Amk 24 09 2016

Page 1

LAUGARDAGUR

24.09.16

HEILSUDRYKKUR VEKUR HEIMSATHYGLI

9 LEIÐIR TIL AÐ BÆTA SVEFNINN BALDVIN Z UNDIRBÝR STÓRA SPENNU­ ÞÁTTARÖÐ

ERLA KOLBRÚN

SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG

VARÐ ÖRYRKI OG MISSTI LÍFSVILJAN EFTIR VANRÆKSLU LÆKNIS

VERÐLAUNAÐUR FYRIR NÝSKÖPUN Í SJÁVARÚTVEGI Mynd | Hari

Húsgögn frá house doctor í úrvali

Borð

179.000 kr.

KíKtu við í sýningarsal oKKar ármúla 7

stóll

21.900 kr.

sófi 180.000 kr.


…fólk

2 | amk… LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2016

Allir héldu að hún væri dottin í það Emily Blunt reyndi að fela það fyrir samstarfsfélögum sínum að hún væri ólétt. Þegar leikkonan Emily Blunt var við tökur á myndinni The Girl on the train, þar sem hún leikur alkóhólista í mjög miklu tilfinningalegu ójafnvægi, héldu samstarfsfélagar hennar að hún væri að lifa sig aðeins of mikið inn í hlutverkið. „Ég var alltaf þreytt og oft mjög utan við mig þannig fólk hélt að ég væri farin að drekka ótæpilega til að ná betri tengslum við karakterinn. Ég held að ég hafi aldrei leikið manneskju sem var á svona slæm-

um stað í lífinu,“ segir Blunt í viðtali við Daily Mail. En það var ekki hlutverkið sem var að hafa þessi áhrif á hana, heldur hafði hún nýlega komist að því að hún væri ólétt að öðru barni sínu. „Ég ákvað að segja ekki frá því. Ég vildi ekki að fólk héldi að ég notaði það sem afsökun.“ Sá eini á tökustaðnum sem vissi um ástand Blunt var leikarinn Justin Theroux, sem leikur fyrrverandi eiginmann hennar í

myndinni, en þau eru gamlir vinir. „Hann giskaði á þetta. Hann hafði tekið eftir því að mér þóttu sumar senurnar óþægilegar og erfiðar, sem er mjög ólíkt mér, enda hef ég leikið í mjög erfiðum senum og ekki þótt það neitt mál. Þá spurði hann mig hvað væri að, hvort ég væri ófrísk eða eitthvað.“ Blunt játaði það fyrir honum en bað hann um að segja ekki frá. Það kom þó að því að hún varð að segja leikstjóranum, Tate Taylor, frá stöð-

unni þegar til stóð að mynda hana nakta í baði. Þá þurfti að breyta sjónarhorninu svo það sæist ekki að hún væri þunguð, en hún var gengin 20 vikur þegar tökum á myndinni lauk. Dótturina Violet eignaðist Blunt svo í lok júní.

Ekki full Samstarfs­ félagar Blunt töldu að hún væri að lifa sig aðeins og mikið inn í hlutverk sitt sem alkóhólisti í tilfinn­ ingaójafnvægi.

Johnny Depp selur ævintýralegt heimili Stórleikarinn Johnny Depp er að selja „penthouse“ íbúð sína í Los Angeles. Þetta er íbúðin þar sem hjónaband hans og Amber Heard sprakk í loft upp í maí á þessu ári, eins og svo margir muna eflaust. Íbúðin er í Art Deco stíl og vill Johnny fá um 13 milljónir dollara fyrir hana. Hún er mjög litrík og litir eins og rauður, fjólublár, svartur og himinblár eru allsráðandi. Það eru 9 svefnherbergi í íbúðinni og margt við íbúðina er mjög sérstakt. Þar má til dæmis nefna flísar sem eru eins og taflborð og dramatískar ljósakrónur. Hvert herbergi er eins og að vera staddur inni í listaverki.

Lindsay Lohan óttaðist um líf sitt Leikkonan Lindsay Lohan hætti nýlega með milljónamæringnum Egor Tarabasov og það eru engar líkur á að þau muni nokkurntímann taka saman aftur. Lindsay var í viðtali hjá Channel One, sem er rússnesk sjónvarpsstöð. Þar sagði hún frá því að hún hefði slitið trúlofuninni við Egor vegna þess að hún var farin að óttast um líf sitt. Fram hafa komið myndbrot þar sem Egor sést tuska Lindsay til og frá og samkvæmt Lindsay var þetta alls ekki eina skiptið sem þetta gerðist. Hann braust inn heima hjá henni, tók hana hálstaki og Lindsay segist hafa verið mjög óttaslegin. Þegar hún hringdi á lögregluna og öskraði af öllum kröftum: „Hann er að reyna að drepa mig, hringið á lögregluna!“

Fékk góm í 45 ára afmælisgjöf Leikkona Jada Pinkett Smith, sem er eiginkona Will Smith og móðir Jaden Smith, varð 45 ára á dögunum. Jaden, sem er 18 ára, kom mömmu sinni skemmtilega á óvart með mjög óvenjulegri gjöf. Hann gaf henni góm sem er gulllitaður og rammar inn hverja einustu framtönn í neðri gómi. Jada Pinkett hafði greinilega alveg húmor fyrir þessu og hikaði ekki við að setja inn mynd af sér á Twitter þar sem hún skartaði gómnum. Við myndina skrifaði hún: „Þegar sonur manns gefur manni nýtt stell á 45 ára afmælinu þínu.“ Jaden var ánægður með mömmu sína og tvítaði myndinni líka á vegginn sinn. Greinilega gott mæðginasamband þarna á ferð.

Stórt verkefni Andri Óttarsson, Baldvin Z. og Arnbjörg Hafliðadóttir hafa stofnað fyrirtækið Glassriver um framleiðslu sjónvarpsþáttanna The Trip. Mynd | Rut

Undirbúa þrjár þáttaraðir um rán á íslensku barni

Baldvin, Andri og Arnbjörg hafa stofnað nýtt framleiðslufyrirtæki, Glassriver, um gerð þáttanna The Trip sem fjalla um rán á barni íslensks pars í útlöndum. Stefnt er að frumsýningu eftir 2-3 ár.

V

ið erum búin að vera inni í hugmyndaherberginu síðan í október í fyrra. Handritsskrifin byrjuðu nú í vor eftir að vorum búin að þróa konseptið og hugmyndina,“ segir leikstjórinn Baldvin Z um nýja sjónvarpsþáttaröð sem hann er að skrifa ásamt Andra Óttarssyni. Þættirnir bera vinnuheitið The Trip og fjalla um það þegar barni

ungs íslensks pars er rænt á erlendri grundu. Stefnt er að því að þeir verði 10-13 talsins og að frumsýning verði eftir 2-3 ár. Sjónvarp Símans hefur þegar tryggt sér sýningarréttinn. Baldvin skrifar þættina ásamt áðurnefndum Andra Óttarssyni, sem getið hefur sér gott orð fyrir handritsskrif í sjónvarpsþáttunum Rétti. Þeir tveir hafa stofnað nýtt fyrirtæki um gerð þáttanna ásamt

Baldvin Z.

majubud.is

Baldvin Z, eða Baldvin Zophaníasson eins og hann heitir réttu nafni, er frá Akureyri og vakti fyrst athygli í kringum aldamótin sem trommari rokkhljómsveitarinnar Toy Machine. Hann sneri sér síðar að kvikmyndagerð, fyrst myndböndum og auglýsingagerð en síðar stærri verkefnum. Fyrsta mynd hans var Órói sem frumsýnd var árið 2010 en árið 2014 var Vonarstræti frumsýnd en hún festi Baldvin í sessi sem einn af kunnari leikstjórum landsins. Eftir það hefur Baldvin leikstýrt þremur þáttum af Ófærð og níu þáttum af Rétti. Á afrekalistanum eru líka handritsskrif fyrir sjónvarpsþættina Hæ gosa og áramótaskaupið 2011. Auk The Trip, sem hér er til umfjöllunar, vinnur Baldvin nú að heimildarmynd um Reyni Örn Leósson, Reyni sterka. Þá hefur hann skrifað handrit að nýrri kvikmynd í félagi við Birgi Örn Steinarsson, Bigga í Maus, sem einmitt skrifaði Vonarstræti með honum. Sú mynd kallast Kontalgínbörnin. Þá er á teikniborðinu barnamyndin Víti í Vestmannaeyjum, eftir samnefndri bók Gunnars Helgasonar.

framleiðandanum, Arnbjörgu Hafliðadóttur, sem er sjóuð í bransanum og hefur framleitt á annan tug bíómynda og sjónvarpsþáttaraða fyrir Sagafilm. Fyrirtækið kallast Glassriver og sækir nafn sitt til Glerár sem rennur í gegnum Akureyri, heimabæ Baldvins. Baldvin og Andri eru þessa dagana á kafi í handritsskrifum. Leikstjórinn er spar á yfirlýsingar þó augljóst sé að um mjög stórt verkefni sé að ræða. „Jú, þetta er mjög umfangsmikið verkefni enda gerist serían á fleiri stöðum en Íslandi. Þetta er stór saga og planið er að gera þrjár þáttaraðir af þessu. Í fyrstu þáttaröðinni verða 10-13 þættir, kannski tíu þættir með löngum fyrsta þætti og löngum lokaþætti. En við tökum þessu öllu mjög rólega, það er langur vegur framundan.“ | hdm

Fjölbreyttur ferill Baldvin Z. hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur.


-PERLA SUÐURLANDS-

Þrastalundur Hefur opnað eftir gagngerar breytingar! GAML ASMIÐJAN

Eldbakaðar pizzur Í Þrastalundi færðu gott úrval af eldbökuðum pizzum sem hafa fengið frábæra dóma. Komdu og smakkaðu.

Í S FA B R I K K A N

Frír ís fyrir krakka Allir krakkar sem koma við í Þrastalundi fá frían ís í september!

Tilvalið að skreppa í stuttan bíltúr og koma við í Þrastalundi þar sem hægt að fá sér veitingar og njóta stórglæsilegrar náttúru í nýuppgerðum veitingastað. Vertu velkomin.

MINIMARKET

SÍMI 779 6500


…viðtal

4 | amk… LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2016

„Gyðjan kom á fullkomnum tíma inn í líf mitt“

Erla Kolbrún er aðstoðarkona Sigrúnar Lilju, eiganda Gyðju Colletion. Hún er öryrki eftir misheppnaða aðgerð sem átti að laga endaþarmssig og glímir við heiftarleg verkjaköst, auk þunglyndis og kvíða. Erla segir Sigrúnu í raun hafa bjargað lífi sínu og þær eru orðnar bestu vinkonur. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is

Þ

að þarf heilt þorp á bak við svona glamúrdívu eins og Sigrúnu. Það er geðsjúklega mikið prógram í kringum hana, sem er bara frábært. Hún er á brjálæðislegri uppleið, það gengur svo sjúklega vel hjá henni núna,“ segir Erla Kolbrún Óskarsdóttir, aðstoðarkona Sigrúnar Lilju Guðjónsdóttur, eiganda Gyðju Collection, eða Gyðjunnar, eins hún gjarnan kölluð. Erla, sem er tveggja barna móðir, hefur starfað fyrir Gyðjuna í tæp tvö ár, en þær kynntust skömmu áður og náðu strax einstaklega vel saman.

Hlustaði af aðdáun

Erla hafði verið bloggari á lífsstílsvefnum Króm.is og var beðin um að skrifa um nýja skartgripalínu sem Sigrún var að senda frá sér. „Ég hafði fylgst með Sigrúnu frá því hún byrjaði og dáðst að henni, þannig mér fannst það þvílíkur heiður.“ Erla var boðuð á skrifstofu Gyðju Collection og fyrir tilviljun var Sigrún sjálf á svæðinu. „Ég féll alveg fyrir henni um leið og ég hitti hana. Ég vissi ekki að hún yrði þarna, en hún tók rosalega vel á móti. Ég sat bara og hlustaði á hana með aðdáun, hún er svo yndisleg. Við náðum strax rosalega vel saman. Hún gaf mér skart úr nýju línunni sinni, sagði mér að fara heim, taka myndir af mér með það og blogga um það. Ég var ekki alveg með sjálfstraustið í lagi á þessum tíma og fannst alveg ótrúlegt að hún bæði mig um þetta og að ég yrði með þeim fyrstu til að skrifa um skartgripina.“

Dekrar við Gyðjuna

Skömmu eftir að Erla hitti Sigrúnu fyrst hélt sú síðarnefnda til Balí þar sem hún var með sjálfstyrkingar- og hugleiðslunámskeið fyrir konur, en þær héldu áfram að spjalla saman í gegnum facebook. „Ég eiginlega seldi Sigrúnu þá hugmynd að hana vantað aðstoðarkonu. Það var svo brjálæðislega mikið gera hjá henni. Hún þurfti á aðstoð að halda og við ákváðum að skoða þetta mál þegar hún kæmi heim. Þegar við hittumst aftur þá var ekki aftur snúið og ég

var eiginlega bara orðin aðstoðarkonan hennar,“ segir Erla um hvernig það kom til að hún fékk þetta starf. Hún tók við fjölda verkefna sem Sigrún hafði áður séð um og létti þannig á henni, en það sem Erla gerir er meðal annars er að halda utan dagbókina hennar, bóka fundi og viðburði, bæði innlenda og erlenda. Starfinu fylgir því mikil ábyrgð „Ef hún þarf að mæta á fundi þá hringi ég í hana á morgnana, fer svo til hennar og er með henni á meðan hún er að gera sig til. Ég dekra líka stundum við hana. Geri LKL kaffi fyrir hana eða útbý boozt. Ég fæ mér yfirleitt með henni og við spjöllum um daginn sem er framundan. Þetta er mikill gæðatími hjá okkur enda erum við orðnar svo góðar vinkonur. Þetta er eiginlega besti tími dagsins, að mínu mati.“

Upplifir glamúrinn

Erla fylgir Sigrúnu á marga viðburði og fær hún því gjarnan að upplifa glamúrinn beint í æð. Hún átti einmitt að vera með henni á Miss Universe Iceland keppninni og hafði hjálpað til við undirbúninginn, því Gyðja var einn af bakhjörlum keppninnar, en fékk í bakið nokkrum dögum fyrir keppni og komst ekki. „Ég græði svo mikið á því að fara með. Kynnist fólki og læri margt. Vinnan verður því ótrúlega skemmtileg og ég lít varla á þetta sem vinnu.“ Þá fylgir Erla Sigrúnu líka í vinnuferðir til útlanda, enda þarf einhver að halda utan um dagskrána, sjá um að hún ofkeyri sig ekki og borði rétt og hreyfi sig. „Það er svo nýtt á Íslandi að glamúrkona í viðskiptum sé með aðstoðarmanneskju. Ég meina, stjórnmálamenn eru með aðstoðarmenn, af hverju ekki fólk í viðskiptum? Fyrst þegar ég sagðist vera aðstoðarkona Gyðjunnar þá rak fólk oft upp stór augu en nú spyr fólk frekar hvort það sé ekki gaman og nóg að gera.

Endaþarmssig eftir fæðingu

Erla segir samstarf þeirra tveggja ganga jafn vel og raun ber vitni af því þær eru mjög góðar vinkonur. Þær þurfa að eyða svo miklum tíma saman að annað myndi ekki ganga upp. „Ég hef verið til taks fyrir hana

Þakklát Erla er Sigrúnu Lilju mjög þakklát fyrir að ráða sig sem aðstoðarmann. Það hefur gefið lífi hennar tilgang á ný að komast út af heimilinu í allt annað umhverfi. Mynd | Hari

nánast allan sólarhringinn síðastliðin tvö ár. Auðvitað höfum við gengið í gegnum ýmislegt saman. Þetta er íslenskt hönnunarfyrirtæki og reksturinn getur verið erfiður. En Sigrún er snillingur í viðskiptum. Stundum þegar ég er að hlusta á hana tala við erlenda framleiðendur þá spyr ég sjálfa mig hvernig hún fari að þessu. Ég hef lært svo mikið af henni síðastliðin tvö ár,“ segir Erla, en hún kynntist Sigrúnu eftir mjög erfitt tímabil í sínu lífi. „Hún kom á fullkomnum tíma inn í mitt líf. Og við segjum í raun báðar að við höfum komið inn í líf hvor annarrar á fullkomnum tíma. Okkur líður svolítið eins við hefðum verið leiddar saman.“ Fyrir fjórum árum fór Erla í aðgerð sem átti að vera einföld og smávægileg. Tilgangurinn var að laga endaþarmssig sem fór að gera vart við sig eftir fæðingu yngri dóttur hennar. „Sigið veldur því að það slaknar á vöðvunum en stundum má laga það með sjúkraþjálfun. Læknirinn minn vildi hins vegar meina að sigið væri svo mikið í mínu tilfelli að ég þyrfti að fara í aðgerð.“ Löng bið var eftir slíkri aðgerð á Landspítalanum þannig Erlu var bent á að hún gæti farið í aðgerðina á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, sem hún gerði.

Úrskurðað sem vanræksla

„Aðgerðin mistókst og ég varð fyrir varanlegum taugaskaða sem veld-

ur því að ég glími við mikla verki,“ útskýrir Erla sem er öryrki eftir aðgerðina. En henni varð það ljóst um leið og hún vaknaði upp af svæfingunni að ekki var allt með felldu. „Ég var með óbærilegustu verki sem ég hef upplifað, og hef ég fætt tvö börn án verkjalyfja. Þetta var eitthvað sem ég gat ekki lifað með. Ég var heila viku uppi á Akranesi en læknirinn þar fann ekki út hvað amaði að mér, þannig ég endaði með sjúkrabíl uppi á kvennadeild. Sérfræðingurinn sem tók á móti mér þar vissi hins vegar nákvæmlega hvað var að þegar hún komast að því í hvaða aðgerð ég hafði verið. Læknirinn uppi á Skaga var að nota aðferð sem, að hennar mati, átti að vera hætt að nota fyrir 30 árum, af því hún getur valdið taugaskaða.“ Erla var hálf meðvitundarlaus af verkjalyfjum á tímabili, en hún var svo kvalin að það var ekki um annað að ræða hjá læknunum en að reyna að verkjastilla hana með öllum tiltækum ráðum. Dagarnir liðu en ekki dró úr verkjunum, og eftir viku af sterkri verkjalyfjagjöf á kvennadeildinni var ákveðið að gera aðra aðgerð á Erlu og rekja upp saumana sem áttu að laga sigið. „Núna er ég eins og níræð kona að neðan, ennþá með sig og viðvarandi taugaverki. Það létti töluvert á og dró aðeins úr verkjunum þegar saumarnir teknir, en skaðinn var skeður. Það var búið að skemma taugar með því að nota þessa gömlu aðferð.“

Ég græði svo mikið á því að fara með. Kynnist fólki og læri margt. Vinnan verður því ótrúlega skemmtileg og ég lít varla á þetta sem vinnu.

Erla kærði lækninn til Landlæknisembættisins þar sem úrskurðað var að um vanrækslu hefði verið að ræða, ekki læknamistök.

Sjálfsvígshugsanir

„Ég var í námi í lyfjatækni þegar þetta gerðist og rétt náði að klára það, en hef aldrei getað unnið sem lyfjatæknir. Þegar manni er kippt svona út úr lífinu þá fylgja því andlegir sjúkdómar eins og þunglyndi og kvíði. En að hitta svona frábæra og framúrskarandi konu sem vinnur við það að byggja upp konur, var alveg fullkomið. Ég var aðeins byrjuð að rífa mig upp af koddanum þegar ég hitti Gyðjuna fyrst og svo greip hún mig þegar ég stóð upp. Að komast með henni út á daginn, í eitthvað allt annað umhverfi, það hefur bjargað lífi mínu. Gyðjan hefur verið ein stærsta ástæðan fyrir því að ég hef farið fram úr rúminu. Auðvitað börnin mín líka, en þegar maður er svona veikur þá þarf maður að komast út af heimilinu. Í eitt og hálft ár eftir aðgerðina var maðurinn minn í raun með þrjú börn. Ég var þriðja barnið. Ég var tvisvar lögð inn á geðdeild vegna þessara veikinda. Í fyrra skiptið var það vegna sjálfsvígshugsana. Ég var búin að kveðja börnin mín. Sjúkraþjálfunin var ekki að ganga og taugaverkjalyfin voru ekki að virka sem skyldi.“ Erla finnur til alla daga en verkirnir eru mismiklir. Það hefur komið fyrir að hún hefur þurft að afboða sig á viðburði með Sigrúnu vegna þess, en ef hún þarf virkilega að mæta eitthvert er eins og líkaminn hlýði henni og sé til friðs. „Það er alveg ótrúlegt að ég kemst yfirleitt þangað sem mig langar og það sem er mér mikilvægast. Sigrún er líka mjög skilningsrík og umhyggjusöm þannig hún passar hún vel upp á mig, þó hún hafi í mörg horn að líta. Ég er henni ótrúlega þakklát.“ Hægt er að fylgjast bæði með Erlu og Sigrúnu á snapchat: erlak85 og theworldofgydja

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Katrín Bessadóttir, katrin@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.


Snúran hefur stækkað

Verið velkomin í nýja & endurbætta verslun

Fuss P15 teppi 26.900 kr Oyoy Pearl teppi 18.900 kr

Reflections kristalskertastjakar verð frá 29.900 kr

Fuss plusminus púði 100% new wool 12.990 kr

Semibasic velúrpúði 10.900 kr

Finnsdottir Alba kertaluktir 3.150 kr

Semibasic klútar 100% bómull 950 kr

Raumgestalt eikarbretti

Semibasic bómullarteppi 16.900 kr

Mette Ditmer Cubic teppi 10.900 kr

Mette Ditmer handklæði verð frá 1.690 kr

Design by Us Polish ljós lítið 39.900 kr - stórt 89.900 kr

Design by Us Ballroom ljós lítið 39.900 kr - stórt 89.900 kr LA Bruket ilmkerti 45 klst brennsla 7.990 kr

Lentz karamellur 1.150 kr

Snúran Síðumúli 21 - 108 Rvk snuran@snuran.is - 537 5101


…heilsa

6 | amk… LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2016

Tvær frábærar nýjungar frá Iceherbs Bráðnauðsynlegt Magnesíum og Hreinsandi þynnkubani ásamt alíslenskum fjallagrösum. Unnið í samstarfi við Iceherbs

I

ceherbs línan er íslensk bætiefnalína sem kom ný og endurbætt á markað í febrúar. Katrín Amni Friðriksdóttir er eigandi ráðgjafafyrirtækisins Kamni ehf. sem stýrir meðal annars Iceherbs vörumerkinu. „Við erum alltaf að bæta í og ætlum okkur að gera það reglulega. Nýju afurðirnar eru annars vegar Hreinsandi sem er búið til úr mjólkurþistli og fjallagrösum og Magnesíum og fjallagrös hins vegar. Þetta er bara að detta úr verksmiðjunni okkar á Blönduósi þessa dagana. Með Magnesíuminu erum við að svara þörfum markaðarins þar sem vitundarvakning á nauðsyn magnesíums hefur verið mjög mikil að undanförnu. Við blöndum síðan fjallagrösum við flestar okkar afurðir vegna þeirra góðu eiginleika,“ segir Katrín. „Hreinsandi inniheldur íslensk fjallagrös sem hafa góð áhrif á meltingarveginn og alla slímhúð líkamans og mjólkurþistil sem hreinsar lifrina. Það er löngum þekkt að fólk taki inn mjólkurþistil fyrir áfengisneyslu þar sem hann dregur úr eftirköstum áfengisneyslunnar. Mjólkurþistill er almennt talinn hafa mjög styrkjandi og hreinsandi áhrif á lifrina og fjallagrösin virka frábærlega í þessari blöndu. “

Katrín Amni Friðriksdóttir „Við blöndum síðan fjallagrösum við flestar okkar afurðir vegna þeirra góðu eiginleika“ Mynd | Rut

Nýju afurðirnar eru annars vegar Hreinsandi sem er búið til úr mjólkurþistli og Magnesíum hins vegar. Allar vörur Iceherbs eru framleiddar á Blönduósi og öll hönnun fer einnig fram ­innanlands.

Magnesíum og Hreinsandi ásamt fjallagrösum Magnesíum er nauðsynlegt s­ teinefni, sem stuðlar að eðlilegum blóðþrýstingi, styrkir bein og hjartastarfsemi. Magnesíum er talið minnka verki og harðsperrur eftir áreynslu og vinna gegn slappleika, pirringi og doða í vöðvum. Mjólkurþistill (Silybum marianum) inniheldur m.a. andoxunarefnið Sylimarin, sem örvar starfsemi í lifur og nýrum. Hefur detox virkni og hjálpar til að eyða sindurefnum og losa óæskileg efni úr líkamanum, eins og eftir áfengisneyslu. Sala Magnesíum og Hreinsandi hefst í næstu viku í Heilsuhúsinu og Lyfju.

Birkilaufstöflur Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).

www.birkiaska.is

Bodyflex Strong

Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.

www.birkiaska.is

Evonia Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.

www.birkiaska.is

Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

www.birkiaska.is

Úthvíld Nætursvefninn skiptir öllu máli fyrir góða líðan yfir daginn.

Sofðu vel

Góður nætursvefn er lykillinn að góðri geðheilsu. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin þegar kemur að góðum nætursvefni. Sumir sérfræðingar vilja meina að geðheilsa okkar sé að stórum hluta undir því komin hversu góðan svefn við fáum. En flestir lenda einhverntímann í vandræðum með svefninn og aðrir eiga krónískt í vandræðum með hann. Ýmislegt er hægt að gera til þess að fá sem mest út úr hvíldinni.

Farðu alltaf á svipuðum tíma að sofa og vaknaðu á svipuðum tíma. Líka í fríum. Það er erfitt en borgar sig, sér í lagi fyrir svefnvandamálagemlinga. Svefnrútínan á líka að vera svipuð, að þú gerir hlutina fyrir svefninn nokkurn veginn eins. Ef þú ert andvaka, stattu þá upp og gerðu eitthvað í smástund; fáðu þér vatnsglas eða kíktu í bók. Kvíðinn yfir því að sofna ekki getur valdið því að þú sofnir ekki, því er gott að blekkja líkamann aðeins og byrja upp á nýtt. Ekki fara pakksödd/saddur í rúmið en ekki heldur með garnirnar gaulandi. Passaðu þig að þamba ekki vatn fyrir svefninn svo þú þurfir síður að vakna til að pissa og mundu að bæði kaffi og áfengi hafa neikvæð áhrif á svefn. Rúmið er staður svefns og kynlífs. Allt annað, s.s. skrifa tölvupóst, vera í tölvuleik, hanga á Facebook, lesa, horfa á vídeó – þetta á að gera annars staðar en í rúminu. Raunar ætti að slökkva á öllum skjám og öðru áreiti a.m.k. klukkutíma áður en farið er í rúmið. Gangi ykkur vel með það.

Ekki hafa of heitt í svefnherberginu. Best er að hitastigið sé um 15-19°C.

Leggðu á þig smávegis vinnu við að finna sæng og kodda sem henta þér best. Prófaðu mismunandi kodda og sængur og athugaðu að þú gætir þurft að eiga sumar- og vetrarsæng. Sængurfötin geta líka skipt máli, gerviefni eiga ekki heima í neinu rúmi!

Ekki hika við að nota alls kyns hjálpartæki; myrkragardínur, eyrnatappa, svefngrímu, jafnvel róandi tónlist og lavender ilmolíur. Allt sem hjálpar þér að ná góðri slökun.

Að taka „leggju“ yfir daginn er gott og blessað en ekki allir þola það. Smávegis kría getur haft áhrif á nætursvefninn. Taktu frekar góða slökun án þess að festa svefn.

Líkamsrækt hefur ótrúlega góð áhrif á nætursvefninn. Þið sjáið hvernig börn steinrotast eftir aktíva daga – sama á við um okkur fullorðna fólkið.



…heilabrot

8 | amk… LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2016

Sudoku miðlungs

Krossgátan

3 9 7 1 6 6 1

4 7 2

1 5 7

1 5 3

2 7

HARÐNA

1

5 9

8

9 4 8

3 7

5

6 9 5

1 2 9

4 2

MÁNUÐUR

SKAMMT

HÖFÐI

RÖK

FANGI

EINS

FERÐALAG

ÞÓFI

UNNA FÆGJA

STRÝTU

SKVAMPA

SKÍÐAÍÞRÓTT

EYJA Í ASÍU

ÞVAGA

HEFÐBUNDINN ÚTDEILDI

mynd: diego delso (CC By-sA 3.0)

G LYKKJA

AÐ FÍFLAST NÝFALLIN SNJÓR

F D S J Ó A R J A R F I J Á R N F L M S T F A S T S K U F K A U Ð I V A L M A U N U B L Ý O R A F A R R A K N A O F S A P Ú T R E I S Ý N I OFFUR

TOGA

KVEINA

FRÁ

FISKIKARL MARÐARDÝR MÁLMUR

FLYTJA HÖGG

BROTTHLAUP

RÓMVERSK TALA

MEGA TIL

TRAÐK

BUNDIÐ

LIÐUGUR

YFIRHÖFN SAMTÖK

LEIÐINDAPÉSI

BLÓÐHLAUP

KOSNING

MÁLMUR

GALDRAKVENDI

YNDI

BYLGJAST

HLJÓÐFÆRI HNETA

STARF

MJÖG

SPENDÝR

TROSNA ÁKEFÐ

BLÁSA EKKI

MEÐFERÐ STIKKPRUFA

B V A N A L E A F N A F K R Ó K U R T I L S I A T A S T R A G A O I G Á R B R A G Ð Æ R A R I R O K I Ð S T A P P L R Á D K I L J A A R M A U N G I R N G E L L A I Ð J A J Á R N A Ú A T Ú R T A L F Ð I Ð U L I

SVELG

ÓBUNDIÐ

TEMJA

HÆRRI

BOR

ÓSKIPULAG

OFANFERÐ FRÁSÖGN

KERALDI GERST

ÁKAFLEGA

ÚTDRÁTTUR

HLUTI

ÝFUN

HÁRSKERI

BRELLA GÁSKI

STÍGANDI ÖTULL JURT

KANN

ÞEFJA

SLÁ

SÓLARHRINGA

ÍÞRÓTTAFÉLAG

TITILL

A G U R A R A R S G P Á M U F U R U N D E S I I N N G E T A G A L L L A I F N D A D Ó S M A B A N Æ R I N A REIÐIHLJÓÐ

Í RÖÐ

Í RÖÐ ETJA

HRUKKA

FYRIR

ALDINLÖGUR

SAFNA

RÍKJA ARÐA

EKKERT

SKÓA

SPREI

VEFJARHÖTTUR Í RÖÐ

RADDFÆRI

MILDA

DOLLA

ILLGRESI

REIÐIHLJÓÐ

DETTA

ÞEFA

TVEIR EINS

SJÁVARDÝR

NÚNA

ELLEGAR

KVERK

NUGGA

TUNGUMÁL

SAMTÖK

TALA

MÆLA DÝPT

HVÍLD

HALDIST

STYRKJA

HLUTVERK

HEILU

KLÆÐLEYSIS

NÖGL

AÐ VÍSU

BLÁSTUR

VÍGT BORÐ

ÍLÁT

UMHVERFIS

MEGIN

FROÐA

BURT

LÓUÞRÆLL

LEIKUR

STÖÐVUN

EINKAR

PÍPA

GÖNGULAG

PENINGAR

RÍKI Í AFRÍKU

Í RÖÐ

UPPFYLLA

VARKÁRNI

FÁLM

ESPA

TIKKA

ÁTT

PRÓFGRÁÐA

FUGL

DÆMANDA

PRÓFGRÁÐA

RÁÐABRUGG

RÝR

BÓN

ÖGN

NÖLDRA

SÝKING

A OA G BNO RÞGÍAN ÞAÐ ER LÍKLEGRA AÐ EIGN ÞÍN VERÐI SELD EF Þ H ÚANÐE REÁRS ÖLLÍUKS L K REÁGHR JÁ K KÐ U RE . ÞI Ú R EV K KEER R TÐEIF S V IE Ð LSD E L JEUF MH E KÚ K IN .

L ÍSKKLREÁG RHAJ ÁA O Ð KEKIUGRN. Þ Ú ÍN EÞRAÁÐ SEÖRL U

VANTAR ALLAR EIGNA Á SKRÁ. ÞÚ BORGAR EKKERT EF VIÐ SELJUMGERÐIR EKKI. ÞÚKYNNTU BORGARÞÉR EKKERT HRINGDU NÚNA OG MÁLIÐ.EF VIÐ SELJUM EKKI. NÚNA OG KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ. Sími 533 1616HRINGDU • Þjónustusími 891 9916

533-1616

OP

S HÚ

ÞAÐ ER LÍKLEGRA AÐ ÞÍN EIGN VERÐI SELD EF HÚN ER Á SÖLUSKRÁ HJÁ OKKUR 533-1616 www.lundur.is • lundur@lundur.is

Hlíðarás 1A Mosfellsbær -OPIÐ HÚS KL.17-18.30

KROTI

YFIRBREIÐSLA

HITA

FESTA

TOTA

VAÐALL

ÁVÖXTUR

EINRÆÐA

UPPSPRETTA

FISKILÍNA

HISSA

RÓSEMD

HÖND

TVEIR EINS

JAPLA

RIFJÁRN

HÆFILEIKA

BÓK

GLANSA

YFIRHAFNIR

VANDRÆÐI

Allar gáturnar á netinu Allar krossgátur Fréttatímans frá upphafi er hægt að nálgast á vefnum krossgatur.gatur.net DANGL

TRÉ

ERGJA

SKRIFA

SKAÐI

7

MEIÐSLI

FLÍK

ÖLDURHÚS

Lausn síðustu krossgátu EFTIRRITA

LOFTTEGUND

HJARTAÁFALL

SKÓLI

ÁSÆKJA

TVÍSTRA

VÖKUMAÐUR

DANS

RÁN

HÆKKAR

GROBB

5

311

TVEIR EINS

NAUMUR

1

2 9

SKIPULEGGJA

VANRÆKJA

POT

3

8

BÖNN

GRÁTA

Sudoku þung 2

GLEÐI

TILBÚNINGUR

4 6

312

mynd: Guillaume Paumier (CC By-Sa 3.0)

2

5 3

Garðabær- Langamýri Mjög vel staðsett og skemmtilega hannað 179 fm parhús á tveimur hæðum, þar af 31 fm innbyggður

PIÐ

S HÚ

Álfheimar - 5 herbergja

5 herb. 110 fm íbúð á tveimur efstu hæðum í syðst í Álfheimum.34 fm íbúðarherb. eða vinnuherb. í

107 Fálkagata Einstaklingsíbúð á 2.hæð í fjölbýli. Suðursvalir, gott útsýni, Háskóli Íslands við húsgaflinn. Á jarðhæð

Karl Gunnarsson lögg. fasteignasali s. 898 2102

Dúfnahólar, laus fljótlega

2ja herb. íbúð ca. 63 fm á 3. hæð í lyftuhúsi. Mikið útsýni.Svalalokun. V. 17,5 m 6310

Kristján P. Arnarsson lögg. fasteignasali s. 896 1188

Gott ca. 40 fm sumarhús á góðum stað við Meðalfellsvatn Lóðin liggur að Sandsá, ca 1.000 fm eignarland. Húsið skiptist í stofu og

S

Ú ÐH

VANTAR

ÞÚ BOR

HRINGDU

Unnur Karen Karlsdóttir s. 698 9056

533-1616


Uppskriftir frรก

Provence


…sjónvarp

VERTU MEMM! LO N D O N

frá

7.999 kr. *

des. - mars

KÖ B E N

frá

7.999 kr. *

nóv. - mars

S TO K K H Ó L M U R

frá

7.999 kr.

*

nóv. - mars

A M S T E R DA M

frá

7.999 kr.

*

nóv. - mars

Gylfi fær Guardiola í heimsókn

Stöð 2 Sport laugardagur kl. 16.15 Swansea City – Manchester City Manchester City hefur farið með látum af stað í vetur og unnið alla leiki sína í ensku úrvalsdeildinni til þessa. Þeir sem bjuggust við því að nýi stjórinn, Pep Guardiola, myndi þurfa tíma til aðlögunar í erfiðri deild hafa þurft að éta þau orð ofan í sig. City virðist langbesta lið deildarinnar ef marka má þessar fyrstu vikur. Það sama verður ekki sagt um Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea sem hafa ekki unnið síðan í fyrstu umferðinni. Forvitnilegt verður að sjá hvort heimamenn vakni af blundinum og velgi City undir uggum.

Laugardagur 24.09.2016 rúv 07.00 KrakkaRÚV 10.20 Frumherjar sjónvarpsins – Míní - serían (4:11) e. 11.10 Matador (11:24) e. 12.25 Útsvar (3:27) (Garður Árneshreppur) e. 13.30 Íþróttaafrek (Guðrún Arnardóttir) 13.45 Stjarnan - Grótta (Olísdeild kvenna í handbolta) Bein útsending frá leik Stjörnunnar og Gróttu í Olísdeild kvenna í handbolta. 15.45 FH - ÍBV (Olísdeild karla í handbolta) Bein útsending frá leik FH og ÍBV í Olísdeild karla í handbolta. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV (92:300) 18.01 Krakkafréttir vikunnar (3:40) 18.20 Skömm (1:11) Ný vefþáttaröð frá NRK um ungmenni á síðasta ári sínu í grunnskóla. 18.40 Íþróttaafrek (Handboltalandsliðið 2008) 18.54 Lottó (57) 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.50 Sjónvarp í 50 ár: Menning og listir (4:8) Í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá því að sjónvarpsútsendingar hófust á Íslandi býður RÚV til afmælisveislu í beinni útsendingu. 21.25 Juno 23.00 Catch 44 (Köld eru kvennaráð) 00.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

Sjónvarp símans

E D I N B O RG

frá

7.999 kr. *

okt. - mars

B R I S TO L

10 | amk… LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2016

10:15 The Odd Couple (9:13) 10:35 Younger (4:12) 11:00 Dr. Phil 12:20 The Tonight Show with Jimmy Fallon 15:05 Rachel Allen's Everyday Kitchen (10:13) 15:30 Chasing Life (11:21) 16:15 Parenthood (5:13) 17:00 Parks & Recreation (2:22) 17:25 Men at Work (3:10) 17:50 Baskets (8:10) 18:15 King of Queens (10:24)

18:40 How I Met Your Mother (18:24) 19:05 The Voice (1:24) Vinsælasti skemmtiþáttur veraldar þar sem hæfileikaríkir söngvarar fá tækifæri til að slá í gegn. 21:00 Whatever Works 22:35 Crossing Over 00:30 Mr. Brooks 02:30 Unthinkable 04:10 The Perks of Being a Wallfower

Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:50 Íþróttir

Hringbraut 20:00 Ísland aldamótanna: Í Vestur víking 1 (e) 20:30 Hringbraut á Grænlandi: Kulusuk (e) 21:00 Mannamál með Sigmundi Erni (e) 21:30 Nálin: Þjóðmál og pólitík (e) 22:00 Okkar fólk með Helga P.: Viðhorf til eldra fólks (e) 22:30 Þjóðbraut á þriðjudegi (e) 23:00 Ritstjórarnir 23:30 Sástu þennan? Forsetinn um nýsköpun 2015 (e)

N4 14:00 Upptaka frá fundi bæjarstjórnar Akureyrar sem haldinn var þann 20. september. 16:30 Hvítir mávar 17:00 Að norðan 17:30 Mótorhaus (e) 18:00 Milli himins og jarðar 18:30 Að austan 19:00 Að Norðan 19:30 Föstudagsþáttur 20:30 Skeifnasprettur (e) 21:00 Að vestan 21:30 Hvítir mávar 22:00 Að norðan 22:30 Mótorhaus (e) 23:00 Að austan Dagskrá N4 er endurtekin allan sólarhringinn um helgar.

Hin óviðjafnanlega Juno

RÚV laugardag kl. 21.25 Juno Margverðlaunuð grátbrosleg gamanmynd um unglingsstúlkuna Juno með Ellen Page, Jennifer Garner og Micheal Cera í aðalhlutverkum. Þegar Juno verður óvænt ólétt þarf hún að taka erfiða ákvörðun varðandi barnið sem hún ber undir belti. Myndin hlaut Óskarsverðlaun árið 2008 fyrir besta handritið.

Sunnudagur 25.09.2016 rúv 07.00 KrakkaRÚV 10.15 Krakkafréttir vikunnar (3:40) 10.25 Orðbragð (3:6) e. 10.55 Sjónvarp í 50 ár: Menning og listir (4:8) e. 12.55 Heimur mannkynsins (2:5) e. 13.55 Steinsteypuöldin (3:5) e. 14.25 Genabreytingar e. 15.15 Rusl á matseðlinum e. 16.15 Menningin (3:40) 16.45 Varasamir vegir e. 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 KrakkaRÚV (93:300) 18.00 Nonni og Manni (4:6) 18.50 Landakort (Þjóðarréttur Íslendinga) 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Landinn (2:20) 20.20 Orðbragð (4:6) 20.50 Poldark (3:10) 21.55 Íslenskar sjónvarpsmyndir: Draugasaga Sjónvarpsmynd frá árinu 1985. 23.00 Gullkálfar (5:6) e. 00.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

Sjónvarp símans 09:50 Odd Mom Out (3:10) 10:15 Cooper Barrett's Guide to Surviving Life (10:13) 10:35 Jennifer Falls (4:10) 11:00 Dr. Phil 13:00 The Tonight Show with Jimmy Fallon 14:40 The Voice (1:24) 16:40 The Grinder (8:22) 17:05 Superstore (1:11) 17:30 Hotel Hell (3:8) 18:15 King of Queens (11:24) 18:40 How I Met Your Mother (19:24) 19:05 Rachel Allen's Everyday Kitchen (11:13) 19:30 The Voice (3:24) 21:00 Law & Order: Special Victims Unit (1:23) 21:45 American Gothic (12:13) 22:30 Ray Donovan (4:12) 23:15 Fargo (8:10) 00:00 Limitless (21:22) 00:45 Shades of Blue (2:13)

01:30 Law & Order: Special Victims Unit (1:23) 02:15 American Gothic (12:13) 03:00 Ray Donovan (4:12) 03:45 Under the Dome (6:13) 04:30 The Late Late Show with James Corden 05:10 Pepsi MAX tónlist

Stöð 2 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:50 Íþróttir

Hringbraut 15:00 Hringbraut á Grænlandi: Kulusuk (e) 15:30 Mannamál með Sigmundi Erni (e) 16:00 Ísland aldamótanna: Í Vestur víking 1 (e) 16:30 Örlögin (e) 17:00 Þjóðbraut á mánudegi (e) 17:30 Nálin: Þjóðmál og pólitík (e) 18:00 Atvinnulífið: Securitas síðari hluti (e) 18:30 Arctic Tale: Fjölskyldumynd (e) 20:00 Heimilið 21:00 Okkar fólk með Helga P.: Viðhorf til eldra fólks (e) 21:30 Hringbraut á Grænlandi: Kulusuk (e) 22:00 Þjóðbraut á þriðjudegi (e) 22:30 Ritstjórarnir (e) 23:00 Þjóðbraut á fimmtudegi (e)

N4 15:30 Föstudagsþáttur 16:30 Skeifnasprettur (e) 17:00 Að vestan 17:30 Hvítir mávar 18:00 Að norðan 18:30 Mótorhaus (e) 19:00 Milli himins og jarðar 19:30 Að austan 20:00 Að Norðan 20:30 Að vestan 21:00 Hvað segja bændur? 21:30 Skeifnasprettur (e) 22:00 Hvað segja bændur? Dagskrá N4 er endurtekin allan sólarhringinn um helgar.

frá

7.999 kr.

*

okt. - mars

Frægir keppa í leikjum

KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

Stöð 2 laugardagur kl. 19.55 Spilakvöld Pétur Jóhann Sigfússon stýrir þrautaþætti fyrir alla fjölskylduna. Frægir keppa í fjölbreyttum leikjum.

Veisla í Meistaradeildinni

Stöð 2 Sport þriðjudag og miðvikudag kl. 18.45 Fótboltaveislan heldur áfram í Meistaradeildinni eftir helgi. Á þriðjudag mætast Dortmund og Real Madrid, CSKA Moskva og Tottenham, Leicester og Portó og Dinamo Zagreb og Juventus en sá leikur er í opinni dagskrá. Á miðvikudaginn mætir Arsenal liði Basel, Celtic fær Manchester City í heimsókn, Borussia Mönchengladbach tekur á móti Barcelona og Atletico Madríd fær Bayern München í heimsókn. Upphitun hefst klukkan 18.15 báða dagana.


…sjónvarp

11 | amk… LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2016

Peep show fjallar um mig og mínar tilfinningar mér mikið yfir þeim. Ein vinkona mín hefur verið að suða í mér að horfa aftur á Friends þættina en mér leiðast svona þættir um fallegt, vel innrætt fólk sem er að bögglast með öll ástarsamböndin sín og starfsframann. Ekkert í mínu lífi lætur mig tengja við þessi umfjöllunarefni. En í Peep show, hins vegar, finnst mér bara verið að fjalla um mig og mínar tilfinningar, ég meina: misheppnaðar viðreynslur, ömurlegar ferðir út á land og reyna að taka þátt í 3-some-i en í staðinn fyrir að finnast það gaman langar þig bara að fara að gráta? Það hljómar nú bara nokkurn veginn eins og síðasta vika hjá mér.

Sófakartaflan Kamilla einarsdóttir

Bridget með tvo í takinu og barn í maganum

Sambíóin og Laugarásbíó Bridget Jones's Baby Bridget Jones siglir inn í fimmtugsaldurinn í glænýjum kafla, nú orðin einhleyp, á fullu í ræktinni og vinnur sem framleiðandi hjá sjónvarpsstöð. Hlutirnir ganga vel og heldur hún ágætu sambandi við fyrrverandi, Mark Darcy, en vinnan og félagslífið hefur forgang hjá henni fram yfir karlmenn. Það tekur þó ekki langan tíma fyrir hana að falla fyrir myndarlegum Ameríkana að nafni Jack sem er allt það sem henni þykir Darcy ekki vera. Lífið hjá Bridget umbyltist enn meira þegar hún kemst að því að hún er ófrísk, en ekki alveg viss um hvor sé faðirinn, nýi kærastinn eða Mark.

„Þegar ég lygni aftur augunum og hugsa: „Hvernig gæti Reykjavík orði enn þá betri,“ er bara eitt sem kemur upp í hugann: Bar með ónýtri þvottavél út á miðju gólfi. Ég er búin að vera að horfa svo mikið á bresku sjónvarpsþættina Peep show. Vinur minn reyndi lengi að fá mig til að horfa á þá en ég hélt, út af nafninu, að þeir væru um strípisýningar og ég er löngu búin að fá minn æviskammt af þeim. En svo ákvað ég loksins að gefa þeim séns og vá hvað ég hef skemmt

Garnið tengir okkur

Leiðist Friends Kamilla vill frekar horfa á þætti þar sem hún tengir við umfjöllunarefnið.

Ég mæli með því að þið horfið á þá um helgina. Á meðan ætla ég að drösla ónýtu þvottavélinni minni út

Dökkur

Bíó Paradís laugardag kl. 18 Yarn/Garn Hið gamalgróna prjón og hekl er orðið partur af vinsælli bylgju í nútíma og götulist. Við fylgjumst með alþjóðlegu lista- og handverksfólki útfæra þetta listform hvert á sinn hátt. Þetta litríka og alþjóðlega ferðalag byrjar á Íslandi og varpar meðal annars ljósi á það hvernig garn tengir okkur öll á einn eða annan hátt. Leikstjóri: Una Lorenzen, Heather Millard, Þórður Bragi Jónsson.

EXPRESSÓ Við ferðuðumst heimshorna á milli í leit að baunum í nýjustu kaffiblönduna okkar. Mikið brennt og kröftugt kaffi sem vekur bragðlaukana.

Gestur spjallar við gesti

N4 þriðjudag kl. 19.30 Hvítir mávar Hinn kunni fjölmiðlamaður Gestur Einar Jónasson fær til sín skemmtilegt fólk í spjall.

oll

kaf fitá r

í bolla

áR fit

kaffitár frá bý li í b

NÝTT

la bol

býli frá

frá bý

a

kaffitá r

í li

lla i í bo býl á fr

leggur heiminn að vörum þér

á mitt stofugólf. Ég er viss um að þá verður enn þá skemmtilegra að detta í það á mánudaginn.“

r frá býli í bolla fitá kaf

ka f


alla föstudaga og laugardaga

16 ár eru frá því breska hljómsveitin Suede tróð upp í Laugardalshöll. Sveitin endurtekur leikinn hinn 22. október næstkomandi.

Justin Bieber nýtur þess að vera einhleypur Íslandsvinurinn geðþekki er hættur með Sofiu Richie.

Kristín Marja loks með nýja bók Einn alvinsælasti rithöfundur þjóðarinnar, Kristín Marja Baldursdóttir, sendir loks frá sér nýja bók fyrir komandi jól. Fjögur ár eru síðan síðasta bók Kristínar Marju, Kantata, kom út. Hún varð ein metsölubóka þau jólin en Kristín Marja hefur lengi átt stóran og dyggan lesendahóp. Nýja bókin heitir Svartalogn og mun vera væntanleg í næsta mánuði, samkvæmt heimildum Fréttatímans. Bækur Kristínar Marju um Karitas urðu meðal mest seldu bóka landsins auk þess sem hún hefur átt velgengni að fagna víða erlendis, svo sem í Þýskalandi þar sem bækur hennar hafa iðulega komist inn á metsölulista.

Hvorki íburður né glamúr Fegurðarsamkeppnin Miss Universe Iceland fór fram fyrr í þessum mánuði, en Manúela Ósk Harðardóttir sá um undirbúning keppninnar hér á landi. Hildur María Leifsdóttir bar sigur úr býtum og er hún nú komin til Bandaríkjanna ásamt Manúelu að sinna ýmsum verkefnum sem Miss Universe Iceland. Það fer ekki mikið fyrir íburði og glamúr á fyrstu dögum ferðarinnar, en þær hafa þurft að ferðast langar vegalengdir í bíl á milli staða. Reglulega er stoppað á bensínstöðvum og skyndibitastöðum til að sækja orku, gjarnan í formi kartöfluflaga og sælgætis. Gistiaðstaðan er þó yfirleitt fín, en ef marka má myndir af snapchat virðast þær gista í heimahúsum frekar en á hótelum.

Justin Bieber hætti með Sofia Richie fyrir nokkrum dögum, en Sofia Richie er dóttir söngvarans Lionel Richie. Justin virðist vera slétt sama þó þau séu hætt saman og heimildarmaður HollywoodLife sagði: „Justin elskar að vera einhleypur og gerir hvað sem hann vill gera. Honum finnst gott að vera ekki ábyrgur fyrir því að þróa og hlúa að sambandi núna því hann er að einbeita sér að tónleikaferðalaginu sem hann er á núna. Hann ætlar ekki að fara í samband aftur á næstunni og vill bara vera einn. Hann vill alveg vera með stelpum og eiga þær sem vini en hann ætlar alls ekki í fast samband.“ Nýtur piparsveinalífsins Justin Bieber er á lausu og ætlar ekki að vera með stelpu á föstu á næstunni. Mynd | NordicPhotos/Getty


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.