Amk 13 05 2016

Page 1

FER OFTAR Á LÆKNAVAKTINA EN Í SUND EKKI SPARA SÓLARVÖRNINA Í SUMAR MAGGA PÁLA: ÞARF BARNIÐ AÐ FARA Í LEIKSKÓLA?

HARPA EINARS

SÝNIR NÝJA HÖNNUN Í CANNES EFTIR AÐ HAFA MISST FYRIRTÆKI Í HENDUR FJÁRFESTA, TEKIST Á VIÐ GEÐHVARFASÝKI OG VERIÐ HEIMILISLAUS

5 ATRIÐI SEM STUÐLA AÐ HEILBRIGÐRI HÚÐ FÖSTUDAGUR

13.05.16

FYRSTA KONAN SEM STJÓRNAR FÓTBOLTAÞÆTTI Á ÍSLANDI

ARNAR FREYR RAPPARI Í NÝJU HLUTVERKI

30


…viðtal

2 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

„Ég sakna þess stundum að detta í maníu“

Harpa Einarsdóttir, fatahönnuður og listakona, er farin að hanna undir merkinu Myrka, eftir að hafa misst fyrirtækið sitt, Ziska, í hendur fjárfesta fyrir tveimur árum. Hún hefur sett af stað söfnun á Karolina Fund til að leggja lokahönd á frumgerðir nýju línunnar. Næst á dagskrá er svo sýning í Cannes þar sem fína og fræga fólkið fær að sjá flíkurnar. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is

Þ

að er stórt skref að fara aftur af stað, alveg frá grunni. En fatahönnunin er einskær ástríða hjá mér þannig ég verð að halda áfram og gera það sem ég er menntuð til,“ segir fatahönnuðurinn og listakonan Harpa Einarsdóttir sem er að reyna að koma undir sig fótunum með nýtt vörumerki – Myrka.

Með Hilton-systur á kantinum

Harpa hefur sett af stað söfnun á Karolina Fund til að geta lagt lokahönd á línuna sem hún er nánast tilbúin með. Henni hefur verið boðið að taka þátt í spennandi viðburði í tengslum við kvikmyndahátíðina í Cannes í næstu viku og þarf hún því að hafa hraðar hendur við að klára frumgerðir línunnar og útbúa kynningarefni. Harpa ljómar af tilhlökkun þegar hún talar um Cannes þar sem við sitjum á notalegu kaffihúsi í Hafnarfirði. Hún dreypir á kaffi, því besta í bænum, að hennar sögn. „Þetta er á vegum fyrirtækis sem heitir Beverly Hills Haute Coutere. Þau leigja glæsihýsi, halda veislur og tískusýningar,“ segir Harpa. Hún þekkir einn þeirra sem að fyrirtækinu standa og vill sá hinn sami hjálpa henni við að kynna nýja vörumerkið. Að sjálfsögðu tekur hún því fagnandi. „Ég get fengið gott tengslanet þarna og vonandi klætt einhverja stjörnuna í Myrka. Hollywood-sena er kannski ekki alveg það sem Myrka stendur fyrir, en svona fögnuður kitlar hégómann örlítið. Ég hef aldrei upplifað neitt í líkingu við þetta. Að sitja á sundlaugarbakka með Hilton-systur á kantinum. Það er mjög fjarlægt mínum íslenska veruleika,“ segir Harpa og skellir uppúr. Og það eru orð að sönnu. Síðustu mánuðir hafa verið henni frekar erfiðir.

Missti heimilið og bílinn

„Eftir að ég lokaði búðinni minni, Baugar og bein, síðasta haust þá missti ég eiginlega allt úr höndunum á mér. Heimilið, bílinn og allt. Ég er búin að vera á flakki um landið, eins og sígauni, síðustu mánuði. Það er samt gott að komast aðeins í burtu

Lyfin gera gott Harpa er þakklát síðasta kærastanum sínum fyrir að hafa sett henni þá afarkosti að annað hvort færi hún á geðlyf eða þau hættu saman. Mynd | Rut

til að átta sig á hvert maður er að fara og hvað maður vill gera við líf sitt. Ég tók þátt í mjög spennandi listaviðburði á Seyðisfirði í febrúar og vann á hóteli við Mývatn í mars, og naut þess að vera með husky-tíkinni minni á hundasleða í náttúrufegurðinni þar. Ég gaf mér tvo mánuði í að ákveða hvort ég ætlaði að gera aðra tilraun í tískubransanum eða gefa mig alla í myndlistina og láta þennan bransa bara eiga sig fyrir fullt og allt.“

Fyrirtækið til vinkonu

Þrátt fyrir að Harpa sé mjög sátt við það sem hún er að gera í dag, er sú ákvörðun að fara af stað með nýtt vörumerki þó ekki komin til af góðu. Árið 2014 missti hún fyrirtækið sitt, Ziska, í hendur fjárfesta eftir að hafa unnið að því í sex ár. Sagan á bak við þessa atburði er mjög dapurleg enda var um að ræða vinkonu Hörpu. „Hún kom inn fyrirtækið sem fjárfestir en ákvað svo að draga sig í hlé vegna persónulegra vandamála. Ég

var þá með allt tilbúið í framleiðslu og var komin inn í verslunina Gottu á Laugavegi. Ziska var listamannsnafnið mitt og því erfitt að missa fyrirtækið í hendur annarra. Mér bauðst samstarf með annarri viðskiptakonu sem framleiddi línuna fyrir Gottu, og um leið reyndi hún að hjálpa mér að fá merkið aftur í mínar hendur.“ En vegna þess að framleiðslan var sett í gang án þess að nýjum samningi hafði verið lokað þá gerðist Harpa brotleg við þann samning sem hún hafði áður gert við vinkonu sína. „Þannig að hún, með sína sterku lögfræðinga, tók allan hagnað af sölu línunnar og eignaðist í framhaldi af því Ziska. Þetta var afar lærdómsrík reynsla og kenndi mér líka að treysta ekki öllum um leið. Ég lærði að samningar eru samningar. Ég reyni að láta hvatvísi mína ekki koma mér í svona vandræði framar.“

Var rosalega dramatísk

Harpa segist reyndar hafa miklu meiri húmor fyrir hlutunum í dag en hún hafði áður. Líka þegar illa gengur. Hún getur alveg hlegið að hrakförum sínum og því sem fer úrskeiðis. Það gerir gæfumuninn að geta það. „Ég var rosalega dramatísk og tók allt aðeins of mikið inn á mig. Það er mikið frelsi í því að geta hlegið að sjálfum sér, yppt öxlum og haldið áfram. Það er miklu verra að gefast upp og játa sig sigraða heldur en að spýta í lófana og reyna aftur,“ segir Harpa sem hefur alltaf verið óhrædd við að koma til dyranna eins og hún er klædd. Hún hefur tjáð sig opinskátt um geðhvarfasýki sem hún glímdi við, sem og heimilisofbeldi sem hún bjó við um tíma. Það að hún stigi fram og segði sína sögu veitti fleirum styrk til að gera slíkt hið sama. Harpa er stolt af því að hafa opnað umræðuna, en hún varð hins vegar fyrir töluverðum fordómum í kjölfarið.

Fólk lítur stundum á mig sem fórnarlamb þó ég upplifi mig ekki sem slíkt. Ég er opinská og geri mig svolítið varnarlausa fyrir vikið.

„Fólk lítur stundum á mig sem fórnarlamb þó ég upplifi mig ekki sem slíkt. Ég er opinská og geri mig svolítið varnarlausa fyrir vikið. En ef það hjálpar einhverjum þá er það þess virði. Ég sé allavega ekki eftir neinu.“

um, vera skipulögð og glöð. Kvíðinn er líka farinn. Ég sé ekki eftir þessari ákvörðun,“ segir Harpa og virðist staðföst. Að taka lyfin hefur líka hjálpað henni að styrkja sambönd við fjölskyldu og vini, sem er henni mjög dýrmætt.

Magnaðir hlutir í maníu

Var ástfangin af ástinni

Eins og fram hefur komið er Harpa á góðum stað í dag. Það á líka við varðandi geðhvarfasýkina sem hún heldur nú í skefjum með lyfjum. „Síðasti kærastinn minn neyddi mig til að byrja á geðlyfjum. Hann sagðist hætta með mér ef ég færi ekki á lyf,“ segir Harpa og skellir upp úr. „Það var mjög gott hjá honum að setja mér þessa afarkosti. Hann kom inn í líf mitt á réttum tímapunkti og hjálpaði mér mikið að hreinsa til í lífi mínu.“ Harpa hafði þá nokkrum sinnum reynt að fara á lyf en alltaf hætt fljótlega eftir að hún byrjaði. „Ég fékk svo lyf sem hentuðu mér vel og þau hafa gert mér alveg ótrúlega gott. Ég fattaði hvað líf mitt var búið að vera erfitt út af þessum sveiflum. Ég var svo veruleikafirrt og upplifði hlutina sterkari og öðruvísi en þeir voru í raunveruleikanum. Það varð allt ýktara og meira fyrir vikið. Ég viðurkenni það reyndar að ég sakna þess stundum að detta í þessar maníu. Ég gerði oft magnaða hluti í maníu, en líka mjög heimskulega hluti. Ég held samt að ég muni alltaf vera á lyfjunum. Þau hjálpa mér að halda söns-

Hér áður fyrr átti Harpa það jafnframt til að sækja í að vera ástfangin. Hún sóttist sífellt eftir því að vera í samböndum og þá skipti engu hvort þau gerðu henni gott eða ekki. „Ég hef verið ástfangin af ástinni og hef alltaf þurft að hafa eitthvað í gangi. En núna, í fyrsta skipti, er ég búin að vera lengi án alls þessa. Og ég er mjög sátt við það. Sátt við að vera ekki í sambandi. Mér finnst gott að treysta bara á sjálfa mig,“ segir Harpa og það er ljóst að henni líður vel. Eftir að hafa misst heimili sitt um tíma er hún nú búin að koma sér vel fyrir í litlu húsi í gamla bænum í Hafnarfirði. Þar býr hún ásamt 16 ára dóttur sinni sem er að ljúka tíunda bekk í Lækjaskóla. En 18 ára gamall sonur hennar er að læra flug á Keili og býr hjá ömmu sinni og afa í Keflavík á meðan. „Börnin mín eru bæði alveg stórkostleg. Ég skil ekki hvernig ég fór að þessu,“ segir Harpa og brosir. Stoltið leynir sér ekki þegar hún talar um börnin. Að koma þeim á legg er hennar mesta afrek í lífinu og það tekur enginn af henni.

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, gudrunveiga@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.


Boggie 3ja sæta sófi og stóll

20% AFSLÁTTUR

Slitsterkt áklæði. Grár, og appelsínugulur. Stærð: 186 x 77 cm, H: 85 cm. Fullt verð á sófa : 99.900 kr.

Fullt verð á stól : 54.900 kr.

Þriggja sæta sófi

Stóll

Aðeins 79.920 kr. Aðeins 43.920 kr.

TAMPA

U-sófi

25%

Ljós- eða dökkgrátt slitsterkt áklæði. Hægri og vinstri tunga. Stærð: 315 x 215/143 cm.

AFSLÁTTUR

TAMPA

tungusófi

25% AFSLÁTTUR

Dökk- eða ljósgrátt slitsterkt áklæði. Hægri eða vinstri tunga. Fullt verð: 119.900

Fullt verð: 189.900 kr.

Aðeins 142.425 kr.

Attica

svefnstóll

Slitsterkt áklæði, grátt, ljóst og fume. Svefnsvæði: 180 x 73 cm.

Aðeins 89.925 kr.

22% AFSLÁTTUR

Fullt verð: 89.900 kr.

Torso

hornsvefnsófi

Slitsterkt dökk- og ljósgrátt áklæði. Stærð: 225 x 235 cm H: 88 cm. Svefnsvæði: 219 x 142 cm. Fullt verð: 199.900 kr.

Aðeins 69.900 kr. Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–16 www.dorma.is

Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Skeiði 1, Ísafirði 456 4566

Aðeins 159.920 kr. Þú finnur nýja bæklinginn okkar á www.dorma.is

20% AFSLÁTTUR


Boggie 3ja sæta sófi og stóll

20% AFSLÁTTUR

Slitsterkt áklæði. Grár, og appelsínugulur. Stærð: 186 x 77 cm, H: 85 cm. Fullt verð á sófa : 99.900 kr.

Fullt verð á stól : 54.900 kr.

Þriggja sæta sófi

Stóll

Aðeins 79.920 kr. Aðeins 43.920 kr.

TAMPA

U-sófi

25%

Ljós- eða dökkgrátt slitsterkt áklæði. Hægri og vinstri tunga. Stærð: 315 x 215/143 cm.

AFSLÁTTUR

TAMPA

tungusófi

25% AFSLÁTTUR

Dökk- eða ljósgrátt slitsterkt áklæði. Hægri eða vinstri tunga. Fullt verð: 119.900

Fullt verð: 189.900 kr.

Aðeins 142.425 kr.

Attica

svefnstóll

Slitsterkt áklæði, grátt, ljóst og fume. Svefnsvæði: 180 x 73 cm.

Aðeins 89.925 kr.

22% AFSLÁTTUR

Fullt verð: 89.900 kr.

Torso

hornsvefnsófi

Slitsterkt dökk- og ljósgrátt áklæði. Stærð: 225 x 235 cm H: 88 cm. Svefnsvæði: 219 x 142 cm. Fullt verð: 199.900 kr.

Aðeins 69.900 kr. Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–16 www.dorma.is

Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Skeiði 1, Ísafirði 456 4566

Aðeins 159.920 kr. Þú finnur nýja bæklinginn okkar á www.dorma.is

20% AFSLÁTTUR


…fjölskyldan

4 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

Fara líklega oftar á læknavaktina en í sund Ólöf Magnúsdóttir segir hægara sagt en gert að ná fullkominni helgi með börnum Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is

É

g man ekki eftir því að hafa nokkurn tímann upplifað fullkomna helgi með börnum. Fyrstu árin sem foreldri hélt ég að ég væri að gera eitthvað rangt, að öllum öðrum tækist að eiga fullkomnar helgar þar sem allir eru brosandi og glaðir í sparifötunum á Instagram,“ segir Ólöf Magnúsdóttir, þjóðfræðingur, frumkvöðull og þriggja barna móðir, aðspurð hvernig hún myndi lýsa fullkominni helgi með strákunum sínum. „Sem móðir þriggja drengja sem allir komu í þennan heim útbúnir varaaflstöð, sjálfstæði og hvatvísi hef ég lært að það eru til fullkomin augnablik og þá meina ég augnablik, á meðan væntingar um fullkomna daga eða fullkomna helgi eru gjörsamlega fráleitar og eingöngu til þess fallnar að stúta geðheilsu minni og okkar allra algjörlega.“ En Ólöf hefur þó

alveg hugmynd um það hvernig uppskrift að góðri helgi með fjölskyldunni gæti hljómað. Og það kemur alveg fyrir að þau reyna að fara með alla hersinguna á opinbera staði og gera sér glaðan dag. „Drengirnir mínir eru á ólíkum aldri með ólíkar þarfir en best væri að byrja daginn á því að allir kæmust ógrátandi út úr húsi og ofan í sundlaug. Við elskum sund en til þess að við komumst í sund þurfa allir að vera frískir, sem getur gerst þegar himintunglin raðast rétt upp. Líklega förum við samt oftar á Barnalæknavaktina en í sund. Eftir sundið væri stórkostlegt að fara í hjólaferð og

lautarferð með keyptu nesti, kókómjólk og kexi. Það hefur enginn tíma til að vaska upp eftir bakstur á fullkomnum degi.“ Eftir góðan dag saman væri Ólöf svo til í að fjölskyldunni væri boðið í mat á heimili þar sem börnin þyrftu ekki að vera þæg og prúð. Og að lokum færu allir glaðir í rúmið án þess að nöldra. „En ef einhvern langar að bjóða okkur í Lególand þá erum við alveg til.“ Fjölskyldan samankomin Ólöf ásamt eiginmanni sínum, Axel Rúnari Eyþórssyni, og strákunum þeirra þremur; Dagbjarti Kjaran, Fróða Kjaran og Kormáki Kjaran.

Uppeldisáhöldin Nei, barnið þarf ekki strax í leikskóla! Komdu sæl Magga Pála. Þar sem þú ert nú einn helsti sérfræðingurinn í leikskólamálum á landinu þá er tilvalið að spyrja þig spurningar sem hefur leitað á okkur hjónin undanfarið. Þannig er mál með vexti að við eigum tveggja og hálfs árs stelpu og erum ekki enn búin að sækja um leikskóla fyrir hana. Fólk spyr okkur með samúð í augum hvort við fáum hvergi pláss en sannleikurinn er sá að við viljum ekki setja hana í leikskóla strax. Ég hef verið heima með henni síðan fæðingarorlofi lauk og fyrst við höfum efni á þessu þá ákváðum við að hafa þetta svona þar til hún yrði að minnsta kosti þriggja ára og þá sjáum við í anda að hún færi í leikskóla hálfan dag. Okkur finnst þetta öllum þremur dásamlegt fyrirkomulag og njótum fjölskyldulífsins. Hún er fyrsta barn okkar hjóna en við urðum foreldrar seint svo það er ljóst að hún verður eina barnið okkar ... Ég á yndislegar minningar úr mínu uppeldi, ég var heima með mömmu þar til ég fór í skóla, og vil að hún fái að upplifa eitthvað í líkingu við það. En vissulega nagar spurningin um hvort hún sé að missa af einhverju mikilvægu með að vera ekki komin í leikskóla? Þess má geta að hún hittir önnur börn, við eigum barnmarga nágranna og það er samgangur á milli, hún á frænku og frænda, jafngamla tvíbura sem við hittum mikið og svo er hún í barnadansi og fimleikum. En hvenær er mátulegt, þroskalega séð, að byrja í leikskóla og heldur þú að dóttir okkar sé að tapa einhverju á að byrja ekki strax? Heilir og sælir, kæru foreldrar og mikið er gaman að heyra frá ykkur. Innilegar hamingjuóskir með litlu stúlkuna ykkar og þið eruð greinilega dásamlegir foreldrar sem eruð að njóta foreldrahlutverksins til hins ýtrasta. Haldið því óhikað áfram. Spurningu ykkar er síðan fljótsvarað. Það þurfa ekki öll börn að vera í leikskóla frá unga aldri og dóttir ykkar er ekki að tapa neinu. Þvert á móti.

NÝ SENDING MEÐ TÚNIKUM

Fyrstu þúsund dagarnir

Stærðir 14-28

Skoðaðu úrvalið á curvy.is eða kíktu til okkar í Fákafen 9

Túnika Verð: 5.990 kr

Opið alla virka daga frá kl. 11-18 & Laugardaga frá kl. 11-16

PÓSTSENDUM FRÍTT H VERT Á LAND SEM ER

Fákafeni 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is

Grunnurinn að tilfinningaþroska barna er lagður á heimilinu í tengslamyndun milli barns og fjölskyldunnar. Fyrstu tengslin myndast milli ungbarnsins og „móðurinnar“ sem er oftast mamman en getur verið hver sá fullorðni einstaklingur sem tekur ábyrgð á ungbarninu og aðrir fjölskyldumeðlimir koma fljótt inn í myndina. Þessi grundvallartengsl með óendanlegri nánd, ást og öryggi eru þroskaverkefni fyrstu þriggja áranna eða fyrstu þúsund daganna eins og sagt er. Þarna þarf að búa sérlega vel að barninu og ef aðrir umönnunaraðilar en fjölskyldan koma að uppeldinu, gildir það sama. Dagmömmur eða leikskólafólk þurfa að vera með örfá börn og tengjast þeim nánum böndum og vera stöðugt til staðar í lífi barnsins. En - við skulum bara viðurkenna að við sendum barn undir þriggja ára frá fjölskyldunni vegna gæsluþarfar og það er allt í góðu lagi. Val um að vera heima lengur er hins vegar dásamlegt fyrir bæði foreldra og barn.

Félagsþroski?

inn.i s www .fret tatim inn.i s atim ritstj orn@ frett ttati minn .is augly singa r@fre

Hel garb lað

7. árga ngur 14. tölu blað aprí l 2016 • 8. aprí l–10 .

in

Panama-skjöl

Sven Bergman g Illnauðsynle inu aðferð í viðtal

pu r í Vestur-Evró ir 332 ráðherra þar af 3 íslensk 4 í skattaskjóli

Ris og fall Sigmundar etta, Upp eins og rak prik niður eins og Bless 18

ðin 10

aðurinn 8

Sænski blaðam

Spilltasta þjó

Þið nefnið að dóttir ykkar eigi sér góða leikfélaga þar sem hún æfir samskipti og leikur sér bæði með og við önnur börn á hennar reki. Það er mikilvægt þar sem félagsfærni lærist dag frá degi og eins og þið hafið séð, þá njóta börn þess

að vera innan um önnur börn, fyrst með því einu að leika sér hlið við hlið en fara svo að tengja hvert við annað. Í þroskaferlinu upp undir þriggja ára skapast því mikil reynsla sem verður grunnurinn að raunverulegum samleik og samskiptum í leikskólanum þar sem börn geta lært hreinlega allt milli himins og jarðar. Sá tími er að renna upp og tímabært að velja leikskóla þar sem þið veljið hentugan tíma fyrir hana, til dæmis frá morgni til klukkan 2-3 sem er afar góður leikskólatími.

Leikskólanám fyrir lífið

Til gamans læt ég lítið ljóð eftir Robert nokkurn Fulghum fylgja hérna í stytrri og lauslegri þýðingu minni en fyrir þá sem vilja kynna sér ljóðið, er heitið „All I Really Need To Know I Learned In Kindergarten“. „Mest af því sem ég þarf í rauninni að vita um lífið og hvað ég á að gera og hvernig ég á að vera lærði ég í leikskólanum ... ... Deila með öðrum. Svindla ekki í leikjum. Berja ekki aðra. Setja hlutina aftur á sinn stað. Þrífa upp eftir klúðrin mín. Taka ekki annarra eigur. Segja fyrirgefðu ef ég meiði einhvern. Þvo hendurnar áður en ég borða. Sturta niður. Að heitar smákökur og köld mjólk eru góð hressing. Finna jafnvægi í lífinu – læra smá og hugsa smá og teikna og mála og syngja og dansa. Og vinna og leika mér á hverjum degi. Leggja mig eftir matinn. Þegar ég fer út í heiminn, passa ég mig í umferðinni. Leiðast og halda hópinn. Taka eftir undrum lífsins.“

Sendið Möggu Pálu spurningar á maggapala@frettatiminn.is og hún mun svara í næstu blöðum.


Varahlutir í bílinn Ve rksmiðjuábyrgð á þí n u m bí l er t r yg g ð með vottuðu m varahlu tu m frá St i l l i ng u

Rafgeymar

Kerti, háspennukefli, kveikjuþráðasett, súrefnisskynjarar og loftflæðiskynjarar

Demparar, gormar og stýrisendar

Kúplingar

Tímareimar og vatnsdælur

Hemlahlutir

Allt fyrir bílinn Sti l l i ng hf. | Sí m i 520 8000 | www. s t i lli n g. i s | s t i lli n g@ s t i lli n g. i s


…húðin

6 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

5 atriði sem stuðla að hreinni og heilbrigðri húð

Þ

að er mikilvægt að hugsa vel um húðina, okkar stærsta líffæri sem verður fyrir miklu áreiti á degi hverjum. Mengun, förðunarvörur og óhreinindi hafa sitt að segja og er ýmislegt sem við ættum að gera daglega til þess að halda húðinni hreinni og heilbrigðri.

1. Þvoðu þér í framan tvisvar á dag, bæði kvölds og morgna. Á kvöldin þværð þú óhreinindin sem safnast á húðina yfir daginn og á morgnana þau óhreinindi sem húðin losar sig við yfir nóttina. 2. Forðastu að fara í of heita sturtu. Of heitar sturtur geta þurrkað og ert húðina. Notaðu alltaf milt og rakagefandi krem eftir sturtu. 3. Drekktu nóg af vatni, vatnsdrykkja er nauðsynleg til þess að viðhalda rakanum í húðinni. 4. Fáðu nægan svefn, svefn er mikilvægur fyrir endurnýjun húðarinnar. Reyndu einnig að skipta um koddaver vikulega af því mikil óhreinindi geta safnast þar fyrir sem eru slæm fyrir húðina. 5. Notaðu alltaf sólarvörn á andlitið, sama hvort sólin skín eða ekki. Geislar sólarinnar eru ein aðalástæðan fyrir ummerkjum öldrunar og litablettum í andliti af því við náum ekki svo auðveldlega að hylja það.

Góður maski gerir gæfumuninn Hydra zen frá Lancôme Næturmaski sem vinnur gegn streitueinkennum, gefur mýkt, þægindi og ljóma. Maskinn er borinn á í þunnu lagi á hreint andlit og háls. Við mælum með að nota augnkrem á augnsvæðið. Mjög róandi og rakagefandi krem.

Exfoliance clarté frá Lancôme

Pure ritual frá Helena Rubinstein

Kornamaski sem losar um dauðar húðfrumur á mildan hátt og örvar endurnýjun frumna svo húðin verður tær, mjúk og hrein. Fyrir eðlilega og blandaða húð.

Care in peel er svartur peeling maski sem endurnýjar yfirborð húðarinnar og gefur raka. Örvar innri hreinsun og endurnýjun. Svört grjón, svart te, AHAsýrur og hraunsandur sem endurnýja og mýkja húðina.

Hydra collagenist maski frá Helena Rubinstein Rakamaski sem endurvekur raka húðar og dregur úr fínum línum. Húðin verður þétt og mjúk. Það er mjög gott að sofa með hann einu sinni til tvisvar í viku. Maskann má nota eftir þörfum.

Powercell maski frá Helena Rubinstein Rakamaski sem veitir góða vörn gegn daglegu áreiti. Sléttir, styrkir og stinnir húðina. Maskann má nota tvisvar í viku fyrir öfluga yngingarmeðferð. Maskann má setja á í 10-15 mínútur og þvo svo af.

Wondermud skin best frá Biotherm Steinefna- og þörungamaski. Náttúrulegur og hreinsandi leir sem kemur frá fjöllum Marokkó. Einstaklega létt og silkimjúk áferð með náttúrulegum ilmi. Maskinn hreinsar og dregur saman opnar húðholur. Jafnar, hreinsar og nærir húðina.

Aquasource everplump frá Biotherm

Frískandi þétt gel með virkum náttúrulegum innihaldsefnum sem eykur okkar eigin framleiðslu á hyaluronic sýru, sem sér um rakabirgðir húðarinnar. Kremið gefur húðinni mikinn raka og það dregur úr fínum línum.

Top secrets instant moisture glow frá YSL Ný stjörnuvara er hér á ferð. Þessi nýja all-inone formúla bætir áferð húðarinnar og gerir förðunina enn fallegri. Húðin ljómar samstundis með geislandi satínáferð. Hægt er að nota hana eina og sér, undir eða yfir farða. Fyrir allar húðgerðir.

Forever youth liberator maski frá YSL Öflugur maski sem örvar endurnýjun djúpt í húðinni. Tvöföld slípunarvirkni sem gefur fallega demantsáferð og ljóma. Maskinn er góður fyrir þreytta og viðkvæma húð.

Génifique dagkrem og augnkrem frá Lancôme Genifique æskuvakinn er margverðlaunuð snyrtivara. Genifique er fyrir allan aldur frá ca. 25 ára og örvar framleiðslu á próteini sem mest er af í ungri húð. Með aldrinum minnkar þessi framleiðsla en með því að örva hana aukast gæði húðarinnar svo um munar. Húðin geislar af æsku, það er eins og hún lyftist innan frá. Augnkremið dregur einnig úr þrota og fínar línur verða sjáanlega minni. Það er mjög gott að nota dagkremið og augnkremið saman eða í sitthvoru lagi. Hentar öllum húðgerðum.


KYNNING

L'OCCITANE EN PROVENCE

#ATRUESTORY L'Occitane var stofnað árið 1976. Upphafið má rekja til þess þegar Olivier Baussan notaði í fyrsta skipti eimingartæki til að eima ilmkjarnaolíur úr villtri rósmarín, sem hann hafði safnað saman í Provence. Þó tímarnir hafi breyst síðan þá, helst eitt enn óbreytt: tryggð L’Occitane við að rækta náttúruleg innihaldsefni í Suður-Frakklandi. Fyrirtækið og náttúran vinna hönd í hönd við að þróa vörur sem eru náttúrulega góðar fyrir húðina, um leið og

það

stuðlar

varðveislu

landsvæða

Provence.

Í gegnum árin hefur L’Occitane byggt upp sterk tengsl við eimingarmeistara, bændur og framleiðendur á svæðinu. Í sameiningu hafa þeir endurvakið gamlar hefðir og kunnáttu, blásið í þær lífi og gefið þeim aftur tilgang. Ræktun möndlutrjáa á hásléttu Valensole, varðveisla á villtum immortelle blómum og sáning lavenders í HauteProvence eru meðal þeirra leiða L’Occitane til að styðja við hefðbundnar ræktunaraðferðir. Olivier Baussan eimar olíur á immortelle blómaakri á Korsíku

Í dag, ná sterk gildi, L’Occitane varðandi varðveislu mun lengra en bara til Provence.

Immortelle Divine Cream inniheldur 7 virk innihaldsefni af náttúrulegum uppruna ásamt lífrænt ræktaðri Immortelle ilmkjarnaolíu sem hefur einstaka öldrunarhamlandi eiginleika.

Þegar einstakir öldrunarhamlandi eiginleikar immortelle blómsins voru fyrst uppgötvaðir á Korsíku, setti fyrirtækið á fót stóra, sjálfbæra ræktun á blóminu sem fékk lífræna vottun. Og eftir heimsókn til Búrkína Fasó, þar sem Olivier Baussan varð svo hugfanginn af ótrúlega nærandi virkni shea hnetunnar, ákvað hann að koma á fót sameiginlegu þróunarsamstarfi við hina upprunalegu ræktendur – konurnar í Búrkína Fasó.

Kringlan 4-12 | s. 577-7040

Hið eilífa immortelle blóm


…húðin

8 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

5 hlutir sem gott er að hafa í huga þegar kemur að sólarvörninni

V

ið finnum ekki fyrir því þegar útfjólubláir geislar sólarinnar fara í gegnum húðina og skemma frumurnar og það þarf ekki einu sinni að vera neitt sérstaklega heitt úti til þess að slíkt eigi sér stað. Þess vegna er afar mikilvægt að spara ekki sólarvörnina þegar sú gula lætur sjá sig.

Dove brúnkukrem er gott fyrir húðina og frábært fyrir útlitið Rakagefandi húðkrem sem byggir smám saman upp fallega brúnan húðlit. Inniheldur náttúrulega litarefnið DHA og Cell-Moisturisers® sem næra húðina og metta hana af raka.

Tveir styrkleikar – fyrir ljósa/miðlungsdökka húð og fyrir miðlungsdökka/dökka húð.

#sönnfegurð Nú renna 8 kr. af öllum seldum Dove vörum til The Body Project sem vinnur að bættri líkamsmynd stúlkna á Íslandi. Lesið meira um verkefnið á www.sonnfegurd.is

1. Er sólarvörnin síðan síðasta sumar? Gættu að dagsetningunni og passaðu að bera ekki á þig útrunna sólarvörn.

2. Ertu með rautt hár, ljósa húð, mikið af fæðingarblettum eða fjölskyldusögu um húðkrabbamein? Þá skaltu gæta sérstaklega vel að húðinni og velja sólarvörn af kostgæfni.

3. Ekki gleyma að bera á svæði eins og eyru, í hársvörð, aftan á háls og hné, auganlok og ristar. 4. Passaðu að húð þín sé bæði þurr og hrein þegar þú berð á hana. 5. Best er að fara varlega í sólböðin og nota alltaf sólarvörn með stuðlinum 15 eða meira (15 SPF) og vörn sem verndar húðina bæði gegn UVB og UVA geislum.

8 klukkustunda línan frá Elizabeth Arden Ótrúlegt en satt! Átta klukkustunda kremið eða „the Eight Hour Cream” var framleitt af hinni einu og sönnu Elizabeth Arden og í dag er það eins vinsælt og virt eins og það var þegar það kom fyrst á markaðinn. Átta stunda kremið frá Elizabeth Arden er frábært á exem, frunsur, þurrkubletti og kuldabletti. Það verndar húðina einstaklega vel gegn áhrifum óblíðra náttúruafla algjört óskakrem fyrir útivistarfólk. Þetta ótrúlega krem ýtir undir heilbrigt útlit og það er hægt að nota það hvenær sem er og eins oft og maður vill. Margar vörutegundir eru fáanlegar í þessari línu.

Flott fyrir hendur Fullkomin lausn fyrir þurrar og sprungnar hendur og þurr naglabönd.

Varagaldur Verndið og mýkið skorpnar varir með Eight Hour Cream. Lip Protectant Stick SPF 15, kemur í einum litlausum varasalva.


Hver er þinn UPPÁHALDS? 100% náttúruleg fegurð

ÞEYTT KÓKOSKREM bolli kókosolía 1 tsk E-vítamínolía 1 msk jojobaolía 6-10 dropar af uppáhalds ilmkjarnaolíunni þinni. Fyrir mjög þurra húð er gott að setja smá Shea eða Cocoa smjör með. Aðferð: Öll innihaldsefnin sett í blandara eða hræriskál og hrært þar til þetta er farið að líkjast kremi. Blandan þarf að taka í sig nóg af lofti til að vera létt og vel þeytt. Innihaldið er svo sett í loftþéttar umbúðir. Gott er að geyma kremið í ísskáp og bera á sólkyssta húð.


…húðin kynningar

10 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

Locobase verndar og mýkir húðina Locobase kremin eru mýkjandi krem fyrir þurra húð og exem. Þau gegna því hlutverki að viðhalda réttu rakastigi í húðinni og vernda gegn umhverfisáhrifum eins og kulda og vatni sem geta þurrkað húðina. Unnið í samstarfi við Vistor

K

remin innihalda engin ilm- eða litarefni og henta öllum, ungum sem öldnum,“ segir Jódís Brynjarsdóttir, markaðstengill hjá Vistor sem sér meðal annars um markaðssetningu Locobase á Íslandi. Locobase kremin henta einstaklingum með viðkvæma húð og hafa meðal annars hlotið viðurkenningu frá dönsku og sænsku astmaog ofnæmissamtökunum. Það eru þrjár mismunandi gerðir af Locobase kremum, Locobase Fedtcreme, Locobase Repair og Locobase LPL.

Locobase Fedtcreme fyrir þurra og sprungna húð

Locobase Fedtcreme inniheldur 70% fitu og er helst notað til þess að þétta varnarlag húðarinnar, draga úr rakatapi og koma jafnvægi aftur á húðina. Locobase Fedtcreme er mikið notað á þurra húð og exem. Kremið hentar bæði börnum og fullorðnum og er sérstaklega gott fyrir þá sem þurfa að verja húðina gegn kulda og bleytu. Fedtcreme er einnig hægt að nota á þurrar hendur, varir og þurrk í andliti og augnlokum.

Locobase repair er án a rotvarnarefn

Locobase Repair fyrir þurra og skaddaða húð

Locobase Repair inniheldur 63% fitu, kremið er græðandi og mjög gott viðgerðarkrem á þurra og skaddaða húð. Húðsjúkdómalæknar mæla með Locobase Repair fyrir börn og fullorðna með exem og til að nota samhliða annarri húðmeðferð, til dæmis sterameðferð. Repair inniheldur sömu fituefni og húðin og hefur reynst vel við langvinnum húðvandamálum. Locobase Repair hefur verið mikið notað sem kuldakrem hjá börnum og útivistarfólki. Kremið hentar einnig afbragðsvel á aumar geirvörtur við brjóstagjöf og á rauða barnabossa. Líkt og önnur Locobase krem inniheldur Repair engin ilm- eða litarefni, en auk þess er það laust við paraben.

Locobase LPL fyrir harða húð

Locobase LPL inniheldur 49% fitu og er eingöngu ætlað á þykka, hreistraða og harða húð. LPL leysir upp og fjarlægir þykkt, hart hreisturlag eins og til dæmis á hælum og á olnbogum. LPL inniheldur bæði mjólkursýru og própýlenglýkól sem leysir upp og mýkir harða húð. LPL má aðeins bera á þau svæði sem þarfnast meðferðar og því skal ekki bera kremið á heilbrigða húð. Locobase fæst í öllum helstu apótekum.

Jódís Brynjarsdóttir, markaðstengill hjá Vistor.

Finndu hið fullkomna krem fyrir húðina þína Premium UV mexoryl BB krem frá Helena Rubinstein

Góð vörn sem gefur jafnan húðlit. Snyrtivara og húðvara sameinast í eina vöru. Ný kynslóð BB krema sem jafnar húðtóninn með litarefnum sem hylja án þess að þekja, ásamt því að vernda húðina gegn daglegu áreiti UV geisla og mengunar.

Immortelle Precious BB Cream SPF 30 40ml

NÝTT VOLUPTUOUS FALSE LASH EFFECT MASKARI NÝR byltingarkenndur SPÍRALLAGA BURSTI sem LYFTIR, aðskilur og þykkir augnhárin. Endi burstans auðveldar að ná til allra minnstu augnháranna. Opnari ásýnd augnana.

www.maxfactor.is

www.medico.is

Frábær vara fyrir þá sem vilja ljómandi húð en formúlan skilar margþættum ávinningi eins og að jafna húðtóninn, lagfæra áferð húðarinnar svo ekki sé minnst á það mikilvægasta: æsku húðarinnar! Inniheldur immortelle ilmkjarnaolíu sem hjálpar sýnileg við að slétta og vernda húðina gegn skaðlegum áhrifum útfjólublárra geisla, þökk sé sólarvörn af náttúrulegum uppruna. BB kremið er til í þremur litatónum.

Flash bronzer night sun frá Lancôme

Rakagefandi sjálfbrúnkukrem sem nota skal yfir nótt. Gefur náttúrulegan og heilbrigðan ljóma. Eftir aðeins 15 mínútur er formúlan smitfrí. Auðvelt er að byggja upp lit frá degi til dags.

Aqua gelee autobronzant frá Biotherm

Rakagefandi serum með sjálfbrúnandi eiginleikum. Einstaklega auðvelt í notkun og gefur náttúrulegan og jafnan lit. Húðin verður ekki flekkótt. Sanseruð áferð svo húðin fær samstundis ljóma.


…húðin

11 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

Líkaminn Nýjungar frá Lancôme ljómar Belle de teint púður

Fíngert púður sem gefur náttúrulegan og heilbrigðan ljóma. Húðin verður slétt og mjúk. Virk innihaldsefni sem gefa húðinni fallegan ljóma.

Juicy shaker

Nýja varaolían hjá Lancôme sem auðguð er með litarefnum. Þú hristir, berð á og sérð varir þínar frískast upp með fallegum litum án þess að verða klístraðar. Mjög auðvelt og þægilegt í notkun. Fáanlegt í 13 litum.

L´Eau de toilette florale Er fyrsti ilmurinn með kröftuga Osmanthus blóminu. Ferskur, fínlegur og ávaxtakenndur sólskinsilmur.

Bodycare aquagelee frá Biotherm Frískandi líkamsgel sem bráðnar samstundis á húðinni. Gelið gefur húðinni góða mýkt og ró. Léttur og frískandi ilmur.

Eau soleil frá Biotherm Léttur og frískandi sumarilmur sem má nota í sólinni. Ilmurinn er sæt og frískandi ávaxtablanda.

Body refirm stretch oil frá Biotherm Styrkjandi og þéttandi olía. Bætir fjaðurmagn og eykur teygjanleika. Hentar mjög vel fyrir og eftir meðgöngu, þyngdartap og þyngdaraukningu.

Autobronzant tonique frá Biotherm Sjálfbrúnkuolía með tvöfaldri virkni. Auðvelt er að úða og gefa jafna áferð á líkamann. Mjög auðvelt í notkun. Gefur húðinni raka og satínmjúka áferð.

FÆST ÁN LYFSEÐILS

Rosazol – Lyf við rósroða Rósroði er húðsjúkdómur sem hrjáir allt að tíunda hvern einstakling, bæði konur og karla. Sjúkdómurinn er krónískur en því fyrr sem meðferð hefst, því líklegra er að hægt sé að hægja á framvindu einkenna. Rosazol er fyrsta og eina lyfið sem fæst án lyfseðils við einkennum rósroða eins og roða og bólum. Virka innihaldsefnið í Rosazol, metrónídazól, tilheyrir flokki sýklalyfja og er ætlað til staðbundinnar notkunar við rósroða. Rosazol, sem er án rotvarnar, er borið á einkennin tvisvar á dag en ávallt ætti að ráðfæra sig við lækni áður en byrjað er að nota lyfið. Ef greiningin er rósroði – spurðu þá eftir Rosazol í apótekinu.

Hreinsibursti sem hreinsar andlitið fjórum sinnum betur en hefðbundinn andlitshreinsir. Burstinn nær lengra ofan í húðina og nær þannig betur þeim óhreinindum sem hefðbundinn andlitshreinsir nær ekki til.

Actavis 614080

Olay Regenerist hreinsibursti

Notkunarsvið: Rosazol 10 mg/g krem inniheldur virka efnið metrónídazól. Lyfið tilheyrir flokki sýklalyfja, virkt gegn nauðbundnum (obligate), loftfælnum bakteríum og frumdýrum og ætlað til staðbundinnar notkunar við rósroða. Verkunarháttur metrónídazóls gegn rósroða er ekki þekktur. Áður en meðferð með Rosazol kremi hefst skal læknir staðfesta sjúkdómsgreininguna. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Sérstök varnarorð: Forðast ber að kremið berist í augu eða á slímhúð. Forðast ber sterkt sólarljós og útfjólublátt ljós (sólböð, sólarlampa og útfjólubláa lampa) meðan á meðferð með metrónídazóli stendur. Við ertingu ætti að bera Rosazol sjaldnar á eða gera hlé á notkun þess. Forðast ætti ónauðsynlega og/eða langvarandi meðferð með Rosazol. Metrónídazól er nítróimidazól og þarf að nota með varúð ef fram koma einkenni um blóðmein eða saga er um slíkt. Lyfið inniheldur cetýl- og cetostearýlalkóhól sem getur valdið staðbundnum húðviðbrögðum (t.d. snertihúðbólgu). Sjúklingnum er ráðlagt að leita læknis ef þörf krefur. Meðganga og brjóstagjöf: Metrónídazól má aðeins nota á meðgöngu sé það metið lífsnauðsynlegt. Meta þarf m.t.t. mikilvægis meðferðarinnar fyrir móðurina hvort hætta eigi eða gera hlé á meðferð með Rosazol við brjóstagjöf. Skömmtun: Þunnt lag af Rosazol er borið á svæðið sem á að meðhöndla, tvisvar á dag, að morgni og að kvöldi. Meðalmeðferðartími er breytilegur eftir löndum en er venjulega 3 til 4 mánuðir. Meðferð ætti ekki að standa lengur en ráðlagt er en þó má læknirinn sem ávísar lyfinu framlengja meðferðina um aðra 3 til 4 mánuði þegar rík ástæða er til og í samræmi við alvarleika sjúkdómsins. Beri meðhöndlunin ekki markverðan árangur ætti að hætta henni. Svæðið sem á að meðhöndla er þvegið með mildri sápu áður en kremið er borið á. Eftir að Rosazol krem hefur verið borið á húðina mega sjúklingarnir nota snyrtivörur sem ekki loka húðinni og verka ekki herpandi á hana. Börn ættu ekki að nota lyfið þar sem ekki liggja fyrir gögn um öryggi/virkni/skammta fyrir börn. Algengar aukaverkanir: Um 10% sjúklinga finna fyrir aukaverkunum. Algengustu aukaverkanirnar eru húðerting, þurrkur, kláði, roðaþot, sviði í húð, versnun rósroða, sársauki. Markaðsleyfishafi: Actavis Group hf. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Mars 2016.


…húðin kynningar

12 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

Nýtt við rósroða

Vertu áhyggjulaus Rosazol, fyrsta og eina lyfið í sólinni í sumar án lyfseðils við rósroða Creme solaire antiage frá Biotherm

Nærandi vörn fyrir andlitið. Verndar húðina gegn sólargeislum sem geta valdið húðskemmdum. Gefur húðinni góðan ljóma og fallegan húðlit.

Wet or dry fluide solaire frá Biotherm Frábær vörn sem hægt er að setja á sig hvort sem húðin er blaut eða þurr. Létt áferð sem ekki skilur eftir sig hvítar rákir. Gefur húðinni fallegan ljóma.

Soleil bronzer after sun frá Lancôme After sun sem inniheldur 3 dýrmætar olíur sem næra, mýkja og fegra húðina. Færir húðinni raka og húðin verður brúnni lengur.

Kynning í samstarfi við Actavis

Æ

tla má að allt að 10% Íslendinga þjáist af húðsjúkdómnum rósroða en ekki eru til greinargóðar upplýsingar um algengi sjúkdómsins hér á landi. En algengi rósroða í Svíþjóð er um 14% hjá konum og 5% hjá körlum*1 samkvæmt Mats Berg yfirlækni og dósent við háskólann í Uppsala. Rósroði er hvimleiður og getur haft neikvæð áhrif á útlit og vellíðan. En nú er hægt að fá lyf án lyfseðils við rósroða. Einkenni rósroða, roði, bólgur, útbrot og æðaslit sem gjarnan koma fram í miðju andlits og oft sem flekkir geta verið afar erfið og þeir sem af þeim þjást líða oft fyrir það, án þess endilega að tjá sig mikið um það. Rósroði er húðsjúkdómur, hann er krónískur, talinn vera mikið til vangreindur og vanmeðhöndlaður. Hvað það er sem veldur því að fólk fær rósroða er ekki vitað og engin lækning er til, en einkenni rósroða má meðhöndla með lyfjum og breyttum lífsstíl. Ef grunur leikur á að um rósroða sé að ræða ætti að fá greiningu hjá lækni sem ráðleggur viðeigandi meðferð. Því fyrr sem rósroði er meðhöndlaður því líklegra er að hægt sé að ná árangri í halda einkennum í skefjum. Innihaldsefnið í Rosazol-kreminu er vel þekkt undir nafninu metrónídazól 1% en það hefur verið hægt að fá gegn lyfseðli um árabil og hefur verið ein mest notaða útvortis meðferð við rósroða. Það er því ánægjulegt að segja frá því að Rosazol er nú aðgengilegt öllum þeim sem hafa greinst með rósroða. Rosazol fæst án lyfseðils í apótekum. *1. Berg M, Liden S. An epidemiological study of rosacea. Acta Derm Venereol 1989;69:419-23.

Soleil bronzer á andlit frá Lancôme Góð vörn fyrir andlit og inniheldur dýrmætar olíur sem næra og fegra húðina. Báðar varnirnar vernda húðinni gegn árásargjörnum UVA geislum og gefa húðinni fallega og jafna sólbrúnku. Vörn 50 er kröftug sameining sólarvarna og litaðs BB krems. Leiðréttandi litarefni hylja húðlýti og minnka ójöfnur samstundis. Náttúruleg, slétt og jöfn húð sem ljómar af fegurð. Báðar formúlurnar eru vatnsheldar.

Soleil bronzer frá Lancôme Sólarvörn sem verndar húðina frá UVA geislum. Inniheldur 3 dýrmætar olíur sem mýkja, næra og fegra húðina. Húðin fær fallega og jafna sólbrúnku.

Creme nacree oligothermale frá Biotherm After sun sem veitir fallega sólbrúnku og mikinn raka. Húðin verður silkimjúk og ljómar af heilbrigði.

Notkunarsvið: Rosazol 10 mg/g krem inniheldur virka efnið metrónídazól. Lyfið tilheyrir flokki sýklalyfja, virkt gegn nauðbundnum (obligate), loftfælnum bakteríum og frumdýrum og ætlað til staðbundinnar notkunar við rósroða. Áður en meðferð með Rosazol kremi hefst skal læknir staðfesta sjúkdómsgreininguna. Sérstök varnarorð: Forðast ber að kremið berist í augu eða á slímhúð. Forðast ber sterkt sólarljós og útfjólublátt ljós (sólböð, sólarlampa og útfjólubláa lampa) meðan á meðferð með metrónídazóli stendur. Við ertingu ætti að bera Rosazol sjaldnar á eða gera hlé á notkun þess. Forðast ætti ónauðsynlega og/eða langvarandi meðferð með Rosazol. Metrónídazól er nítróimidazól og þarf að nota með varúð ef fram koma einkenni um blóðmein eða saga er um slíkt. Lyfið inniheldur cetýl- og cetostearýlalkóhól sem getur valdið staðbundnum húðviðbrögðum (t.d. snertihúðbólgu). Sjúklingnum er ráðlagt að leita læknis ef þörf krefur. Meðganga og brjóstagjöf: Metrónídazól má aðeins nota á meðgöngu sé það metið lífsnauðsynlegt. Meta þarf m.t.t. mikilvægis meðferðarinnar fyrir móðurina hvort hætta eigi eða gera hlé á meðferð með Rosazol við brjóstagjöf. Skömmtun: Þunnt lag af Rosazol er borið á svæðið sem á að meðhöndla, tvisvar á dag, að morgni og að kvöldi. Meðalmeðferðartími er breytilegur eftir löndum en er venjulega 3 til 4 mánuðir. Meðferð ætti ekki að standa lengur en ráðlagt er en þó má læknirinn sem ávísar lyfinu framlengja meðferðina um aðra 3 til 4 mánuði þegar rík ástæða er til og í samræmi við alvarleika sjúkdómsins. Beri meðhöndlunin ekki markverðan árangur ætti að hætta henni. Markaðsleyfishafi: Actavis Group hf. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Apríl 2016.

Gefur raka og nærir húðina Jásön AV gelið er náttúrulegt og vottað af framleiðendum Aloe Vera Unnið í samstarfi við Kj. Kjartansson ehf.

efna“ eins og: SLS, Parabena, Phtalas o.fl. vafasamra efna.

ásön-vörurnar hafa verið framleiddar í hálfa öld. Þessar náttúrulegu vörur voru seldar hér á landi á árum áður og nutu mikilla vinsælda. Jásön-vörurnar eru nú aftur fáanlegar hér á landi. Jásön AV gelið inniheldur Allantoin og Vitamin B5 sem gefa raka og næra húðina og er vottað af framleiðendum Aloe Vera (IASC) sem tryggir gæði. Jásön-vörurnar eru ekki prufaðar á dýrum og fylgja ströngum alþjóðalögum um gæði, framleiðslu og vottanir. Aloe Vera (AV) er eitt af undraefnum náttúrunnar og fá efni hafa eins mikla kosti fyrir húðina. Jásön AV gelin eru 98% náttúruleg Aloe Vera og því án allra „auka-

Aloe Vera hefur auk þess eftirfarandi eiginleika fyrir húðina: • Kælir • Gefur raka • Græðir • Gott á brunasár og sólbruna • Við biti, kláða og mörgum öðrum húðvandamálum • Gott á vörtur • Dregur úr flösu og öðrum vandamálum í hársverðinum

J

AV getur mögulega læknað rósroða og aðra alvarlegri húðkvilla. AV er einnig mjög gott eftir rakstur.


AAAAAhhh

EINSTAKLEGA KÆLANDI SÓLARVÖRN

NJÓTTU FYRSTU NIVEA SÓLARVARNARINNAR SEM KÆLIR NIVEA.com


…húðin

14 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

Alvöru karlmenn hugsa um húðina Total recharge frá Biotherm homme Algjört orkuskot fyrir húðina. Létt, frískandi og kælandi gel sem endurnýjar húðina og eflir varnarkerfi hennar. Gefur góðan raka og frískar samstundis upp á húðina. Fyrir alla karlmenn á öllum aldri.

Vandaðu þig við raksturinn

Rakstur getur haft nokkra hvimleiða fylgifiska

Komdu í veg fyrir inngróin hár, rauðar bólur og útbrot með þessum ráðum Gelshaver frá Biotherm homme

Frískandi rakstursgel sem hentar einnig fyrir viðkvæma húð. Dregur úr bruna og ertingu og gefur húðinni frísklega tilfinningu og þéttleika.

Facial exfoliator frá Biotherm homme Kornahreinsir sem hreinsar húðina á mildan hátt. Djúphreinsar húðina svo hún verður bjartari og áferðarfallegri. Notist einu sinni til tvisvar í viku með vatni og hreinsið svo af húðinnni. Mjög góður hreinsir til að fyrirbyggja inngróin hár. Hentar fyrir allar húðgerðir.

R

akstur getur haft nokkra hvimleiða fylgifiska ef ekki er vandað til verks. Rauðar bólur, inngróin hár og útbrot eru lýti sem enginn vill skarta, hvorki á andliti eða leggjum. Þessi atriði er gott að hafa í huga þegar rakvélin er brúkuð.

inn verður auðveldari og heppnast betur.

1. Gott er að hita húðina fyrir rakstur. Ef þú rakar þig í sturtunni er gott að gera það í lokin, ef ekki skaltu leggja heitan þvottapoka á svæðið í nokkrar mínútur fyrir rakstur. Hitinn mýkir hárin og opnar húðina, þannig að rakstur-

3. Gættu þess að raka alltaf í sömu átt og hárin vaxa. Rakstur á móti hárvexti er ein helsta ástæðan fyrir inngrónum hárum.

2. Notaðu vel beitt rakvélarblað og passaðu upp á að það sé ekki orðið gamalt. Bitlaust blað getur orsakað bæði útbrot, bólur og skurði.

4. Til þess að koma í veg fyrir rauðar bólur eftir rakstur er

gott að skrúbba svæðin sem þú rakar reglulega með kornskrúbbi tvisvar í viku. 5. Eftir rakstur er gott að kæla húðina snögglega með köldu vatni, þannig lokast húðin og minni líkur verða á kláða og pirringi. 6. Að loknum rakstri skaltu þurrka svæðið varlega með mjúku handklæði. Gott er að nota barnapúður á húðina þegar hún er orðið alveg þurr eða milt og lyktarlítið húðkrem.

Í Jurtaapótekinu er hægt að fá úrval af lífrænum snyrtivörum Vörurnar eru lausar við öll auka- og rotvarnarefni og hver og einn getur fengið aðstoð við að finna vörur fyrir sína húðgerð Unnið í samstarfi við Jurtaapótekið

Baume Aprés-rasage frá YSL l´homme Frískandi after shave sem gefur húðinni góða vellíðan. Húðin verður mjúk og endurnærð. Verndar húðina gegn utanaðkomandi áreiti og mengun. Hentar öllum húðgerðum.

Aquapower frá Biotherm homme Frískandi, silkimjúkt rakakrem sem gefur húðinni góða næringu og þægindi sem endast allan daginn. Húðin verður þétt, mjúk og fersk. Mjög gott að nota eftir rakstur. Hentar öllum húðgerðum.

Í

Jurtaapótekinu í Skipholti er hægt að fá mikið úrval af lífrænum húðvörum. „Við bjóðum upp á vörur sem eru lausar við öll auka- og rotvarnarefni og aðstoðum hvern og einn við að finna vörur sem henta þeirra húðgerð,“ segir Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir. Í Jurtaapótekinu er til dæmis hægt að fá andlitsnæringu og andlitsvatn fyrir mismunandi húðgerðir, olíu til þess að hreinsa húðina og leirmaska. „Andlitsnæringin er eins og krem nema hún

er fljótandi og þú þarft að hrista hana til þess að efnin nái að tengjast. Úr verður gelkúla sem þú berð á andlitið og þetta fer miklu betur inn í húðina en flest önnur krem. Við erum með nokkrar tegundir af andlitsnæringunni meðal annars fyrir blandaða og yngri húð, fyrir rósroða, fyrir þroskaða og eldri húð og svo næringu fyrir karlmenn,“ segir Kolbrún. Kolbrún mælir með apríkósukjarnaolíu til þess að hreinsa húðina. „Þú setur smá vatn í bómull, nokkra dropa af olíu og þrífur andlitið. Það fer auðvitað eftir því

hvað þú ert með í andlitinu hversu vel þarf að fara yfir það. Ef notaður er farði þarf að hreinsa andlitið tvisvar. Olían er alveg hrein og ekki með neinum aukaefnum.“ Eftir að andlitið hefur verið hreinsað er gott að fara yfir það með andlitsvatni. „Við bjóðum upp á andlitsvötn sem búin eru til úr blómavatni og eru ekki með neinu alkahóli eða aukaefnum. Það er misjafnt hvaða jurtir eru í þeim, það veltur á húðgerð og hvernig virkni vatnið á að hafa.“ Hægt er fá ráðleggingar í Jurtaapótekinu um hvaða vörur henta þinni húð best.


Fæst í verslunum lyFju


…amk kynningar

16 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

Bylting í líkamsmeðferðum Húðmeðferðarstofan Húðfegrun sérhæfir sig í heildrænum húðmeðferðum án skurðaðgerða Unnið í samstarfi við Húðfegrun

„Það er mismunandi hvað hentar fólki. Við leiðbeinum öllum og finnum réttu meðferðina í samráði við hvern og einn,“ segir Bryndís Alma Gunnarsdóttir, einn eigenda húðmeðferðarstofunnar Húðfegrunar.

Náttúruleg fitueyðing

Starfsfólk á Húðfegrun fylgist með öllum nýjungum sem koma á markaðinn og þeim meðferðum sem skila viðskiptavinum bestum árangri. „Nýjasta viðbótin hjá okkur er gríðarleg bylting í líkamsmeðferðum. Meðferðirnar eru húðþétting og fitueyðing,“ segir Bryndís. Húðþétting er meðferð sem byggir upp og þéttir slappa húð. Að sögn Bryndísar er það radio frequency (RF) tæknin sem gerir meðferðina húðþéttingu einstaka. „Hún tryggir örugga og árangursríka uppbyggingu húðarinnar djúpt í undirlagi húðarinnar með náttúrulegum hætti. Hægt er að framkvæma meðferðina hvar sem er á líkama og andliti,“ segir hún. „Fitueyðing er bylting í húðmeðferðum þar sem um er að ræða nýjustu tækni á sviði náttúrulegrar fitueyðingar án skurðaðgerða. Verið er að brjóta niður fitu og eyða henni. Það sem gerir fitueyðingu einstaka er ultrasound-tæknin sem tryggir stórkostlegan langtíma árangur með náttúrulegri aðferð. Enginn

sársauki fylgir meðferðinni. Árangur af fitueyðingu er sambærilegur við árangur af fitusogi með skurðaðgerð en það sem fitueyðing hefur fram yfir er að einstaklingur getur farið í vinnu strax eftir meðferð.“ „Nýjasta Bryndís segir að fitueyðing viðbótin sé meðferð sem hjá okkur er g henti öllum sem in vilja losna við ríðarleg bylt g fitu sem erfitt í líkamser að losna við á meðferðum.“ ákveðnum svæðum líkamans. „Algengustu svæðin sem eru til vandræða þrátt fyrir heilbrigt mataræði og heilbrigðan lífsstíl eru undirhaka, upphandleggir, læri og bak/hliðarfita á bæði konum og körlum.“

Persónuleg og fagleg þjónusta Húðfegrun er til húsa í Fákafeni 11, 2. hæð. Hjá Húðfegrun er lagt mikið upp úr persónulegri og faglegri þjónustu. Boðið er upp á viðtalstíma þar sem viðskiptavinir geta fengið ráðleggingar hjá fagaðila. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni, www. hudfegrun.is. Starfsfólk Húðfegrunar er sérhæft í heildrænum húðmeðferðum án skurðaðgerða

Fjölbreytt úrval af húðmeðferðum

Húðfegrun er húðmeðferðarstofa sem sérhæfir sig í heildrænum húðmeðferðum án skurðaðgerða. Húðfegrun var stofnuð árið 2000 og er stofan sú eina sinnar tegundar hér á landi. Eigendur stofunnar eru mæðgurnar Bryndís Alma Gunnarsdóttir hagfræðingur og Díana Oddsdóttir hjúkrunarfræðingur. Meðferðir á stofunni eru eingöngu framkvæmdar af hjúkrunarfræðingum sem hafa fengið sérhæfða þjálfun á öll þau tæki og meðferðir sem stofan hefur upp á að bjóða. Meðferðir stofunnar eru laserlyfting, gelísprautun, dermapen, húðslípun, litabreytingar í húð, háræðaslit og rósroði, ör og húðslit, háreyðing, tattooeyðing, sveppaeyðing, Cellulite vafningur, húðþétting og fitueyðing. „Hjá okkur geta allir fundið meðferð við sitt hæfi. Á stofunni er boðið upp á gríðarlega fjölbreytt úrval af húðmeðferðum,“ segir Bryndís.

Njótið lífsins í sólinni með Piz Buin Hreinsandi lína úr Sólarvörn sem nærir húðina, veitir raka, róar og viðheldur brúnku ilmkjarnaolíum

Unnið í samstarfi við ATC

N

ú þegar sólin hækkar á lofti er mikilvægt að huga að húðinni og veita henni nauðsynlega vörn gegn skaðlegum geislum, hvort sem við erum á ströndinni, niðri í bæ eða uppi á fjöllum. Þegar við verjum löngum tíma í miklu sólskini, kröftugum vindi eða í vatni getur náttúrulegur raki húðarinnar raskast. Því er mikilvægt að veita húðinni þá umhyggju sem hún þarfnast. Piz Buin nærir húðina, veitir raka, róar og viðheldur brúnku.

Hvað er sólarvarnarstuðull? Sólarvarnarstuðullinn (SPF) á umbúðum Piz Buin gefur upplýsingar um hve mikla vörn varan veitir gegn geislum sólar. • Lítil vörn eða low (SPF upp að 10) • Miðlungs vörn eða medium (SPF 15 til 25) • Mikil vörn eða high (SPF 50+) • Sólarvarnarstuðullinn (SPF) gefur til kynna hversu langan tíma fólk getur verið í sól án þess að brenna. Til dæmis ef fólk getur verið með óvarða húð í sól í 15 mínútur án þess að brenna þá ætti það að geta verið átta sinnum lengur í sólinni með vörn SPF 8 án þess að brenna, eða í tvo tíma. Í PIZ BUIN eru til nokkrar gerðir af sólarvörn svo allir ættu að geta fundið vörn við sitt hæfi. PIZ BUIN verndar fyrir UVA (vörn gegn öldrun) og UVB (vörn gegn bruna) geislum sólar.

Piz Buin In Sun

Mjög rakagefandi, gefur létta áferð og kemur í veg fyrir flögnun. Vatns- og svitaheld vörn sem er ofnæmisprófuð.

Piz Buin Allergy Ofnæmisprófuð sólarvörn fyrir húð sem er viðkvæm fyrir sólargeislum. Framleitt í samvinnu við húðlækna og hentar einnig vel fyrir börn. Inniheldur Calmanelle sem styrkir náttúrulegar varnir húðfrumanna. Veitir miðlungs til mikla vörn, er vatnsheld og svitaþolin og án parabena.

Piz Buin Mountain Verndar fyrir sól, kulda og vindi og hentar því vel í útivistina. Ofnæmisprófuð sólarvörn.

Piz Buin Tan Intensifier og Tan & Protect

Glæsilegur náttúrulegur litur án áhættu. Inniheldur Melitane sem örvar náttúrulega virkni litafrumanna svo þú verður fyrr brúnn. Rakagefandi og vatns-svitaheld sólarvörn sem er ofnæmisprófuð.

Piz Buin sólarvörn í 70 ár

Nokkur ráð fyrir húðina í sólinni • Berið sólarvörn vel á líkamann fyrir útiveru og passið að húðin sé ávallt vel mettuð af sólarvörn. • Berið sólarvörn oft á ykkur yfir daginn og sérstaklega þarf að huga að sólarvörn eftir sund, þegar búið er að þurrka sér og eftir að hafa svitnað. Mælt er með að bera sólarvörn á sig á um tveggja tíma fresti. • Forðist að vera mikið í sólinni þegar hún er hvað sterkust, í kringum hádegi.

V

örulína með 100% náttúrulegum endurorkugefandi ilmi sem stuðlar að jafnvægi líkama og sálar. Línan sem hefur verið vísindalega sannreynd vekur skilningarvitin og hjálpar til við að koma á jafnvægi og gefur huga og líkama vellíðunartilfinningu.

Rebalancing Black Soap 170g Svart sápumauk unnið úr ólífuolíu sem hreinsar húðina á líkamanum og losar hana við óhreinindi.

Rebalancing Face Mask 75ml Andlitsmaski sem inniheldur jurta- og steinefnapúður sem losa húðina við óhreinindi og draga saman húðholur.


DJÚPUR RAKI

AQUASOURCE GEL Stjörnuvara, endurnærandi gelkrem í krukku sem gefur 500 klst öfluga rakagjöf 1.

NÆTURMEÐFERÐ

AQUASOURCE NIGHT SPA Vaknaðu alla morgna með endurnýjaða og djúpnærða húð.: eykur rakamagn um +30% á einni nóttu2.

NÝTT SLÉTTIR & ÞÉTTIR OG GEFUR ÓTRÚLEGAN RAKA AQUASOURCE EVERPLUMP Ný kynslóð þéttandi gelkrema, svo virk að jafnvel fínar línur sléttast út.

R AK AKREM Í EVRÓPU*

AUGNGEL - VAKNAÐU!

AQUASOURCE EYE REVITALIZER Kælir húðina samstundis um -2°C 3: Dregur úr þrota og dökkum baugum og gefur raka og mýkt.

*Samtals sala í stykkjum í Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Þýskalandi á samansöfnuðu tímabili [janúar 2015 - september 2015]. 1Instrumental test - 24 konur - 50 ml krukka, 8 klst. rakagjöf við hverja notkun. 2 Instrumental test - 24 konur. 3Instrumental test - 26 konur

ÚTIVISTARKREM

AQUASOURCE COCOON Létt eins og gel - nærir eins og krem. Öflugt rakagefandi, nærandi og verndandi krem.


…húðin

18 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

Alíslenskar vörur sem byggja á andoxandi eiginleikum þörunga Ebba Guðný sér mun á húðinni eftir að hún byrjaði að nota Taramar

Night treatment T ARAMAR næturkrem

Unnið í samstarfi við Taramar

dökku gleri, af því þær eru svo lífvirkar og lifandi. Eins eru vörurnaramar húðvörur komu á ar með pumpu, sem er bæði til að markað hér á landi fyrir gæta hreinlætis af því að í þeim aðeins 5 mánuðum síðer engin hefðbundin rotvörn og til an. Vörurnar hafa fengið þess að hindra að súrefni skemmi ákaflega góðar móttökur og ryðja þær.“ sér nú ört til rúms á íslenskHúðvörulínan er með lífrænt um snyrtivörumarkaði. Taramvottuðum innihaldsefnum og ar vörurnar hafa ekki síst vakið samanstendur, eins og áður athygli vegna þess hversu meðsagði, af fjórum vörum: vitaðir neytendur eru orðnir um Day Treatment er andoxandi skaðleg efni sem bæði húð- og lífvirkt dagkrem sem förðunarvörur geta innihaldið endurvekur starfí miklu magni, en Taramsemi húðfrumar húðvörur eru afburða anna og gefur á n u m é s „Ég hreinar og lífvirkar. Þær húðinni heilinnihalda hvorki skaðleg brigðari blæ. húðinni g né ertandi efni. Kremið hefur é ð a ir ft e Ebba Guðný Guðlétta áferð ta o n ð a byrjaði mundsdóttir heilsukokkog gengur ur hefur notað Taramar fljótt inn í húðTARAMAR.“ húðlínuna í ár og hrósar ina, það hentar henni í hástert. „Ég gæti ekki einkar vel undir verið ánægðari með Taramar farða. Virku efnvörurnar. Þær eru svo lífrænar að in stuðla að betri efnaskiptum, það má borða þær. Það er nefnidraga úr bólgum og styrkja og lega gott að hafa í huga að það jafna húðina. Kremið hentar öllum sem við setjum á húðina fer inn í húðtegundum. líkamann. Vörurnar innihalda ekki The Serum byggir á andoxandi manngerð lyktarefni, eða erfðaeiginleikum þörunga og peptíðum breytt efni og eru í alla staði eins sem styrkja collagen-þræði húðarhreinar og hægt er að hugsa sér.“ innar. Serumið dregur bæði úr fínTARAMAR húðvörulínan kallum línum og hrukkum, það myndar ast Emerging Beauty eða Rísandi filmu sem hleypir súrefni í gegnum fegurð og samanstendur af fjórsig og tryggir þannig viðvarandi um vörum: Day Treatment, The virkni. Serum, Purifying Treatment og The Purifying Treatment er Night Treatment. Vörurnar eru nærandi og mjúk blanda úr kaldalíslenskar og framleiddar hér pressuðum olíum úr þörungum. á landi. Húðvörulínan byggir á Blandan bæði hreinsar húðina og andoxandi eiginleikum þörunga, þéttir hana. Hún hentar til dæmis íslenskum lækningajurtum, peptvel til þess að hreinsa augnfarða. íðum og ensímum sem draga The Purifying Treatment hentar úr sýnilegum áhrifum öldrunar. öllum húðtegundum og sérstakÚtkoman er afrakstur 9 ára rannlega viðkvæmri húð. sókna Dr. Guðrúnar MarteinsThe Night Treatment er krem dóttur prófessors og samstarfssem er hannað með það að markfélaga hennar, bæði hérlendis og miði að endurbyggja, slétta, erlendis. styrkja og mýkja húðina á meðan „Vörurnar smjúga vel inn í þú sefur. Kremið inniheldur peptíð húðina og virknin fer ekki á milli og lífvirk efni úr þörungum sem mála. Ég sé mun á húðinni eftir að draga úr fínum línum og hrukkum ég byrjaði að nota TARAMAR, “ og gefa öfluga vörn gegn oxun segir Ebba Guðný. og öldrun húðarinnar. Peptíðin Ebba Guðný kveðst sérstakeru tvö, með sérstaka eiginleika lega hrifin af umbúðunum sem til þess að efla collagen-búskap vörurnar koma í. „Ég hef lengi húðarinnar, gera hana þéttari og predikað að það sé afar hollt frískari. fyrir okkur að borða kaldpressÚtsölustaðir TARAMAR eru í aðar gæðaolíur og mikilvægt sé Hagkaupum Kringlunni og Smáraað kaupa olíur ávallt í dökku gleri lind, Lyf og heilsu, Lyfju, Heilsusog í þannig umbúðum eru einmitt húsinu, Gló í Fákafeni, Fríhöfninni í Taramar vörurnar. Þær eru í Leifsstöð og í flugvélum WOW Air.

T

Virknin fer ekki á milli mála Ebba Guðný Guðmundsdóttir er mjög ánægð með TARAMAR vörurnar

Æðislegar húðvörur TARAMAR húðvörulínan samanstendur af fjórum vörum.


…húðin

19 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

Dove derma spa goodness línan

VINSÆ

LA

Q10

LÍNAN

Byggist á the face care technology Cell-Moisturisers sem eflir raka húðfrumunnar, dásamlegri Buckthorn olíu sem mýkir og styrkir ásamt nauðsynlegum omegaolíum fyrir mjúka og tónaða húð.

!

Handáburður: flauelsmjúkar hendur og jafn húðlitur. Eykur ljóma.

Húðkrem: 300 ML dós – þétt, girnilegt og gælir hreinlega við húðina.

Taktu forskot á sumarið og fáðu sólkyssta húð Dove Summer revive: húðmjólk með náttúrulegum litarefnum sem næra húðina og gefa henni sólkysst útlit. Hægt að byggja upp fallegan lit með því að nota á hverjum degi.

A ÐA R VOT T NAR LÍFR Æ UR VÖ R

Húðolía: rík af omega og buckthorn-olíu nærir og gefur fallegt „glow“. D AG K R E M

NÆTURKREM

AU G N K R E M

MASKI

NÁTTÚRULEG FEGURÐ OG VIRKNI Q10 Anti Ageing kremið frá Lavera er eitt okkar vinsælasta andlitskrem. Nú fæst einnig næturkrem, augnkrem og maski í þessari línu. Lavera eru náttúrlegar og lífrænt vottaðar húð-, hár- og förðunarvörur. Fylgstu með okkur á Fésbókinni, Lavera - hollt fyrir húðina.

Sölustaðir: Öll Heilsuhús, Hagkaup Skeifunni, Lifandi markaður, Heilsuver, Heilsutorg Blómavals, Heimkaup.is og í völdum apótekum.

Maginn veit hvað þú hugsar ! Í þörmum okkar eru 100 milljónir taugafruma sem eru nátengdar miðtaugakerfinu. Hugarástand okkar hefur þess vegna mikil áhrif á meltinguna. Streita eða of mikið álag ? Hvort sem það er vegna breytinga á mataræði á ferðalögum, sjúkdóma eða annarar ertingar í meltingarvegi þá er RE-SILICA lausnin. Áhrifaríkt náttúruefni sem færir okkur vellíðan að innan sem utan. Kísill er næstalgengasta frumefni jarðarinnar og sé það tekið inn þá hefur það undraverð áhrif á meltinguna auk þess að hafa jákvæð áhrif á húð og hár. RE-SILICA er náttúruleg kísilsýra í kvoðuformi sem vinnur hratt og vel á vandamálinu.


…amk kynningar

20 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

Nærið húðina með kröftum náttúrunnar í sumar Vörurnar frá Garnier sækja næringu sína og krafta til náttúrunnar

Unnið í samstarfi við Garnier

Þ

egar árstíðir breytast er tilvalið að endurnýja innihald snyrtibuddunnar í takt við þær. Nú þegar sumarið er vonandi á næsta leiti er algengt að húð okkar þurfi öðruvísi áherslur í húðrútínunni en á veturna. Það þarf samt kannski ekki að endurnýja allt

innihaldið en það getur verið sniðugt að skipta út vörum eða bæta vörum inni í rútínuna eins og sólarvörnum og nærandi kremum fyrir líkamann. Vörurnar frá Garnier eiga það allar sameiginlegt að sækja næringu sína og krafta til náttúrunnar. Dásamleg plöntuþykkni gefa drjúgan raka, hunang gefur fallega áferð og ilmurinn gefur vellíðan.

Honey Treasure body butter og body lotion Þessar líkamsvörur henta sérstaklega mjög þurri og viðkvæmri húð sem ertist auðveldlega. Vörurnar innihalda Propolis-þykkni og hunang en vörurnar róa húðina og draga úr óþægilegum tilfinningum. Með hverjum degi sem vörurnar eru notaðar verður húðin full af raka og silkimjúk viðkomu. Vörurnar eru án parabenefna.

Micellar Cleansing Water Þetta girnilega hreinsivatn hefur nú þegar slegið í gegn á Íslandi en í vatninu eru Micellar hreinsiagnir sem sjúga í sig óhreinindi og förðunarvörur. Vatnið hefur frískandi áhrif á húðina og skilur eftir sig fallega áferð. Vatnið er best að setja í bómullarskífu og strjúka svo yfir húðina sem verður tandurhrein í kjölfarið. Micellar hreinsivatnið er vinsælt sem hreinsivara á morgnana en það má að sjálfsögðu nota bæði kvölds og morgna.

Mythic Olive hárvörur Respons vörurnar frá Garnier eiga það allar sameiginlegt að sækja krafta sína til náttúrunnar og vera án parabenefna. Hárvörurnar eru fáanlegar í hinum ýmsu gerðum en þær allra nýjustu eru Mythic Olive vörurnar, sjampó, hárnæring og hármaski með jómfrúarolíu sem gefa hárinu fallegan glans. Olían gefur hárinu drjúgan raka án þess að þyngja það, hárið verður geislandi fallegt í sumarsólinni.

Mythic Olive body lotion og olíu úði Líkamsvörur sem innihalda jómfrúarolíu sem skilja eftir sig fallega, ljómandi og mjúka húð. Vörurnar koma í þægilegum umbúðum svo það er tilvalið að hafa þær í sundtöskunni í sumar. Líkamskremið kemur með pumpu og olían í formi úða, gerist varla betra. Mythic Olive vörurnar eru hugsaðar fyrir þurra húð en saman gefa þær húðinni raka sem endist vel og lengi. Vörurnar eru án parabenefna.

Skin Active Cleansing Wipes Hreinsiklútar eru frábærir í ferðalagið. Maður ætti aldrei að sleppa því að hreinsa húðina og því er gott að grípa þessa með sér þegar aðstæður í ferðalagi bjóða ekki uppá dýpri hreinsun. Klútarnir eru ætlaðir bæði augum og húð og henta öllum húðgerðum.

Marvellous Oils In Shower Lotion og Body Lotion Nú er ekkert mál að næra líkamann í sturtunni með sniðuga sturtulíkamskreminu og verður það ómissandi partur af hverri sturtuferð. Vörurnar innihalda arganog kamellia olíur sem næra og mýkja áferð húðarinnar. Notið sturtunæringuna í sturtunni og skolið af og berið loks líkamskremið á ykkur eftir sturtuferðina og húðin verður silkimjúk og áferðarfalleg. Vörurnar eru án parabenefna.


…amk

21 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

BB Cream Það gerist nú varla klassískara en að bæta góðu bb kremi í snyrtibudduna þegar sólin fer hækkandi. BB kremin eru hönnuð með það í huga að gefa húðinni fallega áferð, meiri raka og til að verja hana fyrir geislum sólar. BB kremið frá Garnier hefur fengið fjöldann allan af viðurkenningum fyrir gæði og góða virkni. Þetta krem hentar öllum húðgerðum en þó eru til sérstakar gerðir fyrir ákveðnar tegundir af húð.

Light & Silky Lotion sólarvarnir Sterkar og góðar sólarvarnir í formi létts krems. Áferð kremanna er nánast ósýnileg og silkimjúk eins og nafnið gefur til kynna. Varnirnar fara hratt inn í húðina, klístrast ekki og veita sterka og góða vörn gegn bæði UVA og UVB geislum sólar. Kremin eru fáanleg í þremur styrkleikum, Spf 15, 20 og 30 og þau gefa frá sér léttan og sumarlegan ilm.

The Miracle Cream Stundum vill maður alls ekki hafa neitt á húðinni, bara fá raka, jafnan lit og góða vörn. Miracle Cream sameinar öll þessi atriði og meira til því húðin fær aukið líf og fallegri áferð með hverju skiptinu sem kremið er notað. Kremið er litlaust en inniheldur örfín litapigment sem eru með léttum lit og ljóma. Litapigmentin aðlaga sig að litaraftinu svo það hentar öllum.

After Sun Calming Moisturising Lotion Eftir dag úti í sólinni er ómissandi að veita húðinni næringu sem róar húðina einnig. Þessi milda húðmjólk inniheldur Aloe Vera og kaktusþykkni sem hjálpa líkamanum að koma jafnvægi á rakamyndun húðarinnar eftir heitan dag. Kremið má nota daglega en það smitast hvorki né klístrast, það kælir og nærir húðina sem er ómissandi fyrir alla.

Eye Make Up Remover 2 in 1 Þegar sumarið gengur í garð er algengt að vatnsheldum möskurum fjölgi í snyrtibuddunni. Þá er ómissandi að vera með góðan vatnsheldan augnhreinsi. Þessi inniheldur olíu en hann þarf að hrista saman fyrir notkun, setjið hann svo í bómullarskífu og leggið yfir augnalokin. Það er gott að leyfa bómullarskífunni að liggja aðeins á augnalokinu á meðan hreinsirinn leysir upp förðunarvörurnar og strjúka svo varlega af.

Optical Blur 5 sec Cream Ein allra vinsælasta varan frá Garnier er hið svokallaða Blur krem. Kremið er sett yfir rakakrem og hentar mjög vel sem farðagrunnur. Eiginleikinn sem blurkremið býr yfir er að það jafnar út ójöfnur á yfirborði húðarinnar svo hún verður áferðarfallegri og grunnurinn jafnari. Með stöðugri notkun á blur kreminu verður áferð húðarinnar jafnari.

Moisture+ Anti Dullness Spf 20 Til að hrista af sér vetraráferð húðarinnar er tilvalið að bæta við rakakremi í rútínuna sem færir ljóma húðarinnar fram á yfirborð hennar. Þetta krem leitast við að draga úr dökkum, gráum, þreytulegum tónum í húðinni og færa henni aukna birtu og líf. Svo skemmir alls ekki fyrir að kremið inniheldur Spf 20.

Dry Mist sólarvarnir Einhverjar léttustu sólarvarnir sem völ er á. Garnier hefur þróað þessa fisléttu formúlu svo þú finnur varla fyrir henni á húðinni. Dry Mist úðarnir eru fáanlegir í Spf 10, 20 og 30. Formúlan inniheldur síu sem tryggir stöðuga og góða vörn gegn bæði UVA og UVB geislum. Auk þess er formúlan vatnsheld og án alkóhóls, úðana þarf að hrista vel fyrir notkun og þeir gefa matta áferð.


…heilabrot

22 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

Sudoku miðlungs

Spurt til vegar fyrir alla fjölskylduna

7 8 5 1 4 2 9 9 6 3

3

5

1

BYRJA HÉR

3 8 2

JÁ B

2 5

8 2

NEI R

6 1 3

Passar Iðunn epli goðanna?

9

4 6 8 3 9 2

1 1 7 6

3 7

NEI R

Er súmó-glíman upprunin í Japan? JÁ T

Er Kópavogur næstfjölmennasti kaupstaður landsins?

NEI A

Var Rúnar Júlíusson trommuleikari Hljóma? NEI U

NEI T

JÁ B

Snúa kirkjudyr almennt í vestur? JÁ D

NEI E

NEI A

JÁ Á

Sömdu Marx og Lenín kommúnistaávarpið?

JÁ V

JÁ Á

Er lifrin vöðvi?

NEI B

Er Kanada stærsta land jarðar?

NEI L

Voru Pétur og Úlfurinn persónur í tónverki?

NEI T

JÁ N

NEI T

NEI A

JÁ Æ

Er Álftin stærsti íslenski fuglinn?

JÁ Ð

JÁ Ú

JÁ R

JÁ N

NEI Y

Er hálfhringur 180 gráður?

JÁ Ó

JÁ J

Nefnist 50 ára brúðkaupsafmæli „Gullbrúðkaup"?

NEI D

NEI E

Eru fílar hæstu landdýrin sem lifa í dag?

NEI Ö

NEI G

JÁ I

7 8 9 5 7 1 2

4

JÁ A

JÁ K

Hefur maður 7 spil á hendi í Póker?

JÁ S

Fá menn D vítamín úr sólarljósi?

NEI N

Synti Gísli Súrsson út í Drangey?

NEI B

Eru 6 strengir í fiðlu?

4

NEI U

Voru fiskar fyrstu hryggdýrin á jörðinni? JÁ N

6

JÁ R

Keppir Tiger Woods í tennis? NEI K

JÁ É

Sudoku þung

NEI A

JÁ L

Er Snúður besti vinur Múmínsnáðans?

9

Er Gróttuviti á Seltjarnarnesi?

NEI S

Anda fiskar með uggum?

8 7

4

Byrjaðu á byrjunarreit og svaraðu fyrstu spurningunni já eða nei og skráðu hjá þér bókstafinn sem fylgir svarinu. Eltu svo örvarnar eftir því yfir á næstu spurningu og svo koll af kolli. Ef þú ert kominn í mark er þar lokaspurningin. Þá tekur þú saman bókstafina við öll svörin þín (þeir eru ekki endilega í réttri röð). Svarið við lokaspurningunni raðast saman úr þessum bókstöfum ef þú hefur svarað öllum spurningunum rétt. Góða skemmtun.

Var hljómsveitin Nirvana frá Seattle?

KOMIN Í MARK!

JÁ D

Hverskonar vísur má lesa bæði afturábak og áfram?

Krossgáta á föstudegi 1

2

3

4

5

6

11

12

13

14

15 19

24

Hel gar blað

7. árga ngur 14. tölu blað aprí l 2016 • 8. aprí l–10 .

n Panama-skjöli Sven Bergman g Illnauðsynle inu aðferð í viðtal

pu r í Vestur-Evró ir 332 ráðherra sk i þar af 3 íslen 4 í skattaskjól

Ris og fall Sigmundar etta, Upp eins og rak prik niður eins og Bless 18

ðin 10

aðurinn 8

Spilltasta þjó

Sænski blaðam

m felldi e s n n i r u ð a M erra forsætisráðh

Hemúllinn Fjölskyldufaðir í Breiðholti − rvelli pönkari á Austu Mannlíf 62

Viðhald húsa FRÉTTATÍMINN

apríl 2016 Helgin 8.–10. www.frettatiminn.is

Við getum tekið sem dæmi sólpalla þar sem algengasta grafa aðferðin er að holur og steypa hólka. Með þessum skrúfum er ferlið mun einfaldara, öruggara og nna. 17 kostnaðarmi Dýrleif Arna Guðmundsdóttir, hjá Áltaki. verkfræðingur

etið Húsið var hers af köngulóm sér hús á Selfossi hennar keyptu og heilum og eiginmaður á myglusveppií dag. Auk Auður Ottesen þurftu að vinna bug húsi eftir hrun. Þau en eru ánægð í endurbættu u og nú eru þau andlitslyfting her af köngulóm garðurinn fengið hússins hefur í gegn. 8 að taka bílskúrinn

Mynd | Páll Jökull

Fjárfesting sem steinliggur

Pétursson

Sérblað

Smiðjuvegi 870 Vík

• Steinsteypa • Mynstursteypa • Graníthellur • Viðhaldsefni • Stoðveggjakerfi • Múrkerfi • Einingar • Gólflausnir • Garðlausnir

ð Minna mál me 4 400 400 4 400 600 4 400 630 4 400 573

20 YFIR

TEGUNDIR AF HELLUM

SagaPro

9 Berghólabraut 230 Reykjanesbær

Hrísmýri 8 800 Selfoss

Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður

Malarhöfða 10 110 Reykjavík

Sími 4 400 400 www.steypustodin.is

í síma og láttu Hafðu samband aðstoða þig sérfræðinga okkarlausnina. við að finna réttu

10

27

28

29

22

25

26 31

30 33

9

20

21 23

8

17

16

18

inn. is www .fret tatim inn.i s atim ritst jorn@ frett ttati minn .is augly singa r@fre

7

32 35

34

36

37

38

39

Lárétt

Lóðrétt

1. Núðlur 6. Frárennsli 11. Óskiptan 12. Flandur 13. Blundur 14. Blandar 15. Peningar 17. Im 18. Væta 19. Átt 20. Hald 21. Andvarp 23. Barnahjal 26. Þessi 27. Lendingar­ staður 30. Skyldi 31. Algilda 33. Hluti 35. Slór 36. Máluð 37. Sýnishorn 38. Hneta 39. Glápa

1. Gæta 2. Algjörlega 3. Letingi 4. Leikur 5. Sjá um 6. Þróttur 7. Veifa 8. Huglaus 9. Áfergja 10. Skaf 16. Þusa 21. Leifar 22. Nálapípa 23. Lemstra 24. Viðburður 25. Formæla 27. Gruna 28. Ýkjur 29. Trufla 32. Hratt 34. Starf

Lausn síðustu viku 1

A

11

S

13

K

15

J

18

A

2

S

3

T

4

5

K

R Æ K

V

E

A

G

P

I

Ð A

S

A

30

S

33

P

36

A

38

S

24

S K

25

K

O

S

T

A

R

N

K

S K

35

H

37

Ú

39

S

Ö

10

P

R

A

G

T

R

T

A

Ð 27

T I

A

9

U M U L

22

K

A

U

M Ú

8

F

20

Í

R

34

7

17

31

R

R

A

A

R M U A

14 16

26

A

U M P

S

Í

A

Ó

12

A 19

21 23

6

M A

B

32

28

I

L

29

K

M

I

A

R M A

L

R

T

A

K

K

A

R

I



…sjónvarp

24 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

Reiðir fuglar á hvíta tjaldinu

Norðlensk föstudagsstemning Sænskt eðalpopp

RÚV Abba tónleikar klukkan 20 Upptaka frá tónleikum sænsku sveitarinnar Abba árið 1979 á Wembley leikvanginum í London. Þarna var sönghópurinn á toppnum og flutti öll sín þekktustu lög, s.s. Waterloo, Take a Chance on Me, Voulez-Vous, Chiquitita, I Have a Dream, Gimme! Gimme! Gimme!, Knowing Me Knowing You, Summernight City og Dancing Queen.

N4 Föstudagsþátturinn klukkan 18 Sjónvarpskonan Hilda Jana Gísladóttir fær til sín góða gesti og ræðir um fréttir og málefni líðandi stundar. Þátturinn er endursýndur nokkrum sinnum um helgina.

Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó á Akureyri Angry Birds bíómyndin Fiðruðu fígúrurnar úr tölvuleiknum Angry Birds eru komnar á hvíta tjaldið og nú fáum við loksins að vita af hverju fuglarnir eru alltaf svona reiðir. Á ósnortinni eyju úti í hafi hafast við ófleygir fuglar. Fuglarnir eru hamingjusamir í paradís sinni og vita ekkert af umheiminum handan hafsins. Dagarnir eru áhyggjulausir og fuglarnir eyða þeim í að hugsa um eggin sín í rólegheitunum. Lífið leikur við fuglana þar til dag einn, þegar undarlegir grænir grísir flytja á eyjuna. Þekktir leikarar tala inn á íslensku útgáfu myndarinnar, meðal annars þau Orri Huginn Ágústsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Stefán Karl Stefánsson, Ævar Þór Benediktsson, Steinn Ármann Magnússon, Ari Eldjárn og Ágústa Eva Erlendsdóttir.

Föstudagur 13.05.16

Dömubindi og bómull

rúv

15.15 Hrefna Sætran grillar (1:6) e. 15.40 Kiljan (22:22) e. 16.25 Treystið lækninum (1:3) e. 17.15 Leiðin til Frakklands (5:12) (Vive la France) Í þættinum er farið yfir lið allra þátttökuþjóðanna á Evrópumótinu í knattspynu í sumar, styrkleika þeirra og veikleika og helstu stjörnur kynntar til leiks. Við skoðum borgirnar og leikvangana sem keppt er á. Ísland verður með í lokakeppni Evrópumótsins í fyrsta skipti. Ísland leikur í F-riðli og mætir Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi. e. 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 KrakkaRÚV (57:386) 17.56 Sara og önd (10:33) 18.03 Pósturinn Páll (6:13) 18.18 Lundaklettur (12:32) 18.26 Gulljakkinn (6:26) 18.28 Drekar (4:20) 18.50 Öldin hennar (10:52) 52 örþættir sendir út á jafnmörgum vikum um stórar og stefnumarkandi atburði sem tengjast sögu íslenskra kvenna og baráttu þeirra fyrir samfélagslegu jafnrétti e. 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir (172) 19.30 Veður 19.40 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónvarps (18:50) Litið um öxl yfir 50 ára sögu sjónvarps og fróðleg og skemmtileg augnablik rifjuð upp með myndefni úr Gullkistunni. 20.00 Útsvar (26:27) (Fljótsdalshérað - Fjarðabyggð) Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundar: Ævar Örn Jósepsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir. Dómari: Sveinn Guðmarsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson. 21.15 Mapp og Lucia (2:3) (Mapp & Lucia) Þáttaröð frá BBC, í þremur hlutum, um Mapp og Luciu sem elda saman grátt silfur í strandbænum Tilling. Lucia, sem er nýorðin ekkja, leigir hús Mapp og dvelur 280cm þar sumarlangt með Georgie vinkonu sinni. Þær verða fljótt áberandi í bæjarlífinu, 98cm Mapp til mikillar gremju. Leikarar: Miranda Richardson, Anna Chancellor og Poppy Miller. 22.15 Dead Man Down (Hefndin er Tökum uppsæt) upp nýjar nýjar vörur vörur daglega daglega Tökum Tökum uppupp nýjarnýjar vörur vörur daglega daglega Tökum Spennumynd með Collin Farrell, Noomi Rapace og Terrence Howard í Bláu Bláu húsin húsin Faxafeni Faxafeni · S. ·588 588 4499 ∙ Opið ∙ Opið mán.mán.fös.fös. 12-18 12-18 ∙ laug. ∙ laug. 11-16 11-16 BláuBláu húsin húsin Faxafeni Faxafeni · S. ·588 S. 588 44994499 ∙ Opið ∙ Opið mán.mán.fös. fös. 12-18 12-18 ∙S.laug. ∙4499 laug. 11-16 11-16 aðalhlutverkum. Glæpamaður í hefndarhug fellur fyrir nágrannakonu sinni. Á fyrsta

sem fara betur með þig og umhverfið

Loksins Loksins komnar komnaraftur aftur

*leggings *leggings háar háarí í 20% afsláttur afsláttur Loksins Loksins Loksins Loksins20% GÓÐ VERÐ ALLA mittinu mittinu afaföllum öllum vörum DAGA vörum komnar komnar aftur aftur komnar komnaraftur aftur til 17.júní júní *leggings *leggings háar háarí í *leggings *leggingsháar háar í til í 17. TOPPAR OG mittinu mittinu mittinu mittinu TUNIKUR - VERÐ

kr. kr.5500 5500. .

FRÁ KR 2900 Túnika Túnika kr.Frábær kr. 3000 3000 Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur,

MJÖG MIKIÐ kr. 5500 5500 .. kr.kr.5500 5500. . kr. góð góð þjónusta þjónusta ÚRVAL

Frábær Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur, Frábær Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur, góðgóð þjónusta þjónusta góðgóð þjónusta þjónusta

stefnumóti þeirra kemur í ljós að hún er einnig í hefndarhug. Leikstjóri: Niels Arden Oplev. 00.10 Lewis Á sama tíma og Lewis rannsóknarlögreglumaður reynir að venjast því að vera á eftirlaunum tekst fyrrum aðstoðarmaður hans, Hathaway, á við snúið morðmál. Þegar hann leitar ráða hjá fyrrverandi yfirmanni sínum snýr Lewis dauðfeginn aftur til starfa. Meðal leikenda eru Kevin Whately, Laurence Fox, Clare Holman og Rebecca Front. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. e. 01.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (60)

skjár 1 08:00 Rules of Engagement (14:15) 08:20 Dr. Phil 09:00 America's Next Top Model (13:13) 09:50 Survivor (11:15) 10:35 Pepsi MAX tónlist 12:50 Dr. Phil 13:30 Life In Pieces (16:22) 13:55 Grandfathered (16:22) 14:20 The Grinder (16:22) 14:45 The Millers (5:23) 15:05 The Voice (20:26) 15:50 Three Rivers (8:13) 16:35 The Tonight Show - Jimmy Fallon 17:15 The Late Late Show - James Corden 17:55 Dr. Phil 18:35 Everybody Loves Raymond (23:24) 19:00 King of Queens (23:25) Bandarískir gamanþættir um turtildúfurnar Doug og Carrie. 19:25 How I Met Your Mother (3:20) 19:50 America's Funniest Home Videos 20:15 The Voice (21:26) Vinsælasti skemmtiþáttur veraldar þar sem hæfileikaríkir söngvarar fá tækifæri til að slá í gegn. Christina Aguilera snýr aftur í dómarasætið ásamt Pharell Williams, Blake Shelton og Adam Levine. 21:45 Blue Bloods (20:22) 22:30 The Tonight Show - Jimmy Fallon 23:10 Code Black (3:18) Dramatísk þáttaröð sem gerist á bráðamóttöku sjúkrahúss í Los Angeles, þar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og læknanemar leggja allt í sölurnar til að bjarga mannslífum. Hver sekúnda getur skipt sköpum í baráttu upp á líf og dauða. Aðalhlutverkin leika Marcia Gay Harden, Bonnie Somerville, Raza Jaffrey, Luis Guzman og Ben Hollingsworth. 23:55 American Crime (4:10) 00:40 The Walking Dead (14:16) Spennandi en jafnframt hrollvekjandi þættir sem njóta gífurlegra vinsælda í Bandaríkjunum. Rick Grimes og félagar

Tökum Tökum uppupp nýjar nýjar vörur vörur daglega daglega

Bláu Bláu húsin húsin Faxafeni Faxafeni · S.· 588 S. 588 4499 4499 ∙ Opið ∙ Opið mán.mán.fös.fös. 12-18 12-18 ∙ laug. ∙ laug. 11-16 11-16

þurfa að glíma við uppvakninga og ýmsa svikara í baráttunni til að lifa af í hættulegri veröld. Stranglega bannað börnum. 01:25 House of Lies (2:12) Marty Khan og félagar snúa aftur í þessum vinsælu þáttum sem hinir raunverulegu hákarlar viðskiptalífsins. 01:55 Zoo (5:13) Spennuþáttaröð sem byggð er á metsölubók eftir James Patterson. Ótti grípur um sig þegar dýr byrja að ráðast á fólk og framtíð mannkyns er stefnt í voða. Ungur dýrafræðingur telur að tengsl gætu verið á milli árásanna og kenninga sem látinn faðir hans hafði um endalok mannkyns. 02:40 Penny Dreadful (6:8) Sálfræðiþriller sem gerist á Viktoríutímabilinu í London þar sem gamalkunnar hryllingspersónur eins og Dr. Frankenstein, Dorian Gray og Dracula öðlast nýtt líf í þessum þrælspennandi þáttum. 03:25 Blue Bloods (20:22) 04:10 The Tonight Show - Jimmy Fallon 04:50 The Late Late Show - James Corden 05:30 Pepsi MAX tónlist

Stöð 2 18:30 Fréttir 18:55 Sportpakkinn

Hringbraut 08:00 Heimilið (e) 09:00 Þjóðbraut / Ólafarnir (e) 10:00 Heimilið (e) 11:00 Þjóðbraut / Ólafarnir (e) 12:00 Heimilið (e) 13:00 Þjóðbraut / Ólafarnir (e) 14:00 Heimilið (e) 15:00 Þjóðbraut / Ólafarnir (e) 16:00 Heimilið (e) 17:00 Þjóðbraut / Ólafarnir (e) 18:00 Heimilið (e) 19:00 Þjóðbraut / Ólafarnir (e) 20:00 Olísdeildin 21:00 Lóa og lífið 21:30 Atvinnulífið 22:00 Okkar fólk 22:30 Skúrinn (e) 23:00 Heimilið (e)

N4 19:30 Föstudagsþátturinn Hilda Jana 20:30 Föstudagsþátturinn Hilda Jana 21:30 Föstudagsþátturinn Hilda Jana 22:30 Föstudagsþátturinn Hilda Jana Dagskrá N4 er endurtekin allan sólarhringinn um helgar.

Til hagræðingar fyrir heimilin í landinu Retro Bin Ruslafata með kúlulaga loki og fótstigi. Til í ýmsum retro litum.

Staflanlegar, léttar körfur fyrir óhreinatauið Hver með sinn lit.

Fyrir heimilin í landinu

Straubretti

Sterk eldhúsáhöld

Brettin eru öll með skrautlegu áklæði og með mismunandi palli fyrir straujárn.

Ostaskeri, hvítlaukspressa, pizzuhnífur, þeytari eða dósaopnari. Allt á sínum stað í eldhúsinu.

Opið virka daga kl. 10-18 og á laugardögum kl. 11-15.

LágmúLa 8 · sími 530 2800


…sjónvarp

25 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

Hættir aldrei að vona að Íslendingar sigri Eurovision Sófakartaflan Nanna Elísa Jakobsdóttir, fréttakona hjá 365.

Úrslit ráðast í Championship-deildinni

Stöð 2 Sport Brighton - Sheffield Wednesday klukkan 18.40 Fyrri leikur þessara liða í undanúrslitum um síðasta lausa sætið í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Sigurvegarinn fer í úrslitaleikinn gegn annað hvort Derby eða Hull.

Louie okkar allra Netflix Louie Gamanþættirnir Louie með grínistanum Louis CK er upplyftingin sem allir þurfa í vikulok. Louie er miðaldra faðir sem er einstaklega vandræðalegur í samskiptum við annað fólk, þá sérstaklega kvenfólk. Uppeldi dætra hans gengur upp og ofan og það sama má segja um ástalífið. Ef einhver getur gert hversdagslegar aðstæður svo hlægilegar og óþægilegar að þú næstum ferð að skæla þá er það Louie CK. Stuttir, hniðmiðaðir og fáránlega fyndnir þættir.

Upphitun fyrir næstu Bond-mynd Smárabíó og Borgarbíó á Akureyri Bastille Day Leikarinn Idris Elba fer með aðalhlutverkið í spennumyndinni Bastilludeginum. Í myndinni segir af ungum listamanni og fyrrum starfsmanni CIA sem berjast gegn hryðjuverkum í Frakklandi. Talið er að Idris Elba eigi góða möguleika á að leika James Bond í næstu mynd um njósnarann vinsæla svo þessi hasarmynd er ágætis upphitun fyrir þá veislu. Og hentar ágætlega sem afþreying á föstudagskvöldi.

Hlaðvarpsþáttur Hugleiks Alvarpið á Nútíminn.is Mundiru? Daglegur hlaðvarpsþáttur með hinum vinsæla Hugleiki Dagssyni þar sem stjórnandinn spyr kostulegt fólk kostulegra spurninga. Fjöldi þátta er aðgengilegur þarna og meðal gesta hafa verið Hildur Knútsdóttir og Berglind Pétursdóttir og þær Þórdís Nadia Semichat og Bylgja Babýlons.

Tilfinningarússíbani Netflix Short Term 12 Kvikmynd sem ekki fór mikið fyrir þegar hún kom út árið 2013 en hlaut einróma lof gagnrýnenda. Hún fjallar um par sem vinnur á áfangaheimili fyrir unglinga, sorgir þeirra og sigra. Kvikmyndin er hrá, raunveruleg og stórkostlega vel leikin. Algjör tilfinningarússíbani fyrir þann sem horfir. Með annað aðalhlutverkið fer Óskarsverðlaunahafinn Brie Larsson.

„Ég er mjög hrifin af því að gerast sófakartafla eftir annasaman dag en ef ég horfi of mikið á sjónvarp fæ ég svona pirring í lappirnar og geðið. Uppáhaldsþátturinn minn um þessar mundir er Game of Thrones, mér finnst ótrúlega gaman að fylgjast með í línulegri dagskrá núna eftir að Stöð 2 tók upp á því að sýna þættina á sama tíma og þeir eru frumsýndir vestanhafs. Ég bíð bara spennt eftir því að mín kona Khaleesi rísi upp og drekarnir nái völdum. Svo er mín guilty pleasure Grey‘s Anatomy. Ég

hef fylgst með samviskusamlega síðustu tólf ár og það er magnað hvað Shonda Rhimes er góð í að halda aðdáendum við efnið. Smá pc-áróður í bland við bandarískt spaug er alveg minn tebolli. Fyrst ég nefni bandarískt spaug þá kemst ég ekki hjá því að nefna Modern Family sem eru að mínu mati að komast aftur á flug eftir fremur slappa sjöundu seríu. Og Eurovision! Eru ekki örugglega allir að fara að fylgjast með Evrópubúum keppa í söng? Ég er algjör Eurovision-aðdáandi, elska stemninguna sem myndast í kringum keppnina og hætti aldrei að vona að við Íslendingar berum sigur úr býtum.“

Game of Thrones uppáhaldið Gott að gerast sófakartafla eftir annasaman dag Mynd | Rut


…fólk

26 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

Rapparinn leikur reiðan fugl Arnar Freyr fékk óvænt að tala inn á Angry Birds-myndina inn karakter í myndinni og ég fékk að prófa. Ég var bara réttur maður á réttum stað,“ segir Arnar. Er þetta upphafið að einhverju nýju og stóru? „Ég veit það ekki. Jú, verð ég ekki að reyna að mjólka þetta eitthvað? Hætta kannski þessari rappvitleysu?“ segir hann og hlær. „En grínlaust þá veit ég bara að þetta er Angry Birds og karakterinn minn er alger auli. Ég hef þó greinilega ekki verið klipptur

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég geri eitthvað svona og þetta var reyndar ekki mjög stórt hlutverk. Ég var bara eitthvað öskrandi þarna,“ segir Arnar Freyr Frostason, rappari í hinni vinsælu sveit Úlfur Úlfur. Arnar er einn þeirra sem ljá persónum í nýju Angry Birds-myndinni, sem frumsýnd var í vikunni, raddir sínar. „Kærastan mín er mikið að talsetja og ég var hálfpartinn bara á staðnum. Það vantaði rödd fyrir lít-

alveg út fyrst ég er á kreditlistanum.“ Arnar Freyr hefur annars í nógu að snúast með hljómsveit sinni. Úlfur Úlfur gaf út hina vinsælu plötu Tvær plánetur fyrir ári síðan og hefur verið upptekin við tónleikahald. „Við erum enn að spila mikið og það er nóg að gera í sumar. Nú erum við bara í stúdíóinu á fullu að semja nýtt efni. Það gengur vel.“ | hdm

„Ég var ð bara eitthva öskrandi þarna.“ mt. Arnar Freyr reynir fyrir sér á nýjum vettvangi með því að tala inn á nýju Angry Birds-myndina.

Nýtt hlutverk Arnar Freyr reynir fyrir sér á nýjum vettvangi með því að tala inn á nýju Angry Birds-myndina.

Stórt hlutverk og skemmtilegt

Hélt við hárgreiðslukonuna

Ozzy Osbourne er fluttur út frá eiginkonu sinni, Sharon, en þau hafa verið gift í 33 ár. Þau eiga þrjú börn saman, þau Aimee, Kelly og Jack Osbourne. Talsmaður hjónanna staðfesti þetta og sagði að þetta hefði verið sameiginleg ákvörðun Ozzy og Sharon. Heimildarmaður E! News segir að skilnaðurinn sé ekki tengdur alkóhólisma Ozzy sem notaði fíkniefni og áfengi ótæpilega í mörg ár, en hefur verið edrú í þrjú ár. Hins vegar er skilnaðurinn talinn vera vegna framhjáhalds Ozzy en hann viðurkenndi það fyrir Sharon þegar hún gekk á hann. Sú sem hann hélt framhjá með heitir Michelle Pugh og er hárgreiðslukona stjarna á borð við Jennifer Lopez og Alicia Silverstone.

Helena Ólafsdóttir er fyrsta konan sem stýrir umfjöllun um knattspyrnu í íslensku sjónvarpi. Kvennaboltinn fær loksins verðugan sess með beinum útsendingum og markaþætti

Engin endalok að eldast Nú er í vinnslu ný stuttmynd frá Pamelu Anderson um hvernig það er að verða miðaldra og halda sjálfstraustinu í lagi. Hún segir í viðtali við W Magazine: „Ég hef aldrei verið í svona alvarlegu hlutverki. Ég var í Baywatch og öðrum hlutverkum í sjónvarpi en ég hefði getað sinnt þeim verkefnum með lokuð augun.“ Pamela bætir við að það séu alls engin endalok að eldast: „Við þurfum öll að takast á við að eldast. Börnin vaxa úr grasi. Sumir hafa gengið í gegnum skilnað og þú reynir að finna tilgang með þessu.“ Nú bíðum við bara spennt eftir að sjá myndina sem mun bera nafnið Connected.

Ben vill fá Jennifer aftur

Það er næstum því komið ár síðan Ben Affleck og Jennifer Garner tilkynntu að þau ætluðu að skilja, en þau hafa haldið nánu sambandi þrátt fyrir það. Þau hafa búið saman og farið í helgarferðir með börnin sín og fóru meðal annars til Parísar í seinustu viku. Heimildarmaður sagði People að Ben vildi fá Jennifer aftur og vilji ná sáttum. Hann segir líka að Jennifer sé ekki tilbúin að taka Ben aftur, en Ben hefur aldrei verið góður í því að vera einn. Hann er samt sem áður að vinna í sjálfum sér og hefur breytt ýmsu í lífi sínu í kjölfarið á því.

É

g var bara í rólegheitum í Noregi að ganga frá mínum málum þegar þetta kom upp. Lífið tók u-beygju, það gerist stundum. Þetta var smá stökk að taka en það er bara gaman að þetta sé byrjað og ég er alla vega komin í jákvæðara umhverfi en ég var í,“ segir Helena Ólafsdóttir knattspyrnuþjálfari.

Stolt að fá þetta tækifæri

Helena stýrir umfjöllun um Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu á Stöð 2 Sport í sumar en á dögunum var ákveðið að umfjöllun um deildina yrði óvenju vegleg. Íslenskum fjölmiðlum hefur lengi verið legið á hálsi fyrir að vanrækja kvennaboltann en nú getur áhugafólk gengið að reglulegum beinum útsendingum og markaþáttum. Allt undir styrkri stjórn Helenu sem þekkir boltann allra kvenna best. „Þetta er stórt hlutverk og skemmtilegt. Ég er virkilega stolt af því að fá þetta tækifæri nú þegar umfjöllunin er í fyrsta sinn á þessu „leveli“. Það er líka frábært að nú lítur út fyrir að boltinn verði meira spennandi en oft áður. Við höfum verið að fá stelpur sem voru að spila úti aftur heim og líka útlendinga inn. Deildin verður sterk og þetta verður skemmtilegt sumar.“

félögin og fleiri. Við þurfum öll að vinna saman til að kvennafótboltinn komist lengra.“ Getum við komist mikið lengra? „Já, engin spurning. Nú hef ég verið úti í eitt og hálft ár og fylgst með þaðan. Ég sá að við stöndum vel og styðjum vel við bakið á kvennaboltanum á Íslandi. Við erum með færa þjálfara og æfum meira en margir aðrir. Ég efast ekki um að þessi aukna umfjöllun mun auka áhuga á fótbolta hjá litlum stelpum og við verðum betri í fótbolta fyrir vikið.“ Spennandi tímar Helena Ólafsdóttir lýsir leikjum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í sumar og stjórnar markaþætti eftir hverja umferð á Stöð 2 Sport. Mynd | Hari

Árum á eftir körlunum

Af hverju hefur kvennaboltinn fengið miklu minni umfjöllun en karlarnir? „Það er nú bara þannig að við höfum alltaf verið einhverjum árum á eftir. Þetta er yngra sport en hjá strákunum og spurning um fjármagn. Það hefur vantað að fyrirtæki hafi lagt kvennaboltanum lið, þetta er samstarfsverkefni. Það þurfa margir að taka þátt til að svona gerist, það er ekki bara hægt að kvarta og kveina. En nú leggjumst við öll á eitt.“

minn.i s www.f rettati tatimin n.is ritstjor n@fret rettatim inn.is auglysi ngar@f

Helga rblað

7. árgang ur 14. tölubla ð apríl 2016 • 8. apríl–10.

n

Panama-skjöli

Sven Bergman Illnauðsynleg u aðferð í viðtalin

u r í Vestur-Evróp 332 ráðherra skir þar af 3 íslen 4 í skattaskjóli

Ris og fall Sigmundar tta, Upp eins og rake prik niður eins og Bless 18

Verðum betri í fótbolta

in 10

amaðurinn 8

Sænski blað

Spilltasta þjóð

m felldi Maðurinn se herra forsætisráð

Hemúllinn Fjölskyldufaðir í Breiðholti − turvelli pönkari á Aus Mannlíf 62

Við getum tekið sem dæmi sólpalla þar sem algengasta grafa aðferðin er að holur og steypa hólka. Með þessum skrúfum er ferlið mun einfaldara, öruggara og

Viðhald húsa FRÉTTATÍMINN

apríl 2016 Helgin 8.–10. www.frettatiminn.is

Húsið var herset af köngulóm

Fjárfesting sem steinliggur

Pétursson

Sérblað

Smiðjuvegi 870 Vík

17

Dýrleif Arna Guðmundsdóttir, hjá Áltaki. verkfræðingur

sér hús á Selfossi hennar keyptu og heilum og eiginmaður á myglusveppií dag. Auk Auður Ottesen þurftu að vinna bug húsi eftir hrun. Þau en eru ánægð í endurbættu og nú eru þau andlitslyftingu her af köngulóm garðurinn fengið hússins hefur í gegn. 8 að taka bílskúrinn

Mynd | Páll Jökull

kostnaðarminna.

• Steinsteypa • Mynstursteypa • Graníthellur • Viðhaldsefni • Stoðveggjakerfi • Múrkerfi • Einingar • Gólflausnir • Garðlausnir

Minna mál með 4 400 400 4 400 600 4 400 630 4 400 573

20 YFIR

TEGUNDIR AF HELLUM

SagaPro

9 Berghólabraut 230 Reykjanesbær

Hrísmýri 8 800 Selfoss

Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður

Malarhöfða 10 110 Reykjavík

Sími 4 400 400 www.steypustodin.is

í síma og láttu Hafðu samband aðstoða þig sérfræðinga okkarlausnina. við að finna réttu

Þú ert fyrsta konan sem stjórnar knattspyrnuumfjöllun í sjónvarpi hér á landi... „Það hafa reyndar konur verið íþróttafréttamenn, en jú, ekki í þessu hlutverki. Maður er kannski svona plássfrekur. Það er virkilega gaman að vera treyst fyrir því. Ég hlakka mikið til og óska bara eftir góðu samstarfi við

Ég efast ekki um að þessi aukna umfjöllun muni auka áhuga á fótbolta hjá litlum stelpum og við verðum betri í fótbolta fyrir vikið



Tekur dótturina með á æfingar

alla föstudaga og laugardaga

Brúðkaup á sumarsólstöðum Myndlistarparið Ragnar Kjartansson og Ingibjörg Sigurjónsdóttir hyggst ganga í það heilaga í næsta mánuði. Boðskort í brúðkaupið voru send út í vikunni og verður athöfnin á sumarsólstöðum. Ragnar og Ingibjörg eru vinamörg og má búast við að margir nafntogaðir gestir úr listaheiminum muni samgleðjast þeim í næsta mánuði.

Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Evrópumeistari áhugamanna í MMA, í viðtali í amk… á morgun

Tómas með stórstjörnum á rauða dreglinum í London Leikarinn Tómas Lemarquis tók sig vel út á rauða dreglinum í London þegar kvikmyndin X-Men: Apocalypse var frumsýnd í byrjun vikunnar. Tómas fer með hlutverk í myndinni og er þetta stærsta ver­ kefni hans til þessa. Hann fer með hlutverk Caliban sem er stökk­ brigði sem hef­ur þann hæfi­leika að geta skynjað önn­ur stökk­brigði og numið staðsetn­ingu þeirra. Tökur á myndinni fóru fram í Montreal á síðasta ári og var

Tómas umkringdur stjörn­ um við gerð myndarinn­ ar. Bryan Singer leikstýr­ ir myndinni og beitti hann nýjust 3D-tækni við tökurnar. Þá eru aðal­ leikararnir ekki af verri endanum; þau Jenni­ fer Lawrence, James McAvoy og Michael Fassbender. Tómas var staddur í útlöndum þegar amk náði tali af honum í

Með stjörnum í London Tómas Lemarquis brosti breitt á rauða dreglinum í London í vikunni á sérstakri viðhafnarsýningu á X-Men: Apocalypse. Mynd | NordicPhotos/Getty

gær og baðst undan viðtali. Hann sagði í samtali við mbl.is í fyrra að það hefði verið „æðislegt“ að vinna með Bryan Singer og neit­ aði því ekki að spennandi væri að vinna meira í Hollywood. „Aldrei að vita hvort það komi fleiri X-Men mynd­ir, þetta er ein af mestu mjólk­ur­kúm Hollywood,“ sagði Tómas þá en samkvæmt upplýs­ ingum amk hefur hann nú komið sér vel fyrir í borg englanna og er með mörg spennandi verkefni á teikniborðinu.

80 cm kr. 9.900

Þekkt nöfn í Borgarstjóranum Fjöldi þekktra leikara hefur verið bókaður í nýja þætti Jóns Gnarr um Borgarstjórann. Eins og áður hefur komið fram fer Pétur Jóhann Sigfússon með stórt hlutverk en auk hans og Jóns mun Saga Garðarsdóttir leika. Það gera sömuleiðis Víkingur Kristjánsson, Steindi Jr., Dóri DNA, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Gunnar Hansson. Tökur eiga að hefjast í lok þessa mánaðar og standa yfir út júní. Frumsýnt verður síðar á árinu á Stöð 2.

160 cm kr. 16.900

WOODLAND kr. 24.300

HENGIPOTTAR kr. 6.490

PETER STÓLL kr. 49.900

MOTTA 60x90 kr. 9.980

FLINGA TÍMARITAHILLUR

BUTTERFLY STÆKKUN

OLAF BORÐSTOFUBORÐ 100x200/300 kr. 219.900

COCO LJÓS kr. 22.400

BIRGIT EIKARSKENKUR kr. 252.700

Önnur ófærð í augsýn? Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð sló í gegn þegar hún var sýnd hér á fyrstu vikum ársins. Og, það sem líklega meira er um vert, hún naut mikillar hylli þar sem hún var sýnd erlendis. Baltasar Kormákur, Sigurjón Kjartansson og allir hinir hjá RVK Studios skynja þetta og hafa fengið þau skilaboð að utan að skynsamlegt væri að hamra járnið meðan það er heitt. Því er nú verið að skoða gerð annarrar þáttaraðar sem færi í sýningar strax á næsta ári.

Tímakistan til Tævans Mikill áhugi er á verkum Andra Snæs Magnasonar úti í heimi um þessar mundir en ekki fylgir sögunni hvort sá áhugi hefur nokkuð með forsetaframboð hans hér á landi að gera. Að undanförnu hefur verið samið um útgáfu á Tímakistunni í Tævan, á meginlandi Kína, í Japan, á Ítalíu og í Grikklandi.

CUPID MARBLE kr. 17.800

FRÁBÆRT ÚRVAL AF PÚÐUM

KELLY GOLD kr. 26.550

SMILE BUTTON SÓFI 217 cm kr. 217.600

kr. 14.450 / kr. 12.300

BETINA SKENKUR 200 CM kr. 131.000

GYRO kr. 168.000

LEÐURSKEMILL kr. 49.400

OMG kr. 34.650

CUPID SÓFABORÐ 83X35 kr. 32.900 / 63X40 kr. 23.400

AVIGNON LEÐURSÓFI 208 cm kr. 308.300

BÆJARLIND 16 - KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 LAUGARDAGA 11 - 16


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.