4. januar 2013

Page 1

maren Freyja haraldsdóttir er nýflutt heim eftir tveggja ára dvöl í düsseldorf. Þar vann hún hjá american apparel en nú er hún aðal vítamínsprautan í kronkron. DægurMál 48

Erfiðast að ræða „ég er hrædd, við barnaníðing virkilega“ sölvi tryggvason er nú að koma með sex nýja fréttaskýringarþætti undir merkjum málsins. nú beinir sölvi sjónum sínum meðal annars að vandræðum útigangsfólks, einelti og barnagirnd. DægurMál 50

eva dögg atladóttir berst fyrir bættum hag kvenna á indlandi en í heimsfréttum höfum við lesið um hryllileg örlög kvenna eins og hinnar 23ja ára damini sem lést af sárum sem hún hlaut eftir hópnauðgun.

Helgarblað

viðtAl 24 4.-6. janúar 2013 1. tölublað 4. árgangur

 Viðtal Ólafur Darri frumsýnir leikrit, bíÓmynD og HelDur til Holly wooD

Besta ár Ólafs Darra Nýliðið ár var besta ár leikarans Ólafs Darra Ólafssonar og nú stefnir í enn betra, 2013. Í fyrra átti hann stórleik í Djúpi Baltasars Kormáks og hann lék í stórmynd Ben stiller. skömmu fyrir áramót frumsýndi hann Mýs og menn þar sem hann leikur lenna og nú í janúar verður bíómynd sem hann framleiðir og leikur aðalhlutverkið í frumsýnd. Þá er hann á leið til Hollywood til að leika á móti Woody Harrelson og Matthew McConaughey og liam Neeson. Fréttatíminn tók stórleikarann tali.

MDMA æði í reykjavík Nýtt fíkniefni komið inn á borð lögreglu Fréttir 4

endurtaka aðgerðir Aðgerðir mistakast vegna lélegs tækjabúnaðar Fréttir 6

LEIÐIN TIL HOLLUSTU

síða 18

af slát tur af

vítamínum ti l 31. janúar

www.skyr.is

Vítamíndagar

PIPAR \ TBWA • SÍA • 123849

20%

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Skyr.is drykkirnir standast þær ströngu kröfur sem gerðar eru til matvæla sem merktar eru Skráargatinu. Þú getur treyst á hollustu Skyr.is.

Ljósmynd/Hari

Heil sA í Fr ét tat íman um í dag : LykiLLinn að FarsæLu áramótaheiti – matseðiLL Ben stiLLers – engar skyndiLausnir, Breyttu LíFsstíLnum

Frá Düsseldorf í KronKron

í Lyfjum & heilsu

www.lyfogheilsa.is

Við hlustum


fréttir

2

Helgin 4.-6. janúar 2013

 K annabis Umr æða Um lögleiðingU á betri reyKjavíK

Ekki á verksviði borgarinnar að lögleiða kannabis Mikael Torfason mikaeltorfason@ frettatiminn.is

„Þetta er einfaldlega tillaga sem kom inn á Betri Reykjavík punktur is rétt fyrr jól og hún er komin í ferli hjá borgarráði Reykjavíkurborgar,“ segir Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg, um tillögu þess efnis að kannabis verði lögleitt og salan á efnunum skattlögð til styrktar hagkerfinu. 40 notendur á Betri Reykjavík punktur is greiddu atkvæði með tillögunni en 13 voru á móti.

Í umræðum á vefnum er dregið í efa að Reykjavíkurborg geti eitthvað haft með þetta að gera en fylgjendur vilja að borgin þrýsti á breytingar. Helga Laxdal segir það ekki á verksviði Reykjavíkurborgar að lögleiða kannabis. Hún segir allt vera tekið til formlegrar meðferðar sem kemur á þennan vef, Betri Reykjavík, og býst við að hugmyndin verði lögð fyrir borgarráð ásamt tillögu um að þessu verði vísað frá.

Fjórar íslenskar sveitir á Eurosonic Fjórir listamenn og hljómsveitir verða fulltrúar Íslands á Eurosonic-tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi í næstu viku. Þeir eru Snorri Helgason, Ásgeir Trausti, Epic Rain og Pascal Pinon en það voru skipuleggjendur Eurosonic sem óskuðu eftir að þeir kæmu fram. Útflutningsstofa íslenskrar tónlistar, Útón, sér um skipulagningu ferðarinnar og þeir Tómas Young og Sigtryggur Baldursson verða með í för. Hátíðin stendur frá miðvikudegi til laugardags. „Þetta er ein stærsta tónlistarkaupstefnan í bransanum í dag,“ segir Tómas Young hjá Útón. Hann segir að á Eurosonic mæti allir helstu tónleikabókarar, fulltrúar frá plötuútgáfum og tónlistarhátíðum og stóru ríkisfjölmiðlarnir. „Þarna hittist bransinn og verslar,“ segir Tómas. -hdm

Ný lög um barnavernd samþykkt Ný lög um barnavernd voru samþykkt á dögunum. Greinar laganna eru margþættar en snúa aðallega að ákvæðum um forsjá og umgengni. Gömlu lögin í umgengnismálum voru háð því að barnavernd gæfi umsókn sína. Nú hefur þetta fyrirkomulag verið afnumið og fært alfarið til sýslumannaskrifstofanna. Lögfræðingur hjá Barnaverndarstofu segir breytinguna jákvæða. „Það sem verið er að gera er að stytta allan biðtíma verulega og það er mikilvægt skref í bættri þjónustu,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur barnaverndarstofu. Samkvæmt Heiðu Björgu verður umsagnarferlið ekki í höndum tveggja nefnda heldur aðeins einnar. „Það sem gera á inni á sýslumannsskrifstofunum með þessu fyrirkomulagi er að búa til sérfræðinga þar innanhúss og fjölga þannig stöðugildum. Þegar forsjármál fer til meðferðar hjá Barnaverndarstofu veldur það oft leiðum misskilningi um að það sé orðið að barnaverndarmáli þó við séum aðeins að veita efnislega umsögn. Með breytingunum verður komið í veg fyrir slíkt.“ Heiða Björg segist jákvæð fyrir breyting-

Ný bragðtegund með

pizzakryddi

 Heilbrigðismál eKKi vitað Hvort svínaFlensUbólUsetningin dUgi enn

Systurnar í Pascal Pinon, skipaður þeim Jófríði og Ásthildi Ákadætrum, treður upp á tvennum tónleikum á Eurosonic-tónlistarhátíðinni í næstu viku. Mynd/Lilja Birgisdóttir

unum. Barnaverndarstofa gaf lögunum því jákvæða umsögn sína á þinginu.

Versta snjóflóðahrinan í sjö ár Snjóflóðahrinan sem valdið hefur vandræðum á Vestfjörðum og Norðurlandi undanfarna daga er líklega versta hrina sem orðið hefur á Vestfjörðum síðan 2005, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Mörg snjóflóð féllu yfir vegi og nokkur nærri byggð á norðanverðum Vestfjörðum. Snjóflóðahrinan olli einnig miklum truflunum á samgöngum á Norðurlandi þó ekki kæmi þar til rýmingar á húsum. Hlýnandi veður í lok hrinunnar olli svo hættu á snjóflóðum í meira en sólarhring eftir að veðrið gekk niður.

Lítil aukning milli ára Rétt rúmlega 6 prósent fleiri fasteignir seldust á höfuðborgarsvæðinu í desember síðastliðnum miðað við sama mánuð ári fyrr, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá. Alls seldust tæplega 400 eignir og var meðalupphæð hvers kaupsamnings tæpar 34 milljónir króna. Til samanburðar voru kaupsamningarnir 635 í desember 2006. -sda

Smurostar við öll tæ tækifæri

Ný viðbót í ... ... baksturinn ... ofnréttinn ... brauðréttinn ... súpuna eða á hrökkbrauðið

HVÍTA HÚSIÐ / SÍA - 11-0509

Kannabis fyrir borgarráð.

... ný bragðtegund agðtegund

ms.is

Sóttvarnalæknir áætlar að á Íslandi hafi bólusetning gegn svínainflúensu á árunum 2009-10 komið í veg fyrir að minnsta kosti 20.000 sýkingar, 70 sjúkrahúsinnlagnir, 7 innlagnir á gjörgæsludeild og eitt dauðsfall.

Svínainflúensan orðin árviss viðburður Inflúensu hefur orðið vart hér á landi að undanförnu og hafa nokkur tilfelli verið greind þótt ekki sé enn vitað hvort um svínainflúensu sé að ræða. Hún sé hins vegar orðin árviss viðburður en ekki er vitað hvort bólusetningar frá 2009 dugi gegn svínainflúensu nú. 11 ára drengur lést milli jóla og nýárs úr svínainflúensu í Noregi.

F

jölmörg tilfelli svínainflúensu hafa greinst í Noregi undanfarnar vikur og lést 11 ára drengur af völdum sjúkdómsins milli jóla og nýárs. Að sögn Þórólfs Guðnasonar, yfirlæknis sóttvarna hjá landlæknisembættinu, er svínainflúensan nú orðin að árlegri inflúensu en ekki er vitað hvort bólusetning frá 2009 dugi enn gegn veirunni. Í Noregi standa nú yfir rannsóknir á því hvort tilfellin þar megi rekja til stökkbreyttrar svínainflúensuveiru. Ekki er vitað hvort hún grasseri einnig hér á landi þótt nokkur inflúensutilfelli hafi þegar greinst, þau fyrstu í október. „Inflúensan er að koma upp núna um þessar mundir hér á landi eins og hún gerir árlega. Það eru hins vegar ekki komnar niðurstöður úr greiningum á því hvaða tegund er um að ræða,“ segir Þórólfur. Gert er ráð fyrir að þrjár tegundir inflúensu muni ganga hér á landi, tvær svokallaðar

A-inflúensur og er svínaflensan önnur hennar, og hins vegar ein gerð af B-inflúensu. „Til þessa hefur bólusetningin frá árinu 2009 dugað því það komu ekki upp mörg tilfelli af svínainflúensu í fyrra og hittifyrra. Við vitum hins vegar ekki enn hvort bólusetningin dugi áfram eða hvort liðinn sé svo langur tími að veiran hafi náð að breyta sér,“ segir Þórólfur. Að sögn Þórólfs getur inflúensa alltaf verið hættuleg, sérstaklega þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma á borð við öndunarfærasjúkdóma eða skert ónæmiskerfi. Svínaflensan sé þar í engu frábrugðin öðrum inflúensuveirum. Erfitt er að bólusetja gegn árlegri inflúensu því veiran breytir sér sífellt milli ára og því verður að þróa bóluefnið upp á nýtt á hverju ári. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

Hverjir eiga að láta bólusetja sig?  Einkenni inflúensunnar eru yfirleitt sérstök. Þau eru bráð, með höfuðverk, háum hita, hósta og hálssærindum og beinverkjum.  Flestir ná sér innan viku og oftast fylgir sjúkdómnum engin hætta, en inflúensa getur verið alvarleg þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma eða aldraðir.  Besta vörn gegn inflúensu er með bólusetningu en verndin er mismunandi á milli ára og getur verið allt að 60–70%. Jafnvel þótt bólusetning verndi ekki fullkomlega getur hún í mörgum tilfellum komið í veg fyrir alvarlega sýkingu. Rétt er einnig að minna á að til eru lyf sem hægt er að nota ef þau eru tekin innan við tveggja sólarhringa frá upphafi einkenna.  Mælst er til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:  Allir einstaklingar 60 ára og eldri.  Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.  Heilbrigðisstarfsmenn sem annast sjúklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.  Þungaðar konur.


20%-70%

og flott útsala Komdu á útsöluna í Smáralind og gerðu glimrandi góð kaup fyrir alla fjölskylduna og heimilið. Fullt af flottum vörum á hagstæðu verði, frábærir veitingastaðir og afþreying fyrir alla aldurshópa. Börnin eiga góða stund í barnagæslunni í Skemmtigarðinum á meðan þú verslar í rólegheitum. Sjáumst í útsölustuði, Smáralind

Barnagæsla

í Skemmtigarðinum

Skannaðu QR kóðann og skráðu þig á póstlista Smáralindar

smaralind.is Opnunartímar: Virka daga 11-19 Fimmtudaga 11-21 Laugardaga 11-18 Sunnudaga 13-18

Finndu okkur á Facebook

ENNEMM / SÍA / NM53167

Fjörug

afsláttur


áltíð fyrir

4

fréttir

Helgin 4.-6. janúar 2013

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

leysingaveður um land allt þessa fyrstu helgi ársins er útlit fyrir að hver lægðin reki aðra yfir landið með rigningu og slagviðri. Í dag föstudag er þannig spáð asahláku, víða stormi og hita allt að 10 stigum norðanlands. Ekki er auðvelt að greina á milli þeirra úrkomusvæða lægða sem stefna í átt til landsins. Þó má segja að allra hlýjasta loftið fari fljótt hjá og á laugardag og einkum á sunnudag gæti snjóað á fjallvegum, þó áfram megi reikna með vægri hláku víðast í byggð.

10

6

1

4

8

6

5 7

3

3

3

4

6 5

4

Hvöss s- og sA-átt og AsAHlákA á lAndinu. Rigning, einkum sunnAnlAnds og vestAn.

HægARi s-átt og vætA um lAndið vestAnveRt. áfRAm þítt.

væguR bloti í byggð en útlit fyRiR snjó á fjAllvegum.

HöfuðboRgARsvæðið: SA-Stomur um tímA og rigning.

HöfuðboRgARsvæðið: rigning, einkum þegAr líður á dAginn.

HöfuðboRgARsvæðið: enn og Aftur SlAgveðurSrigning.

einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is

OYSTER PERPETUAL DATEJUST II

 OFskynjunarlyF MdMa er kOMið í tísku á íslandi Michelsen_255x50_E_0612.indd 1

70-80 manns fylgja landsliðinu „Ég bjóst jafnvel við að það kæmu fleiri,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. HM í handbolta hefst á Spáni í næstu viku og á Ísland fyrsta leik gegn Rússlandi laugardaginn 12. janúar. Einar reiknar með að um 70-80 Íslendingar muni styðja við bakið á liðinu í riðlakeppninni í Sevilla. „Flestir koma þangað á eigin vegum. Það guðjón valur sigurðsson, fyrirliði íslenska handvar engin ferðaskrifstofa boltalandsliðsins, verður í eldlínunni á HM á Spáni. Mynd: NordicPhotos/Getty sem skipulagði hópferð,“ segir einar. Aðspurður segir framkvæmdastjórinn að HSÍ hafi reynt að aðstoða fólk við að verða sér úti um miða, að hópar fengju sæti saman og svo framvegis. En hverjir eru það sem fylgja landsliðinu, eru þetta mikið til fjölskyldur leikmanna? „Já, og nokkrir sem hafa verið að elta landsliðið á undanförnum stórmótum. Svo er handboltalið ÍBV að æfa þarna og þeir munu fylgjast með líka.“ -hdm

Ný eiturlyfjabylgja í skemmtanalífinu

Talsverð aukning hefur orðið á neyslu MDMA-kristalla á Íslandi, samkvæmt upplýsingum Fréttatímans. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á MDMA-kristalla við skipulagðar húsleitir á þremur stöðum á gamlársdag. Lyfið er, líkt og nafnið gefur til kynna, í kristalsformi og er ætlað til inntöku. Það veldur ofskynjunum og öðrum skyntruflunum.

Fólk er jafnvel að troða þessu upp í aðra að þeim óafvitandi.

Athugasemd við grein Ragnars

4

Jóhannes M. Gunnarsson, læknisfræðilegur verkefnisstjóri Nýs Landspítala, óskar eftir að koma á framfæri athugasemd vegna greinar Ragnars Halldórssonar í síðasta tölublaði Fréttatímans: „Fullyrðing R. H. um að um að sameinaður Landspítali við Hringbraut verði 290.000 fermetrar er nauðsynlegt að

+

leiðrétta. Hið rétta er að fyrirhugaðar byggingar spítalans eru samkvæmt lokinni forhönnun 132.000 m². Þar af eru 77.000 m² nýbyggingar en eldra húsnæði sem notað verður áfram 55.000 m². Önnur stóryrði og afstaða greinarhöfundar til meginsjúkrahúss landsmanna svara sér sjálf.“

1 flaska af

Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert magn af MDMA í desember. Nú síðast í skipulagðri aðgerð þar sem farið var í þrjár húsleitir í Kópavogi. Mynd: NordicPhotos/Getty

M

2L

Verð aðeins

1990,-

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

01.06.12 07:21

ikil aukning í neyslu eiturlyfsins MDMA eða „molly“ líkt og það er kallað á götunni, virðist vera í skemmtanalífi á Íslandi. „Þetta er dýrt efni, ekki ósvipað kókaíni í verði, og við erum nokkuð meðvitaðir um að neysla þess hefur náð talsverðri útbreiðslu á mjög skömmum tíma,“ útskýrir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglu. Lögreglu og skemmtistaðaeigendum á höfuðborgarsvæðinu ber saman um að um nýja bylgju sé að ræða en varðstjóri lögreglu segir lyfið vinsælt og þess vegna sé það dýrt á götunni. Samkvæmt verðkönnun SÁ Á eru það þá um fimmtán til tuttugu þúsund krónur fyrir skammtinn, sambærilegt götuverði kókaíns. Guðbrandur segir að lögregla sé í viðbragðstöðu og hafi nú þegar farið í nokkrar húsleitir til þess að hefta útbreiðslu og sölu efnisins og talsvert magn hafi verið haldlagt í desember. Það sé nú í greiningu svo erfitt sé að segja til um nákvæmt innihald þess. MDMA eða molly er virka efnið í svokölluðum E-pillum sem vinsælar voru til inntöku á tíunda áratugnum. Efnið er því hreinna og virknin meiri. Virkni MDMA stendur yfir í 4-6 klukkustundir og eru áhrifin aukin skynjun og vægar ofskynjanir. Afleiðingar langvarandi neyslu eru talsvert á reiki en talið er að

sé um endurtekna neyslu að ræða geti það ýtt undir geðsjúkdóma, kvíða og þunglyndi. Fréttatíminn hafði samband við nokkra eigendur skemmtistaða í miðborginni. Enginn þeirra vildi láta nafns síns getið en flestir staðfestu að þeir fyndu fyrir mikilli aukningu í notkun lyfsins á skömmum tíma. „Það er mjög mikið um þetta og ég hef orðið vitni að ólíklegasta fólki á molly,“ segir einn skemmtistaðaeigenda. Annar tekur í sama streng og segir að aukninguna megi jafnt greina í margvíslegri dægurmenningu líkt og popptónlist þar sem talað er um inntöku lyfsins sem ku einnig vera vinsælt ytra. „Það eru bókstaflega allir á þessu og virðast ekki átta sig á afleiðingunum. Aukningin er talsverð inni á stöðunum þar sem auðvelt er að fela þetta þar sem kristallarnir eru til inntöku, ekki í nefið. Ég hef orðið vitni að því að fólk sé jafnvel að troða þessu upp í aðra að þeim óafvitandi. Mín tilfinning er sú að hjá stórum hópi fólks þyki þetta jafn lítið mál og að fá sér skot á barnum. Mín skoðun er sú að slík hegðun sé mjög hættuleg,“ segir þriðji bareigandinn. maría lilja þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 12 - 2 8 4 3

15 HEIMILISBÓKHALD OG SPARNAÐUR

30 MENIGA HEIMILISBÓKHALD

JAN

JAN

FRÆÐSLUFUNDUR

Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi

NÁMSKEIÐ

Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi

22 LESTRARVIKA JAN

ARION BANKA OG DISNEY-KLÚBBSINS Krakkar á öllum aldri eru hvattir til þess að vera með

VIÐBURÐADAGATAL ARION BANKA Arion banki býður fjölbreytt úrval af námskeiðum, fyrirlestrum, ráðstefnum og fundum, þátttakendum að kostnaðarlausu. Meðal helstu viðburða í janúar er Lestrarvikan þar sem markmiðið er að hvetja krakka til að vera duglegir að lesa skemmtilegar bækur og skólaefni. Ekki skiptir máli hvað er lesið – allt telst með. Veglegir vinningar verða dregnir út í lok vikunnar auk þess sem lestrarhestur Arion banka verður dreginn úr og fær iPad í verðlaun. Þú finnur nánari upplýsingar og skráningu á viðburði janúarmánaðar á arion banki.is. Allir velkomnir.


g...

6

fréttir

Helgin 4.-6. janúar 2013

 Færð Vetur konungur minnir á sig

Sorphirða að komast í samt lag Hefst 7. janúar

Bakleikfimi Betri líðan í hálsi, herðum og baki undir leiðsögn sjúkraþjálfara

Hádegis- og eftirmiðdagstímar í sundlaug Hrafnistu við Laugarás. Með sambaívafi í Heilsuborg, Faxafeni 14 Innritun í síma 897 2896 www.bakleikfimi.is

„Um leið og færðin versnaði fórum við að dragast aftur úr í sorphirðunni,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Vetrarfærðin hefur sett strik í reikninginn hjá sorphirðufólki í höfuðborginni, sem víðar, en að sögn Guðmundar hefur verið unnið af krafti til að komast aftur á áætlun. Kveðst Guðmundur gera ráð fyrir að sorphirða

komist aftur í samt lag á morgun, laugardag. „Hálkan er ekki að hjálpa okkur og það er erfitt að trilla fullum tunnum upp brekkur við þessar aðstæður,“ segir Guðmundur. „Við förum hægt inn húsagötur á bílunum enda ekkert grín ef margra tonna trukkar renna af stað,“ segir hann en fullhlaðinn sorpbíll vegur um 19 – 20 tonn. Sorphirða í Reykjavík er að komast í rétt horf eftir erfiða vetrarfærð. Ljósmynd/Hari

 Heilbrigðismál tækjakostur á landspítala

Einar Oddsson, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum, við speglatæki á meltingarsjúkdómadeild sem eru orðin svo léleg að þau minnka líkurnar á því að ýmsar flóknar aðgerðir takist. Ljósmynd/Hari

Aðgerðir mistakast vegna lélegs búnaðar GÓÐOSTUR

Endurtaka þarf aðgerðir á sjúklingum á Landspítala sem takast ekki vegna þess hve tækjabúnaður er orðinn lélegur og úreltur. Þrjá milljarða þarf til að koma tækjakosti í eðlilegt horf – en enn hærri upphæð ef framþróun á að verða.

t

jafn íslenskur og gráð, hiti fimm stig.

Það er dapurlegt að þurfa að taka sjúklinga mörgum sinnum í sams konar aðgerðir bara vegna lélegs tækjabúnaðar.

ækjabúnaður á Landspítala er í mörgum tilfellum orðin svo lélegur að endurtaka þarf flóknar aðgerðir á sjúklingum sem takast ekki vegna úr sér genginna tækja. Karlmaður þurfti nýverið að gangast undir flókna aðgerð á gallgöngum sem gerð er í gegnum speglunartæki en aðgerðin tókst ekki. Einar Oddsson, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum á Landspítalanum, segir að líkurnar á því að aðgerð sem þessi takist, séu meiri ef tækjabúnaður er fyrsta flokks, sem hann er ekki. „Það er dapurlegt að þurfa að taka sjúklinga mörgum sinnum í sams konar aðgerðir bara vegna lélegs tækjabúnaðar,“ segir Einar. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, tekur undir þetta og segir að því miður sé raunin sú, að tækjakostur Landspítalans sé orðin svo úreltur víða að endurtaka þurfi aðgerðir af þeim sökum. „Við reynum að sjálfsögðu að koma í veg fyrir að það gerist en þróunin er orðin svo hröð og líftími tækjanna orðinn styttri en áður,“ segir Björn. „Tækjabúnaðurinn er orðinn gamall og endurnýjun hefur setið á hakanum hér á meltingasjúkdómadeild sem annars staðar

á spítalanum,“ segir Einar. Nýjustu tækin sem notuð eru á meltingasjúkdómadeild eru þau sem spítalinn fékk frá St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði þegar honum var lokað fyrir um tveimur árum, önnur tæki eru enn eldri. Að sögn Björns er fjárþörfin til nauðsynlegrar endurnýjunar tækja um milljarður á ári næstu þrjú árin. „Það dugir eingöngu til að koma tækjakosti í eðlilegt horf. Við myndum þurfa hærri upphæð til að þróa tækjakostinn áfram,“ segir hann. Biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, lýsti í nýársávarpi sínu yfir áhyggjum af stöðu tækjabúnaðar Landspítalans og ætlar að leiða söfnun til tækjakaupa á spítalanum. Björn segir að spítalinn þurfi allan þann stuðning sem hægt er að veita þó svo að landssöfnun muni engan veginn skila því fjármagni sem þörf er á. „Við fengum rúmar 800 milljónir á fjárlögum fyrir þetta ár og erum því komin af stað. Auk þess fáum við nokkur hundruð milljónir í gjafir árlega,“ segir hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is



8

fréttir

Helgin 4.-6. janúar 2013

 Evópusambandið mark aðir hafa róast vEgna Evrukrísu

Bankabandalagið var „sprengjuvarpan“ sem dugði Þríþættar aðgerðir Evrópusambandsins hafa róað markaði og aukið traust á evrusamstarfinu, segir belgískur sérfræðingur í evrópskri fjármálastefnu og fjármálaeftirliti, Karel Lannoo. Hann segir bankabandalagið, sem samþykkt var um miðjan desember, þýðingarmikið.

f

Síðustu sex mánuði hefur náðst jafnvægi á mörkuðum, segir Karel Lannoo, framkvæmdastjóri Centre for European Policy Studies og sérfræðingur í evrópskri fjármálastefnu og fjármálaeftirliti. „Talað hefur verið um tvær „sprengjuvörpur“ (Bazookas) í þessu samhengi en þær eru í raun þrjár,“ segir hann.

jármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna komust að niðurstöðu um miðjan desember um að leggja drög að svokölluðu bankabandalagi evruríkjanna á árinu 2013 sem taka á gildi um næstu áramót. Karel Lannoo, framkvæmdastjóri Centre for European Policy Studies og sérfræðingur í evrópskri fjármálastefnu og fjármálaeftirliti, segir samkomulag fjármálaráðherranna stórt skref fram á við í því skyni að leysa úr fjármálavandanum í Evrópu. Nokkur ríki í evrusamstarfinu hafa glímt við verulega erfiðleika í ríkisfjármálum og hefur hrikt í stoðum fjármálakerfisins sjálfs. Í nýlegri skýrslu Seðlabanka Íslands um evrusamstarfið og fjármálalegan stöðugleika kemur fram að ríkisfjármálavandinn og vandinn í fjármálakerfi evrusvæðisins eru samtvinnaðir og snerta því bæði þær ríkisfjármálareglur sem evruríkin hafa gengist undir, regluverkið sem fjármálakerfið á evrusvæðinu og raunar öllu EES-svæðinu starfar eftir og viðbúnaðarkerfi sem er til staðar. Jafnframt snerti vandinn mörk peningastefnu og ríkisfjármála, sem á krepputímum geta stundum reynst óljós. Rætur ríkisskulda- og fjármálakreppunnar á evrusvæðinu liggi allt í senn í hinni alþjóðlegu fjármálakreppu, í skipulagsgöllum evrusvæðisins og veikleikum í uppbyggingu og hagstjórn einstakra ríkja. Síðustu sex mánuði hefur hins vegar náðst ákveðið jafnvægi á mörkuðum en til þess þurfti markvissar aðgerðir af hálfu Evrópusambandsins. „Talað hefur verið um tvær „sprengjuvörpur“ (Bazookas) í þessu samhengi en þær eru í raun þrjár,“ segir Karel Lannoo. Í fyrsta lagi hafi Seðlabanki Evrópu lýst því yfir að hann muni gera allt það sem er í hans valdi til þess að styðja við evruna og þróað kerfi sem kallast OMT, Outritght Monitary Transactions. Það þýðir að ef aðildarríki eru í vandræðum með að fjármagna skuldir muni Seðlabanki Evrópu grípa inn í og kaupa skuldir. „Þjóðverjar gagnrýndu þetta fyrirkomulag harkalega og er umræðunni ekki enn lokið þótt útlit sé fyrir að Þjóðverjar muni hafa betur,“ segir Lannoo. Önnur „sprengjuvarpan“ kallast ESM, European Stability Mechanism, sem hefur verið formlega sett á fót og samþykkt af öllum aðildarríkjum sem eru hluti af evrusvæðinu. Fyrir ári samþykkti European Financing Stability Fund, nokkurs konar varasjóð upp á 500 milljarða evra, rúmar 84 þúsund milljarða íslenskra króna, sem var formlega tekinn í gagnið þann 8. október síðastliðinn, og er ætlað að styðja við aðildarríki sem eru í fjármálavanda. Í dag njóta þrjú ríki þessarar aðstoðar, Írland, Grikkland og Portúgal. „Spurningin er hvaða ríki verður næst,“ segir Lannoo. „Það verður að öllum líkindum Spánn, ekki sem ríki þó, heldur spænskir bankar.“

Nokkur ríki í evrusamstarfinu hafa glímt við verulega erfiðleika í ríkisfjármálum og hefur hrikt í stoðum fjármálakerfisins sjálfs. Í nýlegri skýrslu Seðlabanka Íslands um evrusamstarfið og fjármálalegan stöðugleika kemur fram að ríkisfjármálavandinn og vandinn í fjármálakerfi evrusvæðisins eru samtvinnaðir.

Þess vegna þurfti þriðju „sprengjuvörpuna“, bankasamkomulagið, sem verið hefur í meðferð ríkja Evrópusambandsins síðan í júní og var samþykkt þann 13. desember síðastliðinn.

Þriðja „sprengjuvarpan“

Nokkrir fyrirvarar

Þess vegna þurfti þriðju „sprengjuvörpuna“, bankabandalagið, sem verið hefur í meðferð ríkja Evrópusambandsins síðan í júní og var samþykkt þann 13. desember síðastliðinn. Evrópuráðið ákvað að spænskir bankar mundu einungis hljóta aðstoð ESM ef bankar á evrusvæðinu lytu stjórn Evrópska seðlabankans. Niðurstaða um það náðist, sem sagt, um miðjan desember. Samkomulagið um bankabandalagið miðast að því að bönkum er skipt í tvo hópa, annars vegar banka sem eru með efnahagsreikning undir 30 milljörðum evra, og hins vegar banka sem eru annað hvort með stærri efnahagsreikning en það eða viðskiptareikningur þeirra nemi yfir 20 prósentum af þjóðarframleiðslu þess lands sem þeir eru í. Ætti það til að mynda við um íslensku bankana væri Ísland hluti af evrusamstarfinu. Skiptar skoðanir eru um samkomulagið, að sögn Lannoo og vísar hann í neikvæða gagnrýni álitsgjafa í Financial Times, Wolfgang Münchau, sem birtist nokkrum dögum eftir að samkomulagið var undirritað. Þar segir hann samkomulagið mjög lítilvægt og það muni einungis hafa áhrif á 100-150 banka af sex þúsund. Seðlabanki Evrópu geti haft eftirlit með fjármálastofnununum en ekki sé ljóst hvað hann geti aðhafst. „Ég er ósammála honum,“ segir Lannoo. „Ég held því fram að minni bankar falli óbeint undir stjórn Seðlabanka Evrópu með þessu fyrirkomulagi.“

Nokkrir fyrirvarar voru á samkomulaginu. Komast þarf að samkomulagi í tveimur öðrum tilskipunum sem eru í vinnslu, annars vegar varðandi innistæðutryggingar og hins vegar um samræmt regluverk banka. Hvert og eitt ríki hefur eigin reglur um innistæðutryggingar en komast þarf að samkomulagi um reglur sem gilda yfir öll ríki Evrópusambandsins. Regluverk um banka miðast að því að gripið verði til samræmdra aðgerða í hverju aðildarríki fyrir sig reynist banki vera í erfiðleikum og áður en Seðlabanki Evrópu grípur inn í. Auk þess, segir Lannoo, þarf að ljúka við tilskipun sem kallast CRD IV sem hefur verið í meðferð innan Evrópusambandsins í átta mánuði og varðar samræmdar skilgreiningar á því hvernig meta eigi eiginfjárstöðu banka innan Evrópusambandsins. Vonast er til þess að tilskipunin verði samþykkt í mars. Þá er enn í umræðu hvort Evrópusambandið eigi að fá heimildir til að koma að fjárlagagerð hvers aðildarríkis en um það eru skiptar skoðanir. Gagnrýnendur benda á að verði það samþykkt geti Evrópusambandið haft lokaorðið þó svo að fjárlög hafi verið samþykkt af lýðræðislega kjörnu þjóðþingi aðildarríkis. Að sögn Lannoo er það afar varhugaverð staða í augum margra aðildarríkja.

Evran og ríkisskuldakreppan á evrusvæðinu

Alþjóðlega fjármálakreppan sem reið yfir árið 2007 og náði hámarki haustið 2008 og ríkisskuldakreppan á evrusvæðinu sem fylgdi í kjölfarið varpar ljósi á samspil hinna þjóðhagslegu og fjármálalegu þátta sem hafa áhrif á fjármálastöðugleika. Framvinda kreppunnar hefur leitt í ljós ýmsa bresti í reglu- og stofnanaumgjörð sem á að stuðla að fjármálastöðugleika á evrusvæðinu eins og víðast hvar annars staðar. Umbótum á umgjörð fjármálaeftirlits Evrópusambandsins (ESB) og evrusvæðisins er hvergi nærri lokið. Meðal mikilvægra úrlausnarefna er t.d. dreifing á fjárhagslegum skuldbindingum, beinum og óbeinum, á milli aðildarríkja og sá freistnivandi (e. moral hazard) sem því getur fylgt. Úr skýrslu Seðlabanka Íslands um evrusamstarfið og fjármálalegan stöðugleika

Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

Lög og reglur í ESB Helstu tegundir laga og reglna í ESB eru eftirfarandi:  Reglugerðir (regulations): Löggjöf sem tekur gildi í öllum aðildarríkjunum samtímis og ekki þarf að innleiða sérstaklega í landsrétt.  Tilskipanir (directives): Er beint til aðildarríkjanna og eru bindandi þannig að uppfylla verður markmiðin en ríkin ákveða sjálf með hvaða hætti það er gert.  Ákvarðanir (decisions): Gilda í einstökum málum og eru bindandi fyrir þá sem þeim er beint til.  Tilmæli (recommendations) og álit (opinions): Eru ekki bindandi, heldur áeggjan til þeirra sem þau beinast að.


Flottu plötuspil ar ar nir komnir

Verð

49.900,tengi – hægt að taka upp plötur * USB * Forrit fyrir PC og Mac fylgir

33, 45 og 78 snúninga * Spilar * Stereo hátalar

útgangur og tengi fyrir heyrnartól * RCA * Hægt að tengja við iPod


10

viðhorf

Helgin 4.-6. janúar 2013

Athugasemdakerfi netmiðla og ósæmilegt blogg

L

Bloggskólp og fúkyrði

Ljótt orðbragð, meiðandi og niðrandi ummæli hafa tíðkast í athugasemdakerfi sumra vefrita. Mörgum hefur þótt nóg um en ritstjórnarleg ábyrgð virðist ekki vera tekin jafn alvarlega gagnvart ummælunum og tíðkast almennt um annað ritmálsefni. Þetta athugasemdakerfi við greinar og fréttir var meðal annars umfjöllunarefni nýliðins Áramótaskaups Ríkissjónvarpsins. Þar voru fluttar samansúrraðar fúkyrðablöndur sem höfundar kusu að tengja vefmiðli DV. Þar eru, eins og víða annars staðar, leyfðar athugasemdir við fréttir og fleira. Vefmiðillinn tekur það raunar fram að athugasemdirnar séu á ábyrgð þeirra sem þær skrá en áskilur sér Jónas Haraldsson jafnframt rétt til að eyða umjonas@frettatiminn.is mælum sem metin eru ærumeiðandi eða ósæmileg. Það er því boðað að fylgst sé með athugasemdunum af ábyrgum ritstjórnaraðilum, sagt að meiðandi og ósæmilegar athugasemdir verði ekki liðnar. Ekki virðist vel hafa til tekist með það, ef miða má við umfjöllunina í Áramótaskaupinu. Öllu gamni fylgir nokkur alvara. Væntanlega hefur höfundum skaupsins blöskrað málflutningurinn í athugasemdakerfinu og fundist ástæða til að vekja athygli á honum, þótt í spéspegli væri. Hér er því ekki haldið fram að orðfæri í athugasemdakerfi á vefsíðu DV sé verra en sums staðar annars staðar en varla þarf mikinn sérfræðing til að sjá að ýmislegt sem þar kemur fram, eins og í athugasemdakerfi sumra annarra vefmiðla – og á bloggsíðum sumra einstaklinga – er ekki boðlegt og þeim til minnkunar sem það láta frá sér fara. Birting þess sýnir okkur jafnframt að ritstjórnarlegt eftirlit virðist vera losaralegt – nema meðvitað sé að hleypa sora í gegn. Taka má nýtt dæmi úr athugasemdakerfi vefútgáfu DV, fyrst Áramótaskaupið gaf upp boltann. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ræddi í nýársávarpi sínu tillögur um nýja stjórnarskrá. Mat forsetans var að umræðan um nýja stjórnarskrá væri

á ýmsan hátt komin í öngstræti. Í stað samstöðu um sáttmálann geisuðu djúpstæðar deilur og virtir fræðimenn við háskóla landsins hefðu áréttað að margt væri óskýrt og flókið. Þessi skoðun forsetans var, að vonum, flutt málefnalega. Við því mátti búast að ekki væru allir sammála henni enda skrifaði Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor, sem jafnframt sat í stjórnlagaráði, grein sem vefmiðill DV birti þar sem hann gagnrýndi málflutning forsetans. Það gerði hann, einnig að vonum, málefnalega. Þorvaldur sagði meðal annars að athugasemdir forsetans kæmu of seint fram. Honum hefði verið, eins og öðrum, í lófa lagið að bjóða fram athugasemdir á fyrri stigum en það hefði hann ekki gert. Neðan við grein Þorvaldar birti vefmiðill DV hins vegar athugasemdir sem, sumar að minnsta kosti, voru fráleitt málefnalegar eða innihéldu rök með og á móti hinum ýmsu breytingum sem fyrirhugaðar eru á stjórnarskránni sem þó er full ástæða til að ræða. Þar var farið harkalega í manninn en ekki boltann með þeim hætti að dómari á knattspyrnuvelli hefði lyft rauða spjaldinu. Það gerðu stjórnendur vefmiðilsins hins vegar ekki. Þeir veittu soraskrifum brautargengi þar sem forsetinn var ýmist sagður fyrirlitlegur eða fyrirlitlegur hræsnari, forseti sundurlyndis sem nærðist á þrasi og þrefi. Spurt var, vegna athugasemdar einstaklings: „Hvernig stendur á því að ESB-froðusnakkarnir og aðrir hatursmenn félaga Ólafs Ragnars svara þér ekki [nafn mannsins]? Mín skoðun er, að það stafi ekki af því að kvikindin hafi vit á að þegja, því það hafa þau ekki, heldur af þeirri einföldu ástæðu að þau þora því [sic] ekki. Þetta eru nefnilega auðvirðuleg hundspott.“ Meira fylgdi, eins og „forsetafígúran“ og að „drulla yfir“ og annað í þeim dúr. Svavar Gestsson, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og ritstjóri, talar í nýútkominni sjálfsævisögu sinni um „bloggskólpið“ og „bloggfossana“ sem dunið hafa á þjóðinni síðan 2008 og er nóg boðið. Saup hann þó marga fjöruna á ritstjórnarferli sínum á Þjóðviljanum. Er ekki mál að linni?

 Vik an sem Var Veit Vigdís Hauks af þessu? Við eigum að vera óhrædd við að sýna hvert öðru kærleika og umburðarlyndi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er ekki enn orðinn forsætisráðherra en tók forskot á sæluna og flutti þjóð sinni áramótaávarp á netinu.

Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Nicotinell Tropical Fruit lyfjatyggigúmmí inniheldur 2 mg eða 4 mg nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Þeir sem reykja ekki eiga ekki að nota lyfjatyggigúmmíið. Skammta skal ákvarða út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Mælt er með 4 mg lyfjatyggigúmmíi fyrir einstaklinga með mikla nikótínþörf og fyrir þá sem ekki hefur tekist að hætta með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Tyggja skal eitt stk við reykingaþörf þar til finnst sterkt bragð. Þá skal láta það hvíla milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal tyggja aftur. Þetta skal endurtaka í 30 mín. Venjuleg notkun er 8-12 stk, þó ekki fleiri en 15 stk af 4 mg og 25 stk af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Meðferðarlengd er einstaklingsbundin en skal í flestum tilfellum standa í a.m.k. 3 mánuði, skal þá draga smám saman úr notkun lyfjatyggigúmmísins. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Venjulega er ekki mælt með notkun lyfsins lengur en í eitt ár. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Geyma skal afgangs lyfjatyggigúmmí þar sem reykingaþörf getur skyndilega komið upp aftur. Nota má lyfið til að lengja reyklaus tímabil og draga þannig úr reykingum. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota lyfið ef þú: hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjartasjúkdóma, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi. Einstaklingum með gervitennur og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform nikótínlyfja. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfið. Athuga ber að lyfið inniheldur natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321 Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ

Ódeigur Sverrir Mikil lifandi ósköp er gaman og ánægjulegt að sjá þegar víkingarnir taka að strá um sig með gjafafénu, jafnvel þótt aðrir eigi. Sá roskni vígamaður Sverrir Hermannsson vandaði ekki Halldóri Ásgrímssyni og Skinney-Þinganesi kveðjurnar í blaðagrein. Úlfaldi úr mýflugu Fór alveg fram hjá mér að ég hafi verið aðalnúmerið á árinu. Íþróttafréttakonan Edda Sif Pálsdóttir fékk meira vægi í Áramótaskaupinu en hún gat séð fyrir. Orð eru dýr Skaupið er að mínu mati algjör hneisa, og sóun á almannafé. Til hvers að borga fyrir svona orðbragð...

Ragnheiður Ólafsdóttir, eldri borgari, er á sama máli og talsmaður neytenda.

stjórnlagaráðsmaður, var óhress með áramótaboðskap forseta Íslands.

Illa farið með góðan dreng Hættum að vera leiðinleg við Örn. Hann á það ekki skilið. Pálma Gestssyni, leikara og félaga Arnar Árnasonar í Spaugstofunni, misbauð þau fúkyrði sem dundu á Erni í netheimum fyrir það eitt að selja rakettur.

Nei-tendum síður skemmt Gott að einhverjum líkaði. Kannski er þetta svona að horfa á skaupið edrú. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, fyllti flokk þeirra sem fannst Áramótaskaupið lélegt.

Og þá hló Bubbi Frábært skaup. Skaupið lagðist misvel í landann en Bubbi Morthens var ánægður. Þegar maður sprengir bíl... Þetta var svona terta á stærð við Yaris, sú allra stærsta frá björgunarsveitunum. Baldur Sigurðarson sagði frá raunum sínum í Fréttablaðinu en myndarleg skotterta sprakk framan í hann. Ólafur í prósentum Og hvers vegna tekur hann nýju stjórnarskrána ekki í sátt með 66% greiddra atkvæða en situr sjálfur með 52% greiddra atkvæða? Lýður Árnason, læknir og

Villiköttur hvæsir Kjósendur VG hafa fengið gjörsamlega upp í kok af þrákelkni þeirra forystumanna VG sem hafa keyrt þessa ESB umsókn áfram, sumir undir þeim formerkjum að „kíkja í pakkann“. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrigrænna, kann skýringar á fylgishruni VG í skoðanakönnunum. Kristilegur femínismi Ég hef hins vegar aldrei fallið í þann pytt að koma fram við fólk eins og fólk hefur komið fram við mig. Hildur Lilliendahl mætti í Kastljós og ræddi baráttu sína gegn körlum sem hata konur og þær ofsóknir sem hún hefur mátt þola. Þótt hún berjist af hörku freistast hún ekki til að gjalda netdólgum í sömu mynt.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.



ÚTSALA nAtuRe‘S ReSt heilsurúm n Mjúkt og slitsterkt áklæði n Svæðaskipt gormakerfi n Aldrei að snúa n Sterkur botn n Frábærar kantstyrkingar n Gegnheilar viðarlappir n 320 gormar pr fm2

C&J stillanlegt heilsurúm

160 x 200 cm. Aðeins

180 x 200 cm. Aðeins

Verð 114.900

Verð 127.900

Kr. 91.200

með Shape dýnu 2 x 90 x 200 cm.

Kr. 107.920

Kr. 339.830 Verð 399.800

ÚTSA

LA

20%

AfSL

n inndraganlegur nndraganlegur botn n 2x450 kg lyftimótorar n Mótor Mótor þarfnast ekki viðhalds n tvíhert víhert stál í burðargrind n HliðarHliðar- og endastopparar svo dýnur færist ekki í sundur n botn otn er sérstaklega hannaður fyrir Shape heilsudýnur n Val Val um lappir með hjólum eða töppum n 5 5 ára ábyrgð

áTTu

r

LA

ÚTSA

%r 15 Tu SLáT Af

Shape By nature’s Bedding

FloRidA hornsófi með tungu

MilAno svefnsófi með tungu Aðeins

kr. 199.900

Verð 399.875

ÚTSALA

15%

A TSAL

Ú

AfSLáTTur

%r 50 Tu SLáT Af

Gn! ð MA A K AR tAKM

Stærð: 252 x 205 cm H. 71 cm. Litur grátt

Stærð: 330 x 210 cm

SAbRinA sófasett

Verð 194.900

COMO tungusófi

ÚTSA

LA

50%

AfSL

Verð 143.900

r

Shape Sha

Shape Classic

By nature’s Bedding

LA

kr. 4.130

ÚTSA

%r 30 Tu SLáT

Verð 5.900

A

L ÚTSA

%r 40 Tu SLáT

! AGn ðM A K MAR tAK

3 + 2 sófasett tilboð 71.950

SHApe heilsukoddar

kr. 165.665

Af

áTTu

3ja sæta br. 190 cm 2ja sæta br. 145 cm

Aðeins

Stærð Br. 267 cm D. 88/159 cm H. 85 cm. Tveir litir

útlitsgallaðir CoMo tungusófar Skemill

kr. 29.900

Verð 39.900

Aðeins

kr. 99.900 Verð 169.900

Shape original

kr. 6.230

Verð 8.900

Af

Þéttur

Stuðningslag

OPIÐ: Virka daga frá kl. 10.00-18.00 • Laugardaga frá kl. 11.00-16.00 • Sunnudaga frá kl. 13.00-16.00


ÚTSALA S F A % 0 5 15%

R U T T Á L

edwARd svnefúnskrófi. 105.000 áður 209.000 nAtuRe’S CoMFoRt heilsudýnur Öll

YAnKee CAndle kerti

Útlistgallaðar Nature’s Comfort dýnur 180 x 200 með 50% afslætti

ÚTS

ALA

20%

AfS

Aðeins Kr. 53.950

LáT

boloGniA

Tur

Allir

112.500 áður 225.000 ÚTSA

30Lá% TTur Botnar 20% afsláttur

ÚTSA

GenoVA svefnsófi

LA

15%

AfSL

50%

AfS

AfS

FloRidA tungusófi

LA

LáTT tAKM ARKA ur ð MA Gn!

LA

púðAR oG teppi

ÚTSA

Verð 107.900

svefnsófi nú kr.

n Mjúkt og slitsterkt áklæði n Heilsu- og hægindalag í yfirdýnu sem hægt er að taka af n Svæðaskipt pokagormakerfi n Aldrei að snúa n Sterkur botn n Gegnheilar viðarlappir n Steyptar kantstyrkingar

áTTu

r

LA

ÚTSA

%r 50 Tu SLáT

n! MAG ð A ARK tAKM

Af

Stærð: 250 x 140 cm H. 71 cm. Litur grátt

Verð 149.900

Aðeins

kr. 127.415

Stærð: 218 x 95 cm Litur Ljós- og dökkgrátt áklæði

Ruben svefnsófi með tungu

Aðeins

kr. 124.937 Verð 249.875

MontoRio svefnsófi A

L ÚTSA

%r 15 Tu SLáT

ÚTSA

LA

15%

AfSL

Af

áTTu

Aðeins

kr. 118.915

Verð 139.900

r

Aðeins

Stærð: 241 x 158 cm H. 71 cm.

kr. 84.915

Verð 99.900

Stærð: Br. 159 cm. D. 208 cm H. 63,5 cm.

doRMA RMA sængurver

kr. 5.592

ÚTSA

LA

20%

AfSL

Verð frá Verð 6.900

áTTu

Holtagörðum • Pöntunarsími 512 6800

r

www.dorma.is


fréttir vikunnar

Helgin 4.-6. janúar 2013

VikAn í tölum Seðlabankinn keypti krónur

480.000.000

Seðlabankinn keypti krónur fyrir um sex milljónir evra, um einn milljarð króna, á gamlársdag til að sporna gegn veikingu krónunnar síðustu daga ársins. Gengi krónunnar hefur ekki verið veikara í tæp tvö ár.

króna eru árslaun Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins. Hann hefur fjórfaldast í launum síðan hann gekk til liðs við félagið síðasta sumar.

Óvissustigi aflétt á Vestfjörðum Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands hefur aflýst óvissustigi vegna hættu á snjóflóðum á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum.

Mál stúlknanna tekið fyrir í næstu viku Þórir Gunnarsson, ræðismaður Íslands í Tékklandi, segir að vonast sé til þess að mál stúlknanna tveggja, sem handteknar voru þegar átta kíló af kókaíni fannst í farangri þeirra á flugvellinum í Prag um miðjan nóvember, verði tekið fyrir 10. janúar.

Úrskurðað í Icesave-málinu 28. janúar EFTA-dómstóllinn hyggst úrskurða í Icesavemálinu 28. janúar, að því er fram kemur á vefsíðu dómstólsins. Munnlegur málflutningur var í Lúxemborg í september.

Flensan snemma á ferðinni Mikið hefur verið um inflúensu og aðrar pestir síðustu daga hér á landi. Sóttvarnalæknir segir að flensan sé snemma á ferð þennan veturinn og hvetur fólk til að hafa varann á.

Þjóðkirkjan safnar fyrir Landspítalann Biluð og úr sér gengin tæki á Landspítalanum stofna öryggi landsmanna í hættu, sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Þjóðkirkjan ætlar að efna til landssöfnunar fyrir sjúkrahúsið sem byrjar með samskotum í kirkjum landsins.

Hælisleitendur lugu til um aldur Sjö af átta hælisleitendum sem komu til Íslands á síðasta ári og fóru í aldursgreiningu reyndust eldri en þeir sögðust vera. Þetta sýnir aldursgreining á tönnum þeirra.

Tjón á raflínum nemur hundruðum milljóna króna Veðurtjón á raflínum hér á landi á síðasta ári hleypur á hundruðum milljóna króna, segir Guðlaugur Sigurgeirsson, deildarstjóri hjá Landsneti.

prósent meiri velta var á kreditkortaviðskiptum hjá Visa í desember en á sama tíma árið áður.

Hlutverk stjúpforeldris ekki jafn eðlislægt og foreldrahlutverkið

Rýmingu aflétt á Hofsósi Almannavarnir í Skagafirði, í samráði við snjóflóðavakt Veðurstofunnar, hafa aflétt lokun á svæðinu norðan göngubrúar í Kvosinni á Hofsósi. Lokunin var sett á vegna snjóflóðahættu ofan við tvö hús sem hýsa Vesturfarasetrið og Íslensku fánasaumastofuna.

7

Ónáttúrulega stjúpan

É

g fór í sund milli jóla og nýárs og hitti kunningjakonu í barnalauginni. Við ræddum saman meðan börnin voru að leika sér og leiddu umræðurnar okkur fljótlega út í nokkuð alvarlega sálma – að minnsta kosti miðað við aðstæður. Við ræddum hlutskipti okkar sem stjúpmæðra. Kunningjakonan er í tiltölulega nýrri sambúð með manni sem átti þrjú stálpuð börn fyrir en hún sjálf eitt. Ég á þrjú sjónarhóll stjúpbörn sem ég eignaðist þegar þau voru á aldrinum eins til tuttugu ára og átti eitt fyrir sem maðurinn minn stjúpfeðraði þar af leiðandi. Ég er því stjúpmóðir þriggja barna manns sem er jafnframt stjúpfaðir elstu dóttur minnar en að auki eigum við saman tvö börn. Eftir stutt en innilegt samtal komSigríður umst við að því að stjúpur þurfa að Dögg eignast vettvang þar sem þær geta hist og deilt reynslu sinni af þessu krefjAuðunsdóttir andi en jafnframt gefandi hlutverki. sigridur@ Við þurfum að stofna félag. frettatiminn.is Það er nefnilega alls ekkert einfalt við stjúpmæðrahlutverkið – né heldur stjúpfeðrahlutverkið ef því er að skipta. Flestum er foreldrahlutverkið sem betur fer eðlislægt og við kunnum einnig flest að vera dætur, synir, barnabörn, systkini eða makar. Hlutverk stjúpforeldris er hins vegar ekki jafnskýrt og mörg þeirra hlutverka sem við tökumst á hendur í lífinu. Það er einhvern veginn ekki jafn náttúrulegt. Stjúpforeldri verður oft þriðja hjól undir vagni. Ábyrgðin á barninu er í langflestum tilfellum á hendi foreldra þess þó svo að stjúpforeldrið taki þátt í uppeldinu. Það tók mig smá tíma og heimsókn til stjúptengslaráðgjafa til þess að átta mig á því að samband stjúpforeldris og barns er annars eðlis en samband foreldra en barna. Um leið hætti ég að gera óraunhæfar kröfur til mín sem stjúpmóður og einbeitti mér að því að rækta vinskap, umburðarlyndi og væntumþykju í garð stjúpbarna minna.

Þingmannatap stjórnarflokka VG tapar átta þingmönnum og fengi sex, yrði gengið til kosninga nú, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Samfylkingin myndi tapa sjö þingmönnum, fengi þrettán. Björt framtíð fengi níu þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn 26, bætti við sig 10 og Framsóknarflokkurinn 9, jafnmarga og síðast.

Sem betur fer hefur umræðan um samband stjúpforeldra og barna aukist mikið á undanförnum árum. Heilmikill fróðleikur er til fyrir stjúpforeldra um þetta hlutverk – og er það vel. Hið flókna við stjúpmæðrahlutverkið – og stjúpfeðrahlutverkið geri ég ráð fyrir – er samskiptin við makann vegna barnanna hans og barnsins míns. Það er allt miklu einfaldara varðandi börnin sem við eigum saman. Því þegar við eignumst börn gerist eitthvað sjálfkrafa innra með okkur, eitthvað frumstætt. Við verjum þessi börn okkar með kjafti og klóm. Og þegar stjúpforeldri barnsins leyfir sér að finna að hegðun barnsins – þó svo að gagnrýnin sé væg og réttmæt – hrökkvum við beint í vörn fyrir barnið okkar. Allt önnur lögmál gilda um gagnrýni á börnin sem við eigum saman. Þá verður gagnrýnin ekki að aðfinnslum heldur að umræðum um hvernig foreldrarnir geti í sameiningu leiðbeint barninu, sem þeir bera sameiginlega ábyrgð á, í átt að æskilegri hegðun. Þessu komumst við kunningjakonurnar að í okkar stutta spjalli í barnalauginni. Og fundum um leið að það var svo margt enn óútrætt, svo margt sem við höfðum upplifað og haldið að við værum einar um. En erum ekki. Því það er flókið að tilheyra stjúpfjölskyldu. Allir þessir foreldrar og fyrrverandi makar – og fyrrverandi stjúpforeldrar... En það er hægt að finna út úr því. Við þurfum bara að vera duglegri að tala um hlutina okkar á milli, stjúpmæður og stjúpfeður. Og einmitt þá, þegar ég hafði velt því raunverulega fyrir mér hvort ég ætti að hafa frumkvæðið að því að stofna félag stjúpmæðra, rak á fjörur mínar námskeið sem ég er staðráðin í að skrá mig á, námskeið á vegum Félags stjúpfjölskyldna, stjuptengsl.is, undir yfirskriftinni: Stjúpuhittingur. Kannski stjúpufélagið geti orðið (stjúp)dótturfélag í Félagi stjúpfjölskyldna? Við sjáum til með það. Fyrst hlakka ég til að hitta vonandi fullt af öðrum stjúpum.

... stjúpur þurfa að eignast vettvang þar sem þær geta hist og deilt reynslu sinni af þessu krefjandi en jafnframt gefandi hlutverki. Við þurfum að stofna félag.

1.768

sinnum var slökkvilið Akureyrar kallað út á sjúkrabílum í fyrra, oftar en nokkru sinni áður.

50

ár eru liðin frá því Savanna tríóið kom fyrst fram opinberlega með fullmótaða efnisskrá.

23

létust af slysförum hér á landi á síðasta ári. Flestir létust í umferðarslysum, tíu manns.

300

manns skelltu sér í sjósund í Nauthólsvík á nýársdag. Sjórinn var um -1°C. Elsti sundkappinn var 75 ára.

36

konur eru nú á lífi sem náð hafa hundrað ára aldri. Sex karlar eru eldri en hundrað ára.

Kia cee’d Árgerð 2011, 105 hestafla bensínvél, beinskiptur 5 gíra, ekinn 36.000 km, 6 ár eftir í ábyrgð. Aksturstölva, aðgerðarstýri, geislaspilari, hiti í sætum, fjarstýrðar samlæsingar, þjófavörn, rafdrifnir speglar og margt fleira. Eyðir aðeins 5,8 l/100 km í blönduðum akstri.*

Verð: 2.490.000

kr.

Mánaðarleg afborgun: 22.339 kr.** *Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda.

-

Gæða bíll

ASKJA NOTAÐIR BÍLAR

**Miðað við1.200.000 kr. útborgun í peningum eða með uppítökubíl ásamt láni frá ERGO til 84 mánaða. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,72%. Vextir: 9,70%.

Kletthálsi 2 · Sími 590 2160 · notadir.is

Opið frá kl.10-18

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 0 9 1 3

14


-30%

PINK DREAM tungusófi OSCAR Breidd: leðurhornsófi 292x160cm Litur: Svart - Stærð: 276X220 Verð: 235.000,-

Verð: 389.000,-

-20%

CULP tungusófi

Stærð: 210X155cm Verð:169.900,-

ÚTSÖLUVERÐ: 118.930,-

ÚTSÖLUVERÐ: 188.000,-

-30%

-50%

PORTO TV Skenkur

hnota - Breidd: 183cm

Verð: 118.900,-

ÚTSÖLUVERÐ: 83.230,-

ROYAL TV skenkur

hnota /svart gler Breidd: 180cm

Verð: 109.000,-

ÚTSÖLUVERÐ: 54.500,-

ÚTSALAN ER HAFIN 20-50% AFSLÁTTUR -20%

-25%

-20%

-20%

BORÐSTOFUBORÐ hnota/dökk eik . Stærð 180X100

VEGAS 13.520,-

TIFFANY 14.850,-

Verð: 99.900,-

ÚTSÖLUVERÐ: 79.920,-

MAX 12.720,-

-25%

-25%

GOTCHA hornsófi

NEW STOCKHOLM tungusófi

ÚTSÖLUVERÐ: 193.500,-

ÚTSÖLUVERÐ: 179.925,-

Stærð: 285X180cm Verð: 258.000,-

Stærð: 277X165cm Verð: 239.900,-

-30%

-20%

YASAM tungusófi - færanleg tunga

VERONICA tungusófi

ÚTSÖLUVERÐ: 118.930,-

ÚTSÖLUVERÐ: 188.800,-

Stærð: 210X155cm Verð: 169.900,-

Opið mán-fös: 10:00 - 18.00 Opið um helgina: Lau 10.00-17.00 - Sun: 13.00-17.00

Stærð: 260X165cm Verð: 236.000,-

Ego Dekor - Bæjarlind 12 S: 5444420 - www.egodekor.is


ÍSLENSKT KJÖT

KLEmEntÍnuR / manDaRÍnuR

299

KR./KG.

GRÆn EPLi

R

TB KJÖ ORÐ

B

I

Ú

KR./KG

Nóatúns Nóatúns Sendum um land allt

1998

R

TB KJÖ ORÐ

B

bEStIR Í KJötI

KR./KG

Ú

ÐLEG Ó J Þ Nú getur þú haldið þorraveisluna A R R O Þ Á án mikillar fyrirhafnar.

Lamba FRamhRyGGJaRSnEIðaR

I

– fyrir 10 eða fleiri –

ÍSLENSKT KJÖT

Ú

Þorrahlaðborð Þorrahlaðborð

KR./KG

I

KR./StK.

3958

KJÖTBORÐ

99

R

GRÓF RÚnStyKKI

KJÖTBORÐ

LambaFILLE mEð FItuRönD

Ú

nýbakaðerskt! og f

I

bEStIR Í KJötI R

299

Glæsilegt þorrahlaðborð að hætti Nóatúns með öllu því sem til þarf. Ú

F

FISKBOR

KR./KG

ÐI

FERSKIR Í FISKI

2

201 N N I ORR

KR./KG

Ú

ISKBORÐ

F

FERSKIR Í FISKI ÐI

Nóatúns verslun eða á www.noatun.is

1998

RF

FISKBOR

kr.

Gerum verðtilboð fyrir stærri þorrablót (50-500 manna) Upplýsingar í síma 822-7005 eða veislur@noatun.is Pantið með fyrirvara í næstu

GouRmEt SaLtFISKShnaKKaStyKKI

ÚR

2.3á m9an8 n Þ

I

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillu og/eða myndabrengl

ISKBORÐ

ÚR

1889

RF

I

LaxaFLöK bEInhREInSuð


Við gerum meira fyrir þig

Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni int 100% hretakjöt nau

ÍSLENSKT KJÖT

KELLoGG’S mÚSLÍ, 500 G, 2 tEG.

Rana PaSta

10%

afsláttur

Ú

TB KJÖ ORÐ

B

I

bEStIR Í KJötI

KJÖTBORÐ

ÍSLENSKT KJÖT

R

KR./KG

Ú

1398

R

KR./PK.

I

unGnautahaKK

539

JamIE oLIVER SPaGhEttI, 500 G

198

JamIE oLIVER PaStaSÓSuR, 400 G4 tEG.

369 KR./StK.

KR./PK.

ÍSLEnSK matVÆLI KJÚKLInGaLunDIR

2384

KR./KG

t fljótlegægilegt! og þ

195

KR./PK.

298

RoKa nÚðLuR, 2 tEG.

69

KR./PK.

KR./PK.

myLLu FItty bRauð

2

FyRIR

SnaKKPIzzuR, 3 tEGunDIR

KnoRR PaStaRéttIR, 5 tEG.

1

10%

afsláttur

mS hEImILIS JÓGÚRt, 1L


16

viðtal

Helgin 4.-6. janúar 2013

Æðislegt að leika skíthæl Ólafur Darri Ólafsson gerði það heldur betur gott á nýliðnu ári. Hann var ausinn lofi fyrir frábæran leik í Djúpinu eftir Baltasar Kormák, hann landaði hlutverki hjá Ben Stiller í The Secret Life of Walter Mitty, lék aðalhlutverkið í og framleiddi bíómyndina XL sem verður frumsýnd í janúar og í lok ársins steig hann á svið Borgarleikhússins í hlutverki einfeldningsins Lenna í Músum og mönnum. Rétt fyrir áramót spurðist einnig út að Ólafur Darri hefði fengið tvö hlutverk í Hollywood. Annars vegar í sjónvarpsþáttum þar sem hann leikur á móti Woody Harrelson og Matthew McConaughey og hins vegar í spennumyndinni A Walk Among the Tombstones þar sem hann mætir sjálfum Liam Neeson.

Þ

etta er búið að vera frábært ár,“ segir Ólafur Darri sem byrjaði árið eins og hann endaði það. Á leiksviðinu. „Í byrjun ársins lék ég með Royal Shakespeare Company í Stratford-upon-Avon í sýningunni sem Gísli Örn leikstýrði, The Heart of Robin Hood. Svo gerðum við Marteinn Thorsson XL og eftir það fór ég að æfa Bastarða með Vesturporti sem ég sýndi í Svíþjóð og Danmörku en náði ekki að sýna hérna á Íslandi út af öðrum verkefnum. Svo var það auðvitað Ben Stiller og The Secret Life of Walter Mitty, sem var alveg ofsalega skemmtilegt verkefni, og svo Mýs og menn. Með öllu hinu, handritaskrifum og undirbúningi að hinu og þessu.“ Nýja árið verður ekki síður viðburðaríkt hjá Ólafi Darra en í lok síðustu viku fréttist að hann væri búinn að landa tveimur hlutverkum í Hollywood í verkefnum sem eru þess eðlis að ómögulegt er að spá fyrir um hvað á eftir að koma í framhaldinu. „Það er búið að bjóða mér tvö hlutverk í Hollywood á vormánuðum. Annað er hlutverk í sjónvarpsseríu sem heitir True Detectives þar sem Woody Harrelson og Matthew McConaghey leika aðalhlutverkin. Svo í spennumynd með Liam Neeson sem heitir A Walk Among the Tombstones. Ég geri fastlega ráð fyrir að sinna þessum verkefnum núna í mars og apríl. Þetta setur náttúrlega Mýs og menn í smá bobba og við þurfum að þétta og stytta sýningatímabilið. Svo er ýmislegt í pípunum og ég er að vona að ég fari að gera sjónvarpsseríu hérna á Íslandi í haust. Það er ekki alveg komið á hreint en það er draumurinn.“

Fáránlega heppinn maður

Ólafur Darri segir að í raun sé hann kominn með annan fótinn til Hollywood fyrir röð atburða, heppni og þá ekki síst að hann hafi fæðst á réttum stað. „Ég er náttúrlega fáránlega heppinn maður og þetta byrjar á því að ég fæddist í Ameríku, þannig að ég get unnið þar. Það er alger slembilukka að ég hafi fæðst í Ameríku. Atvinnuleyfið er helsta hindrunin við að komast inn á þennan markað. Það er ofboðslega dýrt að kaupa sér þessi réttindi. Það er hægt en maður þarf að eyða tugum þúsunda dollara í lögfræðikostnað. Svo er ég svo heppinn að ég hef unnið

Það voru allir komnir með upp í kok af honum sem var æðislegt.

mikið hér heima með fólki eins og Baltasar til dæmis. Ætli það megi ekki segja að þetta útlandaævintýri hafi byrjað þegar við vorum að gera Djúpið.“ Á sama tíma bauðst Ólafi Darra hlutverk í Skyttunum þremur sem Paul W.S. Anderson gerði. „Við vorum að fara í tökur á Djúpinu þannig að þetta gekk bara ekki upp. Ég þurfti líka að raka hár og skegg sem lagðist ekki vel í þá Hollywood-menn og þetta endaði bara með því að ég varð hætta við þetta hlutverk. Ég sá svo þessa mynd og hún var alveg hræðileg. Og búið að klippa hlutverkið sem ég átti að leika burt,“ segir Ólafur Darri og skellir upp úr. Ólafur Darri segist eitthvað hafa rætt við Baltasar um þetta tækifæri ytra sem fór forgörðum og Baltasar hafi sagt honum að þeir myndu „redda“ þessu einhvern tíma seinna. „Það er svo týpískt fyrir Balta að þegar hann er að fara að gera Contraband, hálfu ári síðar, að þá kom hann mér í prufu fyrir hlutverk einhvers Rússa í myndinni sem ég svo hreppti.“ Þarna fór boltinn að rúlla fyrir alvöru. „Þetta er svo einfaldlega þannig að þegar einhver einn er búinn að taka sénsinn á þér þá eru aðrir til í að gera það. Ég fann þetta strax þegar ég fór í prufur fyrir Walter Mitty. Þau prófuðu alveg ofboðslega marga, á Íslandi og leikara út um allan heim. Þá fann ég alveg að ég var kominn með litu tána inn fyrir þröskuldinn. Af því að ég var búinn að leika í annarri stúdíómynd. Balti gerði mér risastóran greiða með þessu. Maður finnur svo bara hvernig þetta heldur áfram. Nú er ég búinn að gera Contraband og vinna með Ben Stiller og þegar ég fór í prufurnar fyrir þessi hlutverk núna þá fann ég bara að maður er alltaf tekinn meira og meira alvarlega.“ Ólafur Darri segir að ekki hafi heldur skemmt fyrir honum að á meðan hann var úti í prufunum birtust fréttir á bransavefnum Deadline Hollywood um að Djúpið færi í almenna dreifingu í Bandaríkjunum. „Menn vissu að ég lék aðalhlutverkið í henni. Þetta hjálpar allt. Það er bara þannig.“ Þá hefur einnig hjálpað til að Ólafur Darri fékk umboðsmann í Los Angeles í lok sumar. „Þessi umboðsmaður hefur reynst mér mjög vel og við erum búnir að fá tilboð í þessi tvö hlutverk. Það er samt mjög fyndið að við höfum aldrei hist, bara talað saman í símaen við náum vonandi að hittast í vor.“


viðtal 17

Helgin 4.-6. janúar 2013

Af músum...

Borgarleikhúsið frumsýndi Mýs og menn um síðustu helgi. Jón Páll Eyjólfsson leikstýrir þar Ólafi Darra og Hilmari Guðjónssyni í hlutverkum farandverkamannanna George og Lennie sem flakka saman á milli vinnustaða. Verkið byggir á hinni þekktu skáldsögu Johns Steinbeck um örlög þessara tveggja ólíku manna. Einfeldningsins Lennie og hins lífsreynda George sem reynir að halda yfir honum verndarhendi. „Þetta er búið að vera sérlega ánægjulegt,“ segir Ólafur Darri um vinnuna í Borgarleikhúsinu. „Ég hef unnið áður með Jóni Páli sem leikara en aldrei sem leikstjóra og mér hefur einhvern veginn fundist þetta alveg sérstaklega skemmtilegt. Aðferð hans er viðfelldin. Reynir á en er alveg rosalega gefandi. Það er gott að skapa í þessum félagsskap þar sem ríkir mikið ástríki.“ Of Mice and Men hefur oft verið sett á svið og er kvikmynduð með reglulegu millibili. Ólafur Darri hefur séð útgáfuna sem leikarinn Gary Sinise leikstýrði og lék George á móti John Malkovich í hlutverki Lennie. Annars hefur hann haldið sig frá kvikmyndagerðum sögunnar. „Ég las bókina bara í menntaskóla á sínum tíma. Ég reyni oftast að forðast að fara mikið og skoða eitthvað svona þegar ég undirbý mig fyrir hlutverk. Ég reyni bara að einbeita mér að því handriti sem mér er afhent. Það er svolítið í genamengi leikarans að vilja ekki herma eftir og um leið og maður er búinn að sjá einhverja ákveðna túlkun eða einhverja ákveðna leið farna þá eru allar líkur á því að maður þori ekki að fara þá leið. Eða vilji það bara ekki þannig að það er ofsalega þægilegt að ýta þessu áreiti í burtu.“

XL Í kvikmyndinni XL leikur Ólafur Darri áfengisþyrsta þingmanninn, óstýrláta flagarann og fjölskyldumanninn fyrrverandi, Leif Sigurðarson. Forsætisráðherra, sem er vinur þingmannsins, rekur hann í meðferð en sá stóri dómur veitir honum fullkomna afsökun til þess að halda óstjórnlega gott partí. Á meðan partíið er í gangi kynnast áhorfendur Leifi og gestum hans betur og eftir því sem þingmaðurinn djúsar meira afhjúpast leyndarmálin hvert á fætur öðru. Grátbrosleg og dramatísk fortíð hópsins kemur upp á yfirborðið auk þess sem ástarsamband Leifs og hinnar tvítugu Æsu, sem er vinkona dóttur hans, fær á sig skýrari mynd. Aðeins þeim sem hafa aldur til að kjósa þingmanninn er boðið í partíið.

Ólafur Darri telur víst að þingmaðurinn Leifur sé ómerkilegasta persónan sem hann hefur leikið.

...og sjálfhverfum mönnum

Síðar í þessum mánuði verður kvikmyndin XL frumsýnd. Þar fer Ólafur Darri með aðalhlutverkið auk þess sem hann er einn framleiðenda. Marteinn Thorsson leikstýrir en þeim varð vel til vina þegar þeir gerðu Rokland saman fyrir örfáum árum. Í XL leikur Ólafur Darri þingmanninn og fyllibyttuna Leif Sigurðarson sem forsætisráðherra skikkar til þess að fara í vímuefnameðferð. Áður en Leifur tekur skellinn heldur hann nokkrum vinum sínum matarboð þar sem ýmislegt kemur upp á yfirborðið. „Þetta eru svona um það bil eins ólíkar persónur og hugsast getur,“ segir Ólafur Darri um barnslega verkamanninn Lennie annars vegar og þingmanninn Leif, hins vegar. „Ég lagði líf og sál í XL sem er reyndar mjög fyndið í ljósi þess að ég held að manneskjan sem ég leik í myndinni sé svona örugglega í ógeðfelldari kantinum af þeim manneskjum sem ég hef leikið. Hann er fullkomlega siðblindur, sjálfhverfur maður í fíkn og mjög fáir hlutir fá pláss í lífi hans annað en hann sjálfur,“ segir Ólafur Darri og getur ekki neitað því að það hafi verið skemmtilegt að leika þessa ógeðfelldu persónu.

Fyrir konur og karla, CLUB FIT, 6-vikna námskeið

KOMDU ÞÉR Í TOPPFORM 50 mínútur 3x í viku Club Fit hefur slegið rækilega í gegn! Tímarnir byggjast á að lyfta lóðum og hlaupa á hlaupabretti. Hraði og þyngdir sem henta hverjum og einum. ÞJálfari stýrir hópnum, leiðbeinir og hvetur áfram. Frábær stemning! Þú kemst í flott form áður en þú veist af og hefur gaman af. Allar nánari upplýsingar um verð og tímasetningar á www.hreyfing.is

Óþolandi náungi

Ólafur Darri er einn framleiðenda XL ásamt leikstjóranum Marteini Thorssyni, Guðmundi Óskarssyni og Ragnheiði Erlingsdóttur. Marteinn leikstýrði Ólafi Darra í Roklandi og þá varð þeim afskaplega vel til vina. „Við höfum líka gert eina stuttmynd saman og erum meira eða minna innvinklaðir hvor hjá öðrum í öllum þeim verkefnum sem við erum að hugsa um. Mig og Elmu Lísu leikkonu langaði alltaf að gera mynd um alkóhólisma og Matti kveikti vel á þeirri Framhald á næstu opnu

Innifalið: • Þjálfun 3x í viku • Club Fit æfingakerfið sem miðar að því að „ögra“ líkamanum að komast út úr stöðnun og tryggja að þú komist í þitt allra besta form • Þátttakendur hafa aðgang að lokuðu svæði með fræðslu, upplýsingum og uppskriftum frá Hreyfingu • Þol- og styrktarmælingar – fyrir og eftir • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum • Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu – jarðsjávarpotti og gufuböðum

Pantaðu frían prufutíma á www.hreyfing.is

NÝTT

Club Fit MTL (mótun, tónun, lenging) Rólegri tímar - unnið með eigin líkamsþyngd og gengið eða skokkað á göngubretti Club Fit 50+ Fyrir konur og karla, 50 ára og eldri Club Fit Extreme Fyrir þá sem vilja enn meira. Meiri keyrsla, erfiðari æfingar.


18

viðtal

Helgin 4.-6. janúar 2013

Ólafur Darri er kominn með annan fótinn til Hollywood og vonast til þess að geta skapað sér nafn þar, unnið þar af og til og sinnt þess á milli hugðarefnum sínum á Íslandi. Ljósmynd/Hari

hugmynd. Einhvers konar birtingarmynd alkóhólisma. Og þetta varð í rauninni ofan á. Þessi mynd er svona ákveðið fyllirí og þegar við vorum að ræða þessa sögu fannst okkur þessi karakter svolítið spennandi. Hann er hvítur, miðaldra karlmaður. Hann á allt. Hefur allt. Og það er einhvern veginn ekki nóg. Það verður alltaf að vera meira. Hann er eins langt frá Lennie og hægt er að komast og í rauninni kannski eins langt frá Gulla í Djúpinu og hugsast getur. Það gleður mig enda er alltaf gaman fyrir leikara að fá að glíma við mismunandi hluti. Ég hef ekki sinnt þessum illmennum mikið,“ segir Ólafur Darri og á honum má sjá að hann hefur setið vel í hlutverki Leifs og notið þess að sökkva sér ofan í miður geðslega

persónuna. „Þessi karakter var svo hrikalegur,“ segir hann og hlær dátt þegar hann rifjar upp síðasta tökudaginn. „Við vorum við að taka smá atriði í Skuggahverfinu og ég kem þarna á mínum eigin bíl, uppáklæddur í jakkafötunum með slaufuna. Og þegar ég kem út úr bílnum gengur Bergsteinn Björgúlfsson kvikmyndatökumaður fram hjá mér. Horfir á mig og segir. „Ohhh. Er hann kominn aftur þessi.“ Það voru allir komnir með upp í kok af honum.“

Skemmtilegt hlutverk framleiðandans

Ólafur Darri gaf sig allan í gerð XL og naut þess að vera með puttana í öllum þáttum framleiðslunnar. „Ég fékk nasaþefinn af framleiðslu þegar við gerðum Börn og Foreldra. Þá var hópurinn samt stærri en í þetta skipti erum við fjögur sem framleiðum. Þetta er gott teymi og gekk frábærlega og það er ekkert endilega sjálfgefið. Það er erfitt að framleiða bíómynd, sérstaklega þegar peningarnir eru kannski ekki eins miklir og þú myndir vilja. En mér fannst þetta alveg rosalega gaman og ég er alveg ákveðinn í því að gera meira af þessu. Maður er alltaf að reyna að þroskast og þróast sem listamaður og leikstjórn og framleiðsla er eitthvað sem farið er að kitla meira og meira.“

Hollywood til bjargar Ólafur Darri segist sjá fram á bjarta tíma í íslenskri kvikmyndagerð og að bransinn sé að ná vopnum sínum eftir höggið sem hann fékk eftir efnahagshrunið. „Hollywood bjargaði okkur. Með fullri virðingu. En það getur verið tvíeggjað sverð vegna þess að maður vill heldur ekki hafa Hollywood hérna árið um kring. Ákveðnar þjóðir hafa lent í því að missa í raun sinn eigin kvikmyndabransa vegna þess að þar er bara alltaf verið að sinna Hollywood. Við getum eðlilega ekkert keppt í launum eða öðru við myndirnar þaðan en það er búið að vera algjörlega frábært að fá þetta. Í sumar voru allir kvikmyndagerðarmenn á landinu bara með fasta vinnu frá maí og fram í októberlok og mér finnst það bara frábært. Ef við náum góðri blöndu af þessu þá er þetta algerlega fullkomið. Þá nær allt þetta hæfileikafólk, sem vinnur bak við tjöldin í okkar kvikmyndabransa, að hafa í sig og á almennilega og getur þá unnið í íslenskum verkefnum sem borga ekki eins vel en eru jafnvel enn meira gefandi.“ Og talandi um gefandi kvikmyndagerð berst talið aftur að XL og þeim sérstaka, ef ekki séríslenska, anda sem Ólafur Darri fann við gerð hennar. „Það var mjög gaman að gera þetta. XL er náttúrlega ekki stór mynd. Ég held að tökuliðið hafi talið svona tólf til fimmtán manns en það voru allir með og allir höfðu áhuga á því að gera hana. Þannig að það var spenningur hjá öllum fyrir því að myndin yrði til. Ég hef oft fengið þessa tilfinningu þegar ég geri íslenskar bíómyndir. Það er einhvern veginn alveg sérstakt fólk sem er í þessu hérna. Fólk sem hefur trú og tryggð og er svo gott að hafa

Mýs og menn

Ólafur Darri í hlutverki Lennies sem kemur sér jafnan í klandur ef George lítur af honum eitt augnablik.

Mýs og menn, eftir John Steinbeck, telst til helstu meistaraverka bandarískra bókmennta og þessi saga frá krepputímum þriðja áratugarins er löngu orðin sígild. Í henni byggir Steinbeck á reynslu sinni sem farandverkamaður þar sem hann kynntist fólki sem varð innblásturinn að persónum sögunnar. Mýs og menn segir frá farandverkamönnunum George og Lennie sem flakka saman á milli vinnustaða, vinna til að lifa af og þrauka en deila saman fjarlægum draumi um betra líf á eigin jörð þar sem Lennie fær að halda kanínur í friði og ró og George getur ræktað jörðina. Þeir hefja vinnu á nýjum stað og skyndilega er draumurinn innan seilingar. En suma drauma þarf að gjalda dýru verði, örlögin eru þeim mótdræg og Lennie, sem gerir sér ekki grein fyrir miklum líkamsstyrk sínum, rótar þeim í vandræði sem leiða þá niður öngstræti.

í kringum sig. Þetta er fólk með þægilega nærveru og leggur allt sitt í þetta.“

Frægðin sem slík ekki takmark

Á síðustu dögum nýliðins árs fréttist að Ólafi Darra hefðu boðist hlutverk í tveimur spennandi verkefnum í Hollywood en leikarinn heldur ró sinni þótt þessi tækifæri geti, ef vel gengur, fleytt honum áfram í átt til frægðar utan landsteinanna. „Að vera frægur færir manni afskaplega lítið og líklega ennþá minna á Íslandi en annars staðar. Ég fæ aldrei milljón dollara fyrir bíómynd hérna og ég hef oft gert grín að því að hér fæ ég ekki einu sinni borð á fullbókuðum veitingastað. Ef það er ekki laust borð þá er bara ekki laust borð. Ég fór einu sinni út að borða með Gerard Butler úti. Þá var hætt að taka við pöntunum á staðnum og verið að loka. En þeir þekktu hann, opnuðu staðinn aftur og sögðu okkur bara að koma inn. Þetta gerist ekki á Íslandi. Ég kæmist kannski mögulega fram fyrir röð á Kaffibarnum en ég er örugglega orðinn of gamall til þess,“ segir Ólafur Darri og hlær. „Það sem mér finnst eftirsóknarvert við útlönd og bara eftirsóknarvert yfir höfuð sem listamaður er að fá að velja mér meira af verkefnum sjálfur. Það er ekkert hægt að neita því að auðvitað er þetta betur borgað í útlöndum. Við þjáumst alltaf fyrir hversu fá við erum, bara rúmlega 300.000 manns. Þar liggur í rauninni styrkur okkar og galli. Það væri rosalega gaman að búa til einhvers konar feril í útlöndum þó það væri ekki nema bara, eins og ég segi, til þess að geta sótt þangað aðeins meiri pening til þess að geta meira valið verkefni mín á Íslandi. Ég er annars fordekraður af verkefnum hér á Íslandi og hef verið lengi.“ Ólafur Darri segist vonast til þess að geta í framtíðinni tekið að sér verkefni í útlöndum en haldið sínu striki hér heima, ekki ósvipað og vinur hans, Baltasar Kormákur, hefur gert. Hann nefnir einnig sænska leikarann Stellan Skarsgård sem hefur náð að skapa sér feril í Hollywood. „Hann er einn af þeim sem ég hef unnið með og hefur náð þessu takmarki. Hann vinnur öðru hverju í útlöndum en er annars bara heima í Stokkhólmi. Þetta er draumurinn minn, að geta unnið eitthvað í útlöndum en svo bara verið heima á Íslandi og gert bíómyndirnar mínar hér og það leikhús sem mig dreymir um að gera.“ toti@frettatiminn.is Þórarinn Þórarinsson


A L A S R RÝMINGA U S S E Þ F A A S IS M I K K E T T ÞÚ BARA MÁ

VIÐ LOKUM SPORTBÚÐINNI ALLT Á AÐ SELJAST · BYSSUSKÁPAR Á MIKLUM AFSLÆTTI · HAGLASKOT Á SMÁAFSLÆTTI · FLUGUSTANGIR Á ÓTRÚLEGUM AFSLÆTTI · VEIÐIJAKKAR Á OFSAFENGNUM AFSLÆTTI · RIFFLAR Á GRÍÐARLEGUM AFSLÆTTI · FLUGULÍNUR Á SVAKALEGUM AFSLÆTTI · VÖÐLUR Á STÓRFENGLEGUM AFSLÆTTI · VEIÐIHJÓL Á HRIKALEGUM AFSLÆTTI · SPÚNAR Á SVÍVIRÐILEGUM AFSLÆTTI · TAUMAR OG SÖKKENDAR Á AFSLÆTTI · GÆSAGALLAR Á LYGILEGUM AFSLÆTTI · KASTSTANGIR Á KLIKKUÐUM AFSLÆTTI · HAGLABYSSUR Á ÓHEYRILEGUM AFSLÆTTI · STRANDVEIÐIHJÓL Á MIKLUM AFSLÆTTI · GERVIGÆSIR Á MÖGNUÐUM AFSLÆTTI · KAYAKAR Á FLOTTUM AFSLÆTTI FULLT AF ALLSKONAR Á HÁLFVIRÐI

OPIÐ TIL 18 FÖSTUDAG 10 TIL 16 Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG

Við lokum Sportbúðinni í janúar. Allar vörur á miklum afslætti.

KRÓKHÁLSI 4 - 110 REYKJAVÍK - SÍMI 517 8050 MÁN. TIL FÖS.- 10 TIL 18 /// LAU. - 10 TIL 16


t s m e r f g o t s r y –f

ódýr!

35

% tur

afslát

1489 1698 kr. kg

kr. kg

Verð áður 2298 kr. kg Grísalundir erl. frostnar

25 1098

Kjúklingabringur, erlendar, frosnar

% tur

afslát

kr. kg

Verð áður 1469 kr. kg Grísakótilettur

1398 1898 % 15 1358 988 kr. kg

Lambalæri

kr. kg

Lambahryggur

r u t t á l s f a

1198

kr. kg

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl

Bautabúrs blandað hakk

2498 Goða Súrmatur í fötu 1,2 kg

kr. fatan

GjafKaort

kr. kg

Verð áður 1598 kr. kg Ítölsk panna með nautakjöti

298

kr. pk.

SS kindabjúgu, 400 g

kr. kg

Krónu lasagne, kjúklingalasagne

998

kr. pk.

Þorskbitar 800 g, frosnir

Gjafakort Krónunnar fæst á www.kronan.is


i t K e f n o K f a L a V

úr rÁBærU Verði! Áf

0 5

%r

u t t á l s af og gerðu

u d ! m p o u k a – k r æ b frá

KÍKtU Á

s Sjá opnunartíma verslana Krónunnar i . n a n o r k– meira fyrir minna á www.kronan.is


24

viðtal

Helgin 4.-6. janúar 2013

„Ég er hrædd, virkilega“

Eva Dögg Atladóttir er ung íslensk kona búsett í Nýju Delí á Indlandi. Hún segir réttindi kvenna bágborin og vonast eftir þrýstingi frá alþjóðasamfélaginu í kjölfar hryllilegs dauðdaga ungrar konu sem var nauðgað af hópi karla.

Indversk stúlka, sem fengið hefur nafnið Damini í opinberri umræðu, háði hetjulega baráttu fyrir lífi sínu eftir að hafa orðið fyrir miklum skaða af mannavöldum. Á hana réðust sex menn og nauðguðu með hryllilegum afleiðingum. Hún lést þann 29. desember eftir þrettán daga legu á spítala. Á Indlandi ríkir mikil reiði vegna málsins sem þykir mjög ógeðfellt. Yfirvöld eru talin hafa brugðist og á Indlandi hafa staðið yfir fjölmenn mótmæli vikum saman. Íslensk kona, búsett í Nýju Delí, segist hrædd við að ferðast ein síns liðs, en sjálf varð hún fyrir árás þriggja manna í almenningsgarði um hábjartan dag.

Á

dögunum lést 23 ára indversk stúlka, Damini, af sárum sem hún hlaut þegar henni var nauðgað af 6 mönnum í heimabæ sínum, Nýju Delí. Stúlkan barðist við sár sín í alls 13 daga áður en hún gaf upp öndina á hátæknisjúkrahúsi í Singapúr, en þangað hafði hún verið flutt frá Delí, þar sem ofbeldið átti sér stað. Málið hefur vakið mikla reiði um allan heim, sér í lagi á Indlandi þar sem fólk mótmælir úti á götum og krefur yfirvöld um aðgerðir. Krafan er einföld, aukið frelsi kvenna og harðari viðurlög við nauðgunum. Fréttatíminn talaði við Evu Dögg Atladóttur sem búsett er í Delí og varð sjálf fyrir erfiðri reynslu í borginni fyrir skömmu þar sem hún var úti að skokka um hábjartan dag í fjölsóttum almenningsgarði.

Yngsta fórnarlambið fjögurra mánaða „Ég er hrædd, virkilega,“ segir Eva Dögg sem segist forðast það að vera ein síns liðs. „Ástandið er hræðilegt og viðhorfið til kvenna sorglegt. Konur eru einskis virði,“ segir Eva Dögg. Hún útskýrir hvernig við-

Slegið hefur í brýnu á milli lögreglu og mótmælenda, en yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir sinnuleysi í málefnum kvenna. Embættismenn hafa neitað að taka skýra afstöðu vegna hópnauðgunarinnar.

horfið sé rótgróið í menninguna og hvernig giftar konur séu réttindalausar og algjörlega á valdi eiginmanns síns. Ástandið sé mun verra í norður Indlandi en í suðri, en konur geta ekki verið einar úti á götu án þess að verða fyrir einhvers konar aðkasti. Eva hefur ekki farið varhluta af slíku og á dögunum varð hún fyrir árás þriggja manna. Hún náði að forða sér í tæka tíð. „Ég hélt að ég gæti alveg farið ein út að hlaupa. Þetta var um miðjan dag í almenningsgarði sem var fullur af fólki og enginn kippti sér upp það þegar að þrír menn veittust að mér og ýttu mér inn í runna. Ég náði að slíta mig lausa og hlaupa burt, sem betur fer. Ég veit ekkert hvað þeir hugðust gera mér og ég er mjög fegin að hafa ekki þurft að komast að því.“ Eva Dögg segir afar mikilvægt að koma því á framfæri að fólkið í Indlandi sé upp til hópa mjög gott og flestir séu meðvitaðir um vandamálið og hafi löngun til þess að breyta ástandinu. Það sé hins vegar erfitt þar sem rótgróið er í menningu landsins að konur séu skör lægra í virðingarstiganum. Framhald á næstu opnu

Mikill fjöldi fólks er samankominn á götum Nýju Delí og hefur verið þar í tæpar þrjár vikur, eða frá því að upp komst um ódæðið gegn Damini. Götum var lokað og samgönguleiðum. Einnig var sett á útivistarbann.


www.lyfja.is

- Lifið heil

andaðu léttar Reykingamenn sem ætla að leggja öskubakkann á hilluna eiga bandamann í Lyfju Við viljum leggja okkar af mörkum til að hjálpa þeim sem ætla að losa sig við reykinn. Við gefum 20% afslátt af Nicorette Quickmist munnholsúða, nýju nikótínlyfjaformi frá Nicorette sem auðveldar reykingamönnum að hætta að reykja.

ÍSLENSKA SIA.IS LYF 62415 12/12

Aðstoð við þá sem vilja hætta Í Lyfju Lágmúla býðst þér stutt viðtal við lyfjafræðing eða lyfjatækni sem veitir þér stuðning og hollráð til að hætta að reykja. Þú getur fengið heilsufarsmælingar, t.d. á blóðþrýstingi og blóðfitu. Við erum þér innan handar þegar þú tekur upp heilsusamlegan lífsstíl. Við minnum á reyksímann: 800 6030 og reyklaus.is Lyfja býður öll lyfjaform Nicorette.

Tilboðið gildir til 31. janúar 2013.

20%

afsláttur af Nicorette QuickMist munnholsúða

Nýtt

Nicorette® QuickMist munnholsúði er nýjasta nikótínlyfið frá Nicorette og virkar á 60 sekúndum.

Nicorette® QuickMist munnholsúði er nikótínlyf (inniheldur einnig lítið magn af etanóli (alkóhól), minna en 100 mg/úða). Lyfið er fáanlegt án lyfseðils og notað til meðferðar á nikótínfíkn, til að draga úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. Hætta skal reykingum alveg meðan á meðferð stendur. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið var reykt en hámarksdagskammtur er 64 úðar. Nota má allt að 4 úða á klst., en ekki fleiri en 2 úða við hverja skömmtun. Hvorki skal borða né drekka meðan á notkun munnholsúðans stendur og gæta skal að úða ekki í augu. Ekki má nota Nicorette QuickMist ef þú ert með ofnæmi fyrir nikótíni eða öðru innihaldsefni lyfsins. Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun lyfsins ef þú hefur nýlega fengið hjartadrep eða heilaslag, ert með brjóstverk (hjartaöng), hjartasjúkdóm, ómeðhöndlaðan háþrýsting, hefur fengið bráðaofnæmisviðbrögð eða útbrot með kláða, ert með skerta lifrarstarfsemi, alvarlegan nýrnasjúkdóm, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil, æxli í nýrnahettum, magasár eða vélindabólgu. Einstaklingar yngri en 18 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Þeir sem ekki hafa reykt eiga ekki að nota lyfið. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: McNeil Denmark ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ.

Lágmúla

-

Laugavegi

-

Smáralind

-

Smáratorgi

-

Borgarnesi

-

Grundarfirði

-

Stykkishólmi

-

Búðardal

-

Patreksfirði

-

Ísafirði

-

Blönduósi

-

Hvammstanga

Skagaströnd - Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík


26

viðtal

Krafa mótmælenda er meðal annars sú að viðurlög við nauðgunarglæpum verði hert. Nauðgarar verði látnir gjalda með lífi sínu.

Sex menn veittust að parinu, börðu vin stúlkunnar og misþyrmdu henni á hrottafenginn hátt. Unga stúlkan, sem fengið hefur frelsisnafnið Damini í opinberri umræðu, var á gangi heim ásamt vini sínum, en þau höfðu verið á kvikmyndasýningu. Að þeim veittust sex menn sem óku strætisvagni og tóku grunsemdir þeirra að vakna um að ekki væri allt með felldu þegar vagninn fór af leið sinni og elti þau. Mennirnir um borð hrópuðu að þeim og gerðu við það athugasemdir að þau væru úti við tvö ein um kvöld. Þeir stöðvuðu að endingu vagninn og börðu manninn með járnröri en námu stúlkuna á brott inn í vagninn þar sem þeir nauðguðu henni í klukkustund og misþyrmdu, meðal annars með rörinu og sköðuðu líffæri hennar hrottalega. Eftir ofbeldið tóku þeir parið og hentu út úr vagninum á ferð. Maðurinn slapp lifandi með nokkra áverka en stúlkan háði hetjulega baráttu fyrir lífi sínu í 13 daga. Hefði hún komist til meðvitundar hefðu hún þurft á líffæragjöf að halda, auk þess að hafa hlotið heilaskaða. Hún var flutt til Singapúr á hátæknisjúkrahús þar sem læknar höfðu á orði að aldrei hefðu þeir séð jafn hrottalegt mál áður. Hún lést að lokum af sárum sínum þann 29. desember.

Krónu útsala „Ef þú verslar vöru á krónu útsölu færðu aðra á aðeins 1 krónu“ Hefst á morgun Laugardaginn 5.janúar

Helgin 4.-6. janúar 2013

„Framþróun hér er mjög hæg og það er í sumum málum líkt og hér sé fólk fast á miðöldum. Yfirvöld eru gjörspillt og virðast hafa lítinn áhuga á velferð almennings,“ útskýrir Eva. Það kemur mörgum ef til vill spánskt fyrir sjónir að krafa mótmælenda sé, meðal annars, hert viðurlög við kynferðisglæpum með dauðarefsingum. Eva segir að þetta megi rekja til þessara sömu gamaldags viðhorfa og skort á menntun í landinu en um 70 prósent þjóðarinnar er ómenntuð. Hún segist sjálf á engan hátt hlynnt dauðarefsingum en styðji þó við kröfuna sem hún vonar að hafi fælingarmátt. Eva greinir blaðamanni frá fleiri dæmum sem hafa verið í fjölmiðlum á Indlandi meðal annars máli þar sem fórnarlambið var fjögurra mánaða stúlka, barninu var síðan hent í ruslagám eftir ódæðið en lifði af. Eins framdi táningsstúlka sjálfsmorð eftir að lögregluyfirvöld bentu henni á að lausnin fælist ef til vill í því að giftast kvalara sínum. Þar sem fjölskylda hennar væri ekki nógu fjáð til þess að standa í málaferlum. Einnig lést 10 ára gamall drengur eftir hópnauðgun. Eva útskýrir að nauðganirnar séu ekki endilega bundnar við fátækrahverfi heldur eigi þær sér stað jafnt í fínni hlutum borgarinnar. „Það er kannski sorglegt að fólk fór ekki að aðhafast fyrr en ofbeldið varð svona áberandi í fínni hluta borgarinnar. Það er erfitt að hugsa til þess hve mikið hefur gengið á og beinlínis þaggað af lögreglu og yfirvöldum.“

Ummæli forsetasonar gott dæmi um vandann

„Framþróun hér er mjög hæg og það er í sumum málum líkt og hér sé fólk fast á miðöldum. Yfirvöld eru gjörspillt og virðast hafa lítinn áhuga á velferð almennings,“ segir Eva Dögg.

Íbúar norður Indlands fylltust, líkt og áður sagði, mikilli reiði vegna máls stúlkunnar Damini. Fólkið tók Við þetta varð fólk mjög reitt. Það eru ennþá mótmæli strax að streyma út á götur í mótmælaskyni og héldu í gangi núna og ég vona að athygli heimsins fari að mótmælin áfram á meðan stúlkan barðist fyrir lífi beinast hingað. Það virðist vera eini sénsinn á að eittsínu. Þau eru ennþá í gangi í dag, tæpum þremur vikhvað gerist, að heimssamfélagið beiti þrýstingi. Með um síðar, eftir að Damini lést af sárum sínum. „Þetta tilkomu samskiptamiðla er heimurinn orðinn mikið er orðin uppsöfnuð reiði vegna langvarandi hættuminni og auðveldara er fyrir almenning að velta steinástands,“ útskýrir Eva. Fólkið krefst aðgerða yfirvalda um til þess að fylgjast með og þvinga fram réttlæti.“ sem þó hafa lofað aukinni löggæslu, birtingu nafna Á dögunum var Vladimír Pútín Rússlandsforseti dæmdra ofbeldismanna og að skyggðar rúður í bílum gestur í indversku forsetahöllinni. Hann forðaðist verði bannaðar. Þetta er langt frá því að teljast fullsjálfur að taka afstöðu í málinu og vegna heimsóknar nægjandi, samkvæmt mótmælendunum sem telja að hans fór, að sögn Evu, allt á annan endann. Yfirvöld breyta verði viðhorfi almennings til kvenna. Til þess fóru í markvissar hreinsanir á götunum þar sem mótað það takist þarf stórkostlegt átak af hendi yfirvalda mælendum var gert erfitt fyrir. Það hafi hins vegar sem virðast ekki vera á þeim buxunum. ekki borið árangur og enn í dag er mikill hiti í fólkinu Nýleg ummæli sonar forsetans, Abhijit Mukherjee, sem skiptir hundruðum þúsunda. sem hann síðar dró til baka vegna þrýstings, bera vott Fordómar fyrir vestrænum konum algengir um hversu djúpstæður vandinn er. Mukherjee sagði þær konur sem að mótmælunum stæðu ómarktækar Eva segist vera heppin að eiga marga góða vini því bæru þær andlitsfarða eða færu út að skemmta sér. það sé ekki sjálfgefið að vestrænum konum sé vel tekSlíkar konur væru í raun rót alls vandans og bæðu ið í norðurhluta Indlands, en hún á indverskan unnhreinlega um að láta nauðga sér. Einnig hafa lögreglu- usta. „Það er mjög illa farið með hvítar konur hér fyrir stjórar og aðrir opinberir embættismenn tekið afstöðu norðan. Ég þekki dæmi um íslenskar stelpur sem gegn frelsi indverskra kvenna og skellt skuldinni komu hingað eftir að hafa dvalið í góðu yfirlæti lengi alfarið á fórnarlömbin, fyrir það sem þeir telja óæskifyrir sunnan og þær fengu áfall. Sértu hvít þá muntu lega hegðun. Svona ummæli hafa verið sem olía á mót- verða fyrir aðkasti. Meira að segja „tour guide-inn“ mælendabálið. Til að mæta ólgunni hafa yfirvöld sett þeirra áreitt þær. Sjálf er ég frekar indversk í útliti og á útivistarbann í Nýju Delí þar sem það spilar inn í, mér í hag. Ég finn samt ekki leyfist að vera þrír eða fleiri úti að mörgum finnst ég of frjálsleg og Damini eftir klukkan 20. Einnig hafa yfirvöld fólki finnst að kærastinn minn ætti ekki Nafnið Damini er hindú og brugðið á það ráð að beita táragasi að vera að leggja lag sitt við mig.“ þýðir elding. Nafnið er komið á hópana, loka samgönguleiðum og Eva segir að fordómana megi ef til úr kvikmynd frá árinu 1993 fangelsa mótmælendur, sem flestir vill rekja til þess að vestrænar konur þar sem segir frá konu sem eru friðsamir. klæði sig öðruvísi en innfæddar sem berst fyrir réttindum nauðgÞegar mótmælin hófust fóru þau, yfirleitt klæðist sarí, eða salvar kamís unarfórnarlambs, þvert á að sögn Evu, mjög friðsamlega fram í sem er indverskur heilklæðnaður. „Það vilja fjölskyldu sinnar og fyrstu. Kveikt var á kertum í virðmá einnig rekja þessa vanvirðingu til eiginmanns. Hún sýnir mikla ingarskyni við fórnarlömb en fljótlega birtingarmyndar vestrænna kvenna í færðist í þau harka með ofbeldi lögfjölmiðlum og því sem kallað er klámhetjudáð og stendur ein á reglunnar gegn mótmælendum. „Á væðingu. Indverskir karlar telja margir móti kerfinu. Nafn stúlkunnar öðrum og þriðja degi fóru þeir að hverjir að vestrænar konur séu hórur sem lést var ekki gefið upp af sprauta vatni og táragasi og beita og druslur. Þess vegna megi gera hvað yfirvöldum og brugðu mótaukinni hörku. Yfirvöld hafa forðast sem er við þær. Ég vil samt taka það mælendur á það ráð að sýna að taka afstöðu með mótmælunum fram að svona hugsa ekki allir karlhenni stuðning og virðingu og þannig varð þetta að endingu menn. En þetta er vissulega útbreidd sína með nafngiftinni sem pólitískt. Nú eru andstæðingar skoðun.“ þótti hæfa henni vel. ríkisstjórnarinnar gengnir til liðs við Eva segist vera vongóð um að indmótmælin.“ Eva útskýrir að þannig verskar konur fái þá aðstoð sem þurfi séu þau orðin að ógn við sitjandi stjórn. „Ríkisstjórnin til að lifa mannsæmandi lífi, þar sem augu alþjóðareyndi að loka ákveðnum hlutum borgarinnar til þess samfélagsins hvíli á Indlandi eftir ódæðið. „Til þess að stöðva mótmælin og lokaði líka metróstöðvum. þurfa yfirvöld að finna fyrir alvöru þrýstingi. Það geta Íslendingar gert með margvíslegum hætti, hægt er að skrifa undir undirskriftarlista og stofna til mótmæla. Með því að þagga ekki mál Damini heldur tala um það gerum við eitthvað. Ég trúi því að sannleikurinn frelsi okkur.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is

Gerendurnir í máli Damini náðust allir.

Ný heilsubúð í Smáralind Mikið úrval, frábær gæði og betri verð www.hollandandbarrett.is Facebook “Holland and Barrett á Íslandi”

Konur á Indlandi eru flestar huldar í sarí eða salvar kamís. Þær sem ekki gera slíkt búa við mikla fordóma.

Tveir bræður og þrír vinir þeirra auk táningspilts, sem virðist tengjast einum mannanna fjölskylduböndum. Farið hefur verið fram á dauðadóm yfir þeim öllum og hefur einn þerra játað og jafnframt farið fram á að dauðadómi verði framfylgt. Þeir höfðu setið við drykkju daglangt og meðal annars numið á brott ungan mann í sama vagni og ódæðið átti sér stað og rænt af honum fé. Þá þarf að hafa í einangrun vegna reiði annara fanga í þeirra garð. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd harkalega í kjölfar málsins og tveir embættismenn innan lögreglunnar látnir fara vegna afglapa í starfi. Lögreglustöðin þeirra hafði vitneskju um vagninn og mennina. Til þeirra hafði verið sagt af manninum sem rændur var fyrr um daginn.


Heilsa Kynningarblað

Góð byrjun á nýju ári Nýársmatseðill frá Sollu í Gló

bls. 6

Helgin 4.-6. janúar 2013

 NiKe Tr aiNiNg Club KeNNT í opNum hópTímum í World Class

World Class byrjar nýtt heilsuár af miklum krafti Býður meðal annars upp á herþjálfun, ketilbjöllunámskeið og krossfit.

K

rossfit Iceland er með starfsemi í World Class Kringlunni en þar er einnig boðið upp á herþjálfun og ketilbjöllutíma. Krossfit byggir á fjölbreyttum, hnitmiðuðum og kraftmiklum æfingum. Gísli Sigurðsson, íþróttafræðingur og Crossfit L1 þjálfari, kennir hjá Krossfit Iceland. Hann segir hverja æfingu í krossfit vera nýja áskorun. „Krossfit blandar saman ólympískum lyftingum, fimleikaæfingum og þolþjálfun. Fjölbreytni frekar en sérhæfing, það er lykillinn að alhliða hreysti og kemur í veg fyrir stöðnun. Krossfit nýtir allt umhverfið sem æfingasvæði bæði úti og inni og kemur þér í það líkamlega form sem gerir þér kleift að takast á við þær áskoranir sem að lífið býður upp á. Krossfit veitir andlega vellíðan sem fylgir því að sigrast á sjálfum sér og hentar öllum. Þegar fólk kemur til okkar og langar að byrja í Krossfit sækir það 4 vikna grunnnámskeið þar sem farið er yfir öll helstu tækni- og öryggisatriði sem nauðsynlegt er að búa yfir áður en farið er í opna tíma (WOD).“

Á þessum 4 vikum eru 3 tímar í viku þar sem ákefðin eykst eftir því sem líða tekur á námskeiðið. Að þessum 4 viknum loknum eiga allir að vera tilbúnir til að takast á við átökin sem eru í opnu tímunum. Grunnnámskeiðinu fylgir 4 vikna WODkort.

Herþjálfun og ketilbjöllunámskeið

Gísli segir herþjálfunina vera frábæra leið til að komast í toppform og hafa gaman af því. Í þessum tímum er reynt að blanda saman ólíkum æfingakerfum og hafa æfingarnar sem fjölbreyttastar og skemmtilegastar jafnt inni sem úti. „Í herþjálfun er mikið unnið með eigin líkamsþyngd. Það eru tímar þrisvar í viku og boðið upp á ástandspróf við upphaf og lok námskeiðsins. Innifalið í verðinu er aðgangur að öllum stöðvum World Class, auk þriggja sundlauga.“ Á ketilbjöllunámskeiðunum er farið yfir öll helstu grunnatriði er snúa að ketilbjölluþjálfun, allt frá einföldum sveiflum yfir í snaranir. „Æfingar með ketilbjöllur veita alhliða styrkingu og eru skemmtilegar og mun

fjölbreyttari en margir gera sér grein fyrir. Þessar hreyfingar er sérstaklega góðar fyrir innra stoðkerfið. Bjöllurnar eru misþungar og er alltaf hægt að gera margar útgáfur af öllum æfingum, bæði léttari og erfiðari. Þetta æfingakerfi er því bæði fyrir stráka og stelpur, á öllum aldri.“

Nike Training Club

NTC er nýtt líkamsræktarkerfi sem er kennt í opnum hóptímum í World Class. Kerfið er einnig hægt að nota sem „app“ í símum og lófatölvum. Nike Training Club er þitt eigið verkfæri til að stunda æfingar bæði heima og í líkamsræktinni. Það sem gerir líkamsræktarkerfið svo frábært er að það býður upp á fjölda æfinga sem þú getur lært að framkvæma með því að fylgjast með á myndskeiði. Það er hægt að velja um margar fjölbreyttar 30 til 45 mínútna líkamsræktaræfingar sem eru sérhannaðar með erfiðleikastig þitt að leiðarljósi sem þú velur hverju sinni. Æfingavalið er fjölbreytt, þú setur „appið“ af stað og getur gert æfingar hvar og hvenær sem er.

Unnur Pálmarsdóttir er stöðvarstjóri í World Class á Seltjarnarnesi. Hún segir hóptímakennara World Class vera spennta að kynna nýja líkamsræktarkerfið fyrir viðskiptavinum sínum. „Við munum taka Nike Training Club skrefinu lengra í World Class og bjóða upp á kerfið í opnum hóptímum. Einnig munum við bjóða upp á NTC – Tabata hóptíma þar sem við bjóðum upp á blöndun æfingakerfa. Við byrjuðum með hóptímatöfluna okkar 2. janúar og við erum stolt að kynna NTC sem er verkfæri okkar til að geta stundað líkamsrækt hvenær sem er og hvar sem er. Við mælum því með þessari nýjung hjá okkur.“ Laugardaginn 5. janúar, klukkan 10.30, verður opinn kynningartími í World Class Laugum þar sem allir geta komið í NTC Masterclass og kynnt sér kerfið. „Það verður líf og fjör hjá okkur eins og alltaf. Fjórir hóptímakennarar munu leiða tímann og allir velkomnir í Laugar til að upplifa stemninguna, hvort sem þú átt kort hjá okkur eða ekki,“ segir Unnur.


2

heilsa

Helgin 4.-6. janúar 2013

STAFGANGA Í LAUGARDAL Stafgöngunámskeið hefjast 15. janúar 2013 nga - Stafga leið Áhrifaamríksræktar til lík

BYRJENDANÁMSKEIÐ: Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. FRAMHALDSHÓPUR: Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. Skráning & nánari upplýsingar á: www.stafganga.is GUÐNÝ ARADÓTTIR, stafgönguþjálfi. Sími: 616 85 95. JÓNA H. BJARNADÓTTIR, stafgönguþjálfi. Sími: 694 35 71.

Birkilaufstöflur Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).

www.birkiaska.is

Bodyflex Strong

Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans.

 Ár amót LykiLLinn að farsæLu Ár amótaheiti

Andlegur þroski fólginn í því að vilja breyta lífi sínu Fjöldi fólks nýtir sér áramótin til að breyta lífi sínu eða hegðun með einhverjum hætti. Fréttatíminn hafði samband við ýmsa sérfræðinga til að varpa ljósi á það hvers vegna við strengjum þessi heit og hvernig er best að ná þeim markmiðum sem við setjum okkur. Rætt er við Álfheiði Steinþórsdóttur, sálfræðing hjá Sálfræðistöðinni við Þórsgötu, Davíð Kristinsson, næringar- og lífsstílsþjálfara, Einar Einarsson, sjúkraþjálfara hjá KINE og Ingólf Snorrason, yfirþjálfara í líkamsræktarstöðinni Hreyfingu.

Á

ramótaheit eru af hinu góða. Um það eru flestir sérfræðingarnir sem Fréttatíminn ræddi við sammála. Það sé ákveðinn andlegur þroski fólginn í því að vilja breyta lífi sínu og ef vel gengur breytist líf fólks jafnvel fyrir lífstíð. Ástæðan fyrir þessu er einna helst sú að yfir hátíðirnar sleppum við okkur í mat og drykk og öðru slíku. Margir fá því nóg þegar alvara lífsins tekur við að loknu jólahaldinu og vilja byrja nýtt líf. Það er nauðsynlegt að setja sér markmið áður en haldið er af stað. Svo er nauðsynlegt að trúa því að breyting sé möguleg. Loks þarf að gera sér grein fyrir hverju á að breyta og átta sig á því að breytingar sem eru mikilvægar í lífinu gerast í stuttum skrefum.

2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.

www.birkiaska.is

Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

www.birkiaska.is

Fjallagrös og FíFlarót

Fjallagrös og fíflarót hafa frá ómunatíð verið notuð til að hreinsa meltinguna en tinktúran er einnig sérstaklega góð gegn uppþembu og vindgangi.

Fæst í heilsubúðum og apótekum

www.annarosa.is

Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur

Við frestum vandamálinu

Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur segir tímamótin gegna lykilhlutverki í þeim fjölda heita sem strengd eru á þessum tíma árs. Hún segir það augljóslega henta fólki vel að nýta tímamótin sem áramótin eru. En hvað er það við þessi tímamót á árinu sem rekur okkur áfram? „Tímamótin veita okkur eiginlega óskrifað blað og nýtt tækifæri til að gera stöðumat. Þetta kjósa margir að gera, sérstaklega ef árið á undan hefur verið erfitt persónulega og þegar fólk er ekki sátt við sjálft sig. Þá viljum við byrja nýja árið vel og skilja þetta erfiða eftir. Vandamálin sem voru á síðasta ári fylgja fortíðinni. Þetta er oft bakgrunnurinn að því að fólk fer að strengja ýmis áramótaheit. Þegar maður ákveður að takast á við hluti sem maður hefur frestað eða ýtt á undan sér á gamla árinu þá felur nýja árið kjörið tækifæri til að gera breytingar. Eins og til dæmis á lífsstíl, að lifa heilsusamlega, grenna sig, hætta að reykja eða fara að hreyfa sig“. Álfheiður segist sjá það í sínu starfi að fólk ýti jafnvel á undan sér framkvæmdum og stórum breytingum fram yfir áramót. Þetta á ekki síst við þegar skilnaður stendur fyrir dyrum við í ýmsum málum, til dæmis skilnaðarmálum. „Fólk ákveður jafnvel að láta jól eða áramót líða og síðan á að takast á við breytingarnar og vandamálin. Maður einbeitir sér að jólunum, sérstaklega á það við um barnafjölskyldum þegar maður á börn. Það er allt í rólegheitum yfir jólin þó maður viti að stóru breytingar muni koma fljótlega á nýja árinu eftir jól.“

Leiðin að markmiði er jákvæð upplifun

Lykilatriði að mati Ingólfs Snorrasonar, yfirþjálfara í líkamsræktar-

setur sér. Einnig mega áramótaheit ekki vera of spennumyndandi, við búum í háhraðasamfélagi og viljum oft fá árangur á skömmum tíma. Aðstæður okkar bjóða upp á ákveðnar forsendur sem gott er að virða.“ Hann setti saman vegvísi að farsælu áramótaheiti:

Ingólfur Snorrason einkaþjálfari

stöðinni Hreyfingu, er að vita hvað maður vill. Það að setja sér markmið og vita ekki hverju það þjónar er eins og að taka ákvörðun sem hefur engan tilgang. „Þetta kemur allt saman að því hvað maður vill, hvaða aðgerðir maður fer í til að ná því sem maður vill og hversu sveigjanlegur maður er í því að aðlagast aðstæðum. Leiðin að markmiði á að vera jákvæð upplifun. Það er mun betra að vera að vinna í að verða 10 kílóum léttari. Þannig forritar maður hugann á mun jákvæðari hátt heldur en þegar maður hugsar um að vinna í að hætta að vera svona feitur. Þetta eru tvær gjörólíkar leiðir sem búa til tvær gjörólíkar upplifanir; jákvæðar og neikvæðar. Jákvæðar upplifanir þjóna manni einnig áfram, ef maður þjálfar sig í að vinna að hlutum er maður alltaf að vinna að uppbyggjandi lífsstíl. Þannig byggir maður upp sjálfstraust og lærir að takast á við umhverfið út frá lausnarmiðuðum aðgerðum og maður nær mun meiri árangri.“ Ef markmiðin eða heitin eru almenn eða óljós er lítið sem knýr manneskjuna áfram til að standa við þau. Álfheiður tekur dæmi um feimna manneskju sem ætlar sér að verða meiri félagsvera á næsta ári. Það eru frekar óljós markmið sem fela ekki í sér hvernig og hvað eigi að gera. Þá er mjög líklegt að það verði ekkert úr því heitinu þegar líður á árið. „Því skýrari sem þessar heitstrengingar eru, því betra. Óskin um breytingar þarf að vera mjög einlæg og skýr. Næsta skref er svo að láta áramótaheitið rætast. Þessi undirbúningur er ekki síst hugrænn. Maður þarf að undirbúa það sem maður vill að gerist í huganum og leggja upp línurnar, hvernig maður ætli að framkvæma. Ég sé það í mínu starfi þegar fólk undirbýr sig vel, heldur samninginn sem það gerir við sjálft sig og heldur jafnvel bókhald yfir markmið og árangur þá gengur þetta oftast mjög vel. Það sem er jákvætt við að strengja áramótaheit og setja sér markmið er að maður er að taka ábyrgð á lífi sínu. Það lýsir vitund um að ef ég ætla að breyta líðan minni og aðstæðum þá verð ég að taka sjálf/ur fyrsta skrefið. Slík nýársheit eru örugglega af hinu góða“

Vegvísir að farsælu áramótaheiti

Ingólfur segir mikilvægt að vera meðvitaður um að vera heiðarlegur við sjálfan sig. „Orðin eru auðveld en þau duga skammt þegar maður er á leið að því markmiði sem maður

 Gerðu þér grein fyrir því hvað það er sem þú vilt! Þannig skilgreinir þú markmiðið þitt skýrt.  Upplifðu í huganum hvað þú færð út úr því að ná markmiðinu! Þarna liggja hvataþættirnir og þarna máttu leyfa þér að sleppa huganum lausum, haltu þig við þrjú til fjögur atriði.  Sjáðu fyrir þér hvað þú þarft að gera til að ná markmiði þínu! Þetta eru aðgerðirnar sem þú framkvæmir til að koma þér á áfangastað.  Áttaðu þig á hvað getur tafið þig á leið þinni að markmiðinu! Mundu við erum mannleg og við förum stundum út af leið.

Davíð Kristinsson lífsstílsþjálfari

Áramótaheit eða markmið? Davíð Kristinsson lífsstílsþjálfari setti sér afdrifaríkt áramótaheit fyrir 17 árum. Áramótaheitið var að byrja að stunda líkamsrækt. „Ástæðan fyrir því að heitið stendur enn er að ég var að gera þetta fyrir sjálfan mig, ekki aðra og það þurfti ekki að treysta á neinn annan til að fylgja þeim. Ásamt því að mér fannst þetta gaman. Samt er hann mun meira fylgjandi því að setja sér markmið. Við vitum ekki hvert við ætlum nema að við setjum okkur skrifleg markmið. Skrifleg markmið er málið og með SMART markmiðum nærðu að komast þangað sem þig langar.“ S = Skýr: mikilvæg, læsileg og skiljanleg. M = Mælanleg: þú verður að vita hvenær þú hefur náð þeim. A = Alvöru: þú verður að geta náð þeim. R = Raunhæf: það má ekki taka of langan tíma að ná þeim. T = Tímasett: settu lokatíma á markmiðin.

Flestir eru sammála um það að markmiðasetning sé lykilatriði. Þegar markmiðin eru komin niður á blað, hvernig er þá best að ná þeim? Davíð tekur dæmi um mann sem ætlar að lækka fituprósentuna sína úr 32% í 26% og léttast um 6 kíló fyrir 1. apríl 2013. „Skrifið niður hvernig þið ætlið að ná þessum markmiðum, höfum þau skrifleg og sjáanleg. Virðum þau svo fyrir okkur á hverjum degi. Með afsökunum sífellt náum við ekki markmiðum okkar eða þeim árangri sem við viljum. Stundum þurfum við að gera hluti sem okkur finnast ekkert skemmtilegir eins og að skipuleggja mataræði okkar, elda


Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynnir: hollan mat, hreyfa okkur og versla inn hollan mat. Þó svo að mér finnist þetta skemmtilegir hlutir og næ þess vegna árangri veit ég að margir þola ekki að elda eða hreyfa sig. En viljið þið sjá árangur þá er ekki til nein töfrapilla ennþá sem lagar það. Koma svo upp með eldmóðinn, markmiðin og skipulagið. Gangi ykkur vel, það gerir þetta enginn annar fyrir ykkur.“

Lífshlaupið rúar! byrjar 6. feb

ÍSLENSKA / SIA.IS / ISI 62409 12/12

Landskeppni í hreyfingu

Þín heilsa – þín skemmtun Einar Einarsson sjúkraþjálfari ásamt Kolbeini Sigþórssyni og Alfreð Finnbogasyni

Einar Einarsson, íþróttafræðingur og sjúkraþjálfari, hvetur fólk til þess að hugsa aðeins lengra fram í tímann. Einar segir það ekki skipta miklu máli þó við höfum borðað mikið yfir jólin og kannski gert aðeins of vel við okkur. Það skiptir mun meira máli hvað þú ert að gera alla hina dagana. Hann vill að fólk nálgist líkamsræktina með öðru sjónarhorni. „Fyrirsögnin hér að ofan vísar til þess að við ættum kannski að hugsa aðeins lengra fram í tímann. Það eru margar góðar ástæður fyrir þvi að gera líkamsrækt að lífsstíl, það er manninum eðlislægt að hreyfa sig og það er svo sannarlega þess virði. Við verðum skapbetri, vinnum gegn lífstílssjúkdómum eins og of háum blóðþrýstingi og sykursýki. Styrktarþjálfun styrkir beinin, vöðva og liðumbúnað og vinnur gegn beinþynningu. Vð aukum orkuna því þjálfun eykur bensínið sem til er á tankinum, okkur gengur betur að stjórna þyngdinni og kynlífið verður betra.“ Flestir kannast við að þjálfunin getur orðið leiðigjörn þegar á líður. Einar segir mikilvægt að gera þjálfunina skemmtilega og fjölbreytta svo við hættum ekki á miðri leið. „Þetta atriði er mikilvægt þvi það eru svo margir sem kaupa sér kort og hætta svo eftir 2 vikur. Það eru nokkrar leiðir til þess að auðvelda sér þetta, til dæmis að finna sér æfingafélaga, stunda hópíþrótt eða hópleikfimi. Stundum er erfitt að hafa sig af stað og maður þarf að læra elska það sem maður hatar, minna sig á hvað það er gott þegar maður er kominn á æfinguna og ekki láta letikallinn á vinstra eyranu vinna baráttuna.“

Skráðu þig á facebook síðuna

Nutrilenk fyrir liðina - því getur fylgt heppni!

Endurheimt liðheilsa og laus við lyfin! Fyrir 3 árum gekkst ég undir liðskiptaaðgerð á mjöðm, hafði ég þurft að taka inn gigtarlyf í 5 ár þar á undan vegna slitgigtar í báðum mjöðmum og hálsliðum. Eftir aðgerðina var ég í tiltölulega stuttan tíma á sterkum verkjalyfjum því ég byrjaði meðfram þeim að taka inn Nutrilenk og fann ég fljótt fyrir mun betri líðan.

Hvað getur NutriLenk gert fyrir þig? Við mikið álag og með árunum getur brjóskvefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna. Þetta er náttúrulegt ferli. Mjög margir finna fyrir miklum óþægindum þegar beinin byrja að núast saman, sérstaklega í liðamótum eins og í mjöðmum, hryggjar og hnjáliðum. Þess vegna er allt til vinnandi að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt.

Verkjalaus og svaf eins og engill

Nutrilenk Gold hefur reynst mér hin besta heilsubót og undravert hversu vel það virkaði eftir aðgerðina. Á einhverjum tímapunkti ákvað ég Frábært að hægt sé að endurbæta liðheilsuna með náttúrulegu efni og að hætta að taka inn NutriLenk, mér get ég svo sannarlega mælt með leið svo vel - verkjalaus og svaf allar Nutrilenk Gold. nætur eins og engill en eftir nokkra daga fann ég fyrir gamalkunnum Anna K Ágústsdóttir verkjum og var ég fljót að byrja aftur að taka inn NutriLenk.

PRENTUN.IS

ritstjorn@frettatiminn.is

www.lifshlaupid.is

NÁT TÚRLEGT BYGGINGAREFNI FYRIR BRJÓSKVEFINN

Mikilvægt að vinna litla sigra

Bjarni Pétur Jónsson

Skráning og nánari upplýsingar á:

NUTRILENK

Æfðu fyrir lífið ekki núið

Einar segir að þeir sem vilji ná árangri þurfi að gera meira heldur en bara að mæta á æfingu. Þeir þurfi líka að taka á og reyna bæta sig, lyfta meira en síðast eða hlaupa hraðar eða lengra. Það er mikilvægt fyrir þig að vinna litla sigra, sjá árangur erfiðisins og þess vegna skaltu fylgjast með eða láta mæla; þolið, styrkinn og stökkkraftinn á 6 vikna fresti til að sjá hvort þú bætir þig. Það er svo ekki úr vegi að nefnað hér miðað við fréttir síðustu ára að það er hvíldin sem skilar þjálfáhrifum og mikið er ekki betra þannig að þjálfun sem leiðir til örmögnunar og of mikils niðurbrots er beinlinis skemmandi fyrir vöðva og liði og þú bætir þig ekki. Ef þú æfir fyrir lífið viltu gæði, gleði og árangur af þjálfuninni. Þú ætlar nefnilega að mæta í ræktina i mörg ár í viðbót. Allar ferðir byrja á fyrsta skrefinu, settu upp góða ferðaáætlun sem hentar þér til betri heilsu og leggðu af stað.“

Skráðu þig

Nú tek ég NutriLenk Gold að staðaldri, 3 töflur á dag eða fleiri – því þar sem mér finnst gaman af allri útiveru og fer til dæmis í golf, göngur og sund þá þarf ég að “hlusta” á líkamann og taka fleiri töflur þá daga sem ég er í meiri hreyfingu – allt upp í 5 töflur á dag. NutriLenk er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum, Fræinu Fjarðarkaupum, Hagkaup, Krónunni, Þín verslun Seljabraut og Vöruvali Vestmanneyjum

Heilbrigður liður

Liður með slitnum brjóskvef

Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið og beinin NutriLenk inniheldur náttúrulegt byggingarefni fyrir brjóskvefinn og er mjög góður valkostur fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski. Unnið úr sérvöldum fiskibeinum úr hafinu sem hefur sýnt fram á að vera fyrsta flokks byggingarefni til að styðja við brjóskvefinn og viðhalda honum. NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgu fólki. NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun. Prófið sjálf-upplifið breytinguna! Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is

NÁTTÚRULEGT FYRIR LIÐINA


4

KAUPTU FJÓRAR FÁÐU SEX

heilsa

Helgin 4.-6. janúar 2013

 Matar æði Heilbrigðar venjur

Engar skyndilausnir – breyttu lífsstílnum Elísabet Margeirsdóttir næringarfræðingur ráðleggur bæði einstaklingum og hópum um heilsusamlegt mataræði og líferni. Hún ræður fólki frá því að sóa peningum í skyndilausnir.

Framandi skyndilausnir eru yfirleitt of góðar til að vera sannar og alltof margir sóa peningum og dýrmætum tíma í slíkt. Það kostar mikla vinnu, tíma og þolinmæði til að ná varanlegum árangri. Ef einhverjar af þessum lausnum virkuðu sem skyldi þá væru líklega fleiri hraustir og spengilegir.

Elísabet Margeirsdóttir tók til 10 atriði sem við ættum að tileinka okkur á nýju ári.

www.matarfikn.is Esther Helga Guðmundsdóttir M.Sc.

Síðumúla 6, 108 Rvk, sími 568 3868 www.matarfikn.is

Glímir þú við stjórnleysi í áti og þyngd! Þá gætir þú átt við matar- eða sykurfíkn að stríða. Velkomin á fræðslu- og kynningarfund miðvikudaginn 9.01.13. kl. 20.00, í Síðumúla 6. Einstaklingsmiðuð meðferð hjá MFM matarfíknarmiðstöðinni innifelur: • • • • •

Fræðslu um offitu, matar/sykurfíkn og átraskanir; orsakir og afleiðingar. Ráðgjöf og kynningu á leiðum til lausna, m.a. 12 spora bataleiðinni. Einstaklingsmiðaða meðferð og stuðning í meðferðahópum og einstaklingsviðtölum. Leiðbeiningu um breytt mataræði og stuðning við fráhald. Matreiðslunámskeið; lært að elda fyrir nýjan lífstíl.

Það sem við bjóðum uppá í vetur: · 12 vikna meðferð fyrir nýliða og þá sem þurfa að komast í „fráhald“. Meðferðin hefst með helgarnámskeiði og síðan tekur við daglegur stuðningur við matarprógramm, vikulegir meðferðarhópar, fyrirlestrar og kynningar m.a. á 12 spora starfi. · Fráhald í forgang: 16 vikna framhaldsnámskeið fyrir þá sem hafa lokið 12 vikna meðferðinni og vilja áframhaldandi stuðning og dýpri vinnu. · Innra særða barnið. 16 vikna námskeið fyrir þá sem hafa verið í 12 spora vinnu og/eða lokið „Fráhald í forgang“ námskeiði. M.a. unnið eftir bókinni „Heimkoman“ eftir John Bradshaw. · 9 mánaða framhaldshópa sem hittast einu sinni í mánuði. Þessir hópar eru hugsaðir sem stuðningur við fráhald og 12 spora starf. · Einstaklings- og dáleiðsluviðtöl hjá Esther Helgu Guðmundsdóttur, matarfíknarráðgjafa og dáleiðslutækni. · Einstaklingsviðtöl hjá Lilju Guðrúnu Guðmundsdóttur, matarfíknarráðgjafa. Frá skjólstæðingum MFM miðstöðvarinnar: „Meðferðin hjá MFM hefur bjargað lífi mínu, hún er einstök og nálgast offituvandann og átraskanir út frá sjónarhorni fíknar. Vonandi lifir og stækkar MFM módelið í réttu hlutfalli við vandann sem er við að etja í samfélaginu“. „Frábært starf og ánægður með þá elsku og umhyggju sem skín í gegn frá ykkur sem starfið þarna :-)“.

Næstu byrjendahópar hefjast 07.01.13. og 28.01.13. Framhaldshópar hefjast í byrjun janúar. Áhugasamir hafi samband í síma 568 3868 eða sendið póst á matarfikn@matarfikn.is

e

lísabet Margeirsdóttir er næringarfræðingur og starfar sem slíkur í fyrirtæki sínu, Betanæring. Hún segir það nauðsynlegt fyrir alla að temja sér einhverjar heilbrigðar venjur á hverjum degi. Þær geta dregið úr líkum á alls kyns lífsstílssjúkdómum og þyngdaraukningu. „Þeir sem hafa sett sér það markmið að léttast á nýju ári þurfa að hafa þau markmið raunhæf og láta skynsemina ráða ríkjum til að ná þeim. Það er til dæmis óraunhæft fyrir flestalla að missa meira en eitt kíló á viku. Ýmsir heilsugúrúar leggja sig alla fram við að auglýsa nýjustu kúrana, hreinsanir og töfrafæðu. Þeir keppast við að skapa sér sérstöðu með ótrúlegum skyndilausnum. Einnig er árangri lofað á nokkrum vikum eða jafnvel dögum og fjölmargar dæmisögur eiga að styðja þær fullyrðingar. Netið er uppfullt af upplýsingum og ráðum um mataræði en þessi gömlu góðu grundvallaratriði ekki áberandi. Ráðleggingar eins og að borða hæfilega stóra skammta eða fimm ávexti og grænmeti á dag virðast ekki vera í tísku.“

Góðir hlutir gerast hægt

Þegar til stendur að umbylta mataræðinu í skamman tíma er mjög líklegt að allt verði komið í sama horfið þegar fólk fer að borða líkt og það gerði áður. Hún hvetur fólk til að fara sér hægt og gera litlar breytingar í einu sem fólk geti hugsað sér að halda í það sem eftir er. „Litlir hlutir eins og að minnka bakkelsið í kaffitímanum, sleppa gosinu með kvöldmatnum og auka

við grænmetisskammtinn nokkrum sinnum í viku getur haft heilmikið að segja. Allar breytingar þurfa heldur ekki að gerast á sama tíma. Hægt er að taka nokkur atriði fyrir í hverri viku eða mánuði og sjá góðan og varanlegan árangur. Hreyfing og styrktarþjálfun er síðan lykilatriði fyrir bættri líðan og bættum lífsgæðum af mörgum ástæðum. Einn jákvæður fylgikvilli hreyfingar er aukinn vöðvamassi sem eykur grunnbrennslu líkamans og auðveldar fólki að grennast.“ 1.

Skipta sykruðum og orkuríkum drykkjum út fyrir vatn. 2. Takmarka sælgæti, bakkelsi og ís við sérstök tilefni. 3. Velja oftar óunnin matvæli og sjaldnar matvæli með langa innihaldslýsingu. 4. Borða að minnsta kosti 5 skammta af ávöxtum og grænmeti á dag. 5. Elda hollan og einfaldan mat öll kvöld vikunnar og takmarka kaup á skyndibita. 6. Bæta við trefjum í mataræðið með því að velja frekar heilkorna vörur og brauð. 7. Aldrei sleppa hollum og næringarríkum morgunverði eins og til dæmis hafragraut með ávöxtum eða eggi á heilkorna brauðsneið. 8. Borða fiskmáltíð að minnsta kosti tvisvar í viku. 9. Taka lýsi á hverjum degi. 10. Bíddu í 15 mínútur þar til þú ætlar að fá þér aftur á diskinn.



6

heilsa

Helgin 4.-6. janúar 2013

 MatSeðillinn SeM Ben Stiller fór eftir í SuMar

Góð byrjun á nýju ári Sólveig Eiríksdóttir setti saman þægilegan matseðil sem hún segir henta öllum sem vilja breyta til í mataræðinu á nýja árinu. Hún segir þetta vera góðan grunn fyrir alla og fólk geti svo aðlagað hann að sínum þörfum.

Myndir Hari

S

ólveig, eða Solla eins og landsmenn þekkja hana, hefur skapað sér gott orð fyrir matreiðslu á heilsusamlegum og hollum mat. Hún starfar sem yfirkokkur og matarhönnuður á veitingastaðnum Gló. Hún segir tilvalið fyrir fólk að breyta til í mataræðinu í byrjun árs. Flestir eru búnir að borða yfir sig yfir hátíðirnar og langar að passa aftur í fötin. „Ég hef meiri trú á að gera þetta skynsamlega og borða svona létt mataræði í stað þess að fara, til dæmis á safakúra. Það má kannski segja að þetta sé ágætis hreinsun svona eftir jólin. Með þessu móti ertu að fá alla næringu inn og það hjálpar þér að komast á núllpunkt aftur.“

Hún vann með leikaranum Ben Stiller síðastliðið sumar og segir stjörnuna hafa verið mjög ánægða með matinn. „Það er sniðugt að nota þetta sem beinagrind. Ég lærði rosalega mikið af því að vera einkakokkur fyrir Ben Stiller í sex vikur síðastliðið sumar. Hann vaknaði eldsnemma á morgnana og var að fram eftir kvöldi. Galdurinn að hans mati var að hann hafði grunninn í lagi og í mataræðinu hjá honum voru grænu safarnir lykilatriði. Hann borðaði alltaf vel af salati og hlakkaði alltaf jafn mikið til að fá bakaða grænmetið á kvöldin. Það eru vingjarnlegri kolvetni heldur en þau sem við höfum fengið alveg nóg af yfir hátíðirnar.“ Solla leggur til Chiagraut á morgnana ásamt grænum sjeik. Í hádeginu og á kvöldin er grænmeti í aðalhlutverki en hún mælir með því að fólk reyni að finna það út sjálft hvað henti því best. Ef fólk vilji borða fisk eða kjöt með er það auðvitað sjálfsagt. „Ég er með grautinn á morgnana því hann gefur svo góða fyllingu. Fólk getur líka aðlagað hann að sér. Ef það vill hann sætari er bara hægt að bæta við aðeins meira af berjum. Hann er því mjög þægilegur. Grænu djúsarnir eru líka svo þægilegir. Þá erum við að koma í veg fyrir þetta aukanart eins og til dæmis pylsurnar, snakkið eða súkkulaðið. Svo getur fólk auðvitað bara borðað venjulegan mat þess á milli ef það vill. Það er bara lykilatriði að vera með mikið af góðu grænmeti með. Aðalgaldurinn er að finna sjálfur hvernig maður vill hafa þetta.“

Nýársmatseðill: Morgundrykkur: Eitt glas af sítrónuvatni: 1 1/2 dl vatn, safi úr ¼ límónu í hvert glas. Svo fáum við okkur 1 matskeið af hörfræolíu og loks eitt glas af grænum sjeik. Grænn sjeik: 1/2 agúrka, 2 sellerístönglar, 1 hnefi spínat, 2 msk ferskur kóríander, ½ límóna, 3 cm engiferrót, 3 dl vatn, 1 avókadó, 1 tsk möluð chiafræ og eitt límónulauf.

Morgunmatur: Chiagrautur: 2 msk chiafræ, lagt í bleyti yfir nótt. Um morguninn er þetta hrært saman við: 1 msk hampfræ, 1 msk tröllahafrar, 1 tsk kakónibs, nokkur mórber og mjólk, möndlumjólk, haframjólk, hrísmjólk eða bara venjuleg lífræn mjólk.

Millimáladrykkir: Jurtate eða eitt glas af sítrónuvatni.

Hádegismatur: Salat, vænn diskur af alls konar grænmeti og svo má hafa smá fiskeða kjötbita út á eða þurrkex með hummus.

Millimál: Tilvalið að nýta græna sjeikinn frá því um morguninn. Það er hægt að bæta í hann til dæmis 1 msk lucuma,1 tsk maca og 1 dl af berjum ferskum eða frosnum. Þetta er svo allt sett í blandarann og blandað saman.

Kvöldmatur: 1/3 diskur grænt salat 2/3 diskur bakað eða steikt grænmeti eða grænmetissúpa eða hráfæðiréttur. Með þessu er gott að fá sér þurrkex með hummus eða pesto. Hér má auðvitað hafa smá fiskbita eða kjötbita með fyrir þá sem vilja. Gott að kaupa sér góða mintuolíu og eiga í vasanum og setja dropa á tunguna á sér til að hressa sig við og einnig ef að manni sækir löngun í eitthvað sem ekki er á matseðlinum.

Vilt þú fá meira út úr lífinu? Heilsuborg er með lausnina fyrir þá sem vilja læra að lifa heilbrigðu lífi! Heilsulausnir

Hjartalausnir

Hentar þeim sem eru í ofþyngd og eru búnir að prófa „allt“ án árangurs og vilja tileinka sér heilbrigðan lífsstíl til langframa. Mán., mið. og fös. kl. 6:20, 10:00, 14:00 eða 19:30 Verð kr. 16.900 á mánuði í 12 mán. Hefst 21. janúar.

Hentar einstaklingum sem hafa greinst með áhættuþætti hjartasjúkdóma, eru með kransæðaþrengingu eða hafa fengið hjartaáfall. Kennsla: Þri. og fim. kl. 07:00 eða 10:00 Verð 2x í viku, 8 vikur, kr. 16.900 pr. mán. (Samtals kr. 33.800) Hefst 15. janúar.

Stoðkerfislausnir Hentar einstaklingum sem glíma við einkenni frá stoðkerfi svo sem bakverki, verki í hnjám eða eftirstöðvar eftir slys. Mán, mið. og fös. kl. 15:00 eða 16:30 Verð 3x í viku, 8 vikur, kr.19.900 pr. mán. (Samtals kr. 39.800) Hefst 14. janúar.

Orkulausnir Hentar þeim sem vilja byggja upp orku t.d. vegna vefjagigtar eða eftir veikindi. Þri. og fim. kl. 10:00 eða 15:00 Verð 2x í viku, 8 vikur, kr. 16.900 pr. mán. (Samtals kr. 33.800) Hefst 15. janúar.

Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is

„Ég var búin að taka eftir auglýsingum frá Heilsuborg í þó nokkurn tíma og var búin að vera að hugsa lengi um að fara að gera eitthvað í mínum málum. Ég hef náð góðum árangri, náð að losna við mörg kíló og er bara svo miklu hressari og með miklu meiri orku. Maður verður að vilja gera þetta fyrir sig sjálfan. Þetta snýst ekki um það að megra sig þetta snýst um að lifa heilbrigðara lífi og koma sér í gott líkamlegt og andlegt form.“ Helga Einarsdóttir


GleðileGt nýtt ár

Salka / MEL

njótum lífsins öðlumst góða heilsu og vellíðan yst sem innst

Metsölubækur Þorbjargar eru fullar af góðum leiðbeiningum til að öðlast meiri orku og betra líf.

Vellíðan, hamingja og kraftur

Bækur Guðna eru hlaðnar gullkornum, heimspekilegum vangaveltum, lausnum og lífstefnuspeki sem gagnast öllum.

Magnús Scheving, frumkvöðull. Einfaldar, öflugar og afar áhrifaríkar bækur . . .

Sólveig Eiríksdóttir, heilsufrömuður.

Hlúum að líkama og sál og blómstrum sem aldrei fyrr Skipholti 50c • 105 Reykjavík

„ . . . bók sem fyrir löngu hefði átt að vera komin út á íslenska tungu.“ Ebba Guðrún Magnúsdóttir kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir.

Kíktu á salka.is


Heilsa

Kynningarblað

Helgin 4.-6. janúar 2013

 Hreyfing Spennandi námSKeið að HefjaSt

Viltu bæta heilsuna og komast í betra form? Í byrjun árs hugsa landsmenn sér til hreyfings og margir strengja þess heit að sinna heilsunni betur en áður. Vinsælu námskeiðin fyrir konur og karla hjá Hreyfingu hefjast 7. Janúar. Ágústa Johnson framkvæmdastjóri segir ýmislegt nýtt og spennandi í boði og margar fjölbreyttar leiðir færar til að bæta heilsuna og komast í flott form.

á

gústa segir vorönnina lofa mjög góðu. Hún segir að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Vinsælir tímar og námskeið halda áfram en ýmislegt nýtt kemur inn eins og til dæmis Þrennan. „Þrennan er nýtt, skemmtilegt og einstaklega fjölbreytt 6 vikna námskeið fyrir konur og karla sem vilja komast í gott form. Þrennan stendur fyrir tíma þrisvar í viku sem skiptist í mismunandi æfingakerfi, meðal annars, Club fit, Hjól Activio og önnur fjölbreytt kerfi. Þjálfarinn kemur á óvart með mismunandi æfingakerfi í hverri viku. Það verður því mikil fjölbreytni sem mun skila sér í góðum árangri.“ Önnur skemmtileg nýjung ársins er Ballet Fitness. Elva Rut Guðlaugsdóttir balletkennari byrjar með nýtt námskeið fyrir fullorðna, byrjendur sem og vana dansara. „Það er mikið af fólki sem hefur stundað dans og ballet á sínum yngri árum og saknar þess að komast ekki í þessa frábæru þjálfun sem ballettinn er,“ segir Ágústa og bætir við: „Á sama tíma og þátttakendur njóta þess að svífa um gólf í skemmtilegum danssamsetningum þá er unnið í að bæta djúpvöðvastyrk, liðleika, jafnvægi, líkamsstöðu og samhæfingu.“

Mjúkt æfingakerfi sem mótar líkamann.

5stjörnu FIT er nýtt æfingakerfi sem sló rækilega í gegn í haust. Æfingarnar eru stundaðar á hnitmiðaðan og rólegan hátt en eru krefjandi og skila góðum árangri. Lögð er áhersla á þægilega tónlist. Ágústa segir námskeiðið henta þeim sem vilji móta og lengja vöðva og öðlast lögulegan líkama. „Það sem gerir þetta námskeið svo vinsælt er að æfingakerfið sameinar sérlega áhrifaríkar styrktaræfingar sem móta og tóna vöðva líkamans, ekki bara þá helstu og mest notuðu heldur miklu fleiri sem gerir gæfumuninn í árangri. Æfingarnar eru sérvaldar til að umbreyta líkamanum á kerfisbundinn hátt með krefjandi æfingum fyrir mjaðmir, rass og læri sem styrkja,og móta líkamann. Grunnbrennsla líkamans eykst, líkaminn brennir umfram fitu og kroppurinn kemst í sitt fínasta form.“

Enginn árangur? Club Fit er lausnin.

Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar.

Hreyfing opnaði Club Fit salinn fyrr á þessu ári og hefur æfingakerfið fengið frábærar undirtektir. Ágústa segir það í rauninni vera draumaæfingakerfi. „Það er stutt, einfalt, skemmtilegt og árangursríkt. Um er að ræða hópþjálfun þar sem fólk er annaðhvort að ganga, skokka eða hlaupa á hlaupabrettum eða lyfta lóðum. Það góða er að fólk ræður sínum hraða á hlaupabrettinu og velur sínar þyngdir en hefur þjálfarann til að hvetja sig áfram.“

Á sínum stað verður áfram Hot Yoga, Hot Fitness, Zumba, Fanta gott form og sívinsæla átaksnámskeiðið Þinn árangur. Af nógu er að taka og eitthvað fyrir fólk á öllum aldri af báðum kynjum.

Skiptingar á milli æfinga á brettinu og styrktaræfinga með lóðum eru örar sem gerir það að verkum að tíminn líður hratt. Ágústa segir tímann frekar stuttan, 50 mínútur en æfingarnar eru sérstaklega valdar með það fyrir augum að hámarks árangur náist. „Club Fit tímarnir eru bæði í boði í opinni dagskrá og lokuðum námskeiðum, og mismunandi erfiðleikastig í boði t.d. Club Fit 50 + fyrir fólk eldra en 50 ára og Club Fit extreme, sem er fyrir lengra komna.“

Fanta gott form

Fanta gott form er æfingakerfi fyrir þá sem eru tilbúnir að taka hressilega á og uppskera árangur samkvæmt því. Ágústa segir þjálfunina byggjast á einföldum æfingum sem miðast við að þátttakendur nái að hámarka brennslu og þjálfa upp þol og styrk á skjótan og hnitmiðaðan hátt. Fjör, kraftur og sviti er allsráðandi á æfingunum sem eru fjórum sinnum í viku. „Grunnbrennsla líkamans eykst og í hverjum tíma verður til hinn eftirsótti eftirbruni í líkamanum sem gerir það að verkum að hitaeiningabrennsla líkamans heldur áfram á auknum hraða í nokkrar klukkustundir eftir að æfingu lýkur. Það er aldrei of seint að skora á sjálfa/n sig og komast í sitt besta form. Öllum námskeiðum fylgir svo aðgangur að opnum tímum, tækjasal og glæsilegri útiaðstöðu með heitum jarðsjávarpottum og gufuböðum sem ljúft er að fara í eftir æfingar og slaka á.“


NÝR 4BLS BÆKLINGUR

STÚTFULLUR AF NÝJUM SJÓÐHEITUM TILBOÐUM

SMELLT Á KÖRFUNU A NETBÆKLIN GU RÁ WWW.TOLV U T E K .IS MEÐ GAGN VIRKUM KÖRFUHNA PP

Á S STI N N I M

USB

3.0

NI AF SINND U G TE

NGI OG ÐARA TE 10X HRA DRI USB2 EL Ð VI SAMHÆFT EIRI HRAÐA Á ENN M

500GB FLAKKARI

Örsmái LaCie Rikiki USB 3.0 er minnsti USB3 flakkari í heimi og á ótrúlegu tilboðsverði!

12.900 1TB AÐEINS 17.900

USB

3.0 NGI OG ÐARA TE 10X HRA RI USB2 LD E VIÐ SAMHÆFT EIRI HRAÐA Á ENN M

Birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl

2TB FLAKKARI

LaCie Minimus er glæsilegur og hraðvirkur USB 3.0 flakkari í höggvörðu burstuðu álhúsi

19.900 3TB AÐEINS 29.900

FISLÉTT OG

NN ÞU ÖR r eins 8mm & 188g Að

PURE LESTÖLVA 6” E-Ink lestölva sem les íslenskar og erlendar rafbækur og geymir allt að 4000 bækur

19.900

MEÐ SNERTISKJÁ OG WIFI 29.900

OPNUNARTÍMAR

Virka daga 10:00 - 18:30 Laugardaga 11:00 - 16:00

Reykjavík • Borgartúni 31 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900


28

Andaðu með nefinu

viðhorf

Oft má satt kyrrt liggja

Þ

HELGARPISTILL

Jónas Haraldsson

Teikning/Hari

jonas@ frettatiminn.is

Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus

Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, erfiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

Helgin 4.-6. janúar 2013

Þá er hinni árlegu sukkhátíð lokið þar sem saman tengjast matarorgíur jóla og áramóta. Einhverjir afgangar eru trúlega til víða sem nota má á sunnudaginn, á þrettándanum, þegar við kveðjum jólin endanlega og sprengjum það sem eftir er af áramótaflugeldunum. Börn eru byrjuð í skóla á ný og allt fellur í fastar skorður. Það er vel. Regla þarf að komast á ungviðið á ný eftir hamagang jólanna. Þorri barna fær svo margar gjafir að hálfgert æði sækir á börnin þegar þau opna pakkana á aðfangadagskvöld. Foreldrar mega hafa sig alla við til þess að fylgjast með hvað kemur frá hverjum svo réttri ömmu eða töntu sé þakkað fyrir sokka, vettlinga eða önnur plögg svo ekki sé minnst á allt leikfangaflóðið. Það er þó fremur fullorðna fólkið en ungdómurinn sem borðar yfir sig, marga daga í röð. Hinu nýja ári fylgja því jafnan heitingar um nýtt og betra líferni að sukkinu loknu. Líkamsræktarstöðvar fyllast af sakbitnu fólki sem reynir að þreyja þorrann, það er að segja að halda út janúar og febrúar í spriklinu en þá er það langt liðið frá jólum að margir leyfa sér að slaka á. Aðrir endast skemur, kaupa árskort og nota það kannski fjórum, fimm sinnum áður en þeir gefast upp – en splæsa síðan nýtt ári síðar. Pistilskrifarinn veit upp á sig sök í þeim efnum. Margir sýna samt meiri staðfestu en þetta, hamast allan ársins hring, vöðvastæltir, fjörugir og íðilfagrir. Svo eru þeir hógværu, kannski skynsömu, sem fara reglulega út að ganga, hreyfa sig því meira sem færð á göngustígum skánar með hækkandi sól. Börnin þurfa hins vegar að nota þessa fyrstu daga ársins til þess að jafna sig á sykurneyslu liðinnar jólahátíðar. Freistingarnar eru margar fyrir börnin þessa sérstöku daga og fyrirstaðan ef til vill minni hjá foreldrum en endranær, svo ekki sé minnst á eftirlátsamar ömmur og afa. Þó ungdómurinn troði sig hvorki út af rjúpum, hangikjöti né hamborgarhryggjum bragðast dísætir ísar og ýmsir aðrir eftirréttir vel. Þá er sælgæti á boðstólum, konfekt og annað nammi í skálum sem freistandi er fyrir litla fingur ekki síður en stóra. Tvær skvísur, barnabörn 6 og 8 ára, gistu hjá okkur aðfararnótt gamlársdags. Það þurfti lítið fyrir þeim að hafa. Þær léku sér ýmist saman eða horfðu á myndir í sjónvarpinu. Amman fór að vinna fyrir hádegi gamlársdags og þá reyndi á afann og staðfestu hans þegar að morgunverði stúlknanna kom. „Afi, við erum svangar,“ sögðu stúlkurnar í kór þegar aðeins var liðið á morgun þessa síðasta dags ársins. Ég bauð þeim seríós því ég er heldur farinn að ryðga í gerð hafragrautar, hafi ég þá nokkurn tímann náð tökum á þeirri matargerð. Seríósið taldi ég boðlegt, hæfilega hollan árbít fyrir börnin og mótvægi við sukk árstímans. Var raunar nokkuð stoltur af því að geta boðið þeim hafrakorn með mjólk, bærilega hollustu miðað við staðla Manneldisráðs. „Nei,“ sögðu stelpurnar samtímis, seríós var ekki á morgunverðarlista gamlársdags.

Trúlega voru enn í meltingarfærum þeirra sykurleifar ungangenginna daga, leifar sem kölluðu á fyllingu á ný. Hlutverk afans og ábyrgð hans er hins vegar það mikil að ég virti þetta nei meyjanna að vettugi. „Þá fáið þið rúgbrauð með kæfu og mjólk,“ sagði ég af þeirri festu sem hverjum afa sæmir. Þennan árbít taldi ég líka standast öll opinber manneldismarkmið og gera börnum gott í miðri sukktíð jóla og áramóta. Enn fremur vissi ég að við þetta boð gat ég staðið. Vegna heilsubótarstefnu eiginkonu minnar erum við hætt að kaupa brauð úr hvítu hveiti. Sólkjarnabrauð er því yfirleitt til á heimilinu. Í boði mínu til stúlknanna kaus ég þó að nefna ekki sólkjarnana sérstaklega, taldi líklegt að þeir höfðuðu ekkert sérstaklega til þeirra. Því var boðið einfalt, rúgbrauð og kæfa, sígildur og þjóðlegur réttur. Stelpurnar horfðu í forundran á afann, líkt og hann væri frá þjóðveldisöld. Vera kann að foreldrar þeirra komi ofan í þær rúgbrauði og kæfu við hefðbundnar og hátíðarlausar aðstæður en þarna, á gamlársdagsmorgni, strækuðu þær í sameiningu á gott boð – og það einarðlega. „Hvað er til?“ spurðu þær um leið og þær opnuðu skúffur og skápa, enda nokkuð hagvanar í eldhúsi afa og ömmu. „Það er ekki margt annað, elskurnar mínar, fyrst þið viljið hvorki seríós né brauð,“ sagði ég, vitandi að hvorki þýddi að bjóða þeim afganga af rjúpum né svínakjöti svo árla dags. „Megum við fá svona og mjólk með?“ sagði sú eldri og benti á pakka af Oreo súkkulaðikexi með hvítu kremi í skúffu í eldhúsinnréttingunni – „og þetta líka,“ sagði sú yngri og benti á nær fullan pakka af súkkulaðirúsínum sem var hillu ofar. „Þetta er ekki morgunmatur,“ sagði ég og reyndi enn að muna eftir ábyrgð minni, studdur manneldissjónarmiðunum. „Æ-i, afi,“ suðuðu ungmeyjarnar í kór, „það er nú gamlársdagur, þá megum við hafa kósídag.“ „Hvað haldið þið að pabbi og mamma segi ef þau frétta að ég hafi gefið ykkur kex og súkkulaðirúsínur í morgunmat?“ „Þau þurfa ekkert að vita það,“ var sameiginleg niðurstaða staðfastra meyja sem greinilega ætluðu ekki að greina neinum frá þessum sykursæta morgunverði. Það ætlar afinn heldur ekki að gera.


! k i e st รญ t All nni lu r e P รญ e t r a C g A la o la s i e v a t t รฉ r a 4r

a l s i e v a t t รฉ 4ra r seรฐli inn. Verรฐ รก mat tt rรฉ al aรฐ r lu ve ร รบ

Verรฐ aรฐeins 6.850 kr.

Nรฆg bรญlastรฆรฐi

6.850 kr.

SILUNGUR N REGNBOGA og graslaukssรณsu IN F A R -G S U R SITU djurtafroรฐu ais salsa, kryd meรฐ tรณmat-m HUMARSร PA รฐum humarhรถlum grillu eรฐ Madeira og rjรณmalรถguรฐ, m R Aร AL Rร TT

Vissir รพรบ?

V EL DU ร ร

SINS FISKUR DAG rju sinni h rinn ve ferskasti fisku -meisturum Perlunnar atreiรฐslu รบtfรฆrรฐur af m eรฐa ANDALร RI Hร GELDAร disum og appelsรญnusรณsu auki, bacon, ra meรฐ kartรถflum eรฐa NAUTALUND istlum og bearnaise sรณsu m, รฆtilรพ ka sveppa rtรถflu m รฐu u er in at meรฐ gr eรฐa RYGGUR LAMBAFRAMH , gulrรณfum og rรณsmarinsรณsu m u รณf rtรถflum, rauรฐr meรฐ smรกum ka ร IKAKA OG Sร KKULA ramellu KARAMELLU indberjakremi og volgri ka mulningi, h meรฐ salthnetu

Vรญn dagsins er Griollo Malbec/ Cabernet frรก Argentรญnu. Flaskan kostar aรฐeins kr. 4200 . Hรฆgelduรฐu andarlรฆrin eru frรก Frakklandi. Na ut al un di rn ar er u al la r รบr tรถ rf um . Lamba โ Primeโ er รบr sรฉrvรถldum lambahryggjum aรฐ norรฐan.

Gjafabrรฉf Perlunnar

Gรณรฐ g jรถf viรฐ รถll tรฆkifรฆr i!

S: 510 0000 www.servida.is

MARLAN D FISKUR ER OK KAR FAG

Veitingahรบsiรฐ Perlan Sรญmi: 562 0200 ยท Fax: 562 0207 Netfang: perlan@perlan.is Vefur: www.perlan.is


30

úttekt

Helgin 4.-6. janúar 2013

Eimreið, hafnargerð og fyrsti Fordinn

Þ

egar árið 2013 er

gengið í garð þykir Árið 1913, fyrir rétt að líta öld aftur í réttri öld, voru tímann. Hvað gerðist samþykkt lög helst á Íslandi á því sem veittu herrans ári 1913 þegar heildarútgjöld ríkisins voru 1,7 milljónir konum kosningakróna? Nú fæst Chevrolet Spark rétt – þó aðeins fyrir þá upphæð, talsvert minni fertugum og eldri bíll en fyrsti Fordinn, opinn Tsvo kjósendum Ford blæjubíll, sem fluttur var til fjölgaði ekki um of landsins í júní þetta ár og raunar annar í september. Í bílaflotann auk ótta við sérbættist sama haust bifreið af framboð kvenna. Overland-gerð sem næstu árin keppti við Ford. Strax árið 1913 Raunveruleg var farið að nota Fordana í leigubílaöld hófst akstur. Raunveruleg bílaöld var þetta ár með hafin. tveimur fyrstu Sjálfstæðisbarátta og kosnFord-bílunum og ingaréttur kvenna tvær eimreiðar Sjálfstæðisbaráttan var í fullum voru fluttar til gangi og hámark ársins var þegar landsins til malar- skipverjar á danska varðskipinu Fálkanum, sem var ytri höfninni flutninga vegna í Reykjavík, tóku með valdi bláhafnargerðar í hvítan fána af Einari Péturssyni Reykjavík. Sjálfverslunarmanni sem réri fram á höfnina á litlum kappróðrarbáti stæðisbaráttan með þann bláhvíta á stöng í skut. kristallaðist í Reykvíkingar svöruðu ofbeldi fánamálinu og herraþjóðarinnar með því að Morgunblaðið hóf draga hvarvetna bláhvíta fána að húni. Áður hafði Dannebrog blakt göngu sína.

Fyrsta fréttamyndin sem gerð var hér á landi. Hún birtist í Morgunblaðinu í nóvember 1913, af vettvangi morðmáls í Dúkskoti. Þar myrti kona bróður sinn með skyri blönduðu rottueitri. Kotið var torfbær og tómthúsbýli sem reist var um 1800. Dúkskot var við Hlíðarhúsastíg (Vesturgötu) og stóð í núverandi götustæði Garðastrætis. Dúkskot var rifið um 1920.

víða í heiðurskyni við danska skipið. Á fleiri vígstöðvum var barist gegn óréttlæti og yfirgangi. Þetta ár samþykkti Alþingi frumvarp um kosningarétt kvenna – og raunar vinnumanna einnig. Ekki var þó gengið langt í þeim efnum því inn var sett ákvæði um 40 ára aldurstakmark sem átti svo að lækka smátt og smátt. Þingmenn þess tíma, karlar eingöngu, töldu það of mikla röskun að fjölga kjósendum í einu vetfangi um tvo þriðju. Betra væri að fjölgunin kæmi í smá skömmtum. Þess var enn fremur getið, bæði í umræðum á Alþingi og í blaðagreinum, að sumir karlanna óttuðust sérframboð kvenna.

Bönnuð leiksýning og Biograf

Síðla vetrar sömdu nokkrir stúdentar í Reykjavík gamanleikinn Allt í grænum sjó. Revían var í senn stjórnmálaádeila og grín um samband manna þessa heims við framliðna – og úr hófi þótti ganga þegar „beitt var upp í klámvindinn,“ eins og það var kallað þar sem „hjú eru sýnd í rúminu

... miklum fjölda áhorfenda skilst svo, sem þeim væri ætlað að sjá að nú væri athöfn í byrjun, sem skynlausar skepnur einar láta fara fram í annarra augsýn...“ Það fór svo að lögreglustjóri varð við kröfu um bann á sýningum revíunnar og stúdentar urðu að endurgreiða selda aðgöngumiða. Almenningur átti þó annan kost til afþreyingar en leiksýningar. Kvikmyndahús voru að festa sig í sessi en árið 1913 stofnaði Árni Þorsteinsson húsgagnasmiður, í félagi við aðra, Kvikmyndafélag Hafnarfjarðar. Það var forveri Hafnarfjarðarbíós sem tók til starfa ári síðar. Fyrst var líka getið kvikmyndasýningar á Siglufirði árið 1913 í svonefndu Biograf-húsi – en fyrri heimstyrjöldin sem hófst ári síðar varð til þess að tefja fyrir að sýningar hæfust með reglubundnum hætti.

Hafnargerð og tvær eimreiðar Margt horfði til framfara. Eftir áralangan undirbúning hófst hafnargerð í Reykjavík. Gufuskip kom í mars með stórvirk verkfæri og efni til hafnargerðarinnar. Mikla hafnargarða átti að hlaða milli Örfiriseyjar og lands, Grandagarð, og jafnframt tvo garða hvorn á móti öðrum milli eyjarinnar og Batterísins, Örfiriseyjargarð og Ingólfsgarð. Miklar uppfyllingar voru fyrirhugaðar og smíði hafskipabryggju. Til að ná í möl og grjót í þessa miklu framkvæmd var lögð um 12 kílómetra löng járnbraut í hálfhring um bæinn en efnistaka átti að fara fram í Öskjuhlíð og á Skólavörðuholti. Tveir gufuknúnir lyftikranar voru notaðir við að hlaða járnbrautarvagnana og gufuknúin ámokstursvél til að moka mölinni. Tvær eimreiðar voru fluttar til landsins árið 1913 og notaðar við gerð hafnarinnar – en slík tæki náðu ekki fótfestu á landinu bláa og voru aldrei notuð sem samgöngutæki eins og raunin varð í öðrum löndum. Samt varð járnbrautarslys á Íslandi. Þann 4. maí árið 1913 varð stúlka undir járnbrautarvagni er verið var að skemmta fólki með því að flytja það um Eskihlíðarjárnbrautina. Stúlkan ætlaði að stökkva af vagninum í því að lestin stansaði en varð undir og fótbrotnaði og hlaut fleiri meiðsl. Af samgöngubótum í Reykjavík má nefna að lokið var að leiða

lækinn, sem rennur úr Tjörninni norður í sjó og skiptir í sundur miðbænum og austurbænum, í stokk undir þá götu sem nafn ber af læknum, Lækjargötu.

Eldgos og arnarfriðun

Af náttúrufari fyrir réttri öld er þess helst að geta að allmikið gos varð við Hrafnabjörg, austan Heklu. Þann 25. apríl urðu menn varir við jarðskjálftakippi á Suðurlandi og um morguninn sást gufumökkur hefjast hátt á loft norðaustur af Heklu. Um kvöldið sáust eldstólpar bera við himin. Bjarmi af jarðeldinum sást alla leið til Reykjavíkur. Eldurinn var mestur í þremur gígum í langri sprungu. Upp úr aðalgígnum stóð eldsúla og eldfljót rann í bröttum fossi niður á láglendið. Guðmundur Björnsson landlæknir rannsakaði gosið og hið nýja hraun nefndi hann Lambafitjahraun. Þegar leið fram á sumarið virtist draga smátt og smátt úr gosinu og bar lítið á því þar til í byrjun september að eldar virtust færast í aukana. Mekkir risu á ný og eldroði var á himni um nætur en síðan kulnaði jarðeldurinn. Haförninn var friðaður þetta ár til að koma í veg fyrir að þessi konungur fuglanna yrði aldauða hér á landi en ljóst var að stofninn var nánast hruninn. Íslendingar voru fyrstir allra þjóða til að friða örninn. Á þeirri öld sem liðin er hefur stofninn braggast heldur þótt enn eigi arnarstofninn í vök að verjast.

Morgunblaðið og fyrsta fréttamyndin

Morgunblaðið hóf göngu sína 2. nóvember árið 1913 – og kemur enn út. Það má því búast við því að Óskar Magnússon útgefandi og ritstjórarnir, Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen, slái í rjómapönnsur næsta haust til að fagna aldarafmælinu. Upphafsmaður að stofnun Morgunblaðsins var Vilhjálmur Finsen sem hafði átt sér þann draum

í fjölda ára að koma út blaði í Reykjavík. Ólafur Björnsson, vinur hans og samherji, lagði til húsnæði og prentaðstöðu í Austurstræti 8 þar sem Ísafold var til húsa. Á upphafsdögum Morgunblaðsins birtist fyrsta fréttamynd sem gerð var hér á landi, af Dúkskoti, vettvangi morðmáls þar sem kona myrti bróður sinn með því að byrla honum rottueitur í skyri. Bróðirinn lést 13. nóvember 1913 í Landakotsspítala eftir innantökur og uppsölu.

Hagstofan og Eimskip í augsýn

Þetta sama haust gengu í gildi lög um Hagstofu Íslands. Hlutverk hennar var, eins og sagði í þeim lögum, „að safna skýrslum um landshagi Íslands, vinna úr þeim og koma þeim fyrir almennings sjónir.“ Hagstofan tók til starfa um nýár 1914 en Þorsteinn Þorsteinsson var skipaður hagstofustjóri. Allt árið 1913 var unnið að stofnun íslensks gufuskipafélags sem getur „er því vex fiskur um hrygg, tekið að sér bæði millilandaferðirnar og strandferðirnar.“ Óhætt er að þjóð og þing hafi sameinast um það félag enda brugðust menn hart við er Sameinaða gufuskipafélagið danska reyndi að kyrkja hið nýja íslenska skipafélag í fæðingu. Menn voru nær orðlausir yfir „fáheyrðri frekju“ hins danska félags og Íslendingar svöruðu með því að kaupa hlutabréf í innlenda gufuskipafélaginu fyrir þúsundir króna. Framkoma danska félagsins var sögð í senn „óprúttin og óhyggileg banatilræðisviðleitini“. Skipafélagið varð til í janúar ári síðar, „óskabarn þjóðarinnar“, Eimskipafélag Íslands, sem við þekkjum enn í dag. Það styttist því í stórafmælið á þeim bænum, ekki síður en á Mogganum. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is

Fyrsta forsíða Morgunblaðsins, 2. nóvember 1913.



32

bílar

Helgin 4.-6. janúar 2013

Verðlaunabíll r afmögnuð fr amtíð

Chevrolet Volt frumsýndur á Íslandi Chevrolet Volt er fyrsti langdrægi rafbíll sögunnar og nú er komið að því að afhjúpa gripinn hér á landi, í óskalandi vistvænnar raforku, að því er fram kemur í tilkynningu umboðsins, Bílabúðar Benna. Bíllinn kemst um 60 km á rafhleðslunni einni. Volt framleiðir sína eigin raforku og lengir heildar ökudrægið í allt að 500 kílómetra. Volt hefur hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar á mörkuðum, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. „Volt hefur verið á Bandaríkjamarkaði í tvö ár og eigendurnir þar hafa sett hann á topp ánægjulistans bæði árin. Volt var og útnefndur Bíll ársins 2011 af bæði Automobile Magazine og fagritinu Motor Trend. Hann hefur jafnframt hlotið sæmdarheitið „Umhverfisbíll

ársins 2011“ hjá tímaritinu Green Car Journal. Nýjasta afrekið er afgerandi sigur á bílasýningunni í Genf þar sem hann hlaut titilinn „Bíll ársins 2012“. Dómnefndin var skipuð 59 leiðandi bílablaðamönnum frá 23 Evrópuríkjum,“ segir enn fremur í tilkynningu umboðsins. Frumsýningin á Volt verður á morgun, laugardaginn 5. janúar, frá klukkan 12 - 18 í Bílabúð Benna, Tangarhöfða 8.

Cheverolet Volt verður frumsýndur hérlendis á morgun, laugardag.

 reynsluakstur toyota auris Hybrid Alls seldust 763 Kia bílar hérlendis á nýliðnu ári.

Ný kynslóð hittir í mark

Mesta sala Kia á Íslandi frá upphafi

Kia heldur áfram mikilli sókn hér á landi og á liðnu ári seldust alls 763 Kia bílar. Þetta er mesta sala suður-kóreska bílaframleiðandans hér á landi frá upphafi og er Kia í þriðja sæti yfir mest seldu bíla landsins á eftir Toyota og Volkswagen, að því er fram kemur í tilkynningu frá umboði Kia hérlendis, Öskju. „Þetta er um 110% söluaukning frá síðasta ári og er Kia nú með 9,6% markaðshlutdeild í sölu nýrra bíla á Íslandi, sem jafnframt er sú hæsta í Evrópu. Kia hefur verið sá bílaframleiðandi sem hefur vaxið einna mest í Evrópu undanfarin ár og er víða með mjög góða markaðshlutdeild, m.a. í Danmörku og Finnlandi,“ segir þar. „Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir en koma raunar ekkert mjög á óvart þar sem Kia hefur verið að koma fram með spennandi og fallega endurhannaða bíla á árinu. Þá eru bílarnir einnig sparneytnir og umhverfismildir og það er það sem bíleigendur leita í mjög auknum mæli eftir. Þá eru Kia bílarnir allir með 7 ára ábyrgð frá framleiðanda en Kia Motors er eini bílaframleiðandi heims sem býður svo langa ábyrgð á bílum sínum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. „Árið 2012 er að mínu mati ágætt ár, ef miðað er við árin 2008 - 2011, en við verðum samt að horfast í augu við þá staðreynd að bílasala á enn talsvert í land með að uppfylla eðlilega endurnýjunarþörf, sem ég tel liggja á bilinu frá 12 - 14.000 bíla sölu á ári. Mikil breyting hefur orðið á markaðnum frá því sem var þegar almennir tollflokkar voru bara tveir. Í dag eru tollflokkar bíla 10 talsins, þar sem vörugjöld eru reiknuð á bíla alfarið eftir mengunargildum og þar með eyðslu. Sala á bílum í hagstæðari tollflokkkum hefur því aukist og sala á bílum sem menga meira hefur minnkað. Ég tel að þegar almenningur fer að kaupa bíla í auknum mæli, þá sjáum við þessa þróun verða enn hraðari,“ segir Jón Trausti.

69%

... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

*konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012

u

krafa af þegar ekið er af m helgina verður stað. kynnt ný kynslóð Sigríður Dögg Í útgáfunni sem ég af Toyota Auris Auðunsdóttir reynsluók voru allar og reynsluók ég Hybrid sigridur@ frettatiminn.is helstu tækninýjungar, útgáfunni milli jóla og lyklalaust start, bakknýárs. Skemmst frá að myndavél, handfrjáls Bluetooth búnaður, segja varð ég yfir mig hrifin. Hybrid útgáfan er sambland af rafmagns- leiðsögukerfi og hver veit hvað. Bíllinn er þægilegur í stýri, stöðugur í keyrslu en bíl og bensínbíl. Rafmagnið startar bílnum afar léttur þegar lagt er á hann. Alveg eins og knýr vélina þar til bensínvélin grípur og maður vill hafa það. inn í. Hægt er að aka stutta vegalengd á Útgáfan sem ég ók var svokallaður litlum hraða á rafmagninu einu en rafhlaðbakur, stuttur en rúmgóður. Hann er hlaðan hleður sig sjálfkrafa þegar stigið stærri að innan en utan og stærð skottsins er á hemlana. Niðurstaðan er einstaklega kemur á óvart. Á árinu er gert ráð fyrir sparneytinn bíll, sem eyðir einungis 3,8 station-útgáfu sem myndi henta stórum lítum á hverja hundrað kílómetra í blöndfjölskyldum jafnvel enn betur uðum akstri. – svo ekki sé talað um þegar Hægt er að velja nokkrar þörf er á að koma barnavagni stillingar fyrir vélina, þar Plúsar fyrir. Ég mátaði þrjá barnaá meðal ECO-stillingu sem + Sparneytinn stóla í aftursætið en það gekk eyðir minnstu eldsneyti. Ég +Fallegur ekki upp. Tveir barnastólar kunni ágætlega við hana þó + Rúmgóður sitthvoru megin við ungling svo að bíllinn væri heldur + Þægilegur í akstri slapp hinsvegar vel til. Ég hef kraftmeiri í öðrum stillingum reyndar enn ekki reynsluekið en á móti kom að eyðslumæl+ Ríkulegur aukabúnaður bíl sem rúmar þrjá barnastóla irinn sýndi minni eyðslu en í aftursæti með góðu móti. ég hef nokkru sinni upplifað Mínusar Eitt það besta við nýja Aurí bíl. Bíllinn hjálpar jafnframt ÷ Aftursætisgluggarnir isinn er verðið. Til þessa hafa til við að keyra sparlega, voru heldur hátt uppi hybrid-bílar og rafmagnseyðslumælirinn er mjög skýr svo börnin sáu ekki bílar verið talsvert dýrari og áberandi og nálin á honum nægilega vel út. en bensínútgáfurnar en nú verður rauð þegar gefið er of er breyting þar á. Nýr Auris mikið inn svo eyðslan verði Helstu upplýsingar kostar frá kr. 3.250.000 kr. en óhagstæð. Mjög þægilegt. Verð: Frá 3.250.000 kr. það er beinskiptur bensínbíll Bíllinn er sérstaklega Eyðsla: 3,8* með 1.33l vél. Sjálfskiptur fallega hannaður, að utan Afl: 90-136 hestöfl bensínbíll með 1.6l vél kostar sem innan. Ég kunni vel að Breidd: 176 cm 4.290.000 kr. og Auris Hybrid meta sjálfskiptinguna sem er *lítrar/100km í blöndkostar 4.690.000 kr. Vel þess ólík því sem fólk á að venjast. uðum akstri virði – skemmtilegur og falMeð einum hnappi fer handlegur bíll í alla staði. bremsan á og hún fer sjálf-

Vel þess virði – skemmtilegur og fallegur bíll í alla staði.


HIN ÁRLEGA RISAÚTSALA ICEWEAR Í SUÐURHRAUNI HEFST 7. JANÚAR! *Tilboðin gilda til 31. janúar

JOHN

JULIA

Alvöru dúnparka, vatnsheld og hlý.

Alvöru dúnparka, vatnsheld og hlý.

Áður:

Áður:

39,900,-

39,900,-

Tilboð:

Tilboð:

Dúnparka

Dúnparka

19,990,-

19,990,-

HUNTER

HANNAH

GUÐRUN

Áður:

Áður:

Áður:

19,900,-

19,900,-

12,900,-

Tilboð:

Tilboð:

Tilboð:

AGATA

DAVID

SIGRÚN

Áður:

Áður:

Áður:

22,900,-

19,900,-

19,900,-

Tilboð:

Tilboð:

Tilboð:

Mokka jakki

9,900,-

Dömu jakki

9,900,-

Mokka jakki

Softshell

9,900,-

4,900,-

Softshell buxur

Softshell buxur

9,900,-

9,900,-

15% afsláttur á öllum vörum sem ekki eru á útsölu!

SONJA

SONJA

Hjálmur

Vettlingar

Áður:

6,500,Tilboð:

2,900,-

Áður:

4,900,- settið ef þú kaupir bæði húfu og vettlinga

5,500,Tilboð:

2,200,-

Suðurhrauni 12c, 210 Garðabær 10-18 alla virka daga 10-18 laugardaga 11-16 sunnudaga

Þingholtsstræti 2-4, 101 Reykjavík 10-18 mánudag - laugardags 11-18 sunnudaga

www.icewear.is


34

tíska

Helgin 4.-6. janúar 2013

Neon Hitch í Hildi Yeoman „Ég veit lítið um þessa söngkonu en hún er víst mjög vinsæl í Bandaríkjunum. Það skiptir svo sem litlu máli, en það er óneitanlega gaman,“ segir Hildur Yeoman fatahönnuður. Söngkonan Neon Hitch klæddist hönnun Hildar á stórri samkomu á dögunum. Neon Hitch er frá Bretlandi og er stór stjarna í heimalandinu og Bandaríkjunum. Hún leggur mikið upp úr kynþokkanum og var í vængjum Hildar nær einum fata. Stílisti Neon Hitch er Edda Guðmundsdóttir en hún hefur verið að gera það gott í LA undanfarið. „Ég vann fyrir Eddu á danssýningu úti og þannig þekkjumst við. Hún er ótrúlega fær,“ segir Hildur. Vængina er ekki hægt að fá staka, en Hildur segir að hægt sé að fá þá áfesta hálsmeni sem hefur notið mikilla vinsælda í verslununum Kronkron, Kiosk og Atmo.

Sérverslun með

FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16

Plötulopi, einband, léttlopi, uppskriftir Handprjónasamband Íslands Skólavörðustíg 19 s. 552-1890 www.handknit.is

ÚTSALA 30-50% afsláttur

Neon Hitch er þekkt fyrir djarfa sviðsframkomu. Hún notaði vængi Hildar á stórri samkomu þann 30. desember í Los Angeles.

Sítróna gegn fílapenslum

Laugavegur 58 S. 551 4884 still@stillfashion.is stillfashion.is

Við óskum landsmönnum gleðilegs nýs árs og þökkum viðskiptin á liðnu ári!

Fílapenslar geta verið hvimleitt vandamál. Blettirnir geta komið fram vegna margra mismunandi þátta, og þurfa ekki endilega að tengjast óhreinindum í húð. Það er samt mikilvægt að huga vel að húðinni en slíkt er gert með daglegri umhirðu og tiltölulega hollu matarræði. Vatnsdrykkja er þar mjög mikilvæg. Til eru einföld húsráð við að hreinsa húðina af fílapenslum. Sítrónur eru víst vel til þess fallnar, hér er ráð sem virkar strax. Skerið sítrónu í helminga og smyrjið hunangi á annan helminginn. Nuddið þessu svo ákveðið og vandlega yfir svæðið. Látið liggja á í nokkra stund og skolið síðan með volgu vatni. Árangurinn ætti ekki að láta á sér standa.

Langur laugardagur 5.janúar

ÚTSALAN ER HAFIN ÚTSALAN ER HAFIN

20 - 50%

AFSLÁTTUR

AÐHALDSBOLUR Frábær, vel stífur stærðir: S,M,L,XL verð kr. 6.550,-

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

ÚTSALA

Iana - Dimmalimm Laugavegi 53, S. 552 3737 - Opið mán-föst. 10-18, lau 10-17

OPIÐ: MÁN - FÖST 10 - 18 LAUGARD. 10 - 14

Laugavegi 53 S. 553 1144 P00.01.136.OD.001-P1 útg. 1 (20.03.2009 16:48) - Prentað 23.03.2009 08:45

Myndir á Facebook


tíska 35

Helgin 4.-6. janúar 2013  Tísk a Blómakr ansar Berglindar FesTival

Byrjaði sem skreyting í barnaherbergið

ÚTSALA 30-40% afsláttur

af öllum útsöluskóm

B

Kransarnir hennar Berglindar eru mikil prýði og hægt er að nota þá við öll tækifæri. Þeir lífga verulega upp á „vetrarlúkkið“. Berglindi þekkja margir undir nafninu Berglind festival en hún heldur úti vinsælli samnefndri gif-síðu.

erglind Pétursdóttir er ung stórathafnakona. Hún heldur úti vefsíðunni vinsælu berglindfestival, er dansari af guðs náð og hannar og framleiðir blómakransa á milli þess sem hún sinnir uppeldi unga sonarins, Kára. Kransarnir eru fáanlegir í gegnum vefsíðuna blomakransar.tumbr.com og njóta, að sögn Berglindar, mikilla vinsælda. Þeir eru kjörnir við hvert tækifæri sem gefst til þess að lífga upp á heildarútkomuna. Berglind fékk hugmyndina á skemmtilegan hátt eftir að hafa gefist upp á því að skreyta herbergi sonarins með silkiblómum sem rifin voru niður jafnóðum af litlum krumlum. „Þetta byrjaði þannig að ég keypti skreytingu í barnaherbergið en sonur minn var alltaf að rífa hana niður. Þannig fór blómalengjan á flakk um herbergin í íbúðinni þangað til ég var á leiðinni á árshátíð og langaði að vera fín. Ég skellti því blómunum í hárið og það vakti svona líka stormandi lukku því mér var mikið hrósað fyrir. Ég ákvað því að kaupa meira af blómum og búa til höfuðskraut sem rauk bara út,“ segir Berglind og bætir því við að nú sé hún því að færa út kvíarnar. „Ég var að fá sendingu af plastblómum, beint frá Taívan og er byrjuð að setja saman. Fólk þarf ekkert að örvænta því hægt er að minnka og stækka kransana eftir þörfum,“ segir Berglind. Berglind stendur ekki aðeins í ströngu við gif–bloggfærslur og hönnun á hárskrauti heldur er hún er einnig á meðal leikenda í nýju dansleikhúsverki Steinunnar Ketilsdóttur, Já elskan. Verkið fjallar um fjölskyldutengsl og hvernig fólk aðagar sig í samskiptum við ástvini og hver þolmörkin í þeim samskiptum eru. Verkið var frumsýnt í síðustu viku í Þjóðleikhúsinu og eru sýningar þess í fullum gangi. Fyrir þau sem hafa áhuga á að nálgast kransa Berglindar er hægt að panta þá í gegnum vefsíðuna blomakransar.tumblr.com. María Lilja Þrastardóttir

verð áður: 9.995.-

verð nú: 6.996.-

verð áður: 8.995.-

verð nú: 6.296.-

verð áður: 12.995.-

verð nú: 7.797.-

verð áður: 8.995.-

verð nú: 6.296.-

marialilja@frettatiminn.is

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

verð áður: 7.995.-

ÚTSALA 50%

verð nú: 4.797.-

AF ÖLLUM VÖRUM ( EKKI AF VÖLDUM VÖRUM) Frábær verð og persónulegKjóll þjónusta kr. 12.900

Kringlan - Smáralind s.512 1733 - s.512 7733 www.ntc.is | erum á


heilabrot

Helgin 4.-6. janúar 2013

?

Spurningakeppni fólksins

lögfræðingur 1. 42.

2. Hildur Lillliendahl. 3. Fimmta. 4. Fátækt. 5. Edda Sif Pálsdóttir.

6. Katla og Hekla 7. Kanye West.

8. Ann Hathaway. 9. Ryan Gosling. 10. Pass. 11. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. 12. Spjótkasti.

13. Of Monsters and Men. 14. Rauðkál.

15. Hilmar Guðjónsson.

8 stig

Keppendur gerðu jafntefli svo ritstjórn varpaði hlutkesti. Þar kom Haukur Gunnarsson út sem sigurvegari og Hrönn útnefnir því Finn Vilhjálmsson lögfræðing sem sinn eftirmann.

8

Hrönn Sveinsdóttir, 1. 12. 2. María Birta. 3. Þriðja.

 Sudoku fyrir lengr a komna

4. Framkomu kvenna. 5. Edda Sif Pálsdóttir.

2 7 6

6. Katla og Hekla. 7. Kanye West.

1 2 4 9 5 4 1 3 6 7 7 4 5 9 3 4 8 6 5 3 6 7

2 8

framkvæmdastýra Bíó Paradís

3

9. Baltasar Kormákur. 10. Rescue me.

11. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.

6

5

 15. Hilmar Guðjónsson.  14. Gallsúrt rauðkál.

4

8 stig

 kroSSgátan

9 1 5

3 2 7

12. Skák. 13. OMAM.

4 3

7

8. Michelle Obama.

5 1 9 6

Svör: 1. 42. 2. Þórlaug Ágústsdóttir. 3. Þriðja sæti. 4. Kapítalisma. 5. Edda Sif Pálsdóttir. 6. Hekla og Lakagígar. 7. Kanye West. 8. Hillary Clinton. 9. Johnny Depp. 10. Rescue me. 11. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. 12. Spjótkasti. 13. Of Monsters and Men. 14. Rauðkál. 15. Hilmar Guðjónsson.

Haukur Gunnarsson

1. Hversu margir núlifandi Íslendingar hafa náð hundrað ára aldri? 2. Ung íslensk kona stendur í ströngu vegna sérlega ógeðfelldrar myndar sem birt var af henni á facebook síðu sem gefur sig út fyrir kvennaníð. Hvað heitir konan? 3. Í hvaða sæti var ólympíugullhafinn Jón Margeir Sverrisson í kjörinu um íþróttamann ársins? 4. Hverju varaði páfinn sérstaklega við í áramótaávarpi sínu? 5. Hver var í óvæntu lykilhlutverki í áramóta­ skaupinu? 6. Hvaða íslensku eldfjöll eru tifandi tíma­ sprengjur, að mati sérfræðinga sjónvarps­ stöðvarinnar PBS? 7. Með hverjum á glamúrstjarnan Kim Kar­ dashian von á barni? 8. Hver er dáðasta kona Bandaríkjanna, sam­ kvæmt þarlendri könnun? 9. Hvaða Hollywood­sjarmör nefndi strönd á einkaeyju sinni í Bahamaeyjum eftir nýrri kærustu? 10. Sálar­söngkonan Fontella Bass lést á dög­ unum 72 ára að aldri. Hvert er þekktasta lag hennar? 11. Hvaða þingkona sagði af sér þingmennsku á gamlársdag? 12. Í hvaða íþrótt skaraði Ásdís Hjálmsdóttir fram úr á síðasta ári? 13. Hvaða heimsfræga hljómsveit var sérstakur gestur Kryddsíldarinnar í ár? 14. Hvert var óvænta innihaldið í Ora­bauna­ dósinni sem fjölskylda nokkur keypti fyrir aðfangadag? 15. Hver leikur George í uppfærslu Borgarleik­ hússins á Mýs og menn?

 Sudoku

8 2

9

ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. ÁSTARGÆLUR

118

TÍMABILS

MÁLMUR FRUMEFNI

LUMBRA

REKALD

RUSTI

HAGNAÐUR

BÖGUBÓSI ERFIÐI

12”pizza 2/álegg 1050 kr.

VAXA

Salat með kjúklingi eða roastbeef 990 kr. Bátur mánaðarins 750 kr.

HVETJA

KRYDD

TRÉ

2x16” pizza 2/álegg 2980 kr. rennibraut og boltaland fyrir börnin Nýbýlavegi 32 S:577-5773

ÁRÁS

ER

SÝTA

ÍÞRÓTTAFÉLAG

FLÖTUR

PISS

LJÓSLEIT

BINDA

HREINSA

FARFA

Í RÖÐ

HANGA HRÖÐ ÓSKA

SKISSA

KVÍSL

TUSKU

HREÐJASTEINN

ÁTT

ÓLGU

ÚTDRÁTTUR

SPYR

KJAFT

ÖRK AFLÝSING

ORGA

LJÓMA EINNA GEGNA VIÐSKIPTI

SÓÐA

ERLENDIS

BORÐANDI

BOLI

ÓRÓI

NEITUN

SOFA

ÓGÆFA MJÓLKURVARA

HEPPNAST

TIL SAUMA

SVIK

RÁKIR BORGUN

EYRIR

HLJÓTA

STRUNS

ÁSAKAÐI

EKKI

PIRRA

RÖNDIN

Í RÖÐ

FUGL

FRÁDRÁTTUR

TVEIR EINS HUGLEIÐSLA

KVARTANIR

MAR

KOMAST

BRÉFSPJALD

SNUDDA

SJÓNAUKI

HNÝSAST

SKEL

BLUND HLJÓM

FISKUR

ÁTT

SKAMMSTÖFUN

TVEIR EINS

KVAÐ VOÐ

KONUNGUR

Í RÖÐ HÆÐIRNAR FRAMHJÁHALD

LYFTIDUFT

RÆÐA

GATA

INNILOKA

TVEIR EINS

36

SVELG

DURTUR

TIL


MÍMIR símenntun

! G ÞI

M U G E T L L I L T r R U n M a M F I n U n i M EIÐ R g ntu E Y n K i K F l en S S k a Ð æ M k m I í b -s Á s l E N a m K nu mis t Í S a a g Mí k M e s g k Á n s í a l N ttu síðu .is r ó F P ka ska Fle eima imir s n l E a h m g á w. a ú t k s Por w n a w k Da ka s ý a Þ s k r s : ur itun a í o k Ð b N I s m utr E n r a ka u K a A æ S as Skra nd s S : t r a L M g f g • rlö e a Á Á v k N ing o æfin ustu og s M Kín n A U D eikn og þ iða ngar G ka æ p N N U niðt eið i • M endi eið ið T TU ans ka S S • S msk land Ísl sk lbúm Í p s R F ar aná á Ís di • rnám daa fyrir Ja sne m G u jón rif a E s lan ðuna Myn ook s r s L h ú Í P I ð og t • sk á i á För ð • ceb PS R T M ni kar ltne nefn ið • skei • Fa á G s M nun, og s Ke Ör ske nám ara rðu aE S K hön inn ar • ar • nám ay org Læ unn

Ö R

N N

O V

ri a n r á N nga i ng s ý i l n p á up skr íma s 0 g í o 0 8 1 0 58

AF

3 1

0 2

• b r g k a -b ld Fat ur, s eytin orna ision i • E eldri þinn - og álun ða á t Leð uskr ynd f urov tílis yrir dinn Trj Olíum ð spa • f k E Kö imsm lk • igin s nám á ipa rinn ið • n me He gafó nn e ölvu rðu arðu rland málu i æ n kó tu þ ni • T • L rtag taða Olíu r a u Ve lvun rgar Matj rbús ing • a í tö ri bo tt • Sum Teikn i eld ið þ ar • un • g k tæ ping amál iknin p kli nslit ndate t Va pmy o Sk


38

skák

Helgin 4.-6. janúar 2013

 Sk ák ak ademían

Carlsen í hæstu hæðum

J

Snjall leikur hjá menntamálaráðherra

Það fór ekki mikið fyrir einni helstu skákfrétt árs-

Góða (skák)helgi!

katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og friðrik Ólafsson stórmeistari í Djúpavík í Árneshreppi á Ströndum.

SkÁkþrautin SVARTUR LEIKUR OG VINNUR Hér virðist hvítur í stórsókn en svartur lumar á sleggju. Sá ágæti herramaður D. Johnston hafði hvítt gegn S. Bibby í bresku deildarkeppninni 2001. Finnurðu leik fyrir svartan? 1... Dxd4+ 0-1 (Drepi hvítur drottninguna verður hann mát með Hh1.)

ins í desember, en þá skipaði Katrín Jakobsdóttir æja, góðir hálsar, þá er það opinbert: Magnús menntamálaráðherra starfshóp til að kanna kosti frændi okkar Carlsen frá Noregi hefur slegið skákkennslu í grunnskólum, meðal annars með stigametið sem Gary Kasparov setti um árið. hliðsjón af innlendum og erlendum rannsóknum á Á skákstigalista FIDE 1. janúar trónir Carlsen efstur áhrifum skákkennslu á námsárangur og félagslega með 2861 skákstig – en Kasparov náði mest 2851 stigi. færni barna og ungmenna. Hópurinn á Heimsmeistarinn Viswanathan Anand einnig að kortleggja stöðu skákkennslu í frá Indlandi dúsir í 7. sæti, en hann hefur grunnskólum á Íslandi. reyndar boðað aukna hörku við taflborðið Hér er um að ræða merkilegt skref, á nýja árinu. Þá ber til tíðinda að rússneski enda hafa rannsóknir leitt í ljós að björninn Vladimir Kramnik hefur velt skákkunnátta bætir námsárangur barna Armenanum Aronian úr 2. sæti listans, og ungmenna í nánast öllum greinum, Azerinn Radjabov situr sem fastast í 4. bæði þeim sem reyna á rökhugsun og sæti og sigurvegarinn á N1 Reykjavíkurskapandi hugsun. Skák er mjög að ryðja skákmótinu 2012, Ítalinn Fabiano Casér til rúms sem námsgrein í fjölmörgruana er í 5. sæti. um löndum í öllum heimsálfum, enda Jóhann Hjartarson er stigahæstur ísstórkostlegt (og bráðskemmtilegt) tæki lenskra skákmanna með 2592 skákstig. til að kenna börnum að nota heilann. Jóhann, sem verður fimmtugur á árinu, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir stýrir er sá Íslendingur sem hefur náð lengst emanuel Lasker var lengst vinnuhópnum, en hún hefur 11 sinnum í keppninni um heimsmeistaratitilinn – allra heimsmeistari í skák. orðið Íslandsmeistari kvenna og leiddi fjögurra manna úrslit – og óskandi að hann tefldi sem allra mest á nýja árinu, helst með lands- Skáksamband Íslands með glæsibrag í fjögur ár. Aðrir í hópnum eru Anna Kristín Jörundsdóttir kennari, liðinu. Héðinn Steingrímsson, sem nú dvelur í Texas Helgi Árnason skólastjóri, Helgi Ólafsson skólastjóri, og teflir með háskólaliði þar, er í 2. sæti með 2560 stig, Helgi Ólafsson er í 3. sæti með 2547, gamla brýnið Mar- Hrafn Jökulsson rithöfundur og Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna. geir Pétursson situr í 4. sæti með 2532 og ungstirnið Hjörvar Steinn Grétarsson er kominn í 5. sæti með Án mistaka er engin snilld! 2516. Næstir koma Hannes Hlífar Stefánsson (2512), Henrik Danielsen (2507), Jón L. Árnason (2498), Stefán Emanuel Lasker (1868-1941) var manna lengst Kristjánsson (2486) og Bragi Þorfinnsson (2484). heimsmeistari í skák. Hann sigraði Steinitz, fyrsta Meiri tölfræði? Rússar eru mesta skákþjóð heims heimsmeistarann, árið 1894 og tapaði titlinum til (fyrir utan Íslendinga, auðvitað) enda eiga þeir hvorki hins mikla Capablanca 1921. Lasker mælti: ,,Án fleiri né færri en 215 stórmeistara. Meðalstigatala 10 mistaka væri engin snilld hugsanleg.“ Sömuleiðis: bestu skákmanna Rússlands er 2746, næstir koma ,,Lygar og tilgerð duga skammt á skákborðinu.“ Úkraínumenn með 2703, þá Kínverjar með 2667, FrakkOg fyrst við erum byrjuð að vitna í stórmenni ar með 2663 og Ungverjar eru í 5. sæti ásamt Armenum mannkynssögunnar er vel við hæfi að enda á þýska með 2658. Íslendingar eru í 31. sæti á heimslistanum, þjóðskáldinu Johann Wolfgang von Goethe (1749sem er vel viðunandi, miðað við margfræga höfðatölu 1832) sem sagði: ,,Djarfar hugmyndir eru einsog og þau 196 ríki sem nú prýða heiminn með tilveru sinni. taflmenn sem sækja fram – falla kannski í valinn, en leggja drög að sigrinum.“

MÁLÞÓF ÞREITTI FÓLK MÁL ÞÓF(I) ÞREITT I Á LIÐNU ÁRI FÓLK Á LIÐ NU(S) OG AÞINGI ÁRIfréttatímanS O GAL ÞING(D) I LauSn Á VerðLauna myndagÁtu SETTI MIKIÐ SETT IM I KIÐ Gerður var greinarmunur en ekki strangur munur á i og y. NIÐUR VIÐ ÞAÐ. á grönnum og breiðum sérhljóðum N IÐUR VIÐ Þ AÐ.

MÁL

ÞÓF(I)

ÞREYTT

I

Xenia Paris

ÚTSALA

Boston

FÓLK

Glæsileg borðstofuborð, borðstofustólar, sófaborð, útihúsgögn o.m.fl. með allt að 70% afslætti!

Á

ÁRI

LIÐ

O

NU(S)

GAL

ÞYNG(D)

I

Celeste SETT

N

IM

IÐUR

VIÐ

I

Þ

KIÐ

AÐ(A)

MÁLÞÓF ÞREYTTI FÓLK Á LIÐNU ÁRI OG ALÞINGI SETTI MIKIÐ NIÐUR VIÐ ÞAÐ Lesendur Fréttatímans voru greinilega hæstánægðir með myndagátuna þetta árið því hundruð lausna bárust til blaðsins. Dregið var úr réttum lausnum og hinn heppni vinningshafi er: Margrét Ásgeirsdóttir, Bjarkarási 19, 210 Garðabæ. Hlýtur Margrét gjafabréf á máltíð á veitingastaðnum SuSHiSamBa fyrir tíu þúsund krónur og fær hún það sent í pósti. Fréttatíminn þakkar lesendum fyrir þátttökuna.


þrettándinn heilsa 39 11

Helgin6.-8. 4.-6.janúar janúar2012 2013 Helgin  Þrettándinn – hefð og hátíð í jólalok  MaNNslíKaMINN Stöðugt álag

KYNNING

Skammdegið gróðrarstía fyrir fantasíur

Mjaðmagrindin er miðja líkamans

Við fengum Árna Björnsson, doktor í menningarsögu, til að fara yfir sögu og hefðir hátíðanna. Umfjöllun um jól og áramót er lokið og nú verður hringnum lokað með stuttu yfirliti yfir þrettándann og sögu hans.

6M

jaðmagrindina má kalla . janúar varmannslíkamans. talinn fæðingarmiðju dagurAlltaf frelsarans undan 25. hvílir áeinhver desember. Þessi dagur þungi á mjaðmagrindinni hvorter ennþá talinn vera fæðingardagur sem við sitjum, stöndum eða hans af einni kirkjudeild heimliggjum. Þessvegna er húní alltaf inum, armensku. undirþeirri álagi og því mikiðDagurinn í húfi að heldur sér sem skírnardagur Jesú hafa hana í lagi. Innan mjaðmaoggrindarinnar sem minningeru ummörg heimsókn vitrinnri lífinganna Austurvegi, heitfæri og úr vöðvar sem meðenda flóknu irsamspili hann sumstaðar þriggjakóngavinna saman að því að dagur, til dæmis bæðieins á dönsku allt hreyfist og virki og þaðog þýsku. „Á þessum degi hefur alltaf á að gera. verið eitthvert tilstand á Íslandi Það er staðreynd að vandamál því þarna enda jólin. Þá var tengd mjaðmagrindinni semgjarnanleita verið það sem eftir var innaðá klára borð sjúkraþjálfara í mat og drykk og kertastubbarnir og lækna eru mun algengari hjá brenndir. Það var gjarnan konum en körlum. Það er talað vegnaað þessútaðjólin líkami er flóknari spila og kvenna svo framvegis og að þessu leyti en líkami og einnig var þetta kallað að karla rota jólin er til að konur getifram gengið með sumsstaðar. Langt á nítjándu börn. Því má þó ekki gleyma að öld heyrðist talað um þrettándann þegar kemur aðÞað almennum hreyfsem gömlu jólin. á sér einfalda ingum ogsem vöðvavinnu á þessu skýringu fólst í tímatalsleiðsvæði þáog erugerð kynin ólík. réttingu varekki hérsvo á landi meðgöngu reynir mikið áriðÁ1700, svokölluðum gamlaá stíl hjá konum. ogmjaðmagrindina nýja stíl.“ Áhrif hormónsins relaxin sem, og nafn þess gefur tilgamli kynna, 5.eins janúar, jóladagurinn slakar á liðböndum mjaðmaÞað var frá upphafi ákveðin skekkja grindarinnar til að húní geti gefið í rómverska tímatalinu sambandi eftir og stækkað eftir því sem við hlaupárin. Skekkjan jókst alltvex, valdavið þvíeinn stundum af,barnið og það bættist daguraðá konur fá verki í mjaðmagrindina hverri öld eða þar um bil. Svo gerist á meðgöngu. Nokkuðöld algengt það á miðri sextándu að það er er að konur finni fyrir komin tíu daga skekkja.einhverjÞá ákveða um einkennum í mjaðmagrind stjörnufræðingar páfans í Róm meðgöngu erteknir þó ekkiburt aðá laga þetta. en „Þáþað eru Það skiptir tíualgilt. dagar úrsem árinu. Þessimestu tilskipun máli er góð líkamsstaða, rétt kemur 1582. Mótmælendur vildu líkamsbeiting og hófleg þjálfun nú ekki aldeilis fara eftir því sem líkamans eftir ástandi hverrar páfinn sagði og sumir þráuðust við konu fyrir sig. Aðrir þættir skipta í eitt til tvö hundruð ár. Þess vegna þó einnig miklu máli eins og til varð tímabreytingin ekki á Íslandi dæmis hvernig vinnu viðkomandi fyrr en árið 1700. Á Englandi var vinnur, það er að segja er mikið þessu ekki breytt fyrr en 1752 og um líkamlegt eða einhæft álag í rússneska hefvinnu svorétttrúnaðarkirkjan sem kyrrseta og fleira. urTil aldrei þessu.rétt Hún þess breytt að bregðast viðer erþví orðin 13 eða 14að dögum á eftir. nauðsynlegt fá rétta fræðslu Þegar þetta gerðist Íslandi vildi og leiðbeiningar hjá ásjúkraþjálfmargt gamalt halda sigvill við ara sem þekkirfólk til. Stundum gömlu jólin.aðÞað er meira að segja svo verða konur fá grindarlos svo í fyrsta almanakinueneftir eðaað jafnvel grindargliðnun tímatalsbreytingu sem Jón Árnaþá er mun meiri óstöðugleiki í son, biskup í af Skálholti, gaf út árið einhverjum þremur aðalliða1707, sjö mjaðmargrindarinnar árum eftir að breytingin mótum átti sér stað, þá tveimur merkir hann (spjaldliðunum eða líf-við 5.beini) janúar: Og ogjóladagurinn jafnvel í öllumgamli. þremur. afÞegar því fólk nú fastheldið þá var þaðvar verður þarf konan það alveg fram hægar um 1900 kalla að til fara sér mun og að vera þrettándann gömlu undir eftirliti eða íjólin. meðferð hjá Þrettándinn hafði að sjálfsögðu sjúkraþjálfara á meðgöngunni. sína einsekki og aðrar stórhátíðHéráttund er sá listi tæmdur um ir.sértækari Hún var 13. janúar og hétkonur geislavandamál sem dagur. Það eruí margar aldir síðan geta upplifað mjaðmagrindinni hætt var að halda upp á hann hér á meðgöngu. á landi, en í Svíþjóð Sú umræða hefur tíðkaðist oft komiðþað upp síðustu hvers vegna verkir lengur og þar ár heitir hann Tugondaí mjaðmagrind vandamál gen eða 20. dagurogjóla.“ tengd meðgöngu virðast mun Hjátrúin góðu lífi voru hjá algengarilifir í dag en þau kynslóðunum á undan. Ýmsar Árni starfaði á þjóðháttadeild Þjóðkenningar eruum á lofti en þó minjasafnsins árabil og er ræddi ekkert sannað í þeim málum. við fólk um allt land sem fætt var á Undirrituð hefur haft mikinn bilinu 1880–1910. Hann komst að áhuga því síðustu árinfullorðins að skoða því að í áhæsta lagi 10% fólks tryðu því í alvöru að til væru yfirnáttúrulegar verur eins og álfer dreift áer heimili á ar ogFréttatímanum draugar. Þetta nokkurn höfuðborgar-svæðinu og Akureyri og í lausaveginn sama sagan um allan heim dreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum en íslensku tíu prósentin hafa sérog fylgiblöðum með Fréttatímanum er stöðu. Þauhagkvæmur eru munkostur. ófeimnari við að viðurkenna hjátrú sína opinberlega. Aðrar þjóðir virðast bældari af kirkjulegum yfirvöldum. Þetta hefur ekki farið framhjá erlendum ferðamönnum og íslensk ferðaþjónusta hefur að sjálfsögðu reynt að hagnýta sér þessa sérstöðu. „Orðið hjátrú er vissulega mjög rétttrúnaðarlegt, en það merkti átrúnað sem var fyrir utan hin lögupplýsinga á auglýsingadeild boðnuLeitið trúarbrögð. er þó Fréttatímans í símaÞað 531 3310 eðaskárra á valdimar@frettatiminn.is en orðið þjóðtrú sem felur í sér að vera eitthvað sem öll þjóðin trúir og er vitaskuld fráleitt. Börn hafa alltaf verið spennt fyrir yfirnáttúrlegum

þessum vandamálum með fræðslu, hvort við getum komið í veg fyrir hlutum, og um tíuvandamál af hundraði myrkrið sem er gróðrarstía og greiningu sjúkraþjálf-fyrir allseða minnkað þau semfullorð- skoðun inna virðast halda þessu fantasíur. vegnasviði gamla ruglsem sérhæfir sigEn á þessu margar konur fást við eftirindæla með- barns- arakonar lega viðhorfi. hefur alltaf fylgt í samvinnu ingsins um tímasetningu við lækni. Ef gripiðjóla er og áragöngu og framHjátrúin eftir aldri. Þessi þrettándanum eins og áramótunum.“ móta eru ýmsar útgáfur til af því, hvað nógu snemma inn í þá má minnka vandamál eru meðal annars sig á Þjóðsögur og þjóðtrú er ekki nýársnótt,vandamál jólanótt og læknaá hvimleið ogþrettándagrindaholslíffærum (aðallega þá eitt og eðagerist hið sama. Árni segirog þjóðsögurnar nótt:koma kýrnar fái fyrir mannamál, selir fari úr í veg aðgerðir. þvagblöðru og legi) aðrir kvillarvera jafnvel skáldskap og menn hömum álfar flytjist búferlum, getursínum, haft mikil áhrif á lífsþví tengdir.þjóðarinnar Ýmislegt hefur breystupp til Það hópa trúðu þeim ekki fremur en þeir gæði gott aðmeð sitjaverki á krossgötum og leita að sé vera og því og batnað í fræðslu og upplýsingatrúa því nú á dögum að HarryogPotter sé ættispásagna ogspara svonasér mætti enginn að það lengi að fá telja.“ flæði til kvenna á meðgöngu til í alvörunni. bernsku lá við faglegt mat og greiningu á sínum eftir hana og því„Íerminni það áhugavert Bjarni Pétur Jónsson ég tryði því að Tarsan verið til. vandamálum. að skoða hvort vinna megihefði á móti Það er að sjálfsögðu skammdegið og ritstjorn@frettatiminn.is

Árni Björnsson Íslendingar eru ekki feimnir við að játa trú sína á yfirnáttúrulegar verur.

Ef gripið er nógu snemma inn í þá má minnka eða lækna hvimleið vandamál og jafnvel koma í veg fyrir aðgerðir. Sólrún Sverrisdóttir, sjúkraþjálfari, Gáska sjúkraþjálfun.

Mynd Hari

Yfirnáttúrulegur veitingastaður

Gló leggur ríka áherslu á að nota einungis ferskasta og besta hráefni sem völ er á.

Listhúsinu Laugardal · Engjateig 19 · 105 Reykjavík Sími 553 1111 · www.glo.is

Opnunartími: Virka daga 11-21 · Laugardaga 11-17


40

sjónvarp

Helgin 4.-6. janúar 2013

Föstudagur 4. janúar

Föstudagur RÚV

21:25 The Biggest Loser (1:14) Það sem keppendur eiga sameiginlegt í þessari þáttaröð er að á þeim hafa dunið áföll.

20:10 MasterChef Ísland (3/9) Frábærir þættir þar sem íslenskir áhugakokkar fá að reyna fyrir sér í matargerð en fjöldi fólks skráði sig til leiks.

Laugardagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

21.25 Súkkulaði (Chocolat) Einstæð móðir flyst með sex ára dóttur sína í franskt sveitaþorp og opnar þar súkkulaðibúð.

21:15 Once Upon A Time (1:22) Einn vinsælasti þáttur síðasta árs snýr loks aftur.

Sunnudagur

19:25 Ísland á HM 2013 Skemmtilegur þáttur um Strákana okkar í íslenska handboltalandsliðinu og möguleika liðsins fyrir HM í handbolta á Spáni í janúar. allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

21.25 Sunnudagsbíó - Móðir og 4 barn (Mother & Child) Saga þriggja kvenna, fimmtugrar móður og dóttur hennar sem hún gaf frá sér og þeldökkrar konu sem er að reyna að ættleiða barn.

Sunnudagur

Laugardagur 5. janúar RÚV

STÖÐ 2

STÖÐ 2

RÚV

08.00 Morgunstundin okkar / Froskur 08.00 Morgunstundin okkar / Tillý 15.05 Ástareldur 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:00 Strumparnir / Brunabílarnir / og vinir hans / Kóalabræður / Franklín og vinir / Háværa ljónið Urri / Kioka / 15.55 Undur sólkerfisins – Framandi 08:05 Malcolm in the Middle (22/22) Lalli / Algjör Sveppi / Kalli litli kanína og vinir hans / Stella og Steinn / Úmísúmí / Spurt og sprellað / Babar / líf (5:5) e. 08:30 Ellen (9/170) og vinir / Scooby-Doo! Leynifélagið / Smælki / Kúlugúbbar / Kung fu panda Grettir / Nína Pataló / Skrekkur íkorni 16.55 Grettir (9:9) 09:15 Bold and the Beautiful Kalli kanína og félagar Goðsagnir frábærleikans / Litli prinsinn / Unnar og vinur 17.20 Babar (3:26) 09:35 Doctors (54/175) 11:20 Mad / Latibær / Ævintýri Merlíns 10.25 Söngvaskáld (Helgi Björns) 17.44 Bombubyrgið (15:26) 10:15 Two and a Half Men (4/16) 11:35 Big Time Rush 11.30 Áramótaskaup 2012 e. 11.05 Útsvar e. 18.15 Táknmálsfréttir 10:40 Til Death (7/18) 12:00 Bold and the Beautiful 12.30 Nýárstónleikar í Færeyjum 2012 e. 12.05 Landinn e. 18.25 Framandi og freistandi 3 (2:9) e. 11:05 Masterchef USA (10/20) 13:00 Með allt á hreinu - tónleikar 14.50 Bikarkeppnin í körfubolta 19.00 Fréttir 11:50 The Kennedys (4/8) allt fyrir áskrifendur12.35 Gengið um göturnar e. 14:45 Týnda kynslóðin (16/24) allt fyrir áskrifendur (Stjarnan - ÍR) 13.25 Þungarokksveitin Anvil e. 19.30 Veðurfréttir 12:35 Nágrannar 15:15 Drop Dead Diva (8/13) 16.30 Stofnfruman og leyndardómar 14.50 Nikulás litli (Le petit Nicolas) e. 19.35 Söngvaskáld (Helgi Björns) 13:00 Semi-Pro 16:10 Modern Family (4/24) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun hennar e. 16.20 EM í fótbolta 2012 e. 20.20 Útsvar (Akranes - Fljótsdals- 14:45 Sorry I've Got No Head 16:35 ET Weekend 17.20 Táknmálsfréttir 16.50 Hvað veistu? - Svefnrannsóknir hérað) 15:15 Barnatími Stöðvar 2 17:25 Íslenski listinn 17.30 Poppý kisuló (2:52) og engisprettur e. 21.30 Starfsmaður mánaðarins 16:50 Bold and the Beautiful 17:55 Sjáðu 17.40 Teitur (7:52) 17.23 Friðþjófur forvitni (1:10) (Employee of the Month) Slugs17:10 Nágrannar 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17.51 Skotta Skrímsli (1:26) 17.46 Leonardo (1:13) ari tekur sig á til að reyna að 17:35 Ellen (69/170) 18:476 Íþróttir 4 5 4 Hrúturinn Hreinn og5 verðlaunaféð 6 17.56 18.15 Táknmálsfréttir ganga í augun á nýrri samstarfs18:23 Veður 18:56 Heimsókn 18.00 Stundin okkar 18.25 Úrval úr Kastljósi konu en fær harða samkeppni. 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:13 Lottó 18.25 Basl er búskapur (1:12) 18.54 Lottó Bandarísk gamanmynd frá 2006. 18:47 Íþróttir 19:20 Veður 19.00 Fréttir 19.00 Fréttir 23.20 Smáfiskar (Little Fish) Konu 18:54 Ísland í dag 19:30 Wipeout 19.30 Veðurfréttir 19.30 Veðurfréttir í Sydney, fyrrverandi heróín19:11 Veður 20:15 Áramótabomban 19.40 Landinn 19.40 Ævintýri Merlíns (8:13) sjúklingi, er boðið að taka þátt 19:20 Simpson-fjölskyldan (18/22) 21:30 Solitary Man Rómantísk 20.15 Downton Abbey (8:9) 20.30 Áramótaskaup 2012 e. í fíkniefnaviðskiptum og bjarga 19:45 Týnda kynslóðin (16/24) gamanmynd um Ben er fyrrum 21.25 Sunnudagsbíó - Móðir og barn 21.25 Súkkulaði (Chocolat) þannig fjárhag sínum. e. 20:10 MasterChef Ísland (3/9) stórlax í bílabransanum en má (Mother & Child) 01.10 Banks yfirfulltrúi: Leikur að 21:00 The Break-Up Bráðskemmtileg 23.25 Ástríðustef (Passion Play) muna sinn fífil fegurri. Með röð 23.20 Ólgandi ástríður (Consuming Seinheppinn trompetleikari gamanmynd um listverkasalann, 5 eldi (1:3) e. 6 óheppilegra atvika í viðskiptum Passion) Sagðar eru sögur þriggja bjargar engli úr klónum á mis02.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Brooke sem hefur fengið nóg af og kvennamálum tókst honum kvenna á ólíkum tímum: Mary, kunnarlausum glæpamanni. sambandinu við sinn óþroskaði en að klúðra bæði fyrirtækinu og eiginkonu annars stofnenda forBandarísk bíómynd frá 2010. Atriði hjónabandinu. Nú gefst honum sjarmerandi sambýlismann, Gary. SkjárEinn lagsins; Janet sem er sveimhuga í myndinni eru ekki við hæfi barna. færi á að snúa við blaðinu. 22:45 Transsiberian Dularfull 06:00 Pepsi MAX tónlist rithöfundur á 8. áratugnum; og 01.00 Griffin og Phoenix e. spennumynd. 08:00 Rachael Ray (e) 23:00 London Boulevard Hörkubókmenntakennarans Kirstie. e. 02.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 00:35 The Wolfman 08:45 Dr. Phil (e) spennandi mynd. 00.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 02:15 Wedding Daze 09:35 Pepsi MAX tónlist 00:40 You Don't Know Jack 03:45 The Marine 2 15:50 Top Chef (4:15) (e) SkjárEinn 02:50 The Walker SkjárEinn 05:15 Semi-Pro 16:35 Rachael Ray 06:00 Pepsi MAX tónlist 04:35 An American Crime 06:00 Pepsi MAX tónlist 17:20 Dr. Phil 12:05 Rachael Ray (e) 09:50 Rachael Ray (e) 18:10 Survivor (9:15) (e) 12:50 Dr. Phil (e) 11:10 Dr. Phil (e) 19:00 Running Wilde (7:13) (e) 14:20 7th Heaven (1:23) 17:35 FA bikarinn - upphitun 11:50 FA Cup - Preview Show 11:55 Once Upon A Time (1:22) (e) 19:25 Solsidan (7:10) (e) 15:05 Happy Endings (10:22) (e) 18:05 Meistaradeild Evrópu 12:20 Brighton - Newcastle 12:45 Top Chef (4:15) (e) 19:50 Family Guy (1:16) 15:30 Teen Wolf (e) 19:45 Bubba Watson á heimaslóðum 14:45 Southampton - Chelsea 13:30 The Bachelor (8:12) (e) 20:15 America's Funniest Home 17:05 Family Guy (1:16) (e) 20:30 La Liga Report 17:00 West Ham - Man. Utd. 15:00 Die Another Day (e) Videos (42:48) 17:30 The Biggest Loser (1:14) (e) 21:00 Ísland - Noregur 19:10 Being Liverpool 17:15 30 Rock (20:22) (e) 20:40 Minute To Win It 19:00 Minute To Win It (e) 22:20 UFC 123 19:55 La Liga Report 17:40 House (16:23) (e) 21:25 The Biggest Loser (1:14) 19:45 The Bachelor (8:12) 20:25 Brighton - Newcastle allt fyrir áskrifendur18:30 Last Resort (6:13) (e) allt fyrir áskrifendur 22:55 Women in Trouble (e) Gaman21:15 Once Upon A Time (1:22) 22:05 Southampton - Chelsea 19:20 Survivor (10:15) mynd frá 2009 nokkrar konur 22:05 Ringer (18:22) 23:45 West Ham - Man. Utd. fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:10 Top Gear 2012 Special (e) sem eiga við fyrstu sýn lítið sam22:55 Sacrifice Bandarísk kvikmynd 15:05 Wigan - Man. Utd. 21:10 Law & Order: Special Victims Unit eiginlegt en sögur þeirra tvinnast frá árinu 2011. Lögreglumaður fer 16:45 Southampton - Arsenal 22:00 Dexter (9:12) saman á einum örlagaríkum degi. 18:25 Chelsea - QPR huldu höfði í hópi heróínbaróna. 23:00 Combat Hospital (3:13) 00:30 Excused 00:45 Cass 20:05 Premier League Review Show 14:00 Season Highlights 2002/2003 allt fyrir áskrifendur 23:50 My Big Fat Fetish (e) 00:55 House (16:23) (e) 02:35 Ringer (18:22) (e) 21:00 Premier League World 2012/13 14:55 Premier League World 2012/13 4 5 6 4 5 (e) 6 00:40 House of Lies (11:12) 01:45 Last Resort (6:13) (e) 03:25 Excused (e) 21:30 Football League Show 2012/13 15:25 Premier League Review Show fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 01:05 Excused (e) 02:35 Prayers for Bobby (e) 03:50 Pepsi MAX tónlist 22:00 Man. City - Stoke 16:20 Tottenham - Reading allt fyrir áskrifendur 01:30 Combat Hospital (3:13) (e) 04:05 Pepsi MAX tónlist 23:40 Liverpool - Sunderland 18:00 Man. City - Stoke 02:20 Pepsi MAX tónlist 19:40 Ronaldinho fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:05 Season Highlights 2003/2004 SkjárGolf 10:25 When Harry Met Sally 21:00 Liverpool - Sunderland 06:00 ESPN America 4 5 6 12:00 Alvin og íkornarnir 2 12:45 10 Items of Less 22:40 Chelsea - QPR 07:35 US Open 2012 (4:4) allt fyrir áskrifendur 10:35 A Family Thanksgiving 13:30 The Family Stone 14:05 The Muppets 13:35 Tyco Golf Skills Challenge (1:1) allt fyrir áskrifendur 12:05 Fantastic Mr. Fox 15:10 When Harry Met Sally 15:45 Dodgeball: A True Underdog Story allt fyrir áskrifendur 17:35 Inside the PGA Tour (1:47) SkjárGolf 4 513:30 Nothing Like the6Holidays 16:45 Alvin og íkornarnir 2fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:20 10 Items of Less 18:00 Golfing World 06:00 ESPN America 15:10 A Family Thanksgiving fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:15 The Family Stone 5 18:40 The Muppets 6 18:50 US Open 2000 - Official Film 06:35 Tournament of Champions 2013 16:40 Fantastic Mr. Fox fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:00 Flash of Genius 20:25 Dodgeball: A True Underdog Story 19:50 Champions Tour Year-in-Review 11:05 Inside the PGA Tour (1:47) 18:05 Nothing Like the Holidays 22:00 127 Hours 22:00 Tower Heist 20:45 PGA TOUR Year-in-Review 2012 11:30 Tournament of Champions 2013 19:45 The Holiday 23:35 Rise of the Footsoldier 23:45 Ray 21:40 Golfing World 16:00 Ryder Cup Official5Film 2002 4 22:006 New Year's Eve 01:35 Flash of Genius 02:15 w Delta z 22:30 2013 18:00 Tournament of Champions 2013 00:00 Titanic 4 Tournament of Champions 5 6 03:35 127 Hours 04:00 Tower Heist 4 03:00 ESPN America 03:00 ESPN America 03:10 The Holiday

Útsala Útsala Útsala Útsala Heilsukoddar Sófasett Púðar Hornsófar Tungusófar 75.400 Sjónvarpsskápar Borðstofuhúsgögn Kommóður 15.000 Höfðagaflar 5.000 Rúm Fjarstýringavasar Hægindastólar Verðdæmi: Borðstofustólar 4.900

Náttborð 5.000 40%

70%

10%

20%

30%

50

70% 60% % 30%

30%

HÚSGÖGN

Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is


sjónvarp 41

Helgin 4.-6. janúar 2013  Dagskr áin Tveir vinsælir Danskir þæTTir á Dagskr á rÚv á næsTunni

6. janúar STÖÐ 2

06:00 ESPN America 07:45 Tournament of Champions 2013 12:15 Golfing World 13:05 Tournament of Champions 2013 17:35 Inside the PGA Tour (1:47) 18:00 Tournament of Champions 2013 03:00 ESPN America

5

mót og eins og staðan er núna býst ég við að Borgen komi í kjölfarið,“ segir Skarphéðinn. Skarphéðinn segir að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir en líklegast sé að þetta verði niðurstaðan. Venja hefur skapast að dönsku gæðaþættirnir séu á dagskrá á sunnudagskvöldum og ef koma ætti Höllinni fyrr að myndi það þýða að Forbrydelsen yrði fært yfir á annan dag. Danski forsætisráðherrann Birgitte Nyborg, leikinn af Sidse Babett Knudsen, boðaði til kosninga í lok annarrar þáttaraðar Borgen.

6

ÚTSALAN hefst í dag

%

5 -3

Dreki rúmföt

Áður 13.490 kr

Núna 8.768 kr

4

0%

afsláttur

200 vörutegundir

3 litir Klifurrós rúmföt -

á útsölu

Allar barnavörur 30

Stærð 140x200 áður 33.490 kr

Barnas tærðir 5 70x100 100x140

-3

Stærð 70x100 Stærð 100x140 Stærð 140x200

allt að 50%

-50% afsláttur

100% dúnn

Núna 23.443 kr

14:00 PL Classic Matches 15:00 Season highlights 2004 - 2005 15:55 Premier League World 2012/13 16:25 Arsenal - Newcastle allt fyrir áskrifendur 18:05 Everton - Chelsea 19:45 Pep Guardiola fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:10 Season Highlights 2005/2006 21:05 PL Classic Matches 22:05 QPR - Liverpool

SkjárGolf 4

Sýningar hófust á þriðju þáttaröð Borgen, Höllinni, í danska ríkissjónvarpinu á nýársdag. Íslendingar fengu fyrstu tvær þáttaraðirnar í beit hjá Sjónvarpinu á síðasta ári og nutu þær mikilla vinsælda. Því liggur beint við að spyrja Skarphéðin Guðmundsson, nýráðinn dagskrárstjóra Sjónvarpsins, hvenær sú þriðja verður tekin til sýninga. „Við vorum að byrja að ræða þetta. Upphaflega ætluðu þeir úti ekki að byrja að sýna þættina fyrr en í mars og menn voru ekki að sjá annað fyrir sér en að sýna þetta þá. Forbrydelsen er að byrja hjá okkur um næstu mánaða-

-3

6

0%

Stærð 70x140 Áður 3.330 kr Núna 1.998 kr

Dúnsængur - 30% afsláttur 100% dúnn & 100% bómull 5

69%

... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

6

0% afsláttur Handklæði - 4 andklæðum 15 gerðir af h

Eldhúsvörur - 30

fata á útsölu

25 gerðir rúm

Svuntur, ofnhansk

% afsláttur

ar ásamt mörgu öð

ru

-30

%

Núna 8.437 kr

t Eyrarrós rúmfö

Opið 11-18

Straufrítt efni

Verðdæmi

Stærð 150x250 áður 5.990 kr núna 2.995 kr

Áður 12.980 kr

35% afsláttur

100%

Pima bómull

30% afsláttur Bómullarlök - ma bómull Ofið úr 100% Pi gæði Einstök mýkt &

Dúkar 40-50% afsláttur Margar gerðir og stærðir

Tilboðin gilda í verslun og vefverslun Sendum frítt úr vefverslun

www.lindesign.is *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012

k ns n le u Ís nn

09:30 Southampton - Chelsea 11:10 West Ham - Man. Utd. 12:50 FA bikarinn - upphitun 13:20 Swansea - Arsenal 15:45 Mansfield - Liverpool 17:50 Spænski boltinn 21:40 Swansea - Arsenal allt fyrir áskrifendur 23:20 Mansfield - Liverpool 01:00 Spænski boltinn fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

Höllin kemur í kjölfar Glæpsins

07:00 Strumparnir / Villingarnir / Algjör Sveppi / Latibær / Tasmanía / Tommi og Jenni / Hundagengið / Ofurhetjusérsveitin 11:35 Victorious 12:00 Nágrannar 13:05 2 Broke Girls (4/24) 13:30 Áramótabomban 14:45 Steve Jobs - Billion Dollar Hippy 15:35 The Newsroom (1/10) allt fyrir áskrifendur 16:50 MasterChef Ísland (3/9) 17:40 60 mínútur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:00 Um land allt 19:25 Ísland á HM 2013 20:10 Sjálfstætt fólk 20:45 The Mentalist (6/22) Fimmta 4 þáttaröð af þessum sívinsælu þáttum um Patrick Jane, sjálfstætt starfandi ráðgjafa rannsóknarlögreglunnar í Kaliforníu. 21:30 Boardwalk Empire (7/12) Þriðja þáttaröð af þessari margverðlaunuðu seríu sem skartar Steve Buscemi í hlutverki stórkallsins Nucky Thompson, sem réði lögum og lofum í Atlantic City á bannárunum snemma á síðustu öld. 22:30 60 mínútur 23:15 Mildred Pierce (1/5) 00:15 Mildred Pierce (2/5) 01:20 Mildred Pierce (3/5) 02:25 All Hat 03:55 The Mentalist (6/22) 04:35 Steve Jobs - Billion Dollar Hippy 05:25 Fréttir

Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is


42

bíó

Helgin 4.-6. janúar 2013  Frumsýnd Hvíti kóalabjörninn

 roger ebert gerir upp árið

Argo er besta myndin Kvikmyndagagnýnandinn Roger Ebert hefur tekið saman lista yfir bestu kvikmyndir ársins 2012 og þar trónir Argo, eftir Ben Affleck, á toppnum. Ebert segir myndina vera gegnheila bíómynd og klassískan Hollywood-þriller. Life of Pi er í öðru sæti hjá Ebert, Lincoln eftir Spielberg í því þriðja, End of Watch eftir David Ayer í fjórða og Arbitrage í leikstjórn Nicolas Argo, í leikstjórn Bens Affleck, var besta mynd nýliðins árs að mati Rogers Ebert. Jarecki í því fimmta. Myndirnar sem Ebert raðar í sjötta til tíunda sæti eru: Flight, The Sessions, Beasts of the Southern Wild, Oslo, August 31st og A Simple Life.

Einelti hrekur Jonna í sirkus

Hvíti kóalabjörnin, The Outback, er teiknimynd fyrir unga kvikmyndaunnendur, talsett á íslensku og full af fjöri, glensi og hæfilega spennandi ævintýrum og uppákomum við þeirra hæfi. Þar sem Jonni er hvítur á lit sker hann sig úr hópi kóalabjarna og má þola mikla stríðni vegna þess að hann er öðruvísi. Hann ákveður því að yfirgefa heimahagana og gengur til liðs við farandsirkus þar sem hann kynnist hressum dýrum. Starf Jonna í sirkusnum veldur honum hins vegar vonbrigðum þegar hann kemst að því að þar á hann ekki að leika neinar listir heldur bara vera til sýnis sem furðudýr. Selma Björnsdóttir leikstýrir íslensku talsetningunni og ljær persónum einnig rödd sína ásamt Viktor Má Bjarnasyni, Jóhanni G. Jóhannssyni, Valdimar

Flygenring, Hjálmari Hjálmarssyni, Steini Ármanni Magnússyni, Sigurði Þóri Óskarssyni og Arnari Ívarssyni.

Það er sko ekki tekið út með sældinni að vera hvítur kóalabjörn.

 Frumsýnd sinister

MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  MIÐASALA: 412 7711

NÝTT Í BÍÓ PARADÍS

CHAPLIN: CITY LIGHTS ÞRJÚBÍÓ

SUNNUDAG | 950 KR. INN

SVARTIR SUNNUDAGAR: Kl. 20 sunnudag. Aðeins þessi eina sýning.

Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis!

KOMDU Í KLÚBBINN! bioparadis.is/klubburinn

Ethan Hawke, í hlutverki rithöfundarins Ellison Oswald, finnur óhuggulegar filmur á nýju heimili sínu og virðist sitja uppi með illan anda sem hann þarf að reyna að reka út með öllum tiltækum ráðum.

Óhreinn andi á reiki Feigð og óhugnaður voma yfir persónum hryllingsmyndarinnar Sinister þar sem óhreinn andi herjar á fjölskyldu sem flytur inn í hús sem á sér skelfilega sögu. Scott Derrickson, leikstjóri Sinister, er á heimavelli þegar kemur að því að skjóta áhorfendum skelk í bringu en hann sýndi ágætis tilþrif í þeim efnum árið 2005 með myndinni The Exorcism of Emily Rose.

e

Ellison finnur kassa uppi á háalofti hússins og þá fyrst renna á hann tvær grímur.

than Hawke leikur rithöfundinn Ellison Oswald í Sinister. Hann sérhæfir sig í sakamálasögum sem byggja á raunverulegum atburðum. Hann er útbrunninn og grípur til þess örþrifaráðs að flytja með eiginkonu sína og tvö börn inn í hús þar sem hrottalegir atburðir áttu sér stað nokkrum árum áður. Þá bjó fimm manna fjölskylda í húsinu og fjögur þeirra voru myrt en yngsti fjölskyldumeðlimurinn hvarf sporlaust um leið. Oswald heldur þessu leyndu fyrir eiginkonu sinni en hann vonast til þess að finna innblástur fyrir næstu bók og stefnir að því að lífga upp á feril sinn með því að sökkva sér ofan í morðmálið og reyna að leysa ráðgátuna um hvað varð um yngstu dótturina á heimilinu. Skömmu eftir flutninginn fer Ellison að gruna að fjölskyldumorðið tengist eldri morðum sem framin voru á svæðinu og til þess að bæta gráu ofan á svart fær hann á tilfinninguna að morðinginn gangi enn laus. Ellison finnur kassa uppi á háalofti hússins og þá fyrst renna á hann tvær grímur. Í kassanum er sýningarvél og 8mm filmur sem eru merktar eins og ósköp venjulegar heimaupptökur. Þegar Ellison skoðar filmurnar blasa hins vegar við honum viðbjóðslegar upptökur af morðum þar sem heilu fjölskyldurnar eru drepnar á ógeðslegan hátt. Elsta filman er frá 1966 en sú nýjasta er

merkt 2011 og sýnir drápin á meðlimum fjölskyldunnar sem bjó í húsinu áður en Ellison settist þar að. Þegar Ellison hefur ráðfært sig við lögreglumann á staðnum kemur í ljós að morðin á filmunum voru framin víðs vegar um Bandaríkin á löngu tímabili, það fyrsta upp úr 1960. Morðin eiga það sameiginlegt, fyrir utan að hafa verið fest á filmu, að fórnarlömbin voru öll deyfð með lyfjum áður en þau voru myrt og að morðin tengist öll húsinu. Eftir því sem Ellison rýnir betur í filmurnar tekur hann eftir því að á þeim sést móta fyrir veru sem horfir á morðin auk þess sem á öllum þeirra gefur að líta dularfullt, málað tákn. Lögreglan vísar þá Ellison á prófessor Jonas, sérfræðing í hinu dulræna. Hann telur að á ferðinni sé púkinn Bughuul. Sagan segir að Bughuul hafi drepið heilu fjölskyldurnar. Þegar hér er komið sögu er heldur farið að þrengja að rithöfundinum sem óttast að hann og fjölskylda hans séu næst í röðinni hjá skrattakollinum. Aðrir miðlar: Imdb: 6.6, Rotten Tomatoes: 62%, Metacritic:53%

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


SKRÁÐU ÞIG! Ný námskeið að hefjast

Komdu í hóp með þeim sem ná árangri. Þjálfun Dale Carnegie vísar þér leiðina til að njóta þín betur á meðal fólks, hafa góð áhrif á aðra og til að nýta hæfileika þína til fullnustu, hvort sem er í starfi eða í einkalífi. Á hverjum degi heyrir þú af fólki sem skarar fram úr í athafnalífinu, í stjórnsýslu, íþróttum, fjölmiðlum og á sviði menningar og lista. Þetta fólk er í hópi þeirra 20.000 Íslendinga sem hafa sótt þjálfun Dale Carnegie.

//KOMDU Í ÓKEYPIS KYNNINGARTÍMA – fyrir Dale Carnegie námskeiðið

Hringdu núna eða skráðu þig á

Fullorðnir þriðjudaginn 8. janúar kl. 20:00 Ungt fólk 10-15 ára mánudaginn 7. janúar kl. 19:00 Ungt fólk 16-25 ára mánudaginn 7. janúar kl. 20:00 Sjáðu fleiri dagsetningar kynningartíma á dale.is

555 70 80

Skannaðu kóðann

og skráðu þig í hvelli

www.dale.is

Komdu í Ármúla 11 og upplifðu Dale Carnegie á 60 mínútum.

ÍSLENSKA SIA.IS DAL 62428 12/12

Ég var alltaf með fordóma gagnvart Dale en þar sem Dale Carnegie hélt sitt fyrsta námskeið árið 1912 gat ekki verið um einhverja tískubólu, eins og fótanuddtæki, að ræða. Það öllum hollt að bregða sér út fyrir þægindarammann og gera eitthvað nýtt hugsaði ég í fyrsta tímanum. Fordómar eru að sjálfsögðu fáfræði og eftir námskeiðið varð Dale nýi besti vinur minn. Námskeiðin hjá Dale eru mannbætandi ferðalag með mikilli sjálfsskoðun og styrkingu á hinum ýmsu sviðum. Ávinningurinn er þekking og færni í að tækla hlaðborðið sem lífið er. Þú lærir að njóta í leik og starfi. Andrea Róberts forstöðumaður

//KYNNINGARTÍMAR FYRIR ÖNNUR NÁMSKEIÐ Kynningartími fyrir sölunámskeið 22. janúar kl. 8:30 - 9:30 Kynningartími fyrir stjórnendaþjálfun 23. janúar kl. 8:30 - 9:30 Kynningartími fyrir þjálfun í kynningum 24. janúar kl. 8:30 - 9:30 Skráðu þig á dale.is/vinnustofur

FLESTIR TELJA AÐ NÁMSKEIÐ AUKI ÁNÆGJU Í STARFI *Samkvæmt könnun MMR, Ísland í vinnunni júlí 2012

Ármúla 11 l 108 Reykjavík l Sími: 555 7080 l www.dale.is


44

leikhús

Helgin 4.-6. janúar 2013

 leikrit Þór arinn eldjÁrn Þýddi shakespeare

Allur Macbeth á bók segir Þórarinn en Macbeth er hans önnur þýðing á Shakespeare. Áður hefur hann þýtt Lé konung sem einnig kom út á bók en sú þýðing Þórarins var tilnefnd til Þýðingaverðlauna Íslands á sínum tíma. Þórarinn segir margt ólíkt með verkunum, Lé konungi og Macbeth, og það sér í lagi að Lér konungur er miklu lengra verk.

„Þjóðleikhúsið hafði samband síðastliðið haust og svo hófst ég handa við áramót,“ segir Þórarinn Eldjárn um tilurð nýrrar þýðingar sinnar á leikritinu Macbeth eftir William Shakespeare sem kom út nú fyrir jól hjá Forlaginu. „Það sem skiptir mestu við útgáfu bókarinnar er að þarna er allur textinn þýddur óháð því sem síðar gerist á leiksviðinu,“

„Macbeth er knappara og því ekki jafn mikið stytt í uppfærslu á leiksviði.“ Ekki liggur fyrir, samkvæmt Þórarni, hvort fleiri þýðingar á Shakespeare séu væntanlegar („það hefur ekki verið pantað neitt meira hjá mér,“ segir hann) en Þórarinn hefur fengið mikið lof fyrir báðar þýðingar. Macbeth er sýnt í Þjóðleikhúsinu og er um takmarkaðan sýningafjölda að ræða. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is

Þórarinn Eldjárn þýddi Macbeth.

 Frumsýning Þjóðleikhúsið Frumsýnir k aríus og Baktus

Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)

Lau 5/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 13/1 kl. 13:00 35.sýn Lau 5/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 13/1 kl. 16:00 36.sýn Sun 6/1 kl. 13:00 33.sýn Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 6/1 kl. 16:00 34.sýn Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 12/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 20/1 kl. 13:00 37.sýn Sýningar í janúar komnar í sölu!

Macbeth (Stóra sviðið) Fös 4/1 kl. 19:30 5.sýn Mið 9/1 kl. 19:30 Aukas. Fim 10/1 kl. 19:30 6.sýn Aðeins sýnt út janúar!

Fös 11/1 kl. 19:30 7.sýn Mið 16/1 kl. 19:30 Aukas. Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn

Sun 20/1 kl. 16:00 38.sýn Lau 26/1 kl. 13:00 Aukas. Lau 26/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 27/1 kl. 13:00 39.sýn Sun 27/1 kl. 16:00 40.sýn

Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 10.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 11.sýn

Jónsmessunótt (Kassinn)

Lau 12/1 kl. 19:30 25.sýn Lau 19/1 kl. 19:30 27.sýn Sun 13/1 kl. 19:30 26.sýn Sun 20/1 kl. 19:30 28.sýn Meinfyndið nýtt íslenskt verk, svört kómedía beint úr íslenskum samtíma.

Karíus og Baktus (Kúlan)

Lau 5/1 kl. 13:30 5.sýn Sun 6/1 kl. 15:00 8.sýn Lau 5/1 kl. 15:00 6.sýn Sun 6/1 kl. 16:30 Aukas. Lau 5/1 kl. 16:30 Frums. Lau 12/1 kl. 13:30 9.sýn Sun 6/1 kl. 13:30 7.sýn Lau 12/1 kl. 15:00 10.sýn Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka!

Lau 12/1 kl. 16:30 Aukas. Sun 13/1 kl. 13:30 11.sýn Sun 13/1 kl. 15:00 12.sýn Sun 13/1 kl. 16:30 Aukas.

Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið )

Fim 31/1 kl. 20:30 19.sýn Fös 8/2 kl. 20:30 21.sýn Sun 3/2 kl. 20:30 20.sýn Sun 10/2 kl. 20:30 Nýtt sýningatímabil hefst eftir áramót - miðasala í fullum gangi!

Já elskan (Kassinn)

Lau 5/1 kl. 20:00 3.sýn Mið 9/1 kl. 20:00 5.sýn Sun 6/1 kl. 20:00 4.sýn Fim 10/1 kl. 20:00 6.sýn Nýtt íslenskt dansverk um margbreytileg mynstur fjölskyldna.

VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Hverfisgötu 19

551 1200

leikhusid.is

midasala@leikhusid.is

MÝS OG MENN – HHHHH , SV. Mbl Mýs og Menn (Stóra svið)

Fös 4/1 kl. 20:00 2.k Fim 17/1 kl. 20:00 8.k Fim 31/1 kl. 20:00 13.k. Sun 6/1 kl. 20:00 3.k Fös 18/1 kl. 20:00 aukas Fös 1/2 kl. 20:00 14.k Mið 9/1 kl. 20:00 4.k Lau 19/1 kl. 20:00 9.k Fös 8/2 kl. 20:00 Fim 10/1 kl. 20:00 aukas Sun 20/1 kl. 20:00 10.k Lau 9/2 kl. 20:00 Fös 11/1 kl. 20:00 5.k Fim 24/1 kl. 20:00 11.k Lau 16/2 kl. 20:00 Lau 12/1 kl. 20:00 aukas Fös 25/1 kl. 20:00 aukas Sun 17/2 kl. 20:00 Sun 13/1 kl. 20:00 6.k Lau 26/1 kl. 20:00 aukas Mið 27/2 kl. 20:00 Mið 16/1 kl. 20:00 7.k Sun 27/1 kl. 20:00 12.k Jólasýningin 2012. Saga um gildi manneskjunnar, drauma hennar og þrár

Á sama tíma að ári (Stóra sviðið)

Lau 5/1 kl. 20:00 lokas Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur. Síðasta sýning

Gulleyjan (Stóra sviðið)

Sun 6/1 kl. 14:00 Sun 13/1 kl. 14:00 Sun 20/1 kl. 14:00 Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma. Aukasýningar í janúar!

Gullregn (Nýja sviðið í desember og janúar. Stóra sviðið í febrúar)

Fös 4/1 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Lau 12/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Sun 13/1 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00 Fim 24/1 kl. 20:00 Mið 16/1 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 20:00 Fim 17/1 kl. 20:00 Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré

Lau 26/1 kl. 20:00 Lau 2/2 kl. 20:00 Sun 3/2 kl. 20:00 Sun 10/2 kl. 20:00

Karíus og Baktus frumsýndir í Þjóðleikhúsinu á morgun, laugardag.

Ágústa Eva í Karíusi og Baktusi Á

Saga Þjóðar (Litla sviðið)

Fös 4/1 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 20:00 Fös 11/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00 Lau 12/1 kl. 20:00 Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum.

Jesús litli (Litla svið)

Lau 5/1 kl. 20:00 Sun 6/1 kl. 20:00 lokas Mannbætandi upplifun! Grímusýning ársins 2010. Síðustu sýningar

Stundarbrot (Nýja sviðið)

Fim 10/1 kl. 20:00 frums Þri 15/1 kl. 20:00 3.k Þri 22/1 kl. 20:00 Fös 11/1 kl. 20:00 2.k Sun 20/1 kl. 20:00 4.k Framsækið sjónarspil á mörkum vísinda, leikhúss og dans

Skoppa og Skrítla í leikhúsinu (Litla sviðið)

Lau 12/1 kl. 13:00 1.k Sun 13/1 kl. 13:00 3.k Lau 19/1 kl. 13:00 5.k Sun 13/1 kl. 11:00 2.k Lau 19/1 kl. 11:00 4.k Leikhús með söng og dansi fyrir börn frá níu mánaða aldri

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

Aðdáendur verka Egners fá mikið fyrir sinn snúð þennan veturinn.

gústa Eva Erlendsdóttir hleypur í skarðið fyrir Arnbjörgu Hlíf Valsdóttur sem átti að leika í Karíusi og Baktusi á móti Friðriki Friðrikssyni. Frumsýningu var frestað um viku (frumsýnt á morgun, laugardag) en Selma Björnsdóttir leikstýrir og leikskólakennararnir í Pollapönki sjá um tónlistina. Þá sér Brian Pilkington um búninga og leikmynd og Christian Hartman um tónlistina. Það þarf varla að kynna Karíus og Baktus fyrir Íslendingum en þessi saga Thorbjörns Egners hefur fyrir löngu orðið sígild hér á landi. Karíus og Baktus eru litlir, oggulitlir, tannálfar sem hafa komið sér fyrir í munninum á drengnum Jens. Þar lifa þeir góðu lífi því Jens er alltaf að borða nammi og

notar tannburstann lítið. Þeir Karíus og Baktus gerast þá heldur gráðugir og skemma tennurnar hans Jens svo mikið að hann þarf að fara til tannlæknis. Þá er voðinn vís. Þjóðleikhúsið setur verkið upp í tilefni 100 ára afmælis Thorbjörns Egners og er verkið sýnt í Kúlunni. Á stóra sviðinu er enn verið að leika Dýrin í Hálsaskógi svo aðdáendur verka Egners fá mikið fyrir sinn snúð þennan veturinn. Karíus og Baktus kom fyrst út sem bók árið 1949 en síðan hafa persónurnar verið fádæma vinsælar. Það hafa verið gerð leikrit, litlar kvikmyndir, hljómplötur og leikverk. Karíus og Baktus verða frumsýndir í Þjóðleikhúsinu á morgun.


bbbb „Fantaflott sýning sem bæði kitlar hláturtaugarnar og spyr áleitinna spurninga um samtímann og mannlegt eðli.“ A.Þ. – Fréttablaðið bbbb „Snjöll sviðsetning og afburðaleikur.“ S.G.V. – Morgunblaðið

„Hér er á ferðinni einstaklega vel heppnuð sýning. Verkið er hreinlega snilldarlega skrifað.“ Á.R.J. – Víðsjá „Hrikalega skemmtilegt kvöld […] Þetta er flott verk.“ J.K. – Djöflaeyjan

bbbb „Húmor í bland við uppgjör persónanna sín á milli, litað einhvers konar töfraheims dulúð, skilaði sérlega merkilegri sýningu.“ S.Á.S. – Fréttatíminn

„Mér finnst Jónsmessunótt hafa verið áhugaverðasta leikritið sem ég hef séð á þessu leikári. […] Mjög ánægjuleg kvöldstund.“ J.V.J. – Djöflaeyjan

Miðasala 551 1200 midasala@leikhusid.is leikhusid.is Þjóðleikhúsið er á Facebook, fylgstu með – facebook.com/leikhusid


46

tónlist

Helgin 4.-6. janúar 2013

Nýliðinn Frank Ocean átti bestu plötu ársins U Fyrsta plata Franks Ocean, Channel Orange, var besta erlenda plata nýliðins árs. Þetta er niðurstaða 23 sérfræðinga og áhugafólks um tónlist sem Fréttatíminn leitaði til. Frank Ocean rétt marði sigur á Jack White sem gaf út sína fyrstu sólóplötu, Blunderbuss.

m sjötíu plötur komust á lista sérfræðinga Fréttatímans yfir bestu erlendu plötur nýliðins árs. Þrátt fyrir það skera þrjár plötur sig algerlega úr samkvæmt könnunni. Fyrsta plata nýliðans Franks Ocean hlaut 27 stig. Channel Orange kom út um mitt ár 2012 og eftir því sem leið á árið var nafn Oceans sífellt meira í umræðunni. Sem dæmi um þá fersku vinda sem hann þykir hafa komið með inn í tónlistarheiminn má nefna að hann er tilnefndur til sex Grammy-verðlauna fyrir árangur sinn á síðasta ári. Skammt undan í kosningunni var fyrsta sólóplata Jacks White, Blunderbuss, með 26 stig. White hefur fyrir löngu komið sér upp traustum aðdáendahópi og platan olli hans fólki engum vonbrigðum. Í þriðja sæti var fyrsta plata bresku rokksveitarinnar Alt-J, An Awesome Wave, sem hlaut Mercury-verðlaunin á síðasta ári. En það eru ekki bara ferskir nýliðar sem komast inn á topp 20 í könnuninni. Gömlu mennirnir Neil Young og Bruce Springsteen þóttu báðir hafa sent frá sér frambærilegar plötur í fyrra. Þá komast fjórar Airwaves-sveitir inn á listann líka; Half Moon Run, Dirty Projectors, Swans og Django Django þó tvær síðastnefndu hafi reyndar aflýst tónleikum sínum á hátíðinni.

1

Frank Ocean - Channel Orange

27 stig

Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is

3 Alt-J - An Awesome Wave 20 stig

4-5 Swans - The Seer 11 stig

4-5 The Walkmen - Heaven 11 stig

6 Grimes - Visions 10 stig

7-10 Half Moon Run - Dark Eyes

7-10 Lost in the Trees - A Church

7-10 Neil Young & Crazy Horse -

7-10 Tame Impala - Lonerism

That Fits Our Needs 9 stig

Psychadelic Pill 9 stig

9 stig

2

69% *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012

... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

Jack White - Blunderbuss 26 stig

11-15 Beach House - Bloom Death Grips: The Money Store Dirty Projectors - Swing lo Magellan Julia Holter - Ekstasis Woods - Bend Beyond 8 stig

16-18 Ariel Pink’s Haunted Graffiti Mature Themes Django Django - Django Django Jessie Ware - Devotion 7 stig

9 stig

19-20 Bruce Springsteen - Wrecking Ball Deerhoof - The Breakup Song 6 stig

Um kosninguna: 23 einstaklingar sendu inn topp 5 lista. Efsta sæti gaf fimm stig, annað sæti fjögur stig og svo koll af kolli. Þessir tóku þátt: Anna Hildur Hildibrandsdóttir (Nomex), Arnar Eggert Thoroddsen (Morgunblaðið), Ásgeir Eyþórsson (Rás 2), Benedikt Reynisson (Gogoyoko), Bob Cluness (Reykjavík Grapevine), Dana Hákonardóttir (Iceland Airwaves), Dr. Gunni (Fréttatíminn), Egill Harðarson (Rjóminn), Freyr Bjarnason (Fréttablaðið), Frosti Logason (X-ið 977), Grímur Atlason (Iceland Airwaves), Halldór Ingi Andrésson (Plötudómar.com), Haukur S. Magnússon (Reykjavík Grapevine), Höskuldur Daði Magnússon (Fréttatíminn), Kamilla Ingibergsdóttir (Iceland Airwaves), Kjartan Guðmundsson (Fréttablaðið), María Lilja Þrastardóttir (Fréttatíminn), Matthías Már Magnússon (Rás 2), Jóhann Ágúst Jóhannsson (Kraumur), Ólafur Páll Gunnarsson (Rás 2), Tómas Young (Útón), Trausti Júlíusson (Fréttablaðið), Þór Tjörvi Þórsson (Kvikmyndamiðstöð Íslands).


Ekki Missa

AF NEINU

595 6000

PiPar\TBWa

SÍa

123791

www.skjareinn.is

Málið – Mánudagskvöld kl. 21:30 Fyrsti þáttur í opinni dagskrá í boði DV SKJÁREINN


48

dægurmál

Helgin 6.-6. janúar 2013

 Í takt við tÍmann maren Freyja Har aldsdóttir

Hefur séð alla Survivor-þættina Maren Freyja Haraldsdóttir er 26 ára Reykjavíkurmær sem nýlega er flutt aftur heim eftir tveggja ára dvöl í Düsseldorf. Þar í borg vann hún hjá American Apparel en nú starfar hún hjá Kronkron. Maren er mikill aðdáandi raunveruleikasjónvarps. Staðalbúnaður

Fatastíllinn minn er afslappaður en fágaður. Mér finnst mjög skemmtilegt að klæða mig í litrík föt. Ég er ekki með neina reglu á því hvar ég kaupi föt, ég reyni bara að leita uppi gersemar í hinum og þessum búðum. En ég er ömurleg í að finna „vintage“ föt, ég hef aldrei haft augu né þolinmæði í það. Ég er mjög hrifin af Kron by Kronkron klútnum mínum. Hann er úr hundrað prósent silki og er alveg æðislegur. Hann er svo ofboðslega stór að maður getur notað hann líka sem kjól. Ég reyni líka alltaf að vera í einhverju handgerðu, við fjölskyldan stundum mikið hannyrðir. Nú er ég með mjög síðan trefil sem Steven West, vinur minn, prjónaði. Hann er sannkölluð rokkstjarna í prjónaheiminum. Mér finnst flestir hælaskór óbærilegir og ég held að margar konur séu mér sammála. En Chie Mihara skórnir mínir eru hannaðir af stoðtækjafræðingi og eru ofboðslega þægilegir. Ég tók tólf tíma vakt á þeim um daginn og það gekk mjög vel.

Hugbúnaður

Þegar ég fer út að skemmta mér fer ég oftast á Dollý enda rekur Óli Hjörtur, meðleigjandi minn, staðinn. Þegar ég fer á kaffihús fer ég á Prikið, þar líður mér vel. Ég og Gauti, vinur minn, sjáum líka um bingókvöld á Prikinu, ég hef mikinn áhuga á lottói og bingói. Sérstaklega þegar það eru peningar í spilinu. Ég horfi mikið á sjónvarp og er alveg sérstaklega veik fyrir raunveruleikaþáttum. Það byrjaði með Survivor og ég held að ég hafi séð alla þætti frá upphafi. Ég smita líka fólk í kringum mig af þessum áhuga. Þessa dagana horfi ég mikið á Inkmasters enda gaf Ragga systir mér tattú í jólagjöf. Inkmasters eru svipaðir og Masterchef nema bara með tattúliði. Dave Navarro er stjórnandinn og mér hefur alltaf fundist hann fyndinn. Svo horfi ég líka alltaf á Dexter og Downtown Abbey sem eru æðislegir. Ég dett alveg inn í „lingóið“ og finnst ég verða einn af karakterunum þegar horfi.

Vélbúnaður

Tölvan mín gafst alveg upp um daginn en ég fann pínulitla Dell-tölvu undir rúmi hjá systur minni sem ég „sneikaði“ heim til mín. En ég splæsti í iPhone, fimmuna, og hann hefur aldeilis breytt lífi mínu. Mér finnst geðveikt að vera með internetið í vasanum og geta alltaf komist til botns í málunum. Mér finnst ofboðslega leiðinlegt að rökræða. Ég spila líka tölvuleiki á símanum en besta appið er Sleep Time. Þetta er vekjaraklukka en þú hefur símann við hliðina á þér og hann skynjar svefninn þinn. Svo þegar þú vaknar sérðu graf yfir svefninn. Og hringingin er fuglasöngur sem vekur mann inn í drauminn. Mér finnst ég alveg vera tíu prósent ferskari þegar ég vakna. En þetta myndi líklega ekki virka ef ég væri ekki einhleyp.

Aukabúnaður

Mér finnst gaman að borða með fólki og elda eiginlega aldrei eitthvað bara fyrir mig. Við einhleypu vinkonurnar höfum stundum gripið til þess ráðs að hringjast á og kanna hvað er til í ísskápunum. Svo hittumst við og möllum eitthvað úr því sem við eigum. Það kemur oft eitthvað skemmtilegt út úr því. Svo finnst mér rosa gaman að búa til Gyoza. Ég lærði að búa það til þegar ég heimsótti bróður minn til Japans. Það er mjög gaman að hitta fólk og allir taka þátt í að gera Gyoza. Ég hef aldrei tekið bílpróf. Ég fór í Ökuskólann og ökutíma en fór svo aldrei í prófið. Ég ólst að hluta til upp í Bandaríkjunum og ber sterkar taugar þangað. Tokyo er líka í miklu uppáhaldi hjá mér. En ég er ofboðslega ánægð að vera á Íslandi núna. Eftir að ég flutti heim finnst mér allir vera á sömu bylgjulengd og ég og mér finnst ég eiga mikið af skemmtilegum vinum.

ég

Maren Freyja í klútnum sínum frá Kron by Kronkron og með trefilinn sem Steven West prjónaði. Systir Marenar á Knitting Iceland og hefur Maren oft unnið með henni að myndatökum og ýmsum verkefnum. Ljósmynd/Hari



50

dægurmál

Helgin 29. júní-1. júlí 2012

 annie miST keyrir 20 mannS áfr am í áTaki

Tobba þarf að vera með vottorð í leikfimi Og þá er nú ekki slæmt að fá heimsmeistarann til að þjálfa sig.

Útvarpsmaðurinn vörpulegi Sigvaldi Kaldalóns hleypir ansi hressilegu þriggja mánaða líkamsrækarátaki af stað á mánudaginn. Hann hefur smalað saman tuttugu manns úr öllum áttum, skipt þeim í tvö tíu manna lið sem munu keppa í líkamsrækt undir styrkri stjórn Annie Mist Þórisdóttur, heimsmeistara í Crossfit. Tobba Marínósdóttir, Björk Eiðsdóttir, ritstjóri Séð og heyrt og Svavar Örn Svavarsson, félagi Sigvalda í morgunþættinum Svali og Svavar á útvarpsstöðini K-100, eru á meðal þeirra sem ætla að etja kappi í átakinu. „Við ákváðum að stilla þessu upp sem keppni vegna þess að það er svo algengt að fólk byrji af miklu kappi og allir voða kátir en gefst svo strax upp,“ segir Svali. „Við búum þess vegna til áskorendakeppni úr þessu þar sem hver hópur getur nælt sér í tuttugu stig á viku þótt það

sé ekki þar með sagt að hann geri það.“ Svali segir keppnina snúast um árangur og að fólk standist verkefni sín en ekki standi til að fitumæla það eða vigta. Stigagjöfin fer síðan eftir vinnuframlagi og frammistöðu á æfingum. Skrópi einhver einn meðlimur í hópnum missir hópurinn tíu stig þannig að hver og einn fær stuðning frá sínu fólki og uppgjöf er ekki í boði. „Slappleiki er ekki tekinn gildur þannig að ef Tobba er veik þá verður hún að skila inn læknisvottorði. Það er ekkert annað tekið gilt. Þarna verður saman komið fólk úr öllum áttum og ýmsum stéttum í alls konar formi sem ætlar að takast á við þetta. Og þá er nú ekki slæmt að fá heimsmeistarann til að þjálfa sig,“ segir Svali sem er ekki síst spenntur að sjá hvernig félagi Svavar muni standa sig. -þþ

Annie Mist keyrir mannskapinn áfram af hörku en Svali og Svavar munu fara jafnt og þétt yfir árangurinn í útvarpsþætti sínum. Þá stendur til að sýna nokkra stutta þætti frá æfingum í vefsjónvarpi mbl.is. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages

 Sölvi TryggvaSon Tekur á erfiðum málum

Þverrandi þokki

Landslið þjóðfélagshópsins sem oft er kennt við hnakka og skinkur fjölmennti á nýarsfagnað skemmtistaðarins Austur að kvöldi fyrsta dags ársins. Sjónvarpskempan og ókrýndur Íslandsmeistari í veislustjórn, Logi Bergmann Eiðsson, stýrði gleðinni, fór með gamanmál á milli rétta og stjórnaði spurningakeppni eins og honum einum er lagið. Logi gerði meðal annars áhyggjur af aukakílóum sem fylgja jólaáti að umtalsefni og gaf lítið fyrir áhyggjur af slíku. Hann hefur löngum talist til þokkafyllri manna á landinu en sagðist búinn að sætta sig við björgunarhringinn og kippti sér ekkert upp við að konur séu farnar að klæða hann í en ekki úr þegar hann fer í sund.

Dýrt vinnustaðagrín Logi gerði ekki aðeins grín að sjálfum sér og skaut aðeins á Áramótaskaup Sjónvarpsins og á honum mátti heyra að sér hefði þótt lítið til sprellsins koma. Hann talaði um Skaupið sem 30 milljón króna vinnustaðagrín, væntanlega með vísan til þess hversu miklum tíma var varið í að skensa íþróttafréttakonuna Eddu Sif Pálsdóttur og föður hennar, útvarpsstjórann. Þegar vinnustaðagrín er annars vegar þarf enginn að reyna að rengja Loga sem er annálaður vinnustaðagrínari og hrekkjalómur.

Erfitt að sitja andspænis barnaníðingi

79% áhorf á Skaupið Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Áramótaskaupsins, og handritshöfundar hans hafa síðustu ár verið ófeimin við að blanda hvassri ádeilu saman við grín sitt og þótti mörgum Skaupið ganga of langt að þessu sinni á meðan aðrir taka því fagnandi að fá brodd í skemmtunina. Gunnar Björn og félagar mega nokkuð vel við una þegar áhorf á glensið er annars vegar. Samkvæmt bráðabirgðatölum fékk Skaupið 77% meðaláhorf á gamlárskvöld og uppsafnað áhorf er 79% og Skaupið því á svipuðu róli og síðustu ár.

Sölvi Tryggvason heldur áfram að kafa ofan í erfið samfélagsmál í þætti sínum Málið. Honum reyndist erfiðara en hann gerði ráð fyrir að sitja andspænis barnaníðingi. Ljósmynd/Hari

m

álið, fréttaskýringaþáttur Sölva Tryggvasonar, naut vinsælda á Skjá einum í fyrra. Þá var þátturinn á dagskrá einu sinni í mánuði en Sölvi tekur nú upp þráðinn á ný og skoðar erfið mál vikulega. Fyrsti fer í loftið á Skjá einum á mánudagskvöld og þá fjallar Sölvi um útigangsfólk sem berst í bökkum og þarf að láta hverri klukkustund nægja sína þjáningu. „Þetta eru þung og erfið mál,“ segir Sölvi um viðfangsefni sín og að vitaskuld sé erfitt að taka þau ekki inn á sig þegar djúpt er kafað. „Það er óhætt að segja að manni veiti ekkert af smá Pollýönnustemningu eftir að vera búinn að standa í þessu í tvo til þrjá mánuði.“ Sölvi nefnir sérstaklega þáttinn um barnagirnd en þar aflaði hann sér svo mikils efnis að tveir þættir verða lagðir undir miður geðslegt viðfangsefnið. Sölvi er reyndur fjölmiðlamaður og segir að í raun hafi fátt komið sér á óvart við gerð þáttanna en óneitanlega sitji viðtöl hans við barnaníðinga í sér. „Í raun og veru kom fátt mér á óvart nema kannski

hvernig það er að sitja andspænis barnaperrum og spjalla við þá. Ég var búinn að gera mér í hugarlund að það væri aðeins minna mál en það reyndist vera.“ Sölvi fjallar um einelti í einum þáttanna og þar ræðir hann meðal annars við ungan mann sem mátti þola einelti en sá hefur meðal annars þetta að segja um afleiðingar þess: „Ef ég hefði búið í Bandaríkjunum þá hefði ég bara náð mér í byssu og ég hefði farið og plaffað liðið niður.“ Sölvi segir ekki hægt að útiloka að skelfingaratburðir eins og skólaskotárásir sem eru tíðar í Bandaríkjunum gætu átt sér stað á Íslandi. „Það er alls ekkert útilokað og ef við værum með sama aðgengi að byssum þá er ekkert sem segir að þetta gæti ekki gerst.“ Sölvi segir allt opið um framhaldið og hann viti ekki enn hvort hann geri fleiri þætti eftir að loknum þessum sex. „Það er allt opið og ég er ekki búinn að plana líf mitt lengra fram í tímann.“ Þórarinn Þórarinson toti@frettatiminn.is

Ef við værum með sama aðgengi að byssum þá er ekkert sem segir að þetta gæti ekki gerst.


ÍSLENSKA/SIA.IS/NAT 62511 01/13

Kátarı Mikilvægasta máltíð dagsins. Rannsóknir sýna að þeir sem hefja daginn á því að borða morgunmat ná betri árangri í námi og starfi og eiga auðveldara með að halda þyngdinni í skefjum en þeir sem sleppa morgunmatnum. Morgunverðurinn þarf samt ekki að vera margbrotinn eða flókinn málsverður.

Kraftmeiri krakkar. Cheerios er trefjaríkt, sykurlítið morgunkorn, unnið úr heilum höfrum, hlaðið kolvetnum, orku og uppbyggjandi hollustu fyrir lítið fólk sem er að vaxa. Í hverri skeið eru mikilvæg næringarefni og steinefni, og við foreldrar vitum að börn, sem borða hollan mat, verða sprækari, hreyfa sig meira og dafna betur.


ÚTS

ALA

HE LG A RB L A Ð

Hrósið...

ÚTS

ALA

... fær hin 14 ára Helga María Helgadóttir sem sagði staðalímyndum um sléttan maga og grönn læri stríð á hendur á Facebooksíðu sinni.

ÚTSAL

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  BaKhliðin

ÚTS

Dr. KriStín HulD SigurðarDóttir

ALA

A ÚTSAL A ÚTSAL

Hlý og sam­ viskusöm Aldur: Á sextugsaldri. Maki: Ógift. Búseta: 101 Reykjavík. Foreldrar: Kristín Þorláksdóttir og Sigurður Halldórsson, bæði fallin frá. Menntun: Doktor fornleifafræði og í MPA gráða í opinberri stjórnsýslu. Starf: Forstöðukona Minjastofnunar Íslands. Fyrri störf: Dósent við háskólann í Ósló, ýmsar fornleifarannsóknir, rannsóknir á gömlum húsum, viðgerðir á fornleifagripum, leiðsögukona störf á margvíslegum söfnum og háskólakennari í fornleifafræði. Áhugamál: Tónlist, leiklist, ballett, píanóleikur, matargerð, ferðalög og að kynnast nýju fólki. Stjörnumerki: Hrútur. Stjörnuspá: Nýja árið ber margt í skauti sér fyrir þig. Stígðu út fyrir þægindasvið þitt og láttu áhyggjurnar lönd og leið. Þú munt kynnast manneskju á komandi mánuðum sem mun hafa mikil áhrif á þig. Finndu þér tíma þrátt fyrir annir og nýttu orku þína sjálfri þér í hag.

K

ristín er frábær vinkona, alveg einstök og svo hlý,“ segir Ósa Knútsdóttir, kennari í MR og vinkona Kristínar til þrjátíu ára. „Hún er svo umhyggjusöm og ber hag vina sinna ávallt fyrir brjósti og slíkt má segja um allt hennar fólk. Svo er hún er afbragðskokkur, bakari og myndarleg handavinnukona. Henni þykir gaman að klæða sig í falleg föt og er mjög smart. Ég öfunda líka hana mikið af skósafninu sem er með því glæsilegra, því sjálf get ég ekkert gengið á hælum,“ segir Ósa og hlær.

ÚTSALA

Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir er nýskipuð forstöðukona Minjastofnunar Íslands til næstu fimm ára. Hana skipaði mennta- og menningarmálaráðherra.

Útsalan á fullu, allt að 70% afsláttur

A L A S T Ú

FIBER sænguR Lítilsháttar útlitsgallaðar sængur á frábæru verði! Stærð: 140 x 200 sm.

ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR

ÚTS

ALA

www.rumfatalagerinn.is plastkassi

undir rúm

30%

A

FuLLT VERÐ: 4.995

50% 2.495 ÚTS

ALA

FuLLT VERÐ: 2.695

1.875

FuLLT VERÐ: 199.950

99.950

SPARI-D

0 0 0 100. LAZIO hORnsóFI Fallegur hornsófi með svörtu PU áklæði. Stærð: L220 x 220 H96 x D106 sm.

ÚTSALA ÚTSALA

SPARI-D

0 0 0 . 60

ALLT AÐ

70% AFsLÁTTuR

ÚTSALA

90 x 200 sm. 120 x 200 sm. 140 x 200 sm. 153 x 203 sm.

69.950 89.950 99.950 119.950

203 sm. x 3 8 1 : ð r æ t s

FuLLT VERÐ: 149.950

sWEET DREAMs AMERísk DýnA Vönduð og góð dýna með sterkri hliðarstyrkingu. Í efra lagi er áföst 10 sm. þykk yfirdýna úr hágæða svampi. Í neðra lagi eru u.þ.b. 140 BONNELL gormar pr. m2. Fætur og botn fylgja með.

ÚTSALA

89.950 Tilboðin gilda frá 03.01 til 09.01


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.