Amk ft 16092016

Page 1

HULDA HJÁLMARS FÉKK ALVARLEGAN KVÍÐA EFTIR AÐ HAFA SIGRAST Á KRABBAMEINI 5 GÓÐ RÁÐ VIÐ HAUSTKVEFINU ANNA SVAVA SKRIFAR NÝJA LIGEGLAD-ÞÆTTI SUMARTÍSKAN KYNNT Í NEW YORK OG KAUPMANNAHÖFN SÉRKAFLI UM VETRARFERÐIR

FÖSTUDAGUR

16.09.16

Mynd | Rut

Hlíðasmára 8 og Spönginni 13 Nú einnig í Skipholti 70


…fólk

2 | amk… FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016

Kemp og Minogue dæma í Take That hæfileikakeppni Gary Barlow leitar að talentum í söngleik. Bassaleikarinn fjölhæfi úr Spandau Ballet, Martin Kemp, og ástralska söngkonan Dannii Minogue munu dæma í Take That hæfileikakeppni sem hefst eftir áramót í Bretlandi. Frægasta lag Spaundau Ballet er án efa slagarinn True sem hefur fengið að hljóma reglulega á öldum ljósvakans síðan 1983. Hæfileika­ keppnin, Let it Shine, miðar að því að finna fimm hæfileikaríka dansara, leikara og söngvara til þess að taka þátt í uppfærslu á nýj­ um söngleik Gary Barlow sem mun

fjalla um leik og störf hljómsveit­ arinnar Take That. Barlow verður einnig einn dómara og var einmitt ein aðalsprautan í sveitinni sálugu. Minogue er ekki ókunn dómara­ störfum en hún hefur starfað sem slíkur bæði í X Factor og ­Australia’s Got Talent. Hún gat sér gott orð á árum áður sem popp­ stjarna og leikkona í áströlskum sápuóperum. Kylie systir hennar er þó líklega ögn þekktari týpa en hún lék bæði í Nágrönnum sem eru Íslendingum af góðu kunnir

og söng slagara á við I Should Be So Lucky og Can’t Get You Out Of My Head. Robbie Williams, sem er eflaust að mati flestra þekktasti m ­ eðlimur Take That, verður fjarri góðu gamni en ætlar hins vegar að taka að sér dómarahlutverk í X Factor. Hann mun því birtast Bretum á skjánum von bráðar og jafnvel þá Íslendingum líka þegar fram líða stundir.

Systur Dannii Minogue til vinstri ásamt systur sinni Kylie.

Heitir Take That þegar þeir voru upp á sitt besta. Robbie Williams hress á kantinum.

Flottur Martin Kemp, bassaleik­ ari Spandau Ballet í góðu stuði.

Vill að Justin hætti í sjónvarpsþáttaröð Jennifer Aniston hefur fengið sig fullsadda af því að vera með Justin Theroux í fjarsambandi. „Hún er stolt af vinnu Justin en hún væri að segja ósatt ef hún segðist ekki hlakka til þegar hann verður búinn í tökum í Ástralíu,“ segir heimildarmaður RadarOnline, en Justin er við tökur á The Leftovers sem er sería frá HBO. Þegar Jennifer fékk að vita að það gæti verið að HBO myndi framleiða fleiri seríur af þáttaröðinni, varð hún alveg brjáluð. Justin þarf að vera í burtu í allt að sex mánuði þegar tökur eru í gangi. Jennifer vill ekki að hann haldi áfram í þessum þáttum en Justin hefur skuldbundið sig þar til næstu sjö ára.

Kayte Walsh komin á steypirinn ­Eiginkona Kelsey Grammer, Kayte Walsh, virðist vera alveg að fara að eiga, en hún hafði náð að halda því frá fjölmiðlum að hún væri barnshafandi. Þau hafa verið gift síðan árið 2011 en hún varð fljótlega ófrísk eftir að skilnaður Kelsey við fyrrverandi eiginkonu hans gekk í gegn. Sást til þeirra hjóna á flugvelli í Los Angeles, en þetta er þeirra þriðja barn saman. Það er stutt síðan að fram kom í fjölmiðlum að Kelsey hefði fallið og byrjað að drekka aftur eftir tveggja áratuga edrúmennsku. Margir sem til hans þekkja vilja meina að leikarinn eigi alls ekki að snerta áfengi og sanni saga hans það, en hann var meðal annars tekinn fullur undir stýri á bíl á árum áður.

Á háværustu börn í heimi ­Leikkonan ástsæla, Sandra Bullock, segist eiga rosalega háværa krakka. Hún á tvö börn, Louis og Lailu og þau eru 6 og 4 ára. Hún var í viðtali hjá vini sínum, Harry Connick Jr., í nýjum spjallþætti hans á mánudag og sagði þar meðal annars að börnin hennar væru þau háværustu í heimi. „Ég veit ekki hvort þetta sé bara hljómburðurinn heima hjá mér eða hvað. En þau eru dásamleg!“ sagði Sandra og hló. Sandra ættleiddi börnin tvö frá Louisiana. Drenginn fékk hún árið 2010 og stúlkuna árið 2015. Hún sagði líka í viðtalinu að hún hefði fengið hárrétt börn, á hárréttum tíma í lífi sínu.

Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Verslunin Belladonna

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

Meira Ligeglad Anna Svava undirbýr aðra þáttaröð af Ligeglad með félögum sínum, Vigni Rafni og Arnóri Pálma. Hún gengur auk þess með annað barn sitt. Það fær væntanlega hlutverk í nýju þáttaröðinni sem tekin verður upp á næsta ári. Mynd | Hari

Stefna suður á bóginn í ­næstu þáttaröð Ligeglad Anna Svava og félagar vöktu verðskuldaða athygli fyrir sjónvarps­ þættina Ligeglad fyrr á þessu ári. Nú er hún að skrifa handrit að ­annarri þáttaröð ásamt Vigni Rafni og Arnóri Pálma. Ófætt barn Önnu Svövu fær hlutverk í þáttunum við hlið Helga Björnssonar.

É

g og Helgi og Viggi verð­ um þarna áfram en það verður samt fullt af nýju fólki og svoleiðis. Mér finnst þetta ógeðslega skemmtilegt,“ segir Anna Svava Knútsdóttir leikkona. Anna Svava leggur nú drög að annarri þáttaröð Ligeglad ásamt félögum sínum. Hún er á kafi í handritsskrifum ásamt þeim Vigni Rafni Valþórssyni leikara og Arnóri Pálma Arnarsyni sem er leikstjóri þáttanna. Síðar í ferlinu bætist svo leikarinn Helgi Björns­ son í hópinn en þau Anna Svava og Vignir Rafn fóru á kostum í fyrstu þáttaröðinni sem sýnd var á RÚV fyrr á þessu ári. Í þáttun­ um sagði af ævintýralegu ferðalagi uppistandarans Önnu Svövu um Danmörku ásamt Helga Björns og Vigni Rafni. „Beinagrindin að þáttunum er alveg tilbúin. Hún var tilbúin fyrir mánuði síðan en við erum samt búin að breyta henni síðan þá. Sumir þættir eru alla vega langt komnir enda unnum við að þessu í sumar og erum á fullu núna. Suma daga er ég rosa ánægð og allt geng­ ur sjúklega vel og aðra ekki. Þá

Ég er að fara að eignast barn í byrjun ­janúar, nýjan leikara fyrir þættina, svo handritið þarf að vera tilbúið í ­desember.

gerist ekki neitt,“ segir Anna Svava þegar hún er spurð um hand­ ritsvinnuna. Hún vill ekki mikið láta uppi þegar hún er spurð um hvað muni gerast í næstu þáttaröð annað en að sögusviðið verður annað en Danmörk. „Þetta verður bara á svipuðum nótum og í fyrstu þáttaröðinni. Við ætlum ekkert að reyna að gera eitthvað „meira“ en þá. En ég get alla vega sagt að við verðum ekki á sama stað. Það var svolítið kalt í vinnunni síðast, við vorum öll í ullarfötum þá. Þannig að við verðum á hlýrri stað.“ Aðdáendur þáttanna þurfa ekki að bíða lengi eftir annarri

þáttaröðinni því handritið verð­ ur klárað í lok þessa árs og tökur verða á næsta ári. RÚV ræður því svo hvenær þeir verða sýndir. „Ég er að fara að eignast barn í byrjun janúar, nýjan leikara fyr­ ir þættina, svo handritið þarf að vera tilbúið í desember. Svo tökum við upp á næsta ári. Eru ekki þrír mánuðir heima með mömmunni hæfilegt fyrir barnið?“ segir Anna Svava.


KYNNINGARTILBOÐ

LG UH668V

Smart IPS LED sjónvarp. HDR Pro. UHD 4K 3850 x 2160 upplausn. UHD Mastering Engine – 4K uppskölun. Real Cinema 24p. 20W ULTRA surround harman/kardon hljóðkerfi. Stafrænn DVB-C/T2/S2 móttakari. Gervihnattamóttakari. 2x USB 2.0 og 3 HDMI tengi. USB upptökumöguleiki. App fyrir síma og spjaldtölvur. Magic Remote fylgir.

1700Hz PMI

1700Hz PMI

179.990 VERÐ ÁÐUR 249.990

279.990 VERÐ ÁÐUR 379.990

GLÆNÝ VÖRULÍNA FRÁ LG Á SÉRSTÖKU KYNNINGARTILBOÐI Hágæða HDR PRO Ultra HD sjónvörp með harman/kardon hljóðkerfi. Ekki missa af frábærum sjónvörpum á ótrúlegu verði.

1200Hz PMI

109.990 VERÐ ÁÐUR 149.990

1200Hz PMI

139.990 VERÐ ÁÐUR 199.990

OPIÐ VIRKA DAGA 9-18 OG LAUGARDAGA 11-16

SJÁIÐ ÖLL TILBOÐIN Á SM.IS

RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS


…viðtal

4 | amk… FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016

Fékk alvarlega kvíðaröskun í kjölfar krabbameinsmeðferðar

Hulda Hjálmarsdóttir greindist með bráðahvítblæði þegar hún var 15 ára og hefur glímt við síðbúnar afleiðingar þess. Á tímabili gat hún varla borðað og sofið vegna kvíða. Verið er að koma á fót miðstöð síðbúinna afleiðinga krabbameinsmeðferðar sem mun hafa þann tilgang að efla lífsgæði einstaklinga eftir krabbamein, veita stuðning og fræðslu. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is

L

ífslíkur eftir greiningu krabbameins eru alltaf að aukast. Hér áður fyrr voru ekki miklar líkur á því að fólk lifði af ef það fékk krabbamein. Þannig að nú erum við að glíma við lúxusvanda­ mál,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. Nú er verið að koma á fót svokall­ aðri miðstöð síðbúinna afleiðinga krabbameins barna og unglinga, en með auknum lífslíkum fjölgar þeim sem glíma við bæði líkamlegar og andlegar aðfleiðingar krabba­ meinsmeðferðar. Styrktarfélag krabbmeinssjúkra barna styrkir verkefnið og miðstöðin verður opn­ uð í október.

Hefur áhrif á félagsþroska

„Með þessari miðstöð verður búið til utanumhald um þennan hóp sem lifað hefur af og þarf að lifa með síðbúnum afleiðingum eftir krabbameinsmeðferð. Miðstöð­ in mun kalla inn alla þá sem hafa fengið meðferð frá árinu 1981 og voru undir 18 ára aldri þegar með­ ferðin hófst. Eftir­f ylgdin hefur þann tilgang að efla heilsu og lífs­ gæði einstaklinga eftir krabbamein með áhættumiðuðu heilsufarsmati, stuðningi og fræðslu. Að meðal­ tali greinast tíu börn á hverju ári, þannig þetta er mjög stór hópur, þótt einhverjir hafi vissulega fall­ ið frá. Hver og einn einstaklingur fær svo vegabréf sem inniheldur allar upplýsingar um þá meðferð sem hann fékk,“ útskýrir Hulda, sem þekkir síðbúnar afleiðingar krabbameins vel af eigin raun, en hún greindist með bráðahvítblæði 15 ára gömul. Hún segir miðstöð af þessu tagi hafa vantað, enda oft erfitt fyrir fólk að fara aftur út í lífið eftir langa krabbameinsmeðferð. Endurhæf­ ing er ekki hluti af meðferðinni, nema viðkomandi glími við þeim mun meiri líkamleg eftirköst. Hvað andlega þáttinn varðar verða einstaklingar sjálfir að leita sér hjálpar. „Þegar við horfum til barna og unglinga þá verða þau oft eftir á í félagslegum þroska, sérstaklega ef þau eru veik í langan tíma. Það

­ etur reynst þeim erfitt að snúa g ­aftur í skólann,“ bendir Hulda á. Hún segir það mjög mismunandi hvernig fólk bregst við krabba­ meinsmeðferð og hvaða síðubúnu afleiðingar það þarf að takast á við. Það er ekki hægt að ganga að því vísu að eitthvað eitt lyf eða ákveðin meðferð hafi sömu áhrif á alla. „Það er samt eitt lyf, adriamycin, sem ég fékk, sem vitað er að getur valdið drepi í hjartavöðvanum ef fólk fær of mikið af því. Þegar það lyf er gefið þarf að skoða hjartað vel, bæði fyrir og eftir, og ég þarf að fara í hjartaskoðun á fimm ára fresti. En læknar eru alltaf að reyna að finna út hve mikið má gefa af lyfinu, þannig það virki án þess að valda skaða.“

meinsmeðferð. „Ég sagði engum frá því. Ég var byrjuð að fá hárið aftur á þessum tíma þannig það var bara eins og ég væri snoðklippt. Og ef fólk spurði mig þá sagði ég að ég hefði klippt mig því mér þætti það flott. Mér fannst fólk nefni­ lega koma öðruvísi fram við mig ef það komst að því að ég hefði verið veik. Ég var ennþá bara Hulda þó ég hefði gengið í gegnum þessa lífs­ reynslu.“

Upplifði mikla andlega vanlíðan

Hulda fór í ýmis konar próf til að reyna að finna út í hverju námsörð­ ugleikarnir fólust. Í ljós kom að hún hafði góðan lesskilning en það tók hana mjög langan tíma að meðtaka texta. „Læknarnir vildu meina að skammtímaminnið mitt væri skert. Það er þekkt afleiðing af tíðum svæfingum að skammtíma­ minni versnar, en oft gengur það til baka,“ útskýrir Hulda. „Ég var samt mjög metnaðar­ full og vildi standa mig vel. Það fór að valda mér rosalega mikl­ um kvíða. Náms- og prófkvíða. Ég gat ekki staðið mig jafn vel og ég vildi. Þetta háði mér mjög mikið, bæði í menntaskóla og háskóla. Ég hætti að geta borðað og sofið. Þetta þróaðist svo út almennan kvíða og ég var komin með mikla kvíðarösk­ un. Ég vaknaði alltaf með hjartslátt og upplifði mikla andlega vanlíðan. Ég prófaði alls konar leiðir til að draga úr kvíðanum. Fór til dæmis á námskeið hjá Kvíðameðferðarstöð­ inni og í jóga. Það hjálpaði mér eitt­ hvað en kvíðinn var alltaf undir­ liggjandi og hann hamlaði mér. Það var ekki fyrr en í fyrrahaust að ég prófaði að fara á kvíðalyf og þau hafa hjálpað mér virkilega mikið. Allt í einu hvarf þessi slæma tilfinn­ ing sem ég var búin að finna fyrir svo ótrúlega lengi. Það er mjög gott að geta vaknað á morgnana og vera ekki með hjartað í buxunum. Lyf­ in hafa líka hjálpað mér að hugsa skýrar. Þegar maður er svona hel­ tekinn af kvíða þá hugsar maður svo óskýrt,“ segir Hulda en hún útskrifaðist úr sálfræði frá Háskóla Íslands í fyrravor.

Námserfiðleikar eftir meðferð

Hulda var að byrja í tíunda bekk þegar hún greindist með bráða­ hvítblæði og missti úr allan tíunda bekkinn vegna krabbameinsmeð­ ferðar. Hún tók engu að síður samræmdu prófin um vorið, eftir að hafa lokið meðferð, en fékk að vera í sérstofu með lengri próf­ tíma. Henni gekk vel í prófunum en kennarnir á spítalanum hjálp­ uðu henni mikið. Eftir grunn­ skólann lá svo leiðin í Menntaskól­ ann við Hamrahlíð. „Ég ólst upp í Kópavoginum og ég vildi fara í annað hverfi í skóla. Allir í Kópa­ voginum vissu að ég hefði verið veik og í hugum fólks var ég stelp­ an sem fékk hvítblæðið. Ég vildi losna við þann stimpil og sótti því um í MH.“ Þegar komið var í menntaskóla byrjaði hins vegar að bera erfiðleik­ um hjá Huldu við lærdóminn. Hún hafði alltaf verið góður námsmað­ ur og það var henni þungbært að geta ekki staðið sig jafn vel og áður, og hún taldi sig hafa getu til. „Það tók mig miklu lengri tíma að læra. Dönskukennarinn minn spurði mig til dæmis fyrir jólaprófin hvort ég væri lesblind því ég náði aldrei að klára verkefnin í tímum. Þetta var mikið sjokk því ég hafði alltaf verið góður námsmaður. Hún benti mér á að tala við námsráðgjafa því hún hafði áhyggjur af því ég myndi ekki ná lokaprófunum. Sem ég gerði með kökkinn í hálsinum. Ég fann sjálf að það var eitthvað að hamla mér,“ segir Hulda, en enginn af kennurum hennar í MH vissi að hún hafði nýlokið erfiðri krabba­

Loksins Loksins komnar aftur

Hefur verið lánsöm

Kvíðinn er þekkt afleiðing af krabbameinsmeðferð. Þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum lífs­ hættuleg veikindi og upplifað raunverulega erfiðar aðstæður, þá geta tiltölulega einföld verkefni í daglegu lífi varið að valda kvíða. „Kvíðinn er ekki rökréttur. Þér líður eins og þú sért í lífsógnandi aðstæðum, þó þær séu það alls ekki. Pabba mínum fannst það til dæmis mjög ólógískt að ég væri að skíta í buxurnar yfir einhverju prófi þegar ég var búin að kom­ ast yfir miklu stærri hindranir í lífinu.“ Ein helsta alvarlega síðbúna afleiðingin af krabbameinsmeð­ ferð er ófrjósemi, en Hulda segir lækna vilja meina að hún geti eignast börn. Hún hefur þó ekki látið á það reyna. „Ég hef verið mjög lánsöm hvað varðar líkam­ legar afleiðingar. Námsörðugleik­ ar og kvíði eru þær síðbúnu af­ leiðingar sem ég hef helst verið að glíma við. En það skiptir mig engu máli stóra samhenginu, ég er bara þakklátupp að vera á lífi.daglega En það Tökum nýjar Tökumfyrir upp nýjarvörur vörur daglega skiptir auðvitað máli að opna

KJÓLAR aftur komnar *leggings háar í KR 2.990 20% afsláttur Loksins Loksins 20% *leggings háar í afsláttur mittinu Loksins Loksins af öllummittinu vörum komnar aftur komnar aftur af öllum vörum komnar aftur komnar til 17. júníháar í *leggings háaraftur í *leggings

Haustlægðir nálgast og veður fer kólnandi

Full búð af kápum, úlpum og peysum

17. júníháar í *leggings háar til í *leggings mittinu mittinu mittinu mittinu .. Túnika Túnika kr. 3000 Frábær verð, smart vörur, kr. ÚLPUKÁPA 3000

kr.kr.5500 5500

Frábær verð, smart vörur, 5500 . kr. kr. 5500 . . kr. góð þjónusta kr. 5500 . 5500 góð þjónusta

TASKA KR 5.900

KR.16,900. STÆRÐIR 40-56.

Frábær verð,verð, smart vörur, FrábærFrábær verð, smart vörur,vörur, Frábær smart vörur, verð, smart góð þjónusta góð þjónusta góð þjónusta góð þjónusta 280cm

98cm

Lánsöm Huldu finnst það ekki skipta máli í stóra samhenginu að hún glími við kvíða og skert skammtímaminni. Mestu máli skiptir að hún er á lífi. Mynd | Rut

þessa umræðu, að segja frá hvað fólk þarf að díla við eftir krabba­ meinsmeðferð.“

Óttaðist að deyja

Það var Huldu eðlilega mikið áfall að greinast með hvítblæði á sínum tíma. Í staðinn fyrir að hefja nám í tíunda bekk eins og stóð til, var henni kippt inn í krabbameinsmeð­ ferð. Þetta gerðist allt mjög hratt. Greiningin kom á fimmtudegi og meðferðin hófst á mánudegi. „Fyrsta spurningin sem ég spurði lækninn minn var reyndar kannski svolítið grunnhyggin, en ég spurði hvort ég myndi missa hárið,“ segir Hulda og hlær. „En svo tók við mjög mikill ótti við að deyja. Ég upplifði þá tilfinningu að vita að kannski fengi ég ekki að lifa mikið lengur. Það er mjög skrýtið að vera stillt svona upp við vegg. Þetta var erfitt á þessum aldri. Ég var í svo mikilli einangrun og gat ekkert hitt skóla­ félaga mína. Ég held að ég myndi samt ekki vilja skipta út þessari lífsreynslu. Hún hefur kennt mér svo ótrúlega margt. Ég kynntist líka svo yndislegu fólki á spítalanum. Bæði starfsfólki og þeim sem voru í meðferð. Ég eignaðist til dæmis minn fyrsta kærasta á spítalanum. Hann var líka að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð. Við vorum á sama aldri og urðum mjög góðir vinir. Það gerðist reyndar ekkert á milli okkar fyrr en ég hafði lokið minni meðferð.“ Hulda segir það hafa verið mjög þroskandi að takast á við veik­ indin. Bæði sín eigin og svo vera í sambandi með strák sem var glíma við svipaða erfiðleika. „Á fyrsta árinu mínu í menntó þegar allir voru að hugsa um að djamma,

þá var kærastinn minn í krabba­ meinsmeðferð og ég að jafna mig eftir meðferð. Þetta var allt annar veruleiki heldur en jafnaldrar mín­ ir lifðu í. Fyrsta árið átti ég því erfitt að samsama mig með jafnöldrum mínum. Mér fannst fólk ekki skilja mig og það tók mig tíma að leyfa mér að verða unglingur aftur.“

Inn í félagið fyrir tilviljun

Hulda finnur stundum fyrir því að fólki finnist skrýtið að hún sé for­ maður Krafts, enda komin 13 ár frá því hún kláraði krabbameinsmeð­ ferðina sína. En málefni þeirra sem greinst hafa með krabbamein eru henni enn mjög hugleikin. Um er að ræða sjálfboðastarf og þarf áhuginn því virklega að vera til staðar. Sjálf fór Hulda inn í félag krabba­ meinssjúkra barna þegar hún greindist, enda var hún aðeins 15 ára. Frá 19 ára aldri hefur hún svo séð um stuðningshóp hjá félaginu. En það eru aðeins fimm ár síðan hún, fyrir algjöra tilviljun, fór að taka þátt í starfinu hjá Krafti. Hún þurfti að gera sér ferð í húsakynni Krafts til að kaupa bók fyrir kúrs í HÍ. Þar lenti hún á kjaftatörn við framkvæmdastjórann sem bauð henni að koma í stjórn. „Þetta er mál sem er mér hjartfólgið og finnst skipta máli. Ég fann það sjálf þegar ég lá á spítalanum að mér fannst vanta jafningastuðning. Mér finnst líka mikilvægt að fólk hafi einhver úrræði þegar það er að greinast. Ég virkilega brenn fyrir þessu, og það er örugglega ástæðan fyrir því að ég er ennþá að starfa fyrir félagið,“ segir Hulda og brosir.

Bláu Tökum húsin Faxafeni · S. ·588 4499 ∙ Opið mán.fös. Bláu húsin S. 588 4499 ∙ Opið mán.fös.12-18 12-18∙ ∙laug. laug. 11-16 11-16 Tökum upp nýjar vörur daglega Tökum upp nýjar vörur daglega Tökum upp nýjar vörur daglega upp nýjarFaxafeni vörur daglega

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is

Bláu húsin Faxafeni S.4499 588 4499 ∙ Opið mán.12-18 ∙ laug. 11-16 Bláu húsin Faxafeni S. 588 4499 ∙mán.Opið mán.fös. ∙ laug. 11-16 Bláu húsin Faxafeni · S. 12-18 588 ∙ Opið mán.fös.fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Bláu húsin Faxafeni · S. 588·4499 ∙ Opið fös. 12-18 ∙·laug. 11-16 Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Katrín Bessadóttir, katrin@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.



…tíska kynningar

6 | amk… FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016

Nioxin hárvörur Virkar gegn hárlosi og hárþynningu Unnið í samstarfi við Halldór Jónsson

H

elga Harðardóttir og Herdís Þorsteinsdóttir á hársnyrtistofunni Valhöll í Reykjavík hafa unnið með Nioxin hárvörurnar frá upphafi. Þær segja vörulínuna þá bestu sinnar tegundar þegar ­kemur að hárlosi og hárþynningu. Fjölmargir viðskiptavinir þeirra nota Nioxin og ánægjan leynir sér ekki. Elna Katrín Jónsdóttir kennari, hefur verið viðskiptavinur á Valhöll í um 30 ár. nn Hún hefur nú notHársvörðuorim nu k ll fu að Nioxin í 3 ár. helst í fy tt rir „Ég hafði miklar fnvægi, þráti ja ngar y áhyggjur af óeðliárstíðabre legu hárlosi og var í miklum vandræðum með að gera hárið fínt. Það var líflaust, flatt og skort allan gljáa,“ segir Elna Katrín. Helga kynnti Elnu Elna Katrín Jónsdóttir „Helstu kostirnir sem ég fann var að fyllingin í hárinu jókst til muna Katrínu fyrir Nioxin og árangurog ný hár fóru að vaxa aftur.“ Mynd | Rut inn lét ekki á sér standa. Eftir 30 daga byrjunarmeðferðina kom Nú í september kynnir ­Nioxin Elna Katrín á stofuna og Helga nýjung: Nioxin Night Density og Herdís sáu mikinn mun. Elna Rescue, næturnæring sem eykKatrín hefur því ekki hætt að nota ur þéttleika hársins og kemur Nioxin og segir það hafa bjargí veg fyrir að hárið brotni af að hárinu. „Helstu kostirnir sem eða losni frá hárserknum. ég fann var að fyllingin í hárinu Efnið hefur róandi áhrif á jókst til muna og ný hár byrjuðu hársvörðinn og kemur í veg að vaxa aftur. Eitt af vandamálfyrir súrefnismettun (sem um mínum voru að hárið brotnaði er þekktur þáttur í hárlosi/ alltaf í ákveðinni sídd og tættist þynningu). Yfir nóttina gefauðveldlega, en eftir að ég fór ur Night Density Rescue að nota Nioxin get ég náð meiri gott ­súrefnisflæði inn í hársídd.“ Helga tekur undir þessar svörðinn ásamt E-vítamínfullyrðingar Elnu Katrínar og seg­mótunarlínan um, engifer og koffíni sem ir árangurinn nánast ótrúlegan. hefur auðallt hjálpar til við „Þó að ég hafi alltaf notað góðar veldað fjölda að byggja upp og hárvörur finnst mér Nioxin ólíkt viðskiptavina viðhalda heilbirgðöðrum vörum og hef aldrei þurft að viðhalda um ­hársverði. að skipta út eða hvíla mig frá fyllingu og Nioxin því hárið og hársvörðurinn umfangi helst í fullkomnu jafnvægi, þrátt hársins þar Fáðu ráðgjöf og fyrir árstíðabreytingar.“ sem vörurnnánari ­upplýsingar Þó svo að Nioxin hárvörurnar ar stífla ekki um Nioxin á þinni séu hannaðar með hársvörðinn hársekkina hársnyrtistofu. í fyrirrúmi nýtur hárið ekki síðeða þyngja ur góðs af. Nioxin 3D Styling hárið.

FULL BÚÐ AF

NÝJUM VÖRUM! FLOTT FÖT Í STÆRÐUM 14-28 FYRIR SKVÍSUR Á ÖLLUM ALDRI!

Nioxin hárvörurnar Skila ótrúlegum árangri gegn hárlosi og hárþynningu. Mynd | Rut

Eftir 30 daga byrjunarmeðferðina kom Elna Katrín á stofuna og Helga og Herdís sáu mikinn mun.

Nioxin hárvörurnar fást í 30 daga Trial Kit pakka sem fæst endurgreiddur að fullu sé árangur ekki fullnægjandi, og XL Loyalty Kit 300ml pakka.

Hönnuðir kynna sumartískuna 2017 Þessa dagana keppast tískuhönnuðir við að kynna nýjasta nýtt fyrir sumarið 2017. Hér getur að líta brot af því sem mátti sjá á tískuvikunum í New York og Kaupmannahöfn. Gulur heldur velli. Fallegur kjóll frá Tibi.

PANTAÐU Í NETVERSLUN WWW.CURVY.IS EÐA KÍKTU VIÐ Í VERSLUN OKKAR AÐ FÁKAFENI 9 Úr brúðarkjólalínu Oscar de la Renta fyrir sumarið 2017.

Bandatískan er síst á undanhaldi. Úr vorlínu Alexander Wang fyrir 2017.

Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is

Victoria var sjálf í smartari kantinum á tískusýningunni.

Victoria Beckham hefur sannað sig sem tískuhönnuður. Smart dragt úr línu næsta sumars.


…heilsa kynningar

7 | amk… FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016

Íris Ásmundardóttir ballerína er mjög hraust, sjaldan þreytt og með góða einbeitingu.

Flóran og meltingin í jafnvægi Mæla með góðgerlunum frá BioKult. Unnið í samstarfi við Icecare

Í

ris Ásmundardóttir er á fullu í framhaldsskólanámi og æfir ballett í rúmlega tuttugu klukkustundir á viku ásamt því að vinna sem aðstoðarkennari í ballett hjá þeim sem eru að taka fyrstu sporin. „Þegar ég lærði að stærsti hluti ónæmiskerfisins væri í meltingarfærunum ákvað ég að gera eins og ég gæti til að stuðla að eðlilegri meltingu og jafnvægi. Ég ætla mér langt í ballettinum og mér hefur undanfarin tvö ár hlotnast sá heiður að fá að stunda nám við sumarskóla Boston Ballet ásamt því að hafa tekið tíma bæði í Steps á Broadway og í London. Ég tek Bio- Kult Candéa á hverjum degi samhliða heilsusamlegu mataræði og er sjaldan þreytt og

hlakka nær undantekningarlaust til að takast á við verkefni dagsins.“

Bio-Kult fyrir alla

Innihald Bio-Kult Candéa hylkjanna er öflug blanda af vinveittum gerlum ásamt hvítlauk og grape seed extract. Bio-Kult Candéa hylkin stuðla að eðlilegu flórujafnvægi og eðlilegri meltingu. Vinna meðal annars á brjóstsviða, húðvandamálum og roða í húð. Bio- Kult Original er einnig öflug blanda af vinveittum gerlum sem styrkja þarmaflóruna. Bio-Kult hentar öllum vel, einnig barnshafandi konum, mjólkandi mæðrum og börnum. Hentar fólki með mjólkuróþol. Mælt er með Bio-Kult í bókinni Meltingarvegurinn og geðheilsa eftir dr.Natasha Campbell-McBride.

Margrét Alice heilsumarkþjálfi mælir heilshugar með meltingargerlunum frá Bio-Kult.

Amino Létt virkar vel fyrir mig Guðrún Lilja hefur góða reynslu af Amino Létt Unnið í samstarfi við Icecare

É

g hef átt mjög erfitt með að létta mig, alveg sama hvað ég hef reynt,“ segir Guðrún Lilja Hermannsdóttir sem hefur ákaflega góða reynslu af Amino Létt. „Amino Létt hefur hjálpað mér mikið, ég er södd lengur og þar af leiðandi borða ég minna. Sykurlöngunin hefur líka minnkað mikið,“ segir Guðrún og bætir við að líðanin hafi batnað það mikið að hún geti ekki hugsað sér

að hætta inntöku Amino Létt á næstunni. „Ég var alltaf með mjög uppþembdan maga og það hefur lagast mikið og svo hafa nokkur kíló farið,“ segir Guðrún. „En aðallega finn á mun á því ég er ekki að borða í tíma og ótíma, ég borða reglulega og fær mér ekkert nart á kvöldin nema ávexti eða grænmeti. Meltingin ­hefur lagast m ­ ikið,

Innihaldsefni í Amino Létt Iceprotein fiskprótein, Króm og Glucomannan. Amínó® Létt er seðjandi og mettandi blanda sem auðveldar þyngdarstjórnun sé það tekið inn sem hluti af orkusnauðu mataræði.

ég get sannarlega mælt með þessu og er farin að mæla með þessu við aðra.“

Guðrún Lilja Hermannsdóttir sem hefur ákaflega góða reynslu af Amino Létt.


…heilsa

8 | amk… FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016

5 góð ráð við haustkvefinu Ekki gera ekki neitt, stendur einhvers staðar og það á vel við í baráttunni við haustkvefið og pestir sem nú fara að gera vart við sig.

H

austið kom með ágætis hvelli í vikunni og landsmenn fengu rækilega áminningu um það sem koma skal: kaldara veður og rok og fyrr en varir veturinn í öllu sínu veldi. Haustinu fylgja ýmsir kvillar, kvef og pestir og það er vissara að brynja sig eins og hægt er gegn þessum gestum. Inflúensan er ekki komin en í næsta mánuði verður þó byrjað að bjóða upp á flensusprautur. Fram að því og reyndar í allan vetur er gott að hafa eftirfarandi ráð bak við eyrað.

1

Verðu þig gegn sýklum

Það er góður vani að þvo sér vel og vandlega um hendurnar reglulega og sérstaklega áður en borðað er. Kvef- og flensubakteríur geta lifað í nokkrar klukkustundir og handþvotturinn er mikilvægur. Réttast er að skipta reglulega út handklæðum. Skynsamt fólk forðast líka handþurrkur á almenningssalernum enda eru þær gróðrastía fyrir bakteríur.

Atjú Leikskólar og skólar eru alþekktar miðstöðvar ýmissa pesta.

2

Borðaðu hollan mat reglulega

Borðaðu reglulega og hollt. Ruslmatur og það að sleppa úr máltíðum dregur úr mótstöðu líkamans og býður heim hættunni að fá kvefsjúkdóma.

3

Skolaðu munninn upp úr saltvatni

Gamalt og gott húsráð sem virkar bæði til að forðast smit en líka þegar fólk er orðið lasið. Með því að skola munninn nokkrum sinnum á dag upp úr volgu saltvatni eyðirðu bakteríum úr munninum. Svo er líka hægt að kaupa sér nefsprey úti í apóteki.

4

Drekktu te með hunangi

Heitir drykkir örva meltinguna og mýkja hálsinn og lina þar með þjáningar vegna kvefs. Fáðu þér heitt te og settu vel af hunangi út í. Það hjálpar furðu mikið enda vinnur hunang gegn bakteríum og minnkar líkur á flensusmiti. Ekki skemmir fyrir að hafa sítrónusneið með til að fá smá C-vítamín.

5

Haustflensa Margir hafa nælt sér í haustflensu og kvef að undanförnu.

Fáðu þér súpu

Góð vetrarsúpa getur gert kraftaverk. Lykilatriðið er auðvitað að vera ekki spar á krydd, hvítlauk og chili til að losa um stíflaðan öndunarveg og gefa líkamanum smá stuð. Það fer eftir smekk og stemningu hverju sinni hvort malla eigi kjúklingasúpu eða grænmetissúpu en ef hún er nógu sterk getur hún losað um stíflur í nefi og ennis- og kinnholum.

Myndir | NordicPhotos/Getty

Fann stressið minnka, náði djúpslökun og vaknaði endurnærð Náttúruleg lausn við svefnvandamálum, kvíða og þunglyndi Unnið í samstarfi við Balsam

Á

ttu erfitt með svefn, vaknar þú oft ósofin/n eða er streitan og kvíðinn að ná tökum á þér? Magnolia frá Natural Health Labs er tilvalið fyrir þá sem glíma við svefnvandamál, streitu, kvíða eða depruð. Magnolia stuðlar að heilbrigðum samfelldum svefni ásamt því að vinna gegn streitu, kvíða og depurð og bætir andlega og líkamlega líðan.

Náttúruleg lausn við svefnvandamálum, kvíða og þunglyndi

Börkur af plöntunni ­Magnolia sem vex í fjallahéruðum Kína hefur verið notaður við svefnvandamálum, kvíða og þunglyndi í meira en 2000 ár í Asíu. Rekja má ótrúlegan lækningamátt hans til náttúrulega efnanna honokiol og magnolol. Börkurinn virkjar taugaboðefni í heilanum sem hafa slakandi og róandi áhrif og stuðla að heilbrigðum og samfelldum svefni. Börkurinn vinnur einnig gríðarlega vel gegn stressi, kvíða og þunglyndi með því að koma jafnvægi á hormónið cortisol sem er stundum kallað stress hormónið. Nýleg rannsókn frá Landlæknisembættinu sýnir að um þriðjungur Íslendinga á við svefnvandamál eða þunglyndi að

stríða. Natural Health Labs eru hrein náttúruleg bætiefni sem innihalda hvorki rotvarnarefni né fylliefni og eru án allra aukaefna. Magnolia kemur í grænmetishylkjum og telst því vegan.

„Vaknaði endurnærð“

„Ég vinn í tarnavinnu, sérstaklega kringum jól og páska, og þá er lítið sofið og mikið unnið. Svo byrjaði ég að taka inn Magnolia, vinkona mín mælti með því að ég prófaði. Strax fyrstu nóttina sofnaði ég dýpra, fann stressið minnka og náði djúpslökun – og vaknaði endurnærð,“ segir Kristín Þorgeirsdóttir ljósmyndari, Krissý. „Ég tek Magnoliu til að sofa betur og til að minnka stress og kvíða yfir daginn. Ég tek það inn yfir daginn ef það það er mikil pressa í vinnunni. Ég mæli með Magnoliu fyrir alla sem eiga erfitt með að sofna eða sofa mjög laust, líka ef það er álag og stress eða kvíði. Ef ég þarf að vinna mikið þá finn ég hvernig Magnolia dregur úr þreytuverkjum í líkamanum og hjálpar mér að vera róleg.

Ég elska líka að þetta er 100% nátturulegt.“

Magnolia

Ráðlögð notkun:

hefur þegar notið mikilla vinsælda og hjálpað fjölmörgum íslendingum. Magnolia er fáanlegt í öllum apótekum landsins, Heilsuhúsinu, Heilsuveri, Heilsutorgi Blómavals, verslunum Hagkaupa, Iceland Engihjalla, Fjarðarkaupum, O ­ rkusetrinu, á Heimkaup.is og Heilsulausn.is .

1-2 hylki með vatnsglasi kvölds og eða morgna. Mælt er með 1-2 hylki að morgni við kvíða og depurð. Við svefnvandamálum er mælt með 1-2 hylki með kvöldmat eða um 30-60 mínútum fyrir svefn.

Kristín Þorgeirsdóttir ljósmyndari


…heilsa

9 | amk… FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016

Immune Support - öflug flensufæla Inniheldur öll helstu vítamín og bætiefni sem styrkja ónæmiskerfið. Unnið í samstarfi við Artasan.

Þ

­á margan hátt, bæði með því að sofa vel, borða hollan mat, hreyfa sig reglulega og svo með því að taka inn öflug og góð bætiefni.“

egar tekur að hausta og kólna í veðri þá fara kvefpestir og flensur á stjá. Öflug blanda Kuldinn og vetrarveðrið vítamína og bætiefna geta gert líkamann veikari fyrir Immune Support er einstaklega árásum sýkla og örvera sem eru öflug blanda af vítamínum í umhverfinu og þegar ónæmog bætiefnum sem eru iskerfið veikist þá minnka sérstaklega til þess varnir líkamans og þá Þessi fallin að styrkja er mun líklegra að við ubani s n e fl ónæmis­kerfið veikjumst. Þá er komr inniheldu f okkar og er góð inn tími fyrir okkur a öll að styrkja ónæmöfluga blöndu um viðbót við heilrt næmt mataræði, iskerfið til að koma vítamínum, juum. er fyrirbyggjandi í veg fyrir veikindi. fn og steine og ef við veikjumst, Immune Support er þá hjálpar hún okkur sannarlega ein með í bataferlinu. öllu! Þessi öfluga blanda Þessi flensubani inniinniheldur öll helstu vítamínin heldur öfluga blöndu af vítamínog bætiefnin sem styrkja ónæmum, jurtum og steinefniskerfið. um sem styrkja Heilbrigt ónæmiskerfi ónæmiskerfið. Þar á meðal er Beta„Þegar sýkingar herja á -glúkan* sem talið líkamann er virkni ónæmer afar öflugt þegar iskerfisins afgerandi varðkemur að því andi framgang sýkað verja okkur inganna. Heilbrigt gegn sýkingónæmiskerfi er það um og óæskisem við þurfum til legum baktað hjálpa líkamanum eríum. Einnig að verða heill á ný er þarna Yllir og getur það komið (Elderberry) í veg fyrir veikindi sem er gömul eða stytt þann tíma lækningajurt sem við erum sýkt. og notaður Ef ónæmiskerfið er var við kvefi hinsvegar á einhvern en hann er hátt í ólagi, verður talinn góður viðkomandi einstakfyrir öndunarlingur oftar fyrir færin. Selen sýkingum en aðrir verndar og veikindin taka ónæmis­kerfið lengri tíma,“ segir með því að Hrönn Hjálmarsdóttkoma í veg ir, heilsumarkþjálfi. fyrir mynd„Það er hægt að un sindurefna styrkja ­ónæmiskerfið

Immune Support er öflug blanda sem styrkir ónæmiskerfið

en þau vinna skemmdir á frumum ­líkamans. Sink eflir mótstöðu gegn sýkingum og hvítlaukurinn er vel þekktur sem vörn gegn ­sýklum og er hann tilvalinn í baráttunni gegn kvefi og öðrum pestum. Kopar gegnir mikilvægu hlutverki við myndun beina, blóðrauða og rauðra blóðkorna og hann er einnig samvirkur með sinki og C-vítamíni við myndun elastíns. Kopar er einnig nauðsynlegur til að nýta járn, fyrir bragðskyn, heilbrigt bataferli, orkuframleiðslu líkamans og eðlilegan lit húðar og hárs. A, C og D vítamín er einnig að finna í þessari blöndu sem gerir hana fullkomna. *Beta glúkan er tegund af uppleysanlegum trefjum sem hafa jákvæð áhrif á ­kólesteról og hjartaheilsu.

*Beta glúkan er til í formi ­ ætiefna en það er líka að finna b m.a. í heilkorni, höfrum, byggi og næringargeri. Einnig finnst það í sumum sveppategundum eins og maitake og reishi sveppum. Þetta efni er talið vera eitt það ­öflugasta­ sem við fáum til að styrkja ónæmis­kerfið okkar og til að hjálpa því að starfa eðlilega.

Sölustaðir:­ Garðs ­Apótek, Austurbæjarapótek, ­Borgar Apótek, Farmasía, ­Lyfsalinn Glæsibæ, ­Apótek ­Hafnarfjarðar, Apótek Ólafsvíkur, Apótek Vesturlands og Hagkaupsverslanirnar.

Inulin – trefjar fyrir meltinguna

Hrönn Hjálmarsdóttir Heilsumarkþjálfi

Inulin er nýtt og 100% náttúrulegt bætiefni frá Natures Aid sem hefur slegið í gegn í Bretlandi. Inulin eru vatnsleysanlegar trefjar unnar úr kaffifífli sem bæta meltinguna og efla fjölgun vinveittra gerla í þörmunum. Unnið í samstarfi við Artasan

við fáum ekki nægilega mikið af þeim úr fæðunni. Þær taka pláss þegar þær drekka í sig vökva og hægja á meltingunni og draga þannig úr sveiflum á blóðsykrinum. Við erum minna svöng og verðum glaðari.

V

atnsleysanlegar trefjar sem bæta meltingu og auðvelda hægðalosun. Inulin eru vatnsleysanlegar trefjar sem svipar til psyllum husk. Þessar trefjar finnast í lauk, blaðlauk, hvítInulin lauk, banönbætir um, spergli og í kaffifífli meltinguna (sikoría) en n og eflir fjölgu a í í Inulin eru rl þær fyrst og vinveittra ge . m u fremst úr því þörmun síðastnefnda. Inulin er prebiotics sem þýðir að það er góður áburður eða fæða fyrir góðu gerlana í þörmunum og því góð leið til að styrkja ónæmiskerfið.

Melting og innri fita

• Inulin bætir meltinguna og með nægilegu vökvamagni auðveldar það hægðalosun. • Inulin eflir fjölgun vinveittra gerla í þörmunum og þá sérstaklega bifidobacteria. Hátt hlutfall þessara gerla hjálpar til við niðurbrot á trefjum, fóðrar þarmaveggina og hafa einnig góð áhrif á ónæmis­kerfið. • Inulin hefur jákvæð áhrif á (heildar) kólesteról og ­­þrí­glýseríð í blóði.

Fæða fyrir þarmaflóruna

Inulin er, eins og áður sagði, prebiotics og því góð fæða fyrir þarmaflóruna. Hafa ber í huga að inulin er líka fóður fyrir óvinveitta gerla og er t.d. ekki ráðlegt fyrir fólk með iðrabólgu (IBS) að nota efnið. Inulin er engu að síður afar gott og mikil heilsubót fyrir flesta. Það er á duftformi og bragðlaust og því auðvelt að strá því yfir graut, setja í þeyting eða blanda í vatn eða safa.

• Innri fita er heilsufarsleg áhrif á hættulega fitan okkur. Þetta eru t.d. l ti r sem við sjáum acetate, proprionaInulin hjálpa t á ro b r ekki en hún te og butyrate fituu ið n ið v umlykur líffærin sýrur sem hjálpa . tu fi i r n in okkar og g ­ et­ur til við niðurbrot á valdið miklu innri fitu og geta heilsutjóni ef það auðveldað upptöku er of mikið af henni. á steinefnum eins og Inulin hjálpar til við niður kalki, magnesíum, fosfór, brot á þessari fitu. kopar, járni og sinki. Þegar þessar trefjar koma í þarmana, verða til ýmis konar fitusýrur sem hafa góð

Minna hungur-meiri hamingja Trefjar eru mikil heilsubót fyrir alla því það er allt of algengt að

Sölustaðir:­ Apótek Hafnarfjarðar, ­Apótek Vesturlands, ­Austurbæjar­apótek, ­Garðs­apótek og allar ­Hagkaups­verslanir.


…ferðir

10 | amk… FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016

Frábærir áfangastaðir WOW air í vetur Það er fátt betra en að bregða undir sig betri fætinum og skella sér í borgarferð yfir vetrartímann.

Á

fangastaðir WOW eru fjölmargir og bjóða upp á allt sem hugurinn girnist.

með kanal-bátunum þegar maður er í Amsterdam, þannig kynnist maður borginni best og getur notið þess að horfa á fallegan arkitektúr og upplifa dásamlega stemninguna. Í Hollandi eru mörg sögufræg söfn, þeirra á meðal eru Rijksmuseum, Kröller-Müller og van Gogh safnið. Í Rembrandt House er svo hægt að sjá hvernig Rembrandt bjó og starfaði.

Bristol er jafnframt frábær áfangastaður langi þig að berja Stonehenge augum en þessar forsögulegu og dularfullu minjar eru staðsettar í Wiltshire-sýslu, um 80 km suðaustur af Bristol. Við mælum einnig með heimsókn á skipasafnið Great Britain; „Skipið sem breytti heiminum.“ Þetta fyrrum farþegaskip, hannað af Brunel, sigldi milli Bristol og New York og var um tíma lengsta skip sinnar tegundar ­(1845 – 1854). Skipið er nú safn og hægt að kíkja um borð og kynna sér sögu þess.

oqueria markaðurinn B Það þarf enginn að vera svangur í Barcelona.

Það er alltaf gaman að rölta um gamla bæinn í Edinborg (Old Town) og þræða þröng steinilögð stræti, dularfull stigagöng, kíkja á leynigarða og gamla kirkjugarða og skoða gotneska byggingarlist. Edinborg lumar á mörgum leyndarmálum og borgin býr yfir einhverri óútskýranlegri dulúð. Það er gott að versla í Edinborg og á aðalverslunargötunni Princes Street er að finna allar helstu tískuverslanirnar og meira til. Fyrir þá sem vilja eitthvað aðeins öðruvísi þá mælum við með að kíkja í Grassmarket og Victoria Street. Svo er aldrei langt á næsta pöbb. Á Rose Street í miðbænum eru til dæmis meira en 50 pöbbar og ­barir, og Rose Street-pöbbaröltið er alræmt.

Barcelona

Barcelona er ein mest spennandi borg Evrópu í dag, iðandi af lífi. Það er yndislegt að sitja á kaffihúsi við Römbluna með sangríu í annarri og tapas í hinni en Ramblan er ein þekktasta breiðgata Spánar. Efst á Römblunni er hinn frægi aldagamli gosbrunnur, La Rambla de Canaletes. Út frá Römblunni hlykkjast göngugötur í allar áttir þar sem finna má litlar búðir, bari, veitingahús og fleira spennandi.

Amsterdam

Amsterdam er einna þekktust fyrir ótal síki sem eru samanlagt eitt hundrað kílómetrar og yfir þau liggja um 1.500 brýr. Það er alger skylda að leigja sér hjól og fara túr

itafegurð L Bátsferð niður síkin í Amsterdam er dásamleg upplifun.

Bristol

Bristol er næststærsta borg Suður-Englands á eftir London með um hálfa milljón íbúa. Borgin er mikil mennta- og menningarborg með mikla sögu sem nær aftur til járnaldar. Bristol er líka nútímaborg þar sem horft er til framtíðar og fyrr á þessu ári hlaut borgin nafnbótina „Græn borg“ (e. European Green Capital), fyrst breskra borga. Hinum megin við Bristol-sundið liggur fallega Suður-Wales og við mælum með dagsferð þ ­ angað.

GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.

VERÐ FRÁ 87.900.BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið.

ræn borg Bristol er borg yfirgripsmikillar G og merkilegrar sögu og er einnig mikil mennta- og menningarborg.

Edinborg

Edinborg er einstaklega glæsileg borg sem státar af sögufrægum byggingum, stórfenglegu landslagi og fjölskrúðugri menningu. Það er því ekki að undra að yfir þrjár milljónir ferðamenn heimsæki Edinborg árlega til að heyra unaðslegan hljóm sekkjapípunnar, bragða á þjóðarréttnum „haggis“ og dreypa á skoska viskíinu.

RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október.

SÍMI: 588 8900

Jól í Edinborg Það er einstaklega gott að versla í Edinborg og fyrir jólin ljómar borgin.

New York

New York er suðupottur ólíkra menningarheima. Borgarbragurinn er líflegur og það er alltaf gaman að rölta um og láta borgina koma sér á óvart, borða mat frá

orgin sem aldrei sefur Suðupottur ólíkra B ­menningaheima, ótrúlegt úrval verslana, einstök söfn og frábært matur.

Færri sveittir handakrikar og fleira heimafólk Oft er betra að ferðast utan háannatíma

Þ

að eru fjölmargir kostir við það að ferðast utan háannatíma. Helsti kosturinn er án efa færri túristar - þú ert vissulega túristi en kannski bara aðeins minni túristi því þú stendur ekki sveitt/ur í röð fyrir framan Eiffelturninn um miðjan júlí með milljón öðrum í sömu erindagjörðum. Einnig er eitt og annað sem ber að varast þegar ferðast er á þessum tíma.

○ Athugaðu að taka með í GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið.

WWW.TRANSATLANTIC.IS

öllum heimshornum og skála í eins og einum kokteil á einhverjum af fjölmörgum börum borgarinnar. New York er auk þess ein af helstu tískuborgum heims og að sjálfsögðu er þar mikið úrval verslana. Empire State-byggingin, eitt helsta kennileiti borgarinnar og ein frægasta bygging í heimi, er ómiss­ andi viðkomustaður. Við mælum með að fara upp á skoðunarpallinn á 86. hæð að kvöldi til og virða fyrir sér stórfengleg borgarljósin. Söfn New York borgar eru einstök. Kíktu á Museum of Modern Art (aðgangur er ókeypis eftir kl. 16 á föstudögum) eða eyddu ­deginum á American M ­ useum of Natural History. Gott að vita: Það er frítt í ­ferjuna milli Manhattan og Staten ­Island og gaman að sjá M ­ anhattan og ­Frelsisstyttuna frá öðru ­sjónarhorni.

reikninginn ýmis veður ef þú ert ekki að fara langt suður á bóginn. Taktu þykka peysu, hlýja úlpu og góða skó. Það er bara ekki töff að vera kalt.

○ Mun ódýrara er að gista á

hótelum utan háannatíma. Þá er hægt að leyfa sér mögulega aðeins betri gistingu sem og meira miðsvæðis þar sem gistingin er yfirleitt mun dýrari. Athugaðu að jól og páskar eru ekki utan háannatíma - verði á hótelum og flugi er kýlt upp úr öllu valdi á þessum tíma.

○ Að fara til landa þar sem

fjölmenning og fjölmenni ríkir er ekkert mál. En að fara til einsleitari svæða og minni bæja

og borga getur þýtt að þjónusta sé af skornum skammti á hátíðisdögum og því þarf að gera viðeigandi ráðstafanir. Eitt sinn var til dæmis ómögulegt að koma til Íslands um jólin enda öllu skellt í lás á Þorláksmessu fram yfir áramót - svona svo gott sem - en í dag eru hótel og veitingastaðir um allt land með opið upp á gátt alla hátíðisdagana. ○ Almenningssamgöngur verða

þægilegri utan háannatíma. Það finnst engum gaman að fá blautan handakrika eða sveittan rass beint í andlitið en þetta tvennt fylgir því óneitanlega að nota almenningssamgöngur í stórborgum yfir hásumarið. Þessi vandamál eru töluvert umfangsminni utan hefbundins ferðamannatíma þar sem meira pláss er fyrir hvern og einn og fólk almennt aðeins minna sveitt.

○ Markaðir og hátíðir yfir

hásumarið eiga það til að vera ekkert meira en túristagildrur. Á vorin og haustin eru slíkir markaðir meira stílaðir inn á heimafólk og það sækir slíka markaði frekar sem þýðir að boðið er upp á ósviknari vöru.

○ Það getur verið mun skemmti-

legra að fara í alls konar skipulagðar ferðir þegar ekki er allt kjaftfullt af (öðrum) túristum. Þú hefur meiri tíma með leiðsögufólki og getur farið dýpra í viðfangsefnið. Yfirleitt eru skipulagðar skoðanaferðir farnar mun sjaldnar utan hefðbundins ferðamannatíma, fylgist vel með á internetinu sem oftast gefur fantafínar upplýsingar.

○ Það er fleira heimafólk á ferðinni

utan háannatímans. Það er mikill kostur því þá geturðu elt það út um allar trissur til þess að sjá hvar lókallinn hangir, borðar og verslar.


kynnir:

Stórsöngvararnir Gissur Páll, Elmar Gilbertsson, Valgerður Guðna og Oddur Arnþór Jónsson eru Óperudraugar á áramótum en söngvararnir blása til sannkallaðra hátíðartónleika í Hörpu um áramótin. Óperudraugarnir koma fram ásamt strengjasveit og píanóleikaranum Óskari Einarssyni, tónlistarstjóra. Óperudraugarnir munu syngja uppáhalds sönglögin sín og aríurnar á tónleikunum. Algjörlega ógleymanleg kvöldstund. Fullkomin jólagjöf fyrir tónlistarunnendur.

Sýningar: 29. desember kl. 20.00 30. desember kl. 20.00 1. janúar kl.17.00

Miðasölusími 528 5050 Miðasala er hafin á harpa.is og tix.is


Tenerife og Kanarí Beint flug í allan vetur!

Verð frá:

39.900 kr.

og 12.500 Vildarpunktar

á mann m.v. flug fram og tilbaka með tösku á völdum dagsetningum, október til desember. Verð án Vildarpunkta: 49.900 kr.

VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS

Vertu vinur VITA á Facebook | www.facebook.com/vitaferdir


Afþreyingarkerfi í hverju sæti.

Þú flýgur betur með

Icelandair

• Bókaðu betri sæti • Gott fótapláss í almennum sætum • Afþreyingarkerfi í hverju sæti • Wi-Fi gegn vægu gjaldi 1 taska, 23 kg innifalin • Handfarangur 1 taska, allt að 10 kg • Aðgangur að meira en 350 klst. af kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og tónlist • USB-tengi til að hlaða símann • Þú getur verslað fyrir Vildarpunkta bæði í Saga Club Collection og Saga Shop Kitchen

Flogið með Icelandair


…ferðir kynning

14 | amk… FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016

Sólbað á Kanaríeyjum og Sikiley, skíði og borgarferðir

Heimsferðir bjóða upp á ferðir til Tenerife og Gran Canaria, frábæra ferð til Sikileyjar í október auk spennandi ferða til stórborga í Evrópu. Í vetur verða Heimsferðir einnig með skíðaferðir til Austurríkis og golfferðir til Spánar. Unnið í samstarfi við Heimsferðir

N

ú þegar haustið er að skella á er tímabært að skipuleggja veturinn. Og hvað er betra en að brjóta upp hversdagsleikann með góðri utanlandsferð? Hvort sem fólk vill bara breyta til og komast burt, kaupa jólagjafir, renna sér á skíðum eða spila golf – þá er um að gera að skella sér út í haust eða í vetur. Heimsferðir bjóða upp á fjölmargar áhugaverðar borgarferðir og sólarferðir í haust auk frábærrar ferðar til Sikileyjar í næsta mánuði með íslenskum fararstjórum. Venju samkvæmt eru Heimsferðir einnig með skíðaferðir og golfferðir.

Valencia Einstök menningarborg og hjarta borgarinnar tifar af listfengi, hvort sem um ræðir arkitektúr, safnalist ýmiss konar eða matarmenningu.

Sevilla Einstaklega fögur borg, rík af sögu og stórfenglegum byggingum, s.s. dómkirkjunni.

Gran Canararia og Tenerife

Heimsferðir bjóða ferðir til Tenerife tvisvar í viku í vetur og fjölda ferða til Gran Canaria. Tenerife, sem er stærst Kanaríeyjanna, býður frábærar aðstæður. Fallegar strendur, glæsilega gististaði, fjölbreytta afþreyingu og stórbrotna náttúru. Í boði er fjölbreytt úrval vinsælla gististaða á vinsælustu svæðunum á einstökum kjörum. Hingað sækja einstaklingar, pör og barnafjölskyldur til að njóta notalegs loftslags, strandlífsins, fjölbreyttrar afþreyingar og verslana að ógleymdum góða matnum sem í boði er. Gran Canaria eru einn alvinsælasti áfangastaður Íslendinga og Evrópubúa yfir vetrarmánuðina! Heimsferðir bjóða úrval gistingar á frábærum kjörum en Gran Canaria eru einn alvinsælasti áfangastaður Evrópubúa yfir veturinn, enda er þar að finna eitt besta loftslag í heimi, milt og gott veður með jöfnu hitastigi árið um kring. Á Gran Canaria eyjunni er að jafnaði 20-25 stiga hiti á daginn.

Sikiley

10. október í 10 nætur Fararstjórar: Ólafur Gíslason og Gréta Valdimarsdóttir. Sikiley kemur á óvart með áhugaverða blöndu af öllu því helsta sem ferðamenn óska sér. Samfelld 3000 ára menningarsaga, einstök náttúrufegurð, ótrúlegar fornminjar, fallegar byggingar og söfn, ásamt áhugaverðri matarmenningu og blómlegu mannlífi. Heimsferðir bjóða beint leiguflug til Sikileyjar um miðjan október á yndislegum tíma. Hitastigið er ennþá notalegt og hentar bæði til sólbaða og fyrir þá sem vilja verja tímanum til að skoða þessar stórbrotnu eyju. Sikiley er stærsta og fjölmennasta eyja Miðjarðarhafsins. Hún liggur á milli suður Ítalíu og norður Afríku. Aðalkennileiti Sikileyjar er eldfjallið Etna sem er á austurströnd eyjunnar. Saga og menning Sikileyjar er einstök og byggir á gömlum menningarlegum grunni og arfleið. Bestu baðstrendurnar á Sikiley eru á austurströndinni og þar er þjónusta við ferðamenn eins og best verður á kosið, skemmtilegir bæir og þorp með blöndu af fortíð og nútíð, einstök upplifun. Matarmenning er mikil á Sikiley, áhugaverð blanda af ítölskum og arabískum áhrifum. Á Sikiley eru einnig framleidd afar góð vín, en þeirra kunnust eru rauðvínið Nero d´Avola og Marsala desertvín, sem er ein aðalútflutningsvara heimamanna. Flogið er til Palermo og dvalið í

Austurríki Heimsferðir bjóða skíðaferðir til Flachau og Lungau í Austurríki..

Sikiley Hitastigið í október er ennþá notalegt og hentar bæði til sólbaða og fyrir þá sem vilja verja tímanum til að skoða þessar stórbrotnu eyju.

nágrenni borgarinnar á Campoelica di Rocella ströndinni í fimm nætur, á Hotel Fiesta Garden Beach, þá er haldið til austurstrandarinnar og dvalið á ferðamannastaðnum Giardino Naxos í 5 nætur á Naxox Beach Hotel. Einnig er í boði að gista allan tímann á Hotel Tysandros með morgunmat innifalinn. Flogið er til Íslands frá Catania flugvelli á austurströndinni. Áhugaverðar kynnisferðir eru í boði með íslenskum fararstjórum.

Valencia

8. október í 4 nætur Valencia er ein af þessum dásamlegu spænsku borgum sem byggir á mikilli sögu og hefð. Valencia er fræg fyrir paellu, gamla bæinn, keramiklist, vefnaðarvöru, húsgagnagerð, Valencia-kokteilinn Aqua de Valencia og næturlíf. Í Valencia finnur þú heillandi gamlan borgarhluta, sem iðar af mannlífi, dómkirkju, veitingastaði og frábæra strönd. Það má segja að Valencia hafi allt, hún er vinaleg og lifandi borg sem gott er að versla í og ekki skemmir fyrir að þjóðarréttur Spánverja, paella, leit einmitt fyrst dagsins ljós í borginni yfir viðareldi. Valencia er þriðja stærsta borg Spánar. Rómverjar byggðu borgina á sínum tíma og gáfu henni nafnið Valentia á latínu en borgin er oft kölluð „Litla Barcelona“. Mannlífið í Valencia er litskrúðugt og borgin skemmtileg blanda af gömlum og nýjum tíma. Í dag er Valencia einstök menningarborg og hjarta borgarinnar tifar af listfengi, hvort sem um ræðir arkitektúr, safnalist ýmiss konar eða matarmenningu. Valencia hefur svo sannarlega blómstrað hin síðustu ár og er borgin nú sífellt vinsælli valkostur fyrir ferðalanga og sérlega vel til þess fallin að dvelja þar yfir langa helgi. Valencia státar af miklu úrvali verslana líkt og margar borgir en hér má finna öll stærstu vörumerkin. Verslanir Zara og Mango eru fjölmargar enda spænsk vörumerki en hér eru einnig H&M-verslanir auk Berskha, Pull&Bear, Primark

o.fl. Gaman er að rölta um og skoða litlu sjálfstæðu verslanirnar fjarri stórverslununum sem bjóða upp á allt milli himins og jarðar en einnig setur hvert verslunarhverfi upp götumarkað vikulega. Í Valencia eru verslunarmiðstöðvarnar El Salor og Aqua, báðar staðsettar í námunda við „City of Arts & Science“, en einnig er að finna nokkrar El Corte Ingles stórverslanir. Þá er Central-markaðurinn í Valencia einnig mjög vinsæll meðal verslunarunnenda en þar er flóamarkaður, götumarkaður og verslunarmiðstöð í fallegum byggingum. Á markaðnum finnur þú úrval af innlendum vörum, svo sem ostum, kjöti, fiski, áfengi, ávöxtum og fleira góðmeti. Þá er þess virði að heimsækja Columbus-markaðinn en þar er að finna kaffihús, veitingastaði, bari, bókabúðir og blómabúðir. Vert er að nefna að á sunnudagsmorgnum eru hljómsveitir gjarnan með ókeypis tónleika. Byggingin er í anda Gaudi og gaman er að horfa á fallegt flísalagt skrautið utan á Columbus-markaðinum.

Sevilla

11. nóvember í 3 nætur Hin glæsta höfuðborg Andalúsíu, rómantísk og yndisleg borg í alla staði! Heimsferðir bjóða beint flug til Sevilla, höfuðborgar hins einstaka Andalúsíuhéraðs á Spáni. Sevilla er einstaklega fögur borg, rík af sögu og stórfenglegum byggingum, s.s. dómkirkjunni, þeirri þriðju stærstu í heimi, Giralda-turninum og Alcázar-höllinni. Í miðborginni og hinum eldri hlutum borgarinnar, s.s. Santa Cruz, er einstök stemning, þröngar götur, veitinga- og kaffihús og heillandi torg. Auk þess er óendanlegt úrval verslana í borginni. Sevilla er fjórða stærsta borg Spánar, staðsett í um 80 km fjarlægð frá ströndum Andalúsíu og er höfuðborg Andalúsíu-héraðsins. Í Sevilla skín sólin í allt að 300 daga á ári. Borgin er mikil iðnaðar- og menningarborg og er hún aðallega

Borgarferðir í haust Búdapest 6. & 20. október Lissabon 3. nóvember Ljubljana 29. sep & 14. október Prag 22. & 29. september Róm 28. október Sevilla 11. nóvember Valencia 8. október Verona 20. október

fræg fyrir upphaf flamengótónlistar og dansa og einnig fyrir nautaatið, þjóðaríþrótt Spánverja. Í héruðunum í kring er einnig mikil landbúnaðarræktun eins og t.d. sítrusávextir og ólífur. Santa Cruz hverfið var áður hverfi gyðinga og voru sumar kirkjanna þar áður bænahús gyðinga. Hverfið liggur að Alcázar-hverfunum og frá Patio de Banderas er mjög fallegt útsýni yfir dómkirkjuna. Dómkirkjan er sú þriðja stærsta í heimi og upp úr kirkjunni rís hátt bænaturninn Giralda sem márar byggðu á sínum tíma. Frá turninum er glæsilegt útsýni yfir borgina. Við hliðina á kirkjunni er höllin Alcázar, sem er gríðarlega stór og falleg höll í anda byggingarstíls máranna. Þar eru fallegir hallar- og skrúðgarðar ásamt gosbrunnum og fleiru. Í borginni eru margir fallegir skrúðgarðar og falleg torg eins og t.d. Plaza de España. Aðalverslunargöturnar í Sevilla eru Sierpes og Tetuán, sem liggja samsíða, auk margra hliðargatna út frá þeim báðum. Við annan enda þeirra eru Plaza del Duque torgið og La Campana, þar sem t.d. El Corte Inglés er. Þarna má finna mörg þekkt vörumerki eins og t.d. Zara, Mango og H&M sem Íslendingar ættu að þekkja vel. Einnig eru víða

markaðir þar sem hægt er að gera góð kaup á í margskonar varningi.

Skíði

Fyrsta ferð 22. desember í 7 nætur og út febrúar Heimsferðir bjóða eitt glæsilegasta skíðasvæði Austurríkis, Flachau. Með skíðapassanum er hægt að ferðast á milli fimm svæða með 25 þorpum, 865 km af brekkum og 276 lyftum af öllu tagi. Brettafólk er líka velkomið á öllu svæðinu en þar er brettaskemmtigarður og þjónusta við brettafólk. Þarna er flóðlýst skíðabrekka og því hægt að skíða til kl. 21.30 á kvöldin. Skíðarúta fer reglulega á milli svæðanna Flachau, Wagrain og St. Johan en aðgangur í rútuna fylgir skíðapassanum. Lungau skíðasvæðið hefur notið mikilla vinsælda meðal Íslendinga en þar er m.a. rekið hótel í eigu Íslendinga. Lungau svæðið er með fjölbreytt úrval af skíðabrekkum sem henta getu hvers og eins og líka þeim sem eru á snjóbrettum. Í Lungau er fólksfjöldinn minni en á mörgum skíðasvæðum og því oftast styttri bið eftir lyftunni. Skíðaleiðir eru á milli skíðasvæðanna innan Lungau, t.d. frá Spiereck til Mautendorf eða frá Katschberg yfir til St. Margarethen, auk þess sem skíðarúta fer reglulega á milli svæðanna.


Frá kr.

57.950 FYRIR

21 & AFSLÆTTIR

FLUGSÆTI

m/morgunmat

Skelltu þér í

BORGARFERÐ H

eimsferðir bjóða fjölmargar borgarferðir, margar af helstu perlum Evrópu í beinu leiguflugi. Allar borgirnar eiga það sameiginlegt að vera áhugaverðar, bjóða góða veitingastaði og úrvals verslunarmöguleika. Það getur verið einstæð upplifun að ganga um götur borganna og bera fallegar byggingarnar augum, þræða mjó strætin sem liggja að fallegum torgum þar sem hægt er að setjast niður og fá sér eins og einn kaldan. Njóttu lífsins og drekktu í þig árþúsundamenningu, meistaraverk á torgum úti og einstakt andrúmsloft sem þessar borgir bjóða. Skelltu þér í helgarferð!

BÚDAPEST 20.-24. október

Hotel Museum Frá kr. 79.900 m/afslætti

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 20. október í 4 nætur.

21

RÓM

LISSABON 3.-6. nóvember.

28. október -1. nóvember

Hotel Vienna House Diplomat

Hotel Turim Europa

Hotel Eurostars International Palace

Frá kr. 69.995

Frá kr. 101.900

Frá kr. 128.900

Netverð á mann m.v.2 í herbergi með morgunmat. 22. september í 4 nætur.

SEVILLA 11.-14. nóvember

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 3. nóvember í 3 nætur.

VALENCIA 8.-12. október

21 FYRIR

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

ENNEMM / SIA • NM77322

22.-26. september

FYRIR

PRAG

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 28. október í 4 nætur.

VERONA 20.-24. október

Hotel Catalonia Santa Justa

Holiday Inn Valencia

Hotel Giberti

Frá kr. 89.700

Frá kr. 57.950 2fyrir1

Frá kr. 117.900

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 11. nóvember í 3 nætur.

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 8. október í 4 nætur.

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 20. október í 4 nætur.

ÁÐUR KR.

79.900 NÚ KR.

39.950


…sjónvarp

TM

16 | amk… FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016

OMEGA-3 OLÍUR ÖFLUGRI EN HEFÐBUNDNAR Calamari Gold inniheldur einstaklega mikið af Omega-3 (DHA): • 5 x meira af omega-3 (DHA) en þorskalýsi • 3 x meira af omega-3 (DHA) en fiskiolía

Rannsóknir sýna að Omega-3 olía: • • • •

Stuðlar að heilbrigðari heilastarfsemi Bætir minni og einbeitingu Vinnur gegn elliglöpum Er nauðsynleg fyrir eðlilegan þroska og starfsemi líkamans Útsölustaðir: Fæst í öllum helstu apótekum, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaupum, Heimkaup.is og Heilsutorgi Blómavals www.balsam.is

Koma svo stelpur!

RÚV kl. 18.20: Ísland - Slóvenía Ísland tekur á móti Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld en leikurinn er næstsíðasti leikur liðsins í undankeppni fyrir EM. Síðasti leikurinn verður spilaður á móti Skotlandi næsta þriðjudag, einnig á Laugardalsvelli. Úrslitin munu skera úr um það hvort Ísland verði með á EM í Hollandi næsta sumar. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV kl. 18.20 í kvöld.

Föstudagur 16.09.2016 rúv

Glúten frítt Bioglan Calamari Healthy May V4.indd 1

23/05/2014 16:23

Engin

egg

Engin

Engar hnetur

mjólk

Soja

frítt

Fæst í flestum apótekum, Fjarðarkaupum, verslunum Hagkaupa, 10-11, Iceland Engihjalla og Heimkaup.is

Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

www.birkiaska.is

13.00 ÓL fatlaðra 2016: Sund Bein útsending frá sundi á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó. 16.55 Popp- og rokksaga Íslands Einstök heimildarþáttaröð þar sem farið yfir sögu og þróun rokk- og popptónlistar á Íslandi. Í þáttunum hittum við söngvara, lagahöfunda, upptökustjóra og aðra sem hafa sett svip sinn á blómlegt tónlistarlíf Íslendinga í gegnum tíðina. Dagskrárgerð: Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson í samvinnu við Dr. Gunna. e. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Fréttir 18.15 Veður 18.20 Ísland - Slóvenía (Undankeppni EM kvenna í fótbolta) Bein útsending frá leik Íslands og Slóveníu í undankeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta. 21.05 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónvarps (37:50) Litið um öxl yfir 50 ára sögu sjónvarps og fróðleg og skemmtileg augnablik rifjuð upp með myndefni úr Gullkistunni. Kynnir er Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson. 21.25 Útsvar (2:27) Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson. 22.40 ÓL fatlaðra 2016: Samantekt (9) Samantekt frá viðburðum dagsins á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó. 22.55 The Three Burials of Melquiades Estrada (Þrjár greftranir) Verðlaunaður spennutryllir um kúreka úr villta vestrinu sem heldur til Mexíkó til að grafa lík vinar síns þar sem hann óskaði helst að leggjast til hinstu hvílu. Leikstjóri: Tommy Lee Jones. Leikarar: Tommy Lee Jones, January Jones og Barrry Pepper. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 00.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

sjónvarp símans

Evonia Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.

06.00 Pepsi MAX tónlist 08.00 Black-ish (16:24) 08.20 Dr. Phil 09.00 The Biggest Loser (1:26) 09.45 The Biggest Loser (2:26) 10.30 Pepsi MAX tónlist 12.50 Dr. Phil 13.30 Cooper Barrett's Guide to Surviving Life (9:13) 13.55 Girlfriends' Guide to Divorce (5:13) 14.40 Jane the Virgin (12:22)

15.25 The Millers (21:23) Bandarísk gamanþáttaröð um Nathan, nýfráskilinn sjónvarpsfréttamann sem lendir í því að móðir hans flytur inn til hans, honum til mikillar óhamingju. Aðalhlutverk er í höndum Will Arnett. 15.50 The Good Wife (11:22) Bandarísk þáttaröð með Julianna Margulies í aðalhlutverki. Alicia Florrick er lögfræðingur sem stendur í ströngu, bæði í réttarsalnum og einkalífinu. Frábærir þættir þar sem valdatafl, réttlætisbarátta og forboðinni ást eru í aðalhlutverkum. 16.35 The Tonight Show with Jimmy Fallon 17.15 The Late Late Show with James Corden 17.55 Dr. Phil Bandarískur spjallþáttur með sjónvarpssálfræðingnum Phil McGraw sem hjálpar fólki að leysa vandamál sín í sjónvarpssal. 18.35 Everybody Loves Raymond (15:23) Gamanþáttaröð um Ray Barone og furðulega fjölskyldu hans. 19.00 King of Queens (2:24) Bandarískir gamanþættir um turtildúfurnar Doug og Carrie. 19.25 How I Met Your Mother (10:24) 19.50 America's Funniest Home Videos (44:44) 20.15 The Bachelor (11:15) 21.45 Under the Dome (5:13) 22.30 The Tonight Show with Jimmy Fallon 23.10 Prison Break (10:22) 23.55 Elementary (6:24) 00.40 Quantico (3:22) Spennuþáttaröð um unga nýliða í bandarísku alríkislögreglunni sem þurfa að komast í gegnum þrotlausa þjálfun hjá FBI í Quantico. Aðeins þau bestu komast inn í Quantico eftir ítarlega skoðun yfirvalda. Það kemur því á óvart þegar einn nýliðanna er grunaður um að standa á bak við stærstu hryðjaverkaárás í Bandaríkjunum síðan árás var gerð á tvíburaturnana í New York 11. september, 2001. 01.25 Ray Donovan (2:12) 02.10 Billions (6:12) Mögnuð þáttaröð og að margra mati besta nýja þáttaröð vetrarins 2015-16. Milljónamæringurinn Bobby “Axe” Axelrod hefur byggt upp stórveldi í kringum vogurnarsjóð og er grunaður um ólöglega starfshætti. Saksóknarinn Chuck Rhoades er staðráðinn í að koma honum á bak við lás og slá og er tilbúinn að beyta öllum tiltækum ráðum. Aðalhlutverkin leika Damian Lewis og Paul Giamatti.

02.55 Under the Dome (5:13) 03.40 The Tonight Show with Jimmy Fallon 04.20 The Late Late Show with James Corden 05.00 Pepsi MAX tónlist

Stöð 2 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.50 Íþróttir

Hringbraut 11.00 Þjóðbraut (e) 12.00 Áfengis- og vímuefnaneysla unglinga (e) 12.30 Mannamál (e) 13.00 Þjóðbraut (e) 14.00 Áfengis- og vímuefnaneysla unglinga (e) 14.30 Mannamál (e) 15.00 Þjóðbraut (e) 16.00 Áfengis- og vímuefnaneysla unglinga (e) 16.30 Mannamál (e) 17.00 Þjóðbraut (e) 18.00 Áfengis- og vímuefnaneysla unglinga 18.30 Mannamál (e) 19.00 Þjóðbraut (e) 20.00 Heimilið Fjölbreyttur þáttur um neytendamál, fasteignir, viðhald, heimilisrekstur og húsráð. Umsjón: Sigmundur Ernir Rúnarsson 21.00 Heimur Farfuglanna Þessi stórmerkilega heimildarmynd hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim. Í henni er áhorfendum hreinlega boðið í flug með farfuglum heimsins á milli áfangastaða og til að kynnast lífi þeirra frá þeirra sjónarhóli. 22.30 Hvað er einelti? (e) Hvað er einelti? Unga fólkið ræðir einelti. Umsjón Alex og Eik, en í þættinum segir Birna Ásgeirsdóttir frá sinni reynslu. 23.00 Þjóðbraut á mánudegi Fyrsta flokks þjóðmálaumræða á Hringbraut undir ritstjórn Sigurjóns M. Egilssonar og Lindu Blöndal 23.30 Unga fólkið og pólitíkin (e) Unga fólkið ræðir þjóðmálin og pólitíkina. Umsjón: Karl Ó. Hallbjörnsson

N4 19.30 Föstudagsþáttur Hilda Jana fær til sín góða gesti Dagskrá N4 er endurtekin allan sólarhringinn um helgar.

www.birkiaska.is

Saga írsku kastalanna

Bodyflex

Netflix: Tales of Irish castles Leikarinn Simon Delaney fer með áhorfendur í ferðalag um írsku kastalana, kynnir sér sögu þeirra, öll ævintýrin sem spunnist hafa í kringum þá og allar persónurnar sem eru samtvinnaðar sögunni. Skoðað er hvernig kastalarnir litu út í upphafi með nýstárlegri grafík og talað við núverandi eigendur þeirra, fornleifafræðinga og sagnfræðinga. Afar áhugaverðir og skemmtilegir þættir sem eru nýlega orðnir aðgengilegir á Netflix.

Strong

Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.

www.birkiaska.is

Birkilaufstöflur Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).

www.birkiaska.is

„Eitís hittarinn“

Netflix: Ferris Bueller’s day off Eitís hittari helgarinnar á Netflix er Ferris Bueller’s day off. Ferris Bueller er á síðasta ári í gaggó og þráir ekkert heitara en einn einasta frídag í skólanum. Hann gerir sér upp veikindi til þess að sleppa við skólann en skólastjórinn er ekki á því að sleppa Bueller billega. Togstreitan milli þeirra tveggja, ævintýraferð Bueller og félaga og eldheit hvolpaást er rauður þráður gegnum myndina sem eflaust hefur orsakað margar fjarvistir úr skóla á sínum tíma. Matthew Broderick leikur hinn uppreisnargjarna Ferris Bueller.


…sjónvarp

17 | amk… FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016

Ginnkeyptur fyrir tónlistarheimildamyndum Sófakartaflan Jón Knútur Ásmundsson, verkefnastjóri hjá Austurbrú

Uppgjör á föstudegi

N4 kl. 18.00: Föstudagsþáttur Hilda Jana Gísladóttir fær til sín góða gesti í settið og ræðir málefni líðandi stundar, fréttir vikunnar, menningu, listir og helgina framundan.

Frábær í kósíkvöldið

Netflix: The Intern Myndin fjallar um sjötuga ekkilinn Ben Whitteker sem á erfitt með að setjast í helgan stein. Hann sækir um vinnu sem nemi hjá fyrirtæki sem selur tískufatnað á netinu og hreppir hnossið. Eins og gefur að skilja leikur starfið ekki beinlínis í höndunum á honum enda er hann ekki með reynslu í faginu. Úr verður hin besta skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Robert DeNiro leikur Whitteker og Anne Hathaway leikur tískudrottninguna. Hlutverk sem hún er ekki ókunn þar sem hún lék á móti Meryl Streep í The Devil Wears Prada en þar lét Hathaway seinheppna lærlinginn.

„Líkt og hjá svo mörgum öðrum hefur fjölmiðlaneysla mín breyst til muna á síðustu árum. Tek einskon­ ar „túra“ þegar ég fell fyrir einhverju góðu stöffi og horfi á heila seríu á tveimur eða þremur kvöldum. Ég reyni að drífa þetta af svo ég nái aftur tökum á lífi mínu og geti þannig sinnt skyldum mínum gagn­ vart eiginkonu, barni og hundi. Síðasta dellan hjá mér er Netflix­ serían Narcos sem fjallar, eins og flestir vita, um kolumbíska

dópsmyglarann Pablo Escob­ ar. Þegar manni er farið að þykja svolítið vænt um ófreskjuna Esc­ obar skynjar maður hverslags gæðastöff þetta er. Og svo skemmir ekki að þeir eru mest­ megnis á spænsku. Góð tilbreyting frá enskunni. Ég er líka afar ginnkeyptur fyrir tónlistarheimildarmyndum. Þær hafa verið í tísku síðustu ár og varla er til sú grúppa sem ekki hefur verið viðfangsefni heimildarmynd­ ar. Fyrir stuttu horfði ég á myndina Nothing can hurt me um hljóm­ sveitina Big Star. Lítt þekkt költ­ band frá Ameríku sem lagði upp

laupana endanlega fyrir fáeinum árum. Bráðskemmtileg sorgarsaga óheppinnar poppsveitar. Þá er ég líka duglegur að hlusta á útvarp í sófanum. Er mikill aðdáandi Rásar 1 og gæti nefnt nokkra þætti á þeirri einstöku útvarpsstöð sem ég reyni helst ekki að missa ekki af. Til dæmis nefni ég nýjan þátt sem ber heitið Lestin og í honum er fjall­ að um allt mögulegt í poppkúlturn­ um, hef sannast sagna beðið lengi eftir svona þætti á Rás 1 og þeir gera þetta vel eins og við er að bú­ ast þegar útvarpsmaðurinn Eiríkur Guðmundsson er annars vegar. Sá maður gerir allt skemmtilega.“

Gæðablóðið Escobar Jón Knútur skynjaði hverslags gæðaefni Narcos er þegar honum var farið að þykja vænt um ófreskjuna Esc­ obar. Mynd | Esther Ösp Gunnarsdóttir

Nicorette

Cooldrops munnsogstöflur með mintubragði

Nýtt nikó tínlyf

Góðir grannar

Stöð 2 kl. 18.06: Nágrannar Áströlsku nágrannarnir á Ramsey street láta engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að hafa verið daglegir gestir á skjánum í 30 ár. Kartan, Jim og Kennedy læknir hafa aldrei verið hressari.

Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: “Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.” www.versdagsins.is

4

Dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum Dregur úr reykingaþörf eftir 5 mín. hið minnsta Tvöfalt mintulag, (í töflukjarna og töfluhúð) Kemur í handhægri öskju í vasastærð Fæst 2 mg og 4 mg í 20, 80 og 160 stk. pakkningum Fæst án lyfseðils í næsta apóteki

Nicorette Cooldrops munnsogstöflur gstö (inniheldur nikótín) er notað við tóbaksfíkn. Það dregur úr fráhvarfseinkennum og reykingaþörf og auðveldar reykingamönnum að venja sig af reykingum. Skammtar: Börn: Lyfið má einungis nota handa unglingum (12-17 ára) skv. ráðleggingum læknis. Börn yngri en 12 ára mega ekki nota lyfið. Fullorðnir: 2 mg henta reykingafólki sem er lítið háð nikótíni. 4 mg þeim sem er mjög háðir nikótíni. Hámarksdagskammtur er 15 stk. Ekki á að nota lyfið lengur en 9 mánuði. Venjulega vegur ávinningur af að hætta að reykja þyngra en áhætta sem fylgir nikótínmeðferð. Setja á 1 munnsogstöflu í munninn og láta hana leysast upp. Hvorki má tyggja hana né gleypa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju hjálparefnanna. Þeir sem hafa aldrei reykt. Varnaðarorð: Reykingafólk með nýlegt hjartadrep, óstöðuga eða versnandi hjartaöng (þ.m.t. Prinzmetal), alvarlegar hjartsláttartruflanir, ómeðhöndlaðan háþrýsting, nýlegt heilablóðfall og/eða óstöðugt blóðrásarkerfi skal einungis nota Nicorette undir eftirliti læknis. Gæta skal varúðar við notkun Nicorette hjá einstaklingum sem hafa fengið ofnæmisbjúg eða ofsakláða eða eru með: háþrýsting, stöðuga hjartaöng, hjartabilun, æðasjúkdóm í heila, teppusjúkdóm í slagæðum útlima, sykursýki, ómeðhöndlað skjaldvakaóhóf, krómfíklaæxli, skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi, skeifugarnareða magasár eða vélindabólgu. Aðgát í návist barna: Nikótínskammtar sem fullorðnir geta þolað geta valdið alvarlegum eitrunareinkennum og verið banvænir börnum. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Meðganga og brjóstagjöf: Eingöngu skal nota Nicorette í samráði við lækni. Nikótín berst yfir fylgju og getur haft áhrif á blóðrás og öndun fósturs. Nikótín berst í brjóstamjólk í magni sem getur haft áhrif á brjóstmylking. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: McNeil Denmark ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., sími: 535-7000. IS/NIC-L/K-2016-08-1


…heilabrot

18 | amk… FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2016

Sudoku miðlungs 2

Spurt til vegar fyrir alla fjölskylduna

3

1 6 1 6

7 2 1

Byrjaðu á byrjunarreit og svaraðu fyrstu spurningunni já eða nei og skráðu hjá þér bókstafinn sem fylgir svarinu. Eltu svo örvarnar eftir því yfir á næstu spurningu og svo koll af kolli. Ef þú ert kominn í mark er þar lokaspurningin. Þá tekur þú saman bókstafina við öll svörin þín. Svarið við lokaspurningunni raðast saman úr þessum bókstöfum ef þú hefur svarað öllum spurningunum rétt. Góða skemmtun.

BYRJA HÉR

8 5

Er Klossi vinur Diegos?

4 8

3 1 7 9 4 8

JÁ Ú

Hlaut Jón Páll titilinn Sterkasti maður heims fjórum sinnum? NEI N

3 1 5

JÁ L

9 8

JÁ R

NEI S

JÁ T

JÁ T

Nefnist 50 ára brúðkaupsafmæli Demantsbrúðkaup?

NEI Ó

NEI F

JÁ A

Er Rúmenska slavneskt tungumál?

Er hæsti dýfingarpallurinn sem keppt er á 20 metrar?

NEI S

JÁ É

JÁ U

NEI A

JÁ G

Hét móðir Leifs heppna Þjóðhildur?

JÁ E

Geta konur unnið Freyjumenið í hestamennsku?

JÁ N

Er skáldsagan Lablaða hégula eftir Guðberg Bergsson?

NEI L

NEI Í

JÁ E

NEI N

NEI N

Er hiti mældur á Kelvínkvarða?

JÁ Í

NEI U

JÁ A

Er loftþrýstingur mældur í hektópaskölum?

Kenndi skáldið Jóhannes Jónasson sig við Kötlu?

NEI L

Er talan 20 efsta talan á markaskífu í pílukasti?

Vann Vala Flosadóttir gull á Ólympíuleikum?

NEI K

NEI M

NEI A

Var Ísland lýst fullvalda á tröppum alþingishússins?

JÁ F

Eru 64 spil í tarot spilastokk af stærstu gerð?

JÁ E

NEI Í

2

6 3 1 7 4 8 1 5 9

JÁ P

Var tölvuleikjafígúran Donkey Kong api?

7

NEI R

Er Ajax hollenskt fótboltalið?

NEI U

JÁ P

Er Gerpla bók eftir Halldór Laxnes?

JÁ R

Sudoku þung 2 4 3 8 1 6 3

NEI E

Eru blikkljósin á sjúkrabílum blá?

JÁ A

NEI Ú

Notuðu menn uglur til að flytja bréf?

5

Er vindurinn stundum kallaður Kári?

JÁ T

6

2

4 5

NEI K

Er Japanskt letur atkvæðaletur?

JÁ L

JÁ A

NEI U

NEI S

KOMIN Í MARK!

JÁ R

Er borgin Timbúktú í Malí?

Hvað kallast rennilykkja á bandi?

Krossgáta á föstudegi 1

2

3

4

5

6

11

12

13

14

15 19

9

10

27

28

29

20

21 24

8

17

16

18

23

7

22

25

26 31

30

32

Massimo og Katia Bjóða upp á ekta ítalskt brauð og pasta.

Ítalskur heimilismatur hjá Massimo og Katia á Laugarásveginum

33

2 fyrir 1l að

lasagna tigildir taka með,mber. út septe 50 kr. Aðeins 16

Á Laugarásveginum er að finna ekta ítalskan veitingastað sem hjónin Massimo og Katia reka. Unnið í samstarfi við Massimo og Katia

H

jónin Massimo og Katia reiða fram handgert pasta og heimabakað brauð á hverjum degi. Allt er búið til á staðnum og því er maturinn eins ferskur og helst verður á kosið. „Við gerum bæði pasta fyrir veitingastaðinn og svo er hægt að kaupa ferskt pasta í kílóavís og elda heima,“ segir Katia. Þau eru bæði með venjulegt pasta sem og fyllt pasta. Á veitingastaðnum er einnig að finna ýmsar innfluttar vörur, svo sem kex, ólífur, olíur og girni-

lega osta á borð við parmeggiano og gorgonzola. „Brauðið okkar er einnig allt ­bakað hér og fylgir með öllum ­okkar réttum,“ segir Katia. Þá er hægt að fá tilboð hjá

þeim fyrir afmæli eða önnur tilefni. „Við sjáum um að reiða fram ekta ítalska veislu fyrir öll tilefni,“ segir Katia áður en hún hverfur aftur til starfa.

35

34

36

37

38

39

LÁRÉTT

LÓÐRÉTT

1. Dúlla 6. Býsn 11. Verkfæri 12. Snjóhrúga 13. Þátttakandi 14. Múlbinda 15. Ríki í Mið-ameríku 17. Svif 18. Fag 19. Í röð 20. Málmhúða 21. Kunningi 23. Vilja 26. Óreiða 27. Fum 30. Óbundinn 31. Botnkraki 33. Runni 35. Kunnátta 36. Þekkja 37. Helber 38. Dá 39. Tuldra

1. Reiðmaður 2. Flokkað 3. Ógreiddur 4. Hnappur 5. Skokka 6. Þrá 7. Skaft 8. Kapítuli 9. Útvegun 10. Þjaka 16. Skaprauna 21. Slappur 22. Sætuefni 23. Fnykur 24. Herbergi 25. Dvína 27. Öðluðust 28. Framburður 29. Skjálfa 32. Hnöttur 34. Flan

Lausn síðustu viku H R E S S

R I K K A

O F L O F

H A S A R

A F T R A

K R E I K

G J A R N A E I N N

N A

S L A G T O G

K I S A

L Ú A S T G V E A S I N P N N B R N B A A

Á N I N G

L U N D I

I N N A N

M Ö L U R

Ó G A G N

T U N G A

Lausn á síðustu spurningagátu Spurt var: Hvað kölluðust stífuð undirpils sem heldri konur notuðu? Rétt svar er: Krínólínur



alla föstudaga og laugardaga

Var í sambúð með konu á Indlandi og bjó við viðvarandi ótta um afhjúpun María Helga Guðmundsdóttir er í viðtali í amk á morgun.

Ryan Seacrest og Adriana Lima nýjasta parið Örvar Amors hittu sjónvarpsmanninn og ofurfyrirsætuna.

Steypustöðin í tökur Félagarnir Auðunn Blöndal, Sveppi og Steindi Jr. byrja um helgina að taka upp nýja grínþáttaröð fyrir Stöð 2. Þættirnir hafa fengið heitið Steypustöðin og leikstjóri verður Ágúst Bent. Auk karlanna munu Saga Garðarsdóttir, Ágústa Eva Erlends­dóttir og María Guðmundsdóttir verða áberandi í þáttunum.

Ritstjóraskipti ­ á Grapevine Helga Þórey Jónsdóttir hefur látið af störfum sem ritstjóri tímaritsins Reykjavík Grapevine eftir nokkurra mánaða starf. Við starfinu tekur Sveinbjörn Pálsson sem ber um þessar mundir titilinn „settur ritstjóri.“

Ryan Seacrest og ofurfyrirsætan Adriana Lima eru talin vera nýjasta parið þetta árið. Þau hittust í fyrsta sinn á Ólympíuleikunum í Ríó en þau voru að fjalla um leikana fyrir NBC. Á dögunum eyddu þau tíma saman í New York þegar Ryan var þar í vinnuferð og Adriana sótti tískuvikuna. Heimildarmaður People sagði: „Þau hittust aftur, eftir Ólympíuleikana, í New York um síðustu helgi og

fengu sér rómantískan kvöldverð.“ Í byrjun ágúst fór Adriana með Ryan í skoðunarferð um Brasilíu, sem er heimaland hennar. Hún var áður gift körfuboltaleikaranum Marko Jari í fimm ár, en þau tilkynntu um skilnað sinn í maí 2014. Þau eiga tvö börn saman. Ást Fyrirsætan Adriana Lima, til vinstri, og sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest, fyrir miðju, eru sögð vera að slá sér upp. Mynd | NordicPhotos/Getty

HRAÐRÉTTUR DAGSINS HÁDEGI VIRKA DAGA

1.690.- kr

Yrsa og Margrét skrifa Ófærð Félagarnir Auðunn Blöndal, Sveppi og Steindi Jr. byrja um helgina að taka upp nýja grínþáttaröð fyrir Stöð 2. Þættirnir hafa fengið heitið Steypustöðin og leikstjóri verður Ágúst Bent. Auk karlanna munu Saga Garðarsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir og María Guðmundsdóttir verða áberandi í þáttunum.

SUNNUDJASS ALLA SUNNUDAGA KL 20:00

BRUNCH

PAPPÍR Við seljum umhverfisvænan pappír af öllum gerðum, þar á meðal ljósritunarpappír. Bjóðum sérskurð í þær stærðir sem henta. Þér er velkomið að líta við og finna þinn rétta pappír.

LAUGARDAGA & SUNNUDAGA

11.30-15.00


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.