Ólafsson
Opið alla daga 10:00 - 17:00
Yfirlitssýning 26.09.15 - 10.01.16
Nánari upplýsingar um sýningar safnsins og verð á www.borgarsogusafn.is
mánudaga- fimmtudaga 12:00 - 19:00 föstudaga 12:00 - 18:00 helgar 13:00 - 17:00
Alltaf frítt inn! www.borgarsogusafn.is
Sun 1/11 kl. 19:30 23.sýn Sun 8/11 kl. 19:30 25.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn Fim 5/11 kl. 19:30 24.sýn Mið 11/11 kl. 19:30 18.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 27.sýn Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna.
1950
Tvær sýningar sem fjalla um landnámið í Reykjavík.
Tilboð! Kaffi og kaka á 1000 kr. í Víkinni kaffihúsi safnsins.
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Landnámssýningin og Landnámssögur Aðalstræti 16, Reykjavík
Grandagarði 8, Reykjavík
1950
s: 411-6300
GAFLARALEIKHÚSIÐ Það er alltaf gaman í Gaflaraleikhúsinu Bakaraofninn Sunnudagur 1. nóvember kl 13.00 UPPSELT Sunnudagur 8. nóvember kl.13.00 Aukasýning Sunnudagur 15. nóvember kl 13.00 UPPSELT Sunnudagur 22. nóvember kl 13.00 Lokasýning Frábær fjölskylduskemmtun með Gunna og Felix
Konubörn Föstudagur 30.október
kl. 20.00 Lokasýning
Fyndin og mögnuð sýning um ungar konur
4:48 PSYCHOSIS (Kúlan) Lau 28/11 kl. 17:00
Sun 29/11 kl. 17:00
551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Elísabet Rafnsdóttir sýna nýtt dansverk í Tjarnarbíói í nóvember.
Miðasala - 565 5900 - midi.is-gaflaraleikhusid.is
snýst svolítið um það. Berglind átti við það vandamál í æsku að stama svo við förum líka svolítið inn á það, og sambærileg vandamál. Við frumsýndum á miðvikudaginn og svo erum við með tvær sýningar í sölu eins og er, 11. og 17. nóvember og það væri mjög gaman að koma að fleirum. Það er bara alltaf svolítið erfitt að fá fólk til þess að koma á danssýningar. Það er oft hrætt við þetta form,“ segir hún. „Þessi sýning er samt fyrir alla. Hún er ekki þung og erfið að skilja því við erum að leika mjög mikið líka. Það ættu allir að tengja við hana, á öllum aldri. Tónlistin er eftir Þorstein Eyfjörð tónlistarmann sem er alger snillingur og samdi tónlistina sérstaklega fyrir þessa sýningu. Samstarfið við hann hefur verið alveg frábært,“ segir Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, dansari og danshöfundur. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is
menning 67
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Við höfum alltaf átt erfitt með að tjá okkur með orðum svo við erum að leika okkur með þessar pælingar. Ég held að þetta sé algengt hjá dönsurum. Við erum best í því að tjá okkur með líkamanum en við verðum nú vonandi betri og betri með árunum.
ÍSLENSKIR SÓFAR SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM MÁL OG ÁKLÆÐI AÐ EIGIN VALI
Áklæði
Erfiðir blettir eins og eftir tómatsósu, léttvín, kaffi, te, meira að segja kúlupenna, nást á auðveldan hátt úr áklæðinu.
Torino
Mósel Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-15
Roma R Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík sími: 557 9510 - www.patti.is
Með nýrri AquaClean tækni kni er nú hægt að hreinsa nánast ast stt ni!! alla bletti aðeins með vatni!
Basel
Havana
68
menning
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
tónlist afmælistónleik ar í langHoltskirkju
HORFÐU Í GÆÐIN 5 ÁRA ÁBYRGÐ Á ÖLLUM SONY SJÓNVÖRPUM
Dömukórinn Graduale Nobili 15 ára Dömukórinn Graduale Nobili heldur upp á 15 ára afmæli sitt með sérstökum tónleikum í Langholtskirkju næstkomandi sunnudag, 1. nóvember, klukkan 17. Kórinn var stofnaður var árið 2000 en á tónleikunum á sunnudag munu fyrrverandi kórfélagar slást í hópinn með núverandi og rifja upp gamla takta. Hann mun flytja verk af ýmsum stærðum og gerðum, uppáhaldsverk kórfélaganna. Graduale Nobili hefur tekið á sig ýmsar myndir á þeim 15 árum sem hann hefur starfað. Frá upphafi hafa 92 dömur verið kórfélagar en kórinn hefur unnið til verðlauna fyrir söng sinn, haldið fjölda tónleika hér á landi og víða erlendis en margir minnast eflaust samstarfs kórsins við söngkonuna Björk í Biophilia verkefninu sem vakti heimsathygli.
Tónleikar Graduale Nobili verða á sunnudaginn.
Dr augaHátíð Dr augabærinn Hafnarfjörður
W80
Afburðahönnun og frábær myndgæði frá meisturum Sony 43" – Verð: 149.990 kr. 50" – Verð: 199.990 kr. 55" – Verð: 239.990 kr
1000
X8
Meðal þeirra sem koma fram á draugahátíðinni í Hafnarfirði eru Ingó veðurguð, Gerður Kristný og Samúel Samúelsson.
4K Ultra HD upplausn, sjáðu hvert smáatriði í nýju ljósi 43" – Verð: 199.990 kr. 49" – Verð: 239.990 kr. 55" – Verð: 299.990 kr.
800 1000
W85
Sjáðu stærstu myndina í snjallasta sjónvarpinu 65" – Verð: 369.990 kr. 75" – Verð: 569.990 kr.
Nýherji / Borgartúni 37 Kaupangi Akureyri netverslun.is
800
Eigum ekki að skammast okkar fyrir myrkrið Í Hafnarfirði um helgina verður haldin draugahátíð í tilefni af Allra heilagra messu, eða Halloween eins og hún er gjarnan kölluð. Hátíðin hófst í gær, fimmtudag, og stendur til sunnudags. Á dagskránni má finna fjölmörg atriði sem henta öllum aldurshópum og er allur miðbær Hafnarfjarðar undirlagður af viðburðum af þessu tilefni. Kristinn Sæmundsson fer fyrir hópi fólks sem skipulegur hátíðina og segir viðburðinn eitthvað sem brjóti upp tímann frá sumri til jóla.
H
ugmyndin að þessari hátíð sprettur upp frá því að í fyrra komu nokkrar vinkonur mínar að máli við mig,“ segir Kristinn Sæmundsson sem ásamt öðrum sér um skipulagningu á Draugabænum í Hafnarfirði. „Þetta eru konur af erlendu bergi brotnar og langaði að gera eitthvað í tengslum við Halloween. Þær eru tengdar alþjóðaskólanum og langaði að gera eitthvað fyrir krakkana. Þær komu með nokkrar hugmyndir og ég fór á flug í kjölfarið á því,“ segir Kristinn. „Ég kokkaði þá upp þennan draugabæ ásamt fleiru góðu fólki. Við ákváðum að hafa þetta nokkra litla viðburði á mörgum stöðum í miðbænum. Halloween er ekki alveg orðið íslenskt, en Íslendinga langar mjög mikið að hafa þetta á Íslandi. Þetta er skemmtileg hátíð og það er svolítið gat í menningarflórunni á þessum tíma ársins. Þegar kemur að fjölskylduskemmtunum,“ segir hann. „Það er eiginlega bara dauður tími frá verslunarmannahelgi til jóla. Þetta er hátíð þar sem fjölskyldan fer út og samgleðst og við erum ennþá svolítið í því að skammast okkar fyrir myrkrið og kuldann. Sem við eigum alls ekki að gera, heldur vegsema og dýrka. Þetta er svona okkar liður í því að heiðra minn-
ingu okkar gengnu forfeðra og þeirra sem á undan komu. Sem er einmitt það sem Allra heilagra messa gengur út á,“ segir Kristinn. „Hátíðin er undir hatti Menningar og listafélags Hafnarfjarðar þó mjög margir aðrir aðilar leggi hönd á plóginn í þessu með okkur. Verslunarmiðstöðin Fjörður tekur rosalega mikinn þátt í þessu með okkur og hafa skreytt miðstöðina alveg helling á meðan hátíðin stendur yfir,“ segir hann. „Félagið hefur verið starfrækt í eitt og hálft ár og það eru fleiri hópar hér í Hafnarfirðinum sem standa að mjög öflugu menningarstarfi í bænum. Það er mikið stuð og mikil stemning í bænum. Dagskráin er fyrir alla aldurshópa og á laugardaginn verður skemmtileg nornaleit þar sem krakkar fara um bæinn og leita vísbendinga sem leiða þau að norninni sem mun taka í lurginn á þeim. Hún mun samt líka gefa þeim eitthvað góðgæti svo það þarf enginn að vera hræddur. Dagskráin er svo fjölbreytt að þarna finna allir eitthvað við sitt hæfi,“ segir Kristinn Sæmundsson í Draugabænum Hafnarfirði. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is
Fimmtudaginn 17. desember
Sigríður Thorlacius Sigurður Guðmundsson
harpa.is | tix.is
SESMA
3ja sæta
Nú 195.000 kr. Áður 245.000 kr.
pISA sófar
Tungusófi nú 220.000 kr. áður 275.000 kr. 4 ra sæta nú 176.000 kr. áður 220.000 kr. 3ja sæta nú 151.200 kr. áður 189.000 kr. Stóll nú 76.000 kr. áður 95.000 kr.
20% afsláttur
NORdIC tungusófi
Nú 195.000 kr. Áður 245.000 kr.
Ath. Höfuðpúði seldur sér
No1
sófI – NÝR LItUR stóll nú 92.000 kr. áður 115.000 kr.
3ja sæta nú 176.000 kr. áður 220.000 kr.
20% afsláttur
SOFt
tungusófi
Nú 425.000 kr. Áður 495.000 kr.
TEKK COMPANY OG HABITAT | Skógarlind 2, Kópavogi | Sími 564 4400 Opið mánudaga til laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 12-17 Vefverslun á www.tekk.is
SÓFATILBOÐSDAGAR Allir sófar á tilboðverði!
ERUM Að tAKA Upp JóLAVöRUR FRá HOUSEdOCtOR
KERTI
30% afsláttur
LANd
UppSELdUR Í gRáU tIL Í KAKI-gRæNU
frá föstudegi til sunnudags
Verð frá 553 kr.
3ja sæta með ullaráklæði
Nú 220.000 kr. Áður 275.000 kr.
VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA Í SKógARLINd
SÍÐAN 1964
TEKK COMPANY HABITAT
SPORTS DIRECT KRÓNAN
ELKO
NÝR StAðUR: SKógARLINd 2, KópAVOgI
72
dægurmál
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Í takt við tÍmann Sigurlaug Sar a gunnarSdóttir
Féll og fékk mér aftur Snapchat í símann Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir er 25 ára Reykvíkingur sem hefur þó búið úti um allt í gegnum tíðina. Hún er í Reykjavíkurdætrum og er einn höfunda og leikara í Konubörnum sem sýnd verða í síðasta sinn í Gaflaraleikhúsinu í kvöld, föstudagskvöld. Sigurlaug er á sviðshöfundabraut í Listaháskólanum og vinnur í Borgarleikhúsinu. Hún er grænmetisæta og er búin að læra að vera ágætlega kúl á Instagram. Staðalbúnaður
Ég á það til að skvísa mig upp en annars er ég voða róleg í tískunni. Ég versla ekki mikið hér heima enda er allt svo ógeðslega dýrt en ég er að klára smá neysluhyggjutímabil núna. Ég var í New York í sumar og er búin að vera undirgefin neysluhyggjunni síðan en er að verða komin með allt það dót sem ég þarf. Svo sá ég líka Söru Jessicu Parker í New York sem var næs.
Hugbúnaður
Það hefur verið ógeðslega mikið að gera hjá mér á þessari önn svo ég hef varla náð að hitta fjölskylduna. En þegar ég á lausan tíma fer ég mikið í leikhús og á tónleika. Ég fer miklu sjaldnar í bíó og horfi ekkert á sjónvarp. Annars tjilla ég bara með meðleigjandanum mínum, henni Beggu, fæ mér te með henni og eitthvað. Þegar ég fer út að skemmta mér fer ég svolítið á Húrra og kannski Kaffibarinn. Bar Ananas er líka skemmtilegur. Ég er voða beisík og fæ mér bjór á barnum, ekkert flóknara. Ef ég myndi panta mér kokkteil væri það Whiskey Sour. Ég er
með kort í World Class og reyni að fara í ræktina þó það hafi verið stopult síðustu mánuði. Ég skil samt ekki fólk sem vaknar klukkan sex á morgnanna, gerir heimatilbúinn hafragraut, fer í ræktina og á svo bara eðlilegan dag. Minn helsti griðastaður er baðkarið heima, þar reyni ég að zena mig og brýt heilann yfir því hvernig fólk hefur eiginlega tíma í þetta.
Vélbúnaður
Ég er rosalega háð símanum mínum, því miður. Lífið manns er í honum eins og hjá öllum. Ég nota Facebook og Instagram en svo er ég nýbúin að eyða Twitter og Snapchat úr símanum til að aftengjast smá. Ég er alltaf að reyna að minnka rúntinn á milli appa. En svo féll ég aftur um daginn og er aftur komin með Snapchat. Hvernig týpa er ég á samfélagsmiðlunum? Ég gríp dálítið í grínið… ég er eiginlega alltaf að grínast. Ég sé það þegar ég les gamla statusa. Svo er Þórdís Björk, vinkona mín, búin að kenna mér aðeins á Instagram þannig að ég er farin að vera ágætlega kúl þar.
Aukabúnaður
Ég er ekki alveg nógu dugleg að elda sjálf. Ég er grænmetisæta og borða ekki alveg nógu fjölbreytta fæðu, ég fæ mér ansi oft bara flatkökur og skyr. En ég tek mér stundum til nesti fyrir skólann. Uppáhaldsstaðurinn minn er Hestvík á Þingvöllum þar sem við erum með bústað. Þar get ég kjarnað mig algjörlega, það er það yndislegasta sem hægt er að gera. Svo ber ég alltaf taugar til Grikklands því ég bjó þar með mömmu minni þegar ég var yngri. Þetta er flott land og mig langar ógeðslega mikið að fara þangað aftur. Þar er náttúrlega aðeins hlýrra en hér sem mér finnst voða næs.
Ljósmynd/Hari
myndliSt tilurð ErróS og d -Sýningaröðin
Erró, The Big Sabartes, frá árinu 1964.
Málverk tveggja tíma Mótunarár Errós frá 1955 til 1964 eru umfjöllunarefni sýningarinnar Tilurð Errós sem verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, á morgun, laugardaginn 31. október, klukkan 16. Við sama tækifæri verður opnuð sýningin, Við erum ekki hrædd, á verkum eftir Úlf Karlsson í sýningaröð sem kennd er við D-sal Hafnarhúss. Hér mætast, að sögn listasafnsins, verk tveggja listamanna sem báðir hafa fundið hugmyndum sínum meginfarveg í málverki þó allt að sextíu ár skilji að elstu og yngstu verkin. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnar sýningarnar að listamönnunum viðstöddum. Tilurð Errós birtir mynd af listamanni sem mitt í hringiðu myndlistaheimsins, mest í Parísarborg, gerði ýmsar tilraunir og fetaði sig áfram í listinni. Á sýningunni má sjá hvernig hann hverfur frá tjáningarfullu málverki til samtíningsverka og samklippimynda, sem hann er einkum þekktur fyrir á síðari árum.
Erró.
Úlfur Karlsson, sem er 27 ára gamall, hefur að undanförnu sýnt málverk í smærri sölum borgarinnar og verið þátttakandi í nokkrum samsýningum, m.a. sýningunni Nýmálað sem sett var upp í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, á þessu ári. Sýningin er hluti af sýningaröð sem nefnd er eftir D-sal Hafnarhússins og var haldin í safninu á árunum 2007-2011.
„Mávurinn er grimmilega fyndin sýning, gneistar af uppátækjum og ástríðu“
„Sviðsetning Yönu Ross er ferskur andvari inn í leikárið“
SJ - Fbl
SJ - Fbl
„Langt er síðan ég hef séð á íslensku sviði jafn áreynslulausan en þó markvissan og flæðandi samleik“
„Mávurinn ber af, mun seint gleymast“ SJ - Fbl
M.K. Víðsjá
„Þetta var sprengikvöld“ HA - Kastljós
„Áhrifamikil sýning, fyndin og ögrandi“ DK - Hugras.is
„Þetta er nútímaleikrit og dúndursýning“ SA - tmm.is
„Galdurinn - það sem gerir þessa brjáluðu sýningu og djörfu tilraun að svona vel heppnuðu leikhúskvöldi - er ósýnilegur í loftinu milli leikaranna á sviðinu og milli orðanna sem dr. Tsjékhov setti á blað“ ÞT - Morgunblaðið
Pantaðu ljúffengar veitingar sem bíða þín fyrir sýningu eða í hléi. veitingar@borgarleikhus.is
Einróma lof Ekki missa af dúndur leikhúsupplifun takmarkaður sýningafjöldi! MIÐASALA - 568 8000 - BORGARLEIKHUS.IS
74
dægurmál
Helgin 30. október-1. nóvember 2015
Tónleik ar riTvélar fr amTíðarinnar á ferðalagi
Jónas gerir tónleikaplötu og mynd J ónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar hafa undanfarnar tvær helgar spilað tónleika fyrir fullu húsi, tvö kvöld á Rósenberg og í Frystiklefanum á Rifi. Hafa þessi tónleikar verið teknir upp í hljóði og mynd og mun svo einnig vera um helgina þegar þetta kraftmikla band heldur norður á land og spilar á Kaffi Rauðku og á
Græna hattinum. Stefnt er að því að gefa út live plötu og vinna myndefni samhliða því en hugmyndin er að fanga þessa einstöku hljómsveit, sögurnar á bak við lögin og síðast en ekki síst tónlistina af þeim þremur breiðskífum sem Jónas hefur gefið út ásamt öðru óútgefnu efni. Jónas og Ritvélarnar hlutu tilnefningu Rásar 2 fyrir besta „live“
Jónas ásamt Ritvélunum á Rifi.
flutninginn á árinu 2014 og það vita þeir sem hafa séð að þau eru vel að þeirri tilnefningu komin. Síðustu tónleikarnir þeirra í bili verða á Kaffi Rauðku klukkan 21 á föstudagskvöldið og tvennir tónleikar á Græna Hattinum, klukkan 23 er uppselt en enn eru nokkrir miðar lausir á aukatónleikana klukkan 20. -hf
TónlisT sendir fr á sér nýTT lag og Tekur plöTu upp afTur
FM Belfast til Ástralíu Stuðsveitin FM Belfast mun í janúar skella sér í hitann í Ástralíu og troða upp á Sydney Festival. Þau verða ekki ein á ferð þar sem Hermigervill mun einnig troða upp í landi kengúra og vina okkar í Nágrönnum.
Stolið letur? Dimma er titill nýrrar skáldsögu eftir Ragnar Jónasson sem er nýkomin út. Dimma er einnig nafn á vel þekktri þungarokkssveit hér á landi og eitthvað er einnig líkt með letri sveitarinnar og forsíðu bókarinnar. Sveitin er þó töluvert eldri en bókin svo kannski hefur hönnuðurinn eitthvað verið undir áhrifum. Dimma heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu á laugardag og er löngu uppselt á þá. Hinsvegar eru enn til miðar á aukatónleika sem haldnir verða klukkan 23.00 sama kvöld. Spurning hvort Ragnari verði boðið?
Stebbi bætir við aukatónleikum Uppselt er á jólatónleika Stefáns Hilmarssonar sem verða í Hörpu þann 11. desember og til þess að svara eftirspurn hefur verið bætt við aukatónleikum þann 16. sama mánaðar. Stefán hefur haldið jólatónleika um árabil og um síðustu jól kom út jólaplatan Ein handa þér sem fékk prýðilegar móttökur. Með Stefáni á þessum tónleikum verða þau Guðrún Gunnars og ungstirnin Glowie og Birgir Steinn sem er sonur Stefáns. En þau ætla einmitt að syngja dúett í fyrsta sinn af þessu tilefni.
„Ég var búin að taka upp heila plötu og mixa og allt, en svo ákvað ég að taka alveg nýja nálgun á hana og taka upp aftur,“ segir Soffía Björg. Ljósmynd/Hari
Pálmi Gunnars á Airwaves Einn reyndasti söngvari þjóðarinnar, Pálmi Gunnarsson, kemur fram á Airwaves í ár og er það í fyrsta sinn. Hann kemur fram ásamt hljómsveitinni TUSK sem hann hefur verið að vinna með að undanförnu. Pálmi segir bandið vera svolítið „crazy“ og það er greinilega ennþá líf í rokkaranum Pálma, þó að undanfarna áratugina hafi hann verið að vinna að allt öðruvísi efni.
Leikum okkur!
Bio-tex þvottaefni og blettaeyðir
Sveitapoppari úr Borgarfirði Tónlistarkonan Soffía Björg sendi frá sér nýtt lag á dögunum sem nefnist Back and Back Again og í tilefni af því gerði hún einnig myndband við lagið. Hún segir vinnuna við myndbandið hafa verið skemmtilega en um leið áhugaverða þar sem leikstjórinn var staddur í New York og leikstýrði því í gegnum Skype. Hún er að byrja undirbúning á gerð nýrrar plötu sem hún var búin að taka upp, en ákvað að taka hana upp aftur því hún vildi aðra nálgun.
s
offía Björg Óðinsdóttir er tónlistarkona frá Borgarfirði. Hún hóf nám í klassískum söng, skipti yfir í djass og prófaði líka bluegrass og americana dægurtónlist. Hún er með BA gráðu í almennum tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands og hefur getið sér gott orð sem meðlimur í hljómsveitinni Brother Grass sem gefið hefur út tvær plötur. Soffía hefur einnig samið tónlist við stuttmynd, dansverk og kórverk, sem og sungið bakraddir með Emilíönu Torrini og KK. „Ég úskrifaðist úr Listaháskólanum síðasta vor,“ segir Soffía. „Þar voru klassísku tónsmíðarnar kenndar sem voru mikil viðbrigði fyrir mig, sveitapopparann úr Borgarfirði. Ég átti mjög erfitt með að fara eftir öllum þessum reglum sem var verið að kenna manni,“ segir hún. „Það var góður skóli fyrir mig, að fara aðeins eftir reglunum. Undir lokin átti maður að brjóta þær líka og kannski kom ég sterk þar inn,“ segir hún
og hlær. „Mér fannst það mjög gaman.“ „Ég var búin að taka upp heila plötu og mixa og allt, en svo ákvað ég að taka alveg nýja nálgun á hana og taka upp aftur. Svo ég er að fara að henda mér í það á næstunni og platan kemur út á næsta ári. Þetta var stór ákvörðun að taka en um leið ekki mikið mál því mér fannst þetta svo rétt ákvörðun,“ segir Soffía. „Ég vildi að platan hljómaði eins og hún væri spiluð á sviði og ég var kominn svolítið fjarri því í upptökunum sem ég hafði gert. Ég er mjög spennt fyrir því að gera þetta upp á nýtt.“ Lagið Back and Back Again er nýtt lag sem Soffía vann með fólki sem hún ætlar að vinna plötuna með. Lagið var tekið upp í Reykjavík í september og október og er eftir Soffíu. Það fjallar um ákvörðunina að opna hjarta sitt upp á nýtt. Með henni í laginu eru þau Pétur Hallgrímsson sem sér um gítarleik ásamt Soffíu. Ingibjörg Elsa Turchi spilar á bassa og á trommur
spilar Orri Páll Dýrason. Myndbandið, sem er nýkomið út, er í leikstjórn Snorra Sturlusonar sem leikstýrði því frá New York. „Aðdragandinn var skrýtinn því ég hafði aldrei gert myndband áður,“ segir Soffía. „Snorri leikstýrði svo á Skype sem var óvenjulegt en það gekk rosalega vel. Hann var með góða yfirsýn yfir rýmið og slíkt svo það var eins og hann væri á staðnum. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og gæti alveg hugsað mér að gera meira af þessu,“ segir hún. „Enda þarf að gera það með alla tónlist í dag. Þetta er orðin svo myndrænn heimur,“ segir tónlistarkonan Soffía Björg. Soffía kemur fram þrisvar á Airwaves í ár. Á fimmtudaginn kemur hún fram á Slippbarnum á svokölluðu Off venue, í Norðurljósum í Hörpu á laugardeginum og á Gauknum á sunnudagskvöldinu. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is
Big Bacon, franskar, 3 Hot Wings, gos og Prins súkkulaði.
1.099 KR.
1.8999 KR.
154589
Original kjúklingabringa beikon, kartöfluskífa, pipar majónes, tómatsósa, ostur og iceberg-salat.
•
BIG BACON
SÍA
MMM MMMMM MMM MMMMM MM MMM MMMM... M... BEIIII BEIIIIIKON! IKO K N! KO
•
Tower borgari
PIPAR \ TBWA
HANN ER KOMINN AFTUR!
HE LG A RB L A Ð
Skeifan 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is netið
Í eins fötum Stúlkurnar sem eitt sinn kölluð sig The Charlies búa í Los Angeles og Klara birti þessa mynd af þeim stöllum þar sem þær sóttu boð þar í borg í eins jökkum.
Tveir meistarar Plötusnúðurinn Jói B sem vinnur á auglýsingastofunni Pipar birti mynd af þeim Sigga Hlö og Geir Ólafs þar sem þeir sátu í heimsókn hjá Jóa. Það finnast varla hressari menn en þeir tveir.
Að vera ‛‛ ástfangin er eins og það sé afmælisveisla í maganum.‛‛
Julia 10 ára. KidWits.net
Flottir Plötuspilarar VERÐLÆKKUN
Verð frá 34.900,-
Laugavegur 45 Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is
Hrósið ... ...fær knattspyrnukonan Hólmfríður Magnúsdóttir sem lék sinn 100. landsleik fyrir íslenska landsliðið í glæstum sigri á Slóveníu í vikunni.