Amk 14 05 2016

Page 1

LAUGARDAGUR

14.05.16

STJÖRNUKOKKUR FLYTUR TIL LOS ANGELES INGA HEFUR MISST 30 KÍLÓ FRÁ ÁRAMÓTUM MATARVEISLA FYRIR 30 MANNS FÉKK EKKI VINNU VIÐ INNANHÚS­ HÖNNUN OG FÓR AÐ HANNA FÖT

SUNNA DAVÍÐS

FYRSTA ÍSLENSKA KONAN SEM GERIST ATVINNUMAÐUR Í BLÖNDUÐUM BARDAGAÍÞRÓTTUM

AMMA KEPPIR Í KRAFT­ LYFTINGUM

GYÐA DÖMUBINDI TIL AÐ BERA Á SIG BRÚNKUKREM

552-6060 552-6060 Ugly.is - smi ðjUvegi 2 og l angarima 21

18


…viðtal

2 | amk… LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016

„Ég er alls ekki hætt að koma á óvart“

Sunna Rannveig Davíðsdóttir varð á dögunum fyrsta íslenska konan til að tryggja sér atvinnusamning í MMA/ blönduðum bardagalistum. Hún er stolt af því að ryðja brautina fyrir aðrar stelpur og vera fyrirmynd. Slíkt hvarflaði ekki að henni fyrir nokkrum árum. En hún hefur komið bæði sjálfri sér og öðrum á óvart. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is

H

ún virðist við fyrstu sýn frekar lítil og nett, þessi ljóshærða stelpa sem mætir til fundar við blaðamann í húsakynnum bardagaíþróttafélagsins Mjölnis. Örlítið feimnisleg, með sítt hárið bundið í tagl og íklædd hettupeysu. Um leið og peysan fær að fjúka birtist hins vegar vöðvastæltur og sterkbyggður líkaminn sem ber vott um þrotlausar æfingar síðustu ára. Sunna Rannveig Davíðsdóttir er ríkjandi Evrópumeistari áhugamanna í MMA í sínum flokki, eða Sunna „Tsunami“ eins og hún er gjarnan kölluð innan samfélags íþróttarinnar. Sunna varð í lok apríl fyrst íslenskra kvenna til að tryggja sér atvinnusamning í MMA/blönduðum bardagalistum hjá bardagasambandinu Invicta. Og nú taka nýir tímar við. „Ég var búin að stefna að þessu í dálítinn tíma. En eftir Evrópumeist-

og féll alveg fyrir henni. Hún hefur róandi áhrif á hugann en tekur jafnframt mikið á líkamlega. Maður þarf að hugsa í lausnum og fram í tímann. En svo fæ ég mikla útrás í kickboxinu. Ég er mjög aktíf, kannski of aktíf stundum, en hérna beini ég orkunni allavega í rétta átt.“ Ástæðan fyrir því að Sunna ákvað upphaflega að prófa bardagaíþróttir var sú að hún vildi læra að verja sig, en þegar hún kom í Mjölni heillaðist hún líka af samfélaginu sem þar hafði myndast. „Það hefur haft mjög jákvæð áhrif á mig að koma hingað inn,“ segir Sunna sem hefur þurft að ganga í gegnum töluverða erfiðleika í lífinu. En hún vill ekki dvelja við fortíðina. Hún vill frekar ræða framtíðina sem hún lítur björtum augum. Henni finnst frábært að fá að vera fyrirmynd ungra stelpna í dag. Eitthvað sem hvarflaði aldrei að henni að ætti eftir að gerast. „Það er svo margt sem ég er búin að gera á síðustu árum sem hvarflaði aldrei að mér að ég ætti eftir að gera. Margt svo jákvætt. Ég er búin að koma sjálfri mér mjög mikið á óvart og öðrum líka held ég. Og ég er alls ekki hætt að koma á óvart, það er ég viss um.”

„Ég er búin að koma g jö sjálfri mér m rt mikið á óva a og öðrum lík held ég.“

aramótið síðasta haust fór ég að setja meiri kraft í þetta. Mér fannst ég þá vera búin að ná þeim árangri sem hægt er að ná sem áhugamanneskja. Atvinnumennskan var því næsta skref. Nú er þetta bara vinnan mín, að berjast,“ segir hún stolt og má vera það. „Þetta er rosalega góð tilfinning. Það fyllir mig stolti og þakklæti að fá að vera sú sem ryður brautina fyrir allar hinar stelpurnar sem eiga eftir að gera þetta sama.“

Varð óvart fyrirmynd

Hún skynjar ört vaxanda áhuga íslenskra kvenna og stelpna á MMA, en til að komast í hringinn, eins og hún, þurfa þær að ná tökum á hinum ýmsu gerðum bardagalista. Sem krefst mikillar vinnu. Sjálf byrjaði Sunna í tælensku kickboxi / Muay Thai en áhugi hennar á öðrum baradagaíþróttum kviknaði fljótt og hún færði sig yfir í Mjölni, þar sem hún hefur æft í sex ár. „Ég kynntist til dæmis Brasilísku Jiu Jitsu glímunni í fyrsta skipti hér

Dóttirin fetar í fótspor

Dóttir Sunnu, Anna Rakel sem er 11 ára, er líka að æfa hjá Mjölni og hefur gert frá því hún var 6 ára. „Hún hefur mikinn áhuga á þessu og þetta er okkar sameiginlega áhugamál. Eftir skóla þá kemur hún hingað og hittir mig. Svo erum við hér þangað til við förum heim að borða kvöldmat og sofa. Það er ekkert alltaf á hefðbundum kvöldmatartímum og stundum tökum við meira að segja með okkur nesti hingað,“ segir Sunna og hlær. „Þetta er annað heimili okkar og ætli við séum ekki meira hér er heima hjá okkur. Ég held að við kunnum báðar jafn vel að meta þetta fyrirkomulag. Við þekkjum ekkert annað og ég er búin að lifa og hrærast í þessu frá því hún var pínulítil.“ Sunna hefur þó aldrei þrýst á dóttur sína að æfa hjá Mjölni. Hún hefur prófað ýmsar aðrar íþróttir en bardagaíþróttirnar virðast heilla hana mest, líkt og mömmuna, sem segir hana mjög efnilega. „Ég get

alveg trúað því að hún feti í fótspor mín. Jafnvel á meðan ég verð ennþá að. Þegar ég verð að ljúka ferlinum mínum þá verður hún kannski að hefja sinn,“ segir Sunna sem ætlar svo sannarlega að styðja dóttur sína, ákveði hún að feta þann veg. „Hún hefur stutt mig hundrað prósent fram að þessu og ég mun styðja hana hundrað prósent í öllu því sem hún ákveður að gera. Hún er bara alveg mögnuð og það er svo gaman að fylgjast með henni. Miðað við hvernig hún er orðin í dag þá veit ég ekki hvar þetta endar. “

Finnur ekki fyrir spörkunum

Foreldrar Sunnu voru ekkert sérstaklega jákvæðir gagnvart bardagaíþróttum þegar hún var að byrja að æfa. Og ekki amma hennar heldur. En það hefur breyst. „Í dag sjá þau að ég er að gera það sem ég elska að gera. Þetta verður bráðum lifibrauðið mitt og er alls ekki svo vitlaust þegar upp er staðið. Félagsskapurinn er góður og umhverfið heilbrigt. Mjölnir er ein stór fjölskylda.“ En eftir að hafa horft á nokkur myndbönd af Sunnu berjast í hringnum, þar sem vottar svo sannarlega ekki fyrir neinni feimni af hennar hálfu, getur blaðamaður ekki annað en spurt hvort þetta sé í alvöru ekki hættulegt sport? Hún vill ekki meina það. „Á æfingum lærum við að verja okkur. Við lærum tækni og að beita líkamanum rétt. Maður lærir að þekkja

líkama sinn og veit við hverju er að búast. Þetta lítur mun verr út heldur en þetta er í raun og veru. Svo venst maður því að

Þetta verður bráðum lifibrauðið mitt og er alls ekki svo vitlaust þegar upp er staðið. Félagsskapurinn er góður og umhverfið heilbrigt. Mjölnir er ein stór fjölskylda.

berjast. Fram að þessu hef ég verið að borga með mér þegar ég hef farið út. Það er búið að vera ansi mikið hark. Annað sem breytist er að ég fæ greitt fyrir hvern bardaga, en til að byrja með er það frekar lítið. Hægt og rólega get ég svo unnið mig upp, en fæ á sama tíma erfiðari andstæðinga,“ útskýrir Sunna. Hún reiknar því með að þurfa áfram að hafa töluvert fyrir saltinu í grautinn. En til að framfleyta sér hefur hún gegnt ýmsum störfum; verslunarstörfum, leigubílaakstri, dyravörslu á næturklúbbum og nú að undanförnu hefur hún einbeitt sér að þjálfun einstaklinga og lítilla hópa. „Þetta verður vonandi léttara

með tímanum, en stundum hefur harkið verið svo mikið að ég hef spurt sjálfa mig hvað ég geti haldið þessu áfram lengi.

En hjartað hefur borið mig áfram. Mér þykir svo vænt um sportið og hef mikla ástríðu fyrir því sem ég er að gera. Ég er búin að vera að elta drauminn minn og það er svo gaman að sjá hann rætast. Það var greinilega ekki vitleysa að halda áfram. Ég er á réttri leið og tel að ég eigi enn eftir að ná mínu besta formi,” segir Sunna og bendir á að konur séu að berjast alveg fram yfir fertugt. Sjálf sé hún bara þrítug. „Ég á nóg eftir,“ bætir hún við að lokum.

fá högg á sig,“ útskýrir Sunna, en aðspurð segist hún aldrei hafa meitt sig að ráði. Einhverjar smá skeinur og marblettir hér og þar, en ekkert sem hefur ekki gróið hratt og vel. „Maður finnur ekki fyrir því þegar maður er að berjast. Adrenalínflæðið er svo mikið.“ Hún man eftir einu atviki þar sem hún fékk skurð í vörina eftir hnéspark frá öflugum andstæðingi, en það eina sem hún fann fyrir var blóðbragð í munninum. „Ég hef meitt mig meira við að detta af hjóli.“

Búið að vera mikið hark

Sunna iðar í skinninu að fá að berjast fyrsta bardagann sinn sem atvinnumanneskja í MMA hjá Invicta, en það er enn ekki orðið ljóst hvenær hann fer fram. Bardagasambandið heldur yfirleitt þrjú til fjögur bardagakvöld á ári og Sunna vonast til að fá að komast í að minnsta kosti þrjá bardaga ár hvert. En hvað þýðir það fyrir hana að vera orðin atvinnumanneskja í íþróttinni? „Það þýðir að mínir möguleikar til að geta lifað af þessu einhvern daginn aukast til muna. Það er samt talsvert langt þangað til. Eitt og annað breytist þó strax eins og til dæmis það að ég þarf ekki lengur að leggja sjálf út fyrir ferðakostnaði þegar ég fer út að Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, gudrunveiga@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.


Heimsþekktu amerísku heilsurúmin frá Spring Air.

Nú í Dorma

Spring Air REGENCY heilsurúm með classic botni Trusted by millions since 1926.

Komdu og leggstu í draumarúmið! Regency er sérlega vandað heilsurúm frá Spring Air, einum þekktasta rúmaframleiðanda Bandaríkjanna. Gerðu kröfur um gæði – Spring Air stenst þær. • Silkiblandað bómullar­ áklæði

• Tvöfalt gormakerfi

• Steyptur svampur í köntum

• Hægindalag í yfirdýnu

• Sterkur botn

Kynningartilboð 180 x 200 cm

Aukahlutir á mynd: Náttborð og smávara

Fullt verð: 279.900 kr.

Fáanlegt í stærðunum 120/140/160/180 x 200 cm

Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni.

NATURE’S COMFORT

heilsurúm með classic botni Stærð cm. M/ Classic botni

Útsölu verð

80x200

86.900 kr.

65.920 kr.

90x200

92.900 kr.

69.675 kr.

100x200

99.900 kr.

74.925 kr.

120x200

119.900 kr.

89.925 kr.

140x200

138.900 kr.

104.175 kr.

160x200

149.900 kr.

112.425 kr.

180x200

164.900 kr.

123.675 kr.

Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–16

Aðeins 209.925 kr.

Einstök þægindi á frábæru verði

25% AFSLÁTTUR

Comfort heilsurúm: • Svæðaskipt pokagormakerfi • Burstaðir stálfætur • Sterkur botn • 320 gormar pr fm2 • Steyptar kantstyrkingar

Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni.

25% afsláttur www.dorma.is

• Fimm svæðaskipt poka­ gormakerfi

Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Skeiði 1, Ísafirði 456 4566

Þú finnur nýja bæklinginn okkar á www.dorma.is


…matur kynningar

4 | amk… LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016

Drekinn horfir til Los Angeles

Matreiðslumaðurinn Teddi Dreki hættur á Mathúsi Garðabæjar og ætlar vestur um haf, með smá viðkomu á Nesjavöllum „Verður maður ekki bara að hoppa upp í flugvél og sjá hvað gerist? Maður er yfirleitt frekar spontant í þessu, það var þannig þegar ég hætti þarna í Garðabæ og ætli það verði ekki þannig í haust,“ segir matreiðslumaðurinn Theodór Dreki Árnason.

Sumarlegur humarréttur Tedda Dreka Fyrir 4 X margir humarhalar fer algerlega eftir stærð (5 stórir til viðmiðunar) 15 íslensk jarðarber Um það bil 150 g engifer 80 ml japönsk soya sósa 1 matskeið hunang Spánarkerfill Spínat 2 lime Aðferð: Jarðarberin eru skorin smátt (á stærð við maís baun) í skál, þvínæst er engiferið skrælt, skorið eins fínt og fólk treystir sér til og blandað saman við jarðarberin. Þessi blanda er svo krydduð með soya, hunangi og berki og safa af lime-inu. Humarinn er skelflettur og „þerraður“ á viskustykki. Næst kryddarðu humarinn með salti og svörtum pipar. Steikir hann á öskrandi heitri pönnu í 2

mínútur á bakinu, bætir svo við smjöri og hristir pönnuna. Humar á að vera mjög lítið eldaður. Borið fram með fullt af spínati, jarðarberja-dæmið notarðu sem dressingu á salatið og humarinn ofan á. Steinliggur með kampavíni.

Kehonpuhdistaja

Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann.

www.birkiaska.is

Bodyflex Strong

Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.

www.birkiaska.is

Evonia Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.

www.birkiaska.is

Minnistöflur www.birkiaska.is

Theodór, eða Teddi Dreki eins og hann er jafnan kallaður, tók þátt í að koma nýjum veitingastað í Garðabæ á laggirnar á dögunum, Mathúsi Garðabæjar, en gekk úr skaftinu um það leyti sem opna átti staðinn. Hann hefur ákveðið að víkka sjóndeildarhringinn og reyna fyrir sér í Los Angeles næsta vetur. „Það er alla vega draumurinn og ég hef sett stefnuna á það. Maður fer ekki neitt nema vera með stefnu. En ég mun klárlega taka sumarið á Íslandi. Ég er núna að skoða möguleika á því að vera uppi á Nesjavöllum í sumar með stórvinum mínum Haffa og Kela á veitingastaðnum Silfru,“ segir Teddi.

að „Mig vantar iri e komast í m menningu.“

Colonic Plus

Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

Tekur sumarið á Íslandi

Grillið var flottasti staðurinn Teddi verður þrítugur síðar á árinu og hefur eldað á veitinga-

Á faraldsfæti Matreiðslumaðurinn Teddi Dreki hætti störfum á Mathúsi Garðabæjar um það leyti sem staðurinn var opnaður. Hann reynir fyrir sér vestanhafs í haust. Mynd | Hari

stöðum í tólf ár. „Ég mætti sautján ára á samning á Hótel Sögu. Það er auðvitað klisja en ég hafði séð Engla alheimsins og fannst Grillið flottasti staðurinn og enginn annar kom til greina,“ segir hann. Eftir að hafa lokið kokkanámi starfaði hann um hríð á Michelin-veitingastaðnum Texture í London hjá Agnari Sverrissyni. „Hann kenndi mér að elda. Þá fór ég að sjá annað og meira í þessu en ég hafði verið að hugsa,“ segir Teddi sem síðar kokkaði á Óðinsvéum og Vox áður en hann fór á

Apótekið. Sá staður náði fljótt mikilli hylli og Teddi hefur verið lofaður fyrir sitt framlag. „Ég opnaði Apótekið með strákunum og það gengur ógeðslega vel. Ég á fullt af góðum minningum þaðan og kynntist góðu fólki,“ segir Teddi sem kveðst lengi hafa haft hug á að reyna frekar fyrir sér úti í heimi. „Mig vantar að komast í meiri menningu. Ég stoppaði aðeins við í New York og í París og nú langar mig að prófa að fara til Los Angeles,“ segir hann en fyrsta stopp verður þó á Nesjavöllum.

Í Krydd & Tehúsinu geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi Glæsileg sérverslun með úrval af kryddum, tei og alls konar sælkeravörum Unnið í samstarfi við Krydd & Tehúsið

A

ðaláherslan hjá okkur er á kryddið en við erum einnig með flott úrval af tei, heilsusamlegan nammibar, morgunkorn og ýmsa aðra sælkeravöru,“ segir Ólöf Einarsdóttir sem opnaði sérverslunina Krydd & Tehúsið ásamt eiginmanni sínum, Omry Avraham, í október á síðasta ári. Ólöf og Omry flytja sjálf inn megnið af vörunum, þau leggja mikla áherslu á umhverfisvernd og að bjóða fólki að versla umbúðalaust en í verslunni er boðið upp á yfir 70 vörutegundir í lausavigt. „Við reynum að versla við litla aðila á markaði (fair trade), bjóða upp á frábær gæði og mikið af vöruúrvali okkar kemur beint af býli. Okkur finnst skemmtilegt að geta boðið fólki að versla umbúðarlaust og hefur það fallið vel í kramið. Auk þess er það ódýrara fyrir viðskiptavininn.“ Í Krydd og Tehúsinu geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. „Á þriðjudögum og fimmtudögum bjóðum við upp á súpu og brauð í take-away fyrir hópa, 10 manns eða fleiri. Einnig höfum við verið með kynningarkvöldstundir sem hafa verið mjög vinsælar og vel sóttar. Á slíkum kvöldum kynnum við framandi krydd og erum með sýnikennslu í einfaldri en ljúffengri matreiðslu. Við breytum einföldu hráefni í gómsæta hollustu með því að nota gæða krydd, jurtir, ávexti, fræ og hnetur frá náttúrunnar hendi. Alls konar

smakk er í boði og að lokum geta allir verslað að vild með 10% afslætti. Svona kvöldstund kostar 1.000 krónur á mann,“ segir Ólöf. Krydd & Tehúsið er staðsett í Þverholti 7.

Krydd & Tehúsið er glæsileg verslun sem opnaði í október á síðasta ári.


Grillið færð þú í

Á R A

Grillbúðinni

Opið laugardag kl. 11-16

Þýski grillframleiðandinn Landmann er gasgrill

50 ára

Við höldum upp á það

gasgrill

TRITON 2ja brennara

TRITON 3ja brennara

gasgrill TRITON 4ra brennara

VERÐ ÁÐUR 79.900

VERÐ ÁÐUR 98.900

VERÐ ÁÐUR 124.900

AFMÆLISTILBOÐ

AFMÆLISTILBOÐ

AFMÆLISTILBOÐ

59.900

79.900

4 litir

99.900

gasgrill

gasgrill AVALON 4ra brennara

AVALON 5 brennara

gasgrill AVALON 6 brennara

VERÐ ÁÐUR 189.900

VERÐ ÁÐUR 269.900

VERÐ ÁÐUR 494.900

AFMÆLISTILBOÐ

AFMÆLISTILBOÐ

AFMÆLISTILBOÐ

169.900

239.900

Komdu, skoðaðu og fáðu faglegar ráðleggingar

2 litir

449.900

Grillbúðin SÉRVERSLUN MEÐ GRILL OG GARÐHÚSGÖGN

Smiðjuvegi 2, Kópavogi (við hilðina á Bónus)

| Sími 554 0400 | grillbudin.is


GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI

…tíska

Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.

VERÐ FRÁ 87.900.BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október.

WWW.TRANSATLANTIC.IS

SÍMI: 588 8900

6 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016

Hannar föt sem hana sjálfa vantar í fataskápinn Katla ákvað að gerast fatahönnuður eftir að hún áttaði sig á því að það var ekkert að gera fyrir hana sem innanhúshönnuð á Íslandi. Hún fór af stað með vörumerkið Volcano Design árið 2008 og hafa íslenskar og erlendar konur kunnað vel að meta flíkurnar Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Katla Hreiðarsdóttir lauk námi í innanhúshönnun frá frá Istituto Europeo di Design í Barcelona rétt fyrir hrun. Hún taldi það praktískra heldur en að fara í nám í fatahönnun, sem hún hafði einnig mikinn áhuga á. En svo gripu örlögin í taumana. Það var nefnilega þetta blessaða hrun sem varð til þess að hún hefur aldrei starfað sem innanhúshönnuður. „Þegar Guð átti að blessa Ísland var ekki séns að fá vinnu við innanhúshönnun. Ég ákvað því að reyna fyrir mér í fatahönnun. Þetta var gamall draumur, þannig mér fannst það alls ekki verra,“ segir Katla sem hafði áður útskrifast af textílbraut Fjölbrautaskóla Garðabæjar, þannig hún var ekki alveg ókunn fatahönnun þegar hún hófst fyrst handa við nýtt verkefni sem varð að Volcano Design. „Það er auðvitað ákveðin írónía að ég hafi aldrei starfað sem innanhúshönnuður heldur starfað sem

VIÐ KYNNUM

NÝTT ELDFJALLAÚR SIF N.A.R.T. VOLCANO

Praktísk Katla hannar út frá því hana sjálfa vantar eða langar í. Hún segist svo bara vera heppin að fleiri hafi sama smekk. Flíkurnar reynir hún að hafa tímalausar og klæðilegar. Mynd | Rut

fatahönnuður síðan ég kláraði innahúshönnun,“ segir hún og skellir upp úr.

Kvenlegar línur

Katla hefur lagt áherslu á að hanna klassískar og klæðilegar flíkur fyrir venjulegar konur. Flíkur sem hún sjálf getur hugsað sér að ganga í. „Ég er aðallega í því að búa til eitthvað sem mig sjálfa vantar í fataskápinn. Eitthvað sem mig langar í. Ég er bara heppin að margir eru sammála mér og langar í það sama. Að sjálfsögðu reyni ég líka að fylgjast með því hvað er í tísku og reyni að haga hönnuninni að einhverju leyti eftir því. En ég hef mig sjálfa í huga. Ég hanna á mig. Ég er hvorki í stærð núll né í yfirstærð. Ég er venjuleg kona. En venjulegar konur geta verið í öllum stærðum og flíkurnar henta því öllum. Þær eru meira í að undirstrika kvenleikann og kvenlegar línur heldur en að sýna rassaskorur.“

Vendingarnir slógu í gegn

www.gilbert.is

Í upphafi rak Katla verslun á Laugavegi undir merki Volcano Design en á síðasta ári ákváðu hún og systir hennar, hönnuðurinn María Krista, að sameinast undir nafninu Systur og makar. Reka þær nú verslanir á Laugavegi og á Akureyri. Og eins og nafnið gefur til kynna koma makar þeirra líka við sögu með einum eða öðrum hætti. Þær flíkur sem hafa náð hvað mestum vinsældum hjá Volcano Design eru utanyfirflíkur sem kallast Vendingar en á tímabili klæddist önnur hver íslensk kona slíkri flík. „Á þeim tíma sem ég byrjaði með þá voru víðar ermar mikið í tísku og það var alveg ógerlegt að finna kápur yfir þannig kjóla og peysur. Hugmyndin í upphafi var því að hanna utanyfirflík

„Þegar Guð átti að blessa Ísland var ekki séns að fá vinnu við innanhúshönnun.“

sem hentaði slíkum ermum,“ útskýrir Katla, en Vendingarnir njóta enn mikilla vinsælda, bæði hjá Íslendingum og erlendum ferðamönnum.

Stolt af íslenskri framleiðslu

Katla gengur aðallega í fötum sem hún hannar sjálf en kaupir stundum fallegar og eigulegar flíkur eftir aðra hönnuði, þá sérstaklega íslenska. „Ég hef mjög gaman af því að styðja við aðra í sama bransa. Ég fæ alveg kikk út úr því.“ Aðspurð hvort það sé einhver flík eftir íslenskan hönnuð sem hana dreymir um að eignast, segir hún erfitt að velja. „Ég er að fíla mjög margt sem Helicopter er að gera, líka sem Forynja og Júníform eru að gera. Andrea stendur sig líka rosa vel. Ég get talið endalaust upp og dáist að því hvað fólk er duglegt að taka á því í þessum bransa. Sérstaklega þegar um er að ræða íslenska framleiðslu, sem er alveg meira en að segja það. Ég tek hattinn ofan fyrir þeim að standa í því,“ segir Katla en allar vörur Volcano Design hafa verið framleiddar á Íslandi frá upphafi. Þannig að hún þekkir af eigin raun hvað það getur verið strembið. „Það er samt mjög skemmtilegt að geta haldið framleiðslunni hérna heima og ég er mjög stolt af því,“ segir hún að lokum.


Opið hvítasunnudag í Blómavali Skútuvogi kl. 11-19 Opið annan í hvítasunnu í Húsamiðjunni og Blómavali: Skútuvogi, Grafarholti, Selfossi og Akureyri. Sjá nánar á husa.is

29% afsláttur

33%

Margarita.

1.199

afsláttur

1.690 kr

Stjúpur 10 stk. í bakka.

Sýpris hæð ca. 100 cm.

kr

1.199

999

kr

2.490

kr

1.790 kr

20% afsláttur

ÖLL GARÐHÚSGÖGN

kr

109.990 kr Gasgrill Weber E310

3 ryðfríir brennarar: 9,4 kW/h – 32,000 BTU. Pottjárns grillgrindur, postulín glerungshúðað lok, skápur með sprautaðri svartri hurð. 3000311

76.990

99.900 kr Gasgrill Weber Q3200

29.590

49.990

kr

59.990 kr Gasgrill Broil King Royal 320

Létt og meðfærilegt gasgrill, stór grillflötur, Postulín glerungshúðaðar grillgrindur úr pottjárni. Brennari: 6,35 kW/h—21.700 BTU.

kr

36.990 kr

3 ryðfríir brennarar: Dual tube 8,8kW/h, grillgrind úr pottjárni, postulínshúðuð vermigrind.

3000380

kr

Garðsett Hraun 3899573

3000604

SLÁTTUVÉLAR - MEIRA ÚRVAL - LÆGRA VERÐ! 19%

15%

23%

afsláttur

afsláttur

SÚPER AFMÆLISTILBOÐ

38.245

kr

44.995 kr

FRÁBÆRT VERÐ

29.995

kr

21.995

kr

Sláttuvél Texas DS51

5085301

5085300

Comfort 34E

139 cc, sláttubreidd 51 cm, sláttukerfi 2in1, sex hæðastillingar.

19.995 25.995 kr

1200W, 34 cm sláttubreidd, 6 hæðastillingar, 37 ltr., safnari. 5085138

afsláttur

SÚPER AFMÆLISTILBOÐ

Rafmagnssláttuvél ALKO

Sláttuvél TEXAS Razor 4610 með drifi

139 cc, sláttubreidd 46 cm, sláttukerfi 3in1, 6 hæðastillingar.

SÚPER AFMÆLISTILBOÐ

26.995 kr

26%

afsláttur

kr

Rafmagnssláttuvél EMAX32

14.495 9.995

1200W, 35 cm sláttubreidd, E-Drive mótor sem eykur kraftinn við álag. 5085160

Byggjum á betra verði

SÚPER AFMÆLISTILBOÐ

FRÁBÆRT VERÐ

kr

13.495 kr

Rafmagnsláttuvél Texas

kr

Handsláttuvél Comfort 38-5

38 cm slátturbreidd, 1100W, sláttubreidd 32 cm, hæðarstillingar. 6 hæða stillingar. 5085132 5085113

w w w. h u s a . i s

Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana

99.990

SÚPER AFMÆLISTILBOÐ


…heilsa

8 | amk… LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016

Yndisfagrar skírnartertur að hætti Jóa Fel

30 kíló farin frá áramótum

Líður miklu betur Inga finnur fyrir meiri hugarró en áður og með jafnari blóðþrýstingi á hún auðveldara með núvitund. Mynd | Rut

Inga Guðrún Kristjánsdóttir hefur verið á whole30 matarræði í 120 daga og finnur mikinn mun á andlegri og líkamlegri heilsu. Hún er með insúlínháða sykursýki en þarf aðeins brot af því insúlínmagni sem hún þurfti áður. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is

É

g hélt að það væri ekki raunhæft að reyna við þetta. Mér fannst svo róttækt að sleppa öllum mjólkurvörum. Ég hafði oft prófað að taka út allan sykur og hveiti en aldrei mjólkina, enda var ég alveg háð því að fá mjólk út í kaffið mitt. Mín umbun í lífinu hefur alltaf verið að fá mér góðan kaffi latté,“ segir Inga Guðrún Kristjánsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur. Inga ákvað í byrjun árs að ögra sjálfri sér ansi hressilega með því að prófa svokallað whole30 matarræði, sem snýst um borða eingöngu hreinan mat i 30 daga samfellt. Sleppa alveg mjólkurvörum, sykri og mjöli. Whole30 mataræðið er náskylt paleo mataræðinu, bara örlítið strangara. Ingu gekk svo vel með fyrstu 30 dagana að hún ákvað að framlengja áskorunina og hefur nú verið á hreinu mataræði í 120 daga frá áramótum, en er hvergi nærri hætt.

Erfitt að sleppa Pepsi Max

Inga, sem er með insúlínháða sykursýki, fór að hugsa meira um heilsuna árið 2011, þegar hún gekk með eldri son sinn, til að meðgangan yrði henni auðveldari. Það var því ekki nýtt fyrir henni að passa hvað hún setti ofan í sig. Eitt hafði hún þó alltaf leyft sér, sem hún varð að hætta til að geta tekið whole30 alvarlega. Það var lífs­elexírinn - Pepsi Max. „Það var bara hluti af sjálfsmynd minni,“ segir Inga og skellir uppúr. Hún fylgdist með whole30 samfélaginu á samfélagsmiðlinum Instagram í heilt ár áður en hún ákvað sjálf að láta slag standa sjálf.

Notar miklu minna insúlín

Pantanir í síma: 588 8998

joifel@joifel.is

Eina markmið Ingu í upphafi var að léttast. Meðgöngukílóin frá því hún gekk með yngri son sinn voru ekki að hverfa jafn hratt og hún hafði vonast til og hún vildi gera eitthvað róttækt, en samt heilbrigt, til að létta sig. Árangurinn af whole30 hefur ekki látið á sér

standa, hvorki hvað kílóin varðar né líkamlega og andlega heilsu, en frá því í byrjun þessa árs hefur Inga misst rétt tæp þrjátíu kíló og líður miklu betur á sál og líkama. „Það er svo mikill ávinningur af þessu. Þó ég gleðjist auðvitað yfir hverju kílói sem fer, og það hættir ekki að vera markmið, þá fer hitt fljótlega að trompa það. Ég finn mikinn mun á heilsunni, sérstaklega hvað varðar sykursýkina, alveg þannig að læknirinn minn er undrandi. Ég þarf ekki að vakta blóðsykurinn eins mikið og áður, hann er svo ótrúlega jafn. Ég er aðeins að nota brot af því insúlíni sem ég gerði áður sem er alveg magnað.“

Jafnvægi á blóðsykrinum

Þá finnur Inga fyrir aukinni hugarró. Hún hefur verið dugleg að leita inn á við og rækta sálina og það gengur miklu betur með nýju mataræði. „Með svona góðu jafnvægi á blóðsykrinum þá næ ég þessum rólega huga. Það er svo auðvelt að vera í núvitund. Ég þarf varla að hafa fyrir því.“ Inga hefur jafnframt haldið rafræna matardagbók, tekið myndir af matnum sem hún útbýr og borðar og birt þær á Instagram. „Ég byrjaði á því til að draga úr líkunum á því að ég gæfist upp. Og þegar það kemst í vana að setja inn myndir daglega þá hættir maður því ekkert svo glatt. Tilgangurinn er bæði að ögra sjálfri mér og svo er stuðningurinn svo mikill. Sérstaklega frá whole30 samfélaginu.“

Bætir samband fólks við mat

Inga bendir á að tilgangurinn með því að fara á whole30 matarræði þurfi alls ekki að vera að létta sig, enda sé mataræðið vinsælt meðal crossfit- og kraftlyftingafólks og hlaupara. „Fólk er að gera þetta með alls konar ólík markmið og það er að ná markmiðum sínum. Tilgangurinn er líka að bæta samband sitt við mat og þess vegna er gott að kynna líkamann aftur hægt og rólega fyrir fæðutegundunum sem teknar voru út, að þessum þrjátíu dögum loknum, og finna hvaða áhrif þær hafa á líkamann.“

Breytingarnar á Ingu Þessar myndir af Ingu eru teknar á þrjátíu daga fresti. Sú fyrsta um jólin og sú síðasta fyrir nokkrum dögum. 30 kílóum síðar.

En líkt og Inga, þá halda margir áfram á mataræðinu eftir nokkurra daga hlé, sérstaklega ef líðanin tekur stakkaskiptum. Sjálf stefnir Inga á að vera á whole30 eða paleo mataræði út árið. „Þetta er alls ekki leiðinlegt. Og það kemur manni rosalega mikið á óvart hvað þetta verður létt,“ segir Inga sannfærandi og blaðamaður getur staðfest það, eftir að hafa skoðað myndirnar hennar á Instagram, að maturinn sem hún er að borða er mjög fjölbreyttur og girnilegur. Hann ætti því ekki að fæla fólk frá því að prófa. Þeir sem hafa áhuga geta fylgst með Ingu á Instagram whole30inga.

Whole30 á Íslandi Nýlega var stofnað á Facebook samfélag Íslendinga sem hefur áhuga á whole30 mataræðinu og hægt er að finna hópinn undir nafninu Whole30 Iceland.

Hverju á að sleppa? • Viðbættum sykri • Mjólkurvörum • Áfengi • Belgaldin • Korn

Svo er bannað að vigta sig fyrr en að 30 dögum liðnum

Kynntu þér á netinu Kynntu þér whole30 mataræðið og hugmyndafræðina á heimasíðunni whole30.com


…heilsa kynningar

9 | amk… LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016

Við mælum með Amino 100% Strákarnir finna fyrir aukinni orku

„Við strákarnir í meistaraflokki Fylkis í knattspyrnu fengum tækifæri til að prófa nýja íslenska vöru sem við höfum tröllatrú á, Amino 100% fiskpróteinin frá Iceprotein. Strákarnir finna fyrir aukinni orku og sé ég mjög góðan árangur hjá þeim á æfingum. Og nú þegar keppnistímabilið er að hefjast þá veitir okkur ekki af aukinni orku og úthaldi! Við mælum 100% með Amino 100% fiskpróteinum.“ Hermann Hreiðarsson, þjálfari

Þrjár nýjar vörur úr 100% hreinu fiskpróteini Amino Liðir, Amino Létt og Amino 100% eru 3 nýjar vörur úr fiskpróteini sem er þróað og unnið hjá Iceprotein, íslensku sprotafyrirtæki á Sauðárkróki. Rannsóknir hafa sýnt að amínósýrur í peptíðum nýtast líkamanum betur en fríar amínósýrur. Fiskpróteinið er 100% hreint, rekjanleiki hvar fiskurinn er veiddur og allt hráefnið er unnið á Íslandi af íslensku sprotafyrirtæki.

Active Liver virkar fyrir mig Fita er ekki bara bundin við maga, rass og læri. Hún getur einnig sest innan í líffærin, þar á meðal lifrina Kynning í samstarfi við Icecare

J

óna Hjálmarsdóttir hefur notað Active Liver í nokkra mánuði með góðum árangri. „Ég ákvað að prófa Active Liver eftir að ég sá að það er úr náttúrulegum efnum og ég hef fulla trú á að náttúruefnin í vörunni stuðli að eðlilegri lifrarstarfsemi. Ég er sjúkraliði að mennt og er meðvituð um líkamsstarfsemina og veit að fita getur safnast á lifrina, þess vegna vildi ég prófa.“

Fékk fljótlega aukna orku

Hún segist hafa fundið fljótt mun á sér. „Ég fékk fljótlega aukna orku og mér finnst auðveldara að halda mér í réttri þyngd, enda inniheldur Active Liver kólín sem stuðlar að eðlilegum fituefnaskiptum. Ég er í vinnu þar sem ég þarf að vera mikið á ferðinni, ég er í góðu formi og hef trú á að Active Liver virki fyrir mig. Einnig finn ég mikinn mun á húðinni á mér, hún ljómar meira og er mýkri. Ég er mjög ánægð með árangurinn og mæli með Active Liver fyrir fólk sem hugsar um að halda

meltingunni góðri,“ segir Jóna. Starfsemi lifrarinnar hefur mikið að segja um líkamlegt heilbrigði og hefur lifrin mikla þýðingu fyrir efnaskiptin. Það geta verið margar ástæður fyrir því að fita safnast upp í lifrinni. Það getur verið vegna áfengisneyslu en það getur einnig verið vandamál hjá fólki í yfirþyngd. Þreyta og þróttleysi geta verið merki um að mikið álag sé á lifrinni.

Guðrún Lilja Hermannsdóttir hefur ákaflega góða reynslu af Amino Létt.

Amino Létt virkar vel fyrir mig

Nýtur þú lífsins of mikið?

Þegar lífinu er lifað til fulls er auðvelt að finna fyrir því og það sést á fólki. Dagsdaglega leiðir fólk almennt ekki hugann að lifrinni. Hún gegnir þó mikilvægu hlutverki varðandi efnaskipti og niðurbrot á fitu. Of mikið af kolvetnum, of mikið áfengi og feitur matur valda of miklu álagi á starfsemi lifrarinnar og gallsins. „Matur sem neytt er nú á dögum inniheldur meira af kolvetnum en matur sem forfeður okkar neyttu. Við erum ekki vön þeim. Of stór skammtur af kolvetnum miðað við prótein gerir lifrinni erfitt að viðhalda eðlilegum efnaskiptum og niðurbroti á fitu. Sem betur fer eru

Reynslusaga Guðrúnar Lilju af Amino Létt

É

það ekki einungis prótein sem geta örvað lifrarstarfsemina,“ útskýrir Ólöf Rún Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri hjá IceCare.

Leyndarmálið um Active Liver

Active Liver inniheldur náttúrulegu jurtirnar túrmerik og svartan pipar. Einnig ætiþistil og mjólkurþistil sem er þekktir fyrir að stuðla að eðlilegri starfsemi lifrarinnar og gallsins. Einnig inniheldur Active Liver kólín sem stuðlar að eðlilegum fitefnaskiptum, viðheldur eðlilegri starfsemi lifrarinnar og stuðlar að eðlilegum efnaskiptum að því er varðar amínosýruna hómósystein.

g hef átt mjög erfitt með að létta mig, alveg sama hvað ég hef reynt,“ segir Guðrún Lilja Hermannsdóttir sem hefur ákaflega góða reynslu af Amino Létt. „Amino Létt hefur hjálpað mér mikið, ég er södd lengur og þar af leiðandi borða ég minna. Sykurlöngunin hefur líka minnkað mikið,“ segir Guðrún og bætir við að líðanin hafi batnað það mikið að hún geti ekki hugsað sér að hætta inntöku Amino Létt á næstunni. „Ég var alltaf með mjög uppþembdan maga og það

hefur lagast mikið og svo hafa nokkur kíló farið,“ segir Guðrún. „En aðallega finn á mun á því ég er ekki að borða í tíma og ótíma, ég borða reglulega og fær mér ekkert nart á kvöldin nema ávexti eða grænmeti. Meltingin hefur lagast mikið, ég get sannarlega mælt með þessu og er farin að mæla með þessu við aðra.“

Innihaldsefni í Amino Létt Iceprotein fiskprótein, Króm og Glucomannan. Amínó® Létt er seðjandi og mettandi blanda sem auðveldar þyngdarstjórnun sé það tekið inn sem hluti af orkusnauðu mataræði


…eurovision

10 | amk… LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016

Slógu í gegn í Abba-búningum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir lét gamlan draum rætast og fór á undankeppni Eurovision í Stokkhólmi ásamt vinkonu sinni. Þær voru í heimasaumuðum Abba-búningum og vöktu mikla athygli erlendra fjölmiðla Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is

Spillti ekki gleðinni

Þ

etta er betra en í mínum villtustu draumum,“ segir Lilja Katrín Gunnarsdóttir þegar blaðamaður nær tali af henni þar sem hún situr í sjálfu Eurovision-þorpinu í Stokkhólmi þar sem keppnin fer fram. En Lilja fór ásamt vinkonu sinni, Írisi Dögg Pétursdóttur, að sjá Gretu Salóme Stefánsdóttur flytja framlag Íslendinga í fyrri undankeppninni á þriðjudag. Þá voru þær einnig á dómararennslinu á miðvikudag, en síðari undankeppnin fór fram á fimmtudag.

Eins og flestir vita þá komst Ísland ekki áfram og því verðum við ekki með í aðalkeppninni í kvöld. En sú staðreynd að nafn Íslands kom ekki upp úr einu af umslögunum tíu spillti ekki gleðinni fyrir þeim stöllum. Lilja viðurkennir reyndar að þetta hafi verið fúlt, en henni finnst bara of gaman að fá að fara á keppnina til að láta það á sig fá. Svo verða þær ekki á sjálfri aðalkeppninni þannig þær eru bara ánægðar með að hafa séð íslenska atriðið á sviði.

Flengdi n Gretu á bera n bossann „pu intended“.

Stenst allar væntingar

Glæsilegar Hér má sjá Abba-búningana sem vöktu verðskuldaða athygli á undankeppninni á þriðjudag. Þær létu prenta myndirnar framan á bolina hjá Merkjalausnum.

Lilja segir að hana hafi dreymt um að fara á keppnina í þrjátíu ár, eða alveg frá því Ísland tók fyrst þátt í Eurovison árið 1986 með Gleðibankanum. „Þetta er að standast allar væntingar,“ segir hún og virðist gjörsamlega vera að springa af gleði. „Besta vinkona mín býr í Svíþjóð og fyrir ári síðan sagði ég við hana: „Ef Svíþjóð vinnur þá förum við á Eurovision!“ Måns heyrði greinilega í okkur,“ segir Lilja og vísar þar til sigurvegara síðasta árs, Måns Zelmerlöw.

Betri grafík í því rússneska

„Það kom alveg á óvart að við kæmumst ekki áfram þar sem Greta negldi þetta. Það er alltaf leiðinlegt þegar Ísland kemst ekki áfram. En rússneski gaurinn náttúrulega rústaði okkur í grafík. Flengdi Gretu á beran bossann „pun intended“,“ segir Lilja hlæjandi. En margir muna eflaust eftir því þegar Fréttablaðið birti mynd af Gretu Salóme á æfingu í síðustu viku þar sem glitti í rasskinnarnar á henni undan búningum sem hún var í. Myndin var fengin úr myndabanka keppninnar en var svo fjarlægð þaðan að beiðni íslenska hópsins, sem fékk einnig afsökunarbeiðni frá fjölmiðlasviði Eurovision. Mikil líkindi þóttu með grafík íslenska og rússneska lagsins, en það er mat Lilju að grafíkin í rúss-

Draumur rætist Lilja ákvað í fyrra að hún ætlaði að fara á keppnina ef Svíþjóð myndi sigra. Það gerðist að sjálfsögðu og hún skellti sér ásamt vinkonu sinni.

neska atriðinu hafi komið mun betur út.

Heimsfrægar í Aserbaídsjan Algengt er að æstir Eurovision-aðdáendur klæðist búningum, bæði á keppnunum sjálfum og í Eurovision þorpinu. Lilja og Íris létu ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Þær komu vel undirbúnar að heiman í Abba búningum, sem slógu að sjálfsögðu í gegn. „Búningarnir voru heimasaum-

& VÍNSMÖKKUN

19. maí

TAPAS

Langar þig á frítt tapas-og vínsmökkunarnámskeið? Skráðu þig á tapas.is og þú, ásamt vini, gætir verið á leiðinni í frábæra spænska upplifun fimmtudaginn 19. maí frá kl. 16 til 18. Smakkaðar verða 10 tegundir af vínum, sérvalin af vínsnillingnum Tolla Sigurbjörnssyni, með 13 gómsætum tapasréttum og farið yfir galdurinn að para saman vín og mat. Nánari upplýsingar eru á tapas.is RESTAURANT- BAR

Heppnir þátttakendur verða dregnir út mánudaginn 16. maí.

aðir og vöktu gríðarlega athygli. Það voru allir að stoppa okkur og taka myndir. Líka erlendir fjölmiðlar. Það þekktu allir búningana. Við erum pottþétt orðnar heimsfrægar í Tyrklandi og Aserbaídsjan núna,“ segir Lilja sem virðist nokkuð sannfærð um að tilboð um að troða upp á hinum ýmsu skemmtunum í þessum löndum fari nú að hrúgast inn. Hana dreymir að minnsta kosti um það.

tapas.is

Rússum spáð sigri í kvöld

Rússar þykja sigurstranglegir í Eurovision þetta árið ef marka má veðbanka. Lagið heitir You are the only one og er flutt af Sergey Lazarev. Rússar voru með Íslendingum í fyrri undanriðlinum og þóttu töluverð líkindi með grafíkinni í atriðunum. Það rússneska féll þó betur í kramið hjá Evrópuþjóðunum. Vert er að hafa í huga að Rússar gætu átt stuðning austur-evrópsku nágrannalandanna vísan, enda mikið um frændsemi í Eurovision. En þau lönd sem þykja líkleg til að raða sér í næstu sæti á eftir eru Ástralía, Frakkland, Úkraína og Svíþjóð, sem er einmitt eina Norðurlandaþjóðin sem verður með í lokakeppninni í ár. Páll Óskar Hjálmtýsson, Eurovision-konungur Íslands, lýsti því yfir á samskiptamiðlinum Snapchat á fimmtudag að hann héldi með Ástralíu. Hann óttast þó að Austur-Evrópa stilli sér upp með Rússunum og dúndri inn atkvæðum sem munu skila Sergey sigri. Yrði Páli Óskari hins vegar að ósk sinni og Ástralir myndi sigra Eurovision þá yrði keppnin reyndar ekki haldin þar á næsta ári. Gefið hefur verið út að ástralska sjónvarpsstöðin SBS kæmi þá að skipulagningu keppninnar, í samstarfi við evrópska sjónvarpsstöð, og keppnin yrði haldin í því Evrópulandi.



…eurovision

12 | amk… LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016

Heilgrillað lamb – Matarveisla fyrir 30 manns Á Eurovisionkvöldi er við hæfi að fýra upp í grillinu. Þú getur látið þér kótilettur eða hamborgara duga en þú getur líka gert þetta með stæl eins og Ragnar Freyr Ingvarsson, læknirinn í eldhúsinu

Þ

að er ótrúlega skemmtilegt að halda veislur. Og bjóða mörgum. Fátt kætir hjarta mitt meira en að gleðja hóp af fólki með mat og drykk. Og að heilgrilla er stórgóð leið til þess að elda mikið af mat fyrir stóran hóp af fólki. Það er líka skemmtiatriði í sjálfu sér að koma og fylgjast með matnum á grillinu.

Þessi veisla var haldin á miðsumardaginn í Svíþjóð í fyrra. Við hjónin buðum velflestum nágrönnum okkar í heimsókn. Dagurinn byrjaði snemma, um hádegisbil voru flestir mættir til leiks og veislan hófst með hefðbundnum sænskum miðsumarsmat; síld, eggjum, nýjum kartöflum, brauði og öðru gúmmilaði. Þessu var svo fylgt eftir með

dýrðarinnar jarðarberjatertu. Skömmu eftir hádegisverð settust gestir svo aftur, sungu, staupuðu sig, spjölluðu og glöddust saman. Við kveiktum upp í eldstæðinu upp úr hádegi og hin stóra grillmáltíð kvöldins var undirbúin samhliða gleðinni.

400 manns í Grillveislu Ragnars Ragnar Freyr Ingvarsson, betur þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu, hélt á dögunum útgáfuveislu vegna nýrrar bókar sinnar, Grillveislan, í Eymundsson-versluninni á Skólavörðustíg. Þar heilsteikti hann lamb eins og hann kennir lesendum amk... að gera hér á síðunni og voru alls um 200 manns sem smökkuðu lambið og 400 manns sem komu í útgáfupartíið. Bókinnni hefur verið afar vel tekið og er í 2. sæti metsölulista Eymundsson. „Jo Nesbö þurfti endilega að koma með nýja bók í sömu viku og það er ekki hægt að vinna hann,“ segir Ragnar Freyr hlæjandi í samtali við Fréttatímann. | óhþ 1. Skolið kjúklingabaunirnar vandlega og setjið í matvinnsluvél. 2. Skerið steinselju gróft og setjið auk hvítlauksrifja með kjúklingabaunum og blandið vandlega saman. 3. Bætið tahini, broddkúmeni og sítrónusafa saman við og þeytið vel saman. 4. Hellið jómfrúarolíunni saman við (metið hversu mikið á að nota – þetta er háð því hversu mikið baunirnar voru þerraðar). 5. Smakkið til með salti og pipar.

Fyrir 30 manns

1 lambaskrokkur (18-24 kg) 2 bollar norðurafrískt nudd 500 ml jómfrúarolía Gleymið ekki að hafa nóg af kolum og eldiviði við höndina.

Galdurinn við ferskt hráefni Vitamix Pro 750 á sér engann jafningja. Nýtt útlit og nýir valmöguleikar. 5 prógrömm og hraðastillir sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk!

1. Skolið og þerrið lambaskrokkinn og leggið á bakka. 2. Nuddið hann rækilega upp úr fjórðungnum af jómfrúarolíunni og svo helmingnum af nuddinu. 3. Blandið afganginum af olíunni saman við hinn helminginn af nuddinu og látið standa. 4. Festið lambaskrokkinn upp á spjót og setjið yfir eldstæðið. 5. Magn eldiviðar og kola mun ráða því hversu hratt lambið eldast, en einnig hversu hátt það liggur yfir hitanum. Það er mikilvægt að kanna reglulega hitann á lambinu til að fylgjast með framganginum. 6. Penslið reglulega með kryddolíunni meðan á eldun stendur, bæði að utan og inn í kviðarholið. 7. Grillið lambið í þrjár til fimm klukkustundir þar til kjarnhiti nær 60°C við bóginn. Berið fram á flötu brauði (eða pítubrauði) með hummus og kraftmikilli chilitómatsósu

Rauðrófuhummus

Hummus er réttur sem er upprunninn í Mið-Austurlöndum. Orðið sjálft þýðir kjúklingabaunir sem er vel skiljanlegt þar sem það er kjarnahráefni í uppskriftinni. Hið einkennandi bragð af hummus er þó komið frá blöndu af tahini (mauk úr ristuðum sesamfræjum) og hvítlauk. Ekkert kemur síðan í veg fyrir að bæta við fleiri hráefnum til að breyta og helst bæta uppskriftina. Hérna eru rauðbeður notaðar til að ná því markmiði. 1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir 1 dós pikklaðar rauðbeður (350 g) 2 msk tahini 2 hvítlauksrif safi úr einni sítrónu 4 msk jómfrúarolía salt og pipar 1. Skolið kjúklingabaunirnar vandlega og setjið í matvinnsluvél. 2. Skolið rauðbeðurnar einnig vandlega og setjið þær auk hvítlauksrifjanna með kjúklingabaununum og blandið vandlega saman. 3. Bætið tahini og sítrónusafa saman við og þeytið vel saman. 4. Hellið jómfrúarolíunni saman við (metið hversu mikið á að nota – þetta er háð því hversu mikið baunirnar og rauðbeðurnar voru þerraðar). 5. Smakkið svo til með salti og pipar.

Kraftmikil chilitómatsósa

Þessi sósa byggist í raun á hefðbundinni tómatsósu sem auðvelt er að snara fram hvort sem maður ætlar að nota hana á flatböku eða eitthvað annað. Það er þó eitt sem skilur hana frá hinni klassísku og svarið er augljóslega; chili. Í verslunum eru víða seldar chilisósur sem eru gerðar á tómatsósugrunni. Ég hef prófað nokkrar slíkar og eiginlega aldrei líkað þær. Það er alltaf eitthvert einkennilegt aukabragð sem erfitt er að skilja. Mín kenning er sú að ef svona sósa á að vera almennileg þurfi maður að gera hana frá grunni sjálfur. Í þessari uppskrift eru tvær tegundir af chili; í fyrsta lagi chilimauk, sambal oelek, sem gefur talsverðan hita en líka góða bragðdýpt og jafnvel smá sætu. Og svo ferskt chili, sem ljær sósunni ferskara og hvassara bragð. Það má auðvitað sleppa öðru hvoru finnist manni chili ekki vera það besta – en af hverju er maður þá að gera chilisósu?

Norðurafrískt nudd

Tilboðsverð kr. 159.615,-

Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 199.518,-

Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is

Þetta nudd er unaðslegt á lambakjöt – hvort sem um er að ræða læri, frampart – já, eða heilt lamb. Ég er nokkuð viss um að þetta nudd yrði líka fyrirtak á kjúkling. 4 msk paprikuduft 2 msk broddkúmen 2 msk kóríanderfræ 2 msk salt 1 msk engiferduft 1 msk hvítlauksduft 1 msk malaður pipar 2 tsk súmak 1. Hitið pönnu og ristið broddkúmen og kóríanderfræ þar til þau taka örlítinn lit og fylla herbergið af dásamlegum ilmi. 2. Færið yfir í mortél og malið vandlega í mortéli. Blandið paprikudufti, salti, engifer, hvítlauk, pipar og súmaki vandlega saman við.

Steinseljuhummus

Hérna má líka leika sér með kryddjurtirnar. Ég valdi steinselju en get vel ímyndað mér að mynta, basil, graslaukur eða sítrónumelissa séu ljúffeng, já, eða jafnvel einhvers konar blanda af þessum jurtum. 1 dós kjúklingabaunir 2 handfylli fersk steinselja 2 msk tahini 2 hvítlauksrif 1 tsk broddkúmen safi úr einni sítrónu 4 msk jómfrúarolía salt og pipar

2 dósir niðursoðnir tómatar 2 msk tómatmauk 1 gulur laukur 4 hvítlauksrif 2 msk jómfrúarolía 3 msk sambal oelek 1 rauður chilipipar 2 msk tómatsósa salt og pipar 1. Sneiðið lauk, chili og hvítlauk fínt niður. 2. Hitið olíu í potti og steikið laukinn í nokkrar mínútur þar til hann mýkist og bætið svo hvítlauk og chili saman við. Gætið þess að brenna ekki. 3. Hellið niðursoðnum tómötum saman við ásamt tómatmauki og sambal oelek. 4. Þegar sósan er farin að krauma létt þarf að smakka hana til með tómatsósu, salti og pipar. 5. Látið sósuna krauma varlega í 20 mínútur og kælið svo (jafnvel alveg) fyrir notkun. Geymist a.m.k. viku í ísskáp og svo má vel frysta hana líka


VIÐ ELSKUM EUROVISION

25 HOT WINGS

Við elskum Eurovision! Þess vegna er tilboð á Hot Wings á þriðjudag, fimmtudag og laugardag. 25 funheitir Hot Wings á aðeins:

2.799 KR.

Mundu eftir Hot Wings sósunni!


…heilabrot

14 | amk… LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016

Sudoku miðlungs

Krossgátan 2

1 4 7

293

BJÁSTUR HVATNING

7 8 9 5 4 2 3 9 7 1

6

5 1

4

Sudoku þung 3

7 4 8 8 9

5 2 7 4 3 9 4 8

2 7 6 1

6

2 3 5

Lausn síðustu krossgátu TILBÚNINGUR TVEIR EINS STÖKUM SKADDAST mynd: SofteiS (CC By-SA 3.0)

B SVIF FARFI ÞEFJA

H P Ö N Í R R B A N Ó E L N G U O L A T T E A S K L A K N G A G E E I F LÍN

SAMTÖK

KIPRA

MÆLIEINING SKÆR

S TVEIR EINS ÁBURÐUR

G NÝR

GAP

SKREF

F ÓNÆÐI FLANDUR SAMKOMA

Þ DRYKKUR

AFGANGAR

S K R Ú F U H V E R F I L L

MELTINGARVÖKVI BLÖÐRU

DÚTLA FESTA

MATREIÐA NAFNORÐ

ERTA

VIÐARTEGUND

ÁHLAUP

HNAPPA

KOPAR RAKI

MÁLMUR HVORT

A N G A RÁNDÝR MÓHRAUKUR

D R Ý L I GRUNNFLÖTUR BLUNDA

K Ú R A

LASLEIKI

EINS

HYLLI

STEINTEGUND

BÁRU AÐ

FÍFLAST

FÓTÞURKAN UXI

MAKA

HLJÓTA

ÞAKBRÚN VEIKI

TALA

SKORA

DREIFA

FUGL

Í RÖÐ

SKRÁ

SMÁGREIN

KAPPSAMT

TVÖ ÞÚSUND

GLYRNA

ÁNA

FRÆGÐ LOKA

ÁFENGISBLANDA

TANGI

VIÐLAG

GYLTU

LÖGUR

HÁTTUR

DRYKKJARÍLÁT

SÍTT

FRÚ

ÞUNGI

FRÉTTA

MUNNVATN HEILAN

FRÁRENNSLI SKST.

UMRÓT

HNOÐAÐ

MERGÐ

ÚT

LIÐORMUR STEFNA

ÁLITINN PÍPA

GILDRA

TÍMABIL

KERALD

BRJÓST

ÞJÓFNAÐUR

MÖGLA

SAUÐSKINN

ÞEKKJA

GETRAUN

ALKYRRÐ

MUN

HÁRFLÓKI SUNDFÆRI GEIGUR ÖRVERPI

FÆDDI

A G A A N T A N T A R S I M M M I S E S F I F R

ÁVÖXTUR

STARFSGREIN

SKOKK

GLÖTUN

BÓKSTAFUR

FISKUR

Á S L T L A Ð R A Ó L A

SVALL

MARRA

ESPAST

SEM STENDUR TITTUR

SAKKA

SÁLDA

ÓNÁÐA

GLITTIR

NÚNA

ÆSINGUR

VÖRUMERKI

JAFNVEL

ÞAKBRÚN

STÖKUM

Á FÆTI

GARGA

VÍN

GUÐ

MJÖG

HEILU

DEIGUR

BORÐBÚNAÐUR

LARFAR

ÞVO

BOFS

UMFRAM TÆKIFÆRI

SAMTÖK

LOKAORÐ

FÍFLAST

HLÍFA

VELTINGUR

MATARÍLÁT

PFN.

GÖNGULAG

DUGLAUS

ERGJA

LAUMUSPIL

TVEIR EINS

FÁLM

SKORDÝR

HÆRRA

HAMINGJA

BORÐAÐI

ÞYS

HERKVÍ

GRETTA

KYRRA

ÍLÁT

MÖRK

KAMBUR

URGA

SKRAF

FASTA STÆRÐ

FASTA STÆRÐ

GALGOPI

LÍTILL Í RÖÐ

SVIF

LÍFGA

ÞVÆLA

ÞEI

S Á S K R Ö K S A V V M O T T E I N U M A I L A U F S F L U G Á T L I T U R A L I S T Á K A F T A L L F R A U K A L Á S G A U P A N A S Ú S A L A N G T F A S L E F A G A A F R R L O S E G Ó L F I G T A L I N N R A N S N A Á M A Ö L R B R I N G

VINGSA

KLISJA

UNGDÓMUR

KJAFTAKIND

TILLAGA

GÓL

KVK NAFN

Allar gáturnar á netinu Allar krossgátur Fréttatímans frá upphafi er hægt að nálgast á vefnum krossgatur.gatur.net 292

ÁTT

GORTA

VOND

6

YNDIS

HÆTTA

MATJURT

2

HOLA

FLÉTTA

AFHENTIRU

3 1

9

ÁTT

DÆGURS

LISTILEGA

8

8

MEIÐA

FREYJUBLÓM

SKÓLI

7

ERFIÐ

ÁLITS

EYÐSLA

PIRRA


farvel.is

farveltravel

farvel_travel

farvel.is

farveltravel

farvel_travel

19. MAÍ KL. 17:30

Vetur á Balí 18. október–14. desember 2016 með Örnólfi Árnasyni og Helgu E. Jónsdóttur

Tveggja mánaða frí frá íslenska vetrinum 839.000 KR. Töfraeyjan Balí seiðir alla. Hún hefur svo margt sem okkur Vesturlandabúa dreymir um, yndislegt loftslag, stórbrotna náttúrufegurð, eldfjöll, skógivaxin gljúfur, heillandi mannlíf í sveitum og þorpum og fólk sem tekur alúðlega á móti gestum. Það eykur enn á aðdráttaraflið að á Balí eru dásamlegir gististaðir með öllum nútímaþægindum, frábær veitingahús og flest annað sem hugur Vesturlandabúans girnist. Allur er sá munaður á miklu lægra verði en í Evrópu eða Ameríku. Farvel býður nú upp á vetrardvöl á Balí í samstarfi við Örnólf Árnason. Dvalið verður í Úbúd, höfuðstað menningar- og listalífs eyjarinnar og í strandbænum Sanúr. Á báðum stöðum er gist á úrvalshótelum í miðbænum. Fjölbreytt dagskrá undir stjórn Örnólfs og Helgu konu hans stendur gestum til boða, skemmtun, fróðleikur, kynnisferðir, afþreying, Qi Gong, jóga og margt fleira. Örnólfur og Helga verða allan tímann dvalargestum til halds og trausts.

EINBÝLISGJALD: 70.000 KR. HÁLFT FÆÐI INNIFALIÐ

INNIFALIÐ Flug frá Keflavík til Denpasar á Balí með Icelandair og Thai Airways. Gisting með morgunverði. Hálft fæði – val um hádegisverð eða kvöldmat. Þrjár dagsferðir um Balí. Jóga og Qi Gong þrjá morgna í viku. Fræðslu- og skemmtidagskrá þrjá daga vikunnar, gönguferðir, heimsóknir á söfn o.fl. auk fjölbreyttrar afþreyingar. Aðstoð með vegabréfsáritun til Indónesíu. Íslensk fararstjórn og umsjón Örnólfs og Helgu. DAGAR Í BANGKOK Á HEIMLEIÐ Á heimleið frá Balí eiga farþegar völ á að gista tvær nætur í Bangkok, t.d. til að gera hagstæð jólainnkaup. Verð einungis 17.700 kr. í tvíbýli.

ÖRNÓLFUR ÁRNASON Örnólfur hefur gert fjölda útvarpsþátta um Suðaustur-Asíu og kynnt sér sögu, menningu og mannlíf á þessum slóðum. Leiðsögn og fararstjórn Örnólfs þykir einstök.

HELGA E. JÓNSDÓTTIR Helga er leikkona og leikstjóri. Hún hafði um árabil umsjón með Listaklúbbi Þjóðleikhússins. Helga er jógakennari og hefur lengi stundað Qi Gong. Hún hefur réttindi frá MK sem leiðsögumaður ferðamanna.

FLEIRI FERÐIR FARVEL

sól og safarí Í TaílandI

Borgarstuð, strandlíf og villt náttúra

Saga og mannlíf – menning og ævintýri

SINGAPÚR, JAVA OG BALÍ

angkor-Mekong

FARARSTJÓRN: GUNNAR TORFI GUÐMUNDSSON

FARARSTJÓRN: ÖRNÓLFUR ÁRNASON

FARARSTJÓRN: ÖRNÓLFUR ÁRNASON

8.–21. ÁGÚST 2016 519.000 KR.

2.–18. OKTÓBER 2016 635.000 KR.

389.250 KR.

25% AFSLÁTTUR

EF BÓKAÐ ER FYRIR 21. MAÍ 2016

558.800 KR.

12% AFSLÁTTUR

EF BÓKAÐ ER FYRIR 21. MAÍ 2016

Farvel er nýtt íslenskt ferðafélag sem opnar landsmönnum nýjar og spennandi leiðir að framandi slóðum. Farvel skipuleggur klæðskerasniðnar einkaferðir samsettar fyrir hvern viðskiptavin, einstaklinga, pör og fjölskyldur, stærri

HÁMARK 18 Í HÓP

Phnom Penh og Siem Reap 6.–19. NÓVEMBER 2016 609.000 KR.

12% AFSLÁTTUR

HÁMARK 18 Í HÓP

535.920 KR.

EF BÓKAÐ ER FYRIR 21. MAÍ 2016

eða smærri hópa. Þá býður Farvel opnar hópferðir þar sem hver og einn getur slegist með í för. Menning, fjölskrúðugt mannlíf og ósnortin náttúra samhliða dekri og sældarlífi í hæfilegum hlutföllum. Ævintýrin bíða þín – Farvel.

Farvel byggir á áratugareynslu, þekkingu og þjónustu Ferðaskrifstofunnar Óríental í sérferðum og leiðöngrum um Asíu.

Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík Sími 415 0770, farvel@farvel.is


…sjónvarp

16 | amk… LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016

Úrslitin ráðast í Eurovision

Rómantísk ragnarök

Netflix Seeking a Friend for the End of The World Þegar fregnir berast af því að ragnarök séu yfirvofandi skapast gífurleg ringulreið. Dodge Petersen er sá eini sem lætur tíðindin lítið á sig fá og heldur áfram að lifa sínu litlausa lífi þó allar líkur séu á að hann eigi ekki nema fáeina daga eftir ólifaða. Kvöld eitt verður hin óheflaða Penny á vegi Dodge og tekur líf hans u-beygju í kjölfarið. Saman halda þau af stað í leit að æskuást Dodge en leitin tekur óvænta stefnu og skrautlegir aðilar skerast í leikinn. Dramatísk mynd með gamansömu ívafi, tilvalin fyrir þá sem vilja hlæja og gráta í bland. Aðalhlutverkin leika þau Keira Knightley og Steve Carell.

RÚV Lokakeppni Eurovision laugardag klukkan 19 Bein útsending frá lokakvöldi Eurovision í Svíþjóð. Popparinn Justin Timber­ lake verður meðal gesta og flytur lag sitt, Can‘t Stop The Feel­ing! Kynnir er Gísli Marteinn Baldursson.

Stöð 2 Sport Enski boltinn sunnudag klukkan 14 Í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar ræðst hvaða lið tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og hvaða lið falla. Stuðningsmenn Arsenal krossleggja fingur í von um að enda fyrir ofan erkifjendurna í Tottenham svo þeir geti enn eitt árið haldið upp á St. Totteringham’s Day.

Laugardagur 14.05.16

Dömubindi og bómull

rúv 07.00 KrakkaRÚV 10.35 Attenborough níræður 11.30 Menningin (35:50) 11.50 Í garðinum Gurrý (2:6) 12.20 Bestur í heimi 12.50 Ríkarður III settur á svið 14.25 Abba á tónleikum Upptaka frá Abbatónleikum árið 1979 á Wembley leikvanginum í London. Sönghópurinn flutti öll sín þekktustu lög á tónleikunum, s.s. Waterloo, Take a Chance on Me, Voulez-Vous, Chiquitita, I Have a Dream, Gimme! Gimme! Gimme!, Knowing Me Knowing You, Summernight City og Dancing Queen. e. 15.20 Mótorsport (1:12) 15.50 Haukar - Afture. kk b 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 KrakkaRÚV (132:300) 17.56 Háværa ljónið Urri 18.10 Krakkafréttir vikunnar 18.20 Fréttir, íþróttir og veður 19.00 Eurovision 2016 (3:3) Bein útsending frá úrslitakeppninni í Stokkhólmi. 22.25 Eurovision - Skemmtiatriði Sýnt verður skemmtiatriði sem flutt var í hléi í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Stokkhólmi. 22.40 Lottó (38:70) 22.45 Love Happens Rómantísk mynd með Jennifer Aniston og Aaron Eckhart í aðalhlutverkum. Eftir lát konu sinnar skrifar ekkill sjálfshjálparbók sem slær í gegn. Þegar hann hittir fagra blómaskreytingastúlku á ráðstefnu gerir hann sér grein fyrir að hann er enn í sárum eftir lát eiginkonunnar. Leikstjóri: Brandon Camp. 00.35 Hagræðingarstofan Spennutryllir með Matt Damon og Emily Blunt í aðalhlutverkum. Ungur stjórnmálamaður á uppleið verður ástfanginn af fallegum dansara. Þótt hamingjan virðist blasa við er sambandi þeirra ógnað úr öllum áttum. Leikstjóri: George Nolfi. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. e.

sem fara betur með þig og umhverfið

NÁTTÚRUPARADÍS SEM Á EKKI SINN LÍKA

KOSTA RÍKA 5. - 19. SEPTEMBER Ferðaskrifstofan hefur nú hannað í samvinnu við heimamenn sérstaka ferð sem samanstendur af upplifun af náttúru landsins og dýralífi þess. Auk þess munum við kynnast fólkinu sjálfu sem landið byggir. Ferðin er ætluð brosandi og lifandi fólki sem vill upplifa ævintýri í ótrúlegu umhverfi.

565.940.-

Verð per mann í 2ja manna herbergi Innifalið í verði: Flug, skattar, hotel, allar ferðir, islenskur fararstjóri og aðgangur þar sem við á.

WWW.TRANSATLANTIC.IS

Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar

SÍMI: 588 8900

skjár 1 10:35 Dr. Phil 11:55 The Tonight Show 13:55 The Voice (21:26) 15:25 Survivor (11:15) 16:10 Kitchen Nightmares 16:55 Top Gear (3:8) 17:45 Black-ish (17:24) 18:10 Saga Evrópumótsins 19:05 Difficult People (5:8) 19:30 Life Unexpected (6:13) 20:15 The Voice (22:26) 21:00 Honey Mynd með Jessica Alba í aðalhlutverki. 22:35 Drive Mynd með Ryan Gosling í aðalhlutverki. Stranglega bönnuð börnum. 00:15 The Purge Spennutryllir frá 2013. Leikstjóri er James DeMonaco. Stranglega bönnuð börnum. 01:45 Law & Order: UK (4:8) 02:30 CSI (12:18) 03:15 The Late Late Show

Stöð 2 18:30 Fréttir 18:55 Sportpakkinn

Hringbraut 19:00 Ólafarnir (e) 19:30 Ritstjórarnir (e) 20:00 Skúrinn 20:30 Mannamál 21:00 Bankað upp á 21:30 Ég bara spyr 22:00 Skúrinn (e) 22:30 Mannamál (e) 23:00 Bankað upp á (e) 23:30 Ég bara spyr (e)

N4 16:30 Hvítir mávar 17:00 Að norðan 17:30 Mótorhaus (e) 18:00 Milli himins og jarðar 18:30 Að austan 19:00 Að Norðan 19:30 Föstudagsþáttur 20:30 Íslendingasögur 21:00 Að vestan 21:30 Hvítir mávar 22:00 Að norðan 22:30 Mótorhaus (e) 23:00 Að austan

Lokaþáttur Svikamyllu RÚV Svikamylla mánudag klukkan 20.55 Lokaþáttur dönsku sakamálaþáttaraðarinnar Bedrag, eða Svikamyllu. Í þáttunum fá áhorfendur að kynnast græðgi, siðleysi og klækjabrögðum í frumskógi fjármálaheimsins.

Sunnudagur 15.05.16 rúv 07.00 KrakkaRÚV 10.15 Hákarlabeita 11.30 Bækur og staðir 11.35 Eurovision 2016 e. 15.00 Augnablik - úr 50 ára sögu 15.15 Íþróttaafrek Íslendinga e. 15.50 Stjarnan - Grótta kvk b 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 KrakkaRÚV (133:300) 17.56 Ævintýri Berta og Árna 18.00 Stundin okkar (7:22) e. 18.25 Basl er búskapur (9:11) 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Landinn (29:29) 20.15 Eyðibýli (2:6) Umsjónamaður: Guðni Kolbeinsson. 20.55 Svikamylla Dönsk sakamálaþáttaröð um græðgi, siðleysi og klækjabrögð í frumskógi fjármálaheimsins. Ekki við hæfi ungra barna. 21.55 Ógnaröfl (Turist) Kvikmynd sem vann til fjölmargra alþjóðlegra verðlauna. Skíðafrí sænskrar fjölskyldu tekur óvænta stefnu þegar snjóflóð ógnar lífi þeirra. Í framhaldi af því vakna spurningar um fjölskylduföðurinn. Aðalhlutverk: Johannes Kuhnke, Lisa Loven Kongsli, Clara Wettergren. Leikstjóri: Ruben Östlund. Ekki við hæfi ungra barna. 23.55 In the Heat of the Night Fimmföld óskarsverðlaunamynd byggð á samnefndri sögu John Ball. Svartur lögreglumaður fer fyrir rannsókn á morði í suðuríkjabæ í Bandaríkjunum og þarf að kljást við rótgróið kynþáttahatur. Aðalhlutverk: Sidney Poitier, Rod Steiger, Warren Oates. Leikstjóri: Norman Jewison. Ekki við hæfi ungra barna.

skjár 1 10:35 Dr. Phil 12:35 The Tonight Show 13:55 The Voice (22:26) 14:40 Vexed (2:6) 15:30 Growing Up Fisher 15:50 Philly (19:22) 16:35 Life is Wild (1:13) 17:20 Parenthood (9:22)

18:05 Stjörnurnar á EM 2016 18:35 Leiðin á EM 2016 19:05 Parks & Recreation 19:25 Top Gear: The Races 20:15 Scorpion (22:25) 21:00 Law & Order: SVU 21:45 The Family (5:12) 22:30 American Crime (5:10) 23:15 The Walking Dead 00:00 Hawaii Five-0 (22:25) 00:45 Limitless (5:22) 01:30 Law & Order: SVU 02:15 The Family (5:12) 03:00 American Crime (5:10) 03:45 The Walking Dead 04:30 The Late Late Show

Stöð 2 18:30 Fréttir 18:55 Sportpakkinn

Hringbraut 10:00 Þjóðbraut á sunnudegi 14:00 Atvinnulífið (e) 14:30 Lóa og lífið (e) 15:00 Olísdeildin (e) 16:00- Skúrinn (e) 16:30 Ritstjórarnir (e) 17:00 Ég bara spyr (e) 17:30 Mannamál (e) 18:00 Bankað upp á (e) 18:30 Ólafarnir (e) 19:00 Fólk með Sirrý (e) 19:45 Allt er nú til (e) 20:00 Lóa og lífið 20:30 Bankað upp á 21:00 Mannamál 21:30 Ég bara spyr 22:00 Þjóðbraut / Ritstjórarnir 23:00 Atvinnulífið (e) 23:30 Okkar fólk (e)

N4 15:30 Föstudagsþáttur 16:30 Íslendingasögur 17:00 Að vestan 17:30 Hvítir mávar 18:00 Að norðan 18:30 Mótorhaus (e) 19:00 Milli himins og jarðar 19:30 Að austan 20:00 Skeifnasprettur 20:30 Að Norðan 21:00 Skeifnasprettur 21:30 Íslendingasögur 22:00 Skeifnasprettur

Til hagræðingar fyrir heimilin í landinu Retro Bin Ruslafata með kúlulaga loki og fótstigi. Til í ýmsum retro litum.

Staflanlegar, léttar körfur fyrir óhreinatauið Hver með sinn lit.

Fyrir heimilin í landinu

Straubretti

Sterk eldhúsáhöld

Brettin eru öll með skrautlegu áklæði og með mismunandi palli fyrir straujárn.

Ostaskeri, hvítlaukspressa, pizzuhnífur, þeytari eða dósaopnari. Allt á sínum stað í eldhúsinu.

Opið virka daga kl. 10-18 og á laugardögum kl. 11-15.

LágmúLa 8 · sími 530 2800


…sjónvarp

17 | amk… LAUGARDAGUR 14.MAÍ 2016

Grínisti með nýja spjallþætti Netflix Chelsea Nýr spjallþáttur með grínistanum Chelsea Handler sem kemur brakandi ferskur á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum. Chelsea hefur áður stjórnað vinsælum spjallþáttum og miklar vonir eru bundnar við þennan, en fyrsti þátturinn fór í loftið á miðvikudaginn.

Gríngyðjan og allir hinir Netflix Parks and Recreation Stórskemmtilegir þættir í anda The Office með gríngyðjuna Amy Poehler í broddi fylkingar. Í þáttunum fylgjumst við með opinberum starfsmönnum í smábæ í Indiana þar sem hin metnaðarfulla og misheppnaða Leslie Knope er fremst á meðal jafningja. Allar þáttaraðirnar má nálgast á Netflix, þannig að hægt er að liggja í sófanum alla helgina.

Svikamylla og nefið á Gerard Depardieu Sófakartaflan Ómar Örn Hauksson, grafískur hönnuður

Við hjónin erum að fylgjast með Svikamyllu á RÚV og hún er bara nokkuð fín. Þetta er beisik Skandinavíukrimmi svo sem, ekkert í líkingu við Broen samt. Svo vorum við byrjuð á Marseille. Það er ný frönsk sería á Netflix sem er sæmileg, undarlega skrifuð stundum, ef til vill hefur þýðingin eitthvað með það að gera, og maður getur ekki haft augun af nefinu á Gerard Depardieu. Við erum ekki komin langt með hana en við sjáum hvað setur.

Auðvitað horfði maður á House of Cards sem er gott stöff en þeir eru farnir að teygja lopann aðeins. Svo horfði maður á nokkrar vel valdar 80’s hryllingsmyndir um daginn, Blood Rage sem var mjög hressandi splatter af gamla skólanum, Madman og The Mutilator sem voru ekki eins vel heppnaðar en fyndið hvað þær voru gerðar af miklum vanefnum.

Gæðastundir með frúnni Ómar Örn Hauksson horfir á danska spennuþætti og franska þætti um stjórnmál með eiginkonunni. Svo laumar hann sér í hryllingsmyndir þess á milli. Mynd | HARI

Bara gaman!

Úrval vandaðra tækja sem tryggja að sumarið þitt verður skemmtilegt!

Komdu og reynsluaktu!

Fæst götuskráð!

MT-07

Ótrúlega létt og meðfærilegt hjól sem kemur á óvart. Kraftmikið en á sama tíma sparneytið hjól til daglegra nota sem og í lengri ferðir. Verð frá kr. 1.450.000,-

WR450F

Frábært enduro hjól með einstakri fjöðrun. Rafstart og kælivifta sem setur þetta hjól í annan flokk þegar kemur að endingu og áreiðanleika. Verð frá kr. 1.750.000,-

XT1200Z Super Ténéré

Ferðahjólið sem alla dreymir um! Hraðastillir, spólvörn og ABS bremsur sem virka í alvöru á malarvegum. Þetta er hjól sem þú þarft að prófa. Verð frá kr. 2.690.000,-

Frankenstein, ballettinn Háskólabíó Frankenstein sýning hins Konunglega balletts miðvikudaginn klukkan 18.15 Heimsfrumsýning á nýjum ballett í fullri lengd eftir Liam Scarlett á Covent Garden aðalsviðinu. Ballettinn byggir á meistaraverki Mary Shelley. Í ballettinum rannsakar Scarlett hið mannlega eðli og þörf mannsins til að öðlast viðurkenningu í samfélaginu. Liam Scarlett hefur verið listamaður í vinnustofudvöl Hins konunglega balletts og valdi hann verk Mary Shelley til að setja upp ásamt tónskáldinu Lowell Liebermann.

XSR700

Tímalaus hönnun sem býr yfir tækni morgundagsins. Kraftmikið hjól sem hentar jafnt til daglegra nota sem ferðalaga. Verð frá kr. 1.750.000,-

YZ85

Frábært enduro hjól fyrir yngstu ökumennina. Öruggt og endingargott hjól sem byggir á hönnun hjóla fyrir atvinnumenn. Verð frá kr. 840.000,-

XT660Z Ténéré

Frábært ferðahjól, vel búið og kraftmikið, sem að kemur þér hvert á land sem er. Hinn fullkomni ferðafélagi! Verð frá kr. 1.520.000,-

Eldað með þeim bestu N4 Kokkarnir okkar mánudag klukkan 18.30 Matreiðslumeistarinn Hallgrímur Sigurðarson heimsækir hressa kokka og spjallar við þá um mat og matarmenningu. Og lætur þá elda fyrir okkur.

Steini á ferðalagi RÚV Humarsúpa innifalin mánudag klukkan 19.35 Heimildarmynd um ferð Þorsteins Guðmundssonar til Hríseyjar þar sem hann skemmtir heimamönnum með uppistandi á veitingahúsinu Brekku. Á leiðinni syngur hann lög, borðar skyndibita og hugsar upphátt um kynlíf og jólin. Eins og maður gerir.

MT-125

Töffari með enga minnimáttarkennd! Létt og meðfærilegt hjól. Löglegt fyrir bifhjólaréttindi 17-19 ára. Verð frá kr. 1.090.000,-

YZF-R125

Mótorhjól sem alls staðar vekur athygli! Byggt á tækni stærri hjóla. Löglegt fyrir bifhjólaréttindi 17-19 ára. Verð frá kr. 1.220.000,-

GRIZZLY fjórhjól

Traustur félagi sem skilar góðu dagsverki. Hjólið er létt, kraftmikið og þægilegt í akstri . Verð frá kr. 1.650.000,-

YXZ1000R / SE

Fyrsti buggy bíllinn frá Yamaha. Ótrúleg fjöðrun, 5 gíra beinskipting og nóg afl. Þetta er Leiktæki með stóru elli! Verð frá kr. 3.900.000,-

Þú finnur fleiri flott tæki á

www.yamaha.is

YBR125

Einstaklega létt hjól og mjúkt í akstri, auk þess að vera afar sparneytið. Löglegt fyrir bifhjólaréttindi 17-19 ára. Verð frá kr. 720.000,-

KOMDU MEÐ HJÓLIÐ Í VORSKOÐUN 15% afsláttur af efni. BJÓÐUM ALLA ALMENNA VERKSTÆÐISÞJÓNUSTU! Tímapantanir í síma 540 4900

Arctic Trucks Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími 540 4900

® ® EXPLORE WITHOUT LIMITS

EXPLORE WITHOUT LIMITS


…fólk

18 | amk… LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016

Snilld að nota dömubindi til þess að bera á sig brúnkukrem Fær fallega og jafna áferð á brúnkukremið Gyða Dröfn Sveinbjörnsdóttir uppgötvaði skemmtilega leið til þess að bera á sig brúnkukrem þegar hún stóð úrræðalaus fyrir framan baðherbergisskápana eitt kvöldið. „Ég var að fara að bera á mig brúnkukrem og fann hvergi brúnkuhanskann minn. Ég rótaði í skápunum í hálfgerðri örvæntingu að leita að einhverju nothæfu þegar ég rak augun í dömubindin,“ segir Gyða Dröfn hlæjandi.

Í hallæri ákvað Gyða Dröfn því að prófa að nota dömubindi til þess að setja á sig brúnkukremið. „Ég klippti það í tvennt, límdi á hendurnar og límdi vængina yfir handarbakið. Svo setti ég brúnkukremið í bindið og bar á mig. Þetta reyndist svo heldur betur vera algjör snilld, ótrúlega einfalt og gefur brúnkunni alveg jafna áferð. Dömubindin hreyfast heldur ekkert á höndunum eins og hanskar eiga til

að gera, af því þú límir þau á.“ Gyða Dröfn kveðst nú nota þessa aðferð reglulega til þess að setja á sig brúnkukrem. En er einhver ein tegund af dömubindum betri en önnur? „Mér finnst best að nota stór dömubindi með alveg sléttu yfirborði, sem draga ekki alltof hratt í sig. Yfirleitt notast ég við Libresse,“ segir Gyða kát í bragði. Gyða Dröfn heldur úti blogginu gydadrofn.com þar sem hún skrifar

til dæmis um húð- og snyrtivörur, heimilið og tísku, svo eitthvað sé nefnt.

Úrræðagóð Gyða Dröfn klippir dömubindið í sundur og límir það á hendurnar.

Rita Wilson með brjóstakrabbamein

Leikkonan Rita Wilson sagði frá því í vikunni að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein og þurft að láta fjarlægja bæði brjóst sín. Rita, sem er eiginkona Tom Hanks, segir að fjölskyldan, vinir og læknarnir hafi bjargað lífi sínu. Þegar hún var að fá greiningu þurfti hún að fara til nokkurra lækna til að fá rétta greiningu. Hún deildi sögu sinni á Facebook til þess að hvetja konur til að fá annað álit ef þær eru vissar um að þær séu ekki að fá rétta greiningu hjá fyrsta lækninum. Rita er 58 ára og fór í aðgerð til að láta fjarlægja brjóstin og svo í aðra aðgerð til að byggja upp brjóstin að nýju.

Sterk amma Dagmar vílar ekki fyrir sér að lyfta yfir 100 kílóum í keppnum og hlustar á Rammstein og Metallica til að koma sér í rétta gírinn.

Mætti tveimur tímum of seint

Mynd | Rut

Lauryn Hill var heldur betur óvinsæl á dögunum þegar hún mætti tveimur klukkustundum of seint á sína eigin tónleika í Atlanta. Þegar hún mætti loksins púuðu áhorfendur á hana en hún byrjaði svo að syngja. Eftir 40 mínútur var slökkt á hljóðnemanum hennar því staðurinn lokaði kl 23. Aðdáendur Lauryn voru skiljanlega mjög ósáttir við þetta og margir vildu fá endurgreiðslu. Upphófst mikil reiði á samfélagsmiðlum og þegar Lauryn svaraði reiðum aðdáendum bar hún því við að bílstjórinn hennar hefði villst og tók fólk þeirri útskýringu misvel.

Georg og Julia saman á ný George Clooney og Julia Roberts eru mjög góðir vinir en þau eru að fara að leika saman í nýrri mynd, Money Monster. Þau eru bæði 55 ára gömul og eru alsæl með að fá að vera aftur saman á hvíta tjaldinu, en þessi mynd er sú fjórða sem þau leika í saman. Í viðtali við The Insider segir Julia að hún sé „heppnasta kona í heimi“. George talar um það í þessu sama viðtali að Julia og eiginmaður hennar, Danny Moder, séu ennþá svakalega ástfangin en þau eiga 14 ára brúðkaupsafmæli á þessu ári.

Dagmar Agnarsdóttir er 64 ára, æfir kraftlyftingar af kappi og er á leið á heimsmeistaramót í sumar. Hún hlustar á Rammstein og Metallica til að gíra sig upp og lyftir vel yfir 100 kílóum. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is

Þ

etta byrjaði þannig að dætur mínar voru báðar í þessu og drógu mig með sér upp úr sófanum. Það var fyrir þremur árum. Ég hafði ekki verið að æfa neitt í langan tíma og var algjört sófadýr,“ segir hin 64 ára gamla kraftlyftingakona Dagmar Agnarsdóttir, sem er á leið á heimsmeistaramót í klassískum kraftlyftingum í Texas í júní.

EYSTRASALTIÐ

Fyndið og skemmtilegt

Eistland, Lettland og Litháen 3ja landa sýn 2.-9. júlí Einstök ferð um stórfallega náttúru og sögusvæði þriggja landa við Eystrarsaltið, Eistland, Lettland og Litháen. Við heimsækjum þrjár fallegustu borgirnar við Eystrasaltið í einni og sömu ferðinni, Tallinn í Eistlandi, Riga í Léttlandi og loks Vilnius í Litháen. Við skoðum hallir, kastala, lítil sveitaþorp, kynnumst fallegri náttúru og heimamönnum.

239.900 kr

Verð per mann í 2ja manna herbergi Innifalið í Ferðakostnaði er eftirfarandi: Flug og allir skattar í flugi frá Keflavík til Vilníus í Litháen, Flug og allir skattar í flugi frá Vilnius í Litháen til Keflavíkur, Akstur frá flugvelli á hótel og tilbaka, Gisting á 3 og 4 *hótelum í ferðinni með morgunmat, Öll keyrsla skv ferðalýsingu, Aðgöngumiðar á tilgreinda staði í ferðalýsingu, Íslenskur fararstjóri.

WWW.TRANSATLANTIC.IS

Kraftaamman hlustar á Rammstein fyrir æfingar

SÍMI: 588 8900

Dagmar, sem æfir undir handleiðslu Ingimundar Björgvinssonar kraftlyftinga- og einkaþjálfara hjá Gróttu, viðurkennir að það hafi verið ansi mikil átök að stíga upp úr sófanum og fara að lyfta. „Við Ingimundur höfum tekið þetta í hænuskrefum og allt í einu er ég komin hingað,“ segir Dagmar og hlær. Henni finnst þetta nefnilega pínulítið fyndið, að vera á leið á heimsmeistaramót í kraftlyftingum á þessum aldri. „Það var aldrei ætlunin að fara þangað en það er voða gaman að vera orðin þetta framorðin og taka þátt í svona keppnum. Mér datt ekki einu sinni í hug að þetta væri eitthvað sem ég ætti eftir að gera. Áður en maður fer út í þetta sjálfur þá er maður kannski með smá fordóma gagnvart þessu. Það er nefnilega stundum sagt að konur verði svona og hinsegin af því að lyfta, en það er eflaust mjög misjafnt.“

Ég hugsaði oft að ég nennti ekki að fara aftur en það var bara svo gaman að vera með þeim, þannig að ég hélt áfram að fara.

Öll fjölskyldan með á mótið

Í fyrstu fannst Dagmar mest gaman að fá að deila áhugamáli með dætrum sínum og eyða tíma með þeim. „Ég hugsaði oft að ég nennti ekki að fara aftur en það var bara svo gaman að vera með þeim, þannig að ég hélt áfram að fara.“ Svo þróuðust málin þannig að önnur dóttir hennar varð ólétt og hin sneri sér að golfi þannig að hún varð ein eftir í kraftlyftingum. „Ég sat ein í súpunni og er ekkert á leiðinni að hætta,“ segir Dagmar og tekur fram að félagsskapurinn í kraftlyftingunum sé mjög góður og mikil samheldni í hópnum. Þannig að hún er alls ekki ein á báti. En þó dæturnar séu hættar að æfa þá eru þær enn hennar dyggustu stuðningsmenn, ásamt eiginmanni og barnabörnum, og ætlar öll fjölskyldan að fylgja henni á mótið í sumar.

Upp úr sófanum Dagmar viðurkennir að það hafi verið átök að byrja að lyfta eftir að hafa ekki æft neinar íþróttir í langan tíma.

Rammstein og Metallica

Á æfingum lyftir Dagmar 90 kílóum í réttstöðu en í keppnum lyftir hún eitthvað meira. Þá vel yfir 100 kílóum. Hún segist annars ekkert vera að leggja þyngdina neitt sérstaklega á minnið, enda lyfti hún sér til skemmtunar. „Ég er samt sterk,“ segir hún ákveðin og skellir upp úr. Og það fer ekkert á milli mála. „Annars segir Ingimundur mér bara hvað ég á að gera og ég geri það,“ bætir hún við og vísar þar til þjálfarans. „Svo hlustar maður á Rammstein og Metallica áður en maður lyftir. Stillir tónlistina hátt og verður alveg brjálaður í skapinu. Það gírar mann ansi vel upp.“



alla föstudaga og laugardaga

Réttlæti fyrir Gretu Það eru ekki bara Íslendingar sem eru ósáttir við að Greta Salóme hafi ekki komist upp úr undankeppninni. Erlendir blaðamenn eru vonsviknir yfir því að fá ekki að sjá hana aftur á sviðinu og tíst með kassamerkinu #justiceforgreta verið nokkuð áberandi á Twitter.

Of heit og of ung fyrir samband

Simmi og Jói færa út kvíarnar Athafnamennirnir Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson ætla sér enn stærri hluta af kökunni á íslenska veitingahúsamarkaðinum en nú er. Í dag reka þeir Hamborgarafabrikkuna á þremur stöðum auk Shake & Pizza í Keiluhöllinni í Egilshöll. Samkvæmt heimildum amk hafa þeir tryggt sér einkaleyfi á rekstri hinna vinsælu veitingastaða California Pizza Kitchen hér á landi og hyggjast opna innan tíðar. Umrætt einkaleyfi er raunar fyrir Skandinavíu alla kjósi þeir félagar að færa enn frekar út kvíarnar. California Pizza Kitchen er rekinn á yfir 200 stöðum í Bandaríkjunum og þrettán öðrum löndum og er lýst sem huggulegum fjölskylduveitingastað. Að auki eru seldar frosnar pítsur í nafni CPK svo Íslendingar eiga sannarlega von á góðu á næstunni.

Þokkagyðjan Kylie Jenner, sem er ein af Kardashian-systrunum fyrir þá sem ekki þekkja til, vill vera einhleyp. Þetta eru slæmar fréttir fyrir kærastann hennar (að öllum líkindum fyrrverandi), tónlistarmanninn Tyga, en góðar fréttir fyrir alla aðra vonbiðla þessa fagra fljóðs. Kylie, sem er fyrirsæta og þátttakandi í vinsælasta raunveruleikasjónvarpi heims, Keeping up with the Kardashians, deildi ekki sömu skoðunum og Tyga um í hvaða átt sambandið ætti að

Þokkagyðja Kylie Jenner er skynsöm ung stúlka. Mynd | NordicPhotos/Getty

Kolfinna í JÖR

Athygli vakti á dögunum þegar tilkynnt var að Artikolo ehf. undir stjórn Kolfinnu Vonar Arnardóttur hefði tekið yfir rekstur Reykjavík Fashion Festival af Jóni Ólafssyni. Kolfinna Von er sem kunnugt er eiginkona Björns Inga Hrafnssonar, útgefenda DV. Boðað var að Artikolo yrði tísku- og nýsköpunarhús sem ætti að verða miðstöð hönnunar, tísku og handverks og að á næstu dögum yrði tilkynnt um frekari fjárfestingar þess í íslenskri fatahönnun. Samkvæmt upplýsingum amk eru næstu skref þau að tilkynnt verður um samstarf við eða yfirtöku á hinu kunna fatamerki JÖR sem Guðmundur Jörundsson hefur haldið úti með myndarbrag. Í viðtali við Fréttatímann í fyrra sagði Kolfinna Von einmitt að Guðmundur væri einn af eftirlætis hönnuðum hennar.

Draumarúm Hästens eru umhverfisvæn sænsk hágæðarúm sem hafa verið framleidd frá árinu 1852. Komdu og finndu muninn.

Flytja upp í Mosó Leikarahjónin Benedikt Erlingsson og Charlotte Böving ætla að yfirgefa Vesturbæ Reykjavíkur og flytja upp í Mosfellsbæ á næstunni. Þau hafa verið búsett á Holtsgötunni um árabil en hafa fest sér hús í rólegu og fallegu umhverfi í Mosó. Skammt undan er hús forsetahjónanna Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorritar Moussaieff sem þau munu dvelja í eftir að veru þeirra á Bessastöðum lýkur.

Hästens Grensásvegi 3 Sími 581 1006

stefna. Á meðan Tyga vildi vera heima í stúdíóinu sínu að taka upp tónlist þá vildi Kylie ferðast um heiminn og drekka í sig nýfengna frægð og aðdáun. Hún virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að hún væri einfaldlega of ung – hún er 18 ára svo það er sennilega eitthvað til í þeirri hugsun hennar – og of heit – með of marga vörpulega herramenn í aðdáendahópnum sem er örugglega rétt - til að vera í sambandi. Sem er líklegast hárrétt hjá ungfrúnni góðu.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.