31. ágúst 2012

Page 1

Sara Vilbergsdóttir

Ragnheiður Guðfinna og Ásgeir Kolbeins

Fékk hjartaáfall og dó tvisvar

Sjónvarpsfólk við­riðið píramída­f yrirtæki

viðtal 30

6 Fréttir

31. ágúst-2. september 2012 35. tölublað 3. árgangur

 viðtal Tinna Ólafsdóttir eignaðist ný verið tvíbur a

Blanda saman frama og fjölskyldu

Kristrún og Falur í Bolungarvík Eignuðust þrjá fatlaða syni af fjórum, einn er látinn viðtal 22

Fulla kynslóðin

Mánudagskvöldin orðin að djammkvöldum

8 Úttekt

María Sigrún

Dægurmál 70

Hjólreiðar

Helgin 31. ágúst-2.

 bls. 2

Nóg að hafa þrjá gíra Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi ferðast um á gamaldags götuhjóli.

 bls. 5

LjósMynd/Hari

Þór Ragnarsson

Uppskeruhátíð hjólreiðafólks

Bæði hjólað og hlaupið hringinn

Námskeið

Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn

síða 34

Einstök tilfinning

Halldóra Gyða nýtur sín á hjólaleið sinni um stór-Reykjavíkur svæðið.

sptember 2012

fer fram á Laugarvatni

á morgun, laugardag.

Ljósmynd/Pétur

Guðrún Tinna Ólafsdóttir og Helga Ólafsdóttir halda mörgum boltum á lofti. Þær hafa náð að sameina fyrirtækjarekstur, fjölskyldulífið og framann. Fyrir sex og hálfum mánuði eignaðist Tinna tvíbura en fyrir átti hún tvö börn og stjúpson. Helga á von á sínu þriðja eftir mánuð. Þær hika ekki við að taka börnin með í vinnuna, vinnuna með heim og stefna ótrauðar fram á við.

Gerir þátt um Guðrúnu Bjarnadóttur í fæð­ ingarorlofinu

 bls. 6

Alma María Rögnvaldsdóttir slær flestum við.

 bls. 6

í miðju FrÉttatímans ALMANN ATENGS L

Skráning til 20:00 í kvöld gullhringurinn.i

s

PIPAR \ TBWA

SÍA

121444

Barnagleraugu frá 0 kr. (Já, þú last rétt) MJÓDDIN

Álfabakka 14 Sími 587 2123

FJÖRÐUR Fjarðargötu 13-15 Sími 555 4789

SELFOSS Austurvegi 4 Sími 482 3949

Öll börn upp að 18 ára aldri eiga rétt á endurgreiðslu frá Þjónustuog þekkingarmiðstöð vegna gleraugnakaupa. Þú getur fengið gleraugu hjá okkur á endurgreiðsluverði Miðstöðvarinnar.

Velkomin í Augastað.

Gleraugnaverslunin þín


fréttir

2 

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

sjónvarp Íslensk stúlk a í Junior Masterchef í Danmörku

Freyja fallin úr keppni en stóð sig með sóma Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gunnhildur@ frettatiminn.is

S

pennufall. Þannig lýsir móðir Freyju Smáradóttur því þegar dóttir hennar féll úr Junior Masterchef keppninni á sjónvarpsstöðinni TV3 í Danmörku um síðustu helgi. Þættirnir eru dönsk útgáfa af Masterchef sem sýndir eru víða um heim og landsmenn geta séð á Stöð 2 – bandarísku útgáfuna. Anna Kristín Magnúsdóttir, móðir Freyju sem er ellefu ára, segir það hafa verið mikinn létti fyrir dóttur sína að geta loks tjáð sig um þátttökuna en það hefur

hún ekki mátt frá því að þættirnir voru teknir upp fyrr í sumar. Um helgina hafi átta stúlkur keppt og ljóst að tvær myndu falla úr leik. „TV3 stóð með sóma að keppninni. Sálfræðingar og aðstandendur þáttanna tóku við stúlkunum þegar upptökum lauk og fóru yfir reynsluna með þeim,“ segir Anna Katrín sem myndi ekki hika við að senda dótturina aftur í álíka keppni. „Hún hafði rosalega gott af þessu og við öll.“ Freyja verður áfram á skjánum,

Freyja og tveir af sautján keppinautum í Junior Masterchef á dönsku sjónvarpsstöðinni TV3. Mynd/TV3/Lars E

því allir þáttakendur verða með í lokaþættinum. „Hún kynnti land sitt vel og notaði skyr og þáttastjórnendurnir voru ánægðir með það sem hún gerði.“ En er hún nú fræg í Danmörku? „Við höfum tekið eftir því að fólk þekkir hana úti á götu. Hér í Vallensbæk búa álíka margir og í Hafnarfirði og kommúnan var mjög spennt yfir því að eiga fulltrúa í keppninni,“ segir Anna stolt en Freyja var á handboltaæfingu þegar Fréttatíminn náði á fjölskylduna.

r annsókn Hagir og líðan unglinga 1992-2012

Austfirskar konur dreymir um að fæða í Hreiðri Frá gullárinu 2007 hafa austfirskar konur stefnt að því að opna Hreiður á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. „Við erum með mjög fín öryggistæki, nýtt bráðaborð og getum verið með börn í ljósum og sinnt bráðaþörfum. Það sem við vonumst eftir er að bæta aðstöðuna enn frekar, því við erum ekki með hjónarúm eða slíkt. Þótt þessi umræða sé ekki komin á það stig að ákveða hvenær við ráðumst í verkið þá viljum við gjarna breyta annarri sængurlegustofunni í Hreiður,“ segir Oddný Ösp Gísladóttir, ljósmóðir á spítalanum. Önnur sængurlegustofan er fyrir eina Oddný Ösp Gísladóttir ljósmóðir með nýfætt konu og hin fyrir tvær. Oddný segir að kríli á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. um áttatíu börn fæðist á sjúkrahúsinu árlega. Konur frá öllu Austurlandi fæði þar; lengst að komi þær frá Djúpavogi, en aksturinn taki um tvær klukkustundir. „Þær leggja af stað þegar þær finna fyrsta verkinn.“ Spurð hvort það nægi: „Já, annað heyrir til undantekninga.“ Hún jánkar því þó að það gerist og síðast ekki fyrir löngu. „Sú kona hefði líklegasta átt í næstu Olís-sjoppu hefði hún verið fyrir sunnan. Barnið fæddist tíu mínútum eftir fyrsta verk.“ Söfnun fyrir Hreiðri hófst fyrir fjórum árum. Harpa Vilbergsdóttir hljóp í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir hollvinasamtök spítalans og safnaði 120 þúsund krónum. Hún vildi uppfylla þann draum að foreldrar gætu legið saman sængurleguna „í stóru og góðu rúmi með krílið sín á milli.“

103 kíló af pósti

Héðinn Halldórsson hjá Save the Children.

Héðinn Halldórsson á Al Jazeera Héðinn Halldórsson, fyrrverandi fréttamaður, starfar nú hjá samtökunum Save the Children. Hann er staðsettur í Jórdaníu og í fyrradag var rætt við hann á sjónvarpsstöðinni Al Jazeera um börn á flótta frá átökunum í Sýrlandi en ástandið er hrikalegt. Starf Héðins felst í að reyna að gera allt til að koma börnum á vergangi aftur til ættingja en þúsundir flýja yfir landamærin til Jórdaníu á degi hverjum. Í viðtalinu sagði Héðinn að í búðirnar, sem hann starfar hvað mest við, hefðu tíu þúsund flóttamenn komið í síðustu viku og samkvæmt sérfræðingum hjá Sameinuðu þjóðunum er því spáð að flóttamannastraumurinn eigi enn eftir að aukast.

Í dag byrjar Pósturinn að dreifa Ikeabæklinginum og þá fer taska póstburðarmannsins, eða -konunnar, úr 20 kílóum í 103 kíló. Hæst fer taskan í 40 kíló í kringum jólin og verður þessi því þyngsta helgi ársins hjá Póstinum. Það tekur þrjá heila daga fyrir póstburðarfólkið að koma bæklingnum í öll hús í landinu vegna þyngdar töskunnar.

Unglingum líður mun betur í skóla og sinna náminu betur nú en fyrir tuttugu árum.

Samskipti við unglinga mýkri en áður Hagir unglinga á Íslandi hafa stórbatnað á síðustu tveimur áratugum. Börnum líður betur í skóla og eiga í meira samneyti við foreldra sína. Áfengis- og vímuefnaneysla hefur minnkað svo um munar og mataræði batnað. Skólastjóri Laugalækjarskóla segir unglinga í dag almennt til fyrirmyndar og að samskipti við þá séu mýkri en áður.

M Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsóknar og greiningar við Háskólann í Reykjavík.

...endilega fáið ykkur

11-0568 / HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

...hvert er þitt eftirlæti?

www.ms.is

Rúmlega þrefalt fleiri börn neyta grænmetis daglega eða oft á dag ...

eiri hreyfing unglinga, skipulagðari tómstundir og sterkari tengsl þeirra við foreldra hafa skilað sér í minni vímuefnaneyslu. Það er rosaleg breyting til heilbrigðari lífshátta meðal íslenskra unglinga,“ segir Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsóknar og greiningar við Háskólann í Reykjavík, sem stendur á tímamótum því hagir og líðan unglinganna hefur nú verið hefur skoðuð í tuttugu ár. Nú er að koma út skýrsla þar sem farið er yfir breytinguna sem orðið hefur á því tímabili. Í skýrslunni kemur fram að rannsóknir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum og áratugum benda til þess að tengsl barna við foreldra sína og fjölskyldu sem og samverustundir fjölskyldunnar skipti miklu máli fyrir þróun og þroska þeirra. Foreldrar eru börnum sínum mikilvægir og sterkar fyrirmyndir, og eru lykilaðilar í félagslegu stuðningsneti þeirra. Aðhald, eftirlit og stuðningur foreldra hefur jákvæð áhrif á námsárangur barna og ungmenna, og að þau ungmenni sem verja miklum tíma með foreldrum sínum og/eða eru vel tengdir þeim eru ólíklegri en önnur ungmenni til að leiðast út í notkun vímuefna lendi þeir í félagsskap þar sem vímuefnaneysla er algeng. Þess utan eru börn og ungmenni sem eiga stöðug og jákvæð samskipti við foreldra sína, og fá mikinn stuðning frá þeim, líklegri til að ganga vel í skóla og eignast vini þar sem svipað samskiptamynstur er uppi á teningnum. Að sögn Jóns eyða unglingar mun meiri tíma með foreldrum sínum nú en áður, jafnt á virkum dögum sem um helgar. Tvöfalt fleiri börn segjast vera oft eða nær alltaf með foreldrum sínum utan skólatíma á virkum dögum nú en árið 1997, helmingur barna nú en fjórðungur áður.

Útivist utan leyfilegs útivistartíma hefur dregist verulega saman frá aldamótum þar sem færri en þrjú af hverjum tíu börnum segjast nú hafa verið úti eftir klukkan 22 þrisvar eða oftar síðastliðna viku. Meira en helmingur gerði það um aldamót. Mataræði unglinga hefur stórbatnað frá aldamótum. Rúmlega þrefalt fleiri börn neyta grænmetis daglega eða oft á dag og sama á við um ávaxtaneyslu á meðan sælgætisneysla stendur í stað. Þá virðist drengjum líða betur í skólanum og bæði kynin leggja meiri rækt við námið en um aldamótin. Mesta breytingin hefur orðið á áfengisog vímuefnaneyslu unglinganna. Árið 1998 sögðust 42 prósent hafa orðið drukkin á síðastliðnum mánuði sem er sexfalt fleiri en nú þegar sjö af hverjum hundrað unglingum hafa verið drukknir. Björn M. Björgvinsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, segir unglinga í dag almennt til fyrirmyndar. „Ýmislegt spilar inn í þær breytingar sem orðið hafa,“ segir hann. „Það má vera að maður sjálfur hafi þroskast og komist í betra jafnvægi til að takast á við vandamál en mér finnst samskipti við unglinga almennt mýkri í dag en þau voru. Átök milli unglinganna sjálfra voru oft harkaleg. Ástæðan fyrir þessari auknu samskiptamýkt er að mínu mati sú að samskipti milli heimila og skóla hafa stóraukist. Allt sem áður kom upp á í skólum var vísað til skólastjóra og kennara en nú heyrir það til undantekninga ef foreldrar eru ekki hafðir með í ráðum,“ segir Björn. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


BIG SALE!

ÚTSALA REKKJUNNAR SÍÐUSTU DAGAR!

30-70% AFSLÁTTUR!

SKIPTI- OG M Ú R R A G N I N SÝ Á TILBOÐI!

SÉRSTAKT TILBOÐ

ALLmU(19R3xE203 cm)

King Size rú

á Quiet Dawn dual rúmdýnu sem hentar fólki sem þarf mismunandi stífleika. Dýnan er millistíf öðru megin og stíf hinum megin.

kr. FULLT VERÐ 264.200

ÚTSÖLUVERÐ

132.100 kr.

50% AFSLÁTTUR

50% AFSLÁTTUR

ARGH!!! 010912 #4

50% AFSLÁTTUR

BALFOUR

King Size (193x203 cm

FULLT VERÐ 321.000

)

kr.

ÚTSÖLUVERÐ

160.500 kr. CORSICA 3 cm)

King Size rúm

FULLT

(193x20

00 kr. VERÐ 340.2

ÚTSÖLUVERÐ

3AFS9LÁ% TTUR

QUQuIEeeTn SiDzeA(15W3xN203DcmU)AL FULLT VERÐ 340.458

kr.

ÚTSÖLUVERÐ

207.679 kr.

170.100 kr.

Rekkjan ehf ≤≥ Ármúla 44 ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16

H E I L S U R Ú M


4

fréttir

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

Haustlægðirnar koma Lægðirnar eru nú með haustblæ, mikilli úrkomu og hvössum vindi. Ein slík verður á ferðinni skammt vestur undan. Slagveðursrigning um land allt með skilum hennar í dag og strekkings SV-vindur í kjölfarið. Á laugardag verður enn fremur vindasamt á landinu, skúraleiðingar eða rigning með köflum um mest allt land. Á sunnudag snýst vindur til NV- og N-áttar í skamma stund og léttir þá til um leið og kólnar. Annarri djúpri lægð er síðan spáð yfir landið strax eftir helgi.

11

12

11

11

11

Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is

13

9

15

8

8

15

10 11

9

11

Slagveðursrigning um land allt, eiknum framan af degi. Hlýtt.

Strekkingsvindur og rigning eða skýrir SV- og V-til. Léttskýjað A-lands.

Væta í flestum landshlutum, mest skúrir. Kólnar heldur.

Höfuðborgarsvæðið: Rigning til hádegis, en síðan allhvasst og skúrir.

Höfuðborgarsvæðið: Skúraleiðingar, en sólarglennur á milli.

Höfuðborgarsvæðið: Skúrir um morguninn, en léttir síðan til.

OYSTER PERPETUAL GMT-MASTER II

 Máva ár ásir Fjölmargar fr ásagnir í breskum miðlum af mávum Michelsen_255x50_H_0612.indd 1

Fæðingarorlof Þóru

„Eftir því sem ég best veit þá er Þóra Arnórsdóttir í fæðingarorlofi fram að áramótum og það hefur ekkert annað komið inn á mitt borð,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri um forsetaframbjóðandann góðkunna. Sjálf hefur Þóra lýst því yfir í fjölmiðlum að hún hyggi jafnvel á doktorsnám en Páll segist ekkert inni í þeim málum. Annað samstarfsfólk Þóru í Kastljósi segist alveg eins búast við henni aftur til vinnu um áramót. Ekki náðist í Þóru sjálfa sem er, eins og fyrr segir, í fæðingarorlofi.

Fólk hleypur undan mávum í Salahverfi

01.06.12 07:22

Allt morandi í mávum, mávaparadís og mávager. Þannig lýsir fólk ástandinu í Salahverfi, þvert á lýsingar bæjaryfirvalda. Bergur Ragnarsson hefur tvívegis þurft að flýja máva nálægt Nettó. „Ég beygði mig og flúði,“ segir hann. Svanhildur Sigurjónsdóttir hugsaði til fuglamyndar Hitchcocks þegar mávarnir sveimuðu yfir henni og steyptu sér eins og kríur.

Í Þingmenn greiða sjálfir af laununum í styrktarsjóð Engar reglur hafa verið settar um það hvernig alþingismenn munu fá ýmsan kostnað greiddan, svo sem við kaup á gleraugum, heyrnartækjum, krabbameinsleit og líkamsrækt. Fjármálastjóri Alþingis segir að fyrirkomulagið verði alveg eins og hjá öðrum starfsmönnum á landinu. „Það á ekki að veita þeim nein hlunnindi umfram aðra launamenn á Íslandi,“ segir Karl Magnús Kristjánsson, fjármálastjóri. Um reglurnar sjálfar segir hann: „Það

eina sem ég get sagt er það að þegar reglur verða settar munum við taka mið af því sem gildir hjá öllum starfsmönnum og við munum greiða prósentu inn í sjóð alveg eins og öll önnur starfsmannafélög á Íslandi gera.“ Spurður hvort þingmenn sjálfir muni þá greiða hlut af launum sínum inn í sjóðinn svarar hann. „Já, það verður alveg sama fyrirkomulag.“ Þingmenn samþykktu þessa breytingu á kjörum sínum um miðjan júní.- gag

AFMÆLISTILBOÐ 69.900

Er frá Þýskalandi

www.grillbudin.is

Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400

40 GERÐIR GRILLA í SÝNINGARSAL

sumar hefur Salahverfið verið mávaparadís segir Bergur Ragnarsson, og blæs á yfirlýsingar Kópavogsbæjar um að lítið hafi verið um máva þar. „Ég bý á svæðinu og það er allt morandi af mávum, Þetta varð gósenlandið þeirra eftir að bærinn dreifði kjötmjöli á íþróttavöllinn. Mávunum hefur fækkað núna út af veðri, en á tímabili var ekki hægt að sofa fyrir þeim.“ Tvívegis í sumar upplifði Bergur mávaárás. „Það var við undirgöng nálægt Nettó búðinni og ég hef forðast staðinn eftir það,“ segir hann. „Ég var alveg smeykur. Ég vil ekki fá svona fugl í hausinn. Ég beygði mig og flúði,“ lýsir hann. „Mávurinn gerði þetta ekki einu sinni. Hann steypti sér aftur og aftur. Hann ætlaði að tryggja það að ég færi og það tókst.“ Bergur segir að hann hafi talið að um sama fuglinn væri að ræða í bæði skiptin og hann hafi hagað sér eins og kría. Fjalar Sigurðarson almannatengill var með fjölskyldunni við Salalaug í júlí og segir ekki lengur óþekkt að mávar steypi sér eins og kríur að fólki, eins og Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, fullyrti í síðustu viku. „Við fjölskyldan urðum vitni að því að tveir mávar á þessum stað gerðu ítrekaðan aðsúg að skokkara sem var á ferðinni á göngustígnum. Ég hafði aldrei séð svona háttalag máva áður og sneri því bílnum við, lagði í kantinum og við fylgdumst með því hvort skokkarinn kæmist óskaddaður frá þessu,“ segir hann. „Skokkarinn sjálfur var held ég með heyrnartól eða var í það minnsta svo einbeittur að hann virtist ekkert taka eftir þessu enda fuglarnir beint fyrir ofan hann.“ Fjalar hvetur fuglafræðinginn til að fara í vettvangsferð. „Því þarna voru mávar í nákvæmlega sams

Ég var alveg smeykur. Ég vil ekki fá svona fugl í hausinn. Ég beygði mig og flúði Mávarnir í Kópavogi. Svo virðist sem einhverjir mávar hafi tileinkað sér háttalag kría. Þeir steypa sér niður að fólki á göngu. Það er ekki einsdæmi sé litið til erlendra miðla. Mynd/Hari

konar atlögum og kríur.“ Svanhildur Sigurjónsdóttir var á gangi föstudaginn 10. ágúst og nýkomin í gegnum undirgöngin nær Salalaug, þegar tveir mávar sveimuðu yfir henni með gargi. „Annar nokkuð ágengari en hinn, tók dýfur í nokkur skipti niður að mér, þó ekki að ég yrði hrædd, en mjög hissa. Það flaug í gegnum huga minn hvort mávarnir héldu að þeir væru kríur. Mér datt líka í hug mynd Alfreðs Hitchcocks „The Birds.“ Þetta var óskemmtilegt reynsla.“ Alnafna Svanhildar, sem einnig býr í Salahverfi, segir mikið mávager í hverfinu. „Við hjónin ætluðum að gefa smáfuglunum í vetur. Það var ekki hægt vegna gæsa og máva. Mávarnir svífa fyrir gluggunum daglega.“ Lesa má um fjölmargar árásir máva á fólk í breskum miðlum, þar á meðal BBC. Mávur blóðgaði til að mynda tæplega þrítuga konu, Amy Derham, þegar hún reyndi að ganga framhjá litlum unga á gang-

stétt í Brighton. Þá steyptu mávar sér niður að póstburðarmönnum í Paignton, svo þeir gátu ekki afhent bréfin og hættu útburði. Fréttatíminn sagði frá mávaárás sem Stefanía Björnsdóttir grunnskólakennari varð fyrir í júlí á þessu svæði. Bærinn sagði fáa máva á svæðinu í síðasta blaði. Arna Schram upplýsingafulltrúi hvetur fólk til að láta vita lendi það í mávaárás gegnum ábendingahnappinn á vefsíðu bæjarfélagsins. „Kópavogsbær hefur ákveðið að bregðast við ábendingum Fréttatímans og sent starfsmenn áhaldahúss bæjarins á svæðið til að hreinsa enn betur allt rusl sem kann að vera í kringum Salalaug og Nettó – en rusl og æti freistar mávanna.“ Bærinn geri það sem í hans valdi stendur til að koma í veg fyrir ágang máva. „En það er aldrei alveg hægt að koma í veg fyrir máva eða útrýma þeim.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is


OPEL INSIGNIA

NÝR, ÞÝSKUR BÍLL. ENNEMM / SÍA / NM53951

Stór bíll – lítil eyðsla. Opel er brautryðjandi. Þýskir bílar eru frægir fyrir gæði og í hópi þeirra er Opel í fararbroddi. Einstök sparneytni, framsækin hönnun, vönduð smíði þar sem hvert smáatriði skiptir máli. Opel Insignia er vinsælasti bíll Opel til þessa, enda eyðir hann eingöngu 5,7 l á 100 km í blönduðum akstri. Komdu í reynsluakstur í nýjan sýningarsal okkar í Ármúla 17 og kynnstu framförunum af eigin raun. Opið laugardag frá 12-16.

Opel flotinn nýtur stuðnings BL við allt sem snýr að viðhaldi og almennri þjónustu. Opel hlaut þann heiður að eiga bíl ársins í Evrópu árið 2009 og aftur árið 2012. Notar aðeins frá 5,7 lítrum á 100 km í blönduðum akstri.

www.opel.is | Ármúli 17 | 525 8000 2.0 dísil | 149 CO2 g/km | 160 hestöfl | Tog 350 N·m | Eldsneytisnotkun 5,7 l á 100 km í blönduðum akstri.


6

ÓDÝRASTI ÍSINN Í BÓNUS

fréttir

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

 Krónugengi Bílabúð Benna lækk ar verð nýrr a Chevrolet bíla

Verðlækkun allt að 11.8 prósent Hagstætt gengi íslensku krónunnar forsenda ákvörðunar bílaumboðsins. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Bílabúð Benna lækkaði í gær, fimmtudag, verð á öllum nýjum Chevrolet bílum vegna hagstæðs gengis íslensku krónunnar. Verðlækkunin nemur allt að 11,8 prósent. Sem dæmi má nefna að sjö sæta Chevrolet Captiva jeppi, sjálfskiptur með dísilvél, lækkar úr 6.790 þúsundum króna í 5.990 þúsund. „Starfsfólk Bílabúðar Benna fagnar því að geta nú komið svo myndarlega til móts við íslenska neytendur og vonar að þróun gengis krónunnar verði með þeim hætti að frekari verðlækkanir verði mögulegar Í framtíðinni. Íslenski markaðurinn hefur tekið Chevrolet bílunum ákaflega vel enda eru þeir að reynast

sérlega vel á íslenskum vegum. Smábíllinn Chevrolet Spark til dæmis, sem kostar nú aðeins 1.790.000, hefur verið mest seldi bíllinn, til almennings, í sínum flokki undanfarin þrjú ár,“ segir meðal annars í tilkynningu Bílabúðar Benna. Verðlækkunin nær til allra Chevrolet bíla frá Bílabúð Benna. „Ég er að fá nýja sendingu og tollgengið hefur lækkað,“ segir Benedikt Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Bílabúðar Benna. Hann hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. Reglan sé að vöruverð hækki með falli krónunnar en allt of lítið um það að verð lækki þegar hið gangstæða á sér stað.

 pír amídi 26 þúsund króna eingreiðsla og mánaðargjald

398 kr. 12 stk.

498 kr. 8 stk.

298 kr. 3 stk.

Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ EURO SHOPPER VÖRUTEGUNDIR Í BOÐI

Sjónvarpsfólk viðriðið nýtt píramídafyrirtæki

V

iltu vinna þér inn pening á meðan þú þeirra sem eru undir því í píramídanum. Meðlimir ferðast?“ Svona einhvern veginn hljómar losna undan því að greiða sjálfir mánaðargjöld komi sölupunkturinn fyrir nýtt píramídafyrirþeir með fjóra nýja inn í félagið, svo lengi sem þeir tæki sem er að hasla sér völl á Íslandi, Worlderu virkir meðlimir. Ventures. Fyrir 26.000 króna eingreiðslu og Líkt og reynslan af öðrum píramídafyrirNýtt mánaðargjald upp á 6.500 krónur gefst fólki tækjum sýnir er von um hagnað meiri eftir tækifæri á að skrá sig í ferðaklúbb sem veitþví sem þú ert nær toppnum á heildarpírapíramídair, að því er fullyrt er, afslátt af gistingu mída fyrirtækisins. Dr. Jon M. Taylor er fyrirtæki ætlar víðs vegar um heiminn. „Þetta er eins og í forsvari fyrir stofnun sem berst fyrir sér stóra hluti vera með eigin ferðaskrifstofu,“ segir hagsmunum neytenda í Bandaríkjeinn af frumkvöðlum WorldVentures unum, Consumer Awareness Instituhér á landi, Worldá Íslandi sem ekki vill láta nafns tion. Rannsóknir stofnunarinnar á Ventures, sem selur síns getið þar sem það samræmist 350 píramídafyritækjum hafa leitt í gistingu og pakkaferðir ekki stefnu fyrirtækisins. ljós að 99 prósent allra þeirra sem víða um heim. Einungis meðAð sögn eins forkólfsins hér gerast meðlimir í píramídafyrirá landi fá meðlimir afslátt tækjum tapa peningum á því. limir geta keypt en til þess eins sem nemur allt frá 15 til 70 Einungis einn af hverjum að fá upplýsingar um verð á gistingu prósent af þeirri upphæð hundrað kemur út í hagnþarf fólk að reiða fram nálægt hundrað sem almenningur greiðir aði. þúsund krónum fyrsta árið. almennt fyrir hótelgistViðmælandi Fréttatímans segir aðspurðingu. Ekki er hægt að sannreyna þessa fullur að í Bandaríkjunum yrðingu því verð eru séu 90 þúsund meðlimir ekki sýnileg á síðu fyrirtækisins fyrir aðra en meðlimi. í WorldVentures og 130 þúsund á heimsvísu. Boðið er Sem sagt, greiða þarf hátt í hundrað þúsund krónur í upp á ferðir til ýmissa áfangastaða en flugfar er ekki þátttökugjald á fyrsta árinu til þess að fá aðgang að uppinnifalið í ferðunum. Fólk verður því sjálft að koma sér á lýsingum um verð á þeirri vöru sem fyrirtækið býður, áfangastað. WorldVentures er í samstarfi við bandaríska hótelgistingu og ferðalög. ferðaskrifstofu, Rovia, sem hefur verið starfrækt í 25 ár, WorldVentures byggir á svokölluðu píramídafyrirreyndar undir öðru nafni. komulagi líkt og Herbalife og NuSkin. Varan sem er seld Á Barnalandi, bland.is, hefur spunnist áhugaverð umer einfaldlega gisting á gististöðum en ekki megrunarræða um WorldVentures þar sem umræðuhefjandi spyr duft eða krem. Að öðru leyti er skipulag fyrirtækisins hvort einhver hafi reynslu af fyrirtækinu eða þekki til þess: „Það geta ekki allir grætt, það er bara fræðilega eins og hjá öðrum píramídafyrirtækjum, eða „MultiLevel-Marketing“-fyrirtækjum eins og forkólfar Worldómögulegt. Peningarnir hljóta að koma einhvers staðar Ventures á Íslandi vilja frekar kalla það. Munurinn er frá,“ segir notandi sem skrifar undir nafninu Grjona. einfaldlega sá að píramídafyrirtæki eru lögleg ef þau Bibiarndal segir um WorldVentures: „Eins og með alla píramída geturðu „grætt feitt“ ef þú ert ofarlega í píraselja vöru en ólögleg ef þau snúast eingöngu um að ná inn meðlimum sem láta fé af hendi rakna í hagnaðarvon. mídanum, þeim mun neðar sem þú ert þeim mun minni Meðal þeirra Íslendinga sem nefndir hafa verið í pening færðu, niður í ekkert mínus það sem þarf að tengslum við sölukynningar fyrirtækisins sem nú borga fyrir að taka þátt.“ standa yfir hér á landi eru sjónvarpsfólkið Ragnheiður Þegar þessi ummæli eru borin undir sölufólk í WorldGuðfinna Guðnadóttir, sem er efst í íslenska píramídanVentures vísar það þeim á bug. „Þetta er ekki píramídaum, og Ásgeir Kolbeins. Hér eru einnig fulltrúar fyrirfyrirtæki. Þetta er ferðaklúbbur. Þú borgar fyrir að fá tækisins frá Bandaríkjunum, sem sjá um þjálfun nýrra að vera í klúbbnum og fá að bóka þær ferðir sem í boði sölumanna ásamt Íslendingunum. eru.“ Við spurningunni: „Hvers vegna ætti fólk að borga Eins og önnur lögleg píramídafyrirtæki snýst Worldfyrir að fá að eiga viðskipti við fyrirtækið?“ fékkst hins vegar ekkert svar. Venture um tvennt, annars vegar að selja vöru – ferðaGert er ráð fyrir því að WorldVentures lög – og hins vegar að verði formlega komið með starfsemi á safna nýjum meðlimum Íslandi þann 1. nóvember og hafa forinn í fyrirtækið. Meðlimkólfar þess væntingar um að annað irnir raðast í eins konar til þriðja hvert heimili á landinu píramída fyrir neðan þann gerist meðlimur innan fárra ára. sem kemur með þá inn í „Þetta er framtíðin í ferðabransanum,“ segir sölumaðurinn. fyrirtækið þannig að ef hinir nýju meðlimir koma inn Sigríður Dögg Auðunsdóttir með nýja meðlimi raðast þeir í næstu línu fyrir neðan. sigridur@frettatiminn.is Eins og í öðrum píramídafélögum fær fólk greiðslu fyrir hvern nýjan Sjónvarpsfélaga sem fólkið Ragnþað kemur heiður Guðfinna með inn Guðnadóttir í fyrirog Ásgeir tækið, og Kolbeinsson svo hluttengjast Worlddeild a f Ventures. allri sölu



8

úttekt

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

Fulla kynslóðin „Ef til er bjór er voða gott að fá sér einn ískaldan af og til,“ segir fertugur karlmaður sem telur að hann geti alveg sleppt áfenginu. Hann hafi bara engan áhuga á því. Einn af hverjum tíu íslenskum karlmönnum drakk einu sinni eða oftar í viku fyrir þrjátíu árum. Nú annar hver. Karríerkonurnar eru þó þær sem hafa breytt lífsstíl sínum mest. Velta má því fyrir sér hvort kynslóðin sem líkir bjór við gosdrykk og hefur alltaf haft hann við höndina sé fulla kynslóðin.

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi.

M

ér finnst fátt meira kósí en að fá mér osta og alvöru rauðvín heima á fimmtudagskvöldi – svona rétt fyrir helgina,“ segir tveggja barna móðir á fertugsaldri í úthverfi borgarinnar með fjölda undirmanna á vinnustað sínum. „Rosalega er líka gaman að fá góða vini í heimsókn, fá sér ískalt gin í rauðan Kristal og spjalla um allt og ekkert. Þá eru stundir með manninum mínum inni á skemmtilegu kaffihúsi erlendis með kaffibolla og sterkt í staupi; sötra á því og sjúga í sig menninguna og landið um leið á meðal minna uppáhalds – I LOVE IT.“ Hversu margir geta ekki sett sig í þessi spor? Er kynslóðin frá 1970 til 1990 fulla kynslóðin? Kynslóðin sem fékk ótakmarkaðan aðgang að bjór og smellti honum inn í daglega neyslu sína án umhugsunar? Kynslóðin sem horfði á foreldra sína breyta áfengismenningu landans.

Bjór í stað gosdrykkja

Ári fyrir bjórinn, 1988, seldust rúmir sautján lítrar af áfengi á hvern fimmtán ára og eldri úr ríkinu. Góðærisárið 2007 voru lítrarnir rúmir 100. Hundrað lítrar! Þá blandaði landinn áfengið sjálfur – drakk sterkt. Nú kaupir hann drykkinn tilbúinn og drekkur helst bjór. En þrátt fyrir það hefur drykkjan aukist um rúman helming á tuttugu árum. Fyrir bjórárið drakk hver frá fimmtán ára aldri 4,5 lítra af hreinu áfengi á ári en lítrarnir eru nú um sjö – voru mest 7,5. En hafði hrunið engin áhrif á drykkjuna? Sjá má í ársskýrslum ÁTVR að landsmenn drukku milljón lítrum minna af bjór í fyrra en 2007. Samdrátturinn rúm sex prósent. „Ég held nú að bjór sé að breytast úr því að vera „djamm“ drykkur í meira svona „social“ og jafnvel eitthvað í líkingu við gosdrykk, svipað og gengur og gerist í Ástralíu og víðar, þetta á einnig við um léttvín,“ segir 35 ára vel menntaður karlmaður sem vinnur hjá stöndugu alþjóðafyrirtæki. „Sjálfur fæ ég mér örugglega bjór þrisvar til fimm sinnum í viku, ef ég fer á kaffihús, út að borða, þegar vinir koma í heimsókn, slaka á heima og svo framvegis. En færri en ég gerði venjulega. Þetta fer líka eftir árstíma. Ég drekk meira á sumrin en veturna. Ég fæ mér bjór standard á fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöldum og/eða léttvín með matnum. Ég mundi ekki vilja sleppa bjór og léttvíni, að minnsta kosti ekki meðan ég hef stjórn á þessari drykkju.“

Karríer-konur með í glasi

Ég held nú að bjór sé að breytast úr því að vera „djamm“ drykkur í meira svona „social“ og jafnvel eitthvað í líkingu við gosdrykk. 35 ára vel menntaður karlmaður

Stjórn. Hver vill missa stjórn? Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að á meðferðarstofnuninni komi fram að fólk fætt milli áranna 1950 og 1960 hafi með tímanum og bjórnum orðið miklir áfengisneytendur. „Sérstaklega drekka konur í þessum hópi miklu meira áfengi en stöllur þeirra gerðu fyrr. Þetta eru karríer konur og þær nota meira áfengi. Þegar þessi kynslóð lendir í áföllum; missir vinnu, maka eða fær erfiðan sjúkdóm bregst hún við með því að auka áfengisneyslu og lendir í vandræðum,“ segir hann. „Okkur finnst og höfum á tilfinningunni að konur drekki of mikið áfengi. Þær finna fyrir því að þær þola orðið áfengi. Þær drekka tvo í stað eins, þrjá í stað eins. Þær eru ekkert að skandalísera, en er meiri hætta búin að missa stjórn allt í einu ef eitthvað bjátar á.“ Rétt sé að áfengisneyslan hafi breyst í áranna

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

rás. „Hún hefur þokast úr þessari rosalegu ofurölvun yfir í að drukkið sé innan hófsemdarmarka, en nokkuð þétt og alltaf á mörkunum,“ segir Þórarinn. „Freyðivín er himneskt og gerir allt svo dásamlega, dillandi skemmtilegt,“ segir tæplega fertug kona úr einu nýbyggðu borgarúthverfanna. Hún sinnir skrifstofustörfum. „Hvað er betra í freyðibaðið en ískalt hvítvínsglas?“ Og stalla hennar, lítt eldri, tekur við. „Mér finnst mjög gott að fá mér rauðvín eftir álagsdag í vinnunni, koma heim, úr háhæluðu skónum, ritaradressinu og skella mér í gallabuxurnar og rautt í glas.“

Nærri annar hver í dagdrykkju

Árið 1984 drukku 9,5 prósent karla á aldrinum 56 til 60 ára áfengi vikulega eða oftar en árið 2007 var talan komin í rúmlega 46 prósent. „Svipuð þróun hefur átt sér stað hjá körlum og konum og öllum aldurshópum,“ segir í gögnum Lýðheilsustöðvar, sem nú tilheyrir landlæknisembættinu. Rafn M. Jónsson, verkefnis áfengis- og vímuvarna hjá Landlækni, vann ásamt öðrum plaggið og segir þróunina hér á landi þá sömu og annars staðar í Evrópu. Hér drekki fólk nú á virkum dögum og detti í’ða um helgar eins og áður. Í suðurhluta álfunnar hafi ungt fólk bætt fylliríi um helgar við drykkju á virkum dögum. Hann á þó ekki von á því að landsmenn nái Dönum í drykkju, en þeir drekka um 11 lítra af hreinu alkóhóli á ári frá fjórtán ára aldri. „Við förum vart yfir átta, níu lítra en það drekka Norðmenn og Svíar,“ segir hann og talar frá Kaupmannahöfn þar sem hann er á norrænni vímuvarnarráðstefnu. Hann segir forvarnir gegn áfengi um fimmtán árum á eftir forvörnum gegn tóbaki. Rúmir fjórtán milljónir lítra af lagerbjór seldust í fyrra. Það þýðir að þrjár milljónir lítra af öðru áfengi seldust auk alls þess áfengis sem selt er milliliðalaust til veitingastaða. Landinn eyddi rúmlega 21 milljarði króna í áfengi í ÁTVR á síðasta ári. Hver og einn yfir tvítugu var afgreiddur átján sinnum að meðaltali í ríkinu í fyrra.

með matnum.“ Hann er undir fertugt og starfar sem almannatengill hjá traustu fyrirtæki í borginni. „Held að það væri hægt að sleppa þessu en hef engan áhuga á því! Í góðra vina hópi er gríðarlega skemmtilegt að fá sér aðeins í glas og góðan líkjör með rótsterku kaffi.“

Enginn áhugi á að sleppa bjórnum

„Sko. Mér finnst bjór frábær en drekk hann einstaklega sjaldan þegar ég er bara einn. Það er sem sagt ekki endilega partur af mínum „kvalitítæm“ að fá mér öl,“ segir karlmaður, rétt skriðinn á fimmtugsaldur, sem vinnur við tölvur hjá einu óskabarna þjóðarinnar. „Ef ég er með vinum sem eru ekkert mikið fyrir ölið þá kemur bjór varla upp í hugann. En með sumum langar mig bara alltaf í bjór. Er ekki líka stundum talað um „bear buddies“?“ Og sá sem slagar í þrítugt er sammála. „Ég er tækifærisdrykkjumaður, fæ mér ekki nema að það sé eitthvað að gerast í kringum mig. Fæ mér aldrei bjór þegar ég er einn. Nota hann ekki sem afréttara en finnst hann rosalega góður.“ Loks sá sem stundar lífsstíl fullu kynslóðarinnar, kynslóðarinnar sem hefur haft glasið við höndina frá áfengiskaupaaldri. „Ef til er bjór er voða gott að fá sér einn ískaldan af og til. Um helgar eru þeir oft fleiri en þá fær maður sér reyndar frekar léttvín

„Held að það væri hægt að sleppa þessu en hef engan áhuga á því!,“ segir almannatengill undir fertugt. Tíundi hver íslenskra karlmanna drakk einu sinni í viku eða oftar fyrir tæpum þrjátíu árum. Nú annar hver. Neysla á hreinu alkóhóli hefur aukist um helming á aldarfjórðungi.

Helgardjammið líka á mánudagskvöldum á Prikinu Ungt fólk, ríflega tvítugt og rétt fram yfir þrítugt hefur fært djamm sitt af föstudags- og laugardagskvöldum yfir á mánudagskvöld. Hópurinn kallar sig Mánudagsklúbbinn. „Við, nokkrir vinir sem vinnum hérna á Prikinu, vorum svo hundleið á djamminu um helgar og ákváðum að losna við troðninginn og tjútta heldur á mánudögum. Fyrst vorum við sautján sem slepptum helginni. Síðan fréttist þetta. Ég var hérna á mánudagskvöldið og það var troðfullt,“ segir Agla Egilsdóttir, barþjónn á Prikinu. „Þetta er geðveikt þægilegt og eins og helgar-

tjútt. Allir fá laugarsdagsstemninguna í æð en á skikkanlegum tíma. Við erum farin heim klukkan eitt.“ Hún viðurkennir að nú þegar Mánudagsklúbburinn sé orðinn svona vinsæll séu einhverjir innan hans sem bæti honum við helgardjammið sitt. „Og við sem slepptum helgunum því við vorum svo leið á öllu þessu fólki,“ segir hún og grínast yfir góðu mætingunni. „Ætli við stofnum ekki bara þriðjudagsklúbb.“ - gag Teygst hefur á stuðinu á Prikinu yfir á mánudagskvöld. Ljósmynd/Prikið


HAGSTÆÐARA GENGI

VIÐ LÆKKUM VERÐ UM ALLT AÐ 11,8%

CAPTIVA LT 7 sæta, sjálfskiptur, dísel. Verð áður kr. 6.790.000

Nú kr. 5.990.000 VERTU MEÐ! KYNNTU ÞÉR LÆGRA VERÐ Á CHEVROLET BÍLUM! VERÐLÆKKUN

SPARK LS

1,2L, beinskiptur, 5 dyra. Verð áður kr. 2.090.000 Nú kr. 1.940.000

VERÐLÆKKUN

AVEO LTZ

1,6L, sjálfskiptur, 5 dyra. Verð áður kr. 3.090.000 Nú kr. 2.890.000

VEGNA HAGSTÆÐARA GENGIS ÍSLENSKU KRÓNUNNAR getum við nú lækkað verð á Chevrolet bílunum um allt að 11,8%. Komdu í heimsókn, kíktu inn á benni.is og kynntu þér lægra verð á Chevrolet bílum. Þetta er þitt tækifæri til að eignast draumabílinn þinn frá Chevrolet – á lægra verði.

VERÐLÆKKUN

CRUZE LTZ

1,8L, beinskiptur, 4 dyra. Verð áður kr. 3.290.000 Nú kr. 2.990.000

NÝR BÍLL

MALIBU LTZ

2,0L, sjálfskiptur, 4 dyra. Dísel, leður og sóllúga Verð kr. 5.590.000

VERÐLÆKKUN

ORLANDO LTZ

2,0L, sjálfsk., 7 sæta, dísel. Verð áður kr. 5.290.000 Nú kr. 4.990.000 Verð áður miðast við verðlista í júlí 2012

Er ekki kominn tími á nýjan lykil?

Opið laugardag frá kl. 12.00 til 16.00 og á sunnudag á Tangarhöfða 12.00-16.00. Nýr valkostur í bílafjármögnun www.lykill.is

Sérfræðingar í bílum Bílabúð Benna - Tangarhöfða 8 - 590 2000 • Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - 420 3330 • Bílaríki - Glerárgötu 36 - Akureyri - 461 3636 • www.benni.is


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 60434 08/12

Bættu smá París í líf þitt Verð frá 20.800 kr. þessi ferð gefur frá 1.800 til 5.400 Vildarpunkta aðra leiðina.

melatorg er bara brot af heiminum Þér þykir kannski vænt um Vesturbæinn. En þér á eftir að þykja ógleymanlegt að rölta um torgin í París, setjast þar niður með bolla af hnausþykku súkkulaði og horfa á mannlífið. París er seiðandi og fjörug og rómantíkin blómstrar ekki síður á Signubökkum en í sólarlaginu vestur á Nesi.


+ Bókaðu núna á icelandair.is

Vertu með okkur


Ævintýri

Múmínsnáða

Gleymdu þér í töfraheimi Múmíndals …

www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu

Karlarnir og kúlurnar Umsóknarfrestur til 7. september

Karlarnir og kúlurnar er verkefni á vegum Krabbameinsfélags Íslands, Framfarar, Góðra hálsa og Krafts Spilað verður í Bakkakoti í Mosfellsbæ 11. september kl. 12:00-18:00 • Karlar sem hafa fengið krabbamein fá tækifæri til að styrkja sig og leika sér með því að æfa golfsveifluna á frábærum velli, læra eitthvað nýtt og/eða viðhalda fyrri færni. • Golfið er markviss þjálfun - þú leikur til að vinna. • Þaulvanur og lærður golfkennari, Karl Ómar Karlsson, kennir réttu tökin, púttið, vippið og sláttinn. • Steinar B. Aðalbjörnsson, matvæla- og næringarfræðingur, verður með fræðslu um matarræði, hreyfingu og nestið sem golfarar þurfa að huga að fyrir leik og í leiknum sjálfum. • Tólf menn fá tækifæri - sér að kostnaðarlausu!

Matur - drykkir - vinningar - skemmtun fræðsla - útivera - hreyfing Umsóknir sendist til Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins fyrir 7. september - fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Krabbameinsfélagsins, www.krabb.is, í síma 540 1900 eða með tölvupósti á asdisk@krabb.is.

12

viðhorf

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

Brýnt viðfangsefni í atvinnumálum

G

Höftin burt – með gát

Gjaldeyrishöftum þeim sem við höfum búið við frá hruni er ætlað að verja gengi krónunnar þar sem óttast er að erlendir krónueigendur vilji skipta þeim í stórum stíl á stuttum tíma fyrir erlendra gjaldmiðla. Nauðsynlegt var að grípa til hafta þegar allt stefndi í óefni í kjölfar hrunsins. Þau veittu krónunni skjól en aðgerðir sem þessar verða að vera til tiltölulega skamms tíma. Afleitt er fyrir samfélagið að festast í kerfi hafta. Fyrir slíku er vond reynsla hér á landi. Afnám gjaldeyrishaftanna er eitt brýnasta viðfangsefnið í atvinnumálum okkar en varúðar þarf að gæta við það. Höftin hafa í för með Jónas Haraldsson sér marga ókosti. Efnahagsjonas@frettatiminn.is legir hvatar brenglast og ýmis óþægindi og kostnaður skapast fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þá draga þau úr áhuga alþjóðlegra fjárfesta á því að koma með fé inn í landið, en verulega hefur dregið úr fjárfestingu hérlendis undanfarin ár. Stjórnendur þróaðra ríkja hafa talið alþjóðavæðingu æskilega. Fyrirtæki geti nýtt sér áhættudreifingu vegna stærri markaðar sem leiði til aukins hagnaðar og atvinnuaukningar í viðkomandi landi. Samtök atvinnulífsins hafa þrýst á hraða áætlun um afnám gjaldeyrishafta enda hafi þau öfug áhrif þegar til lengri tíma er litið. Höftin skapi stöðugan þrýsting til lækkunar á gengi krónunnar vegna þeirrar takmörkunar á framboði gjaldeyris sem þau valda. Markaðsaðilar skipti helst ekki erlendum gjaldmiðli fyrir krónur nema til að greiða innlendan kostnað og afborganir af lánum eða til að kaupa eignir. Þá takmarka höftin aðgang íslenskra fyrirtækja að fjármagni og takmarka vöxt þeirra, meðal annars á erlendum mörkuðum. Tjónið af völdum haftanna felst í vexti og

fjárfestingum sem fara forgörðum og er því flestum hulið. Seðlabankinn kynnti í vikunni varúðarreglur vegna afnáms gjaldeyrishaftanna sem stjórnvöld hljóta að hafa í huga þegar að því kemur – vonandi sem fyrst. Það er jú löggjafinn sem endanlega þarf að taka á málinu. Í varúðarreglunum er einnig dreginn lærdómur af hruninu en þær reglur sem Seðlabankinn leggur til eiga það sameiginlegt að þeim er ætlað að koma í veg fyrir að hrunsagan endurtaki sig. Þeirri meginstefnu hljóta allir að vera sammála. Tillögurnar miða að því að nýjar reglur verði settar um laust fé og gjaldeyrisjöfnuð fjármálafyrirtækja. Þá leggur bankinn til, svo komið verði í veg fyrir að mál eins og Icesave-hneykslið endurtaki sig, að settar verði hömlur á söfnun innlána erlendis sem takmarka verulega möguleika innlendra fjármálastofnana til að safna innstæðum í erlendum gjaldmiðli frá erlendum aðilum. Þá vill Seðlabankinn setja skorður við lánveitingum í erlendum gjaldmiðlum til sveitarfélaga, heimila og annarra sem ekki hafa tekjur í erlendum gjaldmiðli. Bankinn vill stýritæki til að sporna við óhóflegum sveiflum í flæði fjármagns sem magna hagsveifluna. Þar telur bankinn koma til greina gjald á fjámagnsflutninga og bindiskyldu á erlenda fjármögnun. Loks leggur Seðlabankinn til að tímabundnar takmarkanir verði á aukningu erlendra eigna lífeyrissjóða eftir að höftin verða losuð til að takmarka útflæði fjármagns. Mikilvægt er hins vegar, þegar litið er til þessa, að gert er ráð fyrir að frelsi sjóðanna til fjárfestinga erlendis verði komið á að nýju í þrepum. Það er sjóðunum brýn nauðsyn enda íslenskur markaður allt of smár þegar kemur að fjárfestingum þeirra. Þessar varúðarreglur ættu, með öðru, að stuðla sem fyrst að afnámi haftanna.

 Vik an sem var Var ekki stillt á útvarp Sögu? Það er svo þyngra en tárum taki að heyra flissið í þáttastjórnendum Bylgjunnar inn á milli hatursfulls áróðurs hagfræðinganna. Birni Val Gíslasyni, þingmanni VG, ofbauð málflutningur hagfræðinganna Ólafs Arnarsonar og Ólafs Ísleifssonar í morgunútvarpi Bylgjunnar. Nafnarnir eru lítt hrifnir af ríkisstjórninni og Björn Valur að sama skapi óhress með þá. Gelt á þinggutta Gömlum hundi í pólitík eins og mér þykir með fádæmum þegar fólk, sem setið hefur þrjá vetur á þingi, eða jafnvel aldrei komið þar nálægt, heldur sig vera þess umkomið að taka að sér forystu í stjórnmálaflokki og þar með hugsanlega að þurfa að axla forystuábyrgð fyrir þjóð sína. Messaguttar kalla ekki eftir skipstjórnarsætinu eftir sinn fyrsta túr. Sighvatur Björgvinsson, fyrrum ráðherra

og þingmaður Alþýðuflokksins, sér enga glóru í miklum metnaði stjórnmálafólks sem vill, enn blautt bak við eyrun, fá tækifæri til að leiða flokka sína. Höfuð bitið af skömm Ég hefði breitt yfir þetta sjálfur í þessum sporum vegna þess að sumu fólki er náttúrulega bara illa við þetta og maður virðir það. Elvar Árni Lund, formaður Skotveiðifélags Íslands, brást við frétt með mynd af höfuðlausu hreindýri á bílkerru sem blasti við vegfarendum á Egilsstöðum. Fáum til ánægju eða yndisauka. Stóra systir minnir á sig Veist þú um vændisstarfsemi? Hefur þú rekist á auglýsingar sem greinilega vísa á vændi eða mansal? Hefur þér verið boðin greiðsla fyrir kynlíf á stefnumótasíðum? Safnaðu þá myndum, skjáskotum eða öðrum gögnum og komdu því til okkar

á netfangið storasystirfylgistmedther@ gmail.com... Huldusamtökin sem kenna sig við Stóru systur velgdu vændiskaupendum undir uggum fyrir all nokkru með því að lokka þá með tálbeitum og færa lögreglu gögn um þá. Lögreglan tók aðstoðinni fálega en Stóra systir er ekki af baki dottin og biður nú almenning um aðstoð. Tortímandi gegn einelti Þetta voru nú mjög saklaus mótmæli af minni hálfu, en viðbrögð skólans hafa verið alveg yfirgengileg eins og ég hafi verið þarna eins og geðveikur glæpamaður. Björn Steinarsson minnti einhverja á Arnold Schwarzenegger í hlutverki Tortímandans þegar hann brunaði á mótorhjóli um ganga Lágafellsskóla í Mosfellsbæ til þess að mótmæla aðgerðaleysi skólastjórnenda í eineltismálum.

Maður vikunnar

Breytti ímynd kirkjunnar Maður vikunnar er Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sem hefur aukið traust til þjóðkirkjunnar töluvert eftir að hún sigraði í biskupskjöri í vor. Hún hefur enn fremur aukið vinsældir embættisins um vel ríflega helming frá því fyrirrennari hennar, Karl Sigurbjörnsson, sat á biskupsstóli. Tæplega helmingur þjóðarinnar segist ánægður með störf nýs biskups samanborið við einn af hverjum fimm fyrir ári. „Ég er ánægð með viðtökurnar

og gleðst yfir þeim. Þetta er bæði gott fyrir mig og kirkjuna,“ segir Agnes. Aðspurð segist hún ekki hafa farið í herferð til að bæta ímynd kirkjunnar. „Kannski var fólk einfaldlega að bíða eftir breytingum og að það eitt og sér gæti hafa valdið þessu. Það gæti líka hafa haft áhrif að andlit kirkjunnar út á við er nú kvenkyns en ekki karlkyns.“

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

KARLMENN OG KRABBAMEIN.indd 1

8/29/2012 10:09:55 AM


Vörumerki Shell eru notuð af Skeljungi með leyfi Shell Brands International AG.

Shell V-Power er hannað til að ná fram hreinni bruna í eldsneytinu og auka þannig kraft og endingu vélarinnar í öllum bensínbílum. Guðmundur Höskuldsson og Ólafur Þór Ólafsson vita að til að halda sér í toppbaráttunni á bíl með óbreytta vél þarf mikla reynslu og hágæða eldsneyti. Guðmundur og Ólafur eru í 1. sæti í non-turbo flokki á Íslandsmeistara-mótinu í rallý 2012.

ENNEMM / SÍA / NM53377

Aukinn krAftur í öllum benSínbílum


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 1 6 4 1

Komdu og reynsluaktu nýjum og stórglæsilegum Kia Optima á laugardaginn milli kl. 12 og 16.

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.

Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook


7 ára ábyrgð

á öllum nýjum KIA bílum

Frumsýnum á morgun

nýjan Kia Optima Kia Optima er nýr og stórglæsilegur fjölskyldubíll sem hefur sópað að sér verðlaunum að undanförnu, enda sérlega vel heppnaður bíll hvar sem á er litið. Sjón er sögu ríkari.

Verð frá

4.790.777 kr.

EX 1,7 dísil 136 hö. beinskiptur. Fæst einnig sjálfskiptur. Eyðsla frá 5,1 l/100 km.

www.kia.is


16

fréttir vikunnar Heitustu kolin á

Síminn fyrir rétti

Dömur og týndir riddarar

Í gögnum um símnotkun i Herjólfsdal um verslunarmannahelgina gætu leynst sönnunargögn í nauðgunarmáli. Héraðsdómur úrskurðaði að Síminn skyldi afhenda lögreglu gögnin en hæstiréttur sneri úrskurðinum og reiðibylgja fór um Fésbókina.

Tinna Rós Steinsdóttir, blaðakona á Fréttablaðinu, varpaði sprengju í jafnréttisumræðuna á Facebook með Bakþankapistli sínum um rétt sinn til þess að vera bjargarlaus og treysta á aðstoð karla í vissum efnum. Þótt aldrei sé vopnahlé í kynjastríðinu á Facebook ætlaði allt um koll að keyra þegar Tinna Rós viðraði skoðanir sínar.

Ég er eiginlega bara nokkuð ánægð með Símann og enn ánægðari með Hæstarétt í þessu tilfelli. Eins ömurlegt og það er þá getur verið skítt að þurfa að fara eftir mannréttindum, friðhelgi einkalífs og persónuvernd....... en þannig er það nú samt og þannig viljum við hafa það. No matter what. Heiða B Heiðars

Héraðsdómur úrskurðaði að birta mætti farsímanúmer sem notuð voru á tíu mínútna tímabili í Herjólfsdal snemma að morgni mánudags á þjóðhátíð í Eyjum. Talið var að þannig mætti ef til vill finna manninn sem nauðgaði ólögráða stúlku á þjóðhátíð þeirra Eyjamanna rétt áður. Síminn áfrýjaði úrskurði héraðsdóms til Hæstaréttar til að torvelda rannsókn málsins. Svo kemur forstjóri Símans í fréttir á Stöð tvö og segir að Síminn sé ,,allur af vilja gerður til að vinna með lögreglunni í málum sem þessu”. Hvílík endemis tvöfeldni! Hvað annað er hægt að kalla þetta? Eiður Svanberg Guðnason

Í ljósi pistilsins sem birtist í Fréttablaðinu í dag um stelpur og ljósaperur finnst mér nauðsynlegt að koma því á framfæri að rétt í þessu skipti ég um tvær ljósaperur, alveg sjálf. Egill Þórarinsson ætlar svo að skipta um tvær ljósaperur á eftir, þegar hann er búinn að horfa á fótboltaleik. Það er þó ekki kynjasjónarmið sem veldur, heldur það að ég næ ekki uppí þær. Hildur Knútsdóttir

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

289

130

kílómetra þurfa börnin í grunnskólanum Hofgarði að ferðast til að komast í sundtíma á Höfn í Hornafirði. Ferðalagið fram og til baka tekur um fjórar klukkustundir.

444

manns bíða nú eftir því að hefja afplánun í fangelsum landsins.

Vikan í tölum ár eru síðan Íslendingakráin Hviids Vinstue við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn var opnuð. Kráin berst nú í bökkum vegna framkvæmda við neðanjarðarlestakerfið þar í borg.

45

prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri könnun Gallups eru ánægð með störf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups. Í fyrra voru einungis 19 prósent ánægð með störf þáverandi biskups, Karls Sigurbjörnssonar.

922 111

kílómetra hjóla þeir hörðustu í hjólreiðakeppninni Gullhringnum sem fer fram um helgina.

milljarða áttu Íslendingar í erlendum verðbréfum í lok síðasta ár. Sú eign jókst um 125,5 milljarða frá árinu á undan.

Hjallastefnan

Snilld eða misskilningur?

slakið á - það þurfa ekki allir að vera eins. Tinna vill að karlmenn pumpi í dekkið hennar. Það má. Tobba Marinósdóttir

Það er fátt ömurlegra en að fá morðhótun. Ég tala af reynslu. Eftir útgáfu fyrstu skáldsögu minnar fékk ég nafnlaust símtal með skilaboðunum: „Ég kem heim til þín í nótt og drep þig!“ Flott hjá Tinnu að kæra þessi fífl. Óttar M. Norðfjörð

Var við öðru að búast af Hæstarétti? María Lilja Þrastardóttir Tinna Rós, tékk. Tryggvi Þór, tékk. Jónas K, tékk. Fólkið sem er vont við Tinnu Rós, tékk. Yfir hverju eigum við svo að tryllast næst, krakkar mínir? Þórunn Hrefna

V

ið munum komast að því eftir tíu eða tuttugu ár hvort þetta er snilld – eða fullkominn misskilningur,“ sagði maðurinn minn um Hjallastefnuna eftir að við tókum þá ákvörðun að dóttir okkar færi í 1. bekk í Barnaskóla Hjallastefnunnar. Þetta er heldur ekki fyrsta barnið okkar sem fer í 1. bekk, þetta er það fimmta, en það hefur aldrei verið mál að velja skóla. Ástæðan er sú að fyrir tveimur árum kynntumst við Hjallastefnunni þegar yngstu börnsjónarhóll in okkar fengu inni á Laufásborg. Það var í rauninni hending að Laufásborg varð fyrir valinu, krakkarnir áttu þar vini og við fengum pláss á miðjum vetri. Ég hafði heyrt góða hluti af Hjallastefnunni en ekki myndað mér á henni skoðun. Fyrstu dagana og jafnvel vikurnar eftir að börnin tvö byrjuðu í LaufásSigríður borg var ég alltaf pínulítið vandræðaleg þegar ég kom með þau í skólann. Dögg Þar ríkir sérstakt tungumál, allir Auðunsdóttir glaðir og brosandi og mikið um faðmsigridur@ lög. „Velkominn, kæri vinur, Birgir,“ frettatiminn.is voru móttökurnar og sömuleiðis: „velkomin, kæra vinkona, Bríet“. Fljótlega fóru börnin að nota „hjallísku“ heima og fékk ég að heyra: „Gengur bara betur hjá þér næst, mamma,“ þegar ég gerði mistök. Svo frétti ég af því að ein stúlka á kjarnanum hennar Bríetar hefði farið í „orlof“ í kubbakrók því hún hafði ekki tekið leiðsögn þrátt fyrir viðvörun. Því að í „hjallísku“ eru engin neikvæð orð notuð. Hjallastefnan er ekki ein um þá stefnu, að nota ekki neikvæð orð, en reynsla mín af ótalmörgum leikskólum sýnir að það er einstakt hve vel það tekst í Hjallastefnunni. Ef til vill er ástæðan sú að þeir sem velja að starfa innan Hjallastefnunnar er fólk sem hrífst af þeirri hugsjón sem þar er ríkjandi og gengur inn í stefnuna og allt sem henni fylgir. Hver veit. Við hjónin grínuðumst með þetta okkar á milli, að nú væru börnin okkar að alast upp í sértrúarsöfnuði. Þetta er alveg pínulítið þannig. Þegar ég mætti með skólastúlkuna á skólasetningu fengu foreldrar að vita að skólahúsnæðið sem væri í byggingu væri ekki tilbúið. Fyrir því voru tíndar til ótal ástæður – og allt í góðu með það, ótal hlutir geta komið upp og tafið fyrir byggingu skóla – en það sem mér fannst merkilegast í þessu öllu var að for-

eldrarnir bókstaflega klöppuðu eftir þessa tilkynningu, brosandi sæl og glöð með að skólahúsnæðið yrði ekki tilbúið fyrr en 18. september og þangað til færi skólastarf fram í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Frábært! Algjör snilld! Og svo tóku allir lagið saman – í alvörunni! Tvennt flæktist nokkuð fyrir okkur þegar við stóðum frammi fyrir þessari stóru ákvörðun: annars vegar það að senda barn í einkaskóla og hins vegar kynjaskiptingin í bekkjunum. Við verðum við að taka umræðu okkar á milli um það hvernig einkaskólakerfið samrýmdist lífsskoðunum okkar. Hvernig útskýrir maður það fyrir börnunum sínum að stúlkur og drengir (hjallíska) geti ekki verið saman í bekk? Rökin í Hjallastefnunni eru meðal annars þau að með því sé verið að viðurkenna hve kynin séu ólík, stúlkur eigi meira sameiginlegt með stúlkum en drengjum og hið sama gildir um drengi. Hegðunarskali hópsins minnki þegar kynin eru aðskilin og því ríki meira jafnvægi innan hans. Auðveldara sé að vinna með veikleika hvors kynsins, að fylla stúlkurnar sjálfstrausti og kenna drengjunum hjálpsemi, svo fátt eitt sé nefnt. Svo ég fór að lesa. Rannsóknir sýna að stúlkum gengur betur í stærðfræði og vísindagreinum þegar þær eru aðskildar frá drengjum og drengirnir bæta sig í listgreinum og tungumálum. Einkunnir beggja kynja reyndust að meðaltali hærri en í blönduðum bekkjum og var munurinn sláandi. „Hmmm“, hugsuðum við... „prófum þetta bara.“ Ekki síst í ljósi þess að við eigum fjögurra ára dreng sem byrjar í skóla eftir tvö ár og kynjaskiptir bekkir nýtast drengjum greinilega enn betur en stúlkunum og eitt af því sem mest hefur verið rætt um varðandi íslenskt skólakerfi að undanförnu er hversu mikið verr drengjum líður í skóla en stúlkum. En þegar ég sat þarna á skólasetningunni, meðal brosandi foreldra, mundi ég af hverju ég hafði valið einmitt þennan skóla. Magga Pála og hugsjónir hennar. Hún hélt tölu fyrir okkur, foreldrana, í á aðra klukkustund, um Hjallastefnuna og börnin og foreldrana og fyllti okkur þvílíkum eldmóði og jákvæðni að það var bara ekki hægt annað en að klappa fyrir því að það tefðist um mánuð að taka í notkun nýjan skóla. Hún er sannkallaður leiðtogi af Guðs náð. Og ég fór að velta því fyrir mér hvers vegna við ættum ekki fleiri Möggu Pálur. Til dæmis í pólitíkinni. Mikið óskaplega þyrftum við á því að halda.

Góð vika

Slæm vika

fyrir Árna Sigfússon, bæjarstjóra Reykjanesbæjar

fyrir Eið Smára Guðjohnsen knattspyrnumann

Léttir á skuldum bæjarins Þungar skuldir hafa hvílt á Reykjanesbæ en ástandið batnaði í vikunni þegar seld voru skuldabréf sem bæjarfélagið eignaðist við sölu á HS orku til Geysis Green Energy og síðar Magma Energy fyrir 6,3 milljarða króna. Fagfjárfestasjóðurinn ORK kaupir, en sjóðurinn er rekinn er af Rekstrarfélagi Virðingar hf og er fjármagnaður af lífeyrissjóðum og fagfjárfestum. Reykjanesbær notaði peningana meðal annars til að greiða upp erlent lán og hefur þar með gert upp öll erlend lán bæjarfélagins. Einnig voru greidd upp skammtímalán og aðrar skammtímakröfur. Um 870 milljónir króna verða lagðar til Reykjaneshafnar.

Haldið utan við landsliðið Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen hlaut ekki náð fyrir augum Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfara karla í knattspyrnu, en hann valdi Eið Smára ekki í hópinn sem mætir Norðmönnum á Laugardalsvelli þann sjöunda september. Eiður Smári má því muna fífil sinn fegurri en hann hefur mörg undanfarin ár verið burðarás íslenska landsliðsins, meðfram atvinnumennsku sinni ytra. Lagerbäck sagði á blaðamannafundi, þar sem valið var tilkynnt, að þótt Eiður Smári væri góður leikmaður, þá væri hann án félags sem stendur og ekki í leikæfingu.


Haustuppskeran GÆÐASKÓFLUR

Úrvals ílát

50 lítrar

100 lítrar

3.390,-

35 lítrar

5.450,-

2.290,-

1.890,-

75 lítrar

4.990,-

50 lítrar

3.990,-

45 lítrar 18 lítrar

1.790,-

110 cm

3.690,-

1.250,-

1.890,-

12 lítra fata

298,-

35 lítrar

2.695,Hvítt = fyrir matvælaiðnað – lok fáanleg Vettlingar í úrvali frá

1.290,-

1.290,-

Margar stærðir af fötum og bölum á góðu verði !

365,-

Haki

1.390,-

Þrýstiúðabrúsi 5 lítrar WZ-6004

1.590,-

Hjólbörur 75 lítra

4.290,-

Laufhrífa Black&Decker háþrýstidæla Max bar 110

14.900,1400W, 360 min/ lit/klst Þolir 50°C heitt vatn 5 metra barki, sápubox

MARGAR GERÐIR AF HJÓLBÖRUM

690,Strákústur 30cm breiður

695,Mako sterkir ruslapokar 120 lítrar 10stk

Öflugar hjólbörur 90 lítra

7.490,-

1.890,-

Malarhrífa verð frá

Garðkarfa 65L

1.990,-

390,-

Garðverkfæri Raka/skafa

495,-

5 lítra bensínbrúsi

695,-

Garðverkfærasett

einnig til 10 lítra

430,-

kr 995,-

Jarðvegspokar 60 L Reykjavík

Kletthálsi 7

Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18

Opið virka daga kl. 8-18

Akureyri

Furuvöllum 15

Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-14

Húsavík

Garðarsbraut 50

Opið virka daga kl. 8-18

Vestmannaeyjar Flötum 29

Opið virka daga kl. 8-18

Gæða galvaniserað túngirðinganet 3 mm 69 cm x 50 metrar Einnig til 89 cm hátt

5.490,-

Gaddavír 14x14x10 300 m.

5.900,-

1.090,– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!


18

viðhorf

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

Stjórnkerfisumbætur

FATÓ

Stjórnarráð í þjónustu almennings

50-60%

Þ

Hin vinsæli FATÓ markaður opnar aftur í dag kl. 13 með útsöluvörum.

afsl. af öllum vörum Merkjavörur frá:

FATÓ markaður

Fató - markaður í kjallara evu Laugavegi 26

sjálfbæran hátt, svo unnt sé að tryggja egar ríkisstjórn Samfylkingarvaranlegan afrakstur af þeim og eðliinnar og Vinstrihreyfingarinnar legan arð í sameiginlega sjóði. græns framboðs tók við voru boðaðar umfangsmiklar stjórkerfisFjármála- og efnahagsráðuneyti umbætur sem meðal annars fólust í róttækri endurskoðun á skipulagi og Með stofnun fjármála- og efnahagsverkefnum í Stjórnarráði Íslands. Á ráðuneytisins eru þau hagstjórnarkjörtímabilinu hefur ráðuneytunum verkefni sem nú eru í efnahags- og verið fækkað úr tólf í átta og ný lög um viðskiptaráðuneytinu, þar með talin Stjórnarráðið hafa verið samþykkt sem málefni Seðlabanka Íslands, sameinuð miða að því að bæta störf ráðuneyta og mikilvægu efnahagslegu hlutverki ríkisstjórnar og auka samstarf milli aðsem fjármálaráðuneytið hefur gegnt ila sem allir vinna saman að almannasem einn af helstu ábyrgðaraðilum hag. hagstjórnar. Með þessari breytingu Jóhanna Sigurðardóttir Nú um mánaðamótin verða þrjú ný verður yfirstjórn þjóðarhags öll á forsætisráðherra öflug ráðuneyti til í stað umhverfiseinum stað í nýju fjármála- og efnaráðuneytis, sjávarútvegs- og landbúnhagsráðuneyti. Með þessari breytingu aðarráðuneytis, efnahags- og viðskiptaráðuneytis er því stigið enn stærra skref en áður í átt að því að og fjármálaráðuneytis. Ráðuneytin eru atvinnusameina efnahagsmál á einum stað innan Stjórnarvega- og nýsköpunarráðuneyti, fjármála- og efnaráðsins og stjórnsýslunnar hér á landi. Þannig hagsráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti. verða öll meginverkefni á sviði hagstjórnar, ríkisDraga mátti þann lærdóm af skýrslu rannsóknarfjármála, peningastefnu- og gjaldmiðlamála undir nefndar Alþingis að þörf væri á að efla ráðuneytin. einum hatti innan Stjórnarráðs Íslands. Ein leið að því marki var að stækka þau. Undir Margvíslegur ávinningur þetta var svo tekið í skýrslu starfshóps á vegum forsætisráðherra um viðbrögð stjórnsýslunnar við Tækifærin sem felast í sameiningu ráðuneyta eru skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og einnig í mikil en hafa verður í huga að nokkur tími getur skýrslunni Samhent stjórnsýsla. liðið uns árangur kemur fyllilega í ljós. Ríkisstjórninni var m.ö.o. ljóst hve þýðingarTilgangurinn með breyttu vinnulagi innan mikið það var að gera nauðsynlegar breytingar á Stjórnarráðsins er að auka sveigjanleika og fagstjórnarráðinu og færa það í nútímalegra og hagmennsku og tryggja faglega og hlutlausa stjórn­ kvæmara horf. Án nokkurs vafa eru þetta umfangs- sýslu sem borgararnir geta treyst. Okkur er mikið í mestu breytingar sem Stjórnarráð Íslands hefur mun að jafnræði ríki við afgreiðslu mála og að geðgengið í gengum. þótti ráði ekki för heldur fagmennska og skilvirkni. Stór liður í þessum breytingum fólst í endurAtvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti skipulagningu og stækkun ráðuneytanna sem nú er lokið. Frá og með 1. september 2012 verða ráðuMeð sameiningu iðnaðarráðuneytis og sjávarútneyti í Stjórnarráði Íslands átta og hafa aukna burði vegs- og landbúnaðarráðuneytis og tilflutningi og getu til þess að takast á við vandasöm verkefni. verkefna frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti Við trúum því að með fækkun og stækkun ráðuverður til stórt ráðuneyti atvinnuvega og nýsköpneytanna verði Stjórnarráðið öflugra og skilvirkara unar þar sem aðkoma ríkisins að stærstu atvinnuog skerpi betur og skýri verkaskiptingu á milli vegum þjóðarinnar og nýsköpun verður samræmd ráðuneyta. Enda er það tilgangurinn. Þannig er á einum stað til hagsbóta fyrir samfélagið. Þannig verður aukið jafnræði milli atvinnugreina og stjórn­ lagt til að eðlislík verkefni verði færð saman með það fyrir augum að ná sem mestum samlegðarsýsla varðandi þær skilvirk og einföld. Sameining áhrifum. Þetta á ágætlega við í atvinnuvegaráðuleiðir til þess að á einum stað í stjórnkerfinu verður neytinu þar sem meira jafnræði mun ríkja í framtil heildarsýn yfir atvinnulífið og mun það auðvelda tíðinni milli mismunandi atvinnugreina. stjórnvöldum að bregðast við breytingum og þróun Með stækkun ráðuneyta verður þeim betur á atvinnuháttum landsmanna til framtíðar. kleift að takast á við aukin og flóknari stjórnsýsluUmhverfis- og auðlindaráðuneyti viðfangsefni og auðveldara verður að tryggja tilhlýðilega formfestu við afgreiðslu mála. Með því að stofna nýtt umhverfis- og auðlindaráðuSameining og stækkun ráðuneyta býður auk neyti á grunni umhverfisráðuneytisins er lögð þess upp á aukna möguleika til sérhæfingar og áhersla á aukið hlutverk þess varðandi sjálfbæra aukið bolmagn til nýsköpunar og þróunarstarfs í nýtingu auðlinda í samstarfi við atvinnuvega- og opinberri stjórnsýslu. nýsköpunarráðuneyti. Ráðuneytið mun m.a. fá það Dæmin sanna að þær stofnanir og ráðuneyti hlutverk að setja viðmið um sjálfbærni sem ætlað sem sameinuð hafa verið á undanförnum árum eru er að tryggja ábyrga umgengni við náttúruna og sveigjanlegri þegar kemur að því að takast á við allar auðlindir hennar. Ísland byggir afkomu sína erfiðleika eins og þá sem glímt er við í ríkisrekstri í meira á auðlindum náttúrunnar en margar þjóðir dag. Með stærri og öflugri einingum er auðveldara og auðlindirnar mynda grunn margra öflugustu að endurskipuleggja starfsemi, takast á við breytatvinnugreina landsins. Það er því grundvallarþáttingar og ná fram hagræðingu til lengri tíma. ur í velferð samfélagsins að auðlindir séu nýttar á

Við trúum því að með fækkun og stækkun ráðuneytanna verði Stjórnarráðið öflugra og skilvirkara og skerpi betur og skýri verkaskiptingu á milli ráðuneyta. Enda er það tilgangurinn.

Rodalon sótthreinsun • Gegn myglusveppi • Eyðir lykt úr fatnaði

Endursölustaðir: Afreksvörur

BYKO

Femin.is

Fjarðarkaup

Lyfjaverslanir

Opið virka daga kl. 9 -18 og laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is



% 0 8 30sl át tur af

© ILVA Ísland 2012

r2 u g a lo k ad

mb e t p e .s

er

n I m ý r

n u n í l t s u a h iR

R y u f k m k u æ m l ý ð R R e v i eiR b eR

m m e t n p n e s e . 2 gu R a d a k lo

IlVa korputorgi, s: 522 4500 www.IlVa.is - laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30


einfaldlega betri kostur

r a g n ala s

n ni

un

bjóðum uppá vaxtalaust lán til 6 mánaða

sendum um allt land

lagersala Aðeins þessa helgi laugardag og sunnudag Lítið útlitsgölluð húsgögn og gjafavara Komdu og gerðu frábær kaup!


24

úttekt

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

Við höfum ekkert val – þetta er bara lífið Hjón í Bolungarvík, Kristrún Hermannsdóttir og Falur Þorkelsson, eignuðust þrjá fatlaða syni af fjórum, einn er látinn. Tveir fengu sama, arfgenga sjúkdóminn, smáheila og heilarýrnun sem leiðir til fjölfötlunar. Foreldrarnir vissu ekki af arfgengi sjúkdómsins fyrr en sá síðari fæddist því erfðafræðingur sagði ástæður fötlunar eldri drengsins ekki erfðatengdar. Eldri drengurinn lést eftir sjö kvalafull ár en hinn er orðinn níu ára, býr að reynslu foreldranna og líður betur. Elsti sonurinn er með Asperger einhverfu og lenti í alvarlegu einelti sem foreldrarnir segja að sé jafnvel erfiðara að horfast í augu við en líkamlega fötlun drengjanna tveggja.

K

Það er eitt að taka á því ef einhver getur af líkamlegum ástæðum ekki lifað en annað ef einstaklingur missir löngunina til að lifa, vegna framkomu annarra í hans garð.

ristrún Hermannsdóttir og Falur Þorkelsson eignuðust fjóra drengi, þrjá þeirra fatlaða. Sá elsti, Hermann Ási, er 24 ára og er greindur með Asperger-heilkenni, sem er ein tegund af einhverfu sem veldur því meðal annars að hann á mjög erfitt með félagsleg samskipti. Hann varð einnig fyrir miklu og alvarlegu einelti í grunnskóla sem hefur valdið honum miklum þjáningum. Næst elsti og yngsti drengurinn fæddust með sama erfðatengda sjúkdóminn sem veldur mikilli fötlun og hefur verið greindur sem lítið höfuð ásamt heilahrörnun. Næst elsti sonurinn, Andri Freyr, lést sjö ára árið 1998 en sá yngsti, Eyþór Ingi, er níu ára. Sá eini bræðranna sem glímir ekki við aukaverkefni í lífinu, Axel Ívar, er fjórtán ára. „Við höfum ekkert val. Þetta er bara lífið. Við elskum drengina okkar alla út af lífinu, það gerist bara sjálfkrafa. Maður heldur bara áfram að lifa – þetta er ekkert flóknara en það. Maður hefur ekkert val um neitt annað. Fólk spyr hvernig getið þið þetta. Þetta er ekki spurning um að geta eða geta ekki, maður bara gerir – og ég held við gerum það öll,“ segir Kristrún þegar þau hjónin eru spurð að því hvernig þau takist á við slík örlög.

Ranglega greindur misþroska

Hermann Ási, sá elsti, var ranglega greindur misþroska þegar hann var um fjögurra ára og var ekki greindur með Asperger fyrr en um 16 ára. Hann fékk því ekki nauðsynlega aðstoð til að vinna úr þeim verkefnum sem Asperger-heilkennið krefur börn um, svo sem félagsfærni, skort á hæfni til að lesa í aðstæður, erfiðleika við tjáskipti og ýmsa þráhyggjuog áráttuhegðun. Hann hefur sérgáfu eins og svo oft vill vera hjá fólki með Asperger. Hann er tónlistarsnillingur en vegna félagsfælni á hann mjög erfitt með að koma fram og spilar því mest í einrúmi. Fötlunin sést ekki mikið utan á honum fyrr en farið er að gera kröfur til hans um félagslega þátttöku. Hann verður vandræðalegur um leið og hann þarf að eiga samskipti við fólk og getur ekki átt augnsamskipti. Hann talar hægt og notar Þrír af fjórum sonum Kristrúnar Hermannsdóttur og Fals Þorkelssonar hafa þurft að glíma við mörg aukaverkefni í lífinu sökum fötlunar sinnar. Einn þeirra lést sjö ára en hann glímdi við sama sjúkdóm og níu ára bróðir hans sem er fjölfatlaður. Frumburðurinn er greindur með Asperger-einhverfu.

HELGAR BLAÐ

HELGAR BLAÐ

fá orð. Flest tilsvör hans eru eins atkvæðis, nei eða já. Hann er ekki fær um meira en það þegar hann talar við ókunnuga. Þótt hann langi. Hann bara getur það ekki, segir hann. „Ég hef alveg áhuga á að tala við fólk en ég veit ekki hvað ég á að segja,“ útskýrir Hermann. „Ég bara frýs.“ Hermann lenti í alvarlegu einelti í skóla sem hefur skilið eftir stórt sár á sálu hans. Hann hefur mjög skaddaða sjálfsmynd og lítið sjálfstraust og hefur glímt við gríðarlegt þunglyndi á síðustu árum sem varð meðal annars til þess að hann var inn og út af geðdeild á tímabili og dvaldist um hríð á Kleppsspítalanum. Hann hefur oft strítt við sjálfsvígshugsanir og vanlíðan og hefur jafnvel gert kröfu á foreldra sína um aðstoð við að taka eigið líf. Nú um stundir býr hann einn í íbúð á vegum Ísafjarðarbæjar og fær stuðning, svo sem liðveislu og heimilishjálp. Hann er í Menntaskólanum á Ísafirði enda með góða huglæga greind þó svo að einhverfan komi í veg fyrir að hann geti stundað nám af fullum hraða.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is

Nú er ég farin að leyfa mér stundum að vera bara lítil og aum og bogna svolítið.

Hann þarf enn mikla aðstoð foreldra sinna, sem búa í Bolungarvík með Eyþór og Axel. Eyþór er bundinn hjólastól og þarf aðstoð við alla þætti daglegs lífs. Hann getur ekki tjáð sig eða haft samskipti þótt foreldrar hans geti greint líðan hans af svipbrigðum hans einum saman. Hann fær næringu í gegnum slöngu sem leidd er inn í magann því hann missti hæfileikann á að geta kyngt um eins árs aldur. Hann er flogaveikur og þjáist af ósjálfráðum vöðvakippum, er þroska- og hreyfihamlaður.

Kvaldist alla ævi

Bróðir hans, Andri sem lést árið 1998, þjáðist af sama sjúkdómi. „Við vissum ekki fyrr framhald á næstu síðu


Beint frá

Bónda

ÍSLENSKT KJÖT

ÍSLEnSKaR RófUR

350

Við gerum meira fyrir þig

KR./Kg

h&g KLETTaSaLaT, 75 g

299 R

TB KJÖ ORÐ

B

Nýslátrað lambakjöt í Nóatúni

I

Ú

KR./PK.

KJÖTBORÐ

199

R

Bakað á num! Stað

chaTEaU BLanc BagUETTE, 6 KoRna& SESam

Ú

I

BESTIR Í KJÖTI

LamBaLÆRI

LamBahRyggUR

1598 2198

KR./STK.

KR./Kg

ÍSLENSKT KJÖT

KR./Kg

Gt FljótlGeO OG tt!

ÍSLENSKT KJÖT

BILLyS Pan PIzza, 2 TEgUndIR

284

KR./PK.

Ú

Ú

I

I

KR./Kg

ÍSLENSKT KJÖT

R

KJÖTBORÐ

KR./Kg

R

KJÖTBORÐ

2598

Ú

TB KJÖ ORÐ

B

BESTIR Í KJÖTI

! FerSkur

KRyddLEgnaR LamBa TvÍRIfJUR

2398

KR./Kg

x-Ray oRKUdRyKKUR, 4 Í PK.

Ím hEILL KJÚKLIngUR, fERSKUR

749

189 l 4 x 250 m

afsláttur

afsláttur

LIon BaR KIng SIzE

KR./STK.

20%

20%

332

KR./PK.

I

Ú

1998

R

Ú

KR./STK.

Ú

I

BESTIR Í KJÖTI

gRÍSaLUndIR

I

B

afsláttur

KJÖTBORÐ

TB KJÖ ORÐ

674 haTTIng PÍTUBRaUÐ, fÍn, 6 STK. Í PK.

R

R

mccaIn SUPERfRIES, SLéTTaR, 900 g

KR./PK.

20% I

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

B

BESTIR Í KJÖTI

KJÖTBORÐ

1998

TB KJÖ ORÐ

R

Ú

100% akjöt! naut

UngnaUTa hamBoRgaRI, 120 g

2998

Ú

KR./Kg

LamBafRamhRyggJaRSnEIÐaR af nýSLáTRUÐU

I

BESTIR Í KJÖTI

ÍSLENSKT KJÖT

198

B

I

1698

R

TB KJÖ ORÐ

R

LamBaLÆRISSnEIÐaR af nýSLáTRUÐU

KR./Kg

938

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

429 KR./PK.


26

úttekt

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

en Eyþór fæddist að sjúkdómurinn væri arfgengur,“ segir Kristrún. „Þegar Andri var sjö ára varð ég ófrísk af Axel og var okkur vísað til erfðafræðings til þess að ráðleggja okkur hvað við ættum að gera. Við gátum ekki hugsað okkur að fæða annað barn í heiminn með sama sjúkdóm því Andri kvaldist í raun öll sjö ár ævi sinnar. Hann var mikið veikur og þjáðist oft verulega. Líf hans var mjög sársaukafullt og það var það sem maður gat ekki hugsað sér að ganga inn í aftur,“ segir Kristrún. Eftir nokkrar athuganir komst erfðafræðingurinn að þeirri niðurstöðu að fötlun Andra hefði verið tilfallandi, Kristrún og Falur væru ekki í meiri áhættu en aðrir varðandi það að eignast fatlað barn. „Hann sagði okkur það að ef barnið sem ég gengi með væri heilbrigt myndi það staðfesta þá greiningu hans. Axel fæddist heilbrigður og á þeim forsendum eignuðumst við fjórða barnið. Þrátt fyrir að ég hefði verið undir miklu eftirliti á meðgöngunni kom það ekki í ljós fyrr en mánuður var í fæðingu að Eyþór væri með sömu fötlun og bróðir hans,“ segir Kristrún. Aðspurð segja þau bæði að það hafi verið gríðarlegt áfall. Ekki aðallega vegna fötlunarinnar sjálfrar, heldur vegna þess hve bróðir hans hefði átt kvalafullt líf. „Það er óbærileg tilhugsun að fæða barn inn í þetta líf til að kveljast,“ bætir Kristrún við. Stuttu eftir fæðingu Eyþórs hittu þau nýjan barnasérfræðing sem var mjög undrandi á niðurstöðu erfðafræðingsins og

Þrjú fyrstu árin hjá Eyþóri voru mjög kvalafull en svo tókst okkur að ná tökum á því sem var að kvelja hann.

hefðum komið í veg fyrir miklar kvalir hjá Andra hefðum við vitað þetta þá, enda græðir Eyþór á þeirri reynslu sem við fengum í umönnun okkar á bróður hans,“ segir Kristrún. „Eyþóri líður miklu betur.“

Svæfingarlyf til að sofa

Kristrún Hermannsdóttir „Við vissum ekki fyrr en Eyþór fæddist að sjúkdómurinn væri arfgengur.“

sagði þeim að ef þau hefðu leitað til sín hefði hann sagt þeim að það væru að minnsta kosti 25 prósent líkur á því að þau eignuðust annað fatlað barn. „Þrjú fyrstu árin hjá Eyþóri voru mjög kvalafull en svo tókst okkur að ná tökum á því sem var að kvelja hann,“ segir Falur. „Við náðum

tökum á meltingunni og hægðamálunum hans og þá kom í ljós að það sem Guðni Ágústsson sagði á sínum tíma er rétt: Að það væri betra að vera með góðar hægðir en góðar gáfur,“ segir Falur og þau hlæja bæði. Eitt af því sem Andri þjáðist af alla tíð og Eyþór fyrstu árin var loft í meltingarvegi líkt

Erfðatengdar ástæður fyrir sjúkdómum

Smáheili (Microcephaly) Smáheili er einkenni í mörgum arfgengum sjúkdómum. Hann er fremur sjaldgæfur sjúkdómur í flokki heila- og taugasjúkdóma. Heitið vísar í micro – smár og cephaly – heili eða smáheili þar sem heilinn er mun minni en eðlilegt getur talist. Við fæðingu er höfuðmál barnsins mælt og í ungbarnaeftirliti er mælingunum haldið áfram til að sjá hvort höfuðið fylgir sömu vaxtakúrfu og líkaminn. Sé höfuð barns við fæðingu minna en eðlilegt getur talist er það rannsakað frekar til að sjá hver ástæðan er. Einkennin eru margvísleg og fara að miklu leyti eftir orsök og alvarleika sjúkdómsins en algengt er að börn með smáheila sýni ofvirknieinkenni, lítinn andlegan þroska og krampa.

Hreyfigeta þeirra getur verið allt frá því að þau séu klunnaleg til þess að þau séu með spastískar hreyfingar. Engin bein meðferð er til önnur en þroskaþjálfun og svo læknismeðferð vegna sjúkdóma sem kunna að vera undirliggjandi ástæða smáheilans. Krampalyf þarf að gefa þeim börnum sem fá krampa. Microcephaly getur verið til staðar þegar við fæðingu en sjúkdómurinn getur líka komið í ljós seinna. Sjúkdómar sem oft eru tengdir Microcephaly eru m.a.: CP (Cerebral palsy, flogaveiki, sjóntruflanir eða sjónleysi og erfiðleikar við að nærast. Greind sjúklinga getur verið frá því að vera nær eðlileg og niður í að vera mikið skert. (Tekið af gen.is)

Torino

og svo margir með viðlíka fötlun þurfa að stríða við, meðal annars vegna hreyfingarleysis. Kristrún og Falur hafa nú fundið ráð við því: þau „lofttæma“ Eyþór oft á dag með því að draga loft í gegnum slönguna á maganum á honum og koma þannig í veg fyrir að það fari út í þarmana og valdi þar verkjum. „Við

En það er einmitt það sem umönnun hans snýst öll um. Að honum líði vel. Honum eru gefin svæfingarlyf á hverju kvöldi svo hann geti sofið og hvílst því hvíldin er grunnur að vellíðan hans ásamt því að halda meltingunni í lagi. „Það dugir ekki að gefa honum venjuleg svefnlyf því hann er með svo mikla krampa að þeir halda fyrir honum vöku,“ útskýrir Kristrún. „Við gefum honum því lyf sem eru notuð í létta svæfingu og þannig getur hann sofið. Við náðum aldrei tökum á þessu vandamáli hjá Andra og átti það ef

Falur Þorkelsson og Kristrún Hermannsdóttir „Þriðji sonurinn fæddist heilbrigður og á þeim forsendum eignuðumst við fjórða barnið. Það kom ekki í ljós fyrr en mánuður var í fæðingu að Eyþór væri með sömu fötlun og bróðir hans,“ segir Kristrún.

Sé sjúkdómur vegna víkjandi erfðagalla þýðir það að báðir foreldrar þurfa að hafa gallað gen. Slíkt gerist frekar ef foreldrar eru úr sömu fjölskyldu en getur auðvitað orðið líka þó þau séu alveg ótengd. Líkur til að barn fái víkjandi erfðasjúkdóm eru 1 á móti 4 eða 25%, ef báðir foreldrar bera genið. Sé hins vegar um að ræða ríkjandi erfðasjúkdóm er nóg að annað foreldra hafi genið og barnið fái það. Það eru helmingslíkur eða 50 prósent á því að barn erfi ríkjandi sjúkdóm sé annað foreldra með gallað gen. Sé sjúkdómurinn hins vegar vegna gallaðs gens á Xlitningi (kynlitningi) eru 25% líkur til að barnið erfi hann. Konur hafa tvo X-litninga en karlar aðeins einn. Því er það að mæður geta látið dreng í té gallaðan X-litining

Lyon

og geta verið berar þó þær hafi sjálfar engin einkenni sjúkdómsins. Faðir getur aldrei verið einkennalaus beri sjúkdóms sem er vegna galla á X-litningi. Það eru meiri líkur til að drengir fái sjúkdóma sem eru vegna galla á X-litningi, einfaldlega vegna þess að stúlkur hafa tvo X-litninga og annar þeirra að líkindum án gallaða gensins. Stundum er hægt að finna X-tengda erfðasjúkdóma á því að það fæðast mjög fáir lifandi drengir í fjölskyldum en hins vegar verða mörg fósturlát. Í manneskju eru 46 litningar sem virka eins og eins konar stjórnkerfi. Hver litningur fyrir sig ber hundruð eða þúsundir gena sem stýra próteinframleiðslu líkamans. Stöku gen geta verið gölluð en í flestum tilfellum kemur það ekki að sök

Basel

þar sem í hvorum litningi í litningasetti er eitt gen og að jafnaði er nóg að annað genið sé í lagi til að einstaklingur sé heilbrigður. Gallar í litningum geta verið margs konar. Til að mynda getur hluti af litningi fallið brott og öll genin í þeim bút með. Einnig getur orðið yfirfærsla hlutar af einum litningi yfir til annars litnings og úr því verður ruglingur sem stundum veldur alvarlegum sjúkdómum en getur einnig verið smávægilegur. Einnig geta verið þrír litningar í stað tveggja (sbr. Down’s heilkenni sem kemur til af því að litningur nr. 21 er í þrem eintökum.) Slíkur galli veldur að öllu jöfnu fjölda einkenna. Þrístæða í litningi nr. 18 og litningi nr. 13 eru þekkt sem orsakavaldur í Microcephaly en einnig margir aðrir litningagallar. (Tekið af gen.is)

Bonn

Sófinn þinn útfærður S ður eftir þínum óskum Þú velur

GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir)

og draumasófinn þinn er klár

Dallas 2+Tunga

Aðeins 189.900 kr Verð áður

270.900 kr

HÚSGÖGN Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is

Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl. 11-16 Sunnudaga lokað


úttekt 27

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

til vill sinn þátt í því að honum leið alltaf svona illa.“ Eyþór dvelur aðra hvora viku í skammtímavistun á Ísafirði og segja þau hjónin afskaplega vel hugsað um hann þar. „Það er eins og hans annað heimili og erum við mjög örugg um hann þar,“ segir Kristrún. Áður fyrr þurftu þau að fljúga með hann til Reykjavíkur til að skilja hann eftir í Rjóðrinu, sem er hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir fötluð og langveik börn. Fyrsta árið voru þau ánægð með þá þjónustu sem þar var veitt en smám saman varð meiri stofnanabragur á öllu þar. Gerð var krafa á aukinn fjölda barna sem varð til þess að þeim var ekki sinnt jafnvel og áður að sögn Kristrúnar. „Að endingu fór allt úrskeiðis hjá Eyþóri sem gat farið úrskeiðis og hættum við loks að fara með hann í Rjóðrið. Við börðumst fyrir því í tvö ár að fá sömu þjónustu hér á svæðinu. Hér var skammtímavistun fyrir fatlaða og einungis þurfti að bæta við einum starfsmanni til að sinna Eyþóri svo hann gæti dvalist þar. Það var loks gert og er hugsað ofboðslega vel um hann þar,“ segir hún. Þó svo að verkefnin sem Kristrún og Falur hafa þurft að takast á við í tengslum við umönnun Andra og Eyþór virðist risavaxin segjast þau ekki hafa þurft að ganga í gegnum minni erfiðleika með elsta syninum, Hermanni. „Það er jafnvel enn stærri pakki,“ segir Falur. „Auðvitað var erfitt að horfast í augu við það að barnið manns væri svona fatlað og ætti aldrei möguleika eftir að greiningin á Andra kom og vita að hann yrði aldrei gamall maður,“ segir Kristrún. „Skelfilegast þó var að horfa upp á allar kvalirnar hans og ég hugsaði stundum að það væri ekki hægt að lifa lífinu svona. En ég legg sálrænu kvalirnar hans Hermanns míns alveg að jöfnu.“

beygja af. „Við börðumst við að láta hann fylgja sínum jafnöldrum, það kostaði blóð, svita og tár. Og við börðumst við skólakerfið svo tekið yrði á eineltinu sem í raun tókst aldrei. Það tók mikinn toll,“ segir hann. „Það er líka svo erfitt að sætta sig við að vanlíðan hans er að mestu leyti af mannavöldum, vegna aðgerðarleysis hinna sem hefðu átt að stoppa þetta. Skólastjórnendur, foreldrar og samfélagið allt á að segja stopp. En það er alltaf þægilegra að láta eins og vandamálið sé ekki til. Það er þetta sem situr mest í manni,“ segir Falur. „Hitt voru auðvitað hlutir sem voru erfiðir en var ekkert hægt að gera neitt betur en við gerðum.

og

Maður situr stundum uppi með þá hugsun varðandi eineltið að maður hefði kannski getað gengið ennþá lengra, þótt maður hafi gengið langt. Hvort við hefðum átt að taka barnið úr skóla og gera barnaverndaryfirvöldum viðvart. Það er þessi hugsun sem er svo erfið, að maður hefði jafnvel getað gengið lengra og að þá væri hann kannski ekki að glíma við eins mikla erfiðleika og hann er að glíma við í dag. Hans stærstu vandamál í dag eru alger félagsleg einangrun og félagsfælni,“ segir Falur.

Eineltið margfaldaði fötlunina Kristrún segir að eineltið hafi í raun margfaldað fötlun Her-

Sérfræðingarnir – Specialisterne Sérfræðingarnir ses. er sjálfseignarstofnun sem var stofnuð í ársbyrjun 2010 af Umsjónarfélagi einhverfra og sjö einstaklingum. Gera má ráð fyrir að á Íslandi sé á bilinu 2.000 - 3.000 einstaklingar á einhverfurófi, um 1.000 hafa fengið formlega greiningu. Ekki hefur verið til úrræði á Íslandi sem sérhæfir sig í þjónustu við atvinnustuðning þessa hóps. Of margir einstaklingar eru

því atvinnulausir eða í störfum þar sem starfsgeta þeirra nýtist illa. Markmið félagsins er að koma af stað starfsemi í samstarfi við Specialisterne í Danmörku. Specialisterne hafa vakið heimsathygli við nálgun á atvinnuþátttöku einstaklinga á einhverfurófi, en litið er sérstaklega til styrkleika þeirra og síðan er fyrirtækið rekið á samkeppnismarkaði. Verði hagnaður af rekstri Sér-

fræðinganna ses. rennur hann allur til þess að bæta atvinnumál einstaklinga á einhverfurófi á Íslandi. Markmið Sérfræðingana ses. er að meta og þjálfa 14 - 18 einstaklinga á einhverfurófinu á ári og veita um helming þeirra atvinnu við fjölbreytt störf, hugbúnaðarprófanir, skráningarstörf og önnur störf þar sem krafist er nákvæmni og styrkleikar þeirra nýtast. www.specialisterne.is

framhald á næstu síðu

kynna:

SKÍÐAFERÐIR

Í VETUR TIL COLORADO 4 BESTU SKÍÐASVÆÐIN Í KLETTAFJÖLLUNUM

20 dagsetningar í boði. Beint flug með Icelandair til Denver.

Fatlaður af völdum samfélagsins

„Eins og maðurinn sagði: Það er enginn fatlaðri en samfélagið gerir hann,“ segir Falur. „Og í tilfelli Hermanns á það sannarlega við. Það sem hann er helst að glíma við í dag eru afleiðingar eineltis. Það er enn sárara að horfa upp á Hermann í sinni kvöl yfir því að vera eins og hann er og sjá hvernig samfélagið mætir einstaklingum eins og honum, en að horfa upp á fötlun Andra og Eyþórs. Hermann vildi á tímabili ekki lifa lífinu. Það er eitt að taka á því ef einhver getur af líkamlegum ástæðum ekki lifað en annað ef einstaklingur missir löngunina til að lifa, vegna framkomu annarra í hans garð,“ segir Falur. „Við erum mjög sátt ef Eyþóri líður vel og honum er vel sinnt. Ef honum líður vel er hann glaður. Hermann okkar er alltaf að basla við þessa vanlíðan og hvernig hann upplifir sína fötlun sem kemur til af því að hann hefur allt of oft mætt neikvæðu viðhorfi gagnvart fötlun sinni,“ segir Kristrún. „Öll einkenni einhverfunnar mögnuðust út af eineltinu og Hermann kemur út úr grunnskóla með þá sjálfsmynd að hann sé einskis virði,“ bætir Falur við. „Á sama tíma og hann var að basla við eineltið í grunnskólanum var hann með fjölfatlaðan, fárveikan bróður heima sem nánast allur tími foreldranna fór í, oft á tíðum. Æska hans var því í raun oft rosalega erfið,“ segir Kristrún. Þau segjast oft ekki hafa getað hjálpað honum eins og þau vildu í dag hafa gert, þótt þau hafi gert sitt besta. „Við skildum þetta heldur ekki sjálf því hann var ekki með rétta greiningu, einhverfu. Það skildi þetta enginn,“ segir Kristrún. Þeim er mikið niðri fyrir þegar þau tala um æsku Hermanns. Rödd Fals titrar og hann er oft við það að

Breckenridge

Keystone

Aspen / Snowmass 4 ½ klst. frá Denver

120 mín. frá Denver

frá kr. 199.000-*

frá kr. 189.000-*

frá kr. 189.000-*

frá kr. 209.000-*

Hótelin sem við bjóðum: • Village Hotel • Mountain Thunder Lodge • One Ski Hill Place!

Hótelin sem við bjóðum: • Riverbank Lodge • The Inn at Keystone • The Keystone Lodge

Hótelin sem við bjóðum: • Limelight Hotel • Aspen Meadows

Hótelin sem við bjóðum: • Vail Marriott Mountain Resort • The Lodge at Vail

90 mín. frá Denver

100 mín. frá Denver

Vail

* Öll verð eru á mann í tvíbýli. Nánari upplýsingar um hvað er innifalið í hverri ferð eru á www.gbferdir.is Skíðapassann færðu einnig hjá okkur.

Bókaðu skíðaferðina þína á www.gbferdir.is eða í síma 534 5000 Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu

VIÐ ERUM Á FACEBOOK


28

úttekt

manns. „Auðvitað er einhverfa eða Asperger ákveðin félagsleg fötlun en svo þegar þú mætir því sem hann þurfti að mæta þá þróast það út í svo mikla félagslega fælni,“ segir hún. „Við berum stóran kostnað af því að hjálpa honum í dag en þetta er ekki bara spurning um peninga,“ segir Falur. „Eitt árið fór ég vikulega með hann til sálfræðings til Reykjavíkur, allt á minn kostnað. Samfélagið veldur þessum skaða en við berum kostnaðinn. Hann ber ábyrgð á afleiðingunum og að vinna úr þeim, ekki samfélagið sem olli þessu tjóni,“ segir Falur. „Mér finnst samfélagið skulda þessum einstaklingum. Við erum að horfa upp á mál eins og Breiðavíkurmálið þar sem börn hafa lent inn á heimilum þar sem illa var farið með þau og samfélagið hefur reynt að bæta fyrir það. Mér finnst samfélagið skulda þeim sem hafa lent í einelti – oftast á stað sem á að vera verndaður staður fyrir börn, skólakerfið. Samfélagið skuldar þeim uppgjör og alla þá aðstoð sem er í boði.“ „Þó svo að það séu börn sem leggja í einelti og börn eru bara börn, þá er ábyrgðin hinna fullorðnu sem aðhafast ekkert. Illska fær ekki þrifist nema hið góða aðhafist ekkert,“ segir Falur. „Ég held að flestir haldi – og reyni að hugga sig við það – að sú staða sem Hermann er í núna sé afleiðing einhverfunnar en ekki eineltisins, en átti sig ekki á því og myndu aldrei vilja viðurkenna það hve eineltið á stóran þátt í þeim verkefnum sem hann er að kljást við í dag. Eineltið er miklu stærri þáttur en einhverfan. Margir sem greinast með Asperger lifa góðu lífi ef þeir hafa alist upp í umhverfi sem er ekki að brjóta þá niður eins og Hermann lenti í,“ segir Falur. Þau segja gífurlegan mun á því hvernig samfélagið mætir þeim sem eru með sjáanlega fötlun og hinum, þar sem fötlunin er ekki eins greinileg. „Fólk skilur ekki fötlunina þegar hún er ekki líkamleg eða sjáanleg á einhvern hátt. Ef fötlunin er ekki sýnileg er nánast ætlast til þess að fólk standi sig að öllu leyti. Svo finnst mér ég sjá ákveðinn ótta hjá fólki í samskiptum við Hermann. Það veit ekki hvernig það á að koma fram við hann, verður vandræðalegt og leiðir hann jafnvel hjá sér, lætur sem hann sé ekki til og það upplifir hann sem höfnun,“ segir Kristrún.

Þiggja alla hjálp

Kristrún og Falur þiggja alla þá hjálp sem þeim býðst í dag. „Við gerðum það ekki þegar Andri var lítill. Við vorum kannski of stolt. Við höfum hins vegar lært að til þess að lifa af, til þess að geta haldið haus og haldið áfram í svona aðstæðum verður maður að hugsa um sjálfan sig. Svo maður brotni ekki,“ segir Kristrún. Hún segist til að mynda þiggja heimilishjálp þrátt fyrir að sumum finnist það skrít-

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

ið því hún sé heimavinnandi. „Ég hætti að reyna að vera alltaf „stór og sterk“ og aldrei að láta sjá á mér að eitthvað væri að. Nú er ég farin að leyfa mér stundum að vera bara lítil og aum og bogna svolítið. Þá fæ ég bara meiri styrk til að halda áfram. Við höfum aldrei brotnað alveg, en við höfum svo sannarlega oft kengbognað,“ segir hún. „Við höfum prófað hvort tveggja, að eiga börn með sérþarfir og barn sem þarf enga sérstaka aðstoð umfram önnur börn,“ segir Falur. „Að ala upp heilbrigt barn er svipað og að hlaupa langhlaup. Maður veit að maður kemur í mark á endanum, eftir ákveðna vegalengd. En að ala upp fatlað barn er eins og að hlaupa hlaup sem þú veist aldrei hvenær tekur enda og þú kemur kannski aldrei í mark,“ segir Falur. „Það er ekkert mál að ala upp heilbrigt barn. Auðvitað þarf maður að sinna því en það er bara svo miklu, miklu auðveldara en hitt,“ segir Kristrún. „Ég held að fólk geri sér enga grein fyrir því. Ég lét þessi orð einu sinni falla í saumaklúbbi og uppskar bara reiði kvennanna,“ segir hún og hlær. „Þeim fannst ég mjög ósanngjörn og að ég gerði lítið úr þeirra erfiði við barnauppeldi.“

Framtíðin óráðin

Kristrún og Falur vita ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Þau vita ekki hvað Eyþór mun lifa lengi enda eru fá eða engin dæmi um börn með sams konar fötlun og hann, ekkert á Íslandi og ekkert í heiminum sem þau vita um. Dánarorsök Andra var lungnabólga sem hann gat ekki barist gegn af mörgum ástæðum sem flestar tengdust fötlun hans. Þau hafa ekki leitað í stuðningshópa, svo sem Einstök börn, sem er stuðningshópur barna með sjaldgæfa sjúkdóma, eða stuðningsfélag langveikra barna. Ástæðuna segja þau fyrst og fremst þá að þau búa úti á landi. „Mig langar hins vegar að komast í samband við Umsjónarfélag einhverfra og fá upplýsingar um hvað er að gerast í málefnum fullorðinna með einhverfu og fá stuðning þar. Mér finnst mig vanta ennþá meiri stuðning þar en með Eyþór,“ segir hún „Sjúkdómurinn hans Eyþórs gengur sinn gang,“ bætir Falur við. „En við höfum meiri væntingar og vonir um að geta gert meira fyrir elsta drenginn okkar. En nú er hann orðinn fullorðinn þannig að hann verður að vilja það sjálfur.“ „Við þyrftum virkilega að vita hvað er að gerast í einhverfumálum því þar er mikil vakning. Stór hópur er að fá greiningu seint líkt og Hermann og ég veit að það er verið að skoða hvernig hægt er að aðstoða þetta fólk. Það er til dæmis búið að stofna Specialisterne, sem hann myndi örugglega nýta sér ef hann byggi fyrir sunnan. Við höfum svo sem oft velt því fyrir okkur hvort við ættum að flytja en gerum það ekki vegna þess að Eyþór fengi ekki jafn góða þjónustu þar og hér. En hver veit hvað við gerum,“ segir Kristrún.

REYNSLUMIKIL RITSTJÓRN

Anna Kristine Magnúsdóttir 35 ára reynsla

Fyrsta starf í blaðamennsku: Blaðamaður á Vikunni 1977.

Ferill: Vikan, Tímarit Frjáls framtaks, Helgarblað DV, Helgarpósturinn, ritstjóri dægurmálaútvarps og morgunútvarps Rásar 2. Umsjónarkona „Milli mjalta og messu” á Rás 2, NFS, Bylgjunni og DV. Stöð 2 - blaðamaður á Fréttatímanum. HELGAR BLAÐ

REYNSLUMIKIL RITSTJÓRN

Mikael Torfason -16 ára reynsla

Fyrsta starf í blaðamennsku: Pistlahöfundur á Helgarpóstinum 1996

Ferill: Ritstjóri vikuritsins Fókus, fréttastjóri innblaðs Fréttablaðsins, ritstjóri DV, aðalritstjóri Fróða og Birtíngs - ritstjóri Fréttatímans. HELGAR BLAÐ

Hermann Ási Falsson býr yfir snilligáfu líkt og margir með Asperger. Hann er tónlistarséní en getur ekki nýtt sér hæfileika sína vegna félagsfælni sem hann þjáist af vegna einhverfunnar.

Einelti er andleg nauðgun Hermann Ási Falsson greindist með Asperger-heilkenni þegar hann var 18 ára. Áður var hann ranglega greindur misþroska og fékk því aldrei þá aðstoð sem hann þurfti til að geta fótað sig betur í samfélaginu. Hann er 24 ára og býr í félagslegri íbúð á Ísafirði þar sem hann stundar nám í Menntaskólanum eftir bestu getu. Hann er með góða huglæga greind og getur vel lært en á erfitt með að skipuleggja sig og koma sér að verki sem bitnar á náminu að því leyti að hann skilar oft ekki verkefnum eða kemur sér ekki að verki til þess að læra. Hermann á enga vini og umgengst fáa. Hann hefur einangrað sig félagslega og fötlun hans hefur ágerst með árunum. Í grunnskóla varð hann fyrir miklu og alvarlegu einelti sem foreldrar hans telja að hafi haft meiri varanleg áhrif á fötlun hans en einhverfan sjálf. Hann er viðkvæmur og þolir illa gagnrýni, að eigin sögn. En hann á líka erfitt með að skilja merkingu þess sem sagt er og rangtúlkar ósjaldan það sem sagt er við hann. Hann getur ekki lesið í aðstæður og skilur ekki líkamstjáningu líkt og margir sem greinast með Asperger. Fyrir vikið á hann í erfiðleikum með samskipti. „Ég vil alveg tala við fólk, en ég bara get það ekki,“ segir Hermann. Honum finnst fólk oft koma fram við sig eins og hann sé greindarskertur því hann á svo erfitt með að tjá sig. Það fer illa í hann og brýtur hann jafnframt niður. Hann talar hægt og vandar sig. Hann horfir niður í gólfið og er hokinn í herðum, eins og hann vilji helst hverfa inn í sig. Þegar hann lítur upp eru augu hans flöktandi og hann á erfitt með að horfa í andlit mitt. Honum líður greinilega illa. En hann langar samt að tala við mig. Hann valdi það sjálfur og gerir það algerlega á eigin forsendum. Eftir því sem við sitjum lengur saman og spjöllum virðist hann ná að slaka aðeins á. Hann svarar í lengri setningum, ekki lengur bara með já eða nei, verður glaðlegri á svipinn og lítur oftar í áttina til mín. Aldrei þó beint í augun á mér. Líkamstjáning er stór hluti tungumáls í samfélagi mannanna. Líkamstjáning Hermanns segir: Láttu mig í friði. Hann gefur sig ekki að fólki að fyrra bragði og á erfitt með að bregðast við þegar fólk gefur sig að honum. Hann svarar helst í einsatkvæðisorðum sem fólk túlkar sem svo að hann hafi ekki áhuga á að eiga við það samskipti. En svo er ekki. „Ég vildi að ég gæti verið ég sjálfur,“ segir Hermann. Það getur hann ekki innan um fólk, nema þá helst fjölskylduna sína. „Ég verð lokaður og óöruggur innan um fólk og vandræðalegur og veit ekki hvernig ég á að vera og ég verð fyrir óþægindum. Ég veit bara ekki hvað ég á að

segja og þá heldur fólk kannski að ég hafi ekki áhuga á að tala við það en það er bara félagsfælnin. Ég hef alveg áhuga á að tala við fólk en veit ekki hvað ég á að segja.“ Hermann hefur þjáðst af alvarlegu þunglyndi frá því á unglingsárunum. Þunglyndið og vanlíðanin var svo mikil að hann vildi helst taka sitt eigið líf. Að sögn foreldranna er ástæðan fyrir þessum sálrænu kvölum einna helst það hrikalega einelti sem hann varð fyrir í grunnskóla og ekki var brugðist við af nægilegum krafti. Hann var niðurlægður, jafnt andlega sem líkamlega og fannst hann ömurlegur og einskis virði. Aðspurður segir hann að það hafi oft verið gyrt niður um hann, vatn sett í skóna hans og höfðinu á honum hafi verið haldið ofan í læk þangað til hann hélt að hann væri að drukkna. En pyntingarnar voru ekki bara líkamlegar, að sögn foreldranna. Særandi og niðrandi athugasemdir og orð voru sögð við hann þegar enginn heyrði til og hann var fljótlega útilokaður. Orðin og útilokunin eru þau sem hafa valdið einna mestum skaða. Einsemdin er skelfileg. Hann var lagður inn á geðdeild Landspítalans og Kleppsspítala á aldrinum 17-19 ára. Honum leið hryllilega á þeim tíma. „Það tengdist ekki endilega veru minni á Kleppi en mér leið bara ógeðslega illa á þessum tíma. Ég höndlaði ekki daginn, leið bara eins og væri búið að setja á mig einhverja bölvun. Mig langaði helst að sofa í 100 ár en mest langaði mig bara til þess að deyja,“ lýsir Hermann. Ástæðuna fyrir þessari vanlíðan segir hann eineltisatvik sem varð til þess að hann féll fram af brúninni. „Einelti er í raun andleg nauðgun,“ segir Hermann. Það eru þung orð sem gerendur eineltisins ættu að íhuga. Hann hefur gert kröfu á foreldra sína um að hjálpa sér að deyja. Fyrir foreldra er ólýsanleg skelfing að upplifa slíkt. Hann hefur einu sinni fengið afsökunarbeiðni eftir atvik á fótboltaæfingu. Móðir gerandans mætti heim til Hermanns með son sinn og lét hann biðjast afsökunar. Hann segir að það myndi hjálpa sér ef þeir sem kvöldu hann myndu sjá hjá sér þörf til þess að biðjast fyrirgefningar. „Ég myndi fyrirgefa þeim. Ég er ekki viss um að þeir geri sér grein fyrir því hvað þeir hafa gert. Sumir þeirra hafa breyst. Þeir voru bara krakkar og vissu ekki hvað þeir voru að gera. Ég er tilbúinn að fyrirgefa þeim þótt það sé erfitt.“ Á þessum tímapunkti stendur pabbinn upp, sem er viðstaddur viðtalið, og þarf augljóslega að fara afsíðis til að jafna sig. „Þetta er Hermann í hnotskurn. Hann er alltaf tilbúinn að fyrirgefa. Meira tilbúinn en ég,“ segir hann titrandi rómi. - sda


PIPAR \ TBWA

SÍA

102760

Má færa þér 1.000 krónur?

Þú færð 1.000 kr. afslátt í Apótekaranum ef þú verslar fyrir 5.000 kr. eða meira* Afslátturinn gildir jafnt fyrir lyf sem aðrar vörur. Afslátturinn gildir í öllum apótekum Apótekarans.

Er Apótekarinn nálægt þér? Bíldshöfði (Húsgagnahöllin) Mjóddin, Álfabakka Melhagi, Vesturbæ Reykjavík Fjarðarkaup, Hafnarfirði Salavegur, Kópavogi Smiðjuvegur, Kópavogi Þverholt, Mosfellsbæ Hafnarstræti, Akureyri

www.apotekarinn.is

* G e g n fr

k a ra é r í A p ó te nn með þ a h tu k o g ta t m ið a n n K li p p tu ú . s n a ið m a m v ís u n

0 0 0 . 1 ið a n s . v ís u n m k r. a fs lá tt m a fr n g ge ir 1 .0 0 0

a. i v e it e ð a m e ir E in n m ið 5 .0 0 0 k r. r ri fy r e ð e f v e rs la er 2012. 2 . o k tó b G il d ir ti l

nn.

r u t t á l s f a . kr


úr kjötborði

úr kjötborði

Svínahnakki úrb.

Svínalundir

1.198,kr./kg

1.598,kr./kg

verð áður 1.498,-/kg

verð áður 2.198,-/kg

Fjarðarkaup

Lúxus lambalæri

1.498,kr./kg

Lausfrystar bringur

1.798,kr.

31. ágúst - 1. september

FK heill kjúklingur ferskur

698,kr./kg

Fjallalambs frosið súpukjöt

659,kr./kg

Grillaður kjúklingur + 2L kók

1.198,kr.

verð áður 749,-/kg

Rug fras Weetabix 430g

498,kr.

Weetos

498,kr.

Weetabix chocolate

- Tilvalið gjafakort

598,kr.

Mini fras

597,kr.

498,kr. verð áður 519,-

www.FJARDARKAUP.is

Havre flakes

498,kr. verð áður 519,-


Plómutómatar

448,kr./pk. Konfekttómatar

298,kr./pk. Kirsuberjatómatar

Tómatar í lausu

378,kr./kg

298,kr./ pk. Gulrætur

298,kr./kg

Svali 3x250ml

FK brauð 770g

99,kr./pk.

198,kr.

verð áður 129,-/pk.

verð áður 246,-

Hvítkál

Kínakál

298,kr./kg

Kartöflur í lausu

178,kr./kg

498,kr./kg

Brokkoli

548,kr./kg

Euro mix 2,5kg

Gulrófur

398,kr./kg

798,kr. verð áður 1.075,-

Cheerios 992g

Kellogg´s 500g

Kellogg´s Special K 750g

798,kr.

496,kr.

698,kr.

Merrid kaffi nr.103

verð áður 988,-

588,kr.

verð áður 839,-

ÞÚ

Libero 4, 5, 6 og 7

1.998,kr./pk.

gætir dottið

verð áður 2.641,-/pk.

í lukkuÞvottinn!

Milt þvottaefni 2kg

í völdum 2kg pökkum af Milt þvottadufti eru lukkumiðar sem innihalda glæsilega vinninga. Whirlpool þvottavél og Philips straujárn frá Heimilistækjum, veglegir balar með frábærum þvotta- og hreinsiefnum eða inneign í Skemmtigarðinn í Smáralind.

Libero Wet wipes

995,kr./pk.

298,kr. verð áður 398,-

Tilboð gilda til laugardagsins 1. september Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudag - www.fjardarkaup.is


30

viðtal

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

Dagurinn sem Sara dó – tvisvar

Sara Vilbergsdóttir fékk græddan bjargráð í bringuna sem á að gefa henni stuð hætti hjartað að slá. Hún fagnar því að hafa bjargvættinn innra með sér, en hún hafði heldur betur heppnina með sér þegar lögreglumaður í vaktafríi bjargaði lífi hennar á bensínstöðvarplani í Hveragerði í júlí. Sara og systir hennar, Svanhildur, hafa málað saman síðustu tvö ár. Þær rýna í líf sitt og býst Sara við að sjúkrasaga hennar verði þeim innblástur í verk, rétt eins og krabbameinsbarátta Svanhildar prýðir einn striga systranna.

É

g datt út í mánuð,“ segir listakonan og myndlistarkennarinn Sara Vilbergsdóttir sem situr við eldhúsborðið á heimili sínu í Breiðholtinu. Fædd og uppalin fyrir vestan, næst elst fjögurra systkina, sem fengu það erfiða hlutverk í sumar að sitja yfir velferð hennar. Söru var haldið sofandi í tvo sólarhringa og á gjörgæslu í viku og var aðrar þrjár á spítala eftir að hafa verið hnoðuð í gang á plani bensínstöðvar í Hveragerði þann 8. júlí. Röð atvika urðu til þess að hún hélt lífi. „Þetta var á afmælisdegi Bryndísar systur. Nú á ég þennan afmælisdag með henni. Þetta er dagurinn sem ég kom aftur til lífsins,“ segir Sara og hlær. En hún má vart hlæja af krafti. Hún er enn að jafna sig eftir hjartahnoðið. Brotin og brákuð rifbein bera merki þess að vasklega var að verkinu staðið. „Þessi bjargvættur! Kristján Ingi Kristjánsson [lögreglumaður á frívakt]. Ég hugsa til hans oft á dag. Hann var réttur maður á réttum stað á hárnákvæmum tíma. Mér finnst það kraftaverk.“

Við töluðum um hvað kjarnafjölskylda okkar væri ótrúlega Systur í sömu sporum Rjúkandi heitt kaffi á eldhúsborðinu, súkkulaðirúslánsöm ínur og möndlur í skál innan um pensla, myndir, tölvuna og annað sem fylgir málaralistinni. Hún málar að hafa sjálfa sig á litlu strigana tvo sem liggja á borðinu, í ekki lent fötunum sem hún var í þegar hún fór í hjartastoppið. „Fötin týndust og hafa ekki fundist en ég er búin í stórum að átta mig á að þetta eru þau sem ég var í þennan afdrifaríka dag. Og ekki mundi maðurinn minn, áföllum, Dalamaðurinn Gísli Guðmundsson, eftir því í hverju eins og ég var en sagði þegar hann sá myndirnar: Jú, ætli sumar fjöl- þetta passi ekki.“ Sara hefur málað allt sitt líf. Hún flutti 1979 suður skyldur eru og hóf myndlistarnám eftir framhaldsskóla. „Svanhildur systir mín er líka málari. Átta árum yngri en endalaust ég. Við höfum verið að mála saman í tvö ár, köllum okkur Duosisters og málum sjálfsævisöguleg atriði, að gera. blöndum listasögunni inn í og þekktum persónum Daginn eftir úr ævintýrum. Við vorum með sýningu í listasafni ASÍ í febrúar á þessu ári. Svo sýndum við í Listasafni stoppar Ísafjarðar og fórum til Danmerkur á gestavinnustofu hjarta mitt. í einn mánuð í maí og máluðum þar,“ lýsir Sara og undir hljómar suðræn tónlist í litlu hljómflutningstæki í horni eldhússins.

REYNSLUMIKIL RITSTJÓRN

Sigríður Dögg Auðunsdóttir -13 ára reynsla

Fyrsta starf í blaðamennsku: Blaðamaður á Sunnudagsblaði Moggans 1999.

Ferill: Blaðamaður á Morgunblaðinu, fréttaritari Morgunblaðsins í London, blaðamaður á Fréttablaðinu, stofnandi og ritstjóri Krónikunnar, aðstoðarritstjóri DV - blaðamaður á Fréttatímanum HELGAR BLAÐ

REYNSLUMIKIL RITSTJÓRN

Þórarinn Þórarinsson -13 ára reynsla

Fyrsta starf í blaðamennsku: Blaðamaður á Vísir.is 1999

Ferill: Blaðamaður á Vísir.is, blaðamaður og kvikmyndagagnrýnandi á Strik.is, fréttastjóri innblaðs Fréttablaðsins, ritstjóri Mannlífs, ritstjóri DV - blaðamaður á Fréttatímanum HELGAR BLAÐ

Sara Vilbergsdóttir „Ég vil kýla meira á hluti sem mig langar að gera og kannski er það klisja en mér líður eins og ég hafi fengið annað tækifæri – endurfæðst og eigi tvo afmælisdaga.“ Ljósmynd/Hari

„Við komumst langleiðina með stærsta verk okkar til þessa í Danmörku – Við málum alla fjölskylduna með tölu; 32. Þetta er risastór mynd. Við vorum búnar að fá inni í Listasal Mosfellsbæjar og ætluðum að afhjúpa fjölskylduna þar 1. september. En þar sem mér var kippt úr leik verður sýningin að bíða betri tíma.“

Tiger Woods og Danmerkurför

Danmerkurferðin var afdrifarík. „Úti í Danmörku var svo skítkalt, við stórkvefuðumst báðar og urðum veikar. Hún er ekki ennþá búin að ná úr sér hóstanum. En ég var svo ólík sjálfri mér eftir að við komum heim í júní. Mér leið eins og ég hefði orðið undir valtara. Ég var að kenna pappamassanámskeið í Kópavogi en fann að ég hafði ekki fulla orku. Mér datt ekki til hugar að fara til læknis, var ekki að velta þessu fyrir mér. Svo fer ég óforvarendis í þetta hjartastopp í Hveragerði.“ Þær systur leiddu pensla sína saman á Menningarnótt 2010. Sara átti að fylla metra, hafði skissað Vestfjarðakjálkann upp, sá að verkið var viðamikið og ákvað að biðja systur sína að vera á kantinum og hjálpa sér að klára ef hún væri að renna út á tíma, en verkið var samstarfsverkefni allra landshorna. „Við höfðum heimild til að leyfa fólki að koma og grípa í. Hún kom og hjálpaði mér en fram að þessu hafði hún lítið málað frá því að hún lauk myndlistarnámi. Við systkinin höfðum hvatt hana áfram, gefið pensla og liti í afmælis- og jólagjafir og hún lítt ánægð með hvatninguna,“ segir Sara. „En

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

þarna hófst hún handa. Saman málum við ekki aðeins fortíðina heldur einnig atburði líðandi stundar. Þegar við hófum samstarfið var Tiger Woods maður augnabliksins. Framhjáhöldin voru að koma fram í dagsljósið og við unnum á Korpúlfsstöðum með golfvöllinn í kringum okkur. Hann rataði því í myndirnar okkar.“

Mála sig á sama strigann

Nú eru þær sjálfar þó í aðalhlutverkum. „Hún málar alltaf sig og ég mig. Við höfum málað syni okkar í fanginu okkar. Þeir eru orðnir fullorðnir, en við eigum báðar sinn soninn og þegar þannig er verður maður ungamamma út lífið. Ég heyrði sögu af 100 ára gamalli konu á Grund sem að dæsti svo þægilega einn daginn þegar starfsstúlka kom inn og sagði: Mikið er mér létt. Heldurðu að ég hafi ekki komið honum Guðmundi mínum inn á elliheimili.“ Myndina kalla þær Jesúbörnin. „Þeir voru nú nánast eingetnir. Við ólum þá upp einar.“ Af lýsingunni mætti ætla að þær systur hafi alltaf verið mjög nánar, enda hafi þær fengið svipuð spil á hönd þegar gefið var í upphafi. „Í raun og veru gerðum við okkur ekki grein fyrir því fyrr en við fórum í þetta samtengda verkefni hvað við höfðum valið líka lífsleið og það þótt við séum mjög Framhald á næstu opnu

Hjartastopp í Hveragerði 12:47 Útkall berst til sjúkraflutningamanna á Selfossi

12:58 Sjúkraflutningamenn koma á staðinn

13:36 Ekið af vettvangi í Hveragerði og á Borgarspítalann í Fossvogi

14:09 Komið á spítalann. Þar sem sjúkrabíllinn beið á meðan Sara fór í heilaskönnun.

14:50 Lögð inn á gjörgæslu á Hringbraut, þar sem Sara fór í þræðingu og var kæld niður í 32 græður og haldið sofandi í tvo sólarhringa.


ÓDÝRUSTU BLEYJURNAR Í BÓNUS 1.398 kr.

1.398 kr.

50 stk.

56 stk.

1.398 kr. 44 stk.

175 kr. 72 stk.

Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ EURO SHOPPER VÖRUTEGUNDIR Í BOÐI


32

viðtal

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

ólíkar manneskjur. Hún átti son sinn, Bjart Dag 14. júní og ég Viðar Hákon þann 21. júní, sautján árum fyrr. Báðar málum við og vorum einar. Svo fær hún krabbamein og ég fer í hjartastopp.“ En þrátt fyrir þetta hafa þær systur ekki alltaf átt skap saman. „En þegar við málum saman er eins og við stöndum á free zone,“ segir Sara. „Hún málaði þynnra en ég. Ég málaði þykkt. En hún hefur þykkt sinn hluta og ég þynnt minn. Það er eitthvað sem gerist þegar við hittumst og byrjum að mála. Þá erum við sem ein manneskja og bætum hvor aðra upp.“

Hjartastopp í sumarblíðu

Systurnar fyrir framan eitt málverka sinna. Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson

Jesúbörnin þeirra Söru og Svanhildar. Synirnir í fangi mæðra sinna. Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson

Tiger in the woods eftir þær Söru og Svanhildi, Duosisters. Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson

Sara og Gísli voru á leið í fyrstu útilegu sumarsins þegar hjarta hennar hætti að slá. „Hann fór út úr bílnum á bensínstöð í Hveragerði til að ná í vatn á fellihýsið. Svo ætluðum við að fara og vera fjarri mannabyggðum. En þegar hann kom aftur í bílinn var ég meðvitundarlaus þar. Hann dró mig út úr bílnum og akkúrat á því augnabliki keyrði bjargvættur minn framhjá, sá okkur, stökk úr bílnum og byrjaði lífgunartilraunir. Ég var byrjuð að blána og hætt að anda. Ég var dáin,“ segir hún afslöppuð. „Sjúkrabílinn kom ekki fyrr en eftir tíu mínútur og hefði Kristján ekki verið þarna hefði ég orðið heiladauð. Það hefði ekkert verið hægt að gera.“ Sara man ekkert eftir hjartastoppinu, aðdragandanum eða vikunni á undan og eftir. Þær eru horfnar úr lífi hennar. „Ég komst að því þegar ég rankaði við mér og fór að skoða myndir á digitalmyndavélinni minni að ég var búin að mála þrjár manneskjur í stóra verkinu okkar og mundi ekki eftir því. Ég spyr Svanhildi hvort hún hafi ákveðið að mála þær fyrir mig en hún sagði mér að við hefðum farið daglega fyrir hjartastoppið og

unnið á vinnustofunni að Korpúlfsstöðum. Þetta er svolítið óhugnanlegt. Það er skrýtin tilfinning að hafa gert þetta án þess að muna það,“ segir Sara.

Áfall eftir áfallalítið líf

„Á afmælisdegi mínum í byrjun ágúst kom Bryndís systir með gjöf til mín á spítalann. Ég þakkaði henni fyrir og sagði jafnframt að ég ætti eftir að græja afmælisgjöf fyrir hana. Þá sagði hún: Þú ert löngu búinn að því! Þú komst til mín kvöldið áður en þú lagðir af stað í útileguna. Þú gafst mér fjölæra plöntu í garðinn og hvítvínsflösku. Og svo töluðum við saman í tvo klukkutíma í síma eftir að þú fórst heim. Við töluðum um hvað kjarnafjölskylda okkar væri ótrúlega lánsöm að hafa ekki lent í stórum áföllum, eins og sumar fjölskyldur eru endalaust að gera. Daginn eftir stoppar hjarta mitt.“ Sara segir fjölskylduna hafa verið í sjokki. „Sonur minn og tengdadóttir, sem búa í Ósló, flugu með fyrstu vél heim og voru hér í hálfan mánuð. Fjölskyldan var eins og skjaldborg í kringum mig. Það var ekki fyrr en ég kom heim sem ég fór að ná utan um hvað hafði gerst.“ Á spítalanum þótti starfsfólki að Sara tæki hjartastoppinu ekki nógu alvarlega. „Hjartalækni mínum fannst ég of galgopaleg. Ég vildi fara heim. Fannst ekkert vera að mér. Hann lækkaði í mér rostann og sagði: Þú gerir þér ekki grein fyrir því að þú ert mjög alvarlega veik. Ég kveikti ekki á því. Samt var mér haldið sofandi í gjörgæslu í viku. Var kæld niður í 32 gráður.“

Sem strumpur eða Avatar í sól

Það var ekki fyrr en hún var vöknuð og komin á hjartadeild að ljóst var að hún þjáðist af vírus. Beðið var þar til bólgan hjaðnaði og komið í hana bjargráði; tæki sem gefur

henni allt upp í 750 volta stuð, stoppi hjartað. „Svo er ég á þrennskonar hjartalyfjum. Þar á meðal einu sem hindrar að ég geti verið úti í sól, því þá verð ég blá í framan. Ég verð Avatar – Já eða strumpur! Ég þarf að vera með 50 í sólarvörn og barðastóran hatt og skýla allri húð. Ég hef því mest setið inni.“ Sara segir að í gegnum tíðina hafi hún oft óttast dauðann en þar sem hún muni hvorki vikuna fyrir, eftir eða atburðinn sjálfan þurfi hún ekki að óttast að deyja kvalarfullum, óttablöndnum dauðdaga. „Nú óttast ég að fá ekki að lifa. Ég finn að ég á eftir að gera svo margt. Núna í október eignast ég mitt annað barnabarn í Ósló. Við Svanhildur eigum eftir að mála svo margar myndir. Mér finnst ég hafa svo mikið að lifa fyrir. Ég má ekki bara sofna.“

Ætlar að kýla á framtíðina

En ljósið, sástu það? „Nei, ég sá það ekki eða fyrir enda ganganna. Þegar ég stríði þeim sem trúa á framhaldslíf segja þeir: Stundin var ekki komin. Ég sá ekki ljósið og var ekki toguð til baka. En svo verður að hafa í huga að ég bara man ekki. Þetta er algjört óminnisástand,“ segir hún og hlær og telur að hjartastoppið verði til þess að hún meti tímann öðruvísi. „Ég vil kýla meira á hluti sem mig langar að gera og kannski er það klisja en mér líður eins og ég hafi fengið annað tækifæri – endurfæðst og eigi tvo afmælisdaga. En ég hef beðið Bryndísi systur afsökunar á því að stela afmælisdeginum hennar. Hún hefur sagt að það sé æðisleg afmælisgjöf að fá mig lifandi út úr þessu. Bjargráðurinn er nú þriðja brjóstið mitt. Þetta er tæki, grætt í bringu mína. Ef hjartað fer að brokka fæ ég stuð frá þessu tæki. Ég er því með bjargvættinn inni í mér. Hann verður að duga mér.“

Leið Söru aftur til lífsins Eftir að maður Söru Vilbergsdóttur, Gísli Guðmundsson, dró hana út úr bílnum í Hveragerði hnoðaði lögreglumaður á frívakt, Kristján Ingi

Kristjánsson, hana í tíu mínútur. Sjúkrabíll kom á staðinn og sett voru rafskaut á Söru og henni gefinn straumur í hálfa klukkustund svo

hún yrði stöðug fyrir bílferðina. „Síðan var ekið með mig á Borgarspítalann. Gísli, maðurinn minn var tekinn yfir í lög-

reglubílinn og sat í framsætinu þar sem lögreglan ók á 140 kílómetra hraða yfir Hellisheiðina. Okkur fylgdu tvö mótorhjól sem komu til móts

við sjúkrabílinn á heiðinni. Þetta var eins og forsetahirð og ég missti af öllu,“ segir Sara og hlær. Á Borgarspítalanum var hún sett í

heilalínurit. Hún var meðvitundarlaus allan tímann. „Síðan var ég keyrð frá Borgarspítalanum á Landspítalann og í bílnum dey

ég aftur. Hjartað hætti aftur að slá. Þannig að það þurfti ekkert smá átak til að hleypa lífi í mig aftur. En af því að Kristján hóf þessa

vinnu á bílaplaninu gekk þetta upp. Annars hefðu þeir ekki náð takti til að grípa í. Ég var endurlífguð tvisvar sama daginn. Ég lét

sko hafa fyrir mér.“ Eftir að takturinn var fenginn var Sara lögð inn á gjörgæsludeild og haldið sofandi í viku. - gag

FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚ TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PA FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚ TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PA Þúsundir fermetra Baðherbergisvörur Teppi og dúkar af flísum með 20 -70% afsláttur 25% afsláttur FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR 20 -70% afslætti KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚ TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PA

A L A S ÚT


! A L A S ÚT % 0 5 Ð A T L L A R U T T Á AFSL

A L A S T Ú A L A S T Ú A L A S ÚT

R I Ð R U H R A S Í L F T E K PAR

Dalvegi 10-14 201 Kópavogur S. 595 0570 www.parki.is

parki@parki.is


34

viðtal

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

Þær Tinna og Helga með börnunum sínum. Tinna á fjögur og stjúpson, Helga tvö og eitt á leiðinni. Mynd/Hari

Láta barnastússið ekki stoppa sig Framakonur á fertugsaldri. Guðrún Tinna Ólafsdóttir með sex og hálfs mánaðar tvíbura, tvö eldri og stjúpson – fimm börn. Helga Ólafsdóttir á steypirnum með tvö börn heima – brátt þrjú börn. Þær halda mörgum boltum á lofti og hefur tekist að sameina fyrirtækjarekstur, fjölskyldulífið og framann. Þær taka börnin með í vinnuna, vinnuna með heim, setja karlana á bið og stefna fram á við. Þær Tinna og Helga hafa breytt vinnukúltúrnum í kringum sig. Hvernig fara þær að þessu?

O

kkur Helgu finnst gefandi að geta sinnt vinnu með barnauppeldinu. Vinnan gefur mér kraft og ég finn að ég hefði ekki komist í gegnum síðustu vikur nema út af því hversu skemmtileg viðfangsefnin eru í Ígló. Getur maður verið eingöngu í því að sinna móðurhlutverkinu? Pottþétt mjög margar og ég virði það mjög, en við tvær höfðum þörf fyrir að hafa annað með. Að vera móðir og í Ígló er frábært,“ segir Guðrún Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri barnafatamerkisins. Þær Tinna og Helga Ólafsdóttir leiddu hesta sína saman fyrir um einu og hálfu ári. Helga er stofnandi fyrirtækisins, yfirhönnuður, þróunar- og framleiðslustjóri á meðan Tinna sér um fjármál- og vöxt á smásölumarkaði. Þær eru hlaðnar reynslu. Tinna

með meistaragráðu í fjármálum og stjórnun og hafði fyrir Ígló lengst af unnið við stjórnun á smásölufyrirtækjum Baugs á Norðurlöndum. Hagar, Magasin du Nord, Illum, Day Birger et Mikkelsen og Topshop voru á hennar könnu. Helga lærði hönnun bæði í Danmörku og London, hafði yfirumsjón með fyrstu fatalínu danska hönnuðarins Ilse Jacobsen, starfaði sem hönnuður hjá All Saints í London og Isay í Danmörku. Hún hafði umsjón með vöruþróun hjá alþjóðlega tískumerkinu Nikita og hefur hannað fatnað fyrir Latabæ.

Hætti við að flytja út

www.noatun.is Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Þær þekktust áður en þær fóru að vinna saman, en þó ekki sérstaklega vel. Eru jafn gamlar – 37 ára – og voru á sama tíma í MR. Tinna kom í fyrstu að Ígló sem ráðgjafi þegar Helga sá fram á að ef vildi hún ná lengra þyrfti hún sérfræðing í fjármálin og tíma til að einblína á hönnunina. Tinna var ólétt af tvíburum og við það að flytja til Bandaríkjanna þar sem eiginmaður hennar, Karl Pétur Jónsson, var í góðu starfi sem einn af framkvæmdastjórum eins stærsta túnfisksframleiðanda heims, Umami Seefood. Komin með skólapláss fyrir dæturnar og vísa. En með Ígló og tvíburunum breyttust plönin. „En ég blandaðist rekstri Ígló hratt og ekki vildu læknar að ég myndi fljúga út ólétt af tvíburunum. Okkur óx einnig í augum að eignast börnin í Bandaríkjunum, enda vorum við ekki komin með réttu tryggingarnar. Við tókum því þá ákvörðun að eiga börnin heima og flytja út þegar þau væru nokkurra mánaða gömul,“ segir hún. „Þar sem ég var komin á fullt hjá Ígló þegar tvíburarnir fæddust freistaði það mín lítið að fara til Bandaríkjanna með fjögur ung börn – Ég sá mig ekki sem „soccermum“. Ég vissi að ég vildi vinna.“ Helga samsinnir enda upplifað að vera með börn í Bandaríkjunum. „Ég sá eftir nokkra mánuði með tvö börn í Bandaríkjunum að ég gæti ekki séð fyrir mér, færi ég að vinna. Ég hefði ekki upp í leikskólagjöldin. Mér fannst það frústrerandi og vildi komast heim. Maðurinn minn var að vinna úti. Ég var farin að hringja í Jón Hauk [Baldvinsson mann sinn] klukkan þrjú á daginn: Hvað viltu í kvöldmatinn? Ég hafði ekkert að gera en var að reyna að halda mér upptekinni.“ Hún tók þátt í hönnunarkeppni

Hagkaups varð í öðru sæti og fötin framleidd. „Þetta voru fyrstu barnafötin sem ég hannaði.“

Vilja ekki fórna framanum

Tinna lýsir frelsinu sem við öll þekkjum hér heima. „Eldri dætur okkar hjóla um Seltjarnarnes; eru frjálsar. Ytra hefði ég þurft að koma þeim inn í félagslífið, skipuleggja „play-dates“, skutla þeim, vera með ungbörnin. Við höfum verið með au-pair og það vil ég ekki. Við fórum í gegnum plúsa og mínusa. Þar sem Kalli var búinn að læra mest það sem hann gat hjá Umami tókum við þá ákvörðun að vera hér. Við erum ótrúlega ánægð með þessa ákvörðun.“ Þær eru báðar sammála því að þótt hollt sé að búa í útlöndum jafnist það ekki á við að vera hér; geta stokkið með börnin á kaffihús, gripið kaffibolla á Kaffitári og búa í samfélagi sem finnst ekkert sjálfsagðara en konur sameini vinnu og fjölskyldulíf. „Víða úti er gert ráð fyrir því að konan sé heima,“ segir Helga. „Við hins vegar báðar, algjörlega óháð fjárhagnum, viljum vinna.“

Með börnin í vinnunni

Þegar sonur Helgu var að skríða í átta mánaða aldur var hún svo heppin af fá vinnu hjá Ilse Jacobsen. Þau fluttu heim og Helga vildi komast aftur inn í hönnunarbransann. „Ég fékk svarið á jóladag. Baldvin komst inn á ungbarnaleikskóla hér heima og ég varði virku dögunum í Danmörku. Leikskólastjórinn þar sagði við mig: Börn á þessum aldri skynja ekki tíma svo vel. Hann skynjar ekki að þú farir í fimm daga. Þetta hjálpaði mér. En ég var því fegnust að fá hann út til mín.“ Börnin skipta þær stöllur miklu máli og er þetta í fyrsta sinn sem Tinna mætir í vinnuna án tvíburanna – þeir eru væntanlegir innan klukkustundar. Það eru engin forréttindi þeirra, því þau eru oft öll með í vinnunni. „Þau eldri hafa skoðun á fötunum, skoðun á teikningunum og vilja vera með.“ En hvernig sinnir Helga vinnunni þegar þriðja barnið kemur í heiminn, eftir mánuð? „Tja, það kemur í ljós,“ segir hún og hlær. Tinna fer yfir hvernig plönin sem hún gerði þegar tvíburarnir fæddust fuku út í veður og vind. „Ég var sett í byrjun febrúar og allir gera ráð


áskorun til alþingis og ríkisstjórnar

GRÍMSSTAÐIR Á FJÖLLUM VERÐI ÞJÓÐAREIGN Stjórnvöldum ber að standa vörð um eignarhald og umráð landsmanna yfir óbyggðum Íslands og þar með bújörðum sem teygja sig inn á hálendið eða hafa sérstöðu í huga þjóðarinnar af landfræðilegum, sögulegum og menningarlegum ástæðum. Þessa skoðun staðfestum við með undirskrift okkar. Við skorum á Alþingi og ríkisstjórn að marka skýra stefnu í þessa veru og ákveða hvaða jarðir í eigu ríkisins skuli aldrei selja og að ríkið muni kaupa hliðstæðar jarðir til að tryggja að þær haldist í þjóðareign.

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands Ólafur Stefánsson, handknattleiksfyrirliði Björk Guðmundsdóttir, tónlistarkona Helgi Haukur Hauksson, formaður Samtaka ungra bænda Páll Skúlason, heimspekingur, fyrrverandi Háskólarektor Ómar Þ. Ragnarsson, fréttamaður Matthías Johannessen, rithöfundur Brynhildur Halldórsdóttir, æðarræktandi, Syðra-Lóni, Langanesi Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar Styrmir Gunnarsson, fyrrv. ritstjóri Jón Ólafsson, aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst Halldór G. Jónasson, stýrimaður, Vopnafirði Margrét Kristín Blöndal, tónlistarkona Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur Gunnar Kristjánsson, prófastur, Reynivöllum í Kjós Steinþór Heiðarsson, bóndi, Ytri-Tungu á Tjörnesi Kristín Steinsdóttir, rithöfundur Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði, HÍ Helgi Valdimarsson, læknir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Ágúst Valfells, verkfræðingur, fyrrv. forst. Almannavarna Bragi Benediktsson, bóndi, Grímsstöðum á Fjöllum Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar Pétur Gunnarsson, rithöfundur Elísabet Jónasdóttir, fyrrv. bókavörður, Akureyri Elín Agla Briem, meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, ónæmisfræðingur Halla Guðmundsdóttir, bóndi, Ásum Stefán Jón Hafstein, Reykjavík Halldóra Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor HÍ og HA Hjörleifur Stefánsson, arkitekt Hlín Svavarsdóttir, dansari Hafsteinn Hjartarson, verktaki Vilborg Dagbjartsdóttir, kennari og skáld Guðrún Kristjánsdóttir, myndlistarmaður Bjarni E. Guðleifsson, prófessor emeritus, Möðruvöllum Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands Margrét Birna Andrésdóttir, læknir Agnar H. Gunnarsson, bóndi og oddviti, Miklabæ, Skagafirði Helgi Helgason, viðskiptastjóri Ólöf Guðrún Helgadóttir, snyrtifræðingur Guðmundur Vilhjálmsson, vélfræðingur, Húsavík Melkorka Ólafsdóttir, tónlistarkona Lára Hanna Einarsdóttir, þýðandi Rúnar Þórarinsson, bóndi, Sandfellshaga, Öxarfirði Sigríður Stefánsdóttir, réttarfélagsfræðingur Kristín Jónsdóttir, náttúrufræðingur og kennari, Vopnafirði Steinunn H. Blöndal, ljósmóðir Hreinn Friðfinnsson, myndlistarmaður Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur

Reimar Sigurjónsson, bóndi, Felli, Finnafirði Ólafur Ármann Sigurðsson, skipstjóri, Eyvík, Tjörneshreppi Jón Helgason, fyrrv. alþingismaður og ráðherra, Seglbúðum Anna Ólafsdóttir Björnsson, tölvunarfræðingur, Álftanesi Margrét Helga Vilhjálmsdóttir, húsmóðir Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúi Hulda Sigmarsdóttir frá Húsavík, nemi í arkitektúr Svanhildur Kaaber, kennari Þórhallur Vilmundarson, örnefnafræðingur Anna M. Leósdóttir, myndlistarmaður Gunnsteinn Ólafsson, tónlistarmaður Baldur Jónasson, fyrrv. markaðsstjóri Viðar Gunngeirsson, bóndi, Ásum Oddný Eir Ævarsdóttir, rithöfundur Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur Margrét H. Blöndal, myndlistarmaður Megas, tónlistarmaður Óskar Árni Óskarsson, rithöfundur Friðrik Sigurðsson, bóksali, Húsavík Andri Snær Magnason, rithöfundur Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, myndlistarmaður Svanur Halldórsson, leigubílstjóri, Kópavogi Atli Vigfússon, bóndi, Laxamýri, S-þing. Þorgerður Þorvaldsdóttir, þroskaþjálfi Ósk Vilhjálmsdóttir, myndlistarmaður Elísabet Hjörleifsdóttir, hjúkrunarfræðingur og dósent Valgarður Egilsson, læknir og rithöfundur Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu Anna K. Kristjánsdóttir, vélfræðingur Ragnheiður Torfadóttir frv. rektor MR Kristinn Friðfinnsson, sóknarprestur, Selfossi Sigurður Pálsson, rithöfundur Eiður Svanberg Guðnason, fyrrv. sendiherra Sigurður Benediktsson, tannlæknir Eggert Pálsson, tónlistarmaður Hallfríður M. Pálsdóttir, hómópati Bryndís Ísaksdóttir, bókasafnsfræðingur Vilhjálmur Geir Kristjánsson, vélfræðingur, Akureyri Sólveig Jónsdóttir, aktívisti Þórður Helgason, dósent Uggi Ævarsson, fornleifafræðingur Kristján Karlsson, skáld Ólafur G. Einarsson, fyrrv. forseti Alþingis Snorri Ingimarsson, læknir Guðmundur Gíslason, fyrrv. aðstoðarbankastjóri Ása Jóhannesdóttir, leikskólakennari Runólfur Guðmundsson, skipstjóri, Grundarfirði Ingvar Gíslason, fyrrv. alþingismaður og ráðherra Dagbjört H. Óskarsdóttir, snyrtifræðingur Andrea Hjálmsdóttir, félagsfræðingur, Akureyri Trausti Aðalsteinsson, bæjarfulltrúi í Norðurþingi, Húsavík Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, fyrrum forseti Alþingis

Halldór Blöndal, fyrrv. forseti Alþingis Guðrún Agnarsdóttir, læknir og fyrrv. alþingismaður Sigrún Helgadóttir, fræðibókahöfundur Ólafur B. Andrésson, skrifstofumaður Kjartan Ólafsson, fyrrv. ritstjóri Jón Þórisson, arkitekt Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur Pétur Jónsson, fyrrv. borgarfulltrúi Helgi Már Arthúrsson, blaðamaður Erlendur Sveinsson, kvikmyndagerðarmaður Gunnar Guttormsson, vélfræðingur Elín Margrét Hallgrímsdóttir, símenntunarstjóri, Akureyri Guðmundur H. Garðarson, fyrrv. alþingismaður Pétur Örn Björnsson, arkitekt Gunnþór Ingason, sérþjónustuprestur á sviði þjóðmenningar Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves Halla Ólafsdóttir, háskólanemi Ásdís Bragadóttir, talmeinafræðingur Ragnar Arnalds, fyrrverandi ráðherra Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt Kjartan Örn Sigurbjörnsson, sjúkrahúsprestur Bjarnheiður Kristín Guðmundsdóttir, örverufræðingur Helga Margrét Ögmundsdóttir, prófessor HÍ Þórður Björn Sigurðsson, starfsmaður Hreyfingarinnar Sigurður E. Guðmundsson, sagnfr. og fyrrv.framkvæmdastj. Gísli Tryggvason, lögfræðingur, Kópavogi Jóhanna Aradóttir, umsjónarmaður, Álftanesi Svavar Gestsson, fyrrv. alþingismaður og ráðherra Ingibjörg Jónasdóttir, fyrrv. fræðslustjóri, Reykjavík Guðrún Jónsdóttir, arkitekt Páll Pétursson, fyrrv. alþingismaður og ráðherra Ólafur S. Andrésson, prófessor HÍ Björn Vigfússon, menntaskólakennari, Akureyri Egill Kolbeinsson, tannlæknir, Hafnarfirði Helgi Magnússon, sagnfræðingur Árni Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður Guðrún Eggertsdóttir, bókasafnsfræðingur Védís Ólafsdóttir, háskólanemi Þorkell Máni Pétursson, útvarpsmaður Anna Lísa Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Guðni Ágústsson, fyrrv. alþingismaður og ráðherra Sigurður Örn Guðbjörnsson, mannfræðingur Valgerður Andrésdóttir, erfðafræðingur Áslaug Agnarsdóttir, sviðsstjóri Kári Arnórsson, fyrrverandi skólastjóri Svanhildur Halldórsdóttir, Kópavogi Þorsteinn frá Hamri, skáld Katrín Fjeldsted, læknir Ævar Kjartansson, útvarpsmaður Ása Ketilsdóttir, Laugalandi við Ísafjarðardjúp Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður


36

viðtal

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

fyrir því að tvíburar fæðist fyrir tímann. Ég ætlaði að vera frá, frá miðjum desember, en var á endanum sett af stað, komin þrjátíu og níu vikur á leið. Fyrsta almennilega vinnutörnin var heima hjá mér þegar þau voru þriggja vikna,“ segir hún. „Já, þau voru pínulítil,“ skýtur Helga inn.

„Ég sef ótrúlega lítið. Ég er alltaf Tinna segir að það komi dagar þar sem hún sé með barn, alltaf ekki á skrifstofunni. „En við Helga heyrumst samt að gefa; alltaf alltaf tíu sinnum á dag, í síma, tölvupósti. Ég held því að hún geti engan vegið ákveðið hvernig hún með barn á ætlar að hafa þetta.“ Þær hlæja. hendi. En ég En þessi lífsstíll er ekki þrautalaus. Tinna segist heppin. Tvíburarnir séu góðir. „Ég held þetta snúist vissi að það um viðhorf. Ég sef ótrúlega lítið. Ég er alltaf með yrði þannig og barn, alltaf að gefa; alltaf með barn á hendi. En ég þar af leiðandi vissi að það yrði þannig og þar af leiðandi finnst finnst mér þetta mér þetta minna mál en ég gerði ráð fyrir. Það var minna mál en búið að búa mig undir að þetta yrði erfitt,“ segir hún og slær ekki af kröfunum. ég gerði ráð „Ég hef fundið tíma til að sinna fyrirtækinu. Ég fyrir.“

Fórna svefni fyrir lífsstílinn

er búin að fara á skíði tvisvar til Akureyrar. Ég er

REYNSLUMIKIL RITSTJÓRN

Sigríður Dögg Auðunsdóttir -13 ára reynsla

Fyrsta starf í blaðamennsku: Blaðamaður á Sunnudagsblaði Moggans 1999.

Ferill: Blaðamaður á Morgunblaðinu, fréttaritari Morgunblaðsins í London, blaðamaður á Fréttablaðinu, stofnandi og ritstjóri Krónikunnar, aðstoðarritstjóri DV - blaðamaður á Fréttatímanum HELGAR BLAÐ

REYNSLUMIKIL RITSTJÓRN

Þórarinn Þórarinsson -13 ára reynsla

Fyrsta starf í blaðamennsku: Blaðamaður á Vísir.is 1999

Ferill: Blaðamaður á Vísir.is, blaðamaður og kvikmyndagagnrýnandi á Strik.is, fréttastjóri innblaðs Fréttablaðsins, ritstjóri Mannlífs, ritstjóri DV - blaðamaður á Fréttatímanum HELGAR BLAÐ

búin að fara á öll þessi handbolta- og fótboltamót. Ég er búin að ferðast um allt landið. Ég á tvö önnur börn. Ég get ekki sagt við þau að í eitt ár ætlum við ekki að gera neitt sem viðkemur þeim: Ætlum ekki að fara í handbolta, fótbolta, fara á skíði, til Vestmannaeyja, Hrísey, sofa í tjaldi. Við ákváðum að láta tvíburana ekki breyta lífi okkar. En á móti kemur að mamman verður ótrúlega þreytt og missir sig. Og við hvern? Manninn sinn,“ segir hún. „Ef það er eitthvað sem ég er ekki að sinna er það við tvö sem eitt. Við vinnandi mæður erum engar súperkonur. Þetta bitnar á einhverju. Þetta reynir á heimilislífið og á sambandið. Við Kalli tvö! Hvenær höfum við verið tvö? Aldrei. En við horfumst í augu og segjum: Ok, við hittumst eftir tvö ár,“ segir hún og hlær. „Á meðan við tölum um þetta vitum við af þessu. Kalli myndi aldrei spyrja mig: Af hverju ert þú að vinna? Hann styður mig hundrað prósent, hvetur mig áfram og segir: Við vinnum þetta saman.“

Gleymdu að hún væri ólétt

Helga tekur undir. „Það skiptir miklu máli að eiga maka sem er skilningsríkur.“ Tinna tekur við: „Já, og maka sem hefur sama metnað. Engin okkar fjögurra lítur svo á að skilja þurfi að vinnu og fjölskyldulíf. Ég hef verið í vinnu þar sem að markmið kvenna sem vildu ná frama var að ræða aldrei um fjölskyldu sína. Ég hef alltaf verið á öndverðum meiði. Ég hef sagt frá því þegar barnið mitt á afmæli og að ég þurfi að sækja það í dag. Ég er móðir, eiginkona (þótt hún sé svolítið til hliðar þessa dagana) og starfsmaður. Líka vinkona. Við segjum þess vegna við starfsfólkið okkar: Þið megið eiga fjölskyldulíf.“ En Tinna skilur afstöðu þeirra kvenna sem halda fjölskyldunni fyrir sig, því innan sumra fyrirtækja sé ekki gert ráð fyrir því. „Þegar ég var ólétt af elstu dóttur minni vann ég með karlmönnum. Ég sagði við þá að ég ætlaði að hætta að vinna á Þorláksmessu, tveimur þremur vikum fyrir. Ég man að um kvöldið 5. janúar, og ég var sett þann sjötta, fæ ég tölvupóst þar sem mér er sagt að leysa þurfi ákveðinn vanda. Ég yrði að hitta þá á flugvellinum í fyrramálið! Það sem var gott við þetta var að karlarnir litu ekki á mig sem konu eða móður, bara starfskraft. Ég þurfti að benda þeim á að ég væri sett þennan dag. Þeir gleymdu því. Það er frábært en sýnir kannski ólíkan muninn.“ Kynjamunur? Á þeirra heimili sjá þeir um matinn. „Kalli eldar sjö kvöld vikunnar,“ segir Tinna. „Það er nánast þannig heima hjá mér líka,“ viðurkennir

Helga. Báðar segjast búa til salatið og baka. „Þeir bara vilja elda!“ Þær hlæja. Helga segir Jón Hauk miklu betri í eldamennskunni og báðar segjast þær hafa einfaldari matarsmekk en þeir. „Kalli segir við mig: Tinna þú gætir lifað á Weetabixi öll kvöld. Já, svara ég og yppti öxlum. Hann skilur það ekki.“

Skiptast á að sækja fram

Það er augljóst að þau fjögur; Guðrún Tinna, Karl Pétur, Helga og Jón Haukur hafa náð sama ryþma, enda hagað lífi sínu með svipuðum hætti. Á báðum heimilunum hafa þau skiptst á að vinna erlendis og gefið hvort öðru tækifæri til að ná frama. Á meðan hefur hitt haft heimilið meira á sínum herðum. „Ég var í fimm ár alltaf þrjá daga í viku erlendis. Kalli var í San Diego og Króatíu, er nýfluttur heim og ég hef verið tvö ár heima,“ segir Tinna. Og Helga: „Já, við Jón Haukur höfum fjórum sinnum verið í fjarbúð.“ En álagið er mikið og það vita þær. Árangurinn er líka góður. Helgu hefur tekist að festa barnafataverslunina í sessi og saman taka þær Tinna þaulskipulögð skref í útrás barnafatnaðarins. Þær nýta sér reynsluna sem þær hafa, samböndin sem þær hafa myndað og eru óhræddar að þiggja ráð þegar þær telja sig þurfa. Tengslanet séu svo mikilvæg og þær geti leitað til margra mjög hæfra einstaklinga. Þær hafa ákveðið að stækka ekki nema að það borgi sig og fötin fást víða um heim: Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Lúxemborg, Nýja Sjálandi og auðvitað hér. Þær stöllur tóku þá ákvörðun að færa verslunina af Laugaveginum og opna nýja í Kringlunni. Vika er í opnunina og haustlínan klár – sú sjöunda í röðinni frá því að sú fyrsta var kynnt árið 2009. Fötin hafa fengið góðar viðtökur og var vörulína og kynningarherferð Ígló fyrir sumarið 2012 á dögunum valin sú besta í sínum flokki af fyrirtækinu Stylesight. Það aðstoðar kaupendur út um allan heim við að velja vörur fyrir næstu sölutímabil. „Þetta er búið að vera rosalega mikil vinna; fyrirtækið, fjölskyldan og börnin. En þetta er svo skemmtilegt,“ segir Tinna. „Fólk spyr mig: Af hverju ertu að keyra þig svona út? Og ég verð að viðurkenna að ég er oft rosa þreytt og Helga er á steypirnum. Hún á að eiga eftir mánuð. En þetta er það sem við viljum.“

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is


Hjólreiðar

Einstök tilfinning

Halldóra Gyða nýtur sín á hjólaleið sinni um stór-Reykjavíkursvæðið.

 bls. 2

Helgin 31. ágúst-2. sptember 2012

Nóg að hafa þrjá gíra Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi ferðast um á gamaldags götuhjóli.

Uppskeruhátíð hjólreiðafólks

Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn fer fram á Laugarvatni á morgun, laugardag.

Ljósmynd/Pétur Þór Ragnarsson

 bls. 5

 bls. 6

Bæði hjólað og hlaupið hringinn Alma María Rögnvaldsdóttir slær flestum við.

 bls. 6

Skráning til 20:00 í kvöld gullhringurinn.is

ALMANNATENGSL


2

hjólreiðar

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

 Hjólið Halldór a Gyða Matthíasdóttir Proppé hjólreiðakona

Reykjavíkurhringurinn í uppáhaldi Hvaða hjól áttu og af hverju valdirðu það? „Ég á TREK Madone 4.5 WSD árgerð 2012 racer og TREK Marlin 29“ fjallahjól árgerð 2011. Áður en ég endurnýjaði fjallahjólið átti ég 18 ára gamalt Trek fjallahjól sem hafði reynst mér mjög vel. Trek-hjólin eru mjög góð, fá góða dóma og þjónustan hjá strákunum í Erninum er alveg einstök og það skiptir öllu þegar maður velur sér hjól,“ segir Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé hjólreiðakona.

Hvar er uppáhaldshjólaleiðin þín? „Fallegasta leiðin sem ég hef hjólað er yfir brúna á Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. Það var einstök tilfinning og toppaði allar hjólreiðaleiðir sem ég hef farið. En ætli uppáhaldshjólahringurinn minn sé ekki stór-Reykjavíkurhringurinn, þegar ég fer frá Garðabæ og tek Álftaneshringinn, meðfram sjónum í Hafnarfirði, inn í Heiðmörkina frá Kaldárselsvegi, fram hjá Vífilsstaðavatni, í gegnum Salahverfið í Kópavogi, Árbæinn

 Hjólið Hrönn Harðardóttir hjólreiðakona

og upp í Grafarholtið í gegnum Golfvöll GR, niður í Grafarvog, meðfram Sæbrautinni í gegnum Reykjavík og út á Seltjarnarnesið og síðan meðfram Nauthólsvíkinni og heim aftur í Garðabæ með því að taka Kársnesið. Þetta er bæði fallegur og skemmtilegur hringur, býður upp á fallegt útsýni, flotta hraða kafla og fínar brekkur og er góð æfing.“ Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé hjólaði með Silfurskottunum í Wow hjólreiðakeppninni og söfnuðu þær hæstu áheitunum til Barnaheilla.

 Cyclothon Skúli Mogensen keppir í hjólreiðum

Hrönn hjólabloggari

Hrönn Harðardóttir hjólreiðakona. Nesjavallahringurinn er uppáhald.

Hvaða hjól áttu og af hverju valdirðu það? „Ég á þrjú hjól, Trek hybrid sem er mitt á milli fjallahjóls og götuhjóls, ég nota það raunar í hvaða aðstæðum sem er, jafnt innanbæjar sem í torfærum á hálendinu. Svo fannst mér ómögulegt annað en eiga fjallahjól og keypt mér Mongoose; hvítt, svart og rautt. Það var nú eiginlega valið af því það tónaði svo gasalega vel við djammdressið, en það hefur mest verið notað á veturna á nagladekkjum og ferðalögum. Svo er nýjasti gripurinn Trek racer, hann var nú meira keyptur sem skemmtitæki, en ég er farin að nota hann líka í innanbæjarsnattið,“ segir Hrönn Harðardóttir hjólreiðakona. Hvar er uppáhaldshjólaleiðin þín? „Mér finnst alltaf jafn gaman að hjóla úr bænum og þá er það Nesjavallahringurinn en þá er hjólað yfir í Mosfellsbæ, Þingvallaveginn, meðfram Þingvallavatni, upp á Hengilinn og þaðan brunað niður til móts við Reykjavík. Þetta er 85 km hringur sem gleður bæði líkama og sál. Það er svo líka hægt að lengja dagleiðina svolítið með því að fara austan við vatnið og Grafninginn, komast aðeins í möl, en annars er hringurinn alveg malbikaður vestan megin og racer-fær alla leið.“ Hrönn „Hjóla-Hrönn“ Harðardóttir er virk í félagsstarfi hjólreiðafólks og heldur úti frábæru hjólabloggi á http://hrannsa. blog.is.

101

í hádeginu

þriðjudaga & fimmtudaga

hefst 4. september nánari upplýsingar á mjolnir.is

Skúli Mogensen á nokkur hjól en hjólreiðar eru hans helsta áhugamál.

Byggir upp alþjóðlega hjólreiðakeppni á Íslandi Skúli Mogensen fjárfestir þarfnast vart kynningar á Íslandi. Í dag er hann helst þekktur sem eigandi flugfélagsins WOW og MP banka. Áður tók hann þátt í risi og falli tölvufyrirtækisins Oz sem hann breytti svo í mikil verðmæti þegar hann flutti með fyrirtækið til Kanada. Skúli er einnig mikill áhugamaður um hjólreiðar.

J

á, ég var virkilega ánægður með keppnina í heild sinni,“ segir Skúli Mogensen fjárfestir um hjólreiðakeppnina sem flugfélag hans, WOW, stóð fyrir snemma í sumar. „Þetta var frábært og sérstaklega ánægjulegt að geta með þessu sinnt áhugamálinu og stutt gott málefni en það tóku hundruð þátt og við söfnuðum milljónum fyrir Barnaheill.“ WOW Cyclothon keppnin stóð yfir í þrjá daga og í liðunum voru allt að fjórum hjólamönnum og allt að tveimur bílstjórum. Hjólað var með boðsveitafyrirkomulagi hringinn í kringum landið. Samtals hjólaði hvert lið 1.332 kílómetra og Skúli sjálfur lét ekki sitt eftir liggja og hjólaði með liði WOW sem varð í öðru sæti. En hver var kveikjan að hjólreiðakeppni WOW? „Við vildum vekja athygli á því hversu auðvelt það er að hjóla og hvað það er frábær skemmtun og í raun mikil heilsubót. Á sama tíma styrktum við og keppendurnir gott málefni. Svo er auðvitað mikilvægt fyrir okkur sem flugfélag að kynna Ísland sem frábæran áfangastað fyrir hjólreiðafólk.“ Skúli hefur verið einn af þeim sem hafa lagt til að Íslendingar byggi upp sérhæfða hjólreiðaferðamennsku á Íslandi. Svipað og gert var í Skotlandi á sínum tíma. Liður í þessu er uppbygging á þessari

miklu hjólreiðakeppni WOW. „Markmiðið er að þessi keppni verði árleg alþjóðleg hjólreiðakeppni þar sem bæði áhugafólki og þeim sem eru lengra komnir gefist færi á að spreyta sig í stórkostlegri náttúru Íslands og styrkja um leið gott málefni,“ segir Skúli og bætir við að í undirbúningi sé markaðsherferð erlendis til að ná hingað til lands fleira hjólafólki. „Þetta er risamarkaður,“ útskýrir Skúli. En hvaðan kemur þessi ódrepandi hjólaáhugi hjá þér? „Ég hjólaði í skólann á hverjum degi þegar ég ólst upp í Svíþjóð en byrjaði ekki fyrir alvöru í þessu fyrr en fyrir þremur árum. Þetta er nefnilega frábært áhugamál. Um leið og þú skoðar þig um úr besta sætinu þá færðu góða líkamsþjálfun. Hjólreiðar eru að auki hugleiðsla þegar maður kemst í rétta gírinn á góðu hjóli, ekki síst í lengri vegalengdum.“

Skúli er sannur dellumaður og á nokkur hjól. Tvö Tri, eitt Cervelo P4 og annað Specialized auk þess sem hann á Scott fjallahjól („sem ég þyrfti að fara að endurnýja“). „Svo er hann Emil í Kríunni að smíða götuhjól fyrir mig sem ég stefni á að nota hér innanbæjar,“ segir Skúli sem hjólar mest í Hvalfirðinum og auðvitað í og úr vinnu. Hver er skemmtilegasti hjólatúr sem þú hefur farið í erlendis? „Mt. Tremblant svæðið rétt norðan við Montreal í Kanada er mjög flott og fjölbreytt svæði fyrir flestar tegundir hjóla. Ótrúlegt landslag og mikil hjólamenning,“ segir Skúli. Lið WOW: David í Kríunni, Ingvar Ómarsson, Emil Tumi Víglundsson, Gunnar Gylfason, Skúli Mogensen og Emil Þór Guðmundsson í Kríunni.


KRÍA STÆKKAR!

OPNUM NÝJA VERZLUN Á GRANDAGARÐI 7

LAUGARDAGINN 29. SEPTEMBER

*Á MEÐAN ERUM VIÐ ENNÞÁ MEÐ REIÐHJÓLAVERKSTÆÐI OG VERZLUN HÓLMASLÓÐ 2, 101 RVK, S.5349164, WWW.KRIAHJOL.IS VIÐ FLYTJUM Á GRANDAGARÐ 7 ÞANN 29.SEPTEMBER, FYLGIST MEÐ! HTTP://WWW.FACEBOOK.COM/KRIACYCLES

ALSO SHREDS UP

WE WANTED A BIKE TO RIDE LIKE A TRAIL BIKE AND DESCEND LIKE A DH BIKE. SO, WE LIGHTENED UP THE ENDURO, BOOSTED ITS TRAVEL TO 165MM AND MADE IT PEDAL AND CLIMB EVEN BETTER THAN BEFORE, MAKING SURE THE ENDURO KEEPS EVOLVING. IN BOTH DIRECTIONS. SEE THE FULL ENDURO RANGE AT SPECIALIZED.COM

JOB DESCRIPTION PUBLICATION AD PAGE SIZE MECHANICAL TRIM

: : : :

: : : :

ENDURO_HUNTER FOR SUBS SPREAD 11 x 17


4

hjólreiðar

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

 Hjólið Jóhannes Bjarnason plötusnúður

Jóhannes „Jói B“ Bjarnason er þekktur sem annar af diskótekarateyminu Gullfos og Geysir og að auki er hann fjallahjólagarpur með dellu á ólæknandi stigi.

Landmannalaugar skemmtilegastar Hvaða hjól áttu og af hverju valdirðu það? „Ég á Specialized Enduro Expert EVO 2012. Valdi það af því að ég átti Specialized áður, kann vel við drengina í Kríu og þeir fundu fyrir mig hjól sem hentar í það sem ég vill gera. Hjólið er svokallað All-mountain hjól sem er best lýst þannig að það er hannað til að fara hratt niður brekkur og er með slaglangri fjöðrun en ekki þó þannig að ekki sé hægt að hjóla upp brekkurnar líka,

eins og tilfellið er með hreinræktuð fjallabrunshjól,“ segir Jóhannes Bjarnason plötusnúður. Hvar hjólarðu og hvaða hjólaleið er skemmtilegust? „Af hjólaleiðum er Reykjadalurinn náttúrulega snilld sem og Skálafell þegar það býðst. Einnig má hrósa Akureyringum fyrir Kjarnaskóg en lang skemmtilegast finnst mér að hjóla í nágrenni við Landmannalauga.“

 Hjólið Þorbjörn Þórðarson fréttamaður

Guli fákurinn lífgar upp á tilveruna Hvaða hjól áttu og af hverju valdirðu það? „Ég er á klassískum ítölskum racer. Merkið er kennt við Fausto Coppi, en hann var einn fremsti hjólreiðamaður Ítala,“ segir Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2. „Hjólið var keypt nýtt í París árið 2003 og þrátt fyrir að vera níu ára gamalt og mikla notkun eldist það ótrúlega vel. Þetta er mjög vandað hjól og það sem gerir það skemmtilegt er hvað það er létt. Guli liturinn lífgar líka upp á tilveruna og gerir hjólið einstakt, en það eru sennilega mjög fá svona hjól í umferð hér á landi.“ Uppáhaldsleiðin? „Ég nota hjólið aðallega til að komast til og frá vinnu og í styttri ferðir innanbæjar. Hjólreiðar fyrir mér eru létt afþreying, þar sem ég fer aðallega í ræktina til að halda mér í formi. En auðvitað er gott að geta slegið tvær flugur í einu höggi þegar maður hjólar, þ.e að komast hratt og örugglega á áfangastað og ná góðri hreyfingu í leiðinni. Uppáhalds leiðin mín er þegar ég hjóla úr miðbænum, þar sem ég bý, í heimsókn til foreldra minna í suðurhlíðum Kópavogs. Þá fylgi ég sjónum á hjólastígnum alla leiðina framhjá Öskjuhlíð í gegnum Fossvoginn og hringinn í kringum Kársnesið, en það er góður hjólastígur alla leiðina.“

Þorbjörn Þórðarson hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu á skjánum en ekki síður fyrir smekklegan klæðaburð og framkomu.






hjólreiðar 5

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

 Hjólið Dr . Gunni tónlistarmaður

 Hjólið Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi

Vil hafa fótbremsu

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi hefur sett hjólreiðarnar ofar einkabílnum.

Hvaða hjól áttu og af hverju valdirðu það? „Ég á Raleigh Tourist hjól. Ég keypti það í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum og flutti það með mér heim. Á þeim tíma var nánast ómögulegt að fá gamaldags götuhjól hér í Reykjavík. Allar búðir voru fullar af fjallahjólum, sem mér finnst hættulegri og leiðinlegri. Hjólið mitt er með fótbremsu og þyngdarpunkturinn er mjög aftarlega, þannig að miklu minni hætta er á hendast framfyrir sig við óhöpp. Þetta módel af hjóli hefur verið framleitt síðan um 1950, nokkurn veginn óbreytt. Fyrir vikið er það mjög þungt og stirðbusalegt, en líka frekar ódýrt og einfalt í notkun. Gírarnir þrír eru alveg nógu margir fyrir mig (einn er meira að segja búinn að vera bilaður lengi). Hjólið er fyrir mér fyrst og fremst tæki til að vera aðeins fljótari á milli staða en ef ég færi gangandi. Við eigum einn bíl á heimilinu og þurfum því að skiptast á að ferðast gangandi, hjólandi eða í strætó,“ segir Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi. Uppháldshjólaleiðin? „Ég vinn mest inni í Borgartúni og bý í Vesturbænum þannig að hjólaleiðin mín í vinnuna er í gegnum Vesturbæinn, miðbæinn og eftir Skúlagötunni inni í Borgartún. Þetta er mjög skemmtileg leið. Ég fer ekki beina leið, því þá þyrfti ég að fara aðeins upp í Skólavörðuholtið. Miklu betra finnst mér að halda hæð og sveigja hjá helstu brekkum. Svo hjóla ég oft inn í Fossvog eftir hinum frábæra Ægisíðu/Fossvogsstíg, sem nú er orðinn tvöfaldur með sérstökum hjólastíg.“

Dr. Gunni tónlistarspekúlant hjólar flestir sínar ferðir í dag. Mynd Dagbjartur Óli Gunnarsson

Strætó á Akranes og hjólar heim Hvaða hjól áttu og af hverju valdirðu það? „Ég á nú bara voða beisikk fjallahjól frá Trek, nánar tiltekið grænt Trek 3900. Ég valdi það nú bara af því það var á fínu verði þegar ég keypti það, rétt fyrir fall íslensku krónunnar 2008. Ég lét setja á það auka stýrisenda og ljós að framan og aftan og fékk það á í kringum 40 þúsund kall, sem mér fannst helvíti gott verð,“ segir tónlistarmaðurinn Dr. Gunni. Hvar hjólarðu og hvaða hjólaleið er skemmtilegust? „Ég hjóla mikið á öllum þessum fínu hjólastígum sem búið er að leggja um allan bæ, enda bý ég nálægt einum hjá Ægisíðunni. Það má hjóla um allan bæ

eftir þessum stígum og að Gljúfrasteini og álverinu í Straumsvík þess vegna. Ég tek stundum „Stóra-hringinn“ sem er umhverfis Reykjavík og Seltjarnarnes og er eitthvað um 30 kílómetrar. Þá fer maður alla leið upp að Mogga og Grafarholts-golfvöll, til baka í gegnum Grafarvog og svo út á Gróttu og svo heim. Í Öskjuhlíð og Elliðaárdal eru líka fínar hjólaleiðir. Svo finnst mér mjög gaman að taka strætó upp á Akranes og hjóla í bæinn í gegnum Hvalfjörð. Fáir á ferli og fínn vegur. Ég tek samt strætó í bæinn frá Kjalarnesi því það er alls ekki gert ráð fyrir hjólum þarna á þjóðvegi 1 og stórhættulegt að vera þarna í umferðinni.“

Fjallahjóladagar -25% CUBE LTD

CUBE LTD PRO

Listaverð: 225.990 kr.

Listaverð: 255.990 kr.

Stell: 16, 18, 20, 22”, Álstell. Rock Shox Recon TK air 100mm. Shimano XT 30 gíra. Vökvadiskabremsur. Þyngd 12,7 kg.

Stell: 16, 18, 20, 22”, Álstell. Rock Shox Reba RL 100mm. Shimano XT 30 gíra. Vökvadiskabremsur. Þyngd 12,3 kg.

Tilboð: 169.990 kr.

Tilboð: 191.990 kr.

CUBE LTD RACE

CUBE LTD SL

Listaverð: 275.990 kr.

Listaverð: 299.990 kr.

Stell: 16, 18, 20, 22”, Álstell. Fox Evolution 32 RL 100mm. Shimano XT 30 gíra. Vökvadiskabremsur. Þyngd 12,1 kg.

Tilboð: 206.990 kr.

Tri ehf. Suðurlandsbraut 32 104 Reykjavík

Stell: 16, 18, 20, 22”, Álstell. Rock Shox Reba RL 100mm. Shimano XT 30 gíra. Vökvadiskabremsur. Þyngd 11,9 kg.

Tilboð: 224.990 kr. Meðan birgðir endast. Tri áskilur sér rétt til allra breytinga á verði.

www.tri.is

Verslunin er opin: Alla virka daga kl. 09:00 -18:00 Laugardaga kl. 10:00 -16:00


6

hjólreiðar

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

 Hjólið Hörður Arnarson, forstjóri

Heiðmörkin í uppáhaldi

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, hjólaði hringinn í kringum Ísland ásamt félögum sínum í WOW cyclothoninu í sumar og komst á pall með fremstu mönnum.

Hvaða hjól áttu og af hverju valdirðu það? „Ég nota nú þrjú hjól: Létt fjallahjól, „racer“ og nú var ég að fá mér nýtt fjallahjól sem hentar vel þegar maður er með töskur. Uppáhaldshjólið er létta fjallahjólið, Scott Scale 35, carbon hjól. Það var fyrsta alvöru hjólið sem ég eignaðist um 2007. Félagarnir í HMS voru oft að gera grín að eldra fjallahjólinu sem ég átti en ég taldi hinsvegar alltaf að þetta sport snérist eingöngu um líkamlegt þrek og því skipti það litlu máli á hvaða hjóli maður væri. Ég hafði ekki rétt fyrir mér!“ Uppháldshjólaleiðin? „Líklega verður það að teljast Heiðmörkin. Djúpavatnsleiðin í Bláa lónið er einnig alltaf skemmtileg. En skemmtilegasta ferðin í sumar var að hjóla Flateyjardalinn í blíðskaparveðri. Flateyjardalur er eyðidalur sem opnast við Flatey á Skjálfanda, við byrjuðum að hjóla í Fnjóskadalnum. Síðan hjólaði ég mjög skemmtilegar leiðir á sunnanverðum Vestfjörðum í sumar.“

 Hjólið María Ögn Guðmundsdóttir

 Hjólreiðakeppni Á morgun fer Gullhringurinn fram á Laugarvatni

Uppskeruhátíð hjólreiðafólks verður á Laugarvatni á morgun en þar fer fram Gullhringurinn svokallaði; hjólreiðakeppni fyrir alla fjölskylduna.

Uppskeruhátíð hjólreiðafólks

H María Ögn Guðmundsdóttir er margfaldur Íslandsmeistari í hjólreiðum.

Á eyrnalokka í stíl við hjólin Hvaða hjól átt þú og af hverju valdir þú það? „Ég á þrjú TREK hjól, alveg rosalega ólík hjól til ólíkra nota í hjólreiðum og keppni. Fjallahjólið mitt er TREK Superfly 29. Tímatökuhjólið mitt (þríþrautarhjól) er TREK Speed Consept 7,8 og síðan er götuhjólið mitt TREK Madone SSL 6,9 Project one. Og svona upp á gamanið á ég þrenna eyrnalokka í stíl við litinn á öllum hjólunum mínum, rauða, græna og svarta, smá stemning í því,“ segir María Ögn Guðmundsdóttir hjólreiðakona.

Hvar er uppáhaldshjólaleiðin þín? „Það er erfitt að nefna eina leið þar sem greinarnar innan hjólreiða eru svo ólíkar. En ef ég nefni eina þá er það Vesturgatan á fjallahjólinu. Þá er hjólað frá Þingeyri inn Kirkjubólsdal upp Álftamýrarheiði í 544m hæð, niður Fossdal, út fyrir Lokinhamra og Svalvoga og aftur á Þingeyri. Ég er búin að keppa þarna tvisvar sinnum og upplifunin er erfið en hamingjan hefur verið 100% í bæði skiptin.“

jólreiðakeppnin Gullhringurinn fram á Laugarvatni á morgun. Eins og nafnið gefur til kynna er Gullhringurinn kenndur við það sem erlendir ferðalangar á Íslandi kalla „The Golden Circle.“ A-riðill Gullhringsins liggur frá Laugarvatni að Geysi og þaðan niður Biskupstungnabraut að Þingvallaafleggjaranum í Grímsnesi og upp þar að Gjábakkavegi yfir Lyngdalsheiði og að Laugarvatni aftur. Sú leið er fyrir lengra komna og telur um 111 kílómetra. Einnig er keppt í aðgengilegri vegalengdum, 48.5 km og 12 km. Aðstandendur Gullhringsins vildu bæta við stóru opnu hjólreiðamóti í lok sumars en keppnissumarið byrjar hjá flestum með Bláalónsþrautinni í byrjun júní. Svo koma Heiðmerkuráskorunin og

Tour De Hvolsvöllur. Allar eiga þessar keppnir það sameiginlegt að vera opnar og mjög aðgengilegar fyrir byrjendur í sportinu. Síðan er fjöldinn allur af harðari keppnum þar sem keppt er í meiri hraða eða lengri vegalengdum sem ekki eru eins aðgengilegar. Aðstandenur Gullhringsins eru því að reyna að koma á fót einskonar uppskeruhátíð hjólreiðamanna á Laugarvatni þennan dag en alls er keppt í fjórum hringjum: Gullhring, silfurhring, bronshring og krakkahring. Þegar keppendur koma í mark er þeim boðið upp á heita súpu og frían aðgang að glæsilegri baðaðstöðu hjá Laugarvatni Fontana. Klukkan 18 verður keppendum, fjölskyldum og vinum svo boðið uppá fría aðstöðu til að grilla og í framhaldi verður tendraður varðeldur og sungið með brekku-

 Hjólið Alma María Rögnvaldsdóttir afrekskona

Bæði hjólað og hlaupið hringinn Hvaða hjól áttu og af hverju valdirðu það? „Ég á þrjú hjól. Trek Lexa racer, fyrsta götuhjólið mitt sem ég keypti vorið 2011, fallegt hjól sem hefur reynst mér sérstaklega vel í keppnum sumarsins. Síðan á ég Scott Contessa fjallahjól sem ég fékk í fertugsafmælisgjöf frá eiginmanninum. Einnig á ég hollenskt Batavus ferðahjól með körfu og hliðartöskum sem ég nota í búðarferðum. Það hjól fékk ég þegar ég bjó í Hollandi,“ segir Alma María Rögnvaldsdóttir. Hvar er uppáhaldshjólaleiðin þín? „Mér finnst frábært að fara upp í Heiðmörk á fjallahjólinu. Á götuhjólinu finnst mér skemmtilegast að fara í góðum hóp á fáfarna akvegi þar sem hægt er að halda góðum hraða.“

Alma María Rögnvaldsdóttir afrekskona er líklega ein fárra sem bæði hefur hlaupið og hjólað hringinn í kringum Ísland.

Alls er keppt í fjórum hringjum: Gullhring, silfurhring, bronshring og krakkahring.

söngsbrag inn í kvöldið. Gull, Silfur og Bronshringir verða hjólaðir og tímateknir með flögutækni sem er það nákvæmasta og besta á landinu. Að auki verður markið myndað með háskerpu upptökuvél þannig að tímatakan verður eins og best verður á kosið. Nú þegar hafa margir af bestu hjólreiðamönnum boðað komu sína í Gullhringinn. Vegleg verðlaun verða í boði fyrir fyrstu sætin. Tugir veglegra brautarverðlauna verða dregnir út úr nöfnum skráðra keppenda í verðlaunaafhendingunni. Meðal verðlauna eru Garmin hjólatölva, Countour sport videómyndavél frá Hátækni, flugmiðar fyrir tvo til London með WOWair og margskonar hjólafatnaður og búnaður. Fésbókarsíða keppninnar er: https://www.facebook. com/Gullhringurinn Öll aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi er til fyrirmyndar á Laugarvatni.

Hringirnir fjórir GULLHRINGURINN 111 km – „racerar“, götuhjól og fjallahjól Hjólað frá Laugarvatni klukkan 11.30 sem leið liggur að Geysi. Beygt inn á Biskupstungnabraut rétt fyrir neðan Geysi og hjólað niður allar Biskupstungurnar sem leið liggur yfir Brúará og inn á Grímsnesið, alla leið niður að Þingvallaafleggjaranum. Þaðan er hjólað upp Þingvallasveitina að beygjunni inn á Lyngdalsheiði og loks er hjólað í mark við Laugarvatn. SILFURHRINGURINN 48.5 km – fjallahjól og götuhjól (ekki „racera“færi) Hjólað frá Laugarvatni klukkan 12 að Geysi,

beygt inn á Reykjaveg, rétt ofan við Böðmóðsstaðaafleggjarann og hjólað niður Reykjaveginn yfir Reykjaheiði (misgrófur malarvegur) inn á Biskupstungnabraut fyrir neðan Vegatungu sem leið liggur yfir Brúará og inn á Grímsnesið að bænum Svínavatni. Þar er beygt inn á veginn upp að Apavatni og þaðan er svo hjólað sem leið liggur í mark á Laugarvatni. BRONSHRINGURINN 12 km – fjallahjól með og án „suspension“ Hjólað frá Laugarvatni klukkan 15 upp að Laugarvatnsfjalli. Þar er hjólað um mjög skemmtilegan stíg í fjallshlíðinni,

bæði á vegleysum og sveitavegum og komið til baka í hring og niður á Laugarvatnsveg aftur og teknir þrír sambærilegir hringir. Mjög skemmtileg leið aftur inn í mark við Laugarvatn. KRAKKAHRINGURINN 1-3 km – allar tegundir barnahjóla Hjólað inn að Laugarvatni frá klukkan 13, 14 og 15 eftir aldursflokkum. Hjólað eftir vel merktum og öruggum leiðum í kringum tjaldsvæðið á Laugarvatni. Vel merktar leiðir í þremur aldursflokkum 6 til 8 ára, 9 til 12 ára og svo 13 til 15 ára. Allir keppendur fá verðlaunapoka frá skipuleggjendum.


ÍSLENSKA SIA.IS MSA 60872 08.2012

NÝTT! HLEðSLA MEð SÚKKULAðIBRAGðI NÚ FÆST HLEðSLA Í FERNU MEð SÚKKULAðIBRAGðI, KJÖRIN EFTIR GÓðA ÆFINGU EðA BARA Í DAGSINS ÖNN. HÚN ER GÓðUR KOSTUR MILLI MÁLA OG ER RÍK AF PRÓTEINUM. HENTAR FLESTUM ÞEIM SEM HAFA MJÓLKURSYKURSÓÞOL.

HAFSTEINN ÆGIR GEIRSSON HJÓLREIÐAMAÐUR

100%

HÁGÆÐA PRÓTEIN


VERÐI ÞÉR AÐ GÓÐU

ÍSLENSKA SIA.IS SFG 50278 06/10 - Ljósmyndir: Hari

Hjónin Vignir og Ásdís rækta gulrætur í Auðsholti á bökkum Hvítár auk þess að búa með kýr. Fjölskyldan vinnur saman við garðyrkjuna og þegar mest er að gera er stórfjölskyldan kölluð til. Mikil vinna er lögð í hverja gulrót. Þær eru þvegnar, snyrtar og þeim pakkað í höndunum áður en þær eru sendar til neytenda. Ræktunin í Auðsholti er vistvæn.

islenskt.is


viðhorf 37

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

Loðslöngur meðfram eyrum

Þ HELGARPISTILL

Jónas Haraldsson

Teikning/Hari

jonas@ frettatiminn.is

Það er aðeins farið að kólna eftir sumarið sæla enda gengur september í garð um helgina, fyrsti haustmánuðurinn. Við erum vel haldin eftir sumarið og full af D-vítamíni. Það hefur verið með eindæmum blítt og fer í annála. Sólarsumarið 2012 þegar þeir sem pantað höfðu utanlandsferðir sáu eftir slíku því veðrið var betra hér en í nágrannalöndunum. Fölir Danir, og fleiri nágrannar, sem sátu súrir í rigningunni en höfðu rænu á að panta Íslandsferð sneru sólbakaðir og sælir heim. En árstíðaskiptin eru fram undan og ekkert nema gott um það að segja. Haustið býr yfir töfrum og litadýrð. Lopapeysan er á sínum stað og nýtist vel þegar hitinn lækkar. Karlar geta líka brugðið á það ráð að láta sér vaxa skegg til að hlýja sér, það er að segja þeir sem nenna að standa í því. Veturinn er tími alskeggsins, sagði í merkri skegggrein í Fréttatímanum síðastliðið haust þar sem fullyrt var að alskegg ætti að fylgja vetrinum eins og rjúkandi kjötsúpa. Ekki er víst að allir samþykki þá stefnu. Karlar hafa mismunandi afstöðu til skeggs og konur ekki síður. Langt er um liðið síðan pistilskrifarinn lauk skeggtímabili ævi sinnar og engin plön eru um að endurvekja það með hvítu skeggi og líkjast annað hvort sveitasöngvaranum Kenny Rogers eða sjálfum jólasveininum. En skegg er ekki sama og skegg. Það mátti lesa í fyrrnefndri skegggrein. Broddaskegg er algengt, einkum meðal yngri karla. Alskegg er klassískt en það þarf að snyrta. Yfirvararskegg er umdeildara og fer mönnum misvel. Sumir eru beinlínis hallærislegir með mottu, aðrir karlmennskan uppmáluð að hætti gamla kyntröllsins Burt Reynolds. Í skegggreininni var síðan bent á nokkrar gerðir skeggs sem venjulegir menn ættu að varast. „Ekki vera með geithafursskegg nema þú sért í rokkhljómsveit og þurfir að halda ákveðinni tegund af „kúli“ því hárið er farið að þynnast,“ sagði þar. „Sama gildir

um að láta vaxa bara undir neðri vörinni,“ sagði enn fremur. Þá var varað við svokölluðum kleinuhring fremst á trjónunni. Hann þykir ekki smart. Þar er sístur „rútubílstjórakleinuhringur“, hann „ættu bara rútubílstjórar og stöku íslenskukennari að leyfa sér.“ Fróðlegt er að kynna sér afstöðu kvenna til skeggvaxtar þeirra karla sem þær umgangast. Mín umbar tilraunir bónda síns á sínum tíma en sér, að ég held, ekki eftir þeirri skreytingu. Um afstöðu annarra kvenna mátti lesa á spjallsíðu Barnalands, þar sem ýmislegt var látið flakka. Ein bað annað hvort um rakaða kjamma eða brodda. „Allar gerðir af mottum og dónötum eru ljótar,“ sagði hún og átti með síðarnefnda slanguryrðinu við hinn illræmda

kleinuhring. Annarri þóttu 2-3 daga broddar fara flestum vel. „Maðurinn minn er allavega þannig og er með barta og he’s veeery sexy,“ sagði hún með þetta mörgum e-um í áhersluorðinu. Það leiðir hugann að börtum. Þeir voru í tísku í mínu ungdæmi en hafa lítt sést síðan. Slíkar loðslöngur meðfram eyrum eru umdeilanlegar, svo ekki sé meira sagt. Þriðja konan á spjallsvæðinu skóf ekki utan af því: „Ég hata skegg og brodda líka, aðallega af því mér finnst óþægilegt að kyssa þá.“ Sú fjórða var stuttorð en gagnorð: „Ég fíla skegg,“ sagði hún og sú fimmta sá sinn karl í hillingum þegar hún kom á innsoginu með eftirfarandi yfirlýsingu: „Mér finnst minn flottastur með brodda.“ Draumarnir eru af ýmsum toga eins og lesa mátti hjá þeirri sem

sagði: „Ég er lúmskt skotin í vel snyrtu alskeggi, eitthvað villimanns-, skógarhöggs-, bangsalega sexí við það. Þeir [alskeggjuðu karlarnir] eru einhvern veginn svo kósí og heimilislegir.“ Enn ein konan átti sér draum sem ekki rættist. „Ég grátbað manninn minn,“ sagði hún, „að prófa að safna en hann tók það ekki í mál. Það hefði verið kryddað gaman, eins og að fá allt í einu nýja týpu.“ Durtur má manngarmurinn hafa verið að veita henni ekki þetta tilfinningalega svigrúm, eins og þeirri sem sagði sitt álit strax í kjölfarið: „Ég er svo sammála, ég er voðalega hrifin af skeggi. Ég sá mynd af mínum fyrrverandi áður en ég kynntist honum og hann var með eitt það flottasta skegg sem ég hef séð. Ég sagði alltaf að ég hefði fallið fyrir skegginu.“ Ekki kom fram hvort rakstur þessa fallega skeggs hefði átt þátt í sambandsslitunum. Það fylgir skeggsöfnun karla að til eru myndir af þeim á ýmsum skeiðum, misfögrum. Það á við um pistilskrifarann eins og aðra sem lagt hafa út á þessa braut, einhvern tímann á lífsleiðinni. Það myndasafn nýttu börn hans nýverið og sýndu, sér og öðrum til skemmtunar, nema ef til vill fórnarlambinu. Það sást alskeggjað í ýmsum útgáfum, snöggum og loðnum en mesta kátínu vakti motta sem skilin var eftir tímabundið, á efri vörinni þegar alskeggið fauk fyrir fullt og allt. Þá var freistandi að halda yfirvararskeggi eftir, um stund að minnsta kosti. Sú ákvörðun var umdeild og kannski ekki skynsamleg, ef marka má þær gömlu myndir sem dregnar voru fram í dagsljósið á dögunum. Faðir þessara gamansömu barna þakkar þó sínum sæla að fram hjá þeim fór mynd, þegar þau pældu í gegnum gömul albúm, þar sem sást skelfilegur kleinuhringur á ásjónu hans sem hélt sér í dag eða tvo, áður en eiginkonan og móðir barnanna setti honum stólinn fyrir dyrnar. Sú mynd hefði endanlega farið með „kúlið“.


KOMDU STRAX !

M E T P E S +

M A R F Á A D L A H IN Ð FARTÖLVUTILBO 15,6“

11,6“

10,1“

M™

PENTIU

C-60 ATOM™

15,6”

Fyrirferðalítil og flott fartölva. 10,1“ fartölva með Intel Atom örgjörva. 1GB vinnsluminni og 320GB harður diskur.

11,6“ fartölva með AMD-C60 Dual Core örgjörva, 2GB vinnsluminni, AMD Radeon HD6250 skjástýringu og 320GB hörðum diski.

44.990

0

.99 Fullt verð 5

-20.000

0 0 0 . -4

-32% 3.990

Acer Aspire X1430 turntölva með Dual Core örgjörva.

69.990

9.990 Fullt verð 8

Nýtt! Samsung Blu-Ray skrifari sem les og skrifar líka DVD og CD.

Ein af okkar vinsælustu fyrir skólann og heimilið. Hagstætt verð fyrir 15,6“ fartölvu með Intel Pentium B950, 4GB minni og 500GB hörðum diski. Windows 7 Home Premium.

89.990

79.990

74.990

Geggjað verð fyrir hágæða Logitech HD 720P vefmyndavél.

-33%

Frábær fartölva með miklu geymsluplássi. 15,6“ skjár með LED baklýsingu. Intel Dual Core örgjörvi. 640GB diskur. 4GB vinnsluminni.

14.990

Þráðlaus fjölnotaprentari með iPrint. Skannar líka og ljósritar.

1.990 Fullt verð 2

13.990

7.990

Fullt verð 1

-5.000 Nýlent MSI GeForce skjákort N660GTX Ti PE OC 2.

49.990 Fullt verð 5

-6.000 21,5” Full HD LED Acer skjár með 12.000.000:1 skerpu.

19.990

5.990 Fullt verð 2

-10.000

Einn vinsælasti einangraði turnkassinn CoolerMaster Sileo 500.

-41%

21,5”

9.990

6.990

Fullt verð 1

4.990

Einn háþróaðasti sjónvarpsflakkarinn með Boxee kerfinu .

39.990

9.990

Fullt verð 4

LEIKJATURNTILBOÐ I

LEIKJATURNTILBOÐ II

Hrikalega öflug leikjavél á brjáluðu tilboðsverði. CoolerMaster HAF 912 Plus turnkassi sem hannaður er fyrir mikið loftflæði og kemur með rauðri LED viftu, öflugum 4-kjarna 3.6GHz AMD X4 örgjörva, AMD HD7770 1GB skjákorti, 90GB SSD Force 3 disk, 8GB vinnsluminni og hljóðlátum 1TB SATA3 hörðum disk. Kemur uppsett með Windows 7 Home Premium.

Ofur leikjavél með 120GB SSD diski. Kröftugur 8 kjarna 3.1GHz AMD X8 örgjörva, AMD HD7850 Twin Frozr 2GD5/OC skjákorti, 120GB SSD Force 3 diski, 2TB SATA3 hörðum diski og CM Silent Pro M II 720 W aflgjafa. Flottur og öflugur HAF 912 Plus turnkassi með ótal tengimöguleikum.

149.990 6 VERSLANIR UM ALLT LAND

199.990


T S E F R MBREUGLTILBOÐ Í 6 DAGA ! OPIÐ ALLA

HELGINA

+

15,6“ 15,6“

17,3”

CORE ™

i7

i5 CORE™

15,6” Kemur í flottum rauðum lit með Intel Pentium Dual Core örgjörva, 6GB vinnsluminni og stórum 640GB diski. Windows 7 Home Premium.

99.990

Hvít með Dual Core AMD E21800 örgjörva, AMD HD7340G skjákjarna, 4GB minni og 500GB diskur. Frábær kaup.

Mjög öflug vél með Intel Core i5 3210M örgjörva, Intel HD4000 og DirectX11. 4GB 1600MHz DDR3 minni (má stækka í 16GB), 640GB diskur, 2x USB3 tengi og HDMI .

99.990

129.990

-17%

-20.000 Heimabíóskjávarpi með HD-Ready og miklum tengimöguleikum.

119.990

39.990 Fullt verð 1

-29%

Hljóðlátur 1TB Western Digital Green SATA3.

14.990

Lokuð leikjaheyrnartól frá SteelSeries með útdraganlegum hljóðnema.

7.990

-10.000 Hágæða 120GB SSD diskur á 10.000 króna afslætti !

Brjálað verð fyrir sjónvarpsflakkara sem spilar meðal annars MKV skrár.

9.990

3.990 Fullt verð 1

24.990

4.990 Fullt verð 3

Mjög öflug vél með Intel Core i7 örgjörva, nVidia 2GB GeForce GT630M skjákorti, 6GB 1600MHz DDR3 minni, Harman Kardon hátölurum, 750GB hörðum diski, 4x USB3 tengjum og HDMI.

-33%

-38%

Fullt verð 1

159.990

Kinzu v2 Pro leikjamús frá Steelseries.

3.990

9.990

5.990

Fullt verð 1

.990 Fullt verð 5

-10.000

Traustur 2TB flakkari með tífalt meiri hraða á gagnaflutningsi með USB3.

-22%

20.990

6.990

Hinn vinsæli 16GB iPod Nano á 10.000 króna afslætti. 3 litir.

29.990

9.990

Fullt verð 3

Fullt verð 2

NOKKUR HUNDRUÐ RUGLTILBOÐ Í ÖLLUM FLOKKUM BORÐTÖLVUR • FLAKKARAR • SPJALDTÖLVUR • SSD DISKAR • SKJÁKORT • PRENTARAR • SKJÁIR • TURNKASSAR • ÖRGJÖRVAR • HÁTALARAR • AFLGJAFAR • HARÐIR DISKAR • VEFMYNDAVÉLAR • LEIKJATÖLVUR • LEIKJAVÖRUR • SJÓNVARPSFLAKKARAR • SKANNAR

SKOÐAÐU 100 HEITUSTU TILBOÐIN Á TL.IS


40

hátíð

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

 Hátíð Hamr aborgarhátíðin verður haldin í Kópavogi um helgina

Skottsalan vinsælust

Það verður margt um manninn á Hamraborgarhátíðinni nú um helgina.

Um helgina verður Hamraborgar­ hátíðin haldin í Kópavogi. Brandarakeppni, pylsuhátíð, flóamarkaðir og tilboð á lottómiðum svo eitthvað sé nefnt. Arna Schram lofar sjálfbærri bæjarhátíð sem bæjarbúar sjálfir skapa.

M

arkmiðið með þessari bæjarhátíð okkar, Hamraborgarhátíðinni, er að glæða gamla miðbæinn í Kópavogi lífi,“ útskýrir Arna Schram, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, en hátíðin á fyrst og síðast að vera sjálfbær hátíð þar sem „fólkið sjálft, fyrirtækin og stofnanirnar búa til sína eigin viðburði.“ Samkvæmt Örnu eru flóamarkaðirnir vinsælastir og þá sér í lagi sú hefð sem skapast hefur á hátíðinni, að íbúar á mæti á bílum sínum og selji gamla muni úr skottinu. Í ár hafa 60 manns boðað komu sína og skráð sig en færri komast að en vilja til að selja. „Þetta er mjög vinsæll viðburður og bæði gaman að selja og kaupa. Þarna hefur oft myndast ótrúleg stemning.“ Síðan eru öll fyrirtækin og veitingastaðirnir með tilboð á sínum vörum og þjónustu. Til dæmis verður Nytjamarkaðurinn með tilboð á lottómiðum og það verður pylsuhátíð þarna, brandarakeppni og mikið stuð. „Þarna skammt frá eru líka menningarstofnanir bæjarins: Gerðarsafn, Salurinn, Tónlistarsafn Íslands, Moli menningarhús ungmenna, Náttúrufræðistofa og bókasafn,“ segir Arna og býður alla velkomna, Í fyrra skapaðist þvílík stemning, sjálfbær, í Hamraborginni. Kópavogsbúa jafnt sem utanbæjarfólk.

Bækur, ritföng, rammar og leikföng

Tilboð á myndarömmum 30% og kiljum 20% I tilefnidagsins.

Gaman að kaupa og selja. Gamlir munir seldir úr skottinu.



bónus lýsisperlur 300 stk

498

kr. 500 ml

498

kr. 300 stk.

kjarnafæði kofareyktur úrbeinaður

lambaframpartur

259

kr. 600 gr

bónus hangiálegg

8 sn. í pakka ca. 120 gr / ca. 359 kr. pakkinn

2998 kr.kG

sláturfélag suðurlands

bónus kjarnabrauð

reykt folaldakjöt

198 kr. 500 Gr

með beini

2798 kr. kg

195

kr. 2 ltr.

95

kr. 500 ml

129 kr. stk

95

kr. 500 ml

bónus hreinn epla og appelsínusafi 1 ltr.

129 kr

bónus hreinn epla og appelsínusafi

þrjár 250 ml fernur i pakka

159 kr


bónus silkiskorin skinka 120 gr

298

kr. 120 gr

698 kr. kg

179 kr. kg

1798 kr. kg

ferskar kjÚklingabringur

bónus hreinn epla og appelsínusafi 1 ltr.

129 kr

100%

1295 kr. kg frosin lambasvið

229 kr.kG

4 ds. heinz bakaðar baunir

398 kr.

k jöt

1398 kr. pk

798

kr. 620 g

bónus bacon

1598 kr.kG þykkvabæjar 700 gr

tilboðs franskar kartöflur

259 kr.


44

heilsa

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

 Nýtt íslenskt æfingaprógr amm á ellefu stöðum á landinu

1.500 prófuðu Metabolic Fimmtán hundruð manns mættu í kynningartíma í Metabolic á ellefu stöðum á landinu í síðustu viku. Metabolic eru hópþrektímar fyrir alla þá sem vilja minnka fitu og auka vöðvamassa, styrk, kraft, hraða og þol. Körfuboltafrömuðurinn Helgi Jónas Guðfinnsson setti æfingaplanið saman svo ná mætti árangri með 45 mínútna æfingatíma. Fannar Karvel íþróttafræðingur kennir Metabolic í Digranesi í Kópavogi. Fannar var áður þjálfari í Sporthúsinu en hefur kúplað sig frá því og hafið eigin starfsemi

með konu sinni, Sigríði Þórdísi Sigurðardóttur. „Þetta er ekkert „extreme“. Ekki brjáluð keyrsla, heldur sniðið að meðalmanninum,“ segir Fannar. „Það er ekki fyrir alla að vera alltaf sveittir og útkeyrðir eftir allt að tveggja klukkustunda púl.“ Margir sem fari of geyst af stað og æfi of lengi nái ekki takmarki sínu um betra form þar sem þeir sæki í orkudrykki og aukahitaeiningar til að keyra upp kraftinn að nýju. „Grunnþráðurinn í gegnum þetta allt er að hraða efnaskiptum líkamans. Æfingarnar eru fjölbreyttar og mismunandi álagspunktar í

 Líkamsrækt Skemmtun og hreyfing í senn

Húllahopp, diskó og afró fyrir karla Þeir sem eru ekki mikið fyrir „hefðbundna“ líkamsrækt hafa enga afsökun lengur fyrir því að hreyfa sig ekki því sjaldan hefur verið jafnmikið framboð af frumlegum líkamsræktartímum en nú. Kramhúsið er dans- og listasmiðja í miðborginni sem fer ótroðnar slóðir og býður upp á tíma í húllahoppi og diskódansi og einnig afró fyrir karla. „Við ætlum að skora aðeins á karlpeninginn að prófa afró, sem eru vestur-afrískir dansar og puð,“ segir Þórunn Ásdís Óskarsdóttir, verkefnastjóri í Kramhúsinu. „Ég hugsa að þetta sé töluvert erfiðara líkamlega séð heldur en þeir halda, þannig að þeir fá súper góða líkamsrækt og hreyfingu út úr þessu. Og fá að dansa í friði, sem er örugglega eitthvað sem þeir gætu hugsað sér að gera, – án þess að við konurnar séum að „dæma“ þá eitt né neitt,“ segir hún og hlær. Karlkyns dansari frá New York, Mamady Sano, kennir körlunum afró. „Hann er reyndur kennari og passar sig að hafa sporin einföld svo að allir nái þessu. Samhæfing er einmitt eitthvað sem hverfur svolítið með aldrinum hjá mörgum og þetta er góð æfing í henni,“ segir hún. Á föstudagskvöldum verður boðið upp á diskódans og einnig verða í boði tímar í húllahoppi. „Erlendis hafa húllahringir verið að koma aftur í tísku, nú meira hjá fullorðnum. Svo nú er komið að vakningu hér á landi, við ætlum að smita fleiri af húllaæðinu,“ segir Þórunn. „Fyrir utan að vera frábær skemmtun er þetta hin besta hreyfing fyrir líkamann.“ -sda

Tilboðið gildir til 30 sept 2012

hverjum tíma. Ég hef ekki ennþá notað sömu rútínuna og er samt búinn að kenna Metabolic í þrjár vikur.“ Fannar segir hvern og einn geta sérsniðið æfingaráætlunina, því boðið sé upp á átta tíma á viku og hver og einn því ekki bundinn af því að mæta alltaf á sama tíma. Þá sé hópurinn í Digranesinu örlítið eldri en á mörgum líkamsræktarstöðvunum, flestir á aldursbilinu 25-35. „En þó er ein sextug og hún æfir við hlið manns sem var að snúa heim úr atvinnumennsku í handbolta.“

 Hreyfing Elvar Þór var tvítugur þegar hann stofnaði crossfitstöð

Virkilega gefandi að sjá fólk öðlast nýtt líf Elvar Þór Karlsson er einn þriggja eigenda nýju Crossfit- og bootcamp stöðvarinnar í Elliðaárdal. Hann byrjaði sextán að æfa bootcamp og var tvítugur kominn með sína eigin stöð. Hann segir allskonar fólk koma á námskeiðin, íþróttafólk og fólk sem aldrei hafi hreyft sig.

Elvar Þór Karlsson pískar liðið áfram í Elliðaárdalnum. Ljósmynd/Hari

E

ins og frægt er orðið þá vorum við að opna í glæsilegu nýju húsnæði í Elliðarárdalnum,“ segir Elvar Þór Karlsson crossfitfrömuður en hann er einn af þeim sem ber ábyrgð á þessu crossfit-æði sem gripið hefur landann. „Þetta er risastöð hjá okkur, fjórtán hundruð fermetrar og við erum bæði með bootcamp og crossfit, þrjá stóra sali og lyftingaaðstöðu og svo erum við jú að byrja með barnagæslu,“ útskýrir Elvar sem er þó sjálfur ekki í barneignahugleiðingum enda er þessi ungi frumkvöðull aðeins 22 ára gamall. Elvar segir að hann hafi verið kominn með nóg af tölvuleikjum tólf ára en hann tilheyrir þeirri kynslóð og stundaði ekki íþróttir sem krakki. „Ég fór ekki að hreyfa mig fyrr en sextán þegar ég fór á námskeið hjá bootcamp. Þá gat ég varla hlaupið tvo kílómetra og gat heldur ekki framkvæmt tíu armbeygjur,“ segir Elvar sem er nú kominn að mestu yfir í crossfit og hefur hlaupið nokkur maraþon, Laugaveginn og hundrað kílómetra hlaup auk þess sem hann hefur keppt á heimsmeistaramótum í crossfit og svo mætti lengi telja. Nú eru þetta miklar andstæður, heilsuæði

þjóðarinnar annars vegar og offitufaraldurinn hins vegar, og segir Elvar að þar sé öfgum Íslendinga rétt lýst. Hann er enginn undantekning og hreyfing hefur heltekið hann og breytti lífi hans. „Sem er nú ástæðan fyrir því að ég er í þessu af þessum krafti. Ég vil breiða út þennan boðskap því bootcamp og crossfit hefur hjálpað mér mikið.“ Elvar bætir því við að það sé ekkert smá gefandi að sjá fólk öðlast nýtt líf með hreyfingu: „Til okkar kemur allskonar fólk. Íþróttafólk sem er að ljúka sínum ferli í sinni íþrótt en vill halda sér í formi og fólk sem hefur aldrei hreyft sig. Það er ótrúlegt að sjá fólk koma og fyllast af sjálfstrausti, líta betur út og hafa meiri orku til að takast á við lífið.“ Auk Elvars eru tveir aðrir eigendur að nýju stöðinni, þeir Arnaldur Birgir Konráðsson og Róbert Traustason. Þeir tveir stofnuðu bootcamp fyrir átta árum og Elvar byrjaði að æfa hjá þeim en stofnaði sjálfur crossfit fyrir tveimur árum. Nú eru vinirnir sameinaðir á ný og bjóða byrjendur jafnt sem lengra komna velkomna á námskeiðin sem hægt er að afla upplýsinga um á bæði www.crossfitstodin.is og www.bootcamp.is.

Kynning

Einföld meðferð fyrir heilbrigðan líkama Meðferðin sem við mælum með Við hjá Signatures of Nature bjóðum upp á einfaldar meðferðir er gott að stunda einu sinni i viku sem konur geta stundað og þá er það þurrburstheima til að stuðla að un, olíu body skrúbb og heilbrigðum líkama. olíubað. Margar konur sem æfa Meðferðin örvar sog­ reglulega svitna mikið æðakerfið vegna þess og þá verður oft smá að ör v un á blóðrás rakatap sem getur komverður og er það gerist ið fram í þurri húð. fær húðin meiri næringu frá blóðinu fyrir Nú sérstaklega í vetur, er við klæðum kuldutan að hreinsun á sér ann af okkur, verður stað í gegnum sogæðahúðin oft minna frísk- Anna María Ragnarskerfið. Dauðar húðleg og til eru ýmis ráð dóttir snyrtifræðingur. frumur losna af yfirtil þess að huga betur að borði húðar í leiðinni henni til að viðhalda raka og frísk- þannig allt sem þú setur á húðina leika hennar og um leið stinna næstu daga virkar betur. Þessi meðferð tekur alls ekki langan hana og styrkja.

tíma. Við erum alltaf með tilbúnar leiðbeiningar sem fylgja með og fyrir utan hversu áhrifarík meðferðin er að þá er þetta líka svo gott fyrir andlegu hliðina, því vellíðan á eftir er dásamleg. Vörurnar okkar eru auk þess hreinar eða án allra kemískra efna og eru með Ecocert vottun. Þær eru stútfullar af ferskum vítamínum og þá sérstaklega E-vítamíni og því hreinni vöru sem þú notar þá nær húðin, sem er stærsta líffæri líkamans, að anda betur. Þannig viðheldur hún enn meiri frískleika.


BRENNSLA STYRKUR SNERPA 6 vikur - fyrir konur og karla FGF námskeiðið hefur náð miklum vinsældum. Æfingakerfið byggist á einföldum æfingum sem þjálfa upp þol, styrk og snerpu á skjótan og hnitmiðaðan hátt. Grunnbrennsla eykst og í hverjum tíma myndast eftirbruni í líkamanum sem gerir það að verkum að hitaeiningabrennslan heldur áfram á auknum hraða í nokkrar klukkustundir eftir að æfingu lýkur. Skráðu þig á þetta öfluga námskeið og vertu í fanta góðu formi. Það er aldrei of seint að skora á sjálfa/n sig og komast í sitt besta form.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningu, verð og skráningu finnur þú á www.hreyfing.is


46

heilsa

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

 Villisveppir

Sveppaveiði Nú er sveppatímabilið í íslenskri náttúru í hámarki. Allir þeir sem hafa hugsað sér að prófa að tína villisveppi ættu að ná sér í bastkörfu og halda af stað. Það er einmitt það sem Haraldur Jónasson gerði þegar hann fór í sveppamó í fyrsta sinn á ævinni.

Þ TENNIS er skemmtileg hreyfing

Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is

að fyrsta sem þarf að hafa í huga þegar haldið er af stað í sveppamó er grunnvitneskja um íslenska matsveppi. Hún er þessi: Pípusveppir eru nær alltaf ætir en fansveppir eru það ekki. Óreyndir ættu því að halda sig við þá fyrrnefndu. Þeir þekkjast auðveldlega frá vegna þess að undir hattinum eru holur eða pípur sem líta út eins og svampur. Ekki þessar fanir sem við tengjum oftast við sveppi. Það er þó einn pípusveppur, piparsveppur, sem þykir ekki góður á bragðið. Að fara í sveppamó er í ekkert líkt því að fara í berjamó. Veiðieðlið byrjar að segja til sín um leið og komið er að skógarjaðrinum. Mjög svipað rjúpnaveiðum nema í stað haglarans á öxlinni kemur bastkarfa á framhandlegginn. Kannski ekki alveg jafn karlmannlegt en næstum því. Sérstaklega þegar tegund sem beðið hefur verið eftir skýtur loksins upp hattinum.

Aflann heim

Þegar heim er komið þarf svo að gera að aflanum líkt og í veiðinni. Sveppir eru fljótir að skemmast. Það þarf að þurrka mold, lyng og mesta

Passa verður upp á hvaða sveppir eru plokkaðir úr fylgsnum sínum og hverjir ekki. Best að tína bara þá sveppi sem þorandi er að borða og skilja hina eftir. Í þessa körfu fór nokkuð af fansveppum sem tegundargreina átti heima. Þegar á hólminn var komið var reynsla plokkarans þó það lítil að ekki var hætt á að borða þá og þeir enduðu í ruslakörfunni. Það er óþarfa átroðningur á náttúrunni sem passað verður upp á næst. Mynd Hari

slímið af sveppnum. Ef það er mikið slím á sveppnum, sem á sérstaklega við um furusveppi, eru margir sem taka það alveg af. Það getur nefnilega komið beiskt bragð af því.

Geymsla

Þá þarf að athuga hvernig geyma á aflann. Það er hægt að frysta sveppina ferska en betra er þó að steikja þá á þurri pönnu til að ná slatta af vatni úr þeim. Kæla svo niður á grind og setja í loftþétta poka eða ílát og inn í kaldasta hluta frystisins. Ef þurrka á sveppina er best að skera þá í frekar þunnar sneiðar og þurrka eins hratt og hægt er. Einfaldast að gera það í bakaraofni við 30 50 gráðu hita. Ofninn er hafður einn þriðja opinn svo rakinn komist frá. Þetta ferli getur tekið marga klukkutíma og einfaldast að hafa ofninn í gangi yfir nótt. Sveppurinn verður að vera orðinn alveg þurr áður en hægt er að setja hann í krukkur eða box. Þá verður hann stökkur og hægt að brjóta hann auðveldlega í tvennt. Ef

sveppurinn er enn svolítið seigur er um að gera að þurrka meira.

Matreiðsla

Þurrkaða sveppi er svo hægt að mylja beint út í sósur og súpur en sé ætlunin að steikja þá þarf að bleyta upp í þeim í korter-hálftíma baði í volgu vatni. Það vatn er svo hægt að nota sem sveppakraft. Passa bara ef botnfallið er eitthvað gruggugt að það sleppi ekki með. Sveppir hafa þó yfirleitt gott af smá steikingu upp úr smjöri, olíu eða blöndu af þessu tvennu. Við það magnast bragðið. Það er því ekkert til fyrirstöðu að prófa, það þarf bara lítinn beittan hníf og körfu, ekki nota plastílát, sérstaklega ekki plastpoka nema í neyð og tína þá bara pínulítið því það þarf ekki mikið til þess að sveppirnir rotni ef ekki loftar um þá. Besti tíminn til að fara er fyrstu tveir þurrkdagarnir eftir góðan rigningardag. Þá eru nýir og ferskir sveppir út um allt. hari@frettatiminn.is

KYNNING

Fimleikafjólurnar í Fossvoginum

– leikfimi fyrir konur

L

eik f imin hef ur þær eru mjög duglegar verið starfandi í við það. Tímarnir byggjmeira en tuttugu ast helst á góðum þolog styrktaræfingum. ár og margar konur hafa verið alveg síðan byrjun. Við æfum helst með létt Það eru alltaf að bætlóð og okkar eigin líkast nýjar konur ár hvert amsþyngd með áherslu í hópinn sem er alltaf á pilates æfingar á dýnu, skemmtilegt og vel er en þær eru svo góðar tekið á móti nýjum meðfyrir bak- og kviðvöðva limum. Konurnar eru og lengja og styrkja flest allar úr hverfinu Ásdís Halldórsdóttir djúpvöðva líkamans en einnig eru konur að ásamt því að auka liðkoma annars staðar úr Reykjavík leika og jafnvægi. Við búum svo vel og að sjálfsögðu bjóðum við allar að því að vera í góðum íþróttasal velkomnar. Meðalaldur í hópnum svo við tökum stundum upphitun er 60 ár. En það eru konur með með blakbolta eða körfubolta bara okkur sem eru allt niður í 30 ára til að krydda aðeins tímana og það og upp í 75 ára gamlar. þykir þeim afar gaman. Stundum Mikil gleði er í hópnum, hóp- tökum við létt dansspor í tímunum urinn er mjög samrýmdur og og á hverri önn fáum við til okkar konurnar eru oft samferða í leik- gestakennara úr ýmsum áttum, fimina, deila prjónauppskriftum, en það hefur ýmist verið afró, mataruppskriftum eða bókum. bollywood eða zúmba. Við förum Hópurinn fer út að borða á hverju einnig reglulega í jóga og gerum ári og hafa Vegamót verið í upp- þá góðar liðleikaæfingar með slökáhaldi síðastliðin tvö ár. Það hefur un og djúpöndun. alltaf verið svo gaman, konurnar Kennarar eru Ásdís Halldórsfara í sitt fínasta púss og eiga góða dóttir íþróttafræðingur og Linda stund saman. Björk Óladóttir, sundkennari og Leikfimin er mjög fjölbreytt og þolfimikennari, en þær hafa báðar heldur konunum í formi allt árið. áratuga reynslu í líkamsræktarÞað er haustönn og vorönn en svo þjálfun kvenna. Tímarnir eru á fá þær gott jóla-, páska- og sum- þriðjudögum og fimmtudögum arfrí sem þær nýta vel í göngutúra, klukkan 17 í Fossvogsskóla. Nánskíði eða golf. Ég reyni að hvetja ari upplýsingar gefur Ásdís Hallþær til að hreyfa sig í fríunum og dórsdóttir í síma 777-2383.



48

heilsa

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

 Blaber Full af andoxunarefnum

Ofurfæði úr náttúru Íslands

Fáir ávextir hafa meira af andoxunarefnum en bláber, sérstaklega lífrænt ræktuð eins og villibláberin okkar Íslendinga.

Bláber eru með því hollasta sem hægt er að gæða sér á því þau eru full af andoxunarefnum sem verja frumur líkamans fyrir skemmdum og geta komið í veg fyrir sjúkdóma og styrkt ónæmiskerfið. Þau bragðast einnig dásamlega og eru góð byrjun á góðum degi – og fást ókeypis í náttúru Íslands.

Í

ÍÞRÓTTAFRÆÐINGAR

þeirri miklu heilsubylgju sem gengur yfir landið má gera ráð fyrir að margir hugsi sér gott til glóðarinnar um þessar mundir þegar berjauppskerutíminn er í há­ marki því bláber eru ein hollasta fæðuteg­ und veraldar. Fréttir hafa borist af óvenju­ mikilli og góðri berjauppskeru víða um land en aðalbláberin finnast helst á Vestfjörðum. Ekki þarf að fara lengra en til Hólmavíkur til þess að komast í eðal berjalönd en firðirnir í Ísafjarðardjúpi hafa löngum þótt kjörlendi berjaáhugamanna. Það er fátt meira gefandi en að dunda sér úti í náttúrunni í góðu veðri og færa björg í bú fyrir veturinn og ekki er síðra að börn á öllum aldri geta notið þess að tína ber, hvort sem er beint í munninn eða í fötur og dollur hvers konar. Bláberin eru full af andoxunarefnum sem verja frumur líkamans fyrir skemmdum af völdum svokallaðra sindurefna (e. free radi­ cals), óstöðugum mólikúlum sem verða til við eðlilega frumustarfsemi. Sindurefni geta skaðað arfbera fruma og hrundið af stað ferli þar sem frumur taka að vaxa stjórn­ laust. Hugsanlegt er að þær breytingar leiði til þess að krabbamein og aðrir sjúkdómar nái að myndast. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvort andoxunarefni sem þessi geti styrkt ónæmiskefið og komið í veg fyrir sjúkdóma.

Þótt rannsóknir séu nokkuð misvísandi bendir ýmislegt til þess að andoxunarefni, sérstaklega E-vítamín, geti minnkað hætt­ una á hjarta- og æðasjúkdómum. Beta-ka­ rótín virðist hamla myndun krabbameins, en einungis þegar það fæst úr venjulegum mat. Í töfluformi getur það jafnvel haft skaðleg áhrif. Andoxunarefni geta einnig dregið úr hættu á æðakölkun og blóðtappa og minnk­ að hrukkumyndun.

Föstudagur 7.sep.12

Leikskóli

Grunnskóli

13:15 - 14:15

Næringargildi í bláberjum (1 bolli, 148 g) Næringarefn Hlutfall af ráðlögðum dagsskammti K-Vítamín 35,7% Mangan 25% C-Vítamín 23.9% Trefjar 14,2% Hitaeiningar (84) 4%

Framhaldsskóli

Þjálfun

Hafþór Guðmundsson, sundkennari við HÍ er tilbúinn að taka þá sem vilja í sundpróf á föstudagsmorgninum :) Lámark 15 manns, byrjar kl:8:30

SETNING

13:00 - 13:15

Landlæknisembættið og Menntamálaráðuneytið

14:15 - 15:15

Einkaþjálfarinn

Gígja Gunnarsdóttir

Víðir Þór Þrastarson

Staða Íþróttafræðinga - Fyrirlestur og umræður

Þórdís Gísladóttir

15:30 - 16:30

Hugstormun og umræður um starf íþróttafræðinga í leikskólum

Hugstormun og umræður um starf íþróttafræðinga í grunnskólum

Hugstormun og umræður um starf íþróttafræðinga í framhaldsskólum

Hugstormun og umræður um starf íþróttafræðinga í þjálfunarstarfi

Oddný Anna Kjartansdóttir

Guðríður Brynjarsdóttir

Andrés Þórarinn Eyjólfsson

Erlingur B. Richardsson

16:35 - 17:35

Danskennsla í leikskólum og 1.4. bekk grunnskóla

Sundleikir (sundlaug)

17:40 - 18:40

18:45 - 19:45

Hrafnhildur Sævarsdóttir

Ungbarna- og barnasund (sundlaug)

Danskennsla í 5.-10. bekk grunnskóla og framhaldsskólum

Jóga fyrir allan aldrushóp

Hafrún Kristjánsdóttir

Íris Anna Steinarrsdóttir

Krakkablak

Sonja Björg Ragnhildardóttir

Íþróttasálfræði

Styrkur og þol

Íris Anna Steinarrsdóttir

Ólafur Gíslason

Ásta

Sigrún Gylfadóttir

Heilsufar íslenskra barna og unglinga: Heilsuuppeldi og aðgerðir Erlingur Jóhannsson Teypingar

Kennileitahlaup (úti)

Jón Birgir Guðmundsson (Jóndi)

Gunnar Páll Jóakimsson

.

HLÉ 20:30 - 22:30

FORDRYKKUR - Aðalfundur Hátíðarkvöldverður Skemmtiatriði

22:30 - ? Laugardagur 8.sep

KERLINGARFJALLA STEMNING

Leikskóli

10:00 -11:00

Leikir

Badminton

Cross fit Metalbolic Metabolick

HÁDEGIS HLÉ í boði ÍKFÍ Útikennsla

Þrekraunir

Skólahreysti framhaldsskóla

Hallbera

Viðar Sigurjónsson

Andrés Guðmundsson

Lífeðlisfræðir, áhrif þjálfunar + mælingar

HSÍ fyrir grunnskóla

Jóga - fyrir lengra komna

Árni Stefánsson

Ragnhildur Sigurðardóttir (Gagga)

Samkennsla, fatlaðra og ófatlaðra Sigurlín Garðarsdóttir

17:00 - 18:00

Afreksbraut

HÍ og HR með kynningar

12:15 - 13: 15

16:30 - 17:00

Þjálfun

Hópefli frá Rússlandi

11:15 - 12:15

14:20 - 15:20

Framhaldsskóli

Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir

Örn Ólafsson

13:15 - 14:15

Ragnhildur Sigurðardóttir og Sigurður Reynir Ragnhildarson

og DANSIBALL fram á rauða nótt

Grunnskóli

09:00 - 09:55

15: 25 - 16: 25

Allar upplýsingar um skráningu og verð er hjá stjorn@ikfi.is

Fáir ávextir hafa meira af andoxunarefn­ um en bláber, sérstaklega lífrænt ræktuð eins og villibláberin okkar Íslendinga. Best er að neyta þeirra nýtíndra en þannig geym­ ast þau hins vegar stutt. Rannsóknir sýna að frysting hefur engin áhrif á virkni andoxun­ arefnanna og er því kjörið að pakka þeim í litla plastpoka og frysta fljótlega eftir að þau hafa verið tínd og nota þau í búst eða grauta. -sda

Rat leikir

Sjálfs vörn

Smári Stefánsson

Víðir Þór Þrastarson

Lokaumræður Heimferð

Stjórn ÍKFÍ áskilur sér rétt til að breyta dagsská án fyrirvara


heilsa 49

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

Bláberjamyntudrykkur 8-10 myntulauf Safinn úr hálfri límónu og hinn helmingurinn í bátum 1 msk hrásykur handfylli af bláberjum Sódavatn Klakakurl

Setjið límónu, hrásykur og myntu saman í glas og merjið saman. Bætið bláberjum út í og merjið örlítið saman við. Bætið við klakakurli eftir smekk og fyllið glasið með sódavatni. Skreytið með bláberjum og ferskri myntu.

Bláberjadrykkur

Bláberja morgunverðardrykkur (402 Kcal) 13,8 gr prótein, 65 gr kolvetni, 10,7 gr fita Mjög bragðgóður og saðsamur morgunverðardrykkur sem stendur vel með manni. 100 gr (2 dl) aðalbláber eða frosin ber 1 banani, þroskaður og gott að hafa hann frosinn 30 gr (1 dl) haframjöl 1 msk hörfræ 200 ml léttmjólk (2 dl) (má vera möndlumjólk, rísmjólk eða nýmjólk) 1 tsk akasíu-hunang eða önnur sæta, t.d. 2 döðlur eða 1 tsk agave. Haframjölið og hörfræin sett saman í blandarann og blandað þar til haframjölið er orðið að dufti og hörfræin mulin. Öðru hráefni bætt saman við og hrært vel.

 Heilsudrykkir

Próteinrík bláberjabomba Bláberjabomba (384 Kcal) 11.2 gr prótein, 65 gr kolvetni, 11 gr fita 20 gr möndlur með eða án hýðis sem lagðar hafa verið í bleyti yfir nótt (ca 10-12 stykki) 2 döðlur, fínt að leggja þær bleyti í smá stund ef þær eru harðar. 20 gr hveitikím 1 banani 100 gr frosin eða fersk bláber • Vatn eftir þörfum

í

Möndlurnar og döðlurnar eru fyrst settar í blandarann og blandað þar til orðið silkimjúkt. Þá er restinni bætt saman við og blandað vel.

• Hveitikím er mjög næringarríkt en það inniheldur 23 næringarefni og í hverju grammi er að finna mun meira magn næringarefna en í öðru grænmeti eða korni. Hveitikímið inniheldur meira magn af kalíum og járni en nokkur önnur fæðutegund. Mikið er að finna af A, B1 og B3 vítamínum auk E vítamíns. Algjör ofurfæða. • Möndlurnar eru einnig mjög góðar en þær innihalda mikið magn af góðri fitu sem er nauðsynleg fyrir okkur.

KRAFTAVERK

• Hentar ekki fyrir fólk með glútenóþol útaf hveitikíminu


50

bílar

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

 Kia Bílasýning hjá Öskju á laugardaginn

Optima og cee‘d frumsýndir Bílaumboðið Askja mun frumsýna Kia Optima og Kia cee‘d á laugardaginn milli klukkan 12 og 16 að Krókhálsi 11. „Við höfum skynjað mikla eftirvæntingu og það hefur verið mikill spenningur að fá þessa bíla til landsins. Við höfum þegar fengið fjölda eftirspurna frá viðskiptavinum,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Öskju. Optima er nýr bíll í D-flokki, stór fjölskyldubíll með sportlegt útlit og aksturseiginleika. Innanrýmið þykir mjög fallegt þar sem efnisnotkun er vönduð og tækjabúnaður ríkulegur. Optima er í boði í þremur útfærslum sem eru allar með 1,7 lítra dísilvélum sem skila

136 hestöflum. Hann verður bæði fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur í EX útfærslu og þá verður hann einnig í boði í Premium útgáfu. Sá er með Panorama þaki, bakkmyndavél, LED ljósum að framan og aftan, 18 tommu álfelgum, LCD mælaborði og leðursætum svo eitthvað sé nefnt. Optima eyðir frá 5,1 lítra á hundraðið í blönduðum akstri, samkvæmt upplýsingum frá Kia. Optima kostar frá 4.790.777 krónum en Premium útgáfan kostar 6.090.777 krónur. Hinn nýi Kia cee‘d verður einnig frumsýndur á laugardag. Þetta er önnur kynslóð þessa vinsæla bíls en Kia cee‘d er mest seldi bíll Kia frá upphafi. Þrjár útfærslur af hlaðbaknum verða í boði og allar með dísil-

 Fornbílar Herskipsgr ár eðalvagn

vélum. Hér er um að ræða 1,4 lítra LX, beinskiptan sem skilar 90 hestöflum. Einnig er í boði 1,6 lítra EX beinskiptur sem skilar 128 hestöflum og loks 1,6 lítra EX með 6 þrepa sjálfskiptingu sem skilar 128 hestöflum. Allar vélarnar eru talsvert sparneytnari og umhverfismildari en í fyrri gerð. „Nýju Kia cee‘d bílarnir hafa breyst mikið í útliti og aksturseiginleikum,“ segir í tilkynningu Öskju, „auk þess sem þeir er búnir nýjum aflmiklum en um leið eyðslugrönnum og umhverfismildum vélum. Falleg díóðuljós munu nú einkenna cee‘d að framan auk þess sem bíllinn er lengri og breiðari en forverarnir og 1 sm. lægri. Nýr cee‘d kostar frá 3.385.777 kr.“

Kia Optima er stór fjölskyldubíll með sportlegt útlit.

 Flutningar Fr á BL í sjálfstætt umboð

Mercedes-Benz S, árgerð 1928, verður boðinn upp í næsta mánuði. Bíllinn er allur upprunalegur, með herskipsgráu lakki frá verksmiðjunni og dökkbláum leðursætum. Mynd af síðu Bonhams

Einstakur Mercedes-Benz á uppboði Einstakur Mercedes-Benz verður boðinn upp 15. september næstkomandi hjá enska uppboðsfyrirtækinu Bonhams. Um er að ræða bíl af S-gerð frá árinu 1928, að því er fram kemur í Jótlandspóstinum danska. Bíllinn hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar alla tíð og hefur verið geymdur í bílskúr frá því á fjórða áratug síðustu aldar. Hann er algerlega upprunalegur. Lakkið á bílnum hefur haldið sér öll þessi ár en liturinn er herskipsgrár. Hið sama á við um sætin sem klædd eru dökkbláu leðri. Bíllinn er opinn, eins og tíðkaðist á þessum árum. Hann stóð undir þeim

Rennilegur nýr Mecedes Benz A Minnsti Mercedes-Benzinn er sá mest spennandi, segir í fyrirsögn Jótlandspóstsins en þar er sagt frá gerbreyttum A-Benz. Hann er kominn langt frá frumgerðinni sem valt í svokölluðu elgsprófi í Svíþjóð, svo sem frægt varð. Um er að ræða sportlegan fimm dyra bíl sem keppir meðal annars við BMW 1 og Audi A3. Bíllinn er stærri en hann var, byggður á sömu botnplötu og B-gerð Mercedes-Benz. Bíllinn er eftirsóttur og svo margar pantanir liggja fyrir að hert verður á færiböndum

væntingum sem alla tíð hafa verið gerðar til Mercedes-Benz en bíllinn náði 160 kílómetra hraða þegar hann var reyndur og setti met á Nürburgring í Þýskalandi árið 1927. Vél bílsins er engin smásmíði, 6,8 lítra og hönnuð af þeim fræga Ferdinard Porsche. Bonhams umboðsfyrirtækið býst við því að hátt verð fáist fyrir bílinn, ekki undir 260 miljónum króna. Metverð fyrir bíl frá þessu tímabili fékkst fyrir tveggja sæta Mercedes-Benz 710, árgerð 1928, en hann seldist hjá Bonhams fyrir um 480 milljónir króna.

verksmiðjanna en bíllinn er framleiddur í verksmiðju Mercedes Benz í Rastatt í Þýskalandi og í nýrri verksmiðju í Kecskemét í Ungverjalandi. Enn fremur hefur verið samið við Valmet í Finnlandi um framleiðslu á rúmlega 100 þúsund A-Benzum á árabilinu 2013-2016. Álfelgur, loftkæling, hljóðkerfi með 6 hátölurum, USB-innstunga og Bluetooth eru meðal staðalbúnaðar í hinum nýja A-Benz. Á öryggissviðinu má meðal annars nefna þreytu- og árekstrarviðvörunarkerfi og loftpúða fyrir hné ökumanna, auk ESC-skrikvarnar. Úrval véla og drifbúnaðar er í boði og mismunandi innréttingar. Bensínvélarnar eru frá 1,6 lítrum að rúmtaki og frá 122 hestöflum, upp í 2,0 lítra, 211 hestafla. Dísilvélarnar eru frá 109 hestöflum til 136 hestafla.

Jeppa- og fjórhjóladekk

a Reykj vík

Re

y k ja n e s b æ

Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 Sími: 590 2000 - www.benni.is Nesdekk - Fiskislóð - 561 4110 Nesdekk - Reykjanesbæ - 420 3333

Heiðar Sveinsson framkvæmdstjóri og Ragnar Sigþórsson sölustjóri verða komnir með starfsemi Hyundai í nýjar höfuðstöðvar um helgina.

Hyundai flytur í Kauptún í Garðabæ Þjónustuverkstæði, varahlutaverslun og sala notaðra bíla á sama stað.

Í

ár eru liðin 20 ár síðan fyrstu Hyundai bílarnir komu til landsins. Allt frá árinu 1992 hefur Hyundai verið hluti af bifreiðaumboðinu BL ehf., áður B&L ehf., en eigendur BL ehf. hafa nú ákveðið að færa starfsemi Hyundai í ný húsakynni í Kauptúni í Garðabæ, gegnt Ikea, og opna á morgun, laugardaginn 1. september sjálfstætt starfandi Hyundai bifreiðaumboð. Aðspurður um hvort nú sé rétti tíminn til að opna nýtt bifreiðaumboð, segir Heiðar Sveinsson, framkvæmdastjóri Hyundai, svo vera. „Hyundai hefur átt mikilli velgengni að fagna á heimsvísu undanfarin misseri og er orðinn fjórði stærsti bílaframleiðandi í heimi. Árangur í eftirliti með gæðum framleiðslunnar er eftirtektarverður og bilanatíðni Hyundai bíla með því minnsta sem þekkist hjá bílaframleiðendum. Eftir mögur ár í bílasölu undanfarið höfum við skynjað meðbyr með Hyundai merkinu og trúum því að nú sé rétti tíminn að byggja upp nýtt bifreiðaumboð með áherslu á góða og persónulega þjónustu í nýjum húsakynnum sem gefa vörunni kost á að njóta sín til fullnustu,“ segir hann. Á nýjum stað í Kauptúni þurfa viðskiptavinir ekki að leita á marga staði eftir þjónustu, því verkstæði og varahlutaverslun

fyrir Hyundai bíla opnar þar á sama tíma, auk þess sem boðið verður úrval notaðra Hyundai bíla. „Við munum opna á hverjum degi klukkan 7.45 og taka á móti viðskiptavinum sem eru að koma með bíla í þjónustu með nýbökuðu bakkelsi og bros á vör og að sjálfsögðu skutlum við viðskiptavinum sem koma með bíl bæði til og frá vinnu eða hvert sem er innan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Heiðar. Vörulína Hyundai hefur tekið stakkaskiptum. Nýr i40 var kynntur í vor og jafnframt kom nýr i30. Nýr Santa Fe verður kynnur á næstunni. Nýju gerðirnar af Hyundai eru allar búnar nýjum og sparneytnum bensínog dísilvélum með lágt CO2 gildi og á næstu vikum verður nýr Hyundai i20 kynntur með einni sparneytnustu dísilvél sem gerð hefur verið. Hin nýja vörulína Hyundai er öll með 5 ára ábyrgð og ótakmarkaðan akstur auk þess sem Hyundai viðskiptavinum býðst að koma með bíla sína í gæðaskoðun án endurgjalds hvenær sem er. „Til að viðskiptavinir njóti alls þess besta sem bíleigendur geta hugsað sér,“ segir í tilkynningu umboðsins, „fylgir 24 tíma vegaaðstoð öllum nýjum Hyundai bílum ef svo óheppilega vildi til að bíllinn bili á 5 ára ábyrgðartímanum.“



52

bækur

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

Baráttan um brauðið í kilju

Jussi á uppleið

Í ritröðinni Íslensk klassík er komin út síðari hluti sjálfsævisögu Tryggva Emilssonar, Baráttan um brauðið. Fylgir hún fyrra bindinu, Fátæku fólki, sem kom út í þessari ritröð 2010 sem var þá tekið með kostum og kynjum, eins og var raunar með bæði þessi verk við frumútgáfu þeirra á áttunda áratugnum. Hefur Baráttan um brauðið nú komið út í fjórum útgáfum sem segir sitt um viðtökur lesenda, því fátítt er að verk sem þetta komi út í síendurteknum útgáfum á fjórum áratugum. Svo vitnað sé til gamals meistara bókmenntagagnrýni dagblaða, Ólafs Jónssonar: „Minningar Tryggva Emilssonar veita yfirsýn mikillar sögu eins og einn einstaklingur úr hópi þúsundanna hefur sjálfur lifað hana og hún bregður um leið upp ótal skilríkum dæmum mannlífs og reynslu alþýðufólks...“

Nýjasta bók danska spennusagnahöfundarins Jussi Adler-Olsen, Flöskuskeyti frá P, rýkur upp metsölulista bókaverslana, situr í fjórða sæti kiljulistans og áttunda sæti aðallistans. Jussi er nú í heimsókn hér á landi sem ýtir væntanlega enn frekar undir vinsældirnar.

 Ritdómur Næturóskin

 Næturóskin Anne B. Ragde Hjalti Rögnvaldsson þýddi. Mál og menning, 220 bls. 2012.

Sagan um Önnu litlu í Grænuhlíð er nú komin út í fimmta sinn á íslensku í nýrri þýðingu Sigríðar Láru Sigurjónsdóttur. Ólíkt fyrstu þýðingunni sem kom út 1933, aldarfjórðungi eftir fyrstu útgáfu verksins vestanhafs, þá er verkið nú óstytt. Dvöl Önnu í Avonlea varð að ritröð og fyrir tæplega tveim áratugum var gerð eftir henni vönduð sjónvarpsmynd sem naut þá mikilla vinsælda. Ætti því söguefnið að eiga sér vísa aðdáendur hér á landi. Sögurnar af Önnu eiga bæði erindi til barna, unglinga og fullorðinna og teljast með réttu sígildar bókmenntir. Forlagið Ástríki gefur verkið út.

 Ritdómur Fantasíur

Næturlíf í Noregi

Anna B. Ragde.

Anna í Grænuhlíð í fimmtu útgáfu

Norski rithöfundurinn Anne B. Ragde átti óvæntum vinsældum að fagna hér á landi með þríleik sínum sem kenndur er við Berlín­ araspirnar, ættarsögu þriggja kynslóða sem kom út fyrir fáum árum. Íslenskur útgefandi fylgdi þeim vinsældum eftir með skáld­ sögunni Arsenikturninum og nú rekur lestina stutt skáldsaga, Næturóskin. Þar segir af konu sem nær fertugu býr ein og starf­ ar sem blaðakona og sérhæfir sig í skrifum um popptónlist. Sagan er nánast samin við hljóðrás, fylgir norsku og alþjóðlegu poppi síðustu tveggja áratuga af natni. Lífshlaup konunnar það stutta tímabil sem sagna lýsir er að öðru leyti undir­ lagt af áköfu kynlífi, konan heldur úti misstuttum samböndum við fjölda karlmanna sem gagnast henni misjafnlega. Samfara ítarlegum og skorinorð­ um lýsingum á samlífi hennar rekur höfundur sam­ band hennar við fáar samstarfskonur sem eru ýmist í föstum samböndum eða lausum. Svo fer reyndar að lokum að gjálífi aðalpersónu verksins rekur hana á sker, ekki af heilsufarslegum ástæðum því hún ástundar heldur ábyrgðarlaust kynlíf, heldur af til­ finningalegum skorti. Lausn sögunnar er trúverð­ ug, hún finnur sinn prins á endanum. Að því leytinu er faflan forn, skipreika finnur hún höfn. Ragde er fædd 1957 og á að baki langan feril sem höfundur barnabóka, ljóða, skáldsagna fyrir unglinga og fullorðna. Næturóskin er bein tilraun til að fá sneið af lesendahópi svo kallaðra skvísu­ bókmennta: hin einhleypa kona lifir skorðuðu lífi í skjóli menntunar og hæfileika sinna en sú Nóra verður að finna sér nýjan stað eftir hurðarskellinn. Ragde en flinkur höfundur, gamansöm og glögg. Stíll hennar, ef sannfærandi þýðingu Hjalta Rögn­ valdssonar má marka, er stríður, flæðandi, fullur af sterkri skynjun fyrir stöðu konunnar og tilfinninga­ lífi, kaldrifjaðri drottnunarþörf hennar sem víkur sér frá tilfinningalegu bandi í skjóli stöðugra kyn­ lífsblossa. Karllæg krafa hennar um stöðugt nýja drætti er íronísk. Hún er þannig lengi vel á skjön við fórnarlambstón margra skvísubóka. Texti Hjalta er afbragð í þýðingunni. Sagan er því merkileg viðbót við kvennalitteratúr okkar daga og verður örugg­ lega mörgum kærkomin í hispursleysi sínu hvað sem niðurstaða verksins færir þeim lesendum. -pbb

Tittlinganámur Væri þessi blauta brók af karlkyni mætti kalla hlutina réttum nöfnum: klám fyrir karla er ógn við líf kvenna, klám fyrir kerlingar er frelsandi.

Hildur Sverrisdóttir.

HELGAR BLAÐ

 Fantasíur HELGAR BLAÐ

Hildur Sverrisdóttir ritstýrir JPV, 208 bls. 2012.

H

elst nýjung í útgáfum á Vestur­ löndum eru svokallað „mommy porn“, erótískar sögur skrifaðar af konum sem stefnt er inn í lesenda­ hóp kvenna á öllum aldri. Snemma í vor var greinilegt að íslenskir útgefendur höfðu hug á að notfæra sér þessa bylgju blautlegra rómana þegar auglýst var eftir textum til útgáfu sem lýstu fantasíum íslenskra kvenna. Hildur Sverrisdóttir lögfræðingur var ábyrgðarkona verksins en efni til útgáfu var safnað um vefsíðu. Skilmálar fyrir birtingu voru ljósir. Uppruni sagnanna skyldi órekjanlegur, ritlaun voru gefin eftir og útgefanda var heimilt að snikka óraskrifin til. Í formála bókarinnar, sem er fallega frágengin en með nokkuð smáu letri, þá kemur fram að 51 texti var valinn úr nær 200 inn­ sendingum. Nafnleynd var við innsend­ ingu og því ekki loku fyrir skotið að ein­ hverjir karlar hafi laumast í tölvuna sína og slett úr klaufunum. Segir í formála að í „flestum tilvikum var textinn aðeins stílfærður lítillega en stundum var hann unninn meira, ýmist styttur eða skerpt á einstökum atriðum.“ Ekki er getið um aldur höfunda sem hefði verið fróðlegt. Hér er því ýmislegt að athuga. Sögurnar fimmtíu eru flestar skrifaðar út frá gamalkunnugum staðalímyndum um konur (há, grönn, barmmikil, stinn og brún) og karla (hár, stæltur, grannur, fagurhærður, kraftalegur) á fengialdrin­ um. Dagdraumar þessir ganga nær allir út á beinar samfarir karls og konu, þeir fara oft fram með valdi, sumir ókunn­ ugir, en einnig eru í bland safamiklar lýsingar á kynlífi kvenna. Ástarfundir eiga sér stað innan veggja heimilis og á opinberum stöðum, vinnusvæðum og gististöðum. Lyftur og skápar njóta hylli. Endimörk hverrar sögu eru mikil

og lostaþrungin fullnæging. Höfunda dreymir um hópkynlíf, makaskipti, eigin­ menn lána konur til vina, margir órarnir ganga nærri nauðugu samræði, í nær öllum tilvikum er samræðið án varna. Einn smokkur er minnisstæður eftir lesturinn en hann fór á banana. Fullyrða má að væru sögurnar sagðar eftir karl­ menn mundi það vekja almenna hneyksl­ un. Stílfræðilegt og bókmenntalegt gildi þeirra er lítið, nema þær gefa sína mynd af þröngu og þjökuðu ímyndunarafli frá­ segjenda sem eru fastir á klafa arfsagna klámiðnaðar okkar daga þótt lítið sé um bindingu og meiðingar, engin dýr komi við sögu og sneytt sé hjá misnotkun á ófullveðja einstaklingum. Okkur er sagt að kverið státi nú efst á sölulistum. Forvitni rekur sýnilega marga í hnossið. Það er frekar til marks um velheppnaða söluaðferð í kynningu en gæði verksins sem er lítið svo staglsamt sem það er í skautaskoðun og skapa­ skemmtun sinni. Erindi frásagnanna er vitaskuld að vekja losta með lesanda, koma fólki til, erótískur litteratúr er til þess að vekja losta með lesanda, eins og klám er yfirleitt. Þessi búningur er í hreinlegri kápu en er milli spjaldanna ósvikið klám og ekki betra né verra þó það sé sagt runnið undan rifjum kvenna. Það sem er um­ hugsunarvert, fyrir utan nauðungarþrána sem mörg skrifin einkennast af, hina klisjukenndu draumsýn um líkama aug­ lýsingaiðnaðar Vesturlanda, er tvískinn­ ungurinn milli þessara blautu drauma og veruleikans, hér þýðir nei ekki nei. Ónei. Í þessari pakkningu er reynt að telja okkur trú um að klámið sé fínt og gefi okkur innsýn í hugarheim kvenna svo að kverið er helgað kynfrelsi kvenna. Væri þessi blauta brók af karlkyni mætti kalla hlutina réttum nöfnum: klám fyrir karla er ógn við líf kvenna, klám fyrir kerlingar er frelsandi.

Bækur

Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is


múffuR í HveRt mál

Gómsætar, einfaldar og fljótlegar Girnilegar múffur sem henta við hvert tækifæri, frá morgni til kvölds: • morgunmúffur • hádegismúffur • sætar múffur • kvöldverðarmúffur • hversdagsmúffur • múffur fyrir hundinn og köttinn

NaNNa RögNvaldaRdóttiR er löngu orðin landsþekkt fyrir skrif sín um mat og matargerð. Hún hefur sent frá sér á annan tug vinsælla matreiðslubóka, meðal annars Smárétti Nönnu og Stóru matarbókina.

w w w.forlagid.i s – alvör u bókave rslun á net inu


54

heilabrot

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

 Fréttagetr aun fréttatímans

Sudoku

4

9 8 7

9 2 6

6 2 1 7 2 4

1 3

9

4 2 3 7 

og Hilmar Guðjónsson. 10. Úlfar Jónsson, 11. 165 Jean-Claude Van Damme,

Sudoku fyrir lengr a komna

5 2

6 6 4

9 6 1 8 7

4. Hviids Vinstue, 5. Ísak, mundur Rúnar Árnason,

5 2

Thorning-Schmidt, 3. GuðGuðmundsson, 2. Helle

Svör: 1. Þorsteinn 101

8 4 2 1 8

3 9

SAMTÍNINGUR

ÓHREINKA

mynd: don Biresch (cc By 2.0)

SÝKING

SOFA

Í DYRAGÆTT

ENDAST

ÞREFA

BÓKSTAFUR

PENINGAR

LISTASTEFNA

YFIRSTÉTTAR

SPAUG MISBJÓÐA

ÍÞRÓTTAFÉLAG

VARÐVEISLA AFSPRENGA

SKEMMTUN GÆTINN

ORÐRÓMUR

TERTA

PÍPA DROPA

TÍU SINNUM

SÍLL

Blaðamaður á Fréttatímanum 2010 GLEÐI

HÓFDÝR

FERÐ

SEYTLAR

HRÆÐSLA

ÍLÁT

HÁTÍÐ

GELLA

BANDARÍKJAMAÐUR

BIRTA

TVEIR EINS

GLAÐUR

KÓF

MÖGLA

ÞREYTA

FARSÍMA ÍLÁT

VÖKVI PILI

ILMUR

SLÓÐI

TELJA

GEÐ ÞVOTTUR

GORTA

OFREYNA

ÞRÁ

-ef komið er með fleiri en 3 í einu

SMÁSKILABOÐ

GLÆPAFÉLAG

Fullt verð 580 kr.

Það kostar líka að Þvo sjálfur! láttu okkur sjá um þínar skyrtur.

MORKNA

SUNDFÆRI

LAPPI

HREKJA

hreinsuð og pressuð

SAGGI

FÁNI

LÆKNAST

RÁKIR

350 kr. skyrtan

KRUKKA

ÁNÆGJUBLOSSI

-2 ára reynsla

HELGAR BLAÐ

FERÐALAG

JATA

Kolbrún Pálsdóttir Ferill: Blaðamaður á Fréttatímanum.

2

VOÐ

-13 ára reynsla

REYNSLUMIKIL RITSTJÓRN

4 3

ATYRÐA

HELGAR BLAÐ

9

ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni.

Höskuldur Daði Magnússon

Ferill: Blaðamaður á DV, ritstjóri vikuritsins Fókus, umsjónarmaður innblaðs DV, fréttastjóri dægurmála á Fréttablaðinu -- blaðamaður á Fréttatímanum

5 1

6. Lady Gaga, 7. Í Silfru,

krossgátan

REYNSLUMIKIL RITSTJÓRN

Fyrsta starf í blaðamennsku: Blaðamaður á DV 1999

7

8. Hildur Sverrisdóttir, 9.

milljónir dollara eða sem

kynlífsfantasíur íslenskra kvenna á bók sem rokselst þessa dagana? 9 Hver leikur illmennið í hasarmyndinni The Expendables 2? 10 Hver er þjálfari landsliðs Íslands í golfi? 11 Hvað þénaði sjónvarpskonan Oprah Winfrey frá maí 2011 til maí 2012? 12 Hverjir leika félagana George og Lenny í væntanlegri uppfærslu Borgarleikhússins?

samsvarar rúmum 20

8 Hver tók saman

hefur gert íbúum suðurríkja Bandaríkjanna lífið leitt undanfarið? 6 Harry prins fékk stuðning úr óvæntri átt í vikunni eftir að hafa hneykslað með því að spila ballskák berrassaður í Los Angeles. Hver kom prinsinum til varnar? 7 Bandaríski leikarinn Ben Stiller dofnaði upp eftir að hafa kafað í íslensku vatni. Hvar var leikarinn að kafa?

5 8

milljörðum íslenskra króna,

5 Hvað heitir fellibylurinn sem

með því að viðra samsæriskenningar um 11. september 2001 í pistli á Rás 2? 2 Hvað heitir forsætisráðherra Danmerkur sem kom í opinbera heimsókn til Íslands í vikunni? 3 Hver er nýr verkefnisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar í Malaví? 4 Rekstur hvaða gamalgrónu krár og samkomustaðar Íslendinga í Kaupmannahöfn er nú í hættu?

12. Ólafur Darri Ólafsson

1 Hvaða þekkti grínisti vakti úlfúð

7

TVEIR EINS VÍNANDI

FLAN BEIN

BRODDUR

KLIFA

FLAGG ORGA

STROFF

ELSKA

BRAK

BANNHELGI

HOLA DAPUR

- nú á þremur stöðum Hverafold 1-3, 112 Reykjavík Grettisgötu 3, 101 Reykjavík Smáralind, 201 Kópavogur

GJALDMIÐILL

ÁVÖXTUR

ÓNEFNDUR

Í RÖÐ

FYRIR

ÚTVORTIS

ÓSKA FÉMUNIR Hverafold 1-3 | Grettisgötu 3 | Smáralind | 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is

Efnalaug - Þvottahús

EYÐA

JÁRNSKEMMD

HLJÓÐFÆRI

HLÝJA


KRAFTAVERK

Í Minju finnur flú fallega íslenska hönnun jafnt sem og gjafvörur frá öllum heimshornum

Vintage plaggöt

(50x70 cm). Mikið úrval af einstaklega flottum gamaldas plaggötum. Aðeins kr. 750,-

Úrval af nýstárlegum klukkum!

skissu- og minnisbækur 3 í pakka: línustrikuð, rúðustrikuð og óstrikuð Kr. 1.990,-

Heico lamparnir vinsælu Kanína 5 litir...........kr. 7.400,Sveppur 6 litir.........kr. 6.200,(Fjöldi annarra Heiko lampa)

Stóra tímahjóli› 3 litir, svart, brons og hvítt. Kr. 18.600,-

KeepCup kaffimál Linsukrús

Espresso mál.....kr. 2.100,Lítið mál............kr. 2.290,-

Kaffikrús í dulargervi. Kr. 2.490,-

High Heel kökuspa›i High Heel kökuspaði. Kr. 2.990,-

Miðlungs mál....kr. 2.490,Stórt mál...........kr. 2.690,-

Fuglapeysa Handprjónuð peysa úr léttlopa. Kr. 29.900,Þrjár gerðir: Lundi (ljósgrá) Fálki (ljósgrá) Máfur (svört)

skólavör›ustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja


sjónvarp

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

Föstudagur 31. ágúst

Föstudagur RUV

20:10 So You Think You Can Dance (11/15) Stærsta danskeppni í heimi.

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

21.00 Eitt ár enn Mynd um ár í lífi hamingjusamra hjóna og samskipti þeirra 4 við vansæla ættingja og vini. Leikstjóri Mike Leigh Aðalhlutverk Jim Broadbent og Ruth Sheen.

Laugardagur

22:00 Ringer - NÝTT (1:22) Bandarísk þáttaröð um unga konu sem flýr örlögin og þykist vera tvíburasystir sín.

22:20 The Wolfman Endurgerð klassískrar hryllingsmyndar frá 1941.

Sunnudagur

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

22.25 Leyndarlíf orða 4 Heyrnardauf verksmiðjustúlka fer í fríi sínu út á olíuborpall til að hjúkra manni með alvarleg brunasár.

21:10 A Gifted Man (1:16) Athyglisverður þáttur um líf skurðlæknis.

14.15 Ólympíumót fatlaðra Hjólastólakörfubolti 16.15 Guðrún Á. Símonar e. 17.20 Snillingarnir (57:67) 17.44 Bombubyrgið (3:26) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Gómsæta Ísland (3:6) (Delicious Iceland) e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Hundar í háloftum (Space Buddies) Nokkrir hundar halda út í geim og lenda bæði í háska og skemmtilegum uppákomum. Bandarísk ævintýramynd frá 2009. 21.00 Eitt ár enn (Another Year) 5 Mynd um ár 6í lífi hamingjusamra hjóna og samskipti þeirra við vansæla ættingja og vini. Bresk bíómynd frá 2010. 23.10 Hver myrti Rauðhettu? (2:2) (Who Killed Little Red Riding Hood?) Frönsk mynd í tveimur hlutum. Ung stúlka finnst stórslösuð í skurði við vegarkant í útjaðri smábæjar og við hlið hennar liggur vinur hennar látinn. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 00.50 Hinn sanni Dan (Dan in Real Life). e. 02.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

STÖÐ 2

RUV

08.00 Morgunstundin okkar / Lítil 07:00 Barnatími Stöðvar 2 prinsessa / Háværa ljónið Urri / Kioka 08:10 Malcolm In The Middle (3/22) / Snillingarnir / Spurt og sprellað / 08:30 Ellen Teiknum dýrin / Grettir / Engilbert 09:15 Bold and the Beautiful ræður / Kafteinn Karl / Nína Pataló 09:35 Doctors (135/175) / Hið mikla Bé / Skoltur skipstjóri / 10:15 Sjálfstætt fólk (16/30) Geimverurnar 10:50 Sprettur (3/3) 10.30 Hanna Montana 11:20 Cougar Town (11/22) 11.00 Jonasbræður á tónleikum 11:45 Jamie Oliver's Food Revolution allt fyrir áskrifendur 12.15 Langflug kríunnar e. 12:35 Nágrannar 12.30 Emilíana Torrini á tónleikum e. 13:00 Butch Cassidy and the fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13.20 Ken Follett Sundance Kid 13.40 Flikk - flakk (1:4) e. 14:45 Sorry I've Got No Head 14.25 Christian Dior í nærmynd e. 15:15 Tricky TV (12/23) 15.25 Kryddleiðin – Pipar og kanill e. 15:35 Barnatími Stöðvar 2 16.30 Tracy Ullman lætur móðan mása e. 16:45 Bold and the Beautiful 4 5 17.00 2012 (3:6) e. 17:10 Nágrannar 17.30 Ástin grípur unglinginn (48:61) 17:35 Ellen 18.15 Táknmálsfréttir 18:23 Veður 18.25 Hið sæta sumarlíf (1:6) e. 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 Fréttir 18:47 Íþróttir 19.30 Veðurfréttir 18:54 Ísland í dag 19.40 Ævintýri Merlíns (4:13) 19:11 Veður 20.30 Margot og brúðkaupið (Margot 19:20 American Dad (12/19) at the Wedding) Margot heimsæk19:45 Simpson-fjölskyldan (2/22) ir Pauline systur sína sem er að 20:10 So You Think You Can Dance fara að gifta sig. 21:35 Extract Frábær gamanmynd. 22.05 Í blindni (In the Dark) 23:05 Virtuality 23.35 Gogguregla (Georgia Rule) e. 00:30 The Moon and the Stars 01.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 02:10 The Abyss 04:55 Butch Cassidy and the Sundance Kid

SkjárEinn

08.00 Morgunstundin okkar / Poppý 07:00 Strumparnir / Brunabílarnir / kisukló / Herramenn / Franklín og Elías / Algjör Sveppi / Latibær / Fjörugi vinir hans / Stella og Steinn / Smælki teiknimyndatíminn / Lukku láki / Disneystundin / Stjáni / Sígildar 10:45 M.I. High teiknimyndir / Finnbogi og Felix / Litli 11:15 Glee (20/22) prinsinn / Hérastöð 12:00 Bold and the Beautiful 10.20 Stundin okkar e. 13:45 So You Think You Can Dance 10.45 Ævintýri Merlíns e. 15:10 ET Weekend 11.30 Melissa og Joey (15:30) e. 16:00 Íslenski listinn allt fyrir áskrifendur 11.50 Golfið (6) 16:30 Sjáðu 12.20 Maður er nefndur - Björn Th. 17:05 Pepsi mörkin fréttir, fræðsla, sport og skemmtun Björnsson e. 18:30 Fréttir Stöðvar 2 13.00 Sérðu það sem ég sé? e. 18:49 Íþróttir 14.00 Ingimar Eydal e. 18:56 Lottó 15.00 Lone Scherfig e. 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 15.35 Landsleikur í körfubolta 19:296 Veður 4 Skellibær (42:52) 5 17.30 19:35 Total Wipeout (8/12) 17.40 Teitur (45:52) Skemmtiþáttur fyrir alla fjöl17.50 Táknmálsfréttir skylduna. 18.00 Krakkar á ferð og flugi (18:20) 20:40 Just Wright Rómantísk 18.25 Innlit til arkitekta (7:8) gamanmynd með Queen Latifah 19.00 Fréttir í aðahlutverki. 19.30 Veðurfréttir 22:20 The Wolfman 19.35 Harry og Charles (2:3) 00:00 Sleepers 20.30 Berlínarsaga (3:6) 02:20 The Hangover 21.25 Eðalbærinn Akureyri 03:55 Quantum of Solace 22.25 Sunnudagsbíó - Leyndarlíf orða 05:40 Fréttir (La vida secreta de las palabras) Heyrnardauf verksmiðjustúlka fer í fríi sínu út á olíuborpall til 08:55 Belgía - Æfing 3 að hjúkra manni með alvarleg 10:00 Chelsea - Atl. Madrid brunasár. 11:50 Belgía - Tímataka 00.20 Wallander – Engill dauðans e. 13:30 KF Nörd 01.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 14:10 Tvöfaldur skolli 14:50 Meistaradeild Evrópu - fréttaþ. SkjárEinn 15:20 FH - ÍBV allt fyrir áskrifendur 10:15 Rachael Ray (e) 17:10 Pepsi mörkin 12:30 One Tree Hill (7:13) (e) 18:40 Panathinaikos - Malaga fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13:20 America's Next Top Model (e) 20:30 Meistaramörkin 14:10 The Bachelorette (2:12) (e) 20:50 Liverpool - Hearts 15:40 30 Rock (2:22) (e) 22:35 Bernard Hopkins - Chad Dawson 16:05 Goldfinger (e) 00:10 Belgía - Tímataka 17:55 Monroe (4:6) (e)

06:00 Pepsi MAX tónlist 12:10 Rachael Ray (e) SkjárEinn 12:55 Rachael Ray (e) 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Belgía - Æfing 1 13:40 Design Star (9:9) (e) 08:00 Rachael Ray (e) 12:00 Belgía - Æfing 2 14:30 Rookie Blue (7:13) (e) 08:45 Pepsi MAX tónlist 14:50 FH - ÍBV 15:20 Rules of Engagement (7:15) (e) 16:25 Pan Am (14:14) (e) 16:40 Liverpool - Hearts 15:45 Last Chance to Live (1:6) (e) 17:15 Rachael Ray 18:30 Chelsea - Atl. Madrid 16:35 My Big Fat Gypsy Wedding (e) 18:00 One Tree Hill (7:13) (e) 20:45 Meistaradeild Evrópu - fréttaþ. 17:25 The Biggest Loser (17:20) (e) 18:50 America's Funniest Home Videos 21:15 La Liga Report allt fyrir áskrifendur 18:55 Minute To Win It (e) 19:15 Will & Grace (7:24) 21:45 Tvöfaldur skolli 19:40 The Bachelorette (2:12) 19:40 The Jonathan Ross Show (21:21) (e) 22:25 Chelsea - Atl. Madrid fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:10 A Gifted Man - NÝTT (1:16) 20:30 Minute To Win It 00:10 UFC 119 22:00 Ringer - NÝTT (1:22) 21:15 The Biggest Loser (17:20) 22:50 Before the Devil Knows You´re 22:45 Jimmy Kimmel 08:15 Liverpool - Man. City Dead Kvikmynd frá árinu 2007. 23:30 CSI: New York (2:18) (e) 10:05 Premier League Review Show 00:50 The Russia House (e) 00:20 Monroe (4:6) (e) 15:35 Sunnudagsmessan 11:00 Premier League Preview Show 4 5 6 02:55 Ringer (1:22) (e) 01:10 CSI (20:22) (e) 16:50 Man. Utd. - Fulham 11:30 West Ham - Fulham allt fyrir áskrifendur 03:45 Jimmy Kimmel (e) 02:00 Jimmy Kimmel (e) 18:40 Tottenham - WBA 13:45 Tottenham - Norwich 04:30 Jimmy Kimmel (e) 02:45 Jimmy Kimmel (e) 20:30 Premier League Preview Show 16:15 Man. City - QPR allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 05:15 Pepsi MAX tónlist 03:30 Pepsi MAX tónlist 21:00 Premier League World 2012/13 18:30 WBA - Everton 5 6 05:45 Pepsi MAX tónlist 21:30 Football League Show 2012/13 20:20 Wigan - Stoke fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00 Premier League Preview Show 22:10 Swansea - Sunderland 22:30 Aston Villa - Everton 00:00 Tottenham - Norwich 08:00 Stuck On You 00:20 Swansea - West Ham 08:00 Make It Happe 4 10:00 That Thing You Do! SkjárGolf 10:00 He's Just Not That Into You allt fyrir áskrifendur 12:00 Pétur og kötturinn Brandur 2 allt fyrir áskrifendur SkjárGolf 06:00 ESPN America 4 5 12:05 Ice Age: Dawn of6 the Dinosaurs 14:00 Stuck On You 06:00 ESPN America 07:50 Deutsche Bank Championship 14:00 Make It Happen 16:00 That Thing You Do! fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 07:25 The Memorial Tournament 2012 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 11:50 Champions Tour - Highlights 16:00 He's Just Not That Into You 18:00 Pétur og kötturinn Brandur 2 10:15 Golfing World 12:45 Inside the PGA Tour (35:45) 18:05 Ice Age: Dawn of the Dinosaurs 20:00 Bridesmaids 11:05 Opna breska meistaramótið 2012 13:10 Deutsche Bank Championship 20:00 Big Stan 22:00 The Mist 17:35 Inside the PGA Tour (35:45) 17:10 Golfing World 22:00 Noise 00:05 Murder by Numbers 18:00 Deutsche Bank Championship 18:00 Deutsche Bank Championship 00:00 4 5 6 All Hat 02:05 One Last Dance 4 5 (35:45) 22:00 PGA Tour - Highlights (31:45) 22:00 Inside the PGA Tour 02:00 Platoon 04:00 The Mist 22:55 Deutsche Bank Championship 22:25 Deutsche Bank Championship 04:00 Noise 06:05 Big Stan 01:55 ESPN America 01:25 ESPN America 06:00 Quantum of Solace

ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ

UN

4 A Gifted Man (1:16) 5 (e) 18:45 19:35 Unforgettable (19:22) (e) 20:25 Top Gear (4:6) (e) 21:15 Law & Order: Special Victims Unit 22:00 The Borgias (3:10) 22:50 Crash & Burn (6:13) 23:35 Last Chance to Live (1:6) (e) 00:35 The Borgias (3:10) (e) 01:25 Crash & Burn (6:13) (e) 02:10 Pepsi MAX tónlist

508:00 Come See The Paradise 6

6

6

10:10 When In Rome allt fyrir áskrifendur 12:00 The Last Mimzy 14:00 Come See The Paradise fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:10 When In Rome 18:00 The Last Mimzy 20:00 Quantum of Solace 22:00 Hero Wanted 00:00 Them 6 4 02:00 Edmond 04:00 Hero Wanted 06:00 Georgia O'Keeffe

ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ

MJÚKUR OG LJÚFFENGUR HVÍTMYGLUOSTUR ÚR DÖLUNUM Við kynnum nýjan hvítmygluost frá Mjólkursamsölunni undir nafninu Dala-Auður. Osturinn er einstaklega mjúkur og bragðgóður og er sá mýksti úr flóru mygluosta frá MS. Dala-Auður er 170 g og er unnin úr nýmjólk. Nafn ostsins er vísun í Auði djúpúðgu sem var landnámskona í Dölunum og ættmóðir Laxdæla.

ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ

J NÝ

RUV

STÖÐ 2

ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ G!

Sunnudagur

Laugardagur 1. september

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 – 0 6 3 1

56

ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ


sjónvarp 57

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

2. september

 Sjónvarp Steindinn okk ar

STÖÐ 2 07:00 Villingarnir / Mörgæsirnar frá Madagaskar / Svampur Sveins / Algjör Sveppi / Tasmanía / Krakkarnir í næsta húsi / Scooby-Doo! Leynifélagið / Ofurhetjusérsveitin / iCarly / Skrekkur skelfingu lostinn 12:00 Nágrannar 13:45 2 Broke Girls (17/24) 14:10 Up All Night (5/24) 14:35 Drop Dead Diva (13/13) allt fyrir áskrifendur 15:20 Total Wipeout (8/12) 16:20 Masterchef USA (15/20) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:10 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:15 Frasier (22/24) 19:40 Last Man Standing (10/24) 20:05 Harry's Law (7/12) Nýr gaman- 4 samur lögfræðiþáttur frá David E. Kelly um stjörnulögfræðinginn Harriet Korn (Kathy Bates) sem hættir hjá þekktri lögfræðistofu og stofnar sína eigin. 20:50 Rizzoli & Isles (12/15) 21:35 Mad Men (4/13) 22:25 Treme (9/10) 23:25 60 mínútur 00:10 Suits (12/12) 00:55 Pillars of the Earth (4/8) 01:45 The Tempest 03:30 Boardwalk Empire (10/12) 04:30 Nikita (9/22) 05:15 Frasier (22/24) 05:40 Fréttir

09:50 ÍBV - Þór/KA 11:40 Belgía 14:10 Chelsea - Atl. Madrid 15:55 Lille - Köbenhavn 17:45 Spænski boltinn 19:45 Spænski boltinn 21:45 Belgía 00:15 Spænski boltinn



Steindinn er okkar á ný

Íslenskir sjónvarpsáhorfendur hafa í árana rás verið ginnkeyptir fyrir grínþáttum með svokölluðu sketsafyrirkomulagi. Þar sem atriði þáttanna þurfa ekki að tengjast með söguþræði. Byrjaði sjálfsagt allt með Áramótaskaupinu sem er sketsaþáttur og Spaugstofunni, ekki má gleyma henni. Allir vinsælustu grínþættirnir hafa í raun verið það líka. Fóstbræður, Stelpurnar og hver man ekki eftir Limbóinu þeirra radíusbræðra. Steindi Jr. kom eins og ferskur andvari inn í þetta fyrirkomulag fyrir þremur árum með þáttinn Steindinn okkar sem hann gerði í samstarfi við 5

Ágúst Bent. Hann náði einhvern veginn að gera allt sem var orðið þreytt hjá Spaugstofunni ferskt á ný. Hann var meira að segja með söngatriði. Atriði eins og Geðveikt fínn gaur, Father thug og Bransasögur sitja sem fastast í heilaberkinum þótt liðin séu þrjú ár. Sería tvö var svona la-la og náði einhvern veginn ekki að halda mér við skjáinn og ég hélt Steindann jafnvel hafa fengið sínar fimmtán mínútur. Ákvað þó að horfa á fyrsta þáttinn af nýju seríu þeirra félaga og ég sé ekki eftir þeim sófamínútum. Steindi og Bent virðast hafa fundið stóra uppsprettu af djöflasýru ein-

hvers staðar í fórum sínum og í þætti stútfullum af flottum aukaleikurum, sem gera greinilega allt fyrir Steindann okkar (Hemmi, þú ert maðurinn), var varla stigið feilspor. Eftir að hafa séð stikluna fyrir þáttaröð-

ina og meðferðina sem Gosi fékk í þessum þætti get ég ekki beðið eftir því að sjá í hvaða ósköpunum Lilli api úr Brúðubílnum lendir hjá þessum meisturum. Haraldur Jónasson

6

NUTRILENK

NÁTTÚRULEGT BYGGINGAREFNI FYRIR BRJÓSKVEFINN

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:20 Man. City - QPR 10:10 WBA - Everton 12:00 Liverpool - Arsenal 14:45 Southampton - Man. Utd. allt fyrir áskrifendur 17:00 Sunnudagsmessan 18:15 Newcastle - Aston Villa fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:05 Sunnudagsmessan 21:20 Liverpool - Arsenal 23:10 Sunnudagsmessan 00:25 Southampton - Man. Utd. 02:15 Sunnudagsmessan 4

4

5

6

Ásdís Hjálmsdóttir 26 ára afreks íþróttakona

gri

ran fagna góðum á ð a a tl æ ir n la Eftirfarandi vers

5

6

SkjárGolf 06:00 ESPN America 07:45 Deutsche Bank Championship 11:45 Golfing World 12:35 Deutsche Bank Championship 16:35 Inside the PGA Tour (35:45) 17:00 Deutsche Bank Championship 22:00 Golfing World 22:50 Deutsche Bank Championship 01:50 ESPN America

r u t t ó d s m l á j H Ásdísar a öllum viðskiptavinum

20%

spjótkastara og

bjóð

PRENTUN.IS

st til OLD frá 30 ágú G k n e iL tr u N afslátt af

Hvað getur NutriLenk gert fyrir þig? Við mikið álag og með árunum getur brjóskvefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna. Þetta er náttúrulegt ferli. Mjög margir finna fyrir miklum óþægindum þegar beinin byrja að núast saman, sérstaklega í liðamótum eins og í mjöðmum, hryggjar og hnjáliðum. Þess vegna er allt til vinnandi að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt.

10 september

Skráðu þig á facebook síðuna

Nutrilenk fyrir liðina - því getur fylgt heppni!

Þú færð NutriLenk á eftirtöldum stöðum. Heilsuhúsið, Apótekarinn, Lyfja, Lyf og heilsa, Árbæjarapótek, Apótekið, Krónan, Fjarðarkaup, Lyfjaborg, Lyfjaver, Reykjavíkur Apótek, Lyfjaval, Vöruval Vestmannaeyjum, Apótek Garðabæjar, Siglufjarðar Apótek, Rima Apótek, Urðar Apótek, Akureyrar Apótek , Lifandi Markaður, Skipholtsapótek, Hagkaup, Apótek Hafnarfjarðar, Austurbæjar Apótek, Apótek Ólafsvíkur, Þín verslun Seljabraut, Apótek Vesturlands, Garðsapótek, og Lyfjaval.

NutriLenk GOLD er sannkallað gull fyrir liðina. Þúsundir Íslendinga hafa fengið bætta liðheilsu með þessu frábæra náttúrulega efni.

Heilbrigður liður

Liður með slitnum brjóskvef

Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið og beinin NutriLenk inniheldur náttúrulegt byggingarefni fyrir brjóskvefinn og er mjög góður valkostur fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski. Unnið úr sérvöldum fiskibeinum úr hafinu sem hefur sýnt fram á að vera fyrsta flokks byggingarefni til að styðja við brjóskvefinn og viðhalda honum. NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgu fólki. NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun. Prófið sjálf-upplifið breytinguna! Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is


58

bíó

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

 Chuck Norris Lætur eina mynd duga

Gamla kempan Chuck Norris setur skemmtilegan svip á The Expendables 2 en ætlar að láta þar við sitja.

Situr hjá í Expendables 3 Drápsveisla rígfullorðinna harðhausa, The Expendables 2, trónir enn á toppi aðsóknarlista ytra eftir tvær vikur og lögum samkvæmt er þegar byrjað að huga að þriðju myndinni enda eru Sylvester Stallone og félagar frægir fyrir að blóðmjólka allt sem þeir koma nálægt og virkar. Verði splæst í aðra framhaldsmynd þarf að sjálfsögðu að bæta við fleiri gömlum kempum en eru nú þegar fyrir á fleti og nöfn nokkurra sígildra hasarkarla eru þegar komin á kreik. Nicolas Cage er eðlilega nefndur til sögunnar og hann og

Wesley Snipes eru óneitanlega öllu líklegri til þess að slá til en þeir Harrison Ford og Clint Eastwood sem hafa einnig verið nefndir. Einnig þykja meiri líkur en minni til þess að Mickey Rourke láti aftur til sín taka í hlutverki Tool en hann sat hjá í The Expendables 2 en hann og Eric Roberts voru, að því er virtist, þeir einu sem ætlast var til þess að sýndu leikræn tilþrif í fyrstu myndinni. Chuck Norris, sem á dásamlega og blóðuga innkomu í The Expendables 2, ætlar aftur á móti klárlega ekki að vera með í næstu

umferð. „Nei. Ég verð bara í númer tvö. Þessu er lokið hjá mér. „Það var mjög sérstakt að fá tækifæri til þess að gera mynd með náungum sem ég hef þekkt árum saman. Að fá tækifæri til þess að koma saman og berjast með þeim. Það var mjög skemmtilegt. Auk þess sem mér fannst mjög ánægjulegt að hitta Terry Crewes og Jason Statham en ég hafði ekki hitt þá áður.“

 Salander Lætur bíða eftir sér

Leikur sér ekki að eldi í bráð Endurgerð Davids Fincher á sænsku spennumyndinni Karlar sem hata konur sem aftur byggði á samnefndri spennusögu Stiegs Larsson olli nokkrum vonbrigðum þrátt fyrir ágæta spretti og aðsóknin var ekki í samræmi við væntingar. Hollywood hefur þó ekki snúið baki við þeim Mikael Blomkvist og Lisbeth Salander og þótt lítið hafi frést af framhaldinu, The Girl Who Played With Fire, er stefnt að Einhver bið verður á því að ljúka við þá mynd og frumsýna í fyrsta lagi árið 2014. að Mikael Blomkvist og Samkvæmt heimildum Entertainment Weekly er Steven Lisbet Salander láti sjá Zaillian að skrifa handritið og á meðan er allt annað í sig á ný. biðstöðu. Ekki er búið að ganga frá ráðningu leikara, leit að tökustöðum er ekki byrjuð og enginn leikstjóri hefur verið fenginn að verkefninu. Fincher er efstur á óskalista Sony en alls óvíst er hvort hann kæri sig yfirleitt um að halda áfram að spinna þríleik Larssons. Rooney Mara og Daniel Craig munu hins vegar endurtaka rullur sínar sem Blomkvist og Salander, verði til þess ætlast, þannig að hættan á því að skipt verði um aðalleikara á miðri leið er lítil.

 Ávaxtak arfan Í fyrsta sinn í bíó

 Frumsýndar Dax Shepard og Kristen Bell komast í hann krappan þegar þau ætla sér að bruna til Los Angeles með löggur og bófa á hælunum.

Dax er allt í öllu Leikarinn Dax Shepard er allt í öllu í gamanspennumyndinni Hit and Run. Hann skrifar handritið, leikstýrir ásamt David Palmer, auk þess sem hann leikur annað aðalhlutverkanna. Shepard leikur geðþekkan náunga, sem svo skemmtilega vill til að er kallaður Charles Bronson. Hann situr uppi með að hafa verið staðinn að bankaráni ásamt nokkrum félögum sínum. Hann var flóttabílstjóri ræningjanna sem komu stærstum hluta sakarinnar á hann þannig að nú er hann á skilorði fyrir glæpinn. Sá gamli, glaðbeitti hlunkur, Tom Arnold, leikur lögreglumann sem fylgist náið með Bronson. Ekki síst þar sem hann telur

The Odd Life of Timothy Green

Bronson vita hvar ránsfengurinn er falinn. Okkar maður er hins vegar hugfanginn af nýju kærustunni sinni, sem Kristen Bell leikur, og þegar hún lendir í vandræðum er Bronson tilbúinn til þess að leggja allt undir fyrir hana og rjúfa skilorð. Kærastan þarf að komast á mikilvægan fund í Los Angeles og ökuþórinn ákveður að skutla henni þangað í flýti. Þá fyrst byrja lætin þar sem parið er bæði með lögguna og félaga hans úr glæpaliðinu á hælunum. Auk Arnolds láta Bradley Cooper og gamli jálkurinn Beau Bridges til sín taka í Hit and Run. Aðrir miðlar: Imdb: 5.9, Rotten Tomatoes: 44%, Metacritic: 50%

That’s My Boy

Peter Hedges, sem leikstýrði Dan in Real Life, skrifaði handritið að About a Boy og handrit What’s Eating Gilbert Grape upp úr eigin skáldsögu, leikstýrir The Odd Life of Timothy Green. Jennifer Garner og Joel Edgerton leika barnlaus hjón sem grafa í garðinum hjá sér kassa með öllum óskum sínum um að eignast barn. Skömmu síðar kemur Timothy Green í heiminn en hann er ekki allur þar sem hann er séður.

Adam Sandler hefur sérhæft sig í að leika leiðinlega vitleysinga og slær hvergi af í That’s My Boy. Hér leikur Sandler Donny, sem eignast barn með kennaranum sínum á unglingsárunum. Hann situr síðan uppi með að ala barnið upp þar sem barnsmóðurinni er að sjálfsögðu stungið í steininn fyrir að hafa lagst með unglingi. Donny er vonlaus faðir en tekst samt að skila syninum Todd af sér í heilu lagi en þegar Todd verður átján ára stingur hann af úr vist föður síns. Síðar þegar Donny er í bullandi peningavandræðum kemst hann að því að sonur hans hefur náð langt í viðskiptalífinu og ákveður að heimsækja strákinn.

Skyggnst ofan í mygluholuna Leikrit Kristlaugar Maríu Sigurðardóttur um lífið í Ávaxtakörfunni var frumsýnt 1998 og hefur notið mikilla vinsælda hjá börnum allar götur síðan. Verkið hefur lifað góðu lífi á DVD-diskum þannig að börn sem ekki voru fædd þegar verkið var sett upp fyrst hafa átt þess kost að njóta þess og meðtaka þann jákvæða boðskap sem Ávaxtakarfan boðar og sjálfsagt eru þeir ófáir foreldrarnir sem eru við það að verða gráhærðir af því að hlusta endalaust á börnin syngja með lögum Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar. Fólk hlýtur samt að fagna fyrir hönd barna sinna nú þegar Ávaxtakarfan kemur í bíó í fyrsta sinn.

S

Aðrir miðlar: Imdb: 5.0, Rotten Tomatoes: 22%, Metacritic: 30%

Aðrir miðlar: Imdb: 6.4, Rotten Tomatoes: 38%, Metacritic: 48%

MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  CAFÉ/BAR, opið 17-23

NÝTT Í BÍÓ PARADÍS! STÆRSTA MYND DANA Á ÞESSU ÁRI

ÞAU BREYTTU SÖGU DANMERKUR AÐ EILÍFU!

KÓNGAGLENNA (EN KONGELIG AFFÆRE) Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis!

Ólöf Jara Skagfjörð á undir högg að sækja í hlutverki Mæju jarðarbers í Ávaxtakörfunni.

VERTU FASTAGESTUR!

Ódýrara í bíó með aðgangskortum!

Þetta er ekki sama handritið og ekki alveg sami söguþráður út í gegn. Kjarninn er samt sá sami.

öguþráð Ávaxtakörfunnar þekkja vitaskuld margir en leikritið gerist í ávaxtakörfu og tekur á samfélagsmeinum eins og einelti og fordómum en slíkt grasserar í ávaxtakörfunni rétt eins og í mannheimum. Allir ávextirnir í körfunni eru kúgaðir af Imma ananas og Mæja jarðarber er það í verstu aðstöðunni þar sem hún er minnst. Hún er lögð í einelti og er einhvers konar Öskubuska í körfunni og þarf að sjá um öll þrif þar. Þegar Gedda gulrót villist ofan í körfuna tekur hún við hlutverki Mæju og verður fyrir barðinu á miklum fordómum enda er hún grænmeti og þykir því alls ekki eiga heima í körfunni. Ólöf Jara Skagfjörð leikur Mæju jarðarber í bíómyndinni en hún var á barnsaldri þegar verkið var fyrst sett á svið og þekkti það því inn og út áður en hún fór í búning Mæju. „Já, já. Að sjálfsögðu. Ég kunni lögin og allt og þurfti eiginlega ekkert að læra þau,“ segir Ólöf Jara. „Ég kunni þau bara þannig að þetta var mjög heppilegt. Búningarnir í þessu eru líka svo flottir þannig að það var mjög auðvelt að komast í karakter í svona fallegum búningi.“ Ólöf Jara segir að þótt grunnur bíómyndarinnar sé sá sami og í leikritinu þá sé þó ekki um beina yfirfærslu að ræða. „Þetta er ekki sama handritið og ekki alveg sami söguþráður út í gegn. Kjarninn er samt sá sami og sem fyrr er deilt á fordóma, frekju og einelti með þeim boðskap að allir eigi að vera vinir og það allt saman. En þetta er ekki eins og leikritið. Síðan verður þetta að sjónvarpsþáttum í vor.“ Sjónvarpsþættirnir verða tólf og Ólöf Jara segir að í raun hafi þeir verið settir saman í myndina sem byrjar í bíó um helgina. „Þetta er stutt mynd, 70 mínútur, sem við viljum eiginlega frekar kalla bíóskemmtun en bíómynd.“

Immi ananas er frekur og með mikla drottnunarþörf og bananarnir marsera um körfuna og framfylgja valdboði hans. Immi ógnar hinum ávöxtunum ekki síst með hinni skelfilegu mygluholu sem hann hótar að steypa þeim ofan í sem láta ekki að vilja hans. Mygluholan sást aldrei í leikritinu en í bíó fá krakkarnir í fyrsta skipti að skyggnast ofan í þann skelfilega stað. Eins og fyrr segir á Mæja jarðarber undir högg að sækja. „Hún hefur alltaf verið lögð í einelti,“ segir Ólöf Jara. „Hún sér um að sópa og þykir ekkert sérstaklega merkilegur ávöxtur vegna þess að hún er ber. Svo villist Gedda gulrót í ávaxtakörfuna og er mjög óvelkomin vegna þess að hún er náttúrlega grænmeti. Flestum þarna finnst hún ekki eiga heima í ávaxtakörfu en við verðum hins vegar vinkonur.“ Ávaxtakarfan var tekin upp í Latabæjarstúdíóinu í Garðabæ í janúar. Sjálfbærni og náttúruvernd eru veigamiklir þættir í hugmyndafræði Ávaxtakörfunnar þannig að leikmyndin og flestir leikmunir voru endurunnir úr náttúrlegum efnum eins og vörubrettum og strigapokum undan kaffi. Sævar Guðmundsson leikstýrir myndinni og sjónvarpsþáttunum en auk Ólafar Jöru eru Matthías Matthíasson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Magnús Jónsson, Atli Óskar Fjalarsson, Bára Lind Þórarinsdóttir, Fannar Guðni Guðmundsson og Birgitta Haukdal í helstu hlutverkum.

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


Ekki Missa

KAUPAUKI TIL

AF NEINU

5. SEPT.

595 6000

PiPar\TBWa • SÍa • 122139

www.skjareinn.is

Óupplýst – hið dularfulla og óútskýrða Íslenskar sögur af yfirnáttúrulegum atburðum – alla mánudaga í september Fyrsti þáttur í opinni dagskrá

Vertu með í fjörinu


60

tíska

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

Nýja tískubókin þeirra Karl Lagerfeld og Carine Roitfeld.

Kylie á tískuvikunni í New York

Hin fimmtán ára Kylie Jenner, sú yngsta í Kardashian systkinahópinum, fetar nú í fótspor eldri systur sinnar Kendall og gengur niður tískupallinn á tískuvikunni í New York í næsta mánuði fyrir rokkstjörnuna og nú fatahönnuðinn Arvil Lavigne. Nokkrir mánuðir eru síðan rokkstjarnan bað Kylie um að taka þátt í sýningunni, en það var áður en hún sleit tveggja ára sambandi sínu við hálfpróður Kylie, Brody Jenner. Andrúmsloftið gæti því verið örlítið þvingaðra en var fyrir ári þegar Kendall tók þátt í sömu tískusýningu, ekki síst vegna þess að Arvil skipuleggur nú brúðkaup ásamt nýja unnustanum sínum Chad Kroeger.

Rekin eftir sjö ára samstarf

Eftir sjö ára samstarf hefur fyrirsætunni Kate Moss verið sagt upp sem andliti skartgripahönnuðarins David Yurman. Orðrómur er um að hönnuðurinn hafi ekki verið sáttur við auglýsingaherferð fyrirsætunnar sem hún gerði í lok síðasta árs fyrir skartgriparisann Fred, en að hans mati var herferðin of lík þeirri sem hún gerði með honum nokkrum vikum áður. David hefur því fengið aðra ofurfyrirsætu í lið með sér en brasilíska fyrirsætan Gisele Bundchen er nýjasti talsmaður skartgripafyrirtækisins.

Ný tískubók frá Lagerfeld og Roitfeld Um helgina verður nýja tískubókin þeirra Karl Lagerfeld og Carine Roitfeld sett á sölu á veraldarvefnum og í verslunum Chanel út um allan heim. Bókin ber titilinn The Little Black Jacket og er myndabók sem sýnir hinar ýmsu stjörnur á borð við Kanye West, Claudia Schiffer, Uma Thurman, Yoko Ono og Sarah Jessica Parker sitja fyrir í hinum fræga svarta jakka, á ýmsa vegu. Lagerfeld sjálfur tók að sér að mynda stjörnurnar á meðan Roitfeld sá um að stílisera tökurnar og er þetta tvíeyki sem seint getur klikkað.

Kate Moss.

Gisele Bundchen.

Þriðjudagur Jakki: Zara Bolakjóll: Topshop Belti: H&M Leggings: Debenhams Skór: Gamlir af mömmu

Úr sumrinu í haustið tíska

Kolbrún Pálsdóttir skrifar

Það er aldrei eins mikið að gerast í tískuheiminum eins og einmitt um þetta leyti þegar haustið tekur við af sumrinu. Helstu hátískufyrirtæki heims eru á lokasprettinum að undirbúa tískuvikurnar sem haldnar eru árlega í byrjun september í helstu stór­ borgum heims. Tískuvikan í New York er í broddi fylkingar í ár og eru sumarlínurnar fyrir næsta ár frumsýndar. Tískupallarnir einkennast því af lita­ glöðum og sumarlegum flíkum sem frekar eru í takt við framtíðina en nútímann. Við erum stödd á árstíðaskiptum og því rétt að klára sumartískuna sem frumsýnd var á tískupöllun­ um fyrir akkúrat ári. Með þessum árstíðabreyting­ um tekur tískan stakkaskiptum og er hinni miklu litagleði sem fylgir sumrinu pakkað niður og sett aftast fataskápinn þar sem hún er best geymd fyrir næsta sumar. Við henni taka þykkar kápur, stórir treflar og betri skóbúnaður í jarðbundari litum. Sætir blómakjólar og þunnir jakkar fá því að víkja fyrir hlýlegri og jafnframt þægilegri fatnaði sem við vefjum okkur í, í komandi skammdegismyrkri. Förðunartískan tekur einnig á sig nýjan blæ með haustinu og fá bjartir litir að víkja fyrir dekkri tón­ um. Náttúruleg förðun er áberandi í ár og er meiri áhersla lögð á varirnar en augun. Fölleita húðin er einnig einkennandi fyrir þessa árstíð sem tekur við af sólarbrúnkunni sem safnaðist upp á stuttu sumr­ inu og passar því betur að nota fölbleikan kinnalit í stað sólarpúðurs.

Mánudagur Pils: Spúútnik Gallavesti: Þriðja hæðin í Kringlunni Bolur: Vero Moda Sokkabuxur: Oroblu Skór: GS skór Skart: Velvet

Miðvikudagur Jakki: H&M Buxur: Dalakofinn Skór: Gs Skór Armband: Orginal

5

dagar dress

Fatastíllinn einfaldur og þægilegur

Fimmtudagur Peysa: Corner Blússa: Zara Buxur: Gyllti Kötturinn Sólgleraugu: Manía Skór: Gs Skór

„Ég klæðist aðallega fötum sem ég kaupi hér heima, enda fer ég ekki mikið í ferðalög til útlanda,“ segir Bryndís Arna Sigurðardóttir, 18 ára nemi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. „Fötin mín kaupi ég helst í Zöru, Topshop og vintage verslunum eins og Spúútnik og Rokk og rósum en skartið sem ég geng með kaupi ég gjarnan í Nostalgíu. Fatastíllinn minn er frekar einfaldur og þægilegur og ég geng mikið í sokkabuxum og leggings. Innblástur tísku fæ ég allstaðar að og ég skoða mikið af tískublöðum, horfi á myndbönd á Youtube sem gefa mér hugmyndir og svo tískublogg þar sem íslensku tískubloggin Pjattrófurnar og trendnet. is eru í miklu uppáhaldi.“

Föstudagur Leðurjakki: Forever21 Kjóll: Gallerí Saután Skart: H&M Sokkabuxur: Oroblu Skór: Götumarkaður


 K l æðnaður stjar nanna

Leighton Meester í kjól frá Salvatore Ferragamo.

Gamalt tískutrend orðið vinsælt Það mætti segja að stjörnurnar í Hollywood séu með önnur mið á tísku en við hin og eru þær flestar óhræddar að feta nýjar slóðir í klæðavali. Fyrr í sumar hafa nokkrar dömur í Hollywood valið sér samskonar kjóla á rauða dregilinn, sem eru lágir um axlirnar. Þetta trend hefur legið í dvala í nokkur ár og er, samkvæmt þessum tískudrósum, að koma aftur sterkt inn.

Fyrirsætan Karolina Kurkova í kjól frá Salvatore Ferragamo.

Skóverslun Smáralind 1. hæð Sími 511-2020

Chloe Moretz í kjól frá Max Mara.

Sevilla

5. - 8. okt. 3 nætur

Verð frá 89.900

kr.*

og 15.000 Vildarpunktar á mann m.v. 2 í tvíbýli. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn.

ÍSLENSKA/SIA.IS VIT 60870 08/12

* Verð án Vildarpunkta 99.900 kr. Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í netklúbbinn á VITA.is

VITA er lífið VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is


62

tíska

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

RýmingaRsala á Útsölunni

af öllum afsláttur rum* % útsöluvö

90

Flott föt fyrir flottar konur

st. 40 – 58

Verslunin Belladonna á Facebook

Parið í Frakklandi þann 3.júlí

*90% afsláttur frá upphaflegu verði - reiknast af á kassa

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is

Seinna um kvöldið þann 3. júlí 2012.

Tekur fataskáp kærustunnar í gegn

Daginn eftir, þann 4. júlí 2012.

Í

nýjasta raunveruleikaþætti Kardashians fjölskyldunnar birtist rapparinn og hátískuhönnuðurinn Kanye West áhorfendum þar sem hann segir kærustunni sinni, Kim, að hún þurfi að fara rækilega í gegnum fataskápinn sinn. Í sameiningu fara þau í gegnum stóra fataskápinn, ásamt stílista rapparans og henda þau gríðarlegu magni af fötum, skóm og handtöskum sem rapparinn kærir sig ekki um að kærastan klæðist.

Kim auglýsir ilmvatn, 14. maí 2011.

67% *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011

Kim í Las Vegas þann 17. júní 2011.

Síðustu mánuði hafa fjölmiðlar vestanhafs haft gríðarlegan áhuga á klæðavali fyrrum glamúrstjörnunnar en stíll hennar hefur breyst mikið síðan hún byrjaði í sambandi með Kanye. Stíllinn hennar fór úr því að vera glamúrlegur og glysgjarn í því að einkennast einkum af svörtum hátískuvörum. Gömlu fötin sem Kim losaði sig treglega við, verða á uppboði á söluvefnum eBay í næsta mánuði og mun allur ágóði renna til styrktar hjálpastarfi kirkjunnar.

Gömlu fötin sem Kim losaði sig treglega við, verða á uppboði á söluvefnum eBay í næsta mánuði

Kim ásamt Veru Wang, þann 27 júní 2011.

Snyrtivörulína Roitfeld fyrir MAC væntanleg ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

Snyrtivörufyrirtækið MAC frumsýndi nýjustu vörulínuna sína fyrr í vikunni sem unnin var í samstarfi við fyrrum Vogue ritstýruna, Carine Roitfeld. Línan sem mun heita CR, eftir Carine sjálfri, mun koma í verslanir á Bandaríkjamarkað 6. september en hér heima nokkrum vikum seinna. Hún verður framleidd í takmörkuðu upplagi og inniheldur maskara, augnblýanta,


Helgin 31. ágúst-2. september 2012

Tískulögga með fatlínu Tískulöggan Kelly Osbourne, sem óhrædd segir skoðanir sínar í tískuþættinum Fashion Police á sjónvarpstöðinni E!, vinnur nú hörðum höndum að nýrri fatalínu fyrir ungar konur. Þetta er hennar fyrsta lína sem hún framleiðir undir sínu nafni, en síðasta árið hefur hún verið að vinna með Madonnu og dóttur hennar, Lolu, að hönnun fatalínunar Material Girls. Vegna nýrra verkefna hefur Kelly slitið samstarfi við þær mægður en að hennar sögn mun nýja fatalínan þó höfða til sama kúnnahóps og verður hún ekkert ósvipuð fatalínu Madonnu. Ferlið er þó enn á byrjunarstigi og gerir tískulöggan ráð fyrir að línan komi ekki á markað fyrr en sumarið 2013.

tíska 63

Áhrifamestu goðsagnirnar Það eru nokkrar tískugoðsagnir sem munu alltaf hafa áhrif á nútíma tísku og hefur bók nú verið skrifuð og gefin út um þær áhrifamestu. Þessi nýja bók heitir Steal her Style, eða Steldu stílnum hennar, og fjallar um 25 goðsagnir á borð við Jacqueline Kennedy, Twiggy, Marilyn Monroe, Grace Kelly og Audrey Hepburn, þar sem ódauðlegur stíll þeirra er tekinn fyrir. Viðtöl við hátískuhönnuði er einnig að finna í bókinni þar sem þeir tjá sig um áhrif þessara kvenna á tísku í áranna rás og hvernig tískuhúsin hafa náð að endurskapa stílinn þeirra á fjölbreytta vegu. Bókin er nú fáanleg á sölusíðunni Amazon.com og kostar hún 17 dollara.

Ný sending góð verð

Ökklaskór m/teyg ju

9.995.-

Strigaskór/fóðraðir

4.995.-

Ökklaskór/2 litir

11.995.-

Mokkasínur m/studs

5.995.-

augnskugga, andlitspúður, tvær gerðir naglalakka og aðrar nauðsynjavörur. Vörurnar verða allar merktar með skammstöfuninni CR, sem skrifað verður með sömu skrift og nýja tískutímaritið hennar, CR Book, sem kemur á markað nokkrum dögum á eftir förðunarlínunni.

Strigaskór/háir 6.995.Strigaskór/lágir 5.995.-

Kringlan - Smáralind s.512 1733 - s.512 7733 www.ntc.is | erum á


64

menning

Helgin 31. ĂĄgĂşst-2. september 2012

ďƒ¨ Myndlist ErrĂł er ĂĄttr ĂŚĂ°ur og mĂŚtir Ă­ HafnarhĂşsiĂ° ĂĄ morgun

Unglingar Ă­ ĂĄttrĂŚĂ°isafmĂŚli ErrĂłs Ă­ HafnarhĂşsinu „ViĂ° ĂŚtlum aĂ° hafa svona smĂĄ grafĂ­kinnkomu ĂĄ sunnudaginn Ă­ HafnarhĂşsinu,“ segir Anna mikaeltorfason@ SnĂŚdĂ­s SigmarsdĂłttir, kennari og grafĂ­klistafrettatiminn.is kona, en ĂĄ morgun opnar yfirlitssĂ˝ning Ă­ Listasafni ReykjavĂ­kur ĂĄ merkustu Anna SnĂŚdĂ­s SigmarsdĂłttir grafĂ­kverkum ErrĂłs Ă­ tilefni af ĂŚtlar aĂ° kenna unglingum ĂĄttrĂŚĂ°isafmĂŚli listamannsins Ă­ eldri en 13 ĂĄra aĂ° bĂşa jĂşlĂ­. Daginn eftir, ĂĄ til grafĂ­kverk ĂĄ sunnudaginn klukksunnudaginn. an ĂžrjĂş, verĂ°ur opiĂ° hĂşs fyrir unglinga eldri en ĂžrettĂĄn ĂĄra og fĂĄ krakkarnir aĂ° spreyta sig og bĂşa til grafĂ­klistaverk. „Þetta er hugsaĂ° fyrir ungt fĂłlk, Mikael Torfason

unglinga, en ĂžaĂ° eru auĂ°vitaĂ° allir velkomnir,“ ĂştskĂ˝rir Anna sem segir ĂžaĂ° ĂĄgĂŚtis ĂžrĂłun aĂ° fĂłlk fĂĄi sjĂĄlft aĂ° taka Þått og skapa listaverk. SjĂĄlf er Anna kennari Ă­ TĂŚkniskĂłlanum og segir starfiĂ° auĂ°vitaĂ° einkennast af uppistandi og hĂşn muni vera Ă­ stuĂ°i og halda uppi stemningunni ĂĄ sunnudaginn. SjĂĄlfur hefur ErrĂł sagt aĂ° „maĂ°ur verĂ°i gamall af ĂžvĂ­ aĂ° gera ekkert“ og miĂ°aĂ° langa vinnudaga listamannsins enn Ăžann dag Ă­ dag Þå er hann kornungur. ErrĂł sjĂĄlfur mĂŚtir og verĂ°ur viĂ° opnunina ĂĄ morgun en JĂłn Gnarr opnar sĂ˝ninguna. Þå verĂ°a einnig afhent myndlistarverĂ°laun og viĂ°urkenning Ăşr sjóði sem kenndur er viĂ° móðursystur ErrĂłs, GuĂ°mundu S. KristinsdĂłttur.

ďƒ¨ Myndlist Erlingur JĂłnsson myndhĂśggvari meĂ° sĂ˝ningu ĂĄ LjĂłsanĂłtt

Skuggar í Hafnarborg Sýningin SKIA opnar í Hafnarborg å fÜstudag. à sýningunni eru kannaðar ólíkar birtingarmyndir skuggans í verkum nokkurra íslenskra myndlistarmanna frå Því um miðja 20. Üld og til samtímans en gríska orðið SKIA merkir skuggi. Sýningarstjórinn, Guðni Tómasson, hefur valið å sýninguna verk sem fjalla å einn eða annan hått um skuggann. à sýningunni birtist skugginn sem Það nåttúrulega fyrirbÌri sem verið hefur hluti af listinni allt frå Því menn tóku að gera eftirmyndir raunveruleikans í gegnum myndlist. En hann birtist einnig sem flóknara heimspekilegt fyrirbÌri eða

Ăžetta hefur liĂ°iĂ° eins og hendi sĂŠ veifaĂ°

DauĂ°inn og bĂśrnin eftir Ragnar Kjartansson frĂĄ 2002.

tåkn um sålrÌnt åstand. Listaverkin eru af ýmsum toga, bÌði målverk, ljósmyndir, myndbandsverk og skúlptúrar sem yfirtaka rýmið ýmist sem andlegur skuggi eða hlutgerður sem efnismassi. Listamennirnir sem eiga verk å sýningunni eru Elías B. Halldórsson, Gabríela Friðriksdóttir,

Fyndin Ăłpera ĂĄ RĂłsenberg

Haraldur JĂłnsson, Helgi Ăžorgils FriĂ°jĂłnsson, Hringur JĂłhannesson, JĂłhann Briem, KatrĂ­n ElvarsdĂłttir, KristjĂĄn GuĂ°mundsson, MagnĂşs PĂĄlsson, Ragnar Kjartansson, Ralph Hannam, SigurĂ°ur Ă rni SigurĂ°sson, Snorri Arinbjarnar og Ăžorvaldur SkĂşlason.

Minjar meistaranna

Ă“peruverkiĂ° RĂĄĂ°skonurĂ­ki var frumsĂ˝nt ĂĄ RĂłsenberg ĂĄ fimmtudag. VerkiĂ° verĂ°ur sĂ˝nt ĂĄ RĂłsenberg alla fimmtudaga Ă­ september til fimmtudagsins 4. oktĂłber auk sĂ˝ningar fĂśstudagsinn 21. september. AlÞýðuĂłperan stendur aĂ° sĂ˝ningunni en Ăžetta uppfĂŚrsluform telst til nĂ˝mĂŚla ĂĄ Ă?slandi Ăžar sem Ăłperan er sett upp ĂĄ bar sem farandsĂ˝ning og hefur tĂłnlist hljĂłmsveitarinnar veriĂ° Ăştsett upp ĂĄ nĂ˝tt fyrir gĂ­tar. RĂĄĂ°skonurĂ­ki fjallar um ĂžjĂłnustustĂşlkuna Serpinu en henni Ăžykir hĂşn hafa heldur lĂ­til vĂśld ĂĄ heimili sĂ­nu og einsetur sĂŠr aĂ° verĂ°a Ăžar hĂşsfrĂş meĂ° ĂžvĂ­ aĂ° giftast hĂşsrĂĄĂ°andanum, Uberto. MĂĄllausi ĂžjĂłnninn Vespone nĂ˝tist henni Ă­ Ăžessum bragĂ°aleik. MiĂ°ar eru seldir ĂĄ midi.is

SĂ˝ningin Minjar meistaranna, The Heart Shrine Relic Tour, hefur veriĂ° sett upp Ă­ 64 lĂśndum og nĂş er rÜðin komin aĂ° Ă?slandi en sĂ˝ningin opnar Ă­ hĂşsi LjĂłsheima Ă­ BorgartĂşni 3 Ă­ dag, fĂśstudag. SĂ˝ningunni var Ă˝tt Ăşr vĂśr af Maitreya-stofnuninni, sem Lama Zopa Rinpoche fer fyrir, en tilgangur stofnunarinnar er aĂ° breiĂ°a Ăşt kĂŚrleiksrĂ­ka góðvild og innri friĂ° meĂ°al einstaklinga, samfĂŠlaga og heimsins alls. Minjar hinna miklu andlegu meistara eru til sĂ˝nis Ă­ lĂ­ki perlulaga kristalla sem kallast „ringselâ€?. SamkvĂŚmt bĂşddĂ­skri hefĂ° geyma kristallar Ăžessir kjarna vitundar meistaranna sem skilja Þå eftir Ăžegar Ăžeir yfirgefa Ăžetta jarĂ°lĂ­f til blessunar fyrir aĂ°ra. Ă sĂ˝ningunni eru meĂ°al annars minjar hins sĂśgulega BĂşdda, Shakyamuni BĂşdda.

–—¼š£ šÂ?•š Â’ÂŁÂ˜£¿¼Â’£•Í¼¼Œ£ ¥–Â&#x;Â&#x;Â’Â&#x;•š  Â˜ ¾§ÂšÂ&#x;ÂĽÄœÂŁÂ’Â?–˜ ÂŁÂ’Ć‚ĂŤÂœ —ª£š£ ĂŽÂ?Â? Â?–¤¼¾ÂœÂš

Erró er åttrÌður og mÌtir å opnun sýningar å grafíkverkum sínum í Hafnarhúsinu å morgun, laugardag.

ĆŒ

¼š£ –— Â&#x; Ģ ÂĽÂŚ ÂĽÂŚ –Â&#x; ÂĽÂ&#x; ÂŁ ÂĄĂŽÂ&#x;

–žž’Čš¤ Ă‘¤Â?–Â&#x;¤ÂœÂ’ÂŁ ÂŁÂ’Ć‚ÂľÂœÂŚÂŁ

Erlingur Jónsson myndhÜggvari hefur búið í Noregi í nÌstum Þrjåtíu år. Hann er hÊr í stuttu stoppi og opnar sýningu å Ljósanótt nú um helgina. Nýjasta verkið var svo stórt að Það komst ekki inn um dyrnar og verður Því að sýna Það seinna.

É

g er reyndar ekki meĂ° neina sĂ˝ningu heldur allt hiĂ° góða fĂłlk Ă­ KeflavĂ­k,“ segir Erlingur JĂłnson myndhĂśggvari um sĂ˝ningu sĂ­na sem opnuĂ° verĂ°ur nĂş um helgina, ĂĄ LjĂłsanĂłtt, Ă­ ReykjanesbĂŚ. „JĂĄ, Ă­ ReykjanesbĂŚ auĂ°vitaĂ°,“ leiĂ°rĂŠttir Erlingur og segir aĂ° Ăžetta hafi allt boriĂ° svo brĂĄtt aĂ°, aĂ° segja megi aĂ° hann hafi ekkert meĂ° Ăžetta aĂ° gera. Erlingur er hĂŠr Ă­ stuttu stoppi en hann hefur bĂşiĂ° Ă­ Noregi Ă­ nĂŚstum 30 ĂĄr. SĂ˝ningin verĂ°ur haldin Ă­ DuushĂşsum og segir Erlingur aĂ° ĂžvĂ­ miĂ°ur hafi eitt nĂ˝jasta verkiĂ° hans ekki komist inn um dyrnar: „Ætli ĂŠg verĂ°i ekki aĂ° sĂ˝na ĂžaĂ° seinna.“ En hvernig er aĂ° vera kominn heim? „Ja, eins og Ăžeir segja Ă­ Noregi Þå er gott aĂ° fara utan en heima er alltaf best,“ svarar Erlingur sem segist kornungur meĂ° sĂ­n 82 ĂĄr aĂ° baki. Hann neitar ĂžvĂ­ aĂ° aldurinn og viskan geri ĂžaĂ° aĂ° verkum aĂ° hann sĂŠ kominn Ă­ algert jafnvĂŚgi: „Nei, viĂ° nĂĄum aldrei jafnvĂŚgi og megum ĂžaĂ° ekki ĂžvĂ­ Þå fer okkur aftur um leiĂ°.“ Margt hefur gerst ĂĄ Ăžessum ĂĄrum og Erlingur ĂĄ tvĂś uppkominn bĂśrn sem eiga tvĂŚr yndislegar stelpur. Hann flutti utan 1983, ĂĄri eftir aĂ° hans besti vinur og lĂŚrifaĂ°ir lĂŠst: „Ég var bĂşinn aĂ° vinna meĂ° SigurjĂłni Ă“lafssyni myndhĂśggvara svo ĂĄrum skipti, var aĂ°dĂĄandi hans og aldrei langt frĂĄ honum Ă­ hugsun og anda, ĂŠg var meira aĂ° segja svo heppinn aĂ° vera nemandi hans og aĂ°stoĂ°armaĂ°ur Ă­ allmĂśrg ĂĄr. Svo dĂł hann og Þå fann ĂŠg mig Ă­ tĂłmarĂşmi. Ég hafĂ°i ĂĄ sĂ­num tĂ­ma lĂŚrt Ă­ Noregi og Ăžar voru vinir mĂ­nir alltaf aĂ° spyrja mig af hverju ĂŠg kĂŚmi ekki ĂžangaĂ° og ynni meĂ° Ăžeim. ĂžaĂ° vildi Þå til aĂ° auglĂ˝st var laus staĂ°a viĂ° OslĂłarhĂĄskĂłla og ĂŠg hreppti hana. Fyrst ĂŚtlaĂ°i ĂŠg bara aĂ° vera ĂĄr en lengst hefur Ă­ Ăžeirri dvĂśl.“ Ă sĂ˝ningunni Ă­ DuushĂşsum ĂĄ LjĂłsanĂłtt sĂ˝nir

Erlingur JĂłnsson myndhĂśggvari. „ViĂ° nĂĄum aldrei jafnvĂŚgi og megum ĂžaĂ° ekki ĂžvĂ­ Þå fer okkur aftur um leiĂ°.“ Mynd Hari

Erlendur verk sem hann lĂ˝sir sem hrúðri ĂĄ sĂĄrin sem lĂ­fiĂ° hefur veitt honum ĂĄ stundum: „Þetta eru vĂ­sbendingar. Ég hef Ă­ raun lĂĄtiĂ° ĂžaĂ° ĂĄreiti Ă­ lĂ­fi mĂ­nu sem hefur valdiĂ° sĂĄrum verĂ°a aĂ° skĂşlptĂşrum. Ăžannig grĂŚĂ°i ĂŠg sĂĄrin. Ăžessi verk eru ekkert meira eĂ°a minna en ĂžaĂ°.“ AĂ°spurĂ°ur hvaĂ°an ĂĄhrifin koma ĂştskĂ˝rir Erlingur aĂ° hann gangi fyrst og sĂ­Ă°ast Ă­ sĂ­num eigin ÞÜnkum: „Ă? hvers ÞÜnkum ĂŚtti ĂŠg annars aĂ° ganga? Ég fer ekki eftir neinum heimsfrĂŚgum fyrirbrigĂ°um eĂ°a stĂ­lum.â€? VarĂ°andi lĂ­fiĂ° og hĂĄan aldur, 82 ĂĄr, segir Erlingur aĂ° honum finnist allt eftir: „Þetta hefur liĂ°iĂ° eins og hendi sĂŠ veifaĂ°.“ Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is

Ég hef í raun låtið Það åreiti í lífi mínu sem hefur valdið sårum verða að skúlptúrum.


HAUST 2012 kynnum nýja buxnalínu...

Kringlunni | s. 512 1766 | www.ntc.is | erum á


66

menning

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

 Leikhús K arlar skrifa flest verkin og fá stærstu rullurnar

Kolbrún Halldórsdóttir segir sláandi hversu lítið hafi breyst í átt til jafnréttis innan leikhúsanna.

Karlar enn í aðalhlutverki í leikhúsunum talað fyrir auknum hlut kvenna í samfélaginu. „Í gegnum áratugina hefur meðvitundin vissulega aukist en það er sárgrætilegt hversu illa hefur gengið að koma hugmyndafræðinni í framkvæmd.“ Borgarleikhúsið stendur sig betur en Þjóðleikhúsið hvað varðar kynjahlutfall aðalhlutverka. Þar er boðið upp á tvö verk með konum í aðalhlutverki, tvö verk með körlum og þrjár með jöfnu kynjahlufalli. Í Þjóðleikhúsinu er fimm verkanna haldið uppi af karlkynsleikurum, þrjú eru með jafnt kynjahlutfall og aðeins eitt verk

Karlar eru í aðalhlutverki í sjö nýjum frumsýningum Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins í vetur en konur halda aðeins uppi þrem sýningum. Samkvæmt hausatalningu upp úr nýjum bæklingum leikhúsanna virðist jafnt kynjahlutfall í sex sýningum. Stóru tíðindin eru hinsvegar þau að af þessum sextán sýningum skrifa konur aðeins þrjár, allar í Þjóðleikhúsinu, því Borgarleikhúsið býður ekki upp á sýningu eftir konu í vetur. „Þetta hefur verið svona síðan ég byrjaði í leiklist,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri sem lengi hefur

Mikael Torfason mikaeltorfason@ frettatiminn.is

Ungskáld í Borgarleikhúsinu

býður upp á aðalleikkonu. „Á niðurskurðartímum er skiljanlegt að leikhúsin sigli lygnan sjó og taki ekki áhættu. En það er samt miklu áhugaverðara að beita upp í vindinn, ekki síst þegar á móti blæs,“ segir Viðar Eggertsson, leikhússtjóri Útvarpsleikhússins, en hann bendir jafnframt á að þetta muni breytast um leið og við sameinumst um að vera áræðin. Góðu fréttirnar, að mati Kolbrúnar, eru að í Þjóðleikhúsinu er fimm af níu sýningum leikstýrt af konum. Þannig hefur það ekki verið en í Borgarleik-

húsinu fékk aðeins ein kona vinnu við að leikstýra stóru nýju frumsýningum þeirra allir hinir leikstjórarnir eru karlar. „Kannski má greina uppgjöf hjá okkur konunum sem höfum látið okkur þessi mál varða innan íslensks leikhúss,“ segir Kolbrún því það virðist vera sama hvað sé ákveðið, hversu hvöss manifesto séu skrifuð eða hvaða reglur séu settar, „við virðumst ekki komast upp úr þessum hjólförum.“

 Leiklist Hugur í leikhúsfólki við upphaf leikhúsársins

Í fyrra fékk Borgarleikhúsið sex ungskáld til að skrifa stutt verk og í apríl verða þrjú þeirra frumsýnd saman. Kristín Eysteinsdóttir leikstýrir en verkin þrjú eru sýnd í einni sýningu. Yngsti höfundurinn er fæddur 1987, Tyrfingur Tyrfingsson, en hann skrifar verk um son drykkfelldrar húsmóður sem er á leið í kynskiptiaðgerð. Hinir tveir höfundarnir, Kristín Eiríksdóttir og Salka Guðmundsdóttir, eru fæddir árið 1981 og því varla nein ungskáld. Kristín skrifar um bekkpressur, skoðanakannanir og ráðleysi, samkvæmt upplýsingum frá Borgarleikhúsinu, en Salka heldur sig við Facebook og allt sem því fylgir.

Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Mið 5/9 kl. 15:00 Fors. Fim 6/9 kl. 16:00 Fors. Fös 7/9 kl. 16:00 Aðalæf. Lau 8/9 kl. 14:00 Frums Lau 8/9 kl. 17:00 2.sýn Sun 16/9 kl. 14:00 3.sýn Frumsýning 8.september!

Sun 16/9 kl. 17:00 4.sýn Sun 23/9 kl. 14:00 5.sýn Sun 23/9 kl. 17:00 6.sýn Sun 30/9 kl. 14:00 7.sýn Sun 7/10 kl. 14:00 9.sýn Sun 7/10 kl. 17:00 10.sýn

Afmælisveislan (Kassinn)

Fös 31/8 kl. 19:30 Fös 7/9 kl. 19:30 Fös 14/9 kl. 19:30 Lau 1/9 kl. 19:30 Lau 15/9 kl. 19:30 Fim 6/9 kl. 19:30 Þrenn Grímuverðlaun! Sýningum lýkur í september!

Sun 14/10 kl. 14:00 11. sýn Sun 14/10 kl. 17:00 12.sýn Sun 21/10 kl. 14:00 13.sýn Sun 21/10 kl. 17:00 14.sýn

Sun 16/9 kl. 19:30 Fös 21/9 kl. 19:30 Lau 22/9 kl. 19:30

Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið)

Lau 15/9 kl. 20:30 Frums Lau 22/9 kl. 20:30 5.sýn Fim 4/10 kl. 20:30 9.sýn Fim 20/9 kl. 20:30 2.sýn Fim 27/9 kl. 20:30 6.sýn Fös 5/10 kl. 20:30 10.sýn Fös 21/9 kl. 20:30 3.sýn Fös 28/9 kl. 20:30 7.sýn Lau 22/9 kl. 17:00 4.sýn Sun 30/9 kl. 20:30 8.sýn Ein vinsælasta sýning Þjóðleikhússins á síðari árum aftur á svið.

Við sýnum tilfinningar TRYGGÐU ÞÉR SÆTI! 4 sýningar á

11.900 kr.

Mýs og menn er dæmi um sýningu sem Magnús Geir segir upplagt að fjölskyldan fari öll saman á. Ólafur Darri Ólafsson og Hilmar Guðjónsson fara með hlutverk Lennie og George.

Grátur og græðandi grín Leikhúsárið er að hefjast og Fréttatíminn setti sig í samband við stóru atvinnuleikhúsin tvö; Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið, forvitnaðist og komst meðal annars að því að mikill hugur er í mönnum sem ætla að bregða samfélagspeglinum hátt á loft: Á fjölunum verður stungið á kýlum, gestum skemmt og allt þar á milli. Allur tilfinningaskalinn skannaður.

L

ofum við skemmtilegum leikhúsvetri?“ Magnúsi Geir Þórðarsyni, leikhússtjóra Borgarleikhússins, finnst þetta einfeldningsleg spurning því hann hlær við henni: „Jájájá.“ Of langt mál væri að telja upp allar þær sýningar sem verða á þremur sviðum Borgarleikhússins en í vetur verða þar 26 verk á fjölunum, sex frá síðasta leikári.

Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30

leikár er hafið!með leikhúskorti Hverfisgötu 19

551 1200

leikhusid.is

midasala@leikhusid.is

Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið)

Fös 7/9 kl. 20:00 1.k Fös 14/9 kl. 20:00 3.k Fim 20/9 kl. 20:00 5.k Lau 8/9 kl. 20:00 2.k Lau 15/9 kl. 20:00 4.k Fös 21/9 kl. 20:00 6.k Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá

Fös 14/9 kl. 19:00 frum Sun 16/9 kl. 16:00 3.k Lau 22/9 kl. 19:00 4.k Lau 15/9 kl. 19:00 2.k Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma

Sun 23/9 kl. 16:00

Rautt (Litla sviðið)

Fös 21/9 kl. 20:00 frums Sun 23/9 kl. 20:00 3.k Lau 22/9 kl. 20:00 2.k Mið 26/9 kl. 20:00 4.k Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar

Á sama tíma að ári (Stóra sviðið)

Fös 28/9 kl. 20:00 frums Lau 6/10 kl. 19:00 3.k Lau 29/9 kl. 20:00 2.k Lau 6/10 kl. 22:00 4.k Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur

Egner aðalmaðurinn

Jakob Bjarnar Grétarsson

Stungið á kýlum og græðandi verk

Gulleyjan – „Vel að verki staðið“ – JVJ, DV

Gulleyjan (Stóra sviðið)

„Þar af 18 íslensk verk. Við erum afskaplega stolt af því,“ segir Magnús. Hann segir að áfram verði haldið á sömu línu og verið hefur undanfarin ár, enda aðsóknin verið góð. „Við erum með afar fjölbreytt úrval þar sem við erum að spila á allan tilfinningaskalann. Erum með eitthvað fyrir alla. En, kappkostum að vera ekki að reyna að láta allt vera fyrir alla heldur taka á hlutunum með afgerandi hætti. Þannig að við séum með annað hvort heitt eða kalt frekar en volgt; sterkir litir fremur en gráir tónar.“ Magnús segir jafnframt að kappkostað verði að eiga samtal við samfélagið. „Stinga á kýlum og hreyfa við hlutum, við verðum áfram í því en leggjum áherslu á, því við teljum samfélagið þurfa á því að halda, að vera með græðandi og uppbyggileg verk.“ Sem dæmi um samfélagsspegilinn nefnir Magnús sem dæmi þá miklu aðsókn sem fylgdi því þegar leikarar hússins lásu upp úr Rannsóknarskýrslunni. „Þúsundir manna komu á örfáum dögum. Svo verðum við einnig með sýningar sem kjörið er fyrir alla fjölskylduna að koma saman á, og þá ekki barnasýningar, svo sem Mýs og menn og Mary Poppins.“

Sigurlaug Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri leikhússins. Ekki er síður hugur í mannskapnum þar en í upphafi vikunnar setti Tinna Gunnlaugsdóttir leikárið formlega með innblásinni ræðu. Boðaði spennandi og fjölbreytta dagskrá á nýju leikári, sem höfða á til allra leikhúsunnenda og rakti dagskrá sem verður á Stóra sviðinu, Kúlunni, Kassanum og í Leikhúskjallaranum. Meðal verkefna er Macbeth Shakespears í leikstjórn Benedict Andrews, Englar alheimsins eftir Einar Má verður tekið til kostanna svo fátt eitt sé nefnt. Lesendur Fréttatímans eru eindregið hvattir til að kynna sér dagskrá leikhúsanna, sem aðgengileg er á netinu og vissulega spennandi. Sigurlaug segir leikárið í Þjóðleikhúsinu einkennast af því að sjálfur Thorbjörn Egner hefði orðið hundrað ára á þessu leikári. Egner nýtur vissulega vinsælda á Norðurlöndunum en sennilega hvergi sem hér á Íslandi en fyrir áramót verða Dýrin í Hálsaskógi sett upp, eftir áramót eru það svo Karíus og Baktus. „Egner er alveg súpervinsæll hér. Lilli klifurmús er alveg einstakur og á sinn þátt í að leggja grunn að almennum leikhúsáhuga landsmanna. Athyglisvert að ytra er það oftast kona sem fer með hlutverk Lilla en hér er það alltaf karl. Þetta er 5. uppfærsla Þjóðleikhússins á „Dýrunum“; heimsfrumsýning var 1962, svo 1977, þá 1992 og svo 2003. Og yfir þrjú hundruð þúsund áhorfendur þegar allt er talið. Egner var viðstaddur fyrstu frumsýninguna og teiknaði þá alla karakterana og við verðum með sýningu í tengslum við það. Sonur hans er væntanlegur nú.“

Sun 7/10 kl. 20:00 5.k

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

Lilli klifurmús er alveg einstakur og á sinn þátt í að leggja grunn að almennum leikhúsáhuga landsmanna.

Hjá Þjóðleikhúsinu varð fyrir svörum

jakob@frettatiminn.is


Erum flutt á Suðurlandsbraut 20

34%

AFSLÁTTUR

Verðdæmi: ÍTALSKAR VEGGFLÍSAR

IDEA 10X30 HVÍT MÖTT Verð áður 5.990.- m2

Verð nú kr 3.953.- m2

48%

AFSLÁTTUR

Verðdæmi:

A L A S T Ú R Ó T S

ÞÝSKAR GÓLFFLÍSAR BASALTINA MÖTT 30 X 60 GÓLFFLÍS Verð áður 9.291.- m2

Verð nú 4.831.- m2

33%

AFSLÁTTUR

Verðdæmi:

HARÐPARKET EIK COTTAGE 2V / 9MM Verð áður 5.990.- m2 Verð nú 3.990.- m2

41%

AFSLÁTTUR

Verðdæmi:

VIÐARPARKET EIK UNIQUE 4. STAFA Verð áður 8.490.- m2

Verð nú 4.924.- m2 Egill Árnason | Suðurlandsbraut 20 | 108 Reykjavík | S:595 0500 Opnunartímar: mán - fös kl. 9 - 18 og lau kl. 11 - 15


68

dægurmál

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

 Í takt við tímann Þórhildur Þorkelsdóttir

Á yfir fimmtíu kjóla í fataskápnum

Þórhildur Þorkelsdóttir vinnur í Rokki & rósum og er að byrja í mannfræði. Hún bloggar á thorhildur.tumblr.com.

Þórhildur Þorkelsdóttir er 22 ára sveitastelpa sem flutti á mölina til að fara í menntaskóla og hefur fest rætur í miðbænum. Hún fór til London, Parísar og á Hróarskeldu í sumar meðfram því að vinna í tískuversluninni Rokki & rósum. Á mánudaginn tekur nýr kafli við þegar hún byrjar í mannfræði í Háskóla Íslands. Staðalbúnaður

Vélbúnaður

Stíllinn minn er mjög dömulegur og því hentar mér afskaplega vel að vinna í Rokki & rósum. Ég á mikið af fötum þaðan, sérstaklega vintage-kjólum. Ég er að safna kjólum og á örugglega yfir fimmtíu stykki í skápnum. Mér líður stundum kjánalega í flatbotna skóm við þá og er því rosa oft í hælum. Annars versla ég mestmegnis erlendis, til dæmis í American Apparel, Monki og svo á mörkuðum. Það er eiginlega áhugamál hjá mér að fara á markaði. Ég er oft með sólgleraugu og á nokkur slík en er annars lítil skartkona.

Ég er Apple-kona. Ég fékk mér MacBook fyrir þremur árum og það verður ekki aftur snúið. Ég á líka iPhone og skil hann ekki við mig. Ég nota Instagram mjög mikið og svo er ég ógeðslega góð í Temple Run. Ég er ágætlega virk á Facebook. Kærastinn minn á gamla Nintendo tölvu og ég spila stundum Super Mario Bros í henni og það er ógeðslega skemmtilegt. Ég er ekki mjög góð en er alltaf að æfa mig.

Hugbúnaður

Aukabúnaður

Við erum ekki með almennilega kaffistofu í búðinni svo ég fer á hverjum degi á Súfistann á Laugavegi. Það er líka rosa gott kaffi á Kaffifélaginu á Skólavörðustíg. Það er misjafnt hvert ég fer á djamminu, Kaffibarinn og Bakkus eru „beisik“, ég fer mikið á tónleika og fer því oft á Faktorý. Svo er gott að fara á Kex Hostel eða Ölsmiðjuna – hún kemur skemmtilega á óvart, þar er ódýr bjór og róleg og góð stemning. Á djamminu panta ég Classic bjór, rauðvín eða Skinny Bitch sem er vodka í sódavatni með lime. Það passar ágætlega fyrir mig því ég er sykursjúk og má helst ekki fá mér gos eða safa. Ég fer oft í Háskólabíó og vildi gjarnan fara oftar í leikhús. Svo hef ég gaman af því að lesa, nú er ég að klára Gamlingjann sem er dásamleg en í vetur verð ég ábyggilega föst í mannfræðibókunum. Síðustu mánuði hef ég óvænt fengið áhuga á eldamennsku og hef prófað mig áfram á þeim vettvangi. Vinir mínir hafa fengið að njóta afrakstursins með tilheyrandi matarboðum en það er ekki útlit fyrir að þau verði mörg á næstunni. Við kærastinn vorum nefnilega að missa íbúðina okkar og erum í íbúðarleit. Ég auglýsi hér með eftir einni góðri.

Ljósmynd/Hari

Ég er dugleg að prófa nýja veitingastaði enda er ég að vinna niðri í bæ. Snaps er mjög skemmtilegur og Aldin er æðislegur, þar er rosalega góður lífrænn matur. Ég fer allra minna ferða labbandi eða hjólandi. Ég á mjög flott nýtt hjól úr Kría Cycles. Uppáhaldsstaðurinn minn er heima í sveitinni hjá mömmu, á Ósabakka á Skeiðunum. Þar er frábært að fara á hestbak. Svo er New York alltaf í miklu uppáhaldi eftir að ég bjó þar í eitt ár. Í töskunni minni er alltaf blóðsykursmælirinn sem er lífsnauðsynlegur, Smart-ilmvatnið frá Andreu Maack, varalitur, kinnalitur og blár maskari. Ég nota alltaf bláan maskara.

 Plötudómar dr. gunna

Í völdum 2 kg pökkum af MILT þvottadufti eru lukkumiðar sem innihalda glæsilega vinninga. Kauptu MILT þvottaduft og þú gætir dottið í lukkuþvottinn!

Sculpture





Eivör Pálsdóttir

Sudden Weather Change

Ýmsir

Kraftur í kvikunni

Þoka á heiðinni

Stórir möskvar

Eivör er skærasta færeyska tónlistarstjarnan á Íslandi. Hér sló hún í gegn með Krákunni 2003, en Room er sjöunda stúdíóplatan hennar og sú fyrsta síðan Larva kom út 2010. Eins og þessi miklu afköst sýna er Eivör kraftmikill einstaklingur. Sá kraftur skilar sér í tónlistinni, bæði syngur hún af öguðum þrótti og þótt tónlistin sé oftast ljúf er alltaf bullandi kraftur í kvikunni sem brýst oft út. Eivör tileinkar plötuna pabba sínum, sem lést fyrir tveimur árum, og horfir inn á við í enskum textunum. Lögin tíu eru fjölbreytt af gerð og tilfinningu, frá dapurri angurværð í hamrandi logsuðurokk. Hér eru mörg sterkt lög, útsetningar frjóar og fjölbreyttar og platan skemmtileg og flott. Eivör klikkar ekki.

Önnur plata SWC byrjar á laginu Weak Design, Sonic Youth-legum gítarslána sem gefur í skyn að þessi plata sé í svipuðum stíl og fyrsta platan. Þetta reynist tálsýn því strax í öðru lagi er eins og þoka komi á heiðina, gítar-rokkið verður æ móðukenndara og húkk-lausara. Þetta er með öðrum orðum frekar brött plata og ekkert lamb að leika sér við. Hinn snarbratti Ben Frost hefur hönd í bagga með þokuvélinni og svo er gítarspunnið og sungið á ensku – og öllu pakkað inn í Nýlistardeildarlegan alvarleika. Þessir strákar eru góðir og bandið vissulega þétt. Það rofar stundum til í þokunni, en ég hefði kosið að það gerðist oftar svo maður villtist minna.

Þessi safnplata hefur það markmið að gefa tónlistargrasrótinni á Suðurnesjum tækifæri til að kynna sig. Í því skyni fengu fjórtán hljómsveitir og sólóistar tíma til umráða í upptökuheimilinu Geimsteini og töldu í eigin lög og kóver. Hér er mjög blandað efni af gerð og gæðum. Frá byrjendum að útpældum reynsluboltum; frá frekar kauðalegu og gamaldags poppi yfir í þjóðlagatónlist og gott rokk. Þetta er virðingarvert framtak og oft má hafa gaman að þessu. Sterkust eru lög Soffíu Bjargar, Smára Klára, S og S, Fjarkanna og Cowboy and The Tiger, en eðli málsins samkvæmt eru möskvarnir stórir og ýmislegt sleppur í gegn sem hefði mátt dafna betur.

FÍTON / SÍA

Whirlpool þvottavél og Philips straujárn frá Heimilistækjum, veglegir balar með frábærum þvotta- og hreinsiefnum eða inneign í Skemmtigarðinn í Smáralind.

Room

Aftan Festival 2



www.opera.is

Án ofnæmisvaldandi efna Án efna sem sitja eftir í tauinu Sérþróað fyrir íslenskt vatn

FRUMSÝNING 20. OKTÓBER KL. 20 2. sýn: Föstudaginn 26. október 3. sýn: Laugardaginn 27. október 4. sýn: Sunnudaginn 4. nóvember 5. sýn: Laugardaginn 10. nóvember 6. sýn: Laugardaginn 17. nóvember Miðasala í Hörpu og á www.harpa.is - sími 528 5050 - midasala@harpa.is


dægurmál 69

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

leiðtogafundurinn Ísland í brennidepli nýrr ar bíómyndar

Michael Douglas verður Reagan í Reykjavík

F

ramleiðsla bíómyndarinnar Reykjavik, sem fjalla á um leiðtogafund Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikails Gorbatsjov, aðalritara Sovéska kommúnistaflokksins, í Reykjavík, virðist loks vera komin á skrið. Nú hafa þau tíðindi borist frá Bandaríkjunum að stórleikarinn Michael Douglas sé í viðræðum um að taka að sér hlutverk Reagans. Þá liggur fyrir að leikstjórinn Mike Newell, sem sló á sínum tíma í

gegn með Four Weddings and a Funeral og gerði stórmyndirnar Harry Potter and the Goblet of Fire og Prince of Persia: The Sands of Time, muni leikstýra myndinni. Breski leikstjórinn Ridley Scott, sem gerði góða ferð til Íslands í fyrra þegar hann tók upp atriði fyrir geimtryllinn Prometheus, hefur verið viðloðandi verkefnið um nokkurt skeið og er á meðal framleiðenda. Árið 1986 varð Ísland nafli

Sögulegur fundur Reagans og Gorbatsjovs í Höfða verður í brennidepli myndarinnar Reykjavik.

alheimsins í nokkra daga, en slíkt hafði ekki hent smáþjóðina í norðri síðan árið 1972

þegar Fischer og Spasskí tefldu um heimsmeistaratitilinn í skák, þegar Reagan og Gorbatsjov funduðu um fækkun kjarnorkuvopna í Höfða í tilraun til þess að binda enda á kalda stríðið. Reykjavík, og vitaskuld Höfði, hljóta því að teljast æskilegir tökustaðir en samkvæmt fréttum stendur til að byrja tökur í Berlín í mars á næsta ári. Í ljósi góðrar reynslu Scotts af Íslandi má þó ætla að leið kvikmyndafólksins muni einnig liggja hingað. -þþ

Í ljósi góðrar reynslu Scotts af Íslandi má þó ætla að leið kvikmyndafólksins muni einnig liggja hingað.

Gamla kempan Michael Douglas er farinn að reskjast og láta á sjá þannig að honum ætti að reynast hægur vandi að bregða sér í hlutverk Reagans. Myndir/NordicPhotos-Getty

Uppkomin börn alkóhólista

Almenna bókafélagið hefur endurútgefið bókina Uppkomin börn alkóhólista eftir Árna Þór Hilmarsson, sálfræðing og ráðgjafa, sem fyrst kom út árið 1993 og hefur verið ófáanleg um langt árabil. Í bókinni fer Árni Þór yfir hvaða áhrif alkóhólismi foreldra hefur á æsku og þroska barna og hvernig sjúkdómurinn mótar líf þeirra og störf á fullorðinsárum. Árni Þór starfaði í rúman áratug við einstaklings- hjóna- og fjölskylduráðgjöf, auk þess sá hann um stuðningshópa fyrir uppkomin börn alkóhólista.

Bollywooddans á Íslandi

I

Farðu skynsamlega með þitt Fé! FÍTON / SÍA

ndverska stórstjarnan Ram Charan kom til Íslands ásamt mótleikurum sínum og tökuliði í lok ágúst til þess að taka upp tónlistarmyndbönd fyrir Bollywood-myndina Naayak. Ram Charan er feikilega vinsæll í heimalandi sínu og þessarar nýjustu myndar hans er beðið með mikilli eftirvæntingu á Indlandi. Indverskir fjölmiðlar greina frá því að Ram Cahran hafi komið til landsins með fríðu föruneyti til þess að taka upp tónlistarmyndbönd fyrir Naayak í heillandi og myndrænu íslensku landslagi. Fregnir herma að Ram Charan og mótleikkona hans, Amala Paul, séu mjög spennt fyrir laginu og hafi notið sín vel í íslenskri náttúru. Naayak er rómantísk hasarmynd í leikstjórn VV Vinayak og fyrsta myndin sem leikstjórinn gerir með hinum dáða Ram Charan. Tónlist myndarinnar er í höndum indverska kvikmyndatónskáldsins SS Thaman. Hann er ákaflega ánægður með útsetningar sínar fyrir Naayak og telur víst að lögin í myndinni muni fá fólk til þess að dansa af gleði. Ram Charan er 27 ára gamall og fyrir utan það að vera vinsæll leikari þykir hann frábær knapi og hefur hlotið viðurkenningar sem slíkur.

Fékort er nýtt fyrirframgreitt greiðslukort, sem sameinar bestu kosti þess að nota reiðufé og kreditkort. Nýja MasterCard Fékort auðveldar þér að taka fjármálin fastari tökum og færir þér um leið ærleg afsláttarkjör hjá fjölda áhugaverðra fyrirtækja. Það er óþarfi að vera kindarlegur. Sæktu um Fékort á www.kreditkort.is.


70

dægurmál

Helgin 31. ágúst-2. september 2012

maría Sigrún R æðir við fyrstu alheimsfegurðardrottninguna

Gerir þátt um Guðrúnu Bjarnadóttur í fæðingarorlofinu F

réttakonan María Sigrún Hilmarsdóttir situr ekki auðum höndum þótt hún sé nú í árs fæðingarorlofi frá starfi sínu á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Í september ætlar hún að vinna klukkustundar langan viðtalsþátt við Guðrúnu Bjarnadóttur sem var kjörin alheimsfegurðardrottning, fyrst íslenskra kvenna, árið 1963. Keppnin sem nú heitir Miss World nefndist Miss International í þá daga og eftir sigurinn tók við glæsilegur fyrirsætuferill

Tíminn lagði forsíðuna undir sigur Guðrúnar sunnudaginn 18. ágúst 1963.

hjá ungu stúlkunni frá íslenska sjávarplássinu Ytri-Njarðvík. Guðrún er sjötug í ár sem gefur Maríu Sigrúnu kjörið tilefni til þess að setjast niður með henni og fá hana til að líta um öxl og segja frá ævi sinni og störfum. Guðrún hefur búið erlendis

alla tíð frá 1963 og er búsett í París. Hún sækir þó Ísland heim reglulega og er væntanleg til landsins og þá hefst vinna Maríu Sigrúnar við þáttinn fyrir alvöru. Þá stendur til að heimsækja Guðrúnu einnig til Parísar með tökuvélina.

Hákon á þeytingi

Kvikmyndatökumaðurinn Hákon Pálsson vakti verðskuldaða athygli þegar hann hlaut BAFTA New Talent-verðlaunin í vor fyrir kvikmyndatöku myndarinnar No More Shall We Part. Hákon hefur undanfarið dvalið i Brussel en er í stuttu stoppi á Íslandi. Hann fær þó ekki frí frá tökuvélinni á meðan og grípur í verkefni með vinum sínum. Í lok september liggur leið hans til Parísar þar sem hann gengur frá fjórum myndum sem hann hefur tekið. Hann hefur því nóg að gera og segir BAFTA-verðlaunin ekki spilla fyrir en með þau upp á arminn gengur honum betur að fá fundi með framleiðendum. Straumur kvikmyndagerðarfólks frá Hollywood hefur ekki farið fram hjá neinum á Íslandi í sumar og Hákon segir þetta ár vera það allra besta í þessum efnum hingað til og áhugi stórmógúlanna komi sér ákaflega vel fyrir tæknifólk í kvikmyndabransanum hér heima en hann hefur varla náð að hitta suma kunningja sína vegna anna hjá þeim. hann fór ekki í loftið og piltarnir riðu á vaðið í beinni útsendingu. Í þættinum ætla þeir sér að berjast gegn pólitískri rétthugsun, stofna félagsskapinn Stóri bróðir og efna til druslugöngu þar sem karlar munu ganga naktir niður Laugaveginn.

Slappur hefndarbrandari Naktar karldruslur Eftir nokkra bið og dágóðan eyðimerkurspöl fór útvarpsþátturinn Menn í loftið á X-inu 97,7 á miðvikudagskvöld. Ritstjórn vefsins www. menn.is, með ritstjórann Helga Jean Claessen í broddi fylkingar, hefur umsjón með þættinum eins og nafnið bendir kannski til, en Helga til halds og trausts eru þeir Hjálmar Örn Jóhannsson og Sigurður Hannes Ásgeirsson. Mennirnir tóku upp prufuþátt fyrir allnokkru þar sem þeir ræddu meðal annars við athafnakonuna Marín Möndu Magnúsdóttur um femínisma og fleira. Heldur þótti þó vera farið að slá í þáttinn loksins þegar á hólminn var komið þannig að

KR og FH mættust í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar á dögunum eins og frægt er orðið. FH-ingar færðu KR-ingum blómvönd fyrir leik en að mati grjótharðra Gaflara hefðu þeir betur sleppt því þar sem þeir spiluðu eins og „blómadrengir“ og voru rassskelltir 1-3. Hafnarfjarðarlöggan gerði þó sitt til þess að reyna að koma fram hefndum á Vesturbæingum og útdeildi sektarmiðum grimmt á alla bíla sem lagt hafði verið ólöglega í Kaplakrika. Vallargestir kunnu lögreglunni litlar þakkir fyrir tiltækið og Hafnfirðingar urðu margir saltvondir þar sem þeir fengu margir miða og þótti Hafnarfjarðarlöggan klúðra hefndinni rækilega þar sem hún gerði lítið annað en nudda salti í sár þeirra.

Segðu það með

Þáttur Maríu Sigrúnar um fyrstu alheimsfegurðardrottningu Íslendinga verður klukkustundar langur og verður sýndur í vetur. Íslenskir fjölmiðlar gáfu sigri Guðrúnar að sjálfsögðu gaum og frétt Morgunblaðsins þann 18. ágúst 1963 hófst með þessum orðum: „Í gær náði Mbl. tali af hinni nýkjörnu fegurðardrottningu heimsins, Guðrúnu Bjarnadóttur, á hóteli hennar á Langasandi. Þá fyrst fengum við að vekja hana, en hún var reynd-

María Sigrún býr að reynslunni sem hún fékk þegar hún gerðiviðtalsþátt við göngugarpinn Reyni Pétur og heimildarmyndum barnaþrælkun í Kambódíu.

ar aðeins búin að sofa nokkra klukkutíma eftir öll lætin, sem urðu í kringum hana, eftir að hún hafði orðið nr. 1 í þessari umfangsmestu fegurðarsamkeppni heimsins. Guðrún var ákaflega hlédræg, — hlátur, ofurlítið feimnislegur, var eina svarið við mörgum spurning um okkar. Hún kærir sig auðheyrilega ekki mikið um að láta hafa ummæli eftir sér opinberlega, eða þá hún er ekki búin að átta sig á öllu þessu umstangi.“ -þþ

eva Lind og Eyrún Helga Klipptu Frost saman

Kuldahrollur og spenna í klippiherberginu Vinkonurnar Eva Lind Höskuldsdóttir og Eyrún Helga Guðmundsdóttir eru óaðskiljanlegar. Þær vinna saman við kvikmyndaklippingar hjá Kukl og hafa nýlokið við spennutryllinn Frost í leikstjórn Reynis Lyngdal. Myndin segir frá voveiflegum atburðum uppi á jökli og stelpurnar fengu spennuna og kuldann beint í æð. Þær æfa einnig fitness saman af miklu kappi og byrja vinnudaginn á hressilegri brennslu og mæta svo ofvirkar að klippitölvunum.

É Það getur samt vel verið að við verðum hræddar þegar við sjáum myndina fullunna.

„Ég kalla hana konuna mína,“ segir Eva Lind (til vinstri á myndinni). „Við erum algerar andstæður en samt alveg eins sem er mjög fyndið. Við erum með sömu áhugamálin en ég er kannski aðeins meiri prinsessa,“ segir Eva Lind og vinkonurnar hlæja í kór. Mynd/Hari

g væri til í að klippa eina svona mynd á ári,“ segir Eva Lind. „Maður fær ekki oft svona myndir og Frost var mjög skemmtilegt tilbreyting.“ Vinkonurnar eru því hæst ánægðar eftir að hafa tekið þátt í köldum og hrollvekjandi leiðangri Reynis Lyngdal upp á jökul þar sem óhugnanlegir atburðir gerast. Þær skiluðu sinni vinnu þó í hlýju og öryggi klippiherbergisins en fundu samt vel fyrir ógninni og kuldahrollinum. „Við urðum alveg pínu hræddar þegar við fengum efnið fyrst,“ segir Eyrún Helga. „Við lásum ekki handritið og vissum þess vegna ekkert hvað var að gerast og þurftum að taka okkur pásur eftir sum atriðin til þess að róa okkur.“ „Við fengum endinn fyrst þannig að við vissum hvernig myndin endaði en höfðum ekki hugmynd um hvað var búið að gerast á undan og urðum stundum mjög spenntar og smeykar,“ segir Eva Lind. „Við erum orðnar alveg rólegar núna vegna þess að við erum búnar að sjá hana allt of oft og kunnum hana alveg utan að.“ „Það getur samt vel verið að við verðum hræddar þegar við sjáum myndina fullunna,“ segir Eyrún Helga. „Ég væri til í að fá fleiri svona myndir og ég held að við eigum alveg sögurnar, landslagið og allt sem þarf í svona spennuhrylling,“ segir Eva Lind og vísar í þjóðsögur og ríka draugatrú Íslendinga. „Við eigum svo flotta kvikmyndagerðarmenn hérna og leikara sem geta gert meira af svona drama og hryllingi. Mér líst vel á þetta og finnst Frost koma mjög sterkt inn.“ Eva Lind segir Reyni hafa fært þeim svo mikið af góðu efni og gullfallegum senum að þær hafi stundum verið með valkvíða við klippitölvurnar. „Það var úr svo miklu flottu að velja og þetta er líka allt svo ekta. Þau tóku þetta uppi á jökli í skítakulda og maður finnur fyrir vindinum og kuldanum

og skynjar hrikalega náttúruna. Þeim þykir líka öllum svo vænt um myndina vegna þess að þau lögðu svo hart að sér við að gera hana.“ Vinkonurnar eru sammála um að vinnan með Reyni hafi verið sérlega ánægjuleg. „Það er mjög gaman að vinna með Reyni. Hann drepur engar hugmyndir. Hann gaf okkur líka mikið frelsi og það er mjög flott þegar svona mikið traust myndast á milli leikstjóra og klippara. Það er ekki sjálfgefið,“ segir Eva Lind. Kvikmyndaklipping virðist liggja ákaflega vel fyrir konum og nægir í því sambandi að benda á Valdísi Óskarsdóttur og Elísabetu Ronaldsdóttur sem eru klipparar á heimsmælikvarða og stelpurnar útiloka ekki að ef til vill búi konur yfir hæfileikum sem nýtast vel við þá þolinmæðisvinnu sem klippingar eru. „Það er rosalega mikil flokkun á efni fólgin í þessu og maður þarf að vera skipulagður og þolinmóður,“ segir Eva Lind. „Þetta er tímafrekt og þú verður í raun og veru að muna hverja einustu töku og geta fundið hana á augabragði,“ bætir Eyrún Helga við. „Það eru ekkert allir sem búa yfir skipulagsgáfu þótt þeir séu samt ágætis klipparar.“ Eyrún Helga og Eva Lind eru nánar vinkonur og æfa fitness saman fyrir utan auðvitað að vinna saman alla daga. „Við erum bestu vinkonur og gerum allt saman,“ segir Eva Lind. „Við mætum í brennslu á morgnana og förum svo í vinnuna. Við vinnum til sex og förum þá aftur á æfingu og erum búnar um klukkan níu þannig að við erum saman í svona tólf tíma á dag eða svo. Og þótt við æfum tvisvar á dag þá náum við samt að afkasta meiru en annars vegna þess að það er svo mikil orka í okkur. Við mætum hingað vel vaknaðar og erum ofvirkar fram eftir degi.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


LAGERSALA Á ÚTIVISTAR- & VETRARFATNAÐI

ALLT AÐ

AFSLÁTTUR

Herra úlpa

Herra H jakki j kki

Barna Ba arna skíðaú skíðaúlpa úlp pa St. 116 - 176 St

Verð V ð nú úk kr. 14.900 14 900

Verð nú kr. 12.900 V

Verð nú kr. 9.900

Dömu sskíðaúlpa kíðaú úlpa

Dömu anorakkurr

Barna B arna prjó prjónaflíspeysa ónafl flíísp peysa

Verð áður kr. 27.990

Verð nú kr. 16.900 Verð áður kr. 39.990

Verð rð á áður ður kr. 25 25.9 25.990 .990

Verð áður kr. 19.990

St. 116 - 176

Verð nú kr. 12.900

Verð nú kr. 6.900

Verð áður kr. 33.990

Verð áður kr. 13.990

OPNUNARTÍMAR Föstudagur Laugardagur Sunnudagur Mánudagur

31. ágúst 1. sept 2. sept 3. sept

kl. kl. kl. kl.

12:00 - 20:00 11:00 - 18:00 12:00 - 18:00 12:00 - 20:00

Mikið úrval af vetrarfatnaði, útivistarfatnaði og mörgu fleiru. Lagersala - Nýbýlavegi 18

(Dalbrekkumegin) - Kópavogi


Hrósið...

HE LG A RB L A Ð

... fá ólympíufararnir Jón Margeir Sverrisson sundmaður, Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona, Kolbrún Alda Stefánsdóttir sundkona, og Helgi Sveinsson frjálsíþróttamaður en þau keppa öll á ólympíuleikunum í London klukkan 16 í dag. Þau eru að vonum spennt og talsmaður hópsins sagði stemninguna í hópnum frábæra.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is

Bakhliðin Halla Bergþór a Björnsdóttir

Halla með dóttur sinni við embættisstörf á Akranesi.

AFMÆLISTILBOÐ! RÚMFATALAGERINN ER 25 ÁRA

Eitilhörð í indíánaleik Aldur: 43 ára. Starf: Settur sýslumaður á Akranesi. Búseta: 109 Reykjavík. Maki: Kjartan Jónsson rafiðnarfræðingur hjá Verkís. Eiga tvö börn, sex og níu ára. Foreldrar: Björn Gunnar Jónsson bóndi á Laxamýri, sem er látinn, og Kristjóna Þórðardóttir á Laxamýri. Menntun: Lögfræðingur frá Háskóla Íslands 1995. Fyrri störf: Fulltrúi hjá sýslumanninum í Reykjavík. Fulltrúi hjá sýslumanninum á Húsavík. Lögmaður hjá Lögmannsstofu Guðjóns Ármanns Jónssonar. Starfsmaður í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Áhugamál: Stangveiði. Stjörnumerki: Krabbi Stjörnuspá: „Þú hefur unnið vel að undanförnu og átt nú skilið að geta um frjálst höfuð strokið. Treystu tilboðum um fjárhagsaðstoð sem gera þér kleift að endurnýja á heimilinu,“ segir í stjörnuspá Morgunblaðsins miðvikudaginn 29. ágúst, daginn sem úrskurður Kærunefndar jafnréttismála féll.

TILBOÐIN GILDA TIL 05.09.2012

Kári Steinn Karlsson Hlaupari

153 X 203 FULLT VERÐ: 119.950

Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði í vikunni að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafi brotið jafnréttislög í fyrra þegar hann tók Svavar Pálsson fram yfir Höllu Bergþóru Björnsdóttur í embætti sýslumanns á Húsavík. Halla Bergþóra, settur sýslumaður á Akranesi frá 2009, var álitin hæfari en Svavar í fjórum hæfnisþáttum af átta og jafnhæf í þremur. Í úrskurðinum er Ögmundur gagnrýndur fyrir að leita ekki álits umsagnaraðila beggja umsækjenda. „Kærði [ráðherra] hefur ekki svo séð verði lagt málefnalagt mat á hæfni kæranda að þessu leyti og vegið hana á móti hæfni þess er skipaður var,“ segir í úrskurðinum.

40.000

ST ÁFÖ NA DÝ YFIR

79.950

STÆRÐ: 153 X 203 SM.

FÆTUR OG BOTN FYLGJA

25

H

ún er mjög ákveðin og heiðarleg. Hún er líka bæði dugleg og skipulögð,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga og bróðir Höllu Bergþóru. „Hún var yngst í stórum frændsystkinahópi á Laxamýri og þurfti að hafa fyrir því að fá að vera með. Hún var iðulega látin leika indíána þegar við hin eldri vorum kúrekar. Hún varð eitilhörð á því að þurfa að halda í við sér eldri krakka. Hún er ákveðin og stendur föst á sínu og er með ríka réttlætiskennd. Og hún þolir hvorki plott né óheiðarleika. Halla er líka mikil fjölskyldumanneskja og heldur góðu sambandi við sitt fólk. Hún á líka stóran vinahóp sem hún ræktar, af vinum og vinkonum,“ segir Jón Helgi.

SPARIÐ

SÆNG OG KODDI

SPARIÐ

2.000 SÆNG+KODDI FULLT VERÐ: 9.995

7.995

ÁRA SPARIÐ

1.000 HAnDY DýnA Flott og handhæg dýna sem hægt er að leggja saman. Tekur lítið pláss! Stærð: 63 x 190 sm.

FULLT VERÐ: 6.995

HøiE uniquE Sæng og koDDi Vönduð thermosæng fyllt með 2 x 600 gr. af holtrefjum. Stærð: 140 x 200 sm. Koddinn er fylltur með 500 gr. af holtrefjum. Stærð: 50 x 70 sm. Sængurtaska fylgir.

FYRIR AMERÍSKAR DÝNUR

SWEET DREAMS AMERíSk DýnA Vönduð og góð dýna með sterkri hliðarstyrkingu. Í efra lagi er áföst 10 sm. þykk yfirdýna úr hágæða svampi. Í neðra lagi eru u.þ.b. 140 BONNELL gormar pr. m2. Fætur og botn fylgja með.

5.995

PÍFULÖK

25% AFSLÁTTUR

Nýbýlavegi 32

Matur fyrir Þú getur valið um:

Sub-Samlokur Salöt m/kjöti Pizzur +2 l gos

TEYGJULÖK FRÁ:

3.995

AVERY TEYgjulök Mjög góð teygjulök. Efni: 100% bómull. Fást í hvítu og kremuðu. Dýpt í öllum stærðum: 40 sm. Stærðir: 90 x 200 sm. 3.995 120 x 200 sm. 4.495 140 x 200 sm. 4.995 153 x 203 sm. 5.495 160 x 200 sm. 5.695 180 x 200 sm. 5.995 183 x 200 sm. 6.295 193 x 203 sm. 6.495 200 x 200 sm. 6.995

PÍFULÖK VERÐ FRÁ NÚ:

1.995 fAnnY pífulök Frábær pífulök sem passa á amerískar dýnur. Efni: 50% polyester og 50% bómull. Fáanleg í hvítu og kremuðu. Stærðir: 90 x 200 x 28 sm. 2.995 nú 1.995 120 x 200 x 28 sm. 3.495 nú 2.495 140 x 200 x 28 sm. 3.995 nú 2.795 153 x 203 x 28 sm. 4.495 nú 2.995 183 x 203 x 28 sm. 4.995 nú 2.995

RúMfATAlAgERinn ER STolTuR STYRkTARAðili íþRóTTASAMbAnDS fATlAðRA Við óskum íslensku Ólympíuförunum þeim Jóni Margeiri Sverrissyni, Kolbrúnu Öldu Stefánsdóttur, Matthildi Ylfu Þorsteinsdóttur og Helga Sveinssyni góðs gengis í London.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.