REBEKKA EINARS SNAPCHAT HEFUR HJÁLPAÐ MÉR MIKIÐ
5 GÓÐ RÁÐ FYRIR ÞÁ SEM ERU AÐ BYRJA Í RÆKTINNI
SIGRÚN ÓSK SKOÐAR GAMLAR TATTÚSYNDIR ÍSLENDINGA
SÉRBLAÐ UM HEILSU MÓÐUR MARGRÉT & BARNS JÓHANNA ÆFÐI CROSS-FIT ALLA MEÐGÖNGUNA MY BABY SÝNINGIN Í HÖRPU UM HELGINA
Mynd | Rut
LAUGARDAGUR
10.09.16
…fólk
2 | amk… LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016
Ósáttur við tengdafjölskylduna Tengdamóðir Kanye og tvær elstu systur eiginkonu hans mættu ekki þegar nýjasta fatalína Yeezy var kynnt. Nýjasta línan í fatamerki Kanye West, Yeezy, hefur fengið mis jafnar viðtökur eftir tískusýningu í vikunni og er hann ekkert sér staklega kátur með það, eðlilega. Ekki bætti úr skák að stór hluti af fjölskyldu eiginkonu hans, Kim Kardashian, lét ekki sjá sig á tísku sýningunni. En móðir hennar og tvær systur höfðu öðrum hnöpp um að hneppa. Kris Jenner er í fríi í Evrópu ásamt elstu systurinni, Kourtney og fjölsyldu hennar,
en Khloe þurfti að mæta í ann að partí. Kendall og Kylie Jenner mættu hins vegar á sýningunni, en þær þurftu hvort eð er að vera í New York á svipuðum tíma vegna opnunarteitis í tengslum við sína eigin fatalínu undir vörumerkinu KENDALL + KYLIE. Kim er heldur ekki sátt við fjöl skyldu sína en hún reynir að vera stuðningsrík eiginkona með því að klæðast fatnaði úr nýjustu línu Yeezy á göngu sinni um stræti
Madonna gefur eftir Eftir rúmt ár af rifrildi og leiðindum, hafa Madonna og Guy Richie komist að samkomulagi um umgengnina við 16 ára son þeirra, Rocco Richie. Guy býr í London en Madonna býr í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildarmanni sem þekkir Madonnu vildi hún eingöngu eiga traust og ástkært samband við son sinn á ný og það sé að verða að veruleika. Rocco er í skóla og á mikið félagslíf í London en það sama á ekki við um Los Angeles og New York. Madonna vildi fá hann til að búa hjá sér og barðist mikið fyrir því að fá hann til að vera hjá sér. Hún fór til London og sá hversu mikið hann naut sín þar og átti góða vini og ákvað þá að láta kyrrt liggja.
Litaði hárið óvart ljóst Kylie Jenner litaði hárið sitt ljóst í vikunni og hefur það vakið mikla athygli á netmiðlum. Hún hefur áður verið með ljóst hár en hefur þá yfirleitt verið með hárkollu en ekki í þetta skipti. „Ég ætlaði ekki að verða ljóshærð,“ sagði Kylie í samtali við People. „Mig langaði í hunangsbrúnan lit en svo þegar við byrjuðum að lýsa það, tók hárið svo vel við og lýstist á augabragði. Ég sá að hárið mitt þoldi þetta svo ég ákvað að hafa það bara svona.“ Kendall, systir Kylie, var spurð hvort hún væri ekki næst í að lita sig ljóshærða og hún útilokaði það ekki. Systurnar hafa verið að kynna nýjar flíkur í tískulínu sinni en þær eru að hanna saman föt og snyrtivörur sem seljast eins og heitar lummur.
Dóttir Rosie O’Donnell í geðrannsókn Dóttir Rosie O’Donnell, Chelsea, er 19 ára gömul og var lögð inn á spítalann á Long Island á þriðjudaginn. Þar fór hún í geðrannsókn samkvæmt E! News. Fjölmiðlafulltrúi Rosie sagði: „Chelsea, eins og milljónir annarra, er að glíma við andleg veikindi. Þetta hefur reynst henni og fjölskyldunni erfitt en fjölskyldan vill bara að hún sé örugg.“ Samband Rosie við Chelsea hefur verið stormasamt og árið 2015 lýsti Rosie eftir henni, en hún lét sig hverfa. Hún fannst svo heima hjá kærasta sínum, sem sagður er vera heróínfíkill. Chelsea gaf út yfirlýsingu í nóvember þar sem hún sagði að hún væri að takast á við margt og allt sem sér og móður sinni færi á milli væri þeirra einkamál.
ÞREYTTUR Á ÞVÍ AÐ VERA ALLTAF ELDRAUÐUR Í FRAMAN ?
Nú er tíminn fyrir háræðaslits- og húðslípimeðferðir Sérhæfum okkur í að fjarlægja háræðaslit í andliti
Tilboð út september
Fyrir
Eftir
PANTAÐU FRÍAN TÍMA Í SKOÐUN STRAX Í SÍMA 893-0098 Snyrtistofan Hafblik Ármúla 21, 2. hæð • S. 893 0098 • snyrtistofanhafblik@gmail.com
New York borgar. Kanye var víst mjög taugatrekktur í kringum sýninguna og batt Kim vonir við að hann myndi róast þegar henni væri lokið. Vegna misjafnra dóma hefur það líklega ekki gengið eftir, en New York Post sagði sýninguna til að mynda hafa verið stórslys. Ósáttur við tengdó Kim reynir að styðja sinn mann með því að ganga í fötum úr fatalínunni hans.
Kafar ofan í ættleiðingar og misheppnuð húðflúr Sigrún Ósk undirbýr tvær nýjar sjónvarpsþáttaraðir. Önnur fjallar um ættleiddar stúlkur en hin um fólk sem vill láta húðflúra yfir gömul „træbal“ tattú.
É
g held í einlægni að þetta sé umfjöllunarefni sem allir tengja við og þetta er ólíkt öllu sem ég hef séð í sjónvarpi hér. Ég miða alltaf við hvað ég myndi sjálf horfa á og já, ég myndi sitja límd yfir þessu,“ segir Sigrún Ósk Kristjáns dóttir sjónvarpskona. Sigrún Ósk vinnur nú að t veimur áhugaverðum sjónvarpsþátta röðum sem sýndar verða á Stöð 2 í vetur. Sú fyrri kallast Leitin að upprunanum og verður frum sýnd 23. október. Í þáttunum fylgir Sigrún þremur konum eftir í leit að líffræðilegum foreldrum þeirra en allar voru þær ættleiddar til Íslands ungar að árum. Tvær þeirra voru ættleiddar frá Sri Lanka og ein frá Tyrklandi. Upptökur fóru fram fyrr á þessu ári og ekki er hægt að upplýsa hvernig leitin að foreldrunum gekk. Það hefur þó reynst þrautin þyngri að halda því leyndu hvernig til tókst. „Já, þær eru hringjandi í mig dag og nótt og kvarta yfir því að þurfa að þegja yfir þessu,“ segir Sigrún brosandi. Aðdragandi að gerð þáttanna var langur, að sögn Sigrúnar. Hún kveðst hafa gengið með þessa hug mynd í maganum í nokkur ár en það var hálfgerð tilviljun að vinn an fór af stað fyrir rúmu ári. „Það hvarflaði eiginlega ekki að mér að ég myndi fá þessa hugmynd sam þykkta. Ég vissi ekki fyrr en ég var tögguð á Facebook í færslu einnar sem ég endaði á að fara út með. Þar lýsti hún því yfir að hún væri búin að ákveða að fara út og leita að for eldrum sínum, rúmum 30 árum eftir að hún var ættleidd til Íslands. Ég ákvað að athuga hvort ég fengi að gera þætti um þetta og án þess að vera búin að kynna mér hvað þetta gæti orðið umfangsmikið verkefni þá fékk ég þetta samþykkt – og þá sat ég í súpunni,“ segir hún og hlær. Auglýst var eftir fleiri þátttak endum og á sjötta tug umsókna barst. Bæði frá fólki sem hafði verið ættleitt og vildi fræðast um upp runann en líka frá fólki sem var að leita að öðru foreldri sínu. Hvernig var svo að vinna þetta, þið hafið varla getað bara hoppað upp í flugvél og mætt á staðinn? „Nei, við vorum með alla anga úti alls staðar. Við Íslendingar erum svo vanir því að hægt sé að slá allt inn í já.is. Og ég í einfeldni minni hélt í alvörunni að rafrænar skráningar væru komnar lengra í heiminum al mennt. Svo var ýmislegt sem maður þurfti að finna út úr, eins og það að útlendingar eru að vesenast með að skipta um eftirnöfn þegar þeir gifta sig.“
Tvær nýjar þáttaraðir Sigrún Ósk hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Í næsta mánuði frumsýnir hún þætti um leit ungra íslenskra kvenna að líffræðilegum mæðrum sínum og eftir áramót er komið að þáttaröð um fólk sem lætur húðflúra yfir gamlar syndir. Mynd | Hari
Við höfum séð mikið af gömlum „træbal“-tattúum, „tramp-stamps“ og jurtatattúum. Það er ekki hlaupið að því að fela svona dót en það er magnað að sjá hvað listamennirnir eru flinkir í því.
Sigrún er nú á fullu við að taka upp aðra þætti sem kallast Reykja vík Ink. Fólkið á samnefndri húð flúrstofu hefur sérhæft sig í að hylja gömul tattú, ör og fleira og í þátt unum sjáum við það í verki. 1.500 manns sóttu um að fá að koma fram í þáttunum og láta húðflúra sig. „Við höfum séð mikið af gömlum „træbal“-tattúum, „tramp-stamps“ og jurtatattúum. Það er ekki hlaupið að því að fela svona dót en það er magnað að sjá hvað listamennirnir eru flinkir í því,“ segir Sigrún sem sjálf hefur aldrei gerst svo fræg að láta flúra sig. „Nei, og það er búið að gera óhemju grín að mér á stofunni. Mér hefur samt alltaf fundist allt mjög áhugavert í kringum húðflúr. Sér staklega hvað fólk er margt óhrætt við að fá sér eitthvað sem það verð ur með á líkamanum að eilífu. Ég get ekki einu sinni valið mér eldhús innréttingu sem ég þarf að þola í fimmtán ár.“
…viðtal Mynd | Rut
4 | amk… LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016
Tekst á við félagsfælni og kvíða með snapchat Rebekka Einarsdóttir heldur úti vinsælu förðunar„snappi“ og hefur eignast margar góðar vinkonur í gegnum snapchat. Miðillinn hefur hjálpað henni að takast á við félagsfælni og kvíða sem hún hefur glímt við síðan hún var barn. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is
É
g er með rosalega félagsfælni og á erfitt með margt, en það er að lagast. Snapchat hefur hjálpað mér mikið,“ segir Rebekka Einarsdóttir, snyrti- og förðunarfræðingur, sem heldur úti snapchat-reikningi undir nafninu rebekkaeinars. Þar talar hún mikið um snyrtivörur og förðun ásamt því að farða sig reglulega. Gjarnan mjög dramatískt. Enda er það hennar stíll. Annars er Rebekka bara hún sjálf á snapchat og sýnir lífið gjarnan eins það er í raun og veru. Ekki bara glimmer og glansandi augnskuggar.
Ruslakista fyrir hugsanir
Fyrst var Rebekka með lokaðan snapchat reikning fyrir vini og vandamenn, en þegar ókunnugt fólk var farið að óska eftir að fylgja henni ákvað hún að opna reikninginn þannig allir sem vildu gætu fylgst með henni. En hún hefur einnig skrifað um förðun og snyrtivörur á bloggsíðu sinni, rebekkaeinars.is, frá árinu 2014. „Ég byrjaði að blogga því mér fannst það gaman, en var ekkert að auglýsa mig. Mig langaði að koma efni frá mér, allt um „makeup“ auðvitað. Það eru svo miklar listrænar hugsanir sem tengjast þessu. Bloggið hefur eigin-
Listræn tjáning Fyrir Rebekku er förðunin miklu meira en bara að skella á sig maskara og meiki, hún tjáir sig listrænt með förðunarburstanum.
lega verið hálfgerð ruslakista fyrir hugsanir,“ segir Rebekka og bendir á að förðunin sé miklu meira en að setja á sig maskara, heldur er um listræna tjáningu að ræða. Rebekka, sem er 24 ára, fékk snemma áhuga á snyrtivörum og förðun. Hún var 13 ára þegar hún byrjaði að farða sig, og reyndar vinkonur sínar líka, en hún sá um förðunina fyrir öll skólaböllin í grunnskóla. „Þetta byrjaði bara þannig hjá mér, að ég setti á mig maskara og meik, en varð svo miklu meira. Í níunda eða tíunda bekk rogaðist ég til dæmis með lítið koffort í skólann fullt af snyrtidóti, til að hjálpa til við sminka fyrir viðburð á árshátíðinni. Það var mjög gaman.“
Kynntist kærastanum á Tinder
Rebekka er með um 3000 fylgjendur á snapchat og aðspurð segir hún töluvert áreiti fylgja því að vera með svona opinn reikning. Samt alls ekki neikvætt. „Ég fæ margar fyrirspurnir um hvaða krem eða förðunarvörur séu best fyrir viðkomandi, sem er mjög erfitt fyrir mig að svara án þess að sjá eða koma við, en ég reyni mitt besta. Ég hef ekki fengið nein ljót skilaboð, en stundum fæ ég skilaboð um að ég máli mig of mikið. En mér finnst það allt í lagi, fólk má hafa skoðun á því. Ég er ekki svona máluð alla daga, eins og ég sýni á snapchat. Þegar ég er að gera mig fína þá finnst mér rosa gaman að fara aðeins yfir línuna. Vera
Þegar ég er að gera mig fína þá finnst mér rosa gaman að fara aðeins yfir línuna. Vera dramatísk. Það myndast líka miklu betur. Myndavélin verður að hafa eitthvað að grípa.
dramtísk. Það myndast líka miklu betur. Myndavélin verður að hafa eitthvað að grípa,“ segir Rebekka og brosir. Kærastinn hennar er duglegur að taka af henni myndir sem hún setur á bloggsíðuna sína. „Við erum mjög gott teymi í þessu,“ bætir hún við, örlítið feimnislega. Parið hefur verið saman í ár, en þau kynntust á samfélagsmiðlinum Tinder. Hann er fyrsti kærastinn hennar og þau eru mjög ástfangin. „Þetta er mjög nýtt en mér líður samt eins og við séum búin að vera saman í sex ár. Við vorum reyndar mjög treg í þessu í fyrstu. Ég held að við höfum talað saman í tvo mánuði áður en við hittumst. Ég er sjálf mjög hæg í öllu sem ég geri. Ég vil hafa allt á hreinu og vita hvar ég stend.“
daginn að þurfa alltaf að vera að hitta nýtt fólk. Svo þurfti allt að vera fullkomið hjá mér, en vinnubrögðin mín voru kannski ekki fullkomin þegar ég var að byrja. En núna er þetta ekkert mál og skil ekki af hverju þetta var svona erfitt,“ segir Rebekka sem starfar á snyrtistofunni Dimmalimm. Henni þykir þó stundum erfitt þegar fólk á förnum vegi horfir á hana eins og það þekki hana, sem því þykir það kannski gera eftir að hafa fylgst með henni á snapchat. „Það er samt í góðu lagi. Mér þykir líka gaman þegar fólk kemur og heilsar mér, en ég get orðið rosalega vandræðaleg og horfi niður á skóna mína. Ég er samt alltaf að venjast þessu betur og betur.“
Vaknar stundum í sjokki
Rebekka reynir að vera einlæg og heiðarleg á snapchat, en hún gætir þess þó að deila ekki of miklum persónulegum upplýsingum. Hún heldur sig meðvitað innan ákveðins ramma. „Fyrst þegar ég var að byrja þá bjó ég ómeðvitað til einhverja aðra manneskju, en svo sagði systir mín við mig að ég talaði öðruvísi á snapchat en ég gerði í alvörunni. Þá fór ég að hugsa af hverju ég væri að þykjast vera önnur en ég er og breytti alveg um stíl. Nú er þetta bara ég að dúlla mér.“ Hún hefur eignast margar góðar vinkonur í gegnum snapchat, sem allar eiga það sameiginlegt að verða förðunar- og lífsstíls„snapparar“. „Þetta er fólk sem ég hefði örugglega aldrei kynnst annars, með mína félagsfælni. Ég hefði ekki lagt í að tala við þær. En það er auðveldara að senda fólki skilaboð í gegnum snapchat. Við hittumst allar reglulega og það er góður mórall í hópnum.“ Þær leita ráða hjá hver annarri, til dæmis hvernig eigi að bregðast við ljótum skilaboðum, og eru hver annarri stuðningur í mörgu sem þær taka sér fyrir hendur. „Það er stundum erfitt að vera einn með allt þetta fólk, sem maður þekkir ekki, að fylgjast með manni. Þess vegna er gott að hafa kjarna sem maður getur leitað til. Svo tengir maður meira við sumar og talar jafnvel við þær á hverjum degi,“ segir Rebekka, þakklát fyrir nýja vinahópinn sinn.
Rebekka hefur glímt við kvíða og félagsfælni frá því hún var hún var barn, en vinnur statt og stöðugt í því að ná betri tökum á hugsunum sínum. Að tjá sig á snapchat hefur hjálpað henni mikið þó henni hafi þótt erfitt að nota miðilinn í fyrstu. „Að stíga skrefið og tala var rosalega erfitt. Svo stundum þegar ég hef verið að taka yfir stærri „snöpp“ þá verð ég mjög stressuð, en um leið og ég er byrjuð þá er þetta allt í lagi. Þetta er svolítið eins og sviðsskrekkur. Kosturinn er að það er enginn í kringum mig að horfa á mig. Ég hef sent kærastann minn fram þegar ég er að tala á snapchat. Það er fyrst núna, eftir ár, sem ég er aðeins byrjuð að geta talað fyrir framan hann.“ Þá á Rebekka það til að hugsa mikið um það sem hún hefur verið að segja á snapchat af ótta við að hún hafi sagt eitthvað vitlaust. „Ég hef vaknað upp klukkan þrjú um nótt í sjokki yfir einhverju sem ég man eftir að hafa sagt. Þá þarf ég að fara yfir allt sem ég er búin að birta og ritskoða sjálfa mig. Stundum dettur maður nefnilega inn í hálfgerðan trans og lætur margt flakka. Ég vill ekki segja neitt vitlaust og verð alltaf að hafa rétt fyrir mér.“
Kvíðinn háði henni í vinnu
Rebekka segir kvíðann og félagsfælnina hafa háð sér mikið í lífinu, en kærastinn hennar hefur verið duglegur að hjálpa henni að takast á við vandann síðastliðið ár. „Það er mjög þroskandi að takast á við þetta,“ segir hún einlæg. „Þetta háði mér líka í vinnunni. Ég þjáðist af vinnukvíða. Ég vinn svo mikið með fólki og fyrst var það rosalega erfitt. Ég var dauðþreytt eftir
Hefur eignast góðar vinkonur
Rebekka heldur úti bloggsíðunni rebekkaeinars.is og hægt er að fylgjast með henni á snapchat: rebekkaeinars.
Sa
n a m
kum
læk
ið
ð ver við
...í krafti fjöldans
Vinsæl tilboð á hopkaup.is Alþrif og bón hjá Kringlubóni.
% 40 afsl.
Aðeins 5.980 kr.
Litun, plokkun og fótsnyrting hjá Royal Beauty.
% 40 afsl.
Aðeins 7.560 kr.
Áður 9.900 kr.
146 seld
Áður 12.600 kr.
Gisting fyrir tvo ásamt morgunverði á Hótel Borealis.
% 42 afsl.
Framköllun á ljósmyndum, 100 stk.
Aðeins 14.990 kr.
76 seld
% 40 afsl.
Aðeins 2.990 kr.
Áður: 26.000 kr.
116 seld
Áður: 5.000 kr.
124 seld
Google Chromecast 2.
% 28 afsl.
Turtle Beach Recon heyrnartól.
% 53 afsl.
Aðeins 4.990 kr. Áður: 6.890 kr. Hrotubaninn hefur slegið í gegn!
Aðeins 6.990 kr. 59 seld
% 40 afsl.
Aðeins 2.390 kr. Áður: 3.980 kr.
Hópkaup © 2011 - 2016 Smáratorg 3 - 201 Kópavogi www.hopkaup.is samband@hopkaup.is S: 520 1030
Áður 14.995 kr. Gjafabréf á strigaprentun frá Samskiptum.
% 45 afsl.
Aðeins 2.800 kr. 138 seld
Áður 5.100 kr.
95 seld
Gríptu gæsina - ný tilboð daglega!
5
…heilsa
6 | amk… LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 Markmið mikilvæg Hafdís segir góð markmið vera eina helstu ástæðu fyrir því að fólk haldi áfram að mæta í ræktina.
góð ráð fyrir þá sem eru að byrja í ræktinni Aukinn liðleiki og minni verkir með Benecta
Hafdís Björg, einkaþjálfari og fitnessdrottning, veit hvað hún syngur þegar kemur að líkamsrækt. Benecta er íslenskt fæðubótarefni unnið úr rækjuskel, sem stuðlar að Sólrún Lilja Ragnarsdóttir úrvinnslu á bólgum í líkamanum og verndun vefja í stoðkerfi. ég mæli þó alltaf með því að fólk solrunlilja@amk.is
Þ
egar fer að hausta flykkjast Íslendingar gjarnan inn í líkamsræktarstöðvarnar. Hjá mörgum er það einfaldlega hluti af því að koma sér í rútínu eftir sumarið og friða samviskuna eftir fríið. En það er ekki nóg að mæta bara í ræktina, það þarf að gera eitthvað og helst gera það rétt, til að ná árangri. Þá er ýmislegt annað sem gott er að hafa bak við eyrað og tileinka sér til að ná árangri, eins og að æfa alltaf á sama tíma, gera plan, hafa góðan æfingafélaga og fleira. amk fékk Hafdísi Björgu Kristjánsdóttur, einkaþjálfara í World Class og tvöfaldan Íslandsmeistara í fitness, til að gefa lesendum, sem eru að koma sér af stað í ræktinni, nokkur ráð. Sjálf er hún 29 ára gömul, þriggja barna móðir, mikill dýravinur og stefnir á heimsmeistaramótið í fitness í nóvember. Hún ætti því að vita hvað hún syngur þegar kemur að líkamsrækt.
Markmið
Markmið eru megin ástæða fyrir því að fólk heldur áfram og setur hreyfingu í forgang. Langbest er þó að setja sér eitt stórt markmið sem maður bútar niður í smærri, svo að leiðin að stóra markmiðinu verði hvetjandi. Að ná litlu markmiðunum er stóri sigurinn.
Plan
Ekki bara mæta og gera eitthvað. Það skiptir ekki máli hvað þú kannt og hvað þú veist mikið um æfingar, það er alltaf gott að hafa plan. Hægt er að finna allskonar æfingaplön á internetinu en
komi sér í samband við þjálfara og finni út æfingaplan sem er einstaklingsmiðað og hjálpar þér að ná þínum markmiðum.
Að kynnast umhverfinu
Ef þú ert að byrja er gott að fá leiðsögn um salinn og tækjakennslu. Að koma í fyrsta sinn inn í líkamsræktarstöð getur verið eins og að labba inn í frumskóg. Ef upplifunin er slæm í fyrsta sinn er mjög ólíklegt að þú fáir þig til þess að mæta aftur, svo nýttu þér tækjakennsluna. Það eru lang flestar líkamsræktarstöðvar sem bjóða upp á slíka þjónustu.
Rútína
Koma æfingartímanum í rútínu og hafa þennan tíma heilagan. Ekki plana klippingu á æfingartíma. Ef þú ert alltaf að færa tímann og rugla í rútínunni verður þetta fljótt að detta upp fyrir og þú verður farin að taka Bónus ferðirnar fram yfir góða æfingu áður en þú veist af. Finndu þér tíma og haltu rútínu.
Hvatning
Góður æfingafélagi, góð tónlist, skemmtilegt umhverfi. Hvað hvetur þig áfram? Finndu þína hvatningu og þinn drifkraft. Það getur verið æfingafélaginn sem að dregur þig á æfingu þegar veðrið segir þér að kúra aðeins lengur eða leggjast upp í sófa og horfa á einn þátt. Það getur verið eitt lag sem virkilega kemur þér í gírinn eða það getur verið bara þetta yndislega skemmtilega umhverfi sem þín líkamsræktarstöð hefur upp á bjóða. Það skiptir ekki máli hvað það er, finndu þitt.
Augnheilbrigði
AUGNVÍTAMÍN Viteyes AREDS2 er andoxunarvítamín með sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað við aldursbundinni augnbotnahrörnun. Nú er vítamínið með endurbættri formúlu sem gerir það enn betra en áður.
Við aldursbundinni augnbotnahrörnun
www.provision.is
Fæst í öllum helstu apótekum og Heilsuhúsinu.
Benecta fyrir betri líðan
Unnið í samstarfi við Vistor hf.
É
g hef verið með brjósk skemmdir í hné i mörg ár og hefur það orsakað bólgur og þreytuverki í hnjám,“ segir Sigurður H. Stef ánsson, fyrrum handboltakappi. „Verkir og bólgur hafa verið mis miklir eftir álagi en ég fann mik inn mun á mér eftir að ég byrjaði að taka Benecta. Það hefur komið þannig fram að þreytuverkir eru svo til farnir og liðleiki hefur auk ist en áður var stundum erfitt að beygja hnén. Er ekki frá því að annar stirðleiki í líkamanum hafi líka minnkað eftir að ég byrjaði að taka Benecta,“ segir Sigurður ennfremur.
Benecta
„Benecta styður við náttúru lega viðgerðarferla í líkamanum og hjálpar til við bólguúrvinnslu og getur þannig stuðlað að auk inni hreyfigetu,“ segir Guðný Traustadóttir, markaðstengill hjá Vistor hf.
Benecta inniheldur kítínfá sykrur sem eru unnar úr rækju skel. Sykrungarnir bindast bólgu próteinum í líkamanum og hjálpa líkamanum að vinna úr bólgum og styðja við uppbyggingu vefja og auka þannig liðleika og hreyfi getu. Með daglegri inntöku má draga úr bólgum og óþægindum og þannig auka úthald og orku. Jafnframt stuðlar Benecta að endurnýjun vefja (s.s. brjósks, sina og beina) og hjálpar því til við að viðhalda heilbrigðu stoðkerfi.
Notkun Benecta
Dagleg inntaka af Benecta get ur hjálpað líkamanum að vinna úr bólgum hvort sem þær eru af völdum álags eða hækkandi aldurs. Benecta er ætlað fullorðnum, 18 ára og eldri. Skammtar: 2 hylki á dag fyrstu mánuðina. Eftir það 1-2 hylki á dag. Mælt er með því að taka Benecta á fastandi maga. Ekki
Benecta hjálpar til við bólguúrvinnslu
Sigurður H. Stefánsson „Verkir og bólgur hafa verið mismiklar eftir álagi en ég fann mikinn mun á mér eftir að ég byrjaði að taka Benecta.“ Mynd | Rut
skal taka meira en ráðlagðan dag skammt (2 hylki). Hvert hylki inniheldur 300mg af kítínfásykrum sem unnar eru úr rækjuskel. Engin aukaefni eru í Benecta. Benecta er ekki ætlað þunguð um konum eða einstaklingum með skelfiskofnæmi.
Íslensk framleiðsla
Benecta er framleitt af íslenska líftæknifyrirtækinu Genís. Mikil þróunarvinna og áralangar rann sóknir liggja að baki vörunni sem byggir á sérhæfðri þekk ingu tengdri framleiðslu á lyfjum og fæðubótarefnum unnum úr rækjuskel. Þróun Benecta hefur staðið yfir undanfarinn áratug í samstarfi við íslenska og erlenda vísindamenn.
Benecta fæst í apótekum, Heilsuhúsinu og Perform.is
Benecta • Hjálpar líkamanum að vinna úr bólgum • Styður við uppbyggingu vefja s.s. brjósks, sina og beina • Hjálpar til við að viðhalda heilbrigðu stoðkerfi • Auðveldar hreyfigetu
Úrsmíðameistari okkar missir aldrei einbeitinguna Vegna annálaðrar einbeitingar, nákvæmni og 45 ára reynslu, tryggir úrsmíðameistarinn gæði íslensku úranna. Gilbert Ó. Guðjónsson úrsmíðameistari og alþekktur fagmaður grandskoðar hvert einstakt úr áður en það yfirgefur verkstæði okkar. JS úrin eru íslensk hönnun og framleiðsla, sett saman á úrsmíðaverkstæði Gilberts, þar sem viðskiptavinir geta komið og hitt úrsmiðina sem setja saman úrin þeirra. Úrvalið af JS úrum hefur aldrei verið meira og ættu flestir að geta fundið íslenskt úr við sitt hæfi en úrvalið má skoða á vefsíðu www.gilbert.is eða www.jswatch.com. www.gilbert.is
…heilabrot
8 | amk… LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016
Sudoku miðlungs
Krossgátan 310
SKRAUTSTEINN
HRESS
SAMTALS
REIGJA
MÁLMUR
BETRUN
OP
SÁLDA
LYFTA
VAFALAUST VÖRUBRETTI ERFIÐA
Í RÖÐ
MJÖG Á FÆTI
HRÓPA
Sudoku þung
DRAGA
SKVAMPA
PASTA
Í RÖÐ
BÓK
DRAUP
GÚLPUR
NARSL
FNYKUR DRYKKUR HÖGG
UNDIROKUN
SAFNA SAMAN
GLOPPA
ÁREYNSLA
TERTA
FJANDSKAPUR
LANGT OP KAUPBÆTIR
FRENJA
ÞREYTA
VARKÁRNI
BAR
IÐJA
KINNUNGUR
LÓ
ÞÓFI
HNÝTTI
KLUKKA
TÖF
HYGGINDI
HÚRRA
NUDDAST
Lausn síðustu krossgátu Allar gáturnar á netinu Allar krossgátur Fréttatímans frá upphafi er hægt að nálgast á vefnum krossgatur.gatur.net 309
ÓGÆTINN
Ó H V A Þ R K Á K R A K A Ó Ð L K A R A F N A I N G R Ý S R T Ó
GÍFURLEGA HVERSU
VAFSTUR TRAPPA
FAÐMA AFL
DRYKKUR
S V I M I G T J A F A I Ð F T I Á N A S S E E S T L L U L A Ó G Ú F A R GJALDMIÐILL
KUNNA
S S T Á L V E R K U S M I E Ð J A
PEDALI
SNÆDDI
HANGA
SAMKVÆMT
ÞJÓFNAÐUR
ÞEI
BEST
REIÐUR ÆXLAST
MJÓLKURAFURÐ HARLA
HVIÐA
SKRAUTSTEINN
JAPLA
ÞYNGJAST
ÆFA
HLJÓTA
ÁI
SÆTI
ÁNA
HLJÓÐFÆRI
PRÍVAT
SKJÖGRA
FISKUR
KLUKKA
ORG
TIGNA
SÍTT
BÓMA
KVEÐJA AFLI
LABBAÐI MAGUR
ÓBUNDIÐ ARINN
HLJÓÐFÆRI
STEINLÍM
S E M E N T VAÐA
Ö S L A SAMTÖK Í RÖÐ
H I HLÝNA KNÚSAST
K E L A BUGÐA
B
H K A F S T P Ú S A K Á S K T A N G S A A L S H I A K K A U F H L Ó
HINDRUN
UPPLÝSA GJÓSA
FRAMKOMA TAFL
BLÆR
STOPPA
TILVIST BAÐA
GÁSKI
VÍN
ÁLKA
VESKI
YFIRHÖFN
MÖRGU
KALLORÐ
STIG
SÝNISHORN
P R U F A BRUÐL HELLINGUR
F U L L T FÁLMA AUÐVELD
L É T T
B L E G A Æ Ð A Ð R S S A S Ó T A K S Ó U N E R Ð R N A Í F N A U G A R Ú N F U M A Ó M S R R Í N A T A S K A S Ö K T T T E S T U K K U R K O R REITUR
AÐELDSNEYTI STREYMI
NEMA
S L Y S
DRUNUR
FLÝTIR
TÓNLEIKAR
SPÍRA
KÁL
BORGAÐ
STYRJALDAR
FYLGIHNÖTTUR
SKIPTAST
FISKUR ÞAKBRÚN
SKYLDIR
MINNKA
ÓVISS
LYFTA
ÓSKERTA
FJALL
TVEIR EINS MIKILL
EYÐIMÖRK
HALD
SYRPA
GRANALDIN
FLASKA
ÁTT
FESTA LAUSLEGA
SEGI UPP
Í VIÐBÓT
GLYRNA
TRÉ
GÚM
LETURTÁKN
SLITNA
ÞREPA
TVEIR
TÖNG
SKARÐ
ELDSNEYTI
OFRA
FYRIRTÆKI
ÖRVERPI
LAMPI
SAMTÖK
SKÓLI
TVEIR EINS
SITJANDI
LÍÐA VEL HLJÓÐFALL
RÁNDÝR
SEKT
ÓHAPP
ÞRÁ
STRIT
VERST
TÍMABILS
PLANTNA
RÆKTA
HÖFUÐ TVEIR EINS
ÁLANDSVINDUR
FJÖLDINN ALLUR
ÞRAUT
SUNDLA
RÖLT
NJÓLI
LAGLEGUR
ARR
SLIT
GARÐI
VIÐARTEGUND
HLJÓÐFÆRI
ÍAUKI
TVEIR EINS SJÁÐU
ÞEFA
ÞUNGI
ÓSKERT
LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL
FRÁBÆRT ÚRVAL AF RÚMUM, SÓFUM OG HVÍLDARSTÓLUM
VERIÐ VELKOMIN Í HEIMSÓKN Opið virka daga kl. 10 -18 Laugardaga kl. 11-16 Suðurlandsbraut 24 554 6969
108 Reykjavík
lur@lur.is
www.lur.is
Líður þér vel í vinnunni? Taktu frá fimmtudaginn 15. september 2016 fyrir málþing Forvarna og Streituskólans um sálfélagslega vinnuvernd á Hótel Reykjavík Natura. Dagskrá 08:00-08:30 Skráning og morgunkaffi Fundarstjóri: Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, M.S., vinnusálfræði. Framkvæmdastjóri Forvarna. 08:30-08:35 Setning málþings. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra setur málþingið. 08:35-09:00 Andleg fjarvera á vinnustöðum. Ólafur Þór Ævarsson, Ph.D., geðlæknir. Forvarnir. 09:00-09:45 Nýjustu rannsóknir á áhrifum streitu á heilsu. Prófessor Ingibjörg Jónsdóttir, Ph.D., professor. Institutet för stressmedicin, Gautaborg. 09:45-10:30 Sjúkleg streita. Greining og meðferð (Exhaustion disorder) Kristina Glise, Ph.D., forstöðulæknir. Institutet för stressmedicin, Gautaborg. 10:30-11:00
Kaffi
11:00-11:30
Streita á vinnustöðum. Ásta Snorradóttir, Ph.D., sérfræðingur og rannsakandi í vinnuvernd. Vinnueftirlit ríkisins.
11:30-12:00
Þýðing sálfélagslegs áhættumats fyrir rekstur félagsþjónustu. Guðrún Frímannsdóttir, félagsmálastjóri. Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs.
12:00-12:10
Veitt viðurkenning fyrir góða sálfélagslega vinnuvernd.
12:10-13:00
Hádegishlé
13:00-15:30
Málstofur (Þátttakendur velja málstofu við skráningu). Málþingið fer fram á íslensku en einn fyrirlesaranna, Kristina Glise, talar þó ensku.
Stofa A) Leiðsögn - Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir, Ph.D., félagsrágjafi Stofa B) Sálfélagsleg þjónusta í fyrirtækjum - Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, M.S., vinnusálfræði Stofa C) Heilbrigður vinnustaður með heilsueflandi stjórnanda - Svava Jónsdóttir, heilsu- og mannauðsráðgjafi Stofa D) Fjölmenningarmál á vinnustöðum - Björg Sigríður Hermannsdóttir, Ph.D., ráðgjafarsálfræðingur
Þátttökugjald er 39.000 kr. Innifalið í gjaldinu eru ráðstefnugögn, hádegisverður og kaffiveitingar á meðan á ráðstefnu stendur.
Nánari upplýsingar er að finna á
www.stress.is
…sjónvarp
10 | amk… LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016
Slagurinn um Manchester
Stöð 2 Sport laugardag kl. 11.30 Manchester United – Manchester City Helgin byrjar á stórleik í enska boltanum. Stórleikur nær raunar varla utan um þennan leik því nær væri að tala um risaleik. Bæði Manchester-liðin eru gjörbreytt frá síðustu leiktíð; nýir menn hafa frískað upp á leik liðanna en í brúnni standa nú menn sem hafa marga fjöruna sopið og hafa eldað grátt silfur saman síðustu ár. José Mourinho stýrir heimamönnum og hefur bætt við stórstjörnunum Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba, auk Eric Bailly í vörnina og Mkhitaryan á miðjuna. City-menn, nú með Pep Guardiola við stjórnvölinn, hafa hent Joe Hart úr markinu og bætt við mönnum á borð við John Stones, Nolito, Gündogan og Leroy Sané. Því miður fyrir City er markamaskínan Sergio Agüero í banni en hjá svona liðum kemur bara maður í manns stað. Útsending Stöðvar 2 Sports hefst klukkan 11.10.
Laugardagur 10.09.2016 rúv 07.00 KrakkaRÚV 10.20 Basl er búskapur - Litið um öxl Dönsk þáttaröð um ungt par sem vildi einfalda líf sitt og hóf búskap. e. 10.45 Venjulegt brjálæði – Sársaukafullt uppgjör (2:6) e. 11.25 Matador (10:24) e. 12.30 ÓL fatlaðra 2016: Sund Bein útsending frá sundi á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó. 13.30 ÓL fatlaðra 2016: Fótbolti Bein útsending frá fótbolta á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó. 14.45 Frumherjar sjónvarpsins: Vestrar (2:11) e. 15.40 Gengið á ný e. 16.35 About a Boy e. 17.00 ÓL fatlaðra 2016: Blak Bein útsending frá sitjandi blaki á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó. 18.30 Táknmálsfréttir 18.40 Krakkafréttir vikunnar (1:40) Fréttaþáttur fyrir börn á aldrinum 8-12 ára þar sem litið er yfir það helsta í fréttum liðinnar viku. 18.54 Lottó (55:70) 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Sjónvarp í 50 ár: Skemmtiefni (2:8) Í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá því að sjónvarpsútsendingar hófust á Íslandi býður RÚV til afmælisveislu í nýjum skemmtiþætti í beinni útsendingu. 21.50 ÓL fatlaðra 2016: Samantekt (3) Samantekt frá viðburðum dagsins á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó. 22.05 Parenthood 00.05 The Zero Theorem 01.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
Sjónvarp símans 10:05 Younger (2:12) 10:30 King of Queens (16:25) 10:55 How I Met Your Mother (24:24) 11:20 Dr. Phil 12:40 The Tonight Show with Jimmy Fallon 14:40 Rachel Allen's Everyday
Kitchen (8:13) 15:05 Chasing Life (9:21) 15:50 The Odd Couple (11:13) 16:15 For Love of the Game 18:35 Everybody Loves Raymond (9:23) 19:00 King of Queens (3:24) 19:25 How I Met Your Mother (4:24) 19:50 Baskets (6:10) 20:15 The Winning Season 22:00 They Came Together 23:25 Inside Man Spennumynd af bestu gerð. 01:35 The Lincoln Lawyer Mögnuð spennumynd með Matthew McConaughey og Ryan Phillippe í aðalhlutverkum. 03:35 The Men Who Stare at Goats Gamansöm mynd með George Clooney, Ewan McGregor, Kevin Spacey og Jeff Bridges í aðalhlutverkum. 05:10 Pepsi MAX tónlist
Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:50 Íþróttir
Hringbraut 20:00 Lífið í júlí 2016 20:30 Örlögin 21:00 Lífið í ágúst 2016 21:30 Hringbraut á Grænlandi: Kulusuk 22:00 Fólk með Sirrý 22:30 Mannamál
N4 14:00 Bæjarstjórnarfundur 16:30 Hvítir mávar 17:00 Að norðan 17:30 Mótorhaus 18:00 Milli himins og jarðar 18:30 Að austan 19:00 Að Norðan 19:30 Föstudagsþáttur 20:30 Skeifnasprettur (e) 21:00 Að vestan 21:30 Hvítir mávar 22:00 Að norðan 22:30 Mótorhaus 23:00 Að austan Dagskrá N4 er endurtekin allan sólarhringinn um helgar.
Meistaradeildin fer af stað
Heiða okkar Rún snýr aftur í Poldark
RÚV sunnudag kl. 20.20 Poldark Fyrsti þáttur annarrar þáttaraðar Poldark en þættirnir nutu talsverðra vinsælda síðasta vetur. Þegar við skildum við Ross Poldark síðast var hann á barmi gjaldþrots og nýbúið að hneppa hann í fangelsi. Aðalhlutverk: Heiða Rún Sigurðardóttir, Aidan Turner og Eleanor Tomlinson.
Sunnudagur 11.09.2016 rúv 07.00 KrakkaRÚV 10.15 Krakkafréttir vikunnar 10.30 Sjónvarp í 50 ár: Skemmtiefni (2:8) e. 12.25 ÓL fatlaðra 2016: Sund Bein útsending frá sundi á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó. 14.50 Steinsteypuöldin (2:5) e. 15.20 Orðbragð III (1:6) e. 15.50 Sykurhúðað e. 16.50 Íþróttaafrek (Kristinn Björnsson) 17.05 Mótókross (5:5) 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 KrakkaRÚV (87:300) 18.00 Nonni og Manni (2:6) 18.50 Landakort (Claus í Djúpavík) 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Orðbragð III (2:6) 20.20 Poldark (1:10) 21.25 ÓL fatlaðra 2016: Samantekt (4) Samantekt frá viðburðum dagsins á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó. 21.40 Íslenskar sjónvarpsmyndir: Blóðrautt sólarlag 22.50 Gullkálfar (3:6) e. 23.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
Sjónvarp símans 10:05 Jennifer Falls (2:10) 10:30 King of Queens (1:24) 10:55 How I Met Your Mother (2:24) 11:20 Dr. Phil 13:20 The Tonight Show with Jimmy Fallon 14:40 Royal Pains (4:13) 15:25 Parenthood (3:13) 16:10 Life In Pieces (6:22) 16:35 Grandfathered (6:22) 17:00 The Grinder (6:22) 17:25 Angel From Hell (12:13) 17:50 Hotel Hell (1:8) 18:35 Everybody Loves Raymond (10:23) 19:00 King of Queens (4:24) 19:25 How I Met Your Mother (5:24) 19:50 Rachel Allen's Everyday Kitchen (9:13) 20:15 Chasing Life (10:21)
21:00 Law & Order: Special Victims Unit (22:23) 21:45 American Gothic (10:13) 22:30 Ray Donovan (2:12) 23:15 Fargo (6:10) 00:00 Limitless (19:22) 00:45 Heroes Reborn (13:13) 01:30 Law & Order: Special Victims Unit (22:23) 02:15 American Gothic (10:13) 03:00 Ray Donovan (2:12) 03:45 Under the Dome (4:13) 04:30 The Late Late Show with James Corden 05:10 Pepsi MAX tónlist
Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:50 Íþróttir
Hringbraut 10:00 Þjóðbraut á sunnudegi 12:00 Örlögin (e) 12:30 Hringbraut á Grænlandi: Kulusuk (e) 13:00 Þjóðbraut (e) 13:30 Ritstjórarnir (e) 14:00 Þjóðbraut (e) 15:00 Lífið í júlí 2016 (e) 15:30 Mannamál (e) 16:00 Þjóðbraut (e) 18:00 Atvinnulífið (e) 18:30 Lífið í ágúst 2016 (e) 19:00 Þjóðbraut (e) 20:00 Heimilið 21:00 Okkar fólk með Helga Pé. 21:30 Sástu þennan? 22:00 Þjóðbraut á sunnudegi
N4 15:30 Föstudagsþáttur 16:30 Skeifnasprettur (e) 17:00 Að vestan 17:30 Hvítir mávar 18:00 Að norðan 18:30 Mótorhaus 19:00 Milli himins og jarðar 19:30 Að austan 20:00 Að Norðan 20:30 Föstudagsþáttur 21:30 Skeifnasprettur (e) 22:00 Að norðan Dagskrá N4 er endurtekin allan sólarhringinn um helgar.
Stöð 2 Sport þriðjudag kl. 18.40 Knattspyrnuáhugafólk getur komið sér vel fyrir í sófanum í næstu viku því þá hefst Meistaradeildin þennan veturinn. Fjórir leikir eru á dagskrá á þriðjudagskvöld og aðrir fjórir á miðvikudagskvöld og eru þeir allir sýndir beint á stöðvum Stöð 2 Sport. Upphitun hefst bæði kvöldin klukkan 18.15 en leikirnir sjálfir hefjast klukkan 18.45. Á þriðjudag mætast PSG og Arsenal, Basel og Ludogerets, Barcelona og Celtic og Manchester City og Borussia Mönchengladbach. Á miðvikudagskvöld mætast Real Madrid og Sporting Lissabon, Juventus og Sevilla en sá leikur er í opinni dagskrá, Club Brugge og Leicester og Tottenham Hotspur og Monaco. Meistaradeildarmörkin eru svo í opinni dagskrá klukkan 20.45.
…sjónvarp
11 | amk… LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016
Heilög stund á mánudögum þegar RÚV sýndi Sopranos Uppáhalds sjónvarpsþættirnir. Amk fékk Jón Gunnar Geirdal, almannatengil hjá Yslandi, til að segja frá uppáhalds sjónvarps þáttunum.
25 ára afmæli Addams-fjölskyldunnar
Bíó Paradís laugardag kl. 20 Frábært tækifæri til að sjá þessa sígildu mynd í fullum bíósal. Gestir eru meira að segja hvattir til að mæta í búningum! Addams fjölskyldan daðrar við dauðann á margvíslegan hátt, og verur eins og afhöggvin hönd er þjónn þeirra. Þau eru einnig nokkuð auðug. Ennfremur koma bæklaður bókhaldari og okurlánari við sögu og áætlanir um smygla syni okurlánarans inn í fjölskylduna sem hinum löngu týnda frænda Fester. Getur hann komist inn í dýflissuna og rænt peningum fjölskyldunnar, áður en fjölskyldan áttar sig á því að hann er í raun og veru ekki frændinn Fester? Leikstjóri er Barry Sonnenfeld en aðalhlutverk leika Anjelica Huston, Raul Julia, Christopher Lloyd og Christina Ricci.
Entourage Botnlaus og afslappaður töffara skapur – í miklu uppáhaldi.
Klovn Frank er einn af mínum uppáhalds – hann og Casper ganga svo æðislega yfir strikið stundum, ekki hægt annað en að elska þá!
Friends Búinn að horfa á suma þættina alltof oft... en alltaf er þetta jafn fyndið. Office (UK) David Brent er ævintýralega glataður en bara svo dásamlegur samt. Óþægilegt áhorf á köflum en óborganlega fyndið.
Breaking Bad Serían fór rólega af stað en maður lifandi þegar leið á var maður bú inn að ánetjast Walter White.
Sopranos Stórkostlegir þættir – heilög stund á mánudagskvöldum þegar RÚV sýndi þessa snilld.
Svo hefði ég getað bætt við Seinfeld, Fargo, Narcos, Jinx og Stranger Things sem ég dýrkaði.
Gott grín og drama Jón Gunnar Geirdal er hrifinn af Klovn-bræðr um og David Brent en jafnframt alvarlegri þáttum á borð við Sopranos og Break ing Bad.
Fríið sem breyttist í hrollvekju
RÚV sunnudag kl. 21.40 Blóðrautt sólarlag Sjónvarpsmynd frá 1977 byggð á handriti Hrafns Gunnlaugssonar, sem jafnframt er leikstjóri. Myndin fjallar um tvo kunningja sem fara í frí saman til afskekkts þorps, klyfjaðir brennivíni, byssum og öðrum skotfærum og þar taka óvæntir atburðir að gerast. Leikendur: Róbert Arnfinnsson, Helgi Skúlason og Rúrik Haraldsson.
Er líf á öðrum hnöttum?
RÚV mánudag kl. 20.05 Heimur mannkynsins Fyrsti þáttur í áhrifamikilli heimildaþáttaröð frá BBC um sögu mannkynsins. Í þáttunum reynir umsjónarmaðurinn Brian Cox að leysa helstu gátur mannkynsins. Hvar erum við í alheiminum? Hver eru örlög plánetunnar jarðar? Hvernig þróaðist mannsheilinn og meðvitund hans? Mun okkur takast að finna líf á öðrum hnöttum eða erum við ein í alheiminum?
NÝJAR VÖRUR HAUST 2016
verslunin.karakter
Leikkonan Natalie Portman á von á öðru barni sínu með eiginmanni sínum, Benjamin Millepied.
alla föstudaga og laugardaga
Janet Jackson hefur þyngst um 45 kíló Söngkonan gengur með sitt fyrsta barn. Janet Jackson gengur með sitt fyrsta barn núna en hún er orðin fimmtug. Meðgangan hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig en hún er rúmföst núna og hefur þyngst svo mikið að það er farið að hafa áhrif á heilsuna. Söngkonan hefur þyngst um 45 kílógrömm það sem af er meðgöngunni. HollywoodLife talaði við lækni sem sagði að þegar konur væru komnar á þennan aldur og yrðu ófrískar yrðu þær
að hugsa um mataræðið og þyngdina því annar væri mikil hætta á of háum blóðþrýstingi og sykursýki. Janet hefur haldið sig innan dyra því hún vill alls ekki að til hennar sjáist þar sem „hún er að verða svona feit.“ Rúmföst Janet Söngkonan Janet Jackson hefur þyngst um 45 kíló á meðgöngunni. Mynd | NordicPhotos/Getty
Með Cody Kasch á KFC Lokakeppni Miss Universe Iceland fer fram þann 12. september næstkomandi í Gamla bíói. Samfélagsmiðladrottningin Manuela Ósk Harðardóttir er nú að leggja lokahönd á undirbúning keppninnar og dómarar eru farnir að tínast til landsins. Þar á meðal leikarinn Cody Kasch sem margir muna kannski eftir úr þáttunum Desperate Housewives. Manuela tók að sjálfsögðu á móti kappanum á flugvellinum og fylgdi honum upp á Center Hótel Þingholt, þar sem allir aðstandendur keppninnar gista nú um helgina og fram yfir keppni. Eitt það fyrsta sem þau gerðu svo eftir að Cody kom til landsins var að skella sér á KFC og gæða sér á kjúklingabitum.
Nicorette
Cooldrops munnsogstöflur með mintubragði
Nýtt
Lay Low snýr aftur
nikó tínlyf
Tónlistarkonan Lay Low, eða Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, treður upp á Sagnakaffi í menningarmiðstöðinni Gerðubergi næsta miðvikudagskvöld. Þar mun hún fjalla um innblástur í lögum sínum og áhrifavalda. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Lay Low treður upp í höfuðborginni síðan hún eignaðist sitt fyrsta barn seint á síðasta ári. Lovísa og sambýliskona hennar, Agnes Erna Estherardóttir, eignuðust strák en afar fáir vissu að Lovísa væri barnshafandi. Lovísa, Agnes og sonurinn, Fróði Stefán, búa á sveitabæ rétt hjá Hveragerði. Allir eru velkomnir á tónleikana í Gerðubergi. Þeir hefjast klukkan 20 á miðvikudagskvöldið og aðgangur er ókeypis.
REYKJAVÍK
FM104,5 AKUREYRI
4
Dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum Dregur úr reykingaþörf eftir 5 mín. hið minnsta Tvöfalt mintulag, (í töflukjarna og töfluhúð) Kemur í handhægri öskju í vasastærð Fæst 2 mg og 4 mg í 20, 80 og 160 stk. pakkningum Fæst án lyfseðils í næsta apóteki
FM102,5 ÍSAFJÖRÐUR
FM104,1
FACEBOOK.COM/KISSFMICELAND
Nicorette Cooldrops munnsogstöflur gstö (inniheldur nikótín) er notað við tóbaksfíkn. Það dregur úr fráhvarfseinkennum og reykingaþörf og auðveldar reykingamönnum að venja sig af reykingum. Skammtar: Börn: Lyfið má einungis nota handa unglingum (12-17 ára) skv. ráðleggingum læknis. Börn yngri en 12 ára mega ekki nota lyfið. Fullorðnir: 2 mg henta reykingafólki sem er lítið háð nikótíni. 4 mg þeim sem er mjög háðir nikótíni. Hámarksdagskammtur er 15 stk. Ekki á að nota lyfið lengur en 9 mánuði. Venjulega vegur ávinningur af að hætta að reykja þyngra en áhætta sem fylgir nikótínmeðferð. Setja á 1 munnsogstöflu í munninn og láta hana leysast upp. Hvorki má tyggja hana né gleypa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju hjálparefnanna. Þeir sem hafa aldrei reykt. Varnaðarorð: Reykingafólk með nýlegt hjartadrep, óstöðuga eða versnandi hjartaöng (þ.m.t. Prinzmetal), alvarlegar hjartsláttartruflanir, ómeðhöndlaðan háþrýsting, nýlegt heilablóðfall og/eða óstöðugt blóðrásarkerfi skal einungis nota Nicorette undir eftirliti læknis. Gæta skal varúðar við notkun Nicorette hjá einstaklingum sem hafa fengið ofnæmisbjúg eða ofsakláða eða eru með: háþrýsting, stöðuga hjartaöng, hjartabilun, æðasjúkdóm í heila, teppusjúkdóm í slagæðum útlima, sykursýki, ómeðhöndlað skjaldvakaóhóf, krómfíklaæxli, skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi, skeifugarnareða magasár eða vélindabólgu. Aðgát í návist barna: Nikótínskammtar sem fullorðnir geta þolað geta valdið alvarlegum eitrunareinkennum og verið banvænir börnum. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Meðganga og brjóstagjöf: Eingöngu skal nota Nicorette í samráði við lækni. Nikótín berst yfir fylgju og getur haft áhrif á blóðrás og öndun fósturs. Nikótín berst í brjóstamjólk í magni sem getur haft áhrif á brjóstmylking. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: McNeil Denmark ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., sími: 535-7000. IS/NIC-L/K-2016-08-1