Amk 19 08 2016

Page 1

FÖSTUDAGUR

19.08.16

KATRÍN LIFIR Á TÓNLISTINNI Í LONDON STRIGASKÓRNIR ALLTAF HEITIR

FYRRUM OFURFYRIRSÆTAN HELDUR SÍNA FYRSTU LJÓSMYNDASÝNINGU

NOTAÐU AVÓKADÓ Í STAÐINN FYRIR MÆJÓNES

ELÍSABET DAVÍÐS

HVERNIG Á AÐ HAGA SÉR EFTIR MARAÞON?

12 SÍÐNA AUKABLAÐ UM ÍÞRÓTTIR OG TÓMSTUNDIR BARNA Mynd | Rut

SKÓLADAGAR 20% afsláttur af gleraugum Skólavördustíg 2

Kringlunni

Bláuhúsin v. Faxafen

4


…fólk

2 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016

Ávarpaði aðdáendur sárlasin Söngkonan Adele varð að hætta við tvenna tónleika vegna veikinda. Söngkonan Adele hefur síðustu mánuði verið á tónleikaferðalagi um Norður-Ameríku og hefur ­slegið í gegn kvöld eftir kvöld. Hún heillar áhorfendur upp úr ­skónum með einstakri rödd sinni og skemmtilega kaldhæðnum breskum húmor. En svona mikil keyrsla getur tekið sinn toll af heilsunni og það er nákvæmlega það sem gerðist í tilfelli Adele. Í vikunni var hún orðin svo uppfull af kvefi og hálsbólgu að hún gat ekki með nokkru móti sungið, þrátt fyrir að hafa reynt að hita sig

vel upp. Þurfti hún því að því að hætta við tvenna tónleika í Pheonix. Hún tók upp myndband þar sem hún talaði til aðdáenda sinna og birti á instagram. Þar baðst hún innilega afsökunar á því að bregðast aðdáendum sínum með þessum hætti, en tók jafnframt fram að hún yrði að hugsa um sjálfa sig og ná heilsu svo hún gæti haldið tónleikaferðalaginu áfram. Það fór ekki á milli mála í myndbandinu að söngkonan var sárlasin. Hún var mjög stífluð af kvefi, rauð og sár á nefinu eftir að

Langar að stofna fjölskyldu með Katy Perry Samband Katy Perry og Orlando Bloom er sterkara en nokkru sinni. Sést hefur til Katy með hring sem margir héldu að væri trúlofunarhringur, en svo var ekki. Kunningi parsins segir samt að það sé ekki langt að bíða eftir því að þau muni setja upp hringana. Hann segir líka: „Hann talar endalaust um Katy og sér ekki sólina fyrir henni. Hann væri alveg til í að stofna til fjölskyldu með Katy og eignast fleiri börn, en Orlando á 5 ára gamlan son með Miranda Kerr.“ Þau eru samt ekkert að drífa sig en skilnaður Katy við Russell Brand reyndi mikið á hana. Russell sótti um skilnað síðla árs árið 2011, aðeins ári eftir ævintýralegt brúðkaup þeirra á Indlandi.

Ben veit ekkert hvar hann stendur Ben Affleck er orðinn óþreyjufullur að fá að vita hvort eiginkona hans, Jennifer, sé að fara að skilja við hann eða ekki. „Mörgum finnst Jennifer vera að leika sér að tilfinningum Ben og stjórna honum með því að halda honum í tilfinningalegri óvissu,“ segir heimildarmaður RadarOnline. Þau skildu að borði og sæng fyrir rúmu ári eftir að sögur voru um að Ben hefði verið henni ótrúr. „Alltaf þegar Ben heldur að þau séu að fara að taka saman aftur kemur Jennifer í viðtal eða sendir frá sér yfirlýsingu þess efnis að þau séu ekki að taka saman aftur,“ segir þessi heimildarmaður. „Ben veit ekkert hvar hann stendur gagnvart henni.“

Frægðin er ekki tekin út með sældinni One Direction drengirnir Niall Horan og Louis Tomlinson þurftu að skipta um símanúmer eftir að hafa verið áreittir af óþekktum einstaklingi. Strákarnir sögðu frá þessu á Twitter en Louis skrifaði: „Kominn tími til að skipta um númer… er að fá ógeðsleg skilaboð á Whatsapp…. Aular!“ Hljómsveitarfélagi hans svaraði strax „Ég líka vinur. Hrikalegir hlutir sem sumt fólk er að segja.“ Louis, sem auðvitað var í uppnámi eftir þessi skilaboð, sló þessu nú samt líka upp í grín og skrifaði: „Við ættum kannski að skora á þessa aðila í rapp keppni og taka þá í nefið á 64 börum.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Niall lendir í of ágengum aðdáendum, en fyrir mánuði kvartaði hann yfir því að einhver aðdáandi tók mynd af honum þar sem hann svaf í flugvél. Honum fannst það fullmikið af hinu góða.

Ekki upp á sitt besta Adele leit ekki alveg svona vel út í myndbandinu sem hún birti á Instagram í vikunni.

„Skemmti mér konunglega við það sem ég er að gera“

Katrín Ýr er á leið til Íslands til að fylgja eftir smáskífunni sinni og starfa með íslensku tónlistarfólki. Lifir á tónlistinni í London en er lítið þekkt hér heima. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is „Ég er bara að gera þetta sjálf, en með mikilli hjálp frá vinum. Þeir hafa verið að spila fyrir mig og syngja með mér. Ég get sagt þeim hvað á að spila þó ég geti ekki spilað það sjálf,“ segir Katrín Ýr Óskarsdóttir söngkona sem gaf út smáskífuna „Heard It All Before“ í vor. Nú er annað lagið af plötunni „Take Control“ komið í spilun í íslensku útvarpi og Katrín, sem er búsett í London, er á leið til landsins að fylgja smáskífunni eftir. Blaðmaður náði tali af henni þar sem hún sat í lest í London. „Ég er að skrifa tónlist og á leið í smá stúdíó„session“ með tónlistarfólki heima. Mig langar líka að koma tónlistinni minni á fleiri útvarpsstöðvar heima. Ég hef eiginlega bara unnið við tónlist úti, en hef einhverja þörf fyrir að koma mér aðeins meira á kortið heima. Tónlistarlífið heima hefur verið svo mikið að blómstra.“

Vill kynna sig heima

GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.

VERÐ FRÁ 87.900.BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október.

WWW.TRANSATLANTIC.IS

hafa snýtt sér aðeins of oft, þrútin í andlitinu með blóðhlaupin augu. Rúmið var augljóslega eini staðurinn sem hún átti heima í. Adele lofaði aðdáendum ­sínum að hún myndi koma aftur til Pheonix síðar og halda tónleika. Það er vonandi að spenntir tónleikagestir erfi þetta ekki við sárlasna söngkonuna.

SÍMI: 588 8900

Katrín hefur búið í London í tíu ár og tónlistin er hennar lifibrauð. Hún segir fólk á Íslandi oft verða hissa þegar hún segist vera tónlistarkona í London. „Fólki finnst oft merkilegt að ég sé tónlistarkona í útlöndum, en það viti samt ekki hver ég er. Þess vegna væri gaman að stimpla sig inn á markaðinn heima,“ segir Katrín sem upphaflega ætlaði sér aðeins að vera ár í London, klára þar diplómanám, og koma heim. En plönin breyttust aðeins. Hún endaði í þriggja ára söngnámi við The Institute of Contemporary Music Performance.

Fór að semja eigin tónlist

„Ég byrjaði aðeins að starfa við tónlist á meðan ég var í skólanum en hef unnið við þetta í fullu starfi síðan ég lauk námi. Þegar ég bjó heima þá datt mér aldrei í hug að ég gæti unnið bara við tónlist, en þá var ég oft að syngja á skemmtistöðum um helgar,“ ­segir Katrín sem er búin að fá

Fjölbreytt verkefni Katrín hefur nóg að gera í London og hefur meðal annars verið að syngja í brúðkaupum og fyrirtækjaskemmtunum. Mynd | Vicky Baptiste - Flux Photographic

mörg skemmtileg tækifæri í tónlistinni úti ásamt því að hafa ferðast mikið. Þá kennir hún einn til tvo daga í viku við skólann sem hún lærði í. Hún hafði ekki mikið verið að fást við sína tónlist fyrr en síðasta haust. Þá ákvað hún að láta slag standa. „Það kostar auðvitað peninga að gera sína eigin tónlist, þannig það getur verið erfitt. En fyrir um ári síðan fannst mér tími til kominn að gera það sem ég væri búin að vera á leiðinni að gera í mörg ár.“

Er að upplifa drauminn

Fólki finnst oft merkilegt að ég sé tónlistarkona í útlöndum, en það viti samt ekki hver ég er.

Verkefnin hingað til hafa verið mjög fjölbreytt, en Katrín hefur til dæmis verið að syngja í brúðkaupum og á fyrirtækjaskemmtunum. „Ég er rosa léleg í að gera alltaf það sama og rútína hentar mér ekkert sérstaklega vel. Þetta er bara draumurinn og ég skemmti mér konunglega við það sem ég er að gera,“ segir Katrín hlæjandi.

Hún viðurkennir þó að sumir mánuðir geti verið erfiðari en aðrir, enda er mismikið að gera eftir árstíðum. „Það getur verið lítið að gera í janúar og febrúar, en ég lifi alveg með því. Það er bara eins og í mörgum öðrum störfum. Fólk fær stundum mikla yfirvinnu og stundum ekki. Þegar ég útskrifaðist þá beit ég í mig að ég ætlaði bara að vinna við þetta og ég hef staðið við það.“

Fylgstu með Katrínu: Instagram @IntroducingKat Snapchat IntroducingKat Facebook Katrín - IntroducingKat Soundcloud IntroducingKat Youtube IntroducingKat Hægt að hlusta á og ná í smáskífuna „I Have Heard It All Before“ á iTunes, Spotify, Soundcloud og Tónlist.is.



…viðtal

4 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016

Skemmtilegra fyrir aftan myndavélina

Elísabet Davíðs, fyrrverandi ofurfyrirsæta, heldur sína fyrstu ljósmyndasýningu. Hún prýddi forsíður allra helstu tísku­ tímarita í heiminum á fyrirsætuferlinum, en er nú komin hinumegin við myndavélina. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is

Þ

etta er í fyrsta sinn sem ég sýni verk eftir sjálfa mig en að mestu leyti hef ég verið að vinna við „portrait“ og „commercial“ ljósmyndun, taka myndir fyrir tískubæklinga og tískuþætti. Svo hef ég líka svolítið verið að vinna með listamönnum, þar á meðal Ragnari Kjartanssyni, Hrafnhildi Árnadóttir og Kristínu Önnu,“ segir Elísabet Davíðsdóttir, ljósmyndari og fyrrverandi ofurfyrirsæta, sem opnar í dag, föstudag, sína fyrstu ljósmyndasýningu í gallerí Mengi á Óðinsgötu. Sýningin nefnist SURFACE.

Fékk spark í rassinn

Ljósmyndun hefur verið hennar aðalstarf síðastliðin sex ár, en hún hefur ekki gefið sér tíma til að setja upp sýningu fyrr en nú. Reyndar hefði hún örugglega aldrei farið út í þetta verkefni nema af því hún fékk smá spark í rassinn frá framleiðanda sýningarinnar, Ragnheiði Pálsdóttur. Elísabet hefur verið með heimili í New York í 17 ár og fékk Græna kortið fyrir nokkrum árum. Hún er í sambúð með manni sem rekur gallerí þar í borg og saman eiga þau 15 mánaða gamlan son, en fyrir á Elísabet son sem er 11 ára. Hún talar samt ennþá um Ísland sem heima og býst ekki við því að það breytist.

Fann ró í götumerkingum

„Ég hef alltaf reynt að fara heim tvisvar til þrisvar á ári en undanfarin tvö ár ég hef ég bara komist heim einu sinni á ári. En alltaf þegar ég kem heim finn ég hvað það er gott að fara út á land og ná jarðtengingu. En verkefnið spratt út frá því að finna þessa ró í New York,“ útskýrir hún. Ég hef alltaf verið mjög upptekin af áferð og formum, bæði í íslenskri náttúru og víðar. Götumerkingarnar í New York vöktu þess vegna athygli mína. Þegar maður fer að skoða þetta nánar þá getur maður alveg gleymt sér, segir Elísabet. „Ég er með 15 mánaða gamalt barn þannig þetta hefur verið minn tími – að fara út að mynda,“ bætir hún við og brosir. En afraksturinn kemur nú fyrir sjónir almennings. Í lýsingu á verkum sýningarinnar segir meðal annars: „Á sýningunni SURFACE eru einstök atriði götumerkinga einangruð sem leiðir fram nýjar myndbyggingar, óþekkjanlegar frá upprunalegum tilgangi sínum. Teknar af jörðinni

Fyrsta ljósmyndasýningin Elísabet hefur ekki gefið sér tíma til að halda halda ljósmyndasýningu fyrr en nú, þrátt fyrir að eiga heilmikið af efni.

og lyft í augnsýn, stöndum við eftir með hugleiðingu um það sem við lítum oftast framhjá, jafnvel þegar við stöndum á orðinu STOP.“ Elísabet tók ársnám í ljósmyndun í ICP og námskeið hjá Mary Ellen Mark. Hún býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á tískubransanum frá því hún var sjálf fyrir framan myndavélarnar, sem hefur nýst henni mjög vel.

Ætlaði að verða læknir

Fyrirsætuferill Elísabetar hófst árið 1994, þegar hún sigraði í Ford fyrirsætukeppninni hér á landi. Hún var þá 18 ára og í raun fór hún ekki á fullt fyrr en hún var um tvítugt. „Í dag þykir þetta gamalt. Ég byrjaði mjög seint. Ég ætlaði bara að taka mér spá pásu frá námi þegar ég kláraði menntaskólann, fara út í ár og koma svo aftur heim.“ Elísabet hafði hug á því að fara í læknisfræði áður en örlögin gripu í taumana og stýrðu henni inn á allt aðra braut. Hún sér alls ekki eftir þeirri U-beygju. „Það fór að ganga svo vel hjá mér og þá var erfitt að stoppa. En það tók smá tíma að síast inn. Það var sama uppi á teningnum þegar ég byrjaði að mynda. Ég

var að taka myndir og reyna að vera fyrirsæta líka en að lokum varð ég að velja. Taka ákvörðun um hvað ég ætlaði að gera. En þá var líka kannski kominn tími til að koma sér út úr fyrirsætubransanum,“ segir Elísabet, en það var einmitt bransinn sem kveikti áhuga hennar á ljósmyndun. „Ég hefði sennilega aldrei farið ljósmyndaleiðina ef ég hefði ekki verið fyrirsæta. Mér finnst ljósmyndunin eiga vel við mig. Mér hefur alltaf fundist skemmtilegra fyrir aftan vélina heldur en fyrir framan hana. Og hafði alltaf mikinn áhuga á því sem var að gerast bak við tjöldin.“

Á forsíðu franska Vogue

Elísabet starfaði sem fyrirsæta víða um heim og prýddi forsíður margra stærstu tískablaðanna, meðal annars franska Vogue. „Ég er mjög sátt við það sem ég er búin að gera, en ég veit ekki hvort ég myndi þrauka í dag. Það eru allt aðrir tímar. Instagram og þessir samfélagsmiðlar skipta svo miklu máli. Maður þarf að vera mjög duglegur að koma sér sjálfur á framfæri. Þegar ég var í þessu þá sá skrifstofan að miklu leyti um að stýra ferlinum mínum,“ segir Elísabet og á þar við Ford skrifstofuna í New York. „Ég skipti reyndar eitthvað um stofur, en ég var alltaf með góðan umboðsmann.“ Þá segir Elísabet að tilkoma staf-

rænu myndavélanna hafa breytt miklu. Þegar hún var að hefja sinn feril þá var enn notast við filmur að miklu leyti og þar af leiðandi fór meiri tími í hvert verkefni. „Maður var að fara í lengri ferðir. Í staðinn fyrir að vera í einn dag í tökum þá voru þetta kannski fjórir dagar. Þá fékk maður meira tækifæri til þess að upplifa að vera á staðnum. Yfir vetrartímann var oft farið á eyjar í Karíbahafinu og jafnvel alveg yfir höttinn. Það var meira fjármagn sett í tökur en í dag. Það er miklu meiri hraði núna og stelpur í bransanum verða alveg örmagna á skömmum tíma. Það eru örfáar sem þrauka lengi.“

Ljósmyndarastarfið erfiðara

Þó Elísabet hafi fengið að ferðast mikið og sjá heiminn þá var fyrirsætulífið alls ekki dans á rósum. „Þetta var oft erfitt andlega, sérstaklega á hátindinum. Ég var kannski að vinna allan daginn í New York, fór svo í flug og vaknaði í París þar sem ég þurfti að vinna allan daginn. Ég var alltaf annað hvort sofandi í flugi, eða að vinna. Ég var því svolítið útkeyrð á tímabili.“ Svo fylgdi það vissulega starfinu að missa af stórviðburðum innan fjölskyldunnar, sem og missa tengslin við vini. „Alltaf ef ég gerði einhver plön þá kom upp verkefni. Það var nánast undantekningalaust þannig. Ég var alltaf að bíða og til-

Þetta var oft erfitt andlega, sérstaklega á hátindinum. Ég var kannski að vinna allan daginn í New York, fór svo í flug og vaknaði í París þar sem ég þurfti að vinna allan daginn. Ég var alltaf annað hvort sofandi í flugi, eða að vinna. Ég var því svolítið útkeyrð á tímabili.

majubud.is

búin að stökkva í verkefni.“ Elísabet segir ljósmyndastarfið þó að mörgu leyti erfiðara en fyrirsætustarfið, enda þarf ljósmyndarinn bæði að undirbúa tökuna og vinna myndirnar þegar henni er lokið, á meðan fyrirsætan mætir á staðinn og er svo laus allra mála. Aðspurð hvaða verkefni standi upp úr frá fyrirsætuferlinum segir hún það að prýða forsíðu Vogue, vissulega hafa verið mjög stórt. „Þá urðu ákveðin tímamót á mínum ferli. Ég fór úr því að vera bara einhver fyrirsæta yfir í að vera tiltölulega þekkt. Svo voru líka ljósmyndarar sem maður lítur upp til og er gaman að hafa unnið með. Svo voru það alls ekki alltaf mest spennandi verkefnin sem voru skemmtilegust, og öfugt.“

Nafnið ekki í fersku minni fólks Verkefnin sem Elísabet hefur fengist við sem ljósmyndari eru heldur ekki af verri endanum, en hún hefur meðal annars verið að mynda fyrir L’uomo Vogue , Another Magazine og New York Times. Hún segir það ekkert hafa hjálpað sér á ljósmyndaferlinum að hafa einu sinni verið ofurfyrirsæta, enda sé langt um liðið og nafnið hennar því ekki í fersku minni fólks. En það kemur stundum fyrir að hún hittir fólk sem hún starfaði með sem fyrirsæta. „Ef ég hefði verið byrjuð meira að mynda þegar ég starfaði sem fyrirsæta þá hefði það kannski hjálpað. Það er svo mikill hraði í þessum bransa. Nú er stelpa kannski „The It girl“ eitt „season“ og svo kemur ný. Það er líka ódýrara fyrir viðskiptavinina að skipta út,“ útskýrir hún. Hann er harður bransinn. Elísabet er mjög sátt við sinn nýja feril og hana hefur ekki skort verkefni og sér ljósmyndunina fyrir sér sem framtíðarstarf. Fram að þessu hefur hún sjálf séð um að bóka verkefni en hún segir alveg að fara að koma tími á umboðsmann. „Ljósmyndarar vilja gjarnan finna sig aðeins áður en þeir fá sér umboðsmann og ég held að ég sé komin á þann stað.“

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, gudrunveiga@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.


cw160069_ísam_frón_90 ára afmæli_klassík_255x380_client4.pdf

1

20.7.2016

16:25

Nýtt kex frá Frón

Frón Klassík Gott hvar sem er

Frón býður þér upp á nýtt ljúffengt kex í tilefni 90 ára afmælis fyrirtækisins. Frón Klassík er bakað úr heilhveiti og með gómsætum dökkum hjúp. Nýja Frón Klassík sameinar hefðir í bakstri og nýjungar dagsins í dag. Frón Klassík mun koma við sögu á hverjum degi. Prófaðu nýja gómsæta kexið frá Frón, Klassík.

Mjólkurkex

Ungir sem aldnir hafa brotið Mjólkurkexið til helminga og drukkið ískalda mjólk með.

Póló

Póló er ómissandi virka daga. Um helgar er alltaf gott að eiga Póló í eldhússkápnum.

Matarkex

Margir Íslendingar njóta þess á hverjum degi að dýfa Matarkexi í mjólkina sína.

Kremkex

Sæmundur í sparifötunum hefur lengi verið eitt allra vinsælasta kremkex landsins.

Kemur við sögu á hverjum degi í 90 ár


…tíska

Loksins Loksins komnar aftur

6 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016

komnar aftur *leggings háar Frábær verð 20% afsláttur í

Ný verslun Margir höfðu beðið opnunar kvenfataverslunar Húrra Reykjavík með mikilli eftirvæntingu.

Loksins Loksins 20% *leggings háar í Góð þjónusta afsláttur mittinu Loksins Loksins af öllum vörum Mikið úrval mittinu komnar aftur komnar aftur af öllum vörum komnar aftur komnar til 17. júníháar *leggings háaraftur í *leggings 17. júníháarí í BOLUR *leggings háar til í *leggings KR 2.900 mittinu mittinu

SKÓR KR 8.900

kr.kr.5500 5500.

mittinu Túnika . Túnika kr. 3000 Frábær verð, smart vörur, kr. 3000

mittinu

Frábær verð, smart vörur, kr. 5500 . kr. kr. 5500 . góð þjónusta kr.góð5500 . 5500. GALLABUXUR þjónusta

KR 10.900 Frábær verð,verð, smart vörur, FrábærFrábær verð, smart vörur,vörur, Frábær smart vörur, verð, smart góð þjónusta góð þjónusta góð þjónusta góð þjónusta 280cm

Strigaskórnir alltaf heitir – sama hvernig viðrar

Tökum upp nýjar Tökum upp nýjarvörur vörurdaglega daglega

98cm

Bláu Tökum húsin Faxafeni · S. ·588 4499 ∙ Opið mán.fös. Bláu húsin S. 588 4499 ∙ Opið mán.fös.12-18 12-18∙ ∙laug. laug. 11-16 Tökum upp nýjar vörur daglega Tökum upp nýjar vörur daglega Tökum upp nýjar vörur daglega upp nýjarFaxafeni vörur daglega Bláu húsin Faxafeni S.4499 588 4499 ∙ Opið mán.12-18 ∙ laug.11-16 11-16 Bláu húsin Faxafeni S. 588 4499 ∙mán.Opið mán.fös. ∙ laug. 11-16 Bláu húsin Faxafeni · S.12-18 588 ∙ Opið mán.fös.fös. 12-18 ∙ laug. Bláu húsin Faxafeni · S. 588·4499 ∙ Opið fös. 12-18 ∙·laug. 11-16

Húrra Reykjavík hefur nú opnað kvenfataverslun á Hverfisgötu 78. Ætla að bjóða upp á landsins mesta úrval af strigaskóm. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is

TM

ÖFLUGRI EN HEFÐBUNDNAR

OMEGA-3 OLÍUR

Calamari Gold inniheldur einstaklega mikið af Omega-3 (DHA): • 5 x meira af omega-3 (DHA) en þorskalýsi • 3 x meira af omega-3 (DHA) en fiskiolía

Rannsóknir sýna að Omega-3 olía: • • • •

Stuðlar að heilbrigðari heilastarfsemi Bætir minni og einbeitingu Vinnur gegn elliglöpum Er nauðsynleg fyrir eðlilegan þroska og starfsemi líkamans Útsölustaðir: Fæst í öllum helstu apótekum, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaupum, Heimkaup.is og Heilsutorgi Blómavals www.balsam.is

FULL BÚÐ AF

NÝJUM VÖRUM

Bioglan Calamari Healthy May V4.indd 1

H

úrra Reykjavík opnaði í gær kvenfataverslun með pomp og pragt, en margar tískudrottningar höfðu beðið eftir þessum tímamótum af mikilli eftirvæntingu. Herrafataverslun Húrra hefur verið starfandi í tæp tvö ár og hefur vöruúrvalið lokkað margan íslenskan herrann til sín.

Gamlar týpur endurvaktar

„Strákarnir hafa náð að skapa ákveðna sérstöðu í herrabúðinni og við ætlum að heimafæra það yfir á kvenfataverslun,“ segir Andrea Röfn Jónsdóttir, verslunarstjóri nýju verslunarinnar. „Við ætlum að bjóða upp vinsælustu „street wear“ merkin í Evrópu í dag. Það er mjög skandinavískur blær yfir þessu hjá okkur, en svo erum við líka með merki sem koma annars staðar frá. Svo munum við bjóða upp á besta úrvalið af „sneakers“ á landinu, en „sneakers“ senan er búin að vera mjög ört vaxandi síðustu ár.“

Andrea segir Húrra ætla að svara þessari miklu eftirspurn sem skapast hefur eftir góðu úrvali af flottum strigaskóm. Þannig fólk þurfi ekki að leita út fyrir landsteinana. „Við spyrjum okkur oft sjálf hvar við vorum að kaupa þessari vörur áður en Húrra varð til. Við ætlum því að leggja mikið upp úr því að vera með besta úrvalið. Það eru mörg merki sem eru að vakna til lífsins aftur og það er verið að endurvekja gamlar týpur. Við viljum vera á sama stað og flottar „sneakers“ búðir úti í heimi og erum að fá týpur sem getur verið erfitt að fá.“ Andrea segir að þau hjá Húrra njóti einmitt töluverðar virðingar úti í heimi vegna þess hve langt þau hafa náð í innkaupum á vörum á skömmum tíma.

Öll smáatriði útpæld

Tilkynnt var í byrjun febrúar að til stæði að opna Húrra kvenfataverslunin og Andrea segir að strax í kjölfarið hafi hún farið að finna fyrir eftirvæntingu. „Það er búin að vera gríðarleg spenna, bæði í okkar nærumhverfi og hjá fólki úti í bæ sem fílar það sem við bjóðum upp

á. En það var reyndar við því að búast, miðað við móttökurnar á herrabúðinni.“ Andrea segir undirbúninginn hafa gengið mjög vel og að þau hafi gefið sér góðan tíma til að spá í hverju einasta smáatriði. „Við pöntuðum til dæmis danskan við í innréttingar og svo erum við með danska ull í hengjunum fyrir mátunaklefana. Þetta er eitthvað sem við gengum frá fyrir löngu. Það er mikil spenna í gangi hjá okkur og við erum að átta okkur á því að fyrirtækið okkar er að stækka um helming.“

Yfirhafnir í hlýjum litum

En hvað verður svo heitast í haust og vetur fyrir konurnar? „Það verður mikið um ullarflíkur í merkjunum sem við erum að panta. Hágæða merino ull. Við erum að fá ullarkjóla, ullarsett – buxur og rúllukragaboli. Svo er sama hvernig viðrar þá eru strigaskórnir alltaf heitir, úr alls konar efnum. Það er ekki þannig lengur að maður leggur strigaskónum á veturna og fer í vetrarstígvél. Svo verðum við með mikið úrval af fallegum yfirhöfnum í hlýjum litum, ekki bara svartar.

Hugsaðu vel um svörtu buxurnar þínar Prófaðu að dýfa buxunum í edik til að halda litnum. 23/05/2014 16:23

FATNAÐUR Í STÆRÐUM 42-56 VERTU VELKOMIN Í VERSLUN OKKAR AÐ FÁKAFENI 9 EÐA PANTAÐU Á CURVY.IS

Flestir sem hafa átt svartar buxur kannast eflaust við það vandamál að liturinn dofni og þær verði gráleitar með tímanum. Svartar gallabuxur eru sérstaklega slæmar hvað þetta varðar. Besta leiðin til að halda buxunum svörtum sem lengst er auðvitað að sleppa því að þvo þær. Á meðan þær eru ekki grútskítugar ættirðu alveg að komast upp með það í dágóðan tíma að viðra þær bara vel eftir notkun og sleppa þvottinum. Svo eru til húsráð til að viðhalda litnum betur í buxunum. Prófaðu til dæmis að láta buxurnar liggja í ediklegi í 15 til 20 mínútur og hengdu þær svo upp til þerris. Einn bolli af ediki út í slatta af köldu vatni ætti að duga. Í kjölfarið er gott að þvo buxurnar til að losna við ediklyktina. En þá er eins gott að gera það rétt.

1. Þvoðu buxur alltaf á röngunni. Það hjálpar til að viðhalda litnum og óhreinindi nást betur innan úr buxunum. Því þar eru jú óhreinindi sem húð þín skilur eftir.

Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is

2. Notaðu kalt vatn. Þá eru minni líkur á því að liturinn dofni.

3. Notaðu kerfi fyrir viðkvæman þvott á þvottavélinni. Ef nú notar kerfi fyrir erfiða bletti er þvottavélin vís til þess að þjösnast á buxunum þínum og deyfa litinn. 4. Þvoðu buxurnar alltaf með fötum í svipuðum lit og ekki ofhlaða þvottavélina. 5. Ekki nota þurrkarann. Leggðu svörtu buxurnar til þerris á snúru eða loftþurrkaðu þær.


…tíska kynningar

7 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016

Comma fagnar haustinu Falleg föt á allar konur. Unnið í samstarfi við Comma

C

omma er alþjóðlegt tískufyrirtæki sem hefur í meira en 40 ár lagt sig fram af ástríðu við að fanga tíðarandann og gleðja augað. Tískuvöruverslunin Comma leggur áherslu á falleg föt sem henta konum á öllum aldri. Nú eru haustvörurnar að streyma inn. Fallegir litir eru áberandi í ár og segja má að tískan sé notaleg og töff í senn. Ný sending kemur vikulega og lögð er áhersla að panta fáar flíkur af hverri en fá heldur oftar inn ný föt. Litatónar BOHO línunnar eru burgundyrautt í bland við fallega haustliti. Þar má nefna dökkbláan, drapp, kremaðan og fallegan bleikan tón sem gefa tóninn fyrir ágústlínu Comma. Í haust er fókusinn á efni sem eru tvöföld sem skapa skemmtileg „lög“. Leður er áberandi í sambland við fallegar mjúkar peysur. Mikið er um ermastuttar peysur sem flottar eru undir peysujakka. Blómaprent með

Bohemian áhrifum er einkennandi munstur línunnar. Kvenlegir straumar, sem minna á 8. áratuginn, eru einnig áberandi. Mittið er undirstrikað með belti til dæmis, aðsniðin pils við prentaðar skyrtur og nútímaleg prjónavesti. Þessi klæðnaður undirstrikar fallegar línur og kvenleika. Casual Identity er afslappaðri lína COMMA. Þar má finna flott snið í buxum eins og „boyfriend“, cino og grófar töff peysur og skyrtur. Í hverjum mánuði er Comma með nýja tískulínu þar sem við föngum það allra besta úr nýjustu tískustraumum heimsins sem ganga alveg frá vinnustaðnum, að heimilinu og að rauða dreglinum. Comma snýst um meira en tísku. Comma snýst um að hver kona skapi sér sinn eigin stíl og líði vel í eigin skinni. Hægt er að fylgjast með okkur á facebook/commaiceland. Comma er í Smáralind. Sent er um allt land.


…heilsa

Dráttarbeisli

8 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016

undir flestar tegundir bíla

Setjum undir á staðnum VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Kerrur

Svona skaltu haga þér eftir maraþon

frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum

Líkaminn verður að fá tíma til að jafna sig eftir maraþonhlaup, enda mikil átök búin að eiga sér stað. Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Kerrur

frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum

Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

E

ftir að hafa farið í gegnum langt og strangt æfingaferli og hlaupið heilt maraþon, gleyma hlauparar stundum að hvílast almennilega og gefa líkamanum tíma til að jafna sig. Það er nefnilega þannig að ef þú nærð ekki að jafna þig almennilega eftir maraþonhlaup áður en þú ferð í önnur átök, þá aukast líkur á meiðslum, þú ert lengur að ná þér og líkurnar á að þú náir að bæta tímann þinn í framtíðinni minnka. Margir vilja nefnilega helst fara strax aftur út að hlaupa og æfa eftir maraþon, en það eru mistök. Það skiptir ekki máli hvort þú ert reyndur maraþonhlaupari eða að hlaupa þitt fyrsta maraþon, 42 kílómetrar eru alltaf 42 kílómetrar. Líkaminn er búinn að fara í gegnum mikla andlega og líkamlega þolraun sem meðal annars veldur skemmdum á vöðvum, frumum og veikir ónæmiskerfið um tíma. Vöðvarnir þurfa allt að tvær vikur til að ná upp fullum styrk á ný, frumurnar allt upp í tíu daga til að komast í jafnvægi og ónæmiskerfið upp í tvær vikur til að ná fullri virkni. Þess vegna er mælt með því að fólk hvílist vel og takmarki þjálfun í tvær til þrjár vikur eftir maraþonhlaup. Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga fyrstu daga og vikur eftir hlaup.

Strax eftir hlaup

Um leið og þú ert komin/n yfir marklínuna reyndu þá að passa að þér verði ekki kalt, komdu þér í föt eins fljótt og þú getur. Reyndu líka að koma einhverjum smá mat ofan í þig; banana, orkustykki, íþróttadrykk eða beyglu. Sumum finnst erfitt að borða strax eftir hlaup og þá er í góðu lagi að bíða aðeins. Þegar þú kemur heim er góð hugmynd að fara í ísbað. Fylla baðkarið af köldu vatni og jafnvel klökum. Ef þér finnst vont að hafa vatnið of kalt farðu þá milliveginn, en samt þannig að þú náir að kæla neðri hluta líkamans aðeins. Eftir ísbaðið er gott ganga aðeins um til að koma í veg fyrir stirðleika. Svo skaltu leggja þig.

Fyrstu þrír dagar eftir hlaup

Vertu dugleg/ur að fara í heita pottinn og teygja vel á í kjölfarið. Borðaðu ávexti, kolvetni og prótein. C-vítamín og andoxunarefni hjálpa ónæmiskerfinu að jafna sig og kolvetnin og próteinið hjálpa vöðvunum að ná fyrri styrk. Farðu í létt nudd til að losa um vöðvana en bíddu með dýpra nudd. Gott er að nota rúllu á vöðvana.

Dagar 4 til 7

leggjanna. Tilgangur æfinganna er ekki að byggja upp vöðvamassa. Einnig ætti að vera óhætt að fara í dýpra nudd ef einhver svæði eru að angra þig. Gott er að fara í heitt og kalt bað til skiptist, fimm mínútur í senn, tvisvar til þrisvar í röð. Endaðu á kalda vatninu. Þetta hjálpar til við að koma blóðinu á hreyfingu. Klukkutíma áður en þú ferð að sofa er líka gott nudda fótleggina aðeins og fara svo í bað með epsom salti og matarsóda í 10 til 15 mínútur. Teygðu vel á eftir baðið.

Dagar 7 til 14

Haltu svipaðri rútínu og daga 4 til 7, en auktu jafnt og þétt við æfingarnar.

Dagar 14 til 21

Nú er óhætt að fara á fullt í æfingar, en þó með skynsamlegum hætti. Hlustaðu á líkama þinn. Ekki hafa áhyggjur af því að slaknað hafi á forminu í þessu bataferli. Það kemur fljótt aftur. Það er miklu betra upp á framtíðina að fara ekki of geyst af stað. Reyndu að skipuleggja ekki önnur hlaup næstu sex vikur eftir maraþonið.

Nú er óhætt að fara aðeins af stað. Hlaupa styttri vegalengir og gera æfingar til að auka blóðflæði til fót-

Skiptu þessu út fyrir avókadó Það er auðvelt að gera hollari útgáfu af mörgum réttum.

Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum. VÍKURVAGNAR

EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Avókadó er einstaklega ljúffengt, stútfullt af næringu og hollri fitu sem er líkamanum nauðsynleg. Avókadó passar með ýmsum réttum og er einnig hægt að nota í ýmsa rétti. Síðustu misseri hefur til dæmis verið vinsælt að gera holla útgáfu af súkkulaðibúðingi með því að nota avókadó í stað rjóma. En það er hægt að skipta mörgu öðru út fyrir avókadó og samt fá svipaða áferð og jafnvel bragð. Útkoman verður hins vegar alltaf hollari og fitusnauðari. Þetta sérstaklega sniðugt fyrir þá sem vilja sleppa mjólkurvörum:

Majónes

Majónes er mikið notað í salöt og heldur öllum hinum innihaldsefnunum saman. Vel þroskað avókadó hefur hins vegar svipaðan eiginleika og má nota í staðinn.

Smjör

Eins ótrúlegt og það hljómar þá er hægt að skipta út smjöri í kökuuppsriftum fyrir avókadó. Hlutföllin eru þau sömu en þú gætir þurft að aðlaga önnur innihaldsefni að breytingunni.

Sýrður rjómi

Hægt er að nota avókadó í staðinn fyrir sýrðan rjóma í súpur. Áferðin verður jafn kremkennd en rétturinn verður mjólkurlaus.

Mjólk og rjómi

Notaðu avókadó í staðinn fyrir rjóma eða mjólk í smoothie eða búðing. Svínvirkar og er unaðslega gott.


…heilsa kynningar

9 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016

Íris Ásmundardóttir ballerína er mjög hraust, sjaldan þreytt og með góða einbeitingu.

Flóran og meltingin í jafnvægi Mæla með góðgerlunum frá BioKult. Unnið í samstarfi við Icecare

Í

ris Ásmundardóttir er á fullu í framhaldsskólanámi og æfir ballett í rúmlega tuttugu klukkustundir á viku ásamt því að vinna sem aðstoðarkennari í ballett hjá þeim sem eru að taka fyrstu sporin. „Þegar ég lærði að stærsti hluti ónæmiskerfisins væri í meltingarfærunum ákvað ég að gera eins og ég gæti til að stuðla að eðlilegri meltingu og jafnvægi. Ég ætla mér langt í ballettinum og mér hefur undanfarin tvö ár hlotnast sá heiður að fá að stunda nám við sumarskóla Boston Ballet ásamt því að hafa tekið tíma bæði í Steps á Broadway og í London. Ég tek Bio- Kult Candéa á hverjum degi samhliða heilsusamlegu mataræði og er sjaldan þreytt og

hlakka nær undantekningarlaust til að takast á við verkefni dagsins.“

Bio-Kult fyrir alla

Innihald Bio-Kult Candéa hylkjanna er öflug blanda af vinveittum gerlum ásamt hvítlauk og grape seed extract. Bio-Kult Candéa hylkin stuðla að eðlilegu flórujafnvægi og eðlilegri meltingu. Vinna meðal annars á brjóstsviða, húðvandamálum og roða í húð. Bio- Kult Original er einnig öflug blanda af vinveittum gerlum sem styrkja þarmaflóruna. Bio-Kult hentar öllum vel, einnig barnshafandi konum, mjólkandi mæðrum og börnum. Hentar fólki með mjólkuróþol. Mælt er með Bio-Kult í bókinni Meltingarvegurinn og geðheilsa eftir dr.Natasha Campbell-McBride.

Margrét Alice heilsumarkþjálfi mælir heilshugar með meltingargerlunum frá Bio-Kult.

Nýtur sín í hestamennskunni

Meltingargerlar fyrir börn

io-Kult Pro-Cyan inniheldur vísindalega þróaða þrívirka formúlu sem hjálpar líkamanum að viðhalda eðlilegu bakteríumagni í þörmum og eðlilegri starfsemi í þvagrásarkerfinu. Með breyttum lífsstíl, aukinni streitu í daglegu lífi, ýmsum sjúkdómum og aukinni lyfjanotkun er oft gengið á bakteríuflóruna í þörmunum. Við þær aðstæður verður auðveldara fyrir E. coli bakteríuna að grassera og hún fær greiðari aðgang að þvagrásinni. Bio-Kult Pro-Cyan inniheldur vísindalega þróaða þrívirka formúlu, trönuberjaþykkni, tvo sérstaklega valda gerlastrengi og A vítamín. Hlutverk gerlanna og A-vítamínsins í vörunni er að hjálpa líkamanum að viðhalda eðlilegu bakteríumagni í þörmum og að viðhalda eðlilegri starfsemi í þvagrásarkerfinu. „Ég hef verið með krónísk óþægindi í blöðrunni í rúmlega tvö ár og hefur það valdið mér miklum vanda og óþægindum,“ segir Guðlaug Jóna Matthíasdóttir. „Ég gat til dæmis aldrei farið í heitan pott eða verið úti í miklu frosti því það olli mér strax miklum óþægindum. Þar

io-Kult Infantis er vísindalega þróuð blanda af vinveittum gerlum fyrir ungbörn og börn á öllum aldri. Ásta D. Baldursdóttir hefur góða reynslu af Bio Kult Infantis. Bio-Kult fyrir börn inniheldur sjö gerlastrengi af mismunandi mjólkursýrugerlum. Gerlarnir styrkja og bæta meltinguna auk Ásta D. þess sem þeir inniBaldursdóttir halda hátt hlutfall af Omega 3. Hver skammtur af Bio-Kult Infantis inniheldur 50% af ráðlögðum skammti af D3 vítamíni. Enginn viðbættur sykur, litar-, bragð- eða aukaefni eru í vörunni.

B

Meltingin betri Guðlaug Jóna Matthíasdóttir er í betra jafnvægi eftir að hún byrjaði að nota Bio-Kult Pro-Cyan. „Ég gat til dæmis aldrei farið í heitan pott eða verið úti í miklu frosti því það olli mér strax miklum óþægindum.“

sem ég stunda hestamennsku og þarf oft að vera á ferðinni í vinnu þá var þetta mjög óþægilegt og hamlandi fyrir mig. Mér var ráðlagt að fara á meðhöndlandi kúr í 12 mánuði en ég var ekki alveg tilbúin til þess. Því ákvað ég að prófa Bio Kult Pro Cyan þegar ég sá umfjöllun um það í blöðunum og fann ég fljótlega að það virkað mjög vel gegn þessum króníska vanda mínum. Í fyrstu tók ég bara 1 hylki á dag eða Heilbrigð þvagrás Bio-Kult Pro-Cyan inniheldur þrívirka formúlu sem hefur verið vísindalega þróuð og staðfest.

þegar ég fann að ég fékk einkennin, en núna tek ég 2 hylki um leið og ég finn fyrir óþægindum og stundum nokkrum sinnum yfir daginn þegar ég er verst. Ég finn að Bio Kult Pro Cyan gerir mér gott, og er ég í betra jafnvægi, meltingin er betri og er öll mun betri.“ Mælt er með því að taka inn eitt til tvö hylki einu sinni til tvisvar sinnum á dag með mat. Bio-Kult Pro-Cyan hefur verið sérstaklega hannað til að henta barnshafandi konum en samt sem áður er alltaf mælt með því að ráðfæra sig við fagfólk áður en notkun hefst. Fyrir börn, 12 ára og yngri, er mælt með hálfum skammti af ráðlagðri skammtastærð fyrir fullorðna. Bio-Kult Pro-Cyan fæst í apótekum og heilsubúðum.

B

Omega 3 í duftformi

„Börn eru misjöfn eins og þau eru mörg og erfitt getur verið að fá þau til að taka inn ýmis konar bætiefni og vítamín,“ segir Ásta D. Baldursdóttir. „Sonur minn, Gabríel 9 ára, er kröftugur orkubolti og er á einhverfurófinu. Mér hefur reynst erfitt að fá hann til að taka inn Omega 3 vegna áferðarinnar á olíunni og bragðsins, en hann er með mjög næmt bragðskyn.

Í sumar sá ég síðan auglýsingu um Bio-Kult Infantis og það vakti athygli mína að það inniheldur Omega 3 í duftformi sem blandast út í drykk eða mat. Ekki er verra að það inniheldur líka 50% af ráðlögðum skammti af D3 vítamíni og Preplex blöndu sem styrkir meltinguna og kemur í veg fyrir niðurgang. Auk þess er enginn viðbættur sykur, litar- eða bragðefni í duftinu.“

Bio Kult fyrir börn og fullorðna

Ásta hefur gefið syni sínum Bio-Kult Original mjólkursýrugerlana til að styrkja þarmaflóruna, en þá uppgötvaði hún við lestur bókarinnar Meltingavegurinn og geðheilsa eftir Dr. Natasha Campbell-McBride. „Ég hef einnig sjálf ágætis reynslu af Bio-Kult Candea sem hefur hjálpað mér að ná jafnvægi á flórunni,“ segir Ásta. „Þar sem ég hef ágætis reynslu af Bio Kult vörunum fyrir okkur bæði ákvað ég að prófa Bio-Kult Infantis fyrir Gabríel og það gengur mjög vel. Gerlarnir eru alveg bragðlausir, leysast vel upp og fær hann eitt bréf á dag út í drykk. Það er líka svo frábært að þessar vörur þarf ekki að geyma í kæli og því ekkert mál að taka þetta með hvert sem er.“ Bio-Kult Infantis er blanda af vinveittum gerlum fyrir ungbörn og börn á öllum aldri.


…heilsa kynningar

10 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016

Síðustu forvöð að styrkja gott málefni Enn er hægt að heita á hlauparana í Reykjavíkurmaraþoninu. Hér er listi yfir þá fimm efstu sem sumir hafa farið langt fram úr væntingum sínum.

R

eykjavíkurmaraþonið fer fram á morgun, laugardag, og fer því hver að verða síðastur að heita á hlauparana sem langflestir hlaupa til styrktar góðu málefni. Þegar þetta er skrifað hafa safnast um 55 milljónir króna en upphæðin hækkar hratt. Nokkrir hlauparar eru í sérflokki hvað varðar upphæð sem þeir hafa safnað. Hægt er að heita á hlauparana á síðunni hlaupastyrkur.is

Hleypur vegna dóttur sinnar

Á toppnum trónir Skorri Rafn Rafnsson sem hleypur tíu kílómetra til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þegar þetta er skrifað hefur hann safnað rétt tæplega 1.500.000 krónum. „Dóttir mín greindist 11 mánaða gömul með æxli við heila og hefur verið í lyfjameðferð síðastliðna 7 mánuði. SKB hefur stutt við bakið á okkur í þessari erfiðu baráttu við þennan hræðilega sjúkdóm. Þess vegna ætla ég að hlaupa 10 kílómetra og styrkja þessi frábæru samtök í leiðinni,“ skrifar Skorri á heimasíðu Hlaupastyrks.

Greindist með krabbamein

Baldvin Rúnarsson er sem stendur í öðru sæti og hefur safnað tæplega 1.400.000 krónum. Hann ætlar að hlaupa 21 kílómetra til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. „Hæhæ, Ég heiti Baldvin og er 22. ára Akureyringur. Fyrir þremur árum greindist ég með heilaæxli sem ég er enn að berjast við. Síðasta sumar þurfti ég að flytja suður til að hefja geisla- og lyfjameðferð og Krabbameinsfélag Akureyrar sá til þess að ég fengi íbúð til að vera í á meðan meðferðinni stóð. Þessvegna ætla ég að hlaupa hálfmaraþon og styrkja þetta frábæra félag í leiðinni,“ skrifar Baldvin.

Hleypur í prinsessukjól

Hleypur fyrir Bergmál Vill styrkja systur sína

Í þriðja sæti er Heimir Vilberg Arnarson sem ætlar að hlaupa 10 kílómetra fyrir Styrktarsjóð Þórdísar, en tilgangur sjóðsins er að afla fjár til að styrkja rannsóknir á CMT4A taugahrörnunarsjúkdómnum í þeim tilgangi að finna lækningu og jafnframt til að styrkja Þórdísi Elísabetu vegna ýmissa fjárútláta sem fylgja sjúkdómnum. Hann hefur safnað tæplega 1.300.000 krónum. „Mig langar að hlaupa fyrir systur mína, hana Þórdísi og styrkja hana þannig,“ skrifar Heimir.

Lárus Guðmundur Jónsson hleypur 21 kílómetra til styrktar Bergmáli líknar- og vinafélags. Hann er fjórði í söfnuninni sem stendur. „Hjá Bergmáli starfa allir sem sjálfboðaliðar með það sameiginlega markmið að sinna og hlúa að blindum, krabbameinssjúkum og langveikum. Bergmál býður einstaklingum í viku dvöl á Sólheimum oft á ári, þeim að kostnaðarlausu. Á þriðja þúsund einstaklinga hafa þegar notið dvalar hjá Bergmáli, en nú er þörf á stækkun á húsnæði þeirra með tilheyrandi kostnaði, og hef ég því ákveðið að hlaupa til styrktar því verkefni. Endilega kynnið ykkur góða starf Bergmáls inn á www. bergmal.is,“ skrifar Lárus.

Erna Katrín Árnadóttir er í fimmta sæti, en hún hleypur 10 kílómetra fyrir AHC samtökin. Erna ákvað að hún myndi hlaupa í prinsessukjól ef hún næði að safna 200 þúsund krónum, sem hefur heldur betur tekist, og gott betur. Þegar þetta er skrifað hefur hún safnað rúmlega 820.000 krónum. „Ég hleyp fyrir elsku Sunnu mína sem greind er með AHC. AHC er einn flóknasti taugasjúkdómur sem til er og rannsóknir á AHC munu nýtast við rannsóknir á mörgum öðrum sjúkdómum t.d. Parkinson’s og CP. Sunna er algjör hetja sem berst við lömunarköst og krampaköst á hverjum degi án þess að kvarta yfir sínu hlutskipti. Hún kennir manni að njóta hverrar stundar og taka lífinu eins og það kemur. Hún er algjör nagli og frábær karakter sem pælir mikið í kjólum, skarti og tiltekt. Hjálpaðu mér að hjálpa börnum með AHC sem og milljónum annarra með svipaða sjúkdóma með því að heita á mig,“ skrifar Erna.

Orka, einbeiting og jafnvægi Þriggja þörunga blanda sem eykur orku og vellíðan. Unnið í samstarfi við Balsam

M

arine, auk Spirulina og Chlorella frá Natural Health Labs, er talin ein hreinasta næring sem völ er á, samkvæmt David Wolfe. Marine, sem inniheldur einnig Spirulina og Chlorella, er öflug blanda af sjávar- og ferksvatnsþörungum sem eykur orku, úthald og einbeitingu auk þess sem það kemur aukið jafnvægi á líkama og sál.

Eykur orku og bætir líðan

Marine er öflug blanda þriggja þörunga, Marine, Spirulina og Chlorella, og sameinar allar bestu heilsubætandni eiginleika þörunganna. Marine og Spirulina næra frumur líkamans, margfalda orku, jafnar ph gildi líkamans, skerpa heilastarfsemi, minni og einbeitingu. Chlorella er sérstaklega hreinsandi og losar líkamann við ýmis auka- og eiturefni. Þörungarnir innihalda Glycogen sem er uppspretta líkamans á skammtíma- og langtímaorku og auðveldar þess vegna líkamanum að fylla á orkubirgðir sínar. Þeir styrkja varnir líkamans gegn ýmsum vírusum og bakteríum og eru því öflug vörn gegn flensu og kvefpestum. Þörungarnir örva meltingu og flýta fyrir losun eiturefna úr líkamanum. Hátt hlutfall af GLA

kvöldrósar-fitusýrum styrkir fiskum sem eru síðan étnir af taugakerfið, dregur úr streitu og enn stærri fiskum og alla leið reynist vel gegn athyglisbresti. upp í steypireyði sem halda góðri Einbeiting eflist og efni dregur úr heilsu hátt í 150 ára aldur. Þannig ofvirkni og pirringi. Eins eru þörmá líta á Marine Phytoplankton ungarnir mjög hreinsandi sem eina hreinustu nærfyrir líkamann. Þöringu sem fyrirfinnst á ungarnir innihalda jörðinni. ir s is V einnig Chlorophyll Spirulína þú að sem er blaðer unnið úr inn græna og eykur ferskvatns blámannslíkam með súrefnismettgrænþörungum ra a ld un í blóðinu og er sérstaká auðve a fn og fólk verður lega næringarku næringareen tö p p u hressari en ella, rík. Hún innim u n u g n úr þöru vellíðan eykst heldur yfir 100 i r r a n n a og dregur úr lífræn næringnokkurri sætindaþörf það arefni, sérstakfæðu? eð jafnvægi kemst á lega mikið magn blóðsykurinn. próteina, lífsnauðsynMarine er oft kallaður legra fitusýra og annara gimsteinn hafsins. Þörungurinn næringarefna. Einnig er Spirulína framleiðir meira en 50% - 70% af rík af SOD, sem er eitt mikilvægsúrefni jarðar og býr þar með til asta varnarensím líkamans. Þöraðstæður fyrir nánast allt líf á ungurinn er talinn styrkja varnir jörðinni. Þar sem svifþörungurlíkamans gegn ýmsum bakteríinn finnst, þrífst alltaf líf. Marine um, auk þess að vera öflug vörn Phytoplankton markar upphafið gegn flensu, kvefpestum og í fæðukeðju hafsins þar sem lítil streitu. áturkíli sem borða svifþörunginn Chlorella er grænn ferskvatnseru étin af þörungur sem inniheldur mikið stærri af B-12 vítamíni, lífsnauðsynlegar amínósýrur, steinefni, beta karótín, járn, kalk, selen og zink. Chlorella hjálpar til við að hreinsa líkamann af eiturefnum og hreinsa lifrina. Hún er einnig talin vera bakteríudrepandi, örva brennslu, styrkja ristilflóru, lækka kólesteról og vinna gegn öldrun. Vissir þú að

mannslíkaminn á auðveldara með upptöku næringarefna úr þörungunum en nokkurri annarri fæðu?

Fyrir hverja er Marine?

kaupum, Heilsuveri, Heilsutorgi Blómavals, Orkusetrinu, Heilsulausn.is og á Heimkaup.is. Ráðlagður dagskammtur er eitt hylki á dag.

Fullorðna, unglinga, börn á öllum aldri, barnshafandi konur og konur með barn á brjósti. Einnig fyrir íþróttafólk, skólafólk og alla sem eru undir miklu álagi. Lífræn uppbygging næringarefnanna er í fullkomnu jafnvægi og samræmi við starfsemi líkamans og er því ákjósanleg fyrir alla fjölskylduna. Marine er fáanlegt í öllum helstu apótekum landsins, Hagkaupum, Fjarðar„Marine hefur áhrif á orkustigið yfir daginn, ég finn aukna orku. Ég er meira vakandi og einbeitingin er betri. Svo áttaði ég mig á því fyrir nokkrum dögum að þessi kaffiþörf, sem blossar oft upp um tvöleytið, er ekki lengur til staðar, ég hef ekki verið að fá mér kaffi seinnipartinn í vinnunni sem ég gerði alltaf áður. Annað sem hefur skipt mig máli með þessa vöru er að hún er 100% náttúruleg og vegan. Í svona vörum er gjarnan gelatín í hylkjunum og það er oft unnið úr svínaafurðum. Ég tek ekki mikið af bætiefnum en þetta er alltaf það fyrsta sem ég kanna. Mér finnst líka mikill kostur að Marine er ríkt af B-vítamíni sem skiptir mig máli sem grænmetisæta.“ Lína Petra Þórarinsdóttir

Vissir þú að.. „Marine er mögulega mikilvægasta lífvera jarðar samkvæmt NASA.“


…heilsa kynningar

11 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016

Vitnisburður notenda segir allt sem segja þarf! Unnið í samstarfi við Artasan

„Það er frábært að til sé náttúrulegt efni sem getur bætt liðheilsuna.“ Sigurjón Sigurbjörnsson er landskunnur hlaupari og Íslandsmethafi í 100 kílómetra hlaupi í aldursflokknum 55-59 ára árið 2011. Það ár var árangur hans jafnframt sá besti í heiminum. Ári síðar tók hann þátt í heimsmeistaramóti á Ítalíu fyrir Íslands hönd og náði þar aftur besta heimsárangri í sínum aldursflokki. Hann hóf keppni í langhlaupum árið 1998, náði strax góðum árangri og hefur verið óstöðvandi síðan. „Um haustið 2009 var ég farinn að vera aumur og stífur í ökklunum sem leiddi til eymsla í hásin. Mér leist satt best að segja ekki á ástandið en sá þá Nutrilenk Gold liðbætiefnið auglýst. Ég ákvað að prófa, því fyrir mér var það mikið kappsmál að geta hreyft mig án vandræða og allt til vinnandi að viðhalda þeim lífsgæðum. Eftir smá tíma á Nutrilenk Gold hætti ég alveg að finna til í ökklunum og er nú alveg laus við verki og stífleika í hásin. Síðan þá hef ég æft og keppt meira en nokkru sinni fyrr og hef verið að ná mjög góðum árangri í keppnum. Ég nota Nutrilenk Gold reglulega og ætla mér að halda því áfram.“ Sigurjón Sigurbjörnsson, landsþekktur langhlaupari.

„Ég nota Nutrilenk Gold reglulega og ætla mér að halda því áfram.“ Sigurjón Sigurbjörnsson Landsþekktur hlaupari

„Líkaminn þolir mun betur langvarandi álag með NUTRILENK ACTIVE“ Friðleifur Friðleifsson er mikill íþróttamaður og hefur hlaupið frá árinu 2008. Hann hefur tekið þátt í öllum helstu hlaupum sem upp á er boðið á Íslandi, hvort heldur eru götuhlaup eða utanvegahlaup. Einnig hefur Friðleifur tekið þátt í mörgum hlaupum erlendis, meðal annars 100 kílómetra hlaupi í Ölpunum við Mont Blanc. Hann sigraði í Esja Ultra hlaupinu 2014 og 2015. „Sem hlaupari þá er mikilvægt að halda öllum liðum vel smurðum. Þar kemur NUTRILENK ACTIVE að góðum notum. Ég hef notað NUTRILENK ACTIVE í töluverðan tíma og finn að líkaminn þolir langvarandi álag mun betur og eymsli í liðum eru miklu minni en áður. Í hlaupum er mikið álag til dæmis á ökkla og hné, sérstaklega þegar hlaupið er á grófu og misjöfnu undirlagi og ég tala nú ekki um upp og niður fjöll. Það er því mikilvægt að fyrirbyggja eymsli í liðum og ég get hiklaust mælt með NUTRILENK ACTIVE. Það virkar.“ Friðleifur Friðleifsson, íþróttamaður.

„Sem hlaupari þá er mikilvægt að halda öllum liðum vel smurðum. Þar kemur NUTRILENK ACTIVE að góðum notum.“ Friðleifur Friðleiffsson Íþróttamaður

„Öðlaðist nýtt líf verkirnir voru orðnir hreint helvíti á jörð“ „Ég starfa sem leikskólakennari og vinn mikið á gólfinu með börnunum. Ég þarf þar af leiðandi sífellt að vera að setjast og standa upp aftur. Ég var greind með slitgigt og hef fundið fyrir verkjum í hægri mjöðminni um árabil. Á tímabili varð ég svo slæm að ég þurfti að fá sprautur og sterk verkjalyf fyrir mjöðmina. Ég skánaði við það en var alltaf með seiðing og verki. Suma daga var ég þokkaleg en aðrir voru hreint helvíti á jörð. Næturnar hafa líka í gegnum árin verið mér erfiðar. Ég var með eilífan seiðing í mjöðminni og niður í tá og gat ómögulega legið á hægri hliðinni. Ég var farin að haltra. Eftir að ég fór að taka NUTRILENK öðlaðist ég hreinlega nýtt líf. Ég hef notað NUTRILENK GOLD síðan í september 2012 með frábærum árangri, og þá meina ég ÁRANGRI. Í byrjun tók ég 6 töflur á dag í 2 mánuði en í dag tek ég 3 töflur á dag. Núna sef ég allar nætur og get beygt mig án alls sársauka. Ég þurfti orðið aðstoð við að klæða mig í skó og sokka á morgnana, svo slæm var ég orðin. Í dag get ég bókstaflega allt! Ykkur finnst þetta kannski vera ýkt saga … en hún er sönn. Ég öðlaðist nýtt líf með NUTRILENK GOLD.“ Ragnheiður Garðarsdóttir, leikskólakennari.

„Ég öðlaðist nýtt líf með NUTRILENK GOLD.“ Ragnheiður Garðarsdóttir Leikskólakennari

Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.

„Losnaði við slitgigtarverkina“ „Ég hef verið að kljást við slitgigt í hnjám og mjóbaki í fjölmörg ár og prófað margt, bæði lyf og náttúrulyf sem dugað hafa skammt, auk þess að hafa farið í liðþófaaðgerðir. Fyrir rúmum 3 árum gat ég varla beygt mig, var með bólgur í liðum og hreyfigetan takmörkuð. Þá pantaði ég tíma hjá bæklunarlækni sem benti mér á að huga betur að lífsstílnum og taka inn NUTRILENK GOLD. Ég fór að hans ráðum og batinn er ótrúlegur. Ég finn ekki lengur til í hjánum og get hreyft mig óhindrað. Ég er einnig mjög meðvitaður um mataræðið og stunda sjóböð sem eru allra meina bót. Ef ég sleppi því að taka inn NUTRILENK GOLD þá finn ég verkina koma aftur. Ég er því bjartsýnn á að þurfa ekki að heimsækja lækninn aftur fyrr en í fyrsta lagi 75 ára. Ég mæli heilshugar með NUTRILENK GOLD.“ Hinrik Ólafsson leikari, kvikmyndagerðarmaður og leiðsögumaður.

„Ég mæli heilshugar með NUTRILENK GOLD.“

Laus við liðverki tengda lyfjum við brjóstakrabbameini „Ég þarf að vera á andhormónalyfjum næstu árin til að halda í skefjum brjóstakrabbameini sem ég greindist með fyrir einu og hálfu ári. Þessi lyf fóru þannig í skrokkinn á mér að ég var undirlögð af skelfilegum liðverkjum og upplifði mig eins og gamla konu. Ég ákvað að prófa NUTRILENK GOLD og tók inn 2 töflur 3 sinnum á dag og fann mun viku seinna. Í kjölfarið gat ég minnkað skammtinn niður í 3 töflur á dag og það heldur mér góðri. Ég veit um margar konur í sambærilegri stöðu og vona að NUTRILENK GOLD geti hjálpað þeim eins og það hefur hjálpað mér.” Lára Emilsdóttir, fjármálastjóri.

„Ég ákvað að prófa NUTRILENK GOLD og tók inn 2 töflur 3 sinnum á dag og fann mun viku seinna.“ Lára Emilsdóttir Fjármálastjóri

Hinrik Ólafsson Leikari, kvikmyndagerðamaður og leiðsögumaður

„NUTRILENK GOLD gaf mér lífsgleðina á ný“

„Ég var búinn að fara í þrjár hnéaðgerðir á nokkurra ára tímabili, var mjög slæmur og treysti mér engan veginn í aðra aðgerð. Sem múrari er ég mikið á hnjánum og starfið reynir gríðarlega á liðina. Til allrar hamingju ákvað ég að prófa NUTRILENK GOLD. Ég tók inn 6 töflur fyrstu tvær vikurnar og það dugði mér til að verða góður. Nú tek ég 2 töflur á dag til að viðhalda batanum. Það má segja að batinn sé kraftaverki líkastur. Ég hvet því kollega mína í iðninni til að prófa,“ segir Davíð en hann setti hvorki meira né minna en Íslandsmet í keilu í fyrra. „Ég trúi því að NUTRILENK GOLD haldi mér góðum í keilunni a.m.k næstu 20 árin.“ Davíð Löve, múrari og keilusnillingur.

„Ég hef stundað skíði í 60 ár, línuskauta, hjólreiðar, fjallgöngur og svo æfi ég í ræktinni daglega. Fyrir nokkrum árum stóð ég frammi fyrir því að ökklarnir voru algjörlega ónýtir, aðallega vegna endalausrar tognunar á skíðum. Ástandið var orðið þannig að ég gat varla gengið. Læknirinn minn sagði að annar ökklinn væri svo illa farinn að það þyrfti að stífa hann. Þessar fréttir fundust mér vera endalokin fyrir mig og mín áhugamál og ég lagðist í mikið þunglyndi. Mér var bent á NUTRILENK GOLD sem ég ákvað að prófa og það gerði kraftaverk. Í dag fer ég á fjöll og geri nánast allt sem mig langar til að gera algjörlega verkjalaus. Ef ég hætti að taka Nutrilenkið minnir ökklinn fljótt á sig. Ég skora á alla þá sem eru að glíma við svipuð vandamál að prófa þetta undraefni NUTRILENK GOLD sem gaf mér lífsgleðina á ný.“ Guðfinnur S. Halldórsson, sveitarforingi skíðasveitarskáta í Reykjavík og landskunnur bílasali.

„Ég trúi því að NUTRILENK GOLD haldi mér góðum í keilunni.“

„NUTRILENK GOLD sem gaf mér lífsgleðina á ný.“

Hvetur aðra múrara til að prófa Nutrilenk

Davíð Löve Múrari og keilusnillingur

Guðfinnur S. Halldórsson Landskunnur bílasali og sveitaforingi skíðasveitarskáta í Reykjavík


…sjónvarp

12 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016

Pogba mætir til leiks með United

Stöð 2 Sport klukkan 19 Fyrsti föstudagsleikurinn í enska boltanum þennan veturinn og hann er ekki af verri endanum. Manchester United tekur á móti Southampton og dýrasti leikmaður heims, Paul Pogba, gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir United. Í fyrstu umferðinni vann United sigur á Bournemouth en Southampton gerði jafntefli við Watford.

Föstudagur 19.08.2016 rúv

Glúten FRÍTT

Soja FRÍTT

ENGIN AR mjólk ENG tur hne ENG IN egg

Það hefur aldrei verið auðveldara að fá börnin með sér í lið…

Nú er ekkert mál að taka inn vítamín því þau eru lostæti

Bragðgóð, skemmtileg og hressandi gúmmívítamín fyrir klára krakka

09.00 ÓL 2016: Strandblak Útsending frá úrslitum í strandblaki karla. 11.25 ÓL 2016: Badminton Bein útsending frá úrslitum í badminton á Ólympíuleikunum í Ríó. 16.00 ÓL 2016: Blak Bein útsending frá undanúrslitum í blaki karla á Ólympíuleikunum í Ríó. 18.00 Táknmálsfréttir 18.10 KrakkaRÚV (115:386) 18.50 Öldin hennar (33:52) 52 örþættir sendir út á jafnmörgum vikum um stórar og stefnumarkandi atburði sem tengjast sögu íslenskra kvenna, baráttu þeirra fyrir samfélagslegu jafnrétti og varpar ljósi kvennapólitík í sínum víðasta skilningi. e. 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.30 Veður 19.40 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónvarps (33:50) Litið um öxl yfir 50 ára sögu sjónvarps og fróðleg og skemmtileg augnablik rifjuð upp með myndefni úr Gullkistunni. Kynnir er Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson. 20.00 Saga af strák (1:11) Bandarísk gamanþáttaröð um áhyggjulausan piparsvein sem sér sér leik á borði þegar einstæð móðir flytur í næsta hús. Aðalhlutverk: Minnie Driver, David Walton og Benjamin Stockham. 20.25 Johnny English Reborn Aftur bregður Rowan Atkinsson sér í hlutverk breska njósnarans Johnny English í þessari bráðfyndnu gamanmynd frá 2011. Að þessu sinni reynir Johnny að handsama glæpamenn sem ætla sér að drepa forseta Kína. e. 22.05 ÓL 2016: Samantekt Samantekt frá viðburðum dagsins á Ólympíuleikunum í Ríó. 23.00 ÓL 2016: Frjálsar íþróttir Bein útsending frá frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum í Ríó. 01.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

sjónvarp símans 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Rules of Engagement (5:13) 08:20 Dr. Phil 09:00 Kitchen Nightmares (5:10) 09:45 Secret Street Crew (2:6) 10:35 Pepsi MAX tónlist 12:50 Dr. Phil 13:30 Cooper Barrett's Guide to Surviving Life (5:13) Gamanþáttaröð um nokkra vini

sem eru nýútskrifaðir úr háskóla og reyna að fóta sig í lífinu. Cooper og félagar hans eru frelsinu fegnir en lífið eftir skóla reynist flóknara en þeir héldu. Aðalhlutverkin leika Jack Cutmore-Scott, Justin Bartha, Meaghan Rath, James Earl, Charlie Saxton og Maureen Sebastian. 13:55 Girlfriend's Guide to Divorce (1:13) 14:40 Jane the Virgin (8:22) 15:25 The Millers (17:23) Bandarísk gamanþáttaröð um Nathan, nýfráskilinn sjónvarpsfréttamann sem lendir í því að móðir hans flytur inn til hans, honum til mikillar óhamingju. Aðalhlutverk er í höndum Will Arnett. 15:50 The Good Wife (7:22) 16:35 The Tonight Show with Jimmy Fallon 17:15 The Late Late Show with James Corden 17:55 Dr. Phil Bandarískur spjallþáttur með sjónvarpssálfræðingnum Phil McGraw sem hjálpar fólki að leysa vandamál sín í sjónvarpssal. 18:35 Everybody Loves Raymond (12:25) Gamanþáttaröð um Ray Barone og furðulega fjölskyldu hans. 18:55 King of Queens (23:25) Bandarískir gamanþættir um turtildúfurnar Doug og Carrie. 19:20 How I Met Your Mother (6:24) 19:45 Korter í kvöldmat (12:12) Ástríðukokkurinn Óskar Finnsson kennir Íslendingum að elda bragðgóðan kvöldmat á auðveldan og hagkvæman máta. 19:50 America's Funniest Home Videos (41:44) 20:15 The Bachelor (7:15) 21:45 Under the Dome (1:13) 22:30 The Tonight Show with Jimmy Fallon 23:10 Prison Break (6:22) 23:55 Elementary (2:24) 00:40 Code Black (17:18) Dramatísk þáttaröð sem gerist á bráðamóttöku sjúkrahúss í Los Angeles, þar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og læknanemar leggja allt í sölurnar til að bjarga mannslífum. 01:25 The Bastard Executioner (8:10) Stórbrotin þáttaröð sem gerist seint á miðöldum og segir frá riddara í hirð Játvarðs konungs sem er búinn að fá nóg af átökum og stríði. 02:10 Billions (2:12) Mögnuð þáttaröð og að margra mati besta nýja þáttaröð vetrarins 2015-16. 02:55 Under the Dome (1:13) 03:40 The Tonight Show with Jimmy Fallon

04:20 The Late Late Show with James Corden 05:00 Pepsi MAX tónlist

Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:50 Íþróttir

Hringbraut 11:00 Þjóðbraut (e) 12:00 Lífið og Matjurtir með Auði Rafns (e) 12:30 Mannamál (e) 13:00 Þjóðbraut (e) 14:00 Lífið og Matjurtir með Auði Rafns (e) 14:30 Mannamál (e) 15:00 Þjóðbraut (e) 16:00 Lífið og Matjurtir með Auði Rafns (e) 16:30 Mannamál (e) 17:00 Þjóðbraut (e) 18:00 Lífið og Matjurtir með Auði Rafns (e) 18:30 Mannamál (e) 19:00 Þjóðbraut (e) 20:00 Heimilið Fjölbreyttur þáttur um neytendamál, fasteignir, viðhald, heimilisrekstur og húsráð. Umsjón: Sigmundur Ernir Rúnarsson 21:00 Lóa og lífið Líflegur þáttur um vinskap og samveru. Umsjón: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir 21:30 Kokkasögur Kokkasögur með Gissa er spjallþáttur á léttum nótum með sögum úr veitingageiranum og matvælaiðnaðinum - Kokkanámið, kokkapólitíkin, áskoranir og staðreyndir tengdar faginu. Umsjón: Gissur Guðmundsson 22:00 Lífið og Grillspaðinn Magasínþáttur Hringbrautar. Mannlífið, matur, heilsa, kúltúr, útivist, kynningar og fleira. 22:30 Fólk með Sirrý Góðir gestir koma í mannlegt spjall hjá Sirrý. Umsjón: Sigríður Arnardóttir 23:00 Lífið og Herrahornið með Sigmundi Erni Magasínþáttur Hringbrautar. Mannlífið, matur, heilsa, kúltúr, útivist, kynningar og fleira. 23:30 Okkar fólk Helgi Pétursson fer um landið og spyr hvort gamla fólkið sé ekki lengur gamalt. Umsjón: Helgi Pétursson

N4 19:30 Föstudagsþáttur Hilda Jana fær til sín góða gesti Dagskrá N4 er endurtekin allan sólarhringinn um helgar.

Óvæntur félagi í næsta húsi

Netflix St. Vincent Fín mynd með Bill Murray frá 2014 um ungan strák sem glímir við afleiðingar skilnaðar foreldra sinna en eignast óvænt góðan vin í næsta húsi. Sá er sauðþrjóskur fyrrum hermaður. Myndin fær 7.3 í einkunn á IMDB.com.

Nauðsynleg vítamín fyrir litla kroppa sem eru að stækka og þroskast frá degi til dags. Henta öllum börnum frá 3 ára aldri. Fæst í apótekum, Lyfju, Apótekið, Lyf og Heilsu, Apótekarinn, Fjararkaupum, verslunum Hagkaupa, 10-11 og Iceland Engihjalla.

balsam.is

Seth Rogen leikur pylsu

Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó á Akureyri, Sausage Party Teiknimynd fyrir 16 ára og eldri frá framleiðendum Pinapple Express, Bad Neighbours og This Is the End. Meðal leikara eru Seth Rogen, Kristen Wig, Jonah Hill, Bill Hader, Michael Cera og James Franco. Maturinn þráir ekkert heitar en að vera valinn af mannfólkinu í versluninni. Pylsa, leikin af Seth Rogen, heldur af stað í ferðalag að kanna sannleikann á bak við tilurð sína. Þegar matvælin komast að því hver örlög þeirra eru í raun og veru taka þau málin í sínar hendur.


…sjónvarp

13 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016

Get ekki þolað raunveruleikasjónvarp Sófakartaflan Guðjón Helgason, samskiptastjóri ÖBÍ

Úrslitin ráðast í kvennaboltanum

Sjónvarpssjúklingur Guðjón Helgason horfði á allt sem hann komst í þegar hann var krakki og hefur verið sófakartafla æ síðan. Mynd | Hari

að halda áfram með Justified, Parks and Recreation og nýju syrpuna af Silicon Valley sem eru frábærir. Fyrstu syrpuna kláraði ég á mettíma og hef sjaldan hlegið jafn mikið. Af væntanlegum þáttum næsta

vetrar bíð helst eftir spennuþáttunum Designated Survivor með Kiefer Sutherland og þriðju syrpu af hinum frábæru Fargo sem kemur einhvern tímann á fyrrihluta næsta árs.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - 1 6 - 0 4 2 9

RÚV 2 klukkan 20.20 Úrslitaleikur í kvennaboltanum Úrslitaleikurinn í knattspyrnu kvenna á ólympíuleikunum. Þar mætast Brasilía/Svíþjóð – Þýskaland/Kanada.

Ég hef verið sófakartafla – eða sjónvarpssjúklingur – frá því ég var krakki. Þá horfði ég á allt, Santa Barbara, Falcon Crest, Hunter, Murder She Wrote og Golden Girls – sama hvað það var. Ég hef því mjög breiðan smekk á sjónvarpsefni, nema hvað ég get ekki þolað raunveruleikasjónvarp – það er nær allt drasl. Ég hef sérstakt dálæti á velþekktu gæðaefni eins og The Wire, House of Cards, Sopranos og Mad Men, en einnig því sem sumir kalla lágmenningu eins og Vampírubananum Buffy og

Angel. Verð síðan að viðurkenna að ég á Breaking Bad alveg eftir. Síðasta árið höfum við hjónin horft saman á Modern Family, tekið maraþonáhorf á Game of Thrones og nú allra síðast spænt í okkur nýjustu syrpuna af Vikings. Það eru vel heppnaðir víkingaþættir. Sérstaklega er gaman að hlusta á breska og bandaríska leikara reyna að koma óbrenglað út úr sér heilu setningunum á íslensku. Þegar ég er einn við tækið fer ég yfir í Agents of SHIELD, Daredevil eða Mr. Robot. Nýlega kláraði ég fyrstu syrpuna af Billions og bíð spenntur eftir þeirri næstu. Næst á dagskrá er að byrja á Sons of Anarchy. Svo þarf ég að fara

Ein sígild frá Coen-bræðrum

Netflix No Country for Old Men Enn ein snilldin frá Coen-bræðrunum Ethan og Joel. Veiðimaður finnur tvær milljónir dollara í reiðufé, dóp og fullt af líkum nálægt Rio Grande. Hann freistast til að taka peningana og er í kjölfarið hundeltur af Anton Chigurh, leigumorðingja sem var ráðinn til að ná í peningana. Aðalhlutverk leika Javier Bardem, Tommy Lee Jones og Josh Brolin.

Líf hins áhyggjulausa piparsveins

RÚV klukkan 20 Saga af strák Þetta er fyrsti þátturinn í annarri þáttaröð About a Boy um áhyggjulausa piparsveininn Will Freeman. Þættirnir eru byggðir á frægri bók Nick Hornby, rétt eins og samnefnd mynd með Hugh Grant í aðalhlutverki. Aðalhlutverk: Minnie Driver, David Walton og Benjamin Stockham.

Lát mig ganga í sannleika þínum og kenn mér því að þú ert Guð hjálpræðis míns...

www.versdagsins.is

Fullkomnaðu augnablikið með ljúffengri sælkeraköku. – Láttu það eftir þér!


…heilabrot

14 | amk… FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016

Sudoku miðlungs 8 2 6

Spurt til vegar fyrir alla fjölskylduna

5

8

BYRJA HÉR

3 8

4 7 6 4

3 2 1 1

7 4 6 5 8 2

3

Sudoku þung 5

7 3 4 7

2 8

2 4

Dvaldi Harry Potter á heimavistinni Gryffindor?

9 2 6 9 8 5

Heitir stóra systir Jóns Odds og Jóns Bjarna Anna Jóna?

JÁ K

Er Glasgow höfuðborg Skotlands?

Er Gróttuviti í Reykjavík?

NEI U

NEI N

Er upprunaleg merking orðsins Biflía bækur?

JÁ R

JÁ T

Var Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra landsins, einnig organisti?

NEI E

NEI U

JÁ Ú

Er lífeyrissparnaður einnig kallaður hagsmunafé?

Er Falun Gong hreyfingin uppruninn í Japan?

NEI A

JÁ É

JÁ F

NEI S

JÁ G

Var ótta samkvæmt gömlu eyktamörkunum klukkan átta?

NEI I

Eru kerúbar þjóðflokkur í Írak?

NEI K

Málaði Vincent Van Gogh myndina Sólblómið?

JÁ Ú

JÁ D

NEI G

JÁ Á

NEI N

Eru hrísgrjón uppistaðan í rísottó?

Eru súrsuð hrútseistu stundum kölluð kviðsvið?

NEI N

NEI N

JÁ U

NEI A

JÁ K

NEI Ð

JÁ R

Skrifaði Leonardo da Vinci minnisatriði með spegilskrift?

Var Seth sonur Adams og Evu?

NEI A

JÁ L

Ætlaði Hans klaufi að steikja kráku í tréskó?

NEI Í

NEI I

NEI A

JÁ K

JÁ R

JÁ F

Er leikritið Óvitar eftir Ólaf Hauk Símonarson?

JÁ R

Er hægt að lenda í fangelsi á fjóra vegu í Mattador?

NEI L

JÁ R

JÁ G

JÁ Ú

Fáum við D vítamín úr appelsínum?

NEI A

JÁ A

NEI E

Kemur leikstjórinn Roman Polanski frá Póllandi?

6

JÁ M

NEI Þ

Er Sandreyður tannhvalur?

1 9

Eru Picatshu og Charizard snyrtivörur?

NEI R

1 3 4 5

Byrjaðu á byrjunarreit og svaraðu fyrstu spurningunni já eða nei og skráðu hjá þér bókstafinn sem fylgir svarinu. Eltu svo örvarnar eftir því yfir á næstu spurningu og svo koll af kolli. Ef þú ert kominn í mark er þar lokaspurningin. Þá tekur þú saman bókstafina við öll svörin þín. Svarið við lokaspurningunni raðast saman úr þessum bókstöfum ef þú hefur svarað öllum spurningunum rétt. Góða skemmtun.

KOMIN Í MARK!

JÁ A

Er Sandmiga skel?

Hvað er annað alþýðuheiti yfir Lóm?

Krossgáta á föstudegi 1

2

3

4

5

6

11

12

13

14

15

Býður Þorstein Mána Óskarsson velkominn til starfa

19

25

33 36

26

Atli Örn Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Elsa Sæný Valgeirsdóttir, Elvar Leonarsdsson, Hildur Kristín Sveinsdóttir, Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Karólína Ólafsdóttir, María Jónsdóttir, Sigrún Konráðsdóttir og Þóra Hugosdóttir.

27

28

29

Þjónusta í boði: 32

35

34

Úrlausn og greining stoðkerfisvandamála 37

Heilsufarsmælingar 39

38

Á stofunni starfa fyrir:

10

22

31

30

9

20

21 24

8

17

16

18

23

Þorsteinn Máni Óskarsson

7

Fræðsla og ráðgjöf

Lárétt

Lóðrétt

1. Nýfallin snjór 6. Sverfa 11. Kind 12. Atburður 13. Afhending 14. Pússa 15. Snurfusa 17. Mjög 18. Tækifæri 19. Klukka 20. Band 21. Sýkja 23. Kafmæði 26. Átt 27. Beita 30. Þekking 31. Málmur 33. Kattbjörn 35. Sukk 36. Á ný 37. Hindra 38. Drabb 39. Að baki

1. Rusl 2. Slitna 3. Flatfótur 4. Rekald 5. Púður 6. Flan 7. Áhlaup 8. Fljúga 9. Krydd 10. Hneta 16. Eldstæði 21. Gjall 22. Dansa 23. Spergill 24. Snjóhrúga 25. Krydd 27. Kappsamt 28. Álíta 29. Heilan 32. Pest 34. Struns

Lausn síðustu viku

S K A G A Hreyfigreining V I S S

I L J A

L L A N

S K R A F

K L I F A

E I T U R

S K O R J A T R O A A F T L D A L I A F N N B Æ N A G F U R D A R A N Ý R Ð A R G A

Ý M S A R

R U N N I

T R A N S

H Æ R R I

Ú F I N N

S A T A N

Hægt er að panta tíma í sjúkraþjálfun í síma 564 4067 eða senda póst á sjukrathjalfunin@sporthusid.is Lausn á síðustu spurningagátu Spurt var: Hvað kallast fyrsti veiddi fiskur veiðimanns? Rétt svar er: Maríufiskur


E T S SELEJÖRÐ Á:

til ir st ild gú G .á 22

www.prooptik.is

UMG

. r k 1 jum við kaup á gler

Fullt verð: 14.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:

Fullt verð: 14.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:

Fullt verð: 21.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:

1kr. við kaup á glerjum.

1kr. við kaup á glerjum.

1kr. við kaup á glerjum.

Fullt verð: 14.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:

Fullt verð: 19.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:

Fullt verð: 21.900 kr. TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:

1kr. við kaup á glerjum.

1kr. við kaup á glerjum.

1kr. við kaup á glerjum.

KRINGLUNNI 2. HÆÐ

SÍMI 5 700 900

HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI


Hann reyndi að brjóta sér leið inn í húsið á ýmsan hátt og einu sinni komst hann inn.

alla föstudaga og laugardaga

Sema Erla Serdar í viðtali í amk á morgun

Þegar Gordon Ramsay lenti í lífshættu á Íslandi Datt í sjóinn við lundaveiðar.

Ligeglad-skaup í ár Nú þegar fer að hausta hefst undirbúningur Áramótaskaups Ríkissjónvarpsins fyrir alvöru. Ekki vantar efniviðinn enda einkar líflegir mánuðir að baki og hópurinn sem skrifar skaupið verður því nokkuð öfundsverður. Ekkert hefur verið gert opinbert um handritshöfundana en samkvæmt heimildum amk... verður hópurinn sem gerði hina vinsælu sjónvarpsþætti Ligeglad í brúnni. Það þýðir að við fáum að sjá nóg af Önnu Svövu Knútsdóttur og Vigni Rafn Valþórssyni. Og vonandi Helga Björns líka.

„Ég hélt að ég væri farinn. Ég fylltist örvæntingu og lungun mín voru að fyllast af vatni. Þegar ég komst aftur upp á yfirborðið, eftir að hafa sparkað af mér skónum, svimaði mig og ég fékk hausverk,“ segir matreiðslumeistarinn Gordon Ramsay. Ramsay rifjaði í vikunni upp Íslandsheimsókn sína fyrir átta árum þegar hann dó næstum því við lundaveiðar í Vestmannaeyjum. Hann hrasaði þegar hann var að klifra í klett­u m og datt í sjó­inn og hélt að hann myndi ekki lifa af. Ramsay lifði þessa raun af og tókst á endanum að veiða lunda og éta

hjarta úr einum þeirra. „Ég trúi ekki að þú hafir látið mig éta þetta,“ sagði hann við leiðsögumann sinn.

Í lífshættu Gordon Ramsay féll í sjóinn við Vestmannaeyjar og hélt að hann myndi deyja.

Heiða Björk Gunnarsdóttir losaði sig við 40kg á 12 mánuðum.

Heilsuáskorun 12 vikna námskeið fyrir konur

Urban Decay til ­Íslands

Snyrtivörumerkið Urban Decay er væntanlegt til Íslands í nóvember og að því tilefni var nokkrum íslenskum lífsstíls- og förðunarbloggurum, eða sam­ félagsmiðladrottningum öllu heldur, boðið í partí í Danmörku í vikunni á vegum merkisins. Þórunn Ívars­dóttir var ein þeirra. Leyfði hún fylgjendum sínum á snapchat að fylgjast vel með öllu sem fram fór, en að sjálfsögðu var mikið um dýrðir í partíinu. Sam­félagsmiðladrottningarnar fóru svo ekki tómhentar heim og hafði Þórunn orð á því að hún hefði varla komið öllum snyrti­ vörunum í ­töskuna sína. Áhugafólk um förðun og snyrtivörur getur heldur betur ­farið að hlakka til góðrar viðbótar við snyrtivöruflóruna hér landi, en Urban Decay vörurnar eru þekktar fyrir að vera litríkar og skemmtilegar.

Kveðja frá Gústafi ­Níelssyni Útvarpsmaðurinn Frosti Logason eignaðist í vikunni son með unnustu sinni, Helgu Gabríelu Sigurðardóttur, og hefur drengurinn fengið nafnið Logi. Frosti svífur um á bleiku skýi og er einkar duglegur að birta myndir af frumburðunum á samfélagsmiðlum, þar sem margir samgleðjast, en yfir 2300 manns hafa sett „læk“ á fyrstu myndina af Loga litla. Gústaf Níelsson er einn þeirra sem hefur óskað Frosta til hamingju með soninn en í kveðju sinni til fjölskyldunnar sagðist Gústaf meðal annars fagna því að ungt fólk skyldi nenna að eignast börn.

Sérlega áhrifaríkt námskeið fyrir þær sem vilja losna við aukakílóin fyrir fullt og allt. Á námskeiðinu er mikil áhersla á stuðning, fræðslu og aðhald. Þú lærir að tileinka þér varanlega lífsstíl sem bætir heilsu þína, líðan og útlit svo um munar. Þú setur þér skýr markmið sem þú vinnur markvisst að.

Nánari upplýsingar og skráning á www.hreyfing.is

Sérlega áhrifaríkt 12 vikna námskeið fyrir þær sem vilja losna við aukakílóin fyrir fullt og allt. Heiða áður en hún tók málin föstum tökum

Álfheimar 74 - 104 Reykjavík - S: 414-4000 - www.hreyfing.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.