Á leið heim með dæturnar frá kólumbíu
ingibjörg gunnlaugsdóttir gat ekki einu sinni sagt börnunum sínum hvað í raun væri að pabba þeirra
bjarnhildur og Friðrik hafa verið föst með dætur sínar í ellefu mánuði í kólumbíu en fjölskyldan er nú loks á leið heim. réttlætið sigraði að lokum
viðtal 24
Helgarblað
10
Fréttir 30. nóvember-2. desember 2012 48. tölublað 3. árgangur
Viðtal guðrún bergmann gerir upp Við fortíðina og spáir í fr amtíðina
Verður í fullu fjöri 100 ára
Björn missti báða fæturna Fór í hæfnispróf og heldur meiraprófinu Fréttir 2
guðrún Bergmann er sextíu og tveggja ára og hefur sagt ellinni stríð á hendur. Hún settist niður með sigríði Dögg auðunsdóttur og sagði henni sögu sína en guðrún varð ekkja fyrir átta árum og dregur hvergi undan. Hún varð fyrir misnotkun sjö ára sem olli heilsu farstjóni fyrir lífstíð, andlegu sem líkamlegu.
vændisathvarf í reykjavík Þriðja barnið að fæðast
Ljósmynd/Hari
Heilsa og tíska í Fréttatímanum í dag: íslandsmeistarinn í kraFtlyFtingum – guðrún Ásdís breytti um líFsstíl – Hendrikka Waage
eiginmaðurinn lést úr alnæmi
síða 36
Frábært verð á Lytos - vönduðum ítölskum gönguskóm
30% afsláttur út desember af öllum Lytos gönguskóm
Furka Stærðir 40–46 kr. 13.990 kr. 9.793
Rocker Stærðir 40–45 kr. 11.990 kr. 8.393
Ronny Men Stærðir 40–46 kr. 14.990 kr. 10.493
Fréttir 8
★★★★ Opið virka daga kl. 9.00–17.30
Orkuhúsinu Suðurlandsbraut 34 S. 517 3900 w w w.flexor.is
pið O la
l jó a ti dag alla
Nýtt á rúmið!
AÐEINS til 5. des.
R ý mum t I l F yR I R n ý j um Vö Rum
30-50% afsláttur af sængurverasettum ! 15% afsláttur af nýju jólasendingunni !
Úrval af bað sloppum – allar stærð ir
Þegar mjúkt á að vera mjúkt getur þú treyst okkar vörumerkjum. Betra bak er einungis með sérvalin sængurverasett, svo ekki sé talað um Aloe Vera bómullar-lökin sem slegið hafa í gegn.
Sængin sem breytir öllu !
Heilsuinniskór
Aðeins 3.900,-
Fyrir kaldar tær! Ótrúlega vinsæl jólagjöf! Svartir dúnsokkar
Kr. 6.990,Hvítir dúnsokkar
Kr. 5.990,-
140x200 Jólatilboð kr. 37.900,Dúnsæng með byltingakenndu efni sem heitir Outlast®. Efnið veitir einstaka hitajöfnun yfir nóttina.
www.betrabak.is
Leggur grunn að góðum degi
Vinsælasta jólagjöfin í Betra Baki. Inniskór sem laga sig að fætinum og dreifa þyngd jafnt undir allt fótasvæðið. Sendum frítt út á land - betrabak.is
ig að fætin ar s um lag ök þægind inst i -e
nis ilsuin kór sem He
TempraKON dúnsokkar
Parið kr. 3.900,2 pör kr. 6.980,3 pör kr. 9.990,betrabak@betrabak.is Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566 Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-17 Sunnudaga frá kl. 13-17
fréttir 3
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012 NíuNda koNaN iNspector í 160 ár a sögu Mr
Fékk símtal frá SUS eftir kosninguna María Lilja Þrastardóttir marialilja@ frettatiminn.is
„Ég er mjög ákveðin og stefni á starf þar sem ég hef engan yfirmann,“ segir Hörn Heiðarsdóttir. Hún er níunda konan til að gegna embætti inspectors scholae í 160 ára sögu Menntaskólans í Reykjavík. Hún er á eðlisfræðibraut og segir að leiðin liggi síðar í verkfræði. „Ég er samt að spá í að taka mér árs pásu á milli og læra frönsku í París.“ Inspectorar MR hafa raðað sér á topp samfélagsins í gegnum árin og jafnan komist hratt til metorða eftir að menntaskólanum lýkur. Þar má meðal annarra nefna, Hannes
Hafstein, fyrsta ráðherrann, Ásgeir Ásgeirsson, forseta Íslands, Davíð Stefánsson skáld, Einar Olgeirsson, alþingismann og forystumann sósíalista á 20. öld, Markús Örn Antonsson borgarstjóra, Davíð Oddsson, ritstjóra, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra og Dag B. Eggertsson, lækni, forseta borgarstjórnar og varaformann Samfylkingarinnar. Hörn segir að álagið hafi byrjað að segja til sín strax í fyrstu vikunni eftir kosningarnar. „Ég fékk til dæmis símtal frá SUS en þar vildu
menn fá mig til að koma á einhvern fund. “ Hörn segist hafa afþakkað boðið en bætir við að hin ýmsu fyrirtæki reyni einnig að fá hana til samstarfs. „Það vilja allir eiga smá í inspectornum,“ segir hún og hlær. „Já það er óneitanlega pressa að vera inspector það er til margs ætlast af manni og innan skólans ríkja allar þessar gömlu hefðir í félagslífinu, svo það hafa allir miklar skoðanir á því sem ég geri og ég er stöðugt undir eftirliti.“ Hörn segir það þó ekki hafa teljandi áhrif því sjálf sé hún skipulögð, „og mjög ákveðin.“
Hörn Heiðarsdóttir er metnaðarfull og hlakkar til framtíðarinnar. Hana langar að vinna að einhvers konar nýsköpun. Ljósmynd/Hari
FrÉttir BjörN HaFsteiNssoN strætóBílstjóri Missti FæturNa 2005
Fer tómhent heim frá mataraðstoðinni Mikil aðsókn er í úthlutanir á vegum Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar Íslands og dæmi er um að fólk þurfi frá að hverfa vegna langra biðraða. Kona sem hafði samband við Fréttatímann segir að klukkan fjögur í gær hafi um hundrað manns verið sendir heim með tómar hendur við úthlutun hjá Fjölskylduhjálpinni. Svipað hafi verið uppi á teningnum hjá Mæðrastyrksnefnd en þar hafi einnig hafi verið farið að þynnast töluvert í pokum við úthlutunina í gær. Samkvæmt starfsmanni hjá Mæðrastyrksnefnd er þó engum úthýst og allir fara heim með eitthvað en vissulega klárist eitt og annað. Hún segir að vandinn sé að stækka og að greina megi mikla aukningu á meðal fólks sem sækir sér aðstoðar í fyrsta skipti. Starfsmaður Mæðrastyrksnefndar segist vera farinn að finna verulega fyrir jólakvíða hjá fólkinu sem þangað sækir en samtökin hafa byrjað að taka pantanir fyrir jólin. Ekki náðist í starfsfólk Fjölskylduhjálpar. -mlþ
Mikil ásókn er í matargjafir hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Ljósmynd/Hari
Dagur íslenskrar GRILL OG GARÐHÚSGÖ tónlistar í dag
Öll skíðasvæði landsins opin um helgina
Björn Hafsteinsson þurfti að fara í hæfnispróf til að halda meiraprófinu sem hann hefur haft í yfir þrjátíu ár. Hann missti nefnilega fæturna fyrir nokkrum árum og hæfnisprófið tók sex mánuði með öllu. Sem er jafn langur tími og það tók Björn að læra á nýju fæturna. Ljósmynd/Hari
Missti fæturna og aftur kominn með meirapróf Á dögunum fékk Björn Hafsteinsson að halda meiraprófinu eftir að hafa þreytt hæfnispróf. Hann missti báða fætur í alvarlegu slysi fyrir nokkrum árum og gat ekki hugsað ég sér að missa meiraprófið eftir að hafa haft það í þrjátíu ár.
É Það þýðir ekkert að leggjast upp í sófa með tærnar upp í loft því það eru engar tær!
g er búin að vera með meiraprófið í þrjátíu ár en þurfti nú að fara í hæfnispróf og það var ekkert mál,“ segir Björn Hafsteinsson, fyrrverandi strætóbílstjóri, en nítjánda ágúst 2005 missti hann báða fæturna í alvarlegu bílslysi á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar. „Það keyrði vörubíll yfir á rauðu ljósi og beint á mig. Ég flaug út úr vagninum og lenti undir vörubílnum,“ útskýrir Björn af miklu æðruleysi. Fjórum mánuðum síðar fékk hann gervifætur hjá Össuri („hann er svo helvíti góður hann Össur,“ segir Björn) og það tók hann aðeins sex mánuði að læra á nýju ganglimina. Björn segist að eðlisfari vera mjög jákvæður og hann er þakklátur fyrir allan stuðninginn sem hann fékk frá eiginkonunni, fjölskyldu og vinum. Það voru tíu manns í strætisvagni
Björns þegar slysið átti sér stað en Björn var sá eini sem slasaðist alvarlega. Í fjölmiðlum sagði hann strax eftir slysið að hann hefði setið á götunni með „stúfinn í hendinni“ og hugsaði um það helst hvort hann ætti að fá sér smók. Hann vildi ekki að fólk væri að bogra yfir sér heldur var honum fyrst og síðast umhugað að það væri í lagi með alla farþegana. Að sögn er Björn ekkert ákveðinn hvað hann geri nú þegar meiraprófið er aftur í höfn. Hann vildi bara alls ekki missa það og segist allt eins geta keyrt strætó. „Ég geri auðvitað eitthvað sniðugt þegar fram líða stundir. Ég hef sagt það áður að það þýðir ekkert að leggjast upp í sófa með tærnar upp í loft því það eru engar tær!“ segir Björn.
Bláfjöll opna um helgina Gert er ráð fyrir því að skíðasvæðin í Bláfjöllum, Siglufirði, Sauðárkróki og Ísafirði verði opnuð í fyrsta sinn á þessum vetri um helgina. Í Bláfjöllum hefur nú verið komið upp svokölluðu töfrateppi fyrir yngstu börnin, sem er færiband sem þau stíga upp á og flytur þau upp barnabrekkuna. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri hefur einnig verið opnað, sem og á Dalvík og Ólafsfirði. Þá er komin snjóframleiðsluvél í Ártúnsbrekkur í Reykjavík sem notuð verður til þess að framleiða snjó í skíðalyftuna þar en það er að sjálfsögðu eingöngu hægt í frosti. -sda
Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2012 verða kynntar í dag, föstudag, á Degi íslenskrar tónlistar. Alls voru 120 plötur skráðar til þátttöku í Íslensku tónlistarverðlaununum í ár en í fyrra voru þær 114. Athöfn verður í Hörpu milli klukkan 11-12 þar sem léttar veitingar verða í boði og allir eru velkomnir. Endurtekin verður söngskemmtun frá í fyrra þegar allar útvarpsstöðvar landsins léku sömu þrjú lögin og fólk var hvatt til að syngja með. Nú verða lögin þrjú flutt af Kór Kársnesskóla og Megasi ásamt áhorfendum í Hörpu. Hefst söngurinn klukkan 11.15.
Unnur Ösp verðlaunahafi Í umfjöllun blaðsins á dögunum um heiðursverðlaun leiklistarinnar, Stefaníustjakann, láðist að nefna Unni Ösp Stefánsdóttur leikkonu en hún er meðal verðlaunahafa. Beðist er velvirðingar á mistökunum og óskar Fréttatíminn henni til hamingju með heiðurinn.
GLÆSILEG JÓLALJÓS Mikið úrval samtengjanlegra útisería Allt að 1.040 ljós við einn straumbreyti
Frá Svíþjóð Svíþjóð Frá
Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is
Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
Opið kl. 11 - 16 laugardag Opið kl. 13 - 15 sunnudag
4
fréttir
helgin 30. nóvember-2. desember 2012
veður
Föstudagur
laugardagur
sunnudagur
Vetrarsól og síðan slagviðri Þessi líka fíni dagur um mest allt land í dag þar sem lág sólin lætur sjá sig. um miðjan dag á morgnun nálgast síðan skil lægðar úr vestri. Þau verða hægfara og með þeim hlýnar aðeins, en enginn alvöru bloti. sa vindur og spáð er snjó víða á fjallvegum um vestanvert landið frá því seint á laugardag og á sunnudag. norðaustanog austantil verður vindur hægari og ekki úrkoma fyrr en á sunnudagskvöld. einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is
-5
-2
-4
-1
3 -1
-9
-1
-2
1
-10
-7
2 4
0
Vetrarsól Víðast á landinu og frystir á ný.
slagViðursrigning sV- og V-til þegar líður á daginn. snjóar á fjallVegum.
Úrkoma, einkum sunnantil. Væg leysing í byggð, en snjóar á fjallVegum.
HöfuðborgarsVæðið: Léttir tiL með vægu frosti.
HöfuðborgarsVæðið: versnandi veður með sLyddu og rigningu frá hádegi.
HöfuðborgarsVæðið: samfeLLd úrkoma, sLydda eða rigning.
OYSTER PERPETUAL DATEJUST
verslar Fyrir Fólk Fyrir 800 krónur Michelsen_255x50_C_0612.indd 1
01.06.12 07:21
miklu fleiri karlar sækja gömlu sundhöllina en konur.
Karlar elska Sundhöllina
Fleiri karlar stunda sund en konur samkvæmt tilraunaverkefni í kynjaðri fjárhagsog starfsáætlunargerð hjá Reykjavíkurborg, samkvæmt tilkynningu.Þar kemur fram að mestur er munurinn á aðsókn kynjanna í Sundhöllina. 68% gesta laugarinnar eru karlmenn. Í flestum öðrum laugum er hlutfallið jafnara en hjá krökkum frá 0-18 ára eru fleiri stelpur í sundi en strákar. Í rannsókninni, sem Þór Steinarsson er verkefnastjóri yfir, var líka rannsakað hversu margir nota vefinn Betri Reykjavík; ívið fleiri konur. Svo var athugað hvort Borgarbókasafnið kaupi bækur eftir kyni. Þar á bæ, árið 2011, komu út 112 titlar eftir konur og 173 eftir karla. Keypt voru 1.960 eintök eftir konur eða að meðaltali 17,5 eintök af hverjum titli en 2.645 eintök eftir karla eða að meðaltali 15,2 eintök af hverjum titli. Niðurstaðan, samkvæmt fyrrnefndri tilkynningu, var að fjárlög og fjárhagsáætlanir mismuni ekki kynjunum en „fjárúthlutanir eru ekki að nýtast kynjunum jafnt og er því ekki um kynhlutleysi að ræða heldur kynblindu.“
68%
gesta sundhaLLarinnar eru karLar.
55%
sundgesta á aLdrinum 0-18 ára eru stúLkur.
17,5
meðaLtaLs kaup Bókasafna af BókatitLum eftir konur.
15,2
Konur biðja þó um áberandi hollari vörur en karlar.
meðaLtaLs kaup
Bókasafna af BókatitLum eftir karLa.
www.dacia.is
ursula Vurzer dó ekki ráðalaus þegar hana vantaði vinnu. hún auglýsti þjónustu á Barnalandi þar sem hún býðst til að kaupa í matinn fyrir fólk fyrir 800 króna þóknun. hún hefur fullt að gera. Mynd Hari
Dacia Duster
Vinnur við að kaupa í matinn
Kr. 3.990 þús.
ung kona vinnur fyrir sér með því að fara út í búð fyrir fólk og kaupa í matinn. mjög upptekið fólk nýtir sér helst þjónustu hennar sem hún auglýsir á bland.is
Nýr sportjeppi á hrikalega góðu verði
Dísil 5,3L/100 km
GROUPE RENAULT / NISSAN
BL. ehf / Sævarhöfða 2 110 Reykjavík / Sími 525 8000
u
rsula Vurzer vinnur fyrir sér með því að fara út í búð fyrir fólk og kaupa í matinn. Hún auglýsir þjónustu sína á bland.is og hefur síminn hjá henni vart stoppað frá því auglýsingin birtist. Hún fer út í búð fyrir fólk og kaupir inn og kemur með vörurnar heim – fyrir 800 króna þóknun. Hún hikar ekki við að ferðst með innkaupapokana í strætó. „Ég hef nægan tíma,” segir hún „Það er mest mjög upptekið fólk sem hefur haft samband,“ segir Ursula. Flestir eru á aldrinum 30-40 ára. Að sögn Ursulu skýrist það líklega helst af því að það sé sá aldurshópur sem heimsækir bland.is mest. „Ef gamla fólkið vissi af þessari þjónustu er ég sannfærð um að það myndi notfæra sér hana,” segir Ursula. Aðspurð segir hún fólk ekkert hikandi við að afhenda henni peninga og innkaupalista. „Fólk virðist
alveg treysta mér,“ segir hún. Hún fer í þá búð sem fólk óskar eftir, oftast í Bónus. Aðspurð segir hún flesta borða mjög hollan mat. „Konur biðja þó um áberandi hollari vörur en karlar,” segir Ursula. Ursula býður einnig fram þjónustu sína við aðra heimilishjálp, svo sem þrif og aðstoð í veislum. „Ég get undirbúið veislur fyrir fólk og gengið frá á eftir,“ segir hún. Ursula er austurrísk og verður hér á landinu í fáeina mánuði. Markmiðið er að kynnast landi og þjóð. Um miðjan desember fer hún til Akureyrar og ætlar að vinna þar á sveitabæ í sex vikur. sigríður dögg auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
Ljósin tendruð á Oslóartrénu 2. desember. 15:30 Lúðrasveit Reykjavíkur blæs til jólaleiks á Austurvelli. 16:00 Dómkórinn syngur lög undir stjórn Kára Þormar. 16:10 Dag Wernø Holter sendiherra Noregs og Tone Tellevik Dahl afhenda Reykvíkingum tréð að gjöf. Ljósin tendrar hinn 6. ára gamli, norsk-íslenski Jörundur Ísak Stefánsson. 16:17 Dómkórinn syngur Heims um ból. 16:20 Bragi Valdimar Skúlason skáld frumflytur kvæðið Stúfur en jólasveinninn er sjöundi óróinn í seríu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og prýðir Oslóartréð í ár. 16:30 Karíus og Baktus líta við ofan úr Þjóðleikhúsi en þeir hlakka mikið til jólanna. 16:35 Jólasveinarnir Stúfur, Gluggagægir og Hurðaskellir hafa stolist til byggða. Þeim þykir ekkert skemmtilegra en að syngja jólalög með kátum krökkum! Oslóartréð breiðir faðminn mót bæjarins börnum. Dagskráin verður túlkuð á táknmáli, heitt kakó og kaffi mun verma kalda kroppa og bílastæðahúsið í Ráðhúsinu verður opið. Kynnir á dagskránni er Gerður G. Bjarklind.
PIPAR \ TBWA • SÍA • Teikning: Halldór Baldursson
Góða skemmtun í hjarta jólaborgarinnar!
6
fréttir
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
GóðGerðarmál kirkja k ærleik ans seGist hjálpa öllum
Gefa útigangsfólki súpu alla mánudaga María Lilja Þrastardóttir marialilja@ frettatiminn.is
h
ópurinn United Reykjavík stendur fyrir súpugjöf fyrir útigangsfólk á Austurvelli alla mánudaga. Þau segja tilganginn að boða kærleika og von en mörg þeirra eru fyrrverandi fíklar, aðrir hafa verið félagslega einangraðir um eitthvert skeið. Þau hafa tekið málefni útigangsfólks upp á sína arma og hjálpa þeim að komast í meðferðir og önnur úrræði. Hópurinn sem er að sögn mjög samheldinn, tilheyrir söfnuði sem heitir Ctf. „Við erum svona jésúhopparar,“ segir einn úr hópnum og þau hlæja dátt. Það var ekki margt um manninn á Austurvelli í kuldanum þegar blaðamann bar að. Hópur-
inn útskýrir að það sé ekki óeðlilegt. Útigangsfólkið reyni allt að komast inn í hús í kuldanum. Það noti til að mynda við gáma úti á Granda sem þeim er úthlutað af borginni sem hópurinn er sammála um að sé ekki ákjósanlegt. „Það er ólíðandi að fólki skuli vera staflað í gáma. Ómanneskjulegt alveg. Ég held að það sé ekki ósanngjörn krafa að fólkið fái mat og húsaskjól,“ segir ein úr hópnum og hin eru henni alveg sammála. Þau útskýra að komi enginn eða fáir í súpuna, fari þau í smölun á svæðinu í kring. Þau taki síðan afgangana og færi þeim sem inni í gámunum sitja.
Hópurinn United Reykjavík gefur útigangsfólki súpu á Austurvelli alla mánudaga. Mörg þeirra sem að súpugjöfinni standa eru fyrrum fíklar. „Ég var einu sinni hér með þeim,“ segir karlmaður á miðjum aldri sem hefur verið í söfnuðinum um nokkurt skeið. Ljósmynd/Hari
hjálparstarf inGa lind heimsótti munaðarleysinGjaheimili í tóGó
Inga Lind Karlsdóttir í heimsókn á heimili fyrir munaðarlaus börn í Tógó í Afríku þar sem hún segir vel hlúð að þeim. „Hins vegar herptist hjarta mitt saman seinni hluta dags. Þá fara flest börn í heiminum heim til sín eftir skóla eða daggæslu, en enginn sækir þessi börn.“
Börnin eru elskuð – og það munar öllu Inga Lind Karlsdóttir heimsótti heimili fyrir munaðarlaus börn í Tógó í Afríku sem íslensk hjálparsamtök, Sól í Tógó, hjálpa til við að reka. Henni þótti stórkostlegt að sjá hverju samtökin hafa komið til leiðar.
i
nga Lind Karlsdóttir sjónvarpskona er nýkomin heim úr heimsókn á heimili fyrir munaðarlaus börn í Tógó sem íslensku hjálparsamtökin Sól í Tógó hjálpa til við að reka. Markmið ferðarinnar var að kanna aðstæður barnanna á heimilinu og fylgja til Íslands tveimur starfsstúlkum á barnaheimilinu sem verða í starfsnámi á hjallaleikskólanum Laufásborg næsta hálfa árið en leikskólinn er í samstarfi við barnaheimilið. „Ég sit í stjórn Hjallastefnunnar og hef sjálf styrkt fimm börn í Aneho í gegnum Sól í Tógó um nokkurra ára skeið,“ segir Inga Lind. „Mér þótti stórkostlegt að sjá í hvað styrkirnir hafa farið og magnað að vita hverju þeir hafa komið til leiðar. Það er langt því frá að maður sé að moka í einhverja hyldjúpa hít. Þegar aurunum er komið fyrir á réttum stað, gera þeir heiminn greinilega ofurlítið betri. Á því leikur enginn vafi. Samtökin Sól í Tógó hafa líka vandað sig og ekki anað áfram heldur leyft málunum að þróast án þess að vera með stórmennskubrjálæði. Útkoman er heimili og skjól fyrir áttatíu börn sem áður áttu engan að. Enn fremur býr nú í brjósti barnanna von um mannsæmandi líf. Þau eru elskuð – og það munar öllu,“ segir hún. Barnaheimilið er rekið af nunnu, Vito að nafni. Börnin hjá nunnunni Vito eiga ýmist enga eða fáa að og þau eru allan daginn innan veggja heimilisins þar til þau komast á skólaaldur. „Það var gott að sjá hversu vel
Enn fremur býr nú í brjósti barnanna von um mannsæmandi líf.
er hlúð að þeim, hversu blíð handtökin eru og hlýjan ekki spöruð. Hins vegar herptist hjarta mitt saman seinni hluta dags. Þá fara flest börn í heiminum heim til sín eftir skóla eða daggæslu, en enginn sækir þessi börn. Þau bíða eftir kvöldmatnum sínum og fara svo í háttinn með öllum hinum,“ segir Inga Lind. Henni finnst hún loksins hafa séð heiminn eftir heimsókn sína til Tógó. „Ég hef aldrei komið til Afríku áður svo það var óendanlega margt sem ég upplifði í fyrsta sinn. Allt er öðruvísi í Afríku, himininn, jörðin, híbýlin, litirnir, dýrin, fólkið og mannlífið. Jafnvel lyktin er ný fyrir vitin. Og meira að segja tíminn líður öðruvísi, samt hvorki hægar né hraðar. Þrátt fyrir að hafa séð eitt og annað frá Afríku og lesið um þessa risastóru heimsálfu þá er ekkert eins og upplifunin sjálf. Ég heillaðist,“ segir hún. „Mér finnst líka merkilegt að hafa verið gestur í landi á tímum svo mikilla umbrota eins og eru í Tógó núna. Eftir 20 ár verður allt öðruvísi þar um að lítast. En á meðan svona miklar breytingar eiga sér stað, verður til sár þörf á stuðningi við þá sem minna mega sín og það eru ekki eingöngu lítil börn heldur líka þau sem eldri eru og enga eiga að. Þau kvíða því sem koma skal þegar æskan hlífir þeim ekki lengur og alvara lífsins tekur við,“ segir Inga Lind. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - 1 2 - 1 0 0 0
8
fréttir
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012 Kristínarhús 22 Konur og 8 börn hafa dvalið í Kristínarhúsi á rúmu ári
Ljósin tendruð á Oslóartrénu Ljósin verða tendruð á Oslóartrénu á Austurvelli á sunnudaginn, 2. desember, klukkan 16. Jón Gnarr borgarstjóri tók þátt í að fella tréð í Solemskogen við Grefsen í Osló í byrjun mánaðarins en það var flutt frá Fredrikstad til Reykjavíkur. Íbúar Oslóar hafa í yfir sextíu ár fært Íslendingum grenitré að gjöf og hefur það ætíð verið sett upp á Austurvelli. Dagskráin á sunnudag hefst með leik Lúðrasveitar Reykjavíkur klukkan 15.30. Eftir ávörp sendiherra Noregs, borgarstjóra og fleiri mun hinn sex ára norsk-íslenski Jörundur Ísak Stefánsson tendra ljósin á trénu. -hdm
Jólakaffi Hringsins Jólakaffi Hringsins í ár verður haldið 2. desember á Broadway við Ármúla. Það hefst klukkan 13.30. Jólakaffi Hringsins sem árlega er haldið fyrsta sunnudag í desember er löngu orðin hefð og er einn af hátíðisdögum Hringsins. Salurinn á Broadway er hátíðlega skreyttur, veitingar að hætti Hringskvenna eru á borðum og ljúfir tónar hljóma meðan gestir ganga í salinn. Og skemmtikraftar bíða eftir að stíga á svið og leika listir sínar. Jólahappdrættið vekur jafnan mikla eftirvæntingu, sérstaklega meðal barnanna. Vinningarnir eru allir gefnir af velunnurum Hringsins, fjölda fyrirtækja og einstaklinga. Læknar og starfsfólk af Barnaspítala Hringsins aðstoða Hringskonur á þessum degi ásamt Ísbirninum Hringi sem er góður vinur barnanna á barnaspítalanum. Jólakort Hringsins sem eru mikilvæg fjáröflun verða til sölu. Allir sem þátt taka í þessari miklu hátíð gefa framlag sitt og ágóðinn rennur óskiptur í Barnaspítalasjóð Hringsins.
Alþjóðleg öryggisvottun staðfest hjá Nýherja British Standard Institute (BSI) hefur staðfest vottun stjórnkerfis upplýsingaöryggis Nýherja samkvæmt alþjóðlegum staðli, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. Rekstarþjónusta Nýherja hlaut fyrst staðfesta vottun á þessu sviði árið 2004. „Vottunin hefur mikla þýðingu fyrir Nýherja og viðskiptavini, enda staðfestir hún að unnið sé eftir ströngum öryggisreglum í allri meðferð upplýsingagagna. Þetta er ekki síst mikilvægt fyrir þá aðila sem eru eftirlitsskyldir af FME, en þetta uppfyllir m.a. kröfur þeirra til hýsingaraðila upplýsingakerfa, sem þeim er gert að fylgja, sem úthýsa sinn rekstur,“ segir á síðunni. Í niðurstöðum úttektar BSI segir meðal annars að vitund og þekking á öryggisreglum og öryggisstefnu sé mikil hjá Nýherja og því sé úttektin án athugasemda. Þá sé stjórnkerfi upplýsingaöryggis í stöðugri þróun hjá félaginu og sterk hefð sé fyrir notkun kerfisins, sem byggir á sterkum eftirlitsþáttum. - jh
Tvö ungbörn búa nú í Kristínarhúsi ásamt mæðrum sínum og þriðja barnið er væntanlegt í heiminn í desember. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages
Þriðja barnið að fæðast í vændisathvarfinu www.kia.is
7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum.
Frá því að Stígamót opnuðu vændisathvarfið Kristínarhús fyrir rúmu ári hafa 22 konur dvalist í húsinu og átta ung börn. Tvö þeirra fæddust þar og hið þriðja er á leiðinni. Helmingur kvennanna er íslenskur og koma flestar úr mikilli neyslu og erfiðum aðstæðum.
a
Þér er boðið að reynsluaka nýjum
Kia cee’d Sportswagon
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 2 0 3 0
Íslensku konurnar koma oft úr ansi langri og harðri neyslu.
uki:
Kaupa
rVetra dekk
Við kynnum nýjan Kia cee’d Sportswagon – stærri og rúmbetri útgáfu af hinum vinsæla Kia cee'd. Hann er vel búinn og kraftmikill en samt sparneytinn, eyðir frá aðeins 4,4 l/100 km í blönduðum akstri. Komdu við í sýningarsal Öskju að Krókhálsi 11 eða hjá umboðsmönnum okkar og kynntu þér þennan stórglæsilega bíl. Við tökum vel á móti þér. Verð frá
3.590.777 kr. Kia cee’d Sportswagon dísil
Aðeins 30.777
kr. á mánuði í 84 mánuði*
*M.v. 50% útborgun eða uppítökubíl að sambærilegu verðmæti. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,06 %. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
lls hafa 22 konur, helmingur þeirra íslenskar, og átta börn nýtt sér þjónustu vændisathvarfsins Kristínarhúss frá opnun þess í september á síðasta ári. Tvö börn hafa fæðst í Kristínarhúsi og búa þar enn og þriðja er væntanlegt í heiminn í lok desember. Að sögn Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur, forstöðukonu Kristínarhúss, koma konur í misgóðu ástandi í athvarfið. „Íslensku konurnar koma oft úr ansi langri og harðri neyslu en eru yfirleitt edrú þegar þær koma til okkar. Það hefur ýmislegt gengið á í lífi þeirra og þær eru oft illa staddar. Erlendu konurnar koma oft til okkar fljótlega eftir að þær koma til landsins en hafa verið neyddar til að stunda vændi í Evrópu,“ segir Steinunn. Þrjár nígerískar konur sem búa í Kristínarhúsi sögðu sögu sína í viðtali í Kastljósi í vikunni. Þar kom fram að þær hefðu þurft að sinna allt frá tíu og upp í tuttugu viðskiptavinum í dag í götuvændi á Ítalíu. Þær voru allar barnshafandi við komuna til landsins, allt frá því að vera gengnar tvo mánuði upp í átta mánuði. Tvær þeirra eignuðust börn sín í Kristínarhúsi og sú þriðja á von á sér í desember. Þær hafa ýmist flúið erfiðar aðstæður í heimalandi sínu eða einfaldlega verið hnepptar í þrældóm. „Við vitum ekki hvort þessar konur hafa stundað vændi hér á landi, sögurnar þeirra eru ekki alveg skýrar. Það er mjög erfitt að vinna traust þessara kvenna, þær segja manni stundum eitthvað sem gerðist fyrir þó nokkru og eru jafnvel ekki tilbúnar að segja frá því sem er nýliðið af ótta við að upplýsa um eitthvað sem þær mega ekki upplýsa,“ segir Steinunn. Að sögn Steinunnar búa konurnar í Kristínarhúsi mislengi í vændisathvarfinu. „Þær sem hafa þegið hjálp og gengur ágætlega hafa verið í að minnsta kosti hálft ár hjá okkur,“ segir hún. Konurnar eru allt frá 18 ára og upp í tæplega sextugt, að sögn Steinunnar, en flestar á þrítugsaldri. „Þær konur sem koma til okkar og segjast ekki hafa stundað vændi eru að flýja annars konar ofbeldisaðstæður, oft skipulagða glæpastarfsemi á borð við handrukkun og þess háttar,“ segir Steinunn. Margar eru í misjafnlegu líkamlegu ástandi og koma jafnvel slasaðar í athvarfið. Þær fá aðhlynningu eftir þörfum og koma þá í athvarfið eftir að vera búnar að ná sér á spítala. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
FULL ÞJÓNUSTA Á VERÐI SJÁLFS AFGREIÐSLU. Starfsmenn okkar taka upp hanskann fyrir viðskiptavinina. Þeir skipta um rúðuþurrkur, mæla og fylla á olíu, rúðuvökva og frostlög – og dæla á tankinn, en þú greiðir sama verð og í sjálfsafgreiðslu. Fáðu sem mest út úr hverjum dropa.
Athugið að þjónustutími er mismunandi eftir stöðvum.
Nánari upplýsingar á www.skeljungur.is
10
fréttir
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Fjármál EF vErðtryggð lán yrðu dæmd ólöglEg myndi það sEtja FjármálakErFið í uppnám
veldlega sett allt fjármálakerfið og jafnvel greiðslugetu ríkissjóðs í uppnám,“ segir Jón en bendir á að það séu skammtímaáhrif. Til lengri tíma væru áhrifin að búið væri að setja því mjög miklar skorður hvers konar samninga einstaklingar gætu gert sín á milli og það gæti dregið þrótt úr hagkerfinu. „Verðtryggð lán eru mikilvægur valkostur fyrir fólk sem vill kaupa húsnæði,“ segir Jón og bætir við að hann geti vel skilið fólk sem tekur óverðtryggð lán við núverandi aðstæður: „En slík lán hafa verulega ókosti, sérstaklega þegar verðbólga er há því þá getur endurgreiðsluferillinn orðið svo ójafn að raungildi. Það væri því mjög slæmt fyrir komandi kynslóðir á Íslandi ef þær ættu ekki val á því að taka verðtryggð lán.“
14 ára með mS sjúkdóminn „nýju vinirnir horfa framhjá sjúkdómnum,“ segir Hilmir jökull sem er eina barnið á Íslandi með mS 30
Viðtal
Vinsælli en laxness Arnaldur Indriðason hefur selt 7,5 milljónir eintaka og þar af 400 þúsund á Íslandi
ný stjarna í Þjóðleik húsinu Þórunn Arna leikur í fjórum verkum í vetur
Viðtal 32 úttekt 44
Helgarblað
16.-18. nóvember 2012 46. tölublað 3. árgangur
úttekt búið er að þingfesta fyrsta dómsmálið gegn verðtryggingunni
Í stríð gegn verðtryggingu
Skrifar um það versta
Steinunn Sigurðardóttir fordæmir barnaníðinga
25
Viðtal
SIGURV
Hjónin theódór magnússon og Helga margrét guðmunds dóttir hafa höfðað mál út af verð tryggðum húsnæðis lánum. Helgi Hjörvar, formaður efnahags og viðskiptanefndar, segir íbúðalánasjóð vísvitandi veita rangar upplýsingar. For stjóri sjóðsins segir fólk gleyma að reikna með því að launin hækki á við vísitölu neysluverðs. Stríðið um verðtrygginguna er hafið. síða 10
Austurveri - Háaleitisbraut 68 Við opnum kl: Og lokum kl:
EGARI
BESTUR FYRIR FJÖLDA NN
Jóla bjórarnir þrettán Bestu jóla bjórarnir 62 úttekt
Vill búa á götunni Alma Rut setur sig í spor heimilis lausra Ljósmynd/Hari
mikaeltorfason@ frettatiminn.is
Fyrsta málið gegn verðtryggingunni var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 18. október en það eru hjónin Theódór Magnússon og Margrét Guðmundsdóttir sem hafa stefnt Íbúðalánasjóði og lögfræðingur þeirra, Heimir Sveinsson, segir málið einfalt. Það snýst um það hvort lántakendur fái fullnægjandi upplýsingar. Ef verðtryggingin yrði dæmd ólögleg segir Jón Steinsson hagfræðingur að áhrifin gætu orðið víðtæk fyrir fjármálakerfið og skuldara: „Áhrifin myndu fara mjög eftir því hvað dómstólar myndu ákveða að lántakendur þyrftu að greiða í stað verðtryggingarinnar. Jafnvel tiltölulega lítil frávik frá þeim greiðslum sem verðtryggingin kveður á um myndi þýða stærstu eignatilfærslu í sögu lýðveldisins og gæti mjög auð-
Hár, SnyrtiVör ur og tíSka Í FréttAtÍmA num Í dAg
Mikael Torfason
— LItIrnIr Í vetur — vÍnrAutt og FjóLubLátt — SkvÍSubókIn Í ár — SteIneFnAFArðI
Mjög slæmt ef verðtryggð lán yrðu dæmd ólögleg
86 dægurmál
www.lyfogheilsa.is Opnunartímar 08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar
Austurveri
Jón Steinsson hagfræðingur.
Forsíða Fréttatímans 16. nóvember 2012
ættlEiðing EllEFu mánaða bar áttu Fyrir kólumbískum dómstólum lokið
Þau buguðust aldrei „Við munum alltaf, alltaf vera fjölskylda,“ sögðu Bjarnhildur og Friðrik við dætur sínar þegar þau fengu þær í fangið þann 20. desember á síðasta ári. Þau hafa verið föst með þær í Kólumbíu síðan en eru loks á leið heim. Réttlætið sigraði að lokum.
H
jónin hafa sýnt mikinn styrk í þessu erfiða og flókna ferli og þau buguðust aldrei,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri íslenskrar ættleiðingar, um hjónin Bjarnhildi Hrönn Níelsdóttur og Friðrik Kristinsson, sem hafa verið föst í Kólumbíu með dætur sínar tvær frá því 20. desember í fyrra, en eru loks á leið heim til Íslands. Þau hafa háð einstaka baráttu við kólumbískt réttarkerfi og höfðu loks sigur og þurfa því ekki að brjóta loforðið sem þau gáfu dætrum sínum daginn sem þau hittu þær fyrst: „Við munum alltaf, alltaf, vera fjölskylda.“ Bjarnhildur og Friðrik sóttu um að fá að ættleiða barn fyrir rúmum sex árum. Fyrir rúmu ári fengu þau þær upplýsingar að þau gætu fengið að ættleiða tvær stúlkur í Kólumbíu, fæddar 2007 og 2009. Þau fóru út í desember til að sækja dætur sínar fyrir milligöngu Íslenskrar ættleiðingar. Hefðbundið ættleiðingarferli í Kólumbíu er þannig að eftir að foreldrar taka við börnunum sínum í landinu fer ættleiðingarmálið fyrir dómstóla þar sem nýir foreldrar fá börnin dæmd sín. Í framhaldinu fá börnin útgefin vegabréf og loks vegabréfsáritun til Íslands
Tvenn hjón í Kólumbíu
og tekur ferlið venjulega um 4-6 vikur, samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri ættleiðingu. „Þungu fargi er af okkur létt. Mál Bjarnhildar og Friðriks og dætra þeirra er einsdæmi í sögu kólumbísks réttar,“ segir Kristinn. „Við höfum eftir
Formlegt ættleiðingarsamband komst á milli Kólumbíu og Íslands árið 2003. Síðan hafa í heildina 13 börn verið ættleidd af íslenskum foreldrum, tíu eru komin til landsins en auk Bjarnhildar og Friðriks eru önnur íslensk hjón í Kólumbíu núna að sækja barnið sitt. 16 börn eru á biðlista eftir ættleiðingu frá Kólumbíu.
fremsta megni reynt að styðja við bakið á þeim í þessu ferli og hefur lögfræðingur okkar í Kólumbíu, Olga María Velásques De Bernal, reynst þeim einstaklega vel. Hún hefur lagt gríðarlega mikið á sig og hafði óbilandi trú á því að það væri þessi eini tiltekni dómari sem var ástæðan fyrir töfunum. Það var ekkert óeðlilegt í málinu, umsókninni né ferlinu og það hefur komið í ljós núna enda hefur þessi dómari verið
tekinn úr ættleiðingarmálum og mun ekki dæma í þeim héðan í frá,“ segir Kristinn. Ættleiðingarstofnunin í Kólumbíu undirbýr nú formlega kvörtun á hendur dómaranum og hefur yfirréttur í héraði ávítt hann fyrir framgang hans í þessu máli. Stúlkurnar tvær eru orðnar altalandi á íslensku og eru hættar að tala spænsku því þær hafa eingöngu verið í umsjá foreldra sinna síðastliðna ellefu mánuði. Að sögn Kristins hefur farið vel um þau og aðbúnaður þeirra hefur verið góður þótt þau hafi að sjálfsögðu þurft að þola fjölda áfalla á undanförnum mánuðum. „Ef við reynum að horfa á björtu hliðarnar þá hefur fjölskyldan fengið ómetanlegan tíma til að tengjast og kemur fullsköpuð til landsins,“ segir Kristinn. Stúlkurnar fengu, að sögn Kristins, vegabréf sín afhent á miðvikudag. Þau voru skönnuð inn og send til Útlendingastofnunar á Íslandi sem veitir þeim Schengen-áritun sem verður send í pósti og berst þeim vonandi upp úr helgi. „Þá eru þau á leiðinni heim,“ segir Kristinn. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
Eldri dóttirin er fimm ára og heitir Helga Karólína Friðriksdóttir. Helga í höfuðið á föðurömmu sinni og Karólína er kólumbíska nafnið hennar. Yngri dóttir þeirra er þriggja ára og heitir Birna Salóme Friðriksdóttir. Birna í höfuðið á móðurömmu sinni og Salóme er kólumbíska nafnið hennar.
123433 •
SÍA •
PIPAR\TBWA
aðVenTuHáTÍð TÍð Í kÓPaVoGi
1. desember
jólaljósin tendruð á vinabæjartrénu HálsaTorG kl. 16.00–17.00 Stígvélaði kötturinn og Mjallhvít sjá um að kynna dagskrána. Skólahljómsveit Kópavogs spilar jólalög.
Molinn – ungmennahús, opið kl. 14.00–18.00 Kaffihúsið opið – jólastemning, tónlist og leikþáttur. Tríóið Friends4ever. Kl. 17.30 Atriði úr Ævintýrinu um Augastein.
Gerðarsafn, opið kl. 11.00–17.00 MÆTing – Kristinn g. Harðarson. Frásagnir af raunverulegu lífi, umhverfi og atburðum eru kjarni verkanna.
Sendiherra Svíþjóðar, Anders Ljunggren, afhendir vinabæjartréð frá norrköpping.
Aðventustemning í kaffistofu.
Forseti bæjarstjórnar, Margrét Björnsdóttir, tekur á móti jólatrénu fyrir hönd Kópavogsbæjar.
laufabrauðsdaGurinn á Gjábakka
Samkór Kópavogs syngur jólalög.
Kl. 14.00 Tríóið Friends4ever
Jólasveinar kíkja í heimsókn og taka lagið.
Kl. 13.00 Handverksmarkaður opnaður Kl. 13.00 Laufabrauðsgerðin hefst Kl. 15.00 Samkór Kópavogs Kl. 16.15 Skólahljómsveit Kópavogs Veitingar, kaffi og súkkulaði verður afgreitt í kaffiteríu frá kl. 13.30–16.30. Allir eru velkomnir í ylinn á gjábakka.
bÓkasafn kÓPaVoGs oG náTTúrufræðisTofa jólakötturinn verður á kreiki í safnahúsinu milli kl. 15.00 og 16.00 og heilsar upp á krakka. Í Kórnum í Safnahúsinu verður boðið upp á skemmtiog fræðsluerindi um jólaköttinn í máli og myndum fyrir 4–6 ára börn, slóð kattarins verður rakin um húsið og lesin skemmtileg jólasaga. Dýrin í náttúrufræðistofunni skrýðast jólabúningi. nýjar og gamlar jólabækur eru til útláns í bókasafninu.
lisTaMenn sýna 1. og 2. des. listamenn í miðbæ kópavogs hafa tekið sig saman og opna vinnustofur sínar helgina 1. og 2. desember kl. 13.00–17.00. Komið og skoðið listmenninguna í Kópavogi, heitt á könnunni og allir velkomnir í jólastemningu og smitandi gott jólaskap! glergallerí, Jónas Bragi og Catherine Dodd, Auðbrekku 7. Listamenn Art 11, Auðbrekku 4, 3. hæð. gengið inn að aftanverðu. Listamenn í norm-X húsinu, Auðbrekku 6, 2. og 3. hæð. Ath. aðeins opið 1. desember kl. 13–17. Skruggusteinn, keramik, myndlist og skart. Vinnustofa fimm listamanna, Auðbrekku 4, 2. hæð. Stúdíó Subba, Hamraborg 1–3.
kopavogur.is
jólin í höllinni
helgartilboð komdu núna
núna
núna
50.000 kr. afsláttur
nÝtt
30.000 kr. afsláttur
249.900
tVeggja sÆta
Cindy fjölskyldusófi. B 347 D 101 H 85 cm. (hægt að fá með 45° horn hægra og vinstra megin). Verð: erð: 279.990 litur: grátt slitsterkt áklæði.
alBion sófi. 3ja sæta. B 229 H 81 D 90 cm. santos leður svart. 2ja sæta. B 174 H 81 D 90 cm. santos leður svart.
þriggja sÆta
169.990 219.980 Verð: 219.990
Verð: 269.980
nÝir
jóladúkar södaHl akRíl-dúkaR Br. 140 cm. Metravara. Má þvo í þvottavél. Jólasendingin komin. Mikið úrval.
FUll Búð aF jólavöRUM! núna
30.000
Roland lyftistóll. litur: svart leður og svart áklæði.
pUnto hægindastóll litur: svart og ljóst leður.
slinky linky er einnig fáanlegur hvítur.
kr. afsláttur
ClUB lUx stóll stærð: 73 x 74 x H 75 cm svart leður
69.990 Fullt Verð:99.990
HúsgagnaHöllin
139.990 hÆgindastóll
veRð FRá
199.990
• B í l d s h ö f ð a 2 0 • Re y k j a v í k • s í m i 5 5 8 1 1 0 0
raFmagns lyFtistóll
opið
20% aFsláttur
5.990 metraVerð
slinky legubekkur krómlappir, litur svartur og hvítur.
55.990 Fullt Verð: 69.990
Virka daga 10-18, laugard. 11-17 og sunnud. 13-16
fyrir lifandi heimili
núna
UMBRia tungusófi Xl. Hvítt leður. B:305 D:87 H: 80 t: 163 cm. Einnig til í svörtu leðri.
leður tungusóFi Xl
70.000 399.000 kr. afsláttur Verð: 469.000
sóFar
núna
30.000 kr. afsláttur
tungusóFi
219.990 Verð Frá: 249.990
núna
12 Mánaða vaxtalaUs lán
30.000 kr. afsláttur
tVeggja sÆta
UMBRia 2 sæta sófi. B:180 D:87 H:80 cm. 3 sæta: B:250 D:88 H:78 cm. tungusófi: B:245 D:87 H: 80 t: 163 cm. Einnig til tungusófi Xl. Þrír litir.
þriggja sÆta
139.990 199.990 Verð Frá: 169.990
Verð Frá: 229.990
santandeR svartur leðursófi 2 sæta sófi B:176 D:91 H:86 cm. 3 sæta B:213 D:91 H:86 cm.
nÝ sending
399.990 danskt handVerk
MoRRison borðstofuborð. B:100 l:200 H:73 cm. stækkanlegt í 358 cm með þremur stækkunum sem fylgja. Gegnheil sápuborin eik. Gæðavara!
39.990 Fullt Verð: 49.990
aspen borðstofustóll, krómlappir. svart leður.
best b est seller 2012!
20% 15.990 Verð: 19.990
Hot barstóll, krómlappir. litir: svart og hvítt.
19.190 Verð: 23.990
dallas barstóll, krómlappir. litir: svart og hvítt.
15.990
aFsláttur aF eldhús- & barstólum
valeRie borðstofustóll, krómlappir. litur: svart.
Verð: erð: 19.990
plUMp barstóll, krómlappir. litur: svart.
0% vextiR
andRew borðstofustóll. svart, brúnt og hvítt leður.
15.990 Fullt Verð: 19.990
11.990
25% aFsláttur aF Valerie
Fullt Verð: 15.990
- Húsgagnahöllin býður upp á vaxtalaus lán til allt að 12 mánaða
14
fréttaskýring
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
stjórnmál Guðbjartur hannesson líkleGur GeGn árna páli árnasYni
Formannsslagur í Samfylkingunni Árni Páll Árnason má búast við mótframboði gegn sér til formanns Samfylkingarinnar. Líklegur er Guðbjartur Hannesson.
Árni Páll Árnason gæti orðið formaður.
Y
firgnæfandi líkur eru sagðar á því að Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra muni bjóða sig fram gegn Árna Páli Árnasyni til formanns Samfylkingarinnar. Hann er sagður hafa fengið fjölda áskorana. Fari svo að Guðbjartur bjóði sig fram gegn Árna Páli, er ólíklegt að aðrir muni gera slíkt hið sama því flestir eru á því að það sé ekki jákvætt að of margir frambjóðendur berjist um formannssætið, meðal annars vegna þess að hættan er á að atkvæðin dreifist um of og sigurvegarinn stæði uppi með ef til vill einungis þriðjung atkvæða. Kosningastjórn Samfylkingarinnar
veltir hins vegar nú fyrir sér þeim möguleika að setja reglur um kosninguna þannig að tryggja megi að sá sem fer með sigur af hólmi hljóti meirihluta greiddra atkvæða. Til greina kemur að kjósendur raði frambjóðendum í sæti og að atkvæði þeirra flytjist á milli svo þau nýtist öll, líkt og gert var í stjórnlagaþingskosningunum. Mikill þrýstingur er á þrjá aðra þingmenn flokksins að bjóða fram krafta sína í formannssætið, þau Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, Oddnýju Harðardóttur og Magnús Orra Schram. Sigríður Ingibjörg nýtur mikils stuðnings kvenna í grasrót flokksins. Hún hafi sýnt í nýafstöðnu prófkjöri að hún njóti mikils fylgis og með því að tryggja sér forystusæti í öðru Reykjavíkurkjördæminu hafi hún opnað fyrir möguleika á formannsframboði. Sigríður Ingibjörg er hins vegar sögð hikandi og vilja bíða ákvörðunar Guðbjarts. Fari hann ekki fram muni hún
íhuga það fyrir alvöru að bjóða sig fram sem annan valkost við Árna Pál. Oddný þótti standa sig í fjármálaráðuneytinu og með því hafi hún sannað sig sem einn af framtíðarforystumönnum flokksins. Það hafi einnig vakið athygli að þegar Katrín Júlíusdóttir fór í fæðingarorlof og Össur neitað að taka við iðnaðarráðuneytinu tímabundið hafi Oddný ekki skorast undan þrátt fyrir að vera með minnstu ráðherra- og þingreynsluna af öllum ráðherrum Samfylkingarinnar. Vitað var að iðnaðarráðuneytið yrði erfitt þeim sem tæki við því þar sem í því fólst að ljúka við rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma sem hafði verið á bið í fjölda ára. Henni hafi hins vegar tekist að koma málinu inn í þing á tveimur mánuðum. Því er haldið fram að Oddný sé hins vegar mikil raunsæismanneskja og hún geri sér grein fyrir því að hún sé lítt þekkt og með einungis tæplega fjögurra ára þingmennsku að baki. Ólíklegt þykir að hún bjóði sig fram nema Guðbjartur geri það ekki.
Magnús Orri, Sigríður og Oddný.
Magnús Orri Schram hefur náð að stimpla sig inn sem einn af þungavigtarmönnum þingflokksins og er talinn efni í framtíðarleiðtoga. Hann er óhræddur við að taka að sér erfið verkefni, er duglegur, með skýra sýn og á auðvelt með að vinna með fólki. Af þeim sökum hefur hópur áhrifafólks innan flokksins skorað á hann að stíga skrefið nú og bjóða sig fram til formanns. Hann glímir hins vegar við sama vanda og Sigríður og Oddný, stutta reynslu af þingmennsku. Þau þrjú vita vel að ef Árni Páll fer með sigur af hólmi er hann líklegur til að vera formaður flokksins næstu þrjú kjörtímabil eða svo. Bjóði Guðbjartur sig fram og sigri sé allt eins víst að staðan losni aftur eftir fjögur ár. Þá sé þeirra tími kominn. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is
Guðbjartur Hannesson íhugar að bjóða sig fram.
Tilboð gilda til og með 06.12.12 til meðlima í Vildarklúbb Eymundsson.
bækurNAr fyrir þAu yNgstu
2.499
Tilboð kr. ,Stóra orðabókin mín Fyrstu skrefin Verð kr. 3.399,-
26% afsláttur
23% 2.299
Tilboð kr. ,Fyrstu 100 tölurnar Klár kríli Verð kr. 2.999,-
Við aðstoðum við valið og pökkum inn þér að kostnaðarlausu.
23% afsláttur
afsláttur
2.299,-
Tilboð kr. Fyrstu 100 orðin Klár kríli Verð kr. 2.999,-
CHEVROLET CAPTIVA:
„Ég á heima á Íslandi “
Bíll á mynd: Chevrolet Captiva LTZ
Chevrolet Captiva sportjeppinn er hlaðinn aukabúnaði sem eykur getu hans og akstursánægju við erfiðustu aðstæður. Hann bregst við náttúruöflunum eins og innfæddur. Þess vegna er hann einn vinsælasti jeppinn á landinu. Íslendingar þekkja Captiva; hann á heima á Íslandi!
Chevrolet Captiva LT • Verð kr. 6.390 þús. Chevrolet Captiva LTZ • Verð kr. 6.990 þús. Hluti af staðalbúnaði Captiva LT: 2.2L / 184 hestafla vél • 7 sæta • 17” álfelgur • 6 þrepa sjálfskipting • Bluetooth samskiptakerfi Brekkubremsa • Stefnuljós í hliðarspeglum • Fjarstýrðar samlæsingar með þjófavörn • Aðgerðarstýri • Rafmagn í rúðum og hliðarspeglum • Hljómfl utningstæki með USB tengi • Aksturstölva • Tölvustýrð miðstöð með loftkælingu • Fjaropnun á afturhlera • Upphitanlegir hliðarspeglar • Nálægðarskynjarar í afturstuðara og fl eira og fl eira.
380
óna d kr kki n u þús rarpa ð vet ir me fylg
Aukalega í Captiva LTZ: Leðuráklæði á 7 sætum • Rafmagn í sætum • Topplúga • 18” álfelgur • 8 hátalarar • Dökkar afturrúður Titanium litaðir þakbogar og hurðahúnar • Hreinsibúnaður á aðalaljósum • Állituð hlífðarpanna • Nálægðarskynjari í framstuðara
Verið velkomin í reynsluakstur og kaffi Opið laugardag frá kl. 12-16 Tangarhöfða 8 • 590 2000 | Njarðarbraut 9 • Reykjanesbæ • 420 3330 | Bílaríki • Glerárgötu 36 Akureyri • 461 3636 | www.benni.is
16
viðhorf
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Verðbólga læknast ekki með meiri verðbólgu
Þ New York Times Metsölubók
„Frábær bók til að
fyrir
lesa með börnunum„
7-12 ára
Ævintýri eins og þau gerast best Dagný og Sabrína Grimm eru afkomendur hinna frægu Grimmsbræðra. Margverðlaunaðar sögur þar sem kunnugleg ævintýri birtast í nýju ljósi. Vorið 2012 hlaut Bókabeitan Vorvinda IBBY fyrir framlag sitt til barnamenningar
Vítin eru til að varast þau
Það læknar enginn verðbólgu með meiri verðbólgu. Þá sögu þekkja Íslendingar allt of vel, að minnsta kosti þeir sem bjuggu við þá óðaverðbólgu sem hér geisaði á árum áður. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sá sig þó knúinn til að minna á þetta í viðtali við Morgunblaðið í liðinni viku. Þar var haft eftir Gylfa Arnbjörnssyni, forseta Alþýðusambands Íslands, að einsýnt væri að forsendur kjarasamninga væru brostnar. Laun þyrftu því að hækka meira en um var samið. Ein forsenda samninganna hefði verið að verðbólgu yrði náð niður fyrir 2,5 prósent þannig að almennar hækkanir ykju kaupmátt. Hún er nú um tvöfalt hærri. Aðilar vinnumarkaðarins Jónas Haraldsson geta endurskoðað kjarasamnjonas@frettatiminn.is ingana í janúar en laun eiga að hækka 1. febrúar um 3,25%, komi ekki til uppsagnar. Kaupmáttur hefur aukist um 0,9% undanfarna 12 mánuði. Aukin verðbólga hefur haft sitt að segja varðandi minni aukningu kaupmáttar en vænst var – og veikara gengi krónunnar. Þrátt fyrir orð Gylfa á Vilhjálmur ekki von á því að samningar verði opnaðir í janúar þótt margar forsendur þeirra hafi brugðist. „Kaupmáttarforsendan í samningunum byggist á þróun launavísitölu og þróun launa. Það stefnir allt í að sú forsenda standist. Það hefur verið launaskrið umfram samninga. Ég tel að það sé ekki skynsamlegt að hækka laun umfram það sem búið er að ákveða,“ segir Vilhjálmur í fyrrgreindu viðtali og hnykkir á því að enginn lækni verðbólgu með meiri verðbólgu. „Ef samningarnir opnast,“ bætir hann við, „mun atvinnulífið fara fram á minni launahækkanir.“ Við þær aðstæður sem nú eru er skynsamlegast að hreyfa ekki við þeim kjarasamningum sem eru í gildi. Í allra þágu er að málsaðilar leggist á árarnar til að ná verðbólgunni niður fyrir 2,5% markmiðið. Þar bera fleiri ábyrgð en aðilar vinnumarkaðarins, þ.e. stjórnvöld og Seðlabankinn. Bankinn
var gagnrýndur fyrir nýlega vaxtahækkun af verkalýðshreyfingunni, atvinnulífinu og raunar forsætisráðherra. Gylfi Arnbjörnsson segir að vaxtahækkanir Seðlabankans kunni að veikja gengi krónunnar. Þótt aðstæður séu um margt aðrar en var árið 1977 er engu að síður rétt að rifja upp sólstöðusamningana svokölluðu sem gerðir voru það ár, samninga aðila á vinnumarkaði sem augljóslega voru mikil mistök. Þeir voru sem olía á bál verðbólgunnar, það mátti jafnvel þeim sem undir þá skrifuðu vera ljóst þá þegar. Vítin eru til að varast þau. Styrmir Gunnarsson rifjar þá samninga upp í nýútkominni bók um átök og uppgjör í Sjálfstæðisflokknum á þessum árum. Verðbólgutölur frá áttunda og níunda áratug liðinnar aldar sjást vonandi aldrei aftur en Styrmir nefnir að ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, sem tók við af ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar, hafi tekist að lækka verðbólguna niður í 26%. Engan sérfræðing hafi hins vegar þurft til að sjá að kjarasamningarnir sem gerðir voru sumarið 1977 ógnuðu þeim árangri. Opinberir starfsmenn settu fram svipaðar kröfur og um var samið á almennum vinnumarkaði og ríkisstjórnin var ekki í stöðu til þess að neita þeim um áþekkar kjarabætur. Að nefna kjarabætur í kjölfar þessara alræmdu samninga eru öfugmæli enda var samningunum ýmist lýst sem vitleysu, fáránlegum eða hreinni katastrófu. Verðbólga fór endanlega úr böndunum í kjölfar þeirra og óx stjórnlaust næstu misseri og ár og var komin yfir 100% þegar ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen hrökklaðist frá 1983. Stjórnleysi þessa tímabils minnast þeir sem þá voru komnir til vits og ára með hryllingi. Þótt aðstæður séu aðrar nú er rétt að hafa þessar sögulegu staðreyndir í huga þegar tæpt er á því að taka upp gildandi kjarasamninga á sama tíma og ekki tekst að hemja verðbólgu innan settra markmiða – og það á kosningavetri þegar hætt er við innistæðulausum loforðum. „Kjarabætur“ sem leiða til aukinnar verðbólgu koma sem bjúgverpill í höfuð launþega.
Vik an sem Var Þá vitum við það Ég er ekki ómissandi ef einhver heldur það. Björn Valur Gíslason tók áhættu og gaf kost á sér í forvali VG í Reykjavík og náði ekki öruggu þingsæti. Hann tók áfallinu af æðruleysi og karlmennsku. Viltu í nefið? Mér finnst voða gott að fá mér kók í nefið, ég er alveg sjúkur í þetta. Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, ræddi fíkn sína og fleira í viðtali við DV en hann fékk 22 ára dóm í Brasilíu fyrir tilraun til að smygla dópi til landsins. Hátt að klífa, lágt að falla Menn eru fljótir að fara milli himins og heljar hjá henni. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, vissi ekkert hvaðan á hann stóð veðrið þegar Jónína Benediktsdóttir sló á puttana á honum
og skammaði í Morgunblaðsgrein. Innansveitarkrónika Þar fóru umræður Gunnars Inga Birgissonar um mig og mína persónu algjörlega fram úr öllum velsæmismörkum. Ég furða mig á því að forseti bæjarstjórnar skyldi ekki hafa vítt bæjarfulltrúann fyrir orðbragð í minn garð og þá sérstaklega þar sem ég var fjarstödd og gat ekki borið hönd fyrir höfuð mér. Þau hafa löngum eldað grátt silfur Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingar í Kópavogi, og Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og nú sauð upp úr eina ferðina enn. Gott að vera í Kópavogi Það eina sem ég sagði var að þessi framkoma væri geggjun. Guðrún er sjálf búin að nota þvílíkt orðbragð gagnvart mér og fleiri einstaklingum í bæjarstjórninni að vart er hafandi eftir,
bæði á fundum og í riti. Gunnar i. Birgisson er jafn óhress með framkomu Guðríðar Arnardóttur og hún með hann. Sannur jólaandi Maður leggur ekki upp með að gera einhverjum illt og vitaskuld ekki á stefnuskrá nokkurs að lenda í fangelsi. Andrea Kristín Unnarsdóttir, þekktari sem Andrea „slæma stelpa“, situr í fangelsi fyrir grófa líkamsárás. Hún ræddi jólin bak við rimlana og fleira í viðtali við Jólablað Fréttablaðsins. Stranglega bannað börnum Að við séum tengd klámi á einhvern hátt, það er af og frá. Femínistar gagnrýndu Kvikmyndaskólann harðlega fyrir nokkuð blautlega auglýsingu frá leiklistardeild skólans. Hilmar Oddsson skólastjóri baðst afsökunar á auglýsingunni sem að hans sögn er ekki í „samræmi við okkar kynningaog auglýsingareglur.“
MaðuR vikunnaR
Borghildur Guðmundsdóttir Glerverksmiðjan Samverk ehf Eyjasandi 2, 850 Hella Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi sími: 488 - 9000 www.samverk.is samverk@samverk.is
Söluskrifstofa og fagleg ráðgjöf Víkurhvar fi 6, 230 Kópavogi
„Ég hef aldrei verið þekkt fyrir að segja lítið. En ég veit ekki hvað ég á að segja núna“ segir Borghildur Guðmundsdóttir og hlær. Hún er maður vikunnar í Fréttatímanum að þessu sinni. Borghildur gaf dögunum gaf út bókina „Ég gefst aldrei upp“ þar sem hún lýsir ferlinu sem hún fór í gegnum er hún barðist fyrir
forræði barna sinna á móti bandarískum barnsföður sínum. Hún segir einnig ítarlega frá samskiptum við lögfræðinginn sinn Svein Andra Sveinsson sem hún segir hafa sýnt af sér alvarleg afglöp við meðferð málsins. „Nú eru liðin fimm ár frá fyrstu skrifum og ég er ótrúlega sátt og stolt að hafa gefið hana út og ég held að allir hafi gott af því að lesa hana. Hún er upplýsandi fyrir marga, en ég man hve mig vantaði svona bók á sínum tíma.“
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
18
fréttir vikunnar
Hagnaður Íslandsbanka 4,6 milljarðar Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta á þriðja ársfjórðungi þessa árs var 4,6 milljarðar. Hann var 3,3 milljarðar á sama tíma í fyrra. Hagnaður eftir skatta af reglulegri starfsemi var 10,8 milljarðar fyrstu níu mánuði ársins en hann var 11,4 milljarðar á sama tímabili í fyrra.
35 manns sagt upp á Siglufirði Öllu starfsfólki Sigluness og Útgerðarfélagsins Ness á Siglufirði hefur verið sagt upp störfum. Alls starfa 35 manns hjá fyrirtækjunum.
118 fyrirtæki gjaldþrota í október 118 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta í október. Flest voru þau í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu tíu mánuði ársins hafa 910 fyrirtæki orðið gjaldþrota. Á sama tíma í fyrra urðu 1317 fyrirtæki gjaldþrota.
Ekki meirihluti fyrir hækkun gistiskatts Meirihluti þingmanna styður ekki hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að hækka virðisaukaskatt á gistiþjónustu. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur styðja ekki hækkunina og þingmenn Bjartrar framtíðar og Hreyfingarinnar, auk Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar, telja fyrirvarann of skamman.
Björk einn helsti sérvitringur heims Björk Guðmundsdóttir er í tíunda sæti yfir helstu sérvitringa heims samkvæmt könnun sem fyrirtækið Nature Valley gerði. Lady Gaga er í efsta sæti listans, borgarstjórinn Boris Johnson er í öðru og þungarokkarinn Ozzy Osbourne í því þriðja. Eiginmaður Bretadrottningar er í fjórða sæti.
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
30
VikAn í tölum
500 40 grömm vóg stærsti leturhumar sem veiddur hefur verið á Íslandsmiðum. Heildarlengd dýrsins var hálfur metri og skjaldarlengd hans 88 millímetrar.
mörk hefur framherjinn Alfreð Finnbogason skorað á þessu ári.
prósent fækkun hefur orðið á yfirmönnum hjá embætti ríkislögreglustjóra síðustu fimm árin. Heildarfækkun starfsmanna nemur um 15 prósentum en fækkun er mest í hópi yfirmanna.
Ég vil gera allt vel
Að bugast undan sjálfs síns kröfum
S
tundum er ég við það að bugast undan þeim kröfum sem ég geri til sjálfrar mín. Ég vil standa mig vel sem móðir, vera dugleg og afkastamikil í vinnunni, geta ræktað sambandið við fjölskyldu og Sjónarhóll vini, borðað hollan mat og stundað líkamsrækt, sinnt áhugamálunum, haldið heimilinu hreinu og snyrtilegu og vera góð við manninn minn. Börnin eru sjö – þau eru í forgangi, alltaf – því þannig er foreldrahlutSigríður verkið. Ég er ekkert að sinna þeim öllum, tvö Dögg elstu eru flutt að heiman Auðunsdóttir en þá eru eftir fimm. sigridur@ Frá því að við vöknum frettatiminn.is og þangað til þau eru komin í skólann reyni ég að sinna þeim milli þess sem ég hendist í sturtu og klæði mig. Ég geri ekkert í vinnunni nema að vinna – því þannig er vinna – og þá er klukkan orðin hálf fimm og
þá þarf að sækja börn og keyra eða sækja í íþróttir eða aðrar tómstundir. Ef ekki, þá þarf að versla í matinn, hjálpa börnunum með heimanám, spjalla við þau um daginn, elda kvöldmatinn, ganga frá eftir kvöldmatinn og koma börnum í háttinn. Svo eru það öll heimilisstörfin. Þið þekkið þetta öll. Stundum koma þannig dagar hjá mér að ég hreinlega bara ræð ekki við öll þessi verkefni. Mér finnst of flókið að fara út í búð – því ég veit hreinlega ekkert hvað ég á að kaupa. Stundum hef ég bara brauð í matinn – því ég veit ekkert hvað ég á að elda. Önnur unglingsdóttirin kom heim úr skólanum um daginn og sagði mér frá því að þær bekkjarsysturnar hefðu verið að ræða kvöldmatinn heima hjá sér. Allar stúlkurnar í bekknum, að tveimur undanskildum, höfðu aldrei upplifað kvöldmatartíma án þess að fá heitan mat. Einungis tvær,
þar á meðal dóttir mín, höfðu stundum fengið bara brauð. Ég get ekki verið eina foreldrið sem ekki ræður við þetta verkefni. Hvernig fer fólk að? Þetta hefur reyndar lagast mikið eftir að ég var svo heppin að komast í samband við yndislega konu sem aðstoðar okkur við heimilisverkin. Mest munaði um að losna við kvíðann og samviskubitið yfir heimilisstörfunum, því þau voru neðst á forgangslistanum mínum (þið hefðuð átt að sjá þvottafjallið stundum). Mig dreymir stundum um að fara ein upp í sumarbústað heila helgi, með tilbúinn mat og góða bók. En þá verður mér hugsað til ömmu minnar sem átti níu börn, þrjátíu kýr, 200 rollur og hænur og mann sem keyrði vörubíl. Þá hætti ég að vorkenna sjálfri mér. Þakka fyrir að börnin mín séu heilbrigð – og ég sjálf. Og hendi pasta í pott.
800
milljónum verður úthlutað úr búi Milestone ehf. á skiptafundi á mánudaginn, samkvæmt frétt Morgunblaðsins. Kröfur í búið námu um 800 milljörðum króna.
43
prósent fleiri ársverk voru í skógrækt á Íslandi árið 2011 en árið á undan.
5
kíló af fitu missti sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason í nýlegu fjögurra vikna líkamsræktarátaki. Hann bætti á sig fimm kílóum af vöðvum á sama tíma.
Messías, bjöllur og Vínarvals
aðventutónleik ar – Messías
Jól atónleik ar sinfóníunnar
vínartónleik ar 2013
Mið. 05. des. » 19:30 Fim. 06. des. » 19:30
Lau. 15. des. » 14:00 & 16:00 Sun. 16. des. » 14:00
Fim. 10. jan. » 19:30 Fös. 11. jan. » 19:30 Lau. 12. jan. » 16:00
Óratórían Messías eftir Händel er eitt frægasta kórverk sem samið hefur verið. Einvala lið söngvara og kór Áskirkju koma fram á einstökum tónleikum.
Trúðurinn Barbara, dansarar úr Listdansskóla Íslands, ungir trommuleikarar og bjöllukór eru meðal þeirra sem koma fram á hátíðlegum fjölskyldutónleikum í Eldborg.
Georg Friedrich Händel Messías Nicholas Kraemer hljómsveitarstjóri Helen-Jane Howells, Marianne Beate Kielland, James Gilchrist og Roderick Williams einsöngvarar Kór Áskirkju
Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri Trúðurinn Barbara kynnir Þóra Einarsdóttir einsöngvari Ungir trommuleikarar Nemendur úr Listdansskóla Íslands Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar Stúlknakór Reykjavíkur
Hulda Björk Garðarsdóttir verður einsöngvari á Vínartónleikunum, einum vinsælustu tónleikum Sinfóníunnar. Ómissandi upphaf á nýju ári. Peter Guth hljómsveitarstjóri Hulda Björk Garðarsdóttir einsöngvari
Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar
20
viðhorf
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Samábyrgð á hugruðum köttum á vergangi
Það eiga ekki allir gleðileg jól
6. sæti
S
henni undir læknisenn líður að því að aðventhendur og ekki hafa an gangi í garð. Tími sem áhyggjur af að kostnmargir hlakka til. aður lendi á ykkur. Tími þar sem fjölskyldan Hér koma nokkrir fer í jólagjafaleiðangur staðir sem við höfog sest inn á kaffium mikið orðið vör hús og fær sér heitt við kisur á flakki, kakó. Gleðin ein ríkir margar horaðar, á þessum tíma hjá sumar slasaðar: flestum, en því miður Miðbær og við ekki öllum, hvorki fólki Anna Kristine Laugaveg og þar í né dýrum. Magnúsdóttir kring, á Teigunum, Stjórn Kattavinafélags formaður Kattavinafévið Sundahöfn og Íslands hefur verulegar lags Íslands Fiskislóð. Mikilsáhyggjur af öllum þeim vert er einnig að kisum sem við höfum hafa augun opin fyrir kisum við fundið á vergangi og á þessu Hrafnistuhraun og Hvaleyrarári höfum við aldrei fengið jafn holt í Hafnarfirði. marga ketti í þetta eina dýraatHestafólk fær sér oft kisur hvarf Íslands. til að hafa í hesthúsum og er Mig langar því að beina orðþað gott og vel. Hins vegar má um mínum til allra sem láta sér ekki gleyma því að gefa þeim hag dýra varða. Biðja ykkur að mat og vatn eins og heimilishafa augun opin fyrir því hvort köttum. Við höfum orðið vör við þið sjáið kisur sem greinilega ketti í Almannadal (Fjárborgir), eiga ekki heimili, gefa þeim mat Reykjavík þar sem er fjöldi katta og athuga aftur daginn eftir og og hafa læður sést með litla kettdaginn þar á eftir og svo framlinga húkandi undir timburstöflvegis ef tök eru á. Kisur sem um og gámum. eiga hvergi heima leita alltaf Á svæði Sörla í Hafnarfirði aftur á þann stað sem þær hafa er aragrúi katta, hungraðir og fengið mat á. Ég bið ykkur að tililla til reika, og þeir leita mikið kynna strax í Kattholt, sími 567 í nálægar mannabyggðir og fá 2909 eða í neyðarsímann 699 40 misjafnar móttökur þar. 30, þar sem er svarað eftir lokun Svæði Gusts í Kópavogi: Kattholts frá kl. 17-22 á kvöldin Hestamenn sögðu okkur að og frá kl. 13 og fram eftir degi á þar væri mikið um ketti, sumir laugardögum og sunnudögum. veikir og ekki væri verið að Að öðrum kosti að hringja í lögsinna þeim sérstaklega og þeir regluna á því svæði sem kisa fjölguðu sér takmarkalaust. finnst. Ef hún er slösuð, hringja Í Hesthúsahverfinu við Akurstrax á lögreglu sem kemur
*Metsölulisti Eymundsson vikuna 14.-21. nóv.
yfir mest seldu barna- og unglingabækur*
„frábær
húmor vönduð“
...einstaklega Edda Björgvins leikkona
„Bullfyndin bók“
fyrir
Rökkvi 10 ára
7-12 ára
Rækilega fyndin og spennandi! Kamilla og vinir hennar þurfa að kljást við kexvitlausan vísindamann, fluggáfaðan úlf og sína eigin foreldra í þessari þrælfyndnu bók. Vorið 2012 hlaut Bókabeitan Vorvinda IBBY fyrir framlag sitt til barnamenningar
eyri, Breiðholti, er urmull katta, margir hverjir illa á sig komnir og margir heimiliskettir sem hent hefur verið út. Slíkt á sjálfsagt við um fleiri hesthúsahverfi. Kattavinafélag Íslands treystir á að samborgarar þessa lands hjálpi til við að koma þessum kisum í skjól, gefa þeim mat nokkra daga í röð og láta Kattholt eða lögreglu vita. Nú er frost dag eftir dag og það er sorglegt að sjá þessa litlu málleysingja ráfa um götur og sund í leit að æti. Stöndum saman og virðum rétt þeirra til góðs lífs, heimilis og matar. Í 9. gr.núverandi dýralaga stendur: „Verði maður var við að dýr sé sjúkt, lemstrað eða bjargarlaust að öðru leyti ber honum að veita því umönnun eftir föngum. Gera skal lögreglu eða dýralækni viðvart eins fljótt og unnt er.“ Þessi grein segir einfaldlega að við erum öll ábyrg. Samfélagsleg ábyrgð þarf að komast til skila svo kisur jafnt sem aðrir eigi gleðileg jól. Það að bjarga varnarlausu dýri, gefur manni svo mikið að þannig finnur maður hinn sanna jólaanda; því get ég lofað ykkur. Kattavinafélagið treystir á ykkur og óskar ykkur gleðilegrar aðventu og gleðiríkrar jólahátíðar. F.h. stjórnar Kattavinafélags Íslands
Yndislegar bækur
fyrir yngstu kynslóðina eða Jólasveina!
dýRin
890 kRpk
Risabókin um Risa
3.244 kR
r u k æ b a r ý t n i Æv fyir börn á aldrinum 4 - 8
litla bókasafnið mitt hvolpaR
890 stkkR
dR dRekaR og Ridda RiddaRaR eða ævintý ævintýRalandið
2.679 kR
r u k æ b
www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold Höfn · Grindavík · Reykjanesbær Borgarnes · Egilsstaðir Selfoss · Akureyri
Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
Tilboðin gilda 29. nóv - 2. desember
www.sonycenter.is
ar ar k ak akk p p r i r rð óði a H g u er
Tilboð
209.990.Sparaðu 40.000.-
Tilboð
119.990.sparaðu 10.000.-
5 sTjörnu VerðlaunahaFi FrábærT Verð 32” MotIoNFLow SJóNVaRp KDL32EX343
• • • •
HD Ready 1366 x 768 punktar Motionflow X-Reality myndvinnslukerfi EDGE LED baklýsing Stafrænn móttakari
Tilboð 119.990.- Verð áður 129.990.-
40” 3D LED INtERNEt SJóNVaRp KDL40HX755 46” 3D LED INtERNEt SJóNVaRp KDL46HX755
• • • •
Full HD 1920 x1080 punktar 400 Hz X-Reality myndvinnslukerfi Dynamic EDGE LED baklýsing opera netvafri innbyggður
Tilboð 40” 209.990.- Verð áður 249.990.Tilboð 46” 289.990.- Verð áður 319.990.-
5 ára ábyrGð FylGir öllum sjónVörpum
Álstandur með innbyggðu hljóðkerfi fylgir
Tilboð
59.990.-
sparaðu 10.000.-
Tilboð
169.990.sparaðu 10.000.-
GlæsileG örþunn hönnun
besTa sjónVarpið skV. WhaT hiFi
klassa heimabíókerFi blu-ray
blu-ray spilari á Góðu Verði
42” MotIoNFLow SJóNVaRp KDL42EX443
46” 3D LED INtERNEt SJóNVaRp KDL46HX855
BDVEF220
BDpS185B
• • • •
• • • •
• • • •
• • • •
Full HD 1920 x1080 punktar Motionflow X-Reality myndvinnslukerfi EDGE LED baklýsing Stafrænn móttakari
Tilboð 169.990.- Verð áður 179.990.-
sony Center Verslun nýherja borgartúni 569 7700
Full HD 1920 x1080 punktar 800 Hz X-Reality myndvinnslukerfi Dynamic EDGE LED baklýsing 22 James Bond myndir, Blu-Ray fylgja
Verð 429.990.-
Full HD Blu Ray spilari innbyggður Bravia Internet Video Innbyggt útvarp Innbyggður netvafri
Tilboð 59.990.- Verð áður 69.990.-
sony Center Verslun nýherja kaupangi Akureyri 569 7645
Bravia internet video Nettengjanlegur HD Upscale á DVD diskum Deep Colour litakerfi
Verð 24.990.-
ÍslensKT KJÖT
jólakleMenTínuR í kaSSa, 2,3 kg
kR./pk.
Ú
B
Ú
ÐI
beSTiR í kjöTi
1498
MYllu jólaTeRTa, 3 TegundiR
359
feRSkT laMbalæRi
TB KJÖ ORÐ
JÖTBOR
kR./kg
R
I
399 poMelo
RK
799
kR./kg
kR./STk.
12
ól 20 j 2 l 201 ó j 12 jól 20
ÍslensKT KJÖT
Ú
TB KJÖ ORÐ
B
I
beSTiR í kjöTi
KJÖTBORÐ
kR./kg
Ú
Hangikjötsveisla
2598
R
I
Jólahlaðborð
2012
laMbalæRi, úRb., fYllT Með VilliSVeppuM og caMeMbeRT
R
Jólaveislur
ÍslensKT KJÖT
aðeins
Ú
TB KJÖ ORÐ
B
I
beSTiR í kjöTi
KJÖTBORÐ
kR./kg
R
898
R
Ú
á mann
gRíSaSíða M/ pöRu
I
2990,-
IR LJÚFFENGRÉTTIR! EFTIR
kjöRíS S jólaíS,, 1 l
www.noatun.is
764
kR./STk.
Við gerum meira fyrir þig
Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni
ð a ð a d d ! kRy m u k s ó þíNum
ÍslensKT KJÖT oScaR MaTReiðSlukRafTuR, 200 Ml l
20%
15%
afsláttur
afsláttur Ú
B
I
beSTiR í kjöTi R
KJÖTBORÐ
kR./kg
kR./STk.
TB KJÖ ORÐ
óðalS oSTaR í úRVali
Ú
3568
R
198
I
laMbafille M/fiTuRönd
bonduelle gRænaR bauniR, 400 g
10%
4198
afsláttur
Ú
F
ÐI
feRSkiR í fiSki FISKBOR
kR./kg
ÚR
1978
ISKBORÐ RF
I
laxaflök, beinHReinSuð
nóaTúnS jólaSíld, SéRlöguð, 300 g
498
kR./STk.
Milka lu og Tuc kex, 100 g
VæRSgo fRoSin beR
15%
afsláttur
198
kR./STk.
HaTTing Veggen SpelTbRauð, 7 STk.
693 kR./pk.
egilS MalT og appelSín, 0,5 l
188 kR./STk.
24
viðtal
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Hélt sannleikanum fyrir sig Ingibjörg Gunnlaugsdóttir gat ekki einu sinni sagt börnunum sínum hvað í raun væri að pabba þeirra. Hún þagði í níu mánuði en þá gat hún ekki lengur borið áhyggjurnar ein. Ingibjörg sagði Önnu Kristine frá því hvernig var að komast að því að eiginmaðurinn væri smitaður af HIV veirunni, hvernig hann smitaðist og hvernig hún tókst á við það.
É
g held ég hafi fengið hálfgert taugaáfall, því ég sagði fátt næstu daga, sat yfir honum frá tíu á morgnana til tíu á kvöldin og gat engum sagt frá hvað væri að eiginmanni mínum. Það að bera vitneskjuna einn reyndist mjög erfitt...“ Þannig farast Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur orð þegar hún segir sína sögu. Ingibjörg varð ástfangin af eiginmanni sínum árið 1965, þá sautján ára, þau giftu sig tveimur árum síðar og áttu gott líf. Þangað til daginn sem henni var sagt hvað væri raunverulega að manni hennar, sem hafði verið veikur í nokkur ár. „Ég er fædd og uppalin í Skerjafirðinum og eftir gagnfræðapróf fór ég að vinna hjá KRON. Mig langaði að læra hárgreiðslu en vissi auðvitað að það væri viturlegra að fara á húsmæðraskóla, orðin ástfangin og allt! Svo ég hélt austur á Laugarvatn og fór þar í nám á Húsmæðraskólanum, lærði að steikja hrygg og sjóða fisk og allt annað sem húsmóðir þarf að kunna. Sá sem ég var svona skotin í var Grétar Ingimarsson frá Bíldudal sem síðar varð eiginmaður minn i 25 ár. Grétar var sjö árum eldri en ég og ég var alveg svakalega ástfangin. Þetta var veturinn 1965 og fram á vor 1966, og þá fórum við Grétar vestur á Bíldudal. Hann var pípulagningamaður og þetta átti bara að verða vinnuferð og smá frí en við áttum eftir að ílendast þar. Við fengum bæði strax vinnu þar og keyptum okkur hús. Sumarið eftir giftum við okkur og þegar vinnan fór að minnka árið 1970, lá leiðin til Reykjavíkur. Þá vorum við komin með tvö börn, Rósu Katrínu, sem er fædd árið 1967 og er menntaður viðskiptalögfræðingur og vinnur núna við umönnun á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð og er í námi í stjórnsýslu með vinnunni og Gunnlaug Ingivald sem er fæddur 1970 og lauk leiðsögumannaprófi í vor og er nú í þjálfun til að geta orðið björgunarsveitarmaður. Í Reykjavík bjuggum við í fjögur ár. Þá lá leiðin á Bifröst þar sem Grétar var húsvörður. Þar vorum við í eitt ár, því loforðið um áframhaldandi starf var svikið. Það var yndislegur tími á Bifröst. Þá héldum við í næsta kaupstað, Borgarnes, þar sem Grétar fékk vinnu sem pípari og ég vann hjá Kaupfélaginu í rúmt ár, en þá var honum boðið gott starf á Akureyri. Við þangað, Grétar fór strax að vinna en ég fór á skrifstofur Kaupfélagsins með meðmælabréf úr Borgarnesi og sótti um starf. Starfsmannastjórinn sagðist því miður ekkert hafa fyrir mig og ég spurði hvort það vantaði virkilega ekki vana konu í verslun. Nei, þá voru meðmælin úr Borgarnesi svo alltof góð að mér var boðið starf á skrifstofu KEA!“
Fannst þetta vera dauðadómur
Þeim leið öllum vel á Akureyri og áttu von á að þar yrðu þau alltaf. En lífið tók óvænta stefnu þegar Grétar ákvað að fara í framhaldsnám til Danmerkur: „Fram undan biðu okkar mjög góð ár. Við fluttum norður í febrúar 1977 og bjuggum þar til ársins 1984, þegar Grétar ákvað að fara í framhaldsnám í Danmörku. Hann ætlaði að læra um loftræstikerfi, gasvarma og fleira. Hann fór á undan okkur út til að koma íbúðinni í lag áður en við komum. Þremur vikum eftir að við komum út, fór hann að veikjast; fékk hálsbólgu og steypist allur út í rauðum blettum. Svo gekk þetta yfir, en hann var alltaf að steypast út í útbrotum af og til. Hann vildi samt ekki fara til læknis fyrr en árið 1986 og það voru teknar alls konar prufur sem ekkert kom út úr. En auðvitað var ekki tekin HIV prufa, því það var lítið talað um þann sjúkdóm árið 1986, enda Framhald á næstu opnu
Dúkadagar
25% afsláttur af öllum dúkum föstudag & laugardag
Íslenskir
jólasveinadúkar
25 gerðir dúka; íslenskir jóladúkar, sparidúkar, hversdagsdúkar, dúkar fyrir öll tilefni.
Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is sendum frítt úr vefverslun á pósthús
STÓR KILJA Á GÓÐU VERÐI
Nú er hún komin á íslensku, bókin sem er sögð miklu betri en gráir skuggar SYLVIA DAY er einn vinsælasti rithöfundur Bandaríkjanna á þessu sviði og hefur gefið út tugi metsölubóka. ÞÚ AFHJÚPAR MIG er fyrsta bókin í Crossfire-bókaflokknum (trílogíunni), en önnur bókin í ritröðinni sem heitir ÞÚ SPEGLAR MIG hefur slegið sölumet bæði í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar. Hún kemur fljótlega út á íslensku. ÞÚ AFHJÚPAR MIG er RÓMANTÍSK ÁSTARSAGA, opinská og áleitin...
Allt vandaðar rómantískar skáldsögur í stóru kiljubroti sem eru komnar í verslanir um allt land. Allar bækurnar verða líka fáanlegar sem rafbækur og hljóðbækur. Sjá nánar www.lesbok.is
Bókaútgáfa, Ármúla 7b, 108 Reykjavík, sími 534-1100, lesbok@lesbok.is, www.lesbok.is
26
viðtal
kom hann ekki fram fyrr en fimm árum fyrr í Bandaríkjunum og ekkert vitað svo sem. Við fluttum svo heim aftur árið 1987 og ári síðar horfðum við á viðtal við mann í sjónvarpi, sem var HIV smitaður. Þegar hann var að lýsa veikindum sínum sagði ég: „Grétar, þetta er bara alveg eins og þú,“ og hann játti því en sagði ekkert meira og mér datt ekki í hug í eina sekúndu að maðurinn minn væri HIV smitaður.“ En sú var raunin og tilviljun ein réði því að hann fékk „rétta“ rannsókn sem skýrði veikindin: „Í febrúar 1989 fór Grétar suður til Reykjavíkur og í miklu fannfergi fór hann að hjálpa til og ýtti mörgum bílum upp úr sköflum. Upp úr því fékk hann lungnabólgu og Rósa Katrín dóttir okkar hringdi í mig og spurði hvort ég gæti ekki komið suður því pabbi sinn væri svo mikið veikur á sjúkrahúsi. Það var þá sem ég fékk að vita hvað væri að honum. Þegar Sigurður Guðmundsson, síðar landlæknir, sagði mér hvað væri að, þá svaraði ég að ég myndi standa við bakið á honum alla leið – en fór auðvitað að gráta. Mér fannst þetta vera dauðadómur, því þá voru ekki komin á markað jafn góð lyf og nú og Grétar var orðinn svo mikið veikur. Auðvitað var þetta áfall. Við höfðum verið saman í 25 ár þegar þarna var komið sögu. Ég held ég hafi fengið hálfgert taugaáfall, því ég sagði fátt næstu daga, sat yfir honum frá tíu á morgnana til tíu á kvöldin og sagði engum sannleikann. Þegar ég kom inn til Grétars frá Sigurði, breiddi hann yfir höfuð. Ég sagði við hann: „Grétar, ég stend við bakið á þér á hverju sem gengur.“ Hinsvegar var ég ekki
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
ég var spurð hvað væri að Grétari. Ég sagði syni okkar ekki frá hvað væri raunverulega að fyrr en í nóvember sama ár eða í næstum níu mánuðum eftir að Grétar greindist með HIV. Gunnlaugur var þá að kveikja upp í arninum heima og ég óttaðist mest að eldurinn næði að læsa sér í hann, því hann sat stjarfur. Hann gekk um eins og í leiðslu allt kvöldið. Það vildi mér til happs að Elísabet, fyrri kona Gunnlaugs sonar míns, var að læra snyrtifræði og vann eftir hádegi, svo hún sá um Grétar á morgnana, gaf honum lyfin og annaðist allt sem þurfti. Hún var rosalega dugleg, ekki orðin tvítug. Hún var alltaf hrædd um að hann væri dáinn þegar hún kom á morgnana og spurði mig einu sinni hvort ég væri ekkert hrædd um að hann myndi vera dáinn í rúminu við hliðina á mér þegar ég vaknaði. Það var ég aldrei.“
Ekkja 42 ára Ingibjörg Gunnlaugsdóttir „Ég þurfti sjálf auðvitað fara í próf og þar kom í ljós að ég var ekki smituð, svo átti ég að koma eftir hálft ár og svo aftur eftir hálft ár. Þá fékk ég að vita að ég væri sloppin. Ég skil í rauninni ekki ennþá hvernig ég gat gengið í gegnum þetta, en ég gerði það nú samt.“
tilbúin að segja neinum hvað væri í rauninni að, ekki einu sinni börnunum okkar, sem þó voru næstum uppkomið fólk.
Örlagaríkt djamm í Kaupmannahöfn
Það var Sigurður sem sagði mér hvernig Grétar hefði smitast, því Grétar treysti sér ekki til þess á sjúkrahúsinu. Í Kaupmannahöfn hafði hann farið á djammið með nokkrum vinum og keypt sér vændiskonu – og ekki notað smokk. Við ræddum þetta aðeins
einu sinni og Grétar sagði að þetta hefði auðvitað verið algjört bull að fara á djammið og sofa hjá konu sem hann hafði aldrei séð, en ég fyrirgaf honum strax. Þetta getur hent alla.“ Ingibjörg segir að síðar í lífinu hafi hún farið að hugsa um hversu erfitt þetta tímabil hafi í raun verið: „Ein fyrsta hugsunin var að ég vildi ekki vera áfram á Akureyri. Ég gat ekki hugsað mér að búa í svona litlum bæ og vildi ekki segja fólki ósatt. Ég fór norður og pakk-
aði öllu okkar niður og flutti inn á mömmu hér í Reykjavík. Sigurður læknir spurði mig hvað ég ætlaði að segja ef einhver spyrði mig hvað amaði að Grétari, því ekki gæti ég þagað endalaust, en ég sagði að annað hvort myndi ég þegja eða fara niður á Lækjartorg og kalla hástöfum sannleikann. Svo spurði ég hann hvort ég gæti líkt einkennunum við einhvern annan sjúkdóm ef ég kæmist í þrot, og hann sagði já, hermannaveiki. Þannig að ég notaði það sjúkdómsheiti í marga mánuði ef
Nú er það því miður staðreynd að margir vinir hverfa þegar alvarleg veikindi steðja að. Gerðist það í ykkar tilfelli? „Já, þetta var mjög lærdómsrík reynsla, kannski ekki síst hvað varðaði vinahópinn. Þeir voru ansi margir að hverfa vinirnir þegar þeir vissu hvað var að. Rósa Katrín var í námi í Danmörku þegar þetta kom upp. Systkini Grétars voru mér eitt og allt og svo auðvitað nokkrir vinir sem stóðu eins og klettar mér við hlið. Þetta var mjög erfiður tími þegar ég lít til baka. Einna erfiðast var að geta ekki sagt frá og ég man eftir einni konu sem kom til mín og sagði mér að maðurinn sinn væri með krabbamein. Ég hugsaði með mér: „Mikið áttu gott að geta
MYNDARLEGUR
ENNEMM / SÍA / NM55351
www.landrover.is
NÝR LAND ROVER DISCOVERY 4 VERÐ FRÁ 10.950.000 KR. Land Rover Discovery 4 er einn glæsilegasti jeppi sem til er. 211 hestafla dísilvél sem eyðir aðeins 8,3 l / 100 km í blönduðum akstri*, ný 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýrinu og loftpúðafjöðrun á öllum hjólum sem tengd er Terrain Response stillanlega fjöðrunarkerfinu. Ef þig langar að prófa Discovery skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 525 8000 eða koma við og skreppa í reynsluakstur. Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is *Miðað við uppgefnar viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.
ATHUGIÐ! Tryggðu þér nýjan DISCOVERY 4 fyrir breytingar á vörugjöldum þann 1. jan. nk
BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000
Auður & L jótur
Auður og Ljótur kynntust í Búðardal. Þau eru mjög sérstakt par. Auður, ljós yfirlitum, mild og góð en Ljótur er tja … ljótur. Hann er með mikinn karakter. Frekar þurr á manninn en samt ljúfur. Þau eiga rosalega vel saman. Ef til væri parakeppni osta væru þau sigurstrangleg.
Auður og Ljótur - ólíklega parið frá Búðardal.
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 1 0 8 6
sagt sannleikann.“ Sigurður Guðmundsson læknir spurði mig hvort ég gæti ekki rætt þetta við neinn, því fyrstu vikuna á eftir kom ég ekki niður matarbita og grenntist alltof hratt. Jú, ég átti bróður og mágkonu sem tveimur árum fyrr höfðu misst 8 ára son sinn sem drukknaði í Elliðaánum og ég gat rætt við þau um sjúkdóminn og sorgina.“ Varstu einhvern tíma reið eða sár út í Grétar? „Ég var sár út í hann í eitt skipti, aðeins eitt, en það var vegna peningaleysis vegna veikinda hans. Ég þurfti sjálf auðvitað fara í próf og þar kom í ljós að ég var ekki smituð, svo átti ég að koma eftir hálft ár og svo aftur eftir hálft ár. Þá fékk ég að vita að ég væri sloppin. Ég skil í rauninni ekki ennþá hvernig ég gat gengið í gegnum þetta, en ég gerði það nú samt. Sem betur fer átti ég nú vini sem vissu að þessi veira smitaðist ekki með vatni, að vera í sama húsi og veikur einstaklingur og ein vinkona mín sem átti nokkurra mánaða barn kom oft með barnið. Grétar fór að fá sveppasýkingu í munn og háls og einu sinni þegar ég kom til hans sá ég ungan mann með sama sjúkdóm í hjólastól og mér varð hugsað: „Guð minn góður, er þetta nú líka eftir.“ Það varð raunin. Hann var orðinn mjög veikur í febrúar 1989 og þá hélt ég að hann myndi deyja, en svo átti hann gott sumar. Honum byrjaði framhald á næstu opnu Hvað er til ráða þegar fólk stendur í þeim sporum að greinast með Hiv?
Félagsráðgjafi hjá HIV-Íslandi Einstaklingsviðtöl Sigurlaug Hauksdóttir hefur verið félagsráðgjafi HIV-jákvæðra og alnæmissmitaðra einstaklinga í 15 ár. Hún er með viðtöl í húsnæði HIV-Íslands að Hverfisgötu 69 á miðvikudögum kl. 14 – 16. Einnig veitir hún viðtöl á Landspítalanum á þriðju- og föstudögum. Hægt er að panta viðtalstíma hjá Sigurlaugu í síma 543 1000/9131 eða hjá HIV-Íslandi í síma 552 8586. Jafnframt er hægt að hafa samband við hana með netpósti sem er sigurlh@landspitali.is Hópavinna með HIV-jákvæðum Yfir vetrartímann geta HIV-jákvæðir hist í hópastarfi í húsnæði HIV-Íslands. Markmið þess eru félags- og tilfinningalegs eðlis, að geta hitt aðra í sömu stöðu, ræða málefni sem tengjast HIV og læra af reynslu hvers annars. Áhersla er lögð á einlægni og trúnað. Umsjón með starfinu hefur Sigurlaug Hauksdóttir sem jafnframt getur veitt nánari upplýsingar um starfið.
PIPAR \ TBWA • SÍA • 123408
– ómótstæðilega gott
Fullkomið heitt súkkulaði
1 2
100 g Lindu suðusúkkulaði 1 l mjólk
3
Hitið að suðu, setjið í bolla, skreytið með þeyttum rjóma og njótið.
28
viðtal
Alþjóðlegur alnæmis dagur Sam einuðu þjóðanna er á morgun, 1.desember. Frá því fyrsti einstak lingur var greindur með HIV á Íslandi árið 1983 hafa 297 greinst með HIV veiruna og 39 hafa látist. Samtökin HIV Ísland (sem áður hétu Alnæmissamtökin) verða 25 ára á næsta ári og á morgun halda samtökin að venju upp á „Dag rauða borðans“. Boðið verður upp á kaffi og hnallþórur millli klukkan 15 og 18 í húsi samtakanna að Hverfisgötu 69. Tónlistarmenn og rithöfundar koma í heimsókn. Slagorð dagsins er:
svo að hraka um haustið, minnið fór að miklu leyti og hann var mjög veikur. Þá var hann kominn með alnæmi á lokastigi og lést 12. júlí 1990. Það voru þrjú ár milli Grétars og pabba hans upp á dag. Grétar varð 48 ára og ég 42 ára ekkja. Jarðarförin var mjög erfið en samt var þetta í fyrsta skipti sem ég brosti í jarðarför. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson jarðsöng en hann er frá Bíldudal eins og Grétar og þekkti hann vel. Séra Jakob rifjaði upp skemmtileg atvik sem þeir hefðu átt saman, Grétar og hann. Eftir að Grétar var jarðsettur gat ég alveg sagt hvað hefði verið að. Það var í raun mjög skrýtið að ég skildi hafa sloppið, því við vorum jú hjón.“ Þannig að þegar hann lést gast þú ekki sagt „blóm og kransar vinsamlega afbeðnir, en þeim sem vilja minnast hans láti Alnæmissamtökin njóta þess?“ ,,Nei, ég þorði það ekki þá, en ég myndi gera það núna alveg hiklaust. Þetta var svo mikið tabú, alveg skelfilegt og enn þann dag í dag er þetta alltof mikill feluleikur. Haustið 1990 fór ég að vinna í efnalauginni Hvítir flibbar í Grafarvogi, og þar hitti ég mann sem ég þekkti frá gamalli tíð og öll hans skapbrigði þekkti ég strax. Ég hitti vinkonu hans nokkru síðar og spurði hvað væri að frétta af honum þegar hann fór á sjúkrahús.. Ég spurði hvort hann væri HIV smitaður og það reyndist rétt. Ég þekkti öll einkennin. En hann sagði mér aldrei frá því sjálfur og lést ekki löngu síðar.“
ur í sömu sporum nú og þú gerðir? „Að segja sannleikann strax. Það var mikill léttir þegar ég gat sagt fólki sannleikann og ég ráðlegg fólki eindregið að gera það strax. Einn vinur okkar hringdi til dæmis og sagði: „Ég frétti að Grétar væri annaðhvort með krabbamein eða Aids?“ Og ég svaraði að það væri hvorugt. Þetta var skömmu eftir að ég frétti hvað væri að og var alls ekki tilbúin að bera það á torg. Þessi maður hefur aldrei talað við mig eftir þetta, í 23 ár. Það er alltof erfitt fyrir eina manneskju að bera þetta eins og leyndarmál í hjartanu. Þeir sem voru alvöru vinir komu strax og hafa alla tíð síðan sýnt mér mikla hlýju og vináttu. Mesta stuðninginn fékk ég þó frá börnunum mínum. Gulli sonur minn og Elísabet, þáverandi kona, hans bjuggu heima hjá mér og þau voru mér allt. Ég sótti styrk í trúna eins og ég held að flestir gera þegar erfiðleikar steðja að. Ég fer alltaf með bænir og leita til Guðs. Það hjálpaði mér mikið eftir dauða Grétars að hann átti lítinn bróðurson sem ég fékk að hafa mikið um helgar. Ég fór með honum og mömmu hans til Portúgals og fólk skildi ekkert í því að hann kallaði mig ömmu og mömmu sína mömmu, en hún er sex árum yngri en ég! Hann er alltaf að rukka mig um að ferðina til Portúgals sem ég ætlaði að bjóða honum í þegar ég ynni í Lottóinu. Nú er hann 24 ára og ég hef ekki enn unnið í Lottóinu en við eigum vonandi eftir eina Portúgalsferð.“
Segið sannleikann strax
Fjölhæfur og skemmtilegur félagsskapur
Breytti þetta þér? „Nei, mér finnst það ekki. Ég hef alltaf verið þannig að ég hef alltaf tekið upp hanskann fyrir þá sem minna mega sín. Ég elskaði hann alltaf jafn mikið. Það komu nú ekki margir vinir í jarðarförina, enda þarf ég ekki á slíkum „vinum“ að halda. Við Gunnlaugur komum fram í sjónvarpsþætti hjá Stefáni Jóni Hafstein veturinn 1989 og ræddum um HIV, en við vorum skyggð svo við þekktumst ekki. Grétar vildi alveg koma fram undir nafni og láta sjá hver hann væri. Grétar var svo reiður af því það var alltaf talað um að þetta væri hommasjúkdómur, en hann vissi betur. Einhvern tíma voru konur eru í meirihluta þeirra sem greindust með HIV smit og á síðustu árum eru það fleiri gagnkynhneigðir en samkynhneigðir sem greinast.“ Er eitthvað sem þú getur ráðlagt fólki sem stend-
Saknaðirðu Grétars? „Já ég gerði það mjög lengi. Það var svo oft gaman hjá okkur. Hann var svo listrænn, málaði, var í hljómsveit með Jóni Kr. Ólafssyni á Bíldudal, fjölhæfur að öllu leyti og var skemmtilegur félagsskapur. Alltaf rólegur og yfirvegaður, aldrei vesen og ég minnist hans með mikilli hlýju. Það var líka sérstakt við Grétar að þegar hann kom úr vinnunni fór hann strax úr vinnugallanum og í stífpressaðar buxur og skyrtu. Reiðin kom ekki út fyrr en eftir á. Ef ég fór út að skemmta mér og karlmenn komu að tala við mig fann ég að öllu. Þau voru í óburstuðum skóm, ógreiddir og ég veit ekki hvað og hvað, og ég þurfti náttúrlega endilega að segja þeim frá því! Það var vegna þess að Grétar, þessi snyrtipinni, var mér svo ofarlega í huga.“ Gunnlaugur Ingivaldur, sonur Grétars og Ingi-
bjargar, er greinilega líkur móður sinni því hann hellti sér fljótlega út í að starfa fyrir Alnæmissamtökin, sem nú heita HIV Ísland. „Já, Gunnlaugur Ingivaldur fór í stjórn Alnæmissamtakanna, sat í stjórn í sjö ár og var formaður þar af í þrjú ár. Hann á tvö börn með fyrri konu sinni Elísabetu, þá Grétar Inga sem er tvítugur og skírður í höfuðið á okkur Grétari, og Arnar Gauta sem er þrettán ára og á að fermast í vor. Gulli minn og núverandi kona hans, Þórdís, eiga tvö börn, Friðmeyju Heklu sem er fjögurra ára og Marinó Geir sem er að verða tveggja ára. Mér finnst svo gott hversu gott samband er á milli Gulla og Elísabetar og nýju makanna þeirra. Gunnlaugur og Þórdís fóru til dæmis nýlega til Belgíu þar sem Elísabet býr nú og bjuggu hjá henni og hennar manni í viku. Grétar Ingi minnir mig mjög oft á afa sinn og nafna, einkum hvað hann er listrænn.“
Hjartað í húsi Geðhjálpar
En það hefur enginn stungið upp á því að þú skildir við Grétar þegar hann greindist? „Jú, jú, elskan mín, það voru nokkrir sem skildu ekkert í því að ég skildi ekki við Grétar, þegar þeir vissu hvaða sjúkdóm hann var með. Ég er mjög þolinmóð að upplagi og hef yfirleitt ekkert látið æsa mig upp, en mér finnst ég einhvern veginn vera að breytast núna, er farin að hvessa mig þegar mér finnst óréttlæti ætla að ná yfirhöndinni. En ég á yndislegan sambýlismann núna, Guðmund Aðalsteinsson, sem er líkur Grétari að því leyti að hann er rólegur og algjörlega vesenslaus maður; mikill friðarsinni,“ segir hún. Ingibjörg starfar sem ráðskona í húsi Geðhjálpar við Túngötu og eftir að hafa setið með henni dagsstund skil ég mætavel að hún sé kölluð „hjarta hússins“ af þeim sem þangað sækja. Þótt umræðuefnið hafi verið erfitt, náum við að fá eitt hressilegt hláturskast í lokin þegar ég segi henni að ég hafi farið inn á Wikipedia og slegið inn leitarorðið „alnæmisdagurinn“ og fengið svarið: „Varstu að leita að Landnámsmaðurinn? Já hún er hláturmild og kát hún Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, sem vinir hennar kalla Imbu Gull og þann titil þarf ekkert að útskýra... Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is
ENNEMM / SÍA / NM55312
„Náum núllpunkti, eyðum fordómum.“ Skrifstofa HIVÍsland að Hverfisgötu 69 er opin milli klukkan 13 og 16 alla virka daga. Framkvæmda stjóri er Einar Þór Jónsson. Símanúmer á skrifstofu eru 552 8586 og 552 0582.
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Fyrirtæki
Vertu með símkerfið í öruggum höndum hjá Símanum
Fast mánaðargjald fyrir aðgang að IP símkerfi
siminn.is · 8004000@siminn.is
Símavist hentar flestum gerðum fyrirtækja, óháð stærð og starfsemi. Með Símavist býðst fyrirtækjum að leigja IP símkerfi gegn föstu mánaðargjaldi sem ræðst af fjölda starfsmanna sem nota kerfið. Símkerfið er hýst í vélasölum Símans og fyrirtæki þurfa ekki að fjárfesta í vélbúnaði eða stýrikerfum.
Hafðu samband við Fyrirtækjaráðgjöf í síma 800 4000 og sérfræðingar okkar finna hagkvæmustu lausnina fyrir þitt fyrirtæki.
SICILY tungusófi OSCAR Breidd: leðurhornsófi 268x165cm
CARLO leðursófi
Stærð 298X210cm Litir: Svart og hvítt
Litur: Svart - Stærð: 276X220
Tilboðsverð: 183.200,-
Verð: 398.000,-
Verð: 389.000,Verð áður: 229.000,-
-20%
ERIC skenkur
hnota / svart háglans Breidd: 170cm
ERIC TV Skenkur
Verð: 149.900,-
hnota / svart háglans - Breidd: 210cm
Verð: 139.900,-
FALLEG HÚSGÖGN Á GÓÐU VERÐI Stækkanlegt hnotuborð - 2 stærðir 160(248)X100cm
JESSIE 16.900,-
MONET 19.900,-
DEVON 19.800,-
200(288)X110cm
TANGO 18.900,-
Verð: 179.900,Verð: 199.900,-
MIKIÐ ÚRVAL AF LJÓSAKRÓNUM OG GJAFAVÖRU
MALMO þriggja sæta sófi Breidd: 230cm
Tilboðsverð: 116.100,-
CANYON HORN/TUNGUSÓFI Stærð: 318X223X152cm
Tilboðsverð: 239.700,-
Opið mán-fös: 10:00 - 18.00 Opið um helgina: Lau 10.00-16.00 - Sun: 13.00-16.00
Ego Dekor - Bæjarlind 12 S: 5444420 - www.egodekor.is
30
bókarkafli
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Hvar eru konan þín og börnin? Snjóflóðin í Neskaupstað eru einn sögulegasti atburður síðustu aldar. Í bókinni Útkall – sonur þinn er á lífi, eftir Óttar Sveinsson, er í fyrsta skipti greint frá því á heildstæðan hátt hvað raunverulega gerðist í þessu stærsta byggðarlagi Austurlands rétt fyrir jól 1974. Tólf fórust í tveimur flóðum en margir björguðust með ævintýralegum hætti. Meðal þeirra sem segja frá er Árni Þorsteinsson sem var 19 ára. Hann lokaðist inni í þröngu þróarrými í 20 klukkustundir og var af mörgum talinn af. Alfreð Alfreðsson fór tugi metra út í sjó og sökk á um 10 metra dýpi þar sem hann fékk hjartaáfall. Valur Pálsson var nær dauða en lífi er hann var grafinn upp, líkamshitinn einungis 24 gráður og lýsir hann komu sinni til himnaríkis. Á þessum tíma þekktist ekki áfallahjálp. Hér á eftir fara kaflar úr nýútkominni bók Óttars frá þessum ógnartíma í sögu Neskaupstaðar. 1974 – Föstudagur 20. desember, klukkan 18.30 – Innarlega í Neskaupstað, á svæði Fiskvinnslustöðvarinnar:
ég að drukkna. Piltinum finnst hann aleinn í heiminum. Óvissan er algjör. Í skímu leitarljósanna, um eitt „Hjálp, hjálp, heyrir einhver í mér? hundrað metrum ofar, fetar hópÉg er hérna – hjálp,“ hrópar Árni ur barna sig áfram ógreinilega Þorsteinsson, nítján ára, hásri slóð, uppi á snjóflóðinu í fylgd forröddu. Hann er innilokaður í afar eldra sinna. Það er verið að flýja þröngu þróarrými og sér ekki með börnin úr bænum því að fleiri handa sinna skil – snjóflóð geta fallið. þetta er algjört svartLeitarmenn stinga hol. Árni er slasaður bambusstöngum og hefur líklega verið niður í snjóinn þar sem þeir ganga í meðvitundarlaus í um skipulegri röð – tvær klukkustundir. enginn mælir orð. Hann telur líklegast Hér er einnig leitað hann hafi lent í að þriggja annarra miklu snjóf lóði en manna sem hafa hefur ekki hugmynd grafist undir misum hvar hann geti kunnarlausu hamverið staddur. Enginn faraf lóði sem fór leitarmanna hefur á örskotshraða í minnstu möguleika á Óttar Sveinsson rithöfundur. að heyra hróp hans. Útkallsbækur Óttars Sveinsson- gegnum Frystihúsið í Neskaupstað. Engum dettur heldur ar eru eitt vinsælasta lesefni í hug að leita hans Íslendinga. „Maður kemst í Leitarmenn þurfa að þar sem hann er, en samband við hversdagsmenn vera með gasgrímur þykkur steinveggur sem sýna af sér umhyggju, ást vegna ammoníakser yfir höfði Árna og og virðingu,“ segir Páll Baldvin leka en þær eru af þar ofan á um fimm Baldvinsson. Útkall – sonur skornum skammti. metra lag af snjó og þinn er á lífi, sem greinir frá Rétt áður var farbraki, tugir tonna. snjóflóðunum í Neskaupstað ið með börnin yfir Pilturinn á afar þungt 1974 er 19. Útkallsbók höfannað snjóflóð – í því um andardrátt – loft- undar. lentu þrettán manns ið er þrungið daunillu – þar af þrjár konammoníaki – og í þessu óhugnan- ur og þrjú börn. Það flóð náði um lega svartholi veltir Árni fyrir sér 400 metra út á fjörðinn. Og þá veltu hvort hann sé orðinn blindur. Sokk- menn meðal annars fyrir sér: „Eru Ólafur og Sveinn fundnir, eru synir ar og skór eru holdvotir. Í kolsvörtu myrkrinu Þórstínu og Sigga á lífi – hvernig heyrir Árni vatn seytla. Er ég í rek- reiddi drengjunum af eftir að komið aldi úti í sjó, hugsar hann? Ef meiri var með þá á sjúkrahúsið? Hvað með sjór eða vatn kemur hingað inn hlýt Elsu og Þórstínu? Hvernig – hvar
eru? Ótal spurningar hafa vaknað og enn er fátt um svör. Þegar farið er með börnin innar, í átt að sveitinni, blasir við sjón sem þau gleyma aldrei. Síldarbræðslan hefur sópast burt – þar er ekkert eftir nema brak og samanþjappaður snjór. Hluti af hundraða tonna svartolíutanki liggur eins og niðursuðudós ofan á aðalbyggingunni. Reykháfar, sem settu svip á þetta stærsta byggðarlag Austurlands, eru nú skakkir eins og eftir loftárás. Mjölskemman er hreinlega farin. Hér í Bræðslunni voru fjórir menn að vinna. Þeir eru ófundnir – þar á meðal eru ættingjar barnanna og vinnufélagar eða vinir foreldranna. Faðir ellefu ára drengs, sem fetar nú snjóslóðina rétt á hæla móður sinnar, var að vinna hér í Bræðslunni í morgun. Fyrir einskæra tilviljun var hann sendur út í bæ og var þar þegar hamfarirnar riðu yfir. Íslenska þjóðin er þrumu lostin og fréttir af náttúruhamförunum hafa borist út í heim. Íbúar Neskaupstaðar eru sem lamaðir – snjóbíllinn kemst ekki yfir Oddskarð og flug liggur niðri vegna veðurs. Mánahús í Neskaupstað. Hér er Rósa Margrét Sigursteinsdóttir, 19 ára, með eins árs Björgunarsveitir frá öðrum fjörðum dóttur sína, Sigrúnu Evu. með Þær sváfu í risíbúðinni komust af eftir að síðara flóðið komast aðeins sjóleiðina og því er Rósa Sigursteinsdóttir Sigrúnu Evu –en við svefnherbergisgluggann kubbaði húsið í sundur. Tvær konur og tvö börn, sem voru á aðalhæðinni, fórust. Sú ekki von á aðstoð til bæjarins fyrr þeirra. hæð nánast hvarf því flóðið fór í gegnum húsið. Risið barst tugi metra niður hlíðina. en í nótt. Ljósmynd/Skjala- og myndasafn Norðfjarðar q Skjala- og myndasafn Norðfjarðar
Flæðarmálið við Strandgötuna – Á kafi í krapasjó
stöðvaðist var hann á um tíu metra Undir margra metra snjófargi barst 176 dýpi, sem samsvarar hæð þrílyfts Alfreð Alfreðsson út í jökulkald- húss. Þrýstingurinn, kuldinn og óttan sjóinn á mikilli ferð. Á leiðinni inn heltóku Alfreð: þangað fór flóðið að breytast í þykk„Þetta var hryllingur þegar ég an snjókrapa. Alfreð barst með því gerði mér grein fyrir hvert ég var um 30 metra frá landi. Þegar hann kominn. Ég hafði haldið niðri í mér
andanum allan tímann og var því að springa af súrefnisskorti – gerði mér enga von um að lifa þetta af. Ósjálfrátt vildi ég samt ná andanum. Nú var ekki um annað að ræða en að koma sér upp úr þessu skelfingar krapadíki. Það var að losna um
Skemmtilegar fótboltagjafir
Úrval af fótboltum
TIL LEIGU 1500 FERMETRA STÓRGLÆSILEGT Æ EGT ÆSIL GT VERSLUNARHÚSNÆÐI Á DALVEGI 10-14 DALVEGI VEGI EG 10
Æfingahattar fyrir tækniæfingarnar
Pumpur Fyrirliðabönd
Fótboltamark!!! sjón er sögu ríkari
Verð aðeins Aukaæfingin skapar meistarann
kr. 12.990.-
69% Uppl. Pétur 660-1771 eða petur@klettas.is
*konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012
... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
mig í sjónum. Ég spyrnti mér í og fann fyrir bárujárni undir fótunum. Það var eins og þak eða hluti af húsvegg væri þarna undir mér. Ég var farinn að drekka sjó, gat ekki meir. Ég fann mikinn verk fyrir brjóstinu, eins og brjóstkassinn væri að rifna. Ég var að missa meðvitund ...“ Rósa Margrét vissi ekki hvað sneri upp og hvað niður. Það sem eftir var af Mánahúsinu, þar sem hún bjó, hafði færst úr stað sem nam lengd knattspyrnuvallar án þess að hún gerði sér grein fyrir því: „Þetta gerðist svo hratt. Þegar ég vaknaði var allt orðið fast. Ég var alveg rugluð. Mín fyrsta hugsun var: „Er þakið hrunið yfir mig?“ Ég er alveg kolföst. Endinn á dýnunni úr hjónarúminu þrýstist inn í magann á mér. Veggur, sem hafði verið milli mín og barnsins, lá ofan á bakinu á mér með ógnarþrýstingi. Eina svigrúmið til að fá súrefni var dýnan sem gaf eftir þegar ég dró andann. Ég var vön að sofa með annan fótinn krepptan upp að maganum en nú var ég komin í splitt. Með fætinum eða öllu heldur stóru tánni, sem sneri aftur, fann ég fyrir Sigrúnu litlu. Hún hafði rekið upp skaðræðisöskur en ég greindi á grátinum að þetta var mest hræðsla. Stúlkan virtist til allrar hamingju ekki meidd. Ég varð að reyna að róa hana, tala við hana í þessari ankannalegu stöðu. Ég áttaði mig engan veginn á hvað hafði gerst en hélt að húsið okkar væri í heilu lagi og kallaði niður: „Þórstína, Þórstína.“ En það kom ekkert svar.“ Í Frystihúsinu hafði Pétur Kjartansson horft upp á vinnufélaga sína hverfa í snjóflóðinu. Viti sínu fjær hljóp hann út í bæ eftir hjálp en þá lenti hann í öðru snjóflóði og sá hvernig íbúðarhús kubbaðist í sundur. Líklega var fólk dáið þar eða að berjast fyrir lífi sínu. Svo sá hann þegar Karl og Sveinn á litlu rútunni urðu flóðinu að bráð. Eftir þessar ógnir lenti Pétur sjálfur í hamförunum: „Ég lá á maganum, umlukinn snjó, og reyndi að átta mig. Það kom mér á óvart að ég fann engan ógnarþunga á bakinu. Gat verið að snjólagið ofan á mér væri ekki svo þykkt? Ég velti fyrir mér hvort ég gæti rétt úr mér og staðið upp. Ég fann að ég gat hreyft mig. Mér til mikillar undrunar megnaði ég að rísa upp. Mér fannst ég vera eins og snjókarl. Til allrar hamingju hafði ég lent í jaðri flóðsins, hefði ég verið kominn nokkrum skrefum styttra hefði ég sloppið. Ég slapp með að skella í götuna. Hefði ég verið kominn aðeins lengra hefði ég hins vegar endað úti í sjó eins og húsið á rútunni. Þá hefði ekki verið að sökum að spyrja. Ég skalf eins og lauf í vindi og há-
Dagbók í óskilum H
vað gerir þjóðkunn leikkona þegar hún týnir dagbókinni sinni, óprúttinn fyrrum fjölskyldumeðlimur finnur hana (bókina) á förnum vegi, fær hana í hendur ófyrirleitnum útgefanda sem síðan lætur prenta hana (bókina) í stóru upplagi og gefur hana út? Á hún (leikkonan) að taka viljann fyrir verkið og sætta sig við orðinn hlut eða leita tafarlausra ráða til að ná sé niður á misindismönnunum?
Framhald á næstu opnu
Gjöf á heimsmælikvarða Hvað kemur þú mörgum stórborgum undir tréð í ár? WOW gjafakortið er einstök jólagjöf og gildir sem flugmiði fram og til baka með möguleika á tengiflugi um allan heim. Þú færð WOW gjafakortið á wow.is.
Verð frá
22.900 kr. Flug fram og til baka ásamt sköttum og gjöldum
Höfðatún 12
105 Reykjavík
590 3000
www.wow.is
wow@wow.is
32
flóðið við Frystihúsið og Síldarbræðsluna sem stóð fjær.
bókarkafli
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
q Óttar Sveinsson
Síldarbræðslan var rústir einar eftir snjóflóðin og þar fórst fólk – um 80 prósent atvinnustarfsemi þessa stærsta byggðarlags Austurlands eyðilagðist. Ljósmynd/Gunnar Steinn Pálsson
Nýlegir endurfundir. Rósa Margrét (með gleraugu) og Sigrún Eva (til hægri), sem var eins árs þegar þær mæðgur björguðust, með Alfreð Alfreðssyni. Hann barst með flóðinu um 30 metra út á sjó og fór á um 10 metra dýpi. Þar fékk hann hjartaáfall. Er hann komst upp á krapablandað yfirborðið var hann innan um brak úr Mánahúsinu sem þær mæðgur voru í. Með þeim er Hanna Sjöfn Frederiksen, tv. eiginkona Alfreðs og Úlfur Mikael, eitt fimm barna Sigrúnar Evu.
grét. Ég var búinn að horfa upp á svo marga
deyjaáog hverfa og gerði mér ljóst hvaða hörmForsíða Þjóðviljans aðfangadag.
ungar voru að dynja yfir. Fyrst tvö snjóflóð eru fallin, hvar fellur flóð næst? hugsaði ég. Mér fannst náttúruöflin vera að rústa tilveruna á örfáum mínútum. Sálartetrið var í molum. Það var eins og búið væri að kippa mér úr sambandi.“
Hvar eru konan þín og börnin, Sigurður?
Sigurður Björnsson var í mikilli geðshræringu. Hann var kominn inn að Mánahverfi þar sem heimili hans hafði orðið fyrir snjóflóðinu og hreinlega horfið. Hann sá aðeins efri hæðina, risið. Menn vildu fá að vita hvort Sigurður vissi eitthvað um konu sína og drengina. „Ég var spurður: „Veistu eitthvað um
Stínu?“ „Maðurinn minn, Sævar Guðmundsson, okkar var, Bifreiðaþjónustan og SteypusalRósa Margrét Sigursteinsdóttir og Alfreð Alfreðsson á góðri stund árið „Ég hef grun um að hún hafi verið farin út hringdi og spurði hvort Stína væri komin. an hans pabba. Mér féllust hendur og ég fór 2010. Með myndinni er með Hanna Frederiksen, eiginkona í bæ,“ svaraði ég. Nei,þeim svaraðiáég, og leið ekki vel þetta. Sjöfn að hágráta. Öll mín tilvera hafði orðið fyrir „Getur þú ímyndað þér hvar hún er?“ Þeir Siggi voru að leita að Stínu. Ég vonaði flóðinu. Ég taldi að mamma hefði lent í því og Eva Rúnarsdóttir, dóttir og eitt pabbi örugglega líka þvíRósu, að mér fannst alveg „Hún ætlaði til Sólveigar og hún Alfreðs, ætlaði líka lengst svo heitttil aðvinstri, hún myndiSigrún koma fram, og það eins líklegt að hann hefði verið kominn inn á að fara með strákana að versla ...“ fimm barna sem fyrst. Við bárum okkur saman, ég var hennar, Úlfur Mikael. „Er ekki best að þú kannir það?“ búin að hringja hingað og þangað en hvergi skrifstofu til mömmu. Gísli, bróðir minn, var Ég sneri strax af stað út í bæ og tók stefn- hafði vinkona mín komið með drengina sína.“ sem betur fór ekki heima. Ég vissi að hann 207 una heim til Sollu. „Er Stína hérna?“ spurði var inni í sveit. 165 Mér datt strax í hug að fara í tíkallasímann ég. „Nei, hún er ekki komin,“ sagði Solla. Nú Kaupfélagið – Ásta óttast um foreldra fór ég strax af stað til Ernu Þorsteinsdóttur og sína og hringja heim, athuga hvort það yrði svarað, bankaði upp á þar. „Nei, Þórstína hefur ekki Ásta Gylfadóttir var úti í Kaupfélagi. Nú frétti hvort mamma væri kannski komin heim á komið,“ svaraði hún. Nú byrjaði óttinn fyrir hún af afdrifum hússins þar sem hún hafði Strandgötuna af skrifstofunni. Ó, Guð gæfi að alvöru að naga mig. Af hverju er Þórstína ekki skilið við móður sína: svo væri. Ég vonaði þetta svo innilega því að ...? Ég hraðaði mér út í Kaupfélag. Vonandi „Einhver kom inn og sagði að annað flóð mér var einhvern veginn ljóst að Mánahúsið, hafði hún farið þangað fyrst eða í verslanirnar væri fallið, þetta flóð væri utar í bænum en þar sem mamma hafði verið að ganga frá launí kring.“ Sólveig, vinkona Þórstínu, var miður Frystihúsið og Bræðslan. Sagt var að flóð unum, væri farið í snjóflóðinu. Ég setti tíkall í hefði fallið á svæðið þar sem Mánahúsið raufina, sneri skífunni hálftitrandi ...“ sín yfir því sem var að gerast:
Jólaævintýramatseðill 2012 4 rétta:
Lambafilet Wellington
Léttsteiktur hörpudiskur með piparrótarfrauði og rauðrófumauki
með beikon kartöflum, seljurótarmauki og jarðsveppaolíu
Vatnakarsa- og blaðlauks súpa
Andabringur
kremuð með reyktum humri
með fíkjum, eplum og rauðkáli
Val á milli 3 aðalrétta:
Bakaður Alaska
Kastaníuhnetufyllt kalkúnabringa með sætumkartöflum, mangómauki og rauðvínssoði
er eftirréttur með ís og ítölskum marengs með Grand-Marnier sæteggjaköku, flamberaður með koníaki eða rommi Verð 8.990.- kr.
restaurant Aðalstræti 16 | 101 Reykjavík | Sími 514 6060 | fjalakotturinn@fjalakotturinn.is | www.fjalakotturinn.is
Komdu undir þig fótunum Hjá Eik finnur þú hentugt húsnæði
Ju-Jitsufélag Reykjavíkur og Aikikai Reykjavík eru í húsnæði hjá Eik fasteignafélagi sem sérhæfir sig í rekstrarleigu atvinnuhúsnæðis. Við bjóðum m.a. húsnæði sem hentar vel fyrir baráttuglaða huga. Einnig er í boði húsnæði fyrir verkstæði, lagerhald, skrifstofur, veitinga- og skemmtistaði og margt fleira. Ef þú ert að efla starfsemina, flytja, stækka, endurskipuleggja eða hefja rekstur er Eik með rétta kostinn fyrir þig.
Hafðu samband við sérfræðinga okkar í síma 590 2200 eða utleiga@eik.is.
silence KYnninGARTilBOÐ Dagana 30. nóv - 10. Des
aÐeinS
28.017
sPaRaÐU
12 mÁnaÐa VaxTaLauST LÁn**
excLuSiVe 401 rafmaGnS 180 x 200/210
321.900
SparaÐu 107.300 Verð 429.200,Kynningarverð 321.900,Sparaðu 107.300,-
25%
nánari lýsing á dýnu hér fyrir neðan
aF ÖLLUM sILenCe DÝnUM
ÁBYrGÐ · 15 ár á grind og fjöðrun · 10 ára framleiðslu ábyrgð · 5 ár á mótor
cLaSSic 105/T26 rafmaGnS 180 x 200 nú
299.400
SparaÐu 99.800
aÐeinS
26.081 12 mÁnaÐa VaxTaLauST LÁn**
SiLence cLaSSic 105/T26 HæÐarSTiLLanLeGT • 2 stk. T26 hæðarstillanlegir rúmbotnar, bólstruð stálgrind. 26 rimlar. Innifalið í verði eru dýnustopparar við fótenda og fjarstýringar m/snúru. • 2 stk. 498 stk. 5-svæða pokafjöðrun á hvern fermetra. Extra stíf. • Veldu á milli 25 mm latex eða visco Classic yfirdýnu. Á yfirdýnum er mjúkt áklæði sem hægt er að taka af og þvo. Fætur seldir sér. 180 x 200 cm. Verð 399.200,- Kynningarverð 299.400,- Sparaðu 99.800,-
NÝTT
excLuSiVe 401/T26 rafmaGnS 180 x 200/210 nú
321.900
SparaÐu 107.300
cLaSSic conTinenTaL 180 x 200 nú
194.925
SparaÐu 64.975
28.017 12 mÁnaÐa VaxTaLauST LÁn**
aÐeinS
17.092
vexTir
0%
Of mjúk Hryggjasúlan er í S, og þar af leiðandi getur snúningur orðið erfiður. Streita og meiðsli geta verið afleiðing af of mjúkri dýnu.
rétt Hryggjasúlan er bein, þegar þú liggur á hliðinni. Mjöðmin fær góðan stuðning þegar þú liggur á bakinu. Snúningur verður auðveldari allan hringinn.
12 mÁnaÐa VaxTaLauST LÁn**
SiLence cLaSSic conTinenTaL Boxdýna • Samsett Continental dýna, með tvöfaldri fjöðrun. • Botn: 150 stk. Bonell fjöðrun á hvern fermetra. • Toppur: 265 stk. 5-svæða pokafjöðrun á hvern fermetra • Veldu á milli 25 mm latex eða visco Classic yfirdýnu. 10 cm hringlaga fætur fylgja. 180 x 200 cm. Verð 259.900,- Kynningarverð 194.925,- Sparaðu 64.975,-
NÝTT
Dýnan á að vera á þeim stífleika að hryggurinn sé beinn þegar þú liggur á hliðinni. Þú þarft mýkri dýnu ef þú ert léttari, með breiðari axlir eða mjaðmir – og þú þarft stífari dýnu ef þú ert þyngri. varðandi stærðina á dýnunni? Dýnan á að vera minnst 90 cm breið og 10 cm lengri en hæðin. Þó svo þú og maki þinn séu sömu hæðar og þyngdin sú sama, þá getur hvort um sig verið með mismunandi stífleika.
aÐeinS
SiLence excLuSiVe 401/T26 HæÐarSTiLLanLeGT • 2 stk. T26 hæðarstillanlegir rúmbotnar, bólstruð stálgrind. 26 rimlar. Innifalið í verði eru dýnustopparar við fótenda og fjarstýringar m/snúru. • 2 stk. 265 stk. 5-svæða pokafjöðrun á hvern fermetra. Millistíf eða stíf. • Yfirdýna með bakteríudrepandi eiginleika. Veldu á milli 40 mm latex eða visco exclusive yfirdýnu. Fætur seldir sér. 180 x 200 cm. Verð 429.200,- Kynningarverð 321.900,- Sparaðu 107.300,-
NÝTT
MJÚK eÐa sTÍF, ÞÚ veLUR?
KaupTu NúNa
og dreifðu greiðslunni á 12 mánuði, vaxtalaust.**
nú getur þú fengið 12 mánaða vaxtalausa greiðsludreifingu þegar verslað er með vIsa eða MasterCard. Þegar verslað er fær kaupandi að sjá yfirlit yfir greiðsluáætlun sem sýnir áætlaðar mánaðarlegar greiðslur, þ.e. afborgun ásamt lántökukostnaði og færslugjaldi. Kaupandi þarf að undirrita áætlunina til að staðfesta útreikninginn.
Of stíf Þú liggur ”ofaná” dýnunni og getur fengið skaðleg áhrif á axlir og mjaðmir. Enginn stuðningur við bakið ef þú liggur á bakinu.
aÐeinS
2.250
einfaldlega betri kostur
12 mÁnaÐa VaxTaLauST LÁn**
BaSic 10 Boxdýna 90 x 200
NÝTT SiLence BaSic 10 Boxdýna • Boxdýna með tvöfaldri fjöðrun. Slitsterkt ljósgrátt áklæði. • Botn: 150 stk. Bonell fjöðrun á hvern fermetra. • Toppur: 114 stk. Bonell fjöðrun á hvern fermetra. • Yfirdýna með 25 mm pólýetersvampi. Fætur seldir sér. 90 x 200 cm. Áður 29.900,- Kynningarverð 22.425,- Sparaðu 7.475,-
nú
22.425
SparaÐu 7.475 dream 135 x 200 cm. Moskusdúnn og andardúnn. 90% moskusdúnn og 10% fjaðrir. Má þvo við 60°C 24.995,dream 135 x 200 cm. andadúnn og andafjaðrir. 90% andadúnn og 10% andafjaðrir. Má þvo við 60°C 29.995,-
aÐeinS
12.562 12 mÁnaÐa VaxTaLauST LÁn**
cLaSSic 201 180 x 200
NÝTT
nú
142.275
SparaÐu 47.425
SiLence cLaSSic 201 Boxdýna • Boxdýna m/tvöfaldri fjöðrun. Millistíf. • Botn: 150 stk. Bonell fjöðrun á hvern fermetra • Toppur: 265 stk. 5-svæða pokafjöðrun á hvern fermetra. • Veldu á milli 25 mm latex eða visco Classic yfirdýnu. Fætur seldir sér. 180x200 cm. Áður 189.700,- Kynningarverð 142.275,- Sparaðu 47.425,-
dream 60 x 35 cm. 20% andadúnn, 80% andafiður. Áklæði úr 100% bómull. Má þvo við 60°C 6.995,dream 60 x 35 cm. 55% andadúnn, 45% fiður. Áklæði úr 100% bómull. Má þvo við 60°C 9.995,-
4.995
aÐeinS
20.305 12 mÁnaÐa VaxTaLauST LÁn**
Temprakon dúnsokkar. Dömu- eða herrasokkar. 90% síberískur dúnn, 10% smáar gæsafjaðrir. Má þvo við 60°C 4.995,-
5.995
excLuSiVe 401 180 x 200
NÝTT
nú
8.995
232.275
SparaÐu 77.425
SiLence excLuSiVe 501 Boxdýna • Boxdýna með tvöfaldri fjöðrun. • Botn: 364 stk. pokafjöðrun á hvern fermetra. • Toppur: 265 stk. 5-svæða pokafjöðrun á hvern fermetra. Slitsterkt húsgagnaáklæði á hliðum. Millistíf eða stíf. • Veldu á milli 40 mm latex eða visco Exclusive yfirdýnu. Fætur seldir sér. 180 x 200 cm. Verð 309.700,- Kynningarverð 232.275,- Sparaðu 77.425,-
compLeTe rúmföt, grá. 140 x 200 cm. 100% bómull 5.995,ToiLe de joie rúmföt, hvít m/gráu þrykki. 140 x 200 cm. 100% percale bómull 8.995,-
HAnnAÐu dRAumARúmiÐ þiTT! hÖFUÐ Og FóTagaFLaR? A: Lágur, m/fótum
B: Lágur, m/fótum
aÐeinS
33.166
C: Hár, m/fótum
12 mÁnaÐa VaxTaLauST LÁn**
cLaSSic 105/T26 rafmaGnS meÐ HÖfuÐ oG fÓTaGafLi 180 x 200 nú
381.750
SparaÐu 127.250 Verð 509.000,- Kynningarverð 381.750,- Sparaðu 127.250,nánari lýsing á dýnu hér á vinstri síðu
D: Geymsluhólf, m/fótum
E: Höfuðpúði, m/fótum
Classic
Verð
Exclusive
Verð
a: fótur
22.900,-
a: fótur
24.900,-
B: Lágur
34.900,-
B: Lágur
39.900,-
c: Hár
49.900,-
c: Hár
54.900,-
d: Geymsluhólf
59.900,-
d: Geymsluhólf
69.900,-
e: Höfuðgafl
69.900,-
e: Höfuðgafl
79.900,-
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is - laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30
sendum um allt land
36
viðtal
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Ætlar að stunda jóga 100 ára Guðrún Bergmann segir ellinni stríð á hendur, ætlar að vera ung á öllum aldri og stunda jóga hundrað ára. Hún segir að fólk þurfi að huga að heilsunni snemma á ævinni ætli það að vera heilsuhraust gamalmenni. Hún varð fyrir misnotkun sjö ára sem olli heilsufarstjóni fyrir lífstíð, andlegu sem líkamlegu.
G
uðrún Bergmann ætlar enn að stunda jóga þegar hún verður hundrað ára. Hún ætlar sér að vera „ung á öllum aldri“ eins og nýja bókin hennar heitir og segist vera í betra formi, andlega og líkamlega, nú á sjötugsaldri, en hún hefur nokkru sinni verið. Bókinni er ætlað að vera innblástur fólks sem komið er á miðjan aldur og vill eiga heilsuhraust efri ár. „Það er svo mikilvægt að byrja strax. Það sem við gerum í dag ræður því hvernig okkur líður eftir fimm, tíu eða fimmtán ár. Það er mitt hjartans mál að vekja fólk til umhugsunar í tæka tíð og fá það til að breyta lífsháttum sínum strax í dag svo það geti notið efri áranna. Lífaldur okkar er sífellt að lengjast en heilsa okkar hefur ekki batnað í samræmi við það. Við getum breytt því,“ segir Guðrún. Hún segist hafa tvo málshætti til viðmiðunar: „Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag – hefur þú ekki heilsu fyrir tímann á morgun,“ segir hún. Og hitt: „Við eyðum fyrri hluta ævinnar í að afla tekna og tapa heilsunni og síðari hluta ævinnar í að nota tekjunnar til að ná heilsunni aftur. Því það er dýrt að verða veikur,“ bætir hún við, „og dýrt að ná upp heilsu aftur. Því er svo mikilvægt að byrja strax. Það er alltaf hægt að finna tíma, þetta er alltaf val. Okkur finnst við ódrepandi þegar við erum ung, að ekkert geti skaðað okkur og við getum allt. Ég var ekkert öðruvísi. En svo verðum við hissa þegar við veikjumst. Jafnvel þótt við séum búin að sjá merkin í dálítið langan tíma og jafnvel ekkert gert í því,“ segir Guðrún. Guðrún hefur lifað og hrærst í heilsu og andlegum málefnum frá því hún var táningur, byrjaði 18 ára að stunda jóga, sú eina úr vinkvennahópnum, og hefur gert það æ síðan. Síðastliðna áratugi hefur hún gert ýmsar tilraunir með mataræði sitt því hún varð fyrir áfalli í æsku sem varð til þess að hún var komin með magasár tíu ára og hefur átt við vandamál í meltingarfærum að stríða alla tíð.
Guðrún Bergmann: „Eftir langa og stranga leið hef ég loks náð þeim áfanga í lífinu að vera virkilega sátt og ánægð í eigin skinni, laus við drauga fortíðar og sannfærð um að ég geti verið ung á öllum aldri eins lengi og ég er tilbúin að leggja mig fram um það.“ Ljósmyndir/Hari
Nauðgað sjö ára
„Ég varð fyrir kynferðislegri misnotkun þegar ég var barn, tæplega sjö ára gömul. Ég þagði yfir ofbeldinu því ég vissi ekki að ég ætti að segja mömmu og pabba frá því,“ segir Guðrún. „Ég missti á vissan hátt málið því ég gat ekki einu sinni æpt á meðan nauðguninni stóð.“ Guðrún lokaði hryllinginn svo djúpt í undirvitundinni að það opnaðist ekki á hann fyrr en hún stóð á fertugu. „Ég gróf þetta svo djúpt í gleymskunnar dá að ég get ekki rifjað upp, þegar ég hugsa til baka yfir líf mitt, að ég hafi nokkurn tímann munað eftir þessu. Ástæðan fyrir því að ég segi frá þessu í bókinni er sú að líkamleg vandamál mín tengjast mörg þessu atviki þótt ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en miklu seinna á lífsleiðinni,“ segir Guðrún, „og ég held að fleiri séu í sömu stöðu og geti lært af minni reynslu.“ Hún þróaði með sér alvarlega kvíðaröskun, fékk kvíðaköst og niðurgang af minnsta tilefni, varð fíkin
Kynntist ástinni 17 ára
Ég þagði yfir ofbeldinu því ég vissi ekki að ég ætti að segja mömmu og pabba frá því.
Fjöldi tækja á séstöku jólaverði.
Sjón er sögu ríkari.
Guðrún fór að stunda jóga og lesa sér til um andleg mál og fór að gera tilraunir með mataræðið. Hún var fíkin í sykur og komst að því síðar að sykurneyslan var ein af orsökum vanlíðaninnar. Á þessum tíma hafði hún kynnst ástinni í lífinu sínu, Guðlaugi Bergmann. Árið 1968, þegar Guðrún var sautján ára, hitti hún Guðlaug á skrifstofu hans, en þá rak hann Karnabæ, sem var aðaltískubúð þessa ára, því hún hafði verið hvött til að sækja um starf hjá honum, þótt hún væri í raun komin með sumarstarf. „Það gerðist eitthvað þegar við hittumst. Við horfðumst í augu og það varð samstundis einhver tenging. Við fundum það bæði. Það má segja að það hafi verið upphafið að kynnum okkar,“ segir hún. Guðrún verður ögn hlédræg þegar talið berst
7.880 kr. stgr. BOSCH Skaftryksuga Jólaverð:
114.900 kr. stgr.
SIEMENS Þurrkari Jólaverð:
Framhald á næstu opnu
5.200 kr. stgr.
SIEMENS Þvottavél Jólaverð:
23.900 kr. stgr.
að Gulla, eins og hún kallar hann. Hann er ástin í lífi hennar – þótt samband þeirra hafi ekki verið hefðbundið framan af. Hann var kvæntur og átti börn með eiginkonu sinni, lifði tveimur aðgreindum lífum í mörg ár – átti tvær fjölskyldur. Guðrún eignaðist með honum tvo drengi á meðan hann var enn í hinu hjónabandinu, Guðjón árið 1972 og Guðlaug yngri árið 1979. Líf Guðrúnar og Guðlaugs fór fram í felum. „Hvernig gat ég sætt mig við þetta?“ spyr Guðrún og hlær. „Það er von að þú spyrjir. Það fór ekki á milli mála að okkur þótti gífurlega vænt um hvort annað. Það var mikil ást í þessu sambandi og við áttum erfitt með að slíta okkur hvort frá öðru. Ég trúði því alltaf að hann ætlaði að fara að gera breytingar á sínum högum og því var sífellt verið að lengja sambandið út frá því. Ég get ekki skýrt það öðruvísi en að kannski þurfti ég að fara í gegnum allt þetta ferli til að finna út hver ég er.“ Af þessum sökum var Guðrún félagslega einangruð í sambandinu við Gulla í meira en áratug. Það var raunar ekki nýtt fyrir hana. „Þegar maður verður fyrir nauðgun einangrast maður einhvern veginn inn í sér og þess vegna fannst mér kannski allt í lagi að vera félagslega einangruð þegar ég var ung kona.“ Hún segir að sjálfsmynd sín hafi að auki verið sködduð – hún hafi ekki haft neinar varnir. „Varnirnar mínar voru brotnar þegar ég var barn og kannski er það ein ástæða þess að ég fór inn í framhjáhaldssamband með kvæntum manni.“
BOSCH Handþeytari Jólaverð:
Gigaset Símtæki Jólaverð:
Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is
Komdu í heimsókn til okkar á aðventunni og gerðu góð kaup.
í sætindi og fór að kasta upp þeim mat sem hún borðaði, jafnt að nóttu sem degi. Þegar hún hafði strítt við þessi veikindi í þrjú ár var hún lögð inn með magasár – tíu ára gömul. „Meltingarstarfsemin hefur alltaf verið til vandræða hjá mér,“ segir Guðrún, „og auðvitað alls kyns tengd vandamál, svo sem bjúgur, höfuðverkir og mígreni. Vestræn læknisfræði var bara ekki með svörin við þessu og ég var stimpluð ímyndunarveik 18 ára. Ég var ekki sátt við það og fór sjálf að leita lausna. Stundum verður maður að fara á botn sársaukans til þess að fara að leita. Ég féll tiltölulega fljótt á minn sársaukabotn þótt ég fyndi ekki lausnir fyrr en miklu síðar.“
119.900 kr. stgr.
Heimilistæki, ljós og símar í miklu úrvali.
VENDELA Borðlampar Jólaverð:
8.900 kr. stgr. Adler Eldhúsvogir Jólaverð:
2.300 kr. stgr.
38
viðtal
Blóðflokkamataræðið breytti lífi hennar
Guðrún og Gulli gengu í hjónaband á nýársdag árið 1986. Um svipað leyti gerði Guðrún merkilega uppgötvun er átti eftir að gjörbreyta heilsu hennar – hún fékk í hendurnar bók um gersveppinn Candida sem hefur ákveðnu hlutverki að gegna í meltingarkerfi okkar en getur valdið miklum usla í líkamanum sé honum ekki haldið í skefjum af náttúrlegum, góðum bakteríum. Heilsa hennar batnaði til muna en það var ekki fyrr en hún komst í kynni við kenningar um blóðflokkamataræði sem bylting varð á lífi hennar og heilsu. „Skemmst er frá því að segja að blóðflokkamataræðið gjörbreytti lífi mínu.“ Hún hafði náð jafnvægi. Gulli féll frá í árslok 2004. Við tók yfirgengileg vinna hjá Guðrúnu því þau hjónin höfðu flutt á Snæfellsnes og rekið þar hótel í nær áratug en skyndilega var hún ein um reksturinn. Mataræðisreglum var fórnað yfir sumartímann og þótt hún næði að koma stjórn á líf sitt á haustin aftur náði hún ekki að snúa ferlinu við yfir vetrartímann. Hún hefur mestan hluta ævinnar verið að takast á við sykurfíkn sem hún hefur náð tökum á í dag, „en hér áður fyrr hélt ég mig kannski frá sykri rosalega lengi en datt svo í það að fá mér einn mola einhvers staðar og var þá dottin í sykurát, kannski í heila viku áður en ég náði að hætta aftur,“ segir Guðrún og skellir upp úr. „Þetta var eins og að vera túrafyllibytta.“ Um það leyti sem Guðrún seldi Hótel Hellnar, árið 2010, var hún aðframkomin af orkuleysi, greindist í kjölfarið með glúteinóþol
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
og hefur hún varið síðastliðnum tveimur árum í að byggja heilsuna upp að nýju. „Ég hef aldrei verið heilsuhraustari en nú. Ég hef viðað að mér upplýsingum um heilsu og mataræði og gert tilraunir á sjálfri mér í þrjátíu ár. Afraksturinn er þessi bók, Ung á öllum aldri, sem ég vona að verði innblástur fólks, helst á öllum aldri, og veki það til vitundar um að það ræður sjálft svo miklu um heilsuna sína og hvernig efri árin verða. Það þarf að byrja að hugsa um það tiltölulega snemma því heilsa þín eftir fimm, tíu eða fimmtán ár ræðst af því sem þú gerir í dag. Sjúkdómarnir koma ekki bara í pósti einn daginn, þeir eru að þróast í líkamanum í langan tíma áður en þeir koma fram. Við verðum að vera meðvituð um á hvaða hátt við getum breytt þessu ferli,“ segir Guðrún.
Streitan hluti af lífsstílnum
Fæstir byrja að hugsa um heilsuna fyrr en upp úr fertugu, þegar kerfi líkamans fara að bila eitthvað svo Guðrún gerir ráð fyrir að bókin höfði mest til fólks á þeim aldri. „Reyndar er ég að rekast á verulega veikt fólk sem er mun yngra svo sjúkdómarnir eru að koma fyrr fram en í minni kynslóð og margir þeirra eru fæðutengdir.“ Bókin lofar engum skyndilausnum. „Allar breytingar taka þrjá til fjóra mánuði að skila árangri og ég legg áherslu á að fólk byrji rólega. Ég hvet fólk til að taka inn grunnbætiefni, sem eru gott fjölvítamín, blágrænir þörungar, burnirót og b-vítamín eins og B-stress, þótt auðvitað séu ráðleggingar um mun fleiri bætiefni í bókinni, sem hægt er að taka til að styrkja mismun-
andi kerfi líkamans. Síðan mæli ég með því að fólk fari út að ganga í hálftíma á hverjum degi. Svo er hægt að fara að taka út sykurinn og hlusta á líkamann í fæðuvalinu. Hvað ertu að borða sem þér líður vel af og hvað lætur þér líða illa? Þetta er ekki flókið en krefst úthalds í að minnsta kosti þrjá til fjóra mánuði en þá finnur fólk fyrir mikilli breytingu á líðan, auknu úthaldi og orku,“ segir Guðrún. „Hver kannast ekki við að fá blóðsykursfall síðdegis og eiga erfitt með að halda sér vakandi?“ spyr Guðrún. „Það gerist vegna þess að fólk er að borða ranga fæðu. Ég fékk svona sykurfall nánast daglega meðan ég var í kringum fertugt, en lendi yfirleitt ekki í þessu í dag, nema ég slysist til að borða eitthvað með innihaldsefni sem ég hef óþol fyrir.“ Streitan er hluti af lífstíl okkar. „Það er allt í lagi, nema þegar við sláum aldrei af og það er allt of algengt. Við verðum að hvíla okkur og koma okkur út úr streitunni reglulega. Annars varða nýrnahetturnar vanvirkar, en það leiðir meðal annars til truflunar á starfsemi skjaldkirtils og margra annarra kerfa því líkaminn er ein samstæð heild og því er allt tengt.“ Nokkur af helstu merkjum um vanvirkni í nýrnahettum eru stöðug þreyta, þunglyndi eða pirringur, kvíði, veikt ónæmiskerfi, verkir í mjóbaki, blóðsykurslækkun, sykurfíkn, þyngdaraukning eða þyngdartap og svefnvandamál. „Vinda má ofan af streitu með því að taka sér reglulega tíu til fimmtán mínútna pásur yfir daginn og fara í stutta gönguferð eða hugleiða,“ bendir Guðrún á. „Ég ráðlegg fólki að fækka þeim
OPNAÐU FYRIR NÝJA VÍDD Í LÍFI ÞÍNU! - Bókakynningar sem gleðja og tendra sálina þína
Lí
fl eg
ÍKSDÓTTIR
ísitt?
2012
IR EHF.
Mei mí beibísitt?
n
sö
gn
.
ísitt?
VÍKURFRÉTT
Mei mí beib
MARTA EIRÍKSD ÓTTIR
Mei mí beib
er söguleg skáldsa ga úr Keflavík sem gerist á sjöunda aldar. Höfundur og áttunda áratug rifjar upp og segir síðustu frá daglegu lífi bjó. Þetta eru minnin barnanna í götunn gar um horfna veröld, i þar sem hún þar sem skapan um að skemmta di kraftur barnan þeim sjálfum daglan na sá gt á sumrin. Höfundur bókarin nar, Keflvíkingurin n Marta Eiríksd námskeiðahald óttir, er vel þekkt á vegum Púlsins fyrir öflugt en einnig fyrir jákvæð birst hafa eftir hana og skemmtileg viðtöl, sem í Víkurfréttum undanf arin tuttugu ár. Mei mí beibí sitt? er önnur bók höfundar en fyrsta Goddess – Embrac bók Mörtu Becom ing Your Power! ing kom út á ensku, á vegum Balboa innan Hay House Press, deild í Bandaríkjunum sumarið 2012.
og Geg h g or n ju st it ð ein m n i bó Eg ðu k! ge ð rts f so rá
-Þ
MARTA EIR
Æskuminni
úr bítlabæn
ngar
um Keflavík
30. nóvember föstudagur Eymundsson kl. 16:00 Skólavörðustíg, Reykjavík.
5. desember miðvikudagur Gyðjur og gleði Yogahúsið Hafnarfjörður kl. 20:00
1. desember laugardagur Kringlunni Verslunin Betra Líf kl. 12:00 til 13:30
7. desember föstudagur Útgáfuteiti Mei mí beibísitt? Eymundsson kl. 17:00 - 19:00 Austurstræti, Reykjavík. Tónlistaratriði: Egill Ólafs og Jónas Þórir
1. desember laugardagur Eymundsson kl. 14:00 Kringlunni neðri hæð, Reykjavík. 1. desember laugardagur Gyðjur og gleði Nýjalandi Seltjarnarnesi Eiðistorgi kl. 16:00 4. desember þriðjudagur Gyðjur og gleði Reykjavík Lifandi Markaður Borgartúni kl. 18:00 – 20:00
69% *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012
10. desember mánudagur Gyðjur og gleði Garðabær Garðatorg 2.hæð kl. 20:00. 12. desember miðvikudagur Maríumessa - konumessa í minningu móður Jesú Keflavíkurkirkja kl. 20:00
29. desember laugardagur Mamma Jörð og dætur hennar! Nýárs Námskeið Reykjanesbær Heilsuhótel Ásbrú kl. 13:00 til 16:00 Verð kr. 5.500 Mjög kröftugt nýtt námskeið sem undirbýr þig fyrir skemmtilegt nýtt ár * * Skráning og nánari upplýsingar fyrir þetta námskeið sem fram fer á Heilsuhótelinu Ásbrú er í síma 857 8445 eða skráið ykkur á vefpóstinn gydjuroggledi@gmail.com
... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
„Þar sem Gulli heitinn var kvæntur annarri konu þegar við fórum að vera saman og langur tími leið uns hann skildi við hana fórum við í gegnum ótrúlega langt samband sem litað var lygum og alls konar svikum, sem ollu sársauka á báða bóga.“
verkefnum sem það tekur að sér og draga almennt úr streituþáttum í lífi sínu. Auk þess hvet ég fólk til að hugleiða, fara í nudd eða slökun og losa sig við uppsafnaða reiði eða pirring, til dæmis með samtalsmeðferð, fyrirgefningarferli eða höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð.“
Brenndu slæmar minningar
Guðrún og Gulli þurftu að vinna úr ýmsu þegar þau fóru loks að búa saman. „Þar sem Gulli heitinn var kvæntur annarri konu þegar við fórum að vera saman og langur tími leið uns hann skildi við hana fórum við í gegnum ótrúlega langt samband sem litað var lygum og alls konar svikum, sem ollu sársauka á báða bóga. Þegar við vorum svo loks farin að búa saman komu minningar um þessa atburði oft upp á yfirborðið hjá okkur í reiðiköstum, afbrýðisemi eða öðrum tilfinningum og voru um tíma að eyðileggja sambandið. Við gripum til þess ráðs að skrifa á miða öll þau mál sem við ætluðum aldrei að tala um aftur, svo keyrðum við að
Ásfjalli í Hafnarfirði, gengum upp á topp, grófum holu, rifum miðana okkar, kveiktum í þeim og mokuðum svo yfir aftur,“ lýsir Guðrún. Gjörningurinn skipti sköpum í sambandi þeirra og losaði þau undan oki fortíðarinnar, að sögn Guðrúnar. Það er því ekki síður andleg heilsa en líkamleg sem Guðrún hvetur fólk til að huga að. Sjálf hefur hún ákveðið að vera heilbrigð 100 ára. „Þetta er markmið sem ég vinn að, þótt ég viti ekki hvort ég næ því. Margt kemur þar til og heilbrigð öldrun hefst með heilbrigðum lífsstíl snemma á ævinni. Ég segist vera á þriðja æviskeiðinu og finnst það dásamlegt. Eftir langa og stranga leið hef ég loks náð þeim áfanga í lífinu að vera virkilega sátt og ánægð í eigin skinni, laus við drauga fortíðar og sannfærð um að ég geti verið ung á öllum aldri eins lengi og ég er tilbúin að leggja mig fram um það.“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
Kynlíf eldra fólks feimnismál „Ég fjalla einnig um kynlíf og ástir í bókinni minni, en það virðist vera mikið feimnismál að ræða um kynlíf fólks eftir að það kemst yfir einhvern ákveðinn aldur – eins og við hættum að stunda það, bara af því við verðum eldri. Ég held einmitt að það geti orðið ánægjulegra með aldrinum. Hins vegar er ýmislegt sem breytist hjá okkur og við minnkandi hormónaframleiðslu, bæði hjá konum og körlum, dregur oft úr áhuga á því að stunda kynlíf. En þar sem það er eldurinn í sambandi fólks þá er mikilvægt að glæða hann á ný. Ég er því með góð ráð fyrir bæði konur og karla um hvað þau geta gert til að blása í glæðurnar á þessum eldi og styrkja um leið samband sitt.“
Góð ráð fyrir kynlífið
Gott ráð fyrir bæði kynin er að taka inn bætiefni eins og Arctic Root eða burnirót, sem Svíar kalla „viagra norðursins“. Það eykur kynorkuna, styrkir ónæmiskerfið og dregur úr neikvæðum áhrifum streitu á líkamann. Einnig er gott að taka inn góða steinefnablöndu sem inniheldur sink, magnesíum og kalíum, svo og sterka B-vítamínblöndu eins og B-Stress. Lakkrísrót dregur úr ótímabæru sáðláti hjá karlmönnum og Dong Quai, Maca eða Yam eru allt bætiefni sem hjálpa konum að komast betur í gegnum tíðahvörf. Svo er um að gera að nota náttúrulegt sleipiefni ef um þurrk í leggöngum hjá konum er að ræða.
Tilboðin gilda 30. nóv. - 2. des.
n i k ó b Jóla í t s i n ley nettó
kuldi YrSa Sigurðard.
3.959 kr
Fyrir lísu
Steinunn Sigurðard.
hlaupið í skarðið
stelpur geta allt
3.963 kr
3.900 kr
3.439 kr
undantekningin
aþena að eilíFu kúMen
Frábært hár
3.774 kr
2.917 kr
2.955 kr
hringurinn
2.960 kr
r u k æ b
Mánasöngvarinn tulipop
2.793 kr
sjálFstæðisFlokkurinn
Átök og uppgjör
4.899 kr www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold Höfn · Grindavík · Reykjanesbær Borgarnes · Egilsstaðir Selfoss · Akureyri
Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
Kuldi eftir Yrsu Sigurðardóttur Sjálfstæður tryllir í anda verðlaunabókarinnar Ég man þig. Þegar ungur maður fer að rannsaka upptökuheimili fyrir unglinga á áttunda áratug liðinnar aldar taka undarlegir atburðir að skekja tilveru hans og dóttur hans. En hvort eiga þeir rætur sínar að rekja til unglinhörmunga sem dundu yfir unglin gaheimilið eða til sviplegs fráfalls barnsmóður hans hálfu ári fyrr?
úr kjötborði
úr kjötborði
Svínalundir
úr kjötborði
Nauta gúllas
Svínahnakki
1.598,kr./kg
1.798,kr./kg
1.198,kr./kg
verð áður 2.398,-/kg
verð áður 2.298,-/kg
verð áður 1.598,-/kg
Fjarðarkaup 30. nóv. - 1.des.
Grillaður kjúklingur +2L kók
1.298,kr.
FK hangiframpartur úrbeinaður
1.998,kr./kg
verð áður 2.668,-/kg
FK hangilæri úrbeinað
2.798,kr./kg
Danskar nautalundir frosnar
4.298,kr./kg
Trópí tríó og sjöa 1L Trópí appelsínu 1L
229,kr./stk.
verð áður 289,-/stk.
verð áður 3.298,-/kg
verð áður 239,-
Hamborgarar 115g 2 í pk.
420,kr./pk.
verð áður 504,-/pk.
Fjallalambs hangilæri úrb.
2.998,kr./kg
verð áður 3.545,-/kg
- Tilvalið gjafakort
198,kr.
Fjallalambs hangiframpartur úrb,
2.198,kr./kg
verð áður 2.579,-/kg
www.FJARDARKAUP.is
4 x 2L kók, jólagott fylgir
948,kr.
Kristjáns laufabrauð ósteikt Ömmubakstur laufabrauð ósteikt 1.298,kr. Kristjáns steikingarfeiti
1.298,kr.
Ora Jólasíldin 2012
2.498,kr.
698,kr.
verð áður 2.964,-
verð áður 878,-
20%
verðlækkun af H-Berg vörum
Heslihnetur 100g
143,kr.
verð áður 179,-
Kexsmiðjan Kexsmiðjan hálfmánar súkkulaðibitakökur 250g
578,kr.
718,kr.
verð áður 723,-
verð áður 898,-
Heslihnetur hakkaðar 100g
158,kr.
verð áður 198,-
Kókosmjöl 500g
Heilar möndlur 100g
221,kr.
158,kr.
verð áður 276,-
verð áður 198,-
H-Berg döður 400g
204,kr. verð áður 255,-
Frón loftkökur 165g
478,kr.
verð áður 598,-
Jólaosturinn 2009 Myllan jólatertur 3 teg.
Jóla Brie 250g
498,kr./stk.
628,kr.
verð áður 598,-/stk.
verð áður 698,-
Klementínur 2,3kg
Frón pipardropar 400g
748,kr./kassinn
538,kr.
verð áður 795,-
verð áður 672,-
Jóla Yrja 150g
358,kr.
534,kr.
verð áður 593,-
Frón súkkulaðibitakökur 300g
581,kr.
verð áður 398,-
verð áður 726,-
Jólaeldhúsrúllur 3 í pk.
Lambi eldhúsrúllur 3 í pk.
389,kr.
498,kr.
Tilboð gilda til laugardagsins 1. desember Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudag - www.fjardarkaup.is
verð áður 517,-
42
sakamál
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Deilur Atla og Einars Arnar um fjármál leiddu til átaka sem enduðu með því að Atli banaði Einari Erni með hamarshöggum í höfuðið.
Banaði viðskiptafélaga með hamri Þann 8. nóvember árið 2000 sinnaðist viðskiptafélögunum Atla Helgasyni og Einari Erni Birgissyni en þeir ráku saman tískuverslunina GAP á Laugavegi. Deilu þeirra um fjármál lauk með því að Atli banaði Einari Erni með fjórum hamarshöggum í höfuðið. Atli ók síðan með félaga sinn í skotti bifreiðar sinnar út fyrir borgina og faldi lík hans í hraungjótu í nágrenni Grindavíkur. Sjötti þáttur Sannra íslenskra sakamála á Skjá einum fjallar um morðið á Einari Erni og þá örvæntingarfullu leit sem gerð var að honum.
A
ð kvöldi 8. nóvember 2000 hafði sambýliskona Einars Arnar Birgissonar samband við lögregluna í Kópavogi og sagðist óttast um unnusta sinn en ekkert hafði heyrst frá honum frá því að hann fór að heiman um morguninn. Formleg leit að Einari Erni hófst síðan um nóttina að ósk aðstandenda hans. Morguninn eftir fannst bifreið hans á bílastæði við Hótel Loftleiðir þaðan sem árangurslaust var reynt að rekja slóð hans með hjálp leitarhunda. Undarlegt þótti að hundarnir skyldu ekki komast á sporið þar sem þeir geta rakið slóð í þéttbýli jafnvel þótt hún sé margra daga gömul.
Ættingjar og vinir leita
Helgina eftir að Einar Örn hvarf tóku um 200 ættingjar hans og vinir þátt í leitinni að honum víðsvegar í nágrenni Reykjavíkur. Leitað var á Reykjanesi, á Bláfjallasvæðinu, á Álftanesi þar sem björgunarsveitir gengu fjörur. Ættingjar og vinir Einars Arnar tóku að sér leit á strandlengjunni frá Garðabæ að Kolkuósum. Þeir leituðu til þriðjudags en þá var leitinni hætt þar sem ljóst var að um sakamál væri að ræða. Atli Helgason, lögfræðingur og meðeigandi Einars Arnar að Gap Collection, tók virkan þátt í leitinni. Lík Einars Arnar fannst ekki fyrr en Atli hafði verið handtekinn og játað að hafa orðið honum að bana. Einar Örn hafði verið týndur í viku þegar lík hans fannst í hraunsprungu við Grindavíkurveg þar sem Atli hafði komið því fyrir og hulið með grjóti.
skilað sér þegar upp úr sauð á milli viðskiptafélaganna. Böndin bárust fljótt að Atla þar sem ljóst þótti að hann segði ekki satt og rétt frá samskiptum sínum við Einar Örn þennan örlagaríka nóvember dag. Atli sagðist ekkert hafa hitt Einar Örn þann 8. nóvember en gögn lögreglu bentu til annars. Þann 14. nóvember var gerð húsleit á heimili Atla og á vinnustað hans. Hann var síðan handtekinn daginn eftir og játaði þá við skýrslutöku að hafa banað Einari Erni í Öskjuhlíð með því að slá hann í höfuðið með hamri. Hann sagðist hafa falið líkið í hrauninu við Grindavík og vísaði lögreglu á felustaðinn. Atli sagði það ekki hafa verið ásetning sinn að myrða Einar Örn heldur hafi hann verið gripinn ofsahræðslu og hafi talið sig þurfa að verjast. Dauði Einars Arnar hafi verið hörmulegt slys sem varð eftir rifrildi þeirra og átök.
Fjögur hamarshögg
Atli og Einar Örn mæltu sér mót í Öskjuhlíð á stað sem Atli sagði þá oft hafa hist á áður. Þeir ræddu verslunarreksturinn og Einar spurði Atla um peningana sem Atli ætlaði að leggja í reksturinn. Atli sagðist ekki vera með upphæðina tilbúna. Við yfirheyrslur sagðist hann hafa sagt Einari Erni að honum þætti ósanngjarnt hvernig alltaf hallaði á hann í samskiptum þeirra. Deilan hafi síðan magnast og margt sagt sem betur hefði verið látið ósagt. Einar Örn hafi ýtt við honum
Kynntust í boltanum
Einar Örn og Atli höfðu þekkst í mörg ár en þeir kynntust þegar Einar Örn byrjaði að spila fótbolta með meistaraflokki Víkings þegar Atli var fyrirliði. Kunningsskapur þeirra hélt áfram utan vallar og Atli var um skeið lögmaður Einars Arnar. Skömmu áður en Atli myrti Einar Örn opnuðu þeir GAP-verslunina saman. Einar Örn hafði tryggt sér umboð fyrir vörumerkin Gap, Old Navy og Banana Republic og fór í framhaldinu að leita að fjárfestum. Úr varð að Atli ætlaði að útvega fjármagn til rekstrar verslunarinnar. Það fjármagn hafði hins vegar ekki
Atli Helgason játaði að hafa myrt viðskiptafélaga sinn, Einar Örn Birgisson, við skýrslutökur sama dag og hann var handtekinn.
og hann ýtt til baka. Í dómsskjölum lýsir Atli atburðarásinni á þennan veg: „Ákærði lýsti því svo að sér hafi fundist „allt vera orðið brjálað“. Hann hafi staðið við bifreið sína farþegamegin er Einar Örn hafi slegið til hans og reynt síðan að sparka í hann. Ákærði kvaðst hafa ýtt á móti. Hann hafi þá forðað sér heilan hring í kringum bílinn þar til hann opnaði afturdyrnar farþegamegin, þar sem hafi verið mikið af alls konar verkfærum.“ Þar greip Atli til hamarsins og sagðist hafa ætlað að ógna Einari Erni með honum. „Einar Örn kom þá vaðandi og sló ég hann þá með hamrinum,“ sagði Atli í yfirheyrslunni. Hann sagðist lítið muna hvað gerðist á þessari stundu og atburðurinn væri „óraunverulegur“ í huga hans. „Hann mundi eftir Einari Erni liggjandi í jörðinni og kvaðst hafa reynt lífgunartilraunir á honum. Taldi hann Einar Örn vera látinn, kvaðst hann hafa séð og fundið að Einar andaði ekki.“ Atli gekkst við því að hafa lamið Einar Örn tvisvar með hamrinum en krufning leiddi í ljós að höggin voru fjögur.
Sakhæfur á örvandi lyfjum
Tómas Zoëga geðlæknir vann geðrannsókn á Atla og komst að þeirri niðurstöðu að hann væri sakhæfur. Í skýrslu hans kemur fram að Atli hafi misnotað örvandi efni, ephedrin og amfetamín, og notkunin hafi haft áhrif á hegðun hans og gerðir allra síðustu mánuði. Hann hafi verið upptekinn af smáatriðum og oftúlkað mikilvægi þeirra. Í skýrslu Tómasar segir. „Sú spurning vaknar, hvort Atli oftúlkar augnaráð vinar síns, sem sýnist verða til þess að Atli fyllist skelfingu og grípur til hamarsins.“ Tómas sagði ekki hægt að slá neinu föstu um það hvort lyfjaneysla Atla hefði haft áhrif á gerðir hans. Ekki var við annað að styðjast en framburð Atla um atburðinn og ekkert í gögnum málsins benti til þess að hann hafi fyrirfram verið búinn að taka ákvörðun um að bana Einari Erni. Dómurinn yfir Atla miðaði því við að „ásetningur hans hafi orðið til er hann reiddi hamarinn til höggs.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
MIKIÐ ÚRVAL
Virðuleg hjón í þrívídd
Jónas Haraldsson
Teikning/Hari
jonas@ frettatiminn.is
MARGIR LITIR.
ÁRNASYNIR
HELGARPISTILL
nefndi í því sambandi orð sem voru mér ansi framandi, 3D (þrí dí – samkvæmt útlendum framburði), Smart og Led. „Þrí dí,“ át ég upp eftir henni. „Þýðir það að við hjónakornin sitjum saman á síðkvöldum og horfum á amerískar læknasápur og skandinavíska glæpaþætti með þrívíddargleraugu á nefinu?“ „Já, mér skilst það,“ sagði konan, eins og ekkert væri sjálfsagðara en að virðuleg hjón í vesturbæ Kópavogs sætu fyrir framan sjónvarpið heima hjá sér útbúin eins og bólugrafnir unglingar á hasarbíói. „Hvað ef einhver kemur í heimsókn, foreldrar, systkini eða börnin okkar?“ spurði ég. „Nú, þá tökum við gleraugun niður, maður. Það er ekki eins og þau séu gróin við andlitið á okkur.“ „Veist þú hvað HDMI tæki eru?“ spurði ég konuna nokkru síðar. Þá hafði ég kynnt mér möguleika hins nýja snjallsjónvarps. Hún viðurkenndi undanbragðalaust að hún hefði enga hugmynd um það. „Það er nefnilega hægt að stýra öðrum HDMI tengdum tækjum með einni fjarstýringu,“ sagði ég, án þess þó að hafa hugmynd hvað HDMI tengd tæki væru. „Getur þú hlaðið niður fjölda appa í tækið?“ hélt ég áfram í þeirri fullvissu að hún hefði, ekkert frekar en ég, hugmynd um öpp þessi. „Nei,“ viðurkenndi minn betri helmingur. App var ekki í hennar orðabók. „Ég legg málið í dóm,“ sagði ég undir áhrifum ótal réttarfarsþátta úr sjónvarpinu og taldi ástæðulaust að nefna aðrar tækninýjungar þessa gáfaða sjónvarps sem ég hafði lesið mér til um, svo sem netvafra með minni, utanumhald tækisins um alla kvikmyndir okkar og þætti, að það leitaði á netinu og í gagnageymslu heimilisins að því sem við vildum finna. Ég hafði heldur ekki orð á því að í apparatinu væri að finna Facebook, Twitter og fleira auk þess sem hægt væri að fara á Skype með innbyggðri myndavél og hljóðnema. Óþarft var enn fremur að nefna að flatskjár þessi er með fulla HD lausn, sjálfvirka stýringu á skerpu í þrívídd, spilar bíómyndir af USB lykli og tekur upp á slíkan lykil. Sama gildir um hljóðkerfið í þrívídd og að skjárinn breytir myndum í þrívídd og öfugt, allt eftir óskum notenda. Ég íhugaði að vísu að nefna það við frúna, í þessu sambandi, að tækið lagar lélega útsendingu auk þess sem Clear Motion Rate 800 Hz tæknin hreinsar skjáinn 800 sinnum á sekúndu – en sleppti því. Þegar þarna var komið taldi ég að öll vopn væru slegin úr höndum konunnar – þar til hún benti mér góðfúslega á að tækið væri ógeðslega töff, örþunnt og nánast rammalaust. „I rest my case,“ sagði hún – og vísaði líka til réttarfarsþáttanna í sjónvarpinu. Það þurfti engan kviðdóm til að segja mér að málið væri tapað.
FRÁ 4.990 kr.
utilif.is
Múlatorg flóamarkaður Barnaföt - Föt - Antík - Búshöld - Vefnaðarvara
Á laugardögum
Spákona– Lottó – Kaffi – Kakó - Trúbador og Vöfflur Opnunartími: fimmtudaga og föstudaga 12-18 Laugardaga 12-17
DEUTER FUTURA
Bakpokar
MARGVERÐLAUNAÐIR BAKPOKAR, ÝMSAR STÆRÐIR.
FRÁ 18.990 kr.
ÁRNASYNIR
F
Flatskjáir voru hálfgert skammaryrði – ef ekki bannyrði eftir hrunið. Þeir voru meðal helstu tákna bólunnar sem sprakk svo eftirminnilega framan í okkur haustið 2008. Á þeim tíma voru menn ekki með mönnum nema þeir endurnýjuðu fasteignina, helst með kaupum á stórri þakíbúð, splæstu í eitthvað veglegt til að sitja í, einkum og sérílagi frá Arne heitnum Jacobsen og renndu úr hlaði umboðs á sómasamlegum jeppa eða þýskum hraðbrautavagni á gengisláni – nema hvort tveggja væri. Ónefndir eru þá flatskáirnir. Þá mátti nálgast á verðtryggðum raðgreiðslum. Svo bað Geir guð að blessa Ísland, icesave vort land – og allt það. Jepparnir hættu að seljast og nýir hraðbrautavagnar sáust aðeins á myndum frá útlöndum. Svörtu fyrirhruns Reinsróverarnir voru að hluta seldir til Noregs þar sem olíufurstar vita ekki hvað samdráttur er, hvað þá kreppa. Hinir sem eftir sátu voru brúkaðir sparlega. Bensínið hækkaði upp úr öllu valdi og þetta eru engir sparakstursbílar. Verra var þó að híað var á þá sem sýndu sig á þeim svörtu, að minnsta kosti þar til áhrif búsáhaldabyltingarinnar fjöruðu út. Eitthvað er þetta að breytast, ef marka má hagtölur. Þjóðin er að vísu skuldug upp fyrir haus en það fer svolítið eftir það hvernig þær skuldir eru reiknaðar. Bílar eru farnir að seljast á nýjan leik, jafnvel jeppar. Einhvers staðar kom fram að 250 manns hefðu splæst í Landkrúser það sem af er ári. Enn fara menn sér hægt þegar kemur að Reinsanum. Hans tími mun þó koma, ef að líkum lætur. Svo er það hitt velmegunartáknið, ef ekki bólutáknið, sjálfur flatskjárinn. Þrátt fyrir allt er auðveldara að fjármagna kaup á flatskjá en jeppa – og ekki vantar flottheitin þegar kemur að nýjustu tegundum flatskjáa. Miðað við auglýsingar um skerpu þeirra og tækninýjungar gera þeir nánast hvað sem er nema ef til vill að tala við nýja eigendur. Þess verður eflaust ekki langt að bíða að þeir geri það, miðað við öra tækniþróun og samþættingu snjallsíma, spjaldtölva og flatskjáa. Gott ef ekki þarf vélskólamenntaða menn eða jafnvel verkfræðinga til að skilja það sem í boði er og kunna að nota sér það allt saman. Mín góða kona hefur nefnt það stöku sinnum að endurnýjunar sé þörf á sjónvarpstæki heimilisins. Fram séu komnir skjáir með miklum myndgæðum sem henti vel fólki á virðulegum aldri. Af íhaldssemi minni hef ég haldið fram kostum gamla sjónvarpsins og þeirri mikilvægu staðreynd að á undangengnum árum höfum við lært þokkalega á fjarstýringu þess. Konan, sem stendur mér framar í tæknikunnáttu, blæs á þessi rök. Við hljótum að geta lært á svona tól eins og aðrir. Hún hefur staðnæmst við ákveðna gerð og
SPORTBAKPOKAR
utilif.is
Fellsmúli 28 www.mulatorg.is
44
úttekt
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Merk ar húsByggingar á kópavogstúni lagfærðar fyrir 60 ár a afMælisár kópavogsBæjar, árið 2015
Lyftistöng fyrir mannlíf og ímynd Kópavogs Hugmynd um safn á Kópavogstúni við hlið Kópavogshælisins sem fært verður til þess horfs sem hæfir þessu húsi sem Guðjón Samúelsson teiknaði og tekið var í notkun 1926. Tölvugerð mynd
Hugmynd hópsins gengur út á að útfæra og þróa áhugavert safna- og útivistarsvæði á Kópavogstúni með því að samtvinna menningu, sögu og útivist á nýstárlegan hátt og efla þannig enn frekar menningar- og atvinnulíf Kópavogsbæjar.
Vilji bæjarstjórnar er að í gömlu byggingunum á Kópavogstúni, Kópavogsbænum og Kópavogshæli, verði fjölbreytt starfsemi með áherslu á sögu, listir, útivist og afþreyingu. Það rímar við hugmyndir nokkurra arkitektastofa og sagnfræðings sem lagt hafa í mikla hugmyndavinnu um framtíð svæðisins sem ríkt er af sögu og fornminjum. Þar er lagt til að á túninu, í tengslum við gömlu byggingarnar, verði híbýlasaga alþýðu heillar þjóðar.
B
æjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að hefja undirbúning þess að gerðar verði nauðsynlegar lagfæringar á Hressingarhælinu og Kópavogsbænum gamla á Kópavogstúni. Jafnframt hefur hún lýst yfir vilja til þess að í umræddum byggingum og á túninu verði fjölbreytt starfsemi með áherslu á menningu, listir, sögu, útivist og afþreyingu. Framkvæmdir og viðgerðir eiga að hefjast svo fljótt sem kostur er með það að markmiði að allt verði tilbúið á 60 ára afmælisári Kópavogsbæjar, árið 2015. Hressingarhælið, sem síðar var kallað Kópavogshælið, og Kópavogsbærinn gamli voru byggð snemma á síðustu öld og eiga sér merka sögu sem er samofin sögu bæjarins. Húsin voru lengi vel í niðurníðslu en nú hefur verið komið í veg fyrir frekari skemmdir og þau ekki talin í eins slæmu ástandi og óttast var. Talið er, að því er fram kom í tilkynningu Kópavogsbæjar, að kostnaður vegna lagfæringa á ytra byrði húsanna og burðarvirki verði á bilinu 35 til 40 milljónir króna. Mennta- og menningarmálaráðherra friðaði Hressingarhælið nú í vikunni. Það var teiknað af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, og tekið í notkun árið 1926, en gamli Kópavogsbærinn hefur verið friðaður, eins og fram kom í Fréttatímanum nýverið. Erlendur Zakaríasson reisti bæinn á Kópavogshæli eins og það er nú. Stefnt er að það verði tilbúið og endurgert á 60 ára afmælisári Kópavogs, 2015. Myndir Hari
árunum 1903 til 1904. Hann var steinsmiður og hafði unnið við byggingu Alþingishússins. Kópavogsbæinn hlóð hann úr tilhöggnu grjóti og steinlími. Starfshópur á vegum bæjarráðs hefur unnið að því síðustu mánuði að gera tillögu að því hvernig nýta megi húsin og umhverfi þeirra og boðaði meðal annars til borgarafundar fyrr á árinu. Þar kom fram eindreginn vilji til þess að húsin verði endurreist og að þeim verði fundið hlutverk við hæfi. Til stendur að stofna hollvinasamtök um þetta verkefni og er vonast til að fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir geti tekið þátt í því með bænum að fullmóta tillögur um uppbyggingu á svæðinu og taka þátt í fjármögnun.
Jarðfræði, fornminjar og saga
Í greinargerð fyrrgreinds starfshóps um Kópavogsbæinn, Kópavogshælið og Kópavogstún segir að gera þurfi svæðið og fyrrgreindar byggingar sem heild aðlaðandi fyrir gesti og gangandi. Það sé forsenda þess að fólk fái áhuga á því að heimsækja þetta merka svæði og drekka í sig söguna og njóta samvista. Bent var á gildi þess fyrir börn að geta notið bygginganna og svæðisins sem lifandi námsefnis í sögu og náttúrufræði. Jarðfræði svæðisins er ótrúlega fjölbreytt og töluverðar fornminjar eru í jörðu. Fornminjar voru rannsakaðar á árabilinu 1973-76 á Kópavogsjörðinni, en hún átti landamerki að Reykjavík, Digranesi, Fífuhvammi og Arnarnesi, Auk annarra minja fundust jarðhús frá landsnámstíma, smiðja frá 12. öld og þinghús sem virðist ekki hafa verið reist síðar en á 17. öld. Minnisvarði var reistur neðarlega á Kópavogstúni um Kópavogsfundinn 1662 þegar öllum þingfulltrúum landsins var stefnt til Kópavogs vegna einveldistökunnar. Á staðnum vill fólk jafnframt, að því er fram kom í skýrslu starfshópsins, eiga kost á kaffi og öðrum veitingum á svæðinu. Vinsælir og fjölfarnir göngu- og hjólreiðastígar liggja meðfram Kópavogstúni og liggja út á Kársnes, inn Kópavogsdal og suður í Garðabæ. Þá tengist Kópavogstún útivistarsvæðinu á Rútstúni og Sundlaug Kópavogs, auk þess sem skammt er í safnasvæðið og Salinn.
Framhald á næstu opnu
S É R F R Æ Ð I N G A R Í D E M Ö N T U M , H Ö N N U N O G S É R S M Í Ð I S K A R T G R I P A . Þ Ú Þ E K K I R O K K U R Á H A N D B R A G Ð I N U , L ÁT T U Þ A Ð E F T I R Þ É R . . .
Skartgripaverslun og vinnustofa Laugavegi 52, Reykjavík, sími 552-0620, www.gullogsilfur.is, facebook.com/gullogsilfur, og þjónustan er persónuleg!
Hvað leynist undir yfirborðinu? Ljósmyndarinn smellir af og örlög ráðast. Ekki þar og þá heldur
Kol brú n be rgþ ór sd ó t t i r / Morgu n bl a ði ð
„Bókin er ofsalega vel unnin, vel byggð og flott fléttuð.“
F r i ðr i K a be nón ý sd ó t t i r / K i l ja n
K antata Nönnu, trén, skordýrin, fuglarnir, og svo áin þar sem laxinn
rakna. Náttúran leikur undir; óstýrilátt lífið í garðinum hennar
radda fjölskyldusaga þar sem þræðir fléttast, spinnast, vindast og
Kantata Kristínar Marju Baldursdóttur er stórbrotin og marg-
skyndilega og snurða hleypur á annars óaðfinnanlegan þráð …
hægláti útlendingurinn birtist á sviðinu breytist hljómfallið
skyldunni er allt í föstum skorðum og yfirborðið kyrrt. En þegar
bókhaldi hótelanna; þar er eitthvað sem ekki stemmir. Í stórfjöl-
ekki lengur yfirsýn. – Finnur hefur svipaða tilfinningu gagnvart
böndum; greinarnar teygja sig upp á veröndina og hún hefur
Þegar Nanna hugar að gróðrinum sér hún að allt er að fara úr
annars staðar og síðar. Myndin af parinu er upphaf alls.
„Þetta er vandlega unnin saga, öguð og vel skrifuð með sterkum lokaköflum.“
baldursdóttur er stórbrotin
og margradda fjölskyldusaga
þar sem þræðir fléttast,
Kristín Marja Baldursdóttir
K antata
Kantata Kristínar Marju
spinnast, vindast og rakna.
www.forlagid.i s – alvör u bókaverslun á net inu Kristín Marja Baldursdóttir
46
úttekt
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Gamli Kópavogsbærinn hefur verið friðaður. Hann er elsta hús Kópavogs, byggður 1903-1904.
Safna- og útivistarsvæði á Kópavogstúni
Þessar tillögur ríma vel við hugmyndir nokkurra arkitektastofa og Þorleifs Friðrikssonar, sem rekur Söguferðir ehf. Þegar þrengdi að arkitektastofum í kjölfar hrunsins 2008 hófu Þorleifur og Kanon arkitektar, Teiknistofan Tröð, MFF landslagsarkitektar og Eitt A innanhússarkitektar hugmyndavinnu að uppbyggingu á Kópavogstúni. Samtarfinu var gefið vinnuheitið „Björt framtíð“. (Það var áður en stjórnmálasamtök, ótengd verkefninu, tóku sér þetta nafn). Hugmynd hópsins gengur út á að útfæra og þróa áhugavert safna- og útivistarsvæði á Kópavogstúni með því að samtvinna menningu, sögu og útivist á nýstárlegan hátt og efla þannig enn frekar menningar- og atvinnulíf Kópavogsbæjar. Hópurinn vann ýtarlegt kynningarefni. Þeir sem að þessu standa hafa á að skipa starfsliði sem spannar breitt svið fagþekkingar og reynslu á sviðið skipulags, hönnunar nýbygginga, viðgerða og endurbóta eldra húsnæðis, landslagsarkitektúrs og lóðahönnunar, innanhúshönnunar, safnahönnunar, sagnfræði og menningartengdar ferðaþjónustu.
Híbýlasaga alþýðu heillar þjóðar
Safn- og útivistarhugmyndir arkitektanna og sagnfræðingsins miðast við að á Kópavogstúni, í tengslum við uppgerðan Kópavogsbæ-
inn og Kópavogshælið, verði sögð híbýlasaga alþýðu heillar þjóðar frá upphafi. Safnið myndi varpa ljósi á þjóðflutninga úr sveit á möl og með þeim hætti kallast á við hið vel heppnaða Vesturfarasafn á Hofsósi. Í greinargerð Þorleifs Friðrikssonar kemur fram að Kópavogstúnið geymi minjar íslenskrar híbýlasögu frá landnámstíð. Í senn væri, eins og fram kom í Fréttatímanum í fyrra, rakin híbýlasaga íslensks alþýðufólks frá upphafi byggðar hér á landi fram til loka 20. aldar og byggingarsaga Kópavogs; frá torfbæjum og heiðarbýlum sveita til tómthúsa þegar þéttbýli fór að myndast, leiguhúsnæðis, kjallarabyggðar og verkamannabústaða snemma á 20. öld, braggabyggðar stríðsáranna og síðast en ekki síst kofabyggðar í Kópavogi. Hugmynd arkitektanna og sagnfræðingsins er að safn á Kópavogstúni, frá gamla þingstaðnum að Kópavogsbænum, verði opinn vettvangur fólks til mennta, hvíldar, starfs og afþreyingar. Gangi þetta eftir verði á Kópavogstúni, sem vel er í sveit sett og snýr mót suðri, eina safnið í Evrópu sem gæfi heildstæða mynd af híbýlasögu alþýðufólks frá landnámi til samtímans. Innst við Kópavog eru rústir þingbúða og vestan við hann hafa fundist leifar af kotbýli sem gæti verið frá 9. öld, segir Þorleifur sem segir að þarna mætti reisa eftirlíkingu búðanna og kotbæ eins og íslensk þjóð bjó í um aldir.
Lifandi svæði, gallerí og kaffihús
Fram kom hjá Þorleifi að aðrir hornsteinar svæðisins væru Kópavogshælið og Kópavogsbærinn. Með tilliti til sögu Kópavogshælis væri það ákjósanlegur staður fyrir íslenska kvennasögu, enda reist af Hringskonum, byggingarsögu og sögu berkla og holdsveiki, förunauta þjóðar frá því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu til velferðarsamfélags. Kópavogsbærinn væri hins vegar gott dæmi um steinbæ. Þar mætti hugsa sér að hafa opinn markað, eins konar „kolaport“ landbúnaðarins. Á Kópavogstúninu mætti endurbyggja dæmi um hús og híbýli frumbyggja Kópavogsbæjar. Á fundi í nýverið með Þorleifi og arkitektahópnum kom fram að Birgir H. Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópavogs, hefði frá upphafi sýnt verkefninu mikinn áhuga. Hópurinn hefur á árabilinu 2008 til 2012 fundað með ýmsum aðilum, meðal annars Auði Styrkársdóttur, forstöðumanni Kvennasögusafns Íslands, Nikulási Úlfari Mássyni, forstöðumanni Húsafriðunarnefndar, Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði, Hringskonum og Halldóri Grönvold, deildarstjóra félagsmáladeildar ASÍ, auk bæjaryfirvalda í Kópavogi. Arkitektahópurinn telur að ef safnaverkefnið kemst á koppinn verði um mjög lifandi svæði að ræða þar sem listamenn ættu afdrep, gætu leigt tímabundið aðstöðu í Kópavogsbænum,
rekin væru gallerí, kaffihús og veislusalir. Þá gætu félagasamtök komið að verkefninu.
Nauðsyn þarfagreiningar
Arkitektahópurinn birti hugmyndir sínar í hefti með myndum af svæðinu og byggingum þar, tölvugerðum myndum af framtíðarsýn, teikningum og kortum þar sem hugmyndirnar eru skýrðar. Arkitektahópurinn er tilbúinn til að halda áfram með verkefnið, með aðkomu og hugmyndavinnu Þorleifs Friðrikssonar, enda liggur nú að gömlu húsin á túninu, Kópavogshælið og Kópavogsbæinnm verða gerð upp. Hópurinn leggur þó áherslu á að áður en farið verður af stað við endurbætur á húsunum verði að ákveða hvernig þau verða nýtt. Þarfagreiningu verði að gera svo menn fari ekki rangt af stað í uppbyggingunni. Í samantekt hópsins segir: „Markmið með þróun safnasvæðis á Kópavogstúni er að skapa einstakt lifandi safn með því að vinna saman menningu, sögu, útivist og afþreyingu. Á Kópavogstúni leynast margar sögulegar minjar og fögur náttúra. Uppbygging safnasvæðis hefði mikla þýðingu fyrir Kópavog og höfuðborgarsvæðið allt. Safnasvæðið yrði einnig mikil lyftistöng fyrir mannlíf í bænum og ímynd hans.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is
Þinghald var á bújörðinni Kópavogi til forna og þar fór erfðahyllingin fram árið 1662.
Átt þú rétt á lækkun skulda? Frestur til að sækja um sértæka skuldaaðlögun rennur út um næstu áramót Sértæk skuldaaðlögun er ætluð þeim sem skulda meira en 100% af markaðsvirði veðsettra fasteigna og bifreiða. Skuldaaðlögunin nær til allra skulda einstaklinga hjá Íbúðalánasjóði, bönkum, sparisjóðum og lífeyrissjóðum. Sértæk skuldaaðlögun kemur aðeins til greina ef sýnt þykir að vægari úrræði nægja ekki til að rétta af fjárhagsstöðuna og fyrirséð er að viðkomandi geti ekki staðið í skilum af lánum sínum til langframa. Sótt er um sértæka skuldaðlögun í viðskiptabanka umsækjanda.
Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969
2012
Langur laugardagur 1. desember Fögnum fullveldisdegi íslenskrar tónlistar sem hljóma mun um alla miðborgina við upphaf aðventu
1. des. — 15:00 –18:00 Opnir stórtónleikar FTT í Hörpu í sal Munnhörpunnar á jarðhæð Ásgeir Trausti Agent Fresco Hafdís Huld Lára Rúnars Magni Svavar Knútur Thin Jimi Benóný Ægisson Magni
1. des. — 15:00 „Hangið á Hlemmi“ er ný tónleikaröð sem verður á Hlemmi alla laugardaga til jóla Hljómsveitin TILBURY ríður á vaðið 1. des. — frá 14:00 Ungmeyjakórinn Blómi kemur fram víðsvegar um miðborgina 2. des. — 15:30 –17:00 Ljósin tendruð á Oslóartrénu Lúðrasveit Reykjavíkur Dómkórinn Jón Gnarr Bragi Valdimar Skúlason
Aðgangur ókeypis og öllum heimill meðan aðgangur leyfir
anir Versl til opnar
17:00 r mun suma ur leng
Brandenburg
Nánar á midborgin.is Jólaborgin Reykjavík
Laugavegi 26 • sími: 512-1715 LAUGAVEGI 46, 101 REYKJAVIK
Mikið úrval af ullarfötum
Litla Jólabúðin Litla Jólabúðin
Laugarveg 80 • sími: 561 1330 • www.sigurboginn.is
Laugavegi 8 101 Reykjavík
Sími: 5522412
lindsay@simnet.is Laugavegi 8 • sími: 552-2412 • lindsay@simnet.is
Gamaldags jóladagatöl fást hjá okkur
Kven- og herrafataverslun Laugavegi 86-94 - Sími 511 1060
Laugavegi 6 • sími: 533-2291 • www.timberland.is
Tel: 571 8383
Jólabókin í ár!
Lestölva & gjafakort
Lestölva og gjafabréf frá eBókum, stærstu bókabúð landsins, er fullkomin jólagjöf.
Fæst eingöngu í Elko.
. r k 5 t
9 9 . 4 2
r fako a j g n lva + kr. inneig ö t s Le .000 4 með
Gefð u á jól gjafakor abók t ina!
PocketBook lestölva 6 tommu E Ink skjár • Glampafrír skjár, hægt að lesa í sól Stuðningur við 18 skráartegundir, m.a. EPub og PDF Rafhlöðuending allt að 30 dagar eða 8.000 flettingar Þyngd aðeins 180 g • Tveir litir í boði
Mesta úrval landsins
af íslenskum og erlendum raf- og hljóðbókum og allir nýjustu titlarnir á eBækur.is
50
viðtal
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Við höfum það svo fínt hér á Íslandi Leikarinn Gunnar Hansson er nýkominn heim frá Búrkína Fasó þar sem hann dvaldist á vegum UNICEF. Hann segir að reynslan hafi breytt sér til hins betra og hann sé fullur af eldmóði og vilja til þess að gera meira. „Manni líður svo svakalega vel eftir á og auðvitað á maður að sækjast í að gera það sem lætur manni líða vel.“ Næsta föstudag verður árlegur dagur rauða nefsins haldinn og hægt verður að kaupa trúðanef til styrktar starfi UNICEF.
Þ
að þyrftu allir að koma þangað, til þess að átta sig á þessu. Allir úr okkar heimi. Þá væri þetta ekki svona,“ segir Gunnar Hansson leikari um dvölina í Búrkina Fasó, þar sem hann sinnti sjálfboðastarfi fyrir UNICEF. Hann segir að ferðin hafi breytt sér til hins betra. „Ég fékk ótrúlegt menningarsjokk, samt ekki á slæman hátt. Þetta er bara svo ótrúlega ólíkt því sem maður þekkir. Maður er líka alltaf að spegla sig og sinn heim, ég er faðir og ég reyndi að sjá fyrir mér börnin mín í mörgum af þessum aðstæðum, það var mjög skrítin tilfinning.“ Gunnar Hansson útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1997. Hann hóf störf hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 2000 og hefur meðal annars leikið í kvikmyndunum, Fíaskó, Mávahlátri sem og erlendu stórmyndinni Bjólfskviðu. Hann hefur einnig komið fram í margvíslegum sjónvarpsþáttaröðum og hefur leikið í áramótaskaupinu um árabil. Gunnar er einn af höfundum og leikendum Sigtisins og persóna hans, Frímann ætti
að vera flestum kunn. „Ég elska vinnuna mína og vegna þess hve sveigjanleg hún getur verið hugsa ég mikið um það að gera eitthvað til góðgerðar, það er mér mjög mikilvægt og ég reyni því að taka þátt í öllu því sem ég er beðinn um. Það brennur líka alltaf á mér að gera meira um leið og ég geri eitthvað eitt. Manni líður svo svakalega vel eftir á og auðvitað á maður að sækjast í að gera það sem lætur manni líða vel.“ Gunnar fór og ræddi við Stefán Inga Stefánsson hjá UNICEF og sagði honum frá áhuganum um að gera eitthvað fyrir samtökin. „Ég hafði enga tengingu við UNICEF, þannig. Ég hef verið heimsforeldri lengi og hef unnið einhverja „sketsa“ á degi rauða nefsins en langaði að gera meira. Stefán er alveg ótúlegur maður. Hann er á aldri við mig og dag einn tekur það upp hjá sjálfum sér að opna UNICEF á Íslandi. Þær eru ótrúlegar upphæðirnar sem honum hefur tekist að safna, en Íslendingar eru líka svo svakalega duglegir að gefa til góðgerðarmála. Það er í raun magnað að meira að segja í gegnum hrunið,
gunnar Hansson er nýkominn frá Búrkína Fasó. Þar dvaldist hann á vegum UNICEF og skoðaði aðstæður barna í einu af fátækustu ríkjum heims.
Í Búrkína Fasó ríkir nú gullæði og þar þykir eðlilegt að ung börn stundi vinnu ofan í námum sem grafnar eru tugi metra ofan í eyðimerkursandinn. „Landið er orðið allt sundurgrafið. Á yfirborðinu er ótrúlegur hiti sem svo margfaldast ofan í jörðinni. Þarna eru börn heilu dagana með stjaka við hörmulegar aðstæður.“ Ljósmyndir/ Arnar Þór Þórisson
þá minnkuðu frjáls framlög frá einstaklingum ekki teljanlega.“
Börn með sömu langanir og önnur
Búrkína Fasó er eitt af fátækustu löndum heims og núna ríkir þar ófremdarástand vegna uppskerubrests. Landið er að mestu eyði-
mörk en þar er fjöldi lítilla þorpa sem samanstanda af þyrpingu stráog leirkofa. Í kofunum er svo ekkert rennandi vatn og ekkert rafmagn. „Þetta er mjög framandi miðað við það sem maður hefur sjálfur vanist,“ segir Gunnar. Hann skoðaði einnig aðstæður götubarna í höfuðborginni Oagadougou. Þar búa um fimm þúsund börn á götunni. „Ég hitti til dæmis fjórtán ára strák, sem var á götunni og tíu ára stelpu. Það var alveg ótrúlegt að sjá þessi kríli. Þau safna málmi allan daginn sem þau svo selja, til þess að eiga fyrir mat. Þegar að rökkva tekur para þau sig svo saman og sofa tvö og tvö öll svona samkrulluð, eins og ástfangin pör, af því það er öruggara og hlýrra. Þessi pínulitlu kríli eru bara undir berum himni og eru ótrúlega flink að redda sér. Strákurinn gisti til að mynda oft fyrir utan raftækjaverslun því hann gat þá stundum, ef hann var heppinn, séð í sjónvarpsskjá inn um gluggann. Þegar upp er staðið eru þetta bara börn og hafa sömu langanir til þess að leika sér og horfa á sjónvarp og börn annarra landa.“ En fyllist maður ekki reiði og sorg við að upplifa þessar bágbornu aðstæður? „Ég velti því lengi fyrir mér hvernig mér mundi líða, hvort mér mundu fallast hendur. Ég er mjög tilfinningaríkur maður. Ég get ekki horft á krakkana mína koma fram neinstaðar án þess að tárast svo og ég átti alveg eins von á því að verða sorgmæddur og reiður yfir óréttlætinu. En það varð ekki þannig. Þvert á móti þá fylltist ég eldmóði og sá þó að hægt gangi, þá þokast þetta. Það sem við gerum hefur raunverulega áhrif. Ég get hjálpað og það geta allir.“
Vandi Íslendinga lúxusvandi
Gunnar segir að hættulegasta dýrið í Afríku sé án efa moskítóflugan sem beri með sér malaríu. „Ég komst að því að ljónin eru ekki það hættulegasta. Það eru þessar agnarsmáu flugur. Lausnirnar eru svo einfaldar, dreifing á flugnanet-
um og smá fræðsla.“ Gunnar skoðaði einnig spítala og heilsugæslustöðvar sem hann segist ekki óska neinum að lenda á „Ég kom inn á spítala sem þykir bara fínn á þeirra mælikvarða. Þar voru tæki og tól öll ryðguð vegna rakans og hreinlæti mjög ábótavant. En þau voru ótrúlega sátt þar sem þau sýndu manni um. Þarna var einhverskonar fæðingabekkur sem leit út eins og eitthvað í sláturhúsi og á litlu heilsugæslunum í þorpunum er ekki einu sinni rafmagn. Bara gasískápar til þess að kæla bóluefni og lyf.“ Hann segir að hægt sé að bera saman Ísland fyrir hundrað árum við ástandið í Búrkína Fasó. „Það er mjög gott til samanburðar, en hér var þróun mjög aftarlega. Menntun lítil og barnadauði verulegur. Það að við séum komin svona langt gefur manni svo mikla von um að hægt sé að breyta ástandinu. Það er alls ekki ómögulegt.“ Í síðustu viku voru í umræðunni ummæli þingkonunnar Vigdísar Hauksdóttur, en hún sagði Íslendinga borga of mikið í þróunaraðstoð og kallaði þau gæluverkefni ríkisstjórnarflokkanna. Gunnar segir ummælin vanhugsuð og byggð á miklum misskilningi. „Ég var mjög hissa þegar ég las þetta. Ég vil ekki gera henni upp neinn illvilja en þetta var augljóslega vanhugsað hjá henni og svolítið eins og hún hafi ekki alveg kynnt sér það sem hún var að segja. Íslenska ríkið er ekki að greiða nema 0,22 prósent landsframleiðslunnar til þróunarmála. Það er mun minna en flest önnur vestræn ríki. Hún hefði kannski bara gott af því að kíkja aðeins þarna út og skoða aðstæður.“ Gunnar segir að vandamál Íslendinga séu lúxusvandamál í stóra samhenginu. „Ég vil ekki gera lítið úr fátækt hér á landi eða aðstæðum fólks, en í samhenginu við önnur lönd höfum við það bara mjög fínt.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is
Dagur rauða nefsins
Árlegur dagur rauða nefsins verður haldinn föstudaginn 7. desember og nær hámarki með söfnunarog skemmtiþætti á Stöð 2. Rauða nefið er tenging við hlátur og gleði og markmiðið því að gleðjast og gleðja aðra með léttu sprelli
og koma þannig alvarlegum boðskap til skila. Yfirskrift dags rauða nefsins er því „skemmtun sem skiptir máli“. Með átakinu vill UNICEF gleðja landsmenn og vekja um leið athygli á þeirri neyð sem steðjar að milljónum barna um heim
allan. Þjóðþekktir grínistar, leikarar, skemmtikraftar, tónlistarmenn og fleira hæfileikafólk eru í fararbroddi dags rauða nefsins. Allur sá stóri hópur fólks gefur vinnu sína til styrktar góðu málefni og gerir daginn þannig mögulegan.
Gómsætar brownies 175 g dökkt súkkulaði, brotið 175 g ósaltað smjör, mjúkt 40 g Cadbury kakó 50 g valhnetur, hakkaðar 250 g sykur 75 g hveiti 3 egg
Hitið ofninn í 180 °C. Húðið 20x20 cm form með PAM olíuúða. Bræðið súkkulaðið og smjörið yfir vatnsbaði og kælið síðan lítillega. Þeytið egg og sykur þar til þykkt og áferðin kremuð og hellið yfir súkkulaðiblönduna. Að lokum er hveitið sigtað og því bætt út í ásamt kakóinu og hnetunum. Hellið í formið og bakið í 25-30 mínútur. Skreytið með súkkulaði og karamellu ganach ásamt valhnetum.
í n i m o k l Ve
HA M R A B O R G
s g Kóp a vo
Um helgina verða Hjartadagar í hjarta Kópavogs. Fyrirtæki í Hamraborginni bjóða ykkur velkomin og verða með glæsileg tilboð í tilefni upphafs jólaundirbúnings.
Nýtt, nýtt hjá okkur!! Íslensk hönnun í hjarta Kópavogs
M
úra
við Hamraborg 3 - Sími 554-4818 - 18raudarrosir@18raudarrosir.is
Hamraborg 3 - Sími 554-4818 - 18raudarrosir@18raudarrosir.is
Hamra
Opnunartími í desember: Mán
því aðí versla hjarta Kópavogs við að Með þvíMeð að versla hjarta íKópavogs, stuðlumstuðlum við að frekari frekari uppbyggingu uppbygginguog ogbetri betriþjónustuí þjónustu í miðbænum miðbænum okkar. okkar.
FRÍAR SJÓNMÆLINGAR Í DESEMBER !!!
20% afmælisafsláttur Tilvaldar tilá Jólagjafa Tigi hárvörur 15% afslætti
Tigi hárvörur á í15% afslætti alla laugardaga desember. alla laugardaga í desember Tilvaldar til jólagjafa.
SNYRTISTOFAN
Stendur með þér
Hamraborg 10, Kópavogi, Sími 554-4414 Tryggvagötu 28, Reykjavík, Sími 552-5005
Mikið úrval
20% afsláttur
Við erum 3 ára !!!
af öllum leikföngum
fatnaði og töskum
20% afsláttur af
a og skartgripa
ð öll tækifæri
aborg 10 - 200 Kópavogur - Sími: 554 4320
Verið velkomin.
Hamraborg 9 Sími: 561 1151 www.modurast.is
Hamraborg 5
EF LÍFIÐ VÆRI SÖNGLEIKUR Einstök jólagjöf
GJAFAKORT á tvenna stórglæsilega söngleikjatónleika í jólapakkann á aðeins 5.800 kr. 1. febrúar kl. 20.00
STÓRU SÖNGLEIKJASKÁLDIN
n - fös 9:00 - 18:30 Lau 10-13
12. apríl kl. 20.00
ROKKÓPERUR OG POPPSÖNGLEIKIR Miðasala alla virka daga kl. 12 – 17 í síma 5700 400
Sími 554 1500 www.salurinn.is
54
heilsa
NÁTTBLINDA
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012 Íslandsmeistari Í kr aftlyftingum kvenna
Þarf ekkert að vera feit til að geta lyft Jónína Sveinbjarnardóttir er tuttugu og fimm ára lyftingakona. Hún kom sá og sigraði á síðasta Íslandsmeistaramóti í kraftlyftingum þar sem hún sópaði að sér verðlaunum og setti Íslandsmet, tábrotin. Athygli vekur einnig að Jónína byrjaði aðeins að æfa lyftingar nokkrum mánuðum áður eftir að hafa fylgst með keppni og séð að hún ætti fullt erindi í greinina.
BEELL BELLAVISTA LLAV AVIS AV ISTA IS TA A nnáttúrulegt áttú át túru tú rulle ru legtt efni fyrir augun, ríkt af lúteini og bláberjum www.gengurvel.is
Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum
SáraSmyrSl Ég var með slæmt sár í 5 mánuði eftir skurðaðgerð og búin að reyna allskonar krem og smyrsl. Sárasmyrslið hennar Önnu rósu gerði kraftaverk og sárið greri á einni viku. Svo er það líka gott á sprungur, útbrot og þurrkubletti.
Jónína setti meðal annars Íslandsmet í hnébeygju. Það gerði hún tábrotin og segist því hafa átt meira inni.
s
Lena Lenharðsdóttir
Fæst í heilsubúðum og apótekum
www.annarosa.is
Matarsendingar til útlanda Láttu okkur sjá um alla fyrirhöfnina – útvega vottorð, pakka og senda.
Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt
Markmiðið var auðvitað alltaf sett hátt en ég ætlaði samt að gera meira.
telpur hafa verið mjög hræddar við þetta sport og margar hafa hreinlega haldið að þær þyrftu að vera mjög stórar og feitar til þess að ná árangri og það hefur fælingarmátt. Það er samt alltaf að aukast aðsóknin á meðal stelpna og þar með minnka fordómarnir í leiðinni,“ segir kraftlyftingakonan Jónína Sveinbjarnardóttir. Hún setti Íslandsmet í kvennaflokki í réttstöðulyftu og hébeygju eftir að hafa æft kraftlyftingar aðeins í nokkra mánuði. „Ég fékk áhugann í mars í fyrra þegar ég fylgdist með Íslandsmeistaramótinu. Ég hugsaði með mér að ég gæti þetta alveg líka og ákvað að slá til.“ Kærasti Jónínu er einkaþjálfari og hefur verið að sérhæfa sig í lyftingaþjálfun um nokkurt skeið. Það voru því hæg heimatökin fyrir Jónínu sem segir kærastann hafa tekið vel í nýja áhugamálið. „Ég hafði fylgst með honum lyfta og aðeins verið að leika mér sjálf, en ekkert alvarlega. Þegar ég fór að skoða þessar stelpur sem voru að keppa vissi ég að ég gæti miklið meira en þær voru að gera. Ég byrjaði því að æfa og áður en ég vissi af var ég orðin Íslandsmeistari. Það held ég að verði að teljast góður árangur,“ segir Jónína og hlær. Sigurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig þar sem hún tábrotnaði skömmu fyrir keppni og keppti því tábrotin. „Markmiðið var auðvitað alltaf sett hátt en ég ætlaði samt að gera meira. Út af brotinu og aðgerð sem ég fór í skömmu áður missti ég aðeins úr æfingum. Ég stefni því að nýju meti á næsta ári. Þá ætla ég að taka tvö hundruð kílóin í réttstöðu. Það hefur ein kona getað það áður og ég veit að ég hef alla burði til þess.“ Jónína segir að skjót velgengnin hafi komið mörgum spánskt fyrir sjónir. „Pabbi spurði mig hvort að kvennametin væru svona lág,“ segir hún og útskýrir, „hann meinti það ekkert illa honum fannst bara svo skrítið að mér hefði tekist þetta svona fljótt.“ Jónína segist gleðjast yfir vaxandi áhuga stelpna á sportinu og ráðleggur áhugasömum að snúa sér til þjálfara því hættulegt geti reynst að byrja að lyfta sjálf. „Ég mæli með þjálfara sem sérhæfir sig í lyftingum. Þeir eru því miður ekki margir, en samt til. Sjálf er ég að æfa hjá ÍBV og keppi því innan ÍSÍ,“ segir hún og hvetur stelpur til þess að láta sjá sig á æfingum.
Jónína vann Íslandsmeistaratitil í kraftlyftingum eftir að hafa æft aðeins í nokkra mánuði. Hún vill sjá fleiri stelpur í sportinu.
Verð frá 129.995.-
Nikon School D-SLR Intro – 2.5 klst kynningar-námskeið ásamt Check & Clean í 3 ár fylgir með D3200 að verðmæti 25.000.-
UKI A P U A K Innifalið í kaupum á D3200 er WU-1a tengi sem gerir kleift að fjarstýra vélinni eða senda myndir og kvikmyndir þráðlaust í snjallsímann eða spjaldtölvuna að verðmæti
11.995.-
Ný hágæða stafræn SLR myndavél með 24.2 Megapixla C-MOS myndflögu og 18-55VR linsu með hristivörn. GUIDE valmyndakerfið auðveldar öllum að taka betri myndir á augabragði. D-Movie kvikmyndataka í háskerpu (1920x1080p). 11 punkta sjálfvirkt fókus kerfi, hátt ljósnæmi ISO (100-6400) sem má framlengja í 12800, Live View og stórum 3“ háskerpu skjá.
I AM MERRY CLICKMAS UKI KAUPA Verð 22.995.-
Innifalið í kaupum á S3300 myndavélinni fylgir. Taska að verðmæti
2.495.-
COOLPIX S3300 – Litrík sýn á þína veröld. Nett og meðfærileg myndavél með 16 megapixla upplausn, NIKKOR gleiðhornslinsu, 6x optískum aðdrætti og hristivörn. Sjálfvirkar umhverfisstillingar, stór 2.7“ LCD skjár og HD hreyfimyndataka. Eins fæst hún í 8 líflegum litum Taktu skemmtilegar myndir við öll tilefni.
www.nikon.is
Með öllum Nikon vélum fylgir íslenskur leiðarvísir.
SÖLUAÐILAR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
SÖLUAÐILAR Á LANDSBYGGÐINNI
Heimilistæki – Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík – 569 1500 – www.ht.is Sjónvarpsmiðstöðin – Síðumúla 2, 108 Reykjavík – 568 9090 – www.sm.is Beco – Langholtsvegi 84, 104 Reykjavík – 533 3411 – www.beco.is Fotoval – Skipholti 50b, 105 Reykjavík – 553 9200 – www.fotoval.is MAX – Kauptún 1, 210 Garðabær – 412 2200 – www.max.is Reykjavik Foto – Laugavegur 51 – 577-5900 – www.reykjavikfoto.is Tölvulistinn – Reykjavík, Hafnarfirði – 414 1700 – www.tl.is
Hljómsýn – Akranesi; Framköllunarþjónustan – Borgarnesi; Blómsturvellir – Hellissandi; Hrannarbúðin – Grundarfirði; Skipavík – Stykkishólmi; Snerpa – Ísafirði; Kaupfélag V-Húnvetninga – Hvammstanga; Skagfirðingabúð – Sauðárkróki; SR Byggingavörur – Siglufirði; Valberg – Ólafsfjörður; Kauptún – Vopnafirði; Verslunin Pan – Neskaupstað; Geisli – Vestmannaeyjum; Mosfell – Hellu; Heimilistæki – Reykjanesbæ, Selfossi, Akureyri og Húsavík; Tölvulistinn – Akureyri, Egilstaðir, Selfoss og Reykjanesbæ; Omnis – Akranes, Borgarnes og Reykjanesbæ; Nettó og Samkaupsverslanir um land allt
56
matur
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Sterk fjögurraosta pítsa
Heimalagað Bakaðu pítsu í eldHúsinu Heima
Pítsuveisla
Deig:
1 uppskrift sem gefin er í bókinni
Álegg:
Bókafélagið hefur gefið út bókina Pítsur sem hefur að geyma yfir 50 auðveldar pítsuuppskriftir sem fólk getur bakað heima hjá sér. Fréttatíminn birtir hér þrjár forvitnilegar pítsuuppskriftir úr bókinni.
• 60 g mozzarella-ostur, þunnt sneiddur eða rifinn. • 3 msk nýrifinn Parmesanostur. • 60 g Gorgonzóla-ostur í smábitum. • 60 g nýrifinn Emmental-ostur. • 1 msk jómfrúarólífuolía. • 1/2 msk mulinn, þurrkaður chili eða rauðar piparflögur.
Hunangsgljáð kalkúnabringa með sesamfræjum Hunangsgljáð kalkúnabringa með sesamfræjum • 1 kg. kalkúnabringa • 2 msk. smjör • 1 tsk. salt • nýmalaður pipar • 2 dl. hvítvín • 1 dl. kjúklingasoð (vatn+teningar) • 2 msk. sesamfræ
Hunangsglassúr: • 1/2 dl. fljótandi hunang • 1/2 dl. sojasósa • 1 hvítlauksrif
Appelsínusósa: • 2 skalotlaukar • 1 msk. smjör • 2 dl. vökvi(soð+hvítvín) • 1 tsk. hakkaður chili-pipar • safi út tveimur appelsínum (2dl) • 2 dl. sýrður rjómi • smávegis rifinn appelsínubörkur • 1/2 tsk. salt • nýmalaður pipar
Aðferðin : Kryddið kalkúnabringuna og steikið á báðum hliðum í smjöri. Leggið því næst í eldfast mót. Hellið víni og soði yfir og steikið í ofni við 150°C í 50-60 mínútur, eða þar til kjarnhiti er 72°C Takið bringuna úr soðinu. Hrærið saman það sem á að fara í glassúrinn og penslið bringuna vel með honum. Hækkið hitann á ofninum í 225°C og bakið hana áfram í 5-10 mínútur. Dreifið sesamfræjum yfir bringuna þegar hún er tekin úr ofninum og látið hana hvíla í 15 mínútur áður en hún er skorin niður. Hakkið laukinn smátt og steikið í smjöri. Bætið chili-pipar, hvítvíni og soði og appelsínusafa saman við. Látið malla í 10 mínútur. Bætið þá sýrðum rjóma saman við. Að lokum er appelsínubörkur settur saman við og bragðbætt með salti og pipar. Skerið bringuna í fallegar sneiðar og berið fram með kartöflum, salati og appelsínusósu.
Sími 587 2123
FJÖRÐUR Fjarðargötu 13-15 Sími 555 4789
SELFOSS Austurvegi 4 Sími 482 3949
Gleraugnaverslunin þín
122984
Álfabakka 14
•
MJÓDDIN
SÍA
Engin bjögun í glerjunum. Við ráðleggjum þér um rétta valið. Verð frá aðeins 2.000 kr.
•
lesgleraugu í Augastað
PI PAR\TBWA
Vönduð Rautt pantonetilbúin 1797C Blátt pantone 2935C
matur 57
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Fyrir 2. Undirbúningur: 15 mín. hnoðunarog hefunartími. Baksturstími: 10-15 mín. Forhitaðu ofninn í 250 gráður. Olíuberðu 28 sentímetra pítsuform. Hnoðaðu hefað deigið stuttlega á hveitistráðu borði og þrýstu svo ofan í olíuborið pítsuformið með höndunum. Dreifðu ostunum jafnt yfir botninn en skildu eftir 1 sentimetra kant utan með. Dreyptu olíunni yfir. Bakaðu þar til botninn er stökkur og gullinbrúnn og osturinn farinn að krauma og brúnast, í 10-15 mínútur. Stráðu þurrkuðum chili eða rauðum piparflögum yfir.
Pítsa með hvítlauk, klettasalati og Parmesan-osti
Fyrir 2. Undirbúningur: 15 mín. hnoðunar- og hefunartími. Baksturstími: 10-15 mín.
Deig: 1 uppskrift sem gefin er í bókinni
Álegg:
• 1 dós (250 g) niðursoðnir tómatar, með safa. • 3 hvítlauksgeirar, þunnt sneiddir. • 60 g mozzarella-ostur, þunnt sneiddur eða rifinn. • Salt. • 1 stór, svört ólífa. • Fersk basilíkulauf. • Lítið búnt klettasalat. • 60 g Parmesan-ostur í flögum. • Mulinn pipar.
Forhitaðu ofninn í 250 gráður. Olíuberðu 28 sentímetra pítsuform. Hnoðaðu hefað deigið stuttlega á hveitistráðu borði og þrýstu svo ofan í olíuborið pítsuformið með höndunum. Dreifðu tómötunum jafnt yfir botninn en skildu eftir 1 sentímetra kant utan með. Leggðu hvítlauk og mozzarellaost yfir. Saltaðu og settu ólífuna í miðjuna. Bakaðu þar til botninn er stökkur og gullinbrúnn, í 10-15 mínútur. Bættu basilíkku, klettasalati og parmesanflögum ofan á. Kryddaðu með muldum pipar og berðu pítsuna fram heita. (Skipta má Parmesan-ostinum út fyrir annan þroskaðan bragðmikinn ost, svo sem pecorino eða salat-ricotta.)
Pítsa með nautahakki, kúrbít og eggaldini Deig:
1 uppskrift sem gefin er í bókinni
Álegg:
• 2 litlir kúrbítar, skornir í þunnar sneiðar eftir lengdinni. • 1 eggaldin í þunnum sneiðum. • Salt. • 90 ml jómfrúarolía. • 1 lítill laukur, mjög fínt saxaður. • 1 hvítlauksgeiri, mjög fínt saxaður. • 1 lítil gulrót, mjög fínt söxuð. • 1 sellerístilkur, mjög fínt saxaður. • 250 g nautahakk. • 60 ml þurrt hvítvín. • 90 ml nautakjötssoð. • 2 msk tómatþykkni (puré). • Nýmalaður, svartur pipar.
Jólarjómi
allra landsmanna
Fyrir 2. Undirbúningur: 30 mín. Hnoðunar- og hefunartími. Eldunartími: 2 klukkustundir og 10-15 mín. Leggðu kúrbítinn og eggaldinið í sigti og stráðu salti yfir. Láttu standa í klukkustund. Hitaðu 2 msk af olíu í miðlungsstórum potti við miðlungshita. Settu lauk, hvítlauk, gulrót og sellerí í pottinn og brúnaðu þar til mýkist, um 5 mínútur. Bættu víninu út í og láttu malla uns vínið gufar upp, um 2 mínútur. Hrærðu soðinu og tómatþykkninu út í. Pipraðu. Settu lokið á og láttu malla við vægan hita í tvo tíma. Forhitaðu ofninn í 250 gráður. Olíuberðu 28 sentímetra pítsuform. Hitaðu það sem eftir er af olíunni, 4 msk, í stórri steikarpönnu við miðlungshita. Skolaðu og þerraðu kúrbítinn og eggaldinið og steiktu svo í litlum skömmtum uns grænmetið mýkist, í um 5 mínútur hvern skammt. Hnoðaðu hefað deigið stuttlega á hveitistráðu borði og þrýstu svo ofan í olíuborið pítsuformið með höndunum. Raðaðu kúrbít og eggaldini ofan á og þektu með kjötsósunni. Bakaðu þar til botninn er stökkur og gullinbrúnn, í 10-15 mínútur. Berðu pítsuna fram heita.
Í flestu sem viðkemur jólahaldinu er best að halda í hefðirnar og þar er MS rjóminn hvergi undanskilinn. MS rjóminn er þessi gamli góði sem er samt alltaf ferskur. Hann myndi endast á milli jóla og nýárs – ef hann væri ekki svona góður.
58
bílar
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Bandalag íslenskr a BílaBlaðamanna
Mercedes-Benz A valinn Bíll ársins Íslandi. Um er að ræða gerbreyttan og í raun alveg nýja gerð af minnsta fólksbíl Mercedes-Benz. Bíllinn er vel búinn í grunninn og státar af einstaklega fínstilltum aksturseiginleikum. Verð á honum er frá 4,6 milljónum króna. Í öðru sæti var Volvo V40 og Audi A6 í þriðja sæti. Sigurvegari í flokki jeppa- og jepplinga var ný kynslóð Hyundai Santa Fe. Range Rover Evoque var númer 2 og og Audi Q3 númer 3. Í flokki vistvænna bíla stóð Lexus GS 450h tvinnbílinn uppi sem sigurvegari. Val Bandalags íslenskra bílablaðamanna endurspeglar faglegt mat á nýjum bílum sem hafa komið á markað hérlendis síðastliðna tólf mánuði og skara fram úr á sviði hönnunar, notkunar, rýmis, aksturseiginleika, öryggis og verðs. Frumherji er styrktaraðili valsins
Mercedes-Benz A er Bíll ársins 2013 á Íslandi. Bandalag íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, stendur að valinu. 38 bílar voru tilnefndir að þessu sinni í þremur flokkum; fólksbílaflokki, jeppum og jepplingum og loks vistvænum bílum. Fram kemur í tilkynningu að eftir prófanir hafi níu bílar staðið eftir sem komust í úrslit. Í fólksbílaflokki voru það Mercedes-Benz A, Volvo V40 og Audi A6. Í jeppa- og jepplingaflokki Hyundai Santa Fe, Range Rover Evoque og Audi Q3. Í flokki vistvænna bíla komust í úrslit Peugeot 508 R XH, Opel Ampera og Lexus GS 450h. Dómnefnd tók þessa níu bíla til kostanna með prófunum. Þar var meðal annars tekið mið af hönnun, öryggi, aksturseiginleikum og verði. Niðurstaða dómnefndar var sú að nýr MercedesBenz A væri þess verðugur að teljast bíll ársins á
GOTT VERÐ
Jón Trausti Ólafsson Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, tekur við Stálstýrinu úr hendi Guðjóns Guðmundssonar, formanns BÍBB.
GÆÐI
Í 60 ÁR
Tímagír í bílinn þinn Brautarholti 16 S.562 2104 www.kistufell.is
Nýr Mercedes-Benz A Class.
reynsluakstur toyota gt 86 – skemmtilegt leikfang
Ég heiti Bond, Jamesína Bond
12 volt díóðuljós Eyða allt að 90% minni orku en halogen Tilvalið fyrir sumarbústaði með sólarorku
12v 2,5w
12v 1,66w
12v 1,66w
12v 1,3w
12v 1,3w
12v 1,0w
12v 1,2w
12v 3,0w
12v 1,0w
Toyota GT 86 er leikfang fyrir konur sem þurfa ekki lengur að skutla börnum milli staða. Í þessum sportbíl kemst maður í samband við innri töffara sinn. Hann er alvörubíll fyrir alvöruökumenn.
n
SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM
Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is
Hann öskrar ekkert: „Sjáðu mig!“ Hann hvíslar það.
enda er hann valinn ýja vinkonan mín á öðrum forsendum. malar eins og Sigríður Dögg Sportbílar eru þyngri köttur í hægaAuðunsdóttir í stýri, svo þeir séu gangi en urrar eins og sigridur@ frettatiminn.is stöðugri á mikilli ferð, ljón þegar ég stíg fast á bremsurnar eru annars bensíngjöfina. Hún heitir konar og hollningin öll. Þó svo að ég mæli Toyota GT 86 og er leikfang fyrir konur með þessum bíl fyrir ömmur verða þær að sem þurfa ekki lengur að skutla börnum vera nokkuð liprar og léttar á sér til þess á milli staða. Hún er bíll fyrir töffara – að geta komist inn í bílinn og út úr honum eins og ég verð eftir 15 ár (búin að reikna aftur hjálparlaust því ökumaðurinn situr þetta út... þá verður yngsta barnið búið í svo neðarlega. En það er einmitt það sem menntó). er svo töffaralegt. Mér leið að minnsta Fyrrverandi tengdamamma mín í kosti eins og Bond, Jamesínu Bond. Suður-Englandi er löngu búin að uppÞau sem vita meira um sportbíla en ég, götva gleðina við að keyra sportbíl og er í elska þennan bíl. Uppáhaldsbílaþátturgóðum tengslum við töffarann í sér. Hún inn minn, Top Gear, gefur honum toppfékk sér BMW sportbíl um leið og börnin einkunn. Ég gat að sjálfsögðu ekki keyrt fluttu að heiman og síðan Porsche 911 sem hann hraðar en leyfilegur hámarkshraði hún endurnýjaði fyrir stuttu. Af því að hún kveður á um og því fékk ég getur það. ekki tækifæri til að fullreyna Þó svo að það sé næstum því Plúsar kraft vélarinnar en mikið naut ekki pólitískt rétt að segjast + Fallegur ég þess að gefa aðeins í þegar hafa gaman af því að keyra + Kraftmikill græna ljósið kom á gatnamótgóðan bíl í dag (skuldastaða um borgarinnar. heimilanna, sjálfbær þróun + Skemmtilegur í akstri Það var heldur ekki leiðino.s.frv.), þá bara get ég ekki Mínusar legt að taka fram úr, mér leið orða bundist (svo er það pínulítið eins og þegar ég var kannski dálítið öðruvísi að ÷ Enginn á vespunni minni sem ég ferðvera kona og aka sportbíl. Það aðist um á í London forðum einhvern veginn má). Þegar ég Helstu daga, þar sem ég vippaði mér settist inn í bílinn gat ég ekki upplýsingar á milli bíla sem sátu fastir í annað en brosað. Og brosið Verð: Frá 8.090.000 kr umferðarflækju. Ég var bara fór ekki af. Þetta er alvörubíll Eyðsla: 7,1* á allt öðrum forsendum í fyrir alvöruökumenn – án þess Hámarksafl: 200** umferðinni en aðrir ökumenn. þó að fara yfir strikið. Hann Breidd: 177,5cm Hið sama á við um vinkonu öskrar ekkert: „Sjáðu mig!“ *lítrar/100km í blönduðum mína, Toyotu GT 86. Hún er Hann hvíslar það. akstri bara í öðrum leik en hinir Ég geri aðrar kröfur til **hestöfl bílarnir. Verst fyrir þá. sportbíla en fjölskyldubíla
4x4
dagar notadir.is
Ford Explorer Limited 4x4 Árg. 2006, ekinn 136 þús. km, bensín, sjálfsk. Verð 2.990.000 kr.
Tilboð 1.690.000 kr.
Ford Escape Limited
MMC Outlander Comfort
Volvo XC90 V8
Árg. 2005, ekinn 117 þús. km, bensín, sjálfsk.
Árg. 2007, ekinn 128 þús. km, bensín, sjálfsk.
Árg. 2006, ekinn 137 þús. km, bensín, sjálfsk.
Árg. 2005, ekinn 147 þús. km, bensín, sjálfsk.
Verð 2.490.000 kr. Tilboð 1.790.000 kr.
Verð 1.990.000 kr. Tilboð 1.490.000 kr.
Verð 1.650.000 kr. Tilboð 1.390.000 kr.
Verð 3.290.000 kr. Tilboð 2.690.000 kr.
Mercedes-Benz ML 350
Subaru Forester
Nissan X-Trail
Nissan Qashqai 2 SE
Árg. 2003, ekinn 178 þús. km, bensín, sjálfsk.
Árg. 2010, ekinn 97 þús. km, bensín, sjálfsk.
Árg. 2008, ekinn 109 þús. km, dísil, sjálfsk.
Árg. 2011, ekinn 59 þús. km, bensín, sjálfsk.
Verð 1.990.000 kr. Tilboð 1.190.000 kr.
Verð 3.690.000 kr. Tilboð 3.390.000 kr.
Verð 3.390.000 kr. Tilboð 2.890.000 kr.
Verð 4.390.000 kr.
MMC Pajero
Kia Sportage EX
Kia Sorento LX
Kia Sorento EX Luxury 2,2
Árg. 2004, ekinn 147 þús. km, dísil, sjálfsk.
Árg. 2012, ekinn 1 þús. km, dísil, sjálfsk.
Árg. 2010, ekinn 49 þús. km, dísil, 5 gírar.
Árg. 2012, 197 hö., ekinn 20 þús. km, dísil, sjálfsk.
Verð 2.790.000 kr. Tilboð 2.190.000 kr.
Verð 5.590.000 kr.
Verð 4.590.000 kr.
Verð 6.990.000 kr.
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 2 6 7 2
Jeep Grand Cherokee
NOTAÐIR BÍLAR
Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is
Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16
60
Jólabomba
dagana 30.nov - 1. des
25%
afsláttur af öllum nýjum vörum
tíska
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Hendrikk a Wa age Sendir fr á Sér ilmvatn
Blómailmur æskuminninganna
70%
afsláttur af eldri vörum
30 - 50% afsláttur af völdum vörum
Opnunartími: Mán - föst: 11 - 18 Laugard: 10 - 16 Feminin Fashion Bæjarlind 4 201 Kópavogi S. 544 2222 feminin@feminin.is
Handunnir skartgripir
Athafnakonan og skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage er nú einnig orðin ilmvatnsframleiðandi en ilmvatnið hennar, Fjola, er nýjasta viðbótin við ilmvatnsflóruna á Íslandi. Henrikka lætur framleiða ilminn í SuðurFrakklandi en með sínu næma nefi valdi hún angan með keim af ávöxtum- og blómum sem kallar fram hjá henni ljúfar æskuminningar.
Hendrikka Waage hefur fengist við ýmislegt í gegnum tíðina og er nú orðinn ilmvatnsframleiðandi.
„Ég á mjög ánægjulegar bernskuminningar frá því þegar ég tíndi villt blóm úti í náttúrunni með móður minni.“
H
Hendrikka umvafinn eftirlætis litum sínum angandi af dularfullri blöndu ávaxta og blóma.
endrikka Waage á fjöl breyttan feril að baki sem hönnuður skartgripa á alþjóðamarkaði og barnabókahöf undur svo eitthvað sé nefnt. Og nú sendir hún frá sér ilmvatnið sem hún kallar Fjola. Hendrikka segist ekki tengja ilminn við skartgripa línu sína og hugmyndina að ilm inum sæki hún æsku sína. „Ég fór svolítið út í ávaxta og blómailm en ég á mjög ánægjulegar bernskuminningar frá því þegar ég tíndi villt blóm úti í náttúrunni með móður minni,“ segir Hendrikka. „Með þessar minningar í huga hannaði ég þennan ilm sem sam einar blæbrigði blóma og ávaxta ilms með votti af vanillu ásamt ögn af fjólu, rósum og appelsínublóma.“ Hendrikka segir níu mánaða vinnu liggja að baki ilmvatninu og þá vinnu vann hún ekki síst með nefinu. „Ég byrjaði á því að finna gott ilmvatnsfyrirtæki og endaði hjá framleiðanda í SuðurFrakk landi. Ég gerði þeim svo grein fyrir því hvað ég væri með í huga
Jólanáttföt mikið úrval
20% afsláttur af öllum yfirhöfnum
Sett 8.900 kr
Myndir á Facebook
Laugavegi 53 S. 553 1144
og fékk sendan helling af sýnis hornum.“ Þá hófst vinnan með nefinu og Hendrikka þefaði sig í gegnum prufurnar að niðurstöðunni sem hún hefur nú komið á flöskur. „Purpura og fjólulitir hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og Fjola er mettuð rómantískum ilmi sem tengist þessum litum og er fínleg og dularfull.“ Hendrikka býr í London en selur Fjolu í öllum helstu verslunum á Íslandi sem höndla með ilmvötn. „Ég er nú alltaf með annan fótinn á Íslandi enda eru allir vinir mínir og ættingjar hérna en ég ætla samt að eyða jólunum úti þetta árið en verð hér næstu jól.“ Hendrikka hefur getið sér gott orð fyrir barnabækur sínar um Rikku og töfrahringinn sem segja frá ævintýrum stúlku sem ferðast um heiminn og kynnir sér ólíka menningarheima. „Rikka verður ekki með í jólahasarnum á Íslandi núna en kemur með vorinu í fjórðu bókinni þar sem hún ferðast um England ásamt Oliver vini sínum.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
Koddar og sængur fyrir alla fjölskylduna
– Eitt mesta úrval landsins af vönduðum sængur fatnaði Fatabúðin Skólavörðustígur 21 a Sími 551 4050
Finn
hön sk nun
Wishbhone snúruhaldari
Hvítur og svartur
2.650,-
Tréskartgripir frá Poola Kataryna
Flying bird hálsmen 5600,Flying bird eyrnalokkar 3900,Bunny næla 3300,Bunny hringur 2900,-
Verso pottamottur 100% ull
Stærð 14x21cm 2.700,Stærð 20x58 cm 6.600,-
Reykskynjarar Fallegt öryggi
Múmínvörur - Mikið úrval! Kaffikrúsir 3.800,Bakkar frá 3.900,Minnisbækur 2.900,Minikrúsir (4 stk.) 4.900,Jólakúlur 1.290,Koddaver 2.700,-
Lento 7.900,Kupu 6.900,Fáanlegir í mörgum litum.
Halló/Bless hanskar Bómullarfleece
Barnastærðir 3.200,Fullorðinsstærðir 3.900,Snilldar kaffivörur
Kapu kaffiskeið 3.900,Sola kaffipokastandur 5.900,-
Múmínleikföng Púsluspil frá 2.800,-
Minnis- og dagbækur frá 2.900,Bangsar frá 3.900,-
Aino og Reino ullarinniskór með gúmmíbotni
Stærðir: 36-44 Brúnir, bleikir. 9.800,-
Saana og Olli
Úr 100% hampi Púðar frá 8.600,Pottaleppar 3.700,Viskustykki frá 3.700,Borðdúkar (45x145sm) 8.400,-
Jólaskraut Valona birkikristall úr krossviði 2.400,-
Doft handunnin vegan-sápa í fallegri gjafaöskju
Lapuan Kankurit Viskustykki 2.400,Ullarteppi 15.800,-
Mynta, súkkulaði, rósmarín, eukalyptus ofl.
2.200,-
PusPus koddaver 9.900,- (2 í pakka)
Aihio Grapponia kerti
Finnsk hönnunarglös endursköpuð sem kerti. 4.500,-
SavetheC hjólataska Úr endurunnu segli
Frá 21.500,-
Laugavegi 27 101 Reykjavík S: 519 6688 info@suomi.is www.suomi.is
f
/SuomiPrklDesign
TILBOÐ - AÐEINS FÖSTUDAG OG LAUGARDAG
Sundfatnaður í D,DD,E,F,FF,G skálum á 25% AFSLÆTTI
Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is
Kjólar, bólerójakkar, pils og toppar í miklu úrvali
Fyrir jólahlaðborðið 20% afsl ný sending
62
tíska
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Notuð peysa kveikjan að barnafatamerki Þrjár vinkonur standa að baki barnafatamerkinu As we grow. Þær fengu hugmyndina að línunni frá gamalli peysu sem hafði þjónað sínu hlutverki í fjölda ára og gekk barna á milli, jafnvel á milli landa.
M
óðir Guðrúnar handprjónaði peysu á sínum tíma. Peysan gekk á milli barna í áraraðir jafnvel á milli landa. Þessi nýtni var innblásturinn að merkinu,“ segir Gréta Hlöðversdóttir, einn eigenda barnafatamerkisins As we grow. Hún ásamt hönnuðunum, Maríu Ólafsdóttur og Guðrúnu Rögnu Sigurjónsdóttur, hafa staðið að þróun vörumerkisins í tvö ár. María og Guðrún eru hönnuðir fatnaðarins en Gréta sér um markaðsmál. „Okkur langaði alltaf að gera eitthvað saman, og höfðum leitað leiða við að samtvinna tímalausa hönnun, endingu og nýtni. Svo varð sagan af peysunni svo mikill innblástur. Það er svo fallegt hvernig flík getur öðlast tilfinningalegt gildi.“ Peysan sem gekk barna á milli týndist á einum tímapunkti, en fannst löngu síðar, utandyra við sumarbústað Guðrúnar. „Hún var að eignast sitt annað barn svo peysan bíður bara eftir því að litli kúturinn passi í hana. Þetta er töfraflík.“ Gréta segir að fyrir þeim stöllum sé mikilvægt að fötin nýtist í lengri tíma. „Öll snið eru þannig gerð að fötin ættu að geta stækkað með barninu. Þetta er allt útpælt. Við framleiðum aðeins úr alpaca ull frá Nepal því hún er mjög mjúk og slitsterk. Vörurnar eru 100% náttúrulegar og valda því ekki ofnæmi.“ Hægt er að nálgast vörurnar í gegnum vefsíðuna aswegrow.com
frá Kanebo fæst nú í Lyfjum & heilsu Kringlunni
20in% gar-
kynn afsláttur
Af því tilefni bjóðum við upp á glæsilegt opnunartilboð dagana 30. nóv. – 2. des. Bronzing Gel í fullri stærð ásamt 30ml af tvöföldum hreinsi og 20ml af tvöföldum raka fylgir með þegar verslað er fyrir 6.900 kr. eða meira.
Lyf & heilsa Kringlunni www.lyfogheilsa.is
64
heilabrot
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
?
Spurningakeppni fólksins 1
2 3 4 5 6
Unnur Erla Jónsdóttir lögfræðingur Dögun.
8
2 Blue Ivy.
3 Austurbæjarskóli.
81 árs.
9.
4 22 ár.
10
6 Baggalútur. 7 Pass. 11
8 Tyrklands. 9 Songbird.
12
Egill Gilzenegger. Enter–4. Hanna Birna.
10 Sigríður Ingadóttir. 11 12 13
13 14.
14 Pass. 15 Versló.
10. stig
15.
9 4
3 4 7
Guðný Þorsteinsdóttir forritari og höfundur segulljóða. 1
Dögun.
3
3 Austurbæjarskóli. 4 22 ár.
9
1
5
2 Pass.
2
Sudoku fyrir lengr a komna
5 85. 6 FM Belfast.
4
7 Pass. 8 Hollands.
7 3 1 5
9 Pass. 10 Sigríður Ingibjörg. 11 Gilzenegger.
13 Hanna Birna.
3 8
2 6
2 7 8 8 9 4 7 5 4 9 5 1 6
14 Eiður Smári og pass. 15 Kvikmyndaskólinn.
4
1 5
12 D-4.
9. stig
kroSSgátan
Guðný skorar á Gísla Einarsson, framkvæmdastjóra Nexus.
4 1 9
2
Svör: 1. Dögun. 2. Blue Ivy. 3. Austurbæjarskóli. 4. 22 ár. 5. 81 árs. 6. FM Belfast. 7. Jón Pál. 8. Hollands 9. Songbird. 10. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. 11. Egill Einarsson (Gilzenegger). 12. Enter–4. 13. Hanna Birna Kristjánsdóttir. 14. Þóra Björg Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir. 15. Kvikmyndaskóli Íslands
Unnur Erla sigraði með naumindum 10 stigum gegn 9.
8 7
1
3 4 5 8
2
1 3
ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 114
MISJAFN SARG
TÓLF TYLFTIR
Nýbýlavegi 32
DRYKKUR
TÝNA
GOÐ
RIFA
INNSÆI
NÁKVÆMNI
Matur fyrir
lauSn
Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 113
STILLA RÓTA
G O R U F S L T A A G R L O P T I R O H L A L B A R Ð I A S
SKAPVONSKA
Þú getur valið um:
Sub-Samlokur Salöt m/kjöti Pizzur +2 l gos
mynd: public domain
SLÖNGU
NEÐAN HÖGNI
KLIFUN
O A F F R A S M B O E Ð
HAFNA
MISSA
BÓK
BARDAGI
BÚPENINGUR
HAFNA
N E I T A
E I L L T F L I Æ T T U I P S A N K A K R I A
SKYLDI LANGINTES
S L Á M A N S I P A T A S Í
MJÓLKURAFURÐ EIGIND
ÞRÆLASALA
SPERGILL
MÁLMUR
ÁVÖXTUR GOLF ÁHALD
ÞÁTTUR
HEIMSÁLFA
DRABB
VEITT EFTIRFÖR
GANGÞÓFI
ÆXLUNARKORN SPIK
AÐGREINA FYRIRGANGUR
MÆLIEINING
BÖGGULL
GILDRA
ÍLÁT
MÖGLA
FUGLAHLJÓÐ
SKAUT
BOTNVARPA
UMTURNUN HVAÐ
MÁNUÐUR KIRTILL
BÆN
SKEL
T E M P R A MEÐALA DRYKKUR
K Ó K Ó EFTIRLIT
U M S J Ó N STÆKKAÐI
K
E E Ð I L L R O T P F A E S S R K S L Y F J U R R A T Á L K A L H V Á GR Æ M R Ó T E P L T I A Ú N Í N T A R A F J Ó K J A E
MÁLMUR
HNOÐA
AMLÓÐI
HRÓSS
BERA
NAGDÝR KÚLU
SKRÍPALEIKRIT FLÍK
KLAKI
KLÆÐI
TOGVINDA AF
ÖNDUNARFÆRI KLÚRYRÐI
KALL
VÖNTUN SEYTLA
JURT
KVÍSL
ÁVÖXTUR VÖLLUR
ILMUR
ÁHRIFAVALD
ÞREKVIRKI FRÁ
SKRÁ SEFA
DÍNAMÓR
TVEIR EINS
NUDDA
SÝRA
S T R Í P A ÓLÆTI SKYLDA
K V Ö Ð ÆTÍÐ LAND
S K U S S I ÁVÖXTUR
VÆTA
A G I ANDAÐUR
L Á T I N N
A N A N A S Í V G I Á Ð
mynd: BoB EmBlEton (CC By-SA 2.0)
5
LÆKNA
1
7
Fyrir hvaða flokk býður Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sig fram í næstu kosningum? Hvað heitir hin tíu mánaða gamla dóttir Beyonce og Jay-Z? Hvaða grunnskóli í Reykjavík sigraði í Skrekk í vikunni? Hversu langan fangelsisdóm fékk Sverrir Þór Gunnarsson, Sveddi tönn, í Brasilíu? Hvað var Dallas-leikarinn Larry Hagman gamall þegar hann lést? Hvaða hljómsveit stendur að baki UNICEF laginu fyrir dag rauða nefsins? Um hvern er sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason að skrifa bók? Til hvaða lands var Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi ranglega sögð vera að flytja? Hvaða lag söng Jóhanna Guðrún Jónsdóttir í sjónvarpsþættinum „beat for beat“ í Noregi? Hvað heitir þingkonan sem stöðvaði viðskipti í kauphöllinni með ummælum sínum við fréttastofu Bloomberg? Hver prýddi mjög umdeilda forsíðu Monitors? Hvað heitir ný plata hljómsveitarinnar Hjaltalín? Hver mun leiða lista sjálfstæðismanna í Reykjavík í komandi þingkosningum? Dregið var í fjórðungsúrslit í meistaradeild knattspyrnu í Evrópu. Þar var lið Malmö dregið saman við núverandi meistara. Hvaða 2 íslensku leikmenn spila með Malmö? Hvaða skóli var gagnrýndur í vikunni fyrir auglýsingu á samskiptamiðlinum facebook?
Sudoku
PÚKA VARÐHALDIÐ SLÓTTUGUR YNDI
SKAMMSTÖFUN
ANDLIT
JAPLA
BERGMÁLA
HEGNA
SPOTTI
FRAMKOMA
FLAN
ÞRÁSTAGLAST VARNA
Í RÖÐ
POTA
LASLEIKI FJÖRGA
ÖFUG RÖÐ
LÍTIL HANDTASKA
GAMALL HLUTUR
LÍTIÐ EITT
I N D L A L L N Ú A D I K GELT
ÞREYTA
AUÐ LYF
KVEIKJULÁS
HOLA
HÆÐ
KOMAST ÁVÖXTUR
SAMANBURÐARTENGING
DRAUP
ILLGRESI
GANGÞÓFI
TÚNGUMÁL
KÆRLEIKUR
HANKI
BLÍÐUHÓT
SÍTT MANNSNAFN
HRINGURINN EFTIR STRANDBERG OG ELFGREN
HÖRKUSPENNANDI FANTASÍA „Sambland af Hungurleikunum og Harry Potter.“ KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR, MORGUNBLAÐIÐ
LAND
ÍLÁT
LÍTIÐ BÝLI
TÍMABIL
RAUST
FÉLAGAR
HEIMSÁLFU
TVEIR EINS
GALDRA
SKOKK
HINDRUN
Á SJÓ
MERGÐ
KRYDD
KNÆPA
Í RÖÐ
ARAGRÚI
EYÐILEGGJA
RÆNA
BÁRU AÐ FLEY
SVALI
HERMA
GERVIEFNI
DUFLA
RÁÐGERA
AÐ VÍSU
„Gæsahúð“
HILDUR KNÚTSDÓTTIR, DRUSLUBÆKUR OG DOÐRANTAR
MÁLMUR
TRYGGUR
STJÓRNA
SOG TÍTLA
SKYLDI
RUNNI
HESTASJÚKDÓMUR
RÖLT
STILLA KRYDD
Í RÖÐ
SVELGUR
ÓLÆTI
BÓKSTAFUR
FYRIRTÆKI
ELDA
TVEIR EINS
NAUTNALYF
AFSPURN KORN
EINING
66
skák
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Sk ák ak ademían
Skákbörn safna fyrir Hringinn: Við erum ein fjölskylda! hafa margir góðir menn úr öllum áttum boðað komu sína. Í þeim hópi eru fjölmargir þingmenn og borgarfulltrúar, en líka listamenn á borð við Bjartmar Guðlaugsson, Vilborgu Davíðsdóttur, Geir Ólafs og Ragnheiði Gröndal. Þá ætlar Hemmi Gunn að mæta á svæðið, en sá ástsæli fjölmiðlamaður er sókndjarfur og bráðskemmtilegur skákmaður.
Hægt að leigja stórmeistara!
Þau sem alls ekki treysta sér til að tefla sjálf, eða eiga ekki heimangengt, geta samt lagt sitt af mörkum með því að „leigja skákmeistara“. Ýmsir af bestu skákmönnum landsins ætla að koma í Kringluna og tefla við krakkana fyrir þá sem leggja söfnuninni lið en geta einhverra hluta vegna ekki teflt sjálf. Þar má nefna sjálfan Friðrik Ólafsson, fyrsta stórmeistara Íslendinga, sem orðinn er 78 ára, en er jafnan boðinn og búinn að leggja góðum málstað lið. Sama máli gegnir um Jóhann Hjartarson, stigahæsta skákmann Íslands og Jón L. Árna-
Hemmi Gunn er meðal þeirra sem taka áskorun krakkanna og ætlar að mæta í Kringluna og styðja Barnaspítala Hringsins.
son, sem varð heimsmeistari 16 ára og yngri árið 1977. Ekki þarf að skrá sig til leiks, heldur er nóg að mæta í Kringluna, en maraþonið verður í grennd við Bónus og ætti ekki að fara framhjá neinum. Stofnuð hefur verið Facebook-síðan „Áskorun! Maraþon fyrir Barnaspítala Hringsins“ þar sem fréttir eru sagðar af gangi mála og myndir birtar af fjörinu í Kringlunni. Svo er hægt að leggja inn á söfnunarreikning vegna maraþonsins nr. 0101-26-083280, kennitala 7006083280. Skákbörnin okkar vona að sem flestir taki þátt í þessum viðburði, leggi góðu máli lið – enda vandfundinn betri málstaður, nú þegar aðventan er að ganga í garð.
Ótrúlegir yfirburðir Fjölnis
Skákdeild Fjölnis sigraði með ótrúlegum yfirburðum á Íslandsmóti unglingsveita sem fram fór á laugardaginn í Garðaskóla. Sveitarmeðlimir unnu allar 28 skákir sínar! Með Fjölni tefldu Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson, Jón Trausti Harðarson og Nansý Davíðsdóttir. Sveit Hellis varð í 2. sæti með 22 vinninga. Silfursveit Hellis skipuðu: Hilmir Freyr Heimisson, Dawid Kolka, Felix Steinþórsson og Heimir Páll Ragnarsson. Sveit TR endaði í 3. sæti með 20 vinninga. Í sveit TR voru: Vignir Vatnar Stefánsson, Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Gauti Páll Jónsson, Rafnar Friðriksson og Donika Kolica.
Þau skora á þig í þágu góðs málefnis: Donika Kolica, Felix Steinþórsson og Elín Nhung.
skákþrautin
Hvítur leikur og vinnur! Svörtu mennirnir virðast eiga alls kostar við hvíta peðið, sem á sér þann draum að verða drottning. Hvernig getur hvítur knúið fram sigur?
1.Hxd8! Rxd8 2.e7 1-0 Draumur peðsins rætist!
k
jörorð skákhreyfingar eru: Við erum ein fjölskylda. Þessi orð eiga sannarlega við núna, því klukkan 12 á hádegi í dag hefst maraþon skákkrakkanna okkar í Kringlunni, þar sem fé verður safnað í þágu Barnaspítala Hringsins. Þau tefla óslitið til klukkan 18 í dag og hefja svo aftur taflmennsku á morgun, laugardag, klukkan 12. Krakkarnir skora á gesti og gangandi að tefla eina skák, gegn frjálsu framlagi, og rennur allt söfnunarféð óskipt til Hringsins. Liðsmenn Skákakademíunnar heimsækja Hringinn í hverri viku og tefla við börnin sem þar leita sér lækninga. Á liðnum árum hafa orðið til ófáar ánægjustundir yfir taflborðinu í Hringnum, og nú ætla skákbörnin okkar sem sagt að bæta um betur og safna fyrir skólann, leikstofuna og tækjasjóð barnaspítalans. Skákkunnátta er algert aukaatriði að þessu sinni, og börnin vona að sem pabbar og mömmur, afar og ömmur mæti á svæðið, sem og fulltrúar félaga og fyrirtækja. Nú þegar
verðlaunaþr autir
GEFÐU GJÖF SEM SKIPTIR MÁLI
Talnaþrautir
KenKen-talnaþrautirnar eru frábær heilaleikfimi. Fréttatíminn mun birta tvær gátur í hverju tölublaði næstu vikurnar. Lesendur geta sent inn svör við gátunum og í hverri viku verður dreginn út heppinn þátttakandi sem fær KenKenbækurnar sendar heim að dyrum frá Bókaútgáfunni Hólum.
Reglurnar eru einfaldar: Ef þrautin er 3 x 3 reitir eru notaðar tölurnar 1 til 3, ef hún er 4 x 4 reitir eru notaðar tölurnar 1 til 4 o.s.frv. Sama tala má einungis koma fyrir einu sinni í hverjum dálki og hverri línu. Svæðin, sem eru afmörkuð með þykkum línum, kallast hólf. Stundum nær hólfið bara yfir einn reit og þá er augljóst hvaða tala á að koma þar. Oftast nær hólfið þó yfir fleiri en einn reit og þá fylgir þeim tala og eitthvert stærðfræðitákn, þ.e. +, –, x eða ÷. Ef talan er t.d. 5 + þá á summa talnanna í því hólfi að vera samtals 5. Ef talan er 2- þá á mismunur talnanna að vera 2. Í erfiðari þrautunum er svo einnig margföldun og deiling.
ÞÚ GETUR GERT KRAFTAVERK Í DAG
Svör við talnaþrautunum má senda í hefðbundnum pósti á ritstjórn Fréttatímans, Sætúni 8, 105 Reykjavík. Lesendur geta líka tekið mynd af lausnunum með símanum eða myndavél og sent á netfangið leikur@frettatiminn.is
Með hreinu vatni gefur þú betri heilsu, menntun og bjarta framtíð.
Nafn
PIPAR\TBWA - SÍA - 123239
Þú getur hjálpað núna með því að greiða valgreiðslu í heimabanka Einnig: ■ frjálst framlag á framlag.is ■ gjafabréf á gjofsemgefur.is ■ 907 2003 styrktarnúmer (2.500 kr.) ■ söfnunarreikningur: 0334-26-50886, kt. 450670-0499
Heimili Sími
Netfang
Lausn á þrautum síðustu viku Vinningshafi síðustu viku er Steinar Harðarson, Spóaási 10, 221 Hafnarfirði, og fær hann sendar KenKen talnaþrautabækurnar frá Hólum.
68
sjónvarp
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Föstudagur 30. nóvember
Föstudagur RÚV
15.40 Ástareldur e. 16.30 Ástareldur e. 17.20 Babar (2:26) 17.44 Bombubyrgið (13:26) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Hljómskálinn (2:4) e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.40 Á tali við Hemma Gunn (Sigurður Sigurjónsson) 20.30 Útsvar (Reykjanesbær Mosfellsbær) 21.40 Ljósaskipti: Myrkvun (The Twilight Saga: Eclipse) 23.40 Arabíu-Lárens (Lawrence of Arabia) Bresk bíómynd frá 1962. Thomas Edward Lawrence var njósnari Breta í Kaíró árið 1916 og fékk leyfi til að fylgjast með uppreisn araba gegn Tyrkjum í fyrra stríði. Myndin hlaut sjö Óskarsverðlaun, þar á meðal sem besta myndin. e. 03.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
21.40 Ljósaskipti: Myrkvun (The Twilight Saga: Eclipse) Morð eru framin í Seattle og Bella þarf að velja á milli blóðsugunnar Edwards og varúlfsins Jacobs.
21:30 The Voice (12:15) Bandarískur raunveruleikaþáttur þar sem leitað er hæfileikaríku tónlistarfólki.
Laugardagur
SkjárEinn 18:20 Jóladagatal Skoppu og Skrítlu (1/24) Mjög líklega kíkir jólasveinninn inn um gluggann og tónlistin spilar stórt hlutverk í þáttunum.
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
21.30 Sjáumst að ári (One Day) Emma og Dexter 4 eru saman kvöldið áður en þau brautskrást úr háskóla og síðan er fylgst með því hvar þau eru stödd í lífinu sama dag á hverju ári eftir það.
Sunnudagur
21:15 Law & Order: Special Victims Unit (16:24) Bandarískir sakamálaþættir um kynferðisglæpadeild innan lögreglunnar í New York borg.
06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Rachael Ray (e) 08:45 Dr. Phil (e) 09:35 Pepsi MAX tónlist 15:25 Parenthood (21:22) (e) 16:10 Top Chef (1:15) (e) 16:55 Rachael Ray 17:40 Dr. Phil 18:20 Survivor (4:15) (e) 19:05 Running Wilde (2:13) (e) 19:30 Solsidan (2:10) (e) Alex hefur Önnu grunaða um að hafa átt í 5 ástarsambandi 6 og að hún beri barn frægs leikara undir belti. Fredde þróar með sér grillfíkn. 19:55 America's Funniest Home Videos 20:20 America's Funniest Home Videos 20:45 Minute To Win It Einstakur skemmtiþáttur undir stjórn þúsundþjalasmiðsins Guy Fieri. 21:30 The Voice (12:15) 00:05 Excused 00:30 House (11:23) (e) 01:20 CSI: New York (15:18) (e) 02:10 Last Resort (2:13) (e) 03:00 A Gifted Man (13:16) (e) 03:50 CSI (7:23) (e) 04:30 Pepsi MAX tónlist
08.00 Morgunstundin okkar / Lítil 07:00 Barnatími Stöðvar 2 prinsessa / Háværa ljónið Urri / Kioka 07:45 Ellen (5/170) / Úmísúmí / Spurt og sprellað / Babar / 08:30 Tasmanía Grettir / Nína Pataló / Skrekkur íkorni 08:50 Malcolm in the Middle (2/22) / Unnar og vinur / Geimverurnar 09:15 Bold and the Beautiful 10.30 Hanna Montana 09:35 Doctors (34/175) 11.00 Á tali við Hemma Gunn e. 10:15 Sjálfstætt fólk (29/30) 11.50 Útsvar e. 10:55 Hank (9/10) 12.55 Landinn e. 11:20 Til Death (2/18) allt fyrir áskrifendur 13.25 Kiljan e. 11:50 Masterchef USA (5/20) 14.15 Íþróttaannáll 2012 e. 12:35 Nágrannar fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14.50 Íslandsmótið í handbolta 13:00 Last Man Standing (5/24) (Afturelding - Akureyri) 13:25 The Ugly Truth 16.45 Íslandsmeistaramótið í ralli 15:00 Game Tíví 17.20 Táknmálsfréttir 15:30 Barnatími Stöðvar 2 17.30 Jóladagatalið 16:50 Bold and the Beautiful 4 5 17.31 Hvar er Völundur? e. 17:10 Nágrannar 17.39 Jól í Snædal e. 17:35 Ellen (8/170) 18.04 Vöffluhjarta (1:7) 18:23 Veður 18.25 Úrval úr Kastljósi 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18.54 Lottó 18:47 Íþróttir 19.00 Fréttir 18:54 Ísland í dag 19.30 Veðurfréttir 19:16 Veður 19.40 Ævintýri Merlíns (4:13) 19:25 Simpson-fjölskyldan (15/22) 20.30 Dans dans dans 19:50 Týnda kynslóðin (13/24) 21.20 Hraðfréttir 20:15 MasterChef Ísland (2/9) 21.30 Sjáumst að ári (One Day) 21:10 The X-Factor (20/27) 23.20 Fangaeyjan (Shutter Island) 22:40 Lethal Weapon Bandarísk spennumynd frá 2010. 00:40 w Delta z Atriði í myndinni eru ekki við 02:25 Lions for Lambs hæfi barna. e. 03:55 Tin Cup 01.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 06:05 Simpson-fjölskyldan (15/22)
SkjárEinn 17:30 Meistarad. í handbolta - markaþ. 06:00 Pepsi MAX tónlist 09:50 Rachael Ray (e) 18:00 Spænsku mörkin 11:15 Dr. Phil (e) 18:30 Þýski handboltinn 20:00 Meistarad. Evrópu - fréttaþáttur 13:15 Kitchen Nightmares (7:17) (e) 14:05 Top Chef (1:15) (e) 20:30 La Liga Report 14:50 Parks & Recreation (5:22) (e) 21:00 24/7 Pacquiao - Marquez 15:15 Happy Endings (5:22) (e) 21:30 Tvöfaldur skolli allt fyrir áskrifendur 15:40 The Good Wife (3:22) (e) 22:05 UFC 117 16:30 The Voice (12:15) (e) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:00 Minute To Win It (e) 19:45 The Bachelor (3:12) 21:15 A Gifted Man (14:16) 16:15 Premier League Review Show 22:00 Ringer (14:22) 17:10 Tottenham - Liverpool 22:45 Touching The Void 18:50 Everton - Norwich 4 5 00:35 Rocky V (e) 20:30 Premier League World 2012/13 allt fyrir áskrifendur 02:20 Secret Diary of a Call Girl (7:8) (e) 21:00 Premier League Preview Show 02:45 Excused (e) 21:30 Football League Show 2012/13 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 03:10 Ringer (14:22) (e) 22:00 Stoke - Fulham 04:00 Pepsi MAX tónlist 23:40 Premier League Preview Show 00:10 Sunderland - WBA
SkjárGolf 4
19:50 Sjálfstætt fólk Jón Ársæll heldur áfram mannlífsrannsóknum sínum
RÚV
STÖÐ 2
06:00 ESPN America 11:05 30 Days Until I'm Famous 08:10 World Challenge 2012 (1:4) 12:35 Prince and Me II 11:10 Golfing World allt fyrir áskrifendur 14:15 Balls of Fury 12:00 World Challenge 2012 (1:4) 15:45 30 Days Until I'm Famous 15:00 The Open Championship Official fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:15 Prince and Me II Film 2009 18:55 Balls of Fury 16:00 World Challenge 2012 (1:4) 20:25 The Good Witch's Garden 19:00 US Open 2008 - Official Film 22:00 Repo Men 20:00 World Challenge 2012 (2:4) 00:00 Any Given Sunday 23:00 Presidents Cup Official Film 2009 4 5 02:30 The Good Witch's Garden 23:50 ESPN America
5
Borð 20% 0.000 KR.
0.000 KR.
4
5
6
stofu dagar
stóR: 0.000 KR. LítIL: 0.000 KR. (afsláttarverð)
RÚV
STÖÐ 2
08.00 Morgunstundin okkar / Froskur 07:00 Strumparnir / Brunabílarnir / og vinir hans / Herramenn / Franklín og Doddi litli og Eyrnastór / Algjör Sveppi / vinir hans / Stella og Steinn / Smælki / Skoppa og Skrítla enn út um hvippinn og Kúlugúbbar / Kung fu panda - Goðsagnir hvappinn / Fjörugi teiknimyndatíminn / frábærleikans / Litli prinsinn Lukku láki / Scooby-Doo! Leynifélagið 10.10 Galdrakrakkar 10:50 Big Time Rush 10.40 Ævintýri Merlíns (4:13) 11:15 Glee (5/22) 11.25 Dans dans dans 12:00 Bold and the Beautiful 12.30 Silfur Egils 13:40 The X-Factor (20/27) allt fyrir áskrifendur 13.50 Djöflaeyjan (15:30) e. 15:05 Neyðarlínan 14.30 Varasamir vegir – Perú (3:3) e. 15:35 Sjálfstætt fólk fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15.30 Íslensku björgunarsveitirnar (3:4) e. 16:10 ET Weekend 16.15 Af hverju fátækt? - Velkomin í 16:55 Íslenski listinn heiminn e. 17:20 Game Tíví 17.20 Táknmálsfréttir 17:50 Sjáðu 17.30 Jóladagatalið 18:206 Jóladagatal Skoppu og Skrítlu 4 Hvar er Völundur? 5e. 17.31 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17.37 Jól í Snædal e. 18:47 Íþróttir 18.00 Stundin okkar 18:56 Heimsókn 18.25 Hið ljúfa líf - Jól (1:4) e. 19:13 Lottó 19.00 Fréttir 19:23 Veður 19.30 Veðurfréttir 19:35 Jack Frost 19.40 Landinn 21:20 Taken From Me: The Tiffany 20.15 Downton Abbey (3:8) Rubin Story Byggt á sannri sögu. 21.10 Íslensku björgunarsveitirnar (4:4) 22:55 The Good Night 22.00 Sunnudagsbíó - Hausaveiðarar 00:30 Valkyrie (Hodejegerne) Norsk spennumynd 02:30 Tron: Legacy um ráðningarfulltrúa sem fæst 04:35 Rambo við listaverkaþjófnað í frístundum 06:05 Fréttir og kemst í hann krappan. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 23.40 Silfur Egils 09:05 Þýski handboltinn 01.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 10:30 Blanda 11:00 Nedbank Golf Challenge 2012 SkjárEinn 14:30 Spænsku mörkin 06:00 Pepsi MAX tónlist 15:00 Meistarad. Evrópu - fréttaþáttur 09:35 Rachael Ray (e) 15:30 Þýski handboltinn 11:40 Dr. Phil (e) 16:50 Being Liverpool allt fyrir áskrifendur 13:00 The Bachelor (3:12) (e) 17:35 Arnold Classic 14:30 A Gifted Man (14:16) (e) 18:20 La Liga Report fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:20 Living Daylights (e) 18:50 Spænski boltinn 17:30 30 Rock (15:22) (e) 23:00 Nedbank Golf Challenge 2012 17:55 House (11:23) (e)
07:45 Man. Utd. - West Ham 09:25 Tottenham - Liverpool 11:056 Premier League Review Show 12:30 West Ham - Chelsea allt fyrir áskrifendur 14:45 Man. City - Everton 17:15 Reading - Man. Utd. fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:30 Liverpool - Southampton 21:10 Fulham - Tottenham 22:50 Arsenal - Swansea 00:30 WBA - Stoke
6
4 10:40 All About Steve SkjárGolf 12:20 Ævintýraeyja Ibba allt fyrir áskrifendur 06:00 ESPN America 13:40 School of Life 07:40 Monty's Ryder Cup Memories 15:30 All About Steve 08:30 World Challenge 2012 (2:4) 17:10 Ævintýraeyja Ibba fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 11:30 The Sport of Golf (1:1) 18:30 School of Life 12:30 Ryder Cup Official Film 1999 20:20 Dodgeball: A True Underdog Story 14:05 World Challenge 2012 (2:4) 22:00 Crank: High Voltage 17:05 The Open Champions. Of. Film 23:40 Big Stan 18:00 World Challenge 2012 4 5 (3:4) 01:30 Dodgeball: A True Underdog Story 23:00 Golfing World 6 03:05 Crank: High Voltage 23:50 ESPN America
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
Sunnudagur
Laugardagur 1. desember
18:45 Last Resort (2:13) (e) 19:35 Survivor (5:15) 4 5 20:20 Top Gear - LOKAÞÁTTUR (4:4) 21:15 Law & Order: Special Victims Unit 22:00 Dexter (6:12) 23:00 Bedlam - LOKAÞÁTTUR (6:6) 23:50 Sönn íslensk sakamál (5:8) (e) 00:20 House of Lies (7:12) (e) 00:45 In Plain Sight (10:13) (e) 01:30 Bedlam (6:6) (e) 02:20 Pepsi MAX tónlist
5
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
ÞRjáR stæRðIR vERð fRá 0.000 KR.
Bjóðum vaxtalausar afborganir í allt að 12 mánuði
0.000 KR.
tILbOðIð GILdIR tIL sUNNUdaGsINs 2. dEsEmbER
KRINGLUNNI OG KaUptúNI – OpIð LaUGaRdaG KL. 11-17 OG sUNNUdaG KL. 13-17 – WWW.tEKK.Is
6
6
10:15 Joe's Palace 12:10 Make It Happen 13:40 Jack Frost 15:20 Joe's Palace 17:15 Make It Happen 18:45 Jack Frost 20:30 Cyrus 22:00 Pride and Glory 00:106 Severance 01:45 Cyrus 03:20 Pride and Glory
afsláttur af öllum borðstofuborðum, borðstofustólum, matarstellum, hnífapörum og glösum 0.000 KR.
6
Gerum hús að heimili
4
sjónvarp 69
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012 Dagskr áin góð helgi á rÚV
2. desember STÖÐ 2 07:00 Villingarnir / Strumparnir / Hello Kitty / Algjör Sveppi / Latibær / Jóladagatal Skoppu og Skrítlu / Waybuloo / Lína langsokkur / Tasmanía / Tommi og Jenni / Kalli kanína og félagar / Kalli kanína og félagar 11:10 iCarly (22/25) 11:35 Victorious 12:00 Nágrannar allt fyrir áskrifendur 13:45 The X-Factor (21/27) 14:35 Dallas (8/10) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:25 Týnda kynslóðin (13/24) 15:55 Eldsnöggt með Jóa Fel 16:35 MasterChef Ísland (2/9) 17:25 60 mínútur 18:15 Jóladagatal Skoppu og Skrítlu (1 4 og 2/24) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Um land allt 19:25 Frasier (11/24) 19:50 Sjálfstætt fólk 20:30 The Mentalist (2/22) 21:20 Homeland (9/12) 22:15 Boardwalk Empire (4/12) 23:15 60 mínútur 00:05 The Daily Show: Global Edition 00:30 Fairly Legal (13/13) 01:15 The Newsroom (8/10) 02:15 The Crimson Petal and the White 05:25 The Mentalist (2/22) 06:10 Fréttir
Eyðimerkurperla og norskur krimmi Málfarsbloggarinn Eiður Guðnason hefur verið vægast sagt gagnrýninn á helgardagskrá Ríkissjónvarpsins í skrifum sínum og gagnrýnt valið á þeim kvikmyndum sem valdar eru til sýninga í Efstaleitinu. Eiður bendir á að fæstar þeirra nái meðaleinkunn hjá kvikmyndagagnabankanum imdb.com og að hjá Ríkisútvarpinu virðist fólk ekki meðvitað um að kvikmyndagerð hófst fyrir árið 1990. Hvort sem umvandanir Eiðs hafa náð til þeirra sem raða saman dagskránni skal ósagt látið en kvikmyndir helgarinnar benda eindregið til þess að mannskapurinn hafi hysjað upp um sig brækurnar. Á föstudagskvöld sýnir Sjónvarpið meistaraverk Davids Lean um Arabíu-Lárens sem sameinaði Araba gegn Tyrkjum á árunum 1916-1918. 5
6
5
6
08:25 Tvöfaldur skolli 09:00 Nedbank Golf Challenge 2012 14:30 Spænski boltinn 16:10 Kiel - Atl. Madrid 17:50 Montpellier - Flensburg 19:30 Nedbank Golf Challenge 2012 01:00 Spænski boltinn allt fyrir áskrifendur 02:40 24/7 Pacquiao - Marquez fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
09:05 WBA - Stoke 10:45 West Ham - Chelsea 12:25 Reading - Man. Utd. 14:05 Liverpool - Southampton allt fyrir áskrifendur 15:45 Norwich - Sunderland 18:00 Sunnudagsmessan fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:15 Man. City - Everton 20:55 Sunnudagsmessan 22:10 Norwich - Sunderland 23:50 Sunnudagsmessan 01:05 Fulham - Tottenham 4 02:45 Sunnudagsmessan
SkjárGolf 06:00 ESPN America 06:45 World Challenge 2012 (3:4) 11:45 Golfing World 12:35 World Challenge 2012 (3:4) 17:35 Ollie´s Ryder Cup (1:1) 18:00 World Challenge 2012 (4:4) 23:00 Golfing World 23:50 ESPN America
4
5
6
Lawrence of Arabia hlaut sjö óskarsverðlaun árið 1963, meðal annars fyrir leikstjórn, kvikmyndatöku, klippingu, tónlist og sem besta myndin. Einkunn myndarinnar á imdb.com er 8.5. Myndin er býsna löng og þeir sem ætla að njóta hennar þurfa að vaka til klukkan 03.15. Í sunnudagsbíói Sjónvarpsins er boðið upp á Hodejegerne eða Hausaveiðarana, sérdeilis prýðilega norska glæpamynd sem byggð er á samnefndri bók Jo Nesbø. Nesbø hefur aflað sér mikilla vinsælda víða um heim með bókum sínum um fyllibyttuna Harry Hole sem leysir flókin sakamál í Osló en hér er hann í allt öðrum gír og býður upp á spennandi, fyndna og flotta sögu sem er í raun ósköp einföld en kemur samt ítrekað á óvart og tekur nokkrar
Peter O´Toole er magnaður í hlutverki T.E. Lawrence en Omar Shariff gerir tilraun til að stela senunni.
óvæntar beygjur. Nikolaj Coster-Waldau, einn aðal vondi kallinn í Game of Thrones, fer hamförum í hlutverki ískalds skúrks sem gerir klaufalegum flottræfli lífið verulega leitt.
BRUNCH-DISKUR Á NAUTHÓL
70
bíó
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Í BOÐI Á SUNNUDÖGUM FRÁ KL 11.00 – 15.00 Á disknum er súrdeigsbrauð, hráskinka, camembert ostur, fíkjur, amerískar pönnukökur og hágæða hlynsíróp, sætkartöflusalat með geitaosti og sólkjarnafræjum, bakað egg, grísk jógúrt með heimalöguðu múslí, íslenskt grænmeti og ávextir.
frumSýnd alex CroSS Snýr afTur
Morðingi með kvalalosta Spennusagnahöfundurinn James Patterson hefur skrifað vænan haug af bókum um sálfræðinginn og alríkislögreglumanninn Alex Cross. Morgan Freeman gerði persónunni ágætis skil í tveimur myndum, Kiss the Girls og Along Came A Spider. Hann sagði síðan skilið við Cross og nú kemur það í hlut Tylers Perry að leika kappann í myndinni Alex Cross sem er lausbyggð á bókinni Cross. Þegar kona sem Alex Cross þekkir er myrt á hrottalegan hátt heitir hann því að hafa hendur í hári morð-
www.nautholl.is
www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is tel.: 599 6660
ingjans en sá skrattakollur er ekkert lamb að leika sér við eins og Cross á eftir að komast að raun um. Læknirinn góði úr sjónvarpsþáttunum Lost leikur óða morðingjann Picasso sem nýtur þess að kvelja fórnarlömb sín áður en hann drepur þau. Geðþekki og vannýtti leikarinn Edward Burns leikur félaga Cross í þeim mikla hildarleik sem leitin að Picasso snýst fljótt upp í. Rob Cohen, sem á sínum tíma gerði The Fast and the Furious, leikstýrir myndinni þannig að ætla má að hasarinn verði keyrður í botn.
Tyler Perry tekur við keflinu af Morgan Freeman og spreytir sig á hlutverki Alex Cross.
Killing Them SofTly Br ad PiTT TeKur á mönnum
hátíðarútgáfa af sígildri bók Jólin koma kom fyrst út árið 1932 og hefur æ síðan verið ómissandi við undirbúning jólanna.
80
ára gersemi – nú innbundin
Brad Pitt lætur verkin tala þegar hann hreinsar til í undirheimum New Orleans í Killing Them Softly sem hefur fengið stórgóða dóma.
Drepið með hægð Glæpamyndin Killing Them Softly var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor þar sem hún tók þátt í keppninni um Gullpálmann. Hún fékk prýðilega dóma og er nú loks komin í almennar sýningar og til Íslands. Brad Pitt fer fyrir firnasterkum hópi leikara í myndinni en hann leikur reyndan handrukkara sem falið er að hafa hendur í hári vitleysinga sem rændu pókermót á vegum mafíunnar.
l Ljóð Jóhannesar úr Kötlum hafa kynnt íslenska þjóðtrú og jólasiði fyrir hverri kynslóðinni á fætur annarri. Fyrir þessa útgáfu voru teikningar Tryggva Magnússonar myndaðar að nýju og hafa aldrei birst lesendum skýrar en nú.
www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu
Þetta er saga af uppnámi í efnahagsmálum í hagkerfi sem byggir á fjárhættuspili og hrunið verður þegar ekki er farið eftir reglunum.
eikstjórinn Andrew Dominik skrifaði handrit Killing Them Softly upp úr skáldsögunni Cogan´s Trade eftir George V. Higgins. Bókin kom út árið 1974 en Dominik kaus að færa söguna til samtímans. Myndin gerist í New Orleans árið 2008 í gjörningaveðri efnahagshrunsins og aðdraganda forsetakosninga. Uppnám verður í undirheimunum þar þegar tveir lúðar ræna stórt pókermót sem haldið er á vegum mafíunnar. Slíkt er auðvitað ekki liðið á þeim bænum og handrukkarinn og hörkutólið Jackie Cogan, sem Brad Pitt leikur, er kallaður til og fengið það verkefni að finna ræningjanna og kála þeim. Cogan gengur í málin af festu og er fljótur að komast á sporið en málið er þó ekki eins einfalt og sýndist í fyrstu. Engum er treystandi og enginn er öruggur. Mikilvægt er að fá þessa peninga aftur á ferð í undirheimahagkerfinu og til þess að endurheimta traust þarf að skella skuldinni á einhvern og það fljótt. Allt snýst þetta meira og minna um að halda andliti út á við þannig að einhverjum verður að refsa og þá ekki endilega þeim seku. Pólitíkin kraumar í undirheimum rétt eins og á yfirborðinu. Dominik kaus ekki síst að flytja söguna fram í tíma vegna þess að hann sér í henni ákveðnar og augljósar hliðstæður við samtímann eftir efnahagshrunið. „Þetta er saga af uppnámi í efnahagsmálum í hagkerfi sem byggir á fjárhættuspili og
hrunið verður þegar ekki er farið eftir reglunum,“ segir Dominik um augljósa snertifleti við samtímann sem ekki hafi verið hægt að horfa fram hjá. Brad Pitt er umkringdur úrvalsleikurum sem allir eru í fantaformi. Scoot McNairy og Ben Mendelsohn þykja frábærir í hlutverkum vitleysinganna sem fremja ránið sem setur öll ósköpin af stað. Ray Liotta er á heimavelli sem maðurinn sem heldur pókermótið en sá situr uppi með þann svarta pétur að hafa rænt eigin pókerleik mörgum árum áður. Hann komst upp með það þá og því fellur óhjákvæmilega grunur á hann þegar leikurinn er endurtekinn. Sopranos-leikarinn magnaði James Gandolfini leikur útbrunninn handrukkara sem Cogan leitar til en hefur mun minna gagn af en hann ætlaði sér. Sá látlausi en trausti leikari Richard Jenkins (The Cabin in the Woods, Burn After Reading, There's Something About Mary, Sea of Love) leikur tengilið Cogans við vinnuveitendurna. Aðrir miðlar: Imdb: 7.1, Rotten Tomatoes: 92%, Metacritic: 73%
Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
g g Try
r é þ u ð
T f i r k ás
595 6000 – skjarinn.is
72
bækur
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
stefan Zweig k ærkomin endUrútgáfa
Slátrarinn frá Lyon
BRETTAPAKKAR 20% AFSLÁTTUR
Saga frönsku byltingarinnar er blóði drifin og ófáir hausarnir fuku af fólki í væringunum sem voru ekki síðri bak við tjöldin en á götum úti. Byltingin gæddi sér meðal annars á börnum sínum og þeir sem leiddu fólk undir fallöxina einn daginn gátu hæglega endað með höfuðið í körfunni þann næsta. Tveir afar ólíkir menn, Charles Maurice de Talleyrand og Joseph Fouché, náðu að stíga ölduna og héldu haus í þessu öllu saman og lifðu byltinguna og stjórnartíð Napoleons. Stefan Zweig skrifaði sögu Fouché sem fékk viðurnefnið slátrarinn frá Lyon þegar hann sinnti starfi sínu sem lögreglustjóri Napoleons af slíkri einurð og festu að líkin hrönnuðust upp í kringum hann. Zweig greinir þennan valdamikla stjórnmálamann, undirferli hans og ómerkilegheit af mikilli list í Lögreglustjóra Napoleons. Saga Fouché teygir sig frá árdögum byltingarinnar til endaloka Napoleons. Bókin kom fyrst út á Íslandi árið 1944 í þýðingu Magnúsar Magnússonar, ritstjóra Storms. Bókin hefur verið illfáanleg en hefur nú loks verið endurútgefin.
ÁRNASYNIR
ÞEGAR KEYPT ERU BRETTI, BINDINGAR OG BRETTASKÓR.
utilif.is
Hinn fláráði Joseph Fouché sigldi milli skers og báru í frönsku byltingunni og slátraði síðar fjandmönnum Napoleons af mikilli elju. Stefan Zweig segir magnaða sögu Fouché í Lögreglustjóra Napoleons.
Bókmenntir UnglingaBók Um átröskUn
Ófriður skekur
*Metsölulisti Eymundsson vikuna 14.-21. nóv.
Rökkurhæðir. Tekst Ingibjörgu og Matthíasi að komast að rótum vandans áður en það er of seint?
3. sæti
yfir mest seldu barna- og unglingabækur*
„Hryllilega spennandi
bækur, mæli með þeim“ Eyrún Ósk 10 ára
„Frekar krípi, gat
samt ekki hætt að lesa Daníel 15 ára
Kristófer finnur fullkomna
gjöf handa litlu systur í könnunarleiðangri um Rústirnar, gjöf sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf hans.
fyrir
12-16
Vinsælasti íslenski unglinga unglinga-bókaflokkurinn
ára
Hvenær gerir maður eitthvað í málum annarra? Ragnheiður Gestsdóttir hefur sent frá sér bókina Myndin í speglinum þar sem fjallað er um átröskun og útlitsdýrkun. Hana langar að vekja fólk til umhugsunar um ábyrgð og vonast eftir því að hinir ungu reyni frekar að finna út hverjir þeir eru sjálfir heldur en hvernig þeir halda að aðrir vilji að þeir séu.
Vorið 2012 hlaut Bókabeitan Vorvinda IBBY fyrir framlag sitt til barnamenningar
„Mig langaði að vekja fólk til umhugsunar um ábyrgð og því ákvað ég að segja söguna út frá sjónarhorni þess sem er ekki að lifa vandamálið sjálfur,“ segir Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur.
m Hvert erum við komin þegar unglingsstúlkur eru farnar að setja sílíkon í brjóstin á sér?
ig langaði að fjalla um það hvenær maður tekur ákvörðun um hvort maður geri eitthvað í málum annars,“ segir Ragnheiður Gestsdóttir sem nýverið sendi frá sér bókina Myndin í speglinum sem fjallar um átröskun og útlitsdýrkun. Aðalsögupersónan er fermingarstúlkan Rúna sem á 16 ára systur sem er gífurlega upptekin af útliti sínu, svo mikið að Rúnu hættir að standa á sama. Ragnheiður segist mikið hafa velt fyrir sér útlitsdýrkun og hvernig ungt fólk tekst á við hana. „Miklar kvaðir eru um það hvernig fólk lítur út og mjög þarft er að vekja fólk til umhugsunar um hvert við erum komin þegar unglingsstúlkur eru farnar að setja sílíkon í brjóstin á sér og láta laga á sér nefið,“ segir Ragnheiður. Hún þekkir einnig vel til fólks sem hefur glímt við átröskun. „Ég veit því hvað þetta getur verið erfitt viðureignar meðal annars vegna þess að margir sem stríða við þennan sjúkdóm láta líta svo út að allt leiki í lyndi, fólkið reynir að hafa allt á hreinu enda er það jafnvel haldið fullkomnunaráráttu. Það kemur síðan oft verulega á óvart þegar sjúkdómurinn kemst upp,“ segir Ragnheiður. Hún bendir á að þessi feluleikur og laumuspil geti oft átt við aðra sjúkdóma
á borð við þunglyndi og einnig vímuefnanotkun. „Mig langaði að vekja fólk til umhugsunar um ábyrgð og því ákvað ég að segja söguna út frá sjónarhorni þess sem er ekki að lifa vandamálið sjálfur,“ segir hún. Aðspurð segist hún vonast eftir því að bókin skilji eftir sig hjá þeim sem lesa að það skipti meira máli að finna út hver maður sé heldur hvernig maður vilji að aðrir sjái sig. „Það er eðlilegt að unglingar velti fyrir sér sjálfsmynd sinni en það er ekki mikil hjálp þegar þessum óeðlilegu stöðlum er sífellt haldið á lofti,“ segir Ragnheiður. Aðalpersónan sé með báða fætur á jörðinni og nokkuð heilbrigða sýn á lífið. „Hún veltir ýmsu fyrir sér eins og svo algengt er með mjög marga krakka á þessum aldri,“ segir hún. Ragnheiður segist ekki aðeins vera að skrifa til þess að koma góðum boðskap á framfæri. „Mér finnst líka mjög mikilvægt að unglingar lesi bækur og því reyni ég að skrifa bækur sem höfða til þeirra,“ segir hún. Hún segir að bókin eigi erindi við börn frá um 11 ára aldri en mælir með því að fullorðnir lesi hana líka. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
Nína Dögg Filippus leikkona
dóttir,
„NAUÐSYNLEG BÓK FYRIR “ ALLAR STELPdsUdóRttir,
Guðmun Ebba Guðný ur fyrirlesari rithöfund og
„FYRIR STELPUR Á ÖLLUM ALDRI!“ Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari
Bókakynningar Kristínar: Eymundsson Skólavörðustíg, laugardaginn 1. desember kl. 14-16. Bónus Smáratorgi, sunnudaginn, 2. desember kl. 14-16.
DYNAMO REYKJAVÍK
„Ótrúlegar sögur af mögnuðum stel pum. Ég hvet allar stelpu r sem stráka til að lesa þe ssa bók.“
menning
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012 Grýla Gamla Ekki dauð úr öllum æðum
Grýla er hallærisleg með kartöflunef Myndlistarmaðurinn Þrándur Þórarinsson ákvað að hætta í Listaháskólanum eftir að honum var tjáð að stíll hans og myndir ættu ekkert erindi á þeim bænum. Hann fór í læri hjá norska ólíkindatólinu Odd Nerdrum. Hryllingsmynd Þrándar af Grýlu frá árinu 2009 vakti mikla athygli um síðustu helgi sem listamaðurinn er ákaflega ánægður með enda með sýningu í gangi og þiggur glaður hjálp við kynninguna á henni frá hinum forna barnahrelli.
Þrándur Þórarinsson leyfir sér stundum að mála hryllilegar myndir og dregur þá hvergi af sér enda segir hann fólk nú til dags ýmsu vant og því þurfi stöðugt að hækka „sjokk-mörkin.“ Ljósmynd/Hari
• Einar M ár Jónsson Örlagaborgin — Brotabrot úr afrekasögu frjálshyggjunnar
„Ein mikilvægasta bók undanfarandi ára!“ Gauti Kristmannsson, RÚV „… mikið verk, stútfullt af leiftrandi ritsnilld …“ Páll Baldvin Baldvinsson, Fréttatíminn „Bókin er skrifuð af lærdómi og list og hún er skemmtileg aflestrar …“ Fæst líka sem rafbók! Atli Harðarson, Þjóðmál
• R ichard David Precht Hver er ég – og ef svo er, hve margir? — Heimspekilegt ferðalag
S
ýningin hefur gengið þokkalega og það var frábært að fá þessa Grýlu-athygli núna,“ segir Þrándur sem málaði Grýlu fyrir sýningu árið 2009 en myndin fór allt í einu á fleygiferð á netinu um síðustu helgi og vakti athygli út fyrir landsteinanna en 620 þúsund manns sáu hana á einum sólarhring á tenglavefnum reddit. Þrándur segist láta eftir sér af og til að mála hryllilegar myndir inn á milli en þarf hann ekki að bregðast við athyglinni? „Það er aldrei að vita nema maður leggi þetta fyrir sig. Að gera einhverjar svona ljótar Grýlumyndir,“ segir málarinn sem dró hvergi af sér þegar hann dró Grýlu skuggalegum dráttum. „Ef Grýla er bara sett fram með stórt kartöflunef verður hún einhvern veginn bara hallærisleg og fyndin.“ Þrándur segir Grýlu-myndina ekki hafa verið lýsandi fyrir verk sín á sýningunni 2009 og þar hafi hún skorið sig nokkuð úr. „Ég hef kannski gert nokkrar svona „splattermyndir“ og mig hefur lengi langað að gera einhverja svona jólaseríu með tilheyrandi hryllingi en það hefur aldrei orðið neitt af því. Ég veit nú líka ekki hver myndi vilja kaupa þannig myndir. Það er nú kannski bara almennt þannig með þessar ljótu myndir að það er voðalega gaman að mála þær en síðan situr maður bara uppi með þær sjálfur þannig að ég þarf nú að gera eitthvað annað líka.“ Þrándur sagði skilið við Listahá-
skólann eftir að myndum hans var tekið fálega þar. „Ætli ég hafi ekki hætt vegna þess að ég lærði ekkert þar. Mér var sagt að svona myndir gæti ég bara málað heima og eitthvað þannig. Þetta ætti ekkert erindi þarna þannig að ég ákvað bara að hætta. Ég fór síðan að læra hjá honum Odd Nerdrum, þegar hann var hérna, sem var miklu lærdómsríkara.“ Þráinn segist hafa lært hjá Odd í eitthvað í kringum fjögur ár. „Það var stórkostlega lærdómsríkt og skemmtilegt. Hann er stórfurðulegur en ógurlega skemmtilegur karl og ég veit að ég hefði ekki getað fengið betri kennara. Það gerir enginn þetta sem hann gerir betur en hann sjálfur.“ Þrándur fer um víðan völl í listsköpun sinni og verk hans kallast á við ýmsa strauma og stefnur í listasögunni. „Í íslenska myndlistarsögu vantar alveg svona fyrstu fimm aldirnar þannig að það má alveg reyna að bæta þeim inn og öllu því sem við höfum farið á mis við. Ég heillast kannski mest af tímanum frá endurreisninni og að 20. öldinni. Á því tímabili eru margar heillandi stefnur og tímabil. “ Þrándur sýnir verk sín, sem mörg hver eru máluð upp úr Snorra-Eddu, í Gamla Bíó í Ingólfsstræti 2a. Sýningin er opin alla daga frá 12 – 18 til 1. desember. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
Íslensk þýðing: Arthúr Björgvin Bollason
Hvað get ég vitað? – Hvað ber mér að gera? – Hvað leyfist mér að vona? „Þegar þú hefur lesið þessa bók hefurðu stigið fyrsta skrefið í átt að hamingjunni. … Þessi bók er hreint út sagt ómissandi.“ Elke Heidenreich, ZDF
BOLTAR
FRÁ 1.990 kr. HANDBOLTAR, KÖRFUBOLTAR, FÓTBOLTAR.
Metsölubók í Þýskalandi í bráðum 5 ár samfleytt og þýdd á 34 tungumál
• Sigurjón M agnússon Endimörk heimsins — Frásögn hugsjónamanns
Áhrifarík og eftirminnileg skáldsaga um síðustu daga rússnesku keisarafjölskyldunnar í Rússlandi sumarið 1918. Einstæð frásögn um frægan viðburð í blóði drifinni sögu síðustu aldar sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskum bókmenntum.
ÁRNASYNIR
74
utilif.is
69%
Vandaðar bækur fyrir vandláta lesendur Ránargötu 20 • 101 Reykjavík • sími 561 0055 • www.ormstunga.is
*konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012
... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
Kvennakór Reykjavíkur fær Sigríði Thorlacius til liðs við sig á aðventutónleikum.
Kvennakór með aðventutónleika Kvennakór Reykjavíkur heldur sína árlega aðventutónleika í Fella- og Hólakirkju í vikunni. Fyrri tónleikarnir eru á fimmtudagskvöld klukkan 20 og þeir síðari á laugardaginn, 1. desember klukkan 16. Tónleikarnir eru tileinkaðir Ingibjörgu Þorbergs. Af því tilefni flytur kórinn glænýjar, kröftugar og framandi útsetningar Vilbergs Viggóssonar á tónsmíðum Ingibjargar: Jólakötturinn, Með bjartsýni og brosi og Þú varst þar. Sigríður Thorlacius syngur einsöng með kórnum. Miða má nálgast hjá kórkonum og á kvennakorinn.is.
Einar Örn og Curver troða upp með Ghostigital á Faktoý á laugardagskvöld.
Hljómsveitin Ghostigital fagnar útgáfu þriðju hljóðversplötu sinnar með stórtónleikum á Faktorý á laugardagskvöldið, 1. desember. Platan kallast Division of Culture and Tourism og hefur hún fengið góðar viðtökur hjá gagnrýnendum og áhugafólki um tónlist. Ghostigital, sem er hugarfóstur þeirra Curvers Thoroddsen og Einars Arnar Benediktssonar, hefur skrúfað lítillega niður í hávaðanum á nýju plötunni og er tónlistin aðgengilegri fyrir vikið. Meðal gesta á plötunni eru David Byrne, Alan Vega, Damon Albarn, King Buzzo úr The Melvins og rappararnir Sensational og Dälek. Tónleikarnir hefjast klukkan 23 og standa til klukkan 03. Miðaverð er 1.500 krónur í forsölu á Miða.is en 2.000 krónur við dyrnar. Auk Ghostigital koma fram Oyama, Muck, Captain Fufano og Oculus.
FÍTON / SÍA
Ghostigital með útgáfutónleika
GOTT AÐ GEFA, HIMNESKT AÐ ÞIGGJA
Lífsins gæði og þægindi frá Passion Danski framleiðandinn Passion býður kröfuhörðum svefnenglum aðeins upp á það besta.
Rúm, dýnur svefnsófar hægindasófar gjafavöru og fleira
Hlíðasmára 1 | 201 Kópavogur | Sími: 554-6969 | www.lur.is
leikhús
76 Gefðu töfrandi stundir í jólapakkann Mýs og Menn
(Stóra svið)
Lau 29/12 kl. 20:00 Frums Mið 16/1 kl. 20:00 7.k Fös 4/1 kl. 20:00 2.k Fim 17/1 kl. 20:00 8.k Sun 6/1 kl. 20:00 3.k Fös 18/1 kl. 20:00 aukas Mið 9/1 kl. 20:00 4.k Lau 19/1 kl. 20:00 9.k Sun 20/1 kl. 20:00 10.k Fim 10/1 kl. 20:00 aukas Fim 24/1 kl. 20:00 11.k Fös 11/1 kl. 20:00 5.k Fös 25/1 kl. 20:00 aukas Lau 12/1 kl. 20:00 aukas Sun 13/1 kl. 20:00 6.k Lau 26/1 kl. 20:00 aukas Saga um gildi manneskjunnar, drauma hennar og þrár
Á sama tíma að ári
Sun 27/1 kl. 20:00 12.k Fim 31/1 kl. 20:00 13.k. Fös 1/2 kl. 20:00 14.k Lau 2/2 kl. 20:00 Sun 3/2 kl. 20:00 Fös 8/2 kl. 20:00 Lau 9/2 kl. 20:00 Sun 10/2 kl. 20:00
(Stóra sviðið)
Fös 30/11 kl. 20:00 aukas Sun 2/12 kl. 20:00 aukas Sun 30/12 kl. 20:00 Lau 8/12 kl. 20:00 Lau 5/1 kl. 20:00 Lau 1/12 kl. 19:00 11.k Rómantískur gamanleikur í leikstjórn Sigga Sigurjóns og Bjarna Hauks
Gulleyjan
(Stóra sviðið)
Sun 2/12 kl. 14:00 Sun 16/12 kl. 14:00 Sun 30/12 kl. 14:00 Sun 9/12 kl. 14:00 Mið 26/12 kl. 14:00 Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma. Sýningum lýkur í desember
Rautt
lokas
(Litla sviðið)
Lau 1/12 kl. 20:00 Sun 2/12 kl. 20:00 Margverðlaunað meistaraverk. Síðustu sýningar
Gullregn
lokas
(Nýja sviðið)
Fös 30/11 kl. 20:00 14.k Fim 27/12 kl. 20:00 Lau 1/12 kl. 20:00 aukas Fös 28/12 kl. 20:00 Fös 7/12 kl. 20:00 15.k Lau 29/12 kl. 20:00 Lau 8/12 kl. 20:00 16.k Sun 30/12 kl. 20:00 Fös 14/12 kl. 20:00 17.k Fim 3/1 kl. 20:00 Lau 15/12 kl. 20:00 aukas Fös 4/1 kl. 20:00 Sun 16/12 kl. 20:00 aukas Lau 12/1 kl. 20:00 Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré
Saga Þjóðar
Sun 13/1 kl. 20:00 Mið 16/1 kl. 20:00 Fim 17/1 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Leikhús BorgarLeikhúsið er í jóLaham
Jesús litli kemur á jólum Á þriðjudaginn í næstu viku snýr Jesús litli aftur á svið í Borgarleikhúsinu en verkið var fyrst frumsýnt árið 2010 og hlaut 7 tilnefningar til Grímunnar. Var meðal annars valin sýning ársins og leikverk ársins en gagnrýnendur og leikhúsgestir kolféllu strax fyrir sýningunni. Á síðasta ári fór Jesús litli í leikferð til Spánar og var sú ferð til fjár því Spánverjar tóku íslenskum Jesú fagnandi. Söguna þekkja allir en í Palestínu árið núll fæddist lítill kútur, að sögn. Á þessum tíma höfðu
Rómverjar hernumið svæði og Heródes var landstjóri. Þá spyrst út að frelsari muni fæðast og allt verður vitlaust fyrir botni Miðjarðarhafsins. Fyrirskipað er að myrða skuli öll sveinbörn yngri en tveggja ára. Þetta hljómar hádramatískt en er bráðfyndið í höndum þeirra Halldóru Geirharðsdóttur og Bergs Þórs Ingólfssonar. Benedikt Erlingsson leikstýrir af sinni alkunnu snilld. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is
Jesús litli er margverðlaunuð sýning sem Borgarleikhúsið sýnir á jólum.
Frumsýning gói og Þröstur Leó Frumsýna jóLaLeikrit
(Litla sviðið)
Fös 30/11 kl. 20:00 13.k Fös 14/12 kl. 20:00 16.k Fös 11/1 kl. 20:00 Fös 7/12 kl. 20:00 14.k Lau 15/12 kl. 20:00 Lau 8/12 kl. 20:00 15.k Fös 4/1 kl. 20:00 Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum.
Jesús litli
(Litla svið)
Þri 4/12 kl. 20:00 frums Þri 11/12 kl. 20:00 4.k Mið 5/12 kl. 20:00 2.k Mið 12/12 kl. 20:00 5.k Fim 6/12 kl. 18:30 3.k Fim 13/12 kl. 20:00 6.k Mið 19/12 kl. 20:00 7.k Sun 9/12 kl. 20:00 aukas Mannbætandi upplifun! Grímusýning ársins 2010
Íslenski Dansflokkurinn: Á nýju sviði
Fim 20/12 kl. 20:00 Fös 21/12 kl. 19:00 Fös 21/12 kl. 21:00
8.k
(Nýja sviðið)
Sun 2/12 kl. 20:00 4.k Sun 9/12 kl. 20:00 Fim 6/12 kl. 20:00 Fim 13/12 kl. 20:00 lokas Fjögur spennandi og ólík dansverk eftir dansara Íslenska dansflokksins
Hinn eini sanni jólaandi
(Litla sviðið)
Sun 2/12 kl. 16:30 Frums Sun 9/12 kl. 16:00 Sun 16/12 kl. 14:00 Lau 8/12 kl. 14:00 Lau 15/12 kl. 16:00 Notaleg sögustund fyrir alla fjölskylduna með Góa og Þresti Leó
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Sun 2/12 kl. 14:00 25.sýn Lau 29/12 kl. 17:00 30.sýn Sun 2/12 kl. 17:00 26.sýn Sun 30/12 kl. 14:00 31.sýn Lau 8/12 kl. 14:00 Aukas. Sun 30/12 kl. 17:00 32.sýn Lau 8/12 kl. 17:00 Aukas. Lau 5/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 9/12 kl. 14:00 27.sýn Lau 5/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 9/12 kl. 17:00 28.sýn Sun 6/1 kl. 13:00 33.sýn Lau 29/12 kl. 14:00 29.sýn Sun 6/1 kl. 16:00 34.sýn Sýningar í janúar komnar í sölu!
Sun 13/1 kl. 13:00 35.sýn Sun 13/1 kl. 16:00 36.sýn Sun 20/1 kl. 13:00 37.sýn Sun 20/1 kl. 16:00 38.sýn Sun 27/1 kl. 13:00 39.sýn Sun 27/1 kl. 16:00 40.sýn
Tveggja þjónn (Stóra sviðið) Fös 30/11 kl. 19:30 19.sýn Síðustu sýningar!
Lau 1/12 kl. 19:30 lokas.
Jónsmessunótt (Kassinn)
Fös 30/11 kl. 19:30 21.sýn Fim 6/12 kl. 19:30 23.sýn Lau 1/12 kl. 19:30 22.sýn Fös 7/12 kl. 19:30 24.sýn Meinfyndið nýtt íslenskt verk, svört kómedía beint úr íslenskum samtíma.
Macbeth (Stóra sviðið)
Mið 26/12 kl. 19:30 Frums. Fim 3/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 11/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 27/12 kl. 19:30 2.sýn Fös 4/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 28/12 kl. 19:30 3.sýn Fim 10/1 kl. 19:30 6.sýn Miðasala hafin á jólasýningu Þjóðleikhússins! Tryggðu þér sæti!
Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 1/12 kl. 11:00 Lau 8/12 kl. 13:00 Sun 16/12 kl. 11:00 Sun 9/12 kl. 11:00 Sun 16/12 kl. 13:00 Lau 1/12 kl. 13:00 Lau 1/12 kl. 14:30 Sun 9/12 kl. 12:30 Sun 16/12 kl. 14:30 Lau 15/12 kl. 11:00 Lau 22/12 kl. 11:00 Sun 2/12 kl. 11:00 Sun 2/12 kl. 12:30 Lau 15/12 kl. 13:00 Lau 22/12 kl. 13:00 Lau 8/12 kl. 11:00 Lau 15/12 kl. 14:30 Lau 22/12 kl. 14:30 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins - áttunda árið í röð!
Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið )
Fim 31/1 kl. 20:30 19.sýn Fös 8/2 kl. 20:30 21.sýn Sun 3/2 kl. 20:30 20.sýn Sun 10/2 kl. 20:30 Nýtt sýningatímabil hefst eftir áramót - miðasala í fullum gangi!
VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Hverfisgötu 19
551 1200
leikhusid.is
midasala@leikhusid.is
Gói og Þröstur Leó ætla að afstressa fjölskyldur í Borgarleikhúsinu.
Afstressun í leikhúsinu Guðjón Davíð Karlsson hefur samið nýtt jólaleikrit fyrir alla fjölskylduna. Hann setur það upp ásamt Þresti Leó Gunnarssyni og lofar afstressun fyrir Kringlugesti og aðra í Borgarleikhúsinu. Miðaverði er stillt í hóf og allir fá kakó og piparkökur eftir sýningu.
j
ú, við frumsýnum núna á sunnudaginn,“ segir Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, um jólaleikrit sem hann skrifaði í haust og þeir Þröstur Leó Gunnarsson leikari setja upp saman
í Borgarleikhúsinu. „Sagan fjallar um hinn eina sanna jólaanda,“ útskýrir Gói en söguþráðurinn er á þá leið að hann Stebbi er sex ára og var að byrja í skóla. Mamma og pabbi hans eru
- Gjafakort Salarins -
Af finGrum frAm
í jólApAkkAnn Tónlistargjöf sem kitlar hláturtaugarnar
-hljómar vel
7. mars kl. 20:30
AndreA GylfAdóttir - Þó fyrr hefði verið 21. mars kl. 20:30
diddú - Spilverkslögin, Stella og lína beibí Tvennir tónleikar á 5.600 kr.
jólatilboðin er hægt að nálgast í miðasölu Salarins alla virka daga kl. 12 – 17 í síma 5700 400. www.Salurinn.is
svo upptekin í vinnunni að þau hafa ekki haft tíma til að skreyta fyrir jólin. Stebbi fer þá svona að velta því fyrir sér hvar hinn sanni jólaandi sé og þá lifnar uppáhaldsleikfangið hans við og saman leita Stebbi og leikfangið að jólaandanum. „Hugmyndin er að við Þröstur myndum fallega jólastund með foreldrum og börnum í leikhúsinu. Öll fjölskyldan kemur saman og upplifir fallega sögu og svo fá allir kakó og piparkökur á eftir,“ segir Gói en hann og Þröstur Leó hafa sett upp nokkrar barnasýningar saman í Borgarleikhúsinu. Oft hafa þeir rætt það sín á milli að gaman væri að gera eitthvað svona notalegt og fallegt fyrir jólin og í haust þegar þeir voru að byrja aftur með Baunagrasið ákváðu þeir að þessi jól myndu þeir láta verða að því. „Það er líka gaman að við erum næstu nágrannar við Kringluna og viljum vera í nánu samstarfi við þau sem reka hana. Þannig að þetta er svona afstressun fyrir alla fjölskylduna sem hefur auðvitað í nógu að snúast fyrir jólin.“ Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is
Heilsuréttir fjölskyldunnar Heilsuréttir fjölskyldunnar hefur slegið rækilega í gegn. Fjórða prentun komin í verslanir.
Heilsusúpur og salöt Girnilegar og hollar súpur og salöt við allra hæfi.
Pítsur
Fjöldi uppskrifta að ljúffengum pítsum og pítsugerðin verður leikur einn.
Bollakökur og Konfekt Bollakökur Dýrindis bollakökuuppskriftir og 16 silíkonform. Sérlega falleg og hagnýt gjöf. Konfekt Konfekt fyrir alla sælkera. Ómótstæðilegar konfektuppskriftir og 30 silíkonform.
bokafelagid.is
78
tónlist
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012 Útgáfa Ylja með lifandi
Grasasnar gefa út plötu Fyrsta plata hljómsveitarinnar Grasasna, Til í tuskið, er komin út. Sveitina skipa þeir Steinar Berg Ísleifsson sem spilar á kassagítar, Sigurþór Kristjánsson sem trommar og leikur á slagverk, Gunnar Ringsted sem spilar á kassagítar og rafmagnsgítar og Halldór Hólm Kristjánsson bassaleikari. Allir syngja þeir að auki. Lögin á plötunni eru flest erlend og koma frá ýmsum tímum. Þau elstu eru meira en aldargömul og þau nýjustu
eru frumsamin. Textarnir eru flestir eftir Steinar Berg en Bjartmar Hannesson kemur einnig að liði ásamt því að sótt er í ljóðasafn Steins Steinarrs. Fjölmargir gestasöngvarar og aðrir hljóðfæraleikarar lögðu Grasösnum lið við upptökur á plötunni. Þar á meðal eru Bjartmar Guðlaugsson, Kristjana Stefánsdóttir, Margrét Eir Hjartardóttir og Helgi Pétursson. Grasasnar klárir í slaginn í vinnuskyrtum í Land Rovernum.
30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM KeRTUM Og JÓLASeRíUM
JÓLAVÖRURNAR 2012 KOMNAR
30%
MiKið úRVAL AF FALLegU JÓLSKRAUTi Og gJÖFUM
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM KeRTUM
f
30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM JÓLASeRíUM
tilboðið gildir til sunnudagsins 2. desember
Kauptúni og Kringlunni | S. 566 7070 | www.habitat.is
Það skapast margfalt meiri fílingur við að taka upp „live“. Eða allsber! Það er eina vitið.
Opið laugardag kl. 11–17 og sunnudag kl. 13–17.
yrst prófuðum eina upptökuaðferð en hentum henni svo í ruslið. Svo ákváðum að taka plötuna upp „live“, enda erum við öll sammála um að hinn lifandi þáttur tónlistarinnar verður að skína í gegn í upptökum,“ segir Bjartey Sveinsdóttir í hljómsveitinni Ylju. Auk hennar skipa sveitina Guðný Gígja Skjaldardóttir og Smári Tarfur Jósepsson. Stelpurnar spila á gítar og syngja en Smári leikur á slidegítar. Guðný Gígja segir að lögin hafi að mestu verið tilbúin þegar upptökur hófust en þau hafi þróast aðeins í upptökuferlinu. Smári Tarfur er sáttur við að platan hafi verið tekin upp „live“: „Okkur fannst viss tengsl tapast meðlima á milli við það að taka upp í sitt hvoru lagi. Það skapast margfalt meiri fílingur við að taka upp „live“. Eða allsber! Það er eina vitið.“
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
þjóðlagapopp
stórsveit reykjavíkur áSAmt góðum geStum r
Flutt í
Eldborg
vEgna mikillar aðsóknar
Smári Tarfur, Guðný Gígja og Bjartey skipa hljómsveitina Ylju sem hefur sent frá sér sína fyrstu plötu. Ljósmynd/Hari
Nálægðin við hafið veitti innblástur Hljómsveitin Ylja hefur notið nokkurra vinsælda með lög sín á öldum ljósvakans. Nú er fyrsta plata sveitarinnar komin út og meðlimir hennar á fullu við tónleikahald til að kynna hana. Útgáfutónleikar Ylju verða á fimmtudaginn næsta, 6. desember, á Kex Hosteli. Þjóðlagapoppið virðist njóta talsverðra vinsælda í íslenskri tónlist um þessar mundir. Af hverju nær tónlist ykkar og fleiri banda svona vel í gegn? „Tónlist sem leikin er á órafmögnuð hljóðfæri verður gjarnan meira lífræn og aðgengileg – ólíkt einhverju sem drekkt er í effektum og þess háttar. Mér fannst stelpunum takast mjög vel til við textagerð á þessari plötu og lagasmíðin í heild er ótrúlega spennandi að mínu mati,“ segir Smári Tarfur. Guðný Gígja og Bjartey semja flesta textana á plötunni en sveitin leitar einnig í smiðju ekki ómerkari manns en Davíðs Stefánssonar. „Textarnir eru samdir við ýmsar aðstæður og upplifanir, eins og t.d. Sævindur Hafsson. Það sömdum við Bjartey á Hlaðseyri við Patreksfjörð. Nálægðin við hafið veitti okkur mikinn innblástur þar og eins að vera í órafmögnuðu húsi sem á sér mikla sögu.
Við settum okkur í spor forfeðra okkar sem voru sjómenn. Lagið er því virðingarvottur okkar til þeirra,“ segir Guðný Gígja. „Okkur fannst lag sem við sömdum smellpassa við Konan með sjalið eftir Davíð Stefánsson – gullfallegt ljóð eftir sögulegan höfund. Við römbuðum síðan inn á Sköpun mannsins eftir Örn Arnarson og gráglettnin í því ljóði greip okkur, líklega glóðvolg,“ segir Bjartey. Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir Ylju? Við erum á miðju tónleikaferðalagi þessa dagana, erum t.d. á Hvammstanga og Akureyri þessa helgina. Síðan eru það útgáfutónleikar á KEX á fimmtudaginn,“ segir Smári Tarfur. „Hugurinn leitar út fyrir landsteinana. Draumurinn er að túra á erlendri grundu og hafa gaman,“ segir Bjartey. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is
DiDDú · Helgi Björns gáttaþefur · Kristjana stefáns stjórnanDi: samúel j. samúelsson Stórsveitin heldur sína fyrstu jólatónleika í Hörpu og af því tilefni er dagskráin sérlega glæsileg. Allir gestasöngvarar fyrri jólatónleika sveitarinnar koma í heimsókn og halda uppi sjóðandi jólasveiflu. Skemmtilegir og öðruvísi jólatónleikar fyrir allar kynslóðir.
2. DesemBer Kl. 16:00
eldborg hörpu
kr. 3000 fullorðnir · kr. 2000 börn forsala Miða: harpa.is · Miðasala hörpu · Midi.is Miðaverð:
Styrkt af
80
dægurmál
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Í taKt við tÍmann Þórður Jörundsson
Keyrir um á 16 ára gömlum Suzuki Vitara Þórður Jörundsson er 22 ára gítarleikari í hljómsveitinni Retro Stefson og innanbúðardrengur í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Auk þess að gefa út þriðju plötu sína með sveitinni bar það til tíðinda hjá Þórði að hann keypti sér bíl og tók bílpróf. Staðalbúnaður
Dags daglega reyni ég að vera snyrtilegur og ég fæ mér dálítið af fötum hérna í búðinni. Annars byggist fatastíllinn minn mikið upp á fallegum skyrtum, sem ég er hrifinn af, og svo kannski hlýrri og góðri peysu. Síðan hef ég gaman af skóm, eins og flestir, og skósafnið er alltaf að stækka. Ég er nýbúinn að fatta að það er betra að kaupa dýrari skó sem endast vel heldur en ódýrari sem skemmast. Núna er ég í skóm frá Sebago by Filson. Þegar ég spila með hljómsveitinni reyni ég að vera í þægilegum, hlutlausum fötum. En síðan er ég að vissu leyti íþróttapervert líka, ég er fyrir Nike-skó og Nike-geimfatnað, svona hlaupaföt. En ég get eiginlega bara verið í þessu um helgar ef ég fer að hlaupa.
Hugbúnaður
Það breytist í hverjum mánuði hvert ég fer þegar ég fer út að skemmta mér. Mér finnst alltaf næs að fara á Hemma og Valda og maður fær alltaf góðar móttökur á Faktorý. Síðan er ég alltaf á leiðinni á Micro bar. Uppáhalds kaffihúsin mín eru Kaffismiðjan og Tíu dropar. Besta expressóinn í bænum fæ ég hins vegar heima hjá Benna Hemm Hemm, mági mínum. Mér finnst rosa gott að fara í sund og fer oftast í Neslaugina eða Sundhöllina. Ég er svolítið fyrir útivist, ég hef gaman af stangveiði og hlakka mikið til þegar það fer að snjóa svo ég geti farið á skíði. Ég hef verið á horfa á The Newsroom og finnst það geðveikir þætti. Það
er uppbyggilegt sjónvarpsefni, ólíkt mörgu öðru. Ég fer stundum í bíó en kannski ekki nógu oft. Ég átti átta miða kort á RIFF en tókst ekki að fara á eina einustu sýningu. Sem er alveg glatað.
Vélbúnaður
Ég á Macbook Pro og iPhone. Ég er næstum ekkert á Facebook lengur eftir að ég fékk iPhone. Nú er ég bara á Instagram og hef minnkað tölvuhangs mikið. Ég er reyndar alltaf að fá mér einhver tilgangslaus öpp, eins og Oldbooth sem er beisik og alltaf jafn fyndið. Sú græja sem ég get samt alls ekki verið án er Kindle. Við ferðumst svo mikið að það er frábært að geta verið með fleira en eina bók í gangi. Ég les allt frá einhverjum sjálfshjálparbókum upp í nördalegar ævintýrabækur á Kindlinum.
Þórður Jörundsson blandar rokkstjörnulíferni með Retro Stefson saman við fágun og góðan smekk í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Ljósmynd/Hari
Aukabúnaður
Ég nota ekki mikið af snyrtivörum, eiginlega bara svitalyktareyði. Ég fæ reyndar greiðslu á hverjum degi hjá rakaranum í búðinni og verð honum ævinlega þakklátur fyrir. Ég er matmaður og uppáhaldsstaðurinn minn er Friðrik V. Ég borða þar alltaf í hádeginu því þar er hægt að fá ótrúlega góðan mat á lágu verði. Í febrúar ákvað ég að kaupa mér bíl, Suzuki Vitara 96 módel, og fékk mér svo bílpróf í kjölfarið. Fram að því hafði ég labbað allt sem ég fór. Mér finnst rosa gaman að keyra þennan bíl. Í sumar fór ég til dæmis upp á Langjökul á honum og það var mjög gaman.
• Einar Már Jónsson Örlagaborgin — Brotabrot úr afrekasögu frjálshyggjunnar
„Ein mikilvægasta bók undanfarandi ára!“ Gauti Kristmannsson, RÚV
Fr æðsla Knattspyrnumaður sKriFar bóK
Leiðarvísir fyrir ungt íþróttafólk
„… mikið verk, stútfullt af leiftrandi ritsnilld …“ Páll Baldvin Baldvinsson, Fréttatíminn „Bókin er skrifuð af lærdómi og list og hún er skemmtileg aflestrar …“ Fæst líka sem rafbók! Atli Harðarson, Þjóðmál
• R i c h a r d D a v i d Pr e c h t Hver er ég – og ef svo er, hve margir? — Heimspekilegt ferðalag
Íslensk þýðing: Arthúr Björgvin Bollason
Hvað get ég vitað? – Hvað ber mér að gera? – Hvað leyfist mér að vona? „Þegar þú hefur lesið þessa bók hefurðu stigið fyrsta skrefið í átt að hamingjunni. … Þessi bók er hreint út sagt ómissandi.“ Elke Heidenreich, ZDF Metsölubók í Þýskalandi í bráðum 5 ár samfleytt og þýdd á 34 tungumál
• Sigurjón Magnússon Endimörk heimsins — Frásögn hugsjónamanns
Áhrifarík og eftirminnileg skáldsaga um síðustu daga rússnesku keisarafjölskyldunnar í Rússlandi sumarið 1918. Einstæð frásögn um frægan viðburð í blóði drifinni sögu síðustu aldar sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskum bókmenntum.
Vandaðar bækur fyrir vandláta lesendur Ránargötu 20 • 101 Reykjavík • sími 561 0055 • www.ormstunga.is
Leiðin á toppinn hefur að geyma viðtöl við ungt afreksfólk í íþróttum.
„Þetta er bók sem mig hefur lengi langað til að skrifa,“ segir Atli Sveinn Þórarinsson, kennari og knattspyrnumaður. Atli var að senda frá sér bókina Leiðin á toppinn – lærðu af íþróttastjörnunum. Í bókinni tekur hann stutt viðtöl við fjölmarga þekkta íslenska íþróttamenn, flesta af yngri kynslóðinni. „Mér hefur lengi fundist vanta miðil fyrir krakka og unglinga í íþróttum til að leita í. Það er hægt að nálgast nóg af staðreyndum og upplýsingum en það vantar oft eitthvað persónulegra. Börn í íþróttum í dag eru metnaðargjörn en þurfa kannski skýrari leiðbeiningar. Þau vilja heyra hvað hefur reynst þessu afreksfólki vel,“ segir Atli Sveinn. Meðal þess íþróttafólks sem rætt er við í bókinni er Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari, Aron Einar Gunnarsson knattspyrnumaður, Gunnar Nelson bardagamaður, Helena Sverrisdóttir körfuboltakona, Sif Atladóttir knattspyrnukona og Kári Steinn Karlsson langhlaupari. Auk þess að vera knattspyrnumaður og kennari hefur Atli Sveinn fengist við þjálfun. Hann hefur því mikið velt því fyrir sér hvernig best sé að fræða börn um íþróttir. „Börn eru opin og það er hægt að kenna þeim mikið snemma. En það er erfitt fyrir þjálfara að lesa hug barna og leggja þeim línurnar endalaust. Ég held að það sé fróðlegt fyrir krakka að lesa í þessari bók um hvernig þessir toppíþróttamenn undirbúa sig fyrir keppni, takast á við mótlæti og fleira.“ -hdm
Atli Sveinn Þórarinsson hefur skrifað bók um íslenskt afreksíþróttafólk fyrir börn og unglinga. Ljósmynd/Hari
Atmo | Debenhams | Fríhöfnin | Hagkaup | Hygea | Leonard Lækjargötu | Lyfja | Lyf og Heilsa | Poley | Sigurboginn
82
dægurmál
Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
tónlist Ása slær í GeGn vefnum með sæta kossa
280 þúsund smellir á Youtube Mikael Torfason mikaeltorfason@ frettatiminn.is
„Ég sendi þetta lag inn í Eurovision í fyrra en því var hafnað,“ segir Ása Sylvía Magnúsdóttir sem er búsett í Köln og hefur heldur betur slegið í gegn á Youtube en yfir 280 þúsund manns hafa horft á myndband hennar við eigið lag, Sætir kossar (Big kisses á ensku), og segir Ása að lagið hefði að sjálfsögðu getað farið alla leið í Eurovision Ása titlar sig íslenska söngkonu, XXL fyrirsætu og er frægðarpersóna á internetinu. Hún borgar stundum leiguna með því að vinna ýmis skrifstofustörf og svo hefur hún einnig verið dugleg að skemmta í hinum ýmsu barnasjónvarpsþáttum í Þýskalandi. „Í dag er ég með krosslagða fingur um að ég fái boð um að troða upp á karnivalinu hér í Köln og syngja þetta vinsæla lag á íslensku,“ segir Ása en karnivalið er þekkt um allan heim.
Lag Ásu kom á vefinn í febrúar. Fljótlega fékk Ása 65.000 smelli og í sumar tók lagið svo annan kipp og skaust upp í 130 þúsund smelli og nú í haust hefur það tekið enn einn kippinn og er komið vel yfir 280 þúsund en leitun er að öðru eins áhorfi. Sjálf hikar Ása ekki við að kalla myndbandið Gangman Style myndbandið en hún á það sameiginlegt með suður-kóreska skemmtikraftinum að bæði eru þau með frumsaminn dans. Ása krossleggur fingur og vonar að sjálfsögðu að hennar myndband slái jafn rækilega í gegn og Gangman Style þegar fram líða stundir. Hægt er að finna lag og myndband Ásu á Youtube með því að skrifa Sætir kossar/Big Kisses í leitarvél Youtube. Ása Sylvía Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á internetinu.
Gríms ævintýri Hundur seGir söGu sína
Hressilegar partísögur
Of Monsters and Men er á tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Árni Guðjónsson hljómborðsleikari, annar frá vinstri á myndinni, er hættur í sveitinni. Mynd: NordicPhotos/Getty
Hættur í Of Monsters and Men
„Hann vildi fara aftur í skóla og gera ýmislegt annað,“ segir Heather Kolker, umboðsmaður hljómsveitarinnar Of Monsters and Men. Árni Guðjónsson, hljómborðsleikari Of Monsters and Men, hefur sagt skilið við sveitina. Hann er ekki með sveitinni á tónleikaferðalagi um Bandaríkin um þessar mundir. Steingrímur Karl Teague, hljómborðsleikari Moses Hightower, hefur hlaupið í skarðið að undanförnu. Heather Kolker segir að brotthvarf Árna úr sveitinni hafi verið á góðum nótum og hann og meðlimir Of Monsters And Men séu enn bestu vinir. „Það kemur enginn í stað hans í sveitina,“ segir Kolker þegar hún er spurð hvort skarð Árna verði fyllt. Of Monsters and Men hefur notið mikilla vinsælda um heim allan síðan fyrsta plata sveitarinnar kom út snemma á árinu. Í september greindi Morgunblaðið frá því að platan, My Head Is an Animal, hefði alls selst í ríflega sex hundruð þúsund eintökum. -hdm
SKÍÐAPAKKAR 20% AFSLÁTTUR
Kristín Helga segist alltaf vera með hunda og nú er það hún Emilía sem veitir henni félagsskap við skriftirnar. Þær fara stundum út að viðra sig með Halldóri og Sóma ásamt Skottu sem Kristín Helga er með í fóstri. Ljósmynd/Hari
Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og teiknarinn Halldór Baldursson hafa átt langt og gott samstarf þar sem Halldór hefur myndskreytt barnabækur Kristínar Helgu. Þau hafa nú sent frá sér bókina Gríms ævintýri–Ævisaga hunds en í henni rekur Kristín Helga litríkt líf hundsins síns, hans Gríms Fífils sem kvaddi þennan heim fyrir fjórtán árum.
ÁRNASYNIR
ÞEGAR KEYPT ERU SKÍÐI, BINDINGAR OG SKÍÐASKÓR.
utilif.is
Hann átti sér marga aðdáendur í lifenda lífi og ég sló gjarnan um mig í partíum með sögum af honum.
H
ann Grímur, sá mikli höfðingi, féll frá árið 1998 og hafði þá verið hjá okkur þau ellefu ár sem hann lifði,“ segir Kristín Helga sem hefur nú loks látið undan þrýstingi vina og kunningja og fært ævisögu hundsins á bók. „Grímur var fuglaveiðihundur af Springer Spaniel-kyni og mjög litríkur persónuleiki, svona eins og þessir einstaklingar sem hreiðra um sig svona nálægt manni eru oft. Hann átti sér marga aðdáendur í lifenda lífi og ég sló gjarnan um mig í partíum með sögum af honum.“ Kristín Helga segist hafa ráðist í að skrifa bókina vegna fjölda áskorana. „Heimir Már Pétursson og Þórhildur Þorleifsdóttir eru á meðal þeirra sem hafa hvatt mig til að skrásetja sögurnar af honum Grími og ég ákvað að drífa í því áður en þær gleymast og þetta eru eiginlega gamlar partísögur af honum.“ Kristín Helga segir sögu Gríms í raun vera sögu af vináttu, trygglyndi, einlægni og kærleika og öllu því sem við glímum við hversdagslega. „Halldór fór síðan á flug með teikningarnar og mér finnst hann alltaf taka textann frá mér og kasta honum eitthvað lengra. Við höfum unnið helling saman og erum alveg samofin í þessu og þurfum lítið að tala saman. Verkin okkar
renna bara saman áreynslulaust. Svo er Halldór líka hundakall þótt hann sé ekki mikið fyrir að viðurkenna það. Hann á hann Sóma sinn og ætti bara ekkert að vera að tala svona illa um hann. Hann er greindur og vel gefinn hann Sómi,“ segir Kristín Helga með prakkaratón. Kristín Helga segir Gríms ævintýri í raun vera sögu fyrir alla dýravini og þótt sögurnar af hundinum séu kostulegar og fyndnar þá sé undirtónn í bókinni. „Ég hef nú farið svolítið víða með sögurnar um hann Grím og hef rekið mig á, til dæmis í samtölum við skólakrakka og kennara, að við tölum ekkert mikið um samskipti manna og dýra. Við flokkum veröldina í menn, náttúruna og dýr, aðskiljum svo allt og flokkum í undirflokka og setjum í kassa og hólf.“ Í bókarlok lætur Kristín Helga því fylgja einfaldar samskiptareglur manna og málleysingja. „Þessar reglur eiga í raun og veru bara við um fólk almennt og hvernig við eigum að koma fram hvort við annað. Það skortir mikið á siðfræðilega umræðu, bæði á heimilunum og í skólunum, um samskipti tegundanna.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is
NOKIA LUMIA 920 MEÐ WINDOWS 8
123113
*Á meðan birgðir endast hjá hverjum söluaðila.
•
Hátækni er umboðsaðili Nokia á Íslandi.
SÍA
Windows 8 snjallsími Einstakur skjár Myndavél með OIS hristivörn (fljótandi linsa) Einstaklega bjartar myndir við slæm birtuskilyrði Nokia Drive 3G og 4G stuðningur 32GB minni auk 7GB Skydrive
•
Lumia 920 býður upp á fjölmargar tækninýjungar sem gera hann einstakan í sinni röð. Lumia 920 er fyrsti snjallsíminn sem kynntur er með þráðlausri hleðslu.
PIPAR \ TBWA
NÝR SNJALLSÍMI MEÐ ÞRÁÐLAUSRI HLEÐSLU.
HE LG A RB L A Ð
Hrósið... ... fær Pétur Elvar Sigurðsson sem skipuleggur söfnun framhaldsskólanema fyrir stríðshrjáð börn í Sýrlandi. Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Bakhliðin JAnne SiguRðSSon
ALLI R KR TIL A AKKA Ð SE R FÁ T G SKÓ JA Á H EFINS L JÓL L JÓS Eða á ATÖ I Ð S meða EÐA n birg KU ðir en N dast. A
ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR
ST ÁFÖ A DÝN YFIR
Náttúrunn andinn í ál versbrúnni Aldur: 46 Starf: Forstjóri Alcoa Fjarðaáls Búseta: Eskifjörður Maki: Magnús Sigurðsson múrari Foreldrar: Rut Petersen og Kristján Petersen Menntun: Stærðfræði- og tölvuverkfræðingur Fyrri störf: Deildarstjóri hjá Siemens í Danmörku Áhugamál: Fjölskylda, vinir og náttúran Stjörnumerki: Vog Stjörnuspá: Lífið leikur við þig þessa dagana en þó gætu komið upp smávægilegir hnökrar heima fyrir. Hafðu ekki áhyggjur af því. Þú kemur til með að taka þeim af jafnvægi og festu. Nýr kafli er einnig um það bil að hefjast í lífi þínu og tilefni verður brátt til fagnaðar. Hafðu hugfast að ekki er allt sem sýnist í fyrstu. Vertu þolinmóð.
É
g er svo óendanlega stoltur af henni,“ segir Ásbjörn Víking Magnússon, sonur Janne. „Það er mjög virðingarvert að hafa unnið sig upp með þeim hætti sem hún hefur gert. Hún er svo sannarlega fyrirmynd mín í lífinu.“ Hann segir að Janne sé frábær mamma. „Sú allra besta, ég er ekkert smá heppinn og vildi ekki hafa hana neitt öðruvísi.“ Aðspurður segir hann móður sína stranga. „En auðvitað bara á góðan hátt.“ Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, hlaut nýlega Stevie-gullverðlaunin sem forstjóri ársins í hópi kvenna í atvinnurekstri í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. Verðlaunaafhendingin fór fram í New York fyrr í mánuðinum. Janne hlaut verðlaunin fyrir þátttöku í uppbyggingu, eflingu og rekstri álvers Alcoa við Reyðarfjörð á þeim sex árum sem liðin eru frá því að hún gekk til liðs við Alcoa. Á þessum tíma hefur hún stjórnað mikilvægum umbótaverkefnum, lagt sig fram um að skapa öruggt vinnuumhverfi í álverinu og náð miklum árangri í að auka starfsánægju í fyrirtækinu. Hún hefur einnig tekið virkan þátt í að byggja upp samfélagið á Austurlandi.
FISLÉTT OG HLÝ
DÚNKÁPA MEÐ HETTU
MARGIR LITIR
NG
NSÆ ANDADÚ
SPARIÐ
SPARIÐ
ST. 120 x 200 SM
20.000
2.000 FullT vERð: 9.995
7.995
FullT vERð: 89.950
69.950
OFDENMARK
KRONBORG COMFORT ANdAdúNSæNG Mjög góð sæng, fyllt með 60% af dúni og 40% af fiðri. Þyngd: 900 gr. Má þvo við 60°C. Stærð: 135 x 200 sm. Koddi: 50 x 70 sm. 2.995
SWEET dREAMS AMERÍSK dýNA Vönduð og góð dýna með sterkri hliðarstyrkingu. Í efra lagi er áföst 10 sm. þykk yfirdýna úr hágæða svampi. Í neðra lagi eru u.þ.b. 140 BONELL gormar pr. m2. Stærð: 120 x 200 sm. Fætur fylgja með.
M U N U L S R E V M U L SSI L Ö O Í F L Ð E O S B L Á I UN L S R E V OPNUNART A ÝJ OPNUM N
R
AR FÆTU
JANLEG EÐ LENG
M
STÓR JÓlABOllI Hæð: 15 sm.
50%
40% AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
FullT vERð: 3.995
1.995
50% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM KERTUM
FullT vERð: 499
299
ALLT AÐ
33%
25%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
áðuR FRá: 1.495
995
6 STK.
37% AFSLÁTTUR
JÓlAGlÖS 3 stk. saman í pakka. Einn pakki: 399
FullT vERð: 1.995
2 PAKKAR
499
1.495
KAGA PúðAR Fallegir púðar, fást í 5 litum. Stærð: 45 x 45 sm.
50% AFSLÁTTUR
FullT vERð: 3.995
JARAH KAPPAR Fallegir, rauðir blúndukappar. Kappi breidd 45 sm. verð áður mtr. 1.495 nú: 995 Kappi breidd 60 sm. verð áður mtr. 1.695 nú: 1.195
www.rumfatalagerinn.is TILBOÐIN GILDA 30.11 til 02.12
1.995
TEO ÍÞRÓTTASKÓR Flottir íþróttaskór fyrir börn og fullorðna. Stærðir: 28-40.