LAUGARDAGUR
13.08.16
ÞÓREY EDDA FLUTT Á HVAMMSTANGA EVA LIND HLEYPUR MARAÞON OG STYRKIR FÖÐURLAUSA FRÆNDUR SÍNA LÝSINGIN Á HEIMILINU SKIPTIR ÖLLU MÁLI NÝR OMAGGIO-VASI Á LEIÐINNI
RAGNA AÐ KOMAST Á ÓLYMPÍULEIKA ER „PÍS INGÓLFS OF KEIK“ MIÐAÐ VIÐ BARNAUPPELDI 5 BESTU HEILSUÖPPIN Mynd | Rut
…fólk
2 | amk… LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
Þekkti ekki Zellweger Hugh Grant segir allar mótleikkonur sínar hata sig Þrátt fyrir að hafa unnið náið með Renée Zellweger í kvikmyndunum um Bridget Jones þekkti Hugh Grant ekki leikkonuna í sjónvarpsþáttunum „Watch What Happens Live“ á dögunum. Hann var spurður spurninga um nokkrar mótleikkonur sínar en þegar kom að Zellweger sagðist hann aldrei hafa séð þessa manneskju áður. „Hver er þessi önnur frá hægri, ég hef aldrei séð hana áður í lífi mínu,“ sagði leikarinn og virtist nokkuð
hissa þegar honum var sagt að um Renée Zellweger væri að ræða. Hann viðurkenndi að hann væri ekki í neinu sambandi við mótleikkonur sínar. „Þær hata mig allar, held ég.“ Zellweger hefur verið borin þungum sökum varðandi lýtaaðgerðir og sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa farið í augnpokaaðgerð og fleira. Gagnrýninni hefur hún svarað fullum hálsi og talað um tvöfalt siðgæði þegar kemur að útliti kvenna í Hollywood. Það
Britney og Christina gefa út lag sama dag Britney Spears gaf út nýtt lag í vikunni sem ber nafnið Clumsy og hefur það fengið svakalega góða dóma. Sama dag gaf Christina Aguilera út nýtt lag líka en það heitir Telepathy. Þær stöllur hafa verið þekktar fyrir að vera í mikilli samkeppni við hvor aðra svo það kemur ekki endilega á óvart að Christina hafi ákveðið að gefa sitt lag út rétt á eftir Britney. Bæði lögin hafa fengið mjög góðar viðtökur og aðdáendur söngkvennanna halda ekki vatni yfir þessum frábæru lögum. Britney er að gefa út annað lag sitt á væntanlegri breiðskífu hennar sem mun heita Glory. Hitt lagið sem hún hefur gefið út heitir Private Show.
komi engum við hvað hún gerir við sinn líkama og það sé óþolandi að vera stanslaust að senda skilaboð um að konur séu ekki nógu góðar; of feitar, of mjóar, betri ljóshærðar, betri dökkhærðar, með appelsínuhúð og svo framvegis. Þessi skilaboð geti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir yngri kynslóðina og þau sem eru áhrifagjörn. Zellweger vísar öllum vangaveltum um lýtaaðgerðir á bug.
Þekkti ekki mótleikkonuna Hugh Grant og Reneé Zellweger Á frumsýningu Bridget Jones’s Diary.
Skjálfandi á beinunum á fyrstu ó lympíuleikunum hálf skjálfandi á beinunum inni í ólympíuþorpinu, til að byrja með. Þetta var allt mjög yfirþyrmandi. Það hafði blundað í mér draumur frá því ég var krakki, að komast á ólympíuleika, en mig óraði ekki fyrir að hann myndi rætast.“
Full af sjálfstrausti
Var afbrýðisöm út í systur sína Kendall Jenner segir frá því í viðtali við Vogue, í septemberhefti tímaritsins, að hún hafi oft fundið fyrir afbrýðisemi í garð systur sinnar Kylie. „Ég man eftir að hafa grátið í svefnherberginu mínu af því að Kylie átti svo marga vini, en ekki ég,“ segir Kendall. Hún segist hafa tekist á við einmanaleika sinn með því að fara í útreiðartúr eða bara með því að læsa sig inni í herberginu sínu. Kendall segir líka í viðtalinu að hún eigi mjög erfitt með að fá að vera ein í dag. Hún segist stundum eyða miklum tíma á hverjum degi í að hrista af sér fólk sem er að elta hana út um allt. Hún fær lánaða bíla annarra og segir að hún fari stundum í afslappandi bað til þess að aftengjast öllu.
Amma Adele í fullu fjöri Amma söngkonunnar Adele er í fullu fjöri, 73 ára gömul. Adele hefur alltaf verið náin ömmu sinni, Rose, en árið 2012 féll hún í gólfið í stórmarkaði en hún fékk alvarlegt hjartaáfall. Hún þurfti að fara í aðgerð strax og var Adele allan tímann við hlið ömmu sinnar á spítalanum. Hún afbókaði alla tónleika sína á meðan Rose var á spítalanum og neitaði að fara frá henni, fyrr en hún næði bata. Vinur ömmunnar segir að Rose hafi ekki slakað neitt á eftir hjartaáfallið og sé mjög félagslynd, vinni mikið í garðinum sínum að dytta að plöntum og blómum. Hann segir líka að margir sem þekkja hana kalli hana Super Gran, eða súperömmu.
BARNAGLERAUGU til 18 ára aldurs frá
0 kr.
Miðast við endurgreiðslu frá Sjónstöð Íslands.
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
Mismunandi reynsla Þórey hefur upplifað ferna ólympíuleika, þrenna sem hún keppti á sjálf og eina sem flokksstjóri íslenska hópsins.
Þórey Edda var aðeins búin að æfa frjálsar íþróttir í fjögur ár þegar hún komst á sína fyrstu ólympíuleika, árið 2000. Fjórum árum síðar varð hún í fimmta sæti. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is „Ég hef ekki horft á ólympíuleika í sjónvarpi í tuttugu ár af því ég var sjálf á síðustu fernum leikum, þannig ég upplifi þetta öðruvísi en áður og get fylgst meira með en þegar ég var á staðnum,“ segir Þórey Edda Elísdóttir, verkfræðingur og ólympíufari sem var um tíma í hópi fremstu kvenna í heiminum í stangarstökki. „Það rifjast ýmislegt upp, margar mjög góðar minningar,“ bætir hún við.
Skjálfandi á beinunum
Þórey keppt sjálf á þrennum ólympíuleikum, þeim fyrstu árið 2000 og síðustu 2008, en árið 2012 var hún flokksstjóri hjá íslenska frjálsíþróttaliðinu. Hún segir upplifunina á þessum árum hafa verið mjög mismunandi. „Fyrst auðvitað eftir því hvar ég var stödd reynslulega séð og svo að vera ekki að keppa, það var mjög áhugavert.“ Þórey var 23 ára þegar hún fór á sínu fyrstu leika og hafði þá aðeins æft frjálsar íþróttir í fjögur ár. Hún hafði hins vegar góðan grunn úr fimleikum sem hún hafði æft í tíu ár. „Það gekk mjög vel hjá mér strax. Ég var svo sem búin að æfa eins og vitleysingur alla ævi, en ég leit samt á mig sem byrjanda á mínum fyrstu ólympíuleikum. Vala Flosadóttir var stjarna á þessum tíma og gekk frábærlega vel,“ segir Þórey, en Vala lenti í þriðja sæti í stangarstökki á leikunum árið 2000. „Ég var auðvitað
Fjórum árum síðar mætti Þórey hins vegar reynslunni ríkari á sína aðra ólympíuleika. Og var þá á hátindi síns ferils. „Ég hafði bætt mig mikið um sumarið og kom með allt annað hugarfar inn í leikana. Ekki með hálfgerða minnimáttarkennd heldur með sjálfstraustið í botni og ætlaði mér stóra hluti. Ég var mjög ánægð með að hafa náð fimmta sætinu, en ég fór inn í úrslitin með því hugarfari að ég ætlaði að vera í baráttunni um bronsið. Mér tókst það um tíma. En ég var mjög sátt. Þetta var næstbesti árangurinn minn á ferlinum.“ Á síðustu leikunum sínum, árið 2008, vonaðist Þórey til þess að geta farið þetta á reynslunni og náð þokkalegum árangri, þrátt fyrir að líkaminn væri ekki í nógu góðu standi. „Þó ég væri í góðu formi þá var staðan á mér allt öðruvísi en fyrir hina leikana, í undirbúningi. Og ég varð fyrir miklum vonbrigðum þar. Þannig reynslan mín af ólympíuleikunum var upp og niður,“ segir Þórey létt í bragði. En hún lauk ferlinum á þeim leikum. „Líkaminn minn var ekki að þola þetta lengur og þá var eina í stöðunni að hætta. Ég var líka orðin 32 ára og vildi fara stofna fjölskyldu. Ég átti svo barn í september árið eftir. Þetta var á planinu,“ segir Þórey en hún er nú búsett á Hvammstanga ásamt manni sínum og tveimur sonum og starfar sem verkfræðingur á verkfræðistofu þar í bæ.
Líður vel á Hvammstanga
Þórey lauk BS-námi í verkfræði meðan á íþróttaferlinum stóð en bætti svo meistaragráðunni við síðar. „Það var mjög gott að vera í verkfræðinni meðfram. Ég leit á þetta sem hálfgert öryggisnet því það er mjög algengt að það sé ekkert sem bíður hjá íþróttamönnum þegar þeir hætta.“ Þóreyju líður vel á Hvammstanga og segir lífsgæði fjölskyldunnar í raun hafa aukist til muna eftir að þau fluttu úr borginni og út á land. Þau hafi allt til alls.„Ég mæli eindregið með því að fólk prófi að flytja út á land. Maður er alltaf svo duglegur að víkka sjóndeildarhringinn í útlöndum, en maður gleymir að sjá sitt eigið land frá öðru sjónar horni.“
…viðtal
4 | amk… LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
Fínt að hætta á toppnum og fara að lifa venjulegu lífi
Það voru margir hissa þegar Ragna lagði badmintonspaðann á hilluna eftir ólympíuleikana í London 2012, á hátindi ferilsins. En þannig vildi hún hafa það, hætta á toppnum. Hún hafði verið að pína sig áfram í fjögur ár. Hún var södd. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is
R
agna Ingólfsdóttir, fyrrverandi atvinnukona í badminton og tvöfaldur ólympíufari, varð meirihluta ferils síns að hafa sig alla við til að hafa efni á að vera afrekskona í íþróttum – eins fáránlega og það kann að hljóma. En harkið var allt þess virði. „Ég æfði í 21 ár og var í 11 ár sem atvinnumaður, eins langt og það nær á Íslandi. Ég vissi alveg þegar ég ákvað að þetta yrði mitt líf að ég væri aldrei að fara að græða peninga á þessu. Það var aldrei inni í myndinni, þó auðvitað hefði verið fínt að geta staðið uppi skuldlaus eftir ferilinn og með einhver réttindi. Það var til dæmis erfitt fyrir mig að fá fæðingarorlof,“ segir Ragna sem vill einmitt berjast fyrir auknum réttindum íþróttafólks í þessum efnum. Blaðamaður hittir Rögnu á skrifstofu ÍSÍ þar sem hún starfar sem verkefnastjóri og fær hana til að segja sér aðeins frá þessum tíma. Þegar lífið snérist um badminton. Hún er eiginlega ennþá í fæðingarorlofi, með eina sjö mánaða heima sem er enn á brjósti, en það er brjálað að gera í tengslum við ólympíuleikana, svo hún er mætt í vinnu, allavega hluta úr degi.
Námslánin héldu henni uppi
„Í fyrstu bjó ég í foreldrahúsum en eftir að ég flutti að heiman fór ég í nám í HÍ og gat verið á námslánum til að halda mér uppi. Ég valdi mér heimspeki, af því að ekki var skyldumæting í tíma, svo ég gæti verið að æfa og keppa eins mikið og ég vildi. Ég gat þá lesið á meðan ég var úti. En eftir ferilinn skulda ég tvær milljónir í námslán.“ Fram til ársins 2002 hafði Ragna aðeins verið að fá lága styrki frá bönkunum og ýmis konar vöruúttektir frá fyrirtækjum. En það ár, þegar hún var 19 ára, fékk hún í fyrsta skipti afreksstyrk frá ÍSÍ og á sama tíma styrk frá Alþjóða ólympíunefndinni. En þeir peningar dugðu henni til að greiða fyrir flug, mat og hótelgistingu. Um var ræða mánaðarlegar greiðslur í tvö ár fyrir ólympíuleika og um sömu upphæð var að ræða frá því Ragna fékk fyrst styrk og þangað til hún hætti, árið
Líkaminn var búinn Ragna segist hafa þurft að hugsa um framtíðina, enda þarf líkaminn að endast henni alla ævi. Mynd | Rut
2012. Hún tekur samt fram að hún sé mjög þakklát fyrir þessa styrki, enda komu þeir að góðum notum. Þá styrkti TBR hana líka með ýmsum hætti öll árin.
leikana. Henni gekk reyndar ekki nógu vel þegar á hólminn var komið, en reynslan var mikilvæg fyrir framhaldið.
Gekk á milli fyrirtækja
Í nóvember 2011, hálfu ári áður en síðasti heimslisti fyrir ólympíuleikana 2012 var birtur, var fjárhagsstaða Rögnu alls ekki nógu góð. Hún var að spá alltof mikið í peninga eða peningaleysi og leið ekki vel yfir því. Hún ákvað að tjá sig aðeins um málið á Facebook, en bjóst alls ekki við því að það myndi vekja jafn mikla athygli og raun bar vitni. „Þetta varð algjör sprengja og mikil umræða skapaðist. Ég fékk mjög góða styrki eftir það, bæði frá fyrirtækjum og einstaklingum, þannig ég gat lifað ágætlega alveg út ólympíuleikana. Það borgaði sig klárlega að skrifa þennan status þó mér þætti vandræðalegt fyrst hvað þetta varð stórt. En þetta hafði örugglega mjög góð áhrif.“ Þrátt fyrir að það hafi verið erfitt á köflum að vera afrekskona í íþróttum, þá sér Ragna ekki eftir neinu. „Meðan á þessu stóð og eftir á að hyggja þá var þetta alltaf þess virði. En vinkonur mínar eru flestar 5 til 10 árum á undan mér í lífinu, hvað varðar íbúðakaup, vinnumarkaðinn og barneignir. Það er pirrandi stundum, en ég hefði ekki viljað gera neitt öðruvísi. Ég er búin að sjá og upplifa mjög margt. Ég hefði ekki viljað byrja á þessu lífi fyrr. Ég er mjög ánægð með að hafa náð svona langt í því sem ég var að gera.“
Þegar Ragna var að reyna að komast á ólympíuleikana árið 2004 þurfti hún sjálf að sækja sér viðbótarstyrki frá fyrirtækjum. Hún gekk á milli, listaði upp markmið sín og bauð fyrirtækjum að taka þátt. „Þetta var mikil vinna og tók tíma. Það gekk ekki vel hjá mér fyrir 2004 leikana en ég held að ef ég hefði haft meiri peninga þá hefði ég komist á þá leika. Ef ég hefði getað valið betur mótin til keppa á og komist í æfingabúðir. Það munaði bara tveimur sætum á að ég kæmist inn og það var hrikalega súrt, en fyrir vikið var ég enn ákveðnari að komast á leikana 2008,“ segir Ragna, og það var nákvæmlega það sem hún gerði, þrátt fyrir að verða fyrir því óhappi að slíta krossband ári fyrir
Sprenging eftir status
Líkaminn var búinn
Ragna var rétt tæplega þrítug þegar hún lagði spaðann á hilluna og tilkynnti það um leið og hún hafði lokið sínum síðasta leik á ólympíuleikunum árið 2012. Hún segir marga hafa orðið hissa á þessari ákvörðun, þar sem hún var á hátindi ferils síns og hafði gengið mjög vel á leikunum. En þetta var rétti tíminn. Hún var orðin södd. „Í 11 ár var ég búin að æfa tvisvar til þrisvar á dag og ferðast að meðaltali tvisvar í mánuði, líkami minn var bara búinn. Ég
Nú hugsa ég bara um alla hina. Það eru mikil viðbrigði. Að komast á ólympíuleika er „pís of keik“ miðað við barnauppeldi.
gat ekki meira. Líkamlega var ég í raun að pína mig í fjögur ár í viðbót eftir 2008 leikana. Fólki fannst ég vera að hætta snemma og spurði af hverju ég tæki ekki Ríó líka. En ég var búin að ákveða að fara á tvenna ólympíuleika og mig langaði að toppa þar. Í mínum huga hætti ég því ekki snemma. Það var mjög fínt að fara bara í venjulegt líf á þessum tíma og fara að eiga börn.“ Ragna bendir á að hún hafi þurft að hugsa út framtíðina, svona í ljósi þess að líkaminn þarf að endast henni út ævina. „Ég sleit krossband árið 2007 og fór í aðgerð eftir ólympíuleikana 2008 en mér er ennþá illt í hnénu, þrátt fyrir að vera í búin að gera allt sem ég get gert til að laga það. Ég mun væntanlega alltaf finna fyrir þessu.“ Hún er því ekki viss um að líkaminn væri í góðu standi í dag ef hún haldið stífum æfingum áfram.
Sérstakt í ólympíuþorpi
Ragna segir það hafa verið magnaða upplifun að taka þátt í ólympíuleikum í tvígang, en ekki síður að búa í sjálfu ólympíuþorpinu. „Það er geggjað að ná þessum árangri sem einstaklingsíþróttamaður,“ segir hún dreymin og hugurinn reikar til baka. „Maður lifir í hálfgerðri kúlu þennan tíma. Fer inn í þorp þar sem allir eru í þvílíku formi, fær rosalega fínan mat þegar maður vill og getur fylgst með öllum sem eru að keppa. Fær að sjá öll „idolin“ sín og jafnvel tala við þau. Inni í þessum heimi er allt rosalega gott, allir eru glaðir og manni líður þvílíkt vel. Ótrúlega sérstök upplifun.“ Ragna hlær þegar
hún rifjar þetta upp. Upplifunin af leikunum í Peking 2008 og London 2012 var samt töluvert ólík. „Það var þvílíkt góð stemning í Kína þegar strákunum gekk vel í handboltanum. Það var rosa gaman að fylgjast með þeim. En þeim gekk ekki nógu vel í London og þá var stemningin ekki alveg jafn góð. Þeir voru svo margir, þannig það hafði mikil áhrif á stemninguna innan hópsins,“ útskýrir hún.
Beint í barneignir eftir leika
Ragna og kærastinn hennar, Steinn Baugur Gunnarsson, voru búin að ákveða að þegar ferli hennar lyki, þá ætluðu að snúa sér að barneignum. Og þau voru ekkert að tvínóna við hlutina. „Það var grínast með að ég hefði bara þakkað fyrir síðasta leikinn, farið beint upp á hótelherbergi og að níu mánuðum síðar hefði fæðst barn. Það var nánast þannig. Ég varð allavega ólétt mjög stuttu seinna,“ segir hún kímin. Og þá tók við lífið sem hún hafði sett á ís árin á undan. Lífið hætti að snúast um næsta mót. Síðan er hún búin að eignast annað barn og er því orðin tveggja barna móðir. „Ég er hætt að hugsa algjörlega um sjálfa mig og hvað mig langar að gera. Nú hugsa ég bara um alla hina. Það eru mikil viðbrigði. Að komast á ólympíuleika er „pís of keik“ miðað við barnauppeldi,“ segir Ragna og hlær. „Mér finnst þetta taka vel á, allt öðruvísi en hitt. En magnað engu að síður, að fjölga sér og sjá tvær mismunandi formúlur koma úr sömu formúlunni. Ég var mjög tilbúin í þetta á sínum tíma.“
ykjavík e R í r Laugarna
fyrir alla fjölsky lduna
Vegna mikillar aðsóknar í sumar lengjum við opnunartíma í Árbæjar- og Vesturbæjarlaug í ágúst Sunnudaginn 14. ágúst Sunnudaginn 21. ágúst Laugardaginn 27. ágúst Sunnudaginn 28. ágúst
kl. 09:00 – 22:00 kl. 09:00 – 22:00 kl. 09:00 – 22:00 kl. 09:00 – 22:00
í þí nu hv erfi
Fr á m or gn i t il kvölds
Allir afgreiðslutímar á www.itr.is.
Sími: 411 5000
• www.itr.is
…heilsa
Hugsaðu um heilsuna í símanum
Hægt er að nálgast fjölda frábærra ókeypis smáforrita sem halda utan um heilsufarslegar upplýsingar.
SELESTE UMGJÖRÐ Á:
1 kr. við kaup á glerjum
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
S
njallsíminn er til margra hluta nytsamlegur eins og við flest við flest vitum sem eigum slíka græju. Í símanum er til dæmis hægt að fylgjast með ýmsu sem viðkemur heilsufari; tíðahring, frjósemi, mataræði, fjölda hitaeininga, æfingaplönum og fleiru. Hér eru fimm vinsælustu heilsusmáforritin fyrir android síma. Og það besta er, þau eru öll ókeypis.
Period tracker – my calander
Smáforrit sem heldur utan um tíðahringinn þinn, frjósemi og egglos. Forritið hentar öllum konum á barneignaaldri, hvort sem þær eru í barneignarhugleiðingum eða ekki. Hægt er að stilla forritið þannig að það minni þig á að taka getnaðarvörn og vari þig áður en blæðingar hefjast, sem er sérlega hentugt fyrir þær sem eru á óreglulegum blæðingum.
Calorie Counter – MyFitneessPal
Vinsælasta heilsusmáforritið í heiminum í dag sem bókstaflega hvetur þig áfram í hreyfingunni. Hægt er að halda utan um bæði inntöku og brennslu hitaeininga á mjög einfaldan hátt. Forritið má tengja við fjölda annarra forrita og tækja sem auðveldar þér að halda utan um æfingarnar þínar, hvort sem það eru hlaup, hjól eða eitthvað allt annað.
6 | amk… LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
30 Day Fit Challenge Workout
Eins og nafnið gefur til kynna er hér um að ræða 30 daga æfingaáskorun sem hentar öllum, hvar sem er og hvenær sem er. Forritið er þróað af faglærðum einkaþjálfurum og íþróttafræðingum og sýnt hefur verið fram á að það bætir heilsuna – ef maður heldur út áskorunina. Æfingarnar er allar hægt að gera heima og þú getur valið það erfiðleikastig sem hentar þínu formi.
Runtastic Running & Fitness
Frábært forrit fyrir þá sem ætla að koma sér í form og vilja halda dagbók yfir æfingar, matarræði og hitaeiningar, ásamt því að fá hvatningu til að gera enn betur. Þá gefur forritið þér einnig ábendingar um hvernig þú getur bætt æfingarnar þínar. Sérstaklega gott forrit fyrir hlaupara.
Clue
Forrit svipað og Period tracker sem heldur utan um tíðahring kvenna og allt sem honum tengist, meðal annars skapsveiflur. Höfundar forritsins stæra sig af því að vera eina tíðahringssmáforritið sem ekki er í bleikum lit, inniheldur ekki myndir af fiðrildum eða blómum og fegrar ekki sannleikann með neinum hætti. Sem er klárlega eitthvað sem höfðar til margra kvenna.
Frábær hleðsla fyrir líkamann eftir góða hlaupaæfingu Hleðsla – hollur og handhægur íþróttadrykkur. Unnið í samstarfi við MS
H
lauparar þekkja það vel að til að ná árangri er nauðsynlegt að huga vel að mataræði og næringu því það getur reynst erfitt að koma sér í gott líkamlegt form og auka þol ef við hugum ekki að því sem við látum ofan í okkur. Við getum stritað og púlað en ef við hugsum ekki um hvað við borðum og drekkum eru töluverðar líkur á því að hreyfingin skili ekki þeim árangri sem við vonumst eftir. Ef stefnan er að ná góðum og varanlegum árangri er mikilvægt að ná góðu jafnvægi milli mataræðis og hreyfingar og hafa það hugfast að ein óholl máltíð skemmir ekki neitt, rétt eins og ein holl máltíð breytir ekki miklu. Lykillinn að jafnvæginu er að endurtaka góðar og hollar ákvarðanir á kostnað hinna óhollu og hafa það ætíð hugfast að góð heilsa og gott líkamlegt form er ekki áfangastaður eða einhver endapunktur, heldur lífsstíll sem við viljum temja okkur til að vera betur í stakk búin til að takast á við lífið í öllum sínum margvíslegu myndum. Íþróttadrykkurinn Hleðsla er ferskur og bragðgóður próteindrykkur frá MS sem kom fyrst á markað fyrir um 6 árum síðan. Neytendur tóku vörunni vel frá byrjun og hentar hún bæði fljótlega eftir æfingar og á milli mála. Á síðasta ári
bættust við nýjungar í vörulínuna og er um að ræða kolvetnaskertar og laktósafríar Hleðslur í venjulegri fernu og fernu með tappa. Að sögn Björns S. Gunnarssonar, næringarfræðings og vöruþróunarstjóra MS, er kolvetnaskerta Hleðslan „gædd öllum þeim eiginleikum sem forveri hennar hefur, til að mynda inniheldur hún 22 g af hágæða próteinum, en til viðbótar hefur
verið dregið úr kolvetnainnihaldi með því að notast við sætuefnið súkralósa í stað agaveþykknis. Til viðbótar hefur allur laktósinn, þ.e. mjólkursykurinn, verið klofinn, sem þýðir að kolvetnaskert og laktósafrí Hleðsla hentar vel fólki með laktósaóþol og öðrum þeim sem finna til óþæginda í meltingarvegi við neyslu mjólkurvara, auk þess sem varan er kjörin fyrir þá sem vilja draga úr neyslu kolvetna.“ Þess ber að geta að sífellt er unnið að vöruþróun tengdri Hleðslu línunni og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu. Hleðslan hentar mjög eftir góða hlaupaæfingu og sem millimál, en drykkurinn er bæði hollur, handhægur og á sama tíma einkar bragðgóður. Við hlökkum til að hitta ykkur á FIT & RUN sýningunni fyrir Reykjavíkurmaraþonið og óskum hlaupurum maraþonsins góðs gengis.
…heilsa kynningar
7 | amk… LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
Kom mér á óvart hvað spreyið virkar frábærlega
Sigrún B. Ingvadóttir er einn af vinsælustu einkaþjálfurum og hóptímakennurum í World Class. Hún kolféll fyrir magnesíumspreyjunum frá Better You sem hafa minnkað vöðvastífleika, aukið orkuna og minnkað fótapirring. efna sem þarf að passa að líkam inn fái nóg af. Nú er hún farin að benda skjólstæðingum g hefði aldrei sínum á að prófa spreyin trúað því enda ansi margir sem ið y Spre hvað spreyið fá harðsperrur eft virkar fljótt slær strax á og ir æfingar, vakna og vel“ segir Sigrún upp við slæman n fótapirringinfur sem hefur notað sinadrátt eða eiga r e magnesíumspreyin erfitt með svefn. hann hv frá Better You, bæði „Ég mæli einnig með strax. Orginal og Sport í magnesíumflögunum nokkur ár og finnur sem hægt er að setja út í mikinn mun á endurheimt bæði fótabaðið og baðið“. vöðva eftir æfingar og á orkunni. „Ég fæ síður harðsperrur og mér Fjórða mikilvægasta steinefnið finnst frábært að geta borið þetta Magnesíum er fjórða mikilvægasta beint á húðina og finna hvernig steinefni líkamans. Það kemur við magnesíumið skilar sér strax inn sögu í yfir 300 mismunandi efna í kerfið. Ég reif kálfavöðva fyrir skiptaferlum í líkamanum og getur nokkrum árum og finn stundum magnesíumskortur haft mjög alvar fyrir stífleika á því svæði og fæ legar afleiðingar í för með sér. Þetta vöðvakrampa þar við mikið álag en steinefni hefur t.a.m. áhrif á: spreyið slær fljótt á það þegar slíkt • Orkumyndun (ATP í frumunum) gerist. • Vöðvastarfsemi Einnig hef ég notað spreyið á • Taugastarfsemi kvöldin því ég fæ af og til fóta • Myndun beina og tanna pirring, sérstaklega ef ég drekk of • Meltingu mikið af kaffi eða fæ mér eitt rauð • Blóðflæði vínsglas, þetta slær strax á fóta • Kalkupptöku pirringinn og ég sef mikið betur,“ • Húðheilsu segir Sigrún. Sigrún sýndi spreyjunum fyrst Allt að 80% í magnesíumskorti áhuga vegna starfs síns og langaði „Við fáum magnesíum úr ýmsum að prófa hvort þau hjálpuðu henni matvælum en samt sem áður er það enda magnesíum eitt þeirra stein mjög algengt að fólk þjáist vegna Unnið í samstarfi við Artasan
É
Fyrir svefninn og fótaóeirð
Hentar öllum
fyrir Sérstaklega k íþróttafól
Kolféll. Sigrún B. Ingvadóttir, einkaþjálfari í World Class.
sér á þann stað sem við myndum helst vilja. Spreyin eru því frábær lausn þar sem þeim er úðað beint á vandamálasvæðið og virknin kemur nánast strax.“
Sölustaðir: flest apótek, heilsubúðir og heilsuhillur verslana.
magnesíumskorts og t.d. er talið að allt að 80% Bandaríkjamanna skorti magnesíum. Næringarsnauður jarðvegur sem nýttur er til ræktun ar, lélegt/rangt mataræði, óhófleg áfengis- og koffínneysla, ýmis lyf og mikil streita er meðal þess sem veldur skorti og svo skolast stein efni líka út þegar við svitnum,“ segir Hrönn Hjálmarsdóttir, næringar- og heilsuþjálfi hjá Artasan.
Gegn stífum vöðvum, sinadrætti og fótapirringi (óeirð)
„Margir sem stunda íþróttir af kappi eða eru að byrja í ræktinni eftir langt hlé, fá gjarnan slæmar harðsperrur, jafnvel sinadrátt og stífa vöðva eftir æfingar. Við þolum mismunandi tegundir af magnesí um misvel og stundum er meltingin ekki alveg í lagi og skilar því þá út aftur eða við fáum niðurgang. Þá er magnesíumið klárlega ekki að skila
Magnesíum borið beint á vandamálasvæðið
„Stundum finnur fólk sem er ný byrjað að úða á sig magnesíumolí unni fyrir smá kláða eða hitatilf inningu í húðinni. Ef það gerist er það oft merki um að of lítið magn af magnesíum sé í líkamanum og er því ráðlagt að byrja á litlum skammti og auka hann svo smám saman eftir að einkennin minnka,“ segir Hrönn.
VERÐUM Í HÖLLINNI Í REYKJAVÍKURMARAÞONI Verðum með Craft fötin, Enervit orkugel/duft og BLIZ gleraugu.
www.craft.is
SÉRTILBOÐ Á ÖLLUM VÖRUM
…maraþon
8 | amk… LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
Hópurinn Eva Lind fékk fimm aðra til liðs við sig sem ætla að hlaupa henni til samlætis í Ölpunum.
Tilbúin Eva Lind segir æfingar hafa gengið þokkalega vel þrátt fyrir ýmis bakslög og hún telur sig tilbúna í hlaupið. Mynd | Rut
„Þetta er í rauninni algjör bilun“ Eva Lind hleypur sitt fyrsta maraþon í Ölpunum eftir aðeins níu mánaða æfingar, til að styrkja litla frændur sem misstu föður sinn langt fyrir aldur fram. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is
„Ég hef aðallega verið í tíu kílómetra hlaupum og er bara þannig manneskja. Hef reyndar einu sinni tekið þátt í hálfmaraþoni, en það var algjört draumaverkefni. Ég rétt meikaði það,“ segir Eva Lind Helgadóttir sem ætlar að hlaupa heilt maraþon í 1800 metra hæð í svissnesku Ölpunum þann 10. september næstkomandi eftir aðeins níu mánaða þjálfun. Svokallað Jungfrau maraþon. Hún er búsett í Sviss, en er stödd á Íslandi í sumarfríi og ætlar að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu til að hita sig upp fyrir Alpana.
Hleypur fyrir föðurlausa frændur
„Þetta er í rauninni algjör bilun og meira en að segja það. Það sem gerir hlaupið enn erfiðara er að það eru sóparar á ýmsum stöðum sem sópa þátttakendunum út úr hlaupinu ef þeir standast ekki tíma. Þetta er því alvöru verkefni. Eitthvað sem ég ætlaði aldrei að gera og geri væntanlega aldrei aftur,“ segir Eva Lind kímin. En það er ærin ástæðan fyrir því að hún réðst í þetta verkefni. Hún er að safna áheitum svo hún geti styrkt tvo litla frændur sem misstu föður
sinn, Vigni Grétar Stefánsson, rétt fyrir síðustu jól. „Frændi minn dó aðeins 39 ára að aldri. Árið 2009 fékk hann vírus í heila og greindist síðar með flogaveiki, en eitt slíkt kast olli dauða hans. Hann lætur eftir sig tvo syni, fjögurra og sjö ára. Því miður var hann ekki líftryggður,“ útskýrir Eva Lind.
band við Sigga P. hlaupaþjálfara, sem reyndar hristi hausinn í fyrstu. Sagði að hann gæfi meðalmanneskju, eins og henni, tvö ár í svona stórt verkefni. „En við settum níu mánaða plan. Þetta hafa verið „hard core“ æfingar og ég á þrjú börn, þannig þetta er búið að vera mikið púsl. Þá hafa meiðsli og veikindi aðeins tafið fyrir. En mér er að fara að takast þetta.“
Krafturinn kemur að innan
Eva Lind segir kraftinn sem komi að innan, réttur hugsunarháttur skipti jafn miklu máli og að mynda þol. „Maður þarf að vera með plan og stilla sig inn á það hugarfarslega. Þegar líkaminn er farinn að kvarta, manni er orðið illt, komin með blöðrur á tærnar og búin að missa táneglurnar þá þarf maður að tala sjálfan sig til,“ segir hún Þjálfarinn hristi og ljóst er að gengið hausinn hefur á ýmsu. En nú Búið er að stofna styttist í annan endFramtíðarsjóð Vignissona, til að aðstoða ann á þjálfuninni og drengina í framtíðhún ætlar sér að klára inni, en Eva Lind hlaupið fyrir litlu vildi gera eitthvað frændur sína. Svo fékk Eva Lind meira en bara auglýsa til liðs við sig fimm reikningsnúmerið á aðra einstaklinga. sjóðnum. „Ég hugsSynir Vignis Sindri Dan 7 ára og Einn þeirra, Gunnar aði með mér, hvað Snævar Dan 4 ára. Beinteinsson, er að getur maður gert sem taka þátt í hlaupinu í fimmta skipti hljómar mikið? Til dæmis hlaupið en hinir hlaupararnir eru; Hjördís upp Alpana. Við fjölskyldan létum Árnadóttir, Berglind Wright Hallbók ganga á gamlárskvöld, þar sem allir settu sér markmið fyrir dórsdóttir, Kristinn Haraldsson og árið. Þar gerði ég grein fyrir mínu, Sandra Dís Steinþórsdóttir. að ég ætlaði að hjálpa strákunum og fara í smá verkefni.“ Í kjölfarið hafði Eva Lind sam-
FÁÐUÞÉR
BOOST Hvað er boost? Boost er hvítu kúlurnar sem eru límdar saman með hita og þrýsting. Saman mynda þær mikla orku og mýkt. Boost efnið losar orku þegar fóturinn lendir á jörðinni og ýtir þér áfram.
Boost aðlagast fætinum, boost gefur orku, boost gefur mýkt og breytist ekki hvort sem þú ert í hita eða kulda og helst óbreytt út líftímann
Boost - endalaus orka
AQ5931
AQ5936
AQ5932
AQ5933
AQ1865
AQ1869
AQ2430
AQ2433
Ultraboost
Energy Boost
Adios Adizero Boost
80% BOOST
80% BOOST
10mm hæð · Stretchweb og c ontinental undirsóli sem er með gott grip og frábær í bleytu Primeknit efni (sokkaskór)
10mm hæð · Continental sóli ·Miðjubarnið Mjúkur og þæginlegur skór, sem heldur vel utan um fótinn
10mm hæð Continental sóli
Flottur skór fyrir lengri hlaup, og dempar höggið með boost mýktinni. Skór sem þú getur notað daglega
Hentar vel fyrir lengri hlaup og dempar höggið með boost mýktinni.
Léttasti og hraðasti keppnisskórinn frá adidas. Skórinn sem hefur „unnið“ flest maraþon.
AQ5931 / AQ5932 / AQ5933 / AQ5936 100% BOOST
AQ1865 / AQ1869
AQ2430 / AQ2433
www.adidas.is
…maraþon kynningar
10 | amk… LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
Borðaðu eitthvað öruggt Á lokametrum maraþonundirbúnings.
SUNNUDAGS LAMBALÆRI með öllu tilheyrandi
Regla númer eitt, tvö og þrjú þegar kemur að matarræði fyrir maraþon er að vera ekki að prófa nýja og framandi rétti nokkrum dögum fyrir hlaup. Borðaðu eitthvað sem þú veist að er öruggt og maginn þinn þolir. Gott er að gera tilraunir með hvaða morgunverður hentar best fyrir hlaup og gott er að hafa í huga að sumir eru með viðkvæman maga sem þarf að minnsta kosti þrjá klukkutíma til að melta mat áður en maraþonið hefst.
Ekki belgja þig út af of miklu vatni að morgni hlaupadags, en passaðu þig samt að drekka nóg. Mikilvægt er að borða létta máltíð, til dæmis banana með haframjöli, beyglu með hnetusmjöri, ristað brauð með hunangi eða morgunkorn án mjólkur. Gættu þín á mjólkurvörum, fitu, hnetum og grófu korni. Líkt og áður sagði er best að prófa sig áfram með léttar máltíðir síðustu vikurnar fyrir hlaup, til að finna út hvað hentar þér og þínum meltingarfærum.
Gerðu tilraunir Gott er að vita hvaða morgunverður hentar best að morgni hlaupadags.
Mikið um dýrðir á 70 ára afmæli Hveragerðis Blómstrandi dagar verða í veglegri kantinum í ár. Unnið í samstarfi við Hveragerðisbæ.
ALLA SUNNUDAGA FRÁ 12–14.30
B
lómstrandi dagar í Hveragerði standa nú sem hæst og verður ekkert lát á gleðinni fyrr en annað kvöld. Hátíðin er í veglegri kantinum í ár í tilefni 70 ára afmælis Hveragerðis en að sögn Aldísar Hafsteinsdóttur bæjarstjóra var ákveðið að setja allan aurinn í glæsilega dagskrá í stað þess að halda hátíðarkvöldverð fyrir boðsgesti, eins og stundum tíðkast við þess lags tilefni.
Hillary-ís og Trump-ís
Viðburðirnir eru nánast óteljandi en einna stærstur er Ísdagur Kjöríss en hann dregur alltaf þúsundir að. „Enda hvergi nokkurs staðar annars staðar á byggðu bóli sem þú getur komið og borðað eins mikið af ís og þú getur í þig látið á þremur klukkutímum,“ segir Aldís. Fleiri tugir tegunda íss verða í boði og í ár er forsetaþema þannig að hægt verður að gæða sér á Hillary-ís, Trump-ís og Guðna-ís, svo dæmi séu tekin. Kjörís setur líka frystikistur vítt og breitt um Hveragerði og býður bæjarbúum upp á ís allan daginn. „Hveragerði er auðvitað blómabærinn en við erum líka höfuðborg íssins á Íslandi,“ segir Aldís.
SUNNUDAGSSTEIKIN SVÍKUR EKKI! HÆGELDAÐ LAMBALÆRI MEÐ RÓSMARÍN OG HVÍTLAUK Sykurbrúnaðar kartöflur „Crispy“ kartöfluteningar með rósmarín og hvítlauk
við sitt hæfi. Það verður einnig hægt að fara í bíltúr um bæinn í gömlum Víbon með leiðsögn þar sem farið er yfir sögu bæjarins og rifjað upp hverjir upphaflega byggðu Hveragerði. „Hveragerði er sá bær á Íslandi sem hvað næst því hefur komist að vera listamannanýlenda. Bæði byggðist hann upp af listamönnum í upphafi og listamenn hafa ávallt verið mjög áberandi í bæjarlífinu,“ segir Aldís.
Alflottasta flugeldasýningin
Í brekkusöngnum í kvöld verður flugeldasýning sem á sér vart hliðstæðu, að sögn Aldísar. „Hún verður stærri kantinum í tilefni af afmælinu og hefur nú mörgum þótt nóg um hingað til! Ég veit að það segjast allir vera með flottustu flugeldasýninguna en bæjarbúar halda því margir hverjir fram að þetta sé sú alflottasta! Þetta er þvílíkt sjónarspil í Varmárgilinu og svo drynur í fjöllunum hérna í kring. Ég hugsa að hávaðinn heyrist niður í Þorlákshöfn,“ segir Aldís. Í brekkusöngnum verður einnig frumflutt lag Hljómlistafélags Hveragerðis sem er gjöf þess til
Hægt er að nálgast alla dagskrána á Facebooksíðunni Blómstrandi dagar í Hveragerði og á hveragerdi.is.
„Hveragerði er auðvitað blómabærinn en við erum líka höfuðborg íssins á Íslandi,“
Listamannanýlenda
Aldís hvetur fólk til þess að koma og leggja bílnum, rölta um bæinn og njóta þess sem í boði er. „Það eru sýningar, opnar vinnustofur út um allan bæ, tónlist og markaðir víða. Fjölmargir íbúar verða með bílskúrssölur en síðan verður einnig skottsala á planinu við leikfélagshúsið, þar sem allir eru velkomnir. Ekki má heldur má gleyma fjölmörgum tónleikum og viðburðum þar sem allir ættu geta fundið eitthvað Brekkusöngur Ingó veðurguð stjórnar brekkusöng í kvöld.
Heimalagað rauðkál Pönnusteiktir blandaðir sveppir Ofnbakaðar gulrætur Grænar baunir með myntu Maís Bjór- hollandaisesósa Sveppasósa 2.900 kr. á mann Aðeins framreitt fyrir allt borðið. APOTEK KITCHEN+BAR
bæjarbúa á þessum tímamótum. Ágústa Eva, Magnús Þór Sigmundsson, Páll Rósinkrans, Mánar, Unnur Birna og fleiri tónlistarmenn flytja lagið sem þykir einstaklega vel heppnað. Á morgun, klukkan 14, verður síðan afmæliskaka í boði fyrir alla sem vilja í Lystigarðinum undir ljúfum djasstónum og eru allir hvattir til að grípa með sér teppi og eiga þar góða stund.
Austurstræti 16
Sími 551 0011
apotek.is
Blómardrottning. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis.
Ís fyrir alla Kjörís gefur allan þann ís sem torgað verður.
Aldís Hafsteinsdóttir Bæjarstjóri Hveragerðis.
Þjófstartaðu Við erum klár í Reykjavíkurmaraþonið
ÁRNASYNIR
komdu með okkur í mark
GLÆSIBÆ
KRINGLUNNI
SMÁRALIND
utilif.is
…heimili og hönnun
A
ÚTSALA
12 | amk… LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
LA ÚTSA
LA ÚTSA
20LA ÚTSA
LA ÚTSA
LA ÚTSA
Lýsingin skiptir öllu máli
H
ægt er að gera kraftaverk með réttri lýsingu á heimilinu. Yfirlýst, skuggalaus rými eru einfaldlega fráhrindandi og einnig er ekki málið að hafa alltof dimmt. Slæm lýsing getur látið falleg rými líta hræðilega út og eins getur góð lýsing lyft upp rýmum sem muna fífil sinn fegurri.
LA Ú ÚTSA
LA TSALA A S T Ú Ú A L LA LA ÚTSLAA ÚTSLAA ÚTSA A A ALA S S S T T T A A A A Ú Ú L L SAL ÚTSAL ÚTSA20 til 70% ÚTSLAA ÚT Fullkomin baðherbergisFatnaður afsl. Tjöld 30% afsl. A S lýsing á að koma beint T A A A A Ú L L Hitabrúsar L L afsl. Skór 20 að ofan og frá báðum 50% TSA ÚTtilSA70% afsl. ÚTSA ÚTSA 20Útil hliðum til að jafna út skugga. Svefnpokar A 3995 LAafsl. TSALABuxnaslá Ltilboð LA TS30% LA A A A S S T T ogÚ margt fleiraÚ ...TSA Ú BakpokarÚ30%Aafsl. Ú Ekki þarf að lýsa upp A A A A A L L L L L allt rýmið, betra er að A A A A A Ú ÚTS ÚTSLA ÚTS ÚTS ÚTS lýsingin sé á ákveðnum u A stöðum og lýsi upp ákveðinn hlut, S k s T n e l s Í Ú Ekki missa LA LA af þessu LA TSA LA A A málverk, leshorn o.s.frv. Einnig er S S T T Ú Ú LA Ú LA að birtan komi úr mismunTakmarkað magn! LA gott andi hæð, lampar séu misjafnlega ÚTSA ÚTSA ÚTSA háir og loftljós mislöng.
A
ALPARNIR
Dimmer er nokkuð sem er þess virði að fjárfesta í. Ef þú ert óánægð/ur með lýsinguna þá getur lausnin verið sú að fá dimmer á hvert ljós. Með honum er hægt að gera fullkomna lýsingu fyrir hvert tilefni og mun ódýrara er að splæsa í dimmer en að endurnýja ljósin öll.
Mörg ljós/lampar á mismunandi stað er alltaf betra en sterk lýsing á einum stað. Vegglampar og standlampar eru málið í svefnherbergið til þess að búa til mjúka og rómantíska birtu.
Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • sími 534 2727 • e-mail: alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is
ÚTSA
DANSKAR
INNRÉTTINGAR
Í ÖLL HERBERGI HEIMILISINS
Skandínavísk birta Velgengni skandinavískra hönnuða er lyginni líkust, það er hreinlega eins og þeir viti allir einhverja töfraformúlu yfir hvernig á að falla í kramið. Hér eru nokkur forkunnarfögur ljós eftir skandínavíska hönnuði sem eru fyrir lifandis löngu orðin sígild.
Alvar Aalto var finnskur húsgagnahönnuður og hönnun hans þekkja margir vel. Kannski síst ljósin þó en Alvar Aalto ljósin eru einstaklega formfögur.
Ljósahönnuðurinn danski Jo Hammerborg hannaði þessi klassísku ljós sem eru afar eftirsóknarverð.
FJÖLBREYTT ÚRVAL AF HURÐUM, FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUM OG EININGUM, GEFA ÞÉR ENDALAUSA MÖGULEIKA Á AÐ SETJA SAMAN ÞITT EIGIÐ RÝMI.
STERKAR OG GLÆSILEGAR Opið: Mán. - fimmt. kl. 09-18 / Föst. 09-17. Lokað á laugardögum í sumar. Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
Sögu danska fyrirtækisins Louis Poulsen má rekja allt til ársins 1874. Frægasti hönnuður Louis Poulsen er Poul Henningsen sem hannaði PH ljósin sem hafa staðist tímans tönn.
ÚTILJÓSADAGAR Mikið úrval af útiljósum á 20–50% afslætti. Komdu við í Rafvörumarkaðinum við Fellsmúla og gerðu betri kaup.
-50% -50%
Áður: kr. 4.995
2.497
kr.
VEGGLJÓS, KASSALAGA
Áður: kr. 4.995
2.497
kr.
VEGGLJÓS. TVÆR GERÐIR
Veggljós, bogalaga, kr. 2.997. Áður: kr. 5.995 Litir: Svart/grátt/hvítt
-30% Áður: kr. 3.995
Áður: kr. 7.995
5.596
kr.
-30% kr.
3.496
-30% kr.
Litir: Svart/hvítt/rúst
Litir: Svart/hvítt/rúst
Bein veggljós, kr. 2.497. Áður: kr. 4.995
-30%
Áður: kr. 3.995
2.796
kr.
KÚPLAR, 20 CM
Áður: kr. 4.995
3.496
-30% kr.
VEGGLJÓS
Litir: Svart/hvítt/rúst
-20%
-20%
OPIÐ ALLA DAGA Áður: kr. 5.995
Áður: kr. 4.995
3.996
Áður: kr. 4.995
ÚTILJÓS
ÚTILJÓS ÁN RÖRS
kr.
Kúplar, 26 cm, kr. 2.796. Áður: kr. 3.995 Litir: Svart/grátt/hvítt
Litir: Svart/grátt/hvítt
Lýsir upp og niður
3.216
kr.
VEGGLJÓS
VEGGLJÓS
Áður: kr. 4.595
2.796
2.497 HALLANDI VEGGLJÓS
Staur, hæð: 110 m, kr. 3.497. Áður: kr. 6.995
-30%
-50%
Áður: kr. 4.995
kr.
VEGGLJÓS. TVÆR GERÐIR Staur, hæð: 80 cm, kr. 5.596. Áður: kr. 6.995
4.796
kr.
Mán. til fös. kl. 9–18 Laugard. kl. 10–16 Sunnud. kl. 12–16
BEIN LED VEGGLJÓS
LED staur, hæð: 50 cm, kr. 6.396. Áður: kr. 7.995
RAFMAGNSVÖRUR Á LÆGRA VERÐI Líkaðu við okkur á Facebook
Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | 108 Reykjavík | Sími: 585 2888
…heimili og hönnun kynning
14 | amk… LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
Gæðavörur sem standast tímans tönn
Mun meira vöruúrval í nýrri og glæsilegri verslun Dúka í Smáralind. Unnið í samstarfi við Dúka
Þ
að gengur ljómandi vel. Við höfum fengið góðar viðtökur hér á nýja staðnum,“ segir Auður Jóhannesdóttir, einn eigenda verslunarinnar Dúka. Ný og glæsileg verslun Dúka var opnuð í Smáralind í júlí. „Við erum búin að vera í Smáralindinni síðan 2011 en fengum augastað á þessu frábæra plássi sem var að losna og ákváðum að stækka við okkur. Þetta voru reyndar tvö rými þannig að við þurftum að fara í talsverðar framkvæmdir til að láta það henta okkur,“ segir Auður en mun meira vöruúrval er í nýju versluninni en þeirri fyrri. „Við höfum hingað til einbeitt okkur mest að eldhúsi, borðstofu og fylgihlutum fyrir stofur lands-
manna en nú bætast forstofur, baðherbergi og svefnherbergi við flóruna auk smærri húsgagna, ljósa og gólfmotta.“ Auður segir að í Dúka sé áhersla lögð á breitt vöruúrval og að bjóða upp á gæðavörur sem standast tímans tönn. „Það er ekki nóg að hlutirnir séu bara fallegir. Þeir þurfa líka að virka vel. Best er þegar það fer saman.“ Auður rekur verslanir Dúka í Smáralind og Kringlunni með systrum sínum, þeim Guðrúnu og Magnýju. Þær reka einnig hina vinsælu Kokku á Laugaveginum. „Fyrirtækið er orðið fimmtán ára. Við byrjuðum með Kokku og tókum við Dúka árið 2007 og bættum svo við búðinni í Smáralind árið 2011. Við gerum hlutina hægt og bítandi og þetta hefur gengið ljómandi hjá okkur.“
Fjölskyldufyrirtæki. Þær Guðrún og Auður Jóhannesdætur, til hægri, reka verslanir Dúka og Kokku ásamt þriðju systurinni, Magnýju.
Meira úrval. Í nýrri verslun Dúka í Smáralind er meira vöruúrval en áður. Nú hafa bæst við vörur fyrir forstofur, baðherbergi og svefnherbergi. Myndir | Rut
Enn til staðar. „Við höfum einbeitt okkur mest að eldhúsi, borðstofu og fylgihlutum fyrir stofur landsmanna.“
Splunkunýr Omaggio á leiðinni
V
Vinsældir Omaggio keramikvasanna frá Kähler hafa farið fjöllunum hærra og ófáar fréttir skrifaðar um fólk sem bíður í röðum eftir að næla sér í nýjustu útgáfuna. Líklega hefur sá gyllti valdið mesta fjaðrafokinu en silfur og perlu voru einnig mjög umsetnir. Nú er að koma enn ein nýjungin sem er ansi ólík þeim sem fyrir eru, nefnilega úr lituðu og glæru gleri. Einkennis rendurnar eru að sjálfsögðu á sínum stað. Margir bíða í ofvæni eftir þessum nýju vösum og verður spennandi að sjá hvort vinsældirnar verði viðlíka og hjá forverum þeirra.
NÝJAR VÖRUR
TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2 KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS
BARNAGLERAUGU
…sjónvarp
16 | amk… LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
til 18 ára aldurs frá
0 kr.
Enska deildin rúllar af stað
Stöð 2 Sport laugardag klukkan 11.20 Hull – Leicester Fyrsti leikurinn í Ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þennan veturinn. Meistarar Leicester City mæta í heimsókn til Hull sem þykja fáliðaðir og ekki líklegir til stórra afreka.
Miðast við endurgreiðslu frá Sjónstöð Íslands.
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
Laugardagur 13.08.2016 rúv
NÝ UNDER ARMOUR BÚÐ Á BÍÓGANGI KRINGLUNNAR OPNUNARTILBOÐ ALLA HELGINA
20-70%
07.00 KrakkaRÚV 10.45 Matador (8:24) e. 12.00 Saga af strák (About a Boy) e. 12.25 ÓL 2016: Frjálsar íþróttir Bein útsending frá frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum í Ríó. 15.45 Íþróttaafrek Íslendinga (Pétur Guðmundsson - Örn Arnarson) e. 16.10 ÓL 2016: Handbolti (Króatía - Frakkland) Útsending frá leik Króatíu og Frakklands í handbolta karla. 17.55 Táknmálsfréttir 18.05 KrakkaRÚV 18.06 Háværa ljónið Urri (12:26) 18.16 Hrúturinn Hreinn (6:10) 18.20 Heilabrot (4:10) 18.54 Lottó (51:70) 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 We Bought A Zoo e. 21.50 ÓL 2016: Samantekt Samantekt frá viðburðum dagsins á Ólympíuleikunum í Ríó. 22.30 Íþróttaafrek Íslendinga (Kvennalandsliðið í knattspyrnu - Bjarni Friðriksson) e. 22.55 ÓL 2016: Frjálsar íþróttir Bein útsending frá frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum í Ríó. 02.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
Sjónvarp símans 08:00 Rules of Engagement (10:15) 08:25 King of Queens (12:25) 08:50 How I Met Your Mother (19:24) 09:15 Angel From Hell (8:13) 09:40 The Odd Couple (3:13) 10:05 Rules of Engagement (11:15) 10:30 King of Queens (13:25) 10:55 How I Met Your Mother (20:24) 11:20 Dr. Phil 12:40 The Tonight Show with Jimmy Fallon 14:40 Korter í kvöldmat (11:12)
14:45 Rachel Allen's Everyday Kitchen (4:13) 15:10 Chasing Life (5:21) 15:55 The Odd Couple (7:13) 16:15 The Office (24:27) 16:40 Playing House (8:10) 17:05 The Bachelor (6:15) 18:35 Everybody Loves Raymond (7:25) 19:00 King of Queens (17:25) 19:25 How I Met Your Mother (24:24) 19:50 Baskets (2:10) 20:15 Dan in Real Life 21:55 Personal Effects Dramatísk mynd með Michelle Pfeiffer, Ashton Kutcher og Kathy Bates í aðalhlutverkum. 23:45 You, Me and Dupree 01:35 Smart People 03:10 Feast of Love 04:55 Pepsi MAX tónlist
Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:50 Íþróttir
Hringbraut 20:00 Lóa og lífið 20:30 Okkar fólk (e) 21:00 Lífið og Grillspaðinn 21:30 Fólk með Sirrý 22:00 Lífið og Kryddjurtir með Auði Rafns 22:30 Mannamál 23:00 Þjóðbraut á fimmtudegi
N4 16:30 Hvítir mávar (e) 17:00 Að norðan 17:30 Mótorhaus 18:00 Íslendingasögur (e) 18:30 Að austan 19:00 Að Norðan 19:30 Föstudagsþáttur 20:30 Hundaráð (e) 21:00 Að vestan (e) 21:30 Hvítir mávar (e) 22:00 Að norðan 22:30 Mótorhaus 23:00 Að austan Dagskrá N4 er endurtekin allan sólarhringinn um helgar.
AFSLÁTTUR Ruggustóll Dawood Púðar Yankee Candle Handklæði Ruggustólar
Sængurver Rúmteppi Sængurver Hvíldarstólar Gjafavara
Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
Sunnudagur 14.08.2016 rúv 07.00 KrakkaRÚV 10.10 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónvarps (31:50) e. 10.25 Popppunktur (7:7) e. 11.25 Áfram, konur! (1:3) e. 12.00 Attenborough: Furðudýr í náttúrunni (1:2) e. 12.25 ÓL 2016: Frjálsar íþróttir Bein útsending frá maraþoni kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó. 15.15 Mótókross (4:5) 15.50 ÓL 2016: Samantekt e. 16.25 Saga af strák e. 16.50 ÓL 2016: Fimleikar Bein útsending frá úrslitum á stökum áhöldum í fimleikum. 18.50 Táknmálsfréttir 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Sauðárkrókur í 50 ár (7:9) 20.30 Hótel Tindastóll (6:6) 21.05 ÓL 2016: Samantekt Samantekt frá viðburðum dagsins á Ólympíuleikunum í Ríó. 21.40 Íslenskt bíósumar: Eldfjall e. 23.20 ÓL 2016: Frjálsar íþróttir Bein útsending frá frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum í Ríó. 01.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
Sjónvarp símans 08:00 Rules of Engagement (12:15) 08:25 King of Queens (14:25) 08:50 How I Met Your Mother (21:24) 09:15 Telenovela (8:11) 09:40 Cooper Barrett's Guide to Surviving Life (4:13) 10:05 Rules of Engagement (13:15) 10:30 King of Queens (15:25) 10:55 How I Met Your Mother (22:24) 11:20 Dr. Phil 13:20 The Tonight Show with Jimmy Fallon 14:40 Life is Wild (13:13) 15:25 Parenthood (21:22) 16:10 Life In Pieces (2:22)
16:35 Grandfathered (2:22) 17:00 The Grinder (2:22) 17:25 Angel From Hell (8:13) 17:50 Top Chef (15:18) 18:35 Parks & Recreation (13:13) 19:00 King of Queens (18:25) 19:25 How I Met Your Mother (1:24) 19:50 Rachel Allen's Everyday Kitchen (5:13) 20:15 Chasing Life (6:21) 21:00 Law & Order: Special Victims Unit (18:23) 21:45 American Gothic (6:13) 22:30 The Bastard Executioner (8:10) 23:15 Fargo (2:10) 00:00 Limitless (15:22) 00:45 Heroes Reborn (9:13) 01:30 Law & Order: Special Victims Unit (18:23) 02:15 American Gothic (6:13) 03:00 The Bastard Executioner (8:10) 03:45 The Late Late Show with James Corden 04:25 Pepsi MAX tónlist
Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:50 Íþróttir
Hringbraut 20:00 Heimilið 21:00 Kokkasögur 21:30 Mannamál 22:00 Þjóðbraut á sunnudegi (e)
N4 15:30 Föstudagsþáttur 16:30 Hundaráð (e) 17:00 Að vestan (e) 17:30 Hvítir mávar (e) 18:00 Að norðan 18:30 Mótorhaus 19:00 Íslendingasögur (e) 19:30 Að austan 20:00 Að Norðan 20:30 Föstudagsþáttur 21:30 Hundaráð (e) 22:00 Að norðan Dagskrá N4 er endurtekin allan sólarhringinn um helgar.
Sígild mynd Burtons
Netflix Sleepy Hollow Frábær mynd Tims Burton frá 1999 með Johnny Depp í aðalhlutverki. Hann leikur lögreglumann í New York sem eltist við morðingja sem afhöfðar fórnarlömb sín. Vel þess virði að rifja upp.
Við keyptum dýragarð
RÚV laugardag klukkan 19.45 We Bought A Zoo Fjölskyldumynd með Matt Damon og Scarlett Johansson í aðalhlutverkum. Ungur ekkill flytur með fjölskyldu sína til Suður-Kaliforníu þar sem hann ákveður að opna aftur gamlan og úreltan dýragarð.
Draumur um sushi
Netflix Jiro Dreams of Sushi Heillandi heimildarmynd um einn besta sushi-kokk í heimi. Jiro Ono er 85 ára goðsögn í Tókýó og rekur lítinn veitingastað þar í borg.
…sjónvarp
17 | amk… LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
Gráfíkjurnar sterkar með breskum sakamálaþáttum þessu að anda betur og byggja upp meiri spennu. Svo reyni ég auðvitað að maula eitthvað með þessu. Gráfíkjurnar eru að koma Ég er alltaf svolítið eftir á sterkar inn, enda gengþegar kemur að sjónvarpsHvað ur ekkert að moka þáttum. Var að klára í sig eðlu og öðru með það Luther og finn hvað ungmennanasli yfir ég hef saknað breskra að nota orðiðð a þ breskum sakamálar E ? sakamálaþátta. Var ó lumm þáttum. Er eðlan r u g alinn upp við Taggart, n le i k ek kannski löngu orðin Morse og Wexford, sem móðins? lummó? Hvað með það voru allir gamlir og klókir að nota orðið lummó? karlar, en Luther er yngri, Er það ekki lengur móðins? myndarlegri og meira ólíkindaAllavega, þá mæli ég með Luther. tól. Var hrifnastur af seríu 2 – þar Ég mæli samt alls ekki með því að sem byrjað var að dreifa hverju fokka í Luther. sakamáli yfir tvo þætti. Það leyfði Sófakartaflan Haukur Viðar Alfreðsson, textasmiður með meiru.
Eldfjallið hans Rúnars
RÚV sunnudag klukkan 21.40 Eldfjall Verðlaunamynd Rúnars Rúnarssonar með Theodór Júlíussyni og Margréti Helgu Jóhannsdóttur í aðalhlutverkum. Eftirlaunamaðurinn Hannes hjúkrar Önnu konu sinni eftir að hún fær heilablóðfall. Um leið fær hann sjálfur nægan tíma til að skoða sjálfan sig og eigið líf og kemst að því að það er aldrei of seint að taka út þroska og laga það sem aflaga hefur farið. Myndin var framlag Íslendinga til Óskarsverðlauna og hefur unnið til fjölda verðlauna á kvikmyndahátíðum um allan heim.
Hef saknað breskra þátta Haukur Viðar Alfreðsson ólst upp við Taggart og Morse en horfir nú á Luther. Mynd | Rut
Lokahnykkurinn í frábærum spennuþáttum
RÚV mánudag klukkan 22.20 Aðferð Lokaþátturinn í sænsku spennuþáttaröðinni Modus sem byggð á bókinni Frukta inte eftir Anne Holt um geðlækninn og afbrotafræðinginn Inger Johanne. Inger, ásamt einhverfri dóttur sinni, dregst inn í rannsókn á röð óhugnanlegra morða.
Bourne mættur aftur
Sambíóin Jason Bourne Nokkur ár eru liðin frá því Jason Bourne lét sig hverfa eftir atburðina sem sagði frá í myndinni The Bourne Ultimatum. Tímann hefur hann notað til að fá minni sitt aftur og nú er komið að því að hann vill fá lokasvör frá þeim sem þekkja fortíð hans betur.
Ver Valur titilinn?
Stöð 2 Sport laugardagur klukkan 15.30 Valur – ÍBV Úrslitaleikurinn í Borgunarbikar karla í knattspyrnu. Valsmenn munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að verja bikarmeistaratitilinn en Eyjamenn mæta hungraðir til leiks. Eyjamenn hafa slegið út stór lið á borð við FH og Breiðablik, auk ÍA, en Valsarar hafa farið þægilegri leið í úrslitin, nú síðast gegn Selfyssingum í undanúrslitum. Leikurinn hefst klukkan 16 en útsending Stöðvar 2 Sport hálftíma fyrr ef fólk ætlar ekki að mæta á völlinn.
Eftir að bækurnar okkar Heilsuréttir fjölskyldunnar og Nýir heilsuréttir komu út kom í ljós að fólk hefur því miður ekki alltaf tíma til þess að elda næringarríkan mat frá grunni eins og það vildi gera, m.a. til þess að forðast aukaefni og of mikinn sykur. Þannig að fljótlega varð okkar næsta verkefni að búa til heilsurétti án aukaefna, viðbætts sykurs, eins og maturinn væri í raun matreiddur í eldhúsinu heima, en samt hægt að kaupa tilbúna úti í búð. Nú eru komnir tveir nýir réttir frá okkur, Grænmetispottréttur með viðbættu Omega-3 og Fiskibollur með viðbættu Omega-3. Bragðgóðir réttir, fullir af þarflegum næringarefnum. Bestu kveðjur, Berglind og Siggi.
…heilabrot
18 | amk… LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
Sudoku miðlungs 3 2 4 8 3 8 2 5 1 9 2 6 3 4 6 7
5 2 7
8
Krossgátan
1 6 8 3 2
306
LEIKUR
5 8
7 3 7
5
1 9 2 6
3 7 9
1
1 5
7
2 3 4
Ö G U Ð S M A R M L Ö G A F S A L A F E N U R T R Ú A R A Ð A L S R L E K L O S N A L O F S L A F T K I S T A F A T S Ú T Æ T L A R R R G L A A T A L N L L I A S L E G A I N N A N S K G R A S A M F T Ó M A A N VESSA
PRESTUR MAÐK
O mynd: andrew doro (CC By 2.0)
HAFNA
FÚADÝ SANNFÆRINGAR MEGIN HYSKI
O Æ K K R I S Á L Ó Ð K A E Y N E R R Ý T M U S S S T U K A A G A L L A ÁLAG
FYRIR HÖND
GÁSKI
H M E R B E R G I Á S F Y Á L L I AUKAST
HRYSSA
Í RÖÐ
DREYRI
PRÓFAÐ
LYFTIDUFT KÆRLEIKUR
SVEI
UTASTUR HAKA
BATNA
SLÆMA
SKREF
NÝLEGA
KAPPSAMT ÓRÓLEG
HVIÐA
TVEIR EINS
REIÐIHLJÓÐ MARGSKONAR
RANNSAKA RÝJA
KRAUMI KLIFUN
ÞRÁ
SAMTÖK
P A K K SKÍNA ANDVARP
S T U N A STAÐSETTNING BLÓM
R Ó S BERGMÁLA
HRINGUR
MÖLFIÐRILDI
VAÐA
SVELG
TEMUR
FORM
VELTA
ÍSKUR
SAMTALS
FISKUR
TÓNSTIGI
YFIRBRAGÐ
TUNGUMÁL
GISINN
HIMINN
VENJULEGAST
KVK NAFN AUMINGI
VANRÆKJA
VÆTTA
VIÐMÓT DÁ
GYLTU
STAGL
ÓÐUR
ÓSKERTA
HYGGST SVALL
MISSA
ÆTTGÖFGI
NÚMERA KEPPNI
SKRÍN LYKTA
HANDA
ÚT
HLÓÐIR
DYSJAR ÁTT
JAFNHLIÐA
TOTA
MATJURT HEITI
Í RÖÐ
HALD
ÓLÆTI
MOKA MÆLIEINING OFANÁLAG SIGTUN
ÓVISS
FUGL
HÖGG
LÍTILL
FASTA STÆRÐ
VERNDAÐUR ARÐA
HEIMSÁLFA
VEFENGJA
TVEIR EINS
VESÆLL
ÞARMA
UPPSKRIFT
NÁLÆGÐ
MEGIN SALTPÉTUR
GLÁP
HVÍLD
SKÍTUR
STEFNUR
ANDAÐAR
SVIKULL
KOMAST
SÓLARHRINGA
DRYKKUR
HNOÐAÐ
HÁMARK
ENN
ÞÓFI
VILJA
SÝN
ÁHALD
DJÆF
LÖGUR
HINDRA
SKÓGARSÓLEY
DANSA
BÁTUR
ÁTT
TUNNU RÖLT
HLJÓTA
FYLLIBYTTA
DANS
ÓHREINKA
SÓT
SOG
SJÚKDÓM
TANGI
GERAST
HRINGJA BEITISIGLING
SLÉTTA
ÁTT
ÞÖKK
HANKI
ÓSKERTA
HLJÓÐFÆRI
BARDAGI
BÓK
VARA
LÍTIÐ BARN
BEITA
ÝFUN
FRÁ
SLEPPA
BERJA
HEIMKYNNI
TALA
ENDURBÆTA
GETRAUN
BAKTAL
FJÁRHÆÐ
FORM
ÞÖGN
I Ð U R U N Æ A F G I Á L L T Í L U R A T Á R L J A F A S A F S N A T A A H K J A K Á L T T F A R A R A G I
SPYRNA
ÁTT ÓVILD
Allar gáturnar á netinu Allar krossgátur Fréttatímans frá upphafi er hægt að nálgast á vefnum krossgatur.gatur.net 305
MEIN
MILDA
FESTING
9
Lausn síðustu krossgátu
SRÍÐNI
GELDA
RÍKI Í AMERÍKU
POT
LÍTILSVIRÐING
2
ÞYRPING
UNDANSKILINN
Sudoku þung 6
RÍKI Í SV-ASÍU
HUGLAUS
5
8 3
TILBIÐJANDI
DÁ
SKÓLI TÆKIFÆRI
SANDEYRI STARF
STAULAST
DÝR
FUGL
MÆLIEINING
TVEIR EINS
VÖRUMERKI
TILBIÐJANDI
GUNGA
ÁSAMT
TVEIR EINS IÐN
NÆGILEGT
SVIK
TEMUR
Þú finnur fleiri notaða á benni.is Stórhöfði
TOYOTA LAND CRUISER 150 VX
HYUNDAI I40
Dísel / Sjálfskiptur / Skráður: 1/2015 Ekinn: 52.000 km.
Dísel / Beinskiptur / Skráningarár: 07/2015 Ekinn: 10.000 km.
Verð: 9.900.000 kr.
Verð: 3.990.000 kr.
CHEVROLET TRAX
NISSAN JUKE ACENTA PLUS
Smiðshöfði Dísel / Sjálfskiptur / Skráningarár: 08/2014 Ekinn: 16.000 km.
Bensín / Sjálfskiptur / Skráningarár: 01/2015 Ekinn: 11.000 km.
Funahöfði
Hamarshöfði Verð: 3.790.000 kr.
Hyrjarhöfði
Dvergshöfði
Opnunartímar: Virka daga 10-18 Laugardaga 12-16
Tangarhöfði
Bíldshöfði
Höfðabakki
Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330
Vagnhöfði
Reykjavík Vagnhöfða 27 Sími: 590 2035
Verð: 3.790.000 kr.
VIÐ M ERU R É H
NOTAÐIR BÍLAR Skoðaðu úrvalið á benni.is
náms- og kennslusýning fyrir grunnskóla Allir sem hafa áhuga á að skoða, kynna sér og prófa ný og fersk kennslugögn eru velkomnir að líta við.
16. - 17. ágúst
Náms- og kennslusýningin er skipulögð af KRUMMA, sem er með 30 ára reynslu af innflutningi á kennslugögnum og leikföngum fyrir leikskóla, grunnskóla og sveitafélög.
kl. 09:30 - 16:00
Á sýningunni getur þú prófað sjálfur sum af nýjustu, flottustu og frumlegustu kennslugögnunum, sem við bjóðum upp á.
Ókeypis "hands on" (taktu þátt) námskeið í LEGO Education verða í gangi yfir daginn.
Norræna húsið
Skráning
námskeið:
krumma@krumma.is 10:00 - 10:45 11:00 - 11:45 13:00 - 13:45 14:00 - 14:45
StoryStarter MoreToMath BuildToExpress MINDSTORMS EV3
KRUMMA ehf er í samstarfi við Norræna húsið vegna sýningarinnar ÖLD BARSINS sem var opnuð 22. júlí siðastliðinn. Á sýningunni er í fyrsta skiptið tekin saman norræn hönnun fyrir börn frá upphafi til 20. aldar. KRUMMA, áður Barnasmiðjan, var stofnað 1986. Sem frumkvöðull og leiðandi framleiðandi útileiktækja og frumkvöðull í innflutningi á kennslugögnum, hefur KRUMMA komið með margar nýjar og framúrstefnulegar vörur til landsins, sem spanna flest svið kennslunnar, þar á meðal LEGO Education kennslugögn og Community Playthings einingakubba. KRUMMA@KRUMMA.IS GYLFAFLÖT 7 112 REYKJAVÍK 587 8700 KRUMMA.IS
Peter Andre flytur alla föstudaga og laugardaga
Conor að fjárfesta á Íslandi? Lítið hefur frést af áformum íþróttafélagsins Mjölnis um að flytja í gömlu Keiluhöllina Öskjuhlíð að undanförnu. Fréttatíminn greindi frá hugmyndum þess efnis síðasta haust og til stóð að allt væri komið á fullt nú síðsumars. Sú er ekki raunin og mun snúa að fjármögnun þriðja aðila. Nú heyrist að unnið sé að því að fá nýjan fjárfesti til að taka þátt í þessu verkefni og sá er enginn annar en Conor McGregor, bardagakappi og vinur og æfingafélagi Gunnars Nelson.
Gummi messar á ný Enski boltinn fer aftur af stað í dag eftir sumarfrí. Stöð 2 Sport er sem fyrr með sýningarréttinn hér á landi og verður með öfluga umfjöllun, þó hún sé reyndar minni að umfangi en undanfarin ár. Athygli vekur að Guðmundur Benediktsson verður aftur umsjónarmaður Messunnar og tekur þar með við keflinu af Hjörvari Hafliðasyni. Frægðarsól Guðmundar er í hæstu hæðum eftir lýsingar hans á EM í sumar og því kom væntanlega ekki annað til greina en að hann yrði aðalmaðurinn. Hjörvar verður þó áfram fastur álitsgjafi í þáttunum.
STAFRÆNT Þarftu skjóta afgreiðslu á einblöðungum, bæklingum, veggspjöldum, skýrslum, eða nafnspjöldum? Þá gæti stafræna leiðin hentað þér. Sendu okkur línu og fáðu verðtilboð.
Peter Andre hefur keypt fyrrum hús Hollywoodleikarans Tom Cruise í Sussex á Englandi. Þar ætlar hann að búa með eiginkonu sinni og börnum þeirra, þar með talið þeim sem hann á með fyrirsætunni Jordan.