7 juni 2013

Page 1

sigurður guðmundsson missti mun meira en æruna þegar hann var dæmdur fyrir að hafa orðið valdur dauða ungabarns. viðtal 32

Frægir spila Steppdans á Candy Crush sauðskinnsskóm guðrún ögmundsdóttir ein fjölmargra sem spila vinsælasta leik í heimi, Candy Crush, Hún segir hann tæma hugann milli verkefna. Fréttir

helgarblað

2

ráðherrar ætla að auka við hina þjóðlegu menningu. Hinn alþjóðlegi listamaður Björk kemur fram í viðtölum sem íslenskt náttúrubarn. 66 SaMtíMinn 7.–9. júní 2013 23. tölublað 4. árgangur

ókeyPis  viðtal Davor Purusic segir að hinDr anir séu til þess eins að yfirstíga þær

lífsreglur göngugarpa

Landsbjörg segir marga vanmeta aðstæður og ofmeta eigin getu. hEilSa 50

Miðill lagði lögreglu lið Þórunn Kristín miðill aðstoðaði við leitina að Valgeiri Víðissyni. 28 viðtal

Sígildur Seinfeld Hálfur annar áratugur er liðinn síðan hinn vinsæli skemmtiþáttur Seinfeld hætti.

Davor Purusic grunaði ekki þegar hann kom til Íslands með sjúkraflugi frá Sarajevo að ástir myndu síðar takast með sér og blaðakonunni ungu sem tók fyrsta viðtalið við hann og að þau myndu eignast saman tvær dætur. lög og regla hafa alltaf verið honum hugleikin. hann starfaði sem lífvörður ráðherra í Bosníu – og fór í krefjandi lögfræðinám til að fá starf við hæfi á Íslandi. Davor nægði ekki að útskrifast með fyrstu einkunn heldur stefnir hann á að taka málflutningsréttindin með haustinu. síða 22

ljósmynd/hari

Ástfangin eftir blaðaviðtal

26 úttEkt

SÍA

110613

GÖNGUGREINING FLEXOR PIPAR \ TBWA

Einnig Í FréttatÍmanum Í dag: E g i l l

H E l g a s o n g E r i r þ æ t t i u m V E s t u r - Í s l E n d i n g a – n ý k y n s l ó ð n ú t Í m a Væ ð i r k V E n F é l ö g i n

ég er ekki barnamorðingi

TÍMA PANTAÐU

517 3900

getur komið í veg fyrir ýmis stoðkerfisvandamál og kvilla í helstu álagspunktum líkamans. Orkuhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 108 Reykjavík / S. 517 3900 / www.flexor.is


2

fréttir

Helgin 7.­9. júní 2013

 Stjórnmál ForSeti ÍSlandS Segir Fr amtÍð eSB Í óviSSu

Fáir mótmæltu við þingsetningu Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is

Lögreglan girti af þann fjórðung Austurvallar sem snýr að Alþingishúsinu fyrir þingsetningu í gær og var með nokkurn öryggisviðbúnað. Mótmælendur voru hins vegar afar fáir, flestir þeirra sem mættu báru skilti þar sem aðild að Evrópusambandinu var mótmælt og fóru mótmælin friðsamlega fram. Þingsetningarathöfnin hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfandi forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn gengu fylktu liði til kirkjunnar, og að guðsþjónustu lokinni fóru þau í þinghúsið. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-

lands, gerði aðildarviðræður að Evrópusambandinu að umtalsefni í þingsetningarræðu sinni. Hann sagði að það virtist litlu skipta hvort Íslendingar vildu ljúka viðræðunum því innan Evrópusambandsins virðist „... skorta getu eða vilja til að ljúka þeim á næstu árum.“ Hann sagði ennfremur að staða sambandsins hefði breyst gríðarlega á undanförnum árum, það væri í djúpstæðri kreppu og mikil óvissa ríkti um framtíðina. „Enginn veit hvernig Evrópusambandið kann að þróast og evrusvæðið býr við dýpri kreppu en löndin í norðanverðri Evrópu, Ameríku og Asíu,“ sagði Ólafur.

Þingsetningarathöfnin hófst samkvæmt venju með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Ljósmynd/Hari

 aFÞreying Candy CruSh er vinSælaSti tölvuleikur Í heimi

Sunnu­ lundur var vígður í gær, í höfuðið á Sunnu Valdísi Sigurðar­ dóttur. Ljósmynd/Hari

Sunnulundur vígður Nemendur í 1­4 bekk Klettaskóla vígðu í gær, fimmtudag, lund sem heitir Sunnulundur í höfuðið á Sunnu Valdísi Sigurðardóttur, sjö ára. Hún gaf af þessu tilefni Klettaskóla og Reykja­ víkurborg 3 ný borð með áföstum bekkjum í lundinn. Sunnulundur er grenndarskógur Klettskóla þar sem

börnin geta fræðst um náttúruna. Nemendur gerðu sér glaðan dag í tilefnu af vígslu lundarins og grilluðu í hádeginu í gær. Sunna Valdís er eini Íslendingurinn sem greinst hefur með lömunar­ krampa sjúkdóminn AHC, eða Alternat­ ing Hemiplegia of Childhood.

Nordicphotos/Getty

Bulsurnar ruku út Bulsurnar sem tónlistarmaðurinn og hönnuðurinn Svavar Pétur Eysteins­ son setti á markað 1. júní síðastliðinn seldust upp á tveimur klukkustundum. Nú hefur Svavar brugðið sér í hlutverk tónlistarmannsins Prins Póló og er staddur á Flateyri við vinnslu kvikmyndatónlistar og er því bulsuskortur. „Það sem fór í búðirnar, um hundrað pakkningar, átti nú

Leikurinn Candy Crush er vinsæll hjá öllum aldurs­ hópum. Ljósmynd/

Stafræn sælgætisfíkn að endast út vikuna en það fór ansi hratt. Þegar ég kem aftur í bæinn í næstu viku hefjumst við handa við að hræra í meira,“ segir Svavar Pétur. Svavar framleiðir bulsurnar ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler, fréttamanni hjá RÚV. Bulsur eru í laginu eins og pulsur en innihalda ekki kjöt og eru meðal annars gerðar úr íslensku bankabyggi, baunum, möndlum, chia­ og hörfræjum og verða fáanlegar hjá Frú Laugu og í Melabúðinni. „Við erum að leggja drög að því að koma bulsunum í stærri dreifingu og meiri fram­ leiðslu,“ segir Svavar Pétur. - dhe

Vinsældir tölvuleiksins Candy Crush eru gríðarlegar og spila þúsundir Íslendinga öllum aldri leik­ inn daglega. „Einfaldir leikir á Facebook eins og Candy Crush ná til breiðs hóps og með aukinni tækni er aðgengi að leikjunum auðveldara,“ segir Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur. Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, segir leikinn einstaklega skemmtilegan og fylla sig ákveðinni þvermóðsku.

Þ

Guðrún Ögmundsdóttir segir gott að spila leikinn Candy Crush til að slaka á eftir vinnu­ daginn. Ljósmynd/Hari

Heimilis

RIFINN OSTUR Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið.

100% ÍSLENSKUR OSTUR

etta er svakalega skemmtilegur leikur,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður. „Ég nota hann töluvert til að tæma hugann þegar ég kem heim úr vinnu og áður en ég byrja á nýjum verkefnum. Hann er fínn til að kúpla sig út,“ segir hún. „Þetta er skemmtileg glíma, nokkurs konar verkefni sem maður vill ljúka við og svo er maður aldrei í sama borðinu. Hann fyllir mann ákveðinni þvermóðsku þannig að maður verður að halda áfram. Svo tek ég nokkurra daga pásu, en þó ekki fyrr en mér hefur tekist að klára tiltekið borð,“ segir Guðrún og hlær. Hún segist þekkja fjölda fólks sem spili Candy Crush, „að minnsta kosti eru allir að senda mér baunir,“ segir hún. Tölvuleikurinn Candy Cr ush er vinsælasti tölvuleikur í heimi og er u f immtán milljónir notenda sem s pi l a lei kinn daglega en um fjörutíu milljónir sem spila leikinn í hverjum mánuði. Daglega spila þúsundir Íslendinga leikinn. Hægt er að hafa Ca ndy Cr ush sem app í snjall-

símum eða nálgast hann á samskiptasíðunni Facebook. Leikurinn gengur út á það að notendur raði sælgæti og þegar búið er að raða þremur eins fær viðkomandi stig. Fólk getur fylgst með því hvernig gengur hjá vinunum og í hvaða borði þeir eru og keppt sín á milli. „Hjá langflestum er tölvuleikjanotkun ekki vandamál, heldur skemmtileg afþreying en þegar hugsanir um tölvuleiki víkja ekki úr huga fólks og það fórnar einhverju úr sínu daglega lífi fyrir tölvuleikinn þá er notkunin orðin að vandamáli. Til dæmis þegar fólk getur ekki sinnt börnunum sínum vegna tölvuleikja eða hjálpað makanum í eldhúsinu,“ segir Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur. Fólk á öllum aldri um allan heim spilar leikinn Candy Crush og telur Eyjólfur að einfaldir leikir á Facebook eins og þessi nái til breiðs hóps og bendir á að með aukinni tækni sé aðgengi fólks að leikjunum auðvelt. „Stóra vandamálið í dag er kannski að við erum alltaf tengd. Það getur verið kostur en líka galli. Við fáum tölvupóstana hvar og hvenær sem er og höfum aðgang að tölvuleikjunum undir öllum kringumstæðum. Það gerir leikina meira aðlaðandi og ávanabindandi,“ segir Eyjólfur Örn. Hann mælir með því að fólk geymi síma sína og spjaldtölvur á ákveðnum stað á heimilinu en sé ekki alltaf með þessi tæki við höndina. „Þegar við erum með símann við höndina erum við alltaf að kíkja á hann og fá ýmsar tilkynningar sem trufla okkur.“ Aðrir þekktir einstaklingar sem spilað hafa Candy Crush eru Hildur Lilliendal, Lára Ómarsdóttir fréttamaður, Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður, Sólveig Arnardóttir leikkona og Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður, svo fáeinir séu nefndir. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is


NETIÐ hjá NOVA

Ofur

hraði EINFALT

Fáðu 4G box hjá okkur og komdu heimilinu í ofurgott netsamband.

4G box

1.690 kr /mán. í 12 mán. með þjónustusamningi í áskrift. Fullt verð í áskrift og frelsi: 2.190 kr./mán.

4G netþjónusta Nova 1 GB

1.190 kr.

15 GB

3.990 kr.

50 GB

4.990 kr. 100 GB Brandenburg

5.990 kr.

Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter Þjónustusamningur í áskrift er til 6 mánaða, greitt með kreditkorti auk 325 kr. greiðsludreifingargjalds. Fyrsti mánuðurinn á 0 kr. í áskrift en í frelsi færðu 1 GB fyrsta mánuðinn. Nánari upplýsingar á nova.is.


4

fréttir

Helgin 7.-9. júní 2013

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

kröftug sumarbyrjun Sumarið kom þetta árum með látum og áfram lítur út fyrir bæði milt og sólríkt veður norðan- og austanlands. Þó nú frekar að tala um hita um 15 stig í stað 20 eins og framan af vikunni. úrkomubakkar verða viðloðandi sunnan- og vestanlands, einkum fyrripartinn á laugardag og þá strekkingsvindur um tíma. aftur vætusamt á sunnudag. eftir helgi rofar til og hlýnar jafnframt á höfuðborgarsvæðinu.

13

10

15

9

16

12

vedurvaktin@vedurvaktin.is

14

9

12

9

10 11

14

einar sveinbjörnsson

15

10

Léttskýjað, en þykknar upp vestantiL og rigning um kvöLdið.

smá rign. s- og v- Lands um morguninn. annars þurrt og sóL n- og a-tiL.

rigning með köfLum sunnantiL, en þurrt að mestu n-tiL

Höfuðborgarsvæðið: Sólarglennur, en Skýjað og bláStur um kvöldið.

Höfuðborgarsvæðið: að meStu Skýjað og Skúrir framan af degi.

Höfuðborgarsvæðið: Smá rigning eða Skúrir.

 sól í tógó starFsnám í lauFásborg

sparneytnir yaris og polo dísilbílar Sparneytnu dísilbílarnir toyota Yaris og volkswagen Polo.

Sigurvegari í sparaksturskeppni fÍb og atlantsolíu sem fram fór síðastliðinn föstudag var júlíus H. eyjólfsson á toyota Yaris dísil. eldsneytiseyðsla bíls júlíusar að meðtöldum refsistigum fyrir að fara út fyrir tímamörk, reyndist 3,92 lítrar. Það þýðir að eldsneytiskostnaður milli reykjavíkur og akureyrar var krónur 3.516, að því er fram kemur í tilkynningu fÍb. Í öðru sæti varð Hilmar Þorkelsson á volkswagen Polo dísil. rauneyðsla bíls Hilmars var sú minnsta í keppninni eða 3,44 lítrar á hundraðið. en aksturinn var það hægur að Hilmar var talsvert lengur á leiðinni en hann hefði átt að vera samkvæmt tímamörkum keppninnar og hlaut hann því 0,48 lítra í refsingu og aftur 0,45 lítra refsingu vegna of skamms hvíldartíma á gauksmýri. Því varð eyðsla hans 4,36 lítrar að meðtöldum refsistigum (lítrum). - jh

bjóða heim á sunnudaginn

ferðaþjónustubændur verða með opið hús víða um land á sunnudaginn. Þar gefst almenningi kostur á að kynna sér starfsemina.

Það verður líf og fjör hjá stórum hluta ferðaþjónustubænda um allt land á opnu hús á sunnudaginn, 9. júní klukkan 13-17. almenningi gefst tækifæri á að kynna sér starfsemina á ferðaþjónustubæjum, fá nýja bæklinginn „upp í sveit“ og njóta veitinga og afþreyingar í boði bænda. ferðaþjónusta bænda hf. er ferðaskrifstofa í eigu bænda sem býður upp á fjölbreytta gistingu hjá 180 ferðaþjónustuaðilum um allt land; á sveitahótelum, í gistihúsum, sumarhúsum, heimagistingu, svefnpokaplássi og á tjaldsvæðum. boðið er upp á mikið úrval afþreyingar og áhersla er lögð á mat heima úr héraði, með sjálfbærni og persónulega þjónustu að leiðarljósi. Í tilefni útgáfu bæklingsins ætla fjölmargir bæir innan ferðaþjónustu bænda að hafa opið hús á sunnudaginn þar sem gestir geta skoðað aðstöðuna. Þeir geta gætt sér á ljúffengum heimabakstri og öðrum afurðum úr sveitinni, heilsað upp á dýrin, skoðað fjós, tekið þátt í leikjum, notið lifandi tónlistar, kynnt sér tóvinnu og fræðst um ylrækt, auk annars. bæir sem bjóða heim verða merktir með grænum og hvítum blöðrum við veginn. nánari upplýsingar og lista yfir bæina í hverjum landshluta má finna á vefsíðu ferðaþjónustu bænda www.sveit.is. - jh

ALLT FYRIR GRILLIÐ Á EINUM STAÐ

Frábært grill

U VELD GRILL T DIS SEM EN Ú OG Þ AR SPAR

fyrir íslenskar aðstæður 16,5 KW

79.900

fyrsti hópaskipti matartíminn eftir aðferðum Hjallastefnunnar hjá gentille og stúlkunum í tógó. ljósmynd/Sól í tógó

Hjallastefnan í Tógó

undanfarna sex mánuði hafa tvær fóstrur frá samstarfsheimili samtakanna Sól í tógó dvalið á Íslandi og lært aðferðir Hjallastefnunnar hjá leikskólanum laufásborg. Þær eru nú farnar aftur til Tógó og hafa hafist handa við Hjallavæða starfsemi sína.

F

Næstu mánuði verða fóstrurnar í vikulegu sambandi við kennara Laufásborgar varðandi innleiðingu á hugmyndafræði Hjallastefnunnar. jensína Hermannsdóttir, leikskólastjóri laufásborgar, með börnunum í glidji að vinna með heimatilbúinn leir. Ljósmynd/Sól í Tógó.

Er frá Þýskalandi

Opið kl. 11 - 18 virka daga Opið kl. 11 - 16 laugardaga

www.grillbudin.is

40 gerðir gasgrilla 20 gerðir kolagrilla Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400

óstrurnar tvær þær Pierette og Gentille voru í starfsnámi á Laufásborg í sex mánuði og fóru út til Tógó aftur í maí ásamt nokkrum starfsmönnum frá Laufásborg sem hjálpuðu þeim að fara af stað með Hjallastefnuna á barnaheimilinu í Glidji. Það var ótrúlegt að fylgjast með hvernig þær rúlluðu þessu upp, það mætti halda að heimilið hafi beðið eftir því að verða Hjallastefnuvætt. Ég veit ekki hvort það er Hjallastefnan sem hentaði svona vel eða hvort fóstrurnar séu svona miklir snillingar. Líklega hvort tveggja. Það eru komnir hópatímar, valtímar og jafnvel kynjaskipting eins og vera ber í Hjallastefnuskólum,“ segir Alda Lóa Leifsdóttir, stofnandi hjálparsamtakanna Sól í Tógó, glöð í bragði. Árið 2007 dvöldu Alda Lóa og fjölskylda hennar í Tógó í hálft ár þegar þau biðu eftir leyfi til að fara til Íslands með ættleidda dóttur sína. „Þá kynntumst við Smári, maðurinn minn, nunnunni Victo og hennar starfi. Hún er kennari og hafði

á þessum tíma tekið að sér mörg börn en því miður bjuggu þau við óviðunandi aðstæður. Victo fékk land frá bænum Aneho og hefur Sól í Tógó styrkt hana til þess að byggja á landinu í Glidji. Einnig veitti Auður Capital styrk til þess að klára leikskóla í fyrra og í ár fengu samtökin styrk frá Þróunarsamvinnustofnun til að byggja húsnæði fyrir sextíu börn. Barnaheimili nunnunnar Victo er ætlað varnarlausum börnum sem mörg hver eru munaðarlaus. Skjólstæðingar Victo eru tæplega níutíu og sumir búa ekki lengur á heimilinu. Nokkrir unglingar eru komnir í framhaldsnám í öðrum borgum og nokkrar stúlkur eru komnar heim til fjölskyldna sinna aftur en eru styrktar til náms. Rúmlega helmingur skjólstæðinga heimilisins eru yngri en fjögurra ára og er hópurinn að kynnast Hjallastefnunni. Byrjað var með fjóra hópa í maí með jafnmörgum kennurum sem hvetja og efla hópinn sinn eftir aðferðum Hjallastefnunnar. Dvöl fóstranna tveggja á Íslandi var bara byrjunin. Næstu mánuði verða þær í vikulegu sambandi við kennara Laufásborgar varðandi hugmyndafræði Hjallastefnunnar og eins til að fá ráðleggingar komi einhver vandamál upp. Næsta vor koma svo aðrir tveir kennarar frá Tógó í starfsnám á Laufásborg í þrjá mánuði. Í millitíðinni mun starfsmaður Laufásborgar fara til Tógó og vera fóstrunum þar innan handar. Hægt er að gerast heimilisvinur samtakanna Sól í Tógó fyrir 2.500 krónur mánaðarlega og styrkja Hjallaverkefnið með því að fara inn á síðu samtakanna www.solitogo.org. dagný Hulda erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is


ENNEMM / SÍA / NM58181

Tímalaus klassík fer aldrei úr tísku Kaupmannahöfn 2011, Steinunn Vala segir sögu af flottum síma

Fann símann mánuði síðar inni í leikmyndinni Ég var að landa samningi við verslunareiganda, ótrúlegan spaða.

Eftir fundinn gerði hann mér tilboð í gamla farsímahlunkinn minn

sem var svo retró að menn höfðu ekki séð svoleiðis í langan tíma,

enginn litaskjár, bara pláss fyrir tíu SMS og eini leikurinn var Snake.

Reykjavík 2012, Steingrímur Ingi segir sögu af týndum síma Steingrímur Ingi var að smíða leikmynd fyrir stóra bíómynd þegar hann týndi símanum sínum. Hann leitaði út um allt en fann hann hvergi. Þegar tökum var lokið og farið var að rífa leikmyndina fannst síminn loksins inni í henni. Hann var sem betur fer rafmagnslaus. Sjáðu

Steingrím Inga segja frá

S N J A L L PA K K I

S N J A L L PA K K I

300

500

300 mín. | 300 SMS | 300 MB

500 mín. | 500 SMS | 500 MB

3.490 kr./mán.

4.990 kr./mán.

Vertu í sterkara sambandi með Snjallpakka! Snjallpakkinn er frábær áskriftarleið þar sem þú færð SMS, gagnamagn

S N J A L L PA K K I

S N J A L L PA K K I

1000 1500 7.990 kr./mán.

10.990 kr./mán.

1000 mín. | 1000 SMS | 1000 MB 3G aukakort í 12 mán.

1500 mín. | 1500 SMS | 1500 MB 3G aukakort í 12 mán.

og innifaldar mínútur sem gilda í farsíma og heimasíma óháð kerfi. Engin upphafsgjöld eru af inniföldum mínútum.

SUMARGLAÐNINGUR! 3 GB og 3000 SMS á mán. fylgja öllum snjallpökkum til 31. ágúst.

Kynntu þér Snjallpakkana nánar á siminn.is

Segjum sögur á stærsta farsímaneti landsins


L ÍF RÆ N 6 fréttir O R KA

Helgin 7.-9. júní 2013

 Heilsa HPV Veirusmit er algengasti kynsjúkdómur á Íslandi

Flestir hafa einhvern tíma smitast af HPV veirunni Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@ frettatiminn.is

Að sögn Kristjáns Oddssonar, yfirlæknis og sviðsstjóra leitarsviðs Krabbameinsfélagsins, er HPV veirusmit mjög útbreitt á Íslandi eins og víðast erlendis og er talið að flestir sem einhvern tíma hafi stundað kynlíf geti smitast af HPV veirum, en til eru margir stofnar þeirra. Veirurnar smitast við kynmök hvort sem það er um leggöng, endaþarm eða við munnmök. „Þó flestir geti smitast þá er sýkingin yfirleitt tímabundin og er talið að hún hverfi hjá 90% smitaðra á innan við tveimur árum en að um fimm til tíu prósent fái við-

bjóða eigi upp á HPV mælingar hjá konum á Íslandi á næstunni. „Ekki er boðið upp á HPV mælingar á Íslandi sem stendur en slíkar mælingar eru gerðar víða erlendis og þá samkvæmt ákveðnum leiðbeiningum í tenglsum við leit að leghálskrabbameini og hugsanlega öðrum krabbameinum.“

varandi sýkingu sem eykur áhættu á krabbameini í leghálsi, leggöngum, skapabörmum, lim, höfði og hálsi,“ segir Kristján. Á Íslandi eru stúlkur bólusettar með Cervarix bóluefni gegn tveimur af þeim HPV stofnum sem valda 70% af leghálskrabbameini. Víða erlendis er notast við bóluefnið Gardasil sem ver gegn sömu stofnum en einnig gegn tveimur öðrum stofnum sem valda yfir 90% af kynfæravörtum. Bóluefnið sem notað er á Íslandi ver ekki gegn kynfæravörtum. Að sögn Kristjáns er verið að skoða hvort

Hollywood leikarinn Michael Douglas vakti á dögunum athygli á því að HPV-veiran getur orsakað krabbamein í hálsi en leikarinn var sjálfur með þess konar krabbamein. Mynd/Nordicphotos/Getty.

 skiPulagsmál Valsmenn undirbúa langþr áðar fr amkVæmdir

L ÍF RÆ N T DÚNDUR

GERÐU VE RÐ SAMANBU RÐ

heitir pottar Við hjá NormX höfum framleitt heita potta í yfir 30 ár fyrir íslenskar aðstæður. Við bjóðum fjölda gerða og lita ásamt öllu því sem tilheyrir til að koma sér upp glæsilegum heitum potti á verði sem kemur skemmtilega á óvart.

Auðbrekku 6 · Kópavogi · Sími 565 8899 · www.normx.is

Ný kynslóð sólarkrema

Swiss Nature fást á vefsíðunni www.scincare.is eða í Lækjargötu 34 • Hafnarfirði • Opið þriðjudaga kl 14 - 18 Sími 565 0500 • 897-1923

Raw Revolution: Augl. í dagblöð, 2d x 10 cm.

Um 500 íbúða byggð á að rísa á Hlíðarenda. Þar verður blandað saman íbúðum og atvinnuhúsnæði; verslanir verða á jarðhæð og íbúðir á hæðum 2-5.

Framkvæmdir við 500 íbúðir á Hlíðarenda á næsta ári Framkvæmdastjóri Valsmanna hf. fagnar nýju aðalskipulagi Reykjavíkur en með því getur félagið loks hafið framkvæmdir á Hlíðarenda. 500 íbúðir eiga að rísa á svæðinu í nýjum byggingarstíl borgarinnar, lágreistar byggingar með atvinnustarfsemi á jarðhæð.

É Við fögnum þessu. Við viljum fá ungt fólk í kringum Hlíðarenda.

g get alveg séð fyrir mér að uppbygging þarna hefjist í lok árs 2014,“ segir Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. Valsmenn hf. eiga byggingarland á Hlíðarenda þar sem gert er ráð fyrir 500 íbúða byggð samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi Reykjavíkur. Brynjar segir að nú fari í gang hönnunarferli sem geti tekið 12-18 mánuði. Í því fari fram „dýpri þróun á sjálfum húseignunum,“ eins og hann orðar það. „Vonandi fara menn að sjá gatnagerð þarna á þessu ári. Það er það fyrsta sem þarf að gerast, Reykjavíkurborg á eftir mjög mikla gatnagerð áður en hægt er að fara að byggja,“ segir Brynjar. Gert er ráð fyrir að fjölbreytt húsnæði verði í boði á Hlíðarendareitnum. Verslunarhúsnæði verði á jarðhæðum húsa og íbúðir frá annarri og upp á fimmtu hæð. Brynjar kveðst ánægður með hugmyndir sem koma fram í aðalskipulaginu um að fleiri minni íbúðir verði byggðar til að mæta þörfum ungs fólks á leigumarkaði. „Við fögnum þessu. Við viljum fá ungt fólk í kringum Hlíðarenda.“ Dagur B. Eggertsson, formaður borgar-

ráðs, segir að borgaryfirvöld líti á Hlíðarenda sem eitt af lykilsvæðunum við uppbyggingu borgarinnar á næstu misserum. Áform Valsmanna hf. séu í góðu samhengi við stefnu borgarinnar um hvað eigi að gerast á svæðinu. „Það var eitt af leiðarljósunum við endurskoðun skipulagsins á Hlíðarenda að þetta yrði ekki síðasta hverfið í gamla stílnum heldur fyrsta hverfið í nýja stílnum,“ segir hann. Dagur segir að borgaryfirvöld horfi á þrjú svæði sem lykilsvæði í uppbyggingu; Hlíðarenda, svæðið hjá gamla slippnum niðri í bæ og svæðið fyrir ofan Hlemm. „Það er verið að klára stúdentagarða í Vatnsmýrinni og fjölmargar íbúðir eru í byggingu við Hlemm,“ segir Dagur. Hann nefnir að Búseti sé að byggja 230 íbúðir á reitnum Einholt/Þverholt, ÞG verktakar byggi 130 íbúðir á Hampiðjureitnum og verið sé að klára deiliskipulag fyrir Brautarholt 7. Í Mánatúni verður hafist handa við að byggja 175 íbúðir síðar á árinu. „Þetta er allt að fara af stað,“ segir Dagur. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is


S Ú H D L E U Ð A S G U H UPP Á NÝTT nýtt METOD eldhús

724.250,-

Innifalið í verði: Vaskur, blöndunartæki, borðplata, ljúflokur og höldur. Heimilistæki og ljós eru seld sér.


8

fréttir

Helgin 7.-9. júní 2013

 Kópavogur Könnun á viðhorfi foreldr a til leiKsKóla

Vel hugsað um leikskólabörnin Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Yfir 93% foreldra í Kópavogi telja mjög vel eða vel staðið að aðlögun barns í leikskóla í bænum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýlegri könnun á viðhorfi foreldra til leikskóla Kópavogs. Könnunin var gerð á vegum leikskóladeildar Kópavogs og send öllum foreldrum. Svörun var um 56%. Ef marka má niðurstöðurnar eru foreldrar mjög ánægðir með leikskóla bæjarins, segir í tilkynningu hans. Um 90% svarenda segja að mjög vel eða vel sé tekið á móti barninu þegar það kemur í leikskólann á morgnana og sömu sögu sé að segja þegar barnið er

kvatt að loknum degi. Yfir 91% telja samstarf við starfsmenn leikskólans mjög gott eða gott og um 92% finnst auðvelt eða nokkuð auðvelt að ná tali af leikskólastjóra eða deildarstjóra. Um 88% eru mjög ánægð eða ánægð með foreldrasamtöl og meirihluti foreldra er ánægður með störf foreldrafélaga við leikskólana. Um 92% telja að sú kennsla og umönnun sem barnið fær samræmist mjög vel eða vel þeim væntingum sem foreldrar hafa til leikskólans svo og sú sérkennsla sem þau börn fá sem þess þurfa. Meirihluti foreldra hefur kynnt

sér námskrá og starfsáætlun leikskólans. Dagleg samskipti, skriflegar upplýsingar, foreldrasamtöl, heimsókn eða dvöl foreldra í leikskólanum telja foreldrar hvað mikilvægast í samstarfi við leikskólann. Meirihluti foreldra telur að skipulagsdagar og sumarleyfislokun valdi þeim engum erfiðleikum. Um 87% foreldra eru ánægð með þann mat eða næringu sem boðið er upp á í leikskólanum. Fram kemur að móðir svarar könnuninni í 74% tilfella en fleiri feður svöruðu nú en í fyrri könnunum.

Foreldrar barna í Kópavogi eru ánægðir með starf leikskólanna í bænum, sé mið tekið af könnun sem send var öllum foreldrum.

 sKólamál foreldr afélagið segir ástand bygginga og lóðar breiðholtssKóla hættulegt

Margra ára bið eftir endurbótum Foreldrar nemenda í Breiðholtsskóla eru orðnir langþreyttir á bið eftir endurbótum á byggingum og lóð skólans. Í skýrslu borgarinnar frá árinu 2004 var lögð fram tillaga að viðbyggingu og nauðsynlegum endurbótum. Nú árið 2013, níu árum síðar, hafa framkvæmdir ekki enn hafist. Í úttekt Foreldrafélags kemur fram að slæmt ástand skólans ógni öryggi nemenda.

á

standið í skólanum er orðið hættulegt börnunum og þess vegna stöndum við í þessari baráttu. Þetta er ekki boðlegt í okkar samfélagi. Það er löngu tímabært að ráðast í endurnýjun, bæði innandyra sem utan,“ segir Ævar Karlsson, formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla. Skólinn var byggður fyrir rúmlega fjörutíu árum og hefur viðhaldi undanfarin ár verið mjög ábótavant og er ástandið nú orðið smánarlegt fyrir nemendur og starfsfólk, að mati foreldrafélagsins. Húsgögn skólans eru komin til ára sinna og farin að láta á sjá, sprungur og rakaskemmdir eru í veggjum, hurðir eru brotnar svo hætta er á að börn fái í sig flísar. Öllum búnaði er einnig ábótavant og eru tölvuskjáir gamaldags túbuskjáir. Húsgögn eru flest ósamstæð og hæðarstillingar borða víða í ólagi þannig að lágvaxin börn sitja við of há borð og öfugt og samkvæmt upplýsingum frá foreldrafélaginu hefur það valdið stoðkerfisvanda hjá hluta nemendanna. Skólalóð Breiðholtsskóla hefur að sama skapi verið lítið við haldið. Þar eru víða moldarbörð og marga ára gamalt veggjakrot. Brotnað hefur upp úr einum útvegg svo börn

Brotnar hillur notaðar sem skilrúm. Ljósmyndir/Foreldrafélag Breiðholtsskóla

geta notað misfellur í veggnum sem þrep og klifrað upp á þak. Í skýrslu sem Fasteignastofa Reykjavíkur vann í samvinnu við Fræðslumiðstöð borgarinnar árið 2004 kom fram að þörf væri á viðbyggingu og nauðsynlegum breytingum á húsnæði, átaki í endurnýjun á tölvulögnum og búnaði, svo sem stórum hluta húsgagna, töflum og fleiru. Í skýrslunni kom jafnframt fram að húsnæði skólans væri hvorki hentugt fyrir skóla án aðgreiningar, einstaklingsmiðað nám né sveigjanlega kennsluhætti. Árið 2008 stóð til að byggja við skólann en svo var hætt við þau áform. Nú eru níu ár liðin frá því tillaga að viðbyggingu og endurbótum kom fram og síðan hefur öllu viðhaldi verið haldið í lágmarki. Foreldrar hafa því í mörg ár gert ítrekaðar athugasemdir við aðbúnað á byggingum og skólalóð en án árangurs. Í febrúar á þessu ári sendi Foreldrafélagið áskorun til borgaryfirvalda um að endurskoða forgangsröðun ársins og ráðast í tímabærar framkvæmdir við Breiðholtsskóla. Að sögn Rúnars Gunnarssonar, deildarstjóra frumhönnunar hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, stendur nú yfir vinna við úttekt á Breiðholtsskóla.

Brotið er upp úr hurðum svo hætta er á að börn fái í sig flísar.

Skólalóð Breiðholtsskóla er í niðurníslu og eru víða moldarbörð.

Borgaryfirvöld hafa ekki sinnt nauðsynlegu viðhaldi á byggingum og lóð Breiðholtsskóla sem skyldi undanfarin ár og er ástandið orðið hættulegt að mati foreldrafélags. Samkvæmt upplýsingum frá borgaryfirvöldum er nú unnið að úttekt á þörf á endurbótum. Ljósmynd/Hari.

„Þetta er allt í ferli núna, bæði þörf á viðbyggingu, viðhaldi, endurnýjun búnaðar og lóðar. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir við lok þessa mánaðar. Þá verður hægt að vinna að fjárhagsáætlun en þetta verkefni er ekki á fjárhagsáætlun þessa árs,“ segir Rúnar og getur þess jafnframt að um viðamikið verkefni sé að ræða. Skólastjóri Breiðholtsskóla, Jónína Ágústsdóttir, er bjartsýn á að framkvæmdir hefjist á næstunni. „Það hafa margir aðilar á

vegum borgarinnar komið hingað á síðustu vikum og unnið að undirbúningi endurbóta. Foreldrar eru búnir að vinna vel og ég er afskaplega ánægð með þá,“ segir Jónína sem tók við sem skólastjóri árið 2012 og viðurkennir að hafa brugðið þegar hún kom fyrst í skólann og sá ástand hans. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is

Á myndinni er eini myndvarpinn í Húsgögn eru ósamstæð og mikið unglingadeildinni. Hann er kominn notuð. Á myndinni má sjá rifið til ára sinna. áklæði á stól sem er í notkun.

Frágangi á lofti í vistarverum yngsta stigs er ábótavant.

TINDUR NýR osTUR úR skagafIRÐINUm Nýjasti meðlimur Óðalsfjölskyldunnar er framleiddur í Skagafirði og nefndur eftir fjallinu Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem fengið hefur drjúgan þroskunartíma þar til hinu einkennandi þétta bragði hefur verið náð. Óðals Tindur er sérstaklega bragðmikill, hæfir við ýmis tækifæri og er dásamlegur einn og sér. Tindur parast vel með sterku bragði enda lætur hann fátt yfirgnæfa sig.

www.odalsostar.is


Húsnæðiskaup á mannamáli

Íslandsbanki heldur opinn fræðslufund um húsnæðismarkaðinn þriðjudaginn 11. júní kl. 17.15-18.15 í útibúi bankans á Kirkjusandi. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum, svo og öðrum þeim er kunna að brenna á fólki í fasteignahugleiðingum: •

Er fasteignamarkaðurinn að taka við sér?

• Hvaða hverfi eru dýrust og hvar er hagkvæmast að kaupa? •

Hvaða valkostir eru í boði við fjármögnun á íbúðarhúsnæði í dag?

Hvað þarf ég að hafa í huga þegar ég sæki um greiðslumat?

Hvort á ég að velja verðtryggt eða óverðtryggt lán? Verðtryggt húsnæðislán

Óverðtryggt húsnæðislán

Blönduð lán

Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000

Fundurinn er öllum opinn en vakin er athygli á því að sætaframboð er takmarkað. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Hvernig lítur fasteignamarkaðurinn út? Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics Hvað get ég keypt dýra fasteign? Linda Kristinsdóttir, deildarstjóri fasteignaþjónustu Íslandsbanka Hvað stendur til boða í dag varðandi húsnæðislán? Finnur Bogi Hannesson, vörustjóri á Viðskiptabankasviði Íslandsbanka

Skráðu þig á www.islandsbanki.is/fjarmalanamskeid eða í síma 440 4000


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 1 1 5 5

HITTUMST Í KVENNAHLAUPINU OG HREYFUM OKKUR SAMAN GANGA EÐA SKOKK – ÞÚ RÆÐUR HRAÐANUM Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er orðinn fastur hluti af lífi þúsunda kvenna. Hlaupið er haldið á 90 stöðum víðs vegar um land og á 20 stöðum erlendis. Í ár er hlaupið í samstarfi við styrktarfélagið Göngum saman. Sjá nánar á www.sjova.is

Styrktarfélagið Göngum saman veitir árlega myndarlega fjárstyrki til íslenskra grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Göngum saman leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar til heilsueflingar en hreyfing er mikilvæg forvörn gegn brjóstakrabbameini.

Staður Vogar Garðabær Viðey Reykjanesbær Sandgerði Grindavík Garður Mosfellsbær Kjós Akranes Hvalfjarðarsveit Borgarnes Hvanneyri Reykholt Stykkishólmur Grundarfjörður Ólafsvík Staðarsveit Reykhólar Ísafjörður

okkur s a

v

á

Kv

up

Sjó

ÍSÍ

an

Hr e

um

m

yf

Bolungarvík

ennah

la

Súðavík Flateyri Suðureyri Patreksfjörður Vesturbyggð Þingeyri Borðeyri Hólmavík Drangsnes Hvammstangi Blönduós Skagaströnd Sauðárkrókur Hólar Varmahlíð Hofsós Fljót Siglufjörður Akureyri Eyjafjarðarsveit

Hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni kl. 11.00 Flataskóla kl. 14.00 Viðeyjarstofu kl. 10.30

Forskráning í Íþróttamiðstöðinni á opnunartíma Sjá www.sjova.is 7. - 8. júní í miðasöluskúr Eldingar á Skarfabakka - Sundahöfn Húsinu okkar, Hringbraut 108 kl. 10.00 í Húsinu okkar 6. og 7. júní milli kl. 17 og 19 Íþróttamiðstöðinni kl. 11.00 í Íþróttamiðstöðinni á opnunartíma Sundlaug Grindavíkur kl. 11.00 í Sundlauginni á opnunartíma Íþróttamiðstöðinni kl. 11.00 í Íþróttamiðstöðinni á opnunartíma Varmárvelli kl. 11.00 í Íþróttamiðstöðinni að Lækjarhlíð Kaffi Kjós v/ Meðalfellsvatn kl. 14.00 á Kaffi Kjós Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum (Þyrlup.) kl. 10.30 í Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum Stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar Innrimel 3 kl. 10.30 Á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, á opnunartíma og hjá Þórdísi í s.: 696-8510 og 552-9343 Íþróttamiðstöðinni kl. 11.00 Sverrisvelli á Hvanneyri kl. 11.00 hjá Sólrúnu Höllu á netfangið solla@vesturland.is Fosshóteli Reykholti kl. 11.15 í móttöku Fosshótels Reykholti frá kl. 10.45 á hlaupadag Íþróttamiðstöðinni kl. 11.00 í Heimahorninu á opnunartíma Íþróttahúsinu kl. 11.00 hjá Kristínu Höllu Sjómannagarðinum kl. 11.00 í Íþróttahúsinu í Ólafsvík Lýsuhólsskóla kl. 11.00 Grettislaug á Reykhólum kl. 11.00 í Grettislaug dagana fyrir hlaup Íþróttahúsinu Torfnesi kl. 11.00 hjá Sjóvá-Almennum, í versluninni Hlíf og versluninni Jóni og Gunnu vikuna fyrir hlaup Hlaupið frá Hrafnakletti kl. 11.00 við Samkaup 7. júní frá kl. 16-18 og við Hrafnaklett á hlaupadag. Einnig geta flestar konur skráð sig á sínum vinnustað. Gamla pósthúsinu kl. 11.00 í Víkurbúðinni Íþróttahúsinu kl. 12.00 Íþróttahúsinu kl. 11.00 hjá Þorgerði Karlsdóttur í síma 899-9562 Bröttuhlíð sundlaug kl. 14.00 Innri-Múla kl. 20.00 hjá Kristínu Hauks í síma 616-7965 Íþróttamiðstöðinni Þingeyrarodda kl. 10.30 á Brekkugötu 42, 6. og 7. júní eftir kl. 16.30 Tangahúsinu kl. 13 hjá Eddu í s. 863-1777 eða á netfangið edduyoga@gmail.com Íþróttamiðstöðinni kl. 11.00 hjá Ingu Sig. í síma 847-4415 eða á ingasig@holmavik.is Fiskvinnslunni Dranga kl. 11.00 í Kaupfélaginu Íþróttamiðstöðinni kl. 11.00 í síma 865-2092 eða á netfangið: usvh@usvh.is Íþróttamiðstöðinni kl. 11.00 í anddyri Íþróttamiðstöðvarinnar 4. júni frá kl. 17-19 Íþróttahúsinu kl. 11.00 í Olís á Skagaströnd Sundlaug Sauðárkróks kl. 11.00 í Þreksport og sundlauginni 5. og 6. júní frá kl. 18-20 Háskólabyggingunni á Hólum kl. 10.30 hjá Sillu í síma 865-3582 eða á netfangið silla@gsh.is Sundlauginni í Varmahlíð kl. 10.30 hjá Stefáníu Fjólu, Birkimel 12 frá 4. júní Sundlauginni á Hofsósi kl. 11.00 í Sundlauginni á Hofsósi vikuna fyrir hlaup Sundlauginni Sólgörðum kl. 11.00 í Sundlauginni Sólgörðum 7. og 8. júní Rauðkutorgi kl. 11.00 Ráðhústorginu kl. 11.00 Glerártorgi, Hagkaup, Bónus og Samkaup Úrvali Hrísalundi Hrafnagilsskóla, Eyjafjarðarsveit kl. 11.00


Staður Grenivík Dalvík Ólafsfjörður Hrísey Húsavík Laugar Mývatn Kópasker Raufarhöfn Þórshöfn Vopnafjörður Egilsstaðir Seyðisfjörður Borgarfjörður eystri Reyðarfjörður Eskifjörður Neskaupstaður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur Höfn Skaftafell Selfoss Sólheimar Gnúpverjahreppur Hraunborgir Grímsnesi Hveragerði Ölfus Þorlákshöfn Eyrarbakki Stokkseyri Úthlíð Flúðir Hella Þykkvibær Hvolsvöllur Seljalandsfoss Vík Kirkjubæjarklaustur Vestmannaeyjar

Hlaupið frá Íþróttahúsinu kl. 10.00 Íþróttamiðstöð Dalvíkur kl. 10.30 Íþróttamiðstöðinni kl. 11.00 Júllabúð kl. 13.00 Sundlaug Húsavíkur kl. 11.00 Húsmæðraskólanum á Laugum kl. 10.00 Jarðböðunum við Mývatn kl. 11.00

Forskráning í Samkaup Úrvali og hjá Sundfélaginu Rán við sundlaugina frá kl. 10.00 á hlaupadag

hjá Dagbjörtu í s.: 898-9558 og í Jarðböðunum frá kl. 10.00 á hlaupadag Heilsugæslunni á Kópaskeri sunnud. 9. júní kl: 11.00 Íþróttahúsinu kl. 11.00 Íþróttamiðstöðinni Sport-Ver kl. 11.00 í íþróttamiðstöðinni Sport-Ver í síma 468-1515 Skrifstofu Einherja, Hafnarbyggð 4 kl. 11.00 hefst klukkutíma fyrir hlaup Tjarnargarðinum kl. 11.00 í Nettó og Bónus á Egilsstöðum 4., 6. og 7. júní frá kl. 16-18 Torgi kl. 11.00 í íþróttahúsinu Fjarðarborg kl. 13.00 hjá Sigrúnu Arngrímsdóttur Andapollinum á Reyðarfirði kl. 11.00 við Andapollinn kl. 10.00 á hlaupadag Sundlaug Eskifjarðar kl. 11.00 í s. 866-8868 og 867-0346 Kaffihúsinu Nesbæ kl. 11.00 í Kaffihúsinu Nesbæ, 4. og 5. júní frá kl. 16.30-18 og 6. og 7. júní frá kl. 13-18 Sundlaug Fáskrúðsfjarðar kl. 10.00 í sundlauginni á opnunartíma Veitingahúsinu Brekkunni kl. 11.00 á Brekkunni Íþróttamiðstöðinni kl. 11.00 Sundlaug Hafnar kl. 11.00 í Sindrahúsinu Hafnarbraut 25 Skaftafellsstofu kl. 12.00 í Skaftafellsstofu dagana fyrir hlaup Byko í Langholti kl. 13.00 í Bónus 6.6 frá 16-18:30 og 6.6 frá kl. 14-18. Í Krónunni 5.6 frá 16 - 18, 6.6 frá 15-19 og 7.6 frá 14-18 og í BYKO 8.6 frá 10-13 Grænu könnunni, Sólheimum kl. 11.00 á netfangið erla@solheimar.is eða hjá Erlu Thomsen í síma 480-4449 eða 893-9984 Félagsheimilinu Árnesi kl. 13.30 frá kl. 11.30 á hlaupadag Þjónustumiðstöðinni Grímsnesi kl. 14.00 Þjónustumiðstöðinni Grímsnesi Sundlauginni Laugaskarði kl. 14.00 í Bónus Hveragerði 7. júní Gengið 13. júní kl. 17.00 um Hvammsveg Nánari upplýsingar hjá Herdísi Reynisdóttur Íþróttamiðstöðinni 6. júní kl. 20.00 í Íþróttamiðstöðinni Rauðahúsinu kl. 11.00 í Vesturbúðinni 4. júní milli kl. 18 og 20 Sundlaug Stokkseyrar kl. 11.00 á staðnum Réttinni kl. 10.00 í Hlíðarlaug daginn fyrir hlaup Íþróttahúsinu á Flúðum kl. 11.00 við Samkaup Strax 7. júní frá kl. 16-18 og við íþróttahúsið frá kl. 10.00 á hlaupadag Íþróttahúsinu á Hellu kl. 11.00 í Lyf og heilsu á Hellu Íþróttahúsinu 17. júní kl. 11.00 Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli kl. 11.00 í Lyf og heilsu Hvolsvelli Seljalandsfossi kl. 14.00 Íþróttamiðstöðinni kl. 11.00 Íþróttahúsinu Klaustri kl. 11.00 Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja kl. 12.00 í líkamsræktarstöðinni Hressó og íþróttamiðstöðinni

Garðabæ, Flataskóli kl. 14 kl. 13.30 kl. 13.40 kl. 13.45 kl. 13.50 kl. 14.00

Upphitun hefst 10 km ræstir Hvatningarávarp Upphitun heldur áfram 2 og 5 km ræstir

• Teygjur eftir hlaup • Tanya og Zumba dívurnar frá Hress verða með skemmtiatriði og stjórna diskóhópdansi • Elsti þátttakandinn heiðraður Akureyri, Ráðhústorginu kl. 11, upphitun hefst kl. 10.45 Mosfellsbæ, Varmárvelli kl. 11, upphitun hefst kl. 10.45


12

viðskipti

Helgin 7.-9. júní 2013

 HlutabréFamark aður Fjögur Félög HaFa undanFarið bæst við á aðallista k aupHallarinnar

Metvelta frá hruni í maí Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Velta á hlutabréfamarkaði nam 76,6 milljörðum króna í maí. Slík velta hefur ekki verið meiri í einum mánuði eftir hrun, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Á síðustu tveim mánuðum hafa tvö ný félög bæst á markað, VÍS í lok apríl og TM snemma í maí. Íslenskir fjárfestar höfðu töluverðan áhuga á bréfum tryggingafélaganna í kjölfar skráningar. „Í lok maí var markaðsvirði þeirra 11% af markaðsvirði þeirra níu íslensku félaga sem skráð voru á aðallista kauphallarinnar en þau

höfðu um 35% veltuhlutdeild í mánuðinum. Fjórðungur veltu í maí var með bréf Icelandair. Félagið er það þriðja stærsta á íslenska hlutabréfamarkaðnum með um 16% af heildar markaðsvirði íslensku félaganna á aðallista en Marel og Össur eru bæði stærri að markaðsvirði. Marel hafði um fjórðung markaðsvirðis miðað við lok maí en hafði tæplega 15% veltuhlutdeild í mánuðinum. Össur hefur aftur rúm 19% markaðsvirðis en veltuhlutdeild var innan við hálft pró-

 drek asvæðið samstarF við kínarisa

sent á Íslandi en félagið er einnig skráð í kauphöllina í Danmörku,“ segir Greiningin Gengi flestra félaga lækkaði í maí og vísitala aðallistans OMXI6 lækkaði um 4,6% í mánuðinum. „Ástæða lækkana liggur annars vegar í viðbrögðum við uppgjörum en eins gaf eftir spenna sem skapaðist í kringum nýskráningar tryggingafélagana. Mest gaf gengi Vodafone eftir en félagið lækkaði um 14,6% í maí,“ segir enn fremur. Fjögur félög hafa bæst á aðallista kauphallarinnar á síðustu 7

mánuðum, Eimskip í nóvember 2012 Vodafone mánuði síðar og VÍS og TM í apríl og maí. „Reglulega birtast fréttir um að félög hyggi á skráningu enda ekki óalgengt að endurskipulagning stærri félaga endi með þeim hætti,“ segir Greiningin. „Þau nöfn sem heyrst hafa í þessu tilliti eru Sjóvá, Skeljungur, N1, Skipti, Advania, Reitir, Icelandic Group, Promens, Kaupás og MP banki en auk þess er þess vænst að samhliða uppgjöri við kröfuhafa íslensku bankana verði þeir skráðir á markað.“

Fjögur félög hafa bæst á aðallista kauphallarinnar á síðustu mánuðum, Eimskip, Vodafone, VÍS og TM. Reglulega birtast fréttir um að fleiri íslensk stórfyrirtæki hyggi á skráningu.

 Frímerkjasýning nordia 2013 sett í garðabæ í dag

„Verðmæti sýningarinnar er óheyrilegt“ Fjölmargir gripir til sýnis sem vart verða metnir til fjár. Erlendir kaupmenn koma á sýninguna, jafnvel alla leið frá Kína.

Hver borhola á Drekasvæðingu getur kostað tugi milljarða króna, og rannsóknir þar á undan velta milljörðum króna.

Tímamót í sögu olíuleitar Íslendinga Eitt af stærri olíufélögum heims, CNOOC Ltd. frá Kína, hefur gengið inn í umsókn um leitar- og vinnsluleyfi olíu og gass á Drekasvæðinu, ásamt íslenska olíufélaginu Eykon Energy ehf. Þetta má telja marka tímamót í sögu olíuleitar Íslendinga, enda hefur félag af sambærilegri stærðargráðu ekki áður sýnt áhuga sinn á Drekasvæðinu í verki, segir í tilkynningu Eykons Energy. „CNOOC er eitt af þremur stóru olíufélögunum í Kína. Það er skráð í kauphöllum Hong Kong og New York og er markaðsvirði þess í kringum 79 milljarðar dollara – rúmlega 9.600 milljarðar íslenskra króna. Það er því um það bil hundrað sinnum stærra en þau fyrirtæki sem hafa fengið úthlutað leyfum á Drekasvæðinu, til samans. CNOOC stundar leit og vinnslu á olíu og gasi í öllum heimsálfum. Fyrirtækið er t.a.m. með stærri fyrirtækjum í vinnslu olíu og gass í Kanada í gegnum dótturfélag sitt, Nexen. Það er einnig einn stærsti leyfishafinn í

breska hluta Norðursjávar. Mögulega mun norska ríkisolíufélagið Petoro bætast við hópinn, verði umsóknin samþykkt, en norska ríkið ákvað sem kunnugt er að Petoro yrði hluthafi í þeim tveimur leyfum sem búið er að úthluta á Drekasvæðinu.“ Kínverska fyrirtækið verður eins og hver annar þátttakandi í olíuleitar- og vinnsluleyfinu, verði umsóknin samþykkt, segir enn fremur. „Það gengur inn í umsóknina að frumkvæði Eykons Energy, sem er íslenskt félag. Fáist leyfið, hlýtur félagið ekki nein óvenjuleg réttindi, heldur einungis hlut í hugsanlegri olíu- eða gasvinnslu á leyfissvæðinu í framtíðinni. Það verður að fara í einu og öllu eftir íslenskum lögum og reglum í starfsemi sinni hér við land, eins og önnur fyrirtæki sem hér starfa. Fjárhagslegir hagsmunir íslenska ríkisins eru tryggðir, því það fær til sín mikinn hluta hagnaðar af allri olíu- eða gasvinnslu á svæðinu í framtíðinni, í gegnum skattheimtu.“ - jh

F

jölbreytni er lykilorðið á norrænu frímerkjasýningunni Nordia 2013 sem sett verður í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ í dag, föstudaginn 7. júní. Auk sígildra sýningarflokka verður efnt til samkeppni um póstkortasöfn, en söfnun póstkorta hefur rutt sér til rúms undanfarin ár. Einnig verður haldinn safnaramarkaður. Fjölmargir erlendir kaupmenn koma á sýninguna, þar á meðal alla leið frá Kína. Nordia 2013 er stærsti viðburður norrænna frímerkjasafnara á árinu. Á þriðja hundrað erlendra gesta koma til landsins af þessu tilefni. Jafnframt er minnst þeirra tímamóta að á þessu áru eru liðin 140 ár frá útgáfu fyrsta íslenska frímerkisins. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, setur sýninguna og er verndari hennar. Nordia 2013 er haldin á vegum Landssambands íslenskra frímerkjasafnara, LÍF. Sýndir verða um 700 rammar af frímerkjum og tengdum hlutum. „Verðmæti sýningarinnar er óheyrilegt og þar verða sýndir fjölmargir gripir sem vart verða metnir til fjár,“ segir í tilkynningu. Um 10-15 þúsund manns hafa sótt seinustu Nordiasýningar hérlendis. Indriði Pálsson, fyrrum forstjóri og stjórnarformaður Eimskips, hefur veitt leyfi til að safn hans, eitt besta póstsögu- og frímerkjasafn frá fyrstu áratugum íslenskrar frímerkjaútgáfu, verður sýnt. Þá verður sýnt safn íslenskra

Nordia 2013 er stærsti viðburður norrænna frímerkjasafnara á árinu. Á þriðja hundrað erlendra gesta koma til landsins af þessu tilefni.

frímerkja til 1901 í eigu sænska greifans Douglas Storckenfeldt. Það hefur fimm sinnum unnið Grand Prix-verðlaun. Minnst er þeirra tímamóta að 140 ár eru liðin frá útgáfu fyrsta íslenska frímerkisins. Íslensk skildingafrímerki voru gefin út 1873, aðeins 33 árum eftir að fyrsta frímerkið var gefið út í heiminum, hið breska Penny Black. Meðal þeirra sem sækja sýninguna er Thomas Høiland, yfirmaður þeirrar deildar uppboðsfyrirtækisins Bruun Rasmussen danska sem annast frímerki, seðla og mynt. Hann stofnaði

fyrstu frímerkjaverslun sína árið 1980 í Kaupmannahöfn og síðan eigið uppboðsfyrirtæki árið 1991. Fyrirtækið fékk viðskiptaverðlaun Børsen’s Gazelle árið 2003. Uppboðsfyrirtæki Thomasar Høiland's var um árabil stærsta uppboðsfyrirtæki á sviði frímerkja, seðla og myntar á Norðurlöndunum og eitt af tíu stærstu slíkum fyrirtækjum í heiminum. Þegar Bruun Rasmussen keypti fyrirtækið í ársbyrjun 2011 varð Thomas yfirmaður fyrrnefndar deildar. Bruun Rasmussen er stærsta uppboðshús á Norðurlöndum, með um 125 starfsmenn og nam velta fyrirtækisins í fyrra 500 milljónum danskra króna, nær ellefu milljörðum íslenskra króna. Á hverju ári býður fyrirtækið upp rúmlega hundrað þúsund hluti. Thomas hefur oft komið til Íslands og keypt marga dýrgripi af íslenskum söfnurum og hafa margir þeirra verið seldir háu verði á uppboðum fyrirtækisins. BR hefur keypt margt frá Íslandi raunar, margir muna eftir Guðbrandsbiblíunni sem Þjóðminjaráð bannaði að yrði flutt úr landi. „Við erum mjög stolt af að halda Nordia 2013 á Íslandi að þessu sinni, enda sýningin stærsti viðburður hjá norrænum frímerkjasöfnurum á þessu ári. Við höfum lagt mikinn metnað í skipulagninguna,“ segir Sigurður R. Pétursson, formaður LÍF. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is

- snjallar lausnir

hvert er þitt hlutverk? Wise býður fjölbreyttar viðskiptalausnir fyrir fólk með mismunandi hlutverk. TM

Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is

Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV)


FÍ sig B u To flo og rve yo kk At ga ta um lan ri í er m þa tso Spa ar r s líu ra gf em 20 ks ald To 13 tur ur yo . S ske ta igu p tó r í pn k öl i þá lu tt m .

Íslandsmeistari í sparakstri 2013 Yaris dísil MM

1.4 dísill – 3,92 l/100 km Það kostar 3.621 kr. að aka til Akureyrar á Yaris.

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 64490 06/13

Við LáTuM HjóLin snúAsT fYRiR LÍTið

Auris Hybrid sjálfskiptur 4,89 l/100 km Það kostar 4.593 kr. að aka til Akureyrar á Auris Hybrid.

Auris CVT sjálfskipting

1.6 bensín – 5,7 l/100 km Það kostar 5.281 kr. að aka til Akureyrar á Auris.

Yaris CVT sjálfskipting

1.3 bensín – 5,04 l/100 km Það kostar 4.739 kr. að aka til Akureyrar á Yaris.

Lexus sjálfskiptur

GS 450h – 6,55 l/100 km Það kostar 6.160 kr. að aka til Akureyrar á Lexus.

RAV4 sjálfskiptur

Dísill – 5,62 l/100 km Það kostar 5.193 kr. að aka til Akureyrar á RAV4.

RAV4 sjálfskiptur

2,0 bensín – 7,03 l/100 km Það kostar 6.603 kr. að aka til Akureyrar á RAV4.

Ekið var frá Reykjavík til Akureyrar við eðlilegar aðstæður á venjulegum ferðahraða. Aksturinn þurfti að taka að hámarki fjóra tíma og 40 mínútur og stoppa þurfti að lágmarki í 30 mínútur á leiðinni. Heildarferðatími var því fimm tímar og 10 mínútur. Ef keppendur voru lengur á leiðinni fengu þeir refsistig sem bættust við eyðsluna. Meðalhraðinn var um 79 km/klst. Fáðu nánari upplýsingar á www.toyota.is Erum á Facebook - Toyota á Íslandi

5 ÁRA ÁBYRGÐ

Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070

Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600

Toyota selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000

*Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur. Við útreikning á kostnaði er miðað við eldsneytisverð hjá Atlantsolíu 5. júní 2013.


14

viðhorf

Helgin 7.-9. júní 2013

Vatnsmýri – miðstöð innanlandsflugs eða íbúðabyggð

Kosið verður um Reykjavíkurflugvöll

R

Verkjastillandi bólgueyðandi Veldur síður lyfjaáhrifum um allan líkamann eins og þegar töflur eru teknar inn

„Reykjavíkurflugvöllur eru grundvallarþáttur í samgöngum landsins. Til þess að hann geti áfram gegnt því mikilvæga þjónustuhlutverki sem hann hefur gegnt gagnvart landinu öllu þarf að tryggja framtíðarstaðsetningu hans í nálægð við stjórnsýslu og aðra þjónustu.“ Svo segir í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Vilji ríkisstjórnarinnar er skýr og hann er sá sami og fyrri ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, var andvígur áformum borgaryfirvalda í Reykjavík um að flytja þessa miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýri. Blekið var vart þornað á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarJónas Haraldsson innar þegar borgaryfirvöld jonas@frettatiminn.is kynntu drög að aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2030. Þar er ekki gert ráð fyrir nýjum úthverfum heldur að byggðin verði þétt og að langmesta uppbyggingin verði í Vatnsmýri, þar sem Reykjavíkurflugvöllur er nú. Hann verður því að víkja, þvert á vilja ríkisstjórnarinnar. Reiknað er með fjórtán þúsund manna byggð á flugvallarsvæðinu. Hratt á að ganga til verks. Norðaustur-suðvestur brautin verður lögð af á þessu ári. Gert er ráð fyrir að æfinga-, kennslu- og einkaflugbraut verði lögð af árið 2015 og norður-suðurbraut 2016. Frá árinu 2024 losni síðan meira land en borgin gerir ráð fyrir því að flugvallarstarfsemi verði aflögð með öllu árið 2030. Óþarft er raunar að líta fram til ársins 2024 eða 2030 gangi þessi áform borgaryfirvalda í Reykjavík eftir. Nóg er að horfa þrjú ár fram í tímann þegar stefnt er að því að loka annarri aðalflugbraut Reykjavíkurflugvallar, norðursuðurbrautinni. Það tók Pétur K. Maack flugmálastjóri skýrt fram í liðinni viku þar sem hann sagði það ekki ganga að vera með farþegaflugvöll á suðvesturhorni landsins með einni flugbraut. Um væri að ræða afturför hvað öryggi varðaði og þjónustustig færi niður fyrir almenn viðmið. Slagurinn um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar hefur staðið lengi. Hann er vissulega miðsvæðis í borginni og borgaryfirvöld

horfa til þess svæðis sem hann þekur, vilja byggja svæðið upp, þétta byggðina, nýta lagnir sem fyrir eru og auðvelda samgöngur. Á móti vegur mikilvægt samgöngu- og þjónustuhlutverk vallarins í höfuðborginni miðri – og vissulega er Reykjavík höfuðborg landsins alls, miðstöð þjónustu, stjórnkerfis og heilbrigðisþjónustu. Bæjarstjórn Akureyrar talar væntanlega fyrir hönd annarra sveitarstjórna á landinu og fólks annars staðar en á suðvesturhornunu þegar hún lýsir yfir andstöðu við að Reykjavíkurflugvöllur verði fluttur þaðan sem hann er. Sama gildir um Samtök ferðaþjónustunnar sem mótmæla ákvörðun borgaryfirvalda um flutning vallarins. Þau furða sig á þeirri ákvörðun að leggja eigi af norður-suður flugbraut vallarins árið 2016 og benda á að flugrekendur, flugmálastjóri og aðrir sem best þekkja til líti svo á að þar með verði flugvöllurinn ónothæfur. Um leið vekja samtökin athygli á þeirri ákvörðun að á sama tíma eigi að byggja flugstöð við völlinn sem trúlega muni opna um svipað leyti og völlurinn hrekst burtu, eins og segir í tilkynningu þeirra. Verði notkunarmöguleikar Reykjavíkurflugvallar skertir með þeim hætti sem boðað er, eftir aðeins þrjú ár, er ljóst að miðstöð innanlandsflugs flyst til Keflavíkurflugvallar – með kostum þess og göllum. Um annan möguleika er vart að ræða eftir að skýrsla Veðurstofu Íslands var birt í mars síðastliðnum en þar voru hugmyndir um nýjan flugvöll á Hólmsheiði hreinlega skotnar niður. Þar kom fram að flugvöllur þar yrði ónothæfur í 28 daga á ári vegna veðurs í stað 1-2 daga á Reykjavíkurflugvelli. „Enginn hannar miðstöð áætlunarflugs með svo lágan nothæfisstuðul,“ sagði í samantektinni. Flugvöllur á uppfyllingu á Lönguskerjum er dýr kostur. Innan við ár er í næstu borgarstjórnarkosningar. Flugvallarmálið verður án efa eitt helsta kosningamálið. Fyrir liggur vilji meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar. Nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, Júlíus Vífill Ingvarsson, lýsti því hins vegar yfir nýverið að uppbygging í Reykjavík kallaði ekki á að flugvöllurinn, þar sem 500 manns starfa, færi úr Vatnsmýrinni. Taka yrði tillit til hlutverks Reykjavíkurflugvallar í samgöngukerfi landsins.

„Ferðin til framtíðar“

Fyrsta skólastigið

S

tóra leikskóladeginum er fagnað í Reykjavík í dag. Yfirskrift hans er „Ferðin til framtíðar“ og það er glettilega margt sem býr í þeim sakleysislegu orðum. Eins og á öllum góðum ferðalögum þá er fyrsta upplifunin oft sú sem gefur tóninn og mótar afstöðu ferðalangsins til framhaldsins. Því er hlutverk leikskólans óumdeilanlega stórt í lífi og tilveru íslenskra barna, sem hefja nær öll nám í leikskóla á árinu sem þau verða tveggja ára. Leikskólinn getur því haft sterk áhrif á félagsmótun barna og námsfærni þeirra til langrar framtíðar. Lengi býr að fyrstu gerð, þau orð eiga vel við. Í þessari grein langar mig að víkja að togstreitunni sem oft einkennir umræðuna um leikskólann.

Þrjú hlutverk leikskólans

Fæst án lyfseðils Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða augu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ

Með töluvert mikilli einföldun má segja að í umræðunni togist á þjónustuhlutverk leikskólans annars vegar og menntunarhlutverkið hins vegar. Varla er lengur um það deilt að leikskólinn er fyrsta skólastigið og metnaðarfullt fagstarf fer þar fram undir forystu leikskólakennara og stjórnenda og í samstarfi starfsfólks með fjölbreyttan bakgrunn. Menntunarhlutverk leikskólans er staðfest í lögum, metnaður leikskólanna er mikill og þróunarstarf eflist ár frá ári. Fimlega flétta leikskólar grunnþáttum menntunar inn í skólastarfið;

sjálfbærni, læsi í víðum sem leitast við að mæta skilningi, sköpun, jafnnámslegum og félagsþörfum þörfum barna rétti, lýðræði og mannréttindi, heilbrigði og okkar, óháð búsetu, uppvelferð. Þjónustuhlutruna, atgervi og félagsverkið er þó oftar en legri stöðu þeirra. Síðast ekki plássfrekara í umen ekki síst er leikskólræðunni og væntingar inn stórlega niðurgreiddallra hagsmunaaðila ur úr sameiginlegum ekki alltaf í samhljómi. sjóðum og því aðgengiDeilt er á sveitarfélög legur fyrir öll börn. Oddný Sturludóttir vegna leikskólagjalda, opnunartíma, sumarfría, borgarfulltrúi og formaður Ferðin til framtíðar skóla- og frístundaráðs skipulagsdaga og hversu Óhjákvæmilega ríkir spenna á milli þessara ung börn skulu vera þegar þau hefja nám í leikskóla. Á sama þriggja hlutverka og sátt á milli þeirra tíma eru uppi áhyggjur af því að börn næst jafnvel aldrei, það hafa niðurdvelji of lengi dagsins í leikskóla og stöður rannsókna stutt. Stærri – og að lítill sveigjanleiki sé til staðar í til- jafnvel spennuþrungnari umræða veru fjölskyldna með ung börn, sem tengist styttri vinnutíma og alvöru búa oft við meira vinnuálag en í ná- fjölskyldustefnu í samfélagi þar sem grannalöndum. Margt fleira mætti barneignir eru með fjörlegra móti tína til en það blasir við að í hugum og atvinnuþátttaka foreldra með því margra birtist leikskólinn oftar með mesta á heimsvísu. Allténd er staðímynd þjónustustofnunar en mennta- reynd að vegna sterkrar stöðu leikstofnunar. Það er þó hægt og bítandi skólans og hve algilt það er að börn að breytast og er það vel. frá unga aldri njóti þar náms og eflingar félagsþroska verður menntunarMikilvægasta hlutverkið hlutverk leikskólans æ mikilvægara. Sjaldnar er rætt um þátt leikskólans Undir þeirri ábyrgð rís leikskólinn í að stuðla að réttlátara samfélagi. enda gerjun óvíða meiri í íslensku Félagslegt réttlæti ríkir á Íslandi þeg- skólastarfi. Ég vil óska Reykvíkar kemur að velferð barna á mörgum ingum til hamingju með stóra leiksviðum. Það er jöfnuður og forréttindi skóladaginn og sterka leikskóla sem fyrir okkur foreldra að geta treyst á að tryggja jöfnuð, velferð og menntun leikskólinn er öflug menntastofnun barna frá unga aldri.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


Helgin 8.-10. mars 2013

 Vik an sem Var

Ég er svo ótrúlega rík að hafa átt tvo pabba í mínu lífi. Í gær kvaddi þessi einstaki maður þennan heim, alltof snemma. Fjörið var rétt að byrja! Ég þakka fyrir þann tíma sem við áttum saman sem var einstaklega ljúfur. Minningarnar um yndislegan mann sem ég á eftir að sakna óskaplega mikið lifa að eilífu. Þúsund þakkir fyrir allar kveðjurnar kæru vinir. Ég met það mikils. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Ellý Ármanns Það ríkir gríðarlega mikil sorg í Skaftahlíð. Góða ferð vinur Hemmi Gunn og takk fyrir allt. Fjalar Sigurðarson Blessuð sé minning þessa skemmtilega drengs, Hemma Gunn. RIP.

Með biðpósti sleppurðu við að pósturinn hlaðist upp heima hjá þér meðan þú ert í fríi. Pantaðu biðpóst á www.postur.is eða á næsta pósthúsi og þú velur hvar pósturinn þinn bíður eftir þér.

Tobba Marinósdóttir Þvílíkur missir fyrir þjóðina alla. Þetta er dimmur dagur.

VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA

www.postur.is

Anita Briem Elsku hjartans Hemmi Gunn, ég þakka fyrir allar dásamlegar stundir – þegar þú leyfðir mér að sitja í áhorfendasalnum sem smástelpu á meðan mamma og pabbi spiluðu og sungu hjá þér, og fallegu viðtölin sem við áttum saman. Það er enginn eins og þú. Við munum aldrei gleyma þér. Pálmi Gunnarsson „Ennþá fjölgar himnakórnum í“ Góða ferð Hermann Gunnarsson og takk fyrir samfylgdina og vináttuna. Jón Gunnar Geirdal Hvíl í friði kæri vinur. Almættinu ætti ekki að leiðast með gleðigjafanum þér. Gull af manni og við litla fólkið fátækari á þessum sorgardegi. Mikið hvað þessi dimmi dagur magnaðist við fréttirnar. Sigurjón Egilsson Vann fyrst með Hemma þegar ég var 12 ára. Hann var því samferðamaður í langan tíma. Frábær félagi fallinn. Blessuð sé minning hans. Frosti Logason Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn. Takk fyrir samveruna kæri vinur, hvíl í friði.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 0 3 6 7

Kolbrún Pálína Helgadóttir Með sorg í hjarta en bros á vör yfir öllum dásamlegu samtölunum okkar um lífið og tilveruna óska ég þér góðrar ferðar heim elsku Hemmi Gunn. Þú varst einstakt ljúfmenni og gleðigjafi sem snertir svo sannarlega alla sem á vegi þínum urðu með umhyggju, breiðu brosi og einlægum hlátri.

PANTAÐU BIÐPÓST FYRIR SUMARFRÍIÐ!

Sölvi Tryggvason Hemmi Gunn var umfram allt góður náungi alla leið í gegn. Það var sannur heiður að fá að kynnast honum. Þjóðargersemi, sem alltaf smitaði jákvæðni og gleði, sama hvað gekk á í þjóðfélaginu.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A 1 3 - 1 5 4 8

Gleðigjafinn, íþróttakempan og fjölmiðlamaðurinn Hermann Gunnarsson varð bráðkvaddur þriðjudaginn 4. júní, 66 ára að aldri. Þjóðin syrgir Hemma sem hefur snert hjörtu ótal Íslendinga í gegnum áratugina, ekki síst með einlægni sinni og hressleika sem verður lengi kenndur við Heeeemmma Gunn. Fjöldi vina og samferðarfólks Hemma minntist hans á Facebook.

Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.


GoodFELLa´s piZZur - fljótlegt og þægilegt

tilboð

399kr/pk verð áður 579

299kr/stk

meðlæti og eftirréttir

bakað ! ðnum á sta

verð áður 489

tilbúið á grillið!

tilboð

kryddaðar kartöflustangir

heilkornabrauð

bakaðar kartöflur

Nýtt

189kr/stk verð áður 229

tilboð

Vínarbrauðsslaufa

tilboð

20% afsláttur á kassa tilboð 399kr/pk

marinerað grænmeti

verð áður 449

buffaló kjúklingavængir

kryddhrísgrjón 125g

La baguette brauð tilbúið á 10 mínútum

kókosbolla og ber

tilboð 269kr/stk

tilboð

20% afsláttur á kassa

verð áður 299

maísstönglar

Sætar kartöflur

sumarkaffi frá te & kaffi

my secret engiferdrykkur cayenne / léttur / sterkur / bláberja

JEnsEn´s bØFhus - hafðu það þægilegt Gildir til 9. júní á meðan birgðir endast.

Jensen‘s tilbúnir réttir

- Klassískur pottréttur - Buffpottréttur - Klassískur svínapottréttur

tilboð

599kr/PK verð áður 899

eyri akur og á umar! s í

Jensen‘s steikur - Frokostbøf - Farmerbøf

tilboð

1199kr/PK verð áður 1799


9

eð marinerað og m rtum u j d d y r k m u k s fer tilboð

30% afsláttur á kassa

MERKIÐ

MERKIÐ

TRYGGIR GÆÐIN

TRYGGIR GÆÐIN

grilllambalæri

1819kr/kg verð áður

2598

þurr- r aða krydd tilboð

tilboð

25% afsláttur á kassa

30% afsláttur á kassa Lambalærissneiðar

grísa t-bein

1724kr/kg

2449kr/kg

verð áður 2299

verð áður 3499

tilboð

35% afsláttur á kassa Kindafile

2924kr/kg verð áður 4498

aromatic crispy duck

pekingönd tilbúin á 35 mínútum

tilboð

30% afsláttur á kassa kalkúnalundir sesam og teryaki

2239kr/kg verð áður 3199

tilboð

20% afsláttur á kassa ungnautahakk 4% fita

1759kr/kg

verð áður 2199

3799 kr/pk

með 24 pönnukökum og hoisin sósu


18

viðhorf

Helgin 7.-9. júní 2013

Lýðræðishalli í vinnubrögðum um tilnefningar á stjórnarmönnum í stjórnir lífeyrissjóðanna

Spilaborg lífeyrissjóðanna

Þ

að er einhver lýðræðishalli í vinnubrögðum um tilnefningar á stjórnarmönnum í stjórnir lífeyrissjóðanna. Þetta á við bæði hjá launþegum og atvinnurekendum. Ég held að bæði launþegar og atvinnurekendur hafi sofnað á verðinum og látið sjálfvöldum fulltrúum samtaka launþega og samtaka atvinnurekenda það eftir að ákveða hvernig og í hverju sparnaður þeirra er ávaxtaður með því að ákveða fyrir þeirra hönd hverjir sitji í stjórnum lífeyrissjóðanna. Ég hélt að þessir hlutir væru í góðu lagi þangað til ég upplifði annað á eigin skinni.

Fulltrúar hverra sitja í stjórnum lífeyrissjóðanna?

Lög og reglugerðir allra vinnumarkaðssjóðanna ganga út frá svipuðum gildum en nokkrar áherslubreytingar eru á samþykktum sjóðanna. Allir sjóðirnir kjósa sér fulltrúaráð úr hópi launþega og atvinnurekenda. Fulltrúaráð launþega virðast almenn vera virkara í lífeyrissjóðunum en fulltrúaráð atvinnurekenda. Fulltrúaráð atvinnurekenda eru nánast óvirk í sumum sjóðum og fara þá Samtök atvinnulífsins með tilnefningar og ákvarðanir fyrir hönd atvinnurekenda. Hagsmunum hverra þjónar það að hafa aðildar-

félög atvinnurekenda óvirk? Er það til að starfsmenn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins geti tilnefnt og skipað sjálfa sig í stjórnir? Stéttarfélögin 12 skipa sér fulltrúaráð sem valið er þannig að hvert stéttarfélag sem aðild á að sjóðnum kýs úr sínum hópi einn fulltrúa fyrir hverja 200 virka félagsmenn sem jafnframt eru virkir sjóðfélagar í lífeyrissjóðnum og einn fulltrúa fyrir hverja 200 félagsmenn. Virkir félagsmenn og sjóðfélagar eru þeir sem greiða stéttarfélagsgjöld í fyrrnefnd stéttarfélög og lífeyrisiðgjöld í Sameinaða lífeyrissjóðinn. Vegna þessara

Lífeyrissjóður

Fulltrúi atvinnurekenda í stjórn

Starfsmenn SA og SI

Gildi

Vilhjálmur Egilsson

fv. framkvæmdastjóri SA

Gildi

Orri Hauksson

framkvæmdastjóri SI

Lífeyrissjóður verslunarmanna

Hannes G. Sigurðsson

aðstoðarframkvæmdastjóri SA

Lífeyrissjóður verslunarmanna

Helgi Magnússon

f.v. formaður SI

Sameinaði lífeyrissjóðurinn

Jón Bjarni Gunnarsson

aðstoðarframkvæmdastjóri SI

Gildi (varamaður í stjórn)

Þorsteinn Víglundsson

framkvæmdastjóri SA

Sameinaði lífeyrissjóðurinn með 9.496 sjóðfélaga Fulltrúaráð launþega Sameinaða lífeyrissjóðsins er mjög virkt en fulltrúaráð atvinnurekenda algjörlega óvirkt. Stéttarfélag launþega

Aðildarfélög atvinnurekenda

Samtök aðildarfélaga

Starfsgreinafélag Austurlands

Bílgreinasambandið

SA Samtök atvinnulífsins

Fagfélagið

Félag blikksmiðjueigenda

SI Samtök iðnaðarins

Félag bókagerðarmanna

Félag húsgagna og innréttingaframleiðenda

Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri

Félag pípulagningameistara

Félag skipstjórnarmanna

Félag skrúðgarðyrkjumeistara

Félag vélstjóra og málmtæknimanna

Félag veggfóðrarameistara

Iðnsveinafélag Skagafjarðar

Landssamband veiðafæragerðar

Stéttarfélag Vesturland

Málarameistarfélag Reykjavíkur

Veggfóðrarafélag Reykjavíkur

Málmur samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði

Verkstjórasamband Íslands

Meistarafélag bólstrara

Þingiðn

Meistarafélag húsasmiðja í Reykjavík Meistarafélag Suðulands Múrarameistarafélag Reykjavíkur Samband garðyrkjubænda

Plastpokar – til að geyma, henda, bera eða kæla.

Verð frá

149 kr.

PIPAR\TBWA • SÍA • 131559

í stjórnum lífeyrissjóðanna. Raunveruleikinn er sá að ég sem aðildarfélagsgreiðandi í Samtök iðnaðarins og iðgjaldagreiðandi í Sameinaða lífeyrissjóðnum Auður Hallgrímsdóttir er að greiða aðstoðarfyrrverandi stjórnarmaður í framkvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðnum Samtaka iðnaðarins tvöföld laun morgnana sem hann mætir á stjórnarfund í lífLýðræði eða fámennis fulleyrissjóðnum.

trúaræði?

Mjög ámælisvert er einnig að engar reglur eru um hámarkssetu fulltrúa launþega í stjórn lífeyrissjóðsins. Núverandi varaformaður Sameinaða lífeyrissjóðsins, fulltrúi launþega, hefur lengsta stjórnarsetu í sögu sjóðsins samfleytt í 14 ár. Fámenn stéttarfélög eiga aldrei möguleika á að eignast mann í fulltrúaráðið og þar með aldrei stjórnarmann í stjórn lífeyrissjóðsins. Í skýrslu rannsóknarnefndar lífeyrissjóðanna segir að það sé einfaldlega of löng leið frá vilja eigenda lífeyrisréttinda til þess hver verður stjórnarmaður fyrir hans hönd. Þetta er ekki lýðræði þetta er eitthvað skrýtið fulltrúaræði. Með nýjum reglum FME um að stjórnarmenn lífeyrissjóðanna gangist undir hæfismat verða sjálfkrafa allir sjóðfélagar hæfir sem stjórnarmenn. Ég hef fulla trú á því að stór hluti almennra sjóðfélaga sé fær um að gegna stjórnarsetu í lífeyrissjóðunum, því væri æskilegt að leita út fyrir raðir starfsmanna stéttarfélaganna í leit að hæfum stjórnarmönnum.

Starfsmenn Samtaka iðnaðarins tilnefna hvor annan í stjórnir lífeyrissjóða

Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði

Ruslapoki, 50X60 cm, 25 stk. Rekstrarland | Skeifunni 11 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100

reglna um fjölda félagsmanna á bak við hvern fulltrúaráðsmann eru of oft breytingar á hverjir sitja í stjórn lífeyrissjóðsins fyrir hönd launþega. Þannig geta fulltrúar launþega í stjórn sjóðsins verið að hoppa inn og út úr stjórn á 2ja, 4ja og 6 ára ára fresti.

www.rekstrarland.is

Það er mjög einkennilegt að Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins skulu í reglubók Sameinaða lífeyrissjóðsins vera skilgreind sem aðilar að lífeyrissjóðnum. Bæði Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins eru samtök stofnuð af atvinnurekendum. Aðlildarfélög atvinnurekenda greiða félagsgjöld til SA og SI sem nýtt eru til að standa undir rekstri samtakanna. Starfsmenn SA og SI eru því launamenn hjá aðildarfélögunum en ekki atvinnurekendur. Aðilar atvinnurekenda að lífeyrissjóðnum eiga eingöngu að vera greiðandi aðildarfélög sem spegla hliðstæðu við stéttarfélög launþega. Reglan er sú að þegar launþegahreyfingin er búin að skipa sitt fulltrúaráð út frá fjölda félagsmanna í viðkomandi stéttarfélögum og fyrir liggur hver fulltrúafjöldi stéttarfélaganna er og úr hvaða atvinnugrein, skal viðkomandi atvinnurekandafélagi tilkynnt um fulltrúafjölda þann sem aðildarfélagið á rétt á að tilnefna. Reglurnar segja mjög skýrt að aðildarfélögin eigi að tilnefna úr sínum röðum í stjórn lífeyrissjóðsins. En raunin er sú að undanfarin 5 ár hefur það verið framkvæmdastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins ásamt þá verandi formanni Samtaka iðnaðarins, Helga Magnússyni, sem tilnefnt hafa stjórnarmenn í stjórnir lífeyrissjóðina enda hafa þeir tilnefnt sjálfa sig í stjórnir nokkurra lífeyrissjóða. Fv. formaður Samtaka iðnaðarins, Helgi Magnússon, er varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Orri Hauksson, er stjórnarmaður í Gildi og aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Jón Bjarni Gunnarsson, er núverandi formaður Sameinaða lífeyrissjóðsins. Með þessu sjálfskipaða tilnefningarvaldi hafa starfsmenn Samtaka iðnaðarins komið sér í þá sérstöðu að vera með sjálftöku á launum. Á sama tíma og þeir eru á launum sem starfsmenn Samtaka iðnaðarins eru þeir á launum sem stjórnarmenn

Vikið úr stjórn vegna „hættulegra“ skoðana

Ég var tilnefnd af aðildarfélagi Málms og skipuð af Samtökum atvinnulífsins til stjórnarsetu í Sameinaða lífeyrissjóðnum árið 2008. Ég var stjórnarmaður í 4 ár þar af formaður í eitt ár. Þetta voru árin eftir hrun, allir verkferlar sjóðsins voru endurskoðaðir. Síðast verk mitt sem formaður var að skipa og leiða nefnd sem mótað áhættustefnu sjóðsins, ég vildi líka gera breytingar á samþykktum sjóðsins varðandi skipan í stjórn. Á stjórnarfundi Sameinaða lífeyrissjóðsins í febrúar 2012 lagði ég fram sem formaður tvær breytingartillögur á samþykktum Sameinaða lífeyrissjóðsins, önnur tillagan var að hámarksseta stjórnarmanna í stjórn væri 8 ár hin tillagan var að kjósa ætti 2 af 6 stjórnarmönnum á ársfundi úr hópi sjóðfélaga. Ég fékk símtal frá aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins sem einnig var stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum þar sem hann sem tilkynnti mér að ég yrði ekki tilnefnd til stjórnarsetu fyrir hönd atvinnurekanda hjá Samtökum Iðnaðarins. En þar sem ég sit í stjórn Málms, einu af aðildarfélögum Samtaka iðnaðarins, vissi ég að þessi umræða hafði ekki farið fram í stjórn Málms svo ekki var það aðildarfélagið sem tók þessa ákvörðun. Ég hafði fullan áhuga og getu til að sinna áfram starfi mínu innan stjórnar en var látin víkja án þess að þeir sem koma áttu að því að víkja mér úr stjórn væru hafðir í samráði. Valdaherrarnir gátu sem sagt komið í veg fyrir að önnur sjónarmið en þeirra kæmust að. Núverandi fyrirkomulag launþega um val í stjórnir er mjög bagalegt þar sem annars vegar tapast dýrmæt reynsla stjórnarmannsins vegna skamms tíma í stjórn og hinsvegar þar sem þaulsetin forræðishyggja stjórnar öllu vegna of langrar stjórnarsetu. Vonandi verður breyting á þessu fyrirkomulagi með tilkomu hæfismats FME á stjórnarmönnum. Það verður einfaldlega of kostnaðarsamt fyrir lífeyrissjóðinn að mennta stjórnarmenn til að standast hæfi og sitja síðan í stjórn skemur en 8 ár. Fámenn stéttarfélög eignast aldrei beint fulltrúa úr sínu stéttarfélagi, það eru alltaf stóru félögin sem verða ráðandi í fulltrúaráðinu. Ég fullyrði að núverandi fyrirkomulag Samtaka iðnaðarins um tilnefningar stjórnarmanna fyrir hönd atvinnurekenda sé brot á lögum og samþykktum Sameinaða lífeyrissjóðsins. Einnig tel ég rangt að starfsmenn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins sitji í stjórnum lífeyrissjóða fyrir hönd atvinnurekenda. Einkennilegt er líka að í ráðningarsamningi framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins er sérstaklega tilgreint að hann skuli sitja í stjórn lífeyrissjóðs. Þetta uppfyllir ekki lög og reglur samþykkta sjóðsins þar sem segir að „Framangreind samtök atvinnurekenda sem aðild eiga að sjóðnum tilnefni jafn marga fulltrúa úr sínum röðum og viðkomandi stéttafélag kýs.“ Framkvæmdastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins eiga ekki samsvörun við stéttarfélögin frekar en aðrir starfsmenn Samtaka iðnaðarins og Samtaka atvinnulífsins.


ENNEMM / SIA • NM57119

NÝTT

LAKTÓSAFRÍ MJÓLK Sama góða bragðið bara án laktósa Laktósafrí léttmjólk er bæði fyrir þá sem eru með laktósaóþol og þá sem vilja ekki laktósa í mataræði sínu. Fólk með laktósaóþol getur drukkið hana áhyggjulaust á hverjum degi án þess að finna fyrir óþægindum í maga. Svo er mjólkin líka kolvetnasnauðari en venjuleg léttmjólk.

• Náttúrulega próteinrík • Náttúruleg uppspretta kalks • D-vítamínbætt


20

fréttir vikunnar

Helgin 7.-9. júní 2013

VikAn í tölum

5.500

námsmenn á Íslandi í tæplega 30 skólum taka þátt í Unicef-hreyfingunni og hafa þeir aldrei verið fleiri. Börnin læra um jafnaldra sína í fátækari ríkjum.

20

prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins nota Strætó í hverjum mánuði. Alls nota 45 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu þjónustu Strætó á ári hverju.

Grunnstoðir jafnréttis

Engar útivinnandi mæður hér plís

F

yrir um áratug var ég útivinnandi móðir í miðborg London. Ég flutti til London með tæplega þriggja ára dóttur mína þar sem ég bjó í fjögur ár. Fyrsta árið vann ég heima, sjónarhóll sem fréttaritari Morgunblaðsins í London. Þá fór mig að þyrsta eftir breytingum og var síðar ráðin sem fjölmiðlaráðgjafi á eina stærstu almannatengslaskrifstofu Bretlands þar sem ég var í tæp þrjú ár. Þá var ég 29 ára. Ég var eina konan á þrjú hundruð manna vinnustað sem var undir fertugu Sigríður og átti barn. Hinar mæðurnar Dögg tvær voru mun eldri en ég og í yfirmannastöðu með barnfóstru Auðunsdóttir í fullu starfi heima fyrir. Ég fann sigridur@ alls ekki fyrir fordómum gagnfrettatiminn.is vart þessari stöðu minni – heldur miklu fremur aðdáun og undrun. Það var eins og gert væri ráð fyrir því að það væri nánast ómannlegt að geta sinnt þessum tveimur hlutverkum án mikillar aðstoðar sérmenntaðs starfsfólks á fullum launum. Ég þurfti hins vegar margoft að útskýra fyrir samstarfsfólki og nýjum kunningjum að á Íslandi byrjaði maður að

eignast börn miklu fyrr, helst bara í háskóla, því þá væri svo auðvelt að ráðstafa tímanum sínum sjálfur. Svo kæmi maður helst bara út á vinnumarkaðinn og væri búinn að eignast börn, eða að minnsta kosti langt kominn. Bretarnir voru alveg gapandi hissa þegar ég útskýrði jafnframt fyrir þeim að á Íslandi væri þetta svo sjálfsagt að það væri ekki einu sinni til eiginlegt hugtak yfir „working mom“, að minnsta kosti ekki í sama skilningi og þeir nota það (ég sagði þeim reyndar ekki að það væri ekki heldur til íslenskt orð yfir „Please“ – mér fannst að það myndi halla of mikið á Íslendinga í þeim menningarlega samanburði, en það er önnur saga). Börn í Bretlandi byrja í skóla þriggja og hálfs árs, þá í leikskóladeild. Þar eru engir ríkisreknir leikskólar en ég var heppin því ég hafði sambönd sem útvegaði okkur pláss á einkareknum leikskóla. Til að byrja með dugðu launin mín reyndar rétt svo fyrir leikskólaplássinu og restin fór upp í hluta húsaleigunnar. Það var hinsvegar ekki fyrr en árið sem ég kom aftur heim og ég tók blaðaviðtal við þáverandi forsætisráðherrafrú

Bretlands, Cherie Blair, í tengslum við ráðstefnu í jafnréttismálum sem hún var þátttakandi í hér á landi, að ég áttaði mig fyllilega á að hinn raunverulegi grundvöllur fyrir jafnrétti kynjanna væri aðgengi að dagvistun. Við bárum saman stöðu kvenna í löndunum tveimur og þá sérstaklega mæðra, ekki síst útivinnandi mæðra, en þá var yngsti sonur Cherie fjögurra ára. Ég var stolt af þessum samanburði – og jafnframt þakklát. Ég verð hinsvegar hugsi þegar ég geri mér ljóst, nú tíu árum síðar, hafa engar frekari framfarir orðið í þessum málum – og halda má fram að jafnvel hafi orðið ákveðin afturför því efnahagsþrengingar hafa leitt til þess að feður nýta fæðingarorlof sitt í minna mæli en áður. Foreldrar eru enn að basla við að finna dagmömmupláss fyrir börnin sín og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Í þjóðfélagi sem stærir sig af stöðu jafnréttismála hlýtur að vera lögð megináhersla á að efla þessa grunnstoð jafnréttis og með bættum hag muni ríki og sveitarfélög leggjast á eitt til þess að lengja fæðingarorlofið í ár og tryggja börnum leikskólapláss strax að því loknu. Því þannig á það að vera.

Matur fyrir þá sem hafa ( góðan smekk )

80 ára reynsla í framleiðslu á barnamat!

68

ár eru síðan gítarleikarinn Jeff Beck fæddist en hann heldur tónleika í Vodafonehöllinni 27. júní. Þá verður hann reyndar orðinn 69 ára.

1.016.000

krónur voru meðallaun stjórnenda í bankakerfinu samkvæmt könnun sem Capacent gerði í febrúar. Laun stjórnenda hafa tvöfaldast á síðustu níu árum og hækkað umfram verðlagsog launavísitölu.

2,6

prósent heildarveltuaukning varð á Visa-kreditkortaviðskiptum í maí miðað við sama tímabil í fyrra. Fleiri notuðu kreditkort til að versla áfengi en færri notuðu þau til eldsneytiskaupa en á sama tíma í fyrra.


FÖGNUM

S P O R T.I

S

IN

á heima erslað v r u t e Þú g

R T.IS O P S R INTEFrí póstsending SP

R

ER

IS T.

t land um all

P O R T.I S I N T

IN T E R S P OR

T. I

TE

S

TER

RS

SUMRI...

IN

OR

T.I S

INTER S

PO

...VIÐ ÖLLU BÚIN 17.990

11.990

GOTT VERÐ

9.990

5.990

DIDRIKSONS CASKADE

DIDRIKSONS ZETA

DIDRIKSONS TIGRIS

DIDRIKSONS VONZO

Vatnsvarinn og vindheldur jakki með límdum saumum og góðri öndun. Dömuog herrastærðir. Litir: Gulur, blár.

Vatnsvarðar og vindheldar buxur. Dömu- og herrastærðir. Litur: Svartar.

Regngalli vatnsvarinn og vindheldur með límdum saumum. Dömu- og herrastærðir. Litir: Grænn, fjólublár í dömustærð. Blár, grænn í herrastærðum.

Dömuflíspeysa með hettu. Stærðir: 36-44. Litir: Græn, rauð, blá.

1.790

7.490 GOTT VERÐ

3.990

NÚNA

9.990 fullt verð 10.990

DIDRIKSONS PILEGLOVES Vatnsheldir gúmmívettlingar með límdum saumum. 0-4 ára. Litir: Bláir og bleikir.

NÚNA

4.490 fullt verð 5.990

GOTT VERÐ

6.990

DIDRIKSONS PLASKEMAN Pollabuxur sem halda barninu þurru. Stærðir: 80-130. Litir: Bláar og rauðar.

DIDRIKSONS TIGRIS PRINTED Vatnsvarinn og vindheldur regngalli með límdum saumum. Stærðir: 120-160. Litir: Blár með svörtum buxum. Bleikur, grár, grænn með gráum buxum.

DIDRIKSONS SLASKEMAN PRINTED SET

DIDRIKSONS SLASKEMAN SET

DIDRIKSONS SPLASHMAN KIDS

Pollagalli með límdum saumum. Stærðir: 90-130. Litur: Grænn og bleikur.

Pollagalli með límdum saumum. Stærðir: 90-130. Litur: Blár og bleikur.

Góð gúmmístígvél á börnin. Stærðir: 20- 32. Litir: Blá og bleik.

INTERSPORT LINDUM / SÍMI 585 7260 / LINDIR@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 11 - 19. LAU. 11 - 18. SUN. 12 - 18. INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / BILDSHOFDI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 18. SUN. 13 - 17. INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4890 / AKUREYRI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / SELFOSS@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.


22

viðtal

Helgin 7.-9. júní 2013

Viðtalið kveikti ástarlostann

Davor, Anna konan hans og dætur þeirra, Halldóra Ana og Valgerður Marija ásamt hundinum Emil. Mynd/Hari


viðtal 23

Helgin 7.-9. júní 2013

Davor Purusic kom til Íslands með sjúkraflugi frá Bosníu fyrir tæpum tuttugu árum eftir að hafa slasast alvarlega í stríðinu. Ung kona af Morgunblaðinu tók við hann fyrsta viðtalið, þau urðu ástfangin og eiga í dag tvær dætur. Davor einsetti sér fljótt að læra íslensku og komast inn í samfélagið. Skortur á háskólamenntun hamlaði starfsframa hans, því skráði hann sig í lögfræði og útskrifaðist fjórum árum síðar með meistaragráðu. Davor er metnaðarfullur með eindæmum og segir hindranir til þess eins að yfirstíga þær.

áfram þar til hann var gjörsamlega óstarfhæfur eftir fjórða slysið: „Ég er býsna þrjóskur,“ segir hann sposkur á svip.

Ástin bankar á dyrnar

Í byrjun október fór Davor með herflugvél frá Sarajevo til Kaupmannahafnar. Það þótti stórfrétt að íslensk yfirvöld tækju á móti tveimur slösuðum karlmönnum úr stríðinu, ásamt eiginkonu annars þeirra, og því ákvað Morgunblaðið að senda blaðamann til Danmerkur til að ná viðtölum við fólkið áður en mennirnir yrðu settir í einangrun á Landspítalanum vegna sýkinga í sárum. Þessi blaðamaður er kona Davors í dag. Ég spyr hvort þau hafi strax orðið

ástfangin. Davor hlær við. „Það spyrja allir þessarar spurningar. En á þessum tíma komst lítið annað að en að fá læknisaðstoð.“ Hann kom til Íslands 27 ára gamall, 8. október 1993. Davor er hávaxinn maður en þarna vó hann aðeins 61 kíló, hafði misst um 40% af líkamsþyngd sinni. Stríðið tók sinn toll bæði andlega og líkamlega. Við tóku tuttugu mánuðir þar sem Davor fór í fjölda uppskurða og milli þess sem hann var á sjúkrahúsinu dvaldist hann á sjúkrahóteli Rauða krossins við Rauðarárstíginn. Þegar ég spyr nánar um hvernig þau hjónin kynntust finnst Davor fara best á því að Anna útskýri það og kallar

á hana. Hún segist hafa tekið annað viðtal við Davor og ungu hjónin sem komu frá Bosníu eftir að þeir voru lausir úr einangrun. „Þegar þau voru á sjúkrahótelinu bauðst ég síðan til að sýna þeim borgina því þau höfðu ekkert skoðað.“ Og fyrr en varði urðu þau ástfangin, íslenskumenntaði blaðamaðurinn á Morgunblaðinu og fyrrverandi lögreglumaðurinn frá Bosníu.

Einkakennsla í íslensku

Eftir aðeins nokkra mánuði á Íslandi fór hann að velta fyrir sér möguleikanum á því að setjast hér að. „Hér voru allir svo góðir og gestrisnir.“ Hann segir að Íslendingar hafi í fyrstu verið hissa

á þessum áhuga hans en síðan hafi allt verið gert til að auðvelda honum að komast inn í samfélagið. „Við fengum sérstaka undanþágu og vorum fljótt komin með fast dvalar- og búsetuleyfi. Kerfið virkar allt öðruvísi í dag. En um leið og ég treysti mér til var ég kominn á vinnumarkaðinn. Ég byrjaði að vinna sem bréfberi og síðan sem þjónn. Mesta hjálpin, það sem hefur reynst mér best, var íslenskukennsla sem Rauði krossinn skipulagði fyrir okkur. Þetta var í raun einkakennsla þar sem við þrjú fengum klukkutíma kennslu, fimm daga vikunnar í hálft ár. Þetta var frábær grunnur. Íslensk málfræði er svipuð

Dönsku astma- og ofnæmissamtökin

ÞVottaefni fyrir hVert tilefni

Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum frá Neutral

S

tundum þegar ég svara í símann í vinnunni og kynni mig, segi „Davor“, þá heldur fólk að ég heiti Dagur. Ég þarf jafnvel að endurtaka mig nokkrum sinnum og útskýra að ég heiti ekki íslensku nafni,“ segir Davor Purusic. Hann talar nánast lýtalausa íslensku og sumir taka því ekki strax eftir hreimnum. Davor starfar sem lögfræðingur hjá Umboðsmanni skuldara og stefnir að því að öðlast málflutningsréttindi í haust. „Það kemur í ljós hvort það tekst í fyrstu tilraun. Við sjáum til,“ segir hann og brosir. Davor er fæddur í fyrrum Júgóslavíu, Bosníu-Herzegóvínu, og alinn upp hjá einstæðri móður í höfuðborginni Sarajevo. Eftir að Bosnía-Herzegóvína lýsti yfir sjálfstæði í byrjun apríl árið 1992 braust út blóðugt stríð við Serbíu og Bosníu-Serba sem neituðu að viðurkenna sjálfstæðið. Á árunum 1992-1993 var framið mesta þjóðarmorð í Evrópu síðan í seinni heimsstyrjöldinni þegar serbneskar hersveitir myrtu þúsundir Bosníumanna og Króata um alla Bosníu-Herzegóvínu. Davor var lögreglumaður í Sarajevo á þessum tíma. Hann slasaðist fjórum sinnum og var á endanum fluttur illa haldinn til lækninga til Íslands á vegum Sameinuðu þjóðanna.

hafðu Það fínt

StórÞVottur framundan?

nú er Það SVart Neutral Sort vask varðveitir svartan glæsileikann svo hann tapi ekki lit sínum. Upplitað er bara ekki í tísku þessa dagana.

Ekkert jafnast á við Neutral Storvask til að komast til botns í þvottakörfunni. Hentar fyrir þvott af öllu tagi.

Létt er að flokka litríka sokka.

Fyrir alla muni, ekki láta þennan lenda í hvíta þvottinum.

ÍSLENSKA SIA.IS NAT 62719 01.2013

Lífvörður ráðherra í Bosníu

Hann tekur á móti mér á heimili í sínu í Skaftahlíð þar sem hann býr ásamt konu sinni, Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur, tveimur dætrum og hundi. Eldri dóttirin, Halldóra Ana, sem verður sautján ára í nóvember, fylgist spennt með viðtalinu. Sú yngri er nýfermd, Valgerður Marija. Seinni nöfn stúlknanna eru í höfuðið á móður Davors og stjúpmóður hans. „Hundurinn okkar heitir Emil. Hann er tíu mánaða,“ segir Halldóra Ana og kallar á nýjasta fjölskyldumeðliminn. Í Bosníu átti Davor dobermanhund sem hét Albert og voru þeir miklir mátar en Albert fældist í sprengjuárás og týndist í stríðinu. „Ég starfaði í öryggisdeild lögreglunnar sem sá um lífvörslu ráðherra í ríkisstjórn Bosníu. Þegar átök brutust út hafði Bosnía engar vopnaðar sveitir og fyrstu sex mánuðina voru lögreglusveitir í hlutverki hersins,“ segir Davor sem beinlínis var í eldlínunni. Hann hendir gaman að því að hann hafi alltaf haldið

Silkihönskum, ullarteppum og dúnúlpum hæfir 30 til 40 gráðu þvottur í höndum eða vél með Neutral Uldog finvask.

nú er Það hVítt

haltu lífi í litunum

Ensímin í Neutral Hvid vask losa þig við erfiða bletti og óhreinindi. Það skilar sér í björtum og hvítum þvotti. Fljótandi Neutral leysist vel upp og hentar því líka vel í handþvottinn.

Settu svolítið af Neutral Color í hólfið og njóttu þess að fá þvottinn jafn litríkan úr vélinni aftur. Þetta er kröftugt, þú notar bara lítið af dufti í hverja vél. Fljótandi Neutral Color endist líka og endist.

nánari upplýSingar á neutral.iS


24

viðtal

Helgin 7.-9. júní 2013

með framhaldsskólapróf og lögregluréttindi að heiman og sá að ég þyrfti að mennta mig meira til að fá betra starf.“ Þegar þarna var komið var Davor 39 ára gamall og þreytti hann próf í Lögregluskólanum. Þar var honum hins vegar synjað um skólavist vegna aldurs á sama tíma og annar umsækjandi fékk undanþágu frá aldursviðmiðum. „Ég fann eftir þetta að fólk fór að taka mér með ákveðnum fyrirvara fyrst mér var ekki hleypt inn í Lögregluskólann og mér fannst þetta blettur á mannorði mínu.“ Davor fór þá í mál við Lögregluskólann og vann það bæði fyrir héraðsdómi og í hæstarétti. „Þessi barátta tók fimm ár. Og þeir unnu auðvitað. Ég komst ekki inn í Lögregluskólann,“ segir Davor. Í millitíðinni hafði hann hins vegar skráð sig í viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst.

Útskrift með fyrstu einkunn Fjölskyldan er samhent og hefur ólíkur bakgrunnur þeirra Davor og Önnu leitt til þess að þau taka engu sem sjálfsögðu.

málfræði í serbó-króatísku og uppbygging tungumálsins er ekki svo ólík. Þessi kennsla er hugsanlega það sem ég græddi mest á af öllu, fyrir utan auðvitað læknismeðferðina.“ Hann lét ekki þarna staðar numið heldur hélt áfram í íslenskunámi hjá Námsflokkum Reykjavíkur sem þá voru starfandi. Davor var staðráðinn í að aðlagast vel íslensku samfélagi.

„Það skiptir auðvitað máli á hvaða forsendum fólk kemur til landsins. Þeir sem koma til að vinna eins og þrælar í nokkur ár og safna peningum hafa lítinn hvata til að komast inn í samfélagið. En þeir sem koma hingað með fjölskyldu sína og stefna á að vera hér til frambúðar hafa annan hvata. Tungumálið skiptir öllu. Ef fólk getur ekki lesið dagblaðið að morgni og áttað sig á hvað er að

remst

– fyrst og f

ódýr!

R U D N Ú D TILBOÐ! %

50

gerast þá verður það aldrei hluti af samfélaginu.“ Hann bendir á að til að byrja með hafi hann helst bara lesið Morgunblaðið þar sem konan hans starfaði en höfuðstöðvar Morgunblaðsins voru þá við Kringluna. „Það er svolítið fyndið að í dag er ég að vinna hjá Umboðsmanni skuldara í nákvæmlega sama sal og konan mín var að vinna í hjá Morgunblaðinu.“ Halldóra Ana, eldri dóttirin, fylgist enn grannt með og stenst hún ekki mátið að taka þátt í viðtalinu þegar Davor segir frá því að hann hafi tekið samræmt próf í íslensku fyrir 10. bekk og staðist það með prýði. „Hann gerir grín að því að hann hafi fengið hærra en ég á samræmda prófinu,“ segir hún hlæjandi en heldur til haga: „Þú varst bara í íslensku, pabbi. Ég var líka í stærðfræði og ensku.“ Hún er greinilega stolt af pabba sínum: „Það er ótrúlegur metnaður hjá þessum manni.“

Vann mál gegn Lögregluskólanum

r u t t á l s f a

249 Verð áður 49385krg. pk

.

fs, 3 endast! CoHámcoarka4 pk.Puf á mann meðan birgðir

Búðu þig undir ofnæmið Cetirizinratiopharm

kr. pk.

Eftir að hafa starfað um stutta hríð sem þjónn sótti Davor um starf sem öryggisvörður hjá Securitas. „Starfsmannastjóranum leist vel á bakgrunn minn en hafði smá áhyggjur af því að ég væri ekki nógu góður í íslensku.“ Hann hélt íslenskunáminu alltaf áfram, starfaði hjá Securitas í sex ár og var þá boðið starf hjá bandaríska sendiráðinu. Þar vann hann við hin ýmsu störf en langaði alltaf í betri stöðu og hærri laun. „Þá kom eiginlega að vendipunkti hjá mér. Ég var bara Notkunarsvið: Cetirizin-ratiopharm inniheldur cetirizin tvíhýdróklóríð, ofnæmislyf fyrir fullorðna og börn frá 6 ára aldri; til að draga úr einkennum frá nefi og augum vegna árstíðabundins eða stöðugs ofnæmiskvefs; til að draga úr einkennum langvarandi ofsakláða. Frábendingar: alvarlegur nýrnasjúkdómur, ofnæmi fyrir virka efninu, einhverju öðru innihaldsefni Cetirizin-ratiopharm eða fyrir hydroxyzini eða píperazín Nú afleiðum. Varúð: Einstaklingar með skerta nýrnastarfsemi, með flogaveiki eða sem eiga án lyf á hættu að fá krampa skulu seðils ! láta lækninn vita áður en lyfið er notað. Hætta þarf töku lyfsins þremur dögum áður en farið er í ofnæmishúðpróf. Meðganga og brjóstagjöf: Forðast skal notkun lyfsins. Skömmtun: Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára: Ráðlagður skammtur er 10 mg, ein tafla, á dag. Börn 6 til 12 ára: Ráðlagður skammtur er 5 mg, hálf tafla, tvisvar á dag. Sjá frekari upplýsingar í fylgiseðli. Algengar aukaverkanir: Þreyta, munnþurrkur, ógleði, niðurgangur, svimi, höfuðverkur, syfja, kokbólga og nefkvef. Lesið vandlega fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu. SmPC: Júlí 2012.

100 tö flur

10 mg - 10 stk., 30 stk. og 100 stk.

Fljótt að virka Við einkennum frá augum og nefi Við einkennum langvarandi ofsakláða

15%

TTUR AFSL3Á0. júní til

2013

Anna segist hafa hvatt Davor til að fara fyrst í frumgreinadeildina á Bifröst en hann tók það ekki mál. „Ég var að verða fertugur og hafði ekki tíma í það,“ segir hann ákveðinn. Ekki nóg með það heldur skráði hann sig í 12 mánaða nám og var í námi á sumrin til að ljúka gráðunni fyrr. Þótt Anna hafi haft fulla trú á manninum sínum hafði hún áhyggjur af því að hann ætlaði sér um of með lögfræðináminu sem reynist flestum nógu erfitt þó þeir hafi lesið íslensku frá fæðingu. Eftir á er hún sannfærð um að þetta var rétt ákvörðun hjá honum. „Margir héldu að við myndum fjarlægjast við að hann væri í burtu í námi en mér finnst þetta frekar hafa fært okkur meira saman. Hann var ekki með háskólapróf, ég var með háskólapróf, við höfum bæði starfað í stjórnsýslunni og tölum nú svo mikið um þetta allt saman að dætrum okkar þykir stundum nóg um. Honum fannst hann ekki geta notið sín hér því hann fékk ekki starf við hæfi því hann hafði ekki háskólagráðu. Ef hann hefði ekki gert þetta hefðum við frekar orðið óánægð því hann hefði verið ósáttur við sjálfan sig. En þetta var erfitt. Ég var í minni vinnu og sinnt stelpunum á virkum dögum. Um helgar las ég yfir lögfræðiverkefni og ritgerðir. En ég græddi á þessu smá lögfræðimenntun og fullt af góðum vinum á Bifröst,“ segir Anna. Davor er einnig tíðrætt um þá góðu vini sem hann kynntist í náminu og heldur enn sambandi við, sjö til átta manna hópur sem lærði saman og myndaði sterk tengsl sín á milli. „Þessi hópur er mér dýrmætur. Það var minn heiður að vera í námi með þeim. Við skemmtum okkur saman og ég vona að ég hafi getað hjálpað þeim eins og þau hjálpuðu mér,“ segir hann. Davor útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði vorið 2010, með fyrstu einkunn. „Hann var meira að segja dúx í sumum fögum,“ bætir Halldóra Ana við.

vegna deilu um leiguhúsnæði. „Hann hafði einfaldlega rangt fyrir sér þegar kom að túlkun laganna. Hann sagði samt við mig að íslenskir lögfræðingar túlkuðu þetta svona og að íslensk lögfræði virkaði svona. Ég vissi ekki hvort ég átti að vera móðgaður eða hlæja. Ég benti honum á að ég væri með sams konar lögfræðipróf og hann frá íslenskum viðurkenndum háskóla og vissi alveg hvað ég væri að tala um. Þetta virtist koma honum mjög á óvart.“ Hann segist þó að mestu vera hættur að lenda í svona samskiptum. „Það er kannski búið að fréttast að einhver innflytjandi hafi asnast til að klára lögfræði,“ segir hann hlæjandi. Þau Anna eru greinilega mjög ástfangin og samrýnd. Hún segir að það hafi í raun styrkt sambandið hversu ólíkur bakgrunnur þeirra er. „Eftir því sem fólk er ólíkara því stærra verkefni er að vera sambandi. Við höfum þurft að fara í gegnum viðhorf okkar og hefðir og ákveða hvað við viljum halda í. Við tökum engu sem gefnu. Ég held að við stöndum sterkari fyrir vikið,“ segir hún. Síðustu árin hafa þau verið dugleg að skiptast á að vera í skóla. Hún stundar núna nám í opinberri stjórnsýslu við HÍ. Davor er líka sestur aftur við námsbækurnar og stefnir á að taka próf til málflutningsréttinda með haustinu. Hann segist hreinlega ekki vita hvort hann yrði þá fyrsti innflytjandinn til að öðlast slík réttindi á Íslandi. „Ég hreinlega bara veit það ekki. Um daginn sagði einhver mér að ég væri fyrsti lögfræðingurinn sem ekki er búinn að slíta barnsskónum hér. En ég hef aldrei pælt í þessu. Mér fannst þetta aldrei nógu merkilegt til að rannsaka það,“ segir hann.

Það er kannski búið að fréttast að einhver innflytjandi hafi asnast til að klára lögfræði.

Vantrú lögfræðings

Fyrir útskrift var Davor byrjaður að sinna lögfræðiráðgjöf í sjálfboðastarfi hjá Rauða Krossinum við að aðstoða innflytjendur. Hann hélt því áfram nokkru eftir útskrift. Þó hann hafi ekki oft lent í fordómum þá kom það fyrir. Einhverju sinni var hann í samskiptum við annan lögfræðing

Passlega ófullkominn

Auk þess að starfa hjá Umboðsmanni skuldara vinnur Davor hjá Fjölmenningarsetrinu á Ísafirði við ráðgjöf, þýðingar og túlkun. Hann segist vissulega hafa mætt hindrunum frá því hann fyrst kom til Íslands en hindranir séu til þess eins að yfirstíga þær. „Ef einhver þolir mig ekki af því ég fæddist í öðru landi þá er það í mínum huga bara hans vandamál. Ég nenni ekki að standa í svoleiðis. Ég hef sett mér markmið og er einbeittur í að ná þeim. Ég nenni heldur ekki að velta fyrir mér hvort þær hindranir sem ég mæti séu vegna þess að ég er innflytjandi. Stundum halda innflytjendur að þeir mæti mótlæti af því þeir eru innflytjendur. En þegar fólk fer að kynnast samfélaginu og stjórnkerfinu þá kemst það að því að það eru líka dæmi um að farið sé illa með Íslendinga,“ segir hann brosandi. Síðasta haust var Davor skipaður aðalmaður í innflytjendaráð sem starfar á vegum velferðarráðuneytisins og er meðal annars ætla að vera ráðherra til ráðgjafar við faglega stefnumótum í málefnum innflytjenda. „Skipunin var út síðasta kjörtímabil en ég vona að ég fái áfram að starfa að þessum málum,“ segir hann. Heilt yfir er Davor sáttur við lífið og tilveruna. „Ég er bara mjög ánægður. Þetta er ófullkominn staður eins og annars staðar í heiminum. En alveg passlega ófullkominn fyrir mig.“

Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


20

Grill

Við gerum meira fyrir þig

sumar!

afslátt % ur Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

Ungnautafille

3590

Verð áður: 4990 kr./kg

Lambahryggur, kryddaður að eigin vali

Aðeins

íslenskt kjöt

1978 2198

í kjötborði

kr./kg

ndir Kindalu

2498

kr./kg

Ferskir

í fiski

15

% 1798kr./kgafsláttur Keiluspjót skipstjórans

2998

15

% afsláttur

kr./kg

kr./kg

15

Aðeins

SS grísahnakki, piparleginn

1636 1925

kr./kg

íslenskt

afsláttu% r

kjöt

í kjötborði

Helgartilboð! 20

2198 kr./kg

kr./kg

kr./kg

30

afsláttu% r

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

Myllu heimilisbrauð

289 365

kr./pk.

20

% afsláttur

afslátt % ur

Grillbakki, sætar kartöflur, kryddaðar

539 679

kr./pk.

kr./pk.

Tommies tómatar, 250 g

229 349

kr./pk.

25

Vatnsmelónur, rauðar

287 338

kr./kg

kr./kg

25

% ur afslátt

kr./pk.

kr./pk.

% afsláttur Coke og Coke light, 1 lítri

189 255

kr./stk.

kr./stk.

Doritos snakk, 3 tegundir

239 255

kr./pk.

kr./pk.

Sól appelsínusafi, 1 lítri

389 418

kr./stk.

kr./stk.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Pågen kanilsnúðar, 300 g

329 368

kr./pk.

kr./pk.


26

úttekt

Helgin 7.-9. júní 2013

Enga súpu fyrir þig! Það er erfitt að trúa því en um þessar mundir eru liðin heil 15 ár síðan að Seinfeld þættirnir runnu sitt skeið og 24 ár frá því að þátturinn fór fyrst í loftið. Árið var 1998 og sá sem þetta skrifar var í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, já það er kannski svolítið langt síðan. Þeir halda þó enn í aðdáendur enda stanslaust endursýndir um heim allan heim. Það eru ekki margir þættir sem hafa þetta geymsluþol. Hvurn langar til dæmis að leita uppi Home Improvement þátt með Tim Allen upp á Youtube? Engan!

Í

seinni tíð hefur það oft verið svo að besta sjónvarpsefnið fjallar ekki um neitt sérstakt, bara að vera til. Friends, How I Met Your Mother, Sex and the City og hvað þetta heitir nú allt saman sem fylgir þessari formúlu og fjallar eiginlega ekki um neitt. Það voru þó Seinfeld og félagar sem virkilega komu því að fjalla um ekki neitt á kortið.

Snilldin að fjalla ekki um neitt

Ævintýrið hófst á því að tveir á köflum frekar slappir uppistandarar, Jerry Seinfeld og Larry David, fengu að gera „Pilot“, einn sjónvarpsþátt sem sjónvarpsstöðvarnar sjá svo og ákveða hvort gera eigi fleiri. Skemmst er frá því að segja að

1989 Pilot þátturinn.

þrátt fyrir hálf brösuglega byrjun var ákveðið að framleiða fjóra þætti til viðbótar. Eftir þá þætti var svo ákveðið að halda áfram en Larry David reyndi að hætta við og sagði við félaga sinn, Jerry, að hann hefði einfaldlega ekki fleiri sögur að segja. Þessi viðbrögð hans þurfa svo sem ekki að koma á óvart enda er Larry fyrirmyndin af George Costanza. Þess vænisjúka og kolvitlausa félaga Jerry í þáttunum. Þar er reyndar komið að snilldinni við þætti sem fjalla ekki um neitt. Það eru þær persónur sem fylla þættina. Aðalpersónurnar fjórar í Seinfeld, þær Jerry, George, Kramer og Elaine

1991 Newman, hinn óþolandi erkióvinur Jerry, kemur á sjónarsviðið. Tveir áhrifamestu þættirnir fram að þessu koma í annarri þáttaröð. „Kínverski veitingastaðurinn“ og „Vikapilturinn“ breyta því hvernig Seinfeld þættirnir voru byggðir upp eftir það.

eru náttúrlega málið. Þær eru ástæða þess að fólk nennir að horfa á þættina aftur og aftur og sú staðreynd að þær, eins og teiknimyndapersónur, læra aldrei af mistökum sínum og eru alltaf til í að láta fara illa með sig og fara á móti, oftast óvart, illa með aðra sem bætir bara á skemmtunina. En svo eru það aukapersónurnar sem eru náttúrlega bara af öðrum heimi. Allt frá hinum kolbrjálaða pabba hans George til Súpu-nasistans, Newman, Mr. Pitt og jafnvel til hins gjörsamlega óþolandi Kenny Bania. Ekki skemmir svo fyrir að þættirnir voru vel skrifaðir og þökk

1994 Mr. Pitt borðar Snikkers með hnífapörum og heimsbyggðin fylgir.

Lokin

Þrátt fyrir gríðarlega velgengni síðustu árin voru endalokin ákveðin við lok níundu þáttaraðar, ekki af því að sjónvarpsstöðin vildi það endilega heldur af því að Larry David var hættur og Seinfeld sjálfur, sem var orðinn nógu ríkur, vildi halda áfram með sitt líf. Hann vildi eignast konu og börn. Ef minnið bregst ekki kom hann meðal annars hingað á Frón til að prófa sig áfram á stefnumótum. Ekki varð það þó að frægðarför og fór hann sneyptur héðan. Síðasti þátturinn, lokaþátturinn ógurlegi, var þó umdeildur og ekki tekinn í almenna sátt og því hafa raddir um endurkomu hinna frábæru fjögurra alltaf farið hátt. Það var þó ekki fyrr en Larry David var kominn með sinn eigin þátt, Curb Your Enthusiasm, að það varð að veruleika. Eða næstum því. Þar komu þau öll saman á ný og gerðu þátt inn í þáttinn og útkoman var stórskemmtileg. Að flestra mati mun betur heppnuð endurkoma en ef reynt hefði verið að blása lífi í þættina sjálfa. Þar var tappinn líka endanlega settur í töfralampann og verðum við því að gera endursýningarnar okkur að góðu hér eftir.

1996 J. Peterman vörulistaséffinn stígur á sjónarsviðið í lokaþætti sjöttu þáttaraðar. Larry David hættir.

1998 Allt búið hjá Seinfeld og félögum.

Seinfeld og helStu k a r a kter a r

1990 Þáttur tvö og þáttaröðin byrjar að taka á sig mynd með fjórum þáttum.

1993 Jerry Stiller (pabbi Ben Stiller) tekur við hlutverki föður George. Allt annar og mun verri lék hann í fyrsta þættinum.

Óravíddir alnetsins

þeim kumpánum Jerry og Larry var aldrei vikið af þeirri stefnu né heldur snilldinni að láta persónurnar þroskast mikið sem manneskjur.

Internetið og þá sérstaklega Youtube hefur svo reynst hvað best til að halda burtu mestu fráhvöfunum hér á Fróni. Enda svo komið að Seinfeld á séríslenska aðdáendasíðu á þessu sama interneti, Facebook nánar tiltekið. Þar er það orðið að hálfgerðri keppni að taka eftir þeim leikurum sem komið hafa fram í þáttunum á öðrum vígstöðvum. Ég man þegar það kom fyrst fyrir undirritaðan löngu fyrir daga internetsins. Árið var 1995 og eins og öll önnur miðvikudagskvöld var horft á Seinfeld. Þátturinn var The Diplomat’s Club og hver ætli hafi verið lögfræðingur hins kolbrjálaða hnífaparasnikkersborðandi og sokkavalkvíðayfirmanns Elaine, hr. Pitt – engin önnur en Kim Zimmer eða sjálf Reva Shayne úr Leiðarljósi. Toppiði það, netnördar!

Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is

Kim Zimmer.

2007 Jerry gerir frekar misheppnaða teiknimynd um býflugu.

2009 Endurkoma allra úr Seinfeld í Curb Your Enthusiasm.

ef tir Seinfeld

1995 Súpunasistinn á óborganlega innkomu sem allir sem horft hafa gleyma ekki. Fusilli Jerry þátturinn er af mörgum talinn besti þátturinn af öllum. Þar mætir líka í fyrsta sinn snillingurinn David Puddy á svæðið.

1997 Þátturinn heldur dampi eftir brotthvarf Larry David.

2000 Larry David byrjar með Curb Your Enthusiasm.

2004 Jerry gerir auglýsingar fyrir kreditkort.

2012 Seinfeld byrjar að gera skemmtilega internetþætti, Grínarar í bíl að drekka kaffi.

ÁStarSamband Sem endiSt ævina Hanna Eiríksdóttir, verkefnastýra hjá Landsnefnd UN Women á Íslandi, er í hópi hörðustu aðdáenda Seinfeld á Íslandi. Ekki nóg með það heldur þykir hún um margt minna á Elaine, bæði í útliti og háttum og er meira að segja svo lukkuleg að eiga eiginhandaráritun leikkonunnar Juliu Louis-Dreyfus sem hún hefur eðlilega í hávegum. „Þetta er nú meira bara í vinahópnum sem mér er líkt við Elaine,“ segir Hanna og hlær. „Það er ekki eins og fólk stöðvi mig úti á götu og geri athugasemdir um þetta.“ Hanna segir Elaine vera ótrúlega persónu þegar hún er skoðuð á femínískum forsendum. „Að hafa náð að vera

svona stór og sterk kvenpersóna í svona rosalega vinsælum þætti. En ég hef líka séð það í einhverjum senum þar sem skyggnst er bak við tjöldin við gerð þáttanna að Julia þurfti alveg að berjast fyrir að fá fleiri línur og veigameiri sess í hverjum þætti.“ Hanna byrjaði ekki að fylgjast með Seinfeld strax og þættirnir hóf göngu sína en sogaðist inn í heim fjórmenninganna aðeins síðar. „Ég bjó í Bandaríkjunum í átta ár og þar var þetta endursýnt alveg milljón sinnum á dag. Þetta er frekar vandræðalegt vegna þess að ég horfi á Seinfeld svona fimm sinnum í viku. Þegar ég hef ekkert að horfa á eða mér leiðist þá horfi ég á einn og einn

þátt,“ segir Hanna og bætir við að þættirnir séu svo úthugsaðir að hún sé enn að rekast á eitthvað nýtt og fatta brandara sem hún hefur ekki tekið eftir áður þrátt fyrir mikið og ítrekað áhorf. Þótt Hanna fari ekki leynt með aðdáun sína á Elaine segist hún varla geta gert upp á milli þeirra fjögurra, Jerry, Elaine, George eða Kramer. „Það fer bara eftir dagsforminu. Stundum finnst mér George bara vera fyndnasta manneskja á plánetunni en svo daginn eftir kemur Kramer kannski með einhvern gullmola. Eða Jerry sem er einhvern veginn lélegur leikari en samt góður. Ég elska þau öll jafn mikið og þetta er ástarsamband sem mun endast ævina á enda.“ -þþ

Hanna Eiríksdóttir horfir enn á Seinfeld nokkrum sinnum í viku. Hún fær aldrei nóg og þykir jafn vænt um allar aðalpersónurnar.


Lækkum verð um þriðjung (33%)

á öllum barnafatnaði og barnaskóm

AUKUM KAUPMÁTTarnagb barnafatnaður o javara skór eru nauðsyn

33% AFSLÁTTUR af öllum barnafatnaði og barnaskóm

7.-10. júní

Skorum á nýja ríkisstjórn að efna kosningaloforðin og endurskoða skatta og gjöld á barnafatnaði og barnaskóm! Það er aukinn kaupmáttur!


28

viðtal

Helgin 7.-9. júní 2013

Þjáðist með Valgeiri Víðissyni Þórunn Kristín Emilsdóttir er þekktur miðill sem hefur áratugum saman notað skyggnigáfu sína, næmi og innsæi til þess að hjálpa fólki í alls konar vandræðum. Sjálf hefur hún mátt reyna ýmislegt. Hún hefur tekist á við krabbamein og fyrir nokkrum árum fékk hún heilablóðfall sem varð til þess að íslenskan hvarf úr minni hennar. Þórunn Kristín var á sínum tíma fengin til þess að aðstoða við leitina að Valgeiri Víðissyni, sem hvarf 1994. Þá fékk hún innsýn inn í hryllilegan heim fíkniefnaviðskipta og treystir sér varla til þess að skyggnast ofan í undirheima Íslands aftur. Minningar hennar eru komnar út í bókinni Valsað milli vídda og óhætt er að segja að bókin standi undir nafni þar sem Þórunn kemur víða við í krafti skyggnigáfunnar.

Þórunn Kristín Emilsdóttir er þekktur miðill og hefur nú sagt sögu sína og greint frá ýmsum upplifunum í bókinni Valsað milli vídda. Þar segir hún meðal annars frá aðkomu sinni að leitinni að Valgeiri Víðissyni á tíunda áratug síðustu aldar. Mynd/Hari

Þ

órunn Kristín Emilsdóttir hefur frá barnæsku búið yfir skyggnigáfu og skynjað fleiri víddir tilverunnar en blasa við flestum. Í upphafi bældi hún náðargáfuna niður enda var hún ekki tekin alvarlega sem barn þegar hún færði fólki fréttir frá ýmsum handanheimum. Eftir að hún meðtók hæfileika sína hefur hún nýtt þá til þess að hjálpa fólki í ýmsum raunum og jafnvel verið fengin til þess að aðstoða lögregluna við rannsókn sakamála. Eftir að Valgeir Víðisson hvarf sporlaust í júní árið 1994 og grunur kviknaði um að hvarfið tengdist fíkniefnaviðskiptum og að honum hefði verið ráðinn bani leitaði faðir hans til Þóru Stínu, eins og hún er jafnan kölluð, og bað hana um að nota skyggnigáfuna til þess að hjálpa til við leitina að syni sínum. Þóra Stína leiðbeinir meðal annars dauðvona fólki og aðstoðar það við að skilja við. Sjálf hefur hún mátt reyna ýmislegt, hefur barist við krabbamein og fékk heilablóðfall 2010. Mótlætinu hefur hún mætt æðrulaus enda fullviss um að annað líf bíði að þessu loknu.

Talin með afbrigðum lygin

„Það getur verið erfitt að vera barn sem skynjar það sem flestir aðrir skynja ekki og vegna þessa var ég talin með afbrigðum lygin enda var ég alltaf að segja frá einhverju sem aðrir sáu ekki.“ Þóru Stínu lærðist því smám saman að þegja yfir því sem hún sá og skynjaði en geymdi upplifunina með sjálfri

sér. „Þannig að ég hætti að segja frá en um leið og ég gat farið að skrifa byrjaði ég að skrifa það sem ég upplifði í stílabækur og kallaði þetta að ég væri að skrifa til Guðs.

Hjálpar alls konar fólki

Þóra Stína segir alls konar fólk leita til sín með margvísleg vandamál og það kemur sjaldan að tómum kofanum hjá miðlinum. „Þetta er allt milli himins og jarðar. Til mín kemur fólk sem á stundum í einhverjum erfiðleikum í vinnunni, er í sálarangist, þjáist af sjúkdómum eða á í erfiðleikum með barneignir. „Mér finnst ég hafa grætt svolítið á því að ég fékk sjálf krabbamein þannig að ég skil þá vel sem berjast við það mein, get hjálpað þeim og jafnvel fylgt þeim alveg fram á síðustu stundu. Ég vil samt ekki segja að ég sérhæfi mig í að hjálpa dauðvona fólki og ég geri bara allt sem ég get til þess að hjálpa öllum sem koma til mín.“ Þóra Stína segir fólk ekkert endilega þjakað af áhyggjum af framtíðinni þegar það kemur til hennar. „Þetta er alls konar og manni getur jafnvel liðið mjög illa án þess að nokkru í lífinu sé um að kenna. Þá þarf ég að leita í fyrri lífum vegna þess að stundum er maður að glíma við fólk í dag sem maður átti í samskiptum við í öðru lífi og tekur þau vandamál svo með sér á milli tilverustiga. Þannig að það er ekki allt sem sýnist.“

Átakanleg leit að Valgeiri

Valgeir Víðisson hvarf af heimili sínu í júní

1994 og síðan hefur ekkert til hans spurst. Örvæntingarfull leit hans nánustu bar ekki árangur og fljótlega var talið víst að hann hefði verið myrtur vegna deilna í kringum fíkniefnaviðskipti. Faðir Valgeirs lagði sig allan fram um að finna son sinn eða í það minnsta komast að því hver örlög hans urðu og hann leitaði til Þóru Stínu í von um að hún gæti komist á sporið. „Ég hjálpaði lögreglunni með þetta andstyggilega mál og vann með henni á öllum stigum í eitthvað um þrjár vikur. Ég vil helst aldrei gera þetta aftur,“ segir Þóra Stína sem hryllti við því sem hún skynjaði í leitinni sem fékk á hana bæði andlega og líkamlega. „Ég hef sagt lögreglunni að ég skuli hjálpa þeim að henni að leita að týndum börnum hvenær sem er en ekki í dópmálum og einhverju þannig ógeði.“ Þóra Stína var með lögreglunni á vettvangi og á stöðum sem talið var að rekja mætti slóð Valgeirs. „Þetta tók rosalega mikið á mig og var erfitt líkamlega. Ég fór meðal annars í djúptrans sem var mjög erfiður og sem betur fer var allt tekið upp á segulband annars myndi ég ekki getað munað þetta og sagt frá þessu. Það erfiðasta í þessu máli var þegar ég fór í líkama þess látna áður en hann dó og fylgdi honum þangað til hann hætti að anda. Við þetta lækkaði blóðþrýstingurinn minn, hjartslátturinn fór alveg niður í ekki neitt þannig að þetta var óskemmtileg reynsla.“ Þóra Stína segir rannsóknina hafa verið

umfangsmikla og hún hafi opnað henni sýn inn í óhugnanlegan heim. „Þetta var mikill feluleikur og ég vissi ekki hversu ógeðslegir undirheimarnir eru en eftir að ég komst að raun um það kæri ég mig ekki um að koma nálægt þeim aftur.“ Valgeir er enn ófundinn en Þóra Stína segist hafa náð að þrengja hringinn en kennileitin sem hún sá hafi verið svo mörg að lögregla hafi talið ómögulegt að leggjast í leit út frá þeim.

Ekki alltaf tekin trúanlega

Í bók sinni segir Þóra Stína frá því að hún hafi heyrt hugsanir lögreglumanna sem voru með henni í för og að þeir hafi ekki allir verið jafn ánægðir með að miðli skyldi blandað í mál þar sem hefðbundnar rannóknaraðferðir ættu við. Hún segir þó að lögreglan hafi verið tilbúin í samstarf með henni, hversu einkennilega sem það kunni að hljóma. En kemur samt ekki oft fyrir að fólk telji hana hálf klikkaða og leggi enga trú á hæfileika hennar og getuna til að valsa milli vídda? „Jú, jú og mér finnst það fínt. Ef allir myndu trúa öllu eins og nýju neti þá væri ekki gaman að vera til. Sem betur fer fæ ég líka einstaklinga sem trúa ekki og þá þarf ég að fara öðruvísi að þeim.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

Bíltúr á Búrfell Gagnvirka orkusýningin í Búrfellsstöð við Þjórsá er skemmtileg og lærdómsrík fyrir fólk á öllum aldri. Skammt fyrir norðan stöðina eru vindmyllurnar tvær sem Landsvirkjun hefur reist í rannsóknarskyni, þær fyrstu sinnar gerðar á Íslandi. Akstur frá Reykjavík tekur aðeins um eina og hálfa klukkustund og við erum alltaf með heitt á könnunni.

3 m/s - raforkuframleiðsla hefst

Gestastofur Landsvirkjunar eru opnar 10-17 alla daga í allt sumar: Búrfellsstöð Gagnvirk orkusýning og vindmyllur á Hafinu

Fljótsdalsstöð Gestastofa í Végarði og leiðsögn um Kárahnjúka

Kröflustöð Jarðvarmasýning í gestastofu

Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is/heimsoknir

15 m/s


Nýtt í Lyfjum & heilsu Valgeir Víðisson hvarf sporlaust í júní 1994.

Hvarf Valgeirs Víðissonar

Hvarf Valgeirs Víðissonar og leitin að honum vakti mikla athygli á sínum tíma. Hann fór frá heimili sínu að kvöldi þess 19. júní 1994 og síðan þá hefur ekkert til hans spurst. Í fyrstu var talið að hann væri í felum en þegar leið á leitina hallaðist lögreglan að því að honum hefði verið ráðinn bani vegna fíkniefnaviðskipta. Valgeir mun hafa átt í útistöðum við hóp fíkniefnasala og við yfirheyrslur kom fram að honum hafði verið hótað lífláti áður en hann hvarf. Ýmsar flökkusögur gengu um undirheima Reykjavíkur og víðar um hvar lík Valgeirs væri falið og þrátt fyrir að margir hafi verið yfirheyrðir vegna málsins fundust ekki sannanir til þess að hægt væri að sakfella nokkurn mann. Faðir Valgeirs barðist um árabil fyrir því að betur yrði rannsakað hver örlög sonar hans urðu en málið er enn óleyst.

Nurofen Apelsin

Íbúprófen mixtúra fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til 12 ára • Bólgueyðandi • Verkjastillandi • Hitalækkandi

Blóðugur skiptilykill

Næst var mér sýnd atburðarás. Svartur bíll, sem líktist eldgömlum lögreglubíl, hafði stoppað á afviknum stað. Þrír menn voru inni í farþegarýminu og einn vafinn inn í teppi aftur í skotti. Einn mannanna dró fórnarlambið, sem leit út fyrir að slasað, út úr bílnum og tók að berja það með því sem líktist skiptilykli. Ég gat ekki heyrt nein hljóð en gat séð að mennirnir drösluðu fórnarlambinu niður fyrir veginn og á bak við stein u.þ.b. þrjá metra. Ég bað leiðbeinanda minn um að ég fengi að skoða bílinn nánar, númeraplötur og þess háttar og ég fékk það. Ég sá númerið mjög greinilega og blóðugan skiptilykil í afturrýminu. Þessu lýsti ég jafnóðum og ég skynjaði það. Mér leið eins og ég væri að lýsa kvikmynd. Þetta hafði engin áhrif á mig. (Valsað milli vídda bls. 67)

Kjöraðstæður til raforkuvinnslu

Fæst án lyfseðils í apótekum Landsbyggðin Glerártorg Akureyri Hrísalundur Akureyri Dalvík

Höfuðborgarsvæðið Austurver

Hella

Domus Medica

Hveragerði

Eiðistorg

Hvolsvöllur

Fjörður

Keflavík

Glæsibær

Selfoss

Hamraborg

Vestmannaeyjar

JL-húsið

Þorlákshöfn

Kringlan

28 m/s

Nurofen Apelsin 40 mg/ml mixtúra, dreifa. Inniheldur Íbúprófen. Til skammtímameðferðar gegn vægum til miðlungi alvarlegum verkjum eða hita. Skammtar og lyfjagjöf: Til inntöku. Dagsskammtur af Nurofen er 20-30 mg/kg líkamsþyngdar tekin inn í 3-4 aðskildum skömmtum á u.þ.b. 6 til 8 klst. fresti. Mælt er með því að sjúklingar sem eru viðkvæmir í maga taki Nurofen með mat. Ekki ráðlagt fyrir börn yngri en 6 mánaða eða undir 8 kg. Aðeins til skammtímanotkunar. Leita skal til læknis ef einkenni versna. Ef lyfið er notað án lyfseðils og einkenni barnsins eru viðvarandi í meira en 3 daga skal leita til læknis. Lágmarka má aukaverkanir með því að nota lægsta virka skammt í eins stuttan tíma og hægt er til að meðhöndla einkenni. Ekki má taka lyfið ef þú: Hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni, bólgueyðandi gigtarlyfjum, hveiti eða einhverju innihaldsefnanna, sögu um berkjukrampa, astma, nefslímubólgu eða ofsakláða í tengslum við inntöku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja, sögu um blæðingar eða rof í meltingarvegi í tengslum við fyrri meðferð með bólgueyðandi gigtarlyfjum, virk sár, eða sögu um endurtekin sár/blæðingar í maga, virka blæðingu í heila eða annars staðar, alvarlega lifrarbilun, alvarlega nýrnabilun, alvarlega hjartabilun, storkuvandamál, óútskýrðar truflanir á blóðmyndun svo sem blóðflagnafæð, ert á síðasta þriðjungi meðgöngu, tekur önnur bólgueyðandi gigtarlyf eða meira en 75 mg af acetýlsalicýlsýru daglega, ert með hlaupabólu, hefur nýlega gengist undir stóra skurðaðgerð, hefur ofþornað. Gæta skal sérstakrar varúðar og ræða við lækni eða lyfjafræðing ef þú ert með, hefur einhvern tíman fengið eða átt hættu á að fá: Bandvefssjúkdóm, þarmasjúkdóm, hjarta og/eða æðasjúkdóm, skerta nýrnastarfsemi, lifrarsjúkdóm, óþol fyrir sykrum eða ef þú tekur önnur lyf. Regluleg notkun verkjalyfja getur leitt til varanlegra truflana á nýrnastarfsemi. Andþyngsli geta komið fyrir ef barnið hefur astma, langvinnt nefrennsli, sepa í nefi eða ofnæmissjúkdóma. Örsjaldan hefur verið greint frá alvarlegum viðbrögðum í húð í tengslum við notkun bólgueyðandi gigtarlyfja. Hætta skal notkun Nurofen Apelsin strax við fyrstu merki um útbrot á húð, sár á slímhúðum eða önnur einkenni ofnæmisviðbragða. Lyf svo sem Nurofen Apelsin geta tengst aukinni hættu á hjartaáfalli eða heilaslagi. Ekki nota meira en ráðlagðan skammt og ekki lengur en ráðlagt er. Ef blæðing eða sár koma fram í meltingarvegi ætti að hætta meðferð strax. Hættan á blæðingum, sáramyndun eða rofi í meltingarvegi eykst við notkun stærri skammta af bólgueyðandi gigtarlyfjum, hjá sjúklingum með sögu um sár í meltingarvegi, einkum ef þeim hafa fylgt blæðingar eða rof og hjá öldruðum. Lyfið getur dulið einkenni sýkinga og hita. Sjúklingar með sögu um aukaverkanir í meltingarfærum, sérstaklega aldraðir, ættu að hafa samband við lækni án tafar og greina frá öllum óvenjulegum einkennum frá meltingarvegi. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

34 m/s - raforkuframleiðsla stöðvast


30

viðtal

Helgin 7.-9. júní 2013

Ný kynslóð nútímavæðir kvenfélögin Með breyttum tíðaranda hefur starfsemi kvenfélaga tekið breytingum. Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir er rétt rúmlega þrítug og nýkjörin formaður Bandalags kvenna í Reykjavík og stefnir að breyttum áherslum í takt í við nýja tíma.

B

andalagið er núna að skoða breyttar áherslur eftir breytingar síðustu ára og við viljum setja kraft í stefnumótun og gera starfsemina aðgengilegri,“ segir Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir, nýr formaður Bandalags kvenna í Reykjavík. Að mati Ingibjargar er bandalagið svolítið gleymdur vettvangur fyrir samræður félaga sem starfa að sömu markmiðum, bættri stöðu kvenna, mennta-, velferðar- og fjölskyldumálum. Um 1.200 konur starfa innan þeirra fimmtán félaga sem aðild eiga að Bandalagi kvenna í Reykjavík.

Í flestum tilfellum eru þetta grasrótarfélög sem standa fyrir ákveðnum samfélagslegum verkefnum í nærumhverfi sínu og ná þannig einstakri tengingu við íbúana og geta metið hvar þörf er fyrir aðstoð. Þetta eru öflug félög eins og Hringurinn sem leggur áherslu á að bæta aðstöðu veikra barna, Thorvaldsensfélagið og fleiri.

Konur söfnuðu fyrir Landspítalanum

Þessa dagana vinnur stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík að stefnuskrá þar sem lögð er áhersla á að efla bandalagið og gera það sýnilegra út á við. Innan bandalagsins hafa starfað kvenfélög í bland við stéttarfélög og styrktarfélög. „Strax í upphafi var þetta mjög framsækin hreyfing og helsti vettvangur umræðna um bætta stöðu kvenna og samfélagslegrar þjónustu. Bandalagið beitti sér til dæmis fyrir því að konur byðu sig fram í opinber embætti og nefndir og færa má rök fyrir því að kvenfélögin hafi að vissu leyti lagt grunninn að heilbrigðiskerfinu eins og það er í dag. Það voru til dæmis konur sem söfnuðu fyrir Landspítalanum,“ segir Ingibjörg og bætir við að bandalagið hafi knúið á um stofnun barnaheimila og sorphirðu á vegum sveitarfélaga á sínum tíma. „Í flestum tilfellum eru þetta grasrótarfélög sem standa fyrir ákveðnum samfélagslegum verkefnum í nærumhverfi sínu og ná þannig einstakri tengingu við íbúana og geta metið hvar þörf er fyrir aðstoð. Þetta eru öflug félög

Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir er aðeins rúmlega þrítug og nýkjörin formaður Bandalags kvenna í Reykjavík. Hún segir verkefni kvenfélaga margþætt og að þau snúist ekki öll um bakstur og prjónaskap þó vissulega nýti konur hæfileika sína á þeim sviðum til að safna fyrir góðum málefnum. Ljósmynd/Hari.

eins og Hringurinn sem leggur áherslu á að bæta aðstöðu veikra barna, Thorvaldsensfélagið og fleiri,“ segir Ingibjörg.

Einstök upplifun á fornri menningu

Kvenfélög á tímamótum

Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðinginn ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð.

Verð á mann í tveggja manna herbergi . Kr. 314.061,Innifalið: Flug, hótel, skattar, hálft fæði, allar ferðir, aðgangur þar sem við á og íslenskur fararstjóri www.transatlantic.is

Að mati Ingibjargar standa kvenfélögin nú á tímamótum. „Kvenfélögin hafa ávallt sinnt svokölluðu „frumkvæðishlutverki“ – það er að koma auga á málefni sem þarfnast athugunar og finna ný úrræði til að leysa ýmsan vanda. Í gegnum árin hafa ríkið og Reykjavíkurborg tekið yfir rekstur og umsjón með mörgum þeim málaflokkum og verkefnum sem aðildarfélög bandalagsins höfðu frumkvæði að. Hinsvegar hafa aðildarfélögin og bandalagið vakað yfir þeim málaflokkum sem þeim eru nærri hjarta. Sem dæmi má nefna að konur innan Bandalagsins söfnuðu fyrir stækkun fæðingardeildar Landspítalans á sínum tíma,“ segir Ingibjörg.

Vantar fleiri ungar konur

Að sögn Ingibjargar eru uppi áhyggjur hjá sumum kvenfélaganna um nýliðun þó staðan sé misjöfn. „Kvenfélögin hafa verið lítið fyrir að flagga starfsemi sinni og ákveðinn misskilningur virðist þess vegna ríkja um verkefnin. Margir virðast halda að kökubakstur og prjónaskapur sé helsta áhersla þeirra en verkefnin eru mun margþættari en svo þó konurnar nýti vissulega hæfileika sína í bakstri og hannyrðum til að safna fyrir góðum málefnum,“ segir Ingibjörg. Nýjasta kvenfélagið heitir Silfur og eru flestar konurnar þar á milli þrítugs og fertugs. „Svo má ekki gleyma því að í Hringnum eru konur á öllum aldri. Innan okkar vébanda eru líka nokkrar kvennahreyfingar stjórnmálaflokka, eins og félög framsóknar- og sjálfstæðiskvenna.“

Styrkja ungar konur til náms Þessa dagana tekur Bandalag kvenna í Reykjavík á móti umsóknum um styrki frá Styrktarsjóði ungra kvenna í Reykjavík. Sjóðurinn veitir styrki til ungra kvenna sem hætt hafa námi og vilja halda áfram en stendur ekki til boða að taka lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. „Sjóðurinn var settur á stofn árið 1995 eftir að rannsóknir á vegum Rauða krossins sýndu að það væru einstæðar, lítið menntaðar konur sem ættu hvað erfiðast uppdráttar í samfélaginu. Bandalag kvenna í Reykjavík ákvað að mæta þessum vanda og veitir konum styrki, til dæmis vegna bókakaupa og greiðslu skólagjalda,“ segir Ingibjörg. Umsóknarfrestur rennur út 19. júní næstkomandi.

Rannsóknir á stöðu kvenna í dag

Í haust úthlutar Bandalag kvenna í Reykjavík styrk, í samstarfi við Háskóla Íslands, til lokaverkefnis í meistaranámi þar sem birtingarmynd kvenna í fjölmiðlum er skoðuð. „Þessi styrkur er hluti af nýjum áherslum hjá Bandalaginu. Það er mikilvægt að skoða hvaða skilaboð ungar konur fá varðandi staðalímyndir í fjölmiðlum. Ég geri ráð fyrir því að í framhaldinu verði fastur liður hjá okkur að styrkja rannsóknir sem snúa að áherslumálum Bandalags kvenna í Reykjavík, stöðu kvenna í nútíma samfélagi, mennta-, velferðarog fjölskyldumálum,“ segir Ingibjörg. Þema ársins 2013 hjá Bandalaginu er launajafnrétti og stendur til að halda fyrirlestraröð um kynbundinn launamun næsta haust. ,,Þessi verkefni eru öll hluti af okkar nýju áherslum og því markmiði að gera starfsemina nútímalegri, segir Ingibjörg.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is


úr kjötborði

úr kjötborði

Lamba innra læri

Svínakótilettur

Herragarðs svínakótilettur

3.198,kr./kg

1.298,kr./kg

1.598,kr./kg

verð áður 1.698,-/kg

verð áður 1.698,-/kg

verð áður 1.698,-/kg

Frosinn kjúklingur á lækkuði verði

Hamborgarar 2stk 115g

420,kr./pk.

verð áður 504,-/pk.

Nýtt Grísafille Oriental

2.198,kr./kg

Kókómjólk 6 x 1/4L

398,kr.

Frosinn maís

Súpukjöt frosið

Sumar mjúkís 1L

Frosinn kjúklingur

359,kr./pk.

659,kr./kg

666,kr.

598,kr./kg

verð áður 468,-/pk.

verð áður 779,-/kg

Coke 12 x 0,33L

998,kr.

verð áður 798,-/kg

Crawfords kex súkkulaði eða vanillu

Bradwurst grillpylsur

298,kr./pk.

398,kr./pk. verð áður 471,-/pk.

Nýtt

Myllu kanilsnúarð eða pizzusnúðar25% meira

298,kr./pk.

Freyju Bestu molarnir 350g

568,kr.

- Tilvalið gjafakort

Pagen Krisprolls 3 teg.

398,kr./pk.

Floridana Goji 1L

448,kr.

Tilboð gilda til laugardagsins 8. júní

Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudag - www.fjardarkaup.is

Floridana Goji 330ml

198,kr.


viðtal

32

Helgin 7.-9. júní 2013

Sigurður Guðmundsson er enginn barnamorðingi ef marka má niðurstöður bresks taugasérfræðings í svokölluðu Shaken Baby Syndrome. Sigurður hefur afplánað 18 mánaða dóm fyrir að hafa banað 9 mánaða dreng með því að hrista hann svo harkalega að blæðing varð í heila. Hann hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu og vonast til að ný gögn verði til þess að mál hans verði tekið upp að nýju í hæstarétti. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Ég er ekki barnamorðingi Sigurður Guðmundsson hefur þurft að þola það að vera kallaður barnamorðingi eftir að hafa verið dæmdur fyrir að vera valdur dauða níu mánaða drengs sem lést eftir að hafa misst meðvitund í hans umsjá fyrir tólf árum. Hann var dæmdur fyrir að hafa hrist drenginn svo harkalega að heilablæðing leiddi hann til dauða. Alla tíð hefur Sigurður haldið fram sakleysi sínu og nýlega komu fram gögn sem lögð verða fyrir endurupptökunefnd. Í þeim heldur einn helsti sérfræðingur Breta í þessum málum því fram að Sigurður sé saklaus.

É

g gefst aldrei upp. Ég veit sjálfur hvað gerðist ekki 2. maí 2001,“ segir Sigurður Guðmundsson sem fyrir tíu árum var dæmdur í hæstarétti fyrir að hafa orðið valdur að dauða 9 mánaða drengs sem var hjá honum í daggæslu árið 2001. Hann leggur þunga áherslu á orðið „ekki“. Dánarorsök drengsins var úrskurðuð heilablæðing vegna svokallaðs „Shaken Baby Syndrome“, heilkenni ungbarnahristings. Sigurður hefur alltaf neitað sök. Í vikunni komu fram ný gögn í málinu sem vekja vonir með Sigurði að hann fái sig hreinsaðan af öllum sakargiftum en fyrir því hefur hann barist frá upphafi málsins. Á þeim tíu árum sem liðin eru frá því að Sigurður var dæmdur í hæstarétti hefur læknisfræðileg þekking á ungbarnahristingi aukist til muna. Breskur taugameinafræðingur, dr. Waney Squier, hefur verið einn helsti sérfræðingur dómstóla þar í landi á sviði ungbarnahristings. Fyrir tæpum tveimur árum vakti hún athygli á því að vegna framfara í læknavísindum væri hægt að sýna fram á að um helmingur þeirra sem dæmdir hefðu verið fyrir að valda barni dauða með þessum hætti, væru saklausir. Og nú heldur Squier því fram að Sigurður Guðmundsson sé einn þeirra.

Barist í tólf ár

Allt frá því að dómur í hæstarétti féll hefur Sigurður barist fyrir því að fá mál sitt tekið upp að nýju. Hann fór með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu en árið 2006 var því vísað frá vegna formgalla. Fyrir skömmu fékk lögmaður Sigurðar, Sveinn Andri Sveinsson, dr. Squier samþykkta sem dómkvaddan matsmann til þess að fara yfir málið að nýju í ljósi þeirra auknu þekkingar sem sérfræðingar byggju nú yfir um ungbarnahristing. Fyrir fáeinum dögum skilaði hún áliti sínu þar sem hún hafnar því algjörlega að drengurinn hafi látist af völdum ungbarnahristings. Í greinargerðinni hrekur hún skref fyrir skref rök þeirra íslensku sérfræðinga sem töldu sannað að drengurinn hefði látist af völdum hristings. Meðal þess sem hún nefnir er að engir áverkar voru á barninu. Hristingur, það öflugur að barnið hljóti skaða af, valdi ýmsum öðrum áverkum, svo sem á hálsi barnsins og einnig væri líklegt að mar væri sjáanlegt á húð barnsins eftir hendur þess sem hristi það. Jafnframt hafi drengurinn verið eldri og þyngri en flest börn sem látist hafa af völdum hristings, rúm 9 kíló, og því hefði þurft verulegt afl til að hrista hann með þeim hætti sem Sigurður er dæmdur fyrir – sem hefði skilið eftir merki á barninu.

Dr. Squier bendir jafnframt á að ekki hafi farið fram fullnægjandi rannsókn á því sem hún telur merki um óeðlilega blæðingartilhneigingu sem sjá mátti í kringum nálastungusvæði eftir að á spítalann var komið. Þá bendir hún ennfremur á að hegðun drengsins sólarhringinn áður en hann missti meðvitund veki upp grun um að hægfara heilablæðing væri í gangi. Dr. Squier vitnar í fjölmargar nýjar rannsóknir á Baby Shaken Syndrome sem fram hafa komið á síðustu tveimur árum og breytt geta niðurstöðum þeirra sérfræðinga sem töldu sannað fyrir tíu árum að Sigurður hefði orðið valdur að dauða drengsins. Þetta er fyrsta og eina málið sem varðar ungbarnahristing sem komið hefur fyrir íslenska dómstóla. Það var jafnframt fyrsta mál sem ákært var fyrir ungbarnahristing á öllum Norðurlöndunum. Málið fer nú fyrir nýskipaða endurupptökunefnd sem sett var á stofn samkvæmt nýjum lögum í febrúar síðastliðnum.

Álitum 8 sérfræðinga hafnað

Dr. Squier er hins vegar ekki eini erlendi sérfræðingurinn sem telur útilokað að Sigurður hafi banað drengnum með þessum hætti. Eftir dóm héraðsdóms árið 2002 fól Sigurður Sveini Andra málið. Lét hann

Ég var spurður hver hafi þá gert þetta fyrst ég hafi ekki gert það. Ég sagðist ekki getað vitað nokkuð um það. Hið eina sem ég vissi var að ég gerði þetta ekki.

þýða krufningarskýrslur drengsins yfir á ensku og sendi á réttarmeinafræðinga víðs vegar um heiminn. Átta þeirra svöruðu og voru allir á einu máli: drengurinn hefði ekki látist af völdum ungbarnahristings. Þáverandi saksóknari, Brynjar Níelsson, barðist gegn því að álit sérfræðinganna væru tekin gild – og hafði sigur. Málaferli Sigurðar fyrir Mannréttindadómstólnum sneru einmitt að ákvörðun hæstaréttar að heimila ekki lögmanni Sigurðar að leggja fram álit erlendu sérfræðinganna sem gögn í málinu. Sakfelling hæstaréttar hefur haft hörmulegar afleiðingar fyrir Sigurð. Hann missti ekki aðeins æruna og þurfti að þola að vera kallaður barnamorðingi – heldur missti hann einnig fjölskylduna, heimili sitt, atvinnuna og loks heilsuna í vinnuslysi í fangelsinu þar sem hann braut sjö háls- og hryggjarliði og er nú 75 prósent öryrki. „Þetta hefur verið 12 ára barátta – en ég veit hvað gerðist EKKI þennan morgun,“ segir Sigurður. Hann og þáverandi eiginkona hans voru með daggæslu á heimili sínu þar sem drengurinn var í vistun. Miðvikudagurinn 2. maí hófst eins og hver annar dagur hjá Sigurði og konu hans. „Við tókum á móti börnunum um morguninn. Smári heitinn kom og mamma hans sagði að hann hefði ekkert sofið um nóttina því hann væri ábyggilega að taka tennur og spurði hvort hann mætti ekki sofa inni. Ég reyndi að leggja hann þarna um morguninn en hann vildi ekki sofna neitt, fór alltaf að gráta þegar lagði hann út af, eins og þegar börn


viðtal 33

Helgin 7.-9. júní 2013

Fyrir fáeinum dögum skilaði hún áliti sínu þar sem hún hafnar því algjörlega að drengurinn hafi látist af völdum ungbarnahristings.

eru að taka tennur því þá kemur þrýstingur í eyrun og þau fara að gráta. Ég tók hann bara aftur upp. Hann vildi lítið borða, nánast ekki neitt,“ rifjar Sigurður upp. „Eftir hádegi var hann orðinn ofsalega þreyttur. Hann sat á gólfinu og hausinn var farinn að detta niður. Ég tók hann þá og lagði hann í vagninn inni í bílskúr, því mamma hans hafði beðið um að hann svæfi inni. Hann sofnaði um leið og ég lagði hann í vagninn. Þáverandi konan mín fór síðan í mæðraskoðun því hún var kasólétt af fjórða barninu okkar. Ég sæki síðan Smára út í vagn milli fjögur og hálf fimm en þá vildi hann ekki vakna. Hann fékk svona krampaköst og við hringdum strax á sjúkrabíl.“ Drengurinn var fluttur á spítala þar sem hann lést tveimur dögum síðar.

Grunurinn vaknaði strax

Aðspurður segir Sigurður að strax hafi verið farið að rannsaka málið með tilliti til ungbarnahristings. „Pabbi Smára kom og sótti dótið hans nokkrum dögum eftir andlátið og sagði þá eitthvað við mig um hristing. Hann sagði reyndar að hann og konan hans vissu að það hefði ekki skeð hér, þau treystu okkur hundrað prósent, eins og allir þeir foreldrar sem voru með börn sín hjá okkur,“ segir hann. Sigurður og kona hans treystu sér ekki til að taka á móti börnum daginn eftir slysið. Fulltrúi frá sveitarfélaginu hafði samband við þau sama dag og bauð þeim að koma börnunum fyrir annars staðar svo þau gætu hætt starfsemi, sem hjónin þáðu. „Ég hélt þá að það væri af umhyggju fyrir okkur og því áfalli sem við hefðum orðið fyrir en ég tel hins vegar líklegt að

það hafi verið vegna þess að þarna hafi strax verið kviknaður grunur um að ég hafi valdið dauða Smára,“ segir Sigurður. Hjónin voru í nokkru sambandi við foreldra drengsins fyrst eftir látið og heimsóttu þau hvort annað. Daginn eftir jarðarförina fæddist Sigurði og konu hans fjórða barn þeirra en þau áttu fyrir tveggja ára dóttur og fjögurra og fimm ára syni. Auk þess átti Sigurður fyrir tvö eldri börn. „Við vorum því á sama tíma að syrgja líf og fagna lífi,“ segir hann.

Áföllin verða aldrei bætt

Kona Sigurðar fór í fæðingarorlof og Sigurður tók við að keyra leigubíl til þess að afla fjölskyldunni tekna. Þau áttu í miklum fjárhagserfiðleikum

og neyddust loks til að selja hús sitt og fjölskyldubílinn. Sigurður var handtekinn 10. september 2001. Aðspurður segist hann allt frá upphafi hafa lýst yfir sakleysi sínu. „Ég var spurður hver hafi þá gert þetta fyrst ég hafi ekki gert það. Ég sagðist ekki getað vitað nokkuð um það. Hið eina sem ég vissi var að ég gerði þetta ekki.“ Þegar Sigurður var dæmdur í héraðsdómi árið 2002 missti hann jafnframt starfsleyfi sitt sem leigubílstjóri. Skömmu síðar skildu hjónin. Börnin voru þá eins árs, þriggja, fimm og sex ára. Hálfu ári síðar kynntist Sigurður núverandi konu sinni. Hún á fjögur börn. „Ég sagði henni þetta strax. Hún þagði um stund og sagðist svo standa með mér.

Það hefur hún sannarlega gert upp frá því.“ Dómur hæstaréttar var Sigurði áfall því hann hafði vonast eftir að álit erlendu sérfræðinganna yrðu til að sanna sakleysi hans. „Þegar ég gekk út úr hæstarétti heyrði ég sagt: „Þarna kemur barnamorðinginn“.“ Það var í fyrsta sinn sem hann var kallaður barnamorðingi – en ekki hið síðasta. Hann trúir því hins vegar statt og stöðugt að upp renni sá dagur að hann fái mannorð sitt hreinsað og æruna aftur. Áföllin verða hins vegar aldrei bætt. Og drengurinn litli lifir áfram einungis í minningu þeirra sem misstu hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


34

úttekt

Helgin 7.-9. júní 2013

Náin kynni, einkamál og alls konar drasl á síðustu öld Fólk fann hjá sér þörf til þess að falast eftir nánum kynnum, félagsskap og losa sig við alls konar drasl löngu áður en Internetið, Einkamál.is, Bland.is og Facebook tóku yfir þessa þætti tilverunnar og gerðu fólki auðveldara að komast í samband við aðra í margvíslegum tilgangi. Smáauglýsingar DV sinntu þessu öllu og meira til með góðum árangri og í raun má segja að þær hafi verið svo magnað fyrirbæri að öll ofantalin nettól og tæki þurfti til þess að leysa þær af hólmi. Smáauglýsingarnar eru í raun merkilegur aldarspegill og heimild um nálæga fortíð sem samt virðist eiga meira sameiginlegt með miðöldum en upplýsingaöldinni. Þær voru, rétt eins og Barnaland og Einkamál nú, meira en aðeins markaðstorg tilfinninga, líkama og dauðra hluta þar sem þær voru einnig oft á tíðum hinn besti skemmtilestur og höfðu mikið afþreyingargildi. Fréttatíminn fletti DV frá árunum 1983 til 1992 og tíndi til nokkrar skemmtilegar smáauglýsingar sem eru nú eins og fjarlægt bergmál frá einfaldari og öruggari heimi um leið og þær sýna þó greinilega að fólk er í eðli sínu eins á öllum tímum og leitar alltaf að því sama.

Föndur Föndur Stærsta föndurverslun landsins Glerperlur crackle - 1 lengja ca 110 perlur kr. 990

Allt í skartgripagerðina - Frábært verð

Glæsilegt úrval af skartgripaefni

Náttúrusteinar - 1 lengjan kr. 1.490 - 40 steinar

Viðarperlur - 1 lengja kr. 395 - 40 perlur

Holtagörðum, s. 553-1800 Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-15 www.facebook.com/fondurlist


NÝJA SMART LED TV 8000 línan frá Samsung

Topplínan frá Samsung 8000 línan er komin í hús. Sjónvörpin frá Samsung eru einstök og í algjörum sérklassa.

SÍÐUMÚLA 9 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2900 · samsungsetrid.is


36

viðhorf

Helgin 7.-9. júní 2013

Afdráttarlaus yfirlýsing

Þ

HELGARPISTILL

Jónas Haraldsson

Teikning/Hari

jonas@ frettatiminn.is

Það fylgir því talsvert stúss að eiga börn. Það man ég frá yngri árum okkar hjóna þótt það verði að viðurkennast að uppeldi og umönnun þeirra lenti meira á konu minni en mér. Það er liðin tíð enda börnin uppkomin – og komin með sín eigin. Barnabörnunum fylgir líka stúss en með öðrum hætti. Amma og afi eru oft fengin til að passa ungviðið og þar reynir yfirleitt meira á ömmuna en afann en fyrir kemur þó að afinn verður að standa einn og óstuddur. Allt hefur það gengið bærilega. Barnabörnin sækja í vistina hjá okkur enda erum við þeim þokkalega eftirlát, án þess þó að ganga of langt. Þau vilja því stundum verða eftir hjá okkur og gista þegar foreldrarnir koma með þau í heimsókn, fá að skreppa með okkur í sveitina eða eiga með okkur kósíkvöld þegar splæst er í nammi með sjónvarpsglápi. Þó hafa börnin stundum gagnrýnt afa og ömmu fyrir efnisval á slíkum kósíkvöldum þegar við freistumst til að horfa á Útsvar eða annað sem ungviðið kann síður að meta. Af þeirri reynslu þykjumst við sjá að foreldrarnir láti hefðbundið kvöldefni sjónvarpsstöðvanna eiga sig og leiti uppi annað efni og barnvænna á sínum kósíkvöldum. Stundum erum við með eitt barnabarn hjá okkur en á öðrum tímum fleiri. Oft gengur betur að hafa fleiri því þá geta þau leikið sér saman án þess að við séum að skipta okkur af. Það er þægilegt. Auðvitað á þetta ekki við fyrr en börnin eru komin aðeins á legg og þurfa ekki stöðuga gæslu. Fyrir kemur þó að barnið vill bara vera eitt í vistinni og fá þá alla athyglina. Það má plata afa og ömmu til að lesa, fara út að róla eða setjist í sandkassann. Vinsælt

er einnig að gefa öndunum brauð enda andapollurinn í göngufæri, jafnvel fyrir litla fætur. Þá freistar fjaran sem er aðeins í tveggja mínútna fjarlægð. Hún er ævintýraheimur. Þar má finna fallega steina, skeljar, kuðunga og framliðna krabba. Í fjöruna má þó ekki fara nema í fylgd með fullorðnum. Það eru óskráð lög hjá afa og ömmu. Umönnun ungbarna er vitaskuld sérkapítuli. Þarfir þeirra eru einfaldar og skýrar – en krefjandi. Þau þurfa að nærast, sofa og það þarf að skipta á þeim. Með góðum leiðbeiningum hefur mér farið fram hvað slíka umönnun varðar og var meira að segja falið hlutverk „dagafa“ í hálfan mánuð eða svo fyrir nokkrum árum, það er að segja að sjá um kornabarn daglangt meðan það beið eftir því að komast til dagmóður. Satt best að segja var þetta hlutverk talsverð áskorun enda var ég ábyggilega aldrei skilinn eftir svo lengi einn með eigin börn þegar þau voru ung. Ef móðir þeirra þurfti að bregða sér af bæ gripu ömmur og töntur inn í. Það var að þeirra tíma sið. Allt er þetta breytt í samtímanum enda fylgist ég með því að feðurnir ganga ekki síður til þessara starfa en mæðurnar, eins og sjálfsagt er. Dagvistunin gekk að óskum. Mér tókst skammlaust að klæða barnið, gefa því pela, svæfa það og skipta á því. Það að þetta starf mitt gekk áfallalaust var því nokkur sigur – án þess að það gengi svo langt að ég byði öðrum sömu þjónustu. Guttinn sem ég bar ábyrgð á þegar hann var aðeins fárra mánaða hefur undanfarið átt heima hjá afa og ömmu með litla bróður meðan foreldrar þeirra vinna hörðum höndum að því að

Litríkt kaffi beint frá kaffibóndanum Arturo í Gvatemala

kaffitar.is

innrétta hús sitt. Amman er duglegri en afinn að sjá um bleiuskiptin á þeim litla en stóri bróðir er fyrir löngu orðinn svo stór að hann fer sjálfur á klósettið. Hann nýtur þó enn þjónustu við salernisferðirnar og kallar hástöfum „búúúinnnn“ ef um viðameiri þætti er að ræða en hefðbundið piss. Ef foreldrarnir eru heima við læt ég þetta langdregna kall sem vind um eyru þjóta enda tel ég það frekar þeirra hlutverk en mitt að þrífa botninn á barninu. Sömuleiðis viðurkenni ég að vera ansi heyrnardaufur ef amman er nærstödd enda vílar hún ekki fyrir sér að ganga í málið. Fyrir kemur þó, ef allir fyrrnefndir eru uppteknir eða ég einn heima með drenginn, að ekki verður undan þessum skyldum vikist. Ég læt mig hafa það, enda ekki um annað að ræða og hreinsa það sem hreinsa þarf. Það tekur fljótt af – svo þvoum við okkur báðir um hendur, eins og vera ber. Afadrengurinn, sem varð fjögurra ára um liðna helgi, er mikill ljúflingur. Hann spáir talsvert í tilveruna og tjáir sig gjarna um það sem máli skiptir. Rétt fyrir fjögurra ára afmælið voru foreldrarnir í stússi sínu í nýja húsinu og amman upptekin þegar ég heyrði hið langdregna kall: „búúúinnnn“. Ég vissi hvað til míns friðar heyrði og vann mitt skylduverk. Um leið og ég tosaði upp um hann buxurnar leit hann á mig með sínum skæru barnsaugum og sagði af hjartans einlægni: „Afi þú ert góður skeinari!“ Ekki veit ég hvað fólst beinlínis í þessari yfirlýsingu, hvort hann var

með henni að lýsa því yfir að ég væri jafngóður í hlutverkinu og foreldrarnir og amman – eða jafnvel betri – en víst er að hún var afdráttarlaus og kom beint frá hjartanu. Með henni setti drengurinn ákveðna pressu á afa sinn – og það heyrnarleysi sem hrjáð hefur hann í þegar hann heyrir kallað hárri barnsröddu: „Búúúinnnn!“


Mar gari stór og fl ta ott, 1 2

699 k r

cm p ottur

GARÐA DAGAR Nell ika 299 kr

SÝPR 799 IS kr

Sólb oði 699 kr

FERSKUR FÖSTUDAGUR

7 Rósir

999

kr.

Ávax tatré

3.99 4 0 kr .990

Útip otta r afslá % ttur

30

Orkidea

1.490

kr.

Ræktaðu þinn MAT JU 4 ST RTIR K.

399 kr

eigin matjurtagarð

Mikið úrval: m.a blómkál, rauðkál, grænkál, gulrófur, vorlaukur, fennel, spínat, sellerí, klettasalat o.fl. Skútuvogur - Grafarholt - Hafnarfjörður - Akureyri - Egilsstaðir Vestmannaeyjar - Akranes - Ísafjörður - Selfoss - Reykjanesbær


38

ferðir

Helgin 7.-9. júní 2013

 Ferðir Punktar Fyrir íslensk a Ferðamenn

Nýdanskar kartöflur eða ljósblátt lón Nýdanskar kartöflur, krítversk baðströnd og sjávarfang í Stokkhólmi er meðal þess sem Kristján Sigurjónsson mælir með fyrir þá sem ætla út fyrir landsteinana á næstunni. Sofið í sirkus í Berlín

Enn er laust pláss í Söguferð til Hvítarússlands 3.-10. júlí. Verð fyrir einstakling í tvíbýli er 189.000 kr. Sjá dagskrá á www.soguferdir.is Upplýsingar gefur Þorleifur Friðriksson Sími 564 3031 Netfang: soguferdir@soguferdir.is

Það væri í raun hægt að fara í borgarferð til Mitte í Berlín. Þessi miðpunktur borgarinnar hefur upp á allt að bjóða fyrir þá sem vilja eiga nokkra notalega daga í stórborg. Við Rosenthaler Platsz, eitt af helstu torgum hverfisins, eru tveir gististaðir sem kenndir eru við Circus. Sá ódýrari er gistiheimili og þar kostar nóttin í sérherbergi um 5 þúsund krónur (33 evrur). Verðið lækkar ef fleiri deila herbergi en hækkar ef bókaðar eru vistar verur með baði. Á hótelinu hinum megin við torgið eru eins manns herbergi frá 12 þúsund krónum á nóttina. Þeir sem vilja vera í hringiðjunni í Mitte eru vel í sveit settir á hótelum sirkusfólksins (Circus-Berlin.de).

Baðströndin sem allir vilja heimsækja

Við vesturströnd Krítar, um 70 kílómetra frá Chania flugvelli, er lítil eyja sem kallast Elafonissi. Strendurnar í kringum þennan klett þykja með þeim fegurri í Grikklandi og þar af leiðandi í allri Evrópu. Sérstaklega ljósbláa lónið sem er svo grunnt að börn botna þar auðveldlega og geta vaðið langar leiðir. Það tekur um tvo tíma að keyra yfir hæðina frá Chania til Elafonissi og það er þess virði að leggja snemma í hann því það verður fjölmennt í fjörunni þegar líða tekur á daginn. Það er engin byggð við Elafonissi og aðeins mjög einföld gisting í boði í nágrenninu.

Næstum því Skólavörðustígsprísar í Stokkhólmi

Hádegismaturinn hjá Rolf í Stokkhólmi er hóflega verðlagður.

Eitt verst geymda leyndarmál Reykvíkinga er fiskurinn góði í Sælkerabúðinni. Í Stokkhólmi er líka hægt að ganga að ljómandi sjávarfangi í hádeginu í eldhúsinu hans Rolf við Tégnergatan 41. Hádegismaturinn á þessum klassíska veitingastað kostar 129 sænskar (um 2500 íslenskar) og gestirnir geta valið um kjöteða fiskrétt dagsins. Á kvöldin hækkar verðið á þessum sívinsæla veitingastað. Eini ókosturinn er að Rolf rukkar soldið mikið fyrir vatnið, öfugt við það sem gert er á Skólavörðustígnum.

Gististaðir Circus í Mitte í Berlín eru góður kostur.

Kristján Sigurjónsson ritstjorn@ frettatiminn.is

H E LG A R B L A Ð Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is

Á Samsø eru kartöflurnar vinsælar.

Nýdanskar kartöflur – þær bestu í landinu

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

Í Danmörku hafa neytendur fengið nýjar kartöflur frá Ísrael og Mallorca síðan í vor. Þrátt fyrir það þá kætist fólk fyrst almennilega þegar Samsø kartöflurnar koma í búðir. Bændur á þessari litlu eyju við austurströnd Jótlands eru ávallt fyrstir til að taka upp á sumrin og seljast þá bílfarmar af þessum nýju jarðeplum. Þeir sem ætla að ferðast um Danmörku í sumar ættu að íhuga sælkeraferð til Samsø því matarkúltúr eyjaskeggja er rómaður í ríki Margrétar Þórhildar. Rúgbrauð með þunnt skornum köldum kartöflum, majónesi og graslauk er til að mynda lostæti. Réttinn kalla Danir kartoffelmad og hann svíkur engan áhugamann um klassískan mat.

Fáðu meira út úr Fríinu Gerðu verðsamanburð á hótelum oG bílaleigum út um allan heim oG bókaðu sértilboð á GistinGu á túristi.is

TÚRISTI


Sumarvörur fyrir húðina

Njóttu þess að vera úti í sólinni með Gamla apótekinu

PIPAR \ TBWA • SÍA • 131032

/ APÓTEKIÐ

Aloe vera gel

Aloe vera gelið frá Gamla apótekinu mýkir og nærir húðina. Sérstakir kælandi og græðandi eiginleikar þess hafa góð áhrif.

Hýdrófíl

Hýdrófíl er milt rakakrem fyrir andlit og líkama. Kremið gefur góðan raka, hentar öllum húðgerðum og er tilvalið undir farða.

Eilíf æska

Eilíf æska er húðolía sem þykir þétta og stinna húðina. Eilíf æska hentar sérstaklega vel á þurra húð og sem nuddolía.

Sárakrem

Sárakrem er sótthreinsandi og græðandi krem á rispur, smásár, bleyjuútbrot og minniháttar brunasár. Ómissandi á hvert heimili.

Sólspritt

Sólspritt er sótthreinsandi og kælandi áburður sem virkar mjög vel á sólarexem. Sólspritt dregur úr kláða og minnkar útbrot.

Fylgstu með okkur á Facebook / www.gamlaapotekid.is

Fást í öllum helstu apótekum um land allt

VELJUM ÍSLENSKT


40

heimili

Helgin 7.-9. júní 2013

 Heimilið miklar breytingar Hafa átt sér stað Hjá ikea

Ný eldhúslína hjá IKEA Ný eldhúslína, METHOD, er komin í sölu hjá IKEA. Þetta er stærsta vörubreyting fyrirtækisins frá upphafi en línan kemur í staðinn fyrir FAKTUM-línuna.

„Við vorum í raun komin að endimörkum með gömlu línuna. METHOD-lína kemur í staðinn og þar er boðið upp á algjörlega nýtt kerfi. Það eru aðrar stærðir, sökklarnir eru lægri, það er meira rými í skápunum og möguleikarnir orðnir miklu

meiri, nánast endalausir,“ segir Auður Gunnarsdóttir, sölustjóri húsgagnadeildar IKEA. Í vor var byrjað að selja nýju línuna í verslunum IKEA í Danmörku og Noregi og nú er salan hafi í Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi. Auður segir METHOD ennfremur

á sambærilegu verði og fyrri línan. Þeir sem eru byrjaðir að kaupa úr FAKTUM þurfa ekki að örvænta því IKEA skuldbindur sig til að útvega hluti úr línunni í tvö ár eftir að ný lína tekur við. Þá er 25 ára ábyrgð á vörunum í fullu gildi. -eh

1 2

Víkingahátíð í Hafnarfirði 14.- 17. júní 2013 Fjölskylduhátíð

HOTEL & Restaurants

Víkingamarkaður, handverks- og bardagavíkingar, fornir leikir, glíma, bogfimi og axarköst, fjöllistamenn, víkingaskóli fyrir börn, víkingatónlist, eldsteikt lamb, víkingaveislur, kvöldvaka að hætti víkinga, dansleikir og fleira.

Dagskrá Víkingahátíðar 2013 Föstudagur 14. júní LÉTTÖL

13:00 Markaður opnaður 13:15 Víkingaskóli barnanna 14:00 Bardagasýning 14:30 Fjöllistamaðurinn Bjørke 16:00 Bardagasýning 17:00 Bogfimi og axakast 17:30 Fjöllistamaðurinn Bjørke 18:00 Bardagasýning 18:30 Víkingsveitin leikur 20:00 Víkingaveisla í Fjörugarðinum 20:00 Lokun markaðar 22:30 Dansleikur. Verðir laganna frá Færeyjum 03:00 Lokun Laugardagur 15. júní

13:00 13:30 14:30 15:00

Markaður opnaður Víkingaskóli barnanna Fjöllistamaðurinn Bjørke Sagnaþulir í Hellinum á hótelinu 16:30 Bogfimikeppni víkinga 17:00 Víkingsveitin leikur 17:30 Fjöllistamaðurinn Bjørke

18:00 Víkingsveitin leikur 19:00 Bardagasýning 19:30 Færeyskur dansur 20:00 Víkingaveisla í Fjörugarðinum 20:00 Lokun markaðar 22:30 Tónlist í Fjörugarðinum að hætti víkinga 23:30 Dansleikur. Verðir laganna frá Færeyjum 03:00 Lokun Sunnudagur 16. júní

13:00 13:30 14:30 15:00 16:30 17:00 17:30

Markaður opnaður Víkingaskóli barnanna Fjöllistamaðurinn Bjørke Bardagasýning Bogfimikeppni víkinga Bardagasýning Sagnaþulir í Hellinum á hótelinu 18:00 Barni gefið nafn að víkingasið 18:30 Víkingasveitin spilar af palli 19:00 Bardagasýning

www.hrefna.is . hrefna@hrefna.is

20:00 Víkingaveisla í Fjörugarðinum 20:00 Lokun markaðar 22:30 Tónlist í Fjörugarðinum að hætti víkinga 23:30 Dansleikur. Verðir laganna frá Færeyjum 03:00 Lokun

1

Mánudagur 17. júní

13:00 13:30 14:30 15:00 16:30 17:00 18:00 19:00 20:00

Markaður opnaður Víkingaskóli barnanna Fjöllistamaðurinn Bjørke Bardagasýning Bogfimikeppni víkinga Bardagasýning Færeyskur dansur Bardagasýning Lokaathöfn og víkingahátíð slitið 20:00 Víkingaveisla í Fjörugarðinum 22:30 Tónlist í Fjörugarðinum að hætti víkinga 01:00 Lokun

Víkingahátíðin er fyrir alla fjölskylduna 14. til 17. júní 2013

Nánari upplýsingar er að finna á heimsíðu okkar www.fjorukrain.is

GARÐABÆR / ÁLFTANES

METHOD-línan gerir ráð fyrir að eldhúsið sé hjarta heimilisins þar sem ekki er bara borðað heldur eru þar samverustundir með fjölskyldunni.

2

Nýir möguleikar eru nú fyrir hendi til að skipuleggja í skúffum og skápum, meðal annars úr bambus. Þá eru nú tveir verðflokkar af skúffum.

3

METOD eldhús eru í sömu litum og stílflokkum og fyrri eldhúslína; 20 mismunandi framhliðar og þar að auki eru fáanlegar 30 tegundir af hnúðum og höldum.

3


SJÁLFVIRKIR HURÐAOPNARAR

SLÁR

HANDFÖNG

Einfaldur stuðningur getur skipt öllu fyrir þá sem eiga erfitt með að komast um. Handföng, sæti, slár til að styðjast við, t.d. á baðherbergi, sjálfvirk hurðaopnun eða hurð með fjarstýringu, auka öryggi og létta undir í daglegri umgengni. Glæsileg hönnun gleður augað og nærir sálina og í fjölbreyttu vöruvali Véla og verkfæra er mikið af hlutum sem auðvelda hreyfihömluðum að taka þátt í daglegu lífi með reisn.

FÍTON / SÍA

GLÆSILEGUR STUÐNINGUR

SÆTI

VÉLAR & VERKFÆRI · Skútuvogur 1 C · 104 Reykjavík · Sími: 550 8500 · Fax 5508510 · www.vv.is


42

bílar

Helgin 7.-9. júní 2013  Chevrolet Sportlegt útlit og þægilegt aðgengi

Trax – fimm sæta jepplingur

Chevrolet er hefðbundinn jeppi sem hefur verið endurhannaður fyrir notkun í þéttbýli.

B

74,6% *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör

... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

reiddin í Chevrolet vörumerkinu hjá okkur hefur aldrei verið meiri,“ segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna, sem meðal annars er með umboð fyrir Chevrolet en þar var nýverið kynntur nýr jepplingur, Trax. Chevrolet Trax var fyrst kynntur á bílasýningunni í París í fyrra. Lengd hans er 4.248 mm, breiddin 1.766 mm og hæðin 1.674 mm. „Trax er nýr og spennandi, fimm sæta jepplingur. Hann ber styrkinn með sér og er hannaður til könnunarleiðangra í umhverfi þéttbýlisins. Hann býr yfir mikilli samskiptahæfni, þægindum fyrir farþega og miklu farangursrými. Hann er skýrt dæmi um þekkingu og sérhæfingu Chevrolet sem var brautryðjandi í framleiðslu jeppa og býr yfir meira en 75 ára sérþekkingu í þróun slíkra ökutækja. Trax er hefðbundinn jeppi sem hefur verið endurhannaður fyrir notkun

Innanrýmið er sportlegt og einkennist af notagildi og fjölhæfni.

í þéttbýli. Þannig byggjum við brú frá fortíð yfir til framtíðar,“ segir í tilkynningu Bílabúðar Benna. „Kraftalegt og sportlegt útlit Trax ásamt nærveru sem einkennist af stöðugleika og notagildi kallar á athygli. Formuð yfirbyggingin, mikill halli á framrúðu, straumlínulöguð framljós sem teygja sig aftur með hliðunum og silfurlitar, 18 tommu álfelgur skapa saman traustlegt og glæsilegt útlit bílsins. Tvískipt vatnskassahlífin með formmótuðu Chevrolet merkinu fyrir miðju gerir síðan útslagið,“ segir enn fremur. „Trax er sérhannaður og smíðaður til notkunar við þéttbýlisaðstæður. Jafnt á þjóðvegum með háum hámarkshraða og þröngum bakstrætum er akstursnákvæmni hans til fyrirmyndar. Innanrýmið einkennist af sportlegri fágun, miklu notagildi og fjölhæfni og skapar umhverfi sem er jafnt aðlaðandi sem fágað.“

Hraðskreiður en eyðslan bærileg

Porsche Cayman S var sýndur hjá Bílabúð Benna fyrr í vor. Athygli vekur að uppgefin eyðsla bílsins, sem er með 325 hestafla vél, er 8 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri.

Mesta úrval landsins af rafgeymum fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi

Bílabúð Benna kynnti fyrr í vor Porsche Cayman S sem var valinn Sportbíll heimsins 2013 á bílasýningunni í New York. Bíll heimsins er valinn á hverju ári í fjórum flokkum í tengslum við bílasýninguna í New York. Flokkarnir eru hönnun, umhverfisbíll heimsins, sportbíll heimsins og bíll heimsins. „Porsche hefur tvisvar áður borið þennan titil,“ segir á síðu umboðs Porsche. „Árið 2006 varð fyrsta kynslóð Cayman fyrir valinu og árið 2012 hlaut Porsche

Adam – flottur og litaglaður Opel Adam, nýi smábíllinn, þykir snotur í útliti og fjörugir litirnir gleðja.

Meirapróf

Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 Næsta námskeið byrjar 12. júní 2013

911 hnossið. Að valinu á Cayman nú stóð dómnefnd skipuð 66 bílablaðamönnum frá 23 löndum. Cayman hreif dómnefndina alveg sérstaklega fyrir óviðjafnanlegt veggrip og góða aksturseiginleika í þröngum beygjum. Cayman S er með miðjusetta vél eins og Porsche Boxter. Hann skilar 325 hestöflum og er 4,9 sekúndur í 100 km hraða. Útblástur er 188 g/km CO2 og eyðslan í blönduðum akstri er ekki nema 8 lítrar á hundraðið.“

Nýi smábíllinn frá Opel, Adam, þykir flottur og útlit hans og litagleði bílanna vekur athygli. Bíllinn var kynntur á bílasýningunni í París á liðnu hausti en er að koma á markað Evrópulanda. Hann heitir eftir stofnanda Opel-verksmiðjanna, Adam Opel. GM, framleiðandi Opel og Vauxhall, fylgir þar með í kjölfar margra bílaframleiðenda með framleiðslu smábíla þar sem kaupendum býðst að setja sitt persónulega mark á sinn bíl, meðal annars með fjörugu litavali. Snoturt útlit Opel Adam gerir hann að sjálfsögðum keppinauti bíls eins og Fiat 500 sem notið hefur vinsælda ytra og býðst nú loks hér á landi. Auk þess keppir Adam beint við hinn nýja Volkswagen Up, auk Audi A1 og Mini. Opel Adam er 3,70 metra langur, 30 sentímetrum styttri en Opel Corsa.

Breiddin er 1,72 metrar. Hann er þriggja dyra og fjögurra manna. Í fyrstu verður Opel Adam boðinn með þremur gerðum bensínvéla, 1,2 líta 70 hestafla, 1,4 lítra 87 hestafla og 1,4 lítra 100 hestafla vél. Þessir bílar eru með 5 gíra kassa. Síðar verður bíllinn í boði með bensínvél með túrbó og beinni innspýtingu. Sú gerð verður með 6 gíra kassa. Opel Adam er, eins og margir nýir bílar nú, með „stop/start“ tækni, stöðugleikastýringu, brekkuaðstoð og rafdrifnu stýri. Í dýrari gerðunum er upplýsingakerfi sem hægt er að tengja iPhone eða Androidsímum sem nýtast meðal annars sem leiðsögukerfi. Upplýsingarnar koma fram á 7 tommu skjá. Velja má mismunandi felgustærðir undir bílinn, 15 til 18 tommur.


M

O

O

M

M

O

mazda.is

O

Z O O sparneytinn O M O Z Mazda cx-5 O Z O Z O

Z -

O

-Z

M

O

O

Z

M

Fjórhjóladrifinn 1800 kg dráttargeta bluetooth snertiskjár

M

21 cm veghæð blindpunktsaðvörun

O

O

Z

Sparaðu með

skyactiv

Ný tækni frá Mazda

beinskiptur frá 5.390.000 kr. sjálfskiptur frá 5.690.000 kr.

Mazda CX-5 er framúrskarandi jeppi búinn byltingarkenndri SkyActiv spartækni Mazda. Ný og öflug vélalína, ný 6 þrepa sjálfskipting og nýr hástyrktarundirvagn gera nýju SkyActiv spartækni Mazda einstaka. Hún skapar fádæma sparneytni samanber nýju bensínvélina sem notar einungis 6,6 lítra með sjálfskiptingu. Skynvætt fjórhjóladrif (4WD), blindpunktsaðvörun (RVM) og snjallhemlunarkerfi (SCBS) gera Mazda CX-5 öruggari. Bluetooth símabúnaður, i-stop spartækni, snertiskjár, mikið innanrými, 1800 kg dráttargeta, 21 cm veghæð og stórt farangursrými skapa þér frábært notagildi.

Komdu í reynsluakstur.

Nýir og notaðir bílar: Söludeild er opin alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is Mazda CX-5 4WD 2,0i SkyActiv bensín. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 6,6 l/100 km. CO2 losun 155 g/km. Útbúnaður bíls getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu.


Ný sending af dásamlegum sængurfatnaði, mikið úrval

44

börn

Helgin 7.-9. júní 2013 KYNNING

 kátir krakkar metnaðUr LagðUr í persónULega og góða þjónUstU

Afmælisafsláttur Barnafataverslunin Kátir Krakkar á þriggja ára afmæli um þessar mundir og býður því upp á afslátt af völdum vörum.

Þú finnur okkur á Facebook undir “Fatabúðin”

Skólavörðustíg 21a

101 Reykjavík

S. 551 4050

Flott hönnun er góð gjöf

Opnunartími Mán-fös 10:00-18:00 Laugardaga 11:00-18:00 Sunnudaga 13:00-17:00

www.hrim.is

H ö n n u n a r h ú s

„Kátir Krakkar fagna um þessar mundir þriggja ára afmæli og af því tilefni bjóðum við upp á 30% afslátt af völdum vörum. Við hvetjum alla til að koma og kíkja á úrvalið,“ segir Anna Margrét Sigurðardóttir, annar eigandi barnafataverslunarinnar Kátra Krakka. Anna Margrét opnaði verslunina ásamt eiginmanni sínum, Lárusi Einari Huldarssyni, árið 2010 og hefur verslunin stækkað um helming síðan þá. „Hvatinn að opnun verslunarinnar var þegar við kynntumst merkinu Smafolk. Krakkarnir okkar þrír notuðu föt frá því merki og við vorum mjög hrifin. Okkur langaði einfaldlega

Laugavegi 25 - S: 553-3003

að leyfa fleiri að kynnast þeim frábæra fatnaði sem er bæði mjög fallegur og vandaður, og ákváðum við því að selja föt frá merkinu. Smafolk er þekkt fyrir slitsterkar og litríkar buxur ásamt því að vera með flotta boli, kjóla og margt fleira sem barnið þarf. Einnig erum við með mörg önnur merki til sölu,“ segir Anna Margrét. Kátir Krakkar leggja metnað sinn í að veita persónulega og góða þjónustu og er þeirra helsta markmið að selja vandaðan og fallegan barnafatnað á krakka á aldrinum 0 til 14 ára. „Á þessum þremur árum sem verslunin hefur verið starfandi höfum við eignast marga mjög góða viðskiptavini sem við

erum afar þakklát fyrir. Verslunin okkar er orðin glæsileg, við erum til að mynda með barnahorn sem er með mikið af leikföngum fyrir börnin svo foreldrarnir fá næði til þess að skoða. Flestum börnum finnst mjög gaman að koma og fá að leika sér,“ segir Anna Margrét. Kátir Krakkar er á Suðurlandsbraut 52 í einu af bláu húsunum við Faxafen. Á næstu dögum verður opnuð vefverslunin www. kátirkrakkar.is þannig að fólk sem ekki hefur tök á að koma til okkar getur verslað af netinu. Kátir Krakkar bjóða öllum viðskiptavinum sem búa utan höfuðborgarsvæðisins að fá sent heim að kostnaðarlausu. -ss

KYNNING

 Leikföng Unnið með sérfr æðingUm

Vor/sumar

Lottie stuðlar að jákvæðri líkamsímynd

2013

Ný kjóla sending verð frá: kr. 3.450

Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17

Dúkkan Lottie er mótvægi gegn þeirri staðreynd að ungar stúlkur eru gerðar að kyntákni. Hún er dúkka með eðlilega líkamslögun. Margverðlaunaða Lottie dúkkan er ekki að herma eftir heimi fullorðinna eins og margar aðrar dúkkur. Hún er ekki á háum hælum, notar ekki farða, er ekki hlaðin skartgripum og er ekki með húðflúr. Lottie er mótvægi við alla þá neikvæðu líkamsímynd í samfélaginu og þá staðreynd að ungar stúlkur séu gerðar að kyntákni. Við hönnun á dúkkunni var unnið með virtum sérfræðingum á sviði næringar og heilsu til þess að dúkkan fengi þá líkamslögun sem er æskilegust miðað við aldur. Lottie er bara eins og venjuleg níu ára stelpa í laginu og hefur mörg áhugamál og endurspegla föt hennar þau.

Áræðin og hugrökk

Lottie er 18 cm á hæð, með fallegt hár sem flækist

lítið og auðvelt er að taka hana með sér hvert sem er. Með hverri dúkku fylgir saga sem ætlað er að ýta undir hugmyndaflugið. Með Lottie er í raun snúið aftur til gömlu góðu daganna þar sem börn eru skapandi og nýta sér hugmyndaflug sitt við leik. Dúkkurnar eru núna sex talsins og hafa þær allar mismunandi áhugamál. Nálgun Lottie til lífsins er að vera áræðin, hugrökk og að vera hún sjálf. Þá hefur hún ríkt ímyndunarafl og er athafnasöm. Hún er sveigjanleg og getur staðið á eigin fótum. Lottie fæst í helstu barnavöruverslunum ásamt því að vera seld í Hagkaup, á femin.is og heimkaup. is. Hægt er að fá nánari upplýsingar um Lottie á atc@atc.is. -ss



74,6%

20% afsláttur af

46

tíska

Helgin 7.-9. júní 2013

nýjum vörum

 Tísk a Töskur í öllum regnbogans liTum

Nú er allt í lit

... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

Sumartískan í ár er óvenju litrík, allskonar litrík munstur sem og einlitt. Neon og pastel litir náðu vinsældum í fyrrasumar en nú má segja að allir litir séu í tísku og allt er í lit; kjólar, buxur, jakkar, sólgleraugu, skór, naglalökk og síðast en ekki síst töskur. Svart hefur lengi verið þessi öruggi litur sem fer aldrei úr tísku og svört taska er klassísk en nú er kominn tími til þess að fá sér tösku í lit. Hvort sem hún er stór eða lítil, hversdags eða spari, taska í áberandi lit er tilvalin til þess að hressa upp á heildar „lúkkið“.

30% auka afsláttur af útsöluslá

Ný sending frá *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013 HELGAR BLAÐ

Sigrún Ásgeirsdóttir

Toppur á

sigrun@frettatiminn.is

3.900 kr. Leikkonan Jessica Alba með gula tösku í New York.

Margir fallegir sumarlitir

Tískubloggarinn Gala Gonzalez með bleika tösku í París.

“Kryddaðu” fataskápinn með fatnaði frá

Myndir/NordicPhotos/Getty

Ný verslun l Næg Bílastæði l Engir stöðumælar Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á

síðuna okkar

Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16

Splunkuný sending

Verið velkomin í eina glæsilegustu gleraugnaverlsun landins Ný verslun í göngugötu

Franska leikkonan Melanie Laurent lífgaði upp á svartan kjól með myntugrænni tösku.

Leikkonan Julie Bowen með himinbláa tösku í Los Angeles.

Leikkonan Clemence Poesy með vínrauða tösku í París.

Laura Whitmore með rauða tösku á TRIC verðlaununum í London.

Ert þú búin að prófa ?

Fæst í apótekum

Fyrirsætan Edie Campbell mætti með bláa tösku á tískukvöld Vogue í London.

Leikkonan Chloe Sevigny með laxableika tösku í Santa Monica.

Fiammetta Cicogna með gula tösku í „De Grisogono“ partýinu í Cannes.

Reese Witherspoon með fjólubláa tösku í Los Angeles.


tíska 47

Helgin 7.-9. júní 2013

Skin vivo frá Biotherm Serum sem fullkomnar húðina. Endurnýjar húðina samstundis, sléttir og jafnar litarháttinn. Létt serum með perluáferð.

Blue therapy frá Biotherm

Aquasource frá Biotherm

Í fyrsta skipti er notuð blanda af hreinum náttúrulegum efnum til að lagfæra húðskemmdir. Þessi magnaði kokteill af innihaldsefnum kemur frá heitum lindum, lækjum, sjó og vötnum. Hrukkur minnka sjáanlega, húðin þéttist og styrkist og útlínur andlitsins verða mótaðri. Dökkir blettir lýsast.

Djúpur raki sem eykur ljómann í húðinni. Húðin er rakanærð í öllum húðlögum. Meiri ljómi, geislandi húð. Húðin verður þéttari og áferð húðarinnar fallegri. Létt og frískandi gel með fallegri perluáferð. Yndislegur frískandi ilmur.

EGF húðvörudaGar í LyFju daGana 6.-9. júní. Lancôme Génifique æskuvaki Uppgötvaðu húðina eins og hún ætti að vera. Sérhver dropi er fullur af lífi. Genin koma skilaboðum áleiðis um myndun sérstakra próteina sem finna má á yfirborði húðarinnar. Þessi prótein eru einmitt auðkenni ungrar húðar. Húðin geislar af æsku, það er sem hún lyftist innan frá, bókstaflega hrífandi. Sjáanlega unglegri húð á aðeins 7 dögum.

Kaupauki* fylgir með EGF dagkremum dagana 6.-9. júní.

www.egf.is

Kaupauki: • Snyrtitaska • Spegill • EGF Húðdropar™ 2.5 ml.

Visionnaire frá Lancôme

Háþróuð húðlagfæring fyrir hrukkur, húðholur og ójöfnur. Ofurdropar sem virka með skjótum árangri.

*Takmarkað magn og fylgir ekki með öðrum tilboðum.


48

heilsa

Helgin 7.-9. júní 2013  Hreyfing KvennaHlaupið fer fr am víða næsta laugardag

Karlar velkomnir í Kvennahlaupið

r i r y f a r a ekki b

k l ó f a l ó Reiðhj Snorrabraut 56

Allir eru velkomnir í Kvennahlaupið, konur sem karlar og ungir sem aldnir. Mynd/ÍSÍ

Kvennahlaupið fram á yfir áttatíu stöðum á landinu og á nokkrum stöðum utan landsteinanna núna um helgina. Þema hlaupsins í ár er „Hreyfum okkur saman“ og er hlaupið í samstarfi við Styrktarfélagið Göngum saman sem safnar fé til rannsókna á brjóstakrabbameini.

Bodyflex

fyrir liðina

Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.

Betulic

Evonia

Fosfoser

Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).

Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira.

Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

Birkilauf

fyrir hárið

Minnistöflur

www.birkiaska.is

a

ð sjálfsögðu eru karlar velkomnir í Kvennahlaupið. Það þarf líka mikla karlmennsku til að hafa þor til að hlaupa í kvennahlaupsbol,“ segir Jóna Hildur Bjarnadóttir hjá almenningsíþróttasviði ÍSÍ. Núna á laugardaginn fer Kvennahlaupið fram á yfir áttatíu stöðum um landið. Erlendis verður hlaupið frá átján stöðum í ellefu löndum. Í ár verður hlaupið undir yfirskriftinni „Hreyfum okkur saman“ og í samstarfi við Styrktarfélagið Göngum saman. Á síðasta ári veitti félagið tíu milljónum króna til rannsókna á brjóstakrabbameini á Íslandi og á síðustu fimm árum hefur félagið úthlutað rúmum þrjátíu og tveimur milljónum til rannsókna á brjóstakrabbameini. Á hverju ári greinast um 195 konur með brjóstakrabbamein á Íslandi en það er algengasta krabbameinið meðal kvenna. Níutíu prósent þeirra sem greinast með krabbamein eru á lífi fimm árum eftir greiningu. Að sögn dr. Sigríðar Klöru Böðvarsdóttur, sérfræðings hjá Rannsóknarstofu í krabbameinsfræðum við Háskóla Íslands getur reglubundin hreyfing minnkað líkurnar á því að fá brjóstakrabbamein. „Með tímanum hefur hættan á að greinast með brjóstakrabbamein hjá konum aukist. Það er því ljóst að lífsstíll skiptir miklu máli,“ segir Sigríður Klara. „Ég hef verið svo lánsöm að fá styrk frá Göngum saman og meðal annars í verkefni sem tengj-

Að sögn dr. Sigríðar Klöru Böðvarsdóttur getur regluleg hreyfing minnkað líkurnar á því að fá brjóstakrabbamein. Mynd/Hari.

ast svokölluðum litningaendum en þeir styttast með hækkandi aldri. Það hefur verið sýnt fram á að stytting á þessum endum tengist einnig ýmsum lífsstílstengdum sjúkdómum eins og ákveðnum gerðum krabbameina, hjartasjúkdómum og áunninni sykursýki. Með hreyfingu getum við hægt á þessu styttingarferli litningaendanna. Það hefur verið rannsakað vel vísindalega,“ segir Sigríður Klara og bendir jafnframt á að langvarandi streita hafi neikvæð áhrif á þessa litningaenda en að hreyfing geti minnkað neikvæð áhrif streitunnar. Sjálf ætlar Sigríður Klara að hlaupa Kvennahlaupið á Hvammstanga og hlaupa tíu kílómetra. „Ég hleyp reglulega og er ánægð með að á Hvammstanga verður líka boðið upp á lengri vegalengdir.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is


heilsa 49

Helgin 7.-9. júní 2013

Tofusteik á grillið Auður Ingibjörg Konráðsdóttir heilsukokkur hefur lengi einbeitt sér að heilsuréttum. „Ég fékk heiftarlegt ofnæmi þegar ég var að læra kokkinn og tók mataræðið Auður leggur mikla í gegn. Það er áherslu á hollustu í til svo mikið af eldamennsku. uppskriftum þar sem ekkert er spáð í hollustu. Mér finnst ekkert veita af því að hugsa um hollustuna,“ segir Auður. Hún hefur þegar gefið út tvær matreiðslubækur, Heilsudrykkir og Heilsusúpur og salöt. Þriðja bókin er væntanleg með haustinu, Heilsubakstur. „Það er alltaf hollur matur hjá mér. Hann er samt misjafnlega hollur. Ég fæ mér alveg „hamborgara“ og pitsu en ég geri holla grænmetisútgáfu,“ segir Auður. Hún deilir hér heilsuuppskriftum með lesendum Fréttatímans.

 Heilsa Miðstöð Heilsutengdra upplýsinga var opnuð í vikunni

Nýtt Heilsutorg á netinu „Þetta er í raun gömul hugmynd sem nú er orðin að veruleika,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur um nýjan heilsuvef þar sem hún er einn þriggja ritstjóra. Vefurinn Heilsutorg.com er hugsaður sem miðstöð fyrir alla flokka heilsutengdra upplýsinga. „Heilsutorg.com er lifandi vefur sem uppfærist daglega alla daga vikunnar allt árum um kring. Í byrjun munu yfir 20 sérfræðingar á ýmsum sviðum skrifa inn á vefinn að staðaldri en einnig verða gestapennar fengir til að skrifa um hin ýmsu málefni eftir

tíðarandanum og því sem við á hverju sinni,“ segir hún. Fríða ákvað að slá til þegar hún sá Landlæknisembættið auglýsa til umsóknar styrki úr lýðheilsusjóði og fékk hún þar styrk sem var tileinkaður verkefnum sem áttu að snúast um heilsu og heilsueflingu. Heilsutorg.com er aðgengilegur í gegn um iPhone og Android-snjallsíma. Þá er boðið upp á lifandi efni í gegn um HeilsutorgTV sem Fríða segir að komi með nýja vídd inn í heilsuflóruna á Íslandi. -eh

NUTRILENK

Vefurinn var formlega opnaður í World Class á miðvikudag en þar hefur Fríða starfað til fjölda ára.

- hollráð við liðkvillum. Náttúrleg bætiefni fyrir liðina

Tofugrillsteik 1 pk stíft tofu Marinering: • 1 msk dijon sinnep • 2 msk hunang • 1 msk tómatpúrra • ½ dl tamari sósa • 1 dl sesamolía • ½ msk engiferrót, söxuð • 1 hvítlauksgeiri • 1 tsk reykt paprikuduft • Himalaya salt og cayenne pipar eftir smekk Kljúfa tofu í tvennt eftir endilöngu. Leggja á milli tveggja bretta og pressa vatnið úr. Setja hráefni í marineringu í blandara og mauka. Leggja tofusneiðar í marineringu og geyma í kæli yfir nótt. Grilla á heitu grilli þar til sneiðarnar brúnast fallega. Einnig má baka tofusteikina í ofni við 190°C í um 25 mínútur.

Liðheilsan skiptir mig miklu máli Sem 3ja barna móðir, hlaupari /- þríþrautakona og hársnyrtir verð ég að passa vel upp á líkamann minn. Ég er rétt skriðinn yfir þrítugt, í líkamlega krefjandi vinnu og var farin að finna fyrir stirðleikum í liðum, sérstaklega fingrum og ökkla sem hefði getað komið niður á starfi og íþróttum. Sú tilfinning var óþægileg. En var svo heppin að fá ábendingu frá viðskiptavini um ágæti NutriLenk sem ég hef notað síðan með frábærum árangri.

Grænmetisgrill • • • • • •

Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

PRENTUN.IS

Þeyta allt í blandara. Bera fram strax.

• Unnið úr fisk- og hvalbrjóski, hátt hlutfall af kóntrótín súlfat. • Eitt mest selda fæðubótaefnið fyrir liðina á Íslandi síðastliðinn ár.

NUTRILENK Active • Eykur liðleika og sér til þess að liðirnir séu heilbrigðir og vel smurðir. • Hjálpar liðunum að jafna sig eftir æfingar og átök. Ebba Særún Brynjarsdóttir

Kókoskokteill 2 dl kókosmjólk 2 dl rísmjólk 4 dl ananas safi 2 tsk kókospálmasykur • 1/2 tsk vanillukorn • ¼ tsk múskat • Ísmolar

• Fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski og slitnum liðum.

Ég ákvað að fjárfesta í bæði í Nutrilenk GOLD og ACTIVE og tók inn samkvæmt leiðbeiningum og strax á annarri viku var ég farin að finna gríðarlegan mun. Ökklarnir eru orðnir miklu betri, minni stirðleiki í fingrum, ég er ferskari í líkamanum og get stundað mitt sport án þess að finna fyrir verkjum og stirðleika.

Blanda öllu saman. Skera uppáhalds grænmetið í sneiðar. Nota má t.d. rauðlauk, papriku, sveppi og kúrbít svo eitthvað sé nefnt. Pensla með olíublöndu og grilla á grilli eða steikja í ofni í um 30 mínútur við 190°C.

eru efni sem geta unnið mjög vel saman fyrir fólk sem þjáist af liðverkjum. NUTRILENK Gold

Fann árangur fljótt

Olíublanda: 1 dl sólblómaolía Safi úr 1 sítrónu 1 tsk timian 1 tsk sjávarsalt ½ tsk nýmalaður svartur pipar

• • • •

Nutrilenk verður tekið með morgunmatnum mínum um ókomin ár svo ég geti haldið áfram að lifa lífinu verkjalaus, sinnt börnunum mínum, starfinu og bætt mig í sportinu mínu..

NUTRILENK Active og NUTRILENK Gold

• Inniheldur vatnsmeðhöndlaðan hanakamb, hátt hlutfall af Hýalúrónsýru. Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is Skráðu þig á facebook síðuna

Nutrilenk fyrir liðina - því getur fylgt heppni!

Nutrilenk er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna


50

heilsa

Helgin 7.-9. júní 2013

 Útivist GönGuGarpar ofmeta sumir Getu sína oG vanmeta aðstæður

10 heilræði fyrir gönguna

G

öngusumarið er hafið og leggst það misvel í björgunarsveitarmenn. Þegar þessar línur eru skrifaðar eru liðsmenn björgunarsveita að sækja ítalskan göngugarp á Fimmvörðuháls. Áður hafði verið spáð að veður yrði þar með verra móti. „Við erum svona beggja blands. Okkur finnst bæði innlendir og erlendir ferðamenn geta bætt sig í undirbúningi og skipulagi,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. „Flestir eru með sitt á hreinu en það eru ansi margir sem vanmeta aðstæður og ofmeta eigin getu.“ Þar er einna algengast að fólk taki ekki tillit til veðurs. Slysavarnafélagið Landsbjörg og Neyðarlínan eru í samstarfi um að vakta ferðafólk í lengri og styttri ferðum og hægt er að skrá þar ferðaáætlun og komutíma á vefnum Safetravel. „Ég held að þessi þjónusta sé einsdæmi í heiminum. Ef viðkomandi skilar sér ekki á réttum tíma kemur upp tilkynning á stjórnborði Neyðarlínunnar sem þá hringir í hann,“ segir Jónas. Ef ekki næst samband er brugðist við því. Hægt er að tengja þjónustuna við 112 Iceland-appið og er þá hægt að sjá síðustu staðsetningu ferðalangs. Jónas bendir á að Safetravel henti ekki síst í styttri ferðum. Hann tók saman tíu ráð sem mikilvæg eru fyrir göngugarpa.

1. Góður undirbúningur – Veðurspá

Erla Hlynsdóttir

Ferðalangar geta skráð sig á Safetravel.is áður en lagt er af stað. Markmið Safetravel-verkefnisins er að auka forvarnir og minnka líkur á slysum. Mynd/Jónas

erla@frettatiminn.is

Undirbúningur er í raun hluti af sjálfri ferðinni. Þá er ákveðið veða hvert á að fara, hvað á að vera lengi, saga svæðisins könnuð og annað áhugavert. Nauðsynlegt er að kynna sér vel veðurspá og taka tillit til hennar.

2. Útbúðu ferðaáætlun og skildu eftir hjá ábyrgum aðila. Ferðaáætlun þarf að innihalda fyrirhugaða ferðaleið, vegalengdir, gististaði, tímasetningar, helsta búnað og annað slíkt. Ferðaáætlun er ekki bara mikilvæg vegna öryggis heldur líka það að hún eykur þekkinguna á viðfangsefninu, það er gönguferðinni sjálfri. Ferðaáætlun er hægt að skilja eftir á Safetravel-vef Landsbjargar og þar er boðið upp á að heimkoma sé vöktuð.

3. Vandaðu leiðarval Hafðu dagleiðir hæfilegar en yfirleitt má segja að 2,5 - 3,5 km hraði á klukkustund sé hæfilegt í blönduðu fjallalandslagi með bakpoka. Umfram allt á að velja leiðir við hæfi þátttakenda.

4. Hafðu landakort með í för Á landakorti sérðu landslagið og með reynslu og þekkingu má lesa vel í kortið og þannig skipuleggja ferðina betur en ella. Hæðarlínur eru eitt það mikilvægast en á milli þeirra eru 20 metrar á betri kortum

5. Áttaviti meðferðis Áttaviti á alltaf að vera með í för og kunnátta til að nota hann.

6. GPS tæki er gott að hafa með GPS styður vel við notkun áttavita en kemur aldrei í stað hans

Góður og réttur útbúnaður er eitt það mikilvægasta í hverju ferðalagi. Því er nauðsynlegt að skipuleggja vel hvaða búnað á að taka með og eins hvernig gengið er frá honum á ferðalaginu. Ljósmynd/Jónas Guðmundsson eða landakorts. Tryggið að tækið sé rétt stillt og sem dæmi á hnattstöðuviðmið (Mat Datum) að vera WGS84 hér á landi.

7. Vertu í réttum fatnaði og taktu með þér aukafatnað Gott er að hugsa fatnaðinn alltaf í þremur lögum. Innsta lag einangrar og heldur raka frá líkamanum. Miðlag er aðaleinangrunin og ysta lagið ver gegn vatni og vindi.

8. Réttur skóbúnaður er afar mikilvægur Skór þurfa að ná upp fyrir ökkla og æskilegt að þeir séu hálfstífir með góðum sóla.

9. Maturinn skiptir miklu máli, sérstaklega í lengri ferðum Gróflega má segja að næringarþörf tvöfaldist í fjallgöngum. Æskilegt er að maturinn sé samsettur af kolvetnum (50%), fitu (40%) og próteinum (10%).

Til að matarlyst haldi sér vel er óvitlaust að hafa hann girnilegan og vanda frágang.

10. Hafið nauðsynlegan öryggisbúnað með í för Þar má helst nefna fjarskiptatæki, það er síma eða talstöð, og sjúkrabúnað. Gott er einnig að vera fjölverkfæri, neyðarblys og aukarafhlöður í ljós og GPS tæki.

n i m o k l e v ð i Tjaldasalur - ver öngutjöld -g Kúlutjöld - fjölskyldutjöld

Savana

(blár) Kuldaþol -15°C Fyrir líkamsstærð 195cm Þyngd 1,45 kg

Verð kr. 13.995,-

Savana Junior

(blár og rauður) Kuldaþol -15°C Fyrir líkamsstærð 150 cm Þyngd 0,95 kg

VERÐ 11.995,-

Trekking

(Petrol og Khaki) Kuldaþol -20 Fyrir líkamsstærð 190 eða 175cm Þyngd 190/1,70 kg og 175/1,65 kg

Verð kr. 13.995,-

Micra

(grænn og blár) Kuldaþol -14°C Fyrir líkamsstærð 195 eða 185cm Þyngd 195/1,0 kg og 185/0,95 kg

Verð kr. 16.995,FAXAFENI 8, 108 REYKJAVÍK • SÍMI 534 2727 • ALPARNIR@ALPARNIR.IS • WWW.ALPARNIR.IS


Sykurminnsta morgunkornið Sykurinnihald er það lægsta sem gerist í morgunkorni.

Trefjaríkt

4,4 g sykur í 100 g

Inniheldur náttúruleg trefjaefni sem viðhalda heilbrigðri meltingu.

Flókin kolvetni Sjá vöðvum líkamans og heilafrumum fyrir orku.

68,6 g kolvetní í 100 g

Heilkorna Allir kostir kornsins nýttir. Hvert lag kornsins inniheldur næringarefni sem eru líkamanum nauðsynleg.

10 g trefjar í 100 g

Hvað er Weetabix?

95% heilkorna

Vítamín og steinefni

Próteinríkt

Inniheldur mikilvæg vítamín, steinefni og járn sem eru nauðsynleg fyrir vöxt og viðhald heilbrigðs líkama.

Prótein byggja m.a. upp og endurnýja vöðvavefinn, styrkja ónæmiskerfi líkamans og flytja næringarefni inn og út úr frumum.

PIPAR\TBWA

SÍA

122400

11,5 g prótein í 100 g

ORKA SEM ENDIST Weetabix er frábær leið til að byrja daginn. Veldu næringarríkan morgunverð sem heldur þér gangandi fram að hádegi. Einnig til með súkkulaðibragði


52

bækur

Helgin 7.-9. júní 2013

Blómleg barnabókaútgáfa

Vinsæl glæpasaga

Fjölmargar bækur fyrir unga lestrarhesta hafa komið út hjá Forlaginu á undanförnum vikum. Þar á meðal eru tvær nýjar bækur um Skúla skelfi eftir breska rithöfundinn Francescu Simon, myndskreyttar af Tony Ross. Guðni Kolbeinsson þýðir af alkunnri snilld. Þá eru sömuleiðis nýútkomnar tvær nýjar bækur um Nönnu norn í þýðingu Hallgríms H. Helgasonar. Færeyska barnabókin Veiða vind hefur vakið nokkra athygli frá því hún kom út enda um að ræða spennandi sögu sem sögð er með orðum, myndum og tónlist. Höfundur texta er Rakel Helmsdal sem er íslenskum lesendum að góðu kunn sem einn af þremur höfundum bókanna um litla skrímslið og stóra skrímslið. Myndskreytingar annaðist Janus á Húsagarði og tónlistin er eftir færeyska tónskáldið Kára Bæk. Með bókinni fylgir geisladiskur þar sem Benedikt Erlingsson les söguna við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Færeyja. Þórarinn Eldjárn íslenskaði. Á dögunum kom út bókin Múmínálfar bregða á leik í þýðingu Sigþrúðar Gunnarsdóttur. Síðast en ekki síst ber að geta sögunnar um tröllskessuna Gilitrutt og viðskipti hennar við bændahjónin undir Eyjafjöllum. Í bókinni eru ljósmyndir úr brúðusýningu Bernds Ogrodnik. Silja Aðalsteinsdóttir bjó íslenska textann til prentunar.

 RitdómuR Ekki þEssi týpa

Vinsældir glæpasögunnar Hún er horfin eftir Gillian Flynn halda áfram. Bókin situr á toppi metsölulista bókaverslana yfir tímabilið 19. maí til 1. júní. Í öðru sæti listans er Lág kolvetna lífsstíllinn eftir Gunnar Má Sigfússon.

Finnskur verðlaunakrimmi á íslensku Bókaforlagið Undirheimar sendi nýverið frá sér finnsku glæpasöguna Stúdíóið eftir Pekka Hiltunen. Stúdíóið hlaut finnsku glæpasagnaverðlaunin 2012 og er tilnefnd til Glerlykilsins, Norrænu glæpasagnaverðlaunanna 2013. Sigurður Karlsson þýðir. Í Stúdíóinu segir af Liu sem verður fyrir tilviljun vitni að því þegar lík finnst í farangursgeymslu bíls í miðborg London. Líkt og aðrir borgarbúar fyllist hún hryllingi þegar fjölmiðlar greina frá því að vændiskona frá Lettlandi hafi verið myrt og með hvaða hætti. Þegar Lia hittir Mari, samlöndu sína frá Finnlandi, er eins og örlögin hafi leitt þær saman. Mari er sálfræðingur sem býr yfir óvenjulegu innsæi og nýtir hæfileika sína til að hjálpa öðrum. Hún stýrir hópi fólks sem hún hefur safnað í kringum sig og höfuðstöðvarnar kalla þau Stúdíóið. Sterk vinátta tekst með Liu og Mari sem saman ákveða að rannsaka morðmálið frekar. Pekka Hiltunen

 páll Valsson skRifaR í góðum félagssk ap

Staðlaðar stelpur í stuði Ekki þessi týpa sver sig í ætt við svokallaðar skvísubókmenntir, eða „chick lit“. Björg stillir upp fjórum æskuvinkonum; Bryndísi, Regínu, Tinnu og Ingu. Á bókarkápu eru þær sagðar ungar konur. Dálítið klikkaðar og með tonn af skoðunum. Allar segja þær sína og sögu og hinna um leið og fá til þess sérmerkta kafla það sem sjónarhornið er hjá hverri um sig. Þannig speglast þær hver í annarri og varpa í raun meira ljósi á sjálfar sig, eigin fordóma og sálarflækjur en vinkvennanna sem eru í skotlínunni. Þessi frásagnarmáti virkar prýðilega og sagan verður vissulega margradda. Stelpurnar eru svo oft á öndverðum meiði í grundvallaratriðum að maður botnar ekkert í að þær hafi nennt að halda hópinn síðan í grunnskóla. Femínismi, rifrildi um jafnrétti, kynjakvóta, mislukkaða karlmenn og önnur samfélagsmál sem brenna á fólki í samtímanum eru áberandi. Þetta er í sjálfu sér gott og blessað en umræðan er sett þannig fram að sá grunur læðist að manni að höfundurinn hafi klesst þessu inn til þess að hefja bókina yfir aðrar íslenskar skvísubækur. Til þess að gera Ekki þessa týpu meira „fullorðins“. Svona gáfulegan og meðvitaðan „chick lit“ sem hverfist um meira en varalit, speltpitsur, hvítvínssull og beðmál í Reykjavíkurborg. Allir þessir grunnþættir eru vissulega til staðar en femínisminn svífur yfir til friðþægingar. „Ef það eru sagðir nógu margir brandarar um það hversu ógeðslega heimskar konur séu eða hversu ógeðslega miklir trukkar allar lesbíur séu síast þessar hugmyndir ósjálfrátt inn í undirmeðvitundina og búa til staðalmyndir sem stimplast inn í huga fólks og kallast fordómar.“ (bls. 60) Þetta er ágætt dæmi um tóninn í samræðum  stelpnanna en í þessum efnum lendir höfundurinn í árekstri við sjálfan sig. Stelpurnar fjórar eru nefniEkki þessi týpa Björg Magnúsdóttir lega allar fulltrúar klassískra staðalímynda. Bryndís, JPV, 351 síður, 2013 sem er málpípa femínismans, er meðvirk, fýlugjörn og dómhörð. Soldil „mussa“ sem hefur illan bifur á karlmönnum. Regína, meðleigjandi hennar, er stöðluð andstæða hennar. Alkóhólíseruð, SUS-týpa sem vinnur í banka og fulltrúi þeirra radda sem vilja meina að þegar konu er nauðgað verði hún að líta í eigin barm og skoða sinn þátt í að glæpurinn var framinn. Tinna er sætust, óaðfinnanleg í útliti og klæðaburði. Einhvers konar lúxus skinka sem vinnur á Þjóðminjasafninu og Inga er átakanlega dæmigerð, lögfræðingur, snobbuð með hreinlætismaníu. Á fullkomið heimili, fullkominn (eða ekki) mann, skortir ekkert en samt er tóm í sál hennar. Þras vinkvennanna um jafnrétti, kynjakvóta og allt það sem Hildi Lilliendahl og Brynjar Níelsson greinir á um eru síðan svo dæmigerð að ætla mætti að orðræðan sé sótt beint á spjallþræði um þessi mál á netinu og svo bara copy/paste. Umræðuefnin eru góð og gild og vissulega virðingarvert af Björgu að dýpka bókina með samfélagsrýni en með þessu móti hrekkur textinn í predikunargírinn sem er ljóður á annars ágætri lesningu og skemmtilegri sögu. -ÞÞ

Ertu búinn að fá þér Veiðikortið!

Vinsæll gamlingi og hress stuðmaður Páll Valsson, rithöfundur og bókmenntafræðingur, eyðir tíma sínum í býsna skemmtilegum félagsskap um þessar mundir. Hann þýðir framhald hinnar geysivinsælu bókar Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf og er auk þess að skrifa sögu Egils Ólafssonar, stuðmanns með meiru en eins og gefur að skilja er þetta ekki félagsskapur sem hægt er að kvarta yfir.

Páll Valsson vinnur að sögu Egils Ólafssonar auk þess að undirbúa þýðingu á næstu bók Jonasar Jonassonar. Sá sló í gegn með Gamlingjanum sem skreið út um gluggann og hvarf en bókin hefur selst í hátt í 30 þúsund eintökum hér á landi. Ljósmynd/Jóhann Páll Valdimarsson

00000

Veiðitímabilið er byrjað. Kr. 6.900.-

www.veidikortid.is

p

áll Valsson þýddi bókina Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf, eftir sænska rithöfundinn Jonas Jonasson. Hann er nú farinn að huga að þýðingu framhaldsins af ævintýrum hins 100 ára gamla Allans Karlssonar og segir lesendur eiga von á góðu þegar bókin kemur út seinna á árinu. „Ég hef séð töluvert af þessu,“ segir Páll um nýju bókina. „Þetta er mikið í sama stíl og fyrri bókin en höfundurinn hefur tekið sér góðan tíma í verkið og snyrt þetta og snurfusað enda mikil pressa að fylgja Gamlingjanum eftir. Vegur Gamlingjans hefur enda ekki gert neitt nema vaxa. Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf var mest selda bókin í Svíþjóð 2010 og naut fádæma vinsælda þegar hún kom út á Íslandi. Hún rokseldist bæði innbundin og í kilju og er enn á hreyfingu. Og Páli leiðist ekki að fást við þann gamla á ný. „Það er skemmtilegt að hitta

gamlingjann fyrir aftur og sjálfsagt bíða margir spenntir enda vinsældirnar ótrúlegar. Ég held að engin þýðing hafi áður selst jafn vel á einu ári. Hún sló öll sölumet og er enn í sölu sem er algerlega með ólíkindum.“ Páll bendir á að það sé ekki síst merkilegt við vinsældir bókarinnar að hún var ekki mikið auglýst þegar hún kom út. „Þetta var bara orðsporið. Þegar það fór í gang gerðist eitthvað og síðan mokaðist bókin bara út. Gamlinginn er víðförull og hefur meðal annars gert stormandi lukku í Þýskalandi og á Englandi. Þá er kvikmynd byggð á bókinni væntanleg, sem mun líklega enn auka hróður öldungsins. Sigurjón Sighvatsson er einn framleiðenda myndarinnar en hann sagði í viðtali við Fréttatímann í fyrra að hann hefði strax hrifist af bókinni og hafi ekki getað hugsað sér að láta kvikmyndagerð hennar ganga sér úr greipum. Páll sér ekki aðeins fram á að eyða tíma með hinum kómíska gamlingja þar sem hann vinnur einnig að sögu Egils Ólafssonar ásamt stuðmanninum sjálfum. Páll segist ekki vilja kalla bókina ævisögu enda hafi þeir Egill annað í huga. „Þetta er þá mjög óhefðbundin ævisaga og ef vel tekst til verður þetta einhvers konar mósaíkmynd af Agli.“ Páll segir þá félaga meðal annars sökkva sér ofan í tónlistina og Egill segi sögur úr bransanum. „Egill er ljúfur í samstarfi, góður sögumaður og vel pennafær og við erum að vinna í þessu. Við tökum okkur þann tíma sem við þurfum en ætlum að klára þetta.“ Ólíkt Allan Karlssyni er Egill á besta aldri, sem er ein ástæða þess að Páll telur ekki tímabært að skrifa eiginlega ævisögu, en Egill hefur komið víða við á löngum ferli sem tónlistarmaður og leikari. „Þótt hann sé ekki nema sextugur hefur hann komið víða við og margt hefur breyst á þessum tíma. Tíðarandinn, Reykjavík og tónlistarbransinn,“ segir Páll sem púslar saman mósaíkmynd af Agli. Mynd sem líklega verður einnig áhugaverður aldarspegill frá sjónarhorni stuðmannsins. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

Það er skemmtilegt að hitta gamlingjann fyrir aftur og sjálfsagt bíða margir spenntir enda vinsældirnar ótrúlegar.


Hjónaband eð Hjónaband eða óvígðóvígð sambúð? sambúð

Lexista lögmannsstofa býðurLexista upp á hagnýtt og skemmtilegt lögmannsstofa býður upp á ha námskeið um réttaráhrif hjónabands og óvígðrar sambúðar. og skemmtilegt námskeið um réttar

hjónabands og óvígðrar Námskeiðið er í tvö skipti og geta þátttakendur valið um:

sambúða Námskeiðið verður í tveimur hlutum og 1. Morgunnámskeið, haldið 14. og 19. júní kl. 9:00 – 11:45 kennt þriðjudagana 24. og 31. maí kl. 16

2. Síðdegisnámskeið, haldið 12. og 19. júní kl. 16:15 -19:00

Fyrri hluti:

Stofnun hjónabands, réttindi og skyldur samkvæmt hjú

Fyrri hluti: lögum, kaupmálar, fjármál hjóna, samábyrgð á sköttum

á skuldum, lok hjónabands og fjármálaslit milli hjóna. Stofnun hjónabands, réttindi og skyldur samkvæmt Fjármálhjóna, sambúðarfólks ogáslit óvígðrar sambúðar. Born hjúskaparlögum, kaupmálar, fjármál samábyrgð sköttum, saman réttarreglur um fjármálaslit ábyrgð á skuldum, lok hjónabands og fjármálaslit milli hjóna. vígðrar og óvígðrar s Fjármál sambúðarfólks og slit óvígðrar sambúðar. Bornar verða saman réttarreglur um fjármálaslit vígðrar og óvígðrar Seinni sambúðar. hluti: Erfðaréttur og erfðaskrár. Seta í óskiptu búi , stjúpteng Seinni hluti: erfðaréttur sambúðarfólks. Réttindi samkvæmt almann og lífeyrissjóðum viðerfðaréttur andlát maka. Erfðaréttur og erfðaskrár. Setaingum í óskiptu búi, stjúptengsl,

Raunhæf verkefni sem sýna hvernig sambúðarfólks. Réttindi samkvæmt almannatryggingum og reglunum er beitt í lífeyrissjóðum við andlát maka.

er Veisluturninn, Raunhæf verkefni sem sýnaNámskeiðsstaður hvernig reglunum er beitt í praxís. 19. hæð, Kópavogi.

Smárato

Námskeiðsstaður er Hjartaverndarhúsið er Anna Linda Bjarnadóttir, Holtasmára 1, Leiðbeinandi 6. hæð, Kópavogi. héraðsdómslögmaður.

Leiðbeinandi er Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður. Námskeiðsgjald er 25.000 kr., greiðist við skráningu. Námskeiðsgjald er 22.000sem kr., sem greiðist við skráningu.

30 mínútna einkaráðgjöf í eittEinkaráðgjöf skipti á Lexistu í eittlögmannsstofu skipti á Lexistuerlöginnifalin í námskeiðsgjaldi. mannsstofu er innifalin í námskeiðsgjaldi. VR og fleiri félög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á VR og fleiri. félög styrkja félagsmenn sína til námskeiðinu. þátttöku á námskeiðinu. Nánari upplýsingar er að finna Nánari upplýsingar er að finna á www.lexista.is á www.lexista.is og á Facebook og á Facebooksíðu síðunámskeiðsins. námskeiðsins: Anna Linda Bjarnadóttir

https://www.facebook.com/HjonabandEdaOvigdSambud Skráning fer fram í síma 552 6090 Skráning fer fram í síma 552 6090 á netfangið lexista@lexista.is eðaeða á netfangið lexista@lexista.is

Lexista ehf. Lögmannsstofa Holtasmára 1, 6. hæð 201 Kópavogur

Lexista ehf. Lögmannsstofa, Holtasmára 1, 6. hæð. 201 Kópavogur. Sími: 552 6090 lexista@lexista.is


54

heilabrot

Helgin 7.-9. júní 2013

?

Spurningakeppni fólksins 1. Seglagerðin Ægir fagnar stórafmæli um þessar mundir. Hvað er hún gömul? 2. Hvað heitir Hugleikur Dagsson fullu nafni? 3. Hvernig frétti stjórnarandstaðan af setningu sumarþings? 4. Leikkonan Marilyn Monroe fæddist 1. júní. Hvað væri hún orðin gömul ef hún væri á lífi? 5. Hvaða íslenska kvikmynd hefur verið valin í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Karlovy Vari í Tékklandi? 6. Hvað heitir nýr knattspyrnustjóri Chelsea í enska boltanum? 7. Hvað hét fyrsta glæpasaga Arnaldar Indriðasonar? 8. Hvað eiga skákmennirnir Friðrik Ólafsson, Guðmundur Sigurjónsson, Margeir Pétursson, Jóhann Hjartarson og Helgi Áss Grétarsson sameiginlegt? 9. Hvaða reikistjarna er fimmta frá sólu? 10. Hver er höfuðborgin í Senegal? 11. Hvað heitir stærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur hingað til lands og lagðist við bryggju við Skarfabakka í vikunni? 12. Hver er nýráðinn aðstoðarmaður iðnaðarog viðskiptaráðherra? 13. Hverju tapaði franska ferðakonan sem björgunarsveitir fundu á hálendi Vestfjarða í vikunni? 14. Hversu oft á ári er fullt tungl? 15. Hvaða þekkti stjórnmálaskörungur líkti þunglyndi sínu við svartan hund?

Jón Kristinn Sverrisson lögfræðingur 1. 25 ára 2. Pass 3. Lásu það af matseðli mötuneytis alþingis

4. Pass 5. XL

6. Jose Mourinho

7. Mýrin 8. Þeir eru allir lögfræðingar

 10. Dakar 

9. Júpíter

11. Adventure of the Seas

12. Ingvar Pétur Guðbjörnsson

 14. 12 sinnum 

13. Skónum 15. Pass

10 stig

Rautt íste

4 2 5

8

2 Katrín Oddsdóttir lögfræðingur 1. 70 ára 2. Hugleikur Guðfinnur Dagsson 3. Lásu það af matseðli mötuneytis alþingis

3

5. Eldfjall 6. Jose Mourinho

9 2 5 6 9 1 3 7 9 4 3

4 1 7 2 3 4 8 2 9

7. Lík 8. Þeir eru allir karlmenn 9. Venus 10. Senegal 11. Queen

6

12. Pass 13. Áttavitanum 14. 12 sinnum

15. Winston Churchill

8 6 3 7 4 8

 Sudoku fyrir lengr a komna

4. 65 ára

1 4 9

4 stig

 kroSSgátan

Katrín skorar á Sigríði Rut Júlíusdóttur lögfræðing að taka við.

5

5

Rétt svör: 1. 100 ára. 2. Þórarinn Hugleikur Dagsson. 3. Lásu það af matseðli mötuneytis alþingis. 4. 87 ára. 5. XL. 6. Jose Mourinho. 7. Synir duftsins. 8. Þeir eru allir lögfræðingar. 9. Júpiter. 10. Dakar. 11. Adventure of the Seas. 12. Ingvar Pétur Guðbjörnsson. 13. Skónum. 14. 12 sinnum. 15. Winston Churchill.

Jón Kristinn sigrar með 10 stigum gegn 4

Ferskt og vatnslosandi!

 Sudoku

2

7 1 2

7 6 5 8 6 9

8

ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 140

MYNTEINING

ÞRÁ

TUNGUMÁL

BLANDA

ERFIÐ

FUGL

ÞJÓTA

ÞEKJAST RYÐI

EFSTI DAGUR SULL KRYDDJURT BRENNIVÍDD

 lauSn

ÁTT

S Á T E F S N Í A R Ó G P Æ T L A U K R T Ö L S T M A I T Ö

74,6% ... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

mynd: nicolas Barcet (cc By 2.0)

GLÁMSKYGGN SVIF

HRESS

AFBRIGÐI SYKURLÖGUR

ÍLÁT

A N Ó T I F L Ó P D A TRÉ

BOR

HRÆÐSLA

ÞÓFI FLÍS

DRABB

LISTASTEFNA

K A T L A R EFNI DAUTT

D Á T V I Ö Ð K V I L I Ð

DANS

LÖGUR

HLJÓTA

META OF MIKILS SPRIKL

VOTTUR BYLGJA

KLIPPA TIL

ÁI

ÁTT

A S F A I S G A E G T A A S S T L A O F T N A

SKELFING FRÁSÖGN

TÆTA

BOLMAGN

BAR

GAFL

SLÚTA

HNAPP

HIMNESKA VERU PASSA

TIF

LAMPI

SLABB LALLA

DRAUP

SÝKING

EYÐIMÖRK

S K A M M A S A R N L R Á V I Í Ð A U N S E N G I N Á G N A A I K K U N A K R A P Á P A K K I A K G R E T Á G A U Ð N L U T FJÁRHIRÐIR

KRYDDBLANDA

SJÚKDÓMUR

SAFNA

EFTIRGJÖF

DUGLAUS GÁLEYSI

KVAÐ ETJA

M S Ý N N N K A A A T U R K T T K U M Ö K L N O I R N D T A D U G G I Ð U R R O K T G Á V A G L E L A I S A R Æ Ð A L A G O L L I FIMI

KRINGUM

ANNRÍKI

ÞANGAÐ TIL

SAMRÆÐI MÁLUÐ

ENGI

ÓHREINKA REIÐMAÐUR

SUNDFÆRI HERMA

VELLÍÐAN FÚSKA

FÁLM

KARLKYN

ÞVERTRÉ ANDSPÆNIS

HLAUP

TILLAGA

SKRÁ

FERÐALAG KVISTGRÆÐA

TVEIR EINS

HALDIST

LOKKA

PÚÐI

MÝKJA

HRÆDDUR

LANDRÆMA

ÞEFA

MUN

VÖKVI FISKUR

BÍÐA FAGNANDI

KNASTÁS

STEINTEGUND

SÁLGA

STORMUR TALA

SVARDAGI

HAMINGJUSAMUR

FARGA

LÆKNAST

MEGIN

REGLA

HÁTTUR

TVEIR EINS SUKK

Teg 4457 fæst í B,C,D skálum á kr. 5.800,OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Lokað á laugardögum í sumar

LITUR

SKURÐBRÚN

BJAGA

FUGL

FJÖLDI

ENN LENGUR

ANGAN

VEGUR

GESTRISNI VIÐBÓT

LÁÐ

MAÐUR

STYRKJA

ÁSTÆÐUR

MÚTTA

NABBI FLATORMUR

HJARA ASKA

STARTARI

GLYRNA KROPP NÁLÆGT

MÆLIEINING

VANVIRÐING

MERGÐ

ÖRK

TVEIR EINS

SVÖRÐ

DRÍFA

TÓNLISTARSTÍLL

VÉLRÁÐ HVALUR

Í RÖÐ FERÐAST

ÞRÁÐUR

DREIFA

HRÆÐSLA

DRYKKUR

GRYFJA

SMITUN

MATARSÓDI

ÖRN

SÖNGHÚS SÝNI

TYGGJA UPP

TVEIR EINS

SKÓLI

ERFIÐI UMSTANG

HAFA ÓBEIT Á

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

DRYKKUR

ÓHREININDI

ÁNA

GELT

SÝKJA

HELGAR BLAÐ

TAFL

FET

ÞESSI GAMLI GÓÐI *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013

FJÖRGAST

BERFÆTTUR

NAFNORÐ

VÍNBLANDA

LOSTI

GOGG

KROPP

TVEIR EINS

FJALLSNÖF

FÉGRÆÐGI

UXI

NASL

FARVEGUR

139

mynd: CC 0

FÍTON

Lausn á krossgátunni í síðustu viku.

SJÁ EFTIR

PÍPA

BANI


Ugla Kr. 7.400,Dádýr Kr. 13.300,Páfagaukur Kr. 9.800,-

Kanína margir litir Kr. 7.400,-

Fjölbreytt úrval af Heico lömpum - sveppir og margskonar d‡ramyndir Rammaklukka Settu fjöldskyldumyndirnar í klukkuna. 2 litir, svart og silfurgrátt Kr. 3.390,-

Hani, krummi, hundur, svín Veggskraut með 4 snögum. Kr. 11.900,-

Klukka

Hver er flottastur

Stærðfræðipælingar Kr. 9.700,-

Herrasnuð Kr. 1.790,-

Kraftaverk

Around Clock eftir Anthony Dickens Kr. 3.900

Distortion

Hefðbundið form kertastjaka bjagað og útkoman er óvenjuleg. Margir litir. Kr. 4.690,-

iPlunge

Skafkort

Þú skefur gylltu himnuna af þeim löndum sem þú hfur heimsótt og útbýrð þannig persónulegt heimskort. (Stærð: 82 X 58 cm) Kr. 2.990,-

Tölvutöskur Mörg hólf fyrir síma, penna, og annað smálegt. Svartar eða ljósgráar. Aðeins kr. 3.690,-

Cubebot róbótar

Þegar þú ætlar að horfa á mynd eða video í símanum. Með iPlunge kemur þú honum í réttar skorður. Kr. 1.490,-

Cubebot er róbót úr tré, vélarlaust vélmenni, hannað undir áhrifum japanskra Shinto Kumi-ki þrauta. Ferningsmennið fjölbreytilega er jafnt leikfang, skraut og þraut. Margir litir, nokkrar stærðir. Verð frá 1.930

Mezzo útvörp frá Lexon Kr. 8.700,-

Einstök hönnun frá nútímalistasafni New York borgar. Aðeins kr. 8.900,-

Eilíf›ardagatal MoMA skólavör›ustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja


56

skák og bridge

Helgin 7.-9. júní 2013

 Sk ák ak ademían mikil Spenna fyrir lok aumferðir íSlandSmótSinS í Sk ák

Getur einhver stöðvað Hannes Hlífar? Mótið hefur einkennst af skemmtilegum tilþrifum og óvæntum úrslitum. Stigahæsti keppandinn, Héðinn Steingrímsson (2558 stig) stórmeistari og tvöfaldur Íslandsmeistari, mátti þannig lúta í duft fyrir gjörsamlega óþekktum Skota, Grove að nafni, sem aðeins hefur 2021 stig. Þá þurfti stórmeistaraefnið Bragi Þorfinnsson (2478) að játa sig sigraðan gegn Lofti Baldvinssyni (1706) þrátt fyrir að vera tveimur hrókum yfir í lokastöðunni! Lesendur geta spreytt sig á hinni glæsilegu fléttu Lofts í skákþraut dagsins. Það er sannarlega ástæða til að hrósa Skáksambandinu fyrir þá ákvörðun að opna Íslandsmótið upp á gátt. Útkoman er glæsilegt og skemmtilegt mót í anda einkunnarorða skákhreyfingarinnar: Við erum ein fjölskylda.

Djarfur sóknarmaður kvaddur

Skákmenn – einsog þjóðin öll – syrgja mjög Hermann Gunnarsson, hinn fjölhæfa snilling sem kvaddi okkur nú í vikunni. Hermann var í áratugi einn ötulasti liðsmaður skákhreyfingarinnar og án nokkurs vafa frægasti skákáhugamaður landsins. Hann átti mikinn þátt í að útbreiða fagnaðarerindi skákíþróttarinnar, og var jafnan boðinn og búinn að leggja málstað skákarinnar lið. Hermann var ástríðufullur skákmaður, og það kemur lesendum tæpast á óvart að hann tefldi ávallt óhikað til sigurs, sama hver andstæðingurinn var. Síðasta skákmótið sem Hermann tók þátt í var meistaramót Vals nú í vor. Hannes Hlífar Stefánsson lagði Björn Þorfinnsson að velli í 7. umferð Íslandsmótsins í skák og getur náð þeim einstæða árangri að verða Íslandsmeistari í 12. sinn!

Hermann Gunnarsson var ástríðufullur skákmaður, sem tefldi ávallt til sigurs.

skákþrautin

Hvítur mátar í 3 leikjum. Loftur Baldvinsson (1706) hafði hvítt gegn hinum sókndjarfa Braga Þorfinnssyni (2478) í 1. umferð Opna Íslandsmótsins 2013. Loftur tefldi einsog sá sem valdið hefur og gerði út um skákina með glæsilegum lokahnykk! Lausn: 1.Hxa7+! Dxa7 2.Rc7+! 1-0 (Drepi svartur riddarann verður hann mát með Db5)

í

slandsmótið í skák 2013, sem fram fer á efstu hæð Turnsins við Borgartún hefur verið sannkölluð flugeldasýning. Í fyrsta skipti í 100 ára sögu mótsins er það ekki harðlæst og lokuð samkoma bestu skákmanna landsins, heldur galopið – þarna eru nafntogaðir meistarar, efnisbörn og öldungar, og áhugamenn af öllum stærðum og gerðum. Þegar þetta er skrifað hafa verið tefldar sjö umferðir af tíu. Hannes Hlífar Stefánsson hefur farið með himinskautum, sigrað í sex skákum og aðeins gert eitt jafntefli. Í hæla hans narta Björn Þorfinnsson, Stefán Kristjánsson og Guðmundur Kjartansson sem hafa 5,5 vinning. Níunda umferð fer fram í dag, föstudag, og hefst klukkan 17 og er full ástæða til að hvetja skákáhugamenn til að þyrpast í Borgartúnið og fylgjast með einstæðri veislu. Tíunda og síðasta umferð hefst klukkan 11 á laugardag, og þá ræðst hvort Hannes hampar Íslandsmeistaratitlinum í tólfta sinn eða hvort nýr Íslandsmeistari verður krýndur.

 Bridge ágæt aðSókn í SumarBridge

Ísland og Danmörk sigursæl á NM

í

slenska landsliðið vann sigur í opna flokknum á NM sem haldið var í Reykjanesbæ helgina 24.-26. maí. Norðurlandamót eru haldin á tveggja ára fresti og landslið Íslands í opnum flokki var nálægt sigri í þeirri keppni einnig fyrir tveimur árum. Ísland var í efsta sæti fyrir síðustu umferðina 2011 en tapaði illa gegn landsliði Finnlands í lokaleiknum 12-18 á meðan Noregur vann 23-7 sigur í sínum leik. Íslenska landsliðið varð að sætta sig við þá að detta niður í þriðja sætið með 167 stig, lið Svíþjóðar með 168 í öðru sæti og sveit Noregs hlaut 169 stig. Íslenska landsliðið lét ekki slíkt óhapp henda sig á Norðurlandamótinu í ár og var búið að ná umtalsverðri forystu í fimmtu umferð eftir glæsilegan sigur 17,59-2,41 gegn liði Norðmanna. Sá leikur vannst 45-9 í impum og þetta spil í leiknum var 15 impa virði. Austur gjafari og allir á hættu: Aðalsteinn opnaði á 4 spöðum á austurspilin og sá samningur var passaður út. Útspil suðurs var hjartaás og norður setti tiltölulega loðið spil sem erfitt var að lesa, tíuna (en ekki drottninguna). Suður las ekki stöðuna, spilaði áfram hjarta og Aðalsteinn lét ekki bjóða sér geimið oftar, henti tapslag í tígli í lauf og gaf aðeins 3 slagi – 620 takk. Í opnum sal var samningurinn

♠ ♥ ♦ ♣

♠G ♥DG107 ♦ÁK84 ♣D953 74 654 G92 ÁK654

n V

a s

♠ ♥ ♦ ♣

♠ ♥ ♦ ♣

KD986532 K2 D6 G

Á10 Á983 10753 1072

einnig 4 spaðar en Þorlákur og Jón dobluðu þá til refsingar. Þeir gáfu engan afslátt, suður spilaði út tígli og vörnin tók 4 fyrstu slagina og fékk á trompásinn til viðbótar og 500 í sinn dálk. Danska kvennaliðið, sem vann öruggan sigur 2011, vann einnig næsta öruggan sigur á liði Noregs í úrslitaleik um fyrsta sætið á NM 2013. Í liðinu nú voru Helle Rasmussen-Lone Bilde (sem voru einnig í liðinu 2011) og Christina Lund MadsenFia Houlberg Jensen. Íslenska landsliðið var skipað tveimur reyndum landsliðspörum, Jón Baldurssyni-Þorláki Jónssyni

og Aðalsteini Jörgensen-Bjarna Einarssyni og einnig Ragnari Hermannssyni og Guðmundi Snorrasyni sem voru nýliðar í liðinu.

Góð aðsókn í sumarbridge

Miðvikudaginn 29. maí var góð þátttaka í sumarbridge, 34 pör mættu þar til leiks. Lokastaða efstu para varð þannig: 1. Jóhann Stefánsson-Birkir Jónsson

65,0%

2. Eiríkur Sigurðsson-Björn Árnason

63,2%

3. Baldvin Valdimarsson-Hjálmtýr Baldursson

61,1%

4. Bergur Reynisson-Stefán Stefánsson

60,8%

Christina Lund Madsen í danska kvennalandsliðinu og Guðmundur Snorrason í íslenska opna landsliðinu kanna gæðin í gullpeningunum fyrir fyrsta sætið. Ljósmyndari: Aðalsteinn Jörgensen

Skor Jóhanns og Birkis er hátt en sigurvegarar á mánudagskvöldinu 3. júní fóru miklu hærra: 1. Kjartan Ásmundsson-Ari Konráðsson 2. Oddur Hjaltason-Sigurjón Ingibjörnsson 3. Þorvaldur Pálmason-Jón V. Jónmundsson 4. Gunnlaugur Sævarsson-Kristján M. Gunnarsson

71,4% 59,9% 59,3% 57,6%

Aðsókn var ágæt, en litlu minni, 24 pör mættu til leiks. Skor Kjartans og Ara er svo hátt að erfitt verður að slá það í sumar.


Sumar& sól Síðustu sætin í júní Almeria

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

ENNEMM / SIA • NM58188

25. júní í 14 nætur

Costa del Sol Frá kr. 82.500

20. júní í 11 nætur

Frá kr. 79.900

Heimsferðir bjóða frábært tilboð í 14 nátta ferð til Almeria þann 25. júní. Í boði er m.a. Bahia Serena íbúðarhótelið.

Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á Aguamarina íbúðarhótelinu 20. Júní í 11 nætur. Önnur gisting í boði á ótrúlegum kjörum.

Bahia Serena Kr. 82.500. Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð

Aguamarina Kr. 79.900. Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í

með einu svefnherbergi. Kr. 119.900 á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð með einu svefnherbergi.

íbúð með einu svefnherbergi. Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í studio íbúð kr. 92.900.

Krít

Benidorm

27. júní í 11 nætur

25. júní í viku Frá kr. 79.900 með fullu fæði

Frá kr. 99.900 Heimsferðir bjóða frábært tilboð í 11 nátta ferð til Krítar þann 27. júní. Í boði er m.a. Omega íbúðarhótelið.

Heimsferðir bjóða frábært tilboð í 7 nátta ferð til Benidorm þann 25. júní. Í boði er m.a. Lido hótelið með fullu fæði.

Omega Kr. 99.900. Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með

Hotel Lido Kr. 79.900 með fullu fæði. Netverð á mann m.v. 2 fullorðna

einu svefnherbergi. Kr. 119.900 á mann m.v. 2 fullorðna í studio íbúð.

og 2 börn í fjölskyldu herbergi. Netverð á mann mv. 2 fullorðna í herbergi kr. 109.900.

Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri, sími 461 1099 • www.heimsferdir.is


Nú fáanlegur hjá Vodafone

MEIRA ÚRVAL MEÐ SKJÁHEIMI

Yfir 70 erlendar stöðvar

Bizzarre Foods á föstudögum á Travel Channel

The Daily Show með John Stewart alla virka daga Dragon‘s Den á BBC Entertainment á sunnudögum

Antikduellen, alla virka daga á DR1

Anderson Cooper og Piers Morgan alla virka daga á CNN

Armstrong: Cycling’s Greatest Fraud 23. júní kl. 19

Soul Seeker virka daga á Travel Channel

Klassískar kvikmyndir alla daga á MGM

FÆRIR ÞÉR HEIMINN


Sumartilb ð!

HD-pakki SkjásHeims:

Í sumar fylgir HD-pakkinn frítt með ALLT-pakkanum.* * Gildir fyrir þá sem eru með HD-virkni. Fáðu nánari upplýsingar hjá símafyrirtækinu þínu. Gildir út ágúst.

Íslenska kvennalandsliðið í Evrópukeppninni 10.–28. júlí á Eurosport HD

Myndasafn KSÍ

New Scandinavian Cooking á föstudögum

Wild Things með Dominic Monaghan á fimmtudögum

Fræðsluþættir alla daga á History Channel

Veldu þér þinn pakka á SkjarHeimur.is eða í síma 595 6000 Diners, Drive-Ins & Dives með Guy Fieri virka daga

ALLT 68 stöðvar – 5.990 kr. á mánuði

SPORT 8 stöðvar – 2.390 kr. á mánuði Gok‘s Fashion Fix á sunnudögum

FRÆÐSLA 16 stöðvar – 3.790 kr. á mánuði

EVRÓPA 30 stöðvar – 3.790 kr. á mánuði

Celebrity Style Story á miðvikudögum á E!

Culture alla virka daga á France 24

INN Í STOFU

Björn Víglundsson framkvæmdastjóri sölusviðs Vodafone og Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóri Skjásins undirrita samstarf fyrirtækjanna.

BLANDA 24 stöðvar – 3.990 kr. á mánuði

TOPPUR 9 stöðvar – 3.090 kr. á mánuði

FJÖLSKYLDA 15 stöðvar – 3.790 kr. á mánuði

HÁSKERPA 7 stöðvar – 2.900 kr. á mánuði 1.390 kr. á mánuði með öðrum pökkum


60

sjónvarp

Helgin 7.-9. júní 2013

Föstudagur 7. júní

Föstudagur RÚV

14.35 Ástareldur 16.15 Babar (22:26) 16.37 Unnar og vinur (8:26) 17.00 Hrúturinn Hreinn (11:20) 17.10 Andraland II (3:5) e. 17.45 Táknmálsfréttir 18.00 Fréttir 18.30 Veðurfréttir 18.40 Landsleikur í fótbolta (Ísland - Slóvenía, karlar) 21.05 Lewis – Sál snillinnar (Lewis VI: The Soul of Genius) Bresk sakamálamynd þar sem Lewis lögreglufulltrúi í Oxford glímir við dularfullt sakamál. 22.40 Focker-fjölskyldan (Little Fockers) Í þessari mynd sem er framhald af Meet the Parents og Meet the Fockers er Gaylord M. Focker enn að reyna að sanna sig fyrir tengdapabba sínum. e. 00.15 Fyrirmyndarbörn (The Kids Are All Right) Tvö börn sem getin voru með tæknifrjóvgun koma með kynföður sinn inn í fjölskyldulíf sitt. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. e. 02.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

18.40 Landsleikur í fótbolta (Ísland - Slóvenía, karlar) Bein útsending frá leik karlalandsliða Íslands og Slóveníu í undankeppni HM í Brasilíu 2014.

19:45 The Ricky Gervais Show (7:13) Bráðfyndin teiknimyndasería frá snillingunum Ricky Gervais og Stephen Merchant.

Laugardagur

17:55 Latibær Glæný þáttaröð um Íþróttaálfinn, Sollu stirðu, Nenna níska, Glanna glæp og fleiri skemmtilega vini þeirra í Latabæ.

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

20.15 Justin Bieber: Aldrei segja aldrei (Justin Bieber: Never Say Never) Söngvaranum Justin Bieber er fylgt eftir á tónleikaferðalagi.

Sunnudagur

22:00 Leverage (2:16) Bandarísk þáttaröð um Nate Ford og félaga hans í þjófagengi sem ræna bara þá ríku og valdamiklu sem níðast á minnimáttar.

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Dr. Phil 08:40 Pepsi MAX tónlist 15:10 The Good Wife (9:23) 15:55 Necessary Roughness (10:12) 16:40 How to be a Gentleman (4:9) 17:05 The Office (9:24) 17:30 Dr. Phil 5 6 18:15 Royal Pains (5:16) 19:00 Minute To Win It 19:45 The Ricky Gervais Show (7:13) 20:10 Family Guy (7:22) 20:35 America's Funniest Home Videos 21:00 The Voice (11:13) 23:30 Excused 23:55 Do you know me Spennandi mynd sem fjallar um unga konu sem sér mynd af eftirlýstri barnungri stúlku á mjólkurfernu og kemst að því sér til mikillar skelfingar að það er hún sjálf. 01:25 Psych (4:16) 02:10 Lost Girl (10:22) 02:55 Pepsi MAX tónlist

10:55 Flash of Genius 12:50 Spy Next Door 14:25 The Notebook 16:25 Flash of Genius 18:20 Spy Next Door 19:55 The Notebook 22:00 The Big Year 23:40 Tree of Life 01:55 Predator 03:40 The Big Year

21:35 The Killing (1/12) Þriðja þáttaröðin af þessum æsispennandi sakamálaþáttum, sem byggja á dönsku verðlaunaþáttunum Forbrydelsen. allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

5

6

STÖÐ 2

Laugardagur 8. júní RÚV

08.00 Barnatími 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10.15 360 gráður (2:30) e. 08:10 Malcolm In The Middle (19/22) 10.40 Heimur orðanna – Mátturinn og 08:30 Ellen (162/170) dýrðin (5:5) (Planet Word) e. 09:15 Bold and the Beautiful 11.40 Fagur fiskur í sjó (7:10) e. 09:35 Doctors (98/175) 12.15 Landinn e. 10:15 The Mentalist (4/22) 12.45 Fjársjóður framtíðar II (1:6) e. 11:00 Celebrity Apprentice (10/11) 13.15 Viðtalið - John Prescott e. 12:35 Nágrannar 13.45 Popppunktur 2009 (1:16) 13:00 Bob the Butler allt fyrir áskrifendur (Reykjavík! - Eurobandið) e. 14:30 Extreme Makeover: Home Edition 14.40 Skólahreysti (1:6) e. 15:10 Sorry I've Got No Head fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15.20 Latibær (128:130) 15:40 Barnatími Stöðvar 2 15.50 Landsleikur í handbolta (Tékk16:25 Ellen (163/170) land - Ísland, konur) 17:10 Bold and the Beautiful 18.00 Svört sól (Sort sol) e. 17:32 Nágrannar 18.15 Táknmálsfréttir 17:57 Simpson-fjölskyldan (10/21) 4 5 18.25 Golfið (2:12) e. 18:23 Veður 18.54 Lottó 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 Fréttir 18:47 Íþróttir 19.30 Veðurfréttir 18:54 Ísland í dag 19.40 Enginn má við mörgum (3:7) 19:06 Veður 20.15 Justin Bieber: Aldrei segja aldrei 19:15 Simpson-fjölskyldan (17/22) 22.00 Frá Barney séð (Barney's 19:40 Stand By Me Sérstök og Version) Kjaftfori og drykkeinstaklega vönduð kvikmynd felldi sjónvarpsframleiðandinn um vináttu og ævintýri fjögurra og íshokkíunnandinn Barney stráka í smábæ í Bandaríkjunum Panofsky lítur um öxl og rifjar á sjötta áratugnum. upp skrautlegan feril sinn. 21:10 Erin Brockovich Saga Erin 00.10 Bjargvætturinn (Last Brockovich hefur vakið heimsatAirbender) e. hygli. 01.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 23:15 Cinema Verite Dramatísk mynd. 00:50 Transsiberian 02:40 The A Team 04:35 Bob the Butler 06:05 Simpson-fjölskyldan

STÖÐ 2

Sunnudagur RÚV

08.00 Barnatími 07:00 Barnatími 10.30 Enginn má við mörgum (2:7) e. 11:10 Young Justice 11.00 Nýsköpun - Íslensk vísindi (2:12) e. 11:35 Big Time Rush 11.30 Fjölburar e. 12:00 Bold and the Beautiful 12.25 Bítlabærinn Keflavík (1:2) e. 13:40 One Born Every Minute (4/8) 13.20 Útsvar (Hveragerði - Fljóts14:30 Sprettur (2/3) dalshérað) e. 15:00 The Big Bang Theory (1/24) 14.25 Álfukeppnin í fótbolta e. 15:25 Two and a Half Men (19/23) 15.20 Egyptaland: Það sem jörðin 15:50 Modern Family allt fyrir áskrifendur geymir e. 16:15 ET Weekend 16.50 Í garðinum með Gurrý (5:6) 17:00 Íslenski listinn fréttir, fræðsla, sport og skemmtun (Græðlingar) e. 17:30 Sjáðu 17.20 Táknmálsfréttir 17:55 Latibær 17.30 Poppý kisuló (19:52) 18:23 Veður 17.40 Teitur (29:52) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17.51 Skotta Skrímsli (21:26) 18:506 Íþróttir 4 Stundin okkar (6:31) 5 e. 18.00 18:55 Heimsókn 18.25 Basl er búskapur - Litið um öxl 19:10 Lottó 19.00 Fréttir 19:20 The Neighbors (4/22) 19.30 Veðurfréttir 19:40 Wipeout 19.35 Íslendingar: Bessi Bjarnason 20:25 Margin Call 20.35 Ljósmóðirin (Call the Midwife II) 22:10 Bad Teacher Geggjuð 21.30 Íslenskt bíósumar - Brúðguminn gamanmynd með Cameron Diaz í Bíómynd eftir Baltasar Kormák hlutverki afar óhæfs skólakennar. frá 2008 um háskólakennara 23:45 Predators Spennandi sem er að fara að gifta sig inn í vísindatryllir. skringilega fjölskyldu í Flatey. e. 01:30 The Full Monty 23.05 Gullöld Elísabetar (Elizabeth: 03:00 First Snow the Golden Age) e. 04:40 ET Weekend 00.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 05:20 The Neighbors (4/22) 05:45 Fréttir

6

SkjárEinn

06:00 Pepsi MAX tónlist 12:10 Dr. Phil 06:00 Pepsi MAX tónlist 10:25 Íslandsmótið í höggleik 14:15 Shedding for the Wedding (6:8) 12:55 Dr. Phil 13:55 Kanada 2013 - Æfing # 3 15:05 Common Law (4:12) 14:20 7th Heaven (23:23) 15:00 Miami - San Antonio 15:55 How to be a Gentleman (4:9) 15:05 Judging Amy (15:24) 16:50 Formúla 1 2013 - Tímataka 16:20 Royal Pains (5:16) 15:50 Design Star (10:10) 18:35 Þýski handboltinn 17:05 Parenthood (9:18) 16:40 The Office (9:24) 07:00 Miami - San Antonio 20:10 Valur - Fram 17:55 Vegas (20:21) 17:05 The Ricky Gervais Show (7:13) 14:00 Kanada 2013 - Æfing # 1 21:50 Borgunarmörkin 2013 allt fyrir áskrifendur18:45 Blue Bloods (15:23) 17:30 Family Guy (7:22) 18:00 Kanada 2013 - Æfing # 2 23:00 Formúla 1 2013 - Tímataka 19:35 Judging Amy (16:24) 17:55 The Voice (11:13) 19:30 Þýski handboltinn: Kiel - Wetzlar 00:30 Box - Chad Dawson -fréttir, Jeanfræðsla, Pascal sport og skemmtun 20:20 Top Gear USA (15:16) 20:25 Shedding for the Wedding (6:8) 20:50 Miami - San Antonio 02:00 Box: Dawson - Stevenson 21:10 Law & Order (7:18) 21:15 Beauty and the Beast (17:22) 22:40 Box: Arreola - Stiverne 22:00 Leverage (2:16) 22:00 Spy Who Loved Me allt fyrir áskrifendur 22:50 Lost Girl (11:22) Æ 00:05 Everything She Ever Wanted 23:35 Elementary (22:24) (1:2) Framhaldsmynd í tveimur 16:45 WBA - Man. Utd. 4 5 6 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 00:20 The Mob Doctor (4:13) hlutum með Ginu Gerson í aðal17:50 Man. Utd. - Wigan 18:30 Man. Utd. - Barcelona - 25.11.98 01:05 Excused hlutverki. 19:30 PL Classic Matches, 2001 19:00 Hermann Hreiðarsson 01:30 Leverage (2:16) 01:35 Excused 20:00 Manstu 19:40 Magnús Gylfason allt fyrir áskrifendur 02:20 Lost Girl (11:22) 02:00 Beauty and the Beast (17:22) 20:50 Man. Utd. - Swansea 20:10 Man. Utd. - Arsenal 28.08.11 allt fyrir áskrifendur 03:05 Pepsi MAX tónlist 02:45 Pepsi MAX tónlist 22:40 Manstu 20:40 Goals of the Season 2012/2013 4 5 6 fræðsla, sport og skemmtun fréttir, 23:30 Man. Utd. - Barcelona - 25.11.98 21:35 PL Classic Matches, 1999 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 00:00 Man. Utd. - Liverpool 22:05 Manstu 22:55 Southampton - Man. Utd. 09:05 Gray Matters 09:10 Diary of A Wimpy Kid SkjárGolf 10:40 Three Amigos 10:40 The Full Monty 06:00 ESPN America SkjárGolf allt fyrir áskrifendur 4 512:20 Skoppa og Skrítla 6 í bíó allt fyrir áskrifendur 12:10 Spy Kids 4 07:00 Fedex St. Jude Classic 2013 (1:4) 06:00 ESPN America 4 5 6 13:20 Wall Street: Money Never Sleep 13:40 The Women 10:00 PGA Tour - Highlights (22:45) 07:15 Fedex St. Jude Classic 2013 (2:4) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun allt fyrir áskrifendur 15:30 Gray Matters fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:30 Diary of A Wimpy Kid 10:55 Fedex St. Jude Classic 2013 (1:4) 10:15 PGA Tour - Highlights (22:45) 17:05 Three Amigos 17:05 The Full Monty 13:55 Golfing World 11:10 Ryder Cup Official Film 1999 18:50 Skoppa og Skrítla í bíó fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:35 Spy Kids 4 14:45 Fedex St. Jude Classic 2013 (1:4) 12:45 Inside the PGA Tour (23:47) 19:50 Wall Street: Money Never Sleep 17:40 Champions Tour - Highlights (10:25) 20:05 The Women 13:10 Fedex St. Jude Classic 2013 (2:4) 22:00 Robin Hood 22:00 The Education of Charlie Banks 18:35 Inside the PGA Tour (23:47) 16:10 4 4 Golfing World 5 00:156 The Change-up 23:40 Battle for Haditha 19:00 Fedex St. Jude Classic 2013 (2:4) 17:00 Fedex St. Jude Classic 2013 (3:4) 02:05 Planet of the Apes 01:15 Fatal Secrets 22:00 The Players Championship 2013 22:00 The Players Championship 2013 4 5 04:05 Robin Hood 02:456 The Education of Charlie Banks 01:00 ESPN America 01:00 ESPN America

SkjárEinn


sjónvarp 61

Helgin 7.-9. júní 2013  Í sjónvarpinu andr aland

9. júní STÖÐ 2 07:00 Strumparnir / Villingarnir / Hello Kitty / Algjör Sveppi / Grallararnir / Tasmanía 10:50 Victourious 11:15 Glee (20/22) 12:00 Nágrannar 13:45 Grillað með Jóa Fel (2/6) 14:15 The Kennedys (3/8) 15:00 Mr Selfridge (3/10) allt fyrir áskrifendur 15:55 Suits (9/16) 16:45 Anger Management (10/10) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:10 Hið blómlega bú 17:35 60 mínútur 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:00 Frasier (1/24) 4 19:25 Tossarnir Áhugaverðir þættir sem beina athyglinni að hinu mikla brottfalli út framhaldsskólum sem á sér stað hér á landi, eitt það mesta í Evrópu. 20:05 Harry's Law (3/22) 20:50 Rizzoli & Isles 21:35 The Killing (1/12) 22:20 Mad Men (9/13) 23:10 60 mínútur 23:55 Suits (9/16) 00:40 Game of Thrones (9/10) 01:35 Big Love (9/10) 02:35 Breaking Bad 03:20 Numbers (9/16) 04:05 The Seven Year Itch 05:50 Fréttir

Sóun á hæfileikum Ég horfði í fyrsta sinn á þáttinn Andraland á dögunum. Ég er mikill aðdáandi Andra Freys og skemmti mér oft konunglega við að hlusta á hann og stöllu hans, Gunnu Dís, í þætti þeirra, Virkum morgnum á Rás 2. Hann er fyndinn, frumlegur, einlægur og skemmtilegur og því gerði ég mér miklar væntingar um sjónvarpsþátt hans, Andraland sem hefur verið í sýningu um nokkurt skeið. Í þættinum sem ég sá, fór Andri meðal annars í heimsókn í mosku og kynnti sér trúariðkun íslenskra íslamstrúarmanna. Áhugavert viðfangsefni. Framsetningin var hins vegar arfaslök. Þátturinn var svo óvandaður að minnti helst á æfingu grunnskólanema í sjón5

10:25 Íslandsmótið í höggleik 13:35 Þýski handboltinn 15:05 Meistaradeild Evrópu: 17:10 Þorsteinn J. og gestir - meistaramörkin 17:30 Formúla 1 20:30 Miami - San Antonio allt fyrir áskrifendur 22:20 Formúla 1 00:00 Miami - San Antoniofréttir, fræðsla, sport og skemmtun

16:30 Man. Utd. - Newcastle 18:20 Man. Utd. - Arsenal 28.08.11 18:50 Manstu 19:40 Premier League World 2012/13 allt fyrir áskrifendur 20:10 Man. Utd. - Barcelona - 25.11.98 20:40 Season Highlights 2012/2013 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:35 Magnús Gylfason 22:05 Hermann Hreiðarsson 22:45 Chelsea - Man. Utd.

SkjárGolf 4

06:00 ESPN America 06:10 Fedex St. Jude Classic 2013 (3:4) 10:40 Golfing World 11:30 Fedex St. Jude Classic 2013 (3:4) 16:00 The Open Championship Official Film 1988 17:00 Fedex St. Jude Classic 2013 (4:4) 22:00 The Players Championship 2013 01:00 ESPN America



varpsþáttagerð. Innslagið um moskuna var svo illa unnið að til að mynda á tímabili skildist ekki orð af því sem viðmælandinn var að segja því hann þurfti að hvísla. Þá virtist þátturinn unninn eftir hendinni – hugmyndum um viðfangsefni væri einfaldlega hrint í framkvæmd án þess að þær væru þróaðar í sjónvarpsþáttaform. Eiginlega má segja að Andraland sé að uppleggi meiri útvarpsþáttur en sjónvarpsþáttur. Sem er mikil synd, því Andri Freyr er frábær. Hann þarf bara að vanda sig aðeins meira við þennan sjónvarpsþátt sinn – eða fá til aðstoðar við sig fólk sem kann til verka í sjónvarpi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir

6

25 %

til 22. jún í

vegna gÓðRa UndiRtekta hÖfUM við Ákveðið að fRaMlengja Maítilboð okkaR UM 3 vikUR.

4

5

innRéttingatilboð 25% afSlÁttUR af ÖllUM 6

innRéttingUM til 22. júní

fjÖlbReytt úRval af hURðUM, fRaMhliðUM, klæðningUM og einingUM, gefa þéR endalaUSa MÖgUleika Á að Setja SaMan þitt eigið RýMi. 5

6

Baðherbergi

Sérsmíði

við hÖnnUM og teiknUM fyRiR þig

Þvottahús

Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði.

Pottaskápar

Allar útfærslur

þitt eR valið

Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.

RaftækjaúRval Raftækjaú

15% afsláttur af raftækjum þegar þau eru keypt með innréttingu.

friform.is

Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • Opið: Opið: Mán. - fim. kl. 09.00 -18.00, Föst. kl. 09.00 - 17.00, Laugardaga lokað í sumar


bíó

Helgin 7.-9. júní 2013

 Frumsýnd now You see me

 soderbergh bYltingArkennd hugmYnd

Fingralangir sjónhverfingamenn

4

Leikstjórinn Louis Leterrier (The Transporter 1 og 2, Clash of the Titans, The Incredible Hulk) hefur smalað saman úrvalsmannskap í spennumyndinni Now You See Me. Jesse Eisenberg, Woody Harrelson, Isla Fisher og Dave Franco leika sjónhverfingamenn sem fremja bankarán á meðan á sýningum þeirra stendur og gleðja síðan áhorfendur sína með því að gefa þeim ránsfenginn. Útsendarar FBI og Interpol,

+

sem Mark Ruffalo og Mélanie Laurent leika, eru á hælum þeirra. Það er þó ekki heiglum hent að átta sig á brögðum fjórmenninganna og eins og gefur að skilja er ekki allt sem sýnist. Gömlu brýnin Morgan Freeman og Michael Caine láta einnig til sín taka í myndinni þannig að ekkert er út á mannskapinn að setja í þessari mynd. Aðrir miðlar: Imdb: 7,4, Rotten Tomatoes: 42%, Metacritic: 50%

Fjórir sjónhverfingamenn fremja bankarán af stakri snilld en yfirvöld ætla ekki að láta þá komast upp með brellur sínar.

Vill sjá Breaking Bad klárast í bíó Átta þátta lokahnykkur hinna frábæru sjónvarpsþátta Breaking Bad, sem fjalla um krabbameinsveika efnafræðikennarann Walter White sem drýgir lífeyri fjölskyldunnar með því að kokka metamfetamín, hefst í ágúst. Leikstjórinn Steven Soderbergh liggur ekki á skoðunum sínum frekar en venjulega þótt hann þykist vera að draga sig í hlé frá kvikmyndagerð. Hann kastaði nýlega fram þeirri hugmynd að síðustu tveir þættirnir af Breaking Bad verði sýndir saman sem bíómynd í kvikmyndahúsum. Soderbergh leggur til að þættirnir verði frumsýndir föstudaginn eftir að næst síðasti þátturinn fer í loftið.

Félagarnir Walter og Jesse hafa kokkað metamfetamín í sjónvarpinu við miklar vinsældir en nú nálgast endalokin.

Soderbergh fullyrðir að það væri stórkostlegt að gefa áhorfendum kost á því að upplifa endalok þáttanna í hóp í bíósal. Hann efast ekki um að dæmið myndi ganga upp og aðsóknin yrði mögnuð. „Þetta hefur aldrei verið gert áður.“

 Frumsýnd AFter eArth

1 flaska af 2L

Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar*

Verð aðeins

1990,-

*Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Feðgarnir Will og Jaden Smith snúa bökum saman í After Earth þegar sonurinn þarf að manna sig upp í að bjarga málunum á meðan faðirinn liggur óvígur.

Feðgar í framtíðarhremmingum Indverski leikstjórinn M. Night Shyamalan vakti mikla athygli og almenna hrifningu með The Sixth Sense 1999. Hann fylgdi henni eftir með hinni um margt vanmetnu mynd Unbreakable ári seinna en eftir það fór að halla jafnt og þétt undan fæti og það er orðið býsna langt síðan maður sá góða mynd eftir þessa kulnuðu vonarstjörnu í bíó. Nýjasta mynd Shyamalans er framtíðarspennumyndin After Earth þar sem hann teflir fram feðgunum Will og Jaden Smith í aðalhlutverkum.

h SIRIUS

SIGHTSEERS

SKÓLANEMAR:

25%

AfSLáTTUR

(16)

LAU: 18:10, 20:00, 22:00 SUN: 18:00, 20:00, 22:00

(12)

LAU - SUN: 17:50, 20:00, 22:10

GEGN

fRAMvíSUN

SKíRTEINIS!

MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711

Fáðu þér Sinalco og taktu þátt!

PIPAR PIPA R \ TBWA • SÍA • 130881

áltíð fyrir

62

Mundu að kíkja í tappann!

Hvort Jaden litli geti nýtt þetta tækifæri til þess að sanna sig sem leikara með föður sinn á hliðarlínunni er svo eitthvað sem áhorfendur verða að skera úr um.

eldur hefur syrt í álinn hjá leikstjóranum M. Night Shyamalan frá aldamótum. Hann sló eftirminnilega í gegn með draugamyndinni The Sixth Sense 1999 og gerði krakkaorminn huggulega Haley Joel Osment að skærri barnastjörnu sem hefur ekki náð að springa út að gelgjuskeiði loknu. Endalok The Sixth Sense komu áhorfendum í opna skjöldu og sátu lengi í fólki. Shyamalan tókst einnig vel að snúa upp á söguna í frumlegri ofurhetjumynd sinni, Unbreakable, sem hann sendi frá sér í kjölfar The Sixth Sense ári síðar. Í þeirri mynd treysti hann, líkt og í The Sixth Sense, á Bruce Willis í aðalhlutverki en hann fékk dyggan stuðning frá Samuel L. Jackson sem var góður að vanda. Þær myndir sem leikstjórinn hefur gert í framhaldinu hafa valdið vonbrigðum og ef til vill hafa þær fyrst og fremst sýnt og sannað að Shyamalan er ekkert sérstaklega flinkur sögumaður og eina stílbragðið sem hann virðist kunna er að afvegaleiða áhorfendur til þess að reyna að koma þeim á óvart í lokin. Þetta höfundareinkenni varð satt best að segja fljótt þreytandi og að súrri klisju. Næstu tvær myndir hans, Signs með Mel Gibson og The Village sem skartaði Joaquin Phoenix og öðru ágætu fólki sluppu fyrir horn en Lady in the Water, The Happening og The Last Airbender voru fast að því óbærilegar þannig að nú reynir á leikstjórann og After Earth. Í After Earth bregður Shyamalan sér út í geim og inn í framtíðina og segir frá hildarleik feðganna Cypher og Kitai Raige sem feðgarnir Will Smith og sonur hans Jaden leika. Þeir lenda í ævintýrum sínum þúsund árum eftir að hörmungar og eyðilegging hafa gert jörð-

ina óbyggilega. Mannkynið sá sér því þann kost vænstan að yfirgefa plánetuna og hefur komið sér fyrir í nýjum heimi, Nova Prime. Will Smith leikur Cypher Raige, dáðan herforingja, sem snýr heim eftir langan herleiðangur þar sem hann hittir fyrir fjölskyldu sína sem hann hefur haft lítið að segja af. Hann er þess þó albúinn að axla föðurlegar skyldur sínar gagnvart þrettán ára gömlum syni sínum, Kitai. Feðgunum virðist þó ekki ætlað að treysta blóðböndin í rólegheitum þar sem smástirni laska geimfar þeirra og þeir neyðast til þess að brotlenda á vorri gömlu fósturjörð. Jörðin er gerbreytt og stórhættulegur staður að vera á og á meðan Cypher liggur helsærður í stjórnklefa geimflaugarinnar þarf sonurinn að sýna hvað í honum býr og stíga úr skugga hetjunnar sem getur sér nú engar bjargir veitt. Kitai hefur ekki um annað að velja en fara einsamall í gegnum hættusvæði á jörðinni til þess að koma neyðarkalli til Nova Prime. Drengurinn hefur ekki þráð neitt heitar en að verða hermaður eins og faðirinn og þarna fær hann tækifæri til þess að sanna sig. Hvort Jaden litli geti nýtt þetta tækifæri til þess að sanna sig sem leikara með föður sinn á hliðarlínunni er svo eitthvað sem áhorfendur verða að skera úr um. Aðrir miðlar: Imdb: 4,6, Rotten Tomatoes: 12%, Metacritic: 33%

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


HEIMSFORSÝNING UM HELGINA

Missið ekki af þessari stórskemmtilegu gamanmynd sem kemur öllum í gott sumarskap!

Laugarásbíó föstudag kl. 22.10 Smárabíó laugardag kl. 20.00 Háskólabíó sunnudag kl. 21.00


64

menning

Helgin 7.-9. júní 2013

Jónas Sigurðsson skemmtir á Sumarmölinni. Mynd/Svavar Pétur

Gullregn – allt að seljast upp!

Tónlistarhátíð í minnsta sjávarþorpi heims Tónlistarhátíðin Sumarmölin verður haldin í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi hinn 15. júní næstkomandi. Á Drangsnesi, sem er þéttbýliskjarni í Kaldraneshreppi, búa um 70 manns og hefur þorpið verið kallað minnsta sjávarþorp í heimi. Fjöldi þekktra tónlistarmanna hefur boðað komu sína. Fyrst ber að nefna að Jónas Sigurðsson treður upp með Borko,

Mary Poppins (Stóra sviðið)

Fös 7/6 kl. 19:00 Sun 8/9 kl. 15:00 ný sýn. Fim 19/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 8/6 kl. 19:00 Fim 12/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 20/9 kl. 19:00 ný sýn. Sun 9/6 kl. 13:00 Fös 13/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 21/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 6/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 14/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 7/9 kl. 19:00 ný sýn. Sun 15/9 kl. 15:00 ný sýn. Einn vinsælasti söngleikur heims, loks á Íslandi. Nýjar sýningar komnar í sölu!

Gullregn (Stóra sviðið)

Þri 11/6 kl. 20:00 aukas. Fim 13/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas Mið 12/6 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00 Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Allra síðustu sýningar.

Mýs og menn (Stóra sviðið) Sun 9/6 kl. 20:00 lokas Meistaraverkið eftir John Steinbeck.

 TónlisT sumarmölin á Dr angsnesi

Birni Kristjánssyni sem búsettur er á Drangsnesi og skipuleggur hátíðina. Hljómsveitin Valdimar mætir á svæðið líkt og Nolo, Hemúllinn og Ojba Rasta. Auk þess troða GóGó-Píurnar upp en þær urðu í öðru sæti á söngkeppni Samfés í fyrra. Hátíðin stendur frá 20 til 00.30 og börn og unglingar undir 16 ára aldri eru velkomnir í fylgd foreldra sinna. Miðaverð á hátíðina er 3.900 krónur.

 TónlisT HljómsveiTin amiina gefur úT THe ligHTHOuse PrOjecT

Circus Cirkör: Wear it like a crown (Stóra sviðið)

Þægilegur heimilisiðnaður

Tengdó (Litla sviðið)

Stelpurnar í hljómsveitinni amiinu hafa gefið út plötu með lögum sem þær fluttu á tónleikaferðalagi um vita landsins fyrir fjórum árum. Meðlimir sveitarinnar hafa verið iðnir við barneignir undanfarið en spennandi verkefni eru framundan.

Fim 4/7 kl. 20:00 Lau 6/7 kl. 20:00 Mán 8/7 kl. 20:00 Fös 5/7 kl. 20:00 Sun 7/7 kl. 20:00 Þri 9/7 kl. 20:00 Í samstarfi við Norræna húsið. Meginsýning Volcano sirkushátíðarinnar.

Fös 7/6 kl. 20:00 Fim 13/6 kl. 20:00 aukas Grímusýning síðasta leikárs. Allra síðustu sýningar.

Fös 14/6 kl. 20:00 lokas

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

Englar alheimsins (Stóra sviðið)

Fös 7/6 kl. 19:30 Fös 14/6 kl. 19:30 Lau 8/6 kl. 19:30 Lau 15/6 kl. 19:30 Sun 9/6 kl. 19:30 Þri 30/7 kl. 19:30 Fim 13/6 kl. 19:30 Lau 31/8 kl. 19:30 "Fullkomin útfærsla á skáldsögunni" SÁS Fréttablaðið

Sun 1/9 kl. 19:30 Fös 6/9 kl. 19:30 Lau 7/9 kl. 19:30 Sun 8/9 kl. 19:30

Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)

Sun 9/6 kl. 14:00 Sun 1/9 kl. 14:00 Aukas. Sun 25/8 kl. 14:00 Aukas. Sun 8/9 kl. 14:00 Aukas. Örfáar aukasýningar í haust - komnar í sölu

Kvennafræðarinn (Kassinn) Lau 8/6 kl. 19:30 Síðustu sýningar!

Stöngin inn! (Stóra sviðið)

Sun 16/6 kl. 19:30 Leikfélag Fjallabyggðar sýnir áhugaverðustu áhugasýningu ársins

VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Hverfisgötu 19

551 1200

leikhusid.is

midasala@leikhusid.is

Hljómsveitin amiina var að senda frá sér The Lighthouse Project. Frá vinstri eru María Huld, Edda Rún, Sólrún og Hildur. Ljósmynd/Hari

HULDA HÁKON & JÓN ÓSKAR 24. MAÍ - 29. JÚNÍ 2013 Opnunartímar 11:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi

TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery

Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is

O

kkur langaði að klára þetta gamla verkefni. Það var einhvern veginn ekki hægt að leyfa því að grotna ofan í skúffu,“ segir Sólrún Sumarliðadóttir í hljómsveitinni amiinu. amiina sendir í dag, föstudag, frá sér plötuna The Lighthouse Project. Platan kemur bæði út á geisladiski og vínyl. Diskurinn er í bókarbroti sem er ríkulega myndskreytt. Tónlistin og myndirnar eru frá árinu 2009 þegar amiina ferðaðist um landið og spilaði í vitum. Skömmu eftir það ferðalag gengu Magnús Trygvason Eliassen og Kippi Kaninus til liðs við sveitina og hljómsveitin hóf að feta nýjar slóðir. Vitaverkefnið féll einfaldlega í gleymskunnar dá. „Svo bara einhvern veginn líður tíminn,“ segir Sólrún. „Í fyrrahaust mundum við eftir þessu þegar við vorum að skoða gamlar myndir og ákváðum að það væri ekki annað hægt en að klára þetta. Við tókum lögin upp í hljóðveri en höfðum allt mjög einfalt, bara opinn sal og allt tekið „læf“. Við reyndum að halda í stemninguna sem var í vitunum.“ Sólrún segir að Vitaverkefnið sé í raun hliðarskref hjá hljómsveitinni. Það skrifast á upprunalegu meðlimina fjóra; Sólrúnu, Eddu Rún, Maríu Huld og Hildi, en strákarnir eru enn í bandinu og næstu verkefni verða með þeim. „Við erum á kafi í alls kyns verkefnum. Næst á dagskrá er tveggja vikna ferð til Írlands í júní. Þar erum við að fara að vinna samstarfsverkefni með óperuhúsinu í Cork í tengslum við indónesíska hljóðfærið gamelan. Þar vinnum við með gamelan-spilurum auk þess sem við fáum til

liðs við okkur heilan skólabekk af 12-13 ára krökkum. Þetta verður mjög skemmtileg samsuða sem endar á tónleikum í óperuhúsinu í Cork.“ Ferðin til Írlands verður fjölmenn enda verða fjölskyldur tónlistarfólksins með í för. „Þetta verður múgur og margmenni enda erum við búin að vera svo dugleg að búa til börn í bandinu. Það áttunda er nú á leiðinni,“ segir Sólrún. Hvernig gengur að starfrækja hljómsveit með ört stækkandi fjölskyldur sem þarf að sinna? „Þetta hefur óneitanlega flækst aðeins. Það getur verið erfitt að koma okkur öllum saman í eitt rými til að músísera. En við erum að finna taktinn núna og komast á gott skrið. Við höfum haldið lágstemmdum dampi í gegnum allar þessar barneignir en erum komin í stuð aftur.“ Sólrún kveðst vonast eftir að ferðin til Írlands skili hljómsveitinni einhverjum upptökum en meðlimir hennar eru þegar farnir huga að næstu plötu. Þar að auki mun sveitin í haust fara í samstarf við tónlistarmanninn Yann Tiersen. amiina gefur The Lighthouse Project út sjálf og Sólrún kann því fyrirkomulagi vel. „Við kunnum vel við að halda utan um þetta sjálf, að vera ekki að flækja hlutina með plötufyrirtæki. Þá er auðveldara að hafa yfirsýn yfir allt. Við erum ekki að stefna á heimsyfirráð, við látum þetta bara mjatlast í rólegheitum. Þetta er þægilegur heimilisiðnaður.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is


dagbækur 65

Helgin 7.-9. júní 2013  DagbæKur Daglegar færslur í nafni sigmunDar Davíðs á vef fréttatímans – frettatiminn.is

Hver er minn Hannes Hómsteinn?

K

æra dagbók. Kirkenes. Been there, done nothing. Búinn að sitja við hliðina á Mini me í flugvél í 12 tíma á tveimur dögum. Plús bið á flugstöðvum. Aðalkosturinn við Jóa er að það er gott að þegja með honum. Þegar maður horfir á hann er ekkert sem hvetur mann til að tala. Davíð var svo klókur stjórnmálamaður að hann var með sérstakan mann til að þegja með. Kjartan Gunnarsson. Þegar Davíð vildi þegja hringdi hann ekki í Hólmstein eða Jón Steinar. Hann hringdi í Kjartan. Og saman keyrðu þeir austur fyrir fjall. Þegjandi.“ Þannig var upphafið að dagbók Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, 4. júní á vef Fréttatímans, frettatiminn.is, þegar hann lýsti fyrstu utanlandsferð sinni norður í Kirkenes. Með í för var aðstoðarmaðurinn Jóhannes Þór Skúlason. Eins og tekið er fram á vef blaðsins er dagbókin ekki skrifuð af Sigmundi sjálfum heldur er hún spéspegill – til þess gerð að gera lífið skemmtilegra.

3. júní

„Kæra dagbók. Ég kom hingað um miðjan dag [Kirkenes]. Hef í raun ekkert um málið að segja. Gat þó sýnt að ég kunni rússnesku. Hitti Medvedev og gat viðrað rússneskuna. Þessi fundur var hálfgert plat. Medvedev er brúðan hans Pútín. Og ég er brúðan hans Ólafs Ragnars. Kannski hefði verið greinilegra að þeir hittust beint. Fundurinn var korter. Svo ávarpaði ég samkomuna í 5 mínútur. Tók ÓRG á þetta. Eitthvað um náttúrlegt forystuhlutverk Íslendinga á norðurslóðum.“

þegar svarið kom: Maður er aldrei almennilega rór. Kannski voru það mistök að halda þetta partí. Ráðherrarnir voru allir svolítið high eftir vikuna. Svolítið tjúnuð. Töluðu öll í einu. Eins og þau væru í barnaafmæli.“

31. maí

„Kæra dagbók. Ríkisstjórnarfundur í dag. Allir svolítið hikandi. Nema Hanna Birna og Ragnheiður Elín. Gömlu aðstoðarmenn-

irnir. Hanna Birna var í námi hjá Kjartani Gunnarssyni í áratug. Og Ragnheiður Elín hjá Geir. Þær eru gamli Sjálfstæðisflokkurinn. Fullar sjálfstrausts og vissu um að þær séu réttbornar til valda. Án þess að maður átti sig á hvers vegna. Hanna Birna hélt tölu um hvað hún ætlaði að gera í innanríkisráðuneytinu. Frú Járnhnefi.“ Dagbókarfærslunar má lesa í heild á vef Fréttatímans, frettatiminn.is.

Hvítir múrar borgarinnar Ný íslensk vísindaskáldsaga eftir Einar Leif Nielsen. Í borg framtíðarinnar er allt falt fyrir rétt verð. „Þetta er ein af þessum bókum sem maður heldur áfram að lesa. Ég mæli með þessari fyrir unnendur furðusagna.“ Steinar Logi Sigurðsson — Nörd norðursins

9 vikur í 1. sæti á metsölulista rafbókaverslunarinnar Skinna.is

2.júní

„Kæra dagbók. Maður á aldrei að taka upp hanskann fyrir sjálfan sig. Maður á að koma sér í þá stöðu að aðrir geri það. Ég á ekki að missa mig í pex við Össur eða svoleiðis menn. Gallinn er hins vegar sá að ég á enga liðsmenn sem geta varið mig. Hver er minn Hannes Hólmsteinn? Pælið í hvaða gersemi sá maður var fyrir Davíð. Hann gelti að hverjum sem var. Svo. Lét engan komast upp með styggðaryrði. Beit ef á þurfti að halda. En hér sat ég í dag og svaraði sjálfur einhverju pexi.“

1.júní

„Kæra dagbók. Það eru augljóslega kynslóðaskipti í pólitík. Aldrei hafa jafn margar barnapíur hagnast á því að ríkisstjórn datt í það. Og öll voru þau að sýna hvað þau væru umhyggjusamir foreldrar. Sendandi sms og svo þessi svipur

74,6%

Vargsöld Ný íslensk fantasía eftir Þorstein Mar. Illur máni er dreginn á næturhimin og langur vetur í nánd! Ráðgríð er send til Fálkahafnar ásamt Hræreki vini sínum en sú ferð á eftir að draga dilk á eftir sér. Hefur Ráðgríð það sem þarf til að vera hetja? Æsispennandi saga sem unnendur fantasía ættu ekki að láta framhjá sér fara.

... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* www.runatyr.is

*konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013


samtíminn

66

Helgin 7.-9. júní 2013

 Þjóðmenning: Hvað er nú Það?

Steppdans á sauðskinnsskóm

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson skrifuðu undir stefnuyfirlýsingu um upphafningu íslenskrar þjóðmenningar á Laugarvatni; stað sem Jónas frá Hriflu skapaði.

Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar um íslenska þjóðmenningu hefur fengið fólk til að velta fyrir sér hver hún sé og hvernig ríkið geti lagt henni lið. Er menning okkar ekki nógu þjóðleg fyrir?

Þ

að má segja að íslensk samfélagsumræða fari fram á heimavelli þjóðernishyggjunnar. Það lið sem magnar upp betri þjóðernisrök vinnur. Þetta átti auðvitað við um Icesave; en á líka um náttúruvernd. Andstaða við náttúruspjöll kemst aldrei á flug á Íslandi nema hún beinist að virkjunum til að knýja stóriðjuver í eigu erlendra auðhringa. Náttúruspjöll innlends landbúnaðar eða sjávarútvegs eru ekki stór deilumál á Íslandi. Óvinurinn náttúrunnar er eins og illmenni í amerískri bíómynd; útlendingur. Þetta er ástæða þess að Íslendingar munu ekki að óbreyttri Íslandssögu ganga í Evrópusambandið. Það myndaðist gluggi þegar þjóðin hélt að víkingatíminn væri upprisinn og innganga í Evrópusambandið gæti aukið við ránsfenginn; en þegar það reyndist þvæla snéri þjóðin aftur til sinar klassísku stöðu; varðstöðu gegn erlendri ásælni. Evrópusinnar munu aldrei vinna málstað sínum fylgi með rökum alþjóðavæðingar eða samvinnu þjóða. Nema þá með því að endurskrifa Íslandssöguna; segja sögu af þjóð sem varð til á tíma alþjóðavæðingar; útvíkkunar athafnasvæðis norræna manna. Og hvernig þjóðin hefur eignast sín blómaskeið þegar samskipti við útlönd voru sem mest, hvernig menningararfurinn varð til við blöndun keltneskra og norrænna áhrifa og blóðs; og hvernig einangrunarhyggja í lok fimmtándu aldar og byrjun þeirrar sextándu kallaði yfir þjóðina mörg hundruð ára eymd. En það er allt önnur saga en ég vildi draga fram.

Allt verður á endanum þjóðlegt

Málið er nefnilega; að listin fer líka fram á heimavelli þjóðernishyggjunar hér á landi. Listin getur sprungið út vegna áhrifa að utan en ef listamaðurinn vill geta lifað af list sinni á Íslandi; þarf hann beygja sig undir kröfur markaðarins. Og kröfur markaðarins eru þær fyrstar að listin sé þjóðleg. Við þekkjum þetta af abstraktmálverkinu og atómljóðinu. Hvort tveggja var í eðli sínu uppreisn gegn fornu gildismati sveitanna; þetta var list borgarinnar sem hafnaði viðmiðum hinnar svokölluðu bændamenningar. En þótt atómskáldin hafi í upphafi ort um bifreiðar sem námu staðar í rjóðrinu þá færðist yrkisefnið hægt og bítandi að landslagi og veikburða stráum við fjörukamb. Abstraktmálararnir byrjuðu að sama skapi á að mála óhlutbundinn manngerðan heim en færðu sig síðar að óljósum landslagsminnum. Kári Stefánsson kallaði tengdaföður sinn, þann mikla meistara Kristján Davíðsson, málara fjöruborðsins í minningarorðum sínum fyrr í vikunni. Og ef ekki mátti bera kennsl á náttúrutilvísanir hjá abstraktmálurum þá skýrðu þeir myndirnar nöfnum sem gáfu það til kynna að þær væru alls ekki óhlutbundnar heldur þvert á móti þjóðlegar; tengdar landinu, sögunni, tungunni eða þjóðinni. Þetta á til dæmis við um Svavar Guðnason, sem nefndi verk sín Styrbjörg, Gullfjöll – meira að segja Íslandslag. Og þessi markaðsáhrif eru svo djúpstæð að þegar verk Svavars voru á yfirlitssýningu í Cobra-safninu í Hollandi í haust var yfirskriftin: Málari hins íslenska landslags. Við erum farin að trúa því að það

hafi verið íslenska landslagið sem bjó til listamanninn Svavar Guðnason, en ekki kynni hans af evrópskum straumum í myndlist. Þannig beygir þjóðernishyggjan allt undir sig.

Alþjóðlegir listamenn með þjóðlega sjálfsmynd

Úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar: „Íslensk þjóðmenning verður í hávegum höfð, að henni hlúð og hún efld. Áhersla verður lögð á málvernd, vernd sögulegra minja og skráningu Íslandssögunnar, auk rannsókna og fræðslu. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu, innanlands sem utan.“

saga um ástir, hugrekki og baráttu einnar konu

Leikari:

Þórunn Erna ClausEn Ný leikgerð Maríu Ellingsen og Þórunnar Ernu Clausen byggð á leikriti Brynju Benediktsdóttur

Garðakirkja við Garðaveg, Garðaholti

Sunnudag 9. júní kl. 20:00 aðgangur ókEypis

www.gardabaer.is

Menningar- og safnanefnd Garðabæjar

uppfærslu fyrir túrista. Sem er að mörgu leyti niðurstaðan af leit nútímamannsins að hinu þjóðlega; við erum farin að leika þjóðlegheit okkar fyrir hvort annað. Íslendingar hafa þannig kannski í raun lítinn áhuga á eigin þjóðlegheitum; en vilja alls ekki tapa þeim ef vera kynni að hægt væri að selja útlendingum þau með einhverjum hætti.

Og þessi hugmynd um að innsti kjarni listar hvers íslensks listamanns spretti innan frá; úr kviku landsLókal er ekki endilega þjóðlegt ins eða djúpt innan úr sagnaminni þjóðarinnar; er svo sterk að hún virðist drottna yfir sjálfsmynd listamannAlþýðumenning þarf alls ekki að vera þjóðleg. Hún er anna. Jafnvel þeirra sem í fljótu bragði virðast augljóshins vegar lókal í þeim skilningi að hún flyst ekki vel lega afkvæmi erlendra strauma; jafnvel þeirra sem milli menningarsvæða. Sannar alþýðuhetjur á Íslandi eru meistarar í að búa til magnað og nýtt úr óvæntum á borð við Hemma Gunn, Ladda eða Bubba Morthens tengingum ólíkra strauma. eru þannig ekki til útflutnings; en þær eiga svo til Í fljótu bragði væri hægt að skilgreina hvert bein í svo til hverjum landsmanni. list Bjarkar Guðmundsdóttur sem samOg þetta er ekki íslenskt fyrirbrigði; bræðing úr íslenskum djassi, sem rekja ástsælustu stjörnur hverrar þjóðar eða má til evrópskra flóttamanna undan svæðis eru yfirleitt óþekktar á næstu ofsóknum nazista; hippamúsík og pönki. bæjum. Á sama hátt eiga alþjóðlegar Sem síðan er tengdur við tilraunakennda stjörnur sjaldnast djúpar rætur í sinni tónlist frá miðbiki tuttugustu aldar og heimabyggð; ef svo hefði verið hefðu trip hop eða aðrar síðrokkstefnur frá lokþær líklega haldið sig heima. Michael um síðustu aldar. Og það eru ekki bara Jackson hefði ekki enst í fimm mínútur á mismunandi tónlistarstefnur sem hafa sveitaballi í Vopnafirði. mótað list Bjarkar; heldur ekki síður Og ef eitthvað er; þá er alþýðumennstraumar frá myndlist; bæði vídeólist og ingin að verða alþjóðlegri. Nýjar hetjur gjörningum; eins og síðustu verk hennar á borð við Arnald Indriðason, Ásgeir bera með sér. Þar sést líka glitta í hugTrausta, Magnús Scheving eru þjóðlegÞótt erfitt sé að ímynda myndir um endurskilgreinda stöðu listaar í stíl Ólafs Ragnars; góðir Íslendingar sér alþjóðlegri listamann mannsins; hluti verksins er settur fram en jafnframt sannir heimsborgarar; Ísen Björk kemur hún fram í sem kennslugagn fyrir grunnskólabörn. land til útflutnings. Og líklega er hugarviðtölum sem íslenskt náttÞrátt fyrir að Björk sé í raun frábært heimur meginþorra Íslendinga orðinn úrubarn eða álfur. dæmi um hvað listamaður getur áorkað það mótaður af alþjóðlegri list og afþreymeð því að stilla sér upp á gatnamótum þar sem hið ingu að það er örugg leið til einangrunar í listheimum kvikasta í listum mætist; einskonar fjöruborði alþýðuað vísa um of í arfinn. listar og menntaðrar listar; þá er okkur tamt að líta List í þjóðbúningum svo að list Bjarkar hafi gosið upp úr íslensku bergi og fornri íslenskri sál. Listakonan sjálf ýtir reyndar Ríkisstjórnin sem nú er tekin við er mönnuð fólki sem rækilega undir þetta í viðtölum. Þar mætir hún ekki fæddist um og eftir 1970. Það var að ljúka menntaskóla sem alþjóðlegur listamaður heldur sem íslenskur álfur; um og eftir 1990. Þá hafði íslenskt samfélag um nokkog það er erfitt að átta sig á hvort það sé hluti af listinni urra ára skeið reynt að slíta sig frá þjóðlegum fróðleik, eða raunveruleg sjálfsmynd Bjarkar. erindum um daginn og veginn og dragspili. Það var Annað dæmi um þjóðlega sjálfsmynd yngri listaekki lengur inntökuskilyrði í ábyrgar samræður að manna er Sigur Rós. Mynd sveitarinnar, Heima, upphóf kunna Íslendingasögurnar. Ég hengi mig upp á að hugsvo þjóðlegan arf að hann varð okkur ókunnugur; alla arheimur þessa miðaldra fólks var frekar mótaður af vega okkur sem fæddumst og ólumst upp eftir tíma Han Solo en Skarphéðni, frekar af Madonnu en Skáld Jónasar frá Hriflu og fyrir tíma krúttkynslóðarinnar. Rósu og frekar af Wham! en Ungmennafélagi NorðurÞingeyinga. Tilvitnanir í Íslendingasögunar eru svo til Frá afdalamennsku til upphafningar horfnar úr opinberri umræðu. Þar má hins vegar heyra sterk áhrif frá barnaleikritum Thorbjørns Egner. Ef ég má leyfa mér einfaldanir þá fjallar Heima um það Það er því erfitt að spá fyrir um hvernig ráðherrarnir sama og Cold Fever (1995) eftir Friðrik Þór Friðrikssem settu saman stefnuyfirlýsingu sína sjá fyrir sér ísson og eftirminnileg sýning Þorvaldar Þorsteinssonar lenska þjóðmenningu eða hvernig hún í Listasafni Akureyrar 1996; það er þjóðgetur eflt íslenskt samfélag. Ég held hins lega alþýðumenningu. Í mynd Friðriks vegar að ótti listamanna við háðungarer dregin fram sérstaða og undarlegsýningar að hætti Jónasar frá Hriflu sé heit þessarar menningar með því að ástæðulaus. Og það er ekki vegna þess skrá hana með augum útlendings, sem að afstaða nýrra ráðamanna verði önnur nánast fellur hingað af himnum ofan úr en Jónasar heldur hitt; að listamennirnir gerólíkum kúltúr. Reyndar er þessi sýn eru svo miklu þjóðlegri í dag en sá vísir á íslenska sveita- og þorpsmenningu af borgarlist sem Jónas vildi kveða niður. rótgróin í íslenskri kvikmyndahefð. Þar Þrír myndlistamenn sem allir féllu hefur fólk af íslenskri landsbyggð yfirfrá langt fyrir aldur fram; Georg Guðni, leitt birst sem nokkurskonar hillbillies Birgir Andrésson og Þorvaldur Þorúr Appalachian fjöllunum; tónn sem steinsson; unnu allir úr hinum þjóðlega Hrafn Gunnlaugsson gaf upphaflega í arfi þótt þeir hafi verið undir áhrifum Óðali feðranna. Benedikt Erlingsson er svo frá alþjóðlegum stefnum. Svo dæmi Þótt Þorvaldur hafi sett ýmis tákn þjóðlegur að vill helst ekki sé tekið. Yngri popptónlist á Íslandi er þessarar þjóðlegu alþýðumenningar á koma fram nema í þjóðbúningi. þrungin þjóðlegheitum; meira að segja stall eða búr á listasafni; þá var hann í þungarokkið. Íslenska skáldsagan hefur raun að frelsa hana út úr viðundursýnnálgast þjóðlegan fróðleik á síðari árum og helstu ingunni. Kórinn, útsaumurinn, ættargripirnir hjá Þorgulldrengir íslensks leikhúss, Baltasar og Benedikt valdi voru tákn um viðleitni fólks til að skapa sér gott Erlingsson, sækjast eftir að vinna með þjóðararfinn. líf í samfélagi við aðra (þótt samfélagið væri fámennt), Benedikt leikur helst ekki í öðru en þjóðbúningi. Og draga að sér fegurð og andlega næringu til lyfta sér þótt Vesturport vinni oftast úr alþjóðlegum efniviði; þá upp úr stritinu og daglegum raunum; til mennsku. hristi þetta menningarfyrirtæki nýverið fram úr ermMynd Sigur Rósar tekur síðan þessi sömu tákn og inni heimildarþáttaröð um persónur Íslendingasagna. hefur upp sem einskonar frumhvata sköpunar; helgan Það er því vandséð hvernig ríkisstjórnin ætlar að þráð. Þau eru ekki lengur hjákátleg dæmi um afdalaauka við hina þjóðlegu menningu. Og hvers vegna. mennsku né sýnishorn af viðleitni mannsins til að gera Ef til vill væri nær að styrkja gott úr litlu; heldur tákn um sérstaklega alþjóðlega menneitthvað upprunalegt og þar ingu á Íslandi. Og þá kannski með æðra; helgimynd. Heima Gunnar Smári helst feminíska list; sem eðli er ekki ólík mynd og Michel Egilsson málsins samkvæmt getur ekki Houellebecq gefur af Frökkum nuddað sér upp við þjóðlega í Kortinu og landinu; fólk lokað gunnarsmari@frettatiminn.is bændamenningu. af sem persónur í þjóðlegri



68

dægurmál

Helgin 7.-9. júní 2013

 Í takt við tÍmann Fjolla Shala

Vélbúnaður

Ég er með Macbook Pro og svo fékk ég iPhone 5 í jólagjöf. Ég nota hann mikið í að tala. Og viðmælendur mínir fá ekki mikið að komast að þegar ég hringi í þá. Ég er dugleg á Facebook og Snapchat fer ekki svo illa í mig, sko. Ég er líka á Twitter og er með hundrað prósent nýtingu þar. Allt sem ég skrifa á Twitter fer á Fótbolta.net.

Kaupi skinkufötin í H&M Fjolla Shala er tvítug stelpa úr Breiðholtinu sem spilar fótbolta með Breiðabliki. Hún kemur frá Albaníu en hefur búið hér á landi í fimmtán ár. Fjolla borðar nautasteik og vill fá tekíla skot á barnum. Staðalbúnaður

Aukabúnaður

Ég er að vinna á leikskóla og klæðist því mest þægilegum fötum á daginn, oftast íþróttafötum frá Nike. Ég kaupi skinkufötin í H&M, þröng föt, stutta kjóla og svona. Já, ég hef verið skinkutýpan og fílað ljósabekkina vel. Hér heima fíla ég mjög Zöru og Topshop. Mér finnst ógeðslega gaman að versla en ég held að pabba finnist það ekki eins gaman því hann þarf að strauja kortið. Ég á nokkur pör af Nike Free-skóm sem ég nota til skiptis en ætli ég sé ekki oftast í takkaskónum því ég æfi alla daga. Svo fíla ég mikið hringi og hálsmen.

Uppáhaldsmaturinn minn er nautasteik en ég kann ekki að elda sjálf. Ég fer alltaf á Madonnu, þar er geðveikur matur. Svo fer ég stundum á Friday’s og American Style. Ég er því miður ekki í hollustunni. Uppáhalds snyrtivörurnar mínar eru Mac, ég nota eiginlega allt þaðan. Þú getur sett helling á þig og litið út eins og þú vilt. Mér finnst mjög gaman að ferðast og geri mikið af því. Ég fer tvisvar á ári til Albaníu og það er uppáhalds staðurinn minn. Svo ferðast ég alltaf eitthvað í tengslum við fótboltann, fer í æfingaferðir á vorin þar sem er gott að ná smá sól og tani líka. Það fer ekki framhjá neinum þegar ég keyri á bílnum mínum, 99 módeli af Opel Corsu. Púströrið er að springa á þessari druslu.

Hugbúnaður

Þegar ég er ekki að vinna eða spila fótbota er ég oftast með vinkonum mínum og uppáhaldið er að kíkja út á lífið. Ég fer mest á Prikið og Austur, bara eftir því hvernig skapi maður er í. Þegar ég fer út að skemmta mér þá splæsa strákarnir á barnum. Mér finnst gott að fá mér tekíla skot því mér finnst rosa leiðinlegt að halda lengi á drykk. Við vinkonurnar hittumst líka oft á Vegamótum til að borða og slúðra. Ég horfi mikið á fótbolta í sjónvarpi en aðallega þegar Manchester United er að spila. Svo fylgist ég aðeins með handbolta. Uppáhalds sjónvarpsþættirnir mínir eru Gossip Girl og 90218.

Fjolla spilar fótbolta með Breiðabliki. Hún er miðjumaður að upplagi en hefur spilað í vörninni undanfarið. Ljósmynd/Hari

 appaFengur

Epicurious Verðlaunavefurinn Epicurious gefur sig út fyrir að vera sérhannaður fyrir fólk sem finnst gaman að borða. Hann nýtur mikilla vinsælda meðal matgæðinga og því er ekki að undra að nú sé komið sérstakt app þar sem aðgangur fæst að um 30 þúsund

Með fróðleik í fararnesti Gönguferð um Þingvallaþjóðgarð utan alfaraleiðar 8. júní kl. 10.

Ólafur S. Andrésson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, og Sigrún Helgadóttir rithöfundur leiða gönguferð um Þingvallaþjóðgarð utan alfaraleiðar. Gengið er frá Vellankötlu um skógræktarreit og fjárhelli. Einnig verður genginn hluti af gamalli þjóðleið, farið um gömul bæjarstæði og yfir gróin hraun. Lagt verður af stað frá Nautatanga/Vatnsviki kl. 10. Gert er ráð fyrir að ferðin taki um fjórar klukkustundir.

31. ágúst kl. 11 – Sveppaferð í Heiðmörk. 21. september kl. 11 – Gönguferð þar sem matur, saga og menning koma við sögu. Allar nánari upplýsingar á hi.is

Valitor er stuðningsaðili Ferðafélags Íslands.

Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands halda áfram samstarfi sínu um fræðandi gönguferðir sem hófust á aldarafmæli skólans 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskóla Íslands blandast saman í áhugaverðum gönguferðum um höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni þess. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.

PIPAR \ TBWA • SÍA • 131828

Næstu ferðir:

Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

uppskriftum. Hægt er að leita í safninu á ensku, til dæmis eftir hráefnum, eða nýta sér fyrirfram tilbúna flokka og leita eftir því hvort þú stefnir á að grilla eða hafa til ljúffengan dögurð fyrir alla fjölskylduna. Þú getur líka leitað sérstaklega að réttum sem henta þinni kunnáttu, hvort sem þú ert fagmaður í eldhúsinu eða algjör byrjandi. Þegar uppskriftin er fundin getur þú síðan fært hráefnin inn í innkaupalista. Þeir réttir sem eru í uppáhaldi merkirðu síðan að sjálfsögðu þannig svo þú finnir þá fljótt aftur. Eitt gagnrýni ég við þennan annars appafeng. Það er að einn flokkurinn er sagður innihalda uppáhaldsmat pabba en mömmur fá ekki neitt. Þó ég efist um að bragðskyn hjá pöbbum sé öðruvísi en hjá mömmum þá vil ég allavega fá sér flokk fyrir mömmur, svo pabbarnir geti eldað fyrir þær.


For

s

kot Þau og h fóru í le Han ún alla ik.* Ha nn rk n ák vað indurn ákvað *Fu að v a a llt a era r. Hún ð telja f sp byrj e enn alla k k and ert a a i lei ð ve ði mjög hesta kjum kja í Ve han vel. gab réfi a. N1

seLanammi

ð sé líklegra að Pabbi heldur að þa * með fiskibragði. ði ula selir borði súkk gabréf N1 fylgir *Öðrum stimpli í Ve lsínubragði pe súkkulaði með ap

VEGABRÉF N1 Leikurinn er kominn á fullt Vegabréf N1 er viðburðarík skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Söfnum stimplum og leikum okkur í fríinu. Hverjum stimpli fylgir glaðningur en í lok sumars verða dregnir út fjölmargir veglegir vinningar. Þar ber hæst glæsilega utanlandsferð fyrir ferðaglaða fjölskyldu.

ýkt flottir vinningar FJÖLSKYLDUFERÐ TIL TENERIFE Í VIKU Í VETUR Flug og gisting fyrir fjóra (2 fullorðnir og 2 börn) á 3ja stjörnu hóteli á Tenerife í vetur. Verðmæti: 680.000 kr.

3X

8X

Broil King

Ipod

Muse 9

Porta Chef Pro ferðagasgrill

Shuffle

ferða DVD spilari

2X

3X

20X

Apple TV

Sony Myndavél

PARTÍPLATTAR

20X

20X

Gjafabréf

Gjafabréf

í Skemmtigarðinn

frá Serrano

20X Gjafakörfur frá Kaffitár

ð

ti r svolí tak unið e a Fóta r h .* um nga nakk Að ga að borða s g a o ir sjött eins os fylg rit lur Do ða gu *Blár e Vegabréfið li í stimp

Vegabréfið er hægt að nálgast á næstu þjónustustöð N1

3X

frá Subway


70

dægurmál

Helgin 7.-9. júní 2013

 Fjölmiðlun Frumleg þjónusta Fjölmiðlakonu

Allir hafa merkilega sögu að segja „Mig langar að auðvelda fólki að koma minningum í einhvers konar form, til dæmis texta eða myndband. Margir hafa eflaust lengi ætlað sér að láta verða af slíku en kannski vantað tíma, þekkingu, tæki eða möguleika til þess,“ segir Olga Björt Þórðardóttir sem tekur að sér að taka viðtöl við fólk við ýmis tækifæri. „Það er svo skemmtilegt hvað fólk er hugmyndaríkt og það hafa margir óskað eftir viðtölum. Ein sem hafði samband við mig hafði misst móður sína fyrir aldur fram og langar að tekin verði viðtöl við fólkið sem þekkti hana best.

Með þeirra frásögn nær hún mögulega heildstæðari mynd af móður sinni og því hvernig húmor hennar var, viðhorf og lífssýn. Svo hefur einn beðið mig að taka viðtal við aldraða móður sína sem býr ein upp í sveit og hefur upplifað stórbrotna hluti. Viðtöl við börn á ýmsum aldri eru líka dýrmæt því persónueinkennin koma svo skemmtilega fram í einlægni þeirra,“ segir Olga. Olga er þeirrar skoðunar að allir hafi merkilega sögu að segja en að fáir gefi sér nægan tíma til að hlusta vel á fólkið sitt. „Svo fellur einhver skyndilega frá eða veikist alvarlega og missir tjáning-

breskur kollegi hans, vildi líka fá þá Jónsa, Orra og Georg til að spila í þætti sínum og bauð þeim að vera aðalnúmerið hjá sér síðasta þriðjudagskvöld. Aðalnúmerið í þættinum leikur jafnan þrjú lög og fær góða kynningu á efni sínu. Sigur Rósarmenn ákváðu hins vegar að afþakka boðið því annars hefðu þeir þurft

og Jónasi heitnum Jónassyni, Hermanni heitnum Gunnarssyni, Evu Maríu Jónsdóttur, Sirrý og fleiri.“ Nánari upplýsingar má nálgast á vef Olgu Bjartar, olgabjort.com og fyrirspurnir má senda á netfangið olgabjort@gmail.com Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is

Þegar hafa margir óskað eftir því að Olga Björt taki fyrir þá viðtöl, til dæmis við aldraða foreldra eða vini látinna ástvina. Ljósmynd/Hari

 sjónvarp ný þáttaröð um Íslendinga Í vesturheimi

Sögðu nei við Jools Holland Sjöunda breiðskífa Sigur Rósar, Kveikur, kemur út á þjóðhátíðardaginn, 17. júní næstkomandi. Liðsmenn sveitarinnar eru nú staddir hér á landi í stuttu fríi eftir að tónleikaferðalagi um Asíu og Bandaríkin lauk. Á ferðalagi sínu um Bandaríkin kom sveitin fram í spjallþætti Jays Leno. Jools Holland,

armátt og þá óska margir þess að hafa hlustað oftar, dýpra og spurt viðkomandi að meiru. Á hjúkrunar- og elliheimilum landsins dvelur fólk sem er hafsjór af fróðleik og hefur lifað ótrúlega tíma. Heil kynslóð sem gæti sagt okkur svo margt áhugavert ef við gæfum okkur meiri tíma til að hlusta,“ segir Olga. Olga útskrifast síðar í mánuðinum með meistarapróf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands og segir þær áherslur sem hún lærði þar eiga eftir að nýtast vel. „Ég hef þó fyrst og fremst lært af fyrirmyndum mínum sem ég hef fylgst með í gegnum tíðina eins

að hlaupa út í flugvél skömmu eftir komuna til Íslands og fríið hefði farið fyrir lítið. Samkvæmt upplýsingum Fréttatímans áttu skipuleggjendur þáttarins erfitt með að trúa því að Sigur Rós hefði afþakkað boðið. Og hringdu minnst tvisvar til að fá staðfestingu á því að svarið væri örugglega nei.

Egill Helgason ferðaðist um Kanada á dögunum og hyggst gera sjónvarpsþáttaröð um Íslendinga í Vesturheimi. Ljósmynd/Ragnheiður Thorsteinsson

Skrifar bók um viðskiptalífið Áhugafólk um fjölmiðla hefur fylgst með fréttum DV af viðskiptablaðamönnunum Magnúsi Halldórssyni og Þórði Snæ Júlíussyni sem hættu nýverið störfum hjá 365. Í fréttum DV hefur komið fram að þeir hyggist setja á stofn nýjan fjölmiðil í

einungis unnið úr safa ungra grænna kókoshneta

himneskt.is

haust sem þeir fjármagna sjálfir. Tímann fram að því nýtir Magnús til að skrifa bók um íslenskt viðskiptalíf sem stefnt er að því að Forlagið gefi út fyrir jólin. Ætti það að verða forvitnileg lesning enda hafa þeir félagar verið duglegir að stinga á kýlum í umfjöllun sinni um útrásarvíkinga og gjörðir þeirra.

Egill Helgason gerir sjónvarpsþætti í Kanada Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason ferðaðist um Íslendingaslóðir í Vesturheimi og hyggst gera átta þátta sjónvarpsröð um upplifun sína. Hann hitti mikið af eftirminnilegu fólki og naut einstakrar gestrisni.

þ Þeir [þættirnir] fjalla um Íslendinga í Vesturheimi, aðallega út frá sögunni og þá ekki síður sögum sem þeir hafa sagt sjálfir sín á milli.

etta var sérlega skemmtileg ferð,“ segir sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason sem er nýkominn heim frá Kanada. Þar var hann á Íslendingaslóðum og hyggst gera sjónvarpsþætti um heimsókn sína. „Þetta var sérlega skemmtileg ferð. Prógrammið var mjög stíft, við sváfum varla nema eina nótt á hverjum stað. Við fórum til Manitoba, Alberta, North-Dakota og til British Columbia, á Íslendingaslóðir. Við hittum mikið af frábæru fólki, skemmtilegu og eftirminnilegu, og nutum einstakrar gestrisni,“ segir Egill. Hann ferðaðist með Ragnheiði Thorsteinsson framleiðanda og Jóni Víði Haukssyni kvikmyndatökumanni. Egill segir þau muni gera þáttaröð um heimsókn sína, allt að átta þætti. „Þeir fjalla um Íslendinga í Vestur-

heimi, aðallega út frá sögunni og þá ekki síður sögum sem þeir hafa sagt sjálfir sín á milli. Við hlökkum mikið til að setja þetta saman. Það verður tímafrekt, líklega verða þættirnir á dagskrá RÚV eftir jólin.“ Verða þetta þættir í líkingu við Kiljuna? „Það er í anda Kiljunnar að þarna er lögð nokkur áhersla á skáld og rithöfunda, í raun var meiri þróttur í íslenskum bókmenntum í Kanada um aldamótin 1900 en hér heima á Íslandi. En þetta verður talsvert meiri pródúksjón en Kiljan, við tókum fjölmörg viðtöl og einnig verður stuðst við þulartexta frá sjálfum mér.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is


THULE OG NÁMAN KYNNA

VINSÆLASTI GRÍNISTI HEIMS Á ÍSLANDI

ATH!

F Y R ST IR KOMA , F Y R ST IR FÁ!

ÞAÐ ER E KKI VIÐ HÆGT AÐ BÆTA FLEIRI SÝNINGUM

...Í ALVÖRU!

AUKASÝNING KL. 23!

VEGNA FJÖLDA ÁSKORANNA. SÍÐAST SELDIST UPP Á AUGABRAGÐI

MIÐASALA HEFST Á FIMMTUDAGINN KL. 10 Skráðu þig á viðburðapóstlista Senu og þú færð tækifæri til að tryggja þér miða daginn áður en almenn sala hefst. Nánar á www.sena.is/jeffdunham. Miðasala á Miði.is og í sima 540-9800.


HE LG A RB L A Ð

Hrósið... ...fær myndlistarmaðurinn Hlynur Hallsson sem kom auga á myndir á sýningu Juliusar von Bismarcks í Berlín af umhverfisspjöllum í Mývatnssveit.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  BakHliðin HelgA HlÍn HáKOnArdóttir

GÓÐ KAUP!

A DÝN YFIR ALIN INNIF

B A S IC

90 X 200 SM.

www.rumfatalagerinn.is Tilboðin gilda frá 07.06 til 12.06

Fr áB Æ rt ve rÐ

ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR

90 X 200 SM.

39.950

MYRKVUNARGARDÍNA

Traustur vinur Aldur: 41. Maki: Unnar Helgason, rekur CrossFit XY í Garðabæ. Helga Hlín og fleiri eru meðeigendur. Foreldrar: Hákon Hákonarson, fráfarandi formaður Félags málmiðnaðarmanna og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, formaður FVSA á Akureyri. Menntun: Lögfræðingur frá HÍ að viðbættum lögmannsréttindum og prófi í verðbréfaviðskiptum. Starf: Lögmaður. Fyrri störf: Kauphöll Íslands, Fjárfestingarbanki atvinnulífsins og Íslandsbanki. Stjörnumerki: Hrútur. Stjörnuspá: Legðu þig fram við að bæta skipulag þitt í dag. Reyndu að fara ekki yfir strikið í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Segir í stjörnuspá Morgunblaðsins

H

elga er traustur vinur, brjálæðislega skemmtileg og er alltaf hrókur alls fagnaðar. Hún er eldklár og hefur mjög sterka réttlætiskennd og hefur alltaf brennandi áhuga á því sem hún tekur sér fyrir hendur í hvert skiptið, hvort sem það er tengt vinnu eða CrossFit,“ segir Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofunnar og besta vinkona Helgu Hlínar.

KAUPTU 2 OG SPARAÐU

2000

eLMA MYRkVUnARgARdÍnA Frábær myrkvunargardína sem er húðuð með lagi sem hindrar 100% að birta komist í gegn. Fæst í 2 stærðum. 1 vængur 140 x 175 sm. 5.995 nú 2 vængir 9.990 1 vængur 140 x 245 sm. 6.995 nú 2 vængir 11.990

BAsiC B20 BoxdýnA Tvöfalt gormakerfi og yfirdýna. Góð dýna, miðlungsstíf með 115 BONELL gormum pr. m2 í efra lagi og 150 gormum í neðra lagi. Vönduð yfirdýna innifalin í verði. Verð án fóta. Fætur verð frá: 5.995

BARNAFERÐARÚM

1 VÆNGUR VERÐ FRÁ NÚ:

9.995

5.995

MARYLAnd BARnAfeRðARúM Létt og handhægt barnaferðarúm sem fellur vel saman. Litur: Svartur. Stærð: 65 x 125 sm.

PLUS ÞÆ GI ND I & GÆ ÐI

90 x 200 sm. 140 x 200 sm.

4.995 6.995

B A S IC

ST. 90 x 200 SM.

PLUs T10 YfiRdýnA Eggjabakkalöguð yfirdýna úr svampi sem eykur þægindi og vellíðan. Þykkt: 5 sm.

4.995

Fr áB Ær t ve rÐ

1224380

25% AFSLÁTTUR

Helga Hlín Hákonardóttir tók í vikunni sæti í stjórn WOW air. Helga hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og stofnana, svo sem hjá Skeljungi, Kauphöll Íslands og Háskólaráði Háskólans á Akureyri.

1 STK. FULLT VERÐ: 1.995

SÆNG+KODDI

NÁTTBORÐ

PLUS ÞÆ GI ND I & GÆ ÐI

GÓÐ KAUP!

9.895

Tex náTTBoRð Stærð: B40 x H56 x D48 sm.

SÆNG+KODDI

9.995

Høie UniqUe sæng og koddi Vönduð thermosæng fyllt með 2 x 600 gr. af holtrefjum. Stærð: 140 x 200 sm. Koddinn er fylltur með 500 gr. af holtrefjum. Stærð: 50 x 70 sm. Sængurtaska fylgir.

1.495

MoLLie sængURVeRAseTT Efni: 100% polyestermíkrófíber. 140 x 200 sm. / 50 x 70 sm. Lokað með rennilás.

20%

PLUS ÞÆ GI ND I & GÆ ÐI

AFSLÁTTUR

60

FULLT VERÐ: 2.495

BLUe dReAM TRefjAkoddi Góður koddi á gjafverði. Stærð: 50 x 70 sm.

1.995


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.