Amk 18 06 2016

Page 1

Leonardo DiCaprio kominn með kærustu

SNÆFRÍÐUR INGVARS STEKKUR BEINT INN Í STÓR HLUTVERK Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU

Ferðast um land usturXXX AXXX

FLUGFELAG.IS

FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ því að fljúga á sumarhátíðirnar sem þú elskar. Þú átt fullt í fangi með að velja milli þeirra, hvað þá aka! Þá er nú betra að fljúga. Vertu tímanlega og bókaðu flugið núna á FLUGFELAG.IS

18.06.16

18

STYTTU FERÐALAGIÐ LENGDU FESTIVALIÐ SUMARHÁTÍÐIR 2016

LAUGARDAGUR

ISLENSKA/SIA.IS FLU 80165 06/16

Mynd | Hari

Helgi Seljan mælir með gönguferðum og draugagangi fyrir austan

Landsliðskonan Berglind Björg fylgist með strákunum á EM


…fólk

2 | amk… Laugardagur 18. júní 2016

Jennifer Aniston neitar alfarið að vera ófrísk Ekkert hæft í fréttum um óléttu Jennifer eftir að myndir birtust af henni á ströndinni Slúðurmiðlar gjörsamlega loguðu í vikunni yfir fréttum um að Jennifer Aniston væri loksins ófrísk. Talað var um að Jennifer og eiginmaður hennar, leikarinn Justin Theroux, ættu von á fyrsta barni sínu saman, en talsmaður leikkonunnar var ekki lengi að leiðrétta þann misskilning. Að því er fram kom í fjölmiðlum kveðst Jennifer aðeins hafa notið þess að borða stóra máltíð áður en hún fór á ströndina á Bahamas og það hafi því verið ástæðan fyrir því að magi hennar var svo út þaninn á ljósmyndum

sem sömu miðlar birtu. Ekkert bólar því á kraftaverkabarninu svokallaða, en Jennifer var ekkert að hugsa um að ljósmyndarar myndu ná myndum af sér, þar sem hún var á einkaströnd. Manneskja sem er nákomin hjónunum hafði látið eftir sér að leikkonan væri með barn undir belti. Móðir hennar er nýlátin, en þær mæðgur áttu ekki í góðum samskiptum síðustu árin. Ósættið stafaði af því að móðir hennar, Nancy Dow, gaf út sjálfsævisögu, þar sem hún skrifar um líf Jennifer áður

Vill halda börnunum frá sviðsljósinu Blake Lively vill ekki að börnin hennar alist upp í sviðsljósinu. Hún gengur nú með annað barnið sitt og eiginmanns síns, Ryan Reynolds. Blake sagði í viðtali við Marie Claire í júlíeintaki blaðsins: „Ryan átti indæla og venjulega æsku og við viljum að börnin okkar eigi eðlilega æsku. Við myndum aldrei vilja ræna þau því, það væri bara eigingirni.“ Blake og Ryan hafa verið saman í fjögur ár en þau eiga eins árs gamla dóttur saman sem þau hafa náð að halda algjörlega frá fjölmiðlum.

Leonardo DiCaprio kominn með kærustu Leonardo DiCaprio og Nina Agdal voru saman í stuttan tíma árið 2014 en þá sáust þau mikið úti á lífinu í New York. Leonardo hefur verið orðaður við margar stúlkur seinustu misseri en nú virðist sem hann og Nina séu að stinga saman nefjum aftur. Til þeirra sást þar sem leikarinn og Nina voru að snæða kvöldverð á The Crow´s Nest í Montauk í New York um seinustu helgi. Þau deildu meira að segja með sér sígarettum og sátu við sömu hlið á borðinu. Leonardo á meira að segja að hafa haldið utan um Ninu nokkrum sinnum þetta kvöld og þau hafi verið frekar innileg.

Ber að ofan á bumbumynd Adam Levine er að verða pabbi og er vitaskuld mjög spenntur yfir komandi hlutverki. Hann birti mynd af konu sinni, súpermódelinu Behati Prinsloo, á Instagram á mánudagskvöldið. Myndin sýnir Behati þar sem hún er ber að ofan, heldur um brjóstin með höndunum og hárið allt greitt til hliðar. Adam hefur reglulega birt myndir af konu sinni alla meðgönguna og er greinilega mjög ánægður með sína fallegu konu. Barnið þeirra er talið vera væntanlegt í júlí eða ágúst en þau hafa ekki gefið það út hvenær Behati er sett.

Ekkert barn á leiðinni Þau Jennifer Aniston og Justin Theroux eru hamingjusöm en þó er ekkert hæft í fréttum þess efnis að þau eigi von á barni.

en hún byrjaði að leika í Friends þáttaröðunum og um hvernig hún hafði breyst fyrir vikið. Rétt fyrir dauða Nancy náðu þær mæðgur sáttum að einhverju leyti, en á sama tíma áttu hún og Justin í miklum erfiðleikum í samband sínu. Jennifer hefur langað í barn í mörg ár og hefur hún aldrei farið leynt með löngun sína til að stofna fjölskyldu, en samkvæmt upplýsingafulltrúa þeirra, mun biðin eftir barninu verða lengri.

Mynd | NordicPhotos/Getty

Sirkus Íslands í hálfgerðu hýði

Undirbýr stóra afmælissýningu á næsta ári en er fullbókaður í verkefnum út sumarið. Gott að fá smá hvíld frá hvert öðru, segir Margrét Erla Maack Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is

S

íðustu tvö sumur hefur verið hægt að sækja sirkussýningar hjá Sirkus Íslands í alvöru sirkustjaldi, en í sumar verður tjaldið fjarri góðu gamni. „Í sumar ætlum við frekar að vera í samstarfi við þessar litlu bæjarhátíðir, bjóða upp á sirkusskóla fyrir krakka og sýningar í minni einingum. Þá getum við líka verið á mörgum stöðum á sama tíma,“ segir Margrét Erla Maack, meðlimur sirkussins og listrænn stjórnandi fullorðinssýningarinnar. Ástæðuna segir hún meðal annars vera að ekki sé hægt að fara með tjaldið í alla bæi á landinu vegna þess hve stórt það er, en það tekur 400 manns. „Það kostar sitt að setja það upp og þarf ákveðinn mannskap,“ bendir hún á. „Svo vorum við að ferðast síðustu tvö sumur og það er ágætt að viðurkenna það að við þurfum að hvíla okkur á hvert öðru. Það er mjög fallegt að geta viðurkennt það í samstarfi,“ bætir Margrét við.

Undirbúa afmælissýningu

Þá spilar það líka inn í að sirkusinn verður tíu ára á næsta ári og eru þau strax byrjuð að undirbúa stóra afmælissýningu af því tilefni. Nokkur úr hópnum fengu listamannalaun til að vinna að því verkefni. „Það tekur ansi langan tíma að undirbúa svona sýningu. Við erum að smíða nýja leikmynd og búa til ný atriði. Þá eru tveir meðlimir að ljúka námi frá sirkusháskóla í Rotterdam, núna í ár og á næsta ári. Þannig að við erum í hálfgerðu hýði fyrir afmælið á næsta ári.“

Í dúllukasti allan daginn

Það er þó alls ekki minna að gera hjá meðlimum sirkussins en síðustu ár enda eru þau að verða fullbókuð í sumar á hinar ýmsu hátíðir um allt land. Þá er einnig starfræktur æskusirkusskóli fyrir börn á vegum sirkussins í Laugardalnum. „Svo finnst okkur sem erum búin að vera að ferðast ótrúlega gaman að fá að kenna í æskusirkusnum og vera í dúllukasti allan daginn. Þó tjaldið sé ekki uppi þá er öll hin starfsemin í gangi.“ Aðspurð segir Margrét tjaldið vera í fínu standi eftir mikla notkun síðustu tvö ár, en safnað var fyrir tjaldinu á Karolinafund á sínum tíma. „Við tjölduðum því um daginn fyrir einn viðskipta-

Nóg að gera í sumar Margrét Erla á skemmtilegt sumar í vændum þó hún hafi yfirdrifið nóg að gera.

Það er mikið að gera en þetta er allt skemmtilegt. Ég ætlaði að eiga svona „Summer of George“ og það er algjörlega að rætast.

vin og þvoðum það og viðruðum í leiðinni. Það þarf allavega að tjalda því einu sinni á ári og lofta aðeins út.

„Summer of George“

Sjálf hefur Margrét nóg að gera í sumar fyrir utan það að starfa við sirkusinn. Hún kennir meðal annars maga- og Bollywooddans í gæsapartíum ásamt því að vera plötusnúður í afmælum og brúð-

kaupum. „Svo er ég að fara að leysa af í Morgunútvarpinu á Rás 2 í júlí og ágúst og í næstu viku er ég fara til New York að sýna sirkus og með Improv Ísland á spunamaraþoni. „Það er mikið að gera en þetta er allt skemmtilegt. Ég ætlaði að eiga svona „Summer of George“ og það er algjörlega að rætast,“ segir Margrét og vísar þar í Seinfeld-þátt sem margir kannast eflaust við.



…viðtal

4 | amk… Laugardagur 18. júní 2016

Stýrt af fyrirfram ákveðnum örlögum Snæfríður vildi gera eitthvað annað en foreldrarnir og ætlaði því aldrei að verða leikkona. Hún fann þó fljótt að dansinn og söngurinn dugði henni ekki og skráði sig í leiklistarnám. Hún var mjög feimin sem barn og unglingur en hefur þroskast mikið frá þeim tíma

Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is

S

næfríður Ingvarsdóttir lauk námi frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands nú í vor og er strax komin með nokkur verkefni. „Ég er að æfa Djöflaeyjuna í Þjóðleikhúsinu. Þetta er reyndar síðasta vikan hjá okkur núna, svo kemur sumarfrí og

við tökum aftur upp þráðinn í septem­ber,“ segir Snæfríður, sem er nýkomin af æfingu þegar við hittumst. Hún mun leika í tveimur öðrum verkum í Þjóðleikhúsinu á næsta leikári, barnaleikriti sem heitir Fjarskaland og Tímaþjófnum. Þá fer hún með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Ölmu eftir Kristínu Jóhannesdóttur sem væntanlega verður frumsýnd á

Þegar maður er svona ungur þá finnst manni svolítið erfitt að binda sig. Maður vill svo mikið halda öllum möguleikum opnum.

næsta ári. Hún hefur því nóg að gera.

Forðaðist leikhúsið

Foreldrar Snæfríðar eru Ingvar E. Sigurðsson og Edda Arnljótsdóttir sem bæði eru leikarar þannig hún á ekki langt að sækja leiklistargenin. Hún ætlaði þó aldrei að feta í fótspor þeirra. „Ég alin upp í þessu leikhúsumhverfi en reyndi að forðast það eins og ég gat. Ég ætlaði aldrei að verða leikkona. Ég vildi frekar vera öðruvísi. Ég held ég hafi forðast það út af foreldrum mínum, ekki af því mér líkaði illa við leikhúsið. Ég var bara ekkert að velta því fyrir mér.“ Snæfríður vildi frekar skapa sér feril í öðrum geira. Gera eitthvað á sínum forsendum. En leiklistin togaði hana að lokum til sín. „Það er stundum eins og maður ráði því ekki sjálfur hvað maður gerir.

Sumarið er komið! Frábært úrval af sundfötum!

Bikini Tankini SundBolir

Eins og það séu fyrirfram ákveðin örlög sem stýra manni.“

Var mjög feimin

Snæfríður hefur þó alltaf verið listhneigð. Hún lærði dans og söng áður en hún hóf leiklistarnám og ætlaði sér frekar að verða dansari og söngkona. „Ég vissi alltaf að ég vildi verða listamaður og koma fram. Ég var reyndar mjög feimin þegar ég var yngri, en í dansinum fann ég svo vel að það væri eitthvað líf í mér. Dansinn og söngurinn tvinnast svo auðvitað saman við leiklistina og það sem mig langar að gera. Djöflaeyjan er einmitt söngleikur, minn karakter segir ekki mikið en tjáir sig í staðinn með söng.“ Aðspurð segist hún þó ekki vera mjög feimin í dag. Hún hafi vaxið og þroskast frá feimnu stúlkunni sem hún var. „Sem barn og unglingur þorði ég oft ekkert að segja hvað ég vildi þetta hefur breyst með tímanum, á sama tíma og ég hef mótast sem einstaklingur. Þó maður viti í raun ekkert hver maður er, þá þykist maður vita það. Mér finnst svo mikilvægt að prófa hluti sem maður hefur ekki gert áður því maður veit annars ekki hvers maður er megnugur. Maður þarf alltaf að vera að stækka sjálfa sig og auka möguleikana.“

Fjölskyldan mjög náin

Þrátt fyrir að Snæfríður væri í dansnámi og væri að syngja meðfram því þá fannst henni eitthvað vanta. „Mér fannst það takmarka mig of mikið. Listin er líka að verða meira óskilgreind og tekur sér ýmiskonar form,“ segir Snæfríður sem ákvað því að láta slag standa og bæta leiklistinni við. Stækka sviðið sitt. Hún fékk þó nasaþefinn af leiklistinni þegar hún var barn og unglingur, enda lék hún í kvikmyndinni Kaldaljós og fór með hlutverk í nokkrum leiksýningum. „Ég var aldrei að sækjast eftir því að leika. En þegar áhuginn kviknaði og ég byrjaði í náminu þá áttaði ég mig á því hvað það er mikil vinna að vera leikari. Maður þarf virkilega að hafa ástríðu fyrir því sem maður er að gera og leggja

Bláu húsin Faxafeni | S. 555 7355 | www.selena.is

Selena undirfataverslun

sig fram til að ná árangri. Hæfileikarnir einir og sér fleyta manni ekki áfram ef viljinn og metnaðurinn eru ekki til staðar.“ Snæfríður segir að það geti verið mikill kostur að starfa í sömu listgrein og foreldrarnir þó að það sé stundum erfitt að vera borin saman við þau í svona litlu samfélagi. „Fjölskyldan mín er mjög náin. Við erum öll mjög tilfinningalega tengd og ég get leitað til þeirra með allt, hvort sem það tengist leiklist eða einhverju allt öðru.”

Hamingjusöm með Högna

Snæfríður, sem er 24 ára, er alin upp í miðbænum og Vesturbænum og er nýflutt aftur í miðbæinn ásamt kærastanum sínum, Högna Egilssyni tónlistarmanni. Aðspurð hvernig það sé að vera í sambandi með öðrum listamanni segir Snæfríður það virka mjög vel. „Ég hef aldrei getað hugsað mér að vera með öðrum en listamanni. Það er kannski algjör klisja. Sumir segja að tveir listamenn geti ekki verið saman en ég held að sé alrangt. Við náum allavega mjög vel saman og erum mjög hamingjusöm. Ég veit ekki hvort þetta hafi verið ást við fyrstu sýn, því ég veit ekki hvort það er hægt,“ segir Snæfríður hálf feimnislega, en blaðamann grunar að það hafi ekki liðið mörg augnablik áður en ástin kviknaði á milli þeirra.

Langar að starfa í útlöndum

En hvaða framtíðardrauma hefur ung og upprennandi leikkona? „Þegar maður er svona ungur þá finnst manni svolítið erfitt að binda sig. Maður vill svo mikið halda öllum möguleikum opnum. Ég hef drauma um að gera mjög fjölbreytta hluti. Fyrir utan leikhúsið langar mig að vinna meira í tónlist,“ segir Snæfríður sem heillaðist líka mjög mikið af kvikmyndaforminu þegar hún lék í Ölmu og langar að leika fleiri kvikmyndum í framtíðinni. „Einnig væri draumur að fá tækifæri til að starfa í útlöndum, að búa annars staðar og þjálfa mig í öðru tungumáli, en auðvitað finnst mér mikilvægast að skapa eitthvað fallegt sem skiptir máli.“

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, gudrunveiga@ amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.


ÁFRAM ÍSLAND

NÝR 4BLS BÆKLINGUR KOMINN ÚT OG BOLTINN Á FULLU:)

4BLS

% 5 7 UR AFSLÁTT

NÝR SJÓ SUMARB ÐHEITUR KLINGUR STÚTFUÆ LLU SNILLD :R AF )

LÁTTUR 75% AFS ALLT AÐ EYRNARTÓLUM MH L! AF ÖLLU GT ÚRVA ÓTRÚLE

ÚTSÖLUPARTÝ:) Partýið er byrjað, heyrnartól í miklu úrvali á allt að 75% afslætti, öllu helstu merkin.

ALLT AÐ 75% MEÐAN BIRGÐIR ENDAST!

KKUN AF 50% LÆ ALLT AÐ INNISKORTUM ÖLLUM M VAL! T ÚR

ÓTRÚLEG

4K

ULTRA HD 3840x2160 SNJALLAR A 48” SJÓ

NVARP ME INNBYGGÐ Ð U 4K NETFL IX

99.990

2 0 Þ ÚSUND

AFSLÁTT

VERÐ ÁÐ UR U 119.990 R

MINNISKORT

Nú er sannarlega rétti tíminn til að næla sér í minniskort á frábæru verið, allt að 50% lækkun:)

ALLT AÐ 50% MEÐAN BIRGÐIR ENDAST!

3 LITIR FERÐAHÁTALARI

Stórlæsilegur Bluetooth hátalari með 8 tíma rafhlöðuendingu. Tilvalin í ferðalagið eða bústaðinn.

4.990

MEÐAN BIRGÐIR ENDAST!

* GILDIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU • ALLT AÐ 10KG • EF PANTAÐ ER FYRIR KL. 15:00;)

OPNUNARTÍMAR

Virka daga 10:00 - 18:00 Laugardaga 11:00 - 16:00

NDUM

HRAÐSE

500KR Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900

EIM ÖRUR H ALLAR V RS* U G Æ D SAM

18. Júní 2016 • Birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl

% 0 5 UN LÆKK


…ferðir

6 | amk… Laugardagur 18. júní 2016

Falin leyndarmál og staðbundnir fjársjóðir

Hús handanna er frábær viðkomustaður fyrir ferðamenn á Austurlandi Unnið í samstarfi við Hús handanna

H

ús handanna og upplýsingamiðstöð Austurlands er við fjölförnustu gatnamót Egilsstaða, eða í hjarta

Fallegur bær Búið var að Bustarfelli allt til ársins 1966.

Skemmtilegt minjasafn á Bustarfelli Mikill metnaður hefur verið lagður í hafa safnið sem raunverulegast Bustarfell er einn af fegurstu torfbæjum á Íslandi og stendur undir samnefndu felli innarlega í Hofsárdal við þjóðveg 85 á leiðinni upp á Vopnafjarðarheiði. Þar er rekið áhugavert minjasafn sem gaman er að heimsækja. Sérstaða safnsins felst að miklu leyti í því hversu glöggt hann miðlar breyttum búskapar- og lifnaðarháttum fólks allt frá því fyrir 1770 til þess er hætt var að búa í bænum árið 1966. Sama ættin bjó á bænum Bustarfelli í tæplega 500 ár. Gamli torfbærinn hefur verið í eigu og umsjá íslenska ríkisins frá 1943 en allir innanstokksmunir tilheyra Vopnfirðingum. Aðstandendur safnsins hafa lagt metnað sinn í að sýning gripa

safnsins sé sett upp á sem raunverulegastan hátt, rétt eins og íbúar hússins hafi brugðið sér frá stundarkorn. Ennfremur er mikið lagt uppúr miðlun gamallar verkþekkingar og sagna með lifandi uppákomum, viðburðum og námskeiðum. Stór hluti muna safnsins er kominn úr búi Methúsalems Methúsalemssonar. Hann hafði snemma áhuga á því að varðveita gamla muni og hóf að safna þeim víðsvegar úr sveitarfélaginu og varðveitti heima á Bustarfelli. Í safninu eru yfir eitt þúsund munir sem hver og einn á sína sögu og sína „sál“ sem gerir safnið að þeim einstaka fróðleiks- og afþreyingarbrunni sem það er.

bæjarins. Í þessu húsi getur þú fengið allar þær upplýsingar sem þú þarft til að upplifa þau fjölmörgu undur og náttúruperlur Austurlands, ásamt því að fá tækifæri til þess að verða þér úti um íslenska hönnun og afurðir handverksfólks á Austurlandi. Hús handanna veitir þér ekki einungis upplýsingar um hvar fegurðina er að finna á Austurlandi, heldur er verslunin með fjölbreytt úrval af íslenskri gjafavöru, sem telur allt frá minjagripum, myndlist, skartgripum, keramik, hreindýraafurðum og matvöru. Frábært er fyrir bæði íslenska

Heitt á könnunni Tekið er vel á móti gestum í Húsi handanna á Egilsstöðum og þar er hægt að kynna sér hönnun og afurðir handverksfólks á Austurlandi.

og erlenda ferðamenn að kíkja við til að forvitnast um sérkenni þessa landsvæðis og berja augum allar þær afurðir sem fólk þar hefur

upp á að bjóða. Ávallt er heitt á könnunni fyrir gesti og gangandi og þú getur verið viss um að það verði tekið vel á móti þér.

Fljótsdalshérað – paradís göngumannsins Ferðafélag Fljótsdalshéraðs hefur byggt upp einstaka göngumenningu á Fljótsdalshéraði með ötulu og hugmyndaríku starfi. Félagið hefur byggt skála víða sem auðveldar aðgengi göngufólks inn á svæði eins og Lónsöræfi, Víknaslóðir (svæðið í frá Borgarfirði eystri til Seyðisfjarðar) og Kverkfjöll og fjöldi gönguleiða hefur verið kortlagður

Unnið í samstarfi við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs

M

etnaðarfull dagskrá Ferðafélags Fljótsdalshéraðs tekur mið af þeirri einstöku fjölbreytni sem einkennir

svæðið. „Við höfum nánast allt hérna. Líparítbjörg fram í sjó, litadýrð á Lónsöræfum og eyðivíkur á Víknaslóðum sem eru grónar víkur með fallegum fjöllum og mikilli byggðasögu, svo fáein dæmi séu nefnd,“ segir Hjördís Hilmarsdóttir hjá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs. Heiðarbýlin eru ein þeirra gönguferða sem nýtur mikilla vinsælda, þar leiðir Páll Pálsson frá Aðalbóli göngu inn á Jökuldalsheiði þar sem 100 ára saga heiðarbýlanna er rakin. „Páll er einstaklega fróður um þetta svæði og það er virkilega gaman að ganga þarna um undir hans leiðsögn. Þetta er ferð sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Ég keyrði um þetta svæði í mörg ár án þess að líta til hægri eða vinstri, grunlaus um þá miklu sögu sem þarna er að finna. Fólk bjó í þessum heiðarbýlum við erfiðar aðstæður í leit að sjálfstæði. Þessari búsetu fylgdi mikil rómantík, þrátt fyrir harðbýlið, því þarna gafst fólki tækifæri til að vera sjálfs síns herrar, þegar það fékk ekki

jörð niður í byggð,“ segir Hjördís. Ferðafélagið Fljótsdalshéraðs hefur haft veg og vanda af vali á 28 gönguleiðum, Perlum Fljótsdalshéraðs. Perlurnar eru af ýmsum toga, fossar og vötn, gil og gljúfur, smáhellar og víkur en flestar eru þær fjöll og fjallstoppar með útsýni til allra átta. „Við erum nýbúin að gefa út veglegan bækling um Perlur Fljótsdalshéraðs þar sem hverri gönguleið er lýst ásamt korti og ljósmyndum. Upphaflega voru þetta gönguferðir sem við tókum saman til að hvetja heimamanninn út að ganga, en vinsældir þeirra hafa náð út fyrir heimahagann og eru tilvalin afþreying fyrir ferðamanninn. Flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Hjördís. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs er með tvo gönguleiki í gangi, þ.e. Perluleik og Heiðarbýlin í göngufæri, þar sem búið er að koma fyrir hólkum með upplýsingum um svæðið, gestabók og stimpli. Stimplum er safnað saman á sérstakt stimpilkort sem er til sölu víða og þeir sem ná að fylla kortið geta skilað því til Ferðafélags Fljótsdalshéraðs. Kortin verða dregin úr potti í haust og eru veglegir vinningar í boði. „Það er mikið um að vera hjá okkur. Við opnuðum nýja heimasíðu í vor þar sem hægt er að nálgast allar upplýsingar um félagið, skálana okkar og

ferðirnar, þar er líka nýi bæklingurinn um Perlurnar, og við fengum styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að útbúa skilti við allar Perlur Fljótsdalshéraðs.“ Gönguferðir Ferðafélags Fljótsdalshéraðs eru til þess fallnar að kynna fólk fyrir þessu víðfeðma og fjölbreytta svæði og gefa fólki kost á því að ganga um óbyggðir. „Hér geturðu gengið um óbyggðir án þess að vera í margmenni. Á fæstum stöðum þar sem við erum að ganga er margt af fólki, það kann fólk að meta,“ segir Hjördís. Meðal ferða í sumar er árviss krakkaferð, daglegar ferðir upp á hverasvæðið í Kverkfjöllum, húsvitjun á heiðarbýlin, sunnudagsferðir, ganga í Loðmundarfjörð sem endar með tónleikum, gönguferð um Víknaslóðir (aðeins 3 pláss laus), ferð um Lónsöræfi sem er löngu fullbókuð, helgarferð í Grágæsadal sem kölluð er Völundarferð, því þar hefur Völundur Jóhannesson ræktað margar tegundir jurta í mikilli hæð, og ganga á Ytri Dyrfjallatind. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs mun á næstu árum leggja áherslu á að vera með nokkrar göngur á hverju ári um Víknaslóðir og Lónsöræfi. Allar upplýsingar um ferðir og dagsetningar er að finna á nýrri og glæsilegri vefsíðu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, www.ferdaf.is.

Við fossinn Beljanda í Víðidalsás í Víðidal á Lónsöræfum.

Skálar Ferðafélags Fljótsdalshéraðs við Klyppstað í Loðmundarfirði.

Þilgil á Lónsöræfum.



…ferðir

8 | amk… Laugardagur 18. júní 2016

Eitt kort 35 vötn 6.900 kr Frelsi til að veiða!

00000

www.veidikortid.is

Margar rennibrautir á Austurlandi Það er svo frábært þegar ferðast er um landið hve auðvelt er að komast í sund að skola af sér ferða­ rykið og fríska aðeins upp á sig. Austfirðir eru þar ekki undanskildir enda 12 sundlaugar í landshlut­ anum, samkvæmt upplýsingum af sundlaugar.is. Ef börn eru með í för er sérlega gaman að heim­ sækja laugarnar á Eskifirði, Neskaupstað og Egils­ stöðum, en þar má finna rennibrautir, sem reynd­ ar allir aldurshópar geta haft gaman af. Svo er vert að minnast á laugina á Breiðdals­ vík sem var opnuð á ný eftir endurbætur síðasta sumar. Það voru meðlimir kvenfélagsins Hlífar sem tóku höndum saman og söfnuðu fyrir endur­ bótum á lauginni vegna slæmrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Nú geta ferðamenn notið nátt­ úrufegurðarinnar á Breiðdalsvík og leyft ferða­ þreytunni að líða úr sér í glæsilegri sundlauginni.

Mælir með draugagangi á Austfjörðum Helgi Seljan segir Austfirði hafa upp á ýmislegt að bjóða en það sé mikilvægt að fólk gefi sér góðan tíma og nenni að fara út úr bílnum. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is „Aðalástæðan fyrir því að fólk á að heimsækja Austfirði er sú líkurnar á því að Íslendingar hafi ekki komið hingað eru töluvert meiri en annars staðar á landinu. Það er svo margt hérna sem fólk veit ekki af,“ segir fjölmiðlamaðurinn og Reyðfirðingurinn Helgi Seljan, sem einmitt er staddur fyrir austan þegar blaðamaður nær tali af honum. Hann er í fríi um þessar mundir en fer í einstaka strandveiðitúra með félögum sínum.

Jökuldalsheiðin stórkostleg

„Það er til dæmis ótrúlega mikið af skemmtilegum gönguleiðum í kringum Borgarfjörð eystri og víkurnar þar í kring. Loðmundarfjörður er líka mjög fallegur. Svo er sjálfsagt að mæla með því að kíkja á Jökuldalsheiðina og ef fólk hefur kost á því að fara ríðandi þá er það stórkostlegt,“ segir Helgi sem sjálfur nýtur sín best á hest-

www.fi.is

Í frí Helgi er í fríi fyrir austan en fer í einstaka strandveiðitúra með félögunum.

Sumarsólstöðuganga FÍ og VÍS á Ok

Miðnætur- og Jónsmessustemming á tindi Oksins um miðnætti

Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga. Allt er bjart fyrir okkur tveim, því ég er kominn heim. (Ferðalok)

Föstudaginn 24. júní kl. 19

Skráðu þig inn – drífðu þig út FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is

baki þegar hann er fyrir austan og gerir mikið af því að ríða út.

Hjúkrunarfræðingur gengur aftur

Helgi mælir einnig með því að þeir sem ferðast um Austfirði heimsæki Fáskrúðsfjörð enda er búið að taka bæinn mikið í gegn. „Þetta er ótrúlega fallegur bær. Reyndar Seyðisfjörður líka. Og svo skulum við ekki gleyma Stríðsárasafninu á Reyðarfirði. Ef fólk hefur tíma þá er gaman að fá sér gönguferð upp með ánni, inn í bæ og kíkja á Stríðsárasafnið.“ Hann segir það koma mörgum á óvart hve forvitnilegt og áhugavert safnið er. „Það er ótrúlega mikið af merkilegum hlutum þarna. Svo geta menn athugað hvort þeir verði varir draugagang. Það á hjúkrunarkona að ganga ljósum logum á safninu. Ég

hef reyndar ekki séð hana sjálfur, en það er um að gera að láta reyna á það. Það sakar heldur ekki að rekast á hana ef eitthvað er að hrjá menn, því þetta er auðvitað hjúkrunarfræðingur.“

Mælir með vatni á brúsa

Helgi segir mikilvægt að fólk gefi sér góðan tíma ætli það sér að njóta þess sem Austfirðir hafa upp á að bjóða. Ekki bara bruna í gegnum firðina í einum rykk. „Aðalmálið er að fólk nenni út út úr bílnum. Það er hægt að tjalda hér út um allt fyrir lítinn pening,“ segir Helgi sem getur að sjálfsögðu ekki sleppt því að minnast á veðrið, enda er landlæg blíðan á Austfjörðum. „Maður þarf næstum að mæla með því að fólk taki með sér vatn á brúsa hingað. Það er allt að þorna hérna upp.“


…ferðir

9 | amk… Laugardagur 18. júní 2016

Newton notaði íslenskt silfurberg

Helgustaðanáma var eina silfurbergsnáman í heiminum fram til 1910 Silfurbergsnámuna í Helgustaðalandi er að finna á leiðinni frá Eskifirði til Vöðlavíkur og liggur göngustígur upp að henni. Um er að ræða frægustu silfurbergsnámu í heimi og var silfurberg þar numið úr jörðu frá 17. öld fram á fyrri hluta 20. aldar. Helgustaðanáman er nú friðlýst og óheimilt er að tína steina á svæðinu. Silfurberg kallast sérlega tærir kristallar af steindinni kalsít, en enskt heiti silfurbergs er Iceland spar og er eitt fárra fyrirbæra úr ríki náttúrunnar sem kennt er við Ísland. Frá Helgustaðanámu er runnið megnið af því silfurbergi sem er að finna á söfnum víða um heim. Silfurbergið er ekki bara fallegt heldur var það mjög mikilvægt fyrir framþróun vísindanna á fyrri öldum. Silfurbergið var notað í ýmis tæki til uppfinninga eins og smásjár, áður en gerviefni leystu það af hólmi í kringum árið 1930. Margir frægir vísindamenn

Mikilvægt Tilvist silfurbergsins skipti miklu máli fyrir vísindin.

17. aldar og fram á 20. öld, eins og Newton, Pasteur og Einstein, notaðu silfurberg með beinum eða óbeinum hætti í rannsóknum sínum. Silfurbergskristallar voru í mjög mörgum tækjum á sviði eðlisfræði, læknisfræði, efnafræði og jarðfræði og framförum á þessum sviðum hefði seinkað um áratugi ef silfurberg hefði ekki verið til taks á þessu tímabili. Helgustaðanáma var eini staðurinn í heiminum allt til 1910 þar sem silfurbergið fékkst af nógu miklum gæðum til að hægt væri að nota það í rannsóknartæki. Helgustaðanáma er því mjög merkileg, bæði í alþjóðlegu og vísindalegu samhengi.

Helgustaðanáma Frægasta sifurbergsnáma veraldar.

Einstök fegurð Hið fagra Snæfell er hæsta fjall utan jökla á Íslandi og ber fegurð Fljótsdalshéraðs gott vitni.

Fjölbreytt afþreying og einstök náttúrufegurð Skógardagurinn mikli, Urriðavatnssund og héraðshátíðin Ormsteiti eru meðal þess sem er í boði á Héraði í sumar Unnið í samstarfi við Fljótsdalshérað

Þ

eir sem ferðast hafa um Austurland þekkja vel þá náttúrufegurð sem þar er að finna. Á Fljótsdals­ héraði er bæði hægt að njóta einstakrar náttúrufegurðar og fjölbreyttrar afþreyingar. Meðal viðburða í sumar er tón­ listarhátíðin Hringrás á Egilsstöð­ um hinn 25. júní. Sama dag er Skógardagurinn mikli í Mörkinni á Hallormsstað. Fjölbreytt dagskrá verður í boði frá hádegi. Þá hefst Skógarhlaupið sem er 14 kíló­ metra hlaup um skógarstíga auk 4 kílómetra skemmtiskokks fyrir alla fjölskylduna. Meðal annarra

dagskrárliða er Íslandsmeist­ aramótið í skógarhöggi, norskur listamaður með keðjusög sýnir listir sínar og fólk getur fengið að skjóta af boga. Hestaleigan á Hallormsstað teymir undir börn­ um eftir klukkan 15. Þá mun ekki vanta veitingarnar því gestir geta gætt sér á grilluðu lambakjöti, heilgrilluðu nauti og pylsum og lummum að hætti skógarmanna. Laugardaginn 23. júlí munu 130 manns taka þátt í Urriðavatns­ sundi. Urriðavatn er eitt stærsta vatnið á Héraði og hörðustu sund­ mennirnir synda 2,5 kílómetra. Helgina 10.-14. ágúst verður héraðshátíðin Ormsteigi og sömu helgi er Tour de Ormurinn, hressi­ leg hjólreiðakeppni með skemmti­

legum hliðarviðburðum. Þeir sem vilja njóta náttúrunnar ættu að kynna sér starf Ferðafé­ lags Fljótsdalshéraðs sem nýlega valdi 28 gönguleiðir, Perlur Fljóts­ dalshéraðs, og kynnti í vegleg­ um bæklingi. Perlurnar eru af ýmsum toga, fossar og vötn, gil og gljúfur, smáhellar og víkur en flestar eru þær fjöll og fjallstopp­ ar með útsýni til allra átta. Hverri gönguleið er lýst ásamt korti og ljósmyndum. Bæklinginn má finna á heimasíðu Ferðafélags Fljóts­ dalshéraðs. Nánari upplýsingar um við­ burði, gistingu og fleira forvitni­ legt á Fljótsdalshéraði má finna á heimasíðunum fljotsdalsherad.is og visitegilsstadir.is.

Einstök stemning á Humarhátíðinni á Höfn Skemmtileg afþreying fyrir unga sem aldna á Humarhátíðinni á Höfn um næstu helgi – og nóg af humri

H

Unnið í samstarfi við Humarhátíðina á Höfn

umarhátíðin á Höfn í Horna­ firði verður haldin með til­ heyrandi glæsibrag um næstu helgi, síðustu helgina í júní. Hátíðin í ár verður að vanda skemmtileg í alla staði og rétt eins og síðustu ár er gert ráð fyrir því að margt verði um manninn. Eins og nafnið bendir til veður mikið um humar á götum bæjar­ ins, enda er Höfn humarhöfuðborg Íslands með meiru. Hátíðin byrjar á fimmtudeginum 23. júní með svokölluðu þjóðakvöldi, sem er undir umsjón kvennakórs staðarins. Þar verður boðið upp á veitingar í þema viss lands sem tekið er fyrir hverju sinni. Á föstudeginum geta gestir gengið um bæinn og fyllt maga sinn af gómsætri humarsúpu að hætti heimamanna og mun þar enginn verða svikinn. Súpuúthlutun­ in hefst klukkan 18 og stendur súpan til boða til klukkan 20 það kvöld. Af fingrum fram, með Páli Ósk­ ari og Jóni Ólafs, skemmtir síðan fólki á öllum

aldri í íþróttahúsinu það kvöld og er frír aðgangur. Dagskrá laugardagsins er með fjöl­ breyttum hætti og ættu ungir sem aldnir að geta fundið sér skemmtilega afþr­ eyingu við hæfi. Karnival andrúmsloft verður yfir staðnum og glæsileg dagskrá fyllir daginn af gleði og skemmtunum. Hátíðargolf, skrúðganga, kassabílarallí, kúadellulottó og hoppukastalar eru á sínum stað og Söngvaborg mun skemmta fjölskyldum og aðstoða við lagaval og æfingar fyrir söngva­ keppni. Heimamenn munu gera til­ raun til að slá enn eitt heimsmetið í humarloku, en þeir hafa ver­ ið sigurvegarar í þeim efnum undanfarin ár og mun gestum gefast kostur á því að borða þessa langloku upp til agna eftir að hún hefur verð mæld. Ungmennafélagið heldur skuggakosningar á kosn­ ingadaginn með það í huga

að efla vitund ungmenna um að þau skipta máli í þjóðfélaginu. Meistarflokkurinn fer á völlinn og keppir í fótbolta um kvöldið og geta áhorfendur bragðað á enn meiri humarsúpu frá innfæddum, en þvínæst er gott fyrir gesti að fara að hafa sig til fyrir hápunkt kvöldins, hið eina sanna Pallaball. Sunnudagurinn er ekki laus við skemmt­ anir, því íþróttaálfurinn mætir á svæðið til þess að kenna hátíðargestum mikilvægi hreyfingar og heilsu­ samlegs mataræð­ is. Hann mun síðan skemmta börnun­ um með fjörugri skemmtun. Eftir að íþróttaálfur­ inn hefur lokið skemmtun sinni verður blásíð til frjáls­ íþrótta­ móts. Gest­ ir og humar­ unnendur geta verið vissir um að helgin muni færa þeim það besta sem heimamenn hafa upp á að bjóða á þessari margróm­ uðu hátíð. Frekari upplýs­ ingar um hátíð­ ina má nálgast heimasíðu bæjarins undir www.humar.is.


…heilsa kynningar

10 | amk… Laugardagur 18. júní 2016

Forðastu beinhimnubólgu og önnur álagsmeiðsli Nú eru rúmir tveir mánuðir í Reykjavíkurmaraþonið og margir komnir á fullt í undirbúningi. Rétt er að hafa varann á og passa álagið við æfingar. Beinhimnubólga og önnur álagsmeiðsli geta eyðilagt drauma um glæsta sigra í hlaupinu

M

argir byrja of hratt og setja sér of háleit markmið við hlaupin. Meiðsli eru algengust á vorin eða þegar æfingar hefjast og álagið er aukið. Hlaup á hörðu undirlagi, hallandi braut og skór með lélegan stuðning eru algengur orsakaþáttur, en of mjúkt undirlag (sandur, gras) getur aukið á innhalla og orsakað meiðslin. Til að fyrirbyggja meiðsli er því mikilvægt að huga vel að skóm, hita vel upp fyrir átök, taka mark á verkjaaðvörunum og draga þá úr æfingum. Teygjur eru mikilvægar og draga má úr bólgum með ískælingu eða með bólgueyðandi lyfjum.

bara hlaupa 1 Ekki

Styrktarþjálfun er mjög mikilvæg þeim sem stunda hlaup, sérstaklega þeim sem eru komnir yfir þrítugt og hafa ekki stundað aðrar íþróttir áður en þeir fóru að hlaupa.

Hvað er beinhimnubólga? Beinhimnubólga (e: periostitis tibia, medilat tibiasyndrom, shin splints) er algengur álagsáverki hjá hlaupurum og er tíðnin óháð kyni og aldri. Flestir hafa orðið fyrir meiðslunum einhvern tímann á hlaupaferlinum og eru batahorfur góðar ef fyrirbyggjandi aðgerðum og meðferð er beitt tímanlega. Verkurinn við beinhimnubólgu er staðsettur innanvert á sköflungi, u.þ.b. 10 til 20 sm fyrir ofan ökklaliðinn. Í fyrstu koma óþægindin eftir æfingar en verða síðan meira viðvarandi. Aftari vöðvi sköflungsins (musculus tibialis posterior) endar í sin sem liggur innanvert um ökklaliðinn og undir fótinn þar sem sinin dreifir sér í smærri greinar sem festast undir millifótabeinin. Vöðvinn er mikilvægur til að mótverka innhalla á fæti (pronation). Við innhalla eykst álagið á vöðvanum og hætta á bólgu við beinhimnuna. Heimild: Doktor.is

Höfum æfað teygja ingarnar niður í góða skó 2 Muna 3fjölbreyttar 4 Skokkum 5 Splæstu Mikilvægt er að hita vel upp fyrir hlaup eða að byrja fyrstu mínúturnar rólega. Teygjur eftir hlaup eru mikilvægar og draga úr þreytu og stirðleika eftir æfingar.

Forðumst einhæft og of mikið álag. Kynntu þér þrepaskipt æfingaálag eða láttu reynda hlaupara hjálpa þér með æfingaáætlunina.

Niðurskokk, eða rólegt skokk eftir hlaup, er góð leið til að draga úr álagi og gefa líkamanum tækifæri til að jafna sig rólega eftir æfingu.

Góðir skór eru nauðsynlegir og göngugreining getur verið góð til að velja réttu skóna.

Best að fara varlega Fyrir þá sem ekki eru í toppformi er rétt að mæla með að fara rólega af stað í æfingum fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Annars getur fólk lent í hvimlegum meiðslum sem skemma gleðina. Mynd | NordicPhotos/Getty

Virknin er töfrum líkust

Sonur Anítu Óskar er með viðkvæma húð en hefur ekki fengið útbrot eftir að hann fór að nota Bioskin Junior húðvörurnar fyrir mig líka,“ segir Aníta Ósk Jóhannsdóttir. ioskin Junior frá Salcura „Sonur minn er með mjög þurra eru sérhannaðar húðvörhúð, fær útbrot og klóraði sig ur fyrir börn með exem og gjarnan til blóðs þegar verst lét. mjög þurra húð. Vörurnar Áður fyrr setti ég hann til dæmis henta börnum frá 3ja mánaða aldri. aldrei í bað án þess að í því væri kókosolía. En með olíunni varð Náttúruleg innihaldsefni hárið feitt og ég reyndi að forðast Bioskin Junior vörurnar eru að nota sjampó því það þurrkaði byggðar á náttúrulegum innihúðina, svo þetta rakst á. haldsefnum sem styðja við eigið Ég sá svo umfjöllun um Bioskin viðgerðarferli húðarinnar. Þær eru Junior vörurnar og ákvað að kláðastillandi, draga úr prófa. Ég keypti baðbólgu og roða ásamt mjólkina, sjampóið, „Bioskin því að vera nærandi rakaspreyið og kremið Junior og græðandi. Virku en það er töfrum líkast vörurnar eru hversu vel þetta hefur innihaldsefnin eru ilmorðnar hluti virkað. kjarnaolíur, vítamín og steinefni og þær Núna nota ég alltaf af minni innihalda ekki stera, baðmjólkina í baðið fjölskyldu.“ paraben eða SLS. hans og ber á hann ýmVörulínan samist spreyið eða kremið anstendur af spreyi, eftir þörfum. Húðin er „Það er kremi, sjampói og sápu öll önnur, miklu mýkri töfrum líkast ásamt baðmjólk sem viðkomu og hann hefhversu vel er gott að setja í baður ekki fengið útbrot vatnið. síðan ég byrjaði að þetta hefur nota vörurnar. Ég nota virkað.“ Notkun reyndar baðmjólkina og Daily Nourishing Spray spreyið líka fyrir sjálfa Aníta Ósk er notað a.m.k. tvisvar mig og nú get ég legið í Jóhannsdóttir á dag og Outbreak baði án þess að finna til Rescue Cream er svo notað til kláða eftir á, sem er stórkostlegt viðbótar þegar húðin er mjög þurr því ég elska að fara í bað.“ og illa farin. Engin takmörkun er á notkun varanna og ekki eru Sólarexemið hvarf þekktar neinar aukaverkanir en „Síðastliðið sumar fórum við það er mikilvægt að öll efni sem til sólarlanda og á þriðja degi notuð eru á húð barna séu mild og steyptist hann út í sólarexemi. Ég án ertandi efna. prófaði að hafa hann í bol, skola hann alltaf eftir sundlaugarferðVirknin er töfrum líkust irnar og bar svo á hann eina um„Ég var búin að leita lengi að ferð af kreminu, ca. 3-4 sinnum lausn fyrir son minn og reyndar yfir daginn. Með þessu minnkaði Unnið í samstarfi við Artasan

B

kláðinn strax og 2-3 dögum síðar var sólarexemið horfið.

Fleiri sundferðir

Eftir Spánarreynsluna erum við líka duglegri að fara í sund því áður hafði sundið alltaf svo slæm áhrif á húðina. Svo er spreyið frábært bæði þegar útbrotin voru mikil og erfitt að koma við þau og eins þegar þolinmæðin er ekki mikil, þá bara spreyjar maður yfir litla kroppinn og allir sáttir.“ Sölustaðir: Flest apótek og heilsubúðir (vöruúrval mismunandi eftir sölustöðum).


11 | amk… Laugardagur 18. júní 2016

Femarelle er dásamlegt fyrir konur á breytingaskeiði

…heilsa kynningar

Fermarelle er náttúruleg vara, unnin úr soya og vinnur á einkennum tíðahvarfa hjá konum. Hitakóf, nætursviti, skapsveiflur og verkir í liðum og vöðvum eru algeng einkenni tíðahvarfa. Virkni þess hefur verið staðfest með fjölda rannsókna á undanförnum 13 árum Unnið í samstarfi við Icecare

É

g las um Femarelle og leist vel á að prófa hormónalausa meðferð og hef tekið það inn í nokkra mánuði og er búin að endurheimta mitt fyrra líf,“ segir Eva Ólöf Hjaltadóttir, 71 árs. „Mér hafði ekki liðið nógu vel og var farið að finnast óþægilegt að vera mikið innan um fólk. Mér fannst ekki gott að vera í hávaða og hafði því einangrast félagslega,“ segir hún. „Eftir að ég hafði tekið Fermarelle í sex mánuði hætti ég að svitna eins og áður og er núna í sama bolnum allan daginn og er

Eva Ólöf Hjaltadóttir.

hætt að finna fyrir verkjum. Það besta er að börnin mín og tengdabörn hafa orð á því hvað ég sé orðin hress. Að auki hef ég misst 11 kíló án þess að reyna það sérstaklega. Ástæðan er sú að mér líður betur og ég get hreyft mig óhindrað. Ég er svo ánægð með Femarelle hylkin að ég mæli með þeim við allar vinkonur mínar.“

Eftir að Soffía hafði tekið Femarelle inn í aðeins 10 daga hurfu öll einkenni breytingaskeiðsins. „Nú fæ ég samfelldan svefn, finn ekki lengur fyrir hitakófum eða fótaóeirð og líður mun betur á allan hátt og er í góðu jafnvægi. Ég get ekki ímyndað mér hvernig mér liði í dag ef ég hefði ekki kynnst þessu dásamlega undraefni.“

Soffía Káradóttir.

Femarelle Femarelle er fáanlegt í apótekum, heilsuverslunum og í heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upplýsingar má nálgast á icecare. is og á Facebook-síðunni Femarelle.

„Ég ákvað að prófa Femarelle síðasta vetur eftir að hafa lesið frásögn konu í blaði þar sem hún lýsti ánægju sinni með vöruna,“ segir Soffía Káradóttir sem á þeim tíma var að byrja á breytingaskeiðinu en vildi ekki nota hormóna. „Ég fann fyrir hitakófum, fótaóeirð, skapsveiflum, líkamlegri vanlíðan og vaknaði oft upp á nóttunni.“

Laus við stirðleika í liðum Snorri Snorrason finnur ekki fyrir stirðleika í ökkla og úlnlið eftir að hann fór að nota Amino liði Unnið í samstarfi við Icecare

S Guðbjörg Gísladóttir.

Mælir heils hugar með Bio-Kult Bio-Kult er öflug blanda vinveittra gerla sem styrkja þarmaflóruna. Guðbjörg Gísladóttir finnur stórkostlegan mun á sér eftir að hún hóf notkun Bio-Kult Candéa Unnið í samstarfi við Icecare

G

uðbjörg Gísladóttir hefur góða reynslu af notkun Bio-Kult Candéa og finnur mun á sér eftir að hún fór að nota það. „Eftir að ég komst á ákveðinn aldur fór ég að finna í auknum mæli fyrir óþægindum vegna breytinga í slímhúðinni en eftir að ég byrjaði að nota Bio-Kult Candéa fann ég stórkostlegan mun á mér. Í gegnum tíðina hef ég einnig glímt við allskonar vandamál tengt ójafnvægi í flóru líkamans og finn ég að Bio Kult Candéa er að virka rosalega vel fyrir mig,“ segir Guðbjörg. Innihald Bio-Kult Candéa-hylkjanna er öflug blanda af vinveittum gerlum ásamt hvítlauk og „grape seed

extract“. Bio-Kult Candéa hylkin stuðla að eðlilegu flórujafnvægi og stuðla að eðlilegri meltingu. Vinnur meðal annars á brjóstsviða, húðvandamálum og roða í húð. Bio-Kult Original er einnig öflug blanda af vinveittum gerlum sem styrkja þarmaflóruna. Bio-Kult hentar vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður og börn. Fólk með mjólkurog sojaóþol má nota vörurnar. Mælt er með Bio-Kult í bókinni Melt­ingar­vegurinn og geðheilsa eftir dr. Natasha Campbell-McBride.

norri Snorrason er að norðan en býr í Kópavoginum og starfar sem vélamaður hjá Alexander Ólafssyni ehf. Hann er þykir einnig mikill og efnilegur tenór og stundar söngnám meðfram vinnu. En fyrir um rúmu einu ári fór að bera á miklum stirðleika í liðum hjá Snorra. Hann hefur enn ekki fengið neina nákvæma skýringu hvað hrjáði hann, hugsanlega þetta og hugsanlega hitt. Síðan tóku liðir upp á því að bólgna mjög mikið og kom sá tími að hann gat ekki stigið í fæturna vegna stirðleika og bólgu. Hann er búinn að prófa ýmislegt en ekkert hefur virkað sem hefur slegið almennilega á þessi einkenni. Konan hans heyrði af þessu undraefni Amino Liðir og ákvað að setja honum fyrir að taka þetta nú reglulega og prófa í um einn mánuð og sjá hvort hann myndi finna mun. Það vantaði ekki virknina! Innan fárra daga eftir að Snorri byrjaði að taka inn Amino Liði

Snorri Snorrason getur sinnt betur vinnu sinni og söngnámi eftir að hann fór að nota Amino Liði.

fann hann mikinn mun og gat fljótlega stigið óhikað í fæturna. Í dag er enginn stirðleiki og hann tekur bara Amino Liði inn. Þetta „svínvirkar“ á hann og gerir honum gott. „Stirðleiki í ökkla og úlnlið eru ekki lengur til staðar og það er Amino Liðum að þakka, engin spurning,“ segir Snorri.


…heilabrot

12 | amk… Laugardagur 18. júní 2016

Sudoku miðlungs 9 7

Krossgátan

2 3 4

5

298

KIPPAST

3

6 8 6 9 4 7

5

GJALDMIÐILL

ÓVILD

GÓL

4 3 4

2 8

9

4

STREYMI

LEGGJA NIÐUR

BLÝKÚLA

TÖNG

SKÓLI

VEIÐISTÖÐIN ÍLÁT

KVEINSTAFIR

VANTRÚAÐUR

UMHYGGJA

SLAPPUR FUM

HLJÓÐFÆRI

BÁTSSTAFN

UMRÓT

KK NAFN

PRANG

KRYDDA

PÍLA

SAMTÖK

SKAÐI VELJA

GLINGUR

TILBIÐJANDI

HEIMSÁLFU

SKAMMA

SKRÍN

FLÝTIR

RÍKI Í SV-ASÍU

FORPOKAST

BANDA

VERST

ÖRLÁTUR

SKORDÝR

ÓNEFNDUR

KVK NAFN

SÆRA

STANDA FRAM

ENDAVEGGUR

EFLA

BAKSA

SNERILL

ALDRAÐI

ÁTT

ÍÞRÓTTAFÉLAG

VOGUR

MELTINGARVÖKVI FLJÓTFÆRNI

REIKA

ÁVÖXTUR

TVEIR

HLIÐ

ÍSKUR

ÓSKUÐU

SAMTÖK

AFKVÆMI

GAN

SKAPRAUNA

SUÐURÁLFA

SLENGJAST

MÁLMUR

TRYGGING

HÓPUR

BIRGÐIR

ÁTT

STUNDA

ENDIR

AFTURKALLA

HELBER

BIRTA

REIÐIHLJÓÐ

BAKLAF Á FLÍK

GRAS

ÁVARPAR

TAPPI

ANDSTÆÐINGA

HEITUR

HELBER

TVEIR EINS

ÁFERGJA

TVEIR EINS

ÓHREINKA

FAG

STELA

BÝSN

Í RÖÐ

ÁTT

NÁKVÆMLEGA

HJÁLPA

MOLA

SÆTI HRISTA

ÞEFJA

RENNSLI

MAGUR

ÁLANDS- ÝTARLEGRI VINDUR

I N N L Ö G N

N Á N A R I

A Ð I L I FLISSA

SÚPUSKÁL

S K R Í K J A

T A R Í N A

ÁNA

SVELTI

MÓTA

REKKJA BOX

ÓHRÓÐUR

DÓTARÍ

STJÖRNUÁR

UNAÐUR

SJÓ

VIÐSKIPTI

ÞÓFI

TALA

HRYGNING TVEIR EINS

MÁLHELTI

ASI ÍÞRÓTT

NÆRA

FYLGJA

VAFSTUR

SAMSULLIÐ

AFSKEKKTUR

SNÍÐA

SÆRA

VIÐ FÆÐA

SKST.

SLEIT

SKORPA

MARGVÍSLEGAN

ÓSKIPT

LINA

SKILABOÐ

SKARÐ

LITA

TRJÁTEGUNDAR

DÝRAHLJÓÐ

ÆTÍÐ

SKORDÝR

SAMRÆÐA

ÁKEFÐ

SETT

SAMTÖK

RÁS

BORÐFLASKA FRAMKVÆMA

DANS

SAMTÖK

FARMRÚM

SVELG

YFIRBRAGÐ

FÍFLAST

ALDINS

AUMA

FÁT

FASTA STÆRÐ

SLAGA

KARLFUGL

GALGOPI

T R A L L I

ÞÁTTTAKANDI

FUGL

FLASKA

BÁL

H V R A M A K V E E F A G J A R Ö N N L A S I N E F F I Ð S M Á R I Æ G L A T A B A J Á T A R I S K R A Á V Í T A A S K J A H R A Ð S Í S T Ó S P N N M A R Í A S K A B I S A A U Ð G A T R K U S K N A G A A K A R N V A F R A U R G A S Í L A M B T A F R Í K A S L Á Þ A K L I Ð N V I Ð R O F A A L G E R U S P O N S Y R Ð I R P A R T1.950 A K AKR.F E I SOKKABUXUR S T Y Ð O R Ð R É T T K V A R N R E I S L A 297

TÝNA

ÖRVA

GÓLA

Allar gáturnar á netinu Allar krossgátur Fréttatímans frá upphafi er hægt að nálgast á vefnum krossgatur.gatur.net

SRÍÐNI

TJÓN

FÉLAGAR

Lausn síðustu krossgátu

KÆKUR

ÚÐA

IM

Í RÖÐ

6

ÆVINLEGA

BARN

SVÍVIRÐA

8 1 3 5 1 2 1 8 9 7 8 3

HUGÐIST

TRUFLUN

SAMTALS

SOKKAR.IS OPNAR Á ÍSLANDI VERTU MEÐ ÍSLAND Á TÁNUM ! ÍSLANDSSOKKARNIR TRYGGJA RÉTTU STEMNINGUNA, ÁFRAM ÍSLAND!

KKAR

FÁST EINNIG Í HAGKAUP.

KKAR

AFGANGAR

VEIKJA

3

VOG

HÓPUR

ÁÐUR

SLÆÐA

2

SAMSTÆÐA

Í RÖÐ

ÍLÁT

LAXBRÓÐIR

KRAÐAK

Sudoku þung

HÁMARK

TÁKN

MÁTTLEYSI

6 3

9 5

BLÖÐRU

HRYNJANDI

8 9 7 2 3 5

2

LESANDI


GEORGE FOREMAN

HEILSUGRILLIN

20% COMPACT 38sm2 grillflötur

FULLT VERÐ ... 16.995 TILBOÐ ......... 11.995

EM

1400W

FAMILY 51sm2 grillflötur

FULLT VERÐ ...19.995 TILBOÐ .........13.995

ENTERTAINMENT 64sm2 grillflötur

FULLT VERÐ ...22.995 TILBOÐ .........15.995

TILBOÐSDAGAR

20-50% AFSL.

AEG RYKSUGA

VERÐ ÁÐUR ...15.995 TILBOÐ .........12.795 SEVERIN BLANDARI

Með losanlegum plötum

30%

SMOOTHIE GLAS MEÐ RÖRI

30%

500W

25% ÖFLUGUR MYLUR KLAKA

KRINGLUNNI • SÍMI 568 9400 • BYGGTOGBUID.IS

VERÐ ÁÐUR .....9.995 TILBOÐ ...........7.495

VERÐ ÁÐUR ...2.495 TILBOÐ .........1.795

LÝKUR 30% - 50% UM HELGINA! 20% - 30% 50% WALTHER BJÓRGLÖS

GRILLÁHÖLD KUCHENPROFI

KJÖTHITAMÆLIR

KUCHENPROFI

DIGITAL

KJÚKLINGA STANDUR

30%

30%

VERÐ ÁÐUR ... 6.995 TILBOÐ ......... 4.895

VERÐ ÁÐUR ... 6.995 TILBOÐ ......... 4.895 KUCHENPROFI

GRILLÁHÖLD

HAMBORGARAPRESSA

50%

3STK

6 STK

ALLIR HÁRBLÁSARAR BORÐ- OG GÓLFVIFTUR

30%

VERÐ ÁÐUR ...1.495 TILBOÐ ............745

ibili PÖNNUR

VERÐ ÁÐUR ...3.995 TILBOÐ .........1.995

50%

VERÐ ÁÐUR ...4.995 TILBOÐ .........3.495 PIZZASTEINN Í GRIND 30sm

25% - 30% 30%R LÝKU UM HELGINA! 50%

Virka á allar gerðir hellna!

Scou KJÖTHITAMÆLIR DIGITAL

VERÐ ÁÐUR ...3.995 TILBOÐ .........1.995

VERÐ ÁÐUR ...3.995 TILBOÐ .........2.795

VERÐ FRÁ .....2.495

GRILLTILBOÐ VEGLEGIR KAUPAUKAR

Frí heimsending og samsetning á höfuðborgarsvæðinu! TRU-Infrared er byltingarkennd nýjung sem tryggir jafnari hitadreifingu, útilokar að eldur logi upp yfir grindurnar og notar minna gas.

2ja brennara: • 2 brennarar 6,2kw/klst • Grillflötur: 47x47 cm • HxBxD: 113x118x55

FULLT VERÐ ..... 69.995 TILBOÐ ........... 59.995

3ja brennara: • 3 brennarar 8,8kw/klst • Hliðarbrennari: 3,8kw • Grillflötur: 67x47 cm • HxBxD: 116x139x55

4ja brennara: • 4 brennarar 11,7kw/klst • Hliðarbrennari: 3,8kw • Grillflötur: 79x47 cm • HxBxD: 120x150x55

FULLT VERÐ ... 109.995 TILBOÐ ........... 94.995

FULLT VERÐ ... 139.995 TILBOÐ ......... 119.995


…sjónvarp

14 | amk… Laugardagur 18. júní 2016

Stórleikur gegn Ungverjum Ísland – Ungverjaland Síminn sport og RÚV laugardag klukkan 16 Strákarnir okkar stóðu sig frábærlega í fyrsta leiknum á EM gegn Portúgölum. Eftir að hafa náð jafntefli í þeim leik virðast okkur allir vegir færir og við komum bjartsýn til leiks í dag. Andstæðingarnir, Ungverjar, unnu góðan sigur á Austurríkismönnum í sínum fyrsta leik og verða því engin lömb að leika sér við. Upphitun verður fyrir leikinn og eftir hann verður farið yfir helstu atvik.

Stuðmenn á tónleikum

Stuðmenn – Koma naktir fram RÚV laugardag klukkan 20.40 Upptaka af tónleikum Stuðmanna í Gamla bíói í nóvember 2015 þar sem hljómsveitin spilaði öll sín helstu lög. Þetta er fyrri hluti en sá síðari verður sýndur að viku liðinni.

Laugardagur 11.06.16 rúv 07.00 KrakkaRÚV 10.35 Leiðin til Frakklands e. 11.00 Viðtal við Jane Goodall 11.20 Golfið (2:8) e. 11.45 Sterkasti fatlaði maður heims 12.15 Með allt á hreinu e. 14.00 EM svítan (3:4) 16.00 Ungverjaland - Ísland B 18.50 Táknmálsfréttir 18.54 Lottó (43:70) 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.40 Áramótaskaup 2002 20.40 Stuðmenn - Koma naktir fram (1:2) Upptaka af tónleikum Stuðmanna. 21.45 Proof (Lausnin) Verðlaunuð spennumynd með Gwyneth Paltrow, Anthony Hopkins og Jake Gyllenhaal í aðalhlutverkum. Dóttir framúrskarandi stærðfræðings reynir að horfast í augu við föðurarfinn; geðveikina. Til að bæta gráu ofan á svart þvælist fyrrum nemandi föður hennar fyrir henni ásamt systur hennar sem hún hefur ekki séð árum saman. Leikstjóri: John Madden. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 23.30 Barnaby ræður gátuna – Bergmál látinna e. 01.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (79)

Sjónvarp símans

50%

40% 60%

LÁGMARKSAFLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM NÚ

40%

60% 40%

06:00 Pepsi MAX tónlist 10:20 The Tonight Show 12:20 EM 2016 á 30 mínútum 12:55 The Biggest Loser - Ísl. 13:55 Korter í kvöldmat (3:12) 14:00 EM 2016 svítan 15:50 Ísland - Ungverjaland B 18:00 EM 2016 svítan 18:50 King of Queens (22:25) 19:15 Pretty Woman. 21:15 EM 2016 á 30 mínútum 21:50 Chloe Spennumynd með Liam Neeson, Julianne Moore og Amanda Seyfried í aðalhlutverkum. Dr. Catherine Stewart grunar að eiginmanninn um framhjáhald og ræður vændiskonu til að táldraga

hann. Leikstjóri er Atom Egoyan. Bönnuð börnum. 23:30 Mr. Brooks Magnaður spennutryllir með Kevin Costner, Demi Moore og William Hurt í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um virtan kaupsýslumann sem lifir tvöföldu lífi. Á yfirborðinu er hann rólyndur fjölskyldumaður en undir niðri leynist kaldrifjaður morðingi. Stranglega bönnuð börnum. 01:30 Snow Falling On Cedars Dramatísk mynd með Ethan Hawke, Max von Sydow og Yûki Kudô í aðalhlutverkum. Bönnuð börnum. 03:40 CSI (17:18) 04:25 The Late Late Show James Corden 05:05 The Late Late Show James Corden 05:45 Pepsi MAX tónlist

Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:50 Íþróttir

Hringbraut 20:00-20:30 Lóa og lífið 20:30-21:00 Bankað upp á 21:00-21:30 Lífið og Herrahorn Sigmundar Ernis 21:30-22:00 Fólk með Sirrý 22:00-22:30 Lífið og Matjurtir 22:30-23:00 Mannamál 23:00-00:00 Þjóðbraut

N4 16:30 Hvítir mávar 17:00 Að norðan 17:30 Mótorhaus 18:00 Milli himins og jarðar 18:30 Að austan 19:00 Að Norðan 19:30 Hundaráð (e) 20:00 Að vestan 20:30 Hvítir mávar 21:00 Að norðan 21:30 Mótorhaus 22:00 Milli himins og jarðar 22:30 Að austan 23:00 Hundaráð (e) Dagskrá N4 er endurtekin allan sólarhringinn um helgar.

Saga Sunnu Valdísar

Mennskar tímasprengjur RÚV sunnudag klukkan 20.35 Ný íslensk heimildarmynd um einn flóknasta taugasjúkdóm sem til er: Alternating Hemiplegia of Childhood. Í myndinni kynnumst við ungri stúlku, Sunnu Valdísi Sigurðardóttur, eina Íslendingnum sem hefur greinst með sjúkdóminn. Við fylgjumst með baráttu fjölskyldu hennar og voninni um að fá lækningu sem gæti verið í sjónmáli.

Sunnudagur 12.06.16 rúv 07.00 KrakkaRÚV 10.15 Áramótaskaup 2002 e. 11.10 Augnablik 11.25 Bókaspjall Jonas Gardell 11.55 Finnbogi Pétursson e. 12.40 Saga Stuðmanna e. 14.05 Eyðibýli (6:6) e. 14.45 Stuðmenn 15.45 Saga af strák e. 16.10 Sumartónleikar í Schö. 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 KrakkaRÚV (73:300) 17.56 Ævintýri Berta og Árna 18.00 Stundin okkar (11:22) e. 18.25 Tobias og sætabrauðið 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Höfundur óþekktur e. 20.35 Mennskar tímasprengjur Ný íslensk heimildarmynd um einn flóknasta taugasjúkdóm sem til er: Alternating Hemiplegia of Childhood. Í myndinni kynnumst við ungri stúlku, Dagskrárgerð: Ágústa Fanney Snorradóttir. Framleiðsla: AHC samtökin á Íslandi. 21.20 Indian Summers (5:10) Ekki við hæfi ungra barna. 22.05 Hvítir mávar 23.25 Vitnin (3:6) e. 00.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (80)

Sjónvarp símans 06:00 Pepsi MAX tónlist 10:05 The Tonight Show 11:25 EM 2016 á 30 mínútum 12:00 The Biggest Loser - Ísl. 13:00 French Kiss Gamanmynd 14:55 Legally Blonde 16:35 Life is Wild (6:13) 17:20 Parenthood (14:22) 18:00 EM 2016 svítan 18:50 Rúmenía - Albanía 21:15 EM 2016 á 30 mínútum 21:50 The Family (10:12) Dramatísk þáttaröð. Drengur sem hvarf sporlaust fyrir áratug snýr óvænt aftur til fjölskyldu sinnar. Mamma hans var að stíga sín fyrstu spor í stjórnmálum þegar sonurinn hvarf en er núna orðin borgarstjóri. Allir í fjölskyldunni eiga sín

leyndarmál og það eru ekki allir sannfærðir um að unglingurinn sem snéri tilbaka sé sá sem hann segist vera. 22:35 American Crime (10:10) 23:20 Penny Dreadful (4:10) 00:05 Billions (7:12) Mögnuð þáttaröð og að margra mati besta nýja þáttaröð vetrarins 2015-16. Milljónamæringurinn Bobby “Axe” Axelrod hefur byggt upp stórveldi í kringum vogurnarsjóð og er grunaður um ólöglega starfshætti. Saksóknarinn Chuck Rhoades er staðráðinn í að koma honum á bak við lás og slá og er tilbúinn að beyta öllum tiltækum ráðum. Aðalhlutverkin leika Damian Lewis og Paul Giamatti. 00:50 Heroes Reborn (2:13) 01:35 The Family (10:12) 02:20 American Crime (10:10) 03:05 Penny Dreadful (4:10) 03:50 The Late Late Show 04:30 Pepsi MAX tónlist

Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:50 Íþróttir

Hringbraut 20:00-21:00 Heimilið 21:00-21:30 Okkar fólk 21:30-22:00 Kokkasögur 22:00-23:00 Heimilið (e) 23:00-23:30 Okkar fólk (e) 23:30-00:00 Kokkasögur (e)

N4 15:30 Hundaráð (e) 16:00 Að vestan 16:30 Hvítir mávar 17:00 Að norðan 17:30 Mótorhaus 18:00 Milli himins og jarðar 18:30 Að austan 19:00 Að Norðan 19:30 Hundaráð (e) 20:00 Skeifnasprettur 20:30 Hvítir mávar 21:00 Skeifnasprettur 21:30 Mótorhaus 22:00 Skeifnasprettur Dagskrá N4 er endurtekin allan sólarhringinn um helgar.

50%

SRI LANKA FERÐAÁÆTLUN 03. - 16. NÓVEMBER 2016 Markaður Smáratorgi

Smáratorgi, Kópavogi

Opið virka daga 11.00-18.00 Laugardaga 11.00-18.00 Sunnudaga 12.00-18.00

Outlet Grafarvogi

Vínlandsleið, Grafarholti

Opið virka daga 11.00-18.00 Laugardaga 11.00-16.00 Sunnudaga 13.00-17.00

Stórkostleg náttúra, einstakt mannlíf og forn menning. Kynnstu fjölbreyttu dýralífi í safaríferð um þjóðgarð eyjunnar en þar má m.a sjá fílahjarðir, hlébarða, krókódíla, buffala, apa, slöngur og einstakt fuglalíf.

549.900.á mann í 2ja manna herbergi Innifalið í verði: Hálft fæði, flug, hótel, skattar, islenskur fararstjóri og allar ferðir m.a. Safarí ferð um Yala þjóðgarðinn

WWW.TRANSATLANTIC.IS

SÍMI: 588 8900


…sjónvarp

15 | amk… Laugardagur 18. júní 2016

Geggjað að fylgjast með stórmótum eins og EM Sófakartaflan

Berglind Björg Þorvalds­ dóttir, landsliðskona í knattspyrnu.

Nýir sænskir spennuþættir

Aðferð (Modus) RÚV mánudag klukkan 21 Ný sænsk spennuþáttaröð byggð á bókinni Frukta inte eftir Anne Holt um geðlækninn og afbrotafræðinginn Inger Johanne. Í Stokkhólmi hlaðast líkin upp þó dánarorsökin sé aldrei sú sama. En áður en langt um líður fer Inger að taka eftir ákveðnu mynstri.

Rúmensk verðlaunamynd í Bíó Paradís The Treasure Bíó Paradís Rúmenska verðlaunakvikmyndin The Treasure, í leikstjórn Corneliu Porumboiu, er komin í sýningar. Í myndinni segir af Costi sem lifir frekar friðsömu lífi. Á kvöldin les hann fyrir sex ára gamlan son sinn, en uppáhaldssaga hans er sagan um Hróa Hött. Einn góðan veðurdag bankar nágranni þeirra, Adrian, upp á, og fer að segja Costi frá dularfullum fjársjóði sem hann telur vera grafinn á jörð langalangaafa síns á tímum kommúnista. Adrian stingur upp á því að ef Costi hjálpar honum að leigja málmleitartæki þá fái hann helming fjársjóðsins að launum.

Er Ronaldo hættur að væla? Portúgal – Austurríki Cristiano Ronaldo var ekki sáttur eftir jafntefli Portúgala við Íslendinga í fyrsta leik. Hér fær hann kjörið tækifæri til að bæta fyrir dapran leik sinn en þá þarf hann að komast í gegnum Austurríkismenn sem töpuðu fyrsta leik sínum frekar óvænt.

EM um helgina Í dag, laugardag 18. júní 13.00 Belgía - Írland E-riðill 16.00 Ísland - Ungverjaland F-riðill 19.00 Portúgal - Austurríki F-riðill

Á morgun, sunnudag 19. júní 19.00 Rúmenía - Albanía A-riðill 19.00 Sviss - Frakklans A-riðill

„Ég vaknaði með bros á bros á vör á þriðjudaginn, þegar fyrsti leikur Íslands á EM var, full tilhlökkunar að sjá þá spila. Ég held að okk­ ur eigi eftir að ganga vel á þessu móti, eins og sannaðist í þessum fyrsta leik. Ég á mér ekkert annað uppáhaldslið á EM en mér finnst leikmenn Þýskaland alveg flottir. Ég fylgist vel með þessum stórmótum þegar þau eru og reyni að horfa á sem flesta leiki. Bæði stórmót hjá konum og körlum. Það er svo mikið

í gangi á svona mótum, þetta er al­ veg geggjað. Fyrir utan EM horfi ég alveg slatta mikið á sjónvarp. Ég horfi auðvitað mikið á íþróttir, mér fannst til dæmis geggjað að horfa á hand­ boltann í vetur. Svo er það bara þetta klassíska, Scandal og Game of Thrones. Já, og svo var mágkona mín að byrja að horfa á RuPaul’s Drag Race á Netflix. Ég er búin að horfa á nokkra þætti og það er mjög... skemmtilegt.“ Vaknaði full tilhlökkunar Berglind Björg er landsliðskona í fótbolta og fylgist auðvitað vel með EM í Frakklandi. Mynd | Hari


Hin 70 ára gamla lafði Helen Mirren verður meðal leikara í Fast and Furi­ous 8. Eins og kunnugt er var hluti myndarinnar tekinn upp hér á landi.

alla föstudaga og laugardaga

Adam Levine mun greiða fyrir jarðarför Christina Grimmie

Fluttu vegna draugagangs Samkvæmt eiginkonu leikarans Jason Biggs, Jenny Mollen, hefur draugur með hund ofsótt þau og elti þau meira að segja frá Los Angeles til New York. Jenny segir að þetta hafi allt hafist þegar þau fóru að taka eftir því að dyr á heimili þeirra voru að opnast í sífellu án þess að þau hefðu opnað þær. Hún hafði samband við miðil sem talaði um framliðinn hund og gamlan mann sem hún sæi fylgja Jenny. „Ég get þolað að það sé hundur að fylgja mér en gamli maðurinn verður að fara,“ sagði Jenny í samtali við Us Weekly. Fljótlega eftir þetta ákváðu þau að flytja með tveggja ára son sinn úr húsinu.

Adam Levine mun greiða fyrir jarðarför Christina Grimmie Í kjölfar morðsins á ungu amerísku söngkonunni Christina Grimmie (22) hefur söngvarinn Adam Levine gefið út að hann muni persónulega greiða allan tilkostnað á jarðarför hennar. Christina var myrt á skelfilegan máta þegar hún var að skrifa eiginhandaráritanir fyrir aðdáendur sína í Orlando í síðustu viku. Lögreglan telur

að morðið hafði verið af ásettu ráði og náði bróðir hennar, Marcus, að yfirbuga árásarmanninn, en það var því miður of seint fyrir unga söngstirnið. Eftir að bróðir hennar hafði með naumindum komið í veg fyrir að hann gæti skotið aðra sem stóðu hjá, skaut

árásarmaðurinn sjálfan sig til bana. Marcus hafði farið á facebook síðu sína og óskað eftir aðstoð við að fjármagna jarðarför systur sinnar, en stuttu Hjartagóður Adam Levine er í öngum sínum yfir því ofbeldi sem viðgengst í heiminum.

síðar sagði hann að fjárhagsaðstoð væri með öllu óþörf, vegna þess að Adam Levine hefði haft samband við móður hans og sagt henni að hann myndi greiða allan tilkostnað. Adam segir að Christina hafi verið með náttúrulegan hæfileika, sem fyrir finnast ofur sjaldan og að hún hafi verið tekin frá okkur allt of snemma. Hann sé í öngum sínum yfir því ofbeldi sem á sér endalaust stað í heiminum.

Svíf þú inn í svefninn ...í rúmi frá okkur!

RÚM

Jónína á þýsku Skáldsagan Bara ef ... eftir Jónínu Leósdóttur kom nýlega út í Þýskalandi hjá KiWi forlaginu. Um er að ræða kiljuútgáfu og er þýskur titill verksins Meine Familie und andere Katastrophen. Það var Tina Flecken sem þýddi.

Skúli verðlaunaður Skúli Sverrisson hlaut verðlaun úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara í vikunni. Þetta var í sjötta sinn sem úthlutað er úr minningarsjóðnum en verðlaunaféð nemur einni milljón króna. Skúli Sverrisson bætist þar sem í góðan hóp tónlistarfólks sem hlotið hefur verðlaun úr sjóðnum, þeirra Kristins H. Árnasonar, Daníels Bjarnasonar, Helgu Kristbjargar Guðmundsdóttur, Ara Braga Kárasonar og Sunnu Gunnlaugsdóttur.

Rúm, springdýnur, sængurver, púðar & rúmteppi, gjafavara! ...við erum með þetta allt og meira til!

Í áraraðir hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum, allt eftir þínum óskum. Lengd, breidd og mismunandi hæð á rúmunum eykur þægindin. Við bjóðum mismunandi stífleika á dýnum, allt eftir þyngd þeirra sem á dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr.

ÍSLENSK HÖNNUN – ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

STAFRÆNT Þarftu skjóta afgreiðslu á einblöðungum, bæklingum, veggspjöldum, skýrslum, eða nafnspjöldum? Þá gæti stafræna leiðin hentað þér. Sendu okkur línu og fáðu verðtilboð.

Dalshrauni 8 - Hafnarfirði | Sími 555 0397 | rbrum@rbrum.is | rbrum.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.