Amk 02 09 2016

Page 1

FÖSTUDAGUR

02.09.16

FRIÐRIK V KOKKAR FYRIR STJÖRNURNAR Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU

KATRÍN ÝR DÚXAÐI Í LÖGREGLU­ SKÓLANUM

KOMDU SVEFNINUM Í LAG EFTIR SUMARIÐ INGIBJÖRG ELSKAR AÐ UPPGÖTVA NÝJA SJÓNVARPS­ÞÆTTI

LITRÍKT HAUST FRAMUNDAN Mynd | Hari


…fjörið

2 | amk… FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2016

Stoð og stytta á erfiðum tímum Blac Chyna er bjargvættur Rob Kardashian. Blac Chyna, unnusta og verðandi barnsmóðir Rob Kardashian, bróður Kardashian-systra, hefur verið honum stoð og stytta á erfiðum tímum, en hann hefur glímt við þunglyndi. Hann sagði sjálfur frá þessu í einlægu viðtali í tímaritinu People á dögunum. „Við höfðum verið vinir um tíma áður en við byrjuðum saman. Hún var manneskja sem ég gat leitað ráða hjá. Hún eldaði fyrir mig og við töluðum og allt og ekkert. Hún kom með jákvæða strauma inn í líf

mitt og ég vissi það um leið og við hittumst fyrst að ég vildi meira en bara vera vinur hennar,“ sagði Rob meðal annars í viðtalinu. Honum leið mjög illa að lifa fyrir framan myndavélarnar í þáttunum Keeping up with the Kardashians, sérstaklega eftir að hann bætti á sig kílóum og greindist með sykursýki 2. „Chyna hefur hvatt mig áfram og með hjálp hennar hef ég náð að yfirstíga óöryggi og félagsfælni.“ Þættir með þeim skötuhjúum hefjast á sjónvarpsstöðinni E! í sept-

ember. Þar er þeim fylgt eftir frá trúlofun að meðgöngu, en Chyna gengur nú með þeirra fyrsta barn. Fyrir á hún einn son.

Jákvæðir straumar Rob vissi strax að hann vildi eitthvað meira þegar hann kynntist Blac Chyna.

Prince neytti „englafæðu“ Charlene Friend er ein af fyrrum kærustum Prince heitins. Það kom henni ekki á óvart að heyra um það magn læknadóps sem fannst á heimili söngvarans eftir hans dag. Charlene segir að Prince hafi stundum verið vakandi í allt að fimm daga samfleytt, án þess að borða eða drekka og var á sífelldum þönum milli heimilis síns og upptökuversins. „Ég þurfti að næla mér í kríublund við hvert tækifæri til þess að halda mér gangandi,“ segir Charlene. Hún segist hafa spurt hann hvernig í ósköpunum hann færi að þessu og svar hans var: „Englafæði. Matur fyrir sálina, ekki úr holdi.“ Þegar Prince svaf loksins, setti hann álpappír í alla glugga, hækkaði hitann í herberginu og svaf í svarta myrkri.

Ringo Starr í áfengismeðferð Bítilinn Ringo Starr er kominn í áfengismeðferð og hefur verið þar í nokkrar vikur. Hann verður þar inni þangað til hann fer í tónleikaferðalag með hljómsveit sinni. Heimildarmaður RadarOnline sagði: „Ringo vildi sjálfur fara í meðferð. Hann hefur verið edrú í mörg ár, en hefur alltaf áhyggjur af því að falla. Það er hans stærsti ótti. Það eru miklar freistingar í kringum hann, sérstaklega þegar hann er á tónleikaferðalagi. Þess vegna vildi hann fara í meðferð áður en hann færi í ferðina, sem er ábyggilega mjög skynsamleg ákvörðun hjá honum.“ Ringo fór í meðferð árið 1988 í Arizona Sierra Tucson meðferðarstöðinni og sagði Ringo sjálfur frá því að hann hefði mætt dauðadrukkinn í meðferðina.

Lisa Marie Presley að missa forræði yfir dætrum sínum? Lisa Marie Presley gæti misst forræðið yfir tvíburadætrum sínum vegna drykkju og lyfjafíknar sinnar. Fyrrum eiginmaður Lisu, Michael Lockwood, hefur farið fram á fullt forræði yfir stelpunum. Lisa bað um að barnaverndarnefnd myndi fylgjast með öllu um leið og hún og Michael skildu en gæti séð eftir því núna, því hún var send í meðferð en hún er háð áfengi, verkjatöflum og öðrum lyfjum. Michael mun nota þetta sér til framdráttar og mun meðal annars segja að hann hafi séð mikið um stúlkurnar því Lisa sé óáhugasamt og fjarlægt foreldri. Samkvæmt heimildarmanni hefur barnfóstra séð mikið um stúlkurnar ásamt Priscillu, ömmu þeirra.

Borða matinn sinn Friðrik segir starfsfólk leikhússins duglegt að klára af diskunum sínum.

Streitulosandi afslöppun í leikhúsinu

Friðrik Valur tók nýlega við mötuneyti Þjóðleikhússins, en hann rak sinn eigin veitingastað, Friðrik V, á Laugaveginum um árabil. Hann segir það ágætis tilbreytingu að vinna í 8 tíma á dag í stað 16. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is

Þ

etta er mjög skemmtilegt, en talsvert öðruvísi en það sem ég var að gera. Mér líður svolítið eins og ég vinni hálfan daginn núna. Ég vinn bara átta tíma í staðinn fyrir sextán, það er voða þægilegt,“ segir Friðrik Valur Karlsson matreiðslumaður sem tók nýlega við mötuneyti og veitiningaþjónustu Þjóðleikhússins. Þangað til í vor rak hann staðinn Friðrik V á Laugaveginum ásamt eiginkonu sinni, Arnrúnu Magnúsdóttur. En þau ákváðu að loka staðnum þrátt fyrir miklar vinsældir og velgengni vegna veikinda Arnrúnar.

Maturinn eins og leiksýningar

Friðrik kann vel við sig á nýja staðnum, enda eldhús Þjóðleikhússins vel tækjum búið, sem gefur honum kost á því að matreiða allt frá grunni. Starfsfólk hússins fær þó ekki veislumat á hverjum degi þó auðvitað sé maturinn alltaf góður og næringarríkur. „Ég get ekki verið með stórsteikur út í eitt, en það er gaman fyrir mig að fá að gera aftur

fiskibollur, plokkfisk og svona hefðbundna rétti. Þetta er eins og með leiksýningarnar. Sumar sýningar eru bara alltaf eins og þannig eru sumir þjóðlegir réttir. Gullna hliðið er eins og það er og plokkfiskurinn er eins og hann er. Maður setur ekki leikarana í spandexgalla í þegar það á ekki við. En vissulega er ég með eitthvað skemmtilegt inn á milli.“

Áhyggjur af forminu

Friðrik segir Þjóðleikhúsið einstaklega líf legan vinnustað og honum hefur verið vel tekið af starfsfólkinu, sem er mun fjölbreyttari hópur en hann gerði sér grein fyrir. „Ég hafði smá áhyggjur af því að koma hingað eftir að hafa verið í „fine dining“ ógeðslega lengi. Nú er ber ég bókstaflega ábyrgð á fólkinu. Það er sama fólkið í mat hjá mér á hverjum degi, þannig ég get ekki bara verið að leika mér með smjör og rjóma. Þetta verður að vera innan skynsamlegra marka. Það er ákveðin áskorun,“ segir Friðrik kíminn, og starfsfólkið virðist ánægt með það sem hann býður upp á. „Starfsfólkið er allavega að skila sér vel í mat ennþá. Ég veit reyndar að menn hafa verið

Mynd | Hari

Ég get ekki verið með stórsteikur út í eitt, en það er gaman fyrir mig að fá að gera aftur fiskibollur, plokkfisk og svona hefðbundna rétti.

að hafa áhyggjur af því að halda sér ekki í nógu góðu formi. En hvort það er mitt vandamál, veit ég ekki.“

Enginn að væla út borð

„Mér finnst líka svo fallegt að hér er borin virðing fyrir mötuneytinu. Það borða allir matinn sinn. Menn eru ekkert að hamstra á diskinn og henda í ruslið. Svo er þetta lítið mötuneyti, það eru allir vinir og borða saman. Ég segi ekki að ég sé nískur en mér finnst leiðinlegt að fara illa með mat. Þannig þetta hentar vel minni hugmyndafræði.“ Og Friðrik heldur líka í sínar venjur, eins og fara einu sinni í viku að hitta grænmetisbændur til að sækja grænmetið sem hann eldar. „Ég kann ekkert annað og er orðinn svo gamall þannig ég fer ekki að breyta því úr þessu.“ Friðrik er hins vegar feginn að vera laus við auka vesenið sem fylgir veitingarekstri. „Nú fer ég bara í vinnuna og elda fyrir ákveðið marga. Það er enginn að hringja í mann og reyna að væla út úr manni borð, þar sem alltaf er troðfullt. Enginn biðlisti og ekkert „no show“ sem var stundum að plaga mann. Að elda er streitulosandi, en hitt bullið í rekstrinum er streituvaldandi, þannig nú er ég bara í afslöppun og er ógeðslega hamingjusamur með þetta.“



…viðtal

4 | amk… FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2016

Spennandi að mæta í vinnuna og vita ekkert í hverju maður lendir Súrrealískar aðstæður

Þegar Katrín var lítil sagði hún að sig l­angaði að verða mótorhjólalögga. Eftir að hafa lokið tveimur háskólagráðum ákvað hún að láta drauminn rætast. Hún er reyndar ekki komin á mótorhjól, en lögreglu­búningurinn er kominn í hús. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Katrín Ýr Árnadóttir útskrifaðist sem lögreglumaður úr Lögreglu­ skóla ríkisins í síðustu viku með einkunnina 9,47, sem er hæsta einkunn sem gefin hefur verið við skólann. Hún var í hópi síðustu nemenda sem skólinn útskrifaði, en hann hefur nú verið lagður ­n iður. Næsta haust færist námið yfir á háskólastig.

Sló út kennarann sinn

Katrín, sem er að verða 28 ára, hafði lengi haft það bak við eyrað að sig langaði að verða lögreglu­ maður, en hún kláraði engu að síður BA gráðu í félagsfræði við Háskóla Íslands og meistaragráðu í afbrotafræði í Ástralíu áður en hún lét slag standa í fyrravor og fór í Lögregluskólann. „Ég er mjög ánægð með þenn­ an árangur. Árni Sigmundsson, sem er yfir grunnnámsdeildinni, átti hæstu einkunnina fyrir og hann var búinn að grínast með ég væri að fara ná sér og að hann yrði að gefa mér lélega einkunn í e ­ inhverju prófi til að koma í veg fyrir það. Mig grun­ aði því að þetta gæti gerst. Það var samt ekki markmiðið mitt að ná hæstu einkunn. Ég vildi bara

Glúten FRÍTT

Soja FRÍTT

standa mig vel og gera eins vel og ég mögulega gat. Svo uppskar ég þetta, sem var góður ­bónus,“ segir Katrín en til að k ­ omast inn í Lögreglu­skólann þurfti hún að ­u ndirgangast ­k refjandi ­i nntökupróf, þar sem ­aðeins sextán af þeim 160 sem sóttu um komust inn.

Vildi ögra sjálfri sér

En hvað kom til að hún ákvað að fara í lögregluna? „Þegar ég var í félagsfræðinni í HÍ kviknaði áhugi minn á afbrotafræði og mig lang­ aði að læra meira af henni. En á sama tíma var ég aðeins að spá í lögguna. Ég endaði á því að sækja um í lögreglunni og í ­háskóla í Ástralíu á sama tíma. Ég var boðuð í inntökupróf í lögreglunni en var mjög spennt fyrir ­Á stralíu. Ég fékk líka smá styrk og valdi að fara út,“ segir Katrín, en hana langaði að upplifa smá ævintýri. Fara út f­y rir þæginda­rammann. Fjarlægðin heillaði hana og var ein af ­á stæðunum fyrir því að Ástralía varð fyrir valinu. „Mig langaði að ögra sjálfri mér. Maður skreppur ekkert heim yfir helgi ef maður fær heimþrá í Ástralíu, eins og hefði verið hægt hefði ég farið til Svíþjóðar. Mig langaði að standa á eigin fótum og ekki skemmdi góða veðrið fyrir.“

ENGIN AR mjólk ENG tur hne ENG IN egg

Það hefur aldrei verið auðveldara að fá börnin með sér í lið…

Nú er ekkert mál að taka inn vítamín því þau eru lostæti

Bragðgóð, skemmtileg og hressandi gúmmívítamín fyrir klára krakka

Nauðsynleg vítamín fyrir litla kroppa sem eru að stækka og þroskast frá degi til dags. Henta öllum börnum frá 3 ára aldri. Fæst í apótekum, Lyfju, Apótekið, Lyf og Heilsu, Apótekarinn, Fjararkaupum, verslunum Hagkaupa, 10-11 og Iceland Engihjalla.

balsam.is

Vildi verða mótorhjólalögga

Katrín dvaldi í þrjú ár í Ástral­ íu, en eftir að hafa lokið eins og hálfs árs námi var hún ekki alveg tilbúin að fara heim. „Ég var búin að e ­ ignast helling af vinum úti og komin með mitt líf, mig lang­ aði því ekki heim strax. Ég fór að vinna eftir að ég kláraði skólann en var aðallega í því að njóta lífs­ ins, þangað til ég fékk nógu mikla heimþrá til að koma aftur heim. Það var í maí á síðasta ári,“ segir Katrín, en þegar heim var komið sótti hún um í Lögregluskólanum. „Ég fann að ég var ennþá spennt fyrir lögreglunni og námið stóðst klárlega allar væntingar. Þetta var mjög skemmtilegt. Starfið er líka spennandi og fjölbreytt, og í raun­ inni alveg einstakt. Ég er mjög spennt fyrir því að fá að mæta vinnuna og vita ekkert í hverju ég mun lenda. Það hljómar miklu meira spennandi en að vera í 8 til 4 skrifstofuvinnu. Bróðir minn

heldur því fram að ég hafi sagt þegar ég var krakki að ég ætlaði að verða mótorhjólalögga, þannig ætli þetta hafi ekki verið draumur frá því ég var lítil,“ segir Katrín kímin.

Þrátt fyrir að vera rétt útskrifuð er Katrín búin að fá nasaþefinn af lögreglustarfinu, en námið er að hluta til starfsnám. Þá er hún með ráðningarsamning hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu út septem­ bermánuð. Hún er hins vegar á leið í starfsviðtal síðar sama dag og við hittumst og bindur vonir við að eitthvað jákvætt komi út úr því. „Ég er auðvitað ennþá að læra að vera lögreglumaður. Það eru margir sem koma inn í skólann með starfsreynslu, hafa starf­ að sem afleysingarlögreglumenn úti á landi, þannig ég er svolítill nýgræðingur stundum. En ég er alveg að elska þetta og er mjög spennt fyrir vetrinum.“ Í skólanum eru tilvonandi lög­ reglumenn undirbúnir fyrir flest það sem getur gerst í raunveruleik­ anum og Katrín segist hingað til ekki hafa lent í aðstæðum sem hafa komið sér á óvart. „Það eru auðvitað ýmis mál sem hafa komið upp í sumar, sem hafa ratað í fjöl­ miðla, þar sem ég hef tekið þátt í aðgerðum. Stundum eru þetta súr­ realískar aðstæður, akkúrat þegar hlutirnir eru að gerast, og maður finnur spennuna magnast upp. Það er alltaf smá spenna í þegar eitthvað alvarlegt er í gangi.“

Minna drama í strákunum

Katrín kann vel við sig innan um strákana í lögreglunni og yfirleitt er hún eina stelpan á vaktinni. Hún bendir þó að konum sé að fjölga í stéttinni jafnt og þétt. Í ár­ ganginum á undan henni í skólan­ um voru konur til dæmis í fyrsta skipti í meirihluta. „Það er minna drama í kring­ um strákana, svo það fínt að vinna með þeim,“ segir hún og hlær. „Ég er líka fegin að hafa ekki verið í

síðasta árgangi með tíu öðrum konum. Ég veit ekki hvernig þær komust fyrir. Við vorum bara fimm og dótið okkar tók allan klefann þegar við vorum að fara í íþróttir.“ En hvernig er það þegar á hólm­ inn er komið, eru konur í sömu verkefnum og karlar? „Konur fara í útköll til jafns við karla, en ég er alveg með augun opin fyrir því hvort það er verið að vernda mig af því ég er kona. Auðvitað vil ég ekki að það sé þannig. En það getur munað um það að vera 60 kíló eða 100 kíló þegar það kemur til átaka,“ segir Katrín sem sjálf er frekar nett. „Ég er samt drullusterk,“ segir hún og hlær. Blaðamaður efast ekki um það, enda er hún búin að fara í gegnum strembið nám í Lögregluskólan­ um, ásamt því að stunda crossfit af kappi. Þá er Katrín mjög ákveðin og kappsöm, sem hún telur ágætis­ eiginleika innan lögreglunnar, þó hún hafi stundum gert foreldrum sínum og kennurum erfitt fyrir með sterkum skoðunum sínum hér áður fyrr.

Skrýtið að fara í búninginn

Hún kann vel við sig í lögreglu­ búningnum, en viðurkennir að hafa verið mjög meðvituð um sjálfa sig fyrst þegar hún klæddist honum. „Það var mjög skrýtin tilfinning fyrst. Ég man eftir því

þegar ég stóð fyrir aftan stólinn minn í skólanum í fyrsta skipti í búningnum, þá hugsaði ég hvað ég væri búin að koma mér út í.

Það var skrýtið að vera allt í einu ­komin í búning, sérstaklega að fara út í honum í fyrsta skipti. Maður þarf að venjast því að það sé horft á mann, en ég held að ég hafi náð að venjast því ágætlega núna.“

Nýútskrifuð Katrín er spennt fyrir því að fá að vinna sem lögreglumaður og þykir starfið einstaklega heillandi. Mynd | Hari

Efaðist um ákvörðunina

Hún segir það vissulega óvenjulega leið að klára tvær háskólagráður og fara svo í nám sem á þeim tíma var ekki kennt á háskólastigi. Þær voru engu að síður tvær í útskrif­ arhópnum með meistaragráðu, hún í afbrotafræði og önnur í lög­ fræði. Sjálf telur hún að reynsla sín og menntun komi til með að nýtast sér vel í lögreglunni. Katrín segist hafa skynjað það í kringum sig, þegar hún var að hefja nám í skólanum, að sum­ um þætti þetta skrýtin ákvörðun, fyrst hún væri nú búin að hafa fyrir því að mennta sig svona mikið. Sjálf staldraði hún meira að segja aðeins við. „Ég fann það sjálf, þegar ég var að sækja um í Lögregluskólanum, að ég efaðist um þessa ákvörðun af því ég var búin að ljúka svona miklu námi. Ég viðurkenni alveg að þetta fór í gegnum hausinn á mér. En innan lögreglunnar hef bara upplifað jákvæð viðbrögð við því að ég sé búin að læra svona mikið.“ Aðspurð hvort hana langi til að starfa á ákveðnu sviði innan lögreglunnar segir hún rann­ sóknarlögregluna heillandi vett­ vang. „Maður þarf auðvitað að vinna sig upp í það. Þó ég sé með einhverjar háskólagráður þá fæ ég enga stöðu út á það. Ég verð að sýna mig og sanna.“

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Katrín Bessadóttir, katrin@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.


Mora MMIX K6 eldhústæki

21.820 kr.

Verð áður: 29.093 kr.

25% afsláttur IXX MORA aM rtæki blöndun

BLÖNDUNARTÆKJADAGAR

20% afslátt

ur

SÉR

30%

VERÐ

ur

afslátt

Mora MIXX

Mora Cera

Handlaugartæki með lyftitappa

Handlaugartæki með lyftitappa

SPRING

16.970 kr.

9.900 kr.

6.500 kr.

Verð áður: 24.243 kr.

Sturtuhaus

Verð áður: 9.337 kr.

Ath. eldri gerð

BARKI

SKINNY

EMOTION 10 sturtuhaus

handsturtuhaus

2.990 kr.

1.490 kr.

150 cm

1.390 kr.

Verð áður: 1.887 kr.

Verð áður: 1.967 kr.

Verð áður: 3.942 kr.

Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Smiðjuvegi 76

Kópavogi

Sími 414 1000

Baldursnesi 6

Akureyri

Sími 414 1050

www.tengi.is

tengi@tengi.is


…tíska kynningar

6 | amk… FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2016

Heilbrigðar og skínandi neglur með auðveldum hætti Unnið í samstarfi við Halldór Jónsson

Dekraðu við neglurnar – Nýjung frá Scholl

Velvet smooth rafknúin naglaþjöl fyrir fætur og hendur. Með rafknúnu naglaþjölinni frá

Scholl geturðu annast fingur- og táneglur þínar með auðveldum hætti. Grunnpakkinn inniheldur naglaþjölina ásamt þremur mismunandi hausum sem gefa fullkominn árangur. Hægt er að kaupa áfyllingarpakka með þremur hausum fyrir naglaþjölina.

Skref 1: Slípaðu til neglurnar

Slípaðu neglurnar þínar í þá lögun sem þú kýst. Fingurneglurnar geta verið mismunandi en mælt er með að táneglurnar séu slípaðar beinar til að forðast inngrónar neglur.

Skref 2: Pússaðu til að slétta yfirborðið

Pússaðu yfirborð naglanna; það gerir þær sléttari og undirbýr neglurnar fyrir næsta skref. Hverja nögl ætti ekki að pússa í meira en 15 sekúndur á 14 daga fresti.

Skref 3: Fægðu fyrir náttúrulega skínandi neglur

Síðasta skrefið gefur nöglunum fallegan glans á svipstundu. Þú nærð bestum árangri með því að fara létt yfir með hringlaga hreyfingu. Þetta skref má endurtaka hvenær sem er til að gera neglurnar aftur skínandi fallegar.

Nærandi naglaolía

Annastu neglurnar þínar með nýju nagla- og naglabandaolíunni okkar sem byggir á einstakri formúlu með 7 olíum (sæt möndluolía, hörfræolía, apríkósukjarnaolía, avókadóolía, arganolía, sheahnetuolía og sólblómaolía + E vítamín) sem styrkir neglur og naglabönd og eykur raka. Auðvelt er að bera olíuna á neglurnar með hefðbundna naglalakksburstanum sem fylgir með. Þú færð Scholl Velvet smooth rafknúnu naglaþjölina í Hagkaup, Krónunni og Fjarðarkaup.

Síðasta r skrefið gefu m nöglunu sá fallegan glanu. svipstund


…tíska

7 | amk… FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2016

Litríkt haust framundan Yfirhafnir í haust og vetur verða af öllum stærðum, gerðum og litum.

Þ

að kennir ýmissa grasa í tískunni í haust þegar kemur að yfirhöfnum. Við erum að tala um allt frá hefðbundnum ullarkápum upp í mynstraða feldi, bæði gervi og ekta. Bomber jakkarnir sem hafa verið heitir halda sínu striki og munu klárlega sjást mikið fram eftir hausti. En þegar fer að kólna af alvöru er kannski betra að fara í hlýja kápu eða úlpu. Að minnsta kosti skella á sig þykkum trefli. Yfirhafnirnar eru ekki bara af öllum stærðum og gerðum heldur virðast litir vera töluvert áberandi. Bæði ljósir litir, sem og dekkri og meira áberandi. Það er því um að gera fyrir þá sem eru vanir að fara í svart á veturna að lífga aðeins upp á skammdegið með litríkri yfirhöfn. Fara aðeins út fyrir þægindarammann. Það er nefnilega svo gaman að klæðast litum.

Margt í boði Litríkar yfirhafnir verða áberandi vetur.

Frábær verð, Góð þjónusta & Mikið úrval

KJÓLAR KR 2.990

Loksins komnar aftur

JAKKI KR 12.900

*leggings háar í afsláttur Loksins Loksins 20% mittinu af öllum vörum komnar aftur komnar aftur

SKÓR KR 8.990

17. júníháar í *leggings háar til í *leggings mittinu mittinu

kr. 5500.

SKÓR KR 1.990 KJÓLL KR 9.990

kr. 5500.

Túnika kr. 3000 Frábær verð, smart vörur,

kr.góð5500 . þjónusta

Frábær verð, smart vörur, Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta góð þjónusta 280cm

Kósí og töff „Oversized“ ullarkápur voru vinsælar í fyrra og þær snúa aftur í haust. Það er fátt notalegra í vetrarkuldanum en að geta sveipað um sig svona kósí yfirhöfn sem skýlir fyrir veðri og vindum.

Rautt og vatnshelt Haustin á Íslandi geta verið ansi blaut og þá er gott að eiga vatnshelda flík sem samt er töff. Hárauð kápa sem hrindir frá sér vatni er fyrir þær sem þora að vera svolítið áberandi.

98cm

Bláu húsin · S. 588 4499 ∙ Opið mán.Tökum upp nýjar vörur daglegafös Tökum upp nýjarFaxafeni vörur daglega

húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499Bláu ∙ Opið mán.fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

NÝ SENDING AF ÚLPUM Í STÆRÐUM 14-28

Pantaðu á www.curvy.is eða kíktu við í verslun okkar að Fákafeni 9 Opið Alla virka daga frá kl. 11-18 og Laugardaga frá kl. 11-16 SKOÐAÐU ÚRVALIÐ EÐA PANTAÐU Á WWW.CURVY.IS Afgreiðslutímar í verslun okkar að Fákafeni 9 Alla virka daga frá kl.11-18 Laugardaga frá kl. 11-16

Tökum upp nýjar v

Fákafeni 9, 108 RVK Sími 581-1552 | www.curvy.is


…heilsa

8 | amk… FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2016

Komdu svefninum í lag eftir sumarfríið Það getur verið erfitt að koma svefninum í réttar skorður eftir sumarfrí, en best er að gera það í litlum skrefum. Nú er sumarfríinu lokið hjá flestum og skólarnir byrjaðir aftur. Dagarnir eru farnir að styttast og það er farið að dimma á kvöldin. Margir eru samt eflaust enn að glíma við að koma svefninum í réttar skorður eftir sumarið, bæði hjá sér sjálfum og börnunum, því frjálsræðið er oft meira á sumrin. Þetta gerist yfirleitt ekki á einni nóttu og best er að færa svefninn fram um ákveðinn tíma á hverju kvöldi þangað til hann kemst í réttar skorður.

Færið svefninn rólega

Fyrsta skrefið er að taka ákvörðun um ákveðinn háttatíma sem tekur mið af aldri barnanna, en mikilvægt er að þau fái nægan svefn svo þeim líði vel yfir daginn. Ef þið foreldrarnir ákveðið að barnið eigi að fara í rúmið klukkan 19 þá þarf að færa sumarháttatímann hægt og rólega fram. Segjum að oftast hafi verið farið í háttinn um 20 yfir sumartímann, þá er fínt að færa tímann fram um korter á hverju kvöldi, þangað til nýja tímanum er náð.

Komið ró á heimilislífið

Gott er að reyna að koma ró á heimilislífið strax eftir kvöldmat. Dimma ljósin aðeins ef hægt er, sem getur reyndar verið erfitt hér á landi vegna þess hve bjart er lengi frameftir á haustin. En þá er um að gera að draga gardínur fyrir gluggana til að fá smá rökkur.

Reynið að fá börnin í rólega leiki og ekki leyfa þeim að vera í tölvum eða horfa á sjónvarp þegar minna en klukkutími er í háttatíma.

Klukka í hvert herbergi

Til að gera börnin meðvitaðri um háttatímann er gott að hafa stafrænar klukkur í öllum herbergjum. Þau vita að háttatími er klukkan 19:00, þó betra sé að hafa klukkurnar þannig að þau sýni AM og PM tíma. Þá sýnir klukkan 7:00. Það er auðveldara fyrir yngri börnin að læra það. Fyrir börn sem eru ekki alveg með tölustafina á hreinu getur verið gott að líma yfir :00 og skrifa 7 á límmiðann. Þá vita börnin að þegar tölustafirnir eru eins þá er kominn háttatími.

Hnitmiðuð rútína

Best er að hafa rútínuna fyrir svefninn frekar stutta og hnitmiðaða. Hjá yngstu börnunum ætti þessi rútína ekki að taka lengri tíma en korter. Að hafa fasta rútínu á því sem þarf að gera fyrir svefninn minnkar líkur á að kvíða bæði hjá börnum og fullorðnum. Þá vita allir hvaða skref er næst og minni hætta er á því að börnin geri uppreisn eða reyni að draga háttatímann á langinn.

Koma sér saman um reglur

Mikilvægt er allir fullorðnir sem koma að uppeldi barnsins komi sér saman um reglur og rútínu, sérstaklega ef um einhver svefnvandamál er að ræða. Staðfesta er lykilinn að því að laga eða koma í veg fyrir svefnvandamál og því

Gott að sofa Það er fátt leiðinlegra en að standa í baráttu við börnin á hverju kvöldi um að koma sér í rúmið.

verða allir þeir sem koma að uppeldinu að vera sáttir og sammála um það sem gera skal.

Verðlaun fyrir góða hegðun

Ef um einhvers konar svefnvandamál er að ræða eða ef barnið á erfitt með að fara eftir settum reglum varðandi háttatíma og rútínu fyrir svefninn, getur verið sniðugt

Ljúffengur drykkur undir mjúkum tónum Ljúf miðnæturstemning á Matarkjallaranum. Unnið í samstarfi við Matarkjallarann

V

ið erum með góðan, heiðarlegan íslenskan mat, án tilgerðar,“ segir Valtýr Bergmann, einn eigenda Matarkjallarans, sem opnaði í vor í einu sögufrægasta húsi miðbæjarins, Aðalstræti 2, sem byggt var fyrir 160 árum og tilheyrir hinni svokölluðu Ingólfsnaust. Um helgina mun Matarkjallarinn færa út kvíarnar og djassa staðinn verulega upp um helgar. „Klukkan 11 á föstudags- og laugardagskvöldum breytist staðurinn nú í kokteilkúbb þar sem áhersla verður lögð á þægilega stemningu með lifandi tónlist og góðum ferskum kokteilum,“ segir Valtýr og bætir við viðtökurnar hafi verið frábærar frá opnun, bæði við mat og drykk, og von sé á að kvöldstuðið um helgar muni falla í kramið hjá unnendum ljúfrar tónlistar og ljúffengra drykkja. „Við erum hér með dýrindis Bösendorf flygil sem var smíðaður 1880 í Austurríki, sögufrægasta flygil á Íslandi. Við erum með lifandi tónlist á kvöldin öll kvöld vikunnar. Pálmi Sigurhjartar og Kalli Olgeirs hafa mikið verið hjá okkur og svo tveir ungir hæfileikaríkir strákar, Steindór Dan Jensen og Guðmundur Reynir Gunnarsson.“ Kokteilarnir eru ekki af verri endanum enda verðlaunabarþjónn, Leó Ólafsson, sem stendur vaktina ásamt fríðu föruneyti. Kokteilarnir eru bæði sígildir og framúrstefnulegir í bland. „Við

Valtýr Bergmann Matarkjallarinn breytist í djassklúbb um helgar þar sem hægt er að njóta tónlistar og góðra drykkja í þægilegu umhverfi. Mynd | Hari

erum með „Back to basics“ kokteila sem eru klassískir kokteilar með nýju „tvisti“, aðeins búið að „djassa“ þá upp og gera þá ferskari,“ segir Valtýr. Einnig eru verðlaunakokteilar á drykkjarseðlinum, meðal annars Birkidropinn hans Leós sem sigraði í kokteilakeppni fyrr nokkrum misserum og var það sú fyrsta sem hann tók þátt í. Náttúrutalent þar á ferð í kokteilagerð.

„Slagorðið okkar er matur fyrir líkamann, tónlist fyrir sálina. Fólk getur komið og fengið sér drykk og talað saman án þess að verða raddlaust. Það verður róleg en góð stemning í ætt við amerískan píanóbar.“ Í kvöld verður opnunar­partí frá klukkan 23, djasstríó, ásamt píanóleikara og jafnvel söngkonu, spilar ljúfa tóna inn í nóttina.

að koma upp límmiða/umbunakerfi. Mikilvægt er samt að taka bara eina reglu fyrir í einu. Ef vandamálin eru mörg er ekki vænlegt til árangurs að ætla sér að takast á við þau öll á sama tíma. Búðu til töflu eða dagatal sem hengt er upp á vegg og fáðu endilega barnið til að hjálpa þér að skreyta það. Svo þarf að kaupa límmiða

og lítil verðlaun sem barnið fær fyrir að standa sig vel. Ef barnið stendur sig vel þá fær það límmiða að morgni og að velja sér þau verðlaun sem standa til boða hverju sinni. Sýnt hefur verið fram á að svona hentar mörgum börnum til takast á við hegðunarvandamál þegar kemur að háttatíma og svefni.


…heilsa kynningar

9 | amk… FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2016

Free Flex – nýtt fyrir liðina Free Flex frá Mezina er nýtt á íslenskum markaði og ekki óskylt Nutrilenk Gold liðbætiefninu sem flestir kannast við. Free Flex inniheldur náttúrulegu efnin engifer, kúrkúmin og chondroitin.

Unnið í samstarfi við Artasan

Gegn verkjum og bólgum

bólgum. Saman hafa þessi efni Free Flex inniheldur mikið magn mjög góð áhrif á liðina. jög margir þjást vegna af engifer og túrmerik en eymsla og stirðleika í þessar rætur hafa lengi Byggingarefni liðum og jafnvel verkja. verði notaðar innan Chondroitin er eitt Orsakavaldarnir eru óhefðbundinna læknaðal byggingarin it ro d Chon margvíslegir og er t.d. algengt að inga og eru mikið efni brjósks, sina l a ð fólk sem hefur hreyft sig mikið notaðar í hinum indog beina. Liðer eitt a gegnum tíðina finni fyrir eymslum versku Ayurvedaverkir orsakast gingarefni g y b í liðum vegna álags. Hjá sumum -fræðumvið verkjoftast af rýrnun a in s , brjósks er það mataræðið sem spilar um og bólgum í brjóskvefnum . inn í og svo verðum við vegna meiðsla, og eru einkennin og beina víst að sætta okkslits, tognm.a. brak í liðamótur við það að með unar og fleira. um þegar risið er upp, Free Flex hækkandi aldri, Kúrkúmín, sem stirðleiki eða sársauki þegar dregur úr liðleika er virka efnið í gengið er niður í móti. Í Free Flex inniheldur og brjóskeyðing túrmerik, hefur er þetta efni að finna sem, ásamt n g a m ið ik m verður algengari. einstök andoxunöðrum völdum efnum, hjálpar til g Sykurneysla aráhrif, verndar við að halda liðunum okkar heilaf engifer o hefur sérlega slæm liðina, minnkar magn brigðum. túrmerik. áhrif á liðina og eins histamíns og eykAthugið að ekki er mælt með getur lágt hlutfall af ur náttúrulega framþví að ófrískar konur eða með Omega-3 fitusýrum haft leiðslu kortisóns sem hefur barn á brjósti taki blönduna og mikil áhrif þar á. Rétt mataræði bólgueyðandi áhrif. Engifer er þeir sem eru á blóðþynnandi og góð bætiefni eins og Free Flex blóðþynnandi, mjög gott fyrlyfjum. geta þá hjálpað mikið. ir blóðflæðið og einnig er það bjúglosandi og getur dregið úr

M

T T NÝ

Free Flex inniheldur: • Kúrkúmín – bólgueyðandi og gott fyrir liði og vöðva. • Engifer – hjálpar til við að halda liðunum „smurðum“. • Chondroitin – er í öllum brjóskvef hjá mönnum og dýrum. • C-vítamín – stuðlar að eðlilegri myndun kollagens sem er mikilvægt fyrir heilbrigt brjósk. • D-vítamín – fyrir heilbrigð bein og bandvef. • Kopar – varðveitir heilbrigðan bandvef. • Mangan – stuðlar að eðlilegri myndun bandvefs og viðhaldi heilbrigðra beina.

Sölustaðir: Fræið Fjarðarkaupum, Hagkaup, Iceland og valin apótek

Sykurneysla hefur sérlega slæm áhrif á liðina og eins getur lágt hlutfall af Omega-3 fitusýrum haft mikil áhrif þar á.

Hrönn Hjálmarsdóttir Heilsumarkþjálfi

GEL

Ertu með auma vöðva eða stirða liði ? ........................................................................................... Nýja náttúrulega gelið frá Nutrilenk getur hjálpað þér! PRENTUN.IS

Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana


…heilsa kynningar

TM

OMEGA-3 OLÍUR ÖFLUGRI EN HEFÐBUNDNAR Calamari Gold inniheldur einstaklega mikið af Omega-3 (DHA): • 5 x meira af omega-3 (DHA) en þorskalýsi • 3 x meira af omega-3 (DHA) en fiskiolía

Rannsóknir sýna að Omega-3 olía: • • • •

Stuðlar að heilbrigðari heilastarfsemi Bætir minni og einbeitingu Vinnur gegn elliglöpum Er nauðsynleg fyrir eðlilegan þroska og starfsemi líkamans Útsölustaðir: Fæst í öllum helstu apótekum, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaupum, Heimkaup.is og Heilsutorgi Blómavals www.balsam.is

Bioglan Calamari Healthy May V4.indd 1

23/05/2014 16:23

Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

www.birkiaska.is

Evonia Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk.

Finnur þú fyrir orku- og einbeitingarleysi? Ofurfæða úr hafinu sem eykur orku, einbeitingu og jafnvægi. jarðar og býr þar með til aðstæður fyrir nánast allt líf á jörðinni. arine, frá Natural Þar sem svifþörungurinn finnst, Health Labs, er talin þrífst alltaf líf. Phytoplankton ein hreinasta næring markar upphafið í fæðukeðju sem völ er á, samhafsins þar sem lítil áturkíli sem kvæmt David Wolfe, heilsusérborða svifþörunginn eru étin af fræðingi og rithöfundi. Marine stærri fiskum sem eru síðan étnir er öflug blanda af sjávar- og af enn stærri fiskum og alla leið ferskvatnsþörungum sem eykur upp í steypireyði sem halda góðri orku, úthald og einbeitingu auk heilsu hátt í 150 ára aldur. Þannig þess sem það kemur aukið jafnmá líta á Phytoplankton sem eina vægi á líkama og sál. hreinustu næringu sem fyrirfinnst á jörðinni. Eykur orku og bætir líðan Spirulína er unnið úr Marine er öflug blanda þriggja ferskvatns blágrænþörungum þörunga, Phytoplankton, og er sérstaklega næringarrík. Spirulina og Chlorella, og sameinÞörungurinn inniheldur yfir 100 ar allar bestu heilsubætandi eiglífræn næringarefni, sérstakinleika þörunganna. Phytoplanktlega mikið magn próteina, lífson og Spirulina næra frumur nauðsynlegra fitusýra og annara líkamans, margfalda orku, næringarefna. Einnig er jafna ph gildi líkamans, Spirulína rík af SOD, skerpa heilastarfsemi, sem er eitt mikilvægminni og einbeitingu. asta varnarensarine er M Chlorella er sérstakím líkamans. a d n la b g u fl ö lega hreinsandi og Þörungur, a g n þriggja þörukton, losar líkamann við inn er talinn ýmis auka- og eitstyrkja Phytoplan og urefni. varnir Spírulina . Þörungarnir innilíkamans Chlorella halda Glycogen sem gegn ýmsum er uppspretta líkamans bakteríum, á skammtíma- og langtímaauk þess að orku og auðveldar þess vegna vera öflug vörn gegn líkamanum að fylla á orkubirgðir flensu, kvefpestum sínar. Þeir styrkja varnir líkamog streitu. ans gegn ýmsum vírusum og Chlorella er grænn bakteríum og eru því öflug vörn ferskvatnsþörungur gegn flensu og kvefpestum. Þörsem inniheldur mikungarnir örva meltingu og flýta ið af B-12 vítamíni, fyrir losun eiturefna úr líkamanlífsnauðsynlegar um. Hátt hlutfall af GLA kvöldrós- amínósýrur, steinar-fitusýrum styrkir taugakerfið, efni, beta karótín, dregur úr streitu og reynist vel járn, kalk, selen og gegn athyglisbresti. Einbeiting zink. Chlorella hjálpeflist og efni dregur úr ofvirkni ar til við að hreinsa og pirringi. Eins eru þörungarnir líkamann af eiturefnmjög hreinsandi fyrir líkamann. um og hreinsa lifrina. Þörungarnir innihalda einnig Hún er einnig talin Chlorophyll sem er blaðgræna og vera bakteríudrepeykur súrefnismettun í blóðinu og andi, örva brennslu, fólk verður hressari en ella, vellíð- styrkja ristilflóru, an eykst og dregur úr sætindalækka kólesteról og þörf það er jafnvægi kemst á vinna gegn öldrun. blóðsykurinn. Phytoplankton er oft kallaður gimsteinn hafsins. Sjávarþörungurinn framleiðir um 50% - 70% af súrefni Unnið í samstarfi við Balsam

M

Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.

www.birkiaska.is

Bodyflex Strong

Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.

www.birkiaska.is

Colonic Plus Kehonpuhdistaja

Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann.

www.birkiaska.is

10 | amk… FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2016

Vissir þú að.. „Marine er talin vera ein næringarríkasta ofurfæða jarðar, samkvæmt David Wolfe heilsusérfræðingi.“

„Marine hefur áhrif á orkustigið yfir daginn, ég finn aukna orku. Ég er meira vakandi og einbeitingin er betri. Svo áttaði ég mig á því fyrir nokkrum dögum að þessi kaffiþörf, sem blossar oft upp um tvöleytið, er ekki lengur til staðar, ég hef ekki verið að fá mér kaffi seinnipartinn í vinnunni sem ég gerði alltaf áður. Annað sem hefur skipt mig máli með þessa vöru er að hún er 100% náttúruleg og vegan. Í svona vörum er gjarnan gelatín í hylkjunum og það er oft unnið úr svínaafurðum. Ég tek ekki mikið af bætiefnum en þetta er alltaf það fyrsta sem ég kanna. Mér finnst líka mikill kostur að Marine er ríkt af B-vítamíni sem skiptir mig máli sem grænmetisætu.“ Lína Petra Þórarinsdóttir

Fyrir hverja er Marine?

Fullorðna, unglinga, börn á öllum aldri, barnshafandi konur og konur með barn á brjósti. Einnig fyrir íþróttafólk, skólafólk og alla sem eru undir miklu álagi. Lífræn uppbygging næringarefnanna er í fullkomnu jafnvægi og samræmi við starfsemi líkamans og er því ákjósanleg fyrir alla fjölskylduna. Ráðlagður dagskammtur er eitt hylki á dag. Marine er fáanlegt í öllum helstu apótekum landsins, Hagkaupum, Fjarðarkaupum, Heilsuveri, Heilsutorgi Blómavals, Orkusetrinu, Heilsulausn.is og á Heimkaup.is.

Vissir þú að.. „Marine er mögulega mikilvægasta lífvera jarðar samkvæmt NASA.“

Vissir þú að mannslíkaminn á auðveldara með upptöku næringarefna úr þörungunum en nokkurri annarri fæðu?


…heilsa kynningar

11 | amk… FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2016

Fann kraftinn aftur með Amínó 100% „Amínó 100% bjargaði mér alveg í sumar,“ segir Hartmann Kr. Guðmundsson. Unnið í samstarfi við Icecare

É

g stunda hjólreiðar af krafti til heilsubótar og ánægju og hjóla 150-200 kílómetra á viku. Þetta hefur verið áhugamál og ástríða hjá mér síðustu þrjú árin. Snemma í sumar upplifði ég mikla þreytu og leiða og þegar ég hjólaði var ég lúinn og hálf kraftlaus. Þá fór ég að taka Amínó 100%, þrjú hylki tvisvar á dag. Þremur dögum seinna fór mér að líða betur, var kraftmeiri og hjólagleðin fór að koma aftur,“ segir hann. „Upp frá þessu breyttist staðan töluvert hjá mér, ég hef verið fullur af krafti, tekið þátt í mörgum reiðhjólakeppnum og bætt tíma minn í þeim öllum, frá því í fyrra. Ég mæli því hiklaust með Amínó 100% fyrir þá sem eru í álagsíþróttum og mun svo sannarlega halda áfram að taka þetta. Annað sem ég tók eftir. Þegar álagið er mikið hættir mér alltaf til að fá vöðvakrampa í fæturna. Eftir að ég fór að taka Amínó 100% hafa kramparnir minnkað töluvert, þrátt fyrir aukið álag.“

Var lúinn og kraftlaus Hartmann K. Guðmundsson fann kraftinn aftur þegar hann fór að taka Amínó 100% í sumar og gat í kjölfarið stundað hjólreiðar af krafti á ný. Mynd | Rut

„Eftir að ég fór að taka Amínó 100% hafa kramparnir minnkað töluvert, þrátt fyrir aukið álag.“

Elskaðu. Lifðu. Njóttu. Femarelle vörulínan Unnið í samstarfi við Icecare

F

Einstakir eiginleikar Femarelle Unstoppable.

emarelle er náttúruFjölmargar rannsóknir hafa sýnt leg lausn fyrir konur á að einkaleyfisvarða innihaldsbreytingaaldri. Það slær á efnið DT56a stuðlar að jafnvægi einkenni tíðahvarfa og hef- kvenna á vissu aldurskeiði. ur hjálpað mörgum konum. Nú eru Kalk og D3 vítamín verða að 2 nýjar Femarelle vörur komnar á vera til staðar í líkamanum til að markað. viðhalda styrk beina hjá konum Femarelle Rejuvenate innieftir tíðahvörf. Samspil þessara heldur B2 vítamín og Bíótín (B7) beinmyndandi efna og nauð­ sem stuðlar að viðhaldi eðlisynlegra næringaefna gerir okkur legs hárs og húðar, eðlilegum kleift að lækka kalkmagnið. Þar orkugæfum efnaskipt- um ásamt með minnka líkur á of­skömmtun eðli­legrar sálfræðilegr- ar starfsem hefur neikvæð áhrif á semi og minni þreytu og slen. ­líkamann. Einnig hefur það sýnt Sam­setningin hentar best til að sig að DT56a minnkar leggangamæta þörfum kvenna 40 ára þurrk og B2 og B7 vítamín eiga og eldri. Femarelle Rejuvenate bæði þátt í að viðhalda slím­ hjálpar ­konum á aldrinum 40+ að myndun í leg­göngum sem og að vera þær sjálfar á ný. Einstakir minnka þreytu og slen. eiginleikar Femarelle Reju­Sam­setning þessara venate. efna er ­hentug Femarelle lausn fyrir konum 2 Rejuvenate hjálp60 ára og eldri. ru e ú N ar konum á ­aldrinum Femarelle e ll e r a m e nýjar F nar á Unstoppable 40+ að vera þær sjálfar á ný. hjálpar konvörur kom . um á aldrinum markað Af hverju höfum við 60+ að viðhalda bætt B6 í Femaelle kraftmiklum lífsstíl blönduna? þegar árin færast yfir. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að einkaleyfisvarða inniFemarelle vörurnar fást í haldsefnið DT56a stuðlar að apótekum, heilsubúðum og jafnvægi kvenna á vissu aldurheilsuhillum stórmarkaða um skeiði. Þegar því er náð magnland allt og í vefverslun Icecare, ar B6 vítamínið þau áhrif sem www.icecare.is. Femarelle Recharge hefur og hafa rannsóknir sýnt að B6 stuðlar að hormóna­jafnvægi, eðlilegum orkugæfum efna­skiptum, eðlilegrar sálfræðilegrar starfsemi og minni þreytu og slen. Femarelle Recharge hjálpar konum á aldrinum 50+ að taka stjórnina á einkennum tíðahvarfa með hjálp hörfræa á öruggan og áhrifaríkan hátt.

NÝTT

NÝTT

40+ Fyrir tíðahvörf Femarelle Rejuvenate

50+ Tíðahvörf Femarelle Recharge

60+ Eftir tíðahvörf Femarelle Unstoppable

Elskaðu árin eftir fertugt og vertu þú sjálf á ný. Fyrir: • Óreglulegar blæðingar. • Þurrkur og minni teygjanleiki húðar. • Minnkandi orka og aukin þreyta. • Skapsveiflur. • Aukin fyrirtíðaspenna. • Andlegt ójafnvægi. Eftir: • Minnkar skapsveiflur. • Stuðlar að reglulegum svefn. • Eykur orku. • Eykur teygjanleika húðar. • Viðheldur eðlilegu hári.

Lifðu til fulls eftir fimmtugt og taktu stjórn á líkamanum. Fyrir: • Hitakóf. • Nætursviti. • Óreglulegur svefn. • Slen. • Minni kynhvöt. • Skapsveiflur. • Andlegt ójafnvægi. Eftir: • Slær hratt á einkenni ( hitakóf og nætursviti minnkar og jafnvel hverfur innan mánaðar frá því að notkun hefst). • Stuðlar að reglulegum svefn. • Eykur orku. • Eykur kynhvöt. • Hefur engin áhrif á vef í brjóstum eða legi.

Njóttu áranna eftir sextugt og sigraðu framtíðina. Fyrir: • Beinþéttni. • Leggangaþurrkur. • Ójafnvægi í slímhúð llegganga og þvagrás. • Andlegt ójafnvægi. Eftir: • Inniheldur kalsíum og D3 vítamín sem eru nauðsynleg til að styrkja bein að innan. • Stuðlar að heilbrigðri slímhúð leggangna. • Eykur liðleika. • Stuðlar að reglulegum svefn. • Eykur orku sem stuðlar að sálfræðilegu jafnvægi.

„Regla komst á tíðarhringinn og ég er öll í betra jafnvægi.“

„Ég er í mun betra jafnvægi og mæli heilshugar með Femarelle.“

„Femarelle hefur gert mikið fyrir mig, ég hef mun meiri orku.“

Selma Björk Grétarsdóttir

Soffía Káradóttir

Eva Ólöf Hjaltadóttir


…námskeið

12 | amk… FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2016

Lissuskyrtur, orkering og ­endurvinnsla Heimilisiðnaðarfélagið heldur hefðum á lofti.

Fyrir áhugafólk um vín Námskeið Vínskólans eru almenns eðlis og á aðgengilegum nótum.

Listin að smakka vín Fjölbreytt námskeið í boði hjá Vínskólanum. Haustönn Vínskólans er að ­hefjast og boðið er upp á fjölbreytt námskeið að vanda, eins og Vín frá Rioja eða Rón-dalnum, Vín og matur frá Chile, Ítalíu eða ­Frakklandi, að ótöldu sígilda námskeiðinu um Listina að smakka. Í haust verður einnig þriggja námskeiða syrpa þar sem farið verður vandlega yfir öll þrep vínframleiðslu, frá ekrunni í glasið og endað í að skoða hvernig vín og matur virka saman.

Námskeiðin eru opin öllum þeim sem hafa áhuga á að fræðast um vín og vínmenningu. Flest námskeiðin eru almenns eðlis og reynt verður að halda þeim á ­aðgengilegum nótum. Námskeiðin eru haldin í Fógeta­ stofu á Hótel Reykjavík Centrum í Aðalstræti. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um námskeiðin á heimasíðu Vínskólans: vinskolinn.is.

Heimilisiðnaðarfélagið á hrós skilið fyrir að haldi í heiðri aðferðum og hefðum sem annars myndu mögulega tapast í menningu okkar. Í vetur er boðið upp á fjölda námskeiða þar sem téðri menningu og handverki á undanhaldi er gert hátt undir höfði. Meðal þessara námskeið er til dæmis kennsla í lissum en lissuskyrtur eru gjarnan hluti af þjóðbúningi kvenna. Lissur eru blóma- eða hringmynstur sem prýðir skyrtuna á ermum og hálsmáli. Vitanlega er hægt að sækja saumanámskeið á heilum þjóðbúningi, öðrum hluta hans eða fá hjálp við ákveðinn hluta verksins. Útsaumsnámskeið eru vitanlega á sínum stað; orkering, knipl, bródering og skals útsaumur, svo eitthvað sé nefnt og ekki má gleyma hekli og prjóni. Einnig verða ýmis námskeið þar sem kennt er að nýta ýmsa hluti til handverks sem annars enda í

ruslinu. Þar má nefna örnámskeið í fléttun kaffipoka þar sem skáfléttun með lengjum úr endurnýttum kaffipokum er kennd. Einnig verða haldin örnámskeið í gerð taupoka, hvernig hægt er að nýta gamlar gallabuxur í alls konar verkefni og

hvernig má nýta alls kyns efnivið í að búa til eigin snyrti- eða pennaveski. Að lokum má nefna námskeið í hverskyns jólahandverki; harðangri og klaustri þannig að hægt sé að sauma dýrindis dúk á jólaborðið og kniplaða smáhluti til skrauts.

Prufutímar Boðið er upp á tvær fríar prufuvikur frá 5. september.

Dans fyrir alla Ekki þarf að mæta með dansfélaga í Háskóladansinn.

Háskóladansinn býður upp á fjölbreytt og skemmtileg dansnámskeið og hefst haustönnin mánudaginn 5. september með tveimur fríum prufuvikum. Þeir sem hafa áhuga á að læra West Coast Swing, Blues, Salsa, Swing & Rock'N'Roll, Boogie Woogie og Lindy Hop geta prófað að mæta í tíma án nokkurar skuldbindingar, og ef vel líkar, skráð sig til leiks. Háskóladansinn er fyrir alla, ekki bara háskólanema og danskunnátta er ekki nauðsynlegt. Ekki þarf að mæta með dansfélaga því í paratímum er reglulega skipt um félaga og allir fá tækifæri til að dansa.

Dans er góður valkostur fyrir þá sem langar að hreyfa sig en nenna ekki að fara í hefðbundnar líkamsræktarstöðvar. Dansinn er líka tilvalinn vettvangur til að kynnast nýju fólki og því þarf enginn að vera feiminn við að mæta án dansfélaga. Best er að mæta í þægilegum og léttum klæðnaði sem þú getur hugsað þér að dansa í, og þægilegum íþróttaskóm eða flatbotna skóm. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Háskóladansinn á facebook-síðu og heimasíðu dansskólans: haskoladansinn.is.


…námskeið

13 | amk… FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2016

Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði Námskeið á haustönn 2016 Hefjast frá 14. september!

Bólstraðu þinn ­eigin stól Tækniskólinn býður upp á byrjendanámskeið í bólstrun. Það eru margir sem eiga gamlan stól í geymslunni sem þá dreymir um að láta gera upp og nota sem stofustáss. En hvers vegna ekki að gera það bara sjálf/ur? Í Tækniskólanum er til dæmis boðið upp á námskeið í bólstrun fyrir byrjendur, þar sem þátttakendur koma með stól að heiman til að bólstra. Hægt er að koma borðstofustól, eldhússtól eða minni stól, eða jafnvel mótorhjólasæti. Æskilegt er að stóllinn sé af viðráðanlegri stærð

þar sem um byrjunarnámskeið er að ræða. Námskeiðið kostar 39 þúsund krónur og öll tæki eru á staðnum fyrir þátttakendur. Innifalið er kontaktlím í spreyjum fyrir svamp og áklæði og hefti í heftibyssur, en þátttakendur þurfa að kaupa bólur, áklæði, fóður og svamp. Þátttakendur geta geymt stólana í skólanum á milli tíma. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um námskeiðið á vef Tækniskólans: tskoli.is og þar fer skráning einnig fram.

Á námskeiðinu er farið í eftirfarandi þætti: Nýtingu efnis úr efnisstranga og val á efni

Að strekkja og hefta áklæði

Undirvinnu og frágang fyrir og eftir klæðningu

Að klæða hnappa (tölur)

Að sníða áklæði og skera svamp

Að handsauma áklæði

• TUNGUMÁL Enska Danska Franska Ítalska Kínverska Norska Spænska Sænska Þýska • ÍSLENSKA SEM ANNAÐ TUNGUMÁL Icelandic as a second language • TÓNLIST Gítarnámskeið fyrir börn Þjóðlagagítar Rafgítar Rafbassi Hljómborð fyrir börn og fullorðna Harmonikka Trommur og slagverk • FJARNÁM Í SAMSTARFI VIÐ HÁSKÓLANN Á AKUREYRI • DAGFORELDRANÁMSKEIÐ Nánari upplýsingar í síma 585-5860 og einnig er fyrirspurnum svarað á nhms@hafnarfjordur.is Innritun á heimasíðu skólans www.nhms.is

Að handsauma snúrur

100 DAGAR

Leiðin að betri lífsstíl 100 daga lífsstílsáskorun hefst mánudaginn 5. september. Mælingar á 2 vikna fresti, ráðleggingar um mataræði (matardagbækur) og þrír fyrirlestrar. Leiðsögn í sal og persónuleg aðstoð. Verð: 99.900 kr. Innifalið: Aðgangur að Spa, handklæði við komu, herðanudd í heitum pottum.

Tímar kl. 17.30 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.

Þjálfarar: Patrick Chiarolanzio, Agnes Þóra Árnadóttir og Guðbjartur Ólafsson

Skráning og nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090. Hilton Reykjavik Spa – Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík


…námskeið kynningar

14 | amk… FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2016

Hús fullt af heilbrigðu lífi

Í Sparkhöllinni í Kópavogi eru fjórir frábærir knattspyrnuvellir til leigu, hvort sem er fyrir íþróttafélög, vinahópa eða barnaafmæli. Í sama húsi er einnig Mudo Gym, þar sem meðal annars er kennt Taekwondo, sem og Plié Dans og Heilsa. Unnið í samstarfi við Sparkhöllina

V

ið erum mjög ánægð með viðtökurnar og þetta hefur farið vel af stað,“ segir Þórunn Kristín Snorradóttir, rekstrarstjóri Sparkhallarinnar í Kópavogi. Sparkhöllin var opnuð í lok síðasta árs með veglegu knattspyrnumóti og í vor voru salir hallarinnar mikið nýttir af meistaraflokkum og bumbuboltahópum. Þessir fyrstu mánuðir hafa verið nýttir til reynslu og til að fínpússa starfsemina þannig að nú í haust fer allt á fullt. Bæði í knattspyrnusölunum, í Mudo Gym og Plié Dans og Heilsu sem nýverið flutti starfsemi sína í húsið.

Fjölbreytt fótboltastarf í Sparkhöllinni

Í Sparkhöllinni eru fjórir glænýir, hágæða battavellir. Vellirnir eru misstórir og henta bæði íþróttafélögum sem og hópum. „Það er frábært fyrir íþróttafélögin að koma hingað þegar illa viðrar. Ég tala nú ekki um þegar litlu krakkarnir eru látnir hita upp með því að ýta snjónum af grasinu. Þau félög sem hafa æft hérna hafa verið mjög ánægð enda er þetta frábært gras sem hannað er sérstaklega fyrir battavelli og þolir mikið álag og snúninga. En svo fáum við mikið af fyrirtækjum sem vilja til dæmis nýta hádegið. Þessir hörðustu mæta á morgnana og spila. Þeir geta þá farið að skokka eftir vinnu,“ segir Þórunn. Á kvöldin er algengt að vinahópar leigi sér völl og spili fótbolta og þá skemmir eflaust ekki fyrir að hægt er að horfa á boltann í beinni á skjávarpa þar sem hægt verður að fá sér einn kaldan yfir leik. Eins er hægt að leigja völl fyrir yngri hópa, til að mynda fyrir afmælisveislur, og þá er hægt að kaupa pítsur og afmælisköku með. „Á morgnana er knattspyrnuakademían okkar rekin í húsinu en hún er ætluð stelpum og strákum á aldrinum 10-16 ára. Í Akademíunni er lögð áhersla á gæði þjálfunar, styrktarþjálfun, snerpu- og liðleikaæfingar. Þar er einblínt á hvern einstakling fyrir sig og unnið í veikleikum og með styrkleika allra á mismunandi hátt. Hvert námskeið stendur í fjórar vikur og hefst þann 12. september. Þjálfarar okkar eru Ólafur Páll Snorrason, aðstoðarþjálfari meistaraflokks kk. Fjölnis, Eiður Ben Eiríksson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fylki, Stefán Logi Magnússon, markvörður mfl. KR og Hans Sævarsson, þjálfari 2. flokks karla hjá FH.“ Þá er algengt að einkaþjálfarar úr öllum áttum leigi aðstöðu í Sparkhöllinni, enda hentar höllin frábærlega fyrir alls kyns þjálfun.

Líf og fjör í Mudo Gym

En það er fleira en fótbolti í Sparkhöllinni. Mudo Gym opnaði þar snemma árs og hefur sú stöð slegið í gegn. „Við náðum alveg ótrúlega góðu starti og erum gríðarlega ánægð með viðtökurnar sem við fengum. Við erum aðallega með Taekwondo en líka ýmsa styrktar- og þolþjálfun. Þetta eru alvöru æfingar fyrir venjulegt fólk. Svo höfum við verið mikið í barnastarfinu og erum með hópa allt niður í tveggja ára. Það er líf og fjör hér,“ segir Þórunn.

Fjölskyldufyrirtæki Sigtryggur Snorrason er aðalþjálfarinn í Mudo Gym og Þórunn er rekstrarstjóri Sparkhallarinnar. Á milli þeirra er Rebekka, dóttir Þórunnar. Mynd | Rut

Dans Fjölbreytt námskeið eru í boði í Plié Heilsu og Dans sem nýverið fluttist í Sparkhöllina í Kópavogi. Mynd | Rut

Mudo Gym hefur verið í samstarfi við Styrktarfélag einhverfra, Bláan apríl, og hefur starfrækt sérstakan hóp fyrir einhverfa. „Við erum mjög stolt að geta boðið upp á þá tíma.“ Hún segir að Sigursteinn, bróðir sinn, beri hitann og þungann af þjálfun í Mudo Gym, enda er hann með hæsta belti í Taekwondo á Íslandi og fyrrum landsliðsþjálfari í greininni. „Við erum með keppnishóp hér og í honum eru margir Íslands- og Norðurlandameistarar sem unnið hafa ótal medalíur úti í heimi. Þetta er sterkur og flottur hópur,“ segir Þórunn.

Metnaðarfullt starf í Plié

Á annarri hæðinni er svo Plié Dans og Heilsa að koma sér fyrir og hefst vetrardagskráin næsta mánudag, 5. september. Plié var áður í Smáralind og hefur getið sér gott orð fyrir fjölbreytt og metnaðarfullt starf.

Glæsileg aðstaða Í Sparkhöllinni í Kópavogi eru fjórir glænýir, hágæða battavellir. Mynd | Rut

„Við erum ótrúlega glöð að hafa fengið þær hingað. Þetta eru mjög metnaðarfullar stelpur sem bjóða upp á mikið og skemmtilegt barnastarf. Þær hafa mjög heilbrigða nálgun gagnvart kennslu hjá ungum nemendum,“ segir Þórunn. Fjölbreytt dansnámskeið, ballett, jóga og hugleiðslunámskeið eru í boði í Plié og hægt er að kynna sér námskeiðin vel á heimasíðunum, www.plie.is og www.hugarfrelsi.is.

Hraður vöxtur á fyrsta ári

Augljóst er að Sparkhöllin er að vaxa hratt á sínu fyrsta starfsári og segir Þórunn að þau systkinin horfi spennt til framtíðar. „Já, hér er allt að fyllast af heilbrigðu lífi. Við erum í andlegu jafnvægi og líkamlega vel á okkur komin, sum okkar alla vega,“ segir hún glettin. Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni, www.sparkhollin.is.

Taekwondo Í Mudo Gym er frábær aðstaða og þjálfarar. Mynd | Rut


…námskeið kynningar

15 | amk… FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2016

Gerir lífið mun skemmtilegra

Erla Traustadóttir „Okkur finnst frábært að hafa fjölbreyttan félagahóp. Það auðgar starfið og gerir það skemmtilegra.“ Mynd | Hari

POWERtalk veitir einstaklingsmiðaða þjálfun í framkomu, tjáningu og fundasköpum. Unnið í samstarfi við POWERtalk

P

OWERtalk eru alþjóðasamtök sem leggja áherslu á að bjóða upp á einstaklingasmiðaða þjálfun í framkomu, ræðumennsku, tjáningu. Erla Traustadóttir er landsforseti POWERtalk á Íslandi. „Við erum með félaga frá 22 ára aldri en flestir eru frá þrítugu og upp úr og bæði kyn. Okkur finnst frábært að hafa fjölbreyttan félagahóp. Það auðgar starfið og gerir það skemmtilegra,“ segir Erla.

Sumir verða að læra að hlusta

Flestir sem hefja þátttöku í POWERtalk eru að sækjast eftir þjálfun í að koma fram. „Þetta snýst ekki bara um að halda ræður­, þetta er almenn þjálfun í að koma fram. Margir sem koma til okkar e­ ru í námi og eiga erfitt með að standa upp og spyrja kennarann spurninga. Eða geta ekki tjáð sig á foreldrafundum. Flestir vinnustaðir krefjast þess að fólk vinni í hópum og hafi skoðanir á hlutunum og tjái sig, mörgum finnst það mjög erfitt. Þetta snýst um að læra að tala fyrir sínum hugmyndum og standa á sínu,“ segir Erla og bætir við að sumir félagar hafi líka komið því þeir þurftu að læra að hlusta og þegja. „Þetta snýst líka um að fólk geti tekið þátt í umræðum og hlustað á aðra.“

Hæfnismat eftir frammistöðu

Grunnþjálfun fer fram í deildum innan POWERtalk og fer starf­semin fram frá september fram í maí/júní. Yfirleitt eru haldnir tveir fundir í mánuði. „Það er alltaf skipulögð dagskrá í gangi. Yfirleitt fá félagar verkefni sem það veit fyrirfram að það þarf að leysa og fær ákveðinn tímaramma. Svo erum við líka að þjálfa fólk í að takast á við óundirbúnar aðstæður, það er hluti af þjálfuninni líka,“ segir Erla. „Hvert verkefni er með skilgreindar kröfur þannig að maður veit þegar maður undirbýr sig til hvers verður horft. Hvernig byrja ég ræðuna, hvernig held ég áfram, um hvað á ég að tala og svo framvegis. Við gefum mjög góðar leiðbeiningar og eftir hvert verkefni sem flutt er fær viðkomandi hæfnismat. Það er mjög mikilvægt í þessu starfi að fólk viti hvar það á að bæta sig.“

Þjálfun í fundarsköpum

Innan POWERtalk á Íslandi býr mikil reynsla og þekking og hafa sumir félaganna verið virkir í yfir 30 ár. Þátttaka í POWERtalk er einnig leiðtogaþjálfun þar sem meðlimir geta farið að taka að sér verkefni innan samtakanna, stjórna fundum og fá þjálfun í fundarsköpum. „Það eru endalaus verk­efni að vinna og fólk fer smám saman að miðla til hinna,“ segir Erla og ­bendir á að þetta sé

„Þetta snýst líka um að fólk geti tekið þátt í umræðum og hlustað á aðra.“ Erla Traustadóttir Landsforseti POWERtalk á Íslandi.

vissulega eins og að fá verkfæri í hendurnar.

Lífið skemmtilegra

Þó að samtökin haldi námskeið við og við segir Erla galdurinn þó liggja í því að stunda viðfangsefnið líkt og íþróttir væri um að ræða. „Ef þú heldur þér ekki við efnið fennir fljótlega í sporin. Flestir fá fiðrildi í magann áður en þeir þurfa að standa fyrir framan fjölda og tala en þarna ertu kominn með þjálfun og þessi verkfæri til þess að takast á við þessar aðstæður, fara út fyrir þægindahringinn og gera hluti sem þú þorðir ekki áður. Lífið verður svo miklu skemmtilegra þannig.“ Nú í september eru deildir POWERtalk með kynningarfundi og allir velkomnir til þess að kynna sér starfsemina án skilyrða. Allar upplýsingar um starf POWERtalk er að finna á powertalk.is

POWERtalk starfrækir deildir víða um land; Kópavogi, Mosfellsbæ, Patreksfirði, Akureyri og Selfossi, auk Reykjavíkur. Einnig er starfandi enskumælandi deild í Mosfellsbæ.

Fjölbreytt myndlistanám fyrir allan aldur Áhersla á snertingu við efni og aðferðir. Unnið í samstarfi við Myndlistaskólann

N

ú fara haustnámskeið Myndlistaskólans í Reykjavík að hefjast. Líkt og endranær er boðið upp á fjölbreytt nám fyrir alla aldurshópa; börn allt frá fjögurra ára aldri geta sótt námskeið í skólanum. „Við leggjum áherslu á að vera með fámenn námskeið svo að krakkarnir fái ró og næði og athygli frá kennaranum. Hjá yngstu börnunum er hámark 6 í hóp,“ segir Áslaug. Í vetur boðið upp á nýjung; námskeið sem kennt er á frönsku og ef það gengur vel höfum við áhuga á að bjóða upp á námskeið fyrir börn á fleiri tungumálum. Yngstu hóparnir sækja svokölluð blönduð námskeið og fá þjálfun í ýmis konar tækni, fá að prófa

að teikna, mála og leira og eftir því sem börnin eldast geta þau valið sér sérsvið. „Tíu til tólf ára hóparnir geta lagt áherslu á teikningu, vídeó eða t.d. hreyfimyndir, svo eru myndasögur mjög vinsælar. Unglingar geta síðan valið enn fleira; málningu, teikningu eða grafík, leir eða gips. Í haust bjóðum við nýtt námskeið fyrir unglinga sem við köllum Youtube hrærivélina. Þá eru þeir að sækja sér efni á netið og klippa til og endurvinna. „Við leggjum mikla áherslu á snertingu við efnið og kennslu í tækni og aðferðum í bland við hugmyndavinnu. Til dæmis erum við nýbúin að endurgera hjá okkur myrkraherbergið. Nemendur dagskóla taka námskeið í filmuljósmyndun, framköllun og stækkun og slík námskeið eru líka í boði fyrir unglinga og full-

orðna nemendur kvöldskóla,“ segir Áslaug. Fullorðnir geta nefnilega líka sótt fjölbreytt námskeið í Myndlistaskólanum. „Yfirleitt eru þau kennd á kvöldin en nokkur þó á daginn. Við bjóðum ýmis námskeið, m.a. í teikningu, módelteikningu, vatnslit, málun og leir, bæði grunnnámskeið og sérhæfðari námskeið eins og t.d. í portretti, skopmyndagerð og barnabókaskreytingum.“ Myndlistaskólinn er staðsettur á Hringbrautinni; JL húsinu vestur í bæ. Vert er að benda á að barnadeild skólans starfrækir útibú í Breiðholti, í Miðbergi, við hliðina á Gerðubergi. Því þurfa börn búsetti austast í bænum ekki að ferðast alla leiðina vestur eftir til að sækja námskeiðin. Allar upplýsingar um námskeiðin og starfsemina má finna á mir.is.

Myndlistaskólinn Myndlistaskólinn býður upp á fjórar námsleiðir á háskólastigi, keramik, málaralist, teikningu og textíl. Einnig er boðið upp á tveggja ára nám fyrr nemendur með þroskahömlun sem fá grunn í myndlist. Nemendur sem ætla sér í listaháskóla en hafa ekki nám eða reynslu að baki geta sótt fornám sem gefur þeim góðan grunn í myndlist. Einnig geta nemendur sem hafa lokið tilteknum fjölda eininga í framhaldsskóla tekið 2 ára nám á framhaldsskólastigi og lokið stúdentsprófi við Myndlistaskólann. Áslaug Thorlacius „Við leggjum áherslu á að vera með fámenn námskeið svo að krakkarnir fái ró og næði og athygli frá kennaranum.“. Mynd | Rut


GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI

…sjónvarp

16 | amk… FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2016

Fleiri sögur af Pablo Escobar

Netflix Narcos II Fyrsta þáttaröðin um Pablo Escobar og glæpaveldi hans og löggurnar á hælum hans sló í gegn síðasta vetur. Sjónvarpsáhugafólk getur hugsað sér gott til glóðarinnar um helgina því í dag kemur önnur þáttaröðin í heild sinni inn á Netflix. Tíu þátta veisla, beint frá Bógóta í Kólumbíu.

Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.

VERÐ FRÁ 87.900.BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október.

WWW.TRANSATLANTIC.IS

SÍMI: 588 8900

VIÐ GEFUM HJÓL! AÐ VERÐMÆTI 114.900 KR

FACEBOOK.COM/KISSFMICELAND

ÓTRÚLEGUR AFSLÁTTUR

LAGERSALA LÍN DESIGN

Bergsteinn leggur línurnar

RÚV kl. 19.35 Menningarveturinn 2016 - 2017 Bein útsending frá Hörpu þar sem Bergsteinn Sigurðsson fær gesti til sín og menningarveturinn er skoðaður.

Föstudagur 02.09.2016 rúv 16.50 Popp- og rokksaga Íslands (7:13) e. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV (125:386) 18.50 Öldin hennar (35:52) e. 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.30 Veður 19.35 Menningarveturinn 2016 - 2017 Bein útsending úr Hörpu þar sem að Bergsteinn Sigurðsson, Halla Oddný Magnúsdóttir og Guðni Tómasson fá til sín gesti og menningarveturinn er skoðaður. 20.00 Klassíkin okkar Í vor gafst almenningi færi á að kjósa sér draumatónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands á vef RÚV. Nú er komið að því að Sinfóníuhljómsveit Íslands leiki verkin sem flest atkvæði hlutu á glæsilegum tónleikum í beinni útsendingu úr Eldborgarsal Hörpu, en tónleikarnir eru liður í hátíðahöldum vegna 50 ára afmælis Sjónvarpsins. Einstakur menningarviðburður í sjónvarpi þar sem eftirlætistónverk þjóðarinnar eru í fyrirrúmi. Stjórn útsendingar Helgi Jóhannesson. 22.05 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónvarps (35:50) Litið um öxl yfir 50 ára sögu sjónvarps og fróðleg og skemmtileg augnablik rifjuð upp með myndefni úr Gullkistunni. Kynnir er Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson. 22.25 Transamerica (Transameríka) Gamandramamynd með Felicity Huffman í aðalhlutverki. Transkona í karlmannslíkama heldur í óvænt ferðalag þegar henni berast fréttir um að hún hafi feðrað son fyrir fjölmörgum árum sem nú er kominn í vandræði á strætum New-Yorkborgar. Leikarar: Felicity Huffman, Kevin Zegers og Fionnula Flanagan. Leikstjóri: Duncan Tucker. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 00.20 Nick Law: Velkominn til Hamborgar (Nick´s Law: Wilkommen in Hamburg) Spennumynd um Nick Law sem hefur nýhafið störf hjá lögreglunni í Hamborg. Hans fyrsta verk er að rannsaka íbúð í miðbænum. Það dregur dilk á eftir sér og endar með að Law er grunaður um spillingu. Aðalhlutverk: Stefanie Stappenbeck, Til Schweiger, Fahri Yardim, Luna Schweiger, Tim Wilde, Edita Malovcic. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. e. 01.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

LAUGARDAG OG SUNNUDAG

sjónvarp símans 10:35 Pepsi MAX tónlist 12:50 Dr. Phil 13:30 Cooper Barrett's Guide to Surviving Life (7:13) 13:55 Girlfriends' Guide to Divorce (3:13) 14:40 Jane the Virgin (10:22) 15:25 The Millers (19:23) 15:50 The Good Wife (9:22) Bandarísk þáttaröð með Julianna Margulies í aðalhlutverki. 16:35 The Tonight Show with Jimmy Fallon 17:15 The Late Late Show with James Corden 17:55 Dr. Phil 18:35 Everybody Loves Raymond (1:23) 19:00 King of Queens (12:25) 19:25 How I Met Your Mother (20:24) 19:50 America's Funniest Home Videos (31:44) 20:15 The Bachelor (9:15) 21:45 Under the Dome (3:13) 22:30 The Tonight Show with Jimmy Fallon 23:10 Prison Break (8:22) 23:55 Elementary (4:24) 00:40 Quantico (1:22) Spennuþáttaröð um unga nýliða í bandarísku alríkislögreglunni sem þurfa að komast í gegnum þrotlausa þjálfun hjá FBI í Quantico. Aðeins þau bestu komast inn í Quantico eftir ítarlega skoðun yfirvalda. Það kemur því á óvart þegar einn nýliðanna er grunaður um að standa á bak við stærstu hryðjaverkaárás í Bandaríkjunum síðan árás var gerð á tvíburaturnana í New York 11. september, 2001. 01:25 The Bastard Executioner (10:10) Stórbrotin þáttaröð sem gerist seint á miðöldum og segir frá riddara í hirð Játvarðs konungs sem er búinn að fá nóg af átökum og stríði. Hann er staðráðinn í að slíðra sverðið fyrir fullt og allt en neyðist til að taka við blóðugasta sverðinu, sverði böðulsins. 02:10 Billions (4:12) Mögnuð þáttaröð og að margra mati besta nýja þáttaröð vetrarins 2015-16. Milljónamæringurinn Bobby “Axe” Axelrod hefur byggt upp stórveldi í kringum vogurnarsjóð og er grunaður um ólöglega starfshætti. Saksóknarinn Chuck Rhoades er staðráðinn í að koma honum á bak við lás og slá og er tilbúinn að beyta öllum tiltækum ráðum. 02:55 Under the Dome (3:13) 03:40 The Tonight Show with Jimmy Fallon

04:20 The Late Late Show with James Corden 05:00 Pepsi MAX tónlist

Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:50 Íþróttir

Hringbraut 11:00 Þjóðbraut e. 12:00 Lífið og Kryddjurtir e. 12:30 Mannamál e. 13:00 Þjóðbraut e. 14:00 Lífið og Kryddjurtir e. 14:30 Mannamál e. 15:00 Þjóðbraut e. 16:00 Lífið og Kryddjurtir e. 16:30 Mannamál e. 17:00 Þjóðbraut e. 18:00 Lífið og Kryddjurtir e. 18:30 Mannamál e. 19:00 Þjóðbraut e. 20:00 Heimilið Fjölbreyttur þáttur um neytendamál, fasteignir, viðhald, heimilisrekstur og húsráð. Umsjón: Sigmundur Ernir Rúnarsson 21:00 Lóa og lífið Líflegur þáttur um vinskap og samveru. Umsjón: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir 21:30 Kokkasögur Kokkasögur með Gissa er spjallþáttur á léttum nótum með sögum úr veitingageiranum og matvælaiðnaðinum - Kokkanámið, kokkapólitíkin, áskoranir og staðreyndir tengdar faginu. Umsjón: Gissur Guðmundsson 22:00 Lífið og Grillspaðinn Magasínþáttur Hringbrautar. Mannlífið, matur, heilsa, kúltúr, útivist, kynningar og fleira. 22:30 Fólk með Sirrý Góðir gestir koma í mannlegt spjall hjá Sirrý. Umsjón: Sigríður Arnardóttir 23:00 Lífið og Herrahornið Magasínþáttur Hringbrautar. Mannlífið, matur, heilsa, kúltúr, útivist, kynningar og fleira. 23:30 Grái herinn Helgi Pétursson fjallar um málefni eldra fólks, eftirlaunamál, atvinnuþátttöku, sveigjanlega starfslok, lífsgæði og virðingu.

N4 Föstudagsþátturinn verður að þessu sinni helgaður Akureyrarvöku Dagskrá N4 er endurtekin allan sólarhringinn um helgar.

VO GI Í AU ÐB RE KK U 1, KÓ PA LA GE RS AL AN ER NÚ

70-80% AF ÖLLUM BARNAFÖTUM

3

40-80% AFSLÁTTUR

2

140X200

FYRIR

RÚMFÖT FRÁ 3.990 KR.

AF ÖLLUM BARNAFÖTUM

Draumatónleikar með Sinfóníunni RÚV kl. 20.00 Klassíkin okkar

BARNAFÖT FRÁ 250 KR.

VISKASTYKKI FRÁ 490 KR.

SVUNTUR FRÁ 490 KR.

OFNHANSKAR FRÁ 390 KR.

GJAFAVÖRUR FRÁ 290 KR.

Auðbrekka 1

Laugardag 10-17

Sunnudag 10-17

Glerártorgi

Laugardag 10-17

Sunnudag 13-17

DÚKAR FRÁ 2.990 KR.

Í vor gafst þjóðinni færi á að kjósa sér draumatónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands á vef RÚV. Nú er komið að því að Sinfóníuhljómsveit Íslands leiki verkin sem flest atkvæði hlutu á glæsilegum tónleikum í beinni útsendingu úr Eldborgarsal Hörpu. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason og einleikarar þau Víkingur Heiðar Ólafsson, sem leikur píanókonsert Tsjajkovsíkjs nr. 1, og Sigrún Eðvaldsdóttir sem leikur Vorið úr Árstíðum Vivaldis.

Efnisskrá tónleikanna er sem hér segir: Richard Wagner: Valkyrjureiðin Johannes Brahms: Ungverskur dans nr. 5 Edvard Grieg: Í höll dofrakonungs Carl Orff: O fortuna (úr Carmina Burana) Pjotr Tsjajkovskíj: Píanókonsert nr. 1, 1. kafli J.S. Bach: Air úr Hljómsveitarsvítu nr. 3 Antonio Vivaldi: Vorið, 1. kafli Maurice Ravel: Bolero Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 9, 4. kafli (Óðurinn til gleðinnar)


…sjónvarp

17 | amk… FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2016

Elskar að uppgötva nýja þætti Sófakartaflan Ingibjörg Björnsdóttir

Hæfileikakeppni í Bretlandi

Stöð 2 kl. 20.40 The X-Factor Ný þáttaröð þessa vinsæla breska skemmtiþáttar. Simon Cowell fer fyrir dómnefndinni en með honum við dómaraborðið situr söngkonan Cheryl Cole, hinn kunni umboðsmaður Louis Walsh og hin fjölhæfa Sharon Osbourne.

Það verður að viðurkennast að ég er nokkuð mikil alæta á sjónvarp og reyndar kvikmyndir líka. Ég elska að uppgötva nýja þætti og mér hefur verið sagt að það sé nánast ómögulegt að fara með mér í bíó af því ég er að öllum líkindum búin að sjá flestar myndir sem vert er að sjá. Það tekur mig dágóðan tíma að ná að slökkva á heilanum þegar ég kem heim eftir vinnu en ég tók Frankie og Gracie maraþon í vetur. Ég elska þær stöllur því þær eru eitthvað svo mannlegar. Svo hef ég gaman af BoJack Horseman þó

ég sé ekki mikið fyrir „grown up“ teiknimyndir. Við kærastinn tókum The Jinx og Staircase í vetur en við erum bæði mikið fyrir heimildamyndir. Ég tek síðan „session“ með Max og Nev í Catfish sem er mitt „guilty pleasure“. Núna er ég að setja mig inn í þættina SKAM, en þetta eru norskir þættir sem fjalla um krakka á menntaskólaaldri og er saga þeirra sögð mikið í gegnum samfélagsmiðla og hvernig þau eru að upplifa lífið með þessa samfélagsmiðla sem til eru í dag. Það er hægt að fylgjast með þeim á NRK TV. Planið er samt sem áður að minnka sjónvarpsglápið og byrja

Alæta á sjónvarp Ingibjörg er dugleg að leita uppi nýja og áhugaverða þætti. Nú er hún að horfa á norska þætti um líf unglinga í gegnum samfélagsmiðla.

að prjóna í staðinn. Markmiðið er að reyna að byrja á því í haust eða jafnvel strengja áramótaheit um það

að byrja að prjóna vorið 2017 þegar flestir þættir eru komnir í sumarfrí.

100 uppboð í 20 ár

100. listmunauppboð Gallerís Foldar

Rænir fyrir son sinn og búgarðinn

mánudaginn 5. september, kl. 18 og þriðjudaginn 6. september, kl. 18

Laugarásbíó, Háskólabíó og Borgarbíó á Akureyri Hell or High Water Chris Pine, Ben Foster og Jeff Bridges leika aðalhlutverkin í þessari mynd sem hefur fengið frábæra dóma, til að mynda 98% í einkunn á Rotten Tomatoes. Hér segir af fráskildum föður sem berst við bankann um yfirráð yfir búgarði fjölskyldunnar í Texas en helsta markmið föðurins er að skapa sómasamlegt líf fyrir son sinn. Hann leiðist út í að skipuleggja rán með bróður sínum og eftir því sem ránunum fjölgar þá nálgast lögreglustjórinn Marcus þá.

Léttar veitingar frá kl. 17.30

Marc Chagall

Jóhannes S. Kjarval

Ásgrímur Jónsson

Simmi og örlögin

Hringbraut kl. 20.30 Örlögin Sjónvarpsmaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson kann þá list betur en margur að ræða erfið mál við viðmælendur sína. Í þáttunum Örlögunum fjallar hann um venjulegt fólk sem hefur upplifað óvenjulegar aðstæður.

Jón Engilberts

Þorvaldur Skúlason

Kristján Davíðsson

Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið. Það er kraftur Guðs sem frelsar hvern þann mann sem trúir...

Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna ásamt fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Kristín Jónsdóttir

Forsýning á verkunum föstudag til þriðjudags föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17, þriðjudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is

www.versdagsins.is

Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is


…heilabrot

18 | amk… FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2016

Sudoku miðlungs

Spurt til vegar fyrir alla fjölskylduna

6

BYRJA HÉR

4 7 2 1 5 2 2 6 3 9 8 7 1

3 1 8 5

9 2

8 9 4

6 2

9 2 7 3 1 6 2 1 9 6 4 8 5

Var herra Nilson gæludýr Línu langsokks hestur?

Er fullþroskuð lárpera rauð?

NEI R

5

NEI U

Er borgin Timbúktú í Búrkína Fasó? NEI N

4

Er marokkóski fáninn rauður með stjörnu í miðjunni?

Er snákur á skjaldamerki Slytherin heimavistarinnar í Harry Potter?

JÁ E

JÁ E

JÁ Y

JÁ L

JÁ R

NEI A

JÁ L

JÁ F

NEI I

Er Grágás Fuglabók?

Er Gullauga augnsjúkdómur?

JÁ U

NEI E

JÁ O

JÁ S

Spilar Bob Dylan örvhentur á gítar?

JÁ L

NEI K

NEI Í

Er Excalibur sverð Arthúrs konungs?

8 9

4 5

NEI S

JÁ Þ

Er Þórólfur Haukur besti vinur Fíusólar?

Sudoku þung 1 5

Byrjaðu á byrjunarreit og svaraðu fyrstu spurningunni já eða nei og skráðu hjá þér bókstafinn sem fylgir svarinu. Eltu svo örvarnar eftir því yfir á næstu spurningu og svo koll af kolli. Ef þú ert kominn í mark er þar lokaspurningin. Þá tekur þú saman bókstafina við öll svörin þín. Svarið við lokaspurningunni raðast saman úr þessum bókstöfum ef þú hefur svarað öllum spurningunum rétt. Góða skemmtun.

Eru fimm krónublöð á blómi túnfífils?

NEI Ö

Er dragspil orgel?

JÁ T

NEI K

NEI F

Snýst japanska athöfnin cha-no-yu um tedrykkju?

JÁ A

Grandaði eldgos í Etnu forna bænum Pompei?

NEI U

Er grús mold?

NEI T

JÁ É

JÁ S

NEI A

JÁ G

Stendur kauptúnið Djúpivogur við Búlandstind?

NEI T

Eru 10 hektómetrar í einum kílómetra?

NEI K

Eru 3600 sekúndur í einni klukkustund?

JÁ U

JÁ D

NEI G

Táknar rómverska talan D 500?

Er Hjartadrottning Stóra kasína í samnefndu spili? JÁ Á

NEI N

Má aðeins færa peð í fyrsta leik í skák?

Var draugurinn Glámur sem Grettir glímdi við sænskur?

NEI L

NEI N

JÁ A

NEI A

Mælir tesla einingin segulsvið?

JÁ Æ

NEI U

JÁ R

KOMIN Í MARK!

JÁ G

Hvað eru léleg vinnubrögð einnig kölluð?

Krossgáta á föstudegi 1

2

3

4

5

6

7

11

12

13

14

15

16 18

17 20 23

24

31

25

22

26

27

34

35

36

37

38

39

Lóðrétt 1. Men 2. Að baki 3. Bolur 4. Augnaráð 5. Nabbi 6. Freisting 7. Fugl 8. Gerviefni 9. Ræðustóll 10. Afhending 18. Skítur 21. Skrifara 22. Ögra 23. Borgarís 24. Bylgjast 25. Veski 28. Myndabók 29. Jurtaríki 30. Fjandi 32. Högg 33. Blek

10

28

29

30

33

32

1. Svelti 6. Krumla 11. Samkvæmt 12. Frí 13. Dramb 14. Sveigur 15. Pilla 16. Koffort 17. Spyr 18. Í röð 19. Skrá 20. Dá 23. Dýrahljóð 26. Sprikl 27. Stagl 31. Vefengja 33. Haldast 34. Henda 35. Lagfæring 36. Urg 37. Þrífa 38. Embætti 39. Ásamt

9

19

21

Lárétt

8

Lausn síðustu viku D R A S L

R O F N A

I L S I G

A S P A S

S K A F L

M Y N T A

F L A K

T R A A S L K A Ú R S M I T I N V N I N S D A T U R A R K

A T L A G A K V E F

S V Í F A

P I P A R

A K A R N

Á K A F T

T E L J A

A L L A N

Lausn á síðustu spurningagátu Spurt var: Hvað er annað alþýðuheiti yfir Lóm? Rétt svar er: Þerrikráka


MAG F E B R HÁT Í Ð N L A A TÆK A G T R A N Æ A LAR ARA RÚ KI M I DVD TVÖ AR R SPIL P Þ 3 ARA RP SJÓ RÁÐ S BÍLH P R ILAR NVÖ ÁTA LAU LAR A R S AR HEY R I P R RNA S M RTÓ YND ÍMAR L AVÉ LAR HL

BÍLM

JÓM

REIK

BOR

Ð

NIV

MEIR

A EN

ÉLA

2000

VÖRU ALL TEGU NDIR TA MEÐ Ð ÓTRÚ LOK 7 LEGU 5 % M AF A D A SLÆ UPP A F TTI G S Þ V A L O HEL R Á LUB TTAV T – ÉLA ORÐ T L U O R OFN R K ELD AR A AV D HRÆ KAF

RIV

ÉLA

AGA

R Ö RBY ÉLA VÖF LGJU FRYST FLU BLA R ÍS IKIS OFN JÁR NDA RYK T A N SKÁ RAR R Þ UR SUG STR AUJ UR V Þ S PAR OTT URR AML ÁRN KAR A VÉL OKU AR AR GRIL L 7 VERSLANIR UM ALLT LAND FIVÉ

LAR

Útlitsgallaðar vörur og síðustu eintök með miklum afslætti Philips, Panasonic og LG sjónvörp með allt að 300.000kr afslætti Tvöfaldir LG kæliskápar með allt að 150.000kr afslætti Philips bluetooth hátalarar með allt að 60% afslætti Whirlpool uppþvottavélar frá 54.995 LG 65“Ultra HD 4K sjónvörp frá 199.995 Ofnar, háfar og helluborð á allt að 60% afslætti Vestfrost þvottavélar frá 39.995 Kæliskápar í miklu úrvali á frábærum verðum Kaffivélar, brauðristar og önnur smátæki á miklum afslætti Philips heyrnartól með allt að 75% afslætti Pottar, pönnur og búsáhöld með allt að 75% afslætti

R

HÁF AR

TAKMARKAÐ MAGN Fyrstur kemur – fyrstur fær! Sjá allt úrvalið á ht.is

OPIÐ! ÚTSÖLUNNI LÝKUR UM HELGINA Opið á Suðurlandsbraut laugardag 11-16 og sunnudag 13-17

SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - SÍMI 569 1500

R


alla föstudaga og laugardaga

„Að ganga með barn og eiga barn, það breytir manni. Líka að upplifa missi.“ Sólveig Guðmundsdóttir er í viðtali í amk á morgun

Adam Levine þolir ekki Miley Cyrus

Ný sería af The Voice er komin vel af stað og er auðvitað ekki laus við dramatík.

Atli Fannar með Gísla Marteini Gísli Marteinn Baldursson snýr aftur með hinn vinsæla föstudagsþátt sinn á RÚV í næsta mánuði, Vikuna. Þátturinn naut mikilla vinsælda síðasta vetur og var vinsælasti spjallþáttur þjóðarinnar. Einhverjar breytingar verða gerðar á þættinum í vetur og því er nú hvíslað að Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, verði fastur álitsgjafi hjá Gísla og fari yfir fréttir vikunnar.

Ný fótboltabók Þorgríms Þorgrímur Þráinsson nýtti dvöl sína með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi vel. Auk þess að starfa fyrir og með landsliðsmönnunum lagði hann drög að nýrri barnabók sem kemur út fyrir jólin. Bókin kallast Henri og hetjurnar og fjallar um franska strákinn Henri sem vinnur á hótelinu í Annecy þar sem leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta dvöldu á meðan þeir tóku þátt í EM.

MIÐBORGIN Við erum í hjarta borgarinnar að Þverholti 13. Komdu við í kaffisopa eða sendu okkur línu og óskaðu eftir tilboði í prentverkið þitt, stórt eða smátt.

Samkvæmt miðlum ytra, blæs köldu á milli Adam Levine og Miley Cyrus en þau eru bæði raddþjálfarar í þáttaröðinni. „Adam virðist ekki þola Miley og talar aldrei við hana, jafnvel þegar engar myndavélar eru í gangi og vill ekkert með hana hafa. Hann virðist vera þreyttur á henni en hún á það til að gjamma fram í þegar hann er með orðið,“ segir heimildarmaður RadarOnline. Samkvæmt þessum heimildar-

manni standa Adam og Alicia Keys, sem er líka raddþjálfari, saman á móti Miley. Þau eiga að hafa gert með sér samkomulag um að láta ekki neinn úr liði Miley vinna í þessar þáttaröð. Talast ekki við Það lítur allt vel út á yfirborðinu hjá Adam Levine og Miley Cyrus en undir niðri kraumar ólga. Mynd | NordicPhotos/Getty


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.